Winamp Logo
Með Söngvakeppnina á heilanum Cover

Með Söngvakeppnina á heilanum

Icelandic, Cultural, 1 season, 22 episodes, 9 hours, 8 minutes
About
Hér erum við öll Með Söngvakeppnina á heilanum. Við kryfjum hana til mergjar með hjálp nú- og fyrrverandi keppenda, alvöru Eurovision nörda og umsjónarmanns þáttarins, Júlíu Margrétar Einarsdóttur.
Episode Artwork

Úrslit Söngvakeppninnar

Nú er komið að stóru stundinni því á morgun, laugardag, kemur í ljós hvaða lag verður framlag Íslands í Söngvakeppninni 2023. Fimm lög keppa til úrslita, Dancing lonely með Siggu Ózk, Sometimes the world's against you með Braga, Doomsday dancing með CELEBS, Power með Diljá og OK með Langa Sela og Skuggunum. Júlía Margrét fékk til sín þrjá Eurovision sérfræðinga til að fara yfir öll lögin og keppnina í ár og spá í spilin. Nú er ekki lengur eftir neinu að bíða, ekki gleyma að kjósa!
3/3/20230
Episode Artwork

Úrslit Söngvakeppninnar

Nú er komið að stóru stundinni því á morgun, laugardag, kemur í ljós hvaða lag verður framlag Íslands í Söngvakeppninni 2023. Fimm lög keppa til úrslita, Dancing lonely með Siggu Ózk, Sometimes the world's against you með Braga, Doomsday dancing með CELEBS, Power með Diljá og OK með Langa Sela og Skuggunum. Júlía Margrét fékk til sín þrjá Eurovision sérfræðinga til að fara yfir öll lögin og keppnina í ár og spá í spilin. Nú er ekki lengur eftir neinu að bíða, ekki gleyma að kjósa!
3/3/202345 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Langi Seli og Salóme Þorkelsdóttir

Það kom mörgum Eurovision- og rokkabillíaðdáendum skemmtilega á óvart þegar ljóst varð að hin goðsagnakennda rokkabillíhljómsveit, Langi Seli og skuggarnir, væri á meðal flytjenda í ár. Sveitin er stofnuð árið 1986 og hefur farið í gegnum mannabreytingar, en forsprakkar hennar eru Axel Hallkell Jóhannesson, eða Langi Seli, og Jón Þorleifur Steinþórsson eða Jón Skuggi. Hinn sænski Erik Quick hefur spilað með þeim síðan 2008 og það var hans hugmynd að taka þátt í Söngvakeppninni. Axel Hallkell sagði frá sjálfum sér í þættinum, hljómsveitinni og þessu óvænta en gæfulega uppátæki að senda lag inn í keppnina í ár. Í þessum þætti er einnig rætt við pródúsentinn Salóme Þorkelsdóttur sem sér til þess að atriðin verði sem flottust og skili sér á sem bestan hátt heim í stofu.
2/24/20230
Episode Artwork

Langi Seli og Salóme Þorkelsdóttir

Það kom mörgum Eurovision- og rokkabillíaðdáendum skemmtilega á óvart þegar ljóst varð að hin goðsagnakennda rokkabillíhljómsveit, Langi Seli og skuggarnir, væri á meðal flytjenda í ár. Sveitin er stofnuð árið 1986 og hefur farið í gegnum mannabreytingar, en forsprakkar hennar eru Axel Hallkell Jóhannesson, eða Langi Seli, og Jón Þorleifur Steinþórsson eða Jón Skuggi. Hinn sænski Erik Quick hefur spilað með þeim síðan 2008 og það var hans hugmynd að taka þátt í Söngvakeppninni. Axel Hallkell sagði frá sjálfum sér í þættinum, hljómsveitinni og þessu óvænta en gæfulega uppátæki að senda lag inn í keppnina í ár. Í þessum þætti er einnig rætt við pródúsentinn Salóme Þorkelsdóttur sem sér til þess að atriðin verði sem flottust og skili sér á sem bestan hátt heim í stofu.
2/24/202342 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Úlfar og Sigga Ózk

