Winamp Logo
Íþróttavarp RÚV Cover
Íþróttavarp RÚV Profile

Íþróttavarp RÚV

Icelandic, Sports, 1 season, 179 episodes, 2 days, 8 hours, 31 minutes
About
Hlaðvarpsþættir um íþróttir.
Episode Artwork

Gunnar Huseby

Ein af fyrstu íþróttastjörnum Íslands, Gunnar Huseby, fæddist 4. nóvember 1923 eða fyrir 100 árum. Hann var tvöfaldur Evrópumeistari í kúluvarpi en vandamál með áfengi varð til þess að hann keppti aldrei á Ólympíuleikum. Síðar setti hann þó tappann í flöskuna alveg sjálfur. Gunnar setti fjölda Íslandsmeta í kúluvarpi og kringlukasti og var landsfrægur. Í þessum þætti er saga Gunnars Huseby sögð og spiluð brot úr viðtölum við hann. Rætt er við íþróttafréttamennina Ómar Ragnarsson og Bjarna Felixson, Sigurbjörn Árna Arngrímsson frjálsíþróttasérfræðing og Jón Þ. Ólafsson fyrrverandi Íslandsmethafa í hástökki. Lesarar í þættinum eru Hreinn Valdimarsson og Birgir Þór Harðarson. Tæknimaður var Úlfhildur Eysteinsdóttir. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.
11/4/20230
Episode Artwork

Gunnar Huseby

Ein af fyrstu íþróttastjörnum Íslands, Gunnar Huseby, fæddist 4. nóvember 1923 eða fyrir 100 árum. Hann var tvöfaldur Evrópumeistari í kúluvarpi en vandamál með áfengi varð til þess að hann keppti aldrei á Ólympíuleikum. Síðar setti hann þó tappann í flöskuna alveg sjálfur. Gunnar setti fjölda Íslandsmeta í kúluvarpi og kringlukasti og var landsfrægur. Í þessum þætti er saga Gunnars Huseby sögð og spiluð brot úr viðtölum við hann. Rætt er við íþróttafréttamennina Ómar Ragnarsson og Bjarna Felixson, Sigurbjörn Árna Arngrímsson frjálsíþróttasérfræðing og Jón Þ. Ólafsson fyrrverandi Íslandsmethafa í hástökki. Lesarar í þættinum eru Hreinn Valdimarsson og Birgir Þór Harðarson. Tæknimaður var Úlfhildur Eysteinsdóttir. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.
11/4/202329 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Anton Sveinn McKee

Gestur Íþróttavarpsins í dag er sundkappinn Anton Sveinn McKee. Anton fer yfir víðan völl um andlegu hliðina, um Ólympíuleikana í París á næsta ári og mánuðina og mótin fram undan, en gerir líka upp síðustu mót auk þess að ræða almennt um lífið og tilveruna. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Ingi Þór Ágústsson
8/25/20230
Episode Artwork

Anton Sveinn McKee

Gestur Íþróttavarpsins í dag er sundkappinn Anton Sveinn McKee. Anton fer yfir víðan völl um andlegu hliðina, um Ólympíuleikana í París á næsta ári og mánuðina og mótin fram undan, en gerir líka upp síðustu mót auk þess að ræða almennt um lífið og tilveruna. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Ingi Þór Ágústsson
8/25/202350 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

HM í fótbolta 2023 - Úrslitaleikurinn fram undan

Það er komið að endastöð á heimsmeistaramótinu í fótbolta árið 2023, úrslitaleikurinn er fram undan nú á sunnudag en þar mætast Spánn og England eftir sigra í fjörugum undanúrslitaleikjum. Hér í þætti dagsins ætlum við að fara yfir undanúrslitaleikina tvo og kryfja úrslitaleikinn. Gestir Íþróttavarpsins að þessu sinni eru Gunnar Birgisson og Albert Brynjar Ingason, þeir velja líka leikmann mótsins hingað til og nudda kristalskúluna fyrir úrslitin. Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir
8/18/20230
Episode Artwork

HM í fótbolta 2023 - Úrslitaleikurinn fram undan

Það er komið að endastöð á heimsmeistaramótinu í fótbolta árið 2023, úrslitaleikurinn er fram undan nú á sunnudag en þar mætast Spánn og England eftir sigra í fjörugum undanúrslitaleikjum. Hér í þætti dagsins ætlum við að fara yfir undanúrslitaleikina tvo og kryfja úrslitaleikinn. Gestir Íþróttavarpsins að þessu sinni eru Gunnar Birgisson og Albert Brynjar Ingason, þeir velja líka leikmann mótsins hingað til og nudda kristalskúluna fyrir úrslitin. Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir
8/18/202333 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

HM í frjálsíþróttum - Sigurbjörn Árni fer yfir líklega hápunkta á HM

Heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum hefst í Búdapest á laugardaginn. Við tókum hús á Sigurbirni Árna Arngrímssyni á Laugum í Reykjadal. Sigurbjörn mun af sinni alkunnu snilld lýsa HM í frjálsíþróttum. Spurningin er hins vegar hvort hann verði búinn að finna símann sinn fyrir mótið. Ísland á þrjá keppendur á HM, sleggjukastarann Hilmar Örn Jónsson, kringlukastarann Guðna Val Guðnason og kúluvarparann Ernu Sóleyju Gunnarsdóttur. Rætt er líka við þau í þessum þætti en Sigurbjörn Árni fer svo ítarlega yfir líklega hápunkta mótsins í þættinum. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
8/17/20230
Episode Artwork

HM í frjálsíþróttum - Sigurbjörn Árni fer yfir líklega hápunkta á HM

Heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum hefst í Búdapest á laugardaginn. Við tókum hús á Sigurbirni Árna Arngrímssyni á Laugum í Reykjadal. Sigurbjörn mun af sinni alkunnu snilld lýsa HM í frjálsíþróttum. Spurningin er hins vegar hvort hann verði búinn að finna símann sinn fyrir mótið. Ísland á þrjá keppendur á HM, sleggjukastarann Hilmar Örn Jónsson, kringlukastarann Guðna Val Guðnason og kúluvarparann Ernu Sóleyju Gunnarsdóttur. Rætt er líka við þau í þessum þætti en Sigurbjörn Árni fer svo ítarlega yfir líklega hápunkta mótsins í þættinum. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
8/17/20231 hour, 38 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

HM kvenna í fótbolta 2023 - 8-liða úrslitin gerð upp

8-liða úrslitin á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta voru spiluð um helgina og eftir standa fjögur lið fyrir undanúrslitin sem eru framundan. Adda Baldursdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir fara yfir nýjustu leikina og spá í spilin fyrir framhaldið. Verður það Spánn/Svíþjóð eða Ástralía/England sem leika til úrslita? Geta heimakonur farið alla leið? Og svo er það stóra spurningin; hefði Ísland átt erindi á þetta mót? Umsjón: Edda Sif Pálsdóttir
8/14/20230
Episode Artwork

HM kvenna í fótbolta 2023 - 8-liða úrslitin gerð upp

8-liða úrslitin á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta voru spiluð um helgina og eftir standa fjögur lið fyrir undanúrslitin sem eru framundan. Adda Baldursdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir fara yfir nýjustu leikina og spá í spilin fyrir framhaldið. Verður það Spánn/Svíþjóð eða Ástralía/England sem leika til úrslita? Geta heimakonur farið alla leið? Og svo er það stóra spurningin; hefði Ísland átt erindi á þetta mót? Umsjón: Edda Sif Pálsdóttir
8/14/202332 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

HM kvenna í fótbolta 2023 - 16-liða úrslitin gerð upp

Það er hlé á heimsmeistaramótinu í fótbolta í dag og á morgun og 8-liða úrslitin fara af stað aðfaranótt föstudags. Albert Brynjar Ingason og Hörður Magnússon fara yfir 16-liða úrslitin og spá í spilin fyrir 8-liða úrslitin með Helgu Margréti Höskuldsdóttur. Hrun Bandaríkjanna, sannfærandi japanskt lið og fleira er til umræðu í þættinum þar sem Albert og Hörður spá líka fyrir um heimsmeistara. Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir
8/9/20230
Episode Artwork

HM kvenna í fótbolta 2023 - 16-liða úrslitin gerð upp

Það er hlé á heimsmeistaramótinu í fótbolta í dag og á morgun og 8-liða úrslitin fara af stað aðfaranótt föstudags. Albert Brynjar Ingason og Hörður Magnússon fara yfir 16-liða úrslitin og spá í spilin fyrir 8-liða úrslitin með Helgu Margréti Höskuldsdóttur. Hrun Bandaríkjanna, sannfærandi japanskt lið og fleira er til umræðu í þættinum þar sem Albert og Hörður spá líka fyrir um heimsmeistara. Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir
8/9/202330 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

HM kvenna í fótbolta 2023 - riðlakeppnin búin

Riðlakeppninni á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta er lokið. Sextán lið eru komin áfram og útsláttarkeppnin hefst á laugardag. Edda Sif Pálsdóttir, Gunnar Birgisson og Adda Baldursdóttir fara yfir allt sem þið þurfið að vita eftir riðlakeppnina og spá í spilin fyrir framhaldið. Bestu liðin, þjálfararnir, það sem hefur komið á óvart, hverjar eru efni í heimsmeistara, hverjar hafa valdið vonbrigðum o.s.frv. Umsjón: Edda Sif Pálsdóttir
8/4/20230
Episode Artwork

HM kvenna í fótbolta 2023 - riðlakeppnin búin

Riðlakeppninni á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta er lokið. Sextán lið eru komin áfram og útsláttarkeppnin hefst á laugardag. Edda Sif Pálsdóttir, Gunnar Birgisson og Adda Baldursdóttir fara yfir allt sem þið þurfið að vita eftir riðlakeppnina og spá í spilin fyrir framhaldið. Bestu liðin, þjálfararnir, það sem hefur komið á óvart, hverjar eru efni í heimsmeistara, hverjar hafa valdið vonbrigðum o.s.frv. Umsjón: Edda Sif Pálsdóttir
8/4/202339 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

HM í fótbolta 2023 - Spáum í spilin

Heimsmeistaramót kvenna í fótbolta 2023 hefst á fimmtudaginn, 20. júlí. Allir leikir mótsins verða í beinni útsendingu á RÚV og flautað verður til leiks á fimmtudagsmorgun klukkan 7:00. Í þessum þætti Íþróttavarpsins förum við yfir riðlana átta með sérfræðingum RÚV á mótinu, Alberti Brynjari Ingasyni og Öddu Baldursdóttur. Hvaða lið verða best, hvaða lið koma á óvart, verða einhver lið í brasi? Við skoðum líka leikmenn sem vert er að fylgjast með þegar veislan hefst. Allar upplýsingar um mótið og leikjadagskrá má finna hér: https://www.ruv.is/frettir/ithrottir/hm-i-fotbolta-2023 Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir
7/18/20230
Episode Artwork

HM í fótbolta 2023 - Spáum í spilin

Heimsmeistaramót kvenna í fótbolta 2023 hefst á fimmtudaginn, 20. júlí. Allir leikir mótsins verða í beinni útsendingu á RÚV og flautað verður til leiks á fimmtudagsmorgun klukkan 7:00. Í þessum þætti Íþróttavarpsins förum við yfir riðlana átta með sérfræðingum RÚV á mótinu, Alberti Brynjari Ingasyni og Öddu Baldursdóttur. Hvaða lið verða best, hvaða lið koma á óvart, verða einhver lið í brasi? Við skoðum líka leikmenn sem vert er að fylgjast með þegar veislan hefst. Allar upplýsingar um mótið og leikjadagskrá má finna hér: https://www.ruv.is/frettir/ithrottir/hm-i-fotbolta-2023 Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir
7/18/202350 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Martin Hermannsson

Martin Hermannsson er besti körfuboltamaður landsins og þarf varla að kynna. Hann sleit krossband í leik með félagsliði sínu, Valencia, í maí 2022 en er kominn á gott skrið með liðinu á nýjan leik. Meiðslin tóku á andlegu hliðina en á sama tíma gafst tími fyrir fjölskyldu og vini. Martin fer yfir lífið í Valencia, grátlegan endi á undankeppni HM og lífið utan vallar í íþróttavarpi dagsins. Umsjón: Kristjana Arnarsdóttir
6/29/20230
Episode Artwork

Martin Hermannsson

Martin Hermannsson er besti körfuboltamaður landsins og þarf varla að kynna. Hann sleit krossband í leik með félagsliði sínu, Valencia, í maí 2022 en er kominn á gott skrið með liðinu á nýjan leik. Meiðslin tóku á andlegu hliðina en á sama tíma gafst tími fyrir fjölskyldu og vini. Martin fer yfir lífið í Valencia, grátlegan endi á undankeppni HM og lífið utan vallar í íþróttavarpi dagsins. Umsjón: Kristjana Arnarsdóttir
6/29/202328 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Kjartan Atli Kjartansson

