Winamp Logo
Þetta helst Cover
Þetta helst Profile

Þetta helst

Icelandic, Talk, 1 season, 694 episodes, 4 days, 9 hours, 4 minutes
About
Fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Episode Artwork

1/10/202413 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Uppgjör plastbarkamálsins og sundruð læknastétt

Afleiðingar plastbarkamálsins eru meðal annars sundruð læknastétt og átök fylkinga. Undanfarna daga hefur andrúmsloftið meðal lækna á Landspítalanum verið spennuþrungið. Björn Zoega, forstjóri Karólínska sjúkrahússins og stjórnarformaður Landspítalans, er gestur þáttarins í dag. Hann segir frá uppgjöri málsins á Karólínska og hvað hann telji þurfa að gera til að lægja öldur á Landspítalanum.
1/9/20240
Episode Artwork

1/9/202414 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Valdatafl, vantraust og vesen

Nýja árið byrjar ekki vel fyrir ríkisstjórnina. Umboðsmaður Alþingis lét það verða eitt af sínum fyrstu verkum að birta álit sitt um hvalveiðibann Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra, sem beðið hafði verið eftir með nokkurri eftirvæntingu. Að minnsta kosti hjá einhverjum, til dæmis forsvarsmönnum Hvals HF. Þeir ætla í mál. Niðurstaða umboðsmanns er sú að Svandís hafi ekki fylgt meðalhófsreglu með ákvörðun sinni og skort lagaheimild til að gera það sem hún gerði. Sunna Valgerðardóttir skoðar stöðuna í pólitíkinni eftir álit umboðsmanns Alþingis.
1/8/20240
Episode Artwork

1/8/202417 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Byrjun baráttunnar um Bessastaði

Þetta verður mikið kosningaár um allan heim. Það verður kosið til þings eða forseta í rosalega mörgum löndum, 65 nánar tiltekið, þriðjungi allra ríkja heimsins. Að sjálfsögðu látum við Íslendingar ekki okkar eftir liggja þar - við kjósum okkur forseta. Og það verður nýr forseti því fjölskyldan á Bessastöðum ætlar að flytja sig um set eftir átta ára búsetu þar. Sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti í áramótaávarpi sínu að hann hygðist nú róa á önnur, eða gömul, mið, segja skilið við forsetaembættið og sinna fræðastörfum á ný. Og það leið ekki langur tími frá þeim fregnum að sætið yrði laust, þar til fyrstu vonbiðlarnir - frambjóðendurnir, létu á sér kræla. Það hefur nefnilega komið í ljós að embætti forseta Íslands er starf sem nokkuð margir telja eftirsóknarvert - og að þau eigi möguleika á að landa því. Sunna Valgerðardóttir fer yfir fyrstu lotu baráttunnar um Bessastaði í þætti dagsins.
1/5/20240
Episode Artwork

Byrjun baráttunnar um Bessastaði

Þetta verður mikið kosningaár um allan heim. Það verður kosið til þings eða forseta í rosalega mörgum löndum, 65 nánar tiltekið, þriðjungi allra ríkja heimsins. Að sjálfsögðu látum við Íslendingar ekki okkar eftir liggja þar - við kjósum okkur forseta. Og það verður nýr forseti því fjölskyldan á Bessastöðum ætlar að flytja sig um set eftir átta ára búsetu þar. Sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti í áramótaávarpi sínu að hann hygðist nú róa á önnur, eða gömul, mið, segja skilið við forsetaembættið og sinna fræðastörfum á ný. Og það leið ekki langur tími frá þeim fregnum að sætið yrði laust, þar til fyrstu vonbiðlarnir - frambjóðendurnir, létu á sér kræla. Það hefur nefnilega komið í ljós að embætti forseta Íslands er starf sem nokkuð margir telja eftirsóknarvert - og að þau eigi möguleika á að landa því. Sunna Valgerðardóttir fer yfir fyrstu lotu baráttunnar um Bessastaði í þætti dagsins.
1/5/202416 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Drottningalaus Evrópa

Öllum konungsríkjum Evrópu verður stýrt af konungum eftir að Margrét Þórhildur Danadrotting réttir Friðriki krónprinsi, syni sínum, krúnuna um miðjan mánuðinn. Evrópa hefur ekki verið drottningalaus í nær 200 ár, síðan Viktoría var krýnd drottning yfir Bretlandi 1837. Af þeim tíu konungsríkjum álfunnar hafa síðan þá alltaf verið að minnsta kosti ein ríkjandi drottning, um tíma voru þær meira að segja þrjár. En allt útlit er fyrir að einhverjar prinsessur taki við krúnunum af feðrum sínum þegar þeirra tími kemur. Sunna Valgerðardóttir skoðar mannspilin í Evrópu í þætti dagsins.
1/4/20240
Episode Artwork

Drottningalaus Evrópa

Öllum konungsríkjum Evrópu verður stýrt af konungum eftir að Margrét Þórhildur Danadrotting réttir Friðriki krónprinsi, syni sínum, krúnuna um miðjan mánuðinn. Evrópa hefur ekki verið drottningalaus í nær 200 ár, síðan Viktoría var krýnd drottning yfir Bretlandi 1837. Af þeim tíu konungsríkjum álfunnar hafa síðan þá alltaf verið að minnsta kosti ein ríkjandi drottning, um tíma voru þær meira að segja þrjár. En allt útlit er fyrir að einhverjar prinsessur taki við krúnunum af feðrum sínum þegar þeirra tími kemur. Sunna Valgerðardóttir skoðar mannspilin í Evrópu í þætti dagsins.
1/4/202415 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Lækna-Tómas í leyfi

Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, er kominn í leyfi frá störfum sínum. Ástæður þess eru, samkvæmt heimildum Þetta helst, tengdar plastbarkamálinu. Staða Tómasar og framtíð hans innan spítalans er í skoðun hjá æðstu stjórnendum spítalans. Níu læknar við Landspítalann lýsa vaxandi kergju innan spítalans vegna hegðunar Tómasar Guðbjartssonar.
1/3/20240
Episode Artwork

Lækna-Tómas í leyfi

Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, er kominn í leyfi frá störfum sínum. Ástæður þess eru, samkvæmt heimildum Þetta helst, tengdar plastbarkamálinu. Staða Tómasar og framtíð hans innan spítalans er í skoðun hjá æðstu stjórnendum spítalans. Níu læknar við Landspítalann lýsa vaxandi kergju innan spítalans vegna hegðunar Tómasar Guðbjartssonar.
1/3/202416 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Hvar er raunverulega hamingju að finna?

Þetta helst hefur nýtt ár á að leita svara við spurningunni um hvernig fólk öðlast hamingju. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir er sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu og doktor í sálfræði. Hún hefur sérhæft sig í rannsóknum á hamingju og veit því aðeins meira en margur um hvað raunverulega stuðli að hamingju Íslendinga. Þóra Tómasdóttir talaði við hana.
1/2/20240
Episode Artwork

Hvar er raunverulega hamingju að finna?

Þetta helst hefur nýtt ár á að leita svara við spurningunni um hvernig fólk öðlast hamingju. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir er sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu og doktor í sálfræði. Hún hefur sérhæft sig í rannsóknum á hamingju og veit því aðeins meira en margur um hvað raunverulega stuðli að hamingju Íslendinga. Þóra Tómasdóttir talaði við hana.
1/2/202416 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Flugeldar: Geyma eða gleyma? II

Við flytjum inn og skjótum upp gífurlega miklu magni af flugeldum um hver áramót, þó að gagnrýnisraddirnar sem mæla á móti því verði sífellt háværari. Eigum við að geyma þessa flugelda okkar eins og eftirminnileg ár, eða bara gleyma þeim eins og þeim glötuðu? Sunna Valgerðardóttir dustar flugeldarykið af í þessum síðasta þætti ársins, skoðar gamlar fréttir og nýrri, úreldar auglýsingar og skýrslur sem enduðu í skúffum. Takk fyrir hlustunina á árinu og við heyrumst aftur á því nýja!
12/29/20230
Episode Artwork

Flugeldar: Geyma eða gleyma? II

Við flytjum inn og skjótum upp gífurlega miklu magni af flugeldum um hver áramót, þó að gagnrýnisraddirnar sem mæla á móti því verði sífellt háværari. Eigum við að geyma þessa flugelda okkar eins og eftirminnileg ár, eða bara gleyma þeim eins og þeim glötuðu? Sunna Valgerðardóttir dustar flugeldarykið af í þessum síðasta þætti ársins, skoðar gamlar fréttir og nýrri, úreldar auglýsingar og skýrslur sem enduðu í skúffum. Takk fyrir hlustunina á árinu og við heyrumst aftur á því nýja!
12/29/202317 minutes
Episode Artwork

Óstöðvandi málverkafalsarar

Í þessum þætti er stiklað á stóru í umfjöllun Þóru Tómasdóttur um nýja anga af stóra málverkafölsunarmálinu. Þátturinn er samantekt um óstöðvandi falsara sem hafa blekkt listasöfn, uppboðshús og kaupendur um allt land. Þáttarröðin var flutt 11.-15. september og 30. október 2023.
12/28/20230
Episode Artwork

Óstöðvandi málverkafalsarar

Í þessum þætti er stiklað á stóru í umfjöllun Þóru Tómasdóttur um nýja anga af stóra málverkafölsunarmálinu. Þátturinn er samantekt um óstöðvandi falsara sem hafa blekkt listasöfn, uppboðshús og kaupendur um allt land. Þáttarröðin var flutt 11.-15. september og 30. október 2023.
12/28/202316 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Búfé Guðmundu aflífað ólöglega af MAST

Matvælastofnun var ekki heimilt að aflífa dýr Guðmundu Tyrfingsdóttur bónda í Lækjatúni á Suðurlandi þegar hún veiktist og þurfti að leggjast inn á sjúkrastofnun fyrir ári síðan. Dýrin voru frísk og ástand þeirra metið í lagi, þegar starfsfólk stofnunarinnar ákvað að aflífa þau. Þóra Tómasdóttir ræðir við Guðna Ágústsson og Guðbjörn Ingvason sveitunga Guðmundu og Sigurð Guðmundsson lögmann hennar um þessa aðgerð Matvælastofnunar.
12/27/20230
Episode Artwork

Búfé Guðmundu aflífað ólöglega af MAST

Matvælastofnun var ekki heimilt að aflífa dýr Guðmundu Tyrfingsdóttur bónda í Lækjatúni á Suðurlandi þegar hún veiktist og þurfti að leggjast inn á sjúkrastofnun fyrir ári síðan. Dýrin voru frísk og ástand þeirra metið í lagi, þegar starfsfólk stofnunarinnar ákvað að aflífa þau. Þóra Tómasdóttir ræðir við Guðna Ágústsson og Guðbjörn Ingvason sveitunga Guðmundu og Sigurð Guðmundsson lögmann hennar um þessa aðgerð Matvælastofnunar.
12/27/202315 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Mandarínuneyslan mest í myrkrinu II

Við borðum margar milljónir af mandarínum á hverju ári á Íslandi, langmest á aðventunni. Við torgum svona þrjátíu stykkjum á haus að meðaltali. Aldrei virðumst við kunna okkur hóf, en þessi ofsaneysla á mandarínum skýrist kannski af því að fyrir ekkert svo löngu fengust bara engir ávextir hér á sómasamlegu verði. Sunna Valgerðardóttir fjallar um mandarínur og klementínur, ávexti sem vér þekkjum fólk á, myglaðar mandarínur, eitraðar mandarínur og ómissandi jólaávexti. Hljómsveitin Eva leikur undir.
12/22/20230
Episode Artwork

Mandarínuneyslan mest í myrkrinu II

Við borðum margar milljónir af mandarínum á hverju ári á Íslandi, langmest á aðventunni. Við torgum svona þrjátíu stykkjum á haus að meðaltali. Aldrei virðumst við kunna okkur hóf, en þessi ofsaneysla á mandarínum skýrist kannski af því að fyrir ekkert svo löngu fengust bara engir ávextir hér á sómasamlegu verði. Sunna Valgerðardóttir fjallar um mandarínur og klementínur, ávexti sem vér þekkjum fólk á, myglaðar mandarínur, eitraðar mandarínur og ómissandi jólaávexti. Hljómsveitin Eva leikur undir.
12/22/202318 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Prinsinn sigraði stórveldið

Harry Bretaprins vann sigur í máli sínu gegn fjölmiðlasamsteypunni Mirror Group fyrir rétti í London. Þrjú blöð brutu lög með umfjöllun sinni um prinsinn sem var byggð á upplýsingum sem fólk á vegum þeirra aflaði með því að brjótast inn í síma hans, og þúsunda annarra, og hlusta á talhólfsskilaboð. Símahlerunarmálið stóra, sem upp komst 2011, skók heimsbyggðina og eftirskjálftarnir eru bara rétt að byrja. Dómurinn er sagður fordæmisgefandi og líklegt að hann muni breyta bresku fjölmiðlalandslagi til frambúðar. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Andrés Jónsson um fjölmiðla, einkalíf og mögulega þróun í náinni framtíð.
12/21/20230
Episode Artwork

Prinsinn sigraði stórveldið

Harry Bretaprins vann sigur í máli sínu gegn fjölmiðlasamsteypunni Mirror Group fyrir rétti í London. Þrjú blöð brutu lög með umfjöllun sinni um prinsinn sem var byggð á upplýsingum sem fólk á vegum þeirra aflaði með því að brjótast inn í síma hans, og þúsunda annarra, og hlusta á talhólfsskilaboð. Símahlerunarmálið stóra, sem upp komst 2011, skók heimsbyggðina og eftirskjálftarnir eru bara rétt að byrja. Dómurinn er sagður fordæmisgefandi og líklegt að hann muni breyta bresku fjölmiðlalandslagi til frambúðar. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Andrés Jónsson um fjölmiðla, einkalíf og mögulega þróun í náinni framtíð.
12/21/202316 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Grindvísk fjölskylda undirbýr jól í útlegð

Í þessum þætti heimsækir Þóra Tómasdóttir grindvíska fjölskyldu sem undirbýr nú jólin í einskonar útlægð frá heimili sínu. Hjónin Lóa Kristín Ólafsdóttir og Bergur Hinriksson hafa komið sér fyrir ásamt sonum sínum tveimur, þeim Ara Berg 11 ára og Hinriki Hrafni 19 ára, í nýbyggingu í Garðabæ. Þar er lífið allt öðruvísi en í stóra húsinu þeirra í náttúruparadísinni í Grindavík. Þau bera sig vel, halda þétt hvert utanum annað og eru staðráðin í gera það besta úr aðstæðunum.
12/20/20230
Episode Artwork

Grindvísk fjölskylda undirbýr jól í útlegð

Í þessum þætti heimsækir Þóra Tómasdóttir grindvíska fjölskyldu sem undirbýr nú jólin í einskonar útlægð frá heimili sínu. Hjónin Lóa Kristín Ólafsdóttir og Bergur Hinriksson hafa komið sér fyrir ásamt sonum sínum tveimur, þeim Ara Berg 11 ára og Hinriki Hrafni 19 ára, í nýbyggingu í Garðabæ. Þar er lífið allt öðruvísi en í stóra húsinu þeirra í náttúruparadísinni í Grindavík. Þau bera sig vel, halda þétt hvert utanum annað og eru staðráðin í gera það besta úr aðstæðunum.
12/20/202315 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Fyrstu tólf tímarnir í lífi yngsta og stærsta eldgossins

Klukkan rúmlega níu í gærkvöldi hófst öflug skjálftahrina við Sundhnúkagíga. Þetta gerðist allt svolítið skyndilega, en svo virðist sem fáir hafi kippt sér mikið upp við fregnirnar á þeim rúma klukkutíma sem það tók frá því að hrinan byrjaði þar til jörðin við Sundhnúkagíga rifnaði og hleypti upp alveg gífurlegu magni af kviku sem var búin að krauma undir yfirborðinu í langan, langan tíma. Þetta var hröð atburðarás sem leit í fyrstu alls ekki vel út, en eftir því sem líða tók á nóttina og morguninn sáum við að þetta stóra eldgos sem gaus upp úr rúmlega fjögurra kílómetra langri sprungu, virðist ekki ætla að verða það skrímsli sem fólk óttaðist í fyrstu.
12/19/20230
Episode Artwork

Fyrstu tólf tímarnir í lífi yngsta og stærsta eldgossins

Klukkan rúmlega níu í gærkvöldi hófst öflug skjálftahrina við Sundhnúkagíga. Þetta gerðist allt svolítið skyndilega, en svo virðist sem fáir hafi kippt sér mikið upp við fregnirnar á þeim rúma klukkutíma sem það tók frá því að hrinan byrjaði þar til jörðin við Sundhnúkagíga rifnaði og hleypti upp alveg gífurlegu magni af kviku sem var búin að krauma undir yfirborðinu í langan, langan tíma. Þetta var hröð atburðarás sem leit í fyrstu alls ekki vel út, en eftir því sem líða tók á nóttina og morguninn sáum við að þetta stóra eldgos sem gaus upp úr rúmlega fjögurra kílómetra langri sprungu, virðist ekki ætla að verða það skrímsli sem fólk óttaðist í fyrstu.
12/19/202312 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Saga Merhawit, ekkju plastbarkaþegans Andemariam

Forstjóri Landspítalans bað nýlega ekkju fyrsta plastbarkaþegans afsökunar á þætti spítalans í Plastbarkamálinu. Ekkjan heitir Merhawit Baryamikael Tesfaslase og hefur aðeins einu sinni sagt sögu sína. Það var í viðtali við Ragnheiði Linnet árið 2017. Ragnheiður Linnet er jafnframt eiginkona forstjóra Landspítalans. Í þessum þætti segir Ragnheiður sögu Merhawit.
12/18/20230
Episode Artwork

Saga Merhawit, ekkju plastbarkaþegans Andemariam

Forstjóri Landspítalans bað nýlega ekkju fyrsta plastbarkaþegans afsökunar á þætti spítalans í Plastbarkamálinu. Ekkjan heitir Merhawit Baryamikael Tesfaslase og hefur aðeins einu sinni sagt sögu sína. Það var í viðtali við Ragnheiði Linnet árið 2017. Ragnheiður Linnet er jafnframt eiginkona forstjóra Landspítalans. Í þessum þætti segir Ragnheiður sögu Merhawit.
12/18/202317 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Hauskúpa sjávarskrímslis fannst í klettavegg í Dorset

Fyrir um einu og hálfu ári síðan rakst textílhönnuður nokkur á svolítið merkilegt á göngu sinni um enska strönd. Hönnuðurinn, sem er líka forfallinn áhugamaður um steingervinga og fornleifar, áttaði sig strax á að þarna hafði hann fundið svolítið merkilegt. ?Ég fann svolítið stórkostlegt,? sagði textílhönnuðurinn á ströndinni. Þetta var reyndar ekkert bara einhver ensk strönd, heldur Júrastrandlengjan og þetta sem hann fann var hluti af mjög stórri og mjög gamalli hauskúpu. Maðurinn hringdi nokkur símtöl, fékk grun sinn staðfestan og nú á nýjársdag frumsýnir BBC heimildarmynd um þetta trýni í klettinum, skepnuna sem það tilheyrði og stórhættulega björgunaraðgerðina sem lagst var í til að nálgast þennan stórmerka fund. Sunna Valgerðardóttir fjallar um risaeðlur í þætti dagsins.
12/15/20230
Episode Artwork

Hauskúpa sjávarskrímslis fannst í klettavegg í Dorset

Fyrir um einu og hálfu ári síðan rakst textílhönnuður nokkur á svolítið merkilegt á göngu sinni um enska strönd. Hönnuðurinn, sem er líka forfallinn áhugamaður um steingervinga og fornleifar, áttaði sig strax á að þarna hafði hann fundið svolítið merkilegt. ?Ég fann svolítið stórkostlegt,? sagði textílhönnuðurinn á ströndinni. Þetta var reyndar ekkert bara einhver ensk strönd, heldur Júrastrandlengjan og þetta sem hann fann var hluti af mjög stórri og mjög gamalli hauskúpu. Maðurinn hringdi nokkur símtöl, fékk grun sinn staðfestan og nú á nýjársdag frumsýnir BBC heimildarmynd um þetta trýni í klettinum, skepnuna sem það tilheyrði og stórhættulega björgunaraðgerðina sem lagst var í til að nálgast þennan stórmerka fund. Sunna Valgerðardóttir fjallar um risaeðlur í þætti dagsins.
12/15/202317 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

EBU -Sambandið sem öllu ræður um Júróvisjón

Stjórnendur RÚV benda á að það sé EBU, Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, sem setji reglurnar og fari með valdið í málefnum Ísraela í næstu Júróvisjónkeppni. Jónatan Garðarsson dagskrárritstjóri Rásar 1 segir frá þessu samstarfi sem á sér langa sögu og snýst um svo miklu miklu meira en bara Júróvisjón. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
12/14/20230
Episode Artwork

EBU -Sambandið sem öllu ræður um Júróvisjón

Stjórnendur RÚV benda á að það sé EBU, Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, sem setji reglurnar og fari með valdið í málefnum Ísraela í næstu Júróvisjónkeppni. Jónatan Garðarsson dagskrárritstjóri Rásar 1 segir frá þessu samstarfi sem á sér langa sögu og snýst um svo miklu miklu meira en bara Júróvisjón. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
12/14/202317 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Þrýst á RÚV að hætta við Júróvisjón

Það er óhætt að segja að þrýst sé á Rúv um að sniðganga Júróvisjón á næsta ári. Stjórnendur stofnunarinnar hafa fengið fjölda tölvupósta þar sem farið er fram á að RÚV hætti við þátttöku í keppninni eða krefjist þess að Ísraelum verði vikið úr henni. Um átta þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Rúv um það sama. Þóra Tómasdóttir ræðir við Veru Knútsdóttur sem skorar á RÚV að hætta við keppni, Jónatan Garðarsson dagskrárritstjóra Rásar 1 og Stefán Eiríksson útvarpsstjóra
12/13/20230
Episode Artwork

Þrýst á RÚV að hætta við Júróvisjón

Það er óhætt að segja að þrýst sé á Rúv um að sniðganga Júróvisjón á næsta ári. Stjórnendur stofnunarinnar hafa fengið fjölda tölvupósta þar sem farið er fram á að RÚV hætti við þátttöku í keppninni eða krefjist þess að Ísraelum verði vikið úr henni. Um átta þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Rúv um það sama. Þóra Tómasdóttir ræðir við Veru Knútsdóttur sem skorar á RÚV að hætta við keppni, Jónatan Garðarsson dagskrárritstjóra Rásar 1 og Stefán Eiríksson útvarpsstjóra
12/13/202316 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Snyrtivöruframleiðendur herja á börn með fullorðinsvörur

Snyrtivöruiðnaðurinn veltir gífurlegum fjárhæðum. Markaðurinn er einn sá stöðugasti, traustasti og stærsti í heimi. Í fyrra nam veltan á heimsvísu um 20 þúsund milljörðum íslenskra króna - 20 billjónum - og samkvæmt hagfræðispám mun hann bara halda áfram að stækka. Snyrtivöruframleiðendur beina nú sjónum sínum að börnum, því allir hinir markhóparnir eru mettaðir. Sunna Valgerðardóttir ræðir í þætti dagsins við Maríönnu Pálsdóttur snyrtifræðing og Rakel Garðarsdóttur, stofnanda Vakandi, um serumvæðingu og húðrútínu ungra stúlkna og þær afleiðingar sem það getur haft.
12/12/20230
Episode Artwork

Snyrtivöruframleiðendur herja á börn með fullorðinsvörur

Snyrtivöruiðnaðurinn veltir gífurlegum fjárhæðum. Markaðurinn er einn sá stöðugasti, traustasti og stærsti í heimi. Í fyrra nam veltan á heimsvísu um 20 þúsund milljörðum íslenskra króna - 20 billjónum - og samkvæmt hagfræðispám mun hann bara halda áfram að stækka. Snyrtivöruframleiðendur beina nú sjónum sínum að börnum, því allir hinir markhóparnir eru mettaðir. Sunna Valgerðardóttir ræðir í þætti dagsins við Maríönnu Pálsdóttur snyrtifræðing og Rakel Garðarsdóttur, stofnanda Vakandi, um serumvæðingu og húðrútínu ungra stúlkna og þær afleiðingar sem það getur haft.
12/12/202315 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Tónlistarkonan Laufey - sjálfstæð og vellauðug

Laufey hefur náð ævintýralegum árangri á tónlistarsviðinu á undanförnum tveimur árum. Sú velgengni virðist rökrétt framhald af aðdragandanum. Hún semur tónlistina sína sjálf, útsetur, syngur og leikur á ótal hljóðfæri. Þó hún sé aðeins 24 ára að aldri á hún að baki langan tónlistarferil og sigurför hennar er alls engin heppni. Í þessum þætti heyrum við af því hvernig hin kínversk-íslenska listakona varð einn mest spilaði djasstónlistarmaður á Spotify í fyrra. Þóra Tómasdóttir ræðir við Matthías Má Magnússon, dagskrárstjóra Rásar 2.
12/11/20230
Episode Artwork

Tónlistarkonan Laufey - sjálfstæð og vellauðug

Laufey hefur náð ævintýralegum árangri á tónlistarsviðinu á undanförnum tveimur árum. Sú velgengni virðist rökrétt framhald af aðdragandanum. Hún semur tónlistina sína sjálf, útsetur, syngur og leikur á ótal hljóðfæri. Þó hún sé aðeins 24 ára að aldri á hún að baki langan tónlistarferil og sigurför hennar er alls engin heppni. Í þessum þætti heyrum við af því hvernig hin kínversk-íslenska listakona varð einn mest spilaði djasstónlistarmaður á Spotify í fyrra. Þóra Tómasdóttir ræðir við Matthías Má Magnússon, dagskrárstjóra Rásar 2.
12/11/202316 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Stríðið á Gaza II: Að loka ekki augunum

Meira en 12.000 börn og konur hafa verið drepin í stríðinu á Gaza og það er nánast að gerast í beinni útsendingu fyrir alþjóð. 99. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna var virkjuð af framkvæmdastjóranum í gær, sem þýðir að hann geti beitt sér fyrir öryggisráðinu. Þetta er sjaldgæft. En hér heima á Íslandi hafa sum einfaldlega hætt að fylgjast með fréttum til að vernda sína eigin geðheilsu og reynt að sníða hjá myndskeiðum af grátandi, særðum eða dánum börnum á samfélagsmiðlum. Önnur hella sér í hyldýpið, fylgjast skelfingu lostin með hryllingnum sem eykst á Gaza dag frá degi, skrifa undir lista, birta færslur á samfélagsmiðlum, ákalla stjórnvöld, fordæma stjórnvöld, senda tölvupósta, mæta á mótmæli og líklega gráta. Sunna Valgerðardóttir ræðir í þessum seinni þætti um Gaza við Eyrúnu Björk Jóhannsdóttur, sem hefur valið seinni leiðina. Hún reynir allt hvað hún getur til að vekja athygli á hryllingnum sem er að gerast.
12/8/20230
Episode Artwork

Stríðið á Gaza II: Að loka ekki augunum

Meira en 12.000 börn og konur hafa verið drepin í stríðinu á Gaza og það er nánast að gerast í beinni útsendingu fyrir alþjóð. 99. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna var virkjuð af framkvæmdastjóranum í gær, sem þýðir að hann geti beitt sér fyrir öryggisráðinu. Þetta er sjaldgæft. En hér heima á Íslandi hafa sum einfaldlega hætt að fylgjast með fréttum til að vernda sína eigin geðheilsu og reynt að sníða hjá myndskeiðum af grátandi, særðum eða dánum börnum á samfélagsmiðlum. Önnur hella sér í hyldýpið, fylgjast skelfingu lostin með hryllingnum sem eykst á Gaza dag frá degi, skrifa undir lista, birta færslur á samfélagsmiðlum, ákalla stjórnvöld, fordæma stjórnvöld, senda tölvupósta, mæta á mótmæli og líklega gráta. Sunna Valgerðardóttir ræðir í þessum seinni þætti um Gaza við Eyrúnu Björk Jóhannsdóttur, sem hefur valið seinni leiðina. Hún reynir allt hvað hún getur til að vekja athygli á hryllingnum sem er að gerast.
12/8/202314 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Stríðið á Gaza I: Dauði blaðamanna og afbökun upplýsinga

Að minnsta kosti 63 blaða- og fréttamenn hafa dáið í stríði Ísraelshers og Hamas, á þeim tveimur mánuðum sem það hefur staðið. Aldrei hafa fleiri blaðamenn látið lífið í stríði á jafn skömmum tíma. Og það er stríðsglæpur að drepa blaðamenn við störf. 63 dánir er ekki há tala miðað við þau tæplega 18.000 sem hafa látið lífið, en það hefur alvarlegar afleiðingar. Skortur á réttum upplýsingum, falsfréttir og áróður er það sem eftir verður. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Ólöfu Ragnarsdóttur, fréttakonu og sérfræðing í málefnum Miðausturlanda á fréttastofu RÚV, um ástandið á Gaza, markmið ísraelskra stjórnvalda og myrka framtíð Palestínu. Þetta er fyrri þáttur af tveimur um stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs (Mynd: EPA)
12/7/20230
Episode Artwork

Stríðið á Gaza I: Dauði blaðamanna og afbökun upplýsinga

Að minnsta kosti 63 blaða- og fréttamenn hafa dáið í stríði Ísraelshers og Hamas, á þeim tveimur mánuðum sem það hefur staðið. Aldrei hafa fleiri blaðamenn látið lífið í stríði á jafn skömmum tíma. Og það er stríðsglæpur að drepa blaðamenn við störf. 63 dánir er ekki há tala miðað við þau rúmlega 17.000 sem hafa látið lífið, en það hefur alvarlegar afleiðingar. Skortur á réttum upplýsingum, falsfréttir og áróður er það sem eftir verður. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Ólöfu Ragnarsdóttur, fréttakonu og sérfræðing í málefnum Miðausturlanda á fréttastofu RÚV, um ástandið á Gaza, markmið ísraelskra stjórnvalda og myrka framtíð Palestínu. Þetta er fyrri þáttur af tveimur um stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs (Mynd: EPA)
12/7/202316 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Aðdragandinn að framsali Eddu Bjarkar Arnardóttur til Noregs

Edda Björk Arnardóttir, sjö barna íslensk móðir, situr nú í sama öryggisfangelsi í Noregi og Anders Breivik var vistaður fyrir hryðjuverk. Edda er í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa í fyrra numið þrjá syni sína á brott frá föður þeirra í Noregi. Synir hennar eru nú í felum á Íslandi og barnaverndaryfirvöld vita ekki hvar þeir eru niður komnir. Faðir leitar drengjanna en hann fer með forsjá þeirra. Við rekjum nokkra helstu vendipunkta í þessu erfiða máli sem leiddi til þess að Edda var framseld til Noregs.
12/6/20230
Episode Artwork

Aðdragandinn að framsali Eddu Bjarkar Arnardóttur til Noregs

Edda Björk Arnardóttir, sjö barna íslensk móðir, situr nú í sama öryggisfangelsi í Noregi og Anders Breivik var vistaður fyrir hryðjuverk. Edda er í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa í fyrra numið þrjá syni sína á brott frá föður þeirra í Noregi. Synir hennar eru nú í felum á Íslandi og barnaverndaryfirvöld vita ekki hvar þeir eru niður komnir. Faðir leitar drengjanna en hann fer með forsjá þeirra. Við rekjum nokkra helstu vendipunkta í þessu erfiða máli sem leiddi til þess að Edda var framseld til Noregs.
12/6/202315 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Kaupóð þjóð II

Þörfin fyrir að tilheyra, hjarðeðli, FOMO og egóismi gæti allt útskýrt það ástand sem skapaðist tvisvar með skömmum tíma nýverið - fyrst við opnun Ginu Tricot í Kringlunni og svo við upphaf sölu á snyrtivörufyrirtækinu ELF í Krónunni. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Rakel Garðarsdóttur, stofnandi umhverfissamtakanna Vakandi, um þessa hegðun, samfélagsmiðlanotkun og tvískinnunginn í þjóðinni. #haul #socialexperiment #shoppingaddict
12/5/20230
Episode Artwork

Kaupóð þjóð II

Þörfin fyrir að tilheyra, hjarðeðli, FOMO og egóismi gæti allt útskýrt það ástand sem skapaðist tvisvar með skömmum tíma nýverið - fyrst við opnun Ginu Tricot í Kringlunni og svo við upphaf sölu á snyrtivörufyrirtækinu ELF í Krónunni. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Rakel Garðarsdóttur, stofnandi umhverfissamtakanna Vakandi, um þessa hegðun, samfélagsmiðlanotkun og tvískinnunginn í þjóðinni. #haul #socialexperiment #shoppingaddict
12/5/202317 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Kaupóð þjóð I

Opnanir fataverslana, vegghillur, bandarískar snyrtivörur, ódýrir símar, ókeypis smjörlíki eða splunkuný hlutabréf hafa komið Íslendingum til að mynda misskipulagðar raðir í gegn um tíðina. Stundum hefur skapast svo mikill glundroði að það liggur við slagsmálum. Nýjustu tíðindin eru Gina Tricot í Kringlunni og e.l.f. snyrtivörurnar í Krónunni, en þetta er ekkert nýtt samt. Sunna Valgerðardóttir skoðar kaupæði Íslendinga, ný og gömul, í þessum fyrri þætti af tveimur um okkar kaupóðu þjóð.
12/4/20230
Episode Artwork

Kaupóð þjóð I

Opnanir fataverslana, vegghillur, bandarískar snyrtivörur, ódýrir símar, ókeypis smjörlíki eða splunkuný hlutabréf hafa komið Íslendingum til að mynda misskipulagðar raðir í gegn um tíðina. Stundum hefur skapast svo mikill glundroði að það liggur við slagsmálum. Nýjustu tíðindin eru Gina Tricot í Kringlunni og e.l.f. snyrtivörurnar í Krónunni, en þetta er ekkert nýtt samt. Sunna Valgerðardóttir skoðar kaupæði Íslendinga, ný og gömul, í þessum fyrri þætti af tveimur um okkar kaupóðu þjóð. (Mynd með færslu: Hulda Margrét)
12/4/202315 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Creditinfo einvaldur um lánshæfi fólks

Mikil reiði hefur blossað upp meðal fólks sem á einni nóttu fékk lækkað lánshæfismat í kladdanum hjá Creditinfo. Fjölmargir eru ósáttir við að eldri vanskil, sem áður voru fyrnd, komi aftur inn í gagnagrunninn og lækki lánshæfismat þeirra. Afleiðingarnar eru meðal annars þær að fólk missir lánaheimildir svo sem kredittkort nú rétt fyrir jólin. Þóra Tómasdóttir ræðir við Helgu Þórisdóttur forstjóra Persónuverndar og Lovísu Ósk Þrastardóttur yfirlögfræðing hjá Umboðsmanni skuldara. Þær kalla eftir eftirliti með lánshæfismati Creditinfo.
12/1/20230
Episode Artwork

Creditinfo einvaldur um lánshæfi fólks

Mikil reiði hefur blossað upp meðal fólks sem á einni nóttu fékk lækkað lánshæfismat í kladdanum hjá Creditinfo. Fjölmargir eru ósáttir við að eldri vanskil, sem áður voru fyrnd, komi aftur inn í gagnagrunninn og lækki lánshæfismat þeirra. Afleiðingarnar eru meðal annars þær að fólk missir lánaheimildir svo sem kredittkort nú rétt fyrir jólin. Þóra Tómasdóttir ræðir við Helgu Þórisdóttur forstjóra Persónuverndar og Lovísu Ósk Þrastardóttur yfirlögfræðing hjá Umboðsmanni skuldara. Þær kalla eftir eftirliti með lánshæfismati Creditinfo.
12/1/202315 minutes
Episode Artwork

Tíminn, vatnið og Vestmannaeyjar

Ríkisstjórnin sagðist í júlí ætla að leggja nýja neysluvatnslögn til Vestmannaeyja. Sú gamla væri löngu komin á tíma. Það sannaðist svo nýlega, þegar akkeri togara Vinnslustöðvarinnar eyðilagði lögnina á 300 metra kafla, sleit ljósleiðarann og mögulega rafstreng. Það er hættuástand. Svo er Herjólfur bilaður líka. Þó að Eyjamenn hafi heldur betur fengið að kynnast ókostunum við jarðvirkni þá þurfa þau samt að leita til lands eftir auðlindunum. Sunna Valgerðardóttir skoðar sögu vatnsveitunnar í Eyjum og hættustigið sem hefur verið lýst yfir.
11/30/20230
Episode Artwork

Tíminn, vatnið og Vestmannaeyjar

Ríkisstjórnin sagðist í júlí ætla að leggja nýja neysluvatnslögn til Vestmannaeyja. Sú gamla væri löngu komin á tíma. Það sannaðist svo nýlega, þegar akkeri togara Vinnslustöðvarinnar eyðilagði lögnina á 300 metra kafla, sleit ljósleiðarann og mögulega rafstreng. Það er hættuástand. Svo er Herjólfur bilaður líka. Þó að Eyjamenn hafi heldur betur fengið að kynnast ókostunum við jarðvirkni þá þurfa þau samt að leita til lands eftir auðlindunum. Sunna Valgerðardóttir skoðar sögu vatnsveitunnar í Eyjum og hættustigið sem hefur verið lýst yfir.
11/30/202315 minutes
Episode Artwork

Villta vestrið í innheimtubransanum

Þó lög séu í landinu um hvað vextir af skuldum megi vera háir virðast innheimtufyrirtæki finna mýmargar leiðir til að smyrja ríkulega á innheimtukostnað. Við rýnum í innheimtubréf sem eru til skoðunar hjá Neytendasamtökunum en svo virðist sem innheimtufyrirtæki hreinlega leiki sér að reglunum til þess að hámarka ágóðann af innheimtustarfseminni. Þóra Tómasdóttir ræðir við Breka Karlsson formann Neytendasamtakanna og Einar Bjarna Einarsson lögfræðing Neytendasamtakanna.
11/29/20230
Episode Artwork

Villta vestrið í innheimtubransanum

Þó lög séu í landinu um hvað vextir af skuldum megi vera háir virðast innheimtufyrirtæki finna mýmargar leiðir til að smyrja ríkulega á innheimtukostnað. Við rýnum í innheimtubréf sem eru til skoðunar hjá Neytendasamtökunum en svo virðist sem innheimtufyrirtæki hreinlega leiki sér að reglunum til þess að hámarka ágóðann af innheimtustarfseminni. Þóra Tómasdóttir ræðir við Breka Karlsson formann Neytendasamtakanna og Einar Bjarna Einarsson lögfræðing Neytendasamtakanna.
11/29/202315 minutes
Episode Artwork

