Winamp Logo
Ólafssynir í Undralandi Cover
Ólafssynir í Undralandi Profile

Ólafssynir í Undralandi

Icelandic, Comedy, 1 season, 136 episodes, 5 days, 18 hours, 59 minutes
About
Í Undralandi Ólafssona er allt morandi í kanínuholum. Aron og Arnar reyna að tipla á tánum í kringum þær en eiga það til annað slagið að falla ofan í þær með tilheyrandi pælingum og vitleysu. Í Undralandi eru þó ekki einungis kanínuholur heldur líka fullt af glensi og meðþví!
Episode Artwork

Reisusaga Arons: Sahara eyðimörkin

Við biðjum ykkur afsökunar á biðinni gott fólk! Nú er Aron er snúinn aftur úr eyðimörkinni reynslunni ríkari og hann hafði sögu að segja.
10/23/202455 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Fellibylurinn Milton (ft. Patrik)

Þáttur vikunnar er snemma á ferðinni en í ljósi þess að fellibylurinn Milton á að skella á strendur Florida núna í kvöld þá kom ekkert annað til greina en að birta þáttinn strax. Við heyrum í söngvaranum Patrik sem er staddu á Florida og kynnum okkur staðhætti þar ytra.
10/9/202453 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

How to get rich (quick)

Líkt og nafn þáttarins gefur í ljós snýr umfjöllunarefnið að því hvernig á að verða ríkur. Hvort það gerist fljótt er hins vegar spurning sem við getum ekki svarað, en það er þó alltaf möguleiki!
10/6/20241 hour, 10 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Meðvitund til leigu

Samræður þeirra Ólafssona fóru um ansi víðan völl í þætti dagsins. Allt frá P. Diddy til eðlisfræðilögmála. Sem fyrr er þetta þó þáttur sem þú ættir ekki að missa af, kæri hlustandi!
9/29/20241 hour, 36 seconds
Episode Artwork

Besti þáttur sem Wöhler á

Hann kíkti til okkar fjöllistamaðurinn Eyþór Aron Wöhler og ræðir við okkur um lífið og tilveruna, manninn sjálfann og Tímaflakk. Fótbolti, Ritlist, Söngur og TikTok eru örfá dæmi um það sem drengurinn leggur stund á og hefur, þrátt fyrir ungan aldur, náð eftirtektarverðum árangri á öllum þessum sviðum. Missið ekki af þessum besta þætti sem Wöhler á, kæru hlustendur!
9/22/20241 hour, 20 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Nýlendan Mars

Kæru hlustendur. Hér er einn heilavíkkandi fyrir ykkur. Elon Musk ætlar með mannkynið á mars og það er lítið sem mun koma í veg fyrir það. Það eru allar líkur á því að við munum sjá siðmenntað samfélag mannfólks á plánetunni Mars í okkar lífstíð. Það er gjörsamlega fráleit hugmynd í sjálfu sér, en hér erum við!
9/15/20241 hour, 3 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Disney klám

Gleðilegan sunnudag kæru Undralendingar. Í þætti dagsins ræðum við um samsæriskenningar Disney og klám. Fleira var það ekki. Bestu kveðjur, Arnar og Aron
9/8/20241 hour, 1 minute, 31 seconds
Episode Artwork

Skemmtistaðaveröld sem var

Sorry hvað við erum seinir í dag. Í guðanna bænum njótiði!
9/1/202455 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Við erum ekki byggð fyrir öryggi nútímans

Þáttur dagsins tekur okkur á kunnar slóðir en þar ræða Ólafssynir um testósterón, föstur, og frumbyggjaeðlið sem blundar í okkur öllum. Við erum ekki byggð fyrir nútímann!
8/25/202459 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Dellur & íslenskt rapp

Þáttur dagsins þekur ansi vítt svið eins og titillinn gefur til kynna en þó er hann skemmtilegur - við lofum ykkur því!
8/18/202459 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Eftirköst þjóðhátíðar & gamlar blaðagreinar

Já það var ýmislegt sem bar á góma í þessum  þætti kæru hlustendur, allt frá framhjáhaldi til sökkvandi skipa. Svo leit nýr liður dagsins ljós sem gæti orðið skemmtilegur. Eigið dásamlegan sunnudag kæru Undralendingar!
8/11/202459 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

ÓLAFSSYNIR Í DALNUM 2024

Ólafssynir verða í dalnum árið 2024 gott fólk. 4 gigg á eyjunni fögru yfir helgina - Komið og kíkið á okkur!Fös:17:00 - Ólafssynir í dalnum (frír bjór og frí stemming)02:00 - Stóra sviðið (ásamt gamla 12:00)Lau:12:00 - Ólafssynir á FM95715:00 - Nova Fest (ásamt gamla 12:00)
8/2/202452 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Faðir Arnar

Já þáttur dagsins er stórmerkilegur enda er það orðið ljóst að Arnar þarf formlega að fara að bera ábyrgð á einhverjum öðrum en sjálfum sér. Já krakka mínir, lífið! Verið góð við hvort annað.
7/28/202456 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Tilraunir & lífsvenjur

Gleðilegan sunnudag kæru Undralendingar. Ólafssynir ræða allskonar í þætti dagsins, allt frá Þjóðhátíð til dáleiðslu og svo að sjálfsögðu það sem titill þáttarins segir til um. 
7/21/20241 hour, 7 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Mótorhjól (ó)

Já, kæru hlustendur það var hann Óli Gull faðir Arons sem fékk að velja umræðuefni í þætti dagsins. Dæmi hver fyrir sig um þekkingu okkar á mótorhjólum en við getum því miður ekki stjórnað öllu sem fer hérna inn. Keyrið varlega um landið gott fólk.
7/14/202459 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Gói Sportrönd í Undralandi: Nuclear Fallout

Það var löngu kominn tími á að fá hinn eina sanna Góa sportrönd í settið til okkar. Í þættinum ræðum við "Nuclear Fallout",  en umræðan byggist á tölvuleikja- og þáttaseríunni vinsælu Fallout. Góðar, fyndnar og heilavíkkandi pælingar þennan sunnudaginn. Eigið yndislega helgi!
7/7/20241 hour, 18 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Aron Kristinn í Undralandi

ClubDub-arinn og athafnamaðurinn Aron Kristinn mætti til okkar í kærkomið spjall, stútfullt af pælingum og vísdómsorðum. Hann er upplýstur, hann horfist í augu við óttann, hann tekur ákvarðanir og stendur við þær. Eitthvað fyrir alla í þessu eyrnakonfekti úr smiðju Undralandsins. Verið góð hvert við annað.   
6/30/20241 hour, 19 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Börn náttúrunnar