Kjartan Atli Kjartansson stýrði á síðasta tímabili körfuboltaliði Álftaness upp í efstu deild í fyrsta skipti í sögu félagsins. Kjartan hefur undanfarin átta ár stýrt Körfuboltakvöldi, sjónvarpsþætti sem fjallar einmitt um efstu deild á Íslandi en stígur nú frá borði. Hann hefur komið víða við í fjölmiðlum, til að mynda stýrt eigin útvarpsþætti, verið umsjónarmaður í Íslandi í dag og komið að þáttagerð á Stöð2Sport. Hann hefur auk þess þjálfað yngri flokka í körfubolta frá 17 ára aldri, kennt í grunnskóla og skrifað skáldsögur og bækur um körfubolta. Kjartan Atli er viðmælandi Íþróttavarpsins í þessari viku þar sem hann ræðir meðal annars fjölmiðlastarfið, þjálfarahlutverkið og knattspyrnuferilinn. Umsjón: Almarr Ormarsson
6/23/20230
Episode Artwork

Kjartan Atli Kjartansson

Kjartan Atli Kjartansson stýrði á síðasta tímabili körfuboltaliði Álftaness upp í efstu deild í fyrsta skipti í sögu félagsins. Kjartan hefur undanfarin átta ár stýrt Körfuboltakvöldi, sjónvarpsþætti sem fjallar einmitt um efstu deild á Íslandi en stígur nú frá borði. Hann hefur komið víða við í fjölmiðlum, til að mynda stýrt eigin útvarpsþætti, verið umsjónarmaður í Íslandi í dag og komið að þáttagerð á Stöð2Sport. Hann hefur auk þess þjálfað yngri flokka í körfubolta frá 17 ára aldri, kennt í grunnskóla og skrifað skáldsögur og bækur um körfubolta. Kjartan Atli er viðmælandi Íþróttavarpsins í þessari viku þar sem hann ræðir meðal annars fjölmiðlastarfið, þjálfarahlutverkið og knattspyrnuferilinn. Umsjón: Almarr Ormarsson
6/23/202345 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Halli Egils og Vitor Charrua

Gestir Íþróttavarpsins í dag eru pílukastararnir Halli Egils og Vitor Charrua en þeir eru á leiðinni til Frankfurt þar sem þeir munu keppa fyrir Íslands hönd á Heimsbikarmótinu í pílukasti eða World Cup of Darts. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland er með þátttökurétt á mótinu og óhætt að segja að þetta sé stærsta pílukeppni sem Íslendingar hafa tekið þátt í. Halli og Vitor fara yfir mótið, stöðu pílukasts á Íslandi og ýmislegt fleira í þættinum. Umsjón: Almarr Ormarsson.
6/14/20230
Episode Artwork

Halli Egils og Vitor Charrua

Gestir Íþróttavarpsins í dag eru pílukastararnir Halli Egils og Vitor Charrua en þeir eru á leiðinni til Frankfurt þar sem þeir munu keppa fyrir Íslands hönd á Heimsbikarmótinu í pílukasti eða World Cup of Darts. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland er með þátttökurétt á mótinu og óhætt að segja að þetta sé stærsta pílukeppni sem Íslendingar hafa tekið þátt í. Halli og Vitor fara yfir mótið, stöðu pílukasts á Íslandi og ýmislegt fleira í þættinum. Umsjón: Almarr Ormarsson.
6/14/202328 minutes, 1 second
Episode Artwork

Arnór Þór Gunnarsson

Gestur Íþróttavarpsins í dag er handboltamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson. Arnór leikur á sunnudaginn síðasta handboltaleikinn á ferlinum þegar hann spilar með Bergischer í lokaumferð efstu deildar Þýskalands á móti Erlangen. Arnór fer yfir ferilinn á þessum tímamótum í Íþróttavarpinu. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
6/8/20230
Episode Artwork

Arnór Þór Gunnarsson

Gestur Íþróttavarpsins í dag er handboltamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson. Arnór leikur á sunnudaginn síðasta handboltaleikinn á ferlinum þegar hann spilar með Bergischer í lokaumferð efstu deildar Þýskalands á móti Erlangen. Arnór fer yfir ferilinn á þessum tímamótum í Íþróttavarpinu. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
6/8/202328 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Atli Eðvalds: 40 ár frá afreki sem varla verður leikið eftir

Hinn 4. júní árið 1983 vann Atli Eðvaldsson ótrúlegt afrek, því þann dag skoraði hann öll fimm mörk Fortuna Düsseldorf í 5-1 sigri liðsins á Eintracht Frankfurt í efstu deild Þýskalands í fótbolta. Strax daginn eftir skoraði svo Atli sigurmark Íslands í 1-0 sigri á Möltu í undankeppni EM á Laugardalsvelli og toppaði þar með hreint ótrúlegan sólarhring á sínum ferli. Atli rifjaði upp þennan magnaða sólarhring í áður ósýndu viðtali við RÚV sem tekið var vorið 2016. Í dag, akkúrat 40 árum frá því að hann skoraði mörkin fimm gegn Eintracht Frankfurt gerum við viðtalið við Atla aðgengilegt hér í 40 mínútna hlaðvarpsþætti. Aðrir viðmælendur eru Pétur Ormslev, Samúel Örn Erlingsson, Skapti Hallgrímsson og Sif Atladóttir. Þar sem hin óvenjulega staða kom upp að það væri landsleikur degi eftir deildarleik tókst KSÍ að útvega litla flugvél til að sækja Atla og Pétur Ormslev sem báðir léku með Fortuna Düsseldorf. Með í þessa för fóru svo blaðamennirnir Skapti Hallgrímsson fyrir Morgunblaðið, Samúel Örn Erlingsson fyrir NT og Friðþjófur Helgason ljósmyndari DV auk Helga Daníelssonar sem var formaður landsliðsnefndar KSÍ. Atli varð fyrsti erlendi leikmaðurinn til að skora fimm mörk í einum deildarleik í efstu deild Þýskalands. Síðan þá hafa aðeins tveir aðrir leikið það eftir. Pólski markahrókurinn Robert Lewandowski skoraði öll mörkin í 5-1 sigri Bayern á Wolfsburg í september 2015. Serbneski framherjinn Luka Jovic skoraði svo fimm mörk í 7-1 sigri Eintracht Frankfurt á Fortuna Düsseldorf í október 2018. Þar áttust semsagt sömu lið og þegar Atli skoraði mörkin sín fimm árið 1983. Hvorki Lewandowski né Jovic, eða þess þá heldur Gerd Müller, Jupp Heynckes, Jürgen Klinsmann eða þeir Þjóðverjar skoruðu einhvern tímann fimm mörk í deildarleik í Þýskalandi, tókst að spila landsleik daginn eftir eins og Atli gerði í júní 1983. Dagskrárgerð: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.
6/4/20230
Episode Artwork

Atli Eðvalds: 40 ár frá afreki sem varla verður leikið eftir

Hinn 4. júní árið 1983 vann Atli Eðvaldsson ótrúlegt afrek, því þann dag skoraði hann öll fimm mörk Fortuna Düsseldorf í 5-1 sigri liðsins á Eintracht Frankfurt í efstu deild Þýskalands í fótbolta. Strax daginn eftir skoraði svo Atli sigurmark Íslands í 1-0 sigri á Möltu í undankeppni EM á Laugardalsvelli og toppaði þar með hreint ótrúlegan sólarhring á sínum ferli. Atli rifjaði upp þennan magnaða sólarhring í áður ófluttu viðtali við RÚV sem tekið var vorið 2016. Aðrir viðmælendur eru Pétur Ormslev, Samúel Örn Erlingsson, Skapti Hallgrímsson og Sif Atladóttir. Þar sem hin óvenjulega staða kom upp að það væri landsleikur degi eftir deildarleik tókst KSÍ að útvega litla flugvél til að sækja Atla og Pétur Ormslev sem báðir léku með Fortuna Düsseldorf. Með í þessa för fóru svo blaðamennirnir Skapti Hallgrímsson fyrir Morgunblaðið, Samúel Örn Erlingsson fyrir NT og Friðþjófur Helgason ljósmyndari DV auk Helga Daníelssonar sem var formaður landsliðsnefndar KSÍ. Atli varð fyrsti erlendi leikmaðurinn til að skora fimm mörk í einum deildarleik í efstu deild Þýskalands. Síðan þá hafa aðeins tveir aðrir leikið það eftir. Pólski markahrókurinn Robert Lewandowski skoraði öll mörkin í 5-1 sigri Bayern á Wolfsburg í september 2015. Serbneski framherjinn Luka Jovic skoraði svo fimm mörk í 7-1 sigri Eintracht Frankfurt á Fortuna Düsseldorf í október 2018. Þar áttust semsagt sömu lið og þegar Atli skoraði mörkin sín fimm árið 1983. Hvorki Lewandowski né Jovic, eða þess þá heldur Gerd Müller, Jupp Heynckes, Jürgen Klinsmann eða þeir Þjóðverjar skoruðu einhvern tímann fimm mörk í deildarleik í Þýskalandi, tókst að spila landsleik daginn eftir eins og Atli gerði í júní 1983. Dagskrárgerð: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.
6/4/20230
Episode Artwork

Atli Eðvalds: 40 ár frá afreki sem varla verður leikið eftir

Hinn 4. júní árið 1983 vann Atli Eðvaldsson ótrúlegt afrek, því þann dag skoraði hann öll fimm mörk Fortuna Düsseldorf í 5-1 sigri liðsins á Eintracht Frankfurt í efstu deild Þýskalands í fótbolta. Strax daginn eftir skoraði svo Atli sigurmark Íslands í 1-0 sigri á Möltu í undankeppni EM á Laugardalsvelli og toppaði þar með hreint ótrúlegan sólarhring á sínum ferli. Atli rifjaði upp þennan magnaða sólarhring í áður ófluttu viðtali við RÚV sem tekið var vorið 2016. Aðrir viðmælendur eru Pétur Ormslev, Samúel Örn Erlingsson, Skapti Hallgrímsson og Sif Atladóttir. Þar sem hin óvenjulega staða kom upp að það væri landsleikur degi eftir deildarleik tókst KSÍ að útvega litla flugvél til að sækja Atla og Pétur Ormslev sem báðir léku með Fortuna Düsseldorf. Með í þessa för fóru svo blaðamennirnir Skapti Hallgrímsson fyrir Morgunblaðið, Samúel Örn Erlingsson fyrir NT og Friðþjófur Helgason ljósmyndari DV auk Helga Daníelssonar sem var formaður landsliðsnefndar KSÍ. Atli varð fyrsti erlendi leikmaðurinn til að skora fimm mörk í einum deildarleik í efstu deild Þýskalands. Síðan þá hafa aðeins tveir aðrir leikið það eftir. Pólski markahrókurinn Robert Lewandowski skoraði öll mörkin í 5-1 sigri Bayern á Wolfsburg í september 2015. Serbneski framherjinn Luka Jovic skoraði svo fimm mörk í 7-1 sigri Eintracht Frankfurt á Fortuna Düsseldorf í október 2018. Þar áttust semsagt sömu lið og þegar Atli skoraði mörkin sín fimm árið 1983. Hvorki Lewandowski né Jovic, eða þess þá heldur Gerd Müller, Jupp Heynckes, Jürgen Klinsmann eða þeir Þjóðverjar skoruðu einhvern tímann fimm mörk í deildarleik í Þýskalandi, tókst að spila landsleik daginn eftir eins og Atli gerði í júní 1983. Dagskrárgerð: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.
6/4/202340 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Ragnheiður Júlíusdóttir

Gestur Íþróttavarpsins í dag er ein besta handboltakona landsins, sem þó hefur ekki spilað handboltaleik síðan í lok janúar í fyrra. Ragnheiður Júlíusdóttir hefur verið stórskytta í liði Fram undanfarinn áratug og algjör lykil kona í sigursælu liði Fram. Þá hefur hún einnig verið hluti af íslenska landsliðinu og átti meðal annars sinn besta landsleik á Ásvöllum í október 2021 gegn Serbíu þegar hún endaði markahæst með sjö mörk í sigri sem kom Íslandi í góða stöðu í undankeppni EM. Í lok janúar í fyrra var Ragnheiður lang markahæst í liði Fram það sem af var Íslandsmótinu, en þá dundi ógæfan yfir og hún hefur ekki spilað handbolta síðan 29. janúar 2022. Ragnheiður Júlíusdóttir er gestur Íþróttavarpsins að þessu sinni. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
6/1/20230
Episode Artwork

Ragnheiður Júlíusdóttir

Gestur Íþróttavarpsins í dag er ein besta handboltakona landsins, sem þó hefur ekki spilað handboltaleik síðan í lok janúar í fyrra. Ragnheiður Júlíusdóttir hefur verið stórskytta í liði Fram undanfarinn áratug og algjör lykil kona í sigursælu liði Fram. Þá hefur hún einnig verið hluti af íslenska landsliðinu og átti meðal annars sinn besta landsleik á Ásvöllum í október 2021 gegn Serbíu þegar hún endaði markahæst með sjö mörk í sigri sem kom Íslandi í góða stöðu í undankeppni EM. Í lok janúar í fyrra var Ragnheiður lang markahæst í liði Fram það sem af var Íslandsmótinu, en þá dundi ógæfan yfir og hún hefur ekki spilað handbolta síðan 29. janúar 2022. Ragnheiður Júlíusdóttir er gestur Íþróttavarpsins að þessu sinni. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
6/1/202327 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Þórir Hergeirsson

