Winamp Logo
Flugvarpið Cover
Flugvarpið Profile

Flugvarpið

Icelandic, Education, 1 season, 83 episodes, 3 days, 5 hours, 25 minutes
About
Professional pilot, instructor and media enthusiast.
Episode Artwork

#83 – Airbus innleiðing Icelandair – flughermir staðfestur – Guðmundur Tómas Sigurðsson

Rætt er við Guðmund Tómas Sigurðsson ábyrgðarmann þjálfunar flugáhafna hjá Icelandair um innleiðingu á Airbus flota hjá félaginu. Fyrsta Airbus vélin er áætluð í nóvember og þjálfa þarf 70-80 flugmenn strax næsta vetur fyrir þær 4 flugvélar sem áætlað er að taka í rekstur fyrir sumarið 2025. Nú hefur verið skrifað undir kaup á nýjum Airbus flughermi sem tekinn verður í notkun á næsta ári, en það tæki mun skipta sköpum í allri þjálfun flugáhafna á eftir því sem Airbus vélum félagsins fjölgar á næstu árum. Guðmundur ræðir einnig um nýja nálgun félagsins í þjálfunarmálum og þá viðleitni til að þjálfa flugmenn fyrir nýjum áskorunum sem geta komið upp í breyttum heimi.
6/26/202444 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

#82 – „Eins og sjálf náttúran fyndi til“ – mannskæðu slysin á DC-3 – Þristurinn 80 ára – 3. hluti

Hér fer þriðji hluti í samantekt Flugvarpsins um DC-3 flugvélar á Íslandi í tilefni af 80 ára afmæli fyrstu DC-3 flugvélar Íslendinga. Rifjuð eru upp þrjú mannskæð flugslys sem urðu á þessari tegund flugvélar hérlendis. Tvö þeirra þar sem sérstaklega djúpt skarð var höggvið í íbúafjölda landsins á sínum tíma því þar var um að ræða tvö af mannskæðustu flugslysum sem orðið hafa hér á landi. Hið fyrra þegar 25 manns fórust í Héðinsfirði og hið seinna þegar 20 manns fórust með Þristinum í Faxaflóa.
6/5/202446 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

# 81 – Spennið beltin! Heiðkvika og ókyrrð, flugveðrið og spárnar – Einar Sveinbjörnsson

Rætt er við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing um ókyrrð í flugi eins og heiðkviku (clear air turbulence), sem nýleg dæmi sýna að geta valdið stórslysum um borð í flugvélum. Hvar og hvernig myndast heiðkvikan og hvað veldur því hversu mikil hún verður? Eru varasamar aðstæður og öfgar í veðrinu að aukast með breyttu veðurfari og hitastigi? Einar reynir að svara þessum spurningum og fleirum, en hann hefur áratuga reynslu sem veðurfræðingur og sinnir veðurráðgjöf fyrir bæði stofnanir og fyrirtæki. Hann rýnir t.a.m. gögn til að hjálpa flugfélögum við að meta hvort breyta þurfi flugáætlun þegar óveður gengur yfir landið eða eldgos verða.
5/29/202445 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

#80 - Útskrifuð úr háskóla háloftanna – flugfreyja í 40 ár – Guðrún Gunnarsdóttir

Rætt er við Guðrúnu Gunnarsdóttur flugfreyju til 40 ára um ferilinn og starfið. Guðrún ætlaði eins og margir aðrir rétt að prófa flugfreyjustarfið en ílentist í rúm 40 ár. Hún rifjar hér upp ýmis áhugaverð atvik á löngum ferli, allt frá stórkostlegum ferðum til Suðurskautslandsins og til óþægilegra og erfiðra flugferða í vondum veðrum. Guðrún myndi hiklaust velja sama framtíðarstarfið aftur enda hafi það þrátt fyrir mikið álag á köflum, gefið ríkulega til baka. Flugfreyjur deyi aldrei ráðalausar, þurfi oft að bregða sér í alls konar hlutverk og hún segir að það gæti væri áhugavert að taka saman öll hollráð flugfreyjanna í gegnum tíðina. Sjálf segist hún útskrifuð úr háskóla háloftanna eftir farsælan feril og hlakkar til næsta tímabils.
5/22/202457 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

#79 – Stýrði varðskipum, flugvélum, þyrlum og breiðþotum – Bogi Agnarsson

Bogi Agnarsson flugstjóri segir hér frá atriðum á stórmerkum ferli sínum fyrst hjá Landhelgisgæslu Íslands og síðar hjá Air Atlanta á B747 jumbó. Bogi rifjar hér m.a. upp fræknar björgunarferðir við erfiðar aðstæður á gömlu Dauphin þyrlu gæslunnar TF-SIF og hvernig flugreksturinn tók gríðarlegum stakkaskiptum á níunda áratugnum með tilkomu nýrra tækja, betri verkferla og aukinni þjálfun. Bogi söðlaði um á miðjum aldri, hætti hjá Landhelgisgæslunni og fór að fljúga Boeing þotum hjá Air Atlanta þar sem hann fékk útrás fyrir flakk heimshorna á milli og lauk sínum atvinnuflugmannsferli á B747. Hann átti einnig stóran þátt í að sameina flugmenn Atlanta undir hatti Félags íslenskra atvinnuflugmanna og varð um leið síðasti formaður Frjálsa flugmannafélagsins.
5/9/20241 hour, 10 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

#78 – Vöxtur Norlandair – Grænlandsflug, sjúkraflug o.fl. - Friðrik Adolfsson

Rætt er við Friðrik Adolfsson framkvæmdastjóra og einn af eigendum Norlandair á Akureyri, en hann lætur senn af störfum eftir 50 ár í fluginu. Hann skilar öflugu búi því Norlandair hefur vaxið stöðugt og rekstur félagsins gengur vel. Meginstoðirnar í rekstrinum eru Grænlandsflug, áætlunarflug á smærri staði innanlands og nú síðast sjúkraflugið, sem félagið tók yfir um síðustu áramót. Friðrik segist sjá fyrir sér enn meiri eftirspurn eftir flugi til Grænlands og að samhliða geti félagið haldið áfram að vaxa, en til þess vanti tilfinnanlega meira skýlispláss á Akureyrarflugvelli.
5/3/202428 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

# 77 – Landgræðsluflugið á DC-3 – Þristurinn 80 ára – 2. hluti – Sveinn Runólfsson

Annar hluti í samantekt Flugvarpsins um DC-3 í tilefni af 80 ára afmæli Þristsins. Rætt er við Svein Runólfsson fyrrverandi Landgræðslustjóra um Landgræðsluflugið á DC-3 sem stóð yfir í rúm 30 ár og breytti ásýnd landsins mjög víða til hins betra, enda einn öflugasti áburðardreifari sem notaður hefur verið. Sveinn hefur yfirgripsmikla þekkingu á starfsemi Landgræðslunnar og þekkir einnig vel einstaka sögu Gunnarsholts í gegnum áratugina þar sem var oft á tíðum iðandi mannlíf þegar Landgræðsluflugið var sem mest.
4/26/202433 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

#76 – Gjaldþrot Flugakademíu Íslands – Jón B. Stefánsson

Rætt er við Jón B. Stefánsson stjórnarformann Keilis og Flugakademíu Íslands um gjaldþrot Flugakademíunnar. Jón fer yfir stöðuna varðandi uppgjör fyrrverandi nemenda við skólann og áætlanir um uppgjör þeirra skulda en sumir eiga enn inni peninga fyrir óflogna flugtíma. Hann segir það vinnulag að láta nemendur greiða fyrirfram fyrir flugnámið hafi reynst félaginu um megn þegar aðsóknin í skólann minnkaði verulega. Þá hafi kaup Flugakademíu Keilis á Flugskóla Íslands fyrir um fjórum árum verið allt of kostnaðarsöm. Jón hefur áratuga reynslu úr menntakerfinu og þekkir vel til flugnáms. Hann var m.a. skólameistari Tækniskólans um árabil þegar atvinnuflugnám og flugvirkjun voru sett undir hatt skólans og telur að flugnám ætti að geta fallið vel að öðru sambærilegu atvinnutengdu námi í landinu.
4/23/202434 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

#75 – Þarfasti þjónninn - Þristurinn DC-3, 80 ára – 1. hluti.

