Tölum um breytingaskeið kvenna án þess að roðna og vörpum á það jákvæðu ljósi. Þær konur sem fæðast með æxlunarfæri kvenna fara á breytingaskeiðið í kringum fertugt. Þá hefst nýr kafli sem markar í raun síðasta þriðjung æviskeið kvenna og við ræðum bara alls ekki nóg um. Þessi þáttasería er innlegg í að auka umræðuna um breytingaskeið kvenna og draga fram fegurðina í því sem framundan er. Rætt er við allskonar konur um breytingaskeiðið, bæði faglega og reynslulega. Umsjónakona er Sóley Kristjánsdóttir og tónlist gerir Kristján Steinn Kristjánsson
#26 Dr. Rebecca Lewis - "HRT is the safest drug I've ever subscribed!"
Í þessum hætti spjalla ég við dr. Rebecca Lewis sem er læknir og sérfræðingur í breytingaskeiði kvenna á Newson Health Clinic í Bretlandi. Við töluðum meðal annars um af hverju konur (og læknar) eru svona hrædd við hormónauppbótameðferð, verndandi áhrif hormóna á heilsu kvenna, hormónanotkun og líkur á brjóstakrabbameini og hvort að konur með BRCA genið geti skoðað hormón þegar að þær fara á breytingaskeiðið. Töluðum líka aðeins um testesterón.
Hún mældi með Balace appinu og að konur geti treyst á að finna nýjar og sannreyndar upplýsingar um breytingaskeiðið og hormónauppbótameðferð hér.
3/28/2024 • 54 minutes, 19 seconds
#25 Ásdís Ragna, grasalæknir og lýðheilsufræðingur
Ásdís Ragna, grasalæknir og lýðheilsufræðingur, kom til mín að þessu sinni. Við ræddum að sjálfsögðu allskonar og þar á meðal breytingaskeiðið, mataræði og jurtir sem geta hjálpað konum að takast á við breytingar.
Ásdís vissi ung að árum að hún ætlaði að verða grasalæknir og útskrifaðist sem slíkur 2005, sem þýðir að hún hefur unnið með fólki (mest konum) að því að bæta heilsu sína og lífsstíl í 18 ár! Markmið hennar er að hvetja og leiðbeina fólki í að efla heilsu sína með heilsusamlegu mataræði, góðum lífsvenjum og notkun lækningajurta og vinna markvisst í átt að bættri heilsu og orku til frambúðar.
Arctic root, Burnirót eða Rhodiola rosea á sér langa sögu sem lækningajurt en hún hefur um aldir verið notuð til að auka orku og efla einbeitingu.Hún er besti vinur margra námsmanna sem taka hana á álagstímum eins og yfir prófatörn. Jurtin getur hjálpað þér að halda einbeitingu, muna betur og mörgum finnst hún meira að segja draga úr prófkvíða.
Ashwaganda styður líkamann við að halda kortisóli í jafnvægi og hjálpar okkur að aðlagast og höndla streituvaldandi aðstæður betur.
Ég mæli með að kíkja á heimasíðu Ásdísar og glöggva sig betur á hvernig megi stuðla að bættum lífsstíl og góðum venjum sem stuðla að orku og gleði í hversdagsleikanum.
9/1/2023 • 1 hour, 7 minutes, 15 seconds
#24 Þorbjörg Hafsteinsdóttir: "Höfum hátt!"
Þorbjörg Hafsteinsdóttir er gestur minn í þessum þætti nr. 24, en hún starfar sem næringaþerapisti og lífsstílsþjálfari, auk þess sem hún hefur skrifað þó nokkrar bækur (þið þekkið mögulega 10 árum yngri á 10 vikum!).
Hún menntaði sig snemma sem hjúkrunarfræðingur, en lærði fljótlega til næringaþerapistans, enda var það áhrif næringar á heilsu og líðan sem vakti áhuga hennar. Það var eigin reynsla hennar af óhóflegri sykurneyslu og að finna lausn undan henni með breyttu mataræði og lífsstíl sem vakti áhuga hennar og markaði það stefnu hennar snemma í lífinu. Hún hefur skrifað þó nokkrar bækur um mataræði og lífsstíl sem má tileinka sér til að leggja grunn að góðri heilsu, líðan og sjálfsmynd fyrir konur. Þar að auki er hún komin heil á höldnu í gegnum breytingaskeiðið, þannig að hún veit heldur betur hvað hún er að tala um!
