Winamp Logo
Bráðavarpið Cover
Bráðavarpið Profile

Bráðavarpið

Icelandic, Personal/Lifestyle/Family, 1 season, 35 episodes, 21 hours, 46 minutes
About
Podcast by Bráðavarpið
Episode Artwork

Hlynur Höskuldsson - Þjálfun Úkraínskrahermanna

Hlynur Höskuldsson Bráðatæknir, sagði frá þjálfun Úkraínskra hermanna sem slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hefur komið að síðan í maí 2023.
10/21/202310 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Bráðavarpið Á EMS 2022

Bráðavarpið var á EMS2022 í Glasgow. Í þættinum fáum við örlitla innsýni í það hvað er um að vera á svona ráðstefnum og fáum létta leiðsögn um sýningarsvæðið á hvað þar fyrir augu ber.
5/24/202237 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Fyrsti Dagur EMS 2022

Bráðavarpið er á EMS 2022 í Glasgow í Skotlandi. Í þessum þætti fengium við þá Arnar Pál Gíslason bráðatækni og nýjan formann fagdeildar sjúkraflutningamanna og Sverri Örn Jónsson bráðatækni til þess að fara yfir atburði dagsins með okkur.
5/4/202235 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Aldís Arna Tryggvadóttir - Streituráðgjafi

Aldís Arna Tryggvadóttir streituráðgjafi kom til okkar í Bráðavarpið og fræddi okkur um streitu, hver eru einkenni streitu, hvað er hægt að gera í henni og allt þar á milli. Bráðavarpið er styrkt af landssambandi slökkviliðs og sjúkraflutningamanna. Sendið okkur endilega póst á [email protected] ef þið hafið hugmynd af umfjöllunar efni sem Bráðavarpið ætti að taka fyrir! Eins getið þið sent okkur skilaboð á Instagram og Facebook @bradavarpid.
1/20/202249 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Brad Newbury - Erfiðar Ákvarðanir

Brad Newbury, bráðatæknir og eigandi National Medical Education and Training Center, kom í spjall í Bráðavarpið. Brad Hélt fyrirlestur um erfiðar ákvarðanir, á námsstefnunni Á vakt fyrir Ísland sem haldin var dagana 22. og 23. október. við fengum Brad til þess að setjast niður með okkur og segja okkur í stuttu máli um hvað fyrirlestur hans fjallaði og einnig sagði Brad okkur frá skólanum sem hann rekur í Boston.
10/23/202125 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Tómas Guðbjartsson, hjarta og lungnaskurðlæknir. Á vakt fyrir Ísland

Tómas Guðbjartsson hjarta og lungnaskurðlæknir hélt áhugaverðan fyrirlestur á námsstefnunni Á vakt fyrir Ísland, sem haldin er að Landssambandi slökkviliðs og sjúkraflutningamanna á dögunum. Þar ræddi Tómas um meðferð hníf og skotáverka á Íslandi. Við fengum Tómas til þess að setjast niður með okkur í Bráðavarpinu og segja okkur frá fyrirlestrinum og fleira!
10/23/202147 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Sigríður B. Þormar - Hvernig Nálgumst Við Aðstandendur

Sigríður B. Þormar, Sálfræðingur og hjúkrunarfræðingur kom í spjall til okkar og fór yfir það hvernig gott væri að nálgast aðstandendur og aðkomendur að slysum og eða alvarlegum veikindum. Þátturinn er eins og venjulega í samstarfi við Landssamband slökkviliðs og sjúkraflutningamanna. Við minnum á námsstefnuna ,,Á vakt fyrir Ísland" sem fer fram dagana 22 og 23 Október næst komandi. Skráning á lsos.is
10/8/202138 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Már Kristjánsson Yfirlæknir Á A7

Már Kristjánsson Yfirlæknir á A7 smitsjúkdómadeild LSH og yfirmaður farsóttarnefndar LSH var gestur Bráðavarpsins í dag. Már kom til okkar í spjall í janúar 2020 og fannst okkur rétt að taka spjallið aftur, nú rúmu einu og hálfu ári síðar.
9/27/202135 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Heimilsofbeldi - Drífa Jónasdóttir Og Erla Sigríður Sigurðardóttir

