Winamp Logo
Pyngjan Cover
Pyngjan Profile

Pyngjan

Icelandic, Finance, 1 season, 234 episodes, 1 day, 9 hours, 30 minutes
About
Í Pyngjunni eru ársreikningar fyrirtækja skoðaðir og ræddir. Athugið að öll gögn sem þáttastjórnendur styðjast við eru opinberar upplýsingar.
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Kampavínsspeki með Stefáni Einari

Sendu okkur skilaboð!Í þessum stórskemmtilega þætti förum við yfir kampavínsmarkaðinn með Stefáni Einari en hann er ekki einungis fremsti blaðamaður landsins um þessar mundir heldur einnig sérfræðingur í kampavíni og líklega fremstur á landinu í þeim efnum einnig. Það var því vel við hæfi að fá hann til að skóla okkur til í þessum fræðum. Missið ekki af þessum!
7/26/20241 hour, 25 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Myndlistaspeki með Sigurði Sævari

Sendu okkur skilaboð!Sigurð Sævar þarf vart að kynna fyrir landsmönnum, en hann er einn okkar allra efnilegasti myndlistamaður ef hann er þá ekki hreinlega kominn í flokk þeirra allra bestu. Við fórum yfir ferilinn og myndlistamarkaðinn ásamt fleiru í þessum stórskemmtilega þætti sem þú ættir ekki að missa af.
7/19/20241 hour, 18 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Kíró biz með Vigni Kíró

Sendu okkur skilaboð!Brútal business þáttur fyrir ykkur þennan föstudaginn gott fólk. Vignir kíró er mikill hugsjónamaður og hefur náð stórbrotnum árangri á skömmum tíma sem eigandi Líf Kíró. Þáttur sem enginn með frumkvöðlablóð má láta fram hjá sér fara. 
7/12/20241 hour, 23 minutes, 1 second
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Idda vantar lompur

Sendu okkur skilaboð!Gleðilegan föstudag kæru Pyngjuhálsar! Þáttur dagsins er stappaður af viðskiptum og vitleysu sem fyrr. Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist, þetta er Pyngjaaaan! Góða helgi kæru launþegar.
7/5/20241 hour, 7 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Pay me bitch

Sendu okkur skilaboð!Það var stuð á þeim Adda og Idda þennan föstudaginn í stútfullum þætti af viðskiptum og vitleysu eins og svo oft áður. Allar kvartanir berist á [email protected]. Góðar stundir
6/28/20241 hour, 5 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Tilgátan um fækkun ferðamanna er leyst

Sendu okkur skilaboð!Já þið sjáið það hér svart á hvítu kæru hlustendur að tilgátan er leyst og það er ekki vegna eldgoss né of sterkrar krónu. Þeir Addi og Iddi fara yfir víðan völl í þætti dagsins og segja má að hér sé eitthvað fyrir alla. Gangið hægt inn í helgina en ekki of hægt.
6/21/20241 hour, 7 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Tips fyrir fyrirtækjaeigendur & servíettusamningar

Sendu okkur skilaboð!Föstudagur er genginn í garð og það þýðir aðeins eitt kæru hlustendur, það er Ylvolgur Kalli og business. Farið varlega inn í helgina.
6/14/20241 hour, 4 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Dr. Pepper sækir í sig veðrið en Evrópa hrynur

Sendu okkur skilaboð!Já það er drekkhlaðinn þáttur úr smiðju Pyngjunnar þennan föstudagsmorguninn. Fréttir, fróðleikur og frábær hlaðvörpun í boði Adda og Idda. Eigið yndislega helgi, kæru launþegar.
6/7/20241 hour, 1 minute, 32 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Koma Kónga- og Drottningardeildirnar til Íslands?

Sendu okkur skilaboð!Gleðilegan föstudag, kæru launþegar! Þáttur dagsins er sá besti hingað til. Þú munt samt auðvitað ekki komast að því nema þú hlustir. Takk fyrir okkur.
5/31/20241 hour, 7 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Misheppnað útboð, suðupunktur Ingu Tinnu & K-pop

Sendu okkur skilaboð!Það var uppi fótur og fit í Seðlabanka Kópavogs þegar þeir Addi og Iddu settust á bakvið hljóðnemana þennan föstudagsmorguninn. Austurlandablæti Idda heldur áfram en í dag fjallar hann um K-pop markaðinn, ásamt 8-pop sem Addi hefur mikla reynslu af. Auk þess eru fréttir vikunnar á sínum stað og svo slær Iddi botninn í þetta með umfjöllun sinni um rauða humarinn sem er gjaldþrota. Megi helgin verða ykkur góð og gæfusöm, kæru hlustendur.
5/24/20241 hour, 7 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Hlutafjárútboð, Memebréf & Brunnahagkerfi

Sendu okkur skilaboð!Gleðilegan föstudag kæru Pyngjuhálsar! Þáttur dagsins er drekkhlaðinn af fréttum og fróðleik sem endranær, enda nóg um að vera í vikunni. Við hvetjum því alla til að leggja við hlustir og sömuleiðis taka kvittun fyrir öllu sem þú kaupir.
5/17/20241 hour, 7 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Er tími snjallsímans uppurinn?

Sendu okkur skilaboð!Í þætti dagsins erum við með nóg af fréttum og svo kemur Iddinn með tvær heimsklassa umfjallanir. Þetta er einn af þessum þáttum sem enginn má missa af. Góð helgi, kæru kúrekar og launþegar.
5/10/20241 hour, 5 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: vinnustaðar topplistinn snýr aftur

Þáttur dagsins er stappaður af gúmmelaði fyrir okkar ástkæru netbankakúreka. Fréttir vikunnar, Inn- og útflutningur á Ítalíu, milljarðamæringur vikunnar og að ógleymdum vinnustaðar topplistanum í boði Idda. Góða helgi kæru launþegar!
5/3/20241 hour, 3 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: María Lena stofnandi M-Fitness & Hannes karlinn hennar

Þau komu til okkar María og Hannes sem saman reka fatamerkið M-Fitness. Saga þeirra er stórmerkileg en merkið hefur hlotið mikillar velgengni sem kom svo sannarlega ekki af sjálfri sér, en í þættinum rekja þau söguna aftur og gefa okkur smjörþef af því hvernig skal bera sig að í frumkvöðlastarfsemi. Þennan þátt skaltu ekki láta framhjá þér fara, kæri hlustandi!
4/26/20241 hour, 6 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Iddi dreypir á einum Welding

Stútfullt föstudagskaffi að vanda - tvær umfjallanir frá Iddanum og fréttir vikunnar hjá Addanum. Góðar stundir
4/19/202454 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Krónískur afsláttur hlutabréfa í Kóreu

Í þætti dagsins má heyra yfirborðskennda en þó merkilega umfjöllun um Suður-Kóreskan markað og krónískan hlutabréfaafslátt þar í landi. Við kynnum einnig til leiks nýjan dagskrárlið og svo eru fréttir vikunnar á sínum stað. Gangið hratt inn um gleðinar dyr um helgina kæru kúrekar.
4/12/20241 hour, 3 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Iddi fjárfestir í Tequila

Já kæru hlustendur, við Pyngjumenn látum ekki deigan síga þennan föstudaginn frekar en þann fyrri , en þáttur dagsins er stútfullur af alls konar lostæti. Fréttir vikunnar, tuð og umfjöllun á heimsmælikvarða um fjárfestingar í Tequila. Gangið af hörku inn í helgina!
4/5/20241 hour, 5 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Um páskana ætlar Yssi að skíða, skíða, skíða en Assi ætlar vera heima að....

Föstudagskaffið er lengra en föstudagurinn langi þennan föstudaginn. Samsæriskenningar um landbúnaðarmálið, verðlagning skíðasvæða og Óopnir reikningar ríkisins teknir fyrir í lengsta þætti á lengsta degi ársins. 
3/29/20241 hour, 7 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: H-Berg (Áskrift)

Restina af þessum þætti finniði undir https://pardus.is/pyngjan. Athugið að þetta er síðasti áskriftarþátturinn en við munum halda galvaskir áfram með föstudagskaffið í opinni dagskrá!
3/27/202410 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Addi mýkir málbeinið og opnar sig um Smartland fréttina og fasteignakaupin

Já það er stappfullur þáttur fyrir ykkur í dag kæru hlustendur. Addi byrjar á því að leysa frá skjóðunni um títtnefnd fasteignakaup en einnig fáiði ykkar vikulega skammt af fréttum, fróðleik og tuði. Góða helgi!
3/22/202457 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Vinnupallar (Áskrift)

Restina af þessum þætti finniði undir https://pardus.is/pyngjan.
3/19/20249 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Ungir milljarðamæringar, farewell Jón “take-a-bow” Björnsson og Jomman does it again

Ég þarf að klára skattskýrsluna svo ég hef ekki tíma í að skrifa neitt hér en ég lofa skemmtilegum þætti. Kv. Addi
3/15/20241 hour, 1 minute, 24 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: M Fitness (Áskrift)

Restina af þessum þætti finniði undir https://pardus.is/pyngjan.
3/12/202413 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Skattar - 2.hluti ásamt Margréti Ágústu skattalögfræðingi

3/11/20241 hour, 54 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Skattar - 1.hluti ásamt Margréti Ágústu skattalögfræðingi

ATH - seinni hlutinn kemur inn á mánudaginn!! Við vorum heldur tæpir á tíma svo við munum taka upp seinni hluta sem dettur inn á mánudagsmorgunn. En annars er þetta stórmerkilegur þáttur um skatta sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara enda er Margrét botnlaus fróðleikur um skatta! Hver vill ekki vita meira um skatta?
3/8/202447 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Valdís (Áskrift)

Restina af þessum þætti finniði undir https://pardus.is/pyngjan.
3/5/202410 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Hvert er næsta nafnablæti fyrirtækja?

Gleðilegan marsmánuð kæru hlustendur! Hann er fjörugur þátturinn í dag svo ekki sé meira sagt en umfjöllunar efni dagsins eru eins misjöfn og þau eru mörg, allt frá nafnabreytingum og upp í acquisitions! Eigið yndislega helgi kæru launþegar og munið að hvíla ykkur vel!
3/1/202455 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Uppgjörið: Ársuppgjör Nova 2023 - Skemmtanastjórn

Við hittum þau Möggu og Tóta hjá Nova og fórum yfir rekstrarárið 2023 á léttu nótunum.
2/28/202435 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Just wingin it (Áskrift)

Restina af þessum þætti finniði undir https://pardus.is/pyngjan.
2/27/202410 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Millistjórnandi ársins er fundinn

Góðir hálsar - hér kemur ykkar vikulegi skammtur af P-vítamíni. Að þessu sinni eru örlitlar hljóðtruflanir sem við vonum að komi ekki að sök því þessi þáttur er eitthvað sem enginn ætti að missa af. Veriði góð við ykkur sjálf um helgina og munið að taka kvittanir fyrir öllu sem þið kaupið. Góða helgi!
2/23/202459 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Metro (Áskrift)

Restina af þessum þætti finniði undir https://pardus.is/pyngjan.
2/20/202410 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Nýr dagskrárliður(leitarsjóður Idda X Steinda Jr.), Tenetips, fréttir og fleira

Gleðilegan föstudag kæru hlustendur. SD Kortið er fundið!
2/16/20241 hour, 3 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: A4 (Áskrift)

Restina af þessum þætti finniði undir https://pardus.is/pyngjan.
2/13/202410 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Þórhallur Gunnarsson stjórnendaráðgjafi

Við fengum til okkar hann Þórhall Gunnarsson í stórkostlegt viðtal sem ætti að vera skylduhlustun um helgina. Þórhallur hefur komið víða við og átt góðu gengi að fagna í gegnum tíðna en í viðtalinu kryfjum við ferilinn og ræðum ýmis hitamál sem upp komu í hans tíð sem stjórnanda. Látið þennan ekki fara framhjá ykkur! Góða helgi!
2/9/20241 hour, 36 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Valgeir Magnússon stjórnarformaður PIPAR/TBWA (Áskrift)

Restina af þessum þætti finniði undir https://pardus.is/pyngjan.
2/6/202420 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Sorgarsaga Quiznos, gleðisaga OREO & gengdarlaust fjárútlát alþingismanna

Já kæru hlustendur, þar sem hann Iddi liggur á bakkanum á íslendingaparadísini Tenerife, þá hentum við í einn tímalausan þátt þar sem við förum yfir sögu tveggja risa ásamt því að kryfja fjárútlát alþingismanna. Gleðilegan föstudag kæru hlustendur, og gangið hratt um gleðinnar dyr.
2/2/202454 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Flying Tiger (Áskrift)

Restina af þessum þætti finniði undir https://pardus.is/pyngjan
1/30/202410 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Loðnan snertir okkur öll

Það var stór fréttavikan í þetta skiptið. House of SKEL að taka yfir, húsnæðismarkaður til fjandans, endurgreiðsla vegna kvikmyndagerðar óþörf og fleira til. Góða helgi kæru Pyngjuhálsar!
1/26/202452 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Serrano (Áskrift)

Restina af þessum þætti finniði undir https://pardus.is/pyngjan.
1/23/202410 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Mömmubloggarar are back!

Kæru hlustendur, hér fáiði ykkar vikulega skerf af háðri og ófaglegri umfjöllun um heim viðskiptanna. Góða helgi!
1/19/202452 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Jón Þór forstjóri Kaldalóns (áskrift)

Restina af þessum þætti finniði undir https://pardus.is/pyngjan.
1/16/20249 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Ert þú næsti bréfpokamiðlari?

