Winamp Logo
Draugar fortíðar Cover
Draugar fortíðar Profile

Draugar fortíðar

Islandais, History, 1 saison, 136 épisodes, 2 jours, 17 heures, 21 minutes
A propos
Flosi Þorgeirsson fræðir Baldur Ragnarsson um áhugaverða liðna atburði.
Episode Artwork

#212 Fimmmenningarnir frá Yuba

Þann 24. febrúar árið 1978 fóru fimm menn frá Yuba-sýslu í Kaliforníu á körfuboltaleik í Chico, nálægum bæ. Uppáhaldsliðið þeirra var að keppa og vildu þeir styðja það. Sjálfir áttu þeir að leika mikilvægan leik daginn eftir. Þeir glímdu allir við minniháttar þroskahamlanir. Þeir stóðu sig þó almennt ágætlega í að takast á við áskoranir lífsins. Þeir voru allir í sama körfuboltaliðinu og daginn eftir var mikilvægur leikur. Sigurvegararnir áttu að fá í verðlaun vikuferð til Los Angeles. Allir voru þeir mjög spenntir fyrir því og ákveðnir í að sigra leikinn. Þetta var í síðasta skipti sem þeir sáust á lífi. Eftir nokkurra daga leit fannst bíll þeirra um 180 km norður af Chico en heimabær mannanna var í þveröfuga átt, um 80 km suður af Chico. Þeir höfðu keyrt upp í fjalllendið í Plumas-þjóðgarðinum. Allar götur síðan hefur þetta hvarf valdið miklum heilabrotum fólks. Sumir voru fljótir að afskrifa þetta vegna þroskaskerðingar mannanna. Ættingjum þeirra hefur alltaf sárnað sú umræða. Enda er nokkuð ljóst að mennirnir voru að miklu leyti færir um að sjá um sig sjálfir. Ýmsar kenningar hafa komið fram um hvað gæti hafa valdið þessu dularfulla hvarfi. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
02/10/20242 heures, 24 minutes, 51 secondes
Episode Artwork

#208 Súdan: Mesta mannúðarkrísa veraldar

Afríkuríkið Súdan hefur vissulega kynnst átökum áður en eftir borgarastyrjöld sem hófst 2023, ríkir þar nú slík óöld að annað eins hefur varla sést á heimsvísu í lengri tíma. Um 50 milljónir búa í þessu stóra landi. Um 13 milljónir eru nú á vergangi og án heimilis. Í nágrannalöndunum og víðar eru nú um 3-4 milljónir flóttamanna. Þeir aðilar sem berjast um völdin hafa beitt skefjalausu ofbeldi og svífast einskis. Ítrekað hefur verið ráðist á spítala og bílalestir með matvæli og lyf. Nauðgunum hefur verið beitt ítrekað sem vopni til að kúga íbúa. Erfitt er að meta mannfall því allir innviðir eru í rúst. Talið er að mannfall sé á bili 25.000 til 250.000. Herforingjastjórnin sem framdi valdarán lofaði lýðræðislegum kosningum hefur ekki staðið við það loforð. Auk þessa hefur staðið yfir þjóðarmorð á ýmsum hópum í landinu. Aðgengi að matvælum, rafmagni og hreinu drykkjarvatni er af skornum skammti. UN Women á Íslandi hefur beitt sér til að reyna að bæta kjör súdanskra kvenna sem eru sérstaklega útsettar fyrir kynferðislegu ofbeldi vegna stríðandi fylkinga. Við nutum aðstoðar þeirra við gerð þessa þáttar. Kynnið ykkur starf UN Women á Íslandi hér: https://unwomen.is/ Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
04/09/20241 heure, 43 minutes, 58 secondes
Episode Artwork

#204 Fidel Castro

Þrátt fyrir að vera leiðtogi smáríkis þá kom hann Kúbu ansi langt inn á leikborð alþjóðastjórnmála. Raunar var Kúba miðpunkturinn í deilu Sovétríkjanna og Bandaríkjanna árið 1962 en þá saup öll veröldin hveljur. Aldrei nokkurn tíma var eins mikil hætta á kjarnorkustríði milli stórveldanna. Fidel Castro er ugglaust einn umdeildasti leiðtogi sögunnar. Hann reif þjóð sína upp úr fátækt og stórbætti heilbrigðis - og menntakerfi. Andóf gegn stjórnvöldum var þó miskunnarlaust barið niður og fjölmiðlun var langt frá því að vera frjáls. Castro hafði mikla útgeislun og vakti athygli hvar sem hann kom. Í raun varð hann fyrirmynd byltingarmanna um allan heim. Hann sýndi öðrum leiðtogum rómönsku Ameríku að hægt var að standa upp í hárinu á Bandaríkjunum og losa landið við arðrán fyrirtækja þeirra og spillingu mafíunnar. Fólki er bent á að þættirnir um Ameríku-skólann (nr. 181) og Fulgencio Batista (nr. 198) tengjast þessu efni mjög. Mælum með að hlusta á þá. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
07/08/20243 heures, 20 minutes, 46 secondes
Episode Artwork

#199 Andrew Carlssin og aðrir tímaferðalangar

Í marsmánuði árið 2003 handtók FBI, alríkislögregla Bandaríkjanna, mann að nafni Andrew Carlssin. Það vakti miklar grunsemdir hve vel honum hafði gengið í verðbréfaviðskiptum. Á aðeins tveimur vikum hafði hann hækkað 800 dollara í 350 milljónir. Þetta gat ekki verið tilviljun. Hart var sótt að Carlssin í yfirheyrslum. Fólk vildi vita um hans bandamenn í fjármálageiranum sem höfðu mögulega lekið upplýsingum. Illa gekk að fá nokkuð út úr honum. Þegar honum var hótað langri fangelsisvist virtist hann loks tilbúinn til samninga. Lögreglumennirnir urðu þó dolfallnir er Carlssin bauð upp á lækningu gegn AIDS og upplýsingar um felustað Osama bin Laden, gegn því að fá skemmri vist eða sleppa alfarið við refsingu. Er hann var spurður hvernig hann gæti gefið þessar upplýsingar kom undarlegt svar. Carlssin sagðist vera tímaferðalangur frá árinu 2253. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
03/07/20241 heure, 33 minutes, 14 secondes
Episode Artwork

#195 Berlínarmúrinn

Þáttur dagsins fjallar um eitt alræmdasta tákn kalda stríðsins og "Járntjaldið" illræmda sem aðskildi Evrópu í marga áratugi. Vestur-Berlín hafði algjörlega sérstöðu. Borgin tilheyrði Vestur-Evrópu en var stödd mitt í kommúnistaríkinu sem var Alþýðulýðveldið Þýskaland, einatt kallað Austur-Þýskaland. Árið 1961 hófu yfirvöld í Austur-Berlín að byggja múr sem aðskildi borgarhlutana í tæpa þrjá áratugi. En af hverju var þessi múr reistur og hvaða afleiðingar hafði það? Við reynum að svara þeim spurningum í þessum þætti. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
05/06/20242 heures, 19 minutes, 2 secondes
Episode Artwork

#190 „Brjálaði Svíinn“: Stutt en viðburðarík ævi Göran Kropp

Sumir lifa lengi en ævi þeirra er róleg og viðburðalítil. Svo var ekki hvað Göran Kropp varðaði. Hans drifkraftur var ást á fjallaklifri. Hann varð brátt vel þekktur í þeim heimi vegna mikillar útgeislunar en einnig sérvisku. Kropp var ekki hrifinn af því að fara auðveldustu leiðina. Hann leitaðist sífellt eftir nýjum og krefjandi áskorunum. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
01/05/20241 heure, 54 minutes, 43 secondes
Episode Artwork

#186 Carlos Kaiser: Fótboltamaðurinn sem forðaðist fótbolta

Svikahrappar og svindlarar hafa ætíð vakið sérstaka athygli og jafnvel aðdáun meðal almennings. Stundum er ekki annað hægt en að dáðst að hugkvæmni þeirra sem nýta sér persónutöfra og samskiptahæfni til að koma sér áfram í lífinu. Vissulega eru til svindlarar sem engin ástæða er til að dást að. Fólk sem markvisst nýtir sér jafnvel neyð annarra og hagnast á því. Carlos Henrique Raposo fellur ekki í þann flokk hreinræktaðra illmenna en svikahrappur var hann vissulega og er í dag fyrstur til að viðurkenna það. Carlos fékk viðurnefnið Kaiser því hann þótti líkjast Frans Beckenbauer sem var einatt kallaður "Keisarinn". Eins og margir ungir drengir í Brasilíu dreymdi Carlos um að verða frægur fótboltamaður. Hann hafði útlitið og stæltan líkama. Þó var eitt mikilvægt sem Carlos vantaði: Hann var vita hæfileikalaus í fótbolta. Carlos var þó ákveðinn í að láta það ekki stoppa sig. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
03/04/20241 heure, 32 minutes, 22 secondes
Episode Artwork

#182 Norður-Kórea 1. þáttur: Járnhæll Japans, Kóreustríðið og Kim Il Sung

Styrktaraðilar á Patreon fá í hverjum mánuði að velja á milli þriggja málefna. Að þessu sinni var stuðst við lýðræðisvísitölu breska tímaritsins The Economist. Valið stóð á milli þriggja ríkja sem reglulega verma botnsætið á þeim lista, teljast ein þau ólýðræðislegustu í heimi. Það voru Túrkmenistan, Sýrland og Norður-Kórea. Síðastnefnda ríkið varð hlutskarpast. Við beinum því nú sjónum að einu lokaðasta og ólýðræðislegasta ríki veraldar. Efnið er yfirgripsmikið og ótrúlegt svo það var ákveðið að taka þetta í tveimur þáttum. Þessi þáttur tekur fyrir stofnun Alþýðulýðveldisins Norður-Kóreu, Kóreustríðið og stjórnartíð Kim Il Sung. Söfnun Solaris: solaris.help/palestina Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
02/03/20241 heure, 58 minutes, 58 secondes
Episode Artwork

#178 Hægri umferð

Sú var tíðin að sagnfræði fjallaði aðallega um hin „stóru efni“. Viðfangsefnin voru konungar, keisarar og heimsveldi. Eins og aðrar fræðigreinar hefur hún þróast og í dag má heyra talað um allskonar sögurannsóknir. Það er nefnilega oft áhugaverð saga á bakvið ýmislegt sem í fyrstu virðist ekki sérlega merkilegt. Hægri umferð var tekin upp á Íslandi þann. 26. maí 1968 á hinum svokallaða H-degi. Landsmenn voru spenntur fyrir þessu og undirbúningur var til mikillar fyrirmyndar. Ísland var eitt af seinustu löndum Evrópu til að gera þessa skiptingu. Í þættinum segjum við aðeins frá hvernig þetta fór fram hér á landi. Við skoðum einnig hvað olli því að vinstri umferð var eitt sinn algengari og hvernig það á rætur að rekja til stríðsreksturs og heimsvaldastefnu. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
07/02/20241 heure, 38 minutes, 34 secondes
Episode Artwork

#173 Óvinkonur Guðs - Sérstakur gestur: Dr. Yngvi Leifsson

Við höfum áður minnst á ólíkar nálgunaraðferðir sagnfræðinnar. Ein þeirra er einsagan. Þar skoða sagnfræðingar samfélagið og söguna frá einstaklingum. Oft er ekki um að ræða þjóðarleiðtoga eða ráðamenn. Frekar er það almenningur eða jafnvel fólk sem taldist vera neðarlega í goggunarröð samfélagsins. Í þessum þætti fáum við góðan gest í heimsókn en það er sagnfræðingurinn Yngvi Leifsson. Hann hefur lengi dvalist í borginni Salamanca á Spáni og stundað sínar rannsóknir þar. Salamanca var á sínum tíma talin einhverskonar "höfuðborg vændis" í Evrópu. Yngvi hefur rannsakað sögur þeirra kvenna og sérstaklega eitt ákveðið hús sem kallað var "Galeiðan". Það var hugsað sem einskonar betrunarheimili fyrir þær konur sem þóttu hafa glatað trausti drottins með sínu "ósiðlega" líferni. Þetta er afar áhugaverð saga sem varpar sérstöku ljósi á aðstæður almennings á Spáni á síðari hluta átjándu aldar. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
03/01/20241 heure, 18 minutes, 56 secondes
Episode Artwork

#167 Ísrael - Palestína 3. þáttur - Intifada, PLO, Hamas og Hezbollah

Árið 1987 sauð upp úr á Vesturbakkanum og Gaza. Ísraelar höfðu stóraukið umsvif á landnemabyggðum og hert mjög allt eftirlit. Palestínumenn hófu að kasta grjóti og var svarað með kúlnahríð. Í kjölfar þessarra átaka minnkaði mjög stuðningur við PLO en öfgafull samtök múslíma sem kölluðu sig Hamas fengu mikinn meðbyr. Í Líbanon fór að bera meira á herskárri hreyfingu sem kallast Hezbollah. Í þessum þætti ljúkum við yfirferð okkar um þessa hatrömmu deilu fyrir botni Miðjarðarhafs. Við skoðum helstu samtök sem mest hefur borið á í baráttunni gegn Ísrael. Við veltum því einnig fyrir okkur hvernig framtíðin gæti orðið á þessu svæði. Aðeins er rúmur mánuður frá því að Ísrael upplifði sinn blóðugasta dag í þessarri deilu síðan 1948. Því miður virðist sem raddir hinna hófsömu séu orðnar veikar, jafnt hjá Ísraelum og Palestínuaröbum. Þessi þáttur er í boði Draugahjarðarinnar á Patreon! ❤️ Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
11/12/20232 heures, 16 minutes, 47 secondes
Episode Artwork