Heimilsofbeldi er málefni sem þarf að ræða opinskátt. Til þess fengum við þær Drífu Jónasdóttur og Erlu Sigríði Sigurðardóttur í Bráðavarpið. Þær hafa hvor á sínu sviði kafað ofan í málin og deila hér með okkur sinni reynsu, þekkingu of sýn á hvernig heilbrigðisstarfsfólk ætti að nálgast verkefnið sem er heimilsofbeldi. Hér er linkur á skýrslu Drífu sem rædd er í þættinum: https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Sk%c3%bdrsla%20Dr%c3%adfu%20J%c3%b3nasd%c3%b3ttur%20um%20verklag%20%c3%ad%20heilbrig%c3%b0is%c3%bej%c3%b3nustu%20vi%c3%b0%20m%c3%b3tt%c3%b6ku%20%c3%beolenda%20heimilisofbeldis_27.8.2021%20(004).pdf?fbclid=IwAR2j8jekS294A9w6AUm90pyVfVKZXU-E7wyC9bhSq225KcwFI54Szy3723A
9/3/202151 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

Svandís Svavarsdóttir Heilbrigðisráðherra

Svandís Svavarsdóttir Heilbrigðisráðherra mætti í spjall í Bráðavarpið og fór yfir skýrslu starfshóps um framtíðarsýn í sjúkraflutningum og bráðaþjónustu til árins 2030. Málefni bráðaþjónustunnar eru ráðherra greinilega hugleikin og því mjög gaman að ræða þessa hluti við hana! Virkilega áhuga vert spjall sem er vel þess virði að hluta á!
8/23/202124 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Yousef Ingi Tamimi

Yousef Ingi Tamimi Hjúkrunafræðingur og Sjúkraflutningamaður í Svíþjóð kom í spjall til okkar í Bráðavarpið og fór yfir utanspítalaþjónustukerfið í Svíþjóð. Við ræddum einnig sjúkraflutninga í Svíþjóð á Covid tímum og margt annað skemmtilegt!
7/14/202049 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Höskuldur Sverrir Þáttur 3

Þá er komið að síðasta en alls ekki síðsta hlutanum af spjalli okkar við Höskuld Sverri Friðriksson. Í þættinum förum við meðal annars yfir ferðir hans til Líbanon og Nígeríu og svo margt fleira.
5/4/202048 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Höskuldur Sverrir Þáttur 2

Við höldum áfram með spjall okkar við Höskuld Sverri Friðriksson. En í þessum þætti fer hann yfir árin í Bandaríkjunum, lengsta sjúkraflutninginn og svo ótrúlega margt annað! þriðji þáttur af af spjalli við Höskuld kemur svo út mánudaginn 4 maí.
5/1/20201 hour, 20 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Höskuldur Sverrir Friðriksson

Höskuldur Sverrir Friðriksson Bráðatæknir til rúmlega 30 ára hefur svo sannarlega frá mörgu að segja! Okkur fannst tilvalið á þessum skrítnu tímum að setjas niður með honum og fara yfir ferilinn og hvað á daga hans hefur drifið! Við vekjum athygli á því að þetta er fyrri þáttur af tvemur, seinni þátturinn kemur út næst komandi föstudag 1 maí.
4/26/20201 hour, 58 seconds
Episode Artwork

Covid19 - Einkenni, inngrip og fleira

Við beindum kastljósinu að Covid19 verkefninu sem gengur yfir heiminn þessa dagana í Bráðavarpinu í dag. En við fengum þá Jóhann Má Ævarsson sérnámslækni í heimilslækningum og Bergþór Stein Jónsson sérnámslækni í Bráðalækningum í Minnisota til þess að fara yfir sjúkdóminn og þau inngrip og meðferðir sem verið er að prufa víðsvegar um heiminn. í fyrrihluta þáttarins sagði Loftur Einarsson slökkviliðs og sjúkraflutningamaður okkur frá því hvernig er að vera með Covid19. En hann greindist með sjúkdóminn fyrr í þessum mánuði.
3/30/20201 hour, 5 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Líkamsbeiting - Stoðkerfið