Gleðilegan föstudag kæru Pyngjuhálsar. Það var hálfgerð gúrkutíð í skemmtilegum viðskiptafréttum þessa vikuna en þó var hægt að finna eitthvað til að tuða yfir eins og venjulega. Iddi bjargar svo Adda með skemmtilegum umfjöllunum inn á milli og þ.á.m. umfjöllun um það nýjasta úr heimi heilbrigðistækninnar þvert gegn ráðleggingum stönunarlækna. Góða helgi!
1/12/202454 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Dineout (Áskrift)

Restina af þessum þætti finniði undir https://pardus.is/pyngjan.
1/9/202410 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Ár launþegans er gengið í garð

Kæru hlustendur Pyngjunnar! Við hefjum árið á löngum þætti þar sem við tuðum samfleytt på gamle måden. Launþegar þessa lands dansa dátt  en árið 2024 verður ein stór fríhelgi. Að því sögðu óskum við ykkur góðrar helgar og gæfu á nýju ári.
1/5/20241 hour, 8 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Íslensk erfðagreining (áskrift)

Restina af þessum þætti finniði undir https://pardus.is/pyngjan.
1/2/20249 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Time to say goodbye

Kæru Pyngjuhálsar. Takk fyrir árið 2023. Time to say goodbye.
12/29/20231 hour, 7 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: PIPAR/TBWA (Áskrift)

Restina af þessum þætti finniði undir https://pardus.is/pyngjan.
12/26/20239 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Frumkvöðlakaffið: Birgitta Haukdal rithöfundur

Jólaandinn sveif yfir vötnum í Seðlabanka Kópavogs þegar rithöfundurinn og poppstjarnan Birgitta Haukdal mætti í stúdíó hjá þeim Adda og Idda. Við fórum yfir bakgrunninn og rákum söguna fram til dagsins í dag, en það er óhætt að segja að Birgitta hefur verið einn allra vinsælasti rithöfundur landsins síðustu ár, en í viðtalinu opinberar hún stórkostlegan árangur sem náðist á dögunum þegar 100.000. eintakið af bókum hennar um Láru (og Ljónsa) seldist. Heyrn er sögu ríkari í þessum þætti og við hvetjum alla frumkvöðla landsins að leggja við hlustir. Að því sögðu óskum við ykkur gleðilegra jóla, kæru hlustendur!
12/21/20231 hour, 1 minute, 52 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Lind fasteignasala (Áskrift)

Restina af þessum þætti finniði undir https://pardus.is/pyngjan.
12/19/202310 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Frumkvöðlakaffið: Jakob eigandi Jómfrúarinnar

Hann kom til okkar hann Jakob af Jommunni og sagði okkur alla sólarsöguna. Ótrúleg vegferð hjá ótrúlegum manni en Jómfrúin er án efa einn allra vinsælasti veitingastaður landsins og það vita hlustendur Pyngjunnar vel. Góða helgi!
12/15/20231 hour, 7 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Fitness Sport (Áskrift)

Restina af þessum þætti finniði undir https://pardus.is/pyngjan.
12/12/202310 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Frumkvöðlakaffið: Eyþór Aron rithöfundur og Tómas Hermannsson útgefandi

Við fengum þá til okkar Eyþór Aron Wöhler rithöfund og Tómas Hermannsson útgefanda hjá Sögur útgáfu. Eyþór skrifaði Frasabókina ásamt Emil Erni Aðalsteinssyni en bókin var gefin út af Sögur útgáfu og því fengum við að kafa ofan í útgáfuferlið frá A-Ö. Þessi þáttur er því algjör skylduhlustun fyrir ykkur frumkvöðlana sem eigið þann draum að gefa út bók. Góða hlustun!
12/8/202356 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

Davíð Gunnarsson forstjóri Dohop (áskrift)

Restina af þessum þætti finniði undir https://pardus.is/pyngjan.
12/5/202320 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Frumkvöðlakaffið: Daníel frá Wake Up fer í spilabrask

Það var alvöru stemming í stúdíóinu þegar hann Daníel Andri Pétursson mætti til okkar að ræða nýtt spil sem hann er að gefa út. Við fórum yfir ferlið frá A-Ö og fengum góða innsýn inn í það sem að baki liggur útgáfu spila á íslandi. Skilduhlustun fyrir alla braskara!
12/1/20231 hour, 8 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Gullfosskaffi (Áskrift)

Restina af þessum þætti finniði undir https://pardus.is/pyngjan.
11/28/20239 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Fimmtudagskaffið: Ísfélagið er jólakonfektið okkar allra

Já kæru hlustendur, BizQuiz í kvöld. Miði er möguleiki ef þú skráir þig í áskrift á https://pardus.is/pyngjan. Hlökkum til að sjá ykkur!
11/23/202350 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: LEX Lögmannsstofa (Áskrift)

Restina af þessum þætti finniði undir https://pardus.is/pyngjan.
11/21/20239 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Morgunverður er vel heppnuð markaðsherferð

Kæru hlustendur, góða helgi.
11/17/202351 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Úrval Útsýn (Áskrift)

Restina af þessum þætti finniði undir https://pardus.is/pyngjan.
11/14/20237 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Við erum öll Delta Neutral

Kaffið hefur líklega aldrei verið eins gott og í dag kæru hlustendur. Fréttir vikunnar, millistjórnandi vikunnar, umfjöllun um áhrifavalda og margt fleira til í þætti dagsins. Ekki láta hann framhjá ykkur fara. Gleðilegan föstudag!
11/10/20231 hour, 4 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

The situation: Marel (áskrift)

Restina af þessum þætti finniði undir https://pardus.is/pyngjan.
11/7/20239 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Eiga fyrirtæki að vera samfélagsverðir?

Góðir Pyngjuhálsar! Þáttur dagsins er stútfullur af tuði, fréttum og hitamálum svo ekki sé meira sagt. Fyrirtæki hafa oft í gegnum tíðina skreytt sig með stolnum fjöðrum og við viljum því hreinlega fá það á hreint í Spotify könnun hvort það komi í hlut fyrirtækja að vera einhverskonar samfélagsverðir. Gangið hratt í gegnum gleðinnar dyr um helgina, kæru hlustendur.
11/3/202356 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Kjartan Ragnars frá Myntkaupum (Áskrift)

Restina af þessum þætti finniði undir https://pardus.is/pyngjan.
10/30/202320 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Extreme ríkisútgjöld í boði sjallana

Í þætti dagsins bregðum við út af vananum og sleppum fréttum vikunnar en erum með stórskemmtilega liði eins og verðbólgutips, kisukúlukall vikunnar, opnir ríkisreikningar o.fl. Kæru hlustendur, góðar stundir.
10/27/20231 hour, 2 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Kaldalón (Áskrift)

Restina af þessum þætti finniði undir https://pardus.is/pyngjan.
10/24/202310 minutes, 1 second
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Hvar værum við án stýrihópa?

Þáttur dagsins inniheldur mikið af tuði eins og stundum vill gerast. Þátturinn er þó stórskemmtilegur eins og alltaf og leggur grunn að góðri helgi. 
10/20/202353 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Myntkaup (Áskrift)

Restina af þessum þætti finniði undir https://pardus.is/pyngjan.
10/17/20236 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Úraníum "kreistingur" yfirvofandi

Kæru vinir Pyngjunnar. Þáttur dagsins er smekkfullur af fréttum og fróðleik. Fariði varlega inn í helgina. Góðar stundir.
10/13/202349 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Er launþeginn að komast í tísku aftur?

Þeir voru stúrnir í morgunsárið þeir Addi og Iddi, enda bara mannlegir og vissulega ekki frá Túrin. Alls konar pælingar í dag. Farið hratt inn í helgina og ekki búa til merch að óþörfu. Góðar stundir.
10/6/202352 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Dohop (Áskrift)

Restina af þessum þætti finniði undir https://pardus.is/pyngjan.  
10/3/20236 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Appelsínusafi er vænn fjárfestingakostur

Kæru Pyngjuhálsar. Það má með sanni segja að þáttur dagsins sé stappaður af djús. Addi segir frá nýju verkefni - Auratal, Fréttir vikunnar krufnar, Launþegi vikunnar, Iddi talar um hrávöruna appelsínusafa og fróðleik úr sjávarútvegi. Eitthvað fyrir alla í dag - góða helgi!
9/29/202356 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: World Class (Áskrift)

Restina af þessum þætti finniði undir https://pardus.is/pyngjan.  
9/26/20236 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Guðmundur framkvæmdastjóri Inkasso kíkir í kaffi

Hann mætti til okkar Guðmundur Magnason framkvæmdastjóri Inkasso og gerði upp stórbrotinn feril í þessu magnaða viðtali. BT, Hellisbúinn, Skífan, Latibær og Heimkaup eru allt verkefni sem Guðmundur hefur komið nálægt en í dag stýrir hann Inkasso með prýði og komst fyrir það í fréttirnar nýlega sem hann gerir upp með okkur Pyngjumönnum í dag. Ekki missa af mínútu hér!
9/22/20231 hour, 30 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Hvalur (Áskrift)

Restina af þessum þætti finniði undir https://pardus.is/pyngjan.  
9/19/20236 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Ríkisstarfsfólk ferðast fyrir 10 milljónir á dag

Já kæru hlustendur, Titill þáttarins segir allt sem segja þarf. Við þurfum aðhald og það er nákvæmlega það sem við veitum hér í dag. Ekki missa af mínútu.
9/15/202353 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: KFC (Áskrift)

STÓRKOSTLEGUR þáttur hér á ferð. Tékkið á https://pardus.is/pyngjan fyrir áskrift að Pyngjubandalaginu. 
9/12/20236 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Óður til Búffett

Það var titringur í boði brúna gullsins frá Túrin í þætti dagsins. Fréttir vikunnar, Evrópa á niðurleið, Warren Buffet eru á meðal efnistaka, svo haldið ykkur fast.
9/8/202349 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Bjössi í Payday

Já það var heldur betur komið að því að Bjössi frá Payday kíkti til okkar Pyngjumanna. Við förum yfir stórmerkilegan ferilinn,  söluna á Payday (Sem er Pyngjunni að þakka) og margt fleira með þessum hugsjónamanni sem hlær í dag (HSHD). Góða hlustun!
9/5/20231 hour, 25 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Ásgeir tapar kapphlaupinu um manneskju ársins

Gleðilegan útborgunardag kæru launþegar. Þáttur dagsins er af betri endanum. Fréttir, tuð og stuð með brúnt gull við hönd. 
9/1/202353 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Braskþáttur Pyngjunnar

Pyngjumenn voru illa sviknir í aðdraganda þáttarins og þurftu þar af leiðandi að henda í hálf óundirbúinn þátt. Þátturinn er þó áhugaverður eins og allt sem við gerum en í honum köfum við ofan í alvöru braskráð og fleira til. 
8/29/202343 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Uppgjörið: Hálfsársuppgjör Nova - Skemmtanastjórn

Við fórum í höfuðstöðvar Nova og tókum þau Margréti Tryggvadóttur forstjóra og Þórhall Jóhannsson fjármálastjóra tali og fórum yfir árshelmingsppgjör félagsins og fleira til!
8/28/202332 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: 30 milljarðar koma ekki í veg fyrir að osturinn sullist

Kæru Pyngjuhálsar, hér fáiði einn lítinn en þó rótsterkan bolla af föstudagskaffi. Góða hlustun og góða helgi.
8/25/202343 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Daði Kristjánsson framkvæmdastjóri Viska Digital Assets (1.hluti)

Kæru hlustendur, hér eruði komin í eyrnakonfekt par exelans. Hann kíkti til okkar hann Daði Kristjánsson sem áður starfaði 15 ár fjármálamarkaði en hefur nú sagt skilið við fiat bleðlana og komið á fót sérhæfðum rafmyntasjóð, fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Við förum með hann um viðan völl í þætti dagsins en komumst þó ekki nógu langt og því verður partur 2 síðar. Góða hlustun.
8/22/20231 hour, 22 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Payday fær payday

Brúna gullið frá Túrin hefur aldrei runnið eins ljúft niður í Iddan eftir alltof langa fjarveru. Addi hefur þó gert sig heimakominn í stúdíóinu síðustu vikur með brúna gullið sér við hönd og því ögn spakari. Þessar andstæður trufla þó ekki gæði þáttarins í dag sem er rosalegur svo ekki sé meira sagt. Allt það helsta og meira til. Farið varlega á menningarnótt kæru launþegar.
8/18/202346 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Laugardagskaffið með Aronmola

Í þætti dagsins fékk Addi til liðs við sig leikarann, áhrifavaldinn, hlaðvarparann og lífskúnsterinn Aron Má Ólafsson, betur þekktur sem Aronmola á samfélagsmiðlum. Saman ræddu þeir heima og geima en þó aðallega um peninga í leiklistinni. Þið viljið alls ekki missa af þessum þætti gott fólk.
8/11/202355 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Elmar Gunnarsson framkvæmdastjóri Vettvangs

Það var löngu kominn tími á það að fá til okkar hann Elmar frá Vettvangi en Vettvangur er heitasta hugbúnaðarhús/vefstofa landsins. Við ræðum braskarann Elmar, reksturinn, hönnunarspretti, Umbraco, Worpress og fleira til í þessu stórskemmtilega spjalli. Við mælum ekki með því að missa af þessum.
8/8/20231 hour, 15 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Pyngjan heldur til Omaha ásamt Jakobi Birgis

Í afleysingum fyrir Idda stökk Jakob Birgis inn sem hefur gert það gott í uppistandi hér á landi. Addi og Jakob léku á als oddi í þætti dagsins þar sem fréttir vikunnar, kókaínfaraldur, Launþegi vikunnar, Verðbólgutips og fleira litu dagsins ljós. Gleðilega Verslunarmannahelgi kæru hlustendur og gangið hratt um gleðinnar dyr.
8/4/20231 hour, 16 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Mark Dixon founder and CEO of IWG (Formerly Regus)

From Bar brawls in Australia to running a billion dollar business! We got the chance to meet Mark Dixon. His tales of entrepreneurship, traveling the world and running a business in today's mad mad world. Mark is a gentleman and a scholar! Pyngjan approved.
8/1/20231 hour, 18 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Júlí bumbur

Því miður fyrir ykkur, kæru launþegar, þá hittir þessi föstudagur ekki á útborgunardag en örvæntið ekki því þessi föstudagur hittir á glænýtt föstudagskaffi. Í dag er boðið upp á alls konar og við vonumst sannarlega til þess að stytta ykkur stundirnar fram að útborgunardegi. Góðar stundir.
7/28/202352 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Björn Berg fjármálaráðgjafi