Þorbjörg er skemmtileg og lífleg, einstaklega hress og geislar af henni gleði og orka, og ber spjallið okkar þess merki. Við fórum að venju vítt og breytt, en hún hélt okkur vel við efnið og konur ættu að vera töluvert fróðari um leiðir til að mæta sér betur með m.a. réttu mataræði.
Fyrir ykkur sem eru sleipar í dönskunni þá er danska heimasíða Þorbjargar hér. Svo er hún með íslenska heimasíðu um Ketoflex og er þar líka yfirlit yfir þær bækur sem hún hefur skrifað, og er hún hér.
Góða skemmtun við að hlusta og læra meira um breytingaskeiðið!
7/29/2023 • 1 hour, 18 minutes, 13 seconds
#23 Bjargey og Hanna Lilja: Frelsaðu kraftinn innra með þér og
Bjargey Ingólfsdóttir og Hanna Lilja Oddgeirsdóttir voru gestir þáttarins að þessu sinni.
Bjargey er menntaður félagsráðgjafi, craniosacral meðferðaraðili og dúla, auk þess að vera fyrirlesari og námskeiðshaldari. Hún hefur mikinn áhuga á kvenheilsu og öllu sem viðkemur konum, með að leiðarljósi að efla konur til að frelsa kraftinn sem býr innri með þeim.
Hönnu Lilju þekkja mörg ykkar, enda hefur hún komið í þáttinn áður, en hún er stofnandi Gynamedica og læknir sem hefur sérhæft sig í breytingaskeið kvenna og kvenheilsu.
Að venju þá ræddum við allskonar, m.a. mikilvægi þess að við konur getum deilt reynslu okkar öðrum konum til styrktar, að elska sjálfa sig, að taka sér plássið sitt og setja sjálfa sig í fyrsta sæti. Heilsupúslið kom til tals, en það samanstendur af svefn, heilbrigð streita, mataræðið, hreyfingin, hormónin - þurfum að hugsa um þetta allt sem eina heild til að fyrirbyggja heilsubrest hjá konum þegar að þær fara inn á breytingaskeiðið. Auk margt annað!
Góða hlustun og deilið að vild <3
Frekari upplýsingar um það sem nefnt var og ég man eftir að setja hér:
Allt um ferðina til Spánar með Bjargeyju og ráðstefnuna í nóvember inn á Frelsadukraftinn.is og á instagram Bjargeyjar: bjargeyogco.
Rannsóknin sem ég minntist á:
Mind-set matters: exercise and the placebo effect
Lóaboratoríum, þar sem má finna mjög cómískar teikningar eftir Lóu Hjálmtýsdóttur
Gynamedica á instagram: gynamedica
7/11/2023 • 1 hour, 20 minutes
#22 Kristborg Bóel: “Konur eiga að standa með sér og halda með sér!”
Í þessum þætti fékk ég til mín Kristborgu Bóel, en hún hefur reynslu af breytingaskeiðið, ADHD og burnout. Vegna þess hve keimlík einkennin eru á milli þessara ástanda þá getur einmitt reynst flókið að átta sig á hvað er í raun hvað! Hún deilir með okkur persónulegri reynslu sinni og bjargráðum, sem eru m.a. að taka út áfengi og rækta tenglsin við vinkonur sínar.
Hlaðvarpið sem Kristborg vísaði í: No more Fu*#s to Give: The Midilife Woman's Anthem
Annað áhugavert:
The Dr Louise Newson Podcast
HRT: The history
4/22/2023 • 1 hour, 13 minutes, 40 seconds
#21 Sigrún Jónsdóttir, ADHD coach: "Bætum aðeins meiri glamúr inn í lífið!"
