Winamp Logo
Rauður Raunveruleiki Cover
Rauður Raunveruleiki Profile

Rauður Raunveruleiki

Icelandic, News, 1 season, 102 episodes, 3 days, 15 hours, 53 minutes
About
Ungir sósíalistar ræða það sem skiptir þau máli.
Episode Artwork

Sósíalistar allra landa: Eleobore Mbra Kofi

Kristinn Hannesson sótti nýlega mjög fjölmenna ungmennaráðstefnu í Rússlandi þar sem ungt fólk úr hinum svokallaða þriðja eða öðrum heimi var og þar á meðal mikið af sósíalistum. Kristinn myndaði tengingar við sósíalista víðsvegar að úr Afríku, Asíu og Mið- og Suður Ameríku og við höfum ákveðið að taka viðtöl við þetta unga fólk og heyra um baráttu þess, viðhorf og stöðu í heiminum. Fyrsti gesturinn okkar er hún Eleobore Mbra Kofi en hún sótti ráðstefnuna í Sochi. Hún er sósíalisti sem býr í Englandi en fæddist og ólst upp á Fílabeinsströndinni. Eleobore er í Kommúnistaflokki Bretlands og við spjölluðum við hana um misskiptingu í heiminum, heimsvaldastefnuna, hnattræna suðrið og norðrið og um nauðsyn sósíalismans til þess að takast á við stærstu vandamál samtímans.
7/22/20241 hour, 6 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Heimsvaldastefnan, Trump og Suður Ameríka / Eyjólfur B. Eyvindarson

Eyjólfur B. Eyvindarson, einnig þekktur sem Sesar A er gestur okkar í kvöld. Við ræddum um heimsmálin, skotárásina á Trump, heimsvaldastefnuna, Suður Ameríku og nýlega valdaránstilraun í Bólivíu. Einnig ræðum við um aðdraganda Úkraínustríðsins og um 75 ára afmæli NATÓ hernaðarbandalagsins. Pakkaður þáttur um heimsmálin á Samstöðinni klukkan 11!
7/15/202452 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Barnasáttmálinn, siðrof og barátta

Í þættinum í kvöld koma til okkar þau Askur Hrafn Hannesson og Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir. Kristbjörg er meðlimur baráttusamtakana No Borders og hefur verið í fremstu víglínu við að reyna að stöðva brottvísun Yazan, Palestínska barnsins með hættulegan hrörnunarsjúkdóm. Askur er sömuleiðis virkur í baráttunni fyrir mannúð og réttlæti í málefnum fólks á flótta, Palestínu og mannréttindum. Í sumar er hann í iðnaðar- og bændastörfum. Anita Da Silva og Karl Héðinn ræða við þau Ask og Kristbjörgu um það siðrof sem mætir okkur og um baráttunni gegn því.
7/12/20241 hour, 1 minute, 36 seconds
Episode Artwork

Radio Radicale / Róttæk fjölmiðlun á Ítalíu

Radio Radicale er róttækur ítalskur fjölmiðill sem hefur starfað óslitið frá 1976. Við vorum svo lánsöm að ná tali af Stefano Chiarelli en hann hefur unnið hjá Radio Radicale í marga áratugi! Stefano mun tala ítölsku í viðtalinu en unnusta hans, Estrid Þorvaldsdóttir, mun þýða fyrir okkur. Við fjöllum um fjölmiðilinn, uppgang Meloni og hægrisins í Frakklandi, um samfélagsmál á Ítalíu og nauðsyn þess að alþýða fólks hafi aðgang að réttum og áreiðanlegum upplýsingum í átakasömum, og stéttskiptum, heimi.
7/2/202458 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Hagkerfið, vaxtamunur og okur, gjaldeyrismál

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson er hagfræðingur og sagnfræðingur. Við tókum ítarlegt spjall, ásamt Ólafi Jónssyni og Kára Jónssyni, um ástandið í hagkerfinu í dag, um vaxtamun og okur og um gjaldeyrismál. Hvert er stefna yfirvalda búin að taka okkur og hvað þarf að gera til að koma okkur úr þessum agalega farvegi sem við virðumst lent í? Þetta og fleira í Rauðum raunveruleika kvöldsins kl. 17:00
6/6/20241 hour, 14 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Palestína, mótmæli, ofbeldi lögreglunnar og forsetakosningar

Gestir þáttarins eru Sanna Magdalenda Mörtudóttir, Magga Stína, Ægir Máni Bjarnason og Stefán Örn Snæbjörnsson. Þátturinn er í umsjón Anitu Da Silva Bjarnadóttur og Karl Héðins Kristjánssonar
6/3/202440 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Red Reality - Gaza 2024: A Catastrophic Man Made Disaster - Dr. Mads Gilbert

Rauður raunveruleiki - 28. maí Red Reality - Gaza 2024: A man made disaster - Dr. Mads Gilbert Dr. Mads Gilbert er norskur læknir sem hefur látið sig málefni Palestínu varða í langan tíma. Við ræddum við Mads um hryllinginn á Gasa, um styrk mannkynsins og nauðsyn þess að við berjumst fyrir því sem er rétt, fallegt og gott. Það er enginn frjáls heimur án frjálsrar Palestínu. Við viljum þakka Félaginu Ísland-Palestína fyrir að bjóða honum hingað. Fyrirlestur Mads í Háskólabíói í gær var átakanlegur en veitti líka innblástur. Við vonum að viðtalið nái að fanga inntak erindis Mads en hann talar af mikilli reynslu og þekkingu af svæðinu, baráttunni og starfinu. Það hefur aldrei verið mikilvægara að standa upp fyrir mannréttindum, mennskunni og fyrir áreiðanleika alþjóðalaga. Mads er fyrirmynd fyrir okkur öll. Það er skylda okkar að tala gegn aðskilnaðarstefnunni, gegn fjöldamorðunum, glæpunum gegn mannkyni sem við sjáum á hverjum degi á Gasa og síðast en ekki síst gegn meðvirkni og samsekt vestrænna leiðtoga og stofnanna. Með því að virkjast í fjölda getum við neydd ríkisstjórnir okkar til þess að bregðast við, að styðja ákæru Suður Afríku gegn Ísrael og kalla eftir tafarlausu og endanlegu vopnahléi. Við þurfum efnahagsþvinganir á Ísrael og við þurfum að beita okkur fyrir því að fyrirtæki okkar, stofnanir og skólar færi fjárfestingar sínar úr Ísrael. Það þarf að auka pressuna á Íslenska valdhafa áfram, við getum náð í gegn. Við erum mjög nálægt því. Höldum áfram ✊❤️🖤🤍💚 "Við vitum það of vel að okkar frelsi er ófullkomið þegar Palestína er ekki frjáls." - Nelson Mandela ------------------------------------------------------------- English: We just did an awesome interview with the great Dr. Mads Gilbert We want to thank Félagið Ísland-Palestína for inviting him to Iceland to tell us about his work in solidarity medicine and about the man made catastrophe going on in Gaza right now. It has never been more important to stand up for human rights, decency and international rule of law and Mads is a shining example to us all. It is our duty to speak out against the apartheid regime, the horrible atrocities being committed by the occupation forces and the horrendous complicity of western governments and institutions. Through mass mobilisation we can force our governments to intervene, to support South Africa's case against Israel in the International Court of Justice and to call for immediate sanction and divestment from Israeli companies supporting apartheid and occupation. The pressure needs to be increased further and we can do it. In Iceland we are very close to breaking through. Keep fighting ✊❤️🖤🤍💚 "We know too well that our freedom is incomplete without the freedom of the Palestinians." - Nelson Mandela The show will air on Samstöðin tonight and we remind everyone that Dr. Mads will also hold a lecture in Akureyri tomorrow evening in Hof at 19:30.
5/28/20241 hour, 17 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Umhyggja, siðferði, samfélag og Marx - Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson

Í Rauðum raunveruleika í kvöld tölum við við nýdoktor í heimspeki, hann Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson. Doktorsverkefnið hans snérist um frásagnir fórnarlamba af ofbeldi. Um tengsl frásagna og samkenndar og hvaða takmörkunum við erum háð þegar við reynum að koma orðum að reynslu okkar þvert á lífheima. Við ræddum við Gústav um hryllinginn á Gaza, um siðrof, samkennd, firringu og Marxisma. Um misskiptinguna í heiminum, kapítalisma, arðrán og um hugmyndafræði. Rætt um stóru málin og spurningarnar á Samstöðinni klukkan 19:00.
5/8/20241 hour, 6 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Kvennaverkföll, feminismi og stéttarbarátta

Í dag ætlum við að ræða um kvennaverkföll, feminisma og stéttarbaráttu með Sonju Þorbergsdóttir, formanni BSRB, Söru Stef Hildardóttur, verkefnastjóra hjá Landsbókasafni Íslands, Sönnu Magdalenu Mörtudóttir, borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins og Valgerði Þ. Pálmadóttir, nýdoktor í hugmyndasögu. Við byrjum á því að horfa á stutt brot frá kvennaverkfallinu 1975 og ræðum um árangur baráttunnar, um stöðuna í dag, um hugmyndasögu femínisma og um leiðina fram á við í baráttunni fyrir jöfnuði, réttlæti og mannsæmandi lífi fyrir öll!
4/30/20241 hour, 1 minute, 7 seconds
Episode Artwork