Hann kíkti til okkar hann Björn Berg sem nýverið hóf óháða, sjálfstæða fjármálaráðgjöf. Í þessu stórskemmtilega spjalli var dreypt á ýmsu en við kynntumst manninum sjálfum, ræddum Saudi peninga, bókaútgáfu, hlutdeildarlán, lífeyrismál, lífið í eigin rekstri og margt fleira. Ekki láta þér detta í hug að missa af einni mínútu í þætti dagsins!
7/25/20231 hour, 23 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Einnar stjörnu Pyngja

Brúnt gull, fréttir vikunnar, launþegi vikunnar, Sonic branding og síst en ekki síðast, þá fékk Pyngjan einnar stjörnu einkunnargjöf. Þegar að við héldum að við værum allra, þá kom í ljós að svo var ekki. Success has enemies. Góða helgi.
7/21/202345 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

TripAdvisor. The Situation

Afbrigðilegur ársreikningaþáttur í kjölfar fjarveru Adda sem enn hefur ekki náð sér eftir að hafa innbyrt hreint etanól. Gísli Eyland, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Sýn og Fúndemental fjárfestir hljóp í skarðið og fór yfir þrjár ástæður þess að TripAdvisor gæti verið verulega undiverðlagt á hlutabréfamarkaði. Iddi hrútskýrði sögu félagsins og gaslísti (urðaði yfir) Stephen Kaufner stofnanda fyrirtækisins.
7/18/20231 hour, 23 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Ástin sigrar alltaf

Kæru hlustendur! Þáttur dagsins er er fyrsti sinnar tegundar hjá Pyngjunni þar sem Addi og Iddi taka upp í gegnum fjarbúnað. Já, tæknin er ótrúleg og það er þátturinn einnig. Góða hlustun.
7/14/202349 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Ásmundur Atlason markaðsstjóri Dominos á Íslandi

Hann mætti til okkar Ási frá Dominos sem er líklega yngsti markaðsstjóri Dominos í heiminum. Hann jós úr sínum viskubrunni yfir þá Adda og Idda sem spurðu hann spjörunum úr, allt milli himins og jarðar um áttunda undur veraldar sem Dominos á Íslandi er. 
7/11/202356 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Við viljum verðstríð

Þáttur dagsins er af tímalausu tagi, enda liggur Addi á bakkanum á Tene að taka af sér tásumyndir þegar þessi þáttur kemur út. Þrátt fyrir það er þátturinn stútfullur af alls konar. heimsmeistari í sölu fasteigna, verðstríðið 2005, launþegi vikunnar, ríkisreikningar og verðbólgutips. Geri aðrir betur!
7/7/202349 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Lóa Dagbjört framkæmdastjóri Lindex á Íslandi

Í þessu stórkostlega viðtali fáum við til okkar Lóu Dagbjörtu framkvæmdastjóra Lindex sem hefur svo sannarlega fengið að kynnast velgengni. Þessi velgengni er þó vel verðskulduð enda var leið hennar á toppinn ekkert grín og í sumum tilfellum lyginni líkust. Hennar saga verður sögð í Pyngjunni í dag og við hvetjum hvert einasta mannsbarn til að leggja við hlustir!
7/4/20231 hour, 20 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Íslandsbanki: The good, the bad and the ugly

Það er sótsvart kaffið þennan fína föstudag en þeir Addi og Iddi eru mættir sem fyrr fyrir aftan míkrófónana að tuða. Þó er margt annað skemmtilegt í þættinum en fréttum vikunnar var að mestu sleppt, sér í lagi vegna þess að þátturinn er tekinn örlítið fyrir tímann og því getur margt breyst. Hver veit nema búið verði að reka Birnu bankastjóra þegar þátturinn kemur út. Látið ykkur amk. ekki bregða. Góða helgi!
6/30/202351 minutes, 1 second
Episode Artwork

Snorri frá Jakobsson Capital

Hann kíkti til okkar hann Snorri Jakobsson sem heldur úti Jakobsson Capital. Við fórum yfir ferilinn, greiningar, markaðinn og bréfin í stórskemmtilegu og fræðandi viðtali.
6/27/20231 hour, 24 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Get busy or die trying

Föstudagskaffið hefur sjaldan verið ferskara. Addi og Iddi mæta fyrir framan mækinn með brúna gullið frá Túrin við hönd. Verðbólgutipsins líta dagsins ljós eftir smá frí, launþegi vikunnar, milljónamæringur vikunnar og fullt af fréttum til að tuða yfir. Frábær skemmtun fyrir fólk á öllum aldri. Góða helgi.
6/23/202351 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Ernir Skorri (Rentaparty, Rentatent & Camp Boutique)

Þáttur dagsins er einn af þessum stórkostlegu þáttum þar sem við fáum að heyra sögu rekstrarmanns sem hefur gengið í gegnum súrt og sætt. Ernir Skorri mætti til okkar í Seðlabanka Kópavogs og sagði okkur alla sólarsöguna um vegferð sína í rekstri. Það er nánast ekkert sem maðurinn leigir ekki út og það má segja að hann lifi í annari vídd en við hin enda spáir hann í rúmmetraverði en ekki fermetraverði. Magnaður þáttur sem enginn á að missa af.
6/20/20231 hour, 15 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Addi gaslýsir hagfræðinga

Það er sprengfullt í dag föstudagskaffið. Nóg af fréttum, fróðleik og fastir liðir eins og venjulega. Svo fær milljarðarmæringur vikunnar sitt pláss en þar var enginn minni maður en Silvio Berlusconi sem á merkilegan en umdeildan feril að baki. Missið ekki af sekúndu í dag. Góða helgi.
6/16/202355 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Stefán og Stefán frá Solid Clouds

6/13/20231 hour, 20 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Júní bumbur

Það er funheitt föstudagskaffið í dag og hefur sjaldan verið stappaðra. Fréttir vikunnar, Launþegi vikunnar, Neytendavaktin lítur dagsins ljós eftir frí, Hindenburg Research bregður fyrir aftur og við vitum ekki hvað og hvað. Sömuleiðis virðast matsölustaðir vera að ströggla en Arnar gat ekki látið ársreikningana í friði og þuldi upp meðaltals COGS+Laun úr veitingageiranum 2021 og guð má vita að það hefur ekki skánað. Eitthvað fyrir alla í dag svo látið þennan ekki fram hjá ykkur fara. Góða helgi.
6/9/202347 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Gústi bakari

Nú hefur Pyngjan lagt ársreikninga til hliðar í bili en alla þriðjudaga í sumar munum við fá til okkar góða gesti og ræða rekstur og viðskipti. Það var enginn betur til þess fallinn en Gústi bakari að hefja þessa nýju vegferð með okkur en í þættinum fer hann yfir ferilinn sem rekstrarmaður en hann er upphafsmaðurinn á bakvið Brauð og co., Kastrup og BakaBaka. Stórskemmtilegt viðtal við einstaklega skemmtilegan mann.
6/6/20231 hour, 35 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: "Take-a-bow" Jón Björnsson forstjóri Origo kíkir í kaffi

Já þið lásuð rétt, kæru hlustendur! "Take-a-bow" Jón Björnsson mætti til okkar í sett! Í þættinum förum við yfir allt milli himins og jarðar um hans feril, allt frá barnæskunni á Seltjarnarnesi yfir í störf hans hjá Origo. Við gleymdum samt að ræða Tempo söluna sem eru mistök sem fara með okkur í gröfina. Góða hlustun!
6/2/20231 hour, 25 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: DK hugbúnaður

Þá er það bókaraparadísin DK hugbúnaður sem tók bókhaldsheiminn með stormi upp úr aldamótum. Það er enginn möguleiki á því að þú hafir verið í rekstri og ekki heyrt minnst á DK svo þetta er þáttur fyrir alla alvöru kúrekana þarna úti. Þetta er síðast ársreikningaþáttur í bili áður en við breytum um áherslur svo það er eins gott að þið drekkið í ykkur alla visku við hlustun.
5/30/20231 hour, 54 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: We're still standing!

Þáttur dagsins er tileinkaður íslenskum almenning sem verið er að limlesta með hverjum fundi peningastefnunefndar sem líður. Þátturinn er uppfullur af fréttum og tuði yfir þeim, launþegi vikunnar á sínum stað, milljónamæringur vikunnar á sínum stað og verðbólgutips vikunnar heldur áfram göngu sinni. Missið ekki af þessum. Við stöndum með ykkur kæru launþegar.
5/26/202350 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Fiskikóngurinn

Það var aldrei spurning hvort, heldur hvenær Fiskikóngurinn yrði tekinn fyrir af okkur Pyngjubræðrum. Við getum glatt ykkur með því kæru hlustendur að sá dagur er upprunninn. Góða hlustun.
5/23/202358 minutes, 1 second
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Ekki stofna fyrirtæki af gamni þínu

Föstudagskaffinu hefur verið sullað á borðið í þriðja skipti maí mánaðar og það er sjóðheitt þennan föstudaginn. Yngsti milljarðarmæringur vikunnar lítur dagsins ljós, launþegi vikunnar, verðbólgutips vikunnar, fréttir vikunnar og yfirferð á stofnun fyrirtækis. Við leggjum ekki meira á ykkur kæru hlustendur. Gangið hratt um gleðinnar dyr.
5/19/202348 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Sameind

Við kynnum til leiks fyrirtækið Sameind sem er ótvíræður sigurvegari COVID-19 faraldursins! Allir og ömmur þeirra ættu orðið að kannast við Sameind eftir faraldur veirunnar skæðu en þau stóðu meðal annars fyrir mótefnamælingum sem varð einhverskonar tískuvara á tímabili. Í þættinum tökum við einnig smá útúrdúr og förum snögglega yfir ævintýrið í kringum Rapid test ehf. sem stóð fyrir hraðprófa stöðvunum en það er óhætt að segja að eigendur höfðu vel upp úr krafsinu þar. Í guðanna bænum missið ekki af þessum þætti!
5/16/202357 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Þú gleypir ekki Pivot töfluna

Búið er að hella Lavazza í bollana þennan fagra föstudag og bakkelsið er á borðinu. Í þætti dagsins eru engar fréttir heldur bara ískaldar staðreynir um hitt og þetta. Eurovision, Pivot taflan, Uppruni Emojis (Tjákn), Stutt viðskiptasaga manns sem fékk gervigreind til að breyta $100 í $25.000 og fleira til. Eigiði yndislega Eurovision helgi kæru Pyngjuhálsar!
5/12/202355 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Lyfjaval

Áfram höldum við í heilbrigðisgeiranum en að þessu sinni er það Apótekskeðjan Lyfjaval. Fyrirtækið er þekkt fyrir sína einstaklega hentugu bílalúguþjónustu sem var algjör bylting fyrir margan viðskiptavininn. Svo kann að vera að House of SKEL komi fyrir í þessum þætti. Góða hlustun!
5/9/202351 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Kalli verður krýndur í Westminster en Addi og Iddi í gufunni

Ef þessi þáttur væri bolli, þá væri hann stútfullur af sjóðheitu Lavazza  kaffi. Við Tökum á ýmsu í dag: fréttir vikunnar, Launþegi vikunnar, May the 4th be with you,  Ólga vegna kostnaðar við krýningu á Kalla konung, Lénabraskari aldarinnar, AirBnb speki og meira til. Gangið hratt um gleðinnar dyr um helgina.
5/5/202355 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Livio Reykjavík

Þáttur dagsins er ekki af verri endanum en þetta er fyrsta einkarekna heilbrigðisþjónustan sem þeir Addi og Iddi kynna sér. Án þess að ætla að gefa upp of mikið hér í þessari lýsingu þá er óhætt að segja að þetta lið lepur ekki dauðan úr skel. Svo er eldfimt hitamál um miðjan þátt sem eflaust mun særa viðkvæmar sálir, en við erum ekki sálfræðingar svo leitið annað ef þið viljið tuða yfir því.
5/2/202354 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Eru Backstreet boys eignamenn?

