Winamp Logo
Landspítali hlaðvarp Cover
Landspítali hlaðvarp Profile

Landspítali hlaðvarp

Icelandic, National/National politics/National assembly, 1 season, 99 episodes, 4 days, 4 hours, 9 minutes
About
Viðtöl um ýmis málefni sem tengjast heilbrigðismálum, starfsemi og mannauði Landspítala
Episode Artwork

LEGVARPIÐ // Áslaug Hauksdóttir

Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Þátturinn er hluti af syrpunni “Ljósmæður líta um öxl” sem er unnin í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands, þar sem rætt er við reynslubolta við starfslok. Gestur dagsins er Áslaug Hauksdóttir, ljósmóðir, baráttukona og kvenskörungur með meiru. Áslaug segir frá fjölbreyttum starfsferli sem endurspeglar forvitni og þörf til að taka þátt í framþróun og breytingum í þágu kvenna. Áslaug hefur sinnt ljósmæðrastörfum erlendis og í flestum landshornum hérlendis, þar með talið á Landspítala þar sem Áslaug tók til dæmis þátt í uppbyggingu og starfsemi glasafrjóvgunardeildar. Segja má að Áslaug sé mikill brautryðjandi á sviði ljósmóðurfræða á Íslandi og tók hún stóran þátt í að innleiða og festa í sessi vatnsfæðingar sem og heimafæðingar hér á landi. Komið með inn í skemmtilegar sögur allt frá símhringingu í útvarpsþátt yfir í fundi við Landlækna, þar sem réttlætiskennd og baráttuandi fyrir kvennamálum skín í gegn.
4/18/202459 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

LEGVARPIÐ // Ljósmæður líta um öxl - Guðrún Bö og Magga Bjarna ljósmæður

Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legavarpinu. Þátturinn er hluti af syrpunni “Ljósmæður líta um öxl” sem er unnin í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands, þar sem rætt er við reynslubolta við starfslok. Gestir dagsins eru hið órjúfanlega tvíeyki Margrét Ásdís Bjarnadóttir og Guðrún Böðvarsdóttir, betur þekktar sem Magga og Gunna. Ljósmæðraáhugi þeirra beggja kviknaði í sauðburði, enda báðar sveitastúlkur að vestan. Þær segja frá námsárum þar sem þær rétt náðu í skottið á heimavistinni með tilheyrandi sjarma, útivistarreglum og stífuðum köppum. Magga og Gunna hafa í gegnum tíðina upplifað allskyns strauma og stefnur í fræðum og starfsháttum og lýsa á skemmtilegan hátt þeim tækniframförum og breytingum sem orðið hafa á starfsumhverfi fæðingarþjónustunnar. Komið með inní fjölmargar skemmtilegar sögur af ævintýrum þessara einstöku vinkvenna innan vinnu sem utan, en þeir heimar hafa aldeilis skarast þegar þær tóku á mótu börnum hvor annarrar og aðstoðuðu við fæðingu barnabarnanna.
3/25/20241 hour, 19 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Tilfellaráðgáta á Læknadögum 2023

Sem upphitun fyrir Læknadaga 2024 sem fara fram dagana 15. - 19. janúar, deilum við með ykkur upptöku af tilfellaráðgátu sem fram fór á Læknadögum í fyrra. Berglind Bergmann, sérnámslæknir í lyflækningum, kynnir tilfellið í bútum og pallborð sérfræðinga greinir tilfellið. Pallborðið skipa þau; Hildur Jónsdóttir, sérfræðingur í almennum lyflækningum, Bára Dís Benediktsdóttir, þá sérnámslæknir í almennum lyflækningum (nú sérfræðingur!), Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og Stella Rún Guðmundsdóttir, sérnámslæknir í almennum lyflækningum.
1/10/202451 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

LEGVARPIÐ // Þegar ljósmóðir eignast barn

Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Í þetta sinn fá Legvörpur ekki til sín gest heldur beinist hljóðneminn að Stefaníu sem leysir frá skjóðunni. Hún segir sína reynslusögu af því að ganga með og fæða barn sem ljósmóðir. Hvernig er það að upplifa þetta sjálf á eigin skinni eftir að hafa fylgt ótal konum í gegnum ferlið? Hvað kom á óvart? Hvenær var ljósmæðraþekkingin gagnleg.. eða þvældist hún einhverntíman fyrir? Komið með í þetta magnaða ferðalag, allt frá tilfinningarússíbananum sem fylgir óráðgerðri þungun yfir í kraftmikla heimafæðingu með nágrannana á vorhreingerningardegi fyrir utan gluggann.
10/30/20231 hour, 31 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

LEGVARPIÐ // Sitjandi fæðingar

Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legavarpinu. Gestur þáttarins er danski fæðingarlæknirinn Kamilla Gerard Nielsen sem fjallar af sinni fagmennsku og einstöku yfirvegun um sitjandi fæðingar og allskyns fróðleik sem tengist hinni sjaldgæfu sitjandi stöðu. Kamilla fræðir okkur um sérþekkingu sína og reynslu af “Upright breech” eða sitjandi fæðingum í uppréttri stöðu, útkomur, upplifun, fræðslu til foreldra og kennslu starfsfólks. Spjallið fer á flug um sögu, menningu, tölfræði og tilfinningar þegar sitjandi fæðingar eru annars vegar, sem einkennist af bæði trú og auðmýkt.
6/6/202350 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

LEGVARPIÐ // Kristbjörg Magnúsdóttir ljósmóðir

Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legavarpinu. Gestur þáttarins er Kristbjörg Magnúsdóttir ljósmóðir sem segir frá reynslu sinni af ljósmæðrastörfum með Amish fólki í Lancaster sýslu í Pennsylvania fylki Bandaríkjanna. Kristbjörg dregur upp mynd af lífi Amish fólksins sem einkennist af einfaldleika, sjálfbærni og nægjusemi, allt frá klæðarburði til farartækja. Einnig talar hún um viðhorfi kvennanna til barneigna og menninguna í kringum fæðingar, þar sem hin mikla trú á kvenlíkamanum og móður náttúru ræður ríkjum.
6/6/20231 hour, 13 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

GEÐVARP // Steinunn Ingvadóttir og Hrönn Stefánsdóttir

Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir sérfræðingur í geðhjúkrun ræðir við gesti sína sem eru þær Steinunn Ingvarsdóttir og Hrönn Stefánsdóttir. Steinunn Ingvarsdóttir útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2009. Árin eftir útskrift starfaði Steinunn m.a. á bráðamóttöku, hjartagátt og á krabbameinslækningadeild Landspítala. Steinunn fékk í starfi sínu sem aðstoðardeildarstjóri á Krabbameinslækningadeild mikinn áhuga á gæða- og umbótastarfi og það leidda hana í meistaranám í verkefnastjórnum (MPM) við Háskólann í Reykjavík. Steinunn starfaði sem verkefnastjóri á Landspítala næstu árin eftir útskrift úr meistaranáminu og kom að fjölbreyttum verkefnum. Hún hóf svo störf í geðþjónustu Landspítala s.l. haust (2022) sem hjúkrunarfræðingur í Geðhvarfateymi. Steinunn er einnig menntaður Jóga Nidra kennari. Hrönn er hjúkrunarfræðingur, útskrifaðist frá hjúkrunardeild HÍ árið 2003 en með námi vann hún á bæklunarskurðdeild . Vann á Hrafnistu og bráðamóttöku barna þegar nýji barnaspítalinn opnaði árið 2003. Flutti til Bandaríkjanna og fór að vinna á slysa- og bráðadeild í Kaliforníu eftir að hafa tekið bandaríska hjúkrunarprófið. Í Metropolitan University í Minnesota fór Hrönn í diplomanám í sára- og stómahjúkrun. Flutti heim aftur 2011 og vann á bráðamóttöku, neyðarmottökuhjúkrunarfræðingur frá 2013 og verkefnastjóri neyðarmóttökunnar árið 2016. Frá 2022 hefur Hrönn unnið á göngudeild geðsviðs. Helga Sif lauk BSc. í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri 1999. Hún lauk meistaranámi í geðhjúkrun við hjúkrunarfræðiskóla Washington University árið 2004, hlaut doktorsgráðu í hjúkrunarfræði við sama skóla árið 2007 og lauk til viðbótar meistaranámi í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík árið 2017. Helga Sif hlaut riddarakross árið 2021 fyrir brautryðjandastörf á vettvangi skaðaminnkunar fyrir fíkniefnaneytendur og aðra jaðarsetta hópa. Helga Sif hefur sérfræðingsleyfi í geðhjúkrun með áherslu á fíknisjúkdóma og hefur frá árinu 2009 verið faglegur bakhjarl Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða Kross höfuðborgarsvæðisins, í sjálfboðavinnu.
3/22/20231 hour, 1 minute, 1 second
Episode Artwork

Þunglyndi með Engilbert Sigurðssyni og Magnúsi Karli Magnússyni

Engilbert Sigurðsson, prófessor og sérfræðingur í geðlækningum, fer yfir þunglyndi í víðum skilningi. Hvað er þunglyndi, hvaða boðefni í heilanum koma við sögu og hverjir eru megin þættir í meðferð. Við ræðum helstu flokka þunglyndislyfja sem eru notuð í dag og einnig nýjungar á borð við segulörvun og psilocybin.Þessi þáttur er unnin í samstarfi við Læknadeild Háskóla Íslands og nýtist við kennnslu læknanema í lyfjafræði á 3. ári og geðlækningum á 5. ári. Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfjafræði og sérfræðingur í blóðlækningum heldur utan um verkefnið og er jafnframt gestaspyrill í þættinum.
11/23/20221 hour, 13 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

DAGÁLL LÆKNANEMANS // Öndunarbilun með Eric Contant, sérfræðingi í bráðalækningum

Eric Contant, sérfræðingur í bráðalækningum, ræðir við okkur um bráða öndunarbilun (e. Respiratory failure). Hvernig er bráðveikur sjúklingur metinn? Hvaða súrefnisgjafaleiðir standa til boða og hvenær skal grípa til ytri öndunarvélar (e. Bipap, cpap)? Þá ræðir Eric við okkur um grunnstillingar ytri öndunarvéla og hvernig hægt sé að breyta þeim svari sjúklingur vélinni illa.  "Dagáll læknanemans" er hlaðvarp fyrir læknanema og annað áhugasamt fólk um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Stjórnendur eru Sólveig Bjarnadóttir og Teitur Ari Theodórsson.
11/17/202246 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

GEÐVARPIÐ // Eydís og Manda ræða um geðhjúkrun

Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir sérfræðingur í geðhjúkrun ræðir við gesti sína um sögu og þróun geðhjúkrunar ásamt geðhjúkrun á Landspítala. Gestir þáttarins eru þær dr. Eydís Kristín Sveinbjarnardóttir og Manda Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri. Eydís er dósent við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands. Hún var lektor við deildina 1991-1994 og klínískur lektor 2011-2016. Hún er gestadósent við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri þar sem hún var sviðsforseti og dósent 2016-2021. Eydís var stjórnandi í hjúkrun á Landspítala í næstum tuttugu ár þ.e. á árunum 1997-2016. Þegar Ísland var með formennsku í Norðurskautsráðinu 2019-2021 var Eydís formaður sérfræðingahóps um heilbrigðismál á Norðurslóðum.  Nýjustu birtingar Eydísar eru tveir ritrýndir bókarkafla í kennslubók  um geðhjúkrun fyrir nemendur í meistaranámi í geðhjúkrun sem var að koma út á haustmisserinu 2022.Margrét Manda Jónsdóttir er menntaður hjúkrunarfræðingur og starfaði eftir útskrift á legudeild BUGL  og svo í geðþjónustunni. Þar starfaði hún fyrstu árin sem aðstoðardeildarstjóri á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild og fékk mikinn áhuga á stjórnun. Manda kláraði MBA nám í HR 2016 og hefur starfað síðan þá sem deildarstjóri. Í dag er Manda í miðju breytingarstjórnunarferli þar sem hún stýrir nýrri deild sem kallast meðferðargeðdeild geðrofssjúkdóma – deild sem sérhæfir sig í greiningu, meðferð og endurhæfingu sjúklinga með geðrofseinkenni. Deildin var stofnuð í janúar 2022 og er því öll umbóta og þróunarvinna í fullum gangi.Helga Sif  lauk BSc. í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri 1999. Hún lauk meistaranámi í geðhjúkrun við hjúkrunarfræðiskóla Washington University árið 2004,  hlaut doktorsgráðu í hjúkrunarfræði við sama skóla árið 2007 og lauk til viðbótar meistaranámi í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík árið 2017. Helga Sif hlaut riddarakross árið 2021 fyrir brautryðjandastörf á vettvangi skaðaminnkunar fyrir fíkniefnaneytendur og aðra jaðarsetta hópa. Helga Sif hefur sérfræðingsleyfi í geðhjúkrun með áherslu á fíknisjúkdóma og hefur frá árinu 2009 verið faglegur bakhjarl Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða Kross höfuðborgarsvæðisins, í sjálfboðavinnu.Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptadeild Landspítala sem heldur úti Hlaðvarpi Landspítala og þeim sjálfstæðu þáttasyrpum sem tilheyra hlaðvarpsfjölskyldu spítalans.
11/16/202249 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Innöndunarlyf með Gunnari Guðmundssyni, lungnalækni

Gunnar Guðmundsson sérfræðingur í lungnalækningum ræðir innúðalyf við astma og langvinnri lungnateppu. Grípið andann á lofti því mörgu er svarað - Hvaða eru berkjuvíkkandi lyf? Hvernig gagnast innúðasterar? Hvernig á að innleiða meðferð og hver er tröppugangurinn þegar kemur að því að auka meðferð?Þessi þáttur er unnin í samstarfi við Læknadeild Háskóla Íslands og nýtist við kennnslu læknanema í lyfjafræði á 3. ári. Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfjafræði og sérfræðingur í blóðlækningum heldur utan um verkefnið og er jafnframt gestaspyrill í þættinum.
11/9/202253 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Klínísk rökleiðsla - 68 ára ferðamaður með skyndilegt rugl og máttleysi

Berglind Bergmann sérnámslæknir í lyflækningum og Hildur Jónsdóttir sérfræðingur í almennum lyflækningum leiða okkur í gegnum tilfelli með klínískri rökleiðslu (e. clinical reasoning). Þátturinn er 4. og síðasti þátturinn í sérstakri undirsyrpu fyrir Lyflæknaþing sem verður haldið í nóvember 2022. Tilfellið er kynnt í nokkrum bútum og eftir hvern bút eru umræður. Tilfellið er leyst í rauntíma. Hlustandi getur þannig tekið þátt og spreytt sig á tilfellinu með okkur. Áherslan er að hugsa vítt, koma með mismunagreiningar og læra af ferlinu. Hvað leiðir okkur í rétta átt og hvað villir sýn? Rétt greining er afhjúpuð í lok þáttarins.Þátturinn byggir á raunverulegu tilfelli. Upplýsingum hefur verið breytt til að gera þær ópersónugreinanlegar og gæta trúnaðar. 
11/2/20221 hour, 2 seconds
Episode Artwork

Klínísk rökleiðsla - 62 ára með kviðverk

Berglind Bergmann sérnámslæknir í lyflækningum og Hildur Jónsdóttir sérfræðingur í almennum lyflækningum leiða okkur í gegnum tilfelli með klínískri rökleiðslu (e. clinical reasoning). Þátturinn er þáttur númer 3 í nýrri undirsyrpu fyrir Lyflæknaþing sem verður haldið í nóvember 2022. Munum gefa miða á þingið! Meiri upplýsingar með því að hlusta á þáttinn.Tilfellið er kynnt í nokkrum bútum og eftir hvern bút eru umræður. Tilfellið er leyst í rauntíma. Hlustandi getur þannig tekið þátt og spreytt sig á tilfellinu með okkur. Áherslan er að hugsa vítt, koma með mismunagreiningar og læra af ferlinu. Hvað leiðir okkur í rétta átt og hvað villir sýn? Rétt greining er afhjúpuð í lok þáttarins.Þátturinn byggir á raunverulegu tilfelli. Upplýsingum hefur verið breytt til að gera þær ópersónugreinanlegar og gæta trúnaðar.
10/27/202259 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Klínísk rökleiðsla - 55 ára með gikkfingur, krónískan niðurgang og brjóstverk

Berglind Bergmann sérnámslæknir í lyflækningum og Hildur Jónsdóttir sérfræðingur í almennum lyflækningum leiða okkur í gegnum tilfelli með klínískri rökleiðslu (e. clinical reasoning). Þátturinn er þáttur númer 2 í nýrri undirsyrpu fyrir Lyflæknaþing sem verður haldið í nóvember 2022. Munum gefa miða á þingið! Meiri upplýsingar með því að hlusta á þáttinn.Tilfellið er kynnt í nokkrum bútum og eftir hvern bút eru umræður. Tilfellið er leyst í rauntíma. Hlustandi getur þannig tekið þátt og spreytt sig á tilfellinu með okkur. Áherslan er að hugsa vítt, koma með mismunagreiningar og læra af ferlinu. Hvað leiðir okkur í rétta átt og hvað villir sýn? Rétt greining er afhjúpuð í lok þáttarins.Þátturinn byggir á raunverulegu tilfelli. Upplýsingum hefur verið breytt til að gera þær ópersónugreinanlegar og gæta trúnaðar.
10/19/202250 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

