Winamp Logo
Leitin að peningunum Cover
Leitin að peningunum Profile

Leitin að peningunum

Icelandic, Education, 3 seasons, 92 episodes, 3 days, 11 hours, 59 minutes
About
Að gefa sér tíma í að læra grundvallaratriði um fjármál getur verið ein besta fjárfesting á tíma sem getur skilað sér margfalt til baka. Af hverju tekst sumu fólki alltaf að finna peninga meðan sumir týna þeim oftast hratt? Í þessum hlaðvarpsþáttum er talað við fólk sem náð hefur árangri í fjármálum og reynt verður að átta sig á því hvernig við öðlumst fjárhagslegt sjálfstæði og finnum peningana. Nýr þáttur hvern þriðjudag. Þættirnir eru framleiddir af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Umsjón hefur Gunnar Dofri Ólafsson.
Episode Artwork

Erum öll svolítið ein fyrst þegar við förum í gegnum kulnun - Íris Dögg Kristmundsdóttir

Íris Dögg vann mikið og var með mörg járn í eldinum. Þangað til allt í einu hún fór að finna til heilsubrests sökum álags. Við ræðum í þessum þætti um kulnun og hvernig allir geta lent í því ástandi og hvað það þýðir fyrir starfsframa og lífið yfir höfuð.  
1/11/20241 hour, 7 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Lífeyrismálin í lykilhlutverki - Björn Berg Gunnarsson

Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi fer hér yfir allar hliðar lífeyrismála og hvernig við skipuleggjum þessi mál þannig að við getum átt áhyggjulaust ævikvöld.  Við ræðum líka hvernig það er að fara úr stórum banka í sjálfstæðan rekstur og kosti og ókosti þess að vinna fyrir sjálfan sig.
8/17/20231 hour, 5 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Skipti jakkafötunum út fyrir rakarastofuna - Guðfinnur Sigurvinsson

Guðfinnur Sigurvinsson skipti um kúrs í lífinu og fór að læra hárskurð eftir starfsframa í fjölmiðlum og í almannatengslum. 
6/8/20231 hour, 37 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Peningar eftir Björn Berg - Lokaþáttur Leitarinnar

Björn Berg Gunnarsson mætir hér og fjallar um væntanlega bók sína Peningar í þessum síðasta þætti Leitarinnar að peningunum. Bókin fjallar um peningalegar hliðar ýmissa hluta og fólks frá áhugaverðu sjónarhorni. Bókin kemur út 29 október nk. Auk þess kemur framleiðandi þáttana Kolbeinn Marteinsson og ræðir um framhaldið. 
10/18/20211 hour, 9 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Fyrst uppruninn svo peningarnir - Kolbrún Sara Larsen

Gestur þáttarins í dag er Kolbrún Sara Larsen. Kolbrún er einn stjórnenda hópsins FIRE á Íslandi, hjúkrunarfræðingur, annar stjórnenda hlapvarpsins Peningakastið og sjálflærður heimilisfjármálafræðingur.Í þættinum ræðum við meðal annarsHennar fyrstu kynni af FIRE-hreyfingunniLeitina að upprunanum, sem Kolbrún á stóran þátt í að varð tilLeiðir Kolbrúnar að því að verða fjárhagslega sjálfstæðÞær aðgerðir sem Kolbrún hefur gripið til til að draga úr útgjöldum og auka tekjurLífsgæðin sem eru meiri í fjárhagslegu sjálfstæði en dauðum hlutumÁgæti þess að leigja út hluta af húsnæðinu sínuOg margt fleira.
10/11/20211 hour, 11 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Samgöngur eru þriðji stærsti útgjaldaliðurinn - Þorsteinn Hermannsson

Þorsteinn Hermannsson er samgöngustjóri Reykjavíkur en er nú í tímabundnu starfi hjá Betri samgöngum.  Samgöngur eru mjög stór þáttur við rekstur heimila og er áætlað að þau séu  í dag þriðji stærsti útgjaldaliðurinn á eftir húsnæði og matarinnkaupum.  Kostnaður við rekstur bíls er áætlaður um 120 þúsund á mánuði. Betri samgöngur eru með stór áform um uppbyggingu almenningssamgangna með Borgarlínu, hjóla- og göngustíga auk uppbyggingar á vegakerfinu. Því skoðum við hér hvort hægt verði að minnka kostnað við samgöngur sleppa bíl, hjóla eða ganga í þessu áhugaverða viðtali. Framleitt af Umboðsmanna skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. 
10/5/20211 hour, 1 minute, 49 seconds
Episode Artwork

Hlutabréf á heimsmarkaði

Svandís R. Ríkharðsdóttir og Sigurður B. Stefánsson ræða hér nýútkomna bók sína Hlutabréf á heimsmarkaði - eignastýring í 300.  Bókin  byggir á langri reynslu og þekkingarleit höfunda sem hafa sérhæft sig í eignastýringu á hlutbréfum.  Hlutabréf eru besta leiðin til að byggja upp eignir. Í Hlutabréfum á heimsmarkaði - eignastýring í 300 ár er leitast við að auka skilning og gefa betri yfirsýn um alþjóðlegan fjármálamarkað.Með betri þekkingu verður fjárfesting markvissari og dýpri skilningur næst á þeirri áhættu sem viðskiptunum fylgir. Hvar er að finna góða ávöxtun, í hvaða löndum er vænlegast að fjárfesta, hvaða aðferðir er best að nota og síðast en ekki síst, hvernig er hægt að verjast óhóflegri áhættu. Þetta og margt fleira um fjárfestingar. Leitin að peningunum er framleidd af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.  
9/21/20211 hour, 30 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Gjaldþrot og greiðsluerfiðleikar - Lovísa Ósk Þrastardóttir

Lovísa Ósk Þrastardóttir starfar sem yfirlögfræðingur hjá Umboðmanni skuldara. Hún þekki mjög vel fjárhagserfiðleika einstaklinga og afleiðingar þeirra.Í þessum þætti ræðum við því erfiðleika þegar kemur að fjármálum Hvað gerir Umboðsmaður skuldara? Hvernig er staðan í dag þegar kemur að greiðsluerfiðleikum? Hvað einkennir hópinn sem leitar til Umboðsmanns skuldara. Hvað er greiðsluaðlögun og hvernig fer slíkt ferli fram? Hvaða forsendur geta orðið til þess að fólk fær ekki greiðsluaðlögun.  Hvað þýðir það að verða gjaldþrota? Hvenær falla kröfur niður eftir gjaldþrot og hvað getur breytt því? Hver eru langtímaáhrif gjaldþrots og greiðsluaðlögunar?Þetta og margt annað í þessu viðtali. Leitin að peningunum er framleidd af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. 
9/14/202158 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Hvað er eiginlega að gerast á húsnæðismarkaði? - Páll Pálsson

Páll Pálsson er fasteignasali með fimmtán ára reynslu og kemur nú sem viðmælandi í Leitina að peningunum í annað sinn. Meginumfjöllunarefni þáttarins er staðan á húsnæðismarkaði um þessar mundir, sem einkennist af litlu framboði og mikilli eftirspurn eftir húsnæði.Þar fyrir utan ræðum við: Hvaða þýðingu það hefur að fyrirvarar við tilboð í fasteignaviðskiptum séu til vandræða fyrir kaupendurHvaða hverfi eiga mesta hækkun inni miðað við önnur á höfuðborgarsvæðinuStöðuna eftir vaxtahækkun SeðlabankansMuninn á leyndum galla og földum galla í fasteignaviðskiptumMikilvægi þess að skoða húsnæði mjög vel eftir afhendinguHvernig fasteignasalar markaðssetja sigHvort fasteignasalar geti raunverulega gætt hagsmuna bæði kaupenda og seljendaOg margt, margt fleira.Leitin að peningunum er framleidd af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.
9/7/20212 hours, 1 minute, 32 seconds
Episode Artwork

Raggi Bjarna var fyrsti fjármálaráðgjafinn - Páll Óskar Hjálmtýsson

Páll Óskar Hjálmtýsson er einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar. Hann hefur skemmt Íslendingum frá árinu 1991 og gengið í gegnum ýmislegt þegar fjármál eru annars vegar.Í þessum þættir ræðum við:Ráðleggingarnar frá Ragga BjarnaMikilvægi þess að fá ekki leið á slögurunum sínumBreyttan heim listamanna í CovidTekjurnar af plötusölu og SpotifyFjárhagsvandræðin upp úr aldamótumHvort peningar séu rót alls illsMikilvægi þess að finna sér starfsvettvang sem maður nýturMikilvægi þess að vera dugleg/urHvernig Páll Óskar verðleggur listina sínaOg margt fleira. Leitin að peningunum er framleidd af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.
8/31/20212 hours, 2 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Að lesa ársreikninga - Silja Ósvaldsdóttir

 Silja Dögg Ósvaldsdóttir er framkvæmdastjóri bókhaldsfyrirtækisins Fastlands sem sérhæfir sig í öllum hliðum fjármála fyrir atvinnurekstur. Fyrirtækið sinnir bókhaldsþjónustu og útbýr ársreikninga fyrir mörg hundruð fyrirætki á hverju ári.Í þessum þættir ræðum við:Hvernig nálgast ég ársreikninga á netinu?Hvað er ársreikningur?Hvernig les maður úr ársreikningi?Hvað segir ársreikningur manni um rekstur fyrirtækja?Hver er munurinn á rekstrarreikningi og ársreikningi?Hvaða tölur skipta mestu máli í ársreikningi?Hvernig reiknar maður út hagnað fyrirtækja?Hvað eru skuldir og eignir í ársreikningi?Hvernig getur ársreikningur hjálpað mér að meta virði fyrirtækis?Hægt er að sækja ársreikninga sem eru til umfjöllunar í þessu viðtali á vefnum leip.is Leitin að peningunum er framleidd af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. 
8/24/20211 hour, 8 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Borgar menntun sig og fleira forvitnilegt - Konráð S. Guðjónson

