Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána. Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.
Svipmynd af skáldi / Gerður Kristný
Í dag verður dregin upp svipmynd af skáldi sem nýverið hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins, Gerði Kristnýju.
Gerður Kristný ólst upp í Háaleitishverfinu og stefndi á að verða myndlistarmaður eða jafnvel barnaskólakennari þegar hún yrði stór. Barnaskólakennari sem gæfi út barnabækur. Því frá unga aldri hafði hún gaman að því að semja vísur og sögur. Gerður lærði frönsku og bókmenntafræði við Háskóla Íslands og síðar nám í hagnýtri fjölmiðlun við sama skóla og árið 1994 gaf Gerður út sína fyrstu ljóðabók, Ísfrétt. Hún var ritstjóri Mannlífs í 6 ár og hlaut 2005 Blaðamannaverðlaun fyrir bókina Myndin af pabba - Saga Thelmu.
Gerður hefur starfað sem rithöfundur í fullu starfi frá 2004 og skrifar hún jöfnum höndum fyrir börn og fullorðna og hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir.
1/10/2024 • 47 minutes, 14 seconds
Á eigin fótum, Fay Weldon
Um liðna helgi var leikverkið Á eigin fótum frumsýnt í annað sinn í Þjóðleikhúsinu. Verkið var fyrst sýnt 2017 í Tjarnarbíói og hlaut það árið tilnefningu til Grímuverðlauna sem barnasýning ársins. Leikstjórinn Agnes Wild og búninga- og leikmyndahönnuðurinn Eva Björg Harðardóttir verða gestir okkar í þætti dagsins. Einnig rifjum við upp ársgamla umfjöllun um Fay Weldon þar sem þær Dagný Kristjánsdóttir og Elísa Björg Þorsteinsdóttir voru gestir þáttarins.
1/9/2024 • 0
Á eigin fótum, Fay Weldon
Um liðna helgi var leikverkið Á eigin fótum frumsýnt í annað sinn í Þjóðleikhúsinu. Verkið var fyrst sýnt 2017 í Tjarnarbíói og hlaut það árið tilnefningu til Grímuverðlauna sem barnasýning ársins. Leikstjórinn Agnes Wild og búninga- og leikmyndahönnuðurinn Eva Björg Harðardóttir verða gestir okkar í þætti dagsins.
Einnig rifjum við upp ársgamla umfjöllun um Fay Weldon þar sem þær Dagný Kristjánsdóttir og Elísa Björg Þorsteinsdóttir voru gestir þáttarins.
Umsjón: Halla Harðardóttir
1/9/2024 • 53 minutes, 55 seconds
Frá Innri-Fagradal, Ida Pfeiffer, heimspekipistill
Í þætti dagsins ræðum við áhrif lita, leit að fegurð, skynjun handan rökhugsunar, skilgreiningar listasögunnar og margt fleira sem á sér stað í málverkinu, með Sigrúnu Hrólfsdóttur myndlistarkonu, en sýning hennar Frá Innri-Fagradal í Gallerí Gróttu lýkur um næstu helgi. Einnig kynnum við okkur Idu Pfeiffer sem ferðaðist um Ísland árið 1885 og heimspekingurinn Freyja Þórsdóttir snýr aftur með nýja pistlaseríu. Umsjón: Halla Harðardóttir
1/8/2024 • 0
Frá Innri-Fagradal, Ida Pfeiffer, heimspekipistill
Í þætti dagsins ræðum við áhrif lita, leit að fegurð, skynjun handan rökhugsunar, skilgreiningar listasögunnar og margt fleira sem á sér stað í málverkinu, með Sigrúnu Hrólfsdóttur, en sýning hennar Frá Innri-Fagradal í Gallerí Gróttu lýkur um næstu helgi.
Einnig kynnum við okkur Idu Pfeiffer sem ferðaðist um Ísland árið 1885 og heimspekingurinn Freyja Þórsdóttir snýr aftur með nýja pistlaseríu.
Umsjón: Halla Harðardóttir
1/8/2024 • 58 minutes, 34 seconds
Auður Haralds, Skærlitað gúmmulaði og Edda
Skærlitað gúmmulaði nefnist sýning sem verður á gallerý-vegg verslunarinnar Havarí í álfheimum um helgina. Páll Ivan frá Eiðum stendur að baki sýningunni. Við tökum hann tali um sýninguna og gervigreind í þætti dagsins. Auður Haralds rithöfundur og blaðamaður lést á Landsspítalanum við upphaf þessa árs. Við minnumst Auðar með því að endurflytja viðtal Þorgerðar E Sigurðardóttur við hana um Hvunndagshetjuna frá 2015. Leikritið Edda eftir þau Þorleif Örn Arnarsson, Jón Magnús Arnarsson og Hörpu Rún Kristjánsdóttur var frumsýnt á fjölum Þjóðleikhússins á annan í jólum. Nína Hjálmarsdóttir fór í leikhúsið og segir frá í þættinum.
1/4/2024 • 0
Auður Haralds, Skærlitað gúmmulaði og Edda
Skærlitað gúmmulaði nefnist sýning sem verður á gallerý-vegg verslunarinnar Havarí í álfheimum um helgina. Páll Ivan frá Eiðum stendur að baki sýningunni. Við tökum hann tali um sýninguna og gervigreind í þætti dagsins. Auður Haralds rithöfundur og blaðamaður lést á Landsspítalanum við upphaf þessa árs. Við minnumst Auðar með því að endurflytja viðtal Þorgerðar E Sigurðardóttur við hana um Hvunndagshetjuna frá 2015. Leikritið Edda eftir þau Þorleif Örn Arnarsson, Jón Magnús Arnarsson og Hörpu Rún Kristjánsdóttur var frumsýnt á fjölum Þjóðleikhússins á annan í jólum. Nína Hjálmarsdóttir fór í leikhúsið og segir frá í þættinum.
1/4/2024 • 52 minutes, 49 seconds
Svipmynd af tónlistarmanni / Samúel Jón Samúelsson
Samúel Jón Samúelsson, tónlistarmaður, er Reykvíkingur sem hóf tónlistarnám sitt á Ísafirði. Þar komst hann í kynni við básúnuna sem hefur fylgt honum síðan. Það var svo í Tónmenntarskóla Reykjavíkur sem hann kynntist því að spila með hljómsveit, nokkuð sem honum finnst að allir menn ættu einhvertíman að upplifa. Hann lauk kennaraprófi frá FÍH árið 1999 og einleikaraprófi ári síðar, og hefur starfað sem tónlistarmaður síðan, bæði sem básúnuleikari, tónskáld og útsetjari. Hann starfaði lengi með fönksveitinni Jagúar og stofnaði Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar 2005. Auk þess hefur hann starfað með fjölda tónlístarmanna og sveita, svo sem Sigur Rós, Tómasi R. Einarssyni, Hjálmum, Junius Meyvant, Stuðmönnum, Páli Óskari, Retro Stefsson og Stórsveit Reykjavíkur. Samúel verður gestur okkar í Svipmynd vikunnar.
1/3/2024 • 0
Svipmynd af tónlistarmanni / Samúel Jón Samúelsson
Samúel Jón Samúelsson, tónlistarmaður, er Reykvíkingur sem hóf tónlistarnám sitt á Ísafirði. Þar komst hann í kynni við básúnuna sem hefur fylgt honum síðan. Það var svo í Tónmenntarskóla Reykjavíkur sem hann kynntist því að spila með hljómsveit, nokkuð sem honum finnst að allir menn ættu einhvertíman að upplifa. Hann lauk kennaraprófi frá FÍH árið 1999 og einleikaraprófi ári síðar, og hefur starfað sem tónlistarmaður síðan, bæði sem básúnuleikari, tónskáld og útsetjari. Hann starfaði lengi með fönksveitinni Jagúar og stofnaði Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar 2005. Auk þess hefur hann starfað með fjölda tónlístarmanna og sveita, svo sem Sigur Rós, Tómasi R. Einarssyni, Hjálmum, Junius Meyvant, Stuðmönnum, Páli Óskari, Retro Stefsson og Stórsveit Reykjavíkur. Samúel verður gestur okkar í Svipmynd vikunnar.
1/3/2024 • 52 minutes, 6 seconds
Auglýsingahlé, Satanvatnið og Stella Blómkvist
Ein stærsta myndlistarsýning ársins stendur nú yfir í þrjá daga á auglýsingaskiltum borgarinnar. Verkefni þetta nefnist Auglýsingahlé og er samstarf Billboard ehf., Y gallerý og Listasafns Reykjavíkur. Sýningin sem nú stendur yfir nefnist Ummyndanir og er úr smiðju Haralds Jónssonar myndlistamanns. Við ræðum við Harald í þætti dagsins. Metal ballettinn Satanvatnið er í sýningu um þessar mundir í Tjarnarbíói. Eva Halldóra Guðmundsdóttir gerði sér ferð á sýninguna segir frá upplifun sinni í þætti dagsins. Við opnum líka nýja rannsókn hér í þætti. Leggjum leið upp í Forlag og ræðum við Sigþrúði Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra um hinn dulúðlega rithöfund Stellu Blómkvist. Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson
1/2/2024 • 0
Auglýsingahlé, Satanvatnið og Stella Blómkvist
Ein stærsta myndlistarsýning ársins stendur nú yfir í þrjá daga á auglýsingaskiltum borgarinnar. Verkefni þetta nefnist Auglýsingahlé og er samstarf Billboard ehf., Y gallerý og Listasafns Reykjavíkur. Sýningin sem nú stendur yfir nefnist Ummyndanir og er úr smiðju Haralds Jónssonar myndlistamanns. Við ræðum við Harald í þætti dagsins.
Metal ballettinn Satanvatnið er í sýningu um þessar mundir í Tjarnarbíói. Eva Halldóra Guðmundsdóttir gerði sér ferð á sýninguna segir frá upplifun sinni í þætti dagsins.
Við opnum líka nýja rannsókn hér í þætti. Leggjum leið upp í Forlag og ræðum við Sigþrúði Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra um hinn dulúðlega rithöfund Stellu Blómkvist.
Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson
1/2/2024 • 54 minutes, 59 seconds
28.12.2023
12/28/2023 • 0
Áramótauppgjör
Víðsjá og Lest fara saman yfir árið 2023
12/28/2023 • 0
Áramótauppgjör
Víðsjá og Lest fara saman yfir árið 2023
12/28/2023 • 1 hour, 43 minutes, 52 seconds
27.12.2023
12/27/2023 • 0
21.12.2023
12/21/2023 • 0
Duft, Aksturslag innfæddra og María mey
Skáldsagan Duft; söfnuður fallega fólksins, sem Bergþóra Snæbjörnsdóttir sendi frá sér á dögunum hverfist um líf Veróniku og ber truflaðra fjölskyldu hennar saman við vafasaman sértrúarsöfnuð. Í þætti dagsins mun Kristín María Kristinsdóttir, einn af bókmenntarýnum Víðsjár, segja frá verkinu. Gréta Sigríður Einarsdóttir, annar bókmenntarýnir þáttar er einnig á mælendaskrá. Í þetta skiptið rýnir hún í nýtt smásagnasafn Þórdísar Gísladóttur, Aksturslag innfæddra þar sem greint er frá atburðum sem gætu virst hversdagslegir og smávægilegir við fyrstu sýn en endurspegla stærri og flóknari hliðar tilverunnar. Og að gefnu tilefni rifjum við upp viðtal Höllu Harðardóttur við Sigríði Guðmarsdóttur, guðfræðing frá því í mars um guðsmóðurina Maríu mey sem gjarnan birtist sem hrein og óflekkuð mær í ritum og listum en og þó kannski hafa heimildum um hana sem breyska manneskju bara ekki verið haldið á lofti.
12/21/2023 • 50 minutes, 4 seconds
20.12.2023
12/20/2023 • 0
Bókmenntaleyndarmál
Árið 2014 skrifaði Bragi Ólafsson nóveluna Bögglapóststofan og fékk hana gefna út af leigufélaginu Gamma Capital Management. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma sökum þess að bókin rataði ekki í bókabúðir né bókasöfn heldur var henni aðeins dreift til starfsfólks og viðskiptavina fyrirtækisins. Bragi mæti í þáttinn og rifjar upp. Þetta sama ár var Framtíðarbókasafnið sett á stofn í Osló en það sankar til sín einu leynihandriti á ári frá þekktum höfundum og læsir ofan í skúffu til ársins 2114 og á íslenski rithöfundurinn Sjón eitt slíkt handrit á safninu. Sjón segir allt sem segja má um bókina As My Brow Brushes On The Tunics Of Angels or The Drop Tower, the Roller Coaster, the Whirling Cups and other Instruments of Worship from the Post-Industrial Age.
Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson
12/20/2023 • 52 minutes, 1 second
Far heimur, far sæll, Satanvatnið, DJ Bambi
Rithöfundurinn Ófeigur Sigurðsson gaf nýverið út skáldsöguna Far heimur, far sæll. Mýrarauða bók um hið alræmda Kambsrán sem gerðist á suðurlandsundirlendinu á 19. Öld. Skáldsaga Ófeigs miðlar áhrifum glæpasagna og vestra á afar ljóðrænan hátt en rannsakar umfram allt veru okkar í heiminum, í gegnum sterkar náttúrulýsingar á hinu innra og ytra. Ófeigur verður gestur okkar í dag. Metal ballettinn Satanvatnið verður frumsýndur á fimmtudag í Tjarnarbíói. Höfundurinn Selma Reynisdóttir vinnur þar með mikið af þeim klisjum sem fyrirfinnast í listformunum tveimur, klassískum ballett og þungarokki. Og listformin eiga meira sameiginlegt en okkur grunar í fyrstu, til að mynda þjáninguna, hvassar andstæður, upphafin egó og hina eilífu baráttu góðs og ills. Við lítum inn á æfingu í þætti dagsins og ræðum þar við nokkra aðstandendur verksins. En við hefjum þáttinn á rýni í nýjustu skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur, DJ Bamba. Soffía Auður Birgisdóttir tekur nú við. Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.
12/19/2023 • 0
Far heimur, far sæll, Satanvatnið, DJ Bambi
Rithöfundurinn Ófeigur Sigurðsson gaf nýverið út skáldsöguna Far heimur, far sæll. Mýrarauða bók um hið alræmda Kambsrán sem gerðist á suðurlandsundirlendinu á 19. Öld. Skáldsaga Ófeigs miðlar áhrifum glæpasagna og vestra á afar ljóðrænan hátt en rannsakar umfram allt veru okkar í heiminum, í gegnum sterkar náttúrulýsingar á hinu innra og ytra. Ófeigur verður gestur okkar í dag.
Metal ballettinn Satanvatnið verður frumsýndur á fimmtudag í Tjarnarbíói. Höfundurinn Selma Reynisdóttir vinnur þar með mikið af þeim klisjum sem fyrirfinnast í listformunum tveimur, klassískum ballett og þungarokki. Og listformin eiga meira sameiginlegt en okkur grunar í fyrstu, til að mynda þjáninguna, hvassar andstæður, upphafin egó og hina eilífu baráttu góðs og ills. Við lítum inn á æfingu í þætti dagsins og ræðum þar við nokkra aðstandendur verksins.
En við hefjum þáttinn á rýni í nýjustu skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur, DJ Bamba. Soffía Auður Birgisdóttir tekur nú við.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.
12/19/2023 • 57 minutes, 31 seconds
Serótónínendurupptökuhemlar, annáll um sviðslistir og Móðurást: Oddný
Afhverju líður okkur ömurlega einn daginn en frábærlega þann næsta? Á hverju veltur afstaða okkar til lífsins og hver er tilgangurinn með þessu öllu? Þessar og fleiri spurningar kvikna í huga Reynis, aðalpersónu Serótónínendurupptökuhemla, nýjustu skáldsögu Friðgeirs Einarssonar. Við ræðum við Friðgeir um Reyni og tilgang lífsins í þætti dagsins.Einnig fara þær Nína Hjálmarsdóttir og Eva Halldóra Guðmundsdóttir yfir árið á fjölunum í sviðslistaannál og Soffía Auður Birgisdóttir rýnir í Oddný: Móðurást eftir Kristínu Ómarsdóttur. Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.
12/18/2023 • 0
Serótónínendurupptökuhemlar, annáll um sviðslistir og Móðurást: Oddný
Afhverju líður okkur ömurlega einn daginn en frábærlega þann næsta? Á hverju veltur afstaða okkar til lífsins og hver er tilgangurinn með þessu öllu? Þessar og fleiri spurningar kvikna í huga Reynis, aðalpersónu Serótónínendurupptökuhemla, nýjustu skáldsögu Friðgeirs Einarssonar. Við ræðum við Friðgeir um Reyni og tilgang lífsins í þætti dagsins.Einnig fara þær Nína Hjálmarsdóttir og Eva Halldóra Guðmundsdóttir yfir árið á fjölunum í sviðslistaannál og Soffía Auður Birgisdóttir rýnir í Oddný: Móðurást eftir Kristínu Ómarsdóttur.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.
12/18/2023 • 54 minutes, 28 seconds
Harbinger lokar, Kind og Ævintýrið
Gallerí Harbinger við Freyjugötu 1 lokar innan skamms eftir nær tíu ára starfsemi. Steinunn Önnudóttir segir það hafa verið gefandi en um leið lýjandi að reka galleríið meðfram öðrum störfum, og nú sé komið að því að skella í lás. Við ræðum við Steinunni í þætti dagsins. Við fáum einnig heimsókn frá Þresti Helgasyni en í sumar gangsetti hann bókaútgáfuna Kind, lítið forlag sem hefur sérstakan áhuga á bókum um myndlist, hönnun og arkitektúr, menningarsögu og hvers konar fræði og vísindi. Og Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í skáldsöguna Ætinvtýrið eftir Vigdísi Grímsdóttur. Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
12/14/2023 • 0
Harbinger lokar, Kind og Ævintýrið
Gallerí Harbinger við Freyjugötu 1 lokar innan skamms eftir nær tíu ára starfsemi. Steinunn Önnudóttir segir það hafa verið gefandi en um leið lýjandi að reka galleríið meðfram öðrum störfum, og nú sé komið að því að skella í lás. Við ræðum við Steinunni í þætti dagsins. Við fáum einnig heimsókn frá Þresti Helgasyni en í sumar gangsetti hann bókaútgáfuna Kind, lítið forlag sem hefur sérstakan áhuga á bókum um myndlist, hönnun og arkitektúr, menningarsögu og hvers konar fræði og vísindi. Og Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í skáldsöguna Ætinvtýrið eftir Vigdísi Grímsdóttur.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
12/14/2023 • 51 minutes, 36 seconds
Svipmynd af rithöfundi / Guðrún Eva Mínervudóttir
Guðrún Eva Mínervudóttir byrjaði að skrifa sögur eftir að hafa lent á vergangi í Feneyjum sem unglingur. Eftir ævintýralega leit að gistingu endaði hún óvænt í risherbergi með fögru útsýni þökk sé gæsku húsfrúarinnar. Upplifunin leiddi hana á slóðir skáldskaparins sem hún hefur ekki yfirgefið síðan. Guðrún Eva gaf út sína fyrstu skáldsögu Sóley sólu fegri í aðeins 10 eintökum, 1998, og þá síðustu í fyrra, Útsýni, sem líklega kom út í aðeins fleiri eintökum. Hún hefur hlotið og verið tilnefnd til fjölda verðlauna, meðal annars til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021 fyrir skáldsöguna Aðferðir til að lifa af. Guðrún Eva býr í Reykjavík og fer flestra sinna ferða gangandi, í strætó eða á rafhjóli. Hún fékk far til okkar í Efstaleitið og verður gestur okkar í Svipmynd í dag. Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
12/13/2023 • 0
Svipmynd af rithöfundi / Guðrún Eva Mínervudóttir
Guðrún Eva Mínervudóttir byrjaði að skrifa sögur eftir að hafa lent á vergangi í Feneyjum sem unglingur. Eftir ævintýralega leit að gistingu endaði hún óvænt í risherbergi með fögru útsýni þökk sé gæsku húsfrúarinnar. Upplifunin leiddi hana á slóðir skáldskaparins sem hún hefur ekki yfirgefið síðan.
Guðrún Eva gaf út sína fyrstu skáldsögu Sóley sólu fegri í aðeins 10 eintökum, 1998, og þá síðustu í fyrra, Útsýni, sem líklega kom út í aðeins fleiri eintökum. Hún hefur hlotið og verið tilnefnd til fjölda verðlauna, meðal annars til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021 fyrir skáldsöguna Aðferðir til að lifa af.
Guðrún Eva býr í Reykjavík og fer flestra sinna ferða gangandi, í strætó eða á rafhjóli. Hún fékk far til okkar í Efstaleitið og verður gestur okkar í Svipmynd í dag.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
12/13/2023 • 49 minutes, 26 seconds
Fegurðin í flæðinu, Rofnar, rökkurrými í arkitektúr
Ester Hilmarsdóttir var nýverið tilnefnd til Fjöruverðlauna fyrir ljóðabókina Fegurðin í flæðinu. Ljóðin fjalla öll á einhvern hátt um blæðingar kvenna. Ester segist alltaf hafa skrifað en aldrei trúað því að hún gæti orðið skáld eða rithöfundur, fyrr en núna. Hún er nýflutt aftur í Aðaldal í Þingeyjarsýslu eftir 15 ára heimshornaflakk og störf í útgáfubransanum í Edinborg og Hong Kong og hún ætlar að leggja lokahönd á sína fyrstu skáldsögu um jólin. Við ræðum við Ester í þætti dagsins Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt fjallar um rökkurrými og hvernig hinir ýmsu hugsuðir hafa skoðað það frá ólíkum sjónarhornum. Einnig heyrum við af nýútkominni plötu Magnúsar Jóhanns Ragnarssonar. Platan kallast Rofnar og á rætur að rekja til leiksýningarinnar Helgi Þór rofnar eftir Tyrfing Tyrfingsson, sem Magnús samdi tónlist við. Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
12/12/2023 • 0
Fegurðin í flæðinu, Rofnar, rökkurrými í arkitektúr
Ester Hilmarsdóttir var nýverið tilnefnd til Fjöruverðlauna fyrir ljóðabókina Fegurðin í flæðinu. Ljóðin fjalla öll á einhvern hátt um blæðingar kvenna. Ester segist alltaf hafa skrifað en aldrei trúað því að hún gæti orðið skáld eða rithöfundur, fyrr en núna. Hún er nýflutt aftur í Aðaldal í Þingeyjarsýslu eftir 15 ára heimshornaflakk og störf í útgáfubransanum í Edinborg og Hong Kong og hún ætlar að leggja lokahönd á sína fyrstu skáldsögu um jólin. Við ræðum við Ester í þætti dagsins
Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt fjallar um rökkurrými og hvernig hinir ýmsu hugsuðir hafa skoðað það frá ólíkum sjónarhornum.
Einnig heyrum við af nýútkominni plötu Magnúsar Jóhanns Ragnarssonar. Platan kallast Rofnar og á rætur að rekja til leiksýningarinnar Helgi Þór rofnar eftir Tyrfing Tyrfingsson, sem Magnús samdi tónlist við.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
12/12/2023 • 51 minutes, 15 seconds
11.12.2023
12/11/2023 • 0
Myndlist á heimilum, Aðventa, Arnaldur Indriðason
Það hefur eflaust ekki farið frá hjá mörgum bókmenntaunnendum að Arnaldur Indriðason er ofarlega, ef ekki efst á flestum metsölulistum bókaverslana þessi dægrin. Þetta er orðin eins konar ný-jóla-hefð hér á landi en í Víðsjá í dag ætlum við aðeins að velta vöngum yfir höfundinum og spyrja spurningar sem legið hefur í loftinu undanfarin ár - er Arnaldur Indirðason Arnaldur Indirðason? Gæti hann verið einhver annar? Nánar um það í þætti dagsins.
