Winamp Logo
X21 - Kosningahlaðvarp RÚV Cover
X21 - Kosningahlaðvarp RÚV Profile

X21 - Kosningahlaðvarp RÚV

IJslands, Political, 1 seizoen, 27 afleveringen
Over
Hver á að leiða landið? RÚV telur niður til alþingiskosninga með hjálp góðra gesta sem rýna í skoðanakannanir, stefnumál flokkanna og frambjóðendur. Umsjónarmenn: Guðmundur Björn Þorbjörnsson, Guðmundur Pálsson og Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir. Framleiðandi: Anna Marsibil Clausen. Ritstjóri kosningaumfjöllunar RÚV: Valgeir Örn Ragnarsson.
Episode Artwork

Kvöldið fyrir kosningar

Síðustu kappræðunum er lokið og leiðtogar flokkanna farnir úr húsi en þau Fanney Birna Jónsdóttir, Jóhann Óli Eiðsson og Þórður Snær Júlíusson sitja eftir með okkur inni í Stúdíó 9 og kryfja umræður kvöldsins.
24-9-20210
Episode Artwork

Hvað er það versta sem getur gerst?

Við skyggnumst bakvið tjöldin og fylgjumst með undirbúningi fyrir kosningavökuna í Stúdíó A. Við ræðum einnig við 48 ára mann frá Írak sem kýs í sínum fyrstu lýðræðislegu kosningum á laugardaginn og svo köfum við í þrjú málefni sem skipta almenning sköpum þegar kemur að því að haka við listabókstaf.
23-9-20210
Episode Artwork

Allt getur breyst og engum skal treyst

...nema auðvitað Boga og Óla! Tvíeykið Bogi Ágústsson og Ólafur Þ. Harðarson fara með okkur yfir stöðu mála auk þess sem við ræðum við manninn á bakvið kosningapróf RÚV.
22-9-20210
Episode Artwork

En hvað ef ég dey fyrir kosningar?

Það er í ótal horn að líta þegar kemur að skipulagningu kosninga eins og við komumst að í þætti dagsins. Við röltum niður í ráðhús Reykjavíkur þar sem kosningaundirbúningur er í fullum gangi og heyrum einnig viðtal við Bergóru Sigmundsdóttur sem hefur yfirumsjón með utanatkvæðagreiðslu. Þá kynnum við okkur þrjú hitamál sem gætu skipt sköpum þegar í kjörklefann er komið.
21-9-20210
Episode Artwork

Umboðið til stjórnarmyndunar er bara goðsögn

Gestur dagsins er sprenglærður í íslenskum stjórnmálum enda kom hann víða við áður en hann var kjörinn forseti Íslands. Ólafur Ragnar Grímsson vísar veginn um pólitíska landslagið fyrr og nú og deilir sögum úr stjórnartíð sinni, sögum sem hann segist aldrei hafa sagt opinberlega áður.
20-9-20210
Episode Artwork

Nýliði Ábyrgrar framtíðar

Helgi Örn Viggósson er forritari og skipar annað sætið á lista Ábyrgrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann segir meginstraumsfjölmiðla fyrst og fremst hafa hræðsluáróður á sinni dagskrá sem og söluræður um ágæti bóluefna.
19-9-20210
Episode Artwork

Nýliði Miðflokksins

Fjóla Hrund Björnsdóttir skipar fyrsta sæta á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hún segir Miðflokkinn hafa þurft að fara í ákveðna skipulagsbreytingu og hún hafi barist fyrir því að fá fleiri konur í framboð.
18-9-20210
Episode Artwork

Eins og byrjunarsenan í Godfather II

Þrír kjósendur þau Fannar Sveinsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Bergþór Másson þreyta kosningaprófið á vef RÚV til þess að glöggva sig á því hvað þau eiga að kjósa. Auk þeirra lítur Baldur Héðinsson stærðfræðingur við og segir okkur frá kosningaspá sinni og Kjarnans.
17-9-20210
Episode Artwork

Nýliði Frjálslynda lýðræðisflokksins

Björgvin Egill Vídalín Arngrímsson er eldri borgari með próf í atvinnuköfun sem unnið hefur ýmis störf. Hann er líka oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Hann vonast til að hugmyndir flokksins um samfélagsbanka fari á flug meðal almennings.
16-9-20210
Episode Artwork

Hvað hvílir á kjósendum?

Eva Heiða Önnudóttir er búin að taka hin ýmsu kosningapróf mun oftar en meðal Íslendingurinn. Hún er prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og einn af ábyrgðamönnum Kosningarannsóknar Háskóla Íslands sem meðal annars greinir hvenær meðal kjósandinn gerir upp hug sinn og hvað þeim finnst mikilvægasta kosningamálið.
15-9-20210
Episode Artwork

Nýliði Viðreisnar

Guðmundur Gunnarsson er fyrrum bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar en leiðir nú lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Hann segist lengi hafa verið landlaus í pólitík en finnst hann nú hafa fundið samhljóm með sínum hugmyndum.
14-9-20210
Episode Artwork

Hvað eru þau samt að segja?