Samantekt um hina sögufrægu flugvél DC-3 á Íslandi í tilefni af 80 ára afmæli fyrstu vélar af þeirri gerð, sem nú er varðveitt á Flugsafni Íslands. Í þessum þætti er farið yfir atriði úr sögu Þristsins á Íslandi og birt eru viðtalsbrot úr kvikmyndinni Íslenskir atvinnuflugmenn við flugstjórana Snorra Snorrason, Henning Bjarnason og Geir Gíslason. Einnig er rætt við Sverri Þórólfsson flugstjóra um hans feril og einkum á DC-3 sem hann flaug mikið á sjöunda áratugnum og síðar í landgræðslufluginu.
4/18/202452 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

#74 – Lifandi saga flugsins varðveitt og kynnt - Flugsafn Íslands - Steinunn María Sveinsdóttir

Rætt er við Steinunni Maríu Sveinsdóttur safnstjóra Flugsafns Íslands. Flugsafnið hefur vaxið og dafnað á síðustu árum og stór verkefni blasa við á næstunni, en safnið fagnar 25 ára afmæli í vor. Steinunn segir hér frá fjölmörgum áhugaverðum verkefnum til þessa og hvernig ætlunin er að þróa starf safnsins enn frekar í þá átt að ekki eingöngu að varðveita muni og sögu heldur einnig að opna heim flugsins fyrir þeim sem ekki þekkja. Hún segir mikinn velvilja gangavart Flugsafninu og þar fer Örninn hollvinafélagið einna fremst í flokki. Viðtalið var tekið upp á Flugsafni Íslands um borð í TF-SYN gömlu Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar.
4/6/20241 hour, 5 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

#73 – Þyrluflugið í örum vexti - vannýtt tæki m.a. til sjúkraflutninga – Reynir Freyr Pétursson

Reynir Freyr Pétursson þyrluflugstjóri og flugrekstrarstjóri HeliAir Iceland ræðir um stöðu þyrluflugs á Íslandi og tækifærin framundan. HeliAir Iceland er nýtt fyrirtæki sem sinnir margs konar spennandi verkefnum í að flytja bæði fólk og vörur fyrir innlenda og ekki síst erlenda kúnna. Reynir Freyr hefur áratuga reynslu af þyrluflugi hérlendis og fer m.a. yfir erfiða samkeppni á þessum markaði sem oft er ósanngjörn að hans mati. Rætt er um nám til þyrluflugs, atvinnuhorfur og fordóma sumra í garð þessa ferðamáta. Reynir segir einnig frá ýmsum skemmtilegum verkefnum sem á daga hans hefur drifið í að fljúga þyrlum vítt og breitt um landið.
3/19/20241 hour, 24 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

#72 – Icelandair í góðri stöðu til sóknar, en breytinga þörf í KEF - Guðmundur Hafsteinsson

Guðmundur Hafsteinsson stjórnarformaður Icelandair Group fer hér vítt og breitt yfir málefni Icelandair og áskoranir í rekstri félagsins. Aðalfundi Icelandair er nýlokið þar sem Guðmundur var endurkjörinn formaður stjórnar. Hann segir félagið mjög vel í stakk búið til að takast á við spennandi tíma framundan og grípa tækifærin sem gefast. Farið er yfir flotamálin, gengi félagsins á markaði og harða samkeppni á markaðnum og hvernig skiptistöðin í Keflavík nær ekki að anna umferðinni um völlinn. Guðmundur segir einni frá stórmerkilegum bakgrunni sínum m.a. í starfi hjá tæknirisunum Google og Apple.
3/9/20241 hour, 18 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

#71 – Ágjöf en aldrei uppgjöf – Mýflug/Ernir, Sjúkraflugið o.fl. – Leifur Hallgrímsson

Rætt er við Leif Hallgrímsson sem á einstaka sögu í flugrekstri á Íslandi. Hann stofnaði Mýflug árið 1985 til að sinna, útsýnis- leigu- og kennsluflugi frá flugvellinum í Reykjahlíð – í sinni heimasveit. Það hafa verið mikil tíðindi í rekstri Mýflugs síðustu misserin. Félagið keypti um þriðjungshlut í flugfélaginu Erni og um síðustu áramót missti Mýflug samning um sjúkraflug við ríkið, sem verið hefur meginstoðin í rekstri félagsins síðustu 18 árin. Leifur segir hér frá merkilegri sögu Mýflugs, hvernig kaupin á hlut í Erni komu til og áætlanir varðandi þessi tvö félög, ásamt ýmsu sem hann hefur gengið í gegnum á löngum ferli. Þátturinn var tekinn upp á veitinga- og gististaðnum Vogafjósi í Mývatnssveit 10. janúar 2024.
1/18/20241 hour, 8 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

#70 – Icelandair aldrei stærra en 2023 – Airbus, ráðningar, cadettar og eldgos – Linda Gunnarsdóttir

Linda Gunnarsdóttir yfirflugstjóri Icelandair segir hér frá met umsvifum félagsins á þessu ári og fyrirhugaðri stækkun. Boeing vélum verður fjölgað fyrir næsta sumar og þjálfun er að hefjast á Airbus á næstu vikum. Linda ræðir ráðningar á flugmönnum, cadet prógram og hvernig félagið reynir að takast á við ýmis krefjandi verkefni sem komið hafa upp á þessu ári.
12/29/20231 hour, 12 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

#69 – Nautn að laga það sem var bilað – flugvirki og fallhlífarstökkvari – Hannes S. Thorarensen

Rætt er við Hannes S. Thorarenssen flugvirkja sem unnið hefur fyrir fjölda íslenskra og erlendra flugfélaga í gegnum árin. Hann var í áratug bæði flugvirki og flugmaður á DC 3 í landgræðsluflugi og er enn að sinna viðhaldi á Þristinum þótt vélin sé nú eingöngu safngripur. Hannes segir hér frá sínum merkilega ferli í fluginu og einstakri sögu af því þegar hann stökk úr fallhlíf á Grænlandi til að útbúa þar lendingastað fyrir flugvélar.
12/22/202352 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

#68 RFA nýr flugskóli – þarf samstarf allra til að efla atvinnuflugskennslu – Hjörvar og Bragi

Rætt er við flugmennina og feðgana Hjörvar Hans Bragason og Braga Sigþórsson sem nú reka Flugskóla Reykjavíkur (RFA.) Skólinn er nú sá eini sem kennir til atvinnuflugmannsréttinda hérlendis eftir að Flugakademía Keilis hætti rekstri. Þeir segja það alls ekki sjálfgefið að þessi rekstur gangi nema gott samstarf náist við flugfélögin, stjórnvöld og lánastofnanir. Rætt er um ýmis mál sem tengjast flugnáminu, samninginn við Keili, fjármögnun á flugnámi, cadet prógröm og fleira. Áhugavert og fræðandi spjall um stöðu flugnáms til atvinnuflugsréttinda á Íslandi í dag.
11/20/202350 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

#67 – PLAY í plús á Q3 – vetur nálgast og hægja á vexti - Birgir Jónsson

Rætt er við Birgi Jónsson forstjóra Play í tilefni af árshlutauppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung 2023 þar sem félagið skilar í fyrsta sinn hagnaði eftir skatta. Flugfélagið Play hefur stækkað hratt, er með 10 flugvélar í rekstri og krefjandi vetur framundan þar sem spáð er taprekstri fyrir árið í heild. Farið er yfir stöðu félagsins og rýnt í nokkra þætti úr árshlutauppgjörinu. Þá er fjallað um brotthvarf flugmanna félagsins yfir til Icelandair og um gagnrýni á Play fyrir að hlýta ekki reglum íslensks vinnumarkaðar sem Birgir segir að standist enga skoðun.
11/3/20231 hour, 6 minutes, 1 second
Episode Artwork

#66 – Frábær Q3 og horfur góðar - basl í fraktinni – Bogi Nils Bogason

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair fer yfir stöðu félagsins eftir öflugt uppgjör 3. ársfjórðungs og horfurnar framundan. Icelandair skilaði yfir 11 milljörðum króna í hagnað eftir skatta á 3. ársfjórðungi og bókunarstaða í farþegafluginu er góð. Fraktstarfsemin gengur hins vegar illa og áskorun verður að snúa þeim rekstri á réttan kjöl. Þá blasa við ýmsar kostnaðarhækkanir og áskoranir í rekstrarumhverfinu auk þess sem innleiðing nýs Airbus flota er á döfinni á næstu misserum sem verður stórt verkefni.
10/20/202342 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