LEGVARPIÐ // Edythe Mangindin ljósmóðir

"Legvarpið" er sjálfstæð þáttasyrpa ljósmæðra innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnendur syrpunnar eru hjúkrunarfræðingarnir og ljósmæðurnar Sunna María Helgadóttir og Stefanía Ósk Margeirsdóttir. Í þessum þætti ræða þær við Edythe Mangindin ljósmóður um upplifun erlendra kvenna sem fæða börn hér á landi. Edythe er fædd og uppalin í San Francisco í Kaliforníu en foreldrar hennar komu upphaflega frá Filippseyjum. Hún flutti til Íslands árið 2009. Hún fékk áhuga á að læra ljósmóðurfræðina í kjölfar þess þegar hún gekk sjálf í gegnum fæðingu fyrsta barns hennar. Hún byrjaði í hjúkrunarfræðinámi á íslensku strax á öðru ári sínu á landinu og lærði um leið íslenskuna. Eftir að hafa lokið hjúkrunarfræðinámi bætti hún við tveim árum til að verða ljósmóðir. Undanfarin fjögur ár hefur hún unnið á deildum sem sinna konum fyrir og eftir fæðingu. Hún er meðal annars alþjóðlegur IBCLC brjóstagjafaráðgjafi og er núna í doktornámi þar sem viðfangsefnið er upplifun erlendra mæðra af mæðravernd og fæðingum á Íslandi. Edythe fjallar um niðurstöður rannsókna og fer meðal annars yfir fæðingar-útkomu og upplifun kvenna af fæðingum og barneignarferlinu. Hverjar eru helstu hindranir tengdar aðstæðum og kerfinu og hvernig tryggjum við jafna, örugga og einstaklingsmiðaða þjónustu? Túlkaþjónusta, réttindamál, félagsleg tengsl, menningarhæfni og margt fleira með Edythe. The midwives Stefanía Ósk and Sunna María are back and for the first time in English, a language they aren't that great in but thankfully Edythe M. Mangindin, did most of the talking. In this episode, Edythe, a woman of many titles but first and foremost a Filipino-American-Icelandic wife, mother, nurse and midwife, talks about the outcomes and experience offoreign women who receive maternity care in Iceland. How do we ensure respectful, safe and equal care for women of foreign origin? This and other important questions will be discussed in today's episode.
10/13/20221 hour, 32 seconds
Episode Artwork

DAGÁLL LÆKNANEMANS // Klínísk rökleiðsla - 49 ára með svima, slappleika og mæði

Berglind Bergmann sérnámslæknir í lyflækningum og Hildur Jónsdóttir sérfræðingur í almennum lyflækningum leiða okkur í gegnum tilfelli með klínískri rökleiðslu (e. clinical reasoning). Þátturinn er sá fyrsti í nýrri undirsyrpu fyrir Lyflæknaþing sem verður haldið í nóvember 2022Tilfellið er kynnt í nokkrum bútum og eftir hvern bút eru umræður. Tilfellið er leyst í rauntíma. Hlustandi getur þannig tekið þátt og spreytt sig á tilfellinu með okkur. Áherslan er að hugsa vítt, koma með mismunagreiningar og læra af ferlinu. Hvað leiðir okkur í rétta átt og hvað villir sýn? Rétt greining er afhjúpuð í lok þáttarins.Þátturinn byggir á raunverulegu tilfelli. Upplýsingum hefur verið breytt til að gera þær ópersónugreinanlegar og gæta trúnaðar.
10/12/20221 hour, 10 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

DAGÁLL LÆKNANEMANS // Æðavirk lyf (e. pressorr) með Martin Inga og Magnúsi Karli

Martin Ingi Sigurðsson, prófessor og sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum fer yfir æðavirk lyf. Hvað eru æðavirk lyf, hvernig virka þau og hvernig beitum við þeim? Þessi þáttur er unnin í samstarfi við Læknadeild Háskóla Íslands og nýtist við kennnslu læknanema í lyfjafræði á 3. ári og svæfinga- og gjörgæslulækningum á 6. ári. Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfjafræði og sérfræðingur í blóðlækningum heldur utan um verkefnið og er jafnframt gestaspyrill í þættinum.
9/29/202250 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

GEÐVARPIÐ // Nína Eck - jafningi á geðsviði

Nína Eck er Jafningi á Geðsviði. Hún hóf störf á Laugarásnum í desember 2021 en hefur unnið á Kleppi og Hringbraut í sumar. Nína hefur reynslu af geðrænum áskorunum og mörgu sem þeim fylgdi en var útskrifuð úr DAM-teyminu árið 2020. Nú er hún í starfsréttindanámi í félagsráðgjöf og vinnur hart að því að þróa jafningjastarfið og kynna það fyrir öllum sem vilja hlusta.
9/23/202259 minutes
Episode Artwork

GEÐVARPIÐ // Arndís Vilhjálmsdóttir geðhjúkrunarfræðingur

Arndís Vilhjálmsdóttir er geðhjúkrunarfræðingur og lauk B.Sc prófi í hjúkrunarfræði frá HÍ 2009 og meistaragráðu frá Háskólanum á Akureyri 2020. Arndís starfaði lengi á geðþjónustu Landspítala, fyrst á fíknigeðdeild og síðan í samfélagsteymi. Núna starfar Arndís í geðheilsuteymi fangelsa og situr í stjórn Fagdeilda geðhjúkrunarfræðinga innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún hefur fyrst og fremst unnið við geðhjúkrun frá útskrift og þá aðallega með einstaklingum sem glíma við vímuefnavanda og/eða annan geðvanda. Helga Sif Friðjónsdóttir sérfræðingur í geðhjúkrun ræðir við hana um málefni á sviði geðhjúkrunar.
6/23/202250 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

DAGÁLL LÆKNANEMANS // Steinunn Þórðardóttir: Heilabilun

"Dagáll læknanemans" er hlaðvarp fyrir læknanema og annað áhugasamt fólk um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Stjórnendur eru Sólveig Bjarnadóttir og Teitur Ari Theodórsson. Að þessu sinni er gestur þáttarins Steinunn Þórðardóttir, sérfræðingur í öldrunarlækningum og formaður Læknafélags Íslands. Steinunn ræðir heilabilun með áherslu á Alzheimer sjúkdóm. Hvermig metum við vitræna getu og hvernig greinum við heilabilun? Hver er meingerð Alzheimer sjúkdóms? Hvaða meðferðarmöguleikar eru í boði og hvað ber framtíðin í skauti sér?
5/27/20221 hour, 6 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

LEGVARPIÐ - Hulda Þórey Garðarsdóttir ljósmóðir

Sunna María Helgadóttir og Stefanía Ósk Margeirdóttir ræða við Huldu Þórey Garðarsdóttur um ljósmæðrastörf hennar í Hong Kong en þar búa yfir 7 milljónir á svæði sem er á stærð við höfuðborgarsvæðið.
4/28/20221 hour, 25 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

GEÐVARPIÐ - Margrét Eiríksdóttir sérfræðingur í geðhjúkrun

„Geðvarpið" er ný sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn dr. Helga Sif Friðjónsdóttir. Í þessum áttunda þætti fá gestaspyrlar þær Sandra Sif Gunnarsdóttir, starfandi deildarstjóri á Laugarás og Rannveig Þöll Þórsdóttir, sérfræðingur í geðhjúkrun til sín Margréti Eiríksdóttur sérfræðing í geðhjúkrun. Margrét hefur yfir fjörutíu ára starfsreynslu við geðhjúkrun. Margrét hefur upplifað miklar breytingar á þjónustu og meðferð geðsjúkra á löngum starfsferli. Þegar litið er til hjúkrunar fólks sem tekst á við alvarlega geðsjúkdóma ber þar hæst aukna þekkingu á mikilvægi þess að uppfylla þjónustuþarfir og veita þjónustu og stuðning samkvæmt þörfum í nærumhverfi sjúklinga og fjölskyldna þeirra.Rætt er við Margréti um bakgrunn hennar, áherslur, ástríðu og reynslu í geðhjúkrun. 
4/27/20221 hour, 19 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

DAGÁLL LÆKNANEMANS // Klínísk rökleiðsla: Dularfulla bráðamóttökutilfellið

Berglind Bergmann sérnámslæknir í lyflækningum og Hildur Jónsdóttir sérfræðingur í almennum lyflækningum leiða okkur í gegnum tilfelli með klínískri rökleiðslu (e. clinical reasoning).Þetta er annar þátturinn í undirsyrpu Dagáls læknanemans um klíníska rökleiðslu. Hildur kynnir í nokkrum bútum tilfelli sem hún kynntist í sínu sérnámi í Bandaríkjunum og eftir hvern bút eru umræður. Sólveig, Teitur og Berglind eru blinduð á tilfellið og hjálpast að við að leysa það í rauntíma. Hlustandi getur þannig tekið þátt og spreytt sig á tilfellinu með okkur. Áherslan er að hugsa vítt, koma með mismunagreiningar og læra af ferlinu. Hvað leiðir okkur í rétta átt og hvað villir sýn? Rétt greining er afhjúpuð í lok þáttarins.Þátturinn byggir á raunverulegu tilfelli. Upplýsingum hefur verið breytt til að gera þær ópersónugreinanlegar og gæta trúnaðar. 
4/7/20221 hour, 2 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

GEÐVARPIÐ // Rætt um geðhjúkrun við þrjá unga hjúkrunarfræðinga

"Geðvarpið" er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn dr. Helga Sif Friðjónsdóttir. Að þessu sinni er Guðfinna Betty Hilmarsdóttir þáttarstjórnandi með Helgu Sif. Viðmælendur þeirra eru þær Rósa Björg Ómarsdóttir í transteymi BUGL, Magnea Herborg Magnúsardóttir á Laugarási meðferðargeðdeild og Ólöf Jóna Ævarsdóttir á móttökugeðdeild fíknimeðferðar. Umræðuefnið er geðhjúkrun í sinni víðustu mynd með starfsferil og reynslu þessara þriggja hjúkrunarfræðinga í brennidepli. Geðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum Landspítala og einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Rósa Björg Ómarsdóttir útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2008. Starfaði fyrstu árin á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi. Fór þaðan í heimahjúkrun og var oft í tímavinnu, til dæmis við öldrunarhjúkrun. Vann einnig á bráðamóttöku og á krabbameinsdeild í Danmörku. Hefur lengi haft sterkar taugar til geðhjúkrunar síðan hún  hóf störf á BUGL sem ráðgjafi á legudeild árið 2002 og alltaf langað að vinna þar aftur. Haustið 2020 hóf hún diplómanám í fjölskyldumeðferð og útskrifast þar vorið 2022. Stefni svo á að klára diplómanám í kynfræði eftir það. Hóf aftur störf á göngudeild BUGL í desember 2020 sem hjúkrunarfræðingur og er í dag teymisstjóri yfir transteymi BUGL. Magnea Herborg Magnúsardóttir útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2020.  Hóf störf á Laugarási meðferðargeðdeild sumarið 2020 og starfar þar sem hjúkrunarfræðingur og málastjóri. Heillaðist af starfseminni þegar hún var þar í verknámi á þriðja ári. Ólöf Jóna Ævarsdóttir útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri 2019. Hóf störf á móttökugeðdeild fíknimeðferðar í mars 2018 sem hjúkrunarnemi og hefur unnið þar síðan. Aðstoðardeildarstjóri á afeitrunardeild ólögráða ungmenna í afleysingu frá 2021-2022. Frá mars 2020 verið hjúkrunarfræðingur og þátttakandi í þróun þjónustu fyrir jaðarsetta einstaklinga sem dvelja í farsóttarhúsi. Sinnt kennslu á miðlægu starfsþróunarári spítalans, meðal annars um fráhvarfsmeðferð. Guðfinna Betty Hilmarsdóttir er geðhjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri á bráðageðdeild 32C. Útskrifaðist úr hjúkrunarfræði við HÍ 2012 og kláraði diplóma í kynfræði 2014. Útskrifaðist sem leiðbeinandi í viðbrögðum og varnarleiðum við ofbeldi árið 2013, og tók þátt í kennslu og uppbyggingu á varnarteymi frá 2013-2019. Starfaði á fíknigeðdeild frá 2012-2017 og síðan á bráðageðdeild frá 2017 til dagsins í dag. Hefur starfað sem aðstoðardeildarstjóri frá árinu 2016, fyrst á fíknigeðdeild og svo á bráðageðdeild. Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir er geðhjúkrunarfræðingur hjá geðþjónustu Landspítala. Hún lauk BSc.-gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri 1999 og meistaragráðu í geðhjúkrun við hjúkrunarfræðiskóla Washington University árið 2004 og hlaut doktorsgráðu í hjúkrunarfræði við sama skóla árið 2007. Helga lauk til viðbótar meistaranámi í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík árið 2017. Helga Sif hefur tekið virkan þátt í fræðslu og þjálfun starfsfólks vítt og breytt á Landspítala. Hún hefur verið lektor við hjúkunarfræðideild Háskóla Íslands, stundakennari við læknadeild HÍ og einnig kennt á á heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri.
2/16/20221 hour, 3 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

DAGÁLL LÆKNANEMANS // Klínísk rökleiðsla: Hinn mikli medisínski slappleiki

"Dagáll læknanemans" er hlaðvarp fyrir læknanema og annað áhugasamt fólk um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Stjórnendur eru Sólveig Bjarnadóttir og Teitur Ari Theodórsson. Í þessum þætti leiða þær Berglind Bergmann sérnámslæknir í lyflækningum og Hildur Jónsdóttir sérfræðingur í almennum lyflækningum hlustendur gegnum tilfelli með klínískri rökleiðslu (e. clinical reasoning). Berglind kynnir tilfelli í nokkrum bútum og eftir hvern bút eru umræður. Sólveig, Teitur og Hildur eru blinduð á tilfellið og hjálpast að við að leysa það í rauntíma. Hlustandi getur þannig tekið þátt og spreytt sig á tilfellinu. Áhersla er lögð á að hugsa vítt, koma með mismunagreiningar og læra af ferlinu. Hvað leiðir okkur í rétta átt og hvað villir sýn? Rétt greining er afhjúpuð í lok þáttarins. Þátturinn er sá fyrsti í syrpu af klínískri rökleiðslu og byggir á raunverulegu tilfelli. Upplýsingum hefur verið breytt til að gera þær ópersónugreinanlegar og gæta trúnaðar. Fengið var leyfi sjúklings fyrir því að nota tilfellið við gerð þáttarins.Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Þættirnir eru aðgengilegir á helstu samfélagsmiðlum Landspítala og einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.(Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)SIMPLECAST:https://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/dagall-24
2/15/20221 hour, 5 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

LEGVARPIÐ // KRISTÍN RUT HARALDSDÓTTIR SÉRFRÆÐILJÓSMÓÐIR SEGIR FRÁ FÓSTURGREININGUM

"Legvarpið" er sjálfstæð þáttasyrpa ljósmæðra innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnendur syrpunnar eru hjúkrunarfræðingarnir og ljósmæðurnar Sunna María Helgadóttir og Stefanía Ósk Margeirsdóttir. Gestur þessa þáttar er Kristín Rut Haraldsdóttir, sérfræðiljósmóðir á fósturgreiningardeild Landspítala. Kristín segir skemmtilegar sögur af uppbyggingu fósturgreiningarþjónustu á norðurhjara veraldar á tímum tækniframfara. Einnig ræðir hún við Legvörpur um fjölbreytta starfsemi deildarinnar, siðferðislegar vangaveltur í tengslum við fósturskimanir og framtíðardrauma. Það er erfitt að hrífast ekki með ástríðu þessarar ótrúlegu hugsjónarkonu. Hverjar eru þessar konur sem sitja dagana langa á kollum í myrkvuðum sónarherbergjum og rýna á skjáinn? Komiði með!Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á samfélagsmiðlum spítalans, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Þess má geta að Sunna María og Stefanía Ósk hafa haldið úti Legvarpinu um nokkurt skeið og eldri þætti má meðal annars finna á bæði Soundcloud og Spotify.Krosssaumuð píka: Birta Rún Sævarsdóttir.SIMPLECASThttps://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/legvarpid-07
1/7/20221 hour, 11 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

DAGÁLL LÆKNANEMANS // Ragnar Freyr Ingvarsson og Ólafur Orri Sturluson: Þvagsýrugigt

"Dagáll læknanemans" er hlaðvarp fyrir læknanema og annað áhugasamt fólk um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Stjórnendur eru Sólveig Bjarnadóttir og Teitur Ari Theodórsson. Í þessum ræða þeir Ragnar Freyr Ingvarsson gigtarlæknir og Ólafur Orri Sturluson sérnámslæknir í almennum lyflækningum um þvagsýrugigt. Af hverju fáum við þvagsýrugigt? Hvernig er hún greind? Hvaða meðferðarmöguleikar eru í boði? Ennfremur er rætt um þvagsýrugigt í sögulegu samhengi, gildi smásjáskoðunar og hvernig hægt er að beita ómun við mismunagreiningu bólgins liðar. Að lokum uppljóstra viðmælendur þáttarins hver jólagjöfin í ár er (var)!Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Þættirnir eru aðgengilegir á helstu samfélagsmiðlum Landspítala og einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.(Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)SIMPLECAST:https://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/dagall-23
12/29/20211 hour, 6 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

GEÐVARPIÐ // Rósa María Guðmundsdóttir, sérfræðingur í geðhjúkrun

"Geðvarpið" er ný sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn dr. Helga Sif Friðjónsdóttir. Viðmælandi Helgu Sifjar að þessu sinni er Rósa María Guðmundsdóttir, sérfræðingur í geðhjúkrun og hjúkrunar- og teymisstjóri geðheilsusviðs Reykjalundar.Að loknu stúdentsprófi fór Rósa María í Hjúkrunarskóla Íslands og útskrifaðist þaðan í janúar 1982. Það árið starfaði hún á gjörgæsludeild Landspítala við Hringbraut, en færði sig svo á deild 32C sem þá var bráða- og móttökugeðdeild. Samhliða tók hún vaktir á hinum ýmsu deildum sem tilheyrðu geðsviði Landspítala og kynntist því vel starfseminni á þeim árum. Haustið 1990 hóf Rósa María síðan störf á Reykjalundi þar sem hún hefur starfað að mestu óslitið síðan. Fyrstu árin vann Rósa María á blandaðri deild, en lengst af frá þeim tíma á geðheilsusviði Reykjalundar. Undanfarin tólf ár hefur hún verið hjúkrunar- og teymisstjóri geðheilsusviðsins.Samhliða vinnu sinni hjá Reykjalundi lauk Rósa María BS-prófi við Háskóla Íslands árið 2001 og meistaraprófi í geðhjúkrun árið 2007. Gegnum tíðina hefur hún lært og tileinkað sér ýmis sálræn meðferðarform og má þar nefna hugræna atferlismeðferð (HAM) og klíníka dáleiðslu. Rósa María hefur skrifað greinar, leiðbeint og meðal annars verið með fræðslu um endurhæfingarhjúkrun, HAM og meðferðarform sem stuðla að von. Einnig hefur hún setið í ýmsum nefndum og ráðum.Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptadeild Landspítala sem heldur úti Hlaðvarpi Landspítala og þeim sjálfstæðu þáttasyrpum sem tilheyra hlaðvarpsfjölskyldu spítalans. SIMPLECASThttps://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/gedvarpid-06
12/28/20211 hour, 3 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

