Winamp Logo
Tappvarpið Cover
Tappvarpið Profile

Tappvarpið

Icelandic, Sports, 1 season, 141 episodes, 6 days, 16 hours, 44 minutes
About
Icelandic MMA podcast
Episode Artwork

Tappvarpið #141: Gunnar Nelson vs. Barberena uppgjör og UFC 286 með Steinda Jr.

Gunnar Nelson sigraði Bryan Barberena á UFC 286 um síðustu helgi. Frammistaðan var frábær og var sigurinn einn sá besti á ferlinum. Við fórum vel yfir bardagann og bardagakvöldið í heild sinni. -Gunni aldrei verið betri -Hvað er næst fyrir Gunna? -Leon besti veltivigtarmaður heims -Hvers vegna er Colby kominn í titilbardaga? -Ferðasögur frá London
3/22/20231 hour, 44 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #140: Gunnar Nelson vs. Bryan Barberena og Jon Jones

Það var kominn tími á Tappvarp og var farið um víðan völl í nýjasta Tappvarpinu. UFC 265 fór fram um helgina þar sem Jon Jones stimplaði sig inn í þungavigtina. Þá fórum við ítarlega yfir bardaga Gunnars Nelson gegn Bryan Barberena og margt fleira. -Hægur Jon Jones samt miklu betri en það besta í þungavigtinni -Gane þarf að fara til Khabib -Hvernig verður Jon Jones gegn Stipe Miocic? -Hvað gerir Francis Ngannou næst? -Daniel Rodriguez í brasi og Barberena kemur inn -Vanmetinn Barberena -Ólíkindatólið Barberena -Standið á Gunnari -Er Usman á lokasprettinum sem íþróttamaður? -Power Slap League ruslið.
3/9/20231 hour, 54 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #139: UFC 280 uppgjör með Steinda Jr.

Það var orðið alltof langt síðan Tappvarpið var á dagskrá en að þessu sinni kom Steindi Jr. til að fara yfir helstu fréttir og UFC 280. -Hvenær mun Gunni snúa aftur? -Er Conor hættur? -Enn bíðum við eftir Jon Jones -Makhachev era -Búið spil hjá TJ -Vann Sean O'Malley eðaaaa?
10/26/20221 hour, 37 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #138: Gunnaskýrsla frá London

Gunnar Nelson sigraði Takashi Sato á UFC bardagakvöldinu í London um síðustu helgi. Bardaginn var gerður upp í nýjasta Tappvarpinu.
3/23/20221 hour, 32 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #137: Steindi Jr. og Bjarki Óm hita upp fyrir UFC London

Steindi Jr. og Bjarki Ómars komu í 137. þátt Tappvarpsins þar sem var hitað upp fyrir UFC bardagkavöldið í London þar sem Gunnar Nelson mætir Takashi Sato. -Sögustund -Hvað vitum við um Sato? -Hve langt mun líða þar til Gunni mun skjóta inn? -Hendur uppi! -Aspinall lestin -Djúpt card með gullkynslóð Breta
3/15/20221 hour, 35 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #136: Nýr andstæðingur fyrir Gunnar og UFC 272 uppgjör

Það er kominn nýr andstæðingur fyrir Gunnar og sá heitir Takashi Sato. Við fórum vel yfir þennan nýja andstæðing í 136. þætti Tappvarpsins og gerðum auðvitað UFC 272 upp. -Betri eða verri andstæðingur fyrir Gunnar? -Colby gerði það sem allir vissu að hann myndi gera -Jorge nýtti ekki tækifærin -Colby fær engan PPV bónus, til hvers þá að vera fáviti? -Masvidal eltir peningabardagana -Af hverju þurfti RDA gegn Moicano að vera fimm lotur? -Alex Oliviera aldrei betri! en tapaði samt
3/9/20221 hour, 19 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #135: Bestu inngöngulögin og UFC 272

Í nýjasta Tappvarpinu fórum við yfir bestu og eftirminnilegustu inngöngulögin í MMA. Við hituðum einnig vel upp fyrir UFC 272 sem fer fram um helgina. -Helstu fréttir -UFC London -Sögustund -Bestu inngöngulögin í MMA -Rígur Colby og Masvidal -Moicano inn en Islam bíður -Slæmt gengi Alex Oliveira eftir tapið gegn Gunna
3/2/20221 hour, 19 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #134: UFC 271 upphitun

UFC 271 fer fram um helgina og var hitað vel upp fyrir bardagakvöldið í 134. þætti Tappvarpsins. -UFC London miðasala -Sögustund -Hugarfarsbreyting Whittaker -Munu fellurnar hjá Whittaker sjást? -Inngöngulög Tai Tuivasa -Cannonier og Brunson mætast en Strickland fylgist vel með -Lokabardagi Roxanne Modafferi
2/9/20221 hour, 27 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #133: Gunnar með bardaga, Íslendingar á HM og UFC 270

Fyrsta Tappvarp ársins er komið í hús. Í þættinum ræddum við um góðar fréttir af Gunna, HM og margt fleira. -Sögustund -Mikael og Viktor á HM í MMA -Gunnar Nelson fær nýjan andstæðing -UFC í London og Claudio Silva -Samningamál Francis Ngannou -Hvað er langt þar til UFC sviptir Ngannou?
1/26/20221 hour, 26 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #132: UFC 269 uppgjör og helstu fréttir

UFC 269 var gert rækilega upp í 132. þætti Tappvarpsins. Farið var einnig yfir helstu fréttir. -Sögustund -Helstu fréttir -Getum við fengið Poirier vs. Oliveira í hverjum mánuði? -Endurkoma Thai Clinchisins -Poirier strax kominn með næsta andstæðing -Vandræðalegt tap Amanda Nunes -Óvæntustu úrslit í MMA sögunni -Hvað gerðist hjá Cody Garbrandt? -Aftur eftirminnilegt viðtal við Dominick Cruz
12/17/20211 hour, 26 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #131: UFC 269 upphitun

131. þáttur Tappvarpsins er kominn út. Í þættinum var farið vel yfir helstu fréttir og þá sérstaklega endurkomu Gunnars Nelson mögulega í London í mars. Upphitun fyrir UFC 269 hefst eftir um það bil 50 mínútur. Dagskrá þáttarins: -Sögustund -Trillan -Helstu fréttir -UFC 269 upphitun -Ferilskrá Poirier og Oliveira -Margra mánaða undirbúningur Juliana Pena -Ölvunarakstur Geoff Neal 15 dögum fyrir bardaga -Óformlegi meistarinn Sean O’Malley
12/9/20211 hour, 35 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #130: UFC 268 uppgjör

UFC 268 var frábær skemmtun. Farið var vel yfir alla helgina: -UFC 130 sögustund -Hvað var planið hjá Colby? -Hvað er næst fyrir Usman? -Heldur Usman að hann eigi í alvöru séns í Canelo? -Usman vs. GSP? -Fær Esparza titilbardaga gegn Rose? -Af hverju berst Chandler svona? -Volkan hættur að vera skollóttur
11/10/20211 hour, 34 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #129: Costa tilnefndur sem fáviti ársins, UFC 267 upphitun og helstu fréttir

129. þáttur Tappvarpsins var spikfeitur! Í þættinum var farið um víðan völl eins og vanalega og hitað upp fyrir helgina: -Sögustund -Trillan -Íslendingar að berjast -Stórt boxmót í Kaplakrika og Valgerður komin með bardaga -Jon Jones handtekinn enn einu sinni -Conor að lemja DJ -Er Nate Diaz að yfirgefa UFC? -Vettori maður ársins og Costa skúrkur ársins -Er sigurvegari helgarinnar besti léttþungavigtarmaður heims? -Petr Yan gerir grín að Aljamain Sterling -Er Khamzat 100%?
10/28/20211 hour, 30 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #128: Helstu fréttir og UFC 266 upphitun