Úlfar Viktor er verslunarstjóri í Macland í Kringlunni, förðunafræðingur og söngvari sem lengi faldi sig í skugganum og varð fyrir stríðni fyrir að eiga bara vinkonur. Hann var kallaður stelpustrákurinn og þegar hann komst á fullorðinsár varð hann fyrir árás þegar hann svaraði því játandi að vera samkynhneigður. Nú er hann á leið í aðra undankeppni Söngvakeppninnar og hyggur á framhaldsnám í réttarsálfræði. Sigga Ózk jákvæðasti Garðabæingur sem ég hef hitt, og þau eru venjulega nokkuð brosmild. Hún lítur á það sem köllun sína að gefa öðrum tónlist og hvatningarorð enda fékk hún mikla hvatningu í æsku. Hún gerir tónlist og kennir ungum börnum og langar að ferðast um heiminn að miðla af visku sinni. Það eru ekki allir dagar fullkomnir en hún segir best að dansa í gegnum tárin.
2/22/20230
Episode Artwork

Úlfar og Sigga Ózk

Úlfar Viktor er verslunarstjóri í Macland í Kringlunni, förðunafræðingur og söngvari sem lengi faldi sig í skugganum og varð fyrir stríðni fyrir að eiga bara vinkonur. Hann var kallaður stelpustrákurinn og þegar hann komst á fullorðinsár varð hann fyrir árás þegar hann svaraði því játandi að vera samkynhneigður. Nú er hann á leið í aðra undankeppni Söngvakeppninnar og hyggur á framhaldsnám í réttarsálfræði. Sigga Ózk jákvæðasti Garðabæingur sem ég hef hitt, og þau eru venjulega nokkuð brosmild. Hún lítur á það sem köllun sína að gefa öðrum tónlist og hvatningarorð enda fékk hún mikla hvatningu í æsku. Hún gerir tónlist og kennir ungum börnum og langar að ferðast um heiminn að miðla af visku sinni. Það eru ekki allir dagar fullkomnir en hún segir best að dansa í gegnum tárin.
2/22/202350 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Kristín Sesselja og Silja & Kjalar

Einn reynsluboltinn í keppninni sendir frá sér lagið Óbyggðir eftir ógrynni af smellum síðustu ár. Hún átti erfitt með að fóta sig á unglingsárum í flóknum heimi en leitaði á náðir gítarsins sem varð hennar besti vinur. Í dag er hún lagahöfundur og söngkona, eins og átrúnaðargoðið Taylor Swift, og auðvitað á leið á svið í annarri undankeppni Söngvakeppninnar á laugardag. Kaliforníu-leikkonan kynntist þýska stærðfræðingnum á leið út úr söngtímum því þau eru hjá sama kennara. Þegar ljóst varð að lag hennar Ég styð þína braut hefði verið valið til þátttöku í Söngvakeppninni vissi hún strax að hún vildi vera með dúett á sviðinu og hvern hún vildi fá til að syngja með sér. Það er ótrúlegur samhljómur hjá jógakennaranum og Idol-stjörnunni.
2/20/20230
Episode Artwork

Kristín Sesselja og Silja & Kjalar

Einn reynsluboltinn í keppninni sendir frá sér lagið Óbyggðir eftir ógrynni af smellum síðustu ár. Hún átti erfitt með að fóta sig á unglingsárum í flóknum heimi en leitaði á náðir gítarsins sem varð hennar besti vinur. Í dag er hún lagahöfundur og söngkona, eins og átrúnaðargoðið Taylor Swift, og auðvitað á leið á svið í annarri undankeppni Söngvakeppninnar á laugardag. Kaliforníu-leikkonan kynntist þýska stærðfræðingnum á leið út úr söngtímum því þau eru hjá sama kennara. Þegar ljóst varð að lag hennar Ég styð þína braut hefði verið valið til þátttöku í Söngvakeppninni vissi hún strax að hún vildi vera með dúett á sviðinu og hvern hún vildi fá til að syngja með sér. Það er ótrúlegur samhljómur hjá jógakennaranum og Idol-stjörnunni.
2/20/202355 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

