Winamp Logo
Ræðum það... Cover
Ræðum það... Profile

Ræðum það...

Icelandic, Finance, 4 seasons, 49 episodes, 2 days, 3 hours, 26 minutes
About
Ræðum það... er hlaðvarp um atvinnulífið þar sem við skoðum hina hliðina á atvinnulífinu. Við ræðum við áhugavert fólk og fræðum hlustendur um stefnur og strauma sem hafa áhrif á störf, stjórnun og örlög bæði fyrirtækja og stofnana.
Episode Artwork

Hvaða hverfi verða dýr í framtíðinni? Íbúðir í stað skrifstofuhúsnæðis í miðborginni? Aukin forsala íbúða?

Koma skammtíma-leiguíbúðir í stað skrifstofuhúsnæðis á efri hæðum í miðborginni? Hvaða hverfi borgarinnar verða dýr í framtíðinni? Hvers vegna borgar sig oft ekki að kaupa illa farið húsnæði, gera upp og selja aftur? Er aukin forsala íbúða (áður en þær eru byggðar) framtíðin í fasteignasölu og mun það tryggja stöðugri uppbyggingu. Vill fólk °allt í einu búa við alveg niður við sjó á Íslandi og mætti breyta grasbalanum framan við Ægissíðu í þéttingarreit? Þetta og margt fleira í nýjasta þætti af ‘Ræðum það...’ Gestir: Ólafur Finnbogason, fasteignasali og Hrannar Pétursson ráðgjafi og einn eigenda Vinnustofu Kjarvals. Stjórnandi: Andrés Jónsson
5/14/20231 hour, 14 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Selenskí til Íslands með kafbáti? Er fólk ekki að fatta hversu stór fundur þetta verður?

Er fundurinn í Hörpu stærri viðburður en fundur Reagans og Gorbachev í Höfða? Hvernig kemur Selenskí til fundarins og tengist ný lendingarheimild kafbáta við strendur landsins því eitthvað? Enn stækkar Samfylkingin í könnunum en mun það endast? 28 mánuðir eru til kosninga og margt á eftir að gerast. Er einlæga og krúttlega X-kynslóðin búin að taka við í viðskiptalífinu? Gerbreytt mynd blasir við okkur í kauphöllinni þar sem 68-kynslóðin réði ríkjum áður, rétt eins og hún gerði í stjórnmálunum. Geta millennials eitthvað látið að sér kveða á Alþingi eða er þeirra stjórnmálaafstaða of húðuð með íróníu? Þetta og margt fleira í nýjasta þætti af ‘Ræðum það...’ Gestir: Karítas Ríkharðsdóttir samskiptasérfræðingur og Kolbeinn Marteinsson almannatengill og framkvæmdastjóri Athyglis. Stjórnandi: Andrés Jónsson
5/9/20231 hour, 15 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Lífsgæði, sánur, vinátta og fleiri umræðuefni snemm-miðaldra fólks

Ræðum það hefur aldrei komið jafn þétt út >>> Aðalgestur þessa þáttar var Kolbeinn Marteinsson, almannatengill. Gestastjórnendur voru Sigríður Rakel Ólafsdóttir, forstöðumaður markaðsmála hjá Öskju og Bergsteinn Sigurðsson, sjónvarpsmaður á RÚV.  Rætt var um hvað fólk á þessum aldri metur til lífsgæða, um sánur, búsetu, vináttu á gamals aldri og ýmislegt fleira. (Athugið að þátturinn var tekinn upp fyrir nokkru síðan.) Hér er tengill á fróðleik um heilnæmi sánuferða, sem minnst var á í þættinum: https://www.foundmyfitness.com/topics/sauna Stjórnandi Ræðum það er Andrés Jónsson. --- ✉️ Sendið okkur spurningar um hvaðeina á [email protected] og við reynum að svara þeim í næsta þætti.
2/17/20231 hour, 1 minute, 28 seconds
Episode Artwork