Hagfræði, pólitík og spilling / Þorvaldur Gylfason

Þorvaldur Gylfason er hagfræðingur, prófessor emeritus og samfélagsrýnir. Við ætlum að ræða við Þorvald um hagkerfið, stjórnsýsluna á Íslandi og um spillingu. Af hverju virðist ekki vera tekið á spillingarmálum á Íslandi? Er hagkerfið að virka fyrir almenning í landinu? Hver eru áhrif ólígarka á íslenskt samfélag og samfélög almennt og hvað er til ráða, hvernig varðveitum við lýðræðið gagnvart ágengni ólíkarkismans? Þetta og fleira spennandi í kvöld í beinni útsendingu á Samstöðinni kl. 18.
4/22/20241 hour, 31 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

MFÍK & SHA: Baráttan fyrir réttlæti og friði

Guttormur Þorsteinsson er formaður Samtaka Hernaðarandstæðinga og Lea María Lemarquis er meðlimur MFÍK, Menningar og Friðarsamtaka Kvenna. Við komum beint af samstöðufundi fyrir Palestínu, laugardaginn 20. apríl, þar sem Lea og Guttormur voru með ræðu. Við ræddum um utanríkisstefnu Íslands, alþjóðalög, heimsvaldastefnu, mannréttindi og nauðsyn þess að beita sér fyrir friði. Á Samstöðinni kl. 20 í kvöld
4/21/202434 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Eimreiðarelítan: Auðvaldsklíkur og Spilling / Þorvaldur Logason

Nýverið kom út bók eftir félagsfræðinginn og heimspekinginn Þorvald Logason sem ber nafnið Eimreiðarelítan - Spillingarsaga. Í þeirri bók er rakin saga þess hvernig fámennum hóp á Íslandi tókst að grípa óheyrileg völd og beita þeim til þess að hagnast sér og sínum, á kostnað almennings. Í þættinum í kvöld spjöllum við við Þorvald um sögu Eimreiðarinnar, spillingu, auðvaldsklíkur, um nýfrjálshyggju í heiminum og hvernig Eimreiðin naut hugmyndafræðilegs stuðnings af henni. Við munum einnig ræða um hvað sé til ráðs til að taka á slíkri spillingu, hvernig hægt er að fyrirbyggja hana og auðræði almennt. Kynnist spillingarsögu undanfarinna áratuga á Íslandi, fáum samhengið um hvernig við komumst hingað þar sem við erum stödd, í beinni útsendingu á Samstöðinni kl. 18:00
4/15/202451 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Leigjendasamtökin, húsnæðiskerfi braskara og baráttan fyrir réttlæti / Guðmundur Hrafn Arngrímsson

Guðmundur Hrafn Arngrímsson er formaður Leigjendasamtakanna. Anita Da Silva Bjarnadóttir og Karl Héðinn Kristjánsson ætla að ræða við Guðmund um húsnæðiskerfið á Íslandi í dag, um þörfina á öflugum leigjendasamtökum, um brotin loforð stjórnmálastéttarinnar og ríkjandi hagsmuni braskara á markaðnum og stjórnkerfinu í dag. Hvernig berjumst við gegn einokun og ofríki fjármálaaflanna í húsnæðiskerfinu? Þetta og fleira í beinni útsendingu á Samstöðinni kl. 18 í kvöld! Skráið ykkur í Leigjendasamtökin á vefsíðu samtakanna leigjendasamtokin.is
4/10/20241 hour, 40 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Rauður raunveruleiki - Pressenza: Nonviolent journalism, humanism and truth

Gestir Rauðs raunveruleika eru Pía Figueroa og Antonio Cravollo. Pía er einn stofnenda alþjóðlega fréttamiðilisins Pressenza og húmanisti. Antonio Cravalo er skipuleggjandi húmanistahreyfingarinnar og er, meðal annars, virkur í heimsþingum húmanista í Asíu og Suður - Ameríku. Við töluðum við Píu og Antonio um Pressenza, tilgang þess, húmanistahreyfinguna og um þörfina fyrir frið, sannleik, tengingu og grasrótarvirkni á síkvikum tímum.
4/7/202428 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Kominn heim frá Rússlandi. Ungmennaráðstefnan og heimspólitíkin / Kristinn Hannesson

Kristinn Hannesson er nýkominn heim frá ungmennaráðstefnu í Sochi, Rússlandi. Við fengum að heyra um upplifun hans af ráðstefnunni og fjölluðum um heimspólitíkina henni tengdri. Um nýja kalda stríðið og leiðina út úr því. Tekið upp 18. mars
3/26/202455 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Red reality - World Humanist Forum and the march for peace and non-violence

The World Humanist Forum just took place in Reykjavík ahead of the world march for peace and non - violence. A recording of the meeting, which took place in the national library of Iceland, will be published on Solidarity Station in the coming week. We spoke to some of the main organizers of the forum and the march, Antonio Carvallo and Rafael de la Rubia. Antonio is a Chilean and one of the organizers of WHF-Asia. He has a background in law and has been engaged in humanist work since 1969. Rafael is a Spanish Humanist, founder of the organization World without Wars and Violence and spokesperson of the world march for peace and nonviolence. Visit theworldmarch.org for more information on the growing peace movement. Both Antonio and Rafael work in collaboration with the international press agency, Pressenza.
3/25/202441 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Seðlabankinn. Stéttastríð? Pólitískt hagkerfi samtímans

Karl Héðinn fjallar um fréttir vikunnar, stýrivexti seðlabankans, ójöfnuð og auðræði. Einnig verður fjallað um Ísraelsku greiðsluþjónustuna Rapyd og háskólakerfið, um reiðufé, banka og vilja auðvaldsins til þess að takmara reiðufé.
3/22/202428 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Amazon Labor Union and international solidarity / Chris Smalls

Chris Smalls is the president of the recently formed Amazon labor union. He participated in the yearly Socialist Congress of the Icelandic Socialist party alongside the president of the largest Icelandic union, Efling ,Sólveig Anna Jónsdóttir. The congress discussed the struggle of the working class in modern times. We had a talk with Chris about his experience fighting for Amazon workers, the struggle of the working class in the United States and how that reflects the international fight for freedom and justice. Anita Da Silva Bjarnadóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Karl Héðinn Kristjánsson and Oliver Axfjörð Sveinsson, from the Icelandic Socialist Party, will be speaking to Chris today. Tune in at 18:00 Solidarity forever!
3/18/202443 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

14 ár í Guantanamo án saka / Mohamedou Ould Slahi & Dr. Deepa Driver

Mohamedou Ould Slahi var fangelsaður og pyntaður hryllilega í fangabúðum Bandaríkjanna við Guantanamo-flóa frá 2002 til 2016 án allra saka. Í fjórtán ár var hann sviptur frelsi sínu, smánaður og beittur grimmilegu ofbeldi af margvíslegum toga. Mohamedou var í heimsókn á Íslandi um helgina og sagði frá upplifun sinni og reynslu á fundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Fundurinn var liður í fundarseríu Ögmundar Jónassonar, „Til róttækrar skoðunar“. Fundinn má finna og horfa á á rásum Samstöðvarinnar undir titlinum „Reynslan frá Guantanamo“. Dr. Deepa Govindarajan Driver sat einnig fundinn. Hún kennir um regluvæðingu fjármagns, um ábyrgð og ábyrgðarleysi stjórnvalda og fyrirtækja og hefur verið í miðjunni á baráttunni fyrir mannréttindum blaðamannsins Julian Assange og frelsi frjálsa heimsins. Við ræddum við Mohamedou og Deepu um upplifun Mohamedou, Guantanamo, stríðið gegn hryðjuverkum og um mikilvægi frelsis og samkenndar á háskalegum tímum.
3/11/202450 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Fjölskyldusameiningar og glæpir gegn mannkyninu

Anita Da Silva Bjarnadóttir og Karl Héðinn Kristjánsson fjalla um fjölskyldusameiningar, neyð fólks í Palestínu og glæpsamlega framferði Ísraelsríkis. Við munum aðeins snerta á nýju kjarasamningunum og um nauðsyn baráttunnar fyrir betri heimi
3/10/202440 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Nordic Baltic Sustainability Conference

The Nordic Baltic Sustainability Conference was held in Iceland this year and we have the pleasure to speak to the attendees just following the close of the conference. We will speak about the environment, the statement of the conference and what the future might hold for Nordic and Baltic cooperation as it relates to climate change and the ecology
3/4/202449 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Mótmælt fyrir Palestínu / umræða vikunnar

Karl Héðinn og Oliver Axfjörð segja frá samstöðumótmælum fyrir Palestínu sem fóru fram í dag á öllum Norðurlöndunum. Við sýnum myndbönd þaðan og fjöllum um ástandið á Gaza og í heiminum. Einnig munum við velta fyrir okkur af hverju Sjálfstæðismenn telja sig þurfa sérsveitargæslu og hvers vegna ráðamenn Bandaríkjanna tala eins og við séum að fara rakleiðis í þriðju heimsstyrjöldina.
3/2/202447 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Rússland og heimsvaldastefnan: Ungmennaráðstefna í Sochi