Of sönn sakamálasaga

Dómstóll í Busan-héraði Suður Kóreu dæmdi á föstudag unga konu til lífstíðarfangelsisvistar fyrir morð. Konan játaði að hafa stungið ungan enskukennara til bana, hlutað lík hennar í sundur, komið einhverjum bútum fyrir í ferðatösku og fleygt í ánna. Ástæða morðsins var forvitni. Konan hafði lengi haft mikinn áhuga á sakamálasögum, sérstaklega sönnum sakamálasögum, og orðin forvitin um hvernig það væri að fremja morð sjálf. Hún lét verða af því, eftir að hafa skipulagt ódæðisverkið í marga mánuði. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Arnar Eggert Thoroddsen félagsfræðing um áhuga mannfólksins á glæpum og ráðgátunum í kring um þá, rótina og mögulegar afleiðingar.
11/28/20230
Episode Artwork

Of sönn sakamálasaga

Dómstóll í Busan-héraði Suður Kóreu dæmdi á föstudag unga konu til lífstíðarfangelsisvistar fyrir morð. Konan játaði að hafa stungið ungan enskukennara til bana, hlutað lík hennar í sundur, komið einhverjum bútum fyrir í ferðatösku og fleygt í ánna. Ástæða morðsins var forvitni. Konan hafði lengi haft mikinn áhuga á sakamálasögum, sérstaklega sönnum sakamálasögum, og orðin forvitin um hvernig það væri að fremja morð sjálf. Hún lét verða af því, eftir að hafa skipulagt ódæðisverkið í marga mánuði. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Arnar Eggert Thoroddsen félagsfræðing um áhuga mannfólksins á glæpum og ráðgátunum í kring um þá, rótina og mögulegar afleiðingar.
11/28/202315 minutes
Episode Artwork

Gerviverktaka og gjaldþrot

Í þessum þætti er rætt við fólk sem upplifir að það hafi starfað sem gerviverktakar hjá fjölmiðlafyrirtækinu Torgi. Fyrirtækið rak Hringbraut, Fréttablaðið og DV. Þegar Torg varð gjaldþrota áttu þau inni peninga sem ekki teljast forgangskröfur í þrotabúinu. Á dögunum sendi skiptastjóri þrotabúsins þeim bréf sem vakið hefur mikla reiði, þar sem hann krafði þau um endurgreiðslu launa sinna. Þóra Tómasdóttir ræddi við Margréti Erlu Maack, Njál Gunnlaugsson og Tómas Arnar Sigurbjörnsson.
11/27/20230
Episode Artwork

Gerviverktaka og gjaldþrot

Í þessum þætti er rætt við fólk sem upplifir að það hafi starfað sem gerviverktakar hjá fjölmiðlafyrirtækinu Torgi. Fyrirtækið rak Hringbraut, Fréttablaðið og DV. Þegar Torg varð gjaldþrota áttu þau inni peninga sem ekki teljast forgangskröfur í þrotabúinu. Á dögunum sendi skiptastjóri þrotabúsins þeim bréf sem vakið hefur mikla reiði, þar sem hann krafði þau um endurgreiðslu launa sinna. Þóra Tómasdóttir ræddi við Margréti Erlu Maack, Njál Gunnlaugsson og Tómas Arnar Sigurbjörnsson.
11/27/202315 minutes
Episode Artwork

Arentínski popúlistinn og hollenski kolleginn

Hinn sextugi Geert Wilders ætlar að leiða Holland inn í breytta tíma eftir sigur í þingkosningunum á miðvikudag. Hann leiðir öfga-hægriflokkinn sem er kenndur við frelsi, er á móti íslam, vill Holland úr ESB og ætlar að reka harða innflytjendastefnu. Svipað er uppi á teningnum í Argentínu, þó að ekkert ESB sé til staðar til að ganga úr, en nýr forseti landsins, Javier Milei, ætlar að einkavæða nánast allt, leggja niður ríkisstofnanir og heilbrigðiskerfið sömuleiðis. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Höllu Hrund Logadóttur um þessa þróun popúlismans, sem endurspeglast í Bandaríkjunum og mun víðar í heiminum.
11/24/20230
Episode Artwork

Arentínski popúlistinn og hollenski kolleginn

Hinn sextugi Geert Wilders ætlar að leiða Holland inn í breytta tíma eftir sigur í þingkosningunum á miðvikudag. Hann leiðir öfga-hægriflokkinn sem er kenndur við frelsi, er á móti íslam, vill Holland úr ESB og ætlar að reka harða innflytjendastefnu. Svipað er uppi á teningnum í Argentínu, þó að ekkert ESB sé til staðar til að ganga úr, en nýr forseti landsins, Javier Milei, ætlar að einkavæða nánast allt, leggja niður ríkisstofnanir og heilbrigðiskerfið sömuleiðis. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Höllu Hrund Logadóttur um þessa þróun popúlismans, sem endurspeglast í Bandaríkjunum og mun víðar í heiminum.
11/24/202315 minutes
Episode Artwork

Baráttan um bitana í Marel

Þessi óvenjulega staða; lágt gengi hlutabréfa í Marel og fjárhagsvandræði forstjórans fráfarandi, Árna Odds Þórðarsonar, fara ekki fram hjá þeim sem eiga peninga og vakta hlutabréfamarkaðinn. Í fjölmiðlum má lesa ýmsar útgáfur af því sem hefur gerst bakvið tjöldin. Í Heimildinni er því haldið fram að Arion banki hafi gengið erinda Stoða og Samherja, þegar bankinn tók hlutabréf Árna Odds upp í skuldir. Viðskiptamiðillinn Innherji heldur því hins vegar fram að persónuleg skuldastaða Árna Odds hafi knúið bankann til þessa neyðarúrræðis. Þóra Tómasdóttir ræðir við Magnús Geir Eyjólfsson fréttamann Rúv, Helga Seljan blaðamann á Heimildinni og Hörð Ægisson ritstjóra Innherja.
11/21/20230
Episode Artwork

Baráttan um bitana í Marel

Þessi óvenjulega staða; lágt gengi hlutabréfa í Marel og fjárhagsvandræði forstjórans fráfarandi, Árna Odds Þórðarsonar, fara ekki fram hjá þeim sem eiga peninga og vakta hlutabréfamarkaðinn. Í fjölmiðlum má lesa ýmsar útgáfur af því sem hefur gerst bakvið tjöldin. Í Heimildinni er því haldið fram að Arion banki hafi gengið erinda Stoða og Samherja, þegar bankinn tók hlutabréf Árna Odds upp í skuldir. Viðskiptamiðillinn Innherji heldur því hins vegar fram að persónuleg skuldastaða Árna Odds hafi knúið bankann til þessa neyðarúrræðis. Þóra Tómasdóttir ræðir við Magnús Geir Eyjólfsson fréttamann Rúv, Helga Seljan blaðamann á Heimildinni og Hörð Ægisson ritstjóra Innherja.
11/21/202315 minutes
Episode Artwork

Bláa lónið: mikill arður og ódýr garður

Nú rísa varnargarðar á Reykjanesskaganum sem eiga að koma í veg fyrir að mikilvægir innviðir fari undir hraun í eldgosi. Tíminn gæti verið naumur, þetta er risastór framkvæmd, kostar mikið og almenningur borgar. Garðarnir eru tveir og eiga að vernda Svartsengi, sem sér um tíu prósent þjóðarinnar fyrir hita og rafmagni. Bláa lónið verður líka varið. Fasteignaeigendur greiða brotabrotabrot af brunabótamati hússins í sjóðinn. Þar með taldir eru eigendur Bláa lónsins. Sunna Valgerðardóttir skoðar lónið sem á að verja, sögu þess og stöðu.
11/20/20230
Episode Artwork

Bláa lónið: mikill arður og ódýr garður

Nú rísa varnargarðar á Reykjanesskaganum sem eiga að koma í veg fyrir að mikilvægir innviðir fari undir hraun í eldgosi. Tíminn gæti verið naumur, þetta er risastór framkvæmd, kostar mikið og almenningur borgar. Garðarnir eru tveir og eiga að vernda Svartsengi, sem sér um tíu prósent þjóðarinnar fyrir hita og rafmagni. Bláa lónið verður líka varið. Fasteignaeigendur greiða brotabrotabrot af brunabótamati hússins í sjóðinn. Þar með taldir eru eigendur Bláa lónsins. Sunna Valgerðardóttir skoðar lónið sem á að verja, sögu þess og stöðu.
11/20/202315 minutes
Episode Artwork

Hefur læknað apa af Parkinson

Hingað til hefur Parkinson verið ólæknandi sjúkdómur. Heilaskurðlækninum Arnari Ástráðsyni og samstarfsfólki hans hefur hins vegar þegar tekist að lækna bæði rottur og apa af sjúkdómnum. Þessi einstaki árangur byggir á Nóbelsverðlaunaðri aðferð við að þróa stofnfrumur. Arnar hefur unnið að þessu í rannsóknarteymi við Harvard háskóla í 17 ár og nú er komið að því prófa aðferðina á fólki. Arnar átti fatlaða systur sem varð honum hvatning til að fara þessa leið.
11/17/20230
Episode Artwork

Hefur læknað apa af Parkinson

Hingað til hefur Parkinson verið ólæknandi sjúkdómur. Heilaskurðlækninum Arnari Ástráðsyni og samstarfsfólki hans hefur hins vegar þegar tekist að lækna bæði rottur og apa af sjúkdómnum. Þessi einstaki árangur byggir á Nóbelsverðlaunaðri aðferð við að þróa stofnfrumur. Arnar hefur unnið að þessu í rannsóknarteymi við Harvard háskóla í 17 ár og nú er komið að því prófa aðferðina á fólki. Arnar átti fatlaða systur sem varð honum hvatning til að fara þessa leið. Þóra Tómasdóttir ræddi við Arnar Ástráðsson.
11/17/202315 minutes
Episode Artwork

Martraðakjallarinn í Sóltúni

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur kært til lögreglu mál fyrirtækis sem geymdi matvæli í ólöglegum kjallara við Sóltún. Frestur fyrirtækisins til að svara eftirlitinu rann út í vikunni. Í kjallaranum bjuggu rottur og mýs og að öllum líkindum fólk líka. Myndirnar eru martraðakenndar, sérstaklega í ljósi þess að eftirlitinu grunar að maturinn hafi verið ætlaður veitingastöðum og matvælafyrirtækjum. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Kolbein Tuma Daðason, fréttastjóra og fréttamann á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni, um Sóltúnskjallarann, sem heilbrigðiseftirlitið segir umfangsmesta mál sem þau hafa þurft að kljást við.
11/16/20230
Episode Artwork

Martraðakjallarinn í Sóltúni

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur kært til lögreglu mál fyrirtækis sem geymdi matvæli í ólöglegum kjallara við Sóltún. Frestur fyrirtækisins til að svara eftirlitinu rann út í vikunni. Í kjallaranum bjuggu rottur og mýs og að öllum líkindum fólk líka. Myndirnar eru martraðakenndar, sérstaklega í ljósi þess að eftirlitinu grunar að maturinn hafi verið ætlaður veitingastöðum og matvælafyrirtækjum. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Kolbein Tuma Daðason, fréttastjóra og fréttamann á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni, um Sóltúnskjallarann, sem heilbrigðiseftirlitið segir umfangsmesta mál sem þau hafa þurft að kljást við.
11/16/202315 minutes
Episode Artwork

Sigríður Hagalín Björnsdóttir ræðir Elda og hamfarir á Reykjanesskaga

- Það er óábyrgt að láta Sigríði Hagalín flytja fréttir af mögulegu gosi þar sem hún spáði fyrir hamförum í bókinni Eldarnir, ástin og aðrar hamfarir, þar sem eldsvirkni byrjar á Reykjanesi sem leiðir til alls konar hörmunga - skrifar áhyggjufullur samfélagsmiðlanotandi, en líklega í léttum tón. Sigríður Hagalín Björnsdóttir er ein reyndasti fréttamaður RÚV og það vill svo til að hún er líka rithöfundur sem hefur meðal annars skrifað skáldsögu um eldsumbrot á Reykjanesskaganum. En það vill líka svo til að fjórum mánuðum eftir að bókin hennar kom út, rofnaði Reykjanesskaginn og hefur varla gróið síðan. Hamfarir eru orðnar, þó að hinar óhugsanlegu hamfarir, að það gjósi í Grindavík, séu enn ekki orðnar og verði vonandi aldrei. Sigríður hefur flutt fréttir af Grindavík undanfarna daga, hitt fólkið við þessar fáránlegu aðstæður og horft ofan í jörðina þar sem kvikan kraumar. Sunna Valgerðardóttir ræðir við hana í þætti dagsins.
11/15/20230
Episode Artwork

Sigríður Hagalín Björnsdóttir ræðir Elda og hamfarir á Reykjanesskaga

- Það er óábyrgt að láta Sigríði Hagalín flytja fréttir af mögulegu gosi þar sem hún spáði fyrir hamförum í bókinni Eldarnir, ástin og aðrar hamfarir, þar sem eldsvirkni byrjar á Reykjanesi sem leiðir til alls konar hörmunga - skrifar áhyggjufullur samfélagsmiðlanotandi, en líklega í léttum tón. Sigríður Hagalín Björnsdóttir er ein reyndasti fréttamaður RÚV og það vill svo til að hún er líka rithöfundur sem hefur meðal annars skrifað skáldsögu um eldsumbrot á Reykjanesskaganum. En það vill líka svo til að fjórum mánuðum eftir að bókin hennar kom út, rofnaði Reykjanesskaginn og hefur varla gróið síðan. Hamfarir eru orðnar, þó að hinar óhugsanlegu hamfarir, að það gjósi í Grindavík, séu enn ekki orðnar og verði vonandi aldrei. Sigríður hefur flutt fréttir af Grindavík undanfarna daga, hitt fólkið við þessar fáránlegu aðstæður og horft ofan í jörðina þar sem kvikan kraumar. Sunna Valgerðardóttir ræðir við hana í þætti dagsins.
11/15/202315 minutes
Episode Artwork

Við hefðum átt að vera löngu farin úr Grindavík

Sólný Pálsdóttir og hennar stóra fjölskylda úr Grindavík er að reyna að venjast ósvissuástandinu sem nú ríkir vegna jarðhræringa á svæðinu. Þau elska bæinn af öllu hjarta og mega ekki til þess hugsa að þau geti ekki snúið aftur til þess lífs sem þau þekkja þar. Mest af öllu reynir ástandið á yngsta barnið, hann Hilmi Sveinsson. Hann er tólf ára gamall, með downsheilkenni og kann bara ekki að meta þessa skjálfta og læti. Fjölskyldan er þó ekki bara með hugann við framtíð heimabæjarins því á sama tíma og beðið er eftir mögulegu eldgosi á svæðinu, er líka beðið eftir að lítið barn fæðist inn í fjölskylduna. Við heyrum líka í tengdadóttur Sólnýjar, henni Rannveigu Björnsdóttur, sem á að vera að læra undir próf í þessum skrítnu aðstæðum.
11/14/20230
Episode Artwork

Við hefðum átt að vera löngu farin úr Grindavík

Sólný Pálsdóttir og hennar stóra fjölskylda úr Grindavík er að reyna að venjast ósvissuástandinu sem nú ríkir vegna jarðhræringa á svæðinu. Þau elska bæinn af öllu hjarta og mega ekki til þess hugsa að þau geti ekki snúið aftur til þess lífs sem þau þekkja þar. Mest af öllu reynir ástandið á yngsta barnið, hann Hilmi Sveinsson. Hann er tólf ára gamall, með downsheilkenni og kann bara ekki að meta þessa skjálfta og læti. Fjölskyldan er þó ekki bara með hugann við framtíð heimabæjarins því á sama tíma og beðið er eftir mögulegu eldgosi á svæðinu, er líka beðið eftir að lítið barn fæðist inn í fjölskylduna. Við heyrum líka í tengdadóttur Sólnýjar, henni Rannveigu Björnsdóttur, sem á að vera að læra undir próf í þessum skrítnu aðstæðum. Umsjón: Þóra Tómasdóttir.
11/14/202315 minutes
Episode Artwork

Grindvíkingar á flótta og vald almannavarna

Nokkur hluti þeirra tæplega fjögur þúsund Grindvíkinga sem þurftu að flýja heimili sín á föstudagskvöldinu búa núna í Kórnum í Kópavogi. Ég er smá hrædd um að húsið mitt springi og við komumst ekki heim aftur, segir tíu ára Grindvíkingur. Annar sveitungi hennar, sem hefur búið í Grindavík í 40 ár, hefur áhyggjur af húsinu sínu en ætlar ekki að nýta gluggann sem fékkst til að sækja eigur sínar. Sunna Valgerðardóttir og Þóra Tómasdóttir fjalla um Grindvíkingana og ákvarðanir almannavarna sem eru byggðar á síbreytilegum gögnum.
11/13/20230
Episode Artwork

Grindvíkingar á flótta og vald almannavarna

Nokkur hluti þeirra tæplega fjögur þúsund Grindvíkinga sem þurftu að flýja heimili sín á föstudagskvöldinu búa núna í Kórnum í Kópavogi. Ég er smá hrædd um að húsið mitt springi og við komumst ekki heim aftur, segir tíu ára Grindvíkingur. Annar sveitungi hennar, sem hefur búið í Grindavík í 40 ár, hefur áhyggjur af húsinu sínu en ætlar ekki að nýta gluggann sem fékkst til að sækja eigur sínar. Sunna Valgerðardóttir og Þóra Tómasdóttir fjalla um Grindvíkingana og ákvarðanir almannavarna sem eru byggðar á síbreytilegum gögnum.
11/13/202315 minutes
Episode Artwork

Þáttur 227 af 250

11/10/20230
Episode Artwork

Hvernig á að stöðva stríðið? seinni hluti

Hvernig standa íslensk stjórnvöld sig í að þrýsta á að stríð Ísraels og Palestínu taki enda? Er Ísland málsvari friðar á alþjóðavettvangi? Hvaða máli skipta alþjóðalög í þessu grimmilega stríði og af hverju tala stjórnmálamenn um mikilvægi þess að farið sé eftir þeim? Hvaða úrræði eru til að hjálpa fólki í aðstæðum sem sagðar eru eitt versta mannúðarástand sögunnar? Breytir það einhverju að setja fjármagn í mannúðaraðstoð? Og hvaða mannúðarsamtök er þá gagnlegt að styrkja? Kári Hólmar Ragnarsson lektor í þjóðarrétti við Háskóla Íslands og Lára Jónasdóttir friðar- og átakafræðingur reyna að svara þessum flóknum spurningum. Umsjón: Þóra Tómasdóttir.
11/10/202315 minutes
Episode Artwork

Beitir Ísland sér nógu mikið til að stöðva stríðið? Fyrri hluti

Gerir Ísland nógu mikið til að þrýsta á stöðvun stríðsins milli Ísraels og Palestínu? Höfum við úrræði til að hjálpa til í aðstæðum sem sagðar eru eitt versta mannúðarástand sögunnar? Hvað geta íslensk stjórnvöld gert betur og hvað geta almennir borgarar gert? Breytir það einhverju að styrkja mannúðarsamtök? Er það kannski bara leið til að kaupa okkur friðþægingu svo okkur líði ögn betur yfir hryllilegum fréttum af morðum á þúsundum saklausra borgara? Við leitum svara við þessum spurningum hjá þeim Láru Jónasdóttur og Kára Hólmari Ragnarssyni. Lára er hokin af reynslu af mannúðarstarfi í Mið-Austurlöndum og hefur starfað fyrir ýmis samtök svo sem Lækna án landamæra. Hún segir frá því sem hún telur gagnlegt að gera til að hafa áhrif á deiluna. Kári er lektor í þjóðarrétti við lagadeild Háskóla Íslands. Hann veit hvaða reglur gilda í stríði og þekkir kerfið sem hannað er af alþjóðasamfélaginu til að bregðast við slíku ástandi.
11/9/20230
Episode Artwork

Hvernig á að stöðva stríðið? Fyrri hluti

Gerir Ísland nógu mikið til að þrýsta á stöðvun stríðsins milli Ísraels og Palestínu? Höfum við úrræði til að hjálpa til í aðstæðum sem sagðar eru eitt versta mannúðarástand sögunnar? Hvað geta íslensk stjórnvöld gert betur og hvað geta almennir borgarar gert? Breytir það einhverju að styrkja mannúðarsamtök? Er það kannski bara leið til að kaupa okkur friðþægingu svo okkur líði ögn betur yfir hryllilegum fréttum af morðum á þúsundum saklausra borgara? Við leitum svara við þessum spurningum hjá þeim Láru Jónasdóttur og Kára Hólmari Ragnarssyni. Lára er hokin af reynslu af mannúðarstarfi í Mið-Austurlöndum og hefur starfað fyrir ýmis samtök svo sem Lækna án landamæra. Hún segir frá því sem hún telur gagnlegt að gera til að hafa áhrif á deiluna. Kári er lektor í þjóðarrétti við lagadeild Háskóla Íslands. Hann veit hvaða reglur gilda í stríði og þekkir kerfið sem hannað er af alþjóðasamfélaginu til að bregðast við slíku ástandi. Umsjón: Þóra Tómasdóttir.
11/9/202315 minutes
Episode Artwork

Upp með varnargarðana strax

Ármann Höskuldsson jarðfræðingur vill varnargarða strax vegna yfirvofandi eldgoss á Reykjanesi. Hann segir ákvarðanafælni og upplýsingaóreiðu ríkja í viðbrögðum stjórnvalda. Það sé of mikið í húfi. Milljónir, eða jafnvel milljarðar, í varnargarða skipti litlu máli þegar þúsund milljarðar gætu verið í hættu. Ef hann mundi ráða, væri hann búinn að lýsa yfir hættustigi vegna jarðhræringanna. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Ármann í þætti dagsins.
11/8/20230
Episode Artwork

Upp með varnargarðana strax

Ármann Höskuldsson jarðfræðingur vill varnargarða strax vegna yfirvofandi eldgoss á Reykjanesi. Hann segir ákvarðanafælni og upplýsingaóreiðu ríkja í viðbrögðum stjórnvalda. Það sé of mikið í húfi. Milljónir, eða jafnvel milljarðar, í varnargarða skipti litlu máli þegar þúsund milljarðar gætu verið í hættu. Ef hann mundi ráða, væri hann búinn að lýsa yfir hættustigi vegna jarðhræringanna. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Ármann í þætti dagsins.
11/8/202315 minutes
Episode Artwork

Ólaunuð störf kvenna í landbúnaði

Konur eru afar sjaldan skráðar eru fyrir býlum í íslenskum landbúnaði. Að mati Vigdísar Hasler framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, skapar versnandi fjárhagsstaða bænda enn meiri hættu á að konur sinni ólaunuðum störfum í landbúnaði og safni hvorki réttindum né lífeyri. Reynir Þór Jónsson bóndi á Hurðabaki í Flóa segir nýleg dæmi sýni að nauðsynlegt sé að gera kerfisbreytingar til að tryggja réttindi allra sem standa að búrekstri. Fjallað er um hvernig ættliðaskiptum sé háttað á bæjum og hvað gæti bætt fjárhagsstöðu bændastéttarinnar.
11/7/20230
Episode Artwork

Ólaunuð störf kvenna í landbúnaði

Konur eru afar sjaldan skráðar eru fyrir býlum í íslenskum landbúnaði. Að mati Vigdísar Hasler framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, skapar versnandi fjárhagsstaða bænda enn meiri hættu á að konur sinni ólaunuðum störfum í landbúnaði og safni hvorki réttindum né lífeyri. Reynir Þór Jónsson bóndi á Hurðabaki í Flóa segir nýleg dæmi sýni að nauðsynlegt sé að gera kerfisbreytingar til að tryggja réttindi allra sem standa að búrekstri.Fjallað er um hvernig ættliðaskiptum sé háttað á bæjum og hvað gæti bætt fjárhagsstöðu bændastéttarinnar. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
11/7/202315 minutes
Episode Artwork

Ólystugur en víðförull bólfélagi

Fjallað er um hvimleiðan bólfélaga í þætti dagsins. Bólfélaga sem athafnar sig að nóttu til þegar rekkjunautar hans eru í fastasvefni. Hann stingur á þá göt og sýgur sjöfalda þyngd sína, finnur sér svo góðan samastað í rifum rúmsins, fjölgar sér og heldur svo iðju sinni áfram. Og það er hægara sagt en gert að losna við hann. Og í París hefur geisað það sem fjölmiðlar kalla faraldur, þessa óboðna gests. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Matthías Alfreðsson skordýrafræðing og Steinar Smára Guðbergsson, Meindýraeyði Íslands, um veggjalýs (bed bugs) í Þetta helst.
11/6/20230
Episode Artwork

Ólystugur en víðförull bólfélagi

Fjallað er um hvimleiðan bólfélaga í þætti dagsins. Bólfélaga sem athafnar sig að nóttu til þegar rekkjunautar hans eru í fastasvefni. Hann stingur á þá göt og sýgur sjöfalda þyngd sína, finnur sér svo góðan samastað í rifum rúmsins, fjölgar sér og heldur svo iðju sinni áfram. Og það er hægara sagt en gert að losna við hann. Og í París hefur geisað það sem fjölmiðlar kalla faraldur, þessa óboðna gests. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Matthías Alfreðsson skordýrafræðing og Steinar Smára Guðbergsson, Meindýraeyði Íslands, um veggjalýs (bed bugs) í Þetta helst.
11/6/202315 minutes
Episode Artwork

Verður bláskelin næsta gullæði Íslendinga?

Skelfiskrækt er stærsta tækifæri sem við Íslendingar höfum til nýsköpunar. Við strendur landsins eru einstakar aðstæður á heimsvísu til ræktunar á skelfiski. Ef fundnar verða leiðir til að yfirstíga helstu áskoranir sem þessi atvinnugrein glímir við nú, verður hægt að framleiða með vistvænum hætti, meiri verðmæti en allur íslenski sjávarútvegurinn gerir nú. Þetta segir Júlíus Birgir Kristinsson doktor í líffræði.
11/3/20230
Episode Artwork

Verður bláskelin næsta gullæði Íslendinga?

Skelfiskrækt er stærsta tækifæri sem við Íslendingar höfum til nýsköpunar. Við strendur landsins eru einstakar aðstæður á heimsvísu til ræktunar á skelfiski. Ef fundnar verða leiðir til að yfirstíga helstu áskoranir sem þessi atvinnugrein glímir við nú, verður hægt að framleiða með vistvænum hætti, meiri verðmæti en allur íslenski sjávarútvegurinn gerir nú. Þetta segir Júlíus Birgir Kristinsson doktor í líffræði.
11/3/202315 minutes
Episode Artwork

Lúsétinn lax í Tálknafirði

Um milljón laxar í sjókvíum í Tálknafirði hafa drepist eða verið fargað. Á aðeins tveimur vikum sýktist laxinn í kvíunum svo illa af laxalús að fiskurinn allur er ónýtur til manneldis. Sláandi myndir af lúsétnum laxi hafa birst í fjölmiðlum að undanförnu. Gréta Sigríður Einarsdóttir fréttamaður Rúv á Vestfjörðum og Vesturlandi er nýkomin frá Tálknafirði og fjallar um úrræðin við þessu ástandi og hvers vegna atvinnugreinin er íbúum á svæðinu svo mikilvæg.
11/2/20230
Episode Artwork

Lúsétinn lax í Tálknafirði

Um milljón laxar í sjókvíum í Tálknafirði hafa drepist eða verið fargað. Á aðeins tveimur vikum sýktist laxinn í kvíunum svo illa af laxalús að fiskurinn allur er ónýtur til manneldis. Sláandi myndir af lúsétnum laxi hafa birst í fjölmiðlum að undanförnu. Gréta Sigríður Einarsdóttir fréttamaður Rúv á Vestfjörðum og Vesturlandi er nýkomin frá Tálknafirði og fjallar um úrræðin við þessu ástandi og hvers vegna atvinnugreinin er íbúum á svæðinu svo mikilvæg.
11/2/202315 minutes
Episode Artwork

Stríð, skriffinska Sameinuðu þjóðanna og tímasetningar skeyta

Mörg þúsund manns, mikið til lítil börn, hafa verið drepin í stríðinu á milli Ísrael og Palestínu. Þetta er ógeðslegt ástand og voðalega flókið. Sunna Valgerðardóttir stiklar á ýmsu í þætti dagsins varðandi Ísrael og Palestínu, stríðið þar sem fólk deyr og þjáist, verkferla Sameinuðu þjóðanna og litla stríðið hér heima þar sem við rífumst um tölvupóstssendingar. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir er viðmælandi þáttarins.
11/1/20230
Episode Artwork

Stríð, skriffinska Sameinuðu þjóðanna og tímasetningar skeyta

Mörg þúsund manns, mikið til lítil börn, hafa verið drepin í stríðinu á milli Ísrael og Palestínu. Þetta er ógeðslegt ástand og voðalega flókið. Sunna Valgerðardóttir stiklar á ýmsu í þætti dagsins varðandi Ísrael og Palestínu, stríðið þar sem fólk deyr og þjáist, verkferla Sameinuðu þjóðanna og litla stríðið hér heima þar sem við rífumst um tölvupóstssendingar. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir er viðmælandi þáttarins.
11/1/202315 minutes
Episode Artwork

Lygileg Íslendingasaga elstu trúarbragða heims

Einar Ágústsson var í síðustu viku dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fjársvik. Bróðir hans, Ágúst Arnar, er leiðtogi trúfélags á Íslandi, trúfélags sem er byggt á einni elstu trú mannkyns: Zuism. Saga íslensku Zúistanna er ekki dæmisaga, þó að hún sé á köflum hálf-lygileg. Hún er vissulega dæmisaga sem slík, um það hvernig á ekki að gera hlutina, eða hvernig á einmitt að gera þá, það fer allt eftir viðhorfinu. Í dag eru um 600 skráðir Zúistar á Íslandi, en þeir voru rúmlega 3000 á blómaskeiðinu, sem reyndist þó byggt á sandi. Sunna Valgerðardóttir fjallar um Kickstarter-bræðurna Einar og Ágúst, baráttu Zúistastjórnarinnar við kerfið og sóknargjöldin sem átti að endurgreiða.
10/31/20230
Episode Artwork

Lygileg Íslendingasaga elstu trúarbragða heims

Einar Ágústsson var í síðustu viku dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fjársvik. Bróðir hans, Ágúst Arnar, er leiðtogi trúfélags á Íslandi, trúfélags sem er byggt á einni elstu trú mannkyns: Zuism. Saga íslensku Zúistanna er ekki dæmisaga, þó að hún sé á köflum hálf-lygileg. Hún er vissulega dæmisaga sem slík, um það hvernig á ekki að gera hlutina, eða hvernig á einmitt að gera þá, það fer allt eftir viðhorfinu. Í dag eru um 600 skráðir Zúistar á Íslandi, en þeir voru rúmlega 3000 á blómaskeiðinu, sem reyndist þó byggt á sandi. Sunna Valgerðardóttir fjallar um Kickstarter-bræðurna Einar og Ágúst, baráttu Zúistastjórnarinnar við kerfið og sóknargjöldin sem átti að endurgreiða.
10/31/202315 minutes
Episode Artwork

Málverkafals framhald: höfundur falsaðs Kjarvalsverks fundinn

Við höldum áfram að fjalla um nýja anga stóra málverkafölsunarmálsins. Ólafur Ingi Jónsson forvörður Listasafns Íslands fullyrðir nú að hann viti hver málaði umdeilda Kjarvalsverkið Rauðmagi á fati, sem nýlega hékk á veggjum listasafnsins. Hann hefur fundið ný gögn sem afhjúpa að höfundurinn er alls ekki Jóhannes Kjarval heldur lítt þekktur danskur málari.
10/30/20230
Episode Artwork

Málverkafals framhald: höfundur falsaðs Kjarvalsverks fundinn

Við höldum áfram að fjalla um nýja anga stóra málverkafölsunarmálsins. Ólafur Ingi Jónsson forvörður Listasafns Íslands fullyrðir nú að hann viti hver málaði umdeilda Kjarvalsverkið Rauðmagi á fati, sem nýlega hékk á veggjum listasafnsins. Hann hefur fundið ný gögn sem afhjúpa að höfundurinn er alls ekki Jóhannes Kjarval heldur lítt þekktur danskur málari.
10/30/20230
Episode Artwork

Málverkafals framhald: höfundur falsaðs Kjarvalsverks fundinn

Við höldum áfram að fjalla um nýja anga stóra málverkafölsunarmálsins. Ólafur Ingi Jónsson forvörður Listasafns Íslands fullyrðir nú að hann viti hver málaði umdeilda Kjarvalsverkið Rauðmagi á fati, sem nýlega hékk á veggjum listasafnsins. Hann hefur fundið ný gögn sem afhjúpa að höfundurinn er alls ekki Jóhannes Kjarval heldur lítt þekktur danskur málari.
10/30/202316 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Séra Friðrik og eldrauðu flöggin

- Náðargáfum fylgja freistingar, því hættulegri sem þær eru duldari. Séra Friðrik hlaut náðargáfu persónulegra töfra í óvenjulega ríkum mæli. Hann vissi um það vald sem hann gat haft yfir öðrum. Það er freisting slíks manns, það er freisting leiðtogans að valdið yfir öðrum, aðdáun og þjónslund fylgismanna verði takmark, óaðgreinanlegt frá málstað. Hann þarf að ráða. Verða miðdepill. Stjaka til hliðar. Eiga sinn flokk. Séra Friðrik var hafinn yfir slíkt. Því hann var hafinn yfir sjálfan sig. Hann bar fyrir brjósti alla drengina sína, tímanlega og eilífa velferð þeirra. Það var leyndarmál séra Friðriks. - Þetta sagði Sigurbjörn Einarsson biskup við útför trúbróðurs síns, Friðriks Friðrikssonar, í mars 1961. En sagnfræðingurinn Guðmundur Magnússon hefur nú leitt í ljós að þessi meinti heilagleiki var alls ekki eina leyndarmál séra Friðriks, þó að sum segja óeðlilegan áhuga hans á drengjum ætti ekki átt að hafa komið neinum á óvart. Sunna Valgerðardóttir fjallar um leyndarmál Friðriks Friðrikssonar, prests og æskulýðsleiðtoga, í þætti dagsins.
10/27/20230
Episode Artwork

Séra Friðrik og eldrauðu flöggin

- Náðargáfum fylgja freistingar, því hættulegri sem þær eru duldari. Séra Friðrik hlaut náðargáfu persónulegra töfra í óvenjulega ríkum mæli. Hann vissi um það vald sem hann gat haft yfir öðrum. Það er freisting slíks manns, það er freisting leiðtogans að valdið yfir öðrum, aðdáun og þjónslund fylgismanna verði takmark, óaðgreinanlegt frá málstað. Hann þarf að ráða. Verða miðdepill. Stjaka til hliðar. Eiga sinn flokk. Séra Friðrik var hafinn yfir slíkt. Því hann var hafinn yfir sjálfan sig. Hann bar fyrir brjósti alla drengina sína, tímanlega og eilífa velferð þeirra. Það var leyndarmál séra Friðriks. - Þetta sagði Sigurbjörn Einarsson biskup við útför trúbróðurs síns, Friðriks Friðrikssonar, í mars 1961. En sagnfræðingurinn Guðmundur Magnússon hefur nú leitt í ljós að þessi meinti heilagleiki var alls ekki eina leyndarmál séra Friðriks, þó að sum segja óeðlilegan áhuga hans á drengjum ætti ekki átt að hafa komið neinum á óvart. Sunna Valgerðardóttir fjallar um leyndarmál Friðriks Friðrikssonar, prests og æskulýðsleiðtoga, í þætti dagsins.
10/27/202315 minutes
Episode Artwork

Ættleidd börn í sömu stöðu og vöggustofubörnin

Reynsla ættleiddra barna sem koma hingað til lands er sambærileg reynslu þeirra sem vistuð voru á vöggustofum í Reykjavík á árum áður. Þetta segir Selma Hafsteinsdóttir, móðir ættleidds barns. Hún segir ættleiddra barna bíði sömu örlög nema þau fái kerfisbudninn stuðning til að vinna úr sínum áföllum. Á meðan vöggustofubörn fá ríkan skilning og bætur fyrir illa meðferð, sé skorið niður í málefnum ættleiddra.
10/26/20230
Episode Artwork

Ættleidd börn í sömu stöðu og vöggustofubörnin

Reynsla ættleiddra barna sem koma hingað til lands er sambærileg reynslu þeirra sem vistuð voru á vöggustofum í Reykjavík á árum áður. Þetta segir Selma Hafsteinsdóttir, móðir ættleidds barns. Hún segir ættleiddra barna bíði sömu örlög nema þau fái kerfisbudninn stuðning til að vinna úr sínum áföllum. Á meðan vöggustofubörn fá ríkan skilning og bætur fyrir illa meðferð, sé skorið niður í málefnum ættleiddra.
10/26/20230
Episode Artwork

Ættleidd börn í sömu stöðu og vöggustofubörnin

Reynsla ættleiddra barna sem koma hingað til lands er sambærileg reynslu þeirra sem vistuð voru á vöggustofum í Reykjavík á árum áður. Þetta segir Selma Hafsteinsdóttir, móðir ættleidds barns. Hún segir ættleiddra barna bíði sömu örlög nema þau fái kerfisbudninn stuðning til að vinna úr sínum áföllum. Á meðan vöggustofubörn fá ríkan skilning og bætur fyrir illa meðferð, sé skorið niður í málefnum ættleiddra.
10/26/202317 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Sjúkdómarnir sem breyta heilanum í svamp

Einungis sjö tilfelli hafa verið staðfest á Íslandi af heilahrörnunarsjúkdómnum banvæna sem kenndur er við þýsku taugalæknana Hans Creutzfeldt og Alfons Jakob. Nýjasta tilfellið greindist í fyrra, það var kona á miðjum aldri sem lést fljótlega eftir að fyrstu einkenni komu fram. Þetta er smitsjúkdómur, en samt ekki beint smitandi. Það eru til fleiri afbrigði, eitt lagði breskan landbúnað nærri að velli fyrir nokkrum áratugum. Í þætti dagsins ræðir Sunna Valgerðardóttir við Elías Ólafsson, sérfræðing í taugasjúkdómum, um Creutzfeldt-Jakob sjúkdóminn, kúariðu og aðra príonsjúkdóma sem leggjast á dýr og menn.
10/25/20230
Episode Artwork

Sjúkdómarnir sem breyta heilanum í svamp

Einungis sjö tilfelli hafa verið staðfest á Íslandi af heilahrörnunarsjúkdómnum banvæna sem kenndur er við þýsku taugalæknana Hans Creutzfeldt og Alfons Jakob. Nýjasta tilfellið greindist í fyrra, það var kona á miðjum aldri sem lést fljótlega eftir að fyrstu einkenni komu fram. Þetta er smitsjúkdómur, en samt ekki beint smitandi. Það eru til fleiri afbrigði, eitt lagði breskan landbúnað nærri að velli fyrir nokkrum áratugum. Í þætti dagsins ræðir Sunna Valgerðardóttir við Elías Ólafsson, sérfræðing í taugasjúkdómum, um Creutzfeldt-Jakob sjúkdóminn, kúariðu og aðra príonsjúkdóma sem leggjast á dýr og menn.
10/25/202315 minutes
Episode Artwork