Þóri Hergeirsson þarf ekki að kynna fyrir mörgum en hann hefur stýrt norska kvennalandsliðinu í handbolta við góðan orðstýr síðastliðin 14 ár. Með liðinu hefur hann unnið heimsmeistaramót, evrópumót og Ólympíuleika og virðist hvergi nærri hættur. Þórir kom til landsins í vikunni til að halda fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík um vegferð sína með norska landsliðinu. Við settumst niður með Þóri eftir fyrirlesturinn og ræða aðeins við hann um þjálfarastarfið, hvernig hann heldur sér í æfingu og ýmislegt annað, eins og stöðu íslensku landsliðana í handbolta. Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir
5/27/20230
Episode Artwork

Þórir Hergeirsson

Þóri Hergeirsson þarf ekki að kynna fyrir mörgum en hann hefur stýrt norska kvennalandsliðinu í handbolta við góðan orðstýr síðastliðin 14 ár. Með liðinu hefur hann unnið heimsmeistaramót, evrópumót og Ólympíuleika og virðist hvergi nærri hættur. Þórir kom til landsins í vikunni til að halda fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík um vegferð sína með norska landsliðinu. Við settumst niður með Þóri eftir fyrirlesturinn og ræða aðeins við hann um þjálfarastarfið, hvernig hann heldur sér í æfingu og ýmislegt annað, eins og stöðu íslensku landsliðana í handbolta. Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir
5/27/202330 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Rúnar Kárason og Hanna Guðrún Stefánsdóttir

Íþróttavarpið er handboltatengt þessa vikuna. Gestir eru Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Rúnar Kárason. Hanna lagði skóna á hilluna í síðustu viku eftir heil 28 ár í meistaraflokki. Hún fer yfir ferilinn og boltann. Rúnar Kárason stendur svo bæði í ströngu og á tímamótum. Hann er kominn í úrslit Olísdeildarinnar með ÍBV en skiptir á næsta ári í sitt uppeldisfélag, Fram. Hann fer yfir langan og viðburðaríkan feril.
5/12/20230
Episode Artwork

Rúnar Kárason og Hanna Guðrún Stefánsdóttir

Íþróttavarpið er handboltatengt þessa vikuna. Gestir eru Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Rúnar Kárason. Hanna lagði skóna á hilluna í síðustu viku eftir heil 28 ár í meistaraflokki. Hún fer yfir ferilinn og boltann. Rúnar Kárason stendur svo bæði í ströngu og á tímamótum. Hann er kominn í úrslit Olísdeildarinnar með ÍBV en skiptir á næsta ári í sitt uppeldisfélag, Fram. Hann fer yfir langan og viðburðaríkan feril.
5/12/202345 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Logi Gunnarsson og Agnes Suto

Íþróttavarp vikunnar er tvískipt. Við spjöllum við Agnesi Suto, fimleikakonu. Á þessu keppnistímabili hefur Agnes ekki aðeins keppt á stærstu mótunum í áhaldafimleikum hér heima, heldur líka á öllum stærstu hópfimleikamótunum. Svo förum við yfir ferilinn með Loga Gunnarssyni, körfuboltamanni úr Njarðvík sem lagði skóna á hilluna nýverið. Logi er fjórði leikjahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var á Evrópumótinu 2015 og 2017. Hann sló í gegn sem ungur maður í Njarðvík og vann þar sína fyrstu titla áður en hann fór á flakk um Evrópu og sneri loks aftur heim. Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir og Einar Örn Jónsson
5/4/20230
Episode Artwork

Logi Gunnarsson og Agnes Suto

Íþróttavarp vikunnar er tvískipt. Við spjöllum við Agnesi Suto, fimleikakonu. Á þessu keppnistímabili hefur Agnes ekki aðeins keppt á stærstu mótunum í áhaldafimleikum hér heima, heldur líka á öllum stærstu hópfimleikamótunum. Svo förum við yfir ferilinn með Loga Gunnarssyni, körfuboltamanni úr Njarðvík sem lagði skóna á hilluna nýverið. Logi er fjórði leikjahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var á Evrópumótinu 2015 og 2017. Hann sló í gegn sem ungur maður í Njarðvík og vann þar sína fyrstu titla áður en hann fór á flakk um Evrópu og sneri loks aftur heim. Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir og Einar Örn Jónsson
5/4/202334 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Gummi Ben og Villi í Steve Dagskrá

Það er búið að vera mikið um að vera í íþróttum hérlendis og erlendis undanfarið. Við fengum til okkar lífskúntstnerana Vilhjálm Frey Hallsson úr hlaðvarpinu Steve Dagskrá og Viaplay og Guðmund Benediktsson af Sýn sem hafa fylgst vel með. Við ræðum landsliðsþjálfaramál HSÍ og KSÍ og förum yfir það sem stendur upp úr í íþróttunum hér heima.
4/26/20230
Episode Artwork

Gummi Ben og Villi í Steve Dagskrá

Það er búið að vera mikið um að vera í íþróttum hérlendis og erlendis undanfarið. Við fengum til okkar lífskúntstnerana Vilhjálm Frey Hallsson úr hlaðvarpinu Steve Dagskrá og Viaplay og Guðmund Benediktsson af Sýn sem hafa fylgst vel með. Við ræðum landsliðsþjálfaramál HSÍ og KSÍ og förum yfir það sem stendur upp úr í íþróttunum hér heima.
4/26/202350 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Rut Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir

Gestir Íþróttavarpsins að þessu sinni eru Rut Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir landsliðskonur í handbolta. Fram undan eru tveir umspilsleikir við Ungverjaland um laust sæti á HM. Þeir eru ræddir, en líka farið yfir víðan völl. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
4/6/20230
Episode Artwork

Rut Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir

Gestir Íþróttavarpsins að þessu sinni eru Rut Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir landsliðskonur í handbolta. Fram undan eru tveir umspilsleikir við Ungverjaland um laust sæti á HM. Þeir eru ræddir, en líka farið yfir víðan völl. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
4/6/202328 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Vignir Vatnar Stefánsson - nýjasti stórmeistari Íslands í skák

Vignir Vatnar Stefánsson varð um miðjan mars stórmeistari í skák. Hann er 16. Íslendingurinn sem nær þessum áfanga og sá næstyngsti frá upphafi. Vignir Vatnar leit við í Íþróttavarpið og ræddi áfangann, skáklistina, lífið sem stórmeistari og alls konar annað. Umsjón: Einar Örn Jónsson
3/30/20230
Episode Artwork

Vignir Vatnar Stefánsson - nýjasti stórmeistari Íslands í skák

Vignir Vatnar Stefánsson varð um miðjan mars stórmeistari í skák. Hann er 16. Íslendingurinn sem nær þessum áfanga og sá næstyngsti frá upphafi. Vignir Vatnar leit við í Íþróttavarpið og ræddi áfangann, skáklistina, lífið sem stórmeistari og alls konar annað. Umsjón: Einar Örn Jónsson
3/30/202340 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Vésteinn Hafsteinsson verðandi afreksstjóri ÍSÍ

Gestur Íþróttavarpsins þessa vikuna er Vésteinn Hafsteinsson nýráðinn afreksstjóri ÍSÍ. Vésteinn tekur við starfinu 1. maí, en er þegar byjraður að vinna á bak við tjöldin. Fram undan hjá honum er stórt og viðamikið verkefni við að auka vægi afreksíþrótta á Íslandi og gera afreksstarfið betra og faglegra. Vésteinn ræddi þetta allt saman fram og til baka í þættinum. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Gunnar Birgisson.
2/2/20230
Episode Artwork

Vésteinn Hafsteinsson verðandi afreksstjóri ÍSÍ

Gestur Íþróttavarpsins þessa vikuna er Vésteinn Hafsteinsson nýráðinn afreksstjóri ÍSÍ. Vésteinn tekur við starfinu 1. maí, en er þegar byjraður að vinna á bak við tjöldin. Fram undan hjá honum er stórt og viðamikið verkefni við að auka vægi afreksíþrótta á Íslandi og gera afreksstarfið betra og faglegra. Vésteinn ræddi þetta allt saman fram og til baka í þættinum. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Gunnar Birgisson.
2/2/202355 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

HM í handbolta - Ásgeir Örn Hallgrímsson

Þátturinn að þessu sinni var tekinn upp strax eftir tapið fyrir Svíum í gærkvöld. Ísland er nú nær örugglega úr leik í baráttunni um að komast í 8-liða úrslit HM og þar með í Ólympíuforkeppnina. Ásgeir Örn Hallgrímsson fyrrverandi landsliðsmaður Íslands og einn af sérfræðingum HM stofunnar á RÚV var gestur Íþróttavarpsins og fór yfir sviðið rétt eftir leik. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
1/21/20230
Episode Artwork

HM í handbolta - Ásgeir Örn Hallgrímsson

Þátturinn að þessu sinni var tekinn upp strax eftir tapið fyrir Svíum í gærkvöld. Ísland er nú nær örugglega úr leik í baráttunni um að komast í 8-liða úrslit HM og þar með í Ólympíuforkeppnina. Ásgeir Örn Hallgrímsson fyrrverandi landsliðsmaður Íslands og einn af sérfræðingum HM stofunnar á RÚV var gestur Íþróttavarpsins og fór yfir sviðið rétt eftir leik. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
1/21/202329 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

HM í handbolta - Seinni bylgjan í heimsókn

Þáttur dagsins var tekinn upp á hóteli fjölmiðlafólks í Gautaborg. Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, leit í heimsókn. Sigurinn á Grænhöfðaeyjum var til tals en aðaláherslan var á leik Íslands og Svíþjóðar á morgun. EInnig voru gamlir stórleikir gegn Svíum rifjaðir upp. Umsjón: Einar Örn Jónsson og Helga Margrét Höskuldsdóttir.
1/19/20230
Episode Artwork

HM í handbolta - Seinni bylgjan í heimsókn

Þáttur dagsins var tekinn upp á hóteli fjölmiðlafólks í Gautaborg. Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, leit í heimsókn. Sigurinn á Grænhöfðaeyjum var til tals en aðaláherslan var á leik Íslands og Svíþjóðar á morgun. EInnig voru gamlir stórleikir gegn Svíum rifjaðir upp. Umsjón: Einar Örn Jónsson og Helga Margrét Höskuldsdóttir.
1/19/202329 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

HM í handbolta - Henry Birgir Gunnarsson

Tapið fyrir Ungverjum í gær svíður sárt. Það þýðir þó ekkert að gefast upp, enda nóg eftir af mótinu og enn vel hægt að komast í 8-liða úrslit. Henry Birgir Gunnarsson íþróttafréttamaður hjá Vísi og Stöð 2 var gestur Íþróttavarpsins í dag og fór yfir sviðið með okkur. Henry hefur farið á annan tug stórmóta. En þar sem tapið í gær svíður svona mikið ákváðum við að snúa hnífnum í sárinu og rifjuðum upp sárustu töp íslenska landsliðsins á stórmótum í gegnum tíðina. Umsjón: Einar Örn Jónsson og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
1/15/20230
Episode Artwork

HM í handbolta - Henry Birgir Gunnarsson

Tapið fyrir Ungverjum í gær svíður sárt. Það þýðir þó ekkert að gefast upp, enda nóg eftir af mótinu og enn vel hægt að komast í 8-liða úrslit. Henry Birgir Gunnarsson íþróttafréttamaður hjá Vísi og Stöð 2 var gestur Íþróttavarpsins í dag og fór yfir sviðið með okkur. Henry hefur farið á annan tug stórmóta. En þar sem tapið í gær svíður svona mikið ákváðum við að snúa hnífnum í sárinu og rifjuðum upp sárustu töp íslenska landsliðsins á stórmótum í gegnum tíðina. Umsjón: Einar Örn Jónsson og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
1/15/202338 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

HM í handbolta - Ólafur Stefánsson

Gestur Íþróttavarpsins í dag er Ólafur Stefánsson fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands í handbolta. Við fórum yfir tilfinninguna daginn eftir sigurinn á Portúgölum, samanburð við Óla og félaga og gamla liðið, karakterana í liðinu og svo útlitið fyrir morgundaginn þegar Ísland mætir Ungverjum. Umsjón: Edda Sif Pálsdóttir og Gunnar Birgisson
1/13/20230
Episode Artwork

HM í handbolta - Ólafur Stefánsson

Gestur Íþróttavarpsins í dag er Ólafur Stefánsson fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands í handbolta. Við fórum yfir tilfinninguna daginn eftir sigurinn á Portúgölum, samanburð við Óla og félaga og gamla liðið, karakterana í liðinu og svo útlitið fyrir morgundaginn þegar Ísland mætir Ungverjum. Umsjón: Edda Sif Pálsdóttir og Gunnar Birgisson
1/13/202345 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

HM í handbolta - Gunni Magg og Gústi Jóh

Íþróttavarpið heilsar í dag frá Kristianstad í Svíþjóð. Þar hefur íslenska landsliðið í handbolta leik gegn Portúgal á HM á morgun. Einar Örn Jónsson og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson fóru yfir málin, en stærsti hlutur þáttarins er hins vegar spjall við aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins. Það eru þeir Gunnar Magnússon og Ágúst Þór Jóhannsson. Umjón: Einar Örn Jónsson og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
1/11/20230
Episode Artwork

HM í handbolta - Gunni Magg og Gústi Jóh

Íþróttavarpið heilsar í dag frá Kristianstad í Svíþjóð. Þar hefur íslenska landsliðið í handbolta leik gegn Portúgal á HM á morgun. Einar Örn Jónsson og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson fóru yfir málin, en stærsti hlutur þáttarins er hins vegar spjall við aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins. Það eru þeir Gunnar Magnússon og Ágúst Þór Jóhannsson. Umjón: Einar Örn Jónsson og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
1/11/202328 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

