Winamp Logo
Dótakassinn Cover
Dótakassinn Profile

Dótakassinn

Icelandic, Fitness / Keep-fit, 1 season, 36 episodes, 15 hours, 45 minutes
About
Í Dótakassanum verður fjallað um ýmsa þætti sem við getum nýtt okkur til að hafa uppbyggileg áhrif á eigin líðan og heilsu. Umsjónarmaður hlaðvarpsins Bóas Valdórsson er sálfræðingur í Menntaskólanum við Hamrahlíð og munu þættirnir taka sérstaklega mið af aðstæðum ungs fólks. Netfang: [email protected]ér er hægt að senda inn nafnlausar spurningar eða hugmyndir fyrir þáttinn.https://docs.google.com/forms/d/1Y5pRWWgtRPzv6t9pj2OIxNBASpBz9ZViKBg_SVMlmy0/prefill
Episode Artwork

ADHD og nám

Í þættinum í dag er fjallað um ADHD og nám. Fjallað um trix og tól sem hafa nýst einstaklingum með ADHD til að ná betri tökum námi og námsskipulagi. Vilt þú senda inn hugmynd inn í Dótakassann?Hámarksárangur í námi með ADHD
12/10/202127 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Hvað er ADHD?

Í þættinum í dag er fjallað um ADHD. Fjallað er um helstu hugtök og pælingar sem oft koma til tals í kringum ADHD og þegar fólk er að velta því fyrir sér hvort það sé með ADHD.  Hvað er ADHD? Hvaða áhrif hefur það á fólk? Tenglar:Ertu með hugmynd að efni fyrir Dótakassann?ADHD samtökinLífið með ADHD 
10/19/202127 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Markmið

Í þættinum í dag er fjallað um hversvegna gott getur verið að setja sér markmið og hvernig hægt er að brjóta stór markmið upp í lítil skref og ná þannig aukinni færni og betri árangri í því sem við erum að fást við. Tenglar á efni sem tengjast efni þáttarins:- Að setja sér markmið- SMART markmið- Markmiðsetning
10/5/202123 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Að taka stöðuna

Í þættinum í dag er fjallað um að taka stöðuna á sjálfu sér og verkefnunum sem við erum að takast á við. Horfum inn í veturinn. Hvað viljum við gera öðruvísi í vetur en í fyrra og hvernig byrjum við á því að skipuleggja taktíkina hjá okkur og setja okkur í stellingar til að ná þeim markmiðum og áföngum sem við stefnum að. 
8/20/202120 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Fimm leiðir að vellíðan - Hreyfing

Þessi þáttur er annar þátturinn af fimm um fimm leiðir að vellíðan. Í þessum hluta er fjallað um mikilvægi hreyfingar. Rætt um hvaða hreyfing er góð og reynum að komast að því hvaða hreyfing hentar best.    Verkefni tengd þættinum má finna hér: https://5leidir.blogspot.com/     
5/6/20219 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Fimm leiðir að vellíðan - Að halda áfram að læra

Þessi þáttur  er fjórði þátturinn af fimm um fimm leiðir að vellíðan. Í þættinum í dag er farið yfir hvers vegna það er góð hugmynd að leyfa sér að læra eitthvað nýtt út lífið. Að vera forvitin og læra eitthvað nýtt hefur margskyns jákvæð áhrif á heilsu og líðan og flestir hafa áhuga á að prófa eitthvað nýtt eða læra eitthvað sem þeir hafa ekki haft tök á að læra hingað til. https://5leidir.blogspot.com/
5/6/20215 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Fimm leiðir að vellíðan - Að taka eftir

Þessi þáttur er þriðji þátturinn af fimm um fimm leiðir að vellíðan. Í þessum  þætti er fjallað um hversu gott það getur verið að veita allskonar hlutum athygli. Hvernig við getum æft okkur í því að taka eftir jákvæðum og uppbyggilegum hlutum í kringum okkur og rætt um hvaða áhrif það getur haft á lífið okkar og það hvernig okkur líður.  Verkefni tengd þættinum má finna hér: https://5leidir.blogspot.com/    
5/6/202111 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Fimm leiðir að vellíðan - Að gefa af sér