Heimsmeistarkeppnin í rúgbí

Nú líður að lokum heimsmeistarakeppninnar í rúgbí karla í Frakklandi en um komandi helgi mætast Nýja Sjáland og Suður-Afríka í úrslitaleik mótsins. Í Þetta helst verður sagt undan og ofan af keppninni og íþróttinni sem nýtur mikilla vinsælda víða um heim. Umsjón með Þetta helst í dag hefur Guðni Tómasson
10/24/20230
Episode Artwork

Heimsmeistarkeppnin í rúgbí

Nú líður að lokum heimsmeistarakeppninnar í rúgbí karla í Frakklandi en um komandi helgi mætast Nýja Sjáland og Suður-Afríka í úrslitaleik mótsins. Í Þetta helst verður sagt undan og ofan af keppninni og íþróttinni sem nýtur mikilla vinsælda víða um heim. Umsjón með Þetta helst í dag hefur Guðni Tómasson
10/24/202315 minutes
Episode Artwork

Fjölmiðlastormurinn um Auðun Georg

Í þætti dagsins fjöllum við um hvernig það er að verða opinberlega niðurlægður, að vera aðhlátursefni í fjölmiðlum eða bara lenda í hakkavélinni. Sá sem stendur einn í miðjum fjölmiðlastormi, gleymir því seint. Viðmælandi okkar heitir Auðun Georg Ólafsson, sem hefur ekki þorað að segja nafnið sitt upphátt í 18 ár. Slík var skömm hans yfir fárinu sem hann lenti í eftir að hafa sótt um starf fréttastjóra hjá ríkisútvarpinu.
10/23/20230
Episode Artwork

Fjölmiðlastormurinn um Auðun Georg

Í þætti dagsins fjöllum við um hvernig það er að verða opinberlega niðurlægður, að vera aðhlátursefni í fjölmiðlum eða bara lenda í hakkavélinni. Sá sem stendur einn í miðjum fjölmiðlastormi, gleymir því seint. Viðmælandi okkar heitir Auðun Georg Ólafsson, sem hefur ekki þorað að segja nafnið sitt upphátt í 18 ár. Slík var skömm hans yfir fárinu sem hann lenti í eftir að hafa sótt um starf fréttastjóra hjá ríkisútvarpinu. Þóra Tómasdóttir ræddi vð Auðun Georg.
10/23/202315 minutes
Episode Artwork

Rafmagnið sem endurræsir hausinn

Landspítalinn sinnir hátt í 50 manns árlega sem þjást af alvarlegu þunglyndi, geðhvörfum og stundum öðrum sjúkdómum, með raflækningum. Þetta er besta úrræðið fyrir vissan hóp. Örlitlum rafstraumi er beint inn í heila sjúklinganna til að framkalla flog. sem umsjónarlæknirinn segir eins konar endurræsingu. Mörgum þykir tilhugsunin um að rafstraumur í heilann geti verið lítið annað en einhvers konar gamaldags-pyntingaraðferð á fólki með geðraskanir. En það er alls ekki svo. Meðferðin skilar góðum árangri í yfir 80 prósent tilfella. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Dr. Astrid Freisen, geðlækni á Landspítalann, um sögu raflækninga, aukaverkanirnar, árangurinn, Gaukshreiðrið og mikilvægi raflækninga í nútímanum.
10/20/20230
Episode Artwork

Rafmagnið sem endurræsir hausinn

Landspítalinn sinnir hátt í 50 manns árlega sem þjást af alvarlegu þunglyndi, geðhvörfum og stundum öðrum sjúkdómum, með raflækningum. Þetta er besta úrræðið fyrir vissan hóp. Örlitlum rafstraumi er beint inn í heila sjúklinganna til að framkalla flog. sem umsjónarlæknirinn segir eins konar endurræsingu. Mörgum þykir tilhugsunin um að rafstraumur í heilann geti verið lítið annað en einhvers konar gamaldags-pyntingaraðferð á fólki með geðraskanir. En það er alls ekki svo. Meðferðin skilar góðum árangri í yfir 80 prósent tilfella. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Dr. Astrid Freisen, geðlækni á Landspítalann, um sögu raflækninga, aukaverkanirnar, árangurinn, Gaukshreiðrið og mikilvægi raflækninga í nútímanum.
10/20/202315 minutes
Episode Artwork

Er hægt að bjarga cavalierhundinum? -seinni hluti

Nýr dómur í Noregi bannar áframhaldandi ræktun cavalierhunda þar í landi. Við ræðum hvernig best sé að bregðast við innræktun hér og hvort hægt sé að bjarga þessum vinsæla hundastofni. Við ræðum líka um sögu hunda og manna. Herdís Hallmarsdóttir fyrrum formaður HRFÍ, Þóra Jónasdóttir dýralæknir og Theódóra Róbertsdóttir dýrahjúkrunarfræðingur ræða hundarækt og siðferðisleg álitamál.
10/19/20230
Episode Artwork

Er hægt að bjarga cavalierhundinum? -seinni hluti

Nýr dómur í Noregi bannar áframhaldandi ræktun cavalierhunda þar í landi. Við ræðum hvernig best sé að bregðast við innræktun hér og hvort hægt sé að bjarga þessum vinsæla hundastofni. Við ræðum líka um sögu hunda og manna. Herdís Hallmarsdóttir fyrrum formaður HRFÍ, Þóra Jónasdóttir dýralæknir og Theódóra Róbertsdóttir dýrahjúkrunarfræðingur ræða hundarækt og siðferðisleg álitamál við Þóru Tómasdóttur.
10/19/202315 minutes
Episode Artwork

Ræktun cavalierhunda stöðvuð í Noregi -fyrri hluti

Við fjöllum um cavalier-hunda sem Hæstiréttur í Noregi telur vera svo innræktaða á heimsvísu að stöðva eigi ræktun þeirra. Cavalier eru meðal vinsælli fjölskylduhunda á Íslandi og eru ræktaðir her í stórum stíl. Herdís Hallmarsdóttir, Theódóra Róbertsdóttir, Anna Bachmann og Þóra Jónasdóttir ræða hvort forsvaranlegt sé að rækta hundana áfram þó alltof algengt sé að þeir glími við sársaukafulla erfðagalla.
10/18/20230
Episode Artwork

Ræktun cavalierhunda stöðvuð í Noregi -fyrri hluti

Við fjöllum um cavalier-hunda sem Hæstiréttur í Noregi telur vera svo innræktaða á heimsvísu að stöðva eigi ræktun þeirra. Cavalier eru meðal vinsælli fjölskylduhunda á Íslandi og eru ræktaðir her í stórum stíl. Herdís Hallmarsdóttir, Theódóra Róbertsdóttir, Anna Bachmann og Þóra Jónasdóttir ræða hvort forsvaranlegt sé að rækta hundana áfram þó alltof algengt sé að þeir glími við sársaukafulla erfðagalla. Umsjón: Þóra Tómasdóttir.
10/18/202315 minutes
Episode Artwork

Röddin þögguð í afgerandi þjóðaratkvæðagreiðslu

Ástralska þjóðin gekk til kosninga í þjóðaratkvæðagreiðslu um helgina. Niðurstöðurnar voru afgerandi: 60 prósent sögðu nei, tillagan var felld í öllum ríkjunum sex. Tillagan hefur verið kölluð Röddin, The Voice, sem átti að gefa frumbyggjum landsins meiri réttindi og viðurkenningu í stjórnarskránni. Og það sem vakti ekki síst athygli er að töluvert stór hópur frumbyggja sögðu líka nei. Sunna Valgerðardóttir fjallar um frumbyggja Ástralíu.
10/17/20230
Episode Artwork

Röddin þögguð í afgerandi þjóðaratkvæðagreiðslu

Ástralska þjóðin gekk til kosninga í þjóðaratkvæðagreiðslu um helgina. Niðurstöðurnar voru afgerandi: 60 prósent sögðu nei, tillagan var felld í öllum ríkjunum sex. Tillagan hefur verið kölluð Röddin, The Voice, sem átti að gefa frumbyggjum landsins meiri réttindi og viðurkenningu í stjórnarskránni. Og það sem vakti ekki síst athygli er að töluvert stór hópur frumbyggja sögðu líka nei. Sunna Valgerðardóttir fjallar um frumbyggja Ástralíu.
10/17/202315 minutes
Episode Artwork

Einfeldningslegar spurningar um stríð í Miðausturlöndum

Á rúmri viku hefur blóðugt stríð Hamas-samtakanna og Ísraelsmanna náð slíkri stigmögnun að útlit er fyrir að fleiri ríki dragist inn í átökin. Hagsmunaaðilar eru vítt og breitt um miðausturlönd en áhrifin ná einnig til Evrópu og gætu meðal annars haft áhrif á stuðning annarra landa við Úkraínu. Þessi þáttur er fyrir þau sem skilja ekki alveg hvað er að gerast í kringum Ísrael. Við bönkuðum uppá hjá Silju Báru Ómarsdóttur prófessor í alþjóðasamskiptumeldsnemma í morgun til að spyrja hana nokkurra einfeldningslegra spurninga um ástandið.
10/16/20230
Episode Artwork

Einfeldningslegar spurningar um stríð í Miðausturlöndum

Á rúmri viku hefur blóðugt stríð Hamas-samtakanna og Ísraelsmanna náð slíkri stigmögnun að útlit er fyrir að fleiri ríki dragist inn í átökin. Hagsmunaaðilar eru vítt og breitt um miðausturlönd en áhrifin ná einnig til Evrópu og gætu meðal annars haft áhrif á stuðning annarra landa við Úkraínu. Þessi þáttur er fyrir þau sem skilja ekki alveg hvað er að gerast í kringum Ísrael. Þóra Tómasdóttir bankaði uppá hjá Silju Báru Ómarsdóttur prófessor í alþjóðasamskiptumeldsnemma í morgun til að spyrja hana nokkurra einfeldningslegra spurninga um ástandið.
10/16/202315 minutes
Episode Artwork

Baráttan um brimið í Þorlákshöfn

Tæplega tíu þúsund manns mótmæla framkvæmdunum við höfnina í Þorklákshöfn, eina staðnum á landinu þar sem brimbrettafólk gengur að góðum öldum vísum. Ástríðufullt samfélag brimbrettaelskenda hefur byggst upp í kringum þetta svæði, sem er nú í hættu. Sunna Valgerðardóttir ræðir í þættinum við Ólaf Pálsson, stjórnarmann í Brimbrettafélagi Íslands.
10/13/20230
Episode Artwork

Baráttan um brimið í Þorlákshöfn

Tæplega tíu þúsund manns mótmæla framkvæmdunum við höfnina í Þorklákshöfn, eina staðnum á landinu þar sem brimbrettafólk gengur að góðum öldum vísum. Ástríðufullt samfélag brimbrettaelskenda hefur byggst upp í kringum þetta svæði, sem er nú í hættu. Sunna Valgerðardóttir ræðir í þættinum við Ólaf Pálsson, stjórnarmann í Brimbrettafélagi Íslands.
10/13/202315 minutes
Episode Artwork

Umboðsmaðurinn með mikilvægu álitin

Umboðsmaður Alþingis hefur stóru hlutverki að gegna í samfélaginu. Álit hans skipta töluverðu máli. Embættisins hefur verið útskýrt annað slagið í fréttum undanfarna áratugi, á milli þess sem álitum hans á hinu og þessu er slegið upp. Þú getur verið nærfataþjófur af landsbyggðinni, ósáttur stöðumælasektargreiðandi, landeigandi með álver í bakgarðinum eða ráðherra - mál þitt á erindi til umboðsmanns Alþingis. Sunna Valgerðardóttir fer yfir hlutverk þessa mikilvæga embættismanns við Templarasund í þætti dagsins.
10/12/20230
Episode Artwork

Umboðsmaðurinn með mikilvægu álitin

Umboðsmaður Alþingis hefur stóru hlutverki að gegna í samfélaginu. Álit hans skipta töluverðu máli. Embættisins hefur verið útskýrt annað slagið í fréttum undanfarna áratugi, á milli þess sem álitum hans á hinu og þessu er slegið upp. Þú getur verið nærfataþjófur af landsbyggðinni, ósáttur stöðumælasektargreiðandi, landeigandi með álver í bakgarðinum eða ráðherra - mál þitt á erindi til umboðsmanns Alþingis. Sunna Valgerðardóttir fer yfir hlutverk þessa mikilvæga embættismanns við Templarasund í þætti dagsins.
10/12/202315 minutes
Episode Artwork

11.10.2023

10/11/20230
Episode Artwork

Hvernig leitar lögregla að týndu fólki?

Hvaða aðferðir reynast árangursríkastar þegar lögregla leitar að týndu fólki. Við spyrjum um vinnubrögð til dæmis þegar leitað er að fólki í vímuefnavanda eða í sjálfsvígshugleiðingum.Bergþóra Halla Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir frá því hvernig unnið er þegar leitað er að horfnum einstaklingum. Þóra Tómasdóttir ræddi við hana.
10/11/202315 minutes
Episode Artwork

Bjarni segir af sér og allt upp í loft

Formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra ríkisstjórnarinnar, Bjarni Benediktsson, hefur sagt af sér. Stjórnmálafræðiprófessor segir afsögnina geta skýrst af erfiðu ríkisstjórnarsamstarfi og að kosningar gætu verið framundan. Sunna Valgerðardóttir og Þóra Tómasdóttir fara yfir feril stjórnmálamannsins Bjarna Benediktssonar og ræða við prófessorinn Eirík Bergmann um hvað þetta þýðir nú allt saman.
10/10/20230
Episode Artwork

Bjarni segir af sér og allt upp í loft

Formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra ríkisstjórnarinnar, Bjarni Benediktsson, hefur sagt af sér. Stjórnmálafræðiprófessor segir afsögnina geta skýrst af erfiðu ríkisstjórnarsamstarfi og að kosningar gætu verið framundan. Sunna Valgerðardóttir og Þóra Tómasdóttir fara yfir feril stjórnmálamannsins Bjarna Benediktssonar og ræða við prófessorinn Eirík Bergmann um hvað þetta þýðir nú allt saman.
10/10/202315 minutes
Episode Artwork

Átök Hamas og Ísraels

Blóðug átök standa nú yfir milli Ísraels og Hamas-samtakanna. Tveir stórir hópar Íslendinga hafa verið í Jerúsalem og hefur utanríkisþjónustan unnið að því undanfarna sólarhringa að koma þeim í var. Þórlindur Kjartansson er aðstoðarmaður utanríkisráðherra og hefur verið með það á sínu borði að koma fólkinu heim. Við ræðum um Ísrael, Palestínu og þá afstöðu Íslands að styðja tveggja ríkja leið til að stuðla að friði.
10/9/20230
Episode Artwork

Átök Hamas og Ísraels

Blóðug átök standa nú yfir milli Ísraels og Hamas-samtakanna. Tveir stórir hópar Íslendinga hafa verið í Jerúsalem og hefur utanríkisþjónustan unnið að því undanfarna sólarhringa að koma þeim í var. Þórlindur Kjartansson er aðstoðarmaður utanríkisráðherra og hefur verið með það á sínu borði að koma fólkinu heim. Við ræðum um Ísrael, Palestínu og þá afstöðu Íslands að styðja tveggja ríkja leið til að stuðla að friði. Umsjón: Þóra Tómasdóttir.
10/9/202315 minutes
Episode Artwork

Tæknifrjóvgunarferðir til Grikklands - seinni hluti

Hvers vegna velja Íslendingar í auknum mæli að leita til Grikklands eftir hjálp við að eignast börn? Helga Halldórsdóttir og Sandra Árnadóttir voru nýskriðnar yfir tvítugt þegar þær eignuðust son eftir glasafrjóvgun í Aþenu. Við heimsækjum litlu fjölskylduna og heyrum þeirra upplifun af ferlinu. Ásthildur Sturludóttir reyndi í mörg ár að eignast barn. Það tókst loks þegar hún var orðin 42 ára gömul og þá með hjálp grískra lækna. Við heyrum einnig í Snorra Einarssyni lækni hjá Livio sem skilur vel að fólk leiti til útlanda þegar meðferð hér heima hefur ekki skilað árangri.
10/6/20230
Episode Artwork

Tæknifrjóvgunarferðir til Grikklands - seinni hluti

Hvers vegna velja Íslendingar í auknum mæli að leita til Grikklands eftir hjálp við að eignast börn? Helga Halldórsdóttir og Sandra Árnadóttir voru nýskriðnar yfir tvítugt þegar þær eignuðust son eftir glasafrjóvgun í Aþenu. Við heimsækjum litlu fjölskylduna og heyrum þeirra upplifun af ferlinu. Ásthildur Sturludóttir reyndi í mörg ár að eignast barn. Það tókst loks þegar hún var orðin 42 ára gömul og þá með hjálp grískra lækna. Við heyrum einnig í Snorra Einarssyni lækni hjá Livio sem skilur vel að fólk leiti til útlanda þegar meðferð hér heima hefur ekki skilað árangri.
10/6/202315 minutes
Episode Artwork

Tæknifrjóvgunarferðir Íslendinga til Grikklands -fyrri hluti

Íslendingar leita í auknum mæli til Grikklands til þess að fá aðstoð við að eignast börn. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri og Hanna Björk Halldórsdóttir íþróttafulltrúi í Mosfellsbæ segja sögur sínar en þær eignuðust báðar börn eftir ferðir til Grikklands. Þrá eftir að eignast barn, örvænting og siðferðislegar spurningar verða einnig til umfjöllunar.
10/5/20230
Episode Artwork

Tæknifrjóvgunarferðir til Grikklands - fyrri hluti

Íslendingar leita í auknum mæli til Grikklands til þess að fá aðstoð við að eignast börn. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri og Hanna Björk Halldórsdóttir íþróttafulltrúi í Mosfellsbæ segja sögur sínar en þær eignuðust báðar börn eftir ferðir til Grikklands. Þrá eftir að eignast barn, örvænting og siðferðislegar spurningar verða einnig til umfjöllunar.
10/5/202315 minutes
Episode Artwork

Ráðgátan í Sycamore Gap

Rannsókn lögreglunnar í Norðymbralandi á niðurfellingu trés er enn í fullum gangi. Tréð var sagað niður í skjóli nætur og samkvæmt nýjustu fréttum er nú enginn í haldi, þó að nokkrir hafi verið handteknir, meðal annars skógarhöggsmaður á eftirlaunum og sextán ára drengur. Rannsóknin er á viðkvæmu stigi og lögreglan verst allra frétta. Lagt hefur verið hald á keðjusög í tengslum við glæpinn, sem hefur vakið mikinn óhug meðal íbúa. Sunna Valgerðardóttir fjallar um ráðgátuna í Sycamore Gap í þætti dagsins.
10/4/20230
Episode Artwork

Ráðgátan í Sycamore Gap

Rannsókn lögreglunnar í Norðymbralandi á niðurfellingu trés er enn í fullum gangi. Tréð var sagað niður í skjóli nætur og samkvæmt nýjustu fréttum er nú enginn í haldi, þó að nokkrir hafi verið handteknir, meðal annars skógarhöggsmaður á eftirlaunum og sextán ára drengur. Rannsóknin er á viðkvæmu stigi og lögreglan verst allra frétta. Lagt hefur verið hald á keðjusög í tengslum við glæpinn, sem hefur vakið mikinn óhug meðal íbúa. Sunna Valgerðardóttir fjallar um ráðgátuna í Sycamore Gap í þætti dagsins.
10/4/202315 minutes
Episode Artwork

Kúrdíski refurinn bakvið lætin í Svíþjóð

Rawa Maijd eða kúrdíski refurinn er maðurinn sem sagður er bera megin ábyrgð á því hrottalega ofbeldi sem framið hefur verið á götum Stokkhólms og nágrennis á undanförnum vikum. Við heyrum sögu refsins sem fer fyrir genginu Foxtrot og skoðum hvers vegna Svíum reynist svo erfitt að stöðva hann. Fjölmiðlamennirnir Atli Steinn Guðmundsson og Kári Gylfason lýsa ástandinu í Svíþjóð.
10/3/20230
Episode Artwork

Kúrdíski refurinn bakvið lætin í Svíþjóð

Rawa Maijd eða kúrdíski refurinn er maðurinn sem sagður er bera megin ábyrgð á því hrottalega ofbeldi sem framið hefur verið á götum Stokkhólms og nágrennis á undanförnum vikum. Við heyrum sögu refsins sem fer fyrir genginu Foxtrot og skoðum hvers vegna Svíum reynist svo erfitt að stöðva hann. Fjölmiðlamennirnir Atli Steinn Guðmundsson og Kári Gylfason lýsa ástandinu í Svíþjóð.
10/3/202315 minutes
Episode Artwork

Aðdragandi réttarhaldanna í Gullhömrum

Nú standa yfir héraðsdómsréttarhöld í veislusal í Grafarholti. Ástæðan er sú að málsaðilar eru svo margir að það er ekki pláss fyrir þá í hefðbundnum réttarsölum héraðsdóms Reykjavíkur. Réttarhöldin í Gullhömrum eru vegna árásar sem var framin á skemmtistað í miðborginni síðasta vetur. Við rifjum upp Bankastræti Club málið í þætti dagsins, sem gerðist í nóvember í fyrra.
10/2/20230
Episode Artwork

Aðdragandi réttarhaldanna í Gullhömrum

Nú standa yfir héraðsdómsréttarhöld í veislusal í Grafarholti. Ástæðan er sú að málsaðilar eru svo margir að það er ekki pláss fyrir þá í hefðbundnum réttarsölum héraðsdóms Reykjavíkur. Réttarhöldin í Gullhömrum eru vegna árásar sem var framin á skemmtistað í miðborginni síðasta vetur. Við rifjum upp Bankastræti Club málið í þætti dagsins, sem gerðist í nóvember í fyrra.
10/2/202315 minutes
Episode Artwork

Af hverju eru Björgólfur Thor og Róbert Wessman að rífast?

Við fjöllum um áralangt rifrildi tveggja ríkustu manna landsins, þeirra Björgólfs Thors Björgólfssonar og Róberts Wessman. Þessir athafnasömu viðskiptamenn hafa tekist á í dómsölum, með greinarskrifum, bloggfærslum og opinberum yfirlýsingum í um 15 ár. Við ræðum af hverju þeir eru að rífast, og af hverju það kemur öðru fólki við hvað þeir eru ósáttir hvor við annan. Við fáum allavega að heyra túlkun viðskiptablaðamannsins og ritstjórans Þórðar Snæs Júlíussonar á þessu öllu saman.
9/29/20230
Episode Artwork

Af hverju eru Björgólfur Thor og Róbert Wessman að rífast?

Við fjöllum um áralangt rifrildi tveggja ríkustu manna landsins, þeirra Björgólfs Thors Björgólfssonar og Róberts Wessman. Þessir athafnasömu viðskiptamenn hafa tekist á í dómsölum, með greinarskrifum, bloggfærslum og opinberum yfirlýsingum í um 15 ár. Við ræðum af hverju þeir eru að rífast, og af hverju það kemur öðru fólki við hvað þeir eru ósáttir hvor við annan. Við fáum allavega að heyra túlkun viðskiptablaðamannsins og ritstjórans Þórðar Snæs Júlíussonar á þessu öllu saman.
9/29/202315 minutes
Episode Artwork

Haustlitirnir eru ekki bara fyrir augað

Það er komið haust. Við drögum fram kápur, úlpur, vettlinga og hærri skó, skiptum um lit eins og náttúran. Plönturnar færa næringuna niður í rætur og fella fagurlituð laufin til að geta tekist á við vorið, sem kemur alltaf eftir kuldann og myrkrið sem bíður okkar. Skófræðingar segja að á Íslandi sé æskilegt að haustlitirnir séu komnir á plönturnar í kring um 1. október, það þýðir að þær séu heilbrigðar og að þeim líði vel. Sunna Valgerðardóttir endurskoðar haustlitina í þætti dagsins.
9/28/20230
Episode Artwork

Haustlitirnir eru ekki bara fyrir augað

Það er komið haust. Við drögum fram kápur, úlpur, vettlinga og hærri skó, skiptum um lit eins og náttúran. Plönturnar færa næringuna niður í rætur og fella fagurlituð laufin til að geta tekist á við vorið, sem kemur alltaf eftir kuldann og myrkrið sem bíður okkar. Skófræðingar segja að á Íslandi sé æskilegt að haustlitirnir séu komnir á plönturnar í kring um 1. október, það þýðir að þær séu heilbrigðar og að þeim líði vel. Sunna Valgerðardóttir endurskoðar haustlitina í þætti dagsins.
9/28/202315 minutes
Episode Artwork

Boðaðar umbætur fyrir konur í fangelsum

Dómsmálaráðherra tilkynnti allskonar á mánudagsmorgunn, þegar hún blés til blaðamannafundar á Litla Hrauni. Þar stendur mikið til, eins og fjallað var um í þætti gærdagsins. En svo á líka að bregðast við slæmri stöðu kvenna í fangelsum með því að fjölga úrræðum á Sogni. Sunna Valgerðardóttir skoðaði stöðu kvenfanga í landinu og hverju stendur til að breyta.
9/27/20230
Episode Artwork

Boðaðar umbætur fyrir konur í fangelsum

Dómsmálaráðherra tilkynnti allskonar á mánudagsmorgunn, þegar hún blés til blaðamannafundar á Litla Hrauni. Þar stendur mikið til, eins og fjallað var um í þætti gærdagsins. En svo á líka að bregðast við slæmri stöðu kvenna í fangelsum með því að fjölga úrræðum á Sogni. Sunna Valgerðardóttir skoðaði stöðu kvenfanga í landinu og hverju stendur til að breyta.
9/27/202315 minutes
Episode Artwork

Dagar Letigarðsins brátt taldir

Fangelsið við Eyrarbakka, Litla Hraun, er löngu orðið barn síns tíma. Letigarðurinn var upphaflega hugsaður sem geymslurými fyrir slæpingja, þegar ákveðið var að breyta byggingunum úr sjúkrahúsi í fangelsi. Það var fyrir hundrað árum. Dómsmálaráðherrann Guðrún Hafsteinsdóttir tilkynnti í gær að það ætti að byggja þarna nýtt fangelsi og framkvæmdir hefjast strax. Sunna Valgerðardóttir fjallar um Litla Hraun í fortíð, nútíð og framtíð.
9/26/20230
Episode Artwork

Dagar Letigarðsins brátt taldir

Fangelsið við Eyrarbakka, Litla Hraun, er löngu orðið barn síns tíma. Letigarðurinn var upphaflega hugsaður sem geymslurými fyrir slæpingja, þegar ákveðið var að breyta byggingunum úr sjúkrahúsi í fangelsi. Það var fyrir hundrað árum. Dómsmálaráðherrann Guðrún Hafsteinsdóttir tilkynnti í gær að það ætti að byggja þarna nýtt fangelsi og framkvæmdir hefjast strax. Sunna Valgerðardóttir fjallar um Litla Hraun í fortíð, nútíð og framtíð.
9/26/202315 minutes
Episode Artwork

Glataða liðið sem komst í Meistaradeildina

Í dag förum við til Þýskalands, út í skóglendi Berlínarborgar, þar sem knattspyrnuliðið Union Berlín hefur aðsetur. Þú þarft ekki að vera sérfræðingur í íþróttinni til að hrífast af þessari sögu. Þú þarft ekki einu sinni að hafa áhuga á fótbolta. Við ætlum að heyra sögu af frekar glötuðu liði sem ekki alls fyrir löngu strögglaði í fjórðu deild þýska boltans en tekur nú þátt í toppbaráttu í Bundesligunni og er komið alla leið í Meistaradeildina. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður segir okkur frá Union Berlin.
9/25/20230
Episode Artwork

Glataða liðið sem komst í Meistaradeildina

Í dag förum við til Þýskalands, út í skóglendi Berlínarborgar, þar sem knattspyrnuliðið Union Berlín hefur aðsetur. Þú þarft ekki að vera sérfræðingur í íþróttinni til að hrífast af þessari sögu. Þú þarft ekki einu sinni að hafa áhuga á fótbolta. Við ætlum að heyra sögu af frekar glötuðu liði sem ekki alls fyrir löngu strögglaði í fjórðu deild þýska boltans en tekur nú þátt í toppbaráttu í Bundesligunni og er komið alla leið í Meistaradeildina. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður segir okkur frá Union Berlin.
9/25/202315 minutes
Episode Artwork

Kornið sem fyllti mæli garðyrkjubænda

Garðyrkjubændur í áfalli, er fyrirsögn fréttar í nýjasta tölublaði Bændablaðsins. Á meðan kornræktendur og riðurannsakendur fá meiri pening, skerðast framlög til garðyrkjunnar. Sunna Valgerðardóttir skellir sér í landbúnaðargallann í þætti dagsins og skoðar blóm, peninga, grænmeti, kindur og korn.
9/22/20230
Episode Artwork

Kornið sem fyllti mæli garðyrkjubænda

Garðyrkjubændur í áfalli, er fyrirsögn fréttar í nýjasta tölublaði Bændablaðsins. Á meðan kornræktendur og riðurannsakendur fá meiri pening, skerðast framlög til garðyrkjunnar. Sunna Valgerðardóttir skellir sér í landbúnaðargallann í þætti dagsins og skoðar blóm, peninga, grænmeti, kindur og korn.
9/22/202315 minutes
Episode Artwork

Veiðimaðurinn sem hvalavinirnir virða

Kristján Loftsson hefur unnið við hvalveiðar í 67 ár. Pabbi hans stofnaði fyrirtækið sem veiðir hvali, Hval hf. skömmu eftir síðari heimsstyrjöld og Kristján tók við ríflega þrítugur. Hann er líklega einn umdeildasti Íslendingurinn, en mikils metnir hvalavinir hafa í gegn um tíðina borið honum vel söguna og talað um hann af virðingu. Þetta helst skoðar í dag manninn sem veiðir hvalina.
9/21/20230
Episode Artwork

Veiðimaðurinn sem hvalavinirnir virða

Kristján Loftsson hefur unnið við hvalveiðar í 67 ár. Pabbi hans stofnaði fyrirtækið sem veiðir hvali, Hval hf. skömmu eftir síðari heimsstyrjöld og Kristján tók við ríflega þrítugur. Hann er líklega einn umdeildasti Íslendingurinn, en mikils metnir hvalavinir hafa í gegn um tíðina borið honum vel söguna og talað um hann af virðingu. Þetta helst skoðar í dag manninn sem veiðir hvalina.
9/21/202315 minutes
Episode Artwork

Fróði rannsakar forvitni simpansa

Í þætti dagsins af Þetta helst förum við til Úganda, á litla eyju í Viktoríuvatni þar sem hinn ungi en ástríðufulli vísindamaður Fróði Guðmundur Jónsson dvelur ásamt 50 simpönsum. Aparnir eiga það sameiginlegt að hafa verið bjargað úr erfiðum aðstæðum og dvelja nú á svokölluðu verndarsvæði. Fróði hefur ferðast alla þessa leið til þess rannsaka mikilvæga en vanmetna eiginleika í fari apanna. Forvitni og spunahegðun.
9/20/20230
Episode Artwork

Fróði rannsakar forvitni simpansa

Í þætti dagsins af Þetta helst förum við til Úganda, á litla eyju í Viktoríuvatni þar sem hinn ungi en ástríðufulli vísindamaður Fróði Guðmundur Jónsson dvelur ásamt 50 simpönsum. Aparnir eiga það sameiginlegt að hafa verið bjargað úr erfiðum aðstæðum og dvelja nú á svokölluðu verndarsvæði. Fróði hefur ferðast alla þessa leið til þess rannsaka mikilvæga en vanmetna eiginleika í fari apanna. Forvitni og spunahegðun.
9/20/202315 minutes
Episode Artwork

Hljómsveitarmenning lituð af einelti, ofbeldi og kynþáttafordómum

Skýrsla Ríkisendurskoðunar varpar enn skýrara ljósi á erfiðar starfsaðstæður innan Sinfóníuhljómsveit Íslands. Auk þeirra mála sem ratað hafa í fjölmiðla, ber þá hæst að nefna ásakanir um kynferðisbrot, virðist vinnustaðarmenningin ekki sú besta. Þá komu fram upplifanir um vanvirðingu, einelti, ofbeldi og kynþáttafordóma sem taka verður alvarlega, segir Ríkisendurskoðun. Sunna Valgerðardóttir skoðar hina hliðina á Sinfóníuhljómsveit Íslands í þætti dagsins.
9/19/20230
Episode Artwork

Hljómsveitarmenning lituð af einelti, ofbeldi og kynþáttafordómum

Skýrsla Ríkisendurskoðunar varpar enn skýrara ljósi á erfiðar starfsaðstæður innan Sinfóníuhljómsveit Íslands. Auk þeirra mála sem ratað hafa í fjölmiðla, ber þá hæst að nefna ásakanir um kynferðisbrot, virðist vinnustaðarmenningin ekki sú besta. Þá komu fram upplifanir um vanvirðingu, einelti, ofbeldi og kynþáttafordóma sem taka verður alvarlega, segir Ríkisendurskoðun. Sunna Valgerðardóttir skoðar hina hliðina á Sinfóníuhljómsveit Íslands í þætti dagsins.
9/19/202315 minutes
Episode Artwork

Mexíkanskar geimverur og gagnaskortur NASA

Erum við ein í alheiminum? Þessi risastóra spurning var á dagskránni í síðustu viku, annars vegar á mexíkanska þinginu og hins vegar í höfuðstöðvum NASA. Mexíkanska þingið ræddi hvort þau ættu að vera fyrsta landið í heiminum til að staðfesta tilvist geimvera og Bandaríska geimvísindastofnunin mætti síðar sama dag með geimverugögn, sem reyndust svo ekki nægileg. Sunna Valgerðardóttir reynir að draga fram svör og vangaveltur sem komu fram 14. september í þætti dagsins.
9/18/20230
Episode Artwork

Mexíkanskar geimverur og gagnaskortur NASA

Erum við ein í alheiminum? Þessi risastóra spurning var á dagskránni í síðustu viku, annars vegar á mexíkanska þinginu og hins vegar í höfuðstöðvum NASA. Mexíkanska þingið ræddi hvort þau ættu að vera fyrsta landið í heiminum til að staðfesta tilvist geimvera og Bandaríska geimvísindastofnunin mætti síðar sama dag með geimverugögn, sem reyndust svo ekki nægileg. Sunna Valgerðardóttir reynir að draga fram svör og vangaveltur sem komu fram 14. september í þætti dagsins.
9/18/202315 minutes
Episode Artwork

Hverjir voru falsararnir?

Ýmsir lausir endar eru hnýttir í þessum lokaþætti, í bili, seríu Þóru Tómasdóttur um málverkafalsanir. Vangaveltur um hverjir falsaranir voru, nöfn fleiri leikmanna koma fram og sögur, gamlar og nýjar, góðar og slæmar, fá pláss. Sunna Valgerðardóttir sér um samsetningu og ræðir við Þóru um það sem stendur út af og af hverju Stóra málverkafölsunarmálið er réttnefni.
9/15/20230
Episode Artwork

Hverjir voru falsararnir?