Já það eru ekki allir jafn heppnir og við að alast upp inni á steyptum og hlýjum heimilum. Sumir eru neflinlega það óheppnir að þurfa að alast upp með dýrum en við minnumst eitthvað á það ágæta fólk í þessum þætti. Njótið dagsins!
6/23/202449 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Loftsteinn að verðmæti $26.990.000.000.000.000.000

Þá eru Ólafssynir mættir bakvið hljóðnemana 117. vikuna í röð. Það er ákveðið afrek að menn sem eru svo ólíkir í skapgerð skuli halda svona lengi út saman en það er eitthvað fallegt við það. Í þættinum förum við yfir tilkynningu sem er yfir meðallagi stór, ráðningu í beinni og space mining svo eitthvað sé nefnt. Verið góð hvort við annað.
6/16/202458 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

"Ég finn smjörþefinn út um gluggan hjá mér af heimsstyrjöld"

Aron var svartsýnn í þætti dagsins og mælti þessu fleygu orð sem standa í titli þáttarinns. Setningin er þó kannski ekki beint lýsandi fyrir umræður dagsins en það er samt eitthvað furðulegt að eiga sér stað í alheiminum um þessar mundir...
6/9/202454 minutes, 1 second
Episode Artwork

Shots fired

Það er óhætt að segja að Ólafssynir hafi farið öfugu megin fram úr rúminu á tökudegi. Rifrildi einkennir þátt dagsins en þreytan einnig. Batnandi mönnum er best að lifa sagði einhvern en við lofum betrun í næsta þætti.
6/2/202450 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Q&A II

Kæur Undralendingar! Því miður var enginn Ástþór Magnússon í þættinum okkar eins og til stóð. Í staðin gripum við í Q&A í annað sinn, þar sem við svörum spurningum frá hlustendum okkar. Stórskemmtilegur þáttur, þó við segjum sjálfir frá!
5/26/202457 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Steinunn Ólína í Undralandi

Já kæru hlustendur, það er hún Steinunn Ólína sem er gestur Undralandsins að þessu sinni. Við Ólafssynir spurðum hana spjörunum úr en nú stendur hún í framboði til embættis forseta Íslands og því var óneitanlega freistandi að fara aðeins yfir samfélagsmálin í bland við persónulegri málefni. Eigið yndislegan sunnudag kæru Undralendingar!
5/19/20241 hour, 22 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Truflaðar tilviljanir

Ótrúlegt en satt, þá undirbjuggu Ólafssynir sig fyrir þátt dagsins. "Truflaðar tilviljanir" var rauði þráðurinn í þættinum en að sjálfsögðu fylgir meira rugl með í kaupæti. Góðar stundir gott fólk.
5/12/202456 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Brunasaga Arons

Þáttur þessi er stútfullur af hitamálum.
5/6/20241 hour, 1 minute, 3 seconds
Episode Artwork

Stress & tilviljunarkenndir atburðir

Kæru Undralendingar - gleðilegan sunnudag! Þáttur dagsins er spjall um hitt og þetta en þó að mestu leiti um stress og tilviljunarkennda atburði. Aron varð helvíti stressaður í vikunni sem leið og því bar að krifja það til mergjar. Svo eru það tilviljunakenndu atburðirnir sem farið verður yfir í þættinum en þeir eru svo tilviljunarkenndir að það meikar engan sens. Góða hlustun kæru vinir.
4/28/202454 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Aron reynir fyrir sér í uppistandi

Já kæru hlustendur, þið lásuð rétt. Aron er á leiðinni í uppistandið. Við skulum bara vona að við missum hann ekki úr Undralandinu þegar hann verður kominn með sína eigin Netflix mynd um uppistandið sitt. Verið góð við hvort annað.
4/21/20241 hour, 3 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Viðar Pétur sérfræðingur í gervigreind skólar Ólafssyni til

Það var löngu kominn tími á að fá sérfræðing inn í begmálshelli Ólafssona til að ræða gervigreind á fagmannlegum nótum, en til þess fengum við til okkar Viðar Pétur Styrkársson sérfræðing í gervigreind frá Advania. Við spurðum hann spjörunum úr um allt það nýja á döfinni, siðferðið og framtíðarhorfur í heimi þar sem gervigreind virðist ætla að taka yfir. Missið ekki af þessum þætti kæru hlustendur!
4/14/20241 hour, 20 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Gervigreind, greiningar & einkakokkur Arons

Kæru hlustendur! Í dag er sunnudagur svo það þýðir nýr skammtur af Undralandi. Þáttur dagsins átti að vera upphirun fyrir næsta þátt, þar sem við fáum gervigreindarsérfræðing til að skóla okkur til, en fór í ýmsar áttir eins og endranær. Verið góð við hvort annað.
4/7/202455 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Ristilspeglun og Dune kvikmynagagnrýni ásamt Jóhannesi Hauki

Já þið lásuð rétt kæru hlustendur, við sláum á þráðinn hjá Jóhannesi Hauki og fáum faglega gagnrýni á nýjustu dellu Arons, Dune 2. Þess fyrir utan ræðum við þó ristilspeglanir, forsetaframboð og fleira sem fullorðnir einstaklingar ræða. Gleðilega páska!
3/31/20241 hour, 27 seconds
Episode Artwork

Árangur

Þáttur dagsins er tileinkaður árangri, en árangur er mjög afstætt hugtak eins og kemur í ljós í þessum þætti. Þau eru mörg vísdómsorðin sem falla í þessum þætti, en hafið það í huga góðir hlustendur, að þetta eru okkar skoðanir og okkar "take" og þarf þá á engan hátt að endurspegla mat ykkar.
3/24/20241 hour, 5 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Manía

Í dag er sunnudagur og það þýðir bara eitt - Undralandið opnast upp á gátt. Þáttur dagsins er algjör manía þar sem Aron er í aðalhlutverki en Arnar er talsvert stabílli. Ekkert svo vera að spyrja pabba ykkar út í Þórskaffi... Allavega ekki fyrir framan mömmur ykkar. Gleðilega nýja viku!
3/17/20241 hour, 2 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Stórt fólk

Sumir eru stórir að utan og sumir eru stórir að innan. Robert Wadlow var stór að utan en James Cameron er stór að innan. Pælingarnar lágu víða þennan sunnudaginn.
3/10/202456 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Tungumál & kækir

Kæru Undralendingar, hér fáiði þátt fyrir allan peninginn. Gítar, söngur, tungumál og kækir. Við skulum ekkert vera að flækja þetta mikið meira á sunnudegi. Eigiði yndislega viku!
3/3/20241 hour, 1 minute, 55 seconds
Episode Artwork

Erum við fucked?

