Winamp Logo
Hlaðvarp Landsnets Cover
Hlaðvarp Landsnets Profile

Hlaðvarp Landsnets

Icelandic, Finance, 1 season, 48 episodes, 1 day, 3 hours, 4 minutes
About
Við stjórnum og rekum flutningskerfi raforku á Íslandi. Fylgstu með hlaðvarpinu okkar þar sem við fjöllum reglulega um málefni líðandi stundar í raforkukerfinu.
Episode Artwork

Fjárfestingar og framtíðin

Guðlaug Sigurðardóttir framkvæmdastjóri og Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi ræddu um fjármál, framkvæmdir og framtíðina í nýjasta þætti Landsnetshlaðvarpsins. Stútfullur þáttur af áhugaverðu efni en Guðlaug hefur farið með Landsneti í gegnum stórar áskoranir á þeim tíma sem hún hefur verið framkvæmdastjóri fjármála og árangurs.
10/17/202440 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Holtavörðuheiðarlína 1, hlutverk, leiðir og staðan

Holtavörðuheiðarlína 1, lína sem liggja mun frá Hvalfirði að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði, var umfjöllunarefni Landsnetshlaðvarpsins nú í byrjun október. Daginn sem hlaðvarpið var tekið upp var hálft landið einmitt án rafmagns – en nýja línan hefði að öllum líkindum komið í veg fyrir það. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi, og Kristinn Magnússon, verkefnastjóri línunnar, ræddu línuna, hlutverk hennar og hvar hún er stödd í ferlinu í hlaðvarpsþætti dagsins.
10/14/202435 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Elma - Skipulagður og virkur viðskiptavettvangur raforku á Íslandi

Að skapa betri skilyrði fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi, færa orkuviðskipti landsins í samkeppnishæft og skilvirkt umhverfi sem stuðlar að verðmætasköpun og styður orkuöryggi er umfjöllunarefni þáttarins. Þau Einars Snorri Einarsson og Steinunn Þorsteinsdóttir fengu Katrínu Olgu Jóhannesdóttur að hljóðnemanum til að ræða framtíðina, Elmu og orkumarkaðinn.
6/27/202436 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Er framtíðin fyrirsjáanleg ?

Þær Svandís Hlín Karlsdóttir framkvæmdarstjóri og Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi tóku fimmtán mínútu spjall um framtíðina og hvað Landsnet er að gera til að þoka okkur nær henni m.a. með virkum raforkumarkaði.
6/11/202416 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Orkuskiptin og orkugeymslur

Gnýr Guðmundsson skólastjóri Orkuskiptaskólans og Magni Pálsson yfirkennari, okkar helstu sérfræðingar í orkuskiptunum á spjalli um þetta mikilvæga málefni. #þátturnúmersjö
5/21/202453 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Virkir raforkumarkaðir eru í lykilhlutverki við að ná loftslagsmarkmiðunum

Við hjá Landsneti vorum að gefa út nýja skýrslu þar sem farið var yfir helstu atriði um hlutverk og ábata af virkum raforkumarkaði Í skýrslunni kemur fram að virkur raforkumarkaður er nauðsynleg forsenda þess að ná fram skilvirkara raforkukerfi og auka þannig þjóðhagslegum ábata, öllum til hagsbóta. Ábati sem mun á endanum nema tugum milljarða árlega. Við fengum þá Jón Skafta Gestsson og Svein Guðlaug Þórhallsson höfunda skýrslunnar að hljóðnemanum til að ræða málið og helstu áskoranir sem settar eru fram í skýrslunni.
5/6/202435 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Er framtíðin orkuörugg ?

Nils Gústavsson framkvæmdastjóri reksturs og eigna mætti Landsnetshlaðvarpið og spjallaði við Steinunni Þorsteinsdóttur upplýsingafulltrúa um flutningskerfið, orkuöryggið og leiðina að orkuskiptunum - sem sagt stútfullur þáttur af rafmagnaðri framtíð.
4/29/202440 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Sjálfbærni og samfélagsábyrgð

Við hjá Landsneti höfum sett okkur þá stefnu að vinna markvisst að því að lágmarka neikvæð áhrif sem hljótast af rekstri og uppbyggingu flutningskerfis raforku á umhverfið. Engilráð Ósk Einarsdóttir verkefnastjóri samfélagsábyrgðar og umbóta settist við hljóðnemann í Landsnetshlaðvarpinu og spjallaði við Steinunni Þorsteinsdóttur upplýsingafulltrúa um eitt og annað sem snýr að þessum mikilvæga málaflokki sem umhverfis - og sjálfbærnimálin eru hjá Landsneti.
1/5/202428 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Verkefnastjóraspjall - nýliðinn og reynsluboltinn