Ýmsir lausir endar eru hnýttir í þessum lokaþætti, í bili, seríu Þóru Tómasdóttur um málverkafalsanir. Vangaveltur um hverjir falsaranir voru, nöfn fleiri leikmanna koma fram og sögur, gamlar og nýjar, góðar og slæmar, fá pláss. Sunna Valgerðardóttir sér um samsetningu og ræðir við Þóru um það sem stendur út af og af hverju Stóra málverkafölsunarmálið er réttnefni.
9/15/202315 minutes
Episode Artwork

Skröksögur um Gallerí Borg

Forvörður Listasafns Íslands segir Gallerí Borg hafa selt fölsuð verk í stjórnartíð Úlfars Þormóðssonar. Þóra Tómasdóttir hitti á Úlfar á kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur snemma morguns, sem segir þetta allt saman skröksögur menningarelítunnar. Þóra heldur áfram umfjöllun sinni um málverkafalsanir í Þetta helst í þessum fjórða þætti í röðinni. Sunna Valgerðardóttir sér um samsetningu.
9/14/20230
Episode Artwork

Skröksögur um Gallerí Borg

Forvörður Listasafns Íslands segir Gallerí Borg hafa selt fölsuð verk í stjórnartíð Úlfars Þormóðssonar. Þóra Tómasdóttir hitti á Úlfar á kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur snemma morguns, sem segir þetta allt saman skröksögur menningarelítunnar. Þóra heldur áfram umfjöllun sinni um málverkafalsanir í Þetta helst í þessum fjórða þætti í röðinni. Sunna Valgerðardóttir sér um samsetningu.
9/14/202315 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Falsararnir óstöðvandi

Stóra málverkafölsunarmálið hófst eiginlega með forsíðufrétt Pressunnar 1990, skrifuð af hinni tvítugu Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur og Kristjáni Þorvaldssyni heitnum. Þau voru dæmd fyrir meiðyrði. Fyrir að segja ekki rétt frá. En var þetta falsfrétt? Forvörður Listasafns Íslands segir svo ekki vera. Í þriðja þætti Þetta helst um málverkafalsanir ræðir Þóra Tómasdóttir við nöfnu sína og fer yfir málið í baksýninsspeglinum, Jón HB Snorrason saksóknari, sem stjórnaði lögreglurannsókninni á stóra málverkafölsunarmálinu og skoðar hvers vegna það virðist ekki vera hægt að stöðva íslenska málverkafalsara. Sunna Valgerðardóttir sér um samsetningu.
9/13/20230
Episode Artwork

Falsararnir óstöðvandi

Stóra málverkafölsunarmálið hófst eiginlega með forsíðufrétt Pressunnar 1990, skrifuð af hinni tvítugu Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur og Kristjáni Þorvaldssyni heitnum. Þau voru dæmd fyrir meiðyrði. Fyrir að segja ekki rétt frá. En var þetta falsfrétt? Forvörður Listasafns Íslands segir svo ekki vera. Í þriðja þætti Þetta helst um málverkafalsanir ræðir Þóra Tómasdóttir við nöfnu sína og fer yfir málið í baksýninsspeglinum, Jón HB Snorrason saksóknari, sem stjórnaði lögreglurannsókninni á stóra málverkafölsunarmálinu og skoðar hvers vegna það virðist ekki vera hægt að stöðva íslenska málverkafalsara. Sunna Valgerðardóttir sér um samsetningu.
9/13/202316 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Gallerí Fold stöðvar sölu á uppboðsverkum

Framkvæmdastjóri Gallerís Foldar stöðvaði sölu á verki, merkt Þorvaldi Skúlasyni, sem til stóð að bjóða upp í galleríinu fyrir skömmu. Fleiri verk hafa ratað til hans nýlega sem hann vildi ekki selja. Hann er ekki í vafa um hvaða falsarar eru að baki. Þóra Tómasdóttir heldur áfram umfjöllun sinni um málverkafalsanir, sem teygja sig í gegn um söguna og til dagsins í dag. Þetta er þáttur númer tvö í röðinni. Sunna Valgerðardóttir sér um samsetningu.
9/12/20230
Episode Artwork

Gallerí Fold stöðvar sölu á uppboðsverkum

Framkvæmdastjóri Gallerís Foldar stöðvaði sölu á verki, merkt Þorvaldi Skúlasyni, sem til stóð að bjóða upp í galleríinu fyrir skömmu. Fleiri verk hafa ratað til hans nýlega sem hann vildi ekki selja. Hann er ekki í vafa um hvaða falsarar eru að baki. Þóra Tómasdóttir heldur áfram umfjöllun sinni um málverkafalsanir, sem teygja sig í gegn um söguna og til dagsins í dag. Þetta er þáttur númer tvö í röðinni. Sunna Valgerðardóttir sér um samsetningu.
9/12/202316 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Fölsuð málverk í Listasafni Íslands

Listaverk sem talin eru fölsuð og eignuð merkustu listamönnum þjóðarinnar, ganga kaupum og sölum hér á landi. Verk sem sögð eru nýr angi af hinu svokallaða stóra málverkafölsunarmáli hafa nú komið fram í dagsljósið. Þau hafa meira að segja komist alla leið upp á veggi Listasafns Íslands, þar sem eitt þeirra hangir í dag. Þóra Tómasdóttir, nýr umsjónarmaður Þetta helst, fjallar um fölsuð málverk í þjóðareign í þessum fyrsta þætti og heldur áfram umfjöllun sinni næstu daga.
9/11/20230
Episode Artwork

Fölsuð málverk í Listasafni Íslands

Listaverk sem talin eru fölsuð og eignuð merkustu listamönnum þjóðarinnar, ganga kaupum og sölum hér á landi. Verk sem sögð eru nýr angi af hinu svokallaða stóra málverkafölsunarmáli hafa nú komið fram í dagsljósið. Þau hafa meira að segja komist alla leið upp á veggi Listasafns Íslands, þar sem eitt þeirra hangir í dag. Þóra Tómasdóttir, nýr umsjónarmaður Þetta helst, fjallar um fölsuð málverk í þjóðareign í þessum fyrsta þætti og heldur áfram umfjöllun sinni næstu daga. Samsetning og tæknivinnsla er í höndum Sunnu Valgerðardóttur.
9/11/202317 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Ragnhildur og óáfenga áfengið

Sífellt meira úrval er af óáfengum drykkjum, óáfengum bjór, óáfengu víni - tevíni hverskonar. Og þetta er vinsælt. En hvernig er með áfengisneyslu? Hefur hún minnkað eitthvað eða jafnvel aukist? Ragnhildur Thorlacius talar við Tómas Kristjánsson veitingamann í þessum síðasta Helst-þætti sinnar kynslóðar. Þátturinn var áður á dagskrá í janúar.
9/8/20230
Episode Artwork

Ragnhildur og óáfenga áfengið

Sífellt meira úrval er af óáfengum drykkjum, óáfengum bjór, óáfengu víni - tevíni hverskonar. Og þetta er vinsælt. En hvernig er með áfengisneyslu? Hefur hún minnkað eitthvað eða jafnvel aukist? Ragnhildur Thorlacius talar við Tómas Kristjánsson veitingamann í þessum síðasta Helst-þætti sinnar kynslóðar. Þátturinn var áður á dagskrá í janúar.
9/8/202315 minutes
Episode Artwork

Snorri og rafmyntirnar

Snorri Rafn Hallsson dýfir sér ofan í rafmyntaflóðið í þætti dagsins og skoðar mögulega framtíð þessa nýju gjaldmiðla. Bitcoin hafði í nóvember fallið um 75% í verði á einu ári og næst stærsta rafmyntakauphöllin, FTX, fór nýverið á hausinn.
9/7/20230
Episode Artwork

Snorri og rafmyntirnar

Snorri Rafn Hallsson dýfir sér ofan í rafmyntaflóðið í þætti dagsins og skoðar mögulega framtíð þessa nýju gjaldmiðla. Bitcoin hafði í nóvember fallið um 75% í verði á einu ári og næst stærsta rafmyntakauphöllin, FTX, fór nýverið á hausinn.
9/7/202315 minutes
Episode Artwork

Vera og dularfulla morðmálið

Birgitte Tengs var sautján ára gömul þegar hún fannst látin í kjarrgróðri við vegkant, skammt frá heimili sínu á Karmøy í sunnanverðum Noregi, í maí 1995. Hún hafði verið myrt. Í hönd fór ein umfangsmesta lögreglurannsókn norskrar sögu. Frændi Birgitte var dæmdur fyrir morðið en síðar sýknaður, meðal annars þökk sé vitnisburði Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings. Morðið á Birgitte telst því óleyst í meira en aldarfjórðung og hefur orðið eitt af alræmdustu glæpamálum norskrar sögu, orðið innblástur að heimildaþáttum, hlaðvörpum og sjónvarpsseríum. Nú hefur dregið til tíðinda í málinu, en norsk yfirvöld tilkynntu nýverið að búið væri að ákæra mann fyrir morðið. Sá er einnig sakaður um annað morð á ungri konu. Vera Illugadóttir skoðaði vendingar í þessu dularfulla máli. Þátturinn var áður á dagskrá í október.
9/6/20230
Episode Artwork

Vera og dularfulla morðmálið

Birgitte Tengs var sautján ára gömul þegar hún fannst látin í kjarrgróðri við vegkant, skammt frá heimili sínu á Karmøy í sunnanverðum Noregi, í maí 1995. Hún hafði verið myrt. Í hönd fór ein umfangsmesta lögreglurannsókn norskrar sögu. Frændi Birgitte var dæmdur fyrir morðið en síðar sýknaður, meðal annars þökk sé vitnisburði Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings. Morðið á Birgitte telst því óleyst í meira en aldarfjórðung og hefur orðið eitt af alræmdustu glæpamálum norskrar sögu, orðið innblástur að heimildaþáttum, hlaðvörpum og sjónvarpsseríum. Nú hefur dregið til tíðinda í málinu, en norsk yfirvöld tilkynntu nýverið að búið væri að ákæra mann fyrir morðið. Sá er einnig sakaður um annað morð á ungri konu. Vera Illugadóttir skoðaði vendingar í þessu dularfulla máli. Þátturinn var áður á dagskrá í október.
9/6/202315 minutes
Episode Artwork

Ragnhildur og draslið

Ragnhildur Thorlacius kafar ofan í draslið og áhrif þess á sálarlíf okkar. Kona nokkur hafði nefninlega gefist upp á því að halda heimilinu sínu fullkomnu. Sú kona var Marie Kondo, tiltektardrottningin sjálf. Þátturinn var áður á dagskrá í febrúar.
9/5/20230
Episode Artwork

Ragnhildur og draslið

Ragnhildur Thorlacius kafar ofan í draslið og áhrif þess á sálarlíf okkar. Kona nokkur hafði nefninlega gefist upp á því að halda heimilinu sínu fullkomnu. Sú kona var Marie Kondo, tiltektardrottningin sjálf. Þátturinn var áður á dagskrá í febrúar.
9/5/202315 minutes
Episode Artwork

Bjarni og skógar til bjargar loftslaginu

Íslenskir ræktaðir skógar hafa stækkað um 38 þúsund hektara síðan 1990 og flatarmál náttúrulegs birkiskógar stækkað um 11 þúsund. Þessi aukna skógrækt leiðir svo af sér margfalda kolefnisbindingu. Áætlað er að aðgerðir í skógrækt skili kolefnisbindingu sem samsvarar alls um 35 þúsund tonnum á þessu ári. Samanborið við nágrannalöndin er hlutfallslega lítið af skógi á Íslandi. Bjarni Rúnarsson fjallar um íslenska skógrækt og framtíð hennar í þætti dagsins, sem áður var á dagskrá síðasta vetur.
9/4/20230
Episode Artwork

Bjarni og skógar til bjargar loftslaginu

Íslenskir ræktaðir skógar hafa stækkað um 38 þúsund hektara síðan 1990 og flatarmál náttúrulegs birkiskógar stækkað um 11 þúsund. Þessi aukna skógrækt leiðir svo af sér margfalda kolefnisbindingu. Áætlað er að aðgerðir í skógrækt skili kolefnisbindingu sem samsvarar alls um 35 þúsund tonnum á þessu ári. Samanborið við nágrannalöndin er hlutfallslega lítið af skógi á Íslandi. Bjarni Rúnarsson fjallar um íslenska skógrækt og framtíð hennar í þætti dagsins, sem áður var á dagskrá síðasta vetur.
9/4/202315 minutes
Episode Artwork

Snorri og banabiti NOMA

Andarhöfuð, hreindýraheilabúðingur, lifandi maurar, bjarnarkaramella og súkkulaðimosi. Þetta eru aðeins nokkrir af þeim réttum sem aldrei aftur verða í boði á matseðli hins heimsfræga veitingahúss Noma í útjaðri Kristjaníu í Kaupmannahöfn. Raunar er matseðillinn allur á útleið, því Noma er nefnilega að loka í sinni núverandi mynd samkvæmt eigandanum og yfirkokkinum René Redzepi. Í tvo áratugi hafa Noma og René Redzepi verið leiðandi í svokallaðri nýnorrænni matargerð sem gengur út á að nota norræn hráefni til að tjá hreinleika, ferskleika og einfaldleika svæðisins. En á sama tíma hafa svona veitingastaðir verið gagnrýndir fyrir eitrað vinnuumhverfi. Snorri Rafn Hallsson fjallaði í janúar um meint endalok NOMA og stjörnukokkinn René Redzepi.
9/1/20230
Episode Artwork

Snorri og banabiti NOMA

Andarhöfuð, hreindýraheilabúðingur, lifandi maurar, bjarnarkaramella og súkkulaðimosi. Þetta eru aðeins nokkrir af þeim réttum sem aldrei aftur verða í boði á matseðli hins heimsfræga veitingahúss Noma í útjaðri Kristjaníu í Kaupmannahöfn. Raunar er matseðillinn allur á útleið, því Noma er nefnilega að loka í sinni núverandi mynd samkvæmt eigandanum og yfirkokkinum René Redzepi. Í tvo áratugi hafa Noma og René Redzepi verið leiðandi í svokallaðri nýnorrænni matargerð sem gengur út á að nota norræn hráefni til að tjá hreinleika, ferskleika og einfaldleika svæðisins. En á sama tíma hafa svona veitingastaðir verið gagnrýndir fyrir eitrað vinnuumhverfi. Snorri Rafn Hallsson fjallaði í janúar um meint endalok NOMA og stjörnukokkinn René Redzepi.
9/1/202315 minutes
Episode Artwork

Vera og hollensku djöfladýrkendurnir

Smábær nokkur í Hollandi tapaði á dögunum dómsmáli gegn samfélagsmiðlinum Twitter. Bærinn Bodegraven krafðist þess að Twitter fjarlægði ummæli notenda um að í bænum væri starfræktur djöfladýrkunarbarnaníðshringur og bæjarbúar hefðu pyntað og myrt fjölda barna. Twitter féllst ekki á það. Þrír hollenskir menn hafa þegar verið dæmdir fyrir að dreifa sögusögnum á netinu um meint satanískt athæfi bæjarbúa, sem einn þeirra segist hafa sjálfur lent í. Ekkert er þó hæft í ásökununum. Vera Illugadóttir fjallaði um þetta furðulega mál í október.
8/31/20230
Episode Artwork

Vera og hollensku djöfladýrkendurnir

Smábær nokkur í Hollandi tapaði á dögunum dómsmáli gegn samfélagsmiðlinum Twitter. Bærinn Bodegraven krafðist þess að Twitter fjarlægði ummæli notenda um að í bænum væri starfræktur djöfladýrkunarbarnaníðshringur og bæjarbúar hefðu pyntað og myrt fjölda barna. Twitter féllst ekki á það. Þrír hollenskir menn hafa þegar verið dæmdir fyrir að dreifa sögusögnum á netinu um meint satanískt athæfi bæjarbúa, sem einn þeirra segist hafa sjálfur lent í. Ekkert er þó hæft í ásökununum. Vera Illugadóttir fjallaði um þetta furðulega mál í október.
8/31/202315 minutes
Episode Artwork

Ragnhildur og skóburstarinn sem varð forseti

Ragnhildur Thorlacius fjallaði í janúar um Lula da Silva, sem þá var nýendurkjörinn forseti Brasilíu. Hann hefur setið í fangelsi í tvígang, hann er alinn upp í sárri fátækt og barnamergð, hann lærði að lesa þegar hann var 10 ára og seldi hnetur og burstaði skó í barnæsku til að hafa í sig og á. Hann er nýsestur á forsetastól í annað sinn, rígfullorðinn, forseti 215 milljóna manna.
8/30/20230
Episode Artwork

Ragnhildur og skóburstarinn sem varð forseti

Ragnhildur Thorlacius fjallaði í janúar um Lula da Silva, sem þá var nýendurkjörinn forseti Brasilíu. Hann hefur setið í fangelsi í tvígang, hann er alinn upp í sárri fátækt og barnamergð, hann lærði að lesa þegar hann var 10 ára og seldi hnetur og burstaði skó í barnæsku til að hafa í sig og á. Hann er nýsestur á forsetastól í annað sinn, rígfullorðinn, forseti 215 milljóna manna.
8/30/202315 minutes
Episode Artwork

Snorri og Internetheimur Zuckerbergs

Snorri Rafn Hallsson fjallaði í nóvember um internetheiminn META, sem Mark Zuckerberg, lagði höfuðáherslu á í allri sinni þróun. The Metaverse. Þar mun fólk ekki einungis geta leikið sér og varið stundum með vinum og fjölskyldum heldur einnig lagt stund á vinnu og viðskipti. En það gengur ekkert rosalega vel hjá Zuckerberg. Verðgildi META hefur fallið um 700 milljarða dollara frá upphafi þessa árs. 230 milljarðar hurfu á einu bretti í febrúar, mesta verðgildislækkun fyrirtækis á einum degi í sögu Bandaríkjanna. Það hafa nefninlega ekki allir sömu sýn á Metaverse og Zuckerberg og hans fólk, enda hafa hlutabréfin fallið um ríflega 70 prósent á árinu.
8/29/20230
Episode Artwork

Snorri og Internetheimur Zuckerbergs

Snorri Rafn Hallsson fjallaði í nóvember um internetheiminn META, sem Mark Zuckerberg, lagði höfuðáherslu á í allri sinni þróun. The Metaverse. Þar mun fólk ekki einungis geta leikið sér og varið stundum með vinum og fjölskyldum heldur einnig lagt stund á vinnu og viðskipti. En það gengur ekkert rosalega vel hjá Zuckerberg. Verðgildi META hefur fallið um 700 milljarða dollara frá upphafi þessa árs. 230 milljarðar hurfu á einu bretti í febrúar, mesta verðgildislækkun fyrirtækis á einum degi í sögu Bandaríkjanna. Það hafa nefninlega ekki allir sömu sýn á Metaverse og Zuckerberg og hans fólk, enda hafa hlutabréfin fallið um ríflega 70 prósent á árinu.
8/29/202315 minutes
Episode Artwork

Vera og dularfull dauðsföll rússneskra auðkýfinga

Nú standa yfir framkvæmdir og endurbætur hjá Þetta helst og á meðan á þeim stendur verða raddir valinna umsjónarmanna þáttarins dregnar fram. Vera Illugadóttir fjallar um dularfull dauðsföll rússneskra auðmanna. Þátturinn var fluttur fyrst 26. september 2022. Frá því í byrjun árs 2022 hafa margir rússneskir auðkýfingar og kaupsýslumenn fallið fyrir eigin hendi, eða þá fallið út um glugga og fram af klettum. Sérstaklega margir sem á einhvern hátt tengjast rússneskum olíu- og orkufyrirtækjum - grunsamlega margir, telja sumir, og hafa velt upp þeim möguleika að allavega einhverjum þessara manna hafi kannski verið komið fyrir kattarnef. Enda er það svosem þekkt að þeir sem setja sig upp á móti rússneska ríkisvaldinu geta átt það til að deyja sviplega og á dularfullan hátt. Þetta helst fer yfir dularfullu dauðsföll rússneskra kaupsýslumanna - og segir meðal annars af mönnum sem á árinu hafa svipt sig lífi eftir að hafa myrt alla fjölskyldu sína, stokkið eða dottið út um glugga á sjúkrahúsi, húrrað niður stiga í háskólabyggingu, og innbyrt eitrað kaffi og körtueitur í kjallara töfralæknis. Við mætum svo brakandi fersk til leiks innan tíðar, með nýtt og endurbætt Helst, á sama tíma og alltaf: strax að loknum hádegisfréttum á Rás 1.
8/28/20230
Episode Artwork

Vera og dularfull dauðsföll rússneskra auðkýfinga

Nú standa yfir framkvæmdir og endurbætur hjá Þetta helst og á meðan á þeim stendur verða raddir valinna umsjónarmanna þáttarins dregnar fram. Vera Illugadóttir fjallar um dularfull dauðsföll rússneskra auðmanna. Þátturinn var fluttur fyrst 26. september 2022. Frá því í byrjun árs 2022 hafa margir rússneskir auðkýfingar og kaupsýslumenn fallið fyrir eigin hendi, eða þá fallið út um glugga og fram af klettum. Sérstaklega margir sem á einhvern hátt tengjast rússneskum olíu- og orkufyrirtækjum - grunsamlega margir, telja sumir, og hafa velt upp þeim möguleika að allavega einhverjum þessara manna hafi kannski verið komið fyrir kattarnef. Enda er það svosem þekkt að þeir sem setja sig upp á móti rússneska ríkisvaldinu geta átt það til að deyja sviplega og á dularfullan hátt. Þetta helst fer yfir dularfullu dauðsföll rússneskra kaupsýslumanna - og segir meðal annars af mönnum sem á árinu hafa svipt sig lífi eftir að hafa myrt alla fjölskyldu sína, stokkið eða dottið út um glugga á sjúkrahúsi, húrrað niður stiga í háskólabyggingu, og innbyrt eitrað kaffi og körtueitur í kjallara töfralæknis. Við mætum svo brakandi fersk til leiks innan tíðar, með nýtt og endurbætt Helst, á sama tíma og alltaf: strax að loknum hádegisfréttum á Rás 1.
8/28/202315 minutes
Episode Artwork

Lokaferðalag keisaramörgæsanna

Óttast er að allt að tíu þúsund keisaramörgæsaungar hafi drukknað í sjónum við Suðurskautslandið seint á síðasta ári. Þetta sést á gervihnattamyndum breskra vísindamanna. Loftslagsbreytingar hafa þynnt hafísinn svo mikið að hann ber þær ekki lengur og nú benda rannsóknir til þess að tegundinni eigi eftir að fækka um 90 prósent fyrir næstu aldamót. Sunna Valgerðardóttir skoðar í þætti dagsins þessa merkilegu fuglategund sem gæti brátt verið að ganga sína síðustu göngu yfir ísinn. Aukaefni: Spegillinn, Happy Feet, March of the Penguins og The Guardian.
8/25/20230
Episode Artwork

Lokaferðalag keisaramörgæsanna

Óttast er að allt að tíu þúsund keisaramörgæsaungar hafi drukknað í sjónum við Suðurskautslandið seint á síðasta ári. Þetta sést á gervihnattamyndum breskra vísindamanna. Loftslagsbreytingar hafa þynnt hafísinn svo mikið að hann ber þær ekki lengur og nú benda rannsóknir til þess að tegundinni eigi eftir að fækka um 90 prósent fyrir næstu aldamót. Sunna Valgerðardóttir skoðar í þætti dagsins þessa merkilegu fuglategund sem gæti brátt verið að ganga sína síðustu göngu yfir ísinn. Aukaefni: Spegillinn, Happy Feet, March of the Penguins og The Guardian.
8/25/202315 minutes
Episode Artwork

Kokkurinn fallinn

Jevgení Prígósjin, leiðtogi Wagner-málaliðahersins í Rússlandi, er víst allur. Hann er sagður hafa verið um borð í flugvél sem fórst í gær. Þið takið kannski eftir því hvernig ég orða þetta, ætli maður verði ekki að taka öllu með fyrirvara sem kemur úr austrinu, sérstaklega þegar það varðar mann sem Vladímír Pútín rússlandsforseti hefur sakað um landráð, föðurlandssvik og annað miskræsilegt. En í kring um klukkan fimm í gær kom tilkynning frá BBC um að hann hefði verið um borð í 10 manna flugvél sem fórst. Sunna Valgerðardóttir sér um þáttinn. Aukaefni: Vikulokin, Heimskviður, kvöldfréttir.
8/24/20230
Episode Artwork

Kokkurinn fallinn

Jevgení Prígósjin, leiðtogi Wagner-málaliðahersins í Rússlandi, er víst allur. Hann er sagður hafa verið um borð í flugvél sem fórst í gær. Þið takið kannski eftir því hvernig ég orða þetta, ætli maður verði ekki að taka öllu með fyrirvara sem kemur úr austrinu, sérstaklega þegar það varðar mann sem Vladímír Pútín rússlandsforseti hefur sakað um landráð, föðurlandssvik og annað miskræsilegt. En í kring um klukkan fimm í gær kom tilkynning frá BBC um að hann hefði verið um borð í 10 manna flugvél sem fórst. Sunna Valgerðardóttir sér um þáttinn. Aukaefni: Vikulokin, Heimskviður, kvöldfréttir.
8/24/202315 minutes
Episode Artwork

Fegurðardrottningar og stórar spurningar á ensku

Fegurstu konur landsins hafa verið valdar. Þær eru dæmdar af dómnefnd eftir útliti, limaburði, göngulagi, tilsvörum og almennu yfirbragði. Spurningarnar sem Miss Diamond Beach, Miss Capital Region, Miss Northern Lights og fleiri keppendur fengu í Ungfrú Ísland í síðustu viku vöktu athygli. Þær voru nefninlega ekki auðveldar. Sunna Valgerðardóttir fjallar um fegurð og keppnir í fegurð í Þetta helst þætti dagsins.
8/23/20230
Episode Artwork

Fegurðardrottningar og stórar spurningar á ensku

Fegurstu konur landsins hafa verið valdar. Þær eru dæmdar af dómnefnd eftir útliti, limaburði, göngulagi, tilsvörum og almennu yfirbragði. Spurningarnar sem Miss Diamond Beach, Miss Capital Region, Miss Northern Lights og fleiri keppendur fengu í Ungfrú Ísland í síðustu viku vöktu athygli. Þær voru nefninlega ekki auðveldar. Sunna Valgerðardóttir fjallar um fegurð og keppnir í fegurð í Þetta helst þætti dagsins.
8/23/202315 minutes
Episode Artwork

Vatnið og tíminn

Íslenska vatnið er líklega sú auðlind sem við nýtum hvað mest, en líklega ekki best. Við gætum lítið gert án þess en við eigum svo mikið af því að við komum fram við það eins og það sé óþrjótandi. Á veturna veltum við fyrir okkur hvort við eigum nóg af heitu vatni til að halda öllum 150 sundlaugunum okkar opnum alltaf og á sumrin dælum við því út eins og enginn sé morgundagurinn. Vatnið hefur verið svolítið í fréttum undanfarið og Sunna Valgerðardóttir skvetti því aðeins yfir þátt dagsins.
8/22/20230
Episode Artwork

Vatnið og tíminn

Íslenska vatnið er líklega sú auðlind sem við nýtum hvað mest, en líklega ekki best. Við gætum lítið gert án þess en við eigum svo mikið af því að við komum fram við það eins og það sé óþrjótandi. Á veturna veltum við fyrir okkur hvort við eigum nóg af heitu vatni til að halda öllum 150 sundlaugunum okkar opnum alltaf og á sumrin dælum við því út eins og enginn sé morgundagurinn. Vatnið hefur verið svolítið í fréttum undanfarið og Sunna Valgerðardóttir skvetti því aðeins yfir þátt dagsins.
8/22/202315 minutes
Episode Artwork

Umhugsunarverðir eldar í iðnaðarhúsum

Risastórt iðnaðar- og geymsluhúsnæði, við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði, brann í gær. Hátt í 20 manns bjuggu í húsinu, kannski fleiri, sem var ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði fyrir fólk. En það er nú ekkert nýtt, að fólk á Íslandi búi í húsum sem eru ekki til þess ætluð. Starfandi slökkviliðsstjóri segir umhugsunarvert hvernig eldurinn var orðinn þegar slökkvilið mætti á staðinn. Tjónið er mikið, þó að sem betur fer hafi enginn brunnið inni. Það hefði auðveldlega getað farið svo. Fyrir rúmu ári síðan kom út skýrsla um fólk sem býr í atvinnuhúsnæði á Íslandi. Það var Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Slökkviliðið og ASÍ sem gerðu skýrsluna eftir mikið ákall og umræðu í samfélaginu. Sunna Valgerðardóttir fjallar um elda í mis-mannlegum húsum.
8/21/20230
Episode Artwork

Umhugsunarverðir eldar í iðnaðarhúsum

Risastórt iðnaðar- og geymsluhúsnæði, við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði, brann í gær. Hátt í 20 manns bjuggu í húsinu, kannski fleiri, sem var ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði fyrir fólk. En það er nú ekkert nýtt, að fólk á Íslandi búi í húsum sem eru ekki til þess ætluð. Starfandi slökkviliðsstjóri segir umhugsunarvert hvernig eldurinn var orðinn þegar slökkvilið mætti á staðinn. Tjónið er mikið, þó að sem betur fer hafi enginn brunnið inni. Það hefði auðveldlega getað farið svo. Fyrir rúmu ári síðan kom út skýrsla um fólk sem býr í atvinnuhúsnæði á Íslandi. Það var Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Slökkviliðið og ASÍ sem gerðu skýrsluna eftir mikið ákall og umræðu í samfélaginu. Sunna Valgerðardóttir fjallar um elda í mis-mannlegum húsum.
8/21/202315 minutes
Episode Artwork

Vaccinium uliginosum, myrtillus og cyanococcus

Við erum komin í síðari hluta ágúst, sumrinu fer senn að ljúka. Með haustinu koma þó fallegir litir, uppskera, villibráð og einhver ljúfur undirbúningshjúpur fyrir veturinn. Við skellum okkur kannski í bústað, byrjum aftur í ræktinni, hugum að garðinum fyrir veturinn, kippum trampólínunum inn og förum í berjamó. Er það ekki annars? Sunna Valgerðardóttir fjallar í þættinum um íslensku bláberin (Vaccinium uliginosum), aðabláberin (Vaccinium myrtillus) og hlussuberin sem við neyðumst svo oft að kaupa dýrum dómum úti í búð (Vaccinium cyanococcus).
8/18/20230
Episode Artwork

Vaccinium uliginosum, myrtillus og cyanococcus

Við erum komin í síðari hluta ágúst, sumrinu fer senn að ljúka. Með haustinu koma þó fallegir litir, uppskera, villibráð og einhver ljúfur undirbúningshjúpur fyrir veturinn. Við skellum okkur kannski í bústað, byrjum aftur í ræktinni, hugum að garðinum fyrir veturinn, kippum trampólínunum inn og förum í berjamó. Er það ekki annars? Sunna Valgerðardóttir fjallar í þættinum um íslensku bláberin (Vaccinium uliginosum), aðabláberin (Vaccinium myrtillus) og hlussuberin sem við neyðumst svo oft að kaupa dýrum dómum úti í búð (Vaccinium cyanococcus).
8/18/202315 minutes
Episode Artwork

Rofið vegna þungunarofs

Dómstóll í New Orleans í Bandaríkjunum hefur nú úrskurðað að það þurfi að takmarka aðgengi að lyfi sem veldur þungunarrofi. Samkvæmt úrskurðinum geta konurnar í ríkinu ekki fengið lyfið heimsent eins og áður, það verður bannað, og þurfa að fá útgefinn lyfseðil fyrir því í gegnum síma. Bannið mun ekki taka gildi fyrr en að yfirferð hæstaréttar lokinni. Þetta var í fréttum í morgun. Og auðvitað á málið sér lengri sögu, miklu miklu lengri sögu. Þungunarrof hafa áratugum saman verið eitt stærsta deilumál bandarísku þjóðarinnar. Sunna Valgerðardóttir rifjar í dag upp aðdraganda þungunarrofsbannsins í Bandaríkjunum, Roe gegn Wade, og hver staðan er núna á þessu lyfi, mifepristone, sem er að fylla dagskrár dómstóla.
8/17/20230
Episode Artwork

Rofið vegna þungunarofs

Dómstóll í New Orleans í Bandaríkjunum hefur nú úrskurðað að það þurfi að takmarka aðgengi að lyfi sem veldur þungunarrofi. Samkvæmt úrskurðinum geta konurnar í ríkinu ekki fengið lyfið heimsent eins og áður, það verður bannað, og þurfa að fá útgefinn lyfseðil fyrir því í gegnum síma. Bannið mun ekki taka gildi fyrr en að yfirferð hæstaréttar lokinni. Þetta var í fréttum í morgun. Og auðvitað á málið sér lengri sögu, miklu miklu lengri sögu. Þungunarrof hafa áratugum saman verið eitt stærsta deilumál bandarísku þjóðarinnar. Sunna Valgerðardóttir rifjar í dag upp aðdraganda þungunarrofsbannsins í Bandaríkjunum, Roe gegn Wade, og hver staðan er núna á þessu lyfi, mifepristone, sem er að fylla dagskrár dómstóla.
8/17/202315 minutes
Episode Artwork

Útlendingalögin sem virka bara einhvern veginn

Útlendingamálin hafa verið áberandi í fréttum hér undanfarna daga eins og svo oft áður. Kunnugleg pólarísering umræðunnar stendur nú sem hæst: Leyfum þeim að vera eða hendum þeim úr landi. Þetta er ekkert nýtt. En eitt hefur jú breyst: ný útlendingalög fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa tekið gildi. Og þau virðast bíta. Og sömuleiðis virðast þau ekki alveg ná utan um afleiðingarnar sem þau hafa. Núverandi dómsmálaráðherra segir einfaldlega að þau virki. Sunna Valgerðardóttir fær Ölmu Ómarsdóttur fréttamann til að fara yfir brottflutningsbúðir, búsetuúrræði með takmörkunum, fangabúðir og flóttamannabúðir - og hvernig eitt SMS getur umturnað lífi fólks á Íslandi.
8/16/20230
Episode Artwork

Útlendingalögin sem virka bara einhvern veginn

Útlendingamálin hafa verið áberandi í fréttum hér undanfarna daga eins og svo oft áður. Kunnugleg pólarísering umræðunnar stendur nú sem hæst: Leyfum þeim að vera eða hendum þeim úr landi. Þetta er ekkert nýtt. En eitt hefur jú breyst: ný útlendingalög fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa tekið gildi. Og þau virðast bíta. Og sömuleiðis virðast þau ekki alveg ná utan um afleiðingarnar sem þau hafa. Núverandi dómsmálaráðherra segir einfaldlega að þau virki. Sunna Valgerðardóttir fær Ölmu Ómarsdóttur fréttamann til að fara yfir brottflutningsbúðir, búsetuúrræði með takmörkunum, fangabúðir og flóttamannabúðir - og hvernig eitt SMS getur umturnað lífi fólks á Íslandi.
8/16/202315 minutes
Episode Artwork

Eldarnir í iðrum jarðar

Hamfarirnar á Hawaii koma ekki upp úr síkvikri jörðinni þar, heldur með vindinum. Eldstormarnir hafa tekið að minnsta kosti 100 mannslíf og tala látinna hækkar stöðugt. Þau búast við að finna um það bil 10 til 20 lík á dag næstu daga. Þetta eru nýjustu fregnir frá eldfjallaeyjunum í Kyrrahafinu og ekki eru þær góðar. Í þætti dagsins er litið nær, inn á við og ofan í jörðina, á okkar eigin eldfjallaeyju. Sunna Valgerðardóttir sér um þáttinn.
8/15/20230
Episode Artwork

Eldarnir í iðrum jarðar

Hamfarirnar á Hawaii koma ekki upp úr síkvikri jörðinni þar, heldur með vindinum. Eldstormarnir hafa tekið að minnsta kosti 100 mannslíf og tala látinna hækkar stöðugt. Þau búast við að finna um það bil 10 til 20 lík á dag næstu daga. Þetta eru nýjustu fregnir frá eldfjallaeyjunum í Kyrrahafinu og ekki eru þær góðar. Í þætti dagsins er litið nær, inn á við og ofan í jörðina, á okkar eigin eldfjallaeyju. Sunna Valgerðardóttir sér um þáttinn.
8/15/202315 minutes
Episode Artwork

Hamfarirnar á Hawaii

Nýliðinn júlímánuður var sá heitasti sem mælst hefur. Hamfarahlýnun, eða hnattræn stiknun eins og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallaði ástandið í heiminum nýlega, er löngu farin að bíta. Afleiðingarnar eru hræðilegar. Flest bendir til þess að eitt dæmið sé að birtast núna í ljósum logum paradísarinnar í Kyrrahafi, Hawaii, þar sem tala látinna er nú komin upp í 96 en mun hækka. Eldstormarnir á eyjunum eru alvarlegustu hamfarir sem dunið hafa á svæðinu frá upphafi. Stærsta borg ferðamannaparadísarinnar Maui er nú rústir einar, þúsundir eru heimilislausar og fólk er reitt. Stjórnvöld liggja undir ámæli fyrir léleg viðbrögð. Sunna Valgerðardóttir fjallar um hamfarirnar á Hawaii í þessum fyrsta Helsti eftir sumarfrí.
8/14/20230
Episode Artwork

Hamfarirnar á Hawaii

Nýliðinn júlímánuður var sá heitasti sem mælst hefur. Hamfarahlýnun, eða hnattræn stiknun eins og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallaði ástandið í heiminum nýlega, er löngu farin að bíta. Afleiðingarnar eru hræðilegar. Flest bendir til þess að eitt dæmið sé að birtast núna í ljósum logum paradísarinnar í Kyrrahafi, Hawaii, þar sem tala látinna er nú komin upp í 96 en mun hækka. Eldstormarnir á eyjunum eru alvarlegustu hamfarir sem dunið hafa á svæðinu frá upphafi. Stærsta borg ferðamannaparadísarinnar Maui er nú rústir einar, þúsundir eru heimilislausar og fólk er reitt. Stjórnvöld liggja undir ámæli fyrir léleg viðbrögð. Sunna Valgerðardóttir fjallar um hamfarirnar á Hawaii í þessum fyrsta Helsti eftir sumarfrí.
8/14/202315 minutes
Episode Artwork

30.06.2023

6/30/20230
Episode Artwork

Helguvík, heimurinn og heimakærir kettir

Þetta er síðasti þátturinn í uppfærsluvikunni, þar sem eldri fréttamál hafa verið tekin fyrir og uppfærð samkvæmt nýjustu tíðindum. Sunna Valgerðardóttir byrjar suður með sjó og endar á norðausturlandi, með viðkomu í himinhvolfinu og heiminum öllum. Þetta helst snýr svo aftur eftir nokkrar vikur af sumarfríi.
6/30/202315 minutes
Episode Artwork

Útlenskt vesen og vandræði

Þetta helst er fátt óviðkomandi og margt milli himins og jarðar hefur verið til umfjöllunar undanfarið ár. Við sögðum meðal annars frá nokkrum Bandaríkjamönnum sem bökuðu sér sín eigin vandræði en í þætti dagsins rifjar Snorri Rafn Hallsson upp mál samsæriskenningasmiðusins Alex Jones og ríkisstjóra Flórídafylkis, Ron DeSantis, sem langar til að verða forseti. Vandræði þeirra hafa lítið batnað upp á síðkastið.
6/29/20230
Episode Artwork

Útlenskt vesen og vandræði

Þetta helst er fátt óviðkomandi og margt milli himins og jarðar hefur verið til umfjöllunar undanfarið ár. Við sögðum meðal annars frá nokkrum Bandaríkjamönnum sem bökuðu sér sín eigin vandræði en í þætti dagsins rifjar Snorri Rafn Hallsson upp mál samsæriskenningasmiðusins Alex Jones og ríkisstjóra Flórídafylkis, Ron DeSantis, sem langar til að verða forseti. Vandræði þeirra hafa lítið batnað upp á síðkastið.
6/29/202315 minutes
Episode Artwork

Íslendingar á sakamannabekk: Bankastræti Club, hryðjuverk og Gylfi Sig

Við höfum fjallað um margt í Þetta helst undanfarið ár, innlent og erlent, létt og þungt. Pólitík, atvinnumál, náttúru, vísindi, tækni og stundum fjöllum við líka um það sem trónir yfirleitt efst í vinsældum á hlaðvarpslistum: glæpi. Það hafa nokkuð mörg risamál þar sem Íslendingar spila aðalhlutverkið ratað í fréttirnar síðasta árið en málin eiga auðvitað eftir að taka allskonar stefnur eftir að þættirnir fara í loftið. Sunna Valgerðardóttir tekur í þætti dagsins fyrir þrjú glæpamál sem hafa heldur betur þróast: Gengjastríðið á Bankastræti Club, Hryðjuverkamálið íslenska og mál fótboltamannsins ónefnda, Gylfa Þórs Sigurðssonar.
6/28/20230
Episode Artwork

Íslendingar á sakamannabekk: Bankastræti Club, hryðjuverk og Gylfi Sig

Við höfum fjallað um margt í Þetta helst undanfarið ár, innlent og erlent, létt og þungt. Pólitík, atvinnumál, náttúru, vísindi, tækni og stundum fjöllum við líka um það sem trónir yfirleitt efst í vinsældum á hlaðvarpslistum: glæpi. Það hafa nokkuð mörg risamál þar sem Íslendingar spila aðalhlutverkið ratað í fréttirnar síðasta árið en málin eiga auðvitað eftir að taka allskonar stefnur eftir að þættirnir fara í loftið. Sunna Valgerðardóttir tekur í þætti dagsins fyrir þrjú glæpamál sem hafa heldur betur þróast: Gengjastríðið á Bankastræti Club, Hryðjuverkamálið íslenska og mál fótboltamannsins ónefnda, Gylfa Þórs Sigurðssonar.
6/28/202315 minutes
Episode Artwork

Sönn útlensk sakamál: Tate, Baldwin og McCann

Tíminn líður og málin þróast. Þannig er það bara. Í þætti dagsins rifjum við upp þrjú erlend sakamál sem hafa verið til umfjöllunar í Þetta helst og tökum stöðuna á þeim í dag. Snorri Rafn Hallsson tekur fyrir 3 mál: kvenhatarann Andrew Tate sem sætir nú ákæru fyrir skipulagða glæpastarfsemi og mansal í Rúmeníu; Hollywoodleikarann Alec Baldwin sem varð kvikmyndatökukonunni Halynu Hutchins að bana þegar skot hljóp úr byssu við tökur á kvikmyndinni Rust; og Madeleine McCann, en vísbendinga um hvarf hennar var leitað í Portúgal fyrir um mánuði síðan, þýska lögreglan handviss um að dæmdur kynferðisbrotamaður beri ábyrgð á hvarfi hennar.
6/27/20230
Episode Artwork

