Í Undralandi Ólafssona er allt morandi í kanínuholum. Aron og Arnar reyna að tipla á tánum í kringum þær en eiga það til annað slagið að falla ofan í þær með tilheyrandi pælingum og vitleysu. Í Undralandi eru þó ekki einungis kanínuholur heldur líka fullt af glensi og meðþví!
Reisusaga Arons: Sahara eyðimörkin
Við biðjum ykkur afsökunar á biðinni gott fólk! Nú er Aron er snúinn aftur úr eyðimörkinni reynslunni ríkari og hann hafði sögu að segja.
10/23/2024 • 55 minutes, 45 seconds
Fellibylurinn Milton (ft. Patrik)
Þáttur vikunnar er snemma á ferðinni en í ljósi þess að fellibylurinn Milton á að skella á strendur Florida núna í kvöld þá kom ekkert annað til greina en að birta þáttinn strax. Við heyrum í söngvaranum Patrik sem er staddu á Florida og kynnum okkur staðhætti þar ytra.
10/9/2024 • 53 minutes, 59 seconds
How to get rich (quick)
Líkt og nafn þáttarins gefur í ljós snýr umfjöllunarefnið að því hvernig á að verða ríkur. Hvort það gerist fljótt er hins vegar spurning sem við getum ekki svarað, en það er þó alltaf möguleiki!
10/6/2024 • 1 hour, 10 minutes, 39 seconds
Meðvitund til leigu
Samræður þeirra Ólafssona fóru um ansi víðan völl í þætti dagsins. Allt frá P. Diddy til eðlisfræðilögmála. Sem fyrr er þetta þó þáttur sem þú ættir ekki að missa af, kæri hlustandi!
9/29/2024 • 1 hour, 36 seconds
Besti þáttur sem Wöhler á
Hann kíkti til okkar fjöllistamaðurinn Eyþór Aron Wöhler og ræðir við okkur um lífið og tilveruna, manninn sjálfann og Tímaflakk. Fótbolti, Ritlist, Söngur og TikTok eru örfá dæmi um það sem drengurinn leggur stund á og hefur, þrátt fyrir ungan aldur, náð eftirtektarverðum árangri á öllum þessum sviðum. Missið ekki af þessum besta þætti sem Wöhler á, kæru hlustendur!
9/22/2024 • 1 hour, 20 minutes, 58 seconds
Nýlendan Mars
Kæru hlustendur. Hér er einn heilavíkkandi fyrir ykkur. Elon Musk ætlar með mannkynið á mars og það er lítið sem mun koma í veg fyrir það. Það eru allar líkur á því að við munum sjá siðmenntað samfélag mannfólks á plánetunni Mars í okkar lífstíð. Það er gjörsamlega fráleit hugmynd í sjálfu sér, en hér erum við!
9/15/2024 • 1 hour, 3 minutes, 40 seconds
Disney klám
Gleðilegan sunnudag kæru Undralendingar. Í þætti dagsins ræðum við um samsæriskenningar Disney og klám. Fleira var það ekki. Bestu kveðjur, Arnar og Aron
9/8/2024 • 1 hour, 1 minute, 31 seconds
Skemmtistaðaveröld sem var
Sorry hvað við erum seinir í dag. Í guðanna bænum njótiði!
9/1/2024 • 55 minutes, 16 seconds
Við erum ekki byggð fyrir öryggi nútímans
Þáttur dagsins tekur okkur á kunnar slóðir en þar ræða Ólafssynir um testósterón, föstur, og frumbyggjaeðlið sem blundar í okkur öllum. Við erum ekki byggð fyrir nútímann!
8/25/2024 • 59 minutes, 11 seconds
Dellur & íslenskt rapp
Þáttur dagsins þekur ansi vítt svið eins og titillinn gefur til kynna en þó er hann skemmtilegur - við lofum ykkur því!
8/18/2024 • 59 minutes, 47 seconds
Eftirköst þjóðhátíðar & gamlar blaðagreinar
Já það var ýmislegt sem bar á góma í þessum þætti kæru hlustendur, allt frá framhjáhaldi til sökkvandi skipa. Svo leit nýr liður dagsins ljós sem gæti orðið skemmtilegur. Eigið dásamlegan sunnudag kæru Undralendingar!