#166 Ísrael - Palestína 2. þáttur - Stríð á stríð ofan

Ísraelsríki var stofnað í maí 1948 og hóf tilveru sína strax með því að berjast hatrammlega fyrir henni. Aðeins fáum klukkustundum eftir að sjálfstæðisyfirlýsingin var tilkynnt, réðust herir frá Egyptalandi, Sýrlandi, Líbanon og Írak inn í landið. Ísrael var þá að mestu án öflugra vina en nú sárvantaði þá vopn og verjur. Aðeins voru til vopn fyrir einn hermann af þremur. Í snarhasti tókst að kaupa vígtól frá Frakklandi og Tékkóslóvakíu. Ísrael var fljótt að snúa vörn í sókn og hrinti árás Arabaríkjanna. Í þessum þætti munum við einnig skoða mikilvæg átök sem fylgdu í kjölfarið og spannar þátturinn að mestu árin 1948 - 1982. Hér verða einnig útskýrð heiti sem nánast allir  á fullorðinsaldri hafa einhverntíma heyrt í fréttum: Gaza, Golan-hæðir og Vesturbakkinn. Þessi þáttur er í boði Draugahjarðarinnar á Patreon! ❤️ Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
11/12/20231 heure, 49 minutes, 36 secondes
Episode Artwork

#165 Ísrael - Palestína 1. þáttur - Síonismi og leiðin aftur til landsins helga

Um þessar mundir standa yfir blóðug átök á Gaza-svæðinu. Allt frá stofnun Ísraels-ríkis árið 1948 hefur verið mikil ólga í kringum það. Við vildum skyggnast aðeins inn í þessa sögu. Hvers vegna er barist og hví var Ísraels-ríki stofnað nákvæmlega á þessum stað, við mikil mótmæli þeirra sem þar bjuggu fyrir? Til að fá heildarmynd verðum við að byrja ferð okkar mun fyrr. Þessi þáttur skoðar sköpun þeirrar hugmyndafræði sem kallast Síonismi og snerist um það markmið að koma á fót og viðhalda gyðingalandi í hinu sögulega svæði Ísrael, sem þá var hluti af Ottómanaveldi. Hugtakið "síonismi" er dregið af "Síon", sem er tilvísun í biblíulegt hugtak um Jerúsalem og Ísraelsland. Síonismi var svar við langri sögu gyðingaofsókna og gyðingahaturs í Evrópu sem hafði jafnvel versnað til muna er þjóðerniskennd og þjóðríki komu til sögunnar. Síonismi reyndi að koma til móts við þörf gyðinga fyrir öruggt og viðurkennt heimaland. Hreyfingin komst á skrið snemma á 20. öld, sérstaklega eftir Balfour-yfirlýsinguna frá 1917, þar sem bresk stjórnvöld lýstu yfir stuðningi við stofnun „þjóðarheimilis gyðinga“ í Palestínu. Þessi þáttur er í boði Draugahjarðarinnar á Patreon! ❤️ Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
11/12/20231 heure, 51 minutes, 22 secondes
Episode Artwork

#169 Pólitík og fótbolti: Lutz Eigendorf, Matthias Sindelar o.fl.

Við heyrum oft fólk segja að pólitík eigi ekki heima í listum og íþróttum. En er það rétt? Hafa listamenn í gegnum tíðina ekki bara verið mjög pólitískir heldur hreinlega haft áhrif á því sviði? Hafa Bob Dylan og Bubbi Morthens ekki verið pólitískir. Í þessum þætti ætlum við að skoða hvernig fótbolti og stjórnmál hafa rekist á hvort annað. Við tökum fyrir þá Lutz Eigendorf og Matthias Sindelar. Frábæra fótboltamenn sem margir telja að hafi verið ráðinn bani af tveimur illræmdustu leyniþjónustum sögunnar: Stasi og Gestapo. Einnig kíkjum við á aðra fótboltamenn sem hafa mikið skipt sér af stjórnmálum. Einn þeirra er meira að segja forseti síns heimalands í dag. Við skoðum einnig aðra sem aldrei hafa farið dult með sínar stjórnmálaskoðanir. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
06/12/20232 heures, 23 minutes, 15 secondes
Episode Artwork

#164 Saga Tíbet

Tíbet á sér ríka og flókna sögu sem nær aftur til forsögulegra tíma. Ríkið Zhangzhung, sem var til á milli 500 f.Kr. og 625 e.Kr. er talið undanfari síðari tíma tíbetska konungsríkja. Tíbetska veldið var stofnað á 7. öld og stóð fram á 9. öld. Eftir tímabil sundrungar á 9.-10. öld og endurvakningu búddismans á 10.-12. öld, urðu til þrír af fjórum helstu skólum hins tíbetska búddisma. Tíbet varð í raun sjálfstætt á 14. öld og var stjórnað af ýmsum aðalsættum næstu 300 árin. Snemma á 18. öld varð Tíbet áhrifasvæði Qing-ættarinnar og var það þar til ættarveldið féll. Árið 1959, í kjölfar stríðsátaka við Kína, flúði Tenzin Gyatso, hinn 14. Dalai Lama, í til Indlands og myndaði þar útlagastjórn. Sjálfstjórnarsvæðið Tíbet var stofnað í kjölfar innlimunar Kína í Tíbet. Sjálfstæðisbarátta og harðar ásakanir á hendur Kínverjum vegna mannréttindabrota hafa einkennt umræðuna um þetta merkilega svæði undanfarna áratugi. Kínverjar og stuðningsmenn þeirra hafa aftur á móti haldið því fram að Tíbet hafi verið langt frá því að teljast eitthvað sæluríki undir stjórn Dalai Lama. Þar hafi ríkt gamaldags lénsskipulag og fámenn aðalsætt hafi hagnast á undirokun og kúgun alþýðunnar. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
01/11/20231 heure, 46 minutes, 25 secondes
Episode Artwork

#160 Strand togarans Friedrich Ebert árið 1903

Mörg skip hafa farist við Íslandsstrendur. Það er kaldranaleg tilhugsun að svartur sandur og hvítir jöklar hafa stundum verið það síðasta sem margir erlendir sjómenn sáu áður en hafið og kuldinn tóku líf þeirra. Stundum gerast atvik sem maður getur þó ekki annað en gapað yfir. Þátturinn í dag fjallar um slíkan viðburð sem átti sér stað fyrir 120 árum. Þá strandaði þýskur togari á einum allra versta stað sem hægt var að stranda á við þetta harðbýla land með sínum vægðarlausu vindum. Togarinn strandaði á Skeiðarársandi. Þessir menn neituðu þó að gefast upp og er saga þeirra hreint ótrúleg og vitnisburður um hvað er fólki fært ef lífsviljinn slokknar ekki. Barátta tók þó sinn toll og kom þá til kasta landa okkar sem fundu þá nær dauða en lífi. Þar hefst önnur hetjusaga þar sem íslenskir læknar og aðstoðarfólk þeirra vinna afrek. Þetta er harmsaga en inniheldur einnig hugrekki og von. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
04/10/20231 heure, 33 minutes
Episode Artwork

#156 Þorskastríðin. 1. þáttur: Aðdragandi

Á 20. öld átti Ísland í hatrammri deilu um fiskveiðilögsögu við margar þjóðir. Hörðust var deilan við Bretland sem sendi sjálfan flotann í þrígang á Íslandsmið til að skakka leikinn. Bretar göntuðust með að ekki væri nóg að það væri "Cold War", heldur væri nú komið "Cod War", eða þorskastríð. Nafnið hefur fest sig í sessi þrátt fyrir að þetta hafi á engan hátt verið stríð, í fullri merkingu þess orðs. Þessi deila er merkileg að mörgu leyti. Nú gátu stórveldi ekki lengur vaðið yfir þau smáu í krafti herstyrks. Ísland og Bretland voru saman í hernaðarbandalagi og vera Íslands þar var afar mikilvæg hvað öryggi Bretlands varðaði. Breytingar og umbætur á hafréttarlögum spiluðu einnig stórt hlutverk og nýttu Íslendingar sér það óspart, með góðum árangri. Deilan varð þó svo hörð að ýmsir óttuðust að Ísland myndi jafnvel senda bandaríska herinn úr landi. Ekkert varnarmálaráðuneyti á Vesturlöndum vildi sjá það gerast. Deilan er því ansi áhugaverð hvað alþjóðasamskipti og sögu kalda stríðsins varðar. Allir fjórir þættir septembermánaðar verða um þorskastríðin. Við mælum með því að rifja upp kynni við þátt númer 79 sem heitir "Togaraskelfirinn" og fjallar um landhelgisgæslu Dana við Ísland í upphafi 20. aldar. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
06/09/20231 heure, 46 minutes, 24 secondes
Episode Artwork

#151 Landbúnaður í Albaníu

Flosi hefur oft sagt að hægt sé að gera nær allt áhugavert, nema mögulega landbúnaðarsögu Albaníu. Þetta er svona göngugrína (e. running gag) sem hlustendur þekkja ágætlega. Í hverjum þætti fá styrktaraðilar á Patreon að velja um þrjú umfjöllunarefni. Hið hlutskarpasta verður svo tekið fyrir í einum þætti. Það er Flosi sem sér um að koma með tillögur að þætti. Hins vegar er frestunarárátta hans stundum svo alvarleg að Baldur þarf rækilega að minna hann á. Síðast er þetta átti sér stað setti Baldur honum þá afarkosti að vera tilbúinn á tíma með efnið, ellegar myndi Baldur velja þrjú efni og yrði Flosi að hlíta niðurstöðunni. Flosi brást og því gátu hlustendur valið um eftirtalin þrjú atriði: 1. Saga vatnshelds klæðnaðar. 2. Gláka. 3. Landbúnaðarsaga Albaníu. Er skemmst frá því að segja að númer þrjú vann með yfirburðum. Hægt er að saka Flosa um margt, enda breyskur maður með afbrigðum en hugleysi býr hann þó ekki yfir. Því brást hann vel við þessari áskorun og þátturinn fjallar um sögu Albaníu með fókus á landbúnað. Tókst Flosa að gera efnið áhugavert? Dæmið sjálf. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
02/08/20231 heure, 56 minutes, 21 secondes
Episode Artwork

#147 Barnið í loftbelgnum

Þann 15. október 2009 fékk neyðarlína Bandaríkjanna óhugnanlegt símtal. Hinum megin á línunni var skelfingu lostinn faðir. Með grátinn í kverkunum sagði hann sex ára son sinn hafa farið inn í heimasmíðaðan loftbelg sem hefði losnað og væri nú kominn í mörg hundruð metra hæð. Viðbragðsaðilar víðs vegar voru kallaðir út og m.a. sendi Þjóðvarðliðið eina Black Hawk herþyrlu í leitina. Betur fór en á horfðist en fljótlega fór fólk að gruna að ekki væri allt með felldu. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
07/06/20231 heure, 20 minutes, 26 secondes
Episode Artwork

#142 Konurnar í lífi Hitlers

Þegar þeirri spurningu er kastað fram hver sé mögulega versta manneskja sem verið hefur uppi, kemur nafn Adolf Hitlers fljótt upp. Hann leiddi þjóð sína og raunar veröldina alla út í verstu og mannskæðustu styrjöld sögunnar. Ofstækisfullar skoðanir hans voru fullar af hatri og illsku. Það er erfitt að ímynda sér að þannig maður hafi getað elskað. Þó er það svo að Adolf Hitler átti í ástarsamböndum eða a.m.k. mjög nánu sambandi við nokkrar konur. Sögur þeirra eru sorglegar enda var greinilega ekki tekið út með sældinni að vera kærasta Hitlers. Í þessum þætti skoðum við þær þrjár sem virtust eiga í nánu sambandi við einræðisherrann alræmda. Það eru þær Geli Raubal, Unity Mitford og Eva Braun. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
03/05/20232 heures, 45 minutes, 4 secondes
Episode Artwork

#138 Laxdæla saga

Styrktaraðilar á Patreon fengu að velja um þrjár Íslendingasögur: Gunnlaugs saga Ormstungu hlaut aðeins 18% atkvæða. Gísla saga Súrssonar fékk 37%. Það var því ljóst að flest vildu heyra okkur taka fyrir Laxdæla sögu sem fékk 45%. Hún er ein af þessum stóru. Við höfum áður fjallað um Njáls sögu, Grettis sögu og Egils sögu. Því má segja að við séum nú búnir að fullkomna þessa yfirferð. Laxdæla er alveg einstök hvað þessar miðaldabókmenntir varðar. Hún er lang dramatískasta sagan og hefur oft vakið athygli fyrir sterka og fyrirferðarmikla kvenkaraktera. Sumir telja að hún hljóti að hafa verið skrifuð af konu. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
05/04/20232 heures, 16 minutes, 46 secondes
Episode Artwork

#133 Terry Jo Duperrault

Duperrault hjónin bjuggu í Wisconsin ásamt þremur börnum sínum. Þar er veturinn afar kaldur og þau hafði lengi dreymt um að fara í ferðalag á hlýjar slóðir á þeim tíma. Sumarið 1961 höfðu þau safnað fyrir draumaferðinni: Siglingu frá Florida til Bahamaeyja. Þau leigðu bát og fengu Julian Harvey til að stjórna fleyinu. Eiginkona Harvey kom einnig með og ætlaði að sjá um matreiðslu. Þetta átti að verða mikil skemmtiferð og var það framan af. Hins vegar breyttist hún í hreinræktaða martröð og hrylling. Hin 11 ára gamla Terry Jo Duperrault upplifði það að verða skyndilega munaðarleysingi og við tóku hræðilegir sólarhringar þar sem hún flaut alein langt úti á hafi, án vatns né matar. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
01/03/20231 heure, 35 minutes, 24 secondes
Episode Artwork

#129 Grettir Ásmundarson

Í þessum þætti skoðum við aðalsöguhetju Grettis sögu sem er ein sú þekktasta af Íslendingasögunum. Raunar verður að spyrja sig hvort rétt er að nota orðið „hetja“ yfir Gretti því hann var glæpamaður og útlagi. Vissulega drýgði hann hetjudáðir og tókst á við ill öfl sem enginn annar réði við. Þó er það harmurinn sem ræður ríkjum í Grettis sögu. Hún er saga manns sem hafði margt til brunns að bera, fáheyrðan líkamlegan styrk en einnig mikið hugrekki og óttaleysi. Í fari hans voru þó alvarlegir skapgerðarbrestir sem urðu honum að lokum að falli. Grettis saga vekur því upp margar spurningar um hvað sé hin svokallaða „karlmennska“ og mögulega eru engar Íslendingasögur sem eiga jafn vel við umræðu samtímans. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
01/02/20232 heures, 1 minute, 38 secondes
Episode Artwork