Fyrir skemmstu kom út bókin ?Myndlist á heimilum? þar sem hægt er að skyggnast inn á íslensk heimili þar sem myndlist gegnir stóru hlutverki. Það má segja að heimilin endurspegli ákveðin tíðaranda og smekk og einmitt það og margt fleira ræðum við við einn af höfundunum, Olgu Lilju Ólafsdóttur, sem einnig er einn af stofnendum Y gallerís í Kópavogi.
Og Trausti Ólafsson rýnir í Aðventu, í uppsetningu Rauða sófans í Borgarleikhúsinu.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.
12/11/2023 • 49 minutes, 45 seconds
All in Animal Time, Fíasól, Serótónínendurupptökuhemlar og Kaíró
Karólína Rós Ólafsdóttir, skáld og bókavörður sendi frá sér bókina All in Animal Time í Skotlandi fyrir skömmu og fagnaði útgáfunni hér á landi í gær. Við ræðum við skáldið og heyrum upplestur. Leikritið Fíasól gefst aldrei upp! var frumsýnt í Borgarleikhúsinu nú á dögunum. Trausti Ólafsson fór að sjá leikverkið og segir frá upplifun sinni í þætti dagsins. Við höldum alla leið til Kairó í Egyptalandi, en þar var á dögunum opnuð stór alþjóðleg myndlistarsýning þar sem fimm íslenskir myndlistarmenn eiga verk. . Víðsjá var með óbeinan útsendara á svæðinu, Guðna Tómasson , sem sendir okkur skýrslu. Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í nýlega skáldsögu Friðgeirs Einarssonar sem kallast Serótónínendurupptökuhemlar. Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Halla Harðardóttir
12/7/2023 • 0
All in Animal Time, Fíasól, Serótónínendurupptökuhemlar og Kaíró
Karólína Rós Ólafsdóttir, skáld og bókavörður sendi frá sér bókina All in Animal Time í Skotlandi fyrir skömmu og fagnaði útgáfunni hér á landi í gær. Við ræðum við skáldið og heyrum upplestur.
Leikritið Fíasól gefst aldrei upp! var frumsýnt í Borgarleikhúsinu nú á dögunum. Trausti Ólafsson fór að sjá leikverkið og segir frá upplifun sinni í þætti dagsins.
Við höldum alla leið til Kairó í Egyptalandi, en þar var á dögunum opnuð stór alþjóðleg myndlistarsýning þar sem fimm íslenskir myndlistarmenn eiga verk. . Víðsjá var með óbeinan útsendara á svæðinu, Guðna Tómasson , sem sendir okkur skýrslu.
Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í nýlega skáldsögu Friðgeirs Einarssonar sem kallast Serótónínendurupptökuhemlar.
Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Halla Harðardóttir
12/7/2023 • 52 minutes, 18 seconds
Svipmynd af tónlistarmanni / Tómas R. Einarsson
Tómas R. Einarsson, kontrabassaleikari og tónskáld, hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi svo áratugum skiptir. Tómas ólst upp á Laugum í Dalasýslu þar sem sund og bókmenntir áttu hug hans allan. Nokkru eftir menntaskóla lagði Tómas land undir fót. Ferðaðist með harmonikkunni í gegnum Barcelona og til Buenos Aires til að komast í tæri við Tangótónlist. Hann hóf nám á kontrabassa 1978 og þvældist fiðluboginn sem hann var látinn leika með, og þjóðlögin sem fyrir hann voru sett, mikið fyrir, enda vildi hann helst að ná að toga úr hljóðfærinu blúsgang. Hann féll á prófi í Tónskóla Sigursveins en hélt samt áfram að spila á hljóðfærið og rataði í sína fyrstu djasssveit árið 1980. Síðan þá hefur hann gefið út yfir 20 plötur með eigin tónsmíðum og hlotið fjölda viðurkenninga fyrir. Tómas verður gestur okkar í Svipmynd vikunnar. Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.
12/6/2023 • 0
Svipmynd af tónlistarmanni / Tómas R. Einarsson
Tómas R. Einarsson, kontrabassaleikari og tónskáld, hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi svo áratugum skiptir. Tómas ólst upp á Laugum í Dalasýslu þar sem sund og bókmenntir áttu hug hans allan. Nokkru eftir menntaskóla lagði Tómas land undir fót. Ferðaðist með harmonikkunni í gegnum Barcelona og til Buenos Aires til að komast í tæri við Tangótónlist. Hann hóf nám á kontrabassa 1978 og þvældist fiðluboginn sem hann var látinn leika með, og þjóðlögin sem fyrir hann voru sett, mikið fyrir, enda vildi hann helst að ná að toga úr hljóðfærinu blúsgang. Hann féll á prófi í Tónskóla Sigursveins en hélt samt áfram að spila á hljóðfærið og rataði í sína fyrstu djasssveit árið 1980. Síðan þá hefur hann gefið út yfir 20 plötur með eigin tónsmíðum og hlotið fjölda viðurkenninga fyrir. Tómas verður gestur okkar í Svipmynd vikunnar.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.
12/6/2023 • 51 minutes, 46 seconds
Íslensku bókmenntaverðlaunin, list í World Class, Því dæmist rétt vera
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna voru tilkynntar fyrir helgi. Slíkum uppskeruhátíðum fylgir oft gagnrýni af ýmsu tagi. Settar eru spurningar við stöðu ljóðabókarinnar innan flokks fagurbókmennta, tímasetningu tilnefninga í miðju jólabókaflóði og almennt fyrirkomulag verðlaunanna. Við berum þessa gagnrýni undir tvo gesti í þætti dagsins, Heiðar Inga Svansson, formann Félags íslenskra bókaútgefenda og Sigþrúði Gunnarsdóttur, framkvæmdarstjórna Forlagsins. Einnig heyrum við vangaveltur Elínaborgar Unu Einarsdóttur um klámfengna list í World Class í samhengi við hugmyndir Foucault um lífvaldið. Og Soffía Auður Birgisdóttir tekur að þessu sinni fyrir bók Einars Más Guðmundssonar, Því dæmist rétt vera. Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
12/5/2023 • 0
Íslensku bókmenntaverðlaunin, list í World Class, Því dæmist rétt vera
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna voru tilkynntar fyrir helgi. Slíkum uppskeruhátíðum fylgir oft gagnrýni af ýmsu tagi. Settar eru spurningar við stöðu ljóðabókarinnar innan flokks fagurbókmennta, tímasetningu tilnefninga í miðju jólabókaflóði og almennt fyrirkomulag verðlaunanna. Við berum þessa gagnrýni undir tvo gesti í þætti dagsins, Heiðar Inga Svansson, formann Félags íslenskra bókaútgefenda og Sigþrúði Gunnarsdóttur, framkvæmdarstjórna Forlagsins.
Einnig heyrum við vangaveltur Elínaborgar Unu Einarsdóttur um klámfengna list í World Class í samhengi við hugmyndir Foucault um lífvaldið. Og Soffía Auður Birgisdóttir tekur að þessu sinni fyrir bók Einars Más Guðmundssonar, Því dæmist rétt vera.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
12/5/2023 • 52 minutes, 38 seconds
Náttúrulögmálin, listaverk í World Class og Far heimur, far sæll
Víðsjá kafar með rithöfundinum Eiríki Erni Norðdahl ofan í nýútkomna skáldsögu hans, Náttúrulögmálin - skáldsögu sem var á dögunum tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.Við fáum einnig að að heyra hvað Soffía Auður Birgisdóttir hefur að segja segja um skáldsöguna Far heimur, far sæll, sem Ófeigur Sigurðsson sendi frá sér fyrir skömmu. Og Elínborg Una Einarsdóttir, nemi á 3 ári við Listaháskóla Íslands flytur fyrsta pistil af tveimur þar sem hún rannsakar áhrif nektar í listaverkum í World Class í Laugum, með því að bera þau saman við freskur í baðhúsum Pompei til forna og út frá kenningum franska heimspekingsins Foucault. Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
12/4/2023 • 0
Náttúrulögmálin, listaverk í World Class og Far heimur, far sæll
Víðsjá kafar með rithöfundinum Eiríki Erni Norðdahl ofan í nýútkomna skáldsögu hans, Náttúrulögmálin - skáldsögu sem var á dögunum tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.Við fáum einnig að að heyra hvað Soffía Auður Birgisdóttir hefur að segja segja um skáldsöguna Far heimur, far sæll, sem Ófeigur Sigurðsson sendi frá sér fyrir skömmu. Og Elínborg Una Einarsdóttir, nemi á 3 ári við Listaháskóla Íslands flytur fyrsta pistil af tveimur þar sem hún rannsakar áhrif nektar í listaverkum í World Class í Laugum, með því að bera þau saman við freskur í baðhúsum Pompei til forna og út frá kenningum franska heimspekingsins Foucault.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
12/4/2023 • 50 minutes, 38 seconds
Ísafjörður
Víðsjá ferðast til Ísafjarðar í þætti dagsins og kannar þar sköpunarkraft Vestfjarða. Við förum á rúntinn með Vaidu Braziunaite og Björgu Sveinbjörnsdóttur hjá Hversdagssafninu, lítum í heimsókn til Inga Björns Guðnasonar, safnstjóra á Menningarsetursins á Hrafnseyri, göngum um bæinn með rithöfundinum Eiríki Erni Norðdahl og hittum skáldið og útgefandan Helen Cova á bókasafninu. Tónlistin sem heyrist í þættinum er öll ættuð frá Vestfjörðum (Mugison, Grafík, Salóme Katrín og K.Óla, Villi Valli, Between Mountains, Skúli Mennski). Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Halla Harðardóttir
11/30/2023 • 0
Ísafjörður
Víðsjá ferðast til Ísafjarðar í þætti dagsins og kannar þar sköpunarkraft Vestfjarða. Við förum á rúntinn með Vaidu Braziunaite og Björgu Sveinbjörnsdóttur hjá Hversdagssafninu, lítum í heimsókn til Inga Björns Guðnasonar, safnstjóra á Menningarsetursins á Hrafnseyri, göngum um bæinn með rithöfundinum Eiríki Erni Norðdahl og hittum skáldið og útgefandan Helen Cova á bókasafninu. Tónlistin sem heyrist í þættinum er öll ættuð frá Vestfjörðum (Mugison, Grafík, Salóme Katrín og K.Óla, Villi Valli, Between Mountains, Skúli Mennski).
Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Halla Harðardóttir
11/30/2023 • 55 minutes
Svipmynd af myndlistarmanni / Kristín Gunnlaugsdóttir
Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarkona er frá Akureyri en stundaði nám í Myndlista-og handíðaskólanum. Eftir útskrift fluttist hún til Rómar þar sem hún dvaldi í klaustir og lærði að gylla og mála íkona. Hún bjó svo í nær áratug í Flórens þar sem hún stundaði framhaldsnám en flutti svo til Reykjavíkur. Kristín er leitandi listamaður sem sífellt leitar nýrra leiða í sinni listsköpun. Hún fjallar jafnan um málefni samtímans með ævafornum aðferðum og eru til að mynda íkonar hennar af þreyttum einstæðum mæðrum með Bónuspoka gott dæmi um það. Sýning hennar Sköpunarverk sem sett var upp í Listasafni Íslands 2013 var ákveðin vendipunktur á hennar ferli en þá var að finna píku í hverju einasta verki. Hún segist hafa lítið selt af myndlist fyrstu árin eftir þá sýningu. Við ræðum það og margt annað í Svipmynd dagsins. Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
11/29/2023 • 0
Svipmynd af myndlistarmanni / Kristín Gunnlaugsdóttir
Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarkona er frá Akureyri en stundaði nám í Myndlista-og handíðaskólanum. Eftir útskrift fluttist hún til Rómar þar sem hún dvaldi í klaustir og lærði að gylla og mála íkona. Hún bjó svo í nær áratug í Flórens þar sem hún stundaði framhaldsnám en flutti svo til Reykjavíkur.
Kristín er leitandi listamaður sem sífellt leitar nýrra leiða í sinni listsköpun. Hún fjallar jafnan um málefni samtímans með ævafornum aðferðum og eru til að mynda íkonar hennar af þreyttum einstæðum mæðrum með Bónuspoka gott dæmi um það. Sýning hennar Sköpunarverk sem sett var upp í Listasafni Íslands 2013 var ákveðin vendipunktur á hennar ferli en þá var að finna píku í hverju einasta verki. Hún segist hafa lítið selt af myndlist fyrstu árin eftir þá sýningu. Við ræðum það og margt annað í Svipmynd dagsins.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
11/29/2023 • 55 minutes
Vöggudýrabær, Orð gegn orði og Út úr mátunarklefanum; fleiri fjór...
Á dögunum sendu Bragi Ólafsson og Einar Örn Benediktsson frá sér bókverk sem nefnist: Út úr mátunarklefanum - fleiri fjórar línur og titill og þrefalt færri fjórlínungar. Í bókinni birtast ljóð eftir Braga teikningarnar eftir Einar Örn. Við tökum þá tali um verkið í þætti dagsins. Einnig heyrum við af ljóðabókinni Vöggudýrabæ eftir Kristján Hrafn Guðmundsson. Hún fjallar um þær konur sem neyddust til að setja börnin sín á vöggustofur og byggir Kristján Hrafn verkið á reynslu ömmu sinnar og móður, sem þurfti, eins og segir í bókinni, að fara í húsið kalda, þar sem tilfinningar þóttu tabú, hlýju var vísað á dyr og alúð afskrifuð. Afplánunin tók tvö ár. Og Eva Halldóra Guðmundsdóttir fór að sjá Orð af Orði í Þjóðleikhúsinu og gefur skýrslu.
11/28/2023 • 0
Vöggudýrabær, Orð gegn orði og Út úr mátunarklefanum; fleiri fjór...
Á dögunum sendu Bragi Ólafsson og Einar Örn Benediktsson frá sér bókverk sem nefnist: Út úr mátunarklefanum - fleiri fjórar línur og titill og þrefalt færri fjórlínungar. Í bókinni birtast ljóð eftir Braga teikningarnar eftir Einar Örn. Við tökum þá tali um verkið í þætti dagsins.
Einnig heyrum við af ljóðabókinni Vöggudýrabæ eftir Kristján Hrafn Guðmundsson. Hún fjallar um þær konur sem neyddust til að setja börnin sín á vöggustofur og byggir Kristján Hrafn verkið á reynslu ömmu sinnar og móður, sem þurfti, eins og segir í bókinni, að fara í húsið kalda, þar sem tilfinningar þóttu tabú, hlýju var vísað á dyr og alúð afskrifuð. Afplánunin tók tvö ár.
Og Eva Halldóra Guðmundsdóttir fór að sjá Orð af Orði í Þjóðleikhúsinu og gefur skýrslu.
Námsleið í Mið-Austurlandafræðum við Háskóla Íslands býður til kvikmyndasýningar á myndinni 5 Broken Cameras í Auðarsal í Veröld - Húsi Vigdísar í dag. Heimildamyndin er samvinnuverkefni Palestínumannsins Emad Burnat og Guy Davidi frá Ísrael, og fjallar um mótmæli palestínskra bænda gegn landtöku Ísraela á Vesturbakkanum. Myndin kom út árið 2011 og hlaut fjölda verðlauna, var meðal annars tilnefnd til Óskarsverðaluna. Við ræðum við Þórir Jónsson Hraundal lektor í miðausturlandafræðum og arabísku við Háskóla Íslands og hann heldur utan um viðburðinn. Nú á sunnudag voru hin mikilsvirtu Booker verðlaun veitt við hátíðlega athöfn í London. Verðlaunahafi að þessu sinni var írski rithöfundurinn Paul Lynch en hann hlýtur Bookerinn fyrir bókina Prophet Song sem dregur upp martraðakennda mynd af mögulegri nærframtíð Írlands þar sem öfga hægri öfl hafa komist til valda og borgarastyrjöld vomir yfir landinu. VIð kynnum okkur höfundinn í þætti dagsins. Einnig rýnir Kristín María Kristinsdóttir í Högna, nýja skáldsögu Auðar Jónsdóttur og Snorri Rafn Hallsson flytur pistil um nostalgíu. Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
Námsleið í Mið-Austurlandafræðum við Háskóla Íslands býður til kvikmyndasýningar á myndinni 5 Broken Cameras í Auðarsal í Veröld - Húsi Vigdísar í dag. Heimildamyndin er samvinnuverkefni Palestínumannsins Emad Burnat og Guy Davidi frá Ísrael, og fjallar um mótmæli palestínskra bænda gegn landtöku Ísraela á Vesturbakkanum. Myndin kom út árið 2011 og hlaut fjölda verðlauna, var meðal annars tilnefnd til Óskarsverðaluna. Við ræðum við Þórir Jónsson Hraundal lektor í miðausturlandafræðum og arabísku við Háskóla Íslands og hann heldur utan um viðburðinn.
Nú á sunnudag voru hin mikilsvirtu Booker verðlaun veitt við hátíðlega athöfn í London. Verðlaunahafi að þessu sinni var írski rithöfundurinn Paul Lynch en hann hlýtur Bookerinn fyrir bókina Prophet Song sem dregur upp martraðakennda mynd af mögulegri nærframtíð Írlands þar sem öfga hægri öfl hafa komist til valda og borgarastyrjöld vomir yfir landinu. VIð kynnum okkur höfundinn í þætti dagsins.
Einnig rýnir Kristín María Kristinsdóttir í Högna, nýja skáldsögu Auðar Jónsdóttur og Snorri Rafn Hallsson flytur pistil um nostalgíu.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
11/27/2023 • 55 minutes
Hekla Dögg Jónsdóttir, Reykjavík Dance Festival
Töfrar, gleði og undur augnabliksins eru ríkjandi í verkum Heklu Daggar Jónsdóttur. En einnig vangaveltur um kerfin sem umlykja okkur, sviðin sem við göngum á og geta okkar til að umbreyta veruleikanum. Við lítum inn á yfirlitssýningu á verkum Heklu Daggar í þætti dagsins, en hún er sjöundi listamaðurinn sem valinn er til þátttöku í sýningaröð Listasafns Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum, þar sem farið er yfir feril lykilpersóna í íslensku listalífi. Sýningin kallast Núlleyja og sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson. Einnig rýnir Nína Hjálmarsdóttir í fjögur af þeim fjöldmörgu verkum sem flutt voru á Reykjavík Dance Festival. Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
11/23/2023 • 0
Hekla Dögg Jónsdóttir, Reykjavík Dance Festival
Töfrar, gleði og undur augnabliksins eru ríkjandi í verkum Heklu Daggar Jónsdóttur. En einnig vangaveltur um kerfin sem umlykja okkur, sviðin sem við göngum á og geta okkar til að umbreyta veruleikanum. Við lítum inn á yfirlitssýningu á verkum Heklu Daggar í þætti dagsins, en hún er sjöundi listamaðurinn sem valinn er til þátttöku í sýningaröð Listasafns Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum, þar sem farið er yfir feril lykilpersóna í íslensku listalífi. Sýningin kallast Núlleyja og sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson.
Einnig rýnir Nína Hjálmarsdóttir í fjögur af þeim fjöldmörgu verkum sem flutt voru á Reykjavík Dance Festival.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
11/23/2023 • 55 minutes
Svipmynd af rithöfundi: Kristín Ómarsdóttir
Kristín Ómarsdóttir hefur komið víða við á sínum rithöfundarferli. Skrifað skáldsögur, ljóð, leikrit, leikgerðir, smásögur og sýningartexta. Þá hefur hún einnig starfað sem blaðamaður og bókavörður. Teikningar Kristínar eru líka mörgum kunnar en um þessar mundir var opnuð sýning á teikningum eftir hana í Gerðubergi og nefnist hún Sjáðu fegurð þína í höfuðið á ljóðabók sem Kristín gaf út árið 2008, en haldið var ritþing í lok október þar sem ho?fundarverki var gerð ri?kulega skil - og hér á rásinni verður sérstaklega fjallað um ritþingið síðar. Kristín hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín og hafa þau einnig komið út víða um heim. Fyrir þessi jól sendir Kristín frá sér skáldsöguna Móðurást: Oddný, bók sem fjallar um lífshlaup langaömmu hennar sem elst upp í Bræðratungu á 19. Öld í hópi hörkuduglegra og glaðsinna systkina. Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
11/22/2023 • 0
Svipmynd af rithöfundi: Kristín Ómarsdóttir
Kristín Ómarsdóttir hefur komið víða við á sínum rithöfundarferli. Skrifað skáldsögur, ljóð, leikrit, leikgerðir, smásögur og sýningartexta. Þá hefur hún einnig starfað sem blaðamaður og bókavörður. Teikningar Kristínar eru líka mörgum kunnar en um þessar mundir var opnuð sýning á teikningum eftir hana í Gerðubergi og nefnist hún Sjáðu fegurð þína í höfuðið á ljóðabók sem Kristín gaf út árið 2008, en haldið var ritþing í lok október þar sem ho?fundarverki var gerð ri?kulega skil - og hér á rásinni verður sérstaklega fjallað um ritþingið síðar. Kristín hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín og hafa þau einnig komið út víða um heim. Fyrir þessi jól sendir Kristín frá sér skáldsöguna Móðurást: Oddný, bók sem fjallar um lífshlaup langaömmu hennar sem elst upp í Bræðratungu á 19. Öld í hópi hörkuduglegra og glaðsinna systkina.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
11/22/2023 • 55 minutes
Innermost, Fúsi og félagspólitískt vald arkitektúrs
Hljómplatan Innermost úr smiðju gítarleikarans Mikaels Mána Ásmundssonar kom út um síðustu helgi. Þetta er þriðja breiðskífa hans en áður hefur hann gefið út plöturnar Bobby og Nostalgia Machine. Innermost er að vissu leyti rökrétt framhald þessara tveggja platna en fetar vissulega nýjar en líka kannski gamlar slóðir því umfjöllunarefni hennar er æskan og áhrif tónlistar. Lögin eru samin um táningsár Mikaels, hlutina sem mótuðu hann og gerðu þetta tímabil að mikilvægum stökkpalli út í fullorðinsárin Trausti Ólafsson rýnir í leikritið Fúsa sem frumsýnt var um liðna helgi í Borgarleikhúsinu. Heimildaleiksýningu um Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson þar sem hann fer yfir ævi sína en einnig eru valin atriði úr fjölbreyttu lífi hans leikin og önnur færð í söngbúning. Við fáum við pistil um arkitektúr frá Hildigunni Sverrisdóttur í þætti dagsins. Í dag mun Hildigunnur skoða félagspólitískt vald arkitektúrs og skipulags. Við sögu kemur breska þingið, varnarmúrar, aðskilnaðarmúrar og ósýnilegir múrar.
11/21/2023 • 0
Innermost, Fúsi og félagspólitískt vald arkitektúrs
Hljómplatan Innermost úr smiðju gítarleikarans Mikaels Mána Ásmundssonar kom út um síðustu helgi. Þetta er þriðja breiðskífa hans en áður hefur hann gefið út plöturnar Bobby og Nostalgia Machine. Innermost er að vissu leyti rökrétt framhald þessara tveggja platna en fetar vissulega nýjar en líka kannski gamlar slóðir því umfjöllunarefni hennar er æskan og áhrif tónlistar. Lögin eru samin um táningsár Mikaels, hlutina sem mótuðu hann og gerðu þetta tímabil að mikilvægum stökkpalli út í fullorðinsárin
Trausti Ólafsson rýnir í leikritið Fúsa sem frumsýnt var um liðna helgi í Borgarleikhúsinu. Heimildaleiksýningu um Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson þar sem hann fer yfir ævi sína en einnig eru valin atriði úr fjölbreyttu lífi hans leikin og önnur færð í söngbúning.
Við fáum við pistil um arkitektúr frá Hildigunni Sverrisdóttur í þætti dagsins. Í dag mun Hildigunnur skoða félagspólitískt vald arkitektúrs og skipulags. Við sögu kemur breska þingið, varnarmúrar, aðskilnaðarmúrar og ósýnilegir múrar.
