Winamp Logo
Mannlegi þátturinn Cover
Mannlegi þátturinn Profile

Mannlegi þátturinn

Icelandic, Cultural, 1 seasons, 348 episodes
About
Um litróf mannlífsins. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Episode Artwork

Þorgeir Ástvaldsson föstudagsgestur og fullveldismatarspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Þorgeir Ástvaldsson, fjölmiðlamaðurinn, tónlistarmaðurinn og skemmtikrafturinn. Hann hóf sinn fjölmiðlaferil 1977 í útvarpsþættinum Popphornið hér á Rás 1, svo stýrði hann vinsælum sjónvarpsþætti, Skonrokki, og svo þegar Rás 2 tók til starfa var Þorgeir ráðinn forstöðumaður stöðvarinnar. Fyrsti útsendingardagur var auðvitað 1. desember 1983, því heldur Rás 2 upp á 40 ára afmæli í dag. Það var um nóg að spjalla við Þorgeir og ljómandi gaman að rifja upp fyrstu daga Rásar 2 í þættinum í dag. En það er auðvitað líka fullveldisdagur í dag og því veltum við fyrir okkur í dag, ásamt Sigurlaugu Margréti, hvað sé tilvalið að fá sé að borða á fullveldisdeginum í matarspjalli dagsins. Tónlist í þættinum í dag: Gamla húsið / Ellen Kristjánsdóttir (Þorgeir Ástvaldsson og Bjartmar Guðlaugsson) Ég labbaði í bæinn / Vihjálmur Vilhjálmsson (Jóhann Helgason og Vilhjálmur Vilhjálmsson) Er líða fer að jólum / Ragnar Bjarnason (Gunnar Þórðarson og Ómar R
01/12/20230
Episode Artwork

Sparnaður við úrvinnslu áfalla, Ásgarður handverkstæði og örsögur

Í viðtali í þættinum í síðustu viku var vitnað í niðurstöður greiningar hagfræðings um það að grípa fyrr inn í erfiðar aðstæður barna og að aðstoða börn við að vinna úr áföllum og þann gríðarlega ávinning af því að gera það fyrir þjóðfélagið. Því með því verði hægt að spara gríðarlegan kostnað vegna fjölbreyttra afleiðinga áfallanna síðar meir fyrir heilbrigðis- og menntakerfið og í félagslegri þjónustu. Þetta vakti áhuga okkar og í dag fengum við Hjördísi Evu Þórðardóttur sérfræðing hjá Mennta- og barnamálaráðuneytinu til að koma í þáttinn, því greiningin sem um ræðir var gerð á vegum ráðherra og hún sagði okkur frá því hvernig verið er að vinna í að taka þess hugsun inn í verkefni á vegum ráðuneytisins. Svo fórum við í heimsókn í Ásgarð handverkstæði í Mosfellsbænum. Ásgarður er verndaður vinnustaður og þar starfa nú 37 fatlaðir einstaklingar ásamt 9 leiðbeinendum. Þar eru framleiddir fallegir munir, gjafavörur og skartgripir úr viði, leðri, bronsi og fleiru. Það eru 30 ár frá því að
30/11/20230
Episode Artwork

Sparnaður við úrvinnslu áfalla, Ásgarður handverkstæði og örsögur

Í viðtali í þættinum í síðustu viku var vitnað í niðurstöður greiningar hagfræðings um það að grípa fyrr inn í erfiðar aðstæður barna og að aðstoða börn við að vinna úr áföllum og þann gríðarlega ávinning af því að gera það fyrir þjóðfélagið. Því með því verði hægt að spara gríðarlegan kostnað vegna fjölbreyttra afleiðinga áfallanna síðar meir fyrir heilbrigðis- og menntakerfið og í félagslegri þjónustu. Þetta vakti áhuga okkar og í dag fengum við Hjördísi Evu Þórðardóttur sérfræðing hjá Mennta- og barnamálaráðuneytinu til að koma í þáttinn, því greiningin sem um ræðir var gerð á vegum ráðherra og hún sagði okkur frá því hvernig verið er að vinna í að taka þess hugsun inn í verkefni á vegum ráðuneytisins. Svo fórum við í heimsókn í Ásgarð handverkstæði í Mosfellsbænum. Ásgarður er verndaður vinnustaður og þar starfa nú 37 fatlaðir einstaklingar ásamt 9 leiðbeinendum. Þar eru framleiddir fallegir munir, gjafavörur og skartgripir úr viði, leðri, bronsi og fleiru. Það eru 30 ár frá því að
30/11/20230
Episode Artwork

Sorgartréið, þjóðdansar og þjóðbúningar og Höfuðdagur

Jólahátíðin á auðvitað að vera hátíð ljóss og gleði, en fyrir þau sem syrgja ástvin getur þetta verið mjög kvíðvænlegur tími því lífið er breytt og hefðir með ástvini eru ekki lengur til staðar. Við fengum í dag Hrannar Má Ásgeirs Sigrúnarson, stjórnarformann Sorgarmiðstöðvar, og Gísla Álfgeirsson, stuðningsmann miðstöðvarinnar til að segja okkur frá sinni reynslu er þeir leituðu fyrst til miðstöðvarinnar. Auk þess sögðu þeir frá tveimur viðburðum framundan og bjargráðum sem geta nýst syrgjendum vel, til dæmis um hátíðirnar, og þeir sögðu okkur líka frá Sorgartrénu sem tendrað var um helgina í Hellisgerði í Hafnarfirði. Þjóðdansafélag Reykjavíkur, ásamt Heimilisiðnaðarfélagi Íslands, Danshópnum Sporinu, Kvæðamannafélaginu Iðunn og Félagi harmonikkuunnenda í Reykjavík ætla að bjóða upp á skemmtilegan viðburð á Árbæjarsafni í tilefni af fullveldisdeginum 1. desember. Heimilisiðnaðarfélag Íslands verður með kynningu á íslenskum þjóðbúningum og veitt verður ráðgjöf hvernig koma megi eldri
29/11/20230
Episode Artwork

Sorgartréið, þjóðdansar og þjóðbúningar og Höfuðdagur

Jólahátíðin á auðvitað að vera hátíð ljóss og gleði, en fyrir þau sem syrgja ástvin getur þetta verið mjög kvíðvænlegur tími því lífið er breytt og hefðir með ástvini eru ekki lengur til staðar. Við fengum í dag Hrannar Má Ásgeirs Sigrúnarson, stjórnarformann Sorgarmiðstöðvar, og Gísla Álfgeirsson, stuðningsmann miðstöðvarinnar til að segja okkur frá sinni reynslu er þeir leituðu fyrst til miðstöðvarinnar. Auk þess sögðu þeir frá tveimur viðburðum framundan og bjargráðum sem geta nýst syrgjendum vel, til dæmis um hátíðirnar, og þeir sögðu okkur líka frá Sorgartrénu sem tendrað var um helgina í Hellisgerði í Hafnarfirði. Þjóðdansafélag Reykjavíkur, ásamt Heimilisiðnaðarfélagi Íslands, Danshópnum Sporinu, Kvæðamannafélaginu Iðunn og Félagi harmonikkuunnenda í Reykjavík ætla að bjóða upp á skemmtilegan viðburð á Árbæjarsafni í tilefni af fullveldisdeginum 1. desember. Heimilisiðnaðarfélag Íslands verður með kynningu á íslenskum þjóðbúningum og veitt verður ráðgjöf hvernig koma megi eldri
29/11/20230
Episode Artwork

28.11.2023

28/11/20230
Episode Artwork

28.11.2023

28/11/20230
Episode Artwork

Búseti 40 ára, þvottavélavinkill og Skúli lesandinn

Byggingarfélagið Búseti fagnar 40 ára afmæli í ár, nákvæmlega var það í gær 26.nóvember. Slagorðið Barátta fyrir búsetu fylgdi félaginu í upphafi þegar húsnæðismál voru í upplausn. Páll Gunnlaugsson arkitekt sat í fyrstu stjórn Búseta og hefur einnig setið í formannstóli félagsins. Hann hefur nú skrifað bók um sögu félagsins en það var stofnað af áhuga og frumkvæða fjölda fólks sem lét sig varða stöðu húsnæðismála, sérstaklega ungs fólks. Við ræddum við Pál í dag. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni eins og aðra mánudaga. Í þetta sinn lagði hann vinkilinn við þvottavélar, endurvinnslu, Guðmund rímnaskáld og Bólu-Hjálmar. Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Skúli Sigurðsson rithöfundur. Bókin hans Maðurinn frá Sao Paulo er nýkomin út. Glæpasaga með sögulegu ívafi sem við fengum hann til að segja okkur aðeins betur frá. En auðvitað sagði hann okkur aðallega frá því sem hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á ha
27/11/20230
Episode Artwork

Búseti 40 ára, þvottavélavinkill og Skúli lesandinn

Byggingarfélagið Búseti fagnar 40 ára afmæli í ár, nákvæmlega var það í gær 26.nóvember. Slagorðið Barátta fyrir búsetu fylgdi félaginu í upphafi þegar húsnæðismál voru í upplausn. Páll Gunnlaugsson arkitekt sat í fyrstu stjórn Búseta og hefur einnig setið í formannstóli félagsins. Hann hefur nú skrifað bók um sögu félagsins en það var stofnað af áhuga og frumkvæða fjölda fólks sem lét sig varða stöðu húsnæðismála, sérstaklega ungs fólks. Við ræddum við Pál í dag. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni eins og aðra mánudaga. Í þetta sinn lagði hann vinkilinn við þvottavélar, endurvinnslu, Guðmund rímnaskáld og Bólu-Hjálmar. Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Skúli Sigurðsson rithöfundur. Bókin hans Maðurinn frá Sao Paulo er nýkomin út. Glæpasaga með sögulegu ívafi sem við fengum hann til að segja okkur aðeins betur frá. En auðvitað sagði hann okkur aðallega frá því sem hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á ha
27/11/20230
Episode Artwork

Kolbeinn Tumi föstudagsgestur og kalkúnaspjall

Kolbeinn Tumi Daðason er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og hann var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag. Kolbeinn Tumi lærði byggingaverkfræði í Seattle í Washingtonríki og er að auki með meistarapróf í blaðamennsku frá Háskóla Íslands. Við fórum með honum aftur í tímann á æskuslóðirnar í vesturbæ Reykjavíkur og hann sagði okkur frá tíðum ferðum fjölskyldunnar til Skotlands, en faðir hans er skoskur og föðurfjölskylda hans býr í nágrenni Edinborgar. Við kynntumst Kolbeini Tuma betur í þættinum. Matarspjallið var svo auðvitað á sínum stað og í dag töluðum við aðeins um Þakkargjörðardaginn og þá er ekki hægt annað en að tala um kalkún, en Þakkargjörðardagurinn var einmitt í gær. Þetta hefur ekki íslensk hefð en hvað vitum við, kannski verður þakkagjörðin orðin að hefð hér innan skamms eins og Valentínusardagurinn og Hrekkjarvökudagurinn og ýmislegt fleira. Tónlist í þættinum í dag: Rocket Man / Elton John (Elton John & Bernie Taupin) Life on Mars / David Bowie (David Bo
24/11/20230
Episode Artwork

Kolbeinn Tumi föstudagsgestur og kalkúnaspjall

Kolbeinn Tumi Daðason er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og hann var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag. Kolbeinn Tumi lærði byggingaverkfræði í Seattle í Washingtonríki og er að auki með meistarapróf í blaðamennsku frá Háskóla Íslands. Við fórum með honum aftur í tímann á æskuslóðirnar í vesturbæ Reykjavíkur og hann sagði okkur frá tíðum ferðum fjölskyldunnar til Skotlands, en faðir hans er skoskur og föðurfjölskylda hans býr í nágrenni Edinborgar. Við kynntumst Kolbeini Tuma betur í þættinum. Matarspjallið var svo auðvitað á sínum stað og í dag töluðum við aðeins um Þakkargjörðardaginn og þá er ekki hægt annað en að tala um kalkún, en Þakkargjörðardagurinn var einmitt í gær. Þetta hefur ekki íslensk hefð en hvað vitum við, kannski verður þakkagjörðin orðin að hefð hér innan skamms eins og Valentínusardagurinn og Hrekkjarvökudagurinn og ýmislegt fleira. Tónlist í þættinum í dag: Rocket Man / Elton John (Elton John & Bernie Taupin) Life on Mars / David Bowie (David Bo
24/11/20230
Episode Artwork

Hjólar 12 þúsund km. í ár, Fúsi og Aggi og söngstund í Hannesarholti

Við heyrðum sögu Einars Guttormssonar í dag. Hann greindist með parkinson fyrir um 5 árum og hafði fundið einkenni í u.þ.b. fimm ár þar á undan. Við greiningu tók Einar þá ákvörðun að hreyfa sig til að vinna á móti einkennunum og hann stóð heldur betur við það, hann hjólar um það bil heilt maraþon á hverjum degi, stundum allt upp í 200 kílómetra á dag. Hann hefur toppað sig á hverju ári og hefur hjólað yfir 11 þúsund kílómetra í ár og ætlar ekki að hætta fyrr en hann nær takmarkinu tólf þúsund kílómetrum. Einar kom til okkar í dag og deildi með okkur sinni sögu. Svo kynntumst Fúsa í dag. En sýningin Fúsi: Aldur og fyrri störf var frumsýnd um helgina í Borgarleikhúsinu. Leikritið er heimildaleiksýning um Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson, Fúsa, þar sem Fúsi fer yfir ævi sína með hjálp góðra leikara. Agnar Jón Egilsson, leikstjóri og leikari og frændi Fúsa tók viðtöl við Fúsa á meðan á Covid faraldrinum stóð og upp úr þeim er sýningin unnin. Sýningin markar tímamót í íslensku leikhúsi því þ
23/11/20230
Episode Artwork

Hjólar 12 þúsund km. í ár, Fúsi og Aggi og söngstund í Hannesarholti

Við heyrðum sögu Einars Guttormssonar í dag. Hann greindist með parkinson fyrir um 5 árum og hafði fundið einkenni í u.þ.b. fimm ár þar á undan. Við greiningu tók Einar þá ákvörðun að hreyfa sig til að vinna á móti einkennunum og hann stóð heldur betur við það, hann hjólar um það bil heilt maraþon á hverjum degi, stundum allt upp í 200 kílómetra á dag. Hann hefur toppað sig á hverju ári og hefur hjólað yfir 11 þúsund kílómetra í ár og ætlar ekki að hætta fyrr en hann nær takmarkinu tólf þúsund kílómetrum. Einar kom til okkar í dag og deildi með okkur sinni sögu. Svo kynntumst Fúsa í dag. En sýningin Fúsi: Aldur og fyrri störf var frumsýnd um helgina í Borgarleikhúsinu. Leikritið er heimildaleiksýning um Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson, Fúsa, þar sem Fúsi fer yfir ævi sína með hjálp góðra leikara. Agnar Jón Egilsson, leikstjóri og leikari og frændi Fúsa tók viðtöl við Fúsa á meðan á Covid faraldrinum stóð og upp úr þeim er sýningin unnin. Sýningin markar tímamót í íslensku leikhúsi því þ
23/11/20230
Episode Artwork

Gefum íslensku séns, viðlagahúsin og póstkort frá Magnúsi

Við fræddumst í dag um verkefnið Gefum íslensku séns, íslenskuvænt samfélag sem er á vegum Háskólaseturs Vestfjarða, Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, Ísafjarðabæjar og Súðavíkurhrepps. Þetta verkefni hlaut viðurkenninguna Evrópumerkið núna í ár en verkefnið gengur út á að gera fólk meðvitað um hvernig innflytjendur læra íslensku og fá samfélagið í heild til að aðstoða fólk að tileinka sér tungumálið. Við heyrðum í dag í Sædísi Maríu Jónatansdóttir, forstöðumanni Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og Peter Weiss, forstöðumanni Háskólaseturs Vestfjarða og fengum þau til að segja okkur betur frá þessu. Guðmundur G Þórarinsson verkfræðingur var 34 ára gamall árið 1973 þegar hann stóð með risastórt verkefni í höndum. Það þurfti að setja upp um 550 viðlagasjóðshús fyrir heimilislausa Vestmannaeyinga og það þurfti að gerast hratt. Í ljósi þeirra stöðu sem komin er upp í Grindavík nú og þá húsnæðisneyð sem íbúar þess eru í, fengum við Guðmund til að lýsa því hvernig Vestmanneyjaverkefnið gekk fyrir sig
22/11/20230
Episode Artwork

Gefum íslensku séns, viðlagahúsin og póstkort frá Magnúsi

Við fræddumst í dag um verkefnið Gefum íslensku séns, íslenskuvænt samfélag sem er á vegum Háskólaseturs Vestfjarða, Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, Ísafjarðabæjar og Súðavíkurhrepps. Þetta verkefni hlaut viðurkenninguna Evrópumerkið núna í ár en verkefnið gengur út á að gera fólk meðvitað um hvernig innflytjendur læra íslensku og fá samfélagið í heild til að aðstoða fólk að tileinka sér tungumálið. Við heyrðum í dag í Sædísi Maríu Jónatansdóttir, forstöðumanni Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og Peter Weiss, forstöðumanni Háskólaseturs Vestfjarða og fengum þau til að segja okkur betur frá þessu. Guðmundur G Þórarinsson verkfræðingur var 34 ára gamall árið 1973 þegar hann stóð með risastórt verkefni í höndum. Það þurfti að setja upp um 550 viðlagasjóðshús fyrir heimilislausa Vestmannaeyinga og það þurfti að gerast hratt. Í ljósi þeirra stöðu sem komin er upp í Grindavík nú og þá húsnæðisneyð sem íbúar þess eru í, fengum við Guðmund til að lýsa því hvernig Vestmanneyjaverkefnið gekk fyrir sig
22/11/20230
Episode Artwork

Vernd mannlegra innviða, ungir aðstandendur og plastmengun

Vernd mannlegra innviða á Reykjanesi er nafnið á pistli sem Diljá Ámundadóttir Zoega skrifaði á visir.is. Hún er með diplómu á meistarastigi í sálgæslufræðum og hefur mikið skoðað áföll og samfélagsleg áföll. Í greininni er hún að velta fyrir sér stöðunni á Reykjanesi, þar sem til dæmis hefur verið samþykkt frumvarp á Alþingi um vernd innviða á Reykjanesi. Diljá bendir á að það þurfi líka að huga að vernd mannlegra innviða á Suðurnesjum. Því það sem til dæmis íbúar Grindavíkur eru að ganga í gegnum sé samfélagslegt áfall og að það þurfi að hjálpa þeim að vinna úr afleiðingum þess. Diljá útskýrði þetta betur fyrir okkur í þættinum. Að vera barn, systkini, vinur eða náinn aðstandandi krabbameinsgreinds einstaklings getur verið mikil áskorun fyrir fólk. Hvað þá þegar maður er unglingur með öllu sem því tilheyrir. Þetta getur margt úr skorðum og eðlilegt að spurningar vakni og hvaða tilfinningar er eðlilegt að vera að glíma við. Kraftur og Bergið Headspace ætla að sameina krafta sína og bj
21/11/20230
Episode Artwork

Grindarbotninn, sextugasti vinkillinn og Guðjón lesandi

Dr. Þorgerður Sigurðardóttir er sérfræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfun með áherslu á grindarbotn. Hún lauk doktorsnámi árið 2020 þar sem rannsóknarefni hennar sneri að heilsu kvenna og áhrifum fæðingar á grindarbotn og einnig skoðaði hún hvort sjúkraþjálfun og fræðsla geti bætt heilsu og lífsgæði kvenna á þessu mikilvæga skeiði lífsins. Þorgerður kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um þetta. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag, þetta er sextugasti vinkillinn sem við fáum frá honum og þessi fjallar um pasta, kartöflur, slípivélar, Kanada og skáldið góða Káinn á síðustu línurnar. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Guðjón Ragnar Jónasson rithöfundur, þýðandi, búfræðingur og íslenskufræðingur. Það er nýútkomin bók eftir hann og Daníel Hansen sem heitir Forystufé og fólkið í landinu. Við fengum hann til að segja okkur aðeins frá þeirri bók og svo auðvitað frá því hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann
20/11/20230
Episode Artwork

Grindarbotninn, sextugasti vinkillinn og Guðjón lesandi

Dr. Þorgerður Sigurðardóttir er sérfræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfun með áherslu á grindarbotn. Hún lauk doktorsnámi árið 2020 þar sem rannsóknarefni hennar sneri að heilsu kvenna og áhrifum fæðingar á grindarbotn og einnig skoðaði hún hvort sjúkraþjálfun og fræðsla geti bætt heilsu og lífsgæði kvenna á þessu mikilvæga skeiði lífsins. Þorgerður kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um þetta. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag, þetta er sextugasti vinkillinn sem við fáum frá honum og þessi fjallar um pasta, kartöflur, slípivélar, Kanada og skáldið góða Káinn á síðustu línurnar. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Guðjón Ragnar Jónasson rithöfundur, þýðandi, búfræðingur og íslenskufræðingur. Það er nýútkomin bók eftir hann og Daníel Hansen sem heitir Forystufé og fólkið í landinu. Við fengum hann til að segja okkur aðeins frá þeirri bók og svo auðvitað frá því hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann
20/11/20230
Episode Artwork

Álfrún Helga föstudagsgestur og eftirréttaspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikkonan, sviðshöfundurinn og leikstjórinn Álfrún Helga Örnólfsdóttir. Hún hóf mjög ung að leika, bæði á sviði og fyrir framan kvikmyndavélar og þegar hún fór í leiklistarnám til London þá var hún þegar orðin reynslumikill leikari. Hún hefur leikið víða eftir útskrift en ferillinn hennar hefur tekið áhugaverðar beygjur undanfarin ár þar sem leikstjórnin og kvikmyndagerðin hafa tekið sífellt meira pláss í hennar lífi. Eins og hún orðar það sjálf þá gerðist það nánast óvart að hún fór að leikstýra í leikhúsi og nú eru æfinga hafnar á þriðja leikritinu í hennar leikstjórn, söngleikur í Borgarleikhúsinu, og svo var það líka að hennar sögn nánast óvart að hún leikstýrði kvikmynd sem hefur fengið góðar viðtökur á kvikmyndahátíðum út um allan heim og nú er hún að undirbúa sína aðra kvikmynd. Við fórum auðvitað með henni aftur í tímann í æskuna og uppvöxtinn og svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag. Í matarspjalli dagsins héldu
17/11/20230
Episode Artwork

Barnaþing, Hulda Jóhannsdóttir og herferð Amnesty

Þriðja barnaþing umboðsmanns barna verður haldið á morgun í Hörpu. Um 150 börn víðs vegar að af landinu, á aldrinum 11-15 ára, eru skráð til þingsins. Börnin sem þingið sækja verða með umræður um umfjöllunarefni sem börnin velja sjálf og niðurstöðurnar verða kynntar ríkisstjórn sem framlag til stefnumótunar í málefnum barna. Salvör Nordal umboðsmaður barna kom í þáttinn til að segja okkur betur frá þinginu, með henni komu Sigtryggur Máni Guðmundsson og Þórey María Kolbeins, þau eru bæði í grunnskóla, hún á Álftanesi og hann er frá Grindavík. Við heyrðum í Huldu Jóhannsdóttur í dag. Hún er leikskólastjóri í Grindavík og er í sömu stöðu og aðrir frá Grindavík, þurfti að yfirgefa heimilið sitt með hraði og veit ekki hvenær hún getur snúið aftur. Hún skrifaði stöðufærslu á Facebook þar sem hún talaði um samverustund þar sem skólafólk í Grindavík hittist og mikið hafi verið rætt um hugmyndir Almannavarna um að það þurfi að koma á skólahaldi sem fyrst. Hún segir að starfsfólk skólanna skilj
16/11/20230
Episode Artwork

Barnaþing, Hulda Jóhannsdóttir og herferð Amnesty

Þriðja barnaþing umboðsmanns barna verður haldið á morgun í Hörpu. Um 150 börn víðs vegar að af landinu, á aldrinum 11-15 ára, eru skráð til þingsins. Börnin sem þingið sækja verða með umræður um umfjöllunarefni sem börnin velja sjálf og niðurstöðurnar verða kynntar ríkisstjórn sem framlag til stefnumótunar í málefnum barna. Salvör Nordal umboðsmaður barna kom í þáttinn til að segja okkur betur frá þinginu, með henni komu Sigtryggur Máni Guðmundsson og Þórey María Kolbeins, þau eru bæði í grunnskóla, hún á Álftanesi og hann er frá Grindavík. Við heyrðum í Huldu Jóhannsdóttur í dag. Hún er leikskólastjóri í Grindavík og er í sömu stöðu og aðrir frá Grindavík, þurfti að yfirgefa heimilið sitt með hraði og veit ekki hvenær hún getur snúið aftur. Hún skrifaði stöðufærslu á Facebook þar sem hún talaði um samverustund þar sem skólafólk í Grindavík hittist og mikið hafi verið rætt um hugmyndir Almannavarna um að það þurfi að koma á skólahaldi sem fyrst. Hún segir að starfsfólk skólanna skilj
16/11/20230
Episode Artwork

Fílalag með Sinfó, Ástvaldur Zenki og dansverk um breytingaskeiðið

Bergur Ebbi Benediktsson og Snorri Helgason hafa undanfarin ár verið með eitt vinsælasta hlaðvarp landsins, Fílalag, þar sem þeir taka fyrir eitt lag í hverjum þætti og bókstaflega fíla það á bráðfyndinn og líka fróðlegan hátt. Þeir hafa svo til dæmis gert Fílalagsþætti í sjónvarpinu auk þess að vera á sviði fyrir framan fulla sali af áhorfendum en annað kvöld ætlar þeir stíga á svið Elborgarsals Hörpu ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Nú á að fíla klassíkina. Snorri og Bergur ætla að segja okkur frá því hvernig þetta kom til og hvað þarna mun fara fram. Björk Þorgrímsdóttir starfsnemi hér á Rás 1 spjallaði við Ástvald Zenka Traustason kennara og prest um jólastress, hvernig hægt er að eiga við erfiðar tilfinningar og námskeið sem hann sat hjá Gabor Mate. Við heyrum viðtal Bjarkar við Ástvald hér á eftir. Við heyrum svo í Lovísu Ósk Gunnarsdóttur dansara og danshöfundi þar sem hún er stödd í Wiesbaden í Þýskalandi. En hún hefur verið á sýningarferðalagi með sýningu sína When the Bleedi
15/11/20230
Episode Artwork

Ráðstefna gegn hatursorðræðu, Kurt Weill og 60 ár frá Surtsey

Á fimmtudaginn verður norræn ráðstefna á vegum Mennta- og barnamálaráðuneytinu þar sem rætt verður um hvernig réttinda- og lýðræðislegt skólaumhverfi getur unnið gegn hatursorðræðu í skólum. Þar verður rætt um fordóma og hatursorðræðu á Íslandi, einkum er snýr að skólasamfélaginu og áskoranir og tækifæri sem felast í tjáningarfrelsinu, möguleg úrræði og hvað hefur reynst vel á hinum Norðurlöndunum. Þeir Guðni Olgeirsson, sérfræðingur í mennta- og barnamálaráðuneytinu og Ólafur Páll Jónsson, prófessor í heimspeki í deild menntunar og margbreytileika hjá HÍ, komu í þáttinn í dag og sögðu okkur meira frá því sem þarna verður rætt. Kurt Weill hefur sérstöðu í tónlistarsögu Vesturlanda fyrir að hafa verið jafnvígur á sígilda tónlist og jazz en hann er þó sennilega þekktastur fyrir leikhústónlistina sem hann samdi ásamt Bertolt Brecht. Weill var þýskur gyðingur sem upplifði báðar heimstyrjaldir og flúði Þýskaland til New York þar sem hann samdi fyrir Broadway og vann með mönnum á borð við Ir
14/11/20230
Episode Artwork

Ráðstefna gegn hatursorðræðu, Kurt Weill og 60 ár frá Surtsey

Á fimmtudaginn verður norræn ráðstefna á vegum Mennta- og barnamálaráðuneytinu þar sem rætt verður um hvernig réttinda- og lýðræðislegt skólaumhverfi getur unnið gegn hatursorðræðu í skólum. Þar verður rætt um fordóma og hatursorðræðu á Íslandi, einkum er snýr að skólasamfélaginu og áskoranir og tækifæri sem felast í tjáningarfrelsinu, möguleg úrræði og hvað hefur reynst vel á hinum Norðurlöndunum. Þeir Guðni Olgeirsson, sérfræðingur í mennta- og barnamálaráðuneytinu og Ólafur Páll Jónsson, prófessor í heimspeki í deild menntunar og margbreytileika hjá HÍ, komu í þáttinn í dag og sögðu okkur meira frá því sem þarna verður rætt. Kurt Weill hefur sérstöðu í tónlistarsögu Vesturlanda fyrir að hafa verið jafnvígur á sígilda tónlist og jazz en hann er þó sennilega þekktastur fyrir leikhústónlistina sem hann samdi ásamt Bertolt Brecht. Weill var þýskur gyðingur sem upplifði báðar heimstyrjaldir og flúði Þýskaland til New York þar sem hann samdi fyrir Broadway og vann með mönnum á borð við Ir
14/11/20230
Episode Artwork

Ingibjörg Jónsdóttir, Don Kíkóti og Ævar Örn lesandinn

Í tilefni af níræðisafmæli Ingibjargar Jónsdóttur verður efnt til samkomu í Gunnarshúsi 14. nóvember n.k. þar sem fjallað verður um hana sem rithöfund og þýðanda. Ingibjörg dó árið 1986, en eftir hana liggur talsvert höfundarverk sem reynt verður að gera skil í stuttri dagskrá. Meðfram heimilisstörfum og uppeldi sex barna vann Ingibjörg sem blaðamaður en einnig við þýðingar og önnur ritstörf. Hún skrifaði barnabækur, ungmennabækur, bækur fyrir fullorðna, smásögur og leikrit, þýddi tugi bóka af ýmsum gerðum og var þýðandi hjá Sjónvarpinu árum saman. Tvö af börnum Ingibjargar, Árni Mattíasson og Hólmfríður Matthíasdóttir komu í þáttinn í dag og sögðu okkur frekar frá móður sinni og samkomunni. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í þetta sinn lagði Guðjón vinkilinn við Don Kíkóta og þá sígildu spurningu hvort rétt sé að farga bókum sem taka upp mikið pláss í hugum og híbýlum fólks. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ævar Örn Jósepsson fréttamaður og rithöfundur. Hann hefur
13/11/20230
Episode Artwork

Arnmundur Ernst föstudagsgestur og eftirrétta nostalgía

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikarinn og nú tónlistarmaðurinn Arnmundur Ernst Backman Björnsson. Leiklistin er honum í blóð borin, hann hóf ungur að leika og það talsvert mikið, bæði á sviði og fyrir framan myndavélar. Og eftir leiklistarnám og hefur hann haldið áfram að leika í fjölda verkefna á sviðsfjölum og skjánum. Nú í vor söðlaði Arnmundur um og hóf sólóferil í tónlist og gaf út sitt fyrsta lag. Við fórum með Arnmundi aftur í tímann á æskuslóðirnar á Bráðræðisholtinu og norður til Dalvíkur og svo fórum við á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag. Í matarspjalli dagsins ræddi Sigurlaug Margrét við okkur um eftirrétti. Og þá helst eftirrétti tengda gömlum og góðum minningum og nostalgíu. Niðursuðudósir komu talsvert við sögu. Tónlist í þættinum í dag: Litla lagið / Sigrún Harðardóttir (erl. Lag, texti Ómar Ragnarson) Gangi þér allt að sólu / Arnmundur (Arnmundur Ernst Backman Björnsson) Won?t get fooled again / The Who (Pete Townshend) UMSJÓN: GUÐRÚ
10/11/20230
Episode Artwork

Arnmundur Ernst föstudagsgestur og eftirrétta nostalgía

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikarinn og nú tónlistarmaðurinn Arnmundur Ernst Backman Björnsson. Leiklistin er honum í blóð borin, hann hóf ungur að leika og það talsvert mikið, bæði á sviði og fyrir framan myndavélar. Og eftir leiklistarnám og hefur hann haldið áfram að leika í fjölda verkefna á sviðsfjölum og skjánum. Nú í vor söðlaði Arnmundur um og hóf sólóferil í tónlist og gaf út sitt fyrsta lag. Við fórum með Arnmundi aftur í tímann á æskuslóðirnar á Bráðræðisholtinu og norður til Dalvíkur og svo fórum við á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag. Í matarspjalli dagsins ræddi Sigurlaug Margrét við okkur um eftirrétti. Og þá helst eftirrétti tengda gömlum og góðum minningum og nostalgíu. Niðursuðudósir komu talsvert við sögu. Tónlist í þættinum í dag: Litla lagið / Sigrún Harðardóttir (erl. Lag, texti Ómar Ragnarson) Gangi þér allt að sólu / Arnmundur (Arnmundur Ernst Backman Björnsson) Won?t get fooled again / The Who (Pete Townshend) UMSJÓN: GUÐRÚ
10/11/20230
Episode Artwork

Útkallsbækurnar í 30 ár og Napóleon

Útkallsbækur Óttars Sveinssonar hafa verið gríðarlega vinsælar í næstum þrjá áratugi. Fyrsta bókin kom út árið 1994 og þrítugasta bókin, Útkall - Mayday - erum að sökkva! var að koma út. Bækurnar segja sannar sögur úr íslenskum raunveruleika og miðað við móttökurnar þá hafa þær hitt beint í mark hjá íslenskum lesendum, auk þess að hafa verið einnig gefnar út í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Danmörku og Hollandi. Óttar kom í þáttinn í dag og ræddi við okkur um útkallsævintýrið í þrjátíu ár. Á næstunni verður frumsýnd ný stórmynd um Napóleon eftir breska leikstjórann Ridley Scott, þar sem Joaquin Phoenix fer með hlutverk Napóleons. Napóleon er auðvitað ein frægasta persóna mannkynssögunnar en það er ekki víst að allir viti mikið um hann. Illugi Jökulsson kom til okkar í dag og fræddi okkur um Napóleon en hann stjórnar námskeiði á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands um einmitt þetta efni, Napóleon. Tónlist í þættinum í dag: Án þín / Bubbi og Katrín Halldóra (Bubbi Morthens) Moon River / Melo
09/11/20230
Episode Artwork

Tónlist og heilabilun, upphrópunarmerkið og og póstkort

Magnea Tómasdóttir söngkona hefur um árabil helgað sig tónlistarstörfum með eldra fólki og fólki sem er með heilabilunarsjúkdóm. Hún kennir námskeiðið Tónlist og heilabilun og býður upp á tónlistarnámskeið í Seiglunni hjá Alzheimersamtökunum og heldur námskeið hjá Mími fyrir starfsfólk hjúkrunarheimila og aðstandendur heilabilaðra um það hvernig hægt er að nota tónlist í umönnun fólks. Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins, kom til okkar í dag og við ræddum við hana um upphrópunarmerkið. Nú á tímum samfélagsmiðla, þar sem fólk skrifar færslur um allt milli himins og jarðar, allt frá því að auglýsa fjáröflun fyrir skólaferð barna sinna til alls þess sem helst brennur á þeim og stærstu hitamála samtímans. Það er mjög áhugavert að skoða mismunandi notkun fólks á upphrópunarmerkinu. Sum nota það óspart, jafnvel mörg í einu, eftir nánast hverja einustu setningu, á meðan önnur nota það talsvert minna og jafnvel ekki. Anna ræddi við okkur um upphrópunarmerkið, merkingu
08/11/20230
Episode Artwork

Tónlist og heilabilun, upphrópunarmerkið og og póstkort

Magnea Tómasdóttir söngkona hefur um árabil helgað sig tónlistarstörfum með eldra fólki og fólki sem er með heilabilunarsjúkdóm. Hún kennir námskeiðið Tónlist og heilabilun og býður upp á tónlistarnámskeið í Seiglunni hjá Alzheimersamtökunum og heldur námskeið hjá Mími fyrir starfsfólk hjúkrunarheimila og aðstandendur heilabilaðra um það hvernig hægt er að nota tónlist í umönnun fólks. Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins, kom til okkar í dag og við ræddum við hana um upphrópunarmerkið. Nú á tímum samfélagsmiðla, þar sem fólk skrifar færslur um allt milli himins og jarðar, allt frá því að auglýsa fjáröflun fyrir skólaferð barna sinna til alls þess sem helst brennur á þeim og stærstu hitamála samtímans. Það er mjög áhugavert að skoða mismunandi notkun fólks á upphrópunarmerkinu. Sum nota það óspart, jafnvel mörg í einu, eftir nánast hverja einustu setningu, á meðan önnur nota það talsvert minna og jafnvel ekki. Anna ræddi við okkur um upphrópunarmerkið, merkingu
08/11/20230
Episode Artwork

Fjármál við starfslok, Hjartans mál og krónískar bólgur

Lilja Lind Pálsdóttir, viðskipta- og hagfræðingur og sérfræðingur í lífeyrismálum, stýrir námskeiðinu Á tímamótum - fjármál við starfslok hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Markmið námskeiðsins er að aðstoða fólk við að undirbúa sig fyrir starfslok og þær breytingar sem verða eftir að störfum lýkur. Það er ýmislegt sem hafa ber í huga og mikilvægt er að skoða hvaða möguleikar eru í boði og hvað ber að varast. Lilja Lind sagði okkur meira frá þessu í þættinum. Hjartans mál er heiti á heildstæðu verki sem samanstendur af 12 lögum, sérstök fjölskylduplata þar sem áhersla er lögð á hvíld, tilfinningar og tengsl. Boðskapurinn er fallegur og uppbyggjandi og við forvitnuðumst nánar um þetta verkefni hjá Hólmfríði Samúelsdóttur í dag. Í Heilsuspjallinu talaði Jóhanna Vilhjálms um bólgur sem eru undirliggjandi í öllum helstu sjúkdómunum, um bólguminnkandi og bólguaukandi mat og krónískar bólgur. Hvað veldur og hvernig spilar fæðan okkar í þetta? Tónlist í þættinum í dag: Út á stoppustöð / Stuðme
07/11/20230
Episode Artwork

Hugleiðsla, rafmagnsvinkill og Jónína lesandinn

Kulnun á vinnustöðum er ein stærsta áskorun atvinnulífsins í dag. Rannsóknir Prósent sýna að 10% starfsfólks upplifir mikla tilfinningalega örmögnun. Stress, álag og kvíði er í sífellt meira mæli að keyra fólk í þrot. Hofið er jafnvægissetur sem hjálpar vinnustöðum að bæta geðheilbrigði starfsfólks og standa til dæmis að hugleiðslu í streymi fyrir vinnustaði. Agnes Andrésdóttir, eigandi Hofsins, og Guðmundur Arnar frá Akademias, komu í þáttinn í dag. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag eins og aðra mánudaga. Í dag lagði hann vinkilinn við rafmagnið, sem við tökum flest sem sjálfsögðum hlut og leiðum ekki hugann að, nema þegar það er ekki til staðar. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Jónína Leósdóttir, en hún á 35 ára rithöfundarafmæli þessa dagana og er að gefa út nýja bók, Þvingun. Við fáum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Jónína talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Su
06/11/20230
Episode Artwork

Hugleiðsla, rafmagnsvinkill og Jónína lesandinn

Kulnun á vinnustöðum er ein stærsta áskorun atvinnulífsins í dag. Rannsóknir Prósent sýna að 10% starfsfólks upplifir mikla tilfinningalega örmögnun. Stress, álag og kvíði er í sífellt meira mæli að keyra fólk í þrot. Hofið er jafnvægissetur sem hjálpar vinnustöðum að bæta geðheilbrigði starfsfólks og standa til dæmis að hugleiðslu í streymi fyrir vinnustaði. Agnes Andrésdóttir, eigandi Hofsins, og Guðmundur Arnar frá Akademias, komu í þáttinn í dag. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag eins og aðra mánudaga. Í dag lagði hann vinkilinn við rafmagnið, sem við tökum flest sem sjálfsögðum hlut og leiðum ekki hugann að, nema þegar það er ekki til staðar. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Jónína Leósdóttir, en hún á 35 ára rithöfundarafmæli þessa dagana og er að gefa út nýja bók, Þvingun. Við fáum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Jónína talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Su
06/11/20230
Episode Artwork

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir föstudagsgestur

Föstudagsgesturinn í Mannlega þættinu að þessu sinni var Akurnesingurinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir. Eva Laufey varð landsmönnum fyrst kunn sem matarbloggari, en svo hefur hún auðvitað skrifað matreiðslu- og bakstursbækur, hún hefur verið umsjónarmaður vinsælla sjónvarpsþátta, útvarpsþátta og nú síðast tók hún að sér starf markaðs- og upplifunarstjóra Hagkaups og situr jafnframt í framkvæmdastjórn. Við fórum með Evu Laufey aftur í æskuna og uppvöxtinn og svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag. Listin að baka hefur aldrei verið vandamál hjá Evu Laufeyju og hún sat áfram með okkur í matarspjalli dagsins. Hún sem sagt lét undan kröfum Sigurlaugar Margrétar. Þar rifjuðum við upp misgóðar reynslusögur úr eldhúsinu og Eva Laufey kom færandi hendi, en eitt af hennar verkefnum þessa dagana er að koma á markað smákökum og smákökudeigi í samvinnu við Mylluna. Tónlist í þættinum í dag: Allentown / Billy Joel (Billy Joel) Fjólublátt ljós við barinn / Klíkan og Þorgeir Ástvaldsso
03/11/20230
Episode Artwork

Einmannaleiki, Covid í dag og börn sem eiga tvö heimili

Það hefur komið fram í fjölmiðlum að einmanaleiki sé algengur meðal eldra fólks á Vesturlöndum og stundum er talað um faraldur. Ásgeir Rúnar Helgason sálfræðingur tekur undir að þetta sé faraldur og segir að skilgreining okkar á einsemd sé sú að hafa engan til að deilda með erfiðum tilfinningum. Á vefsíðunni www.lifdununa.is er að finna áhugavert viðtal við Ásgeir og hann kkom í þáttinn í dag. Allt í gegnum Covid faraldurinn fengum við gríðarlega mikið af fréttum honum tengdum, það voru upplýsingafundir á vegum Almannavarna nánast upp á hvern einasta dag þar sem við heyrðum um smittölur, lokanir, samkomutakmarkanir, tveggja metra regluna, grímunotkun, bólusetningar og fleira og fleira. En nú hefur ekki mikið heyrst í langan tíma, einstaka frétt um að fólk sé enn að fá Covid, sem virðist þó vera talsverður fjöldi, eða hvað? Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir kom í þáttinn í dag og við fengum hana til að segja okkur frá því hvernig staðan er í dag. Er Covid bara hægt og rólega að deyja út,
02/11/20230
Episode Artwork

Tjáknin, þarmaflóran og líf á öðrum hnöttum

Í dag, þegar við eyðum flest öll miklum tíma, jafn vel of miklum tíma, á samfélagsmiðlum og þegar tölvupóstar og smáskilaboð eru stór hluti af samskiptum okkar þá er ein hlið á þeim samskiptum sem við gerðum tilraun til að skoða aðeins í þættinum í dag. Það eru lindistáknin, eða tjáknin, sem sagt það sem heitir Emoticons á ensku. Broskallarnir, þumalputtarnir, hjörtun og ótal fleiri. Það eru á fjórða þúsund mismunandi tjákn og ekki eru allir sammála um hvað hvert og eitt þeirra þýðir. Þar getur verið talsvert mikill munur, til dæmis á milli kynslóða. Það þýðir ekki það sama að senda hjarta eða þumalputta hjá mismunandi kynslóðum og allir þessir mismunandi broskallar þýða mismunandi hluti fyrir mismunandi fólk. Lóa Björk Björnsdóttir umsjónarkona Lestarinnar hér á Rás 1 var fulltrúi unga fólksins í þættinum í dag og fór með okkur yfir það hvort við séum jafnvel óafvitandi að senda frá okkur tákn sem tákna allt annað en við höldum. Birna G. Ásbjörnsdóttir rannsakandi við Háskóla Íslands
01/11/20230
Episode Artwork

Tjáknin, þarmaflóran og líf á öðrum hnöttum

Í dag, þegar við eyðum flest öll miklum tíma, jafn vel of miklum tíma, á samfélagsmiðlum og þegar tölvupóstar og smáskilaboð eru stór hluti af samskiptum okkar þá er ein hlið á þeim samskiptum sem við gerðum tilraun til að skoða aðeins í þættinum í dag. Það eru lindistáknin, eða tjáknin, sem sagt það sem heitir Emoticons á ensku. Broskallarnir, þumalputtarnir, hjörtun og ótal fleiri. Það eru á fjórða þúsund mismunandi tjákn og ekki eru allir sammála um hvað hvert og eitt þeirra þýðir. Þar getur verið talsvert mikill munur, til dæmis á milli kynslóða. Það þýðir ekki það sama að senda hjarta eða þumalputta hjá mismunandi kynslóðum og allir þessir mismunandi broskallar þýða mismunandi hluti fyrir mismunandi fólk. Lóa Björk Björnsdóttir umsjónarkona Lestarinnar hér á Rás 1 var fulltrúi unga fólksins í þættinum í dag og fór með okkur yfir það hvort við séum jafnvel óafvitandi að senda frá okkur tákn sem tákna allt annað en við höldum. Birna G. Ásbjörnsdóttir rannsakandi við Háskóla Íslands
01/11/20230
Episode Artwork

Heilaheill, Piparfólk og lægðin Ciarán

Á sunnudaginn var alþjóðadagur heilablóðfallsins en um það bil 2 einstaklingar fá slag á dag hér á landi. Heilablóðfall, eða slag, er þriðja algengasta dánarorsökin í heiminum. Þórir Steingrímsson formaður Heilaheilla og Björn Logi Þórarinsson, lyf- og taugasérfræðingur á Taugadeild Landspítala, komu í þáttinn í dag og fræddu okkur frekar hvað beri að hafa í huga, orsök heilablóðfalls, stöðuna í þessum málum og hver þróunin er. Piparfo?lk er heimildarleikhu?s (með o?rlitlu ko?mi?sku ska?ldaleyfi), þar sem a?horfendur kynnast m.a starfsmanni gassto?ðvarinnar i? Reykjavi?k (1910-1952) og leyndarma?li hans. Fyrir sko?mmu komst meðlimur sviðslistaho?psins Di?o?, Aðalbjo?rg A?rnado?ttir að þvi? að langafi hennar Guðni Eyjólfsson væri ekki allur þar sem hann var se?ður. Hu?n vissi ekki mikið um Guðna langafa sinn, ættboginn var ekki samheldinn ne? fjo?lmennur. Hu?n vissi þo? að hann var 5 barna faðir sem vann sem kyndari í Gassto?ðinni í Reykjavík og var þvi? iðulega kallaður Guðni gas. Þega
31/10/20230
Episode Artwork

Heilaheill, Piparfólk og lægðin Ciarán

Á sunnudaginn var alþjóðadagur heilablóðfallsins en um það bil 2 einstaklingar fá slag á dag hér á landi. Heilablóðfall, eða slag, er þriðja algengasta dánarorsökin í heiminum. Þórir Steingrímsson formaður Heilaheilla og Björn Logi Þórarinsson, lyf- og taugasérfræðingur á Taugadeild Landspítala, komu í þáttinn í dag og fræddu okkur frekar hvað beri að hafa í huga, orsök heilablóðfalls, stöðuna í þessum málum og hver þróunin er. Piparfo?lk er heimildarleikhu?s (með o?rlitlu ko?mi?sku ska?ldaleyfi), þar sem a?horfendur kynnast m.a starfsmanni gassto?ðvarinnar i? Reykjavi?k (1910-1952) og leyndarma?li hans. Fyrir sko?mmu komst meðlimur sviðslistaho?psins Di?o?, Aðalbjo?rg A?rnado?ttir að þvi? að langafi hennar Guðni Eyjólfsson væri ekki allur þar sem hann var se?ður. Hu?n vissi ekki mikið um Guðna langafa sinn, ættboginn var ekki samheldinn ne? fjo?lmennur. Hu?n vissi þo? að hann var 5 barna faðir sem vann sem kyndari í Gassto?ðinni í Reykjavík og var þvi? iðulega kallaður Guðni gas. Þega
31/10/20230
Episode Artwork

Fjarnám, hrekkjavökuvinkill og Gísli lesandinn

Stór Byggðaráðstefna, búsetuþing, verður haldin í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ 2.nóvember þar sem allar helstu kanónur þessa lands í byggðarannsóknum mæta, eins og það er orðað í fréttatilkynningu. Meðal þess sem verður talað um er aðgangur fólks að fjarnámi og jafnrétti til náms óháð búsetu. Líneik Anna Sævarsdóttir þingkona spjallaði við okkur í dag, en hennar erindi á ráðstefnunni fjallar um fjarnám. Við feng vinkill frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn lagði hann vinkilinn að hrekkjavökunni og skoða hana frá mörgum hliðum. Og lesandi vikunnar í þetta sinn var Gísli Einarsson, Landinn sjálfur. Við fengum að vita hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Tónlist í þættinum í dag: Monday Monday / Mamas and the papas (John Philips) Che cossé l?amour / Vincio Capocella (Vincio Capocella) A change is gonna come / Sam Cooke (Sam Cooke) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
30/10/20230
Episode Artwork

Föstudagsgesturinn Drífa Snædal, Matarspjallið Popp

Drífa Snædal var föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni. Hún er talskona Stígamóta frá 1.mars síðastliðnum og fyrrverandi forseti ASÍ en hún var fyrsta konan til að gegna því starfi og tók við því 26.okt 2018. Drífa er fædd í Reykjavík en hefur einnig búið á Hellu og í Lundi í Svíþjóð. Við ræddum við hana um æskuna, unglingsárin og ýmislegt fleira. Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var á sínum stað og við vorum með óvæntan gest með okkur á línunni frá Norðurlandi Eystra og sá maður var Magnús Már Þorvaldsson Björgvin Halldórsson - Gullvagninn. Tyler, Bonnie - Total eclipse of the heart. Flott - Hún ógnar mér. Hot Butter - Popcorn. Flott - Mér er drull.
27/10/20230
Episode Artwork

Föstudagsgesturinn Drífa Snædal, Matarspjallið Popp

Drífa Snædal var föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni. Hún er talskona Stígamóta frá 1.mars síðastliðnum og fyrrverandi forseti ASÍ en hún var fyrsta konan til að gegna því starfi og tók við því 26.okt 2018. Drífa er fædd í Reykjavík en hefur einnig búið á Hellu og í Lundi í Svíþjóð. Við ræddum við hana um æskuna, unglingsárin og ýmislegt fleira. Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var á sínum stað og við vorum með óvæntan gest með okkur á línunni frá Norðurlandi Eystra og sá maður var Magnús Már Þorvaldsson Björgvin Halldórsson - Gullvagninn. Tyler, Bonnie - Total eclipse of the heart. Flott - Hún ógnar mér. Hot Butter - Popcorn. Flott - Mér er drull.
27/10/20230
Episode Artwork

Táknmálstónleikar,Vox Feminae 30 ára og sundlaugarmenning

Sérstakir táknmáls-tónleikar verða haldnir í Tjarnarbíói næstu helgi þar sem sviðsett verða ljóð á íslensku táknmáli og kannaðar verða nýjar slóðir í sviðslistum.Heyrnalausir og heyrandi sitja hlið við hlið á tónleikunum þar sem Döff ljóðlist og kórverk skapa áður óséðan samleik. Þau komu hingað Haukur Darri Hauksson og Elísabet Thea Kristjánsdóttir. . Í ár fagnar kvennakórinn Vox feminae 30 ára starfsafmæli . Í gegnum tíðina hefur Vox feminae lagt metnað sinn í að auka veg kvennakóratónlistar á Íslandi með því að fá íslensk tónskáld til að semja ný verk fyrir kórinn. Á þessu afmælisári mun kórinn frumflytja ný verk eftir tónskáldin Eygló Höskuldsdóttir Viborg svo og eftir Stefan Sand sem nýverið tók við stjórn kórsins. Við ræddum við þær Margréti Pálmadóttur sem stjórnað hefur kórnum lengst af og Þórdísi Guðmundsdóttur formann kórsins. Sigurlaug Dagsdóttir er verkefnastjóri vefsins Lifandi hefða hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og hún kom til okkar og sagði okkur aðein
26/10/20230
Episode Artwork

Heilsuspjall, Líf og dauði og póstkort frá Magnúsi

Jóhanna Vilhjálmsdóttir fjölmiðlakona er mikil áhugamanneskja um heilsu og hefur um árabil sökkt sér niður í rannsóknir á heilsu og forvörnum gegn sjúkdómum og hún er einnig höfundur tveggja heilsubóka út hafa komið hér á landi undir heitinu Heilsubók Jóhönnu: Eiturefnin og plastið í daglegu lifi okkar og Heilsubók Jóhönnu: Matur, lífsstíll, sjúkdómar. Jóhanna verður hjá okkur annað slagið í vetur og byrjaði í dag. D-vítamín var umræðuefni dagsins. Tónlistarhátíðin Líf og dauði verður haldin í fjórða sinn nú á laugardaginn í Gamla Bíói. Svanlaug Jóhannsdóttir söngkona fer yfir það í tónum og tali hvernig hugmyndir Dags hinna dauðu í Mexíkó gætu nýst okkur til þess að gæða lífið meiri dýpt og gleði.Lifum brosandi til þess að deyja glöð segir fólk í Mexíkó. Þau gleðjast yfir þeim sem á undan hafa farið, fagna lífinu, dauðanum og minnast fólksins síns með litríkri gleði og veisluhöldum. Svanlaug kom í þáttinn í dag. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og veðrið í Eyjum v
25/10/20230
Episode Artwork

Heilsuspjall, Líf og dauði og póstkort frá Magnúsi

Jóhanna Vilhjálmsdóttir fjölmiðlakona er mikil áhugamanneskja um heilsu og hefur um árabil sökkt sér niður í rannsóknir á heilsu og forvörnum gegn sjúkdómum og hún er einnig höfundur tveggja heilsubóka út hafa komið hér á landi undir heitinu Heilsubók Jóhönnu: Eiturefnin og plastið í daglegu lifi okkar og Heilsubók Jóhönnu: Matur, lífsstíll, sjúkdómar. Jóhanna verður hjá okkur annað slagið í vetur og byrjaði í dag. D-vítamín var umræðuefni dagsins. Tónlistarhátíðin Líf og dauði verður haldin í fjórða sinn nú á laugardaginn í Gamla Bíói. Svanlaug Jóhannsdóttir söngkona fer yfir það í tónum og tali hvernig hugmyndir Dags hinna dauðu í Mexíkó gætu nýst okkur til þess að gæða lífið meiri dýpt og gleði.Lifum brosandi til þess að deyja glöð segir fólk í Mexíkó. Þau gleðjast yfir þeim sem á undan hafa farið, fagna lífinu, dauðanum og minnast fólksins síns með litríkri gleði og veisluhöldum. Svanlaug kom í þáttinn í dag. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og veðrið í Eyjum v
25/10/20230
Episode Artwork