#125 Nikola Tesla

Lengi vel var serbneski uppfinningamaðurinn Nikola Tesla þekktur sem maður sem hafði hugsað stórt en ekki komið megninu af hugmyndum sínum í verk. Samt var og er óumdeilt að hann hafi lagt sitt af mörkum á þeim tíma er vísinda og uppfinningamenn voru að leggja drög að þeirri vinnu sem átti eftir að skila okkur nútímafólkinu hreint stórkostlegum uppfinningum sem ekkert okkar gæti hugsað sér að vera án. Á seinni árum og sérstaklega með tilkomu Internetsins hefur umræðan um Tesla þó tekið á sig nokkurn sérstakan blæ. Hann hefur verið kallaður mikilvægasti uppfinningamaður allra tíma, verið ljósárum á undan öllum öðrum en afbrýðisöm illmenni á borð við Thomas Edison hafi haldið aftur af honum. Honum hafa verið eignaðar svo margar uppfinningar að ekki er nokkur vafi á Tesla sé ein ótrúlegasta mannvera sögunnar ef þetta er satt. En þar liggur efinn: Hvað er satt og hvað ekki? Þeir eru til sem trúa því án efa að Tesla hafi fundið upp m.a. fyrsta eiginlega riðstraumskerfið, radarinn, örbylgjusendinn, spennubreytinn, hátalarann og jafnvel flúrlampann. Ýmislegt fleira er eignað honum. Hví er þá Nikola Tesla ekki alls staðar viðurkenndur sem mesti uppfinningamaður og tæknifrumkvöðull allra tíma? Ef allt er satt sem um hann er sagt, ættu í raun að vera styttur af honum í öllum höfuðborgum veraldar. Í þessum þætti reynum við að skoða sögu þessa manns betur og fá úr því skorið hvort Nikola Tesla er hrein mýta, glæpsamlega vanmetinn eða sambland af hvoru tveggja. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
04/01/20232 heures, 5 minutes
Episode Artwork

#LD3 Hernámið á Austfjörðum

Baldur og Flosi fóru til Reyðarfjarðar í boði Fjarðabyggðar og Menningarstofu Fjarðabyggðar og fylltu þar gamlan hermannabragga af fólki. Síðan var farið að ræða hernámið í seinni heimsstyrjöld og sérstaklega var sjónum beint að Austfjörðum. Hvaða hlutverki gegndu Reyðarfjörður og Seyðisfjörður? Hvernig voru samskipti heimamanna og þessara ungu drengja sem voru langt frá heimkynnum sínum í harðbýlu og hrjóstrugu landi? Höfðu Þjóðverjar einhvern áhuga á Íslandi? Hvað olli því að Lenín minntist sérstaklega á Ísland í ræðu árið 1920, mörgum árum áður en styrjöldin braust út? Hví sagði þýski hershöfðinginn Karl Haushofer að sá sem réði Íslandi héldi á byssu sem væri miðað beint á Evrópu? Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
07/12/20222 heures, 15 minutes, 13 secondes
Episode Artwork

#121 Íslandsvinurinn Pike Ward

Seint á 19. öld kom hingað Englendingur sem vildi kaupa fisk af Íslendingum. Englendingar voru á þessum tíma uppfullir af heimsveldishroka og vinsældir þeirra litlar víðast hvar. Ísland var þar engin undantekning. Enskir togaramenn vanvirtu ítrekað landhelgina og ollu skaða á veiðarfærum heimamanna og hikuðu ekki við að beita ofbeldi. Hvað var það þá í fari Pike Ward sem olli því að Íslendingar tóku ástfóstri við þennan mann? Sjálfur heillaðist hann af landinu, lærði tungumálið og eignaðist marga vini. Sumir telja að hann hafi haft ómetanleg áhrif á sjálfstæðisbaráttu og þjóðerniskennd íslendinga. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
02/11/202253 minutes, 20 secondes
Episode Artwork

#117 Byltingin á Haítí

Líklega þekkja flestir til byltinganna í Ameríku 1776 og Frakklandi 1789. Þessir atburðir eru oft nefndir sem mikilvægt skref í átt að frelsi og lýðræði í veröldinni. Vissulega eru þetta merkisatburðir og höfðu gífurleg áhrif. Þó vill oft gleymast að þessar þjóðir veittu ekki öllum í ríkinu frelsi og réttindi. Í ríkjunum voru enn margar milljónir fólks sem höfðu verið svipt frelsi sínu og það breyttist ekki. Bæði Bandaríkin og Frakkland héldu áfram þrælahaldi með tilheyrandi ofbeldi og dauða. Lang arðbærasta nýlenda Frakka var Saint - Domingue, á eyjunni Hispaniola. Þar stritaði mikil fjöldi þræla við hryllilegan aðbúnað. Þeir sem ekki létust vegna harðræðis þrælahaldara máttu þola ásókn moskítóflugna sem báru með sér banvæna sjúkdóma eins og malaríu og gulusótt. Harðneskjan var svo grimmileg að jafnvel konungur Frakklands reyndi að stemma stigu við ofbeldinu. En allt kom fyrir ekki. Að lokum sauð upp úr og þrælarnir gerðu uppreisn gegn kvölurum sínum. Byltingin á Haítí er eina þrælabylting sögunnar sem ekki tókst að berja niður. Hún er ein áhrifamesta og merkilegasta uppreisn sögunnar og á skilið meiri umfjöllun. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
05/10/20222 heures, 56 minutes, 42 secondes
Episode Artwork

#113 Hin djöfullega skelfing

Á fyrrihluta níunda áratugar reið einkennilegt fár yfir Bandaríkin. Foreldrar, forráðamenn og kennarar unglinga þóttu greina þess augljós merki að myrkrahöfðinginn sjálfur væri að ná tökum á þeim. Það þóttist sjá greinileg merki um fórnarathafnir og aðrar myrka starfshætti sem tengjast illþýði helvítis. Frétta - og spjallþættir voru uppfullir af umræðu um "satanic panic" og svo rammt kvað að þessu að bandaríska alríkislögreglan sá sig knúna til að setja saman teymi til að rannsaka hvort eitthvað væri hæft í þessu. Ýmis fyrirtæki urðu fyrir barðinu á þessu, þóttu ganga erinda Satans þótt þau framleiddu snyrtivörur eða annað saklaust. Hlutverkaspilið Dungeons & Dragons var fordæmt af þeim sem sáu Satan alls staðar. Þetta virkar hlálegt en á þessu er grafalvarleg hlið því þetta kostaði bandarískt samfélag margar milljónir dollara og saklaust fólk var svipt frelsi sínu og ærunni. Þetta var nánast eins og galdraofsóknir 17. aldar. En hefur "satanic panic" horfið með öllu eða aðeins breytt um svip? Í stað Satans er nú kominn hinn óþekkti Q og QAnon. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
07/09/20221 heure, 50 minutes, 53 secondes
Episode Artwork

#108 Flóabardagi

Sturlungaöld er mesta ófriðartímabil í sögu Íslands. Þá hafði valdajafnvægi riðlast og sterkustu ættir landsins gerðust aðsópsmeiri í að eignast jarðir og öðlast völd. Sumir hafa lýst þessu tímabili sem hreinræktaðri borgarastyrjöld þó frekar hafi þetta verið valdabarátta í samfélagi sem enn byggðist upp á einhverskonar ættbálkaskipan. Mannskæðustu orrustur Íslandssögunnar voru háðar á þessum tíma. Þetta voru alvöru orrustur þar sem margar þúsundir börðust hatrammlega. Þann 25. júní 1244 átti sér stað eina sjóorrusta sem háð hefur verið við Íslandsstrendur, milli Íslendinga. Þar mættust þeir Þórður kakali Sighvatsson, af ætt Sturlunga og Kolbeinn "ungi" Arnórsson af ætt Ásbirninga. Talið er að á milli 8-900 manns hafi barist þar. Orrustan var háð á Húnaflóa. Þessi þáttur er í boði Draugahjarðarinnar. Ef þið viljið ganga í hóp framliðinna finnið þið Draugana á Patreon hér. Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
03/08/20221 heure, 28 minutes, 48 secondes
Episode Artwork

#104 Harmsaga æfi minnar

Árið 1945 kom út ævisaga Jóhannesar Birkiland. Hún bar titil sem vart á sinn líka í Íslandssögunni. Bókin heitir "Harmsaga æfi minnar - Hvers vegna ég varð auðnuleysingi". Líklega hefur aldrei komið út bók á verri tíma. Hún átti ekkert erindi við almenning á þessum tíma. Fólk var uppnumið og spennt í hinu nýja lýðveldi, fullt af eldmóði tilbúið að takast á margvísleg og erfið verkefni hinnar ný-sjálfstæðu þjóðar. Bölmóður Birkilands var ekki það sem þurfti þá. Hann var hafður að háði og spotti en vegna atorku hans sjálfs, seldist bókin reyndar ágætlega. Hún hefur smátt og smátt mjakað sér fram í sólarljósið á ný enda er hún afar skemmtileg og stíllinn einstakur, rétt eins og Birkiland sjálfur. Þessi þáttur er í boði Draugahjarðarinnar. Ef þið viljið ganga í hóp framliðinna finnið þið Draugana á Patreon hér. Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
06/07/20223 heures, 2 minutes, 48 secondes
Episode Artwork

#99 Paolo og plastbarkinn

Í þessum þætti skoðum við ítalska skurðlækninn Paolo Macchiarini. Hann þótti á sínum tíma einn fremsti læknir veraldar og var talið að aðgerðir hans myndu lyfta grettistaki og valda byltingu í líffæraígræðslum. Svo reyndist ekki vera og Macchiarini er nú miðpunktur í einu mesta hneykslismáli í gjörvallri sögu læknisfræðinnar. Það mál teygir jafnvel anga sína til Íslands því einn af þeim sem var svo óheppinn að lenda undir hnífnum hjá Macchiarini var Andemariam Beyene sem var þá námsmaður á Íslandi. Þetta mál er ógeðfellt og sorglegt. Því vörum við því að sumt sem fjallað er um getur valdið hlustendum óþægindum. Þessi þáttur er í boði Draugahjarðarinnar. Ef þið viljið ganga í hóp framliðinna finnið þið Draugana á Patreon hér. Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
01/06/20221 heure, 53 minutes, 42 secondes
Episode Artwork

#95 Ólöf gerist eskimói

Flestum er okkur kennt að það sé ljótt að ljúga. Hins vegar eru margir sammála um að lífið getur verið torfæra og sjálfsagt að fólk bjargi sér eins vel og það getur, svo lengi sem það bókstaflega skaði ekki annað fólk. Ólöf Sölvadóttir beitti lyginni óspart sér í hag. Henni til varnar má þó benda á að hún hafði ekki fengið góða vöggugjöf. Ólöf var dvergur og fædd á 19. öld, þegar eitt mesta harðæri sem Ísland hafði kynnst, síðan í Móðuharðindunum, dundi yfir þjóðina og hrakti marga úr landi að freista gæfunnar annars staðar. Saga Ólafar er mögnuð. Auðvitað má segja að það sem hún gerði hafi, stranglega tekið, verið rangt. Þó er ekki hægt annað en dást að þeirri staðfestu og sjálfsbjargarviðleitni sem einkenndi þessa einstöku konu. Hér finnið þið Draugana á Patreon. Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
04/05/20222 heures, 3 minutes, 37 secondes
Episode Artwork

#94 Flotinn ósigrandi

Þann 28. maí árið 1588 lögðu um 150 skip af stað frá Lissabon. Markmið þeirra var að fara til Hollands og sækja þar innrásarlið sem átti að ráðast á England. Þessi leiðangur er kyrfilega greyptur í enska þjóðarsál sem stórfenglegur sigur Englands á einu mesta herveldi þessa tíma, að þetta hafi verið Davíð gegn Golíat. En er það raunin? Var England eitthvað aflminni en Spánn? Af hverju voru Spánverjar yfirhöfuð að standa í þessu risastóra verkefni? Við skoðum þetta og segjum einnig frá spænskum sjóliða sem upplifði hreint ótrúlegar hrakningar. Hér finnið þið Draugana á Patreon. Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
27/04/20222 heures, 17 minutes, 33 secondes
Episode Artwork

Tilkynning um pásu

Við ætlum í smá pásu. Við munum samt halda Patreon-inu gangandi. Ef þið hafið áhuga á að skoða það betur finnið þið það hér: https://www.patreon.com/draugarfortidar Heyrumst síðar! 🖤
03/03/20222 minutes, 43 secondes
Episode Artwork

#93 Refsivöndur Guðs

Rómverska heimsveldið stóð í um 1000 ár og náði að eignast fjölmarga óvini á þeim tíma. Sumir voru hættulegri en aðrir en sá sem þessi þáttur er um olli þeim miklum vandræðum og skelfingu. Nafn hans var Attila og hann var konungur Húna. Rómverjar gáfu honum meira að segja nafn þáttarins sem á frummálinu var "Flagellum Dei." Í þessum þætti skoðum við Atla og Húna hans ögn og reynum að komast að því hví nafn þessa manns er enn svo alræmt. Það eru Borg Brugghús/Bríó, Flyover Iceland og Bónus sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤 Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
23/02/20221 heure, 40 minutes, 22 secondes
Episode Artwork

#92 Konan með lampann

Flest höfum við líklega heyrt minnst á Florence Nightingale. Hún er almennt talin mikill frumkvöðull í hjúkrun og átti einna stærstan þátt í að breyta viðhorfi almennings á Vesturlöndum og víðar til greinarinnar. Hún lagði grunninn að nútíma hjúkrunarfræði sem víðast hvar er nú kennd á háskólastigi.   Það eru Borg Brugghús/Bríó, Flyover Iceland og Sjóvá sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤 Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
16/02/20221 heure, 28 minutes, 47 secondes
Episode Artwork

#91 Týr kemst í hann krappan

Þann 6. maí 1976 gerðist atvik á hafi úti sem hefði hæglega getað breytt Íslandssögunni. Þetta er eitt alvarlegasta atvikið í þorskastríðunum svokölluðu og mátti hársbreidd muna að flaggskip Landhelgisgæslunnar skyldi ekki sökkva og mannfall verða. Það eru Borg Brugghús/Bríó, Flyover Iceland og Rokksafn Íslands sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤 Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
09/02/20221 heure, 46 minutes, 49 secondes
Episode Artwork

#90 Bjartari en þúsund sólir

Anatoli Bugorski var að athuga bilun í stærsta eindahraðli Sovétríkjanna árið 1978. Þá var hann skotinn í hnakkann. Ekki með byssukúlu heldur brást öryggiskerfið all illilega og Bugorski fékk banvænan geisla á ljóshraða í gegnum höfuð sitt. Þetta skot innihélt margfalt meira magn af geislun en nokkur maður á að þola. Talið er að geislamagnið hafi verið hátt í 300.000 röntgen en 500 röntgen er nóg til að ganga af manneskju dauðri. Það eru Borg Brugghús/Bríó og Flyover Iceland sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤 Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
02/02/20221 heure, 23 minutes, 50 secondes
Episode Artwork

#89 Guð er dauður!

