Winamp Logo
Fjallaspjallið Cover
Fjallaspjallið Profile

Fjallaspjallið

Icelandic, Sports, 1 season, 8 episodes, 9 hours, 57 minutes
About
Ferðafélag Íslands býður ykkur uppá skemmtilegt og fróðlegt spjall við fólk á fjöllum og ævintýri þeirra.
Episode Artwork

#8 Fjallaspjallið - Kjartan Long

Kjartan Long er einn af öflugustu íþróttaútivistarmonnum landsins og veit því sitt hvað um æfingar, hvernig er best að komast í form og undirbúning fyrir þátttöku í mótum og útivistarviðburðum. Kjartan er svo sannarlega fyrirmynd fyrir marga sem taka þátt í almenningsíþróttamótum og hefur hann verið mér ómældur innblástur þegar kemur þjálfun, úthaldi og undirbúningstímabilum.  Kjartan er jafnframt einn af landvættaþjálfurunum hjá Ferðafélaginu og er auk þess leiðsegir hann í fjallahjólaferðum og á tinda landsins. Það þarf varla að taka það fram að hann er gríðarlega vinsæll á samfélagsmiðli íþróttafólks, Strava. Það er óhætt að segja að hann búi yfir mikilli þekkingu og við komum víða við í þessum áttunda þætti af Fjallaspjallinu.
4/23/20211 hour, 3 minutes
Episode Artwork

#6 Fjallaspjallið - Helgi Ben

Helgi Ben er sannkallaður reynslubolti í útivist og fjallamennsku. Hann var einn af þeim fyrstu til þess að sækja sér þjálfun út fyrir landssteinana og takast á við tinda á erlendri grund. Hann hefur verið ötull leiðsögumaður og leiðbeinandi á hinum ýmsu námskeiðum og stóð lengi vaktina í helstu útivistarverslunum landsins. Helgi átti hæðarmet Íslendinga á háfjöllunum í 10 ár eftir að hann kleif fjallið Diran í Pakistan en hann var á ferðinni með einum af þekktustu fjallamönnum heims og Íslandsvininum Doug Scott. 
3/9/20211 hour, 8 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

#5 Fjallaspjallið - Brynhildur Ólafs og vetrarfjallamennska

Brynhildur Ólafs hefur komið víða við á útivistarferili sínum bæði sem leiðsögumaður og fjallgöngukona.  Hún er mikil fyrirmynd og hefur leitt fjölmarga íþróttamenn í gengum Landvættaprógramið, byggt upp Ferðafélag barnanna og ferðast nú á spennandi slóðir með Landkönnuðunum. Brynka er ófeimin við að deila reynslunni sinni og segir okkur frá því hvernig hún lærði að elska hlaup, vegferðinni að því að öðlast reynslu og verða leiðsögumaður sem og stundum sem fara beint inn á reynslubankann.   Hún hefur einnig synt yfir Ermasundið,  stýrt leiðangri yfir Vatnajökul og komið víða við.  Skemmtileg og hvetjandi frásögn hér á ferð.  Í seinni hluta þáttarins svörum við spurningum um vetrarferðamennsku sem við fengum sendar í gegnum samfélagsmiðla. Okkur bárust margar skemmtilegar spurningar og vetrarferðir hafa aldrei verið jafn vinsælar og nú.
1/23/20212 hours, 1 minute, 13 seconds
Episode Artwork

#3 Fjallaspjallið - Félagatal með Helga Jó

Hann er alltaf kallaður Helgi Jó og það er óhætt að segja að hann hafi verið ötull útivistarmaður síðustu ár. Helgi kemur víða við og hefur lokið Landvættaþrautinni, arkað um óbyggðir með Landkönnuðum og svo fer hann upp um fjöll og firnindi á  fjallaskíðum.  Það er hvetjandi og skemmtilegt að hlusta á Helga og við mælum eindregið með viðtalinu fyrir þá sem hugsa sér gott til glóðarinnar og stefna á að taka þátt í dagskrá Ferðafélagsins á nýju ári því það má læra margt af Helga og hans reynslu.
12/9/202029 minutes, 50 seconds