Winamp Logo
Punktur og basta Cover
Punktur og basta Profile

Punktur og basta

Icelandic, Sports, 1 season, 35 episodes, 1 day, 12 hours, 59 minutes
About
Þáttur um ítalskan fótbolta þar sem farið er yfir helstu listkúnstir hverjar umferðar í Serie A. Umsjónarmenn Punkts og basta eru þeir Árni Þórður Randversson, Þorgeir Logason og Björn Már Ólafsson.
Episode Artwork

Punktur og basta - Stóra uppgjörið á Ítalíu

Björn, Þorgeir og Árni gerðu upp tímabilið á Ítalíu. Besti leikmaður, ungi leikmaður, stuðningsmenn tímabilsins og margt fleira. Silly-seasonið er byrjað, Rudi Garcia kominn til Napoli, Roma í búðarferð. Ítarleg greining á Inter liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
6/21/202359 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Punktur og basta - Titringur í Mílanó, upphitun fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar

Björn og Árni hituðu upp fyrir stærsta leik ársins þar sem Inter og Man City mætast í Meistaradeildinni. Einnig spáðu þeir í spilin varðandi úrslitaleik Sambandsdeildarinnar, Fiorentina - West Ham. Maldini og Massara reknir frá AC Milan, Mourinho áfram í Rómarborg og Juventus hættir við Super League.
6/7/20231 hour, 2 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Punktur og basta - Úr öskunni rís Fönixinn

Juventus málinu að ljúka af ítalska knattspyrnusambandinu. Úrvalslið ungra leikmanna á tímabilinu. Upphitun fyrir Roma - Sevilla í Búdapest í kvöld og topp 5 ítalskir tennisspilarar.
5/31/20231 hour, 13 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Punktur og Basta - Þjálfarakapall í kortunum

Spaletti á útleið hjá Napoli. Er þjálfarakapall í kortunum á Ítalíu, Árni og Björn grandskoðuðu málin varðandi þjálfara. Albert orðaður við AC Milan. Ítalía með fulltrúa í öllum Evrópukeppnum og topp fimm listi yfir ítalska hjólreiðamenn í tilefni Giro d'Italia.
5/24/20231 hour, 10 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Punktur og basta - Inter með vindinn í bakið

Árni og Björn settust yfir umferðirnar í Evrópu hjá ítölsku liðunum og 35. umferð í heimalandinu. Þeir völdu sér ítölsk tattoo eins og Dolce far niente-hópurinn gerði um liðna helgi og óvæntur topp fimm listi. Íslendingarnir í B og C deildinni voru í eldlínunni og Íslendingaslagur í kvennaboltanum.
5/16/20231 hour, 8 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Biðin senn á enda - Punktur og basta

Árni og Björn fóru yfir tvær umferðir í ítalska boltanum, ferðasaga frá Napoli og á B-deildarleik í Benevento. Sameiginlegt lið Mílanó-liðanna fyrir Meistaradeildarslaginn á milli þeirra.
5/4/20231 hour, 16 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Partý aldarinnar í uppsiglingu? - Punktur og basta

Árni og Björn rýndu í mál Juventus í þætti vikunnar ásamt því að fara yfir möguleika ítölskuliðanna í Evrópu. Ferðasaga Árna til Alessandria á C. deildar leik og Napoli að undirbúa partý aldarinnar?
4/26/202355 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Tuðran loftlaus hjá Napoli - Punktur og Basta

Punktur og basta fór yfir 30. umferð í ítalska boltanum, stórliðin keppast við að tapa stigum á meðan Roma sækir að Meistaradeildarsæti. Evrópuævintýri ítölsku liðanna heldur í vikunni.
4/18/20231 hour, 3 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Punktur og Basta - AC Milan skellti Napoli og Ferðasaga frá Torino

Punktur og basta vikunnar, ítalskur framherji hetja Ítala í landsleikjunum, Napoli töpuðu óvænt stórt fyrir AC Milan, ferðasaga frá Árna á leik Juventus og Hellas Verona og topplisti frá Birni í Danmörku.
4/4/20231 hour, 2 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Punktur og Basta - 27. umferð

27. umferð ítalska boltans gerð upp. Árni og Björn fóru yfir landsliðsval Íslands og Ítalíu og Evrópuævintýri ítalskra liða heldur áfram. Allt um ítalska boltann.
3/21/20231 hour, 4 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Punktur og Basta - 26. umferð

Árni, sem staddur er á Ítalíu um þessar mundir hringdi til Danmerkur þar sem hann fékk Björn Már til að fara ofan í saumana á nýjasta máli Mourinho. Eru Inter í stjóraleit? Allt um 26. umferð Seriu A og Íslendingur í úrslitum Coppa Italia.
3/14/202356 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Punktur og Basta - 24. umferð og öll fimm stig stuðningsmannareiðinnar