Konráð er hagfræðingur og starfar sem aðstoðar framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.  Konráð hefur velt fyrir sér hinum ýmsu málum samfélagsins og deilir þeim reglulega á Twitter.   Í þessu viðtali ræðum við. Borgar menntun sig? Hvaða menntun skilar mestum tekjum?Muninn á tekjum háskólamenntaðra og þeirra sem aðeins eru með grunnmenntun. Af hverju er tekjujöfnun há hér á landi? Af hverju er svona mikil áhersla á að allir fari í háskólanám? Námslán á maður að taka þau? Hvað skapar háar tekjur? Er erfiðara fyrir háskólamenntaða að fá störf við hæfi? Hagfræði og sálfræði og samspil þessara greina. Hótel og hjólhýsi, er skynsamlegra að leigja sér hótelherbergi nokkrum sinnum yfir sumarið frekar en að fjárfesta í hjólhýsi? Verðtryggð lán - hvað þarf til þess að borgi sig og af hverju á að sleppa þeim?  Verðbólguvæntingar og áhrif þeirra.  Hvað er að gerast á húsnæðismarkaði?  Twittersíða Konráðs Leitin að peningunum er framleidd af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.  
8/17/20211 hour, 19 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Sumarfrí

Leitin að peningunum er komin í tveggja vikna sumarfrí. VIð mætum aftur með nýjan þátt 17 ágúst nk. 
8/2/202128 seconds
Episode Artwork

Framtíðin og fjármál - Bergur Ebbi

Bergur Ebbi er rithöfundur og fyrirlesari. Hann lærði lögfræði og vann sem slíkur í nokkur ár í banka en í kjölfarið á því að hann fór að byrja í uppistandi færði hann sig hægt og rólega í núverandi starfsvettvang. Hann hefur undanfarin ár pælt mikið í framtíðinni og skrifað bækurnar Stofuhita og Skjáskot sem fjalla um tíðarandann, tæknina og þær miklu breytingar sem þær hafa á hegðun okkar og samskipti. Við munum því fjalla hér um hvernig tæknin mun hafa áhrif á líf okkar og þá um leið á fjármál okkar.  Umsjón Gunnar Dofri Ólafsson.Framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. 
7/27/20211 hour, 48 minutes
Episode Artwork

Að kaupa notaðar vörur - Ruth Einarsdóttir

Ruth Einarsdóttir starfar sem rekstrarstjóri nytjamarkaðs SORPU Góða hirðinn.  En Góði hirðirinn skilar öllum hagnaði til góðgerðarmála.  Ruth hefur lengst af starfað í verslun og í fatageiranum þangað til hún tók við Góða hirðinum fyrir þremur árum síðan sem aðallega selur húsmuni og húsgögn. Í þessu viðtali ræðum m.a: Hvernig umhverfið fyrir sölu á notuðum vörum hefur breyst á nokkrum árum Mikil aukning í endurnýtingu á húsbúnaði og fötum Fatnað og umhverfisáhrif á tísku þar sem föt hafa enst stutt Hvort það sé betra að kaupa dýran fatnað en ódýran? Markaði með notuð föt og áhrif þeirra á umhverfið Hvað verður um þau þúsundir tonna af fötum sem berast til SORPUSögu Góða hirðisins hjá SORPU og vaxandi umfang þess Hversu hátt hlutfall alls þess sem berst í nytjagáma er selt aftur  Að fyrir innan 100 þúsund krónur er hægt að kaupa nánast allt til heimilisins hjá Góða hirðinum Þetta og margt fleira í þessu áhugaverða viðtaliUmsjón Gunnar Dofri ÓlafssonFramleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu 
7/20/202146 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Eikonomics, hugleiðingar hagfræðings með athyglisbrest - Eiríkur Ragnarsson.

Eiríkur Ragnarsson er hagfræðingur sem hefur skrifað pistla undir heitinu Eikonomics. Hann var að gefa út bók  með sama heiti og er til umfjöllunar í þessu viðtali.  Í þessu viðtali ræðum við fjölmargt áhugavert tengdu hagfræði, má þar nefna: Fjárfestingar á tímum Covid, Gamestop og Robinhood Á hverju maður á að fjárfesta í leiðinlegum hlutum Hvaðan þetta nafn Eikonomics kom til? Skattlagning á arfi og hver áhrifin voru þegar Dick Cheney nefndi skattinn dauðaskattinn Af hverju sérfræðingar eru ekki góðir að miðla þekkingu sinni á mannamáli og tilraun bókarinnar til að nálgast það vandamál Hvernig Freakonomics og Tim Harford voru Eiríki innblástur til að skýra flókna hluti Muninn á Macro og Micro hagfræði Hvernig hegðun hefur áhrif á mörkuðum og þá um atferlishagfræði  Hvernig höldum við hagvexti gangandi um leið og við komum í veg fyrir að jörðin tortímist Þetta og margt fleira tengt hagfræði í þessu áhugaverða viðtali  Hægt er að nálgast bók Eiríks hér á vef forlagsins 
7/13/20211 hour, 48 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Allt um húsnæðislán - Jónas R. Stefánsson

Jónas Stefánsson starfar sem sérfræðingur hjá Landsbankanum viðskiptalausnum einstaklinga en hann hóf störf þar árið 2012. Hann hefur sinnt íbúðalánaráðgjöf í bankanum og hefur séð mikla vitundarvakningu hjá viðskiptavinum bankans um vexti og kjör.  Í þessu viðtali ræðum við um nánast allt það sem snýr að íbúðalánum sem eru fyrir flesta stærstu viðskipti hvers og eins.  En hér má sjá nokkur þeirra mála sem við ræðum:  Breytingar á starfsumhverfi banka frá Hruni Húsnæðislán breytingar á þeim á undanförnum árum Lánstegundir og lánstími á húsnæðislánum Séreignarsparnaðarúrræðin Ráð til fyrstu kaupenda Óverðtryggð og verðtryggð lán  Eigið fé við íbúðakaupJafnar afborganir eða jafnar greiðslur  Breytilega eða fasta vexti Endurfjármögnun húsnæðislána Aukainnborganir á lán Þetta og margt fleira í þessu áhugaverða viðtali. Umsjón Gunnar Dofri Ólafsson.Framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðning frá félagsmálaráðuneytinu.     
7/6/20211 hour, 32 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Hvað kostar að eignast barn? Hlynur Hauksson

Hlynur Hauksson starfar sem viðskiptastjóri hjá Meniga. Meniga ákvað að skoða hvað það kostar að eignast barn fyrir Leitina að peningunum.  Hvaða áhrif hefur fæðingarorlof á tekjur á meðan á orlofi stendur og hver eru áhrifin á framtíðartekjur? Hvar eru íslenskir foreldrar að eyða mest þegar þeir fara í fæðingarorlof? Hver er startkostnaður við að eignast barn? Er þessi markaðir þjakaður af miklum gerviþörfum? Hver er eyðslan á íslenskum barnavörumarkaði?   Þetta og margt fleira í þessu áhugaverða viðtali. Umsjón Gunnar Dofri Ólafsson  Framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.  
6/29/202158 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Fyrirtækið þú, skattar, rekstur og stofnun fyrirtækja - Árni Þór Hlynsson

Árni Þór Hlynsson er framkvæmdastjóri Skatts og bókhalds sem sér um bókhald og reikningsskil fyrirtækja.  Hann hefur unnið við fyrirtækjaráðgjöf varðandi rekstur, bókhald og skattamál í áratugi.  Hann ræðir í þessu viðtali allt það sem viðkemur rekstri einstaklinga og fyrirtækja. Við ræðum í þessu viðtali meðal annars.  Hvort Íslendingar séu skattafælnir? Hvað þarf maður að gera ef maður vill fara að vinna í bókhaldi eða endurskoðun? Hvenær þarf maður að fara að stofna til rekstur t.d ef maður er að afla tekna til hliðar? Hvenær leggur maður virðisaukaskatt á tekjur sínar? Hvað þýðir það að vera með rekstur á eigin kennitölu? Skattaprósentur á rekstur fyrirtækja samanborið við skatt á einstaklinga. Hvað kostar að stofna fyrirtæki? Hvenær á maður að stofna fyrirtæki um reksturinn? Hvernig skatturinn hefur í dag breyst í þjónustustofnun sem vill hjálpa fólki. Ábyrgð við rekstur á eigin kennitölu og fyrirtækjareksturs. Hver er munurinn á eftirfarandi félagaformum, EHF, HF, SLF SLHF og SF? Mismunandi arðgreiðslur og ábyrgð úr ólíkum félagaformum? Launatengd gjöld hver eru þau? Hvað á maður að greiða sér há laun í rekstri?Hvaða mistök Árni sér fólk gera við rekstur og stofnun fyrirtækja? Hvað er kennitöluflakk? Hverju Árni myndi breyta í íslenskum skattalögum.   Umsjón: Gunnar Dofri Ólafsson.  Framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. 
6/22/20211 hour, 17 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Fjárfestingar og Fortuna Invest - Aníta Rut Hilmarsdóttir