8/11/2024 • 59 minutes, 13 seconds
ÓLAFSSYNIR Í DALNUM 2024
Ólafssynir verða í dalnum árið 2024 gott fólk. 4 gigg á eyjunni fögru yfir helgina - Komið og kíkið á okkur!Fös:17:00 - Ólafssynir í dalnum (frír bjór og frí stemming)02:00 - Stóra sviðið (ásamt gamla 12:00)Lau:12:00 - Ólafssynir á FM95715:00 - Nova Fest (ásamt gamla 12:00)
8/2/2024 • 52 minutes, 48 seconds
Faðir Arnar
Já þáttur dagsins er stórmerkilegur enda er það orðið ljóst að Arnar þarf formlega að fara að bera ábyrgð á einhverjum öðrum en sjálfum sér. Já krakka mínir, lífið! Verið góð við hvort annað.
7/28/2024 • 56 minutes, 32 seconds
Tilraunir & lífsvenjur
Gleðilegan sunnudag kæru Undralendingar. Ólafssynir ræða allskonar í þætti dagsins, allt frá Þjóðhátíð til dáleiðslu og svo að sjálfsögðu það sem titill þáttarins segir til um.
7/21/2024 • 1 hour, 7 minutes, 5 seconds
Mótorhjól (ó)
Já, kæru hlustendur það var hann Óli Gull faðir Arons sem fékk að velja umræðuefni í þætti dagsins. Dæmi hver fyrir sig um þekkingu okkar á mótorhjólum en við getum því miður ekki stjórnað öllu sem fer hérna inn. Keyrið varlega um landið gott fólk.
7/14/2024 • 59 minutes, 17 seconds
Gói Sportrönd í Undralandi: Nuclear Fallout
Það var löngu kominn tími á að fá hinn eina sanna Góa sportrönd í settið til okkar. Í þættinum ræðum við "Nuclear Fallout", en umræðan byggist á tölvuleikja- og þáttaseríunni vinsælu Fallout. Góðar, fyndnar og heilavíkkandi pælingar þennan sunnudaginn. Eigið yndislega helgi!
7/7/2024 • 1 hour, 18 minutes, 36 seconds
Aron Kristinn í Undralandi
ClubDub-arinn og athafnamaðurinn Aron Kristinn mætti til okkar í kærkomið spjall, stútfullt af pælingum og vísdómsorðum. Hann er upplýstur, hann horfist í augu við óttann, hann tekur ákvarðanir og stendur við þær. Eitthvað fyrir alla í þessu eyrnakonfekti úr smiðju Undralandsins. Verið góð hvert við annað.
6/30/2024 • 1 hour, 19 minutes, 28 seconds
Börn náttúrunnar
Já það eru ekki allir jafn heppnir og við að alast upp inni á steyptum og hlýjum heimilum. Sumir eru neflinlega það óheppnir að þurfa að alast upp með dýrum en við minnumst eitthvað á það ágæta fólk í þessum þætti. Njótið dagsins!
6/23/2024 • 49 minutes, 12 seconds
Loftsteinn að verðmæti $26.990.000.000.000.000.000
Þá eru Ólafssynir mættir bakvið hljóðnemana 117. vikuna í röð. Það er ákveðið afrek að menn sem eru svo ólíkir í skapgerð skuli halda svona lengi út saman en það er eitthvað fallegt við það. Í þættinum förum við yfir tilkynningu sem er yfir meðallagi stór, ráðningu í beinni og space mining svo eitthvað sé nefnt. Verið góð hvort við annað.
6/16/2024 • 58 minutes, 7 seconds
"Ég finn smjörþefinn út um gluggan hjá mér af heimsstyrjöld"
Aron var svartsýnn í þætti dagsins og mælti þessu fleygu orð sem standa í titli þáttarinns. Setningin er þó kannski ekki beint lýsandi fyrir umræður dagsins en það er samt eitthvað furðulegt að eiga sér stað í alheiminum um þessar mundir...
6/9/2024 • 54 minutes, 1 second
Shots fired
Það er óhætt að segja að Ólafssynir hafi farið öfugu megin fram úr rúminu á tökudegi. Rifrildi einkennir þátt dagsins en þreytan einnig. Batnandi mönnum er best að lifa sagði einhvern en við lofum betrun í næsta þætti.