CELEBS og Siggi Gunnars

Fyrri undanúrslit Söngvakeppninnar fara fram í Gufunesi á morgun og spennan er mikil hjá keppendum og áhorfendum. Hljómsveitin er á meðal þeirra sem þá stígur á stokk og freistir þess að komast í úrslitin 4. mars. Þau eru tónelsk systkini frá Suðureyri sem rífast stundum en sættast fljótt. Heimsendaspár eru þeim ofarlega í huga og þau telja of mikla pressu setta á einstaklinginn þegar vandann ætti að skoða í stærra samhengi. Það eru ekki bara keppendur sem eru spennt fyrir að stíga á svið annað kvöld, það eru kynnarnir líka. Sigurður Gunnarsson er kynnir á keppninni í fyrsta sinn og honum þykir það mikill heiður að fá að hreppa hlutverkið.
2/17/20230
Episode Artwork

CELEBS og Siggi Gunnars

Fyrri undanúrslit Söngvakeppninnar fara fram í Gufunesi á morgun og spennan er mikil hjá keppendum og áhorfendum. Hljómsveitin er á meðal þeirra sem þá stígur á stokk og freistir þess að komast í úrslitin 4. mars. Þau eru tónelsk systkini frá Suðureyri sem rífast stundum en sættast fljótt. Heimsendaspár eru þeim ofarlega í huga og þau telja of mikla pressu setta á einstaklinginn þegar vandann ætti að skoða í stærra samhengi. Það eru ekki bara keppendur sem eru spennt fyrir að stíga á svið annað kvöld, það eru kynnarnir líka. Sigurður Gunnarsson er kynnir á keppninni í fyrsta sinn og honum þykir það mikill heiður að fá að hreppa hlutverkið.
2/17/202331 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Móa og Benedikt

Við höldum áfram að vera með Söngvakeppnina á heilanum og í dag eru aðeins þrír dagar í að partíið byrji í Gufunesinu. Nú eru keppendur að leggja lokahönd á danssporin og glimmer-sýninguna en þau kíkja samt öll til mín í kaffibolla til að segja mér frá sjálfu sér, draumum sínum, uppvextinum, söngnum og allt þar á milli. Fyrsta gestinn þarf vart að kynna. Hún tók þátt fyrir hönd Menntaskólans í Reykjavík árið 1990 þegar fyrsta Söngkeppni framhaldsskólanna fór fram. Hún stofnaði í kjölfarið hljómsveit með Páli Óskari og síðar Bong með fyrrum manni sínum Eyþóri Arnalds. Hún sagði skilið við tónlistina og kældi píanóið en rifjaði nýverið upp kynnin við það aftur. Úr varð lagið Glötuð ást. Næsti gestur er dansari, leikari og söngvari. Hann flutti einn til Noregs til að læra dans og var kominn á mikið flug þegar hann meiddist á fæti og þurfti að snúa baki við honum. Hann lagði þó ekki árar í bát heldur tók nýja stefnu og hann er á leið til Boston í haust. En fyrst er það auðvitað Söngvakeppnin með lagið Þora.
2/15/20230
Episode Artwork