Loksins nýtt Tappvarp en í 128. þættinum fórum við yfir helstu fréttir og hituðum upp fyrir UFC 266. -Frábær árangur hjá Mikael Leó -Íslenska bardagasenan er komin aftur af stað -World Fight League, hvað er það? -Siðlaus gróði á hundgömlum Evander Holyfield -Hvað eigum við að gera við Darren Till? -Af hverju er Volkanovski svona góður? -Getur Ortega 2.0 orðið meistari? -17 ára bið eftir Diaz-Lawler 2 -Hvað gerist ef Nick Diaz vinnur? -Hvar stendur Lauren Murphy í samanburði við fyrri andstæðinga Valentinu?
9/23/20211 hour, 39 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #127: UFC 265 uppgjör

Í 127. þætti Tappvarpsins fórum við ítarlega yfir UFC 265 um síðustu helgi og helstu fréttir í MMA heiminum: -Sögustund -Trillan -Þægilegur sigur Gane -Erfiður bardagi í vændum fyrir Ngannou? -Tapaði Jon Jones á þessu? -Á 35 ára Jose Aldo séns í titil? -Luque eða Edwards í titilinn, hvor er með betri ferilskrá?
8/11/20211 hour, 16 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #126: Helstu fréttir og UFC 265 upphitun

UFC 265 fer fram um helgina og vorum við alveg á síðasta séns að fara yfir kvöldið. Við fórum einnig yfir helstu fréttir síðustu vikna: -UFC 126 sögustund -Trillan -AJ McKee og framtíð hans í Bellator -Paul hornið -Juliana Pena fær blaðamannaverðlaun ársins -Derrick Lewis komist lengra en allir bjuggust við -Lewis með rothögg á blaðamannafundi -UFC er með sögulínu tilbúna fyrir Ngannou
8/6/20211 hour, 19 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #125: Búið spil hjá Conor? UFC 264 uppgjör

Í þættinum var farið vel yfir UFC 264 og fótbrotið hjá Conor McGregor. -UFC 125 sögustund -Bardagar í Póllandi -Trillan -Er þetta búið spil hjá Conor? -Mislukkað guillotine -Hvernig fótbrotnaði Conor? -Fáum við fjórða bardagann? -Gervilegt trash talk -Brostnir draumarStephen Thompson -Taivasa partýkall ársins
7/13/20211 hour, 28 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #124: UFC 264 upphitun

UFC 124 sögustund Bardagar í Póllandi Fáránlegur titill í þungavigt Sama gamla góða planið hjá Dustin? Er Conor með drifkraftinn ennþá? Hvað gerir Conor nýtt? Karate vs. BJJ Stephen Thompson á síðasta séns? Greg Hardy tilraunin heldur áfram Þægilegt fyrir Sean O’Malley
7/7/20211 hour, 28 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #123: UFC 263 upphitun

-UFC 123 sögustund -Trillan -Ugla sat á kvisti og það var Vettori -Besti tíminn til að mæta Adesanya? -Er óheppni Leon loksins að fá stóra bardagann? -Colby eða Leon í titilinn? -Betur undirbúnir Figueiredo og Moreno -Paul hornið -Twitter giskið -Slappur Cody Garbrandt
6/8/20211 hour, 25 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #122: UFC 262 uppgjör

Charles Oliveira er nýr meistari eftir sigur á Michael Chandler. Við fórum yfir UFC 262 í 122. þætti Tappvarpsins. -UFC 122 sögustund -Trillan -Oliveira er hættur að vera pulsa -Chandler með flotta frammistöðu þrátt fyrir tap -Hvað er næst fyrir Chandler? -Oliveira þarf enskutíma og lazer aðgerð -Búið spil hjá Tony Ferguson -Skrítnasta rothögg allra tíma? -Allir að missa sig yfir handarbroti Jacare..nema Jacare
5/19/20211 hour, 15 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #121: UFC 262 upphitun og fréttir vikunnar

Efnistök þáttarins -UFC 121 sögustund -Trillan -Verður nýr meistari sá besti í léttvigt? -Oliveira á spítala í 2 ár -Ætti Chandler að taka Oliveira niður eða bara sleppa því -Hættulegur Oliveira -Draugur Khabib -Búið spil hjá Tony Ferguson? -Helstu fréttir -Diego Sanchez og Josh Fabia (byrjar eftir u.þ.b. klukkustund) -Paul hornið -Chris Weidman ætlar að halda áfram að berjast -Conor á toppi Forbes listans -Anthony Rumble í veseni -Ngannou fer í Lewis og Jon Jones bíður lengur
5/13/20211 hour, 31 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #120: UFC 260 uppgjör

Tappvarpið #120: UFC 260 uppgjör by MMA Fréttir
3/30/20211 hour, 22 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #119: UFC 260 upphitun

Í 119. þætti Tappvarpsins var farið ítarlega yfir UFC 260 um komandi helgi. Þar mætast þeir Stipe Miocic og Francis Ngannou í aðalbardaga kvöldsins um þungavigtartitilinn. -UFC 119 sögustund -Trillan -Fréttir vikunnar -Ótrúlegt ferðalag Francis Ngannou -Slökkviliðsmaðurinn Stipe -Verður Ngannou rólegri? -Getur Ngannou stöðvað fellurnar? -Mun hakan hans Stipe standa þetta allt af sér? -Hvað mun Jon Jones segja? -Síðasti bardagi Tyron Woodley í UFC? -Kemst Sean O'Malley aftur á sigurbraut
3/23/20211 hour, 20 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #118: UFC 259 uppgjör

UFC 259 fór fram um síðustu helgi þar sem þrír titilbardagar voru á dagskrá. Óvæntir sigrar, flott tilþrif og umdeild atvik voru rædd í 118. þætti Tappvarpsins. -UFC 118 sögustund -Trillan -Fréttir vikunnar -Virðing á Jan Blachowicz -Var þetta 4-1??? -Amanda Nunes gerir það sem hún vill -Frábær bardagi í bantamvigt -Ótrúleg mistök Petr Yan -Var Aljo að leika þetta? -Aljo fljótur taka upp beltið -Yfirburðir Islam -Dominick Cruz með skrítnasta viðtal síðari ára
3/9/20211 hour, 20 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #117: UFC 259 upphitun

UFC 259 fer fram um helgina og eru þrír risastórir titilbardagar á dagskrá: -Trillan -Khamzat hættur?!? -Rauðvínsflaska Paulo Costa -Derrick Lewis fær símtalið á undan Ciryl Gane -Verður Jan Blachowicz miklu stærri? -Ótrúleg endurkoma Blachowicz -Israel Adesanya finnur opnanir -Verður Blachowicz sá fyrsti til að wrestla Adesanya? -Síbería vs. New York í bantamvigt -Allir strax búnir að gleyma Henry Cejudo? -Megan tilbúin fyrir Nunes eða er hún ennþá hrá í miðjunni? -Kominn tími til að Islam Makhachev standi undir stimplinum
3/3/20211 hour, 31 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #116: UFC 258 uppgjör

UFC 258 uppgjör -Usman nálgast GSP -Meistarataktar Usman -Usman eltir peningabardagann -Colby Covington sóar bestu árunum sínum -Burns þarf pásu -Julian Marquez átti séns í Miley Cyrus -Alltof massaður Rodolfo Vieira kláraður
2/16/20211 hour, 3 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #115: UFC 258 upphitun

-Boom Ultra Lite tryllan -Gamlir rotast -Sandhagen með nýja nálgun -Sálfræðin á bakvið titilbardagann -Hvernig voru þessar 200 lotur hjá Usman og Burns? -Barber þarf að minna á sig -Að duga eða drepast fyrir Kelvin Gastelum -Fréttir vikunnar
2/10/20211 hour, 9 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #114: UFC 257 uppgjör

UFC 257 fór fram um síðustu helgi þar sem Dustin Poirier sigraði Conor McGregor. Farið var vel yfir aðalbardaga kvöldsins og annað markvert sem gerðist á bardagakvöldinu í 114. þætti Tappvarpsins -Boom Ultra Lite trillan -Frábær leikáætlun Dustin Poirier -Kálfasparkið sem breytti öllu -Fyrirsjáanlegur Conor -Getur Conor farið í gegnum erfið augnablik? -Khabib stimplar sig út -Dustin sá besti í léttvigt -Frábær frumraun Chandler
1/26/20211 hour, 10 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #113: Er Conor ennþá jafn góður árið 2021?