Kristinn Hannesson kom til okkar í Rauðan raunveruleika áður en hann flaug út til þess að sækja alþjóðlega ungmennaráðstefnu í Rússlandi. „World youth festival”. Hátíðina munu um 20.000 ungmenni sækja, víðsvegar að úr heiminum. Í þættinum fjöllum við um ástæður þess að hann, ásamt annarri frá Íslandi, ákvað að fara og um sýn okkar á stríðið í Úkraínu, uppruna fasismans, um BRICS-þjóðirnar, undirokaða heiminn, heimsvaldastefnuna og þá brýnu þörf sem er fyrir alþjóðlegu samstarfi á jafningjagrundvelli, fyrir friðsamlegri framþróun, samvinnu og raunverulegum alþjóðalögum Finnið heimildarskrá þáttarins á Youtube
2/26/202459 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Þjóðarmorð í beinni, siðrof og firring

Grimmd Ísraels gagnvart Palestínu hefur bara aukist eftir úrskurð Alþjóðadómstólsins. Neyð fólks á Gaza hefur aldrei verið meiri. Í þættinum í kvöld munum við ræða um nýjustu fréttir af árásunum, alþjóðasamfélagið og ræða stöðuna í samfélaginu.
2/23/202459 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Díalektísk efnishyggja / Þorvaldur Þorvaldsson

Þorvaldur Þorvaldsson er ötull baráttumaður fyrir sósíalisma og situr í stjórn lífskoðunarfélagsins DíaMat Við munum ræða við Þorvald um díalektíska efnishyggju, sögu hennar og áherslur, sósíalisma og um aðalfund félagsins sem er núna næsta sunnudaginn kl. 15:00 í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105
2/9/202452 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Skuldaþrælkun og frétt vikunnar

Í kvöld mun Karl Héðinn greina frá versnandi skuldastöðu heimilanna í Bandaríkjunum og á Íslandi. Hvernig skuldir heimilanna og ríkissjóða hafa stóraukist á undanförnum árum og fjalla um þá pólitísku hagstefnu sem liggur þar á bakvið. Einnig verður sagt frá frétt vikunnar, að okkar mati. Utanríkisráðherra hefur svipt Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) fjárhagsaðstoð núna þegar hún hefur aldrei verið mikilvægari.
1/29/202415 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Árásir á Jemen, stigmagnandi stríð

Bandaríkin og Bretland hafa varpað sprengjum á Jemen minnst sex sinnum á síðustu tíu dögum. Þetta gera þeir til þess að „vernda alþjóðlegar flutningaleiðir“ frá banni Jemens á umgangi ísraelskra skipa í gegnum Rauðahafið Í Rauðum raunveruleika kvöldsins ætlum við að fjalla um þessar árásir Bandaríkjamanna og Breta á Jemen, um tilkomu Húta eða Ansar Allah eins og þau kalla sig. Um grimmilegt stríð Sádí Arabíu og Bandaríkjanna gegn byltingu Jemens 2014 sem hefur drepið 377.000 manns, þar af 70% börn. Og um hvert þetta gæti allt verið að stefna. Bein útsending hefst klukkan 18:00 á Samstöðinni.
1/22/202440 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Rauður raunveruleiki - Gengisfelling þjóðarinnar

Í kvöld munum við ræða við Ólaf Jónsson og Kára Jónsson um gengisfellingu krónunnar. Er verið að halda gengi krónunnar niðri viljandi og þá hvers vegna? Gengi krónunnar hefur lækkað töluvert undanfarið og það leitt til þess að kaupmáttur heimilanna hefur rýrnað. Mörg stærstu fyrirtæki landsins, þar á meðal stórútgerðirnar, nota aðra gjaldmiðla en krónuna og geta grætt gríðarlega á því að gengi krónunnar sé lágt. Þorri Íslendinga tapar hins vegar kaupmætti með lækkandi gengi krónunnar. Könnum málið með Ólafi og Kára klukkan 18:00 á Samstöðinni.
1/19/202451 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

The legacy of colonialism - Giti Chandra

Dr. Giti Chandra er fræðimaður hjá GEST-verkefninu við Háskóla Íslands og hélt nýverið erindi í Stjórnmálaskóla Sósíalistaflokksins um nýlendustefnuna. Anita Da Silva Bjarnadóttir, Guðröður Atli Jónsson, Karl Héðinn Kristjánsson og Sanna Magdalena Mörtudóttir munu ræða við Giti um nýlendustefnuna og áhrif hennar á heiminn okkar í dag Fylgist með klukkan 18:00 á Samstöðinni!
1/15/20241 hour, 1 minute, 29 seconds
Episode Artwork

Ákæra Suður Afríku

Í kvöld ætlum við að fjalla um ákæru Suður Afríku á hendur Ísraels, um neyðarástandið á Gasa, fjölmiðlaumfjöllun og alþjóðalög Sjáið ræður Suður Afríku manna við Alþjóðadómstóllinn og skoðum sönnunargögnin fyrir því að Ísrael hefur sýnt fram á ásetning og tilraun til þjóðarmorðs
1/12/202448 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Red reality - Mímir Kristjánsson: Rødt party and socialism

On tonights episode we have a special guest from Norway. Mímir Kristjánsson is a member of the Norwegian Storting for the Rødt (red) party, he was formerly a city councilor in Stavanger and a political journalist for Klassekampen. Join us as we explore the Red party and how it's projects relate to our struggle in Iceland. We discuss energy infrastructure and the EU market, austerity, privatization, capitalism vs. democracy and the need for socialist reforms and action on Red reality tonight at 18:30
1/8/20241 hour, 18 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Austurlöndin: Palestína og hernaðarstaða Bandaríkjanna

Í kvöld munum við segja fréttir frá Palestínu og fjalla um ástandið í Mið-Austurlöndunum (Vestur-Asíu) og áhrif hernaðarúthlutna Bandaríkjanna á svæðinu sem hafa verið viðvarandi í marga áratugi. Þátturinn er í umsjón Karls Héðins Kristjánssonar og Olivers Axfjörð Sveinssonar
12/18/20231 hour, 56 seconds
Episode Artwork

Red reality - World Humanist Forum

Tonight we'll be speaking to organizers from the World Humanist Forum. Antonio Carvallo and Júlíus Valdimarsson The African humanist forum and the Asian Humanist forum are a growing peoples movement that seeks to educate, inspire and heal. How do we overcome human violence, poverty and war? Tonight we will get a unique opportunity to discuss and address these issues from a humanist perspective and hear about these organizations efforts in humanizing the world.
12/11/20231 hour, 1 minute, 29 seconds
Episode Artwork

Rauður raunveruleiki - Mótmæli aðstandenda og fíknisjúkra gegn aðgerðarleysi stjórnvalda

Nýstofnuð samtök aðstandenda og fíknisjúkra hafa boðað til mótmæla næsta laugardag kl. 13 við Austurvöll Mótmælin snúast gegn aðgerðaleysi stjórnvalda í málefnum fíknisjúkra en eins og staðan er er þjónustan ófullnægjandi og biðlistar langir. Dagbjört Ósk Steindórsdóttir og Guðlaug Baldursdóttir hafa komið að stofnun félagsins og verða gestir okkar í kvöld Þátturinn er í umsjón Anítu Da Silva og Karls Héðins
12/4/202339 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Rauður raunveruleiki - Kúgun vesturlanda og Palestína: Heimsvaldastefnan og arfleið hennar

Í Rauðum raunveruleika í kvöld munum við kanna hvernig Sameinuðu þjóðirnar hafa brugðist Palestínu og fleiri löndum sem hafa orðið fyrir og eru að verða fyrir kúgun og ofbeldi Vesturlandanna. Standa Bandaríkin í alvöru með mannréttindum? Hver er þessi „rule based order“ eins og Bandaríkjamenn segja og hvernig birtist hún okkur í alvörunni? Af hverju kemst Ísrael upp með stórfelld mannréttindabrot, stríðsglæpi og brot á alþjóðalögum og hvað er þetta svokallaða alþjóðlega samfélag? Þátturinn er í umsjón Anítu Da Silva Bjarnadóttur, Hálfdan Árna Jónssonar og Karls Héðins Kristjánssonar.
11/27/202350 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Dygðasiðfræði. Konfúsíus og heimurinn í dag / Geir Sigurðsson

Geir Sigurðsson er heimspekingur og prófessor í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands. Í þættinum munum við fjalla um dygðasiðfræðikerfi Konfúsíusar, um dygðasiðfræði almennt og hvernig slík heimspeki hefur haft áhrif á heiminn. Hvað segir Konfúsíus um stjórnmálafólk, mennskuna og um menntun?
11/21/20231 hour, 31 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Red reality - Neoliberalism and soviet nostalgia in Georgia

Bakar Berekashvili (1983) is Professor of Political Science and Sociology at the Georgian American University in Tbilisi. His research and teaching interests include qualitative research, critical sociology, Marxist thought in ‘Actually existing Socialism’, post-socialist politics and society, Soviet Union (life and social order), ruling class under capitalism, problems of democracy, social & political theory, political sociology, ideology, nationalism, and politics of memory. In Red reality tonight Tjörvi Sciöth and Karl Héðinn will interview Bakar on his research into neoliberalism and "Soviet nostalgia" in Georgia
11/11/20231 hour, 3 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Rauður raunveruleiki - Andspyrna gegn síónisma

