Winamp Logo
Já elskan Cover
Já elskan Profile

Já elskan

English, Comedy, 1 season, 128 episodes, 4 days, 23 hours, 38 minutes
About
Ef þig langar að hlusta á eitthvað smá uppbyggilegt, pínu fyndið og sturlað skemmtilegt þá ertu á réttum stað! Kristjana Benediktsdóttir og Ingibjörg Ásta Bjarnadóttir leiða ykkur í gegnum allt og ekkert.
Episode Artwork

127. PIP brjóstapúðamálið

Á árunum 2000-2010 fengu um 400 íslenskar konur brjóstafyllingar frá framleiðandanum Poly Implant Protése eða PIP brjóstapúðar. Það sem þessar 400 konur áttu sameiginlegt var að þær vissu ekki að notað var iðnaðarsílikon í brjóstapúðana í staðin fyrir læknisfræðilegt sílikon.
1/18/202458 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

126. Helena - ”Þar kynntist maður viðbjóði manneskjunnar”

Helena Jónsdóttir er mögnuð fyrirmynd sem hefur farið í um 8 verkefni fyrir Lækna án landamæra. Hún vann á spítala í Afganistan þangað til eina nóttina þegar hún fékk tilkynningu um neyðarrýmingu af því að bandaríski herinn var að fara að sprengja spítalann upp. Hún vann í Cairo á viðbragðsmiðstöð fyrir þolendur kynferðisofbeldis og pyntinga. Hún vann í Yemen á ungbarnadeild þar sem hungursneyð varð ungabörnum að falli. Helena lýsir því hvernig þú ert undirbúin áður en þú ferð í verkefni, hvernig Læknar án landamæra virka, hvernig fjölskylda og vinir heima díla við þetta og margt annað. Þið getið fundið hana á Linkedin og fengið ráðleggingar hjá henni ef þið hafið áhuga á að vinna í mannúðar-bransanum. Þið getið líka fundið upplýsingar um fyrirtækið hennar á: https://mentalradgjof.is/
11/29/20231 hour, 13 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

125. Sleep paralysis.. eða hvað?

Natan kíkti í heimsókn til mömmu sinnar í nokkra daga. Þau áttu góðan tíma saman, elduðu góðan mat, hlógu og nutu samveru hvors annars. Síðustu nóttina þá upplifði Natan það sem hann þekkti sem Sleep paralysis. En var þetta sleep paralysis eða var þetta eitthvað annað? Endilega túniði inn með okkur stöllum og komiði með okkur í langferð um draugaslóðir. Ps. Sá einhver Kristjönu í Landanum?
11/18/20231 hour, 7 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

124. Snapchat vísbendingin

Það þurfti bara eitt screenshot af Snap Maps til að vinda ofanaf hrottalegu morði á hjónum í blóma lífsins. Say no more. Myndir á instagram!
10/26/20231 hour, 2 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

123. Banvænt Live stream

Nasubi var tvítugur grínisti frá Japan sem þurfti að þola hræðilega einangrun í 15 mánuði. Hann var nýútskrifaður úr menntaskóla og var að reyna að meika það í skemmtanabransanum, þegar hann fór í prufur fyrir raunveruleikaþátt sem átti eftir að breyta lífi hans. Nasubi þurfti að þola hræðilega kúgun og misrétti, en hinum megin við sjónvarpskjáinn hló og skemmti sér heil þjóð af því að jú, öll Japan fylgdist með honum. Myndir og myndbönd á Instagram!!
10/18/20231 hour, 8 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

122. Dauðvona höfundur Greys Anatomy

Elisabeth Finch var einn af 17 handritshöfundum Greys Anatomy en á meðan hún skrifaði fyrir Greys gekk hún í gegnum mikil veikindi og áföll í persónulega lífinu og notaði þau sem söguþráð í þættina. En var hún dauðvona? Myndir og fleira á instagram!
10/12/202350 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

121. International Girl Watching Society

International Girl watching society var í alvörunni til. Karlmenn hittust, fylgdu ákeðnum reglum og horfðu á stelpur. Það fór svo allt úr böndunum þegar ein super bomba mætti á Wall Street, 21 árs gömul stelpa sem gerði ekkert annað en að labba í vinnuna. Kíkið á instagram fyrir myndir - Já elskan
10/5/20231 hour, 4 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

120. Lets not meet

Ingibjörg er á faraldsfæti eins og vanalega og því er þátturinn símaþáttur en hann er samt ekki af verri endanum; r/LetsNotMeet: A place to read spine-tingling, unusual, terrifyingly true stories about people you never want to meet again.
9/28/20231 hour, 17 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

119. Bavaria Village - Kommúna frá helvíti

Colonia Dignidad sem seinna fékk nafnið Bavaria Village var einangruð byggð í Chile sem leit út fyrir að vera paradís en þar sem hryllingur átti sér stað bakvið luktar dyr. Enginn komst þaðan út né inn, börn voru tekin af foreldrum sínum og ofbeldi, pyntingar og morð voru þar daglegt brauð. Maðurinn á bak við þetta var hrottalegur Þjóðverji sem flúði til Chile undan ásökunum um kynferðisofbeldi gegn börnum. Ekki missa af ferðalagi dagsins eða eins og Jón nokkur Ársæll sagði fyrr á dögunum, komiði með okkur.
9/7/20231 hour, 19 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

118. MK-Ultra - Hugarstjórnun CIA

MK-Ultra Project var verkefni á vegum CIA sem snerist um það að eyða algjörlega huga fólks og endurforrita hann. Meðferðirnar sem notaðar voru voru til dæmis að setja fólk í dá með ofskömmtun lyfja og spila fyrir þau á repeat "mamma þín hatar þig". Fórnarlömbin vissu ekki að þau væru tilraunardýr. Klikkað.
8/29/202358 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

117. Svifvængjaflugslys

Ewa Wiśnierska var í svifvængjaflugi þegar hún lendir í ómögulegu uppstreymi þrumuskýs. Ewa finnur ísél á stærð við appelsínur dynja á sér og verður naumlega fyrir eldingum. Hún skýst ofar en skýin, missir meðvitund og frýs næstum í hel. Þetta er ótrúlega sagan af Ewu og hvernig hún barðist við að lifa af í skýjunum þar til….. Við stöllur erum mættar aftur á fóninn, í þetta skiptið erum við back for good. Við erum hættar að tjilla á sundlaugarbökkum en segjum frá afdrifaríkum síðastliðnum mánuði, eða frá því að við heyrðumst síðast. Við söknuðum ykkar.
8/22/202351 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

116. Stórslysið í Karabískahafinu

Fyrir rúmu ári síðan, þann 25. febrúar, lentu 5 kafarar í stórslysi þegar þeir voru við störf í Karabískahafinu. Þeir mættu þennan morgunn alsaklausir í vinnuna en aðeins einn komst aftur heim til fjölskyldunnar sinnar. Video á Instagram - Já elskan Við hættum að spjalla á 36 mínútu ef þú nennir ekki að hlusta á ramblið í okkur.
6/21/20231 hour, 15 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

115. Blæti sem leiðir til dauða

🚨 Ekki fyrir viðkvæma - þessi þáttur inniheldur lýsingar á pyntingum, morði og barnaklámi.  Sharon Lopatka var með óvenjulegt blæti. Hún vildi ekkert meira en að fá hina endanlegu fullnægingu með því að vera pyntuð og drepin. Í þessum þætti gluggum við inn í heilan á Sharon og förum yfir það hvernig kynferðisleg löngun hennar þróaðist með árunum. 
6/15/20231 hour, 15 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

114. Barnið sem fannst 51 ári síðar

Melissu Highsmith var rænt aðeins 22 mánaðar gamallri. 51 ári síðar eða þann 28. nóvember síðastliðinn fannst hún.  Myndir á instagram!
6/9/20231 hour, 23 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