Betra líf með ADHD, Samtök ungra bænda og fuglaáhugi

Október er alþjóðlegur vitundarmánuður fólks með ADHD og ADHD samtökin eiga að auki 35 ára afmæli í ár. Samtökin hafa minnst tímamótanna undir yfirskriftinni Betra líf með ADHD í 35 ár sem er einmitt yfirskrift alþjóðlegrar ráðstefnu á Grand Hótel 26. og 27. október sem haldin verður á vegum samtakanna. Gera má ráð fyrir að um það bil 20 þúsund Íslendingar séu með ADHD greint eða ógreint, börn og fullorðnir. Þeir Hrannar Björn Arnarsson, framkvæmdastjóri samtakanna, og Vilhjálmur Hjálmarsson formaður samtakanna komu í þáttinn í dag. Á fimmtudaginn efna Samtök ungra bænda til baráttufundar fyrir lífi sínu og sveitanna, eins og þau orða það. Ungir bændur segjast standa flestir frammi fyrir fjárhagslegum ómöguleika og að ungt fólk sem hefja vill hefðbundinn búskap eigi enga möguleika. Mikil ógn steðji að nauðsynlegri nýliðun í stétt bænda, sem setji um leið fæðuöryggi þjóðarinnar í uppnám. Ísak Jökulsson, bóndi og stjórnarmeðlimur í samtökunum, kom í þáttinn og fór yfir stöðuna og sagði f
24/10/20230
Episode Artwork

Yfir magnaravörður, kakóvinkill og Gunnar lesandinn

Gunnar Árnason hljóðmaður er 5 faldur Edduverðlaunahafi og er með yfir 35 ára reynslu í sínu fagi. Nú vill hann deila þessari reynslu og kenna eftirvinnslu hljóðs í kvikmyndum og leiknu sjónvarpsefni. Hann byrjaði sem hljóðmaður á Hótel Sögu og færði sig svo hægt og rólega frá dansleikjum, tónleikum og leikhúsum fyrst yfir í auglýsingar og svo í sjónvarps- og kvikmyndagerð þar sem hann hefur starfað síðustu 20 ár. Gunnar segir að það vantar fólk í fagið, því vilji hann taka þátt í að þjálfa nýliða. Gunnar kom í þáttinn í dag. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag eins og aðra mánudaga. Í þetta sinn lagði hann vinkilinn við súkkulaði- og kakóbaunaframleiðslu í hverfulum heimi. Svo var það auðvitað lesandi vikunnar, sem í þetta sinn var Gunnar Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur og áhugamaðu um bókmenntir. Og það er ekki ofsögum sagt að segja að hann sé áhugamaður um bókmenntir, því hann lætur sér ekki nægja að lesa mikið af bókum, heldur skrifar hann um þær allar á faceb
23/10/20230
Episode Artwork

Egill Helgason föstudagsgestur og hægeldað matarspjall

Egill Helgason var föstudagsgesturinn okkar í dag. Hann hóf fjölmiðlaferil sinn sem blaðamaður í fréttablöðum á borð við Alþýðublaðið, Tímann og Helgarpóstinn og stundaði nám fjölmiðlafræði í alþjóðaskólanum Journalistes en Europe í París á árunum 1986-87. Egill hóf störf í sjónvarpi árið 1988, fyrst í sjónvarpsþáttunum Mannlega þættinum, sem fjölluðu um ýmsa þætti íslensks þjóðernis, síðar varð hann fréttamaður, fyrst hjá Ríkisútvarpinu og svo á Stöð 2. Árið 1999 byrjaði Egill með pólitísku spjallþættina Silfur Egils hjá Skjá einum, sem þá var nýstofnaður, og nutu þættirnir fljótt vinsælda og áhrifa. Egill hefur einnig verið umsjónarmaður bókmenntaþáttarins Kiljunnar frá árinu 2007 og hefur unnið að fjölda heimildarþátta m.a. um sagnfræðileg málefni eins og td. Vesturfarar, Steinsteypuöldin, Siglufjörður saga bæjar o.fl. og á sínum ferli hefur hann auðvitað unnið til fjölda Edduverðlauna. Við fórum með Agli aftur í tímann og ræddum æskuárin, námsárin, tónlist sonar hans Kára, Grikklan
20/10/20230
Episode Artwork

Breytingaskeiðið og meðfæddir ónæmisgallar

Í gær var alþjóðlegur dagur breytingaskeiðsins og bók ársins 2023 í Bretlandi er bókin Breytingaskeiðið jákvæður leiðarvísir að nýju upphafi. Höfundarnir eru þær Davina McCall og Naomi Potter. Davina er þekkt bresk sjónvarpskona og eldheit talskona aukinnar þjónustu fyrir konur á breytingaskeiðinu. Hún hefur gert tvo sjónvarpsþætti um þetta umfjöllunarefni: Sex, Myths and the Menopause og Sex, Mind and the Menopause. Naomi er með tæplega tveggja áratuga reynslu sem læknir innan breska heilbrigðiskerfisins. Við fengum Halldóru Skúladóttur sjúkraliði í þáttinn í dag, en hún hefur verið ötul talskona allra málefna sem tengjast breytingaskeiðinu hérlendis og hún heldur úti fræðsluvefnum kvennarad.is. Hún er meðlimur í samfélagi heilbrigðisstarfsfólks á heimsvísu sem vinnur að því að bæta heilsu kvenna á breytingaskeiðinu. Lind, félag fólks með meðfædda ónæmisgalla / mótefnaskort, stendur fyrir fræðslufundi í dag kl.16:30 á Grand Hótel. Þar verður verða flutt erindi m.a. um helstu skilgrein
19/10/20230
Episode Artwork

Breytingaskeiðið og meðfæddir ónæmisgallar

Í gær var alþjóðlegur dagur breytingaskeiðsins og bók ársins 2023 í Bretlandi er bókin Breytingaskeiðið jákvæður leiðarvísir að nýju upphafi. Höfundarnir eru þær Davina McCall og Naomi Potter. Davina er þekkt bresk sjónvarpskona og eldheit talskona aukinnar þjónustu fyrir konur á breytingaskeiðinu. Hún hefur gert tvo sjónvarpsþætti um þetta umfjöllunarefni: Sex, Myths and the Menopause og Sex, Mind and the Menopause. Naomi er með tæplega tveggja áratuga reynslu sem læknir innan breska heilbrigðiskerfisins. Við fengum Halldóru Skúladóttur sjúkraliði í þáttinn í dag, en hún hefur verið ötul talskona allra málefna sem tengjast breytingaskeiðinu hérlendis og hún heldur úti fræðsluvefnum kvennarad.is. Hún er meðlimur í samfélagi heilbrigðisstarfsfólks á heimsvísu sem vinnur að því að bæta heilsu kvenna á breytingaskeiðinu. Lind, félag fólks með meðfædda ónæmisgalla / mótefnaskort, stendur fyrir fræðslufundi í dag kl.16:30 á Grand Hótel. Þar verður verða flutt erindi m.a. um helstu skilgrein
19/10/20230
Episode Artwork

Dauðinn, Pabbastrákar og Bílar í lífi þjóðar

Við heyrðum í Birni Þorlákssyni í dag, en út er komin bók eftir hann sem heitir Dauðinn. Í bókinni, sem tók fjögur ár að skrifa, fjallar Björn efnislega um dauðann og talar við fólk sem hefur tekist á við feigðina í ýmsum myndum, ræðir við dauðvona fólk og þá sem hafa misst ástvini og fléttar saman við rannsóknir og hugleiðingar. Við töluðum við Björn um bókina í dag. Svo fengum við pabbastráka í heimsókn, sem sagt þá Helga Grím Hermannsson og Hákon Örn Helgason, en þeir eru höfundar og leikarar í sýningunni Pabbastrákar sem sýnd er í Tjarnarbíói. Sýningin fjallar á kómískan hátt um feðgasambönd og gerist á sólarströndinni Playa Buena á Spáni árið 2007. Þar segjast þeir vera að rannsaka sambönd feðga og hvernig kynslóðirnar tjá tilfinningar á mismunandi hátt, en þeir segjast segjast hafa til dæmis sótt innblástur í rómantískar gamanmyndir frá fyrsta áratugi þessarar aldar. Þeir Helgi og Hákon útskýrðu þetta betur fyrir okkur í þættinum. Strjálbýlt land án lestrarsamgangna varð að tilei
18/10/20230
Episode Artwork

Skaðaminnkun, Ungleikhús og haustveðrið

Helena Bragadóttir, geðhjúkrunarfræðingur, kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá erindi sem hún og Sigurður Örn Hektorsson munu flytja á ráðstefnu um fíknistefnu sem skipulögð er af RIKK, Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við HÍ og Rótinni. Erindið er um skaðaminnkun og heilbrigðisþjónustu í íslenskum fangelsum og við fengum Helenu til að segja okkur betur frá erindinu í þættinum, en ráðstefnan fer fram í dag og á morguná Hótel Reykjavík Grand. Þar verður sjónum er beint að stöðu og framtíð í fíknistefnu og vímuefnanotkun í velferðarríkjum og erlendir og innlendir sérfræðingar munu ræða stefnumótun í málaflokknum. Hið nýstofnaða Ungleikhús byggir í grunninn á hugmyndafræði Broadway Junior þar sem markmiðið er að efla börn og ungt fólk í sviðslistum og skapa þeim tækifæri til þátttöku og áhrifa í fjölbreyttum uppsetningum. Ungleikhúsið er staður fyrir áhugasama krakka, sem eru með einhverja reynslu fyrir, til þess að öðlast enn meiri reynslu í gegnum þátttöku í fjölbreyttum verkefnu
17/10/20230
Episode Artwork

Skaðaminnkun, Ungleikhús og haustveðrið

Helena Bragadóttir, geðhjúkrunarfræðingur, kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá erindi sem hún og Sigurður Örn Hektorsson munu flytja á ráðstefnu um fíknistefnu sem skipulögð er af RIKK, Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við HÍ og Rótinni. Erindið er um skaðaminnkun og heilbrigðisþjónustu í íslenskum fangelsum og við fengum Helenu til að segja okkur betur frá erindinu í þættinum, en ráðstefnan fer fram í dag og á morguná Hótel Reykjavík Grand. Þar verður sjónum er beint að stöðu og framtíð í fíknistefnu og vímuefnanotkun í velferðarríkjum og erlendir og innlendir sérfræðingar munu ræða stefnumótun í málaflokknum. Hið nýstofnaða Ungleikhús byggir í grunninn á hugmyndafræði Broadway Junior þar sem markmiðið er að efla börn og ungt fólk í sviðslistum og skapa þeim tækifæri til þátttöku og áhrifa í fjölbreyttum uppsetningum. Ungleikhúsið er staður fyrir áhugasama krakka, sem eru með einhverja reynslu fyrir, til þess að öðlast enn meiri reynslu í gegnum þátttöku í fjölbreyttum verkefnu
17/10/20230
Episode Artwork

Kennaradeild HA, skúringavinkill og Smári lesandi vikunnar

30 ár eru síðan byrjað var að bjóða upp á kennaranám við Háskólann á Akureyri. Deildin hefur stækkað og þróast í takt við tímann og námsframboðið orðið fjölbreyttara. Til að segja okkur frá þessum tímamótum og almennt frá starfsemi Kennaradeildar HA kom til okkar Birna María Brattberg Svanbjörnsdóttir deildarforseti Kennaradeildarinnar. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn ber hann vinkilinn við skúringar og skemmtileg lög. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Smári Gunnarsson kvikmyndagerðarmaður, en hann frumsýndi nýlega hjartnæmu heimildarmyndina Heimaleikurinn og hlaut hún áhorfendaverðlaunin á Skjaldborgarhátíðinni og einni áhorfendaverðlaunin á heimilda- og stuttmyndahátíðinni Nordisk Panoraama. En hann sagði okkur í dag frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Smári talaði um eftirfarandi bækur: Játningar Ágústínusar e. Ágústínus frá Hippó, þýðandi Sigurbjörn Ei
16/10/20230
Episode Artwork

Anna Svava föstudagsgestur og nammispjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikkonan, grínarinn og ísbúðareigandinn Anna Svava Knútsdóttir. Hún hefur leikið í fjölda kvikmynda- og sjónvarpsverkefna, t.d. gamanþáttunum Ligelglad, Verbúðinni og fjölda áramótaskaupa. Hún hefur verið talsvert mikið í uppistandi og stofnaði svo og rekur ísbúðina Valdísi ásamt manni sínum, Gylfa Þór Valdimarssyni. Við fórum með henni aftur í tímann, forvitnuðumst um æskuna og uppvaxtarárin í Fossvoginum, grínið, ísbúðina og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag. Svo var auðvitað matarspjallið á sínum stað, eða í dag hefði kannski frekar átt að kalla það nammispjallið. Því við hófum umræðu um nammi í síðustu viku sem við náðum bara rétt að snerta yfirborðið á. Við komumst reyndar ekki nálægt því að tæma umræðuna um nammi í dag, en við gerðum að minnsta kosti tilraun til þess. Tónlist í þættinum í dag: Nú er ég léttur / Geirmundur Valtýsson (Geirmundur Valtýsson) Let Go Of Your Plans / Lukas Nelson and Promise of the Real & Ma
13/10/20230
Episode Artwork

Anna Svava föstudagsgestur og nammispjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikkonan, grínarinn og ísbúðareigandinn Anna Svava Knútsdóttir. Hún hefur leikið í fjölda kvikmynda- og sjónvarpsverkefna, t.d. gamanþáttunum Ligelglad, Verbúðinni og fjölda áramótaskaupa. Hún hefur verið talsvert mikið í uppistandi og stofnaði svo og rekur ísbúðina Valdísi ásamt manni sínum, Gylfa Þór Valdimarssyni. Við fórum með henni aftur í tímann, forvitnuðumst um æskuna og uppvaxtarárin í Fossvoginum, grínið, ísbúðina og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag. Svo var auðvitað matarspjallið á sínum stað, eða í dag hefði kannski frekar átt að kalla það nammispjallið. Því við hófum umræðu um nammi í síðustu viku sem við náðum bara rétt að snerta yfirborðið á. Við komumst reyndar ekki nálægt því að tæma umræðuna um nammi í dag, en við gerðum að minnsta kosti tilraun til þess. Tónlist í þættinum í dag: Nú er ég léttur / Geirmundur Valtýsson (Geirmundur Valtýsson) Let Go Of Your Plans / Lukas Nelson and Promise of the Real & Ma
13/10/20230
Episode Artwork

Ofbeldismenn, Tjútt og gigtardagurinn

Ofbeldismenn á Íslandi verða til umræðu á ráðstefnu á vegum Stígamóta sem fer fram í dag á Hótel Hilton. Þar verður leitast við að svara spurningunum: Hverjir beita ofbeldi og af hverju? Hvernig er hægt að aðstoða menn við að hætta að beita ofbeldi? Og hvað er það í samfélaginu og menningunni sem viðheldur ofbeldi? Þær Drífa Snædal, talskona Stígamóta og Anna Þóra Kristinsdóttir ráðgjafi hjá Stígamótum komu í þáttinn í dag og sögðu frá því sem verður rætt á ráðstefnunni. Tjútt eru nýir sjónvarpsþættir sem hefja göngu sína 29.október næstkomandi. Í þáttunum ætla Andri Freyr Viðarsson og Dóra Takefusa, ásamt Kristófer Dignus, að fara yfir 50 ára skemmtistaða- og djammmenningu Reykjavíkur, allt frá því að Glaumbær brann til dagsins í dag. Þau fá til sín fjölbreyttan hóp viðmælanda sem tengjast næturlífinu á einn eða annan hátt og rifja upp skemmtilegar staðreyndir, sögur og minningar. Andri Freyr kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessum nýju þáttum. Alþjóðlegi gigtardagurinn er í dag
12/10/20230
Episode Artwork

Kristjana Arngrímsdóttir tónlistarkona og póstkort frá Magnúsi Einars

Kristjana Arngrímsdóttir söngkona og tónlistarkona sem búsett er í Svarfaðardal er búin að gefa út glænýjan geisladisk með 10 frumsömdum lögum, flest samin við ljóð skáldkvenna. Við hittum Kristjönu á kaffihúsi í miðvænum á Akureyri og spjölluðum við hana um tónlistina og heima og geima. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni og hann kemur víða við í póstkortinu að þessu sinni. Hann byrjar á að tala um veðrið og veðrametin í Eyjum. Því næst talar hann um samgöngur og leggur leið sína til Sviss en þar þykja samgöngur til fyrirmyndar. Svo liggur leiðin til Svalbarða en þar hefur stríðið í Úkraínu haft versandi áhrif á sambúð rússa og norðmanna. Rússar reka þarna kolanámu og eru farnir að sýna norskum yfirvöldum hroka og vanvirðingu. Tónlist: Á sjó/Hljómsveit Ingimars Eydal,Þorvaldur Halldórsson syngur(erl-Ólaf Ragnarsson) Máninn/Kristjana Arngrímsdóttir(Kristjana Arngrímsdóttir-Halla Eyjólfsdóttir) Útþrá/Kristjana Arngrímsdóttir( Kristjana Arngrímsdóttir-Elísabet Geirmundsdóttir
11/10/20230
Episode Artwork

Kristjana Arngrímsdóttir tónlistarkona og póstkort frá Magnúsi Einars

Kristjana Arngrímsdóttir söngkona og tónlistarkona sem búsett er í Svarfaðardal er búin að gefa út glænýjan geisladisk með 10 frumsömdum lögum, flest samin við ljóð skáldkvenna. Við hittum Kristjönu á kaffihúsi í miðvænum á Akureyri og spjölluðum við hana um tónlistina og heima og geima. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni og hann kemur víða við í póstkortinu að þessu sinni. Hann byrjar á að tala um veðrið og veðrametin í Eyjum. Því næst talar hann um samgöngur og leggur leið sína til Sviss en þar þykja samgöngur til fyrirmyndar. Svo liggur leiðin til Svalbarða en þar hefur stríðið í Úkraínu haft versandi áhrif á sambúð rússa og norðmanna. Rússar reka þarna kolanámu og eru farnir að sýna norskum yfirvöldum hroka og vanvirðingu. Tónlist: Á sjó/Hljómsveit Ingimars Eydal,Þorvaldur Halldórsson syngur(erl-Ólaf Ragnarsson) Máninn/Kristjana Arngrímsdóttir(Kristjana Arngrímsdóttir-Halla Eyjólfsdóttir) Útþrá/Kristjana Arngrímsdóttir( Kristjana Arngrímsdóttir-Elísabet Geirmundsdóttir
11/10/20230
Episode Artwork

Aflið á Akureyri,Leiklistarskóli Akureyrar og Markaðsstofa Norðurlands

Aflið eru samtök sem voru stofnuð á Akureyri árið 2002 í framhaldi af tilraunastarfsemi Stígamóta þar sem í ljós kom mikil þörf fyrir samtök af þessu tagi. Starfsemin byggir á forsendum þolenda kynferðislegs ofbeldis og/eða heimilisofbeldis. Frá upphafi hefur Aflið vaxið þó nokkuð, árið 2011 voru viðtöl 685 og árið 2018 náðu viðtöl ákveðnum toppi en þá voru þau 1460 talsins. Starfandi ráðgjafar hjá Aflinu í dag eru fimm talsins og hún kom til okkar Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir verkefnisstýra Aflsins. Met var slegið í fjölda seldra gistinátta á Norðurlandi í júlí og ágúst skv. tölum frá Hagstofunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands og fjallað um á Akureyri.net. Það virðist sem sumartímabilið sé orðið lengra og Í júlí voru gistinætur til dæmis 60% fleiri en árið 2018 og í ágúst 145% fleiri en árið 2018. Halldór Óli Kjartansson verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands kom til okkar. Við skruppum svo í heimsókn í kennslurými Leiklistarskóla Leikfélags Ak
10/10/20230
Episode Artwork

Aðgengi að heyrn, heimsmálin í Vinkli dagsins og lesandi vikunnar

"Aðgengi að heyrn" er yfirskrift ráðstefnu á vegum Heyrnarhjálpar sem haldinn verður 10.október. Áætlað er að heyrnarskertir á Íslandi séu um 20% af þjóðinni eða um 74.000. Eitt af því sem ómeðhöndluð heyrnarskerðing getur valdið er snemmbúin elliglöp, þunglyndi og félagsleg einangrun. Þessu vill Heyrnarhjálp breyta og vilja að heyrnarskertum standi til boða heyrnartæki og þjónusta án tilits til stéttar né stöðu. Halla Þorkelsson formaður Heyrnarhjálpar og hún kom til okkar í dag. Við fengum sendingu frá Guðjóni Helga Ólafssyni sem í dag bar vinkilinn upp að heimsmálunum. Lesandi vikunnar var á sínum stað. Í dag kom til okkar Stefán Þór Sæmundsson íslenskukennari við Menntaskólann á Akureyri. Hann sagði okkur frá bókum sem hann hefur verið að lesa undanfarið og bókum sem hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.
09/10/20230
Episode Artwork

Aðgengi að heyrn, heimsmálin í Vinkli dagsins og lesandi vikunnar

"Aðgengi að heyrn" er yfirskrift ráðstefnu á vegum Heyrnarhjálpar sem haldinn verður 10.október. Áætlað er að heyrnarskertir á Íslandi séu um 20% af þjóðinni eða um 74.000. Eitt af því sem ómeðhöndluð heyrnarskerðing getur valdið er snemmbúin elliglöp, þunglyndi og félagsleg einangrun. Þessu vill Heyrnarhjálp breyta og vilja að heyrnarskertum standi til boða heyrnartæki og þjónusta án tilits til stéttar né stöðu. Halla Þorkelsson formaður Heyrnarhjálpar og hún kom til okkar í dag. Við fengum sendingu frá Guðjóni Helga Ólafssyni sem í dag bar vinkilinn upp að heimsmálunum. Lesandi vikunnar var á sínum stað. Í dag kom til okkar Stefán Þór Sæmundsson íslenskukennari við Menntaskólann á Akureyri. Hann sagði okkur frá bókum sem hann hefur verið að lesa undanfarið og bókum sem hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.
09/10/20230
Episode Artwork

Berglind Festival föstudagsgestur og sælusnakk

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Berglind Pétursdóttir, eða Berglind Festival. Hún hefur vakið mikla athygli fyrir innkomur sínar í þáttunum Vikan með Gísla Marteini á föstudagskvöldum og nú síðasta föstudag, í fyrsta þætti vetrarins, sló hún í gegn þegar hún lýsti íslensku sumarkonunni, með hatt í ponsjói og kampavínsglas í hendi við laxveiðiá. Berglind er menntaður dansari en hefur starfað sem markaðssérfræðingur hjá Símanum, markaðs og samfélagsmiðlasérfræðingur hjá ENNEMM og Íslensku auglýsingastofunni og er nú starfandi hugmynda og textasmiður á auglýsingastofunni HN Markaðssamskipti. Einnig var hún kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík frá 2019-2021 á mjög sérkennilegu tímabili. Það var gaman að tala við Berglindi Festival í þættinum í dag. Í matarspjalli dagsins tókum við svo upp þráðinn frá því í síðustu viku og héldum áfram að ræða skólanesti frá því er við vorum ung, talsverð nostalgía sem fylgdi því að ræða t.d. smurt brauð, nestisbox og svo framvegis.
06/10/20230
Episode Artwork

Menntaverðlaunin, Konungur fjallanna og geðheilbrigðisdagurinn

Í dag er Kennaradagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim og þá verður tilkynnt um hverjir eru tilnefndir til Íslensku menntaverðlaunanna í ár. Árlega er óskað eftir hugmyndum að tilnefningum frá almenningi og er verðlaunað fyrir fjóra flokka: Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur, framúrskarandi kennari, framúrskarandi þróunarverkefni og framúrskarandi iðn- eða verkmenntun. Gerður Kristný rihöfundur og ljóðskáld er formaður nefndar um Íslensku menntaverðlaunin og hún kom í þáttinn í dag og greindi frá því í beinni útsendingu hverjar tilnefningarnar í ár eru. Nýja íslenska heimildamyndin Konungur fjallanna var sýnd í kvikmyndahúsum í september og svo hér á RÚV í sjónvarpinu 24. september þar sem hún fékk mikið áhorf. Í myndinni er fylgst með Kristni Guðnasyni fjallkóngi og gangnamönnum í leitum á Landmannaafrétti. Í myndinni er gefin raunsönn mynd af leitum og samspili manna, dýra og náttúru. Fjallkóngurinn sjálfur, Kristinn kom í spjall í þáttinn í dag. Alþjóðlegi geðheilbrigðis
05/10/20230
Episode Artwork

ÖBÍ réttindasamtök, Íslendingafélagið í Osló og Grensásdeild

Á laugardaginn fer fram formannskjör hjá ÖBÍ réttindasamtökum, en þau sinna réttindamálum fólks með fötlun. Af því tilefni fengum við fráfarandi formann samtakanna, Þuríði Hörpu Sigurðardóttur til þess að fara með okkur yfir stöðuna í þessum málaflokki, sögu samtakanna og árin sex sem hún hefur verið formaður. Íslensk menningarhátíð fer fram í Osló dagana 19.-21. október næstkomandi. Hún er haldin í tilefni af 100 ára afmæli Íslendingafélagsins í Osló og nágrenni og mun til dæmis forseti Íslands heiðra hátíðina með nærveru sinni á öllum þeim viðburðum sem félagið stendur fyrir þessa daga. Rósa Dröfn Guðgeirsdóttir var á línunni frá Lörenskog við Osló í þættinum í dag. Á föstudagskvöld verður í sjónvarpinu söfnunar- og skemmtiþáttur fyrir Grensásdeild, Gefum byr undir báða vængi, þar sem safnað verður fyrir tækjum til endurhæfingar. Þar mun fjöldi listafólks, sérfræðinga, skjólstæðinga deildarinnar og annarra velunnara koma fram. Við fengum Sigríði Guðmundsdóttur, hjúkrunardeildarstjóra
04/10/20230
Episode Artwork

Slysavarnaskólinn, að alast upp við fíknivanda og veðurspjallið

Á fyrsta fræðslufundi vetrarins á vegum Vitafélagsins verður tilurð Slysavarnaskóla sjómanna til umræðu. Höskuldur Einarsson var einn af frumkvöðlunum að stofnun skólans og einn af fyrstu þrem starfsmönnum hans. Í fyrirlestri sem hann flytur á fræðslufundinum mun hann segja frá því hvað varð til þess að farið var að íhuga þessi mál og hvernig öryggisfræðslan var í Slysavarnaskólanum. Slysavarnaskólinn var stofnsettur árið 1985 og Höskuldur var yfirkennari skyndihjálpar og slökkvistarfa um borð í skólaskipinu Sæbjörgu. Við töluðum í dag við Vagnbjörgu Magnúsdóttur, fíknifræðing, en hún sagði okkur frá rannsóknarritgerð sinni í meistaranámi í Háskólanum á Akureyri. Ritgerðin heitir Vanlíðan mín var birtingarmyndin - Reynsla kvenna af því að alast upp við fíknivanda. Tilgangur rannsóknarinnar var að dýpka skilning og auka þekkingu á áhrifum og afleiðingum þess að alast upp við fíknivanda foreldra. Vagnbjörg sagði okkur betur frá rannsókninni í þættinum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur
03/10/20230
Episode Artwork

Kjaramál eldri borgara, kaffivinkill og Kamilla lesandinn

Landssamband eldri borgara, LEB, hefur undanfarin misseri unnið að stefnumörkun í kjaramálum eldra fólks, í samstarfi við félaga í aðildarfélögunum 55, sem mynda Landssamband eldri borgara. Í þessari stefnumörkun eru lagðar fram ýmsar leiðir til úrbóta fyrir stjórnvöld og í dag kl.13 verður sérstakt málþing um kjör eldri borgara á Hilton Reykjavík Nordica og yfirskriftin er: Við bíðum... EKKI LENGUR. Helgi Pétursson er formaður Landsambands eldri borgara og hann kom í þáttinn í dag. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn lagði hann vinkilinn að uppáhelltu kaffi, espresso og Goethe sjálfur var svo í aukahlutverki. Kamilla Einarsdóttir rithöfundur var svo lesandi vikunnar í þetta sinn. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Kamilla talaði um eftirtaldar bækur: Hlustum frekar lágt e. Þórarinn Eldjárn Kletturinn e. Sverri Norland Vegamyndir e. Óskar Árna Óskarsson
02/10/20230
Episode Artwork

Kjaramál eldri borgara, kaffivinkill og Kamilla lesandinn

Landssamband eldri borgara, LEB, hefur undanfarin misseri unnið að stefnumörkun í kjaramálum eldra fólks, í samstarfi við félaga í aðildarfélögunum 55, sem mynda Landssamband eldri borgara. Í þessari stefnumörkun eru lagðar fram ýmsar leiðir til úrbóta fyrir stjórnvöld og í dag kl.13 verður sérstakt málþing um kjör eldri borgara á Hilton Reykjavík Nordica og yfirskriftin er: Við bíðum... EKKI LENGUR. Helgi Pétursson er formaður Landsambands eldri borgara og hann kom í þáttinn í dag. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn lagði hann vinkilinn að uppáhelltu kaffi, espresso og Goethe sjálfur var svo í aukahlutverki. Kamilla Einarsdóttir rithöfundur var svo lesandi vikunnar í þetta sinn. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Kamilla talaði um eftirtaldar bækur: Hlustum frekar lágt e. Þórarinn Eldjárn Kletturinn e. Sverri Norland Vegamyndir e. Óskar Árna Óskarsson
02/10/20230
Episode Artwork

Steinunn Sigurðard. föstudagsgestur og skólanestisspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur. Hún sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók aðeins nítján ára og hefur síðan sent frá sér tugi verka, ljóðabækur, skáldsögur, smásögur, leikverk og sannsögur. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir ritstörf sín, þar á meðal Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og Íslensku bókmenntaverðlaunin. Bækur Steinunnar hafa verið gefnar út víða í Evrópu við góðar undirtektir og í Frakklandi var gerð kvikmynd eftir einni af hennar þekktustu sögum, Tímaþjófnum. Við fórum í þættinum með Steinunni aftur í upprunann, æskuna og uppvöxtinn og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag og svo sagði Steinunn okkur frá sinni nýjustu bók, Ból, sem kemur út 31. október. Matarspjallið með frú Sigurlaugu Margréti var auðvitað á sínum stað og í dag skoðuðum við gamla góða skólanestið. Og við lögðum áherslu á gamla góða því við rifjuðum upp hvað við vorum með í nesti þegar við vorum í grunnskóla. Mjólk í tómatsósuflöskum, brauð
29/09/20230
Episode Artwork

Farsæld barna, kórahátíð og Þorleifur Gaukur

Við fræddumst í dag um ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna sem hafa tekið gildi hér á landi. Þessi lög eru ný nálgun í þjónustu við börn og barnafjölskyldur og eiga að tryggja að börn og fjölskyldur þeirra falli ekki milli kerfa. Páll Ólafsson, framkvæmdastjóri Farsældarsviðs Barna- og fjölskyldustofu, kom í þáttinn í dag og sagði okkur meira frá þessum nýju lögum. Svo heyrðum við um kórahátíð sem fer fram í Hörpu um helgina. Hingað til lands kemur til dæmis ein stærsta stjarna kórtónlistar í heiminum í dag, Eric Whitacre, sem hefur meðal annars byggt upp kórasamfélag á netinu sem hefur fengið gífurlega þáttöku og áhorf. Það er Landssamband blandaðra kóra og Félag íslenskra kórstjóra sem stendur að hátíðinni og Margrét Bóasdóttir mun sagði okkur meira frá henni í þættinum. Þorleifur Gaukur Davíðsson kom svo til okkar. Hann fór til Bandaríkjanna í hinn virta Berklee tónlistarháskólann í Boston á fullum styrk og var fyrsti munnhörpuleikarinn sem fékk slíkan styrk við skól
28/09/20230
Episode Artwork

PCOS, Mannauðsdagurinn og póstkort frá Magnúsi

September er alþjóðlegur vitundarvakningarmánuður um PCOS, eða fjölblöðrueggjastokkaheilkenni. Samkvæmt tölfræði gætu 25.000 einstaklingar verið með PCOS á Íslandi, en aðeins um 7.500 af þeim veit af því. Heilkennið er innkirtlaröskun sem veldur óreglu á hormónakerfi líkamans. Guðrún Rútsdóttir, formaður PCOS samtaka Íslands kom í þáttinn og fræddi okkur um PCOS og hvað þarf að hafa í huga til dæmis í sambandi við greiningu og einkenni. Mannauðsdagurinn er 6.október þá mun stærsta ráðstefna mannauðsfólks og stjórnenda á Íslandi fara fram í Hörpu og að þessu sinni er kastljósið á mannlega þættinum, líðan starfsmanna, vinnutími, vinnan og einkalífið, fjölbreytileiki á vinnumarkaði, streita, nýjar kynslóðir á vinnumarkaði ofl. Við ræddum við Adriönnu K Pétursdóttur formann Mannauðs, félags mannauðsfólks, og Helga Héðinsson sálfræðing sem situr í stjórninni í dag. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag, hann er búinn að vera á ferðalagi undanfarnar vikur, um Spán, Þýskal
27/09/20230
Episode Artwork

PCOS, Mannauðsdagurinn og póstkort frá Magnúsi

September er alþjóðlegur vitundarvakningarmánuður um PCOS, eða fjölblöðrueggjastokkaheilkenni. Samkvæmt tölfræði gætu 25.000 einstaklingar verið með PCOS á Íslandi, en aðeins um 7.500 af þeim veit af því. Heilkennið er innkirtlaröskun sem veldur óreglu á hormónakerfi líkamans. Guðrún Rútsdóttir, formaður PCOS samtaka Íslands kom í þáttinn og fræddi okkur um PCOS og hvað þarf að hafa í huga til dæmis í sambandi við greiningu og einkenni. Mannauðsdagurinn er 6.október þá mun stærsta ráðstefna mannauðsfólks og stjórnenda á Íslandi fara fram í Hörpu og að þessu sinni er kastljósið á mannlega þættinum, líðan starfsmanna, vinnutími, vinnan og einkalífið, fjölbreytileiki á vinnumarkaði, streita, nýjar kynslóðir á vinnumarkaði ofl. Við ræddum við Adriönnu K Pétursdóttur formann Mannauðs, félags mannauðsfólks, og Helga Héðinsson sálfræðing sem situr í stjórninni í dag. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag, hann er búinn að vera á ferðalagi undanfarnar vikur, um Spán, Þýskal
27/09/20230
Episode Artwork

Er þetta list? Rigningarspjall og álegg með Kristínu

Lendir þú stundum í því að klóra þér í kollinum á listsýningum? Eða stígur þú helst ekki færi inn á listasafn? Þá ætlum við að fjalla um viðburð í þættinum í dag sem gæti einmitt verið fyrir þig. Þar verður meðal annars tekið á vangaveltum eins og: Er þetta list? Ég hefði getað gert þetta! Það sem fólki dettur í hug! Um er að ræða viðburð á vegum Listasafns Reykjavíkur og þau Markús Þór Andrésson, deildarstjóri sýninga og miðlunar hjá safninu og Halla Margrét Jóhannesdóttir verkefnastjóri miðlunar, sögðu okkur meira frá þessu í þættinum. Svo kom Elín Björk Jónasdóttir til okkar í dag í sitt vikulega veðurspjall. Í dag fræddi hún okkur um rigningu en þetta veðurspjall var reyndar það síðasta með henni í bili þar sem hún er að byrja í nýrri vinnu. En við erum þó alls ekki hætt að ræða veðrið hér í Mannlega þættinum, nema síður sé því Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur verður með okkur annan hvern þriðjudag í veðurspjalli í vetur. Kristín Aðalsteinsdóttir kennari og fræðimaður heldur úti
26/09/20230
Episode Artwork

Kjarahópur eldri borgara, jeppavinkill og Fríða lesandinn

Nýlega var stofnaður kjarahópur á vegum Félags eldri borgara á Akureyri en hópnum er ætlað að vinna að framgangi kjaramála félagsmanna á Akureyri og hafa áhrif á stefnu Landssambands eldri borgara er varðar réttinda- og kjaramál. Formaður hópsins er Björn Snæbjörnsson, fyrrverandi formaður Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi formaður stéttarfélagsins Einingar-Iðju. Björn var gestur Mannlega þáttarins í dag og sagði betur frá markmiðum og tilgangi hópsins. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga, eins og flesta mánudaga. Í dag lagði Guðjón vinkilinn við jeppamenningu og almenningssamgöngur í þéttbýli. Svo var það lesandi vikunnar. Í þetta sinn var það Fríða Brá Pálsdóttir sjúkraþjálfari. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur eða höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Fríða Brá talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Að telja upp í milljón e. Önnu Hafþórsdóttur Tough Women, adventure stories, ritstj. Jenny Tough A little life
25/09/20230
Episode Artwork

Kjarahópur eldri borgara, jeppavinkill og Fríða lesandinn

Nýlega var stofnaður kjarahópur á vegum Félags eldri borgara á Akureyri en hópnum er ætlað að vinna að framgangi kjaramála félagsmanna á Akureyri og hafa áhrif á stefnu Landssambands eldri borgara er varðar réttinda- og kjaramál. Formaður hópsins er Björn Snæbjörnsson, fyrrverandi formaður Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi formaður stéttarfélagsins Einingar-Iðju. Björn var gestur Mannlega þáttarins í dag og sagði betur frá markmiðum og tilgangi hópsins. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga, eins og flesta mánudaga. Í dag lagði Guðjón vinkilinn við jeppamenningu og almenningssamgöngur í þéttbýli. Svo var það lesandi vikunnar. Í þetta sinn var það Fríða Brá Pálsdóttir sjúkraþjálfari. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur eða höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Fríða Brá talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Að telja upp í milljón e. Önnu Hafþórsdóttur Tough Women, adventure stories, ritstj. Jenny Tough A little life
25/09/20230
Episode Artwork

22.09.2023

Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngkona og skólastjóri Söngskólans í Reykjavík hefur átt langan og farsælan feril. Hún lærði söng bæði hér heima og í Austurríki og eftir námið hóf hún kennslu ásamt því að koma víða fram og syngja inn á plötur. Ólöf Kolbrún er einn af brautryðjendum innan íslenska tónlistarheimsins, hún var meðal annars í hópi þeirra sem kom að stofnun Íslensku óperunnar og hefur um árabil kennt við Söngskólann í Reykjavík þar sem hún gegnir nú starfi skólastjóra, en skólinn heldur upp á 50 ára afmæli sitt í Langholtskirkju á sunnudaginn. Ólöf Kolbrún var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag. Sigurlaug Margrét Jónasdóttir kom svo í matarspjallið í dag. Í þetta sinn vorum við á marakóskum slóðum og þar munu meðal annars maríneraðar sítrónur komu við sögu. Tónlist í þættinum Rock Calypso í réttunum / Haukur Morthens (Fischer og Jón Sigurðsson) Ég veit / Eivör Pálsdóttir (Eivör Pálsdóttir) Íslands lag (Heyrið vella á heiðum hveri) / Garðar Cortes og Kór Langholtskirkju
22/09/20230
Episode Artwork

Krabbameinsrannsóknir, Alzheimerdagurinn og Landsbyggðin lifi

Á málþingi sem haldið er í tilefni alþjóðadags krabbameinsrannsókna, kl.16:30 í dag í húsi Krabbameinsfélagsins, verður veitt innsýn í mikilvægi krabbameinsrannsókna, þar sem vísindafólk og læknar og fólk sem nýtur ávinnings af framförum í meðferð sinna krabbameina tala á mannamáli um sína reynslu. Í dag fengum við í heimsókn til okkar Valgerði Jakobínu Hjaltalín, sem hefur unnið að fjölmörgum rannsóknum tengdum myndun og meinvörpun æxla þar sem notast er við ávaxtaflugur og við heyrðum einnig í Sigurbirni Árna Arngrímssyni, sem greindist með fjórða stigs sortuæxli fyrir rúmum tveimur árum. Í dag er alþjóðlegur Alzheimerdagur og í tilefni þess halda Alzheimersamtökin ráðstefnu undir heitinu Er mamma bara með heilabilun þrisvar sinnum í viku? - Úrræði og þjónusta fyrir fólk með heilabilun á landsvísu. Meðal þeirra sem munu taka til máls á ráðstefnunni eru systurnar Dagný Björg Gunnarsdóttir og Hera Kristín Óðinsdóttir sem ætla að segja frá upplifun sinni af því þegar móðir þeirra fékk s
21/09/20230
Episode Artwork

Krabbameinsrannsóknir, Alzheimerdagurinn og Landsbyggðin lifi

Á málþingi sem haldið er í tilefni alþjóðadags krabbameinsrannsókna, kl.16:30 í dag í húsi Krabbameinsfélagsins, verður veitt innsýn í mikilvægi krabbameinsrannsókna, þar sem vísindafólk og læknar og fólk sem nýtur ávinnings af framförum í meðferð sinna krabbameina tala á mannamáli um sína reynslu. Í dag fengum við í heimsókn til okkar Valgerði Jakobínu Hjaltalín, sem hefur unnið að fjölmörgum rannsóknum tengdum myndun og meinvörpun æxla þar sem notast er við ávaxtaflugur og við heyrðum einnig í Sigurbirni Árna Arngrímssyni, sem greindist með fjórða stigs sortuæxli fyrir rúmum tveimur árum. Í dag er alþjóðlegur Alzheimerdagur og í tilefni þess halda Alzheimersamtökin ráðstefnu undir heitinu Er mamma bara með heilabilun þrisvar sinnum í viku? - Úrræði og þjónusta fyrir fólk með heilabilun á landsvísu. Meðal þeirra sem munu taka til máls á ráðstefnunni eru systurnar Dagný Björg Gunnarsdóttir og Hera Kristín Óðinsdóttir sem ætla að segja frá upplifun sinni af því þegar móðir þeirra fékk s
21/09/20230
Episode Artwork

Ayurveda, Stærðfræðihvíslarinn og Alexander tenór

Við fræddumst í dag um Ayurveda, sem eru yfir 5000 ára gömul lífvísindi, ættuð frá Indlandsskaganum og iðkuð víða um heim, til dæmis af um 80% íbúum Indlands og Nepal. En hvað er Ayurveda? Heiða Björk Sturludóttir, næringarþerapisti, jógakennari og umhverfisfræðingur hefur nú gefið út bókina Ayurveda, listin að halda jafnvægi í óstöðugri veröld. Bókinni er ætlað að vera leiðarvísir um þessi indversku lífvísindi. Heiða kom í þáttinn í dag og sagði okkur meira frá bókinni og Ayurveda. Stærðfræðin þyngist talsvert á unglingastigi grunnskólans, frá 8. - 10. bekk, og margir nemendur geta lent í verulegum vandræðum, þar sem þá skortir grunn og skilning. Ákveðinn vítahringur getur þá myndast og verið afar erfiður viðureignar. Halldór Örn Þorsteinsson, stærðfræðikennari til 14 ára, kallar sig stærðfræðihvíslarann og vinnur við að hjálpa nemendum sem eiga erfitt með að læra stærðfræði. Hann kom í þáttinn í dag. Alexander Jarl Þorsteinsson tenór mun syngja á óperutónleikunum Sinfóníuhljómsveitar
20/09/20230
Episode Artwork

Seiglurnar, íslenskukennsla og hnattverkfræði

Fimm áhugkonur í siglingum, Seiglurnar, tók þátt í siglingakeppni í New York í byrjun september og lentu í 7.sæti sem kom þeim sjálfum mjög á óvart þar sem þær voru að keppa við atvinnukonur í greininni. Keppnin er haldin til það styðja og efla siglngar kvenna en Seiglurnar eru fyrsta og eina keppnisáhöfn Íslands sem er eingöngu skipuð konum. Þær fundu ekki keppnisbát hér heima en fóru til Svíþjóðar tvisvar til æfinga þar sem þær æfðu á réttum bát. Við töluðum i dag við þær Önnu Karen Jörgensdóttur og Guðrúnu Björk Friðriksdóttur sem voru nýkomnar heim eftir keppnina. Við höfum áður fjallað um íslenskukennslu og mikilvægi hennar í þættinum en í dag fræddumst við um nýja nálgun hjá Mími símenntun, sem hefur auðvitað boðið upp á ýmiskonar íslenskukennslu í árafjöld, en nú er boðið upp á nýja nálgun sem snýr að bókmenntun og íslensku. Þar er t.a.m. bók Þórunnar Rakelar Gylfadóttur, Akam, ég og Annika, sem hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og unglingabóka, en Þórunn Rakel
19/09/20230
Episode Artwork

Seiglurnar, íslenskukennsla og hnattverkfræði

Fimm áhugkonur í siglingum, Seiglurnar, tók þátt í siglingakeppni í New York í byrjun september og lentu í 7.sæti sem kom þeim sjálfum mjög á óvart þar sem þær voru að keppa við atvinnukonur í greininni. Keppnin er haldin til það styðja og efla siglngar kvenna en Seiglurnar eru fyrsta og eina keppnisáhöfn Íslands sem er eingöngu skipuð konum. Þær fundu ekki keppnisbát hér heima en fóru til Svíþjóðar tvisvar til æfinga þar sem þær æfðu á réttum bát. Við töluðum i dag við þær Önnu Karen Jörgensdóttur og Guðrúnu Björk Friðriksdóttur sem voru nýkomnar heim eftir keppnina. Við höfum áður fjallað um íslenskukennslu og mikilvægi hennar í þættinum en í dag fræddumst við um nýja nálgun hjá Mími símenntun, sem hefur auðvitað boðið upp á ýmiskonar íslenskukennslu í árafjöld, en nú er boðið upp á nýja nálgun sem snýr að bókmenntun og íslensku. Þar er t.a.m. bók Þórunnar Rakelar Gylfadóttur, Akam, ég og Annika, sem hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og unglingabóka, en Þórunn Rakel
19/09/20230
Episode Artwork

Nám í öryggisfræðum, bananabrauðsvinkill og Þórir lesandinn

Háskólinn á Bifröst er eini íslenski háskólinn sem býður uppá námslínu í áfallastjórnun og á næsta ári er ætlunin að byggja undir þá línu með grunnnámi í Almannavörnum og öryggisfræðum. Áfallastjórnunarnáminu var komið á fyrir nokkrum árum í samstarfi við ýmsa viðbragðsaðila en við heyrum meira um þetta hér á eftir. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir deildarforseti og prófessor við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst kom í þáttinn í dag. Guðjón Helgi Ólafsson sendi okkur vinkil í dag eins og vanalega á mánudögum. Í dag lagði Guðjón vinkilinn að bananabrauði, álftum, ísbirni og mengun. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Þórir Georg Jónsson grafískur hönnuður og tónlistarmaður. Við fengum að vita hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Þórir talaði um eftirfarandi bækur: Our Band could be Your life e. Michael Azerrad Skugga Baldur e. Sjón Inadvertend e. Karl Ove Knausgaard Childhood e. Tove Ditlevsen Hringadrottinssag
18/09/20230
Episode Artwork

Þorvaldur Bjarni föstudagsgestur og enn og aftur Campbells

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var tónlistarmaðurinn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Hann hefur verið í fjölmörgum hljómsveitum í gegnum tíðina, Exodus, Pax Vobis, Geira Sæm og Hungangstunglinu, Tweety og svo auðvitað Todmobile. Hann hefur samið tónlist fyrir söngleiki, þrisvar samið lög sem hafa keppt fyrir Íslands hönd í Eurovision og er nú tónlistarstjóri hjá Menningarfélagi Akureyrar og framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðulands. Við fórum með Þorvaldi í dag aftur í tímann, könnuðum upphafið í Árbænum og brunuðum svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag. Framundan eru 35 ára afmælistónleikar Todmobile þar sem þrjár af stærstu stjörnum níunda áratugarins stíga á stokk með hljómsveitinni í Hörpu og svo sagði Þorvaldur okkur einnig frá 30 ára afmælisdagskrá Sinfóníuhljómsveitarinnar. Sigurlaug Margrét mætti svo til okkar í matarspjall dagsins og enn vorum við að tala um Campbells súpur. Sigurður Þorri Gunnarsson, sem kom öllu þessu súputali af stað hjá
15/09/20230
Episode Artwork

Þorvaldur Bjarni föstudagsgestur og enn og aftur Campbells

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var tónlistarmaðurinn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Hann hefur verið í fjölmörgum hljómsveitum í gegnum tíðina, Exodus, Pax Vobis, Geira Sæm og Hungangstunglinu, Tweety og svo auðvitað Todmobile. Hann hefur samið tónlist fyrir söngleiki, þrisvar samið lög sem hafa keppt fyrir Íslands hönd í Eurovision og er nú tónlistarstjóri hjá Menningarfélagi Akureyrar og framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðulands. Við fórum með Þorvaldi í dag aftur í tímann, könnuðum upphafið í Árbænum og brunuðum svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag. Framundan eru 35 ára afmælistónleikar Todmobile þar sem þrjár af stærstu stjörnum níunda áratugarins stíga á stokk með hljómsveitinni í Hörpu og svo sagði Þorvaldur okkur einnig frá 30 ára afmælisdagskrá Sinfóníuhljómsveitarinnar. Sigurlaug Margrét mætti svo til okkar í matarspjall dagsins og enn vorum við að tala um Campbells súpur. Sigurður Þorri Gunnarsson, sem kom öllu þessu súputali af stað hjá
15/09/20230
Episode Artwork

Briskrabbamein, Fundur fólksins og Eldri og betri

Briskrabbamein eru erfið viðureignar og þrátt fyrir að vera um einungis 2% af þeim krabbameinum sem greinast á hverju ári hér á landi eru þau fjórða algengasta orsök dauðsfalla af völdum krabbameina. Afar brýnt er að finna leiðir til að auka lifun þeirra sem fá briskrabbamein, meðal annars með því að greina meinin snemma, þegar skurðaðgerð er enn líkleg til árangurs. Ein leiðin til þess er að bæta eftirlit með einstaklingum sem vitað er að eru í hárri áhættu á að fá briskrabbamein út frá erfðaþáttum. Á Landspítalanum er hafinn undirbúningur að slíku eftirliti. Við töluðum við Sigurdísi Haraldsdóttur yfirlækni krabbameinslækninga á Landspítalanum og dósent við Háskóla Íslands í þættinum í dag. Lýðræðið og samfélagsmál verða rauður þráður Lýðræðishátíðarinnar Fundur fólksins verður haldinn á morgun og hinn í við Norræna húsið. Hátíðin er sú áttunda í röðinni og á henni verða fjölbreyttar umræður um fjölbreytt málefni, allt frá ull til dánaraðstoðar. Tilgangur hennar er að skapa vettvang
14/09/20230
Episode Artwork

PTMF, Gréta S. Guðjónsdóttir og póstkort frá Magnúsi

Við fræddumst í dag um PTMF, sem er nýtt skýringarmódel andlegrar vanlíðunar sem gefur annan valmöguleika en hefðbundin geðgreiningarkerfi. Í því er skoðað samband á milli félagslegra þátta, eins og fátæktar, mismununar og misréttis, ásamt áföllum til þess að lesa í afleiðingarnar. Kristín I. Pálsdóttir frá Rótinni kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessari aðferð, en aðalhöfundur PTMF, Lucy Johnstone, verður leiðbeinandi á vinnustofu á vegum Rótarinnar sem verður haldin á morgun á Hótel Grand Reykjavík. Fyrir hartnær tuttugu árum fékk Gréta S. Guðjónsdóttir ljósmyndari hugmynd þegar hún var að kenna 19 ára ungmennum ljósmyndun við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Margir nemenda hennar höfðu sterkar lífsskoðanir sem oftar en ekki gengu gegn viðhorfum eldri kynslóða sem þeim fannst að hefðu engan skilning á þeirra lífi. Rifjaðist það þá upp fyrir Grétu að einmitt svona hefði henni liðið á þessum árum og fór þá að hugsa um hvernig lífið endurtekur sig í sífellu. Á næstu tuttugu árum
13/09/20230
Episode Artwork

PTMF, Gréta S. Guðjónsdóttir og póstkort frá Magnúsi

Við fræddumst í dag um PTMF, sem er nýtt skýringarmódel andlegrar vanlíðunar sem gefur annan valmöguleika en hefðbundin geðgreiningarkerfi. Í því er skoðað samband á milli félagslegra þátta, eins og fátæktar, mismununar og misréttis, ásamt áföllum til þess að lesa í afleiðingarnar. Kristín I. Pálsdóttir frá Rótinni kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessari aðferð, en aðalhöfundur PTMF, Lucy Johnstone, verður leiðbeinandi á vinnustofu á vegum Rótarinnar sem verður haldin á morgun á Hótel Grand Reykjavík. Fyrir hartnær tuttugu árum fékk Gréta S. Guðjónsdóttir ljósmyndari hugmynd þegar hún var að kenna 19 ára ungmennum ljósmyndun við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Margir nemenda hennar höfðu sterkar lífsskoðanir sem oftar en ekki gengu gegn viðhorfum eldri kynslóða sem þeim fannst að hefðu engan skilning á þeirra lífi. Rifjaðist það þá upp fyrir Grétu að einmitt svona hefði henni liðið á þessum árum og fór þá að hugsa um hvernig lífið endurtekur sig í sífellu. Á næstu tuttugu árum
13/09/20230
Episode Artwork

Gleym mér ei, Tjarnarbíó og veðurtungl

Við kynntum okkur starfsemi Gleymmérei styrktarfélags sem er til staðar fyrir þau sem verða fyrir missi á meðgöngu og í eða eftir fæðingu. Félagið er á sínu tíunda starfsári og framundan eru til dæmis samverustundir í Sorgarmiðstöðinni annan hvern fimmtudag nú í haust. Þær Ingunn Sif Höskuldsdóttir, stjórnarformaður Gleymmérei og Hólmfríður Anna Baldursdóttir, sem situr í stjórn félagsins, komu í þáttinn í dag og fræddu okkur um starfsemina, samverustundirnar og árlega minningarstund sem verður haldin 15.október. Við héldum áfram í dag að fara yfir leikveturinn sem er að hefjast. Í þetta sinn kom til okkar Sara Martí Guðmundsdóttir leikhússtjóri í Tjarnarbíói. Hún sagði okkur frá því hvað verður á döfinni í Tjarnarbíói í vetur, þar sem frjálsu leik- og sviðlistahóparnir hafa blómstrað. Og svo að lokum heyrðum við í Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðingi sem í dag var stödd í Malmö í Svíþjóð en þar þinga veðurfræðingar víðs vegar úr heiminum. Þar er til dæmis verið að skoða það nýjasta í
12/09/20230
Episode Artwork

