Winamp Logo
Einmitt Cover
Einmitt Profile

Einmitt

Icelandic, Social, 1 season, 84 episodes, 4 days, 4 hours, 39 minutes
About
Einmitt eru samtöl á sunnudagsmorgnum þar sem Einar ræðir við áhugaverða einstaklinga úr öllum áttum um smelli og skelli á lífsins svelli.
Episode Artwork

83. “Stöðnun er upptakur að falli"

Magnús Geórir Þórðarson er gestur minn í þessum þætti. Hann er afreksmaður í rekstri menningarstofnanna. Margverðlaunaður fyrir fleira en eina vídd slíkra starfa og þess vegna mikill fengur að fá að hitta hann og ræða allar þær áskoranir sem fylgja því að stýra menningarstofnun og uppfylla í senn kröfur bókarans, gestsins og gagnrýnandans
10/4/20241 hour, 17 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

82. "Þetta eru bara jólin mín"

Elísabet Margeirsdóttir drottning utanvegahlaupana á Íslandi og brautryðjandi í svo mörgum þáttum þeirrar íþróttarar er gestur minn í þessum þætti. Við ræðum þessa íþrótt í sínum víðasta skilningi og þá sérstaklega þetta nýja afbrigði íþróttarinnar sem eru þessi svonefndu bakgarðshlaup    
10/4/20241 hour, 31 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

81. Lilja Alfreðs “Ég er mjög góður DJ”

Lilja Dögg Alfreðsdóttir Menningar- og viðskiptaráðherra er gestur minn í þessum þætti. Við ræðum allt milli himins og jarðar, Evruna, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Millet úlpurnar og diskóbúrið í Fellahelli. Stórkemmtilegt samtal sem ég mæli með að þið hlustið á.    
9/23/20241 hour, 40 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

80 Arna Magnea “Spurning um hjarta en ekki parta”

Arna Magnea Danks trans kona og aðalleikkona í kvikmyndinni Ljósvíkingar er gestur minn í þessum þætti. Myndin er komin í bíó, hrífandi og falleg saga um vináttu sem ég hvet ykkur til að sjá. Við ræðum hennar líf og leiðina út úr skápnum og öllu því sem slíkt ferðalag útheimtir af einstaklingnum og þeim sem fara með viðkomandi í það.
9/16/20241 hour, 47 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

79. Rjómaterturnar eru í frjálsu falli

Friðrik Ómar er gestur minn í þessum þætti. Við ræðum verkefni hans sem tónleikahaldara í sínu víðasta samhengi og sameiginlegt áhugamál okkar beggja, Söngvakeppni Sjónvarpsins og Eurovision í framtíð, fortíð og nútíð.
9/8/20241 hour, 14 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

78. Björn Jörundur "Má ekki vera einhver vaxmyndasýning”

Björn Jörundur Friðbjörnsson er gestur minn í þessum þætti. Þessi frábæri tónlistarmaður og leikari stendur í stórræðum. Árlegir stórtónleikar með Ný Dönsk fram undan í Hörpu og nú er væntanleg í kvikmyndahús kvikmyndin Ljósvíkingar þar sem Björn fer einfaldlega á kostum sem leikari í fallegri sögu sem sögð er af mikilli næmni og fegurð í þeirri mynd
8/27/202452 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

77. Birgir Steinn “Þetta er bara hluti af mér”

Birgir Steinn Stefánsson tónlistarmaður er gestur minn í þessum þætti. Hann er einn besti lagahöfundur ungu kynslóðarinnar. Í þættinum ræðir hann í fyrsta sinn opinberlega andleg veikindi sem hann glímdi við undanfarin ár, hann ræðir tónlistina, ný stofnaða fjölskyldu og framtíðina í tónlistinni. 
8/18/20241 hour, 15 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

76 Jón Gunnar Þórðarson “Bara tala og bara hlusta”

Gestur minn í þessum þætti er Jón Gunnar Þórðarson frumkvöðull og eigandi "Bara tala”. Hann er lærður í listum og viðskiptum og var á tímabili farsæll leikstjóri en nú stýrir hann Bara tala sem unnið hefur til verðlauna fyrir gagnsemi sína í atvinnulífinu. Við tölum og “Bara tala” og margt fleira áhugavert.
8/11/20241 hour, 4 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

75 Þórunn Reynis “Íslendingar gera kröfur”

Gestur minn í þessum þætti er for­stjóri ferðaskrif­stof­unn­ar Úrvals Útsýn­ar. Þórunn er með reyndustu stjórnendum í íslenskri ferðaþjónustu og hefur starfað bæði hérna heima og erlendis í áratugi. Þegar hún rýnir til gagns og ræðir um ferðaþjónustu þá er gott að hlusta og læra.
8/4/20241 hour, 6 minutes
Episode Artwork

74 Emilíana Torrini “Var hún njósnari?"

Tónlistarkonan Emilíana Torrini er gestur minn í þessum þætti. Sem aðdáandi hennar til fjölda ára þótti mér afskaplega gaman að eiga þetta samtal. Emilíana er nýbúin að gefa út stórkostlega plötu sem er byggð á reyfarakenndri ævi Miss Flower vinkonu hennar sem nýlega féll frá. Við ræðum líka lífið í London, lífið hérna heima, lögin og ferilinn sem spannar tæp 30 farsæl ár.
7/28/20241 hour, 21 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

73. Guðrún Hafsteins “Við þurfum að gera betur”

Guðrún Haf­steins­dótt­ir, dóms­málaráðherra og odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi, er gestur minn í þessum þætti. Við ræðum um feril hennar fram að framboði, þau þrjú ár sem hún hefur setið á þingi og árið hennar í Dómsmálaráðuneytinu. Við ræðum líka gengi Sjálfstæðisflokksins, hvernig hún sér flokkinn vinna upp fylgið og hvort hún sækist eftir áframhaldandi veru í oddvitasæti flokksins á Suðurlandi.
7/18/20241 hour, 30 minutes, 1 second
Episode Artwork