Sigrún Jónsdóttir, ADHD coach með diplóma í hugrænni atferlismeðferð og yoga nidra kennari, kom til mín að þessu sinni. Að venju ræddum við allt milli himins og jarðar, þar á meðal konur, ADHD og breytingaskeiðið. Sem ADHD coach hefur hún sérhæft sig í að vinna með fólki sem er með ADHD og á einhverfurófinu. Sigrún deilir persónulegri reynslu sinni af því að vera kona með ADHD og að átta sig seint á að vera á breytingaskeiðinu. Sigrún er lífsglöð, opin og með smitandi og skemmtilega orku sem fer ekki framhjá neinum og kemur svo sannarlega til dyranna eins og hún er klædd.
Njótið þess að hlusta og deilið að vild!
FB síðan fyrir markþjálfun hennar, Miro coach, má finna hér: https://www.facebook.com/miromarkthjalfunogradgjof
3/25/2023 • 1 hour, 22 minutes, 8 seconds
#20 Erla Gerður, yfirlæknir kvenheilsuteymisins innan Heilsugæslunnar: “Berum virðingu fyrir líkama okkar og hlustum á hann”
Í þessum þætti kom Erla Gerður, yfirlæknir kvenheilsuteymis innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til mín og ræddi við mig um allskonar varðandi kvenheilsu og breytingaskeiðið. Hlutverk teymisins sem Erla Gerður leiðir, er að veita fræðslu og ráðgjöf en einnig sinna sjúkdómum og heilsufarsvanda sem eingöngu eru til staðar hjá konum. Teymið er hugsað sem viðbót við núverandi þjónustu.
Nálgun Erlu í starfi sínu sem læknir vakti athygli mína og áhuga, en hún nálgast heilsuna heildrænt. Hún líkir líkama okkar við sinfoníuhljómsveit - ef hún er ekki að spila saman þá eru læti og óþægindi, en um leið og öll kerfin stilla sig saman að þá verður hreinn unaður úr því. Mér fannst það æðislega falleg myndlíking og tengi mjög við hana. Kjarninn í þessu öllu saman að hennar mati er að við berum virðingu fyrir líkamanum okkar og hvað hann er að segja. Finnum hvað við getum gert sjálfar og hvað við þurfum aðstoð með og hikum ekki við að þiggja aðstoð.
Ég nýtti tækifærið og spurði Erlu nánar út í hormónameðferð, af því að ég finn að þrátt fyrir að hafa talað við margar konur og aflað mér upplýsinga um að þá er enn e-ð óskýrt fyrir mér varðandi áhættu af henni. Með fyrirvara um að ekki mætti vitna í hana þar sem hún var ekki með nákvæma tölfræði á takteinununum, að þá gat hún útskýrt þetta nokkuð vel fyrir mér (þið afsakið hringlið í mér fyrirfram!).
Um hormónauppbótameðferðar ruglinginn má lesa nánar t.d. hér og í fræðslu hjá Gynamedica má finna góða samantekt og rannsóknir sem gerðar hafa verið.
3/4/2023 • 1 hour, 27 seconds
#19 Ingeborg Andersen, grasalæknir: "Konur verða viskuberar"
Að þessu sinni kom til mín Ingeborg Andersen, grasalæknir. Hún er ung að árum og gefur sig ekki út fyrir að vera vera sérfræðingur í breytingaskeiðinu, en hún hefur haft alveg sérstakan áhuga og þar af leiðandi þekkingu á hormónakerfi kvenna. Forvitnin hefur drifið hana áfram í að afla sér upplýsinga og kynna sér til hlýtar hvaða áhrif hormón hafa á konur. Hún nálgast konur með því að fræða þær þannig að þær þekki líkama sinn og læri að heyra í honum og skilja hann til þess að geta mætt honum.