Áttu einhver tips handa mér ? Kristján Ari Úlfarsson var búinn að vera hjá okkur í mánuð þegar hann settist við hljóðnemann í Landsnetshlaðvarpinu og spurði Daníel Scheving Hallgrímsson um eitt og annað sem viðkemur starfi verkefnastjóra hjá Landsneti.
12/5/202339 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

"Það þarf heilt þorp til að gera við streng" - sagan af viðgerðinni á Vestmannaeyjastreng 3

Þann 30. janúar 2023 kom upp bilun á Vestmannaeyjastreng 3, sæstrengnum sem liggur frá Rimakoti og út Eyjar. Í upphafi óraði engan fyrir því að fram undan væri ríflega hálft ár þar til strengurinn væri kominn aftur í rekstur. Okkar fólk var ótrúlega lausnamiðað þegar kom að undirbúningi, viðgerðinni og að halda ljósunum á eyjunni logandi allan tímann. Til að segja okkur söguna af af viðgerðinni fengum við þá Þórarinn Bjarnason fyrirliða reksturs lína og Helga Bogason forstöðumann aðfangastýringar að hljóðnemanum í Landsnetshlaðvarpinu en þeir spiluðu báðir stórt hlutverk í sögunni.
10/26/202352 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Raforkuspáin og orkuskiptin

Nýlega kom út ný raforkuspá Landsnets. Í henni kemur meðal annars fram að ekki sé útlit fyrir að fullum orkuskiptum verði náð árið 2040 eins og markmið stjórnvalda ganga út á, heldur 10 árum síðar. Hún Svala Birna Þórisdóttir vann að útgáfu Raforkuspárinnar og kom í heimsókn í Orkuskiptaskólann til þeirra Magna Þórs Pálssonar og Gnýs Guðmundssonar og sagði frá helstu niðurstöðum vinnunnar.
10/9/202346 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Með byggðalínuna á heilanum

Heimildarmyndin Rafhringur Íslands var sýnd í sjónvarpinu sunnudaginn 27. ágúst. Myndin er saga af stórhuga uppbyggingu, saga af fólki, hugrekki, dugnaði, elju, sorgum, sigrum og meira að segja ást. Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets settist niður með framleiðendum myndarinnar þeim Hans Orra Kristjánssyni og Sigurði Frey Björnssyni kvikmyndagerðarmanni og fór yfir söguna, tilurðina og helstu áskoranir með þeim en þau hafa öll verið með byggðalínuna á heilanum undanfarin ár.
8/28/202340 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Með blik í auga náum við árangri

Í Landsnetshlaðvarpinu að þessu sinni eru þær Margrét Eva Þórðardóttir og Maríanna Magnúsdóttir að ræða breyturnar og drifkraftana sem verða til þess að vinnustaðamenning innleiði stefnu fyrirtækisins. Það er ákveðin list að horfa á rekstur fyrirtækja heildrænt og sjá hvað mannlegi þátturinn vegur mikið. Það setja fókus á helgun starfsmanna skiptir þar höfuðmáli, jafnt starfsþróun og persónulega þróun. Lærdómsferlið er í raun mikilvægasta ferlið til að hlúa að á þeirri vegferð að innleiða stefnu á árangursríkan máta. Við erum mörg hver í þjóðfélaginu orðin þokkalega sjóuð í að læra af frávikum og ábendingum í ferlum okkar en erum við meðvituð um mannlegu mynstrin okkar og áhrif þeirra á teymið og vinnuna? Er það hluti af umbótastarfi að rýna okkar persónulegu mynstur og innleiða breytingar þar? Hvaða hugarfarsbreyting þarf að eiga sér stað til að ná árangri?
6/28/202330 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Framtíð íslenska raforkukerfisins

Svandís Hlín Karlsdóttir framkvæmdastjóri viðskipta- og kerfisþróunar, Jón Skafti Gestsson sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum og Gnýr Guðmundsson forstöðumaður kerfisþróunar settust fyrir framan hljóðnemann og töluðum m.a. um framtíðina í íslensku raforkukerfi. Áhrif væntanlegrar uppbyggingar vindorkukosta, nýja tegund stórnotenda og aukið hlutverk markaðslausna til að tryggja stöðugleika, hagkvæmni og stöðugleika í kerfinu. Nýsköpun, rafeldsneyti, sveigjanlegir stórnotendur, vindorka, orkuskipti og loftslagsmál. Sem sagt stútfullur þáttur af áhugaverðu efni.
6/7/202339 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Hvað þarf margar vindmyllur til að knýja eina flugvél ?

