Ég býð þér á stefnumót við lífið! Þetta podcast er hvatning til taka skýra afstöðu með lífinu og treysta því fyrir okkur. Með því að fara á stefnumót við lífið og tengjast því djúplega getum við lagt okkar að mörkum til jafnréttis og friðar. Það er svo sannarlega besta gjöfin frá okkur til okkar.
Steinkona fæðir barn um nótt
Darmaræða með Ástvaldi Zenki
03/02/2023 • 50 minutes, 31 secondes
Stefnumót við lífið
Ert þú tilbúin/n til að sjá skýrt það sem er hér og nú og býrðu yfir mildi og hugrekki til að líta ekki undan?
Að setjast í zazen hugleiðslu er stefnumót við lífið, þitt eigið líf hér og nú. Með öllu því sem fylgir, ekkert undanskilið, bara þú og lífið.
15/03/2022 • 44 minutes, 3 secondes
Lífið, með stórum staf
Þessi þáttur fjallar um það hvernig búddismi fjallar um lífið og dauðann, málefni sem ekki er talað mikið um og er jafnvel svolítið tabú að tala um.
14/02/2022 • 51 minutes, 10 secondes
Lífið er hjartans mál
„Ég sit hljóður, geri ekki neitt, vorið kemur og grasið vex af sjálfum sér“ orti japanska ljóskáldið Matsuo Basho.
Við mennirnir erum oftast of uppteknir af okkar eigin málefnum og hugðarefnum til að heyra tungumál hjartans sem talar þó til okkar öllum stundum.
En þau okkar sem hafa setið hljóð í þögninni og orðið eitt með lífinu, skynja það djúplega að tungumál hjartans er skýrt og tært og á sama tíma óskiljanlegt þeim sem reyna að skilja.
Lífið er svo sannarlega hjartans mál sem kemur okkur öllum við. Við ættum að staldra við og leggja við hlustir. -Zenki
27/01/2022 • 49 minutes, 29 secondes
Að snerta hughjartað 5. þáttur
Þessi þáttur er hluti af þáttaröð sem ég gerði fyrir Storytel. Í þessum þætti tala ég um náttúruna og og velti því fyrir mér hvernig við upplifum náttúruna. Ég tala líka um ljóð og það hvað ljóð eru frábær leið til að tjá hugsun á djúpan hátt.
Í lok þáttarins er kennd hugleiðsla og hvernig best er að bera sig að þegar kemur að því að setjast niður og hugleiða.
13/01/2022 • 29 minutes, 16 secondes
Að snerta hughjartað 4. þáttur.
Þessi þáttur er hluti af þáttaröð sem ég gerði fyrir Storytel. Í þessum þætti tala segi ég frá veturdvöl okkar hjóna á Sonoma Mountain Zen Center í Californíu. Einnig segi ég frá því hvernig hjónavíxla fer fram í Zen hefðinni.
Í lok þáttarins er kennd hugleiðsla og hvernig best er að bera sig að þegar kemur að því að setjast niður og hugleiða.
13/01/2022 • 29 minutes, 16 secondes
Að snerta hughjartað 3. þáttur
Þessi þáttur er hluti af þáttaröð sem ég gerði fyrir Storytel. Í þessum þætti tala ég um hinn algilda huga og hinn afstæða huga og velti því fyrir mér hvað mannleg þjáning sé?
Í lok þáttarins er kennd hugleiðsla og hvernig best er að bera sig að þegar kemur að því að setjast niður og hugleiða.
13/01/2022 • 28 minutes, 45 secondes
Að snerta hughjartað 2. þáttur
Þessi þáttur er hluti af þáttaröð sem ég gerði fyrir Storytel. Í þessum þætti tala ég um þrjú atriði sem einkenna búddíska iðkun. Hvað er afstæður hugur og hvað er algeildur hugur?
Í lok þáttarins er kennd hugleiðsla og hvernig best er að bera sig að þegar kemur að því að setjast niður og hugleiða.
13/01/2022 • 26 minutes, 31 secondes
Að snerta hughjartað 1. þáttur
Þessi þáttur er hluti af þáttaröð sem ég gerði fyrir Storytel. Í þessum þætti kynni ég sjálfan mig og segi frá því hernig ég kynntist Zen hugleiðlu og afhverju ég fór að iðka.
13/01/2022 • 37 minutes, 32 secondes
Er lífið á verkefnalistanum þínum?
Það er engu líkara en lífið sjálft sé komið á verkefnalistann, eins og það sé eitthvað sem við þurfum að muna eftir að gera.
Lífið á ekki heima á verkefnalistanum því það er ekki eitthvað sem við gerum heldur eitthvað sem við erum.
Er lífið þitt á verkefnalistanum þínum?