11/21/2023 • 55 minutes
Surstey og Esseyja, Pirate songs of the lower Islands
Í síðustu viku, á 60 ára afmæli Surstseyjar, var útgáfu bókarinnar Esseyju, eftir myndlistarkonuna Þorgerði Ólafsdóttur, fagnað í Norræna húsinu. Bókin tekur saman listrannsókn, myndlistarverk og önnur verkefni sem Þorgerður hefur unnið að í tengslum við eyjuna, með hléum síðastliðin áratug. Auk þess skrifa fimm fræðikonur í bókina um fornleifar, jarðfræði, fagurfræði og umhverfisheimspeki. Við ræðum við eina þeirra, Þóru Pétursdóttur fornleifafræðing við Oslóarháskóla í þætti dagsins, og við Þorgerði Ólafsdóttur. Hvernig nálgumst við rannsóknir á þessari eyju og hvað getur hún mögulega kennt okkur í dag, á tímum mannaldar? Einnig fjöllum við um ósungna sjómannasöngva og óleysta ráðgátu þeim tengdum í þætti dagsins. Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
11/20/2023 • 0
Surstey og Esseyja, Pirate songs of the lower Islands
Í síðustu viku, á 60 ára afmæli Surstseyjar, var útgáfu bókarinnar Esseyju, eftir myndlistarkonuna Þorgerði Ólafsdóttur, fagnað í Norræna húsinu. Bókin tekur saman listrannsókn, myndlistarverk og önnur verkefni sem Þorgerður hefur unnið að í tengslum við eyjuna, með hléum síðastliðin áratug. Auk þess skrifa fimm fræðikonur í bókina um fornleifar, jarðfræði, fagurfræði og umhverfisheimspeki. Við ræðum við eina þeirra, Þóru Pétursdóttur fornleifafræðing við Oslóarháskóla í þætti dagsins, og við Þorgerði Ólafsdóttur. Hvernig nálgumst við rannsóknir á þessari eyju og hvað getur hún mögulega kennt okkur í dag, á tímum mannaldar?
Einnig fjöllum við um ósungna sjómannasöngva og óleysta ráðgátu þeim tengdum í þætti dagsins.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
11/20/2023 • 55 minutes
Leyndarmál
Ví ðsjá fjallar um leyndarmál í dag. Við fáum til okkur danshöfundinn Ásrúnu Magnúsdóttur, höfund Leyndarmáls sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í kvöld í tengslu við Reykjavík Dance Festival. Verkið byggir á leyndarmálum unglinga og með henni í för verða einmitt tveir slíkir, Monika Lárusdóttir og Andrea Sæmundsdóttir. Venting Machine er listgjörningur eftir Herdísi Hlíf Þorvaldsdóttur sem býður fólki að tjá líðan sína í texta og senda á tiltekið símanúmer undir nafnleynd en allar færslur sem sendar eru á númerið birtast síðan á Instagramsíðu listaverksins. Og Rakel Adolphsdóttir, safnstýra kvennasögusafns í þjóðarbókhlöðunni segir frá þeim leyndarmálum sem safninu berst.
11/16/2023 • 0
Leyndarmál
Víðsjá fjallar um leyndarmál í dag. Við fáum til okkur danshöfundinn Ásrúnu Magnúsdóttur, höfund Leyndarmáls sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í kvöld í tengslu við Reykjavík Dance Festival. Verkið byggir á leyndarmálum unglinga og með henni í för verða einmitt tveir slíkir, Monika Lárusdóttir og Andrea Sæmundsdóttir. Venting Machine er listgjörningur eftir Herdísi Hlíf Þorvaldsdóttur sem býður fólki að tjá líðan sína í texta og senda á tiltekið símanúmer undir nafnleynd en allar færslur sem sendar eru á númerið birtast síðan á Instagramsíðu listaverksins. Og Rakel Adolphsdóttir, safnstýra kvennasögusafns í þjóðarbókhlöðunni segir frá þeim leyndarmálum sem safninu berst.
11/16/2023 • 55 minutes
Vox feminae, Sequences, Anatómía fiskanna og Melankólía vaknar
Vox feminae er einn af fjölmörgum kórum sem óx upp úr kvennakór reykjavíkur, og fagnar hann 30 ára starfsafmæli á árinu. Við ræðum við Stefán Sand, kórstjóra og Þórdísi Guðmundsdóttur, formann kórs, í þætti dagsins. Einnig heyrum við hugleiðingar um vistheimspeki og verk eftir Önnu Líndal sem nú er sýnt á Sequences hátíðinni og fjöllum um tvær nýjar bækur Sölva Björns Sigurðsson, sögulegu ljóðabókina Anatómía fiskanna og skáldsöguna Melankólía vankar. Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
11/15/2023 • 0
Vox feminae, Sequences, Anatómía fiskanna og Melankólía vaknar
Vox feminae er einn af fjölmörgum kórum sem óx upp úr kvennakór reykjavíkur, og fagnar hann 30 ára starfsafmæli á árinu. Við ræðum við Stefán Sand, kórstjóra og Þórdísi Guðmundsdóttur, formann kórs, í þætti dagsins. Einnig heyrum við hugleiðingar um vistheimspeki og verk eftir Önnu Líndal sem nú er sýnt á Sequences hátíðinni og fjöllum um tvær nýjar bækur Sölva Björns Sigurðsson, sögulegu ljóðabókina Anatómía fiskanna og skáldsöguna Melankólía vankar.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
11/15/2023 • 55 minutes
Ingibjargir og Ingibjörg Haraldsdóttir, Men, Nostalgía
Tónlistardúóið Ingibjargir samanstendur af so?ngkonunni Ingibjo?rgu Fríðu Helgadóttur og tónskáldinu Ingibjo?rgu Y?ri Skarphe?ðinsdóttur. Þær kynntust í Listaháskóla I?slands og hófu fljótlega að vinna saman að tónlist við ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur. Þær hafa nú gefið út sína fyrstu plötu sem kallast Konan í speglinum, en þar er að finna 15 ný lög sem öll eru samin við ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur. Við ræðum við Ingibjargir í þætti dagsins. Soffía Auður Birgisdóttir rýnir í skáldsöguna Men eftir Sigrúnu Pálsdóttur og Snorri Rafn Hallsson heldur áfram að rannsaka fyrirbærið nostalgíu. Í dag beinir hann linsunni að fortíðarþránni sem leiðarstefi í dægumenningu samtímans. Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
11/14/2023 • 0
Ingibjargir og Ingibjörg Haraldsdóttir, Men, Nostalgía
Tónlistardúóið Ingibjargir samanstendur af so?ngkonunni Ingibjo?rgu Fríðu Helgadóttur og tónskáldinu Ingibjo?rgu Y?ri Skarphe?ðinsdóttur. Þær kynntust í Listaháskóla I?slands og hófu fljótlega að vinna saman að tónlist við ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur. Þær hafa nú gefið út sína fyrstu plötu sem kallast Konan í speglinum, en þar er að finna 15 ný lög sem öll eru samin við ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur. Við ræðum við Ingibjargir í þætti dagsins.
Soffía Auður Birgisdóttir rýnir í skáldsöguna Men eftir Sigrúnu Pálsdóttur og Snorri Rafn Hallsson heldur áfram að rannsaka fyrirbærið nostalgíu. Í dag beinir hann linsunni að fortíðarþránni sem leiðarstefi í dægumenningu samtímans.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
11/14/2023 • 55 minutes
Kosmos/Kaos, Veislumatur á Landnámsöld, Piparfólkið
Við stingum nefinu inn í Listasafni Árnesinga í þætti dagsins, en þar er opin, í þremur sölum safnsins, yfirlitssýning á verkum Ragnheiðar Jónsdóttur, myndlistamans, sem nefnist Kosmos / Kaos. Á veggjunum hanga nokkrar vel valdar seríur úr smiðju Ragnheiðar bæði grafíkverk og kolateikningar en einnig er einn salur undirlagður fyrir glænýja seríu kolateikninga sem nefnist einmitt Kosmos / Kaos. Við ræðum við Daríu Sól Andrews, sýningarstjóra. Hvað ætli fólk hafi borðað á landnámsöld? Grillaðan geirfugl, sel í byggsósu, soðna heiðagæs með kúalubbum, mjaðarsoðinn lunda eða grísabjúgu með osti og hvítlauk?þetta gæti allt komið vel til greina þvi öll þessi hráefni voru tiltæk hér á landi um landnám. Sagnfræðingurinn Kristbjörn Helgi Björnsson og kokkurinn Úlfar Finnbjörnsson hafa gefið út matreiðslubók, Veislumat á landnámsöld, þar sem hráefni úr íslendingasögunum eru innblástur í uppskriftir. Við ræðum við þá félaga í þætti dagsins. En við hefjum þáttinn á leikhúsinu. Piparfólkið, sem sýnt er um þessar mundir í Kornhlöðunni, rými sem staðsett í Bankastræti 2, er afsprengi listatvíeykisins Díó. Trausti Ólafsson tekur nú við. Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
11/13/2023 • 0
Kosmos/Kaos, Veislumatur á Landnámsöld, Piparfólkið
Við stingum nefinu inn í Listasafni Árnesinga í þætti dagsins, en þar er opin, í þremur sölum safnsins, yfirlitssýning á verkum Ragnheiðar Jónsdóttur, myndlistamans, sem nefnist Kosmos / Kaos. Á veggjunum hanga nokkrar vel valdar seríur úr smiðju Ragnheiðar bæði grafíkverk og kolateikningar en einnig er einn salur undirlagður fyrir glænýja seríu kolateikninga sem nefnist einmitt Kosmos / Kaos. Við ræðum við Daríu Sól Andrews, sýningarstjóra.
Hvað ætli fólk hafi borðað á landnámsöld? Grillaðan geirfugl, sel í byggsósu, soðna heiðagæs með kúalubbum, mjaðarsoðinn lunda eða grísabjúgu með osti og hvítlauk?þetta gæti allt komið vel til greina þvi öll þessi hráefni voru tiltæk hér á landi um landnám. Sagnfræðingurinn Kristbjörn Helgi Björnsson og kokkurinn Úlfar Finnbjörnsson hafa gefið út matreiðslubók, Veislumat á landnámsöld, þar sem hráefni úr íslendingasögunum eru innblástur í uppskriftir. Við ræðum við þá félaga í þætti dagsins.
En við hefjum þáttinn á leikhúsinu. Piparfólkið, sem sýnt er um þessar mundir í Kornhlöðunni, rými sem staðsett í Bankastræti 2, er afsprengi listatvíeykisins Díó.
Trausti Ólafsson tekur nú við.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
11/13/2023 • 55 minutes
Rambó er týndur, Taugatrjágróður, Heimsmeistarinn
Samfélagsmiðlar, þráhyggja, karókí, einelti og neyslutilvera okkar eru þræðir sem tengjast í nýjustu skáldsögu Yrsu ÞallarGYlfadóttur, Rambó er týndur. Bókin fjallar um Söndru, kennara sem elskar að versla á Bland og syngja í karókí, og ferðalag hennar inn í samfélag hundafólks á internetinu. Við ræðum við Yrsu í þætti dagsins og heyrum brot úr Rambó er týndur. Taugatrjágróður nefnist nýútkomin ljóðabók Aðalheiðar Halldórsdóttur, dansara, leikkonu og danshöfunar. Bókin er heildræn frásögn sem fylgir sögumanni í eins konar öngutúr, þar sem leitað er svara við hinum ýmsu spurningum um eðli tilverunnar. Aðalheiður verður gestur okkar í dag. Og Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í Heimsmeistarann eftir Einar Kárason. Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
11/9/2023 • 0
Rambó er týndur, Taugatrjágróður, Heimsmeistarinn
Samfélagsmiðlar, þráhyggja, karókí, einelti og neyslutilvera okkar eru þræðir sem tengjast í nýjustu skáldsögu Yrsu ÞallarGYlfadóttur, Rambó er týndur. Bókin fjallar um Söndru, kennara sem elskar að versla á Bland og syngja í karókí, og ferðalag hennar inn í samfélag hundafólks á internetinu. Við ræðum við Yrsu í þætti dagsins og heyrum brot úr Rambó er týndur.
Taugatrjágróður nefnist nýútkomin ljóðabók Aðalheiðar Halldórsdóttur, dansara, leikkonu og danshöfunar. Bókin er heildræn frásögn sem fylgir sögumanni í eins konar öngutúr, þar sem leitað er svara við hinum ýmsu spurningum um eðli tilverunnar. Aðalheiður verður gestur okkar í dag.
Og Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í Heimsmeistarann eftir Einar Kárason.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
11/9/2023 • 55 minutes
Svipmynd af leikstjóra: Þorleifur Örn Arnarsson
Þorleifur Örn Arnarsson er meðal þekktari leikstjóra Íslands og hefur einnig fagnað miklum vinsældum í Þýskalandi undanfarin ár. Hann útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ árið 2003 og lauk námi í leikstjórn frá Ernst Busch leiklistarháskólanum í Berlín árið 2009. Á ferli sínum hefur Þorleifur sett upp fjölda verka hér á landi og uppskorið viðurkenningar fyrir, má þar helst nefna Engla alheimsins, Njálu, Guð blessi Ísland og Rómeó og Júlíu. Í Þýskalandi hefur hann unnið með heimsbókmenntirnar og ekki síst vakið athygli fyrir óperu-uppsetningar sínar. Þorleifur Örn hlaut Faust verðlaunin fyrir uppsetningu sína á Eddu árið 2018; ein eftirsóttustu leiklistarverðlaun Þýskalands, verðlaun sem þar í landi eru einungis veitt hverjum listamanni einu sinni á ævinni. Þorleifi er umhugað um þá umbrotatíma sem við lifum á og segist finna til ábyrgðar sinnar innan leikhúsmiðilsins sem hann segir vera mikilvæga tilraunastofu siðferðisins; rými þar sem við hittum fyrir persónur sem við erum ósammála en fáum að kynnast þeirra sjónarhorni á heiminn. Hann þakkar uppeldi sínu fyrir þau gagnrýnisgleraugu sem hann hefur getað sett upp við lestur á menningararfi og segir hina gefnu túlkun kanónunar á heimsbókmenntum gjarnan litaða af tíðaranda verks og orðræðu feðraveldisins.
11/8/2023 • 0
Svipmynd af leikstjóra: Þorleifur Örn Arnarsson
Þorleifur Örn Arnarsson er meðal þekktari leikstjóra Íslands og hefur einnig fagnað miklum vinsældum í Þýskalandi undanfarin ár. Hann útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ árið 2003 og lauk námi í leikstjórn frá Ernst Busch leiklistarháskólanum í Berlín árið 2009. Á ferli sínum hefur Þorleifur sett upp fjölda verka hér á landi og uppskorið viðurkenningar fyrir, má þar helst nefna Engla alheimsins, Njálu, Guð blessi Ísland og Rómeó og Júlíu. Í Þýskalandi hefur hann unnið með heimsbókmenntirnar og ekki síst vakið athygli fyrir óperu-uppsetningar sínar. Þorleifur Örn hlaut Faust verðlaunin fyrir uppsetningu sína á Eddu árið 2018; ein eftirsóttustu leiklistarverðlaun Þýskalands, verðlaun sem þar í landi eru einungis veitt hverjum listamanni einu sinni á ævinni.
Þorleifi er umhugað um þá umbrotatíma sem við lifum á og segist finna til ábyrgðar sinnar innan leikhúsmiðilsins sem hann segir vera mikilvæga tilraunastofu siðferðisins; rými þar sem við hittum fyrir persónur sem við erum ósammála en fáum að kynnast þeirra sjónarhorni á heiminn. Hann þakkar uppeldi sínu fyrir þau gagnrýnisgleraugu sem hann hefur getað sett upp við lestur á menningararfi og segir hina gefnu túlkun kanónunar á heimsbókmenntum gjarnan litaða af tíðaranda verks og orðræðu feðraveldisins.
11/8/2023 • 55 minutes
Burlesque-senan, Mannakjöt, arkitektúr og líkami
"Allir líkamar eiga rétt á sér og allir eiga rétt á að taka sér pláss. Og allir eiga rétt á því að upplifa sig sexí." Þetta segir Torfi Þór Runólfsson höfundur nýrrar heimildamyndar um Burlesque-senuna á Íslandi, Hristur og fjaðrafok. Við ræðum við Torfa Þór í þætti dagsins. Einnig verður rætt við Magnús Jochum Pálsson sem var að gefa út ljóðabókina Mannakjöt. Bókin skoðar fyrirbærið kjöt frá hinum ýmsu hliðum þá sérstaklega neyslu mannsins á því sem á það til að einkennast af firringu og blætisvæðingu. Og Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt fjallar í pistli sínum í dag um líkama og arkitektúr. Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
11/7/2023 • 0
Burlesque-senan, Mannakjöt, arkitektúr og líkami
"Allir líkamar eiga rétt á sér og allir eiga rétt á að taka sér pláss. Og allir eiga rétt á því að upplifa sig sexí." Þetta segir Torfi Þór Runólfsson höfundur nýrrar heimildamyndar um Burlesque-senuna á Íslandi, Hristur og fjaðrafok. Við ræðum við Torfa Þór í þætti dagsins.
Einnig verður rætt við Magnús Jochum Pálsson sem var að gefa út ljóðabókina Mannakjöt. Bókin skoðar fyrirbærið kjöt frá hinum ýmsu hliðum þá sérstaklega neyslu mannsins á því sem á það til að einkennast af firringu og blætisvæðingu.
Og Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt fjallar í pistli sínum í dag um líkama og arkitektúr.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
11/7/2023 • 55 minutes
Gildi, Ból, Diskó-noir og Sequences
Hafnarborg fagnar í ár 40 ára afmæli og hefur af því tilefni skapað sýningu sem nefnist Gildi. Sýningarstjórinn Hólmar Hólm setur ekki upp sögulega sýningu, heldur fókusar á ákveðið tímabil og dregur fram verk tíu listamanna, sem safnið hefur eignast frá árinu 2008. Við hugum líka að bresku hljómsveitinni Madmadmad sem steig á stokk á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves nú um helgina. Sveitin sækir tónheim sinn í tónlistarstefnur áttunda áratugarins og síður saman í taktmikla tilbrigðatónlist sem nefnd hefur verið disco-noir. Soffía Auður Birgisdóttir rýnir í Ból nýjustu skáldsögu Steinunnar Sigurðardóttur og Dagbjört Drífa Thorlacius, frá Sequences hátíðinni, fjallar um mikilvægi listahátíða og hvaða áhrif þær geta haft í samtímanum.
11/6/2023 • 0
Gildi, Ból, Diskó-noir og Sequences
Hafnarborg fagnar í ár 40 ára afmæli og hefur af því tilefni skapað sýningu sem nefnist Gildi. Sýningarstjórinn Hólmar Hólm setur ekki upp sögulega sýningu, heldur fókusar á ákveðið tímabil og dregur fram verk tíu listamanna, sem safnið hefur eignast frá árinu 2008. Við hugum líka að bresku hljómsveitinni Madmadmad sem steig á stokk á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves nú um helgina. Sveitin sækir tónheim sinn í tónlistarstefnur áttunda áratugarins og síður saman í taktmikla tilbrigðatónlist sem nefnd hefur verið disco-noir. Soffía Auður Birgisdóttir rýnir í Ból nýjustu skáldsögu Steinunnar Sigurðardóttur og Dagbjört Drífa Thorlacius, frá Sequences hátíðinni, fjallar um mikilvægi listahátíða og hvaða áhrif þær geta haft í samtímanum.
11/6/2023 • 55 minutes
Hollvættir á heiði, Pilar Quintana og nostalgía
Kólumbíski rithöfundurinn Pilar Quintana kom til landsins í byrjun október og kom fram á litlum viðburði í Veröld, húsi Vigdísar en einnig dvaldi hún á Bifröst við skrif í rúma viku. Við náðum tali af henni á leiðinni aftur út og ræðum feril hennar og skrif í þætti dagsins. Snorri Rafn Hallsson heldur áfram pistlaröð sinni um Nostalgíu, eða fortíðarþrá og að þessu sinni leitar hann aftur fyrir fortíðina til augnabliksins sem tíminn sjálfur fór af stað. Við heyrum einnig af nýju íslensku leikverki, barnaleikritinu Hollvættir á heiði eftir Þór Tulinius, leikara og leikstjóra. Verkið verður frumsýnt í Sláturhúsinu á Egilsstöðum um næstu helgi. Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
11/2/2023 • 0
Hollvættir á heiði, Pilar Quintana og nostalgía
Kólumbíski rithöfundurinn Pilar Quintana kom til landsins í byrjun október og kom fram á litlum viðburði í Veröld, húsi Vigdísar en einnig dvaldi hún á Bifröst við skrif í rúma viku. Við náðum tali af henni á leiðinni aftur út og ræðum feril hennar og skrif í þætti dagsins. Snorri Rafn Hallsson heldur áfram pistlaröð sinni um Nostalgíu, eða fortíðarþrá og að þessu sinni leitar hann aftur fyrir fortíðina til augnabliksins sem tíminn sjálfur fór af stað. Við heyrum einnig af nýju íslensku leikverki, barnaleikritinu Hollvættir á heiði eftir Þór Tulinius, leikara og leikstjóra. Verkið verður frumsýnt í Sláturhúsinu á Egilsstöðum um næstu helgi.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
11/2/2023 • 55 minutes
Svipmynd af fatahönnuði, Armeló
Ragna Sigríður Bjarnadóttir, fatahönnuður, var ráðin fagstjóri í fatahönnun við Listaháskóla Íslands í sumar og er því nýtekin við starfinu. Hún lærði einmitt sjálf við sama skóla en fór utan til Kaupmannahafnar í framhaldsnám. Eftir útskrift starfaði Ragna við fagið í nokkur ár í Kaupmannahöfn, og fékk þar heilmikla innsýn í bransann. En eftir að hafa kynnst danska fataiðnaðinum og öðlast reynslu fékk hún nóg af því að horfa upp á sóunina og grænþvottinn sem á sér stað í fjöldaframleiðslu á fatnaði. Hún ákvað að flytja aftur heim og sér ekki eftir því. Ragna verður gestur okkar í Svipmynd vikunnar. Einnig rýnir Kristín María Kristinsdóttir í nýjustu skáldsögu Þórdísar Helgadóttur, Armeló.
11/1/2023 • 0
Svipmynd af fatahönnuði, Armeló
Ragna Sigríður Bjarnadóttir, fatahönnuður, var ráðin fagstjóri í fatahönnun við Listaháskóla Íslands í sumar og er því nýtekin við starfinu. Hún lærði einmitt sjálf við sama skóla en fór utan til Kaupmannahafnar í framhaldsnám. Eftir útskrift starfaði Ragna við fagið í nokkur ár í Kaupmannahöfn, og fékk þar heilmikla innsýn í bransann. En eftir að hafa kynnst danska fataiðnaðinum og öðlast reynslu fékk hún nóg af því að horfa upp á sóunina og grænþvottinn sem á sér stað í fjöldaframleiðslu á fatnaði. Hún ákvað að flytja aftur heim og sér ekki eftir því. Ragna verður gestur okkar í Svipmynd vikunnar.
Einnig rýnir Kristín María Kristinsdóttir í nýjustu skáldsögu Þórdísar Helgadóttur, Armeló.