Aníta Rut Hilmarsdóttir er ein þriggja kvenna sem starfa sem verðbréfamiðlarar. Starf sem hún segir vera mjög spennandi og krefjast þess að maður sé sífellt að fylgjast með mörkuðum og fréttum af þeim.  Hún stofnaði fræðsluvettvanginn Furtuna Invest á Instagram í ársbyrjun 2021 ásamt Rakel Evu Sævarsdóttur og Rósu Kristinsdóttur en þær vinna allar í fjármálageiranum.  Meg­in­mark­mið Fort­una In­vest er að auka fjöl­breyti­leika á fjár­mála­markaði og stuðla að þátt­töku kvenna á því sviði.Í þessu viðtali ræðum við:Hvað felst í starfi verðbréfamiðlara? Vöxt Fortuna Invest.   Fjárfestingar kvenna og af hverju konur fjárfesta miklu minna en karlar.Hvort konur séu áhættumeðvitaðri frekar en en áhættufælnari. Af hverju mikilvægt er að konur taki ríkari þátt í fjárfestingum Hvernig við flest séum fjárfestar. Nauðsyn þess að dreifa áhættu og minnka áhættu. Hvernig umræðan og áhugi almennings og kvenna sé að aukast. Muninn í  fjárfestingum í stökum félögum eða sjóðum. Mikilvægi þess að dreifa eignasafninu þegar kemur að fjárfestingum. Þetta og margt fleira í þessu áhugaverða spjalli. Umsjón: Gunnar Dofri Ólafsson Framleitt af: Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. 
6/15/20211 hour, 4 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Hvað eru rafmyntir? - Kristján Ingi Mikaelsson

Kristján Ingi Mikaelsson er frumkvöðull og introvert að eigin sögn og fór fljótt í að vinna í tölvum. Hann varð fljótlega var við áhuga við að fara í eigin rekstur.  Þegar hann var kominn í nám í Versló var hann kominn á fullt í eigin rekstur samhliða.  Hann fór að vinna við gerð appa hjá Stokk á upphafsárum þeirra hér á landi. Hann fór svo að vinna hjá Green Cloud sem varð svo keypt af Netapp.com.  Hann stofnaði fyrirtæki með félögum sínum og var haldið í Kísildalinn í Kaliforníu að leita að fjárfestum.   Eftir það ævintýri fór hann í að stofna rafmyntarráð ásamt fleirum og starfaði þar sem framkvæmdastjóri. Hann vinnur í dag við sprotafyrirtækið Fractal 5 sem safnaði 370 milljónum króna úr sjóðum úr Kísildalnum. Þar eru þau að búa til nýja vöru sem ekki hefur sést áður.  Í þessu viðtali ræðum við eftirfarandi m.a: Sögu rafmynta. Hvernig hann kynnist Bitcoin árið 2013. Hann kaupir sitt fyrsta Bitcoin 2013 þrátt fyrir gjaldeyrishöft með miklu veseni.Hvað eru rafmyntir og bálkakeðjur í rafmyntum. Hvernig getum við hámarkað peningana okkar þannig að þeir haldi virði sínu.Þetta og miklu meira um rafmyntir.   Umsjón: Gunnar Dofri Ólafsson.Framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðning frá félagsmálaráðuneytinu. 
6/8/20211 hour, 37 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Hvernig verð ég betri samningamaður? - Aðalsteinn Leifsson

Aðalsteinn Leifsson starfar í dag sem ríkissáttasemjari og lektor við Háskólann í Reykjavík. Hann skrifaði bókina Samningatækni með það að markmiði að bókin gæti orðið hagnýtt tæki við samninga og í daglegu lífi. Við ræðum í þessu viðtali:Hvað gerir ríkissáttasemjari? Hvaða þættir skipta máli svo aðilar séu sáttir við samninga? Samningar er eitthvað sem við fáumst við alla daga og eitt mikilvægasta form ákvörðunartöku.Af hverju við erum ekki eins góðir samningamenn og við teljum okkur vera. Af hverju stærsta hindrunin sem við mætum í samningum er innra með okkur. Hvers vegna undirbúningur er sá þáttur sem mestu máli skiptir.  Við ræðum ólíka samninga og samningatækni þegar kemur að íbúðakaupum, kaupum bíl eða þegar við ráðum okkur í vinnu. Hættan þegar við verðum ástfanginn af einni lausn og mikilvægi þess að hafa fleiri valmöguleika.  Þar skaðast samningsstaða okkar. Af hverju fleiri valmöguleikar skipta svo miklu máli þegar við semjum og af hverju við eigum alltaf fleiri valmöguleika.  Hvernig eigum við að undirbúa okkur fyrir laun?   Af hverju okkur þykir erfiðara að semja fyrir okkur sjálf en aðra. Af hverju það skiptir lykilmáli á að við skiljum gagnaðilann í samningum. Þetta og margt fleira í þessu áhugaverða viðtali. Bók Aðalsteins Samningatækni er hægt að fá hér.Umsjón: Gunnar Dofri Ólafsson Framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. 
6/1/20211 hour, 43 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Hálfþrítugur húsbyggjandi - Sóley Ósk Hafsteinsdóttir

Sóley Ósk Hafsteinsdóttir er tveggja barna  móðir sem vakið hefur athygli á samfélagsmiðlum fyrir skynsamlega nálgun á fjármál og við rekstur heimilis. Í þessu viðtali ræðum við um. Skipulag við matarinnkaup.Af hverju maður á að versla í matinn einu sinni í viku? Hvernig stendur á því að Sóley og maður hennar eru að byggja hús? Hvernig byggir maður hús? Af hverju þau hættu við að byggja fyrir sig sjálf og af hverju þau ætla að selja húsið? Barnauppeldi og ráð um gjafir. Ferðalög kostnað við t.d. að lifa í Tælandi. Af hverju Sóley er ekki með kreditkort. Af hverju hún hefur bara einu sinni keypt dýran hlut á raðgreiðslum. Og af hverju hún mun aldrei gera það aftur. Instagram Sóleyjar Þetta og margt fleira í þessu áhugaverða viðtali. Umsjón: Gunnar Dofri Ólafsson.Framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.   
5/25/20211 hour, 2 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Líkindi og happdrætti - Pawel Bartozek

Pawel Bartozek fæddist í Póllandi og flutti til Íslands 8 ára gamall. Hann er stærðfræðingur sem hefur látið samfélagsmál til sín taka. En hann hefur ritað pistla á vefinn í fjölmiðla reglulega undanfarin 20 ár. Pawel er jafnframt  borgarfulltrúi. Í þessu viðtali ræðir Pawel um æsku sína í Póllandi og kommúnismann sem þar var yfir öllu. Vandamál þar var ekki skortur á peningunum heldur skortur á vörum. Einnig fáum við Pawel til að ræða líkindi og happdrætti. Borgar sig t.d að taka þátt í Lottó eða öðrum happdrættum? Vissir þú að líkur á að vinna í Lottó eru  1 á móti 680.000. Ef þú spilar Lottó t.d vikulega í 50 ár þá eru líkurnar orðnar um helmingur. Þeir sem spila mikið auka að sjálfsögðu líkur sínar. Ef þú spilar fyrir 25 þúsund kr. á viku í 50 ár þá fara í þetta 60 milljónir kr.Hvenær á maður að taka þátt? Pawel segir betra að taka þátt þegar pottarnir eru tvöfaldir eða þrefaldir. Fólk áttar sig á þessu því fleiri taki þátt þegar pottarnir eru stærri. Af hverju er fólk frekar til í að taka þátt í happdrætti en að kaupa hlutabréf. Líkindi og hvernig við metum þau. Svindl í happdrættum. Hvernig Pawel nálgast sjálfur fjármál.  Þetta og margt fleira um líkindi og happdrætti í þessu áhugaverða viðtali.  Umsjón: Gunnar Dofri Ólafsson.Framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.   
5/18/202158 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Fávitinn í fjármálum - Haukur HiImarson

Haukur Hilmarsson er ráðgjafi í fjármálahegðun og kennari í fjármálameðferð við félagsráðgjafadeild HÍ. Hann rekur einnig vefinn skuldaus. Haukur segist sjálfur vera fáviti í fjármálum þar sem hann lét fjármál stjórnast af tilfinningum. Þar sem hann kom sér í skuldir sem hann borgaði upp aftur og aftur.  Eftir að hafa skoðað þetta sá hann að hegðun hans var á sjálfstýringu.  Haukur lifði tvöföldu lífi þegar kom að fjármálum eftir að hafa kynnst konu sinni þar sem hann faldi vanskil og skuldir sínar fyrir henni.  Í janúar 2009 komst konan hans að skuldir hans voru ekki 50 þúsund heldur milljónir. Þarna fór hann í að finna allar skuldir sínar og fá heildaryfirsýn yfir skuldir sínar. Hann langaði þegar þarna var komið að flýja í stað þess að horfast í augu við sannleikann og skömmina sem fylgir. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og hefur Haukur aðstoðað fjöldann allan af einstaklingum við að ná árangri í fjármálum. Umsjón Gunnar Dofri Ólafsson Framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. 
5/11/20211 hour, 33 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