Móa og Benedikt

Við höldum áfram að vera með Söngvakeppnina á heilanum og í dag eru aðeins þrír dagar í að partíið byrji í Gufunesinu. Nú eru keppendur að leggja lokahönd á danssporin og glimmer-sýninguna en þau kíkja samt öll til mín í kaffibolla til að segja mér frá sjálfu sér, draumum sínum, uppvextinum, söngnum og allt þar á milli. Fyrsta gestinn þarf vart að kynna. Hún tók þátt fyrir hönd Menntaskólans í Reykjavík árið 1990 þegar fyrsta Söngkeppni framhaldsskólanna fór fram. Hún stofnaði í kjölfarið hljómsveit með Páli Óskari og síðar Bong með fyrrum manni sínum Eyþóri Arnalds. Hún sagði skilið við tónlistina og kældi píanóið en rifjaði nýverið upp kynnin við það aftur. Úr varð lagið Glötuð ást. Næsti gestur er dansari, leikari og söngvari. Hann flutti einn til Noregs til að læra dans og var kominn á mikið flug þegar hann meiddist á fæti og þurfti að snúa baki við honum. Hann lagði þó ekki árar í bát heldur tók nýja stefnu og hann er á leið til Boston í haust. En fyrst er það auðvitað Söngvakeppnin með lagið Þora.
2/15/202352 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Diljá og Bragi

Diljá Pétursdóttir söng sig fyrst inn í hjörtu landsmanna aðeins tólf ára gömul þegar hún kom flatt upp á dómara Ísland got talent með ótrúlegum flutningi. Hún lærði söng í Kaupmannahöfn þar sem hún bjó með kærasta sínum, sem einnig er tónlistarmaður í hljómsveitinni Sprite Zero clan en býr núna í Kópavoginum þar sem hún er alin upp. Hún segir mér frá fjölskyldunni, meðal annars einum fiðruðum sem er tímabundið fluttur að heiman. Idol stjarnan Bragi Bergsson er íslenskur fótboltamaður og söngvari sem hefur búið í Svíþjóð alla tíð og öðlast nokkra frægð þar í landi. Hann elskar að heimsækja Ísland og er opinn fyrir því að finna sér íslenska kærustu.
2/13/20230
Episode Artwork

Diljá og Bragi

Diljá Pétursdóttir söng sig fyrst inn í hjörtu landsmanna aðeins tólf ára gömul þegar hún kom flatt upp á dómara Ísland got talent með ótrúlegum flutningi. Hún lærði söng í Kaupmannahöfn þar sem hún bjó með kærasta sínum, sem einnig er tónlistarmaður í hljómsveitinni Sprite Zero clan en býr núna í Kópavoginum þar sem hún er alin upp. Hún segir mér frá fjölskyldunni, meðal annars einum fiðruðum sem er tímabundið fluttur að heiman. Idol stjarnan Bragi Bergsson er íslenskur fótboltamaður og söngvari sem hefur búið í Svíþjóð alla tíð og öðlast nokkra frægð þar í landi. Hann elskar að heimsækja Ísland og er opinn fyrir því að finna sér íslenska kærustu.
2/13/202348 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Lay low og systur til Ítalíu

Þá hafa úrslitin verið kunngjörð og það eru systurnar Sigga, Beta og Elín sem munu flytja lagið Með hækkandi sól eftir Lay low fyrir Íslands hönd í Tórínó í maí. Júlía spjallaði við kynninn og konung pabbabrandaranna, Gísla Martein Baldursson um ferðalagið framundan, og hringdi í lagahöfundinn Lay low sem sagði frá tilurð lagsins, samstarfinu, sjokkinu yfir sigrinum og umræðunni sem fór í kjölfarið af stað á samfélagsmiðlum. Álitsgjafarnir Hreiðar Levý og Sigurður Þorri Gunnarsson sögðu frá sínum uppáhaldslögum í keppninni og Ellen Kristjánsdóttir var á línunni og ræddi um hæfileikaríku afkvæmin.
3/15/20220
Episode Artwork

Lay low og systur til Ítalíu

Þá hafa úrslitin verið kunngjörð og það eru systurnar Sigga, Beta og Elín sem munu flytja lagið Með hækkandi sól eftir Lay low fyrir Íslands hönd í Tórínó í maí. Júlía spjallaði við kynninn og konung pabbabrandaranna, Gísla Martein Baldursson um ferðalagið framundan, og hringdi í lagahöfundinn Lay low sem sagði frá tilurð lagsins, samstarfinu, sjokkinu yfir sigrinum og umræðunni sem fór í kjölfarið af stað á samfélagsmiðlum. Álitsgjafarnir Hreiðar Levý og Sigurður Þorri Gunnarsson sögðu frá sínum uppáhaldslögum í keppninni og Ellen Kristjánsdóttir var á línunni og ræddi um hæfileikaríku afkvæmin.
3/15/202255 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Úrslit

