Winamp Logo
Handkastið Cover
Handkastið Profile

Handkastið

Icelandic, Sports, 1 season, 108 episodes, 4 days, 13 hours, 45 minutes
About
Handboltahlaðvarp þar sem farið er yfir Olís deild karla vikulega. Umsjónarmaður hlaðvarpsins er Arnar Daði Arnarsson.
Episode Artwork

Maður á mann - Sérfræðingurinn og Snorri Steinn

Sérfræðingurinn settist niður með Snorra Steini Guðjónssyni nýráðnum þjálfara íslenska landsliðsins.
6/2/20231 hour, 4 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Til hamingju ÍBV

Sérfræðingurinn, Stefán Árni Pálsson, Þorgrímur Smári Ólafsson og Jóhann Gunnar Einarsson fóru yfir oddaleikinn sem fram fór í Eyjum í kvöld þar sem ÍBV tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur á Haukum í oddaleik.
5/31/202348 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Dóri DNA fullyrðir að Afturelding er ekki ævisaga Fúsa og verður hrokinn Eyjamönnum að falli?

Sérfræðingurinn hringdi til Spánar og heyrði í Ponzunni og rætt var um úrslitaeinvígi Hauka og ÍBV sem enn er í gangi. Staðan í einvíginu er 2-2 og framundan er oddaleikur í Vestmannaeyjum. Í seinni hluta þáttarins komu félagarnir, Ásgeir Jónsson og Halldór Halldórsson og ræddu um þáttaseríuna Aftureldingu sem slegið hefur í gegn og ræddu almennt um handboltann.
5/30/202354 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Kvennakastið: Elín Klara mætti í spjall til Sillu

Það er óhætt að segja að Elín Klara hafi verið heitasti leikmaðurinn í vetur eftir að Haukaliðið kom heldur betur á óvart í úrslitakeppninni. Silla spjallaði við hana um tímabilið, þjálfarbreytingar og framtíðina.
5/30/202343 minutes
Episode Artwork

Partý-inu aflýst , Hannes Jón nýtur þess að horfa á Besta sætið og viðtalið við Erling fær falleinkunn

Sérfræðingurinn og Stymmi Snickers settust í fuglabúrið og fóru yfir þriðja leik ÍBV og Hauka í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Hringt var til Spánar til Ponzunnar og Austurríkis til Hannesar Jóns Jónssonar þjálfara Alpla Hard sem nýtur þess að handboltinn sé á Stöð2Sport. Spáð var í spilin fyrir fjórða leikinn og ræddi Hannes bæði um íslenska og austurríska boltann.
5/28/20231 hour, 7 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Landsliðsþjálfaramálin, bransasögur frá Loga og Logi vill Seðilinn heim

Sérfræðingurinn kveikti á græjunum með Loga Geirssyni, Stefáni Árna Pálssyni, Henry Birgi Gunnarssyni og Andra Má Eggertssyni á leiðinni til Vestmannaeyja. Farið var yfir landsliðsþjálfaramálin og rætt um þau félagaskipti sem hafa verið á leikmönnum Olís-deildarinnar síðustu daga og vikur. Logi Geirsson fór yfir nokkrar bransasögur og var spurður spjörunum úr.
5/26/202354 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Kvennakastið: Ágúst og Einar mættu í spjall og gerðu upp tímabilið

Þjálfari Íslandsmeistaranna Ágúst Jóhannsson og handboltasérfræðingur Einar Jónsson mættu í spjall til Sillu. Farið var yfir allt tímabilið og blásið á nokkrar slúðursögur. Þeir voru nokkuð ánægðir með tímabilið en þó voru nokkur vonbrigði
5/24/202353 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Hægeldun Eyjamanna og ferðasögur úr Herjólfi

Sérfræðingurinn fékk afmælisbarnið Þorgrím Smára Ólafsson og Stefán Árna Pálsson til sín strax eftir annan leik Hauka og ÍBV í úrslitum Íslandsmótsins. Farið var yfir leikinn, spáð í spilin og þá var Stefán Árni einnig með sögustund frá ferð sinni frá Eyjum til Þorlákshafnar síðasta laugardag.
5/23/202333 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Eyjan drap Haukana sem voru frábærir í 45 mínútur

Farið var yfir fyrsta leik ÍBV og Hauka í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitlinn. Sérfræðingurinn, Teddi Ponza, Jóhann Gunnar og Stefán Árni fara yfir fyrsta leikinn sem fram fór í Eyjum í dag.
5/20/202323 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Upphitun fyrir úrslitaeinvígið í þjóðaríþróttinni frá Þjóðvegi 1

Handkastið og Seinni bylgjan sameinast í rútuferð til Vestmannaeyja þar sem úrslitaeinvígið hefst á morgun. Farið er yfir einvígið sem framundan er sem og rifjað upp önnur úrslitaeinvígi síðustu ár. Sérfræðingurinn, Teddi Ponza, Stefán Árni, Henry Birgir, Jóhann Gunnar og Nabblinn hita upp fyrir veisluna sem framundan er.
5/19/202344 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Aron Rafn kæfði Mosfellinga, Snorri fundaði með GOG og Óskar Bjarni tekur við Val

Sérfræðingurinn fékk þá Ásgeir Gunnarsson og Jóhann Inga Guðmundsson til að fara yfir oddaleik Aftureldingar og Hauka í undanúrslitunum. Hitað var fyrir úrslitaeinvígið og rætt var um landsliðsþjálfaramálin. Í lokin var hringt í Rúnar Kárason leikmann ÍBV.
5/16/202359 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Oddaleikur baby, engan fu.... dómaraskandal og nýtt Íslandsmet

Þríeykið var mætt í Handkastið að þessu sinni. Sérfræðingurinn, Ponzan og Snickers-ið. Farið var yfir stóra dómaramálið í þriðja leik Aftureldingar og Hauka, fjórða leik liðanna sem var í dag, rætt um komandi oddaleik og í lok þáttar var Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar í símaviðtali ný kominn af Kúmen Mathöll. Nýtt Íslandsmet var slegið í El grande í þættinum.
5/14/20231 hour, 18 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Eurokastið - Eru reglurnar of flóknar og er Steini Arndal rétti maðurinn fyrir FH?

Sérfræðingurinn fékk Tedda Ponzu og Jón Gunnlaug Viggósson, þjálfara Víkings til að fara yfir allt sem hefur farið fram í úrslitakeppninni síðustu daga. Sigfús Sigurðsson var í símaviðtali í lokþáttar og Lárus Helgi Ólafsson, Eurovision sérfræðingur Handkastsins fór yfir vonbrigðin í gærkvöldi.
5/12/20231 hour, 24 minutes, 1 second
Episode Artwork

Mikalonis og Dolli komnir í sumarfrí og lestarslys í hægri endursýningu í Eyjum

Sérfræðingurinn fékk Herra Mosó, Ásgeir Jónsson til sín og fóru þeir félagar yfir báða leikina í 2. umferð undanúrslitanna um Íslandsmeistaratitilinn. Teddi Ponza var á línunni og fór yfir atburðina í Vestmannaeyjum og þá kom Tómas Steindórsson í heimsókn og fór yfir sviðið. Rætt var um oddaleik Víkings og Fjölnis í umspilinu um sæti í Olís-deildinni og Hanna Guðrún Stefánsdóttir var til umræðu en hún hefur lagt skónna á hilluna eftir 28 ár í meistaraflokki.
5/9/20231 hour, 10 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Lygileg endurkoma Blæs, ungir nýliðar FH-inga lentu á Heimakletti og verður Erlingur aðstoðarlandsliðsþjálfari?