íbúðaskipti og hagkvæmni í ferðalögum - Snæfríður Ingadóttir

Snæfríður Ingadóttir er blaðamaður, rithöfundur, fyrirlesari og síðast en ekki síst ferðafrömuður.  Snæfríður er fædd og uppaldin á Akureyri og býr þar í dag með manni og þremur börnum. Hún hefur undanfarið skrifað ferðahandbækur um íbúðaskipti, flutninga til Spánar auk bókar um eyjurnar Tenerife og Gran Canary.   Snæfríður byrjaði á íbúðaskiptum fyrir nokkrum árum og þá með það í huga að spara peninga. Í dag stundi hún þau vegna þess að þau bjóði uppá lengra frí, meiri upplifanir og samband og samskipti við heimamenn sem getur verið mikils virði. Hún segir íbúðaskipti ekki frekar en annað vera 100% örugg en þar sem þau byggja á trausti þá fari þau langoftast vel fram. Snæfríður ræðir einnig í hvað hún setur peningana sína. Ferðalög og fasteignir. Hvernig leigueignir sem hún á hafa fjármagnað löng ferðalög og hvernig þau veita henni innblástur og bæta lífið. Hún talar um hvernig hún tekur svokallað lífeyris tímabil fyrirfram með ferðalögum sem eru þá löng ferðalög.   Auk þess ræðir hún um fjárhagsmál fjölskyldunar eftir Hrun. Snæfríður hefur ritað eftirfarandi bækur sem hægt er að kaupa beint af vef hennar. Spánn nýtt líf í nýju landi  Komdu með til Kanaríeyja Ævintýraeyjan Tenerife Íbúðaskipti; Minni kostnaður, meiri upplifun  Umsjón: Gunnar Dofri Ólafsson Framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. 
5/4/20211 hour, 29 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Sambúð, gifting, erfðamál og fjármál - Elva Ósk Wiium

Elva Ósk Vium lögfræðingur ræðir í þessum þætti um fjármál og hvernig við eigum helst að nálgast þau þegar kemur að maka okkar.   Frá því að Elva hóf að starfa sem lögmaður hefur hún unnið mikið í sambúðar- og hjúskaparmálum sem og erfðarétt.  Lögmenn eru oft kallaðir að málum þegar málin eru komin í óefni. Hún hefur þú séð því séð mistökin sem fólk gerir og fer yfir það í þessu viðtali hvernig best sé að komast í veg fyrir að fólk geri þau.   Hér ræðum við: Hver er munurinn á réttarstöðu giftra og þeirra í sambúð Hvað það þýðir að vera gifturHvernig dómstólar hafa dæmt í deilumálum þegar kemur að skilnuðum og erfðamálum Hvernig er skiptast skuldir og eignir við skilnað? Þetta og margt fleira ræðum við í þessu áhugaverða viðtali.  Umsjón: Gunnar Dofri ÓlafssonFramleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu  
4/27/20211 hour, 42 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Úr klóm smálána og fíkniefna - Daníel og Gísli Magnússynir

Daníel og Gísli Magnússynir eru bræður á þrítugsaldri.  Gísli lenti ungur í klóm smálána og fjárhagserfiðleika í tengslum við fíkniefnaneyslu. Eftir að hafa tekist á við fíkniefnavandann þurfti hann að takast á við annan erfiðan andstæðing sem voru skuldir sem hann hafði safnað upp í neyslu. Skuldir sem voru að stórum hluta smálán.  Bróðir hans Daníel rann blóðið til skyldunar og fór hann í að semja við kröfuhafa eftir að hafa fengið aðstoð hjá umboðsmanni skuldara. Í þessu viðtali ræðum við hvernig maður tekst á við slíkar skuldir og hvernig maður semur um slíkar skuldir. Umsjón: Gunnar Dofri ÓlafssonFramleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.  
4/20/20211 hour, 32 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Peningauppeldið kemur allt frá rappi - Herra Hnetusmjör

Árni Páll Árnason er rappari, viðskiptamaður og samfélagsrýnir er oftast þekktur undir listamannsnafni sínu hr. Hnetusmjör.   Í þessu viðtali ræðum við um fjármál og líf rappara á Íslandi. Auk þess ræðum við um:  Af hverju hann vill að stjórnvöld bregðist við  Covid. Hvernig hann fór í að leita að peningum eftir að tekjur hans drógust saman um 50% á síðasta ári. Hvernig fyrirmyndir hans í rappinu eru rapparar sem einnig eru í viðskiptum. Hversu miklu máli það skiptir að vera með fyrirtæki um rekstur sinn og hafa allt sitt á hreinu. Af hverju rapparar tali oft um sig í hundaárum. Hvernig hann búi sig undir að ferilinn muni mögulega einn daginn enda.Hvernig peningauppeldi hans hafi allt komið frá rappi. Af hverju hann gefi frekar út nokkur lög heldur en heila plötu. Hvernig hann fór í meðferð 20 ára gamall. Umsjón: Gunnar Dofri Ólafsson Framleitt af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. 
4/13/202156 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Hagsýni í mat og fjármál við skilnað - Berglind Guðmundsdóttir

Berglind Guðmundsdóttir er menntaður hjúkrunarfræðingur og stofnandi matarvefjarins Gulur rauður grænn og salt. Hún er einnig þáttastjórnandi Dagmála á mbl.is. Hún heldur úti hlaðvarpinu Matur fyrir sálina sem er þáttur sem miðar að valdeflingu kvenna. Hún mun sá einnig um sjónvarpsþátt sem fjallar um lífstíl á Sikiley sem verður sýndur á sjónvarpi Símans í apríl. Hún starfar sem sem sjálfstæður atvinnurekandi sem hún segir vera erfitt en um leið mjög þroskandi.Matseðil Berglindar fyrir hlustendur Leitarinnar að peningunum er hér. Í þessu viðtali ræðum við: Hvernig það er að vera sjálfstætt starfandiVefinn Gulur rauður grænn og salt Mikilvægi þess að hafa ástríðu fyrir því sem maður er að geraMikilvægi þess að skipuleggja matarinnkaupinn Vikulega matarmatseðla Áskorunina við að vera með unglinga á heimilinu Mikilvægi þess að báðir aðilar komi að fjármálum í samböndumBerglind deilir erfiðri reynslu sinni þegar kom að skilnaði einstæð sjálfstætt starfandi með fjögur börnHvernig hún þurfti að takast á við fjármálinHvernig Berglind tekst á við fjármálin Þetta og margt fleira í þessu skemmtilega viðtali. Umsjón Gunnar Dofri Ólafsson Framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðning frá félagsmálaráðuneytinu. 
4/6/202148 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Allt það sem þú vildir vita um hagfræði - Kristrún Tinna Gunnarsdóttir

Kristrún Tinna Gunnarsdóttir er hagfræðingur og starfar í dag sem forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Íslandsbanka. Kristrún segir frá starfsferli sínum í íslenskum bankageira auk þess sem við ræðum um allt það sem þú vildir vita um hagkerfið en þorðir ekki að spyrja um. Auk þess ræðum við: Hvernig fjárhags uppeldi hún fékk. Af hverju hagfræðin varð fyrir valinu þegar hún valdi sér háskólanámHvort hagfræðin sé svipuð vísindi eins og veðurfræði? Hvaða þýðingu hefur hagfræðin fyrir okkur?Af hverju sá engin fyrir Hrunið? Af hverju er Financial Times gefið út með svona stórar blaðsíður? Hver áhrif skatta geta verið á hegðun og langvarandi áhrif. Hvað eru stýrivextir? Af hverju eru þeir ekki bara 0%Hvað er verðbólga og hvernig er henni stýrt?  Eftirspurn og framboð í hagkerfinu? Af hverju hófleg verðbólga er talin af hinu góða.Öll þessi hagfræðihugtök sem við heyrum reglulega rædd og skýrð. Umsjón: Gunnar Dofri Ólafsson Framleitt af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. 
3/30/20211 hour, 2 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Brottrekstur úr Borgarleikhúsinu var vakning - Ólafur Darri Ólafsson

Ólafur Darri Ólafsson er einn ástsælasti leikari íslensku þjóðarinnar. Í dag er hann leikandi í skjónvarpsseríum hér á landi og í stórum Hollywood kvikmyndum. Líf hans hefur samt ekki verið eintómur dans á rósum og hann gekk í gegnum töluverða fjárhagsörðugleika sem ungur maður. Við ræðum hér: Listina hvernig maður lifir af henni. Mikilvægi góðs endurskoðanda Hvernig fjármál hans voru komin á vondan stað í menntaskóla. Hvernig þáttur með Opruh Winfrey opnaði augu hans en þar var höfundur bókarinnar The Automatic Millionaire til viðtals. The Latte Factor og af hverju margt smátt gerir eitt risastórt. Hvernig Ólafur borgaði niður skuldahallann. Hann skuldar bara húsnæðislán í dag. Gleðina við það að borga aukalega inn á húsnæðislánið í hverjum mánuði.Bókina, Þú átt nóg af peningum. Hvernig andleg líðan varð miklu betri samhliða heilbrigðari fjármálum. Mikilvægi þess að vera með gott fólk í fjármálum og umboðsmennsku hér á landi og í Ameríku. Hvernig hann fjárfestir. Hatur hans á uppgreiðslugjöldum.  Laun fyrir leiklist þegar hann var að hefja sinn feril. Af hverju hann vill borga skatta á Íslandi.Hvernig kemur maður sér á framfæri sem leikari? Hvernig röddin hefur verið guðsgjöf hans.The Tourist sem er næsta verkefni hans. Þetta og margt fleira í þessu viðtali. Umsjón: Gunnar Dofri Ólafsson. Framleitt af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.  
3/23/20211 hour, 25 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Sjö smáskref (Baby steps) Dave Ramsey - Trausti Sigurbjörnsson