LEGVARPIÐ // SIGURVEIG ÓSK PÁLSDÓTTIR SEGIR FRÁ VATNSFÆÐINGUM

"Legvarpið" er sjálfstæð þáttasyrpa ljósmæðra innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnendur syrpunnar eru hjúkrunarfræðingarnir og ljósmæðurnar Sunna María Helgadóttir og Stefanía Ósk Margeirsdóttir. Gestur þessa þáttar er ljósmóðirin Sigurveig Ósk Pálsdóttir, betur þekkt sem Ósk. Ræðir hún við Legvörpur um vatnsfæðingar. Ósk tekur hlustendur með inn í draumkennt andrúmsloft vatnsfæðingarinnar þar sem ljósmæðralistin fær að leika lausum hala. Viltu vita hver ávinningur vatnsbaða er á ólíkum stigum fæðinga, hvernig þetta allt saman virkar og hvers vegna í ósköpunum sumar konur kjósa að fæða börnin sín ofan í baðkörum? Þá ertu á réttum stað!Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á samfélagsmiðlum spítalans, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Þess má geta að Sunna María og Stefanía Ósk hafa haldið úti Legvarpinu um nokkurt skeið og eldri þætti má meðal annars finna á bæði Soundcloud og Spotify.Krosssaumuð píka: Birta Rún Sævarsdóttir.SIMPLECASThttps://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/legvarpid-06
12/23/20211 hour, 16 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

DAGÁLL LÆKNANEMANS // Bryndís Sigurðardóttir: Hjartaþelsbólga (endocarditis)

"Dagáll læknanemans" er hlaðvarp fyrir læknanema og annað áhugasamt fólk um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Stjórnendur eru Sólveig Bjarnadóttir og Teitur Ari Theodórsson. Í þessum þætti er fjallað um hjartaþelsbólgu eða endocarditis og viðmælandinn er Bryndís Sigurðardóttir, sérfræðingur í smitsjúkdómalækningum. Þarf alltaf að vélindaóma? Hversu oft á að blóðrækta? Þessum spurningum ásamt fleirum er svarað í þætti dagsins. Enn fremur deilir Bryndís fjölmörgum klínískum perlum sem hlustendur mega ekki fyrir nokkra muni missa af!Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Þættirnir eru aðgengilegir á helstu samfélagsmiðlum Landspítala og einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.(Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)SIMPLECAST:https://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/dagall-22
12/21/20211 hour, 20 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

DAGÁLL LÆKNANEMANS // Sigurdís Haraldsdóttir: Nýjungar í krabbameinslyfjameðferð

"Dagáll læknanemans" er hlaðvarp fyrir læknanema og annað áhugasamt fólk um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Stjórnendur eru Sólveig Bjarnadóttir og Teitur Ari Theodórsson. Í þessum þætti er fjallað um nýjungar í krabbameinslyfjameðferð og viðmælandinn er Sigurdís Haraldsdóttir, dósent og sérfræðingur í krabbameinslækningum. Hver er munurinn á marksæknum lyfjum og frumudrepandi lyfjum? Hvernig er ónæmiskerfinu beitt í nútíma krabbameinslyfjameðferð? Framtíð krabbameinslækninga er rædd og svo segir Sigurdís læknanemum af hverju þeir eiga að velja krabbameinslækningar!Þessi þáttur er síðasti þátturinn í þríleik sem unninn er í samstarfi við Læknadeild. Þættirnir þrír eru meðal annars ætlaðir til kennslu í lyfjafræði á 3. ári við Háskóla Íslands. Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfjafræði og sérfræðingur í blóðlækningum heldur utan um verkefnið og er jafnframt viðmælandi í þáttunum þremur.  Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Þættirnir eru aðgengilegir á helstu samfélagsmiðlum Landspítala og einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.(Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)SIMPLECAST:https://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/dagall-21
11/26/202144 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

DAGÁLL LÆKNANEMANS // Davíð O. Arnar og Páll Torfi Önundarson: Blóðþynning

"Dagáll læknanemans" er hlaðvarp fyrir læknanema og annað áhugasamt fólk um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Stjórnendur eru Sólveig Bjarnadóttir og Teitur Ari Theodórsson. Í þessum þætti er fjallað um blóðþynningu og viðmælendur eru Davíð O. Arnar sérfræðingur í hjartalyflækningum og Páll Torfi Önundarson sérfræðingur í blóðlækningum. Ræddir eru kostir og gallar blóðþynningar með nýju lyfjunum (DOAC) í samanburði við warfarín bæði með tilliti til virkni og aukaverkana. Þá deila viðmælendur þáttarins sinni framtíðarsýn og hvort nýju lyfin munu algerlega taka yfir eða hvort að warfarín muni áfram gegna mikilvægu hlutverki í blóðþynningarmeðferð sjúklinga.Þessi þáttur er annar í röðinni af þremur sem unnir eru í samstarfi við læknadeild. Munu þeir nýtast í kennslu í lyfjafræði á 3. ári við Háskóla Íslands. Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfjafræði og sérfræðingur í blóðlækningum, heldur utan um verkefnið og er jafnframt viðmælandi í þáttunum þremur.Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Þættirnir eru aðgengilegir á helstu samfélagsmiðlum Landspítala og einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.(Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)SIMPLECAST:https://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/dagall-20
11/22/202153 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

GEÐVARPIÐ // Dr. Helga Sif ræðir við geðhjúkrunarfræðinginn Guðbjörgu Sveinsdóttur

"Geðvarpið" er ný sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn dr. Helga Sif Friðjónsdóttir. Í þessum fimmta þætti fær Helga Sif til sín geðhjúkrunarfræðinginn Guðbjörgu Sveinsdóttur, sem hefur fjögurra áratuga reynslu af faginu með sérstaka áherslu á samfélagstengda geðhjúkrun af ýmsu tagi. Helga Sif ræðir við Guðbjörgu um bakgrunn hennar og víðtæku reynslu af störfum, hér heima og víða erlendis.Guðbjörg Sveinsdóttir hefur starfað við geðhjúkrun í liðlega 40 ár, en hún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 1978 og hóf störf í geðhjúkrun ári síðar. Sérhæfinguna kláraði Guðbjörg svo með formlegum hætti úti í Noregi fyrir 30 árum. Hún á að baki afskaplega fjölbreyttan og gifturíkan feril í faginu. Byrjaði reyndar í skurðhjúkrun á Borgarspítala, en skipti fljótlega um takt og starfaði meðal annars hjá flestum forverum Landspítala og spítalanum eftir stofnun hans um aldamótin. Einnig hefur hún tekið drjúga spretti í faginu í Noregi, hjá Heilsugæslunni, Rauða krossinum og víðar. Í dag starfar hún að verkefni fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við framþróun geðhjúkrunar á sviði heimahjúkrunar.Víðfeðm sérþekking Guðbjargar á geðhjúkrun hefur leitt hana víða, en hún hefur meðal annars verið ráðgjafi í geðhjúkrun í Banglades, Hvíta-Rússlandi, Rúmeníu, Palestínu, Indónesíu, Íran, Írak, Kósovó og Makedóníu. Jafnframt hefur Guðbjörg verið þátttakandi og fyrirlesari á alþjóðlegum fundum, námskeiðum og ráðstefnum svo áratugum skiptir. Hún hefur frá upphafi ferilsins verið virkur þátttakandi í fræðslu, menntun og þjálfun á sviði geðhjúkrunar, hér heima sem erlendis.Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptadeild Landspítala sem heldur úti Hlaðvarpi Landspítala og þeim sjálfstæðu þáttasyrpum sem tilheyra hlaðvarpsfjölskyldu spítalans. SIMPLECASThttps://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/gedvarpid-05
10/28/202156 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

LEGVARPIÐ - LJÓSMÆÐRALÍF // Anna Rut Sverrisdóttir spjallar við Sunnu Maríu og Stefaníu Ósk

"Legvarpið" er sjálfstæð þáttasyrpa ljósmæðra innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnendur syrpunnar eru hjúkrunarfræðingarnir og ljósmæðurnar Sunna María Helgadóttir og Stefanía Ósk Margeirsdóttir. Í þessum fimmta þætti Legvarpsins hjá Hlaðvarpi Landspítala er komið að mjög áhugaverðu spjalli við hina léttu, ljúfu og kátu ljósmóður Önnu Rut Sverrisdóttur. Hún deilir reynslu sinni af ljósmæðrastörfum í Bethlehem og segir ótrúlegar sögur af aðbúnaði palestínskra ljósmæðra og fæðandi kvenna. Anna Rut dregur upp magnaða mynd af ljósmæðralífinu, allt frá ferð sinni til vinnu frá Jerúsalem í gegnum varðstöðvar Ísraelshers, að frumlegum aðferðum við að laga rótsterkt arabískt kaffið sem var ómissandi á kaffistofu ljósmæðranna. Þátturinn hefur yfirskriftina "Ljósmæðralíf" og er einn af nokkrum, sem Legvarpið vinnur í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands.Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á samfélagsmiðlum spítalans, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.Þess má geta að Sunna María og Stefanía Ósk hafa haldið úti Legvarpinu um nokkurt skeið og eldri þætti þess má meðal annars finna á bæði Soundcloud og Spotify.Krosssaumuð píka: Birta Rún SævarsdóttirSIMPLECASThttps://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/legvarpid-05
10/5/20211 hour, 8 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

DAGÁLL LÆKNANEMANS // Arna Guðmundsdóttir og Magnús Karl Magnússon: Lyfjameðferð við sykursýki 2

"Dagáll læknanemans" er hlaðvarp fyrir læknanema og annað áhugasamt fólk um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Stjórnendur eru Sólveig Bjarnadóttir og Teitur Ari Theodórsson. Í þessum þætti er fjallað um lyfjameðferð við sykursýki 2. Mörgum lyfjum er hægt að beita og sífellt bætast fleiri lyf við. Arna Guðmundsdóttir, sérfræðingur í innkirtlalækningum, segir frá hvernig lyfin verka og hvernig hægt er að velja rétta lyfið fyrir hvern og einn sjúkling. Þessi þáttur er sá fyrsti af þremur sem unnir eru í samstarfi við læknadeild. Munu þeir nýtast í kennslu í lyfjafræði á 3. ári við Háskóla Íslands. Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfjafræði og sérfræðingur í blóðlækningum, heldur utan um verkefnið og er jafnframt viðmælandi í þáttunum þremur.  Hér má finna meðferðarskemað sem vísað er í í þættinum:https://drive.google.com/file/d/1w82td61yO6GvW-dnqn_on0CxAow8IaPR/view?usp=sharing Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Þættirnir eru aðgengilegir á helstu samfélagsmiðlum Landspítala og einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.(Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)SIMPLECAST:https://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/dagall-19
10/4/202147 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

DAGÁLL LÆKNANEMANS // Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfjafræði og sérfræðingur í blóðlækningum: Klínískar lyfjaprófanir

"Dagáll læknanemans" er hlaðvarp fyrir læknanema og annað áhugasamt fólk um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Stjórnendur eru Sólveig Bjarnadóttir og Teitur Ari Theodórsson. Magnús Karl Magnússon prófessor í lyfjafræði og sérfræðingur í blóðlækningum fjallar í þessum þætti um klínískar lyfjaprófanir. Í þættinum er ferill COVID bóluefna rakin frá tilraunastofunni að upphandleggjum landsmanna. Hvenær telst efni nógu öruggt til þess að hefja klínískar lyfjatilraunir í mönnum? Eru niðurstöður klínískra lyfjatilrauna yfirfæranlegar á viðkvæma hópa sem ekki tóku þátt í rannsókninni? Eru hægt að bera saman árangur bóluefna á milli rannsókna? Að lokum reiðir Magnús Karl fram glænýja tilgátu um tilurð blóðtappa af völdum adenóferjubóluefna, svo sem Janssen og Astra Zeneca. Allt þetta og meira til í þætti dagsins.Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Þættirnir eru aðgengilegir á helstu samfélagsmiðlum Landspítala og einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.(Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)SIMPLECAST:https://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/dagall-18
6/23/20211 hour, 7 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

GEÐVARPIÐ // Dr. Helga Sif ræðir við Vilborgu G., geðhjúkrunarfræðing og handleiðara

"Geðvarpið" er ný sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn dr. Helga Sif Friðjónsdóttir. Í þessum fjórða þætti fær Helga Sif til sín Vilborgu G., en hún er geðhjúkrunarfræðingur, fjölskyldufræðingur og handleiðari. Helga Sif og Vilborg ræða bakgrunn hennar og víðtæka reynslu og velta vöngum yfir því hvað gerir okkur að góðum meðferðaraðila, innihaldi og áhrifum meðferðarsambandsins sem og nauðsyn ígrundunar á eigin sjálfi til að geta veitt öðrum meðferð að réttum gæðum. Vilborg útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur 1972 og vann á bæklunarskurðdeild Landspítala til 1984. Síðan lá leiðin í skólahjúkrun á vegum heilsugæslunnar og þar kviknaði óbilandi áhugi hennar á að vinna með börnum og ungmennum og fjölskyldum þeirra. Vilborg fór því í uppeldis og kennslufærði við KHÍ og útskrifaðist þaðan 1991. Samhliða vinnu við skólaheilsugæslu tók Vilborg meðal annars þátt í þróun stuðningsúrræðis á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur fyrir unglinga sem stóðu höllum fæti.Árið 1994 var Vilborg ráðin framkvæmdastjóri Kvennaathvarfsins og starfaði þar í 4 ár. Á þeim tíma lauk hún einnig diplómanámi í geðhjúkrun og var leiðandi í því að innleiða í Kvennaathvarfið heildræna nálgun geðhjúkrunar í vinnu með konum og börnum sem voru þolendur heimilisofbeldis. Árið 1999 tók Vilborg við sem deildarstjóri unglingageðdeildarinnnar á Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) . Samhliða þeirri vinnu lauk hún námi í handleiðslu við Endurmenntun Háskóla Íslands. Vilborg var deildarstjóri á BUGL til 2017 og tók virkan þátt í miklum breytingum bæði á starfseminni og þjónustunni. Samhliða deildarstjórastarfinu starfaði hún sem handleiðari í Stuðnings- og ráðgjafateymi Landspítala og kynntist þá nokkuð vel bæði starfsemi annarra deilda sem og spítalans í heild. Vilborg hefur einnig tekið að sér handleiðslu bæði á stofu og í hinum ýmsu fyrirtækjum bæði innan og utan heilbrigðiskerfisins. Árið 2017 hóf hún störf á göngudeild BUGL samhliða því að hafa nýlokið námi í fjölskyldumeðferð. Á göngudeildinni starfaði Vilborg við áfalla- og tengslamiðaða fjölskyldumeðferð bæði samkvæmt hugmyndafræði ABFT (Attachment-Based-Family-Therapy) en þjálfun í því líkani stóð til boða á BUGL á tímabili. Auk þess hefur Vilborg markvisst hlotið þjálfun í öðru nokkuð sambærilegu líkani ARC (Attachment-Recilience and Compitence) sem er ætlað fjölskyldum þegar um er að ræða flókinn áfalla- og tengslavanda. Vilborg lauk störfum á Landspítala vegna aldurs í júní 2020. Hún starfar áfram sem handleiðari á stofu og einnig við að handleiða ýmsa fagaðila innan barnaverndarkerfa í tengslamiðuðum stuðningi við fjölskyldur fósturbarna. Hún kemur einnig að handleiðslu fagteyma í einkarekinni þjónustu við börn/unglinga í flóknum og samsettum vanda. Þá hefur Vilborg í vaxandi mæli verið að handleiða lykilstjórnendur í ýmsum stofnunum/fyrirtækjum sem ekki tengjast heilbrigðis- eða félagsþjónustu. Síðastliðinn áratug hefur Vilborg samhliða öðrum störfum handleitt ýmsa fjölfaglega hópa og einstaklinga sem vilja markvisst styrkja og efla faglega og persónulega þróun sína sem meðferðaraðilar með sérstakri áherslu á gæði meðferðarsambandsins. Sá áhugi vaknaði hjá Vilborgu fyrir 15 árum eftir kynni við hugmyndafræði Dr. Scott D. Miller þar sem áherslan er á breytur sem stýra gæðum samtalsmeðferða óháð meðferðarlíkönum. Áhuginn varð að “brennandi áhuga” sem hefur fylgt henni síðan.Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptadeild Landspítala sem heldur úti Hlaðvarpi Landspítala og þeim sjálfstæðu þáttasyrpum sem tilheyra hlaðvarpsfjölskyldu spítalans.SIMPLECASThttps://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/gedvarpid-04
6/21/202152 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Dagáll læknanemans: Agnar Bjarnason smitsjúkdómalæknir um lungnabólgu