Árni og Björn ræddu Evrópugengi ítölsku liðanna, rönkuðu bestu níur Napoli síðari ára og tóku saman lista yfir “Fimm stig reiði hjá ítölskum stuðningsmönnum” og renndu yfir gengi Íslendinganna á Ítalíu.
2/28/20231 hour, 4 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Punktur og Basta - 22. umferð og Sanremo Söngvakeppnin

Sérfræðingarnir fóru yfir 22. umferð ítalska boltans þar sem Napoli hélt vegferðinni að titlinum áfram. Einnig rýndu þeir félagarnir í Söngvakeppni Ítala, Sanremo, sem fór fram um helgina og völdu þeir sýn lög í þeirri keppni.
2/13/20231 hour, 5 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Punktur og Basta með Kjartani Atla

Kjartan Atli Kjartansson kíkti í heimsókn í þáttinn eftir að hafa lýst AC Milan - Inter sem er alltaf einn af hápunktum tímabilsins á Ítalíu.
2/6/20231 hour, 6 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Punktur og Basta - AC Milan i frjálsu falli (20. umferð)

Punktur og Basta fór yfir 20. umferð ítalska boltans þar sem topplið Napoli er í fleygiferð í átt að titlinum.Vandamál AC Milan á nýju ári stækka óðum á meðan Meistaradeildarsæti virðist vera fjarlægjast gömlu frúnni. Þetta og fleira í þætti vikunnar
1/30/20231 hour, 23 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Punktur og Basta - Plusvalenza og 19. umferðin

Í þætti vikunnar fóru strákarnir um víðan völl. Þeir ræddu að sjálfsögðu refsingu ítalska knattspyrnusambandsins gegn Juventus vegna brota á félagaskiptareglum deildarinnar. Þá fóru þeir yfir helstu vendingar í toppbárattunni og í lokin settu þeir saman úrvalslið vonarstjarna Ítala yngri en 21 árs.
1/25/20231 hour, 19 minutes, 1 second
Episode Artwork

Punktur og Basta - 18. umferð

Í þessum þætti af Punkti og Basta var farið yfir 18. umferðina í ítalska boltanum sem lýkur með formlegum hætti í kvöld. Stærsti leikur umferðarinnar var án alls efa toppslagur milli Napoli og Juventus þar sem Napoli liðið tók gömlu frúnna frá Torino í kennslustund. Einnig ræddu þeir Árni, Björn og Þorgeir, helstu slúðursögur deildarinnar og í lokin fóru þeir yfir það besta í mat af völlunum í Serie A.
1/16/20231 hour, 3 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Punktur og Basta með Gumma Ben

Í þættinum fengu Árni og Þorgeir, Gumma Ben til að rýna í stórleik helgarinnar, Napoli - Juventus, sem Gummi lýsir í kvöld. Leikurinn er afar mikilvægur í titilbaráttu liðanna. Einnig fóru þeir yfir dálæti Gumma á ítalska boltanum og stöðu Alberts hjá Genoa.
1/13/202358 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Punktur og Basta - Sigurganga Juve heldur áfram (17. umferðin)

Strákarnir í Punkti og Basta fóru yfir sviðið á Ítalíu þegar tæpar 17. umferðir eru liðnar af tímabilinu. Þar ber hæst 8 leikja sigurganga Juventus en mikið drama var undir lok leikja eins og vaninn er á Ítalíu, Roma krækti í stig gegn AC Milan í stórleik helgarinnar þrátt fyrir skelfilega frammistöðu í 80 mínútur.
1/9/202357 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Punktur og Basta - Juventus krísan og 16. umferð

Ítalski boltinn farinn að rúlla á ný og strákarnir Punktur og Basta eru mættir aftur til leiks eftir 7 vikna pásu. Mikið gerðist í pásunni góðu en efst á baugi voru málefni Juventus sem aftur eru komin í klandur eftir sigursæl ár. Þeir Árni og Þorgeir fengu Val Pál Eiríksson, íþróttafréttamann á Vísi og Stöð2 til að kafa dýpra ofan í vandræði Juve.
1/6/20231 hour, 18 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Punktur og basta - 15. umferð

Strákarnir í Punkti og Basta fóru yfir síðustu umferð ársins í ítalska boltanum ásamt því að ræða helstu deiglumál deildarinnar. Þá voru bestu leikmenn tímabilsins útnefndir og að lokum mældi Árni með nokkrum treyjum í jólapakkann.
11/16/20221 hour, 6 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Punktur og basta - 14. umferð

Strákarnir í Puntki og Basta ræddu undanfarna viku hjá stærstu liðunum á Ítalíu, þar bar helst á góma stórir leikir um síðustu helgi og svo að sjálfsögðu 14. umferðin sem fór fram í miðri viku. Undir lokin skelltu þeir sér í jólagírinn og Árni mældi með 3 eftirréttum yfir hátíðirnar.
11/11/20221 hour, 9 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Punktur og Basta - 12. umferð

