Winamp Logo
Kvíðakastið Cover
Kvíðakastið Profile

Kvíðakastið

IJslands, Health / Medicine, 1 seizoen, 85 afleveringen, 3 dagen, 14 uur, 20 minuten
Over
Sálfræðingar spjalla saman um málefni tengd geðheilsu. Þáttastjórnendur eru Katrín Mjöll Halldórsdóttir, Nína Björg Arnarsdóttir og Sturla Brynjólfsson sálfræðingar á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni.
Episode Artwork

82. Leitin að hamingjunni

Þátturinn er í boði Fors.is, World Class og Reykjavík Foto! Afsláttarkóðinn kvidakastid15 gefur 15% afslátt af öllum vörum! Í þættinum tölum við um hamingju og hvernig við stuðlum að henni í daglegu lífi.
23-10-202454 minuten, 16 seconden
Episode Artwork

81. Halla Ósk Ólafsdóttir - Geðhvörf (e. bipolar)

Þátturinn er í boði Fors.is, World Class og Reykjavík foto! Afsláttarkóðinn kvidakastid15 gefur 15% afslátt af öllum vörum! Halla Ósk Ólafsdóttir er sálfræðingur í geðhvarfateymi Landspítalans, doktorsnemi og stundarkennari við Háskólann í Reykjavík. Í þættinum tölum við um einkenni geðhvarfa, förum yfir hvaða meðferð er algengust við geðhvörfum, hverjar helstu áskoranirnar eru í meðferð ásamt því að fara yfir hvaða mýtur eru til staðar um geðhvörf og hvað aðstandendur geta gert þegar grunur er um geðhvörf.
28-9-20241 uur, 12 minuten, 11 seconden
Episode Artwork

80. Dr. Tómas Kristjánsson - Sjálfsvígshugsanir

Tómas Kristjánsson er lektor við Háskóla Íslands og sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni. Í þessum þætti er fjallað um sjálfsvígshugsanir, þróun þeirra, áhættuþætti, ýmis verkfæri til að kljást við þær, hvert fólk á að leita og hvað aðstandendur geta gert. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is, Píeta símann s.552-2218, bráðamóttöku geðsviðs eða bráðamóttöku í Fossvogi utan opnunartíma geðsviðsins. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
21-9-20241 uur, 2 minuten, 15 seconden
Episode Artwork

79. Einmanaleiki

Þátturinn er í boði Fors.is, World Class og Reykjavík Foto! Afsláttarkóði á fors.is: kvidakastid15 fyrir 15% afslátt! Í þættinum förum við yfir orsakir og afleiðingar einmannaleika, algengi og hvernig við getum unnið með hann.
11-9-20241 uur, 5 minuten, 34 seconden
Episode Artwork

78. Halla Margrét Bjarkadóttir - Reynslusaga

Þátturinn er í boði World Class og Reykjavík Foto! Halla er ráðgjafi (senior consultant) hjá Deloitte í Kaupmannahöfn. Við förum yfir hennar reynslu á lágu sjálfsmati, ADHD greiningu á fullorðinsárum og ýmis verkfæri sem hún hefur sankað að sér í gegnum mörg ár hjá sálfræðingi og eigin sjálfsvinnu.
21-8-20241 uur, 24 minuten, 6 seconden
Episode Artwork

77. Spjall eftir sumarið

Þátturinn er í boði World Class og Reykjavík Foto! Léttur þáttur þar sem við spyrjum hvort annað óvæntra spurninga.
6-8-202437 minuten, 7 seconden
Episode Artwork

76. Hvernig er best að taka ákvörðun?

Þátturinn er í boði World Class og Reykjavík Foto! Í þættinum förum við yfir hvernig við tökum ákvörðun, af hverju sumir eiga erfitt með að taka ákvarðanir og hvernig við getum verið ánægðari með ákvarðanirnar okkar.
12-7-202458 minuten, 30 seconden
Episode Artwork

75. Tómas Páll - Meðferð kvíðaraskanna

Þátturinn er í boði World Class og Reykjavík Foto! Tómas Páll er einn af eigendum og sálfræðingur á Kvíðaklíníkinni og sérhæfir sig í meðferðum kvíðaraskanna. Í þættinum tölum við meðal annars um ferlið að fara í greiningu og í meðferð við kvíðaröskunum, áskoranir sem koma fram í meðferð og hvernig kvíði getur haft áhrif á sjálfsmyndina.
25-6-20241 uur, 1 minuut, 15 seconden
Episode Artwork

74. Gyða Hjartardóttir - Samvinna foreldra eftir skilnað

Þátturinn er í boði World Class og Reykjavík Foto! Gyða Hjartardóttir er félagsráðgjafi ásamt því að vera umsjónar- og ábyrgaraðili SES á Íslandi, www.samvinnaeftirskilnad.is Í þættinum fræðir hún okkur m.a. um hvernig sé best að tala við börn um skilnað foreldra, líðan barna, umgengi, skipta búsetu, meðlagsgreiðslur, samskipti foreldra og margt fleira.
27-5-20241 uur, 8 minuten, 13 seconden
Episode Artwork

