Winamp Logo
Handavinnupoddið Cover
Handavinnupoddið Profile

Handavinnupoddið

Icelandic, Hobbies, 2 seasons, 58 episodes, 1 day, 35 minutes
About
Tvær handavinnuglaðar Gunnarsdætur spjalla saman um handavinnuna - og allt hitt!
Episode Artwork

28. Kótiletturnar, saumaherbergið og allt hitt! (Áskriftarþáttur).

Elín er nýkomin heim til Osló eftir Íslandsdvöl og veltir fyrir sér fasteignamálum. Unndís nýtur haustblíðunnar í Lofoten og græjaði loksins saumaherbergið. Hvað eru þær með á prjónunum um þessar mundir? Þetta og allt hitt í þætti dagsins!
10/24/20230
Episode Artwork

27. Stitsjorama, Ísfólkið og allt hitt!

Unndís er að kafna úr kvefi og Elín undirbýr Íslandsför. Vinkonurnar eru nýbúnar á Stitsjorama og komu heim með nýtt garn í pokanum. Nostalgían nær yfirráðum þegar fréttir um nýjar bækur í seríunni um Ísfólkið bárust. Einnig ræða þær ágæti íhugunar og hugleiðslu í amstri hverdagsins. Allt þetta og meira til í þætti dagsins!
10/16/20230
Episode Artwork

26. Tískuguddurnar og allt hitt ! (Áskriftarþáttur).

Unndís og Elín kunna að telja og gera það óspart í þætti dagsins. Tískuguddurnar velta fyrir sér hvað og hverjir veita þeim innblástur og spjalla aðeins um tísku norskra kvenna. Shetlandsk prjón, Chiagoo, hjálpartæki prjónafólksins og allt hitt í áskriftarþætti dagsins!
10/9/20230
Episode Artwork

25. Saga saumavélarinnar og allt hitt!

Elín segir hlustendum sögu saumavélarinnar og Unndís er í sjokki eftir hönnunarstuld. Vinkonurnar ræða prjóna og margt fleira í þætti dagsins.
10/3/20230
Episode Artwork

24. Handavinnuhátíðir, stelpustærðfræði og allt hitt í áskriftarþætti dagsins.

Unndís deilir af visku sinni í fjármálum og kynnir hlustendur fyrir stelpustærðfræði. Elín vill fá jákvæðara orð yfir að rekja upp sérstaklega þar sem hún rekur mikið upp um þessar mundir. Vinkonurnar spjalla um handavinnuhátíðir víðsvegar um heiminn og láta sig dreyma um ferð til Japan. Allt þetta og meira til í þætti dagsins.
9/26/20230
Episode Artwork

23. Íslenskar konur og allt hitt!

Elín er stödd á klakanum og brjóstahaldarar íslenskra kvenna hafa aldrei verið betri. Unndís er í kvíðakasti yfir öllum plönunum sem hún nær ekki að fylgja. Þetta og meira í þætti dagsins!
9/19/20230
Episode Artwork

23.Íslenskar konur og allt hitt (óklipptur áskriftarþáttur)!

Óklipptur þáttur og allt í kaosi! Unndís og Prelli meika það í ræktinni og Elín saknar Íslandsins góða! Elín er stödd á klakanum og brjóstahaldarar íslenskra kvenna hafa aldrei verið betri. Unndís er í kvíðakasti yfir öllum plönunum sem hún nær ekki að fylgja. Allt þetta og meira til í öðrum áskriftarþætti Handavinnupoddsins!
9/18/20230
Episode Artwork

22. Brotinn prjónn, handavinnuglæpir og allt hitt!

Handavinnuóhapp er þema þáttarins og Unndís og Elín eru í kvíðakasti. Elín er að prjóna nýju hönnunina sína sem kemur bráðlega inná Handavinnugáttina hjá elinastudio.no.  Unndís sötrar ískaffið eins og enginn sé morgundagurinn og fá hlustendur alldeilis að njóta þess. Elín segir okkur frá fyrsta handavinnuglæpnum. Þetta og allt hitt í þætti dagsins.
9/12/20230
Episode Artwork

21. Smókurinn og allt hitt!

Fyrsti þáttur í 2. þáttaröð er fullur af skemmtilegheitum. Vinkonurnar babla út í eitt og segja frá hamförum sumarsins. Rifjaðir eru upp hinir góðu tímar vitundarleysisins og Unndís lærði mikilvægi þess að lesa ummæli camping svæða Noregs áður en haldið er á vit ævintýranna. Elín og Jeppakallinn nutu lífsins í ekta íslensku sumarveðri á Akureyri og eru hjónakornin komin með nýjann stíl. Þetta og allt hitt í þætti dagsins!️
9/11/20230
Episode Artwork