"Dagáll læknanemans" er hlaðvarp fyrir læknanema (cc: Félag læknanema) og annað áhugasamt fólk um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Hlaðvarpið fær til sín sérfróða gesti og tekur fyrir ýmis læknisfræðileg vandamál. Í þessum þætti fer Agnar Bjarnason, smitsjúkdómalæknir á Landspítala, gaumgæfilega yfir lungnabólgu. Hvernig er lungnabólga unnin upp? Hvað er gott hrákasýni? Hver eru næstu skref ef sjúklingur svarar ekki meðferð? Allt þetta og meira til í þessum tilfellamiðaða þætti.Stjórnendur Dagáls læknanemans eru læknanemarnir Sólveig Bjarnadóttir og Teitur Ari Theodórsson. Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Þættirnir eru aðgengilegir á helstu samfélagsmiðlum Landspítala og einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.(Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)SIMPLECAST:https://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/dagall-17
6/18/20211 hour, 1 minute, 42 seconds
Episode Artwork

Brautryðjendur í hjúkrun // Dr. Valgerður Lísa Sigurðardóttir sérfræðiljósmóðir ræðir við Mörtu Jóns Hjördísardóttur

Valgerður Lísa Sigurðardóttir sérfræðiljósmóðir er gestur Mörtu Jóns Hjördísardóttur í þáttasyrpunni "Brautryðjendur í hjúkrun" að þessu sinni, en þátturinn var tekinn upp í tilefni af Viku hjúkrunar 10.-12. maí 2021. Valgerður Lísa lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1982, BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1988, embættisprófi í ljósmóðurfræði frá Háskóla Íslands 1998 og MS-prófi í ljósmóðurfræði frá Háskóla Íslands árið 2008. Valgerður hlaut sérfræðileyfi í ljósmóðurfræðum árið 2013 og er starfandi sérfræðiljósmóðir á kvennadeild Landspítala. Sérsvið hennar er meðgönguvernd með áherslu á geðheilsu. Einnig sinnir Valgerður kennslu og er meðal annars aðjúnkt við námsbraut í ljósmóðurfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Hún varði doktorsritgerð sína í ljósmóðurfræði árið 2020 og bar ritgerðin heitið "Neikvæð upplifun fæðingar og ljósmóðurmeðferð".Í tilefni af afmælisdegi upphafskonu nútíma hjúkrunar, Florence Nightingale, hinn 12. maí er haldið upp á alþjóðadag hjúkrunar ár hvert. Vika hjúkrunar á Landspítala 2021 var lituð af samkomutakmörkunum og álagi heimsfaraldurs Covid-19 og var dagskrá hennar því að mestu bundin við stafræna umfjöllun um hjúkrun og viðfangsefni hjúkrunarfræðinga á spítalanum."Brautryðjendur í hjúkrun" er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn Marta Jóns Hjördísardóttir, verkefnastjóri hjá verkefnastofu Landspítala. Marta var áður formaður hjúkrunarráðs Landspítala og er í dag formaður nýstofnaðs þverfaglegs fagráðs Landspítala.Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Stjórnandi hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en stjórnandi upptöku er Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala.SIMPLECASThttps://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/braut-06
6/10/202152 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

UMBÓTAVARPIÐ // Guðbjörg Pálsdóttir og þrýstingssár + Amelia Samuel og Lyf án skaða (Medication Without Harm)

Umbótavika er haldin á Landspítala 25.–28. maí til að hvetja starfsfólk áfram í umbótastarfi og veita því innblástur um leið og sagt er með fjölbreytilegum hætti frá árangursríkum verkefnum. Þessi fjórði þáttur Umbótavarpsins fjallar um tvö umbótaverkefni. Guðbjörg Pálsdóttir sérfræðingur í hjúkrun segir frá þrýstingssáraverkefninu HAMUR og Amelia Samuel greinir frá vitundarvakningu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar WHO sem hefur yfirskriftina "Lyf án skaða" eða "Medication Without Harm".Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptadeild Landspítala sem heldur úti Hlaðvarpi Landspítala og þeim sjálfstæðu þáttasyrpum sem tilheyra hlaðvarpsfjölskyldu spítalans.SIMPLECASThttps://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/umbotavarp-04 
5/29/202153 minutes, 1 second
Episode Artwork

UMBÓTAVARPIÐ // María Barbara sjúkraþjálfari, Bryndís hjúkrunarfræðingur og Sólrún Björk lungnalæknir

Umbótavika er haldin á Landspítala 25.–28. maí undir yfirskriftinni "Byggjum brýr". Markmiðið er að hvetja starfsfólk áfram í umbótastarfi og veita því innblástur um leið og sagt er með fjölbreytilegum hætti frá árangursríkum verkefnum. Af þessu tilefni ýttum við úr vör sérstakri þáttasyrpu undir yfirskriftinni "Umbótavarpið".Þessi þriðji þáttur Umbótavarpsins fjallar um tvö umbótaverkefni. María Barbara Árnadóttir sjúkraþjálfari segir frá umbótaverkefni í hjartaendurhæfingu og þær Bryndís Halldórsdóttir sérfræðingur í hjúkrun og Sólrún Björk Rúnarsdóttir lungnalæknir ræða heimaöndunarvélateymi.Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptadeild Landspítala sem heldur úti Hlaðvarpi Landspítala og þeim sjálfstæðu þáttasyrpum sem tilheyra hlaðvarpsfjölskyldu spítalans.SIMPLECASThttps://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/umbotavarp-03
5/28/202132 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

UMBÓTAVARPIÐ // Guðrún Dóra Guðmannsdóttir, Ingibjörg Hjaltadóttir og Konstantín Shcherbak

Umbótavika er haldin á Landspítala 25.–28. maí undir yfirskriftinni "Byggjum brýr". Markmiðið er að hvetja starfsfólk áfram í umbótastarfi og veita því innblástur um leið og sagt er með fjölbreytilegum hætti frá árangursríkum verkefnum. Af þessu tilefni ýttum við úr vör sérstakri þáttasyrpu undir yfirskriftinni "Umbótavarpið".Þessi annar þáttur Umbótavarpsins fjallar um þrjú umbótaverkefni. Guðrún Dóra Guðmannsdóttir greinir frá námskeiði fyrir ófaglært starfsfólk á öldrunardeildum, Ingibjörg Hjaltadóttir segir frá umfangsmiklu verkefni í fræðslu og menntun til að gera heilbrigðisþjónustuna á landsvísu öldrunarvænni og Konstantín Shcherbak segir frá GLASS BONES-gæðaverkefninu.Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptadeild Landspítala sem heldur úti Hlaðvarpi Landspítala og þeim sjálfstæðu þáttasyrpum sem tilheyra hlaðvarpsfjölskyldu spítalans.SIMPLECASThttps://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/umbotavarp-02
5/26/202143 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

UMBÓTAVARPIÐ // Auður Ketilsdóttir, Berglind Ósk Birgisdóttir og Brynja Ingadóttir

Umbótavika er haldin á Landspítala 25.–28. maí undir yfirskriftinni "Byggjum brýr". Markmiðið er að hvetja starfsfólk áfram í umbótastarfi og veita því innblástur um leið og sagt er með fjölbreytilegum hætti frá árangursríkum verkefnum. Af þessu tilefni ýttum við úr vör sérstakri þáttasyrpu undir yfirskriftinni "Umbótavarpið". Þessi fyrsti þáttur Umbótavarpsins fjallar um þrjú umbótaverkefni. Auður Ketilsdóttir greinir frá átaki í fræðslu til sjúklinga og starfsfólks, Berglind Ósk Birgisdóttir fjallar um endurhæfingu á meðferðardeildum og Brynja Ingadóttir segir frá Miðstöð sjúklingafræðslu.Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptadeild Landspítala sem heldur úti Hlaðvarpi Landspítala og þeim sjálfstæðu þáttasyrpum sem tilheyra hlaðvarpsfjölskyldu spítalans. SIMPLECASThttps://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/umbotavarp-01
5/25/202146 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

GEÐVARPIÐ // Gísli Kort Kristófersson spjallar við Helgu Sif um ástarsamband hans við hjúkrun

"Geðvarpið" er ný sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn dr. Helga Sif Friðjónsdóttir. Í þessum þriðja þætti fær Helga Sif til sín geðhjúkrunarfræðinginn dr. Gísla Kort Kristófersson, sem starfar á Sjúkrahúsinu á Akureyri ásamt því að vera dósent við Háskólann á Akureyri og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Helga Sif og Gísli Kort ræða bakgrunn hans, velta vöngum yfir stöðu geðhjúkrunar í samfélaginu og fara yfir helstu verkefni hans í dag.Gísli Kort er virkur í þó nokkrum rannsóknarhópum, bæði alþjóðlegum og innlendum. Meginviðfangsefni hans hafa lotið að rannsóknum á núvitund, geðheilbrigði fanga og áfengis- og vímuefnanotkun íslenskra unglinga ásamt því að skrifa um samþætta nálgun í geðhjúkrun.Í doktorsnámi sínu hannaði Gísli Kort og prófaði notkun núvitundar inngrips á einstaklinga með áfengis- og vímuefnavanda og heilaskaða. Það varð upphafið á frekari rannsóknum hans á notkun núvitundar hjá ólíkum hópum. Aðlögun núvitundar að þörfum ólíkra hópa og notkun núvitundar í geðheilbrigðisþjónustunni er sérstakt áhugaefni hans.Ein af hugsjónum Gísla er að einstaklingar með geðræna kvilla njóti sömu gæða í þjónustu og aðrir hópar notenda heilbrigðisþjónustunnar. Meðal annarra rannsóknarefna Gísla Korts er áhugi á að skilja af hverju karlar velja síður hjúkrunarfræði en konur og hvernig er hægt að stuðla að aukinni þátttöku þeirra í hjúkrunarfræði, þróun og útfærsla þverfaglegs náms innan heilbrigðisvísinda, og geðheilsa eldra fólks á landsbyggðinni, svo eitthvað sé nefnt.Gísli Kort er fæddur árið 1978. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum við Sund 1998, útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá HÍ árið 2004, með meistaragráðu í geðhjúkrun frá Minnesota-háskóla 2008 og doktorsgráðu með áherslu á geðhjúkrun frá sama skóla árið 2012. Hann hefur starfað í geðheilbrigðisþjónustunni frá 2004, bæði á íslenskum og erlendum vettvangi á legudeildum fullorðinna, BUGL, og í þverfaglegum samfélagsteymum og þjónustu.Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptadeild Landspítala sem heldur úti Hlaðvarpi Landspítala og þeim sjálfstæðu þáttasyrpum sem tilheyra hlaðvarpsfjölskyldu spítalans.SIMPLECASThttps://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/gedvarpid-03
5/21/202154 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

LEGVARPIÐ - LJÓSMÆÐRALÍF // Hólmfríður Garðarsdóttir spjallar við Sunnu Maríu og Stefaníu Ósk

"Legvarpið" er sjálfstæð þáttasyrpa ljósmæðra innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnendur syrpunnar eru hjúkrunarfræðingarnir og ljósmæðurnar Sunna María Helgadóttir og Stefanía Ósk Margeirsdóttir. Í þessum fjórða þætti Legvarpsins hjá Hlaðvarpi Landspítala forvitnast þær um störf ljósmæðra erlendis með samtali við Hólmfríði Garðarsdóttur ljósmóður. Hún hefur ferðast vítt og breitt um veröldina undanfarinn aldarfjórðung og starfað við fagið, meðal annars í Afganistan, Írak, Íran, Mósambík, Norður-Kóreu, Papúa Nýju-Gíneu, Súdan og Tans­an­íu. Hólmfríður ræðir í viðtalinu bakgrunn sinn og helstu viðfangsefni gegnum tíðina. Þátturinn hefur yfirskriftina "Ljósmæðralíf" og er unninn í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands.Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á samfélagsmiðlum spítalans, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Stjórnandi Hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en stjórnandi upptöku er Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala.Þess má geta að Sunna María og Stefanía Ósk hafa haldið úti Legvarpinu um nokkurt skeið og eldri þætti þess má meðal annars finna á bæði Soundcloud og Spotify.Krosssaumuð píka: Birta Rún SævarsdóttirSIMPLECASThttps://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/legvarpid-04
5/15/20211 hour, 45 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

BRAUTRYÐJENDUR Í HJÚKRUN // Jakobína Rut Daníelsdóttir í heimsókn hjá Mörtu Jóns Hjördísardóttur

Sjúkraliðinn Jakobína Rut Daníelsdóttir er gestur Mörtu Jóns Hjördísardóttur í þáttasyrpunni "Brautryðjendur í hjúkrun" að þessu sinni, en þátturinn er tekinn upp í tilefni af Viku hjúkrunar. Jakobína Rut á að baki stórmerkan áratugaferil sem sjúkraliði og í hjúkrun, hefur unnið ötullega að langskólagöngu sinni og gegnir lykilhlutverki í réttindabaráttu og félagsmálum sjúkraliða. Í tilefni af afmælisdegi upphafskonu nútíma hjúkrunar, Florence Nightingale, hinn 12. maí er haldið upp á alþjóðadag hjúkrunar ár hvert. Vika hjúkrunar á Landspítala 2021 er lituð af samkomutakmörkunum og álagi heimsfaraldurs Covid-19 og er dagskrá hennar því að mestu bundin við stafræna umfjöllun um hjúkrun og viðfangsefni hjúkrunarfræðinga á spítalanum."Brautryðjendur í hjúkrun" er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn Marta Jóns Hjördísardóttir, verkefnastjóri hjá verkefnastofu Landspítala. Marta var áður formaður hjúkrunarráðs Landspítala og er í dag formaður nýstofnaðs þverfaglegs fagráðs Landspítala.Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Stjórnandi hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en stjórnandi upptöku er Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala.SIMPLECASThttps://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/braut-05 
5/11/202136 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

LEGVARPIÐ - LJÓSMÆÐRALÍF // Björg Sigurðardóttir í heimsókn hjá Sunnu Maríu og Stefaníu Ósk

"Legvarpið" er ný sjálfstæð þáttasyrpa ljósmæðra innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnendur syrpunnar eru hjúkrunarfræðingarnir og ljósmæðurnar Sunna María Helgadóttir og Stefanía Ósk Margeirsdóttir. Í þessum þriðja þætti Legvarpsins hjá Hlaðvarpi Landspítala forvitnast þær um störf ljósmæðra erlendis með samtali við Björgu Sigurðardóttur ljósmóður, sem hefur ferðast víða og starfað. Einnig fer Björg yfir bakgrunn sinn og helstu verkefni. Þátturinn hefur yfirskriftina "Ljósmæðralíf" og er unninn í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands.Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á samfélagsmiðlum spítalans, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Stjórnandi Hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en stjórnandi upptöku er Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala.Þess má geta að Sunna María og Stefanía Ósk hafa haldið úti Legvarpinu um nokkurt skeið og eldri þætti þess má meðal annars finna á bæði Soundcloud og Spotify.Krosssaumuð píka: Birta Rún SævarsdóttirSIMPLECASThttps://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/legvarpid-03
5/3/20211 hour, 22 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

LEGVARPIÐ // Steinunn K. Zophoníasdóttir ræðir breytingaskeiðið við Sunnu Maríu og Stefaníu Ósk

"Legvarpið" er ný sjálfstæð þáttasyrpa ljósmæðra innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnendur syrpunnar eru hjúkrunarfræðingarnir og ljósmæðurnar Sunna María Helgadóttir og Stefanía Ósk Margeirsdóttir. Í þessum öðrum þætti Legvarpsins hjá Hlaðvarpi Landspítala forvitnast þær um breytingaskeiðið með samtali við Steinunni Kristbjörgu Zophoníasdóttur ljósmóður, sem skrifaði meistaraprófsritgerð um þetta merkilega tímabil í lífi kvenna.Um fjórðungur kvenna á breytingaskeiði upplifir veruleg einkenni sem hafa áhrif á daglegt líf og lífsgæði, svo sem hitakóf, svefntruflanir og andlega vanlíðan. Birtingarmynd einkenna er afar einstaklingsbundin og háð margþættu og flóknu samspili líffræðilegra, sálrænna og félagslegra þátta auk þess sem lífsreynsla, lífsmáti og lífsviðhorf móta upplifun kvenna.Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á samfélagsmiðlum spítalans, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Stjórnandi Hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en stjórnandi upptöku er Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala.Þess má geta að Sunna María og Stefanía Ósk hafa haldið úti Legvarpinu um nokkurt skeið og eldri þætti þess má meðal annars finna á bæði Soundcloud og Spotify.Krosssaumuð píka: Birta Rún Sævarsdóttir SIMPLECASThttps://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/legvarpid-02 SPOTIFY ELDRI LEGVARPSÞÆTTIR:https://soundcloud.com/legvarpid
4/30/20211 hour, 19 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

HOW DO YOU LIKE ICELAND // Nurses Holly Gumz (co-host), Carmela Melisse Santa Maria and Aleibutch Kerwin Ocampo Ladaran

"How Do You Like Iceland?" is an independent mini-series within the Landspítali Podcast. For this episode we're having nurse Holly Gumz as co-host and her guests are fellow nurses Carmela Melisse Santa Maria and Aleibutch Kerwin Ocampo Ladaran who are both from the Philippines. The three of them discuss their background, reasons for moving to Iceland, the workplace and people at Landspítali, how they're adapting into the Icelandic society as well as answering the inevitable most perennial Icelandic question of all times: How do you like Iceland? Director of the Landspítali Podcast is Stefán Hrafn Hagalín but sound recording and editing is done by Ásvaldur Kristjánsson. Both work at the communications department of Landspítali.The Landspítali Podcast is accessible through all major social media sites of the hospital but also on Spotify and Apple iTunes along with streaming services like Simplecast, Pocket Casts and Podcast Addict. Director of the Landspítali Podcast is Stefán Hrafn Hagalín but recording and editing is done by Ásvaldur Kristjánsson, both at the communications department.Hlaðvarp Landspítala birtir hér annan þáttinn í þáttasyrpunni "How Do You Like Iceland?" Það er gestastjórnandinn og hjúkrunarfræðingurinn Holly Gumz sem leiðir syrpuna og henni til halds og trausts eru Stefán Hrafn Hagalín og Ásvaldur Kristjánsson hjá samskiptadeild Landspítala. Í þessum öðrum þætti af How Do You Like Iceland eru gestir Holly kollegar hennar Carmela Melisse Santa Maria og Aleibutch Kerwin Ocampo Ladaran. Öll þrjú starfa þau sem hjúkrunarfræðingar hjá Landspítala. Forvitnast er um bakgrunn þremenninganna, hvers vegna þau völdu hjúkrunarfræði sem nám og starfsvettvang, ástæður þess að þau fluttu til Íslands, hvernig þeim líkar vinnustaðurinn, viðtökurnar hér og íslenskt samfélag almennt. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Stjórnandi hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en stjórnandi upptöku er Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala.https://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/howdoyoulike-02
4/29/20211 hour, 15 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