Karl Héðinn Kristjánsson og Trausti Breiðfjörð Magnússon fara yfir málefni Palestínu, átökin í mið - austurlöndum og andstöðu við síónisma í mið-austurlöndunum og víðar
11/6/202352 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Rauður raunveruleiki - Stjórnmálaskólinn: Marx um öreigana

„Stjórnmálaskóli Sósíalistaskólans fór í gang á laugardeginum í síðustu viku! Þar fræðumst við um sósíalisma. Í þættinum munum við fjalla um tilgang og nytsemi menntunar í baráttunni fyrir réttlæti og jöfnuði. Til okkar koma Sara Stef Hildardóttir og Viðar Þorsteinsson en þau hafa ásamt Karli Héðni Kristjánssyni skipulagt skólann. Einnig fáum við til okkar Önnu Björk Einarsdóttir, en hún var fyrsti gestafyrirlesarinn hjá okkur í Stjórnmálaskólanum. Hún var með erindi um öreiga hugtakið og meiningu þess frá Marx.“
11/6/202357 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Rauður raunveruleiki - Sósíalismi í uppvexti

Aníta Da Silva og Karl Héðinn fjalla um uppgang sósíalista í borginni og víðar í þætti kvöldsins. Hvað er sósíalismi í grunninn og af hverju er hann nauðsynlegur? Við munum skoða það út frá víðum sjónarhóli en einnig í gegnum þær tillögur sem borgarstjórnarflokkur Sósíalista hefur lagt til og áherslur flokksins og hugmyndafræðarinnar í víðum skilningi. Hver er grunnstefnan og af hverju er sósíalismi leiðin áfram fyrir fólkið í landinu? Fylgist með á Samstöðinni í beinni útsendingu klukkan 17:30
10/23/20231 hour, 15 seconds
Episode Artwork

Red reality - Free Palestine / Muhammed Alkurd

In this episode we contextualize and reflect on the ongoing crisis in Israel - Palestine. Thousands of innocent people have died in brutal attacks from the Israeli "Defence" Force that routinely forcibly expels Palestinian people from their homes in the West Bank, killing many, and forcing them into the open air prison that is Gaza
10/16/202331 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Rauður raunveruleiki - Ungir Umhverfissinnar

Í kvöld fáum við til okkar Finn Ricart Andrason, forseta Ungra Umhverfissinna og Snorra Hallgrímsson stjórnarmeðlim. Við munum ræða um veðurfarsbreytingar, vistkerfin, útblástur Íslands á koltvísýringi og öðrum gróðurhúsalofttegundum og um það hver ábyrgð einstaklinga er, á móti ábyrgð stórra fyrirtækja og ríkisstjórna.
10/9/20231 hour, 5 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

Rauður raunveruleiki - Félagslegt réttlæti á heimsvísu / Júlíus K Valdimarsson

Í Rauðum raunveruleika í kvöld ræðum við heimsmálin með Júlíusi Valdimarssyni G77+ ráðstefnan átti sér stað síðastliðinn september þar sem fulltrúar 80% jarðarbúa kölluðu eftir nýrri heimskipan í efnahagsmálum. Við ætlum að ræða húmanisma og hreyfingu húmanisma, baráttuna fyrir réttlátari heimskipan, sögu baráttunnar og framtíðina. Þáttastjórnendur kvöldsins eru Anita Da Silva Bjarnadóttir, Karl Héðinn Kristjánsson og Oliver Axfjörð Sveinsson
10/2/20231 hour, 5 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Rauður raunveruleiki - Mannúðarkrísa / Morgane Priet-Mahéo

Það er mannúðarkrísa á Íslandi. Stjórnvöld hafa einbeittan brotavilja gagnvart börnum og fullorðnum á flótta og vilja láta almenning halda að flóttafólkið sé sérstakt vandamál fyrir hagkerfið og velferðarkerfið. Þetta er kolrangt og svívirðilegt bull sem örvæntingarfullt auðvald reynir að sannfæra okkur um til að færa athyglina frá sjálfu sér. Á sama tíma eru öryrkjar látnir bíta í það súra, velferðarkerfin hnigna og eru einkavædd og þeim freku, sterku og siðlausu er gefið endalaust færi á að svína á almenningi. Til þess að ræða þessi mál með okkur höfum við fengið til okkar Morgane Priet-Mahéo frá samtökunum Réttindi barna á flótta. Hún hefur verið í fremstu víglínu að hjálpa því flóttafólki sem auðvaldið vill skrýmslavæða svo almenningur horfi á það frekar en sig sjálft.
9/26/202343 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Rauður raunveruleiki - Efnahagspólitík og fátækt / Sanna Magdalena Mörtudóttir

Í Rauðum raunveruleika í kvöld kemur borgarfulltrúi okkar og ungi sósíalistinn Sanna Magdalena Mörtudóttir. Við ræðum um borgarmálin, fátækt, velferð og efnahagspólitík meirihlutans í Reykjavík. Á morgun munu Sósíalistar í borginni leggja til að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði verði leiðréttir frá síðustu lækkun sem varð í Covid-faraldrinum. Hækkunin yrði ekki nema um 0,05% en myndi skila borginni um 500 milljónum króna yfir næsta ár. Þátturinn er í umsjón Anítu Da Silva Bjarnadóttur, Karls Héðins Kristjánssonar og Olivers Axfjarðar Sveinssonar
9/18/20231 hour, 5 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Rauður raunveruleiki - ADHD, kapítalismi og samráð stórfyrirtækja

Ungir sósíalistar og vinir ræða atburði og umræðu síðustu vikna, mögulega ofbeitingu ADHD-lyfja, afleiðingar útlendingafrumvarpsins, samráð stórfyrirtækjanna og spillingu kapítalismans. Þátturinn er í umsjón Karls Héðins Kristjánssonar og Anítu Da Silva Bjarnadóttur. Trausti Breiðfjörð Magnússon og Elísabet Guðrúnar og Jónsdóttir verða gestir kvöldsins
9/11/202352 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Rauður raunveruleiki: Vestur - Afríka og heimsvaldastefnan

Oliver Axfjörð og Karl Héðinn snúa aftur með Rauðan raunveruleika í kvöld og segja frá atburðum síðastliðinna ára í Vestur-Afríku. Nýlega var valdarán í Níger en það var bara nýjasta valdaránið í röð atburða sem er að breyta örlögum svæðisins og kannski allrar Afríku. Í vestrænum fjölmiðlum er okkur sagt að valdaránið sé hræðileg þróun en við fáum minna að heyra um hvernig heimsvaldastefnan hefur haldið þessum þjóðum í sárri fátækt enn þann dag í dag á meðan vestræn fyrirtæki stórgræða á auðlindum og neyð fólks í Vestur-Afríku. Við munum fjalla um útflutning þessara þjóða á gulli og öðrum auðlindum, gögn sem sýna fram á hversu svakalega þessar þjóðir eru arðrændar. Við munum skoða sögu Búrkínó Fasó og byltinguna þar sem átti sér stað árið 1983 en lauk með morðinu á leiðtoga byltingarinnar, Thomas Sankara, árið 1987. Forseti Búrkína Fasó segist í dag vilja ganga í spor hans og forsætisráðherrann nýi hefur sagt að landið muni stefna í nýja átt, í anda byltingar Sankara, áttina sem þjóðin vildi fara en heimsvaldastefnan neitaði þeim.
8/21/202338 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Rauður raunveruleiki - Skattkerfið og pólitíska hagkerfi sjávarútvegsins

Í Rauðum raunveruleika í kvöld fáum við til okkar Indriða Þorláksson í spjall um skattkerfið og pólitíska hagkerfi sjávarútvegsins. Indriði er hagfræðingur og hefur starfað í mörgu í fjármálaráðuneytinu og víðar ásamt því að vera ríkisskattstjóri á árunum 1999 til 2006. Við ætlum að læra af Indriða um þróun skattbyrðarinnar, hvernig hún hefur breyst undanfarna áratugi og hvað þurfi að gera til að bæta stöðuna. Við viljum líka velta fyrir okkur arðsemi sjávarútvegsins, hvernig henni skipt. Hversu mikið er að fara til þjóðarinnar og hversu mikið til eigendanna? Þetta og fleira áhugavert í Rauðum raunveruleika í kvöld
7/28/202358 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Rauður raunveruleiki - Austurstækkun Nató, Tjörvi Schiöth

Í Rauðum raunveruleika í kvöld ræðum við við Tjörva Schiöth sagnfræðing um austurstækkun Nató. Hvernig vesturveldin lofuðu Sovétríkjunum að Nató yrði ekki stækkað "eina tommu" austur og hvað gerðist síðan í kjölfarið.
7/26/202359 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Rauður raunveruleiki - Barbie, endurvinnsla og allt þar á milli

Ungir sósíalistar fá til sín gesti og ræða um Barbie, endurvinnslu, ásamt ýmsu sem er að gerast í veröldinni. Og hvaða kommúnista er Jón Gunnarsson að tala um? Elísabet Guðrúnar og Jónsdóttir varaborgarfulltrúi Pírata, Trausti Breiðfjörð Magnússon borgarfulltrúi Sósíalista, Sunna Dögg Ágústsdóttir ungur sósíalisti og starfsmaður Þroskahjálpar og Marsí Thoroddsen ungur sósíalisti og maóisti eru með okkur í setti
7/25/202343 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Rauður raunveruleiki - Lindarhvoll ehf, greinargerð Sigurðar