72 Helga Þóris “Erindið á Bessastaði”

Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi er gestur minn í þessum þætti. Hún er forstjóri Persónuverndar í leyfi og steig fram daginn fyrir páska og tilkynnti framboðið sitt. Í þessum þætti förum yfir erindi hennar til framboðs og stöðuna núna þegar seinni hálfleikur í framboðsvinnunni er að hefjast.
5/13/202456 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

71. Una Torfa “Þetta er sagan mín til dagsins í dag”

Una Torfadóttir tónlistarkona er gestur minn í þessum þætti. Ég er vandræðalega mikill aðdáandi hennar og platan hennar nýja er alveg yndisleg á að hlusta. Ég fékk Unu í heimsókn og við ræddum tónlistina, sköpunina og lífið sem hefur hún búið til í kringum listina.
5/4/20241 hour, 1 minute, 49 seconds
Episode Artwork

70. Bergur Vilhjálmsson “Baráttan við hausinn"

Bergur Vilhjálmsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og kafari gekk á dögunum 100 km frá Akranesi til Reykjavíkur með rúmlega tvö hundruð kílóa byrði á eftir sér. Bergur gekk alla þessa leið til styrktar Píeta samtökunum og til að vekja athygli á starfsemi þeirra. Gangan reyndi gríðarlega á Berg en hann kláraði verkefnið. Í þættinum fer hann yfir aðdragandann og hvað gekk á í hausnum á honum á meðan á göngunni stóð og hvaða þýðingu verkefnið hefur fyrir hann.
5/1/20241 hour, 1 minute, 24 seconds
Episode Artwork

69 Hver er Halla Hrund?

Halla Hrund Logadóttir er hástökkvarinn viku eftir viku í kapphlaupi frambjóðenda til forseta Íslands. Fyrir nokkrum vikum vissi afar fáir hver Halla er en nú keppist þjóðin við að kynna sér hana og ekki seinna vænna því það styttist í kosningar. Hver er þessi kona og hvaðan kemur hún og hvað ætlar hún sér að gera ef hún nær kjöri til embættis Forseta Íslands?
4/25/20241 hour, 12 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

68. Tommi Knúts “29 ár í rusli”

Tómas J. Knútsson, maðurinn á bak við Bláa herinn, hefur starfað við hreinsun umhverfisins síðustu 29 ár. Hann hefur lengi verið mér og öðrum innblástur í umhverfissmálum. Hann fékk fálkaorðu forseta Íslands fyrir þau störf en er ennþá á fullu. Núna þegar styttist í Stóra plokkdaginn fannst mér tilvalið að fá hann til mín til að ræða þetta magnaða áhugamál okkar félaganna, rusl.
4/8/20241 hour, 38 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

67 Siggi Arnars “Tik Tok ætlar að taka yfir tónlistarheiminn”

Sigurður Ásgeir Árnason framkvæmdastjóri OverTune sem setti allt á hliðina í byrjun árs eftir að hafa endurlífgað Hemma Gunn við í Áramótaskaupinu. Hann fullyrðir að Tik Tok ætli sér að taka yfir tónlistarheiminn en Tik Tok stendur núna í deilum við Universal, stærsta útgáfufyrirtæki í heiminum. Við Siggi ræðum tæknina og framtíðina í þessum magnaða þætti. 
4/8/20241 hour, 28 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

66.Hera Björk "Hjartað stækkar og heimurinn minnkar"

Hera Björk er á leiðinni til Malmö að syngja framlag okkar í Eurovison þetta árið. Valið fór ekki fram hjá neinum. Árið 2019 heimsótti hún SOS barnaþorp bæði í Ísrael og Palestínu en hún er velgjörðasendiherra Barnaþorpanna. Við tölum um hlutverk hennar sem hennar sem velgjörðar sendiherra, hrópin sem gerð hafa verið að henni síðustu vikur og mömmu hennar sem var sveitaballa drottning suðurlands
3/26/20241 hour, 20 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

65.Júlí Heiðar “Eineltið eflir mann"

Júlí Heiðar Halldórsson tónlistarmaður og lagahöfundur var að gefa út nýja plötu. Eitt af lögunum á henni, Farfuglar, vakti athygli mína núna í vetur þegar það kom út. Þar er Júlí Heiðar að syngja um tilfinningarnar og flækjurnar sem fylgja sameiginlegu forræði og umgengnisrétt samið og sungið þannig að það lætur fá sem hlusta ósnerta. Við ræðum plötuna, ferlið að verða að manni og það sem skiptir Júlí Heiðar mestu máli.
3/26/20241 hour, 8 minutes
Episode Artwork

64. Siggi Jóhannes “Lífið er leit að lækningu”

Gestur minn í þessum þætti er Sig­urður Hólm­ar Jó­hann­es­son eða pabbi hennar Sunnu Valdísar. Sunna greind­ist með afar sjald­gæf­an tauga­sjúk­dóm aðeins 14 mánaða gömul og þá gáfu læknar henni ekki mikið meira en sex ár til viðbótar. Siggi, Ragnheiður Hjaltadóttir kona hans, læknar Sunnu og velunnarar fjölskyldunnar hafa sýnt mikla þrautseigju og eljusemi í því að leita að lækningu og bættum lífsgæðum fyrir Sunnu sem nú er orðin 18 ára gömul. Þetta er áhugaverður þáttur og upplýsandi.
3/11/20241 hour, 30 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

63. Herbert Guðmundsson “Can’t walk away”

Herbert Guðmundsson er gesturinn minn í þessum þætti. Ég hef alla tíð verið aðdáandi Hebba, allt frá því ég heyrði Can’t Walk Away í fyrsta sinn árið 1985. Stórkostlegt lag í alla staði sem hefur fylgt honum sem sól í gegnum allt sem að á hann hefur dunið. Seinna eftir að ég kynntist honum sjálfum þá held ég áfram að vera aðdáandi hans fyrir þrautseigjuna. Hann stendur upp og heldur áfram, sama hvað gengur á með jákvæðni, einlægni og ástríðu að vopni.
3/4/20241 hour, 7 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