Í fyrsta Tappvarpi ársins snýst allt um bardaga Conor McGregor og Dustin Poirier á UFC 257 en hitað var vel upp fyrir bardagann. -Er Max Holloway besti fjaðurvigtarmaður heims? -Íslandsvinurinn Li Jingliang klárar Ponza -Buckley blaðran sprungin -Khabib er kannski hugsanlega til í að mögulega berjast aftur -Hvar er hæpið fyrir UFC 257? -Hvor hefur bætt sig meira síðan þeir börðust árið 2014? -Er Conor ennþá jafn góður bardagamaður árið 2021 eins og hann var? -Mun Dustin Poirier fara í fellur? -Hvor vinnur stríðið? -Frumraun Michael Chandler
1/20/20211 hour, 17 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #112: 2020 ársuppgjör

Dagskráinni er lokið í MMA heiminum að mestu leiti og er því kominn tími til að rifja upp fjörugt ár! -Boom trillan -Bardagamaðir ársins -Hverjir áttu slæmt ár? -Bardagi ársins -Frammistaða ársins -Rothögg ársins -Uppgjafartak ársins -Fáviti ársins -Skita ársins -Vonbrigði ársins -Nýliði ársins -Endurkoma ársins -Atvik og fréttir ársins -Hvað gerist á næsta ári?
12/23/20202 hours, 24 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #111: UFC 256 uppgjör og helstu fréttir

Síðasta helgi var gerð rækilega upp í 111. þætti Tappvarpsins. Efnistök þáttarins: -Sögustund -Boom trillan -Hvað þarf til að rota Brandon Moreno? -Er Charles Oliveira svona góður eða er Tony Ferguson bara búinn? -Kærulaus Jacare -Er Chase Hooper versti íþróttamaðurinn í UFC? -Eitt besta Fight Night ársins um næstu helgi -Paul hornið
12/16/20201 hour, 25 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #110: Er Gunni í hættu á að lenda í tiltekt UFC og UFC 256 upphitun

Pétur, Bjarki Ómars og Halldór fóru yfir stór málefni í 110. þætti Tappvarpsins. -Sögustund -Boom trillan -UFC losar sig við Yoel Romero -Tiltektardagur hjá UFC; á Gunni í hættu á að vera leystur undan samningi? -Figueiredo verður bardagamaður ársins með sigri á laugardaginn -Nær Figueiredo vigt? -Er Tony Ferguson ennþá topp bardagamaður? -Jack Hermansson sveik Halldór -OSP vondur marsipanmoli um helgina -Helstu fréttir
12/9/20201 hour, 27 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #109: Nóvember uppgjör og fréttir vikunnar

Í 109. þætti Tappvarpsins gerðum við upp nóvember mánuð og fórum yfir helstu fréttir vikunnar: -Boom Ultra Lite trillan -Leon Edwards með covid -Stíflan í léttvigt -PFL með stórt signing -Nóvember uppgjör þar sem veitt voru verðlaun fyrir fyrir besta rothöggið, besta bardagann, besta uppgjafartakið, hetja mánaðarins og fáviti mánaðarins. -Hitað upp fyrir helgina
12/3/202055 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #108: UFC 255 uppgjör og fréttir vikunnar

UFC 255 fór fram um síðustu helgi og var bardagakvöldið gert upp í 108. þætti Tappvarpsins. -Figueiredo að stimpla sig inn sem skemmtikraftur -Getur Figueiredo skorið aftur niður eftir aðeins 3 vikur? -Má ekki búast við aðeins meiru af Valentinu Shevchenko? -Mike Perry verður bara verri og verri -Joaquin Buckley stóðst pressuna -Verða áhorfendur í Abu Dhabi á bardaga Conor og Dustin Poirier? -Enginn vill Anderson Silva
11/25/20201 hour, 16 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #107: Stálhreðjar Paul Felder og UFC 255 upphitunar

Í 107. þætti Tappvarpsins var farið um víðan völl: -Tryllan -Niðurskurður Paul Felder -Hvert fer RDA eftir þetta? -Getur Figueiredo náð smá stöugleika í fluguvigtina? -Hversu lengi nennir Valentina að vera í fluguvigtinni? -Þetta mun ekki enda vel hjá Mike Perry
11/18/20201 hour, 3 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #106: Bellator gagnrýni, Adesanya fer upp og óljós lokaskref Anderson Silva

Í 106. þætti Tappvarpsins var farið um víðan völl: -Boom Ultra Lite tryllan -Adesanya skemmir léttþungavigtina -Af hverju hefur Bellator ekki stækkað meira? -Vandræðalegt mont Reebok -Fall Anderson Silva en ekki endalok? -Fyrir hvað eru þeir Glover Teixeira og Thiago Santos að berjast núna?
11/4/20201 hour, 25 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #105: UFC 254 uppgjör

Það vantaði svo sannarlega ekki umræðuefnin eftir UFC 254. Khabib sigraði Justin Gaethje og lagði hanskana á hilluna en þeir Pétur Marinó og Halldór Halldórsson fóru yfir allt það markverðasta sem gerðist um helgina: -Boom Ultra Lite tryllan -Lygilegir yfirburðir Khabib -Náði Khabib vigt? -Er Khabib í alvörunni hættur? -Hvað ætlar UFC að gera með léttvigtina? -Hver er GOAT? -Whittaker skemmir fyrir Adesanya -Magomed mætir til leiks -Nýliðarnir á kvöldinu -Khamzat fær Leon Edwards
10/27/20201 hour, 24 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #104: Steindi Jr. og Bjarki Ómars hita upp fyrir UFC 254

Spikfeitur upphitunarþáttur fyrir UFC 254 sem fer fram um helgina! Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Khabib Nurmagomedov og Justin Gaethje um léttvigtartitilinn. Þeir Steindi Jr. og Bjarki Ómars mættu í Tappvarpið þar sem þeir fóru vel yfir bardaga kvöldsins. Efnistök þáttarins: -Ortega með klassaframmistöðu -Boom Ultra Lite trillan -Nennir Gaethje að glíma við Khabib? -Allir vita hvað Khabib gerir en enginn getur stöðvað það -Fjarvera pabba Khabib -Hvað er Michael Chandler að gera? -Eru allir að afskrifa Whittaker? -Orkusteinar Jared Cannonier -Fáum við loksins Ion Cutelaba og Magomed Ankalaev
10/20/20201 hour, 41 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #103: Conor og Dustin Poirier, Twitterstríð Adesanya og Jones og síðustu bardagakvöld

Í 103. þætt Tappvarpsins fórum við yfir helstu fréttir vikunnar og síðustu bardagakvöld. Meðal efnis var: -Bardagi Conor og Dustin Poirier -Twitter stríð Israel Adesanya og Jon Jones -Eitt besta rothögg í sögu UFC -Bantamvigtin blómstrar sem aldrei fyrr -Endurkoma Brian Ortega -Trillan í boði BOOM Ultra Lite
10/15/20201 hour, 25 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #102: Algjört rúst Adesanya og annað UFC 253 uppgjör

UFC 253 fór fram um síðustu helgi þar sem Israel Adesanya hreinlega rústaði Paulo Costa. Við fórum vel yfir þessa slátrun í 102. þætti Tappvarpsins.
9/30/202052 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #101: Upphitun fyrir UFC 253 og lukkutröll Donald Trump

Í 101. þætti Tappvarpsins var farið vel yfir bardagakvöldið um síðustu helgi og komandi bardagakvöld um helgina. -Áhugalaus Tyron Woodley -Uppáhalds bardagamaður Donald Trump, Colby Covington -Ótrúlegur árangur Khamzat Chimaev -Megrunarkúr Paulo Costa -Skuggaleg rútína Jan Blachowicz Umræða um UFC 253 byrjar eftir um það bil 30 mínútur.
9/22/20201 hour, 8 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #100: Í horninu með Steinda Jr!

