Ástríðubræðurnir Sverrir Mar, Óskar Smári og Gylfi Tryggva fara yfir allt það helsta eftir hverja umferð í 2. – og 3. Deild karla í fótbolta. Ástríðan tæklar ávallt boltann og strákarnir ræða hlutina á léttum nótum. Ástríðan er í boði Bola, Acan.is, ICE nikótínpúða, JAKO sport , Session Craft Bar og Preppbarsins.
Uppgjör í 3.deild
Ástríðan er í boði Bola, Acan.is, JakoSport, ICE, Preppbarsins og svo er nýjasti vinur Ástríðunnar í miðbænum Session Craft Bar.Sverrir Mar og Gylfi Tryggva fengu í heimsókn góða fulltrúa frá toppliðunum tveimur. Bjarki Flóvent frá Sindra og svo kom Balvin Borgarsson fyrir hönd Dalvíkur. Þeir mættu í spjall þar sem farið var yfir tímabil liðanna í ár, framhaldið og fleira.Bjarki Flóvent fór yfir mikilvægi Óla Stefáns og hvernig framhaldið lítur út á Höfn, hvernig liðið fór á run þegar hann kom inn í liðið og breytingar á frammistöðum leikmanna á milli ára.Baldvin mætti vegna andúðar leikmanna Dalvíkur í garð Ástríðunnar. Hann fór yfir tímabil Dalvíkur/Reynis og afhverju liðið snéri taflinu við eftir vonbrigðaár í fyrra.Lið ársins, besti leikmaður, efnilegastur og þjálfari ársins allt tilkynnt og rætt vel í þættinum. Gestirnir voru að lokum leystir út með Bola.
05/10/2022 • 1 heure, 23 minutes, 14 secondes
Uppgjör í 2.deild
Ástríðan er í boði Bola, Acan.is, JakoSport, ICE, Preppbarsins og svo er nýjasti vinur Ástríðunnar í miðbænum Session Craft Bar.Sverrir Mar og Óskar Smári fengu í heimsókn góða gesti frá toppliðunum tveimur. Guðmundur Axel frá Þrótti R. og Maggi Matt frá Njarðvík mættu í spjall þar sem farið var yfir tímabil liðanna í ár, framhaldið og fleira.Guðmundur Axel svaraði fyrir gagnrýni Ástríðunnar undanfarna mánuði auk þess sem hann fór vel yfir hvað er í vændum í Laugardalnum.Maggi Matt mætti með risa tilkynningu í þáttinn, fór yfir breytingar á liðinu á undurbúningstímabilinu, hvaða leikmenn verða áfram með nýjum þjálfara og hvað gerir Bjarna Jó að Bjarna Jó.Lið ársins, besti leikmaður, efnilegastur og þjálfari ársins allt tilkynnt og rætt vel í þættinum.
05/10/2022 • 1 heure, 29 minutes
Spá fyrir 3.deild
Sverrir Mar og Gylfi Tryggva hittust og spáðu í spilin fyrir komandi átök í 3. deildinni í sumar. Hverjir eru komnir og farnir hjá liðunum? Hverjir eru styrkleikar og veikleikar liðanna? Hvernig gekk á undirbúningstímabilinu?Þátturinn er í boði Fotbolti.net, Bola, Jako og Ice og er hægt að hlusta á í spilaranum hér að ofan, í gegnum Podcast forrit eða á Spotify.
17/08/2022 • 1 heure, 47 minutes, 15 secondes
Spá fyrir 2.deild
Sverrir Mar og Gylfi Tryggva hittust og spáðu í spilin fyrir komandi átök í 2. deildinni í sumar. Hverjir eru komnir og farnir hjá liðunum? Hverjir eru styrkleikar og veikleikar liðanna? Hvernig gekk á undirbúningstímabilinu?Þátturinn er í boði Fotbolti.net, Bola, Jako og Ice og er hægt að hlusta á í spilaranum hér að ofan, í gegnum Podcast forrit eða á Spotify.