62 Magga Jónasar: Kommentakerfið fór á hliðina

Gestur minn í þessum þætti er Magga Jónasar förðunarfræðingur og heilsumarkþjálfi. Við ræðum um heilsuna, orkuna og hvernig við höldum réttum kúrs í ólgusjó samfélagsmiðla, auglýsinga, rétttrúnaðar, öfga og hvernig við nálgumst fáum í sinni einföldustu mynd. Hvernig skríður kona upp úr margföldu burn-outi og stendur á haus á hverjum morgni af því að það er gott fyrir hvatberana. Já minna má það nú vera en þetta er frábært spjall.
2/22/20241 hour, 13 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

61 Logi Pedro: Eru Íslendingar rasistar?

Logi Pedro er gestur minn í nýjasta þættinum af Einmitt. Hann er frábær tónlistarmaður og sýndi það með hljómsveitinni sinni Retro Stefson, svo undir eigin nafni og á bak við tjöldin sem upptökustjóri margra flottustu listamanna sinnar kynslóðar. Við Logi tölum um tónlistina í öllu því samhengi sem okkur dettur í hug en við ræðum líka hvernig er að vera svartur strákur, erum við Íslendingar rasistar og hvernig eigum við að fóta okkur í umræðunni um kynþætti og hvaðan við komum öll. Frábært og upplýsandi samtal. 
2/22/20241 hour, 2 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

60 Friðrik Dór "Aldrei of flottur til að hafa ekki gaman af þessu"

Friðrik Dór Jónsson einn afkastamesti tónlistarmaður landsins er gestur minn í þessum þætti. Hann var að gefa út plötuna Mæður sem er sjálfstætt framhald af Dætur sem kom út fyrir tveimur árum. Við ræðum hvernig hann semur tónlistina og hvaðan hann sælir innblástur í textana. Heiðarlegt og skemmtilegt samtal við Friðrik Dór um tónlistina.
2/14/20241 hour, 12 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

59. Snædís Xyza Mae Jónsdóttir “Sá hvítan mann í fyrsta sinn þegar ég var 4 ára”

Snædís Xyza Mae Jónsdóttir matreiðslumaður er gestur Einars í þessum þætti. Hún er fædd á Filippseyjum en mamma hennar flutti til Íslands skömmu eftir að hún fæddist. Þegar Snædís var fjögurra ára kom móðir hennar og sótti hana og þær hófu nýtt líf á Íslandi. Það gekk aldrei sem skildi og Snædís var inn og út af fósturheimilum sem unglingur. Það var ekki fyrr en fulltrúi barnaverndar á Dalvík gekk henni í móður stað að Snædís fór að ná að fóta sig í lífinu. Í dag er hún þjálfari Íslenska Kokkalandsliðsins sem er komið til Þýskalands en ólympíuleikarnir í matreiðslu hófust þar á föstudaginn. Landsliðið keppir í tveimur af stærstu greinunum og leikunum lýkur á miðvikudag. Snædís var fyrirliði landsliðsins á heimsmeistaramótinu 2018, hún var fyrirliði á Ólympíuleikunum í Stuttgart 2020 þegar Ísland náði 3. sæti. Nú er Snædís þjálfari og hún ætlar sér stóra hluti með liðið þessa helgi og viku og á með henni er vel þjálfað lið vönu keppnisfólki. Ferðasagan hennar frá Filippseyjum alla leið á Ólympíuleikana í matreiðslu hér í þessum þætti.
2/5/202459 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

58 Bryndís Gunnlaugs "Fimm gríðarleg áföll á nokkrum vikum"

Gestur minn í þessum þætti er Bryndís Gunnlaugsdóttir lögfræðingur og Grindvíkingur. Hún er fyrrum forseti bæjarstjórnar í Grindavík og starfaði lengi sem lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Í dag starfar hún sem lögfræðingur hjá KPMG með áherslu á opinbera stjórnsýslu. Hún tók til máls á íbúafundi með ráðamönnum á þriðjudag eftir gos og vakti þar mikla athygli.
1/20/202458 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

57. Gaupi “Hann var einstakur handboltamaður"

Guðjón “Gaupi” Guðmundsson er einn reyndasti íþróttafréttamaðurinn þjóðarinnar. Áður var hann einnig þekktur sem liðsstjóri og aðstoðarmaður Bogdans Kowalczyk hjá Víkingi og landsliði Íslands í handknattleik. Núna er sonur Gaupa, Snorri Steinn þjálfari  karlalandsliðs okkar í handbolta og kominn til Þýskalands á EM í handbolta. Þar situr Snorri með væntingar þjóðarinnar í fanginu og spennan er í hámarki. Í þessum þætti greinir Gaupi stöðuna eina og birtist honum í upphafi móts.
1/15/20241 hour, 10 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

56. Sveppi “Kúka með opna hurð svo ég missi ekki af neinu”

Sverrir Þór Sverrisson hefur á síðustu árum breyst úr hreinræktuðum sprelligosa sem þjóðin elskaði að horfa á blanda ógeðsdrykki og hlaupa allsber niður niður Laugaveginn í einn ástsælasta leikarann okkar. Hann er jafnvígur á útvarp, sjónvarp, kvikmyndir og leiksviðið og í þessum þætti ræðum við Sveppi um þetta ferðalag og nýjustu verkefnin hans Veisluna, Kennarastofuna, Áramótaskaupi og And Björk of Course sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í febrúar.    
1/11/20241 hour, 8 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

55. Manúela Ósk "Mikilvægt að fólk þekki einkennin"

Manúela Ósk Harðardóttir athafnakona er gestur minn í þessum þætti. Í desember 2023 hné hún niður í heimsókn frá frænku sinni og var keyrð með hraði á Bráðamóttökuna með heilablóðfall. Manúela hefur ekki talað mikið um þetta áfall en í þessum þætti lýsir hún hvernig endurhæfingin hefur gengið bæði andlega og líkamlega og hvað það er mikilvægt að þekka einkenni fyrirboða heilablóðsfalls.
1/11/20241 hour, 34 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

53 Villi Árna “Samfélag í fullkomri óvissu”

Vilhjálmur Árnason er gestur minn í þessum þætti. Hann er þingmaður en fyrst og síðast er hann Grindvíkingur og er í sömu sporum og þeir allir um þessar mundir en Grindvíkingar lifa við mikla óvissu vegna jarðhræringana á Reykjanesskaga. Ég ræði við Villa um hvernig þetta kemur við hann sem íbúa, pabba, eiginmann og þingmann. Þá ræðum við einnig orku- og öryggismál út frá þessari stöðu en Villi er lögreglumaður og öryggismál í hafa verið Villa hugleikin alveg frá fyrsta degi á Alþingi.
12/27/20231 hour, 19 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