#65 – Flugmannaskortur yfirvofandi? - The Mentour Pilot – Petter Hörnfeldt

Rætt er við Petter Hörnfeldt sem heldur úti viðamikilli útgáfu á youtube til að kynna og fræða áhorfendur um flugmál. Petter var gestur á Reykjavik Flight Safety Symposium á vegum ÖFÍA þar sem hann fór yfir stöðuna og horfur framundan út frá flugmannsstarfinu. Hann telur yfirvofandi mikinn skort á flugmönnum á allra næstu árum og segir frá því hvernig hann telur að flugfélögin og skólar þurfi að mæta þeirri þörf. Hann segir einnig frá störfum sínum semThe Mentour pilot sem m.a. varð til því mikill skortur hafi verið á faglegu efni á netinu um flugmál.
10/14/202352 minutes
Episode Artwork

#64 – RFSS – Flugnám, fíkniefnaskimanir og kulnun – Högni Björn Ómarsson

Rætt er við Högna Björn Ómarsson flugstjóra og ritara FÍA í tilefni af Reykjavík Flight Safety Symposium, ráðstefnu ÖFÍA sem haldin verður í sjöunda sinn nú október. Á dagskrá ráðstefnunnar í ár verða margir áhugaverðir fyrirlesarar sem fjalla munu um fjarturna, flugnám og flugkennslu, streitu og kulnun, fíkniefnaskimanir og losunarheimildir. Högni gerir hér lítillega grein fyrir fyrirlesurum og segir frá efni fundarins. Högni Björn segir einnig aðeins frá sínum ferli í fluginu, flugnámi í Skotlandi og ræðir m.a. breytingar á vinnuumhverfi flugmanna á síðustu árum, félagsstarfið í FÍA og fleiri mál.
10/7/202339 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

#63 – Loftlagsmál og orkuskipti lykilatriði í rekstri næstu árin – Heiða Njóla Guðbrandsdóttir

Rætt er við Heiðu Njólu Guðbrandsdóttur aðstoðarframkvæmdastjóra rekstrarsviðs hjá Icelandair um umfang rekstrarins á nýliðnu sumri og áætlanir félagsins um vöxt á næsta ári. Heiða Njóla fer einnig yfir nýjustu tækni sem er að halda innreið sína í orkuskiptum í fluginu, einkum með notkun vetnis og sjálfbæru þotueldsneyti, sem gæti skipt sköpum í rekstri flugfélaga á næstu árum. Hún skýrir einnig fyrirliggjandi plön varðandi þróun ETS viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir í flugi, sem mun hafa mikil áhrif. Fræðandi og áhugavert spjall við forystukonu í flugrekstri.
9/21/202351 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

#62 – Flughátíð í Reykjavík 3. júní “23 – Listflugmenn, fólkið og flugvélarnar

Samantekt frá flugdeginum á Reykjavíkurflugvelli 3. júní 2023. Rætt er við nokkra sem komu að skipulagningu og dagskrá hátíðarinnar m.a. listflugmennina Snorra Bjarnvin Jónsson og Luke Penner. Fjölmargir gestir nýttu tækifærið til að skoða gamlar og nýjar flugvélar, sjá ýmsan búnað sem tilheyrir flugvallarekstri og fræðast um leið um flugið, en þetta var í fyrsta sinn í 4 ár sem flugdagur er haldinn á Reykjavíkurflugvelli. Viðmælendur eru: Matthías Sveinbjörnsson, Dagbjartur Einarsson, Sigurjón Valsson, Arnar Emilsson, Gunnlaugur Rafn Björnsson, Jón Karl Snorrason, Helgi Þorsteinsson, Matthías Arngrímsson, Berglind Heiða Árnadóttir, Jóhann Óskar Borgþórson, Sif Björnsdóttir, Reynald Hinriksson, Snorri Bjarnvin Jónsson, Luke Penner, Jiri Prusa, Jónas Sturla Sverrisson, Linda Gunnarsdóttir, Ásmundur Guðnason, Garðar Sigurvaldason. Sýningagestir sem rætt er við í þættinum eru: Ólöf Októsdóttir og Jóhann Orri Einarsson, Katrín Björg Svavarsdóttir, vinirnir Jóhann og Róbert, Ari Bergur Garðarsson og Garðar Árnason.
8/31/20231 hour, 19 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

#61 – Forystumaður í fluglækningum á Íslandi – Þengill Oddsson

Rætt er við Þengil Oddsson yfirlækni á heilbrigðisskor Samgöngustofu, en hann á að baki magnaðan áratuga feril í bæði flugi og lækningum og er sá sem leitað er til þegar upp koma vafamál varðandi heilbrigðisvottorð fyrir flugáhafnir. Þengill sinnir alþjóðlegu samstarfi fyrir hönd Íslands og þekkir vel hvaða mál eru þar helst til umræðu og hvaða breytingar eru í farvatninu eins og varðandi hámarksaldur flugmanna, geðheilbrigðismál og fleira. Hann hefur frá um árabil verið forystumaður í fluglækningum á Íslandi, en starfaði einnig lengi sem héraðslæknir á Vopnafirði og fluglæknir hjá Landhelgisgæslunni.
8/24/20231 hour, 35 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

#60 – Ásókn í flugnám hrundi - 4 byrjuðu í janúar og áhugi að aukast á ný - Óskar Pétur Sævarsson

Rætt er við Óskar Pétur Sævarsson forstöðumann Flugakademíu Íslands um stöðu atvinnuflugnáms í dag og horfurnar framundan. Á kóvid tímanum hrundi aðsókn í atvinnuflugnám hérlendis eins og víðar um heim. Nú þegar atvinnugreinin er að taka all hressilega við sér á nýjan leik gæti blasað við skortur á sérhæfðu starfsfólki sem fylgir auknum umsvifum flugfélaganna. Óskar Pétur telur nauðsynlengt að koma flugnáminu inn í menntakerfið hérlendis og kallar eftir því að ríkið komi með meiri og betri hætti að kostnaði íslenskra nemenda við flugnámið, líkt og gert er á hinum Norðurlöndunum.
5/12/202357 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

#59 – Airbus vann Boeing í keppninni um Icelandair – Bogi Nils Bogason

Rætt er við Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair um þá ákvörðun félagsins að semja við Airbus í stað Boeing varðandi endurnýjun flugflotans. Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um kaup á allt að 25 Airbus XLR vélum og er ætlunin að innleiðing á LR vélum byrji árið 2025. Bogi ræðir einnig afkomu félagsins á fyrsta ársfjórðungi, horfurnar framundan og ýmsar áskoranir sem við blasa.
5/5/202344 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

#58 – Tekjur Play og Iceair hækka – eftirspurnin mikil - Co2 skatturinn kemur – Hans Jörgen Elnæs

Rætt er við norska fluggreinandann Hans Jörgen Elnæs um stöðu og horfur á evrópskum flugmarkaði og einkum stöðu íslensku flugfélaganna Icelandair og Play. Tekjur þeirra og sætanýting hefur verið afar góð síðustu mánuði og íslensku félögin hafa líkt og fleiri verið að auka verulega framboð á ferðum og kynna nýja áfangastaði. Hans Jörgen segir allt útlit fyrir að eftirspurnin eftir flugi á Atlantshafinu verði umfram framboð flugfélaganna yfir háannatímann í sumar. Farið er yfir þann öra vöxt sem félögin standa bæði í þessa mánuðina og fjallað um mögulegar hættur framundan í rekstri flugfélaganna og í ferðaþjónustunni hérlendis. Viðtalið var tekið upp um miðjan apríl.
4/26/202355 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

#57 – EDA Live – „Lucky“ með blóðbragð í munni og rák í brók – Einar Dagbjartsson

Rætt er við Einar Dagbjartsson flugstjóra frá Grindvík sem á skrautlegan og merkilegan feril í fluginu og lífinu almennt. Einar segir frá uppvextinum suður með sjó og hvernig hann leiddist út í að læra atvinnuflugið sem hann hefur starfað við í um 40 ár með hléum. Einar hefur barist við bakkus og sigrast á þunglyndi og liðsinnir í dag öðrum sem glíma við erfiðleika af þeim toga. Þátturinn var tekinn upp með áhorfendum í sal Mossley í Kópavogi.
4/17/20231 hour, 18 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

#56 – Skortur á starfsfólki gæti hamlað vexti – kynna þarf og efla flugnám – Matthías Sveinbjörnsson