Sérfræðingurinn fékk þá Styrmi Sigurðsson og Benedikt Grétarsson til sín til að fara yfir 1.umferðina í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Farið var síðan yfir félagaskipti undanfarna daga og slúðurmola. Í lok þáttar hringdi Sérfræðingurinn í Sverri Eyjólfsson þjálfara Fjölnis sem er á leið í oddaleik um sæti í Olís-deildinni á næsta ári.
5/5/20231 hour, 15 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Kvennakastið: Þáttur 90

Stjörnukonurnar Inga Fríða Tryggvadóttir og Anna Bryndís Blöndal mættu í spjall og hafa þær tröllatrú á að sínar konur verði meistarar í ár. Silla fór með þeim yfir tímabilið og úrslitakeppnina.
5/5/202346 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Snorri Steinn líklegastur, FH-Haukar í úrslitum og ómögulegt að koma breytingum í gegn

Sérfræðingurinn fékk enga sófa-sérfræðinga til sín að þessu sinni. Fyrrum landsliðs- og atvinumennirnir Bjarni Fritzson þjálfari ÍR og Logi Geirsson sérfræðingur Seinni bylgjunnar voru gestir Sérfræðingsins. Farið var yfir landsliðsmálin, hitað upp fyrir undanúrslitin og þá var deildarfyrirkomulagið rætt en ársþing HSÍ fór fram um helgina þar sem allar tillögur um breytingar á deildarfyrirkomulaginu voru felldar.
4/30/20231 hour, 15 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Kvennakastið: Ragnar Hermannson spáir í spilin

Ragnar Hermannsson er gestur Kvennakastsins að þessu sinni. Silla spurði hann spjörunum út og stóð helst upp úr afhverju hann hætti með Haukaliðið, mun Díana verða næsti þjálfari Haukaliðsins og hvaða lið komast upp úr undanúrslitunum
4/27/202353 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Lausn í sjónmáli og Snorri Steinn fer yfir tímabilið

Í þættinum er rætt við Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóra HSÍ um samningamálin um sjónvarpsréttinn fyrir Olís-deildir karla og kvenna sem hefur verið til umræðu í síðustu þáttum. Í lokþáttar er síðan viðtal við Snorra Stein Guðjónsson þjálfara Vals sem fer yfir tímabilið í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur.
4/26/202340 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

x Óli stef

Sérfræðingurinn og Teddi Ponza hringdu til Þýskalands og spjölluðu við Óla Stef um landsliðsþjálfaramálin, Arnór Snæ og að lokum ræddum við um Boris Bjarna Akbachev heitinn. Blessuð sé minning hans.
4/25/202353 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

HSÍ með Val í gíslingu, frammistaða Vals til skammar og kraftaverkamaðurinn Gunni Magg

Sérfræðingurinn fékk þá Hrannar Guðmundsson og Davíð Már Kristinsson til að fara yfir leikina í 8-liða úrslitum og hitamálið um landsliðsþjálfarastarfið. Við kveðjum Val, Stjörnuna, Selfoss og Fram með söknuði.
4/19/20231 hour, 23 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Störukeppni HSÍ heldur áfram, hverjir fara í sumarfrí í vikunni og Ágúst Elí gefið fingurinn

Þríeykið mætti og fór yfir 1. umferðina í 8-liða úrslitum. Valsarar tapa og tapa og eru komnir með bakið upp við vegginn fræga. Fáliðaðir Mosfellingar eru komnir með forskot gegn reynslulitlu liði Fram. Selfyssingar voru einu vítakasti frá því að fara í framlengingu í Krikanum og Garðbæingar unnu xG bardagann í tapi í Eyjum.
4/16/20231 hour, 5 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Verðlaunahátíð Handkastsins

Úrvalslið Olís-deildarinnar, efnilegasti, besti, óvæntasta stjarnan, leikur tímabilsins, óvæntustu úrslitin, besti þjálfarinn, besti varnarmaðurinn og miklu meira til.
4/11/20231 hour, 5 seconds
Episode Artwork

KA lifði á lyginni, Valur vængbrotnir og ÍBV ekki lengur lang næst besta liðið

Sérfræðingurinn fékk Tedda Ponzu og Andra Berg Haraldsson til sín til að fara yfir loka umferðina í Olís-deildinni og hita upp fyrir úrslitakeppnina sem hefst um næstu helgi.
4/10/20231 hour, 4 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Seinni Bylgjan: Lið ársins og Valsmenn ekki einu sinni næstlíklegastir

Stefán Árni Pálsson, Ingvi Þór Sæmundsson hituðu upp fyrir lokaumferðina í Olís-deild karla, fóru yfir lið ársins og heyrðu í Theodór Inga Pálmasyni.
4/8/202347 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Kvennakastið: Landsliðkonur í heimsókn

Landsliðskonurnar og vinstri handar undrin Rut Arnfjörð og Díana Dögg Magnúsdóttir mættu í spjall. Við fáum að heyra um frábæran og langan atvinnumannaferil Rutar. Díana Dögg er að hefja sinn feril í þýskalandi sem hefur gengið mjög vel.
4/7/202357 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Verður handboltinn heimilislaus á næsta ári?

Sérfræðingurinn fékk þá Ásgeir Gunnarsson og Benedikt Grétarsson til að fara yfir næst síðustu umferðina í Olís deild karla. Spá í spilin fyrir framhaldið og í lokþáttar var farið yfir hitamál í handboltanum hér heima en samningaviðræður milli HSÍ og Sýnar um sýningarréttinn á Olís-deildunum eru vægt til orða tekið á viðkvæmu stigi.
4/5/20231 hour, 15 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Kvennakastið: Hrafnhildur Hanna og Hrabba mættu í létt spjall

Tvær frábærar Hrafnhildar mættu í Kvennakastið. Þetta voru þær Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Hrafnhildur Ósk Skúladóttir. Farið var yfir deildið, landsleikina sem eru framundan og hvernig úrslitakeppnin gæti orðið.
4/4/202355 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Stóra SMS málið krufið

Sérfræðingurinn fékk þá Hrannar Guðmundsson og Styrmi Sigurðsson til að fara yfir 20. umferðina í Olís-deild karla. Í lokin var síðan farið yfir stóra SMS-málið sem hefur ekki farið framhjá neinum landsmanni.
4/1/20231 hour, 34 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Seinni Bylgjan: Landsliðið ætlar sér stóra hluti á HM í sumar

Þeir Stefán Árni Pálsson og Ingvi Þór Sæmundsson heyrði í þjálfara u-21 landsliðs Íslands, Einari Andra Einarssyni, og fór hann yfir tímabilið í Olís-deildinni, framgöngu Vals í Evrópudeildinni, bikarsigur Aftureldingar og komandi átök landsliðsins í sumar en liðið tekur þátt á HM u-21 liða.
3/30/20230
Episode Artwork

Kvennakastið: Seinni bylgju sérðfræðingar fara yfir málin

Þetta er sannkallaður sérfræðingaþáttur þar sem að Árni , Einar og Silla ræða málin. Farið var yfir deildina og hvernig úrslitakeppnin getur raðast. Það var einnig rætt um allkonar slúður fyrir næsta tímabil
3/30/20231 hour, 3 minutes
Episode Artwork

Stóra kærumálið krufið, vonbrigðin leynast víða og eiga KA-menn að rífa í gikkinn?