Sönn útlensk sakamál: Tate, Baldwin og McCann

Tíminn líður og málin þróast. Þannig er það bara. Í þætti dagsins rifjum við upp þrjú erlend sakamál sem hafa verið til umfjöllunar í Þetta helst og tökum stöðuna á þeim í dag. Snorri Rafn Hallsson tekur fyrir 3 mál: kvenhatarann Andrew Tate sem sætir nú ákæru fyrir skipulagða glæpastarfsemi og mansal í Rúmeníu; Hollywoodleikarann Alec Baldwin sem varð kvikmyndatökukonunni Halynu Hutchins að bana þegar skot hljóp úr byssu við tökur á kvikmyndinni Rust; og Madeleine McCann, en vísbendinga um hvarf hennar var leitað í Portúgal fyrir um mánuði síðan, þýska lögreglan handviss um að dæmdur kynferðisbrotamaður beri ábyrgð á hvarfi hennar.
6/27/202315 minutes
Episode Artwork

Íslensk klúður: Hvalveiðar og salan á Íslandsbanka

Við höfum fjallað um margt í Þetta helst síðan þátturinn fór í loftið fyrir rúmu ári. Í næstu þáttum tökum við fyrir nokkur mál sem hafa þróast nokkuð síðan þátturinn um þau var gerður. Við skoðum nýjustu fréttir og setjum þær í samhengi við það sem var. Í þætti dagsins skoðar Sunna Valgerðardóttir tvö alíslensk klúður sem hafa verið í umræðunni undanfarna mánuði en þróast hratt síðustu daga: söluna á Íslandsbanka, sem bankinn klúðraði svo hressilega að Fjármálaeftirlitið gaf út hæstu sekt sína til þessa, og hvalveiðar, sem matvælaráðherra bannaði með svakalega skömmum fyrirvara. Það fer svo eftir því hvaða ráðherra þú spyrð hvar klúðrið liggur: Hjá hvalveiðimönnum eða Vinstri grænum.
6/26/20230
Episode Artwork

Íslensk klúður: Hvalveiðar og salan á Íslandsbanka

Við höfum fjallað um margt í Þetta helst síðan þátturinn fór í loftið fyrir rúmu ári. Í næstu þáttum tökum við fyrir nokkur mál sem hafa þróast nokkuð síðan þátturinn um þau var gerður. Við skoðum nýjustu fréttir og setjum þær í samhengi við það sem var. Í þætti dagsins skoðar Sunna Valgerðardóttir tvö alíslensk klúður sem hafa verið í umræðunni undanfarna mánuði en þróast hratt síðustu daga: söluna á Íslandsbanka, sem bankinn klúðraði svo hressilega að Fjármálaeftirlitið gaf út hæstu sekt sína til þessa, og hvalveiðar, sem matvælaráðherra bannaði með svakalega skömmum fyrirvara. Það fer svo eftir því hvaða ráðherra þú spyrð hvar klúðrið liggur: Hjá hvalveiðimönnum eða Vinstri grænum.
6/26/202315 minutes
Episode Artwork

Kafbáturinn sem hvarf

Kafbáturinn Titan er kominn í leitirnar en hans hafði verið saknað frá því á sunnudaginn. Titan hvarf sporlaust á leið sinni niður að flaki Titanic um 700 kílómetra undan ströndum Nýfundnalands í Kanada en þar hefur Titanic legið frá því að skipið sökk 15. apríl árið 1912. Stærsta og ríkulegasta skip heims á þeim tíma átti að vera ósökkvanlegt, en sigldi á ísjaka og sökk í sinni fyrstu ferð. Nákvæm staðsetning flaksins var ráðgáta allt til ársins 1985 þegar haffræðingurinn Robert Ballard uppgötvaði það á fjögurra kílómetra dýpi í Norður-Atlantshafi. Síðan þá hafa ótal ferðir verið farnar að flakinu í rannsóknarskyni, til að endurheimta muni og í ævintýratilgangi eins og sú sem nú fór úrskeiðis. Titan fannst nefnilega ekki heill á húfi og eru allir taldir af. Snorri Rafn Hallsson kafar í málið í þætti dagsins.
6/23/20230
Episode Artwork

Kafbáturinn sem hvarf

Kafbáturinn Titan er kominn í leitirnar en hans hafði verið saknað frá því á sunnudaginn. Titan hvarf sporlaust á leið sinni niður að flaki Titanic um 700 kílómetra undan ströndum Nýfundnalands í Kanada en þar hefur Titanic legið frá því að skipið sökk 15. apríl árið 1912. Stærsta og ríkulegasta skip heims á þeim tíma átti að vera ósökkvanlegt, en sigldi á ísjaka og sökk í sinni fyrstu ferð. Nákvæm staðsetning flaksins var ráðgáta allt til ársins 1985 þegar haffræðingurinn Robert Ballard uppgötvaði það á fjögurra kílómetra dýpi í Norður-Atlantshafi. Síðan þá hafa ótal ferðir verið farnar að flakinu í rannsóknarskyni, til að endurheimta muni og í ævintýratilgangi eins og sú sem nú fór úrskeiðis. Titan fannst nefnilega ekki heill á húfi og eru allir taldir af. Snorri Rafn Hallsson kafar í málið í þætti dagsins.
6/23/202315 minutes
Episode Artwork

Spotify og hlaðvörp fræga fólksins

Spotify er löngu búið að leggja undir sig tónlistarmarkaðinn en tilraun streymisrisans til að leika sama leik með hlaðvörp hefur reynst of kostnaðarsöm. Fyrr á árinu fengu 600 starfsmenn Spotify reisupassann og nú hefur 200 til viðbótar verið sagt upp. Öll úr hlaðvarpsdeildinni. Meðal þeirra sem ekki munu gera fleiri þætti fyrir Spotify eru engin önnur en aðals- og stjörnuhjónin Prins Harry og Meghan Markle sem feta í fótspor Barack og Michelle Obama sem sögðu skilið við streymisveituna sænsku í fyrra. Sjónvarpskynnirinn, grínistinn, íþróttalýsandinn og konungur hlaðvarpanna, Joe Rogan er þó enn á sínum stað, ræðir við alla frá forsetaframbjóðendum demókrata til andstæðinga bólusetninga, reykir gras með Elon Musk og spjallar við Alex Jones. Snorri Rafn Hallsson segir frá uppruna Spotify og tilraunum á hlaðvarpsmarkaði.
6/22/20230
Episode Artwork

Spotify og hlaðvörp fræga fólksins

Spotify er löngu búið að leggja undir sig tónlistarmarkaðinn en tilraun streymisrisans til að leika sama leik með hlaðvörp hefur reynst of kostnaðarsöm. Fyrr á árinu fengu 600 starfsmenn Spotify reisupassann og nú hefur 200 til viðbótar verið sagt upp. Öll úr hlaðvarpsdeildinni. Meðal þeirra sem ekki munu gera fleiri þætti fyrir Spotify eru engin önnur en aðals- og stjörnuhjónin Prins Harry og Meghan Markle sem feta í fótspor Barack og Michelle Obama sem sögðu skilið við streymisveituna sænsku í fyrra. Sjónvarpskynnirinn, grínistinn, íþróttalýsandinn og konungur hlaðvarpanna, Joe Rogan er þó enn á sínum stað, ræðir við alla frá forsetaframbjóðendum demókrata til andstæðinga bólusetninga, reykir gras með Elon Musk og spjallar við Alex Jones. Snorri Rafn Hallsson segir frá uppruna Spotify og tilraunum á hlaðvarpsmarkaði.
6/22/202315 minutes
Episode Artwork

Þurfum við alltaf að vera öll í þessu saman?

Seðlabanka­stjóri segir aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar gegn verðbólgu mik­il­væg skref í rétta átt. Tillögurnar eru allskonar, en bankastjórinn segir að þær sem bíti mest og best séu minni launahækkanir. Hann er mikill talsmaður hóflegra launahækkana. Hann sagði í viðtali við Moggann að verkalýðshreyfingin væri bara að mótmæla sjálfum sér þegar þau standa með skilti á Austurvelli. Þau vilja hærri laun, en það eru launin sem fóðra verðbólgubálið. Við þurfum öll að vera í þessu saman. Hann var gagnrýndur fyrir það, eins og gengur. Sunna Valgerðardóttir fjallar um peninga, samstöðu og manninn sem stjórnar Seðlabankanum í þætti dagsins.
6/21/20230
Episode Artwork

Þurfum við alltaf að vera öll í þessu saman?

Seðlabanka­stjóri segir aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar gegn verðbólgu mik­il­væg skref í rétta átt. Tillögurnar eru allskonar, en bankastjórinn segir að þær sem bíti mest og best séu minni launahækkanir. Hann er mikill talsmaður hóflegra launahækkana. Hann sagði í viðtali við Moggann að verkalýðshreyfingin væri bara að mótmæla sjálfum sér þegar þau standa með skilti á Austurvelli. Þau vilja hærri laun, en það eru launin sem fóðra verðbólgubálið. Við þurfum öll að vera í þessu saman. Hann var gagnrýndur fyrir það, eins og gengur. Sunna Valgerðardóttir fjallar um peninga, samstöðu og manninn sem stjórnar Seðlabankanum í þætti dagsins.
6/21/202315 minutes
Episode Artwork

Minnsti og mest pirrandi Íslendingurinn kominn á stjá

Náttúruvísindamenn hafa uppgötvað og skráð meira en þúsund tegundir lúsmýs. Þetta eru agnarsmá kvikindi, en ást okkar til þeirra er þó ennþá minni. Samt gerir mikill meirihluti þessarra þúsund tegunda manneskjum ekki neitt. En þær fáu sem gera það, bæta upp fyrir skaðleysi hinna. Við vitum ekki hvenær þau komu fyrst til landsins, en árið 2015, þegar vísindamenn voru búnir að skrá hér sex tegundir, allar meinlausar, gerði sú sjöunda vart við sig. Og það er eiginlega ekki hægt að flýja hana. Og það þýðir lítið að eltast við jarðar- eða sumarbústaðakaup á þeim svæðum þar sem þessi litla vera hefur enn ekki drepið niður fótum, því hún er að dreifa sér um allt landið og hún er að gera það hratt. Fasteignasali segir að við verðum bara að breyta hegðun okkar og lifa með henni. Sunna Valgerðardóttir fjallar um minnsta og mest pirrandi Íslendinginn, lúsmýið, í þætti dagsins.
6/20/20230
Episode Artwork

Minnsti og mest pirrandi Íslendingurinn kominn á stjá

Náttúruvísindamenn hafa uppgötvað og skráð meira en þúsund tegundir lúsmýs. Þetta eru agnarsmá kvikindi, en ást okkar til þeirra er þó ennþá minni. Samt gerir mikill meirihluti þessarra þúsund tegunda manneskjum ekki neitt. En þær fáu sem gera það, bæta upp fyrir skaðleysi hinna. Við vitum ekki hvenær þau komu fyrst til landsins, en árið 2015, þegar vísindamenn voru búnir að skrá hér sex tegundir, allar meinlausar, gerði sú sjöunda vart við sig. Og það er eiginlega ekki hægt að flýja hana. Og það þýðir lítið að eltast við jarðar- eða sumarbústaðakaup á þeim svæðum þar sem þessi litla vera hefur enn ekki drepið niður fótum, því hún er að dreifa sér um allt landið og hún er að gera það hratt. Fasteignasali segir að við verðum bara að breyta hegðun okkar og lifa með henni. Sunna Valgerðardóttir fjallar um minnsta og mest pirrandi Íslendinginn, lúsmýið, í þætti dagsins.
6/20/202315 minutes
Episode Artwork

Mife, Miso og mannréttindi

Á síðustu mánuðum hafa fallið tveir dómar í Evrópu tengdir þungunarrofslyfjunum Mifepristone og Misoprostol. Aðgerðasinninn Justyna Wydrzy?ska var í Póllandi dæmd fyrir að útvega konu lyfin eftir krókaleiðum því ekki var hægt að nálgast þau með löglegum hætti og sorglegt mál í Bretlandi hefur orðið til þess að baráttufólk og þingmenn krefjast þess að þungunarrofslöggjöfin þar í landi verði endurskoðuð. Aðgengi að öruggu þungunarrofi sé mannréttindi. Snorri Rafn Hallsson fjallar um þessi tvö mál og ræðir við Kolbrúnu Pálsdóttur, yfirlækni á kvensjúkdómadeild Landspítala.
6/19/20230
Episode Artwork

Mife, Miso og mannréttindi

Á síðustu mánuðum hafa fallið tveir dómar í Evrópu tengdir þungunarrofslyfjunum Mifepristone og Misoprostol. Aðgerðasinninn Justyna Wydrzy?ska var í Póllandi dæmd fyrir að útvega konu lyfin eftir krókaleiðum því ekki var hægt að nálgast þau með löglegum hætti og sorglegt mál í Bretlandi hefur orðið til þess að baráttufólk og þingmenn krefjast þess að þungunarrofslöggjöfin þar í landi verði endurskoðuð. Aðgengi að öruggu þungunarrofi sé mannréttindi. Snorri Rafn Hallsson fjallar um þessi tvö mál og ræðir við Kolbrúnu Pálsdóttur, yfirlækni á kvensjúkdómadeild Landspítala.
6/19/202315 minutes
Episode Artwork

Malandi útúrkíttuð kvikindi í börnáti

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er fæðingardagur Jóns Sigurðssonar, opinber frídagur, með kandíflosi, gasblöðrum, tónleikum og fjallkonum. En það er töluvert stór hópur fólks hér sem finnst það allt saman fullkomið aukaatriði. Fyrir þann hóp eru kraftpúst, túrbóinnspýtingar, spoilerar, kítti, börnát, hávaðalimbó það sem þessi helgi snýst um. Sunna Valgerðardóttir fjallar um þjóðhátíð bílaáhugafólks: Bíladaga á Akureyri.
6/16/20230
Episode Artwork

Malandi útúrkíttuð kvikindi í börnáti

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er fæðingardagur Jóns Sigurðssonar, opinber frídagur, með kandíflosi, gasblöðrum, tónleikum og fjallkonum. En það er töluvert stór hópur fólks hér sem finnst það allt saman fullkomið aukaatriði. Fyrir þann hóp eru kraftpúst, túrbóinnspýtingar, spoilerar, kítti, börnát, hávaðalimbó það sem þessi helgi snýst um. Sunna Valgerðardóttir fjallar um þjóðhátíð bílaáhugafólks: Bíladaga á Akureyri.
6/16/202315 minutes
Episode Artwork

Við þurfum ekki að ræða fjármálin

?Við þurfum ekki að ræða fjármálin. Fjármálin eru í fínu lagi,? sagði Nicola Sturgeon þáverandi fyrsti ráðherra Skotlands og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins á fundi flokksstjórnar í ágúst 2021. En það þurfti svo sannarlega að ræða fjármálin! Mörg hundruð þúsund pund, meira en hundrað milljón krónur vantaði í peningakassann, peninga sem safnað hafði verið til stuðnings sjálfstæðisbaráttu Skota, eins helsta stefnumáls flokksins, sem þarna virtust hafa gufað upp. Um helgina var Sturgeon handtekinn vegna rannsóknar lögreglu á fjármálum flokksins en sleppt að lokinni yfirheyrslu. Þetta leiðindamál hefur sett mark sitt á fyrstu mánuði arftaka Sturgeon í starfi, Humza Yousaf, sem reynir hvað hann getur að beina athyglinni að stefnumálum flokksins á meðan fyrirsagnirnar fjalla bara um fjármálin, handtökur og horfna peninga. Snorri Rafn Hallsson fer yfir atburðarásina í þætti dagsins.
6/15/20230
Episode Artwork

Við þurfum ekki að ræða fjármálin

Við þurfum ekki að ræða fjármálin. Fjármálin eru í fínu lagi, sagði Nicola Sturgeon þáverandi fyrsti ráðherra Skotlands og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins á fundi flokksstjórnar í ágúst 2021. En það þurfti svo sannarlega að ræða fjármálin! Mörg hundruð þúsund pund, meira en hundrað milljón krónur vantaði í peningakassann, peninga sem safnað hafði verið til stuðnings sjálfstæðisbaráttu Skota, eins helsta stefnumáls flokksins, sem þarna virtust hafa gufað upp. Sturgeon var handtekin um helgina vegna rannsóknar lögreglu á fjármálum flokksins en sleppt að lokinni yfirheyrslu. Þetta leiðindamál hefur sett mark sitt á fyrstu mánuði arftaka Sturgeon í starfi, Humza Yousaf, sem reynir hvað hann getur að beina athyglinni að stefnumálum flokksins á meðan fyrirsagnirnar fjalla bara um fjármálin, handtökur og horfna peninga. Snorri Rafn Hallsson fer yfir atburðarásina í þætti dagsins.
6/15/202315 minutes
Episode Artwork

Dill, Óx og Moss - Eitt atkvæði fyrir hverja Michelinstjörnu

Michelinstaðirnir á Íslandi eru nú orðnir þrír. Fyrir nokkrum árum áttum við ýmist bara einn eða engan, það fór allt eftir því hvort Dill næði að halda sinni stjörnu milli ára. Veitingastaðurinn Moss í Bláa lóninu er nýjasta viðbótin. Hann fékk sína stjörnu á mánudagskvöld við hátíðlega athöfn í Finnlandi. Sunna Valgerðardóttir skoðaði Michelin-staðina á landinu, hvað þeir eiga sameiginlegt og hvers vegna franskur dekkjaframleiðandi byrjaði allt í einu að segja fólki að borða góðan mat.
6/14/20230
Episode Artwork

Dill, Óx og Moss - Eitt atkvæði fyrir hverja Michelinstjörnu

Michelinstaðirnir á Íslandi eru nú orðnir þrír. Fyrir nokkrum árum áttum við ýmist bara einn eða engan, það fór allt eftir því hvort Dill næði að halda sinni stjörnu milli ára. Veitingastaðurinn Moss í Bláa lóninu er nýjasta viðbótin. Hann fékk sína stjörnu á mánudagskvöld við hátíðlega athöfn í Finnlandi. Sunna Valgerðardóttir skoðaði Michelin-staðina á landinu, hvað þeir eiga sameiginlegt og hvers vegna franskur dekkjaframleiðandi byrjaði allt í einu að segja fólki að borða góðan mat.
6/14/202315 minutes
Episode Artwork

Þjóðhetjan og stríðsglæpamaðurinn frá Ástralíu

Helsta stríðshetja Ástrala, faðir ársins, stríðsglæpamaður. Ástralski hermaðurinn Benjamin Roberts-Smith er ekki allur þar sem hann er séður. Hann myrti óbreytta borgara í Afganistan á árunum 2009 til 2012. Að auki fyrirskipaði hann aftökur án dóms og laga, hafði uppi hótanir gegn samstarfsmönnum sínum og réðst á óbreytta Afgana svo skerast þurfti í leikinn. Þetta staðfesti dómstóll í Sydney í upphafi mánaðar þegar meiðyrðamáli Roberts-Smith gegn þremur blaðamönnum sem greindu frá stríðsglæpum hans árið 2018 var vísað frá á grundvelli þess að þeir hefðu sagt satt og rétt frá misgjörðum hermannsins fyrrverandi. Fréttirnar skóku Ástralíu og þykir sigur blaðamannanna mikilvægur fyrir fjölmiðlafrelsi í landinu. Rannsóknir standa nú yfir á öðrum stríðsglæpum og svo gæti farið að Roberts-smith verði fangelsaður fyrir glæpi sína. Snorri Rafn Hallsson segir frá málinu í þætti dagsins
6/13/20230
Episode Artwork

Þjóðhetjan og stríðsglæpamaðurinn frá Ástralíu

Helsta stríðshetja Ástrala, faðir ársins, stríðsglæpamaður. Ástralski hermaðurinn Benjamin Roberts-Smith er ekki allur þar sem hann er séður. Hann myrti óbreytta borgara í Afganistan á árunum 2009 til 2012. Að auki fyrirskipaði hann aftökur án dóms og laga, hafði uppi hótanir gegn samstarfsmönnum sínum og réðst á óbreytta Afgana svo skerast þurfti í leikinn. Þetta staðfesti dómstóll í Sydney í upphafi mánaðar þegar meiðyrðamáli Roberts-Smith gegn þremur blaðamönnum sem greindu frá stríðsglæpum hans árið 2018 var vísað frá á grundvelli þess að þeir hefðu sagt satt og rétt frá misgjörðum hermannsins fyrrverandi. Fréttirnar skóku Ástralíu og þykir sigur blaðamannanna mikilvægur fyrir fjölmiðlafrelsi í landinu. Rannsóknir standa nú yfir á öðrum stríðsglæpum og svo gæti farið að Roberts-smith verði fangelsaður fyrir glæpi sína. Snorri Rafn Hallsson segir frá málinu í þætti dagsins
6/13/202315 minutes
Episode Artwork

Svarthærði silfurrefurinn frá Milano

Silvio Berlusconi er látinn. Þetta var umdeildur og merkilegur maður, tiltekin týpa sem hefur verið settur í flokk með mönnum eins og Donald Trump, Vladimir Putin, Rupert Murdoch og Recep Tayyp Erdogan. Berlusconi hefur verið ítrekað sakaður um spillingu og fjársvik, hann hefur verið dæmdur fyrir glæpi, hann hefur keypt vændi og misnotað barn. En hann hefur líka verið forsætisráðherra Ítalíu oftar en einu sinni. Og eins og gengur og gerist með svona tegundir af stjórnmálafólki, hefur töluvert verið fjallað um hann í fjölmiðlum undanfarin ár. Í þætti dagsins nýtir Sunna Valgerðardóttir brot úr nokkrum útvarpsþáttum sem hafa fjallað um Berlusconi. Guðrún Hálfdánardóttir fjallaði um hann í Sterka manninum 2022, Þórður Víkingur Friðgeirsson og Gunnar Hólmsteinn Ársælsson tóku hann fyrir í Sögum af misgóðum mönnum 2014 og honum brá líka fyrir í Þetta helst þætti Veru Illugadóttur um Giorgiu Meloni.
6/12/20230
Episode Artwork

Svarthærði silfurrefurinn frá Milano

Silvio Berlusconi er látinn. Þetta var umdeildur og merkilegur maður, tiltekin týpa sem hefur verið settur í flokk með mönnum eins og Donald Trump, Vladimir Putin, Rupert Murdoch og Recep Tayyp Erdogan. Berlusconi hefur verið ítrekað sakaður um spillingu og fjársvik, hann hefur verið dæmdur fyrir glæpi, hann hefur keypt vændi og misnotað barn. En hann hefur líka verið forsætisráðherra Ítalíu oftar en einu sinni. Og eins og gengur og gerist með svona tegundir af stjórnmálafólki, hefur töluvert verið fjallað um hann í fjölmiðlum undanfarin ár. Í þætti dagsins nýtir Sunna Valgerðardóttir brot úr nokkrum útvarpsþáttum sem hafa fjallað um Berlusconi. Guðrún Hálfdánardóttir fjallaði um hann í Sterka manninum 2022, Þórður Víkingur Friðgeirsson og Gunnar Hólmsteinn Ársælsson tóku hann fyrir í Sögum af misgóðum mönnum 2014 og honum brá líka fyrir í Þetta helst þætti Veru Illugadóttur um Giorgiu Meloni.
6/12/202315 minutes
Episode Artwork

Nígerískir prinsar, netsvindl og nítjánda öldin

100 milljónir horfnar á einu bretti, lausnargjalds krafist fyrir upplýsingar um notendur ferðaþjónustu fatlaðra, varað við umsvifum Kínverskra hakka, ráðist á netþjóna opinberra stofnana. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um fréttir af tölvuþrjótum sem víla ekkert fyrir sér og nú eru þeir meira að segja farnir að bregða sér í líki lögreglunnar, skálda upp sakargiftir og bjóða viðtakendum að gera upp mál með sektargreiðslu. Við Íslendingar erum tengdasta þjóð í heimi en á sama tíma er netöryggi verulega ábótavant. lista Alþjóðafjarskiptastofnunarinnar vermir Ísland aðeins 58. sæti yfir netöruggustu löndin, langt fyrir neðan nágrannalönd okkar og flestar þær þjóðir sem við berum okkur gjarnan saman við. Snorri Rafn Hallsson fjallar um tölvuþrjóta og netglæpi og rekur sögu fyrsta fjarskiptasvindlsins í þætti dagsins
6/9/20230
Episode Artwork

Nígerískir prinsar, netsvindl og nítjánda öldin

100 milljónir horfnar á einu bretti, lausnargjalds krafist fyrir upplýsingar um notendur ferðaþjónustu fatlaðra, varað við umsvifum Kínverskra hakka, ráðist á netþjóna opinberra stofnana. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um fréttir af tölvuþrjótum sem víla ekkert fyrir sér og nú eru þeir meira að segja farnir að bregða sér í líki lögreglunnar, skálda upp sakargiftir og bjóða viðtakendum að gera upp mál með sektargreiðslu. Við Íslendingar erum tengdasta þjóð í heimi en á sama tíma er netöryggi verulega ábótavant. lista Alþjóðafjarskiptastofnunarinnar vermir Ísland aðeins 58. sæti yfir netöruggustu löndin, langt fyrir neðan nágrannalönd okkar og flestar þær þjóðir sem við berum okkur gjarnan saman við. Snorri Rafn Hallsson fjallar um tölvuþrjóta og netglæpi og rekur sögu fyrsta fjarskiptasvindlsins í þætti dagsins
6/9/202315 minutes
Episode Artwork

Eldheitur eldhúsdagur

Dagskrárliðurinn Almennar stjórnmálaumræður fóru fram á Alþingi í gær. Þetta er betur þekkt sem Eldhúsdagsumræður - þar sem þingmenn allra flokka skiptast á að ýmist stappa stáli í kjósendur eða drulla yfir núverandi meirihluta. Sextán þingmenn, þar af einn ráðherra, héldu ræður þar sem þau gerðu upp þingveturinn með sínu nefi. Þau töluðu ýmist í átta eða fimm mínútur. Einni þótti svipa til Veru Illugadóttur, önnur vitnaði í Nýdönsk. Sunna Valgerðardóttir leit í eldhúsið á Alþingi.
6/8/20230
Episode Artwork

Eldheitur eldhúsdagur

Dagskrárliðurinn Almennar stjórnmálaumræður fóru fram á Alþingi í gær. Þetta er betur þekkt sem Eldhúsdagsumræður - þar sem þingmenn allra flokka skiptast á að ýmist stappa stáli í kjósendur eða drulla yfir núverandi meirihluta. Sextán þingmenn, þar af einn ráðherra, héldu ræður þar sem þau gerðu upp þingveturinn með sínu nefi. Þau töluðu ýmist í átta eða fimm mínútur. Einni þótti svipa til Veru Illugadóttur, önnur vitnaði í Nýdönsk. Sunna Valgerðardóttir leit í eldhúsið á Alþingi.
6/8/202315 minutes
Episode Artwork

Ráðherrarnir í ríkisstjórninni (e)

Forseti Alþingis tilkynnti á mánudag að starfsáætlun þessa þings verði felld úr gildi frá og með deginum í dag. Ekkert sérstakt við það svo sem, þingið er bara að fara í sumarfrí. Eldhúsdagsumræðurnar eru framundan, það verður poppað á heimilum landsins og tvítað sem aldrei fyrr. Að minnsta kosti einhversstaðar. Þetta kjörtímabil er hálfnað, ríkisstjórnin okkar hefur nú setið samfleytt í eitt og hálft kjörtímabil. Þessi ríkisstjórn kynnti loks aðgerðir í vikunni til að reyna að sporna við verðbólgunni, sem fólu meðal annars í sér að þau fá ekki eins miklar launahækkanir. Þetta eru Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn sem stjórna. Þau tóku við völdum af sjálfum sér í nóvember 2021 og gerðu smávegis breytingar á fyrra ráðherraliði. Sunna Valgerðardóttir dustar í dag rykið af eldri þætti Þetta helst um ráðherrana í ríkisstjórninni.
6/7/20230
Episode Artwork

Ráðherrarnir í ríkisstjórninni (e)

Forseti Alþingis tilkynnti á mánudag að starfsáætlun þessa þings verði felld úr gildi frá og með deginum í dag. Ekkert sérstakt við það svo sem, þingið er bara að fara í sumarfrí. Eldhúsdagsumræðurnar eru framundan, það verður poppað á heimilum landsins og tvítað sem aldrei fyrr. Að minnsta kosti einhversstaðar. Þetta kjörtímabil er hálfnað, ríkisstjórnin okkar hefur nú setið samfleytt í eitt og hálft kjörtímabil. Þessi ríkisstjórn kynnti loks aðgerðir í vikunni til að reyna að sporna við verðbólgunni, sem fólu meðal annars í sér að þau fá ekki eins miklar launahækkanir. Þetta eru Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn sem stjórna. Þau tóku við völdum af sjálfum sér í nóvember 2021 og gerðu smávegis breytingar á fyrra ráðherraliði. Sunna Valgerðardóttir dustar í dag rykið af eldri þætti Þetta helst um ráðherrana í ríkisstjórninni.
6/7/202315 minutes
Episode Artwork

Baðlónaóða þjóðin Íslendingar

Það eru meira en 150 sundlaugar á Íslandi, steyptar og málaðar í fagursundlaugabláum lit, oftast með heitum pottum, margar með rennibrautum. Þær eru opnar allan ársins hring (nema í verkföllum og óeðlilegum kuldaköstum). En það er ekki nóg. Nú þurfum við að hafa baðlón. Helst í hverju einasta sveitarfélagi. Nóg eigum við af jarðhitanum. Að minnsta kosti eins og er. Og ef ekki þá reddast það. Það er hægt að rukka mörg þúsund krónur fyrir miðann, fólk getur fengið sér í glas og haft það næs. Sunna Valgerðardóttir skellir sér í hringferð um landið í Þetta helst í dag og skoðar lúxus-baðstaðina sem virðast spretta upp eins og gorkúlur. Og það eru að minnsta kosti fjögur til viðbótar á teikniborðinu, sem kosta samtals mjög marga milljarða.
6/6/20230
Episode Artwork

Baðlónaóða þjóðin Íslendingar

Það eru meira en 150 sundlaugar á Íslandi, steyptar og málaðar í fagursundlaugabláum lit, oftast með heitum pottum, margar með rennibrautum. Þær eru opnar allan ársins hring (nema í verkföllum og óeðlilegum kuldaköstum). En það er ekki nóg. Nú þurfum við að hafa baðlón. Helst í hverju einasta sveitarfélagi. Nóg eigum við af jarðhitanum. Að minnsta kosti eins og er. Og ef ekki þá reddast það. Það er hægt að rukka mörg þúsund krónur fyrir miðann, fólk getur fengið sér í glas og haft það næs. Sunna Valgerðardóttir skellir sér í hringferð um landið í Þetta helst í dag og skoðar lúxus-baðstaðina sem virðast spretta upp eins og gorkúlur. Og það eru að minnsta kosti fjögur til viðbótar á teikniborðinu, sem kosta samtals mjög marga milljarða.
6/6/202318 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Fjallalandið milli austurs og vesturs

Fyrrum Sovétríkið Georgía er meðal þeirra sem sótt hafa um inngöngu í ESB og NATO, lítur til vesturs frekar en austurs. Og þó. Því á sama tíma hafa viðskipti Georgíu við Rússa aukist, og í átökunum um sjálfstjórnarhéröðin Suður-Ossetíu og Abkasíu árið 2008 hrifaðis Rússland til sín 20% landsins á fimm dögum. Georgía stígur því varlega til jarðar um þessar mundir, vill inn í Evrópusambandið en einnig halda Moskvu góðri. Snorri Rafn Hallsson fer yfir sögu Georgíu í þætti dagsins.
6/5/20230
Episode Artwork

Fjallalandið milli austurs og vesturs

Fyrrum Sovétríkið Georgía er meðal þeirra sem sótt hafa um inngöngu í ESB og NATO, lítur til vesturs frekar en austurs. Og þó. Því á sama tíma hafa viðskipti Georgíu við Rússa aukist, og í átökunum um sjálfstjórnarhéröðin Suður-Ossetíu og Abkasíu árið 2008 hrifaðis Rússland til sín 20% landsins á fimm dögum. Georgía stígur því varlega til jarðar um þessar mundir, vill inn í Evrópusambandið en einnig halda Moskvu góðri. Snorri Rafn Hallsson fer yfir sögu Georgíu í þætti dagsins.
6/5/202315 minutes
Episode Artwork

Örlög og ævintýri hinna hvalanna

Hvalir, hvalveiðar, kvaldir hvalir og Hvalur hf í hvalfirðir. Við íslendingar erum með hvali á heilanum þessa dagana og full ástæða til. En það eru ekki bara langreyðir og hrefnur sem hafa vakið athygli því borið hefur til tíðinda hjá mjaldraþrenningunni sem hreif þjóðina árið 2019, Litlu-Grá og Litlu-Hvíti, mjaldrasystrunum í Vestmannaeyjum og svo honum Hvaldimir sem skaut upp kollinum við Noreg og var um stund grunaður um að vera rússneskur njósnari. Aðlögun mjaldrasystranna í Klettsvík gengur enn erfiðlega og Hvaldimir hefur yfirgefið Noregsstrendur. Snorri Rafn Hallsson rifjar upp þátt Veru Illugadóttur um mjaldrana og færir nýjustu fregnir af þeim.
6/2/20230
Episode Artwork

Örlög og ævintýri hinna hvalanna

Hvalir, hvalveiðar, kvaldir hvalir og Hvalur hf í hvalfirðir. Við íslendingar erum með hvali á heilanum þessa dagana og full ástæða til. En það eru ekki bara langreyðir og hrefnur sem hafa vakið athygli því borið hefur til tíðinda hjá mjaldraþrenningunni sem hreif þjóðina árið 2019, Litlu-Grá og Litlu-Hvíti, mjaldrasystrunum í Vestmannaeyjum og svo honum Hvaldimir sem skaut upp kollinum við Noreg og var um stund grunaður um að vera rússneskur njósnari. Aðlögun mjaldrasystranna í Klettsvík gengur enn erfiðlega og Hvaldimir hefur yfirgefið Noregsstrendur. Snorri Rafn Hallsson rifjar upp þátt Veru Illugadóttur um mjaldrana og færir nýjustu fregnir af þeim.
6/2/202315 minutes
Episode Artwork

Galdrabrennur fortíðarinnar og réttlæti nútímans

Sunna Valgerðardóttir skoðar agnarsmáan anga af því sem varð formlega til á 17. öld og orsakaðist af fáfræði, valdaójafnvægi og ofbeldi: Nornaveiðar og galdrabrennur. Yfirvöld í Connecticut í Bandaríkjunum hafa hreinsað tólf manns af þeirri glæpsamlegu sök að stunda galdra. Öll nema eitt höfðu verið myrt, hengd, fyrir að vera annað hvort nornir eða galdrakarlar á 17. öld, en afkomendur þeirra börðust lengi fyrir því að formæður þeirra og -feður yrðu sýknuð af þessum meintu glæpum. Þetta var lenska víða, að taka fólk af lífi fyrir að stunda galdra. Galdrafárið á Íslandi er til dæmis ekki einn af hápunktum íslenskrar menningarsögu. Og nú hefur bókmennta- og þjóðfræðidoktor spurt hvort íslensk stjórnvöld ætli ekki að stíga skref til að reyna að bæta fyrir þau morð sem voru framin hér á 17. öld - þegar við ákærðum, dæmdum og brenndum sveitunga okkar fyrir kukl.
6/1/20230
Episode Artwork

Galdrabrennur fortíðarinnar og réttlæti nútímans

Sunna Valgerðardóttir skoðar agnarsmáan anga af því sem varð formlega til á 17. öld og orsakaðist af fáfræði, valdaójafnvægi og ofbeldi: Nornaveiðar og galdrabrennur. Yfirvöld í Connecticut í Bandaríkjunum hafa hreinsað tólf manns af þeirri glæpsamlegu sök að stunda galdra. Öll nema eitt höfðu verið myrt, hengd, fyrir að vera annað hvort nornir eða galdrakarlar á 17. öld, en afkomendur þeirra börðust lengi fyrir því að formæður þeirra og -feður yrðu sýknuð af þessum meintu glæpum. Þetta var lenska víða, að taka fólk af lífi fyrir að stunda galdra. Galdrafárið á Íslandi er til dæmis ekki einn af hápunktum íslenskrar menningarsögu. Og nú hefur bókmennta- og þjóðfræðidoktor spurt hvort íslensk stjórnvöld ætli ekki að stíga skref til að reyna að bæta fyrir þau morð sem voru framin hér á 17. öld - þegar við ákærðum, dæmdum og brenndum sveitunga okkar fyrir kukl.
6/1/202315 minutes
Episode Artwork

Vilt þú fá flögu í höfuðið?

Neuralink, eitt af fjölmörgum fyrirtækjum Elon Musk sem starfa á ystu nöf tækni og vísinda, hefur fengið leyfi til að hefja prófanir á heilaflögu sinni í mönnum. Flögur Neuralink hafa þegar verið prófaðar í dýrum en vonast er til að með tækninni megi veita blindum sýn og að lamaðir geti hreyft sig á ný. En það er bara fyrsta skrefið og gæti flagan orðið liður í því að tengja saman mennska hugsun og gervigreind, skapa ofurmennska vitsmuni og þeyta mannkyninu inn í framtíð handan þeirrar mennsku sem við þekkjum og skiljum. Snorri Rafn Hallsson fjallar um örflögur, Neuralink og snjallheila í þætti dagsins.
5/31/20230
Episode Artwork

Vilt þú fá flögu í höfuðið?