Hvað þarf margar vindmyllur til að knýja eina flugvél? Þetta og margt fleira fróðlegt og skemmtilegt í glænýjum þætti af Orkuskiptaskólanum þar sem þeir Gnýr Guðmundsson og Magni Þór Pálsson eru við stjórnvölinn.
5/16/202342 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Menningarvegferða leiðtogarnir Margrét Eva og Arna Ósk

Í þessu skemmtilega spjalli fara þær Margrét Eva Þórðardóttir okkar leiðsögumaður í menningarvegferðinni og Arna Ósk Arnarsdóttir hjá Isavia um víðan völl þegar kemur að menningu og þeirri vegferð sem fyrirtækin hafa verið á.
4/24/202332 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Tveir af öruggustu mönnum Landsnets

Öryggismál skipta okkur hjá Landsneti miklu máli og því fannst okkur tilvalið að fá öryggisstjórana okkar í raf- og raunheimum þá Styrmir Geir Jónsson og Halldór Halldórsson við hljóðnemann. Þeir voru auðvitað öryggið uppmálað þegar fóru yfir málin með Steinunni Þorsteinsdóttur upplýsingafulltrúa.
3/16/202337 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Anna Sigga og línan með langa nafnið - Holtavörðuheiðarlína 3

Anna Sigga Lúðvíksdóttir er verkefnastjóri Holtavörðuheiðarlínu 3. Í hlaðvarpsþætti dagsins förum við með henni yfir holt og heiðar í spjalli um línuna, leiðina og framtíðina sem í okkar huga er ljós. Sem sagt allt sem þú þarft að vita um Holtavörðuheiðarlínu 3 : )
2/27/202328 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Framtíðin er stafræn, tækifærin eru óendanleg

Veröldin er að breytast og verða snjallari enn áður og því þótti okkur tilvalið að fá tvo snjalla samstarfsfélaga, þá Theodór Jónsson og Birki Heimisson, í hlaðvarpsspjall þar sem þeir segja okkur m.a. að þeir séu að vinna á sviði sem heilinn okkar gæti aldrei unnið á . Áhugavert, ekki missa af þessum þætti þar sem horft er til framtíðar sem í þeirra huga er ótrúlega spennandi.
2/3/202347 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Árni Jón, byggðalínan, ísingarannsóknir og lífið á línunni

Árni Jón Elíasson og allt sem þig langar að vita um byggðalínuna, ísingar og heimildarmyndina sem gerð var um upphafið og lífið hjá þeim sem reistu byggðalínuhringinn fyrir um 50 árum síðan.
1/4/202336 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Smári Jónasson, fótsporin og netþjónustan

Smári Jónasson forstöðumaður netþjónustunnar okkar mætti í hlaðvarpið og ræddi arfleifðina, óveður, hann sjálfan og lífið á línunni við Steinunni Þorsteinsdóttur upplýsingafulltrúa sem sagði netþjónustuna vera í hennar huga hjartað í starfsemi Landsnets.
12/16/202239 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Ímynd, orðspor, vörumerkið og við hjá Landsneti.

Einar S. Einarsson framkvæmdastjóri Stjórnunarsviðs og Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi settust við hljóðnemann og ræddu um eitt af uppáháhalds umræðuefnum þeirra, vörumerkið Landsnet.
11/26/202232 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Umhverfismat - hvað er það ?

Rut Kristinsdóttir sérfræðingurinn okkar í umhverfismati framkvæmda mætti í Landsnetshlaðvarpið og sagði okkur allt um það hvað umhverfismat er mikilvægt þegar kemur að okkar stóru framkvæmdum. Hún sagði okkur líka aðeins frá leiðinni til Landsnets en við gleymdum að fjalla um Rán sem er með Rut á myndinni en hún hefur stundum komið við sögu þegar við höfum verið að spjalla.
11/13/202235 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Skiptir það máli fyrir vinnustað eins og Landsnet að huga að jafnréttismálum ?