Sérfræðingurinn og Ponzen fóru yfir stöðuna í Olís-deildinni þegar einungis þrjár umferðir eru eftir. Fallbaráttan hefur sjaldan verið jafn hörð og baráttan um sæti í úrslitakeppninni gæti ráðist í dómsal. Sérfræðingurinn bauð upp á spikfeitann slúðurpakka og Teddi fór yfir þá leikmenn sem hafa valdið vonbrigðum.
3/25/20231 hour, 11 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Seinni Bylgjan: Úlnliðsbrotinn Tandri og bikarkátur Árni Bragi

Stefán Árni Pálsson og Ingvi Þór Sæmundsson heyrðu í þeim Árna Braga Eyjólfssyni og Tandra Má Konráðssyni og hituðu upp fyrir 19.umferðina í Olís.
3/23/202344 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Kvennakastið: Viðreisnarkonurnar Kata og Þorgerður mættu í spjall

Hanna Kata og Þorgerður Katrín mættu í spjall og fóru um víðan völl. Var meðal annars farið yfir glæstan handboltaferil þeirra, rætt um pólitík, jafnrétti og vináttuna. Þær fóru yfir hvað handbolti hefur gefið þeim mikið og hvað þær tóku með sér úr boltanum í pólitíkina.
3/23/202352 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Mosó er bikarbær, Haukar ekki fundið lausnina og óvæntustu úrslit tímabilsins

Sérfræðingurinn fékk sófasérfræðinga Jóhann Gunnar Einarsson og Þorgrím Smára Ólafsson tvo af dáðustu sonum Mosfellsbæjar til að fara yfir bikarhelgina. Rúnar Sigtryggsson þjálfari Leipzig var á línunni ræddi Haukana, Leipzig og Göppingen. Einar Ingi Hrafnsson var óvænt á línunni í þættinum og fór yfir heilsuna daginn eftir bikarfögnuð. Jóhann Gunnar kvaddi Harðverja sem eru fallnir og við ræddum úrslitakeppnina sem er handan við hornið.
3/19/20231 hour, 19 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Engir sófasérfræðingar að þessu sinni einungis Sérfræðingurinn og fyrrum landsliðsmenn

Sérfræðingurinn fékk enga sófasérfræðinga til sín að þessu sinni. Hann fór í efstu hilluna og fékk fyrrum landsliðsmennina Einar Örn Jónsson og Ingimund Ingimundarson til að ræða frábæran sigur Íslands á Tékkum í dag. Sigfús Sigurðsson var á línunni en hann er enginn sófasérfræðingur heldur. Einnig var farið yfir það hver á að taka við íslenska landsliðinu og að lokum var smá upphitun fyrir Final4 sem fer fram í næstu viku.
3/12/20231 hour, 6 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Afhroð í Tékklandi, slæmt gengi á útivelli og Kristján Andrésar er klár

Sérfræðingurinn fékk Henry Birgi Gunnarsson og Valtý Björn Valtýsson til sín til að fara yfir slæmt tap landsliðsins gegn Tékklandi í undankeppni EM í gær. Það voru fáir jákvæðir punktar sem hægt var að ræða eftir þann leik. Kristján Andrésson fyrrum þjálfari sænska landsliðsins var á línunni og var spurður út í starf sitt í Svíþjóð og áhuga hans á að taka við íslenska landsliðinu. Í lok þáttar var Ágúst Þór Jóhannsson einn af þjálfurum íslenska landsliðsins á línunni frá Tékklandi og ræddi leikinn í gær og hvað þarf að laga fyrir mikilvægan leik á sunnudaginn.
3/9/20231 hour, 11 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Kvennakastið: Þjálfaraskipti hjá Haukum

Ragnheiður Sveinsdóttir og Margrét Einarsdóttir komu og ræddu ýmis mál. Þá má helst nefna þjálfaraskipti, úrslitakeppni og lífið á Ásvöllum
3/8/202345 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Handkastið - Til hamingju Valur, Landsliðsumræða og Eurovision

Farið yfir leiki umferðarinnar í Olísdeild Karla. Fundin ný lið fyrir Egil Magnússon og Phil Döhler ásamt því að Ásgeir Gunnarsson fann 5 nýja leikmenn fyrir FH-inga fyrir næsta tímabil. Slúðurhorn, landsliðsumræða, skattskil og síðast en ekki síst Eurovision horn í lok þáttar. Handkastið - Menningar og lífsstílsþáttur þjóðarinnar.
3/3/20231 hour, 17 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Kvennakastið: Landsliðskonur í spjalli

Landsliðkonurnar Andrea Jacobsen og Elín Jóna Þorsteinsdóttir mættu í Kvennkastið til Sillu. Þær renndu yfir ferilinn sinn og sögðu frá lífinu í Danmörku. Það var einnig rætt um næstu verkefni kvennalandsliðsins og hvort að stórmót sé mögulega á næsta leiti.
3/2/202343 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Seinni bylgjan: Basti fer um víðan völl

Sebastían Alexandersson, þjálfari HK, mætti í hljóðverið að þessu einni og ræddi við þá Stefán Árna Pálsson og Ingva Þór Sæmundsson um tímabilið í Grill-66 deildinni en liðið er komið upp í efstu deild á nýjan leik. Einnig ræddi hann um íslenska landsliðið, um næstu umferð í Olís-deild karla og margt fleira. Óðinn Þór Ríkharðsson landsliðsmaður var einnig á línunni.
3/2/20231 hour, 13 seconds
Episode Artwork

Stóra GummaGumm málið, breytum mótafyrirkomulaginu og þjálfarakapall í vændum

Sérfræðingurinn fékk þá Ásgeir Jónsson og Henry Birgi Gunnarsson til að fara yfir leikina í 17.umferðinni, ræddum landsliðsmálin, hverjir eru á leiðinni hvert og hver tekur við landsliðinu? Eins ræddum við mótafyrirkomulagið í Olís-deildinni en það styttist í ársþing HSÍ. Að lokum urðu óvænt úrslit í El grande.
2/28/20231 hour, 18 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Seinni Bylgjan: Gummi Gumm farinn og Valsmenn ætla sér í 8-liða úrslitin

Í hlaðvarpi Seinni Bylgjunnar ræddu þeir Stefán Árni Pálsson og Ingvi Þór Sæmundsson um brotthvarf Guðmundar Þórðar Guðmundssonar, völdu besta leikmanninn í hverju liði í Olís-deildinni og heyrðu í Snorra Steini Guðjónssyni þjálfara Vals.
2/24/20231 hour, 5 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Kvennakastið: Mæðgnaspjall