6/2/2024 • 50 minutes, 25 seconds
Q&A II
Kæur Undralendingar! Því miður var enginn Ástþór Magnússon í þættinum okkar eins og til stóð. Í staðin gripum við í Q&A í annað sinn, þar sem við svörum spurningum frá hlustendum okkar. Stórskemmtilegur þáttur, þó við segjum sjálfir frá!
5/26/2024 • 57 minutes, 26 seconds
Steinunn Ólína í Undralandi
Já kæru hlustendur, það er hún Steinunn Ólína sem er gestur Undralandsins að þessu sinni. Við Ólafssynir spurðum hana spjörunum úr en nú stendur hún í framboði til embættis forseta Íslands og því var óneitanlega freistandi að fara aðeins yfir samfélagsmálin í bland við persónulegri málefni. Eigið yndislegan sunnudag kæru Undralendingar!
5/19/2024 • 1 hour, 22 minutes, 28 seconds
Truflaðar tilviljanir
Ótrúlegt en satt, þá undirbjuggu Ólafssynir sig fyrir þátt dagsins. "Truflaðar tilviljanir" var rauði þráðurinn í þættinum en að sjálfsögðu fylgir meira rugl með í kaupæti. Góðar stundir gott fólk.
5/12/2024 • 56 minutes, 22 seconds
Brunasaga Arons
Þáttur þessi er stútfullur af hitamálum.
5/6/2024 • 1 hour, 1 minute, 3 seconds
Stress & tilviljunarkenndir atburðir
Kæru Undralendingar - gleðilegan sunnudag! Þáttur dagsins er spjall um hitt og þetta en þó að mestu leiti um stress og tilviljunarkennda atburði. Aron varð helvíti stressaður í vikunni sem leið og því bar að krifja það til mergjar. Svo eru það tilviljunakenndu atburðirnir sem farið verður yfir í þættinum en þeir eru svo tilviljunarkenndir að það meikar engan sens. Góða hlustun kæru vinir.
4/28/2024 • 54 minutes, 19 seconds
Aron reynir fyrir sér í uppistandi
Já kæru hlustendur, þið lásuð rétt. Aron er á leiðinni í uppistandið. Við skulum bara vona að við missum hann ekki úr Undralandinu þegar hann verður kominn með sína eigin Netflix mynd um uppistandið sitt. Verið góð við hvort annað.
4/21/2024 • 1 hour, 3 minutes, 9 seconds
Viðar Pétur sérfræðingur í gervigreind skólar Ólafssyni til
Það var löngu kominn tími á að fá sérfræðing inn í begmálshelli Ólafssona til að ræða gervigreind á fagmannlegum nótum, en til þess fengum við til okkar Viðar Pétur Styrkársson sérfræðing í gervigreind frá Advania. Við spurðum hann spjörunum úr um allt það nýja á döfinni, siðferðið og framtíðarhorfur í heimi þar sem gervigreind virðist ætla að taka yfir. Missið ekki af þessum þætti kæru hlustendur!
4/14/2024 • 1 hour, 20 minutes, 9 seconds
Gervigreind, greiningar & einkakokkur Arons
Kæru hlustendur! Í dag er sunnudagur svo það þýðir nýr skammtur af Undralandi. Þáttur dagsins átti að vera upphirun fyrir næsta þátt, þar sem við fáum gervigreindarsérfræðing til að skóla okkur til, en fór í ýmsar áttir eins og endranær. Verið góð við hvort annað.
4/7/2024 • 55 minutes, 46 seconds
Ristilspeglun og Dune kvikmynagagnrýni ásamt Jóhannesi Hauki
Já þið lásuð rétt kæru hlustendur, við sláum á þráðinn hjá Jóhannesi Hauki og fáum faglega gagnrýni á nýjustu dellu Arons, Dune 2. Þess fyrir utan ræðum við þó ristilspeglanir, forsetaframboð og fleira sem fullorðnir einstaklingar ræða. Gleðilega páska!
3/31/2024 • 1 hour, 27 seconds
Árangur
Þáttur dagsins er tileinkaður árangri, en árangur er mjög afstætt hugtak eins og kemur í ljós í þessum þætti. Þau eru mörg vísdómsorðin sem falla í þessum þætti, en hafið það í huga góðir hlustendur, að þetta eru okkar skoðanir og okkar "take" og þarf þá á engan hátt að endurspegla mat ykkar.