HM í handbolta - Björgvin Páll og Ólafur Guðmunds

Íþróttavarpið er í Þýskalandi í dag og ræðir við landsliðsmenn eftir leikina tvo gegn Þýskalandi um helgina, og spáir í spilin fyrir HM sem hefst á fimmtudag. Viðmælendur dagsins eru reynsluboltarnir Björgvin Páll Gústavsson og Ólafur Guðmundsson. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
1/9/20230
Episode Artwork

HM í handbolta - Björgvin Páll og Ólafur Guðmunds

Íþróttavarpið er í Þýskalandi í dag og ræðir við landsliðsmenn eftir leikina tvo gegn Þýskalandi um helgina, og spáir í spilin fyrir HM sem hefst á fimmtudag. Viðmælendur dagsins eru reynsluboltarnir Björgvin Páll Gústavsson og Ólafur Guðmundsson. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
1/9/202335 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

HM í handbolta - Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson

Íþróttavarpið ræðir við landsliðsmenn Íslands í handbolta í aðdraganda HM í Svíþjóð. Gestir þáttarins í dag eru landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson. Þeir eru líka liðsfélagar hjá Kolstad í Noregi og konurnar þeirra eru systur. Þeir eru því mikið saman og eru góðir vinir. Þetta er til umræðu í þættinum ásamt HM sem er framundan, hvernig Sigvaldi valdi að spila fyrir Ísland frekar en Danmörku og skilaboðin sem Þórir Hergeirsson sendir reglulega á Janus Daða. Lengri útgáfu Íþróttavarpsins má finna á helstu hlaðvarpsveitum og í spilara RÚV. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.
1/6/20230
Episode Artwork

HM í handbolta - Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson

Íþróttavarpið ræðir við landsliðsmenn Íslands í handbolta í aðdraganda HM í Svíþjóð. Gestir þáttarins í dag eru landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson. Þeir eru líka liðsfélagar hjá Kolstad í Noregi og konurnar þeirra eru systur. Þeir eru því mikið saman og eru góðir vinir. Þetta er til umræðu í þættinum ásamt HM sem er framundan, hvernig Sigvaldi valdi að spila fyrir Ísland frekar en Danmörku og skilaboðin sem Þórir Hergeirsson sendir reglulega á Janus Daða. Lengri útgáfu Íþróttavarpsins má finna á helstu hlaðvarpsveitum og í spilara RÚV. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.
1/6/202328 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

HM í handbolta - Aron Pálmarsson

Heimsmeistaramót karla í handbolta hefst eftir örfáa daga. Af því tilefni verður Íþróttavarpið á fullri ferð í janúar bæði á Rás 2 og í lengri útgáfu á hlaðvarpsveitum. Gestur þessa þáttar er landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson. Aron ræðir upphaf síns landsliðsferils, vonir og væntingar með landsliðinu á HM í janúar, væntanlega heimkomu í FH og ýmislegt fleira. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.
1/4/20230
Episode Artwork

HM í handbolta - Aron Pálmarsson

Heimsmeistaramót karla í handbolta hefst eftir örfáa daga. Af því tilefni verður Íþróttavarpið á fullri ferð í janúar bæði á Rás 2 og í lengri útgáfu á hlaðvarpsveitum. Gestur þessa þáttar er landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson. Aron ræðir upphaf síns landsliðsferils, vonir og væntingar með landsliðinu á HM í janúar, væntanlega heimkomu í FH og ýmislegt fleira. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.
1/4/202335 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

HM í fótbolta: Úrslitastund runnin upp

Í þætti dagsins, sem var jafnframt sá síðasti á þessu heimsmeistaramóti í fótbolta, fengum við Hörð Magnússon og Ólaf Kristjánsson til að fræða okkur um hin ýmsu mikilvægu málefni. Er þetta besta HM sögunnar? Ef ekki hvað er þá besta HM sögunnar? Hvernig fer úrslitaleikurinn? Og hverjir hafa staðið sig best á mótinu? Umsjón: Gunnar Birgisson
12/16/20220
Episode Artwork

HM í fótbolta: Úrslitastund runnin upp

Í þætti dagsins, sem var jafnframt sá síðasti á þessu heimsmeistaramóti í fótbolta, fengum við Hörð Magnússon og Ólaf Kristjánsson til að fræða okkur um hin ýmsu mikilvægu málefni. Er þetta besta HM sögunnar? Ef ekki hvað er þá besta HM sögunnar? Hvernig fer úrslitaleikurinn? Og hverjir hafa staðið sig best á mótinu? Umsjón: Gunnar Birgisson
12/16/202253 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

HM í fótbolta: Rýnt í 8-liða úrslitin og tekist á um mikilvæg málefni

Það vantaði ekki upp á skoðanir þeirra Ólafs Kristjánssonar og Harðar Magnússonar sem voru gestir í íþróttavarpi dagsins. Báðir hafa þeir farið mikinn á HM og fáir sem vita meira um þetta mót en einmitt þeir. Farið var yfir 16-liða úrslitin, spáð í spilin fyrir 8-liða úrslitin og mikilvæg málefni tengd mótinu rædd. Hvað er svo stærsti íþróttaviðburður allra tíma? Umsjón: Gunnar Birgisson
12/8/20220
Episode Artwork

HM í fótbolta: Rýnt í 8-liða úrslitin og tekist á um mikilvæg málefni

Það vantaði ekki upp á skoðanir þeirra Ólafs Kristjánssonar og Harðar Magnússonar sem voru gestir í íþróttavarpi dagsins. Báðir hafa þeir farið mikinn á HM og fáir sem vita meira um þetta mót en einmitt þeir. Farið var yfir 16-liða úrslitin, spáð í spilin fyrir 8-liða úrslitin og mikilvæg málefni tengd mótinu rædd. Hvað er svo stærsti íþróttaviðburður allra tíma? Umsjón: Gunnar Birgisson
12/8/20221 hour, 57 seconds
Episode Artwork

HM í fótbolta 2022 - Farið yfir 1. umferðina frá hverfiskaffihúsi í

Edda Sif Pálsdóttir og Heimir Hallgrímsson fóru yfir 1. umferð riðlakeppninnar á HM í Katar frá hverfiskaffihúsinu sínu í Doha, þar sem þau hafa dvalið síðustu daga.
11/25/20220
Episode Artwork

HM í fótbolta 2022 - Farið yfir 1. umferðina frá hverfiskaffihúsi í

Edda Sif Pálsdóttir og Heimir Hallgrímsson fóru yfir 1. umferð riðlakeppninnar á HM í Katar frá hverfiskaffihúsinu sínu í Doha, þar sem þau hafa dvalið síðustu daga.
11/25/202224 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

HM í fótbolta 2022 - Edda og Heimir í Katar

Edda Sif Pálsdóttir og Heimir Hallgrímsson ræða lífið á HM í Katar, en þau eru stödd við Persaflóann á HM í fótbolta.
11/23/20220
Episode Artwork

HM í fótbolta 2022 - Edda og Heimir í Katar

Edda Sif Pálsdóttir og Heimir Hallgrímsson ræða lífið á HM í Katar, en þau eru stödd við Persaflóann á HM í fótbolta.
11/23/202226 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

HM í fótbolta 2022 - Bestu markverðir í sögu HM

HM í Katar hefst í dag og við ljúkum upphituninni með því að fara yfir bestu markverðina í sögu mótsins. Sandra Sigurðardóttir, landsliðsmarkvörður, og Guðmundur Hreiðarsson, fyrrverandi markmannsþjálfari íslenska karlalandsliðsins og núverandi markmannsþjálfari Jamaíku, mættu með sína topp fimm lista. Þau ræddu auk þess ýmislegt sem við kemur markvörðum almennt, þróun stöðunnar í nútímaknattspyrnu og vítaspyrnukeppnir svo eitthvað sé nefnt.
11/20/20220
Episode Artwork

HM í fótbolta 2022 - Bestu markverðir í sögu HM

HM í Katar hefst í dag og við ljúkum upphituninni með því að fara yfir bestu markverðina í sögu mótsins. Sandra Sigurðardóttir, landsliðsmarkvörður, og Guðmundur Hreiðarsson, fyrrverandi markmannsþjálfari íslenska karlalandsliðsins og núverandi markmannsþjálfari Jamaíku, mættu með sína topp fimm lista. Þau ræddu auk þess ýmislegt sem við kemur markvörðum almennt, þróun stöðunnar í nútímaknattspyrnu og vítaspyrnukeppnir svo eitthvað sé nefnt.
11/20/202251 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

HM í fótbolta 2022 - Þróunin á HM með Silla á Árbæjarsafni

Íþróttavarpið heldur áfram að hita upp fyrir HM í Katar. Í þessum þætti er gesturinn Sigurlaugur Ingólfsson sagnfræðingur, eða Silli á Árbæjarsafni. Hann fór yfir HM söguna með okkur í þætti dagsins og tók gaf okkur alls kyns áhugaverða HM mola. Þó ekki að rifja upp hvert og eitt heimsmeistaramót lið fyrir lið. Það er um að gera að leggja við hlustir. Fullt af áhugaverðum staðreyndum og sögum í þessum þætti.
11/18/20220
Episode Artwork

HM í fótbolta 2022 - Þróunin á HM með Silla á Árbæjarsafni

Íþróttavarpið heldur áfram að hita upp fyrir HM í Katar. Í þessum þætti er gesturinn Sigurlaugur Ingólfsson sagnfræðingur, eða Silli á Árbæjarsafni. Hann fór yfir HM söguna með okkur í þætti dagsins og tók gaf okkur alls kyns áhugaverða HM mola. Þó ekki að rifja upp hvert og eitt heimsmeistaramót lið fyrir lið. Það er um að gera að leggja við hlustir. Fullt af áhugaverðum staðreyndum og sögum í þessum þætti.
11/18/202248 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

HM í fótbolta 2022 - Birkir Már Sævarsson

Íþróttavarpið er á HM stillingu þessa dagana, enda hefst HM í fótbolta í Katar á sunnudag. Gestur Íþróttavarpsins í dag hefur spilað á HM. Hann spilaði raunar hverja einustu mínútu í öllum þremur leikjum Íslands á HM fyrir fjórum árum. Hann er þriðji leikjahæsti landsliðsmaður karlalandsliðsins frá upphafi með 103 leiki og heitir Birkir Már Sævarsson. Bakvörðurinn ræddi hina ýmsu hluti í þætti dagsins. HM minningar frá því hann var í myndmennt í grunnskóla og svo þegar hann spilaði sjálfur á HM í Rússlandi 2018. Hann sagðist til dæmis hafa sofið mun betur en Alfreð Finnbogason fyrir leikinn við Argentínu á HM. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
11/16/20220
Episode Artwork

HM í fótbolta 2022 - Birkir Már Sævarsson

Íþróttavarpið er á HM stillingu þessa dagana, enda hefst HM í fótbolta í Katar á sunnudag. Gestur Íþróttavarpsins í dag hefur spilað á HM. Hann spilaði raunar hverja einustu mínútu í öllum þremur leikjum Íslands á HM fyrir fjórum árum. Hann er þriðji leikjahæsti landsliðsmaður karlalandsliðsins frá upphafi með 103 leiki og heitir Birkir Már Sævarsson. Bakvörðurinn ræddi hina ýmsu hluti í þætti dagsins. HM minningar frá því hann var í myndmennt í grunnskóla og svo þegar hann spilaði sjálfur á HM í Rússlandi 2018. Hann sagðist til dæmis hafa sofið mun betur en Alfreð Finnbogason fyrir leikinn við Argentínu á HM. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
11/16/202228 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

HM í fótbolta 2022 - Bestu miðjumenn, óvæntustu úrslit og hetjur

Adda Baldursdóttir og Ólafur Kristjánsson völdu bestu miðjumennina í sögu HM, óvæntustu úrslit og óvæntustu hetjuna á HM í Íþróttavarpi dagsins. Umsjón: Edda Sif Pálsdóttir.
11/14/20220
Episode Artwork

HM í fótbolta 2022 - Bestu miðjumenn, óvæntustu úrslit og hetjur

Adda Baldursdóttir og Ólafur Kristjánsson völdu bestu miðjumennina í sögu HM, óvæntustu úrslit og óvæntustu hetjuna á HM í Íþróttavarpi dagsins. Umsjón: Edda Sif Pálsdóttir.
11/14/202240 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

HM í fótbolta 2022 - Fyrsta markið - Alfreð Finnbogason

Íþróttavarpið ræðir í dag við Alfreð Finnbogason, sem skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta. Hann ræðir aðdraganda mótsins, en meiðsli plöguðu hann harkalega í aðdragandanum. Svo svaf hann illa nóttina fyrir leik. Hann ræðir markið og minningar HM og gælunafni Freddi Finnboga.
11/11/20220
Episode Artwork

HM í fótbolta 2022 - Fyrsta markið - Alfreð Finnbogason

Íþróttavarpið ræðir í dag við Alfreð Finnbogason, sem skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta. Hann ræðir aðdraganda mótsins, en meiðsli plöguðu hann harkalega í aðdragandanum. Svo svaf hann illa nóttina fyrir leik. Hann ræðir markið og minningar HM og gælunafni Freddi Finnboga.
11/11/202224 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