Júlía kíkir í Söngvakeppnishöllina í Gufunesi þar sem stór hópur hefur gert kraftaverk síðustu mánuði og er að leggja lokahönd á undirbúning stóru stundarinnar. Hrönn Svansdóttir söngkona segir frá ferð sinni til Kænugarðs þegar hún söng bakraddir fyrir Svölu í laginu Paper. Hún er þakklát fyrir að hafa kynnst fallegri borg og yndislegu fólki en henni hryllir við fréttaflutningi frá Úkraínu. Álitsgjafarnir að þessu sinni eru Sunna Mímisdóttir og Jóhannes Þór sem fóru yfir lögin í úrslitunum.
3/8/20220
Episode Artwork

Úrslit

Júlía kíkir í Söngvakeppnishöllina í Gufunesi þar sem stór hópur hefur gert kraftaverk síðustu mánuði og er að leggja lokahönd á undirbúning stóru stundarinnar. Hrönn Svansdóttir söngkona segir frá ferð sinni til Kænugarðs þegar hún söng bakraddir fyrir Svölu í laginu Paper. Hún er þakklát fyrir að hafa kynnst fallegri borg og yndislegu fólki en henni hryllir við fréttaflutningi frá Úkraínu. Álitsgjafarnir að þessu sinni eru Sunna Mímisdóttir og Jóhannes Þór sem fóru yfir lögin í úrslitunum.
3/8/202249 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Seinni undanúrslit

Júlía Margrét er enn með Söngvakeppnina á heilanum og nú eru fyrri undanúrslit afstaðin. Björg Magnúsdóttir kynnir keppninnar í ár lítur við og fer yfir það helsta á fyrri undanúrslitum. Eurovision-fararnir Regína Ósk og Óttarr Proppé segja frá ævintýralegri reynslu sinni af Söngvakeppninni og Eurovision og álitsgjafarnir Ísak og Friðrik Agni fara yfir lögin í seinni undanúrslitum.
2/28/20220
Episode Artwork

Seinni undanúrslit

Júlía Margrét er enn með Söngvakeppnina á heilanum og nú eru fyrri undanúrslit afstaðin. Björg Magnúsdóttir kynnir keppninnar í ár lítur við og fer yfir það helsta á fyrri undanúrslitum. Eurovision-fararnir Regína Ósk og Óttarr Proppé segja frá ævintýralegri reynslu sinni af Söngvakeppninni og Eurovision og álitsgjafarnir Ísak og Friðrik Agni fara yfir lögin í seinni undanúrslitum.
2/28/20221 hour, 2 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Fyrri undanúrslit

Júlía Margrét Einarsdóttir er með söngvakeppnina á heilanum og hún hitar upp fyrir keppnina a laugardag. Friðrik Dór og Jón Jónsson rifja upp eftirminnileg atvik úr keppnum síðustu ára, og álitsgjafarnir Eva Ruza og Inga Auðbjörg Straumland fjalla um lögin fimm sem freista þess að komast upp úr fyrri undanúrslitum og í lokakeppnina.
2/21/20220
Episode Artwork

Fyrri undanúrslit

Júlía Margrét Einarsdóttir er með söngvakeppnina á heilanum og hún hitar upp fyrir keppnina a laugardag. Friðrik Dór og Jón Jónsson rifja upp eftirminnileg atvik úr keppnum síðustu ára, og álitsgjafarnir Eva Ruza og Inga Auðbjörg Straumland fjalla um lögin fimm sem freista þess að komast upp úr fyrri undanúrslitum og í lokakeppnina.
2/21/202253 minutes, 2 seconds