Kæru hlustendur, þáttur dagsins er heldur sveiflukenndur. Léttur en í senn þungur. Hann þyngist með hverri mínútunni sem líður og líklega ekki fyrir alla. Góðar stundir.
2/25/202453 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

100.þáttur Undralandsins

Kæru hlustendur! Við biðjumst innilegrar afsökunar á töfunum sem hafa orðið á þessum 100.þætti okkar, en hér er hann kominn í öllu sínu veldi! Svo að sjálfsögðu kemur nýr þáttur á sunnudaginn. Njótið helgarinnar!
2/23/202456 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

Þátturinn sem átti að vera um heimsveldi

Eins og oft áður fylgdum við engan vegin plani í þætti dagsins, en stundum er það bara skemmtilegast. Svo er sérstakur símatími við Villa naglbít í þættinum. Eigið yndislegan sunnudag, kæru Undralendingar.
2/11/202451 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Teboðið í Undralandi

Það voru heiðursgestirnir Birta Líf og Sunneva Einars úr Teboðinu sem kíktu í heimsókn í Undralandið og úr varð algjör bragðarefur. Við ætlum ekki að gefa neitt upp hvað var rætt hér en til að komast að því skuluði ýta á “play” takkann. Eigiði yndislegan sunnudag kæru Undralendingar.
2/4/20241 hour, 8 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Ólafssynir spjalla um daginn og veginn

Umræðuefni voru alls konar hjá Ólafssonum þennan sunnudaginn en oft er það nú bara þannig að best er að setjast niður og tala um daginn og veginn. Verið góð við hvort annað kæru hlustendur og eigið yndislegan sunnudag.
1/28/202449 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Samfélög

Já, kæru Undralendingar. Nafn þáttarins gefur ekki endilega til kynna innihald þáttarins en þeir félagar fara um víðan völl í þætti dagsins. Megin þráðurinn er þó sá að samfélög eru alls konar hvort sem það er á plánetunni jörð eða utan hennar. Verið góð við hvort annað.
1/21/20241 hour, 6 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Sólgos

Í þætti dagsins ræða Ólafssynir þær hamfarir sem orðið gætu af sólgosi. Það gæti verið að fall siðmenningar komi við sögu en við lofum engu. Gleðilegan sunnudag kæru Undralendingar og muniði að fá ykkur Buffalo í Undralandi.
1/14/202459 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Áramótaheit og lyfjaiðnaður

Gleðilegt árið kæru Undralendingar! Við tökum á móti ykkur með bros á vör á þessu nýja ári með glænýjum þætti sem er tilvalinn fyrir jákvæða jafnt sem neikvæða. Verið góð við hvort annað!
1/7/202453 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Orkugreining Ólafssona ásamt Stjörnuspeki hlaðvarpi

Gleðilegt árið kæru hlustendur og takk fyrir hlustunina á árinu. Við förum inn í nýtt ár með óstöðvandi með orkugreiningu að vopni. 
12/31/20231 hour, 36 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Jóla-nostalgía gone right

Gleðileg jól kæru hlustendur. Þáttur dagsins er að mestu leiti í anda jólanna. Veriði góð við hvort annað. Við elskum ykkur. Typpi.
12/24/202353 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Jóla-nostalgía gone wrong

Kæru vinir. Jólin eru hátíð ljóss og friðar en það var lítið rúm fyrir slíkt tal í þessum þætti þar sem að Ólafssynir komust á flug strax í byrjun þáttar og ræddu eitthvað allt annað helur en Jóla-nostalgíu. Við viljum þó biðja ykkur um að vera góð við hvort annað jafnt á jólum sem og hjólum. Góðar stundir.
12/17/20231 hour, 4 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Betra er seint en aldrei

Já kæru hlustendur, við afsökum innilega hve seinir við erum á ferðinni með þátt vikunnar, en hér kemur hann í öllu sínu veldi. Góðar stundir.
12/13/202358 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Blessuð börnin

Þáttur dagsins er doldið bland í poka en við fengum einn stuttfættan til að slást í för með okkur fyrstu 20 mínúturnar en hann fékk Ólafssyni til að fara á dýptina. Dýptin hélt svo áfram næstu 40 mínúturnar og að sjálfsögðu endar þátturinn á djúpum umræðum um gervigreind. Fleira var það ekki að þessu sinni kæru Undralendingar. Verið góð við hvort annað.
12/3/202357 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Reddit þátturinn

Í þessum þætti förum við yfir nokkra Reddit þræði sem að sjálfsögðu leysist svo upp í rugl á endanum og við förum að tala um eitthvað allt annað.
11/26/202355 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Þátturinn um allt

Við fengum hlustendur til liðs við okkur í þætti dagsins og segja má að þessi þáttur fjalli um allt. Verið góð hvort við annað.
11/19/20231 hour, 4 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Steindi Jr. í Undralandi: Zombie apocalypse

Það var fyrir löngu kominn tími á það að Steindi kíkti til okkar í Undralandið en eftir gífurlega vinsælan uppvakningaþátt (sem kom út 19.febrúar) kom ekkert annað til greina heldur en að fá sérfræðing sem er yfir meðallagi paranojaður til að brjóta niður með okkur hvernig best væri að bera sig að í uppvakningafaraldri. Úr varð þetta 90 mínútna listaverk sem hreinlega er bannað að horfa fram hjá. 
11/12/20231 hour, 29 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Aron kemur nakinn fram

"Ég myndi gera næstum því hvað sem er fyrir frægðina, nema kannski að koma nakinn fram" sungu Stuðmenn hér um árið, en Aron gerir hvað sem er fyrir frægðina og kemur nakinn fram á skjám landsmanna innan tíðar. Gleðilegan sunnudag kæru Undralendingar!
11/5/202357 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Snorri Másson ritstjóri og skoðanabróðir í Undralandi

Hreint út sagt bilaður þáttur, troðfullur af samfélagsádeilum, hitamálum og heilavíkkandi umræðum. Snorri Másson er einn af okkar fremstu blaðamönnum og stofnaði nýlega fréttamiðilinn Ritsjórinn, sem við Ólafssynir mælum heilshugar með. Góða hlustun kæru hlustendur.
10/29/20231 hour, 23 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Töfrar eru tíðni

Kæru Undralendingar! Ef það er einhver þáttur sem þú þarft að hlusta á núna, þá er það þessi. Arnar er alltaf að opnast meira og meira fyrir spiritúalisma en í þætti dagsins segir hann frá reynslu sinni þegar hann hitti miðil nýlega. Sannkölluð uppskeruhátíð fyrir #TeamAron þarna úti
10/22/202349 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Peningar (samt ekki)

Í þætti dagsins var planið að tala um peninga. Það heppnaðist á einhverjum tímapunkti en við lofum ykkur part 2 af þessum þætti síðar. Verið góð við hvort annað.
10/15/202358 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Tímaflakk

Já kæru hlustendur - í þætti dagsins ræða þeir Ólafssynir um allt og ekkert en þó aðallega um tímaflakk. Leggið vel við hlustir.
10/8/202358 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Kynfræðsla barna, transmálefni, kynjaumræður & BDSM hneigð ásamt Indíönu Rós kynfræðing - Seinni hluti