Trausti Sigurbjörnsson er 30 ára Skagamaður sem hefur lengi haft áhuga á fjármálum. Hann starfar sem kerfisstjóri hjá DK hugbúnaði. Og er fyrrverandi knattspyrnumaður en hann lagði skóna á hilluna í fyrra. Í þessu viðtali ræðir Trausti um sín fjármál hvenær hann fór að fá áhuga á þeim og hann mun fræða okkur um Dave Ramsey. En Dave er einn þekktasti fjármálafræðingur Ameríku og eru þættir hans og boðskapur svolítil fyrirmynd af Leitinni að peningunum.  Saga Dave hefst þegar hann verður gjaldþrota og allar götur síðan hefur hann predikað nauðsyn þess að greiða niður skuldir, spara og hugsa vel um peninga. Baby Steps Dave Ramsey eru rædd og skoðuð sérstaklega: Þrep 1 - Sparaðu 100.000kr í banka sem byrjunar neyðarsjóð. Þrep 2 – Borgaðu upp allar skuldir nema húsið.  Þrep 3 – Söfnum upp vara- eða neyðarsjóð sem ætti að nema 3-6 mánuðum af útgjöldum. Þrep 4 – Byrjaðu að fjárfesta og auktu svo fjárfestingar til framtíðar. Þrep 5 - Sparaðu fyrir framtíð barnanna þinna. Þrep 6 - Borgaðu upp hússnæðislánið þitt snemmaÞrep 7 - Safnaðu auðæfum og gefðu Auk þess sem við ræðum fleiri áhugaverða hluti frá Dave Ramsey. Umsjón; Gunnar Dofri Ólafsson Framleitt af: Umboðsmanni skuldara með stuðning frá félagsmálaráðuneytinu. 
3/16/20211 hour, 33 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

Sýnileiki skapar tækifæri, tækifæri skapa færni - Andrés Jónsson

Andrés Jónsson starfar í dag sem almannatengil og ráðningarráðgjafi við fyrirtæki sitt Góð samskipti. Umræðuefni þessa þáttar er hvað fólk getur gert til að styrkja sig á vinnumarkaði, aukið tekjur sínar og náð meiri árangri.  Andrés er með hlaðvarpið Ræðum það þar sem rætt um er um atvinnulífið á Íslandi úr annarri átt. Auk þess ræðum við. Hvernig uppeldi hans mótaði viðhorf hans til lífsins Starferil hans sem hefur einkennst af miklu frumkvöðlastarfi.  Þegar hann stofnaði útvarpsstöðina Mono fyrir Jón Ólafsson og fór svo í rekstur með sama Jóni sem endaði í lögfræðidrama. Hvernig Andrés átti allt í einu fullt af peningum í kringum aldamót og hvernig hann eyddi þeim hratt og örugglega, og hvað hann lærði um leið af þeim mistökum. Ranghugmyndir fólks um hvernig starfsframinn eigi að þróast, en Andrés segir hann vera líkan frumkvöðlastarfsemi. Þar sem hlutirnir geti breyst og maður þurfi að skapa sér tækifæri. Mikilvægi þess að við ögrum okkur og kynnumst nýju fólki. Mikilvægi sýnileika og fólk sjái færni okkar. Af hverju flest störf eru ráðin í gegnum persónuleg tengsl.  Viðhorf hans til peninga og af hverju hann kaupir sjálfur mikið af ráðgjöf Bókin sem Andrés ræðir The start up of you fæst á:Amazon Audible Þetta og margt fleira í þessu áhugaverða viðtali. Umsjón: Gunnar Dofri Ólafsson Framleitt af umboðsmanni skuldara með stuðning frá félagsmálaráðuneytinu. 
3/9/20212 hours, 10 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Allt sem þú vildir vita um skatta og fjárlög - Svanhildur Hólm Valsdóttir

Svanhildur Hólm Valsdóttir starfar í dag sem  framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Hún starfaði í fjölda ára sem aðstoðarmaður fjármála- og forsætisráðherra. Einnig starfaði hún lengi í fjölmiðlum. Hún ræðir hér um skatta, ríkisfjármál og af hverju við eigum að þekkja til þessara málaflokka og láta þá okkur varða. Auk þess ræðum við fjölmargt fleira:Uppeldi hennar út á landi og ólík starfsreynslu. Hvernig hún sjálf talar um peninga við sín börn? Hvað gera aðstoðarmenn ráðherra? Hvað eru fjárlög hvernig skiptast útgjöld ríksisins?Ólíka skatta ríksisins og sveitarfélaga.Af hverju maður eigi að skoða álagningarseðilinn sinn á hverju vori. Hvernig venjulegt fólk fer að því að  setja þessar háu tölur, oft marga milljarða í samhengi og skilja umfang þeirra.  Hvernig vaxtagjöld ríkisins hafa farið lækkandi og hvað það þýðir?Hvað Covid 19 kreppan kostar ríkissjóð á hverjum degi?Hvar er hægt að hagræða í rekstri ríkisins? Hvað Svanhildur myndi gera ef hún væri alráð í fjármálaráðuneytinu í einn dag? Hvort skattar séu of háir á Íslandi? Svanhildur býr að mikilli reynslu og þekkingu á rekstri ríkisins og fer hér yfir skatta og útgjöld ríkisins í þessu áhugaverða viðtali. Leitin að peningunum er í umsjón Gunnars Dofra ÓlafssonarFramleitt af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.  
3/2/20211 hour, 8 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Staða og horfur á fasteignamarkaði, að leigja eða kaupa? - Ari Skúlason

Ari Skúlason hagfræðingur hjá Landsbankanum hefur skoðað íslenskan fasteignamarkað undafarin ár. Hann ræðir í þessu áhugaverða viðtali stöðu fasteignamarkaðar. Borgar sig frekar að leigja en að kaupa? Hvernig Covid hefur haft áhrif á fasteignamarkaðinn og starfsumhverfi.Hvernig vaxtalækkanir Seðlabankans hafa gjörbreytt fasteignamarkaði. Þetta og margt fleira er rætt í þaula í þessu áhugaverða viðtali. Umsjón Gunnar Dofri Ólafsson. Framleitt af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. 
2/23/202151 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Fékk nóg af fátæktargildrunni og stofnaði Fjármálatips - Sædís Anna Jónsdóttir

Sædís Anna Jónsdóttir er þriggja barna móðir sem hefur á nokkrum árum losnað úr fátæktargildru og fjárhagsáhyggjum  Hún er jafnframt stofnandi Facebookhópsins fjármálatips en í hópnum eru þegar þetta er ritað um 13.000 manns. Í þessu viðtali ræðum við um:Af hverju Fjármálatips hefur gengið svona velHvað hún hafi lært frá hópnum Hvað hún leggur áherslu á við uppeldi á sínum börnum Hvað hún hefði sjálf viljað læra um peninga þegar hún ólst uppHvernig kreditkort, bílalán og yfirdráttur geta verið hættulegar afmælisgjafir við 18 ára afmælið frá bankanum Hvernig henni tókst að snúa mjög erfiðri fjárhagsstöðu með vanskilum og neyslulánum í stöðuna í dag þar sem hún á íbúð og greiðir alla reikningaHvernig niðurgreiðslna skulda er orðið áhugamál hjá henni og manninum hennarHvernig hún lét dóttur sína sjá um matarinnkaup í heila viku og hún hætti að kvarta um að ekkert væri til í ísskápnum Hvernig andleg heilsa líður fyrir fjárhagsvandræði Umsjón: Gunnar Dofri Ólafsson.  Leitin að peningunum er framleitt af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. 
2/16/202141 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Sátt manneskja kaupir sér ekki neitt - Ragna Benedikta Garðarsdóttir

Ragna Benedikta Garðarsdóttir er með doktorsgráðu og starfar sem dósent við félagssálfræði við Háskóla Íslands. Hún ræðir í þessu viðtali áhrif umhverfisns á hegðun okkar og þá oft neyslu.Þeim óhamingjusamari sem þú ert því líklegri ertu til að falla fyrir markaðsbrellum og kaupa einhvern óþarfa. Það er munur á ánægju sem fylgir nýjum hlut og hamingju. Ánægjan fer fljótt.Við eigum frekar að kenna börnum markaðsbrellur og að lesa markaðsskilaboð en vexti verðbólgu o.þ.h. Þetta er stóra verkefnið í lífinu að standast stöðugt áreiti um að eyða peningum. Við erum með tvö hugsanakerfi. Kerfi 1 sem er frumstætt og kerfi 2 sem hugsar hlutina til enda. Kerfi 2 notar mikla orku og því reynir heilinn að styðjast við einfaldleika og vana. Búðir eru hannaðar með þetta í huga að við notum kerfi 1 og kaupum þá meira en við þurfum. Stöðukvíði er langvarandi vanlíðan sem hlýst af því að tilheyra lægri stéttum í samfélagi. Í samfélagi þar sem ójöfnuður er mikill er þetta áþreifanlegra heldur en í jafnari samfélögum.Á árunum fyrir hrun var hegðun Íslendinga oft furðuleg og snérist mikið um peninga. Gildismat okkar var samt samkvæmt rannsóknum ekki þannig þenkjandi.Þetta og margt fleira í þessu áhugaverða viðtali sem allir ættu að hlusta á. 
2/9/20211 hour, 8 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Verðmætasta eignin og Farsæl skref í fjármálum - Gunnar Baldvinsson