Lífið er kynlíf, vinkill frá Guðjóni og Natasha S lesandinn

Lífið er kynlíf er heiti á bók sem kom út í ágúst og er handbók kynfræðings um langtímasambönd. Áslaug Kristjánsdóttir kynfræðingur og hjúkrunarfræðingur segir að erfiðleikar í kynlífinu geta orðið banabiti sambanda sem að öðru leyti eru farsæl og hamingjurík. Hún segir að þessir erfiðleikar stafa hins vegar alltof oft af þekkingarleysi. Á undanförnum árum og áratugum hafa rannsóknir og meðferðareynsla kynfræðinga leitt fram aðferðir og ráð sem nýtast öllum við að koma kynlífinu í betra lag. Áslaug kom í þáttinn í dag. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn lagði Guðjón vinkilinn við ferðalög og góðan félagsskap. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Natasha S. rithöfundur og þýðandi. Hún hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir fyrstu bók sína, Máltaka á stríðstímum. Við fengum að heyra hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Natasha talaði um eftirfarandi bækur: Chernoby
11/09/20230
Episode Artwork

Lífið er kynlíf, vinkill frá Guðjóni og Natasha S lesandinn

Lífið er kynlíf er heiti á bók sem kom út í ágúst og er handbók kynfræðings um langtímasambönd. Áslaug Kristjánsdóttir kynfræðingur og hjúkrunarfræðingur segir að erfiðleikar í kynlífinu geta orðið banabiti sambanda sem að öðru leyti eru farsæl og hamingjurík. Hún segir að þessir erfiðleikar stafa hins vegar alltof oft af þekkingarleysi. Á undanförnum árum og áratugum hafa rannsóknir og meðferðareynsla kynfræðinga leitt fram aðferðir og ráð sem nýtast öllum við að koma kynlífinu í betra lag. Áslaug kom í þáttinn í dag. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn lagði Guðjón vinkilinn við ferðalög og góðan félagsskap. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Natasha S. rithöfundur og þýðandi. Hún hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir fyrstu bók sína, Máltaka á stríðstímum. Við fengum að heyra hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Natasha talaði um eftirfarandi bækur: Chernoby
11/09/20230
Episode Artwork

Viktoría Hermanns föstudagsgestur og Campbells matarspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Viktoría Hermannsdóttir. Hún hefur auðvitað gert fjölbreytt efni fyrir útvarp og sjónvarp talsvert lengi og hún er einstaklega fundvís á áhugaverða viðmælendur og áhugaverðar sögur fólks. Nú á sunnudaginn hefur önnur þáttaröð heimildarþáttanna Hvunndagshetjur göngu sína í sjónvarpinu. Í þáttunum eru sagðar einstakar sögur fólks sem hefur látið gott af sér leiða á óeigingjarnan hátt í gegnum starf sitt eða daglegt líf. Við fengum Viktoríu til að segja okkur aðeins frá nýju þáttunum og auðvitað líka til að segja okkur frá sjálfri sér, eins og venjan er með föstudagsgesti í þættinum. Svo var það auðvitað matarspjallið, Sigurlaug Margrét Jónas kemur til okkar í dag og við héldum áfram að velta Campbells súpum fyrir okkur, eftir að þær komu upp í matarspjallinu í síðustu viku með Sigurði Þorra Gunnarssyni. Þessar dósasúpur eru nefnilega notaðar á mjög margvíslegan hátt í alls konar uppskriftir og matargerð. Tónlist í þættinum Ekkert þras /
08/09/20230
Episode Artwork

Þorvaldur og eldfjöllin og bætt aðgengi að gömlum viðtölum

Við töluðum um eldgos í Mannlega þættinum í dag, en ekki er svo langt frá því að eldgosinu lauk við Litla-Hrút á Reykjanesskaga, þriðja gosið á sl.þremur árum. Þegar gaus í Geldingadölum 2021 hafði ekki gosið á þeim slóðum í 6 þúsund ár. Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjalla- og bergfræði kom í þáttinn í dag og hann sagði að sumt bendi til þess að möttulstrókurinn sé að eflast og eitt af því sem helst rennir stoðum undir þá kenningu er sú staðreynd að kvikan, sem brotist hefur upp á yfirborðið síðustu þrjú ár sé ólík þeirri kviku sem sést hefur áður á Reykjanesskaga. Kvikan sú eigi meira skylt við þá sem kemur úr td. Heklu, Kötlu, Torfajökli, Grímsvötnum og Bárðarbungu. Hvað þýðir þetta? Og nú er land byrjað að rísa á ný á Reykjanesinu. Þorvaldur reyndi sitt besta að svara spurningum okkar í þættinum í dag. Við fræddumst í dag um þjóðfræðisafn Árnastofnunar, sem geymir yfir 2000 klukkustundir af viðtölum, sem flest voru tekin á árunum 1960 til 1980. Þau innihalda ómetanlegar upplý
07/09/20230
Episode Artwork

Þorvaldur og eldfjöllin og bætt aðgengi að gömlum viðtölum

Við töluðum um eldgos í Mannlega þættinum í dag, en ekki er svo langt frá því að eldgosinu lauk við Litla-Hrút á Reykjanesskaga, þriðja gosið á sl.þremur árum. Þegar gaus í Geldingadölum 2021 hafði ekki gosið á þeim slóðum í 6 þúsund ár. Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjalla- og bergfræði kom í þáttinn í dag og hann sagði að sumt bendi til þess að möttulstrókurinn sé að eflast og eitt af því sem helst rennir stoðum undir þá kenningu er sú staðreynd að kvikan, sem brotist hefur upp á yfirborðið síðustu þrjú ár sé ólík þeirri kviku sem sést hefur áður á Reykjanesskaga. Kvikan sú eigi meira skylt við þá sem kemur úr td. Heklu, Kötlu, Torfajökli, Grímsvötnum og Bárðarbungu. Hvað þýðir þetta? Og nú er land byrjað að rísa á ný á Reykjanesinu. Þorvaldur reyndi sitt besta að svara spurningum okkar í þættinum í dag. Við fræddumst í dag um þjóðfræðisafn Árnastofnunar, sem geymir yfir 2000 klukkustundir af viðtölum, sem flest voru tekin á árunum 1960 til 1980. Þau innihalda ómetanlegar upplý
07/09/20230
Episode Artwork

Leikfélag Akureyrar, matreiðslukennsla og Bréf úr sjálfskipaðri útlegð

Við höldum áfram okkar árlegu yfirferð um hvað verður á sviðum leikhúsanna í vetur og í dag er komið að því að forvitnast um hvað verður á fjölunum fyrir norðan. Hún kom til okkar Marta Nordal leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar og segir okkur frá því sem er framundan hjá þeim. Bréf úr sjálfskipaðri útlegð er heiti á bók sem var að koma út, þetta er safn esseyja og ljóða sem Gunnlaugur Magnússon, dósent við Uppsalaháskóla (búsettur í Svíþjóð) skrifaði og fjallar um lífið og tilveruna þegar maður velur að búa erlendis, en gleymir hjartanu að hluta heima á Íslandi. Gunnlaugur hefur búið erlendis í 20 ár, er virtur fræðimaður og fyrirlesari á sviði menntavísinda og Í bókinni fjallar Gunnlaugur Magnússon á persónulegan hátt um þemu eins og heimþrá og söknuð, gleði og fögnuð, náttúruna og vatnið, lífið og dauðann." Við ræddum við Gunnlaug. Aldrei hefur jafn viðamikið námsefni verið gefið út í matreiðslu á Íslandi og í nýrri vefbók sem var að koma út. Það eru nokkrir kennarar í Menntaskólanum
06/09/20230
Episode Artwork

Hjartarætur-Margrét Júlía Rafnsdóttir, Elín Björk um veður

Fyrir síðustu jól kom út bók eftir Margréti Júlíu Rafnsdóttur, Hjartarætur sagan af pabba. Þessi bók fór ekki hátt í jólabókaflóðinu og ekki margir sem veittu henni athygli en hún er tileinkuð öllum þeim sem bæta heiminn með kærleika og umhyggju fyrir fólki og umhverfi. Margrét Júlía lýsir í bókinni kærleiksríku uppeldi sínu og hvernig saga fjölskyldunnar hverfist um Týsgötu 8 við Óðinstorg í Reykjavík. Rafn Júlíusson er miðpunktur bókarinnar og Margrét segir að hann hafi verið einstaklega kærleiksríkur faðir og fjölskyldan hans hjartahlý. En það var ekki allt rætt í þá daga eins og kemur fram í bókinni. Við hittum Margréti á Óðinstorgi og röbbum um sögu hússins og fjölskyldunnar. Svo er það veðrið og ef einhversstaðar skipast veður skjótt í lofti, er það á Íslandi. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom til okkar hér á eftir
05/09/20230
Episode Artwork

Hjartarætur Margrétar Júlíu Rafnsdóttur, Elín Björk um veður

Fyrir síðustu jól kom út bók eftir Margréti Júlíu Rafnsdóttur, Hjartarætur sagan af pabba. Þessi bók fór ekki hátt í jólabókaflóðinu og ekki margir sem veittu henni athygli en hún er tileinkuð öllum þeim sem bæta heiminn með kærleika og umhyggju fyrir fólki og umhverfi. Margrét Júlía lýsir í bókinni kærleiksríku uppeldi sínu og hvernig saga fjölskyldunnar hverfist um Týsgötu 8 við Óðinstorg í Reykjavík. Rafn Júlíusson er miðpunktur bókarinnar og Margrét segir að hann hafi verið einstaklega kærleiksríkur faðir og fjölskyldan hans hjartahlý. En það var ekki allt rætt í þá daga eins og kemur fram í bókinni. Við hittum Margréti á Óðinstorgi og röbbuðum við hana um sögu hússins og fjölskyldunnar. Svo er það veðrið og ef einhversstaðar skipast veður skjótt í lofti, þá er það á Íslandi. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom til okkar í veðurspjallið í dag. Tónlist í þættin dagsins: Björgvin Halldórsson - Vesturgata. Þórunn Lárusdóttir Leikkona ; RKÍ - Afmælisdiktur. Spilverk þjóðanna - V
05/09/20230
Episode Artwork

Björgunarsveitir,Vinkill frá Guðjóni Helga og Þór Breiðfjörð lesandinn

Umsjón Gígja Hólmgeirsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir Eins og við vitum þá eru íslensku björgunarsveitirnar mikilvægur hlekkur í öllu viðbragði þegar slys eða erfiðar astæður skapast í samfélaginu okkar. Öflugar björgunarsveitir eru starfræktar um allt land og starfseminni er haldið uppi af þúsundum sjálfboðaliða sem eru viljugir til að stökkva af stað þegar þörf er á. En fyrir þau sem langar að vera hluti af starfsemi björgunarsveitanna, hver eru eiginlega fyrstu skrefin til að byrja í björgunarsveit? Og hvernig fer þjálfunin fram? Við fræddumst um þetta hér í Mannlega þættinum og fengum til okkar þau Elvu Dögg Pálsdóttir og Áskel Gíslason frá Björgunarsveitinni Súlum á Akureyri. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni og í dag bar hann vinkilinn upp að eplum í einni eða annari mynd. Og lesandi vikunnar var söngleikarinn eins og hann kýs að kalla sig, Þór Breiðfjörð. Hann hefur komið víða við á söng og leiksviðinu hér heima og erlendis og hann er mikill lestrarhestur eins og við
04/09/20230
Episode Artwork

Sigurður Þorri föstudags- og matarspjallsgestur

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Sigurður Þorri Gunnarsson, eða Siggi Gunn. Hann ættu hlustendur að þekkja til dæmis þar sem hann var kynnir á Söngvakeppninni í ár og svo sendi hann líka sjónvarpsinnslög frá sjálfri keppninin. Hann var kynnir á stórtónleikum Rásar 2 sem voru í beinni útsendingu í sjónvarpinu á Menningarnótt og svo var hann einnig spyrill í sjónvarpsþáttunum Með á nótunum. Hann lærði fjölmiðlafræði í Verkmenntaskólanum á Akureyri, lærði útvarpsmennsku í Sunderland og var lengi útvarpsmaður á K100. Hann er nú kominn á Rás 2 í Popplandið og Félagsheimilið, auk þess að vera tónlistarstjóri Rásar 2. En við fengum að kynnast Sigga betur í þættinum í dag, fórum aftur í æskuna og uppeldið fyrir norðan og svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag. Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, sneri aftur í þáttinn og Siggi Gunn, föstudagsgestur, var með okkur áfram í matarspjallinu í dag. Við fengum að vita hvað er hans uppáhaldsmatur og
01/09/20230
Episode Artwork

Sigurður Þorri föstudags- og matarspjallsgestur

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Sigurður Þorri Gunnarsson, eða Siggi Gunn. Hann ættu hlustendur að þekkja til dæmis þar sem hann var kynnir á Söngvakeppninni í ár og svo sendi hann líka sjónvarpsinnslög frá sjálfri keppninin. Hann var kynnir á stórtónleikum Rásar 2 sem voru í beinni útsendingu í sjónvarpinu á Menningarnótt og svo var hann einnig spyrill í sjónvarpsþáttunum Með á nótunum. Hann lærði fjölmiðlafræði í Verkmenntaskólanum á Akureyri, lærði útvarpsmennsku í Sunderland og var lengi útvarpsmaður á K100. Hann er nú kominn á Rás 2 í Popplandið og Félagsheimilið, auk þess að vera tónlistarstjóri Rásar 2. En við fengum að kynnast Sigga betur í þættinum í dag, fórum aftur í æskuna og uppeldið fyrir norðan og svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag. Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, sneri aftur í þáttinn og Siggi Gunn, föstudagsgestur, var með okkur áfram í matarspjallinu í dag. Við fengum að vita hvað er hans uppáhaldsmatur og
01/09/20230
Episode Artwork

Borgarleikhúsið og Hafsteinn Pálsson í Miðkoti

Við héldum áfram yfirferð okkar um leikhúsin og leikveturinn framundan. Í dag kom til okkar Brynhildur Guðjónsdóttir og hún sagði okkur frá því hvað er á döfinni í vetur í Borgarleikhúsinu. Hafsteinn Pálsson í Miðkoti á Dalvík er einn öflugasti safnari íslenskrar tónlistar á landinu. Hann hefur ekki tölu á þeim plötum,geisladiskum og kasettum sem hann hefur safnað í gegnum tíðina en það eru flestar hirslur á heimilinu fullar af þessum dýrgripum. Heilt herbergi í húsinu hans er til dæmis alveg smekkfullt, allar hillur og skúffur og sér vart í veggina. Guðrún Gunnars fór og heimsótti Hafstein í Miðkot, fyrr í sumar. Tónlist í þætti dagsins: Kósíkvöld í kvöld / Baggalútur (Bragi Valdimar Skúlason) Love for Sale / Ella Fitzgerald (Cole Porter) Sail on / Regína Ósk (Jóhann Helgason) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
31/08/20230
Episode Artwork

30.08.2023

Það skiptir máli að skilja verkina til að geta skilið við þá. Þetta er orðað svona í lýsingu á námskeiðinu Skiljum (við) verkina hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Þar munu þær Edda Björk Pétursdóttir, markþjálfi og jógakennari, og Sóley Stefáns, heilsumarkþjálfi og jógakennari, fræða þáttakendur um verki og taugakerfið og hvert samband heilans er við verkjaboð og hvort það sé jafnvel hægt að draga úr eða jafnvel rjúfa verkjaboðin. Við fengum þær til að útskýra þetta betur fyrir okkur í þættinum. Við ætlum að fræðast um verkefnið NTC eða Need to Connect en það snýst um að styrkja og tengja ungar mæður, á aldrinum 18-30 ára, og rjúfa einangrun og einmanaleika með listþjálfun. Samstarfsaðilar verkefnisins koma frá Íslandi, Slóveníu, Ítalíu, Búlgaríu, Hollandi, Spáni og Litháen. Í verkefninu verður lögð áhersla á að gefa ungum mæðrum tækifæri og getu til að hafa áhrif og hjálpa öðrum mæðrum í svipuðum aðstæðum. Stefanía Kristinsdóttir, frá Einurð sem heldur utan um verkefnið hér á landi, o
30/08/20230
Episode Artwork

Skiljum (við) verkina, NTC og póstkort frá Magnúsi

Það skiptir máli að skilja verkina til að geta skilið við þá. Þetta er orðað svona í lýsingu á námskeiðinu Skiljum (við) verkina hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Þar munu þær Edda Björk Pétursdóttir, markþjálfi og jógakennari, og Sóley Stefáns, heilsumarkþjálfi og jógakennari, fræða þáttakendur um verki og taugakerfið og hvert samband heilans er við verkjaboð og hvort það sé jafnvel hægt að draga úr eða jafnvel rjúfa verkjaboðin. Við fengum þær til að útskýra þetta betur fyrir okkur í þættinum. Við ætlum að fræðast um verkefnið NTC eða Need to Connect en það snýst um að styrkja og tengja ungar mæður, á aldrinum 18-30 ára, og rjúfa einangrun og einmanaleika með listþjálfun. Samstarfsaðilar verkefnisins koma frá Íslandi, Slóveníu, Ítalíu, Búlgaríu, Hollandi, Spáni og Litháen. Í verkefninu verður lögð áhersla á að gefa ungum mæðrum tækifæri og getu til að hafa áhrif og hjálpa öðrum mæðrum í svipuðum aðstæðum. Stefanía Kristinsdóttir, frá Einurð sem heldur utan um verkefnið hér á landi, o
30/08/20230
Episode Artwork

Þjóðleikhúsið, fræðsla Mannflórunnar og haustlægð

Við hófum okkar árlegu yfirferð um hvað verður á sviðum leikhúsana í vetur og byrjuðum á Þjóðleikhúsinu í dag með Magnúsi Geir Þórðarsyni þjóðleikhússtjóra. Hann kom í þáttinn og stiklaði á stóru í fjölbreyttri dagskrá leikhússins í vetur og sagði frá nýjum áskriftarkortum fyrir ungmenni. Við heyrðum svo í Chanel Björk Sturludóttur, en hún gerði útvarpsþætti hér á Rás 1 og svo sjónvarpsþætti sem hétu Mannflóran. Í þáttunum fjallaði Chanel um fjölmenningu í íslensku samfélagi og varpaði ljósi á erfiðleikana sem fólk af erlendum uppruna mætir í íslensku samfélagi og svo var líka fjallað um kosti fjölmenningar. Í framhaldi af þáttunum fer Chanel í fyrirtæki og stofnanir með fræðslu um fjölmenninga og fordóma. Við fengum Chanel til að segja okkur frá þessu í þættinum í dag. Veðurspjallið með Elínu Björk Jónasdóttur var svo á sínum stað í dag og það var af nógu að taka. Við heyrðum til dæmis talað um að það væri haustlægð á næsta leyti, Elín Björk fór með okkur yfir það og fleira í þætti da
29/08/20230
Episode Artwork

Einkennilegir menn, býflugnavinkill og Bjarni lesandi vikunnar

Útgáfutónleikar einkennilegra manna hljómar kannski undarlega en dúettinn Down & Out sendi nýlega frá sér tónlist á nýrri breiðskífu sem þeir kalla Þættir af einkennilegum mönnum. Húsavík er fæðingarheimili hljómsveitarinnar, en hana skipa þeir Ármann Guðmundsson og Þorgeir Tryggvason, sem hlustendur ættu að þekkja úr hljómsveitinni Ljótu hálfvitarnir. Þeir mættu í þáttinn í dag með tvo gítara og spiluðu og spjölluðu. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í þetta sinn lagði Guðjón vinkilinn að blómum og býflugum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Bjarni Þórodsson, stjórnmálafræðingur hjá Reykjavíkurborg. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og svo hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Earthsea e. Ursula Le Guin Hvítfeld e. Kristínu Eiríksdóttir Kóngulærnar í sýningarglugganum e. Kristínu Ómarsd. Dýrin í Hálsaskógi e. Thorbjörn Egner Blíðfinnur e. Þorvald Þorsteinsson Tónlist í þætti dagsins: Ást / Ragnheiðu
28/08/20230
Episode Artwork

Einkennilegir menn, býflugnavinkill og Bjarni lesandi vikunnar

Útgáfutónleikar einkennilegra manna hljómar kannski undarlega en dúettinn Down & Out sendi nýlega frá sér tónlist á nýrri breiðskífu sem þeir kalla Þættir af einkennilegum mönnum. Húsavík er fæðingarheimili hljómsveitarinnar, en hana skipa þeir Ármann Guðmundsson og Þorgeir Tryggvason, sem hlustendur ættu að þekkja úr hljómsveitinni Ljótu hálfvitarnir. Þeir mættu í þáttinn í dag með tvo gítara og spiluðu og spjölluðu. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í þetta sinn lagði Guðjón vinkilinn að blómum og býflugum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Bjarni Þórodsson, stjórnmálafræðingur hjá Reykjavíkurborg. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og svo hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Earthsea e. Ursula Le Guin Hvítfeld e. Kristínu Eiríksdóttir Kóngulærnar í sýningarglugganum e. Kristínu Ómarsd. Dýrin í Hálsaskógi e. Thorbjörn Egner Blíðfinnur e. Þorvald Þorsteinsson Tónlist í þætti dagsins: Ást / Ragnheiðu
28/08/20230
Episode Artwork

Föstudagsgestirnir Geir Sveinsson og Jóhanna Vilhjálmsdóttir

Föstudagsgestirnir okkar í dag voru bæjarstjórahjónin í Hveragerði, Geir Sveinsson fyrrum landsliðsmaður í handbolta og Jóhanna Vilhjálmsdóttir fjölmiðlakona og áhugamanneskja um heilsu en hún er höfundur tvöggja bóka um heilsu, Heilsubækur Jóhönnu. Þau hjónin eru tiltölulega nýflutt heim, Geir í fyrra vegna bæjarstjórastöðunnar og Jóhanna nú fyrir rúmri viku , eftir að þau hörðu búið í Austurríki og Þýskalandi í um ellefeu ár. Við spjölluðum við þau Jóhönnu og Geir um lífið og tilveruna og svo sátu þau áfram í matarspjalli dagsins þar sem var meðal annars rætt um lífrænan mat, eiturefni og súrdeigsbrauð. Tónlist í þætti dagsins: Draumaprinsinn / Ragnhildur Gísladóttir (Magnús Eiríksson) I?ll keep loving you / Willie Nelson (Vinchent Rose & Coburn) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
25/08/20230
Episode Artwork

Leiðtogasamfélagið, hönnunarverðlaun og Akureyrarvaka

Börn fæðast sem leiðtogar en samfélgið gerir þau að fylgjendum. Þessi setning blasir við þegar maður fer inn á síðuna Leiðtogasamfélagið.is. Inga Sigrún Atladóttir kennari og fyrrverandi skólastjóri vann að því fyrir nokkrum árum að innleiða þær nýjungar sem komu fram í íslensku námskránni 2011 fyrir leik-, grunn-, og framhaldsskóla með heildstæðri hugmyndafræði sem hún kallaði Leiðtogasamfélagið og snéri fyrst og fremst að valdeflingu barna og gagnrýnni hugsun. Fyrir þremur árum hætti hún sem skólastjóri til að skrifa bók um hugmyndirnar sem hún ætlaði að yrðu eins konar leiðarvísir fyrir kennara og skólastjórnendur til að innleiða þær nýjungar sem námskráin 2011 boðaði. Nú er fyrsta bókin í bókaflokknum komin út og við fengum Ingu til að segja okkur frá hugmyndafræðinni og Leiðtogasamfélaginu. Það var tilkynnt um það í síðustu viku að hönnunarstofa Hlyns V. Atlasonar, Atlason Studio, hreppti hin virtu Cooper Hewitt National Design Awards verðlaun í Bandaríkjunum í flokki vöruhönnuna
24/08/20230
Episode Artwork

Leiðtogasamfélagið, hönnunarverðlaun og Akureyrarvaka

Börn fæðast sem leiðtogar en samfélgið gerir þau að fylgjendum. Þessi setning blasir við þegar maður fer inn á síðuna Leiðtogasamfélagið.is. Inga Sigrún Atladóttir kennari og fyrrverandi skólastjóri vann að því fyrir nokkrum árum að innleiða þær nýjungar sem komu fram í íslensku námskránni 2011 fyrir leik-, grunn-, og framhaldsskóla með heildstæðri hugmyndafræði sem hún kallaði Leiðtogasamfélagið og snéri fyrst og fremst að valdeflingu barna og gagnrýnni hugsun. Fyrir þremur árum hætti hún sem skólastjóri til að skrifa bók um hugmyndirnar sem hún ætlaði að yrðu eins konar leiðarvísir fyrir kennara og skólastjórnendur til að innleiða þær nýjungar sem námskráin 2011 boðaði. Nú er fyrsta bókin í bókaflokknum komin út og við fengum Ingu til að segja okkur frá hugmyndafræðinni og Leiðtogasamfélaginu. Það var tilkynnt um það í síðustu viku að hönnunarstofa Hlyns V. Atlasonar, Atlason Studio, hreppti hin virtu Cooper Hewitt National Design Awards verðlaun í Bandaríkjunum í flokki vöruhönnuna
24/08/20230
Episode Artwork

Minningartónleikar, veðurspjall og ellefu ára einsöngvari í Hörpu

Þann 24.ágúst 2023 hefði Bjarki Friðriksson orðið fimmtugur, en hann lést tæplega tvítugur skyndilega úr heilahimnubólgu árið 1993. Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, systir Bjarka, ætlar að minnast hans með tónleikum á sunnudaginn og Karl Olgeirsson mun spila á Bjarkann, hammondorgel sem safnað var fyrir árið 2018 með dyggri aðstoð góðra vina. Hammondið á sér varanlegan stað í Hörpu. Allur ágóði tónleikanna mun renna til málefna sem styðja við ungt fólk sem þarf aðstoð við að vinna sig úr áföllum. Við ræddum við Siggu Eyrúnu í þættinum í dag. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom til okkar í sitt vikulega veðurspjall í dag. Við ræddum við Elínu um til dæmis nöfn á stormum og veðurkerfum og sjaldgæf veðurskil. Við fengum svo í heimsókn Jóhannes Jökul Zimsen, ellefu ára dreng sem er að fara að syngja einsöng í Eldborgarsal Hörpu á sunnudaginn. Með honum kom Bjarni Frímann Bjarnason, kórstjóri Mótettukórsins. Jóhannes Jökull mun syngja á hebresku í Chichester sálmum Leonards Bernstein o
23/08/20230
Episode Artwork

ADHD og konur og ævintýri í Heiðmörk

Við fræddumst um ADHD og konur í þættinum í dag. Rannsóknir frá nágrannalöndum okkar sýna að 50-70% stúlkna eru án greiningar og mjög margar konur fá greiningu fyrst á fullorðinsaldri. ADHD einkenni sem eru ógreind og ómeðhöndluð geta haft miklar og neikvæðar afleiðingar á líf kvenna, félagsleg samskipti og sjálfsmynd. ADHD á kvennamáli er heiti á nýju námskeiði sem ADHD markþjálfarnir Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir og Sigrún Jónsdóttir bjóða uppá. Þar er lögð áhersla á að skoða ADHD á jákvæðan hátt og horfa til styrkleika, tækifæra og sjálfsmildis. Kristbjörg og Sigrún komu í þáttinn í dag. Svo fjölluðum við um þáttöku- og upplifunarverk sem hefur göngu sína í Heiðmörk um helgina þar sem þáttakendum er boðið í eins konar listræna útgáfu af hlutverkaspili sem er lýst sem völundarhúsi af ólíkum upplifunum í skóginum. Þóranna Björnsdóttir, tónskáld, er ein þeirra sem standa að þessu verki sem kallast Twisted Forest. Þóranna sagði okkur betur frá í þættinum í dag. Tónlist í þætti dagsins
22/08/20230
Episode Artwork

ADHD og konur og ævintýri í Heiðmörk

Við fræddumst um ADHD og konur í þættinum í dag. Rannsóknir frá nágrannalöndum okkar sýna að 50-70% stúlkna eru án greiningar og mjög margar konur fá greiningu fyrst á fullorðinsaldri. ADHD einkenni sem eru ógreind og ómeðhöndluð geta haft miklar og neikvæðar afleiðingar á líf kvenna, félagsleg samskipti og sjálfsmynd. ADHD á kvennamáli er heiti á nýju námskeiði sem ADHD markþjálfarnir Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir og Sigrún Jónsdóttir bjóða uppá. Þar er lögð áhersla á að skoða ADHD á jákvæðan hátt og horfa til styrkleika, tækifæra og sjálfsmildis. Kristbjörg og Sigrún komu í þáttinn í dag. Svo fjölluðum við um þáttöku- og upplifunarverk sem hefur göngu sína í Heiðmörk um helgina þar sem þáttakendum er boðið í eins konar listræna útgáfu af hlutverkaspili sem er lýst sem völundarhúsi af ólíkum upplifunum í skóginum. Þóranna Björnsdóttir, tónskáld, er ein þeirra sem standa að þessu verki sem kallast Twisted Forest. Þóranna sagði okkur betur frá í þættinum í dag. Tónlist í þætti dagsins
22/08/20230
Episode Artwork

Klassíkin okkar, hamingjuvinkill og Steinunn lesandinn

Viðburðurinn Klassíkin okkar er löngu orðin að föstum punkti í tónlistarlífi landsmanna en þá sýnir Sjónvarpið beint frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem þjóðin fær að hlutast til um efnisskrána og öllu er tjaldað til. Að þessu sinni verður vinsæl tónlist úr kvikmyndum í aðalhlutverki, allt frá Wolfgang Amadeusi Mozart og Ludwig van Beethoven til John Williams, Jóhanns Jóhannssonar og Hildar Guðnadóttur auk ógleymanlegra laga úr íslenskum kvikmyndum. Þau Halla Oddný Magnúsdóttir og Guðni Tómasson komu í þáttinn í dag. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í vinkli dagsins leitar Guðjón hamingjunnar eins og stór hluti þjóðarinnar, hann leitar bæði hjá sjálfum sér og öðrum en þið verðið að hlusta á pistilinn til að komast að því hvort hann varð einhvers vísari. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Steinunn Rögnvaldsdóttir félags- og kynjafræðingur sem vinnur við mannauðsmál hjá Reykjavíkurborg. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfari
21/08/20230
Episode Artwork

Föstudagsgesturinn Gísli Snær Erlingsson kvikmyndaleikstjóri

Föstudagsgesturinn okkar var kvikmyndagerðarmaðurinn Gísli Snær Erlingsson sem hefur nýlega verið skipaður forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Gísli Snær hefur starfað við leikstjórn um árabil og leikstýrði meðal annars kvikmyndunum Ikíngut (2000) sem hefur verið seld til 59 landa og Benjamín dúfu (1995). Hann var ráðinn sem skólastjóri Kvikmyndaskóla Lundúna árið 2016 og lét af störfum þar á síðasta ári. Hann bjó lengi og starfaði í Japan og hefur marga fjöruna sopið í kvikmyndabransanum. Við töluðum við Gísla um lífið og tilveruna, ferilinn,Skaupið 1988 þegar leikurum var sagt að sniðganga Skaupið og hvernig hann áttaði sig á því að hann hefði farið í kulnun. STUÐMENN - Út á stoppistöð. BRUCE SPRINGSTEEN-Born to run
18/08/20230
Episode Artwork

Risakýrin Edda og ferðalangurinn Eiríkur Viljar Hallgrímsson Kúld

Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir Núna á laugardaginn þann 19. ágúst verður risakýrin Edda formlega vígð en Edda er tveggja tonna listaverk úr smiðju Beate Stormo, eldsmiðs og bónda á bænum Kristnesi í Eyjafirði. Kýrin er þrír metrar á hæð og fimm á lengd og er hugsuð sem tákn Eyjafjarðarsveitar enda eru mörg blómleg mjólkurbú á svæðinu. Við forvituðumst um þetta merkilega listaverk hér í Mannlega þættinum í dag. Í sumar höfum við heyrt alls kyns ferðasögur í útvarpinu og höfum fengið ábendingar frá hlustendum um ferðalanga sem hafa eytt miklum tíma í ferðalög og jafnvel bara einir á ferð. Eiríkur Viljar Hallgrímsson Kúld er einn af þeim sem hefur farið víða, fyrst með öðrum en eftir að hafa prófa að ferðast einn var ekki til baka snúið. Hann fór með vinum sínum til Víetnam fyrir nokkrum árum og þeir fóru á mótorhjólum þvert yfir landið. Hann hefur hjólað niður Suður Kóreu til Busan, fór til Kína einn á mótorhjóli og var þar í tæpa 4 mánuði, til Kúbu hvar hann hjól
17/08/20230
Episode Artwork

Róbert Arnfinnsson, Ástarsögufélagið og póstkort frá Magnúsi

Í dag hefði stórleikarinn Róbert Arnfinnsson orðið 100 ára og í tilefni þess fengum við Sigríði Jónsdóttur, sérfræðing í leikminjasafni Landsbókasafnsins, til þess að koma til okkar en bókasafnið varðveitir einkaskjalasafn Róberts sem er stórmerkilegt og eitt af stærstu einkaskjalasöfnum safnsins. Sigríður rifjaði upp með okkur feril Róberts, en hann lék ríflega 200 hlutverk á leiksviði og ennþá fleiri í útvarpi og við fengum að heyra stutt brot úr ferli hans úr uppsetningu Þjóðleikhússins á Grikkjanum Zorba frá árinu 1971 og svo heyrðum við hann syngja lagið Herra Sellófan úr söngleiknum Chicago, upptöku frá vetrinum 1984-85 úr Þjóðleikhúsinu. Hið nýstofnaða Ástarsögufélag vill standa að eflingu ástarsögunnar í sinni fjölbreyttustu mynd og koma til móts við þá fjölmörgu lesendur sem þrá að lesa meira um ástina. Félagið verður með örástargjörning á Menningarnótt þar sem nokkrir meðlimir félagsins munu aðstoða gesti og gangandi á Óðinstorgi við að skrifa ástarskilaboð. Brynja Sif Skúlad
16/08/20230
Episode Artwork

Róbert Arnfinnsson, Ástarsögufélagið og póstkort frá Magnúsi

Í dag hefði stórleikarinn Róbert Arnfinnsson orðið 100 ára og í tilefni þess fengum við Sigríði Jónsdóttur, sérfræðing í leikminjasafni Landsbókasafnsins, til þess að koma til okkar en bókasafnið varðveitir einkaskjalasafn Róberts sem er stórmerkilegt og eitt af stærstu einkaskjalasöfnum safnsins. Sigríður rifjaði upp með okkur feril Róberts, en hann lék ríflega 200 hlutverk á leiksviði og ennþá fleiri í útvarpi og við fengum að heyra stutt brot úr ferli hans úr uppsetningu Þjóðleikhússins á Grikkjanum Zorba frá árinu 1971 og svo heyrðum við hann syngja lagið Herra Sellófan úr söngleiknum Chicago, upptöku frá vetrinum 1984-85 úr Þjóðleikhúsinu. Hið nýstofnaða Ástarsögufélag vill standa að eflingu ástarsögunnar í sinni fjölbreyttustu mynd og koma til móts við þá fjölmörgu lesendur sem þrá að lesa meira um ástina. Félagið verður með örástargjörning á Menningarnótt þar sem nokkrir meðlimir félagsins munu aðstoða gesti og gangandi á Óðinstorgi við að skrifa ástarskilaboð. Brynja Sif Skúlad
16/08/20230
Episode Artwork

Afleiðingar myglu, sumarveðrið og fordómar um yfirþyngd

Emilía Björg Atladóttir viðskiptafræðingur kom til okkar í dag og sagði okkur frá niðurstöðum rannsóknar um myglu- og rakavandamál í skólahúsnæði á Íslandi sem hún vann í lokaverkefni til meistaraprófs í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík. Þar rannsakaði hún meðal annars afleiðingar myglu í skólum og upplifun skólastjórnenda á starfsánægju á skólasamfélagið. Við fengum Emilíu til að segja okkur betur frá þessari rannsókn og niðurstöðunum í þættinum. Elín Björk Jónasdóttir kom til okkar eftir sumarfríið í veðurspjall. Við ræddum við hana um eldgosið í sumar, hvernig það var í hennar stöðu að vera í fríi þegar eldgos brestur. Eins fórum við með henni yfir sumarveðrið, sólarstundirnar, hitasveiflur, vætu og þurrk og að lokum um næstu vikur í kortunum. Það var af nógu að taka með Elínu í dag. Í lokaverkefni Steinunnar Helgu Sigurðardóttur, í mannauðsstjórnun við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, skoðaði hún birtingarmyndir fordóma og mismununar á vinnumarkaði þegar kemur að konu
15/08/20230
Episode Artwork

Kringlan 36 ára, þvottavélavinkill og Margrét lesandinn

Verslunarmiðstöðin Kringlan var opnuð í Reykjavík þann 13.ágúst 1987 og við rifjuðum upp hvernig þessir fyrstu dagar í Kringlunni gengu fyrir sig með fyrsta framkvæmdastjóra Kringlunnar Ragnari Atla Guðmundssyni viðskiptafræðingi sem var lokkaður í starfið frá Hampiðjunni hvar hann starfaði áður. Þetta stóð í Helgarpóstinum árið 1987 þann 27.ágúst: Kringlan er verslunarmiðstöð af þeirri gerð sem kallast MALL á ensku. Skipulagið er þannig að tvær stórar verslanir, sem fullvíst er að muni laða til sín mikinn fjölda viðskiptavina, eru settar í sitt hvorn enda. Í þessu tilfelli er um að ræða Hagkaup sem leggur undir sig norðurendann og BYKO sem fyllir þann syðri. Við hittum Ragnar í Kringlunni á 36 ára afmæli Kringlunnar. Guðjón Helgi Ólafsson sendi okkur fyrsta vinkil eftir sumarfrí í dag. Í þetta sinn bar hann vinkilinn að því sem hann kallar þvælingi og þvottavél. Guðjón útskýrði það betur í vinklinum í dag. Svo var það lesandi vikunnar, sem hóf aftur göngu sína á mánudögum í þættinum.
14/08/20230
Episode Artwork

Kringlan 36 ára, þvottavélavinkill og Margrét lesandinn

Verslunarmiðstöðin Kringlan var opnuð í Reykjavík þann 13.ágúst 1987 og við rifjuðum upp hvernig þessir fyrstu dagar í Kringlunni gengu fyrir sig með fyrsta framkvæmdastjóra Kringlunnar Ragnari Atla Guðmundssyni viðskiptafræðingi sem var lokkaður í starfið frá Hampiðjunni hvar hann starfaði áður. Þetta stóð í Helgarpóstinum árið 1987 þann 27.ágúst: Kringlan er verslunarmiðstöð af þeirri gerð sem kallast MALL á ensku. Skipulagið er þannig að tvær stórar verslanir, sem fullvíst er að muni laða til sín mikinn fjölda viðskiptavina, eru settar í sitt hvorn enda. Í þessu tilfelli er um að ræða Hagkaup sem leggur undir sig norðurendann og BYKO sem fyllir þann syðri. Við hittum Ragnar í Kringlunni á 36 ára afmæli Kringlunnar. Guðjón Helgi Ólafsson sendi okkur fyrsta vinkil eftir sumarfrí í dag. Í þetta sinn bar hann vinkilinn að því sem hann kallar þvælingi og þvottavél. Guðjón útskýrði það betur í vinklinum í dag. Svo var það lesandi vikunnar, sem hóf aftur göngu sína á mánudögum í þættinum.
14/08/20230
Episode Artwork

Elísabet Jökulsdóttir föstudags- og matarspjallsgestur

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Elísabet Kristín Jökulsdóttir skáld og rithöfundur. Hún hefur skrifað ljóð, smásögur, örsögur, skáldsögur og leikrit. Hún hefur unnið að auki margvísleg störf, til dæmis á veitingahúsi, verið ráðskona, háseti, afleysingakennari, blaðakona og fleira. Elísabet var svo auðvitað á meðal frambjóðenda í forsetakosningunum árið 2016. Elísabet hefur hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin, Fjöruverðlaunin og Menningarverðlaun DV og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Við ferðuðumst með henni aftur í tímann á æskuslóðirnar á Seltjarnarnesi og Vesturbænum og fórum svo með henni á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag og Elísabet sagði okkur frá nýju leikrit í Þjóðleikhúsinu upp úr tveimur bókum hennar, Pöddusýningunni sem opnar í bókasafninu í Hveragerði í næstu viku og svo að lokum Elísabetarstíg. Elísabet sat áfram með okkur í matarspjallinu og talaði um uppáhaldsmatinn sinn og hvað henni þykir skemmtilegast að elda og h
30/06/20230
Episode Artwork

Nýtt í geimnum og Ólafur Laufdal (Endurtekið viðtal frá 2020)

Sævar Helga Bragason kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um hvað er nýjast að frétta utan úr geimi. Til dæmis verður nýjum evrópskum geimsjónauka skotið á loft um helgina til að kanna svokallað hulduefni og hulduorku. Svo sagði hann líka frá tveimur stórum uppgötvunum í stjarnvísindum, önnur um tifstjörnur og hin um fiseindir. Sævar Helgi gerði sitt besta til að útskýra þetta fyrir okkur og sagði að lokum frá nýrri bók sinni Úps, þar sem hann segir frá ótal dæmum þess að mistök hafi leitt af sér merkar uppgötvanir og uppfinningar. Ólafur Laufdal veitingamaður lést þann 24.júní síðastliðinn, 78 ára að aldri. Ólafur var einn þekktasti veitingamaður landsins og rak Hótel Grímsborgir í Grímsnesi en hann byggði upp nokkra stærstu og vinsælustu skemmtistaði landsins um árabil, eins og t.d. Hollywood og Broadway. Hans langa athafnasaga hefur verið samofinn íslenskri dægurmenningu í sex áratugi. Margrét Blöndal heimsótti Ólaf að Hótel Grímsborgum í júní 2020 og tók við hann viðtal sem við fl
29/06/20230
Episode Artwork

Nýtt í geimnum og Ólafur Laufdal (Endurtekið viðtal frá 2020)

Sævar Helga Bragason kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um hvað er nýjast að frétta utan úr geimi. Til dæmis verður nýjum evrópskum geimsjónauka skotið á loft um helgina til að kanna svokallað hulduefni og hulduorku. Svo sagði hann líka frá tveimur stórum uppgötvunum í stjarnvísindum, önnur um tifstjörnur og hin um fiseindir. Sævar Helgi gerði sitt besta til að útskýra þetta fyrir okkur og sagði að lokum frá nýrri bók sinni Úps, þar sem hann segir frá ótal dæmum þess að mistök hafi leitt af sér merkar uppgötvanir og uppfinningar. Ólafur Laufdal veitingamaður lést þann 24.júní síðastliðinn, 78 ára að aldri. Ólafur var einn þekktasti veitingamaður landsins og rak Hótel Grímsborgir í Grímsnesi en hann byggði upp nokkra stærstu og vinsælustu skemmtistaði landsins um árabil, eins og t.d. Hollywood og Broadway. Hans langa athafnasaga hefur verið samofinn íslenskri dægurmenningu í sex áratugi. Margrét Blöndal heimsótti Ólaf að Hótel Grímsborgum í júní 2020 og tók við hann viðtal sem við fl
29/06/20230
Episode Artwork

Gervigreind, Kattholt og Allt í blóma í Hveragerði

Mikið hefur verið fjallað um gervigreind undanfarið, og talsvert hefur borið á fréttum þar sem fólk hefur áhyggjur af þróuninni, því mannkyninu standi ýmis konar ógn af gervigreind og setja þurfi skýrar reglur. Til dæmis heyrðust dæmi um það í fréttum að fimmti hver nemandi í Noregi, á aldrinum 15-24 ára, noti gervigreind til að aðstoða sig í við heimavinnu. En við ætlum að fræðast í dag um mögulegar jákvæðar hliðar á notkun gervigreindar í skólum og hvernig hún getur nýst við kennslu. Tryggvi Thayer er doktor í samanburðarmenntunarfræðum, hann er einn af þeim sem kennir í námskeiði fyrir framhaldsskólakennara á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands og við fengum hann til að segja okkur betur frá því í dag. Dýraathvörf fyrir heimilislaus dýr hérlendis eru full og sífellt fer fjölgandi tilvikum þar sem gæludýr eru skilin eftir á vergangi. Við töluðum við Hönnu í Kattholti, en hún er rekstrarstjóri Kattholts, og hún sagði okkur hverjar geta verið ástæðurnar fyrir því að dýr verða heimili
28/06/20230
Episode Artwork

Teepa Snow, brasilísk sveifla og Viðey

Teepa Snow er iðjuþjálfi, aðstandandi og með yfir 30 ára starfsreynslu af starfi fyrir fólk með heilabilun, bæði í beinni þjónustu og fræðistarfi. Hún heldur fyrirlestra víða um heim og er þekkt fyrir nálgun sína og lifandi aðferðir við að miðla þekkingu sinni og í dag heldur Teepa fyrirlestur á Íslandi í dag á vegum samtakanna Verndrum veika og aldraða. Við fengum Áslaugu Dröfn Sigurðardóttur, aðstandanda, og meðlim í samtökunum til að segja okkur meira frá Teepu og viðburðinum í þættinum í dag. Jazzklúbburinn Múlinn heldur áfram með sumardagskrá sína með spennandi tónleikum og á morgun í Flóa í Hörpu koma fram Ife Tolentino og Óskar Guðjónsson ásamt hljómsveit. Þegar Óskar og Ife, sem er frá Brasilíu, voru búnir að vinna saman í talsvert mörg ár fundust þó nokkuð af skúffulögum í fórum Ife sem hann hafði aldrei gert neitt með. Þarna var kominn efniviður sem Óskar vildi ekki láta fara forgörðum og hafist var handa við upptökur. Nú er platan að koma út og á útgáfutónleikum verður hún
27/06/20230
Episode Artwork

Teepa Snow, brasilísk sveifla og Viðey

Teepa Snow er iðjuþjálfi, aðstandandi og með yfir 30 ára starfsreynslu af starfi fyrir fólk með heilabilun, bæði í beinni þjónustu og fræðistarfi. Hún heldur fyrirlestra víða um heim og er þekkt fyrir nálgun sína og lifandi aðferðir við að miðla þekkingu sinni og í dag heldur Teepa fyrirlestur á Íslandi í dag á vegum samtakanna Verndrum veika og aldraða. Við fengum Áslaugu Dröfn Sigurðardóttur, aðstandanda, og meðlim í samtökunum til að segja okkur meira frá Teepu og viðburðinum í þættinum í dag. Jazzklúbburinn Múlinn heldur áfram með sumardagskrá sína með spennandi tónleikum og á morgun í Flóa í Hörpu koma fram Ife Tolentino og Óskar Guðjónsson ásamt hljómsveit. Þegar Óskar og Ife, sem er frá Brasilíu, voru búnir að vinna saman í talsvert mörg ár fundust þó nokkuð af skúffulögum í fórum Ife sem hann hafði aldrei gert neitt með. Þarna var kominn efniviður sem Óskar vildi ekki láta fara forgörðum og hafist var handa við upptökur. Nú er platan að koma út og á útgáfutónleikum verður hún
27/06/20230
Episode Artwork

Ásrún í Hrísey, bótúlismavinkill og María lesandi vikunnar

Stofnfundur Þróunarfélags Hríseyjar var haldinn í síðustu viku, en þróunarfélaginu er ætlað að vera leiðandi í almennri byggða- og uppbyggingaþróun í Hrísey í samvinnu við íbúa, fyrirtæki og félög í Hrísey ásamt Akureyrarbæ. Við fræddumst nánar um félagið og áform þess í Mannlega þættinum og slógum á þráðinn til Ásrúnar Ýrar Gestsdóttur, verkefnastjóra Áfram Hríseyjar, í þættinum í dag. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í þetta sinn lagði hann vinkilinn að niðursuðudósum og bótúlisma. Svo var það lesandi vikunnar sem var í þetta sinn María Elísabet Bragadóttir rithöfundur. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. María talaði um eftirtaldar bækur: Austan Eden e. John Steinbeck Rúmmálsreikningur I e. Solvej Ball My Body e. Emily Ratajkowski Svo talaði hún um Wuthering Heights e. Emily Bronte, Tove Ditlevsen og ítalska rithöfundinn Nataliu Ginzburg Tónlist í þættinum: S
26/06/20230
Episode Artwork

Birgir Örn Steinarsson föstudags- og matarspjallsgestur

Föstudagsgesturinn var á sínum stað í þættinum í dag. Að þessu sinni kom til okkar Birgir Örn Steinarsson, betur þekktur sem Biggi í Maus. Biggi hefur komið víða við á sínum ferli. Hann varð þekktur með hljómsveitinni Maus, og hefur einnig starfað í fjölmiðlum, skrifað kvikmyndahandrit og er lærður sálfræðingur. Biggi starfar í dag sem sálfræðingur hjá Sálfræðiþjónustu Norðurlands auk þess sem hann er farinn að gefa út tónlist undir listamannsnafninu Biggi Maus. Við stikluðum á stóru í gegnum lífið og hans fjölbreytta feril í þættinum í dag. Í matarspjallinu í dag fengum við Birgi föstudagsgest til að sitja áfram með okkur og segja okkur frá sínum uppáhaldsmat og hvað honum þykir skemmtilegast að elda. Tónlist í þættinum: Ekki vera að eyða mínum tíma / Biggi Maus (Birgir Örn Steinarsson og Þorgils Gíslason) Yfir hindranir / Drengurinn fengurinn (Egill Logi Jónasson) River / Ibeyi (Eric Collins & Lisa Kainde Diaz) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
23/06/20230
Episode Artwork

Birgir Örn Steinarsson föstudags- og matarspjallsgestur

Föstudagsgesturinn var á sínum stað í þættinum í dag. Að þessu sinni kom til okkar Birgir Örn Steinarsson, betur þekktur sem Biggi í Maus. Biggi hefur komið víða við á sínum ferli. Hann varð þekktur með hljómsveitinni Maus, og hefur einnig starfað í fjölmiðlum, skrifað kvikmyndahandrit og er lærður sálfræðingur. Biggi starfar í dag sem sálfræðingur hjá Sálfræðiþjónustu Norðurlands auk þess sem hann er farinn að gefa út tónlist undir listamannsnafninu Biggi Maus. Við stikluðum á stóru í gegnum lífið og hans fjölbreytta feril í þættinum í dag. Í matarspjallinu í dag fengum við Birgi föstudagsgest til að sitja áfram með okkur og segja okkur frá sínum uppáhaldsmat og hvað honum þykir skemmtilegast að elda. Tónlist í þættinum: Ekki vera að eyða mínum tíma / Biggi Maus (Birgir Örn Steinarsson og Þorgils Gíslason) Yfir hindranir / Drengurinn fengurinn (Egill Logi Jónasson) River / Ibeyi (Eric Collins & Lisa Kainde Diaz) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
23/06/20230
Episode Artwork

Sigríður Soffía, klifurstöð og leiksýning um virði hluta

Við fengum Sigríði Soffíu Nielsdóttur, dansara, danshöfund, listakonu og nú síðast ljóðskáld í spjall í dag. Þetta er Mannlegi þátturinn og hún gaf út ljóðabók sem heitir Til hamingju með að vera mannleg, því urðum við að skoða það aðeins. Í ljóðunum í bókinni fer Sigríður í gegnum reynsluna af því að greinast með krabbamein og að ganga í gegnum erfiða meðferð við meininu og það í heimsfaraldri. Sem dansari og danshöfundur var hún vön því að skapa og túlka sína list með líkamanum, en í þessu tilfelli þurfti hún að nota orðin. Sigríður Soffía sagði okkur frá því hvernig það gekk í þættinum í dag. Í gömlu verksmiðjuhúsunum á Hjalteyri við Eyjafjörð hefur ýmis konar starfsemi byggst upp undanfarin ár. Það nýjasta er aðstaða til klifurs sem er opin almenningi. Klifurstöðin kallast 600Klifur og við fengum tvo meðlimi þaðan, þau Magnús Arturo Batista og Kötu Kristjánsdóttur, í þáttinn til að segja okkur betur frá starfseminni. Verðbólga, vaxtahækkanir og almennar verðhækkanir hafa sett strik
22/06/20230
Episode Artwork

Gervigreind og neytendur, Kvæðamannafélög og Berlín

Sprenging hefur orðið í framboði á þjónustu sem byggir á svokallaðri skapandi gervigreind. Skapandi gervigreind vekur til dæmis upp alvarlegar spurningar um réttindi og öryggi neytenda og samtök neytenda í Evrópu og Bandaríkjunum krefjast þess að réttur neytenda verði í forgrunni við hönnun og þróun hennar. En hvað er skapandi gervigreind? Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna kom í þáttinn í dag og útskýrði það fyrir okkur og fræddi okkur um það sem neytendasamtökin eru að benda á. Kvæðamannafélög eru starfrækt víða um land. Eitt þeirra er Kvæðamannafélagið Gefjun á Akureyri, en formaður þess félags er listakonan Sesselía Ólafsdóttir. Sesselía er jafnframt bæjarlistamaður Akureyrar í ár. Við fengum Sesselíu til okkar í Mannlega þáttinn í dag og forvitnuðumst um kvæðahefðina, lífið og listina. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Magnús er nýkominn heim frá Berlín, en hann hefur hrifist af borginni og segir meðal annars frá frábærum samgöngum, áfengis og kannab
21/06/20230
Episode Artwork

Gervigreind og neytendur, Kvæðamannafélög og Berlín

Sprenging hefur orðið í framboði á þjónustu sem byggir á svokallaðri skapandi gervigreind. Skapandi gervigreind vekur til dæmis upp alvarlegar spurningar um réttindi og öryggi neytenda og samtök neytenda í Evrópu og Bandaríkjunum krefjast þess að réttur neytenda verði í forgrunni við hönnun og þróun hennar. En hvað er skapandi gervigreind? Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna kom í þáttinn í dag og útskýrði það fyrir okkur og fræddi okkur um það sem neytendasamtökin eru að benda á. Kvæðamannafélög eru starfrækt víða um land. Eitt þeirra er Kvæðamannafélagið Gefjun á Akureyri, en formaður þess félags er listakonan Sesselía Ólafsdóttir. Sesselía er jafnframt bæjarlistamaður Akureyrar í ár. Við fengum Sesselíu til okkar í Mannlega þáttinn í dag og forvitnuðumst um kvæðahefðina, lífið og listina. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Magnús er nýkominn heim frá Berlín, en hann hefur hrifist af borginni og segir meðal annars frá frábærum samgöngum, áfengis og kannab
21/06/20230
Episode Artwork

Fann alsystur sína í Oregon, Ævintýragarður Hreins og Söguboð

Við fengum í dag mæðgurnar Kristínu Valdemarsdóttur og Karólínu Ágústsdóttur í heimsókn til okkar. Þær deildu með okkur sögunni af því þegar Karólína, 15 ára, fann líffræðilega alsystur sína sem er 18 ára og býr í Bandaríkjunum, eftir að hafa sent DNA próf í alþjóðlegan gagnabanka. Þær voru báðar ættleiddar frá Kína og vissu ekkert hvor af annarri, áður en þær í sitt hvoru lagi prófuðu að nýta sér þessa þjónustu í von og óvon án þess að vita við hverju mætti búast. Þær Karólína og Kristín sögðu okkur þessa fallegu og áhrifaríku sögu í þættinum. Við litum svo við í Ævintýragarði alþýðulistamannsins Hreins Halldórssonar við Oddeyrargötuna á Akureyri en þar má finna ýmsar ævintýraverur sem Hreinn hefur skapað, mest úr timbri en líka gömlum verkfærum, krönum, skápahandföngum og tannburstum, til að nefna nokkur dæmi. Við hittum Hrein og ræddum við hann um hugsunina á bak við Ævintýragarðinn. Í dag er alþjóðadagur flóttafólks og þau Árni Kristjánsson, ungliða- og aðgerðastjóri Íslandsdeildar
20/06/20230
Episode Artwork