73. Spurningar til okkar! - Q&A

Þátturinn er í boði World Class og Reykjavík Foto! Í þættinum förum við yfir spurningar sem við fengum á instagram um sálfræðinámið (inntökuferli, mun á HÍ og HR og fleira), hundahræðslu, dagbókarskrif og annað létt og skemmtilegt!
13-5-202457 minuten, 14 seconden
Episode Artwork

72. Tómas Daði Bessason - Frestun

Þátturinn er í boði World Class og Reykjavík Foto! Tómas er sálfræðingur á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni. Í þættinum fræðir hann okkur um vítahring frestunar, óhjálplegar hugsanir sem koma fram í frestun og hvernig við getum tæklað þær ásamt því að að gefa okkur ýmis hagnýt verkfæri.
28-4-20241 uur, 28 minuten, 5 seconden
Episode Artwork

71. Áhugaverðar sálfræðirannsóknir Vol IIII

Þátturinn er í boði World Class og Reykjavík Foto! Í þessum fjórða rannsóknarþætti fórum við yfir "the Batman Effect", einmannaleika og að blekkja aðra á stefnumótaforritum. Rannsóknir nefndar: The “Batman Effect”: Improving Perseverance in Young Children - White ofl., 2016 The socioeconomic consequences of loneliness: Evidence from a nationally representative longitudinal study of young adults - Byan ofl, 2024
21-4-202436 minuten, 25 seconden
Episode Artwork

70. Ásmundur Gunnarsson - Flughræðsla

Þátturinn er í boði World Class og Reykjavík Foto! Ási er sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni og sérhæfir sig í ýmsum kvíðavanda. Í þættinum útskýrir hann hvernig flughræðsla birtist og viðhelst af mismunandi ástæðum, hvað eru óhjálpleg viðbrögð við flughræðslu og hvað sé hægt að gera til ná bata.
5-4-202456 minuten
Episode Artwork

69. Hvað er grufl?

Þátturinn er í boði World Class og Reykjavík Foto! Í þættinum tölum við um grufl (rumination), hvernig það lýsir sér, hvenær það er óhjálplegt, hvað við getum gert til að taka eftir því og hjálpleg ráð til að takast á við það.
24-3-202453 minuten, 15 seconden
Episode Artwork

Klippa: Hvernig finnur þú þín lífsgildi?

Brot úr þætti 18. Hvað eru lífsgildi og hvernig tengjast þau markmiðum okkar? Í klippunni förum við yfir spurningar sem hjálpa okkur að finna lífsgildin okkar og af hverju það er mikilvægt. Kvíðakastið er í boði World Class og Reykjavík Foto!
17-3-20246 minuten, 28 seconden
Episode Artwork

68. Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir - Kynlífsvandi

Þátturinn er í boði World Class og Reykjavík Foto! Aldís Þorbjörg er sálfræðingur hjá Líf og sál. Í þættinum fræðir Aldís okkur um para- og kynlífsráðgjöf, skilgreinir kynlífsvanda, ásamt því að fara yfir algengi og helstu úrræði sem eru í boði. Hún svarar líka nokkrum spurningum hlustenda.
5-3-20241 uur, 22 minuten, 14 seconden
Episode Artwork

67. Ellen Sif og Vala Thorsteinsson - Líðan og bjargráð Grindvíkinga

Þátturinn er í boði World Class og Reykjavík Foto! Ellen og Vala eru sálfræðingar á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni. Í þættinum förum við yfir hverjar eru algengar birtingarmyndir af líðan og hegðun einstaklinga sem eru að upplifa náttúruvá, hvað þarf að hafa í huga varðandi líðan barna í þessu ástandi og förum yfir mörg verkfæri sem hægt er að nýta sér á erfiðum tímum til að hjálpa eigin geðheilsu og geðheilsu barnanna sinna. Í lokin förum við yfir hvað aðstandendur og samfélagið getur gert til að hlúa að Grindvíkingum og öllum sem eru að ganga í gegnum erfiðleika.
31-1-20241 uur, 5 minuten, 11 seconden
Episode Artwork

66. Hvað einkennir góðan sálfræðing?

Þátturinn er í boði World Class og Reykjavik Foto! Í þættinum förum við yfir hvað hlustendum finnst einkenna góða sálfræðinga ásamt því að ræða hvaða rannsóknir sýna og okkar eigin reynslu á meðferðarvinnu.
23-1-202455 minuten, 4 seconden
Episode Artwork

Klippa: Mismunandi stig og meðferð kulnunar (burn out)