54. Hrefna Bachmann “Grét bara fyrstu ferðina"

Hrefna er ævintýrakona í víðasta samhengi. Hún og maðurinn hennar Ólafur Vilhjálmsson hafa búið og starfað í fleiri löndum en flestir landsmenn hafa heimsótt og ekki bara það heldur eru heimsálfurnar sem þau hafa unnið í að minnsta kosti fimm; Evrópa, Norður-Ameríka, Suður-Ameríka, Asía og Afríka. Þau sóttu nám til Bandaríkjanna bæði í Florída og seinna í Arizona. Magnaðasta verkefni þeirra er þó án efa uppbygging innviða í litlum 5000 manna bæ í Uganda. Þar hafa þau tekið þátt í að byggja upp heilsugæslu, skóla og fæðingaheimili ásamt fjölskyldu og vinum. Hrefna segir mér magnaða sögu þessa magnaða starfs þeirra á þessu svæði síðasta áratug.
12/27/20231 hour, 40 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

52. Króli „Dalirnir breytast ekki þó maður þekki þá betur“

Kristinn Óli Haraldsson, Króli, er gestur minn í þætti 52. Fjölhæfur ungur listamaður sem hefur notið mikillar velgengni og lýðhylli allt frá árinu 2017 þegar hann og Jói P stukku fram á sjónarsviðið með laginu “BOBA” en hann hefur ekki fundið vellíðan í velgengninni. Hann glímir við kvíða og þunglyndi sem hann hefur náð að lifa með en ekki kannski alveg náð að hemja. Hann talar af miklu hispursleysi um baráttu sína sem er ennþá fyrirferðarmikið verkefni í hans lífi. Í þættinum tölum við um erfið viðfangsefni og rétt að benda á síma Píeta samtakanna 552 2218 og Hjálparsíma Rauða Krossins 1717 fyrir aðstoð við sömu viðfangsefni.
11/28/20231 hour, 17 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

51. Bjarni Karlsson: "Hvers vegna erum við grimm?"

Bjarni Karlsson er gestur minn í þessum þætti en hann er nýbúinn að senda frá sér bókina " Bati frá tilgangsleysi". Þar eins og í samtalinu okkar leitast hann við að svara spurningunni: Hvers vegna erum við grimm og heimsk? Samtalið okkar fer um víðan völl siðfræðinnar og guðfræðinnar og þar fléttast saman veraldleg og trúarleg hugsun um það sem skiptir máli í dag, að taka ábyrgð gagnvart umhverfi og mennsku.
11/19/20231 hour, 19 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

50. Magni: "Tommy Lee að reyna við Ragnhildi Steinunni"

Magni „okkar“ Ásgeirsson er gestur minn í þessum þætti. Við höfum verið vinir til áratuga núna og mig langaði að ræða við hann um Rockstar Supernova tímabilið og samvistirnar við Tommy Lee og félaga í Los Angeles. Síðan ræðum við auðvitað bransann frá öllum hliðum og álagið sem því fylgir að vera í 10 starfandi hljómsveitum og rauða flaggið sem hann fékk í ágúst þegar hann var keyrður með bláu ljósin á sjúkrahúsið á Akureyri og hvernig bóndasonurinn frá Borgarfirði eystri reynir að „minnka“ álagið.    
11/12/20231 hour, 17 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

49. Sigríður Hrund „Heppin að fá fæðingarþunglyndi þrisvar“

Sigríður Hrund Pétursdóttir, eigandi Vinnupalla ehf. og fyrrverandi formaður Félags kvenna í atvinnulífinu er gestur minn í þessum þætti. Hún talar ljós, eins og hún kallar það, dreifir mildi og náð sem hún hefur tamið sér eftir margra ára sjálfsvinnu því lífið er ekki alltaf dans á rósum. Hún fékk fæðingarþunglyndi í þrígang og segir það heppni. Hvernig má það vera og hvernig vinnur maður sig inn í ljós eftir þa
11/12/20231 hour, 13 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

48. Baldur Rafn "Metró maðurinn er orðinn miðaldra"

Baldur Rafn Gylfason hárgeiðslumeistari og eigandi Bpro heildsölunnar. Baldur var einn þeirra sem lagði grunn af innreið "Metró mannsins" til Íslands upp úr aldamótum. Metró maðurinn leyfði sér meira en bara ljósabekki og strípur til að hressa upp á útlitið. Metró maðurinn notaði líka snyrtivörur, krem og hárvörur sem ekki var algengt á þeim tíma. Nú er Metró maðurinn orðinn miðaldra og nú er hann að takast á við hækkandi kollvik, lélegan hvirfil, bauga og hrukkur. Baldur Rafn er gestur í nýjasta þættinum af Einmitt hlaðvarpi Einars Bárðarsonar og í þættinum fara þeir um víðan völl og vopna metró manninn inn í miðaldra slaginn.
10/29/20231 hour, 32 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

47 Gabríel Ólafs “frægasti tónlistarmaður á Íslandi sem enginn veit hver er”

Gestur minn í þessum þætti er Gabrí­el Ólafsson, tutt­ugu og fjög­urra ára gam­all tónlistarmaður og tónskáld. Hann hefur á örstuttum tíma náð fádæma árangri í útgáfu og ekki bara það því hann rekur hljóðver á Íslandi þar sem Apple TV+, BBC og Netflix sækja þjónustu hans. Ofan á það er hann á samn­ingi við Decca Records, sem er í eigu út­gáf­uris­ans Uni­versal Music Group og verkin hans eru spiluð í milljóna vís um allan heim. Gabríel er þannig mjög líklega frægasti tónlistarmaður á Íslandi sem enginn veit hver er.
10/22/20231 hour, 6 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