3/24/2024 • 1 hour, 5 minutes, 5 seconds
Manía
Í dag er sunnudagur og það þýðir bara eitt - Undralandið opnast upp á gátt. Þáttur dagsins er algjör manía þar sem Aron er í aðalhlutverki en Arnar er talsvert stabílli. Ekkert svo vera að spyrja pabba ykkar út í Þórskaffi... Allavega ekki fyrir framan mömmur ykkar. Gleðilega nýja viku!
3/17/2024 • 1 hour, 2 minutes, 39 seconds
Stórt fólk
Sumir eru stórir að utan og sumir eru stórir að innan. Robert Wadlow var stór að utan en James Cameron er stór að innan. Pælingarnar lágu víða þennan sunnudaginn.
3/10/2024 • 56 minutes, 13 seconds
Tungumál & kækir
Kæru Undralendingar, hér fáiði þátt fyrir allan peninginn. Gítar, söngur, tungumál og kækir. Við skulum ekkert vera að flækja þetta mikið meira á sunnudegi. Eigiði yndislega viku!
3/3/2024 • 1 hour, 1 minute, 55 seconds
Erum við fucked?
Kæru hlustendur, þáttur dagsins er heldur sveiflukenndur. Léttur en í senn þungur. Hann þyngist með hverri mínútunni sem líður og líklega ekki fyrir alla. Góðar stundir.
2/25/2024 • 53 minutes, 30 seconds
100.þáttur Undralandsins
Kæru hlustendur! Við biðjumst innilegrar afsökunar á töfunum sem hafa orðið á þessum 100.þætti okkar, en hér er hann kominn í öllu sínu veldi! Svo að sjálfsögðu kemur nýr þáttur á sunnudaginn. Njótið helgarinnar!
2/23/2024 • 56 minutes, 10 seconds
Þátturinn sem átti að vera um heimsveldi
Eins og oft áður fylgdum við engan vegin plani í þætti dagsins, en stundum er það bara skemmtilegast. Svo er sérstakur símatími við Villa naglbít í þættinum. Eigið yndislegan sunnudag, kæru Undralendingar.
2/11/2024 • 51 minutes, 53 seconds
Teboðið í Undralandi
Það voru heiðursgestirnir Birta Líf og Sunneva Einars úr Teboðinu sem kíktu í heimsókn í Undralandið og úr varð algjör bragðarefur. Við ætlum ekki að gefa neitt upp hvað var rætt hér en til að komast að því skuluði ýta á “play” takkann. Eigiði yndislegan sunnudag kæru Undralendingar.
2/4/2024 • 1 hour, 8 minutes, 33 seconds
Ólafssynir spjalla um daginn og veginn
Umræðuefni voru alls konar hjá Ólafssonum þennan sunnudaginn en oft er það nú bara þannig að best er að setjast niður og tala um daginn og veginn. Verið góð við hvort annað kæru hlustendur og eigið yndislegan sunnudag.
1/28/2024 • 49 minutes, 29 seconds
Samfélög
Já, kæru Undralendingar. Nafn þáttarins gefur ekki endilega til kynna innihald þáttarins en þeir félagar fara um víðan völl í þætti dagsins. Megin þráðurinn er þó sá að samfélög eru alls konar hvort sem það er á plánetunni jörð eða utan hennar. Verið góð við hvort annað.
1/21/2024 • 1 hour, 6 minutes, 9 seconds
Sólgos
Í þætti dagsins ræða Ólafssynir þær hamfarir sem orðið gætu af sólgosi. Það gæti verið að fall siðmenningar komi við sögu en við lofum engu. Gleðilegan sunnudag kæru Undralendingar og muniði að fá ykkur Buffalo í Undralandi.
1/14/2024 • 59 minutes, 45 seconds
Áramótaheit og lyfjaiðnaður
Gleðilegt árið kæru Undralendingar! Við tökum á móti ykkur með bros á vör á þessu nýja ári með glænýjum þætti sem er tilvalinn fyrir jákvæða jafnt sem neikvæða. Verið góð við hvort annað!