Gerðum upp jafnréttisdaga í hlaðvarpi dagsins með Svandísi Hlín Karlsdóttur formanni jafnréttisnefndar Landsnets.
10/30/202218 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Hlustum, miðlum og skiptumst á skoðunum - Elín Sigríður Óladóttir samráðsstjóri

Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi hitti hana Ellu , Elínu Sigríði, samráðsstjóra hjá Landsneti og leit í baksýnisspegilinn með henni. Þær ræddu m.a. hvað við höfum gert og hvað við getum gert betur þegar kemur að samtali, samráði og framtíðinni sem í þeirra og okkar huga verður bara rafmagnaðri.
7/21/202231 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Margrét Eva og menningarvegferðin okkar.

Hvernig endar sérfræðingur í Stjórnstöð sem verkefnastjóri menningarvegferðar ? Þetta er spurning sem Margrét Eva Þórðardóttir hefur oft fengið en okkur í LandsnetsHlaðvarpinu fannst tilvalið að fá hana að hljóðnemanum í spjall um vegferðina og lífið hjá Landsneti og heyra um leið hvernig hún fékk menninguna í fangið.
7/1/202245 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Mannauðsmálin, menningarvegferðin og mánuðirnir hjá Landsneti

Jason Már Bergsteinsson sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Landsneti settist við hljóðnemann og ræddi lífið og tilveruna við Steinunni Þorsteinsdóttur upplýsingafulltrúa - já og helstu verkefni síðustu mánaða en Jason hefur verið hjá Landsneti í hálft ár.
6/7/202235 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Jón Bergmundsson, ferlinn, flakkið og framtíðin

Það eru tímamót hjá Jóni Bergmundssyni verkefnastjóra á framkvæmda- og rekstrarsviði sem kíkti í spjall og ræddi m.a um Tom Swift, Bosníu, Kosovo og lífið með Landsneti. Fyrir næstum 55 árum heillaðist hann af rafmagni sem hefur fylgt honum yfir heiðar og haf síðan þá - nú er komið að öðru og fram undan er tími til að njóta.
5/31/202250 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

"Orkuskiptin, innviðir og orkuskortur - Förum vel með auðlindina"

Verið velkomin í Orkuskiptaskólann þar sem þeir Gnýr Guðmundsson og Magni Þór Pálsson leiða þig í allan sannleika um orkuskiptin. Hvað felst í orkuskiptum, hafa orkuskiptin áhrif á mitt líf eða er þetta kannski bara spurning um að koma öllum á rafmagnsbíla? #þriðjiþáttur
1/3/202236 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Eigum við orku í orkuskiptin, mun orkuskortur ráða hraða orkuskipta, er hægt að geyma rafmagn ?

Hlustið og fræðist með þeim Gný Guðmundssyni skólastjóra Orkuskiptaskólans og Magna Pálssyni yfirkennara en þeir eru okkar helstu sérfræðingar í þessum málaflokki. #þátturnúmertvö #orkuskiptaskólinn
12/13/202146 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Orkuskiptin - hvað, hvernig, hvenær ?

Verið velkomin í Orkuskiptaskólann þar sem þeir Gnýr Guðmundsson og Magni Þór Pálsson leiða þig í allan sannleika um orkuskiptin. Hvað felst í orkuskiptum, hafa orkuskiptin áhrif á mitt líf eða er þetta kannski bara spurning um að koma öllum á rafmagnsbíla? #fyrstiþáttur
11/26/202148 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Smári Jóhannsson og sagan af Suðurnesjalínu 2

Sagan af Suðurnesjalínu 2
11/20/202143 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Glötuð tækifæri, samkeppnishæfni, loftslagsmál og styrking byggðalínunnar.

Glötuð tækifæri, samkeppnishæfni, loftslagsmál og styrking byggðalínunnar - Jón Skafti Gestsson sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets mætti í hjóðver og spjallaði við Steinunni Þorsteinsdóttur upplýsingafulltrúa um þetta og margt fleira.
11/11/202137 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Viljinn til að gera gott betra - Menningarferðalag Landsnets

Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri á Stjórnunarsviði, gaf sér tíma með okkur fyrir þetta hlaðvarp og sagði okkur frá menningarverkefni sem á sér stað hjá Landsnet. Hvað er menning og afhverju borðar hún stefnur í morgunmat?
6/8/202130 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Upplýsingafulltrúinn og fólkið sem segir sögur

Það kom að því, ég fékk hana Steinunni hinu megin við hljóðnemann svo að segja :) Steinunn segir okkur frá lífinu og tilverunni sem upplýsingafulltrúi Landsnets, hvaðan hún kemur og afhverju hún elskar að segja sögur.
4/15/202128 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Frá sundlauginni til Spánar og út á land - lífið þá og nú.