Rætt er við Matthías Sveinbjörnsson forseta Flugmálafélags Íslands um uppganginn sem nú er í fluginu eftir nokkur mögur ár. Fyrirtækin eru farin að keppa um starfsfólk, einkum í sérhæfðari störfin. Aðsókn að námi tengdu flugi minnkaði í heimsfaraldrinum og gæti dregið dilk á eftir sér. Fjallað er um byltinguna sem er að verða í orkuskiptum í fluginu og yfirvofandi kolefnisskatt á flugleiðina til landsins. Þá segir Matthías segir stuttlega frá starfi tekjustýringar Icelandair þar sem hann er forstöðumaður, en deildin náði eftirtektarverðum árangri á síðasta rekstrarári.
3/24/20231 hour, 4 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

#55 - Fyrsta flugkona Íslands – ruddi brautina en fékk ekki tækifæri - Erna Hjaltalín

Fjallað er um Ernu Hjaltalín fyrstu flugkonu Íslands sem talin er ein merkasta kona íslenskrar flugsögu. Hún var önnur af sínum kynsystrum til að taka einliðaflugpróf, en fyrsta konan til að taka einkaflugmannspróf, atvinnuflugmannspróf og til að fá réttindi loftsiglingafræðings. Skyggnst er í gamlar og takmarkaðar heimildir um Ernu frá uppvaxtarárum hennar á Siglufirði og hennar baráttu lýst í stuttu máli, ásamt því að heyra viðtalsbrot við Ernu úr safni Ríkisútvarpsins. Lesari með umsjónarmanni er María Kristjánsdóttir.
2/27/202325 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

#54 – Forstjóri og flugstjóri á umrótartímum; Arnarflug – Íslandsflug o.fl. – Gunnar Þorvaldsson

Gunnar Þorvaldsson flugstjóri og fyrrum framkvæmdastjóri er gestur í þætti #54, en hann hefur haft aðkomu að óvenju mörgum flugfélögum á sínum langa ferli. Fyrst með stofnun Austurflugs á Egilsstöðum ásamt vini sínum Sigurði Aðalsteinssyni og í framhaldinu hjá Loftleiðum, Flugstöðinni h.f, Air Viking, Arnarflugi og Íslandsflugi. Gunnar tæpir hér á nokkrum atriðum á löngum og stórmerkilegum ferli og rifjar um skemmtilegar sögur.
1/26/20231 hour, 15 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

#53 – Vertíð í þjálfun - metfjölgun flugáhafna Iceair – Guðmundur Tómas Sigurðsson

Rætt er við Guðmund Tómas Sigurðsson ábyrgðarmann þjálfunar flugáhafna hjá Icelandair um vertíðina sem nú stendur yfir. Útlit er fyrir met í fjölda þeirra sem fara í þjálfun á þessu ári hjá félaginu og 3 flughermar í Hafnarfirði anna ekki þörfinni þegar mest lætur. Guðmundur Tómas segir hér frá áhugaverðri starfsemi í þjálfunarsetrinu í Hafnarfirði, áskorunum framundan og væntanlegri mönnunarþörf og hvernig félagið reynir að mæta henni.
1/19/202344 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

#52 – Andleg heilsa, peer support og áhrif covid – Jóhann Pétur Wium Magnússon

Rætt er við Jóhann Pétur Wium Magnússon flugsálfræðing um andlega heilsu þeirra sem starfa við flugið og kröfur þar um. Aukin umræða og vitund um nauðsyn andlegrar hreysti hefur breytt miklu á allra síðustu árum og samhliða hefur reglum verið breytt til að skapa þeim sem glíma við andlega vanlíðan úrræði til að leita sér hjálpar. Fjallað er um m.a. „peer support programs“ og áhrif Covid faraldursins á andlega líðan. Jóhann Pétur hefur hlotið margvíslega viðurkenningar í sínu fagi og starfar í dag fyrir ICAO – Alþjóða flugmálastofnunina. Rætt er um þær reglur sem gilda í dag, hverjar breytingarnar hafa verið á allra síðustu árum og hvað er í farvatninu.
1/10/202355 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

#51 - ISAVIA, endurheimtin í KEF og vöxturinn framundan – Sveinbjörn Indriðason

Sveinbjörn Indriðason forstjóri ISAVIA fer vítt yfir sviðið um fjölmörg og krefjandi verkefni félagsins. Reksturinn í Keflavík, stækkunaráform og þróun vallarins á næstu árum. Vel yfir 6 milljónir farþega fara um völlinn á þessu ári og í vetur munu fleiri flugfélög fljúga til Keflavíkur en nokkru sinni áður yfir vetrartímann. Sveinbjörn ræðir einnig ýmis atriði sem varða innanlandsflugvelli á Íslandi, varaflugvelli, stöðu Reykjavíkurflugvallar og flugleiðsöguþjónustunnar.
11/17/20221 hour, 35 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

#50 – Svaðilfarir, erfiðleikar og átök í þyrlurekstri LHG – Benóný Ásgrímsson og Páll Halldórsson

Rætt er við tvo af reynslumestu þyrluflugstjórum Íslands þá Benóný Ásgrímsson og Pál Halldórsson um þyrlurekstur Landhelgisgæslunnar. Báðir tóku þeir þátt í að endurskipuleggja allt starf þyrlusveitar gæslunnar frá grunni eftir mannskætt slys sem varð á TF-RÁN í Jökulfjörðum árið 1983. Benóný og Páll segja hér frá ýmsum erfiðleikum og átökum við að byggja upp þyrlurekstur LHG og frá sínum einstaka ferli í leitar- og björgunarflugi á Íslandi.
11/2/202259 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

#49 - Ein ánægjulegasta endurminningin þegar hreyfillinn sprakk– Gunnar Arthursson

Rætt er við Gunnar Arthursson flugstjóra sem lenti í frægri svaðilför á Fokker F-27 flugvél þegar annar hreyfillinn sprakk skömmu eftir flugtak frá Ísafjarðarflugvelli árið 1982. Gunnar segir frá þessu atviki og frá ýmsu áhugaverðu af sínum langa atvinnuflugmannsferli sem spannar yfir 40 ár. Hann upplifði m.a. ótrúlegar breytingar á vinnustað frá DC3 til Boeing 757/767, en Gunnar hætti störfum sem flugstjóri sökum aldurs árið 2004.
10/12/20221 hour, 24 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

#48 – Icelandair í sterkri stöðu eftir krísuástand síðustu ára – Bogi Nils Bogason

Rætt er við Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair um framtíðarplönin og viðsnúning í rekstri félagsins. Hann segir ótrúlegt afrek starfsfólksins að hafa komið félaginu á þann stað sem það er í dag á undraverðum tíma. Lausafjárstaða félagsins er sterk og uppbygging framundan eftir krísur síðustu árin. Rætt er um kjarasamninga framundan, flotamálin, innanlandsflugið og hvernig félaginu var forðað af bjargbrúninni árið 2020.
9/26/202256 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

#47 – Svefnheilsa og „Just Culture“ – Reykjavik Flight Safety Symposium

Rætt er við dr. Erlu Björnsdóttur sálfræðing og sérfræðing í svefnrannsóknum og Ingvar Tryggvason flugstjóra og fyrrum formann Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Þau eru bæði fyrirlesarar á Reykjavik Flight Safety Symposium sem haldið er í sjötta sinn í ár. Erla ræðir um mikilvægi svefns fyrir heilsu, líðan og árangur og Ingvar segir frá innleiðingu sanngirnismenningar eða „Just Culture“ í flugheiminum.
9/22/202235 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

#46 – Evidence Based Training umbyltir þjálfun flugáhafna – Davíð Ásgeirsson

Rætt er við Davíð Ásgeirsson flugstjóra og eftirlitsmann hjá bresku flugmálastjórninni, en hann hefur á síðustu árum sérhæft sig í Evidence based training (EBT)eða hæfnimiðaðri þjálfun flugáhafna. Þar er um að ræða algjöra kúvendingu í allri nálgun og viðmiðum fyrir endurmenntun og síþjálfun flugmanna. Farið er aðeins yfir litríkan feril Davíðs í fluginu, þegar hann var m.a. hjá EasyJet og síðar WOW air og nú sérfræðistörf hans hjá bresku flugmálastjórninni.
8/27/20221 hour, 8 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

#45 - Erfiður tími að baki, nýjar áskoranir en bjart framundan – Þ. Haukur Reynisson