Brot úr þætti nr 40. Anna Sigga - Kulnun (burn out). Í klippunni er talað um hvort þarf að auka eða minnka virkni þegar manneskja er í kulnun og hvort veikindaleyfi sé nauðsynlegt til að ná bata. Í þættinum er talað um hópmeðferð sem er í boði á Kvíðameðferðarstöðinni.
14-1-20247 minuten
Episode Artwork

65. Þorkatla Elín Sigurðardóttir - Nálægð við dýr í sálfræðimeðferð barna

Þátturinn er í boði World Class, Eimskip og Reykjavík Foto! Í þættinum fræðir Þorkatla okkur um hvernig hún nýtir dýr í sinni meðferðarvinnu, kosti þess og áskoranir. Þorkatla er sálfræðingur og rekur sálfræðistofuna Hlöðuloftið í Hafnarfirði en veitir líka viðtöl á Lífsgæðasetrinu St. Jó.
29-12-202344 minuten, 8 seconden
Episode Artwork

64. Villi Neto - Reynslusaga

Þátturinn er í boði World Class, Eimskip og Reykjavík Foto! Í þættinum deilir Villi reynslunni sinni af þunglyndi og kvíða. Við förum yfir æskuna, flutning til Íslands, höfnun frá LHÍ, að fara til sálfræðings í fyrsta skipti og hvaða verkfæri hann nýtir sér í dag.
11-12-20231 uur, 3 seconden
Episode Artwork

63. Áhugaverðar sálfræðirannsóknir vol III

Þátturinn er í boði World Class, Eimskips og Reykjavík Foto! Hvað eiga trigger warnings, hawthorne effect, að vera áhugaverður í samtali og rafstuð sameiginlegt? Að vera topic í þessum svakalega rannsóknarþætti!
29-11-202359 minuten, 59 seconden
Episode Artwork

62. Engilbert Sigurðsson - Meðferð þunglyndis

Þátturinn er í boði World Class, Eimskips og Reykjavík Foto. Engilbert Sigurðsson, geðlæknir og prófessor í geðlæknisfræðum mætti til okkar og fór yfir skilgreininguna á þunglyndi, orsök og algengi þess. Engilbert fræðir okkur einnig um helstu meðferðir við þunglyndi, ásamt því að fara yfir nýjar meðferðir á borð við segulörvun, psilocybin og ketamín nefúða.
18-11-20231 uur, 11 minuten, 44 seconden
Episode Artwork

Klippa: Af hverju förum við í hugrof?

Klippan er úr þætti 9. Kristjana Þórarinsdóttir - Hvaða áhrif hafa áföll á okkur? Í klippunni fer Kristjana yfir hvernig hugrof lýsir sér, af hverju heilinn okkar bregst við aðstæðum með því að fara yfir hugrof og hvernig hugrof skýrir ákveðin viðbrögð í hættulegum aðstæðum.
3-11-20236 minuten, 59 seconden
Episode Artwork

61. Hvað er taugaáfall?

Þátturinn er í boði World Class og Eimskips! Í þættinum förum við yfir sögu hugtaksins taugaáfalls, hvaða einkenni fólk lýsir sem taugaáfalli og sálfræðilegar skýringar þeirra.
13-10-202340 minuten, 41 seconden
Episode Artwork

60. Ásgerður Arna Sófusdóttir og Daðey Albertsdóttir - Streita tengd foreldrahlutverkinu

Þátturinn er í boði World Class og Eimskip. Daðey Albertsdóttir, sálfræðingur og Ásgerður Arna Sófusdóttir, hjúkrunarfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna komu til okkar í spjall. Í þættinum fjöllum við um hvernig streita birtist í foreldrahlutverkinu og af hverju, spennustig foreldra, áreitastjórnun og önnur gagnleg verkfæri.
29-9-20231 uur, 3 minuten, 40 seconden
Episode Artwork

59. Andrés Proppé Ragnarsson - Ofbeldi í nánum samböndum

Þátturinn er í boði World Class og Eimskips! Andrés er sálfræðingur og einn af eigendum Sálfræðistofunnar á Höfðabakka. Hann rekur einnig úrræðið Heimilisfriður sem er meðferðarúrræði gerenda heimilisofbeldis. Í þættinum ræðum við um mismunandi tegundir ofbeldis, hvernig "ofbeldishringur" verður til, rauð flögg og það sem einkennir oft gerendur heimilisofbeldis og hvað er gert í úrræðinu Heimilisfrið.
22-9-202351 minuten, 1 seconde
Episode Artwork