Þessi þáttur er loka þátturinn af fimm um fimm leiðir að vellíðan.  Í þættinum í dag er farið yfir það hvernig við getum gefið af okkur til annara og til samfélgsins. Að gefa af sér hefur margvísleg jákvæð áhrif á okkur sjálf og á aðra og margt sem kemur til greina. Verkefni tengd þættinum má finna hér: https://5leidir.blogspot.com/    
5/6/202111 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Fimm leiðir að vellíðan - Að tengjast öðrum

Þessi þáttur er fyrsti þátturinn af fimm um fimm leiðir að vellíðan. Í þættinum í dag verður fjallað um mikilvægi þess að tengjast öðrum en allar manneskjur eru félagsverur og það er okkur öllum mikilvægt að eiga í góðum og nærandi tengslum við fjölskyldu okkar og vini. Í þættinum er fjallað um hvers vegna þetta er mikilvægt og hvernig við getum haft áhrif á okkur sjálf og samskipti okkar við aðra.  Verkefni tengd þættinum má finna hér: https://5leidir.blogspot.com/     
5/6/20219 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Fimm leiðir að vellíðan - námskeið

Í næstu þáttum veður fjallað um 5 leiðir að vellíðan. Um er að ræða fimm mikilvæga þætti sem hafa áhrif á heilsu okkar og líðan.  Verkefni tengd þættinum má finna hér: https://5leidir.blogspot.com/     
5/6/20215 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Prófaprepp

Í 25. þætti er farið yfir pófatímabil og prófaundirbúning.  Núna eru margir að fara í próf og því var ákveðið henda í stutt prófaprepp. Hvernig á að undirbúa sig fyrir próf og hvað er hægt að gera í til að tækla stress í prófum og ná sem bestum árangri. 
4/30/202122 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Ný önn og allir mættir

Í 24 þætti fer ég um ganga í Menntaskólanum við Hamrahlíð og heyri í nemendum, kennurum og rektor. Í dag er fyrsti skóladagur annarinnar og nemendur aftur byrjaði að mæta í skólann. Hvernig hafa þau það?, hvernig líst þeim á þetta? og hvað er framundan?
1/6/202139 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Endaspretturinn

í 23. þætti skoðum við það hvernig við bregðumst stundum við á endasprettinum undir lok annar. Hvernig mikið álag kallar stundum fram hugsanaskekkjur og hvernig við þurfum að kortleggja þau atriði sem mikilvægast er að fókusa á til að draga úr stressi og samviskubiti. Broskallaverkefniðhttps://www.mh.is/static/files/salfraedingur/Verkefni/verkefnin-min-1.pdf 
11/21/202024 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Góð áhrif

Í dag fjalla ég um hvernig við getum kortlagt aðstæðurnar okkar, stillt væntingarnar okkar og haft góð áhrif á okkur sjálf. Mín verkefni - mín ábyrgð. Hvernig ég nálgast hlutina hefur áhrif á það hvernig mér líður og hvernig mér gengur. Tengill:https://www.mh.is/static/files/salfraedingur/Verkefni/venjuleg-vika-1.pdf
10/10/202019 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Baksýnisspegillinn

Í 21. þætti er ég að velta fyrir mér því þegar við erum stöðugt að horfa í baksýnisspegilinn og rifja upp gamlar minningar og erfið augnablik. Ég ræði aðeins um hvernig minnið okkar er ekki alltaf 100% og að við getum stundum lent í því að vera að endurupplifa útgáfu af fortíðinni sem hefur breyst í huga okkar og endurspeglar ekki alltaf rauverulegt gamalt atvik. Ég velti því upp hvers vegna það er mikilvægt að horfa fram á veginn og reyna að æfa sig í því að rifja upp góðar minningar í stað þess að dvelja of mikið í neikvæðri og erfiðri fortíð án þess þó að gera lítið úr erfiðum minningum. Vonandi er ég ekki að flækja hlutina of mikið en ég hitti oft fólk sem hefur fest of mikið í því að rifja upp og endurupplifa leiðinlegar stundir og hefur slíkt oft talsverð neikvæð áhrif á það hvernig fólki líður í því að takast á við núið og framtíðina. Tenglar:Skemmtileg útgáfa af hvísluleiknum: https://www.youtube.com/watch?v=ilZuT7Gy0Qw***Um minnið:https://www.youtube.com/watch?v=TUoJc0NPajQ***https://www.youtube.com/watch?v=TqFtWwQCzFI
8/5/202018 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Að velja sér nám eftir 10. bekk