Steindi Jr. mætti í 100. þáttinn í Tappvarpinu. Í þættinum vorum við ekki beint að fara yfir ákveðna bardaga eða bardagakvöld heldur fórum við yfir víðan völl um allt sem tengist MMA. Bestu bardagarnir, uppáhalds bardagamennirnir, mest óþolandi bardagamennirnir og margt fleira!
9/7/20201 hour, 56 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #99: Mögnuð trílogía klárast og annað UFC 252 uppgjör

UFC 252 fór fram um síðustu helgi þar sem Stipe Miocic sigraði Daniel Cormier í annað sinn. Sean O'Malley tapaði sínum fyrsta bardaga þegar Marlon Vera kláraði hann í 1. lotu en endirinn var svo sannarlega athyglisverður.
8/19/20201 hour, 6 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið #98: Lokabardagi Daniel Cormier og UFC 252 upphitun

UFC 252 fer fram um helgina í Las Vegas. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Daniel Cormier og Stipe Miocic um þungavigtartitilinn. Þetta verður lokabardagi Daniel Cormier, sama hvernig fer. Farið var ítarlega yfir bardagann, augnpotin hjá Cormier, fellurnar og hvort þetta verði í alvörunni síðasti bardagi Cormier.
8/11/20201 hour, 12 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 97#: UFC 251 upphitun

UFC 251 fer fram um helgina á Yas Island í Abu Dhabi. Aðalbardagi kvöldsins hefur skyndilega breyst og kemur Jorge Masvidal inn í stað Gilbert Burns. Masvidal mætir Kamaru Usman í aðalbardaga kvöldsins en farið var ítarlega yfir titilbardagana þrjá.
7/6/20201 hour, 4 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 96#: Kolbeinn Kristinsson um tækifærin í Bandaríkjunum, atvinnubox á Íslandi og fleira

Atvinnuboxarinn Kolbeinn Kristinsson (12-0) mætti í Tappvarpið og ræddi næstu skref ferilsins. Kolbeinn vonast eftir að fá nokkra bardaga síðar á árinu þrátt fyrir kórónaveiruna. Annað sem Kolbeinn ræddi: -Atvinnuhnefaleikar á Íslandi og vonir hans um að berjast hér heima -Þjálfarinn SugarHill Steward -Strögglið við að fá bardaga -Höfuðhögg -Bardaga Hafþórs og Eddie Hall
6/18/20201 hour, 40 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 95. þáttur: UFC 250 uppgjör, ókyrrð hjá stjörnunum og margt fleira

Í 95. þætti Tappvarpsins fórum við yfir UFC 250 um síðustu helgi og fréttir vikunnar. Jorge Masvidal missti titilbardagann til Gilbert Burns og er ákveðin ókyrrð hjá stærstu stjörnum UFC þessa dagana. Þetta og margt fleira var tekið fyrir í þættinum. Bjarki Ómarsson er orðinn nýr aðstoðarstjórnandi þáttarins og mun hann gefa góða innsýn í bardagaheiminn enda atvinnubardagamaður sjálfur.
6/10/20201 hour, 1 minute, 54 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 94. þáttur: UFC 249 uppgjör

UFC 249 fór fram um helgina og var bardagakvöldið þrælskemmtilegt. Bardagakvöldið var gert upp og þá var farið hratt yfir tvo næstu bardagakvöld.
5/12/20201 hour, 15 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 93. þáttur: UFC 249 upphitun með Bjarka Ómars

UFC 249 fer fram um helgina og fengum við Bjarka Ómars í Tappvarpið til að rýna í bardaga helgarinnar.
5/5/20201 hour, 12 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 92. þáttur: UFC 249 í heimsfaraldri - hvenær verður næsta bardagakvöld?

UFC hætti við sín næstu bardagakvöld eftir skipun að ofan. UFC ætlar að halda bardagakvöld þann 9. maí en spurning er hvort það muni ganga eftir.
4/17/202043 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 91. þáttur: Kórónaveiran skekur heiminn

Kórónaveiran leggst nú á heiminn og hefur haft mikil áhrif á MMA heiminn. UFC hefur þurft að hætta við þrjú bardagakvöld og er bardagi Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson í hættu. Við fórum yfir áhrifin sem veiran hefur haft á MMA heiminn og síðustu bardagakvöld.
3/17/20201 hour, 3 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 90. þáttur: UFC 248 upphitun og síðustu vikur gerðar upp

UFC 248 fer fram um helgina í Las Vegas. Þar mun Israel Adesanya mæta Yoel Romero um millivigtartitilinn í aðalbardaga kvöldsins. Weili Zhang og Joanna Jedrzejczyk mætast um strávigtartitil kvenna í næstsíðasta bardaga kvöldsins og fórum við vel yfir bardagakvöldið í Tappvarpinu. Þá var einnig farið yfir helstu atburði síðustu vikna.
3/3/20201 hour, 10 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 89. þáttur: Hnignun Jon Jones, stigakerfið í MMA og UFC 247 uppgjör

UFC 247 fór fram um helgina þar sem Jon Jones sigraði Dominick Reyes í hnífjöfnum bardaga. Bardagakvöldið var gert upp í Tappvarpinu og stigakerfið í MMA tekið fyrir. Eru bestu dagar Jon Jones taldir?
2/11/20201 hour, 52 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 88. þáttur: Hvernig er hægt að vinna Jon Jones og UFC 247 upphitun

Jon Jones mætir Dominick Reyes á UFC 247 um helgina. Jones er einn sigursælasti meistari UFC og virðist vera mörgum skrefum á undan samkeppninni. En hvernig er hægt að vinna Jon Jones og hvað þarf til? UFC 247 fer fram um helgina og var hitað upp fyrir bardagakvöldið í Tappvarpinu.
2/5/20201 hour, 3 minutes
Episode Artwork

Tappvarpið 87. þáttur: Snöggur sigur Conor, skammsýni Dana White og annað UFC 246 uppgjör

UFC 246 fór fram um síðustu helgi og gerðum við bardagakvöldið upp í 87. þætti Tappvarpsins. Við fórum yfir bardagana, næstu skref Conor og allt það helsta sem gerðist á bardagakvöldinu.
1/21/20201 hour, 4 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 86. þáttur: Edrú Conor, glímukappinn Donald Cerrone og UFC 246 upphitun

UFC 246 fer fram um helgina þar sem Conor McGregor mætir Donald Cerrone í aðalbardaga kvöldsins. Farið var vel yfir bardagann í Tappvarpinu enda alltaf stórviðburður þegar Conor McGregor berst.
1/15/20201 hour, 2 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið: Spikfeitur áramótaþáttur þar sem 2019 er gert upp

Árið 2019 var gert upp í risa áramótaþætti Tappvarpsins! Pétur Marinó, Óskar Örn og Ásgeir Börkur fóru yfir árið í sérstökum áramótaþætti þar sem bardagamaður ársins, bardagi ársins, rothögg ársins, endurkoma ársins, fáviti ársins, Twitter ársins, rothögg ársins var valið og margt fleira!
12/30/20191 hour, 41 minutes
Episode Artwork

Tappvarpið 84. þáttur: UFC 245 uppgjör

UFC 245 fór fram um síðustu helgi þar sem Kamaru Usman sigraði Colby Covington. Farið var vel yfir bardagakvöldið í Tappvarpinu.
12/17/20191 hour, 9 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 83. þáttur: Fávitagreining Colby Covington og UFC 245 upphitun

UFC 245 fer fram í Las Vegas um helgina. Þar verða þrír titilbardagar á dagskrá en í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Colby Covington og Kamaru Usman. Colby Covington hefur látið ýmislegt flakka á undanförnum árum og tókum við smá fávitagreiningu á ummælum hans á undanförnum árum. Auk þess fórum við vel yfir bardagakvöld helgarinnar og spáðum í spilin.
12/11/20191 hour, 10 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 82. þáttur: Conor og Donald Cerrone, Khabib og Tony Ferguson og margt fleira