Neuralink, eitt af fjölmörgum fyrirtækjum Elon Musk sem starfa á ystu nöf tækni og vísinda, hefur fengið leyfi til að hefja prófanir á heilaflögu sinni í mönnum. Flögur Neuralink hafa þegar verið prófaðar í dýrum en vonast er til að með tækninni megi veita blindum sýn og að lamaðir geti hreyft sig á ný. En það er bara fyrsta skrefið og gæti flagan orðið liður í því að tengja saman mennska hugsun og gervigreind, skapa ofurmennska vitsmuni og þeyta mannkyninu inn í framtíð handan þeirrar mennsku sem við þekkjum og skiljum. Snorri Rafn Hallsson fjallar um örflögur, Neuralink og snjallheila í þætti dagsins.
5/31/202315 minutes
Episode Artwork

Ofurvenjulega fólkið sem hleypur ofurhlaupin

Það er ekkert rosalega langt síðan maraþonhlauparar voru talin þau allra hörðustu í bransanum. Leggjalöng og mjó, með grjótharðan kvið, tálgaða kjálka og einbeitt augnaráð. Maraþon er 42 kílómetrar, eins og frá Gróttu að Grundartanga. En nú heyrum við ítrekaðar fréttir af venjulegu fólki, ekki langt úti í heimi, sem hleypur dögum og sólarhringum saman upp um fjöll og firnindi, og klárar mörg hundruð kílómetra. Þetta eru ofurhlauparar. Sunna Valgerðardóttir fjallar um ofurhlaup í Þetta helst og ræðir við Gunnlaug A. Júlíusson, einn stofnanda Félags 100 kílómetra hlaupara á Íslandi, og Þórdísi Jónu Hrafnkelsdóttur, hlaupara og hjartalækni.
5/30/20230
Episode Artwork

Ofurvenjulega fólkið sem hleypur ofurhlaupin

Það er ekkert rosalega langt síðan maraþonhlauparar voru talin þau allra hörðustu í bransanum. Leggjalöng og mjó, með grjótharðan kvið, tálgaða kjálka og einbeitt augnaráð. Maraþon er 42 kílómetrar, eins og frá Gróttu að Grundartanga. En nú heyrum við ítrekaðar fréttir af venjulegu fólki, ekki langt úti í heimi, sem hleypur dögum og sólarhringum saman upp um fjöll og firnindi, og klárar mörg hundruð kílómetra. Þetta eru ofurhlauparar. Sunna Valgerðardóttir fjallar um ofurhlaup í Þetta helst og ræðir við Gunnlaug A. Júlíusson, einn stofnanda Félags 100 kílómetra hlaupara á Íslandi, og Þórdísi Jónu Hrafnkelsdóttur, hlaupara og hjartalækni.
5/30/202315 minutes
Episode Artwork

Demantaþjófarnir í Dresden

Ómetanlegum verðmætum var stolið úr Grænu hvelfingunni í Dresden í skjóli nætur árið 2019. Þjófarnir voru ósvífnir og vel skipulagðir og var þetta eitt stærsta demantarán sögunnar. Eftir langa leit tókst lögreglu að hafa hendur í hári ræningjanna og dómur yfir þeim féll á dögunum. Málið tengist alræmdri glæpafjölskyldu í Berlín, furðulegum þjófnaði á 100 kílóa gullpeningi árið 2017 og svo virðist sem bófarnir hafi litla hugmynd haft um hvað það var sem þeir stálu. Snorri Rafn Hallsson segir frá demantaþjófunum í Dresden og dýrgripunum sem þeir stálu.
5/26/20230
Episode Artwork

Demantaþjófarnir í Dresden

Ómetanlegum verðmætum var stolið úr Grænu hvelfingunni í Dresden í skjóli nætur árið 2019. Þjófarnir voru ósvífnir og vel skipulagðir og var þetta eitt stærsta demantarán sögunnar. Eftir langa leit tókst lögreglu að hafa hendur í hári ræningjanna og dómur yfir þeim féll á dögunum. Málið tengist alræmdri glæpafjölskyldu í Berlín, furðulegum þjófnaði á 100 kílóa gullpeningi árið 2017 og svo virðist sem bófarnir hafi litla hugmynd haft um hvað það var sem þeir stálu. Snorri Rafn Hallsson segir frá demantaþjófunum í Dresden og dýrgripunum sem þeir stálu.
5/26/202315 minutes
Episode Artwork

Flugfélagið sem komst ekki á flug

Enn eitt íslenska flugfélagið er orðið gjaldþrota og bætist Niceair í hóp ekki smærri félaga en Iceland Express og Wowair. Miklar vonir voru bundnar við Niceair enda lengi verið kallað eftir auknu millilandaflugi frá Norðurlandi. Heimamenn glöddust yfir því að spara sér aksturinn alla leið til Keflavíkur áður en fríið gat hafist og ferðamenn sáu sér sömuleiðis leik á borði að geta flogið beint norður og ferðast um þaðan. Eftir að Niceair missti þá einu flugvél sem félagið hafði yfir að ráða hefur gengið heldur erfiðlega að ferja farþega milli höfuðstaðs Norðursins og meginlands Evrópu, eins og gefur að skilja. Hvað er jú fugl án vængja, flugfélag án flugvélar? Snorri Rafn Hallsson fjallar um norðlenska flugfélagið Niceair í þætti dagsins.
5/25/20230
Episode Artwork

Flugfélagið sem komst ekki á flug

Enn eitt íslenska flugfélagið er orðið gjaldþrota og bætist Niceair í hóp ekki smærri félaga en Iceland Express og Wowair. Miklar vonir voru bundnar við Niceair enda lengi verið kallað eftir auknu millilandaflugi frá Norðurlandi. Heimamenn glöddust yfir því að spara sér aksturinn alla leið til Keflavíkur áður en fríið gat hafist og ferðamenn sáu sér sömuleiðis leik á borði að geta flogið beint norður og ferðast um þaðan. Eftir að Niceair missti þá einu flugvél sem félagið hafði yfir að ráða hefur gengið heldur erfiðlega að ferja farþega milli höfuðstaðs Norðursins og meginlands Evrópu, eins og gefur að skilja. Hvað er jú fugl án vængja, flugfélag án flugvélar? Snorri Rafn Hallsson fjallar um norðlenska flugfélagið Niceair í þætti dagsins.
5/25/202315 minutes
Episode Artwork

Forsetaframboð frá Flórída í gegn um fuglinn

Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, ætlar að tilkynna framboð sitt til forseta Bandaríkjanna á heldur nýstárlegan hátt. Hann heldur ekki blaðamannafund eða sendir út tilkynningu, heldur ætlar hann að gera þetta í beinni útsendingu á samfélagsmiðlinum Twitter. Elon Musk er eigandi Twitter og ætlar sér með þessu að sýna að miðillinn er eins konar almenningstorg fyrir alls konar. DeSantis er helsta vonarstjarna Repúblikanaflokksins og ljóst er að spennandi kosningar eru framundan á þeim bænum. Sunna Valgerðardóttir skoðar í þætti dagsins mennina sem ætla sér að taka yfir heiminn og miðilinn sem þeir nota til þess.
5/24/20230
Episode Artwork

Forsetaframboð frá Flórída í gegn um fuglinn

Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, ætlar að tilkynna framboð sitt til forseta Bandaríkjanna á heldur nýstárlegan hátt. Hann heldur ekki blaðamannafund eða sendir út tilkynningu, heldur ætlar hann að gera þetta í beinni útsendingu á samfélagsmiðlinum Twitter. Elon Musk er eigandi Twitter og ætlar sér með þessu að sýna að miðillinn er eins konar almenningstorg fyrir alls konar. DeSantis er helsta vonarstjarna Repúblikanaflokksins og ljóst er að spennandi kosningar eru framundan á þeim bænum. Sunna Valgerðardóttir skoðar í þætti dagsins mennina sem ætla sér að taka yfir heiminn og miðilinn sem þeir nota til þess.
5/24/202315 minutes
Episode Artwork

Faraldur fuglaflensu í gegn um tíðina

Skæð fuglaflensa greindist í stokkönd í Garðabæ fyrr í mánuðinum og hætta á smiti frá villtum fuglum yfir í alifugla hérlendis er nú talin töluverð. Þetta er fyrsta staðfesta tilfelli þessa alvarlega sjúkdóms, H5N1 fuglaflensunni, á Íslandi á þessu ári. Sunna Valgerðardóttir skýrir þennan alvarlega sjúkdóm í þætti dagsins, með hjálp MAST, Háskólans, Krakkafrétta, Spaugastofunnar, Skaupsins og Bland.is.
5/23/20230
Episode Artwork

Faraldur fuglaflensu í gegn um tíðina

Skæð fuglaflensa greindist í stokkönd í Garðabæ fyrr í mánuðinum og hætta á smiti frá villtum fuglum yfir í alifugla hérlendis er nú talin töluverð. Þetta er fyrsta staðfesta tilfelli þessa alvarlega sjúkdóms, H5N1 fuglaflensunni, á Íslandi á þessu ári. Sunna Valgerðardóttir skýrir þennan alvarlega sjúkdóm í þætti dagsins, með hjálp MAST, Háskólans, Krakkafrétta, Spaugastofunnar, Skaupsins og Bland.is.
5/23/202315 minutes
Episode Artwork

Útlensk haturssíða fyrir íslenska dómstóla

Bandarísku samtökin Anti-Defamation League hafa höfðað mál á hendur íslenska nethýsingarfyrirtækinu 1984. Samtökin sem berjast gegn ófrægingu gyðinga vilja lögbann á síðuna The Mapping Project. Þar er að finna gagnvirkt kort af Massachussets þar sem búið er að merkja við og tengja saman stofnanir og einstaklinga sem aðstandendur síðunnar segja tengjast þjóðernishreinsunum í Palestínu, nýlendustefnu og zíonisma. Anti-Defamation League þar á meðal. ADL segja vefsíðuna á móti fela í sér hatursorðræðu, að samfélagi gyðinga stafi ógn af henni, klerkastjórnin í Íran standi mögulega að baki henni. Jonathan Greenblatt, formaður ADL og fyrrverandi aðstoðarmaður Baracks Obama, skrifaði opið bréf til utanríkisráðherra í fyrra þar sem þess var krafist að íslensk stjörnvöld beittu sér fyrir lokun síðunnar en allt kom fyrir ekki. Snorri Rafn Hallsson segir frá þessari deilu sem nú er á leið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í þætti dagsins.
5/22/20230
Episode Artwork

Útlensk haturssíða fyrir íslenska dómstóla

Bandarísku samtökin Anti-Defamation League hafa höfðað mál á hendur íslenska nethýsingarfyrirtækinu 1984. Samtökin sem berjast gegn ófrægingu gyðinga vilja lögbann á síðuna The Mapping Project. Þar er að finna gagnvirkt kort af Massachussets þar sem búið er að merkja við og tengja saman stofnanir og einstaklinga sem aðstandendur síðunnar segja tengjast þjóðernishreinsunum í Palestínu, nýlendustefnu og zíonisma. Anti-Defamation League þar á meðal. ADL segja vefsíðuna á móti fela í sér hatursorðræðu, að samfélagi gyðinga stafi ógn af henni, klerkastjórnin í Íran standi mögulega að baki henni. Jonathan Greenblatt, formaður ADL og fyrrverandi aðstoðarmaður Baracks Obama, skrifaði opið bréf til utanríkisráðherra í fyrra þar sem þess var krafist að íslensk stjörnvöld beittu sér fyrir lokun síðunnar en allt kom fyrir ekki. Snorri Rafn Hallsson segir frá þessari deilu sem nú er á leið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í þætti dagsins.
5/22/202315 minutes
Episode Artwork

Þingmaðurinn sem getur ekki sagt satt

Repúblikaninn George Santos er aftur kominn í fréttirnar. Santos komst á þing eftir síðustu kosningar en fljótlega kom í ljós að frásögn hans af sjálfum sér var meira og minna uppspuni frá rótum. Þetta hafa leynilegar upptökur staðfest. Santos var ekki sá sem hann sagðist vera, hafði ekki unnið þar sem hann sagðist hafa unnið né farið í skóla þar sem hann sagðist hafa farið í skóla. Lögbundin hagsmunaskráning Santos til bandaríska þingsins, sem Santos vottaði og sór að væri sönn og rétt, stenst engan vegin skoðun og spjótin standa að honum úr öllum áttum. Yfirvöld í New York hafa birt honum ákæru í 13 liðum, demókratar hafa lagt fram vantrauststillögu og forseti þingsins, Repúblikaninn Kevin McCarthy, sem í fyrstu var tregur til að bregðast við hefur vísað máli Santos til siðanefndar. Snorri Rafn Hallsson segir frá lygum George Santos og ræðir við Andrés Jónsson, almannatengil, um þingmannin ótrúlega.
5/19/20230
Episode Artwork

Þingmaðurinn sem getur ekki sagt satt

Repúblikaninn George Santos er aftur kominn í fréttirnar. Santos komst á þing eftir síðustu kosningar en fljótlega kom í ljós að frásögn hans af sjálfum sér var meira og minna uppspuni frá rótum. Þetta hafa leynilegar upptökur staðfest. Santos var ekki sá sem hann sagðist vera, hafði ekki unnið þar sem hann sagðist hafa unnið né farið í skóla þar sem hann sagðist hafa farið í skóla. Lögbundin hagsmunaskráning Santos til bandaríska þingsins, sem Santos vottaði og sór að væri sönn og rétt, stenst engan vegin skoðun og spjótin standa að honum úr öllum áttum. Yfirvöld í New York hafa birt honum ákæru í 13 liðum, demókratar hafa lagt fram vantrauststillögu og forseti þingsins, Repúblikaninn Kevin McCarthy, sem í fyrstu var tregur til að bregðast við hefur vísað máli Santos til siðanefndar. Snorri Rafn Hallsson segir frá lygum George Santos og ræðir við Andrés Jónsson, almannatengil, um þingmannin ótrúlega.
5/19/202315 minutes
Episode Artwork

Leiguþak yfir höfuðið

Það er dýrt að búa á Íslandi, það vitum við öll. En er það of dýrt? Leigjendur segja markaðinn snargalinn, leigan hækkar bara og hækkar og endar ná varla saman. Húsnæðisöryggi þeirra er ótryggt með tilheyrandi áhrifum á líf þeirra og líðan og þetta gangi ekki lengur. Leigusalar segja aftur á móti að leiguverð sé of lágt, framboð hafi ekki haldið í við eftirspurn og það sé jafnvel tilefni til að hækka leigu enn frekar. Svo einfalt er það. En nú eru uppi hugmyndir um að leyfa markaðnum ekki að ráða, heldur grípa inn í. Samtök leigjenda og formaður VR hafa talað fyrir leiguþaki eða leigubremsu til að stemma stigu við vandanum og Flokkur fólksins hefur lagt fram frumvarp þess efnis. En hvað er leiguþak? Er það dæmt til að mistakast eins og sumir vilja meina eða eina leiðin til að leysa úr vanda þeirra 45.000 heimila sem eru á leigumarkaði? Snorri Rafn Hallsson fjallar um stöðuna á leigumarkaði og hugmyndir um leiguþak í þætti dagsins.
5/17/20230
Episode Artwork

Leiguþak yfir höfuðið

Það er dýrt að búa á Íslandi, það vitum við öll. En er það of dýrt? Leigjendur segja markaðinn snargalinn, leigan hækkar bara og hækkar og endar ná varla saman. Húsnæðisöryggi þeirra er ótryggt með tilheyrandi áhrifum á líf þeirra og líðan og þetta gangi ekki lengur. Leigusalar segja aftur á móti að leiguverð sé of lágt, framboð hafi ekki haldið í við eftirspurn og það sé jafnvel tilefni til að hækka leigu enn frekar. Svo einfalt er það. En nú eru uppi hugmyndir um að leyfa markaðnum ekki að ráða, heldur grípa inn í. Samtök leigjenda og formaður VR hafa talað fyrir leiguþaki eða leigubremsu til að stemma stigu við vandanum og Flokkur fólksins hefur lagt fram frumvarp þess efnis. En hvað er leiguþak? Er það dæmt til að mistakast eins og sumir vilja meina eða eina leiðin til að leysa úr vanda þeirra 45.000 heimila sem eru á leigumarkaði? Snorri Rafn Hallsson fjallar um stöðuna á leigumarkaði og hugmyndir um leiguþak í þætti dagsins.
5/17/202318 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Þau stjórna Evrópu og hittast í Hörpu II

Fjórði leiðtogafundur í sögu Evrópuráðsins, sá fyrsti síðan 2005, hefst í Hörpu í dag. Hátt í fimmtíu þjóðarleiðtogar, sem stýra löndunum í álfunni okkar, ætla að hittast í Hörpu í Reykjavík, eftir að hafa flogið misflott frá hinum og þessum löndum og keyrt í glænýjum Audium eftir lokuðum strætum miðborgarinnar, undir vökulum augum sérþjálfaðra og þungvopnaðra lögreglumanna og kvenna. Þau ætla að ræða málin, með það að markmiði að koma á friði í Evrópu, draga Rússa til ábyrgðar fyrir glæpi sína og almennt stilla saman strengi. Þau enda á að undirrita The Reykjavik Agreement, Reykjavíkursáttmálann, sem íslensk stjórnvöld vona að fari í sögubækurnar. Sunna Valgerðardóttir og Oddur Þórðarson halda áfram spjalli sínu um Leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík í þessum seinni þætti Þetta helst um fólkið sem er að heimsækja Ísland.
5/16/20230
Episode Artwork

Þau stjórna Evrópu og hittast í Hörpu II

Fjórði leiðtogafundur í sögu Evrópuráðsins, sá fyrsti síðan 2005, hefst í Hörpu í dag. Hátt í fimmtíu þjóðarleiðtogar, sem stýra löndunum í álfunni okkar, ætla að hittast í Hörpu í Reykjavík, eftir að hafa flogið misflott frá hinum og þessum löndum og keyrt í glænýjum Audium eftir lokuðum strætum miðborgarinnar, undir vökulum augum sérþjálfaðra og þungvopnaðra lögreglumanna og kvenna. Þau ætla að ræða málin, með það að markmiði að koma á friði í Evrópu, draga Rússa til ábyrgðar fyrir glæpi sína og almennt stilla saman strengi. Þau enda á að undirrita The Reykjavik Agreement, Reykjavíkursáttmálann, sem íslensk stjórnvöld vona að fari í sögubækurnar. Sunna Valgerðardóttir og Oddur Þórðarson halda áfram spjalli sínu um Leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík í þessum seinni þætti Þetta helst um fólkið sem er að heimsækja Ísland.
5/16/202317 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Þau stjórna Evrópu og hittast í Hörpu I

Það er hægt að fullyrða að leiðtogafundur Evrópuráðsins í Hörpu verður sögulegur. Þetta er að minnsta kosti í fyrsta sinn í sögunni sem viðburður af þessari stærðargráðu er haldinn á Íslandi. Það er búist við um þúsund manns til landsins á einu bretti. Það verða lokanir, það er búið að græja lögregluna upp, það verða umferðartafir og kannski tölvuárásir. En hvernig verður þessi fundur, af hverju er hann hér og hverjir mæta? Sunna Valgerðardóttir ræðir við Odd Þórðarson fréttamann í þessum fyrri þætti af tveimur um leiðtogafund Evrópuráðsins sem verður haldinn í Hörpu 16. og 17. maí 2023. Þau skoða fólkið sem stjórnar Evrópu, ráðið sem þau sitja í og hverju Reykjavíkurfundurinn á að skila.
5/15/20230
Episode Artwork

Þau stjórna Evrópu og hittast í Hörpu I

Það er hægt að fullyrða að leiðtogafundur Evrópuráðsins í Hörpu verður sögulegur. Þetta er að minnsta kosti í fyrsta sinn í sögunni sem viðburður af þessari stærðargráðu er haldinn á Íslandi. Það er búist við um þúsund manns til landsins á einu bretti. Það verða lokanir, það er búið að græja lögregluna upp, það verða umferðartafir og kannski tölvuárásir. En hvernig verður þessi fundur, af hverju er hann hér og hverjir mæta? Sunna Valgerðardóttir ræðir við Odd Þórðarson fréttamann í þessum fyrri þætti af tveimur um leiðtogafund Evrópuráðsins sem verður haldinn í Hörpu 16. og 17. maí 2023. Þau skoða fólkið sem stjórnar Evrópu, ráðið sem þau sitja í og hverju Reykjavíkurfundurinn á að skila.
5/15/202315 minutes
Episode Artwork

Taíkonátanir í Himnahöllinni

Okkur berast ófáar fregnirnar af því hvað NASA og SpaceX, Elon Musk og Jeff Bezos eru að brasa í geimnum, enda ýmislegt að gerast þar. En við heyrum minna af því sem er að gerast hinu megin á hnettinum þar sem Kína hefur lagt fram afar metnaðarfulla fimm ára geimferðaáætlun sem ber heitið Sjónarhorn og hefst á þessum orðum forseta landsins, Xi Jinping: ?Að kanna hið gríðarstóra kosmós, þróa geimiðnaðinn og gera Kína að geimveldi er okkar eilífi draumur.? Góður árangur í geimnum gegnir veigamiklu hlutverki í að styrkja stöðu Kína á jörðu niðri, efnhagslega, pólitískt og hernaðarlega auðvitað en einnig tæknilega, og er þannig liður í því að nútímavæða þetta stóra land. Snorri Rafn Hallsson segir frá framtíðaráformum Kína í geimnum í þætti dagsins.
5/12/20230
Episode Artwork

Taíkonátanir í Himnahöllinni

Okkur berast ófáar fregnirnar af því hvað NASA og SpaceX, Elon Musk og Jeff Bezos eru að brasa í geimnum, enda ýmislegt að gerast þar. En við heyrum minna af því sem er að gerast hinu megin á hnettinum þar sem Kína hefur lagt fram afar metnaðarfulla fimm ára geimferðaáætlun sem ber heitið Sjónarhorn og hefst á þessum orðum forseta landsins, Xi Jinping: ?Að kanna hið gríðarstóra kosmós, þróa geimiðnaðinn og gera Kína að geimveldi er okkar eilífi draumur.? Góður árangur í geimnum gegnir veigamiklu hlutverki í að styrkja stöðu Kína á jörðu niðri, efnhagslega, pólitískt og hernaðarlega auðvitað en einnig tæknilega, og er þannig liður í því að nútímavæða þetta stóra land. Snorri Rafn Hallsson segir frá framtíðaráformum Kína í geimnum í þætti dagsins.
5/12/202315 minutes
Episode Artwork

Hvaða þýðingu hafði sigur Úkraínu í Júró?

Síðari undankeppni Söngvakeppni evópskra sjónvarpsstöðva verður haldin í Liverpool í kvöld þar sem hún Diljá okkar slær alveg örugglega í gegn. Ætli hún vinni ekki bara keppnina á laugardaginn eftir að hún rústar riðlinum í kvöld? En hvar eigum við að halda hana þá á næsta ári? Ætli Bretland gæti líka haldið hana fyrir okkur? Bretar sigruðu nefninlega ekki Eurovision í fyrra, heldur Úkraína. Guðmundur Björn Þorbjörnsson fjallaði um sigur þessa stríðshrjáða lands í maí í fyrra og hvaða þýðingu Kalush Orchestra hafði, á þeim tíma, fyrir þessa þjóð sem hefur nú þurft að þola ólýsanlegar þjáningar undir misvökulu auga þjóðarleiðtoga þessa heims. Sunna Valgerðardóttir hefur umsjón með þættinum.
5/11/20230
Episode Artwork

Hvaða þýðingu hafði sigur Úkraínu í Júró?

Síðari undankeppni Söngvakeppni evópskra sjónvarpsstöðva verður haldin í Liverpool í kvöld þar sem hún Diljá okkar slær alveg örugglega í gegn. Ætli hún vinni ekki bara keppnina á laugardaginn eftir að hún rústar riðlinum í kvöld? En hvar eigum við að halda hana þá á næsta ári? Ætli Bretland gæti líka haldið hana fyrir okkur? Bretar sigruðu nefninlega ekki Eurovision í fyrra, heldur Úkraína. Guðmundur Björn Þorbjörnsson fjallaði um sigur þessa stríðshrjáða lands í maí í fyrra og hvaða þýðingu Kalush Orchestra hafði, á þeim tíma, fyrir þessa þjóð sem hefur nú þurft að þola ólýsanlegar þjáningar undir misvökulu auga þjóðarleiðtoga þessa heims. Sunna Valgerðardóttir hefur umsjón með þættinum.
5/11/202315 minutes
Episode Artwork

Margra stunda dauðastríð fyrir Hval

Hvalveiðiþjóðin Íslendingar hefur átt undir högg að sækja undanfarna áratugi. Við heyrðum í fréttum í gær af nýrri skýrslu Matvælastofnunar sem sýndi að rétt rúmlega helmingur þeirra hvala sem voru drepnir við Ísland í fyrra drápust samstundist. Margir voru skotnir oftar en einu sinni og einum var veitt eftirför í marga klukkutíma með skutul í bakinu. Hann náðist ekki. Sunna Valgerðardóttir fjallar um einn umdeildasta atvinnuveg Íslendinga: Hvalveiðar.
5/9/20230
Episode Artwork

Margra stunda dauðastríð fyrir Hval

Hvalveiðiþjóðin Íslendingar hefur átt undir högg að sækja undanfarna áratugi. Við heyrðum í fréttum í gær af nýrri skýrslu Matvælastofnunar sem sýndi að rétt rúmlega helmingur þeirra hvala sem voru drepnir við Ísland í fyrra drápust samstundist. Margir voru skotnir oftar en einu sinni og einum var veitt eftirför í marga klukkutíma með skutul í bakinu. Hann náðist ekki. Sunna Valgerðardóttir fjallar um einn umdeildasta atvinnuveg Íslendinga: Hvalveiðar.
5/9/202316 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Er Tupperware-teitið búið?

Tupperware. Þessi einfalda uppfinning umbylti ekki bara því hvernig við geymum matvæli á heimilum okkar heldur hleypti hún af stað heimasölu æði sem varaði í áraraðir. Tupperware er löngu orðið að samheiti yfir fjölnota loftþétt plastílát en það sem einu sinni var nýstárlegt og spennandi, byltingarkennt hefur nú orðið hversdeginum að bráð, til á svo gott sem öllum heimilum, aðeins hlutur á meðal hlutanna. Tupperware er heldur ekki lengur eitt um hituna eins og fyrir 77 árum þegar fyrirtækið var stofnað. Tilraunir til að aðlagast breyttum tímum hafa ekki borið árangur, hlutabréf í fyrirtækinu hafa fallið um 90% á einu ári og nú eru peningarnir á þrotum. Eigi dæmið að ganga upp og fyrirtækið að halda áfram er þörf á nýjum fjárfestum. Snorri Rafn Hallsson fjallar um Tupperware í þætti dagsins, ris veldisins og yfirvofandi fall.
5/8/20230
Episode Artwork

Er Tupperware-teitið búið?

Tupperware. Þessi einfalda uppfinning umbylti ekki bara því hvernig við geymum matvæli á heimilum okkar heldur hleypti hún af stað heimasölu æði sem varaði í áraraðir. Tupperware er löngu orðið að samheiti yfir fjölnota loftþétt plastílát en það sem einu sinni var nýstárlegt og spennandi, byltingarkennt hefur nú orðið hversdeginum að bráð, til á svo gott sem öllum heimilum, aðeins hlutur á meðal hlutanna. Tupperware er heldur ekki lengur eitt um hituna eins og fyrir 77 árum þegar fyrirtækið var stofnað. Tilraunir til að aðlagast breyttum tímum hafa ekki borið árangur, hlutabréf í fyrirtækinu hafa fallið um 90% á einu ári og nú eru peningarnir á þrotum. Eigi dæmið að ganga upp og fyrirtækið að halda áfram er þörf á nýjum fjárfestum. Snorri Rafn Hallsson fjallar um Tupperware í þætti dagsins, ris veldisins og yfirvofandi fall.
5/8/202315 minutes
Episode Artwork

Morðið á Emilie Meng

Lögregluyfirvöld í Danmörku hafa ákært 32 ára karlmann fyrir morð og nauðgun á hinni 17 ára Emilie Meng. Emilie hvarf sporlaust þann 10. júlí árið 2016 þar sem hún var á leið heim frá lestarstöðinni í heimabæ sínum Korsør eftir að hafa verið úti að skemmta sér um kvöldið. Ekkert spurðist til Emilie fyrr en á aðfangadag 2016, 168 dögum eftir að síðast sást til hennar, fannst hún í stöðuvatni tæpa 70 kílómetra frá heimili sínu. Þar hafði hún líklega legið frá því nóttina sem hún hvarf. Augljóst var að brotið hafði verið gegn henni. Rannsókn málsins gekk illa en óskýrar upptökur úr öryggismyndavél leiddu lögregluna loks á spor morðingjans. Snorri Rafn Hallsson skoðar morðið á Emilie Meng.
5/5/20230
Episode Artwork

Morðið á Emilie Meng

Lögregluyfirvöld í Danmörku hafa ákært 32 ára karlmann fyrir morð og nauðgun á hinni 17 ára Emilie Meng. Emilie hvarf sporlaust þann 10. júlí árið 2016 þar sem hún var á leið heim frá lestarstöðinni í heimabæ sínum Korsør eftir að hafa verið úti að skemmta sér um kvöldið. Ekkert spurðist til Emilie fyrr en á aðfangadag 2016, 168 dögum eftir að síðast sást til hennar, fannst hún í stöðuvatni tæpa 70 kílómetra frá heimili sínu. Þar hafði hún líklega legið frá því nóttina sem hún hvarf. Augljóst var að brotið hafði verið gegn henni. Rannsókn málsins gekk illa en óskýrar upptökur úr öryggismyndavél leiddu lögregluna loks á spor morðingjans. Snorri Rafn Hallsson skoðar morðið á Emilie Meng.
5/5/202315 minutes
Episode Artwork

Sjaldgæfir fuglar og skoðarar þeirra II

Fuglaskoðun hefur verið viðurkennt áhugamál mjög lengi. Og eins og viðmælandi síðasta þáttar, ljósmyndarinn og fuglaskoðarinn Daníel Bergmann, benti á þá hafa flestir að minnsta kosti smávegis áhuga á fuglum. Alex Máni Guðríðarson, viðmælandi þáttarins í dag, segir að alvöru fuglaskoðun geti dansað á línunni mitt á milli áhugamáls og þráhyggju. Hann var lengi yngsti félagi Club 200, býr á Stokkseyri og byrjaði að skoða fugla sex ára gamall. Hann náði mynd af næturgala í garðinum hjá sér um daginn og Flóaskríkja er uppáhaldið hans. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Alex í þessum síðari þætti um fuglaskoðarana á Íslandi og ástríðu þeirra: Sjaldgæfa flækingsfugla, skráningu þeirra og samfélagið sem fylgir þeim.
5/4/20230
Episode Artwork

Sjaldgæfir fuglar og skoðarar þeirra II

Fuglaskoðun hefur verið viðurkennt áhugamál mjög lengi. Og eins og viðmælandi síðasta þáttar, ljósmyndarinn og fuglaskoðarinn Daníel Bergmann, benti á þá hafa flestir að minnsta kosti smávegis áhuga á fuglum. Alex Máni Guðríðarson, viðmælandi þáttarins í dag, segir að alvöru fuglaskoðun geti dansað á línunni mitt á milli áhugamáls og þráhyggju. Hann var lengi yngsti félagi Club 200, býr á Stokkseyri og byrjaði að skoða fugla sex ára gamall. Hann náði mynd af næturgala í garðinum hjá sér um daginn og Flóaskríkja er uppáhaldið hans. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Alex í þessum síðari þætti um fuglaskoðarana á Íslandi og ástríðu þeirra: Sjaldgæfa flækingsfugla, skráningu þeirra og samfélagið sem fylgir þeim.
5/4/202315 minutes
Episode Artwork

Sjaldgæfir fuglar og skoðarar þeirra I

Um 75 fuglategundir verpa á Íslandi en örfáir metnaðarfullir skoðarar hafa náð að sjá margfalt fleiri tegundir. Í heildina hafa sést 410 fuglategundir á Íslandi. Fuglaskoðarasamfélagið hefur vaxið mikið undanfarna tvö áratugi, bæði með tilkomu snjallsímanna og svo auknum almennum áhuga á útivist og náttúrunni. Það eru meira að segja til ákveðin hugtök sem bara fuglaskoðarar skilja, eins og að vera tvittsari og dippari. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Daníel Bergmann, fugla- og náttúruljósmyndara, leiðsögumann og áhugamann um fugla, í þessum fyrri þætti af tveimur um sjaldgæfa fugla á Íslandi og skoðara þeirra.
5/3/20230
Episode Artwork

Sjaldgæfir fuglar og skoðarar þeirra I

Um 75 fuglategundir verpa á Íslandi en örfáir metnaðarfullir skoðarar hafa náð að sjá margfalt fleiri tegundir. Í heildina hafa sést 410 fuglategundir á Íslandi. Fuglaskoðarasamfélagið hefur vaxið mikið undanfarna tvö áratugi, bæði með tilkomu snjallsímanna og svo auknum almennum áhuga á útivist og náttúrunni. Það eru meira að segja til ákveðin hugtök sem bara fuglaskoðarar skilja, eins og að vera tvittsari og dippari. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Daníel Bergmann, fugla- og náttúruljósmyndara, leiðsögumann og áhugamann um fugla, í þessum fyrri þætti af tveimur um sjaldgæfa fugla á Íslandi og skoðara þeirra.
5/3/202315 minutes
Episode Artwork

Jerry! Jerry! Jerry! Jerry!

Spjallþáttastjórnandinn og frumkvöðull ruslsjónvarpsins, Jerry Springer er allur. Hann lést þann 27. apríl síðastliðinn úr ristilkrabba, 79 ára að aldri. Í tæpa þrjá áratugi bar hann einkamál venjulegs og stundum óvenjulegs fólk á borð fyrir heiminn í umdeildum sjónvarpsþætti sínum sem einkenndist hvað helst af rifrildum, óreiðu, slagsmálum og sjokkerandi sögum. Allt undir yfirskini afþreyingar. Snorri Rafn Hallsson fjallar um Jerry Springer í þætti dagsins.
5/2/20230
Episode Artwork

Jerry! Jerry! Jerry! Jerry!