Að venju töluðum við um allskonar, meðal annars um hvernig samfélagið myndi vera uppbyggt ef það væri að mæta þörfum kvenna út frá tíðarhring okkar. En það er nú byggt upp út frá þörfum karla þar sem hringurinn þeirra er aðeins sólarhrings á meðan kvenna er um það bil mánuður. Þá setti Ingeborg breytingaskeiðið í skemmtilegt samhengi þess að þegar að konur eru ekki lengur að bera börn verða þær viskuberar og fá þannig nýtt hlutvert í samfélagi okkar. Þetta er tíminn til þess að hægja á og einfalda lífið, að vinna með sköpunarkraftinn frekar en að vera á hamsturshjólið og endurhugsa við hvað við erum að eltast.
Xeno estrogen - gervi estrogenið sem Ingeborg talaði um að væri hægt að googla til að átta sig betur á hvar það er í umhverfi okkar.
Instagram reikningurinn sem Nærðar konur eru með má finna hér. https://www.instagram.com/naerdarkonur/
2/18/2023 • 1 hour, 6 minutes, 15 seconds
#18 Sigga Dögg, kynfræðingur: “Umræðan er svo pólariseruð, getum við bara aðeins mæst”
Sigga Dögg, kynfræðingur, rithöfundur, sjónvarpsþáttahöfundur og svo margt fleira, kom til mín að þessu sinni. Við ræddum margt, m.a. mildið sem þarf að fá að fylgja breytingaskeiðinu, að vera kona, pólariseringunni sem einkennir svo oft umræðuna og allskonar annað.
Það var svo hressandi að ræða við Siggu af því að hún er svo mikil fyrirmynd í hvernig hún nálgast umræðuefnið hverju sinni með opin huga og gefur rými fyrir að öll sjónarhorn séu rædd. Hún lýsir breytingaskeiðinu sem tími til að taka pláss, breiða úr fallegum vængjum sínum og finna rónna sína, sem snerti hjarta mitt.
“Þarmar með sjarma” - bókin sem Sigga talaði um að hafi breytt lífinu hennar.
Þá mæli ég með nýjustu bókina hennar, Litla bókin um blæðingar (sem er alls ekki lítil!) sem kom út í fyrra fyrir allt fólk sem fer á túr.
Fyrirlesturinn sem Sigga vísar í er aðgengilegur hér til 8.febrúar 2023.
2/4/2023 • 1 hour, 4 minutes, 40 seconds
#17 Sirrý og Rakel (Venja): “Konur eru bara hormónal og við eigum að fagna því!”
Í þessum þætti spjalla ég við þær Sirrý Svöludóttir og Rakel Guðmundsdóttir en þær eru konurnar á bakvið Venja, bætiefnalína fyrir konur á mismunandi lífsskeiðum. Sirrý er markaðsmanneskja sem er með ástríðu fyrir að hjálpa fólki að gera upplýst kaup og Rakel er rekstarmanneskja sem áttaði sig snemma á að bætiefnaflokkurinn væri það flókin að næstum ógerlegt væri fyrir fólk að gera upplýst kaup án aðstoðar.
Þær áttu ekki von á að þær myndu fara í að þróa bætiefnalínu, enda gerðu þær ráð fyrir að nóg væri til af bætiefnum. En fljótlega kom í ljós að meirihluti bætiefna sem eru á markaðnum eru þróuð út frá þörfum karla en markaðsset fyrir allt fólk. Þörfin fyrir bætiefni sérstaklega ætlað konum á mismunandi lífsskeiðum var því augljós að þeirra mati og þær urðu bara að stíga inn í það verkefni.
Ástríða þeirra er að hjálpa konum að nærast með réttum hætti, hvorki með of miklum eða of litlum bætiefnum, heldur akkúrta það sem konur þurfa á hverju lífsskeiði.
Heimasíða þeirra er https://venja.is
1/28/2023 • 50 minutes, 50 seconds
#16 Steinunn Kr. Zophoníasdóttir, ljósmóðir með sérhæfingu í breytingaskeiði kvenna: "Það er lýðheilsumál að við konur vitum hvað er að gerast í líkama okkar"
Viðmælandi þáttarins að þessu sinni er Steinunn Kr. Zophoníasdóttir, ljósmóðir með sérhæfingu í breytingaskeiði kvenna. Hún hefur lengi haft, að eigin sögn "óútskýrðan", áhuga á breytingaskeiðinu, en þegar að hún byrjaði að skoða það fyrir rúmlega áratugi síðan þá kom hún að nokkuð tómum kofanum. Hún ákvað því að fjalla um upplifun íslenskra kvenna af breytingaskeiðinu í meistaraverkefni sínu, þar sem hún tók viðtöl við konur sem höfðu upplifað mjög erfið einkenni breytingaskeiðs. Ritgerðina má finna hér og mæli ég eindregið með að skoða hana.