Eftir smá gúrkutíð var kominn tími á nýtt Tappvarp. Í þættinum fórum við yfir það helsta sem hefur gerst síðan við tókum upp síðast en þar má nefna komandi bardaga Conor McGregor og Donald Cerrone í janúar og Khabib gegn Tony Ferguson. Töluðum einnig um ákvörðun Ben Askren að hætta í MMA, gullkorn Tito Ortiz og margt fleira.
12/4/201954 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 81. þáttur: UFC 244 uppgjör

UFC 244 fór fram um síðustu helgi og fórum við vel yfir bardagakvöldið í 81. þætti Tappvarpsins.
11/5/20191 hour, 1 minute, 51 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 80. þáttur: Askren floppið, USADA og Diaz, UFC 244 upphitun

UFC 244 fer fram á laugardaginn þar sem þeir Jorge Masvidal og Nate Diaz berjast um BMF titilinn. Hitað var vel upp fyrir bardagakvöldið og þá var einnig farið vel yfir USADA mál Nate Diaz. Bardagi Ben Askren og Demian Maia var einnig gerður upp.
10/30/20191 hour, 3 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 79. þáttur: Hrap Chris Weidman, glímuklám Askren og Maia og Conor McGregor

Í 79. þætti Tappvarpsins fórum við yfir síðasta bardagakvöld þar sem Dominick Reyes sigraði Chris Weidman með rothöggi. Reyes gæti fengið titilbardaga gegn Jon Jones eftir þennan sigur en spurningin er hvort hann sé tilbúinn í svo stóran bardaga. Þá fórum við einnig yfir #InhalerGate mál Greg Hardy, komandi bardaga Ben Askren og Demian Maia og margt fleira.
10/22/20191 hour, 1 minute, 53 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 78. þáttur: Stórstjarnan Israel Adesanya

UFC 243 fór fram um síðustu helgi þar sem Israel Adesanya kláraði Robert Whittaker. Farið var vel yfir bardagakvöldið í Tappvarpinu og næstu bardagakvöld UFC.
10/8/201958 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 77. þáttur: Tap Gunnars Nelson og UFC 243 upphitun

Í 77. þætti Tappvarpsins fórum við vel yfir tapið hjá Gunnari Nelson og framtíð hans í UFC. Að auki fórum við yfir magnaðan bardaga Robert Whittaker og Israel Adesanya sem fer fram á laugardaginn.
10/4/201958 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 76. þáttur: Gunnar Nelson vs. Gilbert Burns upphitun

Gunnar Nelson mætir Gilbert Burns á UFC bardagakvöldinu í Kaupmannahöfn þann 28. september. Upphaflega átti Gunnar að mæta Thiago Alves en nú fær hann gjörólíkan andstæðing sem er töluvert erfiðari. Í nýjasta Tappvarpinu var farið ítarlega yfir bardagakvöldið í Kaupmannahöfn.
9/20/20191 hour, 27 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 75. þáttur: Hver getur stöðvað Khabib? UFC 242 uppgjör

UFC 242 fór fram í Abu Dhabi um helgina. Khabib Nurmagomedov sigraði Dustin Poirier í aðalbardaga kvöldsins og fórum við vel yfir bardagann í Tappvarpinu.
9/10/201955 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 74. þáttur: Khabib time á UFC 242

Khabib Nurmagomedov mætir Dustin Poirier á UFC 242 um helgina. Farið var ítarlega yfir þennan risa bardaga helgarinnar og annað sem er á dagskrá á bardagakvöldinu.
9/4/20191 hour, 14 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 73. þáttur: Eiturhress Nate Diaz og UFC 241 uppgjör

UFC 241 var ansi skemmtilegt bardagakvöld og stóð undir væntingum. Í 73. þætti Tappvarpsins fórum við vel yfir bardagakvöldið og var sérstaklega mikil ánægja með Nate Diaz.
8/20/201959 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 72. þáttur: Endurkoma Nate Diaz og upphitun fyrir UFC 241

UFC 241 fer fram á laugardaginn þar sem Daniel Cormier mætir Stipe Miocic í aðalbardaga kvöldsins. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins snýr Nate Diaz aftur eftir þriggja ára fjarveru þegar hann mætir Antony Pettis.
8/14/201958 minutes
Episode Artwork

Tappvarpið 71. þáttur: Gunnar Nelson

Gunnar Nelson kom í Tappvarpið að þessu sinni og fór um víðan völl. Gunnar ræddi auðvitað um komandi bardaga gegn Thiago Alves sem fer fram í Kaupmannahöfn í september. Gunnar fór einnig vel yfir tapið gegn Leon Edwards, æfingar hér heima vs. erlendis, Bellator og framtíð eftir að ferlinum lýkur.
8/1/20191 hour, 37 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Tappvaprið 70. þáttur: UFC 240 upphitun og leiðinlegur Leon Edwards

UFC 240 fer fram um helgina þar sem Max Holloway mætir Frankie Edgar í aðalbardaga kvöldsins. Við hituðum því vel upp fyrir bardagakvöldið en fórum einnig aðeins yfir sigur Leon Edwards um síðustu helgi á Rafael dos Anjos.
7/25/20191 hour, 4 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 69. þáttur: Ótrúlegt rothögg Jorge Masvidal og UFC 239 uppgjör

UFC 239 var rosalegt bardagakvöld! Ásgeir Börkur Ásgeirsson kom í Tappvarpið að þessu sinni og fór vel yfir bardagakvöldið. Voru þetta 'nauðsynleg' aukahögg hjá Jorge Masvidal? Vann Thiago Santos? Er þetta komið gott hjá Holly Holm og Luke Rockhold? Öllum þessum spurningum var svarað í ítarlegu Tappvarpi.
7/9/20191 hour, 30 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 68. þáttur: Er hægt að vinna Jon Jones? Upphitun fyrir UFC 239

UFC 239 fer fram um helgina og fórum við vel yfir bardaga helgarinnar. Jon Jones mætir Thiago Santos í aðalbardaga kvöldsins og veltum við því fyrir okkur hvort og hvernig það sé hægt að vinna Jon Jones.
7/4/20191 hour, 15 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 67. þáttur: Óvæntur bardagi Gunnars Nelson gegn Thiago Alves

Bardagi Gunnars Nelson gegn Thiago Alves var staðfestur á miðvikudaginn en Gunnar mætir Alves á UFC bardagakvöldinu í Kaupmannahöfn þann 28. september. Við fórum vel yfir bardagann og það helsta sem er að gerast í MMA heiminum þessa dagana.
6/27/201948 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 66. þáttur: Sunna 'Tsunami' og Hrólfur ræða Invicta mótið

Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Hrólfur Ólafsson mættu í Tappvarpið þar sem þau fóru vel yfir Invicta mótið í maí. Sunna Rannveig mætti þar Kailin Curran en féll úr leik í 1. umferð eftir gríðarlega jafna lotu. Hrólfur Ólafsson var með í för og var í horninu hjá Sunnu ásamt Luka Jelcic. Sunna vonast eftir að fá annan bardaga gegn Curran á árinu.
6/19/20191 hour, 3 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 65. þáttur: Hversu góður er Henry Cejudo? UFC 238 uppgjör

UFC 238 fór fram um síðustu helgi þar sem Henry Cejudo sigraði Marlon Moraes. Við fórum vel yfir bardagakvöldið og skoðuðum aðeins Bellator 222 sem fer fram um næstu helgi.
6/11/201956 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 64. þáttur: UFC 238 upphitun, UFC Stockholm og fleira

Í nýjasta þætti Tappvarpsins hituðum við vel upp fyrir UFC 238 sem fer fram um helgina. Þá fórum við einnig vel yfir UFC bardagakvöldið í Stokkhólmi um síðustu helgi og hvort Alexander Gustafsson sé raunverulega hættur.
6/4/20191 hour, 14 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Tappvaprið 63. þáttur: Sage Northcutt, Tony Ferguson vs. Donald Cerrone og margt fleira