GEÐVARPIÐ // Bráðafasinn: Guðfinna Betty Hilmarsdóttir, Ína Rós Jóhannesdóttir og Jóhanna G. Þórisdóttir

"Geðvarpið" er ný sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn dr. Helga Sif Friðjónsdóttir. Geðhjúkrunarfræðingar á Landspítala ræddu í fyrsta þætti Geðvarpsins samskipti í víðu samhengi, ásamt því að segja stuttlega frá bakgrunni sínum. Í þessum öðrum þætti er bráðafasi geðhjúkrunar hins vegar í aðalhlutverki. Í þættinum koma til liðs við Helgu Sif geðhjúkrunarfræðingarnir Ína Rós Jóhannesdóttir deildarstjóri móttökugeðdeildar, Jóhanna G. Þórisdóttir deildarstjóri bráðageðdeildar og og Guðfinna Betty Hilmarsdóttir aðstoðardeildarstjóri bráðageðdeildar. Það er Guðfinna Betty sem leiðir samtalið í þessum þætti.Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Stjórnandi hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en stjórnandi upptöku er Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala.SIMPLECASThttps://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/gedvarpid-02
4/20/202140 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

LEGVARPIÐ // Rut Vestmann ræðir um barneignir einhverfra við Sunnu Maríu Helgadóttur og Stefaníu Ósk Margeirsdóttur

"Legvarpið" er ný sjálfstæð þáttasyrpa ljósmæðra innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnendur syrpunnar eru hjúkrunarfræðingarnir og ljósmæðurnar Sunna María Helgadóttir og Stefanía Ósk Margeirsdóttir. Í þessum fyrsta þætti Legvarpsins hjá Hlaðvarpi Landspítala ræða Sunna María og Stefanía Ósk við Rut Vestmann um barneignir einhverfra.Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Stjórnandi hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en stjórnandi upptöku er Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala.Þess má geta að Sunna María og Stefanía Ósk hafa haldið úti Legvarpinu um nokkurt skeið og eldri þætti þess má meðal annars finna á bæði Soundcloud og Spotify. SIMPLECASThttps://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/legvarpid-01 SPOTIFY ELDRI LEGVARPSÞÆTTIRhttps://soundcloud.com/legvarpid
4/16/20211 hour, 6 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

GEÐVARPIÐ // Samskipti: Helga Sif Friðjónsdóttir, Sigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal og Halldóra Friðgerður Víðisdóttir

Geðhjúkrunarfræðingar á Landspítala ræða í fyrsta þætti Geðvarpsins samskipti í víðu samhengi, ásamt því að segja stuttlega frá bakgrunni sínum. Gestastjórnandi er dr. Helga Sif Friðjónsdóttir, sem er deildarstjóri hjá geðþjónustu Landspítala. Í þessum fyrsta þætti eru gestir hennar Sigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal deildarstjóri á BUGL og Halldóra Friðgerður Víðisdóttir deildarstjóri á Laugarási sem leiðir samtalið áfram í þessum þætti."Geðvarpið" er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn dr. Helga Sif Friðjónsdóttir.Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Stjórnandi hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en stjórnandi upptöku er Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala.SIMPLECASThttps://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/gedvarpid-01
4/15/202134 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

HOW DO YOU LIKE ICELAND // Hjúkrunarfræðingarnir Holly Gumz (co-host), Sara Cervantes og Daniel Salter

Að þessu sinni fetar hlaðvarp Landspítala ótroðna slóð og ræsir nýja þáttasyrpu á ensku undir heitinu "How Do You Like Iceland?" Það er gestastjórnandinn og hjúkrunarfræðingurinn Holly Gumz sem leiðir syrpuna og í þennan fyrsta þátt fékk hún samlanda sína dr. Daniel Salter (sem er þó upphaflega frá Bretlandi) og Söru Cervantes. Öll þrjú starfa þau sem hjúkrunarfræðingar hjá Landspítala: Holly á heila-, tauga- og bæklunarskurðdeild B6 í Fossvogi, Daniel á sýkingavarnadeild við Hringbraut og Sara á öldrunarlækningadeildum Landakots.  Forvitnast er um bakgrunn þremenninganna, hvers vegna þau völdu hjúkrunarfræði sem nám og starfsvettvang, ástæður þess að þau fluttu til Íslands, hvernig þeim líkar vinnustaðurinn, viðtökurnar hér og íslenskt samfélag almennt.ENGLISH: For this episode of the Landspítali podcast we're having nurse Holly Gumz as co-host and she's going to interview her fellow Americans Daniel Salter (originally from the UK though) and Sara Cervantes. All three of them work at Landspítali as nurses. Holly on the neurosurgical and orthopedic ward B6, Daniel in the infection control department and Sara is a community health and geriatrics nurse at the Landakot geriatric rehabilitation unit. The three of them discuss their background, reasons for moving to Iceland, the workplace and people at Landspítali, how they're adapting into the Icelandic society as well as answering the inevitable most perennial Icelandic question of all times: How do you like Iceland? Host of the Landspítali Podcast is Stefán Hrafn Hagalín, sound recording and editing is done by Ásvaldur Kristjánsson. Both work at the Communications Department of Landspítali."How Do You Like Iceland?" er sem sagt sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn Holly Gumz. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Stjórnandi hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en upptöku annast Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala.SIMPLECASThttps://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/howdoyoulike-01
3/23/20211 hour, 23 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Dagáll læknanemans: Berglind Bergmann og Gerður Gröndal - Tilfellamiðuð gigt

"Dagáll læknanemans" er hlaðvarp fyrir læknanema (cc: Félag læknanema) og annað áhugasamt fólk um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Hlaðvarpið fær til sín sérfróða gesti og tekur fyrir ýmis læknisfræðileg vandamál.Í þessum þætti koma í heimsókn þær Berglind Bergmann sérnámslæknir í lyflækningum og Gerður Gröndal sérfræðingur í gigtarlækningum og leysa tilfelli. Í tilfellinu er komið víða við, meðal annars í sögutöku í gigtarsjúkdómum, kerfakönnun sjálfsónæmissjúkdóma og mynstri liðbólga. Einnig er góð umfjöllun um gigtarprufur, hvað á að panta og hvað segja þær okkur? Hlustaðu til enda til fá greininguna!  Stjórnendur Dagáls læknanemans eru læknanemarnir Sólveig Bjarnadóttir og Teitur Ari Theodórsson. Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala.  Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum og einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.(Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)
3/12/202156 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Brautryðjendur í hjúkrun: Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir

Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir er gestur Mörtu Jóns Hjördísardóttur í þáttsyrpunni "Brautryðjendur í hjúkrun" að þessu sinni. Helga Sif er geðhjúkrunarfræðingur og deildarstjóri hjá Landspítala. Hún var meðal þeirra fjórtán Íslendinga, sem forseti Íslands sæmdi heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag. Helga Sif hlaut riddarakross fyrir brautryðjandastörf á vettvangi skaðaminnkunar fyrir fíkniefnaneytendur og aðra jaðarsetta hópa. Helga Sif hefur sérfræðingsleyfi í geðhjúkrun með áherslu á fíknisjúkdóma. Hún hefur frá árinu 2009 verið faglegur bakhjarl Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða Kross höfuðborgarsvæðisins, í sjálfboðavinnu."Brautryðjendur í hjúkrun" er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn Marta Jóns Hjördísardóttir, sem starfar í dag annars vegar á hjartagátt og hins vegar í starfsmannahjúkrun hjá skrifstofu mannauðsmála. Marta var áður formaður hjúkrunarráðs Landspítala.Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Stjórnandi hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en stjórnandi upptöku er Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala.SIMPLECASThttps://landspitalihladvarp.simplecast.fm/braut-04Helga Sif var hjúkrunardeildarstjóri fíknigeðdeildar geðsviðs frá 2011 til 2016 og hefur nú verið deildarstjóri göngudeildar geðþjónustu Landspítala nú um tæplega fjögurra ára skeið. Hún lauk BSc.-gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri 1999. Hún lauk meistaragráðu í geðhjúkrun við hjúkrunarfræðiskóla Washington University árið 2004 og hlaut doktorsgráðu í hjúkrunarfræði við sama skóla árið 2007. Helga lauk til viðbótar meistaranámi í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík árið 2017.Hún hefur tekið virkan þátt í fræðslu og þjálfun starfsfólks vítt og breytt á Landspítala og meðal annars haldið erindi um hjúkrun einstaklinga með fíknivanda, skaðaminnkun, áhugahvetjandi samtöl, samskipti og breytingarstjórnun með meiru. Helga Sif var lektor við hjúkunarfræðideild HÍ árin 2007-2011 og hefur verið klínískur lektor við sömu deild samhliða deildarstjórarstarfi sínu. Hún er einnig stundakennari við læknadeild Háskóla Íslands og á heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri.
2/18/20211 hour, 15 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Dagáll læknanemans: Gunnar Guðmundsson - Langvinn lungnateppa

"Dagáll læknanemans" er hlaðvarp fyrir læknanema (cc: Félag læknanema) og annað áhugasamt fólk um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Hlaðvarpið fær til sín sérfróða gesti og tekur fyrir ýmis læknisfræðileg vandamál. Í þessum þætti ræðir Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur í lungnalækningum, um langvinna lungnateppu. Hvernig á að meðhöndla versnanir? Hvenær á að taka blóðgös? Gunnar fer einnig yfir langtímameðferð langvinnrar lungnateppu og hvaða þættir draga úr framgangi sjúkdómsins. Í lokin eru fylgivkillar langvinnrar lungnateppu og horfur ræddar. Stjórnendur Dagáls læknanemans eru læknanemarnir Sólveig Bjarnadóttir og Teitur Ari Theodórsson. Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum og einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. (Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.) SPOTIFY https://open.spotify.com/show/4Ey5Iwx4LyL42GcvPVSTXI SIMPLECAST https://landspitalihladvarp.simplecast.fm/dagall-15
2/16/20211 hour, 5 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Dagáll læknanemans: Hjálmar Ragnar Agnarsson - Langvinn hjartabilun

"Dagáll læknanemans" er hlaðvarp fyrir læknanema (cc: Félag læknanema) og annað áhugasamt fólk um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Hlaðvarpið fær til sín sérfróða gesti og tekur fyrir ýmis læknisfræðileg vandamál. Í þessum þætti leiðir Hjálmar Ragnar Agnarsson, héraðslæknir og aðjúnkt við Háskóla Íslands, okkur gegnum langvinna hjartabilun. Hver er munurinnn á HFrEF og HFpEF? Hvernig á að haga vökvagjöf í hjartabiluðum einstaklingum? Hvernig skal meðferðinni háttað og eru einhver lyf mikilvægari en önnur í þeirri meðferð? Að lokum er farið yfir nýjungar í hjartabilunarmeðferð, þar á meðal SGLT2 hemla og fleira. Stjórnendur Dagáls læknanemans eru læknanemarnir Sólveig Bjarnadóttir og Teitur Ari Theodórsson. Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum og einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. (Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.) SPOTIFY https://open.spotify.com/show/4Ey5Iwx4LyL42GcvPVSTXI SIMPLECAST https://landspitalihladvarp.simplecast.fm/dagall-14
1/26/202150 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Dagáll læknanemanns: Sæmundur Rögnvaldsson - Sýklalyf og fallhlífastökk

"Dagáll læknanemans" er hlaðvarp fyrir læknanema (cc: Félag læknanema) og annað áhugasamt fólk um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Hlaðvarpið fær til sín sérfróða gesti og tekur fyrir ýmis læknisfræðileg vandamál. Í þessum þætti af Dagál Læknanemans eru rannsóknir í fyrirrúmi. Sæmundur Rögnvaldsson, doktorsnemi og velunnari hlaðvarpsins, ræðir tvær greinar annars vegar um noktun sýklalyfja við meðhöndlun þvagfærasýkinga og hins vegar fyrstu framsýnu slembi slembivalsrannsókn sinnar tegundar á virkni fallhlífa í fallhlífastökkum. Farið er yfir hvernig nálgast skal lesningu greina, hvað ber að varast og hvenær spurningar um gæði rannsóknarinnar ættu að vakna! Allt þetta og margt fleira í þætti vikunnar! Stjórnendur Dagáls læknanemans eru læknanemarnir Sólveig Bjarnadóttir og Teitur Ari Theodórsson. Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. SPOTIFY SIMPLECAST https://landspitalihladvarp.simplecast.fm/dagall-13 (Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)
1/19/202144 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Dagáll læknanemans: Helga Ágústa Sigurjónsdóttir - Kortisól

"Dagáll læknanemans" er hlaðvarp fyrir læknanema (cc: Félag læknanema) og annað áhugasamt fólk um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Hlaðvarpið fær til sín sérfróða gesti og tekur fyrir ýmis læknisfræðileg vandamál. Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í innkirtlalækningum, fræðir okkur um kortisól. Er kortisól mikilvægasta hormón líkamans og hvað gerir það eiginlega? Við ræðum stýriferla kortisóls og nýrnahetturnar sem koma þar við sögu. Hvað einkennir annars vegar kortisól skort og hins vegar ofgnótt kortisóls? Einnig ræðum við meðferð og hvenær skuli gefa svokallaða "stress stera". Að lokum: Hvernig tengirðu saman kortisól, lakkrís og Guinness? Allt þetta og margt fleira í þætti dagsins! Stjórnendur Dagáls læknanemans eru læknanemarnir Sólveig Bjarnadóttir og Teitur Ari Theodórsson. Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. SPOTIFY SIMPLECAST https://landspitalihladvarp.simplecast.fm/dagall-12 (Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)
12/7/20201 hour, 10 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Dagáll læknanemans: Guðrún Dóra Bjarnadóttir og Anna Kristín Gunnarsdóttir - Óráð

"Dagáll læknanemans" er hlaðvarp fyrir læknanema (cc: Félag læknanema) og annað áhugasamt fólk um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Hlaðvarpið fær til sín sérfróða gesti og tekur fyrir ýmis læknisfræðileg vandamál. Guðrún Dóra Bjarnadóttir sérfræðingur í geðlækningum og Anna Kristín Gunnarsdóttir sérnámslæknir í geðlækningum ræða óráð í þessum þætti. Af hverju lendir fólk í óráði og hvernig á að bregðast við? Farið er gegnum helstu birtingarmyndir óráðs og einkenni. Hverju leitum við eftir við sögu og skoðun og hvað er fólgið í góðri geðskoðun? Einnig kynnum við til leiks ýmsa matslista sem geta aðstoðað við mat og greiningu. Þá ræðum við ítarlega orsakir óráðs og viðeigandi rannsóknir. Loks er farið yfir gildi fyrirbyggjandi meðferðar og mikilvægi þess að bregðast hratt og rétt við þegar einstaklingur fer í óráð. Til frekari glöggvunar má nálgast góðar upplýsingar á vef Landspítala. https://www.landspitali.is/orad Stjórnendur Dagáls læknanemans eru læknanemarnir Sólveig Bjarnadóttir og Teitur Ari Theodórsson. Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. SPOTIFY SIMPLECAST https://landspitalihladvarp.simplecast.fm/dagall-11 (Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)
11/19/20201 hour, 2 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Brautryðjendur í hjúkrun: Ásgeir Valur Snorrason

Ásgeir Valur Snorrason er gestur Mörtu Jónsdóttur í þáttsyrpunni "Brautryðjendur í hjúkrun" að þessu sinni. Ásgeir Valur er fæddur í Reykjavík árið 1961 og ólst upp í Kópavogi. Hann útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1988, lauk námi í svæfingahjúkrun 1990 og meistaranámi í hjúkrun frá Háskólanum á Akureyri 2002. Ásgeir Valur hefur áratugum saman unnið að kennslu og verið frumkvöðull á faginu á ýmsum sviðum, leiðbeint í herminámi frá 2008 og kennt bæði endurlífgun og svæfingahjúkrun. Ásgeir Valur hefur starfað við svæfingahjúkrun í þrjá áratugi hjá Landspítala og forverum hans. "Brautryðjendur í hjúkrun" er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn Marta Jónsdóttir, sem starfar í dag annars vegar á hjartagátt og hins vegar í starfsmannahjúkrun hjá skrifstofu mannauðsmála. Marta var áður formaður hjúkrunarráðs Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Stjórnandi hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en stjórnandi upptöku er Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala. SIMPLECAST https://landspitalihladvarp.simplecast.fm/braut-03
11/10/20201 hour, 4 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Dagáll læknanemanns: Sigurður Guðmundsson - Sýkingar í miðtaugakerfi