Spjallþáttastjórnandinn og frumkvöðull ruslsjónvarpsins, Jerry Springer er allur. Hann lést þann 27. apríl síðastliðinn úr ristilkrabba, 79 ára að aldri. Í tæpa þrjá áratugi bar hann einkamál venjulegs og stundum óvenjulegs fólk á borð fyrir heiminn í umdeildum sjónvarpsþætti sínum sem einkenndist hvað helst af rifrildum, óreiðu, slagsmálum og sjokkerandi sögum. Allt undir yfirskini afþreyingar. Snorri Rafn Hallsson fjallar um Jerry Springer í þætti dagsins.
5/2/202315 minutes
Episode Artwork

28.04.2023

4/28/20230
Episode Artwork

Höfundarréttardeilur hjartaknúsarans Ed Sheeran

Photograph, Shape of You og Thinking Out Loud. Hvað eiga þessi lög sameiginlegt fyrir utan það að vera á meðal stærstu smella enska söngvaskáldsins og súperstjörnunnar Ed Sheeran? Jú, einhverjir vilja meina að hann hafi alls ekki samið þessi lög heldur stolið þeim. Þegar aðeins vika er í að ný plata Sheeran, -, komi út og stórt og mikið tónleikaferðalag um Norður-Ameríku er við það að hefjast er Sheeran fastur í dómssal í New York til að verja heiður sinn. Ballaða Sheerans, Thinking Out Loud, þykir of lík lagi Marvin Gaye, Let?s Get It On. Tónlistariðnaðurinn fylgist grannt með gangi mála enda hefur atvikum sem þessum farið fjölgandi síðastliðinn áratug og spurningar vaknað um hversu mikið, eða lítið, af verkum dægurlagahöfunda höfundarréttur verndar. Í þætti dagsins fjallar Snorri Rafn Hallsson um hjartaknúsarann Ed Sheeran, höfundarréttardeilur og óskýrar línur.
4/28/202315 minutes
Episode Artwork

Drottningin úr Sílíkondalnum á leið í steininn

Elizabeth Holmes, stofnandi bandaríska tæknifyrirtækisins Theranos, var í nóvember síðastliðnum dæmd til rúmlega ellefu ára fangavistar fyrir fjársvik. Fangelsisvistinni var frestað vegna þess að Holmes bar barn undir belti, sem er nú fætt, og hún hefur afplánun í þessum mánuði. Eða byrjun næsta mánaðar. Hún virðist einhvern veginn alltaf ná að snigla sér einhvern veginn fram hjá kerfinu. Hún var sakfelld í fjórum ákæruliðum af tólf fyrir að hafa sagt fjárfestum ósatt um byltingarkennda blóðskimunartækni sem átti að geta greint margvíslega sjúkdóma með fáeinum blóðdropum. Milljarðaveldi Holmes hrundi á skömmum tíma þegar í ljós kom að tæknin sem hún fullyrti að myndi valda straumhvörfum í heilbrigðismálum virkaði ekki. Jóhannes Ólafsson fjallaði um Elizabeth Holmes í Heimskviðum 2021 og er hún flutt að hluta í þætti dagsins.
4/27/20230
Episode Artwork

Drottningin úr Sílíkondalnum á leið í steininn

Elizabeth Holmes, stofnandi bandaríska tæknifyrirtækisins Theranos, var í nóvember síðastliðnum dæmd til rúmlega ellefu ára fangavistar fyrir fjársvik. Fangelsisvistinni var frestað vegna þess að Holmes bar barn undir belti, sem er nú fætt, og hún hefur afplánun í þessum mánuði. Eða byrjun næsta mánaðar. Hún virðist einhvern veginn alltaf ná að snigla sér einhvern veginn fram hjá kerfinu. Hún var sakfelld í fjórum ákæruliðum af tólf fyrir að hafa sagt fjárfestum ósatt um byltingarkennda blóðskimunartækni sem átti að geta greint margvíslega sjúkdóma með fáeinum blóðdropum. Milljarðaveldi Holmes hrundi á skömmum tíma þegar í ljós kom að tæknin sem hún fullyrti að myndi valda straumhvörfum í heilbrigðismálum virkaði ekki. Jóhannes Ólafsson fjallaði um Elizabeth Holmes í Heimskviðum 2021 og er hún flutt að hluta í þætti dagsins.
4/27/202315 minutes
Episode Artwork

Svanasöngur þýsku kjarnorkuveranna

Íslendingar fylltust margir óhug fyrir rúmum áratug þegar kjarnorka dúkkaði skyndilega upp á rafmagnreikningi heimilisins. Hafði kjarnorkuver verið reist í skjóli nætur að þjóðinni forspurðri? Síðan 2011 hafa íslensk orkufyrirtæki gefið út og selt upprunaábyrgðir raforku. Erlend raforkufyrirtæki sem nota kjarnorku eða jarðefnaeldsneyti til sinnar framleiðslu kaupa þessi hreinu vottorð og láta sín í staðinn. Sú kjarnorka sem við notum innan gæsalappa hér á landi kemur þó ekki frá Þýskalandi í það minnsta ekki lengur, því þann 15. apríl var slökkt á þremur síðustu kjarnorkuverkum landsins sem enn voru í notkun. Lokunin hafði legið í loftinu lengi eða frá því um aldamótin þegar þýsk stjórnvöld tóku ákvörðun um að hætta notkun kjarnorku. Mikil andstaða hefur verið við kjarnorkuver í Þýskalandi frá því á áttunda áratugnum en lokunin er engu að síður umdeild. Áhrifa orkukreppunnar í kjölfarar innrásar Rússa í Úkraínu gætir enn og kolanotkun hefur aukist á sama tíma og yfirlýst markmið er að draga úr koltvísýringsútblæstri. Í þætti dagsins fjallar Snorri Rafn Hallsson um síðustu kjarnorkuverin í Þýsklandi.
4/26/20230
Episode Artwork

Svanasöngur þýsku kjarnorkuveranna

Íslendingar fylltust margir óhug fyrir rúmum áratug þegar kjarnorka dúkkaði skyndilega upp á rafmagnreikningi heimilisins. Hafði kjarnorkuver verið reist í skjóli nætur að þjóðinni forspurðri? Síðan 2011 hafa íslensk orkufyrirtæki gefið út og selt upprunaábyrgðir raforku. Erlend raforkufyrirtæki sem nota kjarnorku eða jarðefnaeldsneyti til sinnar framleiðslu kaupa þessi hreinu vottorð og láta sín í staðinn. Sú kjarnorka sem við notum innan gæsalappa hér á landi kemur þó ekki frá Þýskalandi í það minnsta ekki lengur, því þann 15. apríl var slökkt á þremur síðustu kjarnorkuverkum landsins sem enn voru í notkun. Lokunin hafði legið í loftinu lengi eða frá því um aldamótin þegar þýsk stjórnvöld tóku ákvörðun um að hætta notkun kjarnorku. Mikil andstaða hefur verið við kjarnorkuver í Þýskalandi frá því á áttunda áratugnum en lokunin er engu að síður umdeild. Áhrifa orkukreppunnar í kjölfarar innrásar Rússa í Úkraínu gætir enn og kolanotkun hefur aukist á sama tíma og yfirlýst markmið er að draga úr koltvísýringsútblæstri. Í þætti dagsins fjallar Snorri Rafn Hallsson um síðustu kjarnorkuverin í Þýsklandi.
4/26/202315 minutes
Episode Artwork

SpaceX, Super Heavy og fleira geimdót

Starship, stærsta geimfar SpaceX, sprakk í loft upp í síðustu viku. Það gerðist rúmum þremur mínútum eftir að hafa tekið á loft í Texas og féll ofan í Mexíkóflóa. Tilraun sem mistókst - voru margir fjótir að hrópa - en í raun og veru var markmiðið að skjóta geimfarinu í fyrsta sinn ásamt eldflauginni Super Heavy - af skotpallinum og safna upplýsingum. Þetta var tilraunaskot. Þó að það hefði sjálfsagt enginn slegið hendinni á móti fullkomnu flugi á braut um jörð. En hvert er markmiðið með þessu öllu? Og hvernig byrjaði þetta aftur hjá SpaceX? Ragnhildur Thorlacius fjallar um SpaceX, Starship og Super Heavy og fleira geimdót.
4/25/20230
Episode Artwork

SpaceX, Super Heavy og fleira geimdót

Starship, stærsta geimfar SpaceX, sprakk í loft upp í síðustu viku. Það gerðist rúmum þremur mínútum eftir að hafa tekið á loft í Texas og féll ofan í Mexíkóflóa. Tilraun sem mistókst - voru margir fjótir að hrópa - en í raun og veru var markmiðið að skjóta geimfarinu í fyrsta sinn ásamt eldflauginni Super Heavy - af skotpallinum og safna upplýsingum. Þetta var tilraunaskot. Þó að það hefði sjálfsagt enginn slegið hendinni á móti fullkomnu flugi á braut um jörð. En hvert er markmiðið með þessu öllu? Og hvernig byrjaði þetta aftur hjá SpaceX? Ragnhildur Thorlacius fjallar um SpaceX, Starship og Super Heavy og fleira geimdót.
4/25/202315 minutes
Episode Artwork

Ekki slæmur ávani heldur lífshættulegur sjúkdómur

Fíkn getur verið alls konar. Stundum tölum við um hana í léttum tón og segjum að við sjálf, vinir okkar, börn og fjölskylda séu fíklar í hitt eða þetta. Hlaðvarpsfíkill, Hvolpasveitarfíkill, útivistarfíkill og svo framvegis. En fíkn eins og hún er skilgreind í heilbrigðisvísindunum er hins vegar sjúkdómur og alls ekki léttvæg. Fíknisjúkdómur er hamlandi, yfirþyrmandi og getur í mörgum tilvikum leitt viðkomandi inn í alvarlega geðveiki eða dauða. Sunna Valgerðardóttir fjallar um eina tegund fíknar í þætti dagsins: Spilafíkn, sem er skilgreind sem geðröskun eða sjúkdómur. Talið er eitt til tvö prósent þjóðarinnar glími við alvarlega spilafíkn. Hún er algengari hjá körlum en konum, hún er að mörgu leiti flóknari en aðrar fíknir og getur haft afskaplega hræðilegar afleiðingar.
4/24/20230
Episode Artwork

Ekki slæmur ávani heldur lífshættulegur sjúkdómur

Fíkn getur verið alls konar. Stundum tölum við um hana í léttum tón og segjum að við sjálf, vinir okkar, börn og fjölskylda séu fíklar í hitt eða þetta. Hlaðvarpsfíkill, Hvolpasveitarfíkill, útivistarfíkill og svo framvegis. En fíkn eins og hún er skilgreind í heilbrigðisvísindunum er hins vegar sjúkdómur og alls ekki léttvæg. Fíknisjúkdómur er hamlandi, yfirþyrmandi og getur í mörgum tilvikum leitt viðkomandi inn í alvarlega geðveiki eða dauða. Sunna Valgerðardóttir fjallar um eina tegund fíknar í þætti dagsins: Spilafíkn, sem er skilgreind sem geðröskun eða sjúkdómur. Talið er eitt til tvö prósent þjóðarinnar glími við alvarlega spilafíkn. Hún er algengari hjá körlum en konum, hún er að mörgu leiti flóknari en aðrar fíknir og getur haft afskaplega hræðilegar afleiðingar.
4/24/20230
Episode Artwork

Ekki slæmur ávani heldur lífshættulegur sjúkdómur

Fíkn getur verið alls konar. Stundum tölum við um hana í léttum tón og segjum að við sjálf, vinir okkar, börn og fjölskylda séu fíklar í hitt eða þetta. Hlaðvarpsfíkill, Hvolpasveitarfíkill, útivistarfíkill og svo framvegis. En fíkn eins og hún er skilgreind í heilbrigðisvísindunum er hins vegar sjúkdómur og alls ekki léttvæg. Fíknisjúkdómur er hamlandi, yfirþyrmandi og getur í mörgum tilvikum leitt viðkomandi inn í alvarlega geðveiki eða dauða. Sunna Valgerðardóttir fjallar um eina tegund fíknar í þætti dagsins: Spilafíkn, sem er skilgreind sem geðröskun eða sjúkdómur. Talið er eitt til tvö prósent þjóðarinnar glími við alvarlega spilafíkn. Hún er algengari hjá körlum en konum, hún er að mörgu leiti flóknari en aðrar fíknir og getur haft afskaplega hræðilegar afleiðingar.
4/24/202315 minutes
Episode Artwork

Silíkonbrjóst og ASIA heilkennið

Silíkonbrjóstapúðinn er rúmlega sextugur og hefur notið síaukinna vinsælda eftir því sem árin hafa liðið. Talið er að silíkonpúðar séu settir í um 300 manns á ári á Íslandi. En á undanförnum árum hefur komið í ljós að samband getur verið á milli silikonpúða og veikinda. Talið er að um 3% þeirra sem fá grædda í sig púða fái svokallað ASIA heilkenni, upplifi mikla þreytu, vöðvaverki, liðverki, einbeitingarskort og fleiri illskilgreinanleg einkenni. Ragnhildur Thorlacius sér um þáttinn.
4/21/20230
Episode Artwork

Silíkonbrjóst og ASIA heilkennið

Silíkonbrjóstapúðinn er rúmlega sextugur og hefur notið síaukinna vinsælda eftir því sem árin hafa liðið. Talið er að silíkonpúðar séu settir í um 300 manns á ári á Íslandi. En á undanförnum árum hefur komið í ljós að samband getur verið á milli silikonpúða og veikinda. Talið er að um 3% þeirra sem fá grædda í sig púða fái svokallað ASIA heilkenni, upplifi mikla þreytu, vöðvaverki, liðverki, einbeitingarskort og fleiri illskilgreinanleg einkenni. Ragnhildur Thorlacius sér um þáttinn.
4/21/202315 minutes
Episode Artwork

Hrunið, Lindarhvoll, Exista og önnur safarík umræðuefni

Lindarhvolsskýrslan, Lindarhvoll, greinargerðin eða vinnuskjalið eða vinnuplaggið um Lindarhvol, leyndardómar Leyndarhvols. Líklega höfum við flest orðið vör við einhvers konar umræðu um þetta mál. Þetta er samt kannski ekki beint mál málanna við kaffivélarnar eða í matarboðunum, enda ekki beint safaríkt sem slíkt. Svo kannski skiljum við það ekki öll, eða nennum ekki að reyna að skilja það. Svo er þetta kannski líka svolítið eins og Covid, það nennir enginn að tala um það lengur því það vekur ekki upp skemmtilegar minningar. Prófum samt. Sunna Valgerðardóttir og Höskuldur Kári Schram gera heiðarlega tilraun til að útskýra Lindarhvolsmálið í þætti dagsins.
4/19/20230
Episode Artwork

Hrunið, Lindarhvoll, Exista og önnur safarík umræðuefni

Lindarhvolsskýrslan, Lindarhvoll, greinargerðin eða vinnuskjalið eða vinnuplaggið um Lindarhvol, leyndardómar Leyndarhvols. Líklega höfum við flest orðið vör við einhvers konar umræðu um þetta mál. Þetta er samt kannski ekki beint mál málanna við kaffivélarnar eða í matarboðunum, enda ekki beint safaríkt sem slíkt. Svo kannski skiljum við það ekki öll, eða nennum ekki að reyna að skilja það. Svo er þetta kannski líka svolítið eins og Covid, það nennir enginn að tala um það lengur því það vekur ekki upp skemmtilegar minningar. Prófum samt. Sunna Valgerðardóttir og Höskuldur Kári Schram gera heiðarlega tilraun til að útskýra Lindarhvolsmálið í þætti dagsins.
4/19/202315 minutes
Episode Artwork

Hættulegri en kjarnorkusprengjur

Skapandi gervigreind hefur verið sleppt lausum. Þau eru alls staðar, á skrifstofum, í skólum, stofnunum og fyrirtækjum. Tæknin, sem er fær um að skrifa sannfærandi texta með hjálp gríðarlegra gagnasafna og stórra mállíkana, er enn á tilraunastigi. Tilraunastofan er heimurinn og tilraunadýrin erum við. Gervigreindartæknin þróast nú á ógnarhraða og eru afleiðingarnar í senn spennandi og kvíðvænlegar, ótrúlegar og ógnvænlegar. Merkilegri en eldur, merkilegri en rafmagn, gervigreind verður máttugri en nokkur önnur tækni sem við þekkjum sagði forstjóri Google í viðtali við 60 Minutes á dögunum. Ef hún er komin til að vera og þessir spádómar rætast er ljóst að okkar bíður stórt verkefni, að aðlagast nýjum veruleika og ná utan um tæknina áður en hún nær utan um okkur. Sum vilja setja strangar reglur, önnur gera hlé og enn önnur banna beitingu tækninnar. Í þætti dagsins skoðar Snorri Rafn Hallsson viðbrögð við þessari nýju tækni sem mun koma til með að gjörbreyta heiminum.
4/18/20230
Episode Artwork

Hættulegri en kjarnorkusprengjur

Skapandi gervigreind hefur verið sleppt lausum. Þau eru alls staðar, á skrifstofum, í skólum, stofnunum og fyrirtækjum. Tæknin, sem er fær um að skrifa sannfærandi texta með hjálp gríðarlegra gagnasafna og stórra mállíkana, er enn á tilraunastigi. Tilraunastofan er heimurinn og tilraunadýrin erum við. Gervigreindartæknin þróast nú á ógnarhraða og eru afleiðingarnar í senn spennandi og kvíðvænlegar, ótrúlegar og ógnvænlegar. Merkilegri en eldur, merkilegri en rafmagn, gervigreind verður máttugri en nokkur önnur tækni sem við þekkjum sagði forstjóri Google í viðtali við 60 Minutes á dögunum. Ef hún er komin til að vera og þessir spádómar rætast er ljóst að okkar bíður stórt verkefni, að aðlagast nýjum veruleika og ná utan um tæknina áður en hún nær utan um okkur. Sum vilja setja strangar reglur, önnur gera hlé og enn önnur banna beitingu tækninnar. Í þætti dagsins skoðar Snorri Rafn Hallsson viðbrögð við þessari nýju tækni sem mun koma til með að gjörbreyta heiminum.
4/18/202315 minutes
Episode Artwork

Riðan er versti óvinurinn

Sauðfjárbændur í Húnaþingi vestra bíða nú margir hverjir með önd í hálsi og hnút í maga eftir að riða greindist í kindum á tveimur bæjum. Bæirnir eru í Miðfjarðarhólfi, eitt af þeim hólfum sem hefur haldist riðufrítt fram til þessa. Alls hafa hátt í 650 bæir landsins þurft að fara í gegn um hreinsunareldinn sem fylgir riðunni í þessi 150 ár sem sauðfjárþjóðin Íslendingar hafa þurft að kljást við þennan ömurlega sjúkdóm. Síðustu fregnir voru þær að stjórnvöld hafa leitað enn á ný til Íslenskrar erfðagreiningar til að aðstoða í baráttunni - það er að segja að greina rollurnar í röðum og sjá hverjar bera gullna genið sem er ónæmt fyrir riðunni. Sunna Valgerðardóttir fjallar um þennan banvæna, ömurlega og ólæknandi príónsjúkdóm - sem leggst ekki bara á ferfætlingana okkar, heldur í sumum tilvikum, okkur sjálf.
4/17/20230
Episode Artwork

Riðan er versti óvinurinn

Sauðfjárbændur í Húnaþingi vestra bíða nú margir hverjir með önd í hálsi og hnút í maga eftir að riða greindist í kindum á tveimur bæjum. Bæirnir eru í Miðfjarðarhólfi, eitt af þeim hólfum sem hefur haldist riðufrítt fram til þessa. Alls hafa hátt í 650 bæir landsins þurft að fara í gegn um hreinsunareldinn sem fylgir riðunni í þessi 150 ár sem sauðfjárþjóðin Íslendingar hafa þurft að kljást við þennan ömurlega sjúkdóm. Síðustu fregnir voru þær að stjórnvöld hafa leitað enn á ný til Íslenskrar erfðagreiningar til að aðstoða í baráttunni - það er að segja að greina rollurnar í röðum og sjá hverjar bera gullna genið sem er ónæmt fyrir riðunni. Sunna Valgerðardóttir fjallar um þennan banvæna, ömurlega og ólæknandi príónsjúkdóm - sem leggst ekki bara á ferfætlingana okkar, heldur í sumum tilvikum, okkur sjálf.
4/17/202315 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Grafalvarlegar afleiðingar ópíóíðanotkunar

Íslenskur læknir hefur verið sviptur réttindum til að ávísa ópíóíðum til sjúklinga sinna. Það var gert eftir að í ljós kom að hann ávísaði 3,6 kílóum af morfíni og oxýkontíni til eins sjúklings á fjórum árum. Næstum því kíló á ári. 50 milligramma skammtur af oxy getur verið banvænn. 20 létust hér á fyrri hluta síðasta árs vegna lyfjaeitrana og spila ópíóíðar þar stærstan þátt. Þessi stórhættulegu, en nauðsynlegu, verkjalyf eru til umfjöllunar í þætti dagsins og Sunna Valgerðardóttir rifjar einnig upp umfjöllun síðan í fyrra um ópíóíðafaraldurinn sem hefur geisað um vesturlönd síðustu ár.
4/14/20230
Episode Artwork

Grafalvarlegar afleiðingar ópíóíðanotkunar

Íslenskur læknir hefur verið sviptur réttindum til að ávísa ópíóíðum til sjúklinga sinna. Það var gert eftir að í ljós kom að hann ávísaði 3,6 kílóum af morfíni og oxýkontíni til eins sjúklings á fjórum árum. Næstum því kíló á ári. 50 milligramma skammtur af oxy getur verið banvænn. 20 létust hér á fyrri hluta síðasta árs vegna lyfjaeitrana og spila ópíóíðar þar stærstan þátt. Þessi stórhættulegu, en nauðsynlegu, verkjalyf eru til umfjöllunar í þætti dagsins og Sunna Valgerðardóttir rifjar einnig upp umfjöllun síðan í fyrra um ópíóíðafaraldurinn sem hefur geisað um vesturlönd síðustu ár.
4/14/202315 minutes
Episode Artwork

Stofnun með stórt nafn, fá hlutverk og mörg vandamál

Úreltir stjórnsýsluhættir, lélegt skipulag og gallað fjármögnunarferli er bara lítill hluti af því sem hefur verið að hjá opinberu stofnuninni sem var í vikunni dæmd fyrir að brjóta gróflega jafnréttislög. Það er búið að reka þaðan fólk og ráða nýtt, fyrrverandi stjórnendur eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara, það hafa verið gerðar húsleitir og handtökur, Ríkisendurskoðun leggur til breytingar og ráðherra er sammála. Það er verið að færa hlutverk þessarar opinberu stofnunar, sem er í eigu sveitarfélaganna, undir ríkið. Hlutverkið er einfalt: Að innheimta meðlag. Samt rekur stofnunin sig á dráttarvöxtum, greiddum af þeim sem borga ekki. Sunna Valgerðardóttir skoðar vandræðaganginn hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga.
4/13/20230
Episode Artwork

Stofnun með stórt nafn, fá hlutverk og mörg vandamál

Úreltir stjórnsýsluhættir, lélegt skipulag og gallað fjármögnunarferli er bara lítill hluti af því sem hefur verið að hjá opinberu stofnuninni sem var í vikunni dæmd fyrir að brjóta gróflega jafnréttislög. Það er búið að reka þaðan fólk og ráða nýtt, fyrrverandi stjórnendur eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara, það hafa verið gerðar húsleitir og handtökur, Ríkisendurskoðun leggur til breytingar og ráðherra er sammála. Það er verið að færa hlutverk þessarar opinberu stofnunar, sem er í eigu sveitarfélaganna, undir ríkið. Hlutverkið er einfalt: Að innheimta meðlag. Samt rekur stofnunin sig á dráttarvöxtum, greiddum af þeim sem borga ekki. Sunna Valgerðardóttir skoðar vandræðaganginn hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga.
4/13/202315 minutes
Episode Artwork

Hvað er eiginlega málið með Taívan?

Forseti eyríkisins Taívan heimsækir þriðja valdamesta mann Bandaríkjanna og kínversk stjórnvöld blása til mikillar heræfingar við eyjuna - lítt dulbúin hótun, kínverski risinn sýnir hvað hann getur. Af hverju bregðast Kínverjar svona illa við því þegar valdamenn á Taívan og í Bandaríkjunum hittast? Og af hverju eru bandarísk stjórnvöld - hvort sem er Repúblíkanar eða Demókratar að espa Kínverja svona upp með því að hitta stjórnmálamenn þessa eyríkis í Kínahafi? Ragnhildur Thorlacius fjallar um Taívan í Þetta helst í dag.
4/12/20230
Episode Artwork

Hvað er eiginlega málið með Taívan?

Forseti eyríkisins Taívan heimsækir þriðja valdamesta mann Bandaríkjanna og kínversk stjórnvöld blása til mikillar heræfingar við eyjuna - lítt dulbúin hótun, kínverski risinn sýnir hvað hann getur. Af hverju bregðast Kínverjar svona illa við því þegar valdamenn á Taívan og í Bandaríkjunum hittast? Og af hverju eru bandarísk stjórnvöld - hvort sem er Repúblíkanar eða Demókratar að espa Kínverja svona upp með því að hitta stjórnmálamenn þessa eyríkis í Kínahafi? Ragnhildur Thorlacius fjallar um Taívan í Þetta helst í dag.
4/12/202315 minutes
Episode Artwork

Amsterdam ekki Amsterdjamm

Yfirvöld í höfuðborg Hollands hafa ákveðið að fara aðra leið en flestir aðrir í ferðamannakapphlaupinu eftir Covid. Borgarbúar hafa fengið nóg af fylleríislátum stórra hópa sem sækja Amsterdam heim vegna frjálslegra viðhorfa til vímuefna og kynlífsþjónustu. STAY AWAY er slagorð nýrrar auglýsingaherferðar. Í stað þess að sýna ægifögur síki, fallegt fólk á hjólum og gamlar byggingar birtast myndskeið af handtökum og fangaklefum undir texta sem skerpir á alvarleika þess að lenda á sakaskrá. Auglýsingaherferðin er einn liður í því en einnig hefur átt sér stað umræða um framtíð Rauða hverfisins og kannabis-kaffihúsanna. Kynlífsverkakonur eru margar ósáttar við takmarkanirnar og kannabissalan er enn á lagalega gráu svæði. Snorri Rafn Hallsson skoðar Amsterdam í Þetta helst í dag.
4/11/20230
Episode Artwork

Amsterdam ekki Amsterdjamm

Yfirvöld í höfuðborg Hollands hafa ákveðið að fara aðra leið en flestir aðrir í ferðamannakapphlaupinu eftir Covid. Borgarbúar hafa fengið nóg af fylleríislátum stórra hópa sem sækja Amsterdam heim vegna frjálslegra viðhorfa til vímuefna og kynlífsþjónustu. STAY AWAY er slagorð nýrrar auglýsingaherferðar. Í stað þess að sýna ægifögur síki, fallegt fólk á hjólum og gamlar byggingar birtast myndskeið af handtökum og fangaklefum undir texta sem skerpir á alvarleika þess að lenda á sakaskrá. Auglýsingaherferðin er einn liður í því en einnig hefur átt sér stað umræða um framtíð Rauða hverfisins og kannabis-kaffihúsanna. Kynlífsverkakonur eru margar ósáttar við takmarkanirnar og kannabissalan er enn á lagalega gráu svæði. Snorri Rafn Hallsson skoðar Amsterdam í Þetta helst í dag.
4/11/202315 minutes
Episode Artwork

Vantraust, valdatími og verkefnaskilvirkni

Vantrauststillagan sem lögð var fram á Alþingi í síðustu viku, er sú þriðja í lýðveldissögunni þar sem vantrausti er lýst yfir á einstaka ráðherra. Þær hafa allar verið felldar. Vantrauststillögur á ríkisstjórnir í heild hafa þó verið töluvert fleiri, 24 í heildina, og af þeim hefur einungis ein verið samþykkt. Það var árið 1950 þegar ríkisstjórn Ólafs Thors fór frá. Þannig að, vantrauststillaga er í langflestum tilvikum einhvers konar táknrænn gjörningur sem ber þó ekki að taka léttilega. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Alexander Kristjánsson fréttamann um þessar tillögur, málfræðina í kring um þær og vangaveltur um hvort dómsmálaráðherrann væri dæmi um að knöpp valdatíð auki skilvirkni.
4/5/20230
Episode Artwork

Vantraust, valdatími og verkefnaskilvirkni

Vantrauststillagan sem lögð var fram á Alþingi í síðustu viku, er sú þriðja í lýðveldissögunni þar sem vantrausti er lýst yfir á einstaka ráðherra. Þær hafa allar verið felldar. Vantrauststillögur á ríkisstjórnir í heild hafa þó verið töluvert fleiri, 24 í heildina, og af þeim hefur einungis ein verið samþykkt. Það var árið 1950 þegar ríkisstjórn Ólafs Thors fór frá. Þannig að, vantrauststillaga er í langflestum tilvikum einhvers konar táknrænn gjörningur sem ber þó ekki að taka léttilega. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Alexander Kristjánsson fréttamann um þessar tillögur, málfræðina í kring um þær og vangaveltur um hvort dómsmálaráðherrann væri dæmi um að knöpp valdatíð auki skilvirkni.
4/5/202315 minutes
Episode Artwork

Fréttablaðið: Allt sem þú þurftir

Um hundrað manns, þar af hátt í fimmtíu blaðamenn og ljósmyndarar, misstu vinnuna á föstudaginn. Forsvarsmenn eiganda Fréttablaðsins tilkynntu eftir reglubundinn morgunfund að fjölmiðillinn væri kominn í þrot. Sjónvarpsútsendingum Hringbrautar var sömuleiðis hætt, en báðir miðlar eru undir samsteypunni Torgi. Hringbraut heldur áfram sem vefsíða, en það gerir Fréttablaðið ekki. Blaðið hefur verið stór og oft mikilvægur hluti íslenska fjölmiðlamarkaðarins undanfarna tvo áratugi. Allt sem þú þarft, var slagorð blaðsins lengi vel og stóð ágætlega undir nafni. Fjölmiðlafólk, stjórnmálafólk og almenningur hafa mörg lýst yfir þungum áhyggjum af þessari ömurlegu þróun sem hefur verið að margsýna sig í fjölmiðlalandslaginu undanfarin misseri og segir formaður Blaðamannafélags Íslands að það hljóti bara að vera að þau sem hér ráða sjái sér einfaldlega hag í því að fjölmiðlar falli hér hver af öðrum. Annars væri búið að gera eitthvað. Sunna Valgerðardóttir fer yfir ris og fall Fréttablaðsins, fyrsta fríblaðsins á Íslandi, í þætti dagsins.
4/4/20230
Episode Artwork

Fréttablaðið: Allt sem þú þurftir

Um hundrað manns, þar af hátt í fimmtíu blaðamenn og ljósmyndarar, misstu vinnuna á föstudaginn. Forsvarsmenn eiganda Fréttablaðsins tilkynntu eftir reglubundinn morgunfund að fjölmiðillinn væri kominn í þrot. Sjónvarpsútsendingum Hringbrautar var sömuleiðis hætt, en báðir miðlar eru undir samsteypunni Torgi. Hringbraut heldur áfram sem vefsíða, en það gerir Fréttablaðið ekki. Blaðið hefur verið stór og oft mikilvægur hluti íslenska fjölmiðlamarkaðarins undanfarna tvo áratugi. Allt sem þú þarft, var slagorð blaðsins lengi vel og stóð ágætlega undir nafni. Fjölmiðlafólk, stjórnmálafólk og almenningur hafa mörg lýst yfir þungum áhyggjum af þessari ömurlegu þróun sem hefur verið að margsýna sig í fjölmiðlalandslaginu undanfarin misseri og segir formaður Blaðamannafélags Íslands að það hljóti bara að vera að þau sem hér ráða sjái sér einfaldlega hag í því að fjölmiðlar falli hér hver af öðrum. Annars væri búið að gera eitthvað. Sunna Valgerðardóttir fer yfir ris og fall Fréttablaðsins, fyrsta fríblaðsins á Íslandi, í þætti dagsins.
4/4/202315 minutes
Episode Artwork

Íslenskt grænmeti: Kostir og kostnaður

Það er farið að vora. Laukarnir komnir niður og fræin flest í mold. Þó að það sé enn snævi þakin jörð á stöku stað, og mögulega páskahret framundan, þá er að minnsta kosti kominn apríl. Landbúnaðurinn er kominn í startholurnar, grænmetisbændur farnir að bretta upp ermar. Við framleiðum aðeins brot af því grænmeti sem við neytum hér á Íslandi - og á sama tíma og neyslan eykst, minnkar framleiðslan. Ríkisstjórnin setti fram metnaðarfull áform um að íslensk grænmetisrækt verði aukin um 40 prósent á næstu árum, en við höfum fram til þessa verið mjög dugleg að flytja inn grænmeti frá útlöndum með tilheyrandi neikvæðum áhrifum. Samtals stendur framleiðsla á grænmeti á Íslandi um það bil helmingi af því sem við neytum. Sunna Valgerðardóttir skoðar íslenska grænmetisrækt, áform stjórnvalda um framtíð hennar og hvernig staðan var í vetur þegar Bjarni Rúnarsson fréttamaður og bóndi kafaði ofan í kartöflugarðana.
4/3/20230
Episode Artwork

Íslenskt grænmeti: Kostir og kostnaður

Það er farið að vora. Laukarnir komnir niður og fræin flest í mold. Þó að það sé enn snævi þakin jörð á stöku stað, og mögulega páskahret framundan, þá er að minnsta kosti kominn apríl. Landbúnaðurinn er kominn í startholurnar, grænmetisbændur farnir að bretta upp ermar. Við framleiðum aðeins brot af því grænmeti sem við neytum hér á Íslandi - og á sama tíma og neyslan eykst, minnkar framleiðslan. Ríkisstjórnin setti fram metnaðarfull áform um að íslensk grænmetisrækt verði aukin um 40 prósent á næstu árum, en við höfum fram til þessa verið mjög dugleg að flytja inn grænmeti frá útlöndum með tilheyrandi neikvæðum áhrifum. Samtals stendur framleiðsla á grænmeti á Íslandi um það bil helmingi af því sem við neytum. Sunna Valgerðardóttir skoðar íslenska grænmetisrækt, áform stjórnvalda um framtíð hennar og hvernig staðan var í vetur þegar Bjarni Rúnarsson fréttamaður og bóndi kafaði ofan í kartöflugarðana.
4/3/202315 minutes
Episode Artwork

Vindmylludrama í landi norskra Sama

Vindmyllur í Noregi skipta hundruðum og framleiða mikið rafmagn. Árið 2021 var samanlögð raforkuframleiðsla þeirra sextíu og þriggja vindorkuvera sem finna má í Noregi rúmar fjórar teravattsstundir samkvæmt norska raforkuframleiðandanum Statkraft. Það samsvarar tæplega fjórðunginum af orku­fram­leiðslu allra virkj­ana a? I?s­landi. Noregur stendur framarlega í orkumálum og er sér á báti á Norðurlöndum vegna olíuvinnslu sinnar, en grænir virkjanakostir eru mest nýttir í raforkunotkun innanlands, vatns- og vindorka. Vindorkuverunum fjölgar mjög hratt þar í landi sem og víða annars staðar en hefur farið öfugt ofan í suma og það eru ekki allir sáttir við þessi mannvirki og þá helst hvar þau eigi að reisa. Um mánaðamótin febrúar/mars var vindmyllum sem reistar voru í Þrændalögum í Noregi mótmælt þar sem þær standa að hluta til á landi Sama og samkvæmt úrskurði hæstaréttar í Noregi frá 2021 eru vindmyllurnar ólöglegar. Jóhannes Ólafsson hefur umsjón með þættinum.
3/31/20230
Episode Artwork

Vindmylludrama í landi norskra Sama

Vindmyllur í Noregi skipta hundruðum og framleiða mikið rafmagn. Árið 2021 var samanlögð raforkuframleiðsla þeirra sextíu og þriggja vindorkuvera sem finna má í Noregi rúmar fjórar teravattsstundir samkvæmt norska raforkuframleiðandanum Statkraft. Það samsvarar tæplega fjórðunginum af orku­fram­leiðslu allra virkj­ana a? I?s­landi. Noregur stendur framarlega í orkumálum og er sér á báti á Norðurlöndum vegna olíuvinnslu sinnar, en grænir virkjanakostir eru mest nýttir í raforkunotkun innanlands, vatns- og vindorka. Vindorkuverunum fjölgar mjög hratt þar í landi sem og víða annars staðar en hefur farið öfugt ofan í suma og það eru ekki allir sáttir við þessi mannvirki og þá helst hvar þau eigi að reisa. Um mánaðamótin febrúar/mars var vindmyllum sem reistar voru í Þrændalögum í Noregi mótmælt þar sem þær standa að hluta til á landi Sama og samkvæmt úrskurði hæstaréttar í Noregi frá 2021 eru vindmyllurnar ólöglegar. Jóhannes Ólafsson hefur umsjón með þættinum.
3/31/202315 minutes
Episode Artwork

Múslimi og hindúi í brúnni í Bretlandi

Það er nýr maður í brúnni í Skotlandi - tekinn við af reynsluboltanum Nicola Sturgeon sem hefur verið fyrsti ráðherra Skota frá 2014. Þessi nýji maður er Humza Yousaf, Glasgow maður af pakistönskum uppruna. Múslimi frá ættaður frá Punjab. Sem er áhugavert í sjálfu sér og verður ekki minna áhugavert þegar maður fattar að hinum megin, suður í Englandi situr hindúi, Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta, líka ungur maður og nýlega tekinn við. Af indverskum uppruna, líka ættaður frá Punjab. Þeir eru afkomendur fólks sem upplifði klofning Indlands eftir að Bretar slepptu tökum af landinu, Nú eru þeir komnir á á valdastólana í gamla heimsveldinu og koma til með að bítast um sjálfstæði Skotlands. Ragnhildur Thorlacius sér um Þetta helst í dag.
3/30/20230
Episode Artwork

Múslimi og hindúi í brúnni í Bretlandi

Það er nýr maður í brúnni í Skotlandi - tekinn við af reynsluboltanum Nicola Sturgeon sem hefur verið fyrsti ráðherra Skota frá 2014. Þessi nýji maður er Humza Yousaf, Glasgow maður af pakistönskum uppruna. Múslimi frá ættaður frá Punjab. Sem er áhugavert í sjálfu sér og verður ekki minna áhugavert þegar maður fattar að hinum megin, suður í Englandi situr hindúi, Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta, líka ungur maður og nýlega tekinn við. Af indverskum uppruna, líka ættaður frá Punjab. Þeir eru afkomendur fólks sem upplifði klofning Indlands eftir að Bretar slepptu tökum af landinu, Nú eru þeir komnir á á valdastólana í gamla heimsveldinu og koma til með að bítast um sjálfstæði Skotlands. Ragnhildur Thorlacius sér um Þetta helst í dag.
3/30/202317 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Ramadan í nætursól, á meðgöngu, í fótbolta og í geiminum.

Næstu vikur gætu aðdáendur enska boltans tekið eftir því að sérstök hlé verða gerð á leikjum eftir að sólin er sest. Þetta er gert til þess að þeir leikmenn sem hafa fastað frá dögun geti skokkað að hliðarlínunni, gripið í sérstakt orkugel og fengið sér eitthvað að drekka áður en leikurinn heldur áfram. En hvers vegna mæta sumir þeirra til leiks á tóman maga gæti maður spurt sig, flest kunnum við ekki vel við að vera svöng í vinnunni hvað þá ef hún krefst líkamlegrar áreynslu eins og knattspyrna í hæsta gæðaflokki. Jú, nú stendur nefnilega yfir Ramadan og kjósa múslimar margir ef ekki flestir að fasta á meðan sól er á lofti á þessum heilagasta tíma ársins. En hvað er Ramadan? Út á hvað gengur það og hvers vegna fastar um það bil fjórðungur mannkyns í heilan mánuð á hverju ári? Snorri Rafn Hallsson fer yfir þetta í þætti dagsins.
3/29/20230
Episode Artwork

Ramadan í nætursól, á meðgöngu, í fótbolta og í geiminum.

Næstu vikur gætu aðdáendur enska boltans tekið eftir því að sérstök hlé verða gerð á leikjum eftir að sólin er sest. Þetta er gert til þess að þeir leikmenn sem hafa fastað frá dögun geti skokkað að hliðarlínunni, gripið í sérstakt orkugel og fengið sér eitthvað að drekka áður en leikurinn heldur áfram. En hvers vegna mæta sumir þeirra til leiks á tóman maga gæti maður spurt sig, flest kunnum við ekki vel við að vera svöng í vinnunni hvað þá ef hún krefst líkamlegrar áreynslu eins og knattspyrna í hæsta gæðaflokki. Jú, nú stendur nefnilega yfir Ramadan og kjósa múslimar margir ef ekki flestir að fasta á meðan sól er á lofti á þessum heilagasta tíma ársins. En hvað er Ramadan? Út á hvað gengur það og hvers vegna fastar um það bil fjórðungur mannkyns í heilan mánuð á hverju ári? Snorri Rafn Hallsson fer yfir þetta í þætti dagsins.
3/29/202315 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

TikTok, njósnatæki eða fórnarlamb alþjóðapólítkur?

Kínverski samfélagsmiðillinn TikTok hefur tröllriðið heiminum og nú eru stjórnvöld á Vesturlöndum að setja niður fótinn. Þetta forritt er í farsímum fjölmargra, barna, unglinga og fullorðinna. En er TikTok í alvöru svona hættulegur miðill eins og sumir vilja vera láta, - mögulegt njósnatæki? Fyrir utan svo efnið á miðlinum, sem getur verið í meira lagi vafasamt. Eða er miðillinn fórnarlamb alþjóðapólitíkur, spennu á milli vesturveldanna og Kína. Ragnhildur Thorlacius sér um þáttinn.
3/28/20230
Episode Artwork

TikTok, njósnatæki eða fórnarlamb alþjóðapólítkur?

Kínverski samfélagsmiðillinn TikTok hefur tröllriðið heiminum og nú eru stjórnvöld á Vesturlöndum að setja niður fótinn. Þetta forritt er í farsímum fjölmargra, barna, unglinga og fullorðinna. En er TikTok í alvöru svona hættulegur miðill eins og sumir vilja vera láta, - mögulegt njósnatæki? Fyrir utan svo efnið á miðlinum, sem getur verið í meira lagi vafasamt. Eða er miðillinn fórnarlamb alþjóðapólitíkur, spennu á milli vesturveldanna og Kína. Ragnhildur Thorlacius sér um þáttinn.
3/28/202315 minutes
Episode Artwork

Hnífur, fingur, penni og sög í snjólagaeftirliti

Ofanflóð eru skæðasta náttúruváin sem Íslendingar búa við. En eldgosin fá miklu meiri athygli - þau eru svo flott og líka jarðskjálftarnir því við finnum svo oft fyrir þeim. En ofanflóðin taka fleiri og valda svo miklum skaða. Það er fylgst með þeim á Veðurstofunni og reynt að spá fyrir um hættuna. Í gær var tilgreint að snjóalög á Austfjörðum væru óstöðug og að snjóflóðahætta myndi aukast frá sunnudagskvöldi fram á mánudag. Svo skullu flóðin á í Neskaupsstað í morgun. Fjallað er um snjóflóðaeftirlit í Þetta helst í dag, bæði austanlands og vestan, og kíkt upp á Kistufell í Skutulsfirði með Landanum og snjóflóðaeftirlitsmönnum Veðurstofunnar. Ragnhildur Thorlacius sér um þáttinn.
3/27/20230
Episode Artwork

Hnífur, fingur, penni og sög í snjólagaeftirliti

Ofanflóð eru skæðasta náttúruváin sem Íslendingar búa við. En eldgosin fá miklu meiri athygli - þau eru svo flott og líka jarðskjálftarnir því við finnum svo oft fyrir þeim. En ofanflóðin taka fleiri og valda svo miklum skaða. Það er fylgst með þeim á Veðurstofunni og reynt að spá fyrir um hættuna. Í gær var tilgreint að snjóalög á Austfjörðum væru óstöðug og að snjóflóðahætta myndi aukast frá sunnudagskvöldi fram á mánudag. Svo skullu flóðin á í Neskaupsstað í morgun. Fjallað er um snjóflóðaeftirlit í Þetta helst í dag, bæði austanlands og vestan, og kíkt upp á Kistufell í Skutulsfirði með Landanum og snjóflóðaeftirlitsmönnum Veðurstofunnar. Ragnhildur Thorlacius sér um þáttinn.
3/27/202315 minutes
Episode Artwork

Arðbær og hávísindaleg flugeldasýning í himingeimnum

Samfélagsmiðlarnir okkar eiga til að fyllast fyllast sum kvöld af mis-fallegum myndum af grænum, fjólubláum og jafnvel rauðum rákum á næturhimninum. Norðurljósunum. Og auðvitað er það himininn sem fyllist af þeim. Þau eru nefnilega alltaf svolítið mögnuð. Norðurljósin eru, eins og nafnið bendir til, fyrirbæri tengd norðrinu og eru þar af leiðandi meira heillandi fyrir fólk sem ekki býr í norðrinu. Þau eru ein aðal-varan sem íslenska ferðaþjónustan reynir að selja ferðamönnum til að lokka þá hingað að vetri til. Kínverjar hafa byggt risahús á Norðurlandi í þeirra nafni, og svo er verið að selja auðvitað alls kyns norðurljósatengdan varning, hótelin heita eftir þeim, ráðstefnusalir í stórum húsum við sjóinn líka, það hefur verið ort um norðurljósin og sungið um þau lög. Sunna Valgerðardóttir skoðar norðurljósin.
3/24/20230
Episode Artwork

Arðbær og hávísindaleg flugeldasýning í himingeimnum

Samfélagsmiðlarnir okkar eiga til að fyllast fyllast sum kvöld af mis-fallegum myndum af grænum, fjólubláum og jafnvel rauðum rákum á næturhimninum. Norðurljósunum. Og auðvitað er það himininn sem fyllist af þeim. Þau eru nefnilega alltaf svolítið mögnuð. Norðurljósin eru, eins og nafnið bendir til, fyrirbæri tengd norðrinu og eru þar af leiðandi meira heillandi fyrir fólk sem ekki býr í norðrinu. Þau eru ein aðal-varan sem íslenska ferðaþjónustan reynir að selja ferðamönnum til að lokka þá hingað að vetri til. Kínverjar hafa byggt risahús á Norðurlandi í þeirra nafni, og svo er verið að selja auðvitað alls kyns norðurljósatengdan varning, hótelin heita eftir þeim, ráðstefnusalir í stórum húsum við sjóinn líka, það hefur verið ort um norðurljósin og sungið um þau lög. Sunna Valgerðardóttir skoðar norðurljósin.
3/24/202315 minutes
Episode Artwork

Hver er Li Qaing og leiðtogi hans Xi Jinping?