Leitarsjóðir, ChatGPT og efnahagur í lausu lofti

Ræðum það rúllar af stað á ný á nýju ári >>> Aðalgestur þáttarins var Kristín Soffía Jónsdóttir "leitari". Gestastjórnendur að þessu sinni voru Gísli Brynjólfsson, forstöðumaður markaðsmála hjá Icelandair, Magnús Hafliðason, forstjóri Domino´s á Íslandi og Haraldur Þorleifsson, starfsmaður Twitter. Rætt var um möguleika og hættur við gervigreindartækni eins og ChatGPT, rætt var um starfsferil leitara en Kristín Soffía hyggst finna rekstur til að kaupa og er nú þegar með fjármagn í leitarsjóði að baki sér og loks var aðeins farið inn á hvort framundan sé efnahagskreppa. Stjórnandi Ræðum það er Andrés Jónsson. --- ✉️ Sendið okkur spurningar um hvaðeina á [email protected] og við reynum að svara þeim í næsta þætti.
2/14/202340 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Ræðum það....Andrés og Tinni gera upp árið

Í þessum þætti af Ræðum það... gera Andrés og Tinni upp árið 2021, hvað stóð upp úr og hvað getum við lært? Ræðum það... er hlaðvarp Góðra samskipta sérhæfðs ráðgjafafyrirtækis á sviði almannatengsla, stefnu og stjórnendaleitar. Þar sem við ræðum við fólk sem okkur finnst áhugavert og er að gera spennandi hluti. Stef: Ræðum það - Dire & Nolem
12/28/20211 hour, 26 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Ræðum við....Bjarna Snæbjörn Jónsson - Ný nálgun á innleiðingu stefnumótana með aðstoð hugbúnaðar

Í þessum þætti af Ræðum það... er rætt við Bjarna Snæbjörn Jónsson, stofnanda DecideAct A/S sem er skráð í Kauphöllinni í Danmörku. Í þættinum ræða Tinni og Bjarni m.a. um nálgun hans á stefnumótun og innleiðingu hennar en hugbúnaður Bjarna setur stefnumótunarvinnu upp á skilvirkan hátt. Þá ræða þeir um mikilvægu vinnustaðarmenningu í innleiðingu stefnumótana og breytinga. Ræðum það... er hlaðvarp Góðra samskipta sérhæfðs ráðgjafafyrirtækis á sviði almannatengsla, stefnu og stjórnendaleitar. Þar sem við ræðum við fólk sem okkur finnst áhugavert og er að gera spennandi hluti. Stefn: Ræðum það - Dire & Nolem
12/22/20211 hour, 1 second
Episode Artwork

Ræðum við....Kristján Kristjánsson - Vilja fyrirtæki sérhæfðan hugbúnað sem mætir sértækum þörfum þeirra?

Í þessum þætti af Ræðum það... er rætt við Kristján Kristjánsson, stofnanda 50skills. Í þættinum ræða Tinni og Kristján m.a. um þróun á hugbúnaði fyrir ráðningar og mannauðsstjórnun og um muninn á nýsköpunarumhverfinu hér á landi og í Bandaríkjunum.  Ræðum það... er hlaðvarp Góðra samskipta sérhæfðs ráðgjafafyrirtækis á sviði almannatengsla, stefnu og stjórnendaleitar. Þar sem við ræðum við fólk sem okkur finnst áhugavert og er að gera spennandi hluti. Stef: Ræðum það - Dire & Nolem
12/20/202151 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Ræðum við....Arnar Másson - Hvernig hefur stjórnarseta breyst á síðustu árum?

Í þessum þætti af Ræðum það... er rætt við Arnar Másson, stjórnarformann Marel. Í þættinum ræða Tinni og Arnar m.a. um þróun stjórnarsetu síðustu 20 árin og umbótaverkefni sem Arnar hefur komið að á síðustu árum. Ræðum það... er hlaðvarp Góðra samskipta sérhæfðs ráðgjafafyrirtækis á sviði almannatengsla, stefnu og stjórnendaleitar. Þar sem við ræðum við fólk sem okkur finnst áhugavert og er að gera spennandi hluti. Stefn: Ræðum það - Dire & Nolem
12/2/20211 hour, 11 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Ræðum við....Arnar Másson - Hvernig hefur stjórnarseta breyst á síðustu árum? (styttri útgáfa)