Gracelandic, mótorhjólavinkill og Luciano Dutra lesandinn

Nýlega birtist á Vísi pistillinn Stígðu fram og taktu pláss eftir Grace Achieng, sem er stofnandi og framkvæmdastjóri tískufyrirtækisins Gracelandic, en Grace var nýlega kosin í stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu. Hún er fyrsta svarta konan til að sitja í stjórn félagsins og önnur konan af erlendum uppruna. Í pistlinum segist Grace tengja við konuna sem hefur alltaf setið til hliðar, hikandi við að stíga fram og tala af ótta við að segja eitthvað vitlaust. Hún vill nota vettvang sinn í FKA til að vera ástríðufullur talsmaður þess að trúa á sjálfa sig og að fara óttalaus eftir draumum sínum og til að endurskilgreina fjölbreytileika í samfélaginu. Grace var gestur Mannlega þáttarins í dag. Við fengum svo vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í þetta sinn lagði hann vinkilinn að málnotkun og mótorhjólum. Svo var það lesandi vikunnar, sem í þetta sinn var Luciano Domingues Dutra. Hann fæddist í Brasilíu og kom fyrst til Íslands árið 200
19/06/20230
Episode Artwork

Gracelandic, mótorhjólavinkill og Luciano Dutra lesandinn

Nýlega birtist á Vísi pistillinn Stígðu fram og taktu pláss eftir Grace Achieng, sem er stofnandi og framkvæmdastjóri tískufyrirtækisins Gracelandic, en Grace var nýlega kosin í stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu. Hún er fyrsta svarta konan til að sitja í stjórn félagsins og önnur konan af erlendum uppruna. Í pistlinum segist Grace tengja við konuna sem hefur alltaf setið til hliðar, hikandi við að stíga fram og tala af ótta við að segja eitthvað vitlaust. Hún vill nota vettvang sinn í FKA til að vera ástríðufullur talsmaður þess að trúa á sjálfa sig og að fara óttalaus eftir draumum sínum og til að endurskilgreina fjölbreytileika í samfélaginu. Grace var gestur Mannlega þáttarins í dag. Við fengum svo vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í þetta sinn lagði hann vinkilinn að málnotkun og mótorhjólum. Svo var það lesandi vikunnar, sem í þetta sinn var Luciano Domingues Dutra. Hann fæddist í Brasilíu og kom fyrst til Íslands árið 200
19/06/20230
Episode Artwork

Svandís Svavarsdóttir föstudagsgestur og í matarspjalli

Það er föstudagur sem þýðir föstudagsgestur og matarspjall og í dag var það föstudagsgestur sem sat áfram í matarspjalli og þetta var Matvælaráðherrann Svandís Svavarsdóttir. Svandís hefur setið í nokkrum ráðherrastólum, hún var Umhverfisráðherra 2009?2012. Umhverfis- og auðlindaráðherra 2012?2013. Heilbrigðisráðherr a 2017?2021. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2021?2022. Matvælaráðherra síðan 2022. Við ræddum við hana um lífið og tilveruna, æskuna vorið og undrið eins og segir í dægurlagatextanum og hófum auðvitað þáttinn á lagi með Unu Torfa sem er dóttir Svandísar. Tónlist í þættinum: En/Una Torfa(Una Torfa) Fyrrverandi/Una Torfa(Una Torfa) Hooked on a feeling/ blue swede
16/06/20230
Episode Artwork

Rannsakar gömul hús, ráðskona Bakkabræðra og hreindýrasýning

Framhaldsskólakennarinn Arnór Bliki Hallmundsson hefur lengi rannsakað og skrifað um sögu gamalla húsa á Akureyri og í nágrenni og birtast skrif hans meðal annars inni á svæðismiðlinum akureyri.net. Undanfarið hefur Arnór Bliki unnið að gerð bókar um hús og fólk á Eyrinni í samvinnu við Kristínu Aðalsteinsdóttur og mun bókin koma út innan tíðar. Við hittum Arnór Blika á Eiðsvellinum á Akureyri og ræddum bókina sem og áhuga hans á gömlum húsum. Við kíktum í heimsókn í Safnahúsið á Egilsstöðum en þar er meðal annars Minjasafn Austurlands til húsa. Þar hittum við Elsu Guðnýju Björgvinsdóttur sem sagði okkur frá einni af fastasýningu safnsins, sem fjallar um hreindýr. Kristín Aðalheiður Símonardóttir rekur veitingastaðinn Gísli Eiríkur og Helgi á Dalvík og við komum við hjá henni á ferð okkar um Norðurland fyrir stuttu og spjölluðum við hana um reksturinn, ferðafólkið sem nú flykkist norður og stóra verkefnið í vetur sem var True Detective sem var allt umlykjandi á Dalvík. Tónlistin í þætt
15/06/20230
Episode Artwork

Póstkort frá Magnúsi, Baldvin í Flugkaffi og Sumarlestur á Bókasöfnum

Í þessu póstkorti sagði Magnús frá nokkrum áhugamálum sínum sem hann hefur verið að sinna eftir að hann gerðist pensjónisti. Hann sagði frá dansiðkun sinni, sem hann stundar í laumi, aleinn. Hann sagði líka frá hljóðfærunum sínum og músíkupptökum, sem taka heilmikinn tíma á hverjum degi. Tungumálanámið er líka alltaf hluti af hverjum degi og nú er það þýska sem hefur mesta ástundun þetta sumarið. Við litum við á flugstöðinni á Akureyri en þar eru miklar breytingar fram undan, bæði utanhúss en ekki síst innan úss. Í kaffiteríunni hefur hann Baldvin Sigurðsson veitingamaður staðið vaktina í ein 20 ár, en nú er komið að tímamótum í hans lífi enda er síðasti dagurinn hans á morgun. Við settumst niður með Baldvini í Flugkaffi og spjölluðum um lífið og tilveruna. Sumarlestur er ókeypis lestrarhvetjandi námskeið fyrir krakka í 3.-5. bekk. Börnin koma á bókasafnið einu sinni í viku í 4 vikur þar sem þau fá skemmtilega fræðslu og taka þátt í lestrarhvetjandi uppákomum enda markmiðið að viðhald
14/06/20230
Episode Artwork

Ljósmyndaverkefni á Minjasafni Akureyrar, Þín leið og veðurspjall

Minjasafnið á Akureyri hefur að undanförnu staðið fyrir vinsælum sýningum á verslunarsögu Akureyrar fram að síðustu aldamótum, og þar hafa ljósmyndir frá liðinni tíð leikið stórt hlutverk. Nú hefur safnið gert samstarfssamning við Áhugaljósmyndaraklúbb Akureyrar um að taka myndir af verslunum dagsins í dag svo safnafólk framtíðarinnar geti gengið í sögulegar heimildir þegar fram líða stundir. Við ræddum þetta framtak við Harald Þór Egilsson safnstjóra Minjasafnsins. Þögnin er í útrýmingarhættu segir Hrönn Baldursdóttir náms- og starfsráðgjafi en hún hefur einnig starfað sem gönguleiðsögumaður og hefur verið að tvinna þetta saman í nokkur ár með því að fá fólk út í náttúruna til að fá meira næði til að íhuga sjálfa sig og sína nútíð og framtíð. Við ræddum við Hrönn og forvitnumst í leiðinni um nokkuð sem kallast ?Þín leið? þar sem hún styður fólk við að finna sína leið í lífinu. Við ræddum um veðrið við Elínu Björk Jónasdóttur en hún segir í frétt á mbl.is að um hræðileg gröf sé að ræð
13/06/20230
Episode Artwork

Ljósmyndaverkefni á Minjasafni Akureyrar, Þín leið og veðurspjall

Minjasafnið á Akureyri hefur að undanförnu staðið fyrir vinsælum sýningum á verslunarsögu Akureyrar fram að síðustu aldamótum, og þar hafa ljósmyndir frá liðinni tíð leikið stórt hlutverk. Nú hefur safnið gert samstarfssamning við Áhugaljósmyndaraklúbb Akureyrar um að taka myndir af verslunum dagsins í dag svo safnafólk framtíðarinnar geti gengið í sögulegar heimildir þegar fram líða stundir. Við ræddum þetta framtak við Harald Þór Egilsson safnstjóra Minjasafnsins. Þögnin er í útrýmingarhættu segir Hrönn Baldursdóttir náms- og starfsráðgjafi en hún hefur einnig starfað sem gönguleiðsögumaður og hefur verið að tvinna þetta saman í nokkur ár með því að fá fólk út í náttúruna til að fá meira næði til að íhuga sjálfa sig og sína nútíð og framtíð. Við ræddum við Hrönn og forvitnumst í leiðinni um nokkuð sem kallast ?Þín leið? þar sem hún styður fólk við að finna sína leið í lífinu. Við ræddum um veðrið við Elínu Björk Jónasdóttur en hún segir í frétt á mbl.is að um hræðileg gröf sé að ræð
13/06/20230
Episode Artwork

Kvennaathvarf á Akureyri, vinkill vikunnar og Gunnar Helgason lesandi

Árið 2020 hófu Samtök um kvennaathvarf tilraunaverkefni um rekstur neyðarathvarfs á Akureyri. Það var svo í apríl á þessu ári að samtökin tilkynntu að erfiðlega hafi gengið að finna rekstrarform sem uppfylla þau skilyrði sem Samtök um kvennaathvarf setja fram til að tryggja öryggi og stuðning við konur og börn sem dvelja í athvarfinu. Nú er svo komið að athvarfið á Akureyri getur ekki tekið á móti nema einni konu og börnum hennar í senn. Við fengum til okkar Lindu Dröfn Gunnarsdóttur framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins og ræddum betur við hana um stöðu kvennaathvarfsins á Akureyri. Guðjón Helgi Ólafsson flutti okkur pistil á mánudegi eins og alltaf og í dag bar hann vinkilinn að sumarferðalögum. Og lesandi vikunnar var rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason.
12/06/20230
Episode Artwork

Magni Ásgeirsson föstudagsgestur

Að vanda fengum við til okkar föstudagsgest, sem að þessu sinni var Magni Ásgeirsson tónlistarmaður. Magni hefur fengist við tónlist frá unga aldri og hefur á ferli sínum spilað á ótal böllum og haldið tónleika um allt land, sérstaklega með hljómsveitinni Á móti sól. Hann öðlaðist síðan frægð utan landsteinanna þegar hann tók þátt í raunveruleikakeppninni Rock Star Supernova þar sem hann hafnaði í fjórða sæti. Magni er landsbyggðarmaður í húð og hár, alinn upp á Borgarfirði Eystri en er í dag búsettur á Akureyri með fjölskyldu sinni. Magni kom til okkar og við rýndum í fortíð, nútíð og framtíð. Og svo var Magni áfram með okkur í Matarspjalli dagsins. Heim/Magni Ásgeirsson (Magni Ásgeirsson-Ásgrímur Ingi Arngrímsson) - Barn m. Ragga Bjarna (Ragnar Bjarnason-Steinn Steinarr) - Stjörnublik : Á móti sól
09/06/20230
Episode Artwork

Magni Ásgeirsson föstudagsgestur

Að vanda fengum við til okkar föstudagsgest, sem að þessu sinni var Magni Ásgeirsson tónlistarmaður. Magni hefur fengist við tónlist frá unga aldri og hefur á ferli sínum spilað á ótal böllum og haldið tónleika um allt land, sérstaklega með hljómsveitinni Á móti sól. Hann öðlaðist síðan frægð utan landsteinanna þegar hann tók þátt í raunveruleikakeppninni Rock Star Supernova þar sem hann hafnaði í fjórða sæti. Magni er landsbyggðarmaður í húð og hár, alinn upp á Borgarfirði Eystri en er í dag búsettur á Akureyri með fjölskyldu sinni. Magni kom til okkar og við rýndum í fortíð, nútíð og framtíð. Og svo var Magni áfram með okkur í Matarspjalli dagsins. Heim/Magni Ásgeirsson (Magni Ásgeirsson-Ásgrímur Ingi Arngrímsson) - Barn m. Ragga Bjarna (Ragnar Bjarnason-Steinn Steinarr) - Stjörnublik : Á móti sól
09/06/20230
Episode Artwork

Geðheilbrigði, Þá breyttist allt og Listasumar á Akureyri

Nýafstaðin ráðstefna sem Geðhjálp hélt fyrir stuttu, Þörf fyrir samfélags breytingar: nýjar leiðir til að hugsa um geðheilbrigðismál, undirstrikaði mikilvægi þess að stokka upp í þeirri hugmyndafræði sem ráðið hefur ríkjum síðustu áratugi í þjónustunni. Eitt dæmi sem kynnt var á fyrrnefndri ráðstefnu er ráðning starfsmanna með reynslu af að hafa veikst og þurft á geðheilbrigðiskerfinu að halda, svokallaðir jafningastarfsmenn. Starfsfólk með þennan bakgrunn hefur haslað sér völl víða um heim og í fyrsta skipti á Íslandi er í boði fimm daga námskeið fyrir jafningastarfsmenn og nú þegar hafa 31 einstaklingar útskrifast. Við fræddumst meira um þetta hjá þeim Elínu Ebbu Ásmundsdóttur varaformaður Geðhjálpar og Jóni Ara Arasyni sem hefur nýlokið við námskeið. Erlendum ríkisborgurum á Íslandi hefur fjölgað úr 10 þúsund í 65 þúsund á rúmlega 20 árum. Hvaða fólk er þetta sem kýs að koma til Íslands, afskekktrar eyju í Norður-Atlantshafi? Hvaðan kemur það og af hverju flytur það búferlum á mill
08/06/20230
Episode Artwork

Brúðkaupsveisla framundan, listahjón og velferðaraðstoð í Eyjafirði

Á Eyjafjarðarsvæðinu er starfrækt velferðaraðstoð sem rekin er með samvinnu nokkurra hjálparsamtaka. Það eru Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Akureyri, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og Rauði krossinn við Eyjafjörð. Aðstoðin var þó fyrst aðeins bundin við jólin. Það var svo jólin 2022 að metfjöldi umsókna barst og var þá starfsemin útvíkkuð enn frekar. Í kjölfarið var stofnaður Velferðarsjóður Eyjafjarðar og veitir sá sjóður velferðaraðstoð á ársgrundvelli. Sigríður M. Jóhannsdóttir frá Mæðrastyrksnefnd hefur verið formaður sjóðsins frá stofnun hans. Hún var gestur okkar hér í Mannlega þættinum og segði betur frá starfsemi sjóðsins og hvernig hún skynjar þörfina fyrir aðstoð hér á Eyjafjarðarsvæðinu. Listahjónin Snorri Guðvarðarson og Kristjana Agnarsdóttir vinna við það að gera upp gamlar friðaðar kirkjur og hús og ferðast víða um land í þeim tilgangi. Það eru mörg smáatriði sem þarf að huga að og heimildavinna til að finna út hvernig húsin litu út upprunalega. Við hittum þau
07/06/20230
Episode Artwork

Brúðkaupsveisla framundan, listahjón og velferðaraðstoð í Eyjafirði

Á Eyjafjarðarsvæðinu er starfrækt velferðaraðstoð sem rekin er með samvinnu nokkurra hjálparsamtaka. Það eru Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Akureyri, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og Rauði krossinn við Eyjafjörð. Aðstoðin var þó fyrst aðeins bundin við jólin. Það var svo jólin 2022 að metfjöldi umsókna barst og var þá starfsemin útvíkkuð enn frekar. Í kjölfarið var stofnaður Velferðarsjóður Eyjafjarðar og veitir sá sjóður velferðaraðstoð á ársgrundvelli. Sigríður M. Jóhannsdóttir frá Mæðrastyrksnefnd hefur verið formaður sjóðsins frá stofnun hans. Hún var gestur okkar hér í Mannlega þættinum og segði betur frá starfsemi sjóðsins og hvernig hún skynjar þörfina fyrir aðstoð hér á Eyjafjarðarsvæðinu. Listahjónin Snorri Guðvarðarson og Kristjana Agnarsdóttir vinna við það að gera upp gamlar friðaðar kirkjur og hús og ferðast víða um land í þeim tilgangi. Það eru mörg smáatriði sem þarf að huga að og heimildavinna til að finna út hvernig húsin litu út upprunalega. Við hittum þau
07/06/20230
Episode Artwork

Plötusafnarinn í Miðkoti, ÁLFkonur og Sjómannafélag Ólafsfjarðar

Við keyrðum til Dalvíkur og heimsóttum Hafstein Pálsson bónda í Miðkoti sem meirihluta ævi sinnar hefur safnað allri íslenskri útgáfu á plötum, diskum og kassettum. Þetta er stærðarinnar safn og margir krókar og kimar á heimilinu eru fullir af þessum dýrmæta fjársjóði, frá gólfi uppí loft sumsstaðar. En nú er hann hættur að safna og komin tími til segir hann. Hópurinn ÁLFkonur er áhugaljósmyndarafélag fyrir konur sem hefur ljósmyndun að áhugamáli. Það er árlegur viðburður hjá þeim að sýna ljósmyndir sínar fyrir gesti og gangandi í Lystigarðinum á Akureyri og að þessu sinni er það vetrarríkið sem birtist í verkum þeirra - frost og kuldi í sólinni og gróðrinum í Lystigarðinum. Við fengum til okkar tvær ÁLFkonur, þær Agnesi Heiðu Skúladóttur og Ingu Dagnýju Eydal . Það var mikið um dýrðir á Ólafsfirði um sjómannadagshelgina enda fagnar Sjómannafélag Ólafsfjarðar 40 ára afmæli sínu í ár. Af því tilefni var gefin út vegleg afmælisbók þar sem farið er yfir sögu félagsins í máli og myndum o
06/06/20230
Episode Artwork

Menning á Akureyri, Vinkill vikunnar og lesandinn Rakel Hinriksdóttir

Við fjölluðum um hvað einkennir menningarlandslagið á Akureyri í upphafi þáttar. Hvað einkennir grasrótina, hvernig er lífið í Listagilinu, hverskonar menningarstarfsemi einkennir bæinn. Til þess að ræða allt þetta og meira til fengum við til okkar þær Kristínu Þóru Kjartansdóttur, staðarhaldara og listrænan stjóranda í Flóru menningarhúsi í Sigurhæðum, og Þuríði Helgu Kristjánsdóttur, sjálfstætt starfandi verkefnastjóra og myndlistarmann, en þær hafa lifað og hrærst í menningarlífi Akureyrar í fjölda ára. Guðjón Helgi skúffuskáldið góða úr Flóanum var með pistil í dag og að þessu sinni lagði hann vinkilinn að minnistæðustu viðburðum vetrarins. Lesandi vikunnar var á sínum stað. Að þessu sinni kom til okkar í hljóðver á Akureyri listakonan Rakel Hinriksdóttir. Rakel sinni bæði ritstörfum og myndlist, auk þess að starfa við félagsstarfið á Öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri. Þess utan er Rakel mikill lestrarhestur og við fengum að vita allt um hennar eftirlætisbækur og höfunda. Tónlist
05/06/20230
Episode Artwork

Menning á Akureyri, Vinkill vikunnar og lesandinn Rakel Hinriksdóttir

Við fjölluðum um hvað einkennir menningarlandslagið á Akureyri í upphafi þáttar. Hvað einkennir grasrótina, hvernig er lífið í Listagilinu, hverskonar menningarstarfsemi einkennir bæinn. Til þess að ræða allt þetta og meira til fengum við til okkar þær Kristínu Þóru Kjartansdóttur, staðarhaldara og listrænan stjóranda í Flóru menningarhúsi í Sigurhæðum, og Þuríði Helgu Kristjánsdóttur, sjálfstætt starfandi verkefnastjóra og myndlistarmann, en þær hafa lifað og hrærst í menningarlífi Akureyrar í fjölda ára. Guðjón Helgi skúffuskáldið góða úr Flóanum var með pistil í dag og að þessu sinni lagði hann vinkilinn að minnistæðustu viðburðum vetrarins. Lesandi vikunnar var á sínum stað. Að þessu sinni kom til okkar í hljóðver á Akureyri listakonan Rakel Hinriksdóttir. Rakel sinni bæði ritstörfum og myndlist, auk þess að starfa við félagsstarfið á Öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri. Þess utan er Rakel mikill lestrarhestur og við fengum að vita allt um hennar eftirlætisbækur og höfunda. Tónlist
05/06/20230
Episode Artwork

Sirrý föstudagsgestur og matarspjall

Sirrý Arnardóttir stjórnendaþjálfari, fyrirlesari, kennari við Háskólann á Bifröst og rithöfundur, var föstudagsgesturinn okkar í dag. Sirrý á að baki 30 ára farsælan feril í fjölmiðlum en hefur snúið sér alfarið að stjórnendaþjálfun og kennslu. Hún hefur sérhæft sig í að þjálfa fólk í öruggri tjáningu og samskiptafærni og haldið námskeið fyrir fjölbreytta hópa um árabil. Hún hefur einnig gefið út nokkrar bækur og núna í ágúst er von á nýrri bók um örugga tjáningu. Hún er nýorðin amma og við spurðum hana út í nýja hlutverið og skoðum fortíð, nútíð og framtíð með henni. Matarspjallið var svo á sínum stað og áfram héldum við að tala um sælgæti. Hvað er besta súkkulaðið og spurningu verður svarað: Þurfum við ennþá að koma heim frá útlöndum með nammi fyrir vinnustaðinn? Er þetta ekki búið eða hvað? Tónlistin í þættinum: - Einbúinn/Vilhjálmur Vilhjálmsson(Magnús Eiríksson) - Cha cha cha/Kerja (Alexi Numi) Finnska Eurovisionlagið - Veldu stjörnu/Ellen Kristjáns og John Grant( Ellen Krist
02/06/20230
Episode Artwork

Fjarvinna úti í heimi, vinkill dagsins og alþjóðleg drengjakórahátíð

Við ræddum við Davíð Rafn Kristjánsson framkvæmdastjóra Swapp Agency en það fyrirtæki sérhæfir sig í fjarvinnu milli landa. Davíð bjó í Asíu um tíma og ferðaðist þar um í nokkur ár og hugsaði með sér að það væri frábært að geta unnið fyrir hvaða fyrirtæki sem er, hvar sem er í heiminum. Fyrirtækið var stofnað 2017 og aðstoðar starfsmenn búsetta á Norðurlöndunum við að fá greitt sem launþegar þegar þau vinna fyrir fyrirtæki utan þess lands sem þau eru búsett í. Fyrirtækið hefur unnið með mörgum af stóru fyrirtækjum heims eins og Google,Tripadvisor,Harvard svo eitthvað sé nefnt. Guðjón Helgi skúffuskáld úr Flóanum bar vinkilinn í pistli dagsins að útilegubúnaði af ýmsu tagi. Um helgina verður haldin hér á Íslandi alþjóðleg drengjakórahátíð þegar Drengjakór Reykjavíkur tekur á móti Sofia Boys Choir frá Búlgaríu, sem er meðal virtustu drengjakóra Evrópu. Á hátíðinni verða haldnir þrennir tónleikar, í Skálholti, Hallgrímskirkju og í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Á tónleikunum koma fram alls 50 sön
01/06/20230
Episode Artwork

Fjarvinna úti í heimi, vinkill dagsins og alþjóðleg drengjakórahátíð

Við ræddum við Davíð Rafn Kristjánsson framkvæmdastjóra Swapp Agency en það fyrirtæki sérhæfir sig í fjarvinnu milli landa. Davíð bjó í Asíu um tíma og ferðaðist þar um í nokkur ár og hugsaði með sér að það væri frábært að geta unnið fyrir hvaða fyrirtæki sem er, hvar sem er í heiminum. Fyrirtækið var stofnað 2017 og aðstoðar starfsmenn búsetta á Norðurlöndunum við að fá greitt sem launþegar þegar þau vinna fyrir fyrirtæki utan þess lands sem þau eru búsett í. Fyrirtækið hefur unnið með mörgum af stóru fyrirtækjum heims eins og Google,Tripadvisor,Harvard svo eitthvað sé nefnt. Guðjón Helgi skúffuskáld úr Flóanum bar vinkilinn í pistli dagsins að útilegubúnaði af ýmsu tagi. Um helgina verður haldin hér á Íslandi alþjóðleg drengjakórahátíð þegar Drengjakór Reykjavíkur tekur á móti Sofia Boys Choir frá Búlgaríu, sem er meðal virtustu drengjakóra Evrópu. Á hátíðinni verða haldnir þrennir tónleikar, í Skálholti, Hallgrímskirkju og í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Á tónleikunum koma fram alls 50 sön
01/06/20230
Episode Artwork

Hvítar lygar, gönguhátíð í Reykjavík og lestarferðalag fyrir 60+

Hvítar lygar nefnist glæný fjögurra þátta sjónvarpssería sem fjallar um sambönd fimm ungmenna á menntaskólaaldri, vináttu þeirra og áskoranir. Þar er tekist á við stórar spurningar um lífið og tilveruna, eins og: Hvað erum við tilbúin að gera fyrir þau sem við þekkjum og þykir vænt um? Hvenær segjum við þeim sannleikann þótt hann sé erfiður og hvenær beygum við sannleikann til að hlífa þeim? Til að segja okkur betur frá þáttunum og tilurð þeirra fengum við til okkar Dominique Gyðu Sigrúnardóttur, leikstjóra og handritshöfund verksins, og Ágúst Örn Wigum Börgesson, einn leikaranna. Gönguhátíð í Reykjavík fer fram í þriðja sinn og hófst í gær og stendur til 3.júní. ( Í dag er í boði skemmtileg innanbæjarganga um Laugardal, upp á Laugarás og niður að sjó þar sem gengið verður meðfram sjávarsíðunni að Laugarnesi og svo upp með Kringlumýrarbrautinni og aftur á upphafsstaðinn.) Einar Skúlason kom til okkar á eftir og sagði okkur frá en næstu daga verður boðið uppá margar áhugaverðar göngur
31/05/20230
Episode Artwork

Ungir menn detta úr skóla og námi,Móðusýki og hekl og veðurspjall

MANNLEGI ÞÁTTURINN - MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2023 UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR Ungu fólki sem er ekki í vinnu, námi eða starfsþjálfun hefur fjölgað í Evrópu síðustu ár. Afleiðingar fyrir þennan hóp geta verið margvíslegar eins og verri andleg og líkamleg heilsa. Brottfall úr skóla á Íslandi er með því hæsta í Evrópu og ungum karlmönnum sem fá örorkugreiningu hefur fjölgað milli ára, algengasta ástæðan eru geðraskanir. Við ræddum við Petrínu Freyju Sigurðardóttur félagsfræðing og sérfræðing í starfsendurhæfingu um meistararitgerð hennar þar sem hún tekur viðtöl við nokkra unga menn sem dottið hafa úr skóla og vinnu. Við kíktum í heimsókn til listakonunnar Jonnu Jónborgar Sigurðardóttur á Akureyri. Jonna er þekkt fyrir að búa til ýmsar verur og fyrirbæri úr textíl. Nú síðast hefur hún til að mynda verið að hekla hina ýmsu sjúkdóma, sína eigin sjúkdóma og annarra. Og um hvítasunnuhelgina hélt hún sýningu þar sem hún sýndi móðursýki prjónaða í hinum ýmsu útgáfum. Við sp
30/05/20230
Episode Artwork

Ungir menn detta úr skóla og námi, móðursýki, hekl og veðurspjall

Ungu fólki sem er ekki í vinnu, námi eða starfsþjálfun hefur fjölgað í Evrópu síðustu ár. Afleiðingar fyrir þennan hóp geta verið margvíslegar eins og verri andleg og líkamleg heilsa. Brottfall úr skóla á Íslandi er með því hæsta í Evrópu og ungum karlmönnum sem fá örorkugreiningu hefur fjölgað milli ára, algengasta ástæðan eru geðraskanir. Við ræddum við Petrínu Freyju Sigurðardóttur félagsfræðing og sérfræðing í starfsendurhæfingu um meistararitgerð hennar þar sem hún tekur viðtöl við nokkra unga menn sem dottið hafa úr skóla og vinnu. Við kíktum í heimsókn til listakonunnar Jonnu Jónborgar Sigurðardóttur á Akureyri. Jonna er þekkt fyrir að búa til ýmsar verur og fyrirbæri úr textíl. Nú síðast hefur hún til að mynda verið að hekla hina ýmsu sjúkdóma, sína eigin sjúkdóma og annarra. Og um hvítasunnuhelgina hélt hún sýningu þar sem hún sýndi móðursýki prjónaða í hinum ýmsu útgáfum. Við spjölluðum við Jonnu og forvitnumst um lífið og tilveruna. Við ræddum við Elínu Björk um veðrið og þa
30/05/20230
Episode Artwork

Erna og Eva föstudagsgestir og nammispjall

Föstudagsgestirnir okkar í dag voru þær Erna Þórarinsdóttir og Eva Ásrún Albertsdóttir söngkonur sem byrjuðu ferilinn í heimabænum sínum, Akureyri, sungu með hljómsveitinni Hver og mynduðu svo sönghópinn Erna - Eva - Erna ásamt Ernu Gunnarsdóttur og síðar voru þær partur af Brunaliðinu fræga. Þær Erna og Eva voru t.d. kallaðar ríkisraddirnar þar sem þær rödduðu nánast allt sem kom út í fjölda mörg ár, á gríðarlega mörgum hljómplötum, voru bakraddir í tónlistarþáttum í sjónvarpi og svo auðvitað í Söngvakeppni sjónvarpsins. Þær fóru líka nokkrum sinnum út sem bakraddir í sjálfa Eurovisionkeppnina. Í dag hafa þær báðar áhuga á andlegri líðan og meðferð, Erna menntaði sig í sálgæslu og vinnur meðal annars á Landspítalanum. Eva hefur nýlokið meistaranámi í því sem kallað er RIM, eða Regenerating Images in Memory, aðferð við að hjálpa fólki meðal annars við að takast á við erfiðar tilfinningar, minningar, áföll og vanlíðan. Í matarspjalli dagsins sögðum við skilið við hollustuna og töluðum
26/05/20230
Episode Artwork

Erna og Eva föstudagsgestir og nammispjall

Föstudagsgestirnir okkar í dag voru þær Erna Þórarinsdóttir og Eva Ásrún Albertsdóttir söngkonur sem byrjuðu ferilinn í heimabænum sínum, Akureyri, sungu með hljómsveitinni Hver og mynduðu svo sönghópinn Erna - Eva - Erna ásamt Ernu Gunnarsdóttur og síðar voru þær partur af Brunaliðinu fræga. Þær Erna og Eva voru t.d. kallaðar ríkisraddirnar þar sem þær rödduðu nánast allt sem kom út í fjölda mörg ár, á gríðarlega mörgum hljómplötum, voru bakraddir í tónlistarþáttum í sjónvarpi og svo auðvitað í Söngvakeppni sjónvarpsins. Þær fóru líka nokkrum sinnum út sem bakraddir í sjálfa Eurovisionkeppnina. Í dag hafa þær báðar áhuga á andlegri líðan og meðferð, Erna menntaði sig í sálgæslu og vinnur meðal annars á Landspítalanum. Eva hefur nýlokið meistaranámi í því sem kallað er RIM, eða Regenerating Images in Memory, aðferð við að hjálpa fólki meðal annars við að takast á við erfiðar tilfinningar, minningar, áföll og vanlíðan. Í matarspjalli dagsins sögðum við skilið við hollustuna og töluðum
26/05/20230
Episode Artwork

Dauðarefsingar,fjarnám í Bifröst og kynferðisbrot gegn drengjum

Amnesty International gaf út skýrslu nýlega um dauðarefsingar í heiminum. Þar er að finna sláandi upplýsingar um til dæmis hvar og hvernig dauðarefsingu er beitt í heiminum, hvar aukning er en einnig bent á jákvæða þróun þegar horft er til landa sem láta afnema dauðarefsingu bæði í lögum og framkvæmd. Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International ætlar að koma í þáttinn í dag og segja okkur betur frá efni skýrslunnar. Nú standa yfir skráningar í háskólana og þetta er einmitt sá tími sem nýstúdentar, og ýmsir aðrir, eru taka ákvarðanir um frekara nám. Einn valkosturinn er fjarnám - stafrænt háskólanám. Háskólinn á Bifröst hefur verið í fararbroddi íslenskra háskóla í fjarnámi og talað er um skóla í skýjunum. Fjarnám svarar þörf nútímans, ekki síst vinnandi fólks og jafnar mjög tækifæri til náms og um fjörtíu prósent nemenda Háskólans á Bifröst koma af landsbyggðinni. Margrét Jónsdóttir rektor skólans heimsótti okkur í dag. Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent
25/05/20230
Episode Artwork

Heyrnarskerðing-Heyrnarhjálp,Neyðartónleikar og Póstkort

Halla B. Þorkelsson, formaður Heyrnarhjálpar, landsfélags heyrnarskertra á Íslandi, kom í þáttinn í dag. Félagið var stofnað árið 1937 af hugsjónarfólki sem leitaði úrbóta vegna heyrnarskerðingar og hóf innflutning á heyrnartækjum og tækjum til að mæla heyrn. Ein af mörgum afleiðingum ómeðhöndlaðar heyrnarskerðinga er félagsleg einangrun og skert lífsgæði vegna þessa. Halla fræddi okkur um starfsemi félagsins og félagsfólkið og til dæmis eyrnasuð, tinnitus og hljóðóþol. Fjöldi listamanna kemur fram á neyðartónleikum í Hörpu vegna ópíóðafaraldurs sem er að kosta mörg mannslíf, mánudagskvöldið 29. maí kl. 19.30. Um styrktartónleika er að ræða sem verða einnig sendir í út í beinni útsendingu á RÚV. Tilgangur söfnunarinnar er að safna fyrir Frú Ragnheiði og öðru skaðaminnkunarstarfi Rauða krossins. Ellen Kristjánsdóttir er ein þeirra sem koma fram á tónleikunum og ein af þeim sem er í forsvari fyrir þá, hún kom til okkar og svo heyrðum við í Hafrúnu Elísu Sigurðardóttur teymisstjóra skaða
24/05/20230
Episode Artwork

Heyrnarskerðing - Heyrnarhjálp, Neyðartónleikar og Póstkort

Halla B. Þorkelsson, formaður Heyrnarhjálpar, landsfélags heyrnarskertra á Íslandi, kom í þáttinn í dag. Félagið var stofnað árið 1937 af hugsjónarfólki sem leitaði úrbóta vegna heyrnarskerðingar og hóf innflutning á heyrnartækjum og tækjum til að mæla heyrn. Ein af mörgum afleiðingum ómeðhöndlaðar heyrnarskerðinga er félagsleg einangrun og skert lífsgæði vegna þessa. Halla fræddi okkur um starfsemi félagsins og félagsfólkið og til dæmis eyrnasuð, tinnitus og hljóðóþol. Fjöldi listamanna kemur fram á neyðartónleikum í Hörpu vegna ópíóðafaraldurs sem er að kosta mörg mannslíf, mánudagskvöldið 29. maí kl. 19.30. Um styrktartónleika er að ræða sem verða einnig sendir í út í beinni útsendingu á RÚV. Tilgangur söfnunarinnar er að safna fyrir Frú Ragnheiði og öðru skaðaminnkunarstarfi Rauða krossins. Ellen Kristjánsdóttir er ein þeirra sem koma fram á tónleikunum og ein af þeim sem er í forsvari fyrir þá, hún kom til okkar og svo heyrðum við í Hafrúnu Elísu Sigurðardóttur teymisstjóra skaða
24/05/20230
Episode Artwork

Ráðstefna Sigurhæða, VIRK 15 ára og veðurspjallið

Sigurhæðir, þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi, stendur fyrir ráðstefnu 25. og 26. maí undir yfirskriftinni Ný sókn gegn kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi. Þar verður áherslan lögð á stefnumótun og eflingu þjónustu við þolendur, en margir helstu sérfræðingar landsins í þessu málefni koma þar fram og flytja erindi. Ein af þeim er Kristín Anna Hjálmarsdóttir, kynjafræðingur, en hún kom í þáttinn í dag og fræðir okkur um skýrslu og úttekt sem verður kynnt á ráðstefnunni þar sem þolendamiðstöðvarnar þrjár, Bjarkarhlíð, Bjarmahlíð og Sigurhæðir, eru greindar, styrkleikar, veikleikar, ógnir og tækifæri. Og svo stikluðum við á stóru með Kristínu Önnu um hvað annað verður á dagskrá ráðstefnunnar. VIRK Starfsendurhæfingarsjóður fagnar 15 ára afmæli á árinu og í tilefni af því mun VIRK m.a. standa fyrir ráðstefnu í Silfurbergi í Hörpu miðvikudaginn 31. maí þar sem fókusinn verður settur á endurkomu einstaklinga inn á vinnumarkað eftir veikindi eða slys og hvað fyrirtæki og
23/05/20230
Episode Artwork

Listmeðferðarfræði, Vatnajökulsvinkill og Pedro Gunnlaugur lesandinn

Kerfisbundin, markviss rannsókn á samanburði á áhrifum teikningar og skrifaðra orða á minni var framkvæmd í fyrsta sinn, eftir því sem best er vitað, í heiminum árið 2000 og stóð Unnur Óttarsdóttir, doktor í Listmeðferðarfræði, fyrir henni. Í stuttu máli voru niðurstöður þær að níu vikum seinna mundu börnin að jafnaði fimm sinnum fleiri teikningar en orð sem þau höfðu skrifað. Þetta kallast minnisteikning. Nú í maí hélt Unnur námskeið á Ítaliu fyrir listmeðferðarfræðinga sem starfa í skólum. Málefnin sem voru þar á dagskrá voru til dæmis minnisteikning, skrifmyndir, mikilvægi listrænnar tjáningar í námi og einnig var henni boðið að flytja fyrirlestur þar. Unnur kom í þáttinn í dag. Eins og flesta mánudaga fengum við svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í þetta sinn lagði Guðjón vinkilinn að sjálfum Vatnajökli. Svo er það lesandi vikunnar. Í þetta sinn var það Pedro Gunnlaugur Garcia rithöfundur. Hann skaust fram á sjónvarsviðið með fy
22/05/20230
Episode Artwork

Listmeðferðarfræði, Vatnajökulsvinkill og Pedro Gunnlaugur lesandinn

Kerfisbundin, markviss rannsókn á samanburði á áhrifum teikningar og skrifaðra orða á minni var framkvæmd í fyrsta sinn, eftir því sem best er vitað, í heiminum árið 2000 og stóð Unnur Óttarsdóttir, doktor í Listmeðferðarfræði, fyrir henni. Í stuttu máli voru niðurstöður þær að níu vikum seinna mundu börnin að jafnaði fimm sinnum fleiri teikningar en orð sem þau höfðu skrifað. Þetta kallast minnisteikning. Nú í maí hélt Unnur námskeið á Ítaliu fyrir listmeðferðarfræðinga sem starfa í skólum. Málefnin sem voru þar á dagskrá voru til dæmis minnisteikning, skrifmyndir, mikilvægi listrænnar tjáningar í námi og einnig var henni boðið að flytja fyrirlestur þar. Unnur kom í þáttinn í dag. Eins og flesta mánudaga fengum við svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í þetta sinn lagði Guðjón vinkilinn að sjálfum Vatnajökli. Svo er það lesandi vikunnar. Í þetta sinn var það Pedro Gunnlaugur Garcia rithöfundur. Hann skaust fram á sjónvarsviðið með fy
22/05/20230
Episode Artwork

Freyr Eyjólfs föstudagsgestur og matarspjall um afganga

Freyr Eyjólfsson er maður margra hatta eins og sagt er. Hann er auðvitað fyrrverandi útvarpsmaður en einnig skemmtikraftur, tónlistarmaður og nú síðari ár kallar hann sig Hringrásarsérfræðing, þ.e.a.s. hann er verkefnastjóri í hringrásarhagkerfi Sorpu. Freyr er tiltölulega nýfluttur aftur heim, hann bjó í Frakklandi og Bandaríkjunum og hann hafði frá mörgu að segja. Við forvitnuðumst um líf og störf Freys í þættinum enda var hann föstudagsgestur þáttarins þessa vikuna. Auk þess sagði Freyr okkur frá nýjum sjónvarpsþáttum í þáttaröðinni Missir þar sem umfjöllunarefnið er dauðinn, sem óumflýjanlega verða líka hugleiðingar um lífið og hvað skiptir mestu máli. Í matarspjallinu fengum við svo föstudagsgestinn Frey til að sitja áfram. Hann ræddi meðal annars um að elda úr afgöngum og hvernig lostæti er hægt að galdra fram úr afgöngum, auk þess sem hann fræddi okkur um franskan mat og uppáhaldsmatinn sinn. Tónlist í þættinum í dag: Flugvélar / Katrín Halldóra Sigurðardóttir (Jón Ólafsson og
19/05/20230
Episode Artwork

Hringfarinn, Már og Max í Englandi og Mannflóran

28. maí verða frumsýndir nýir íslenskir heimildarþættir um ferðalag hjónanna Kristjáns Gíslasonar og Ásdísar Rósu Baldursdóttur, en þau ferðuðust hringinn í kringum Ísland á mótorhjólum sumarið 2020. Í þáttunum er fylgst með hjónunum upplifa land og þjóð á nýjan hátt þegar þau hjóla 7000 kílómetra á 40 dögum. Þau Kristján og Ásdís komu í þáttinn í dag og sögðu okkur frá þessum þáttum og ferðalaginu. Síðastliðna 9 mánuði hefur Már Gunnarsson tónlistarmaður búið á Englandi þar sem hann stundar nám við enskan tónlistarháskóla. Hann segir það hafa verið áskorun fyrir hann og leiðsöguhundinn Max læra inn á nýjar aðstæður og bjarga sér útí hinum stóra heimi. Már segir að fjölmörg tækifæri hafi gefist og hann sé nú farin að koma fram á ýmsum viðburðum í London og nú sl. föstudag gaf hann út nýtt lag, Falling for you, sem hann tók upp í Liverpool í samstarfi við Dan Scholes pródúsent. Við heyrðum í Má og heyrðum nýja lagið í dag. Mannflóran eru sjónvarpsþættir um fjölmenningu í íslensku samfé
17/05/20230
Episode Artwork

Magnavita, bleiki þríhyrningurinn og fellibylir

Magnavita er nýtt nám fyrir fólk á þriðja æviskeiðinu sem Háskólinn í Reykjavík býður upp á. Um 80 þúsund eru 60 ára eða eldri á Íslandi í dag og mun sá hópur nálgast 100 þúsund eftir 10 ár. Eftir að föstu starfi lýkur reynist mörgum erfitt með að fóta sig. Námið samanstendur af 10 fjölbreyttum námskeiðum sem snúa að líkamlegu, andlegu, fjárhagslegu og félagslegu heilbrigði. Benedikt Olgeirsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Landspítalans og einn stofnenda Magnavita námsins, kom í þáttinn í dag og sagði frá þessu nýja námi. Á morgun er alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð hinsegin fólks og á Árbæjarsafni býðst fólki að hlýða á erindi Guðjóns Ragnars Jónassonar Mennirnir með bleika þríhyrninginn, en samnefnd bók segir sögu ungs, samkynhneigðs manns, Josef Kohout, í fangabúðum nasista og er frægust þeirra ævisagna sem lýsa hlutskipti homma í þriðja ríki Hitlers. Þar þraukaði hann skelfilega vist í sex ár uns hann fékk frelsi í lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Í tvo áratugi safnaði Jose
16/05/20230
Episode Artwork

Magnavita, bleiki þríhyrningurinn og fellibylir

Magnavita er nýtt nám fyrir fólk á þriðja æviskeiðinu sem Háskólinn í Reykjavík býður upp á. Um 80 þúsund eru 60 ára eða eldri á Íslandi í dag og mun sá hópur nálgast 100 þúsund eftir 10 ár. Eftir að föstu starfi lýkur reynist mörgum erfitt með að fóta sig. Námið samanstendur af 10 fjölbreyttum námskeiðum sem snúa að líkamlegu, andlegu, fjárhagslegu og félagslegu heilbrigði. Benedikt Olgeirsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Landspítalans og einn stofnenda Magnavita námsins, kom í þáttinn í dag og sagði frá þessu nýja námi. Á morgun er alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð hinsegin fólks og á Árbæjarsafni býðst fólki að hlýða á erindi Guðjóns Ragnars Jónassonar Mennirnir með bleika þríhyrninginn, en samnefnd bók segir sögu ungs, samkynhneigðs manns, Josef Kohout, í fangabúðum nasista og er frægust þeirra ævisagna sem lýsa hlutskipti homma í þriðja ríki Hitlers. Þar þraukaði hann skelfilega vist í sex ár uns hann fékk frelsi í lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Í tvo áratugi safnaði Jose
16/05/20230
Episode Artwork

ADHD í samböndum, Beothuk vinkill og Ragnhildur lesandinn

Á fræðslufundi ADHD samtakanna í síðustu viku var yfirskriftin ADHD og náin sambönd og var athyglinni beint að pörum þar sem annar aðilinn er með ADHD en hinn ekki. Á fundinum töluðu Anna Elísa Gunnarsdóttir félagsráðgjafi og eiginmaður hennar Arnór Heiðarsson aðstoðarskólastjóri. Þau deildu reynslu sinni af ADHD í þeirra sambandi, hverjar helstu áskoranirnar, í samskiptum og verkaskiptingu heimilisins, eru og hvernig hægt er að takast á við þær áskoranir. Þau hjónin komu í þáttinn í dag. Svo fengum við vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í þetta sinn bar Guðjón vinkilinn að örlögum Beothuk þjóðarinnar í Austur- Kanada. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ragnhildur Vigfúsdóttir markþjálfi og fyrrverandi ritstjóri tímaritsins Veru. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Ragnhildur sagði frá eftirfarandi bókum og höfundum: Pensilskrift e. Gyrði
15/05/20230
Episode Artwork

Villi og Vigdís föstudagsgestir og paellur með Sössu

Föstudagsgestirnir okkar að þessu sinni eiga margt sameiginlegt, þau eru bæði í skemmtanabransanum, koma fram saman, til dæmis í uppistandi, og þau eru bæði Eurovision áhugafólk, Vigdís Hafliðadóttir, uppistandari, söngkona í hljómsveitinni Flott og handritshöfundur og Vilhelm Neto, leikari og uppistandari. Þau eru einnig saman með þáttinn Villi og Vigdís ferðast um heiminn sem sýndir eru hjá Sjónvarpi Símanum. Við spjölluðum við þau i dag meðal annars um Eurovision keppnina, mögleikann á því að þau taki þátt í henni og væntanlega grínplötu frá Villa. Það var óvenjulegt matarspjall í dag. Í fjarveru okkar konu, Sigurlaugar Margrétar, sem dvelur á Spáni um þessar mundir við rannsóknarstörf, þá var samt spænsk stemmning svífandi yfir vötnum í matarspjallinu. Sassa Eyþórsdóttir kom til okkar og fræddi okkur um paellur, spænska hrísgrjónaréttinn sem rekur sögu sína til Valencia. Það þarf að ýmsu að huga þegar góð paella er löguð. Tónlist í þættinum í dag: Calm After the Storm / The Common
12/05/20230
Episode Artwork

Villi og Vigdís föstudagsgestir og paellur með Sössu

Föstudagsgestirnir okkar að þessu sinni eiga margt sameiginlegt, þau eru bæði í skemmtanabransanum, koma fram saman, til dæmis í uppistandi, og þau eru bæði Eurovision áhugafólk, Vigdís Hafliðadóttir, uppistandari, söngkona í hljómsveitinni Flott og handritshöfundur og Vilhelm Neto, leikari og uppistandari. Þau eru einnig saman með þáttinn Villi og Vigdís ferðast um heiminn sem sýndir eru hjá Sjónvarpi Símanum. Við spjölluðum við þau i dag meðal annars um Eurovision keppnina, mögleikann á því að þau taki þátt í henni og væntanlega grínplötu frá Villa. Það var óvenjulegt matarspjall í dag. Í fjarveru okkar konu, Sigurlaugar Margrétar, sem dvelur á Spáni um þessar mundir við rannsóknarstörf, þá var samt spænsk stemmning svífandi yfir vötnum í matarspjallinu. Sassa Eyþórsdóttir kom til okkar og fræddi okkur um paellur, spænska hrísgrjónaréttinn sem rekur sögu sína til Valencia. Það þarf að ýmsu að huga þegar góð paella er löguð. Tónlist í þættinum í dag: Calm After the Storm / The Common
12/05/20230
Episode Artwork

Klukkuþreyta, Bjartur lífsstíll og Felix í Liverpool

Færri unglingar sofa of lítið og klukkuþreyta minnkar þegar skólinn byrjar seinna samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var í Vogaskóla og tveimur samanburðarskólum. Að rannsókninni stóðu Betri svefn, Reykjavíkurborg, Háskólinn í Reykjavík og Embætti landlæknis. Klukkuþreyta myndast þegar fólk er vansvefta á virkum dögum en sefur mikið um helgar til að bæta það upp. Þetta er algengt meðal unglinga og hefur margvísleg neikvæð áhrif á heilsu og líðan. Við ræddum við Dr.Erlu Björnsdóttur sálfræðing frá Betri Svefni í þættinum í dag. Í janúar 2021 skilaði starfshópur skipaður af Heilbrigðisráðherra skýrslu með tillögum um fyrirkomulag samstarfsverkefna í heilsueflingu eldra fólks með það að markmiði að gera eldra fólki kleift að búa í heimahúsum eins lengi og kostur er. Verkefni fékk nafnið Bjartur lífsstíll, með það að leiðarljósi að hreyfing verði að lífsstíl hjá eldra fólki. Hægt er að kynna sér verkefnið á www.bjartlif.is Þær Ásgerður Guðmundsdóttir og Margrét Regína Grétarsdóttir eru verke
11/05/20230
Episode Artwork

Afleiðingar áfalla, U3A og póstkort frá Magnúsi

Sjónaukinn, árleg ráðstefna Heilbrigðis-, viðskipta og raunvísindasviðs Háskólans á Akureyri, verður haldin dagana 16.-17. maí. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni er Horft til framtíðar - fólk og fjölskyldur í fyrirrúmi. Þar munu meistaranemar kynna meistaraverkefni sín og rannsóknir. Við fengum Sigrúnu Sigurðardóttur, dósent við háskólann á Akureyri til að segja okkur frá ráðstefnunni og með henni kom Rebekka Sif Pétursdóttir meistaranemi, en hún ætlar sagði okkur frá rannsókn sinni Erfið reynsla í æsku - ACE og heilsufarslegur vandi á fullorðinsárum. Flestir vita að Erasmus+ styrkir evrópska nema til að fara í skiptinám til annarra Evrópulanda og hafa íslenskir nemar verið duglegir að nýta sér þess styrki. Færri vita að nú getur fólk á þriðja æviskeiðinu sem er í einhvers konar námi gert það líka. Það að Erasmus+ sé farið að ná til fólks á þriðja æviskeiðinu sýnir viðhorfsbreytingu til fólks á eftirlaunaaldrinum. Hans Kristján Guðmundsson, frá U3A Háskóla þriðja æviskeiðsins, kom í þ
10/05/20230
Episode Artwork

Afleiðingar áfalla, U3A og póstkort frá Magnúsi

Sjónaukinn, árleg ráðstefna Heilbrigðis-, viðskipta og raunvísindasviðs Háskólans á Akureyri, verður haldin dagana 16.-17. maí. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni er Horft til framtíðar - fólk og fjölskyldur í fyrirrúmi. Þar munu meistaranemar kynna meistaraverkefni sín og rannsóknir. Við fengum Sigrúnu Sigurðardóttur, dósent við háskólann á Akureyri til að segja okkur frá ráðstefnunni og með henni kom Rebekka Sif Pétursdóttir meistaranemi, en hún ætlar sagði okkur frá rannsókn sinni Erfið reynsla í æsku - ACE og heilsufarslegur vandi á fullorðinsárum. Flestir vita að Erasmus+ styrkir evrópska nema til að fara í skiptinám til annarra Evrópulanda og hafa íslenskir nemar verið duglegir að nýta sér þess styrki. Færri vita að nú getur fólk á þriðja æviskeiðinu sem er í einhvers konar námi gert það líka. Það að Erasmus+ sé farið að ná til fólks á þriðja æviskeiðinu sýnir viðhorfsbreytingu til fólks á eftirlaunaaldrinum. Hans Kristján Guðmundsson, frá U3A Háskóla þriðja æviskeiðsins, kom í þ
10/05/20230
Episode Artwork

Hamfaramálnotkun, rauðir úlfar og sólfarsvindar

Norræn ráðstefna verður haldin hér á landi á fimmtudag og föstudag um skýra framsetningu á máli og málnotkun þegar vá steðjar að. Á ráðstefnunni verður undirstrikað mikilvægi þess að framsetning og málnotkun sé skýr og auðskiljanleg þegar stjórnvöld, stofnanir, samtök eða fyrirtæki þurfa að koma á framfæri brýnum upplýsingum sem varða almenning. Einkum verður horft til samskipta og upplýsingagjafar til samfélagsins þegar hætta á borð við náttúruhamfarir, stríð, hryðjuverk eða heimsfaraldur steðjar að. Fyrirlesarar eru alls staðar að af Norðurlöndunum og ráðstefnan verður í beinu streymi á www.ruv.is. Við fengum þau Önnu Sigríði Þráinsdóttur, málfarsráðunaut RÚV, og Ara Pál Kristinsson, rannsóknaprófessor hjá Árnastofnun, í þáttinn til að segja okkur betur frá því sem þar fer fram. Lupus, eða rauðir úlfar, er sjaldgæfur alvarlegur sjálfsofnæmissjúkdómur sem getur valdið bólgum og verkjum um allan líkaman. Hann veldur því að ónæmiskerfið, sem venjulega berst við sýkingar, snýst gegn eigi
09/05/20230
Episode Artwork

Framför og Ljósið, vinkill og Haraldur lesandi vikunnar

25% af þeim sem greinast árlega með krabbamein á Íslandi eru karlar með krabbamein í blöðruhálskirtli. Árið 2010 var krabbameinsfélagið Framför stofnað. Framför eru samtök karla sem greinst hafa með blöðruhálskirtilskrabbamein og aðstandendur þeirra. Á aðalfundi félagsins sem var haldinn nýlega var Ernu Magnúsdóttur, forstöðukonu og stofnanda Ljóssins, afhend Oddsviðurkenning Framfarar 2023. Þetta var í fyrsta skipti sem viðurkenningin var veitt. Guðmundur Páll Ásgeirsson formaður Framfarar og Erna Magnúsdóttir komu í þáttinn í dag. Við fengum svo vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni úr Flóanum. Í dag lagði hann vinkilinn að trúverðugleika heimilda að fornu og nýju. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Haraldur Ingi Þorleifsson. Hann hefur líklega verið meira í fréttum undanfarið ár en flestir, hann var kosinn manneskja ársins í fyrra á Rás 2, hann er á góðri leið með að rampa upp Ísland, hann er nýbúinn að opna veitingastað og gefur út hljómplötu á næstunni. En í dag sagði hann okku
08/05/20230
Episode Artwork

Framför og Ljósið, vinkill og Haraldur lesandi vikunnar

25% af þeim sem greinast árlega með krabbamein á Íslandi eru karlar með krabbamein í blöðruhálskirtli. Árið 2010 var krabbameinsfélagið Framför stofnað. Framför eru samtök karla sem greinst hafa með blöðruhálskirtilskrabbamein og aðstandendur þeirra. Á aðalfundi félagsins sem var haldinn nýlega var Ernu Magnúsdóttur, forstöðukonu og stofnanda Ljóssins, afhend Oddsviðurkenning Framfarar 2023. Þetta var í fyrsta skipti sem viðurkenningin var veitt. Guðmundur Páll Ásgeirsson formaður Framfarar og Erna Magnúsdóttir komu í þáttinn í dag. Við fengum svo vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni úr Flóanum. Í dag lagði hann vinkilinn að trúverðugleika heimilda að fornu og nýju. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Haraldur Ingi Þorleifsson. Hann hefur líklega verið meira í fréttum undanfarið ár en flestir, hann var kosinn manneskja ársins í fyrra á Rás 2, hann er á góðri leið með að rampa upp Ísland, hann er nýbúinn að opna veitingastað og gefur út hljómplötu á næstunni. En í dag sagði hann okku
08/05/20230
Episode Artwork

Kormákur og Skjöldur og matarspjall frá Spáni

Föstudagsgestir Mannlega þáttarins í þetta sinn voru tveir, Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson. Þeir hafa verið félagar í hartnær þrjátíu ár og stærstan hluta af því hafa þeir rekið saman fyrirtæki, Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar og Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Þeir ætluðu sér upphaflega að selja notuð föt í mánuð til að fá smá tekjur, en það þróaðist heldur betur og í dag er meira en helmingur sem þeir selja hannað og framleitt fyrir þá og þeir eru meira að segja að framleiða sitt eigið íslenska tweed. Matarspjallið var svo auðvitað á sínum stað og að þessu sinni heyrðum við í okkar konu Sigurlaugu Margréti frá Spáni hvar hún sinnir skyldum sínum við rannsóknir á mat og matarvenjum Spánverja. Eru Tapasréttir málið í Katalóníu eða alls ekki? Við komumst að því í matarspjalli dagsins þar sem auðvitað komu við sögu tómatar, paella og fransbrauð. TÓNLIST Í ÞÆTTINUM: Eitt lag enn / Stjórnin (Hörður Gunnar Ólafsson og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Sumarauki /Elly Vilhjálms
05/05/20230
Episode Artwork

Sjúkt spjall, hláturjóga og Fílalag í sjónvarpinu

Fyrir rétt rúmu ári opnaði Stígamót nýja þjónustu sem heitir Sjúkt spjall en það er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni 13-20 ára um sambönd, samskipti og ofbeldi. Algengast er að börn og unglingar velti fyrir sér hvort þau hafi orðið fyrir o?eldi, jafnvel nauðgun. Í spjallinu eru unglingar fræddir t.d. um samþykki og mörk í samskiptum. Birta Ósk Hönnudóttir, verkefnastýri Sjúks spjalls, kom til okkar í dag sagði okkur frá þjónustunni. Alþjóðlegi hláturdagurinn er á sunnudaginn, 7.maí, og hér á landi hefur Ásta Valdimarsdóttir verið leiðandi afl í hláturjóga og ber einnig titilinn hláturambassor. Hláturjóga er stundað víða um heim en líklega mest á Indlandi og þar býr upphafsmaður þess Dr. Madan Kataria. Rannsóknir hafa sýnt að einlægur hlátur bætir andlega og líkamlega heilsu og best er að stunda hláturjóga í hópi. Við heyrðum í Ástu í þættinum í dag. Svo komu þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi Benediktsson til okkar í dag. Þeir eru með sjónvarpsþáttinn Fílalag, en þeir höfðu gert á
04/05/20230
Episode Artwork

Sjúkt spjall, hláturjóga og Fílalag í sjónvarpinu

Fyrir rétt rúmu ári opnaði Stígamót nýja þjónustu sem heitir Sjúkt spjall en það er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni 13-20 ára um sambönd, samskipti og ofbeldi. Algengast er að börn og unglingar velti fyrir sér hvort þau hafi orðið fyrir o?eldi, jafnvel nauðgun. Í spjallinu eru unglingar fræddir t.d. um samþykki og mörk í samskiptum. Birta Ósk Hönnudóttir, verkefnastýri Sjúks spjalls, kom til okkar í dag sagði okkur frá þjónustunni. Alþjóðlegi hláturdagurinn er á sunnudaginn, 7.maí, og hér á landi hefur Ásta Valdimarsdóttir verið leiðandi afl í hláturjóga og ber einnig titilinn hláturambassor. Hláturjóga er stundað víða um heim en líklega mest á Indlandi og þar býr upphafsmaður þess Dr. Madan Kataria. Rannsóknir hafa sýnt að einlægur hlátur bætir andlega og líkamlega heilsu og best er að stunda hláturjóga í hópi. Við heyrðum í Ástu í þættinum í dag. Svo komu þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi Benediktsson til okkar í dag. Þeir eru með sjónvarpsþáttinn Fílalag, en þeir höfðu gert á
04/05/20230
Episode Artwork

Listir og velferð, Hamingjugildran og Hvað er að vera Íslendingur?