Gunnar Baldvinsson er framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins og var auk þess formaður Landssambands lífeyrissjóða um árabil.  Hann hefur skrifað fjölmargar bækur um fjármál einstaklinga sem í dag eru nýttar til kennslu . Nýjasta bók hans Farsæl skref í fjármálum er nýkomin út og er til umræðu í þessum þætti.Gunnar ræðir einnig lífeyrismál og af hverju í eftirlaunum okkar er oft að finna verðmætustu eign okkar. Einnig ræðum við um:  Mikilvægi þess að huga að lífeyrismálum sem fyrst. Ungt fólk greiðir í dag um 15,5% af launum sínum í lífeyrissparnað og í sumum tilfellum geti þetta verið of mikið. Þ.e. fólk fái meira í eftirlaun en það fékk í laun! Hann ræðir muninn á lífeyrissjóðakerfinu og almannatryggingarkerfinu.Nauðsyn þess að treysta ekki á almannatryggingakerfið þar sem er fjármagnað með skatttekjum og að í framtíðinni verða sífellt færri vinnandi á móti lífeyrisþegum.Hver er munurinn á söfnunarkerfi eða gegnumstreymiskerfi þegar kemur að lífeyrismálum? Hvaða kerfi höfum við á Íslandi? Hann ræðir um bækur sínar um fjármál. Bækur hans hafa verið þýddar og eru kenndar erlendisHann fjallar um það sem vel er gert þegar kemur fjármálalæsi og hvar við þurfum að gera betur. Mikilvægustu ráðin þegar kemur að fjármálum. Húsnæðislán eiga ekki að vera hærri en þrenn árslaun. Hvað er skuldabréf  og hvernig þau virka,. Hvað myndi Gunnar gera við 50 milljónir króna sem hann fengi í hendurnar óvænt.Þetta og margt fleira í þessu áhugaverða viðtali. Umsjón: Gunnar Dofri Ólafsson Þessi þáttur er framleiddur af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. 
2/2/20211 hour, 6 minutes, 1 second
Episode Artwork

Spurt og svarað um fjárfestingar - Már Wolfgang Mixa

Már Wolfgang Mixa starfar sem lektor við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur langa starfsreynslu af fjárfestingum og stýringu fjármuna í íslensku bankakerfi og erlendis. Már ræðir hér fjárfestingar og gefur góð ráð við ávöxtun peninga.  Þetta viðtal er mjög yfirgripsmikið og nokkuð langt en hér er farið á dýptina þegar kemur að sparnaði og fjárfestingum.Meðal þess sem hér er rætt Er hægt að tímasetja markaðinn varðandi kaup á hlutabréfum? Þegar Már hóf sinn starfsferil í kringum aldamótin, var mikil netbóla á Íslandi auk þess sem Decode Genetics var heitasta fyrirtækið. Hann ræðir um mikilvægi þess að halda stefnu þegar kemur að fjárfestingum og ekki elta umræðuna í samfélaginu. Hún er oft þveröfug við það sem skynsamlegt er að gera.Mikilvægast er að taka aldrei meiri áhættu en maður getur kyngt. Og maður skal aldrei verða ástfanginn af hlutabréfum. Már sýnir dæmi um að hlutabréf geta verið skynsamlegar fjárfestingar á íslenskum hlutabréfamarkaði.  Hvaða ávöxtun hefði  íslenskur fjárfestir fengið eftir Hrunið í október 2008, hefði hann  keypt í Marel, Össur, Actavis og bönkunum þremur árið 2001? Hann fjallar um séreignarsparnaðinn sem er í dag einn mikilvægasti sparnaður okkar allra. Hvort sem upp koma áföll eða við kaup á fyrstu íbúð eða við innborganir á íbúðalán. Skattleysi séreignarsparnaðar við kaup á íbúð eða við innborganir á lán gerir hann að mjög vænlegum kosti. Már fjallar um fjárfestingar erlendis og gefur góð ráð þegar kemur að þeim. Við ræðum um ólíkar áherslur við fjárfestingar eftir aldri. Verðtryggð og óverðtryggð lán fá mikið vægi enda er fasteign fyrir flesta stærsta fjárfestingin á lífsleiðinni.  Auk þess sem við veltum fyrir okkur hvernig fasteignaverð muni þróast. Fjármálalæsi Íslendinga er svo að endingu til umræðu auk þess sem við spyrjum Má um bestu fjárfestingu hans og hans stærstu mistök. Bloggsíða Más https://www.mbl.is/vidskipti/pistlar/marmixa/Umsjón: Gunnar Dofri Ólafsson Þessi þáttur er framleiddur af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.   
1/26/20212 hours, 30 seconds
Episode Artwork

Safnaði 17 milljónum á tveimur árum - Sævar Helgi Bragason

Sævar Helgi Bragason einnig þekktur sem Stjörnu Sævar er landsmönnum vel kunnur. Hann gekk í gegnum skilnað nærri þrítugur og þurfti að taka stórar ákvarðanir og færa miklar fórnir. Hann flutti aftur í foreldrahús, vann frá morgni til kvölds með það að markmiði að þéna meira, hækka laun sín og spara fyrir íbúð. Á tveimur árum sparaði Sævar sér 17 milljónir króna með því að minnka neyslu, leggja bílnum. Hann hjólaði í vinnu í Reykjavík frá Hafnarfirði og sparaði sér um leið líkamsræktarkort. Sævar segist hafa farið í keppni við sjálfan sig þar sem hann minnkaði eyðslu frá mánuði til mánuðar.  Á endanum komst hann af með að eyða 40.000 kr.  sem hann segir hafa verið mjög erfitt og krafist mikilla fórna. Eins hafi þetta allt krafist aga sem hann segist ekki hafa búið yfir en verkefnið og markmiðið hafi leitt til. Stór hluti af viðhorfi Sævars til neyslu og eyðslu hverfist um stóru ástríðuna í lífi hans sem er jörðin og náttúran. Loftslagsváin er samtengd neyslu okkar og því er það skylda okkar allra að staldra við og skoða vel hvernig við getum dregið úr kolefnislosun okkar.  Þetta og margt fleira í þessu áhugaverða viðtali.  Umsjón: Gunnar Dofri Ólafsson Þessi þáttur er framleiddur af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. 
1/19/20211 hour, 19 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Stelpur eiga ekki að tala um peninga - Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir

Stefanía útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 2019 og hefur síðan unnið mikið með það að markmiði að spara eins mikla peninga og mögulegt er.  Hún hefur náð nú þegar að safna sér dágóðri upphæð en hún hyggur á nám og vill eiga sparnað þegar þar að kemur. Stefanía segir að hún hafi sótt sér mikinn fróðleik  um fjárfestingar og sparnað. Það sem hefur þó komið henni leiðinlega á óvart er að þegar hún fer að tala um þessa hluti þá fær hún oft neikvæð tilsvör frá fólki. Bæði finnst fólki óþægilegt að ræða slík mál og eins segist Stefanía upplifa að margir finnist skrýtið og óviðeigandi að nýútskrifuð stelpa úr menntaskóla sé að leita sér þekkingar og tala um fjárfestingar. Hennar upplifun sé að það sé talið eðlilegra að strákar tali um svona hluti frekar en stelpa. Sem feminsísta þyki henni það leiðinlegt og því mikilvægt að ræða um þessa hluti út frá sjónarhóli ungra kvenna. Hún segir að allir geti lært um peninga og það sé eitt það mikilvægasta sem allir geta lært enda séu peningar frelsi.  Með því að læra um peninga getum við sloppið við að láta þá stjórna lífi okkar.  Hún segir að hún hafi fengið fræðslu um fjármál og  hjá fjölskyldu sinni mamma hennar hafi verið einstæð móðir sem hafi rætt fjármálin við hana. Því fyrr sem við byrjum að spara því betri stöðu sköpum við okkur enda er lífið þá allt framundan. Hún hefur fjárfest í hlutabréfum og kynnt sér þau mjög vel og hún kaupir sér frekar notuð föt en enda er það mun betra fyrir umhverfið. Móðir hennar var Au-pair í Vínarborg en varð að hætta vegna láns sem hún var með og því hafi hún lagt áherslu á að fara skuldlaus í gegnum háskóla og því dugi sparnaður Stefaníu fyrir náminu.  Umsjón: Gunnar Dofri Ólafsson Þessi þáttur er framleiddur af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. 
1/12/202134 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Frá fjárhagserfiðleikum til fjárhagslegs sjálfstæðis. Milljónamæringurinn í næsta húsi - Kolbeinn Marteinsson

Kolbeinn Marteinsson er einn eiganda almannatengsla- og kynningarfyrirtæksins Athygli. Hann er  jafnframt einn stofnenda og eigenda Útilegukortsins og fleiri fyrirtækja í ferðaþjónustu. Kolbeinn ræðir í þessum þætti um sín fjármál en hann er í dag mikill áhugamaður um fjármál. Þessi áhugi kviknaði samt í kjölfar mjög  erfiðra aðstæðna.  Á árunum eftir hrun urðu fjármál Kolbeins rústir einar eftir að fyrirtæki sem hann átti fór í gjaldþrot og skuldir hans jukust mjög mikið.  Á sama tíma hrundu tekjur samhliða minni umsvifum í hagkerfinu eftir hrun.  Í kjölfarið þurfti hann að horfast í augu við eigin fjárhagsvanda og leggja í vinnu í að skipuleggja fjármál sín og vinna sig úr skuldavandanum.  Hægt og rólega fór hann að sjá til sólar.  Samtímis fór hann að leggja fyrir sparnað og fá raunverulegan áhuga á fjármálum og má því segja að fjárhagserifðleikarnir hafi verið honum og fjölskyldu hans mikil gæfa. Í dag stefna Kolbeinn og kona hans að skuldleysi innan skamms og fjárhagslegu sjálfstæði.    Í síðari hluta þessa þáttar ræðir Kolbeinn um bókina ,,The Millionaire Next Door." Í þeirri bók sem kom út árið 1996 og var endurútgefin 2010 voru fjöldi milljónamæringa í Bandaríkjunum rannsakaðir með það að markmiði  að skoða hvað í hegðun þeirra og færni varð til þess að þeir efnuðust. Þar kemur margt á óvart og margir hlutir þar sem við hér á Íslandi getum tileinkað okkur.  Kolbeinn  heldur úti hlaðvarpinu Firmað ritar ásamt Kjartani Erni Sigurðssyni  þar sem þeir ræða um bækur sem tengjast viðskiptum, árangri og markmiðum.Kolbeinn ræddi um áhugaverð blogg aðila sem hafa náð langt í FIRE lífsstílnum:https://www.mrmoneymustache.com/https://rootofgood.com/Umsjón: Gunnar Dofri Ólafsson Þessi þáttur er framleiddur af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. 
1/5/20211 hour, 11 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Ef maður nær nógu mörgum litlum markmiðum þá nær maður á endanum stóra markmiðinu - Vilborg Arna Gissurardóttir