"Dagáll læknanemans" er nýtt hlaðvarp fyrir læknanema (cc: Félag læknanema) og aðra áhugasama um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Hlaðvarpið fær til sín sérfróða gesti og tekur fyrir ýmis læknisfræðileg vandamál. Gestur þessa þáttar er Sigurður Guðmundsson, sérfræðingur í smitsjúkdómalækningum og fyrrverandi landlæknir. Sigurður ræðir sýkingar í miðtaugakerfi (MTK). Hverjar eru birtingarmyndir sýkinga í MTK og hvernig er greint á milli þeirra? Þá eru helstu flokkar sýkinga í MTK kerfi og meinvöldum gerð skil. Farið er gegnum uppvinnslu sýkinga í MTK, hvaða greiningapróf eru gerð og hvaða myndrannsóknir geta komið að gagni. Einnig er meðhöndlun mismunandi tegunda sýkinga í MTK rædd. Loks undirstrikar Sigurður mikilvægi þess að hafa hraðar hendur og hefja meðferð sem fyrst! Stjórnendur Dagáls læknanemans eru Sólveig Bjarnadóttir læknanemi á 6. ári og Teitur Ari Theodórsson læknanemi á 5. ári. Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. SPOTIFY SIMPLECAST https://landspitalihladvarp.simplecast.fm/dagall-10 (Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)
11/10/20201 hour, 19 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Dagáll læknanemans: Karl Andersen - Háþrýstingur

"Dagáll læknanemans" er nýtt hlaðvarp fyrir læknanema (cc: Félag læknanema) og aðra áhugasama um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Hlaðvarpið fær til sín sérfróða gesti og tekur fyrir ýmis læknisfræðileg vandamál. Gestur þessa þáttar er Karl Andersen. Í þættinum er háþrýstingur skilgreindur og afleiddir fylgikvillar hans ræddir. Þá eru meðferðarmörkin skilgreind og greint frá hvernig þau breytast með tilliti til undirliggjandi sjúkdóma. Faraldsfræði háþrýstings á Íslandi eru gerð skil. Því næst eru mælingar á blóðþrýstingi ræddar og hvað ber að varast í þeim efnum. Þá er meðferðin rædd í þaula, hvaða lyfjum er best að beita, hvað skal gera ef sjúklingar svara ekki lyfjum og hvaða lyfjaflokkar virka best saman. Þaðan berst samtalið að afleiddum háþrýstingi, hvenær á að gruna afleiddan háþrýsting, hvernig hægt er að beita líkamsskoðun til skimunar og hvernig er best að haga uppvinnslu. Stjórnendur Dagáls læknanemans eru Sólveig Bjarnadóttir læknanemi á 6. ári og Teitur Ari Theodórsson læknanemi á 5. ári. Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. SPOTIFY SIMPLECAST https://landspitalihladvarp.simplecast.fm/dagall-09 (Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)
11/4/20201 hour, 59 seconds
Episode Artwork

Dagáll læknanemans: Þórir Einarsson Long - Hýpónatremía

"Dagáll læknanemans" er nýtt hlaðvarp fyrir læknanema (cc: Félag læknanema) og aðra áhugasama um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Hlaðvarpið fær til sín sérfróða gesti og tekur fyrir ýmis læknisfræðileg vandamál. Í þessum þætti fer Þórir Einarsson Long sérnámslæknir í almennum lyflækningum gaumgæfilega yfir hýpónatremíu. Hvað er hýpónatremía og hvað eigum við að lesa í það að ef sjúklingur mælist með of lágt natríum? Ræðum tengsl vökvajafnvægis, natríum styrks og osmólalitets í blóði og förum yfir RAAS og ADH stýrikerfin sem hafa áhrif á þetta. Þar næst er farið kerfisbundið í klíníska nálgun og uppvinnslu á hýpónatremíu. Hvernig geta þvagvísar hjálpað okkur í þessu samhengi og hvaða mismunagreiningar liggja að baki. Ræðum muninn á bráðri og langvinnri hýpónatremíu og hvernig sé best að haga meðferð. Loks er farið yfir alvarlega fylgikvilla sem þarf að hafa í huga og Þórir segir frá natríumbjargbrúninni. Stjórnendur Dagáls læknanemans eru Sólveig Bjarnadóttir læknanemi á 6. ári og Teitur Ari Theodórsson læknanemi á 5. ári. Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. SPOTIFY SIMPLECAST https://landspitalihladvarp.simplecast.fm/dagall-08 (Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)
10/27/20201 hour, 25 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Dagáll læknanemans: Tómas Þór Ágústsson - Sykursýki 2

"Dagáll læknanemans" er nýtt hlaðvarp fyrir læknanema (cc: Félag læknanema) og aðra áhugasama um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Hlaðvarpið fær til sín sérfróða gesti og tekur fyrir ýmis læknisfræðileg vandamál. Í þætti vikunnar ræðir Tómas Þór Ágústsson um sykursýki 2. Tómas Þór er sérfræðilæknir á Landspítala í almennum lyflækningum og innkirtlalækningum. Fyrst er mismun á sykursýki 1 og 2 gerð skil. Þá fer viðmælandi okkar yfir meingerð sykursýki 2, fylgikvillum, eftirliti og greiningu. Meðferð er rædd næst. Fyrst bráð meðferð og þá hvort og hvenær viðeigandi er að hefja meðferð með insúlíni til skamms tíma. Tómas fer svo yfir sykursýkismeðferð inniliggjandi sjúklinga og gildi hins víðfræga NovoRapid -skema. Eftir það berst samtalið að langtímameðferð. Farið yfir lyfjaflokkana sem standa til boða og kostir og galla hvers og eins með sérstakri áherslu á "nýju lyfin", það er SGLT2 og GLP1. Að síðustu er tíundað hvenær og hvernig sé best að hefja insúlínmeðferð hjá sjúklingum með Sykursýki 2. Stjórnendur Dagáls læknanemans eru Sólveig Bjarnadóttir læknanemi á 6. ári og Teitur Ari Theodórsson læknanemi á 5. ári. Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. SPOTIFY SIMPLECAST https://landspitalihladvarp.simplecast.fm/dagall-05 (Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)
10/21/20201 hour, 15 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Dagáll læknanemans: Helga Margrét Skúladóttir - Gáttatif

"Dagáll læknanemans" er nýtt hlaðvarp fyrir læknanema (cc: Félag læknanema) og annað áhugasamt fólk um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Hlaðvarpið fær til sín sérfróða gesti og tekur fyrir ýmis læknisfræðileg vandamál og verkefni. Í þætti vikunnar ræðir Helga Margrét Skúladóttir hjartalæknir gáttatif frá ýmsum hliðum. Samtalið hefst á almennri umræðu um einkenni gáttatifs og hverju er leitað eftir við skoðun sjúklinga. Þá eru áhættuþættir gáttatifs ræddir og hvernig þeir stuðla að meinmyndun gáttatifs. Farið yfir hvernig gáttatif er flokkað. Því næst er greining og meðferð sjúkdómsins rætt. Hvað er átt við með “rate vs. rhythm control” og hverju á að beita? Hvernig best er að hægja á sjúklingum í hröðu gáttatifi og hverjum á að rafvenda. Þá er farið yfir langtímahorfur og fylgivkilla gáttatifs og hvernig þeir eru meðhöndlaðir. Stjórnendur Dagáls læknanemans eru Sólveig Bjarnadóttir læknanemi á 6. ári og Teitur Ari Theodórsson læknanemi á 5. ári. Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. SPOTIFY SIMPLECAST https://landspitalihladvarp.simplecast.fm/dagall-06 (Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)
10/13/202058 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Dagáll læknanemans: Berglind Bergmann Sverrisdóttir - Uppvinnsla á hita

"Dagáll læknanemans" er nýtt hlaðvarp fyrir læknanema (cc: Félag læknanema) og aðra áhugasama um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Hlaðvarpið fær til sín sérfróða gesti og tekur fyrir ýmis læknisfræðileg vandamál. Í þætti vikunnar leiðir Berglind Bergmann Sverrisdóttir, sérnámslæknir á Landspítala, hlustendur gegnum almenna uppvinnslu á hita. Hvaða mismunagreiningar eru líklegastar og hvernig er fyrstu rannsóknum er háttað? Þá færist samtalið í átt að hita án uppruna, hvernig það fyrirbæri er skilgreint og hvað ber þá sérstaklega að hafa í huga. Eftir það fer Berglind yfir hvernig hægt er að nálgast uppruna hitans og hvaða sértæku tólum er best að beita við slíka uppvinnslu. Stjórnendur Dagáls læknanemans eru Sólveig Bjarnadóttir læknanemi á 6. ári og Teitur Ari Theodórsson læknanemi á 5. ári. Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. SPOTIFY SIMPLECAST https://landspitalihladvarp.simplecast.fm/dagall-05 (Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)
10/6/20201 hour, 1 minute, 29 seconds
Episode Artwork

Dagáll læknanemans: Hrönn Harðardóttir og Signý Vala Sveinsdóttir - Blóðsegarek til lungna og bláæðasegasjúkdómur

"Dagáll læknanemans" er nýtt hlaðvarp fyrir læknanema (cc: Félag læknanema) og aðra áhugasama um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Hlaðvarpið fær til sín sérfróða gesti og tekur fyrir ýmis læknisfræðileg vandamál. Hrönn Harðardóttir, sérfræðingur í lungnalækningum, og Signý Vala Sveinsdóttir, sérfræðingur í blóðlækningum, ræða blóðsegarek til lungna og bláæðasegasjúkdóm í þætti vikunnar. Kynnt eru til leiks ýmis tól sem geta aðstoðað við greiningu og meðferð. Hvenær á að taka d-dímer, hvernig högum við blóðþynningu og hvenær á að beita segaleysingu? Stjórnendur Dagáls læknanemans eru Sólveig Bjarnadóttir læknanemi á 6. ári og Teitur Ari Theodórsson læknanemi á 5. ári. Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Í þættinum er meðal annars rætt hvernig sjúklingar presentera og hverju er leitað eftir við mat og skoðun. Kynnt eru Wells-skor og Geneva-skor sem aðstoða við greiningu og farið yfir uppvinnslu. Hvernig nýtist d-dímer, hverja á að senda í tölvusneiðmynd og hverja á að senda í hjartaómun? Farið er ítarlega í PESI-áhættumat á lungnasegareki sem leiðbeinir við meðferð og næstu skref í bráðafasa. Hvernig er blóðþynningu hagað og hvenær á að beita segaleysingu? Loks er rætt um langtímameðferð og horfur. SIMPLECAST https://landspitalihladvarp.simplecast.fm/dagall-04 SPOTYFY https://open.spotify.com/episode/4aDgROg7COnPq0Rso8jemu?si=_UeaTI7yQHS9bX-qzVb8Vg (Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)
9/28/20201 hour, 15 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Dagáll læknanemans: Albert Sigurðsson - Blóðlækningar og blóðleysi

Stjórnendur Dagáls læknanemans eru Sólveig Bjarnadóttir læknanemi á 6. ári og Teitur Ari Theodórsson læknanemi á 5. ári. Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vefsvæðum spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Albert Sigurðsson sérnámslæknir leiðir hlustendur í gegnum orsakir blóðleysis. Farið er yfir afhverju sjúklingar verða blóðlausir og hvernig sé best að haga uppvinnslu. Albert fer yfir stærð rauðra blóðkorna (MCV), mismun í stærð þeirra (RDW ) og netfrumur (forstig rauðra blóðkorna) og hvernig þessar stærðir nýtast til mismunagreiningar á orsök blóðleysisins. Enn fremur er farið yfir hver næstu skref eru eftir greiningu á orsök blóðleysisins, þarfnast sjúklingurinn frekari uppvinnslu? Í lokin er sérstök umræða um blóðsundrun (hemolysu), hvaða prufur skal panta og hvenær mann skal gruna blóðleysi á grunni blóðsundrunar. Albert ræðir sömuleiðis tónlistarferil sinn á tímum Covid-19. SIMPLECAST https://landspitalihladvarp.simplecast.fm/dagall-03 (Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)
9/23/20201 hour, 21 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Dagáll læknanemans: Sunna Snædal - Bráður nýrnaskaði

"Dagáll læknanemans" er nýtt hlaðvarp fyrir læknanema (cc: Félag læknanema) og aðra áhugasama um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Hlaðvarpið fær til sín sérfróða gesti og tekur fyrir ýmis læknisfræðileg vandamál. Í þessum þætti ræðir Sunna Snædal, sérfræðingur í nýrnalækningum og almennum lyflækningum, um bráðan nýrnaskaða. Hvað er bráður nýrnaskaði, hvaða lyf þarf að stöðva og hverjar eru ábendingar fyrir skilun? Hvernig verður maður vinur afsteypanna? Sunna afhjúpar einnig uppáhalds nýrnavandamálið sitt. Stjórnendur Dagáls læknanemans eru Sólveig Bjarnadóttir læknanemi á 6. ári og Teitur Ari Theodórsson læknanemi á 5. ári. Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vefsvæðum spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Sunna byrjar á að skilgreina bráðan nýrnaskaða og segir svo frá hvernig hún metur sjúkling með versnandi nýrnastarfsemi; hvaða spurninga skal spyrja og hvernig er sé best að meta vökvaástand sjúklings. Mikilvægi kerfisbundinnar nálgunar við mat á mögulegri orsök bráðs nýrnaskaða er rætt. Þá er talað um gildi þvagskoðunar og hvernig maður getur gerst vinur afsteypanna. Förum sömuleiðis yfir hvaða lyf geta ýtt undir bráðan nýrnaskaða, hverjar afleiðingar af bráðum nýrnaskaða geta orðið og hvernig sé hægt að bregðast við þeim með lyfjameðferð. Að lokum fer Sunna yfir hvað skal gera ef allt um þrýtur, ábendingar nýrnaskilunar og langtímahorfur sjúklinga með bráðan nýrnaskaða. SIMPLECAST https://landspitalihladvarp.simplecast.fm/dagall-02 (Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)
9/14/202054 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Dagáll læknanemans: Hjálmar Ragnar Agnarsson og bráð hjartabilun

Dagáll læknanemans er nýtt hlaðvarp fyrir læknanema og aðra áhugasama um hvaðeina sem viðkemur klíník. Hlaðvarpið fær til sín sérfróða gesti og tekur fyrir ýmis læknisfræðileg vandamál. Stjórnendur Dagáls læknanemans eru Sólveig Bjarnadóttir læknanemi á 6. ári og Teitur Ari Theodórsson læknanemi á 5. ári. Hvað eru preload og afterload? Í þessum þætti leiðir Hjálmar Ragnar Agnarsson, sérnámslæknir á Landspítala, hlustendur gegnum bráða hjartabilun frá A til Ö. Hjálmar fer yfir hvaða spurninga á að spyrja, hverju á að leita að við skoðun og hvaða rannsóknir hjálpa til við að negla þessa annars klínísku greiningu. Rætt er mikilvægi þvagræsingar í bráðri meðferð, hvað á að gefa mikið og hvar á að draga mörkin? Einnig er farið yfir aðra þætti meðferðar eins og nítro-dreypi og BiPAP/CPAP. Hvenær á fólk að hafa áhyggjur, og síðast en ekki síst: Er Hjálmar frá Vestmannaeyjum? Dagáll læknanemans er sjálfstætt verkefni læknanemanna Sólveigar og Teits, en unnið undir handleiðslu samskiptadeildar Landspítala. (Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)
9/10/202053 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Yoga Nidra með Lísu Briem

Yoga nidra er leidd djúpslökun sem losar um streitu, bætir svefn, vinnur gegn neikvæðum hugsanamynstrum og bætir jafnvægi. Nidra þýðir svefn og yoga einingu og þannig merkir "yoga nidra" í rauninni vakandi svefn þar sem vitundin er vakandi en líkaminn fær djúpa hvíld og hugurinn hvílir í kyrrð. Þessi aðferð getur hjálpað til við að losa um þá spennu sem fylgir hraða og annríki nútímans. Samskiptadeild laumaði sér á dögunum í jógatíma hjá Guðnýju Elísabetu Briem Óladóttur, sem flestir á Landspítala þekkja betur sem Lísu Briem. Hún starfar á skrifstofu forstjóra í Skaftahlíð og hefur þar ýmis verkefni á sinni könnu, en brýtur upp vinnudaginn vikulega og heldur jógatíma fyrir vinnufélagana í hádeginu. Jógatíminn var haldinn í hermisetri menntadeildar í Skafathlíð og eins og glögglega má sjá var mannskapurinn í tímanum afskaplega slakur og vær. Líka æfingadúkkan í rúminu! Þess má geta að sálfræðingar geðþjónustu og mannauðsráðgjafar hjá Landspítala vinna nú að verkefninu "Saman gegnum Kófið" fyrir starfsfólk spítalans. Það felst meðal annars í því að safna saman á einn stað fræðsluefni, uppbyggilegum bjargráðum og leiðum til að vinna með það álag fyrir líkama og sál og krefjandi aðstæður sem framundan er í eftirmála Covid-19. Jógahlaðvarpið með Lísu Briem talar skemmtilega við þetta verkefni. Sjá nánar: https://www.landspitali.is/samangegnumkofid Stjórnandi Hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en upptöku annast Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.
5/25/202033 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Erla Dögg Ragnarsdóttir og Steinunn Erla Thorlacius: Stjórnendur fjarheilbrigðisþjónustu og röntgendeildar segja frá fjölbreyttum verkefnum í Covid-19

Starfsemi Landspítala tók stökkbreytingum í Covid-19-faraldrinum. Erla Dögg Ragnarsdóttir er deildarstjóri á göngudeild 10-E á Landspítala og Steinunn Erla Thorlacius er deildarstjóri röntgendeildar. 10-E sér um göngudeildarþjónustu við skjólstæðinga sem tilheyra sérgreinum kviðarhols- og brjóstaskurðlækninga, brjóstholsskurðlækninga, nýrna- og meltingarlækninga og ígræðslu- og verkjateyma. Þegar hægðist um verkefni 10-E vegna faraldursins flutti Erla Dögg sig yfir til Covid-19-göngudeildar Landspítala og stýrði þar hjúkrunarhluta síma- og fjarheilbrigðisþjónustu við sjúklinga. Í verkahring röntgendeildar Steinunnar Erlu eru myndgreiningarrannsóknir og rannsóknarinngrip svo sem röntgenrannsóknir, tölvusneiðmyndir, segulómun, ísótópar, jáeindaskanni og ómskoðanir. Röntgendeild gegndi lykilhlutverki í að sinna Covid-sjúklingum í faraldrinum og þurfti að aðlagast hratt breyttum aðstæðum, öðruvísi vaktaálagi og nýjum kröfum um færanleika á tækjabúnaðar. Erla Dögg og Steinunn Erla segja hér frá viðamiklum verkefnum sínum í faraldrinum, ásamt því að gefa okkur innsýn í bakgrunn sinn, en báðar urðu stjórnendur bráðungar og hafa ólíkar áherslur. Önnur er hjúkrunarfræðingur að upplagi meðan hin er geislafræðingur með sér brennandi áhuga á markaðsmálum. Gestastjórnandi er Jón Magnús Jóhannesson sérnámslæknir. Stjórnandi Hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en upptöku annast Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala, sem dælir þessar vikurnar út djúpum og löngum hlaðvörpum sem tengjast Covid-19. Verkefnið snýst um að tala við lykilfólk spítalans í faraldrinum á mismunandi sviðum og skrásetja frásagnir þess fyrir spjöld sögunnar í ítarlegu máli til gagns og lærdóms þegar fram í sækir. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.
5/25/202058 minutes, 1 second
Episode Artwork