Við kynntumst nýju meistaranámi í Listum og velferð hjá Listaháskólanum í þættinum í dag. Þar verður leitt saman fagfólk innan lista- og velferðargeirans sem hafa áhuga á að þróa leiðir til að nýta listir í þágu félags- og heilsueflingar. Kristín Valsdóttir, deildarforseti listkennsludeildar LHÍ, kom í þáttinn og sagði okkur betur frá þessu námi í dag. Bókin Hamingjugildran kom út fyrir nokkrum dögum í íslenskri þýðingu. Bókin heitir á ensku Happiness Trap. Sálfræðingurinn Hugrún Sigurjónsdóttir þýddi og hefur sjálf notað aðferðir bókarinnar í meðferðarvinnu með skjólstæðingum með góðum árangri. Í bókinni, sem selst hefur í yfir milljón eintökum um allan heim, er að finna einföld og gagnleg ráð til að takast á við erfiðar hugsanir og tilfinningar. Einnig er leitað svara í bókinni við þeirri grundvallarspurningu af hverju það sé svona erfitt að vera hamingjusamur og hvers vegna hamingjan geti ekki verið varanlegt ástand? Við töluðum við Hugrúnu í dag. Hvað er að vera Íslendingur? Þeir
03/05/20230
Episode Artwork

Sálrænt öryggi, kaffivinkill og hjásólir og baugar

Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að sálrænt öryggi ríki á vinnustöðum til að skapa og stuðla að velsæld starfsfólks og auknum árangri. En hvað er sálrænt öryggi? Hvernig er stuðlað að því og hvernig er hægt að viðhalda því á vinnustöðum? Hvað þurfa stjórnendur að vera meðvitaðir um í stjórnendastíl og hvaða áhrif hefur mismunandi framkoma stjórnenda á starfsmenn? Inga Þórisdóttir stjórnendaþjálfi kom í þáttinn í dag. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni þjóðfræðiáhugamanni og skúffuskáldi úr Flóanum. Í dag lagði hann vinkilinn að uppreisn og Bragakaffi í gulum pökkum. Svo kom Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur í vikulega veðurspjallið. Hitatölur á landinu stíga hægt og rólega, það er spurning hver þróunin er á næstunni. Eins fræddumst við um bauga og hjásólir sem sáust um helgina. Tónlist í þættinum í dag: Vor við Flóann / KK sextetinn og Ragnar Bjarnason (Leon René og Jón Sigurðsson) Vorið kemur (Vikivaki) / Diddú (Valgeir Guðjónsson og Jóhannes úr Kötlum) V
02/05/20230
Episode Artwork

Sálrænt öryggi, kaffivinkill og hjásólir og baugar

Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að sálrænt öryggi ríki á vinnustöðum til að skapa og stuðla að velsæld starfsfólks og auknum árangri. En hvað er sálrænt öryggi? Hvernig er stuðlað að því og hvernig er hægt að viðhalda því á vinnustöðum? Hvað þurfa stjórnendur að vera meðvitaðir um í stjórnendastíl og hvaða áhrif hefur mismunandi framkoma stjórnenda á starfsmenn? Inga Þórisdóttir stjórnendaþjálfi kom í þáttinn í dag. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni þjóðfræðiáhugamanni og skúffuskáldi úr Flóanum. Í dag lagði hann vinkilinn að uppreisn og Bragakaffi í gulum pökkum. Svo kom Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur í vikulega veðurspjallið. Hitatölur á landinu stíga hægt og rólega, það er spurning hver þróunin er á næstunni. Eins fræddumst við um bauga og hjásólir sem sáust um helgina. Tónlist í þættinum í dag: Vor við Flóann / KK sextetinn og Ragnar Bjarnason (Leon René og Jón Sigurðsson) Vorið kemur (Vikivaki) / Diddú (Valgeir Guðjónsson og Jóhannes úr Kötlum) V
02/05/20230
Episode Artwork

Björgvin Franz föstudagsgestur og áfram um samlokusalöt

Björgvin Franz Gíslason leikari var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag. Hann hefur komið víða við í skemmtanabransanum, hann sá um Stundina okkar í mörg ár, hann hefur auðvitað leikið í fjölda leiksýninga og í kvikmyndum og sjónvarpi, hann veislustýrir, syngur lögin hans Ragga Bjarna á öldrunarheimilum og nú síðustu ár hefur hann leikið hvert stórhlutverkið á fætur öðru hjá Leikfélagi Akureyrar. Í vetur hefur hann farið með stærsta karlhlutverkið í söngleiknum Chicago fyrir norðan og fékk frábæra dóma fyrir. Við ræddum við Björgvin Franz um lífið og tilveruna, ADHD, Jón Gnarr, Björn Hlyn, Ragga Bjarna og fleira og fleira. Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var svo auðvitað á sínum stað í þættinum. Í dag tókum við aftur upp þráðinn frá því í síðustu viku og héldum áfram að tala um samlokusalöt og einnig komu við sögu kartöflur og rauðmagi. Tónlist í þættinum í dag: Ég bið þig forláts / Raggi Bjarna (J.South og Iðunn Steinsdóttir) A ban I bin /Izhar, Cohen og Alpha Beta (Eurovi
28/04/20230
Episode Artwork

Björgvin Franz föstudagsgestur og áfram um samlokusalöt

Björgvin Franz Gíslason leikari var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag. Hann hefur komið víða við í skemmtanabransanum, hann sá um Stundina okkar í mörg ár, hann hefur auðvitað leikið í fjölda leiksýninga og í kvikmyndum og sjónvarpi, hann veislustýrir, syngur lögin hans Ragga Bjarna á öldrunarheimilum og nú síðustu ár hefur hann leikið hvert stórhlutverkið á fætur öðru hjá Leikfélagi Akureyrar. Í vetur hefur hann farið með stærsta karlhlutverkið í söngleiknum Chicago fyrir norðan og fékk frábæra dóma fyrir. Við ræddum við Björgvin Franz um lífið og tilveruna, ADHD, Jón Gnarr, Björn Hlyn, Ragga Bjarna og fleira og fleira. Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var svo auðvitað á sínum stað í þættinum. Í dag tókum við aftur upp þráðinn frá því í síðustu viku og héldum áfram að tala um samlokusalöt og einnig komu við sögu kartöflur og rauðmagi. Tónlist í þættinum í dag: Ég bið þig forláts / Raggi Bjarna (J.South og Iðunn Steinsdóttir) A ban I bin /Izhar, Cohen og Alpha Beta (Eurovi
28/04/20230
Episode Artwork

Heilbrigðisvísindaverðlaunahafi, Vinnuhjálp og Hlaupið um arkitektúr

Það var tilkynnt í gær að Sædís Sævarsdóttir var verðlaunahafinn í ár þegar veitt var úr Verðlaunasjóði Árna Kristinssonar og Þórðar Harðarsonar. Sædís er prófessor og varadeildarforseti Læknadeildar H.Í., gigtarlæknir á Landspítalanum og vísindamaður hjá Íslenskri Erfðagreiningu. Hún á einkar glæstan feril sem læknir og vísindakona, hennar störf við gigtarlækningar, erfðafræði, sniðlækningar, rannsóknir, bæði hér á landi og í Svíþjóð, auk rétt um hundrað ritrýndar vísindagreinar í virtum vísindaritum bera vitni um að verðlaunin eru verðskulduð, þó er ekki næstum allt upp talið. Sædís kom í þáttinn í dag og segja okkur aðeins frá sér og sínum störfum og með henni kom Þórður Harðarson, prófessor emiritus, en hann fræddi okkur um þessi merkilegu verðlaun og valið á vinningshafanum í ár. Fyrirtækið Vinnuhjálp vill auka þekkingu og áhuga einstaklinga á mannauðsmálum, til að vera sjálfstæðari og skilvirkari er kemur að úrvinnslu og úrlausnum á eigin málum. Sunna Arnardóttir sérfræðingur í m
27/04/20230
Episode Artwork

Stóri Plokkdagurinn, söngstund á Eir og póstkort frá Berlín

Stóri Plokkdagurinn verður haldinn á sunnudaginn næstkomandi. Tæplega átta þúsund manns tilheyra samfélaginu Plokk á Íslandi á facebook og eftir vindasaman vetur er tímabært að týna upp, eða plokka, plast og rusl sem dreifst hefur víða í þéttbýli og nágrenni áður en það hverfur á haf út eða grefst í náttúruna. Við fengum Einar Bárðarson, stofnanda og sjálfboðaliða hjá Plokk á Íslandi, til að koma og segja okkur frá Stóra Plokkdeginum og öllu því sem sniðugt og það sem er praktístk að hafa í huga í undirbúningi fyrir plokkið. Hilmar Örn Agnarsson organisti á Akranesi og tónlistarmaður gefur sér tíma í hverri viku ásamt hluta af fjölskyldu sinni, fyrir söngstund á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi en þar býr faðir hans Agnar Guðnason 96 ára. Hilmar Örn flutti hundrað ára gamalt fótstigið orgel í matsalinn á annari hæð og býr til söngstund fyrir pabba sinn og nokkra aðra karla, þar á meðal einn 104 ára og Hilmar segir í gamni að það sé 90 ára aldurstakmark í kórinn. Við fengum að fylgja
26/04/20230
Episode Artwork

Stóri Plokkdagurinn, söngstund á Eir og póstkort frá Berlín

Stóri Plokkdagurinn verður haldinn á sunnudaginn næstkomandi. Tæplega átta þúsund manns tilheyra samfélaginu Plokk á Íslandi á facebook og eftir vindasaman vetur er tímabært að týna upp, eða plokka, plast og rusl sem dreifst hefur víða í þéttbýli og nágrenni áður en það hverfur á haf út eða grefst í náttúruna. Við fengum Einar Bárðarson, stofnanda og sjálfboðaliða hjá Plokk á Íslandi, til að koma og segja okkur frá Stóra Plokkdeginum og öllu því sem sniðugt og það sem er praktístk að hafa í huga í undirbúningi fyrir plokkið. Hilmar Örn Agnarsson organisti á Akranesi og tónlistarmaður gefur sér tíma í hverri viku ásamt hluta af fjölskyldu sinni, fyrir söngstund á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi en þar býr faðir hans Agnar Guðnason 96 ára. Hilmar Örn flutti hundrað ára gamalt fótstigið orgel í matsalinn á annari hæð og býr til söngstund fyrir pabba sinn og nokkra aðra karla, þar á meðal einn 104 ára og Hilmar segir í gamni að það sé 90 ára aldurstakmark í kórinn. Við fengum að fylgja
26/04/20230
Episode Artwork

Handboltakempur, Grensásdeild 50 ára og kuldakast

Áhorfendur hafa fylgst spenntir með þáttunum Aftureldingu sem sýndir eru í sjónvarpinu á sunnudagskvöldum. Þar sjáum við kvennalið í meistaraflokki í handbolta æfa við töluvert lélegri aðbúnað en karlaflokkarnir og þjálfarinn kannski ekki alveg með hlutina á hreinu. Það er margt sem vekur upp spurningar í þessum þáttum, til dæmis hvort þetta hafi í raun og veru verið svona og ekki fyrir svo löngu og hefur þetta breyst? Við fengum tvær handboltakempur sem hafa reynslu, bæði úr fortíðinni þegar þær voru sjálfar að æfa og spila, svp eru þær einnig tengdar við handboltastarfið eins og það er í dag. Harpa Melsteð og Hjördís Guðmundsdóttir, fyrrverandi landsliðskonur, komu í þáttinn í dag. Í ár eru 50 ár frá því að Grensásdeild Landspítalans tók til starfa. Deildin sinnir fjölbreyttum hópi sjúklinga sem eiga það sameiginlegt að hafa tapað færni, tímabundið eða varanlega vegna slysa eða veikinda. Tvær stjörnur er hálsmen sem Katrín Björk Guðjónsdóttir frá Flateyri hannaði í tilefni afmælisin
25/04/20230
Episode Artwork

Samvinna eftir skilnað, sumarvinkill og Steingerður lesandi

Gyða Hjartardóttir, félagsráðgjafi kom til okkar í dag, en hún er umsjónar- og ábyrgðaraðili Samvinnu eftir skilnað (SES), sem er heimasíða og verkefni, í rauninni gagnreynt safn þekkingar, verkfæra og námsefnis fyrir foreldra og fagfólk. Um er að ræða stafrænan vef með námsefni sem er ætlað til að hjálpa foreldrum við að takast á við breytingar og áskoranir sem eru algengar í kjölfar skilnaðar eða sambúðarslita. Gyða sagði okkur frá niðurstöðum rannsókna á því hvernig kerfið hefur virkað fyrir þau sem hafa nýtt sér það og svo sagði hún okkur líka frá málþingi um SES, þar sem verða m.a. kynnt til sögunnar ný námskeið fyrir börn. https://samvinnaeftirskilnad.is/ Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í þetta sinn lagði Guðjón vinkilinn að sumardeginum fyrsta. Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Steingerður Steinarsdóttir, verkefna- og ritstjóri hjá Samhjálp. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haf
24/04/20230
Episode Artwork

Samvinna eftir skilnað, sumarvinkill og Steingerður lesandi

Gyða Hjartardóttir, félagsráðgjafi kom til okkar í dag, en hún er umsjónar- og ábyrgðaraðili Samvinnu eftir skilnað (SES), sem er heimasíða og verkefni, í rauninni gagnreynt safn þekkingar, verkfæra og námsefnis fyrir foreldra og fagfólk. Um er að ræða stafrænan vef með námsefni sem er ætlað til að hjálpa foreldrum við að takast á við breytingar og áskoranir sem eru algengar í kjölfar skilnaðar eða sambúðarslita. Gyða sagði okkur frá niðurstöðum rannsókna á því hvernig kerfið hefur virkað fyrir þau sem hafa nýtt sér það og svo sagði hún okkur líka frá málþingi um SES, þar sem verða m.a. kynnt til sögunnar ný námskeið fyrir börn. https://samvinnaeftirskilnad.is/ Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í þetta sinn lagði Guðjón vinkilinn að sumardeginum fyrsta. Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Steingerður Steinarsdóttir, verkefna- og ritstjóri hjá Samhjálp. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haf
24/04/20230
Episode Artwork

Halldór Baldursson föstudagsgestur og samlokuspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var teiknarinn Halldór Baldursson. Hann hefur teiknað hárbeittar skopmyndir í dagblöðum og fréttamiðlum í áraraðir, Viðskiptablaðinu, Blaðinu, 24 stundum, Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og hefur nú fært sig yfir á visir.is. Hann hefur kennt teikningu og myndskreytingu við Listaháskóla Íslands auk þess að hafa myndskreytt fjölda bóka og auglýsinga. Við töluðum við Halldór í dag um það hvenær og hvernig hann byrjaði að teikna, um skopmyndir og það að dansa á línunni þegar kemur að húmor. Í matarspjallinu í dag töluðum við svo um samlokur. Það væri hægt að tala endalaust um mismunandi samlokur, en við höfðum sem upphafspunkt þessar týpísku samlokur sem hægt er að kaupa út um allt með til dæmis túnfisk- rækju- skinkusalati eða roast beef og bárum þær saman við heimasmurðar samlokur og heimagerð salöt. Tónlist í þættinum í dag: Egils appelsín / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna) Sunshine on Leith / The Proclaimers (Charlie Reid og Craig Reid)
21/04/20230
Episode Artwork

Gurrý og vorverkin og vetrardvöl á Kanarí

Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur kom í þáttinn í dag og fór yfir vorverkin og það sem sniðugt er að gera á þessum árstíma í garðinum eða jafnvel á svölunum. Hvað ber að hafa í huga til dæmis þegar kemur að því að klippa tré og runna, setur næturfrostið strik í reikninginn þegar kemur að því að hreinsa beðin? Guðríður svaraði því í þættinum og sagði einnig frá opnu húsi í Garðyrkjuskólanum við Hveragerði sem er einmitt alltaf á Sumardaginn fyrsta. Þar verður kaffisala, markaðstorg og börn geta farið á hestbak ásamt ýmsu öðru. Svo spurðum við Guðríði líka út í nýju bókina, Fjölærar plöntur. Það verður æ algengara að fólk, til dæmis sem komið er á eftirlaun, ákveði að búa hluta ársins og jafnvel allt árið á hlýrri slóðum, til dæmis á Spáni. Dóra Stefánsdóttir, sérfræðingur í starfsmenntun, fór á eftirlaun fyrir ári síðan og ákvað með eiginmanni sínum, Stefáni Rafni Geirssyni, að dvelja nokkra mánuði á Kanaríeyjum í vetur. Þau eru nýkomin heim og við ákváðum að forvitnast um dvölina
19/04/20230
Episode Artwork

Íslensku abbadísirnar, Eitthvað rotið og úrkomuspjall

Steinunn J. Kristjánsdóttir fornleifafræðingur og prófessor við fornleifafræðideild HÍ talaði í síðustu viku á ráðstefnu um nýjar nálganir í Klausturrannsóknir í Norgður-Evrópu. Þar fjallaði hún um íslensku abbadísirnar í klaustrum landsins sem hún segir að megi vel setja í hóp merkustu Íslendinga á miðöldum. Þær eru sjaldan eða aldrei nefndar í innlendum sögulegum yfirlitum. Steinunn kom í þáttinn í dag og sagði okkur meira frá þessum merkilegu konum og starfsemi klaustranna í þættinum í dag. 10 ára afmælissýning söngleikjadeildar Söngskóla Sigurðar Demetz er söngleikurinn Eitthvað rotið! (Something Rotten!) sem fékk 7 Tony-tilnefningar á sínum tíma. Verkið er sett upp í fyrsta sinn á Íslandi í glænýrri þýðingu Orra Hugins og Þórs Breiðfjörð. Þetta verður fyrsta áhugamannauppfærsla í heiminum sem fær sýningarleyfi og líklega verður þetta með síðustu sýningum í Gaflaraleikhúsinu áður en það verður rifið. Þór Breiðfjörð kom ásamt Bergþóru Sól Elliðadóttur, nemanda sem tekur þátt í sýni
18/04/20230
Episode Artwork

Íslenska glíman, skýrsluvinkill og Margrét lesandinn

Fyrr á öldum þótti enginn maður með mönnum nema hann væri hlutgengur í glímu. Smalar tóku eina bröndótta sér til hita, glímt var eftir kirkjuferðir og í landlegum vermanna. Glíman telst til þjóðlegra fangbragða en af þeim eru þekktar um 150 tegundir um víða veröld. Glíman sker sig úr öllum öðrum fangbrögðum á þrennan hátt: Upprétt staða, stígandinn og svo níð. Um helgina fór fram 112. Íslandsglíman og keppt var um Grettisbeltið í karlaflokki og Freyjumenið í kvennaflokki en sigurvegararnir hlutu sæmdarheitin Glímukóngur og Glímudrottning Íslands. Margrét Rún Rúnarsdóttir formaður Glímusambands Íslands kom í viðtal í dag. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í dag lagði Guðjón vinkilinn að skýrslum. Að lokum var það lesandi vikunnar, í þetta sinn er það Margrét Bjarnadóttir. Hún er danshöfundur og listakona. Hún vinnur jöfnum höndum með dans- og performanslist, ljósmyndir, myndbandsverk, glerverk, teikningar og skrif. Hún, til
17/04/20230
Episode Artwork

Sextugur Jón Ólafsson föstudags- og matarspjallsgestur

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson. Hann hefur spilað sig inn í hjörtu þjóðarinnar í fjóra áratugi með hljómsveitunum Possibillies, Bítlavinafélaginu, Sálinni hans Jóns míns, Nýdönsk og svo auðvitað í undir eigin nafni á sólóferli. Hann hefur stjórnað útvarps- og sjónvarpsþáttum sem til dæmis urðu að tónleikaröðinni Af fingrum fram. Framundan eru tónleikar í Eldborgarsal Hörpu þar sem hann mun, ásamt úrvali tónlistarfólks, fagna sextugsafmæli sínu. Það var um nóg að ræða við Jón í þættinum í dag. Í matarspjalli dagsins sat afmælisbarnið og föstudagsgesturinn Jón Ólafsson áfram og að ræddi við okkur um mat. Mexíkóskur matur, indverskt matargerðarnámskeið í Hússtjórnarskólanum, uppáhalds 1944 rétturinn og hvað honum þykir skemmtilegast að elda var meðal þess sem var rætt um. Tónlist í þættinum í dag: Flugvélar / Nýdönsk (Jón Ólafsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson) Þrisvar í viku / Bítlavinafélagið (Jón Ólafsson og Stefán Hjörleifsson) Líf
14/04/20230
Episode Artwork

Sextugur Jón Ólafsson föstudags- og matarspjallsgestur

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson. Hann hefur spilað sig inn í hjörtu þjóðarinnar í fjóra áratugi með hljómsveitunum Possibillies, Bítlavinafélaginu, Sálinni hans Jóns míns, Nýdönsk og svo auðvitað í undir eigin nafni á sólóferli. Hann hefur stjórnað útvarps- og sjónvarpsþáttum sem til dæmis urðu að tónleikaröðinni Af fingrum fram. Framundan eru tónleikar í Eldborgarsal Hörpu þar sem hann mun, ásamt úrvali tónlistarfólks, fagna sextugsafmæli sínu. Það var um nóg að ræða við Jón í þættinum í dag. Í matarspjalli dagsins sat afmælisbarnið og föstudagsgesturinn Jón Ólafsson áfram og að ræddi við okkur um mat. Mexíkóskur matur, indverskt matargerðarnámskeið í Hússtjórnarskólanum, uppáhalds 1944 rétturinn og hvað honum þykir skemmtilegast að elda var meðal þess sem var rætt um. Tónlist í þættinum í dag: Flugvélar / Nýdönsk (Jón Ólafsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson) Þrisvar í viku / Bítlavinafélagið (Jón Ólafsson og Stefán Hjörleifsson) Líf
14/04/20230
Episode Artwork

Heima snjallforritið og Landstúlkun

Þriðja vaktin hefur verið mikið til umfjöllunar og í fersku minni er auglýsingaherferð sem VR stóð fyrir um þá ólaunuðu ábyrgð og verkstýringu á heimilis- og fjölskylduhaldi sem kölluð er þriðja vaktin. Tveir ungir frumkvöðlar, þær Alma Dóra Ríkarðsdóttir og Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir, unnu Gulleggið árið 2020 með smáforritinu HEIMA sem ætlað er að sjá um skipulag og hugræna byrði heimilisverka fyrir fjölskyldur og freista þess þannig að draga úr álagi á fjölskyldur auk þess sem allir fjölskyldumeðlimir fá betri yfirsýn yfir öll heimilisverkin. Við töluðum við þær Ölmu og Sigurlaugu í dag. Landstúlkun er túlkunarfyrirtæki stofnað af Martynu Ylfu Suszko og Aleksöndru Karwowska. Þær túlka og þýða í og úr pólsku, íslensku og ensku og hafa báðar unnið í sínu fagi í mörg ár. Landstúlkun er með rammasamning við Ríkiskaup fyrir túlka- og þýðingaþjónustu og sinnir þjónustu hins opinbera, til dæmis í skólum, í heilbrigðismálum, dóms- og lögreglumálu og fleira. Þær Martyna og Aleksandra komu
13/04/20230
Episode Artwork

Vegabréf: íslenskt, Hvað ef sósan klikkar? og póstkort

Sigríður Víðis Jónsdóttir hefur starfað meðal annars sem blaðamaður, aðstoðarmaður ráðherra og hjá UNICEF, en hún kom í viðtal í dag og við ræddum við hana um mögnuð ferðalög sem hún lagðist í til landa sem við fæst förum til en sjáum helst fréttir um vegna stríðsátaka og gríðarlega erfiðra tíma. Hún var yfirleitt ein á þessum ferðalögunum og skrifaði meðal annars blaðagreinar þar sem hún miðlaði til Íslands ástandinu á staðnum, sögur af heimafólkinu og fjölskyldunum sem hún kynntist oftar en ekki náið. Afghanistan, Mjanmar, Katar, Bosnía og Hersegóvína, Eþíópía, Rúanda, Suður Súdan, Sýrland, Írak, Palestína, Ísrael og Búrkína Fasó. Við fengum Sigríði til að segja okkur sögur af sínum ferðalögum, en hún skrifaði bókina Vegabréf: íslenskt um reynslu sína. Árið 2016, eftir röð áfalla, byrjaði Gunnella að finna fyrir allskonar einkennum sem hún hafði ekki áður upplifað. Hjartslátta- og meltingatruflanir, síþreyta, verkir í augum, sveppasýking í hálsi og margt fleira. Taugaáfall, sagði læk
12/04/20230
Episode Artwork

Geðfræðsla, skógarvinkill og veðurspjall

Geðfræðslufélagið Hugrún er rekið í sjálfboðaliðastarfi af háskólanemum og snýr öll starfsemi félagsins að því að bæta geðheilsu ungmenna á Íslandi og auka aðgengi að geðfræðslu. Nú yfir páskana gaf félagið út myndbönd með yfirskriftinni ?Tölum meira um geðheilsu!?. Um er að ræða þrjú stutt myndbönd sem eru ætluð til þess að vekja fólk til umhugsunar um geðheilsu og markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi þess að tala opinskátt um geðheilsu. Vonin er sú að með tímanum verði eins eðlilegt að ræða um geðheilsu sína og það er að ræða líkamlega heilsu. Ragna Kristín Guðbrandsdóttir, varaformaður og fulltrúi læknanema í stjórn Hugrúnar og Inga Birna Sigursteinsdóttir fræðslustýra félagsins komu í þáttinn í dag og fræddu okkur meira um félagið og þetta átak. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn lagði hann vinkilinn að menningarmun þeirra sem búa í skógi vöxnu landi og þeirra sem gera það ekki. Svo kom Elín Björk Jónasdóttir til okkar í sitt vikulega veðurspja
11/04/20230
Episode Artwork

Diddi og Ásgerður, Róbert verðlaunakokkur og veislumaturinn

Hjónin Sigurður Rúnar Jónsson tónlistarmaður, eða Diddi fiðla, og eiginkona hans Ásgerður Ólafsdóttir sérkennari ákváðu fyrir 10 árum að flytjast búferlum til Þýskaland og fylgja syni sínum og fjölskyldu en sonurinn, Ólafur Kjartan Sigurðarson óperusöngvari, hafði fengið vinnu við óperuhúsið í Saarbrucken. Þau fluttu svo til Berlínar fyrir tveimur árum. Diddi og Ásgerður hafa verið gift í rúm 50 ár, sögðu okkur frá því hvernig þau kynntust á Akranesi, þau sögðu okkur frá því þegar þau fluttu til Eyja og lentu í gosinu. Diddi sagði frá Stúdíó Stemmu, Ásgerður sagði frá sínu starfi í sérkennslu fyrir einhverfa. 15. apríl verður sérstök síðdegisstund með þeim hjónum í Hannesarholti, þar sem þau munu fara vítt og breitt yfir það sem á daga þeirra hefur drifið og eftir að hafa búið í Þýskalandi í tíu ár hafa þau frá ýmsu að segja varðandi samanburðinn á lífinu hér á Íslandi og í Þýskalandi. Við töluðum svo við Róbert Ómarsson, 18 ára kokkanema á veitingastað í Osló sem er með Michelin stjör
05/04/20230
Episode Artwork

Gervigreind, bráðaofnæmi við áreynslu og páskaveðrið

Gervigreind er ekki ný af nálinni, við höfum séð í kvikmyndum og vísindaskáldskap þar sem gervigreindin snýst gegn mannkyninu, tölvur og vélmenni verða miklu greindari en mannfólkið og taka völdin í heiminum. En nú, í raunveruleikanum, hafa fjölmargir lýst áhyggjum sínum af gríðarlega hraðri þróun gervigreindar. Allt í einu er hægt að nýta hana í nánast hvað sem er, hún getur skrifað bækur, ljóð, ritgerðir, blaðagreinar og miklu fleira, um hvað sem er í nánast hvaða stíl sem er. Hún getur búið til raunverulegar myndir og myndbönd af hverjum sem er að gera hvað sem er. Er gervigreindin eitthvað sem við eigum að hræðast, eða er hún tól sem mun nýtast mannkyninu á jákvæðan hátt? Bergur Ebbi Benediktsson, grínari og samfélagsrýnir, hefur velt þessu mikið fyrir sér, hann kom í þáttinn í dag og spjallaði við okkur um gervigreind. Sumarið 2019 fjölluðum við hér í þættinum um konu sem var úti að hlaupa, eins og hún gerði nánast á hverjum degi, nema í þetta sinn fór henni allt í einu að líða e
04/04/20230
Episode Artwork

Egyptalandsferðir Omars, fjallaferðavinkill og Tobba lesandi vikunnar

Omar Salama hefur verið búsettur hér í 18 ár en kom fyrst til landsins til að keppa í skák og heillaðist svo af landinu að hann settist hér að. Fyrir nokkrum árum stofnaði hann Kleopatra tours, ferðaskrifstofu sem sérhæfir sig í ferðum til miðausturlanda. Omar kom í þáttinn í dag. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og þetta sinn lagði hann vinkilinn við nýafstaðna fjallaferð með góðum vinum. Og svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Tobba Marínós. Hún hefur unnið sem blaðakona og ritstjóri, hefur stjórnað sjónvarpsþáttum, skrifað bækur, sem til dæmis urðu að sjónvarpsþáttum, og nú síðast opnaði hún og rak Granólabarinn ásamt móður sinni. En í dag talaði hún auðvitað við okkur um hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Tobba talaði um eftirfarandi bækur: Hvunndagshetjur e. Auði Haralds Inngangur að efnafræði e. Bonnie Garmus Girl on The Train e. Paula Hawkins Leiðbeiningar um aftengingar
03/04/20230
Episode Artwork

Hjörtur Jóhann föstudagsgestur og páskalambið

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikarinn Hjörtur Jóhann Jónsson. Hann hefur á þeim rúma áratug síðan hann útskrifaðist sem leikari leikið fjölmörg hlutverk á leiksviði, í sjónvarpi og kvikmyndum. Hann lék til dæmis Ríkharð III. og MacBeth eftir Shakespeare, Skarphéðinn Njálsson í Njálu og miklu fleiri hlutverk. Hann leikur aðalhlutverkið í nýrri íslenskri kvikmynd, Óráð, sem fer í almenna sýningu í kvöld. Óráð er hrollvekja sem tekin var upp í heimsfaraldrinum og samkvæmt eiginkonu Hjartar er hann mjög hryllingsmyndahræddur. Við töluðum við Hjört um það að leika þessi stóru Shakespeare hlutverk, hjátrú í leikhúsi, að rýna í handritið og svo auðvitað sagði hann okkur frá nýju kvikmyndinni, Óráð, og hvernig það var fyrir hann að leika í sálfræðihrollvekju þrátt fyrir að vera svona hræddur við þess háttar kvikmyndir. Í matarspjalli dagsins, sem var það síðasta fyrir páska, þá notuðum við tækifærið og spjölluðum um lambakjöt, páskalambið. Lambið hefur sterka tengingu v
31/03/20230
Episode Artwork

Breyttur heimur unglinga í dag og Achola, Shruthi og Elizabeth

Guði sé lof að ég er ekki unglingur í dag. Þetta er fyrirsögn á grein sem tveir sálfræðingar hjá Geðheilsumiðstöð barna og verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd skrifuðu saman. Þar eru þau til dæmis að bera saman breytingar í heimi unglinga í dag og þegar þau voru ung. Þá voru engir samfélagsmiðlar, snjalltæki og allt það sem því fylgir. Við fengum tvö þeirra, Daðey Albertsdóttur og Skúla Braga Geirdal, til að koma í þáttinn og segja okkur frá því sem þau eru að fjalla um í þessari grein, þessa breyttu tíma, að alast upp í svona miklu upplýsingaflæði, í öllum þessum samfélagsmiðlum og mögulegar afleiðingar þess. Þrjár konur, Achola Otieno, Shruthi Basappa og Elizabeth Lay, skrifuðu saman grein á visir.is með fyrirsögninni: Hvernig höldum við samtalinu lifandi? Þar eru þær að bregðast við umræðunni sem kom upp í framhaldi af því að fólk af asískum uppruna benti á að birtingamynd asísks fólks og asískrar menningar í sýningu Íslensku Óperunnar væri særandi, úreld og niðrandi. Þær e
30/03/20230
Episode Artwork

Ályktanir Kvenréttindafélagsins, Mottumars og sjúkrahúspóstkort

Tatjana Latinovic var endurkjörin formaður Kvenréttindafélags Íslands á aðalfundi félagsins í síðustu viku. Fundurinn sendi einnig frá sér tvær ályktanir með hvatningu til stjórnvalda. Annars vegar um að kynjafræði skuli vera skyldufag í kennaramenntun á Íslandi og hins vegar áskorun til íslenskra stjórnvalda að sýna femíníska og pólitíska forystu og ábyrgð gagnvart mannréttindabrotum á konum. Tatjana kom i þáttinn og fræddi okkur meira um þessar tvær ályktanir. Á föstudaginn, 31.mars, stendur Krabbameinsfélagið fyrir málþingi sem ber yfirskriftina Ekki humma fram af þér heilsuna. Meðal þeirra sem taka til máls eru Sigríður Gunnarsdóttir forstöðumaður rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins sem mun segja frá niðurstöðu könnunar á reynslu þeirra sem greindust með krabbamein á árunum 2015-1019 af greiningar- og meðferðarferlinu. Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur og teymisstjóri hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins talar einnig á málþinginu, erindi hans ber titilinn: Ástæð
29/03/20230
Episode Artwork

Móttökuáætlun, hjólasöfnun og veðurspjallið

Við fræddumst í þættinum um móttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna, en Nichole Leigh Mosty forstöðumaður Fjölmenningarseturs kom til okkar í dag. Meginmarkmið móttökuáætlunarinnar er að stuðla að jöfnum tækifærum til menntunar auk félagslegrar, efnahagslegrar og menningarlegrar velferðar nýbúa, óháð bakgrunni þeirra. Nichole fræddi okkur betur um þessa áætlun og þörfina fyrir hana í dag. Hjólasöfnun Barnaheilla var formlega hleypt af stokkunum í síðustu viku. Barnaheill hvetja alla til þess að koma hjólum sem ekki eru í notkun á endurvinnslustöðvar Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Í maí mun svo Barnaheill úthluta hjólunum til barna og ungmenna sem ekki eiga hjól og gætu annars ekki tekið þátt í samfélagi hjólamenningarinnar til jafns við önnur börn. Sjálfboðaliðar munu gera við og gera upp hjólin eftir þörfum áður en þeim er úthlutað. Linda Hrönn Þórisdóttir, leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum, kom í þáttinn í dag. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo í sitt vikuleg
28/03/20230
Episode Artwork

Íslenskir töframenn, afgangsmatur og Úlfur lesandi vikunnar

Hið íslenska töframannagildi var stofnað árið 2007 og er markmið þess m.a. að vera vettvangur áhugafólks um töfra og töfrabrögð. Haldnir eru mánaðarlegir fundir, erlendir gestir eru fengnir til þess að halda fyrirlestra og námskeið og svo er það heimasíðan www.toframenn.is þar sem hægt er að fá frekari upplýsingar. Gunnar Kr. Sigurjónsson forseti félagsins kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um gildið og sýndi okkur meira að segja tvö töfrabrögð í beinni útsendingu. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn lagði hann vinkilinn að afgöngum, sem sagt afgangsmat og ýmsum birtingarmyndum hans. Og svo var það lesandi vikunnar, sem í þetta sinn var Úlfur Eldjárn tónlistarmaður. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Úlfur talaði um eftirfarandi bækur: Tættir þættir e. Þórarinn Eldjárn Brotin e. Jón Atla Jónasson Kjörbúðarkonan e. Sayaka Murata Svefngríman e. Örvar Sm
27/03/20230
Episode Artwork

Föstudagsgesturinn Ævar Þór og matarspjall um veisluborð

Föstudagsgesturinn okkar var Ævar Þór Benediktsson leikari og rithöfundur en hann hefur náð að afreka heilmikið á báðum sviðum þótt aðeins séu liðin 12 ár frá því hann útskrifaðist frá Listaháskólanum. Hann leikur í þáttaröðinni Arfurinn minn sem verður sýnd í Sjónvarpi Símans yfir páskana en þar leikur hann son aðalsöguhetjunnar sem Laddi leikur. Í matarspjalli dagsins fór Sigurlaug Margrét yfir hvers konar veisluborð sómir sér vel í hvaða veislu sem er og hvaða veitingar eru hagkvæmar. Tónlist í þættinum í dag: Hossa Hossa / Amabadama (Salka Sól, Steinunn Jónsdóttir og Magnús Jónsson) Ég lifi í draumi / Hildur Vala (Eyjólfur Kristjánsson og Aðalsteinn Ásberg) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
24/03/20230
Episode Artwork

Friður og fjölmenning, EMDR og Neytendasamtökin 70 ára

Tanya Aleksandersdóttir er frá Úkraínu en hefur búið á Íslandi um árabil. Hún er kennari og túlkur og þekkir vel til og hefur aðstoðað þau sem hafa komið hingað til lands frá Úkraínu frá því að stríðið hófst. Tanya kom í þáttinn og sagði okkur frá sinni reynslu af því að koma sér fyrir í íslensku samfélagi. Með henni kom Sigurvin Lárus Jónsson, prestur í Fríkirkjunni í Reykjavík, hann sagði okkur frá sjónvarpsþætti sem verið er að vinna á vegum Fríkirkjunnar undir yfirskriftinni friður og fjölmenning. Í þættinum koma saman einstaklingar af fjölbreyttum uppruna sem iðka mismunandi trúarbrögð og til dæmis sameinast í bæn fyrir friði auk þess sem flutt verður lifandi tónlist og hugvekjur. Þau Tanya og Sigurvin sögðu okkur meira frá þessu í þættinum. Vegna afbókunar með stuttum fyrirvara endurfluttum við viðtal frá því á þriðjudaginn við Dr. Gyðu Eyjólfsdóttur, sálfræðing og sérfræðing í klínískri sálfræði. Við höfum fjallað talsvert undanfarið í þættinum um áföll og afleiðingar áfalla og
23/03/20230
Episode Artwork

Kvíði og félagsfælni, Geirmundur og Jón Ólafsson úr Grunnavík

Eymundur Lúter Eymundsson var hjá okkur í þættinum í dag. Hann glímdi við mikinn kvíða og félagsfælni frá því í barnaskóla. Kvíðinn hafði áhrif á allt í hans lífi, honum gekk illa í náminu, hann einangraði sig, reiddist sjálfum sér fyrir að líða illa og þorði ekki að segja neinum frá því hvernig honum leið. Hann hætti í framhaldsskóla eftir tvo mánuði, notaði áfengi til að slá á líðanina og þegar hann lagðist til svefns á kvöldin kveið hann fyrir að vakna daginn eftir, kveið fyrir öllum deginum. Kveið fyrir því að þurfa hitta annað fólk. Eymundi líður betur í dag, líf hans tók loksins aðra stefnu þegar hann var að nálgast fertugt og hann sagði okkur sína sögu í þættinum. Geirmundur Valtýsson hljómlistarmaður heldur tónleika á laugardaginn og þeir eru óvenjulegir á þann hátt að hljómsveitin spilar einungis lögin og það fellur í hlut áhorfenda að syngja lögin. Geirmundur sagði okkur frá þessu í dag. Hver var Jón Ólafsson úr Grunnavík og hvað var hann að gera í Kaupmannahöfn á átjándu öld
22/03/20230
Episode Artwork

EMDR meðferð, Stockfish stuttmyndir og veðurspjallið

Við höfum fjallað talsvert undanfarið í þættinum um áföll og afleiðingar áfalla og áfallastreitu og meðferðarúrræði. Í þeim umræðum, við sálfræðinga og sérfræðinga í úrvinnslu og greiningu áfalla hefur EMDR meðferð oft verið nefnd. En hvað er EMDR meðferð? Dr. Gyða Eyjólfsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um EMDR meðferðir. Helena Jónsdóttir leikstjóri, dansari og listakona kom svo í þáttinn, en hún hefur sett saman dagskrá alþjóðlegra stuttmynda fyrir Stockfish kvikmyndahátíðina sem verða sýndar 23. mars til 2. apríl víðs vegar um borgina. Helena hefur nýverið gengið í gegnum missi á eiginmanni, móður, systur og bestu vinkonu á tiltölulega stuttum tíma, en listin hefur sannarlega verið henni stuðningur í þessu ferli. Stuttmyndirnar sem hún valdi á hátíðina hafa til dæmis haft sömu áhrif á hana eins og hughreystandi ljóð eða bók. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo til okkar í dag í sitt vikulega veðurspjall. Hún sag
21/03/20230
Episode Artwork

Qigong, vinkill dagsins og Þóra lesandi vikunnar

Í dag er alþjóðlegur dagur hamingjunnar og við forvitnuðumst af því tilefni um Qigong lífsorkuæfingar sem hafa verið stundaðar í Kína í 5000 ár. Æfingarnar byggja á djúpri öndun, mjúkum og styrkjandi hreyfingum, með heilandi hugleiðslu. Þorvaldur Ingi Jónsson kom í þáttinn í dag, en hann lærði Qigong hjá Gunnari Eyjólfssyni leikara. Það er mánudagur í dag og því fengum við vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Í þetta sinn bar hann vinkilinn upp við bæði magurt og feitt, eins og hann orðar það, og eins kom Vilhjálmur Stefánsson heimskautafari við sögu. Svo var það lesandi vikunnar sem í þetta sinn var Þóra Kolbrá Sigurðardóttir, ritstjóri matarvefs mbl.is. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Þóra sagði frá forritinu Blinkist og talaði um eftirfarandi bækur og höfund: Á vit hins ókunna e. Erlend Haraldsson The 5 A.M. Club e. Robin Sharma Astrid Lindgren, Enyd Blydon og J.K. Rowling
20/03/20230
Episode Artwork

Matti Matt föstudagsgestur og matarspjall úr Eyjum

Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni var Matthías Matthíasson söngvari eða Matti Matt eins og hann er oftast kallaður. Matti hefur komið víða við í tónlistarbransanum og var ungur þegar hann steig fyrst fram á svið. Hann var til dæmis meðlimur í eftirfarandi hljómsveitum: Reggea on Ice, Dúndurfréttum, Pöpum o.fl. Hann söng líka öll lögin fyrir íþróttaálfinn í Latabæ, bæði á íslensku og ensku og svo er það hæfileikinn sem hann uppgötvaði ekki fyrr en á fullorðins aldri, að geta farið með heilu setningarnar afturábak nánast án þess að þurfa að hugsa um það. Síðustu misserin hefur hann klárað húsasmíðanám og nú síðast opnað nýstárlega búð sem selur náttúrulegar svefnvörur. Sigurlaug Margrét var stödd í Vestmannaeyjum hvar hún kannaði matarmenninguna sem hún sagði okkur frá í matarspjalli dagsins. Þar er auðvitað að finna dásamlegt ferskt sjávarfang og miklu fleira sem Sigurlaug tæpti á í þættinum. Tónlist í þættinum í dag Út í eyjum / Stuðmenn (Egill Ólafsson og Jakob Frímann Magnússon
17/03/20230
Episode Artwork

Sigurhæðir, fermingarveislur og Felix í Liverpool

Við kynntum okkur í dag starfsemi Sigurhæða, sem er þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi, en starfsemin er tveggja ára um þessar mundir. Sigurhæðir bjóða konum samhæfða ráðgjöf, stuðning og meðferð á þeirra forsendum og við fengum Hildi Jónsdóttur, verkefnisstjóra Sigurhæða til að koma í þáttinn í dag og segja okkur frekar frá starfseminni. Það líður senn að fermingum og víða eru fjölskyldur að undirbúa fermingarveislur og það er jú alltaf gott að hafa góðan fyrirvara og vera búin að búa í haginn. Það getur verið stressandi ferli fyrir marga að undirbúa svona veislu og alltaf þessi klassíska spurning: Eru nægar veitingar? Marenza Poulsen er sérfræðingur í veislum og útreikningi á veisluföngum, hvenær er nóg og hvað er nóg? Hún kom í þáttinn í dag. Við heyrðum svo í lok þáttar í Felix Bergssyni, en hann er í stýrihópi fyrir Eurovisionkeppnina sem fer fram í maí í Liverpool. Undirbúningur fyrir keppnina er í fullum gangi og við heyrðum í honum þar sem hann var nýkominn
16/03/20230
Episode Artwork

Búsetufrelsi, aðalfundir húsfélaga og íslensk sönglög

Mikið hefur verið fjallað um húsnæðiskostnað undanfarið, sem er kannski ekki skrýtið nú á tímum verðbólgu, hárra vaxta og hækkandi leigu. Við fræddumst um samtökin Búsetufrelsi, sem eru sem sagt hagsmunasamtök fólks með búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggðum Grímsnes- og Grafningshrepps. Sem sagt fólk sem býr í heilsárshúsi eða frístundahúsi og hefur þar sitt aðal heimili. Stofnfélagar samtakanna voru 10 þegar félagið stofnuð fyrir tæpu ári, en í dag eru félagar orðnir 70. Heiða Björk Sturludóttir, formaður Búsetufrelsis, kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um félagið. Nú er í garð genginn tíma aðalfunda í húsfélögum í fjölbýlishúsum. Þá ber að halda einu sinni á ári, fyrir lok apríl. Þar eru teknar ákvarðanir um hagsmuni og mál sem geta haft í för með sér mikla skuldbindingar og fjárútlát. Því er eins gott að vanda til verka og Tinna Andrésdóttir, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu, kom í þáttinn og fór með okkur yfir það helsta sem hafa ber í huga og hvað er gott að varast í aðdra
15/03/20230
Episode Artwork

Íslandsklukkan, bíó fyrir alla og íslensk veðurhugtök

Ny?tt leikverk eftir leikhópinn Elefant byggt á einni ástsælustu skáldsögu þjóðarinnar, Íslandsklukku Halldórs Laxness. Leikhópurinn Elefant samanstendur af ungum íslenskum leikurum sem í samvinnu við Þorleif Örn Arnarsson leikstjóra frumsýna á fimmtudaginn í Kassanum í Þjóðleikhúsinu.María Thelma Smáradóttir, sem leikur Snæfríði Íslandssól í sýningunni kom í viðtal í dag og sagði okkur meðal annars frá því að þetta hefði verið draumahlutverkið hennar frá því hún var unglingur og las söguna fyrst. Við forvitnuðumst svo um sérstakar kvikmyndasýningar í Bíó Paradís, en þar er hefur verið unnið undanfarið að því að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða að allri aðstöðu og bíósýningarnar hafa verið aðlagaðar til dæmis fyrir blinda, heyrnaskerta og einhverfa og boðið hefur verið upp á bíósýningar á óhefðbundnum tímum fyrir þau sem það vilja. Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíó Paradís kom í þáttinn í dag. Svo komu þær saman til okkar í veðurspjall, Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur og An
14/03/20230
Episode Artwork

Sjúkraflutningar, hádegismatur og Ágústa Eir lesandinn

Valur Freyr Halldórsson var nú nýlega ráðinn fag- og verkefnisstjóri hjá Sjúkraflutningaskólanum en hann er menntaður hjúkrunarfræðingur og bráðatæknir og hefur starfað hjá Slökkviliði Akureyrar síðastliðin 21 ár. Valur var í þættinum í dag og sagði okkur frá Sjúkraflutningaskólanum. Það er mánudagur og þá fengum við vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni úr Flóanum. Í dag bar Guðjón vinkilinn að hádegismat fyrr og nú. Og svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Ágústa Eir Gunnarsdóttir ráðgjafi á Sjónstöð Íslands og kattafræðingur. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Ágústa Eir talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Plómur e. Sunnu Dís Másdóttir Skólaljóðin og Í gegnum ljóðmúrinn (safn ljóða frá 20.öld) Dropi úr síðustu skúr e. Anton Helgi Jónsson Guli kafbáturinn e. Jón Kalmann Var, er og verður Birna e. Ingibjörg Hjartardóttir Systraklukkurnar e. Lars Mytting Markús Árelíus
13/03/20230
Episode Artwork

Sólveig Arnarsd. föstudagsgestur og matarspjall um rasp

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Sólveig Arnarsdóttir leikkona. Hún er nýstigin úr hlutverki Lafði Macbeth á sviði Borgarleikhússins og leikur nú Jackie Kennedy í leikritinu Prinsessuleikarnir eftir Nóbelsskáldið Elfriede Jelinek í þýðingu Bjarna Jónssonar og leikstjórn Unu Þorleifsdóttur. Sólveig er nátengd leikhúsinu frá því hún man eftir sér, enda eru foreldrar hennar Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri og Arnar Jónsson leikari. Sólveig hóf að leika sjálf ung og við fengum hana í dag til að segja okkur frá æskunni og uppvextinum, fyrstu skrefunum í leiklistinni, námsárunum og ferlinum í Þýskalandi þar sem hún hefur leikið á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndum. Og svo sagði Sólveig okkur auðvitað frá þessu nýjasta verkefni sem hún frumsýnir eftir viku. Í matarspjalli dagsins var rasp til umræðu. Það er hægt að elda ýmislegt með brauðraspi, það eru til ýmsar útfærslur á raspinu sjálfu og meira að segja hvort á að segja rasp eða raspur og við einmitt ræddum það með Sigu
10/03/20230
Episode Artwork