58. Kristín Kristjánsdóttir - Sorg

Þátturinn er í boði Eimskips og World Class! Kristín er er djákni í Grafarvogskirkju, með diplómanám í sálgæslu og handleiðslu og starfar hjá Sorgarmiðstöðinni. Í þættinum ræðum við um sorg, hvernig hún birtist, góð bjargráð við sorg, hvernig aðstandendur geta brugðist hjálplega við, að útskýra dauðann fyrir börnum og fleira.
3-9-20231 uur, 30 minuten, 33 seconden
Episode Artwork

57. Bjarki Grönfeldt Gunnarsson - Sameiginlegur narsissismi (e. Collective Narcissism)

Þátturinn er í boði World Class og Eimskips! Bjarki er doktor í stjórnmálasálfræði og starfar sem lektor við Háskólann á Bifröst. Í þættinum fræðumst við um sameiginlegan narsissisma og m.a. hvað aðgreinir það hugtak frá narsissisma, þjóðernishyggju og að tilheyra hópi sem maður er stoltur af.
30-7-202355 minuten, 9 seconden
Episode Artwork

56. Baldvin Logi Einarsson - Þráhyggju-árátturöskun (OCD) meðal barna

Þátturinn er í boði World Class og Eimskips! Baldvin er sálfræðingur á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni og í þættinum fræðir hann okkur um þráhyggju-árátturöskun hjá börnum og meðferðir við henni.
21-7-20231 uur, 31 minuten, 47 seconden
Episode Artwork

55. Heiðdís Snorradóttir - Næring og andleg heilsa

Þátturinn er í boði World Class og Eimskips! Heiðdís er stofnandi og meðeigandi Endurnæringar og næringarfræðingur með áherslu á lýðheilsu. Hún sérhæfir sig í að hjálpa einstaklingum að byggja upp heilbrigt sambandi við mat. Í þessum þætti fræðir Heiðdís okkur m.a. um svengdarvitund, emotional eating, matarkvíða hjá börnum og hvernig greiningar eins og ADHD og einhverfa geta haft áhrif á matarinntöku.
9-7-20231 uur, 7 minuten, 27 seconden
Episode Artwork

54. Að setja mörk

Þátturinn er í boði World Class og Eimskips! Í þættinum ræðum við um af hverju er mikilvægt að setja mörk, hvernig við setjum mörk, hvaða erfiðleika geta komið í kjölfarið af því að setja mörk eða ekki að setja mörk og förum yfir og hvað við eigum að gera þegar aðrir virða ekki mörkin sem við setjum.
2-7-20231 uur, 15 minuten, 19 seconden
Episode Artwork

53. Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsson - Hvað er incel?

TW: Þátturinn inniheldur lýsingar um kynferðisofbeldi. Þátturinn er í boði World Class og Eimskips! Bjarki er doktor í stjórnmálasálfræði og starfar sem lektor við Háskólann á Bifröst. Í þættinum fræðumst við um hugtakið incel, hvernig það varð til og hvernig það hefur þróast í gegnum tíðina. Bjarki segir okkur frá afleiðingum þess að tilheyra incel og hvernig megi bera kennsl á þá sem tilheyra þeim hópi. Að lokum fer hann yfir forvarnir og meðferðarúrræði.
25-6-202347 minuten, 47 seconden
Episode Artwork

52. Draumar og martraðir

Þátturinn er í boði World Class og Eimskips! Í þættinum förum við yfir kenningar um hvað draumar og martraðir eru og nýjustu rannsóknir á þeim, hvaða tilgangi draumar þjóna, útskýrum svefnrofalömun (e. sleep paralysis) og næturtrylling (e. night terrors) og förum yfir hvaða meðferðir eru í boði til að takast á við martraðir.
21-5-20231 uur, 1 minuut, 39 seconden
Episode Artwork

51. Gunnlaugur Pétursson - Heilsukvíði

Þátturinn er í boði World Class og Eimskips! Gunnlaugur er sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni og sérhæfir sig í ýmsum kvíðaröskunum eins og þráhyggju- og árátturöskun, heilsukvíða, ofsakvíða og félagskvíða. Í þættinum ræðum við um einkenni heilsukvíða, hvernig við aðgreinum heilsukvíða frá öðrum röskunum, hvernig heilsukvíði þróast og verður að vanda og hvaða fyrstu skref er hægt að taka til að byrja að takast á við hann.
15-5-20231 uur, 8 minuten, 12 seconden
Episode Artwork

50. Viktor Örn Margeirsson - Geðheilsa íþróttafólks

Þátturinn er í boði World Class og Eimskip! Viktor er sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni og Heil heilsumiðstöð. Í þættinum ræðum við um mótlæti sem íþróttafólk verður oft fyrir, að takast á við gagnrýni og mistök, kulnun íþróttafólks og förum yfir verkfæri til að stuðla að góðri geðheilsu. Hægt er að hafa samband við Viktor í gegnum netfangið [email protected]
15-4-20231 uur, 22 minuten, 46 seconden
Episode Artwork