Aldís Þóra Harðardóttir Kírópraktor hjá Sjúkraþjálfun Selfoss kom í Bráðavarpið og fór yfir stoðkerfisverki, þá aðalega bakverki með okkur. Hvernig ber að beita sér rétt þegar til dæmis sjúklingum er lyft? Hver eru einkenni brjósklos?
3/26/202039 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Afhverju eiga sjuklingar að vera tengdir í monitor

Hjúkrunarfræðingarnir Signý Sveinsdóttir og Þórdís Edda Hjartardóttir héldur erindi á Bráðadeginum 2020 og kynntu þar gæðaverkefni sem þær hafa unnið að á bráðamóttöku Landsspítalans undan farið. Verkefnið snýr að því að vekja heilbrigðisstarfsfólk til umhugsunar um notkunar sírita eða mónitora við umönnum sjúklinga.
3/6/202016 minutes
Episode Artwork

Wuhan Veiran

Már Kristjánsson yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landsspítalans og Hjálmar Björgvinsson deildarstjóri almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra komu í Bráðvarpið og sögðu okkur frá kóronaveirunni sem kennd er við Wuhan hérað í Kína sem geysar um heiminn þessa dagana. https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item38806/Koronaveiran-2019-nCoV-%E2%80%93-Frettir-og-fraedsla/Novel-coronavirus-2019-nCoV--Latest-updates-and-info
1/29/202033 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Forgangsakstur

Björgvin Óli Ingvarsson Sjúkraflutningamaður og forgangsakstursþjálfari kom til okkar í Bráðavarpið og fór yfir það með okkur hvernig ber að haga akstri á forgangi. Hvaða tækni er gott að nota, hvað ber að varast og svo framvegis. Hér kemur linkur á rannsókn sem gefin var út í Bandaríkjunum í Júlí 2019: https://www.annemergmed.com/article/S0196-0644(18)31325-8/pdf
12/1/201954 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Sjúkraflug Á Íslandi

Hvað gera þeir um borð í sjúkraflugvél Mýflugs? Er eitthvað öðruvísi við að vinna við sjúkling umborð í flugvél eða sjúkrabíl? Svör við þessum spruningum og miklu fleiri er að finna í þessum þætti af Bráðavarpinu. Anton Berg Carrasco Bráðatæknir hjá Slökkviliði Akureyrar kom og sagði okkur frá sjúkrafluginu.
11/15/201927 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Mark Dixon Um Nám Í Limerick Og Háls Og Hrygg

Mark Dixon Bráðatæknir hélt fyrirlestur á ráðstefnunni á vakt fyrir Ísland. Þar fjallaði hann um nám sjúkraflutningamanna sem og nýja rannsókn sem háskólinn í Limerick, þar sem Mark er kennlsustjóri, gerði um háls og hryggáverka. Hér er linkur á þá rannsókn: https://emj.bmj.com/content/32/12/939
10/19/201913 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Dr. Richard Lyon

Dr. Richard Lyon hélt fyrirlestur á námsstefnunni á vakt fyrir Ísland þar sem hann fór yfir það hvaða verklag utanspítalaþjónustan í London styðst að miklu leiti við en það er sjúkraþyrluþjónustan HEMS.
10/19/201916 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Hvað Er Öryggi

Reynir Guðjónsson öryggisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, hélt fyrirlestur á námsstefnunni Á vakt fyrir Ísland. Fyrirlesturinn ber nafnið ,,Hvað er öryggi?" Við fengum Reyni í stutt spjall í Bráðavarpið um öryggi!
10/18/201910 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Eiturefnaslys Og Nýtt Nefúðalyf Við Krömpum

Doktor Sveinbjörn Gizurarson kom í viðtal í Bráðavarpið og fræddi okkur um eiturefni og viðbrögð við eiturefnaslysum. Hann talaði einnig um byltingarkenndan nefúða sem brýtur upp krampa sem hann hefur þróað og er á leiðinni á markað í Ameríku.
10/18/201913 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Grunnendurlífgun

Bráðatæknarnir Anton Berg Carrasco og Sverrir Örn Jónsson komu í heimsókn í Bráðavarpið og ræddum við aðeins um grunnendurlífgun. En grunnendurlífgun skiptir sköpum þegar sjúklingar lenda í hjartastoppi. Gagnlegt efni er að finna td á: http://www.endurlifgun.is/ og á: https://www.erc.edu/about/restart
10/16/201924 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Áfallastreita - Hvað Er Það?