Rætt er við Þórhall Hauk Reynisson flugrekstrarstjóra Icelandair um gríðarlegar áskoranir í rekstrinum síðustu árin og um stöðu félagsins í dag og horfurnar framundan. Haukur eins og hann er kallaður rifjar einnig upp áhugaverða tíma á ferlinum eins og þegar hann hóf sinn feril sem flugmaður hjá Flugfélaginu Erni á Ísafirði og sinnti þar fjölbreyttum verkefnum, allt frá sjúkra- og póstflugi um Vestfirði til hjálparflugs í Afríku.
6/24/20221 hour, 12 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

#44 - Frelsið í fisfluginu heillar – Jónas Sturla Sverrisson

Jónas Sturla Sverrisson segir hér frá starfsemi Fisfélags Reykjavíkur og gríðarlegum uppgangi í greininni. Sífellt fleiri sækja í fisflugið frekar en einkaflug af ýmsum ástæðum og njóta þannig frelsisins að fljúga um landið. Jónas hefur langa reynslu af fisflugi og fræðir hlustendur m.a. um reglur sem gilda um þessa grein flugsins og um baráttu fyrir tilvist félagsins m.a. innan þjóðgarða.
6/16/202244 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

#43 – Lifði mannskætt flugslys en aldrei hræddur – Páll Stefánsson

Rætt er við Pál Stefánsson fyrrverandi flugstjóra um langan og merkilegan feril hans í fluginu og um aðkomu hans að námskeiðshaldi fyrir fólk með flughræðslu sem hann hefur unnið við í um aldarfjórðung. Páll lifði af flugslysið sem varð á Mykinesi í Færeyjum árið 1970, þá sem ungur atvinnuflugmaður. Þrátt fyrir slysið hélt hann ótrauður áfram og hefur í gegnum bæði blómlega og róstursama tíma í fluginu, átt yfir fjörutíu ára farsælan feril sem atvinnuflugmaður.
5/12/20221 hour, 17 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

#42 – Flughræðslan og ráð við henni – Álfheiður Steinþórsdóttir

Rætt er við Áfheiði Steinþórsdóttur sálfræðing sem hefur lengi aðstoðað fólk við að vinna bug á flughræðslu. Hún segir mikinn árangur hafa náðst á námskeiðum sem haldin hafa verið á vegum Icelandair á fyrir þá sem vilja læra njóta þess að fljúga. Mörg hundruð manns hafa sótt slík námskeið á undanförnum árum. Rætt er við Álfheiði um hvað veldur kvíða og flughræðslu og hvernig megi vinna bug á hræðslunni.
5/10/202227 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

#41 – NICEAIR – Til útlanda beint frá AEY - Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson

Rætt er við Þorvald Lúðvík Sigurjónsson flugmann og athafnamann á Akureyri um hið nýstofnaða félag NiceAir. Þorvaldur Lúðvík hefur verið að fjúga allt sitt líf og fengið útrás fyrir því áhugamáli með ýmsu móti. Nú leiðir hann nýtt fyrirtæki sem stofnað er til að standa í fyrsta sinn að reglubundnu áætlunarflugi milli Akureyrar og annarra landa. Þorvaldur Lúðvík segir frá undirbúningi og viðskiptamódeli nýja félagsins og ræðir framtíðarplönin, ásamt ýmsu fleiru sem hann hefur fengist við á lífsleiðinni.
4/13/20221 hour, 2 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

#40 – Flugumferðarstjórn og ör tækniþróun – Guðmundur Karl Einarsson

Sérhæft starf flugumferðarstjóra er til umfjöllunar í þessum þætti þar sem rætt er við Guðmund Karl Einarsson vaktstjóra í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík. Hann segir hér frá starfi flugumferðarstjóra sem hann hefur sinnt í tæp 20 ár og veitir hlustendum innsýn í vinnuna í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík. Guðmundur hefur tekið virkan þátt í margs konar þróunarvinnu á síðustu árum og þekkir því vel til þeirra öru tæknibreytinga sem hafa orðið á sviði flugumferðarstjórnar á síðustu árum og hvaða breytingar eru helst í vændum. Um 150 flugumferðarstjórar starfa hérlendis og sinna einu stærsta flugsjórnarsvæði heimsins. Viðtalið var tekið í janúar 2022.
4/5/202257 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

#39 – Sóknarhugur og uppbygging Icelandair á ný – Jens Bjarnason

Rætt er við Jens Bjarnason framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Icelandair um uppbyggingu félagsins sem nú stendur yfir. Jens segir félagið í sóknarhug og menn vilji vanda sig við að endurreisa og stækka fyrirtækið. Hann hefur verið viðloðandi flugrekstur áratugum saman og gengt ýmsum störfum fyrir Icelandair og fleiri á sínum ferli. Jens er doktor í verkfræði, með óbilandi áhuga á flugi og er bjartsýnn á að umsvif Icelandair muni vaxa hratt þegar kófinu slotar. Tækifærin blasi við.
1/24/202258 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

#38 – PLAY – með lægra verð á krefjandi markað - Birgir Jónsson

Birgir Jónsson forstjóri flugfélagsins Play segir hér frá stofnun félagsins og sinni aðkomu að hinu nýja íslenska lággjaldaflugfélagi. Hann trúir því að félagið geti vel þrifist á krefjandi flugmarkaði ólíkt forverum sínum, ef rétt er staðið að málum. Birgir ræðir hér um stöðu félagsins og horfurnar framundan, ýmis deilumál sem komið hafa upp síðustu mánuði, hrekur ýmsar kjaftasögur úr bransanum og segir skemmtilega frá ferli sínum, bæði sem trommari og framámaður í viðskiptalífi hér heima og erlendis.
1/13/20221 hour, 12 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

#37 – ÍS-lendingar á Suðurskautslandinu – leigflug á mörgæsaslóðum

Rætt er við August Håkansson flugstjóra og verkefnastjóra, Rósu Björg Gunnarsdóttur flugfreyju og Arnar Þór Jóhannsson flugvirkja um leiguflug sem þau hafa verið að sinna til Suðurskautslandsins. Um er að ræða leiguflug þar sem flogið er frá Punta Arenas í Chile og lent á flugbraut sem er nokkur hundruð metra þykk íshella á Suðurskautslandinu. Flugið á lítið skylt við venjulegt áætlunarflug og hefur krafist mikils undirbúnings. Árni Hermannsson framkvæmdastjóri Loftleiða segir einnig stuttlega frá tilurð þessa verkefnis.
12/17/20211 hour, 48 seconds
Episode Artwork

#36 – Regluverkið eitt skilar ekki auknu flugöryggi – Kári Guðbjörnsson

Rætt er við Kára Guðbjörnsson flugstjóra, flugumferðarstjóra og prófdómara til áratuga, en hann hefur m.a. getið sér gott orð fyrir námskeið og öryggisfundi fyrir einkaflugmenn og flugklúbba á síðustu árum og hefur talað fyrir aukinni samvinnu milli grasrótar flugsins og flugmálayfirvalda. Kári er hafstjór af fróðleik um flugmál og er ófeiminn við að gagnrýna ýmislegt sem hann telur að betur mætti fara bæði í einkaflugi og atvinnuflugi. Kári er búsettur í Þýskalandi og þátturinn var tekinn upp sumarið 2021 þegar hann var á Íslandi.
11/26/20211 hour, 32 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

# 35 - Ævintýri að fljúga fyrir Atlanta um allan heim – Kristín María Grímsdóttir

Rætt er við Kristínu Maríu Grímsdóttur flugstjóra á Boeing 747 jumbó breiðþotu hjá Air Atlanta. Kristín María er þrátt fyrir ungan aldur búin að ferðast vítt og breitt um heiminn í starfinu, en hún hóf störf sem atvinnuflugmaður hjá Atlanta aðeins 24 ára gömul og segist alltaf hlakka til nýrra ævintýra í vinnunni. Ýmsar áskoranir eru fyrir unga konu að vinna sem flugmaður á framandi slóðum þar sem réttindi kvenna eru jafnvel mjög takmörkuð. Kristín María segir hér frá ævintýralegu starfi fyrir Atlanta og við fáum örlitla innsýn í þennan heim og hvernig það er fyrir unga konu að samræma fjölskyldulíf á Íslandi og starfsframa sem flugstjóri út um allan heim.
10/20/202146 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