Af fjölmörgum heimsspekingum sem hafa reynt að leiðbeina okkur í gegnum táradalinn og tilvistarkreppuna, er Friedrich Nietzsche líklega einn sá þekktasti og áhrifamesti. Flest okkar þekkjum fræga frasa hans eins og til dæmis nafn þáttarins. En hvað átti Nietzsche við er hann sagði Guð dauðan? Hvað meinar hann er hann segir að við eigum að reyna að verða ofurmenni? Var Nietzsche nasisti og gyðingahatari? Hví er Nietzsche ennþá svona vinsæll? Í þessum þætti reynum við að kynnast þessum sérstaka náunga með hið magnaða yfirskegg ögn nánar. Það eru Borg Brugghús/Bríó, Bónus og Sjóvá sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤 Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
26/01/20222 heures, 25 minutes, 20 secondes
Episode Artwork

#88 Nostradamus: Sjáandi eða svikahrappur?

Véfréttir, sýnir, bölbænir, berdreymni eða spádómar. Í gegnum mannkynssöguna hefur ekki verið skortur á fólki sem hefur talið sig sjá lengra en nefið nær. Þó er nokkuð athyglisvert að af öllum þeim frægu spámönnum sem hafa birst í gegnum tíðina, þá gnæfir einn yfir öllum hinum: Nostradamus. Þó að hann hafi nú legið í gröf sinni í fjórar og hálfa öld hefur orðspor hans lítið dvínað. Hvað veldur því? Er yfirhöfuð eitthvað að marka manninn sem sagt er að hafi séð fyrir ris og fall Adolf Hitlers, morðið á John F. Kennedy og fall tvíburaturnanna? Það eru Borg Brugghús/Bríó, Bónus og Rokksafn Íslands sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤 Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
19/01/20222 heures, 1 minute, 43 secondes
Episode Artwork

#87 Uppgjöf er ekki í boði

Á Vesturlöndum erum við vön því að heyra sögur af hermönnum sem gáfust upp og voru þá meðhöndlaðir samkvæmt alþjóðalögum um meðferð stríðsfanga, svokallaðri Genfar-samþykkt. Ekki hafa þó allar þjóðir samþykkt þessi lög. Einnig má finna ýmislegt hrollvekjandi í menningu ýmissa landa, hvað varðar stríð og uppgjöf. Sums staðar er það, að gefast upp fyrir óvininum, álitið svo mikil smán að viðkomandi á nánast ekki heimangengt og er fyrirlitinn af öllum. Þessi þáttur fjallar um hermenn sem héldu áfram baráttu, jafnvel þó stríðinu væri löngu lokið. Það eru Borg Brugghús/Bríó, Flyover Iceland og Bónus sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤 Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
12/01/20222 heures, 16 minutes, 58 secondes
Episode Artwork

#86 Joseph Beyrle

Sögusviðið er seinni heimsstyrjöld 1944 -1945. 19 ára gamall drengur frá Michican-fylki í Bandaríkjunum kastar sér niður í fallhlíf yfir Frakklandi. Hann er fljótt tekinn til fanga og færður í þýskar fangabúðir. Þaðan reynir hann ítrekað að sleppa og tekst það nokkrum sinnum en alltaf handsamaður aftur. Í eitt skiptið nær hin illræmda Gestapó honum og hann er heppinn að lifa af þau kynni. Að lokum sleppur hann og finnur sovéska skriðdrekasveit sem stjórnað er af Alessöndru Samusenku, eini skriðdrekaforinginn í síðari heimsstyrjöld sem var kona. Með þeim tekst vinátta, Josehp berst með sovéska hernum og tekst meira að segja að frelsa fangabúðirnar þar sem hann sjálfur var í haldi. Sumar sögur eru þannig að maður hugsar: "Af hverju er ekki búið að gera kvikmynd um þetta!?" Þetta er ein af þeim sögum. Joseph Beyrle er bandarísk hetja en hann er jafnvel enn meiri hetja í Rússlandi, einnig í nútímanum. Vandamálið er bara að Rússland og Vesturlönd hafa nær aldrei verið neitt sérstakir vinir. Þess vegna er þessi kvikmynd ekki til. Nú er þó til íslenskur hlaðvarðsþáttur um hina ótrúlegu sögu Joseph Beyrle. Það eru Borg Brugghús/Bríó og Bónus sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤 Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
05/01/20221 heure, 27 minutes, 39 secondes
Episode Artwork

#85 Málmurinn sem mótaði mannkynið

Þáttur dagsins fjallar um samband mannkynsins við efni. Nánar tiltekið ákveðinn málm. Erfitt er að ímynda sér heiminn og allt það sem mannkynið hefur áorkað ef fólk hefði aldrei náð að höndla þetta efni sem forfeður okkar og mæður trúðu að væri gjöf frá guðunum. Hér er ekki um að ræða glitrandi gull, skínandi silfur eða krúttlegan kopar. Málmurinn sem mótaði mannkynið er hið gráa og harða STÁL. Það eru Borg Brugghús/Bríó og Omnom sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤 Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
29/12/20212 heures, 22 minutes, 53 secondes
Episode Artwork

#84 Japan verður stórveldi

Í þessum mánuði var þess minnst í Bandaríkjunum að 80 ár voru liðin frá því að keisaraveldið Japan réðst með herafli gegn þeim. Bandaríkjamenn tala oft um þessa árás sem huglausa og að hún hafi komið fullkomlega á óvart. Bandaríkin hafi ekki átt neitt sökótt við Japan. Getur það verið? Árið 1853 sigldi bandarískur floti til Japan og hótaði öllu illu, fengju þeir ekki sínu framgengt. Hvað gekk þeim til? Gæti þetta allt verið tengt? Var nýlendustefnunni aðeins framfylgt í Afríku, ekki Asíu? Í þessum þætti skoðum við hversu mikilvægt er að skoða mannkynssöguna frá öllum sjónarhornum. Það eru Borg Brugghús/Bríó og Bónus sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤 Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
22/12/20211 heure, 33 minutes, 11 secondes
Episode Artwork

#83 Átökin á Norður-Írlandi

Í þessum þætti er fjallað um átökin á Norður-Írlandi sem Írar kalla vanalega "The Troubles". Íslendingar eru vanir því að þurfa að kljást við óblíð náttúruöfl. Sem betur fer höfum við sama sem ekkert kynnst því að eiga í illdeilum við aðrar þjóðir. Hvað þá að hópar innan þjóðarinnar sjálfrar berist á banaspjótum. Ein nágrannaþjóð hefur aftur á móti fengið að kynnast því allt of vel. Það eru íbúar Írlands, eyjunnar grænu í suðri. Í 30 ár ríkti þar óöld og nánast borgarastyrjöld. Breski herinn mætti á svæðið og átti að stilla til friðar. Nærvera hans gerði þó aðeins illt verra. Það eru Borg Brugghús/Bríó, Flyover Iceland og Rokksafn Íslands sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤 Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
15/12/20211 heure, 27 minutes, 57 secondes
Episode Artwork

#82 Hefnd af himnum ofan

Líklega hafa fæst okkar upplifað sanna hefndarlöngun. Hér er átt við hefnd sem sprottin er af djúpstæðu hatri. Löngun til að valda fólki alvarlegum skaða eða dauða. Belgíski baróninn Jean de Selys Longchamps brann af hatri. Hatrið í honum dofnaði ekki, þvert á móti. Að lokum lét hann til skarar skríða. Baróninn hafði yfir að ráða einni fullkomnustu vígvél samtímans. Hefndaraðgerð hans myndi hafa áhrif og vekja athygli. Það eru Borg Brugghús, Bríó og Sjóvá sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤 Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
08/12/20211 heure, 28 minutes, 45 secondes
Episode Artwork

#81 Litli risinn

Strax í barnæsku var ljóst að Richard Flaherty yrði dvergvaxinn. Hann mátti þola mikla stríðni og erfiðleika vegna vaxtarlagsins. En Richard sneri vörn í sókn, hóf að æfa bardagalistir af miklum móð og ákvað að gerast hermaður. Hann fékk undanþágu til að komast í herinn en þá var Richard aðeins 144 sentimetrar. Þetta stöðvaði ekki Richard sem rakaði til sín heiðurspeningum fyrir frækilega framgöngu. Auk þess að vera sérsveitarmaður í bandaríska hernum, vann Richard einnig fyrir CIA og ATF. Lífshlaup hans var einfaldlega alveg magnað. Draugar fortíðar eru í boði Borg Brugghús og Bríó. 🖤 Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
01/12/202153 minutes, 9 secondes
Episode Artwork

#80 Draugar

Stuðningsfólk okkar á Patreon fær reglulega að velja um nokkur efni sem þau vilja heyra okkur taka fyrir. Að þessu sinni stóð valið á milli þriggja fyrirbæra úr íslenskum þjóðsögum en það voru draugar, tröll og huldufólk. Skemmst er frá því að segja að draugarnir sigruðu með yfirburðum. Það er kannski vel við hæfi. Bæði passar það vel við nafnið á hlaðvarpinu en einnig spilar það mögulega inn í að draugar eru Íslendingum afar hugleiknir. Kannanir sýna að yfir 70% Íslendinga telja mjög líklegt eða öruggt að vofur og afturgöngur séu raunveruleg fyrirbrigði. Í þessum þætti skoðum við þetta nánar og segjum aðeins frá helstu draugum íslenskra þjóðsagna. Það eru Borg Brugghús/Bríó, Bónus og Sjóvá sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤 Hér finnið þið Patreon-ið Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
24/11/20213 heures, 16 minutes, 46 secondes
Episode Artwork

#79 Togaraskelfirinn

Flestum er kunnugt um fiskveiðideilur við Bretland og fleiri ríki á seinni hluta 20. aldar sem í daglegu tali eru kölluð "þorskastríðin." Þetta vandamál nær þó mun lengra aftur enda var það þegar á síðmiðöldum að útlendingar hófu að senda hingað fiskiskip. Iðnbyltingin gerði það þó að verkum að í lok 19. aldar voru þetta ekki lengur seglskip, heldur stórir stáltogarar sem létu greipar sópa, Íslendingum til mikils ama. Danmörk átti að sjá um landhelgisgæslu og sendu hingað skip til að fylgjast með landhelgisbrjótum. Íslendingar voru yfirhöfuð óánægðir með störf þeirra. Þeir þóttu linir og ragir við að stugga við togurum stórþjóða. Oft veiddu erlendir togarar langt innan landhelgi og fóru í engu eftir lögum. Þetta breyttist þó vorið 1905 er hingað kom varðskipið Hekla og skipherrann Carl Georg Schack. Hann varð fljótlega alræmdur meðal erlendra fiskimanna en Íslendingar litu á hann sem þjóðhetju. Björn Þorsteinsson sagnfræðingur gaf honum viðurnefni sem lýsir honum vel: Togaraskelfirinn. Það eru Borg Brugghús/Bríó, Bónus og Omnom sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤 Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
17/11/20211 heure, 45 minutes, 3 secondes
Episode Artwork

#78 Plast

Erfitt er að ímynda sér hvernig heimurinn var áður en plast var fundið upp. Matarílát voru iðulega úr postulíni, viði og jafnvel málmi. Auk þess voru alls kyns dýraafurðir notaðar í miklum mæli. Plastið er ótrúlegt efni, svo endingargott að það tekur margar aldir að brotna fullkomlega niður. Það þýðir að nær allt plast sem hefur verið framleitt er enn á plánetunni í einhverjum mæli. En þessi kostur plastsins er einnig þess stóri ókostur. Auk þess er framleiðsla á því að aukast, ekki minnka. Mest af því notum við aðeins einu sinni og svo er því hent. Ekki sérlega gáfuleg notkun á efni sem endist í 500 ár. Í þessum þætti skoðum við sérstaklega áhrif þess á nokkuð sem er báðum þáttastjórnendum kært: Hafið. Það eru Borg Brugghús/Bríó og Bónus sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤 Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
10/11/20211 heure, 28 minutes, 39 secondes
Episode Artwork