113. Histeríur

Ingibjörg fer yfir ótrúlegar histeríur í einum stuttum og sykursætum þætti. Það er svo sem ekkert meira um það að segja en þið eruð best takk bæ.
6/2/202321 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

112. WE ARE BACK

Lastu fyrirsögnina eins og við værum að öskra hana? Það er gott því við erum svona peppaðar að vera mættar aftur eftir langa pásu. Þessi pása var svo atburðarík að við ákváðum að við þyrftum að tileinka heilum þætti í gott spjall um hvað við vorum að bralla. Its good to be back
6/2/20231 hour, 10 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

111. Hjúkrunarfræðingurinn sem drap

Sjúkraliði eða hjúkrunarfræðingur? Skiptir ekki máli, hann gerði alltof mikið af hlutum sem hann átti alls ekki að gera og alltof margir frískir sjúklingar enduðu í öndunarstoppi þegar hann var á vakt. Tilviljun?
2/22/20231 hour, 49 seconds
Episode Artwork

110. Hvarf þýsku fjölskyldunnar í Death Valley

Hæ hæ stelpur! Þetta erum við stelpurnar í Já elskan. Þátturinn í dag fjallar um Þýska fjölskyldu sem hvarf sporlaust í Death Valley í Californiu árið 1996. 13 árum seinna kom í ljós hvað kom fyrir í raun og veru. Matarsmökkunarmyndband á instagram!
2/12/20231 hour, 8 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

109. TIFU - okkar sögur

Það er laugardagskvöld. Við stöllur keyptum okkur kínverskan mat, kveiktum á kertum og settumst við micinn. Í þessum þætti af Já elskan hlæjum að misförum hvor annarrar. Today I Fucked Up - okkar edition. Ha, var landsleikur?
1/15/20231 hour, 2 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

108. Brynhildur rænd á Tene

Brynhildur Karlsdóttir er höfundur af Já elskan intro laginu, tónlistarkona, sviðslistahöfundur, kjánaprik og reglulegur gestur Já elskan. Þið munið kannski eftir henni í 93 þætti af Já elskan "Flo appið virkar ekki" en þar misstókst henni að nota Flo appið sem getnaðavörn, eins og fleirum reyndar.. Í dag mætir hún til leiks, nú nýbökuð móðir með brjóstaþoku. Brynhildur ræðir jólabrasið (eða skortinn því á) og leggur línurnar fyrir komandi ár. 
1/5/20231 hour, 23 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

107. Dráttarbíllinn

Klámvísur, klámsjúkrabíll, EmmsjéGautaKlám, klámvírusar, klámbrandarar, klám klám klám en líka jól í þættinum í dag. Happy quismos
12/8/202259 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

106. Catfish

Þetta er saga um konu sem heitir Kirat Assi og mann sem heitir Bobby. Sagan fjallar um það hvernig Bobby stjórnaði Kirat í yfir 10 ár, eyðilagði ferilinn hennar, vinasamböndin hennar og möguleikann hennar til að eignast fjölskyldu. Þetta byrjaði sem ástarsaga sem endar í hryllingi. Þetta er stærsta catfish atviki sem að sögur fara af.
11/27/20221 hour, 35 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

105. Morðinginn í Waukesha skrúðgöngunni

Þann 21.nóvember keyrði Darrell Brooks inn í skrúðgöngu eftir að hafa rifist við fyrrverandi kærustu sína með þeim afleiðingum að 6 létu lífið og tæplega 70 slösuðust alvarlega. Myndir og myndbönd á instagramminu - Já elskan
11/20/20221 hour, 59 seconds
Episode Artwork

104. Fanginn í Norður Kóreu

Otto Warmbier var 21 árs gamall nemandi frá Bandaríkjunum sem hafði einstakan áhuga á því að ferðast á staði sem mamma þín vill ekki að þú farir á. Hann fer með vinum sínum til N-Kóreu þar sem ein lítil mistök breyta lífi hans að eilífu
11/9/20221 hour, 20 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

103. Chillingham Kastali

Chillingham Kastali var eitt sinn klaustur sem fékk svo seinna meir annan tilgang. Þar bjó maður að nafni John Sage, aka John Dragfoot, sem hafði þann eina tilgang að pynta fólk til upplýsingasöfnunar. Hann notaði pyntingaraðferðir á borð við The Cage, Iron Maiden og The Rack og naut þess til hins ýtrasta. Í dag er ekkert nema bullandi draugagangur í kastalanum og ÞÚ getur farið og skoðað hann (en þá þarftu að eiga fyrir flugi, gistingu og uppihaldi)
11/2/202248 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

102. Barnarán og barnalán

Júlía Tómasdóttir er kynnt til leiks í þessum þætti af Já elskan 🥰 Því næst tekur við hryllingssaga um stærsta barnarán í sögu Californíu... til þess að halda í barnaþemað. 
9/28/20221 hour, 2 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

101. Hryllingurinn í Soka skógi

Árið 2014 hvarf ungur strákur af götum Ibadan borgar í Nígeríu. Vinir hans fá símtal frá honum þar sem honum hafði verið rænt. Leitin að honum uppljóstraði hrylling sem hafði átt sér stað djúpt inn í Soka skógi í 10 ár. Þessi er vel bloody... 
8/11/202253 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

100. AFMÆLIS AITA

Í þessum HUNDRAÐASTA þætti drögum við úr gjafaleiknum og hendum svo í góðan Am I the asshole!! 
7/27/202255 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

99.5 Gjafaleikur

Næsti þáttur verður þáttur númer 100 og hvernig er eiginlega betra að fagna því en með gjafaleik??  Og svo getum við auðvitað ekki hætt að tala þannig þessi örstutti kynningarþáttur á gjafaleiknum endaði í 45min spjalli. Hvern langar ekki að vera með skærhvítar tennur með glænýjan flottan bakpoka í ferðalagi og koma svo heim og sjá fallegt plakat af Gleym-mér-ei jurtinni?  Takk Hrím Hönnunarhús fyrir að taka þátt í þessu með okkur!! Kíkið á okkur á Instagram: Jaelskan - þar förum við yfir reglurnar
7/20/202246 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

99. Bohemian Grove - Sumarbúðir elítunnar

Bohemian Grove mætti líkja við sumarbúðir fyrir volduga og ríka karlmenn. Þeir koma saman einu sinni á ári og eyða tveimur vikum saman á stóru landsvæði sem kallast Bohemian Grove. Samkvæmt þeim er þetta bara chill og næs með bjór en samkvæmt fyrrverandi meðlim þá eru haldnar stórfurðulegar seremóníur þar sem þeir klæða sig í rauða sloppa, syngja lag og henda beinagrind úr við í eld. Dæmi um meðlimi eru allir Repúblikana forsetar síðan 1923 eins og George Bush, Richard Nixon - og hver veit nema Trump hafi verið þarna líka? Þetta er eitt stórt WTF? Ps. Textinn er; "You make me happy when skies are gray" - 0 stig á okkur báðar
7/8/202255 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

98. Teal Swan - Cult leader

Teal Swan er andlegur leiðtogi sem er með milljónir fylgjenda. Private Investigator fer að rannsaka hana og kemst að því að þetta er cult. Warning: mikið rætt um sjálfsmorð og misnotkun á börnum.
6/23/20221 hour, 21 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

97. Johnny Depp vs. Amber Heard

Enn eitt podcastið með sitt take á þetta dómsmál.. en við spjöllum sérstaklega skemmtilega um það, lofa. Ert þú meiri Amber eða Johnny manneskja?
6/10/20221 hour, 18 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