HM í fótbolta 2022 - Bestu sóknarmenn í sögu HM

Margrét Lára Viðarsdóttir og Hörður Magnússon velja fimm bestu sóknarmenn í sögu HM, að sínu mati. Þau ræða svo hvern og einn og útskýra hvers vegna viðkomandi komst á þeirra list. Svo velja þau líka hvaða kosti hinn fullkomni sóknarmaður þarf að hafa að þeirra mati.
11/9/20220
Episode Artwork

HM í fótbolta 2022 - Bestu sóknarmenn í sögu HM

Margrét Lára Viðarsdóttir og Hörður Magnússon velja fimm bestu sóknarmenn í sögu HM, að sínu mati. Þau ræða svo hvern og einn og útskýra hvers vegna viðkomandi komst á þeirra list. Svo velja þau líka hvaða kosti hinn fullkomni sóknarmaður þarf að hafa að þeirra mati.
11/9/202240 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

HM í fótbolta 2022 - Heimir Hallgrímsson

Íþróttavarp RÚV er komið aftur í gang. HM karla í fótbolta í Katar verður til umfjöllunar frá og með þessum þætti og þar til HM lýkur rétt fyrir jól. Í þessum þætti er Heimir Hallgrímsson gestur Íþróttavarpsins. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.
11/7/20220
Episode Artwork

HM í fótbolta 2022 - Heimir Hallgrímsson

Íþróttavarp RÚV er komið aftur í gang. HM karla í fótbolta í Katar verður til umfjöllunar frá og með þessum þætti og þar til HM lýkur rétt fyrir jól. Í þessum þætti er Heimir Hallgrímsson gestur Íþróttavarpsins. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.
11/7/202244 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

EM í fótbolta 2022 - Dagur 11: Grátlegur endir en við erum stolt

Stutt podcast af vellinum í Rotherham strax eftir leik. Ísland er úr leik, en ósigrað. Það allt var rætt og svo ævintýri Eddu og Hörpu á naglastofum Crewe í morgun.
7/18/20220
Episode Artwork

EM í fótbolta 2022 - Dagur 11: Grátlegur endir en við erum stolt

Stutt podcast af vellinum í Rotherham strax eftir leik. Ísland er úr leik, en ósigrað. Það allt var rætt og svo ævintýri Eddu og Hörpu á naglastofum Crewe í morgun.
7/18/202218 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

EM í fótbolta 2022 - Dagur 10: Undrastaðurinn Rotherham...

Í dag er dagurinn fyrir leik. Fulltrúar Íþróttavarpsins skelltu sér á leikstað morgundagsins og tóku út aðstæður. Svo var fjallað um góðan mat hópsins, hugarástand leikmanna og sitthvað fleira. Bara ekki leik Vals og ÍBV... af því míkrafónninn hjá Eddu Sif bilaði... eða eitthvað.
7/17/20220
Episode Artwork

EM í fótbolta 2022 - Dagur 10: Undrastaðurinn Rotherham...

Í dag er dagurinn fyrir leik. Fulltrúar Íþróttavarpsins skelltu sér á leikstað morgundagsins og tóku út aðstæður. Svo var fjallað um góðan mat hópsins, hugarástand leikmanna og sitthvað fleira. Bara ekki leik Vals og ÍBV... af því míkrafónninn hjá Eddu Sif bilaði... eða eitthvað.
7/17/202228 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

EM í fótbolta 2022 - Dagur 9: Frekari mannabreytingar og góður kebab

Harpa Þorsteinsdóttir, markadrottning úr Garðabænum, mætti til móts við Team RÚV í Crewe í dag og kom með látum. Aðallega af því hún gat pantað góðan mat, sem er nokkuð sem RÚV teymið hefur átt í basli með. Svo var tekin staðan á EM og leik Íslands og Frakklands á mánudag.
7/16/20220
Episode Artwork

EM í fótbolta 2022 - Dagur 9: Frekari mannabreytingar og góður kebab

Harpa Þorsteinsdóttir, markadrottning úr Garðabænum, mætti til móts við Team RÚV í Crewe í dag og kom með látum. Aðallega af því hún gat pantað góðan mat, sem er nokkuð sem RÚV teymið hefur átt í basli með. Svo var tekin staðan á EM og leik Íslands og Frakklands á mánudag.
7/16/202235 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

EM í fótbolta 2022 - Dagur 8: Tvöföld skipting

Tvöföld skipting í podcasti dagsins. Eva Björk og Margrét Lára héldu heim á leið í morgun og kom Edda Sif Pálsdóttir í þeirra stað. Svo fengum við Svövu Kristínu lánaða frá Stöð 2. Við komumst næstum því hjá því að ræða fótbolta en það kom smá í lokin.
7/15/20220
Episode Artwork

EM í fótbolta 2022 - Dagur 8: Tvöföld skipting

Tvöföld skipting í podcasti dagsins. Eva Björk og Margrét Lára héldu heim á leið í morgun og kom Edda Sif Pálsdóttir í þeirra stað. Svo fengum við Svövu Kristínu lánaða frá Stöð 2. Við komumst næstum því hjá því að ræða fótbolta en það kom smá í lokin.
7/15/202228 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

EM í fótbolta 2022 - Dagur 7

Leikurinn við Ítalíu var krufinn til mergjar í þætti kvöldsins. Enn á ný bar matarpantanir RÚV-hópsins í Crewe á góma og svo var kveðjustund og Lára Jóna var kynnt til leiks.
7/14/20220
Episode Artwork

EM í fótbolta 2022 - Dagur 7

Leikurinn við Ítalíu var krufinn til mergjar í þætti kvöldsins. Enn á ný bar matarpantanir RÚV-hópsins í Crewe á góma og svo var kveðjustund og Lára Jóna var kynnt til leiks.
7/14/202228 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

EM í fótbolta 2022 - Dagur 6

Í hlaðvarpi dagsins frá Englandi var farið yfir allt það helsta sem þarf að vita fyrir leik Íslands og Ítalíu á morgun. Matarpöntunarklúður og sitthvað fleira bar á góma.
7/13/20220
Episode Artwork

EM í fótbolta 2022 - Dagur 6

Í hlaðvarpi dagsins frá Englandi var farið yfir allt það helsta sem þarf að vita fyrir leik Íslands og Ítalíu á morgun. Matarpöntunarklúður og sitthvað fleira bar á góma.
7/13/202224 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

EM í fótbolta 2022 - Dagur 5: Lestarvesen á frídegi leikmanna

Leikmenn fengu frí frá fjölmiðlum í dag og nýttu daginn með fjölskyldum sínum. Fjölmiðlafólk skellti sér til Manchester, með mismunandi árangri. Einhver leiddi Team RÚV upp í ranga lest og í ranga borg. Það bjargaðist þó að lokum. Svo voru örlög norska liðsins rædd stuttlega ásamt öðru.
7/12/20220
Episode Artwork

EM í fótbolta 2022 - Dagur 5: Lestarvesen á frídegi leikmanna

Leikmenn fengu frí frá fjölmiðlum í dag og nýttu daginn með fjölskyldum sínum. Fjölmiðlafólk skellti sér til Manchester, með mismunandi árangri. Einhver leiddi Team RÚV upp í ranga lest og í ranga borg. Það bjargaðist þó að lokum. Svo voru örlög norska liðsins rædd stuttlega ásamt öðru.
7/12/202223 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

EM í fótbolta 2022 - Dagur 4: Ironman, fljúgandi skiptingar og EM

Íþróttavarpið fór um víðan völl í dag. Meðal þess sem rætt var er yfirvofandi þátttaka Margrétar Láru í Ironaman og hvernig það myndi koma út ef svissað yrði á reglum í handbolta og fótbolta. Svo heyrðum við í landsliðsfólki og -þjálfara og ræddum leikinn við Ítalíu. Eitthvað fleira bar á góma líka.
7/11/20220
Episode Artwork

EM í fótbolta 2022 - Dagur 4: Ironman, fljúgandi skiptingar og EM

Íþróttavarpið fór um víðan völl í dag. Meðal þess sem rætt var er yfirvofandi þátttaka Margrétar Láru í Ironaman og hvernig það myndi koma út ef svissað yrði á reglum í handbolta og fótbolta. Svo heyrðum við í landsliðsfólki og -þjálfara og ræddum leikinn við Ítalíu. Eitthvað fleira bar á góma líka.
7/11/202235 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

EM í fótbolta 2022 - Leikdagur 1 - jafntefli gegn Belgíu

Eva Björk, Margrét Lára og Einar Örn fóru yfir fyrsta leik Íslands á EM 2022. 1-1 jafntefli við Belgíu varð niðurstaðan. Svo var spáð í spilin fyrir næsta leik gegn Ítalíu, en Ítalía tapaði 5-1 gegn Frakklandi í kvöld. Love Island bar ekkert á góma í þættinum.
2/20/20220
Episode Artwork

EM í fótbolta 2022 - Leikdagur 1 - jafntefli gegn Belgíu

Eva Björk, Margrét Lára og Einar Örn fóru yfir fyrsta leik Íslands á EM 2022. 1-1 jafntefli við Belgíu varð niðurstaðan. Svo var spáð í spilin fyrir næsta leik gegn Ítalíu, en Ítalía tapaði 5-1 gegn Frakklandi í kvöld. Love Island bar ekkert á góma í þættinum.
2/20/202230 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

EM í fótbolta 2022 - Dagur 2

Dagurinn fyrir leik. Á morgun mætir Ísland Belgíu í Manchester og var á ýmsu að kjamsa í þætti dagsins. Love Island spilaði talsverða rullu en líka taktík Íslands og Belgíu og hugarfar íslenska liðsins.
2/19/20220
Episode Artwork

EM í fótbolta 2022 - Dagur 2

Dagurinn fyrir leik. Á morgun mætir Ísland Belgíu í Manchester og var á ýmsu að kjamsa í þætti dagsins. Love Island spilaði talsverða rullu en líka taktík Íslands og Belgíu og hugarfar íslenska liðsins.
2/19/202230 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

EM í fótbolta 2022 - Dagur 1

Íþróttavarpið heldur á EM í fótbolta á Englandi. Einar Örn Jónsson og Eva Björk Benediktsdottir fóru yfir flest tengt EM með markadrottningunni Margréti Láru Viðarsdóttur.
2/18/20220
Episode Artwork

EM í fótbolta 2022 - Dagur 1

Íþróttavarpið heldur á EM í fótbolta á Englandi. Einar Örn Jónsson og Eva Björk Benediktsdottir fóru yfir flest tengt EM með markadrottningunni Margréti Láru Viðarsdóttur.
2/18/202233 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

ÓL - Dagur 13

Helga Margrét Höskuldsdóttir og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson litu við og fóru yfir uppáhalds augnablik sín á leikunum hingað til. Fórum nánar út í málefni Mikaelu Shiffrin, ræddum Eileen Gu, veðrið og næstu leika. Umsjón: Gunnar Birgisson
2/17/20220
Episode Artwork

ÓL - Dagur 13

Helga Margrét Höskuldsdóttir og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson litu við og fóru yfir uppáhalds augnablik sín á leikunum hingað til. Fórum nánar út í málefni Mikaelu Shiffrin, ræddum Eileen Gu, veðrið og næstu leika. Umsjón: Gunnar Birgisson
2/17/202236 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

ÓL - Dagur 11 - Mál Kamilu Valievu

Fórum í saumana á máli rússnesku skautdrottningarinnar Kamilu Vailevu eftir að hún féll á lyfjaprófi á Ólympíuleikunum í Beijing með Völu Rún Magnúsdóttur og Einari Erni Jónssyni. Ræddum helstu úrslit dagsins og fórum yfir hvað væri fram undan. Umsjón: Gunnar Birgisson
2/15/20220
Episode Artwork

ÓL - Dagur 11 - Mál Kamilu Valievu

Fórum í saumana á máli rússnesku skautdrottningarinnar Kamilu Vailevu eftir að hún féll á lyfjaprófi á Ólympíuleikunum í Beijing með Völu Rún Magnúsdóttur og Einari Erni Jónssyni. Ræddum helstu úrslit dagsins og fórum yfir hvað væri fram undan. Umsjón: Gunnar Birgisson
2/15/202238 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

ÓL - Dagur 8 - Ingólfur Hannesson

Ræddum allt milli himins og jarðar við Ingólf Hannesson sem farið hefur víða á sínum langa starfsferli og m.a. starfað í tengslum við vetraríþróttir síðan hann hóf störf hjá EBU fyrir tæpum 20 árum síðan. Hann hefur átt stóran þátt í uppgangi skíðaskotfiminnar erlendis og þá miklu aukningu í sjónvarpsréttarsamningum og öðru. Áhugavert tímalaust spjall við mann sem farið hefur víða, allt frá RÚV til Infront og aftur heim. Alveg hægt að mæla með þessu áhugaverða spjalli. Umsjón: Ingólfur Hannesson
2/12/20220
Episode Artwork

