Körfuboltaþátturinn Boltinn Lýgur Ekki, sem hefur verið leiðandi í körfuboltaumfjöllun á Íslandi, er kominn á Suðurlandsbrautina, heimili körfuboltans á Íslandi.Fjallað er um móður allra íþrótta á hispurslausan hátt. Íslenski boltinn í aðalhlutverki en NBA verður á sínum stað ásamt heitum tökum og góðum gestum.Það eru Véfréttin sjálf, Sigurður Orri og Tommi Steindórs sem stýra þættinum sem er í þráðbeinni á X977 alla fimmtudaga frá 16-18.
Boltinn Lýgur Ekki - Finals og hvernig skal haga sér courtside
Það er overdose af körfubolta um þessar mundir og BLE bræður reyndu að taka á því helsta. NBA og íslenskur körfubolti og svo var hringt í Gunnar Birgisson sem kenndi hlustendum hvernig skal hegða sér courtside.
16/05/2024 • 1 heure, 3 minutes, 17 secondes
Boltinn Lýgur Ekki - 02.05.24
03/05/2024 • 1 heure, 20 minutes, 45 secondes
Boltinn Lýgur Ekki - Ekki gerir einn þröstur vor
Úrslitakeppni allstaðar og fóru þeir BLE bræður yfir þær allar í þessum þætti.
18/04/2024 • 1 heure, 30 minutes, 15 secondes
Boltinn Lýgur Ekki - Aldrei sunshine og lollipops í Skagafirði
Boltinn Lýgur Ekki í þráðbeinni útsendingu úr Fiskabúri X977. NBA yfirferð áður en farið var yfir það sem skiptir öllu máli þessa stundina, úrslitakeppnin í Subway deildinni. Farið yfir leiki gærdagsins og rýnt í leiki kvöldsins. Dóri og Egill Birgisson á línunni, mikil gleði.
11/04/2024 • 1 heure, 24 minutes, 30 secondes
Boltinn Lýgur Ekki - Úrslitakeppni karla hefst í dag
Neyðarupptaka BLE bræðra í tilefni þess að úrslitakeppnin í Subway deild karla hefst í dag. Rýnt í einvígin, Hugi Halldórs á línunni og margt fleira.
10/04/2024 • 47 minutes, 53 secondes
Boltinn Lýgur Ekki - Bikarþynnka og Páskastuð
BLE bræður í hlaðvarpsformi enda lögbundið frí framundan.
28/03/2024 • 53 minutes, 24 secondes
Boltinn Lýgur Ekki - Bikarmanía
BLE bræður á sínum stað þennan fimmtudaginn. Bikarinn í aðalhlutverki.
21/03/2024 • 1 heure, 14 minutes, 34 secondes
Boltinn Lýgur Ekki - Bestu leikmennirnir sem hættu of snemma
BLE bræður í beinni á fimmtudegi kl 16, ekki í fyrsta skipti. NBA, Bikarinn, Tindastóll, Egill Ástráðs í beinni og margt fleira.
14/03/2024 • 1 heure, 15 minutes, 18 secondes
Boltinn Lýgur Ekki - Bestu leikmenn 2. deildar frá árunum 2008-2017
BLE bræður loksins sameinaðir á ný. NBA. Bestu leikmenn í 2. deild frá árunum 2008-2017. 1. deild karla. BLEðill með aðstoð Rikka G.
07/03/2024 • 1 heure, 22 minutes, 26 secondes
Boltinn Lýgur Ekki - Ef ekki Ísland, hverjir þá?
BLE bræður í stuði og í dag snérist allt um íslenska landsliðið. Íslands vs Ungverjaland í höllinni. Gunni Birgis, Mató Sig, Máté Dalmay og geitin sjálf, Jón Arnór Stefánsson, mættu og fóru yfir leikinn.
23/02/2024 • 1 heure, 56 minutes, 4 secondes
Boltinn Lýgur Ekki - Er tími Arnars hjá Stjörnunni liðinn?
BLE bræður mættir saman aftur - sjaldan meiri kraftur. NBA, Stjarnan, neðri deildir, landsliðið. Margt fleira.
15/02/2024 • 1 heure, 17 minutes, 43 secondes
Boltinn Lýgur Ekki - Tindastóll janúar panic special
Þáttur frá 1. febrúar 2024. Engin Véfrétt en sá Raunverulegi og sá allra höggþyngsti, Heisi Högg, stóðu vaktina þennan fimmtudaginn. Vegna tæknilegra örðugleika þá er NBA umræðan ekki með í þættinum en það skiptir ekki máli því hún var alls ekki merkileg. Umræðan um íslenska boltann var hinsvegar merkileg og voru þeir Balli Ragg, fyrrum þjálfari Stóla og hin umdeildi Stófustóll aka Ekki hljóðmaður á línunni og fóru yfir árangur Tindastóls á þessu tímabili. Heisi rankaði 12 bestu kana deildarinnar og margt fleira.