Líkt og í síðustu viku er þáttur dagsins gjörsamlega drekkhlaðinn af efni, svo miklu að við komumst ekki yfir allt en það verður að hafa það! Í dag var þó rætt um allt milli himins og jarðar, Wrexham ævintýrið, fjárhagsstaða Backstreet strákanna, Tekjuhæstu tónleikaferðalög sögunnar, sumarstarfs auglýsing Seðlabankans, nýr lemmon drykur og fleira til. Látið Idda og Adda ekki vanta í ykkar eyru þennan föstudaginn!
4/28/20231 hour, 42 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Acro Verðbréf

Það hlaut að koma að því að þeir Addi og Iddi skyldu kafa sér ofan í pyngju fjármálafyrirtækis. Fyrir valinu varð Acro Verðbréf sem hefur átt góðu gengi að fagna undanfarin ár og hafa lagt sitt að mörkum við að þjóna kúrekum og nú nýlega netbankakúrekum í gegnum nýtt smáforrit. Stórskemmtilegur þáttur þar sem ný kennitala lítur dagsins ljós og sitthvað fleira. Góða hlustun.
4/25/202349 minutes, 1 second
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Verðbólguráð Adda og Idda

Þáttur dagsins er gjörsamlega troðfullur af efni og það fer vel á þeim félögum í þætti dagsins, enda með Lavazza í æð. Launþegi vikunnar, nóg af fréttum og tuði yfir þeim, auðæfi Ryan Reynolds krufinn til mergjar og síðast en ekki síst verðbólguráð í boði Adda og Idda. Við leggjum ekki meira á ykkur í bili. Gangið hratt um gleðinnar dyr um helgina kæru launþegar.
4/21/20231 hour, 1 minute, 13 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Útfararþjónusta Rúnars Geirmundssonar

Gleðilegan þriðjudag, kæru hlustendur! Í dag lokum við þáttarröðinni "Cowboys from hell" þó svo að fyrirtæki dagsins séu á engan hátt vítiskúrekar. Allar kvartanir berist til Idda. Þáttur dagsins er þó stórmerkilegur enda höfum við aldrei nokkurn tíman snert á útfararbransanum en eftir hlustun verður þú, kæri hlustandi, uppfullur af fróðleik um bransann og það er aldrei að vita nema viðskiptahugmyndir kvikni við hlustun. 
4/18/20231 hour, 6 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Gervigreind og stafræn markaðssetning ásamt Sigurði Má

Föstudagskaffið er sjóðheitt þennan morguninn en gestur þáttarins er Sigurður Már sem hefur verið djúpur í heimi stafrænnar markaðssetningar um nokkurt skeið og nú nýlega í gervigreind. Iddi er vant við látinn í dag enda framlengdi hann páskunum í könglaparadísinni fyrir austan en Addi var á staðnum og tók spjallið við Sigurð. Stórmerkilegt spjall sem allir ættu að hlusta á. Sigurður er aðgengilegur á netfanginu [email protected] eða á instagram undir nafninu @siggim. Góðar stundir
4/14/20231 hour, 11 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Knattspyrnusamband Íslands

Þar sem boltinn er farinn að rúlla í Bestu deildinni þá sáum við okkur tilknúna til að henda í knattspyrnuþema í dag. Knattspyrnusambandið sjálft er efniviður dagsins en óhætt að er að segja að sambandið hefur komist í krappan dans oft á tíðum undanfarin ár en stóra spurningin er auðvitað hvernig reksturinn gengur. Er allt í skrúfunni þar líka? Þið komist að því í þætti dagsins. Góða hlustun!
4/11/20231 hour, 11 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Bestu fjárfestar sem þú hefur aldrei heyrt um

Gleðilega páska kæru hlustendur! Við vonum að þið séuð öll jafnmiklir páskaungar og hann Iddi sem rúllaði upp páskaquiz-i dagsins. Þó það séu páskar var þátturinn þó ekki fullkomlega málaður gulu en Ingvi gefur Chandler bræðrum yfirferð sem eru eflaust bestu fjárfestar sem þú hefur aldrei heyrt um. Arnar er þó meira í páskaþemanu og fer yfir dýrustu páskaegg allra tíma en fer einnig yfir eins árs gamalt efni úr Föstudagskaffinu þar sem þátturinn á eins árs afmæli á morgun! Góða hlustun.
4/7/202348 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Góa

Já, kæru hlustendur! Nú fer að nálgast páska og því var vel við hæfi að taka fyrir eitt stk. sælgætisgerð. Fyrir valinu varð Góa en fyrirtækið er rótgróið og skipar stóran sess í páskaeggjaflóði Íslendinga um hverja páska. Við viljum svo óska öllum launþegum sem eru að taka meira en viku páskafrí góðs frís.
4/4/202358 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Ólafur Páll frá Dokobit kíkir í kaffi

Föstudagskaffið er sjóðheitt þennan föstudaginn en til okkar kom Ólafur Páll Einarsson framkvæmdastjóri Dokobit á Íslandi. Dokobit er fyrirtæki sem vinnur að því að einfalda líf almennings með pappírslausum undirskriftum en í þættinum ræðum við þessa þörfu þjónustu fram og til baka. Mjög fróðlegur þáttur sem þú, kæri hlustandi, ættir ekki að láta fram hjá þér fara. Góða helgi.
3/31/202345 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Michelsen

Þá er það þriðji þáttur í örseríunni okkar sem kennd er við Vítiskúreka. Að þessu sinni eru það þó ekki eigendur sem eiga í hlut heldur viðskiptavinir, sem oft á tíðum eru hreinræktaðir vítiskúrekar. Michelsen er einhver elsta starfandi verslun landsins sem hóf rekstur 1909 á Sauðárkróki í ljósi framboðsskorts á úrasölum á Íslandi. Stórmerkileg saga og kynngimagnaður rekstur í þætti dagsins.
3/28/20231 hour, 1 minute, 18 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Steinarr Lár stofnandi Kúkú Campers kíkir í kaffi

Einn merkilegasti Pyngjuþáttur sem hefur verið gefinn út. Þessi þáttur er ráðgefandi. Við segjum ekki meir. Góða hlustun.
3/24/20231 hour, 3 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Ísteka

Við höldum ótrauðir áfram í seríunni "Kúrekar frá helvíti" en þetta er annar þáttur í seríunnar, þrátt fyrir að við höfum haldið því fram í byrjun þáttar að þetta væri sá fyrsti, enda alveg orðnir kolruglaðir á þessum seríum. Það má þó með sanni segja að hjá Ísteka eru hreinræktaðir vítiskúrekar, en starfsemin hefur verið ansi umdeild meðal almennings og því var vel við hæfi að taka þau fyrir hér í dag og kryfja reksturinn.
3/21/20231 hour, 9 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Bankarnir lána út peningana þína

Það er þungt yfir þennan föstudaginn hjá Idda en Addi er sprækur sem lækur. Lavazzabræðu eru mættir enn einn föstudaginn til að halda netbankakúrekum landsins uppfærðum. Í þættinum koma drengirnir inn á margt skemmtilegt, allt frá munnskoli og upp í bindiskyldu bankana. Missið ekki af því!
3/17/202352 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Heimstaden

Cowboys from hell er nýjasta sería úr framleiðslu Pyngjunnar og þar ríðum við á vaðið með Heimstaden, áður Heimavellir, sem hefur verið mikið í deiglunni síðastliðin ár. Við kryfjum þeirra nýjasta ársreikning og förum yfir söguna sem er einkar áhugaverð. 
3/14/20231 hour, 2 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Verður skattframtalið í mínus eða plús?

Það held ég kæru hlustendur. Þá er enn einn föstudagurinn runninn upp sem þýðir að föstudagskaffinu hefur verið sullað yfir allt borð. Það var á nægum fréttum að taka þessa vikuna en auk þess tuða þeir Addi og Iddi yfir kolefniseiningum og það ekki í fyrsta skiptið. Muniði svo eftir skattframtalinu. Gleðilegan föstudag.
3/10/202344 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Vinnustofa Kjarval

Í dag er það Vinnustofa Kjarval sem flestir alvöru netbankakúrekar hafa rambað inn á á einhverjum tímapunkti, en staðurinn er ekki einungis bar fyrir pabbastráka heldur líka vinnustofa, eins og nafnið gefur til kynna, en þar geta aðilar gerst meðlimir og haft skrifstofuaðstöðu ásamt alls kyns öðrum fríðindum sem betur verður farið yfir í þættinum. Góða hlustun.
3/7/20231 hour, 2 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Einungis auðfólk kemst í gegnum greiðslumat

Föstudagskaffið er súrsætt þennan morguninn. Mormónar, greiðslumat og ríkasti svarti maður heims eru lykilorð þáttarins. Ekki missa af þessum þætti. Góða helgi.
3/3/202349 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Uppgjörið: Fjórði ársfjórðungur Nova - Skemmtanastjórn

Uppgjörið er þáttur þar sem við kryfjum uppgjör fyrirtækja á markaði ásamt stjórnendum. Við fórum í höfuðstöðvar Nova og tókum þau Margréti Tryggvadóttur forstjóra og Þórhall Jóhannsson fjármálastjóra tali og fórum yfir nýjasta uppgjör félagsins.
3/2/202323 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Hlemmur Mathöll

Það var löngu kominn tími á að kíkja á rekstrarmódel mathallar en í þætti dagsins tökum við fyrir Hlemm mathöll sem var fyrsta mathöllinn sem hóf rekstur í þeirri mynd sem við Íslendingar höfum vanist í dag. Stórskemmtilegur þáttur þó við segjum sjálfir frá! 
2/28/20231 hour, 46 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Amore, amore

Föstudagskaffið er stútfullt þennan morguninn en Ingvi vildi tileinka þættinum ástinni, enda valentínusar- og konudagur ný liðinn. Einnig verður farið yfir hvað ríkisstarfsmenn eru að eyða peningum ríkisins í og fleira til. Léttur og þægilegur þáttur með morgunbollanum.
2/24/202349 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Kúkú Campers

Það eru tveir hugsjónamenn sem eiga sviðið í dag og það er óhætt að segja að þeir hlægi í dag. Hreinræktaðir HSHD sem fóru af stað með feita pælingu sem gekk upp og rúmlega það. Hér segjum við sögu Kúkú Campers sem er skólabókardæmi fyrir alla frumkvöðla. Góða hlustun.
2/21/20231 hour, 15 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Áslaug Arna kíkir í kaffi

Við fögnum endalokum seríunnar okkar um ammóníakfnyk almennings með því að fá til okkar Áslaugu Örnu Pyngjumálaráðherra. Þar skólar hún okkur til í ríkismálum sem eru alltof flókin fyrir menn með tvær háskólagráður.
2/17/20231 hour, 11 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Ammóníakfnykur almennings (2/2) - Þjóðkirkjan, Þjóðleikhúsið & Háskóli Íslands

Þá er komið að seinni þættinum í seríunni sem enginn bað um. Þær voru nokkuð heitar umræðurnar að þessu sinni en Addi og Iddi sjá gríðarlega eftir því að hafa framleitt þessa seríu. Þjóðkirkjan, Þjóðleikhúsið og Háskóli Íslands eru stofnanir dagsins. Góða hlustun
2/14/20231 hour, 6 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: 700 milljónir kjúklinga verða Ofurskálinni að bráð

Það er lærvolgt í dag kaffið og bakkelsið hefur aldrei verið sætara. Það er farið um víðan völl í Föstudags kaffi dagsins en þar ber þá helst að nefna Ofurskálina sem fer fram n.k. sunnudag. Auk þess ræðum við stýrivaxtahækkun, trúðadíl vikunnar á fasteignavefnum, dýrustu tölvuleikir heims, hvert peningur ríkisins fer og svo margt fleira. Gleðilegan föstudag kæru hlustendur.
2/10/202354 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Ammóníakfnykur almennings (1/2) - LÍN, RÚV & Harpa

Þá er komið að tveggja þátta seríu sem enginn bað um. Við kynnum með skömm: Ammóníakfnykur almennings! Í þessum fyrri þætti af tveim tökum við fyrir ríkisstofnanirnar LÍN, RÚV og Hörpu og gerum okkar besta við að miðla þeim upplýsingum sem fyrir liggja í bókum þeirra. Við firrum okkur allri ábyrgð á því sem fram kemur í þessum þætti. Góða hlustun.
2/7/20231 hour, 5 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Launþegi vikunnar lítur dagsins ljós

Bollinn var sótsvartur þennan morguninn hjá þeim Adda og Idda en þeir eru jafn ósammála um listamannalaun eins og þeir eru sammála um heilbrigðis fyrirkomulagið í Bandaríkjunum. Launþegi dagsins hefur göngu sína og að þessu sinni urðu 6 eða 7 fyrir valinu. Að lokum kemur í ljós að aldrei er nóg af verkefnastjórum hjá Reykjavíkurborg! Þetta og í raun margfalt meira til í þætti dagsins. Gangið hratt um gleðinnar dyr um helgina, kæru hlustendur.
2/3/202347 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Storytel

Við höldum áfram í Sænska þemanu okkar og nú er það Storytel. Flestir kannast nú orðið við fyrirtækið en það sem kannski færri vita er það að það var Íslendingur að nafni Jón Hauksson sem stofnaði fyrirtækið árið 2005. Stórskemmtileg saga og ennþá skemmtilegri ársreikningur. Góðar stundir.
1/31/20231 hour, 3 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Daníel Andri og Egill Fannar frá Gorilla vöruhús kíkja í kaffi

Föstudagskaffi dagsins er troðið af sætabrauði en til okkar kíktu þeir Daníel Andri Pétursson og Egill Fannar Halldórsson, frumkvöðlar af guðsnáð sem eiga og reka bæði Wake Up Reykjavík og Gorilla vöruhús. Við förum yfir þeirra tæplega 10 ára feril í eigin rekstri og fræðumst um það sem er í gangi hjá þeim.
1/27/20231 hour, 4 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Partýbúðin

Í tilefni af 52. ársreikningaþætti okkar og 1 árs afmæli (talið frá getnaði) þá erum við í partýstuði og því ekki annað í stöðunni en að taka fyrir Partýbúðina sem hefur verið að skipa sér sess á meðal fremstu sjálfbæru peningaprentvéla landsins.
1/24/202349 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Teslu fúskarar sitja eftir með sárt ennið

Föstudagskaffið er sterkt þennan morguninn enda á nægu að taka og útkoman skemmtileg blanda af skemmtun og fróðleik. Líkt og nafn þáttarins gefur til kynna förum við yfir stóra verðlækkunarmál Teslu en auk þess lítum við yfir landslag upprunavottorða ásamt fleiri skemmtilegum fréttum úr liðinni viku. Góða helgi og góðar stundir.
1/20/202345 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Boozt.com

Þá er það stærsta netverslun norðurlandanna. Risinn hefur komið eins og stormsveipur inn á markað hér á landi og orðrómur er um að fatakeðjur hér á landi þurfi að fara að vara sig. 
1/17/20231 hour, 9 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Daði Laxdal frá GAN kíkir í kaffi og ræðir veðmálageirann

Við fengum til okkar Daða Laxdal sem starfar hjá Bandaríska tæknifyrirtækinu GAN sem er félag á markaði ytra. Við fórum yfir veðmálageirann eins og hann leggur sig og fengum að skyggnast inn fyrir tjöld þessa umdeilda heims.  
1/13/202342 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: IKEA

IKEA er sannkallað húsgagna stórveldi sem flestir Íslendingar hafa átt viðskipti við. Raunar eru viðskiptin svo góð um þessar mundir að skv. síðasta ársreikning félagsins verslaði hvert íslenskt mannsbarn fyrir 38.000 kr. í IKEA að meðaltali. Þetta er þáttur sem þú vilt ekki missa af. Við biðjumst innilegrar afsökunar á villu sem kemur nokkrum sinnum fyrir í þættinum sem við útskýrum í upphafi þáttar.
1/10/20231 hour, 4 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Ríkidæmi páfans í miðri veðmálavertíð

Gleðilegt nýtt ár kæru Pyngjuhálsar! Kaffið í dag er súrsætt en nýlega féll okkur frá Benedikt XVI og til heiðurs hans tókum við létta umfjöllun um fjárhagshliðar Vatíkansins. Ásamt því förum við yfir skemmtilegar veðmálasögur og dreypum á vexti veðmála á netinu og fleira til. Eigiði góða helgi kæru vinir.
1/6/202359 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: PLAY

Já kæru hlustendur, þið lásuð rétt. Við erum að byrja árið á sprengju. Það að reka flugfélag er ekkert grín en það er heldur ekkert grín að rýna í ársreikning flugfélags og við fengum svo sannarlega að finna fyrir því. Rekstur flugfélagsins PLAY hefur verið mikið á milli tannana á fólki undanfarið og hefur hver dómstdagsspáin á fætur annari gengið manna á milli. Við ákváðum að rýna í stöðuna hjá þeim og miðla henni en sömuleiðis er þátturinn stútfullur af fróðleiksmolum um flugbransann. Gleðilegt árið, kæru hlustendur!
1/3/20231 hour, 25 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Áramótauppgjör með Gísla Frey og Stefáni Einari

Það eru stjörnublaðamennirnir, frumkvöðlarnir og bóksalarnir Gísli Freyr Valdórsson og Stefán Einar Stefánsson sem loka árinu með okkur Pyngjumönnum. Kampavín drukkið og árið gert upp. Takk fyrir hlustunina á árinu!
12/30/20221 hour, 30 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Hátíðarþáttur - Hvernig getur Jólahúsið orðið að milljarð króna business?