Það má orða það þannig að Steinunn er á kafi í allt er viðkemur breytingaskeið kvenna og hún á svo sannarlega stóran þátt í að umræðan er orðin eins mikil og raun ber vitni. Auk þess að veita ráðgjöf og fræðslu um breytingaskeið kvenna á Fæðingarheimili Reykjavíkur, þá sér hún um fræðslu um breytingaskeið kvenna á vegum Kvenheilsu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í samstarfi við Sólrúnu Ólínu, hjúkrunarfræðingi. Þá situr hún í stjórn FEIMA (fræðslufélag um breytingaskeiðið) sem hún tók þátt í að stofna sumarið 2021. Í hjáverkum heldur hún svo úti instagramsíðunni Breytingaskeið þar sem lesa má fróðleik um breytingaskeið kvenna og von er á heimasíðu hennar með sama nafni, en hún er í vinnslu og mun líta dagsins ljós á þessu ári.
Steinunn hefur einstaklega góða nærveru og nálgast viðfangsefnið af mikilli virðingu og natni, enda umhugað um að mæta hverri konu þar sem hún er stödd með að leiðarljósi að veita heildræna ráðgjöf varðandi breytingaskeiðið. Það heyrist vel í þessu viðtali og húmorin er ekki langt undan.
Góða hlustun!
1/7/2023 • 1 hour, 14 minutes, 51 seconds
#15 Ágústa Kolbrún, yogakennari og brautryðjandi: "Selfmasturbation, master the self"
Í þessum þætti spjalla ég við Ágústu Kolbrúnu Róberts, yogakennara með meiru.
Ágústa kemur til dyrana eins og hún er klædd og er óhrædd við að feta sínar eigin leiðir. Reynsla hennar er óvenjuleg og í þessum þætti deilir hún með okkur sinni vegferð sem lagt hefur grunninn að því hvernig hún tekst á við breytingaskeiðið. Hún er brautryðjandi í yogaiðkun á Íslandi og er með yogaskóla í dag þar sem hún þjálfar verðandi yogakennara.
Jóga og heilun með Ágústu Kolbrún Roberts
Myndirnar sem Ágústa málar má sjá hér.
12/31/2022 • 1 hour, 21 minutes, 3 seconds
#14 Elísabet Reynisdóttir, næringafræðingur: "Vekjum ekki blóðsykurinn á morgnanna! "
Elísabet Reynisdóttir, næringafræðingur og starfsmaður á Heilsuvernd, mætti til mín í þessum þætti. Við töluðum um lífið, bumbur, blóðsykur og breytingaskeiðið. Beta leggur áherslu á að konur sem hún vinnur með öðlist þekkingu á mataræði þannig að þær geti verið ábyrgar fyrir eigin líkama og heilsu. Hún vinnur með blóðsykursmataræði, en hún þekkir það af eigin reynslu að verða af því glaðari og orkumeiri og það heyrist vel krafturinn hennar í þessu viðtali. Hægt er að nálgast sjálfsævisögu Betur hér og sjá meir um hana á heimasíðu hennar.
Kjúlli er svo ekki hluti af Miðjarðarhafsmataræðinu - sorry me'mig!