49. Gleðiskruddurnar - Jákvæð sálfræði og gleðiverkfæri

Þátturinn er í boði World Class og Eimskip! Yrja og Marit eru á bakvið Gleðiskrudduna sem var lokaverkefnið þeirra í diplómanámi á meistarastigi í jákvæðri sálfræði vorið 2020. Í þættinum ræðum við um jákvæða sálfræði og hvernig nýta má hana í vinnu með börnum. Þá ræðum við gleðiverkfærin sem m.a. snúa að styrkleikum, núvitund og að sýna sjálfum sér sjálfsvinsemd.
4-4-20231 uur, 16 minuten, 25 seconden
Episode Artwork

48. Guðbrandur Árni Ísberg - Skömm

Þátturinn er í boði World Class og Eimskip! Guðbrandur er sálfræðingur á stofunni Sálfræðiráðgjöfin og höfundur bókarinnar Skömm: úr vanmætti í sjálfsöryggi. Í þættinum ræðum við um skammarkerfið, hvenær skömm er orðin að vandamáli, tengsl skammar við geðraskanir, fullkomnunaráráttu og narsisisma og hvernig við getum brugðist við skömm á hjálplegan hátt.
26-3-20231 uur, 16 minuten, 53 seconden
Episode Artwork

47. Haukur Örvar Pálmason - ADHD

Þátturinn er í boði World Class og Eimskip! Haukur er sálfræðingur á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Í þættinum ræðum við um einkenni ADHD, stýrifærni, mismunagreiningar, algengi, kynjamun, greiningarferlið, inngrip og ýmsar pælingar frá ykkur hlustendum. 
16-3-20231 uur, 28 minuten, 7 seconden
Episode Artwork

46. Freyja Ágústsdóttir - Samfélagsmiðlar og geðheilsa

Þátturinn er boði World Class og Eimskip! Freyja er sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni.  Í þættinum ræðum við um áhrif samfélagsmiðla á geðheilsu þ.á.m FOMO, samanburð og einmannaleika. Við ræðum líka um aukna umræðu um geðraskanir og geðgreiningar á samfélagsmiðlum. 
12-3-20231 uur, 10 minuten, 26 seconden
Episode Artwork

45. Bryndís Jóna Jónsdóttir - Núvitund og samkennd í skólastarfi

Þátturinn er í boði World Class og Eimskips! Bryndís Jóna er aðjúnkt á Menntavísindasviði við Háskóla Íslands og einn að stofnendum Núvitundarsetursins. Hennar sérþekking snýr að núvitund og jákvæðri sálfræði, sérstaklega í skólastarfi. Í þættinum förum við m.a. yfir formlegar og óformlegar núvitundaræfingar, jákvæðar afleiðingar núvitundar og hvernig núvitund tengist samkennd.
12-2-20231 uur, 11 minuten, 42 seconden
Episode Artwork

44. Hanna Bizouerne - Uppeldisráðgjöf seinni hluti

Þátturinn er í boði World Class og Eimskips! Hanna Bizouerne er sálfræðingur á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni. Þar sinnir hún m.a. greiningarvinnu og uppeldisráðgjöf. Í seinni þættinum um uppeldi fer hún yfir hversu mikilvægt sé að horfa til framtíðar í uppeldinu, áhrif góðra tengsla milli foreldra og barns og mikilvægi þess að hlúa að sjálfum sér sem foreldri. Hún fer einnig yfir skjátímanotkun barna og mikilvægi þess að hafa reglur, rútínur og að nota skýr fyrirmæli í uppeldi.
5-2-202354 minuten, 33 seconden
Episode Artwork

43. Hanna Bizouerne - Uppeldisráðgjöf

Þátturinn er í boði World Class! Hanna Bizouerne er sálfræðingur á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni. Þar sinnir hún m.a. greiningarvinnu og uppeldisráðgjöf. Í þættinum förum við yfir hvað einkennir gott uppeldi, foreldrahlutverkið og mikilvæga eiginleika þess, samviskubitsvæðinguna og helstu uppeldisnámskeiðin sem eru í boði.
29-1-202353 minuten, 42 seconden
Episode Artwork

42. Hvað eru góð samskipti?

Þátturinn er í boði World Class! Í þættinum förum við yfir hvað einkennir góð og slæm samskipti. Við förum yfir hvernig við biðjum um það sem við viljum á árangursríkan hátt, að viðhalda tengslum og byggja ný tengsl, að taka gagnrýni og biðjast afsökunar. 
24-1-20231 uur, 11 minuten, 45 seconden
Episode Artwork

41. Dauðakvíði

Þátturinn er í boði World Class! Í þættinum útskýrum við hvað dauðakvíði er, hvenær hann er orðinn að vandamáli, hvernig hann viðhelst og hvernig við getum unnið með hann. 
15-1-202350 minuten, 8 seconden
Episode Artwork