Í 20. þætti kom Ásthildur Guðlaugsdóttir náms- og starfsráðgjafi í Kársnesskóla í spjall og fór yfir stöðuna með mér. Í þættinum spjölluðum við um hvað gott er að hafa í huga þegar nemendur eru að velja sér nám og máta sig við ólíka framhaldsskóla. Hvaða nám hentar mér best? Hvaða skóla langar mér að fara í og af hverju? Það er að mörgu að huga og margir möguleikar og kannski eru pælingar í þættinum sem gætu nýst nemendum við að átta sig betur á stöðunni. Næsta skref í nám og starfi:https://naestaskref.is/ ***Vilt þú senda inn spurningu eða ábendingu að efni fyrir Dótakassann:https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSf-moEin3iS7yxNcf9t_7xqgHHcIzkPWG3Lkw4iCm4WCdzltg/viewform
5/27/202041 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Rafræn heimapróf

Í 19. þætti fjöllum við um rafræn heimapróf og pælum í því hvernig gott er að undirbúa sig fyrir komandi prófatörn. Ásdís Birgisdóttir námsráðgjafi kom í símaviðtal og fór yfir hagnýtar pælingar í kringum þessi mál og það er alveg á hreinu að það er hægt að gera margt vitlausara en að renna þessum þætti í gegn í aðdraganda prófanna. TenglarRáð fyrir rafræn heimapróf:https://www.mh.is/static/files/Namsradgjafar/rafraen-heimaprof-1-.pdfUndirbúningur fyrir próf: https://www.mh.is/is/namid/prof/leidbeiningar-til-nemenda-vardandi-profNámstækni:https://vefir.mms.is/namstaekni/Námstækni og skipulagning á tíma:https://www.mh.is/is/stodthjonusta/namsradgjof/namstaekni
4/27/202025 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Bestu ár lífsins og þægindaramminn

Í 18. þætti Dótakassans er fjallað um bestu ár lífsins og hversu mikilvægt það er að fara annað slagið út fyrir þægindarammann sinn. Með því að ögra okkur sjálfum reglulega náum við oft að stækka þægindarammann okkar og þá erum við betur tilbúin til að takast á við nýjar aðstæður og ný verkefni. Tenglar:Viltu senda inn spurningu eða hugmynd á Dótakassann.Hér er hægt að lesa sér til um sjálfsmynd. Þægindaramminn / Comfort zone
4/3/202031 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Samkomubann í tvær vikur - nemendur og kennarar

Í 17. þætti tók ég upp símann og hringdi í nemendur og kennara í MH og heyrði í þeim hljóðið eftir tvær vikur í samkomubanni. Hvernig gengur? Hvernig upplifun er þessi nýji raunveruleiki? Þetta eru skemmtileg samtöl og það er áhugavert að heyra ólíkar upplifanir fólks í nýju umhverfi. Heilræðir á tímum kórónuveirunnar: https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item40631/Heilraedi_allt_islenska_final.pdfFramhahaldsskólanemar - hvað getið þið gert?https://www.visir.is/g/202024888d/fyrir-fram-halds-skola-nem-endur-hvad-getid-thid-gert-?fbclid=IwAR2AfgmkZL0JLhyhl4ZwJwVt1we8fc5OzhRyAKzf6EP-9vmQTpyplGejGGoÁhrif óvissunnar á andlega líðan og hjálpleg viðbrögð: https://www.mh.is/is/frettir/ahrif-ovissu-a-andlega-lidan-og-hjalpleg-vidbrogd
3/30/20201 hour, 28 seconds
Episode Artwork

Dót dagsins: Þumalputtareglan 3:1

Í 16. þætti er fjallað um þumalputtaregluna 3:1 og hversu mikilvægt það er að fókusa á jákvæða og uppbyggilega hluti í kringum okkur.  Stuttur þáttur í dag en mikilvægur.Tenglar:Framhahaldsskólanemar - hvað getið þið gert?https://www.visir.is/g/202024888d/fyrir-fram-halds-skola-nem-endur-hvad-getid-thid-gert-?fbclid=IwAR2AfgmkZL0JLhyhl4ZwJwVt1we8fc5OzhRyAKzf6EP-9vmQTpyplGejGGoDagskrá vikunnar:https://www.mh.is/static/files/salfraedingur/Verkefni/venjuleg-vika-1.pdfGagnleg viðbrögð:https://www.mh.is/static/files/salfraedingur/Verkefni/gagnleg-vidbrogd.pdfHvernig er staðan í dag:https://www.mh.is/static/files/salfraedingur/Verkefni/hvernig-er-stadan-i-dag-nota2.pdf***Vilt þú senda inn spurningu eða ábendingar að efni fyrir Dótakassann:https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSf-moEin3iS7yxNcf9t_7xqgHHcIzkPWG3Lkw4iCm4WCdzltg/viewform
3/26/202012 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Allskonar um heilsu og hvað er heilsumarkþjálfi?