Í þessum sérstaka hátíðarþætti og jafnframt síðasta ársreikningaþætti ársins, lítum við yfir farinn veg og förum aftur í ræturnar. Við gerum jólahúsinu, sem var okkar fyrsti ársreikningur, frekari skil og förum yfir gengi þeirra á rekstrarárinu 2021. Við teljum jólahúsið geta orðið allt að milljarð króna business og förum yfir hvernig það gæti orðið að veruleika. Við óskum ykkur, kæru hlustendur, farsældar á nýju ári og þökkum ykkur kærlega fyrir það sem er að líða. 
12/27/202241 minutes, 1 second
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Jólakveðjur og streymistekjur

Það er hátíðlegt föstudagskaffið á heilögum Þorláki. Við förum yfir aðsendar jólakveðjur frá hlsutendum sem voru stórskemmtilegar. Einnig dreypum við á því hvernig réttur á streymistekjum er orðinn að fjárfestingarkosti og hvaða jólalög eru að þéna mestar streymistekjur. Að lokum förum við svo yfir jólagjafir fyrri ára. Gleðileg jól kæru Pyngjuhálsar!
12/23/202243 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Pósturinn

Þáttur dagsins er drekkfullur af djús um fyrirtæki sem hefur snert öll okkar á einn hátt eða annan. Ef þú hefur sent jólakort eða sleikt frímerki eru allar líkur á því að Íslandspóstur eigi þar í hlut. Það lítur út fyrir að pósturinn sé að líta bjartari daga eftir örlítið havarí síðustu ár sem við Pyngjumenn fögnum vel. Þar sem þetta er síðasti ársreikningaþáttur fyrir jól viljum við óska öllum hlustendum gleðilegra jóla og hvetjum við fólk til að troða í sig nóg af súkkulaði frá sukkuladi.is.
12/20/202257 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Sólveig Hanna og samtökin sjö (6)

Föstudagskaffi dagsins býður upp á gæsahúð eftir gæsahúð. Mikið tuð og mikið af "Hot takes". Alma leigufélag skúrkar vikunnar, N4 að éta í sig framlög til fjölmiðla og svo fræðumst við um hvað í andskotanum þessir kjarasamningar, stéttarfélög, bandalög, regnhlífarsamtök, aðildafélög og allt þetta er. Einnig bjóðum við upp á milljónamæring vikunnar sem allir ættu að þekkja. Svo er alvöru skúbb í framhaldi af Baggalútsþættinum síðasta þriðjudag svo þið sjáið það kæru hlustendur að það er drekkhlaðinn þáttur þennan föstudaginn. Helgin er ykkar.
12/16/202255 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Baggalútur

Í dag bjóðum við upp á stórmerkilegan þátt um fyrirtækið, hljómsveitina, heimasíðuna og bóka- og tónlistaútgáfuna Baggalút sem fyrir löngu hefur stimplað sig inn í hug og hjörtu þjóðar. Ferlega flottur bisniss og alvöru djús í boði Pyngjubræðra Adda og Idda í dag. Takið kvittun. 
12/13/202253 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Jóhannes framkvæmdastjóri Aurbjargar kíkir í kaffi

Í föstudagskaffi dagsins fáum við til okkar Jóhannes Eiríksson framkvæmdastjóra Aurbjargar. Um víðan völl var farið en fyrirtækið er á mikilli siglingu um þessar mundir og óhætt er að segja að þau séu stórhuga. Lionel Messi kemur einnig við sögu en hann og Jóhannes áttu börn á sama leikskóla í Barcelona og eðlilega vildum við forvitnast um það nánar. Gleðilegan föstudag!
12/9/20221 hour, 3 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Friðheimar

Friðheimar er næst á dagskrá hjá okkur og það má með sanni segja að þar sé um að ræða sannkallað tómataveldi. Þegar betur er að gáð má sjá að Friðheimar eru hið eilífa vaxtarfyrirtæki og eru hvergi nærri hætt. Þrátt fyrir örlítinn skell fyrsta Covid árið lítur út fyrir að fyrirtækið hafi náð að rétta úr kútnum og með hugsjónamennskuna að vopni eru þeim allir vegir færir.
12/6/202251 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Skot af gini eða marengsterta í morgunmat?

Gleðilegan föstudag kæru Pyngjuliðar. Langt síðan síðast! Við erum mættir aftur galvaskir með tuð, fróðleik og alls konar handa ykkur. Handbært fé fyrirtækja á markaði, möguleg innskráning Pyngjunnar í fjölmiðlanefnd og ungir bankastjórar eru meðal umræðuefnis í þætti dagsins. Eigiði yndislega helgi!
12/2/202243 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Fótbolti.net

Þáttur dagsins er helgaður boltabrjálæðingunum þarna úti. Það er full vinna að brauðfæða hungrað fótboltaáhugafólk á Íslandi og þar hefur fótbolti.net staðið sig með prýði og er vinsælasta fótboltafréttasíða landsins. Við kíkjum inn fyrir pyngjur miðilsins og ræðum hvernig hægt væri að auka tekjur félagsins á einfaldan hátt. Góða hlustun!
11/29/202256 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Davíð í Smitten kíkir í kaffi

Það var alvöru orka í Seðlabanka Kópavogs þegar Davíð Örn Símanorson meðstofnandi og framkvæmdastjóri Smitten mætti til okkar í kaffi. Þar jós hann úr sínum viskubrunni en það er óhætt að segja það að hann er einn okkar allra efnilegasti frumkvöðull.  Spjallað var um fortíð, nútíð og framtíð auk öflugrar vegferðar Smitten sem hefur verið í gífurlega örum vexti frá stofnun. Við afsökum öll "censore" hljóðin í þættinum. Góða helgi!
11/25/20221 hour, 10 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Hótel Rangá

Það var alveg kominn tími á að kíkja inn fyrir pyngjur í hótelgeiranum og fyrir valinu varð Hótel Rangá. Frissi Páls hefur gert vel í uppbyggingu hótelsins en segja má að Hótel Rangá sé orðið að nokkurskonar veldi í dag. Góða hlustun!
11/22/202241 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Heiðar Guðjónsson kíkir í kaffi

Þegar að við héldum að það væri ekki hægt að gera Föstudagskaffið bragðbetra, þá kemur til okkar Heiðar Guðjónsson og ausir yfir okkur visku úr sínum botnlausa brunni. Farið er yfir víðan völl í þættinum, allt frá bekkpressu og upp í fall siðmenningar, en milljónamæringur vikunnar verður að sjálfsögðu á sínum stað og það vildi svo til að milljónamæringur sá er vinur Heiðars. Stórskemmtilegur þáttur sem er bannað að láta framhjá sér fara. Góða hlustun!
11/18/20221 hour, 43 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Golfklúbbur Reykjavíkur

Áfram höldum við með Reykajvíkurþemað og að þessu sinni er það Golfklúbbur Reykjavíkur. Golf er vaxandi áhugamál í heiminum en þar er Ísland engin undantekning og prentun seðla klúbbsins í samræmi við það. Við afsökum staðreyndavillur sem kunna að koma fram í þættinum. Góða hlustun.
11/15/20221 hour, 5 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: META hendir í uppsögn ala Efling

Það var drekkhlaðið föstudagskaffið þennan morguninn. Mikið af fréttum og mikið fjör. Auðæfi Scam Bankfraud þurrkuðust út á einum sólarhring, allir brjálaðir út af Svala, Bubbi Morthens prentar peninga, Bláa Lónið á markað og fl. fréttir. Svo hafa fjöldauppsagnir verið í tísku á árinu og fer Iddi yfir stærstu hópuppsagnir sögunnar og fleira til. Góða helgi!
11/11/202244 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Háskólinn í Reykjavík

Í þætti dagsins er akademían sjálf tekin fyrir og njörvuð niður. Háskólinn í Reykjavík er einkarekinn skóli sem þó reiðir sig á talsverð fjárframlög frá hinum opinbera. Í þættinum koma fram ýmsar merkilegar staðreyndir um sögu og rekstur skólans en einnig skoðum við stöðu annara menntastofnanna til samanburðar. Það er óhætt að segja að þessi batterí séu ansi fjárfrek, sem er þó eðlilegt enda er menntun mikilvæg undirstaða siðmenningar. Ekki viljum við að hún falli, gott fólk. Góða hlustun!
11/8/202256 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Skyggnst inn í ársreikninga listafólks

Það er sjóðheitt föstudagskaffið í dag og við þorum að fullyrða að það hafi aldrei verið betur blandað. Uppfærsla um stöðu SS, Grikk eða *ott, Ársreikningar listafólks, viðskiptaeldi Mr. Beast, óábyrgar viðskiptaráð og fl. á boðstólnum. Góða hlustun og góða helgi kæru launþegar nær og fjær.
11/4/202244 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Forlagið

Þáttur dagsins er stórmerkilegur. Við kryfjum m.a. gangverkið sem liggur að baki bókaútgáfu. Sömuleiðis veltum við fyrir okkur bókabransanum í heild, samkeppni við hljóðbækur og að sjálfsögðu förum við yfir nýjasta ársreikning Forlagsins. Jólabókaflóðið er handan við hornið svo þetta er okkar framlag í flóruna. Góðar stundir.Þátturinn er í boði:Jómfrúin - https://www.jomfruin.is/Landsbankinn - https://www.landsbankinn.is/postlistarKeldan - https://keldan.is/Payday - https://payday.is/Dominos - https://www.dominos.is/
11/1/202258 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Versta söluherferð sögunnar

Þáttur dagsins er í styttra lagi en þó er bollinn sterkur og góður. Við förum yfir einhverja verstu söluherferð sem heyrst hefur á mp3 formi og dreypum á fréttum vikunnar. Góða helgi!Þátturinn er í boði:Brauð og co. - https://www.braudogco.isGorilla vöruhús - https://gorillavoruhus.is/Lavazza - https://www.lavazza.is/Aukakrónur Landsbankans - https://www.landsbankinn.is/einstaklingar/kort-og-greidslur/aukakronur
10/28/202233 minutes, 1 second
Episode Artwork

Uppgjörið: þriðji ársfjórðungur Nova - Skemmtanastjórn

Uppgjörið er þáttur þar sem við kryfjum uppgjör fyrirtækja á markaði ásamt stjórnendum. Við fórum í höfuðstöðvar Nova og tókum þau Margréti Tryggvadóttur forstjóra og Þórhall Jóhannsson fjármálastjóra tali og fórum yfir þriðja ársfjórðung fyrirtækisins.
10/27/202222 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: SalesCloud

Þó þú hafir kannski ekki heyrt um SalesCloud, þá eru miklar líkur á því að þú hafir átt viðskipti við þau, en SalesCloud er hugbúnaðarfyrirtæki sem hefur verið að vaxa gríðarlega síðustu misserin. Ein af vörum fyrirtækisins eru nýstárleg kassakerfi sem sífellt verða vinsælli hjá rekstraraðilum en sömuleiðis halda þau úti fjölda annara lausna. Þessi þáttur er fullkomin blanda af fróðleik og djús, m.a. stórmerkileg saga stofnandans, og því ætti enginn aðdáandi Pyngjunnar að láta þáttinn fram hjá sér fara!Þátturinn er í boði:Jómfrúin - https://www.jomfruin.is/Landsbankinn - https://www.landsbankinn.is/postlistarKeldan - https://keldan.is/Payday - https://payday.is/Dominos - https://www.dominos.is/
10/25/202249 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Góður mannauðsstjóri er eins og góð rotþró

Föstudagskaffi dagsins er hið fullkomna jafnvægi á milli tuðs, fræðslu og glens. Yfir fréttum vikunnar var tuðað, yfir hagvexti og milljónamæringi vikunnar var fræðst og yfir ráðum vikunnar var glensað. Hin fullkomna blanda. Í guðanna bænum missið ekki af!Þátturinn er í boði:Brauð og co. - https://www.braudogco.isGorilla vöruhús - https://gorillavoruhus.is/Lavazza - https://www.lavazza.is/Aukakrónur Landsbankans - https://www.landsbankinn.is/einstaklingar/kort-og-greidslur/aukakronur
10/21/202246 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Múlakaffi