#34 – Verið hótað og boðnar mútur í starfi hjá ICAO – Þormóður Þormóðsson

Þormóður Þormóðsson segir hér frá störfum sínum í einni af stærstu deildum ICAO Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, en hann annast þar eftirlit með að aðildarríkin sinni því sem þau eiga að sinna í öryggis- og gæðamálum. Þormóður lærði Aircraft maintenance management við Embry-Riddle Aeronautical Háskólanum, hann er lærður atvinnuflugmaður og að auki með meistaragráðu í hagfræði. Hann hefur lent í ýmsu í sínu starfi, verið hótað og boðnar mútugreiðslur gegn því að hagræða niðurstöðum. Í þættinum fá hlustendur að fræðast um hans feril og heyra ótrúlegar sögur af starfinu sem Þormóður hefur sinnt í úttektum í fluginu um allan heim.
9/24/20211 hour, 3 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

# 33 – íslensk-ameríski herflugmaðurinn – John S. Magnusson

Rætt er við Jón S. Magnússon sem byrjaði sitt flugnám á Íslandi á áttunda áratugnum og hélt síðan áfram flugnáminu í bandaríska sjóhernum. Hann er líkega einn fárra ef ekki eini Íslendingurinn sem hefur flogið í US Navy. Hann segir hér frá stórmerkilegum ferli, hvernig það var að vera í sjóhernum og t.d. að lenda á flugmóðurskipi. Jón átti einnig yfir 30 ára flugmannsferil hjá Northwest Airlines og síðar Delta Airlines þar sem hann hann var m.a. flugstjóri í fyrsta áætlunarflugi Delta í farþegaflugi til Íslands frá bæði New York og Minneapolis.
9/13/20211 hour, 1 minute, 49 seconds
Episode Artwork

#32 –Í farabroddi í innanlandsflugi – Sigurður Aðalsteinsson

Sigurður Aðalsteinsson segir hér frá upphafsárum sínum í fluginu á Akureyri, þegar hann ásamt fleirum keypti Norðurflug af Tryggva Helgasyni flugstjóra og læriföður sínum. Til varð Flugfélag Norðurlands sem Sigurður tók þátt í að reka í nærri aldarfjórðung frá 1974 til 1997 og skilur eftir sig merkileg spor í flugsögunni. Hann var einnig annar tveggja stofnenda Austurflugs á Egilsstöðum og sinnti á flugrekstri með ýmsum hætti ásamt flugmannsstarfinu. Hann segir líka frá ýmsum ævintýrum úr fluginu hér innanlands og á Grænlandi og hvernig flugmannsstarfið tók stakkaskiptum á hans starfstíma.
6/19/202158 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

#31 – Þrautgóður á raunastund - Björn Pálsson sjúkraflugmaður

Þátturinn er tileinkaður Birni Pálssyni flugmanni. Saga hans er ein merkasta saga íslensks flugmanns því líf hans og flugmannsstarf var helgað því að koma fólki til hjálpar í neyð og að hjálpa veikum og slösuðum. Björn varð þjóðkunnur fyrir frumkvöðlastarf sitt sín við sjúkraflugið og þeir voru margir sem áttu honum líf sitt að launa. Í heilan áratug frá 1950 til 1960 flaug Björn sjúkraflug á eins hreyfils flugvélum sem ekki tóku nema einn sjúkling og lækni eða fylgdarmann. Björn stofnaði ásamt Flugfélagi Íslands fyrirtækið Flugþjónustuna hf. árið 1965 og rak það til dauðadags. Áður en yfir lauk hafði Flugþjónustan flutt á fjórða þúsund slasaðra eða sjúkra. Í þættinum er rætt við Gunnar Heiðar Guðjónsson flugmann sem starfaði um tíma hjá Flugþjónustunni undir handleiðslu Björns Pálssonar á sjöunda áratugnum. Einnig eru birt valdir kaflar úr viðtölum við Björn sem birtust í Ríkisútvarpinu árið 1970 þar sem hann segir m.a. frá stórmerkilegum sjúkraflugsferðum á sínum ferli. Björn fórst í flugslysi árið 1973.
6/2/20211 hour, 34 seconds
Episode Artwork

#30 – Icelandair í gang á ný – Bogi Nils Bogason

Rætt er við Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair Group um stöðuna og sóknarfærin framundan. Icelandair er að koma starfseminni í gang aftur eftir erfiða tíma. Félagið er að fjölga flugferðum hratt og bæta við starfsfólki því eftirspurn eftir flugi er að aukast. Bogi ræðir hér um aukna möguleika með tilkoma Max vélanna, sem eru að nýtast enn betur en reiknað hafði verið með inn í leiðakerfi félagsins. Vélarnar opna einnig möguleika á áfangastöðum og tíðni sem ekki var arðbært með eldri vélum. Fjallað er um samkeppnina í fluginu, tækifærin með breiðþotum í fraktflugi, innanlandsflugið, Loftleiðir og margt fleira.
5/19/202154 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

#29 – Ferðaviljinn og frelsi að aukast – Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

Það er útlit fyrir viðspyrnu í ferðaþjónustunni á næstu mánuðum og af því tilefni er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra gestur í þætti #29. Hún segir ferðaþjónustufyrirtækin merkja aukna eftirspurn á næstunni samhliða auknum bólusetningum og meira frelsi til ferðalaga milli landa. Reynsla stjórnvalda af því að opna landamærin fyrir fólki með bólusetningarvottorð er mjög góð og hefur enginn með slík vottorð mælst með veiruna í sér. Þórdís vonast til að aðgerðir á landamærum verði ekki til þess að koma í veg fyrir að fólk nenni að ferðast og er bjartsýn á að ferðaþjónustan taki hratt við sér.
4/27/202155 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

#28 – Air Atlanta á fullu í faraldrinum– Baldvin Már Hermannsson forstjóri

Rætt er við Baldvin Má Hermannsson ungan forstjóra Air Atlanta sem hefur á síðustu tveimur áratugum unnið fjöbreytt störf í fluginu og unnið sig til metorða innan fyrirtækisins. Hann segir hér frá þeim ótrúlegu áskorunum sem Air Atlanta hefur staðið frammi fyrir síðustu misserin og gerir enn. Air Atlanta flutti árið 2019 yfir 1,2 milljónir farþega en þegar eftirspurn eftir farþegaflugi hrundi vegna Covid 19 faraldurs í ársbyrjun 2020, breytti félagið algerlega um kúrs og fór alfarið í fraktflutninga á B747 þotum. Sú breyting ásamt gríðarlegum aðahaldsaðgerðum, gerði það að verkum að félagið skilaði hagnaði á síðasta ári og áætlar að gera það einnig á þessu ári.
4/14/202145 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

#27 – Flugævintýri í Landgræðslu - Páll Halldórsson og Sveinn Runólfsson

Rætt er við Pál Halldórsson flugmann og fyrrum flugstjóra hjá Landhelgisgæslunni og Svein Runólfsson fyrrum Landgræðslustjóra. Tilefnið er að þeir félagar hafa tekið saman efni í glæsilega bók sem er að koma út um hið stórmerkilega ævintýri sem unnið var á eins hreyfils flugvélum við að græða upp örfoka land á árunum 1958 til 1992. Þeir Páll og Sveinn segja hér stuttlega frá þessu merka frumkvöðlastarfi, flugvélunum, starfsfólkinu og ekki síst flugmönnunum sem tóku þátt í þessu áhættusama flugi. Páll var fyrsti flugmaðurinn sem ráðinn var beint til starfa hjá Landgræðslunni tvítugur að aldri og Sveinn var starfsmaður hjá Landgræðslunni í upphafi áburðarflugsins og varð síðar landgræðslustjóri um áratuga skeið.
3/31/202143 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

#26 – Allt um rannsóknir flugslysa – Þorkell Ágústsson hjá RNSA

Fjallað er um flugslysarannsóknir og hvernig þeim er háttað í þætti #26 með Þorkel Ágústssyni rannsóknarstjóra flugsviðs hjá Rannsóknarnefnd Samgönguslysa. Þorkell hefur unnið lengi við flugslysarannsóknir og segir frá sínum störfum, um það hvernig þessar rannsóknir fara fram og hvernig unnið er með niðurstöðurnar. Rannsóknir á atvikum og slysum eru gríðarlega stór þáttur í að viðhalda og auka flugöryggi. Þetta snýst ekki bara um slysin sem komast í fréttirnar heldur líka ýmis atvik sem verða og rata jafnvel aldrei í fjölmiðla. Rannsókn á örsökum slíkra atvika, getur komið í veg fyrir önnur sambærileg atvik og jafnvel mannskæð slys síðar.
3/26/202148 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

