Winamp Logo
Með Verbúðina á heilanum - Hlaðvarp Cover
Með Verbúðina á heilanum - Hlaðvarp Profile

Með Verbúðina á heilanum - Hlaðvarp

Icelandic, Arts, 1 season, 9 episodes
About
Í þáttunum Með Verbúðina á heilanum ætlum við að kafa örlítið dýpra í ýmis mál og atburði sem tengjast þáttunum sjálfum. Við skyggnumst einnig á bakvið tjöldin og heyrum frá fólkinu sem gerði þættina, allt frá búningahönnuðum til leikstjóra og leikara. Þættirnir koma út strax að loknum útsendingu í sjónvarpinu og framlengja ferðalagið aftur til þess tíma þegar kvótinn var ákveðinn og bæjarfélög reyndu hvað þau gátu að tryggja sér bita af kökunni. Umsjón: Atli Már Steinarsson
Episode Artwork

Þáttur 8 - Ísland

Velkomin í þennan lokaþátt af Með Verbúðina á heilanum. Til að reyna að loka hringnum fékk ég til mín þau Gísla Örn, Nínu Dögg og Björn Hlyn til að ræða við mig um gerð þáttanna, atvik og söguna, ásamt vangaveltum um framtíðina.
2/13/20220
Episode Artwork

Þáttur 7 - Kóngar og drottningar

Í þessum næst síðasta þætti af Með verbúðina á heilanum, fæ ég til mín Björn Jónsson skipstjóra til að ræða tíðarandann á þessum tíma, framsalið á kvótanum og margt fleira. Það er óhætt að segja að þar sé á ferðinni tæpitungulaus kennslustund frá reynslubolta. En áður en við vindum okkur í það skyggnumst við á bakvið tjöldin með kvikmyndatökumanni þáttanna Hrafni Garðarssyni. Umsjón: Atli Már Steinarsson
2/6/20220
Episode Artwork

Þáttur 6 - Í öfugum nærbuxum

Velkomin í þennan sjötta þátt af Með verbúðina á heilanum, ég heiti Atli Már Steinarsson og nú fer að styttast í annan endan hjá okkur. Í þættinum í þetta skiptið ætlum við að spá aðeins í sambandi Hörpu og Gríms með Aldísi Þorbjörgu Ólafsdóttur sálfræðingi og kynlífsráðgjafa. Eiga þau séns eða er þetta bara allt saman búið? Hvernig kemur maður til baka eftir framhjáhald? Stórt er spurt. En áður en við vöðum í það ætlum við að ræða aðeins tónlistina í Verbúðinni. Ég fékk til mín tónskáld þáttanna, þau Herdísi og Kjartan og við fórum yfir hvernig það er að búa til tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarp ásamt því að kafa dýpra í hljóðheim Verbúðarinnar. Umsjón: Atli Már Steinarsson
1/30/20220
Episode Artwork

Þáttur 5 - Maður ársins

Velkomin í þennan fimmta þátt af Með verbúðina á heilanum, ef þið eruð eins og ég tók síðasti þáttur töluvert á ykkur. Það er áframahaldandi veisla framundan þar sem ég ræði við Kristínu Júllu, sem er yfir öllum gervum í þáttunum, Gunna Árna hljóðmann Verbúðarinnar og einnig hljóðmann í Hemma Gunn fyrstu 5 árin og svo Björn Emilsson, þann sem fékk hugmyndina að Á tali með Hemma Gunn og aðilann sem heyrði í Hemma hlæjandi í útvarpinu og velti fyrir sér hvort þetta væri ekki rétti maðurinn í starfið. Umsjón: Atli Már Steinarsson
1/23/20220
Episode Artwork

Þáttur 4 - Vestfjarðarnornin

Velkomin í fjórða þátt af Með verbúðina á heilanum. Ég heiti Atli Már Steinarsson og mun stýra skútunni, í þættinum ætlum við að tala aðeins meira um atvik sem átti sér stað í byrjun þáttar, þegar rætt er um Sæunni og hvernig þetta ?hafi alltaf verið?. Að þegar það er fiskur, þá þurfi bara allir að vinna, börn og fullorðnir. Ég fékk til mín Herdísi Storgard hjúkrunarfræðing og forstöðukonu hjá Mistöð slysavarna barna til að fara aðeins yfir sögu okkar varðandi börn og vinnu en áður en við fræðumst um það skyggnumst við á bakvið tjöldin en í þetta skiptið var það klippari þáttanna Kristján Loðmfjörð sem kom til mín og við fórum aðeins yfir þetta óræða og dularfulla ferli sem virðist eiga sér stað inn í klippiherbergi. Umsjón: Atli Már Steinarsson
1/16/20220
Episode Artwork