Jóhanna Birna, Lifðu núna og börn við fátækt

Jóhanna Birna Bjartmarsdóttir vakti mikla athygli á dögunum þegar hún hélt erindi á ráðstefnu BUGL um skólaforðun, áskoranir og úrræði. Hennar skólaganga gekk aldeilis ekki þrautalaust, hún átti mjög erfitt með lestur því hún er lesblind, auk þess að vera með ADHD, á einhverfurófi, auk þess að glíma við mikil heilsufarslegar áskoranir, en á tímabili var hún bundin við hjólastól og rúmliggjandi vegna veikinda. Á magnaðan hátt fann hún sína leið og í dag stundar hún nám í menntavísindum og heilsueflingu í virtum háskóla í Bandaríkjunum og ætlar sé að nýta sér sína reynslu og menntun til að aðstoða börn í svipaðri stöðu og hún var í. Jóhanna Birna deildi sögu sinni í þættinum í dag. Vefsíðan Lifðu núna var stofnuð árið 2014 og markmiðið var að gera líf og störf þeirra sem eru komnir um og yfir miðjan aldur sýnilegri og auka umræðu um þau málefni sem tengjast þessu æviskeiði. Fjölmennustu árgangar Íslandssögunnar eru að eldast og á næstu áratugum mun fjölga verulega í þeim hópi sem verður
09/03/20230
Episode Artwork

SPES barnahjálp, baráttudagur kvenna og átröskun

Samtökin SPES barnahjálp í Tógó hélt upp á 20 ára afmæli síðastliðinn sunnudag. Njörður P. Njarðvík, prófessor emiritus, stofnaði samtökin ásamt Claude Voilleau frá Frakklandi og heimafólki í Tógó. Spes International rekur 2 þorp í Tógó fyrir vegalaus börn, þar sem þau ganga í leikskóla og almenna skóla og lagt er fyrir í menntunarsjóð til framtíðar fyrir börnin. Anna Svava Knútsdóttir leikkona þekkir vel til samtakanna og kom meðal annars fram á sunnudaginn og hún kom í þáttinn í dag og sagði okkur betur frá starfsemi samtakanna og frá dvöl sinni í Tógó í þorpi sem SPES rekur. Í dag er 8. mars, sem er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Við rifjuðum upp sögu þessa dags í þættinum og tókum stöðuna á réttindabaráttu kvenna eins og hún birtist okkur í dag. Og til þess að spjalla um þetta víðfema og mikilvæga málefni fengum við til okkar Ragnheiði Kristjánsdóttur, prófessor í sagnfræði, en hún hefur rannsakað kvenna- og kynjasöguna og var til dæmis ein þeirra sem skrifuðu bókina Konur kjósa
08/03/20230
Episode Artwork

Fræðslustarf Alþingis, ævintýralegt samstarf og kuldakast

Við fræddumst um hvernig hinir ýmsu hópar, allt frá leikskólabörnum uppí háskólanema, eru fræddir um sögu og starfsemi Alþingis. Við fengum til okkar Helgu Einarsdóttur, fræðslustjóra á skrifstofu Alþingis, sem sagði okkur margt fróðlegt um fræðslustarf Alþingis. UNICEF á Íslandi og Moomin Character Ltd. í Finnlandi eru komin í samstarf, ævintýralegt samstarf er óhætt að segja því UNICEF fékk hönnunarteymi ÞYKJÓ og Ævar Þór Benediktsson, sendiherra UNICEF á Íslandi, með í lið að skapa upplifun fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Ævintýraferðalag byggt á Múmínsögu Tove Jansson, sem byggir á grunngildum um kærleika, umburðarlyndi, samkennd og ævintýri. Við fengum þau Sigríði Sunnu Reynisdóttir frá ÞYKJÓ og Friðrik Agna Árnason frá UNICEF til að segja okkur meira frá þessu verkefni í þættinum í dag. Elin Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo til okkar í sitt vikulega veðurspjall í dag. Veðrið hefur alltaf spilað stórt hlutverk í lífi okkar Íslendinga, enda geta veður verið válynd hér á l
07/03/20230
Episode Artwork

Heitar sósur, bjölluvinkill og Þorbjörg lesandinn

Við forvitnuðumst um fyrirtæki sem var stofnað árið 2018 á Djúpavogi. Þar eru framleiddar heitar sósur, eða svokallaðar hot sauce, uppá enskuna. Það eru þau William Óðinn Lefever og Gréta Mjöll Samúelsdóttir sem standa að fyrirtækinu og sósa úr þeirra framleiðslu var fyrsta íslenska heita sósan til að koma á markað. Síðan þá hefur vörunum þeirra fjölgað og starsemi þeirra vaxið. Við skruppum í heimsókn til þeirra Óðins og Grétu í þættinum í dag. Við fengum vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni eins og aðra mánudaga. Í dag lagði Guðjón Helgi vinkilinn að klukkum og bjöllum og skoða þær frá margvíslegum vinklum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Þorbjörg Þorvaldsdóttir, málfræðingur, kennari og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Hún sagði frá eftirtöldum bókum og höfundum: Veisla í greninu e. Juan Pablo Villalobos, María Rán Guðjónsdóttir þýddi á íslensku
06/03/20230
Episode Artwork

Erna Hrönn föstudagsgestur og matarspjall um kaffi

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Erna Hrönn Ólafsdóttir söngkona. Hún er nýkomin aftur til landsins eftir að hafa tekið þátt í undankeppni Eurovision í San Marino. Yfir þúsund sendu inn lög í keppnina og hún komst í gegnum fyrstu síu og í undanúrslit. Þetta er svo sannarlega ekki í fyrsta sinn sem hún tekur þátt í undankeppni fyrir Eurovision því það hefur hún gert margoft hér á landi. Við fórum með henni aftur í tímann og hún sagði okkur frá uppvaxtarárunum fyrir norðan, söngnum og söngnáminu, flutningnum suður, söngferlinum og auðvitað þessu ævintýri í San Marino. Sigurlaug Margrét kom svo til okkar í matarspjall og þar var rætt um kaffi. Franskt kaffi, ítalskt kaffi, kaffi á Íslandi í gegnum tíðina, kaffisull, biscotti, matarkex og margt fleira. Tónlist í þættinum í dag: Á Akureyri / Svanfríður (Óðinn Valdimarsson) Your Voice / Erna Hrönn Ólafsdóttir (Arnar Ástráðsson og Erna Hrönn Ólafsdóttir) Húmar að kveldi / Erna Hrönn Ólafsdóttir og Pálmi J. Sigurhjartarson (
03/03/20230
Episode Artwork

Áfallatengd svefnvandamál, starfslok og Konukot

Edda Björk Þórðardóttir lektor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og sálfræðingur á geðsviði Landspítala kom í þáttinn í framhaldi af umfjöllun okkar undanfarið um áföll, afleiðingar áfalla og meðferðarúrræði. Edda Björk fræddi okkur í þættinum um áfallatengd svefnvandamál sem sum upplifa í kjölfar áfalla, en þau geta orðið þrálát. Margir upplifa nýtt líf eftir starfslok og hjá Vinnuvernd eru haldin námskeið þar sem farið er yfir atriði sem gott er að vita til að njóta lífsins eftir starfslok. Meðal annars er fjallað um lífeyrismál, réttindi, húsnæðismál, fjármál, eignir, áhugamál ofl. Sigþrúður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri á eftirlaunum, eins og hún kallar sig, kom í þáttinn og fræddi okkur frekar um þetta. Kolbrún Kolbeinsdóttir kom svo til okkar, en hún var að útskrifast úr meistaranámi í kynjafræði og lokarannsókn hennar í náminu fjallar um konur í Konukoti, konur sem glíma við heimilisleysi. Hún talaði við konur sem hafa notað eða nota Konukot, hún talaði við fo
02/03/20230
Episode Artwork

Kambey hlýjuhof, Svæðisgarðurinn Snæfellsnes og póstkort

Við fræddumst í dag um Kambey hlýjuhof í Ölfusi. Parið Andrea Eyland og Þorleifur Kamban standa á bak við Kambey, sem þau kalla andrými fyrir foreldra. Þau eiga hrúgu af börnum, eins og þau orða það sjálf, og hafa gert bók, sjónvarpsþætti og hlaðvarp um barneignir frá flestum hliðum, en eins og þau segja þá er það markmið þeirra að gera heiminn örlítið betri fyrir foreldra og börn. Ólöf Þóra Sverrisdóttir kom í þáttinn ásamt Andreu Eyland og þær sögðu okkur betur frá Kambey. Hvað er Svæðisgarður? Hvaða tilgangi þjónar hann og hvert er markmiðið? Svæðisgarðurinn Snæfellsnes var stofnaður 2014 að evrópskri fyrirmynd og er sá eini sinnar tegundar á Íslandi. Framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins er Ragnhildur Sigurðardóttir og hún sagði okkur í dag frá leyndardómum garðsins og Snæfellsness og fræðslukvöldi Vitafélagsins í kvöld í Sjóminjasafninu Grandagarði, þar sem Ragnhildur mun segja frá Svæðisgarðinum. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í korti dagsins sagði hann frá
01/03/20230
Episode Artwork

Berglind um áföll, einstök börn og sviptivindar

Við héldum áfram á vegferð okkar að skoða og fræðast um áföll og afleiðingar áfalla. Gríðarlega stór hluti samfélagsins glímir við afleiðingar áfalla, auðvitað geta áföllin verið misstór og staðið yfir í mislangan tíma, en ef fólk kemst ekki yfir þau og fær ekki hjálp að vinna úr þeim þá geta afleiðingarnar fylgt þeim ævilangt. Berglind Guðmundsdóttir, yfirsálfræðingur á geðsviði Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands, er einn helsti sérfræðingur á Íslandi um áföll og áfallastreituröskun og hún hjálpaði okkur að skilja betur áföll, afleiðingar þeirra og hver meðferðarúrræðin eru. 28. febrúar er alþjóðlegur dagur sjaldgæfra sjúkdóma. Í tilefni dagsins verða kennileiti um allan heim lýst upp og hér á landi verða Perlan, Harpa og Hallgrímskirkja formlega með. Í dag verður sérstakt málþing á vegum Einstakra barna um stöðu foreldra barna með sjaldgæfa sjúkdóma. Ingibjörg Björnsdóttir kom í þáttinn og sagði okkur frá niðurstöðum úr meistararitgerð sinni um kulnun hjá foreldrum barna me
28/02/20230
Episode Artwork

Jóhannes og Sævar um Storm, vinkill og Starri lesandinn

Eftir rúm tvö ár af faraldrinum og öllu sem honum fylgdi þá er ekki víst að margir hafi, við fyrstu tilhugsun, verið tilbúin að horfa á heila þáttaröð um faraldurinn. En engu að síður hefur nýja heimildarþáttaröðin Stormur náð að fjalla um þetta tímabil og baráttuna við COVID-19 þannig að fólk límist við skjáinn og getur ekki hætt að horfa. Í þáttunum er fylgst með störfum þeirra sem stjórnuðu aðgerðum í faraldrinum og einblínt er á mannlega hlið faraldursins og sagt frá sorgum og sigrum í baráttu þjóðarinnar við að hemja útbreiðslu veiru sem setti heimsbyggðina á hliðina. Við fengum tvo af þeim sem stóðu að þessum þáttum, þá Jóhannes Kr. Kristjánsson og Sævar Guðmundsson, til þess að segja okkur frá vinnslu þáttanna í þættinum. Við fengum vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Í þetta sinn bar hann vinkilinn að bók úr einkasafni og fróðleiksþorsta almennt eins og hann orðar það sjálfur. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Starri Reynisson bóksali og háskólanemi. Við fengum að vita hv
27/02/20230
Episode Artwork

Þorvaldur Davíð föstudagsgestur og franskt bakkelsi

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag var Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari. Hann hóf að leika ungur að aldri og var orðinn talsvert þekktur áður en hann hélt til New York í leiklistarnám í Juiliard háskólanum. Hann hefur leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta, til dæmis Vonarstræti, Svartur á leik, Ráðherranum og svo nú síðast í Svar við bréfi Helgu. Hann er nýkominn frá Berlín þar sem hann var valinn í Shooting Stars hópinn og býr nú í Svíþjóð. Við rifjuðum upp með Þorvaldi æskuna og uppvöxtinn, námsárin í New York, ferilinn og hvernig hann glímdi á stundum við leiklistargyðjuna og tók sér langt hlé frá henni og svo hvað er framundan hjá honum. Matgæðingur Mannlega þáttarins Sigurlaug Margrét var á vettvangi í París. Hún talaði um frönsk bakarí og bakkelsi og að þau geti mögulega verið hættuleg, a.m.k. ef maður hefur ekki mikinn viljastyrk. Baguette, croissant, éclair, Louvre o.fl. Tónlist í þættinum í dag: Manstu ekki eftir mér / Stuðmenn (Ragnhildur Gísladóttir og Þórður
24/02/20230
Episode Artwork

Dáleiðsla, meðferð við áföllum og Sæunn Þorsteinsdóttir

Sara Pálsdóttir og Ásdís Olsen komu í þáttinn í dag og sögðu okkur frá því hvernig dáleiðsla getur umbreytt og heilað og hvernig hægt sé að nýta hana til að uppræta margvísleg vandamál. Við höfum fjallað talsvert um áföll og afleiðingar þeirra undanfarið í þættinum. Í dag kom Þorsteinn Guðmundsson, góðkunningi þáttarins, til okkar. Hann er sálfræðingur hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni og sinnir þar greiningu og sálfræðilegri meðferð fullorðinna. Meistararitgerð Þorsteins fjallaði um alþjóðlega rannsókn á inngripi við áleitnum endurminningum í áfallastreituröskun og í starfi sínu veitir hann fólki með áfallastreituröskun meðferð. Við fengum hann til að fræða okkur um samtalsmeðferðir við áföllum í dag. Svo í lok þáttar heyrðum við í Sæunni Þorsteinsdóttur sellóleikara. Hún býr og starfar í Bandaríkjunum og hefur verið að spila með stærstu hljómsveitum heims í þekktustu tónlistarhúsum heims. Hún er svokallaður staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands og mun spila á tvennum tónleik
23/02/20230
Episode Artwork

Góuveðrið, kútmagakvöld og saga öskudagsins

Elín Björk Jónasdóttir kom til okkar í dag í veðurspjall. Hún gat ekki verið með okkur í síðustu viku þannig að það er komin uppsöfnuð þörf á veðurspjalli. Okkur tókst að þreyja þorrann, en hvað er framundan og er farið að sjá eitthvað til vors? Við komum ekki að tómum kofanum hjá Elínu frekar en fyrri daginn og hún sagði okkur líka frá veðurráðstefnum sem hún var á undanfarna viku þar sem rætt var meðal annars um norrænt samstarf og ofurtölvu sem staðsett er á Veðurstofu Íslands. Bakaður saltfiskur, djúpsteiktur þorskur, ferskar gellur, grillaður steinbítur, kútmagi, hrogn og lifur eru meðal þess sem boðið verður upp á á Kútmagakvöldi hjá Lionsklúbbunum Fjölni og Ægi á föstudagskvöld. Þar verða líka til dæmis boðin upp málverk til styrktar starfseminni á Sólheimum, en þeir hafa styrkt þá starfsemi frá sjötta áratug síðustu aldar. En hvað er kútmagi? Þeir Eyþór Ólafsson og Andrés B. Sigurðsson frá Lionsklúbbnum Ægi fræddu okkur um kútmaga, starfsemi klúbbsins og þetta kvöld í þættinum.
22/02/20230
Episode Artwork

Heilatengd sjónskerðing og Samtök menntatæknifyrirtækja

Dagbjört Andrésdóttir kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um heilatengda sjónskerðingu, eða CVI. Það er sem sagt sjónskerðing sem orsakast af skemmdum á sjónbraut og/eða sjónúrvinnslustöðvum í heilanum. Birtingarmyndir CVI eru margvíslegar, til dæmis að missa sjónina undir streitu, talnablinda, andlitsblinda eða að heilinn túlkar ekki rétt það sem augun sjá. Dagbjört sagði okkur sína sögu, en hún greindist ekki fyrr en hún var orðin 26 ára gömul. Meira um þetta hér eftir nokkrar mínútur. Samtök menntatæknifyrirtækja voru stofnuð í nóvember 2022. Í Samtökum menntatæknifyrirtækja eru fyrirtæki sem öll starfa í menntatækniiðnaði sem er á alþjóðavísu metinn á 24.000 milljarða króna með ríflega 16% stöðugan vöxt milli ára. Menntatækni er rótgróin iðngrein sem á sér áratuga sögu en á Íslandi er greinin tiltölulega ung. Þessi nýju samtök hafa það að markmiði að vinna að hagsmunum og stefnumálum menntatæknifyrirtækja, ásamt því að stuðla að vexti og viðgangi greinarinnar í íslensku menntakerf
21/02/20230
Episode Artwork

Saga Unuhúss, vinkill um tímann og Ingibjörg lesandinn

Listalífið í Reykjavík á árum síðari heimsstyrjaldar og þau pólitísku og fagurfræðilegu átök sem mótuðu það, er umfjöllunarefni á sérstöku námskeiði sem Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur og prófessor við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands ætlar að standa fyrir. Einnig verður farið yfir sögu Unuhúss og hugmyndaheim lista- og menntafólksins sem hittist þar. Við heyrðum meira um þetta hjá Jóni Karli í þættinum í dag. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn bar hann vinkilinn að Kantaraborg, tímanum og Borgarfirði-Eystra. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ingibjörg Iða Auðunardóttir meistaranemi í bókmenntafræði, bókagagnrýnandi og bóksali. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Ingibjörg talaði um eftirfarandi bækur: Hættuleg sambönd e. Pierre Choderlos de Laclos Þögnin e. Vigdísi Grímsdóttir Skugga-Baldur e. Sjón Svo talaði hún um James Joyce og U
20/02/20230
Episode Artwork

Hilmar og Hera föstudagsfeðgin og matarspjall um saltkjöt og bollur

Föstudagsgestir Mannlega þáttarins í þetta sinn feðginin Hilmar Oddsson kvikmyndaleikstjóri og Hera Hilmarsdóttir leikkona. Í næstu viku fer kvikmyndin Á ferð með mömmu í almenna sýningu. Hún er eftir Hilmar og Hera leikur í myndinni. Við ræddum við þau feðgin um samvinnuna, kvikmyndir, tónlistina og auðvitað um nýju kvikmyndina Á ferð með mömmu. Í matarspjalli dagsins var ekki komist hjá því að ræða dagana sem koma beint eftir helgi, bolludaginn og sprengidaginn. Hvernig bollur eru bestar, hvað með saltkjötið? Tónlist í þættinum í dag Viltu, viltu / Hilmar Oddsson (Hilmar Oddsson) Heppinn / Birgir Ísleifur og Lay Low (Hilmar Oddsson) Uglan / Melchior (Hilmar Oddsson)
17/02/20230
Episode Artwork

Fjölskyldusameiningar, Söngvakeppnin og Ívar Örn

Við byrjuðum á því að forvitnast um fjölskyldusameiningar Rauða krossins í dag. Fjölskyldusameiningar eru eitt elsta og mikilvægasta verefni Rauða krossins, en félagið hefur sinnt þeim í 150 ár. Þetta verkefni aðstoðar einstaklinga sem hafa orðið viðskila við fjölskyldu sína eða fjölskyldumeðlimi við að finnast og sameinast á ný. Net alþjóðasambands Rauða krossins getur hjálpað til við leitina í öllum löndum heims. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins kom í þáttinn og fræddi okkur um þetta mikilvæga verkefni. Söngvakeppnin 2023 hefst á laugardagskvöldið þar sem fyrstu fimm lögin verða flutt í beinni útsendingu. Tvö lög komast áfram og svo önnur tvö laugardaginn 25.febrúar í útslitin sem haldin verða 4.mars. Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri keppninnar kom til okkar og sagði okkur frá keppninni í ár. Við hringdum í Ívar Örn Sverrisson, leikara, dansara og leikstjóra í þættinum. Hann fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Noregs fyrir tæpum 13 árum án þess að
16/02/20230
Episode Artwork

Samvinna eftir skilnað, orsakir áfallastreitu og póstkort

Á föstudaginn næstkomandi heldur Félagsráðgjafafélag Íslands félagsráðgjafaþing í samstarfi við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands og ÍS-FORSA og yfirskrift þingsins er: Vinnuumhverfi, valdefling og tækni. Gyða Hjartardóttir félagsráðgjafi kom til okkar og sagði okkur frá rannsókn um hvernig til hefur tekist með innleiðingu stafræna vettvangsins SES (Samvinna eftir skilnað) og hvert mat foreldra og þeirra reynsla af því. Þessi rannsókn er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og við heyrðum frá Gyðu helstu niðurstöðurnar í þættinum. Við fengum Andra Steinþór Björnsson prófessor við Sálfræðideild Háskóla Íslands í þáttinn í dag. Hann sagði okkur frá nýjum rannsóknum sem snúa að áföllum sem bendir til þess að félagsleg áföll geti valdið áfallastreitueinkennum og jafnvel áfallastreituröskun. Hingað til hefur skilgreining orsaka áfallastreitu verið talsvert þrengri, því geti þessar nýju niðurstöður aukið skilning á áföllum og hjálpað til við meðferð þeirra. Andri fír betur yfir þetta með
15/02/20230
Episode Artwork

Millistigið, litir húsdýra og að ferðast ein um heiminn

Öldrunarráð Íslands verður með málþing um millistigið á fimmtudaginn í Laugarásbíói. Millistigið er tímabilið sem fólk vill öryggi, félagsskap og aðgengilegt húsnæði. Þegar það hefur jafnvel ekki þörf fyrir þjónustu en hefur þörfina fyrir öryggi og samveru. Þegar það vill geta fengið þjónustu heim ef eða þegar það þarf á því að halda, áður en þau hafa þörf fyrir mikla þjónustu og ferð á hjúkrunarheimili. Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, formaður Öldrunarráðs Íslands kom i þáttinn og sagði okkur frá. Páll Imsland jarðfræðingur kom til okkar í dag. Hann segist hafa haft liti og ljósmyndun á heilanum alla tíð. Hann hefur verið sérstakur áhugamaður um íslensk húsdýr og liti þeirra og hefur ljósmyndað þau í áratugi og safnað upplýsingum um liti þeirra, litaafbrigði og litmynstur. Hann hefur haldið fyrirlestra og sýningar og í dag ætlar kom hann í Mannlega þáttinn og fræddi okkur um mismunandi liti mismunandi húsdýra á Íslandi. Guðrún Ólafsdóttir kom svo til okkar og sagði okkur frá reynslu
14/02/20230
Episode Artwork

Ekki bara hálsbólga, vinkill og Fríða lesandinn

Færsla á Facebook síðasta föstudag vakti athygli okkar, en þar rekur Helga Maren Pálsdóttir atburðarás frá því 4ra gömul dóttir hennar vaknar með hálsbólgu laugardaginn 14.janúar. Það sem gerðist í kjölfarið er martöð allra foreldra; sjúkrahúsvist, gjörgæsla, öndunarvél, bakslag, aftur gjörgæsla og sem betur fer bati eftir þrjár langar vikur. Helga Maren rakti söguna og þessa erfiðu reynslu fyrir okkur í þættinum í dag. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í dag bar hann vinkilinn að Skotlandi, Orkneyjum, Hjaltlandseyjum og Íslandi. Lesandi vikunnar í þetta sinn er Fríða Kolbrún Þorkelsdóttir bóksali og nemi í almennri bókmenntafræði. Hún ætlar að segja okkur frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Hún talaði um eftirfarandi bækur: Lungu e. Pedro Gunnlaugur Garcia, American Psycho e. Brett Easton Ellis, Dracula e. Bram Stoker, svo nefndi hún höfundana Milan Kundera og Andri Snær Magna
13/02/20230
Episode Artwork

Björn Thoroddsen föstudagsgestur og kartöfluspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Björn Thoroddsen gítarleikari. Hans ferill er langur og glæstur, hann byrjaði í rokkinu en færði sig fljótlega líka yfir í djassinn og í dag ferðast hann, bæði sem sóló gítarleikari og með hljómsveitum, um heiminn og spilar popp, djass, rock, blús, kántrý og í rauninni bara það sem hann langar í það og það skiptið. Björn verður 65 ára í næstu viku, hann var valinn bæjarlistamaður Hafnarfjarðar í fyrra og við fórum með honum aftur í tímann og fengum hann til að segja okkur frá æskunni og uppvextinum og ferðalaginu í gegnum lífið til dagsins í dag. Auðvitað var gítarinn fyrirferðamikill á þeirri leið, hann sagði frá fyrsta gítarnum sem hann smíðaði sjálfur, náminu í rafeindavirkjun, menningarsjokkinu þegar hann flutti til L.A. og svo í lokin frá 25 ára afmælistónleikum Guitar Islancio sem verða haldnir næsta fimmtudag, 16.feb., í Hörpu. Í matarspjallinu í dag töluðum við um kartöflur. En kartöflur eru ekki bara kartöflur, það er hægt að
10/02/20230
Episode Artwork

Arnþór, Gísli og Eyjapistlar og þriðja vaktin

Það ætti ekki að hafa farið framhjá mörgum að 50 ár voru liðin frá upphafi eldgossins í Heimaey þann 23.janúar. Gosið setti líf Vestmannaeyinga í uppnám, heilu fjölskyldurnar þurftu að yfirgefa heimili sín með hraði og skilja megnið af aleigunni eftir. Um tveimur vikum eftir að gosið hófst hóf göngu sína útvarpsþáttur í Ríkisútvarpinu sem kallaðist Eyjapistill. Þátturinn var í loftinu í rúmt ár og urðu þættirnir alls tvöhundruð sextíu og einn. Í þeim voru til dæmis tekin fjölbreytt viðtöl tengd gosinu og Vestmannaeyjum, það voru birtar tilkynningar um týnda muni, sagðar fréttir af fólki og þróun mála í gosinu og spiluð tónlist. Við fengum þá bræður, Arnþór og Gísla Helgasyni, sem voru umsjónarmenn Eyjapistilsins, í þáttinn til að rifja upp þennan merkilega tíma og þættina, auk þess sem við fengum að heyra brot úr Eyjapistlinum í þættinum í dag. Rannsóknir sýna að sú andlega og tilfinningalega vinna sem fylgir því að skipuleggja heimilislíf, sem sagt önnur og þriðja vaktin, veldur ofál
09/02/20230
Episode Artwork

Samsæriskenningar, Don Pasquale og sprengilægðir

Samsæriskenningar eru ekki nýjar af nálinni, þær hafa líklegast fylgt mannkyninu megnið af okkar vegferð. En í heimi veraldarvefsins og samfélagsmiðla þá hefur líklega aldrei verið auðveldara að miðla upplýsingum og slíkum kenningum. En hvað er eiginlega samsæriskenning og hafa þær aukist á undanförnum árum, til dæmis á tímum Covid, Brexit og Donalds Trump? Og skera samsæriskenningar á Íslandi sig úr, eða eru þær á svipuðum slóðum og í öðrum löndum? Hulda Þórisdóttir stjórnmálasálfræðingur og dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands er ein þeirra sem unnu fjölþóðlega rannsókn um samsæriskenningar og hverjir aðhyllast þeim og hún kom til okkar í dag og fræddi okkur um samsæriskenningar. Á laugardaginn er óperan Don Pasquale eftir Gaetano Donizetti frumsýnd í Þjóðleikhúskjallaranum. Sviðslistaho?purinn O?ður neitar að geyma o?perur i? glerko?ssum, þau vilja miklu frekar taka þær fram, hrista af rykið og leika se?r að þeim. Pota i? o?skrifaðar reglur og skemmta se?r og o?ðrum. Þet
08/02/20230
Episode Artwork

Hundavinir, öryggismál og umhverfissálfræði

Við kynntumst verkefninu hundavinir í þættinum, það er hluti af vinaverkefnum Rauða krossins. Markmið þeirra er að sporna gegn félagslegri einangrun. Hundavinir er verkefni þar sem sjálfboðaliðar kíkja í heimsóknir á stofnanir eða til einstaklinga með hund, sé þess óskað. Þórdís Björg Björgvinsdóttir sjálfboðaliði kom í þáttinn í dag og sagði okkur frekar frá þessu verkefni. Því miður er fjöldi tilkynntra vinnuslysa til Vinnueftirlitsins rúmlega tvö þúsund á hverju ári, sem þýðir að meðaltali slasast sex einstaklingar í vinnuslysi á hverjum einasta degi. Í næstu viku verður forvarnaráðstefna VÍS haldin í þrettánda skiptið, hún er stærsta ráðstefna sinnar tegundar hér á landi og við fengum Helgu Rún Jónsdóttur, fulltrúa í gæða- og öryggisdeild Festis í viðtal, en hún ætlar á ráðstefnunni að fjalla um nýjar leiðir í forvarnar- og öryggismálum hjá Festi. Flestir verja stórum hluta tíma síns innandyra. Umhverfi okkar er samspil ólíkra þátta og hefur mismunandi áhrif á fólk. Þannig hefur um
07/02/20230
Episode Artwork

Kvenheilsuteymi, bíldruslur og Edda Björg lesandinn

Kvenheilsa er nýtt teymi innan Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og var opnað í haust. Hlutverk teymisins er að sinna sjúkdómum og heilsufarsvanda sem eingöngu eru til staðar hjá konum. Steinunn Zophoníasdóttir ljósmóðir er ein af þeim sem stendur að stofnun þessarar þjónustu og hún kom í þáttinn í dag og við ræddum við hana m.a. um breytingaskeið kvenna en það var eitt af upphafsverkefnum teymisins. Við fengum glænýjan vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í þetta sinn bar hann vinkilinn að bíldruslum og brostnum draumum í þjóðfræðilegu samhengi. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Edda Björg Eyjólfsdóttir, leikkona og leikstjóri. Hún leikstýrir sýningunni Venus í feldi sem frumsýnd var nýlega í Tjarnarbíói og hefur fengið virkilega góða gagnrýni. En við fengum að vita hvaða bækur Edda hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Edda talaði um eftirtaldar bækur og höfunda: Útlendingurinn e. Albert Camus Eden e. Auði Övu
06/02/20230
Episode Artwork

Broddi Broddason föstudagsgestur og samlokuspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Broddi Broddason fréttamaður. Hann var fréttamaður í útvarpi hér á RÚV í um fjóra áratugi, en hann las sinn síðasta fréttatíma síðasta vor. Rödd hans hefur fylgt þjóðinni í öll þessi ár og eflaust mörg sem fögnuðu því að heyra hana aftur í dag. Við auðvitað fórum aðeins með honum aftur í tímann, hvar hann er fæddur og uppalinn en mestur tími fór í að rifja upp áhugaverð augnablik í ferli hans sem fréttamanns. Í matarspjallinu síðasta föstudag töluðum við um ristað brauð og fengum mikil viðbrögð við því. Við héldum okkur við brauðmetið og ræddum samlokur í dag. Þær eru auðvitað margvíslegar það voru heitar lokur, grillaðar og steiktar sem voru fyrirferðamestar í þetta sinn. Tónlist í þættinum í dag: Ást er æði / Björgvin Halldórsson og Ragnheiður Gröndal (Sam Brooker, Ruby Amanfu og Kristinn G. Bjarnason) Chantilly Lace / Big Bopper (J.P. Richardson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
03/02/20230
Episode Artwork

Ágúst kennir bakstur, Kraftur og listir og alzheimer

Ágúst Einþórsson ólst upp á Austurlandi og lærði bakaraiðn í Reykjavík. Síðar fluttist hann til Danmerkur þar sem hann lauk námi í bakstri og sætabrauðsgerð. Hann sneri aftur til Íslands árið 2016 og opnaði ásamt öðrum bakaríið Brauð & Co. í Reykjavík, sem varð fljótt landsþekkt fyrir súrdeigsbrauð og kanilsnúða. Núna kennir Ágúst öðrum að baka á sérstökum námskeiðum hjá frami.is þar sem hann kennir fólki að skilja allt um það hvernig á að baka brauð, kökur og jafnvel tiramisu. Kraftur stendur fyrir árvekni- og fjáröflunarátak um þessar mundir þar sem verið er að vekja athygli á málefnum ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda. Arna Ösp Herdísardóttir kom í þáttinn í dag, en hún var 12 ára þegar móðir hennar greindist með krabbamein og síðar greindist hún sjálf með krabbamein. Með Örnu kom Inga Bryndís Árnadóttir, fræðslu- og hagsmunafulltrúi hjá Krafti. Halldóra Arnardóttir listfræðingur kom til okkar í dag og sagði okkur frá námskeiðinu Listir og menning, hugarefli
02/02/20230
Episode Artwork

Tryggvi barnalæknir, Valur bakari og póstkort frá Eyjum

Tryggvi Helgason barnalæknir og sérfræðingur í offitu barna kom í þáttinn í dag. Hann sagði okkur frá stefnubreytingu, sem eru að verða í Evrópu og Ameríku í meðferðarúrræðum gegn offitu bæði hjá börnum og fullorðnum. Tryggvi fræddi okkur um stöðuna í dag og þróun í þessum málum í nánustu framtíð, hvað varðar meðferðarúrræði, þróun og notkun lyfja og aðgerðir og hvort og hverjar mögulegar hættur væru við þessum úrræðum. Það hefur komið fram í fréttum að Fellabakarí á Héraði hefur hætt starfssemi og það var eina bakaríið sem var starfandi þar. Hver á að baka 20 þúsund bollur fyrir austfirðinga er spurning sem við höfum líka séð í fjölmiðlum. Sesam brauðhús er lítið handverksbakarí á Reyðarfirði og við hringdum þangað og athuguðum hvort þau geti annað eftirspurninni. Valur Þórsson er yfirbakari þar og var á línunni í þættinum. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Það eru liðin 50 ár frá því að gos hófst í Eyjum og þess var minnst með ýmsum hætti þann 23. janúar síðast
01/02/20230
Episode Artwork

Lægðamyndun, spegill fortíðar og minnkandi fæðingatíðni

Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom í veðurspjallið í dag. Það hefur auðvitað talsvert veður gengið yfir landið undanfarinn sólarhring því var ekki úr vegi að ræða það og Elín fræddi okkur líka almennt um lægðamyndun í dag. Spegill fortíðar og silfur framtíðar nefnist fyrirlestraröð á vegum Vitafélagsins, en það félag stendur vörð um strandmenningu á Íslandi. Annað kvöld mun Kristinn R. Ólafsson, útvarpsmaður, rithöfundur og þýðandi, koma fram, en hann ætlar að segja sögur af formæðrum sínum og forfeðum sem voru bátasmiðir, önglasmiðir og galdramenn. Viðburðurinn fer fram í Sjóminjasafninu í Grandagarði annað kvöld kl.20 Hvað veldur minnkandi fæðingartíðni á Íslandi? Sunna Kristín Símonardóttir nýdoktor í félagsfræði kom til okkar í dag, en hún er meðal stjórnenda verkefnis þar sem hópur fræðafólks við Háskóla Íslands, þvert á fræðigreinar, leitast við að svara þessari spurningu og rannsaka lækkun fæðinartíðni hér á landi. Sunna Kristín sagði okkur meira frá þessari áhugaverðu þr
31/01/20230
Episode Artwork

Sögusýning í Garðabæ, veðurspár í þjóðsögum og Karl lesandi

Í Garðabænum er verið að opna nýja margmiðlunarsýningu um sögu Garðabæjar allt frá landnámi til dagsins í dag. Sýningin þykir glæsileg þó hún sé staðsett í fyrrum ruslageymslu á Garðatorgi. Hringur Hafsteinsson hjá Gagarín er einn höfunda sýningarinnar og hann hefur haft mikla ánægju af þessu verkefni enda alinn upp í Garðabænum og hann sagði okkur í dag frá endurbættri sýningu í rústum næststærsta landnámsskála á Íslandi sem er í Garðabæ en þar munum verður hægt að horfa í í gegnum sýndarveruleikakíkja aftur landnámstímans. Við töluðum við Hring í þættinum í dag. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn bar hann vinkilinn að veðurspám, eða hvernig veðurspár koma fram í þjóðsögum og ævintýrum Jóns Árnasonar. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Karl Ólafur Hallbjörnsson heimspekingur. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Hann talaði um eftirtaldar bækur og höfun
30/01/20230
Episode Artwork

Eyþór Ingi föstudagsgestur og ristað brauð

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Eyþór Ingi Gunnlaugsson, söngvari, tónlistarmaður og skemmtikraftur. Hann er á 34 aldursári en hefur gert ótrúlega margt á sínum ferli. Hann var 15 ára gamall þegar hann fékk hlutverk í söngleiknum Oliver sem settur var upp hjá Leikfélagi Akureyrar og árið 2007 sigraði hann söngkeppni framhaldsskólanna. Árið 2008 vann hann í keppninni Bandið hans Bubba, sem var á Stöð 2 og eftir það var ekki aftur snúið, Eyþór Ingi var mættur í bransann. Hann söng fyrir Íslands hönd í Eurovision lagið Ég á líf árið 2013, hann lék eitt aðalhlutverkið í Rocky Horror og nú síðustu ár hefur hann einn og sér farið um landið fyrir jólin og fyllt félagsheimili og kirkjur með fallegum söng og eftirhermum í bland. Eyþór hefur frá barnæsku haldið mikið upp á Ladda og í rauninni hefur hann leikið og hermt á eftir grínkarakterum Ladda síðan í æsku. Laddi og Eyþór eru góðir vinir í dag og hafa komið talsvert fram saman og enn er tækifæri til að sjá þá í Bæjarbíói
27/01/20230
Episode Artwork

Jákvæð heilsa, lög Steingríms og Hafberg í Lambhaga

Við kynntum okkur hugmyndafræði jákvæðrar heilsu í dag. Þær Rannveig Eir Helgadóttir geðhjúkrunarfræðingur og Rannveig Björk Gylfadóttir, sérfræðingur í krabbameinshjúkrun, standa að námskeiðinu Heilsuhjólið mitt hjá Endurmenntun Háskóla Íslands þar sem kynnt verður ný skilgreining á hugmyndafræði á heilsu, sem sagt jákvæð heilsa. En hvað er átt við með því og hvað er heilsuhjólið? Þær nöfnur Rannveig Eir og Rannveig Björk svörðuðu því í þættinum. Í kvöld verða fluttar helstu dægurlagaperlur Steingríms M. Sigfússonar í Salnum í Kópavogi en það er barnabarn hans, Gísli Magna Sigríðarson, sem heldur síðbúna útgáfutónleika en hann gaf út plötu með lögum afa síns en vegna heimsfaraldursins náðist ekki að halda tónleika fyrr. Gísli kom í þáttinn og sagði okkur frá afa sínum, Steingrími, í dag og við heyrðum lag af plötunni. Einn þeirra sem fékk heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu frá forseta Íslands í upphafi árs var Hafberg Þórisson, garðyrkjumaður og forstjóri, en hann fékk orðuna fyri
26/01/20230
Episode Artwork

Atvinnuleit, Jón Magnús og Eyjaa systur

Við fræddumst í dag um námskeið um það sem hafa ber í huga við atvinnuleit. Hvernig á að gera áhugavekjandi ferilskrá og kynningarbréf. Hvernig er best að undibúa sig fyrir atvinnuviðtal og svo líka hvar er best að leita að starfi við hæfi? Einar Sigvaldason, stjórnendaþjálfi og ráðgjafi stýrir námskeiðinu Að skara fram úr í atvinnuleit á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands. Við fengum hann til að segja okkur betur frá því hvernig er best að bera sig að í atvinnuleitinni. Jón Magnús Kristjánsson læknir og fyrrverandi yfirlæknir bráðamóttökum Landsspítalans hætti í vinnunni og fylgdi hjarta sínu yfir í annað eftir að hafa leitað til og unnið með markþjálfa. Jón kom í þáttinn og sagði okkur frá þessu ferðalagi sínu og hans leit að starfsánægju með hjálp markþjálfa. Jón er meðal fyrirlesara á Markþjálfunardögunum sem verða í næstu viku, 1. og 2. febrúar. Við hringdum svo til Danmerkur og heyrðum í systrunum Brynju Mary og Söru Victoriu Sverrisdætrum, en þær munu taka þátt í dönsku undan
25/01/20230
Episode Artwork

Fundið fé, afmæli Kvenréttindafélagsins og gömlu vindorðin

Dagbjört Jónsdóttir lögfræðingur hefur síðastliðin ár verið að þróa og hanna bók fyrir fólk sem vill halda utan um fjármálin sín með skipulögðum hætti. Í hverjum mánuði eru áskoranir til að takast á við, sem hún segir að geri verkefnið enn skemmtilegra. Bókin heitir Fundið fé - njóttu ferðalagsins og hugsun Dagbjartar með bókinni er að fá lesendur með sér í fjárhagslegt ferðalag þar sem það fær yfirsýn yfir fjármál sín á einungis fimm mínútum á dag. Dagbjört sagði okkur betur frá í þættinum í dag. Sunnudaginn 27. janúar 1907 komu saman nokkrar konur að Þingholtsstræti 18 í Reykjavík, heimili Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Tilgangurinn var að ræða stofnun félags sem gengist fyrir ýmsum breytingum á löggjöf landsins sem snerti konur og börn og framkvæmd laganna, eða eins og segir í 2. gr. fyrstu laga félagsins: Að starfa að því að íslenskar konur fái fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi svo og rétt til embætta og atvinnu með sömu skilyrðum og þeir. Kvenréttindafé
24/01/20230
Episode Artwork

Að búa á Tene, snjómoksturvinkill og Björg lesandi

Þó margir Íslendingar fari til Tenerife á hverju ári og sumir láti sig jafnvel dreyma um að búa þar allan ársins hring þá eru nú fæstir sem láta verða af því en hjónin Anna Birna Sæmundsdóttir og Brynjólfur Gunnarsson létu slag standa og fluttu út árið 2019. Hún starfar sem nuddari, leiðsögumaður og fararstjóri og hann er sjómaður. Við hittum Önnu Birnu í íbúðinni þeirra á Adeje og spjölluðum við hana um lífið og tilveruna á Tenerife. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag eins og aðra mánudaga í vetur. Í dag bar Guðjón vinkilinn að snjómokstri, kurteisi og hláku. Svo var það lesandi vikunnar, sem í þetta var Björg Árnadóttir, rithöfundur, ritlistarkennari og framkvæmdastjóri Stílvopnsins. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Hún talaði um eftirtaldar bækur og höfunda: Dádýrið eftir Magda Szabó Dyngjan eftir Sigrúnu Pálsdóttur Merking eftir Fríðu Ísberg Þetta rauða eftir
23/01/20230
Episode Artwork

Arnar Jónsson föstudagsgestur og þorramatarspjall með Jóa

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var einn af stórleikurum þjóðarinnar, Arnar Jónsson, en hann á einmitt áttræðisafmæli á morgun, laugardaginn 21.janúar. Hann hefur leikið vel á annað hundrað hlutverk í leikhúsum landsins, mörg af þekktustu burðarhlutverkum leikbókmenntanna. Arnar hefur auðvitað líka leikið í fjölda kvikmynda og í miklu magni sjónvarpsefnis og hefur tekið þátt í miklu grasrótarstarfi í leikhúsinu, með leikhópnum Grímu, Alþýðuleikhúsinu o.fl. meðfram því að leika í stofnanaleikhúsunum. Arnar leikur De Sade markgreifa í leikritinu Marat/Sade sem verður frumsýnt í kvöld í Borgarleikhúsinu. Það var því um nóg að ræða við Arnar í þættinum í dag, en við forvitnuðumst um hans æsku og uppvöxt og svo ferðalagið í gegnum lífið og leikhúsið til dagsins í dag. Í dag er bóndadagur, fyrsti dagur í þorra. Nú fyllast trog og bakkar um allt land af þorramat, súrum og ósúrum. Við fengum af því tilefni Jóhannes Stefánsson, eða Jóa í Múlakaffi, til að koma í þorramatarspjall
20/01/20230
Episode Artwork

Meðvituð matargerð, Það gýs í Eyjum og talsamband við útlönd

Dóra Svavarsdóttir er matreiðslumeistari og eigandi Culina, sem stendur fyrir ýmis konar námskeiðum og fræðslu sem tengist matreiðslu. Dóra hefur meðal annars staðið fyrir matargöngutúrum með túrista, útbúið jóladagatal með vörum frá smáframleiðendum og haldið utan um námskeið í samstarfi við Vakanda, Landvernd og Kvenfélagasamband Íslands sem hún kallar Eldað úr öllu. Í þessum mánuði heldur hún utan um svipað námskeið í Hússtjórnarskólanum, sem hún kallar Matur og loftlagsbreytingar. Markmið námskeiðanna er að kenna fólki leiðir til þess minnka matarsóun og velja hráefni sem bera ekki með sér þung kolefnisspor. Við ræddum við Dóru í þættinum og fengum hana til þess að gefa okkur einhver ráð í þessum málum. Á mánudaginn næsta, 23. janúar, eru fimmtíu ár liðin frá gosinu í Heimaey þegar íbúar Vestmannaeyja voru vaktir um miðja nótt og þurftu að yfirgefa heimili sín í snarhasti. Gosið hófst um klukkan 2 um nótt en útsending Ríkisútvarpsins hófst tveimur tímum síðar þegar starfsmenn vor
19/01/20230
Episode Artwork

Öndun og kuldi, félags- og tilfinningahæfni og stjörnuspeki

Við forvitnuðumst um ráðstefnu sem haldin verður í febrúar í Hörpu um öndun, kulda, streitu og seiglu. Vilhjálmur Andri Einarsson er heilsuþjálfi og meðstofnandi Andri Iceland, sem stendur að þessari ráðstefnu og hann kom til okkar í dag og við fengum hann til að segja okkur frá þessari ráðstefnu og sína reynslusögu, en hann átti í langvarandi glímu við líkamlega verki og andlega vanlíðan. Í dag fer fram málþing á vegum menntavísindasviðs Háskóla Íslands þar sem fjallað verður um mikilvægi félags- og tilfinninghæfni í skóla- og frístundastarfi. Þar verða líka kynntar mögulegar innleiðingar á geðrækt í skólastarf, ásamt kynningum á verðlaunaverkefnum sem byggja á nálgun jákvæðrar sálfræði. Fræðafólk sem er leiðandi á þessu sviði hérlendis og erlendis kemur fram á málþinginu og til þess að segja okkur nánar af því sem þar fer fram komu þær Bryndís Jóna Jónsdóttir, aðjúnkt á menntavísindasviði og einn skipuleggjanda málþingsins og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri lýðheilsusviðs hjá
18/01/20230
Episode Artwork

Zen hugleiðsla, Höldum takti og veðurspjall um perlumóðuský

Ástvaldur Zenki Traustason, tónlistarmaður og Zen kennari, kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um zen iðkun og hvernig hún getur gert lífið betra. Ástvaldur sagði okkur sína sögu tengda Zen en hann dvaldi í Japan í sex mánuði þar sem hann lærði og nam Zen fræði. Parkinsonsamtökin stóð fyrir ráðstefnunni Höldum takti ? Parkinson og endurhæfing í Hörpu um helgina. Þar var lögð áhersla á mikilvægi endurhæfingar í meðferðinni við Parkinson. Þar var kynnt starfsemi Takts og þá endurhæfingu sem er í boði fyrir fólk með Parkinson og fleira. Við fengum Ágústu Kristínu Andersen forstöðumann Takts, miðstöðvar Parkinsonsamtakanna og Ernu Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra Parkinsonsamtakanna til að segja okkur meira af því sem þarna fór fram. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur var svo hjá okkur með sitt vikulega veðurspjall. Í dag fræddi hún okkur til dæmis um perlumóðuský, sem sást víst lítið af yfir hátíðirnar hér á landi. Tónlist í þættinum í dag: Sveinbjörn Egilsson / Þokkabót (Gylfi Gunnarss
17/01/20230
Episode Artwork

Skiptir þyngdin máli? Vinkill og Rebekka lesandi

Mörg okkar strengja heit um áramót um að nú þurfi að taka til í mataræðinu og helst að einhver kíló þurfi að víkja. En er þyngdarstjórnun málið eða er best að setja heilsuna í fyrsta sætið og henda vigtinni út með jólatrénu? Við ræddum í dag við Berglindi Blöndal klínískan næringarfræðing sem sérhæfir sig í næringu, vellíðan og streitulosun í tengslum við mat án þess að einblína um of á kíló og hitaeiningar. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Vinkill dagsins fjallar um að stundum er ekki nóg að hafa einn vinkil, heldur getur þurft að hafa tvo; eða jafnvel þrjá. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Rebekka Sif Stefánsdóttir, söngkona, söngkennari og rithöfundur. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Rebekka talaði um eftirtaldar bækur: Tól eftir Kristínu Eiríksdóttir Lungu eftir Pedro Gunnlaug Garcia Snuð eftir Brynjólf Þorsteinsson Svefngríma eftir Örvar Smárason Úr bálki h
16/01/20230
Episode Artwork

Margrét Erla Maack föstudags- og matarspjallsgestur

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag var Margrét Erla Maack. Hún hefur unnið í fjölmiðlum, sjónvarpi og útvarpi, hér á RÚV og nú á Hringbraut. Hún er skemmtikraftur, burleskdís, plötusnúður, karaókískrímsli og spurningaljón og athafnastjóri hjá Siðmennt, móðir og kærasta. Við fengum að vita í þættinum hvar hún er fædd og uppalin og ræddum ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag. Og í matarspjalli dagsins sat Margrét Erla Maack föstudagsgestur áfram með okkur og við fengum að vita hvað henni þykir skemmtilegast að elda og hver hennar uppáhaldsmatur er. Og Margrét sagði okkur líka frá skemmtilegri jólamatarhefð í hennar fjölskyldu. Tónlist í þættinum í dag: Græna byltingin / Spilverk þjóðanna (Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla Garðarsson) Gloria / Laura Branigan (Giancarlo Bigazzi, Trevor Veitch, Umberto Tozzi) Try Me / Esther Philips (Scott & Radcliff) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
13/01/20230
Episode Artwork

Hugvíkkandi efni, Múlabær og Gunnlaugur Briem

Síðustu vikur hefur talsvert borið á umræðu um svokölluð hugvíkkandi efni og mögulega notkun þeirra til lækninga, sérstaklega til þess að aðstoða fólk sem glímir við geðræna kvilla. Efnin eru ólögleg og rannsóknir á virkni þeirra í þessu samhengi eru skammt á veg komnar, en þær staðreyndir hafa orðið til þess að ýmsir hafa varað við því að fólk fari fram úr sér í ályktunum um möguleikana sem falist gætu í notkun efnanna í lækningaskyni. Aðrir telja nægilega margt benda til þess að notkun hugvíkkandi efna undir eftirliti meðferðaraðila geti falið í sér tímamót í meðferðum við kvíða, þunglyndi og fíknisjúkdómum. Í dag hefst umfangsmikil ráðstefna um þessi mál í Hörpu, og meðal þeirra sem þar koma fram er Haraldur Erlendsson, geðlæknir. Haraldur sagði okkur nánar af sinni sýn á þessi mál í þættinum. Múlabær er fyrsta dagþjálfunin fyrir aldraðra og öryrkja og er stofnuð 1983 af Rauða krossinum, SÍBS og Samtökum aldraðra. Starfsemin verður því 40 ára 27. janúar nk. Markmið starfseminnar er
12/01/20230
Episode Artwork

Sjónlýsingar, hamingja á vinnustað og Orðalykill

Sjónlýsingar eru þjónusta við blinda og sjónskerta sem gefur ítarlegri mynd af því sem er að gerast í umhverfinu. Sjónlýsingar má nota við næstum allar tegundir viðburða; íþróttaleiki, sjónvarpsefni, bíómyndir, leikrit, listasýningar eða hvaðeina. Góð sjónlýsing gefur áhorfendanum betri heildarmynd af því sem er að gerast og einnig upplýsingar um hvað hugsanlega er að gerast í bakgrunni, ef það er mikilvægt fyrir söguþráðinn. Sjónlýsing getur því opnað nýjan heim fyrir áhorfendum sem eru t.d. hætt að geta fylgst með sjónvarpi, eða í leikhúsi, þegar þau sjá ekki lengur hvað er að gerast. Baldur Snær Sigurðsson, tækniráðgjafi Blindrafélagsins, kom í þáttinn og sagði okkur nánar frá sjónlýsingum. Héðinn Sveinbjörnsson ber hinn óviðjafnanlega titil aðalhamingjustjóri og er meðlimur í samtökum sem kalla sig Chief Happiness Officers. Héðinn kom í viðtal í Mannlega þáttinn í ágúst síðastliðnum og sagði okkur frá þessum samtökum, sem stuðla að því að starfsfólk upplifi hamingju á vinnustaðnum,
11/01/20230
Episode Artwork

Gamlar ljósmyndir, gæludýramissir og veðurspjall

Leifur Reynisson sagnfræðingur kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá verkefni sem hann hefur unnið með eldri borgurum síðastliðin tvö ár til að rjúfa félagslega einangrun þeirra eftir Covid. Hann hefur farið á milli félagsmiðstöðva eldri borgara í Reykjavík og sýnt ljósmyndir á breiðtjaldi. Myndirnar eru frá tímabilinu 1940-1960 og voru fengnar hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Leifur efnir svo til umræðna um myndirnar, því þær til dæmis varpa ljósi á æsku og æskuumhverfi eldri borgaranna og rifja upp persónulegar minningar. Leifur sagði okkur betur frá þessu áhugaverða verkefni í þættinum. Gæludýr verða oft dýrmætir fjölskyldumeðlimir en þau lifa yfirleitt skemur en eigendurnir. Því getur fylgt mikil sorg að missa gæludýrin sín og Sólrún Barbara Friðriksdóttir dýralæknir sem starfar hjá Dýraspítalanum Garðabæ kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um praktíska hliðarnar sem þarf að huga þegar gæludýr fellur frá. Svo ræddum við líka aðeins hvernig áramótin og flugeldarnir geta farið í gælu
10/01/20230
Episode Artwork

Ólöf Ingólfsdóttir, Burns vaka og Sólveig lesandi vikunnar

Ólöf Ingólfsdóttir er afar fjölhæf listakona en hún er menntuð í myndlist, dansi og söng auk þess að vera með meistaragráðu í menningarmiðlun. Hún hefur nú bætt markþjálfun við menntun sína og sagði okkur í þættinum í dag frá því hvernig listræn nálgun getur hjálpað fólki að ná markmiðum sínum. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Í dag bar hann vinkilinn við matarsóun, þorrann, skoska skáldið Robert Burns og þjóðargersemina Þórarin Eldjárn. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Sólveig Jónsdóttir rithöfundur og textasmiður. Hún gaf út núna fyrir jólin bókina Móðurlíf, sem er örsagnasafn um allar mögulega og ómögulegar tilfinningar tengdar móðurhlutverkinu. En við fengum að vita hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Sólveig sagði frá eftirfarandi bókum: Bréfið eftir Katheryn Hughes Nú brosir nóttin eftir Theódór Gunnlaugsson Greppikló eftir Júlía Donaldson Býr Íslendingur hér eftir Leif Muller Tónlist í
09/01/20230
Episode Artwork

