Winamp Logo
Rómur Cover
Rómur Profile

Rómur

Icelandic, Social, 1 season, 3 episodes, 2 hours, 53 minutes
About
Vefmiðillinn Rómur heldur úti hlaðvarpi þessu. Romur.is er vettvangur fyrir ungt fólk til að koma skoðunum sínum á framfæri.
Episode Artwork

Vísyndi - Leghálsskimanir

Skimun fyrir leghálskrabbameini hefur verið í mikilli og óvæginni umræðu undanfarnar vikur! Hér förum við ofan í saumana á þessari skimun: Hvernig fer leghálsskimun fram? Afhverju er svona mikilvægt að fara í skimun? Hvað gerðist á Íslandi og hvar standa málin hjá okkur núna?  Íslendingar eru í þeirri stöðu að geta á næstu árum allt að því útrýmt leghálskrabbameini - það er bara undir okkur komið að mæta í skimun og nýta okkur úrræðin! Við hvetjum ykkur öll til að hlusta og mæta í skimun! Þáttastjórnendur: Hólmfríður Rósa Halldórsdóttir og Sólveig Hlín Brynjólfsdóttir, doktorsnemar í lífvísindum.
2/10/202156 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Vísyndi - Meltingarensím

Er þér stundum illt í maganum? Hefur hvarflað að þér að meltingarensím gætu verið lausnin á þínum vandamálum? Hér förum við yfir hver eru vísindin á bak við fæðubótarefnið meltingarensím og hvort okkur skorti í raun cellulasa.    Þáttastjórnendur: Hólmfríður Rósa Halldórsdóttir og Sólveig Hlín Brynjólfsdóttir, doktorsnemar í lífvísindum
12/21/202054 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Vísyndi - Corona bóluefnið

Við lifum á undarlegum tímum á þessu heimsfaraldsári – en á sama tíma lifum við á byltingarkenndum tíma vísindanna. Kapphlaupið eftir bóluefni stendur sem hæst en sum þeirra feta óþekktar slóðir og hafa þess vegna vakið mikið umtal og jafnvel hræðslu. En er einhver ástæða til að óttast? Eru þessi bóluefni örugg og munu þau frelsa okkur frá Netflixfylleríi, náttfötum og heimavinnu? Þáttastjórnendur: Hólmfríður Rósa Halldórsdóttir og Sólveig Hlín Brynjólfsdóttir, doktorsnemar í lífvísindum
11/24/20201 hour, 2 minutes, 57 seconds