í 15. þætti kom Erla Guðmundsdóttir heilsumarkþjálfi, crossfitþjálfari, ungbarnasundskennari og menntaskólakennari í frábært spjall og sagði frá því hvað mikilvægt er að hafa í huga ef við viljum hugsa um heilsuna. Þetta þarf ekki að vera flókið en það er margt sem hægt er að gera til að hafa góð áhrif á heilsuna.Erla er líka með nokkrar mjög skemmtilegar síður á Facebook og Instagram sem sniðugt er að kíkja á. Sem dæmi þá er hún með mjög skemmtileg fræðslumyndbönd í Highlights á Instagramsíðunni sinni sem eru algjör snilld. Heilsumarkþjálfun Erlu:Instagram:  https://www.instagram.com/heilsumarkthjalfun/ Facebook: https://www.facebook.com/Heilsumarkthjalfunerlu/ 100hrósdagar: https://www.facebook.com/groups/710844496090687/Ráðleggingar um mataræði frá Embætti landlæknis: https://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/verkefni/item25765/Radleggingar-um-mataraedi-%E2%80%93-Endurskodun-2015Ráðleggingar um hreyfingu frá Embætti landlæknis: https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item11179/NM30399_hreyfiradleggingar_baeklingur_lores_net.pdfUm svefn: The Joe Rogan Experience – Sleep Expert and Neuroscientist Dr. Matthew Walkerhttps://www.youtube.com/watch?v=pwaWilO_Pig
3/23/202059 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Jæja, hvernig gengur? - símaviðtöl við nemendur í MH.

Í 14. þætti hringdi ég í nokkra nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hvernig gengur á tímum samkomubanns? Hvernig gengur félagslega og hvernig gengur námið? Ef þú vilt koma í viðtal í Dótakassann, sendu þá endilega tölvupóst á netfangið: [email protected] Vilt þú senda inn spurningu eða ábendingar að efni fyrir Dótakassann:https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSf-moEin3iS7yxNcf9t_7xqgHHcIzkPWG3Lkw4iCm4WCdzltg/viewform
3/20/202059 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Dót dagsins: Frestunarárátta og það að leggja sig fram!

í 13. þætti pælum við aðeins í frestunaráráttu og hvernig við getum tekist á við hana og lagt okkur fram við að leysa verkefnin okkar hverju sinni. Tenglar:Hvernig er staðan í dag? Verkefnin mínNámstækni
3/19/202019 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Dót dagsins: Jákvæðar fréttir og jákvæð samskipti.

Í 12. þætti kynnum við til dót dagsins og í dag verður fjallað um mikilvægi jákvæðra frétta og jákvæðra samskipta. Á næstunni verða gefnir út svona stuttir þættir þar sem áherslan verður á jákvæð og uppbyggileg atriði sem við getum nýtt okkur til að hafa góð áhrif á okkur sjálf og aðra í kringum okkur. Ef þú ert með hugmynd af efni þá væri gaman að heyra frá þér og aldrei að vita nema þín hugmynd verið efni í næsta þátt. ****Tenglar: https://www.positive.news/https://www.sunnyskyz.com/good-newshttps://www.goodnewsnetwork.org/https://www.optimistdaily.com/****Hér getur þú sent inn nafnlausa spurningu eða ábendingu að efni fyrir Dótakassann.Netfang þáttarinns er svo: [email protected]  ****
3/16/202021 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Samkomubann og lokanir í skólum