96. Yuba County Five

Yuba county five voru 5 bestu vinir sem fóru saman á körfuboltaleik í næsta bæ og sáust aldrei aftur á lífi. Vinirnir keyrðu í allt aðra átt en þeir áttu að fara, fóru út úr bílnum í miðju skóglendi og gengu af stað inn í skóginn. Þetta skrítna mál er viðfangsefni þáttarins að þessu sinni ásamt Tene sögum frá Krissu Rokk. Instagram: jaelskan
5/28/202240 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

95. AITA - Stebbi edition

Hinn alræmdi Stefán Gunnlaugur úr Ekkertaðfréttapodcast fór með okkur yfir mikilvægustu spurningu dagsins - hver er rasshausinn/Am I the Asshole?  Allar kvartanir berast á [email protected] 
5/11/20221 hour, 33 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

94. Illa planaða bankaránið

Þú hefur væntanlega séð Love Actually eða The Holiday.. þetta er bankaránsútgáfan af því, fyrir utan það að einstaklingarnir sem komu að bankaráninu klúðruðu öllu sem þau gátu mögulega klúðrað. Afleiðingarnar voru sprengjuárás á McDonalds bílastæði og lík í frystikistu.
4/27/20221 hour, 1 minute, 52 seconds
Episode Artwork

93. Flo appið virkar ekki

Brynhildur Karlsdóttir mætir til leiks með okkur þessa vikuna með stærri vömb en vanalega. Kristjana og Brynhildur treystu á Flo appið með þeim afleiðingum að þær ganga nú um götur Reykjavíkur eins og mörgæsir. 
4/14/202257 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

92. CIA miðillinn

Joseph McMoneagle er miðill sem hefur starfað fyrir CIA, DIA, SNA, DEA, Secret Service og FBI. Hann stundar það sem kallast remote viewing og var með yfir 80% success rate. Æskan hans var hins vegar erfið og það eru mörg áföll sem geta útskýrt heilabilun eða opnun á aðra vídd?
4/6/20221 hour, 4 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

91. Kaffið sem olli lögsókn

Stella Liebeck fór í lúguna á McDonalds, keypti sér saklausan kaffibolla í morgunmat og lagði bílnum. Þegar hún var búin að setja sykurinn og rjómann í bollann þá hellti hún kaffibollanum yfir sig. 88 gráðu heita kaffið bræddi buxurnar sem límdust við húðina hennar og gera þurfti stórar aðgerðir til að laga brunasárið og koma henni úr lífshættu. Kristjana sötrar skítvolgt decaf sull á meðan hún rennir yfir staðreyndir málsins. 
3/31/202240 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

90. Elan - Heimavistarskóli djöfulsins

Elan skólinn var heimavistarskóli fyrir vandræðaunglinga. Reglurnar sem að krakkarnir þurftu að fylgja voru hreint út sagt ógeðslegar. Þau voru beitt andlegu og líkamlegu ofbeldi og lýsingarnar sem koma frá fyrrum nemendum eru ótrúlegar. Skólinn var starfrækur í 41 ár og honum var ekki lokað fyrr en 2011.
3/17/20221 hour, 9 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

89. Dauðadagur Mac Millers

Mac Miller var ekki bara heimsfrægur rappari heldur var honum lýst sem góðhjörtuðum dugnaðarforki sem kom til dyranna eins og hann var klæddur. Frægðinni fylgdi hins vegar mikil fíkniefnaneysla on og off sem að lokum dró hann til dauða. Hann lést af völdum of stórs skammts af fíkniefnum en krufningin leiddi hins vegar annað í ljós.  
3/10/202256 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

88. Gjörningar Marinu Abramovic

Marína Abramovic eða "the grandmother of performance art". Í þessum þætti förum við yfir ævi Marínu þar sem hún hefur sett upp allskyns listagjörninga - sumir hrottalegir og ótrúlegir. Eftir að þið hafið hlustað á þáttinn þá verðið þið að horfa á þetta myndband (frá 1:14) (alls ekki horfa á þetta fyrir þáttinn): https://www.youtube.com/watch?v=OS0Tg0IjCp4&ab_channel=GMazz Ps. Stórar fréttir í upphafi þáttar
3/2/202249 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

87. Hryllingur Turpins fjölskyldunnar

Jordan Turpin var 17 ára gömul þegar hún flúði heimili sitt að morgni 14. janúar árið 2018. Hún og 12 systkini hennar bjuggu við hrottalegt heimilisofbeldi þar sem þau voru hlekkjuð niður í rúmin sín, beitt líkamlegu og andlegu ofbeldi og læst inni í hundakofum.. allt skv. biblíunni sögðu foreldrarnir.
2/24/202255 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

86. Gjaldþrota lottóvinningshafinn

William Post “Bud” lenti í lukkupottinum um fertugt þegar hann vann næst stærsta lottóvinning sem nokkur hafði unnið í Pensilvaníu árið 1988. Hann fór á eitt ruglaðasta shopping spree sem sögur fara af og þrátt fyrir að eiga von á 200 milljónum á hverju ári í 26 ár, þá tókst honum að eyða öllu og langt umfram það á aðeins 8 árum. Sagan af Bud er sorgleg en samt smá sæt líka. Takk GUM fyrir að halda tannheilsunni okkar í lagi Myndir á gramminu!
2/10/202242 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

85. BA 5390 - Mayday

10. júní 1990 var örlagaríkur dagur í lífi farþega og flugáhafnar sem voru á leiðinni til Málaga á Spáni. Nokkrum mínútum eftir að flugvélin tók á loft losnaði einn gluggi í flugstjórnarklefanum sem endaði með því að flugstjórinn fauk út og festist á þaki flugvélarinnar... the rest is in the episode. Takk GUM fyrir að sponsa þennan þátt!
2/2/202247 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

84. Dyatlov Pass atvikið

10 ungmenni lögðu af stað í leiðangur í Rússlandi árið 1959 en þegar þau höfðu ekki skilað sér eða látið heyra í sér nokkrum vikum seinna fóru leitarteymi af stað. 9 af þeim fundust látin en dánarorsök eru enn óljós.. Einhverjir fundust þar sem búið var að rífa tungu, varir, augu og fleira úr og af en formleg dánarorsök var ofkæling. Hvernig í fjandanum?
1/27/20221 hour, 2 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

83. Síðasti dagur Díönu prinsessu

Þann 31. ágúst 1997 lést Díana prinsessa í bílslysi. Það var allt stórfurðulegt við þetta bílslys sem átti sér stað í göngum í París. Af hverju virkuðu ekki eða var slökkt á öllum þessum 14 eftirlitsmyndavélum sem voru í göngunum? Af hverju fór sjúkrabíllinn ekki beint með hana á spítalann heldur keyrði löturhægt og stoppaði nokkrum sinnum á leiðinni? Ansi margt fór úrskeiðis þetta kvöld sem við vinkonur ræðum í þaula í þessum þætti.  Myndir á Instagram
1/19/20221 hour, 10 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

82. The Kursk og kafbátaslysið

Miði fannst á hafsbotni sem að lýsti hryllilegri upplifun þeirra 113 manns sem skipuðu áhöfnina í Rússneska kafbátnum, the Kursk. Miðinn lýsir því hvernig áhöfnin sat föst á botni Barentshafs í 9 daga. Myndir á gramminu! Þessi þáttur er í boði GUM, við vinkonur erum sérstaklega spenntar fyrir rafmagnstannburstanum frá þeim, GUM Sonic ActiVital.
1/13/202253 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

81. Lyfjarannsóknin sem fór úrskeiðis

Fyrir nokkrum fáeinum stuttum örlitlum árum síðan var gerð saklaus lyfjarannsókn í London á 8 karlmönnum. Hún var ekki sauklausari en það að 6 af þeim enduðu með líffærabilanir og 2 í öndunarvél. Brútal dæmi
1/5/20221 hour, 1 minute, 19 seconds
Episode Artwork