1/7/2024 • 53 minutes, 40 seconds
Orkugreining Ólafssona ásamt Stjörnuspeki hlaðvarpi
Gleðilegt árið kæru hlustendur og takk fyrir hlustunina á árinu. Við förum inn í nýtt ár með óstöðvandi með orkugreiningu að vopni.
12/31/2023 • 1 hour, 36 minutes, 46 seconds
Jóla-nostalgía gone right
Gleðileg jól kæru hlustendur. Þáttur dagsins er að mestu leiti í anda jólanna. Veriði góð við hvort annað. Við elskum ykkur. Typpi.
12/24/2023 • 53 minutes, 49 seconds
Jóla-nostalgía gone wrong
Kæru vinir. Jólin eru hátíð ljóss og friðar en það var lítið rúm fyrir slíkt tal í þessum þætti þar sem að Ólafssynir komust á flug strax í byrjun þáttar og ræddu eitthvað allt annað helur en Jóla-nostalgíu. Við viljum þó biðja ykkur um að vera góð við hvort annað jafnt á jólum sem og hjólum. Góðar stundir.
12/17/2023 • 1 hour, 4 minutes, 58 seconds
Betra er seint en aldrei
Já kæru hlustendur, við afsökum innilega hve seinir við erum á ferðinni með þátt vikunnar, en hér kemur hann í öllu sínu veldi. Góðar stundir.
12/13/2023 • 58 minutes, 4 seconds
Blessuð börnin
Þáttur dagsins er doldið bland í poka en við fengum einn stuttfættan til að slást í för með okkur fyrstu 20 mínúturnar en hann fékk Ólafssyni til að fara á dýptina. Dýptin hélt svo áfram næstu 40 mínúturnar og að sjálfsögðu endar þátturinn á djúpum umræðum um gervigreind. Fleira var það ekki að þessu sinni kæru Undralendingar. Verið góð við hvort annað.
12/3/2023 • 57 minutes, 45 seconds
Reddit þátturinn
Í þessum þætti förum við yfir nokkra Reddit þræði sem að sjálfsögðu leysist svo upp í rugl á endanum og við förum að tala um eitthvað allt annað.
11/26/2023 • 55 minutes, 12 seconds
Þátturinn um allt
Við fengum hlustendur til liðs við okkur í þætti dagsins og segja má að þessi þáttur fjalli um allt. Verið góð hvort við annað.
11/19/2023 • 1 hour, 4 minutes, 20 seconds
Steindi Jr. í Undralandi: Zombie apocalypse
Það var fyrir löngu kominn tími á það að Steindi kíkti til okkar í Undralandið en eftir gífurlega vinsælan uppvakningaþátt (sem kom út 19.febrúar) kom ekkert annað til greina heldur en að fá sérfræðing sem er yfir meðallagi paranojaður til að brjóta niður með okkur hvernig best væri að bera sig að í uppvakningafaraldri. Úr varð þetta 90 mínútna listaverk sem hreinlega er bannað að horfa fram hjá.
11/12/2023 • 1 hour, 29 minutes, 17 seconds
Aron kemur nakinn fram
"Ég myndi gera næstum því hvað sem er fyrir frægðina, nema kannski að koma nakinn fram" sungu Stuðmenn hér um árið, en Aron gerir hvað sem er fyrir frægðina og kemur nakinn fram á skjám landsmanna innan tíðar. Gleðilegan sunnudag kæru Undralendingar!
11/5/2023 • 57 minutes, 48 seconds
Snorri Másson ritstjóri og skoðanabróðir í Undralandi
Hreint út sagt bilaður þáttur, troðfullur af samfélagsádeilum, hitamálum og heilavíkkandi umræðum. Snorri Másson er einn af okkar fremstu blaðamönnum og stofnaði nýlega fréttamiðilinn Ritsjórinn, sem við Ólafssynir mælum heilshugar með. Góða hlustun kæru hlustendur.
10/29/2023 • 1 hour, 23 minutes, 29 seconds
Töfrar eru tíðni
Kæru Undralendingar! Ef það er einhver þáttur sem þú þarft að hlusta á núna, þá er það þessi. Arnar er alltaf að opnast meira og meira fyrir spiritúalisma en í þætti dagsins segir hann frá reynslu sinni þegar hann hitti miðil nýlega. Sannkölluð uppskeruhátíð fyrir #TeamAron þarna úti
10/22/2023 • 49 minutes, 56 seconds
Peningar (samt ekki)
Í þætti dagsins var planið að tala um peninga. Það heppnaðist á einhverjum tímapunkti en við lofum ykkur part 2 af þessum þætti síðar. Verið góð við hvort annað.