Þáttur 3 - Ráðabrugg

Velkomin í þriðja þátt af Með Verbúðina á heilanum. Í þætti dagsins ætla ég að tala við Hilmar Snorrason skólastjóra Slysavarnaskóla sjómanna sem veit meira en flest um sögu okkar íslendinga á sjó en áður en við heyrum meira um það allt saman þá lá beinast við að tala við brellumeistara þáttanna Davíð Jón Ögmundsson um hvernig þau fóru að því að láta Sveppa missa hendina ásamt öðrum töfrum sem við tökum kannski ekki eftir þegar við horfum. Umsjón: Atli Már Steinarsson
1/9/20220
Episode Artwork

Þáttur 2 - Verkfallið

Nú hefur tíminn liðið og við vöknum í miðju verkfalli sem hefur sett allt í frost. Nema fisk auðvitað. Jón Hjaltalín er mættur á þing og við hlustum á hann messa yfir alþingi um verðbólgu, skort á réttindum fólks í verbúð og að sjómannaverkfallið sé að lama samfélagið. Harpa og Grímur eru milli steins og sleggju, að standa með sínu fólki eða laumast út á sjó til að geta borgað af togaranum. Þau ákveða að það eina í stöðunni sé að sigla út, sem vekur ekki mikla lukku meðal þeirra sem standa vörð um verkfallið. En ferðin gefur vel í aðra hönd, eftir að hafa troðfyllt bátinn af fisk er ákveðið að sigla til Hull þar sem Grímur og Einar labba út með töskur troðfullar af breskum pundum. Á meðan öllu þessu stendur reynir Harpa að taka Sæunni frá Tinnu móður sinni með ákveðnum klækjabrögðum. Ekki nóg með það heldur áformar Harpa að taka yfir fiskvinnsluna og heldur því til Reykjavíkur til að klára samninga við bankann, en einnig til að eiga kvöldstund með Jóni á hótelherbergi þar sem hún beitir Jóni þrýstingi til að kjósa með því að setja lögbann á verkfallið. Sem Jón og gerir og deilan virðist leyst. Á stuttum tíma hefur Harpa farið frá því að vera ritari bæjarskrifstofunnar í að sjá um eina stærstu fiskvinnslu á Vestufjörðum. Velkomin í annan þátt af Verbúðinni á heilanum, ég heiti Atli Már Steinarsson og í þættinum í dag ætla ég að kafa ofan í verkföllin sem voru tíð þarna á níunda áratugnum og fer mikið fyrir í síðasta þætti Verbúðarinnar, til þess fékk ég til mín Ögmund Jónasson sem ásamt öðrum fór mikinn í baráttu sinni fyrir réttindum verkafólks á þessum tíma. En áður en við stingum okkur á kaf í djúpu laug verkfallanna skyggnumst við aðeins á bakvið tjöldin við gerð þáttanna og fáum Sigurð Magnússon ljóshönnuð Verbúðarinnar til að segja okkur frá því hvernig það var að takast á við jafn stórt verkefni og Verbúðin er. Umsjón: Atli Már Steinarsson
1/2/20220
Episode Artwork

Þáttur 1 - Samningurinn

Jón Hjaltalín, bæjarstjóri í smábæ á Vesturlandi, og Torfi, bróðir hans, áforma að kaupa gamlan togara og hefja útgerð. Þegar bankamenn frá Reykjavík mæta á svæðið til að ganga frá samningnum kemur þó babb í bátinn. Harpa, ritari Jóns reynir hvað hún getur til að láta málin ganga upp ásamt því að láta eigið fjölskyldulíf ganga upp en maðurinn hennar Grímur, sem er líka skipstjóri, eignaðist barn utan hjónabands með konu sem heitir Tinna, sem er mætt í bæinn til að vinna í verbúðinni. Torfi drekkur sig í hel og fær hjartaáfall liggjandi ofan á Tinnu og það lítur út fyrir að samningurinn sé úti, enda Torfi lykilmaður í öllu ferlinu. Þegar allt lítur út fyrir að öll von sé úti les Harpa yfir samninginn og sér að hún og maðurinn hennar gætu stigið inn í staðinn, ásamt Einari og Freydísi vinafólki þeirra og nær loks að sannfæra bankamennina um að hleypa þeim að borðinu. Þátturinn endar svo þar sem við horfum á Grím á leið í land, þar sem Harpa og Sæunn, þriggja ára dóttir hans, standa og bíða eftir honum. Í þættinum ætlum við að tala við fjölmiðlamanninn Árna Matthíasson um hvernig það sé að vera á verðbúð, en áður en við ferðumst með honum aftur í tímann langaði mig að skyggnast aðeins á bakvið tjöldin við gerð Verbúðarinnar og fékk ég til mín búningahönnuði þáttana, þær Margréti Einarsdóttur og Rebekku Jónsdóttur til að tala aðeins við mig um hvernig það var að búa til þennan heim.
12/26/20210
Episode Artwork

Stikla

Stikla fyrir hlaðvarpsþættina Með Verðbúðina á heilanum. Umsjón: Atli Már Steinarsson
12/21/20210