Tónlistarmennirnir Valdimar Guðmundsson og Örn Eldjárn búa til sitt hvorn topp 10 listann yfir alls konar hluti, hugtök og fyrirbæri og ræða um þá sín á milli.
#60 Íslensk lög ársins
HÆ! AFSAKIÐ BIÐINA! GLEÐILEGT ÁR! NÚ ERU ÞAÐ ÍSLENSKU LÖG ÁRSINS! BARA GAMAN!
31/12/2022 • 1 heure, 8 minutes, 26 secondes
#59 Lög fyrir hlaupið
Örn skokkar, Valdimar gengur rösklega. Báðir eru þeir vel stemmdir því þeir eru að hlusta á hlaupalögin sín.
26/11/2022 • 1 heure, 23 minutes, 31 secondes
#58 Sjónvarpsþættir frá 10. áratugnum
Valdimar og Örn horfðu mikið á sjónvarp þegar þeir voru börn og táningar á 10. áratugnum og tala hér um þá sjónvarpsþætti sem þeim þóttu skemmtilegastir á þeim tíma.
19/11/2022 • 1 heure, 30 minutes, 41 secondes
#57 Lyktir
Valdi og Össi eru báðir með nef sem þeir nota til að finna lykt af hinum ýmsu hlutum. Nú ræða þeir um sínar uppáhalds lyktir.
12/11/2022 • 53 minutes, 4 secondes
#56 Byggingar á Íslandi
Á Íslandi eru alls konar byggingar sem Valdi og Örn annað hvort fíla eða fíla ekki. Nú tala þeir um byggingarnar sem þeir fíla.
05/11/2022 • 1 heure, 13 minutes, 55 secondes
#55 Súpur
Hæ. Listamenn hér.
Súpur. Þær eru góðar. Þær eru margar. Þær eru umræðuefni þáttarins þessa vikuna.
29/10/2022 • 1 heure, 1 minute, 4 secondes
# 54 Lög frá Prins Póló
Svavar Pétur var einstakur maður. Listamenn telja sig heppna að hafa fengið að kynnast honum. Þessi þáttur er tileinkaður honum.
22/10/2022 • 1 heure, 13 secondes
#53 Grænmeti
Valdi og Össi ræða um grænmeti. Grænmeti er voðalega hollt.
15/10/2022 • 1 heure, 12 minutes, 40 secondes
#52 Lög sem voru samin fyrir bíómyndir
HÆ! Listamenn tala hér um lög sem voru samin sérstaklega fyrir bíómyndir. Það er nú bara þannig.
08/10/2022 • 1 heure, 33 minutes, 16 secondes
#51 Hlutir sem við gerðum í sumar
LISTAMENN ERU MÆTTIR AFTUR! Í þessum endurkomuþætti tala Valdi og Össi um allt það skemmtilega sem þeir gerðu í sumar.
08/10/2022 • 1 heure, 17 minutes, 5 secondes
#50 Íslenskar plötur frá 10. áratugnum
ÞÁTTUR NÚMER 50! Þeir eru mættir aftur listadrengirnir og ætla nú að ræða um íslenskar hljómplötur úr 9unni. Gjössovel.
30/04/2022 • 1 heure, 24 minutes, 57 secondes
#49 Illmenni kvikmyndasögunnar
Covid, illmenni lífs okkar allra síðustu 2 ára, olli því að Listamenn þurftu að taka sér smá pásu. Er þá ekki viðeigandi að ræða um illmenni kvikmyndasögunnar? Það höldum við.
09/04/2022 • 1 heure, 29 minutes, 20 secondes
#48 Tónleikar sem við höfum spilað á
Valdi og Össi hafa spilað á rosalega mörgum tónleikum. Góðum og slæmum. Hvaða tónleikar ætli standi upp úr hjá þeim?
26/03/2022 • 1 heure, 42 minutes, 24 secondes
#47 Úr borðinu í bakaríinu
Bakkelsi og kruðerí er svakalega gott með góðum kaffibolla. Össi og Valdi kíkja aðeins í bakaríið.
19/03/2022 • 1 heure, 4 minutes, 15 secondes
#46 Snjallsímaforrit
Valdimar og Örn eiga báðir snjallsíma sem þeir nota ansi mikið, þar af leiðandi nota þeir einnig ansi mikið af snjallsímaforritum. Ansi snjallir strákar.
Drykkir eru afskaplega góðir. Þeir geta verið sætir, súrir, sterkir, beiskir, bragðlausir og allt þar á milli. Sérstakur gestur er geðþekki öðlingurinn og listaunnandinn Snæbjörn Ragnarsson.
05/03/2022 • 2 heures, 15 minutes, 12 secondes
#44 Íslensk lög sem komust ekki í Eurovision
Þar sem undankeppnin fyrir Eurovision er handan við hornið ákváðu Listamenn að taka fyrir bestu íslensku lög sem komust ekki í keppnina stóru.
26/02/2022 • 1 heure, 17 minutes, 3 secondes
#43 Ofurhetjur
Valdiman og Örninn fljúgandi eru mættir til að bjarga deginum! Ofurhetjur!
12/02/2022 • 1 heure, 32 minutes, 2 secondes
#42 Bland í poka
Listamenn eru nammigrísir miklir. Nú velja þeir topp 10 „nömmin” sín í bland í poka.
05/02/2022 • 1 heure, 14 minutes, 44 secondes
#41 Skemmtistaðir
Fyrir þá sem ekki vita, þá hafa Valdi og Össi sko djammað. Á alls konar stöðum. Skemmtistöðum.
29/01/2022 • 1 heure, 29 minutes, 36 secondes
#40 Bílalúgur
Að geta keypt sér óhollan mat án þess að þurfa að stíga út úr bílnum sínum er lúxus sem Valdi og Össi gjörsamlega elska.
22/01/2022 • 1 heure, 39 minutes, 14 secondes
#39 Ávextir
Gleðilegt nýtt ár! Valdimar og Örn eru loksins komnir aftur eftir jólafrí og nú er það sko nýársbomba: Ávextir!
15/01/2022 • 1 heure, 29 minutes, 20 secondes
#38 Jólahefðir
Valdi og Össi tala um uppáhalds jólahefðirnar sínar. Gleðileg jól kæru listaunnendur. Við sjáumst svo alveg svakalega hress á nýju ári.
25/12/2021 • 1 heure, 28 minutes, 50 secondes
#37 Erlend lög sem urðu íslensk jólalög
Við Íslendingar eigum mjög marga jólahittara sem voru upprunalega bara alls ekki jólalög. Valdi og Össi skoða þau aðeins á meðan þeir reyna að jafna sig á þynnkunni eftir gleðskap gærkvöldsins.
18/12/2021 • 1 heure, 10 minutes, 6 secondes
#36 Borðspil
Okkar dyggasti hlustandi hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar beðið okkur um að taka fyrir borðspil. Nú getur hann hætt að spyrja.
11/12/2021 • 1 heure, 36 minutes, 26 secondes
#35 Kex
Össi og Valdi eru nú meiru kallarnir. Jafnvel bara alveg kexruglaðir! Kex, gjöriði svo vel!