Flest höfum við heyrt minnst á Múlakaffi í gegnum tíðina án þess þó að átta okkur á því hvurslags veldi liggur þar að baki. Fyrirtækið er rótgróið og líklega með elstu fjölskyldufyrirtækjum landsins, en sögu þess má rekja aftur til ársins 1962. Fyrirtækið er með veglegt og vel dreift eignasafn en við vorum sammála því að þarna vantaði inn rafmyntir til að fullkomna eignasafnið. Góða hlustun!Þátturinn er í boði:Jómfrúin - https://www.jomfruin.is/Landsbankinn - https://www.landsbankinn.is/postlistarKeldan - https://keldan.is/Payday - https://payday.is/Dominos - https://www.dominos.is/
10/18/202247 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Trygginga breakdown með Friðriki framkvæmdastjóra Verna

Í Föstudagskaffi dagsins veltum við fyrir okkur tryggingum og hvernig þær hafa þróast. Það er bókstaflega hægt að tryggja allt núorðið, en tæknin kallar á breytingar. Í seinni hluta þáttar fáum við til okkar Friðrik Þór Snorrason framkvæmdastjóra Verna, sem hefur verið að ryðja sér til rúms á bílatryggingamarkaði, og ræðum þessar breytingar á léttu nótunum.Þátturinn er í boði:Jómfrúin - https://www.jomfruin.is/Landsbankinn - https://www.landsbankinn.is/postlistarKeldan - https://keldan.is/Payday - https://payday.is/Dominos - https://www.dominos.is/Þátturinn er unninn í samstarfi við Verna.
10/14/20221 hour, 1 minute, 32 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Solid Clouds

Solid Clouds er íslenskt tölvuleikjafyrirtæki sem skaust upp í almenningsvitund þegar þau skráðu sig á First North markað í fyrra í vel heppnuðu útboði. Félagið vinnur nú myrkranna á milli í þróun á nýjum tölvuleik, Starborne: Frontiers sem löngu er kominn á gjalddaga og því er eðlilegt að hluthafar leiti eftir svörum, sem þó eru torfundin. Í þættinum veitum við aðhald og veltum steinum, bæði um fyrirtækið og leikjaiðnaðinn í heild. Takið kvittun.Þátturinn er í boði:Jómfrúin - https://www.jomfruin.is/Landsbankinn - https://www.landsbankinn.is/postlistarKeldan - https://keldan.is/Payday - https://payday.is/Dominos - https://www.dominos.is/
10/11/202252 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Bændur garga úr hlátri eftir hækkun SS í vikunni

Kaffið er milt í dag með dass af flóaðri mjólk. Í fyrsta sinn í íslenskri hlaðvarpssögu var hellt upp á Lavazza í beinni. Umræður dagsins voru mismunandi, allt frá graskerskryddi og upp í loðnubrest. Svo má ekki gleyma því að það er góðæri hjá bændum eftir hækkanir vikunnar. Við minnum á fréttabréf Pyngjubandalagsins - skráning á pyngjan.is. Góða helgi!Þátturinn er í boði:Gorilla vöruhús - https://gorillavoruhus.is/Aukakrónur Landsbankans - https://www.landsbankinn.is/einstaklingar/kort-og-greidslur/aukakronurLavazza - https://www.lavazza.is/BAKABAKA - https://www.bakabaka.is/
10/7/202238 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Svens

Já kæru hlustendur, lengi höfum við beðið eftir þessum ársreikning! Svens kom eins og stormsveipur inn á markað í apríl mánuði 2020 og hefur síðan átt ævintýralegu gengi að fagna. Svens rekur 9 verslanir í dag þrátt fyrir aðeins 2 og hálft ár í rekstri sem hlýtur að vera einhverskonar einsdæmi á Íslandi. Lífleg yfirferð og skemmtilegar pælingar sem þú vilt ekki missa af. Munið að taka kvittun!Þátturinn er í boði:Jómfrúin - https://www.jomfruin.is/Landsbankinn - https://www.landsbankinn.is/postlistarKeldan - https://keldan.is/Payday - https://payday.is/Dominos - https://www.dominos.is/
10/4/202256 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Fasteignir, fasteignir, fasteignir

Þáttur dagsins er ljúffengur eins og volg flóuð mjólk í veikindum. Fréttir vikunnar drekkhlaðnar af fróðleik, stórar ráðningar og Addi fór yfir 5 arðbærustu fjárfestingakostina m.v. áhættu, a.k.a. fasteignir, en Iddi dreypti á velgengi Roger Federer utan vallar. Sá hefur þénað! Munið svo í guðanna bænum að taka kvittun!Þátturinn er í boði:Gorilla vöruhús - https://gorillavoruhus.is/Aukakrónur Landsbankans - https://www.landsbankinn.is/einstaklingar/kort-og-greidslur/aukakronurLavazza - https://www.lavazza.is/BAKABAKA - https://www.bakabaka.is/
9/30/202247 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Já

Fyrirtækið Já ætti að vera orðið flestum landsmönnum kunnugt, enda hefur það snert líf okkar flestra á einn hátt eða annan síðastliðin 17 ár. Í upphafi hélt Já utan um rekstur símaskrárinnar sem þó hefur verið lögð niður í dag, en þá hefur fyrirtækið gegnt mikilvægu hlutverki hér á landi á sviði upplýsingatækni síðustu ár og heldur meðal annars úti já.is, 1818, Vöruleit Já og Gagnatorgi. Þátturinn er í boði:Jómfrúin - https://www.jomfruin.is/Landsbankinn - https://www.landsbankinn.is/postlistarKeldan - https://keldan.is/Payday - https://payday.is/Dominos - https://www.dominos.is/
9/27/202259 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Eyþór Máni framkvæmdastjóri Hopp kíkir í bolla

Í Föstudagskaffi dagsins fáum við að skyggnast inn fyrir stórmerkilega starfsemi rafskútufyrirtækisins Hopp en framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eyþór Máni Steinarsson kíkti til okkar í mjög svo áhugavert spjall. Þessi þáttur mætti helst ekki fram hjá neinum fara enda koma fram upplýsingar um fyrirtækið sem ekki hafa litið dagsins ljós í fjölmiðlum fyrr en nú en sömuleiðis er þetta bara svo ótrúlega áhugaverð yfirferð á þessu flotta fyrirtæki. Góða helgi!Þátturinn er í boði:Gorilla vöruhús - https://gorillavoruhus.is/Aukakrónur Landsbankans - https://www.landsbankinn.is/einstaklingar/kort-og-greidslur/aukakronurLavazza - https://www.lavazza.is/BAKABAKA - https://www.bakabaka.is/
9/23/202250 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Nespresso

Þáttur dagsins tekur á Kaffirisanum Nespresso sem hefur verið starfrækur á Íslandi í tæp 5 ár en hefur á þessum skamma tíma náð undraverðum árangri. Iddi fer yfir uppruna merkisins sem náði svo sannarlega ekki vinsældum á einni nóttu og Addi fer yfir sögu rekstursins á Íslandi.  Að lokum viljum við taka það fram að við erum gallharðir Lavazza menn! Þátturinn er í boði:Jómfrúin - https://www.jomfruin.is/Landsbankinn - https://www.landsbankinn.is/postlistarKeldan - https://keldan.is/Payday - https://payday.is/Dominos - https://www.dominos.is/
9/20/202250 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Fjárhagur hinna konungsbornu

Kaffi dagsins er svart, vel sykrað og funheitt! Fjárhagur hinna konungsbornu er þema þáttarins en eftir fráfall Elísabetar Bretlandsdrottningu í síðustu viku hafa eflaust margir velt því fyrir sér hvernig honum er háttað. Hér fáiði svörin!Þátturinn er í boði:Aukakrónur Landsbankans - https://www.landsbankinn.is/einstaklingar/kort-og-greidslur/aukakronurLavazza - https://www.lavazza.is/BAKABAKA - https://www.bakabaka.is/
9/16/202242 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Hopp

Kæru hlustendur, það er komið að því! Ársreikningurinn sem við höfum beðið eftir eins og börn eftir jólunum er lentur! Kæru Pyngjuhálsar, við kynnum 2021 ársreikning rafskútu- og hugbúnaðarfyrirtækisins Hopp. Það þarf ekki að fjölyrða meira um það. Góða hlustun!Jómfrúin - https://www.jomfruin.is/Landsbankinn - https://www.landsbankinn.is/postlistarKeldan - https://keldan.is/Payday - https://payday.is/Dominos - https://www.dominos.is/
9/13/20221 hour, 5 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Eru lénabraskarar lénsherrar 21.aldarinnar? ft. Þór Jensen frá ISNIC

Lénsherra eða lénsdrottinn var aðalsmaður eða þjóðhöfðingi (konungur eða keisari) sem var í aðstöðu til að veita undirmönnum sínum land eða aðra fjárhagslega aðstöðu að léni. Undirmennirnir tóku landið eða aðstöðuna formlega að láni (léni) og var það því kallað lén og þiggjandinn lénsmaður. Að jafnaði fylgdu léninu skyldur og þá miðað við að tekjurnar nægðu til að standa undir þeim. Slíkt fyrirkomulag er kallað lénsskipulag eða lénsskipan (lénsveldi).Þátturinn er í boði:Aukakrónur Landsbankans - https://www.landsbankinn.is/einstaklingar/kort-og-greidslur/aukakronurLavazza - https://www.lavazza.is/BAKABAKA - https://www.bakabaka.is/
9/9/202251 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: ISNIC

Kæru hlustendur! Þáttur dagsins er vægast sagt áhugaverður og fjallar um sjálfbæru peningavélina ISNIC. Félagið sem heitir Internet á Íslandi ehf. fer með það hlutverk að nýskrá íslensk lén og fyrir það taka þau 6.293 kr á ári. Það er vart frásögufærandi nema fyrir þær sakir að félagið fer með einkarétt á sölu .is léna. Hrein einokunarstaða fyrirtækisins á .is lénum hefur farið misjafnlega vel í almenning en reglulega skýtur umræða upp kollinum um þetta umdeilda fyrirkomulag. Hlustun er sögu ríkari!Þátturinn er í boði:Jómfrúin - https://www.jomfruin.is/Landsbankinn - https://www.landsbankinn.is/postlistarKeldan - https://keldan.is/Payday - https://payday.is/Dominos - https://www.dominos.is/
9/6/202249 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Rolex rússíbani á hraðri leið til helvítis

Það er sjóðheitt á könnunni þennnan föstudagsmorguninn sem fyrr. Vísitala neysluverðs er krufin niður í öreindir, Rolex úrin eru að falla í verði og áhugaverð spá um framtíð óvirkra innviða bensínsstöðva. Góða helgi!Þessi þáttur er í boði:BAKABAKA - https://www.bakabaka.is/Lavazza - https://www.lavazza.is/Aukakrónur Landsbankans - https://www.landsbankinn.is/einstaklingar/kort-og-greidslur/aukakronur
9/2/202241 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Billboard

Þáttur dagsins er fullur af djús um Billboard bransann en það vill svo til að á Íslandi er fyrirtæki sem sérhæfir sig í auglýsingum á skiltum, eitthvað sem við Pyngjumenn héldum að væri deyjandi iðnaður. Þó kemur í ljós að þetta er einn hraðast vaxandi auglýsingaflokkurinn sem er vægast sagt athyglisvert. Góða hlustun!Þátturinn er í boði:Jómfrúin - https://www.jomfruin.is/Landsbankinn - https://www.landsbankinn.is/postlistarKeldan - https://keldan.is/Payday - https://payday.is/Dominos - https://www.dominos.is/
8/30/20221 hour, 48 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Líf bílasalans ásamt Hjálmari Erni

Föstudagskaffið hefur aldrei verið eins heitt og þennan morguninn. Fyrsti gestur þáttarins lítur dagsins ljós og það er enginn minni maður en Hjálmar Örn, grínisti og lífskúnster. Hann rennir yfir sína sögu hjá Brimborg þar sem hann vann sig upp af sópnum og fræðir okkur um líf bílasalans. Missið ekki af því!Þessi þáttur er í boði:SKRUFBAKABAKA - https://www.bakabaka.is/Lavazza - https://www.lavazza.is/Aukakrónur Landsbankans - https://www.landsbankinn.is/einstaklingar/kort-og-greidslur/aukakronur
8/26/202248 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Uppgjörið: Hálfsársuppgjör Nova - Framkvæmdarstjórn

Í þessum fyrsta þætti af Uppgjörinu fáum við þrjá af fimm meðlimum framkvæmdarstjórnar Nova í spjall og förum yfir nýtt hálfsársuppgjör félagsins sem kom út við lokun markaða í dag. 
8/25/202218 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Brimborg

Það var alveg kominn tími á að fara að skoða bílabransann og það er heldur betur tilfellið hjá okkur Pyngjumönnum í dag. Fyrirtæki dagsins er Brimborg sem er þó ekki bara bílasala, heldur einnig öruggur staður til að vera á, eins og þau segja sjálf en fyrirtækið er rótgróið á íslenskum markaði og hóf rekstur árið 1977 með innflutning á Daihatsu bifreiðum frá Japan. Allar götur síðan hefur eignarhaldið haldist innan sömu fjöldskyldu en við teljum það ekki ólíklegt að Brimborg sé eitt stærsta fjölskyldu fyrirtæki landsins. Góða hlustun!Þátturinn er í boði:Jómfrúin - https://www.jomfruin.is/Landsbankinn - https://www.landsbankinn.is/postlistarKeldan - https://keldan.is/Payday - https://payday.is/Dominos - https://www.dominos.is/
8/23/20221 hour, 6 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Peningar tala

LIV golfmót í Saudi-Arabíu, Bed, Bath and Beyond (BBBY) hlutabréfin, Short squeeze og dúkkubransinn eru nokkur af umfjöllunarefnum þennan föstudaginn. Sjóðheitt föstudagskaffi sem þú skalt ekki missa af!Þessi þáttur er í boði:SKRUFBAKABAKA - https://www.bakabaka.is/Aukakrónur Landsbankans - https://www.landsbankinn.is/einstaklingar/kort-og-greidslur/aukakronurLavazza - https://www.lavazza.is/
8/19/202246 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: 66°Norður

