Winamp Logo
Fortuna Invest Cover
Fortuna Invest Profile

Fortuna Invest

Icelandic, Finance, 2 seasons, 20 episodes, 20 hours 58 minutes
About
Í þessu hlaðvarpi er fjallað um fjárfestingar út frá ólíkum vinklum og farið á dýptina í nokkrum málefnum. Fortuna Invest er samstarfsverkefni okkar Anítu, Kristínar og Rósu sem var stofnað árið 2021. Við höldum m.a. úti Instagram reikningi þar sem sett er fram fræðsla um fjárfestingar og fjármál, síðan gáfum við út metsölubók fyrir jólin 2021 sem heitir því lýsandi nafni Fjárfestingar. Nú erum við mættar með hlaðvarp og vonum að þið njótið og fræðist um leið!
Episode Artwork

Viðtal: Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir

Í þessum þætti fáum við Hrefnu Ösp Sigfinnsdóttur til okkar í spjall. Hún er framkvæmdarstjóri Credit Info á Íslandi, hún tók við því starfi árið 2021 en hún starfaði áður hjá Landsbankanum frá árinu 2010 þar sem hún gegndi stöðu framkvæmdastjóra eignastýringar og miðlunar. Hún er einn stofnaðila IcelandSIF og situr hefur setið í fjölda stjórna innanlands og erlendis og situr nú í stjórn Stefnis svo dæmi séu tekin. Þátturinn er í boði: ⁠⁠ ⁠Joe &amp; the Juice⁠⁠⁠⁠ - Tilboð alla miðvikudaga af djús og samloku!⁠ ⁠ ⁠Nettó⁠⁠⁠⁠ - Með Nettó appinu færð þú 2% af öllum kaupum í formi inneignar sem síðan er hægt að nota til þess að versla. ⁠World Class⁠ - Allir korthafar fá afslátt í spa og dekurmeðferðir. <a
23/11/20231 hour 10 minutes 39 seconds
Episode Artwork

Viðtal: Ármann Þorvaldsson

Í þessum þætti fáum við Ármann Þorvaldsson til okkar en hann er nýtekinn við sem forstjóri Kviku banka á nýjan leik en hann sinnti einnig forstjórastarfinu á árunum 2017-19. Ármann er menntaður sagnfræðingur með MBA gráðu frá Boston University. Hann starfaði hjá Kaupþingi á Íslandi og London í rúman áratug og starfaði svo sem framkvæmdastjóri Ortus Secured Finance í London þar til hann flutti heim og tók við sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Virðingar sem síðar varð hluti af Kviku banka árið 2017 þegar Ármann tók við sem forstjóri Kviku. Hann gaf einnig út bókina Ævintýraeyjuna árið 2009 sem við mælum mikið með að lesa. Þátturinn er í boði: ⁠⁠Joe &amp; the Juice⁠⁠ - Tilboð alla miðvikudaga af djús og samloku! ⁠⁠Nettó⁠⁠ - Með Nettó appinu færð þú 2% af öllum kaupum í formi inneignar sem síðan er hægt að nota til þess að versla. <a href="
04/10/20231 hour 11 minutes 14 seconds
Episode Artwork

Viðtal: Tanya Sharov

Í þessum þætti fáum við Tönju Sharov til okkar í spjall, en hún er aðstoðarforstjóri Alvotech, sem er verðmætasta fyrirtækið í Kauphöll í dag. Hún var áður aðstoðarforstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og er stofnandi og fyrrum framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Auðar Capital. Tanya hefur setið í stjórnum fyrirtækja Sýnar, Íslandssjóða, Orf Líftækni (framleiðir meðal annars Bio Effect vörurnar) og Carbon Recyling, svo eitthvað sé nefnt. Þátturinn er í boði: ⁠Joe &amp; the Juice⁠ - Tilboð alla miðvikudaga af djús og samloku! ⁠Nettó⁠ - Með Nettó appinu færð þú 2% af öllum kaupum í formi inneignar sem síðan er hægt að nota til þess að versla. ⁠World Class⁠ - Allir korthafar fá afslátt í spa og dekurmeðferðir.</
27/09/202348 minutes 46 seconds
Episode Artwork

Hampiðjan: Hjörtur Erlendsson

Í þessum þætti förum við yfir starfsemi Hampiðjunnar og fáum Hjört Erlendsson, forstjóra félagsins í viðtal. Félagið tilkynnti á dögunum að það muni færa sig af First North vaxtarmarkaði yfir á Aðalmarkað Kauphallarinnar. Það er líklega enginn sem þekkir starfsemi Hampiðjunnar betur en Hjörtur en hann hefur starfað hjá félaginu í tæpa fjóra áratugi. Við ræðum við Hjört um félagið, nýlegar yfirtökur, nýsköpun og framtíðina. Góða hlustun!
25/05/20231 hour 36 minutes 4 seconds
Episode Artwork

Útboðspopp & pælingar

Útboð er ekki sama og útboð. Í þessum fimmta þætti förum við yfir ýmsar tegundir útboða, hvernig þau virka í grunninn og afhverju fyrirtæki skrá sig á markað. Við rennum síðan yfir hvaða útboð eru yfirvofandi, hringferð Kauphallarbjöllunnar og hið svokallaða frumútboðspopp. Þátturinn er í boði: Íslandsbanki - þægileg leið til að eiga hlutabréfaviðskipti í appi Íslandsbanka. Te&amp;kaffi - við fáum okkar allra bestu hugmyndir yfir góðum kaffibolla á þar, þægilegt umhverfi til að taka gott vinnusession. Aurbjörg - veitir þér upplýsingar og samanburð á því sem skiptir máli fyrir fjármál heimilisins. Meira af Fortuna Invest á <a href="https://instagram.com/fortunainvest_" target="_blank
05/04/202341 minutes 6 seconds