Mæðgurnar Hafdís Ebba Guðjónsdóttir og Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir mættu í Kvennakastið til Sigurlaugar Rúnarsdóttur og fóru yfir sögu þeirra í sportinu, einnig var rætt um Olís-deild kvenna og gengi HK.
2/22/20230
Episode Artwork

KA-menn farnir í sumarfrí, óvænt úrslit og sá besti á línunni

Sérfræðingurinn fór yfir þá fjóra leiki sem leiknir voru í 16.umferð Olís-deildarinnar um helgina með Ásgeiri Gunnarssyni og Benedikt Grétarssyni. Róbert Gunnarsson þjálfari Gróttu var á línunni og Róbert Aron Hostert leikmaður Vals var einnnig á línunni. Í lokþáttar fórum við í El Grande.
2/20/20231 hour, 16 minutes
Episode Artwork

Seinni Bylgjan: Topp 50, Donni og Oggi á línunni

Stefán Árni Pálsson og Ingvi Þór Sæmundsson hituðu upp fyrir 16. umferðina í Olís-deildinni og heyrðu í Donna og Ogga. Einnig fóru þeir yfir topp 50 bestu handboltamenn aldarinnar.
2/17/20231 hour, 3 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Kvennakastið: Lilja og Ásdís Ágústdætur mættu í spjall

Sigurlaug Rúnarsdóttir fékk til sín þær Lilja og Ásdísi Þór Ágústdætur sem leika báðar fyrir Val í Olís-deild kvenna og ræddu þær um allt milli himins og jarðar þegar kemur að handbolta.
2/17/202346 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Barn án móður, stuðningsmannafélag Einars Braga og El Grande

Olís-deildin heldur áfram án þess að ÍBV nái að spila leik. Hörður og ÍR eru gott sem fallnir og Valur orðnir Deildarmeistarar. Davíð Már Kristinsson og Jóhann Ingi Guðmundsson voru gestir Sérfræðingsins í þessum þætti. Halldór Stefán nýráðinn þjálfari KA var í símaviðtali auk þess sem við heyrðum í Hrafnkeli Frey Ágústssyni formanni stuðningsmannafélags Einars Braga á Íslandi.
2/12/20231 hour, 24 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Seinni Bylgjan: Finnski landsliðsmaðurinn á línunni og sérfræðingurinn spáir í spilin

Stefán Árni Pálsson og Ingvi Þór Sæmundsson hita upp fyrir 15.umferðina í Olís-deild karla. Þorsteinn Gauti leikmaður Fram var á línunni sem og Arnar Daði Arnarsson en hann ræddi leik Hauka og Stjörnunnar sem verður í kvöld. Íslendingar erlendis á sínum stað og var haldið áfram að fara yfir topp 50 bestu handboltamenn aldarinnar.
2/9/20230
Episode Artwork

Misjafnar endurkomur, Tenerife þynnka og Guðmundur Hólmar á leið í Hauka?

Olís-deild karla er byrjuð á nýjan leik!
2/5/20231 hour, 18 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Seinni Bylgjan: Stórleikurinn á Hlíðarenda og ástandið hjá Kielce

Þórir Ólafsson þjálfari Selfoss var á línunni og ræddi gengið liðsins, landsleikjahléið og stöðuna á Kielce. Einnig var hitað upp fyrir 14.umferðina þar sem leikur FH og Vals stendur upp úr.
2/3/20231 hour, 2 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

HM Handkastið - Uppgjörsþáttur

HM Handkastið gerir upp HM.
1/24/202355 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

HM Handkastið x Brennslan í Undralandi

Þeir Egill Ploder og Arnar Þór Ólafsson kíktu til Stymma Snickers og fóru yfir Ísland - Brasilíu ásamt þvi að greina gengi landsliðsins á Heimsmeistaramótinu. Teddi Ponza var einnig á línunni.
1/22/20231 hour, 1 minute, 29 seconds
Episode Artwork

HM Handkastið - Tíu Jardarnir

Strákarnir í Tíu Jördunum þeir Birgir Þór Björnsson og Þorkell Magnússon mættu til Stymma Snickers og fóru yfir Ísland - Svíþjóð. Ásgeir Gunnarsson mætti einnig og var okkur innan handar. Sérfræðingurinn var á línunni frá Gautaborg og fór yfir gang leiksins eins og honum einum er lagið.
1/20/202359 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

HM Handkastið x Þarf alltaf að vera grín?

Strákarnir í Þarf alltaf að vera grín? þeir Ingólfur Grétarsson og Tryggvi Snær Torfason mættu til Sérfræðingsins og fóru yfir sigur Íslands á Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik Íslands í milliriðlum á HM. Stefán Árni Pálsson var á línunni frá Gautaborg og þá heyrðum við einnig í Sigfúsi Sigurðssyni sem ræddi leikinn gegn Grænhöfðaeyjum og spáði í spilin fyrir leikinn gegn Svíum.
1/18/20231 hour, 7 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

HM Handkastið x BLE x Smassbræður

Strákarnir í Boltinn lýgur ekki og Smassbræðrum, Gunnar Birgisson, Sigurður Orri Kristjánsson og Tómas Steindórsson kíktu í fuglabúrið til Sérfræðingsins og fóru yfir sigur Strákanna okkar gegn Suður-Kóreu. Gunnar Birgisson fór yfir stöðuna í öðrum riðlum. Í þættinum var farið yfir þá leikmenn sem hafa verið bestir í íslenska liðinu hingað til á mótinu og þá leikmenn sem hafa valdið mestu vonbrigðum.
1/16/20231 hour, 12 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

HM Handkastið x Dr. Football

Sérfræðingurinn fékk strákana úr Dr. Football til sín þá, Arnar Svein Geirsson, Jóhann Má Helgason og Hrafnkel Frey Ágústsson til að fara yfir tapið gegn Ungverjum í gær í öðrum leik Íslands á HM. Sigfús Sigurðsson var einnig í síma viðtali og fór yfir það helsta úr leiknum. Í lokin spiluðum við El Grande að hætti Doc.
1/15/20231 hour, 22 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

HM Handkastið x Steve Dagskrá

Strákarnir í Steve Dagskrá, þeir Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson mættu í HM Handkastið og fóru yfir fyrsta leik Íslands á HM með Sérfræðingnum og Snickers-inu. Sigur gegn Portúgal í fyrsta leik og við erum komnir langleiðina í 8-liða úrslit. Sigfús Sigurðsson var á línunni og fór yfir leikinn með strákunum.
1/12/20231 hour, 17 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Stórasta land í heimi: Ísland-Frakkland 23-28 / Ólafur Stefánsson

Lokaþátturinn fjallar um úrslitaleikinn gegn Frökkum þann 24. ágúst 2008. Ísland tapaði leiknum 23-28 enda að leika gegn einu besta handboltaliði sögunnar. Í þættinum fer Ólafur Stefánsson yfir leikana og undirbúninginn fyrir leikinn sjálfan. Einnig fer þessi magnaði íþróttamaður yfir ferilinn sinn sem handboltagoðsögn.
1/11/20230
Episode Artwork