Það er ekki ónýtt að fá nærri öll greidd atkvæði á rúmlega 2900 manna fundi. Ekki síst þegar verið er að greiða atkvæði um forsætisráðherra fjölmennasta ríkis heims. Það gerðist einmitt á dögunum þegar nýr forsætisráðherra var útnefndur í Kína. Li Qaing heitir hann og er einn af helstu bandamönnum Xi Jinping. Í Þetta helst í dag fjallar Ragnhildur Thorlacius um Li Qaing en ekki síður um einn valdamesta mann heims Xi Jinping.
3/23/20230
Episode Artwork

Hver er Li Qaing og leiðtogi hans Xi Jinping?

Það er ekki ónýtt að fá nærri öll greidd atkvæði á rúmlega 2900 manna fundi. Ekki síst þegar verið er að greiða atkvæði um forsætisráðherra fjölmennasta ríkis heims. Það gerðist einmitt á dögunum þegar nýr forsætisráðherra var útnefndur í Kína. Li Qaing heitir hann og er einn af helstu bandamönnum Xi Jinping. Í Þetta helst í dag fjallar Ragnhildur Thorlacius um Li Qaing en ekki síður um einn valdamesta mann heims Xi Jinping.
3/23/202315 minutes
Episode Artwork

Skýrslan sem verður kannski kornið sem fyllir mælinn

Fyrr í mánuðinum tók Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra á móti yfirgripsmikilli skýrslu og hélt um hana erindi. Skýrslan var unnin að beiðni ráðherra af vísindamönnum við Landbúnaðarháskóla Íslands og snerist um ákveðinn kima af framtíð þjóðarinnar. Þessi kimi kann að hljóma heldur lítill og afmarkaður, en hann er í raun risastór og snertir okkur öll. Þetta er kornrækt á Íslandi. Skýrslan var kynnt á fjölmennum fundi sem var haldinn á vegum matvælaráðuneytisins um miðjan mars. Sunna Valgerðardóttir fjallar um skoðun stjórnvalda á framtíð kornræktar á Íslandi og rifjar upp stöðuna frá því í fyrrasumar.
3/22/20230
Episode Artwork

Skýrslan sem verður kannski kornið sem fyllir mælinn

Fyrr í mánuðinum tók Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra á móti yfirgripsmikilli skýrslu og hélt um hana erindi. Skýrslan var unnin að beiðni ráðherra af vísindamönnum við Landbúnaðarháskóla Íslands og snerist um ákveðinn kima af framtíð þjóðarinnar. Þessi kimi kann að hljóma heldur lítill og afmarkaður, en hann er í raun risastór og snertir okkur öll. Þetta er kornrækt á Íslandi. Skýrslan var kynnt á fjölmennum fundi sem var haldinn á vegum matvælaráðuneytisins um miðjan mars. Sunna Valgerðardóttir fjallar um skoðun stjórnvalda á framtíð kornræktar á Íslandi og rifjar upp stöðuna frá því í fyrrasumar.
3/22/202316 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Blóðugur Hollywoodvestri

Stórleikarinn Alec Baldwin sætir ákæru fyrir manndráp af gáleysi eftir að skot hljóp úr skammbyssu sem Baldwin mundaði á tökustað kvikmyndarinnar Rust haustið 2021. Skotið hæfði hina 42 ára kvikmyndatökukonu Halynu Hutchins í bringuna áður en það endaði í öxl leikstjórans Joel Souza. Hann særðist lítillega og náði sér fljótt en Halyna lést af sárum sínum. Þetta var ekki viljaverk. Byssan var leikmunur í kvikmyndinni, períóduvestra sem gerist undir lok 19. aldar. Þar sem að um slys var að ræða kom nokkuð á óvart að Baldwin skyldi vera ákærður en rannsóknin hefur einnig beinst að vopnaverði myndarinnar, sem hefur einnig verið ákærð, auk aðstoðarleikstjórans. Í ljós hefur komið að ýmsu var ábótavant varðandi starfsaðstæður og öryggismál á tökustað, tími og peningar hafi ráðið för við framleiðslu myndarinnar. Nú í vor, einu og hálfu ári eftir atvikið, er stefnt á að ljúka tökum en enginn útgáfudagur hefur verið settur. Snorri Rafn Hallsson fer yfir málið í þætti dagsins.
3/21/20230
Episode Artwork

Blóðugur Hollywoodvestri

Stórleikarinn Alec Baldwin sætir ákæru fyrir manndráp af gáleysi eftir að skot hljóp úr skammbyssu sem Baldwin mundaði á tökustað kvikmyndarinnar Rust haustið 2021. Skotið hæfði hina 42 ára kvikmyndatökukonu Halynu Hutchins í bringuna áður en það endaði í öxl leikstjórans Joel Souza. Hann særðist lítillega og náði sér fljótt en Halyna lést af sárum sínum. Þetta var ekki viljaverk. Byssan var leikmunur í kvikmyndinni, períóduvestra sem gerist undir lok 19. aldar. Þar sem að um slys var að ræða kom nokkuð á óvart að Baldwin skyldi vera ákærður en rannsóknin hefur einnig beinst að vopnaverði myndarinnar, sem hefur einnig verið ákærð, auk aðstoðarleikstjórans. Í ljós hefur komið að ýmsu var ábótavant varðandi starfsaðstæður og öryggismál á tökustað, tími og peningar hafi ráðið för við framleiðslu myndarinnar. Nú í vor, einu og hálfu ári eftir atvikið, er stefnt á að ljúka tökum en enginn útgáfudagur hefur verið settur. Snorri Rafn Hallsson fer yfir málið í þætti dagsins.
3/21/202317 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Staðreyndavakt blaðamanns og fullyrðingar ráðherra

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur breytt reglum svo lögreglan verður vopnuð rafbyssum innan tíðar. Ráðherra hefur verið gagnrýndur fyrir samráðsleysi vegna þessa en bæði hann og fulltrúar lögreglunnar hafa ítrekað sagt hversu mikilvæg þessi rafbyssuvæðing sé. Ein aðal-rökin eru þau að slysum á lögreglumönnum hafi verið að fjölga. En blaðamaður á Vísi sýndi fram á hið gagnstæða í síðustu viku, með því að kalla eftir gögnum svo þessi rök ráðherra gætu verið sannreynd. En slysunum hefur alls ekki fjölgað. Sunna Valgerðardóttir skoðar stöðuna í rafbyssumálinu í þætti dagsins og ræðir við Hólmfríði Gísladóttur, blaðamanninn sem var á staðreyndavaktinni og sýndi fram á að dómsmálaráðherra var ekki að segja alveg satt.
3/20/20230
Episode Artwork

Staðreyndavakt blaðamanns og fullyrðingar ráðherra

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur breytt reglum svo lögreglan verður vopnuð rafbyssum innan tíðar. Ráðherra hefur verið gagnrýndur fyrir samráðsleysi vegna þessa en bæði hann og fulltrúar lögreglunnar hafa ítrekað sagt hversu mikilvæg þessi rafbyssuvæðing sé. Ein aðal-rökin eru þau að slysum á lögreglumönnum hafi verið að fjölga. En blaðamaður á Vísi sýndi fram á hið gagnstæða í síðustu viku, með því að kalla eftir gögnum svo þessi rök ráðherra gætu verið sannreynd. En slysunum hefur alls ekki fjölgað. Sunna Valgerðardóttir skoðar stöðuna í rafbyssumálinu í þætti dagsins og ræðir við Hólmfríði Gísladóttur, blaðamanninn sem var á staðreyndavaktinni og sýndi fram á að dómsmálaráðherra var ekki að segja alveg satt.
3/20/202315 minutes
Episode Artwork

Ósætti vegna Óperunnar

Það virðist gusta meira um Íslensku óperuna en mörg önnur þessi misserin. Uppsetning hennar á verki Puccinis, Madame Butterfly, er nýjasta dæmið. Forsvarsmenn sýningarinnar hafa verið sökuð um rasisma, menningarnám, fáfræði, afmennskun og yellowface-gervi á leikurunum. Það hefur verið mótmælt við Hörpu, færslur skrifaðar á samfélagsmiðlum og svo öllu vísað á bug af stjórnendum. En lægðirnar hafa komið á færibandi yfir Íslensku óperuna undanfarið ár. Þetta helst var með tvöfaldan þátt um vandræði sjálfseignarstofnunarinnar í júní í fyrra. En það voru ekki áhorfendur eða almenningur sem voru ósáttir, heldur söngvararnir sjálfir, enda heita þættirnir Ósáttu óperusöngvararnir eitt og tvö. Sunna Valgerðardóttir dustar í dag rykið af þessum tveimur þáttum.
3/17/20230
Episode Artwork

Ósætti vegna Óperunnar

Það virðist gusta meira um Íslensku óperuna en mörg önnur þessi misserin. Uppsetning hennar á verki Puccinis, Madame Butterfly, er nýjasta dæmið. Forsvarsmenn sýningarinnar hafa verið sökuð um rasisma, menningarnám, fáfræði, afmennskun og yellowface-gervi á leikurunum. Það hefur verið mótmælt við Hörpu, færslur skrifaðar á samfélagsmiðlum og svo öllu vísað á bug af stjórnendum. En lægðirnar hafa komið á færibandi yfir Íslensku óperuna undanfarið ár. Þetta helst var með tvöfaldan þátt um vandræði sjálfseignarstofnunarinnar í júní í fyrra. En það voru ekki áhorfendur eða almenningur sem voru ósáttir, heldur söngvararnir sjálfir, enda heita þættirnir Ósáttu óperusöngvararnir eitt og tvö. Sunna Valgerðardóttir dustar í dag rykið af þessum tveimur þáttum.
3/17/202315 minutes
Episode Artwork

Hótelin að fyllast í sumar - og næsta sumar

Ferðamenn ráfa um borg og bý í skítakulda þessa dagana - og þeim fjölgar dag frá degi. Bráðum má eiga von á stórum hópum ferðamanna á ný frá fjölmennasta ríki heims - Kína, eftir langt hlé. Því eftir áralangt bann hafa kvínversk stjórnvöld leyft sölu á pakkaferðum á ný, til 40 landa, þar á meðal til Íslands . Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar býst við að ferðamenn í ár verði í kringum tvær milljónir, jafnvel fleiri. Dagatalið hjá Faxaflóahöfnum er þéttaskipað í sumar. Suma dagana eru sex skemmtiferðaskip skráð í höfn. Þar á bæ búast menn við að um 280 þúsund ferðamenn fari um Faxaflóahafna í sumar. Á Hótel Ísafirði er útlit fyrir að það verði meira og minna fullt í sumar og hinum megin á landinu, á Hótel Höfn er sömu sögu að segja. Þar er meira að segja næsta sumar, 2024 að verða fullt. Eftirspurnin er næg og bókað langt fram í tímann- en það vantar starfsfólk og húsnæði undir erlent starfsfólk sem hingað vill koma og vinna. Ragnhildur Thorlacius hefur umsjón með þætti dagsins.
3/16/20230
Episode Artwork

Hótelin að fyllast í sumar - og næsta sumar

Ferðamenn ráfa um borg og bý í skítakulda þessa dagana - og þeim fjölgar dag frá degi. Bráðum má eiga von á stórum hópum ferðamanna á ný frá fjölmennasta ríki heims - Kína, eftir langt hlé. Því eftir áralangt bann hafa kvínversk stjórnvöld leyft sölu á pakkaferðum á ný, til 40 landa, þar á meðal til Íslands . Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar býst við að ferðamenn í ár verði í kringum tvær milljónir, jafnvel fleiri. Dagatalið hjá Faxaflóahöfnum er þéttaskipað í sumar. Suma dagana eru sex skemmtiferðaskip skráð í höfn. Þar á bæ búast menn við að um 280 þúsund ferðamenn fari um Faxaflóahafna í sumar. Á Hótel Ísafirði er útlit fyrir að það verði meira og minna fullt í sumar og hinum megin á landinu, á Hótel Höfn er sömu sögu að segja. Þar er meira að segja næsta sumar, 2024 að verða fullt. Eftirspurnin er næg og bókað langt fram í tímann- en það vantar starfsfólk og húsnæði undir erlent starfsfólk sem hingað vill koma og vinna. Ragnhildur Thorlacius hefur umsjón með þætti dagsins.
3/16/202315 minutes
Episode Artwork

Konan sem er kannski McCann

Bráðum verða liðin 16 ár frá því að hin þriggja ára Madeleine McCann hvarf úr rúminu sínu í Portúgal. Rannsókn málsins teygði anga sína víða og vakti heimsathygli. Margir hlustendur kannast eflaust við myndina af ljóshærðu stúlkunni með toppinn og brúnan blett í öðru af blágrænu augunum. Snemma kom í ljós að eitthvað misjafnt hafði átt sér stað og foreldrar stúlkunnar voru um tíma sakaðir um að bera ábyrgð á hvarfi hennar. Engin niðurstaða fékkst þó. En nú virðist einhver hreyfing vera komin í málið, enn og aftur. Í fyrsta sinn frá ásökunum í garð foreldra Madeleine hefur einhver fengið stöðu grunaðs manns í málinu, þjóðverji að nafni Christian Brücker, dæmdur þjófur og nauðgari grunaður í hvarfi fjölmargra barna og unglinga undanfarna áratugi. Það sem flækir málin samt er að í síðasta mánuði steig Julia Faustyna Wendel, 21 árs gömul pólsk kona fram og fullyrti að hún væri mögulega Madeleine McCann, stúlkan sem hvarf tveim vikum fyrir fjögurra ára afmælisdaginn daginn sinn. Í þætti dagsins fer Snorri Rafn Hallsson yfir nýjustu vendingar í hvarfi Madeleine McCann sem fangaði athygli heimsbyggðarinnar fyrir 16 árum síðan.
3/15/20230
Episode Artwork

Konan sem er kannski McCann

Bráðum verða liðin 16 ár frá því að hin þriggja ára Madeleine McCann hvarf úr rúminu sínu í Portúgal. Rannsókn málsins teygði anga sína víða og vakti heimsathygli. Margir hlustendur kannast eflaust við myndina af ljóshærðu stúlkunni með toppinn og brúnan blett í öðru af blágrænu augunum. Snemma kom í ljós að eitthvað misjafnt hafði átt sér stað og foreldrar stúlkunnar voru um tíma sakaðir um að bera ábyrgð á hvarfi hennar. Engin niðurstaða fékkst þó. En nú virðist einhver hreyfing vera komin í málið, enn og aftur. Í fyrsta sinn frá ásökunum í garð foreldra Madeleine hefur einhver fengið stöðu grunaðs manns í málinu, þjóðverji að nafni Christian Brücker, dæmdur þjófur og nauðgari grunaður í hvarfi fjölmargra barna og unglinga undanfarna áratugi. Það sem flækir málin samt er að í síðasta mánuði steig Julia Faustyna Wendel, 21 árs gömul pólsk kona fram og fullyrti að hún væri mögulega Madeleine McCann, stúlkan sem hvarf tveim vikum fyrir fjögurra ára afmælisdaginn daginn sinn. Í þætti dagsins fer Snorri Rafn Hallsson yfir nýjustu vendingar í hvarfi Madeleine McCann sem fangaði athygli heimsbyggðarinnar fyrir 16 árum síðan.
3/15/202317 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Stór fugl með stór vandamál

Íslenski haförninn er stærsti og sjaldgæfasti ránfuglinn okkar. Þetta eru magnaðar skepnur, risastórir og þungir, með skærgulan gogg og fætur í stíl. Hafarnarstofninn hefur oft staðið tæpt, þrátt fyrir enn eitt heimsmet Íslendinga: að hafa fyrstir þjóða alfriðað fuglinn 1913. Pörin eru nú komin yfir hundrað, en þau voru bara í kring um 20 áratugum saman. En nú hafa vísindamenn komist að því að frjósemi stofnsins hér er mun lægri en gengur og gerist annars staðar í heiminum. Og af hverju ætli það sé? Jú, skyldleikaræktun. Sunna Valgerðardóttir skoðar erfiða fortíð og framtíð íslenska hafarnarins.
3/14/20230
Episode Artwork

Stór fugl með stór vandamál

Íslenski haförninn er stærsti og sjaldgæfasti ránfuglinn okkar. Þetta eru magnaðar skepnur, risastórir og þungir, með skærgulan gogg og fætur í stíl. Hafarnarstofninn hefur oft staðið tæpt, þrátt fyrir enn eitt heimsmet Íslendinga: að hafa fyrstir þjóða alfriðað fuglinn 1913. Pörin eru nú komin yfir hundrað, en þau voru bara í kring um 20 áratugum saman. En nú hafa vísindamenn komist að því að frjósemi stofnsins hér er mun lægri en gengur og gerist annars staðar í heiminum. Og af hverju ætli það sé? Jú, skyldleikaræktun. Sunna Valgerðardóttir skoðar erfiða fortíð og framtíð íslenska hafarnarins.
3/14/202315 minutes
Episode Artwork

Vinir Pútíns

Fjórir menn hafa verið dregnir fyrir dóm í Sviss, sakaðir um að fela slóð peninga. Og það er engin smá upphæð. Og fyrir engan smá mann, eða reyndar góðvin hans sem svo er aftur talinn vera að fela peningana fyrir hann. Ragnhildur Thorlacius fjallar um nokkra bandamenn Vladimirs Pútíns Rússlandsforseta. Eða kannski frekar samverkamenn hans.
3/13/20230
Episode Artwork

Vinir Pútíns

Fjórir menn hafa verið dregnir fyrir dóm í Sviss, sakaðir um að fela slóð peninga. Og það er engin smá upphæð. Og fyrir engan smá mann, eða reyndar góðvin hans sem svo er aftur talinn vera að fela peningana fyrir hann. Ragnhildur Thorlacius fjallar um nokkra bandamenn Vladimirs Pútíns Rússlandsforseta. Eða kannski frekar samverkamenn hans.
3/13/202315 minutes
Episode Artwork

Kókaínmálin stór og smá

Kókaín, mikið kókaín, hefur verið í fréttum í vikunni. Og líka timbursali, rafíþróttaliðsstjóri, atvinnulaus kannabisræktandi og svekktir blaðamenn. Allt er þetta tengt. Munnlegur málflutningur fór fram í langstærsta kókaínmáli Íslandssögunnar í Héraðsdómi Reykjavíkur, fjórir eru ákærðir fyrir að ætla smygla til landsins 100 kílóum af kókaíni í gámasendingu frá Brasilíu til Íslands með viðkomu í Rotterdam. Vitnaleiðslur hófust fyrir mörgum vikum, svo gekk illa að fá hollenska tollverði til að bera vitni, það var ekki fyrr en eftir það sem mátti greina frá því hvað gekk á í dómsalnum. Við rifjum í dag upp brot úr gömlum kókaínþætti Þetta helst þar sem Sunna Valgerðardóttir fer yfir gömul og nú kókaínmál, og aðdraganda málsins sem nú er í fréttum.
3/10/20230
Episode Artwork

Kókaínmálin stór og smá

Kókaín, mikið kókaín, hefur verið í fréttum í vikunni. Og líka timbursali, rafíþróttaliðsstjóri, atvinnulaus kannabisræktandi og svekktir blaðamenn. Allt er þetta tengt. Munnlegur málflutningur fór fram í langstærsta kókaínmáli Íslandssögunnar í Héraðsdómi Reykjavíkur, fjórir eru ákærðir fyrir að ætla smygla til landsins 100 kílóum af kókaíni í gámasendingu frá Brasilíu til Íslands með viðkomu í Rotterdam. Vitnaleiðslur hófust fyrir mörgum vikum, svo gekk illa að fá hollenska tollverði til að bera vitni, það var ekki fyrr en eftir það sem mátti greina frá því hvað gekk á í dómsalnum. Við rifjum í dag upp brot úr gömlum kókaínþætti Þetta helst þar sem Sunna Valgerðardóttir fer yfir gömul og nú kókaínmál, og aðdraganda málsins sem nú er í fréttum.
3/10/202315 minutes
Episode Artwork

Óvinir Íslands

Nokkrir hafa komið sér í þá stöðu gagnvart Íslendingum að geta talist óvinir Íslands. Ástæðurnar hafa verið misalvarlegar, stundum jafnvel léttvægar, en allir eiga þessir menn það sameiginlegt að fussað hefur verið yfir þeim í heitum pottum, leigubílum og kaffistofum. Þjóðin eignaðist nýjan óvin í vikunni. Mann sem var dónalegur við Íslending á internetinu, Harald Þorleifsson. Þessi nýi óvinur - er auðvitað Elon Musk, einhver ríkasti maður veraldar. En hverjir eru hinir og hvað gerðu þeir til að verðskulda óvild landans? Ragnhildur Thorlacius sér um þátt dagsins.
3/9/20230
Episode Artwork

Óvinir Íslands

Nokkrir hafa komið sér í þá stöðu gagnvart Íslendingum að geta talist óvinir Íslands. Ástæðurnar hafa verið misalvarlegar, stundum jafnvel léttvægar, en allir eiga þessir menn það sameiginlegt að fussað hefur verið yfir þeim í heitum pottum, leigubílum og kaffistofum. Þjóðin eignaðist nýjan óvin í vikunni. Mann sem var dónalegur við Íslending á internetinu, Harald Þorleifsson. Þessi nýi óvinur - er auðvitað Elon Musk, einhver ríkasti maður veraldar. En hverjir eru hinir og hvað gerðu þeir til að verðskulda óvild landans? Ragnhildur Thorlacius sér um þátt dagsins.
3/9/202315 minutes
Episode Artwork

Stærsta tæknibyltingin síðan í internetbyrjun

Mál málanna í tækniheiminum þessa dagana er án efa skapandi gervigreind. Það er heiti yfir gervigreindarforrit sem ekki bara eru fær um að greina texta, myndir og tölvukóða sem dæmi, heldur geta líka skrifað, teiknað og forritað út frá einföldum skipunum notenda. Hið djúpvitra spjallmenni ChatGPT frá OpenAI hefur verið leiðandi á þessu sviði, Microsoft fjárfesti í OpenAI og hefur þegar hafist handa við að innleiða tæknina inn í sínar þjónustur, forrit og stýrikerfi. Með skapandi gervigreind getur hver sem er brugðið sér í hlutverk forritara, hönnuðar eða textasmiðs og virðast möguleikarnir því endalausir. Segja margir að hér sé um að ræða stærstu tæknibyltinguna frá því að internetið leit dagsins ljós. Snorri Rafn Hallsson fjallar um skapandi gervigreind, leitarvélastríðið og kostnaðinn við þetta allt saman.
3/8/20230
Episode Artwork

Stærsta tæknibyltingin síðan í internetbyrjun

Mál málanna í tækniheiminum þessa dagana er án efa skapandi gervigreind. Það er heiti yfir gervigreindarforrit sem ekki bara eru fær um að greina texta, myndir og tölvukóða sem dæmi, heldur geta líka skrifað, teiknað og forritað út frá einföldum skipunum notenda. Hið djúpvitra spjallmenni ChatGPT frá OpenAI hefur verið leiðandi á þessu sviði, Microsoft fjárfesti í OpenAI og hefur þegar hafist handa við að innleiða tæknina inn í sínar þjónustur, forrit og stýrikerfi. Með skapandi gervigreind getur hver sem er brugðið sér í hlutverk forritara, hönnuðar eða textasmiðs og virðast möguleikarnir því endalausir. Segja margir að hér sé um að ræða stærstu tæknibyltinguna frá því að internetið leit dagsins ljós. Snorri Rafn Hallsson fjallar um skapandi gervigreind, leitarvélastríðið og kostnaðinn við þetta allt saman.
3/8/202315 minutes
Episode Artwork

Stjörnurnar með stuttu stráin

Reglulega berast fregnir utan úr heimi af stórstjörnum, oft bandarískum, sem greinast eða eru að kljást við alvarlega og stundum banvæna sjúkdóma. Mörg hafa þau sagt skilið við starfsferilinn og helgað líf sitt baráttunni við sjúkdómana, talað opinskátt um ferlið og varið gífurlegum fjárhæðum í rannsóknarstyrki. Sunna Valgerðardóttir skoðar nokkrar þekktar manneskjur sem drógu stuttu stráin í heilbrigðislottóinu: Bruce Willis, Selmu Blair, Christinu Applegate, Michael J. Fox og Val Kilmer.
3/7/20230
Episode Artwork

Stjörnurnar með stuttu stráin

Reglulega berast fregnir utan úr heimi af stórstjörnum, oft bandarískum, sem greinast eða eru að kljást við alvarlega og stundum banvæna sjúkdóma. Mörg hafa þau sagt skilið við starfsferilinn og helgað líf sitt baráttunni við sjúkdómana, talað opinskátt um ferlið og varið gífurlegum fjárhæðum í rannsóknarstyrki. Sunna Valgerðardóttir skoðar nokkrar þekktar manneskjur sem drógu stuttu stráin í heilbrigðislottóinu: Bruce Willis, Selmu Blair, Christinu Applegate, Michael J. Fox og Val Kilmer.
3/7/202315 minutes
Episode Artwork

Offita barna kallar á stórtækar aðgerðir

Börnum í ofþyngd fjölgar og sama má segja um börn með offitu. Hátt í átta prósent drengja og sjö prósent stúlkna á Íslandi mældust í fyrra með offitu. Fleiri leita til lækna vegna kæfisvefns, fitulifur og einkenna sem eru undanfarar sykursýki. Þessi þróun er auðvitað ekki sér íslensk - bandarísku Barnalæknasamtökin sendu nýverið frá sér breytt tilmæli um hvernig bregðast skyldi við offitu barna - og þau vilja að gripið sé hraðar inn í og með dramatískari hætti en áður. Rætt er við Tryggva Helgason barnalækni. Ragnhildur Thorlacius sér um þáttinn.
3/6/20230
Episode Artwork

Offita barna kallar á stórtækar aðgerðir

Börnum í ofþyngd fjölgar og sama má segja um börn með offitu. Hátt í átta prósent drengja og sjö prósent stúlkna á Íslandi mældust í fyrra með offitu. Fleiri leita til lækna vegna kæfisvefns, fitulifur og einkenna sem eru undanfarar sykursýki. Þessi þróun er auðvitað ekki sér íslensk - bandarísku Barnalæknasamtökin sendu nýverið frá sér breytt tilmæli um hvernig bregðast skyldi við offitu barna - og þau vilja að gripið sé hraðar inn í og með dramatískari hætti en áður. Rætt er við Tryggva Helgason barnalækni. Ragnhildur Thorlacius sér um þáttinn.
3/6/202315 minutes
Episode Artwork

Askja og vísindamennirnir

Það styttist víst í næsta eldgos, segja sérfræðingarnir. Gosinu í Meradölum lauk formlega í ágúst, það er ekki lengra síðan. En nú hefur sjónum vísindamanna verið beint í norðurátt, til Öskju. Hitamynstur í Öskjuvatni hefur verið undir smásjánni, TF Gná flýgur reglulega yfir með hitamyndavél og nýjustu fregnir eru þær að hitinn í vatninu mældist yfir 28 gráður næst hrauninu. Ísinn er allur að brotna upp og risavök er komin í vatnið sem stækkar ört. Bændur eru áhyggjufullir. Sunna Valgerðardóttir og Ragnhildur Thorlacius fjalla um Öskju í Þetta helst í dag.
3/3/20230
Episode Artwork

Askja og vísindamennirnir

Það styttist víst í næsta eldgos, segja sérfræðingarnir. Gosinu í Meradölum lauk formlega í ágúst, það er ekki lengra síðan. En nú hefur sjónum vísindamanna verið beint í norðurátt, til Öskju. Hitamynstur í Öskjuvatni hefur verið undir smásjánni, TF Gná flýgur reglulega yfir með hitamyndavél og nýjustu fregnir eru þær að hitinn í vatninu mældist yfir 28 gráður næst hrauninu. Ísinn er allur að brotna upp og risavök er komin í vatnið sem stækkar ört. Bændur eru áhyggjufullir. Sunna Valgerðardóttir og Ragnhildur Thorlacius fjalla um Öskju í Þetta helst í dag.
3/3/202315 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Kulnun með eða án gæsalappa

Pirringur, streita, áhugaleysi, vonleysi, einbeitingarskortur, gleymska, orkuleysi og þreyta eru efni þáttarins. Allt eru þetta einkenni kulnunar í starfi. Börnáts. En þetta eru líka allt einkenni þunglyndis, sem er geðsjúkdómur. Kulnun hefur verið rætt fram og til baka undanfarin ár, bæði hér og í útlöndum. Læknar eru í börnáti, konur í ummönnunarstörfum eru í börnáti, pólitíkusar eru í börnáti. Allir eru í börnáti. Aðsókn í Virk starfsendurhæfingarsjóð eykst ár frá ári og í fyrra útskrifuðust þaðan um 1850 manns. Þeir voru um 850 fyrir tíu árum. En í vikunni kom annar vinkill á umræðuna. Í ljós hefur komið að einungis lítið brot af þeim sem halda að þau séu með kulnun, eru í raun að kljást við önnur vandamál. Er kulnunin kannski mögulega hugsanlega í einhverjum tilfellum þunglyndi? Svo virðist einmitt vera. Það er bara ekki eins mikið í umræðunni þessa dagana. Sunna Valgerðardóttir sér um þáttinn.
3/2/20230
Episode Artwork

Kulnun með eða án gæsalappa

Pirringur, streita, áhugaleysi, vonleysi, einbeitingarskortur, gleymska, orkuleysi og þreyta eru efni þáttarins. Allt eru þetta einkenni kulnunar í starfi. Börnáts. En þetta eru líka allt einkenni þunglyndis, sem er geðsjúkdómur. Kulnun hefur verið rætt fram og til baka undanfarin ár, bæði hér og í útlöndum. Læknar eru í börnáti, konur í ummönnunarstörfum eru í börnáti, pólitíkusar eru í börnáti. Allir eru í börnáti. Aðsókn í Virk starfsendurhæfingarsjóð eykst ár frá ári og í fyrra útskrifuðust þaðan um 1850 manns. Þeir voru um 850 fyrir tíu árum. En í vikunni kom annar vinkill á umræðuna. Í ljós hefur komið að einungis lítið brot af þeim sem halda að þau séu með kulnun, eru í raun að kljást við önnur vandamál. Er kulnunin kannski mögulega hugsanlega í einhverjum tilfellum þunglyndi? Svo virðist einmitt vera. Það er bara ekki eins mikið í umræðunni þessa dagana. Sunna Valgerðardóttir sér um þáttinn.
3/2/202315 minutes
Episode Artwork

Lestarslysið sem varð að pólitískum stormi

Íbúar smábæjarins East Palestine í Ohio fylki í Bandaríkjunum eru tæplega 5.000 talsins. Slagorð bæjarins, Þar sem þú vilt vera, á ekki vel við um þessar mundir, heldur þvert á móti. Í byrjun febrúar fór vöruflutningalest út af sporinu í austurhuta bæjarins, það kviknaði í henni og hættuleg efni láku út úr vögnum hennar. Eiturgufur og reykský lagði yfir bæinn. Og þetta hafði alvarlegar afleiðingar. Íbúar hafa fundið fyrir miklum höfuðverkjum og ógleði frá því slysið varð og eru gramir í garð yfirvalda og eiganda lestarinns fyrir skort á svörum og aðgerðum. Slysið er talið hafa orðið vegna bilunar á hjólabúnaði lestarinnar og hefur það beint kastljósinu að verulegum brestum í lestarflutningum hið vestra sem varða öryggisbúnað og áætlanir og viðgengist hafa lengi. Nú, tæplega fjórum vikum eftir slysið eru íbúar East Palestine enn skelfdir og óttast að snúa aftur heim. Óreiða og óvissa ríkja enn á svæðinu og hefur slysið orðið að pólitísku bitbeini. Snorri Rafn Hallsson segir frá lestarslysinu í Ohio í þætti dagsins, aðdraganda þess og afleiðingum.
3/1/20230
Episode Artwork

Lestarslysið sem varð að pólitískum stormi

Íbúar smábæjarins East Palestine í Ohio fylki í Bandaríkjunum eru tæplega 5.000 talsins. Slagorð bæjarins, Þar sem þú vilt vera, á ekki vel við um þessar mundir, heldur þvert á móti. Í byrjun febrúar fór vöruflutningalest út af sporinu í austurhuta bæjarins, það kviknaði í henni og hættuleg efni láku út úr vögnum hennar. Eiturgufur og reykský lagði yfir bæinn. Og þetta hafði alvarlegar afleiðingar. Íbúar hafa fundið fyrir miklum höfuðverkjum og ógleði frá því slysið varð og eru gramir í garð yfirvalda og eiganda lestarinns fyrir skort á svörum og aðgerðum. Slysið er talið hafa orðið vegna bilunar á hjólabúnaði lestarinnar og hefur það beint kastljósinu að verulegum brestum í lestarflutningum hið vestra sem varða öryggisbúnað og áætlanir og viðgengist hafa lengi. Nú, tæplega fjórum vikum eftir slysið eru íbúar East Palestine enn skelfdir og óttast að snúa aftur heim. Óreiða og óvissa ríkja enn á svæðinu og hefur slysið orðið að pólitísku bitbeini. Snorri Rafn Hallsson segir frá lestarslysinu í Ohio í þætti dagsins, aðdraganda þess og afleiðingum.
3/1/202315 minutes
Episode Artwork

Nimarata Nikki Haley vill verða valdamesti maður heims

Það verður kosið til forseta Bandaríkjanna á næsta ári og nú þegar eru vongóðir frambjóðendur farnir að gefa sig fram. Nikki Haley fyrrverandi sendiherra gagnvart Sameinuðu þjóðunum gaf nýlega kost á sér. Svo er það að sjálfsögðu Trump fyrrverandi forseti og ekki má gleyma Ron DeSantis ríkisstjóra Flórída, sem er sterklega búist við að bjóði sig fram, þó hann hafi ekki tilkynnt það opinberlega. Allt eru þetta hægri menn, samflokksmenn Joe Biden bíða sjálfsagt eftir því hvað hann gerir. Nimarata Nikki Randhawa er indverskur Bandaríkjamaður, foreldrar hennar fluttu frá Punjab á Indlandi og eru síkar, en hún hefur tekið kristna trú. Í Þetta helst er fjallað um Haley og rifjuð upp umfjöllun um Ron DeSantis, sem einmitt er að gefa út aðra bók sína í dag. Hún nefnist Hugrekki frelsisins - leiðarvísir Flórída að endurreisn Bandaríkjanna. Ragnhildur Thorlacius sér um þáttinn.
2/28/20230
Episode Artwork

Nimarata Nikki Haley vill verða valdamesti maður heims

Það verður kosið til forseta Bandaríkjanna á næsta ári og nú þegar eru vongóðir frambjóðendur farnir að gefa sig fram. Nikki Haley fyrrverandi sendiherra gagnvart Sameinuðu þjóðunum gaf nýlega kost á sér. Svo er það að sjálfsögðu Trump fyrrverandi forseti og ekki má gleyma Ron DeSantis ríkisstjóra Flórída, sem er sterklega búist við að bjóði sig fram, þó hann hafi ekki tilkynnt það opinberlega. Allt eru þetta hægri menn, samflokksmenn Joe Biden bíða sjálfsagt eftir því hvað hann gerir. Nimarata Nikki Randhawa er indverskur Bandaríkjamaður, foreldrar hennar fluttu frá Punjab á Indlandi og eru síkar, en hún hefur tekið kristna trú. Í Þetta helst er fjallað um Haley og rifjuð upp umfjöllun um Ron DeSantis, sem einmitt er að gefa út aðra bók sína í dag. Hún nefnist Hugrekki frelsisins - leiðarvísir Flórída að endurreisn Bandaríkjanna. Ragnhildur Thorlacius sér um þáttinn.
2/28/202315 minutes
Episode Artwork

Leyndardómur streptókokka

Alvarlegum streptókokkasýkingum hefur fjölgað til muna undanfarna mánuði og tilfellum skarlatssóttar sömuleiðis. Um 60 sjúklingar hafa lagst inn á Landspítala vegna streptókokka síðan í nóvember og að minnsta kosti þrjú hafa látið lífið. Streptókokkabakterían getur valdið alls konar einkennum, misalvarlegum, og samkvæmt fyrstu niðurstöðum raðgreiningar virðist hún ekki hafa stökkbreyst, svo það er líklega eitthvað í okkur sem gerir það að verkum að hún veikir okkur meira en áður. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Þórólf Guðnason um streptókokkabakteríuna, en nú eru liðin 15 ár síðan hann skrifaði grein í Læknablaðið sem bar fyrirsögnina: Leyndardómur streptókokka. Og síðan þá virðist bakterían hafa sótt í sig veðrið.
2/27/20230