Þá er loksins komið að því! Seinni hlutinn af þættinum með Indíönu kynfræðing. Það er óhætt að segja að hér séu hitamálin rædd. Góðar stundir.
9/30/20231 hour, 22 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Afmælisþátturinn hans Arnars

Í dag er Arnar þrítugur og í tilefni af því fékk hann sinn eigin þátt. Tékkiði svo á @auratal.is á instagram og Tiktok og gefið Arnari follow í afmælisgjöf.
9/24/202359 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Kynfræðsla barna, transmálefni, kynjaumræður & BDSM hneigð ásamt Indíönu Rós kynfræðing - Fyrri hluti

ATH. Að þetta er fyrri hluti af viðtalinu. Seinni hlutinn (lengri) er væntanlegur 1.október. Í ljósi hitamáls í samfélaginu hvað varðar kynfræðslu barna ákváðum við að fá til okkar kynfræðinginn Indíönu Rós til að skóla okkur til í þessum málum. Viðtalið fór út í talsvert fleiri málefni þó sem öll eiga það sameiginlegt að vera hitamál. Einhver málefni í titli þáttarins eiga ekki við í þessum þætti en koma fyrir í þeim síðari. Góða hlustun
9/17/202354 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Er lífið raunverulegt?

Þetta er ein af þessum stóru spurningum sem við munum líklega aldrei ná að komast að. Það er þó gaman að velta henni fyrir sér og það gera þeir svo sannarlega Aron og Arnar í þætti dagsins. Missið ekki af þessum. Gleðilegan sunnudag!
9/10/202356 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Pýramídar

Já kæru hlustendur. Við komum léttir inn á sunnudegi og ræðum pýramída og fleira til.
9/3/202359 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Rútína er lykill að hamingju

Þessi þáttur er helgaður öllum rútínulausu Undralendingunum þarna úti. Komið ykkur í rútínu. Fleira var það ekki. Eigiði yndislega viku.
8/27/202356 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Uppeldi og Dópamín

Já kæru hlustendur, í þætti dagsins fara þeir Ólafssynir um víðan völl, allt frá uppeldi yfir í dópamín og hvað lífið er mikið helvíti. Raunsæið er raunverulegt. 
8/20/202358 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Mataræði og Clownself

Kjafturinn á þeim Ólafssonum stoppaði ekki í þætti dagsins þar sem aðal umræðuefnið var mataræði. Svo í lokin kom svo umræða um Clownself og hvort miðaldra hvítir karlmenn eins og þeir myndu einhvern tíman skilja öll þessi kyn sem eru orðin til.
8/13/20231 hour, 59 seconds
Episode Artwork

Þátturinn hans Arons

Gleðilega Verslunarmannahelgi, kæru Undralendingar!
8/6/202356 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Þátturinn hans Arons

Aron var á tökkunum í þætti dagsins og umræðuefni dagsins átti að vera líkur, en snérist út í djamm o.fl. Góðar stundir og gleðilega Verslunarmannahelgi!
8/6/202356 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Geimverur í dalnum

Það var létt yfir þeim Ólafssonum í þætti dagsins en það er orðið ljóst að þeir eru því miður ekki á leið til eyja. Það stoppaði þá þó ekki að ræða eyjuna fögru sem þeir sakna svo sárt. Einnig koma allskonar pælingar fyrir um geimverumálið sem herjar á heiminn nú um þessar mundir og alls konar útúrdúrar eins og venjulega. Verið góð við hvort annað og munið bara að ekkert skiptir máli.
7/30/20231 hour, 44 seconds
Episode Artwork

Raðmorðingjar

Í þætti dagsins ræða Ólafssynir raðmorðingja. Þeir komust að þeirri niðurstöðu skv. tölfræði í Bandaríkjunum ættu a.m.k tveir raðmorðingjar að vera búsettir á Íslandi. Verið vakandi fyrir því gott fólk.
7/23/202354 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Eigum við ekki að bulla bara eitthvað?

Kæru Undralendingar, þáttur dagsins er allskonar eins og við. Gleðilegan sunnudag.
7/16/202357 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Bergþór Skoðanabróðir í Undralandi

Hann kíkti til okkar hann Bergþór Másson sem heldur úti hlaðvarpinu Skoðanabræður ásamt bróður sínum Snorra Mássyni. Það var alveg kominn tími á að víkka aðeins sjóndeildarhring Ólafssona og það var nákvæmlega það sem Bergþór gerði í þessu stórkostlega spjalli. Ef þú hefur gaman af kanínuholum, þá er þetta eini þátturinn sem þú þarft að hlusta á þessa vikuna. Góðar stundir, kæru Undralendingar!
7/9/20231 hour, 29 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Hvor Ólafssonur er líklegri? pt.2

Já kæru hlustendur, þið báðuð um það! Partur 2 af hvor er líklegri er lentur. Við duttum þó ofan í eina góða Titanic holu fyrrihluta þáttar sem spratt upp frá kafbátinum sem fórst nýverið. Líf og fjör!
7/2/202356 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Hvor Ólafssonur er líklegri?

Í þessum þætti veltu strákarnir fyrir sér hvor er líklegri að gera allskonar hluti sem hlustendur sendu inn. En þar sem við förum aðeins inn á ábyrgð þáttarins í þættinum og Arnar segist vera með of mikið á sínum snærum um þessar mundir og bara allmennt í lífinu. Því er mikill heiður að tilkynna ykkur kæru hlustendur að þessi þáttur er klippur og hlaðaður upp af 2ja barna föðurnum Aronmola og í tilefni þess ætla ég að láta fylgja með uppskriftina mína af prótein pönnukökum. 2 egg einn stór bananiteskeið lyftiduft ein próteinskeið af próteini að eigin valitappi af vanilludropumsmá saltBlanda vel saman, smá smjör á pönnu og voila Pönnsur.
6/25/202352 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Ólafssynir íhuga OnlyFans

Þáttur dagsins er algjört rugl. Þið munuð líklega ekki læra neitt nýtt við hlustun í dag. Góðar stundir.
6/18/202351 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Heimur í nýju ljósi

Já við lifum á tímamótum þessa stundina þar sem gervigreind og sýndarveruleiki eru á barmi þess að gera okkur að þrælum. Hvernig mun þetta enda?
6/11/202356 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Leiddu mig í ljósið

Aron fékk að stýra þættinum í dag. Hann fékk einnig að velja nafnið á þættinum sem tengist umræðum þáttarins ekki á nokkurn hátt. Góðar stundir.
6/4/20231 hour, 2 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Hvað er líf?