80. Rammstein

Bliðgunarkennd bandaríkjamanna, dildóar og eldvörpur. Við spjöllum um þegar Rammstein tröllreið öllu.
12/18/20211 hour, 4 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

79. Bobby Fischer - Gyðingahatur og Ísland

Bobby okkar Fischer, Fischer okkar Íslendinga átti erfitt uppeldi og stórfurðulegt líf sem innihélt meðal annars fleiri fleiri milljónir dollara í verðlaun, fangelsi í Japan, gyðingahatur, heimsókn til Íslands og síðar ríkisborgararétt en fyrst og fremst einstaka hæfileika í skák. Hlustið og þér munuð heyra.
12/8/202152 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

78. Halastjörnu hysterían

Árið 1909 fylltust bandaríkjamenn ofsahræðslu þegar risastór halastjarna með eitruðu gasskýi stefndi á jörðina. Margir leituðu af skjóli í neðanjarðarbyrgjum á meðan aðrir vörðu tímanum með fjölskyldu og fóru með bænir en öfgatrúarflokkar nýttu sér tækifærið og færðu mannfórnir til þess að hrekja halastjörnuna á brott. What the truck? 
12/1/202151 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

77. Am I the a*hole pt.2

Við erum mættar aftur með reddit þráðinn Am I the asshole sem er bara ein stór skemmtun. Það er ennþá meiri skemmtun þegar þið eruð með okkur í pælingunum um hvort hinir og þessir séu hálfvitar eða ekki.
11/25/20211 hour, 25 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

76. 9/11 - Hetjusaga?

Við vitum öll hvað gerðist 11. september 2001 en Tania Head veit allt. Hún var ein af 18 manns sem lifði af þegar suðurturninn hrundi í World Trade Center. Sagan hennar er ótrúleg, kannski of ótrúleg?
11/17/20211 hour, 51 seconds
Episode Artwork

75. 10 cent beer night

Cleveland Indians aðdáendur fylltust æsingi þegar þeir heyrðu af því að bjórinn átti að vera á 10 cent á næsta hafnaboltaleik á móti Texas Rangers. Leikurinn hófst með saklausri brjóstasýningu og endaði í hópslagsmálum. Það sem gerðist þar á milli er saga sem þið verðið að heyra. Þetta er frásögn af engum venjulegum íþróttaleik, enda vitum við ekkert um íþróttir.  
11/10/202155 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

74. Hrollvekja í Heiðmörk pt.2

Það er spooky season sem þýðir bílferð í Heiðmörk til þess að gera spooky þátt ennþá meira spooky. Við vorum með hroll niður í vajayjay í þessum tveimur pörtum af hrollvekjusögum.   
11/3/202135 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

73. Hrollvekja í Heiðmörk pt.1

Það er spooky season sem þýðir bílferð í Heiðmörk til þess að gera spooky þátt ennþá meira spooky. Við vorum með hroll niður í vajayjay í þessum tveimur pörtum af hrollvekjusögum.  Ps. Eitt rosalegt spooky sound clip í byrjun (sem fékk ekki að fljóta með í pt.2)
11/3/202157 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

72. Cheesman park

Cheesman park er einn flottasti almenningsgarður Bandaríkjanna en undir honum liggja rúmlega 2000 lík. Í garðinum hafa sést börn á hjólum með keðjur í eftirdragi, maður í læknaslopp með brotinn kjálka og útataður í blóði, ásamt öðru spooky stuffi sem við ætlum ekki að spilla hér.
10/20/202150 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

71. Playboy

Við stöllur förum yfir sögu Playboy í þætti vikunnar. Úr því að vera strögglandi klámblað yfir í það að vera fjölþjóðlegt skemmtanafyrirtæki sem var virði 200 milljón bandaríkjadollara. Hugh Hefner og Bobby Arnstein aðstoðarkona hans verða bendluð við stórt eiturlyfjasmygl sem á sér sorglegan enda.  Við byrjum á Playboy á 12:50
10/14/202159 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

70. Slímrigningin í Oakville

Árið 1994 byrjaði skyndilega að rigna slími yfir heilann bæ í Washington ríki. Ógleði, svimi, óskýr sjón og alvarleg veikindi voru þau einkenni sem hrjáðu íbúa eftir að þeir komust í snertingu við slímið.. stórundarlegur atburður sem við ræðum í þaula. Hættum að baula í þaula á 13:25 
10/6/202142 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

69. Marilyn Monroe

Marilyn Monroe var one hell of a Kona. Hún átti klikkaða æsku sem fáir kæmust heilir úr. Karlmenn tuskuðu hana til en alltaf stóð hún aftur upp. Mögnuð. hehe þáttur númer 69 - Myndir á instagram!
9/29/20211 hour, 6 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

68. Nafnlausar játningar

Anonymous confessions er þráður á reddit sem inniheldur ótrúlegustu játningar fólks. Játningar sem hefðu annars aldrei litið dagsins ljós nema af því þær eru nafnlausar.  Hin trúlofaða Brynhildur Karlsdóttir er mætt með okkur frá Póllandi = umræðuefni hefst á 22:41  
9/24/20211 hour, 3 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

67. Fyrsta blikið - ”Sorrý pabbi”

Sandra Sif Agnarsdóttir er Bárðardalsmær sem að tók þátt í stefnumótaþættinum Fyrsta Blikið. Hún fer með okkur á bakvið tjöldin og gefur okkur the gory but great details. Voru þau i samskiptum eftir þáttinn? Var koss? Fóru þau ein heim? …Tune in for some hot gossip
9/15/202143 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

66. Talídómíð börn

Talídómíð er lyf sem var upphaflega hannað til þess að minnka morgunógleði hjá ófrískum konum. Nokkrum árum síðar höfðu fæðst um 15þúsund vansköpuð börn. Lyfjafyrirtækið Grunenthal neitaði öllu og hélt áfram að auglýsa lyfið þrátt fyrir endalausar tilkynningar. Umræðuefnið byrjar á 8:25 Myndir á Instagram!
9/8/202147 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

65. Fegurðarsamkeppni barna

Við systur erum mættar spenntar að rabba við ykkur um himinn og hafið, banana, olnboga og vatnsrennibrautagarða. Viðfangsefni þáttarins byrjar á 12:05: Barna fegurðarsamkeppnir, þar sem hárlengingar, mikill farði, gervitennur, háir hælar, kokteil kjólar og eggjandi dans gefa flestu stigin. Í þessu þætti fylgjum nokkrum keppendum í slíkum fegurðarsamkeppnum og snarklikkuðu mæðrum þeirra. ATH oggupons bilun í þættinum, ef þið takið eftir því 
9/2/202155 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

64. Sértrúarsöfnuður Hitlers

Við vinkonur sprengjum allar æðar í höfðinu á okkur á meðan við klórum okkur fram úr nasisma en að sjálfsögðu með skemmtilegu cult ívafi. Við erum á instagram: Jaelskan - tjékkitout
7/28/202131 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

63. Miðilsfundir

Við fengum aðsend handrit frá miðilsfundum sem fóru fram í apríl/maí 2021. Á miðilsfundunum komu fram ýmsir þjóð- og heimsþekktir karakterar. Við förum yfir það sem fjórir fráliðnir einstaklingar höfðu að segja og veltum steinum í leiðinni. Búið ykkur undir eitt stykki háfleygan þátt. 
7/21/202143 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

62. Foreign Accent Syndrome

Hvað myndiru gera ef þú myndir vakna einn daginn með breskan hreim? eða jafnvel kínverskan? Foreign Accent Syndrome er heilkenni sem er til í alvörunni og Karen er ein af þeim sem er bara frekar ánægð með nýja breska hreiminn sinn. 
7/14/202134 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