11/1/2023 • 55 minutes
Einlífi ástarrannsókn, Koss Klimts, inngilding í arkitektúr
Hlín Agnarsdóttir tekst á við stórar spurningar og viðfangsefni í sinni nýjustu bók. Drusluskömm, valdaójafnvægi í samböndum, ástarkraftur og traust er meðal þess sem hún kryfur í bókinni sem kallast Einlífi, ástarrannsókn. Þetta er hennar þriðja bók þar sem hún vinnur með sína eigin lífsreynslu en í þetta sinn fléttast skáldskapur við reynslu höfundar. Bókin fjallar um ástarlíf aðalpersónunnar, sem hefur verið ekki verið alveg hefðbundið samkvæmt okkar samfélagsreglum. Hlín verður gestur okkar í dag. Við veltum líka fyrir okkur ríflega hundrað ára gömlum kossi þegar Guðni Tómasson reyfar í þætti dagsins ýmis sjónarhorn á eitt þekktasta málverk austurríska málarans Gustafs Klimt. En við hefjum þáttinn á viðtali sem Haukur Hákon Loftsson tók fyrir Víðsjá. Haukur hefur verið í starfsnámi hér í Útvarpshúsinu, en hann stundar diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun á Menntavísindasviði við Háskóla Íslands. Það má segja að inngilding og samfélag án aðgreiningar sé það sem Haukur brennur fyrir og því ekki að undra að hann hafi kosið að taka viðtal við arkitekt hér í Víðsjá. Haukur ræðir við Önnu Maríu Bogadóttur, dósent í arkitektúr við LIstaháskóla Íslands.
10/31/2023 • 0
Einlífi ástarrannsókn, Koss Klimts, inngilding í arkitektúr
Hlín Agnarsdóttir tekst á við stórar spurningar og viðfangsefni í sinni nýjustu bók. Drusluskömm, valdaójafnvægi í samböndum, ástarkraftur og traust er meðal þess sem hún kryfur í bókinni sem kallast Einlífi, ástarrannsókn. Þetta er hennar þriðja bók þar sem hún vinnur með sína eigin lífsreynslu en í þetta sinn fléttast skáldskapur við reynslu höfundar. Bókin fjallar um ástarlíf aðalpersónunnar, sem hefur verið ekki verið alveg hefðbundið samkvæmt okkar samfélagsreglum. Hlín verður gestur okkar í dag.
Við veltum líka fyrir okkur ríflega hundrað ára gömlum kossi þegar Guðni Tómasson reyfar í þætti dagsins ýmis sjónarhorn á eitt þekktasta málverk austurríska málarans Gustafs Klimt.
En við hefjum þáttinn á viðtali sem Haukur Hákon Loftsson tók fyrir Víðsjá. Haukur hefur verið í starfsnámi hér í Útvarpshúsinu, en hann stundar diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun á Menntavísindasviði við Háskóla Íslands. Það má segja að inngilding og samfélag án aðgreiningar sé það sem Haukur brennur fyrir og því ekki að undra að hann hafi kosið að taka viðtal við arkitekt hér í Víðsjá. Haukur ræðir við Önnu Maríu Bogadóttur, dósent í arkitektúr við LIstaháskóla Íslands.
10/31/2023 • 55 minutes
Örverpi, Sequences, Mútta Courage, styttan af séra Friðrik
Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar voru veitt í Höfða í dag. Birna Stefánsdóttir fær verðlaunin í ár fyrir ljóðabókina Örverpi, ljóðsögu um fjölskyldu sem er að takast á við flóknar breytingar. Við ræðum við Birnu í þætti dagsins. Einnig heyrum við fréttir af listahátíðinni Sequences og rýni í Múttu Courage sem frumsýnd var í Þjóðleikhúsinu í síðustu viku. Að lokum veltum við fyrir okkur styttunni af séra Friðriki Friðrikssyni. Hvað skal gera við minnisvarða sem fæstir vilja lengur sjá?
10/30/2023 • 0
Örverpi, Sequences, Mútta Courage, styttan af séra Friðrik
Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar voru veitt í Höfða í dag. Birna Stefánsdóttir fær verðlaunin í ár fyrir ljóðabókina Örverpi, ljóðsögu um fjölskyldu sem er að takast á við flóknar breytingar. Við ræðum við Birnu í þætti dagsins.
Einnig heyrum við fréttir af listahátíðinni Sequences og rýni í Múttu Courage sem frumsýnd var í Þjóðleikhúsinu í síðustu viku.
Að lokum veltum við fyrir okkur styttunni af séra Friðriki Friðrikssyni. Hvað skal gera við minnisvarða sem fæstir vilja lengur sjá?
10/30/2023 • 55 minutes
Séra Friðrik, Nostalgía, Skúlptúr/skúlptúr og Teprurnar
Í ljósi nýrra staðreynda sem komu fram í viðtali Kiljunar við Guðmund Magnússon, sagnfræðing, um líf séra Friðriks Friðrikssonar ræðum við við Ástu Kristínu Benediktsdóttur, íslensku og bókmenntafræðing, sem hefur lengi rannsakað hinsegin bókmenntir, þar á meðal skáldsögu séra Friðriks, Sölva sem kom út árin 1947 og 1948. Við lítum einnig inn á Gerðarsafni í þætti dagsins þar sem samsýning 10 listamanna rannsakar stöðu höggmyndalistarinnar í samtíma okkar. Sýningarstjórarnir, þær Brynja Sveinsdóttir og Cecilia Gaihede taka stöðuna. Snorri Rafn Hallsson rannsakar hvernig nostalgían snýst í höndum lítilla týndra og hræddra karlmanna. Og Nína Hjálmarsdóttir, leikhúsrýnir Víðsjár, fór á leikritið Teprurnar eftir skoska leikskáldið Anthony Neilson, sem frumsýnt var í borgarleikhúsinu á dögunum í leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar - og segir frá í þætti dagsins.
10/26/2023 • 0
Séra Friðrik, Nostalgía, Skúlptúr/skúlptúr og Teprurnar
Í ljósi nýrra staðreynda sem komu fram í viðtali Kiljunar við Guðmund Magnússon, sagnfræðing, um líf séra Friðriks Friðrikssonar ræðum við við Ástu Kristínu Benediktsdóttur, íslensku og bókmenntafræðing, sem hefur lengi rannsakað hinsegin bókmenntir, þar á meðal skáldsögu séra Friðriks, Sölva sem kom út árin 1947 og 1948. Við lítum einnig inn á Gerðarsafni í þætti dagsins þar sem samsýning 10 listamanna rannsakar stöðu höggmyndalistarinnar í samtíma okkar. Sýningarstjórarnir, þær Brynja Sveinsdóttir og Cecilia Gaihede taka stöðuna. Snorri Rafn Hallsson rannsakar hvernig nostalgían snýst í höndum lítilla týndra og hræddra karlmanna. Og Nína Hjálmarsdóttir, leikhúsrýnir Víðsjár, fór á leikritið Teprurnar eftir skoska leikskáldið Anthony Neilson, sem frumsýnt var í borgarleikhúsinu á dögunum í leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar - og segir frá í þætti dagsins.
10/26/2023 • 55 minutes, 24 seconds
Svipmynd af ljósmyndara: Pétur Thomsen
Pétur Thomsen kemur úr ljósmyndarafjölskyldu og vissi snemma að hann vildi taka myndir. Það var á unglingsárunum sem hann uppgötvaði að ljósmynd gæti verið myndlist, og að hann gæti orðið listamaður. Á námsárunum í Frakklandi fylgdist hann með umræðunni um Kárahnjúkavirkjun úr fjarlægð og fann að hann yrði að taka þátt, á sinn hátt. Ljósmyndaserían Aðflutt landslag, sem er vitnisburður um framkvæmdirnar við virkjunina og hugleiðing um samband manns og náttúru, er sennilega hans þekktasta verk, verk sem hefur verið verðlaunað og ferðast víða um veröld. Pétur myndar fyrst og fremst landslag en segist eiga í flóknu sambandi við landslagsljósmyndum. Upphafning hins rómantíska landslags er honum fjarri. Það er frekar hið ægifagra með sínum undirliggjandi ótta sem hægt er að tengja við fagurfræði hans. Pétur er Reykvíkingur en korter í hrun ákvað hann að kaupa sér hús á Sólheimum í Grímsnesi þar sem hann býr í dag með fjölskyldu sinni. Þar er hann með sína vinnustofu og þar heldur hann úti útvarpsþætti ásamt þjónustuþegum á Sólheimum. Pétur er gestur Víðsjár í Svipmynd þessa vikuna.
10/25/2023 • 0
Svipmynd af ljósmyndara: Pétur Thomsen
Pétur Thomsen kemur úr ljósmyndarafjölskyldu og vissi snemma að hann vildi taka myndir. Það var á unglingsárunum sem hann uppgötvaði að ljósmynd gæti verið myndlist, og að hann gæti orðið listamaður. Á námsárunum í Frakklandi fylgdist hann með umræðunni um Kárahnjúkavirkjun úr fjarlægð og fann að hann yrði að taka þátt, á sinn hátt. Ljósmyndaserían Aðflutt landslag, sem er vitnisburður um framkvæmdirnar við virkjunina og hugleiðing um samband manns og náttúru, er sennilega hans þekktasta verk, verk sem hefur verið verðlaunað og ferðast víða um veröld.
Pétur myndar fyrst og fremst landslag en segist eiga í flóknu sambandi við landslagsljósmyndum. Upphafning hins rómantíska landslags er honum fjarri. Það er frekar hið ægifagra með sínum undirliggjandi ótta sem hægt er að tengja við fagurfræði hans.
Pétur er Reykvíkingur en korter í hrun ákvað hann að kaupa sér hús á Sólheimum í Grímsnesi þar sem hann býr í dag með fjölskyldu sinni. Þar er hann með sína vinnustofu og þar heldur hann úti útvarpsþætti ásamt þjónustuþegum á Sólheimum. Pétur er gestur Víðsjár í Svipmynd þessa vikuna.
10/25/2023 • 55 minutes
Kvennafrídagur, Land næturinnar, Þriðja vistfræðin
Soffía Auður Birgisdóttir, bókmenntafræðingur, rýnir í nýjustu skáldsögu rithöfundarins Vilborgar Davíðsdóttur sem nefnist Land næturinnar og er framhald af bókinni Undir Yggdrasil sem kom út árið 2020 og fylgdi lífshlaupi Þorgerðar Þorsteinsdóttur, barnabarni Auðar Djúpúðgu. Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt, segir frá ráðstefnunni The Third Ecology eða Þriðja vistfræðin sem haldin var í Hörpu í síðustu viku, en þar veltu ræðumenn vöngum yfir því hvað arkitektúr-sagnfræði gæti lagt til í baráttunni gegn aðsteðjandi umhverfisvá. Við rifjum líka upp viðtal sem Halla Harðardóttir tók við myndlistamanninn Ragnheiði Jónsdóttur fyrir ári síðan þar sem þær ræða meðal annars tímamótaverkið Deluxe and Delightful sem sýnir brjóstmynd af konu með marglaga tertu á höfði sínu - en einnig ræða þær upplifun Ragnheiðar af kvennafrídeginum árið 1975. Víðsjá vill benda á að innslög Soffíu Auðar og Hildigunnar voru ekki tekin upp á kvennaverkfallsdaginn heldur á undangengnum dögum og vikum - og ekki var heldur nein aukavinna innt af hendi af þeirra hálfu til að koma innslögunum í loftið í dag.
10/24/2023 • 0
Kvennafrídagur, Land næturinnar, Þriðja vistfræðin
Soffía Auður Birgisdóttir, bókmenntafræðingur, rýnir í nýjustu skáldsögu rithöfundarins Vilborgar Davíðsdóttur sem nefnist Land næturinnar og er framhald af bókinni Undir Yggdrasil sem kom út árið 2020 og fylgdi lífshlaupi Þorgerðar Þorsteinsdóttur, barnabarni Auðar Djúpúðgu. Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt, segir frá ráðstefnunni The Third Ecology eða Þriðja vistfræðin sem haldin var í Hörpu í síðustu viku, en þar veltu ræðumenn vöngum yfir því hvað arkitektúr-sagnfræði gæti lagt til í baráttunni gegn aðsteðjandi umhverfisvá. Við rifjum líka upp viðtal sem Halla Harðardóttir tók við myndlistamanninn Ragnheiði Jónsdóttur fyrir ári síðan þar sem þær ræða meðal annars tímamótaverkið Deluxe and Delightful sem sýnir brjóstmynd af konu með marglaga tertu á höfði sínu - en einnig ræða þær upplifun Ragnheiðar af kvennafrídeginum árið 1975.
Víðsjá vill benda á að innslög Soffíu Auðar og Hildigunnar voru ekki tekin upp á kvennaverkfallsdaginn heldur á undangengnum dögum og vikum - og ekki var heldur nein aukavinna innt af hendi af þeirra hálfu til að koma innslögunum í loftið í dag.
10/24/2023 • 56 minutes, 39 seconds
Pissuskál Duchamp eða Elsu, Seiðstorumur, Sequences
Verkið Fountain eftir Marcel Duchamp, betur þekkt sem pissuskálin, markar kaflaskil í vestrænni listasögu, og er jafnan talið vera eitt af fyrstu verkunum sem síðar voru kennd við konseptúalisma, eða hugmyndalist. Nú hefur komið í ljós að þetta höfuðverk hans er mjög líklega alls ekki eftir hann, heldur eftir vinkonu hans, þýsku dada-listakonuna Elsu von Freytag-Loringhoven. Vakið var máls á þessu í Guardian í síðustu viku en þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem listfræðingar stíga fram með þessa hugmynd, umræðan hefur verið í gangi síðan nokkru fyrir aldamót. Við kynnum okkur málið í þætti dagsins. Við heyrum við einnig af nýjustu skáldsögu furðusagnahöfundarins Alexanders Dan Vilhjálmssonar, Seiðstormi sem er hluti af Hrímlandsbókaflokk höfundar. Hrímland þykir líkjast Íslandi en í bókunum er hins vegar að finna seiðmagnsvirkjun í Öskjuhlíð, sofandi bergrisa á skolavörðuholti, eins konar fríríki í vestmannaeyjum og hinar ýmsu furðuverur úr íslenskum menningararfi. Og að lokum segir Dagbjört Drífa Thorlacius frá verki eistneska gjörningalistamannsins Johhan Rosenberg, hann sýndi nýverið verk sitt Gildrur á Sequences listahátíðinni
10/23/2023 • 0
Pissuskál Duchamp eða Elsu, Seiðstorumur, Sequences
Verkið Fountain eftir Marcel Duchamp, betur þekkt sem pissuskálin, markar kaflaskil í vestrænni listasögu, og er jafnan talið vera eitt af fyrstu verkunum sem síðar voru kennd við konseptúalisma, eða hugmyndalist. Nú hefur komið í ljós að þetta höfuðverk hans er mjög líklega alls ekki eftir hann, heldur eftir vinkonu hans, þýsku dada-listakonuna Elsu von Freytag-Loringhoven. Vakið var máls á þessu í Guardian í síðustu viku en þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem listfræðingar stíga fram með þessa hugmynd, umræðan hefur verið í gangi síðan nokkru fyrir aldamót. Við kynnum okkur málið í þætti dagsins.
Við heyrum við einnig af nýjustu skáldsögu furðusagnahöfundarins Alexanders Dan Vilhjálmssonar, Seiðstormi sem er hluti af Hrímlandsbókaflokk höfundar. Hrímland þykir líkjast Íslandi en í bókunum er hins vegar að finna seiðmagnsvirkjun í Öskjuhlíð, sofandi bergrisa á skolavörðuholti, eins konar fríríki í vestmannaeyjum og hinar ýmsu furðuverur úr íslenskum menningararfi.
Og að lokum segir Dagbjört Drífa Thorlacius frá verki eistneska gjörningalistamannsins Johhan Rosenberg, hann sýndi nýverið verk sitt Gildrur á Sequences listahátíðinni
10/23/2023 • 55 minutes
Stroke, Sara Björnsdóttir, nostalgía, Ég get ekki hætt að hugsa um...
Ég get ekki hætt að hugsa um Rithöfundasamband Íslands er ný ljóðabók og skrifblokk eftir Daníel Daníelsson, verðandi rithöfund. Bókin er póstmódernísk í eðli sínu og ögrar viðteknum hugmyndum okkar um ljóðabókina. Daníel kíkir í heimsókn og útskýrir þennan gjörning. Listin er göldrótt, segir Sara Björnsdóttir sem sýnir um þessar myndir ný verk í Grafíksalnum við Tryggvagötu. Hvísl undirdjúpsins, myrkur heiður til ljóssins, kallast sýningin sem er að einhverju leyti vitnisburður um tilfinningalegt ferðalag listakonunnar sjálfrar. Nýjar klippimyndir blandast eldri vatnslitamyndum þar sem blái liturinn og flæði vatnins er í forgrunni og útkoman eru marglaga heimar sem geyma ólíkar sögur. Við lítum inn í sal íslenskrar grafíkur í þætti dagsins. Og við fáum annan pistil snorra rafns hallsonar af fjórum þar sem hann veltir fyrir sér nostalgíu. En við hefjum þáttinn í leikhúsinu. Eva Halldóra Guðmundsdóttir fór að sjá Stroke, sem frumsýnt var um síðustu helgi í Tjarnarbíói.
10/19/2023 • 0
Stroke, Sara Björnsdóttir, nostalgía, Ég get ekki hætt að hugsa um...
Ég get ekki hætt að hugsa um Rithöfundasamband Íslands er ný ljóðabók og skrifblokk eftir Daníel Daníelsson, verðandi rithöfund. Bókin er póstmódernísk í eðli sínu og ögrar viðteknum hugmyndum okkar um ljóðabókina. Daníel kíkir í heimsókn og útskýrir þennan gjörning.
Listin er göldrótt, segir Sara Björnsdóttir sem sýnir um þessar myndir ný verk í Grafíksalnum við Tryggvagötu. Hvísl undirdjúpsins, myrkur heiður til ljóssins, kallast sýningin sem er að einhverju leyti vitnisburður um tilfinningalegt ferðalag listakonunnar sjálfrar. Nýjar klippimyndir blandast eldri vatnslitamyndum þar sem blái liturinn og flæði vatnins er í forgrunni og útkoman eru marglaga heimar sem geyma ólíkar sögur. Við lítum inn í sal íslenskrar grafíkur í þætti dagsins.
Og við fáum annan pistil snorra rafns hallsonar af fjórum þar sem hann veltir fyrir sér nostalgíu. En við hefjum þáttinn í leikhúsinu. Eva Halldóra Guðmundsdóttir fór að sjá Stroke, sem frumsýnt var um síðustu helgi í Tjarnarbíói.
10/19/2023 • 55 minutes
Svipmynd af teiknara: Rán Flygering
Rán Flygering er teiknari, en einnig rithöfundur, listamaður, hönnuður og aktívisti. Hún fæddist í Noregi en ólst að mestu leyti upp í Hlíðunum, umkringd pennum og pappír með þá ósk í brjósti að verða sendill þegar hún yrði stór. Rán er margverðlaunaður höfundur sem hefur gefið út fjölda bóka, ein eða í félagi við aðra. Í gær kom út hennar þriðja samstarfsverkefni með Hjörleifi Hjartarsyni, bókin Álfar. Rán er náttúruverndarsinni og í sumar vakti hún mikla athygli fyrir myndlýsingar sínar á sögu hvalveiða við Ísland. Rán verður gestur Víðsjár í Svipmynd dagsins.
10/18/2023 • 0
Svipmynd af teiknara: Rán Flygenring
Rán Flygenring er teiknari, en einnig rithöfundur, listamaður, hönnuður og aktívisti. Hún fæddist í Noregi en ólst að mestu leyti upp í Hlíðunum, umkringd pennum og pappír með þá ósk í brjósti að verða sendill þegar hún yrði stór. Rán er margverðlaunaður höfundur sem hefur gefið út fjölda bóka, ein eða í félagi við aðra. Í gær kom út hennar þriðja samstarfsverkefni með Hjörleifi Hjartarsyni, bókin Álfar. Rán er náttúruverndarsinni og í sumar vakti hún mikla athygli fyrir myndlýsingar sínar á sögu hvalveiða við Ísland. Rán verður gestur Víðsjár í Svipmynd dagsins.
10/18/2023 • 53 minutes, 4 seconds
Með verkum handanna, óperudagar og Á milli glugga og hurðar
Með verkum handanna nefnist bók eftir textílsérfræðinginn Elsu E. Guðjónsson sem Þjóðminjasafnið var að gefa út. Við ræðum við Lilju Árnadóttur ritstjóra bókarinnar en hún lauk við verkið með aðstoð frá Merði Árnasyni eftir að Elsa féll frá 2010. Óperudagar hefjast nú á fimmtudag og er þetta í sjötta sinn sem óperudagar eru haldnir. Guja Sandholt, óperusöngkona og aðalskipuleggjandi daganna mætir í hljóðstofu og segir frá. Í listagalleríinu i8 við Tryggvagötu stendur yfir sýningin Á milli glugga og hurðar. Sýningin er hópsýning fimm erlendra listakvenna sem nýta tungumálið sem kveikju og efni verka sinna. Við heimsækjum galleríið og ræðum við aðstoðar-framkvæmdarstjóra þess Dorotheu Halldórsdóttur um verk sýningarinnar.
10/17/2023 • 0
Með verkum handanna, óperudagar og Á milli glugga og hurðar
Með verkum handanna nefnist bók eftir textílsérfræðinginn Elsu E. Guðjónsson sem Þjóðminjasafnið var að gefa út. Við ræðum við Lilju Árnadóttur ritstjóra bókarinnar en hún lauk við verkið með aðstoð frá Merði Árnasyni eftir að Elsa féll frá 2010.
Óperudagar hefjast nú á fimmtudag og er þetta í sjötta sinn sem óperudagar eru haldnir. Guja Sandholt, óperusöngkona og aðalskipuleggjandi daganna mætir í hljóðstofu og segir frá.
Í listagalleríinu i8 við Tryggvagötu stendur yfir sýningin Á milli glugga og hurðar. Sýningin er hópsýning fimm erlendra listakvenna sem nýta tungumálið sem kveikju og efni verka sinna. Við heimsækjum galleríið og ræðum við aðstoðar-framkvæmdarstjóra þess Dorotheu Halldórsdóttur um verk sýningarinnar.
10/17/2023 • 55 minutes
Verðlaunafíaskó í Frankfurt, Sequences og Barbara Strozzi
Kastljós fjölmiðla beinist um þessar mundir að bókamessunni í Frankfurt. Fjölmargir rithöfundar og útgefendur víðsvegar að saka aðstandendur messunnar um að þagga niður í palestínskum röddum, en athöfn sem verðlauna átti palestínska höfundinum Adaniu Shibli var tekin af dagskránni vegna atburða síðustu daga í Ísrael og Palestínu. Yfir 600 höfundar og útgefendur hafa nú sett nafn sitt undir bréf sem gagnrýnir aðstandendur bókamessunnar og bókmenntaverðlaunanna LiBeraturpreis. Við veltum þessu fyrir okkur í þætti dagsins með Kristjáni B. Jónassyni bókaútgefanda og palestínska skáldinu Mazen Maarouf. Einnig heyrum við af 17.aldar tónskáldinu Barböru Strozzi sem var hyllt sem ein af bestu söngkonum og afkastamestu tónskáldum síns tíma og af listahátíðinni Sequences sem hófst með pompi og prakt síðastliðinn föstudag.
10/16/2023 • 0
Verðlaunafíaskó í Frankfurt, Sequences og Barbara Strozzi
Kastljós fjölmiðla beinist um þessar mundir að bókamessunni í Frankfurt. Fjölmargir rithöfundar og útgefendur víðsvegar að saka aðstandendur messunnar um að þagga niður í palestínskum röddum, en athöfn sem verðlauna átti palestínska höfundinum Adaniu Shibli var tekin af dagskránni vegna atburða síðustu daga í Ísrael og Palestínu. Yfir 600 höfundar og útgefendur hafa nú sett nafn sitt undir bréf sem gagnrýnir aðstandendur bókamessunnar og bókmenntaverðlaunanna LiBeraturpreis.
Við veltum þessu fyrir okkur í þætti dagsins með Kristjáni B. Jónassyni bókaútgefanda og palestínska skáldinu Mazen Maarouf. Einnig heyrum við af 17.aldar tónskáldinu Barböru Strozzi sem var hyllt sem ein af bestu söngkonum og afkastamestu tónskáldum síns tíma og af listahátíðinni Sequences sem hófst með pompi og prakt síðastliðinn föstudag.