Já þið afsakið kæru hlustendur hve stuttur þáttur vikunnar er að þessu sinni. Það er mikið að gera en við lofum svo sannarlega lengri þætti næst. Í dag tölum við um lífið.
5/28/202343 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Brandarar (ó)

Brandarar eiga að vera fyndnir. Ekki allir samt. Við sjáum hvað setur í þætti dagsins. Elskum ykkur öll.
5/21/202352 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

EUROVISION 2023

Já kæru hlustendur, hér fáiði þátt á föstudegi sem er litaður Eurovision stemmingu. Eigið yndislega Eurohelgi!
5/12/202359 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Er 5.Iðnbyltingin hafin?

Þáttur dagsins fjallar um iðnbyltingar. Við vitum þannig séð ekkert um iðnbyltingar, en það er gaman að velta því fyrir sér endrum og sinnum hvernig við komumst á þann stað sem við erum á í dag. Annars er nóg framundan hjá okkur Ólafssonum, eins og Eurovision PubQuiz og Bíósýning ásamt mini Live show á norrænu kvikmyndahátíðinni Hygge! Sjá linka fyrir neðan!Bíómynd og Live show: https://bio.smarabio.is/smarabio/movie/sisu-og-lafssynir--undralandiEurovision PubQuiz: https://arenagaming.is/eurovision-pubquiz-med-aroni-mola-og-arnar-thor/
5/7/20231 hour, 7 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Frumskógur (ó)

Þáttur dagsins er óundirbúinn og það má eiginlega segja að hann sé beint framhald af aukaþættinum okkar sem kom út á miðvikudaginn en í þættinum fara þeir yfir það hvernig þeir myndu bera sig að ef þeir myndu týnast í Amazon frumskóginum. Hlustun er sögu ríkari en þið vonandi afsakið soratalið á Aroni í dag sem var einstaklega svæsið.
4/30/202356 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Ólafssynir á ferð og flugi I (Aukaþáttur)

Hér er aukaþáttur, bara fyrir ykkur kæru hlustendur og enga aðra! Við vorum bókstaflega bæði á ferð og flugi við upptöku þessar þáttar, en um síðastliðna helgi fórum við til Akureyrar og gerðum okkur glaðan dag. 
4/26/202358 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Litlir Ólafssynir tala um gervigreind

Ólafssynir voru nokkuð litlir í sér í þætti dagsins, þar sem umfjöllunarefnið var gervigreind. Hún mun taka yfir fyrr en ykkur grunar.
4/23/20231 hour, 1 minute, 53 seconds
Episode Artwork

Testósterón (ó)

Þessi þáttur þarf líklega að innihalda TRIGGER WARNING, því það má ekki tala um neitt lengur. Hér ræðum við um stera, hormón, lyfjadóp, aðgerðir, kyn og allan andskotann. Mikið af sögum og mikið hlegið. Við vonum að þið eigið yndislegan sunnudag.
4/16/20231 hour, 5 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Afmælisþáttur Undralandsins

Við erum hræddir um það, kæru hlustendur. Ólafssynir eiga eins árs afmæli og það á páskadag. Í tilefni af því rifjuðum við upp gamlar klippur að ósk hlustenda og ræddum þá nú þegar ár er liðið. Við erum þakklátir fyrir hvert eitt og einasta ykkar þarna úti sem leggið við hlustir vikulega og við getum ekki beðið eftir því að vera áfram með ykkur. Takk fyrir okkur og eigið yndislegan páskadag!
4/9/20231 hour, 9 seconds
Episode Artwork

Vopn (ó)

Þáttur dagsins er í styttra lagi enda tekinn upp eftir miðnætti og Ólafssynir í galsa. Það stoppaði þá þó ekki í að ræða óundirbúið orð dagsins sem var "vopn". Vopn hafa fylgt mannskeppnunni frá örófi alda enda erum við ofbeldisfullasta dýr jarðar. Hvernig væri bara ef við myndum öll sameinast á þessum heimska steini sem við búum á í miðjum alheimi og elska hvort annað? Góða hlustun.
4/2/202345 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

London special X Egill Ploder

Strákarnir eru staddir í London ásamt Agli Ploder sem gestastýrir með okkur þættinum. Orðin þurfa ekki að verða fleiri. Góða hlustun.
3/25/20231 hour, 21 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Bardagaíþróttir (ó)

Í þessum þætti fara Ólafssynir yfir bardagaíþróttir ásamt slagsmálasögum. Svo rífast þeir í lokin. Gleðilegan sunnudag.
3/19/20231 hour, 8 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Fegurðin felst í óendanleikanum

Þið afsakið það kæru hlustendur hve seint þátturinn kemur en svona er stundum lífið. Í dag ræðum við óendanleikan sem er ekki auðveldasta viðfangsefnið enda er talað um að allt taki enda. Eða hvað?
3/14/202359 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Illuminati (ó)

Eins og í mörgum öðrum óundirbúnum þáttum fara þeir Arnar og Aron um víðan völl í þætti dagsins. Orðið er Illuminati en mikil leynd hvílir yfir þessu fyrirbæri sem á rætur að rekja margar aldir aftur í tímann. Hlustið og þið munuð eflaust vera einhverju fróðari.
3/5/20231 hour, 1 minute, 45 seconds
Episode Artwork

Tóngreindir Ólafssynir

Já það vill svo til að Ólafssynir eiga sér feril í tónlist sem ekki hefur öll komist í kastljósið en í þessum þætti fara þeir yfir tónlistaferlinn, syngja, radda og tralla. Þátturinn átti að vera um eitthvað allt annað, en stundum er gott að stíga út úr kassanum og leyfa þessu að flæða. Góðar stundir.
2/26/202350 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Uppvakningar (ó)

Í þessum þætti ræða þeir Arnar og Aron hvernig þeir myndu bregðast við zombie apocalypse. Þeir fara í hvern krók og kima í viðbragðsáætlunum sínum og velta því fyrir sér hvernig örlög heimsins yrðu ef mannkynið þyrfti að heyja baráttu við uppvakningarnar. Við höfum sagt það áður en höfum aldrei meinað það eins og nú; ÞIÐ MEGIÐ EKKI LÁTA ÞENNAN ÞÁTT FRAMHJÁ YKKUR FARA!
2/19/202356 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Stórar tölur

Stórar tölur eru hluti af þessum heimi þó að llitli helvítis heilinn okkar nái ekki alltaf utan um þær. Við gerum okkar besta hér í dag við að reyna að fara yfir talnarófið en því fylgja kanínuholur sem ekki var hægt að líta framhjá.
2/12/202359 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Samsæri (ó)

Þáttur dagsins einkennist af miklum hlátri og bjánalegum samsæriskenningum.
2/5/20231 hour, 56 seconds
Episode Artwork

Q&A

Í dag voru Ólafssynir spurðir spjörunum úr.
1/29/20231 hour, 3 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Útrýming (ó)

Þáttur dagsins býður upp á allan pakkann. Rifrildi, rökræður, dómsdagsspá, djúpar pælingar, dónatal frá Aroni og margt fleira. Orðin "Þú mátt ekki láta þennan þátt fram hjá þér fara" hafa aldrei átt betur við heldur en nú.
1/22/202355 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Þátturinn um ekkert