61. Am I The Asshole

Am I The Asshole er reddit þráður þar sem fólk spyr spurningar lífsins og við veltum okkur upp úr þeim.  Fyrir meira content, hér er linkur: https://www.reddit.com/r/AmItheAsshole/ 
7/7/202159 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

60. Near death experience

Þetta er fyrsti þátturinn í þriggja þátta seríu um líf eftir dauðann. Near death experience eða nærri dauða upplifun er þegar fólk fer á annað tilverustig á meðan hjartað þeirra er stopp. Þú flýtur út úr líkamanum þínum og horfir niður á þig á meðan læknar reyna að hnoða þig til lífs. Það gætu komið til þín fráliðnir ættingjar eða þú getur séð stórkostlegar verur sem uppljóstra leyndarmálum heimsins. Því næst sérð þú göng og á hinum endanum skært hvítt ljós. Það er eitthvað á hinum endanum sem dregur þig að því og skyndilega opnaru augun. Þú ert komin aftur í líkamann þinn. Í næstu viku fáum við til okkar mann í viðtal sem að segir okkur frá þessu betur.
6/30/202145 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

59. Morðið í sæluhúsinu

Tvær franskar systur koma til Íslands til þess að ferðast um landið á puttanum en ferðalagið tekur skarpa beygju þegar græni Benzinn stoppar úti í vegkannti og þær fá far í næsta sæluhús. Myndir á instagramminu! Ingibjörg á líka afmæli í dag þannig þið knúsið hana með olnboganum (útaf covid) ef þið sjáið hana!  
6/23/202138 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

58. Rottubörnin í Pakistan

Rottubörnin í Pakistan eða Rat children of Shah Daulah eru börn sem fæðast heilbrigð en eru gefin af foreldrum sínum til glæpagengja um leið og þau fæðast. Glæpagengin setja járngrímur utan um hausinn á þeim í þeirri von um að höfuðið hætti að vaxa. Börnin fá því mjög sérkennilegt útlit og þannig geta glæpagengin sent þau á göturnar til þess að betla…
6/16/202146 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

57. Týnda prinsessan

Sagan um Princess Latifu byrjar á 21:05. Princess Latifa er dóttir leiðtoga Dubai, Sheikh Mohammed. Latifa er haldið nauðugri af pabba sínum eftir að hún reyndi að flýja land í tvígang. Latifa og systir hennar, Shamsa, hafa þurft að upplifa mikið ofbeldi af höndum föður þeirra en systir hennar hvarf af dularfullum ástæðum árið 2000. Latifa flúði 40 km á uppblásnum bát en á móti henni tók indverska landhelgigælsan, byrlaði henni og flaug henni aftur til Dubai þar sem hún er í einangrun og sætir pyntingum. Eftir að síma var smyglað inn til hennar þá hafði hún tök á því að kalla eftir hjálp. Hvar er Latifa í dag?
6/9/20211 hour, 2 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

56. Munchausen Syndrome

Munchausen syndrome by proxy er heilkenni sem þú vilt ekki verða í vegi fyrir, þú gætir dáið. 
5/27/202156 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

55. Polybius - Leikurinn sem drap

Snemma á níunda áratugnum voru spilakassar mjög vinsælir út um allan heim. Árið 1981 kom út leikur sem hét Polybius. Leikurinn var mjög vinsæll, það mynduðust oft langar raðir fyrir framan spilakassann og oft brutust út slagsmál. Spilarar fóru fljótt að finna fyrir aukaverkunum eins og minnisleysi, svefnleysi, martröðum og ofskynjunum. Aðeins mánuði seinna hvarf leikurinn og öll ummerki um hann en aukaverkanirnar gerðu það ekki. Leikurinn á sér mjög svarta sögu og er partur af eitthverju miklu stærra.
5/19/202147 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

54. Mannorð vs. Ofbeldi

Við förum í aðra átt í þessum þætti og spjöllum um #metoo og allt sem hefur verið í gangi undanfarna viku. 
5/13/202156 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

53. Bankaránið í Banco Rio

Brynhildur okkar eina sanna er með okkur aftur þegar við förum yfir bankarán aldarinnar. 
5/6/202141 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

52. Afmælisþáttur

1 ár af Já elskan og Brynhildur er að fagna með okkur! Extra spice
4/28/20211 hour, 18 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

51. Russian Sleep Experiment

The Russian Sleep Experiment var tilraun til þess að láta fimm fanga vaka samfleytt í 30 daga. Eftir 5 daga voru þau farin að sýna ummerki um ofsóknarbrjálæði og svo urðu dagarnir þar á eftir sannkallað helvíti á jörðu. Við mælum ekki með að hlusta ef þið eruð viðkæm fyrir gruesome lýsingum.  Instagram: Jaelskan
4/19/202140 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

50. S21 & Killing Fields

Í borgarastyrjöldinni í Kambódíu árin 1967 - 1975 var eitt banvænasta fangelsi í heimi starfrækt. Fangelsið hét S21 og af þeim 15,000 -20,000 föngum sem voru vistaðir þar, lifðu aðeins 12 það af. Fólk var sett í fangelsið fyrst og fremst fyrir grun um pólitíska andstöðu, en svo voru enn aðrir teknir fyrir að vökvaði ekki plöntur, að líta út fyrir að vera of klár, ef þú talaðir annað tungumál eða ef þú borðaðir á milli matmálstíma. Við vörum fólk við hrottalegum lýsingum af pyntingum. Myndirnar eru allar teknar af Kristjönu þegar hún heimsótti svæðið árið 2015.
4/12/202146 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

49. Stargate Project

ESP eða Extrasensory Perception er fræðilegt heiti yfir sjötta skilningsvitið. NASA og CIA fjármögnuðu 23 ára rannsókn, Stargate project, þar sem hermenn voru þjálfaðir upp í það að að verða miðlar með aðferð sem kallast remote viewing. Þjálfuðum miðlum tókst að lýsa umhverfi eða fólki hvar sem er í heiminum, í framtíðinni eða í fortíðinni. Þetta varð til þess að remote viewing varð að hernaðarlega mikilvægu vopni. Hver sem er getur þróað með sér miðlahæfileika með þessari aðferð, þetta er jafn náttúrúrulegur hæfileiki og að heyra eða sjá. Sjáðu hvort að þú værir góður Remote viewer með því að prufa – appið heitir ESP Trainer.
3/30/202152 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

48. Humi - "Ég var í maníu í tvö ár" Pt.2

Í þessum þætti heyrum við frá því þegar Humi greindist og hvernig honum tókst að ná sér niður á jörðina eftir áralanga baráttu við geðhvarfasýki. Þessi mikli snillingur talar af einstakri einlægni og við getum svo sannarlega öll dregið lærdóm af frásögninni hans. Þetta er annar hluti af ævintýrum Huma. Ps. hljómsveitin hans heitir Urmull og Kraðak, tjékkið á þeim á Spotify og YouTube!
3/22/202136 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

47. Humi - "Ég var í maníu í tvö ár" Pt.1

Humi hefur einstaka reynslu af maníum, þunglyndi, öfgafullu ímyndunarafli og skrautlegum uppástungum. Hann var sölumaður hjá Kaupþing í bullandi maníu og læddist svo út á nóttunni til að tala við geimverur út í haga.  Þetta er fyrsti hluti af ævintýrum Huma. Ps. hljómsveitin hans heitir Urmull og Kraðak, tjékkið á þeim á Spotify og YouTube!
3/22/202137 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