Orð eru til alls fyrst, en þurfa þau endilega að þýða eitthvað? Segja frasar stjórnmálaflokkanna eitthvað um stefnu þeirra og mögulega stjórnhætti? Um það ræða Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfraði og Bragi Valdimar Skúlason tónlistamaður, auglýsinga- og textasmiður og ekki síst stjórnandi sjónvarpsþáttarins Kappsmál
13-9-20210
Episode Artwork

Nýliði Sjálfstæðisflokksins

Guðrún Hafsteinsdóttir markaðsstjóri leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hennar helsta baráttumál er öflugt atvinnulíf.
11-9-20210
Episode Artwork

Binni til vinstri - Patti til hægri

Stefanía Óskarsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, og Eiríkur Bergmann, prófessor við Háskólann á Bifröst, velta fyrir sér stöðunni í kosningabaráttunni og hvernig hnífjafnir flokkar gætu spilað úr kortunum. Við heyrum líka í raunveruleikastjörnunum Binna Glee og Patreki Jaime. Þeir hallast í sitthvora áttina á pólitíska rófinu en eru ekkert endilega vissir af hverju.
10-9-20210
Episode Artwork

Nýliði Pírata

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir er lögmaður og skipar annað sætið á framboðslista Pírata í Reykjavík suður. Henni finnst lausnin á vanda heilbrigðiskerfisins ekki geta falist í því að fólk hlaupi bara hraðar.
9-9-20210
Episode Artwork

Rebbar mynda ekki ríkisstjórnir

Við rekumst á Tvíhöfða á göngum Ríkisútvarpsins og lokkum svo fyrrum þingmenn í spjall. Guðmundur Steingrímsson og Katrín Júlíusdóttir pæla í því sem hefur breyst í bransanum og segja okkur hvernig kaupin gerast á eyrinni við ríkisstjórnarmyndun.
8-9-20210
Episode Artwork

Nýliði Framsóknar

Ingibjörg Ólöf Isaksen framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi Akureyrarbæjar er oddviti Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi. Hún segir mikilvægt að bæta umgjörðina þegar kemur að móttöku flóttafólks.
7-9-20210
Episode Artwork

Virkar TikTok í kosningabaráttunni?

Við ræðum við Sigurð Svansson eiganda auglýsingastofunnar Sahara, sem hefur tekið saman yfirlit yfir hvaða fjárhæðir stjórnmálaflokkarnir eru að setja í auglýsingar á Facebook og Instagram. Í síðari hluta þáttarins er rætt við hlaðvarps- og útvarpsfólkið Eddu Falak og Tómas Steindórsson um hvernig stjórnmálaflokkarnir og frambjóðendur eru að standa sig í kosningabaráttunni, á samfélagsmiðlum.
6-9-20210
Episode Artwork

Nýliði Flokks fólksins

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna leiðir lista Flokks fólksins í suðurkjördæmi. Hún segir að allir eigi að hafa það gott á Íslandi en það sé ekki staðan í dag.
4-9-20210
Episode Artwork

Heilbrigðiskerfið er heit kartafla

Við kynnum okkur manninn og vinnuna að baki kosningaleikmynd Ríkissjónvarpsins. Þá hlerum við fund Drífu Snædal, forseta ASÍ og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóra SA þar sem þau takast meðal annars á um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu.
3-9-20210
Episode Artwork

Nýliði Sósíalista

Helga Thorberg er leikkona, garðyrkjufræðingur og oddviti Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi. Henni finnst orðin sósíalismi og sósíalisti full af von.
2-9-20210
Episode Artwork

Kappræður eru skemmtilegri en jólin

Við hittum formennina í græna herberginu, spáum í spjarir og framkomu þeirra ásamt Sóla Hólm og Sirrý Arnarsdóttur og rýnum að leik loknum í leiðtogaumræðurnar ásamt Láru Ómarsdóttur og Andrési Jónssyni.
1-9-20210
Episode Artwork

Nýliði Vinstri grænna

Jódís Skúladóttir lögfræðingur og sveitastjórnarfulltrúi í Múlaþingi situr í öðru sæti á framboðslista Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Hún hefur ekki myndað sér skoðun á því hvort hún vilji sjá sömu ríkisstjórn eftir kosningar.
31-8-20210
Episode Artwork

Er kanína í hattinum?

Nú þegar flokkarnir hafa flestir gefið út stefnumál sín með formlegum eða óformlegum hætti er tímabært að kíkja í hattinn og sjá hvað flokkarnir ætla að galdra fram á næsta kjörtímabili. Fanney Birna Jónsdóttir og Þórður Snær Júlíusson spá í spilin.
30-8-20210
Episode Artwork

Nýliði Samfylkingarinnar

Kristrún Mjöll Frostadóttir hagfræðingur leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður. Hún segir kosningarnar í ár ekki snúast um Covid-19.
28-8-20210
Episode Artwork

Umhverfismál: Hvað eiga stjórnvöld að gera?

Við förum yfir vikuna sem leið en beinum síðan sjónum okkar að einum afmörkuðum málaflokki. Er loftslagsvandinn eitt af stóru kosningamálunum? Hvað vilja sérfræðingarnir sjá næstu ríkisstjórn gera í umhverfismálum?
27-8-20210
Episode Artwork

Um hvað snýst kosningabaráttan?

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði segir kosningarnar framundan þær mest spennandi í langan tíma. Hann fer yfir sjónarsviðið með umsjónarmönnum þáttarins, frá hægri til vinstri og allt um kring. Við heyrum í nokkrum kjósendum á Akureyri og í Kringlunni í Reykjavík og síðast en ekki síst lítur Valgeir Örn Ragnarsson, ritstjóri kosningaumfjöllunar RÚV við og segir frá því sem framundan er.
25-8-20210