Þáttur dagsins er um ekkert. Ég er ekkert. Þú ert ekkert. Við erum öll ekkert. Alheimurinn er ekkert.
1/15/20231 hour, 28 seconds
Episode Artwork

Fyrirmynd (ó)

Þessi þáttur er af óundirbúnum toga en þökk sé heitum umræðum um Idolið þá kemur orð þáttarins óvenju seint inn í þættinum. Orðið er "Fyrirmynd", en eins og við flest þá eiga Arnar og Aron sér einhverjar fyrirmyndir. Við förum á persónulegu nóturnar í dag ásamt allskyns öðru rugli. Gleðilegan sunnudag.
1/8/202352 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Fyrsti hlaðvarpsþáttur á Íslandi 2023

Já kæru Undralendingar, það eru allar líkur á því að þetta sé fyrsti útgefni hlaðvarpsþátturinn á Íslandi árið 2023. Í tilefni þess bjóðum við upp á alls kyns umræður, allt frá Gísla Pálma og ABBA, upp í það þegar Aron stóð frami fyrir dauðanum á gamlárskvöld. Við þökkum ykkur kærlega fyrir árið 2022 og lofum ykkur stórum hlutum á nýju ári.
1/1/202354 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Hátíðarþáttur Ólafssona

Í þessum sérstaka hátíðarþætti förum við yfir fróðleiksmola um hvernig jól voru hér á árum áður en það vill svo til að jól hafa verið haldin hér á landi í fleiri hundruð ár. Einnig gerumst við persónulegir og segjum sögur af okkar hátíðarhöldum fyrri ár og svo að lokum gerum við upp fyrsta ár Undralandsins. Þáttur sem þú vilt ekki missa af kæri hlustandi.
12/25/20221 hour, 2 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Jóla-nostalgía

Nú þegar að hátíð ljóss og friðar er við það að ganga í garð, fannst okkur Jólafssonum tilvalið að rifja upp gamlar minningar frá jólunum.
12/18/20221 hour, 2 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Sköpunargáfa deyr

Gervigreind hefur verið á allra vörum um þessar mundir en varla hefur það farið framhjá nokkrum að nú þykir heitt að pósta gervigreindar teiknuðum myndum inn á samfélagsmiðla sína. Sá gjörningur er þó aðeins brotabrot af því sem gervigreindin er fær um. En hvað verður um sköpun og list þegar gervigreind er farin að sjá um það fyrir okkur? Á sköpunargáfan einhvern séns? Við komumst kannski ekki að lokaniðurstöðu hér í dag en sem fyrr þá veltum við fyrir okkur stóru spurningunum. Athugið að cover myndin á þessum þætti er gerð af gervigreind. Góða hlustun.
12/11/20221 hour, 2 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Vinna (ó)

Vinnan göfgar manninn sagði einver. Hvort hún hafi göfgað þá Aron og Arnar er alls óvíst en það hefur kennt ýmisa grasa þegar kemur að vinnumálum þeirra félaga. Þátturinn fjallar þó að mestu leiti um starfsferil Arons og vinnu hans fyrir McDonalds. Missið ekki af.
12/4/20221 hour, 6 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Alheimur 101 ásamt Stjörnu-Sævari

Þá er það þátturinn sem við höfum beðið eftir alltof lengi. Sævar Helgi Bragason, oft kallaður Stjörnu-Sævar kíkir til okkar og skólar okkur til í alheimsfræðum.
11/27/20221 hour, 46 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Upphafið (ó)

Í dag ræðum við upphafið. En hvað er upphafið? Upphafið að framtíð mannkyns? Upphaf alheims? Upphaf nýrra gilda? Við ræðum mismunandi upphöf í þætti sem er stútfullur af kanínuholum.
11/20/20221 hour, 7 minutes
Episode Artwork

Týnda kynslóðin

ATHUGIÐ að þessi þáttur á að vera klukktími en ekki 49 mínútur. Link á heilan þátt hér: https://podtail.com/podcast/olafssynir-i-undralandi/tynda-kynslo-in/ Hér má heyra líklega eina dýpstu kanínuholu sem við höfum dottið ofan í. Líklega vorum við ekki að leysa neinar ráðgátur í þessum þætti... en hver veit?
11/13/20221 hour, 47 seconds
Episode Artwork

Meðvirkni (ó)

Meðvirkni er róf. Takið það með ykkur inn í vikuna. Takið líka kvittun.
11/6/202249 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Hvað er greind?

Algengt er að tala um greind sem fyrirbæri sem aðeins lært fólk búi yfir. Það vill þó svo til að greind er alls konar og því er ekkert algilt þegar kemur að henni. Margar tegundir greinda hafa verið skilgreindar og því fannst okkur réttast að snerta á þeim og ræða nánar.
10/30/202259 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Trúarbrögð (ó)

Það var líf og fjör í þessum 30.þætti Ólafssona en þátturinn hefst á 20 mínútna samræðum um ælu sem við aföskum innilega. Þátturinn er af óundirbúnu tagi en orð dagsins er eldfimt að þessu sinni og umræðurnar í takti við það. Eigiði yndislegan sunnudag kæri söfnuður.
10/23/20221 hour, 5 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Sigga Kling í Undralandi

Það tók ekki nema 29 þætti fyrir okkur Ólafssyni að fá gest til okkar í Undralandið! Gestur þáttarins er engin önnur en Sigga Kling en eftir heitar umræður í síðasta þætti kom ekkert annað til greina en að fá Siggu til okkar til að ræða ástir, örlög og stjörnuspeki.
10/16/20221 hour, 23 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Stjörnuspeki og meðví

Það er óhætt að segja að þeir Arnar og Aron bindi ekki bagga sína sömu hnútum þegar kemur að stjörnuspeki. Þessi þáttur er eitt stórt rifrildi út í gegn. Góða hlustun.
10/9/20221 hour, 46 seconds
Episode Artwork

Fíkn (ó)

Já kæru Undralendingar, fíknin getur verið tík. En erum við ekki öll einhverskonar fíklar? Mannskepnan er fíkill. Takið kvittun. Þátturinn er í boði: Birta CBD - https://birtacbd.is/ Bónus - https://bonus.is/ Dominos - https://www.dominos.is/ Gallerí 17 - https://www.ntc.is/verslanir-ntc/galleri-17/ Víking Lite lime léttöl
10/2/20221 hour, 2 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Hvað myndirðu gera ef...?

