Winamp Logo
Einfaldara líf Cover
Einfaldara líf Profile

Einfaldara líf

Icelandic, Personal health, 39 seasons, 49 episodes, 14 hours, 30 minutes
About
Þetta er hlaðvarpið Einfaldara líf. Ég er kölluð Gunna Stella. Ég er eiginkona, fjögurra barna móðir og fósturmóðir sem elskar ferðalög, göngutúra og góðan mat. Síðastliðin ár hef ég yfirfært hugtakið einfaldara líf yfir á það sem ég geri dags daglega. Hvort sem það tengist heimilinu, fjölskyldunni, vinnunni eða áhugamálunum. Þetta hefur hjálpað mér að læra að njóta lífsins betur og einblína á það sem skiptir mig mestu máli. Markmið mitt með þessum hlaðvarpi er að hjálpa þér að finna leiðir til að einfalda lífið þitt líka!
Episode Artwork

48. Hvernig er hægt að skipuleggja sig betur?

Í þessum þætti fjalla ég um mikilvægi þess að gera eitthvað sem nærir og gleður. Ég segi ykkur frá nýju markmiði sem ég setti mér fyrir stuttu og hvernig þú getur mögulega gert slíkt hið sama. 
4/6/202213 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

12. Hvernig er best að takmarka áreiti?

Í þessum þætti gef ég ykkur innsýn í tímabil í lífi mínu þar sem ég þurfti að takmarka áreiti til muna. Ég varð að fá næði til að hugsa og vera. Einfaldara líf snýst líka um að taka stjórn yfir tíma sínum og lífi. Þessi þáttur er fyrir þig ef þú vilt læra að vera ekki bara gera! 
2/3/202112 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

11. Tæki og tól til að upplifa meiri hugarró

Í þessum þætti gef ég ykkur innsýn inn í það hvernig ég tekst á við erfiðar tilfinningar. Ég fjalla líka um nokkur tæki og tól sem ég hef nýtt mér til að upplifa meiri hugarró. Líka í miðjum heimsfaraldri.  Smelltu hér ef þú vilt vera með í Facebook hópnum Einfaldara líf - opinn hópur.       
1/27/202119 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

05. Settu súrefnisgrímuna fyrst á þig - viðtal við Barböru H. Þórðardóttur Fjölskyldufræðing

Í þessum þætti af Einfaldara líf spjalla ég við Barböru H. Þórðardóttur sem starfar sem Fjölskyldufræðingur hjá Lausninni. Barbara er gift og á fullt hús af börnum. Hún hefur stórt hjarta og þráir ekkert heitar en að hjálpa fólki að finna von. Við spjöllum um hvað skilgreinir okkur sem einstaklinga, fjölskylduna, jólahefðir og margt fleira. 
12/16/202055 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Einfaldara líf - Intro

Draumur minn um að byrja með hlaðvarpið einfaldara líf byrjaði fyrir rúmum tveimur árum síðan. Fæðingin hefur verið löng en gekk hratt á lokasprettunum. Í þessum þætti fer ég yfir það af hverju ég ákvað að byrja með hlaðvarp! 
11/14/20204 minutes, 34 seconds