Í 11. þætti fór Dótakassinn á flakk um ganga Menntaskólans við Hamrahlíð og ræddi við nemendur og stjórnendur skólans. Í þættinum förum við líka á blaðamannafund með stjórnendum landsins og pælum í sóttkví, samkomubanni og hvernig við getum tekist á við lokanir í skólum. Tenglar:Senda inn spurningu eða ábendingar að efni fyrir Dótakassann:https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSf-moEin3iS7yxNcf9t_7xqgHHcIzkPWG3Lkw4iCm4WCdzltg/viewformUpplýsingar um skólahald í tengslum við samkomubann:https://www.stjornarradid.is/default.aspx?pageid=b6bdd47a-62e4-11ea-945f-005056bc4d74&fbclid=IwAR1sN8JuHkREIrRUqsoSLyJD61Yxg1P1EW5Gqnrayk3sHcPv3v3bkSC5ZMIHvað þýðir samkomubann?https://www.covid.is/flokkar/hvad-thydir-samkomubannAlskonar upplýsingar í kringum COVID-19https://www.covid.is/Viðbrögð við því að vera í sóttkví:https://krisepsykologi.no/how-to-cope-with-quarantine-isolation/?fbclid=IwAR1bd-7ZdK1o_NBIsgr8-u1C004Ofv7-T1LedMz4P5ILEg5qps0NqIlBNoMCOVID-19 og andleg heilsa:https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item39685/COVID-19-og-andleg-heilsa?fbclid=IwAR28prtQfmXqfjoA6sz3gjp2VlIY9qqv2ONbQutdp6fbjKh0Y6XrSzqM9vc
3/13/202053 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

COVID-19 - How we react to uncertainty and how it affects us psychologically.

In the 10th episode which is my first in English I will try to address the COVID-19 issue from the stand point of how uncertainty affects us psychologically and how we can approach this task we are facing as individuals and as a society.   email: [email protected] Things to have in mind - Authorities are currently reacting with responsibility to COVID-19. They are watching the seen unfold closely, making recommendation as thing progress and health services are on high alert. - Currently the emphasises is on trying to slow down the speed of the virus spread. By spreading the infection over a longer time frame the health authorities are more able to give relevant services to those in need. This is an important step for all.- The Directorate of Health has said that the most important thing is to wash your hands thoroughly and often with soap and water or use hand sanitiser. It is also a good rule to avoid, as much as you can, contact with sick persons, in particular those who have the symptoms of cold, such as sneezing and coughing. If you need to cough or sneeze it is best to do it into your elbow, not into your hands or into the air. (Further reading: https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item39282/Basic-information-about-the-Coronavirus-for-children-and-teenagers) - Because there is a lot of information out there it is important to refer to facts and reliable sources when talking about the COVID-19 and reactions to the virus. The Directorate of Health has an information page in English that can be very helpful in this context. (See https://www.landlaeknir.is/koronaveira/english/) -It is important to bear in mind that in some families there are people that are understandably worried and concerned for themselves or for their family members.  Our reactions face to face or online can have huge impact on their sense of security. So lets be careful in how we approach this topic in public .  -Let’s talk to our families and friends. Let’s try to focus on things that are uplifting and are of value and purpose.  kveðjaBóas Valdórsson psychologist at Menntaskólinn við Hamrahlíð Further information: The Directorate of Health https://www.landlaeknir.is/koronaveira/english/ Citizens’ meeting on stöð2 og visir.is is planned on Thursday the 12th of march:https://www.visir.is/g/202016807d/borgarafundur-vegna-utbreidslu-koronuveirunnar-a-islandi?fbclid=IwAR1hnR2tniuJPBoY9h5_N4uiNAzhGp0BqQIg2DxSED5sHL0SvAvIQJBwmNcFive Ways to view coverage of the Coronavirus:https://www.apa.org/helpcenter/pandemicsThe Joe Rogan Experience – Interview with an expert on infectious diseases (Michael Osterholm):http://podcasts.joerogan.net/podcasts/michael-osterholm
3/11/202023 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