07/02/2024 • 1 heure, 16 minutes, 36 secondes
Boltinn Lýgur Ekki - Janúarmyrkur á Króknum
BLE bræður mættur aftur og nú einnig í hlaðvarpsformi eftir "The lost tape" í síðustu viku. Svokallaður vintage BLE, farið yfir allt.
25/01/2024 • 1 heure, 19 minutes, 52 secondes
Boltinn Lýgur Ekki - Hiti í botnbaráttunni og dómaravæl
BLE bræður vorum á sínum stað á fimmtudaginn og enginn annar en lýsandinn umdeildi, Heiðar Snær Magnússon, sem sat með þeim.
12/01/2024 • 1 heure, 48 minutes, 25 secondes
Boltinn Lýgur Ekki - Véfréttin gerist Völva
BLE bræður snéru tilbaka eftir mótmælin milli jóla og nýárs og þeir voru tvíefldir. Rýnt yfir farinn veg sem og kíkt í kristalskúluna.
04/01/2024 • 1 heure, 32 minutes, 38 secondes
Boltinn Lýgur Ekki - NBA og íslenskt slúður
BLE í jólastuði þrátt fyrir körfuboltaleysi yfir jólin. NBA, íslenskt slúður og yfirferð á allar deildir.
22/12/2023 • 1 heure, 2 minutes, 39 secondes
Boltinn Lýgur Ekki - Draymond þarf aðstoð, liðhlaupar og rekinn eftir 58 stiga leik
BLE bræður stóðu vaktina í dag. NBA, fréttir vikunnar og Ísland, allt á einum stað
14/12/2023 • 1 heure, 5 minutes, 57 secondes
Boltinn Lýgur Ekki - Sú elsta og virtasta með Gunna Birgis
BLE í miklu stuði þennan fimmtudaginn. Fjölmiðlamaðurinn umdeildi Gunnar Birgisson aka Jagginn mætti í stúdíóið og fór yfir bikarinn og fleira sem er framundan.
07/12/2023 • 1 heure, 7 minutes, 47 secondes
Boltinn Lýgur Ekki - Leikmannaskipti og mest óþolandi leikmenn íslensks körfubolta
BLE í þráðbeinni þennan fimmtudaginn. Véfréttin og sá raunverulegi stóðu vaktina og fóru yfir landslagið og svo fór Véfréttin í skó þess slæma og valdi top 5 mest óþolandi leikmenn íslensks körfubolta.
30/11/2023 • 1 heure, 27 minutes, 59 secondes
Boltinn Lýgur Ekki - Calloway á Krókinn og fíllinn í herberginu
BLE bræður að vinna upp í skuld eftir fjarvist síðastliðin fimmtudag. Það var einfaldlega farið vítt og breytt yfir sviðið.
27/11/2023 • 55 minutes, 20 secondes
Boltinn Lýgur Ekki - Þeir þora og skora
Gestagangurinn var mikill í Boltinn Lýgur Ekki í dag. Ritstjórinn umdeildi, Davíð Eldur aka Sá Eldfimi mætti í Fiskabúrið til þeirra BLE bræðra og fór yfir NBA. Það voru síðan skipti, Véfrétt út og "Þræll Mammon" aka Siggeir Ævarsson kom inn en sá er Grindvíkingur og hann veitti okkur innsýn í körfubolta og líf Grindvíkinga á þessum óvissutímum.
16/11/2023 • 1 heure, 23 minutes, 32 secondes
Boltinn Lýgur Ekki - BKS samur við sig og all star lið Subway spjallsins opinbert
Boltinn Lýgur Ekki í feiknastuði þennan fimmtudaginn. Ísland, NBA, subway spjallið. Farið yfir þetta allt saman.
09/11/2023 • 1 heure, 31 minutes, 53 secondes
Boltinn Lýgur Ekki - ”Njarðvík komast ekki í úrslitakeppnina”
Þau voru stór orðin sem sá Höggþungi lét falla í þættinum í dag en hann stóð vaktina með Véfréttinni og þeim raunverulega. Klassísk vörutalning í flestum deildum sem skipta máli.
02/11/2023 • 1 heure, 30 minutes, 31 secondes
Boltinn Lýgur Ekki - Helga Viggós dagurinn og NBA er byrjað
Treyjan hans Helga Viggós verður hengd upp í rjáfur í Síkinu annað kvöld og það var þáttur honum til heiðurs. Heyrt var í fyrrum samherjum, mótherjum og mönnum sem ólust upp við að vera hræddir við hann áður en Helgi sjálfur mætti í símann. Það var líka farið yfir Subway, 1. deild og NBA. Stútfullur þáttur.