Vilborg Arna þarfnast ekki kynningar en þessi magnaða kona var fyrsta konan í heiminum til að afreka það að ganga ein á Suðurpólinn á skíðum og klífa 8000 metra tind ein. Hún hefur sett sér skýr markmið í fjármálum sem og í leiðöngrum sínum og segir markmiðin eitt það mikilvægasta þegar kemur að árangri. 
12/29/202054 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Erum við ekki gerð til að gera meira en að borga reikninga og deyja? - Guðrún (Gógó) Magnúsdóttir

Guðrún Magnúsdóttir er alltaf kölluð Gógó. og hefur verið hluti af FIRE( Financial, Freedom, Retire, Early)  hreyfingunni lengi þar sem stefnt er að fjárhagslegu sjálfstæði. Hún  segist hafa reynt mikilvægi þessa þegar henni var sagt upp starfi nokkrum dögum eftir að hafa flutt með fjölskylduna í draumahúsið sumarið 2020. Hún fann þó ekki til ótta eða kvíða því hún vissi að hún átti sparnað sem myndi duga henni áfram.  Gógó fékk fjárhagslegt uppeldi og lærði snemma að fara vel með peninga. Hún segist hafa á stundum gengið of langt í að spara og áttað sig á því að þetta er allt ferðalag sem hver og einn  þarf að finna út sína leið. Áhugavert viðtal við konu sem hefur byggt upp eignasafn og áttað sig á að ekki þarf alltaf að skipta út hlutum þó þeir séu komnir til ára sinna. Og til gamans má geta þess að Gógó landaði starfi sama dag og þetta viðtal fór í loftið. Umsjón: Gunnar Dofri Ólafsson Þessi þáttur er framleiddur af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. 
12/22/20201 hour, 4 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Gerðu fólk ástfangið af þér - Þórarinn Ævarsson

Þórarinn Ævarsson er bakari sem uppgötvaði þegar hann var farinn að vinna hjá Dominos að hann hafði nef fyrir viðskiptum. Á þeim tíma tileinkaði Þórarinn sér lífsspeki sína sem er að selja mikið með lágri framlegð. Af þeim sökum hefur Þórarinn aldrei viljað tala um markhópa heldur vill hann eiga viðskipti við alla.  Frá Dominos lá leið Þórarins til IKEA þar sem hann var í 15 ár. Sömu viðskiptalögmál áttu við þar og hjá Dominos að selja mörgum með lágri framlegð.  Þórarinn hætti hjá IKEA og stofnaði Spaðann. Hann segir pizzuna hafa fylgt sér allar götur frá Dominos og verið í lykilhlutverki í lífi hans. Enda veki pizzann upp allt önnur hughrif en annar skyndibiti. Ameríska pizzan sé stærri og matarmeiri og því geti fleiri en einn deilt hverri pizzu ólíkt þeirri ítölsku. Pizzan getur endalaust endurnýjað sig. Þegar Þórarinn var að byrja voru sveppir vinsælir en sjáist varla í dag og í dag séu döðlur t.d komnar inn. Hann segist því eiga pizzunni mikið að þakka og hjá IKEA hafir pizzudeig verið söluhæsta varan.  Hugmyndin af Spaðanum kom þegar hann sá færslu frá Gunnari Smára leiðtoga Sósíalista þar sem hann ætlaði að gefa dóttur sinni 2000 kr. fyrir pizzu sem hún sagði engan veginn duga. Hann hafi því byrjað að reikna hvort hægt væri að bjóða upp á pizzur og sá að það væri auðveldlega hægt að bjóða uppá pizzur með 1.000 kr. afslætti. Þórarinn segir Íslendinga mega veri betri neytendur og við eigum að varast tilboð sem oft séu bara sýndarmennska og gervi afslættir.Hann segist hús fjölskyldunar í Kópavogi sem hann keypti fyrir mörgum árum vera bestu ákvörðun sína í fjármálum. Hann segist stefna að fjárhagslegu sjálfstæði hann þekki mikið af efnuðu fólki sem sé ekkert sérstaklega hamingjusamt.  Hann segist vel muna eftir því þegar hann fékk loksins tekjur sem voru hærri en eyðsla og hversu góð tilfinning það hefði verið. Hann segist vera bíladellukall og hafi oft gert slæm viðskipti með bíla. Keypt furðulega bíla sem erfitt hafi verið að selja.  Umsjón: Gunnar Dofri Ólafsson Þessi þáttur er framleiddur af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. 
12/15/20201 hour, 5 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Hamingjuna finnur maður í fjárhagslegu frelsi - Georg Lúðvíksson

Georg Lúðvíksson er einn stofnanda hugbúnaðarfyrirtækisins Meninga sem var stofnað með það að markmið að geta aðstoðað fólk með lausnum sem tengjast fjármálum heimilisins í gegnum netbanka.  Með því að breyta fjármálahegðun sinni getur fólk aukið lífsgæði sín mikið.  Lausnin er ekki að halda skipulegt heimilisbókhald þar sem allt er fært inn að sögn Georgs heldur að nýta lausnir eins og Meniga sem hjálpa fólki að skipuleggja fjármál sín á einfaldan hátt. Georg segir stjórn fjármálum eina mikilvægastu breytu sem getur haft áhrif á lífsgæði.Hann leggur mikla áherslu á fjárhagslegt uppeldi á börnum sínum og nálgast það sem leik fremur en lærdóm.   Hann gaf sonum fé til að fjárfesta fyrir á fjárfestingarreikningi með það að markmiði að kenna þeim að fjárfesta og spara. Elsti sonur hans fékk heimild til að velja sjálfur hlutabréf og keypti hann hlutabréf í Tesla í vor sem var eitthvað sem Georg fannst nokkuð dýrt  Sú fjárfesting hefur þrefaldað virði sitt í dag.  Punkturinn var ekki að fara að græða heldur að byrja að fjárfesta og læra.  Varasjóður er eitthvað það mikilvægasta þar sem lífið er nú þannig að alltaf koma upp aðstæður sem við getum ekki gert ráð fyrir. Við þurfum að skilja okkar eigin tilfinningar þegar kemur að peningum því það er stöðugt verið að sækja að okkur um eyðslu. Georg hefur hrifist af FIRE (Financial Independence - Retire Early) hreyfingunni og segist sjálfur stefna að fjárhagslegu frelsi þar sem hann hefur val um hvaða stefnu líf hans eigi að taka. Því fyrr sem við setjum okkur fjárhagsleg markmið því fyrr rætast þau.  Þar sem tíminn vinnur með peningum og það er aldrei of seint að byrja að taka fjármálin föstum tökum. Hann segir það mikil mistök að geyma allan sparnað sinn í íslenskum krónum og það sé eitthvað sem við hefðum átt að læra af bankahruninu árið 2008.  Við eigum að dreifa áhættu og um 80% af sparnaði ætti að vera dreift alþjóðlega. Besta fjárfesting hans var kjallaraíbúð sem hann keypti árið 2004. SKilnaður sem hann gekk í gegnum fyrir nokkrum var erfið lífsreynsla á margan hátt og meðal annars fjárhagslega og er eitthvað sem fólk þarf taka tillit til þar sem skilnaðir eru nokkuð algengir. Meniga hefur séð breytingar hjá neysluhegðun Íslendinga samhliða niðursveifluna vegna Covid 19.   Sparnaður hefur aukist og netverslun. Útgjöld til bifreiða, frí og ferðalaga hefur dregist saman. Umsjón: Gunnar Dofri Ólafsson Þessi þáttur er framleiddur af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. 
12/7/20201 hour, 2 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Hvað kostar að eiga bíl í raun? - Björn Berg Gunnarsson

Björn Berg Gunnarsson starfar sem deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Hann hefur kynnt sér fjármál bíla í þaula . Hvað þýðir það ef maður kaupir sér bíl í kringum tvítugt,  hverju fórnum við í staðinn?  Það mun að öllum líkum seinka íbúðarkaupum og jafnvel hafa slæm áhrif á mögulegt nám.  Peningur sem fer í rekstur og kaup á bíl er svo mikill að þú getur gert mjög mikið fyrir þá peninga.  Það kostar nokkur hundruð þúsund á ári að reka bíl auk þess sem bílinn lækkar hratt í verði. <Varðandi rekstrarleigu og leigu þá þarf að reikna dæmið út og bera saman kostnað við kaup á bíl.  Með bíl á leigu þá ertu ekki að binda mikla peninga í bílnum heldur er hægt að skila honum.  En það eru fleiri valkostir en bara að kaupa bíl það má nýta sér fjölmarga ólíka valkost þegar kemur að samgöngum. Hægt er að leigja bíl í nokkra mánuði, Taka leigubíl, rafmagnshlaupahjól og ganga eða taka strætisvagninn.  Eins eru ZIP bílar eða deilibílar spennandi valkostur.    Mikilvægast er samt að skoða og spyrja sjálfan sig hversu oft þarf ég nauðsynlega á bíl að halda?  Leigubíll er t.d. ekkert mjög dýr ef maður tekur hann sjaldan og ber saman kostnað við að eiga og reka bíl.  Þetta og margt fleira í þessu áhugaverða spjalli.  Umsjón: Júlí Heiðar HalldórssonÞessi þáttur er framleiddur af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. 
12/1/20201 hour, 7 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Sambönd, kaupmálar og erfðaskrár - Jóhannes Árnason

