Winamp Logo
Orð af orði Cover
Orð af orði Profile

Orð af orði

Icelandic, Political, 1 season, 8 episodes, 2 hours, 57 minutes
About
Helgi Seljan kynnir sér lífið í öryggisfangelsinu Litla-Hrauni.
Episode Artwork

Rimlarokk og glataðir glæpamenn (aukaþáttur)

Árið 1982 var merkilegt í sögu fangelsismála á Íslandi. Þá um haustið héldu fangar í fyrsta skipti blaðamannafund í fangelsinu á Litla Hrauni. Ástæðan var útkoma plötunnar Rimlarokks með hljómsveitinni Fjötrum. Þrír af fjórum liðsmönnum sveitarinnar voru fangar á Litla Hrauni. T veir þeirra eru nú látnir. Við rifjum upp plötuna, fjölmiðlaumfjöllunina, viðtökurnar og ferlið við gerð hennar í spjalli við Rúnar Þór Pétusson og Sigmund Erni Rúnarsson. Rúnar Þór var eini liðsmaður sveitarinnar sem ekki var fangi. Hann lýsir undrabarninu Halldóri Fannari Ellertssyni; hinum eina sanna Rimlarokkara. Fyrrum hljómborðsleikara Roof tops sem festist í hringrás fyllerís og smáglæpa. Í seinni hlutanum heyrum við á tal þeirra Helga og Hrafnkels í bílferð á leiðinni heim frá Litla Hrauni eftir síðustu heimsókn þeirra þangað í lok nóvember. Hvernig fannst Hrafnkeli að koma í fyrsta sinn inn í fangelsið og af hverju skyldi Helgi veskið eftir undir koddanum? Umsjón: Helgi Seljan og Hrafnkell Sigurðsson.
1/26/202346 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Fangelsi í fangelsinu

Í þriðja þætti Letigarðsins veltum við fyrir okkur hvort sekir menn utan fangelsis séu betri en þeir sem eru innan múranna? Eru fangar verri manneskjur en aðrar? Hvernig er að sitja inni fyrir morð og ala í leiðinni upp tvö lítil börn? Smíðum sakamannabekk og lítum á skólabekk. Svo reynum við að átta okkur á því hvers vegna fangarnir á gangi A-1 sjást aldrei og blanda ekki geði við aðra fanga. Er fangelsi í fangelsinu? Hvað hræðist móðir sem skyndilega horfir á eftir syni sínum inn á Litla Hraun í margra ára fangelsi? Hvor er raunsærri lýsing á fangelsi Shawshank redemption eða Fangavaktin? Og af hverju eru bílar aðstandenda fanga svona slæmir í endursölu? Umsjón Helgi Seljan og Hrafnkell Sigurðsson.
1/26/202345 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Hús óþægindanna

Í öðrum þætti Letigarðsins hittum við fanga sem verið hefur meira í fangelsi en utan þess í aldarfjórðung og annan sem á óstaðfest heimsmet í því að koma við sögu lögreglu. Hvers vegna er svona brjálað að gera í númeraplötudeildinni og af hverju er byssuturn á fangelsinu? Hvað er spice? Hvernig er að reka edrú-borð á bar? Af hverju kalla fangarnir prestinn Holy smoke og hvað myndi koma fyrir þann sem brotnaði niður og gréti í röðinni í Rimlakjöri? Hvers vegna ganga fangarnir alltaf réttsælis hringinn um fótboltavöllinn? 19 ára strákur sem skyndilega rankar við sér í fangelsi segir okkur frá því hversu skíthræddur hann var við staðinn og kvenfangaverðir segja fangana mun kurteisari við sig en karlana. Umsjón Helgi Seljan og Hrafnkell Sigurðsson.
1/26/202344 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Arnaldur bjargaði lífi mínu

Í fyrsta þætti Letigarðsins mjökum við okkur hægt og rólega inn fyrir tvöfalda öryggisgirðinguna umhverfis öryggisfangelsið á Litla Hrauni. Hittum móttökustjórann sem verið hefur í fangelsinu í 40 ár og forvitnumst um þrjá ættliði sem setið hafa inni samtímis. Hvers vegna var ákveðið að byggja fangelsi á Eyrarbakka fyrir næstum 90 árum? Af hverju voru einu fangarnir sem þar dvöldu fyrstu áratugina, ýmist smáglæpamenn eða geðveikir? Hvers vegna heyrist svo hátt í viftunni í einangrunarklefunum í gæsluvarðhaldsálmunni og afhverju eru öskubakkarnir úr gúmmíi? Hvað fær maður fyrir að sitja saklaus og að óþörfu í einangrun á annan mánuð? Hvert er vinsælasta lesefni gæsluvarðhaldsfanga? Umsjón Helgi Seljan og Hrafnkell Sigurðsson.
1/26/202341 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Fangelsi í fangelsinu