HM Handkastið x Þungavigtin

Strákarnir í Þungavigtinni, þeir Kristján Óli Sigurðsson, Mikael Nikulásson og Ríkharð Óskar Guðnason mættu í HM Handkastið og fóru yfir stóru málin.
1/10/20231 hour, 5 minutes, 1 second
Episode Artwork

HM Handkastið x Brodies

Strákarnir í útvarpsþættinum Brodies, þeir Axel Birgisson, Björn Kristjánsson og Freyr Friðfinnsson mættu og fóru um víðan völl. Sérfræðingurinn þarf síðan að borga dýran símreikning eftir þennan þátt því Sigfús Sigurðsson, Styrmir Snickers og Teddi Ponza voru allir á línunni í þættinum. Sigfús fór yfir jákvæða og neikvæða punkta úr æfingaleikjunum gegn Þýskalandi. Styrmir fór yfir stóra fatamálið í Leifstöð og Ponzan fór yfir ótrúlegar sviptingar í því hvar Ísland gæti leikið í undanúrslitum og úrslitum en það hefur allt mikil áhrif á Ponzu travel.
1/8/20231 hour, 39 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Stórasta land í heimi: Ísland-Spánn 36-30 / Logi Geirsson grét þegar hann rifjaði upp leikana

Logi Geirsson er næstsíðasti gestur seríunnar um Ólympíuleikana í Peking en Ísland vann Spánverja 36-30 og komst í kjölfarið í úrslit. Logi skoraði sjö mörk í leiknum og var algjör lykill að því að Ísland vann silfur á leikunum. Í þættinum fer Logi Geirsson yfir leikana, ferill og ræðir fallega um alla leikmenn íslenska landsliðsins í þessum hópi.
1/8/20231 hour, 13 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Seinni Bylgjan: Bransasögur frá þrjátíu ára ferli í kringum íslenska landsliðið

Ívar Ben frá Handbolti.is mætti og rifjaði upp óborganlegar sögur í kringum íslenska landsliðið en hann hefur fjallað um liðið í þrjá áratugi. Hitað var upp fyrir HM í handbolta sem hefst í næstu viku.
1/5/202358 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

HM Handkastið x Útvarpsþátturinn Fótbolti.net

Sérfræðingurinn fékk strákana í Útvarpsþættinum Fótbolta.net til að ræða allt milli himins og jarðar sem tengist íslenska handbolta landsliðinu. Benedikt Bóas, Elvar Geir og Tómas Þór fóru um víðan völl og rifjuðu upp ótrúlegar minningar sem þeir eiga af stórmótum í handbolta. Í lok þáttar tók Sérfræðingurinn síðan upp tólið og heyrði í fyrrum landsliðs-goðsögninni, Sigfúsi Sigurðssyni.
1/3/20231 hour, 38 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Stórasta land í heimi: Ísland-Pólland 32-30 / Guðmundur Guðmundsson

Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson er sjötti gestur í nýrri hlaðvarpsseríu þar sem farið er yfir sögu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Farið verður yfir alla leikina á mótinu. Sjötti leikurinn var gegn Pólverjum í 8-liða úrslitunum og vann Ísland merkilegan sigur á þessu frábæra landsliði og tryggði sig inn í undanúrslitin.
12/29/20220
Episode Artwork

Ísland er með bestu útilínu heims

Í Handkastinu í dag mættu þeir Ingvi Þór Sæmundsson og Theodór Ingi Pálmason og ræddu íslenska landsliðið í handbolta. Guðmundur Guðmundsson valdi 19 manna hóp fyrir jól sem fer á HM í byrjun næsta árs. Farið var yfir hópinn og möguleika Íslands á mótinu.
12/28/202259 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Viðhafnarútgáfa - AP4 heim í Krikann "Hej Rasmus, det er Teddi Ponza her"

Sérfræðingurinn og Teddi Ponza spörkuðu upp hurðinni á Suðurlandsbrautinni og tók upp viðhafnarútgáfu af Handkastinu í tilefni þess að Aron Pálmarsson skrifaði undir þriggja ára samning við FH í gær. Sérfræðingurinn var fyrstur manna í heiminum til að tilkynna þetta á samfélagsmiðlum. Heyrt var í Einari Andra Einarssyni sem bæði þjálfaði Aron í FH og unglingalandsliðinu á sínum tíma en margir vilja meina að hann hafi búið til handbolta-Aron Pálmars. Þá var Einar Andri einnig einn af þeim örfáu sem vissu af komu Arons og var að vinna í því bakvið tjöldin að láta þetta gerast. Þá var einnig hringt til Danmerkur þar sem spjallað var við handbolta spekúlantinn, Rasmus Boysen um þessar risa fréttir og þá var hann einnig spurður út í íslenska landsliðið og ruglið sem fór fram á samfélagsmiðlum í kringum síðasta EM. Í lok þáttar var rætt um HM landsliðshópinn sem Gummi Gumm valdi fyrr í dag.
12/23/202249 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

HM Handkastið x Pitturinn

Strákarnir í Pittinum eru gestirnir í fyrsta þætti HM Handkastsins. HM í þjóðaríþróttinni hefst 11.janúar og verður HM Handkastið með upphitun fyrir mót og uppgjörsþætti eftir alla leiki Íslands á mótinu.
12/21/20221 hour, 4 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Stórasta land í heimi: Ísland-Egyptaland 32-32 / Bjarni Fritzson

Bjarni Fritzson er fimmti gestur í nýrri hlaðvarpsseríu þar sem farið er yfir sögu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Farið verður yfir alla leikina á mótinu. Fimmti og síðasti leikurinn í riðlinum var gegn Egyptum og endaði hann með jafntefli 32-32 og átti stigið eftir að reynast mikilvægt, en segja má að Íslendingar hafi sloppið við Frakka í 8-liða úrslitunum með þessu eina stigi. Bjarni Fritzson var alltaf utan hóps á leikunum en dvöl hans í Peking var heldur skrautleg.
12/21/20220
Episode Artwork

Stórasta land í heimi: Ísland-Danmörk 32-32 / Arnór Atlason

Arnór Atlason er fjórði gestur í nýrri hlaðvarpsseríu þar sem farið er yfir sögu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Farið verður yfir alla leikina á mótinu. Fjórði leikurinn í riðlinum var gegn Dönum og endaði hann með jafntefli 32-32 og átti stigið eftir að reynast mikilvægt. Arnór fiskaði vítakast á lokasekúndum leiksins.
12/14/202258 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Allir eru að fá sér (á Petersen), viltu ekki bara fara að grenja og Rúnars Kára-hornið

Sérfræðingurinn fékk þá Styrmi Sigurðsson og Ásgeir Gunnarsson til að fara yfir loka leiki Olís-deildarinnar fyrir jólafríið. Styrmir gaf öllum liðum einkunn fyrir sína frammistöðu fyrir áramót og nefndi einn leikmann úr hverju liði sem fékk Sérfræðings-einkunn (topp-einkunn) og einn leikmann sem fékk Ponzu-einkunn (fall-einkunn). Rúnars Kára hornið var á sínum stað, slúður úr Eyjum og miklu miklu miklu meira til.
12/12/20221 hour, 32 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Seinni Bylgjan: Símað til Svíþjóðar og Sviss