Í þætti dagsins breytum við aðeins út af vananum og förum í leik. Það var ákall ykkar, kæru hlustendur, að þið vilduð fá að kynnast okkur betur og hér verðiði vonandi einhverju nær. Allavega verðiði nær okkar þankagangi við gjörsamlega fáránlegar aðstæður! Þátturinn er í boði: Birta CBD - https://birtacbd.is/ Bónus - https://bonus.is/ Dominos - https://www.dominos.is/ Gallerí 17 - https://www.ntc.is/verslanir-ntc/galleri-17/ Víking Lite lime léttöl
9/25/20221 hour, 6 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Morð (ó)

Óundirbúnir en hýrir á brá, örkum við Ólafssynir inn í þátt dagsins sem tekur á ljótum gjörning, morði. Af einhverjum ástæðum ræddum við þó svefn og öllu sem honum fylgir í um 20 mínútur áður en leikar hófust en við vitum að sú umræða er ykkur einungis til gagns, kæru hlustendur. Grípið daginn!
9/18/202258 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Rétthafi bresku krúnunnar vinnur byggingarvinnu í úthverfi Sussex

RIP Lizzie. Drottningin er fallin frá og því fóru Ólafssynir að velta fyrir sér breskur krúnunni og því hvernig heimsfrægt fólk afber að hafa kastljósið á sér allan daginn, alla daga. Einnig eru rifjaðar upp sögur frá því að þeir hittu heimsfrægt fólk og þeirra eigin reynslu af ævisögum á djamminu. Þetta og meira til í þætti dagsins. Gleðilegan sunnudag! Þátturinn er í boði: Eiríksson Brasserie - https://brasserie.is/ Dominos - https://www.dominos.is/ Coolbet merch - https://coolbetmerch.com/ Birta CBD - https://birtacbd.is/ Gallerí 17 - https://www.ntc.is/verslanir-ntc/galleri-17/ Víking Lite lime léttöl
9/11/202253 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Hjónaband (ó)

Þáttur dagsins er óundirbúinn og sennilega einhver sá dýpsti sem við höfum fest á hljóðform. Við komumst að niðurstöðu í lok þáttar hvers vegna hjónabönd eða sambönd yfir höfuð eru til komin, svo í guðanna bænum gott fólk, hlustið til enda! Eiríksson Brasserie - https://brasserie.is/ Dominos - https://www.dominos.is/ Coolbet merch - https://coolbetmerch.com/ Birta CBD - https://birtacbd.is/ Gallerí 17 - https://www.ntc.is/verslanir-ntc/galleri-17/ Víking Lite lime léttöl
9/6/20221 hour, 3 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Skógardýrið Hugo og sveppirnir Zig og Zag

Í þessum þætti er stór tilkynning. Hlustiði. þáttur er í boði: Eiríksson Brasserie - https://brasserie.is/ Dominos - https://www.dominos.is/ Coolbet merch - https://coolbetmerch.com/ Birta CBD - https://birtacbd.is/ Víking Lite lime léttöl
8/28/202254 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Iðnaður (ó)

Þáttur dagsins er óundirbúinn og fjallar um iðnaðinn. Það er óhætt að segja að hafsjór sé á milli þeirra Arons og Arnars þegar kemur að iðnaðinum enda hefur Aron starfað í geiranum en Arnar varla haldið á hamri en er þó nokkuð lunkinn við að smíða vopn! Þátturinn er í boði: Eiríksson Brasserie - https://brasserie.is/ Dominos - https://www.dominos.is/ Coolbet merch - https://coolbetmerch.com/ Víking Lite lime léttöl
8/21/20221 hour, 17 seconds
Episode Artwork

Yellowstone vaknar

Þáttur dagsins er helgaður jarðskjálftum, eldgosum og öðrum náttúruhamförum sem mannkynið hefur staðið frammi fyrir og mun koma til með að gera. Þátturinn er stórmerkilegur fyrir þær sakir að við fáum til okkar gest í fyrsta skiptið og það er enginn annar en sjálfur Auðun með einu N-i sem margoft hefur verið nefndur á nafn í Undralandinu. Góða hlustun! Þessi þáttur er í boði: Eiríksson Brasserie - https://brasserie.is/ Dominos - https://www.dominos.is/ Coolbet merch - https://coolbetmerch.com/ Víking Lite lime léttöl
8/14/202258 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Brekkan var óvenju brött í ár (Reisusaga Ólafssona)

Þessi þáttur verður sennilega með sjálfhverfara móti en í honum erum við agnarsmáir að fara yfir upplifun okkar af Þjóðhátíð 2022. Við gengum á bak orða okkar úr síðasta þætti og prjónuðum yfir okkur strax á föstudegi sem við mælum ekki með. En hey, djöfull var gaman! Eiríksson Brasserie - https://brasserie.is/ Dominos - https://www.dominos.is/ Coolbet merch - https://coolbetmerch.com/ Víking Lite lime léttöl
8/7/202248 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Þjóðhátíð (ó)

Gleðilega Þjóðhátíð kæru Undralendingar! Það var svo sannarlega ekki planið að gefa út þatt vikunnar á föstudegi en í ljósi umræðna tókum við þá ákvörðun í miðjum þætti að flýta útgáfu. Við óskum ykkur góðrar hlustunar og yndislegrar þjóðhátíðar! Eiríksson Brasserie - https://brasserie.is/ Dominos - https://www.dominos.is/ Coolbet merch - https://coolbetmerch.com/ Víking Lite lime léttöl
7/29/20221 hour, 1 minute, 12 seconds
Episode Artwork

Út fyrir endimörk alheimsins

Pælingar um jörðina, geiminn, vitsmunalíf í alheiminum, hvernig við gætum tortímt sjálfum okkur og margt fleira. Fyrir ykkur sem eruð haldin loftslagskvíða þá viljum við vara við hlustun á þáttinn. Góða hlustun! Eiríksson Brasserie - https://brasserie.is/ Dominos - https://www.dominos.is/ Coolbet merch - https://coolbetmerch.com/
7/24/20221 hour, 8 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Skelfing (ó)

Þáttur dagsins er óundirbúinn og það er óhætt að segja að Aron hafi fengið að njóta sín í dag enda lent í mörgum skelfilegum atvikum á sinni stuttu ævi. Arnar hefur verið heldur varkárari og hallaði sér að mestu aftur og hlustaði en við mælum með að þið gerið slíkt hið sama. Þátturinn er í boði: Eiríksson Brasserie - https://brasserie.is/ Dominos - https://www.dominos.is/ Coolbet merch - https://coolbetmerch.com/
7/17/202252 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Fall siðmenningar nálgast

Umræður um fall siðmenningar hafa skotið upp kollinum margoft áður í Undralandinu og því var ekkert annað í stöðunni en að helga heilum þætti þessari drungalegu kenningu. Þó er á nægu að taka í þessum efnum og því ekki ólíklegt að þessi þáttur sé einn af mörgum þar sem fall siðmenningar verður krufin enda ómögulegt fyrir tvo ADHD sjúklinga að ræða svo viðamikla tilgátu á rúmum klukkutíma. Undir lok þáttar gerast strákarnir síðan ansi persónulegir og velta fyrir sér hamingjunni. Eiríksson Brasserie - https://brasserie.is/ Dominos - https://www.dominos.is/ Coolbet merch - https://coolbetmerch.com/
7/10/20221 hour, 5 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Nostalgía (ó)