Það voru óvænt úrslit á Ítalíu um helgina, AC Milan og Lazio töpuðu bæði gegn vínrauðu liðunum frá Salerno og Torino. Á meðan virðist ekkert lið ætla stöðva ljósbláa liðið frá Napoli á þessu tímabili. Strákarnir í punkti og basta fóru yfir það helsta frá helginni í ítalska boltanum.
10/31/20221 hour, 2 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Punktur og Basta - 11.umferð

Í þættinum ræddu þeir Björn og Þorgeir um 11. umferðina í ítalska. þar bar helst Derby del Sole, þar sem Napoli mætti í heimsókn til höfuðborgarinnar og tvö kunnugleg andlit mættust. Það sama var upp á teningnum í Milan þar sem lið Galliani og Berlusconi, Monza, mætti stóru systur sinni í Milan.
10/25/202257 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Punktur og Basta - 10.umferð

Strákarnir í Punkti og Basta tóku sína vikulegu yfirferð um það allra helsta í ítalska boltanum þar sem systurnar AC Milan, Inter, Juventus, Napoli og Roma unnu öll sína leiki. Spennan magnast á Ítalíu.
10/18/202247 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Punktur og Basta - 9. umferð

Í þættinum fóru Þorgeir og Árni yfir allt það helsta í 9. umferð Serie A.
10/12/202252 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Punktur og Basta - 8. umferð

Í þættinum fóru Þorgeir og Árni yfir fjöruga helgi í ítalska boltanum þar sem AC Milan vann seiglusigur. Roma vann stórleik helgarinnar gegn Inter þrátt fyrir að stjóri Roma, Mourinho, hafi verið í banni. Gleðifréttir helgarinnar voru þær að Mikael Egill Ellertsson byrjaði sinn fyrsta leik í Serie A gegn Lazio.
10/3/202252 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Punktur og Basta - 7. umferð

Í þættinum fóru strákarnir yfir magnaða helgi í ítalska boltanum þar sem stóru liðin Juventus, AC Milan, Inter Milan og Roma töpuðu öll sínum leikjum. Einnig ræddu þeir óvænta frammistöðu Udinese og Atalanta á tímabilinu.
9/19/20221 hour, 7 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

6. umferð - Punktur og basta

Í þættinum fóru strákarnir yfir litríka helgi í ítalska boltanum. Efst á baugi voru lokamínúturnar í leik Juventus og Salernitana þar sem Juventus hélt um stund að þeir hefðu unnið leikinn og komið tilbaka eftir að hafa verið 0-2 undir en svo reyndist ekki.
9/12/20221 hour, 1 minute, 42 seconds
Episode Artwork

Punktur og Basta - 5. umferð

Í þættinum var farið yfir leiki helgarinnar í 5. umferð ítalska boltans. Þeir Árni, Björn og Þorgeir ræddu stóru slagina um helgina og ræddu sérstaklega frammistöðu Rafael Leao. Einnig var farið yfir Íslendingana í Seriu B. Í lokin völdu Árni og Björn sín eigin lið með því markmiði að sigra Serie A.
9/5/202258 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

4. umferð - Punktur og Basta

Í þættinum var farið yfir helstu leikina úr miðri viku í 4. umferð ítalska boltans tímabilið 22/23. Það bættist við listann yfir fallegustu mörk tímabilsins og íslendingarnir tveir komu við sögu.
9/2/202255 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Punktur og basta - 3. umferð

Í þættinum var farið yfir helstu leiki úr 3. umferð ítalska boltans tímabilið 22/23. Þeir Árni, Björn og Þorgeir ræddu stórleikina þrjá um helgina, opnunarumferðina í kvennaboltanum Íslendingana í Seriu B. Í lokin fór Árni yfir þrjá rétti sem hlustendur þurfa að matreiða yfir leikjunum í miðri viku.
8/29/202259 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

2. umferð - Punktur og basta

Í þættinum var farið yfir helstu leiki úr 2. umferð ítalska boltans tímabilið 22/23. Aftur komu þeir Þórir Jóhann og Mikael Egill við sögu. Strákarnir ræddu einnig meiðsli Romaliðsins og dapra frammistöðu Juventus á móti Sampdoria.
8/23/202256 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Punktur og Basta - 1. umferð

Í þættinum var farið yfir helstu leiki úr opnunarumferð ítalska boltans tímabilið 22/23 Þeir Árni, Björn Már og Þorgeir ræddu um innákomur Þóris og Mikaels Egils á móti Inter og Empoli ásamt því fara yfir leiki stórliðanna á Ítalíu sem öll unnu sína leiki.
8/16/202247 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Punktur og basta - Upphitun

Þáttur um ítalskan fótbolta þar sem farið er yfir helstu listkúnstir í Serie A. Að þessu sinni er rætt hversu galopin toppbaráttan verður í ítalska boltanum. Umsjónarmenn Punkts og basta eru þeir Árni Þórður Randversson, Þorgeir Logason og Björn Már Ólafsson.
8/12/20221 hour, 14 minutes, 23 seconds