Stefán Árni Pálsson og Ingvi Þór Sæmundsson heyrði í þeim Bjarna Ófeigi Valdimarssyni og Aðalsteini Eyjólfssyni í þættinum. Einnig ræddu þeir um 12.umferðina í Olís-deild karla og fóru yfir hvað atvinnumennirnir okkar eru að gera í Evrópu.
12/9/202256 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Stórasta land í heimi: Ísland-Suður Kórea 21-22 / Ásgeir Örn Hallgrímsson

Ásgeir Örn Hallgrímsson er þriðji gestur í nýrri hlaðvarpsseríu þar sem farið er yfir sögu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Farið verður yfir alla leikina á mótinu. Þriðji leikurinn í riðlinum var gegn Suður-Kóreu og tapaðist hann 22-21. Ásgeir Örn átti lokaskotið í leiknum.
12/8/202251 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Seinni bylgjan skrípaþáttur, EuroBelli sökkti Eyjamönnum og Harðverjar harðneita að verjast

Sérfræðingurinn fékk þá Ingvar Örn Ákason og Guðmund Rúnar Guðmundsson til sín að fara yfir fjóra fyrstu leikina sem búnir eru í 12. umferð Olís-deildar karla. Auk þess kom Andri Már Eggertsson og fóru yfir helstu fréttir úr Grill66-deildinni.
12/4/20221 hour, 17 minutes, 1 second
Episode Artwork

Seinni Bylgjan: Bjó til marga af bestu handboltamönnum landsins

Ingvi Þór Sæmundsson og Stefán Árni Pálsson heyrðu í Einari Guðmundssyni sem var áður þjálfari yngri landsliða Íslands og bjó til marga af bestu leikmönnum landsins. Þeir hituðu upp fyrir 11.umferðina í Olís-deildinni, fóru yfir óvæntar stjörnur í deildinni og ræddu magnaða frammistöðu hjá Viktori Gísli í Meistaradeildinni.
12/2/202242 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Stórasta land í heimi: Ísland-Þýskaland 33-29 / Róbert Gunnarsson

Róbert Gunnarsson er annar gestur í nýrri hlaðvarpsseríu þar sem farið er yfir sögu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Farið verður yfir alla leikina á mótinu. Ísland vann annan leikinn á mótinu gegn Þjóðverjum, 33-29.
12/1/20221 hour, 1 minute, 13 seconds
Episode Artwork

Geira Hall show, niðurgangur á Nesinu og Fram-blaðran sprungin?

Sérfræðingurinn Einar, Fasteignasalinn Theódór og þorsksalinn Þorgrímur fóru yfir 13.umferðina í Olís-deild karla. Vígin falla, Í þér býr það besta, slor og skítur og margt fleira í þættinum að þessu sinni. Það eru ekki nema tvær umferðir eftir af deild þeirra bestu fram að jólum. Það styttist í HM í janúar og ræddum við aðeins 35 manna listann sem Gummi Gumm. valdi á dögunum.
11/29/20221 hour, 10 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Seinni Bylgjan: Kristján Örn er spenntur fyrir leikinn gegn Val og bjartsýnn á að enda í landsliðshópnum

Stefán Árni Pálsson og Henry Birgir Gunnarsson ræddu við Kristján Örn Kristjánsson leikmann PAUC en hann mætir Val á þriðjudagskvöldið í Evrópudeildinni úti í Frakklandi. Einnig hituðu þeir upp fyrir 13.umferðina í Olís-deildinni og fóru yfir hvað strákarnir okkar í Evrópu eru að gera.
11/25/202244 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Stórasta land í heimi: Ísland-Rússland 33-31 / Björgvin Páll Gústavsson

Björgvin Páll Gústavsson er fyrsti gestur í nýrri hlaðvarpsseríu þar sem farið er yfir sögu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Farið verður yfir alla leikina á mótinu. Ísland vann fyrsta leikinn á mótinu gegn Rússum, 33-31.
11/23/202257 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Evrópuævintýri Vals - Þetta er bara basic, partý, vitleysa

Sérfræðingurinn, Logi Geirsson og Stefán Árni Pálsson hittust í hljóðverinu og fóru yfir Evrópuævintýri Vals, síðustu tvo leikina í 10. umferðinni í Olís-deildinni sem fóru fram á mánudaginn. Þá var Ýmir Örn Gíslason fyrrum leikmaður Vals og núverandi leikmaður Rhein Neckar Löwen í viðtali auk þess sem við fórum yfir það hvað strákarnir okkar eru að gera erlendis. Í lokin fékk Logi síðan nokkrar spurningar á sig frá hlustendum.
11/23/20221 hour, 15 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

Haukar í draumalandi Ásgeirs, barn verður forseti og hvar er Björn Viðar?

Það var Víkingsþema í Handkastinu að þessu sinni. Jón Gunnlaugur Viggósson þjálfari Víkings í Grill66-deildinni og Davíð Már Kristinsson yngri flokka þjálfari Víkings fóru yfir þá fjóra leiki sem búnir eru í 10.umferð Olís-deildarinnar. Þeir spáðu einnig í spilin fyrir komandi leiki í umferðinni sem fram fara á mánudaginn. Rætt var um Grill66-deildina í lok þáttar auk þess sem nýjar reglur í handboltanum voru ræddar. Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar var í símaviðtali og fréttaritari Handkastsins í Vestmannaeyjum var á línunni.
11/19/20221 hour, 36 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Seinni Bylgjan: Teitur Örn um leikinn gegn Val

Teitur Örn Einarsson leikmaður Flensburg var á línunni og ræddi við Stefán Árna Pálsson og Ingva Þór Sæmundsson um lífið í Flensburg, leikinn gegn Val í Evrópudeildinni og HM í handbolta sem fer fram í janúar. Einnig var hitað upp fyrir 10.umferðina í Olís-deildinni og farið yfir hvað strákarnir okkar eru að gera í deildunum í Evrópu.
11/17/202245 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Stjörnumenn hlusta á Sérfræðinginn, Ásgeir Örn í fallsæti og vígið féll fyrir norðan

Sérfræðingurinn, Hrannar og Jóhann Ingi Guðmundssynir gerðu upp alla leikina í 9. umferð Olís-deildar karla auk þess sem markmannsþjálfarinn og fyrrum markvörðurinn, Jóhann Ingi valdi topp5 lista yfir efnilegustu markmenn landsins. Í lokþáttar kom Logi Geirsson inn sem óvæntur gestur og spáði fyrir um næstu umferð, ræddi ótrúlegt jafntefli ÍR-inga gegn Aftureldingu og sagði okkur stuttu útgáfuna af sögunni þegar Kiddi Bjé. hitti Holger Glandorf á æfingu hjá Lemgo. Hvernig gekk prófraun Ásgeirs Arnar? Nýtt stuðningsmannalag fyrir Adam Thorstensen Það vantar herslumuninn hjá Herði FH-ingar eru orðnir sjóðandi heitir Eyjamenn kræktu í tvö stig þrátt fyrir lélega frammistöðu Ótrúlegir ÍR-ingar
11/14/20221 hour, 20 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Seinni Bylgjan: Ásgeir Örn tekur við Haukum