12/10/2022 • 58 minutes, 19 seconds
#13 Harpa Lind, hjúkrunarfræðingur hjá Gynamedica: "Svo var bara eins og dregið hefði verið frá gardínu"
Viðmælandi minn að þessu sinni er hún Harpa Lind, en hún er ein af þeim sem þekkir það á eigin skinni að upplifa erfið einkenni breytingaskeiðsins. Í kjölfarið fékk hún brennandi áhuga á öllu sem snertir heilsu kvenna á breytingaskeiði og tók m.a. þátt í að koma Gynamedica á laggirnar til að þess að mæta mikilli eftirspurn kvenna um stuðning og utanumhald á þessum eðlilegu tímamótum. Þar starfar hún nú sem hjúkrunarfræðingur og aðstoðar konur að takast á við þessi stóru tímamót í lífi margra kvenna. Hún styður konur að nálgast breytingaskeiðið heildrænt, með áherslu á að þær geti farið í gegnum skeiðið líðandi sem best og með leiðir til að hlúa að sér. Við fórum út um kvippinn og kvappinn, hlóum mikið og bulluðum smá. Kæru hlustendur, njótið hlustunarinnar!
12/3/2022 • 1 hour, 1 minute, 44 seconds
#12 Tinna Sigurðardóttir, talmeinafræðingur: "Ég fyllti á tankinn en hann varð alltaf strax aftur tómur""
Að þessu sinni ræði ég við Tinnu Sigurðardóttur, þriggja barna móðir í Vesturbænum, sem starfar sem talmeinafræðingur og heldur úti Instagrami um reynslu sína af því að vera kona búin að fara í gegnum tíðahvörf. Hún deildi persónulegri reynslu sinni af því að fara á breytingaskeiðið langt á undan áætlun á Degi breytingaskeiðsins 18.október síðast liðin og vakti mikla athygli.
Hún lýsir því hvernig hún var að kljást við þunglyndiseinkenni og kvíða, búin að fara í veikindaleyfi, burnout og heilsuhæli, en varð samt aldrei söm og var hætt að finna fyrir gleði. Af því að hún var aðeins 37 ára þá fannst kvennsjúkdómalækninum hennar hún vera alltof ung til að vera mögulega komin á breytingaskeiðið. En eftir eigið grúsk á samfélagsmiðlum þá kom annað á daginn!
11/26/2022 • 1 hour, 2 minutes, 26 seconds
#11 Erla Björnsdóttir, sálfræðingu og doktor í líf- og læknavísindum: "Tíðahringurinn er eins og innri árstíðir"
Skiptir svefn máli fyrir konur á breytingaskeiðið?
Erla Björnsdóttir, sálfræðingur, doktor í líf- og læknavísindum, stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns og annar höfundur dagbókarinnar Munum, kom til mín að þessu sinni og við ræddum mikilvægi svefns - ásamt hellings annað. Að sjálfsögðu fórum við um víðan völl, enda af mörgu að taka þegar kemur að Erlu. Ljósapera kviknaði hjá mér þegar að Erla talaði um innri árstíðir kvenna, þ.e. að hugsa um tíðahringin með þeim hætti.
Bókin sem Erla minntist á heitir The Choise og er eftir Dr. Edith Eger.
11/19/2022 • 1 hour, 6 minutes, 27 seconds
#10 Sigurlína V. Ingvarsdóttir: "Við þurfum að koma breytingaskeiðinu í almenna rýminu"
Í þessum þætti fékk ég æsku vinkonu mína, Sigurlínu V. Ingarsdóttur, til að koma og tala við mig um breytingaskeiðið út frá jafnréttissjónarmiði. Lína hefur umtalsverða reynslu af því að vinna í umhverfi þar sem hallar mjög á konur og hún hefur haft það að leiðarljósi í störfum sínum að leiðrétta þann halla. Hluti af því er til dæmis að opna á umræðuna um breytingaskeiðið inni í almennu rýmin og normalisera umræðuna. Víðsýni Línu, hvernig hún nálgast krefjandi verkefni með opnum huga og jákvæðu viðmóti er svo sannarlega til eftirbreytni.