#77 STASI Football Club

Erfitt er að lýsa kalda stríðinu og því ástandi sem var í Evrópu á þeim tíma, fyrir þeim er ekki upplifðu þetta. Annar þáttastjórnenda man eftir þessum tíma og kannski sérstaklega eftir ákveðnu landi í Austurblokkinni sem ekki er lengur til en það var Alþýðulýðveldið Austur-Þýskaland. Þar var afar illræmd leynilögregla sem sá um öryggi ríkisins. Hún hét Staatssicherheitsdienst en var iðulega kölluð Stasi. Flestum ber saman um að þetta sé ein skipulagðasta leyniþjónusta sögunnar en einnig sú illræmdasta. Stasi njósnuðu um óvini ríkisins en virtust telja að mesta hættan væri innan frá. Því voru það aðallega íbúar Austur-Þýskalands sem urðu fyrir barðinu á þeim. Stasi var ekkert óviðkomandi. Hún skipti sér jafnvel af fótbolta og Berlínarliðið BFC Dynamo, almennt kallað Dynamo Berlín, varð óopinbert lið leyniþjónustunnar og þeirra sem studdu hið kommúníska kerfi. Þangað fóru bestu leikmennirnir og dómarar áttu ekki von á góðu ef þeir dæmdu ekki Dynamo í vil. Hitt liðið í Austur-Berlín var Union Berlín. Vegna þessarar gríðarlegu misskiptingar varð Union lið þeirra sem hötuðu Stasi og hin kommúnísku stjórnvöld. Það eru Borg Brugghús/Bríó og Bónus sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤 Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
03/11/20212 heures, 3 minutes, 15 secondes
Episode Artwork

#76 Idi Amin

Sumt í þessum þætti getur valdið óhug. Hann er enn í dag einn þekktasti einræðisherra sögunnar. Idi Amin rændi völdum í Úganda árið 1971. Við tók tímabil sem eldra fólk í landinu á enn erfitt með að ræða um. Stjórnarfarið einkenndist af taumlausri vænisýki og ótrúlegri grimmd. Í þessum þætti reynum við að skoða hvort mögulegt sé að einhverjar af þeim hræðilegu sögum sem gengu af Amin séu mögulega ýkjur. Sagt var t.d. að í glæsivillu hans hefði meðal annars fundist ísskápur fullur af mannakjöti og að hinn mikli leiðtogi hefði reglulega lagt það sér til munns. Einnig er vert að skoða úr hvaða umhverfi Amin kom en í það blandast sagnir af hinni illræmdu nýlendustefnu stórvelda Evrópu en Úganda var mjög lengi undir stjórn Breta. Það eru Borg Brugghús/Bríó, Agla gosgerð og Bónus sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤 Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
27/10/20211 heure, 38 minutes, 11 secondes
Episode Artwork

#LD1 Villta vestrið | Hljóðkirkjan & áhorfendur

Það eru eflaust fá tímabil í mannkynssögunni sem hafa ratað jafn oft á blaðsíður skáldsagna, leiksviðið eða hvíta tjaldið, eins og hið svokallaða "villta vestur" á 19. öld. Nær allir jarðarbúar kannast við sögur af harðduglegum kúrekum, blóðþyrstum indíánum og illmennum sem skjóta hvorn annan með köldu blóði í harðvítugu einvígi þar sem skjótasta skyttan sigrar. En hvar endar raunveruleikinn og skáldskapur tekur við? Hvernig stendur á því að kúrekar biómyndanna eru alltaf hvítir karlmenn? Hvar eru konurnar? Voru frumbyggjar alltaf í vígahug? Við nánari skoðun kemur í ljós að nánast ekkert úr kvikmyndunum er raunsönn lýsing á villta vestrinu og raunar var það ekkert sérstaklega "villt"! Þessi þáttur var tekinn upp á fyrsta lifandi viðburði Hljóðkirkjunnar þann 7. október 2021 á Húrra, en þar hittu Draugarnir fólk í fyrsta sinn.  Það eru Borg Brugghús og Bríó sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤 Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
22/10/20212 heures, 10 minutes, 20 secondes
Episode Artwork

#75 Satan fer til Svíþjóðar

Hin svokallaða "brennuöld" var tímabil á 17. öld sem einkenndist af mikilli vænisýki kristinna manna sem skyndilega sáu Satan og nornir hans í hverju horni. Klerkar og biskupar létu fangelsa, pynta og myrða fólk sem bjó yfir einhverri læknisfræðilegri þekkingu s.s. ljósmæður, grasalækna og raunar allt fólk sem þótti grunsamlegt og líklegt til að hafa selt hinum myrka herra sál sína. Jafnvel börn voru ekki undanskilin. Er þessu æði lauk í byrjun 18. aldar höfðu tugir þúsunda verið tekin af lífi. Í þessum þætti skoðum við aðeins þennan trylling og tökum við fyrir eitt ákveðið land sem er Svíþjóð. Það eru Borg Brugghús/Bríó og Sjóvá sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤 Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
20/10/20211 heure, 51 minutes, 59 secondes
Episode Artwork

#74 Drátthagi dráparinn

Mikið vatn hefur runnið til sjávar hvað varðar réttindi samkynhneigðra og það getur verið erfitt fyrir nútímafólk að skilja hvernig aðstæður þeirra voru áður fyrr. Lög sem bönnuðu samræði fólks af sama kyni voru afnumin á Íslandi 1940 en flest ríki voru langt á eftir okkur í þessum efnum. Langt fram á áttunda áratuginn var samkynhneigð ólögleg í mörgum fylkum Bandaríkjanna. Ein borg varð nokkurs konar Mekka samkynhneigðra og margir fluttust þangað í von um betra líf. Sú borg var San Francisco í Kaliforníu. Þrátt fyrir þetta voru borgaryfirvöld og lögregla óvinveitt samkynhneigðum og þau máttu sæta ofsóknum og ofbeldi. Vanlíðan þeirra breyttist þó í fullkomna skelfingu er í ljós kom að raðmorðingi lék lausum hala í borginni og hans fórnarlömb voru allt samkynhneigðir karlmenn. Hann hafði þann undarlega hátt á að teikna mynd af mönnum og gefa þeim, áður en hann tók líf þeirra. Það eru Borg Brugghús/Bríó og Omnom sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤 Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
13/10/20211 heure, 46 minutes, 13 secondes
Episode Artwork

#73 Skelfdi skógarhöggsmaðurinn

Um kvöldið 5. nóvember árið 1975, í Arizona fylki í Bandaríkjunum, var skógarhöggsmaðurinn Travis Walton ásamt vinnufélögum sínum á leið heim eftir langan vinnudag. Þeir voru nokkrir saman í bifreið, spjölluðu og göntuðust við hvorn annan. Skyndilega sló þögn á mannskapinn. Í gegnum trjágróðurinn sáu þeir einkennilega birtu. Innan skamms komu þeir auga á afar stóran, disklaga málmhlut sem gaf frá sér þessa sérkennilegu birtu. Hluturinn sveif í lausu lofti nokkra metra frá jörðu. Forvitnin varð öllu yfirsterkari og Travis fór út úr bílnum til að athuga þetta betur. Þá tók við atburðarás sem átti eftir að gerbreyta lífi hans. Það eru Borg Brugghús/Bríó sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤 Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
06/10/20211 heure, 18 minutes, 29 secondes
Episode Artwork

#72 Arnarflug

Þegar velgengni íslenska landsliðsins í handbolta var sem mest, vildu sumir útskýra það þannig að samkeppnin væri lítil því svo fáar þjóðir stunduðu íþróttina af einhverri alvöru. Hvort svo sé, skal ósagt látið en það hefur gerst að íþróttafólk hefur náð að komast á stórmót vegna þess að viðkomandi þjóð hafði nær enga iðkendur viðkomandi greinar. Ýmsir...nei, reyndar ALLIR ráku upp stór augu þegar Michael Edwards birtist á vetrarólympíuleikunum í Calgary í Kanada árið 1988. Hann var afar nærsýnn og varð að troða gleraugum sínum undir skíðagleraugun. Hann þótti einnig sérstaklega ólíklegur til að stunda þá krefjandi grein sem hann keppti í. Sú íþrótt kallast skíðastökk. Það eru Borg Brugghús/Bríó, Agla Gosgerð og Síminn Pay sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤 Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
29/09/20211 heure, 15 minutes, 18 secondes
Episode Artwork

#71 Lygum hæfa laun ill

Jean-Claude Romand virtist lifa hinu fullkomna lífi. Hann var virtur læknir sem starfaði við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina í Genf. Hann ferðaðist mikið í sínu starfi, hitti reglulega mikilvægt fólk og þjóðþekktar persónur í frönsku þjóðlífi. Fjölskylda hans og vinir voru afar stolt af honum. Það var aðeins eitt vandamál: Ekkert af þessu var satt. Romand var ekki læknir og hafði aldrei unnið við hina mikilsvirtu stofnun. Að lokum fór lygavefur hans að leysast upp og þá tók hann hræðilega ákvörðun. Það eru Borg Brugghús/Bríó og Agla Gosgerð sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤 Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
22/09/20211 heure, 35 minutes, 35 secondes
Episode Artwork

#70 Súffragettur

Barátta kvenna fyrir jafnrétti hefur staðið yfir öldum saman. Á seinni hluta 19. aldar urðu miklar breytingar til hins betra fyrir ýmsa jaðarhópa en konur virtust alltaf síðastar í röðinni. Um aldamótin 1900 voru konur í Bretlandi orðnar langþreyttar á því að BIÐJA með friðsamlegum hætti. Þeim fannst kominn tími til að HEIMTA á ofbeldisfullan máta. Þetta voru hinar stórmerkilegu og áhrifamiklu súffragettur. Það eru Borg Brugghús/Bríó og Bónus sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤 Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
15/09/20211 heure, 48 minutes, 25 secondes
Episode Artwork

#69 Egill Skalla-Grímsson

Djáknar fengu að velja um 3 íslendingasögur sem Draugarnir gætu tekið fyrir og Agli tókst að sigra þar Laxdælu og Gísla sögur Súrssonar. Egill er ein ótrúlegasta persóna íslenskra miðaldabókmennta. Hann er víkingur, ofbeldisfullur og ofstopafullur. Þó á hann sér aðra hlið því hann er mikið skáld og er líður á söguna kemur betur í ljós að í hinum kalda víkingi má einnig finna tilfinningar og ást. Egils Saga er einatt talin ein af betri íslendingasögum. Það eru Borg Brugghús/Bríó og Karolina Fund sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤 Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
08/09/20212 heures, 28 minutes, 20 secondes
Episode Artwork

#68 Eyðimerkurstríðið

Síðari heimsstyrjöldin bar nafn með rentu, enda var barist víðs vegar um jörðina, á landi, í lofti og bæði ofan og neðansjávar. Ein sérstæðustu átökin áttu sér stað í Norður-Afríku milli herja Ítalíu og Þýskalands annars vegar og Bretlands hins vegar. Sá ófriður hefur fengið á sig nokkurs konar ljóma og ævintýrablæ. Reyndin var þó önnur og oft var það landið sjálft sem reyndist stríðsaðilum erfiðara en óvinurinn. Sandstormar fóru illa með vopn og vélar. Vatn var af skornum skammti. Á daginn skein sólin miskunnarlaust en hitastig gat síðan fallið gríðarlega að nóttu til. Við förum aðeins yfir þessi átök í þessum þætti og skoðum t.d. þátt eins þekktasta hershöfðingja stríðsáranna en það er hinn þýski Erwin Rommel. Hann þótti svo kænn og klókur að hann var kallaður eyðimerkurrefurinn. En Flosi er á öðru máli og færir rök fyrir því hví hann telur Rommel einn ofmetnasta herforingja stríðsins. Það eru Borg Brugghús/Bríó, Bónus og Síminn Pay sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤 Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
01/09/20211 heure, 43 minutes, 23 secondes
Episode Artwork

#A8 Frír örþáttur af Patreon

Margir hafa verið að spyrja okkur út í hvurslags þætti við erum að gera á Patreon og við ákváðum því að þessi grámyglulegi föstudagur væri kjörið tækifæri til að færa ykkur einn af þeim aukalega í hlustirnar. Þetta er þátturinn „#Ö6 Símhringitónar og þaulskipulögð umræðuefni“ og hann fór upphaflega í loftið þann 19. maí síðastliðinn. Þættirnir eru orðnir 20 talsins nú þegar og þið getið skoðað málið frekar inni á Patreon ef þið hafið mögulega hug á að bætast í Draugahjörðina. Njótið vel! Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
27/08/202139 minutes, 28 secondes
Episode Artwork

#67 Lán í óláni

Þessi þáttur snýst um fyrirbrigði sem flestum er hugleikið. Það má segja að fáir hlutir séu þráðir jafn heitt og gæfan. Á þessu eru margar hliðar. Ólán er að ýmsu leyti náskylt láni og bara hin hliðin á teningnum. Í sumum trúarbrögðum og goðafræði er það sami guðinn eða gyðjan sem stjórnar því hvort maður er heppinn eða óheppinn. Nær allir menningarheimar eiga sér slík goð og í Japan eru það hvorki meira né minna en sjö guðir sem stjórna gæfunni. Það er ólán að detta niður stiga en ef þú slasast ekki má segja að það sé í lán óláni. Þetta er því nátengt og í þessum þætti skoðum við þetta nánar. Við segjum frá króatíska bjartsýnismanninum Frane Selak sem segist hafa verið heppinn en saga hans er alveg ótrúleg. Það eru Borg Brugghús/Bríó og Pizzan sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤 Kíkið inn á www.pizzan.is og notið afsláttarkóðann „hljodkirkjan“ til þess að fá 40% afslátt af öllum sóttum pizzum af matseðli! Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
25/08/20211 heure, 37 minutes, 8 secondes
Episode Artwork

#66 Versti vinur mannsins

Fá dýr eiga jafn mikla sögu í samskiptum við manninn eins og úlfurinn. Það sést greinilega á þeim aragrúa þjóðsagna þar sem þetta merkilega dýr kemur við sögu. Yfirleitt er úlfurinn tákn hins illa og má nefna þar t.d. hinn ógnvænlega Fenrisúlf sem mun bana Óðni við endalok heimsins, samkvæmt norrænni goðafræði. Úlfurinn er þó einnig tákn um tryggð og hollustu enda eru fá spendýr sem mynda jafn sterk fjölskyldutengsl. Í þessum þætti skoðum við úlfinn nánar og þá sérstaklega viðkomu hans í þjóðsögum og menningu ýmissa þjóða. Einnig verður sagt frá úlfaforingjanum Courtaud og gengi hans sem hélt París í heljargreipum veturinn 1450-51. Það eru Borg Brugghús/Bríó og Pizzan sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤 Kíkið inn á www.pizzan.is og notið afsláttarkóðann „hljodkirkjan“ til þess að fá 40% afslátt af öllum sóttum pizzum af matseðli! Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
18/08/20211 heure, 44 minutes, 11 secondes
Episode Artwork