Í Rauðum raunveruleika kvöldsins köfum við í grein setts ríkisendurskoðenda, Sigurðar Þórðarsonar, um Lindarhvoll. Greininni var nýlega lekið af Sigurði sjálfum og þingkonu Pírata Þórhildi Sunnu. Sigríður grípur til þessarar ráða því enginn annar farvegur virtist honum opinn til að koma grein sinni út, grein sem hann skilaði Alþingi árið 2018. Í þættinum förum við í efni greinarinnar, útskýrum hvað Lindarhvoll er og hvað grein Sigurðar segir. Þetta er fyrsti þátturinn af nokkrum þar sem við munum skoða málefni Lindarhvols og pólitíkina á bak við það. Umsjónarmenn þáttarins eru Karl Héðinn Kristjánsson og Oliver Axfjörð Sveinsson. Fylgist með á Samstöðinni kl. 20
7/21/202342 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Rauður raunveruleiki - Þróun skattbyrðarinnar, stéttaskipting og sérhagsmunir

Í Rauðum raunveruleika í kvöld ætlum við að fjalla um breytingar á skattkerfinu og hagkerfi Íslands og annarra Vesturlanda á undanförnum áratugum. Hvernig skattbyrðin hefur aukist hlutfallslega á milli- og lágtekjuhópum en hríðfallið fyrir þau allra ríkustu. Umsjónarmenn þáttarins eru þeir Karl Héðinn Kristjánsson og Oliver Axfjörð Sveinsson.
7/14/202343 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Rauður raunveruleiki - Baráttan fyrir strandveiðum

Í Rauðum raunveruleika í kvöld ræðum við við strandveiðisjómenn um baráttuna fyrir réttinum til að sækja sjóinn. Strandveiði var nýlega stöðvuð vegna þess að ekki var gefinn nægur kvóti inn í kerfið. Veiðin á að standa í 48 daga, frá 1. maí er til 31. ágúst, og tók það mikla baráttu að fá þetta fram, en undanfarin ár hefur veiðin verið stöðvuð löngu áður en tímabilið á að klárast. Vegna þessa hefur Strandveiðifélagið boðað til mótmæla næstkomandi laugardag. Við ætlum að spjalla við strandveiðisjómenn um baráttu þeirra fyrir að fá að fiska sjóinn og fræðast um eðli strandveiðanna, af hverju þær eru umhverfisvænni en veiðar á stærri skipum og hversvegna strandveiði getur verið svona félagslega farsæl fyrir okkur sem samfélag. Í þáttinn koma Kjartan Sveinsson formaður Strandveiðifélagsins, Guðlaugur Jónasson strandveiðimaður og Rut Sigurðardóttir strandveiðikona. Hún gerði heimildarmynd um strandveiði sem kemur út á næstunni og ber nafnið „SKULD”.
7/13/202319 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Rauður raunveruleiki - Gideon Levy - Israel Palestine; The one state solution

In tonight's episode of Red reality, we have a special guest from Israel. Gideon Levy is an Israeli journalist and author who has focused on the Israeli occupation of the Palestinian territories for decades. We speak to him about waking up to the reality of the horror of apartheid, why Israel can not be considered a democracy, and the need for a one state solution. Tune in at 18:00
6/30/202338 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Baráttan fyrir réttlátari heim; Bandaríkin og Bretland

Í Rauðum raunveruleika kvöldsins fjöllum við um forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum sem ráðandi öfl sameinast um að halda niðri. Við fjöllum um Robert Francis Kennedy Jr, Marianne Williamson og Dr. Cornel West og hvernig fjölmiðlaumfjöllun um þessa frambjóðendur fer fram. Við sýnum myndbönd úr fjölmiðlum og bita úr viðtölum við þessa frambjóðendur og ræðum um innihald og samhengi þess sem fer þar fram Þættinum er stýrt af Oliveri Axfjörð Sveinssyni, sem er nýr þáttarstjórnandi hjá Rauðum raunveruleika, ásamt Karli Héðni Kristjánssyni. Við fengum til okkar þá Sæþór Benjamín Randalsson og Trausta Breiðfjörð Magnússon en Sæþór ólst upp í Bandaríkjunum og getur sagt okkur frá sinni upplifun og þekkingu þaðan. Við fjöllum líka um hvernig Jeremy Corbyn var bolað frá völdum innan Enska Verkamannaflokksins en Al Jazeera komst yfir gögn í fyrra sem sýna fram á hnitmiðaða herferð innan flokksins sem olli því að honum var bolað út. Hvað þýðir þetta allt saman fyrir baráttuna um réttlátari heim? Samstöðin klukkan 14:00
6/24/20231 hour, 28 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Fjölmiðlaskot frá hrunsárunum og frameftir, hvað í?

Rauður raunveruleiki snýr aftur með ungum sósíalistum, í þætti kvöldsins ætlum við að skoða skot úr fjölmiðlum frá hrunsárunum og eftir þau. Hverjir voru panamaprinsarnir? Hvað gerði Davíð Oddson? Hvar er nýja stjórnarskráin okkar? Hvað þýðir það að stjórnmálamenn taki ábyrgð og hvar eru allir kommúnistarnir sem Jón Gunnarsson vælir yfir? Þetta og margt fleira í Rauðum raunveruleika kvöldsins með Karli Héðni Kristjánssyni, Oliveri Axfjörð Sveinssyni, Kristbjörgu Evu Andersen Ramos og borgarafulltrúanum okkar Trausta Breiðfjörð Magnússyni
6/15/20231 hour, 11 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Rauður raunveruleiki - Ofbeldismenning og uppeldisfræði / Sindri Viborg

Sindri Viborg er kennaranemi og formaður Tourette-samtakanna á Íslandi. Hann hefur einbeitt sér að því að rannsaka einelti og hvernig ofbeldi getur birst í skólakerfinu okkar. Hvað er það sem veldur einelti og ofbeldi? Við munum velta fyrir okkur hvernig væri mögulega hægt að rækta upp menningu sem getur betur tekist á við ofbeldi og uppsprettur þess;... á Samstöðinni
4/26/202353 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Saga Nató frá 1990, partur 1 - Tjörvi Schiöth

Í Rauðum raunveruleika kvöldsins höldum við áfram með Tjörva Schiöth að fjalla um sögu NATO. Í síðasta þætti var fjallað um Kalda stríðið (1945 – 1990), en í þessum þætti verður litið á tímabilið eftir lok Kalda stríðsins 1990 fram til dagsins í dag. Við reynum að einblína á þá hluta sögunnar sem hafa ekki fengið mikla athygli í meginstraumsfjölmiðlum eða almennum söguskýringum, en sú mynd sem hefur verið dregin upp fyrir okkur er mjög hvítþvegin og reynt hefur verið að sópa mörgum óþægilegum staðreyndum undir teppið. Í þessum þætti verður farið yfir breytt hlutverk NATO eftir lok Kalda stríðsins, ótal hernaðaríhlutanir Bandaríkjanna og NATO síðan 1990, sviðsett valdarán í öðrum ríkjum víða um heim, heimsvaldastefnu Bandaríkjanna, sprengjuherferðina gegn Serbíu 1999, “regime change” stríð gegn Írak 2003 og Líbýu 2011, notkun hættulegra vopna eins og klasasprengna og skerts úraníum, “stríðið gegn hryðjuverkum”, drónahernaðurinn um allan heim, pyndingar-prógrammið í “CIA black sites”, Guantanamo Bay og Abu Ghraib og fleira. Ali, Tariq. (2000). Masters of the Universe: NATO's Balkan Crusade. Ali, Tariq. (2018). “Natopolis.” The Extreme Centre: A Warning, bls. 137-150. Verso Books. Bacevich, Andrew J. (2002), American Empire: The Realities and Consequences of US Diplomacy. Harvard University Press. Benjamin, Medea. (2013). Drone Warfare: Killing by Remote Control. Verso Books. Benjamin, Medea og Davies, Nicolas J. S. (2022). “NATO: Myth vs. Reality.” War in Ukraine: Making sense of a senseless conflict, bls. 97-116. OR Books. Blum, William. (2000). Rogue State: A Guide to the World's Only Superpower. Common Courage Press. Blum, William.(2003). Killing Hope: US Military and CIA Interventions Since World War II. Zed Books. Chalmes Johnson (2000). Blowback: The Costs and Consequences of American Empire. Metropolitan Books. Chomsky, Noam. (2004). Hegemony or Survival: Americ’s Quest for Global Dominance. Metropolitan Books. Chomsky, Noam og Prashad, Vijay. (2022). The Withdrawal: Iraq, Libya, Afghanistan, and the Fragility of U.S. Power. The New Press. Congressional Research Service (CRS). (2022, 8. mars). “Instances of Use of United States Armed Forces Abroad, 1798-2022.” https://crsreports.congress.gov/produ... Hersh, Seymour. (2004). Chain of Command: The Road from 9/11 to Abu Ghraib. Harper Collins. McCoy, Alfred. (2006). A Question of Torture: CIA Interrogation, from the Cold War to the War on Terror. Henry Holt and Company. Norton, Ben. (2022, 13. september). “US launched 251 military interventions since 1991, and 469 since 1798.” Geopolitical Economy Report. https://geopoliticaleconomy.com/2022/... Parenti, Michael. (2002). To Kill a Nation: The Attack on Yugoslavia. Verso Books. Prashad, Vijay. (2022). Washington Bullets: A History of the CIA, Coups, and Assassinations. Monthly Review Press. Savage, Charlie. (2023, 8. mars). "Pentagon Blocks Sharing Evidence of Possible Russian War Crimes With Hague Court." The New York Times. https://www.nytimes.com/2023/03/08/us...
4/23/20231 hour, 6 minutes
Episode Artwork