Ólafur Þ. Harðarson föstudag- og matarspjallsgestur

Ólafur Þ. Harðarson var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag. Á sunnudaginn tók hann við riddrararkrossi á Bessastöðum fyrir rannsóknir og þekkingarmiðlun á sviði stjórnmálafræði. Við þekkjum hann auðvitað úr ótal útsendingum í kosningasjónvarpinu, þar sem hann og Bogi Ágústsson ræða og rýna í allar tölur sem koma upp úr kjörkössunum, uppbótaþingmennina, flakkarana og allt það. Auk þess sem hann er reglulegur gestur í fréttatímum til að lesa inn í landslag stjórnmálanna. En það er ekki eins víst að landsmenn þekki mikið meira til hans og því notuðum við tækifærið til að kynnast honum betur í dag. Æskunni og uppvextinum í Hafnarfirði, Hjalteyri, Ólafsfirði og í sveit hjá ömmu sinni og afa á Vestfjörðum. Við stikluðum svo á stóru í ferðalaginu í gegnum lífið, námið í Kennaraháskólanum og LSE í London, doktorsritgerðina og starfsferilinn í útvarpi og sjónvarpi til dagsins í dag. Svo í matarspjalli dagsins fengum við Ólaf föstudagsgest til að vera með okkur áfram en hann er mikill áhug
06/01/20230
Episode Artwork

Natasha S, Hringsjá og eftirhermur Sóla Hólm

13 dögum eftir að hinn vestræni heimur heldur jól halda Rússar, og flestir Úkraínubúar jól, eða 7. janúar. Ljóðskáldið, blaðakonan og þýðandinn Natasha S fæddist í Rússlandi en hefur verið búsett á Íslandi í 10 ár. Hún hefur vakið athygli fyrir skrif sín, en hún hlaut nýverið bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir sína fyrstu ljóðabók, Máltöku á stríðstímum. Natasha kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá ljóðabókinni og hvernig það hefur verið að koma frá Rússlandi eftir að stríðið hófst í febrúar. Auk þess sagði hún okkur frá jólahaldi í Rússlandi og af áramótunum, sem hún segir raunar að séu mikilvægari en jólin. Við fengum líka til okkar fulltrúa Hringsjár, sem sérhæfir sig í náms- og starfsendurhæfingu fyrir einstaklinga sem vegna sjúkdóma, slysa, fötlunar eða annarra áfalla þurfa á endurhæfingu að halda til að takast á við nám eða til að stunda atvinnu á almennum vinnumarkaði. Starfsemi Hringsjár snýst um hjálp til sjálfshjálpar og byggir fyrst og fremst á ráðgjöf, námi st
05/01/20230
Episode Artwork

Heilsumolar, Breytingarritningin og póstkort frá Berlín

SÍBS hefur framleitt 18 örmyndbönd sem ganga undir heitinu Heilsumolar. Myndböndin svara áleitnum spurningum um málefni helstu áhrifaþátta heilsu og gefa góð, einföld og hagnýt ráð. Hvert myndband svarar mikilvægri spurningu varðandi svefn, streitu, mataræði eða hreyfingu sem eru veigamiklir áhrifaþættir heilsu. Guðmundur Löve framkvæmdastjóri SÍBS og Gunnhildur Sveinsdóttir verkefnastjóri komu í þáttinn í dag og sögðu frá þessum heilsumolum og starfseminni. Breytingarritningin, eða Yijing, sem á ensku er kölluð Book of changes, er að öllum líkindum þekktasta rit Kínaveldis. Ritið byggir á ævafornum texta og er grunnur að kínverskri heimspeki. Breytingarritningin hefur verið leiðbeinandi rit fyrir bæði valdamenn og venjulegt fólk í Kína í árþúsundir, og fræðimenn um allan heim hafa sömuleiðis velt fyrir sér eðli og inntaki ritsins, frá því löngu fyrir ártalið núll og til dagsins í dag. Á morgun fer fram málþing um Breytingarritninguna á vegum Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa í Hás
04/01/20230
Episode Artwork

Ester Auður, snjóugur vinkill og veðrið 2022

Ester Auður Elíasdóttir kom í þáttinn og sagði frá því hvernig hún tók ábyrgð á lífi sínu og líðan eftir fimmtugt, meðal annars með því að fara í burleskdans en hún hefur sýnt bæði í Noregi og New York. Við fengum fyrsta vinkil ársins frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn var vinkillinn snjóugur með partíhatt, eins og Guðjón orðar það sjálfur. Svo fengum við Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðingi í veðurspjall í upphafi nýs árs. Um áramót eru gjarnan gerð uppgjör þar sem litið er yfir árið sem var að líða og það var einmitt það sem Elín gerði með okkur í dag, sem sagt ræddi hún um veðrið 2022 í þættinum í dag. Tónlist í þættinum í dag: Skýin / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna) Gotta Get Up / Harry Nilson (Harry Nilson) Vindar að hausti / Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius (Antonio Carlos Jobim og Birgir Blær Ingólfsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR
03/01/20230
Episode Artwork

Máni Svavarsson og veganbakstur með Guðrúnu Sóley

Í dag rifjuðum við upp þátt sem var fyrst á dagskrá föstudaginn 4. desember 2020. Föstudagsgestur Mannlega þáttarins þann dag var tónlistarmaðurinn Máni Svavarsson. Hann hefur verið í mörgum hljómsveitum og hefur samið gríðarlegt magn af tónlist, fyrir sjónvarp og auglýsingar. Hann samdi til dæmis tónlistina í Latabæjarþáttunum sem sýndir hafa verið í yfir 100 löndum og hlaut meðal annars tilnefningu til Emmy verðlauna. Hann er sonur Ellýjar Vilhjálms og Svavars Gests og við forvitnuðumst um æsku hans og uppvöxt, tónlistina, ferilinn og ferðalagið í gegnum lífið. Svo rifjuðum við upp matarspjall úr sama þætti, sem sagt frá 4. desember 2020, þar sem við fengum Guðrúnu Sóley Gestsdóttur til að fræða okkur um bakstur, og þá aðallega smákökubakstur og auðvitað veganbakstur, því Guðrún Sóley er auðvitað þekkt meðal annars fyrir vegan matreiðslubækur sínar. Við komum ekki að tómum kofanum hjá Guðrúnu þegar kemur að því að baka sætabrauð, smákökur og konfekt sem er vegan. Það skal svo tekið f
02/01/20230
Episode Artwork

Yrsa Sigurðardóttir föstudagsgestur og matarspjallsgestur

Í dag rifjuðum við upp þátt sem var fyrst á dagskrá rétt eftir áramótin 2022, en Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir stjórnaði þættinum ásamt Gunnari og þann dag var Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur og verkfræðingur föstudagsgestur Mannlega þáttarins. Hana þarf nú vart að kynna, enda hefur hún verið einn allra vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar í um tvo áratugi. Bækur eftir hana hafa verið þýddar á yfir 30 tungumál og hafa komið út í yfir 100 löndum. Yrsa hefur þrisvar sinnum hreppt Blóðdropann, verðlaun Hins íslenska glæpafélags, nú síðast fyrir bókina Bráðin sem kom út 2020. Nýjasta bók hennar, er Gættu þinna handa, en þegar viðtalið fór fram þá var hún nýbúin að gefa út bókina Lok, lok og læs. Bækur eftir Yrsu hafa gjarnan verið í mörgum jólapökkum þessi jólin. Við fengum Yrsu til að segja okkur frá því hvar hún er fædd og uppalin, frá ferðalaginu í gegnum lífið til dagsins í dag og því hvenær hún byrjaði að skrifa. Í matarspjalli dagsins fengum við svo föstudagsgestinn, Yrsu Sigurðardótt
30/12/20220
Episode Artwork

Íslenskukunnátta snjalltækja, hrakfarir og póstkort frá Berlín

Við töluðum um daginn við Þorkel Steindal ráðgjafa hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu og í spjallinu kom upp að smáforrit sem nýtast blindum og sjónskertum styðja ekki íslensku. Því ákváðum við að kanna hver staðan er í þeim málum og fengum Vilhjálm Þorsteinsson framkvæmdastjóra máltæknifyrirtækisins Miðeind ehf. til að koma í þáttinn í dag. Miðeind hefur verið að þróa og hanna Emblu, sem er raddstýrt snjallforrit sem skilur mæltar íslenskar fyrirspurnir og svarar á íslensku, sem sagt talar með íslenskri röddu. Og það sem meira er er að Miðeind kynnti í nóvember tvær nýjar raddir Emblu sem kallast Guðrún og Gunnar. Vilhjálmur sagði okkur frá því hver staðan er í íslenskukunnáttu tölva og snjalltækja og hvað stendur í vegi þess að til dæmis svona hjálparforrit fyrir blinda og sjónskerta skilji og tali íslensku. Svo fengum við vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, síðasta vinkilinn úr Gaulverjabæjarhreppnum í ár
29/12/20220
Episode Artwork

36 táknmálsafsteypur, fjármálaráð og áramótaveðrið

Við fengum Júlíus Birgir Jóhannsson í viðtal í dag, en hann missti alla heyrn fyrir 5 árum og sjónin minnkaði mjög mikið, í dag hefur hann einungis 10-15 gráðu sjón á hvoru auga. Ekki er vitað hvað olli þessu heyrna- og sjóntapi hjá Júlíusi, en hann ákvað strax og heyrnin byrjaði að versna að læra táknmál hjá Samskiptamiðstöð heyrnalausra og heyrnaskertra, en tók eftir því þar að mörg áttu erfitt með að skilja táknin á plakatinu sem sýndi öll táknin og hreyfingu þeirra. Hann lagði höfuðið í bleyti og til að gera langa sögu stutta þá bjó hann til afsteypur af höndum að gera öll táknin í íslenska stafrófi táknmálsins, með punktaletri ásamt skrifmáli á fallegri og sterkri undirstöðu og eru allar 36 hendurnar í mismunandi lit, allt til að auðvelda nemendum við að læra táknmálið. Júlíus Birgir sagði okkur sína sögu og sögu táknmálshandanna í þættinum í dag. Lilja Þórhallsdóttir, ráðgjafi hjá Sjónstöðinni kom með Júlíusi sem táknmálstúlkur. Hrefna Björk Sverrisdóttir skrifaði bókina Viltu fi
28/12/20220
Episode Artwork

Jóhann Sigurðarson og Marentza Poulsen

Í þessum þætti rifjum við upp skemmtilegt viðtal sem við tókum við Jóhann Sigurðarsson fyrir réttu ári síðan. Hann var föstudagsgestur hjá okkur og við fórum vítt og breitt um sviðið, æskuárin,lífið og leiklistin og eins og alþjóð veit er Jóhann er alveg einstakur sögumaður. Við rifjum líka upp skemmtilegt jólaspjall við Marenzu Paulsen sem auðvitað er alltaf með hugann við matargerð og sérstaklega í kringum jólin. Jólamaturinn, færeyskur matur, jólahlaðborð og miklu fleira með Marenzu. Tónlist í þættinum: Ef ég væri ríkur / Jóhann Sigurðarson (Jerry Bock, Sheldon Harnick og Þórarinn Hjartarson) Söngur samviskunnar / Jóhann Sigurðarson (Guðmundur Jónsson og Kristján Hreinsson) What are You Doing for New Years Eve / Ella Fitzgerald (Frank Henry Loesser) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
27/12/20220
Episode Artwork

Dísella Lárusdóttir jólagestur, aspassúpa og shrekmaturinn

Föstudagsgestur, eða í rauninni fimmtudagsgestur, Mannlega þáttarins í þetta sinn var söngkonan og Grammy verðlaunahafinn Dísella Lárusdóttir. Við fengum hana til að segja okkur frá uppvaxtarárunum í Mosfellssveitinni, trompetferlinum, tónlistarfjölskyldunni, söngnáminu og svo söngferlinum. Dísella hefur sungið mikið í Bandaríkjunum, til dæmis við Metropolitan óperuna í New York og svo hlaut hún Grammy verðlaun nú fyrir skemmstu fyrir hlutverk sitt í óperu eftir Philip Glass. Og auðvitað komumst við ekki hjá því að ræða líka aðeins við hana um jólin og jólamat. Matarspjallið í þetta sinn snerist að mestu um hefðir og venjur í jólamat. Mörg vilja halda fast í jólahefðir og vilja helst engu breyta í jólamatnum, á meðan öðrum finnst gaman að gera tilraunir og prófa nýjungar. Allt frá apsassúpu til forréttar sem skýrður er í höfuðið á Shrek. Tónlist í þættinum í dag: Litli tónlistarmaðurinn / Dísella Lárusdóttir (Freymóður Jóhannsson) What Are You Doing the Rest of Your Life? / Dísella Lár
22/12/20220
Episode Artwork

Illugi um Messi, jólaveðrir með Elinu og póstkort frá Magnúsi

Það ætti nú ekki að hafa farið framhjá mörgum að argentínska karlalandsliðið varð heimsmeistari í knattspyrnu á sunnudaginn eftir að hafa sigrað Frakka í úrslitaleik HM. Þar var auðvitað fremstur í flokki Lionel Messi og má segja að með heimsmeistaratitlinum sé hann búinn að vinna nánast öll stærstu verðlaun sem í boði eru í knattspyrnuheiminum og sum þeirra hefur hann meira að segja unnið oftar en nokkur annar. Þetta vita flestir, en það eru samt kannski ekki margir sem vita mikið meira um þennan frábæra 35 ára knattspyrnumann, því hann gefur nánast aldrei færi á sér í viðtöl og fyrir utan knattspyrnuvöllinn vill hann helst ekki láta mikið á sér bera. Illugi Jökulsson hefur skrifað tvær bækur um Messi og hefur kynnt sér sögu hans betur en flestir. Því fengum við Illuga til að koma í þáttinn í dag til þess að segja okkur aðeins frá manninum á bak við alla þessa titla og met. Elín Björk Jónasdóttir kom svo til okkar í dag með sitt vikulega veðurspjall og það er ekki hægt að segja annað
21/12/20220
Episode Artwork

Vin dagsetur og kaffistofa Samhjálpar

Vin er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir. Vin sækja notendur sem margir hverjir glíma við langvinna geðrofssjúkdóma (t.d. geðklofa), og þeir hafa gegnum tíðina mótað úrræðið að sínum þörfum. Rauði Krossinn sá um rekstur Vinjar í nærri þrjá áratugi en í fyrra tók Reykjavíkurborg við rekstrinum og fyrir skemmstu samþykkti borgarráð niðurskurðartillögur sem hafa sett starfsemi úrræðisins í uppnám. Gestir Vinjar eru viðkvæmur hópur og þessar fréttir hefur komið þeim í óþægilegt óvissuástand. Halldóra Pálsdóttir, mannfræðingur og forstöðukona á Vin og Bjarni Kristinn Gunnarsson sálfræðingur hjá Reykjavíkurborg komu í þáttinn í dag og fóru með okkur yfir stöðuna og sögðu frá samstöðufundi og afhendingu undirskriftarlista sem fram fer í dag kl.17 við Ráðhúsið. Kaffistofa Samhjálpar var opnuð árið 1981 en hafði þá bækistöðvar við Hverfisgötu í Reykjavík. Seinna fluttist kaffistofan í Borgartúnið þar sem hún hefur verið um árabil. Kaffistofan er ætluð þeim sem eru í neyð og hafa ekki tök á að
20/12/20220
Episode Artwork

Keltar Þorvalds, draumavinkill og Kristján lesandi vikunnar

Nýjustu rannsóknir á erfðaefni Íslendinga veita merkilegar upplýsingar um uppruna landnámskmanna. Um 63% landnámskvenna voru ættuð frá Bretlandseyjum en einungis 37% frá Noregi og annarsstaðar af Norðurlöndum. 80% af íslenskum landnámskörlum virðast hins vegar ættaðir frá Norðurlöndum en 20% frá Bretlandi. Fjöll, firðir og dalir skarta keltneskum nöfnum og svo er framburður íslenskrar tungu að mörgu leiti ekki norrænn heldur keltneskur. Þetta kemur meðal annars fram í bókinni Keltar eftir Þorvald Friðriksson. Bókin fékk nýlega bókmenntaverðlaun bóksala í flokki fræðibóka. Þorvaldur kom í þáttinn í dag. Við fengum nýjan vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í dag bar hann vinkilinn að draumum, sem hann segir viðfangsefni sem hann hefur lengi haft svolítinn áhuga á, þrátt fyrir að hann muni eiginlega aldrei hvað hann dreymir sjálfur. Og lesandi vikunnar í þetta sinn var Kristján Sigurjónsson fréttamaður. Hann ætti að vera hlustendum góðu kunn
19/12/20220
Episode Artwork

Brynja Þorgeirs föstudagsgestur og matarspjall um skötu og hnoðmör

Föstudagsgesturinn í þetta sinn var kona sem landsmenn þekkja af sjónvarpsskjánum, Brynja Þorgeirsdóttir. Við þekkjum hana auðvitað úr þáttum eins og Kastljósinu, Kveiki og Orðbragði. En hún á sér aðra hlið sem fræðimanneskja, hún er með meistaragráðu í bókmenntum frá Háskóla Íslands og doktorsgráðu frá Cambridge háskólanum í Englandi og nú hefur hún söðlað um í starfi, hún er sem sagt hætt hér á RÚV og tekin við stöðu lektors í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Við spjölluðum við Brynju um lífið og tilveruna, æskuna og uppvöxtin og ferðalagið í gegnum lífið, starfsferilinn og hvernig henni líkar í nýja starfinu. Sigurlaug Margrét kom auðvitað í matarspjallið í dag og ræddi við okkur um skötu, hnoðmör og hákarl og það er óhætt að segja að við vorum ekki sammála í því spjalli. Tónlist í þættinum í dag: Aðfangadagskvöld / Haukur Morthens (Stephen C. Foster og Ragnar Jóhannesson) Close to me / The Cure (Robert Smith) Röddin í klettunum / Gugusar (Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir)
16/12/20220
Episode Artwork

Rakarakvartettinn Barbari, skjátími og samfélagsmiðlaneysla

Á landinu er starfandi rakarakvartett, kvartettinn Barbari. Sá var stofnaður af ungum menntskælingum árið 2013 og þeir segja sjálfir að þeir séu fremsti rakarakvartett landsins. Nú er Barbari komin í jólaskap og þeir komu í þáttinn og sungu þrjú lög í beinni útsendingu. Við töluðum svo við tvo þeirra, Gunnar Thor Örnólfsson og Pál Sólmund Eydal og forvitnuðumst um sögu kvartettsins, söngkeppni í Las Vegas og hvort einhver þeirra væri raunverulega rakari. Gestir í útvarpshúsinu fengu að njóta söngsins á kaffitorginu í Efstaleitinu, en hinir tveir meðlimir kvartettsins eru Karl Friðrik Hjaltason og Ragnar Pétur Jóhannsson. Hvenær leiddist þér síðast? Þessi spurning er fyrirsögn á grein sem Daðey Albertsdóttir og Silja Björk Egilsdóttir, sálfræðingar hjá Geðheilsumiðstöð barna, skrifuðu ásamt Skúla Braga Geirdal verkefnastjóra miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. Greinin birtist til dæmis á visir.is og á akureyri.net og þar eru þau að kasta fram nokkrum tölulegum staðreyndum og spurningum til u
15/12/20220
Episode Artwork

Snjallforrit fyrir sjónskerta og leikverk um síðasta æviskeiðið

Þorkell Steindal ráðgjafi hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá áhugaverðum snjallforritum, eða öppum, sem nýtast fólki með sjónskerðingu. Þetta eru sem sagt nokkur forrit sem koma að gagni fyrir þau sem nýta sér snjalltæki til að komast leiðar sinnar, bæði innanhúss, utanhúss og til að lesa í aðstæður, umferðina og götuljós. Þorkell fræddi okkur um þessi forrit í þættinum og við fengum líka að heyra hljóðdæmi úr forritunum. Ég lifi enn - sönn saga er nýtt íslenskt leikverk, innblásið af persónulegri reynslu af því að fylgja nánum aðstandendum inn í síðasta æviskeiðið eða að vera staddur í því sjálfur. Einnig byggir sýningin á vinnusmiðjum og rannsóknarvinnu með eldri borgurum, unnum með stuðningi Reykjavíkurborgar. Sýningin vekur hugleiðingar um aðstæður í samfélagi okkar. Við viljum eldast af virðingu og reisn en er forgangsröðunin skýr? Þegar við eldumst er hver sjálfu
14/12/20220
Episode Artwork

Hljóðrýmishermun, Gamla bókabúðin og kuldaveðurspjall

Sprotafyrirtækið Treble Technologies hefur safnað 8 milljónum evra, eða jafnvirði 1,2 milljarða króna, frá fjárfestum til að koma á markað nýrri tækni í hljóðhönnun. Tæknin sem Treble Technologies þróar þykir bylting í því hvernig hægt er að hanna hljóð og skapa hljóðupplifanir og nýtist í mörgum greinum. Finnur Pind, doktor í hljóðverkfræði, er stofnandi og framkvæmdastjóri Treble, kom í þáttinn í dag og útskýrði fyrir okkur hvað þetta er sem þau eru að hanna og söguna á bak við hugmyndina. Bræðurnir Eyjólfsson er einstök verslun á Flateyri sem hefur verið í rekstri frá árinu 1914 og er elsta upprunalega verslun Íslands. Allar innréttingar eru upprunalegar, sem og mörg verslunartæki sem eru enn í notkun. Verslunin er rekin af Eyþór Jóvinssyni, hann er langafasonur stofnanda verslunarinnar og er því fjórði ættliður fjölskyldunnar sem tekur við rekstrinum. Auk þess að selja notaðar bækur eftir vigt er verslunin með gott úrval nýrra bóka ásamt vestfirskum gæðavörum. Þá flytur verslunin i
13/12/20220
Episode Artwork

Valskórinn, kalda stríðsvinkill og Katrín Jakobs lesandinn

Við kíktum í heimsókn í Friðrikskapellu í Hlíðarenda en þar fara fram tónleikar í kvöld hjá Valskórnum. Næsta miðvikudag sameinast kórarnir Valskórinn, Fóstbræður og Karlakór KFUM á árlegum aðventutónleikum en allir eru þeir hluti af arfleið séra Friðriks Friðrikssonar. Það er óvenjulegt að íþróttafélag sé einnig með kór á sínum snærum og lengi vel var ekki vitað um aðra slíka kóra en nýlega hefur komið í ljós að í Portúgal er einn. Við hittum í Friðrikskapellu á Hlíðarenda Stefán Halldórsson, fyrrverandi formann og einn af stofnfélögum Valskórsins og Báru Grímsdóttur tónskáld. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag eins og aðra mánudaga í haust. Hann hefur kallað sig skúffuskáld og þjóðfræðiáhugamann úr Flóanum og í dag lagði Guðjón vinkilinn upp að tunglferðum og kalda stríðinu. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og glæpasagnahöfundur. Hún reynir að nýta þau tækifæri sem gefast til að lesa bækur og við forvitnuðumst í dag um hvaða bæku
12/12/20220
Episode Artwork

Guðfinnur Sigurvins föstudagsgestur og jólakæfan

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Guðfinnur Sigurvinsson. Hann er fyrrverandi starfsmaður fréttastofu RÚV og var dagskrárgerðamaður á Rás 2 og í sjónvarpinu. Hann var aðstoðarmaður þingflokks á alþingi, fór svo í bæjarpólítíkina í Garðabæ og skellti sér svo í Hárakademíuna og klippir nú hár á fólki af miklum móði hjá Rakarastofunni Herramönnum. Við fengum hann til að segja okkur frá æskunni og uppvextinum í Keflavík, menntaskólaárunum á Akureyri, starfi sínu í fjölmiðlum og í Fríhafnarversluninni í Leifsstöð. Í matarspjallinu í dag setti Sigurlaug Margrét á dagskrá jólakæfuna eða juleleverpostej, ekki seinna vænna. Tónlist í þættinum í dag: Majonesjól / Bogomil Font og Stórsveit Reykjavíkur (Carl Sigman og Sigrtryggur Baldursson) Það snjóar / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Newell, Pattacini og Bragi Valdimar Skúlason) Jólasveinninn kemur í kvöld / Gunnar Gunnarsson (Fred J. Coots) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
09/12/20220
Episode Artwork

Flókin umræða, Geðbrigði og þakklætisdagbók

Við fengum Sóley Tómasdóttur til að koma í þáttinn í dag og ræða við okkur um umræðuna og stöðuna í samfélaginu þegar sífellt fleiri stíga fram og segja reynslusögur sínar af ofbeldi og áreitni. Á undanförnum árum, eftir að þögnin var rofin með kynferðislega áreitni og ofbeldi, þegar þolendur fóru að opna sig um reynslu sína af ofbeldi og áreitni í kjölfar #metoo þá hefur auðvitað heilmikið breyst. En svo kann samfélagið kannski ekki nógu vel að taka næstu skref. Hvað svo? Hver eru næstu skref ef einhver verður uppvís að hegðun sem er ekki í lagi? Það eru óteljandi hlutir sem flækja þessa umræðu og næstu skref. Sóley fer í fyrirtæki og talar um einmitt þetta, hvert við erum komin og af hverju þessi skref geta verið svona erfið og við ræddum það við hana í þættinum. Guðrún Hálfdánardóttir, dagskrárgerðarkona á Rás 1 og Margrét Manda Jónsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri á meðferðargeðdeild geðrofssjúkdóma, komu í þáttinn, en þær, ásamt Tómasi Hrafni Ágústssyni sérnámslækni í geðlækningum,
08/12/20220
Episode Artwork

Kvennaathvarfið 40 ára, Sólheimamarkaðurinn og Kúbupóstkort

Í gær voru rétt 40 ár frá því Kvennaathvarfið í Reykjavík var opnað af Samtökum um kvennaathvarf. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, kom í þáttinn í dag og við fengum hana til að fræða okkur um sögu athvarfsins, hvernig þróunin hefur verið á þessum 40 árum og hver staðan er í dag. Það stendur meðal annars yfir söfnun fyrir nýju athvarfi sem á að byggja og þjónustan er sífellt að aukast. Lionsklúbburinn Ægir fór fyrst að Sólheimum árið 1957 með jólagjafir fyrir þau börn sem þar bjuggu. Allar götur síðan, eða í 65 ár, hefur klúbburinn farið á aðventunni og staðið fyrir aðventuskemmtun. Það var ákveðið fyrir tveimur árum að fanga stemninguna og gefa út geisladisk og með sölu hans er verið að safna fyrir Hljóðfærasjóði Sólheima. Næstu helgi er Sólheimamarkaður í Kringlunni þar sem fólkið á Sólheimum kemur í bæinn og selur vörur sem unnar eru á vinnustofum Sólheima. Við töluðum við Magneu Tómasdóttur tónlistar- og söngkonu, sem hefur haldið utan um verkefnið. Við
07/12/20220
Episode Artwork

Parkisonssamtökin, markaðssetning á samfélagsmiðlum og veðurspjall

Við kynntum okkur starfsemi Parkinsonsamtakanna í þættinum í dag. Hvað er parkinson, hver eru einkennin og hvað er hægt að gera til að halda einkennum sjúkdómsins í skefjum? Parkinsonsamtökin á Íslandi verða fjörutíu ára á næsta ári og við fengum Ágústu Kristínu Andersen, forstöðumann Takts miðstöðvar Parkinsonsamtakanna og Ernu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra samtakanna til okkar í dag til að segja okkur betur frá þeirra starfsemi og sjúkdóminum. Hulda Birna Baldursdóttir er viðskiptafræðingur með meistarapróf í stjórnun og hún er sérfræðingur í markaðssetningu á samfélagsmiðlunum. Hún hefur stýrt markaðsherferðum og sá t.d. um verkefnið Stafrænt skjáskot fyrir Nýsköpunarmiðstöð Íslands og hefur unnið með yfir 250 fyrirtækjum til að efla þau í stafrænni þróun. Við töluðum við Huldu um markaðssetningu á samfélagsmiðlum í dag. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo í sitt vikulega veðurspjall í dag og þrátt fyrir að nú sé farið að kólna þá talaði hún um methlýindi í nýliðnum nóv
06/12/20220
Episode Artwork

Heimilisbókhaldið, vinkill um geit og Vala lesandi vikunnar

Ef þið hafið velt fyrir ykkur spurningum eins og: Hvernig get ég aukið tekjurnar mínar og borgað niður skuldir? Og get ég það yfir höfuð? Hafa peningar áhrif á sambönd, uppeldi og hegðun? Georg Lúðvíksson, sérfræðingur í heimilisfjármálum, persónulegum fjármálum og stofnandi Meniga kom í þáttinn í dag og ræddi við okkur um fjármál. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag en hann hefur sent okkur pistla á mánudögum í vetur sem hann kallar vinkla. Í dag bar hann vinkilinn að geit nokkurri í Garðabænum og jólaljósum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Vala Jónsdóttir, sérfræðingur hjá mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar í jafnréttismálum. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Vala talaði um eftirtaldar bækur: Kona í hvarfpunkti e. Nawal El Saadawi Don't call me inspirational e. Harilyn Rousso Flækingurinn e. Kristínu Ómarsdóttir Grettir sterki e. Þorsteinn Stefá
05/12/20220
Episode Artwork

Ragga Gísla föstudagsgestur og malt og appelsín

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var engin önnur en Ragnhildur Gísladóttir tónlistarkona. Hún hefur auðvitað átt langan og glæsilegan feril, hún hefur sungið í mörgum af þekktustu hljómsveitum landsins, Lummunum, Brunaliðinu, Grýlunum og Stuðmönnum auk sólóferils. Hún hefur einnig leikið í kvikmyndum, t.d. í Með allt á hreinu, Hvítum mávum, Í takt við tímann, Ungfrúnni góðu og húsið og Karlakórnum Heklu. Við fórum aftur í tímann með Ragnhildi og hún sagði okkur frá æskunni á Kjalarnesi, jólamatnum og matseld og tónlistinni og tónlistarsköpuninni í þættinum í dag. Sigurlaug Margrét, besti vinur bragðlaukanna, valdi að tala um dásamlega jóladrykkinn malt og appelsín í matarspjalli dagsins, þar sem við meðal annars ræddum mismunandi útgáfur og bárum saman sykurskerta blöndu við hina hefðbundnu. Tónlist í þættinum í dag: Allt er gott um jólin / Bjarni Arason (Bjarni Arason og Kristinn G. Bjarnason) Mathildur / Ragnhildur Gísladóttir (Ragnhildur Gísladóttir ) Deep Down / Ragg
02/12/20220
Episode Artwork

Fór í magaermisaðgerð og kryddin hennar Safa

Við fengum Daníel Gunnarsson til að segja okkur sína sögu, en hann hefur frá unga aldri barist við ofþyngd. Eftir að hafa kynnt sér vel efnaskiptaaðgerðir fór hann í magaermisaðgerð fyrir um það bil einu og hálfu ári. Síðan þá hefur hann unnið markvisst með andlegu og líkamlegu heilsuna í kjölfar slíkrar aðgerðar og það er óhætt að segja að líf hans hafi tekið miklum breytingum á þessum 18 mánuðum því fyrir 10 dögum stóð hann uppi á sviði í sundskýlu og tók á móti silfurverðlaunum á bikarmóti í fitness karla. Daníel sagði okkur betur frá þessu ferðalagi í þættinum í dag. Safa Jemai kom til Íslands frá Túnis fyrir fjórum árum og hefur nýtt tímann vel því hún fór strax að læra íslensku og vinna sem forritari en hefur í dag helgað sig innflutningi á kryddi. Það eru krydd sem móðir hennar þurrkar heima hjá sér í sólinni í Túnis og það hefur ekki verið einfalt að standa í þeirri skriffinsku sem þessu fylgir bæði hér og í Túnis. En nú horfir til betri tíma og í Grósku hefur Safa komið sér fy
01/12/20220
Episode Artwork

Þjóðdansar, þjóðbúningar, minningarganga og bækur um ofurkrafta

Það vakti athygli þegar leikkonan Edda Björg Eyjólfsdóttir saumaði sér 19.aldar upphlut og leyfði fólki að fylgjast með á samfélagsmiðlunum. Heimilisiðnaðarfélagið stendur fyrir ýmsum námskeiðum og kennslu í þeirri viðleitni að passa upp þennan mikilvæga menningararf okkar. Svo eru eflaust einhverjir sem eiga sér þann leynda draum að kunna að dansa íslensku þjóðdansana, þeir sjást sjaldan nú til dags. Þeir virðast einfaldir, en eru þeir það? Á morgun er 1.desember, fullveldisdagurinn, þá verður Heimilisiðnaðarfélagið einmitt með kynningu á íslensku þjóðbúningunum og handverki þeim tengdum og einnig verður gestum boðið uppí dans af félögum úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur. Kristín Vala Breiðfjörð, formaður og framkvæmdastjóri Heimilisiðnaðarfélagsins kom í viðtal í dag uppábúin í 20.aldar upphlut. Við heyrðum af fjölskyldu frá Vopnafirði sem hefur í nóvembermánuði farið samanlagt 500 kílómetra í minningargöngu til að safna áheitum til styrktar heilsugæslunni á Vopnafirði. Við hringdum í B
30/11/20220
Episode Artwork

Gefandi þriðjudagur, ljósadalurinn og saga veðurspáa

Svartur föstudagur, stafrænn mánudagur, eða Cyber Monday, og fleiri slíkir verslunardagar hafa dunið á okkur í aðdraganda jólanna í ár eins og undanfarin ár. Þetta eru verslunardagar sem eiga uppruna sinn í Bandaríkjunum og fleiri löndum og markmið þeirra er að auka verslun í búðum og á netinu. En það sem færri vita er að á eftir Cyber Monday kemur Giving Tuesday, eða gefandi þriðjudagur. En hvað er það? Andri Árnason, framkvæmdastjóri Takk kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessum degi sem er einmitt í dag. Jólaljós hafa verið sett upp um allan Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og aðkomuna að honum. Fjölskyldur geta rölt um garðinn og skoðað ljósadýrðina, útigrillin verða opin og settir verða upp matarvagnar. Ljósadalurinn opnar á fimmtudaginn. Við heyrðum í Inga Þór Jónssyni, verkefnastjóra viðburða í garðinum í þættinum. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom í sitt vikulega veðurspjall í dag. Hún kann einstaklega vel að fræða okkur um hin ýmsu veðurfyrirbrigði og hugtök og í dag
29/11/20220
Episode Artwork

Sýklalyfjanotkun, lestarvinkill og Árni lesandi vikunnar

Er hugsanlegt að inntaka á sýklalyfjum snemma í barnæsku geti haft áhrif á heilsu barna síðar meir, eins og til dæmis svörun við bólusetningum? Birta Bæringsdóttir starfar sem sérnámslæknir á Barnaspítalanum og er að gera rannsókn sem snýst um þetta. Sýklalyf geta haft áhrif á þarmaflóruna í meltingarveginum sem er mikilvæg fyrir þroska ónæmiskerfisins og hugsanlegt er að sýklalyfjanotkun geti valdið því að einstaklingar séu útsettari fyrir sýkingum. Við tölum við Birtu hér á eftir. Við fáum nýjan vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag eins og undanfarna mánudaga. Í þetta sinn ber hann vinkilinn að lestarteinum. Meira um það hér á eftir. Og lesandi vikunnar í dag er Árni Árnason, rithöfundur. Hann var að senda frá sér bókina Vængjalaus. En í dag ætlar hann að segja okkur frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Árni talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Mars eftir Sunnevu Kristínu Sigurðardóttur
28/11/20220
Episode Artwork

Einar Bárðarsson föstudagsgestur og Matarspjall um smákökur

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Einar Bárðarson, formaður Votlendissjóðs. Einar hefur komið víða við og hefur vakið athygli alls staðar þar sem hann hefur komið við. Hann hefur verið kallaður umboðsmaður Íslands, hann hefur samið fullt af popplögum sem hafa náð vinsældum. Hann hefur unnið talsvert í sjónvarpi, hann hefur skrifað bók og fleira og fleira. Nú síðast hleypti hann af stokkunum hlaðvarpsþættinum Einmitt þar sem hann meðal annars ræðir umhverfis- og samfélagsmál. Það var um nóg að tala við Einar í dag þegar við rifjuðum með honum upp æskuna og uppvöxtinn og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag. Sigurlaug Margrét, besti vinur bragðlaukanna, kom svo til okkar í matarspjall og í dag ætlum við að tala um jólin, það er fyrsti í aðventu næsta sunnudag og við töluðum um smákökubakstur, rúsínukökur,hálfmána,sveskjutertu og hvernig maður sýður niður rauðkál. Tónlist í þættinum í dag: Ég sé þig / Jóhanna Guðrún (Einar Bárðarson) Síðasta sumar / Klara Einarsdó
25/11/20220
Episode Artwork

Mental ráðgjöf, karlahópar Hugarafls og Edda S. Jónasdóttir

Helena Jónsdóttir sálfræðingur og fyrrverandi skólastjóri Lýðskólans á Flateyri kom í þáttinn í dag, en hún rekur ráðgjafafyrirtækið Mental ráðgjöf þar sem hún hjálpar vinnustöðum og stjórnendum að styðja við geðheilbrigði starfsfólks. Ómeðhöndlaður geðvandi getur haft miklar afleiðingar með tilheyrandi kostnaði, veikindafjarvistum, minnkandi framleiðni, aukinni veltu á starfsfólki svo ekki sé talað um skerðingu á lífsgæðum. Helena sagði okkur betur frá þessu í þættinum. Við sendum beint út frá starfsemi Hugarafls í Síðumúla í gær og kynntumst því starfi sem þar fer fram og er öllum að kostnaðarlausu. Við heyrðum hversu margir koma þangað í mikilli vanlíðan og hvernig sameiginleg reynsla og samtal getur hjálpað fólki að ná bata. Við náðum ekki að segja frá karlahópi sem hittist reglulega til að ræða um sína andlegu líðan því fengum við Grétar Björnsson, sem sagði sögu sína í gær, til að koma til okkar í dag og segja okkur frá. Edda S. Jónasdóttir hefur komið víða við í matargerð, hún f
24/11/20220
Episode Artwork

Hugarafl í beinni og póstkort frá Kúbu

Við sendum í dag út beint frá húsnæði Hugarafls í Síðumúla. Hugarafl eru félagasamtök fólks sem hefur upplifað persónulega krísu og vinnur að persónulegum bata sínum. Þetta eru grasrótarsamtök fólks með andlegar áskoranir á Íslandi og var stofnað árið 2003. Starfsemi Hugarafls er mótuð bæði af einstaklingum með persónulega reynslu af andlegum áskorunum og einstaklingum með fagmenntun. Þátttaka í starfsemi Hugarafls er fyrir öll, 18 ára og eldri, sem hafa áhuga á að vinna í geðheilsu sinni á eigin forsendum. Starfsemin er gjaldfrjáls, óháð búsetu og engin krafa er gerð um tilvísanir né geðsjúkdómagreiningar. Við ræddum við Auði Axelsdóttur framkvæmdastjóra Hugarafls, Grétar Björnsson kennara og félagsfræðing, sem tók fyrst þátt í starfinu árið 2006 og svo heyrðum við í Bjarna Karlssyni presti sem er með kyrrðarstund hjá Hugarafli á miðvikudögum í hádeginu. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og póstkortið barst að þessu sinni frá Kúbu, en Magnús hefur verið þar í hei
23/11/20220
Episode Artwork

Aðgengismálstofur, Jólin og sorgin og veðurathuganir

Við fjölluðum um aðgengismál og algilda hönnun í dag og við fræddumst um samstarfsyfirlýsingu um algilda hönnun sem var undirrituð af forsvarsmönnum 6 félaga og samtaka í vor. Við fengum til okkar Hörpu Ciliu Ingólfsdóttur, byggingarverkfræðing og ráðgjafa, Hebu Hertervig, arkitekt og Stefán Vilbergsson, verkefnastjóra í aðgengishópi ÖBÍ, til að segja okkur frá málstofunum Góð hönnun fyrir alla, þar sem fjallað er um hönnun og byggingu húsnæðis og mannvirkja með tilliti til aðgengis fyrir alla. Jólin og sorgin í erfiðum aðstæðum er heiti á fyrirlestri sem fram fer á morgun og er hluti af mánaðarlegri fyrirlestrarröð Krafts, Ungt fólk og krabbamein. Þau sem hafa upplifað sorg og missi kannast eflaust við að fara kvíða fyrir þegar líða fer að jólum, afmæli eða öðrum tímamótum. Ína Ólöf Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvarinnar verður með fræðslu ásamt því að miðla af eigin reynslu sem og uppbyggilegum ráðum um hvað getur hjálpað þegar erfiðar aðstæður sem þessar eru til stað
22/11/20220
Episode Artwork

Líf atvinnukylfings, hitaveituvinkill og Snæbjörn lesandi vikunnar

Í síðustu viku náði kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson þeim frábæra árangri að tryggja sér fullan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í golfi, en þúsundir kylfinga um heim allan dreymir um að geta keppt meðal þeirra bestu, annað hvort á Evrópumótaröðinni eða þeirri bandarísku. Guðmundur Ágúst er aðeins annar íslenski karlkylfingurinn sem hefur náð þessum áfanga og einungis fjórar íslenskar konur hafa spilað á Evrópumótaröðinni. Samkeppnin er gríðarleg og árangurinn því glæsilegur hjá Guðmundi Ágústi, en við ætlum að fá hann til að segja okkur aðeins frá því hvernig þetta gekk fyrir sig, hvernig líf atvinnukylfingsins er og hvað er framundan? En keppnistímabilið hefst strax í þessari viku í Suður-Afríku. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í dag bar hann vinkil sinn að hitaveiturörum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Snæbjörn Arngrímsson, bókaútgefandi og rithöfundur. Hann hefur átt ótrúlegan feril í bókaútgáfu, bæði hé
21/11/20220
Episode Artwork

Þórarinn Eldjárn föstudagsgestur og mandarínur

Föstudagsgestur Mannleg þáttarins í þetta sinn var rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn. Þórarinn hefur auðvitað skrifað ljóðabækur, smásögur og skáldsögur sem flestir landsmenn þekkja. Auk þess hefur hann þýtt mikið úr Norðurlandamálum og ensku, meðal annars nokkur leikrit eftir Shakespeare. Nú er nýkomin út bókin Tættir þættir þar sem Þórarinn tekur saman þrjátíu og sjö áður óbirta þætti sem fara úr einu í annað um hitt og þetta. Við fengum Þórarinn til að segja okkur frá æskuheimilinu sínu, en hann ólst upp bókstaflega í Þjóðminjasafninu. Svo fórum við á handahlaupum með Þórarni í gegnum lífið til dagsins í dag. Í matarspjalli dagsins voru setti svo Sigurlaug Margrét mandarínur á dagskrána. Á þessum árstíma koma heilu kassarnir af mandarínum í búðirnar og við ræddum um hversu margar væri ráðlagt að borða í einu og svo ræddum við aðeins aðra sítrusávexti. Tónlist í þættinum í dag: Gegnum holt og hæðir / Þursaflokkurinn ( Egill Ólafsson og Þórarinn Eldjárn) Naflaskoðun / Ragnheiður Gröndal
18/11/20220
Episode Artwork

Sigur í uppgjöf, siðfræði sagnfræðinnar og Blómstra

Háskólakennarar á eftirlaunum með langa reynslu af starfi með alkóhólistum og rannsóknum, skrifuðu saman bók sem byggir á 50 viðtölum við alkóhólista sem höfðu verið án vímu í 5 ár eða lengur. Viðmælendur bókarinnar voru spurðir hvað þeir hefðu gert til að takast að vera vímulausir svo lengi. Svörin voru tekin í þemu og niðurstöðurnar, sem voru mjög afgerandi, eru birtar í bókinni Sigurinn liggur í uppgjöfinni. Sigurlína Davíðsdóttir, doktor í félagssálfræði er annar höfunda bókarinnar og hún kom í þáttinn í dag. Sagnfræðingafélag Íslands stendur fyrir málþingi í næstu viku undir yfirskriftinni Er sagnfræði siðleg? Kristín Svava Tómasdóttir sagnfræðingur heldur þar erindi sem nefnist Að segja sögur og nefna nöfn. Í erindinu veltir hún fyrir sér hvernig nálgast á viðkvæm viðfangsefni og hvaða stíl á að tileinka sér þegar fjallað er um fólk og persónuleg málefni þeirra. Hvenær á að nafngreina fólk í söguskoðun, því sagnfræðingar sem vinna með viðkvæm málefni, t.d. á sviði heilbrigðissögu
17/11/20220
Episode Artwork

Jónas og tungumálið, leikskólarými og hlýindi undanfarið

Í dag er dagur íslenskrar tungu og afmælisdagur Jónasar Hallgrímssonar. Það eru 215 ár í dag frá því að Jónas fæddist og hann lést langt fyrir aldur fram, ekki nema 37 ára. En á sinni stuttu ævi þá hafði hann þó mikil áhrif og ekki síst eftir sinn dag. Það er auðvitað engin tilviljun að dagur íslenskrar tungu hafi verið settur á afmælisdag Jónasar, orðasmíði hans, ljóðin og hans skrif og þau áhrif sem hann hefur haft réttlæta það og miklu meira. Við fengum Önnu Sigríði Þráinsdóttur, málfarsráðunaut RÚV, til þess að koma í þáttinn til að tala við okkur um Jónas og hans órjúfanlegu tengingu við íslenska tungu. En hún, ásamt Elínu Elísabetu Einarsdóttur, gaf nýlega út bókina Á sporbaug - nýyrði Jónasar Hallgrímssonar. Hörður Svavarsson leikskólastjóri á leikskólanum Aðalþingi segir að álagið vegna þrengsla í leikskólum sé orðið svo mikið að fullorðna fólkið forði sér, þess vegna sé erfitt að ráða fólk til starfa í leikskólunum. En eftir sitja börnin, þau geta ekki forða sér. Hörður hefur
16/11/20220
Episode Artwork

Hinseginleikinn í bókum, gestabók, draumar og Húsið

Rósa María Hjörvar, doktorsnemi í bókmenntafræði, flytur á fimmtudaginn fyrirlesturinn Eitruð karlmennska og perlufestar í óbyggðum norðursins, en hann er hluti af hádegisfyrirlestraröð RIKK, Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við HÍ. Þar skoðar hún hinsegin persónur í þremur frægum bókum sem skrifaðar eru á mismunandi tímum, Gróður jarðar eftir Knut Hamsun, Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxnes og Höfundur Íslands eftir Hallgrím Helgason. Hún segir að saga þessara persóna spegli breytileg viðhorf til hinseginleika og karlmennsku. Rósa útskýrði þetta betur í þættinum. Svo forvitnuðumst við um nýja útgáfu af gestabókinni sem var til á öllum heimilum, en sést varla í dag nema í brúðkaupum og fermingaveislum. Kristborg Bóel Steindórsdóttir vill einmitt endurvekja gestabókamenninguna hér á landi og blása lífi í þessa arfleifð og hún lét ekki þar staðar numið því hún ákvað líka að gefa út bók þar sem fólk getur haldið utan um drauma sína, þ.e. ekki drauma næturinnar, heldur sem þá draum
15/11/20220
Episode Artwork

Föðurhlutverkið, drykkir og nesti og Eva Rún lesandinn

Við sáum á samfélagsmiðlum í gær að feðradagurinn var mörgum ofarlega í huga og í gær var einmitt málstofa í Norræna húsinu um föðurhlutverkið í barnabókmenntum. Umræðan snerist meðal annars um skopmyndir, fjölbreyttar, kómískar og fjarverandi portrettmyndir af feðrum í barnabókmenntum og þáttakendur viðruðu viðhorf sín til föðurhlutverksins, þar á meðal breytingar, vankanta og staðalmyndir bæði frá faglegu og persónulegu sjónarhorni sem feður. Meðal þeirra sem tóku til máls í gær voru þeir Björn Grétar Baldursson flugumferðarstjóri og Sverrir Norland rithöfundur og þeir komu í þáttinn í dag. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Guðjón er skúffuskáld og þjóðfræðiáhugamaður úr Flóanum og í dag bar hann vinkilinn að drykkjum fortíðar og nesti. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur með meiru. Hún hefur skrifað barnabækur og nú eru tvær bækur að koma út eftir hana. En við fengum að vita hvað hún hefur sjálf verið að lesa og hvaða bækur og höf
14/11/20220
Episode Artwork

Þórólfur föstudagsgestur og finnskt matarspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Þórólfur Guðnason. Hann hefur nú látið af störfum sem sóttvarnarlæknir Íslands eftir langan feril og án þess að gera lítið úr ferlinum í heild þá er ekki hægt að segja annað en að síðustu tvö árin hafi verið sérstaklega viðburðarrík þar sem Þórólfur var allt í einu í sjónvarpinu inni á heimilum allra landsmanna á hverjum einasta degi að leggja línurnar í gegnum faraldurinn. En við fórum aftur í tímann með Þórólfi og forvitnuðumst um æskuna og uppeldið á Eskifirði og í Vestmannaeyjum, tónlistina og bassaleikinn, starfsferilinn, faraldurinn og svo auðvitað hvernig honum gengur að vera sestur í helgan stein. Svo kom Sigurlaug Margrét, besti vinur bragðlaukanna, til okkar í matarspjallið og þar var finnskur matur á dagskránni eftir Helsinkiferð Sigurlaugar. Hvað er best að borða í Finnlandi? Það er samt ekki endilega víst að það hafi komið fram í matarpsjalli dagsins. Tónlist í þættinum í dag: Ég veit þú kemur / Ellý Vilhjálms (Ási í Bæ o
11/11/20220
Episode Artwork

Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir - sérfræðingurinn

Við fengum sérfræðing í þáttinn í dag. Í þetta sinn var það Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir og prófessor í skurðlækningum við Háskóla Íslands. Við ræddum við hann um hjartaheilsuna og svo svaraði Tómas spurningum sem hlustendur hafa sent inn í pósthólf þáttarins, [email protected]. Rekja má um þriðjung allra dauðsfalla á Íslandi til hjarta- og æðasjúkdóma því er þetta mjög mikilvægt umræðuefni sem gott er að velta fyrir sér. Spurningarnar sem hlustendur sendu inn snérust meðal annars um blóðþrýsting, ættgengi, gáttatif, snjallúr, rauðvín og mataræði og Tómas gerði sitt besta að svara þeim. Tónlist í þættinum í dag: Lukta-Gvendur / Björk Guðmundsdóttir og Tríó Guðmundar Ingólfssonar (Nat Simon og Eiríkur Karl Eiríksson) Dansað á dekki / Fjörefni (Nicholas P. og Ellert Borgar Þorvaldsson)
10/11/20220
Episode Artwork

Árni Þór um lífið í Moskvu og póstkort um samgöngur og núvitund

Árni Þór Sigurðsson er sendiherra Íslands í Moskvu. Hann er á landinu þessa dagana og kom í þáttinn í spjall. Við forvitnuðumst um það hvernig er að búa í Moskvu núna í skugga stríðsins. Hvernig hann upplifir daglegt líf í Rússlandi og stemmninguna hjá almenningi og þá sérstaklega núna þegar stríðið hefur dregist á langinn. Áður en Árni varð sendiherra í Moskvu hafði hann lært rússnesku og unnið sem leiðsögumaður í Rússlandi og var fréttaritari fyrir RÚV þar í landi. Þetta eru óneitanlega sérstakir tímar til að vera í Rússlandi og við fengum Árna til að segja okkur frá sinni reynslu í þættinum. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Í póstkorti dagsins sagði Magnús frá samgöngum, sem eru mál málanna í Vestmanneyjum, þar talar fólk ekki lengur um lunda og aflabrögð, aðeins ferjur, göng og hafnir. Magnús sagði frá samgönguáhuga Eyjaskeggja í póstkortinu en líka frá núvitundinni sem er mikið í tísku um þessar mundir, iðnaðurinn í kringum hana veltir milljörðum í hvaða mynt s
09/11/20220
Episode Artwork

Skátahreyfingin 100 ára, ævisögumálþing og COP27

Skátahreyfingin á Íslandi fagnaði um helgina 110 árum frá upphafi starfs á Íslandi og 100 ára afmæli kvenskátastarfssins og auðvitað var það gert með afmæliskvöldvöku. Upphafið var 2. nóvember árið 1907, en þá komu saman nokkrir skátafélagar í Fjósinu, að baki Menntaskólans við Reykjavík. Harpa Ósk Valgeirsdóttir er skátahöfðingi Íslands og hún kom í þáttinn og fór aðeins með okkur yfir sögu skátahreyfingarinnar á Íslandi. Á laugardaginn heldur Félag um átjándu aldar fræði málþing undir yfirskriftinni - Af sjálfsævisögum frá átjándu og nítjándu öld í Þjóðarbókhlöðunni. Teknar verða fyrir fjórar íslenskar sjálfsævisögur frá átjándu og nítjándu öld og þær greindar með augum ævisöguritaranna. Skoðuð verða samskipti söguritaranna við annað fólk, hugmyndafræði sem birtist í sögum þeirra, sjálfsmynd svo og dómar þeirra um annað fólk. Mjög áhugaverð innsýn í lífið á 18. og 19. öld. Margrét Gunnarsdóttir, sagnfræðingur og skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands og Svavar Sigmundsson, rannsóknar
08/11/20220
Episode Artwork

Sjósund og köld böð, sveitaböll og Einar Kári lesandi vikunnar

Við fjölluðum um köld böð og sjósund í þættinum í dag, en Náttúrlækningafélag Íslands heldur málþing um efnið á morgun og yfirskriftin er Köld böð og sjósund - Heilsuefling eða öfgar? Þar koma fram ýmsir fyrirlesarar og meðal þeirra er Björn Rúnar Lúðvíksson prófessor og yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans, hans erindi nefnist Sjórinn er skelfilega góður. Björn Rúnar spjallaði við okkur í dag. Við fengum svo nýjan pistil, eða vinkil eins og Guðjón Helgi Ólafsson kýs að kalla pistla sína. Í þetta sinn bar Guðjón vinkil sinn upp að sveitaböllum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Einar Kári Jóhannsson bókaútgefandi. Við fengum hann til að segja okkur frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Bækur sem Einar talaði um í dag voru: Allt sem rennur e. Bergþóra Snæbjörnsdóttir Staðurinn / Getting Lost e. Annie Ernaux The Dry Heart e. Natalia Ginzburg Elskhuginn e. Marguerite Duras What We Owe the Futu
07/11/20220
Episode Artwork

Sigurjón Kjartans föstudagsgestur og matarlím

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Sigurjón Kjartansson. Hann er auðvitað annar helmingurinn af Tvíhöfða, útvarpstvíeykinu. Hann var í grínþáttunum Fóstbræðrum frá upphafi, en þeir þættir eiga aldafjórðungsafmæli um þessar mundir. Hann er tónlistarmaður, var t.d. í hljómsveitinni goðsagnakenndu HAM. Hann hefur leikið í kvikmyndum og sjónvarpsefni og svo hefur hann skrifað og framleitt sjónvarpsefni, eins og til dæmis Ófærðarseríurnar og miklu fleira og er einn höfunda Skaupsins í ár. Við fórum með honum aftur í tímann, hann rifjaði upp æskuna og uppeldisárin, bæði í Reykholti og á Ísafirði og svo röktum við okkur í gegnum lífið til dagsins í dag, tónlistina, grínið, útvarpsþættina og svo handritsskrifin og verkefnin framundan. Í matarspjallinu í dag var svo víða komið við í fjarveru Sigurlaugar Margrétar. Frönsk súkkulaðikaka, panna cotta, chili con carne og matarlím svo dæmi séu tekin. Tónlist í þættinum í dag: Glugginn / Flowers (Rúnar Gunnarsson og Þorsteinn Eggerts
04/11/20220
Episode Artwork