Það var farið yfir víðan völl í nýjasta Tappvarpinu. Rætt var um ONE Championship og frumraun fyrrum UFC bardagamanna þar, geggjaðan bardaga Tony Ferguson og Donald Cerrone og margt fleira.
5/27/20191 hour, 4 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 62. þáttur: Upphitun fyrir UFC 236

Á laugardaginn verður skemmtilegt bardagakvöld á dagskrá þegar UFC 236 fer fram þar sem tveir bráðabirgðatitlar verða í boði. Max Holloway fer upp í léttvigt og mætir Dustin Poirier og Kelvin Gastelum mætir Israel Adesanya í millivigt. Spennandi kvöld!
4/8/201958 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 61. þáttur: Tap Gunnars og UFC bardagakvöldið í London

Tap Gunnars Nelson gegn Leon Edwards var afar svekkjandi en í þættinum förum við vel yfir bardagann gegn Edwards. Þá förum við einnig yfir aðra bardaga helgarinnar og önnur mál í MMA heiminum.
3/20/20191 hour, 13 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 60. þáttur: Petesy Carrol from MMA Fighting on the UFC London card

Petesy Carroll was the guest for 2nd show here in London. Petesy is an Irish reporter from MMA Fighting and has known about Gunnar since he was a teenager. We talked about Gunnar's rise in Ireland, his career in the UFC so far and his upcoming fight against Leon Edwards.
3/15/20191 hour, 9 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 59. þáttur: Upphitun fyrir UFC London með leikmanninum Snorra Björns

59. þáttur Tappvarpsins var tekinn upp frá London. Gestur þáttarins að þessu sinni var ljósmyndarinn Snorri Björnsson en hann hefur fylgt Gunnari eftir í síðustu þremur bardögum og er auðvitað staddur í London núna. Snorri fylgist vel með MMA sem leikmaður og ræddum við um bardagavikuna og bardagakvöldið í London.
3/12/201952 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 58. þáttur: Birgir Sverrisson hjá Lyfjaeftirliti ÍSÍ talar um lyfjamál í MMA

Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlit Íslands, mætti í Tappvarpið til að fara aðeins yfir lyfjamál í MMA og hvernig lyfjaeftirlit starfa. Þekkt mál eins og mál Jon Jones voru tekin fyrir þar sem Birgir gaf sína skoðun á málunum.
2/25/20191 hour, 18 minutes, 1 second
Episode Artwork

Tappvarpið 57. þáttur: Leon Edwards, Khabib bannið, Jon Jones og UFC 234

Í 57. þætti Tappvarpsins skoðuðum við Leon Edwards sem andstæðing en Edwards mætir Gunnari Nelson á UFC bardagakvöldinu í London í mars. Einnig fórum við yfir 9 mánaða bann Khabib Nurmagomedov, lyfjapróf Jon Jones og UFC 234 sem fer fram í febrúar.
1/30/20191 hour, 1 minute, 51 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 56. þáttur: Næstu skref Gunnars, UFC 232 og 2018 ársuppgjör

Í 56. þætti Tappvarpsins fórum við aðeins yfir hvað gæti verið framundan hjá Gunnari Nelson eftir sigur hans gegn Alex Oliveira í desember. Þá fórum við einnig yfir UFC 232 og svo gerðum við árið 2018 upp.
1/8/20191 hour, 22 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 55. þáttur: Gunnar Nelson vs. Alex 'Cowboy' Oliveira, Chuck vs. Tito og Bjarki Ómars

Nú styttist allverulega í bardaga Gunnars Nelson og Alex 'Cowboy' Oliveira á UFC 231. Af því tilefni fengum við Bjarka 'The Kid' Ómarsson til að mæta og spjalla við okkur Guttorm en Bjarki er sá Íslendingur sem hefur eytt hvað mestum tíma með Gunnari á æfingum fyrir bardagann. Þá ræddum við einnig um Tito Ortiz vs. Chuck Liddell og aðeins um UFC 231 almennt. Vegna tæknilega örðugleika datt út umræðan um bardaga Valentinu Shevchenko og Joanna Jedrzejczyk, biðjumst velvirðingar á því.
11/28/201859 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 54. þáttur: Bardagi Gunnars gegn Alex Oliveira og veltivigtin í UFC

Gunnar Nelson mætir Alex Oliveira á UFC 231 í Kanada í desember. Við ræddum aðeins um bardagann og veltivigtina almennt í UFC í dag.
10/25/20181 hour, 54 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 53. þáttur: UFC 229 hópslagsmálin (og bardaginn sjálfur auðvitað)

UFC 229 var risa viðburður þar sem Khabib gjörsigraði Conor McGregor. Eftir bardagann urðu fáránleg hópslagsmál og er því af nógu að ræða eftir viðburðinn.
10/8/201854 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 52. þáttur: Risa upphitun fyrir UFC 229

UFC 229 fer fram á laugardaginn þar sem Conor McGregor snýr aftur eftir tveggja ára fjarveru. Conor mætir þá Khabib Nurmagomedov í aðalbardaga kvöldsins í stærsta bardaga ársins. Í þættinum töluðum við um allt sem viðkemur bardaganum og svöruðum einnig spurningum hlustenda. Þökkum kærlega fyrir frábærar spurningar!
10/1/20181 hour, 35 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 51. þáttur: Conor-Khabib, UFC 227 og MMA á Íslandi

Fórum ítarlega yfir bardaga Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov í nýjasta þætti Tappvarpsins.
8/16/20181 hour, 9 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 50. þáttur: Brasilískt jiu-jitsu á Íslandi með svartbeltingunum Halldóri og Ómari

Þeir Halldór Logi Valsson og Ómar Yamak fengu báðir svart belti í brasilísku jiu-jitsu á dögunum. Þeir náðu báðir frábærum árangri á Mjölni Open á dögunum og ræddu í Tappvarpinu um BJJ á Íslandi, andlegu hliðina í keppnum og margt fleira.
6/6/201851 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 49. þáttur: Meiðsli Gunnars

Leiðinlegasta Tappvarp allra tíma þar sem við tölum um meiðsli Gunnars Nelson.
4/30/201843 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 48. þáttur: Conor fíaskóið og UFC 223

Það gekk ýmislegt á í síðustu viku í kringum UFC 223. Conor mætti til New York og gerði allt vitlaust og þá fór UFC 223 fram þar sem allt gekk eins og í sögu..
4/10/201858 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 47. þáttur - Gunnar Nelson vs. Neil Magny, staðan í veltivigtinni og UFC 223

Gunnar Nelson mætir Neil Magny á UFC bardagakvöldinu í Liverpool í maí. Við ræddum aðeins um bardagann, stöðuna í veltivigt og Khabib time!
3/28/201852 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 46. þáttur: Gunnar í London, UFC 221 og Ronda Rousey

Í 46. þætti Tappvarpsins fórum við yfir stöðuna hjá Gunnari og hvaða andstæðingar gætu verið í boði fyrir hann. Þá fórum við aðeins yfir UFC 221 sem fer fram þann 10. febrúar en bardagakvöldið er ekki beint hlaðið stórum nöfnum.
2/1/201849 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 45. þáttur: Árið 2017 gert upp og UFC 220 upphitun

Í 45. þætti Tappvarpsins ræðum við aðeins um árið 2017, árið 2018 framundan og svo auðvitað UFC 220.
1/19/20181 hour, 2 minutes
Episode Artwork

Tappvarpið 44. þáttur: UFC 217 og ný kynslóð í veltivigtinni

Nýtt Tappvarp! Í nýjasta Tappvarpinu förum við vel yfir UFC 217 sem fer fram í Madison Square Garden um helgina. Að auki förum við aðeins yfir veltivigtina en ný kynslóð bardagamanna virðast vera að hasla sér völl.
11/1/201754 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 43. þáttur: Áfrýjun Gunnars, B-sýni Jon Jones og UFC 215