Ragnar Freyr Ingvarsson yfirlæknir og Sólveig Hólmfríður Sverrisdóttir deildarstjóri: Covid-19-göngudeild Landspítala - Uppsetning og verkefni

Sérstök Covid-19-göngudeild Landspítala og þjónustan þar, ásamt öflugri fjarheilbrigðisþjónustu, gegndi lykilhlutverki í vel heppnuðum undirbúningi og viðbragði hér á landi gagnvart Covid-19-faraldrinum. Deildin er raunar talin einstæð á heimsvísu og þótti halda utan um krefjandi sjúklingahóp með afar farsælum hætti, en hún hefur nú lokið störfum. Yfirlæknir göngudeildarinnar var Ragnar Freyr Ingvarsson og deildarstjóri Sólveig Hólmfríði Sverrisdóttir. Hér er rætt við Ragnar Frey og Sólveigu, sem segja frá verkefnum sínum á göngudeildinni, ásamt því að gefa okkur innsýn í bakgrunn sinn. Gestastjórnandi er Jón Magnús Jóhannesson sérnámslæknir. Stjórnandi Hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en upptöku annast Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala. Landspítali dælir þessar vikurnar út djúpum og löngum hlaðvörpum sem tengjast Covid-19. Verkefnið snýst um að tala við lykilfólk spítalans í faraldrinum á mismunandi sviðum og skrásetja frásagnir þess fyrir spjöld sögunnar í ítarlegu máli til gagns og lærdóms þegar fram í sækir. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.
5/25/20201 hour, 32 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Brautryðjendur í hjúkrun: Anna Gyða Gunnlaugsdóttir

Vika hjúkrunar er haldin árlega á Landspítala kringum 12. maí, fæðingardag Florence Nightingale (1820) og alþjóðlegan dag hjúkrunarfræðinga. Að þessu sinni er vikan haldin 11.-15. maí. Í tilefni af Viku hjúkrunar ræsum við hérna hlaðvarpssyrpuna "Brautryðjendur í hjúkrun" og fyrsti viðmælandinn er Anna Gyða Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmyndari sem á ótrúlega fjölbreyttan feril að baki í mörgum löndum (Íslandi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Noregi, Svíþjóð, Grænlandi og Eþíópíu), en hún hefur meðal annars sérhæft sig í verkjameðferð. Gestastjórnendur eru hjúkrunarfræðingarnir Marta Jónsdóttir formaður hjúkrunarráðs Landspítala og Dagrún Ása Ólafsdóttir aðstoðardeildarstjóri bæklunarskurðdeildar B5. Stjórnandi Hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en upptöku annast Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.
5/13/202058 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Brautryðjendur í hjúkrun: Sigríður Gunnarsdóttir

Vika hjúkrunar er haldin árlega á Landspítala kringum 12. maí, fæðingardag Florence Nightingale (1820) og alþjóðlegan dag hjúkrunarfræðinga. Að þessu sinni var hún haldin 11.-15. maí. Í tilefni af Viku hjúkrunar ræstum við hlaðvarpssyrpuna "Brautryðjendur í hjúkrun" og annar viðmælandinn þar er Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala. Gestastjórnandi er hjúkrunarfræðingurinn Marta Jónsdóttir, sem er formaður hjúkrunarráðs Landspítala. Sigríður segir í hlaðvarpinu frá sjálfri sér, starfsferlinum og verkefnum sínum í dag. Sigríður Gunnarsdóttir er fædd árið 1969. Hún lauk BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1997, klínísku meistaraprófi í krabbameinshjúkrun frá University of Wisconsin-Madison árið 2000 og doktorsprófi frá sama skóla árið 2004. Sigríður hefur verið framkvæmdastjóri hjúkrunar frá árinu 2012 og stýrir skrifstofu hjúkrunar og lækninga, ásamt Ólafi Baldurssyni, framkvæmdastjóra lækninga. Skrifstofan gegnir forystuhlutverki á Landspítala í vísindum, menntun og gæðamálum. Sigríður er prófessor í krabbameinshjúkrun við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Hún var áður lektor og síðar dósent við Háskóla Íslands auk þess að gegna starfi forstöðumanns fræðasviðs í krabbameinshjúkrun við Háskóla Íslands og Landspítala. Stjórnandi Hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en upptöku annast Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.
5/13/202039 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Ólafur Guðlaugsson yfirlæknir sýkingavarnadeildar: Undirbúningur og starfsemi Landspítala í COVID-19-faraldrinum

Ólafur Guðlaugsson hefur verið yfirlæknir sýkingavarnadeildar Landspítala frá árinu 2003 og samhliða gegnt stöðu við smitsjúkdómadeild spítalans. Deildirnar spiluðu ótvíræða lykilrullu í undirbúningi, viðbrögðum og starfsemi spítalans í COVID-19-faraldrinum. Ólafur sérmenntaði sig vestanhafs í því fagi og krækti sér þá að auki í meistaragráðu í lýðheilsufræðum. Hann er gestur Hlaðvarps Landspítala að þessu sinni, en gestastjórnandi er Jón Magnús Jóhannesson sérnámslæknir. Sýkingavarnadeild tilheyrir skrifstofu framkvæmdastjóra hjúkrunar og lækninga. Starfssvið sýkingarvarnadeildar Landspítala er óvenju vítt, en megináherslan er á varnir gegn sýkingum á sjúkrahúsinu og eftirlit og skráningu sýkinga og ákveðinna örvera. Þá er kennsla nema og fræðsla til starfsfólks stór hluti starfsins auk samstarfs við sóttvarnalækni hjá embætti landlæknis. Stjórnandi Hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en upptöku annast Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala. Landspítali dælir þessar vikurnar út djúpum og löngum hlaðvörpum sem tengjast COVID-19. Verkefnið snýst um að tala við lykilfólk spítalans í faraldrinum á mismunandi sviðum og skrásetja frásagnir þess fyrir spjöld sögunnar í ítarlegu máli til gagns og lærdóms þegar fram í sækir. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.
5/5/20201 hour, 10 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Ásdís Elfarsdóttir Jelle, deildarstjóri og hjúkrunarfræðingur: Starfsemi sýkingavarnadeildar Landspítala á tímum COVID-19

Hjúkrunarfræðingurinn Ásdís Elfarsdóttir Jelle er deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala, sem hefur gegnt algjöru lykilhlutverki í undirbúningi og starfsemi spítalans í COVID-19-faraldrinum. Ádís er gestur Hlaðvarps Landspítala að þessu sinni, en gestastjórnandi er Jón Magnús Jóhannesson sérnámslæknir. Hún hefur unnið innan heilbrigðiskerfisins frá árinu 1980 og sinnt þar fjölbreyttum störfum. Sýkingavarnadeild tilheyrir sviði framkvæmdastjóra hjúkrunar og lækninga. Ásdís segir hér frá starfsemi deildarinnar síðustu mánuði ásamt því að gefa innsýn í verkefni deildarinnar hversdags. Starfssvið sýkingarvarnadeildar Landspítala er óvenju vítt, en megináherslan er á varnir gegn sýkingum á sjúkrahúsinu og eftirlit og skráningu sýkinga og ákveðinna örvera. Þá er kennsla nema og fræðsla til starfsfólks stór hluti starfsins auk samstarfs við sóttvarnalækni hjá embætti landlæknis. Ásdís hefur verið deildarstjóri sýkingavarnadeildar frá árinu 2008. Stjórnandi Hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en upptöku annast Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala. Landspítali dælir þessar vikurnar út djúpum og löngum hlaðvörpum sem tengjast COVID-19. Verkefnið snýst um að tala við lykilfólk spítalans í faraldrinum á mismunandi sviðum og skrásetja frásagnir þess fyrir spjöld sögunnar í ítarlegu máli til gagns og lærdóms þegar fram í sækir. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.
5/4/20201 hour, 8 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Freyja Valsdóttir lífeindafræðingur og Máney Sveinsdóttir náttúrufræðingur: Starfsemi sýkla- og veirufræðideildar Landspítala á tímum COVID-19

Freyja Valsdóttir lífeindafræðingur og Máney Sveinsdóttir náttúrufræðingur eru gestir Hlaðvarps Landspítala að þessu sinni, en gestastjórnandi er Jón Magnús Jóhannesson sérnámslæknir. Freyja og Máney starfa báðar á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Mikið hefur mætt á veirufræðihluta deildarinnar í COVID-19 faraldrinum og vinnudagarnir lengst með margföldu álagi við greiningar á sýnum vegna COVID-19. Starfsfólki var fjölgað í faraldrinum og mönnun við greiningarvinnu styrkt, ásamt því sem tækjabúnaður var bættur. Freyja og Máney segja okkur hér frá vinnunni á deildinni í faraldrinum, ásamt því að greina frá bakgrunni sínum og starfsferli. Sýkla- og veirufræðideild Landspítala er rannsóknastofa og tilvísunarrannsóknastofa fyrir Ísland á sviði bakteríufræði, veirufræði, sveppafræði og sníkjudýrafræði. Deildin vinnur með sóttvarnarlækni og öðrum heilbrigðisyfirvöldum að bættri lýðheilsu með rannsóknum og skráningu á smitsjúkdómum, orsökum þeirra og útbreiðslu. Þau gögn nýtast jafnframt til fyrirbyggjandi aðgerða, svo sem sýkingavarna og bólusetninga. Stjórnandi Hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en upptöku annast Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.
4/29/202057 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Berglind Guðrún Chu, sérfræðingur í smitsjúkdómahjúkrun: Hjúkrun og verkefni hjúkrunarfræðinga á smitsjúkdómadeild á tímum COVID-19

Berglind Guðrún Chu er sérfræðingur í hjúkrun sjúklinga með smitsjúkdóma. Hún veitir hér hlustendum Hlaðvarps Landspítala innsýn í starfsemi A7 smitsjúkdómadeildar á tímum COVID-19. Það er Jón Magnús Jóhannesson sérnámslæknir sem ræðir við Berglindi, ásamt Stefáni Hrafni Hagalín, deildarstjóra samskiptadeildar. Farið er yfir helstu ráðstafnir og verkefni smitsjúkdómadeildar og vöngum velt yfir hjúkrun á þessum viðsjárverðu tímum. Upptöku annaðist Ásvaldur Kristjánsson hjá samskiptadeild Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitunum Simplecast og Podcast Addict.
4/23/20201 hour, 4 minutes
Episode Artwork

Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar: COVID-19 faraldurinn og víðtæk áhrif hans á starfsemi Landspítala

Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala og hefur gegnt lykilhlutverki í undirbúningi, vibrögðum og starfsemi Landspítala kringum COVID19-faraldurinn. Hér ræðir Jón Magnús Jóhannesson sérnámslæknir við Má, ásamt Stefáni Hrafni Hagalín, deildarstjóra samskiptadeildar. Tæpt er á bakgrunni beggja læknanna, en áherslan er þó á Má sem á einstaklega fjölbreyttan og farsælan feril að baki, bæði sem læknir og stjórnandi í faginu. Már hugsar með sérstöku þakklæti til mikilvægra mótunarára á Fáskrúðsfirði þar sem hann starfaði um tveggja ára skeið sem nýútskrifaður læknir. Farið er yfir helstu ráðstafnir og verkefni á Landspítala vegna faraldursins og vöngum velt yfir einkennum veirunnar, lyfjaþróun og samfélagslegum áhrifum. Upptöku annaðist Ásvaldur Kristjánsson hjá samskiptadeild Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitunum Simplecast og Podcast Addict.
4/21/20201 hour, 50 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands: Bakgrunnurinn, baráttan, þjóðmálin og áhyggjurnar af Arsenal

Sjúkraliðar gegna lykilhlutverki í heilbrigðisþjónustunni. Á Landspítala starfa yfir 600 sjúkraliðar, en á landinu öllu eru um 4.000 manns með sjúkraliðamenntun og þar af eru 2.100 manns starfandi sem slíkir. Sjúkraliðar eru næststærsta heilbrigðisstétt landsins og starfa á öllum heilbrigðisstofnunum; sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, forvarnar- og endurhæfingarstofnunum, lækna- og rannsóknarstofum og í heimahjúkrun. Viðmælandi okkar að þessu sinni er Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Sandra hefur forvitnilegan bakgrunn, en hún sat á Alþingi um skeið, er heitur aðdáandi knattspyrnuliðsins Arsenal, Hafnfirðingur að uppruna og sótti sér mannsefni norður yfir heiðar. Það er Stefán Hrafn Hagalín sem ræðir við Söndru. Upptöku annaðist Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en líka í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitunum Simplecast og Podcast Addict.
12/6/201935 minutes
Episode Artwork

Anna Sigríður Guðnadóttir og Inga Ágústsdóttir: Heilbrigðisvísindabókasafnið, MR, stjórnmálaþátttakan og Íslandsmetið í langstökki án atrennu

Viðmælendur Hlaðvarps Landspítala að þessu sinni eru tveir starfsmenn Heilbrigðisvísindabókasafns Landspítala og Háskóla Íslands, þær Anna Sigríður Guðnadóttir verkefnastjóri safnsins og Inga Ágústsdóttir bókasafns- og upplýsingafræðingur. Við sögu koma safnið, bakgrunnur Önnu Sigríðar og Ingu og mikilvægi virkrar þátttöku í þjóðmálaumræðunni. Það er Stefán Hrafn Hagalín sem tekur viðtalið. Upptöku annaðist Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en líka í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitunum Simplecast og Podcast Addict. Markmið Heilbrigðisvísindabókasafns Landspítala og Háskóla Íslands er að veita starfsfólki spítalans sem og nemendum og kennurum við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans aðgang að þeim vísindalegu og klínísku upplýsingum og þekkingu sem það þarf í námi og starfi. Þjónusta bókasafnsins er nokkuð víðtæk og stendur ekki bara starfsfólki spítalans og Háskólans til boða, heldur einnig almenningi; sér í lagi sjúklingum og aðstandendum þeirra. Þess má geta að Heilbrigðisvísindabókasafnið er staðsett í Eirbergi í Landspítalaþorpinu við Hringbraut. Það er opið alla virka daga frá klukkan 8 til 16. Síminn er 543 1450. Smelltu hérna til að skoða vefsvæði safnsins: https://bokasafn.landspitali.is/forsida/
11/10/201958 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Arabella Samúelsdóttir og Árný Ósk Árnadóttir: Tónlistin, blakið, fjölskyldan og og nýja móttökumiðstöðin fyrir starfsfólk Landspítala

Gestir hlaðvarps Landspítala að þessu sinni eru þær Arabella Samúelsdóttir og Árný Ósk Árnadóttir. Tónlistarkonan Bella er úr Bökkunum, en blakarinn Árný er frá Ólafsfirði. Báðar eru verkefnastjórar hjá skrifstofu mannauðsmála og menntaðar í sálfræði með framhaldsnám í mannauðsstjórnun. Umræðuefnin eru bakgrunnur þeirra, helstu verkefni á Landspítala og splunkuný móttökumiðstöð fyrir nýtt starfsfólk spítalans, en um 1.500 manns hefja störf árlega á þessum 6.000 manna vinnustað. Föstudaginn 1. nóvember var sem sagt opnuð móttökumiðstöð fyrir nýtt starfsfólk Landspítala og er hún til að húsa að Skaftahlíð 24 í Reykjavík. Markmiðið með móttökumiðstöðinni er meðal annars að safna á einn stað miðlægri þjónustu við nýtt starfsfólk, þannig að það mæti á sínar einingar betur undirbúið til starfa en áður hefur verið. Í móttökumiðstöðinni verða ýmis praktísk mál afgreidd, svo sem myndataka, auðkenniskort og aðgangsmál, ásamt aðalatriðum sem varða upplýsingatækni og helstu kerfi, auk þess sem starfsmenn hitta starfsmannahjúkrunarfræðinga sem fara yfir bólusetningar og meta þörf fyrir frekari skimun, fá almenna nýliðafræðslu og skoða fjölmörg myndskeið um starfsemina. Það er Stefán Hrafn Hagalín sem ræðir við Arabellu og Árnýju Ósk. Upptöku annast Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vefsvæðum og samfélagsmiðlum spítalans, en líka í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitunum Simplecast og Podcast Addict.
10/31/201937 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Hanna Kristín Guðjónsdóttir: Hjúkrunarfræðingur og eðalnörd - Alin upp á fjöllum, en er með annan fótinn í Amsterdam í seinni tíð