#25 – Prakkari, veiðimaður og flugmaður – Ásgeir Guðmundsson

Ásgeir Guðmundsson flugmaður segir hér frá litríkum ferli sínum í fluginu og ýmsum prakkarastrikum. Ásgeir hefur mætt áföllum af æðruleysi, er lífsglaður og þekktur fyrir alls konar uppátæki og sögur. Hann var flugstjóri hjá Cargolux þegar þegar hann lenti í alvarlegu flugslysi ásamt vini sínum á lítilli einkaflugvél á Austurlandi í júlí árið 2009. Þá breyttist líf hans á svipstundu. Ferlinum sem atvinnuflugmaður lauk og hann missti góðan vin sem var með honum í vélinni. Ásgeir segir hér frá slysinu og þeim verkefnum sem hann hefur glímt við eftir þessa erfiðu lífsreynslu, en ekki hvað síst frá skemmtilegum ferli og fólki í fluginu.
3/17/202149 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

#24 – Flugöryggi og varavellirnir – Ingvar Tryggvason form. ÖFÍA

Ingvar Tryggvason formaður Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna og flugstjóri ræðir hér um ýmis öryggismál í fluginu. Ingvar hefur á liðnum árum verið ötull talsmaður flugöryggis í tengslum við starf sitt. Nú er vakning í uppbyggingu og viðhaldi innviða eins og helstu flugvalla landsins, sem m.a. þjóna sem varaflugvellir fyrir flugumferð. Það má samt alltaf gera betur varðandi öryggisbúnað á flugvöllum og það er líka tilfellið með fullkomnasta völl landsins Keflavíkurflugvöll sem Ingvar fer m.a. yfir í þættinum.
3/10/202143 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

#23 – Forstjóri Icelandair í 10 ár - Björgólfur Jóhannsson

Björgólfur Jóhannsson var nýbyrjaður sem forstjóri Icelandair Group þegar efnhagshrunið varð haustið 2008. Hann sigldi félaginu í gegnum erfiða tíma í kjölfar hrunsins og í mörg ár þar á eftir stýrði hann Icelandair á mesta blómaskeiði þess frá upphafi. Björgólfur segir hér frá þessum merkilega tíma í flugsögunni, frá samkeppninni við WOW og fleiri flugfélög, samskiptum við stéttarfélögin, fjárfestingu í flugrekstri á Grænhöfðaeyjum sem hann hefur enn trú á og margt fleira.
3/3/20211 hour, 26 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

#22 – Flugmaður í nær 60 ár - Hallgrímur Jónsson, Moni

Hallgrímur Jónsson flugmaður og fyrrverandi yfirflugstjóri hjá Icelandair segir frá viðburðum og upplifunum á ótrúlega löngum ferli í fluginu. Hallgrímur, eða Moni eins og hann er kallaður, hóf ferilinn 1960 og er enn að. Eftir 42 ára starf sem atvinnuflugmaður í farþegaflugi hefur hann unnið við þjálfanir og tekið á annað þúsund flugnema í próf á öllum stigum flugnámsins. Hann er enn starfandi og nú á mælingaflugvél fyrir ISAVIA og er ötull einkaflugmaður á mörgum af sömu flugvélategundunum og hann hóf ferilinn á 1960.
2/24/20211 hour, 3 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

#21 - Unga fólkið, flugnámið og kreppan – Hildur og Leó Freyr

Rætt er við tvo fulltrúa úr hópi ungra flugmanna á Íslandi. Hildur Þórisdóttir Kjærnested útskrifaðist með skírteini atvinnuflugmanns í árslok 2019 og fékk svo kreppuna í fangið. Hún telur að sumir muni gefa flugið upp á bátinn, en sjálf sér hún ekki fyrir sér starfsframa í neinu öðru. Leó Freyr Halldórsson gegnir stöðu Flight operations manager hjá Flugakademíu Íslands þar sem tugir sitja nú í bóklegu atvinnuflugmannsnámi og um 300 manns sinna verklegu námi á ýmsum stigum. Leó Freyr er sjálfur í flugnámi samhliða vinnunni og segir frá flugnáminu og þeim leiðum sem hægt er að fara til að láta drauminn rætast og læra fjúga.
2/17/202158 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

#20 - Í forystusveit fyrir flugmálum Íslands – Leifur Magnússon

Leifur Magnússon segir hér frá þeim merkilega tíma þegar hann starfaði við hlið Agnars Kofoed-Hansen þá flugmálastjóra Íslands á sjöunda og áttunda áratugnum og barist var fyrir hagsmunum Íslands á alþjóðlegum vettvangi. Leifur starfaði við flugið með einum eða öðrum hætti um áratuga skeið og var árið 1979 heiðraður með riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf á sviði flugmála. Auk þess að vera einkaflugmaður og afreksmaður í svifflugi þá leiddi Leifur þróun flugflota Flugleiða þegar sú stóra ákvörðun var tekin að byrja með tveggja hreyfla þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. Um ágæti þess var deilt á sínum tíma og á níunda áratugnum var jafnvel umræða um að hætta alfarið flugi til Ameríku.
2/10/202144 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

#19 – Ábyrgð flugvirkja er við farþegana – Guðmundur form. Flugvirkjafélagsins

Guðmundur Úlfar Jónsson formaður Flugvirkjafélags Íslands segir frá störfum flugvirkja og stöðunni í þessari iðngrein, sem Íslendingar hafa lagt fyrir sig allt frá því að fyrstu flugvélarnar flugu hérlendis. Hátt í 500 flugvirkjar í Flugvirkjafélagi Íslands eru starfandi í dag þrátt fyrir kreppuna í fluginu. Ásókn í flugvirkjun er góð og vinnan fjölbreytt og skemmtileg að sögn Guðmundar. Störfin eru oft vandasöm og flugvirkjar taka alvarlega þá þungu ábyrgð sem þeir bera gagnvart öryggi flugfarþega.
2/3/202141 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

#18 - Flugsveit LHG flýgur í öllum veðrum – Sigurður yfirflugstjóri

Sigurður Heiðar Wiium yfirflugstjóri á björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar segir hér frá öflugri flugstarfsemi LHG og ýmsum erfiðum björgunarferðum við ómögulegar aðstæður, þar sem gæða þjálfun og útsjónarsemi þarf til að allt gangi upp. Flugsveit LHG fer af stað í hvaða veðri sem er þegar kallið kemur, að nóttu sem degi. Sigurður segir að gera megi betur í innviðum fyrir björgunarþyrlurnar og setja upp fleiri veðurstöðvar og sérstök þyrluaðflug. Sigurður rifjar einnig upp þegar hann nauðlenti Dauphin þyrlu á sjónum í Straumsvík árið 2007.
1/27/202157 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

#17 – Lifði flugskeytaárás og brotlendingu á 45 ára ferli – Harald Snæhólm flugstjóri

Harald Snæhólm flugstjóri hefur upplifað ótrúlega hluti á um 45 ára löngum ferli sem flugmaður. Hann hóf atvinnuflugmannsferil á sjóflugvélum í Noregi og lauk ferlinum á Boeing 767 breiðþotu hjá Icelandair. Á einhvern óskiljanlegan hátt slapp hann ómeiddur frá flugskeytaárás þegar hann sinnti hjálparflugi til Biafra og hann var einn þeirra sem komst lífs af úr brotlendingu DC-8 þotu Loftleiða á Sri Lanka árið 1978. Harald segir hér skemmtilega frá sjálfum sér og litríkum ferli í fluginu.
1/20/202141 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

#16 - Flugfreyjan. Starfið, ævintýrin, glamúrinn og álagið með Dillý flugfreyju

Sigurlaug Halldórsdóttir flugfreyja eða Dillý eins og hún er kölluð, hefur starfað sem flugfreyja í nær 40 ár. Hér segir hún frá starfinu, ferlinum, ferðalögum og ævintýrum. Sjálf segist alla tíð hafa ætlað í flugið, en móðir hennar var flugfreyja um borð í Hrímfaxa, Viscount flugvél Flugfélags Íslands, sem fórst við Osló 1963 þegar Dillý var aðeins 3 ára. Stórmerkileg frásögn einstaklega drífandi konu sem hefur gert flugið að sínu ævistarfi.
1/13/20211 hour, 1 minute, 45 seconds
Episode Artwork