Í þriðja þætti Letigarðsins veltum við fyrir okkur hvort sekir menn utan fangelsis séu betri en þeir sem eru innan múranna? Eru fangar verri manneskjur en aðrar? Hvernig er að sitja inni fyrir morð og ala í leiðinni upp tvö lítil börn? Smíðum sakamannabekk og lítum á skólabekk. Svo reynum við að átta okkur á því hvers vegna fangarnir á gangi A-1 sjást aldrei og blanda ekki geði við aðra fanga. Er fangelsi í fangelsinu? Hvað hræðist móðir sem skyndilega horfir á eftir syni sínum inn á Litla Hraun í margra ára fangelsi? Hvor er raunsærri lýsing á fangelsi Shawshank redemption eða Fangavaktin? Og af hverju eru bílar aðstandenda fanga svona slæmir í endursölu? Umsjón Helgi Seljan og Hrafnkell Sigurðsson.
12/24/20160
Episode Artwork

Hús óþægindanna

Í öðrum þætti Letigarðsins hittum við fanga sem verið hefur meira í fangelsi en utan þess í aldarfjórðung og annan sem á óstaðfest heimsmet í því að koma við sögu lögreglu. Hvers vegna er svona brjálað að gera í númeraplötudeildinni og af hverju er byssuturn á fangelsinu? Hvað er spice? Hvernig er að reka edrú-borð á bar? Af hverju kalla fangarnir prestinn Holy smoke og hvað myndi koma fyrir þann sem brotnaði niður og gréti í röðinni í Rimlakjöri? Hvers vegna ganga fangarnir alltaf réttsælis hringinn um fótboltavöllinn? 19 ára strákur sem skyndilega rankar við sér í fangelsi segir okkur frá því hversu skíthræddur hann var við staðinn og kvenfangaverðir segja fangana mun kurteisari við sig en karlana. Umsjón Helgi Seljan og Hrafnkell Sigurðsson.
12/24/20160
Episode Artwork

Arnaldur bjargaði lífi mínu

Í fyrsta þætti Letigarðsins mjökum við okkur hægt og rólega inn fyrir tvöfalda öryggisgirðinguna umhverfis öryggisfangelsið á Litla Hrauni. Hittum móttökustjórann sem verið hefur í fangelsinu í 40 ár og forvitnumst um þrjá ættliði sem setið hafa inni samtímis. Hvers vegna var ákveðið að byggja fangelsi á Eyrarbakka fyrir næstum 90 árum? Af hverju voru einu fangarnir sem þar dvöldu fyrstu áratugina, ýmist smáglæpamenn eða geðveikir? Hvers vegna heyrist svo hátt í viftunni í einangrunarklefunum í gæsluvarðhaldsálmunni og afhverju eru öskubakkarnir úr gúmmíi? Hvað fær maður fyrir að sitja saklaus og að óþörfu í einangrun á annan mánuð? Hvert er vinsælasta lesefni gæsluvarðhaldsfanga? Umsjón Helgi Seljan og Hrafnkell Sigurðsson.
12/24/20160
Episode Artwork

Rimlarokk og glataðir glæpamenn (aukaþáttur)

Árið 1982 var merkilegt í sögu fangelsismála á Íslandi. Þá um haustið héldu fangar í fyrsta skipti blaðamannafund í fangelsinu á Litla Hrauni. Ástæðan var útkoma plötunnar Rimlarokks með hljómsveitinni Fjötrum. Þrír af fjórum liðsmönnum sveitarinnar voru fangar á Litla Hrauni. T veir þeirra eru nú látnir. Við rifjum upp plötuna, fjölmiðlaumfjöllunina, viðtökurnar og ferlið við gerð hennar í spjalli við Rúnar Þór Pétusson og Sigmund Erni Rúnarsson. Rúnar Þór var eini liðsmaður sveitarinnar sem ekki var fangi. Hann lýsir undrabarninu Halldóri Fannari Ellertssyni; hinum eina sanna Rimlarokkara. Fyrrum hljómborðsleikara Roof tops sem festist í hringrás fyllerís og smáglæpa. Í seinni hlutanum heyrum við á tal þeirra Helga og Hrafnkels í bílferð á leiðinni heim frá Litla Hrauni eftir síðustu heimsókn þeirra þangað í lok nóvember. Hvernig fannst Hrafnkeli að koma í fyrsta sinn inn í fangelsið og af hverju skyldi Helgi veskið eftir undir koddanum? Umsjón: Helgi Seljan og Hrafnkell Sigurðsson.
12/24/20160