Í nýjasta Tappvarpinu fórum við yfir niðurstöðu áfrýjunar Gunnars Nelson en tapið geng Santiago Ponzinibbio mun standa. Þá fórum við einnig aðeins yfir stöðuna hjá Jon Jones og UFC 215.
9/13/201748 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 42. þáttur: Lyfjapróf Jon Jones og Conor-Floyd

Í 42. þætti Tappvarpsins fórum við yfir lyfjapróf Jon Jones. Á þriðjudaginn kom í ljós að anabólískir sterar fundust í lyfjaprófi hans. Þá fórum við einnig yfir lokaupphitun fyrir box bardaga Floyd Mayweather og Conor McGregor.
8/24/201750 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 41. þáttur: Kolli og Steinar Thors fara yfir bardaga Floyd Mayweather og Conor McGregor

Kolbeinn Kristinsson og Steinar Thors mættu í Tappvarpið til að fara yfir boxbardaga Floyd Mayweather og Conor McGregor sem fram fer þann 26. ágúst. Báðir þekkja boxið auðvitað afar vel en Kolbeinn er 9-0 sem atvinnumaður og Steinar er boxþjálfari í Mjölni.
8/14/201752 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 40: UFC 214 uppgjör

UFC 214 var glæsilegt bardagakvöld og fórum við vel yfir það í 40. þætti Tappvarpsins. Þá fórum við einnig aðeins yfir stöðuna í veltivigtinni og léttþungavigtinni.
8/4/201756 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 39. þáttur: Bardagar Sunnu og Gunnars gerðir upp

Í 39. þætti Tappvarpsins gerðum við upp bardaga Gunnars Nelson gegn Santiago Ponzinibbio í Glasgow. Þá gerðum við einnig upp bardaga Sunnu Rannveigar við Kelly D'Angelo og ræddum aðeins um Chris Weidman og UFC 214.
7/23/201751 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 38. þáttur: Alvöru upphitun fyrir bardaga Sunnu og Gunnars með Bjarka Þór og Bjarka Ómars

Bardagamennirnir Bjarki Þór Pálsson og Bjarki Ómarsson mættu í Tappvarpið og fórum við ítarlega yfir bardaga Gunnars Nelson gegn Santiago Ponzinibbio og yfir bardaga Sunnu Rannveigar Davíðsdóttur gegn Kelly D'Angelo.
7/10/201748 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 37: UFC 213 upphitun

Hituðum upp fyrir UFC 213 sem fram fer um helgina. Þar mætast þær Amanda Nunes og Valentina Shevchenko í aðalbardaga kvöldsins um bantamvigtartitil kvenna. Einnig mætast þeir Yoel Romero og Robert Whittaker um bráðabirgðarbeltið í millivigtinni.
7/7/201745 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 36. þáttur: Conor vs. Floyd, Bellator, Gunnar Nelson og fleira

Farið var um víðan völl í 36. þætti Tappvarpsins. Ræddum aðeins um risa boxbardaga Floyd Mayweather og Conor McGregor, Gunnar Nelson og æfingabúðirnar hans fyrir bardagann gegn Santiago Ponzinibbio, stóra Bellator kvöldið á laugardaginn og UFC bardagakvöldið um síðustu helgi.
6/20/201751 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 35. þáttur: UFC 212, Demetrious Johnson og Germaine de Randamie

Fórum vel yfir UFC 212 sem fór fram um síðustu helgi þar sem Max Holloway sigraði Jose Aldo. Þá fórum við einnig vel yfir stöðu Demetrious Johnson í fluguvigtinni eftir hótanir UFC um að loka þyngdarflokknum. Að lokum ræddum við um Germaine de Randamie sem vill frekar láta titilinn sinn af hendi í stað þess að mæta Cyborg Justino. Biðjumst velvirðingar á örlitlum hljóðtruflunum í byrjun.
6/7/201757 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 34. þáttur: UFC 211 uppgjör, GSP-Bisping og smá um Santiago Ponzinibbio

Í 34. þætti Tappvarpsins fórum við vel yfir UFC 211 sem fram fór um síðustu helgi. Einnig fórum við yfir stöðu mála hjá Michael Bisping og Georges St. Pierre og svo gátum við ekki sleppt því að tala aðeins um Santiago Ponzinibbio.
5/17/201748 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 33: Gunnar Nelson-Santiago Ponzinibbio umræða og UFC 211

Gunnar Nelson mætir Santiago Ponzinibbio í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Skotlandi þann 16. júlí. Við ræddum aðeins bardagann með Bjarka Ómarssyni og þá fórum við aðeins yfir UFC 211.
5/12/201740 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 32. þáttur: Anderson Silva, Bjarki Þór og alls konar leikir

Í 32. þætti Tappvarpsins fórum við yfir víðan völl. Við ræddum um bardaga Bjarka Þór, pirring Anderson Silva, Professional Fighters League og ræddum um það besta og versta við MMA.
5/4/201743 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 31. þáttur: UFC 210, Gunnar Nelson og Sunna Rannveig

Löngu orðið tímabært að taka upp eitt Tappvarp. Fyrsta Tappvarpið okkar í langan tíma og fórum við því yfir UFC 210, bardaga Gunnars Nelson og gagnrýnina sem hefur fylgt frá ýmsum sérfræðingum og bardaga Sunnu Rannveigar í Invicta.
4/12/20171 hour, 1 minute, 20 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 30. þáttur: Upphitun fyrir Gunnar vs. Jouban og UFC 209 með Bjarka Ómars

Það styttist í bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban og fórum við vel yfir bardagann með Bjarka Ómarssyni. Þá fórum við einnig yfir UFC 209 sem fram fór um síðustu helgi.
3/8/20171 hour, 3 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 29. þáttur - Haraldur Dean Nelson um Gunnar Nelson vs. Alan Jouban og fleira

Haraldur Dean Nelson var gestur okkar í 29. þætti Tappvarpsins. Við ræddum við Halla um bardaga Gunnars gegn Alan Jouban, nýja eigendur UFC, Floyd vs. Conor og margt fleira.
2/24/20171 hour, 3 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 28. þáttur - Gunnar vs. Alan Jouban og UFC 208

Bardagi Gunnars Nelson gegn Alan Jouban er nú staðfestur. Bardaginn fer fram í London en Jouban er hættulegur andstæðingur og fórum við aðeins yfir hann.
2/14/201745 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 27. þáttur - Magnús Ingi Ingvarsson kíkir í heimsókn

Magnús Ingi Ingvarsson nældi sér í brons á Evrópumótinu í MMA í fyrra. Við fengum hann loksins í spjall til okkar þar sem við fórum ítarlega yfir EM, ræddum um Gunnar Nelson og UFC on Fox 23 sem fram fór síðustu helgi.
1/31/201757 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 26. þáttur - Íþróttasálfræði í MMA

Sálfræðingurinn Erlendur Egilsson mætti í spjall til okkar til að ræða um íþróttasálfræði í MMA. Erlendur, eða Elli eins og hann er gjarnan kallaður, hefur verið að vinna með bardagafólki hér heima og gat gefið okkur aðeins skýrari innsýn í andlega þáttinn í bardagaíþróttum.
1/17/20171 hour, 4 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 25. þáttur - UFC 207 og Ronda Rousey

Í 25. þætti Tappvarpsins fórum við vel yfir UFC 207 sem fram fór um síðustu helgi. Að sjálfsögðu rýndum við vel í frammistöðu Rondu Rousey og hennar framtíð. Þá kíktum við aðeins yfir farinn veg enda var 2016 frábært ár í MMA heiminum.
1/3/20171 hour, 3 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 24. þáttur - Bjarki Þór gerir upp umdeildan bardaga

Bjarki Þór Pálsson barðist sinn annan atvinnubardaga nú um helgina. Bjarki var að stjórna bardaganum fyrstu tvær loturnar en í þriðju lotu fékk Bjarki ólöglegt hné í sig og rotaðist. Andstæðingurinn var í kjölfarið dæmdur úr leik og vann Bjarki því bardagann. Við fórum ítarlega yfir bardagann í 24. þætti Tappvarpsins.
12/14/201641 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 23. þáttur - Ronda Rousey, UFC 206 og MMAAA