Rauður raunveruleiki - Náttúruvernd / Árni Finnsson

Klukkan fimm á Samstöðinni; Arni Finnsson er formaður Náttúruverndarsamtakanna og hefur í langan tíma barist fyrir náttúrunni. Náttúruverndarsamtökin hafa beitt sér og beita sér enn fyrir hálendisþjóðgarði og margskyns annari náttúruvernd. Við ræddum við hann um umhverfismálin í víðum skilningi, um orkuskiptin, fiskeldi og fleira. Árni gaf nýlega út grein á Heimildinni sem segir frá nýjum rannsóknum sem benda til þess að kolefnisjöfnun stórfyrirtækjanna sé ekki raunveruleg. Nýleg rannsókn leiðir í ljós að 90% af þeim heimildum sem hefur verið vottað fyrir séu ekki raunverulega að kolefnisjafna. Þátturinn er liður í syrpu Rauðs raunveruleika um umhverfismál, fylgist með á Samstöðinni í kvöld! PS; Grein Árna um kolefnisjöfnun og aðsend grein um marxisma og umhverfismál; https://heimildin.is/grein/17418/graenthvottur-med-kolefnisjofnun/?fbclid=IwAR368gKt5S9JgvtDiAsHBWSVh6Puh4L72qVis_j4PUpKA6TsUPFEcNkPy6M https://www.theguardian.com/environment/2023/feb/28/a-greener-marx-kohei-saito-on-connecting-communism-with-the-climate-crisis?fbclid=IwAR3UP2zCz5AVjKFLTTFd07fMbQOacsEdTyISl6_ZTDfdkWLo6FAs9xsVA9Q
4/19/202351 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Rauður raunveruleiki - Saga Nató / Tjörvi Schiöth

Sagan er ekki alltaf öll eins og hún sýnist. Í Rauðum raunveruleika kvöldsins köfum við í raunverulega sögu Nató með Tjörva Schiöth, förum yfir aðstæður heimsins við stofnun Nató, tilgangur Nató og veltum fyrir okkur kjarnorkusprengjum, kalda stríðinu, hergagnaiðnaðinum (military-industrial complex eða hernaðarlegur Keynesianismi), samskiptum ríkja og ofbeldi og stríði. Oft er talað um að Nató sé varnarbandalag en aðildarríki Nató eru langt frá því að vera saklaus um stríðsglæpi og aðra glæpi gegn mannkyninu. Og eftir fall Sovétríkjanna má kannski segja að Nató hafi orðið að grímulausara herveldi. Þetta og margt fleira á Samstöðinni í kvöld klukkan 19:30 Grein sem minnst er á í þættinum um hernaðaríhlutanir; http://geopoliticaleconomy.com/2022/09/13/us-251-military-interventions-1991/?fbclid=IwAR32ZqHCgsPozOY8d0mcj57zcNa6cLmLEMGfoou5nEDJ11GVzb5vUY6_7N0
4/7/20231 hour, 4 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Rauður raunveruleiki - Blái herinn og umhverfið okkar / Tómas J. Knútsson

Blái herinn hefur týnt plast við strendur Íslands og á landi og hafa þau týnt á þeim 28 árum sem þau hafa starfað gífurlegt magn af plasti sem væri annars ennþá á reiki í náttúrunni og sjónum. Tómas J. Knútsson er stofnandi Bláa hersins en ferðalag hans byrjaði þar sem hann var að kafa við Íslandsstrendur og sá allt það magn plasts sem hafði safnast upp víðsvegar um landið, við bryggjur og allsstaðar annarsstaðar. Við tókum gott spjall við Tómas um Bláa herinn, störf þeirra og umhverfismál í víðara samhengi Þetta er fyrsti þáttur í komandi syrpu Rauðs raunveruleika um umhverfismál, fylgist með fyrsta innslaginu á Samstöðinni eða á öllum helstu hlaðvarpsveitum klukkan 19:00 í kvöld!
3/27/202354 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

One year since the invasion of Ukraine

Á föstudaginn næstkomandi er liðið eitt ár frá innrás Rússa í Úkraínu. Stríðið hefur haft hræðilegar afleiðingar fyrir heimsbyggðina alla og það er engin friður í sjónarmáli. Í kvöld ræðum við við tvo einstaklinga sem fæddust í Rússlandi og eru að skipuleggja mótmæli gegn stríðinu á föstudaginn næsta fyrir utan Rússneska Sendiráðið við Túngötu 24 klukkan 17:30. María Guindess kom til Íslands í Mars síðastliðnum eftir að stríðið braust út og hefur hún vakið athygli á því hvernig Pútín og ríkisstjórn hans hafa framleitt samþykki fyrir stríðið og ráðist að þeim borgaréttindum fólks sem eftir eru í Rússlandi. Andrei Menshenin er einn skipuleggjanda mótmælanna föstudagsins næsta og er líka frá Rússlandi. Við munum velta fyrir okkur stöðunni í Rússlandi og í stríðinu, afleiðingar þess og orsakir. Þátturinn er á ensku -ENGLISH- This Friday we reach the one year mark since Russia invaded Ukraine. The war has had terrible consequences for the entire world and there seems to be no end in sight. Tonight we’re speaking with two people who are from Russia and are organizing a protest against the war this friday outside the Russian embassy in Túngata 24 at 17:30.María Guindess came to Iceland last march after the war broke out and has been outspoken about the way Putin and his government have been manufacturing consent for the war and cracking down on those civil rights that still remained. With us also is Andrei Menshenin who is also originally from Russia and is one of the chief organizers of the protest this Friday. Join us as we reflect on the state of Russia and the war in Ukraine, it’s consequences and causes.
2/24/202338 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Red reality special edition - Protests! / Mótmæli!

In a special edition of Red Reality tonight Karl Héðinn Kristjánsson and Trausti Breiðfjörð Magnússon are speaking to two members of Efling, Ian Mcdonald and Sæþór Benjamín Randalsson about their collective struggle for fair wages and dignity. We will hear from them how the strike patrols have been going, what they're thoughts are on the development of the one-sided mediation proposal put forward by the state mediator and what they think will happen at Landsréttur. We will also discuss what is to be done, how can workers fight for their wages and dignity effectively and how can we, who are not currently striking, assist Eflings' members in their struggle for justice and humanity. - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - Í sérstakri útgáfu Rauðs Raunveruleika tala Karl Héðinn Kristjánsson og Trausti Breiðfjörð Magnússon við tvo félaga Eflingar, þá Ian Mcdonald og Sæþór Benjamín Randalsson um sameiginlega baráttu þeirra fyrir betri kjörum og mannvirðingu. Við ætlum að heyra frá þeim hvernig verkfallsvarslan hefur gengið, hverjar hugsanir þeirra eru um þróun mála varðandi hlutdræga tillögu Ríkissáttasemjara og áfrýjun Eflingar til Landsréttar. Við munum líka ræða um það hvað sé til ráða, hvernig getur verkafólk barist fyrir kjörum sínum og mannvirðingu á gagnlegan hátt og hvernig getum við, sem erum ekki í verkfalli eins og er, hjálpað félögum Eflingar í baráttu þeirra fyrir réttlæti og mannhelgi
2/10/20231 hour, 9 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Rauður raunveruleiki - Fellum útlendingafrumvarpið

Fellum útlendingafrumvarpið er grasrótarhópur sem berst fyrir því að Alþingi og ríkisstjórnin felli rasíska útlendingafrumvarpið. Þau Aníta Sóley Þórðardóttir, Askur Hrafn Hannesson og Íris Björk Ágústsdóttir settust hjá okkur og sögðu okkur frá frumvarpinu, mótmæla aðgerðum þeirra gegn því og yfirlýsingar ungliðahreyfinganna og ýmisa mannréttindasamtaka um frumvarpið. Frumvarpið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að brjóta á mannréttindum Skoðið síður Fellum Frumvarpið á Instagram; @Fellum_frumvarpid og á facebook; "Fellum útlendingarfrumvarpið" https://www.facebook.com/profile.php?...
1/26/202325 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Samninganefnd Eflingar / Eflings' Negotiation Committee

Í Rauðum Raunveruleika í kvöld ræðum við við þrjá meðlimi samninganefndar Eflingar, þau Sæþór Benjamín Randalsson, Melissu Wiliams og Reynaldo Curato Renegado. Þau hafa verið partur af samningaferlinu og starfi Eflingar og komu að segja okkur frá því hvernig starfið og bárátta þeirra lýsir sér. Viðtalið er á ensku. In Red Reality tonight we will be speaking to three members of Eflings' negotiation committee. Sæþór Benjamín Randalsson, Melissa Williams and Reynaldo Curato Renegado. They have been directly involved in the negotiation process and came to tell us about their experiences in the union and their mutual class struggle. The interview is in English.
1/11/202348 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Jóhann Páll Jóhannsson

Í Rauðum raunveruleika kvöldsins ræðum við við þingmannin Jóhann Pál um stöðu Samfylkingarinnar og um ríkisfjármál, sósíalisma, spillingu og umhverfismál svo eitthvað sé nefnt. Jóhann var áður blaðamaður hjá Stundinni og hefur setið á þingi fyrir Samfylkinguna síðan á síðasta ári.
11/9/20221 hour, 9 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Karl og Kjartan taka stöðuna

Karl Héðinn og Kjartan Sveinn taka stöðuna. Hvað er að gerast í framboðskjöri sjálfstæðismanna? Nýr forseti í Brasilíu, nýr formaður Samfylkingar og eftirspurn eftir olíu (og þáttum frá okkur) heldur áfram að aukast
10/31/202245 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Stefanía María Arnadóttir - Fer samkennd minnkandi?