Í þessum þætti af Ræðum það... er rætt við Arnar Másson, stjórnarformann Marel. Í þættinum ræða Tinni og Arnar m.a. um þróun stjórnarsetu síðustu 20 árin og umbótaverkefni sem Arnar hefur komið að á síðustu árum.   Ræðum það... er hlaðvarp Góðra samskipta sérhæfðs ráðgjafafyrirtækis á sviði almannatengsla, stefnu og stjórnendaleitar. Þar sem við ræðum við fólk sem okkur finnst áhugavert og er að gera spennandi hluti. Stefn: Ræðum það - Dire & Nolem
12/2/202147 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Ræðum við....Gunnur Líf Gunnarsdóttir- Kaupmennska alla leið

Í þessum þætti af Ræðum það... er rætt við Gunni Líf Gunnarsdóttur. Í þættinum ræða Tinni og Gunnur m.a. þroskasögu Samkaupa sem hefur kristallast í fræðslu, sterkri leiðtogamennsku og grunngildum sem skína í gegnum frammistöðu starfsfólks.  Ræðum það...   er hlaðvarp Góðra samskipta sérhæfðs ráðgjafafyrirtækis á sviði almannatengsla, stefnu og stjórnendaleitar. Þar sem við ræðum við fólk sem okkur finnst áhugavert og er að gera spennandi hluti. Stefn: Ræðum það - Dire & Nolem
11/24/202150 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Ræðum við....Huldu Björk Halldórsdóttir- Mannauðsstjórnun í fjórðu iðnbyltingunni

Í þessum þætti af Ræðum það... er rætt við Huldu Björk Halldórsdóttur. Í þættinum ræða Tinni og Hulda m.a. um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á mannauðsstjórnu og hvernig tækniþróun mun breyta störfum. Ræðum það...   er hlaðvarp Góðra samskipta sérhæfðs ráðgjafafyrirtækis á sviði almannatengsla, stefnu og stjórnendaleitar. Þar sem við ræðum við fólk sem okkur finnst áhugavert og er að gera spennandi hluti. Stefn: Ræðum það - Dire & Nolem
11/4/202154 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Ræðum við....Arnar Pálsson- Sprettir og stefnumótun til skemmri tíma sífellt algengari

Í þessum þætti af Ræðum það... er rætt við Arnar Pálsson. Í þættinum ræða Tinni og Arnar m.a. um þróun stefnumótunar og mikilvægi greiningarfasans í stefnumótun.  Ræðum það... er hlaðvarp Góðra samskipta sérhæfðs ráðgjafafyrirtækis á sviði almannatengsla, stefnu og stjórnendaleitar. Þar sem við ræðum við fólk sem okkur finnst áhugavert og er að gera spennandi hluti. Stefn: Ræðum það - Dire & Nolem
10/22/202148 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Ræðum við....Björn Berg Gunnarsson- Fjárfestingar, skuldabréf og fjármál fótboltans

Í þessum þætti af Ræðum það... er rætt við Björn Berg Gunnarsson. Í þættinum ræða Tinni og Björn m.a. um fjármál knattspyrnuliða, hvað sé ofmetið í fjárfestingum og hvernig kaupa leikmanna í knattspyrnu eru fjármögnuð. Ræðum það...   er hlaðvarp Góðra samskipta sérhæfðs ráðgjafafyrirtækis á sviði almannatengsla, stefnu og stjórnendaleitar. Þar sem við ræðum við fólk sem okkur finnst áhugavert og er að gera spennandi hluti. Stefn: Ræðum það - Dire & Nolem
10/19/20211 hour, 5 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

#10 Stafrænt Ísland - Andri Heiðar Kristinsson

Í þessum þætti af Ræðum það... var rætt við Andra Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóra Stafræns Íslands. Andri var áður hjá LinkedIn sem vörustjóri og stofnaði Icelandic Startups. Ræðum það er hlaðvarp Góðra samskipta sérhæfðs ráðgjafafyrirtækis á sviði almennatengsla, stefnu og stjórnendaleitar. Þar sem við ræðum við fólk sem okkur finnst áhugavert og er að gera spennandi hluti. Stef: Ræðum það – Dire & Nolem
3/22/20211 hour, 8 minutes, 11 seconds