#65 Barn í brunni

Um miðjan október 1987 gleymdi bandaríska þjóðin öllum áhyggjum af stórveldadeilum eða efnahagsþrengingum. Aðeins ein frétt var efst í allra hugum. Hin 18 mánaða gamla Jessica McClure hafði fallið í gamla og þrönga brunnholu. Björgunarfólk vann baki brotnu við að bjarga barninu en tíminn var alls ekki á þeirra bandi. Bandaríska þjóðin, ef ekki allur heimurinn, fylgdist grannt með gangi mála. Í þessum þætti segjum við frá þessu atviki og öðrum svipuðum. Við skoðum einnig svipuð slys sem gerst hafa á Íslandi. Rétt er að vara fólk við því að atriði í þættinum geta valdið óhug. Það eru Borg Brugghús/Bríó og Pizzan sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤 Kíkið inn á www.pizzan.is og notið afsláttarkóðann „hljodkirkjan“ til þess að fá 40% afslátt af öllum sóttum pizzum af matseðli! Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
11/08/20212 heures, 3 minutes, 41 secondes
Episode Artwork

#64 Kvenskörungur í Kænugarði

Í mannkynssögunni er að finna marga sterka leiðtoga. Hershöfðingja sem leiddu menn sína gegn ofurefli liðs eða ríkisstjóra sem héldu þjóð sinni samhentri í gegnum hungursneyðir og illt árferði. Nær alltaf eru þetta karlmenn. Konum hefur sjaldnast verið ætlað neitt stjórnunarhlutverk. Því vekur það alltaf athygli að rekast á konur í sögubókum sem gerðu allt þetta sem talið er upp hér á undan og meira til. Í þessum þætti segjum við frá Olgu sem iðulega var kennd við Kænugarð. Borgina sem í dag er kölluð Kiev og er höfuðborg Úkraínu. Olga er hennar slavneska nafn en hún var einnig kölluð Helga því hún var af norrænum ættum. Það voru raunar langflestir höfðingjar á þessum slóðum. Eiginmaður Olgu var myrtur af óvinveittum ættbálki. Töldu þeir svo að ekki yrði erfitt að beygja þessa kvensnift í Kænugarði til undirgefni. Þar vanmátu þeir Olgu, svo vægt sé til orða tekið. Það eru Borg Brugghús/Bríó og Pizzan sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤 Farið inn á www.pizzan.is og notið afsláttarkóðann „hljodkirkjan“ til þess að fá 40% afslátt af öllum sóttum pizzum af matseðli! Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
04/08/20211 heure, 42 minutes, 9 secondes
Episode Artwork

#63 Óðs manns æði á úthafinu

Lengi hefur hafið heillað fólk. Ekki aðeins er það matarkista og mikilvæg flutningaleið. Það hefur einnig sérstakt aðdráttarafl sem erfitt er að lýsa í orðum. Þessi rennblauta eyðimörk hefur verið mörgu skáldinu yrkisefni og fólk sem dvalist hefur mánuðum saman á úthafinu hefur lýst alls konar hugbreytingum sem það hefur orðið fyrir. Svo er einnig um manninn sem við segjum frá í þessum þætti. Hann hét Donald Crowhurst og í lok sjöunda áratugar stefndi hann á að sigla í kringum hnöttinn í kappi við þrautreynda siglingamenn. Sjálfur hafði Crowhurst nær enga reynslu af siglingum. Þá fór í hönd atburðarás sem er mjög áhugaverð og gæti jafnvel verið fyndin ef hún væri ekki svona ógurlega sorgleg. Það eru Borg Brugghús/Bríó, Sjóvá og Pizzan sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤 Farið inn á www.pizzan.is og notið afsláttarkóðann „hljodkirkjan“ til þess að fá 40% afslátt af öllum sóttum pizzum af matseðli! Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook
28/07/20211 heure, 41 minutes, 57 secondes
Episode Artwork

#62 Myrkrahöfðinginn

Hann spilar stærri rullu í lífi fólk en það mögulega gerir sér grein fyrir. Hvort sem maður trúir á tilvist hans eða ekki, þá er erfitt að finna fullorðinn einstakling sem ekki kannast við a.m.k. eitt af þeim nöfnum sem hann hefur borið í gegnum tíðina: Belzebub, Lúsifer, Leviathan og það þekktasta: Satan. En hvaðan kemur Satan? Hver er hans saga? Hefur hann verið eins í gegnum aldirnar eða tekið breytingum? Birtist hann í öðrum trúarbrögðum en þeim þremur sem kennd eru við Abraham? Þessi þáttur leitast eftir að skyggnast í sögu sjálfs myrkrahöfðingjans sem yfirleitt er nefndur Satan. Draugarnir eru á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum
21/07/20212 heures, 34 minutes, 23 secondes
Episode Artwork

#61 Skálmöld

Oft er talað um hinar „myrku“ miðaldir. Það hlýtur því að vekja upp þá spurningu hvort eitthvað ljós hafi kviknað sem hrakti þetta myrkur á brott? Svarið við því er já. Ljósið kallast í daglegu tali Upplýsingin. Það er ein magnaðasta hugarfarsbylting í sögu mannkyns. Allt var endurskoðað, t.d. vísindi, heimspeki, trúarbrögð og lögfræði. Fólk fór að velta fyrir sér hlutverki og ekki síst: Hlutskipti mannfólksins. Völd konunga og kirkjunnar minnkuðu. Einnig komu fram nýjar hugmyndir um afbrot, refsingar og réttlæti. Ýmsir vildu sýna mildi en aðrir halda fast í gömlu refsigleðina, því annars myndi glæpum fjölga. Í byrjun 19. aldar hugsuðu margir að eitthvað gæti verið til í þessu því öldin hófst með morðum og ránum í mörgum landshlutum. Fólk talaði um „spillt aldarfar“. Í þessum þætti ræðum við þetta allt. Flosi fær svo tækifæri til að segja Baldri frá sínu uppáhalds íslenska sakamáli: Morðunum á Sjöundá, á Rauðasandi.
14/07/20212 heures, 24 minutes
Episode Artwork

#60 Að vera í ham

Hvaðan kemur þetta orðatiltæki? Hvað er þetta „ham“? Í þessum þætti skoðum við sögu og uppruna þekktrar þjóðsagnaveru. Flosi segir Baldri frá sinni uppáhalds ófreskju. Það er fullt tungl á kaldri vetrarnóttu, í fjarska heyrast ógnvænleg ýlfur og öskur. Varúlfurinn er mættur.   Draugarnir eru á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum
07/07/20211 heure, 40 minutes, 33 secondes
Episode Artwork

#59 Sólarlitlir dagar

Morð eru blessunarlega fágæt á Íslandi. Svo virðist sem morð hér á landi séu yfirleitt hálfgerð slys, framin í bræðiskasti, uppgjör glæpamanna eða einhver geðveila á hlut að máli. Skipulagðir og kaldrifjaðir morðingjar sem myrða aftur og aftur er sem betur fer eitthvað sem Íslendingar þekkja lítið til. Við þurfum meira að segja að fara langt aftur á 16. öld til að finna einn þannig. En hann er þarna, kyrfilega greyptur í vora sögu. Nafn hans var Björn og er hann alltaf kenndur við bæinn Öxl á Snæfellsnesi. Draugarnir eru á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum
30/06/20211 heure, 40 minutes, 31 secondes
Episode Artwork

#58 Miskunnsama Messerschmitt

Stríð og styrjaldir hafa því miður skipað stóran sess í sögu mannkynsins. Mitt í slíkri mannvonsku má þó finna dæmi um náð, miskunn og gott hjartalag. Í þessum þætti segjum við frá flugmönnunum Charlie Brown og Franz Stigler. Þeir hittust í háloftunum yfir Þýskalandi einn örlagaríkan dag í desember árið 1943. Þá voru þeir svarnir óvinir en urðu seinna svo nánir vinir að þeir litu á sig sem bræður. Draugarnir eru á Patreon og bjóða nú upp á ársáskrift með góðum afslætti: https://www.patreon.com/draugarfortidar Vefverslun Drauganna finnið þið hér! Tónlistin úr þáttunum finnið þið hér!
23/06/20211 heure, 17 minutes, 16 secondes
Episode Artwork

#57 Villibörn

Fjöldamargar sögur eru til af börnum sem hafa fundist í umsjá villtra dýra. Þessi börn hafa iðulega tekið upp hætti þessara uppalenda sinna og átt gífurlega erfitt með að aðlagast lífi á meðal mannfólks á ný. Í þessum þætti förum við yfir nokkrar slíkar sögur og skoðum hvað geti valdið því að börn lendi í umsjá dýra. Draugarnir eru á Patreon og bjóða nú upp á ársáskrift með góðum afslætti: https://www.patreon.com/draugarfortidar Vefverslun Drauganna finnið þið hér! Tónlistin úr þáttunum finnið þið hér!
16/06/20211 heure, 52 minutes, 27 secondes
Episode Artwork

#56 Sólstormurinn mikli 1859

Flestir glotta eða jafnvel hlæja ef minnst er á veður í geimnum. Þó er geimveðurfræði að færast í aukana og það er mikilvægt. Þeir stormar sem þar geisa geta haft mun meiri áhrif en stormar á jörðu niðri. Í þessum þætti tölum við um einn slíkan. Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa bent á að ef slíkur stormur myndi skella á jörðinni, yrðu það hamfarir af margfaldri stærðargráðu. Fellibylurinn Katrina er sem lítil vindhviða í samanburði. Árið 2012 fór afar öflugur sólstormur rétt framhjá jörðinni en hefði hann lent á okkar litlu plánetu, værum við líklega ennþá að kljást við afleiðingar þess. Draugarnir eru á Patreon og bjóða nú upp á ársáskrift með góðum afslætti. Skoðið málið nánar hér: https://www.patreon.com/draugarfortidar Vantar þig eitthvað utan um þig eða kaffið þitt? Ekki örvænta, hér er vefverslun Drauganna: https://bit.ly/3aeV0ma
09/06/20211 heure, 38 minutes, 38 secondes
Episode Artwork

#55 Beta fer í blóðbað

Hvernig verður okkar minnst? Munu komandi kynslóðir ausa okkur lofi eða verðum við brennimerkt sem hreinræktuð illmenni, jafnvel mörg hundruð árum eftir okkar tíma? Verður það sannleikanum samkvæmt? Í þessum þætti tökum við fyrir sögu ungversku greifynjunnar Elizabeth Bathory. Hún hefur löngum verið talin ein viðurstyggilegasta manneskja sögunnar. Sögur eru um að hún hafi baðað sig í blóði ungmeyja til að viðhalda fegurð sinni. Ef kafað er aðeins dýpra í söguna kemur þó ýmislegt í ljós sem bendir til þess að þetta geti allt verið uppspuni og rógur. Var Elizabeth Bathory kannski ekki djöfull í mannsmynd heldur góðlynd aðalskona sem gerði allt hvað hún gat til að hjálpa fólki sínu? Draugarnir eru á Patreon og bjóða nú upp á ársáskrift með góðum afslætti. Skoðið málið nánar hér: https://www.patreon.com/draugarfortidar Vefverslun Drauganna, bolir og bollastuð: https://bit.ly/3aeV0ma
02/06/20211 heure, 51 minutes, 10 secondes
Episode Artwork

#54 Úr Svarfaðardal í sirkuslíf

Hvað gerir þú ef ljóst er að þú getur ekki stundað vinnu vegna fötlunar og hvert sem þú ferð glápa allir opinmynntir? Þáttur þessi fjallar um ævi og persónu Jóhanns Kristins Péturssonar sem er iðulega kenndur við Svarfaðardal. Hann var 234 sentimetrar og því hæsti Íslendingur sögunnar. Draugarnir eru á Patreon. Skoðið málið nánar hér: https://www.patreon.com/draugarfortidar Vefverslun Drauganna, bollar og allskonar stuð: https://bit.ly/3aeV0ma
26/05/20211 heure, 58 minutes, 15 secondes
Episode Artwork

#53 Dýr í stríði

Mikið hefur verið talað um mannfall í seinni heimsstyrjöldinni en það vill gleymast að það var ekki aðeins mannfólk sem tók þátt í þeim hildarleik. Til dæmis notaði þýski herinn um þrjár milljónir hesta í því stríði. Dýr hafa frá upphafi verið þáttakendur í stríðum og erjum mannkynsins. Sum þeirra hafa meira að segja fengið stöðuhækkanir og æðstu heiðursmerki fyrir hetjulega framgöngu. Í þessum þætti skoðum við nokkur þeirra.   Draugar fortíðar eru nú á Patreon: https://www.patreon.com/draugarfortidar Vefverslun: https://bit.ly/3aeV0ma
19/05/20211 heure, 55 minutes, 6 secondes
Episode Artwork

#52 Gaur var kallaður Möddi fiðla

Titill þáttarins eru upphafsorð Njáls sögu, löguð harkalega að nútímanum. Tungumál Íslendingasagna er töluvert ólíkt því sem tíðkast í dag, enda er um að ræða bókmenntir sem eru mörg hundruð ára. Við veltum því fyrir okkur hvort það hindri ungt fólk í að njóta þeirra. Flosi segir Baldri frá sinni uppáhalds Ísl.sögu sem er Njáls saga. Sérstaklega er ein sögupersóna þar honum hugleikin... Draugar fortíðar eru nú á Patreon: https://www.patreon.com/draugarfortidar Vefverslun: https://bit.ly/3aeV0ma
12/05/20212 heures, 13 minutes, 21 secondes
Episode Artwork

#51 Undir rauðum fána

Þessi fyrsti þáttur maímánaðar tekur einmitt fyrir fyrsta dag maímánaðar. Af hverju er ganga þennan dag undir rauðum fána? Hefur verkafólk alltaf unnið 8 stunda vinnudag? Af hverju var Coca Cola eitt sinn kallað „verkamannablóð“? Draugar fortíðar eru nú á Patreon: https://www.patreon.com/draugarfortidar Og hér er vefverslun: https://bit.ly/3aeV0ma
05/05/20212 heures, 14 minutes, 2 secondes
Episode Artwork