ÓL - Dagur 8 - Ingólfur Hannesson

Ræddum allt milli himins og jarðar við Ingólf Hannesson sem farið hefur víða á sínum langa starfsferli og m.a. starfað í tengslum við vetraríþróttir síðan hann hóf störf hjá EBU fyrir tæpum 20 árum síðan. Hann hefur átt stóran þátt í uppgangi skíðaskotfiminnar erlendis og þá miklu aukningu í sjónvarpsréttarsamningum og öðru. Áhugavert tímalaust spjall við mann sem farið hefur víða, allt frá RÚV til Infront og aftur heim. Alveg hægt að mæla með þessu áhugaverða spjalli. Umsjón: Ingólfur Hannesson
2/12/202256 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

ÓL - Dagur 6

Fórum yfir víðan völl í Íþróttavarpi dagsins, gesturinn var ekki af verri endanum enginn annar en fyrrum Ólympíufarinn frá Lillehammer 1994 og fyrrum formaður Skíðasambands Íslands, Daníel Jakobsson. Ræddum helstu viðburði á Ólympíuleikunum hingað til, fórum yfir hvað Ísland þarf að gera til að eiga keppendur í fremstu röð, af hverju skíðaskotfimin hefur tekið fram úr skíðagöngunni í áhuga og áhorfi og fleira skemmtilegt. Umsjón: Gunnar Birgisson
2/10/20220
Episode Artwork

ÓL - Dagur 6

Fórum yfir víðan völl í Íþróttavarpi dagsins, gesturinn var ekki af verri endanum enginn annar en fyrrum Ólympíufarinn frá Lillehammer 1994 og fyrrum formaður Skíðasambands Íslands, Daníel Jakobsson. Ræddum helstu viðburði á Ólympíuleikunum hingað til, fórum yfir hvað Ísland þarf að gera til að eiga keppendur í fremstu röð, af hverju skíðaskotfimin hefur tekið fram úr skíðagöngunni í áhuga og áhorfi og fleira skemmtilegt. Umsjón: Gunnar Birgisson
2/10/202247 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

ÓL - Dagur 4 - Viðtal við heimsmeistara

Farið yfir fjórða keppnisdag leikanna í Beijing og tekið viðtal við heimsmeistarann í norrænni tvíkeppni, Norðmanninn Jarl Magnus Riiber, sem á sterka tengingu til Íslands þar sem hann á íslenska konu. Hann smitaðist af kórónuveirunni þegar hann kom til Kína og þykir ekki líklegt að hann nái að keppa á leikunum og segir það mikið áfall fyrir sig. Heyrðum einnig í Eddu Sif Pálsdóttur sem sagði okkur frá öllu því sem hefur verið að gerast á leikunum hjá íslensku keppendunum undanfarna daga. Umsjón: Gunnar Birgisson
2/8/20220
Episode Artwork

ÓL - Dagur 4 - Viðtal við heimsmeistara

Farið yfir fjórða keppnisdag leikanna í Beijing og tekið viðtal við heimsmeistarann í norrænni tvíkeppni, Norðmanninn Jarl Magnus Riiber, sem á sterka tengingu til Íslands þar sem hann á íslenska konu. Hann smitaðist af kórónuveirunni þegar hann kom til Kína og þykir ekki líklegt að hann nái að keppa á leikunum og segir það mikið áfall fyrir sig. Heyrðum einnig í Eddu Sif Pálsdóttur sem sagði okkur frá öllu því sem hefur verið að gerast á leikunum hjá íslensku keppendunum undanfarna daga. Umsjón: Gunnar Birgisson
2/8/202231 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

ÓL - Dagur 3

Fyrstu keppnisgreinar alpagreinahluta Ólympíuleikanna voru til umræðu, Jakob Helgi Bjarnason lýsir alpagreinunum á leikunum en hann var um tíma gríðarlega efnilegur skíðamaður. Farið vítt og breitt yfir sviðið, skautahlaup, skíðaskotfimi, grímuklæddar íshokkí konur og fleira skemmtilegt. Umsjón: Gunnar Birgisson
2/7/20220
Episode Artwork

ÓL - Dagur 3

Fyrstu keppnisgreinar alpagreinahluta Ólympíuleikanna voru til umræðu, Jakob Helgi Bjarnason lýsir alpagreinunum á leikunum en hann var um tíma gríðarlega efnilegur skíðamaður. Farið vítt og breitt yfir sviðið, skautahlaup, skíðaskotfimi, grímuklæddar íshokkí konur og fleira skemmtilegt. Umsjón: Gunnar Birgisson
2/7/202234 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

ÓL - Dagur 2

Annar dagur Vetrarólympíuleikanna í Beijing gerður upp með Helgu Margréti Höskuldsdóttur, íþróttafréttakonu og umsjónarmanni Ólympíukvölds sem hefst á morgun. Snorri Einarsson reið á vaðið fyrir hönd Íslands á leikunum og jafnaði besta árangur Íslendings frá upphafi í skíðagöngu þegar hann endaði í 29. sæti. Heyrðum í Sturla Snæ Snorrasyni sem var sóttur með sjúkrabíl og farið með á kórónuveirusjúkrahús í Beijing þegar í ljós kom að hann væri smitaður af kórónuveirunni. Sturla á að keppa eftir slétta viku og vonast til þess að ná því, fyrstu gullverðlaun Nýsjálendinga og Simon Ammann er ennþá í fullu fjöri í skíðastökkinu 20 árum eftir að hann vann fyrst til verðlauna í greininni. Umsjón: Gunnar Birgisson
2/6/20220
Episode Artwork

ÓL - Dagur 2

Annar dagur Vetrarólympíuleikanna í Beijing gerður upp með Helgu Margréti Höskuldsdóttur, íþróttafréttakonu og umsjónarmanni Ólympíukvölds sem hefst á morgun. Snorri Einarsson reið á vaðið fyrir hönd Íslands á leikunum og jafnaði besta árangur Íslendings frá upphafi í skíðagöngu þegar hann endaði í 29. sæti. Heyrðum í Sturla Snæ Snorrasyni sem var sóttur með sjúkrabíl og farið með á kórónuveirusjúkrahús í Beijing þegar í ljós kom að hann væri smitaður af kórónuveirunni. Sturla á að keppa eftir slétta viku og vonast til þess að ná því, fyrstu gullverðlaun Nýsjálendinga og Simon Ammann er ennþá í fullu fjöri í skíðastökkinu 20 árum eftir að hann vann fyrst til verðlauna í greininni. Umsjón: Gunnar Birgisson
2/6/202251 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

ÓL - Dagur 1

Farið yfir fyrsta dag Ólympíuleikanna í Beijing í Kína þar sem norrænu greinarnar voru fyrirferðamiklar. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson fór yfir skíðastökkið og leikana almennt og Edda Sif Pálsdóttir sagði frá erfiðu ferðalagi til Beijing auk þess sem ferðalögin á milli keppnisstaða eru lyginni líkust. Umsjón: Gunnar Birgisson
2/5/20220
Episode Artwork

ÓL - Dagur 1

Farið yfir fyrsta dag Ólympíuleikanna í Beijing í Kína þar sem norrænu greinarnar voru fyrirferðamiklar. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson fór yfir skíðastökkið og leikana almennt og Edda Sif Pálsdóttir sagði frá erfiðu ferðalagi til Beijing auk þess sem ferðalögin á milli keppnisstaða eru lyginni líkust. Umsjón: Gunnar Birgisson
2/5/202243 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

EM í handbolta - Logi Geirsson

Farið yfir víðan völl eftir svekkjandi niðurstöðu úr leik Danmerkur og Frakklands sem þýða að Ísland leikur um 5. sætið á mótinu. Jákvæðir punktar frá Loga Geirssyni, gesti þáttarins, skoðum heildarmyndina og ræðum frammistöðu Íslands á mótinu hingað til. Ræðum framtíð Guðmundar Guðmundssonar með landsliðið, hvaða leikmenn komu mest á óvart, stærstu sigrarnir og súrustu töpin. Upphitun fyrir erfiðan leik gegn Noregi á morgun. Umsjón: Gunnar Birgisson og Helga Margrét Höskuldsdóttir.
1/27/20220
Episode Artwork

EM í handbolta - Logi Geirsson

Farið yfir víðan völl eftir svekkjandi niðurstöðu úr leik Danmerkur og Frakklands sem þýða að Ísland leikur um 5. sætið á mótinu. Jákvæðir punktar frá Loga Geirssyni, gesti þáttarins, skoðum heildarmyndina og ræðum frammistöðu Íslands á mótinu hingað til. Ræðum framtíð Guðmundar Guðmundssonar með landsliðið, hvaða leikmenn komu mest á óvart, stærstu sigrarnir og súrustu töpin. Upphitun fyrir erfiðan leik gegn Noregi á morgun. Umsjón: Gunnar Birgisson og Helga Margrét Höskuldsdóttir.
1/27/202240 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

EM í handbolta - Karen Einarsdóttir

Karen Einarsdóttir eiginkona Björgvins Páls Gústavssonar, sem sjálf er fyrrverandi markvörður hjá Fram var gestur Íþróttavarpsins í dag. Hún ræddi við okkur um tapið grátlega fyrir Króatíu í gær, leikinn við Svartfellinga á morgun og um síðustu daga. Karen fór líka almennt yfir sviðið hvernig er að vera ein heima með fjögur börn meðan eiginmaðurinn er á stórmóti í næstum heilan mánuð. Það komi þó aldrei til greina að hennar hálfu Björgvin Páll fái ekki leyfi til að spila fyrir íslenska landsliðið, ekki einu sinni í fyrra þegar Björgvin fór frá fimm daga gömlu barni á HM í Egyptalandi. Karen hefur bullandi trú á því að leikirnir í lokaumferð riðlakeppninnar spilist vel á morgun, þannig Ísland komist í undanúrslit og þá sé aldrei að vita nema hún skelli sér til Búdapest á úrslitahelgina. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Gunnar Birgisson.
1/25/20220
Episode Artwork

EM í handbolta - Karen Einarsdóttir

Karen Einarsdóttir eiginkona Björgvins Páls Gústavssonar, sem sjálf er fyrrverandi markvörður hjá Fram var gestur Íþróttavarpsins í dag. Hún ræddi við okkur um tapið grátlega fyrir Króatíu í gær, leikinn við Svartfellinga á morgun og um síðustu daga. Karen fór líka almennt yfir sviðið hvernig er að vera ein heima með fjögur börn meðan eiginmaðurinn er á stórmóti í næstum heilan mánuð. Það komi þó aldrei til greina að hennar hálfu Björgvin Páll fái ekki leyfi til að spila fyrir íslenska landsliðið, ekki einu sinni í fyrra þegar Björgvin fór frá fimm daga gömlu barni á HM í Egyptalandi. Karen hefur bullandi trú á því að leikirnir í lokaumferð riðlakeppninnar spilist vel á morgun, þannig Ísland komist í undanúrslit og þá sé aldrei að vita nema hún skelli sér til Búdapest á úrslitahelgina. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Gunnar Birgisson.
1/25/202232 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

EM í handbolta - Guðjón Valur Sigurðsson

Ísland vann ótrúlegan sigur á Frakklandi, 29-21 í milliriðlakeppni EM karla í handbolta í Búdapest í gærkvöld. Guðjón Valur Sigurðsson markahæsti landsliðsmaður sögunnar, næstleikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og núverandi þjálfari Gummersbach í Þýskalandi er á línunni hjá okkur í Íþróttavarpi dagsins. Hann fer yfir leikinn við Frakka, spáir í spilin fyrir leikinn við Króata á morgun og fer vítt og breitt yfir sviðið. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Gunnar Birgisson.
1/23/20220
Episode Artwork

EM í handbolta - Guðjón Valur Sigurðsson

Ísland vann ótrúlegan sigur á Frakklandi, 29-21 í milliriðlakeppni EM karla í handbolta í Búdapest í gærkvöld. Guðjón Valur Sigurðsson markahæsti landsliðsmaður sögunnar, næstleikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og núverandi þjálfari Gummersbach í Þýskalandi er á línunni hjá okkur í Íþróttavarpi dagsins. Hann fer yfir leikinn við Frakka, spáir í spilin fyrir leikinn við Króata á morgun og fer vítt og breitt yfir sviðið. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Gunnar Birgisson.
1/23/202245 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

EM í handbolta - Patrekur Jóhannesson

Patrekur Jóhannesson fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, fyrrverandi landsliðsþjálfari Austurríkis og núverandi þjálfari Stjörnunnar var gestur Íþróttavarpsins í dag. Patrekur ræddi leik Íslands við Danmörku í gær, stöðuna í íslenska liðinu með COVID vofandi yfir, og leikinn við Frakka á morgun. Hann talaði líka um Duranona, Alfreð Gísla, Jóa Pé, bróður sinn, Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands og margt fleira. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Gunnar Birgisson.
1/21/20220
Episode Artwork

EM í handbolta - Patrekur Jóhannesson

Patrekur Jóhannesson fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, fyrrverandi landsliðsþjálfari Austurríkis og núverandi þjálfari Stjörnunnar var gestur Íþróttavarpsins í dag. Patrekur ræddi leik Íslands við Danmörku í gær, stöðuna í íslenska liðinu með COVID vofandi yfir, og leikinn við Frakka á morgun. Hann talaði líka um Duranona, Alfreð Gísla, Jóa Pé, bróður sinn, Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands og margt fleira. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Gunnar Birgisson.
1/21/202251 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