Fullkomlega óundirbúinn þáttur. Það var aðeins eitt orð komst að í dag því við fengum hreinlega ekki nóg af því að ræða nostalgíurnar okkar. Gleðilegan sunnudag! Þátturinn er í boði: Eiríksson Brasserie - https://brasserie.is/ Dominos - https://www.dominos.is/ Coolbet merch - https://coolbetmerch.com/
7/3/20221 hour, 16 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

TESL.ai

Gervigreind er að koma yfir heimsbyggðina eins og stormsveipur um þessar mundir og í þessum þætti veltum við því fyrir okkur hvurslags áhrif þetta kemur til með að hafa á líf okkar. Auk þess ræðum við einn merkilegasta vísindamann allra tíma Nikola Tesla sem er í raun ástæða þess að þú getir yfir höfuð að hlustað á þetta hlaðvarp. Svo er síðasti dagur megaviku Dominos í dag svo í guðanna bænum tryggið ykkur eintak.
6/26/20221 hour, 2 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Stefnumótaheimur Ólafssona (fullkomlega óundirbúinn þáttur)

Þáttur dagsins er ólíkur öðrum að því leitinu til að hann er fullkomlega óundirbúinn en þó er hann líklega einn okkar besti. Meðal umræðuefna er hvernig hröðunin drepur, siðlausar kvikmyndir, stefnumót og að sjálfsögðu bregður kúkasögu frá Aroni fyrir.
6/19/202254 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Hæsta bygging allra tíma var 2,5 km.

Þáttur dagsins hefst á barnalegu tali um kúk eins og svo oft áður þegar Aron kemst á skrið en leiðir á skringilegan hátt út í pælingar um Turninn af Babel sem er sagður hafa verið tveggja og hálfs kílómetra hár, takk fyrir! Þaðan leiðir umræðan svo yfir í ferðalag Arons til Machu Picchu og Sveppaævintýri hans í sömu ferð. Undir lokin opnar Arnar sig svo um innhverfa íhugun sem hann lærði þegar hann var 17 ára og hefur iðkað inn á milli. Gleðilegan þunnudag!
6/12/20221 hour, 8 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Tyrkir rændu meyjum og peyjum úr eyjum á 17.öld

Þáttur dagsins er stútfullur af glensi og fróðleik. Arnar fékk slæma útreið af internetriddurum eftir umdeilda skoðun sína á Marvel úr síðasta þætti. Hvernig var að vakna þunnur á Íslandi á landnámsárum? Tyrkir drápu og rændu fólki úr Vestmannaeyjum árið 1627 í svokölluðu Tyrkjaráni - Er hægt að líkja því geimveru innrás í dag? Svo að lokum fær Aron milljarð dollara viðskiptahugmynd sem hann sér eftir að hafa sagt frá. Þetta og meira til þennan sunnudaginn.
6/5/202247 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Doctor Arnar in the Molaverse of madness

Í þætti dagsins eru heitar umræður um nýjustu kvikmynd úr smiðju Marvel en Arnar lýsir henni m.a. sem sinni verstu upplifun í seinni tíð. Annars er þátturinn að mestu leiti litaður af pælingum um alheiminn og öllum þeim leyndardómum sem hann hefur að geyma.
5/29/202259 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Er líf eftir dauðann?

Já, öll höfum við spurt okkur þessarar spurningar. Lausnin við þessari spurningu finnst ekki hér í þessum þætti en þó eru til alls konar dularfullar sögur af fólki sem segist hafa upplifað ýmislegt tengt dauðanum.
5/22/20221 hour, 11 seconds
Episode Artwork

Mannfólkið er komið af rottum

Þáttur dagsins er stútfullur af óstaðfestum fróðleik um uppruna mannskeppnunnar. Það vill svo til að við mannfólkið (Homo Sapiens) vorum ekki eina manntegundin sem ráfaði um jörðina en á einhvern hátt náðum við að sitja uppi sem sigurvegarar í tilvistarkeppninni.
5/15/20221 hour, 4 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

EUROVISION

Það þarf ekki að ræða þennan titil frekar. Við erum öll Eurovisionóð sama hvort við viðurkennum það eða ekki svo í guðanna bænum, látið þennan þátt ekki framhjá ykkur fara fyrir laugardaginn. 39 mínútur af eintómu Eurovision. Gjörið svo vel!
5/13/202238 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Aron sér drauga

Þáttur dagsins er frekar spontant en eftir að Aron byrjaði að tala um drauga gat Arnar ekki orða bundist og upp spruttu heitar umræður. Í kjölfarið fylgdu sögur af Aroni um næmni sína fyrir draugum. Við leggjum ekki meira á ykkur í bili. Gleðilegan hvíldardag!
5/8/202257 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Social credit score kerfið í Kína

Þáttur dagsins er undirlagður af umræðum um hið svokallaða Social Credit score kerfi sem hefur verið við lýði í Kína undanfarin ár. Ólafssynir velta fyrir sér öllu sem við kemur þessu óhugnanlega kerfi, allt frá því hvernig fólki er refsað fyrir "slæma" hegðun og yfir í hvaða afleiðingar slíkt kerfi getur haft á heimsbyggðina til frambúðar. Einnig bregður dagskrárliðnum „Með eða á móti“ fyrir í þættinum þar sem umræðuefnið er steranotkun. Stútfullt Undraland í dag!
5/1/20221 hour, 10 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Skilur Færeyingurinn íslensku?

Í þessum þriðja þætti taka þeir Ólafssynir á sviðsframkomu Metallica í Sovíetríkjunum árið 1991, reyna að svara spurningunni sem allir vilja vita; “Er hægt að tala við Færeying á Íslensku?”, ræða viðurnefni sveitafólks og þau myrku öfl tækninnar sem virðast ætla að skella á fyrr en síðar.
4/24/20221 hour, 8 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Eftirlýstir í Taílandi

Í þessum öðrum þætti má segja að þráðurinn úr fyrsta þætti hafi verið tekinn upp að nýju og dagar þeirra Arons og Arnars í Verzlunarskólanum ræddir.
4/17/20221 hour, 4 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Pilot

Í þessum fyrsta þætti Ólafssona í Undralandi er uppruni og saga þeirra Arons og Arnars rakin en þeir hafa marga fjöruna sopið saman. Arnar kemur Aroni að óvörum og uppljóstrar djúpu leyndarmáli sem hann hefur reynt að hylma yfir um nokkurt skeið. Að lokum kemur Aron með einhvern fánýtasta fróðleik sem festur hefur verið á bandvídd.
4/9/202250 minutes, 51 seconds