#50 Ráðagóðu Rússarnir

Þeir sem ekki muna eftir köldu stríði Sovétríkjanna og Bandaríkjanna eiga eflaust erfitt með að gera sér í hugarlund hvernig það var. Veröldin öll upplifði þrúgandi spennu og kjarnorkuógn í marga áratugi. Er Sovétríkin féllu undir lok síðustu aldar, komu ýmis skjöl í ljós sem áður höfðu verið kyrfilega lokuð. Nöfn tveggja manna urðu þá þekkt á Vesturlöndum og margir supu hveljur er kom í ljós hvað þeir Vasili Arkhipov og Stanislav Petrov höfðu gert.
28/04/20212 heures, 2 minutes, 54 secondes
Episode Artwork

#49 Salernissaga

Við tökum svo mörgu í lífi okkar sem sjálfsögðum hlut. Í raun ættum við af og til að spyrja okkur þeirrar spurningar hvort öll þau tól og tæki sem við höfum, bæði til að auðvelda okkur lífið og verja okkur gegn t.d. slysum og veikindum, séu í raun svo sjálfsögð? Ef nánar er að gáð kemur oft í ljós að mikill fjöldi jarðarbúa býr ekki við munað sem við teljum sjálfsagðan. Að þessu sinni ræðum við ögn um fyrirbæri sem allir þekkja og vilja ekki vera án en tala sjaldnast um: Salernið. Hver er saga þess og uppruni?
21/04/20212 heures, 9 minutes, 37 secondes
Episode Artwork

#48 Stríðið um skreiðina

Stundum hefur verið sagt að Ísland hafi alla tíð verið afskekkt, eyðilegt og að enginn hafi nokkurn tíma haft á því áhuga. Ekkert gæti verið fjær sanni. Í þessum þætti skoðum við atburði sem áttu sér stað, hér á landi, í byrjun 16 aldar. Þá börðust hér útlenskir menn, jafnt á sjó sem landi, svo að tugir eða jafnvel hundruðir féllu í valinn. Draugar fortíðar eru nú komnir á Patreon. Ekki panikka samt, við erum ekki að loka á aðgang að þáttunum. Þið heyrið meira um þetta í þættinum og svo getið þið skoðað þetta betur hér: https://www.patreon.com/draugarfortidar
14/04/20211 heure, 37 minutes, 51 secondes
Episode Artwork

#47 Í klóm keisarans af Róm

Rómaveldi hafa flestir væntanlega heyrt um. Það hafði gífurleg menningarleg áhrif og átti mjög stóran þátt í því að móta þá Evrópu sem við nú þekkjum. Rómverjar notuðust oft við nokkurs konar lýðræði en æðstur var keisarinn. Margir keisarar stóðu sig afar vel en aðrir alls ekki. Flosi segir Baldri hér frá þeim sem hann telur verstu Rómarkeisara sögunnar. Segja má að þema þáttarins sé um það að setja ekki fólk í aðstæður sem það höndlar engan veginn og vill jafnvel ekkert vera í.
07/04/20212 heures, 19 minutes, 40 secondes
Episode Artwork

#46 Hvíta rósin

Um aldamótin síðustu var könnun í Þýskalandi og fólk beðið um að velja merkustu Þjóðverja sögunnar. Ung stúlka sem ýmsir utan Þýskalands kannast mögulega lítið við, var þar hærra á listanum en nöfn eins Johann Sebastian Bach, Goethe og Albert Einstein. Í löndum sem Þjóðverjar hernámu í seinni heimsstyrjöld, spruttu upp allskyns andspyrnuhópar. Þetta voru hugrakkir menn og konur sem lögðu líf sitt í bráða hættu. Við höfum flest heyrt um vopnaða andspyrnu í löndum eins og Póllandi, Noregi og Frakklandi og henni hefur verið gerð góð skil í bókum, sjónvarpi og kvikmyndum. En hvað með sjálft Þýskaland? Þar var einnig mótspyrna en það krafðist ótrúlegar hugdirfsku enda var það fólk hreinlega í gini ljónsins. Við beinum hér sjónum okkar að slíkum hópi og sérstaklega einum liðsmanna hennar, Sophie Scholl.
31/03/20211 heure, 38 minutes, 58 secondes
Episode Artwork

#A7 Draugar samtímans með Guðna Th.

Flestir hafa þá mynd af sagnfræðingum að þeir sitji hoknir á skjalasöfnum og rýni í skruddur sem fjalla um eitthvað sem er löngu liðið. Sú er ekki alltaf raunin. Til er nokkuð sem heitir samtímasaga og spannar yfirleitt tímabilið frá lokum seinni heimsstyrjaldar til dagsins í dag. það getur hreinlega verið varasamt að stunda þá grein sagnfræðinnar. Viðmælandi okkar í þessum aukaþætti veit allt um það. Í fyrsta sinn erum við með gest í hlaðvarpinu og það er sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson. Svo skemmtilega vill til að hann er einnig forseti Íslands. Við settumst niður með honum í Thomsen-stofu á Bessastöðum og ræddum um söguna og sérstaklega nokkuð sem er ástríða bæði Flosa og Guðna: Þorskastríðin.
27/03/20211 heure, 13 minutes, 19 secondes
Episode Artwork

#45 Svarta svalan

Umfjöllunarefni þáttarins er maður að nafni Eugene Bullard. Hann var fæddur í suðurríkjum Bandaríkjanna árið 1895. Bullard var svartur á hörund og hann ákvað á barnsaldri að hann yrði að komast burt. Hann hafði heyrt föður sinn segja frá landi í Evrópu þar sem „litað“ fólk væri ekki ofsótt og myrt eins og var allt of algengt á heimaslóðum Bullards. Þangað ákvað Bullard að fara og við tók sérlega viðburðarík ævi. Saga Bullards er saga mótlætis og illsku en einnig af hugrekki og sigrum.
24/03/20211 heure, 47 minutes, 7 secondes
Episode Artwork

#44 Ógnin í austri

Nágrannar þeirra höfðu vitað af þeim í hundruðir ára en óttuðust þá ekki. Enda þóttu þeir á lægra menningarstigi og gerðu meira af því að berjast innbyrðis en herja á aðra. Einn maður átti eftir að breyta því algjörlega og leggja grunninn að stærsta og víðfeðmasta heimsveldi sögunnar.
17/03/20211 heure, 56 minutes, 32 secondes
Episode Artwork

#43 Sírópsflóðið mikla

Flest þekkjum við náttúruhamfarir. Ef ekki af eigin reynslu, þá af afspurn. Yfirleitt er orðið „flóð“ tengt við vatn en getur verið að það hafi einhvern tíma orðið flóð sem innihélt síróp en ekki vatn? Það hljómar ótrúlega en slíkt hefur gerst og var allt annað en skemmtilegt fyrir fólkið sem lenti í þeim hryllingi.
10/03/20211 heure, 27 minutes, 57 secondes
Episode Artwork

#42 Fátækt fólk

Flosi fékk nett áfall við að heyra að Baldur les ekkert „nema texta á Netflix“. Því fékk hann þá hugmynd að segja Baldri frá einni af sínum uppáhalds bókum og hví hann telur hana mikilvæga. Bókin lýsir ástandi á bæjum á Norðurlandi upp úr aldamótunum 1900. Sérstaklega er sjónum beint að þeim sem voru föst í fátæktargildru og þurftu að láta börn sín frá sér. Tryggvi Emilsson, höfundur bókarinnar, var „niðursetningur“ en svo voru þeir kallaðir sem hreppsyfirvöld settu á ýmsa bæi og borguðu með. „Sveitarómagi“ er annað orð yfir þetta. Misgóð var þessi vist og kemur það vel fram í bókinni.
03/03/20212 heures, 18 minutes, 9 secondes
Episode Artwork

#41 Með holu í höfði

Þetta átti að vera venjulegur dagur í vinnunni. Einn lítill neisti breytti því allverulega. Raunar varð líf hans aldrei samt og allra síst hans geð og þróttur. Í þessum þætti skoðum við mál sem enn er, nærri tvöhundruð árum síðar, tilefni umræðna og virtra læknisgreina. Atriði í þættinum gætu valdið óhug.
24/02/20211 heure, 12 minutes, 28 secondes
Episode Artwork

#A6 Svik, svindl og sviðin jörð

Í þessum aukaþætti er sagt frá manni sem var heldur áfjáður í frægð og frama, sama hvað það kostaði. Lygar og innantóm loforð voru honum engin hindrun. Margir telja hann mesta og versta svikahrapp sögunnar.
20/02/20212 heures, 3 minutes, 21 secondes
Episode Artwork

#40 Þöggun þjóðar

Í þessum þætti skoðum við fortíðarvanda sem ýmsar þjóðir burðast með og þær aðferðir sem stundum eru notaðar til að fegra söguna. Eitt ákveðið land í Evrópu er sérstaklega tekið fyrir.
17/02/20212 heures, 3 minutes, 5 secondes
Episode Artwork

#39 Wilhelm Gustloff

Flestir kannast við söguna af skipinu Titanic og örlagaríkri ferð þess vestur um haf árið 1912. Fæstir vita þó að miðað við versta skipsskaða sögunnar er mannfall í Titanic-slysinu lítið í samanburði. Af hverju höfum við þá svo lítið heyrt um Wilhelm Gustloff? Það er ákveðin skýring á því og við kryfjum þetta allt í þessum þætti.
10/02/20211 heure, 31 minutes, 10 secondes
Episode Artwork

#38 María og leyndardómur bikblendisins

Hún vildi fara í háskóla og verða vísindamaður. Vandamálið var þó að konum var ekki leyft að stunda nám við háskóla í hennar heimalandi. En þessi magnaða manneskja lét það ekki stöðva sig, frekar en nokkuð annað. Í þessum þætti skoðum við sögu Marie Cure sem er óumdeilanlega einn merkasti vísindamaður sögunnar.
03/02/20211 heure, 48 minutes, 57 secondes
Episode Artwork

#37 Orrustan undarlega

Maímánuður 1945. Adolf Hitler hefur framið sjálfsmorð og flestir þýskir hermenn gefist upp fyrir herjum Bandamanna. Þó berjast enn fanatískar sveitir SS-manna sem neita að trúa því að nasisminn sé úr sögunni. Í þessum þætti tökum við fyrir einn af seinustu bardögum stríðsins sem átti sér stað í austurrísku ölpunum. Hann skipti ekki sköpum í mannkynssögunni en þó hafa verið skrifaðar um hann bækur og til stendur að gera kvikmynd um hann. Ástæðan er sú að þátttakendur og kringumstæður allar eru svo lygilegar að maður trúir því varla að þetta hafi gerst í raun.
27/01/20211 heure, 52 minutes, 9 secondes
Episode Artwork

#36 Óði ýtustjórinn

Hvað gerum við ef við teljum okkur vera beitt misrétti? Líklega reyna flestir að fara löglegu leiðina en hvað ef það virðist ekki duga? Þáttur dagsins fjallar um mann sem fannst hann hafa verið króaður af úti í horni. Að lokum taldi hann aðeins eina leið vera í boði. Það var leið hefndar og eyðileggingar.
20/01/20211 heure, 33 minutes, 30 secondes
Episode Artwork

#35 „Góðir farþegar, þetta er flugstjórinn sem öskrar.“

Í þessum þætti tökum við fyrir alveg hreint ótrúlegt og skelfilegt atvik. Þetta er þó einnig frásögn af hetjudáð og hreysti. Best er að vara fólk með flughræðslu við þættinum, sum atriði gætu valdið óhug.
13/01/20211 heure, 21 minutes, 3 secondes
Episode Artwork

#34 McNamara og ráðagerð 100.000

Við vörum við því að umfjöllunarefni þáttarins er svo nöturlegt að það gæti hreinlega farið afar illa í suma. Árið 1966 gekk illa hjá Bandaríkjunum í stríðinu við Norður-Víetnam og suður-víetnamska skæruliða. Þörf var á fleiri hermönnum en ekki var hægt að skikka fleiri í herinn án þess að allt færi í bál og brand heima fyrir. Þá fékk Róbert McNamara varnarmálaráðherra ákveðna hugmynd. Sú hugdetta hans átti eftir að valda ómældri þjáningu, harmi og dauða.
06/01/20211 heure, 46 minutes, 59 secondes
Episode Artwork

#33 Árans árið

Áramótaþáttur okkar er með frekar léttu sniði. Við veltum því fyrir okkur hvaðan þessi hugmynd kemur, að skipta tímanum niður í hólf sem við köllum ár, mánuði, daga o.sv.frv. Draugar fortíðar þakka kærlega fyrir frábærar viðtökur á þessu hörmulega ári. 2020 virðist þegar orðið alræmt í minni og sögu.
30/12/20201 heure, 27 minutes, 39 secondes
Episode Artwork

#32 Jólin og járnkrossinn

Það er komið að því að særa fram jóladrauga fortíðar. Þjóðverjar hafa löngum verið mikil jólaþjóð. Í desember árið 1914 logaði Evrópa þó í ófriði og flestir karlmenn fjarri heimilum sínum. Það stöðvaði þó ekki suma hermenn sem tókst í þessum ólíklegu aðstæðum að kalla fram sannkallaðan jólaanda.
23/12/20201 heure, 24 minutes, 42 secondes
Episode Artwork

#31 Mygludjús fyrir mannkynið

Eins og venjulega var allt í drasli hjá honum. Skyndilega fann hann nokkuð sem hann hafði gleymt. Fyrir tilviljun kom hann auga á eitthvað einkennilegt. Sú tilviljun átti eftir að reynast mikilvæg fyrir mannkynið."
16/12/20201 heure, 29 minutes, 18 secondes
Episode Artwork

#30 Í klettaskoru, krepptir liggjum...

