Hér er rætt hispurslaust um stjórnmál, efnahagsmál, menningu og annað tengt þjóðmálum.
#117 – Verðbólga og vargöld á vinnumarkaði – Vinnumálaráðherra í felum
Karítas Ríkharðsdóttir og Þórður Gunnarsson ræða um hækkandi verðbólgu, deilu Eflingar á vinnumarkaði og fleira. Rætt er um það hvort og þá hvernig stjórnmálin eigi að bregðast við og hvaða áhrif núverandi staða kann að hafa á stjórnarsamstarfið. Þá eru ræddar vangaveltur um það hvort að Alþingi megi sín mikils gagnvart ráðuneytum og ríkisstofnunum þar sem þau síðarnefndu hafa talsvert svigrúm til að setja reglur og viðmið um daglegt líf borgaranna.
27/02/2023 • 54 minutes
#114 – Seðlabankinn í stríði við allt og alla – Efling ógnar allsherjarreglu - Ærfillet og lund
Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson ræða um ákvörðun Seðlabankans við hækkun stýrivaxta og harðan tón um það sem koma skal, rætt er um skemmdarverk Eflingar á vinnumarkaði og ógn við allsherjarreglu, fyrirhugaðan samruna Kviku og Íslandsbanka, um bónusa í bankakerfinu og margt fleira.
08/02/2023 • 1 heure, 25 minutes, 30 secondes
#113 –Djúpgreining SKE á majónesmarkaði – Upplestur
Hlaðvarp Þjóðmála er upplýsandi hlaðvarp. Við fengum því góðan vin þáttarins til að lesa upp hluta af úrskurði Samkeppniseftirlitsins þar sem samruni Kaupfélags Skagfirðinga og Gunnars ehf. var ógildur. Eftir að hafa skoðað málið í heila níu mánuði er það mat Samkeppniseftirlitsins samruninn hefði haft alvarlegar afleiðingar fyrir samkeppni, viðskiptavinum og neytendum til tjóns, eins og það var orðað í tilkynningu á vef eftirlitsins. Hér er majónesmarkaðurinn greindur í þaula og mikilvægt að þjóðin sé vel upplýst um alla anga málsins. Ekki ríkir þó ágreiningur um sinnepsmarkaðinn.
03/02/2023 • 43 minutes, 15 secondes
#88 – Fjármál Reykjavíkur í járnum og hagkerfið í línudansi
Guðný Halldórsdóttir, blaðamaður á Viðskiptablaðinu, og Þórður Gunnarsson, hagfræðingur og varaborgarfulltrúi, ræða um fjármál Reykjavíkurborgar, stöðuna í hagkerfinu, það hvernig við nálgumst umræðu um skatta, ofurlaun og margt fleira.