EM í handbolta - Kristjana Arnarsdóttir

Aukaþáttur: Kristjana Arnarsdóttir kom í Íþróttavarpið í dag og fór yfir tíðindi síðasta sólarhrings og þau skakkaföll sem orðið hafa á íslenska landsliðinu í handbolta á EM. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Gunnar Birgisson.
1/20/20220
Episode Artwork

EM í handbolta - Kristjana Arnarsdóttir

Aukaþáttur: Kristjana Arnarsdóttir kom í Íþróttavarpið í dag og fór yfir tíðindi síðasta sólarhrings og þau skakkaföll sem orðið hafa á íslenska landsliðinu í handbolta á EM. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Gunnar Birgisson.
1/20/202230 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

EM í handbolta - Ólafur Stefánsson

Ólafur Stefánsson er að flestra mati besti handboltamaður Íslandssögunnar. Ólafur hefur farið á kostum í EM stofunni á RÚV núna það sem af er Evrópumóti. Ólafur mætti fullur eldmóðs í Íþróttavarpið í dag. Hann vill að strákarnir í landsliðinu láti sig dreyma um undanúrslit. Þá segir Ólafur að hann sé á góðum stað í lífinu eftir sjö ára ferðalag og vilji fara að tengjast handbolta aftur. Hann sé jafnvel spenntur fyrir að þjálfa á ný. Þáttur dagsins er eiginlega skylduhlustun. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Gunnar Birgisson.
1/19/20220
Episode Artwork

EM í handbolta - Ólafur Stefánsson

Ólafur Stefánsson er að flestra mati besti handboltamaður Íslandssögunnar. Ólafur hefur farið á kostum í EM stofunni á RÚV núna það sem af er Evrópumóti. Ólafur mætti fullur eldmóðs í Íþróttavarpið í dag. Hann vill að strákarnir í landsliðinu láti sig dreyma um undanúrslit. Þá segir Ólafur að hann sé á góðum stað í lífinu eftir sjö ára ferðalag og vilji fara að tengjast handbolta aftur. Hann sé jafnvel spenntur fyrir að þjálfa á ný. Þáttur dagsins er eiginlega skylduhlustun. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Gunnar Birgisson.
1/19/20221 hour, 5 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

EM í handbolta - Óskar Bjarni Óskarsson

Óskar Bjarni Óskarsson sem var aðstoðarlandsliðsþjálfari Guðmundar Guðmundssonar á árunum 2008 til 2012 þegar silfrið í Peking vannst og bronsið í Austurríki var gestur Íþróttavarpsins í dag. Óskar Bjarni var líka aðstoðarlandsliðsþjálfari hjá Geir Sveinssyni 2016-2018 og þekkir vel til landsliðsins, auk þess að hafa þjálfað flesta leikmenn liðsins. Hann fór yfir sigurinn á Hollandi í gærkvöld, rýndi í leikinn framundan við Ungverjaland og rifjaði upp ýmislegt frá sínum tíma með landsliðinu. Þá lenti Óskar í spurningakeppni um ættar- og makatengsl landsliðsmanna. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Gunnar Birgisson.
1/17/20220
Episode Artwork

EM í handbolta - Óskar Bjarni Óskarsson

Óskar Bjarni Óskarsson sem var aðstoðarlandsliðsþjálfari Guðmundar Guðmundssonar á árunum 2008 til 2012 þegar silfrið í Peking vannst og bronsið í Austurríki var gestur Íþróttavarpsins í dag. Óskar Bjarni var líka aðstoðarlandsliðsþjálfari hjá Geir Sveinssyni 2016-2018 og þekkir vel til landsliðsins, auk þess að hafa þjálfað flesta leikmenn liðsins. Hann fór yfir sigurinn á Hollandi í gærkvöld, rýndi í leikinn framundan við Ungverjaland og rifjaði upp ýmislegt frá sínum tíma með landsliðinu. Þá lenti Óskar í spurningakeppni um ættar- og makatengsl landsliðsmanna. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Gunnar Birgisson.
1/17/202251 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

EM í handbolta - Logi Geirsson og handboltalög með Helgu

Logi Geirsson var gestur í Íþróttavarpinu í dag. Hann fór yfir sigur Íslands á Portúgal á EM í gærkvöld og spáði aðeins í spilin fyrir leikinn við Holland á morgun og um framhaldið á mótinu. Logi ræddi líka eigin landsliðsferil og það hve erfitt er að stjórna honum. Í seinni hluta þáttarins kom svo Helga Margrét Höskuldsdóttir og greindi handboltalög. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Gunnar Birgisson.
1/15/20220
Episode Artwork

EM í handbolta - Logi Geirsson og handboltalög með Helgu

Logi Geirsson var gestur í Íþróttavarpinu í dag. Hann fór yfir sigur Íslands á Portúgal á EM í gærkvöld og spáði aðeins í spilin fyrir leikinn við Holland á morgun og um framhaldið á mótinu. Logi ræddi líka eigin landsliðsferil og það hve erfitt er að stjórna honum. Í seinni hluta þáttarins kom svo Helga Margrét Höskuldsdóttir og greindi handboltalög. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Gunnar Birgisson.
1/15/20221 hour, 15 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

EM í handbolta - Dagur Sigurðsson

Dagur Sigurðsson er gestur Íþróttavarpsins í dag. Dagur er eini Íslendingurinn sem hefur unnið EM karla í handbolta. Það gerði hann 2016 þegar hann stýrði Þýskalandi til sigurs. Dagur fór yfir víðan völl í þætti dagsins og rýndi meðal annars í mótherja Íslands á morgun, lið Portúgals. Í þættinum kom líka fram að Dagur bætist við sérfræðingahóp EM stofunnar á RÚV. Hann verður þar með Loga Geirssyni og Ólafi Stefánssyni undir styrkri stjórn Kristjönu Arnarsdóttur. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Gunnar Birgisson.
1/13/20220
Episode Artwork

EM í handbolta - Dagur Sigurðsson

Dagur Sigurðsson er gestur Íþróttavarpsins í dag. Dagur er eini Íslendingurinn sem hefur unnið EM karla í handbolta. Það gerði hann 2016 þegar hann stýrði Þýskalandi til sigurs. Dagur fór yfir víðan völl í þætti dagsins og rýndi meðal annars í mótherja Íslands á morgun, lið Portúgals. Í þættinum kom líka fram að Dagur bætist við sérfræðingahóp EM stofunnar á RÚV. Hann verður þar með Loga Geirssyni og Ólafi Stefánssyni undir styrkri stjórn Kristjönu Arnarsdóttur. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Gunnar Birgisson.
1/13/202248 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

EM í handbolta - Kristjana Arnarsdóttir og Einar Örn Jónsson

Íþróttavarp RÚV er helgað EM karla í handbolta í janúar. Í þáttunum fá Gunnar Birgisson og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson til sín góða gesti til að fara yfir mótið og öllu því helsta sem því við kemur. Einar Örn Jónsson og Kristjana Arnarsdóttir komu í þennan þátt til að spá í spilin. Kristjana upplýsti meðal annars um að Ólafur Stefánsson verði með henni og Loga Geirssyni í EM stofunni í ár.
1/10/20220
Episode Artwork

EM í handbolta - Kristjana Arnarsdóttir og Einar Örn Jónsson

Íþróttavarp RÚV er helgað EM karla í handbolta í janúar. Í þáttunum fá Gunnar Birgisson og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson til sín góða gesti til að fara yfir mótið og öllu því helsta sem því við kemur. Einar Örn Jónsson og Kristjana Arnarsdóttir komu í þennan þátt til að spá í spilin. Kristjana upplýsti meðal annars um að Ólafur Stefánsson verði með henni og Loga Geirssyni í EM stofunni í ár.
1/10/202243 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Viðtal við Birki Má Sævarsson - 19. nóvember

Hægri bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson lagði á dögunum landsliðsskóna á hilluna eftir 103 landsleiki. Við settumst niður með honum nú rétt fyrir helgi, ræddum ákvörðunina og það sem framundan er.
11/19/20210
Episode Artwork

Viðtal við Birki Má Sævarsson - 19. nóvember

Hægri bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson lagði á dögunum landsliðsskóna á hilluna eftir 103 landsleiki. Við settumst niður með honum nú rétt fyrir helgi, ræddum ákvörðunina og það sem framundan er.
11/19/202115 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Viðtal við Emil Pálsson - 12. nóvember

Fótboltamaðurinn Emil Pálsson hefur verið mikið í fréttum að undanförnu. Emil sem hefur leikið sem atvinnumaður í Noregi frá 2018 hné niður í leik Sogndal og Stjördals-Blink mánudaginn 1. nóvember og fór í hjartastopp. Hröð viðbrögð á vellinum björguðu lífi Emils, því hann var endurlífgaður á vellinum og var svo flogið með þyrlu á sjúkrahúsið í Bergen þar sem hann lá svo í átta daga. Emil er nú kominn heim og við settumst niður með honum og ræddum atburði síðustu daga.
11/12/20210
Episode Artwork

Viðtal við Emil Pálsson - 12. nóvember

Fótboltamaðurinn Emil Pálsson hefur verið mikið í fréttum að undanförnu. Emil sem hefur leikið sem atvinnumaður í Noregi frá 2018 hné niður í leik Sogndal og Stjördals-Blink mánudaginn 1. nóvember og fór í hjartastopp. Hröð viðbrögð á vellinum björguðu lífi Emils, því hann var endurlífgaður á vellinum og var svo flogið með þyrlu á sjúkrahúsið í Bergen þar sem hann lá svo í átta daga. Emil er nú kominn heim og við settumst niður með honum og ræddum atburði síðustu daga.
11/12/202127 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Gunnar Huseby, 100 ára

Ein af fyrstu íþróttastjörnum Íslands, Gunnar Huseby, fæddist 4. nóvember 1923 eða fyrir 100 árum. Hann var tvöfaldur Evrópumeistari í kúluvarpi en vandamál með áfengi varð til þess að hann keppti aldrei á Ólympíuleikum. Síðar setti hann þó tappann í flöskuna alveg sjálfur. Gunnar setti fjölda Íslandsmeta í kúluvarpi og kringlukasti og var landsfrægur. Í þessum þætti er saga Gunnars Huseby sögð og spiluð brot úr viðtölum við hann. Rætt er við íþróttafréttamennina Ómar Ragnarsson og Bjarna Felixson, Sigurbjörn Árna Arngrímsson frjálsíþróttasérfræðing og Jón Þ. Ólafsson fyrrverandi Íslandsmethafa í hástökki. Lesarar í þættinum eru Hreinn Valdimarsson og Birgir Þór Harðarson. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.
8/8/20210
Episode Artwork

Gunnar Huseby, 100 ára

Ein af fyrstu íþróttastjörnum Íslands, Gunnar Huseby, fæddist 4. nóvember 1923 eða fyrir 100 árum. Hann var tvöfaldur Evrópumeistari í kúluvarpi en vandamál með áfengi varð til þess að hann keppti aldrei á Ólympíuleikum. Síðar setti hann þó tappann í flöskuna alveg sjálfur. Gunnar setti fjölda Íslandsmeta í kúluvarpi og kringlukasti og var landsfrægur. Í þessum þætti er saga Gunnars Huseby sögð og spiluð brot úr viðtölum við hann. Rætt er við íþróttafréttamennina Ómar Ragnarsson og Bjarna Felixson, Sigurbjörn Árna Arngrímsson frjálsíþróttasérfræðing og Jón Þ. Ólafsson fyrrverandi Íslandsmethafa í hástökki. Lesarar í þættinum eru Hreinn Valdimarsson og Birgir Þór Harðarson. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.
8/8/202129 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

17. þáttur - 7. ágúst

Síðasta Íþróttavarpið frá Tókýó fór um víðan völl. Við völdum eitt og annað best, ræddum atburði dagsins og eitt og annað smálegt. Kertafleytingar á Laugarvatni, leikmaður Fálkanna frá Winnipeg, mismunandi upplifanir af hinum ýmsu leikum og margt annað bar á góma. Svo er áskorun. Ef Sigurbjörn fær 1000 læk á Twitter-færslu verður bónuspodcast á morgun líka.
8/7/20210
Episode Artwork

17. þáttur - 7. ágúst

Síðasta Íþróttavarpið frá Tókýó fór um víðan völl. Við völdum eitt og annað best, ræddum atburði dagsins og eitt og annað smálegt. Kertafleytingar á Laugarvatni, leikmaður Fálkanna frá Winnipeg, mismunandi upplifanir af hinum ýmsu leikum og margt annað bar á góma. Svo er áskorun. Ef Sigurbjörn fær 1000 læk á Twitter-færslu verður bónuspodcast á morgun líka.
8/7/20211 hour, 7 minutes
Episode Artwork

16. þáttur - 6. ágúst

Misklíð kom upp í Íþróttavarpinu. Einar Örn var hrekktur af samstarfsfólki sínu. Að öðru leyti voru ævintýri Þorkels á hótelinu í nótt rædd, veitingastaðaferð umsjónarfólks bar á góma, sem og huldumanninn David. Já, og svo var það helsta frá deginum í Tókýó krufið og tillögur að þjóðsögn fyrir Ólympíunefnd Rússlands kynntar.
8/6/20210
Episode Artwork