Jóhannes Árnason lögmaður en hann rekur ásamt öðrum síðurnar, kaupmali.is og erfðaskra.is.   um 40% hjónabanda á Íslandi enda með skilnaði og því er mikilvægt að kynna sér vel fjárhagsstöðu og réttindi í sambandi eða hjónabandi.  Í flestum tilfellum er samið um fjármál þegar fólk skilur eins er ekki hægt að skilja fyrr en Mikilvægast er að huga að fjármálum, þegar fólk hefur fyrstu sambúð þá á fólk þær eignir sem það kemur með inn í sambúðina.   Því er gott að vita í sambúð eru fjármál að langmestu leyti aðskilin og eignir skráðar á hvern einstakling.  Hægt er að gera sambúðarsamning sem kveður á um eignir og skiptingu.  Kaupmálar eru algengari eftir því sem fólk er eldra samhliða því að fólk á meiri eignir. Auk þess er farið yfir erfðamál - flókin fjölskyldumunstur. Umsjón: Júlí Heiðar HalldórssonÞessi þáttur er framleiddur af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. 
11/24/202048 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Vikumatseðill og viðbótarlífeyrissparnaður - Snædís Ögn Flosadóttir

Snædís Ögn sýslar með stórar upphæðir dags daglega en hún starfar sem framkvæmdastjóri þriggja eftirlaunasjóða.  Hún lærði snemma í uppeldinu að hver einasta króna skiptir máli en hún varð ólétt 17 ára gömull og stofnar þá heimili.  Besta ráðið sem Snædís hefur fengið og hún hefur reynt að temja sér er að skilja á milli gerviþarfa og raunverulegra þarfa.  Hún hefur gert matseðil á sunnudagskvöldum fyrir fjölskylduna og segir þessa reglu að hafa skipulagt matarinnkaup og gert þau mun auðveldari þar sem ekki þarf að fara í oft í viku í að versla. Matarkostnaðurinn  getur auðveldlega rokið upp á heimilinu ef þetta plan riðlast og farið er oftar að versla.   Hún segist leggja fyrir á hverjum mánuði og fylgjast vel með útgjöldum.  Heimilisbókhald og skipulag skiptir alltaf máli og kannski mestu máli þegar maður er að byrja búskap.  Hún ræðir svo ítarlega um viðbótarlífeyrissparnað og mikilvægi þess að hugað sé að honum sem fyrst. Umsjón: Júlí Heiðar HalldórssonÞessi þáttur er framleiddur af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. 
11/17/202044 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Atvinnuleysi og atvinnuleit. Hvernig landar maður góðu starfi?

Í þessum þætti eru viðmælendur þau Jóhanna Hauksdóttir frá Vinnumálastofnun og Sverrir Briem sérfræðingur í ráðningum hjá Hagvangi. VIð munum ræða og skoða sérstaklega:Hvað þýðir það fjárhagslega að missa vinnuna og hvað er það fyrsta sem maður á að gera ef slíkt hendir mann? Má maður vera í námi á sama tíma og maður fær atvinnuleysisbætur og hver er tekjutenging  þeirra.  Ferilskráin skiptir öllu máli, hún er oft fyrsta snertingin við þann sem er að leita að starfskrafti. Einnig skiptir máli að vera með uppsetta Linkedin síðu. Miklu máli skiptir að nýta tengslanet sitt og það viti að þú sért að leita þér að vinnu. Þetta og margt fleira í þessu þætti. Umsjón: Júlí Heiðar HalldórssonÞessi þáttur er framleiddur af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.        
11/10/202046 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Ástríðan varð að fyrirtæki - Sigrún María Hákonardóttir

Sigrún María Hákonardóttir er menntaður viðskiptafræðingur, náms- og starfsráðgjafi sem rekur í dag  í eigið fyrirtæki Fitby Sigrún. Hún stofnaði fyrirtækið í kjölfarið á því að hún fór að deila fríum æfingum á Instagram  árið 2014 fyrir óléttar konur og nýbakaðar mæður.  Hún segir nám sitt í viðskiptafræðinni hafa nýst mjög vel við reksturinn. Hún lenti í kulnun 21 árs gömul. Sú reynsla hefur búið hana undir það álag sem fylgt hefur rekstri fyrirtæksisins auk annara áskoranna. Hú segist vita í dag hvað hún þolir og hvenær hún þurfi að taka sér frí.  Hún hefur brennandi áhuga heilsu og þjálfun  og hefur sérhæft sig í meðgöngu og mömmuþjálfun í eigin líkamsræktarstöð. Hún segir það skipta miklu máli að vera sérhæfður þegar maður fer í rekstur á eigin fyrirtæki og segir það skipta miklu máli að vaxa hægt og örugglega.  Stóra ástríða hennar er að aðstoða konur við að koma sér í form eftir meðgöngu. Hún ólst upp í Bandaríkjunum og fékk hún góða menntun í fjármálalæsi þar, auk þess sem hún hefur tileinkað sér jákvætt hugarfar til peninga. Heimasíða FitbySigrún https://fitbysigrun.com/Sigrún  er með eigið hlaðvarp sem má finna hér: https://spoti.fi/2HoYUxiAtvinnumál kvenna Atvinnumál kvenna https://atvinnumalkvenna.is/Styrkir Nýsköpunarmiðstöð https://www.nmi.is/is/nyskopun_og_samstarf/styrkirUmsjón: Júlí Heiðar HalldórssonÞessi þáttur er framleiddur af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. 
11/3/202039 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Ríki pabbi, fátæki pabbi - Kjartan Örn Sigurðsson

Kjartan Örn Sigurðsson kaupsýslumaður fjallar hér um bókina Ríki pabbi, fátæki pabbi (Rich Dad Poor Dad) sem kom út árið 1997 en sú bók hefur verið ein mest selda bók um fjármál einstaklinga síðan hún kom út.  Hann segir bókina vera fyrir alla þá sem vilja skilja grundvallaratriði fjármála og hefur hann gefið fjölmörgum þessa bók.   Kjartan segir bókina í grundvallaratriðum fjalla um hvernig  efnað fólk vinnur ekki fyrir peningum heldur lætur peninga vinna fyrir sig.  Kjartan heldur úti hlaðvarpinu Firmað ritar ásamt Kolbeini Marteinssyni þar sem þeir ræða um bækur sem tengjast viðskiptum, árangri og markmiðum.Bókin kom út á íslensku árið 2001 undir heitinu Ríki pabbi fátæki pabbi og er hægt að nálgast hana á bókasöfnum. Bókina má einnig finna sem hljóð- eða rafbók mjög víða. Kjartan mælir einnig með þessum bókum fyrir alla þá sem vilja fræðast meira um fjármál og rekstur:   Raving Fans eftir Ken Blanchard  The intelligent investor eftir Benjamin GrahamThe Beermat Entrepreneur eftir Mike Southon og Chris WestInfluence, the psychology of persuasion eftir Robert B. CialdiniThe Way of the Superior Man eftir David DeidaMade in America eftir Sam WaltonUmsjón: Júlí Heiðar HalldórssonÞessi þáttur er framleiddur af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. 
10/28/20201 hour, 8 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Instagram og Extraloppan - Brynja Dan Gunnarsdóttir

Brynja útskrifaðist sem verkfræðingur árið 2011. Fyrsta verkefnið eftir útskrift var að markaðssetja íslenskt vodka og fór hún í markaðsbransann í framhaldi af því starfi.  Hún ræðir hér um stofnun Extraloppunar og þær áskoranir sem fylgt hafa opnun hennar. Hvað skiptir mestu  við reksturinn og hvaða mistök hefur hún gert við rekstur hennar? Og við spyrjum hvort Brynja gangi bara í notuðum fötum í dag?Við ræðum einnig samfélagsmiðla og spyrjum hvaða tekjur er hægt að hafa af þeim og hvernig Brynja fór að því að ná árangri þar.  Brynja hefur alltaf reynt að fara varlega í fjármálum og alltaf átt varasjóð.  Besta ráðið sem hún hefur fengið er að fjárfesta í steypu en það versta þegar henni var ráðlagt að fjárfesta arfi í hlutabréfasjóð rétt fyrir hrun. Þetta og margt fleira í þessu skemmtilega viðtali.  Umsjón: Júlí Heiðar Halldórsson.Þessi þáttur er framleiddur af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.  
10/20/202045 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Þetta reddast, er versta fjármálaráðið. Edda Hermannsdóttir

Edda Hermannsdóttir markaðs - samskiptastjóri Íslandsbanka fjallar fjármál og hvernig hún tileinkaði sér reglur í fjármálum á unga aldri sem hafa reynst henni vel allar götur síðan.  Hún byrjaði snemma að vinna og unnið mikið og áttaði sig fljótt á því hvað hún þurfti að vinna mikið til að eiga fyrir ákveðnum hlutum.   Hvernig nær maður árangri þegar kemur að sparnaði og margt fleira áhugavert í þessu viðtali.  Umsjón: Júlí Heiðar HalldórssonÞessi þáttur er framleiddur af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.  
9/17/202036 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Hvernig kaupir maður íbúð í dag? Páll Pálsson

Páll Pálsson fasteignasali ræðir um hvernig maður ber sig að við kaup á fasteign. Hvar er hagstæðast að kaupa, hvað ber að varast og hvað þarf maður að eiga af peningum? Á hvað ætti maður að horfa þegar keypt er fyrsta íbúðin? Húsnæðislán er fyrir flesta stærsta fjárfestingin og því borgar sig að skoða valkosti og ólíkar gerðir. Umsjón: Júlí Heiðar HalldórssonÞessi þáttur er framleiddur af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. 
9/15/202051 minutes, 48 seconds