20. Áttablaðarósin, Sewing bee, Handavinnugáttin og allt hitt

Elín býður til online saumaklúbbs á Handavinnugáttinni og fræðir okkur um upphaf áttablaðarósar-munsturins. Unndís er orðin hundamamma og planleggur fatalínu fyrir Míu litlu hundastelpu. Vinkonurnar spjalla um sumarið og hvað sé á prjónunum um þessar mundir og deila nokkrum sögum af flugmiðakaupum sem hafa farið misvel í gegnum tíðina. Þetta og allt hitt í síðasta þætti sumarsins! Við heyrumst “geggjað”hress í ágúst!
9/11/20230
Episode Artwork

19. Þvottaköttur, 10 stuttar með skólastýru Húsó og blaut angúra.

Hljóðið er eitthvað að stríða okkur í þættinum. Þrátt fyrir það þá slær Marta María Arnarsdóttir í gegn sem gestur þáttarins. Farið er um víðan völl og fáum við að heyra um námið og lífið í Hússtjórnarskólanum, minjafund á austurlandi, ilmandi angúru og um köttinn í þvottavélinni. Þetta og allt hitt í þætti dagsins.
9/11/20230
Episode Artwork

18. 20 stuttar, Djúpivogur og bikiní saumurinn.

Elín tekur Unndísi í yfirheyrslu með 20 stuttum spurningum og Unndís deilir einni af fjölmörgum ferðasögum fjölskyldunnar 💩. Elín prufaði nýja bikiníið sem hún var að hanna og þræðir þessa dagana listasöfn Reykjavíkur. Þetta og allt hitt í þætti dagsins!
9/11/20230
Episode Artwork

17. Maí, þrællinn og allt hitt!

Unndís var í heimsókn á Íslandi og Elín hélt macramè námskeið í Ólafíustofu. Hver er nýjasti BFF-inn hennar Elínar og hvaða prjónar eru að slá í gegn hjá vinkonunum? Þetta og allt hitt í þætti dagsins.
9/11/20230
Episode Artwork

16. Prjóna-cruise, stuðningsfulltrúinn og allt hitt!

Elín er með sjóriðu eftir prjóna cruise-ið til Køben. Unndís rekur bara upp og prellinn þarf á stuðningi að halda. Er hægt að gera garn úr hundahárum og hvað verður í boði hjá elinastudio.no? Þetta og allt hitt í þætti dagsins!
9/11/20230
Episode Artwork

15. Ýrúrarí, hönnunarmars, prjónapásur og allt hitt!

Elín er full af hugmyndum eftir ferðalagið og fólk á fótum sínum fjör að launa hjá Unndísi í Lofoten. Hver er Ýr Jóhannsdóttir textílhönnuður og listakona og hvar opnar heitasta pizzasjoppan á Íslandi í maí? Þetta og allt hitt í þætti dagsins.
9/11/20230
Episode Artwork

14. Prjónagleðin 2023, hafragrauturinn, Indónesía og allt hitt.

Elín er stödd í Indónesíu og fáum við einstaka hljóð-upplifun í þættinum. Vinkonurnar taka á móti Svanhildi Pálsdóttur sem starfar hjá Textílmiðstöð Ísland og skipuleggur um þessar mundir Prjónagleðina 2023. Hvað er á prjónunum og hvaða súperstjarna heimsækir Prjónagleðina í ár? Þetta og allt hitt í þætti dagsins.
9/11/20230
Episode Artwork

13. Holy trousers, þjóðhátíð, vorprjónið og allt hitt.

Hvar er Elín á ferðalagi um þessar mundir og hvers vegna var Unndís svona glöð að vera í Þrándhemi en ekki heima hjá sér í vikunni sem leið. Hvað eru vinkonurnar með á prjónunum og hver vill kaupa “holy trousers”. Þetta og allt hitt í þætti dagsins.
9/11/20230
Episode Artwork

12. Korter í ælu, blóðprufurnar og allt hitt!

Unndís andvarpar ekstra mikið í þessum þætti og Elín er komin með sprautu-skrekk. Hvað er á prjónunum og hvað finnst vinkonunum um Júróvision? Þetta og allt hitt í þætti dagsins!
9/11/20230
Episode Artwork

11.Garnival, Garnbúð Eddu, Today I feel yarn og allt hitt!

