Kennarastofan Cover
Kennarastofan Profile

Kennarastofan

Icelandic, Education, 1 seasons, 14 episodes, 10 hours 22 minutes
About
Hlaðvarp um nám og kennslu í breyttum heimi menntunar.
Episode Artwork

Námskraftur nemenda og samfélag kennara: Hjördís Alda Hreiðarsdóttir (Framhaldsskólinn í heimsfaraldri)

Kæru hlustendur, verið velkomin á Kennarastofuna! Það var einkar gaman að spjalla við Hjördísi Öldu. Ekki aðeins vegna þess að hennar rödd og sýn á kennslu er mikilvæg, og vegna þess að hún er framhaldsskólakennari sem starfar tímabundið sem kennslustjóri og horfir því á sviðið úr báðum áttum, heldur líka vegna þess að við Hjördís kenndum mjög náið saman í ein sex ár og höfum þróað með okkur vináttu sem er mér mjög mikilvæg og kær, bæði faglega og persónulega. Hjördís hefur í mörg ár verið minn bandamaður, en í samtalinu segir hún frá bandamönnum innan Menntaskólans við Sund, hlutverki þeirra og mikilvægi. Það er gaman að segja frá því að í doktorsverkefninu mínu er ég einmitt að rannsaka mikilvægi góðs og innilegs samstarf á tímum örra breytinga og óvissu í skólastarfi. Eins oig ég hef áður sagt er þessi rannsókn er mitt framlag til rannsóknarinnar Framhaldsskólinn og samkomubann á tímum COVID-19: Kreppa, áskoranir og aðlögun sem ég hef áður talað um og þessi þáttaröð Kennar
04/04/202343 minutes 53 seconds
Episode Artwork

„Námið á sér stað þegar ég er ekki að tala“: Ívar Valbergsson (Framhaldsskólinn í heimsfaraldri)

Verið velkomin á kennarastofuna. Við höldum áfram að fjalla um framhaldsskólann í heimsfaraldri og rannsóknina Framhaldsskólinn og samkomubann á tímum COVID-19: Kreppa, áskoranir og aðlögun. Og í þessum þætti snúum við okkur að verknámi og tölum við Ívar Valbergsson, kennara í vélstjórn við Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Við Ívar kynntumst fyrir rúmum tíu árum síðan þar sem hann tók snemma þátt í innleiðingu vendináms, sem ég hef áður talað um í þessum þætti. En fyrir hlustendur sem hafa ekki heyrt talað um þá kennsluaðferð þá snýst hún í grunninn um að nýta tíma kennara og nemenda innan kennslustofunnar sem mest í verkefnavinnu og samræður. Sem lið í því tekur kennarinn upp fyrirlestra og annað efni og sendir nemendum eða setur á kennslukerfið - fyrir kennslustundina - svo nemendur geti hlustað á efnið frá kennara, hvenær og hvar sem þeim hentar, og nýtt kennslustundina í verkefnavinnu undir handleiðslu kennara. Þetta er mjög gróf og einföld lýsing á kennsluaðferðinni en hún undirbýr
02/02/202342 minutes 35 seconds
Episode Artwork

Kennarar þurfa að geta treyst nemendum: Aðalbjörg Bragadóttir (Framhaldsskólinn í heimsfaraldri)

Verið hjartanlega velkomin á Kennarastofuna! Við höldum áfram samtalinu um nám og kennslu í breyttum heimi menntunar þar sem ég tek viðtöl við kennara og annað skólafólk um kennslu á tímum heimsfaraldurs og hugsanlegar varanlegar breytingar sem sú reynsla mun hafa í för með sér. Í þessum þætti og þeim næstu mun ég einblína á framhaldsskólann þar sem Kennarastofan er kominn í eina sæng með rannsóknarverkefninu Framhaldsskólinn og samkomubann á tímum COVID-19: Kreppa, áskoranir og aðlögun. Ég er sjálfur hluti af rannsóknarhópnum sem doktorsnemi og það er Ómar Örn Magnússon einnig. Guðrún Ragnarsdóttir hefur umsjón með verkefninu ásamt Súsönnu Margréti Gestsdóttur en Amalía Björnsdóttir og Elsa Eiríksdóttir eru einnig þátttakendur af Menntavísindasviði – ásamt fleirum. Raddir sumra þátttakenda í þessu rannsóknarverkefnj munu heyrast í næstu þáttum eftir því sem við á. Rannsóknarverkefnið hefur hlotið styrk frá Háskóla Íslands til að búa til hlaðvarpsþætti sem fjalla um vi
07/01/202342 minutes 39 seconds
Episode Artwork

Leiðsagnarnám og fjarkennsla: Rödd að vestan (Framhaldsskólinn í heimsfaraldri)

Verið hjartanlega velkomin á Kennarastofuna! Við höldum áfram samtalinu um nám og kennslu í breyttum heimi menntunar þar sem ég tek viðtöl við kennara og annað skólafólk um kennslu á tímum heimsfaraldurs og hugsanlegar varanlegar breytingar sem sú reynsla mun hafa í för með sér. Í þessum þætti og þeim næstu mun ég einblína á framhaldsskólann þar sem Kennarastofan er kominn í eina sæng með rannsóknarverkefninu Framhaldsskólinn og samkomubann á tímum COVID-19: Kreppa, áskoranir og aðlögun. Ég er sjálfur hluti af rannsóknarhópnum sem doktorsnemi og það er Ómar Örn Magnússon einnig. Guðrún Ragnarsdóttir hefur umsjón með verkefninu ásamt Súsönnu Margréti Gestsdóttur en Amalía Björnsdóttir og Elsa Eiríksdóttir eru einnig þátttakendur af Menntavísindasviði – ásamt fleirum. Raddir sumra þátttakenda í þessu rannsóknarverkefnj munu heyrast í næstu þáttum eftir því sem við á. Rannsóknarverkefnið hefur hlotið styrk frá Háskóla Íslands til að búa til hlaðvarpsþætti sem fjalla um vi
27/12/202247 minutes 58 seconds