COVID- 19 - Áhrif óvissu á andlega líðan

Í 9. þætti er fjallað um hvernig áhrif umræðan í samfélagið er að hafa á okkur varðandi COVID-19 málið allt saman. Í því samhengi er mikilvægt að hugsa aðeins um hvernig óvissan og umræðan í kringum COVID-19 hefur á okkar andlegu líðan og hvernig við getum brugðist við með uppbyggilegum hætti. Nánari upplýsingar:Embætti Landlæknis:https://www.landlaeknir.is/koronaveira/Menntaskólinn við Hamrahlíð:https://www.mh.is/is/frettir/category/1/ahrif-ovissu-a-andlega-lidan-og-hjalpleg-vidbrogdHvernig má fást við áhyggjur af kórónaveirunni?:https://www.visir.is/g/2020200309546?fbclid=IwAR15b-GzH_pXYyztHvmzPExb8HFa-xcENFgqNaGhX9jOpYAdYXWu7LPGR0QBorgarafundur vegna útbreiðslu Kórónuveiirunnar á Íslandi: https://www.visir.is/g/202016807d/borgarafundur-vegna-utbreidslu-koronuveirunnar-a-islandi?fbclid=IwAR1hnR2tniuJPBoY9h5_N4uiNAzhGp0BqQIg2DxSED5sHL0SvAvIQJBwmNcFive Ways to view coverage of the Coronavirus:https://www.apa.org/helpcenter/pandemicsThe Joe Rogan Experience – Interview with an expert on infectious diseases (Michael Osterholm): http://podcasts.joerogan.net/podcasts/michael-osterholm
3/11/202028 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Viðbrögð við kvíða

Í 8. þætti er fjallað um algeng viðbrögð við kvíða. Farið er yfir hvernig hægt er að bregðast við með gagnlegum hætti til að draga úr kvíða upplifun og óþægindum.  Þátturinn er framhald af 7. sjöuna þætti þar sem farið var yfir kvíða og algengar ástæður þess að fólk upplifi kvíða. Tenglar: Hugsanaskráning: https://www.mh.is/static/files/salfraedingur/Verkefni/hugsanaskraning-1.pdfUm kvíða:https://kms.is/almennt-um-kvidha/ Kvíði er ekki sjúkdómur: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/07/08/kvidi_er_tilfinning_ekki_sjukdomur/Kvíði myndband: https://www.youtube.com/watch?v=uDkE4YtTtUcHeilabrot - kvíði:https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/heilabrot/27911/8a5obiNáðu tökum á kvíða, fælni og áhyggjum:https://www.forlagid.is/vara/na%C3%B0u-tokum-a-kvi%C3%B0af%C3%A6lni-og-ahyggjum/
2/14/202030 minutes
Episode Artwork

Hvað er kvíði?

Í 7. þætti er fjallað um kvíða. Farið verður yfir algengar ástæður fyrir því að fólk upplifir kvíða, hver munurinn er á eðlilegum og hamlandi kvíða. Einnig er farið yfir hvort aðstæður sem við upplifum sem hættulegar eða kvíðvænlegar séu alltaf raunverulega hættulegar eða ekki. Framhald af þættinum er í næsta þætti þar sem farið er nánar yfir kvíðaviðbrögð og hvernig hægt er að bregðast við með uppbyggilegum hætti þegar við upplifum kvíða og sterka kvíðatilfinningu. Tenglar: Hugsanaskráning: https://www.mh.is/static/files/salfraedingur/Verkefni/hugsanaskraning-1.pdfUm kvíða:https://kms.is/almennt-um-kvidha/ Kvíði er ekki sjúkdómur: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/07/08/kvidi_er_tilfinning_ekki_sjukdomur/Kvíði myndband: https://www.youtube.com/watch?v=uDkE4YtTtUcHeilabrot - kvíði:https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/heilabrot/27911/8a5obiNáðu tökum á kvíða, fælni og áhyggjum:https://www.forlagid.is/vara/na%C3%B0u-tokum-a-kvi%C3%B0af%C3%A6lni-og-ahyggjum/
2/14/202026 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Hamingjan

Í 6.þætti fáum við Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur sálfræðing til að spjalla við okkur um hamingju og hamingju rannsóknir. Hvað einkennir hamingjusamt fólk og hvað getum  við sjálf gert til að verða hamingjusöm og upplifa lífið með jákvæðum hætti. Tenglar sem tengjast efni þáttarins:- Núvitundarsetrið: https://www.nuvitundarsetrid.is/ - Happ app: http://www.andlegheilsa.is/happ-app- Myndband með núvitundaræfingu:  https://www.youtube.com/watch?v=wfExlzLp3dA- 5 leiðir að vellíðan: https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item19869/Fimm%20leidir%20ad%20vellidan%202017%20A2%20poster.pdf- Action for happiness: https://www.actionforhappiness.org/
2/5/202054 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Mikið álag! Hvað get ég gert?