46. Drífa Björk - "Okkur þykir leitt að tilkynna þér"

Athafnakonan Drífa Björk Linn­et Kristjáns­dótt­ir er gestur minn í þessum þætti. Hún missti manninn sinn Har­ald­ Loga Hrafn­kels­son­ í hræðilegu slysi á Tenerife þann 6. febrúar árið 2022. Heimilið þeirra og flestar veraldlegar eignir skemmdust af völdum brunans og litlu mátti muna að tvö börn hennar yrðu eldinum að bráð. Drífa fer yfir þennan afdrifatíka sunnudagsmorgun í þessu samtali okkar. Hún segi mér frá því hvernig er að vinna sig og sína út úr þessu hræðilega áfalli og hvert hún stefnir núna í lífinu. Þá ræðum við einnig kenningar "Gróu á leiti" um það sem átti að hafa gerst og svo það sem raunverulega gerðist samkvæmt niðurstöðum lögreglu rannsóknar sem örfáum dögum eftir brunann
10/7/20231 hour, 40 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

45. Ingimar Tryggva “Haltu áfram að skína”

Ingimar Birn­ir Tryggva­son er gestur minn í þessum þætti. Ingimar eft­ir­sótt­ur upptökustjóri og fram­leiðandi hér heima og er­lend­is. Hann er upptökustjórinn á bak við Pat­rik Atla­son­ eða Prettyboitjokko eins og hann er kallaður, sem hefur sett allt á hliðina í sumar með lögunum sínum. Við ræðum hvernig það er leggja allt undir fyrir tónlistina og ná beint á toppinn.
9/21/20231 hour, 10 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

44. Þórunn Sig "Kominn tími á stofnun Þjóðaróperu".

Þórunn Sigurðardóttir, einn reyndasti menningarstjórnandi landsins, er gestur minn í þessum þætti.  Þórunn er formaður undirbúningsnefndar um stofnun Þjóðaróperu en nokkur styr hefur staðið um þau áform síðustu vikur. Áformin hafa verið sögð til höfuðs Íslensku óperunni en Þórunn vill bera klæði á þau vopn og fer yfir umræðuna um Þjóðaróperu sem nær aftur til ársins 1957 og fram til dagsins í dag. Hún segir löngu vera kominn tími á það að sönglistin búi við sömu kjör og aðrar listgreinar í landinu.  
9/17/202359 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

43. Ágúst Bjarni þingmaður - "Greiningin var áfall"

Ágúst Bjarni Garðarsson þingmaður er gestur minn í þessum þætti. Hann og konan hans eiga dreng sem greindist með CP hreyfihömlun við eins árs aldur og er því háður ýmis konar stuðningi í daglegu lífi. Ágúst Bjarni segir í samtalinu að hann hafi farið langt niður í kjölfarið og ekki höndlað það vel en nýtir nú sína innsýn í málaflokkinn til að bæta umhverfi þeirra sem takast á við sambærilegar áskoranir.
9/4/20231 hour, 6 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

42. Nylon flokkurinn "Einu sinni enn"

Gestir mínir í þessum sérstaka þætti af Einmitt eru Alma, Klara, Steinunn og Emilía úr Nylon flokknum. Það eru tæp tuttugu ár eru síðan að flokkurinn var stofnaður og hann steig fyrst á svið. Eftir að hafa slegið í gegn á Íslandi starfaði sveitin í Bretlandi en eftir að ein söngkonan hætti fluttust hinar þrjár til Los Angeles þar sem þær komu fram allt til ársins 2015. Í fyrsta sinn síðan árið 2007 steig hinn upprunalegi Nylon flokkurinn á svið á Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Þar fluttu þær lagið Einu sinni enn, sem nú er hægt er að nálgast á Spotify. Við ræðum þetta ævintýri og rifjum upp skemmtilegar minningar því tengdu.
8/23/202347 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

41. Halli Melló “Ekkert eins fyndið og íslenskt Wanna Be”

Vinur minn Hallgrímur Ólafsson eða Halli Melló var valin leikari ársins árið 2023 fyrir hlutverk sitt í Íslandsklukkunni sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hann hefur átt ótrúlega skemmtilegan og viðburðaríkan feril. Hann ákvað að fara í leiklist frekar en á sjó og við ræðum hvernig það er að vera “utangarðs” innan um listaelítuna, um klappið hjá Magnúsi Magnúsi Magnússyni og hvernig fátt í heiminum er eins fyndið og íslenskt “Wanna-be” sem þekkir alla en enginn þekkir hann.
8/13/20231 hour, 2 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

40. Guðni Gunnarsson "Þú ert í aðalhlutverki í þínu lífi"

Guðni Gunnarsson hefur í um fjóra áratugi verið frumkvöðull á sviði líkams- og heilsuræktar. Hann er stofnandi og upphafsmaður Rope Yoga og GlóMotion hugmyndafræðinnar og “Máttur” bækurnar hans hafa notið mikilla vinsælda. Í haust byrjar hann með yfirgripsmikið námskeið í Lífsfærni sem hann kallar líka Heilrækt. Ég þekki Guðna og hef setið námskeið hjá honum og lesið bækurnar hans. Hvoru tveggja hefur reynst mér vel og með þessu spjalli langar mig hreinlega til að kynna þetta verkefni fyrir ykkur.
8/6/20231 hour, 7 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

39. Klara Elías “Einhvers staðar einhvern tímann aftur”

Gestur minn í þessum þætti er Klara Ósk Elíasdóttir söngkona og góð vinkona mín til margra ára. Við ræðum um árin eftir að Charlies hættu og hvernig samstarf þeirra og vinskapur hefur þróast langt út fyrir ramma þess verkefnis. Þá ræðum við líka um nýjan kafla í lífi hennar sem tónlistarmanneskju og hvernig lagahöfundar titillinn bættist við söngkonu titilinn. 
8/5/20231 hour, 6 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

38. Sigurjón Ernir "Veistu um einhverja dýrategund sem borðar fjölbreytt?"

Gestur minn í þessum þætti er utanvega hlaup­ar­inn Sig­ur­jón Ern­ir Sturlu­son. Við höfum þekkst heillengi og nálg­un hans á heilsu og aðferðir hans við að koma sér í gegn­um löng keppn­is­hlaup hafa heillað mig í gegnum tíðina. Við ræðum um bakgruninn hans, aðferðafræðina bæði við þjálfun og mataræði sem oft hefur vakið mikla athygli.
7/30/20231 hour, 11 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