Við fengum að ræða við hinn eina sanna Sigurð Sigurðsson, goðsögnina hjá Landsnet. Hann hefur verið lengi í geiranum og snert á flest öllu í raforkukerfinu okkar. Heyrum hvað hann hefur að segja :)
1/26/202132 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Snjallar ryksugur, snjöll tengivirki, snjallt starfsfólk!

Við tókum spjallið við hann Guðlaug Sigurgeirsson og fengum að skyggnast inn í heim þar sem rafmagnið er snjallara og hvað "snilldin" getur gert fyrir okkur :)
12/23/202024 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Sírenur og mors-sendingar: Ferðalag öryggisstjórans til Landsnets

Sírenur og mors-sendingar: Ferðalag öryggisstjórans til Landsnets by Landsnet
12/3/202029 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

AC/DC, raðtengt, hliðtengt og strengir með tilfinningalegt gildi.

Við fengum Magna Þór Pálsson, verkefnastjóra rannsókna, til að ræða við okkur um jafnstraum, riðstraum, jarðstrengi og allt þar á milli. Það er óhætt að segja að þetta var lærdómsríkt viðtal, allavega fyrir okkur sem spjölluðum við doktorinn :)
11/9/202030 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Raggi Bjarni; Indíánar, varðhundar, fallegar línur og viðbragð

Við fengum tækifæri til að ræða við hann Ragnar Bjarna, verkstjóra netþjónustunnar á Austurlandi. Hann sagði okkur frá vinnunni, lífinu á línunni og hvað góður starfsmaður þarf að búa yfir. Þetta er annað fjarviðtalið okkar úr heimavinnu :)
10/29/202030 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

FH-ingar, landamæraverðir, sendiráð og stál!

Við spjölluðum við hann Daníel Scheving Hallgrímsson á fjarfundi um Kröflulínu 3 og fengum að heyra hans reynslu og upplifun af þessu stóra verkefni. Takk fyrir okkur Daníel!
10/21/202023 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Hrollvekjur, bylgja tvö og rammagerð

Óhefðbundinn þáttur hjá okkur þar sem við byrjum haustið og tökum hugleiðingar um daginn í dag.
8/28/202011 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Samráð hjá Landsnet - Elín Sigríður Óladóttir

"Mitt meginmarkmið er að hlusta" Elín Sigríður samráðsfulltrúi segir okkur frá hlutverki sínu, mikilvægi samráðs þegar ákvarðanir eru teknar um flutningskerfið og hver framtíðin er.
7/17/202024 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Óveður, jarðhræringar, faraldur, sóttvarnir og heimavinnan

Eftir langt tímabil af heimavinnu, sóttvörnum, viðgerðum og tæknilegum örðuleikum tengdum hlaðvarpi erum við komin aftur af stað! Neyðarstig í 6 mánuði, óveður, jarðhræringar, faraldur og allt þar á milli.
6/5/202021 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Kerfisáætlun samþykkt

Gnýr Guðmundsson gaf okkur tíma til að ræða nýsamþykkta kerfisáætlun, verkefnin framundan og framtíðina.
2/20/202025 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Blöndulína 3 & Hlín Benediktsdótir

Við ræddum við hana Hlín Benediktsdóttur og báðum hana um að segja okkur frá Blöndulínu 3.
2/5/202013 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Selta, ísing og óveður

Í þessum þætti ræðum við við hann Ingvar Kára, vaktmann í stjórnstöð hjá okkur. Hann segir okkur frá seltu, ísingu og óveðrinu sem er að ganga yfir landið.
1/7/202012 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Viðtal við Svandísi Hlín Karlsdóttur forstöðumann viðskiptaþróunar.

Í þessum fyrsta þætti frá hlaðvarpi Landsnets ræðum við við hana Svandísi Hlín Karlsdóttur forstöðumann viðskiptaþróunar hjá okkur.
12/2/201923 minutes, 49 seconds