Í 5.þætti er fjallað um það þegar við upplifum mikið álag og streitu. Fjallað erum algengar ástæður þess að við upplifum streitu og farið yfir algeng streitueinkenni og tillögur um það hvernig hægt er að átta sig betur á stöðunni og hvernig hægt er að bregðast við.Tenglar:Stuttur bæklingur um álag og hvernig hægt er að bregðast við: - https://www.mh.is/static/files/salfraedingur/mikid-alag.pdfBæklingur frá stúdentaþjónustu HR um streitu þar sem farið er yfir æfingar og ráð til að takast á við streitu: - https://www.ru.is/media/almennt/Streita.pdf Myndband um streitu: - https://www.mh.is/static/files/salfraedingur/Myndbond/leidir.mp4 
1/29/202025 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Tilfinningarússíbani

Í 4. þætti er fjallað um tilfinningar og hvernig tilfinningar geta haft áhrif á okkur. Farið verður yfir hvernig við getum brugðist við sterkum og stundum erfiðum tilfinningum og farið yfir leiðir sem við getum nýtt okkur til að hafa áhrif á tilfinningarnar okkar á jákvæðan hátt. Tenglar: Gagnleg viðbrögð: https://www.mh.is/static/files/salfraedingur/Verkefni/gagnleg-vidbrogd.pdfInside Out: - Sýnishorn: https://www.youtube.com/watch?v=29JBzvAP5lg - Öll myndin:  https://www.youtube.com/watch?v=h543LXnOzos
1/19/202025 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Hvernig talar þú við sjálfa/nn þig?

Í 3. þætti er fjallað um hvernig við tölum við okkur sjálf og hvernig það hefur oft áhrif á hvernig okkur líður. Farið er yfir nokkrar aðferðir sem hægt er að nota til að fara yfir hvernig við tölum við okkur sjálf og hugsum um stöðuna okkar. Mikilvægt er að átta sig á því að hvernig við hugsum og túlkum hvernig við túlkum hugsanir okkar. Aðstæður okkar og það sem við erum að gera hefur oft mikil áhrif á hvernig okkur líður. Í þættinum er tekið fyrir dæmi og reynt að takast á við það með uppbygglegum  hætti. Mögulega getur þú haft þetta dæmi til hliðsjónar í því sem þú ert að takast á við og notast við þessa nálgun til að hugsa hlutina upp á nýtt. Tenglar: - Hugsanaskráning: https://www.mh.is/static/files/salfraedingur/Verkefni/hugsanaskraning-1.pdf- Þinn besti vinur / vanlíðan: https://www.youtube.com/watch?v=XO0rzb7gFtA- Þinn besti vinur / kvíði: https://www.youtube.com/watch?v=uDkE4YtTtUc
1/17/202022 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Hvernig er staðan hjá mér í dag?

Í 2. þætti förum við yfir nokkur atriði sem hægt er að hafa í huga þegar við erum í sjálfsskoðun og erum að reyna að átta okkur á því hvernig staðan er hjá okkur. Þegar manni líður ekki nógu vel er mikilvægt að reyna að átta sig á stöðunni og maður verður að byrja einhverstaðar. Oft er gott að byrja á að taka fyrir atriði sem við öll erum að fást við á hverjum degi og átta sig á hvernig þau hafa áhrif á okkur, fara yfir hvernig þessir hlutir ganga og hvort ég geti gert eitthvað til að hafa jákvæða áhrif á mitt líf og mínar aðstæður.  Tengill:- Hvernig er staðan í dag: https://www.mh.is/static/files/salfraedingur/Verkefni/hvernig-er-stadan-i-dag-nota2.pdf
1/15/202023 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Ef mér líður illa, hvað get ég gert?

Í fyrsta þættinum er farið yfir hvernig við getum brugðist við því þegar okkur líður ekki nægjanlega vel. Það eru ótal leiðir sem hægt er að fara og margar aðferði sem við getum notað til að bregðast við en oft er mikilvægt að byrja á því að átta sig á hvað séu hjálplegar og óhjálplegar leiðir. Einnig getur verið mikilvægt að leita sér aðstoðar ef það á við en það eru margir aðilar sem eru tilbúnir til að aðstoða þig í þeim verkefnum sem þú ert að takast á við.  Tenglar:- Bergið Headspace: https://bergid.is/ - Hjálparsími Rauðakrossins:https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/hjalparsiminn-1717/- Heilsugæslustöðvar á höfðuðborgarsvæðinu: https://www.heilsugaeslan.is/heilsugaeslustodvar/- Heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni:https://info.lifdununa.is/heilsugaesla-landsbyggd/
1/14/202019 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Kynning

1/10/20203 minutes, 14 seconds