10/16/2023 • 50 minutes, 45 seconds
Stelkur, Ómur aldanna, Kletturinn
Í þætti dagsins lítum við í Ásmundarsal og ræðum við hljóðfærasmiðinn Hans Jóhannsson og Elínu Hansdóttur um sýninguna Ómur aldanna. Einnig hringjum við til Helsinki og fáum fregnir frá Kára Tulinius af nýja smásagnavefritinu Stelkur.is. Síðan mun Gréta Sigríður Einarsdóttir, bókmenntarýnir, leggja mat sitt á nýustu skáldsögu Sverris Norlands sem nefnist Kletturinn.
10/12/2023 • 0
Stelkur, Ómur aldanna, Kletturinn
Í þætti dagsins lítum við í Ásmundarsal og ræðum við hljóðfærasmiðinn Hans Jóhannsson og Elínu Hansdóttur um sýninguna Ómur aldanna.
Einnig hringjum við til Helsinki og fáum fregnir frá Kára Tulinius af nýja smásagnavefritinu Stelkur.is.
Síðan mun Gréta Sigríður Einarsdóttir, bókmenntarýnir, leggja mat sitt á nýustu skáldsögu Sverris Norlands sem nefnist Kletturinn.
10/12/2023 • 55 minutes
Svipmynd af leikara; Sigurður Þór Óskarsson
Sigurður Þór Óskarsson, leikari, útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2012 og hefur síðan starfað hjá Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu ásamt því að koma fram í kvikmyndum og sjónvarpi. Meðal verka sem hann hefur komið fram í eru leikritin Billy Elliot, Djöflaeyjan, Kæra Jelena, Emil í Kattholti og Deleríum Búbónis en á skjánum hefur hann komið fram í Rökkri, Ófærð og Allra síðustu veiðiferðinni svo fátt eitt sé nefnt. Leiklistin og tónlistin hafa fylgt Sigurði frá unga aldri og á framhaldsskólaárum sínum hálfslysaðist hann inn í aðalhlutverk leikrits og hefur allar götur síðan staðið reglulega á fjölunum.
10/11/2023 • 0
Svipmynd af leikara; Sigurður Þór Óskarsson
Sigurður Þór Óskarsson, leikari, útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2012 og hefur síðan starfað hjá Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu ásamt því að koma fram í kvikmyndum og sjónvarpi. Meðal verka sem hann hefur komið fram í eru leikritin Billy Elliot, Djöflaeyjan, Kæra Jelena, Emil í Kattholti og Deleríum Búbónis en á skjánum hefur hann komið fram í Rökkri, Ófærð og Allra síðustu veiðiferðinni svo fátt eitt sé nefnt. Leiklistin og tónlistin hafa fylgt Sigurði frá unga aldri og á framhaldsskólaárum sínum hálfslysaðist hann inn í aðalhlutverk leikrits og hefur allar götur síðan staðið reglulega á fjölunum.
10/11/2023 • 55 minutes
Arkitektúr á tímum loftslagsbreytinga, Tríó Sól, nostalgía
Á morgun hefst ráðstefna evópskra arkitektúrsagnfræðinga, sem haldin er á vegum Listaháskóla Íslands og MoMa í New York. Þar munu einir helstu fræðingar samtímans velta fyrir sér sambandi hins manngerða og náttúrulega umhverfis, sem er ansi spennuþrungið í dag, á tímum loftslagsbreytinga. Óskar Örn Arnórsson, arkitektúrsagnfæðingur og einn skipuleggjandi hátíðarinnar verður gestur okkar í dag. Strengjatríóið Tríó Sól mun leika fimm verk á tónleikum í Hörpu í næstu viku en þeir nefnast Cantus Animalia eða söngur dýranna og eru verkin innblásin af söng fugla og hvala, froskakvaki og fleiri samskiptahljóðum dýra. Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir mætir í hljóðstofu og segir frá. Og Snorri Rafn Hallsson flytur okkur upptakt sinn að pistlaröð um nostalgíu, rekur uppruna orðsins til svissnesku alpanna og tekst á við eigin fordóma.
10/10/2023 • 0
Arkitektúr á tímum loftslagsbreytinga, Tríó Sól, nostalgía
Á morgun hefst ráðstefna evópskra arkitektúrsagnfræðinga, sem haldin er á vegum Listaháskóla Íslands og MoMa í New York. Þar munu einir helstu fræðingar samtímans velta fyrir sér sambandi hins manngerða og náttúrulega umhverfis, sem er ansi spennuþrungið í dag, á tímum loftslagsbreytinga. Óskar Örn Arnórsson, arkitektúrsagnfæðingur og einn skipuleggjandi hátíðarinnar verður gestur okkar í dag.
Strengjatríóið Tríó Sól mun leika fimm verk á tónleikum í Hörpu í næstu viku en þeir nefnast Cantus Animalia eða söngur dýranna og eru verkin innblásin af söng fugla og hvala, froskakvaki og fleiri samskiptahljóðum dýra. Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir mætir í hljóðstofu og segir frá.
Og Snorri Rafn Hallsson flytur okkur upptakt sinn að pistlaröð um nostalgíu, rekur uppruna orðsins til svissnesku alpanna og tekst á við eigin fordóma.
10/10/2023 • 55 minutes
Sequences og nistök
Myndlistahátíðin Sequenses fer af stað í ellefta skipti í vikunni. Þar verður boðið upp á myndlistarsýningar, gjörninga, tónleika og kvikmyndasýningar. Á meðan hátíðinni stendur munu starfsnemar hennar koma í þáttinn vikulega og flytja okkur fréttir. Dagbjört Drífa Thorlacius og Bryn Nóel Francis ríða á vaðið í þætti dagsins en þau eru meistaranemar í listfræði við Háskóla Íslands. Við hugum líka að mistökum og gerum upp tæknilega misferla sem áttu sér stað í minningarþætti Víðsjár um Guðberg Bergsson. Beinum linsunni inn á við og biðjumst afsökunar.
10/9/2023 • 0
Mistök
Við hugum að mistökum í þætti dagsins. Gerum upp tæknilega misferla sem áttu sér stað í minningarþætti Víðsjár um Guðberg Bergsson. Beinum linsunni inn á við og biðjumst afsökunar.
Myndlistahátíðin Sequenses fer af stað í ellefta skipti í vikunni. Þar verður boðið upp á myndlistarsýningar, gjörninga, tónleika og kvikmyndasýningar. Á meðan hátíðinni stendur munu starfsnemar hennar koma í þáttinn vikulega og flytja okkur fréttir. Dagbjört Drífa Thorlacius og Bryn Nóel Francis ríða á vaðið í þætti dagsins en þau eru meistaranemar í listfræði við Háskóla Íslands.
10/9/2023 • 55 minutes
Víkingur og Goldberg, Deleríum Búbónis, Jon Fosse
Goldberg tilbrigðin í flutningi Víkings Heiðars Ólafssonar koma út hjá Deutsche Grammaphone á morgun. Víkingur er þegar byrjaður að kynna plötuna með tónleikum, tónleikar hans í Royal Festival Hall í London í síðustu viku fengu 5 stjörnur í Guardian og í gær birtist fyrsti dómurinn um plötuna í The Times, þar sem Víkingur fær einnig 5 stjörnur. Við kíkjum í heimsókn til Víkings í þætti dagsins. Einnig rýnir Nína Hjálmarsdóttir í uppsetningu Borgarleikhússins á íslenska gamanverkinu Deleríum Búbonis en við hefjum þáttinn á fréttum dagsins. Í morgun var tilkynnt að hinn norski Jon Fosse hlýtur nóbelinn í bókmenntum í ár. Við ræðum við Aðalstein Ásberg Sigurðsson hjá Dimmu um höfundinn.
10/5/2023 • 0
Víkingur og Goldberg, Deleríum Búbónis, Jon Fosse
Goldberg tilbrigðin í flutningi Víkings Heiðars Ólafssonar koma út hjá Deutsche Grammaphone á morgun. Víkingur er þegar byrjaður að kynna plötuna með tónleikum, tónleikar hans í Royal Festival Hall í London í síðustu viku fengu 5 stjörnur í Guardian og í gær birtist fyrsti dómurinn um plötuna í The Times, þar sem Víkingur fær einnig 5 stjörnur. Við kíkjum í heimsókn til Víkings í þætti dagsins.
Einnig rýnir Nína Hjálmarsdóttir í uppsetningu Borgarleikhússins á íslenska gamanverkinu Deleríum Búbonis en við hefjum þáttinn á fréttum dagsins. Í morgun var tilkynnt að hinn norski Jon Fosse hlýtur nóbelinn í bókmenntum í ár. Við ræðum við Aðalstein Ásberg Sigurðsson hjá Dimmu um höfundinn.
10/5/2023 • 53 minutes, 18 seconds
Svipmynd af tónskáldi / Anna Þorvaldsdóttir
Anna Þorvaldsdóttir er meðal kunnustu tónskálda Íslands og ekkert minna en súperstjarna í heimi klassískrar tónlistar. Verk hennar eru flutt í bestu tónleikahúsum heims og margar af helstu hljómsveitum heims hafa pantað hjá henni verk. Tónverkum hennar hefur verið lýst sem einstökum innan samtímatónlistar og sköpunarkrafti hennar mætti auðveldlega líkja við einhverskonar náttúruafl. Anna býr í Surrey á Englandi en ferðast mikið til að vera viðstödd flutning á tónlist sinni víðsvegar um heim. Í dag er hún stödd í Reykjavík til að vera viðstödd tvenna tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem verk hennar verða í aðalhlutverki. Anna verður gestur Víðsjár í dag. Brot úr eftirtöldum verkum eru leikin í þættinum: Aion, Archora, Metacosmos, Sola og Catamorphosis.
10/4/2023 • 0
Svipmynd af tónskáldi / Anna Þorvaldsdóttir
Anna Þorvaldsdóttir er meðal kunnustu tónskálda Íslands og ekkert minna en súperstjarna í heimi klassískrar tónlistar. Verk hennar eru flutt í bestu tónleikahúsum heims og margar af helstu hljómsveitum heims hafa pantað hjá henni verk. Tónverkum hennar hefur verið lýst sem einstökum innan samtímatónlistar og sköpunarkrafti hennar mætti auðveldlega líkja við einhverskonar náttúruafl. Anna býr í Surrey á Englandi en ferðast mikið til að vera viðstödd flutning á tónlist sinni víðsvegar um heim. Í dag er hún stödd í Reykjavík til að vera viðstödd tvenna tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem verk hennar verða í aðalhlutverki. Anna verður gestur Víðsjár í dag.
Brot úr eftirtöldum verkum eru leikin í þættinum: Aion, Archora, Metacosmos, Sola og Catamorphosis.
10/4/2023 • 58 minutes, 29 seconds
Ást Fedru, Sjónskekkjur, Pabbastrákar
Ást Fedru eftir breska leikskáldið Söruh Kane er byggt á grísku goðsögninni um drottninguna Fedru sem verður ástfangin af stjúpsyni sínum Hippolítosi með skelfilegum afleiðingum. Leikstjóri verksins, Kolfinna Nikulásdóttir, verður gestur okkar í dag. Í Gallerí Gróttu á Eiðistorgi býður myndlistarkonan Ragnheiður Gestsdóttir gestum inn í veröld þar sem langanir og þrár manneskjunnar eru færðar í pastellituð form úr keramík. Ketilbjöllur, kleinuhringir og klassísk form standa á stöplum og tala til okkar um stéttaskiptingu, gildismat og valdakerfi. Við förum á Eiðistorg í þætti dagsins. Einnig rýnir Eva Halldóra Guðmundsdóttir í Pabbastráka, sem sýnt er í Tjarnarbíói.
10/3/2023 • 0
Ást Fedru, Sjónskekkjur, Pabbastrákar
Ást Fedru eftir breska leikskáldið Söruh Kane er byggt á grísku goðsögninni um drottninguna Fedru sem verður ástfangin af stjúpsyni sínum Hippolítosi með skelfilegum afleiðingum. Leikstjóri verksins, Kolfinna Nikulásdóttir, verður gestur okkar í dag.
Í Gallerí Gróttu á Eiðistorgi býður myndlistarkonan Ragnheiður Gestsdóttir gestum inn í veröld þar sem langanir og þrár manneskjunnar eru færðar í pastellituð form úr keramík. Ketilbjöllur, kleinuhringir og klassísk form standa á stöplum og tala til okkar um stéttaskiptingu, gildismat og valdakerfi. Við förum á Eiðistorg í þætti dagsins.
Einnig rýnir Eva Halldóra Guðmundsdóttir í Pabbastráka, sem sýnt er í Tjarnarbíói.
10/3/2023 • 54 minutes, 17 seconds
Stropha, Tatiana Bilbao og Þorleifur Gaukur
Ingibjörg Elsa Turchi mætir til okkar og segir frá plötunni Stropha. Hljóðheimur plötunnar sver sig í ætt við fyrri plötu Ingibjargar, Meliae, og er skapaður af sömu hljóðfæraleikurum auk nýrra blásara. Hildigunnur Sverrisdóttir fjallar um verðlauna-arkitektinn Tatiönu Bilbao en verk hennar leggja áherslu á félagslegar þarfir manneskjunar og hafa það að markmiði að skapa arkitektúr sem er virðisaukandi fyrir nærumhverfið. Þorleifur Gaukur Davíðsson, munnhörpuleikari með meiru, segir frá komandi plötu og lýsir tónlistarsenunni í Nashville.
10/2/2023 • 0
Stropha, Tatiana Bilbao og Þorleifur Gaukur
Ingibjörg Elsa Turchi mætir til okkar og segir frá plötunni Stropha. Hljóðheimur plötunnar sver sig í ætt við fyrri plötu Ingibjargar, Meliae, og er skapaður af sömu hljóðfæraleikurum auk nýrra blásara. Hildigunnur Sverrisdóttir fjallar um verðlauna-arkitektinn Tatiönu Bilbao en verk hennar leggja áherslu á félagslegar þarfir manneskjunar og hafa það að markmiði að skapa arkitektúr sem er virðisaukandi fyrir nærumhverfið. Þorleifur Gaukur Davíðsson, munnhörpuleikari með meiru, segir frá komandi plötu og lýsir tónlistarsenunni í Nashville.
10/2/2023 • 55 minutes
Guðbergur Bergsson
Þáttur dagsins verður helgaður minningu Guðbergs Bergssonar, en hann verður jarðsunginn í sérstakri athöfn í Hörpu nú á föstudag. Guðbergur var margverðlaunaður höfundur sem sendi frá sér fjölda bóka, skáldsögur, ljóðabækur, barnabækur, smásagnasöfn og fleira. Einnig var hann afkastamikill þýðandi úr spænsku og ritaði greinar, gagnrýni og pistla í dagblöð, útvarp og tímarit. Skáldsaga hans Tómas Jónsson metsölubók olli straumhvörfum innan íslenskra bókmennta og er jafnan flokkuð sem fyrsta móderníska skáldsaga þjóðarinnar.
9/28/2023 • 0
Guðbergur Bergsson
Þáttur dagsins verður helgaður minningu Guðbergs Bergssonar, en hann verður jarðsunginn í sérstakri athöfn í Hörpu nú á föstudag. Guðbergur var margverðlaunaður höfundur sem sendi frá sér fjölda bóka, skáldsögur, ljóðabækur, barnabækur, smásagnasöfn og fleira. Einnig var hann afkastamikill þýðandi úr spænsku og ritaði greinar, gagnrýni og pistla í dagblöð, útvarp og tímarit. Skáldsaga hans Tómas Jónsson metsölubók olli straumhvörfum innan íslenskra bókmennta og er jafnan flokkuð sem fyrsta móderníska skáldsaga þjóðarinnar.
9/28/2023 • 55 minutes, 42 seconds
Svipmynd af fatahönnuði, Ekki málið
Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður verður gestur okkar í svipmynd dagsins. Steinunn er fædd í Reykjavík árið 1960 en bjó um árabil í Frakklandi, Ítaliu og Bandaríkjunum. Hún stundaði nám í fatahönnun í París og við Parson School of Design í New York. Eftir útskrift starfaði hún hjá erlendum tískuhúsum á borð við Calvin Klein, Ralph Lauren, La Perla og Gucci, en ákvað árið 2000 að flytja heim til Íslands og stofna sitt eigið merki: Steinunn. Síðan þá hefur Steinunn einnig rekið verslun í verbúðunum á Granda, þar sem hún framleiðir í takt við eftirspurn vel sniðin föt úr hágæðaefnum. Hún segist lifa í núinu þökk sé fjölfötluðum syni sem hefur kennt henni meira um lífið en allt annað, hún klæðist ull frá toppi til táar alla daga, allan ársins hring og helst bara svörtu. Meira um það í þætti dagsins. En við byrjum í leikhúsinu, Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í Ekki málið eftir Marius von Meyenburg sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu.
9/27/2023 • 0
Svipmynd af fatahönnuði, Ekki málið
Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður verður gestur okkar í svipmynd dagsins. Steinunn er fædd í Reykjavík árið 1960 en bjó um árabil í Frakklandi, Ítaliu og Bandaríkjunum. Hún stundaði nám í fatahönnun í París og við Parson School of Design í New York. Eftir útskrift starfaði hún hjá erlendum tískuhúsum á borð við Calvin Klein, Ralph Lauren, La Perla og Gucci, en ákvað árið 2000 að flytja heim til Íslands og stofna sitt eigið merki: Steinunn. Síðan þá hefur Steinunn einnig rekið verslun í verbúðunum á Granda, þar sem hún framleiðir í takt við eftirspurn vel sniðin föt úr hágæðaefnum. Hún segist lifa í núinu þökk sé fjölfötluðum syni sem hefur kennt henni meira um lífið en allt annað, hún klæðist ull frá toppi til táar alla daga, allan ársins hring og helst bara svörtu. Meira um það í þætti dagsins.
En við byrjum í leikhúsinu, Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í Ekki málið eftir Marius von Meyenburg sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu.
9/27/2023 • 55 minutes
Pabbastrákar, Kammermúsík Og The Simple Act of Letting Go
Þegar Kammermúsíkklúbburinn var stofnaður árið 1957 var kammertónlist sjaldan flutt í Reykjavík. Markmiðið með stofnun klúbbsins var að hefja markvissan flutning á lifandi kammertónlist. Nokkrum árum og mörghundrum tónleikum síðar er klúbburinn jafn lifandi sem fyrr og hefur þetta starfsár með pompi og prakt með tvennum tónleikum í Hörpu um helgina. Við ræðum við Halldór Hauksson, píanóleikara og stjórnarmeðlim kammermúsíklúbbsins í þætti dagsins. Íslenski dansflokkurinn sýnir um þessar mundir verkið The Simple Act of Letting Go eftir ísraelska danshöfundinn Tom Weinberger á nýja sviði Borgaleikhússins. Erna Ómarsdóttir listdansstjóri Íslenska dansflokksins heimsækir okkur og segir frá sýningunni. Leikverkið Pabbastrákar fjallar um íslenska karlmenn sem fara í tilboðsferð til Playa Buena á Spáni árið 2007. Við ræðum við höfundana, þá Hákon Örn Helgason og Helga Grím Hermannsson.
9/26/2023 • 0
Pabbastrákar, Kammermúsík Og The Simple Act of Letting Go
Þegar Kammermúsíkklúbburinn var stofnaður árið 1957 var kammertónlist sjaldan flutt í Reykjavík. Markmiðið með stofnun klúbbsins var að hefja markvissan flutning á lifandi kammertónlist. Nokkrum árum og mörghundrum tónleikum síðar er klúbburinn jafn lifandi sem fyrr og hefur þetta starfsár með pompi og prakt með tvennum tónleikum í Hörpu um helgina. Við ræðum við Halldór Hauksson, píanóleikara og stjórnarmeðlim kammermúsíklúbbsins í þætti dagsins.
Íslenski dansflokkurinn sýnir um þessar mundir verkið The Simple Act of Letting Go eftir ísraelska danshöfundinn Tom Weinberger á nýja sviði Borgaleikhússins. Erna Ómarsdóttir listdansstjóri Íslenska dansflokksins heimsækir okkur og segir frá sýningunni.
Leikverkið Pabbastrákar fjallar um íslenska karlmenn sem fara í tilboðsferð til Playa Buena á Spáni árið 2007. Við ræðum við höfundana, þá Hákon Örn Helgason og Helga Grím Hermannsson.
9/26/2023 • 55 minutes
Með Guð í vasanum, Húsvörðurinn og Liczba doskonala
Kvikmyndin Liczba doskonala eða Hin fullkomna tala úr smiðju pólska kvikmyndagerðarmannsins Krzysztof Zanussi verður sýnd nú á miðvikudag á Pólskum kvikmyndadögum sem haldnir eru þessa dagana í áttunda sinn í Bíó Paradís. Myndin lætur sig varða stóru spurningarnar um formgerð heimsins, kærleikan, guð og dauðann. Við heyrum í leikstjóra myndarinnar í þætti dagsins. Árni Már Viðarsson opnaði fyrir helgi myndlistarsýninguna Húsvörðurinn á hinu sögufræga kaffihúsi Mokka við Skólavörðustíg en hann hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir olíumálverk sín, seríu af öldum sem eru keimlíkar en ólíkar. Júlía Aradóttir mun ræða við Árna í þætti dagsins. Og nýr leikhúsrýnir Víðsjár, Trausti Ólafsson, rýnir í leikverkið Með Guð í vasanum sem frumsýnt var á fjölum Borgarleikhússins um helgina.
9/25/2023 • 0
Með Guð í vasanum, Húsvörðurinn og Liczba doskonala
Kvikmyndin Liczba doskonala eða Hin fullkomna tala úr smiðju pólska kvikmyndagerðarmannsins Krzysztof Zanussi verður sýnd nú á miðvikudag á Pólskum kvikmyndadögum sem haldnir eru þessa dagana í áttunda sinn í Bíó Paradís. Myndin lætur sig varða stóru spurningarnar um formgerð heimsins, kærleikan, guð og dauðann. Við heyrum í leikstjóra myndarinnar í þætti dagsins. Árni Már Viðarsson opnaði fyrir helgi myndlistarsýninguna Húsvörðurinn á hinu sögufræga kaffihúsi Mokka við Skólavörðustíg en hann hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir olíumálverk sín, seríu af öldum sem eru keimlíkar en ólíkar. Júlía Aradóttir mun ræða við Árna í þætti dagsins. Og nýr leikhúsrýnir Víðsjár, Trausti Ólafsson, rýnir í leikverkið Með Guð í vasanum sem frumsýnt var á fjölum Borgarleikhússins um helgina.
9/25/2023 • 55 minutes
Kona, Úr sveit í borg í sveit, Rúmmálsreikningur og Kaveh Akbar
Í þætti dagsins heyrum við í nýjum bókmenntarýni Víðsjár: Kristínu Maríu Kristinsdóttur, sem verður með okkur í vetur ásamt fleiri gamalkunnum rýnum. Í dag rýnir Kristín María í bókina Konu, eftir nóbelskáldið Annie Ernaux, en hún kom nýverið út í íslenskri þýðingu Þórhildar Ólafsdóttur hjá Uglu útgáfu. Sýning Þórðar Hans Baldurssonar, Úr sveit í borg í sveit, hverfist um eins konar afturhvarf í sveitina úr borginni - Áður fyrr snerist samfélag á Íslandi nánast alfarið um sveitarlífið og landbúnað en í dag viðrist sveitin vera orðin ansi framandi staður, fyrir okkur borgar og bæjarbúum allavega. Við lítum inn á vinnustofu Þórðar Hans og fáum að vita meira um þessa sýningu. Rúmmálsreikningur I er fyrsta bindi af sjö í skáldsögu hinnar dönsku Solvej Balle og hlaut höfundurinn bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í fyrra, fyrir fyrstu þrjú bindin. Fjórða bindið kom nýverið út í Danmörku og aðdáendur sögunnar bíða í eftirvæntingu eftir þremur síðustu. Í sumar kom fyrsta bókin út hjá Benedikt í þýðingu Steinunnar Stefánsdóttur svo íslenskir lesendur geta sökkt sér í þessa óvenjulegu sögu. Í þættinum sláum á þráðinn til Danmerkur og ræðum við Steinunni Stefánsdóttur þýðanda Rúmmálsreiknings. Að lokum heimsækir íransk-bandaríski höfundurinn Kaveh Akbar þáttinn og segir frá áhrifamikilli tónlist.
