Patreon hlekkur: https://www.patreon.com/eiginkonur
Rakel Hlynsdóttir greindist með geðhvarfasýki 2 eftir að hafa lifað í mörg ár með ómeðhöndlaða geðhvarfasýki. Þegar hún fékk greininguna segir hún það hafa skýrt margt fyrir sér en var sett á röng lyf. Rakel var sett á tvöfaldan hámarksskammt af ADHD lyfjum ásamt lyfjum fyrir geðhvarfasýki, sem endaði með því að hún lagðist inn á bráðamóttöku geðdeildar.
11/10/2022 • 9 minutes, 59 seconds
Tanya
Patreon hlekkur: https://www.patreon.com/eiginkonur
Tanya er heilari og hefur verið hávær í umræðunni um ofbeldi í andlega heiminu. Tanya fór í þáttinn Kompás sem var tekinn upp í fyrra og hefur umræðan stækkað síðan þá. “Það er verið að gera allskonar, kannski heil helgi þar sem er verið að fara í allskonar skuggavinnur og ýta á fólk að opna sig” segir hún. Tanya gagnrýnir vinnubrögð þeirra sem eru að halda slík námskeið. “Þar er verið að blanda sveppum við kakóið og verið að fara með þetta á óábyrgan hátt” segir hún í þættinum og bætir við að margir viti ekki hvað þeir eru að fara út í. Tanya hélt eitt sinn kakó athöfn á þessu svæði. “Mér brá soldið við að sjá átta og níu ára börn á svæðinu, það var vitað mál að ég var að fara í vinnu sem var ekki fyrir börn” segir Tanya í þættinum og bætir við að börn séu ekki velkomin á hennar viðburði. Tanya segir suma viðburði á vegum Sólseturs meira intense en búast megi við. “Ég fór þangað til þess að búa til handgerða trommu en allt í einu var sett á rave techno tónlist, allir áttu að fara að dansa og áður en ég veit af að þá er einhver maður nakinn þarna” segi hún og bætir við “ég er ekki tepra en ég vil samt fá að vita út í hvað ég er að fara”. Tanya segir mikið af þolendum hafi leitað til sín. “Það kemur maður hingað, sem telur sig vera kynlífs heilari, og þá byrja að koma fleiri kynlífsathafnir inn í þetta og þetta byrjar að vera andinn í kringum þetta setur” segir hún. Tanya segir sjálf hafa verið í sjálfsvinnu þegar hún leitaði til þeirra. “Fyrsta sem mætir manni er bara opið faðmlag, mikil ást og öll réttu orðin notuð” segir Tanya og bætir við að mikið markarleysi sé um að ræða. Tanya segir þolendur upplifi mikla skömm. “Manni er talin trú um að þetta sé það sem maður þurfi, að láta snerta sig” segir Tanya. “Maður er kannski búin að borga sig inná viðburð sem fór algjörlega úr böndunum og þá líður manni eins og maður hafi boðið uppá þetta” “Stefnan þarna er “tantra iceland” og húsið er “tantra hús” og þetta eru orðin sem þau eru að nota. Þetta er stórt svæði sem er plastað og verður svona eins og sundlaug og þetta á að vera svona tantra heilun” segir hún og bætir við að þetta sé kynnt sem eitthvað jarðbundið og heilandi en svo sé þetta mjög markalaust og ófagmannlegt. “Þetta er miklu stærra en lítill hópur sem er að lifa frjálsu lífi sem vill vera í friði” segir Tanya. “Það er mikil ábyrgð sem felst í svona vinnu og þegar þú ert farin að rukka fé, angra nágranna þína, blanda börnum og fólki saman þegar það á ekki við. Ef maður er ekki að taka tillit til einstaklingsins og þau gildi sem við viljum hafa í samfélaginu að þá finnst mér þessi saga um hóp sem vill bara lifa frjálsu lífi bara hluti af gaslýsingunni” Vil erum bara komin á þennan stað að þetta er grafalvarlegt.
5/24/2022 • 10 minutes, 24 seconds
Armani - Sagði sig úr Votta Jehófa
Patreon hlekkur: https://www.patreon.com/eiginkonur
Armani sagði sig úr söfnuði Votta Jehóva og hefur ekki fengið að hitta fjölskylduna sína í 11 ár. Armani segir frá andlegu ofbeldi innan Votta Jehóva, harðræði, baktali og afhverju hann ákvað að hætta. Öldungarnir eru þeir sem sjá um að halda öllu í skefjum og ef þú gerir eitthvað af þér að þá ertu kallaður á fund. Eitt af reglunum voru að þú máttir ekki reykja, kyssa stelpu, fara í afmæli eða stunda íþróttir ef öldungarnir töldu það bitna á trúnni. Fjölskyldan hans setti honum skilyrði að ef hann myndi hætta að þá væri hann ekki partur af fjölskuldunni. Hann lýsir miklum einmannaleika eftir að hann sagði sig úr söfnuðinum og átti enga vini. Armani hefur stofnað stuðningshóp fyrir votta sem eru að stíga sín fyrstu skref úr söfnuðinum og það má hafa samband við hann ef þú ert að íhuga að hætta.