Hvaða hvatvísu vinkonur heimsækja Handavinnupoddið í dag? Hvernig reddar maður sér þegar maður klippir í prjónið og hvort er betra að lesa eða h-lesa? Þetta og allt hitt í þætti dagsins!
9/11/20230
Episode Artwork

10. Sundið, Skals og allt hitt!

Hver er Helga Jóna og hvað er Skals? Hvað er það á Íslandinu góða sem stelpurnar sakna mest? Hvaða prjónum mælir prjónagúruinn Helga Jóna með? Þetta og allt hitt í þætti dagsins.
9/11/20230
Episode Artwork

9. Fyrsti gesturinn, sjalholan og allt hitt!

Hver er Ólöf Inga og prjónaklúbburinn? Hvað er það sem á allan hug Unndísar um þessar mundir? Og hvað seldist upp á methraða hjá Elínu? Þetta og svo margt fleira í þætti dagsins!
9/11/20230
Episode Artwork

8.Stóru plönin fyrir 2023, alpahúfan og allt hitt!

Elín fór á hugleiðslunámskeið. Unndís hefur sögu að segja frá sinni fyrstu ferð til London og í Primark. Vinkonurnar velta fyrir sér garni og sjálfbæru prjóni og langar að vita meira um íslenska prjónasögu. Hvað ætlar Elín að prjóna næst? Hvaða gestir koma í heimsókn í næstu þáttum handavinnupoddsins? Þetta og allt hitt í þætti dagsins.
9/11/20230
Episode Artwork

7. Áramótaheit, brjóstahaldaraboðskapur og allt hitt!

Nágranni Elínar kvartar yfir vætu og Unndís fékk mental brake down korter í jól. Hvað er á prjónunum hjá vinkonunum? Hvað eru þær þakklátar fyrir á árinu sem er að líða? Og hverju er að vænta á nýju ári? Allt þetta og meira til í þætti dagsins!
9/11/20230
Episode Artwork

6. Skötulyktin, jólastemning og allt hitt!

Elín og Unndís dásama Hússtjórnarskólann í bak og fyrir! Elín segir frá nýjum plönum og Unndís fór á jólahlaðborð. Nær Elín að komast heim til sín fyrir jól? Er Prelli ánægður með nýju tölurnar á jakkanum sínum? Þetta og allt hitt í þætti dagsins!
9/11/20230
Episode Artwork

5. Ullin, geðheilsan og allt hitt!

Elín og Unndís tala um hvað sé á prjónunum, ferðalög og músafaraldur í Músakoti. Hvert ætlar Elín að fara næst og hvaða prjónabúð planar hún að heimsækja? Hvaða aðventupartý ætla vinkonurnar að fylgjast með á fimmtudaginn? Þetta og svo miklu meira í þætti dagsins!
9/11/20230
Episode Artwork

4. Jólaprjón, skólastjórinn, músin, hreysikötturinn og allt hitt!

Elín og Unndís tala um afgangaprjón, pönnukökur og besta biscotti í Reykjavík. Er Unndís tilbúin fyrir Ítalíu? Af hverju býr Elín í kössum núna? Gleði, jóladagatöl og svo miklu meira!
9/11/20230
Episode Artwork

3. Þjóðbúningar, Kardashians og allt hitt!

Elín og Unndís tala um handavinnuna sem kom með móðurmjólkinni og heitustu tösku tískuna þetta haustið. Hvaða stíl valdi Elín fyrir passamyndatökuna í vikunni sem leið og hver tók á sig að segja flest já í þessum þætti? Girl power, Ítalía og svo miklu miklu meira!
9/11/20230
Episode Artwork

2. Kvennaheilsa, prjónasamfélagið og allt hitt!

Farið er um víðan völl í þætti dagsins. Elín og Unndís ræða saman um kvennaheilsu og alþjóðlegan dag breitingaskeiðsins 18.október og slá met í notkun orðsins já! Hvernig gekk Elínu að keyra jeppann? Hvað meira en garn losaði Unndís sig við í síðustu viku? Hvað er nýtt á prjónunum og hvar er að finna innblástur til nýrra verkefna?
9/11/20230
Episode Artwork

1. Handavinnupoddið -pilot

Elín og Unndís eiga vinkonustund og rifja upp fyrstu kynni. Hvað kveikir í þeim þegar kemur að handavinnu? Hvað lærðu þær á STITSJORAMA og hvað er að frétta á Instagram?
9/11/20230