Bókin sem við ræddum heitir Invisible women
11/5/2022 • 1 hour, 3 minutes, 35 seconds
#9 Margrét Jónsdóttir Njarðvík: "Það er svo margt jákvætt sem fylgir þessu”
Einlægt og skemmtilegt viðtal við Margréti Njarðvík Jónsdóttur um breytingaskeiðið og viðhorf hennar til lífsins. Margrét stofnaði FB grúppuna Breytingaskeiðið, sem í eru núna um 10 þús konur sem veita hver annarri stuðning og deila reynslu um allt er tengist breytingaskeiðið. Hún er með alveg einstaklega jákvætt viðhorf til lífsins og segir okkur m.a. frá því hvernig hún skipti um skoðun hvað varðar hvernig hún tekst á við einkenni breytingaskeiðsins.
Meir um bókina sem Margrét nefnir, The Invisible Women, má finna hér.
10/22/2022 • 53 minutes, 57 seconds
#8 Náttúrulega leiðin í gegnum breytingaskeiðið: "Hlustaðu á sjálfa þig!"
Að þessu sinni fékk ég til mín þrjár konur sem hafa allar valið að fara í gegnum breytingaskeiðið án þess að taka inn hormóna. Þær hafa allar sínar ástæður fyrir að velja þessa leið og hafa fundið sinn takt með þessum hætti. Þær eiga það allar sameiginlegt að þær hafa allar stigið af af krafti inn í breytingaskeiðið.
Jenny notar húmorinn, hugsar vel um heilsuna sína, hreyfir sig á hverju degi og hlustar á hvað líkaminn þarfnast. Hún er í það góðum tengslum við líkama sinn og hlustar vel eftir hvers hann þarfnast til að geta mætt sér.
Ingunn hefur ekki enn séð ástæðu til að leita til læknis, en hún er líka að takast á við aðra heilsukvilla sem talið er að hormónauppbótameðferð sé ekki ákjósanleg fyrir. Hún notar hreyfingu og útivist til að mæta sér í dag og heldur svitakófunum niðri með Femarelle.
Rakel er yogakennari og kennir meðal annars Hormónayoga, sem er ákveðið meðferðarform til að koma jafnvægi á hormónabúskap líkamans og endurvekja hann. Hún þýddi bók Dinuh Rodrigeus um Hormónayoga og hefur sjálf stundað það um árabil við góðan árangur.
Ég vona að þið njótið þess að hlusta, tengja og stíga af krafti inn í breytingaskeiðið!
Í þessum þætti heyrum við reynslu tveggja kvenna af því að nota hormónauppbótameðferð til þess að takast á við breytingaskeiðið.
Halldóra er mörgum konum kunnug, en hún heldur úti bæði heimasíðunni og instagraminu Kvennaráð þar sem er að finna allskonar fróðleik og reynsla af og um breytingaskeið kvenna. Markmið hennar er að fræða, uppræta fordóma og útrýma tabúinu sem fylgt hefur þessu skeiði í áratugi!
Kiddý er kona sem talar opinskátt um reynslu sína af því að uppgötva að hún væri komin á breytingaskeiðið. Hún hélt að hún væri aftur að sigla inn í kulnunin, læknir vildi gefa henni þunglyndis- og kvíðalyf og var jafnvel að velta upp mögulegri gigt. Eftir að hafa lesið grein um breytingskeiðið opnuðust hins vegar augu hennar og í dag hefur hún fengið sjálfa sig tilbaka og hefur orku til að takast á við verkefni hvers dags.
10/8/2022 • 1 hour, 11 minutes, 50 seconds
#6 Hanna Lilja, framkvæmdastjóri lækninga og meðstofnandi Gynamedica: “Þekktu tíðahringinn þinn“
Hanna Lilja Oddgeirsdóttir er sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum og framkvæmdastjóri lækninga og meðstofnandi að Gynamedica, en GynaMEDICA er lækninga og heilsumiðstöð fyrir konur sem býður upp á heildræna fræðslu, ráðgjöf og meðferð fyrir konur á breytingarskeiði. Hanna hefur ástríðu fyrir heilsu kvenna á miðjum aldri og hefur á undanförnum árum frætt konur ötullega um breytingaskeiðið. Í þessum þætti tölum við um allskonar er tengist breytingaskeið kvenna, meðal annars einkenni breytingaskeiðs og hormónauppbótameðferðir. Þá minntist Hanna á Lisa Mosconi, en hún er höfundur bókarinnar The XX Brain sem allar konur ættu að lesa.