Draugar fortíðar fjalla að þessu sinni um eitt þekktasta og dularfyllsta mál Íslandssögunnar. Hvað gerðist á hálendinu kalda síðla hausts árið 1780?
09/12/20201 heure, 20 minutes, 39 secondes
Episode Artwork

#29 Blóðug sverð undir rísandi sól

Í þessum þætti verður ögn dreypt á sögu Japans og sérstaklega þjóðfélagsstétt sem nefndist Samurai. Við skoðum tvo af frægustu stríðsmönnum Japans en annar þeirra var kona. Það kemur nefnilega í ljós þegar nánar er að gáð að konur tóku virkan þátt í bardögum og vígaferlum í Japan til forna.
02/12/20201 heure, 36 minutes, 40 secondes
Episode Artwork

#A5 Hinn rafræni gapastokkur nútímans

Á öldum áður tíðkaðist að dæma fólk til setu í gapastokki fyrir minni háttar brot. Hinn seki var þá festur á fótum en stundum einnig höndum. Gapastokkar voru ekki síst til háðungar og niðurlægingar og voru því yfirleitt á torgum í bæjum, svo allir sæju hinn seka. Fólk gat því tekið þátt í refsingunni með því að skopast að eða jafnvel pynta viðkomandi. Hér á Íslandi voru engin þorp og gapastokkar því hafðir hjá kirkjum svo messugestir gætu skemmt sér yfir smán hins seka. Gapastokkar voru bannaðir með lögum á Íslandi árið 1809. En erum við hætt að hæða og smána opinberlega? Við ræðum það í þessum aukaþætti af Draugum fortíðar.
28/11/20201 heure, 47 minutes, 17 secondes
Episode Artwork

#28 Góði nasistinn frá Nanjing

Stundum fellur gott fólk í þá gryfju að hrífast af varhugaverðri hugmyndafræði. Það henti manninn sem við fjöllum um í þessum þætti. Í heimalandi sínu er hann nær óþekktur en í stóru og fjölmennu ríki, langt frá heimkynnum hans, er hann þjóðhetja sem bjargaði þúsundum mannslífa. Vert er að vara við óhugnaði í þættinum.
25/11/20201 heure, 33 minutes, 53 secondes
Episode Artwork

#27 Barist til þrautar

Flest höfum við heyrt um hetjulega baráttu Spartverja í Laugaskörðum árið 480 f.kr. Færri hafa líklega heyrt um orrustu í fjarrænu landi sem stendur okkur þó mun nær í tíma. Liðsmunurinn þar gerir það þó að verkum að þetta er eitt fræknasta dæmi sögunnar um herlið sem verst alveg til síðasta manns.
18/11/20201 heure, 23 minutes, 58 secondes
Episode Artwork

#26 Dularfull örlög Dupont de Ligonnès fjölskyldunnar

Nú beinum við sjónum okkar að einu óhugnanlegasta og sorglegasta sakamáli síðustu ára. Hvað gerðist eiginlega í rólegu úthverfi í frönsku borginni Nantes í aprílbyrjun 2011?
11/11/20201 heure, 28 minutes, 15 secondes
Episode Artwork

#25 Drephlægilegur dauðdagi?

Stundum er sem sorgin og gleðin séu systur því svo hárfín lína virðist milli hláturs og gráturs. Í þessum þætti ræða Baldur og Flosi hvort hlæja megi að dauðanum eða ekki. Við skoðum sérstaklega ákveðin verðlaun, kenndan við heimsþekktan náttúrufræðing. Ólíkt öðrum verðlaunum þá vill enginn hljóta þessi.
04/11/20201 heure, 32 minutes, 52 secondes
Episode Artwork

#A4 Myrkur og meinlegar verur

Nú er komið að sérstökum aukaþætti. Menningarstofa Fjarðabyggðar kemur að hátíðinni "Dagar myrkurs" á þessum árstíma en Covid veiran hefur sett nokkur strik í reikninginn. Menningarstofa bað okkur Draugana að gera þátt fyrir sig. Við brugðumst vel við þeirri bón. Fjallað verður almennt um myrkrið og íslenskar þjóðsögur frá Austurlandi.  
31/10/202051 minutes, 43 secondes
Episode Artwork

#24 Englands ofurgnægð af hreysti

Hví er orrustan við Agincourt 1415 svo greypt í þjóðarsál Breta? Hví segja sumir sagnfræðingar að riddaramennskan hafi dáið þennan dag? Hví er enski langboginn alltaf nefndur í sömu andrá og Agincourt? Þetta allt, og meira til, í Draugum fortíðar í dag!
28/10/20201 heure, 40 minutes, 1 secondes
Episode Artwork

#23 Flaugar og fjölkynngi

Ævi hans varð stutt en einstaklega viðburðarrík. Inn í sögu hans blandast geimferðakapphlaup stórveldanna, galdrakukl, kynsvall, Vísindakirkjan og vigt á Landspítalanum sem bara hreinlega hlýtur að vera biluð! 
21/10/20201 heure, 44 minutes, 14 secondes
Episode Artwork

#22 Paraskavedekatriaphobia

Í þessum þætti ræða Baldur og Flosi viðburð sem ber upp u.þ.b tvisvar á ári. Hví hræðast hann svo margir? Hver er saga hans? Ef þú þjáist af þeirri fóbíu sem þátturinn er nefndur eftir, ja...þá gætir þú fundið fyrir kvíða eða hreinlega ofsahræðslu!
14/10/20201 heure, 30 minutes, 6 secondes
Episode Artwork

#21 Vetrarstríðið

Fyrir um 80 árum barðist litla Finnland fyrir lífi sínu gegn risaveldinu Sovétríkjunum. Stríðið er merkilegt í alls konar samhengi og ekki síst viðbrögð Íslendinga við því.
07/10/20202 heures, 34 secondes
Episode Artwork

#20 Nýaldarnasistinn sem Hekla huggaði

Enn og aftur er fjallað um afar sérstaka manneskju með afar sérstaka heimsmynd. Nasismi og austræn heimspeki er ekki eitthvað sem maður tengir saman í fyrstu en í augum sumra er þetta nátengt. Já, og svo kemur íslenska eldfjallið Hekla við sögu.
30/09/20201 heure, 19 minutes, 3 secondes
Episode Artwork

#19 Útlagar á eyðilandi

Baldur og Flosi skoða í þessum þætti það fólk sem einhverra hluta vegna gat ekki lifað í sátt við samfélagið á öldum áður og leitaði til fjalla. Sérstaklega er sjónum beint að frægasta útlaga Íslandssögunnar.
23/09/20201 heure, 47 minutes, 55 secondes
Episode Artwork

#A3 Georg stórnefur

Í aukaþætti dagsins ræða Baldur og Flosi þjóðvegaræningjann Georg stórnef, undarleg örlög hans og þá sérstaklega toppstykkisins.
19/09/20201 heure, 24 minutes, 58 secondes
Episode Artwork

#18 Pólska stríðshetjan frá Dalvík

Hann flutti til Íslands 1974 og bjuggust flestir við því að líf hans yrði rólegt og eðlilegt. En örlögin tóku í taumana og skyndilega var Pólverjinn ungi dreginn inn í harkaleg átök gegn einu frægasta herveldi sögunnar.
16/09/20201 heure, 32 minutes, 45 secondes
Episode Artwork

#17 Blekkingarmeistarinn frá Barcelona

Hann vildi koma að gagni í baráttunni gegn alræðisöflunum en enginn vildi aðstoð hans. Því ákvað hann að gera þetta sjálfur. Baldur og Flosi ræða hér um einstakan mann sem kenndi sjálfum sér og varð einn besti njósnari sögunnar.
09/09/20201 heure, 31 minutes, 49 secondes
Episode Artwork

#16 Hinn svarti satansseyður

Fyrir óralöngu tók geitahirðir í Eþíópíu eftir því að geitur hans hegðuðu sér undarlega. Baldur og Flosi ræða hér um nokkuð sem fór sigurför um heiminn, vakti gleði en einnig deilur og var jafnvel bannað á ýmsum stöðum.
02/09/20201 heure, 35 minutes, 57 secondes
Episode Artwork

#15 Vargar í Vestmannaeyjum

Hverjir voru þeir, hvers vegna komu þeir og hvaðan? Baldur og Flosi ræða einn þekktasta atburð Íslandssögunnar. Við vörum við óhugnaði.
26/08/20201 heure, 31 minutes, 52 secondes
Episode Artwork

#A2 Draugar forviða

Í þessum aukaþætti er sjónum beint að ástandi sem allir, bæði menn og málleysingjar, þekkja. Það getur verið gífurlega ánægjulegt en einnig svo átakanlegt að fólk býr þess aldrei bætur.
23/08/20201 heure, 17 minutes, 25 secondes
Episode Artwork

#14 Blöðruhlauparinn mikli frá Persíu

Hér ræða Baldur og Flosi ótrúlegar áætlanir afar undarlegs manns. Spurningin er: Er rétt að hindra draum einhvers í að verða að veruleika, ef allir aðrir sjá að þetta er algjört feigðarflan og óðs manns æði?
19/08/20201 heure, 11 minutes, 38 secondes
Episode Artwork

#13 Einvígið mikla 1917

Loftorrustur fyrri heimsstyrjaldar hafa verið litaðar miklum ljóma og flugmenn þóttu arftakar hinna gömlu riddara. Raunveruleikinn var þó grimmur og blóðugur. Í þessum þætti ræða þeir Baldur og Flosi lýsingu á loftorrustu frá manni sem sjálfur tók þátt í henni.
12/08/20201 heure, 13 minutes, 11 secondes
Episode Artwork

#12 Maðurinn í turninum

Hann kvartaði yfir sífelldum höfuðverk og hryllilegum hugsunum en læknar gátu lítið hjálpað. Að lokum tók hann hræðilega ákvörðun.
05/08/20201 heure, 9 minutes, 35 secondes
Episode Artwork

#11 Aleinn á hafsbotni

Vanalega bíður ekkert nema dauðinn þeirra sem sökkva með skipi niður á hafsbotn. Eða hvað?
29/07/202054 minutes, 54 secondes
Episode Artwork

#A1 Berfætti bandítinn

Í dag fer fyrsti óvænti aukaþáttur Drauga fortíðar í loftið. Hann er með aðeins öðru sniði en þættirnir hingað til en er engu að síður í fullri lengd, já og vel það. Í dag ræða Baldur og Flosi hann Colton Harris Moore sem er betur þekktur sem Berfætti bandítinn. 
26/07/20201 heure, 37 minutes, 30 secondes
Episode Artwork

#10 Stelpur í stríði

Orrustur og bardagar hafa löngum verið tengd við karlmennsku og konur taldar óhæfar í slíkt. Sagan sýnir þó aðra hlið á því.
22/07/20201 heure, 25 minutes, 50 secondes
Episode Artwork

#9 Elskaður faðir og morðingi

Hvernig bregst þú við ef kletturinn í lífi þínu er alls ekki það sem hann virtist vera? Athugið! Sumt í þættinum gæti valdið óhugnaði.
15/07/20201 heure, 26 minutes, 22 secondes
Episode Artwork

#8 Ísland: Helvíti á jörðu

Í þessum þætti ræða Baldur og Flosi svakalegustu náttúruhamfarir Íslandssögunnar og hnattræn áhrif þeirra.
08/07/20201 heure, 11 minutes, 42 secondes
Episode Artwork

#7 Dauðinn í háloftunum

Í ár eru 80 ár frá einni mikilvægustu orrustu seinni heimsstyrjaldar. Hverjir voru „hinir fáu“ og hvernig í ósköpunum tengist þungarokkssveitin Iron Maiden þessu?
01/07/20201 heure, 30 minutes, 15 secondes
Episode Artwork

#6 Í iðrum jarðar

Þáttur dagsins inniheldur engin morð né annað ofbeldi en efnið er þó óhugnanlegt, sorglegt og sérstaklega er fólk sem haldið er innilokunarkennd varað við.
24/06/20201 heure, 19 minutes, 21 secondes
Episode Artwork

#5 Hin eitraða Gloria

Í næsta þætti halda þeir Baldur og Flosi áfram að ræða um hverfulleika lífsins og hvort landbúnaður í Albaníu á sjötta áratug síðustu aldar geti mögulega verið efni í hlaðvarp. Aðal umræðuefnið verður þó afar dularfullt mál sem enn veldur mörgum heilabrotum: Hví fór skyndilega allt í bál og brand á bráðamóttöku í Bandaríkjunum eitt febrúarkvöld árið 1994?
17/06/202047 minutes, 40 secondes
Episode Artwork

#4 Sjóveikir breskir drengir hernema Ísland 1940

Hvað voru rúmlega 700 sjóveikir, breskir unglingar með alvæpni að aðhafast í Reykjavík snemma morguns þann 10. maí árið 1940? Hver var þýski SS-maðurinn í húsinu við Túngötu? Hvernig breyttu bakmeiðsli húsvarðarins Íslandssögunni? Þetta allt og meira til í Draugum fortíðar!
10/06/20201 heure, 24 minutes, 13 secondes
Episode Artwork

#3 Larry fer á flug

Í dag fjalla Baldur og Flosi um daginn sem Larry Walters lét sinn stærsta draum rætast eftir 20 ára þrotlausa bið. Þann 2. júlí árið 1982 tókst Larry loks á flug.
03/06/202045 minutes, 38 secondes
Episode Artwork

#2 Hinn dularfulli D. B. Cooper

Baldur og Flosi spjalla um eitt furðulegasta og djarfasta flugrán sögunnar. Hver var hann og hvað gekk honum til?
27/05/202048 minutes, 13 secondes
Episode Artwork

#1 Hvað gerðist í Dyatlov-skarði 1959?

Í fyrsta þætti af Draugum fortíðar skoða Baldur og Flosi eitt óhugnanlegasta, sorglegasta og dularfyllsta mál síðustu aldar. Óþekktir náttúrukraftar? Rauði herinn? Geimverur? Hvað gerðist eiginlega eina kalda febrúarnótt í Rússlandi árið 1959?
27/05/202043 minutes, 4 secondes