37. Inga Kristjáns "Það þarf að semja frið við kroppinn"

Inga Kristjánsdóttir næringaþerapisti er gestur minn í þessum þætti. Hún hefur sérhæft sig í að leiðbeina fólki varðandi blóðsykurstjórnun og sykurlöngun, með það að markmiði að bæta líðan, heilsu og koma í veg fyrir þróun ýmissa bólgusjúkdóma, sem eru faraldur þessarar aldar. Þetta samtal er var nú fyrst og fremst fræðandi fyrir mig en ég vona að þið njótið og nýtið ykkur þekkingu hennar á viðfangsefninu.    
7/27/20231 hour, 5 minutes, 1 second
Episode Artwork

36. María Ögn "Vitið hvað ég er gömul?"

Gestur minn að þessu sinni er vinkona mín og atvinnu hjólareiðakonan María Ögn Guðmundsdóttir. Á síðasta áratug var hún ítrekað valin hjólreiðakona ársins og varð Íslandsmeistari ár eftir ár. Í dag er hún 43 ára og þvælist um allan heim með keppnisliðinu sínu Café Dé Cyclist. Hún er nýkomin heim frá Afríku þar sem hún náði þriðja sætinu í fjögurra daga gravel hjólakeppni sem fer um þjóðgarð þar sem fáir erlendir gestir fá að vafra um og þá á hjóli.
7/11/20231 hour, 5 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

35. Davíð Rúnar "Deyja í brautinni frekar en að hætta"

Davíð Rúnar Bjarnason boxari og utanvega hlaupari hljóp 168 km í Salomon Hengil Ultra í fyrra. Hann hafði árið áður reynt við vegalengdina en ekki tekist að klára. Hann vann að því í heilt ár að bæta fyrir það og fór í raun ekki að sofa frá því keppninni 2021 án þess að minn sig á markmiðið sitt fyrir árið 2022. Hann hefur engan áhuga á utanvegahlaupum, hann vill bara sjá hvað hann getur lagt á sig.
5/26/20231 hour, 23 minutes
Episode Artwork

34. Sigga Beinteins „Þið megið eiga söngkonuna“

Sigga Beinteins er gestur minn í nýjasta þættinum af Einmitt. Við ræðum um tónlistina sem hefur verið aðalstarf Siggu síðustu fjóra áratugi. Sigga hefur verið í fremstu víglínu tónlistarinnar allan þennan tíma og verið elskuð og dáð. Við ræðum HLH storminn, Kikkið, Stjórnina, Siggu sjálfa og starfið að vera söngkona í fremstu röð í fjóra áratugi.
5/13/20231 hour, 9 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

33. Pálmi Ragnar "Loreen er örugglega að fara að jarða þetta"

Pálmi Ragnar Ásgeirsson lagahöfundur og upptökustjóri af laginu Power ásamt Dilja Pétursdóttur er gestur Einars Bárðar í nýjasta þætti af Einmitt, hlaðvarpi Einars. Pálmi er einn sá reyndasti í faginu og síðustu tíu ár hefur hann átt hönd í mörgum vinsælustu lögum landsins. Hann og Dilja hafa unnið saman síðustu fjögur ár en Pálmi er þekktur fyrir farsælt samstarf við fjölda listamanna og nægir þar að nefna samstarf hans og Bríetar.    
5/10/20231 hour, 7 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

32. Birgitta Haukdal "Eurovision er sumardagurinn fyrsti”

Birgitta Haukdal er gestur minn í fyrsta þættinum af fjórum þessa vikuna sem ég tileinka Eurovision með einum eða öðrum hætti. Við ræðum keppnina árið 2003 þegar Birgitta fór út fyrir hönd Íslands með lagið Open Your Heart og náði einum besta árangri okkar í þessari keppni frá upphafi. Við ræðum líka keppnirnar sem hún tók þátt í og vann ekki. Við ræðum Idol Stjörnuleit, gildi Birgittu í bransanum, lífið og tilveruna. Birgitta er ein okkar reyndasta söngkona, ein okkar allra skærasta poppstjarna og deilir reynslu sinni af fallegu örlæti í þessum þætti.
5/7/20231 hour, 11 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

31. Pálmi Guðmundsson “Já sæll, já fínt og "Bæng” .. þá var þetta komið”

Pálmi er einn virtasti stjórnandi á sviði fjölmiðla á Íslandi. Hann veitir sjaldan viðtal en í þessum þætti ræða þeir Einar þróun fjölmiðla síðustu ár og rýna í framtíð þeirra.
5/3/20231 hour, 14 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

30 Eva Ólafsdóttir. "Umfjöllun um sjálfsvíg"

Eva er félagsfræðingur MA og starfar hjá Píeta samtökunum. Hún skrifaði nýlega grein í fagtímarit félagsráðgjafa sem hún kallar “Umfjöllun um sjálfsvíg”.  Eva fer yfir greinina og innihald hennar með Einari.
5/1/202350 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

29. Bjarni Snæbjörnsson “Má segja hommi?”

Bjarni Snæbjörnsson, leikari hjá Þjóðleikhúsinu, er að ljúka sýningum á verkinu sínu Góðan daginn faggi sem sýnd er í Þjóðleikhúskjallaranum. Hann og Einar ræða ferðalag Bjarna frá því að hann kom út úr skápnum fram að sýningunni, viðbrögð við henni og bakslaginu sem hinsegin samfélagið hefur miklar áhyggjur af. Má maður segja hommi, hver má það, hvenær? og margt fleira sem gott er að vita sama hvort maður er miðaldra eða ekki.
4/18/20231 hour, 10 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

29. Bjarni Snæbjörnsson “Má segja hommi?”

Bjarni Snæbjörnsson, leikari hjá Þjóðleikhúsinu, er að ljúka sýningum á verkinu sínu Góðan daginn faggi sem sýnd er í Þjóðleikhúskjallaranum. Hann og Einar ræða ferðalag Bjarna frá því að hann kom út úr skápnum fram að sýningunni, viðbrögð við henni og bakslaginu sem hinsegin samfélagið hefur miklar áhyggjur af. Má maður segja hommi, hver má það, hvenær? og margt fleira sem gott er að vita sama hvort maður er miðaldra eða ekki.
4/16/20231 hour, 11 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