Ásgeir Örn Hallgrímsson mætti í spjall um nýja þjálfarastarfið hjá Haukum en hann tók við liðinu í vikunni. Stefán Árni og Ásgeir hituðu upp fyrir 9.umferðina í Olís-deildinni og fóru yfir hvað atvinnumennirnir okkar eru að gera úti í Evrópu.
11/11/202241 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Hættum að tala um comeback og maðurinn sem eyðilagði Evrópudraum Hauka

Sérfræðingurinn, Ponzan og Henry Birgir fara yfir öll liðin í Olís-deild karla og gott betur en það. Farið var yfir þá fjóra leiki sem fram fóru í 8.umferðinni um helgina. Jónatan Magnússon þjálfari KA var í símaviðtali í upphafi þáttar og þá heyrðu strákarnir í Sigurði Finnboga Sæmundssyni fyrrum leikmanni Anorthosis í Kýpur en það lið sló út Hauka sannfærandi um helgina. Í viðtalinu kom í ljós að Sigurður hafði njósnað um Haukaliðið fyrir Anorthosis.
11/8/20221 hour, 21 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Seinni Bylgjan: Arnór Atlason um Aron hjá Álaborg og frammistöðu Vals í Evrópu

Arnór Atlason var á línunni í hlaðvarpi Seinni Bylgjunnar en hann ræddi við þá Stefán Árna Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson um risaleik Álaborgar og Kiel í Meistaradeild Evrópu, um stöðuna á KA í Olís-deildinn og einnig um frammistöðu Vals í Evrópudeildinni.
11/3/202245 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Áhugaleysi á Ásvöllum, Hrekkjavaka í Heimaey og Hörður segir NO við Noah

Farið yfir 7.umferð í Olísdeild karla og 4 leikir gerðir upp. Í upphafi þáttar var farið yfir Evrópuævintýri Vals og viðtal við Snorra Stein frá Benidorm. Allir fjórir leiknir 7.umferðar sem fóru fram var gerð góð skil og gott betur en það.
10/31/20221 hour, 2 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Seinni Bylgjan: Stefán Rafn um ungversku deildina og Hauka

Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Haukar, mætti til Ásgeirs og Stefáns í hlaðvarp Seinni Bylgjunnar. Þeir fóru yfir Valsmenn í Evrópu og frammistöðu Hauka í Olís-deildinni.
10/28/202236 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Fjörðurinn er FH-inga, ráðalaus Robbi og baneitraðir Bossablossar

Þríeykið, Sérfræðingurinn, Styrmir Snickers og Ponzen fóru yfir 6. umferð Olís-deildar karla þar sem FH-ingar tryggðu sér montréttinn í Hafnarfirðinum og Róbert Gunnarsson varð ráðalaus á lokamínútunum í Úlfarsárdal.
10/22/20221 hour, 37 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Seinni Bylgjan - Björgvin Páll fluttur í Valsheimilið

Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fengu Björgvin Pál Gústavsson landsliðsmann og leikmann Vals í hlaðvarpi Seinni Bylgjunnar. Í þættinum ræddu þeir íslenska landsliðið, Evrópuævintýri Vals og hituðu upp fyrir 6. umferðina í Olís-deildinni.
10/20/202249 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

Landsliðs-pallborð - 8-liða úrslit á HM bíður strákana okkar

Landsliðsumræða þar sem farið er yfir frammistöðu leikmanna í sigrunum gegn Ísrael og Eistlandi auk þess sem farið er heilt yfir stöðu landsliðsins fyrir HM í Svíþjóð og Póllandi sem fram fer í janúar. Sérfræðingurinn fékk til sín þá Ásgeir Jónsson og Einar Örn Jónsson til að fara yfir allt sem tengist landsliðinu.
10/16/20221 hour, 8 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Kvennakastið - Amma Hanna neitar að hætta, 27 tímabilið í efstu deild

Svava Kristín Gretarsdóttir og Sigurlaug Rúnarsdóttir settust niður með Hönnu Guðrúnu Stefánsdóttur. Hrannar er að gera frábæra hluti í Mýrinni og Stjarnan mun berjast um alla titlana
10/14/202256 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

Saumaklúbbur á Ásvöllum, funheitir Framarar og magalending hjá ÍR

5.umferðin í Olís-deild karla var gerð upp í þættinum með þeim Arnari Daða Arnarssyni og Stefáni Árna Pálssyni. Þá var Theodór Ingi Pálmason á línunni og fór yfir sigur Gunna Magg á Rúnari Sigtryggssyni. Framarar voru funheitir á föstudagskvöldið er þeir urðu fyrsta liðið til að leggja sjöfalda meistara Vals. ÍR-ingar lentu í magalendingu fyrir norðan og spurning hvort partý-ið sé búið í Breiðholtinu. Fyrsti sigur FH kom loks á Nesinu og stigasöfnun Stjörnunnar hefur verið af skornum skammti í síðustu umferðum. Auk þess ætluðum við að ræða leik Harðar og Selfoss en það fór eins og það fór. Stefán Árni Pálsson valdi í lok þáttar sinn topp5 lista leikmanna sem hafa komið honum hvað mest á óvart hingað til.
10/9/20221 hour, 21 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Seinni Bylgjan: Hergeir Grímsson fékk tilboð frá Ungverjalandi áður en hann samdi við Stjörnuna

Í hlaðvarpi Seinni Bylgjunnar í dag var farið yfir leik Harðar og ÍBV á sunnudaginn og leik Vals og Fram í gærkvöldi. Hergeir Grímsson, leikmaður Stjörnunnar, mætti í hús og fór yfir málin. Stefán Árni og Ásgeir Örn hituðu upp fyrir 5. umferðina í Olís-deildinni og svo Strákarnir okkar erlendis.
10/4/202251 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Krísa í Krikanum, andlaust á Akureyri og hneyksli hjá HSÍ

4. umferðin í Olís-deild karla er gerð upp í Handkastinu með þeim Arnari Daða Arnarssyni, Hrannari Guðmundssyni og Guðjóni Guðmundssyni. Það var stjörnuhrap á lokamínútunum í Garðabænum og ÍR-ingar höfðu betur í nýliðaslagnum. Valsmenn fóru þægilega í gegnum andalausa Akureyringa í leik sem líktist æfingaleik fyrir Val. Selfoss og ÍBV gerðu jafntefli í Suðurlandsslagnum á meðan Mosfellingar unnu sinn fyrsta sigur. Á meðan eru FH-ingar í fallsæti enn í leit af sínum fyrsta sigri. Sérfræðingurinn birti topp 5 lista yfir leikmenn sem verða að gera betur en það sem þeir hafa sýnt í fyrstu leikjum tímabilsins og þá var einnig rætt um hitamál í Grill66-deildinni.
10/1/20221 hour, 25 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Seinni Bylgjan: Bjarki Már svarar spurningum af Twitter