WE ARE BACK (WAB)Kæru hlustendur! Við erum mættir aftur eftir alltof langt sumarfrí og til að byrja með látum þá tókum við fyrir 66°Norður sem hefur verið ansi vinsæl ósk hjá meðlimum í Facebookhópnum okkar "Deep into Pyngjan". Fyrirtækið hefur verið starfrækt frá árinu 1926 og er því eitt elsta íslenska fatamerkið en það er óhætt að segja að eigendur félagsins í dag eru alvöru hugsjónafólk og seldu m.a. ofan af sér húsið til að eignast fyrirtækið. Geri aðrir betur! Þátturinn er í boði:Jómfrúin - https://www.jomfruin.is/Landsbankinn - https://www.landsbankinn.is/postlistarKeldan - https://keldan.is/Payday - https://payday.is/Dominos - https://www.dominos.is/
8/16/202252 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Ekki mæta með sveðju í sultugerð

WAB - WE ARE BACK. Hættir við að hætta.Föstudagskaffið í dag lá á fleti eins og piltur í leti. Addi fór yfir Tesla, Musk, Twitter á meðan Johnny stillir upp stillans fyrir hús SKEL og dótturfyrirtækja. Iddi fór yfir myndbandablætið sem einkennir ASMR og kemur með áskorun á átvaglið í eldhúsinu. Síðasti söludagur þáttarins er í dag en hann er í boði BAKABAKA, Landsbankans, SKRUF og  Lavazza.
8/12/202245 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Petit barnavöruverslun

Með þessum þætti lokum við okkar stuttu seríu "Winter of working moms" og það með látum! Barnavöruverslunin Petit hefur verið í hröðum vexti undanfarin misseri en þrátt fyrir ungan lífaldur hefur fyrirtækið skipað sig í sessi sem ein vinsælasta barnavöruverslun landsins. Við viljum taka það fram að við förum í viku sumarfrí eftir þennan þátt og því verður enginn ársreikningaþáttur þann 9.ágúst. Góðar stundir!Þátturinn er í boði:Keldan - https://keldan.is/Payday - https://payday.is/SuitUp Reykjavík - https://suitup.is/Dominos - https://www.dominos.is/
7/26/20221 hour, 3 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Margt það fína er framleitt í Kína og það vita Gummi og Lína

Í Föstudagskaffi dagsins er m.a. tekið á stóra máli líðandi fréttaviku en það er hið margrómaða gleraugnamál. Svo er góðvinur þáttarins, Elon Musk búinn að koma sér í vandræði sem fyrr og Evrópu sambandið hækkar vexti í fyrsta sinn í 11 ár. Ásamt þessu brá nokkrum liðum fyrir í þætti dagsins og þar ber helst að nefna Milljónamæringur vikunnar, Fyllibytta vikunnar og Deep into Skemman sem er nýr liður sem eflaust er kominn til að vera. Góða helgi!Þátturinn er í boði: Baka Baka - https://www.bakabaka.is/Landsbankans - https://www.landsbankinn.is/einstaklingar/kort-og-greidslur/aukakronurLavazza - https://www.lavazza.is/Skruf
7/22/202246 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Líf & List

Já nú erum við vissir um að einhverjir iði í skinninu fyrir hlustun dagsins en Líf og list er þessi týpiska  "go-to" gjafavöruverslun margra fyrir brúðkaupið eða jólagjöfina. En hver hefur ekki velt því fyrir sér hvurslags formúgur liggja í Pyngjunni hjá þeim? Hér fáiði svörin, hlustendur góðir og meira til!Þátturinn er í boði:Keldan - https://keldan.is/Payday - https://payday.is/SuitUp Reykjavík - https://suitup.is/Dominos - https://www.dominos.is/
7/19/202248 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Hver Íslendingur spanderar 9 lítrum af olíu á dag (að meðaltali)

kaffinu hefur verið sullað þennan föstudaginn. Í dag eru tvö mál á dagskrá: Olíuviðskipti og hagkerfi í múslima ríkjum. Þátturinn er í boði: Baka Baka - https://www.bakabaka.is/Landsbankans - https://www.landsbankinn.is/einstaklingar/kort-og-greidslur/aukakronurLavazza - https://www.lavazza.is/Skruf
7/15/202240 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Fjarðarkaup

Þáttur dagsins er helgaður kaupmanninum á horninu. Fjarðarkaup er the ultimate hornskaupmaður en fyrirtækið hefur verið starfrækt frá árinu 1973 og virðist hvergi nærri hætt. Reksturinn hefur að öllum líkindum skilað Sigurbergi eiganda á meðal ríkustu aðila landsins en upphæðirnar sem koma fram í ársreikningum félaga tengd honum eru lygilegar.Þátturinn er í boði:Keldan - https://keldan.is/Payday - https://payday.is/SuitUp Reykjavík - https://suitup.is/Dominos - https://www.dominos.is/
7/12/20221 hour, 14 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Allir Norðmenn eru milljónamæringar

Gleðilegt föstudagskaffi kæru hlustendur. Í þætti dagsins er norski olíusjóðurinn m.a. ræddur gaumgæfilega og í ljós kemur að þetta er stærsti þjóðarsjóður heims. Ingvi fer yfir uppruna Lavazza og svarar spurningunni afhverju enginn sé stúrinn frá Túrin og svo að sjálfsögðu endum við á milljónamæringi vikunnar sem er stórmögnuð saga af stofnanda Costco sem vann sig upp frá því að raða ofan í poka fyrir viðskiptavini og upp á topp.Þátturinn er í boði: Baka BakaLandsbankansLavazzaSkruf
7/8/202246 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Costco

Já þið lásuð rétt. Costco er okkar nýjasta bráð, en hver man ekki eftir brjálæðinu sem fylgdi innreið þeirra á íslenskan markað? Við teygjum okkur inn fyrir þeirra djúpu pyngju og skoðum samanburð á "svipuðum" fyrirtækjum á Íslandi. Góðar stundir.
7/5/20221 hour, 6 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Fösudagskaffið: Áfengissala Heimkaupa mun gera okkur öll að alkóhólistum

Já, það er heitt og sótsvart kaffið þennan föstudaginn en í þætti dagsins verður tekið á stóra áfengismáli Heimkaupa og saga einokunar á áfengi rakin. Ingvi kynnir okkur svo fyrir milljónamæringi vikunnar sem þó lést í vikunni en einnig tekur hann fyrir lista af ríkustu erfingjum heims. Einnig bregður fyrir lista yfir ríkustu gæludýrum heims en á toppnum trónir þýski shepherdinn, Gunther. Þetta og meira til!
7/1/202240 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Stjörnu (popp & snakk)

Ársreikninga Pyngja dagsins er sennilega sú sem hefur komið okkur hvað mest á óvart.  Skyggnst var inn fyrir pyngjur hins fornfræga Iðnmarks sem er fyrirtækið á bakvið Stjörnupopp og Stjörnusnakk en félagið er á hraðri leið að verða að öflugu fjárfestingafélagi sem auk framleiðslu á gæðavörum á orðið gommu af fasteignum, dass af hlutabréfum og nóg af snakki. 
6/28/202256 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Ásgeir í Aurabankanum og Skattaparadísin Stöðvarfjörður

Við þorum nánast að fullyrða að föstudagskaffið hafi aldrei verið eins heitt og í dag. Það er hreinlega farið um of víðan völl til að summera það upp hér í nokkrum setningum svo við segjum bara hlustun er sögu ríkari!
6/24/202240 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Kírópraktorstöð Reykjavíkur

Í þætti dagsins förum við yfir iðnað sem allir vilja heyra um. Viðskiptamódel kírópraktorstöðva hefur lengi verið landanum hugleikið en það segir sig sjálft að troðfull biðstofa af sjúklingum sem tekur ekki lengur en 5-10 mínútur að meðhöndla sé ávísun á sjálfbæra peningavél. Eða hvað?
6/21/20221 hour, 3 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Ásgeir hvetur fyrstu kaupendur til að rotta sig saman við íbúðarkaup

Föstudagskaffið þennan morguninn er stútfullt af fréttum, drama og tuði. Arnar efast um skoðanir tveggja virtustu hagfræðinga landsins og tuðar yfir hagstjórn Seðlabankans sem fyrr. Ingvi leiðir okkur í gegnum shrinkflation, sem hann sjálfur kallar samdráttarbólgu, en þýði hver fyrir sig. Einnig bregður fyrir fjaðrafoki í danska kvikmyndaiðnaðinum og drama í rafmyntasamfélaginu hérlendis svo þið sjáið að það er á nægu að taka. Góða helgi!
6/17/202243 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Ísbúð Huppu

Eftir ótal fyrirspurnir þá létum við loks verða að því að fara yfir Huppuævintýrið, en ísbúðin hefur á skömmum tíma náð að festa sig í sessi sem ein vinsælasta ísbúð landsins og rekur í dag 7 útibú. Við förum yfir rekstrarsögu fyrirtækisins frá upphafi ásamt samanburði við aðrar ísbúðir á markaðnum sem eru þónokkrar. Góða hlustun!
6/14/202259 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Búlgörsk vinkona Ásdísar Ránar á bak og burt með $4B

Föstudagskaffið er vægast sagt í heitara lagi þennan morguninn en þátturinn er stútfullur af spjalli og pælingum. Ingvi fer yfir top 3 verstu Crypto svindl sögunnar sem eru vægast sagt áhugaverð. Gunnars, sem allir hlustendur Pyngjunnar ættu að kannast við, var nýlega selt til Kaupfélags Skagfirðinga sem verður gert nánari skil í þætti dagsins. Milljónamæringur vikunnar er á sínum stað og einnig Neytendahorn Arnars svo þið sjáið að þátturinn dagsins ætti ekki að valda nokkurri lifandi manneskju vonbrigðum. Góða helgi!
6/10/202245 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Útboð Nova (2/2) - Margrét Tryggvadóttir (Forstjóri) & Magnús Árnason (Stafræn þróun og markaðsmál)

Í þessum seinni þætti af útboði Nova koma til okkar þau Margrét Tryggvadóttir forstjóri og Magnús Árnason yfirmaður stafrænnar þróunar og markaðsmála. Við förum yfir söguna, reksturinn og framtíðarhorfur í skemmtilegu spjalli sem enginn Pyngjuunnandi ætti að láta framhjá sér fara!
6/7/202250 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Útboð Nova (1/2) - Samantekt

Það hefur eflaust ekki farið fram hjá mörgum sem fylgst hafa með fréttum nýlega að skráning Nova á hlutabréfamarkað er yfirvofandi en þáttur dagsins, sem er tvískiptur, er helgaður útboðinu frá toppi til táar. Í þessum fyrri hluta rennum við létt yfir sögu fyrirtækisins, snertum aðeins á fjárfestakynningunni og reifum nýjasta ársreikning fyrirtækisins.
6/7/202243 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Netbankakúrekarnir leggjast á ráðin

Föstudagskaffið sullast út um allt borð þennan morguninn en meðal umræðuefna er frekari greining á morgunkornaumræðunni úr síðasta þætti, en okkur áskotnuðust sölutölur á íslenska markaðnum frá ónefndum die hard aðdáanda. Niðurstöður á útboði Ölgerðarinnar koma einnig við sögu ásamt tilkynningu fyrir næsta ársreikningaþátt Pyngjunnar. Svo er Milljónamæringur vikunnar á sínum stað svo þið sjáið það að föstudagskaffi dagsins er stútfullt af kaffi og bakkelsi.
6/3/202232 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Nings

Asíski veitingastaðurinn Nings ætti að vera orðinn flestum Íslendingum kunnugur en staðurinn hefur verið í rekinn í 31 ár og átt góðu gengi að fagna... að minnsta kosti út á við en ef ársreikningar staðarins eru skoðaðir má lesa aðra sögu. Í þættinum fara Arnar og Ingvi yfir þunga rekstrarsögu Nings sem er umvafin skuldum og tapi. Já, það eru ekki alltaf jólin í þessu  en þó bregður léttum staðreyndum fyrir annað slagið!
5/31/202251 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Er Cocoa Puffs að hasla sér völl á próteinmarkaði?