9/21/2023 • 0
Kona, Úr sveit í borg í sveit, Rúmmálsreikningur og Kaveh Akbar
Í þætti dagsins heyrum við í nýjum bókmenntarýni Víðsjár: Kristínu Maríu Kristinsdóttur, sem verður með okkur í vetur ásamt fleiri gamalkunnum rýnum. Í dag rýnir Kristín María í bókina Konu, eftir nóbelskáldið Annie Ernaux, en hún kom nýverið út í íslenskri þýðingu Þórhildar Ólafsdóttur hjá Uglu útgáfu. Sýning Þórðar Hans Baldurssonar, Úr sveit í borg í sveit, hverfist um eins konar afturhvarf í sveitina úr borginni - Áður fyrr snerist samfélag á Íslandi nánast alfarið um sveitarlífið og landbúnað en í dag viðrist sveitin vera orðin ansi framandi staður, fyrir okkur borgar og bæjarbúum allavega. Við lítum inn á vinnustofu Þórðar Hans og fáum að vita meira um þessa sýningu. Rúmmálsreikningur I er fyrsta bindi af sjö í skáldsögu hinnar dönsku Solvej Balle og hlaut höfundurinn bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í fyrra, fyrir fyrstu þrjú bindin. Fjórða bindið kom nýverið út í Danmörku og aðdáendur sögunnar bíða í eftirvæntingu eftir þremur síðustu. Í sumar kom fyrsta bókin út hjá Benedikt í þýðingu Steinunnar Stefánsdóttur svo íslenskir lesendur geta sökkt sér í þessa óvenjulegu sögu. Í þættinum sláum á þráðinn til Danmerkur og ræðum við Steinunni Stefánsdóttur þýðanda Rúmmálsreiknings. Að lokum heimsækir íransk-bandaríski höfundurinn Kaveh Akbar þáttinn og segir frá áhrifamikilli tónlist.
9/21/2023 • 55 minutes
Svipmynd af Davíð Þór Jónssyni
Davíð Þór Jónsson er margra hatta maður sem erfitt er að skilgreina á einn hátt. Það mætti nota orðið tónlistarmaður, píanóleikari, tónsmiður, gjörningalistamaður eða spunatónlistamaður. Davíð Þór segist sjálfur fyrst og fremst vera manneskja, sem um leið er faðir, dýravinur, bóndi og náttúruvinur sem lifir fyrir tónlist. Það mætti líka kalla hann galdramann augnabliksins.
9/20/2023 • 0
Svipmynd af Davíð Þór Jónssyni
Davíð Þór Jónsson er margra hatta maður sem erfitt er að skilgreina á einn hátt. Það mætti nota orðið tónlistarmaður, píanóleikari, tónsmiður, gjörningalistamaður eða spunatónlistamaður. Davíð Þór segist sjálfur fyrst og fremst vera manneskja, sem um leið er faðir, dýravinur, bóndi og náttúruvinur sem lifir fyrir tónlist.
Það mætti líka kalla hann galdramann augnabliksins.
9/20/2023 • 55 minutes
Draugapennar, Konurnar á Eyrabakka, Pussy Riot
Leigupennar eða draugapennar er fyrirbæri sem fylgt hefur hinu skrifaða máli um aldir. Draugapenni er í einföldu máli höfundur sem skrifar í nafni annars - manneskja sem semur eitthvað fyrir aðra manneskju sem síðan telst höfundur verksins; það gefur að skilja að leiga á slíkum pennum er yfirleitt í höndum efnameira fólks. Ástæða fyrir draugaskeytinu við orðið er sú að oft ríkir leynd yfir því hver penninn er, enda þykir leiga á slíkri skrifþjónustu stundum vandræðaleg og jafnvel skömmustuleg. En undanfarin ár og jafnvel áratugi hafa orðið miklar breytingar á þessari leynd. Í þætti dagsins skoðum við nýja erlenda skáldsögu sem vakið hefur umræðuna um draugaskrif. Síðastliðinn miðvikudag, þann 13.september, opnaði sýningin Flauelishryðjuverk - Rússland Pussy Riot, í Louisiana safninu í Danmörku. Sýningin er upphaflega hugarfóstur listamannarekna gallerísins KLing og Bang og Möshu Alyokinu úr Pussy Riot, og var vel sótt í Marshall húsinu í fyrra. Af gefnu tilefni rifjum við upp þessa sýningu og sögu Pussy Riot í þætti dagsins. Einnig fáum við til okkar gest sem var að senda fyrstu bókina sína í prentun, Jónínu Óskarsdóttur. Bókin kallast Konurnar á Eyrabakka og fjallar um líf og störf kvenna í þessu þorpi sem við upphaf síðustu aldar var einn helsti verslunarstaður landsins.
9/19/2023 • 0
Draugapennar, Konurnar á Eyrabakka, Pussy Riot
Leigupennar eða draugapennar er fyrirbæri sem fylgt hefur hinu skrifaða máli um aldir. Draugapenni er í einföldu máli höfundur sem skrifar í nafni annars - manneskja sem semur eitthvað fyrir aðra manneskju sem síðan telst höfundur verksins; það gefur að skilja að leiga á slíkum pennum er yfirleitt í höndum efnameira fólks. Ástæða fyrir draugaskeytinu við orðið er sú að oft ríkir leynd yfir því hver penninn er, enda þykir leiga á slíkri skrifþjónustu stundum vandræðaleg og jafnvel skömmustuleg. En undanfarin ár og jafnvel áratugi hafa orðið miklar breytingar á þessari leynd. Í þætti dagsins skoðum við nýja erlenda skáldsögu sem vakið hefur umræðuna um draugaskrif.
Síðastliðinn miðvikudag, þann 13.september, opnaði sýningin Flauelishryðjuverk - Rússland Pussy Riot, í Louisiana safninu í Danmörku. Sýningin er upphaflega hugarfóstur listamannarekna gallerísins KLing og Bang og Möshu Alyokinu úr Pussy Riot, og var vel sótt í Marshall húsinu í fyrra. Af gefnu tilefni rifjum við upp þessa sýningu og sögu Pussy Riot í þætti dagsins.
Einnig fáum við til okkar gest sem var að senda fyrstu bókina sína í prentun, Jónínu Óskarsdóttur. Bókin kallast Konurnar á Eyrabakka og fjallar um líf og störf kvenna í þessu þorpi sem við upphaf síðustu aldar var einn helsti verslunarstaður landsins.
9/19/2023 • 55 minutes
Ef garðálfar gætu talað, Óróapúls, Perlan
Óróapúls er önnur platan sem Kári Egilsson gefur út í ár en fyrr á þessu ári gaf hann út sálartónlistarplötuna Palm Trees in the Snow. Á Óróapúlsi má finna 9 frumsamin lög sem Kári tók upp ásamt einvala liði tónlistarmanna í Sundlauginni í Mosfellsbæ í fyrra. Tónlist Kára mun fylgja okkur í þættinum og síðan ræðum einnig við stuttlega við hann um plötuna. Hver vill kaupa Perluna fyrir 4 milljarða? Nýlega fréttist að til stæði að selja Perluna. Það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem slík áform eru viðruð en af gefnu tilefni fjallar Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt og pistlahöfundur hér í Víðsjá, um þetta óvenjulega mannvirki sem trónir yfir borgarbúum Reykjavíkur. Í fyrsta skipti sem ljósmyndararnir Þórdís Erla Ágústsdóttir og Sigríður Rut Marrow komu í hjólhýsabyggðina við Laugarvatn árið 2019 voru þær stressaðar um að nálgast íbúana því erindið var að ljósmynda bæði byggðina og það samfélag sem þar hafði myndast á yfir 40 árum. Fyrsta manneskjan sem þær hittu var Hermann nokkur sem brosti bara breitt og bauð þeim upp á kaffi. Þetta var fyrsti bollinn af mörgum en næstu þrjú sumur mynduðu þær Þórdís og Sigríður litríkt og manneskjulegt samfélag sem í dag er ekki lengur til. Afraksturinn hangir nú á veggju Þjóðminjsafnis á sýningu sem kallast Ef garðálfar gætu talað og við lítum þar inn í þætti dagsins.
9/18/2023 • 0
Ef garðálfar gætu talað, Óróapúls, Perlan
Óróapúls er önnur platan sem Kári Egilsson gefur út í ár en fyrr á þessu ári gaf hann út sálartónlistarplötuna Palm Trees in the Snow. Á Óróapúlsi má finna 9 frumsamin lög sem Kári tók upp ásamt einvala liði tónlistarmanna í Sundlauginni í Mosfellsbæ í fyrra. Tónlist Kára mun fylgja okkur í þættinum og síðan ræðum einnig við stuttlega við hann um plötuna.
Hver vill kaupa Perluna fyrir 4 milljarða? Nýlega fréttist að til stæði að selja Perluna. Það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem slík áform eru viðruð en af gefnu tilefni fjallar Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt og pistlahöfundur hér í Víðsjá, um þetta óvenjulega mannvirki sem trónir yfir borgarbúum Reykjavíkur.
Í fyrsta skipti sem ljósmyndararnir Þórdís Erla Ágústsdóttir og Sigríður Rut Marrow komu í hjólhýsabyggðina við Laugarvatn árið 2019 voru þær stressaðar um að nálgast íbúana því erindið var að ljósmynda bæði byggðina og það samfélag sem þar hafði myndast á yfir 40 árum. Fyrsta manneskjan sem þær hittu var Hermann nokkur sem brosti bara breitt og bauð þeim upp á kaffi. Þetta var fyrsti bollinn af mörgum en næstu þrjú sumur mynduðu þær Þórdís og Sigríður litríkt og manneskjulegt samfélag sem í dag er ekki lengur til. Afraksturinn hangir nú á veggju Þjóðminjsafnis á sýningu sem kallast Ef garðálfar gætu talað og við lítum þar inn í þætti dagsins.
9/18/2023 • 55 minutes
List án landamæra, Tónleikur í Glerregni og ljósmyndun á söfnum
Í þætti dagsins ferðumst við í huganum til suðurhluta Evrópu, heimsækjum Scrovegni kapelluna á Ítalíu og safn Sofiu drottningar í Madrid og veltum fyrir okkur lítt listrænni ljósmyndun gesta þeirra. Síðan ræðir Anna María Björnsdóttir við Írisi Stefaníu Skúladóttur, listrænan stjórnanda hátíðarinnar List án landamæra, og Ólaf Snævar Aðalsteinsson, sviðslistamann og stjórnarmeðlim hátíðarinnar, um það sem ber hæst í dagskrá vetrarins og hvar stofnanir megi gera betur þegar kemur að inngildingu listafólks með fötlun. Og að lokum hugum við að þremur tónleikum í Listasafni Íslands en munu Davíð Þór Jónsson, Una Sveinbjarnadóttir og Skúli Sverrisson koma sér fyrir, hver í sínu lagi, undir Glerregni eftir Rúrí og skapa tónverk út frá upplifunum sínum af verkinu. Við rennum út í Mosfellsbæ og ræðum við Davíð Þór Jónsson um Tónleik í Glerregni.
9/14/2023 • 0
List án landamæra, Tónleikur í Glerregni og ljósmyndun á söfnum
Í þætti dagsins ferðumst við í huganum til suðurhluta Evrópu, heimsækjum Scrovegni kapelluna á Ítalíu og safn Sofiu drottningar í Madrid og veltum fyrir okkur lítt listrænni ljósmyndun gesta þeirra. Síðan ræðir Anna María Björnsdóttir við Írisi Stefaníu Skúladóttur, listrænan stjórnanda hátíðarinnar List án landamæra, og Ólaf Snævar Aðalsteinsson, sviðslistamann og stjórnarmeðlim hátíðarinnar, um það sem ber hæst í dagskrá vetrarins og hvar stofnanir megi gera betur þegar kemur að inngildingu listafólks með fötlun. Og að lokum hugum við að þremur tónleikum í Listasafni Íslands en munu Davíð Þór Jónsson, Una Sveinbjarnadóttir og Skúli Sverrisson koma sér fyrir, hver í sínu lagi, undir Glerregni eftir Rúrí og skapa tónverk út frá upplifunum sínum af verkinu. Við rennum út í Mosfellsbæ og ræðum við Davíð Þór Jónsson um Tónleik í Glerregni.
9/14/2023 • 55 minutes
Þjóðtungan, The Simple Act of Letting Go, Laust mál
Á fimmtudag fer fram minningarfyrirlestur Gauta Kristmannssonar um Sigurð Nordal í Eddu, húsi íslenskunnar, undir merkjum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Fyrirlesturinn er öllum opinn og ber heitið Hvað þýðir þjóðtungan? Þar verður litið til hugmynda Sigurðar Nordals um samhengið í íslenskum bókmenntum og þær skoðaðar í spegli þýðinga og þróunar bókmennta á Íslandi og í Evrópu. Í framhaldinu verður reynt að rýna í samtímann og hugsanleg áhrif gervigreindar á þjóðtunguna, íslenskar bókmenntir og þýðingar. Við ræðum við Gauta í þætti dagsins. Laust mál nefnist sýning sem opnuð var í Skaftfelli listamiðstöð austurlands á dögunum og samanstendur hún af verkum sem draga innblástur sinn frá ljóðlist og snertimörkum hennar við myndlist. Til sýnis eru allt frá bókverkum og skúlptúrum til gjörninga og myndbandsverka sem hafa kjarna ljóðsins að útgangspunkti. Ásta Fanney Sigurðardóttir, annar sýningastjóra Laust mál kíkir til okkar í dag og ræðir um sýninguna, ljóðið og myndlistina. Dansverkið The Simple Act of Letting Go var frumsýnt af Íslenska dansflokknum á fjölum borgarleikhússins síðasta sunnudag. Eva Halldóra Guðmundsdóttir, sviðslistarýnir Víðsjár, lét sig ekki vanta á sýninguna og segir frá í þætti dagsins.
9/13/2023 • 0
Þjóðtungan, The Simple Act of Letting Go, Laust mál
Á fimmtudag fer fram minningarfyrirlestur Gauta Kristmannssonar um Sigurð Nordal í Eddu, húsi íslenskunnar, undir merkjum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Fyrirlesturinn er öllum opinn og ber heitið Hvað þýðir þjóðtungan? Þar verður litið til hugmynda Sigurðar Nordals um samhengið í íslenskum bókmenntum og þær skoðaðar í spegli þýðinga og þróunar bókmennta á Íslandi og í Evrópu. Í framhaldinu verður reynt að rýna í samtímann og hugsanleg áhrif gervigreindar á þjóðtunguna, íslenskar bókmenntir og þýðingar. Við ræðum við Gauta í þætti dagsins. Laust mál nefnist sýning sem opnuð var í Skaftfelli listamiðstöð austurlands á dögunum og samanstendur hún af verkum sem draga innblástur sinn frá ljóðlist og snertimörkum hennar við myndlist. Til sýnis eru allt frá bókverkum og skúlptúrum til gjörninga og myndbandsverka sem hafa kjarna ljóðsins að útgangspunkti. Ásta Fanney Sigurðardóttir, annar sýningastjóra Laust mál kíkir til okkar í dag og ræðir um sýninguna, ljóðið og myndlistina. Dansverkið The Simple Act of Letting Go var frumsýnt af Íslenska dansflokknum á fjölum borgarleikhússins síðasta sunnudag. Eva Halldóra Guðmundsdóttir, sviðslistarýnir Víðsjár, lét sig ekki vanta á sýninguna og segir frá í þætti dagsins.
9/13/2023 • 55 minutes
Landslag fyrir útvalda, Nordic Affect og sumarlestur
Í þætti dagsins kíkjum í Hafnarborg þar sem verið er að setja upp haustsýningunasýninguna, Landslag fyrir útvalda, en hún verður opnuð ásamt einkasýningu á verkum Sindra Ploders í Sverrissal safnsins, næstkomandi fimmtudag, nánar tiltekið þann 14. September, klukkan átta. Tónlistarhópurinn Nordic Affect hefur vetrartónleikaröð sína í Mengi næstkomandi sunnudag, 17. September. Útgangspunktur tónleikanna er bruninn mikli í London árið 1666 sem lagði stóran hluta borgarinnar í eyði. Við heyrum í Höllu Steinunni Stefánsdóttur listrænum stjórnanda Nordic Affect. Gréta Sigríður Einarsdóttir bókmenntarýnir, flakkaði vítt og breitt um heiminn og landið í sumar og viðaði að sér bókum frá og um þá staði sem hún heimsótti. Við fáum að heyra af þessu bókmenntaferðalagi í þætti dagsins.
9/12/2023 • 0
Landslag fyrir útvalda, Nordic Affect og sumarlestur
Í þætti dagsins kíkjum í Hafnarborg þar sem verið er að setja upp haustsýningunasýninguna, Landslag fyrir útvalda, en hún verður opnuð ásamt einkasýningu á verkum Sindra Ploders í Sverrissal safnsins, næstkomandi fimmtudag, nánar tiltekið þann 14. September, klukkan átta. Tónlistarhópurinn Nordic Affect hefur vetrartónleikaröð sína í Mengi næstkomandi sunnudag, 17. September. Útgangspunktur tónleikanna er bruninn mikli í London árið 1666 sem lagði stóran hluta borgarinnar í eyði. Við heyrum í Höllu Steinunni Stefánsdóttur listrænum stjórnanda Nordic Affect. Gréta Sigríður Einarsdóttir bókmenntarýnir, flakkaði vítt og breitt um heiminn og landið í sumar og viðaði að sér bókum frá og um þá staði sem hún heimsótti. Við fáum að heyra af þessu bókmenntaferðalagi í þætti dagsins.
Þegar tappari pálmavínsdrykkjumanns fellur óvænt frá leggur drykkjumaðurinn í leiðangur til að hafa uppi á honum í Dauðramannaþorpinu. Svo hljóðar efnislýsing bókarinnar Pálmavínsdrykkjumaðurinn eftir nígeríska rithöfundinn Amos Tutuola sem kom út í íslenskri þýðingu hjá Angústúru á dögunum. En bókin er frá miðri síðustu öld og að öllum líkindum fyrsta afríska skáldsagan á ensku sem kom út utan heimalandsins. Við ræðum við Janus Chr. þýðanda bókarinnar í þætti dagsins. Nýverið kom út þrítugasta og fyrsta bókin í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar og kallast hún Meinlætahnútar og mýkjandi plástrar, lækningaiðkanir Jóns Bergsted í Húnavatnssýslu,1828-1838. Jón lauk formlegri skólagöngu sinni við fermingaraldurinn og var því algjörlega sjálflærður læknir. Í dagbók hans er að finna lýsingar á þeim sjúkdómum sem hrjáðu yfir 400 nafngreinda sjúklinga í sýslunni og þeim úrræðum sem Jón beitti. Við kynnum okkur Jón og lækningaraðferðir hans í þætti dagsins. En þátturinn hefst á rýni Evu Halldóru Guðmundsdóttur á Ást Fedru sem frumsýnt var um liðna helgi í Þjóðleikhúsinu.
Þegar tappari pálmavínsdrykkjumanns fellur óvænt frá leggur drykkjumaðurinn í leiðangur til að hafa uppi á honum í Dauðramannaþorpinu. Svo hljóðar efnislýsing bókarinnar Pálmavínsdrykkjumaðurinn eftir nígeríska rithöfundinn Amos Tutuola sem kom út í íslenskri þýðingu hjá Angústúru á dögunum. En bókin er frá miðri síðustu öld og að öllum líkindum fyrsta afríska skáldsagan á ensku sem kom út utan heimalandsins. Við ræðum við Janus Chr. þýðanda bókarinnar í þætti dagsins.
Nýverið kom út þrítugasta og fyrsta bókin í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar og kallast hún Meinlætahnútar og mýkjandi plástrar, lækningaiðkanir Jóns Bergsted í Húnavatnssýslu,1828-1838. Jón lauk formlegri skólagöngu sinni við fermingaraldurinn og var því algjörlega sjálflærður læknir. Í dagbók hans er að finna lýsingar á þeim sjúkdómum sem hrjáðu yfir 400 nafngreinda sjúklinga í sýslunni og þeim úrræðum sem Jón beitti. Við kynnum okkur Jón og lækningaraðferðir hans í þætti dagsins.
En þátturinn hefst á rýni Evu Halldóru Guðmundsdóttur á Ást Fedru sem frumsýnt var um liðna helgi í Þjóðleikhúsinu.
9/11/2023 • 57 minutes, 43 seconds
Rauðir sokkar, Almar í tjaldi, Bara bækur og Stravinskí
Listamaðurinn Almar Steinn Atlason hefur undanfarinn mánuð búið í tjaldi á miðjum folfvelli á Höfn og málaði þar það sem fyrir augu hans bar, í en gjörningurinn er vísum í þessa heimsókn Ásgríms. Við ræðum við Almar í þætti dagsins. Einnig heyrum við af málþinginu Á rauðum sokkum í hálfa öld. Elín Björk Jóhannsdóttir og Rakel Adolphsdóttir segja okkur frá þinginu og nýjum vef um Rauðsokkahreyfinguna sem fór í loftið í fyrra á vefsvæði Kvennasögusafns. Loks stingur Jóhannes Ólafsson inn nefinu og segir frá nýjum bókmenntaþætti sem hefur göngu sína á Rás1 á laugardag.
9/7/2023 • 0
Rauðir sokkar, Almar í tjaldi, Bara bækur og Stravinskí
Listamaðurinn Almar Steinn Atlason hefur undanfarinn mánuð búið í tjaldi á miðjum folfvelli á Höfn og málaði þar það sem fyrir augu hans bar, í en gjörningurinn er vísum í þessa heimsókn Ásgríms. Við ræðum við Almar í þætti dagsins. Einnig heyrum við af málþinginu Á rauðum sokkum í hálfa öld. Elín Björk Jóhannsdóttir og Rakel Adolphsdóttir segja okkur frá þinginu og nýjum vef um Rauðsokkahreyfinguna sem fór í loftið í fyrra á vefsvæði Kvennasögusafns. Loks stingur Jóhannes Ólafsson inn nefinu og segir frá nýjum bókmenntaþætti sem hefur göngu sína á Rás1 á laugardag.
9/7/2023 • 55 minutes
Svipmynd af Arnhildi Pálmadóttur
?Hús eiga ekki að líta út eins og eitthvað ákveðið, heldur á formið að fylgja framboði á þeim efnum sem við höfum núna, efnum sem hafa þegar losað kolefni? Þetta segir Arnhildur Pálmadóttir arkitekt, en hún er gestur okkar í svipmynd dagsins. Arnhildur hlaut í liðinni viku viðurkenningu sem frumkvöðull í mannvirkjagerð á húsnæðisþingi. Í mati dómnefndar sagði meðal annars: ?Arnhildur hefur sýnt eftirtektarverðan kraft, framsækni, frumkvæði og árangur á sviði vistvænnar mannvirkjahönnunar. Arnhildur hefur slegið nýjan tón í íslenskri mannvirkjahönnun með framsækinni hringrásarhugsun.? Arnhildur ólst upp í skapandi umhverfi á Húsavík, lærði arkitektúr Listaháskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í Barcelona. Í dag rekur hún sína eigin stofu s.ap arkitektar en í samstarfi við einn fremsta hringrásarhönnuð Norðurlandanna, Lendager group.
9/6/2023 • 0
Svipmynd af Arnhildi Pálmadóttur
?Hús eiga ekki að líta út eins og eitthvað ákveðið, heldur á formið að fylgja framboði á þeim efnum sem við höfum núna, efnum sem hafa þegar losað kolefni?