Fer samkennd minnkandi? Stefanía María Arnadóttir skrifaði nýverið grein á Vísi þar sem hún fór yfir rannsókn sem sýna fram á að samkennd sé að minnka á meðal fólks. Við ræddum um niðurstöður þessarar rannsóknar og um hvað gæti mögulega verið að valda þessu, hvað sé til ráða.
10/24/202230 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Lenya Rún

Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata kemur og situr undir spurningaflóði Kjartans Sveins Guðmundssonar um Íran, Írak og Kúrdistan, bankasöluna, hvernig stemningin sé á hinu himinháa Alþingi með meiru.
10/22/202245 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Katrín Baldursdóttir: Verkalýðsfélög, atvinnulífið og sósíalismi

Við spjöllum við Katrínu Baldursdóttir um hlutverk og stöðu verkalýðsfélaga. Um atvinnulífið og sósíalisma.
10/18/202230 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Hernaðarafskipti Bandaríkjanna eftir seinni heimstyrjöld

Í Rauðum Raunveruleika kvöldsins förum við yfir þau hernaðarlegu afskipti sem Bandaríkin hafa stundað frá seinni heimstyrjöld. Þetta verður ekki tæmandi listi en við förum yfir helstu atriði.
10/3/202216 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Suður - Ameríka - Frelsisbarátta og heimsvaldastefnan

Eyjólfur Eyvindarson og Kristbjörg Eva koma í Rauðan raunveruleika kl 18 í kvöld. Við ætlum að ræða um pólitík í Suður Ameríku, heimsvaldastefnu og allt sem við því kemur. Sesar hefur verið mikið í Suður Ameríku og þekkir ágætlega til. Saga Suður Ameríku getur sagt okkur margt um heiminn sem við lifum í.
9/26/202244 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Kristbjörg Eva Andersen Ramos, nýr formaður Ungra Sósíalista

Kristbjörg Eva Andersen Ramos er nýr formaður ROÐA, félag Ungra Sósíalista. Við ræddum við hana um starfið, stefnu félagsins og um lógó keppni Ungra Sósíalista! Sendið á okkur hugmyndir á [email protected]! Við töluðum aðeins um forréttindablindu, stéttir og fleira í þeim dúr. Fylgist með
9/19/202222 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Stiklað á stóru með Aski aktívista

Kjartann Sveinn og Karl Héðinn ræða við Ask Hrafn á persónulegum nótum, hvað er Amnesty? Hverjar eru tengingar Sjálfstæðisflokksins við Nasisma og Pútín? Hverjir eiga gosdrykkina þína o.s.frv. o.s.frv !
9/16/202244 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Ólafur "Ufsi" Jónsson - Gengisfelling

auður Raunveruleiki í kvöld með Ólafi Jónssyni "Óla Ufsa". Við ætlum að tala við hann um sjávarúvegskerfið, gengisfellingu krónunar, skipulagt svindl og fleira sem viðkemur þessu rotna kerfi eins og það er í dag. Hér er hafsjór af þekkingu og reynslu!
9/13/202234 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Rauður Raunveruleiki: Kjartan Sveinn - Liðsauki, umbreytingartímar

Rauður Raunveruleiki snýr aftur í kvöld með Kjartani Sveini og Karl Héðni. Við spjöllum um samtímann, byltingar og hvað gæti verið framundan í þessum heimi stöðugra breytinga!
9/10/202241 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Halldór Auðar Svansson / Pólitík og andleg heilsa

Halldór Auðar Svansson kemur í Rauðan Raunveruleika í kvöld. Halldór var borgarfulltrúi Pírata og við fáum að heyra um upplifun hans af því. Halldór hefur einnig starfað á sviði geðheilbrigðismála og er áhugamaður mikill um Zen, Alan Watts og fleira í þeim dúr. Farið verður um víðan völl og okkur hlakkar til samtalsins
7/11/202250 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Páll Líndal umhverfissálfræðingur: Borgarhönnun og vellíðan

Karl Héðinn og Trausti Breiðfjörð tala við Pál Jakob Líndal umhverfissálfræðing um skipulag borga og sálfræði umhverfisins. Það snertir á gríðarleg mörgu enda vitum við flest að umhverfið hefur gríðarleg áhrif á líðan okkar og samfélag. Hvernig gerum við fallegar borgar sem ýta undir vellíðan? Við heyrum um hvernig þetta getur gengið mjög vel upp líkt og í Djúpavogi og hvernig þetta getur farið illa líkt og með Hafnartorgið. Þetta og margt fleira í Rauðum Raunveruleika á Samstöðinni í kvöld
7/10/202258 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Sæþór Benjamín Randallson / Verkalýðsbarátta

Sæþór Benjamín er sósíalisti sem er upprunalega frá Bandaríkjunum og hefur tekið þátt í barráttunni bæði hér og þar. Við fáum að heyra frá hans sjónarhorni hvað sósíalismi er, hvers vegna hann telur mikilvægt að taka þátt í verkalýðsbaráttu og allt sem við því kemur.
7/10/202242 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Guðmundur Auðunsson / Hagfræði og Sósíalismi

Í kvöld ræðum við við Guðmund Auðunsson, stjórnmála hagfræðing og sósíalista. Við fröum yfir víðan völl, tölum um klassíska hagfræði, byrjun kapítalismans, Adam Smith og Karl Marx. Samtalið leiðist síðan að nútímanum og við ræðum um kvótagreifanna og húsnæðiskerfið í þessu sögulega og þjóðhagslega samhengi.
7/10/202258 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Rúnar Freyr og Kjartan Sveinn

Aðgerðarsinninn Rúnar Freyr Júlíusson og greinarhöfundurinn Kjartan Sveinn Guðmundsson koma til okkar í spjall í kvöld. Báðir eru þeir ungir sósíalistar og við ætlum að fá að heyra frá þeim um pólitíska þátttöku, stöðuna á Íslandi og framtíðina.
7/10/202257 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Tjörvi Schiöth - Saga kapítalisma og Sósíalisma

Tjörvi Schiöth er að klára mastersnám í hugmyndasögu og stundaði áður nám í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Við áttum við hann gott spjall um sögu kapítalisma og sósíalisma, um efnahagskerfi og hugmyndafræði, heimsvaldastefnuna og fleira. Það er af nógu að taka! Fræðandi og skemmtilegur þáttur á Samstöðinni á mánudaginn klukkan níu.
7/10/202243 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Frumbyggjar í Panama og loftslagsváin

Carmen Jóhannsdóttir hefur unnið með hjálparstarfssamtökum sem hafa aðstoðað frumbyggja sem lifa við eyjur í Panama sem eru að sökkva í sjó vegna bráðnun jökla. Carmen hefur líka unnið í "zero waste" verkefnum og stofnaði meðal annars veitingarstað þar sem rusli er haldið í algeru lágmarki. Heyrum í Carmen og sjáum hvað er að frétta af Panama og frumbyggjunum sem lifa þar. Rauður Raunveruleiki klukkan 21 í kvöld.
7/10/202252 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Alexandra Briem og Ragna Sigurðardóttir

Alexandra Breim frá Pírötum og Ragna Sigurðardóttir frá Samfylkingunni setjast inn í stúdíó Rauðs raunveruleika. Við ræðum bankasöluna og spyrjum þær út í stefnu flokkanna fyrir komandi kosningar.
7/10/202239 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Hallfríður Þórarinsdóttir

Í kvöld ætlum við að ræða málfar og tengsl þess við stétta- og virðingarstöðu á Íslandi. Hvernig fólk er stimplað úr umræðunni fyrir að tala ekki “nógu góða” íslensku eða fallbeygir ekki hlutina 100% rétt. Þetta á við um fólk af erlendum uppruna en líka um Íslendinga sem koma úr lægri stéttum. Þar er annað orðalag notað en hjá þeim hærri settu. Gestur kvöldsins er Hallfríður Þórarinsdóttir. Hún er menningarmannfræðingur og skrifaði doktorsritgerð sem heitir: “Purity and Power: The Policy of Purism in Icelandic Nationalism and National Identity.” Við ræðum við hana um inntak þessarar ritgerðar, sem fjallar um hvernig stefnan um “hreinleika” hefur mótað þjóðarvitund Íslendinga. Út frá því tökum við umræðu um málfar og hvernig það getur hólfað fólk í mismunandi virðingarstiga og stéttir innan þjóðfélagsins.
4/11/20221 hour, 48 seconds
Episode Artwork