40. Anna Sigga - Kulnun (burn out)

Þátturinn er í boði World Class! Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir er sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni. Hún sérhæfir sig í kulnun, streitu, sjálfsmati og ýmsum kvíðavanda. Í þættinum förum við yfir einkenni kulnunar, hvað orsakar kulnun og hvernig við getum komið í veg fyrir hana. 
26-12-20221 uur, 19 minuten, 25 seconden
Episode Artwork

39. Hvað höfum við lært?

Þátturinn er í boði World Class! Í þættinum förum við yfir uppáhalds þætti hlustenda, punkta sem standa mest upp úr hjá okkur eftir árið, ferlið að byrja með podcastið og endum á hvað við hefðum viljað vita þegar við vorum yngri um geðheilsu. 
19-12-20221 uur, 43 seconden
Episode Artwork

38. Ofsakvíði (panic disorder) - Eru kvíðaköst hættuleg?

Þátturinn er í boði World Class! Í þættinum förum við yfir einkenni ofsakvíðakasta, hvað fólk hræðist í kvíðaköstum, hvernig brugðist er óhjálplega við kvíðaköstum og hvernig er hægt að komast út úr ofsakvíðavítahringnum.
27-11-202248 minuten, 10 seconden
Episode Artwork

37. Sigurbjörg Jóna Ludvigsdóttir - Ælufælni

Þátturinn er í boði World Class! Sigurbjörg er yfirsálfræðingur Kvíðameðferðarstöðvarinnar og sérhæfir sig í þráhyggju- og áráttu, ælufælni, ofsakvíða og fleiri kvíðaröskunum. Í þættinum förum við yfir birtingarmynd ælufælni, hvernig hún truflar líf fólks, hvaða meðferðir eru í boði og fyrstu skref þeirra.
13-11-202248 minuten, 29 seconden
Episode Artwork

36. Seigla í gegnum lífið

Þátturinn er í boði World Class! Í þættinum ræðum við um hvað seigla er, af hverju hún er mikilvæg, hvernig hún þróast, hvernig við getum byggt upp seiglu barna og viðhaldið henni út lífið.
30-10-202252 minuten, 37 seconden
Episode Artwork

35. Workshop - Hvernig tæklum við óhóflegar áhyggjur?

Þátturinn er í boði World Class! Í þættinum förum við yfir áhyggjur, hvað ýtir undir þær, hvað við gerum til að bregðast við þeim og förum í gegnum skref til að takast betur á við þær. Við minnum á að þættirnir okkar eru einungis í fræðslutilgangi en ekki sálfræðimeðferð.
21-10-202250 minuten, 32 seconden
Episode Artwork

34. Aldís Eva Friðriksdóttir - Líðan í tengslum við frjósemisvanda

Þátturinn er í boði World Class! Í þættinum tölum við um skilgreininguna á frjósemisvanda, mögulegar ástæður fyrir honum, streituna sem fylgir honum úrræði sem eru í boði og hvernig á að vera til staðar. 
16-10-202257 minuten, 21 seconden
Episode Artwork

33. Heimir Snorrason - Nútímasamfélag og sjálfsmynd karla

Þátturinn er í boði World Class! Heimir er sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni, áhugasvið hans í meðferð eru meðal annars sjálfsmatsvinna og áföll. Fyrstu mínútur þáttarins fjalla um nútímasamfélag og þróun sálfræðimeðferðar. Frá 29. mínútu er rætt um sjálfsmynd karla og birtingarmynd hennar.
8-10-20221 uur, 17 minuten, 33 seconden
Episode Artwork

32. Hvað á ég að gera í krísu?

Þátturinn er í boði World Class! Í þættinum tölum við um verkfæri sem við getum notað til að takast á við sterkar tilfinningar án þess að  bregðast við á óhjálplegan og/eða skaðlegan hátt. 
2-10-20221 uur, 6 minuten, 31 seconden
Episode Artwork

31. Sjálfsskaði

Þátturinn er í boði World Class! Í þættinum útskýrum við hvað sjálfskaði er, hver tilgangurinn er á bak við hann og hvernig geta brugðist við og sýnt stuðning. Í næsta þætti verður farið yfir verkfæri til að takast við erfiðar tilfinningar á hjálplegri hátt. 
24-9-202242 minuten, 30 seconden
Episode Artwork

30. Tinna Þorsteinsdóttir - Almenn kvíðaröskun (áhyggjuvandi)

Þátturinn er í boði World Class! Tinna er sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni. Í þættinum útskýrir hún almenna kvíðaröskun, persónueinkenni og næmisþætti þeirra sem þróa með sér röskunina, hvað sé eðlilegt magn af áhyggjum, öryggishegðun og ákvarðanartöku hjá þeim sem eru með röskunina og gefur verkfæri til að byrja á að takast á við vandann.
18-9-20221 uur, 7 minuten, 6 seconden
Episode Artwork

29. Loddaralíðan (impostor syndrome)

Þátturinn er í boði World Class! Í þættinum útskýrum við hugtakið loddaralíðan, förum yfir hvernig það birtist og gefum verkfæri hvernig er hægt að vinna gegn því.
15-9-202233 minuten, 58 seconden
Episode Artwork

28. Ástin - Er hún alltaf hjálpleg?