Þetta segir Arnhildur Pálmadóttir arkitekt, en hún er gestur okkar í svipmynd dagsins. Arnhildur hlaut í liðinni viku viðurkenningu sem frumkvöðull í mannvirkjagerð á húsnæðisþingi. Í mati dómnefndar sagði meðal annars: ?Arnhildur hefur sýnt eftirtektarverðan kraft, framsækni, frumkvæði og árangur á sviði vistvænnar mannvirkjahönnunar. Arnhildur hefur slegið nýjan tón í íslenskri mannvirkjahönnun með framsækinni hringrásarhugsun.? Arnhildur ólst upp í skapandi umhverfi á Húsavík, lærði arkitektúr Listaháskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í Barcelona. Í dag rekur hún sína eigin stofu s.ap arkitektar en í samstarfi við einn fremsta hringrásarhönnuð Norðurlandanna, Lendager group.
9/6/2023 • 55 minutes
Fjallaloft, Sund og Hanna frá Jaðri
Sýningin Fjallaloft hefur staðið gestum og gangandi opin í Listasal Mosfellsbæjar síðan 11. Ágúst. Sýningin er fyrsta einkasýning Henryks Chadwick Hlynssonar og samanstendur af landslagsmálverkum sem vega salt milli náttúruraunsæis og impressjónisma; þar sem Henryk leitast við að gefa nákvæma eftirmynd af jöklum og fjöllum en miðla á sama tíma upplifun þess sem horfir. Henryk hefur undanfarin ár starfað sem fjallaleiðsögumaður og byggir hann verkin af þeirri reynslu sinni af starfinu. Eva Halldóra Guðmundsdóttur rýnir í nýtt íslenskt leikverk sem sýnt er um þessar mundir í Tjarnarbíó, Sund eftir leikhópinn Blautir búkar. Í sumar var uppi sýning á verkum Hönnu á heimaslóðum hennar á Höfn í Hornafirði, sem er því miður nýlokið, en hún mun opna aðra sýningu innan skamms í Kópavogi, einhversstaðar við jaðar bæjarins. Hanna byrjaði feril sinn sem vöruhönnuður, en eftir allskyns krókaleiðir, sem lágu meðal annars um álverið og hjúkrunarfræði, vinnur hún að myndlist sem hverfist að miklu leiti um tungumálið.
9/5/2023 • 0
Fjallaloft, Sund og Hanna frá Jaðri
Sýningin Fjallaloft hefur staðið gestum og gangandi opin í Listasal Mosfellsbæjar síðan 11. Ágúst. Sýningin er fyrsta einkasýning Henryks Chadwick Hlynssonar og samanstendur af landslagsmálverkum sem vega salt milli náttúruraunsæis og impressjónisma; þar sem Henryk leitast við að gefa nákvæma eftirmynd af jöklum og fjöllum en miðla á sama tíma upplifun þess sem horfir. Henryk hefur undanfarin ár starfað sem fjallaleiðsögumaður og byggir hann verkin af þeirri reynslu sinni af starfinu. Eva Halldóra Guðmundsdóttur rýnir í nýtt íslenskt leikverk sem sýnt er um þessar mundir í Tjarnarbíó, Sund eftir leikhópinn Blautir búkar. Í sumar var uppi sýning á verkum Hönnu á heimaslóðum hennar á Höfn í Hornafirði, sem er því miður nýlokið, en hún mun opna aðra sýningu innan skamms í Kópavogi, einhversstaðar við jaðar bæjarins. Hanna byrjaði feril sinn sem vöruhönnuður, en eftir allskyns krókaleiðir, sem lágu meðal annars um álverið og hjúkrunarfræði, vinnur hún að myndlist sem hverfist að miklu leiti um tungumálið.
Í þriðja tölublaði tímaritsins Myndlist á Íslandi er að finna grein eftir Eyju Orradóttur, kvikmyndafræðing, um framtíð myndlistargagnrýni þar sem hún gaumgæfir þær breytingar sem hafa átt sér stað í gagnrýnisskrifum myndlistar síðastliðna áratugi. Við ræðum við Eyju í þætti dagsins. Og við kynnum okkur list alþýðulistamannsins Ísleifs Konráðssonar, en um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum á hans í gamla bókasafninu á Drangsnesi á Ströndum. Ísleifur er af mörgum talin einn af okkar allra bestu sjálflærðu listamönnum, en hann tók ekki upp pensil fyrr en hann komst á eftirlaun. Einnig kynnum við til leiks nýjan pistlahöfund, Hildigunni Sverrisdóttur, arkitekt og fyrrverandi deildarforseta arkitekúrdeildar Listaháskólan Íslands, en hún mun fjalla um strauma og stefnur þegar kemur að hinu byggða umhverfi, bæði hér heima og erlendis. Og Víðsjá hefur göngu sína þennan veturinn á fyrstu tónum plötunnar Stropha úr smiðju Ingibjargar Elsu Turchi. Platan kom út síðasta föstudag.
Í þriðja tölublaði tímaritsins Myndlist á Íslandi er að finna grein eftir Eyju Orradóttur, kvikmyndafræðing, um framtíð myndlistargagnrýni þar sem hún gaumgæfir þær breytingar sem hafa átt sér stað í gagnrýnisskrifum myndlistar síðastliðna áratugi. Við ræðum við Eyju í þætti dagsins.
Og við kynnum okkur list alþýðulistamannsins Ísleifs Konráðssonar, en um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum á hans í gamla bókasafninu á Drangsnesi á Ströndum. Ísleifur er af mörgum talin einn af okkar allra bestu sjálflærðu listamönnum, en hann tók ekki upp pensil fyrr en hann komst á eftirlaun.
Einnig kynnum við til leiks nýjan pistlahöfund, Hildigunni Sverrisdóttur, arkitekt og fyrrverandi deildarforseta arkitekúrdeildar Listaháskólan Íslands, en hún mun fjalla um strauma og stefnur þegar kemur að hinu byggða umhverfi, bæði hér heima og erlendis.
Og Víðsjá hefur göngu sína þennan veturinn á fyrstu tónum plötunnar Stropha úr smiðju Ingibjargar Elsu Turchi. Platan kom út síðasta föstudag.
9/4/2023 • 55 minutes
Picasso, Norræna í ljóðum, arkitekt á ferðalagi, sumar í sveit
Í ár eru 50 ár frá því að Picasso féll frá, en hann lést í apríl 1973, þá 92 ára gamall. Stóru söfnin úti í heimi keppast við að finna áhugaverðar nálganir á höfundaverk manns sem ekki aðeins er kallaður myndlistar risi 20 aldarinnar heldur einnig af mörgum talin vera snillingur. En það eru ekki allir samamála um það. Við kynnum okkur nokkrar ólíkar nálganir á höfundarverk hans í þætti dagsins. Það er brú í smíðum frá Quebec í Kanada yfir til Svíþjóðar með viðkomu á Íslandi, þetta er einhverskonar loftbrú eða ljóðbrú. Í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins í gær var haldinn viðburður Women of the North, Konur norðursins þar sem ljóð kvenna voru í forgrunni. Nancy R Lange ljóðskáld, útgefandi og þýðandi er sú sem stendur í stafni þessa verkefnis og hún kemur til okkar og segir frá dvöl sinni hér á landi og því sem tengir þessi ólíku svæði. Og svo laumum við inn einum gullmola úr safni rúv, broti úr viðtali sem við rákumst á á ferðalagi okkar um safnið hér í efstaleiti. Um er að ræða viðtal frá 1962, við Helga Haraldsson bónda á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi, en hann var fæddur 12. júní 1891. Auk þess að vera heiðursfélagi í Búnaðarfélagi Íslands er Helgi kynntur til leiks í þessu viðtali sem framúrskarandi sauðfjárbóndi, maður með ást á sögunni og andúð á leirburði. Og í dag lýkur ferðalagi okkar með Guju Dögg Hauksdóttur arkitekt. Í þessum síðasta pistli heldur hún áfram að ferðast á forsendum tunglsins um norðurhluta Frakklands, og endar í kastala, klaustri og blómagarði Monets
6/29/2023 • 0
Picasso, Norræna í ljóðum, arkitekt á ferðalagi, sumar í sveit
Í ár eru 50 ár frá því að Picasso féll frá, en hann lést í apríl 1973, þá 92 ára gamall. Stóru söfnin úti í heimi keppast við að finna áhugaverðar nálganir á höfundaverk manns sem ekki aðeins er kallaður myndlistar risi 20 aldarinnar heldur einnig af mörgum talin vera snillingur. En það eru ekki allir samamála um það. Við kynnum okkur nokkrar ólíkar nálganir á höfundarverk hans í þætti dagsins. Það er brú í smíðum frá Quebec í Kanada yfir til Svíþjóðar með viðkomu á Íslandi, þetta er einhverskonar loftbrú eða ljóðbrú. Í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins í gær var haldinn viðburður Women of the North, Konur norðursins þar sem ljóð kvenna voru í forgrunni. Nancy R Lange ljóðskáld, útgefandi og þýðandi er sú sem stendur í stafni þessa verkefnis og hún kemur til okkar og segir frá dvöl sinni hér á landi og því sem tengir þessi ólíku svæði. Og svo laumum við inn einum gullmola úr safni rúv, broti úr viðtali sem við rákumst á á ferðalagi okkar um safnið hér í efstaleiti. Um er að ræða viðtal frá 1962, við Helga Haraldsson bónda á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi, en hann var fæddur 12. júní 1891. Auk þess að vera heiðursfélagi í Búnaðarfélagi Íslands er Helgi kynntur til leiks í þessu viðtali sem framúrskarandi sauðfjárbóndi, maður með ást á sögunni og andúð á leirburði. Og í dag lýkur ferðalagi okkar með Guju Dögg Hauksdóttur arkitekt. Í þessum síðasta pistli heldur hún áfram að ferðast á forsendum tunglsins um norðurhluta Frakklands, og endar í kastala, klaustri og blómagarði Monets
6/29/2023 • 0
Picasso, Norræna í ljóðum, arkitekt á ferðalagi, sumar í sveit
Í ár eru 50 ár frá því að Picasso féll frá, en hann lést í apríl 1973, þá 92 ára gamall. Stóru söfnin úti í heimi keppast við að finna áhugaverðar nálganir á höfundaverk manns sem ekki aðeins er kallaður myndlistar risi 20 aldarinnar heldur einnig af mörgum talin vera snillingur. En það eru ekki allir samamála um það. Við kynnum okkur nokkrar ólíkar nálganir á höfundarverk hans í þætti dagsins.
Það er brú í smíðum frá Quebec í Kanada yfir til Svíþjóðar með viðkomu á Íslandi, þetta er einhverskonar loftbrú eða ljóðbrú. Í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins í gær var haldinn viðburður Women of the North, Konur norðursins þar sem ljóð kvenna voru í forgrunni. Nancy R Lange ljóðskáld, útgefandi og þýðandi er sú sem stendur í stafni þessa verkefnis og hún kemur til okkar og segir frá dvöl sinni hér á landi og því sem tengir þessi ólíku svæði.
Og svo laumum við inn einum gullmola úr safni rúv, broti úr viðtali sem við rákumst á á ferðalagi okkar um safnið hér í efstaleiti. Um er að ræða viðtal frá 1962, við Helga Haraldsson bónda á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi, en hann var fæddur 12. júní 1891. Auk þess að vera heiðursfélagi í Búnaðarfélagi Íslands er Helgi kynntur til leiks í þessu viðtali sem framúrskarandi sauðfjárbóndi, maður með ást á sögunni og andúð á leirburði.
Og í dag lýkur ferðalagi okkar með Guju Dögg Hauksdóttur arkitekt. Í þessum síðasta pistli heldur hún áfram að ferðast á forsendum tunglsins um norðurhluta Frakklands, og endar í kastala, klaustri og blómagarði Monets
6/29/2023 • 53 minutes, 19 seconds
Þyrí Huld Árnadóttir dansari
Þyrí Huld Árnadóttir var valin dansari ársins á Grímuverðlaununum í ár og fékk einnig Grímuna fyrir dansverk ársins: Hringrás. Það var í þriðja sinn sem Þyrí hlaut titilinn dansari ársins en áður hlaut hún verðlaunin árið 2015 og 2018 fyrir hlutverk sín í verkinu Sin og Hin lánsömu. Þyrí gekk í Danslistarskóla JSB og Listdansskóla Íslands og hún er með BA gráðu í samtímadansi frá Listaháskóla Íslands. Hún tók fljótt stökkið yfir í Íslenska dansflokkinn og hefur starfað með flokknum með hléum frá 2010 og hefur tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum sem dansari og danshöfundur. Hún samdi þrjú verk um ofurhetjurnar Óð og Flexu í samstarfi við Hannes Þór Egilsson sem hlutu tilnefningar sem barnasýningar ársins og voru þau tilnefnd sem danshöfundar ársins. Hún er meðal stofnenda hópsins Reykjavík Dance Production sem ferðaðist víða um heim með sýninguna Á vit. Við fáum svipmynd af Þyrí Huld í Víðsjá dagsins og rekja ferilinn, allt frá fyrstu danssporunum yfir í dans um fæðingu barna sinni og slysi sem breytti afstöðu hennar til lífsins.
6/28/2023 • 0
Þyrí Huld Árnadóttir dansari
Þyrí Huld Árnadóttir var valin dansari ársins á Grímuverðlaununum í ár og fékk einnig Grímuna fyrir dansverk ársins: Hringrás. Það var í þriðja sinn sem Þyrí hlaut titilinn dansari ársins en áður hlaut hún verðlaunin árið 2015 og 2018 fyrir hlutverk sín í verkinu Sin og Hin lánsömu.
Þyrí gekk í Danslistarskóla JSB og Listdansskóla Íslands og hún er með BA gráðu í samtímadansi frá Listaháskóla Íslands. Hún tók fljótt stökkið yfir í Íslenska dansflokkinn og hefur starfað með flokknum með hléum frá 2010 og hefur tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum sem dansari og danshöfundur. Hún samdi þrjú verk um ofurhetjurnar Óð og Flexu í samstarfi við Hannes Þór Egilsson sem hlutu tilnefningar sem barnasýningar ársins og voru þau tilnefnd sem danshöfundar ársins. Hún er meðal stofnenda hópsins Reykjavík Dance Production sem ferðaðist víða um heim með sýninguna Á vit. Við fáum svipmynd af Þyrí Huld í Víðsjá dagsins og rekja ferilinn, allt frá fyrstu danssporunum yfir í dans um fæðingu barna sinni og slysi sem breytti afstöðu hennar til lífsins.
6/28/2023 • 55 minutes
Vísitala, Sumartónleikar í Skálholti og sköpunarkraftur náttúrunnar
Hagfræði og myndlist, fagurfræði og fjármál - þetta eru heimar sem sjaldan mætast þannig að úr verði listaverk. En á fimmtudag opnaði í Ásmundarsal einkasýning Geirþrúðar F. Hjörvar sem kallast Vísitala. Þar eru listaverk sem sprottin eru upp úr persónulegri hrifningu Geirþrúðar á tölfræðilegum breytum settum fram á sjónrænan máta sem einföld tölfræðirit. Vísitala sækir innblástur í skýringarmyndir fjármálakerfisins og einnig þá hugmynd að hægt sé að formgera efnahagsstefnur í haldbæra hluti. Við hittum Geirþrúði F. Hjörvar í Ásmundarsal í þættinum. ?Getum við tamið okkur að hugsa minna eins og einstaklingar og meira eins og ein heild? Reynt að sjá hvernig allur lífsvefurinn er samfelldur þráður með uppruna í sama punktinum.? Freyja Þórsdóttir ætlar að kafa ofan í djúpið, alla leið til uppruna lífsins. í lokapistli sínum hér í Víðsjá. Þar fjallar um sköpunarkraftinn sem býr í náttúrunni og okkur sjálfum (og hvernig við tökum hann stundum út úr hringrásinni og beitum honum á hátt sem er á skjön við heilbrigði jarðarinnar og lífsins). Sumartónleikar í Skálholti hefjast á morgun og standa yfir til 9.júlí. Benedikt Kristjánsson tenórsöngvari er listrænn stjórnandi og framkvæmdastjóri þetta árið, en hann flutti aftur heim til Íslands fyrir tveimur árum, eftir margra ára dvöl erlendis. Benedikt hefur verið önnum kafinn sem sjálfstætt starfandi söngvari síðan hann flutti til Berlínar 2008, og hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlaun frá því hann útskrifaðist frá Hanns Eisler-tónlistarháskólanum í Berlín 2015. Hann hefur komið fram í mörgum stærstu tónleika- og óperuhúsum heims, er stöðugt á ferðinni og bókaður langt fram í tímann, en hann hefur gefið sér tíma til að stýra hinni rótgrónu tónlistarhátíð Sumartónleika í Skálholti.
6/27/2023 • 0
Vísitala, Sumartónleikar í Skálholti og sköpunarkraftur náttúrunnar
Hagfræði og myndlist, fagurfræði og fjármál - þetta eru heimar sem sjaldan mætast þannig að úr verði listaverk. En á fimmtudag opnaði í Ásmundarsal einkasýning Geirþrúðar F. Hjörvar sem kallast Vísitala. Þar eru listaverk sem sprottin eru upp úr persónulegri hrifningu Geirþrúðar á tölfræðilegum breytum settum fram á sjónrænan máta sem einföld tölfræðirit. Vísitala sækir innblástur í skýringarmyndir fjármálakerfisins og einnig þá hugmynd að hægt sé að formgera efnahagsstefnur í haldbæra hluti. Við hittum Geirþrúði F. Hjörvar í Ásmundarsal í þættinum. ?Getum við tamið okkur að hugsa minna eins og einstaklingar og meira eins og ein heild? Reynt að sjá hvernig allur lífsvefurinn er samfelldur þráður með uppruna í sama punktinum.? Freyja Þórsdóttir ætlar að kafa ofan í djúpið, alla leið til uppruna lífsins. í lokapistli sínum hér í Víðsjá. Þar fjallar um sköpunarkraftinn sem býr í náttúrunni og okkur sjálfum (og hvernig við tökum hann stundum út úr hringrásinni og beitum honum á hátt sem er á skjön við heilbrigði jarðarinnar og lífsins). Sumartónleikar í Skálholti hefjast á morgun og standa yfir til 9.júlí. Benedikt Kristjánsson tenórsöngvari er listrænn stjórnandi og framkvæmdastjóri þetta árið, en hann flutti aftur heim til Íslands fyrir tveimur árum, eftir margra ára dvöl erlendis. Benedikt hefur verið önnum kafinn sem sjálfstætt starfandi söngvari síðan hann flutti til Berlínar 2008, og hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlaun frá því hann útskrifaðist frá Hanns Eisler-tónlistarháskólanum í Berlín 2015. Hann hefur komið fram í mörgum stærstu tónleika- og óperuhúsum heims, er stöðugt á ferðinni og bókaður langt fram í tímann, en hann hefur gefið sér tíma til að stýra hinni rótgrónu tónlistarhátíð Sumartónleika í Skálholti.
6/27/2023 • 0
Vísitala, Sumartónleikar í Skálholti og sköpunarkraftur náttúrunnar
Hagfræði og myndlist, fagurfræði og fjármál - þetta eru heimar sem sjaldan mætast þannig að úr verði listaverk. En á fimmtudag opnaði í Ásmundarsal einkasýning Geirþrúðar F. Hjörvar sem kallast Vísitala. Þar eru listaverk sem sprottin eru upp úr persónulegri hrifningu Geirþrúðar á tölfræðilegum breytum settum fram á sjónrænan máta sem einföld tölfræðirit. Vísitala sækir innblástur í skýringarmyndir fjármálakerfisins og einnig þá hugmynd að hægt sé að formgera efnahagsstefnur í haldbæra hluti. Við hittum Geirþrúði F. Hjörvar í Ásmundarsal í þættinum.
?Getum við tamið okkur að hugsa minna eins og einstaklingar og meira eins og ein heild? Reynt að sjá hvernig allur lífsvefurinn er samfelldur þráður með uppruna í sama punktinum.? Freyja Þórsdóttir ætlar að kafa ofan í djúpið, alla leið til uppruna lífsins. í lokapistli sínum hér í Víðsjá. Þar fjallar um sköpunarkraftinn sem býr í náttúrunni og okkur sjálfum (og hvernig við tökum hann stundum út úr hringrásinni og beitum honum á hátt sem er á skjön við heilbrigði jarðarinnar og lífsins).
Sumartónleikar í Skálholti hefjast á morgun og standa yfir til 9.júlí. Benedikt Kristjánsson tenórsöngvari er listrænn stjórnandi og framkvæmdastjóri þetta árið, en hann flutti aftur heim til Íslands fyrir tveimur árum, eftir margra ára dvöl erlendis. Benedikt hefur verið önnum kafinn sem sjálfstætt starfandi söngvari síðan hann flutti til Berlínar 2008, og hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlaun frá því hann útskrifaðist frá Hanns Eisler-tónlistarháskólanum í Berlín 2015. Hann hefur komið fram í mörgum stærstu tónleika- og óperuhúsum heims, er stöðugt á ferðinni og bókaður langt fram í tímann, en hann hefur gefið sér tíma til að stýra hinni rótgrónu tónlistarhátíð Sumartónleika í Skálholti.
6/27/2023 • 55 minutes
Xiuxiuejar, Anselm Kiefer og arkítekt við dómkirkjuna í Rouen
Hekla Magnúsdóttir byrjaði níu ára gömul að læra á selló en þegar hún kynntist þeramíni á unglinsaldri þá var ekki aftur snúið. Síðan þá hefur þetta forláta hljóðfæri verið henni stöðugur innblástur og uppspretta sköpunar. Hekla fékk viðurkenningu úr Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns gítarleikara þann 16. júní síðastliðinn, en sjóðurinn heiðrar árlega tónlistarfólk með fjárframlagi. Síðasta plata Heklu kom út í fyrra og kallast hún Xiuxiuejar, sem þýðir að hvísla á katalónsku. Við ætlum að kynnast Heklu betur í þætti dagsins og hennar einstaka hljóðheimi. Þýski myndlistarmaðurinn Anselm Kiefer hefur ítrekað reynt að lesa þessa bók Finnegans Wake. Fyrr í þessum mánuði opnaði samnefnd sýning Kiefers í White Cube Bermondsey í London sem má segja að sé óður til bókarinnar og efni hennar og texti er alltumlykjandi. Auk þess sem hann vísar í æsku sína og leikfangasmíði í rústum heimilis fjölskyldu hans. Salurinn í White Cube er algjör geimur og nú er eins og sprengja hafi lent í honum. Steinsteypubrot eru á víð og dreif, innan um gaddavír og annað brak. Það ásamt öðrum innsetningum, skúlptúrum og málverkum á sýningunni kann að gefa af sér hamfarakenndan blæ, fullan af eyðileggingu en Kiefer segir að þarna sjái hann aðeins upphaf. Þetta á sér rætur í hans eigið upphaf, Kiefer er fæddur árið 1945 á lokametrum síðari heimsstyrjaldarinnar í Donaueschingen, fallegum bæ í svartaskógi í suður Þýskalandi. Við ræðum við Margréti Tryggvadóttur formann rithöfundasambandsins sem nýlega gerði sér ferð í White Cube. Og við höldum áfram ferð okkar með Guju Dögg Hauksdóttur arkitekt um Frakkland, í þetta sinn fer hún meðal annars til Rúðuborgar og dáist þar að formfagurri dómkirkjunni og til fjalls Mikjáls erkiengils, þar sem hún klífur snarbrattar tröppur virkisveggjanna.