46. Reimdi kastalinn

Houska Castle var byggður á 13 öld í Tékklandi eða Bohamia eins og það hét þá. Kastalinn var byggður ofan á gjá sem íbúar töldu vera hlið að helvíti og var byggður til þess að halda illum öndum inni. Nazistar hertóku kastalann í seinni heimstyrjöldinni en í lok stríðsins brenndu þau öll gögn um hið yfirnáttúrlega sem þau höfðu sankað að sér. Leyndardómar kastalans hafa dregið allskyns fólk að sér en allir eru sammála um að þetta er one scary place. Jarðskjálfti í beinni líka, allir ferskir.
3/15/202145 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

45. Gay Conversion Therapy

Gay conversion threapy er meðferð sem miðar að því að breyta kynhneigð og kynvitund fólks. Stutt var við rafstuðsmeðferð, dáleiðslu og heilaskurðlækningar til þess að tengja samkynhneigð við sársauka, veikindi og skömm. Meðferðin var studd af hinum eina sanna Trump árið 2016 og var Mike okkar Pens þar einnig í farabroddi. Við heyrum sögur af þeim Raymond Buys og Garrard Conley, mönnum sem upplifðu slíka meðferð og David Matheson, manni sem stofnaði og hélt uppi slíkum meðferðarbúðum í um 30 ár.  
3/10/202149 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

44. Getnaðarvörn dauðans

Hugh Davis fann upp á nýrri getnaðarvarnar lykkju árið 1970 sem var seld til rúmlega 4 milljóna kvenna í Bandaríkjunum og Kanada - seinna til þróunarlanda. Lykkjan var keypt af fyrirtækinu AH Robins sem fór af stað með massíva auglýsingaherferð. Kvartanir og viðvaranir byrjuðu að hrannast inn af því að lykkjan var að valda sýkingum, grindarbotnsbólgum, fósturlátum, samgróningum, fæðingargöllum og dauða kvenna út um allan heim. Engar marktækar rannsóknir höfðu verið gerðar áður en að lykkjan var sett á markað en aðstæðurnar sem hún var framleidd í, upplýsingunum sem var eytt og ógeðfelldu tilraunirnar til þess að þagga niður í þessum skandal er one hell of a story.
3/3/202151 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

43. Fatal Familial Insomnia

Ímyndaðu þér að geta aldrei sofnað.. Fatal Familial Insomnia er mjög sjaldgæfur sjúkdómur sem dregur fólk til dauða á að meðaltali 18 mánuðum. Fólk fer að sjá ofskynjanir, fær kvíðaköst, upplifir algjört minnisleysi, missir mátt og loks gefa líffærin sig. Við vörum við eftirfarandi myndbandi: https://www.youtube.com/watch?v=mzHx9xeJ6RI Karl Mercieca hlóð upp þessu myndbandi í gær og er gjörsamlega búinn að gefast upp á sjúkdóminum "this is goodbye. My last video"
2/22/202144 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

42. Myrka hlið Stubbanna

Stubbarnir eru ekki allir þar sem þeir eru séðir. Þeir eru miklu hávaxnari og stærri en þú heldur og svo eru kanínurnar í þáttunum risavaxnar og deyja hver á fætur annarri. Kanínurnar eru jafn duglegar að fjölga sér og Stubbarnir en þeir hafa eignast stubbabörn, TiddlyTubbies. Já, ég held þú verðir bara að hlusta á þennan til þess að komast að sannleikanum.
2/18/202155 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

41. Sniper í Breska hernum

Sölvi Michael var landgönguliði í Breska hernum í 5 ár. Af þessum 5 árum eyddi hann 7 mánuðum í Afghanistan sem sniper og upplifði það sem við hin höfum bara séð í bíómyndunum. Sölvi var heppinn að koma út úr þessu á lífi og með alla útlimi á meðan vinir hans og kunningjar voru ekki eins heppnir. Sölvi fer út í nákvæmar lýsingar á daglegu lífi í hernum, lífinu í Afghanistan, skotbardögum og hvernig það er að vakna upp um miðjar nætur við sprengju- og byssuhljóð.
2/9/20211 hour, 6 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

40. Berklar á Íslandi

María Pálsdóttir segir okkur frá sögu berkla á Íslandi og Berklahælinu á Kristnesi. Eins og segir á heimasíðu Hælisins: "Á Kristnesi var reist berklahæli árið 1927 en þá geysuðu berklar, lífshættulegur smitsjúkdómur og lagðist hann sér i lagi á ungt fólk sem var þá tekið úr umferð og einangrað á berklahælum. Engin lyf voru til við berklum og komu ekki á markað fyrr en um miðja öldina. HÆLIÐ segir sögur af missi, sorg, einangrun og örvæntingu en ekki síður von, æðruleysi, lífsþorsta og rómantík.” www.haelid.is  Í þættinum kemur fram frumsamin tónlist eftir Bigga Hilmars. Tónlistin var samin fyrir Tæringu, leiksýning sem var sett upp á Hælinu og hana er að finna á heimasíðunni hans biggihilmars.com
2/1/202154 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

39. Geðspítalinn Federico Mora

Í Guatemala er eitt hrottalegasta geðveikrahæli í heimi. Þar þurfa börn og fullorðnir að þola kynferðislega misnotkun, pyntingar og barsmíðar daglega. Federico Mora er eini ríkisrekni spítalinn ætlaður andlega veiku fólki í Guatemala og hýsir meðal annars glæpamenn, innflytjendur og andlega veikt fólk. Sameinuðu þjóðirnar, Disability Rights International og fleiri alþjóðlegar stofnanir hafa formlega beðið ríkið um að loka spítalanum, án árangurs. Federico Mora er enn starfrækur og skildugar ástandsskoðanir eru aðeins gerðar einu sinni á ári.. þ.e.a.s. áður en Covid stoppaði þær.
1/25/202144 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

38. Mandela Effect

Mandela effect er þegar stór hópur fólks á sameiginlega minningu af atburði sem að gerðist aldrei og man atburðinn í miklum smáatriðum. Hundruðir fólks eru handviss um að það hafi orðið vitni af því þegar Nelson Mandela lést í fangelsi árið 1983 þegar hann í rauninni lést ekki fyrr en árið 2013. Svo er annar hópur sem er handviss um að bíómynd sem að heitir Shazaam hafi verið til en engar upplýsingar eru til um myndina á netinu og Zimbad sem átti að hafa verið aðalhlutverkið heldur því fram að hann hafi aldrei leikið í Shazaam. Mirror mirror on the wall er líka eitthver tilbúinn ruglingur, það er í raun magic mirror on the wall. Ekki treysta heilanum sagði einhver vitringur, aka. Krissa rokk.
1/18/202148 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

37. Death row fangar - Síðustu 24klst

Hvað gerist 24 klukkustundum áður en fangar á Death row eru teknir af lífi? Fangar hringja sín síðustu símtöl og borða sína síðustu máltið, því næst eru þeir færðir inn í the Death Chamber þar sem að fangar bíða örlaga sinna. Ef að þú ert heppinn og átt nógu góðan lögfræðing þá gæti aftökunni verið frestað. Mun Lisa Montgomery verða fyrsta konan til þess að vera tekin af lífi í Bandaríkjunum í 70 ár? Ef engar nýjar vísbendingar koma upp í málinu hennar þá mun aftakan á henni fara fram á morgun, 12 janúar, klukkan 18:00.
1/12/20211 hour, 1 minute, 25 seconds
Episode Artwork

36. Spádómar 2021

Spámenn hafa í aldanna tíð þóst vita hvað bíður okkar. Nostradamus, Baba Vanga og Craig Hamilton-Parker eru meðal þeirra. Í þessum þætti förum við yfir spádóma fyrir 2021 samkvæmt frönskum lækni fæddur 1555, blindri rússneskri ömmu fædd 1911 og breskum sérfræðingi um hið yfirnáttúrulega fæddur 1954.
1/4/202152 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