Alopecia skilgreinir ekki Rögnu og Blái trefillinn

Ragna Sólveig Þórðardóttir kom í þáttinn til okkar í dag og sagði sína reynslusögu af því að fá sjálfsofnæmissjúkdóminn Alopecia. Fyrir rúmum þremur árum fór Ragna að taka eftir skallablettum á höfði sínu, en hún hafði alla tíð verið með þykkt og mikið rautt hár. Fljótlega var hún greind með Alopecia. Ragna segir sjálf að hún sé ekki veik þótt hún sé vissulega með sjúkdóm en hún vill ekki að sjúkdómurinn skilgreini sig. Ragna sagði sína sögu og fræddi okkur um Alopecia í dag. Krabbameinsfélagið Framför, sem var stofnað árið 2007, er félag karla með krabbamein í blöðruhálsi og aðstandenda. Félagið stendur fyrir árverkni- og fjáröflunarátakinu Blái trefillinn í nóvember, en félagið leggur til að hér eftir verði nóvember mánuður krabbameins í blöðruhálsi á Íslandi. Markmiðið með þessu átaki er í fyrsta lagi vitundarvakning um krabbamein í blöðruhálsi og í öðru lagi styrktarverkefni til að afla fjár við stuðnings- og þjónustuumhverfið hjá Framför. Yfirskrift átaksins í ár er Þú gengur aldr
03/11/20220
Episode Artwork

Linda á Svalbarða, afstaða til samkynhneigðar og Benny Anderson

Við kynntumst Lindu Ársælsdóttur í þættinum í dag. Linda hefur eytt stórum hluta síðustu 10 ára annars vegar á Svalbarða og hins vegar á suðurskautslandinu og þess á milli hefur hún verið landvörður í Vatnajökulsþjóðgarði. Sem sagt eyðir hún vetrunum annars vegar á norðurhjara og hins vega á suðurhjara jarðarinnar. Svo vill svo skemmtilega til að Linda er frá Svalbarðseyri á Svalbarðsströnd í Eyjafirði, sem að minnsta kosti hingað til við höfum ekki haldið að væri með neina sérstaka tengingu við Svalbarða, eyjaklasan í Norður-Íshafi, aðra en nafnið, þangað til nú. Linda sagði okkur frá því hvað hún er að bralla á þessum ystu hjörum jarðar í þættinum í dag. Á morgun fer fram fyrirlestur í hádegisfyrirlestraröð RIKK ? Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn nefnist Breytt afstaða til samkynhneigðar - Viðhorf Íslendinga yfir tíma. Sigrún Ólafsdóttir prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, kom til okkar í dag og sagði okkur frá niðurstöðum rannsóknar,
02/11/20220
Episode Artwork

Tónlist og sálgæsla, afrekskona í USA, fjallaveður

Erna Blöndal tónlistarkona vinnur við meistaraverkefni í Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi við Listaháskólann og hennar rannsóknarverkefni snýr að tónlist og sálgæslu. Skiptir tónlist máli við útfarir og getur tónlist verið heilandi og hjálpað okkur í sorginni? Erna kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá. Hanna Þráinsdóttir körfuknattleiks- og frjálsíþróttakona er meðal 30 kvenna sem tilnefndar hafa verið til kjörs á konu ársins 2022 í háskólaíþróttunum í Bandaríkjunum. Hanna er fyrsta íslenska konan sem hlotið hefur slíka tilnefningu. 223.000 konur stunduðu íþróttir í tæpum ellefu hundruð háskólum sem eru aðilar að sambandinu. Úr þessum fjölmenna hópi tilnefndu háskólarnir upphaflega 577 kvenna hóp sem var svo niður skorinn niður í 156 og að lokum, eins og áður sagði, niður í 30 konur sem koma til greina að hljóta titilinn og Hanna er ein af þeim. Við slógum á þráðinn vestur um haf og heyrðum í Hönnu í þættinum. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo til okkar í veðurspjall í
01/11/20220
Episode Artwork

Aðgengismál, vinkill um svið og Guðrún Eva lesandinn

Sjálfsbjörg, landssamband hreyfihamlaðra, fór af stað í síðustu viku með herferð og vitundarvakningu um aðgengismál sem þau kalla - Öllum er boðið, nema fötluðum. Herferðin, sem er ansi beitt, varpar ljósi á að ef aðgengismál eru ekki í lagi þá er í raun verið að útiloka fatlað fólk. Þær Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, formaður Sjálfsbjargar og Ósk Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar komu í þáttinn og sögðu okkur frekar frá aðgengismálum og þessari herferð. Við fengum í dag nýjan pistil eða öllu heldur vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í dag bar hann vinkilinn að sviðum, nánar tiltekið sviðahausum. Og lesandi vikunnar í þetta sinn var rithöfundurinn Guðrún Eva Mínervudóttir. Hún er að gefa út nýja bók þessa dagana, Útsýni, sem við forvitnuðumst aðeins um. En svo sagði hún okkur auðvitað frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Bækurnar sem G
31/10/20220
Episode Artwork

Helga Möller föstudagsgestur og sykraðar kartöflur

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Helga Möller söngkona. Helga er fædd í maí, í Eurovision mánuðinum, og hún byrjaði snemma að koma fram. Við áttum skemmtilegt spjall um lífið og tilveruna við Helgu í dag og við sögu koma til dæmis, blóðskipti, Laugarnesskóli, Róbert bangsi, flugfreyjustarfið, Eurovision, dúettinn Þú og ég dúettinn, golf og nýjar mjaðmir. Í matarspjallinu í dag fékk Sigurlaug Margrét Albert Eiríksson til að tala um sykraðar kartöflur og hvernig á að elda þær. Það styttist í jólin og fólk notar ýmsar aðferðir til að matreiða þetta hnossgæti og ekki gengur öllum jafn vel við það. Auk þess eru ekki allir sammála um að sykraðar kartöflur séu hnossgæti yfir höfuð. Tónlist í þætti dagsins: Reykjavíkurborg / Þú og ég (Jóhann Helgason) Ort í sandinn / Helga Möller (Geirmundur Valtýsson og Hilmir Jóhannesson) Tunglið tunglið taktu mig / Helga Möller (Stefán S. Stefánsson og Theodóra Thoroddsen) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
28/10/20220
Episode Artwork

Alþjóðadagur heilablóðfalls og Svali á Tenerife

Á laugardaginn er alþjóðadagur heilablóðfalls, en heilablóðfall er þriðja algengasta dánarorsökin í heiminum og tvær manneskjur fá slag á dag hér á landi. Heilaheill vinnur að velferðar- og hagsmunamálum þeirra er fengið hafa slag eða heilablóðfall og aðstandendum þeirra. Þeir Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla og Björn Logi Þórarinsson, lyf- og taugasérfræðingur á Landspítalanum, komu í þáttinn og fræddu okkur um heilablóðfall, algengi, að þekkja helstu einkenni og viðbrögð og svo frá dagskránni á laugardaginn þar sem Heilaheill verður með fræðslu og ráðgjöf í Kringlunni, Smáralindinni og á Glerártorgi milli kl.13-15. Við vorum svo í sambandi við Spán, nánar tiltekið Tenerife, sem er orðin ein af uppáhalds eyjum Íslendinga. Við ræddum við Sigvalda Kaldalóns, öðru nafni Svala, en hann hefur búið með fjölskyldunni á eyjunni frá árinu 2017, með smá hléi í heimsfaraldrinum. Þau hjónin, ásamt öðrum eru að byggja upp fyrirtæki í ferðaþjónustu, en um 30 þúsund Íslendingar fara til Ten
27/10/20220
Episode Artwork

ADHD, Undir gjallregni og póstkort frá Magnúsi

Október er alþjóðlegur vitundarmánuður fólks með ADHD og ADHD samtökin standa fyrir fjölbreyttum viðburðum til að vekja athygli á málefnum fólks með ADHD. Gera má ráð fyrir að hátt í 20.000 Íslendingar séu með ADHD - greint eða ógreint, börn og fullorðnir. Í ár verður athyglinni sérstaklega beint að mikilvægi greininga, meðferðar og lyfja fyrir fólk með ADHD og því ástandi sem í þeim málum ríkir hér á landi, en biðtími eftir þessari mikilvægu þjónustu er um tvö ár. Yfirskrift mánaðarins er ADHD - greining, meðferð og lyf bjarga lífum! Hrannar Björn Arnarsson, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna, og Anna Tara Andrésdóttir, doktorsnemi í heila- hugarstarfsemi og hegðun í Háskólanum í Barcelona komu í þáttinn í dag. Bókin Undir gjallregni er frásögn lögreglumannsins Ólafs Ragnars Sigurðssonar af eldgosinu í Eyjum 1973. Ólafur var nýráðin lögregluþjónn í Vestmannaeyjum þegar eldgosið hófst aðfaranótt 23.janúar 1973. Ragnar varð eftir í eynni við björgunarstörf næstu vikur og skráði hjá sér mi
26/10/20220
Episode Artwork

Ættfræðigrúsk, Fálkinn, rosabaugar og hjásólir

Stefán Halldórsson, félagsfræðingur, rekstrarhagfræðingur og ættfræðigrúskari, kom í þáttinn í dag einmitt til að tala um ættfræðigrúsk. Hann hefur kennt námskeiðið Ættfræðigrúsk - fjölskyldusaga þín á netinu hjá Endurmenntun Háskóla Íslands þar sem hann hjálpar fólki að grúska í sinni eigin ættfræði. Sem sagt kennir hann fólki að að nýta sér gagnagrunna og skjalasöfn á netinu til að afla upplýsinga um sögu fjölskyldu sinnar allt að 200 ár aftur í tímann. Við fengum Stefán til að útskýra þetta fyrir okkur í þættinum. Daníel Bergmann ljósmyndari hefur myndað íslenska fálkann í rúm 20 ár í íslenskri náttúru. Við töluðum í dag við Daníel um nýútkomna ljósmyndabók hans, Fálkinn, sem kom út í síðustu viku en bókin er afrakstur rúmlega tveggja áratuga vettvangsvinnu við alls kyns óblíðar aðstæður að vetri, en einnig góðar að sumri og það tók tíma að ávinna sér traust fálkana. Daníel sagði okkur frá í þættinum. Elín Björk Jónasdóttir kom svo í þáttinn og ræddi við okkur um veðrið og áhugaver
25/10/20220
Episode Artwork

Að styðjast við dýr, dagbókarvinkill og Stefán Jón lesandinn

Íhlutun með aðstoð dýra hefur á síðastliðnum áratugum fest sig í sessi víða um heim enda hafa rannsóknir sýnt fram á gagnsemi hennar. Margar starfstéttir nýta sér þessa nálgun og má þar helst nefna iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara, kennara, talmeinafræðinga, tannlækna, þroskaþjálfa, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og félagsráðgjafa. Nærvera dýrsins og þátttaka hefur sýnt hafa jákvæð áhrif á líðan og þátttöku barna. Við fræddumst um sjúkraþjálfun á hestbaki og iðjuþjálfun með hundi í dag þegar þær Guðbjörg Eggertsdóttir sjúkraþjálfari og Gunnhildur Jakobsdóttir iðjuþjálfi komu í þáttinn. Fram undan er ráðstefnan Að styðjast við dýr í starfi með fólki á sunnudaginn í Reykjadal, nánari upplýsingar á heimasíðu æfingastöðvarinnar. Við fengum í dag nýjan pistil, eða öllu heldur vinkil, frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í dag bar hann vinkilinn að dagbókum og dagbókarskrifum. Og lesandi vikunnar í þetta sinn var Stefán Jón Hafstein. Hann á auðvitað langan f
24/10/20220
Episode Artwork

Karl Olgeirsson fimmtugur og danskur matarmarkaður

Karl Olgeirsson hinn fjölhæfi tónlistarmaður, er fimmtugur í dag og í tilefni dagsins ætlar hann að bjóða til útgáfutónleika í Hörpu í dag. En einmitt í dag kemur út platan Stillur, þar sem hann leikur ættjarðarlög í kyrrlátum jazzútsetningum á píanó. Hugmyndina fékk hann fyrir öfáum vikum á Þingvöllum og nú er platan komin út. Karl hefur komið ótrúlega víða við í tónlistinni og er fjölhæfur listamaður. Karl Olgeirsson var föstudagsgesturinn í Mannlega þættinum að þessu sinni. Við ræddum við hann um allt milli himins og jarðar í þættinum í dag og við fengum að heyra lag af nýju plötunni. Sigurlaug Margrét var svo auðvitað með okkur í matarspjallinu í dag eins og alltaf á föstudögum. Í þetta sinn talaði hún um matarmarkað í Kaupmannahöfn og matreiðslubók með uppskriftum sem allar eru tengdar téðum markaði. TÓNLIST Í ÞÆTTINUM Grasið grænkar / Milljónamæringarnir (Karl Olgeirsson og Sigtryggur Baldursson) Vefðu mig örmum húmið blítt / KK (Karl Olgeirsson) Smávinir fagrir / Karl Olgeirsso
21/10/20220
Episode Artwork

Freyja um lesfimi, vannæring aldraðra og jólatré úr hreindýrshornum

Undanfarna tvo daga hefur lestrarkennsla verið mikið rædd í kjölfarið á færslu Ilmar Kristjánsdóttur leikkonu á Facebook, þar gagnrýndi hún sérstaklega áherslu á hraðlestur í lestrarkennslu. Þessi færsla vakti gríðarlega athygli og umræðu og í kjölfarið kom Ilmur í viðtal hingað í Mannlega þáttinn á þriðjudaginn. Í gær voru svo tvö viðtöl hér á Rás 1 um þetta mál, Hermundur Sigmundsson prófessor kom á Morgunvaktina í gærmorgun og Svava Þórhildur Hjaltalín, lestrarkennari í Vestmannaeyjum, var í Samfélaginu í gær. Við fengum í dag Freyju Birgisdóttur, dósent í þroskasálfræði við Háskóla Íslands, til þess að fara með okkur í ljósi umræðunnar aðeins betur í þetta kerfi sem notast er við í lestrarkennslu og hvað felst í hugtakinu lesfimi. Við fjölluðum svo um áhugavert meistaraverkefni í næringarfræði við Háskóla Íslands en næringarfræðingurinn Guðmundur Gaukur Vigfússon komst að því að hefðbundin umönnun á Íslandi er ófullnægjandi fyrir eldra fólk sem útskrifast af spítala með áhættu fyri
20/10/20220
Episode Artwork

Hálsmeiðsli, 14 ára óperusöngkona, barnakvikmyndahátíð

Áverkar á hálsi, til dæmis eftir bílslys, eru því miður algengir og valda þeim sem slasast gjarnan miklum verkjum og fjarveru frá vinnu, námi og frístundum. Nú er í gangi rannsókn við Háskóla Íslands sem snýst um að meta áhrif nýs meðferðarúrræðis í sjúkraþjálfun og notkun nýs tækis þar sem markhópurinn er einmitt fólk sem hefur hlotið áverka í hálsi eftir árekstur í umferðinni. Vonir standa til að, auk þess að bæta líðan þeirra sem glíma við hálsáverka, að þessi nýja meðferð muni að auki draga úr kostnaði vegna áverkanna. Harpa Ragnarsdóttir, sjúkraþjálfari og doktorsnemi við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands, kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessari rannsókn. Við litum við í Hörpu þar sem hin 14 ára gamla Eva Jáuregui var á æfingu hjá Íslensku óperunni við æfingar á óperunni Brothers eftir Daníel Bjarnason. Eva fer með hlutverk Nadíu, sem í verkinu er 10 ára gömul, og á laugardaginn mun hún debútera í Hörpu. Verkið fjallar um fórnarkostnað þess að fara í stríð, um bræðrala
19/10/20220
Episode Artwork

Ilmur um leshraða, breytingaskeiðið og skafrenningur

Ilmur Kristjánsdóttir leikkona skrifaði færslu á Facebook í gær sem vakti mikla athygli. Þar velti hún fyrir sér prófum í leshraða hjá skólabörnum og af hverju það sé verið að leggja áherslu á að börn lesi hratt. Hún segist hafa lagt áherslu á að börnin sín skilji það sem þau lesi, en að þessi hraðapróf hafi orðið til þess að þau misstu áhuga og sjálfstraust í lestrinum. Það er óhætt að segja að þessi færsla hafi vakið mikla athygli, því henni hefur verið deilt næstum þúsund sinnum og athugasemdirnar eru næstum fimm hundruð þar sem flestir þakka henni fyrir að vekja athygli á þessu og taka undir með henni. Ilmur kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá því sem hún vildi koma á framfæri og þeim viðbrögðum sem hún hefur fengið. Það er alþjóðlegur dagur breytingaskeiðs í dag og í tilefni hans töluðum við við Sigfríð Eik Arnardóttur næringarþerapisti um þetta mikilvæga skeið í lífi kvenna. Lengi vel var lítið rætt um breytingaskeiðið og lítið vitað um það og það lítið rannsakað. Nú síðustu á
18/10/20220
Episode Artwork

Kulnun vegna Covid, inniskór og Júlía lesandinn

Rannsóknarfyrirtækið Prósent hefur kannað kulnun ólíkra hópa fyrir Covid, á meðan heimsfaraldrinum stóð og eftir Covid. Mikil aukning er á kulnun hjá aldurshópnum 18-24 ára annars vegar og sölu- og markaðsfólki hins vegar. Þegar mismunandi hópar eru skoðaðir kemur í ljós að kulnun stjórnenda mælist ekki hátt, hvorki fyrir né eftir Covid, sem eflaust kemur einhverjum á óvart. Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent kom í þáttinn í dag. Við höfum fengið stórskemmtilega pistla undanfarna mánudaga frá Guðjóni Helga Ólafssyni, sem er skúffuskáld og þjóðfræðiáhugamaður úr Flóanum að eigin sögn. Hann kallar pistlana vinkla og í dag bar hann vinkilinn við ákveðna tegund af skótaui. Nánar til tekið inniskó. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Júlía Björnsdóttir, kennari og landvörður. Við fengum að vita hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Tónlist í þættinum: Bráðum vetur / KK (KK) Til Botns / Sigrún Sif Jó
17/10/20220
Episode Artwork

Föstudagsgestirnir Beta, Elín og Sigga og grjónagrautsspjall

Föstudagsgestir Mannlega þáttarins í þetta sinn voru Systur, sem sagt systurnar Beta, Sigga og Elín Ellenar og Eyþórsdætur. Þær voru auðvitað fulltrúar okkar í Eurovision keppninni í Tórínó í maí, þar sem þær stóðu sig frábærlega í flutningi á laginu Með hækkandi sól eftir Lovísu Elísabetu Sigrúnardóttur, eða Lay Low. Þær hafa sungið alla ævi, enda aldar upp á miklu tónlistarheimili. Við fengum þær til að segja okkur frá æskunni og uppvextinum, tónlistinni og söngnum og svo tónleikunum sem eru framundan í Kaldalóni í Hörpu þar sem þær munu stíga á svið ásamt góðum gestum. Í matarspjalli dagsins ræddi Sigurlaug Margrét við okkur um grjónagraut. Þennan gamla og góða. Það fylgir honum auðvitað nostalgía fyrir flest okkar, enda hefur hann fylgt okkur flestum frá því munum eftir okkur. Hann er ódýr en alltaf góður... eða hvað? Tónlist í þættinum: Þjóðvegurinn / Elín Eyþórsdóttir (Magnús Eiríksson) Please don?t hate me / Lay Low (Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir) Með hækkandi sól / Systur (Lov
14/10/20220
Episode Artwork

Sérfræðingurinn Björn Berg Gunnarsson - heimilisbókhaldið

Það var sérfræðingur í þættinum í dag, við fræddumst um heimilisbókhaldið, sem sagt þessi daglegu útgjöld, greiðslubyrði, lánamál, sparnað og svo framvegis. Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka, kom í þáttinn einmitt til þess að fræða okkur um þetta. Hann gerði einnig sitt besta til að svara spurningum sem hlustendur höfðu sent inn í pósthólf þáttarins. Spurningarnar snéru til dæmis að breytingum á séreignarlífeyri, sparnaði, að ná endum saman, vaxtahækkanir, verðbólguna og íbúðarmarkaðinn svo eitthvað sé nefnt. Tónlist í þættinum: Yfir borgina / Valdimar (Ásgeir Aðalsteinsson og Valdimar Guðmundsson) Leyndarmál / Ásgeir Trausti (Ásgeir Trausti Einarsson, Einar Georg Einarsson og Júlíus Aðalsteinn Róbertsson) Sjáumst aftur / Páll Óskar (Páll Óskar Hjálmtýsson og Orlande de Lassus) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
13/10/20220
Episode Artwork

Barnaheill, kynhlutlaust mál og Póstkort frá Magnúsi R Einars

Ellen Calmon hefur verið ráðin framkvæmdastýra Barnaheilla, Save the Children á Íslandi, en hún er nýkomin úr ferð til Jórdaníu og Ítalíu þar sem hún heimsótti verkefni Barnaheilla þar í landi. Hún heimsótti meðal annars Za?atari flóttamannabúðirnar sem liggja í norðurhluta Jórdaníu við landamæri Sýrlands. Þær eru stærstu flóttamannabúðir í heimi með 81.000 íbúa án ríkisfangs. Við ræddum við Ellen um ferðina og einnig um helstu verkefni Barnaheilla á Íslandi í dag. Bragi Valdimar Skúlason heldur fyrirlestur á eftir á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar á vegum FKA, félags kvenna í atvinnulífinu sem hann kallar Allskyns orð. Þar ætlar hann að velta fyrir sé hvernig við getum nálgast kynhlutleysi í tungumálinu okkar. Hverjir, eða hver, séu að streitast á móti því? Eru það við eða kannski bara málið sjálft? Bragi kom í þáttinn í dag og ræddi við okkur um kynhlutleysi og kynjað mál. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Magnús er nú snúinn til baka eftir nokkurra vikna ferðalag ví
12/10/20220
Episode Artwork

Makamissir, vellíðan barna og veðurspjallið

Bókin Makamissir er nýkomin út, hún er skrifuð af Guðfinnu Eydal og Önnu Ingólfsdóttur og er meðal annars byggð á reynslu þeirra af því að missa maka. Bókin veitir innsýn inn í líf einstaklinga þegar maki þeirra deyr, auk þess sem hún er leiðarvísir fyrir þau sem vilja kynna sér málefnið og sýna stuðning og samkennd. Guðfinna og Anna komu í þáttinn í dag og sögðu okkur betur frá þessari bók. Vellíðan barna er nýútkomin bók og er handbók fyrir foreldra. Í hverjum kafla er að finna ýmsan fróðleik og fjölbreyttar æfingar sem hafa það að markmiði að kenna börnum hagnýtar aðferðir til að efla sig og styrkja. Bókin byggir á aðferðum jákvæðrar sálfræði og höfundarnir eru Hrafnhildur Sigurðardóttir, Ingrid Kuhlman og Unnur Arna Jónsdóttir og þær tvær síðarnefndu komu í þáttinn í dag. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom í þáttinn í dag í mannlegt veðurspjall. Hún hefur einstakt lag á að útskýra hin ýmsu veðurfyrirbæri og í dag ræddi hún við okkur um samfélagsleg áhrif veðurs og hvernig tæ
11/10/20220
Episode Artwork

Hulda Bjarnadóttir, bankavinkill og Bragi lesandi vikunnar

Í tilefni af bleikum október stendur Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, fyrir viðburðinum Kröftug kvennastund í Iðnó á morgun. Þar koma fram konur sem deila reynslu sinni, hvert þær sækja sinn styrk og hvernig þær hafa tekist á við áskoranir, hvort sem er í starfi eða persónulega lífinu. Hulda Bjarnadóttir, forseti Golfsambands Íslands, fjölmiðlakona og fyrrum framkvæmdastjóri Krafts, greindist með BRCA genið og lét fjarlægja brjóstin og eggjastokkana í kjölfarið af greiningunni. Hulda sagði okkur sína reynslusögu í þættinum í dag. Við fengum nýjan vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Í dag bar hann vinkilinn við bankastarfsemi í víðu samhengi, eins og hann orðar það. Í þetta sinn var lesandi vikunnar Bragi Ólafsson rithöfundur. Það er að koma út ný bók eftir hann sem við fengum hann til að segja okkur frá en svo fengum við hann auðvitað til að segja okkur frá því hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar
10/10/20220
Episode Artwork

Ólafur Darri föstudagsgestur og sinnepsspjall

Föstudagsgesturinn okkar í dag var leikarinn Ólafur Darri Ólafsson. Það var áhugavert að tala við hann um ferilinn, æskuna og uppvöxtinn, í Bandaríkjunum og Breiðholti, ferðalagið í gegnum lífið og hvað er framundan. Við komum víða við, enda hefur Ólafur Darri átt mjög farsælan feril bæði hér á landi og úti í hinum stóra heimi. Ólafur sagði okkur svo frá Sumarljósi og svo kemur nóttin, nýrri kvikmynd í leikstjórn Elfars Aðalsteinssonar upp úr sögu Jóns Kalmann, sem verður frumsýnd um helgina á RIFF. Í matarspjallinu í dag töluðum við um sinnep. Nú eru blikur á lofti í framleiðslu sinneps og Sigurlaug Margrét er búin að kynna sér málið og við rökræddum um hvaða sinnep er best t.d. á pylsur/pulsur. Tónlist í þættinum í dag: Sendu nú Gullvagninn / Björgvin Halldórsson (erl-Jónas Friðrik) Towers of song / Tom Jones (Leonard Cohen) Litli tónlistarmaðurinn / Erla Þorsteinsdóttir (12.september (Freymóður Jóhannsson)) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
07/10/20220
Episode Artwork

Brandur Karlsson, hendur Íslands og Verum vinir

Heimildarmyndin Atomy er sýnd á RIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Myndin fjallar um Brand Karlsson sem er frumkvöðull, listamaður og ötull baráttumaður fyrir réttindum fatlaðra en hann lamaðist af óþekktum ástæðum fyrir 10 árum og hefur verið bundinn við hjólastól síðan. Hann komst í samband við heilara í Nepal sem hét því að hjálpa honum að öðlast hreyfigetu og ganga aftur. Í heimildarmyndinni fáum við að fylgja Brandi til Nepal og fylgjast með meðferðinni og ferlinu. Við fengum þá Brand og Loga Hilmarsson leikstjóra myndarinnar til að segja okkur frá myndinni í þættinum. Hvað er sameiginlegt með höndum 1500 Íslendinga? Kl. 17:30 í dag fer fram fyrirlestur í Veröld, húsi Vigdísar um rannsóknina Hendur Íslands sem staðið hefur frá árinu 2016 og telur rúmlega 1500 þátttakendur og þ.a.l. skráningu á rúmlega 3000 höndum. Kynntar verða niðurstöður sem verkefnið hefur nú þegar leitt í ljós en markmiðið með verkefninu er að sjá hvað einkennir Íslendinga öðru fremur og hvort þa
06/10/20220
Episode Artwork

Bleika slaufan, matvendi og Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn

Hið árlega árveknis- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins Bleika slaufan hófst í vikunni. Slagorðið í ár er Sýnum lit, en Bleika slaufan er tileinkuð baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Við fengum þær Ásdísi Ingólfsdóttur, framhaldsskólakennara og rithöfund, sem greindist með brjóstakrabbamein í tvígang með fimm ára millibili, og Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins, í þáttinn til að fræða okkur um átakið í ár. Matvendni hjá börnum er algeng og yfirleitt í hámarki á leikskólaaldri. Oft einskorðast fæðuvalið við fáar eða einhæfar fæðutegundir og skortir fjölbreytileika, ekki síst er varðar fjölda tegunda og magn af grænmeti og ávöxtum. Við töluðum við Berglindi Lilju Guðlaugsdóttur doktorsnema í Heilsueflingu í þættinum í dag en hún sagði okkur frá doktorsrannsókn sinni Bragðlaukaþjálfun: Fæðumiðuð íhlutun í leikskólum með þátttöku leikskólastarfsfólks og foreldra. Hún vann að svipaðri rannsókn meðal grunnskólabarna á yngsta stigi með Önnu Sigríði Ólafsdóttu
05/10/20220
Episode Artwork

Lára fertug, menningarmánuður í Árborg og sjávarflóð

Lára Rúnarsdóttir kom í þáttinn í dag á fertugsafmælisdegi hennar. Hún hóf ung tónlistarferil sinn, hún gaf út sína fyrstu breiðskífu Standing Still árið 2003 undir merki Geimsteins, þá rúmlega tvítug. Hún stundaði píanó- & söngnám við tónlistarskóla Kópavogs og útskrifaðist með burtfararpróf við skólann úr klassískum söng 2006. Síðan þá hefur hún gefið út sex breiðskífur. Síðustu ár hefur Lára rekið eigið fyrirtæki, fyrst Andagift inspire og nú Móar studio, sem er jógasetur í miðborginni. Þar fer Lára nýjar leiðir í að nálgast tónlistarsköpun. Lára hlaut íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lag ársins, Altari af plötunni Rótin, árið 2020. Þá var hún einnig tilnefnd fyrir plötu ársins. Október er menningarmánuðurinn í Sveitarfélaginu Árborg. Þar verður dagskrá allan mánuðinn fyrir alla aldurshópa, til dæmis verður óperusýning fyrir eins til fimm ára. Við heyrðum í Sigrúnu Þuríði Runólfsdóttur, sem flutti af höfuðborgarsvæðinu á Eyrarbakka og stofnaði Skrúfuna, grósku- og sköpunarmiðstöð.
04/10/20220
Episode Artwork

Gleym mér ei, þjóðvegavinkill og Olav Veigar lesandinn

Gleym mér ei er félag sem er til staðar fyrir þá sem verða fyrir missi á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu. Gleym mér ei er styrktarfélag sem styrkir ýmis málefni í tengslum við missi barns á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Við fræddumst um starfsemi félagsins í þættinum í dag og þær Þórunn Pálsdóttir, ljósmóðir og ein af stofnendum félagsins, og Árný Heiða Helgadóttir komu í spjall. Við fengum pistil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag eins og undanfarna mánudaga. Hann kallar pistla sína vinkla og í dag bar Guðjón vinkil dagsins við þjóðveginn og sendi örlítinn virðingarvott til afa síns í leiðinni. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Olav Veigar Davíðsson stjórnmálafræðingur og þýðandi hjá utanríkisráðuneytinu. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Tónlist í þættinum í dag: Vetur / Egill Ólafsson (Egill Ólafsson) Arietta / Dag Arnesen Trio (Edvard Grieg) Harðsnúna Hanna / Ðe lónlí blú bojs
03/10/20220
Episode Artwork

Sigmundur Ernir föstudagsgestur, coq au vin og borðsiðir

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Sigmundur Ernir Rúnarsson, blaðamaður, ljóðskáld, rithöfundur, fyrrverandi alþingismaður og nú ritstjóri Fréttablaðsins og sjónvarpsstjóri Hringbrautar. Sigmundur sagði okkur frá uppvaxtarárunum fyrir norðan, skólagöngunni, upphafinu í blaðamennsku og stiklaði á stóru í sjónvarpsferlinum, sem hófst árið 1985 í þáttunum Á líðandi stundu. Eins rifjaði hann upp óborganlegar sögur úr háloftunum með Ómari Ragnarssyni. Í matarspjalli dagsins talaði Sigurlaug Margrét við okkur um notalegan mat sem á vel við þegar haustlægðirnar byrja að herja á okkur og sólin lækkar á lofti. Orkuríkan mat eins og til dæmis lambaskanka og coq au vin, kjúklingaréttinn víðfræga. Svo ræddum við aðeins góða borðsiði í lokin. Tónlist í þættinum í dag: Allur lurkum laminn/Bjarni Ara (Hilmar Oddsson) Það sem ekki má / Katrín Halldóra Sigurðardóttir (Jón Múli og Jónas Árnasynir) Harðsnúna Hanna / Ðe lónlí blú bojs (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson) UMSJÓN: G
30/09/20220
Episode Artwork

Margrét Sigfúsdóttir snýr aftur og PCOS

Fyrir tveimur vikum var Margrét Sigfúsdóttir, fyrrverandi skólastýra Hússtjórnarskólans, sérfræðingur þáttarins þar sem hún svaraði spurningum sem hlustendur höfðu sent inn um allt sem viðkom heimilishaldi. Innkaup, þrif, matseld og svo framvegis. Spurningarnar voru svo margar að hún náði ekki að komast í gegnum þær allar, því var hún hjá okkur aftur í dag. Hún tók upp þráðinn frá því síðast og kláraði þær spurningar sem eftir voru og svo svaraði hún fleiri spurningum sem hlustendur höfðu sent okkur. Svo fengum við þær Ragnhildi Gunnarsdóttur og Guðrúnu Rútsdóttur til að segja okkur frá PCOS, eða fjölblöðrueggjastokkaheilkenni, sem ekki margir vita hvað er, en er einn algengasti innkirtlasjúkdómur hjá konum. PCOS samtökin standa fyrir fræðslufundi í kvöld og þær sögðu okkur frá fundinum og fræddu okkur um þetta heilkenni í þættinum. Tónlist í þættinum í dag: Saumakonuvalsinn / Pálmi Gunnarsson (Jón Jónsson og Hreiðar E. Geirdal) Lene Májjá / Mari Boine (Mari Boine, Svein Schultz, Ole J
29/09/20220
Episode Artwork

Rannsóknir um vændi, áreitni á vinnustað og póstkort frá Magnúsi

Í síðustu viku kom út ný rannsókn á vegum Stígamóta. Rannsóknin greinir tölfræðigögn þar sem skoðað er hvað einkennir þann hóp sem sækir þjónustu samtakanna vegna vændis í samanburði við fólk sem kemur til Stígamóta vegna annars kynferðisofbeldis. Niðurstöðurnar sýna alvarlegar afleiðingar vændis á líkamlega og andlega líðan brotaþola. Við fengum Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur, talskonu Stígamóta, til að koma í þáttinn og með henni komu Gyða Margrét Pétursdóttir, prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands og Sveina Hjördís Þorvaldsdóttir, meistarafræðinema í kynjafræði, en þær sögðu frá meistaraverkefni Sveinu. Í verkefninu var leitað til kvenna sem hafa reynslu af vændi og þær spurðar hvaða úrræði þurfa að vera til staðar til að hverfa úr vændi ? eða hvernig þjónustu þær hefðu þurft sem forvörn gegn vændi. Síðastliðið föstudagskvöld var frumsýnd í sjónvarpi og á netinu auglýsing sem vakti mikla athygli. Auglýsingin, Það má ekkert lengur, er hluti af vitundarvakningu VIRK um kynferð
28/09/20220
Episode Artwork

Sundlaugasögur, tilraun í geimnum og haustlægðirnar

Heimildamyndin Sundlaugasögur verður frumsýnd á næstunni, en Jón Karl Helgason hefur unnið að henni í níu ár. Hann hefur heimsótt yfir 100 sundlaugar, myndað fólk í sundi og fengið fólk til að segja sér sundlaugarsögur. Elsti þáttakandinn í myndinni var yfir 100 ára og sá yngsti 10 mánaða. Jón Karl kom í þáttinn og sagði okkur frá því af hverju hann hefur svona mikinn áhuga á sundmenningu Íslendinga, því þetta er ekki fyrsta heimildamyndin hans um hana, því árið 2012 frumsýndi hann heimildamyndina Sundið. Sævar Helgi Bragason kom svo til okkar og sagði okkur frá áhugaverðri tilraun sem fór fram í gærkvöldi, þegar gervitunglið DART var látið rekast á smástirni með það fyrir augum að reyna að breyta sporbraut þess. Sævar fylgdist með árekstrinum í beinni útsendingu í gærkvöldi og sagði okkur frá því hvernig gekk og hvernig þessi tilraun getur nýst okkur í framtíðinni til að mögulega bjarga jörðinni. Svo fengum við Elínu Björk Jónasdóttur í mannlegt veðurspjall í dag. Haustið hófst með hv
27/09/20220
Episode Artwork

Qigong, kartöfluvinkill og Ragnar lesandi vikunnar

Við kynntum okkur Qigong fræðunum í dag. Það er eflaust mörgum í fersku minni hversu mikill talsmaður Qigongfræðanna Gunnar Eyjólfsson leikari var og frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, hefur stundað þessar æfingar í áratugi. Þorvaldur Ingi Jónsson, einn helsti kennari Qigong hér á landi, segir að æfingarnar hjálpi okkur að vera jákvæðari og glaðari. Þorvaldur kom í þáttinn í dag og við spurðum hann meðal annars um það hvort það væri einfalt að stunda Qigong. Við fengum í dag nýjan vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Vinkill dagsins fjallar um kartöflur í blíðu og stríðu. Og svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Ragnar Jónasson rithöfundur, lögfræðingur og bankastarfsmaður. Hann hefur verið fastagestur á metsölulistum frá því hann gaf út sína fyrstu glæpasögu árið 2009. Síðan hafa bækur hans verið þýddar á 27 tungumál, gefnar út í 40 löndum og selst í næstum tveimur milljónum eintaka. Við fengum hann samt
26/09/20220
Episode Artwork

Karl Ágúst föstudagsgestur og breskt matarspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Karl Ágúst Úlfsson. Það sem hann hefur áorkað á u.þ.b. 40 árum á sínum ferli er ansi magnað, hvort sem er sem leikari, leikstjóri, leikskáld, þýðandi og rithöfundur. Það var auðvitað Spaugstofan, tæplega fimm hundruð þættir á næstum þrjátíu árum, svo eru það öll leikverkin, þýðingarnar, bækurnar, við hefðum getað eytt þættinum í að telja upp allt sem hann hefur gert, en það var miklu skemmtilegra að fá hann sjálfan til að stikla á stóru með okkur. Við fórum með honum aftur í tímann og svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag. Og svo forvitnuðumst við líka um nýja verkið hans, Fíflið, sem er sýnt í Tjarnarbíói, en hann bæði skrifar og leikur í því. Sigurlaug Margrét kom svo til okkar í matarspjallið í dag. Hún er nýkomin frá London, þar sem hún meðal annars var óvart í jarðaför Elísabetar drottningar. Það var því breskt þema með konunglegu ívafi í matarspjalli dagsins. Tónlist í þættinum í dag: Hvítu mávar / Helena Eyjólfsdó
23/09/20220
Episode Artwork

Ævintýri um missi, Landnámssetrið og sánafest

Við fengum Grímu Kristjánsdóttur í viðtal til að segja okkur frá leiksýningunni Hið stórfenglega ævintýri um missi þar sem hún gerir upp missi tveggja mjög nákominna fjölskyldumeðlima með, eða þrátt fyrir, þáttöku trúðsins Jójó. Í sýningunni á Gríma sem sagt samtal um þessa erfiðu reynslu við bestu vinkonu sína, Jójó, sem hún leikur. Gríma útskýrði þetta betur fyrir okkur í þættinum í dag. Kjartan Ragnarsson og Einar Már Guðmundsson komu svo til okkar og sögðu okkur frá því hvað er á fjölunum í Landnámssetrinu í Borgarnesi í vetur. Einar sagði okkur frá sýningu hans um Jörund hundadagakonung sem verður frumsýnd á laugardaginn og Kjartan fór með okkur yfir restina af leikárinu. Svo forvitnuðumst við um ferðagufubað og gufugusu, en Hafdís Hrund Gísladóttir kom í þáttinn. Hún rekur fargufu í hjólhýsi og sagði okkur líka frá Gufunesi sánafest 2022, þar sem þaulreyndir gusmeistarar koma til landsins. Þeir hafa mikla reynslu og hafa meðal annars keppt í heimsmeistarakeppnum í faginu. Tónlist
22/09/20220
Episode Artwork

Krabbameinsrannsóknir, hamingjan og vond lykt úr niðurfalli

Í dag verður haldið árlegt málþing um krabbameinsrannsóknir á vegum Krabbameinsfélagsins undir yfirskriftinni Enn liggur leiðin fram á við. Álfheiður Haraldsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsókna- og skráningarsetri félagsins, sem verður með erindi á málþinginu, kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá efni þess, en erindið heitir Brjóstakrabbamein á Íslandi 2000-2020. Þar fjallar hún um samanburð á gæðum skimunar og meinafræðilegum forspárþáttum. Og með Álfheiði kom Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, en hún sagði okkur betur frá málþinginu í heild. Lifum betur er yfirskrift Umhverfis og Heilsumálþings sem fer fram 7.-9. okt. Við fengum Guðbjörgu Gissurardótturr og Hrefnu Guðmundsdóttur í þáttinn í dag, en þær munu flytja erindi við þetta tækifæri. Það fjallar um hamingjuna, hvort hægt sé að mæla hana og hvað það er sem gerir okkur hamingjusöm. Í síðustu viku fengum við fyrirspurn frá hlustanda af hverju það kemur stundum vond lykt úr niðurföllum, jafnvel í nýjum h
21/09/20220
Episode Artwork

Guðmundur Felix, ÍD 50 ára og fellibylir

Nú er liðið rúmt eitt og hálft ár síðan Guðmundur Felix Grétarsson fékk grædda á sig nýja handleggi, í aðgerð sem þykir marka tímamót í læknavísindum. Við heyrðum í Guðmundi í þættinum í dag og könnuðum stöðuna og forvitnuðumst um það hvernig gengur hjá honum í endurhæfingunni, sem er talsvert meiri en við kannski áttum okkur á. Guðmundur var í hádegishléi frá endurhæfingu í Lyon í Frakklandi þegar við náðum í hann. Við erum búin að kynna okkur á síðustu vikum hvað verður á fjölunum í leikhúsunum í vetur og í dag ætlar Erna Ómarsdóttir, listdansstjóri Íslenska dansflokksins, að kom til okkar og sagði okkur frá því hvað veturinn ber í skauti sér hjá dansflokknum sem á hálfrar aldar afmæli í vetur. Við fengum svo Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðing í mannlegt veðurspjall í dag. Hún er uppfull af fróðleik um veðrið og í dag fræddi hún okkur um fellibyli sem eru mjög áhugaverð fyrirbrigði en geta auðvitað valdið gríðarlegri eyðileggingu. Tónlist í þættinum í dag: Síðasti móhítóinn / Sigur
20/09/20220
Episode Artwork

Vinkill um réttlætingu, Sigurlaug í London og Bergþóra lesandi

Við fengum nýjan vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag, en það kallar hann pistla sína hér í þættinum. Í vinkli dagsins fjallaði Guðjón Helgi um réttlætingu og afneitun. Við hringdum í Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur, en hún er stödd í London þessa stundina og hefur verið yfir helgina. Við fengum hana til að lýsa því fyrir okkur hvernig stemningin hefur verið í borginni í aðdraganda jarðafarar Elísabetar drottningar og svo sagði hún okkur auðvitað frá jarðaförinni sjálfri og hvernig þetta kom henni fyrir sjónir á staðnum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur og ljóðskáld. Bergþóra hefur gefið út ljóðabækur, textasafn og skáldsögu. Hún er með BA-gráðu í sálfræði og hefur komið að vinnu við kvikmyndahandrit, heimildarmyndagerð, bókaútgáfu og sinnt verkefnastjórnun á sviði lista og menningar. En í dag sagði hún okkur frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Tónlis
19/09/20220
Episode Artwork

Nanna Kristín föstudagsgestur og dósamatarspjall

Föstudagsgesturinn í þetta sinn var Nanna Kristín Magnúsdóttir, leikkona, handritshöfundur, leikstjóri og textahöfundur. Hún hefur auðvitað leikið í fjölda verkefna í leikhúsi, sjónvarpi og í kvikmyndum. Eftir að hún kláraði nám í handritsgerð skrifaði hún og lék aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttaröðinni Pabbahelgar og skrifaði ásamt öðrum þættina um Stellu Blómkvist og í dag verður frumsýnd kvikmyndin Abbababb! í leikstjórn Nönnu Kristínar, sem hún skrifar einnig handritið að. Við rifjuðum upp með henni æskuna og uppvöxtinn og fórum svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag og auðvitað ræddum nýju kvikmyndina Abbababb! Sigurlaug Margrét kom svo aldeilis ekki tómhent í matarpspjallið í dag. Við rifjuðum upp og smökkuðum með henni fiskibollur í dós, bæði í bleikri sósu og karrýsósu. Svo rifjuðum við líka mat sem er nostalgískur fyrir okkur. Tónlist í þættinum í dag: Ingileif / Snorri Helgason (Snorri Helgason) Svart hvíta meðalmennskukrútt / Salka Sól Eyfeld (Þorvaldur Bjarni Þor
16/09/20220
Episode Artwork

Margrét Sigfúsdóttir sérfræðingur í heimilishaldi

Við fengum sérfræðing í þáttinn í dag, Margrét Sigfúsdóttir, fyrrverandi skólastýra Hússtjórnarskólans, en hún stýrði skólanum í u.þ.b. aldarfjórðung. Margrét kenndi þar m.a. ræstingu, matreiðslu, næringarfræði og vörufræði. Við komum aldeilis ekki að tómum kofanum hjá Margréti hvað varðar flest sem snýr að heimilinu og heimilishaldi. Hlustendur hafa sent inn fjölda spurninga og Margrét gerði sitt besta til að komast í gegnum þær allar. Spurningarnar snéru til dæmis að þrifum á þvottavélum og uppþvottavélum, lykt úr niðurföllum, innkaupum fyrir heimilið, þrif á ofnum, edik, klósettþrif og miklu fleira. Tónlist í þættinum í dag: Hvítu mávar / Helena Eyjólfsdóttir (Björn Bragi Magnússon og Walter Lange) Veldu stjörnu / Ellen Kristjánsdóttir og John Grant (Ellen Kristjánsd og Bragi Valdimar Skúlason) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
15/09/20220
Episode Artwork

Upplestrarkeppnin, veðurviðvaranir og póstkort frá Magnúsi

Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn standa fyrir málþinginu Stóra upplestrarkeppnin - Á tímamótum. Það mun fara fram annan mánudag í hátíðarsal Háskóla Íslands. Upplestrarkeppnin er sem sagt á tímamótum því að sveitarfélög landsins hafa tekið við framkvæmd verkefnisins, en við fengum Ingibjörgu Einarsdóttur, formann Radda, sem séð hafa um verkefnið hingað til, eða í 26 ár, til þess að koma í þáttinn og segja okkur frá sögu þess og hvernig það hefur þróast fram að þessum tímamótum. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom til okkar í mannlegt veðurspjall í dag. Þar talaði hún til dæmis um viðvörunarkerfið, gulu, appelsínugulu og rauðu viðvaranirnar. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Magnús er búinn að vera á faraldsfæti undanfarnar vikur og segir okkur af ferðum sinum í þessu póstkorti, en hann byrjar á því að tala um vatnið í Leifsstöð. Þar kostar lítrinn af drykkjarvatni átta hundruð krónur sem honum finnst vera úr öllu hófi og kemur þess vegna með
14/09/20220
Episode Artwork

Hádegisfyrirlestur RIKK, þrítug stórsveit og leikárið fyrir norðan

Mamma, mamma, börn og bíll. Hinsegin fjölskyldur í fjölmiðlum 2010-2021 er nafnið á fyrirlestri sem fram fer á fimmtudaginn og er hluti af hádegisfyrirlestraröð RIKK, Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum við HÍ. Það er ekki nýtt að hinsegin fólk stofni fjölskyldu og ali upp börn en leið þess að fjölskyldumyndun hefur verið misgreið eftir tímabilum og samfélagsháttum. Í fyrirlestrinum er fjallað um rannsókn sem stendur yfir á birtingamyndum hinsegin fjölskyldna í prentmiðlum á Íslandi á árunum 2010-2021. Íris Ellenberger, sagnfræðingur og dósent við mennta- og vísindasvið Háskóla Íslands, flytur fyrirlesturinn ásamt Auði Magndís Auðardóttur, lektor í uppeldis- og menntunarfræði. Íris kom í þáttinn og sagði okkur meira frá þessu. Stórsveit Reykjavíkur fagnar 30 ára afmæli með stórtónleikum í Eldborg 18. september og í tilefni af afmælinu býður Stórsveitin landsmönnum á ókeypis á tónleikana. Á þriggja áratuga ferli hefur Stórsveit Reykjavíkur haldið vel á þriðja hundrað tónleika og gefi
13/09/20220
Episode Artwork

Skáldskapur kvenna, vinkill um hávaða og Guðrún Óla lesandinn

Guðrún Ingólfsdóttir doktor í íslenskum bókmenntum hefur í rannsóknum sínum beint sjónum að bókmenntum fyrri alda, einkum frá miðöldum og 18. öld. Það var ekki fyrr en á 19. öld að konur á Íslandi fengu sumar að setjast á formlega skólabekki. Áður fór menntun þeirra einkum fram heima eða þær voru sendar í læri hjá konum, aðallega prestfrúm sem ráku heimaskóla. Handrit í eigu kvenna hafa lengi verið Guðrúnu hugleikin og í bókinni Skáldkona gengur laus (2021) beinir hún sjónum að fjórum skáldkonum frá 19. öld, en í kveðskap þeirra má sjá skýra sjálfsmynd og skýran menningarlegan bakgrunn og merkilega afstöðu til náttúrunnar og ímyndunaraflsins. Guðrún kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá því sem hún ætlar að ræða á Borgarbókasafninu í Menningarhúsinu í Spönginni í dag undir yfirskriftinni Guðhræðslan, náttúran, greddan. Við fengum í dag nýjan vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, nýjum pistlahöfundi þáttarins. Hann er að eigin sögn skúffuskáld og þjóðfræðiáhugamaður úr Flóanum sem hefur
12/09/20220
Episode Artwork

Þuríður Sigurðardóttir föstudagsgestur og í matarspjallinu

Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni var Þuríður Sigurðardóttir söng- og myndlistarkona. Þuríður ólst upp ásamt fimm systkinum við söng og hestamennsku í Laugarnesinu í Laugarnesbænum og þar byrjuðum við einmitt spjallið við Þuríði í dag. Hún sagði okkur frá æskunni í Laugarnesinu, upphafi söngferilsins, sem hófst á skemmtilegan hátt árið 1965. Svo leiddi hún okkur í gegnum langan farsælan ferilinn og yfir í myndlistarferilinn sem er í fullum gangi í dag. Og Þuríður Sigurðardóttir var áfram með okkur í matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti. Þar sagði hún okkur meðal annars frá því hvernig hún gerir saltkjötsbollur, fiskibollur og kjötfars í anda móður sinnar en Þuríður er mikill listakokkur. Tónlist í þættinum í dag: Ég á mig sjálf / Þuríður Sigurðardóttir (Chris Andrews - Ómar Ragnarsson) Ég ann þér enn / Þuríður Sigurðardóttir (Les Reed, Berry Mason, Ómar Ragnarsson og Magnús Ingimarsson) Gleðin með þér / Þuríður Sigurðardóttir (lagahöf. ókunnur, Helgi Pétursson) UMSJÓN: GUÐRÚN
09/09/20220
Episode Artwork

Velkominn Árni, veturinn í Tjarnarbíói og Iryna Boiko

Árni Jón Árnason fékk aldrei að vita hver faðir sinni væri, hann vissi að hann hefði verið hermaður en fékk ekki að vita nafnið. Hann segir greinilega mikla skömm hafa fylgt komu sinni í heiminn, eitthvað sem hann hafi alltaf fundið fyrir þó það væri ekki sagt beint við hann. Í nýrri heimildamynd, Velkomin Árni er sögð saga Árna Jóns Árnasonar, sem er á 73. aldursári, hvernig hann komst óvænt að því hver faðir hans kann að hafa verið. Í myndinni er Árna fylgt eftir í leit að svörum um uppruna sinn og kynnumst þroskasögu manns sem hefur ekki alltaf þorað að fylgja eftir draumum sínum. Myndin hlaut Einarinn, áhorfendaverðlaunin á heimildamyndahátíðinni Skjaldborg í ár. Viktoría Hermannsdóttir kom í þáttinn og sagði okkur frá Árna og heimildarmyndinni sem hún vann með Allan Sigurðassyni sem verður frumsýnd 14.sept. í Bíó Paradís. Við héldum svo áfram ferð okkar um leikhúsin að fá að vita hvað er á dagskránni í vetur. Í þetta sinn var það Tjarnarbíó, Sara Martí Guðmundsdóttir kom í þáttinn
08/09/20220
Episode Artwork

Ljósavinasöfnun og Borgarleikúsveturinn

Í gær hófst Ljósavinasöfnun hjá Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Markmið söfnunarinnar er að eignast fleiri mánaðarlega vini til að styðja við starfið. Þörfin er sannarlega til staðar enda húsakostur Ljóssins orðinn þétt setinn, en mikill er fjöldi fólks fær þjónustu hjá Ljósinu daglega. Með herferðinni er sjónum beint að hversdagslegu athöfnunum sem margir sakna þegar óviðráðanlegar aðstæður eins og krabbamein banka upp á. Yfirskrift herferðarinnar er Lífið í nýju Ljósi . Róbert Jóhannsson kom í þáttinn og sagði frá sinni reynslusögu og sinni reynslu af starfi Ljóssins. Með honum kom Sólveig Kolbrún Pálsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Ljóssins. Við hófum í gær hringferð um íslensku leikhúsin til þess að forvitnast um komandi leikvetur. Í dag var hjá okkur Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins. Brynhildur sagði okkur frá sýningunum sem verða á fjölunum í vetur, allt frá Shakespeare til glænýrra leikskálda og allt þar á milli.
07/09/20220
Episode Artwork

Pétur Kristjáns, leikárið í Þjóðleikhúsinu og veðurspjallið

Á þessu ári hafa farið fram, og eiga eftir að fara fram, tónleikar sem frestað var í faraldrinum til dæmis núna 30. sept. og 1. okt. fara fram minningartónleikar í tilefni þess að Pétur Kristjánsson tónlistarmaður og landsfrægur poppari hefði orðið sjötugur í ár. Við töluðum við Jóhann Ásmundsson, bassaleikara Mezzoforte, sem er mágur Péturs og Ágúst Harðarsson, sem var mikill vinur Péturs og rótari til margra ára. Við heyrðum svo lag sem Pétur söng og var endurgert í þessu tilefni, sem sonur Jóhanns og frændi Péturs, Ragnar Pétur syngur. Ágúst hefur svo safnað saman myndum, myndböndum og efni tengdu Pétri á facebooksíðunni Pétur W Kristjánsson. Við ætlum á næstu dögum að heyra af því hvað komandi vetur ber í skauti sér í leikhúsunum. Við ætlum sem sagt að fá til okkar forsvarsfólk leikhúsanna í spjall. Við byrjuðum í dag á Þjóðleikhúsinu, en Magnús Geir Þórðarson er leikhússtjóri þar. Hann var hjá okkur í dag og við heyrðum hvað verður á dagskránni og hvernig stemmningin er í Þjóðleik
06/09/20220