Þátturinn er í boði World Class! Í þættinum fjöllum við um ást, hvernig við tjáum ást, hvenær hún er hjálpleg og hvenær óhjálpleg og ástarsorg.
29-8-202238 minuten, 17 seconden
Episode Artwork

27. Hvað óttastu mest? - sértæk fælni

Þátturinn er í boði World Class! Köngulær, geitungar, sjórinn, háar hæðir... allt eru þetta algeng dæmi um það sem fólk hræðist mest. Í þættinum ræðum við um orsakir og meðferð við sértækri fælni. 
23-8-202254 minuten, 42 seconden
Episode Artwork

26. Hvernig tæklum við prófkvíða?

Þátturinn er í boði World Class! Í þættinum förum við yfir orsakir og einkenni prófkvíða/námskvíða og förum yfir verkfæri til að tækla hann. Í lokin endum við á ráðum til kennara og foreldra einstaklinga með prófkvíða.
12-8-20221 uur, 3 minuten, 57 seconden
Episode Artwork

25. Hvernig vekjum við upp áhuga?

Þátturinn er í boði World Class! Við tengjum flest öll við að hafa oft ekki áhugahvöt (motivation) til að fara í líkamsrækt, læra, taka til, að sinna áhugamálum og hitta vini. Hvaðan kemur áhugi? Hvernig getum við ýtt undir hann? 
28-7-202254 minuten, 12 seconden
Episode Artwork

24. Styrkár Hallsson - Geðrof

Þátturinn er í boði World Class! Styrkár er sálfræðingur á Landspítalanum og á stofunni Sálfræðingarnir. Í þættinum förum við yfir einkenni geðrofs, orsakir og algengi geðrofssjúkdóma, meðferð við geðrofi og ráð til aðstandanda. 
20-6-20221 uur, 20 minuten, 28 seconden
Episode Artwork

23. Thelma Rún van Erven - Einhverfa

Þátturinn er í boði World Class! Thelma er sálfræðingur á Ráðgjafa og greiningarstöð, er sjálfstætt starfandi og vinnur einnig í félagsmiðstöð fyrir einhverfa unglinga á vegum Einhverfusamtakanna. Í þættinum ræðum við um einkenni einhverfu, svörum spurningum ykkar um einhverfu og förum yfir verkfæri fyrir fólk á einhverfurófinu.
5-6-20221 uur, 23 minuten, 15 seconden
Episode Artwork

22. Hvernig líður mér á sumrin?

Þátturinn er í boði World Class! Spjallþáttur um sumarið - FOMO, skipulag, mismunandi tilfinningar, samanburð og margt fleira.
29-5-202244 minuten, 52 seconden
Episode Artwork

21. Ásmundur Gunnarsson - Líkamsskynjunarröskun (Body dysmorphic disorder)

Þátturinn er í boði World Class! Ási er sérfræðingur í klínískri sálfræði og starfar á Kvíðameðferðarstöðinni. 
14-5-20221 uur, 2 minuten, 6 seconden
Episode Artwork

20. Áhugaverðar sálfræðirannsóknir vol II

Þátturinn er í boði World Class! Mögulega smá galsi í fólki enda gleður fátt okkur meira en sálfræðirannsóknir
7-5-202238 minuten, 12 seconden
Episode Artwork

19. Dr. Ólafía Sigurjónsdóttir - Þráhyggju-árátturöskun (OCD)

Þátturinn er í boði World Class! Dr. Ólafía Sigurjónsdóttir er sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni og er þar yfir OCD teymi stofunnar. Í þættinum förum við yfir hvað þráhyggju-árátturöskun er og meðferðir við henni.
30-4-20221 uur, 10 minuten, 4 seconden
Episode Artwork

18. Hvað eru lífsgildi og hvernig tengjast þau markmiðum okkar?

Þátturinn er í boði World Class! Hvernig berum við kennsl á lífsgildin okkar? Við segjum frá okkar lífsgildum til að gefa ykkur hugmyndir.
23-4-202254 minuten, 9 seconden
Episode Artwork

17. Elfur ráðgjöf - Tengslamyndun barna

Þátturinn er í boði World Class! í þættinum er rætt um hvað einkennir góð tengsl og óörugg tengsl, hverjar vísbendingarnar eru um óörugg tengsl hjá barni, hvernig er hægt að styrkja tengsl milli umönnunaraðila og barna, hvernig er hægt að styrkja tengsl barna við dagforeldra og kennara í skólum og fleira.
16-4-20221 uur, 18 minuten, 59 seconden
Episode Artwork