16. þáttur - 6. ágúst

Misklíð kom upp í Íþróttavarpinu. Einar Örn var hrekktur af samstarfsfólki sínu. Að öðru leyti voru ævintýri Þorkels á hótelinu í nótt rædd, veitingastaðaferð umsjónarfólks bar á góma, sem og huldumanninn David. Já, og svo var það helsta frá deginum í Tókýó krufið og tillögur að þjóðsögn fyrir Ólympíunefnd Rússlands kynntar.
8/6/202130 minutes
Episode Artwork

15. þáttur - 5. ágúst

Íþróttavarpið fór mikinn í dag. Við ræddum magnaðan árangur San Marínó á leikunum og fórum yfir verðlaunatöflu -stan landanna. Frjálsar voru krufnar, afrek Frakka í liðsíþróttum og við þökkuðum starfsmönnum aðalstjórnar RÚV fyrir þeirra þátt í öllu saman. Svo voru tækninýjungar reyndar og afrek þáttastjórnenda í að slefa í sýnatökuglas tíunduð.
8/5/20210
Episode Artwork

15. þáttur - 5. ágúst

Íþróttavarpið fór mikinn í dag. Við ræddum magnaðan árangur San Marínó á leikunum og fórum yfir verðlaunatöflu -stan landanna. Frjálsar voru krufnar, afrek Frakka í liðsíþróttum og við þökkuðum starfsmönnum aðalstjórnar RÚV fyrir þeirra þátt í öllu saman. Svo voru tækninýjungar reyndar og afrek þáttastjórnenda í að slefa í sýnatökuglas tíunduð.
8/5/202144 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

14. þáttur - 4. ágúst

Íþróttavarp dagsins var heitt. Umsjónarfólki var heitt. Mjög heitt. Þess utan var farið yfir eitt og annað sem gerðist á leikunum, þættinum barst bréf frá stærðfræðikennara Einars Arnar, Sigurbjörn valdi besta sænska frjálsíþróttafólkið. Svo bar Kirgistan á góma, grísk-rómversk glíma og írskur prestur kom við sögu. Heilastarfsemi Einars og Sigurbjörns var svo rædd. Aftur.
8/4/20210
Episode Artwork

14. þáttur - 4. ágúst

Íþróttavarp dagsins var heitt. Umsjónarfólki var heitt. Mjög heitt. Þess utan var farið yfir eitt og annað sem gerðist á leikunum, þættinum barst bréf frá stærðfræðikennara Einars Arnar, Sigurbjörn valdi besta sænska frjálsíþróttafólkið. Svo bar Kirgistan á góma, grísk-rómversk glíma og írskur prestur kom við sögu. Heilastarfsemi Einars og Sigurbjörns var svo rædd. Aftur.
8/4/202130 minutes
Episode Artwork

13. þáttur - 3. ágúst

Íþróttavarpið ræðir ótrúlegt heimsmet Karsten Warholm og sögulegan árangur íþróttakvenna í frjálsum. Svo er gert víðreist um aðra viðburði leikanna áður en Einar velur bestu línumenn sögunnar, Sigurbjörn Árni velur besta þrautarfólkið og svo kemur 23. mars við sögu, amalgam og furðulega djúp umræða um Kyrgistan.
8/3/20210
Episode Artwork

13. þáttur - 3. ágúst

Íþróttavarpið ræðir ótrúlegt heimsmet Karsten Warholm og sögulegan árangur íþróttakvenna í frjálsum. Svo er gert víðreist um aðra viðburði leikanna áður en Einar velur bestu línumenn sögunnar, Sigurbjörn Árni velur besta þrautarfólkið og svo kemur 23. mars við sögu, amalgam og furðulega djúp umræða um Kyrgistan.
8/3/202130 minutes
Episode Artwork

12. þáttur - 2. ágúst

Íþróttavarpið fékk gest! Ungur Íslendingur sem vinnur fyrir OBS á leikunum leit við og var settur í yfirheyrslu. Svo var farið yfir það helsta og tveir þjóðsöngvar endurblandaðir í einn. Dr. Sigurbjörn valdi svo stærstu stjörnur frjálsíþróttakeppninnar og við syrgðum örlög McDonalds á ÓL.
8/2/20210
Episode Artwork

12. þáttur - 2. ágúst

Íþróttavarpið fékk gest! Ungur Íslendingur sem vinnur fyrir OBS á leikunum leit við og var settur í yfirheyrslu. Svo var farið yfir það helsta og tveir þjóðsöngvar endurblandaðir í einn. Dr. Sigurbjörn valdi svo stærstu stjörnur frjálsíþróttakeppninnar og við syrgðum örlög McDonalds á ÓL.
8/2/202143 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

11. þáttur - 1. ágúst

Íþróttavarpið ræðir að þessu sinni vafasama heilastarfsemi Einars Arnar, rosalegt kvöld Ítala í frjálsum, heimsmet í þrístökki og sundi og besta norska frjálsíþróttafólkið var valið.
8/1/20210
Episode Artwork

11. þáttur - 1. ágúst

Íþróttavarpið ræðir að þessu sinni vafasama heilastarfsemi Einars Arnar, rosalegt kvöld Ítala í frjálsum, heimsmet í þrístökki og sundi og besta norska frjálsíþróttafólkið var valið.
8/1/202145 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

10. þáttur - 31. júlí

Íþróttavarpið kryfur kringlukast karla og 100 metra hlaup kvenna í þætti dagsins. Við heyrum í Vésteini Hafsteinssyni og viljum frá stytty af honum og Þóri Hergeirssyni á Selfossi. Skrítið nammi, Kim Basinger, bergmál, Asics og Þorkell villtur koma líka við sögu,
7/31/20210
Episode Artwork

10. þáttur - 31. júlí

Íþróttavarpið kryfur kringlukast karla og 100 metra hlaup kvenna í þætti dagsins. Við heyrum í Vésteini Hafsteinssyni og viljum frá stytty af honum og Þóri Hergeirssyni á Selfossi. Skrítið nammi, Kim Basinger, bergmál, Asics og Þorkell villtur koma líka við sögu,
7/31/202139 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

9. þáttur - 30. júlí

Íþróttavarpið ræðir að þessu sinni árangur Guðna Vals Guðnasonar í kringlukastinu og annað frjálsíþróttatengt. Smá hand- og fótbolta áður en umræðan snýst að ritvel afa Þorkels Gunnars og þrekprófum Sigurbjörns Árna á Einari Erni við vafasamar aðstæður.
7/30/20210
Episode Artwork

9. þáttur - 30. júlí

Íþróttavarpið ræðir að þessu sinni árangur Guðna Vals Guðnasonar í kringlukastinu og annað frjálsíþróttatengt. Smá hand- og fótbolta áður en umræðan snýst að ritvel afa Þorkels Gunnars og þrekprófum Sigurbjörns Árna á Einari Erni við vafasamar aðstæður.
7/30/202130 minutes
Episode Artwork

8. þáttur - 29. júlí

Íþróttavarpið ræðir daginn og veginn frá Tókýó í dag. Við heyrðum í Guðna Val Guðnasyni, Antoni Sveini McKee, völdum bestu frönsku handboltamennina, besta breska frjálsíþróttafólkið og ræddum um aðlanir íþróttafólks og stefgjöld. Látið það berast.
7/29/20210
Episode Artwork

8. þáttur - 29. júlí

Íþróttavarpið ræðir daginn og veginn frá Tókýó í dag. Við heyrðum í Guðna Val Guðnasyni, Antoni Sveini McKee, völdum bestu frönsku handboltamennina, besta breska frjálsíþróttafólkið og ræddum um aðlanir íþróttafólks og stefgjöld. Látið það berast.
7/29/202130 minutes
Episode Artwork

7. þáttur - 28. júlí

Íþróttavarpið ræðir í þætti dagsins meðal annars sund Snæfríðar Sólar, ákvörðun Simone Biles að draga sig úr keppni, nammikaup í fjölmiðlahöllinni, bestu spænsku handboltamennina, kakkalakka og besta bandaríska frjálsíþróttafólk sögunnar.
7/28/20210
Episode Artwork

7. þáttur - 28. júlí

Íþróttavarpið ræðir í þætti dagsins meðal annars sund Snæfríðar Sólar, ákvörðun Simone Biles að draga sig úr keppni, nammikaup í fjölmiðlahöllinni, bestu spænsku handboltamennina, kakkalakka og besta bandaríska frjálsíþróttafólk sögunnar.
7/28/202130 minutes
Episode Artwork

6. þáttur - 27. júlí

Íþróttavarpið fór um furðulega víðan völl í Tókýó í dag. Rennt var yfir helstu atburði dagsins; sund Antons Sveins, meiðsli Simone Biles, sögulegan árangur Bermúda og fleira. Svo voru furðulegri umræðuefni á borð við Önnu prinsessu, snakk með hunangs- og smjörbragði og María sagði brandara.
7/27/20210
Episode Artwork

6. þáttur - 27. júlí

Íþróttavarpið fór um furðulega víðan völl í Tókýó í dag. Rennt var yfir helstu atburði dagsins; sund Antons Sveins, meiðsli Simone Biles, sögulegan árangur Bermúda og fleira. Svo voru furðulegri umræðuefni á borð við Önnu prinsessu, snakk með hunangs- og smjörbragði og María sagði brandara.
7/27/202130 minutes
Episode Artwork

5. þáttur - 26. júlí

Okkar fólk fer um víðan völl í Íþróttavarpi dagsins. Íslandsmet Snæfríðar Sólar, aldur sigurvegara götuhjólabrettakeppninnar, hestur dóttur Bruce Springsteen og Dr. Bjössi velur bestu karlkyns millivegalengdarhlaupara sögunnar.
7/26/20210
Episode Artwork

5. þáttur - 26. júlí

Okkar fólk fer um víðan völl í Íþróttavarpi dagsins. Íslandsmet Snæfríðar Sólar, aldur sigurvegara götuhjólabrettakeppninnar, hestur dóttur Bruce Springsteen og Dr. Bjössi velur bestu karlkyns millivegalengdarhlaupara sögunnar.
7/26/202130 minutes
Episode Artwork

4. þáttur - 25. júlí

Í Íþróttavarpi kvöldsins er að venju farið um víðan völl. Heimsmet, gullverðlaun, sushi og löng þýsk nöfn koma við sögu.
7/25/20210
Episode Artwork

4. þáttur - 25. júlí

Í Íþróttavarpi kvöldsins er að venju farið um víðan völl. Heimsmet, gullverðlaun, sushi og löng þýsk nöfn koma við sögu.
7/25/202136 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

3. þáttur - 24. júlí

Tókýóteymi RÚV ræðir fyrsta keppnisdag leikanna í Japan. Íslendingar hófu keppni, handboltaþjálfararnir lentu í kröppum dansi og Sigurbjörn Árni týndi ljósastandinum. Fann hann reyndar aftur.
7/24/20210
Episode Artwork

3. þáttur - 24. júlí

Tókýóteymi RÚV ræðir fyrsta keppnisdag leikanna í Japan. Íslendingar hófu keppni, handboltaþjálfararnir lentu í kröppum dansi og Sigurbjörn Árni týndi ljósastandinum. Fann hann reyndar aftur.
7/24/202135 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

2. þáttur - 23. júlí

Okkar fólk í Tókýó ræðir setningarathöfnina, matarstopp Þorkels Gunnars, titla dr. Sigurbjörns Árna og sitthvað annað í þætti tvö af Íþróttavarpi RÚV.
7/23/20210
Episode Artwork

2. þáttur - 23. júlí

Okkar fólk í Tókýó ræðir setningarathöfnina, matarstopp Þorkels Gunnars, titla dr. Sigurbjörns Árna og sitthvað annað í þætti tvö af Íþróttavarpi RÚV.
7/23/202130 minutes
Episode Artwork

1. þáttur - 22. júlí

Týndir kettir í Tókýó skila sér nokkuð vel aftur til eigenda, slefpróf og trampólínhlaupabretti koma meðal annars fyrir Íþróttavarpi dagsins. Íþróttafréttamennirnir Einar Örn Jónsson og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson ásamt Sigurbirni Árna Arngrímssyni frjálsíþróttalýsanda og Maríu Björk Guðmundsdóttur myndatökumanni, klippara og framleiðanda ræða lífið á Ólympíuleikunum í Tókýó alla daga á meðan Ólympíuleikarnir í Tókýó standa yfir. Þættirnir eru aðgengilegir í helstu hlaðvarpsveitum alla daga, og virka daga er þáttur dagsins jafnframt fluttur á Rás 2 kl. 18:10.Rúv - Ólympíuleikarnir í Tokyo
7/22/20210
Episode Artwork

1. þáttur - 22. júlí

Týndir kettir í Tókýó skila sér nokkuð vel aftur til eigenda, slefpróf og trampólínhlaupabretti koma meðal annars fyrir Íþróttavarpi dagsins. Íþróttafréttamennirnir Einar Örn Jónsson og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson ásamt Sigurbirni Árna Arngrímssyni frjálsíþróttalýsanda og Maríu Björk Guðmundsdóttur myndatökumanni, klippara og framleiðanda ræða lífið á Ólympíuleikunum í Tókýó alla daga á meðan Ólympíuleikarnir í Tókýó standa yfir. Þættirnir eru aðgengilegir í helstu hlaðvarpsveitum alla daga, og virka daga er þáttur dagsins jafnframt fluttur á Rás 2 kl. 18:10.Rúv - Ólympíuleikarnir í Tokyo
7/22/202130 minutes