28. Ragnhildur Steinunn "Þurfti að þroskast hratt eftir móðurmissi"

Hin afkastamikla og vinsæla sjónvarpskona og framleiðandi Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir er nýjasti gestur Einars Bárðarsonar í hlaðvarpinu Einmitt. Ragnhildur hefur kynnt eða verið viðloðin Söngvakeppnina meira og minna síðan árið 2007 og er jafnan með mörg járn í eldinum, enda þolir hún ekki leti.
4/10/20231 hour, 9 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

27. Felix Bergsson „Hérna er maður sem dó og hérna eru vinir hans“

Eurovision-fararnir Felix og Einar Bárðarson ræða menningar- og poppskrímslið Eurovision frá öllum mögulegum hliðum í páskadagsþætti hlaðvarpsins Einmitt. Hvernig keppnin hefur breyst og þróast yfir í alls kyns pólariseringar, pólitík og ímyndarsköpun þjóðanna. Aukin krafa þjóðanna um breytingu á stjórnarháttum til þess að mega vera með.    
4/9/20231 hour, 7 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

26. Emmsjé Gauti "Bulla ekki neitt í þessari konu”

Gauti Þeyr Másson, sem við þekkjum öll sem Emmsjé Gauta, er einn afkastamesti tónlistarmaður þjóðarinnar. Hann á að baki níu plötur frá árinu 2011 og fjöldann allan af lögum sem hafa sett svip sinn á tónlistarflóru landsins síðan. Einar og Gauti ræða áheyrnaprufuna þegar Gauti reyndi fyrir sér í Idol Stjörnuleit, bransann, klisjurnar, ástina og næsta Þjóðhátíðarlag.
4/8/20231 hour, 9 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

25. Jóna Hrönn - “Virðum trúarskoðun annarra”

Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Garðabæ, ræðir við Einar í þessum þætti um fjölmenningarsamfélög í nútíð og fortíð og gildi þess að bera virðingu fyrir öllum sama hvaða trúar þau eru. Einar og Jóna tala um fórnir, umburðarlyndi, kærleikann og Jesú sem Jóna segir að hafi verið allra manna fjölmenningarlegastur.
4/7/20231 hour, 14 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

24. Sigríður Soffía Níelsdóttir “Mamma lýgur”

Sigríður Soffía Níelsdóttir, danshöfundur fékk á dögunum Íslensku bjartsýnisverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Hún er afrekskona í listum en árið 2020 í miðju MBA námi og Covid faraldri greindist hún með brjóstakrabbamein og lífið eins og hún þekkti það hrundi. Hún kemur nú útúr aðgerð, geislum og lyfjameðferð vopnuð opinskárri ljóðabók sem var að koma út. Næstu daga verður síðan frumsýnt sviðslistaverk í Þjóðleikhúsinu byggt á sömu ljóðabók "Til hamingju með að vera mannleg"
4/6/20231 hour, 21 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

23. Magnús Hlynur fimm milllimetra frá dauðanum

Fréttamaðurinn Magnús Hlynur Hreiðarsson flytur okkur fréttir á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Þannig kemur hann inn á heimilin til okkar mörgum sinnum í viku og kætir okkur með fréttir sem fáir hafa lag á að finna nema hann. Við tölum sorgir, sigra og það að vera 5 milli metra frá dauðanum.
3/25/202358 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

22. Þorvaldur sækir orku og sjálfstraust í Qigong

Þorvaldur Ingi Jónsson Qigong meistari er einn fárra sem kennir þessar merkilegu lífsorkuæfingar sem hafa verið stundaðar íKína í 5000 ár. Æfingarnar byggja á djúpri öndun, mjúkum og styrkjandi hreyfingum, með heilandi hugleiðslu. Þorvaldur er gestur minn í þessum þætti en hann lærði Qigong hjá Gunnari Eyjólfssyni leikara.
3/25/20231 hour, 27 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

21. Eva Ruza "Besta strákasveit í heimi"

Eva Ruza er gestur Einars Bárðar í þessari viku. Hún er fjölmiðlakona, skemmtikraftur og áhrifavaldur en fyrst og síðast gleðigjafi. Þau ræða um Backstreet Boys, Króatíu, missinn, og gjöfina að gleðja sem er ekki öllum gefin.
2/26/20231 hour, 23 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

20. Aldrei aftur Cop ráðstefnu

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Auður er með doktorspróf í lífefnafræði frá Stokkhólmsháskóla/Karolinska Institut og hefur stundað rannsóknir á því sviði. Hún starfaði áður sem deildarforseti Auðlinda- og umhverfisdeildar Landbúnaðarháskóla Íslands, deildarstjóri hjá Orf Líftækni og hjá Íslenskri erfðagreiningu. Í þættinum ræða þau Einar sjókvíjaeldi, vindmyllugarða, pólitískt landflótta umhverfissina. Samtal sem er fræðandi og upplýsandi um stöðuna frá hennar sjónarhorni
2/19/20231 hour, 17 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

19 Jón Gunnar Geirdal

Yfirplöggari aldamóta kynslóðarinnar Jón Gunnar Geirdal er gestur 19 þáttar Einmitt hlaðvarps Einars Bárðar. Þeir félagar Jón Gunnar og Einar tala um plögg bransann af þekkingu og einlægni um leið og þeir þræða slóðir nýrra ævintýra Jóns Gunnars í handritsgerð og framleiðslu fyrir sjónvarp þar sem Jón hefur verið að geta sér gott orð.
2/11/20231 hour, 11 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

18 Arnaldur gaf henni fullt hús

Óskar Þór Axelsson er leikstjóri Napóleon skjalana sem komu í kvikmyndahús um helgina. Myndin er unnin uppúr samnefndri bók Arnalds Indriðasonar og skartar nokkrum heimsþekktum leikurum og þar með töldum okkar allra besta Ólafi Darra en það springur líka út leikkona Vivian Ólafsdóttir og á stórleik. Óskar hefur leikstýrt tveimur erlendum stórseríum ásamt leikstjórn í Ófærð og Stellu Blómkvist.  
2/4/20231 hour, 14 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