#15 - Nýtt ár - nýtt upphaf Icelandair – verðum tilbúin segir yfirflugstjórinn – stutt í MAXinn

Linda Gunnarsdóttir yfirflugstjóri Icelandair fer yfir ýmsa viðburði í rekstri félagsins árið 2020 og áskoranir sem þeim hefur fylgt. Alvarlegt flugatvik í Keflavík, Kínaflug, kófið og margt fleira. Hún segist bjartsýn í upphafi nýs árs og félagið verði tilbúið að bregðast hratt við þegar markaðir taka við sér. Hún vonast til að Max vélarnar verði komnar í leiðakerfið í mars/apríl.
1/6/202150 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

#14 - Ernir 50 ára - Elsta starfandi félagið á sömu kennitölu - Hörður og Jónína

Hjónin Hörður Guðmundsson og Jónína Guðmundsdóttir stofnuðu stórhuga flugfélagið Ernir í Bolungarvík árið 1970 og hófu rekstur á Ísafjarðarflugvelli. Hér er rætt við þau hjónin í tilefni 50 ára afmælisins og stiklað á nokkrum þáttum í stórmerkilegri sögu flugfélagsins; félags sem þau hafa verið vakin og sofin yfir alla tíð.
12/30/20201 hour, 22 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

#13 – Gerviverktaka = undirboð og ólíðandi meinsemd - Sara Hlín Sigurðardóttir

Sara Hlín Sigurðardóttir er flugstjóri og lögfræðingur sem hefur vakið athygli á meinsemd sem gerviverktaka er í fluginu og reyndar fleiri atvinnugreinum. Hún kallar eftir breytingum þegar flugfélög rísa upp að nýju úr Covid-kreppunni. Að stjórnvöld beiti sér fyrir samfélagslega ábyrgum flugsamgöngum og komi í veg fyrir ójafna samkeppni flugfélaga á grundvelli undirboða á vinnumarkaði.
12/23/202047 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

#12 – Samgönguráðherra og flugmálin – RVK-flugvöllur, útboðið, flugstefna o.fl.

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra fer yfir flugmálin vítt og breitt í þessum þætti. Hann telur ótímabært af borginni að skipuleggja Vatnsmýri undir annað en flugvöll í ljósi gildandi samkomulags ríkis og borgar. Einnig er fjallað um gagnrýni á útboð í innanlandsflugi og brotalamir í því ferli. Þá er fjallað um flugstefnuna í samgönguáætlun, nýja loftbrú innanlands, frumvarp um hálendisþjóðgarð og margt fleira. Áhugafólk um flugmál ætti ekki að láta þennan þátt framhjá sér fara.
12/16/202045 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

#11 - Martröð í Mykinesi - íslenska flugslysið í Færeyjum

Flugslysið á Fokker Friendship í Færeyjum fyrir 50 árum er efni þessa þáttar í tilefni af nýrri bók um slysið. Rætt er við Hartvig Ingólfsson þá flugvirkja Flugfélags Íslands sem var sendur á slysstað og m.a. hífður upp háan hamravegg til að komast á vettvang. Einnig er rætt við Magnús Þór Hafsteinsson annan höfunda nýju bókarinnar og við heyrum sögu Valgerðar Katrínar Jónsdóttur flugfreyju sem hlaut mikið lof fyrir frammistöðu sína á vettvangi slyssins. Lesari í þættinum er María Kristjánsdóttir.
12/9/202052 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

#10 - Reykjavíkurflugvöllur er þjóðaröryggismál

Vakning er að verða um þjóðhagslega mikilvæga innviði landsins sem varða þjóðaröryggi og Reykjavíkurflugvöllur er þar undir. Hér er fjallað er um flugvöllinn og hlutverk hans. Rætt er við Njál Trausta Friðbertsson alþingismann og flugumferðarstjóra sem vill þjóðaratkvæði um völlinn. Njáll Trausti hefur á liðnum árum verið ötull talsmaður flugmála í opinberri umræðu. Hann vill að ríkið marki sér skýrari stefnu og taki upp öflugri varnir gagnvart stefnu Reykjavíkurborgar að koma flugvellinum og starfsemi hans burt.
12/2/20201 hour, 2 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

#9 - Kafteinninn gefur út sögur úr fluginu - Atli Unnsteinsson

Kafteinninn Atli Unnsteinsson er að gefa út bók með sögum úr fluginu. Hann á að baki 40 ára feril sem flugmaður og flugstjóri og er fyrir löngu orðinn alræmdur sögumaður í bransanum. Hér segir Atli frá tilurð bókarinnar og hustendur fá smá innsýn í efni bókarinnar.
11/25/202041 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

# 8 - Útboðsdeilur í innanlandsflugi

Rætt er við Kára Kárason flugrekstrarstjóra Flugfélags Austurlands, Friðrik Adolfsson framkvæmdastjóra Norlandair og Hörð Guðmundsson forstjóra Ernis um nýafstaðið útboð vegagerðarinnar í innanlandsflugi. Flugfélagið Ernir missir spón úr sínum aski eftir að samið var við Norlandair um flug á Bíldudal og Gjögur. Flugfélag Austurlands fær ekkert en var með lang lægsta tilboðið.
11/18/202055 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

#7 - Mannskæðasta flugslysið

Fjallað er um mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar þegar DC-8 þota Loftleiða fórst í aðflugi í Colombo á Sri Lanka 15. nóvember 1978. Rætt er við þrjú þeirra sem komust lífs af, Oddnýju Björgólfsdóttur flugfreyju, Þuríði Vilhjálmsdóttur fugfreyju og Harald Snæhólm flugstjóra.
11/11/202049 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

#6 - Fyrsti kvenflugmaður Icelandair - Sigríður Einarsdóttir

Sigríður Einarsdóttir flugstjóri er brautryðjandi kvenna í atvinnuflugi á Íslandi og segir hér frá merkilegum ferli sínum. Hún var fyrst kvenna til að vera ráðin flugmaður hjá Icelandair og mátti leggja ýmislegt á sig til að þykja ekki eftirbátur karla í stéttinni. Hún er í dag með reynslumestu flugstjórum félagsins og segist ekki hafa viljað starfa við neitt annað í gegnum árin, þrátt fyrir ákveðna fordóma gagnvart kvenflugmönnum.
11/6/202050 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

#5 - Rafmagnsflugvélarnar eru að koma - Matthías Sveinbjörnsson

Orkubylting er að verða í fluginu því rafmagns-, tvinn- og vetnisflugvélar munu gjörbreyta öllum flugrekstri á næstu árum. Matthías Sveinbjörnsson flugmaður og verkfræðingur segir hér frá nýjustu þróun í notkun nýrra aflgjafa í flugi. Matthías er líka forseti Flugmálafélags Íslands sem vinnur ötullega við að efla alla flugstarfsemi og hann þekkir þannig vel hversu flugið er nátengt hagsæld á Íslandi.
11/2/202041 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

# 4 - Frækileg sjúkraflug á Vestfjörðum - Guðmundur Harðarson

Guðmundur Harðarson flugstjóri hjá Cargolux hlaut riddaraskross í Luxemborg fyrir störf sín. Hann segir okkur frá ferlinum og krefjandi aðstæðum í sjúkraflugum á upphafsárunum hjá flugfélaginu Erni.
10/26/202044 minutes
Episode Artwork

#3 - Boeing 737 MAX

Boeing 737 MAX flugvélin er til umfjöllunar og farið yfir hvað Boeing þarf að laga og hvernig það verður gert með Þórarni Hjálmarssyni þjálfunarflugstjóra Icelandair. Jarðskjálfti uppá 5,6 hristi aðeins upp í þættinum.
10/20/202033 minutes, 1 second
Episode Artwork

# 2 - Salan á Bluebird Nordic

Steinn Logi Björnsson fer yfir söluna á Bluebird Nordic flugfélaginu til Avia Solutions, áform nýrra eigenda og breytingar í starfseminni.
10/17/202021 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

# 1 - Komum fluginu aftur í gang - formaður FÍA

Flugvarpið, fyrsti hlaðvarpsþátturinn um flugmál. Jón Þór Þorvaldsson formaður FÍA fer yfir stöðuna í fluginu og landamæralokanir og fleira.
10/13/202037 minutes