Dr. Ólafur R. Dýrmundsson

Karl ræðir við Ólaf Dýrmundsson um fæðuöryggi, matvælaöryggi, loftslagsmál, ESB og margt fleira.
4/1/202253 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Rauður Raunveruleiki - Sanna Magdalena

Kynnumst stefnumálum Sósíalista í sveitarstjórnarkosningunum. Hvað er til ráða, hvað liggur mest á að laga og hvað er því til fyrirstöðu? Fáum innsýn inní borgarmálin og pólitíska þátttöku með Sönnu Magdalenu í Rauðum Raunveruleika
3/28/202241 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Rauður Raunveruleiki - Blaz Roca

Í kvöld verður skrúfað frá skoltinum á Erpi Eyvindarsyni. Hann mætir í Rauðan raunveruleika og segir okkur til syndanna. Erum við ungir sósíalistar nógu róttækir? Er kominn tími á heykvíslar? Mun óhjákvæmilega sverfa til stáls við auðvaldið? Höllum okkur aftur. Það er föstudagur og leyfum Blaz Roca að segja hlutina eins og þeir eru.
3/26/20221 hour, 33 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Nicole Voigt - Róttækur vinstri vængur Svíþjóðar

Við fáum til okkar Nicole Voigt frá Ung Vänster í Rauðum raunveruleika kvöldsins. Hvað er í gangi á róttæka vinstri væng Svíþjóðar? Hvernig geta ungliðahreyfingar haft áhrif? Kynnumst málunum í Svíþjóð í Rauðum raunveruleika kvöldsins klukkan 17:00 á Samstöðinni. Viðtalið verður á ensku
3/22/202254 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Yanis Varoufakis - The Red Reality of Global Capitalism

Tonight we have a very special guest. Yanis Varoufakis is an ex Greek minister of finance, an economist and politician. In February 2016 he launched the Democracy in Europe Movement 2025 (DiEM25) and he also took a great part in founding the Progressive International alongside many progressive politicians, economists and activists. The Progressive International has been described as a „common blueprint for an International New Deal, a progressive New Bretton Woods“. We will talk to Yanis about the state and direction of our world, how we can influence things for the better and what we should be striving for. Tune in at 17:00 GMT on Samstöðin
3/18/202249 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Júlíus K Valdimarsson - Húmanismi, Samvinna og Velmegun

Í þætti kvöldsins fáum við til okkar Júlíus K Valdimarsson húmanista og friðarsinna. Júlíus hefur trú á byltingu mannsins og á auknu samstarfi á milli fólks og þjóðarhópa. Völd ættu að vera færð niður í grunn þjóðfélagsins! Við ræðum við Júlíus um húmanisma, sögu stefnunnar, þáttöku hans í henni og framtíð mannkynsins!
3/3/202256 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Ögmundur Jónasson - Stefnan

"Í ársbyrjun 1995 var haldinn kraftmikill fundur á Hótel Borg í Reykjavík. Fundarefnið var að leita svara við því hvernig glæða mætti róttæka vinstri pólitík í landinu." Svo hljóðar lýsing fyrsta opna funds vinstra fólks í Hótel Borg á laugardaginn síðasta. Tilefnið var hið sama. Nú ætlum við að tala við Ögmund um þessa fundi, söguna og hvert skal stefna. Við hvetjum alla til þess að taka þátt í þessu samtali, mæta og blása lífi í róttæka vinstri pólitík á ný! Það veitir ekki af.
2/28/202243 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Atli Þór Fanndal - Frjáls Fjölmiðlun

Í Rauðum Raunveruleika í kvöld fáum við til okkar Atla Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International. Atli hefur áður starfað sem blaðamaður hjá Kvennablaðinu, DV, Reykjavík vikublaðin auk BBC, The Telegraph, CBC og Der Freitag svo dæmi séu tekin. Atli ætlar að tala við okkur um spillingu, störf hans hjá Transparancy International og um stöðu frjálsar fjölmiðlunar á Íslandi. Fylgist með á Samstöðinni. Þátturinn er í umsjón Karl Héðins Kristjánssonar og Trausta Breiðfjörð Magnússonar.
2/21/202247 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Þórólfur Júlían Dagsson - Auðlindin okkar, óréttlæti kvótakerfisins

Í Rauðum Raunveruleika kvöldsins ræðum við við Þórólf Júlian Dagsson um auðlindina okkar. Fiskinn í sjónum og misskiptinguna og óréttlætið sem hefur skapast í úthlutun kvóta og veiðiheimilda. Hvað hefur þetta kerfi leitt af sér síðan það var búið til á áttunda áratugnum?
2/14/202241 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Fjölmiðlar, útskúfun og auðvald

"Slaufunarmenning/Cancel culture” hefur mikið verið í umræðunni síðustu misserin. Er ekki alvarlegasta slaufunarmenningin að eiga sér stað undir auðvaldinu og afskiptum þess á frelsi fólks til að gagnrýna það? Mörg dæmi um fólk sem hafa misst lífsviðurværi sín á því að tjá sjálfsagðar skoðanir sínar. Þetta og fleiri mál verða rædd í Rauða Raunveruleika kvöldsins.
2/7/202250 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Viðar Þorsteinsson - Verkalýðsbaráttan

Karl Héðinn og Trausti Breiðfjörð fá fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar til sín. Þeir ræða verkalýðsmál, stjórnmál og hvað sé í vændum á næstunni í kjarabaráttu almennings.
1/31/20221 hour, 32 seconds
Episode Artwork

Ungir Sósíalistar

Í Rauðum Raunveruleika kvöldsins fáum við nokkra unga sósíalista til okkar að ræða um félagsstarf, sósíalisma, pólitíska þátttöku og fleira. Í kvöld koma til okkar Atli Gíslason formaður Ungra Sósíalista (Roði), Agni Freyr varaformaður Roða, Kristbjörg Eva Andersen Ramos formaður samfélagsmiðlanefndar Roða og Kjartan Svein Guðmundsson, ungt hugsjónafólk allt! Skemmtilegur þáttur framundan, fylgjist með. Þátturinn er í umsjón Karl Héðins Kristjánssonar
1/24/202253 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Neysluhyggja, samfélag og andleg sjálfshjálp

Í Rauðum Raunveruleika í kvöld verður talað um skaðsemi neyslusamfélagsins og "öld sjálfsins" í því samhengi. Ræðum mikilvægi meðvitaðar neyslu og meðvitundar almennt, skoðum öflugar núvitundar og öndunaraðferðir sem sporna gegn ýmsum andlegum og líkamlegum lífsstíls sjúkdómum nútímans.
1/18/202245 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Davíð Þór - Var Jesús sósíalisti?

Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju sest með þeim Trausta Breiðfjörð og Karli Héðni og ræðir gamalt álitamál: Var Jesús Kristur sósíalisti? Sósíalismi varð náttúrlega ekki til fyrr en löngu eftir að Jesús var krossfestur, en má samt finna líkindi með boðskap hans og erindi sósíalista síðustu tæpar tvær aldir? Á sósíalisminn kannski rætur í fagnaðarerindi Jesús? Með hverjum myndi Jesús standa í dag; valdinu eða hinum kúguðu? Er hægt að boða kristni en samt styðja kapítalismann? Hvers vegna blessa prestar stjórnvöld alla sunnudaga? Davíð mun svara þessum og mörgum öðrum knýjandi spurningum á mánudagskvöldið, af alkunnri mælsku og sannfæringarkrafti. Samstöðin á Facebook: https://www.facebook.com/samstodin Samstöðin á YouTube: https://www.youtube.com/c/Samstöðin Samstöðin á vefnum: https://samstodin.is Alþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. https://samstodin.is/skraning/
1/11/20221 hour, 3 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Sanna Magdalena

Sanna Magdalena Mörtudóttir kemur í Rauðan raunveruleika og segir okkur hvernig það er að vinna í borgarráði, hvernig það kom til og hvernig dagleg störf ganga fyrir sig. Af hverju kostar 120.000 krónur að hafa börn í áskrift að strætó? Hvernig getur slíkt gerst í borgarstjórn félagshyggjuflokka? Þetta og ýmislegt fleira í Rauðum raunveruleika í kvöld.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
12/20/202119 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Raunveruleiki stjórnmála

Trausti Breiðfjörð og Karl Héðinn ræða raunveruleika stjórnmála samtímans, pólitíska tómhyggju og þá óskýru framtíðarsýn sem stjórnmálin virðast bjóða upp á.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
12/6/202139 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Sósíalismi?

Ísabella Lena, Trausti Breiðfjörð og Karl Héðinn velta fyrir sér sósíalisma, blóðugri sögu CIA í Suður-Ameríku og hvernig við getum í alvöru aukið frelsi einstaklinga.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
11/15/202137 minutes, 20 seconds