17 Í miðri á fíknisjúkdómanna

Valgerður Rúnarsdóttir er framkvæmdastjóri lækninga SÁÁ. Hún stendur í miðri á fíknisjúkdómanna og veit allt um stöðu þeirra á Íslandi. Hún útskýrir starfssemi SÁA, Hún segir frá reynslu sinni í leit að lækningunni og hver hennar sýn á notkun lyfja í leit af lækningu við geðsjúkdómum en nöfn þeirra lyfja tengja flestir við annað en lækningar.
2/4/202357 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

16 Nína Dögg "Það er ekki til nein manneskja sem er bara góð"

Nína Dögg Filippusdóttir er gestur Einars í 16. þætti Einmitt. Nína er ein þekktasta leikkona landsins og atkvæðamikill framleiðandi í gegnum framleiðslufyrirtækið sitt Vesturport sem hún á með manni sínum og félögum. Hún talar um bransann, biðina og framtíðina um leið og hún ræðir um bróður sinn, Sigurjón Brink, sem lést langt fyrir aldur fram. Nína deilir því einnig hvernig leikarinn reynir að nýta reynsluna sem lífið færir inn í listformið.
1/28/20231 hour, 14 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

14 Guðrún Herborg Hergeirsdóttir

Guðrún Herborg Hergeirsdóttir er handboltakona af líkama og sál. Hún er systir Þóris Hergeirssonar landsliðsþjálfara í Noregi og móðir Janusar Daða Smárasonar lykilsmanns í íslenska karlalandsliðinu sem nú keppir á HM í Svíþjóð. Hún er sjálf fyrrum leikmaður meistaraflokks og er og hefur verið einn af máttarstólpum handboltans á Selfossi og þaðan er stór hluti íslenska landsliðsins bæði í kvenna-  og karlaflokki sóttur. Einar ræðir við Guðrúnu um hennar sýn á árangur í liðsíþróttum, fórnirnar, alla lakkríspokana sem þarf að selja til að búa til einn landsliðskeppanda og margt margt fleira.
1/15/20231 hour, 2 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

12 Sigvaldi Kaldalóns

Svali, Sigvaldi Kaldalóns og konan hans Jóhanna seldu allt sem þau áttu á Íslandi haustið 2017 og fluttu til Tenerife. Frábært að freysta gæfunar sögðu margir, þetta er bilun sögðu aðrir. Svali fór í ferðaþjónustu þar niður frá og Jóhanna fór að vinna sem hárgreiðslumeistari. Núna eru liðin fimm ár og einn margfaldur Covid faraldur sem einmitt lagðist mjög illa á ferðaþjónustuna og hágreiðslustofur. Svali er gestur Einars Bárðar í nýjasta þætti Einmitt þar sem Svali ræðir á mjög opin og einlægan hátt hvernig nýja lífið á Tene hefur reynst þeim.
1/2/20231 hour, 48 seconds
Episode Artwork

11 Kristrún Frostadóttir

Kristrún Frostadóttir kom inn í íslensk stjórnmál með hvelli fyrir um það bil einu og hálfu ári. Í haust var hún kosin formaður Samfylkingarinnar og á örfáum vikum var hún einn vinsælasti stjórnamálamaður landsins og Samfylkingin á sama hraða orðin annar stærsti stjórnmálaflokkur landsins, sé horft til nýrra viðhorfsmælinga. Einar og Kristrún ræða vorið í Samfylkingunni og hvernig vinstri sinnaður hagfræðingur ætlar að reisa við íslenskt innviðakerfi á þremur kjörtímabilum fái hún umboð til þess.
12/26/20221 hour, 2 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

10 Aðalsteinn Leifsson

Aðalsteinn Leifsson Ríkissáttasemjari er gestur Einar Bárðarsonar í nýjasta hlaðvarpsþætti þess síðarnefnda, Einmitt. Þar fara þeir yfir dagleg störf hjá embættinu og bakgrunn Aðalsteins sem hefur kennt samningatækni um árabil. Síðustu ár hefur Aðalsteinn beitt sér fyrir eflingu sáttamiðlunar í íslensku samfélagi með aðstoð og aðkomu írsku sáttamiðlunarstofnunarinnar sem hefur staðið fyrir námskeiðum hér á landi.
12/26/202256 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

07 Björgvin Páll Gústavsson

Björgvin Pál þarf vart að kynna. Hann er afreksmaður af bestu gerð, silfurverðlaunahafi frá Ólympíuleikunum í handbolta árið 2008 og handhafi Fálkaorðunnar. En eins og Björgvin segir sjálfur þá var hann aldrei meira en einni ákvörðun frá allt öðrum örlögum. Hann steig fram fyrir rúmlega þremur árum og lýsti ofsakvíðakasti sem hann upplifði eftir tap landsliðsins í handbolta í leik á móti Frökkum á HM árið 2019.  Uppgefinn og grátandi einn úti í nóttinni á torginu fyrir framan dómkirkjuna í Köln um hánótt spyr hann sig: „Hvernig komst ég hingað?” Björgvin hafði á þessum tíma nýlega fengið í hendurnar skýrslur barnaverndarnefndar um hann og baráttu þeirra við hann, ef það má lýsa því þannig. Hann var í raun á barmi taugaáfalls en steig fram og opinberaði reynslu sína. Hann gaf út bók fyrir jólin 2019 og nú er í raun að koma út barnvæn útgáfa af sömu skilaboðum í bókinni „Barn verður forseti.” Björgvin stendur í ströngu á handboltavellinum með Val bæði hérna heima og í Evrópukeppninni. Þess á milli flakkar hann um landið og talar við börn á spítölum, börn í skólum, fullorðna í leik og starfi og fanga á Litla Hrauni um sjálfsmyndir, fyrirmyndir og hvað lífið getur verið ferlega flókið. Björgvin Páll Gústavsson er gestur minn í þessum þætti af Einmitt.
12/4/202259 minutes, 23 seconds