35. Diego Garcia

Ein af mikilvægustu herstöðvum Bandaríkjanna er staðsett á lítilli eyju í miðju Indlandshafi. Þar fer herlið þotna, báta og kafbáta um á hverjum degi en enginn almenningur, túristar eða blaðamenn hafa stigið fæti á eyjuna síðan um 1960. Líkur eru á því að þeir 227 farþegar og 12 flugþjónar og flugmenn sem að hurfu með Malaysian airlines flugvélinni árið 2014 dúsi á Diego Garcia. Gömul mantra um nýlendubrjálæði, vafin í módernískar- og geopólítískar pælingar með dass af samsæriskenningum. Gleðilegt nýtt ár kæru vinir.
12/29/20201 hour, 4 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

34. White Island Disaster

Þann 9 desember árið 2019 voru 47 manns á White Island að skoða eldfjall þegar leiðsögumennirnir byrjuðu allt í einu að öskra "HLAUPIÐ". 22 töpuðu lífi sínu í þessu hræðilega eldgosi en 25 komust lífs af. Þessi 25 brenndust hins vegar virkilega illa og eru ennþá að díla við afleiðingarnar í dag, ári seinna. Instagram: jaelskan
12/21/202035 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

33. Illska

Brynhildur okkar eina sanna Karlsdóttir settist niður með okkur í miðbænum á þessu svalaríka samt ljósglaða mánudagskvöldi og ræddi við okkur um illsku. Hvaðan kemur hún? Er hún alltaf afleiðing tráma? Hvenær á hún rétt á sér? og búum við öll að henni? Afhverju hlaupum við heim á kvöldin með lykla á milli fingranna og bíðum eftir því að unglingurinn hinum megin við götuna myrði okkur? Eru allir unglingar vondir?
12/14/20201 hour, 5 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

32. Karaoke rage

Síðan árið 2011 hafa 12 manns dáið í Asiu fyrir það eitt að syngja My way með okkar manni Frank Sinatra í karaoke. The my way killings er yfirheiti yfir þau ótal mörgu morð sem að hafa verið framin á saklausu fólki sem hélt að það réði við My way í karaoke. Við mælum með að fara til Asíu og henda í My way.. test your luck. 
12/7/202045 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

31. Savant Syndrome

Savant Syndrome er heilkennið sem lætur þig verða Erró (eða Perró) á einni nóttu, kunna alla stærðfræðina sem þú hefur strögglað við alla þína ævi eða verða Mozart bara við það eitt að heyra tónlist. Ert þú kannski með Savant Syndrome? https://www.instagram.com/jaelskan/
11/30/202045 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

30. Bermúdaþríhyrningurinn

Að meðaltali hverfa 4 flugvélar og 20 skip yfir Bermuda á hverju ári. Þetta eru það mörg tilfelli að fréttastofan er löngu hætt að nenna þessu. Árið 1979 hurfu 18 flugvélar yfir Bermuda en hvarf á engri þeirra var tilkynnt í fréttum. Leyndadómar djúphafsins eru afhjúpaðir í þessum 30. þætti af Já elskan. Við reyndum við eðlisfræði en klipptum það út, heppin.
11/23/202037 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

29. Bára miðill - "Það situr kona fyrir aftan þig"

Bára miðill sá Tsunami gerast á undan okkur öllum, hún sá fyrir hryðjuverkaárás á tónleikunum í París og snjóflóð sem gerðist á Íslandi. Fram koma mjög persónulegar lýsingar á okkur sjálfum og viðtöl við framliðna ættingja. Instagram: Jaelskan
11/16/202053 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

28. Samsæriskenningar

23 and me á DNA úr 23.5% bandarísku þjóðarinnar, hvað eru þau að plotta með Google og Youtube? Afhverju hlustar síminn þinn á þig? Notar ríkið hljóðbylgjur til þess að stjórna okkur? Við erum þrælar, hugsunarlausar dúkkur sem fylgjum bara skipunum yfirvalda. Við reynum okkar allra besta að sannfæra þig í þessum 28unda þætti af Já elskan. Varúð á 57 min þá gætir þú misst heyrnina ef þú ert með of hátt styllt.
11/11/20201 hour, 3 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

27. Katakomburnar - Stærsta fjöldagröf í heimi

Katakomburnar í París er stærsta fjöldagröf í heimi. Þar er að finna veitingastaði, rave party og bíóhallir en líka glæpagengi, lík og drauga fólks sem hefur týnst í göngunum. Þú tekur eina ranga beygju og þú gætir týnst að eilífu í þessum 321 km löngu neðanjarðargöngum.  Kíktu á instagram fyrir myndir, instagram: jaelskan
11/3/202054 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

26. Arnþór - "Úr störu í dáleiðslu á nokkrum sekúndum"

Arnþór upplýsir okkur um leyndardóminn á bak við dáleiðslu í þessum þætti af Já elskan. Þú færð svör við því hvernig í ósköpunum sé hægt að láta hóp af fólki fá fullnægingu og gelta eins og hundar. Sömuleiðis hvernig dáleiðsla getur unnið úr einföldum meinlokum eins og að ná heljarstökki á fimleikaæfingu. Svo vorum við líka dáleiddar á staðnum.. sneakpeak á instagram   IG: jaelskan
10/26/202055 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

25. Diyarbakır fangelsið

Togað í hár, einangrun, eftirfylgni allan sólarhringinn, dauðahótanir, skipað að heilsa hundi kapteinsins sem var Þýskur varðhundur sem var kallaður JO og var þjálfaður til þess að bíta kynfæri nakinna fanga, kyrkingar og aflífganir eru meðal pyntingaraðferða í Diyarbakır fangelsinu.  Instagram: jaelskan 
10/20/202046 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

24. Alice In Wonderland Syndrome

Ímyndaðu þér, þú ert að horfa á sjónvarpið - kannski bara American Murder á netflix… og svo skyndilega stækkar sjónvarpið fyrir framan þig. Þú áttar þig á því að allt herbergið sem þú ert í er skyndilega orðið stærra. Þú lítur niður á símann þinn. Allt í einu stækkar síminn og stækkar þangað til hann er orðinn miklu stærri en hausinn á þér. Þú skoðar þá hendurnar þínar og þú ert bara komin með jafn stórar hendur og 2 ára frænka þín. Þú verður mjög hrædd þannig þú stendur upp úr sófanum og þá er allt í einu fjarlægðin í loftið á herberginu orðin 10 metrar og þú ert bara pínulítil vera í risastóru herbergi....  Instagram: jaelskan
10/12/202047 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

23. Hlynur - "Það er Von"

Hlynur Kristinn Rúnarsson annar stofnandi góðgerðarsamtakana "Það er Von"rifjar upp líf sitt þegar hann var í virkri neyslu, fer yfir þankagang í aðdraganda afdrifaríku ferðarinnar til Brasilíu og þegar uppreisn fanga átti sér stað og gekk yfir í þrjá mánuði. Baráttan við að feta sig í venjulegu lífi eftir heimkomu og upphaf "Það er Von" sem að styður við bakið á þeim sem þjást úr fíknivanda og aðstandendur þeirra. Þið finnið allt um góðgerðarsamtökin inná thadervon.is og Facebook síðu Það er Von Instagram: Jaelskan  
10/5/20201 hour, 29 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

22. Bruderhof kommúnur

Bruderhof kommúnur, þar sem peningar eru ekki til og særingar eru notaðar til þess að lækna fólk af krabbameini, einhverfu og geðrænum vandamálum. Guð veri með ykkur. Instagram: jáelskan 
10/2/202035 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