10/15/2023 • 58 minutes, 24 seconds
Tímaflakk
Já kæru hlustendur - í þætti dagsins ræða þeir Ólafssynir um allt og ekkert en þó aðallega um tímaflakk. Leggið vel við hlustir.
10/8/2023 • 58 minutes, 36 seconds
Kynfræðsla barna, transmálefni, kynjaumræður & BDSM hneigð ásamt Indíönu Rós kynfræðing - Seinni hluti
Þá er loksins komið að því! Seinni hlutinn af þættinum með Indíönu kynfræðing. Það er óhætt að segja að hér séu hitamálin rædd. Góðar stundir.
9/30/2023 • 1 hour, 22 minutes, 48 seconds
Afmælisþátturinn hans Arnars
Í dag er Arnar þrítugur og í tilefni af því fékk hann sinn eigin þátt. Tékkiði svo á @auratal.is á instagram og Tiktok og gefið Arnari follow í afmælisgjöf.
9/24/2023 • 59 minutes, 3 seconds
Kynfræðsla barna, transmálefni, kynjaumræður & BDSM hneigð ásamt Indíönu Rós kynfræðing - Fyrri hluti
ATH. Að þetta er fyrri hluti af viðtalinu. Seinni hlutinn (lengri) er væntanlegur 1.október. Í ljósi hitamáls í samfélaginu hvað varðar kynfræðslu barna ákváðum við að fá til okkar kynfræ ðinginn Indíönu Rós til að skóla okkur til í þessum málum. Viðtalið fór út í talsvert fleiri málefni þó sem öll eiga það sameiginlegt að vera hitamál. Einhver málefni í titli þáttarins eiga ekki við í þessum þætti en koma fyrir í þeim síðari. Góða hlustun
9/17/2023 • 54 minutes, 37 seconds
Er lífið raunverulegt?
Þetta er ein af þessum stóru spurningum sem við munum líklega aldrei ná að komast að. Það er þó gaman að velta henni fyrir sér og það gera þeir svo sannarlega Aron og Arnar í þætti dagsins. Missið ekki af þessum. Gleðilegan sunnudag!
9/10/2023 • 56 minutes, 59 seconds
Pýramídar
Já kæru hlustendur. Við komum léttir inn á sunnudegi og ræðum pýramída og fleira til.
9/3/2023 • 59 minutes, 46 seconds
Rútína er lykill að hamingju
Þessi þáttur er helgaður öllum rútínulausu Undralendingunum þarna úti. Komið ykkur í rútínu. Fleira var það ekki. Eigiði yndislega viku.
8/27/2023 • 56 minutes, 50 seconds
Uppeldi og Dópamín
Já kæru hlustendur, í þætti dagsins fara þeir Ólafssynir um víðan völl, allt frá uppeldi yfir í dópamín og hvað lífið er mikið helvíti. Raunsæið er raunverulegt.
8/20/2023 • 58 minutes, 59 seconds
Mataræði og Clownself
Kjafturinn á þeim Ólafssonum stoppaði ekki í þætti dagsins þar sem aðal umræðuefnið var mataræði. Svo í lokin kom svo umræða um Clownself og hvort miðaldra hvítir karlmenn eins og þeir myndu einhvern tíman skilja öll þessi kyn sem eru orðin til.
Aron var á tökkunum í þætti dagsins og umræðuefni dagsins átti að vera líkur, en snérist út í djamm o.fl. Góðar stundir og gleðilega Verslunarmannahelgi!
8/6/2023 • 56 minutes, 17 seconds
Geimverur í dalnum
Það var létt yfir þeim Ólafssonum í þætti dagsins en það er orðið ljóst að þeir eru því miður ekki á leið til eyja. Það stoppaði þá þó ekki að ræða eyjuna fögru sem þeir sakna svo sárt. Einnig koma allskonar pælingar fyrir um geimverumálið sem herjar á heiminn nú um þessar mundir og alls konar útúrdúrar eins og venjulega. Verið góð við hvort annað og munið bara að ekkert skiptir máli.