16. Vinalegur vinaþáttur um vináttu

Þátturinn er í boði World Class! Í þættinum: Heilbrigð og óheilbrigð samskipti í vinasamböndum, hvernig er hægt að eignast vini á fullorðinsárum? hvernig viðhöldum við vinasamböndum?
9-4-20221 uur, 8 minuten, 36 seconden
Episode Artwork

15. Hugrún Vignisdóttir - Málefni trans barna á Íslandi

Þátturinn er í boði World Class! Hugrún Vignisdóttir er sálfræðingur sem sérhæfir sig í málefnum trans barna. Í þættinum fjöllum við um kynvitund, mismunandi fornöfn, hormónameðferðir, öráreitni gegn trans fólki, ráðleggingar til foreldra trans barna og fleira.
2-4-20221 uur, 46 minuten, 19 seconden
Episode Artwork

14. Hver er munurinn á fullkomnunaráráttu og metnaði?

Þátturinn er í boði World Class! Hefur fullkomnunarárátta einhver neikvæð áhrif? 
21-3-20221 uur, 20 minuten, 8 seconden
Episode Artwork

13. Dr. Tómas Kristjánsson - Þunglyndi

Þátturinn er í boði World Class! Tómas er sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina og doktor í sjónskynjunarsálfræði. Í þættinum tölum við m.a. um hvað viðheldur þunglyndi, hvernig getum við tekist á við það og hvað geta aðstandendur gert. Stútfullur þáttur af fróðleik og hagnýtum ráðum.
5-3-20221 uur, 16 minuten, 39 seconden
Episode Artwork

12. Workshop - Hugsanaskekkjur og hvernig við endurmetum þær

Þátturinn er í boði World Class!
26-2-202233 minuten, 18 seconden
Episode Artwork

11. Áhugaverðar sálfræðirannsóknir

Mögulega skemmtilegasti þáttur sem við höfum tekið upp 
19-2-202249 minuten, 7 seconden
Episode Artwork

10. Beggi Ólafs - Hvernig getur okkur liðið enn betur?

Hvernig getum við nýtt styrkleika okkar, komið okkur í gang og maaaargt fleira
12-2-20221 uur, 23 minuten, 49 seconden
Episode Artwork

9. Kristjana Þórarinsdóttir - Hvaða áhrif hafa áföll á okkur?

Fyrsti viðmælandinn okkar! Kristjana er sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni og doktorsnemi við Háskóla Íslands þar sem hún rannsakar áföll og afleiðingar þeirra. Ótrúlega áhugaverður þáttur sem allir geta lært eitthvað af.
5-2-20221 uur, 12 minuten, 17 seconden
Episode Artwork

8. Félagskvíði - Af hverju er okkur ekki sama um hvað öðrum finnst?

Af hverju finna margir fyrir félagskvíða þrátt fyrir að við flest hittum fólk nánast á hverjum degi? 
29-1-20221 uur, 25 minuten, 47 seconden
Episode Artwork

7. Þarf alltaf að gefa ráð?

Við könnumst öll við að fá ráð og viðbrögð sem betur hefði mátt sleppa. Við förum yfir algeng ráð sem fólk gefur öðrum og hvernig við getum brugðist við því þegar aðrir gefa okkur óhjálpleg eða óumbeðin ráð. 
16-1-202256 minuten, 59 seconden
Episode Artwork

6. Lágt sjálfsmat og samanburður

Hvernig lýsir það sér að vera með lágt sjálfsmat? Hvernig hefur það áhrif á líf okkar? 
9-1-202247 minuten, 29 seconden
Episode Artwork

5. Bólusetningar barna gegn Covid

Við gáfum út grein!
9-1-202229 minuten, 11 seconden
Episode Artwork

4. Er kvíðinn óvinur okkar?

Hver er munurinn á kvíða og kvíðaröskun? og kvíðakasti og ofsakvíðakasti? Í þættinum ræðum við um þetta magnaða viðbragðskerfi sem kvíðinn er.
27-12-202158 minuten, 31 seconden
Episode Artwork

3. En mér líður bara illa...

Hvað eru tilfinningar? Hvaða tilgangi þjóna þær? 
22-12-202156 minuten, 12 seconden
Episode Artwork

1. Á ég að fara til sálfræðings?

Í þættinum tölum við um starf sálfræðinga, að fara til sálfræðings í fyrsta skipti, hvað bendir til þess að við ættum að leita okkur aðstoðar, hvernig maður velur sér sálfræðing og hvernig fyrstu meðferðartímarnir ganga fyrir sig.
15-12-20211 uur, 21 minuten, 5 seconden