Föstudagskaffið þennan föstudaginn er ekki volgt og viðurstyggilegt frekar en fyrri vikuna. Stutt en hnitmiðuð yfirferð um morgunkornarmarkaðinn og endurkomu Cocoa Puffs aftur til Íslands ásamt ítarlegri yfirferð um hafnaboltaliðið Savannah Bananas. Að lokum rýnum við í pyngju Haralds Ueno sem er drekkhlaðin og flæðir krónum og aurum í ríkissjóð, skattgreiðendum öllum til góða.
5/27/202236 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Hið Íslenzka Reðasafn

Þáttur dagsins er undirlagður getnaðarlimum í orðsins fyllstu merkinu. Hið Íslenzka Reðasafn hefur síðastliðin 25 ár haldið úti hundruðum þeirra til sýnis og er fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Mögnuð saga um þetta sértæka áhugamál Sigurðar Hjartarsonar sem vatt heldur betur upp á sig!
5/24/202253 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Við erum stödd í miðri Ásgeirsbólgu

Það er sótsvart og sykurlaust föstudagskaffi dagsins! Helvítis verðbólgan (Ásgeirsbólgan) kemur við sögu eins og svo oft áður en nú með fróðlegu og skemmtilegu ívafi, Möet og Louis Vuitton er í eigu sama manns og Davíð frá Unity leggur sitt á vogarskálarnar í baráttu við loftslagsdjöfulinn. Þetta og margt fleira í Föstudagskaffinu!
5/20/202240 minutes
Episode Artwork

Ársreikningar: Útboð Ölgerðarinnar (2/2) - Andri Þór Guðmundsson forstjóri

Í þessum seinni hluta tökum við viðtal við sjálfan forstjóra Ölgerðarinnar, Andra Þór Guðmundsson og spurðum hann spjörunum úr. Nauðsynleg hlustun fyrir alla þá sem hafa hug á að taka þátt í útboðinu!
5/17/202242 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Útboð Ölgerðarinnar (1/2) - Samantekt

Þáttur dagsins er tvískiptur, en í þessum fyrri hluta rennum við yfir nýjasta ársreikning Ölgerðarinnar og fjárfestakynningu fyrir komandi útboð. Í síðari hluta (sem kemur inn seinna í dag) mun Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar mæta til okkar í létt spjall um fyrirtækið og útboðið sem er framundan.
5/17/202245 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Steve Jobs fann ekki upp tölvumúsina

Föstudagskaffi dagsins er stútfullt af allskonar fróðleik, misjafnlega nytsömum þó. Ef þú átt Ipod niðri í geymslu þá getur þú selt hann á fúlgu fjár. Eurovision keppnin kemur einnig við sögu  en auðvitað var ekki hægt að skauta fram hjá keppninni þar sem Arnar er Euromaniac. Að lokum fer Ingvi svo yfir fall rafmyntarinnar Terra (LUNA) sem hefur fallið um rúm 99% síðasta sólarhring.
5/13/202244 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Fjármál sveitarfélaganna (2/2) - Höfuðborgarsvæðið

Í þætti dagsins gerum við aðra tilraun í að upplýsa hlustendur um fjármál sveitarfélaganna. Að þessu sinni var höfuðborgarsvæðið skoðað nánar en það eru Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes. Til að hrista aðeins upp í þessu fór Ingvi svo yfir veitingar flokanna á kosningardag en sjálfur kýs hann þann flokk sem býður upp á bestu veitingarnar hverju sinni.Ársreikningaþáttur Pyngjunnar er í boði Payday, Keldunnar og Dominos.Tengill á veflausn Brynjólfs Gauta: https://bggj.shinyapps.io/maelabord_arsreikninga_sveitarfelaga/?fbclid=IwAR0W77WNYVVa8nC5q2hvRVWYb-Oq09palf2X2Z1ZQuZyPih9INgv8RZHhUE
5/10/20221 hour, 38 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Seðlabankastjóri spilar á fiðluna á meðan húsnæðismarkaður brennur

Föstudagskaffið er veglegt að þessu sinni. Raðfullnægingarfrumkvöðullinn og Ólígarkinn Oleg Tinkov og Pútín í hár saman, Ásgeir Seðlabankastjóri óumdeildur skúrkur vikunnar og leiðinlegu snekkju aparnir sem sprengja skalann í rafeignamyndun, svo fátt eitt sé nefnt í föstudagskaffi dagsins.Föstudagskaffi Pyngjunnar er í boði Brauð & co. og Lavazza kaffi.
5/6/202238 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Fjármál sveitarfélaganna (1/2) - Landsbyggðin

Í þætti dagsins drukknum við Pyngjubræður í grunnu lauginni. Við gerðum heiðarlega tilraun til þess að fara yfir 2021 ársreikninga sex stærstu sveitafélaga á landsbyggðinni (Þó aðeins fimm). Afraksturinn gæti orðið umdeildur en við reyndum okkar besta í að miðla þessum óspennandi upplýsingum.Tengill á veflausn Brynjólfs Gauta: https://bggj.shinyapps.io/maelabord_arsreikninga_sveitarfelaga/?fbclid=IwAR0W77WNYVVa8nC5q2hvRVWYb-Oq09palf2X2Z1ZQuZyPih9INgv8RZHhUE
5/3/20221 hour, 7 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Er Range Rover bólan að hefjast á ný?

Föstudagskaffið er nýr þáttur hjá Pyngjunni þar sem Arnar og Ingvi renna á léttu nótunum yfir nokkrar vel valdar fréttir úr viðskiptalífinu síðastliðna viku en auk þess mun föstum liðum bregða fyrir reglulega. Þættirnir koma inn á föstudagsmorgnum og eru ætlaðir Pyngjuaðdáendum til yndisauka yfir föstudagsbollanum fyrir vinnu, á leið í vinnu, við vinnu, í kaffitímanum eða bara við hvaða aðstæður sem ykkur dettur í hug. Í Pyngjukaffi dagsins koma Arnar og Ingvi m.a. inn á yfirtöku Elon Musk á Twitter og velta því fyrir sér hvar hann ætlar að grafa upp eiginfjárhluta kaupanna, hvort Maggi Mix sé Mr.Beast Íslands, hvort Range Rover bólan kunnuga sé yfirvofandi, Kaup og Sölu vikunnar og svo fer Ingvi að lokum yfir topp 3 lista yfir hvernig skal hegða sér í lyftu. Góða helgi!
4/29/202239 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Core (NOCCO) & Nexus

Þáttur dagsins er ekki af verri endanum þó við segjum sjálfir frá en í honum kryfjum við yfirgengilega upprisu Core heildsölu sem er hvað þekktust fyrir drykkjarvörumerkið NOCCO sem kom yfir landann líkt og flóðbylgja árið 2015 og virðist ekki vera á neinni útleið. Heimildir Pyngjunnar herma að Core sé búið að tryggja samninga við risastóran birgja sem hingað til hefur verið hjá einni stærstu heildsölu landsins, Innnes en nánari uppljóstrun má hlusta á í þætti dagsins. Nexus eru án efa þekktasta spilabúð landsins og hefur verið þarfasti þjónn nörda þessa lands í 30 ár en þau hafa sprengt ofan af sér þakið hvar sem þau setjast að enda vaxið gríðarlega á síðustu árum. Spurningin er þó hvort Gísli eigandi sé að hafa eitthvað upp úr krafsinu?  Þetta og meira til í þætti dagsins!Core - 4:10Nexus - 46:48
4/26/20221 hour, 13 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Leynilaugin & Gunnars

Það er óhætt að segja að þáttur dagsins sé gjörsamt eyrnakonfekt þó hann sé eflaust ekki mikið fyrir augað. Uppgangur Leynilaugarinnar, betur þekkt sem Secret Lagoon, er lýginni líkastur og ef kíkt er á ROI (Return on investment) félagsins er ekki ólíklegt að vasareiknirinn sýni villumeldingu. Hvað Gunnars varðar þá mun ykkur hlustendum líklega ekki gruna hvurslags sukkerí og havarí hefur legið bakvið rekstur litla krúttlega Gunnars Majónessins sem þið smyrjið á brauðterturnar ykkar yfir hátíðarnar en því verða gerð nánari skil í þætti dagsins.Leynilaugin - 6:37Gunnars - 32:50 
4/19/20221 hour, 5 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Uppskeruhátíð 1.seríu ásamt Jakobi Birgissyni

Í þætti dagsins er fyrsta sería Pyngjunnar gerð upp. Okkur til halds og traust er Jakob Birgisson grínisti, uppistandari og auglýsingasmiður sem hefur verið einn okkar dyggasti hlustandi frá byrjun. Farið var yfir landslag fyrstu seríu á léttu nótunum og eins og öllum góðum uppskeruhátíðum sæmir voru viðurkenningar veittar fyrir hin ýmsu verk.
4/12/20221 hour, 16 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Föstudagskaffið: Hóf í búðum SKEL á næsta tungli

Föstudagskaffið er nýr þáttur hjá Pyngjunni þar sem Arnar og Ingvi renna á léttu nótunum yfir nokkrar vel valdar fréttir úr viðskiptalífinu síðastliðna viku en auk þess mun föstum liðum bregða fyrir reglulega. Þættirnir koma inn á föstudagsmorgnum og eru ætlaðir Pyngjuaðdáendum til yndisauka yfir föstudagsbollanum fyrir vinnu, á leið í vinnu, við vinnu, í kaffitímanum eða bara við hvaða aðstæður sem ykkur dettur í hug. Í þessum fyrsta þætti af Föstudagskaffinu er farið um víðan völl. Milljarðamæringur sem býr með tíu vinum sínum og keyrir um á Corollu, Kampavínsslettur upp um alla veggi hjá SKEL fjárfestingarfélagi og "Papa" Elon talar fyrir málfrelsi við kaup sín á 9,2% hlut í Twitter. Ingvi fer svo að lokum yfir Topp 3 lista um hvað skal gera í nýrri vinnu (Ekki ráðgjöf). Góða helgi!   
4/8/202236 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: SS & Klappir (First North special)

ATHUGIÐ - þessi þáttur er ekki fjárfestingarráðgjöf. Í þætti dagsins kíkjum við á tvö félög sem eiga það sameiginlegt að vera með hluta eignarhalds á First North markaðnum. Fyrirtækin eru þó eins ólík og þau gerast en SS hefur verið grunninnviður í íslenskri matarmenningur frá árinu 1907 á meðan Klappir er tiltölulega nýlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í grænum lausnum. SS - 4:30Klappir - 38:37
4/5/20221 hour, 25 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Hreyfill & Mandí

Í þætti dagsins eru tekin fyrir tvö ólík fyrirtæki sem þó haldast hönd í hönd í virðiskeðju íslensks skemmtanalífs. Framboðsskortur Hreyfils virðist vera að gera landann gráhærðan um þessar mundir en lifir þó nokkuð góðu lífi með pungdjúpar pyngjur í sínum vörslum, þrátt fyrir taprekstur árin 2019 og 2020. Mandí hefur átt ævintýralegu gengi að fagna frá því þau komu Shawarma og fleiru góðgæti á kortið á Íslandi. Hlal eigandi neitar því ár eftir ár að greiða sér út arð og útlit er fyrir að hann hreinlega noti ekki peninga. Það er þó óhætt að fullyrða það að hann hafi komist vel upp á lagið með veitingasölu til þessa en stóra spurningin er þó sú hvort Mandí stefni á First North markað sem fasteignafélag í náinni framtíð? Þetta og meira til í Pyngju dagsins! Hreyfill - 18:23Mandí - 36:30
3/29/20221 hour, 12 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Blush & Sómi

Þegar þriðjudagsklukkurnar hringja, þá er komin ný Pyngja í boði Arnars og Ingva! Í þætti dagsins er boðið upp á tvo ársreikninga af dýrari gerðinni. Gerður í Blush hefur séð tímana tvenna, þrátt fyrir ungan aldur og það má með sanni segja að hún sé fullkomin skilgreining á HSHD (Hugsjónakona sem hlær í dag). Eigendur Sóma virðast einnig hlægja alla leið í bankan  ár eftir ár enda full ástæða til þegar smurðar eru 12.000 samlokur á dag ofan í kolvetnissjúkan landann. Ferlega myndarlegar pyngjur þessa vikuna!Blush - 7:55Sómi - 38:11
3/22/20221 hour, 2 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Löður & Brauð og co.

Það er óhætt að segja að þáttur dagsins sé ekki af verri endanum. Sem fyrr verða skoðuð tvö landsþekkt fyrirtæki sem þó hafa átt misjöfnu gengi að fagna. Það hreinlega sér ekki fyrir endan á velgengni Löðurs þar sem stefnt er að arðgreiðslu sem á sér engin fordæmi í sögu Pyngjunnar. Brauð og co. hafa hins vegar átt á brattann að sækja þegar vel er að gáð, þrátt fyrir gífurlega öfluga byrjun en stutt saga fyrirtækisins er rakin ítarlega í þættinum.Löður - 7:30Brauð og co. - 29:18
3/15/202256 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Eldum rétt & Te og kaffi

Í þætti dagsins tökum við fyrir tvö skemmtileg fyrirtæki að vanda. Eldum rétt hafa verið í gríðarlegum vaxtafasa undanfarið en þó var það ekkert hægðarverk fyrir eigendur að koma fyrirtækinu á réttan kjöl. Te og Kaffi hafa átt erfið rekstrarár undanfarið en árið 2020 var þeim gjöfult í ljósi óvenju lágs launakostnaðar. Farið eru um víðan völl og m.a. nýjar kennitölur kynntar til leiks. Heyrst hefur að Prófnefnd viðurkenndra bókara sé í áfalli eftir að þriðja skammtímagreiðsluhæfiskennitalan var kynnt til leiks. Nokkuð þétt hjá Eldum rétt og enginn í straffi hjá Te og kaffi!Eldum rétt - 6:08Te og kaffi - 30:27
3/8/202256 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Hjallastefnan & Lindex

Í dag verða pyngjur tveggja ólíkra rekstraraðila skoðaðar. Fyrirtækin sem um ræðir eru Hjallastefnan og Lindex og ættu að vera orðin flestum landsmönnum kunnug. Í þættinum eru lifandi samræður m.a. um óvænt ættartengsl, ritdeilur um hafragraut á leikskólum og margt fleira.Hjallastefnan - 5:35Lindex - 24:20
3/1/202244 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Søstrene Grene & Slippfélagið

Í dag köfum við ofan í tvær mydarlegar pyngjur að vanda. Systurnar Grene virðast pumpa arði úr pyngjunni í lange baner á meðan langtíma skuldlaus pyngja Slippfélagsins er í þann mund að springa.Við biðjumst velvirðingar á misháum raddstyrk í þættinum. Two weeks á tökkunum.. Við lofum hlustendum að þetta komi ekki fyrir aftur!Søstrene Grene - 4:27Slippfélagið - 24:56
2/22/202251 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: SAMbíó & Flatey Pizza

Sem fyrr verða tvær pyngjur skoðaðar í þætti dagsins. SAMbíóin áttu erfitt Covid ár 2020 á meðan Flatey þyngdi pyngjur eigenda á árinu. Í þættinum eru ræddar merkilegar staðreyndir um rekstur félaganna, allar helstu rekstrartölur þeirra uppljóstraðar og sagan rakin. SAMbíóin - 4:50Flatey Pizza - 29:08
2/15/202250 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Ísbíllinn & Omnom

Í þessum þætti köfum við ofan í pyngjur Ísbílsins og Omnom og sjáum hvað leynist í þeim. Ísbíllinn - 5:00Omnom - 24:35
2/11/202238 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Ársreikningar: Jólahúsið á Akureyri & Jói Útherji

Í þessum fyrsta þætti eru teknir fyrir ársreikningar Jólahússins á Akureyri og Jóa Útherja. Við skyggnumst inn fyrir pyngjur fyrirtækjanna og ræðum helstu lykilstærðir þeirra fram og aftur. Jólahúsið á Akureyri - 6:26Jói Útherji - 17:54
2/8/202234 minutes, 36 seconds