Hanna Kristín Guðjónsdóttir er fædd í Kópavogi og alin upp í Reykjavík, en þó ekki síður inni á hálendinu þar sem hún eyddi drjúgum hluta frumbernskunnar. Hanna Kristín er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir með meistaragráðu í gagnagreiningu og upplýsingatækni. Hún er verkefnastjóri hjá Landspítala í dag, annars vegar í gæðadeild og hins vegar í heilbrigðis- og upplýsingatæknideild (HUT). Hún er fjögurra barna móðir og tvöföld amma með annan fótinn í Amsterdam þar sem hún á athvarf ásamt hollenskum eiginmanni sínum, sem er sjúkraþjálfari hér á landi. Hanna Kristín ræðir hérna bakgrunn sinn og lífshlaup, ásamt því að segja frá sínum fjölbreyttu verkefnum á Landspítala undanfarna fjóra áratugi. Þessi litríka, jákvæða og stórskemmtilega kona er eðalnörd af gamla góða skólanum. Það er Stefán Hrafn Hagalín sem ræðir við Hönnu Kristínu. Upptöku annast Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vefsvæðum og samfélagsmiðlum spítalans, en líka í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitunum Simplecast og Podcast Addict.
10/9/201935 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Bergþóra Baldursdóttir: Sjúkraþjálfun og lífsbjargandi byltuvarnir

Dr. Bergþóra Baldursdóttir sjúkraþjálfari segir frá sínum uppvexti í Smáíbúðahverfinu og hvers vegna hún valdi sjúkraþjálfun á sínum tíma, en hótelstýra í Kaupmannahöfn átti þar hlut að máli. Bergþóra hefur verið ráðin til eins árs í stöðu verkefnastjóra byltuvarna. Um er að ræða tilraunaverkefni á vegum framkvæmdastjóra hjúkrunar og lækninga. Nýlega varði hún doktorsritgerð sína sem fjallaði um áhrif skynörvandi jafnvægisþjálfunar meðal óstöðugs eldra fólks og einstaklinga sem höfðu dottið og úlnliðsbrotnað og einnig hvað einkenndi þá sem höfðu úlnliðsbrotnað. Bergþóra hefur starfað við sjúkraþjálfun aldraðra á Landakoti frá árinu 1997. Með hækkandi aldri verðum við óstöðugri og byltuhætta eykst. Þetta gerist meðal annars vegna aldurstengdra breytinga í jafnvægiskerfi innra eyra – nokkuð sem getur gerst með ójöfnun hætti. Í hlaðvarpinu veitir Bergþóra hlustendum meðal annars góð ráð til að bæta jafnvægi með skynörvandi æfingum sem allir gera gert.
10/7/201941 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Bára og Berglind : Vinnuvernd, móttökumiðstöð og önnur risaverkefni hjá mannauðssviði Landspítala á haustönn 2019

Stærstu verkefni mannauðssviðs Landspítala á haustönn 2019 lúta að október sem mánuði vinnuverndar, jafnlaunavottun, samskiptasáttmála, viðverustefna, vellíðan í vaktavinnu og stofnun miðlægrar móttökustöðvar í Skaftahlíð fyrir nýtt starfsfólk Landspítala, en sú tala nemur um 1.500 manns ár hvert á þessum vinnustað 6.000 manna. Einnig er núna hugað sérstaklega að þjálfun starfsfólks af erlendu bergi brotnu. Stefnukönnun, stjórnendamat, aðhaldsaðgerðir, stjórnendaþjálfun, átök á vinnumarkaði og skipuritsbreytingar eru sömuleiðis á dagskrá. Að ógleymdri inflúensunni. Viðmælendur Hlaðvarps Landspítala að þessu sinni eru Bára Hildur Jóhannsdóttir deildarstjóri hjá mannauðssviði og Berglind Helgadóttir starfsmannasjúkraþjálfari og verkefnastjóri hjá sama sviði. Bára Hildur og Berglind fara hérna yfir þessi risavöxnu verkefni. Það er Stefán Hrafn Hagalín sem ræðir við þær stöllur. Upptöku annast Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en líka í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitunum Simplecast og Podcast Addict.
10/1/201939 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Ósk Sigurðardóttir: Verkefnastjóri og iðjuþjálfi sem leggur stund á nám við Oxford og þróar aðgengisapp í frístundum

Ósk Sigurðardóttir er verkefnastjóri hjá verkefnastofu Landspítala, sem hefur verið drifkrafturinn í umbótavegferð Landspítala undanfarin ár og byggir að miklu leyti á straumlínustjórnun (lean). Ósk hefur átt langan og farsælan feril á Landspítala, fyrst sem iðþjuþjálfi en síðustu árin sem verkefnastjóri. Hún státar nú þegar af nokkrum háskólagráðum og vinnur í augnablikinu að einni til viðbótar við Oxford-háskóla. Samhliða rekur Ósk lítið hugbúnaðarfyrirtæki í hjáverkum og þróar þar app eða smáforrit sem heitir TravAble og skráir aðgengi um víða veröld; appið er nú þegar með notendur í 33 löndum. Ef Ósk gæti eflt einn þátt í starfsemi Landspítala, þá myndi hún hlúa sérstaklega að þróun innan spítalans hjá sérstöku nýsköpunarsetri. Ósk fer hér í stuttu máli yfir tilþrifamikinn feril í menntun og starfi -- og segir okkur í leiðinni smávegis frá sjálfri sér. Það er Stefán Hrafn Hagalín sem ræðir við Ósk. Upptöku annaðist Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en líka í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitunum Simplecast og Podcast Addict.
10/1/201948 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Keli ljósmyndari: Ekki bara fjallgöngur, peningasmygl og stríðsátök, heldur líka Mogginn, klínískar myndatökur og hugsjónastarf

Þorkell Þorkelsson er ljósmyndari Landspítala. Alltaf kallaður Keli. Í hlaðvarpi Landspítala segir okkar maður frá því hvernig hann myndaði bumbur 4 ára að aldri, gekk sem táningur á Mont Blanc í strigaskóm og fékk seinna starfsfólk Moggans til að smygla fyrir sig dollurum í ársskýrslu Seðlabankans til Afríku. Keli hefur átt viðburðaríkan starfsferil með óteljandi hápunkta. Hann hefur myndað jarðarfarir glæpamanna á Írlandi og skrásett hjálparstarf og stríðsátök víða um veröld. Hin síðari ár hefur hann meðal annars flogið með myndasmiði til Indlands, Kambódíu og Madagaskar. Kappinn tilheyrir skipulagslega vísindadeild, sem er á sviði framkvæmdastjóra hjúkrunar og lækninga. Helstu verkefni hans á Landspítala lúta að klínískum myndatökum, en samhliða vinnur hann talsvert með samskiptadeild við að mynda viðburði, starfsemi og mannauð spítalans með ýmsum hætti. Hann skautar hérna yfir ferilinn og segir okkur í leiðinni smávegis frá manninum bak við linsuna. Það er Stefán Hrafn Hagalín sem ræðir við Kela. Upptöku annaðist Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en líka í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitunum Simplecast og Podcast Addict.
9/18/20191 hour, 8 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Tómas Þór: Framhaldsmenntun, sykursýki, neikvæðni og skrautfiskar

Tómas Þór Ágústsson er sérfræðingur í lyf- og innkirtlalækningum og formaður framhaldsmenntunarráðs lækninga á Landspítala. Tómas Þór ræðir hér sérgrein sína og verkefnin hjá ráðinu, ásamt því að velta vöngum yfir neikvæðri umræðu um framúrskarandi heilbrigðiskerfi og Landspítala, sem hann segir frábæran vinnustað. Að endingu segir hann frá ástríðu sinni: skrautfiskaræktun. Það er Stefán Hrafn Hagalín sem ræðir við Tómas Þór. Upptöku annaðist Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en líka í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitunum Simplecast og Podcast Addict.
8/30/20191 hour, 13 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða - Andri Konráðsson, Gylfi Ólafsson og Kristjana Milla Snorradóttir

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða sér um alhliða heilbrigðisþjónustu í fimm sveitarfélögum á Vestfjörðum eða nánar tiltekið Bolungarvík, Ísafirði, Súðavík, Tálknafjarðarhreppi og Vesturbyggð. Um er að ræða sjúkrahús, heilsugæslur og öldrunarþjónustu, sem saman mynda stærsta einstaka vinnustað Vestfjarða með 250 starfsmenn. "Sjúkrahús allra landsmanna" var yfirskrift ársfundar Landspítala vorið 2019, en þar var meðal annars fjallað um aukið samstarf og vilja til meiri samþættingar í íslenska heilbrigðiskerfinu. Í þeim anda brugðu útsendarar fréttastofu Landspítala sér vestur á firði á dögunum í þeim erindagjörðum að taka upp hlaðvarp og framleiða nokkrar fréttir um starfsemi hinnar framsæknu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Þau Andri Konráðsson framkvæmdastjóri lækninga, Gylfi Ólafsson forstjóri og Kristjana Milla Snorradóttir mannauðs- og rekstrarstjóri sem segja hér frá vinnustaðnum og verkefnum hans, ásamt því að gefa smávegis innsýn í bakgrunn sinn og uppruna. Það er Stefán Hrafn Hagalín sem ræðir við Andra, Gylfa og Millu. Upptöku annaðist Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en líka í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitunum Simplecast og Podcast Addict.
6/12/20191 hour, 2 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Samskiptasáttmáli Landspítala - Ásta Bjarnadóttir og Hulda Dóra Styrmisdóttir

Mannauðssvið Landspítala hefur undanfarin misseri unnið hörðum höndum að innleiðingu samskiptasáttmála, sem 700 starfsmenn spítalans þróuðu á 50 vinnufundum. Tilgangur sáttmálans er að efla samvinnu og styrkja virðingu og öryggi í samskiptum og þjónustu innan spítalans. Ásta Bjarnadóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs og Hulda Dóra Styrmisdóttir verkefnastjóri hjá sviðinu segja hér frá innleiðingunni og stilla sér inn á sviðið með því að gefa smávegis innsýn í bakgrunn sinn og uppruna. Það er Stefán Hrafn Hagalín sem ræðir við Ástu og Huldu Dóru. Upptöku annast Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en líka í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitunum Simplecast og Podcast Addict. Vefsvæði samskiptasáttmálans með ítarlegu efni, bæklingum og veggspjöldum er að finna hérna: http://www.landspitali.is/samskiptasattmali
5/7/201953 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Vellíðan í vaktavinnu - Bára Hildur Jóhannsdóttir og Berglind Helgadóttir

Mannauðssvið Landspítala hefur núna ræst verkefnið "Vellíðan í vaktavinnu". Markmið þess er að bæta vinnuskipulag og niðurröðun vakta, styrkja gæði vaktaáætlana og auka vitund starfsfólks um þætti, sem dregið geta úr vinnutengdu álagi og eflt heilsu og vellíðan. Inn í fræðsluna koma atriði á borð við næring, hreyfing, svefn og lífsstíll almennt. Jafnframt verður kennt að gera betri vaktaáætlanir. Viðmælendur Hlaðvarps Landspítala að þessu sinni eru Hafnfirðingurinn Bára Hildur Jóhannsdóttir deildarstjóri hjá mannauðssviði og Kópavogsbúinn Berglind Helgadóttir starfsmannasjúkraþjálfari hjá sama sviði. Fræðsluvefur um "Vellíðan í vaktavinnu" er hérna: https://www.landspitali.is/um-landspitala/fyrir-starfsfolk/vellidan-i-vaktavinnu/ Það er Stefán Hrafn Hagalín sem ræðir við Báru og Berglind. Upptöku annast Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en líka í streymisveitunni Spotify og hlaðvarpsveitunum Simplecast og Podcast Addict. Unnið er að tengingu við Apple iTunes.
4/5/201938 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Hjúkrun - Marta Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og formaður hjúkrunarráðs

Ísfirðingurinn Marta Jónsdóttir var fyrsta konan til að keppa löglega í ólympískum hnefaleikum og starfaði áður sem dyravörður á hinum goðsagnakennda bar Sirkus við Klapparstíg í Reykjavík. Eftir hefðbundna útúrdúra æskufólks í vinnu og námi smellti hún sér hins vegar í hjúkrun og er í dag verkefnastjóri hjá menntadeild Landspítala auk þess að vera formaður hjúkrunarráðs og taka stöku vaktir í faginu. Hlutverk hjúkrunarráðs er að vera faglegur ráðgefandi og upplýsandi vettvangur fyrir hjúkrunarfræðinga, ljósmæður og stjórnendur jafnt spítalans sem annarra eininga í heilbrigðiskerfinu. Hjúkrunarráð tekur þátt sömuleiðis í fjölbreytni þróunarvinnu innan spítalans. Marta er með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) og vinnur nú að annarri meistaragráðu í stjórnun, ásamt því að hafa lagt drög að doktorsnámi í náinni framtíð. Það er trauðla hægt að finna skemmtilegri viðmælanda um hjúkrun eins og Stefán Hrafn Hagalín og Ásvaldur Kristjánsson komust að í nýjasta hlaðvarpi Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en auðvitað líka í streymisveitunni Spotify og hlaðvarpsveitunum Simplecast og Podcast Addict. Unnið er að tengingu við Apple iTunes.
3/29/201955 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Óráð - Elfa Þöll Grétarsdóttir og Steinunn Arna Þorsteinsdóttir

Miðvikudagurinn 13. mars var alþjóðlegur dagur vitundarvakningar um óráð (#wdad) og var hann haldinn hátíðlegur á Landspítala með metnaðarfullu málþingi um heilkennið. Þingið var í beinni útsendingu á samskiptamiðlinum Workplace og var þar meðal annars frumsýnt nýtt vefsvæði um óráð: https://www.landspitali.is/orad Viðmælendur hlaðvarps Landspítala af þessu tilefni eru þær Elfa Þöll Grétarsdóttir sérfræðingur í hjúkrun aldraðra og Steinunn Arna Þorsteinsdóttir sérfræðingur í hjúkrun aðgerðasjúklinga, en þær tilheyra óformlegu óráðsteymi á Landspítala og hafa mikla ástríðu fyrir viðfangsefninu. Óráð (bráðarugl, delirum) er heilkenni sem einkennist af truflun á athygli, meðvitund, vitrænni getu og skyntúlkun. Óráð byrjar skyndilega og hefur sveiflukenndan gang. Óráð er algengt, alvarlegt og flókið vandamál sem tengist slæmum horfum þeirra sem það fá. Með því að bregðast hratt og rétt við má koma í veg fyrir það og bæta batahorfur. Nýja vefsvæðið inniheldur meðal annars klínískar leiðbeiningar og fjölbreyttar upplýsingar um meðferðarferli, orsakir og áhættuþætti. Einnig er þar að finna fræðslu um skimun og greiningu og meðferð við óráði. Sömuleiðis gagnlega tengla, tímaritsgreinar, veggspjöld og myndskeið.
3/15/201942 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri verkefnastofu

Verkefnastofa Landspítala vinnur með stjórnendum og starfsmönnum að breytingum í rekstri og styður við lykilverkefni framkvæmdastjórnar og starfsáætlun. Verkefnastofa annast fræðslu um verkefnastjórnun, aðferðafræði lean og breytingastjórnun. Stofan menntar um fjögur hundruð starfsmenn árlega á sviði straumlínustjórnunar. Þá veitir verkefnastofa ráðgjöf og vinnur að því að samræma og þróa verklag, sérstaklega hvað varðar skilvirka verkferla – Lean Healthcare. Aðferðafræði straumlínustjórnunar er aðferðafræði sem Landspítali valdi til að vinna að breytingum á þjónustu spítalans til að auka öryggi og minnka sóun. Meginverkefni verkefnastofu er að innleiða aðferðafræðina á Landspítala og aðlaga og þróa hana að þörfum spítalans. Landspítalinn hóf lean-vegferðina árið 2011. Straumlínustjórnun snýst um stöðugar umbætur og að skoða og setja þarfir sjúklinga í öndvegi, eyða sóun, bæta flæði og jafna álag. Stöðugar umbætur af þessu tagi kalla á mikla þátttöku starfsfólks, kraftmikla teymisvinnu og að stjórnendur séu sýnilegir og veiti ríka endurgjöf.
3/11/201949 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Hulda Steingrímsdóttir, umhverfisstjóri Landspítala

Líffræðingurinn Hulda Steingrímsdóttir er umhverfisstjóri Landspítala. Hulda er fædd á Ísafirði, en uppalin í Árbæ og Danmörku. Hún er sérmenntuð í umhverfisstjórnun með viðskiptafræðivinkil og áherslu á samfélagsábyrgð. Hulda kom til spítalans árið 2015, en hefur starfað á sínu sviði í tvo áratugi. Kjarninn í umhverfisstarfi Landspítala er að minnka neikvæð áhrif spítalans á umhverfið með fjölbreyttum verkefnum sem lúta til dæmis að samgöngum, innkaupum, úrgangi, sorpflokkun, orkunotkun og minni sóun. Hulda ræðir hér viðfangsefni sín sem hafa skilað miklum árangri. Landspítali var nýverið tilnefndur til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs og þar er lagt mikið upp úr samfélagslegri ábyrgð og forystuhlutverki spítalans í þessum efnum.
2/27/201947 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar

Viðtal við dr. Sigríði Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Landspítala. Í þessum öðrum hlaðvarpsþætti Landspítala ræða þau Anna Sigrún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur og aðstoðarmaður forstjóra, og Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar, við Sigríði. Spjallað er í klukkustund um nám hennar, störf og bakgrunn, ásamt því sem Sigríður veltir vöngum yfir stöðu hjúkrunar sem fags og greinir frá framtíðarsýn sinni og helstu verkefnum framundan. Upptöku annaðist Ásvaldur Kristjánsson kvikmyndagerðarmaður hjá samskiptadeild Landspítala.
2/15/201958 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Hans Tómas Björnsson

Viðtal við Hans Tómas Björnsson, yfirlækni erfða- og sameindalæknisfræðideildar. Í þessu fyrsta hlaðvarpi Landspítala ræða þeir Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga og Stefán Hrafn Hagalín deildarstjóri samskiptadeildar við Hans Tómas. Spjallað er í klukkustund um nám hans og störf, ásamt því sem Hans Tómas segir frá þróun greinarinnar og framtíðarsýn. Upptöku annaðist Ásvaldur Kristjánsson kvikmyndagerðarmaður hjá samskiptadeild.
1/31/20191 hour, 13 seconds