10/1/2022 • 56 minutes, 57 seconds
#5 Kristbjörg Elín Kristmundsdóttir: "Breytingaskeiðið er tími tækifæranna"
Kristbjörg er yogakennari og blómadropaþerapisti. Hún notaði jurtir þegar hún var á breytingaskeiðið, sauð Maríustakk og setti Hljólkrónu út í. Þá hannaði hún blómadropablöndu fyrir breytingaskeiðið, með Vallhumri og öðrum jurtum, en blómadropar eru jurtir fyrir tilfinningar og hugann.
“Breytingaskeiðið getur boðið upp á ákveðið andlegt frelsi, andlega vöknun, ef að við erum tilbúnar til að gera það sem þarf”, segir Kristbjörg.
Jurtirnar sem Kristbjörg talar um og mælir með í þættinum úr íslenskri náttúru eru Vallhumall, Maríustakkur og Klóeltingur. Yogaæfingarnar sem hún talar um í þættinum eru hryggvinda, boginn og bakteygja.
9/24/2022 • 1 hour, 13 minutes, 22 seconds
#4 Ragnhildur Þórðardóttir, aka Ragga Nagli, sálfræðingur og líkamsræktarfrömuður: "Konur, rífið í járnin!"
Við Ragnhildur Þórðardóttir, aka Ragga Nagli, sálfræðingur og líkamsræktarfrömuður, spjöllum um líkamsrækt á breytingaskeiðið. Hvaða æfingar eru að fara að skila árangri þegar að við erum komnar á breytingaskeiðið, eða bara komnar yfir 40 ára? Sprengiæfingar, hiit æfingar, tabata og kraftlyftingar eru æfingarnar sem við viljum vera að iðka - hvort sem okkur líkar betur eða verr, þá eru þetta æfingarnar sem efla vöðvana. Ragga segir: "Vöðvar eru dýrmætasta auðlind líkamans, þannig að rífa í þessi lóð!".
Ragga Nagli er þrælreynd við hljóðnemann, en hún er með frábært hlaðvarp, Heilsuvarpið, sem finna má hér.
9/17/2022 • 1 hour, 8 minutes, 46 seconds
#3 Kolbrún Björnsdóttir, grasalæknir og eigandi Jurtaapóteksins
Í þessum þætti spjöllum við Kolbrún Björnsdóttir, grasalæknir og eigandi Jurtaapóteksins, um tækifærin sem breytingaskeiðið býður upp á. Kolbrún er búin að vera að tala um og vinna með breytingaskeiðið í næstum 30 ár og er því með ansi góða og djúpa innsýn í þennan kafla lífs kvenna sem fæðast með æxlunarfæri kvenna. Hún talar bæði um jurtir og viðhorf sem skipta máli til að fara vel í gegnum þetta lífsskeið.
9/10/2022 • 1 hour, 12 minutes, 2 seconds
#2 Áslaug Kristjándóttir, kynlíf á breytingaskeiðið
Áslaug Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og kynlífsráðgjafi, talar kynroðalaust um kynlíf og kynheilbrigði fyrir, á meðan og á eftir breytingaskeið kvenna. Svo ótrúlega hressandi að tala hispurslaust um hlutina, þó ég hafi nú sjálf stundum roðanað og jafnvel stamað eitthvað inn á milli. Meir um Áslaugu og hvað hún er að fást við dagsdaglega má sjá á heimasíðu hennar.
9/3/2022 • 1 hour, 8 minutes, 46 seconds
#1 Ólöf Gerður, breytingaskeiðið á persónulegu nótunum
Ólöf Gerður er ástæða þess að áhugi minn kviknaði á breytingaskeiðinu, en hún gerði alveg frábæra þriggjaþáttaröð um persónulega vegferð sína þar sem hún kynnti sér allt sem viðkemur breytingaskeiðið. Persónulegur þáttur um bæði Ólöfu og breytingaskeiðið.
Þáttaröð Ólafar, Það sem breytingaskeiðið kenndi mér, má finna hér.