26/10/2023 • 1 heure, 32 minutes, 40 secondes
Boltinn Lýgur Ekki - Yfir/undir NBA og top 5 bestu íslensku leikmennirnir
Boltinn Lýgur Ekki í banastuði í dag. Farið vel yfir NBA, 1. deild karla tekin fyrir ásamt Subway. Boltinn Lýgur Ekki er í boði Viking Lite léttöl og Dynjanda.
19/10/2023 • 1 heure, 27 minutes, 58 secondes
Boltinn Lýgur Ekki - Tenorinn heim og sniðganga kki.is
Svokallaður vintage BLE. Véfrétt og sá Raunverulegi fóru yfir sviðið.
12/10/2023 • 1 heure, 26 minutes, 34 secondes
Boltinn Lýgur Ekki - It´s showtime
Þetta er að bresta á. Véfréttin og sá raunverulegi í miklu stuði þennan fimmtudaginn.
05/10/2023 • 1 heure, 18 minutes, 3 secondes
Boltinn Lýgur Ekki - Streetball frá Asíu til Akureyrar
Véfréttin stóð vaktina í fjarveru Tómasar sem var upptekinn við að leika um landið. Subway kvenna farið af stað, Lillard til Bucks og svo kom hin virti NBA fjölmiðlamaður Leigh Ellis í heimsókn og fór yfir verkefnið sitt þar sem hann er að fara hringinn í kringum hnöttinn að spila streetball og verður á Akureyri um helgina.
29/09/2023 • 41 minutes
Boltinn Lýgur Ekki - Opinbera BLE spáin í Subway deild karla
Boltinn Lýgur Ekki var ekki flókin í þetta skiptið. Véfréttin kíkti í kristalskúluna og spáði fyrir um Subway deild karla á meðan Sá raunverulegi og Sá Slæmi veittu honum aðhald.
22/09/2023 • 1 heure, 46 minutes, 15 secondes
Boltinn Lýgur Ekki - Stóri 1. deildar þátturinn
Boltinn Lýgur Ekki á sínum stað. Fréttir vikunnar krufnar áður en spáin fyrir 1. deild karla var opinberuð.
14/09/2023 • 1 heure, 28 minutes, 45 secondes
Boltinn Lýgur Ekki - Run it back
Boltinn Lýgur Ekki byrja sitt þriðja season á X977. Ákveðin general prufa átti sér stað í dag áður en allt fer á fullt. Nóg um að vera samt sem áður. HM í körfu. Dómarar á Íslandi. 2. deildin. Pétursmótið. Margt fleira
08/09/2023 • 1 heure, 22 minutes, 41 secondes
Boltinn Lýgur Ekki - Upprisinn er hann, Haukur, Haukur og Véfréttin á Krókinn
BLE bræður hittust í Fiskabúrinu beint eftir leik Njarðvíkur og Tindastóls og fóru yfir stóra sviðið.
26/04/2023 • 59 minutes, 29 secondes
Boltinn Lýgur Ekki - Grátur og gnístran tanna
BLE bræður settust niður með Högginu beint eftir landsleik Íslands og Georgíu og stemmninginn eftir því. Leikurinn greindur, einkunnagjöf og svo var aðeins farið yfir neðri deildir.
26/02/2023 • 44 minutes, 2 secondes
Boltinn Lýgur Ekki - KR falla, Keflavík vinna og Finnur sem ekkert finnur
Stóra BLE spáin (sem er töluvert faglegri en spá formanna og þjálfara) fyrir Subway deild karla. Véfréttinn og sá Raunverulegi fengu þann Slæma í Fiskabúrið og tekinn var 360 gráðu snúningur á tímabilinu sem er framundan. Sleggjudómar, mönnum hent fyrir rútuna á meðan aðrir voru hafðir upp til skýjana. Hver er lykilmaður? Hver er búðingur? Hver er 12. maðurinn? Þetta og margt fleira í þessum þætti.
29/09/2022 • 1 heure, 56 minutes, 42 secondes
Boltinn Lýgur Ekki - Kíkt í kristalskúluna
BLE bræður byrjuðu tveir og fóru yfir NBA deildina ásamt því að gefa NBA League pass í beinni. Sá slæmi mætti síðan til þeirra bræðra og þeir kíktu í kristalskúluna ásamt því að fara aðeins yfir fall og ris Máté Dalmay hjá Haukum.
04/11/2021 • 1 heure, 59 minutes, 42 secondes
Boltinn Lýgur Ekki - Kom af klósettinu í búningnum | Svartar skyrtur á svölunum á Sauðárkróki
Það var gestagangur hjá BLE mönnum eins og oftast áður. Kjartan Atli Kjartansson fór með þeim yfir NBA deildina fyrri klukkutímann. Umræða um Celtics, Lakers, nýjar reglur sem gera James Harden erfitt fyrir og fleira. Í síðari hlutanum kom Matthías Orri Sigurðarson og leiddi landann í allan sannleika um Subway deildina á mannamáli. Stemmning í Grindavík, tæknivillukvart og hvor er harðari, Kristófer Acox eða Svenni Claessen?