Í 23. þætti Tappvarpsins fórum við aðeins yfir Rondu Rousey og hvarf hennar frá fjölmiðlun undanfarið ár. Hún mætir Amöndu Nunes á UFC 207 þann 30. desember. Einnig fórum við stuttlega yfir EM í Prag, Cyborg, UFC 206 og margt fleira.
12/8/20161 hour, 16 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 22. þáttur- UFC 205 uppgjör

UFC 205 fór fram um helgina í New York þar sem Conor McGregor varð tvöfaldur meistari eftir sigur á Eddie Alvarez. Við gerðum upp bardagakvöldið í heild sinni í 22. þætti Tappvarpsins.
11/17/20161 hour, 2 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 21. þáttur - Upphitun fyrir UFC 205

UFC 205 fer fram um helgina og hituðum við vel upp fyrir bardagakvöldið í þessum 21. þætti okkar. Við töluðum um flesta bardagana á þessu sturlaða bardagakvöldi og getum ekki beðið eftir veislunni á laugardaginn.
11/10/20161 hour, 7 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 20. þáttur - GSP, óánægjan í UFC, breytingaskeiðið og Ronda Rousey

Í 20. þætti Tappvarpsins ræddum við um stóra GSP málið, þá miklu óánægju sem virðist ríkja meðal margra bardagamanna í UFC og þær breytingar framundan sem við gætum átt von á. Við ræddum einnig um endurkomu Rondu Rousey en hún mætir Amöndu Nunes á UFC 207 í desember.
10/20/201647 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 19. þáttur - Hrólfur Ólafsson og UFC 204

Bardagamaðurinn Hrólfur Ólafsson (2-2)mætti í Tappvarpið að þessu sinni en hann mun keppa á Evrópumótinu í MMA í nóvember. Við ræddum við Hrólf um Evrópumótið, UFC 204, Dong Hyun Kim og margt fleira.
10/5/201649 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 18. þáttur - UFC 205, Sunna Rannveig og Jose Aldo

Í 18. þætti Tappvarpsins fórum við vel yfir UFC 205 og blaðamannafundinn sem haldinn var í vikunni í tengslum við bardagakvöldið. Einnig fórum við yfir bardaga Sunnu Rannveigar í Invicta, mál Jose Aldo og margt fleira.
9/29/201649 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 17. þáttur - Gunnar vs. Dong Hyun Kim, UFC 203 og fleira

Í 17. þætti Tappvarpsins fórum við yfir komandi bardaga Dong Hyun Kim og Gunnars Nelson í Belfast þann 19. nóvember. Fórum einnig yfir UFC 203, Demian Maia, bardaga Sunnu og fleira.
9/7/201656 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 16. þáttur: UFC 202 umræða og Rory MacDonald

Fórum vel yfir UFC 202 og sem fór fram þar. Einnig komum við inn á Rory MacDonald og fórum aðeins yfir UFC on Fox 21 bardagakvöldið sem fram fer um helgina.
8/24/20161 hour, 2 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 15. þáttur: Bjarki Ómars, UFC 202 og bíó

Bjarki Ómarsson (7-4) kom í heimsókn og ræddum við um síðasta bardaga, UFC 202 og fleira. Bjarki gat gefið okkur áhugaverða innsýn í hvernig það er að vera í búrinu með Conor McGregor enda hefur hann æft með honum.
8/10/20161 hour, 2 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 14. þáttur: Neyðarfundur um Jon Jones

Í þessum 14. þætti Tappvarpsins ræddum við um Jon Jones lyfjaprófið og hvaða áhrif þetta kann að hafa á framtíð hans og Daniel Cormier.
7/7/201626 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 13. þáttur: UFC 200 umræða

13. þáttur Tappvarpsins, podcasti MMAFrétta. Förum yfir UFC 200 og tengd bardagakvöld.
7/1/20161 hour, 19 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 12. þáttur: UFC 199 umræða, Ariel Helwani, Brock Lesnar og fleira

Í 12. þætti Tappvarpsins fórum við ítarlega yfir UFC 199, stóra Helwani málið, Brock Lesnar, bardaga Rory MacDonald og Stephen Thompson og fleira.
6/8/201650 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 11. þáttur - Sunna Rannveig Davíðsdóttir

Sunna Rannveig Davíðsdóttir samdi nýverið við Invicta bardagasamtökin . Við fengum Sunnu í skemmtilegt spjall um þennan Invicta samning og spjölluðum einnig um Cyborg, UFC 198 og fleira.
5/21/20161 hour, 1 minute, 51 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 10. þáttur - Gunnar Nelson bardaginn og umræða um UFC 198

Fórum vel yfir frábæran bardaga Gunnars Nelson gegn Albert Tumenov og allt það markverðasta sem gerðist á UFC bardagakvöldinu í Rotterdam um síðustu helgi. Skoðum einnig UFC 198 og hvaða frábæru bardagar eru þar á dagskrá.
5/11/20161 hour, 5 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 9. þáttur - Conor McGregor umræða og upphitun fyrir UFC Rotterdam bardagakvöldið

Í 9. þætti Tappvarpsins tókum við góða umræðu um Conor McGregor og skák hans við UFC. Tókum einnig góða upphitun fyrir UFC Rotterdam bardagakvöldið þar sem Gunnar Nelson mætir Albert Tumenov.
5/2/20161 hour, 5 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 8. þáttur - Jon Jones, Sigmundur Davíð, UFC 200 og spurningar frá hlustendum.

Í 8. þætti Tappvarpsins fórum við yfir mál Jon Jones, UFC 200, tölum um Sigmund Davíð og svörum spurningum hlustenda.
4/5/201652 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 7. þáttur

7. þáttur hlaðvarps MMA Frétta er kominn. Þátturinn hefur nú fengið nafnið Tappvarpið en í þættinum ræddu þeir Pétur og Óskar um UFC 200, bardagakvöldin í Brisbane og Zagreb og Demetrious Johnson.
3/23/201653 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 6. þáttur: UFC 196 umræða

6. þáttur í Podcasti MMA Frétta. Í þættinum förum við vel yfir UFC 196 og tap Conor McGregor.
3/6/201647 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 5. þáttur: UFC 194 umræða

Bjarki Ómarsson og Bjarki Þór voru gestir í 5. þætti okkar. Umræðan snérist að mestu leyti um UFC 194 en einnig var farið um víðan völl og talað m.a. um Rondu Rousey, Jon Jones og fleira.
11/29/201554 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 4. þáttur: Magnús Ingi og Bjarki Þór

Bardagabræðurnir Bjarki Þór Pálsson og Magnús Ingi Ingvarsson mættu til okkar og saman ræddum við um UFC 192, Johny Hendricks, þyngdarflokka og niðurskurð í MMA og fleira.
10/4/20151 hour, 6 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 3. þáttur: Nick Diaz, Fedor Emelianenko, Gunni-Maia (Pennar MMA Frétta)

Pennar MMA Frétta (Pétur, Óskar, Gutti) ræða um nokkur skemmtileg málefni í MMA svo sem stóra Nick Diaz málið, Fedor Emelianenko, bardaga Gunnars gegn Demian Maia og fleira.
9/20/20151 hour, 2 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 2. þáttur: UFC 189 umræða með Bjarka Ómars og Ásgeiri Berki

Þeir Bjarki Ómarsson og Ásgeir Börkur Ásgeirsson voru gestir í öðrum þætti í Podcasti MMA Frétta. Umræðan snérist aðallega um UFC 189 og nýjan andstæðing Gunnars Nelson, Brandon Thatch.
6/28/201550 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Tappvarpið 1. þáttur: Haraldur Dean Nelson

Fyrsta podcast MMA Frétta. Gestur okkar að þessu sinni er Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson. Við spjölluðum við hann um umboðsmennsku í MMA, Reebok samninginn, steramál í MMA, UFC 189 og fleira. Stjórnendur eru Pétur Marinó Jónsson og Óskar Örn Árnason.
6/14/20151 hour, 26 minutes, 52 seconds