Í hlaðvarpi Seinni Bylgjunnar þessa vikuna er landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson á línunni frá Ungverjalandi. Hann fer um víðan völl í viðtalinu og talar um nýja liðið Veszprém, landsliðið og HM í handbolta sem fer fram í janúar á næsta ári. Ásgeir Örn og Stefán Árni fara yfir landsliðshópinn sem Guðmundur Guðmundsson valdi í gær og hita einnig upp fyrir 4.umferðina í Olís-deild karla.
9/28/202251 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Lið í mótun, Gróttugrýla í Garðabænum og klukkan kláraði Mosfellinga

Arnar Daði Arnarsson ásamt súkkulaðistrákunum, Styrmi Snickers og Benedikt Bounty gerðu upp 3. umferð Olís-deildar karla í þessum þætti. Í lok þáttarins kom síðan Andri Már Eggertsson, einn af sérfræðingum Handkastsins um Grill66-deildina og fór yfir stöðu mála þar en deildin hófst með látum í gærkvöldi. Olís-deildin fer rosalega af stað og eru sögulínur í nánast hverri einustu viðureign hingað til. Haukar mættu aftur til leiks eftir vesen í Breiðholtinu á meðan Breiðhyltingar mættu ekki til Eyja en Bjarni Fritz var þó jákvæður að vanda. Stjarnan getur ekki unnið Gróttu á Nesinu og klukkuvandræðin í Úlfarsárdal höfðu meiri áhrif á Aftureldingu heldur en Framara. FH er lið í mótun og Harðverjar þurfa að taka skotæfingu helst alla virka daga og meira til.
9/24/20221 hour, 28 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Kvennakastið: Rothöggið, Birna Berg á línunni og Sunna Jóns ætlar úr að ofan.

Svava Kristín og Silla fóru yfir 1 umferðina, afleiðingar og stöðuna fyrir komandi umferð. Birna Berg var á línunni frá Vestmannaeyjum og lofar því að skora að minnsta kosti eitt mark á tímabilinu
9/23/20221 hour, 18 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Seinni Bylgjan: Umboðsmaður Íslands með um 60 skjólstæðinga

Í hlaðvarpi Seinni Bylgjunnar fengu þeir Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson umboðsmanninn Arnar Freyr Theodórsson í heimsókn. Í þættinum er farið yfir víðan völl og fá hlustendur innsýn í harðan heim samninga í handboltanum. Einnig var hitað upp fyrir 3.umferðina í Olís-deild karla og hvað íslensku handboltamennirnir gerðu erlendis í þessari viku.
9/21/202231 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Greiningarhorn Gaupa - ÍBV liðið sem aðrir þurfa að vinna

Gaupi mætti til Arnars Daða og fór yfir stöðuna í Olís-deild karla eftir tvær umferðir.
9/19/202234 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Orri óstöðvandi á línunni, háspenna-lífshætta og ótrúlegar þolkröfur dómara

Sérfræðingurinn fékk þá Theodór Inga Pálmason og Ásgeir Jónsson til að fara yfir þá leiki sem búnir eru í 2. umferð Olís-deild karla. Við fengum allt sem hægt er að fá í þessari umferð. Háspenna lífshætta, ótrúlegustu úrslit í manna minnum og nýtt lið í efstu deild í fyrsta skipti. Bjarni Fritzson þjálfari ÍR var í símaviðtali í upphafi þáttar og í lok þáttar ræddu strákarnir um ótrúlegar þolkröfur dómara fyrir tímabilið sem einhverjir myndu líkja við leikþátt.
9/17/20221 hour, 26 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Kvennakastið - Upphitun fyrir Olís deild kvenna

Svava Kristín Gretarsdóttir, Árni Stefán Guðjónsson og Sunneva Einarsdóttir fara yfir komandi tímabil í Olís deild kvenna.
9/15/20221 hour, 35 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Seinni Bylgjan: Arnór Atlason um ævintýrið í Danmörku og íslenska boltann

Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson ræddu við Arnór Atlason frá Danmörku um Íslendingana sem leika í dönsku deildinni, um hversu stór Mikkel Hansen er þar i landi og um íslenska boltann. Einnig var hitað upp fyrir 2. umferð í Olís-deild karla og farið yfir Íslendinga erlendis.
9/14/202248 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

KA mætir til leiks án þjálfara og búninga á meðan Stjarnan er með best mannaða lið deildarinnar

Olís-deild karla er farin af stað og nú er komið að fyrsta uppgjörsþætti Handkastsins. Andri Berg Haraldsson og Jóhann Ingi Guðmundsson voru gestir Handkastsins ásamt Sérfræðingnum, Arnari Daði Arnarssyni. Afturelding voru hársbreidd frá því að ná í óvæntan punkt gegn lang besta liði landsins. Það er þungt yfir á Selfossi og ekki er bjartara yfir fyrir norðan sem mætti til leiks í æfingabolunum og án þjálfara. Stjarnan vann besta sigur umferðarinnar í Kaplakrikanum og líta gríðarlega vel út í upphafi móts. Gróttan vann að lokum sannfærandi sigur gegn nýliðum ÍR.
9/10/20221 hour, 11 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Seinni Bylgjan: Snorri Steinn finnur fyrir hungri hjá sínum leikmönnum

Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fengu Snorra Stein Guðjónsson til sín í hlaðvarp Seinni Bylgjunnar. Þar ræðir hann um komandi tímabil. Einnig spá þeir félagar í fyrstu umferðina í Olís-deild karla og ræða Íslendinga erlendis.
9/6/202241 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Handkastið opinberar spá sína fyrir Olís-deild karla

Handkastið opinberar spá sína fyrir Olís-deild karla í þættinum. Þríeykið var á sínum stað auk þess sem góðvinur þáttarins, Árni Stefán Guðjónsson mætti og fóru þeir yfir öll liðin í deildinni auk þess að ræða aðeins fjölda útlendinga í deildinni í lok þáttar.
9/4/20221 hour, 29 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Hand­kastið - Topp 5 listar og Greiningar­horn Gaupa

Í öðrum þætti Handkastsins fóru Sérfræðingar Seinni bylgjunnar, Arnar Daði Arnarsson og Þorgrímur Smári Ólafsson ásamt þáttastjórnanda Seinni bylgjunnar, Stefáni Árna Pálssyni yfir topp 5 lista sem þeir bjuggu til. Í lok þáttarins kom síðan Guðjón Guðmundsson, Afi Gaupi og fór aðeins yfir þau lið sem hann telur að verði í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn og meira til.
8/22/20221 hour, 29 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Handkastið snýr aftur - Ótímabær spá

Eftir tveggja ára „hlé“ snýr Handkastið aftur og ætlar að vera með hlustendum í allan vetur. Í þessum fyrsta þætti fer þríeykið í gegnum félagaskiptagluggann í sumar og fer yfir hvert lið í Olís-deild karla. Á sama tíma opinbera þeir sína ótímabæra spá fyrir timabilið.
8/8/20221 hour, 42 minutes, 43 seconds