21. Tantra á Íslandi

Langar þig að endast lengur og njóta betur... þá er Tantra eitthvað sem þú ættir að skoða. Natha YogaCenter bíður upp á frían prufutíma í Sacred Sexuality þann 29. september kl. 20:00 fyrir þig og þinn heittelskaða maka. Þið finnið allt um Tantra á Íslandi hér: https://www.facebook.com/events/670090070267292/
9/21/202055 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

20. Japanskar draugasögur

Vinsælustu hryllingsmyndirnar á markaðnum eru byggðar á Japönskum mýtum. Ekki ganga ein við lestarteina, ekki fara á salernisbás nr.4, ekki horfa á japanskar djöfla auglýsingar og haltu þér eins langt frá red rooms og þú getur.    Instagram: jaelskan
9/14/20201 hour, 9 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

19. Atvinnukitlarar

Blaðamaðurinn David Farrier rakst á undarlega facebook síðu sem varpaði ljósi á heim atvinnukitlara. Þú ert bundinn fastur á meðan ungir karlmenn klæddir í Adidas galla kitla þig. Passaðu þig samt af því að manneskjan sem er á bak við þetta allt saman er ekki sú sem að hún reynist vera. Tékkið á Jane O‘brian media á Facebook, skráið ykkur í Competitive Endurance Tickling og okurþéniði. Viðskiptadíll ársins. #tickling #ticklish #tickle #struggle #restrict #laughter #ticklishlaughter.    Instagram: jaelskan
9/7/202052 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

18. Today I fucked up

Lets djump intú ðe tæm massín bekk tú ven ví fukkt errthing öp..   Instagram: Jaelskan
8/25/202057 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

17. Brynhildur - "Ég er ástar- og kynlífsfíkill"

Brynhildur talar um reynslu sína af ástar- og kynlífsfíkn, tinder, eitruðum ástarsamböndum, greddu og hræsni. Þessi þáttur er orkumikill, krassandi og einstaklega tæpitungulaus.
8/17/20201 hour, 5 minutes
Episode Artwork

16. Lake Karachay - geislavirkasta vatn í heimi

Lake Karachay vatnið er geislavirkara en Chernobyl. Ef þú stendur við það í klukkutíma þá deyrðu, ekki gera það.. hvernig vissum við ekki af þessu fyrr en núna??      Instagram: jaelskan
8/10/202037 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

15. Sleep Hollow sjúkdómurinn

Sleep Hollow er sjúkdómur sem kom upp í Kalachi, Kazakhstan árið 2013 og olli því að 152 manns sofnuðu skyndilega, fengu ofsjónir og köstuðu upp. Muldur um ráðgátu sem að hentar vel til þess að dreifa huganum frá djammviskubiti eftir Verslunarmannahelgi. Passaðu bara að sofna ekki    Instagram: jaelskan
8/3/202045 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

14. kynfæralimlesting kvenna

Í þessum þætti fjallar Krista María um kynfæralimlestingu kvenna, free bleeding, líkamshár og aðra merka hluti, enda merkileg kona. Hafðu þig hæga/n, kveiktu á kertum og láttu renna í bað því að þetta er bomba. 
7/28/20201 hour, 41 seconds
Episode Artwork

13. Vísindakirkjan

Vísindakirkjan er ekki öll þar sem hún er séð, eiginkona forstöðumannsins er horfin og það kostar 800 dollara að fara í viðtalstíma til að verða "clear".. ha? Listen and you will learn
7/20/20201 hour, 9 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

12. Mundi - "Ég er í culti"

Mundi er Yogi+Vegan = hann er Yogvan. Sjúkraliði, ljóðskáld og listmálari úr Keflavík sem að hefur alltaf reynt að helga lífi sínu leitinni. Að hverju leitar hann þú spyrð? að því sem að leitin bíður uppá. Til þess gaf hann alla peningana sína og stundar jóga um 4 klst á dag. Hljóðgæðin í okkur er pínu off, en við erum aukahlutverk.
7/14/20201 hour, 34 seconds
Episode Artwork

11. Aghori Sadhus - Fólkið sem borðar mannakjöt

Aghori Sadhus er sértrúarsöfnuður sem drekkur áfengi úr höfuðkúpum, stundar óhefðbundnar kynferðislegar athafnir og borðar mannakjöt... Tveir trúarbragðafræðingar setja viskuna í brunninn, er það ekki?   Instagram: jaelskan
7/6/202047 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

10. Fokk Krabbamein

One take og óklipptur þáttur aðra vikuna í röð enda extra persónulegur þar sem Kristjana fer yfir þá lífsreynslu að greinast með krabbamein. Instagram: jaelskan
6/29/202059 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

9. Fentanyl

Fentanyl er 50x sterkara en heróín og 100x sterkara en morfín, mælum alls ekki með. Þessi þáttur er one take og því færum vér þér tvær ópússaðar og berskjaldaðar.
6/22/202046 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

8. Draugaskip

Veist þú hvað draugaskip er? nei ekki við heldur, en tvær með gráðu í skipafræðum leiða þig í gegnum grundvallarfræði skipa. Ykkur er svo öllum boðið í útskriftarveislu á laugardaginn hjá okkur í skipafræðaskólanum.
6/15/202043 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

7. Black Lives Matter

Réttindabaráttan á langt í land en nú er tilvalið að rifja upp söguna. Underground Railroad og Harriet Tubman eru vendipunktar í sögu svarts fólks í Bandaríkjunum og umfjöllunarefnið í þessum sjöunda þætti af Já elskan.
6/8/202041 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

6. Ertu svefngangari?

Genguru, hleypuru, eldaru í svefni? Tvær langt frá því að vera sérfræðingar ræða það hvað gerist í heilanum á okkur þegar við göngum í svefni. Því fylgja nokkrar persónulegar sögur og real life hljóðupptökur af svefngöngu. Svo metum við líka virka piparsveina í Íslensku samfélagi sem bætir við smá spice.
5/29/202040 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

5. Guðmundur Ingi - ”Það fæðist enginn glæpamaður”

"Þú byrjar á því að afklæðast og fara í sturtu. Þaðan ertu færður í klefa, ég var í einangrun í þessum klefa í mánuð virkilega veikur..” Guðmundur Ingi formaður Afstöðu kom til okkar í fimmta þætti af Já elskan og ræddi við okkur um sína reynslu af fangelsisvist og stöðu fanga á Íslandi.  
5/22/202042 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

4. Paranormal

Trúir þú á hið yfirnáttúrulega? Ef ekki þá veðjum við 100kr að þú munir gera það eftir þennan þátt Í þessum fjórða þætti af Já elskan spjöllum við um yfirnáttúrulega atburði. Instagram: jaelskan  
5/15/202046 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

3. Heiðdís Rós - ”I’m not just a partygirl”

Heiðdís Rós er gesturinn okkar í þessum þriðja þætti af Já elskan. David guetta spilar coronavibes á svölunum hliðiná henni og hún fór á einkaþotu á superbowl.. þú vilt ekki missa af þessum! Þið finnið Heiðdísi hér: instagram: hrosmakeup snapchat: hrosmakeup
5/8/202050 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

2. Pennhurst Asylum

Í þessum öðrum þætti af Já elskan spjöllum við um Pennhurst Asylum, alræmd stofnun í Pennsylvaniu sem var starfræk í 80ár. Í dag eru byggingarnar þekktar sem Haunted House Instagram: jaelskan Email: [email protected] Hönnuður á cover mynd: Una María Magnúsdóttir Jón Egill upprunalegur hugmyndasmiður  
5/2/20201 hour, 5 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

1. Læknamistök

Í þessum fyrsta þætti af Já elskan spjöllum við um læknamistök, misgáfuleg og misfyndin.   Instagram: jaelskan Email: [email protected] Hönnuður á cover mynd: Una María Magnúsdóttir. Jón Egill upprunalegur hugmyndasmiður
4/29/202034 minutes, 36 seconds