Sigríður Björk Þormar Doktor í sálfræði kom í Bráðavarpið og fræddi okkur um einkenni áfallastreytu.
10/10/201940 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Trauma - Grundvallaratriðin

þegar kemur að slösuðu fólki, skiptir lykil máli að kunna vel til verka. Til þess að það geti gengið er gott að hafa góðan skilning á grunninum. Í þessum þætti af Bráðavarpinu ætlum við að rifja aðeins upp grunnin og skerpa á honum! Við vonum að þið njótið og lærið af þessu spjalli! Hér kemur linkur á evrópsku trauma leiðbeiningarnar 2019: https://ccforum.biomedcentral.com/articles/10.1186/s13054-019-2347-3
10/7/201959 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Á Vakt Fyrir Ísland Og Hermisetrið Örk

Þessi þáttur af Bráðavarpinu er kynnigarþáttur á tveim fyrirbærum. Annarsvegar námsstefnunni ,,Á VAKT FYRIR ÍSLAND" og hinsvegar á hermisetrinu Örk sem LSH hefur sett upp í Skaftahlíð.
10/7/201926 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Sepsis - Hvað er að gerast?

Þeir Steinþór Runólfsson læknir og Kristján Sigfússon Bráðatæknir og Hjúkrunarfræðingur komu í Bráðavarpið og tókum við fyrir sepsis, eða sýkingarsótt. Það er rétt að taka fram að þetta eru umræður manna á milli en ekki klíniskar leiðibeiningar sem rætt er um að öllu leiti. Við hvetjum áheyrendur að kynna sér leiðbeiningar um meðhöndlum septískra eða alvarlega veikra sjúklinga.
7/1/20191 hour, 54 seconds
Episode Artwork

Hópslys Og Bráðaflokkun

Jón Magnús Kristjánsson Yfirlæknir á bráðamóttöku Landsspítalans í Fossvogi og Guðrún Lísbet Níelsdóttir Hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri viðbragsáætlana flæðissviðs Landsspítalans, komu í Bráðavarpið og ræddum við um hópslys, bráðaflokkun og getu heilbrigðiskerfsins til þess að takast á við slíka atvik.
6/20/201945 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Neyðarverðir 112

Neyðarverðirnir Vilhjálmur Halldórsson og Kamilla Guðmundsdóttir komu til okkar í Bráðavarpið og sögðu okkur frá því hvað er að vera Neyðarvörður.
6/11/201938 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Rafrænarsjúkraskrár

Rafrænarsjúkraskrár eru á næsta leiti! Ólafur Kristján Ragnarsson yfirhönnuður verkefnissins kom í spjall til okkar í Bráðavarpið og sagði okkur frá því hvernig verkefnið hefur þróast og hvert er stefnt með það.
5/16/201941 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Bráðavarpið - Efling Utan Spítalaþjónustu

Vilhjálmur Árnason Lögreglu og Alþingis maður kom í hljóðver Bráðavarpsins og sagði okkur frá þingsályktunartillögu sem hann ásamt velferðarnefnd Alþingis lagði fram á dögunum.
5/2/201930 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Bráðavarpið - Vinnuferlar

Hermann Marinó Maggýjarson Bráðatæknir og yfirmaður sjúkraflutninga HSU og Atli Már Markússon Neyðarflutningamaður og svæfingarhjúkrunarfræðingur, komu og ræddu vinnuferla sjúkraflutningamanna.
4/23/201941 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Bráðavarpið Þáttur 1

Kynningaþáttur af Bráðavarpinu, sem er podcast þáttur um bráðaþjónustu á Íslandi, utan og innan spítala.
4/21/20198 minutes, 28 seconds