6/26/2023 • 0
Xiuxiuejar, Anselm Kiefer og arkítekt við dómkirkjuna í Rouen
Hekla Magnúsdóttir byrjaði níu ára gömul að læra á selló en þegar hún kynntist þeramíni á unglinsaldri þá var ekki aftur snúið. Síðan þá hefur þetta forláta hljóðfæri verið henni stöðugur innblástur og uppspretta sköpunar. Hekla fékk viðurkenningu úr Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns gítarleikara þann 16. júní síðastliðinn, en sjóðurinn heiðrar árlega tónlistarfólk með fjárframlagi. Síðasta plata Heklu kom út í fyrra og kallast hún Xiuxiuejar, sem þýðir að hvísla á katalónsku. Við ætlum að kynnast Heklu betur í þætti dagsins og hennar einstaka hljóðheimi.
Þýski myndlistarmaðurinn Anselm Kiefer hefur ítrekað reynt að lesa þessa bók Finnegans Wake. Fyrr í þessum mánuði opnaði samnefnd sýning Kiefers í White Cube Bermondsey í London sem má segja að sé óður til bókarinnar og efni hennar og texti er alltumlykjandi. Auk þess sem hann vísar í æsku sína og leikfangasmíði í rústum heimilis fjölskyldu hans. Salurinn í White Cube er algjör geimur og nú er eins og sprengja hafi lent í honum. Steinsteypubrot eru á víð og dreif, innan um gaddavír og annað brak. Það ásamt öðrum innsetningum, skúlptúrum og málverkum á sýningunni kann að gefa af sér hamfarakenndan blæ, fullan af eyðileggingu en Kiefer segir að þarna sjái hann aðeins upphaf. Þetta á sér rætur í hans eigið upphaf, Kiefer er fæddur árið 1945 á lokametrum síðari heimsstyrjaldarinnar í Donaueschingen, fallegum bæ í svartaskógi í suður Þýskalandi. Við ræðum við Margréti Tryggvadóttur formann rithöfundasambandsins sem nýlega gerði sér ferð í White Cube.
Og við höldum áfram ferð okkar með Guju Dögg Hauksdóttur arkitekt um Frakkland, í þetta sinn fer hún meðal annars til Rúðuborgar og dáist þar að formfagurri dómkirkjunni og til fjalls Mikjáls erkiengils, þar sem hún klífur snarbrattar tröppur virkisveggjanna.
6/26/2023 • 55 minutes
22.06.2023
6/22/2023 • 0
Cesar Alonzo Barrera, Langavitleysa/Chronic pain, Læknir verður til
Cesar Alonzo Barrera er lýrískur stórtenór frá Venesúela, óperusöngvari, hljómsveitarstjóri og að auki píanóstillir. Cesar hefur búið á Íslandi í hálft ár og bíður niðurstöðu Útlendingastofnunar um alþjóðlega vernd. Cesar kemur fram á tónleikaröð Sönghátíðar Hafnarborgar og Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir ræddi við hann og Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur, söngkonu og vinnufélaga Cesars.
Við fáum bókarýni frá Grétu Sigríði Einarsdóttur en hún var að lesa nýja íslenska bók, Læknir verður til eftir Henrik Geir Garcia. Henrik Geir er læknir með átta ára starfsreynslu og hefur starfað á þremur sjúkrahúsum og yfir tuttugu heilsugæslustöðvum um land allt. Læknir verður til er skálsdaga en byggir á reynslu hans af því að starfa í heilbirgðiskerfi sem löngu er komið að þolmörkum.
Í D-sal Hafnarhússins er Breiðholtið alltumlykjandi en Dýrfinna Benita Basalan hefur þar sett upp sýninguna Langavitleysa/Cronic pain. Dýrfinna ólst upp í Breiðholti og í verkunum beinir hún sjónum sínum að daglegu lífi þar í hverfinu, í blokkunum og leikvöllunum og sérstaklega jaðarsettum hópum samfélagsins. Spurningin sem liggur í loftinu snýr að því hvort hægt sé að finna jafnvægi í misskiptum heimi? Við lítum við í D-salnum í þætti dagsins.
6/22/2023 • 55 minutes
Listasafn einars jónssonar 100 ára, Manneskjur vonandi og Kevin Ayers
Árið 1909 bauð Einar Jónsson myndhöggvari íslensku þjóðinni öll verk sín að gjöf með því skilyrði að landssjóður kostaði flutning þeirra til landsins og annaðist varðveislu þeirra. Hafist var handa við að byggja Hnitbjörg og Listasafn Einars Jónssonar var svo vígt árið 1923, og varð um leið fyrsta íslenska safnið í eigin byggingu. Safnið var einnig vinnustaður Einar og eiginkonu hans, Önnu Marie Mathilde Jónsson. Síðan er liðin heil öld og því verður fagnað í safninu á laugardaginn. Við ræðum um safnið við Ölmu Dís Kristinsdóttur, sýningarstjóra. Teitur Magnússon kynnir okkur fyrir gleymdum snillingi, tónlistarmanninum Kevin Ayers sem var virkur í bresku tónlistarsenunni á sjöunda áratugnum og samdi sín þekktustu verk á Miðjarðarhafseyju sem dró til sín skemmtanaglatt fólk um þetta leiti og gerir enn, Ibiza. Teitur ræðir jafnframt við Jakob Frímann Magnússon sem deilir áhuga hans á Ayers og lék með honum bæði í hljóðveri og fór með honum á tónleikaferðalag. Og í Y gallery í gömlu bensínstöðinni í Hamraborg opnaði fyrir skemmstu myndlistarsýning Ástu Fanneyjar Sigurðardóttur, Manneskjur vonandi. Sýningin stendur yfir til og með 24. júní og lýkur með gjörningi. Ásta Fanney kom í heimsókn og sagði okkur frá þeim hugmyndinni að sýningunni, skynjun okkar á tímanum og stjörnu sýningarinnar sem er sambland af venusarfígúru og garðálfi.
6/21/2023 • 0
Listasafn Einars Jónssonar 100 ára, Manneskjur vonandi, Kevin Ayers
Árið 1909 bauð Einar Jónsson myndhöggvari íslensku þjóðinni öll verk sín að gjöf með því skilyrði að landssjóður kostaði flutning þeirra til landsins og annaðist varðveislu þeirra. Hafist var handa við að byggja Hnitbjörg og Listasafn Einars Jónssonar var svo vígt árið 1923, og varð um leið fyrsta íslenska safnið í eigin byggingu. Safnið var einnig vinnustaður Einar og eiginkonu hans, Önnu Marie Mathilde Jónsson. Síðan er liðin heil öld og því verður fagnað í safninu á laugardaginn. Við ræðum um safnið við Ölmu Dís Kristinsdóttur, sýningarstjóra. Teitur Magnússon kynnir okkur fyrir gleymdum snillingi, tónlistarmanninum Kevin Ayers sem var virkur í bresku tónlistarsenunni á sjöunda áratugnum og samdi sín þekktustu verk á Miðjarðarhafseyju sem dró til sín skemmtanaglatt fólk um þetta leiti og gerir enn, Ibiza. Teitur ræðir jafnframt við Jakob Frímann Magnússon sem deilir áhuga hans á Ayers og lék með honum bæði í hljóðveri og fór með honum á tónleikaferðalag. Og í Y gallery í gömlu bensínstöðinni í Hamraborg opnaði fyrir skemmstu myndlistarsýning Ástu Fanneyjar Sigurðardóttur, Manneskjur vonandi. Sýningin stendur yfir til og með 24. júní og lýkur með gjörningi. Ásta Fanney kom í heimsókn og sagði okkur frá þeim hugmyndinni að sýningunni, skynjun okkar á tímanum og stjörnu sýningarinnar sem er sambland af venusarfígúru og garðálfi.
6/21/2023 • 0
Listasafn Einars Jónssonar 100 ára, Manneskjur vonandi, Kevin Ayers
Árið 1909 bauð Einar Jónsson myndhöggvari íslensku þjóðinni öll verk sín að gjöf með því skilyrði að landssjóður kostaði flutning þeirra til landsins og annaðist varðveislu þeirra. Hafist var handa við að byggja Hnitbjörg og Listasafn Einars Jónssonar var svo vígt árið 1923, og varð um leið fyrsta íslenska safnið í eigin byggingu. Safnið var einnig vinnustaður Einar og eiginkonu hans, Önnu Marie Mathilde Jónsson. Síðan er liðin heil öld og því verður fagnað í safninu á laugardaginn. Við ræðum um safnið við Ölmu Dís Kristinsdóttur, sýningarstjóra.
Teitur Magnússon kynnir okkur fyrir gleymdum snillingi, tónlistarmanninum Kevin Ayers sem var virkur í bresku tónlistarsenunni á sjöunda áratugnum og samdi sín þekktustu verk á Miðjarðarhafseyju sem dró til sín skemmtanaglatt fólk um þetta leiti og gerir enn, Ibiza. Teitur ræðir jafnframt við Jakob Frímann Magnússon sem deilir áhuga hans á Ayers og lék með honum bæði í hljóðveri og fór með honum á tónleikaferðalag.
Og í Y gallery í gömlu bensínstöðinni í Hamraborg opnaði fyrir skemmstu myndlistarsýning Ástu Fanneyjar Sigurðardóttur, Manneskjur vonandi. Sýningin stendur yfir til og með 24. júní og lýkur með gjörningi. Ásta Fanney kom í heimsókn og sagði okkur frá þeim hugmyndinni að sýningunni, skynjun okkar á tímanum og stjörnu sýningarinnar sem er sambland af venusarfígúru og garðálfi.
6/21/2023 • 55 minutes
60 gjörningar, að hugsa í oeuvre, arkítekt á ferðalagi og tréútskurður
Við förum í heimsókn í vinnustofu í Stykkishólmi í þætti dagsins, og hittum þar Ingibjörgu H. Ágústsdóttur. Ingibjörg sker listilega út í linditré, verk innblásinn af íslenskum þjóðsagnaarfi og fugla sem standa út frá veggjum. Ingibjörg er alin upp í stórhýsinu Tang og Ris í miðbæ Stykkishólms og þar er hún með glæsilega vinnustofu sem er fyrst og fremst slík, en hægt er að heimsækja eftir samkomulagi. Guðni Tómasson ræðir við Ingibjörgu í hólminum í þættinum. Er hægt að hugsa í höfundarverki? Er hægt að vera listamaður sem pælir meðvitað í stóra boganum? Að listaverk eigi að passa inn í stærri mynd sem þarf að hanga saman. Þetta hljómar undarlega, sjálfhverf hugsun eða tilgerðarleg. En í ritgerðarsafninu Escape into meaning frá 2022 er ritgerð um einmitt þetta - Að hugsa í höfundarverki heitir hún eftir bandaríska blaðamanninn, youtuberinn og listpælarann Evan Puschak. Þar dregur hann fram tvo ólíka listamenn, bandaríska kvikmyndagerðarmanninn Quentin Tarantino og írska skáldið William Butler Yeats og sýnir hvernig þeir hugsa báðir á einhvern hátt um sína list meðvitað sem hluta af höfundarverki. Við flettum aðeins í þessari athyglisverðu ritgerð hér á eftir. Aðalheiður Eysteinsdóttir, myndlistarkona, fagnar sextíu ára afmæli í vikunni og ætlar af því tilefni að keyra hringinn í kringum landið með sextíu gjörninga. Með henni í för verður hópur listafólks sem mun taka þátt í gjörningunum sem verða fluttir á hinum ýmsu listasöfnum. Listin hefur alltaf verið samofin lífi Aðalheiðar, en margir þekkja hana sem Aðalheiði í Alþýðuhúsinu. Alþýðuhúsið á Siglufirði hefur verið heimili hennar og vinnustofa síðustu áratugi og þar hefur hún staðið fyrir allskyns viðburðum og sýningarhaldi. Gjörningarnir hafa alltaf verið hluti af hennar starfi en kannski er hún hvað þekktust fyrir tréskúlptúrana sína. Við skulum hringdum norður í morgun og spurðum Aðalheiði hvernig henni hafi dottið þetta í hug, að keyra hringinn með sextíu gjörninga. Og við förum í ferðalag með Guju Dögg arkitekt, sem heldur áfram að deila með okkur ferðasögu sinni um bretagna skagann. Að þessu sinni fer hún meðal annars á slóðir sjómannanna sem sigldu til íslands frá leirugum ströndum skagans.
6/20/2023 • 0
60 gjörningar, að hugsa í oeuvre, arkítekt á ferðalagi, tréútskurður
Við förum í heimsókn í vinnustofu í Stykkishólmi í þætti dagsins, og hittum þar Ingibjörgu H. Ágústsdóttur. Ingibjörg sker listilega út í linditré, verk innblásinn af íslenskum þjóðsagnaarfi og fugla sem standa út frá veggjum. Ingibjörg er alin upp í stórhýsinu Tang og Ris í miðbæ Stykkishólms og þar er hún með glæsilega vinnustofu sem er fyrst og fremst slík, en hægt er að heimsækja eftir samkomulagi. Guðni Tómasson ræðir við Ingibjörgu í hólminum í þættinum.
Er hægt að hugsa í höfundarverki? Er hægt að vera listamaður sem pælir meðvitað í stóra boganum? Að listaverk eigi að passa inn í stærri mynd sem þarf að hanga saman. Þetta hljómar undarlega, sjálfhverf hugsun eða tilgerðarleg. En í ritgerðarsafninu Escape into meaning frá 2022 er ritgerð um einmitt þetta - Að hugsa í höfundarverki heitir hún eftir bandaríska blaðamanninn, youtuberinn og listpælarann Evan Puschak. Þar dregur hann fram tvo ólíka listamenn, bandaríska kvikmyndagerðarmanninn Quentin Tarantino og írska skáldið William Butler Yeats og sýnir hvernig þeir hugsa báðir á einhvern hátt um sína list meðvitað sem hluta af höfundarverki. Við flettum aðeins í þessari athyglisverðu ritgerð hér á eftir.
Aðalheiður Eysteinsdóttir, myndlistarkona, fagnar sextíu ára afmæli í vikunni og ætlar af því tilefni að keyra hringinn í kringum landið með sextíu gjörninga. Með henni í för verður hópur listafólks sem mun taka þátt í gjörningunum sem verða fluttir á hinum ýmsu listasöfnum. Listin hefur alltaf verið samofin lífi Aðalheiðar, en margir þekkja hana sem Aðalheiði í Alþýðuhúsinu. Alþýðuhúsið á Siglufirði hefur verið heimili hennar og vinnustofa síðustu áratugi og þar hefur hún staðið fyrir allskyns viðburðum og sýningarhaldi. Gjörningarnir hafa alltaf verið hluti af hennar starfi en kannski er hún hvað þekktust fyrir tréskúlptúrana sína.
Við skulum hringdum norður í morgun og spurðum Aðalheiði hvernig henni hafi dottið þetta í hug, að keyra hringinn með sextíu gjörninga.
Og við förum í ferðalag með Guju Dögg arkitekt, sem heldur áfram að deila með okkur ferðasögu sinni um bretagna skagann. Að þessu sinni fer hún meðal annars á slóðir sjómannanna sem sigldu til íslands frá leirugum ströndum skagans.
6/20/2023 • 55 minutes
Nýtt lag frá Skálmöld og Að hálfu horfin
Rammíslenska metalsveitin Skálmöld gefur út nýtt lag í dag, og eins og hefð gerir ráð fyrir, frá því að hljómsveitin gaf út sitt fyrsta lag, þá er það frumflutt í Víðsjá. Frá árinu 2010 hefur sveitin gefið út sex breiðskífur, þar á meðal eina með Sinfóníuhljómsveit Íslands, en nú eru liðin fimm ár frá þeirri síðustu. Ástæðan, jú þeir ætluðu að hætta, en svo hættu þeir við að hætta. Við heyrum meira um það í þætti dagsins. Við heyrum líka af hugmyndinni á bak við nýju plötuna og hvernig þeim finnst tónlistin hafa þróast síðustu 13 ár, frá því að vera óþekktir þungarokkarar yfir í að kyrja norrænan víkingametal með leikskólabörnum. En einnig hvernig það er að ferðast um hátíðir þar sem saman er komið fólk af mjög ólíku tagi, hvort sem það er fólk sem klæðist víkingabúningum eða klæðnaði nýnasista. Þeir Jón Geir Jóhannsson, trommari, og Snæbjörn Sigurðsson, bassaleikari og textahöfundur, verða gestir okkar í þætti dagsins. Að hálfu horfin er söguleg skáldsaga sem kom út árið 2020 eftir bandaríska rithöfundinn Brit Bennett. Þetta er önnur skáldsaga Bennett og sló í gegn um leið og hún kom út og rataði inn á hinn rómaða New York Times metsölulista og gagnrýnendur hafa einnig ausið hana lofi. HBO sjónvarpsstúdíóið hefur nú eftir mikinn slag við önnur stúdíó keypt réttinn að sögunni til að gera sjónvarpsþætti. Bennett gerði það líka gott með fyrstu skáldsögu sinni Mothers og segja má að hún sé rísandi stjarna þar vestanhafs. Sagan fjallar um tvíburasysturnar Desiree og Estelle "Stellu" Vignes og dætur þeirra Jude og Kennedy. Desiree og Stella eru af blönduðum uppruna með fremur ljósa húð og þær taka þá ákvörðun 16 ára gamlar að strjúka að heiman, flýja þennan skrítna smábæ þar sem ?Fólkið er skrítið. Með húðlit á heilanum.? Önnur systirin tekur skrefið yfir í veröld hvíta fólksins og afneitar svörtum uppruna sínum en hin flytur að lokum aftur heim. Að hálfu horfin kom nýverið út í þýðingu Rögnu Sigurðardóttur og hún segir okkur frá bókinni og höfundinum.
6/19/2023 • 0
Nýtt lag frá Skálmöld og Að hálfu horfin
Rammíslenska metalsveitin Skálmöld gefur út nýtt lag í dag, og eins og hefð gerir ráð fyrir, frá því að hljómsveitin gaf út sitt fyrsta lag, þá er það frumflutt í Víðsjá. Frá árinu 2010 hefur sveitin gefið út sex breiðskífur, þar á meðal eina með Sinfóníuhljómsveit Íslands, en nú eru liðin fimm ár frá þeirri síðustu. Ástæðan, jú þeir ætluðu að hætta, en svo hættu þeir við að hætta. Við heyrum meira um það í þætti dagsins. Við heyrum líka af hugmyndinni á bak við nýju plötuna og hvernig þeim finnst tónlistin hafa þróast síðustu 13 ár, frá því að vera óþekktir þungarokkarar yfir í að kyrja norrænan víkingametal með leikskólabörnum. En einnig hvernig það er að ferðast um hátíðir þar sem saman er komið fólk af mjög ólíku tagi, hvort sem það er fólk sem klæðist víkingabúningum eða klæðnaði nýnasista. Þeir Jón Geir Jóhannsson, trommari, og Snæbjörn Sigurðsson, bassaleikari og textahöfundur, verða gestir okkar í þætti dagsins. Að hálfu horfin er söguleg skáldsaga sem kom út árið 2020 eftir bandaríska rithöfundinn Brit Bennett. Þetta er önnur skáldsaga Bennett og sló í gegn um leið og hún kom út og rataði inn á hinn rómaða New York Times metsölulista og gagnrýnendur hafa einnig ausið hana lofi. HBO sjónvarpsstúdíóið hefur nú eftir mikinn slag við önnur stúdíó keypt réttinn að sögunni til að gera sjónvarpsþætti. Bennett gerði það líka gott með fyrstu skáldsögu sinni Mothers og segja má að hún sé rísandi stjarna þar vestanhafs. Sagan fjallar um tvíburasysturnar Desiree og Estelle "Stellu" Vignes og dætur þeirra Jude og Kennedy. Desiree og Stella eru af blönduðum uppruna með fremur ljósa húð og þær taka þá ákvörðun 16 ára gamlar að strjúka að heiman, flýja þennan skrítna smábæ þar sem ?Fólkið er skrítið. Með húðlit á heilanum.? Önnur systirin tekur skrefið yfir í veröld hvíta fólksins og afneitar svörtum uppruna sínum en hin flytur að lokum aftur heim. Að hálfu horfin kom nýverið út í þýðingu Rögnu Sigurðardóttur og hún segir okkur frá bókinni og höfundinum.
6/19/2023 • 0
Nýtt lag frá Skálmöld og Að hálfu horfin
Rammíslenska metalsveitin Skálmöld gefur út nýtt lag í dag, og eins og hefð gerir ráð fyrir, frá því að hljómsveitin gaf út sitt fyrsta lag, þá er það frumflutt í Víðsjá. Frá árinu 2010 hefur sveitin gefið út sex breiðskífur, þar á meðal eina með Sinfóníuhljómsveit Íslands, en nú eru liðin fimm ár frá þeirri síðustu. Ástæðan, jú þeir ætluðu að hætta, en svo hættu þeir við að hætta. Við heyrum meira um það í þætti dagsins. Við heyrum líka af hugmyndinni á bak við nýju plötuna og hvernig þeim finnst tónlistin hafa þróast síðustu 13 ár, frá því að vera óþekktir þungarokkarar yfir í að kyrja norrænan víkingametal með leikskólabörnum. En einnig hvernig það er að ferðast um hátíðir þar sem saman er komið fólk af mjög ólíku tagi, hvort sem það er fólk sem klæðist víkingabúningum eða klæðnaði nýnasista. Þeir Jón Geir Jóhannsson, trommari, og Snæbjörn Sigurðsson, bassaleikari og textahöfundur, verða gestir okkar í þætti dagsins.
Að hálfu horfin er söguleg skáldsaga sem kom út árið 2020 eftir bandaríska rithöfundinn Brit Bennett. Þetta er önnur skáldsaga Bennett og sló í gegn um leið og hún kom út og rataði inn á hinn rómaða New York Times metsölulista og gagnrýnendur hafa einnig ausið hana lofi. HBO sjónvarpsstúdíóið hefur nú eftir mikinn slag við önnur stúdíó keypt réttinn að sögunni til að gera sjónvarpsþætti. Bennett gerði það líka gott með fyrstu skáldsögu sinni Mothers og segja má að hún sé rísandi stjarna þar vestanhafs. Sagan fjallar um tvíburasysturnar Desiree og Estelle "Stellu" Vignes og dætur þeirra Jude og Kennedy. Desiree og Stella eru af blönduðum uppruna með fremur ljósa húð og þær taka þá ákvörðun 16 ára gamlar að strjúka að heiman, flýja þennan skrítna smábæ þar sem ?Fólkið er skrítið. Með húðlit á heilanum.? Önnur systirin tekur skrefið yfir í veröld hvíta fólksins og afneitar svörtum uppruna sínum en hin flytur að lokum aftur heim. Að hálfu horfin kom nýverið út í þýðingu Rögnu Sigurðardóttur og hún segir okkur frá bókinni og höfundinum.
6/19/2023 • 55 minutes
Gríman afhent, The Space Lady, YCO í Hörpu og íslenskur Bond
Það fer örugglega ekki framhjá mörgum sem ferðast um miðbæinn að þar eru víða skilti þar sem á stendur "Var James Bond Íslendingur?" Það er vissulega gömul og þekkt saga að Vestur-Íslendingurinn Sir William Stephenson, vinur manna á borð við Winston Churchill og Ian Fleming, er fyrirmyndin að hinum heimsfræga njósnara. Þeir Hugi Hreiðarsson og Bogi Auðarson hafa fengið þessa sögu á heilann og ferðast um söguslóðir Stephenson. Við heimsækjum sögukjallara í Grófinni sem þeir opnuðu í fyrra Stephenson til heiðurs og ræðum við Huga. Á morgun heldur strengjasveit Tónskóla Sigursveins tónleika í Norðurjósasal Hörpu ásamt bandarískri vinahljómsveit, Youth Chamber Orchestra, YCO. Allur ágóði af miðasölu rennur til bílakaupa til handa Helgu Þórarinsdóttur víóluleikara, kennara og stjórnanda Strengjasveitar Tónskóla Sigursveins, en Helga hlaut mænuskaða eftir slys fyrir rúmum áratug síðan. Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir ræðir við Helgu í þætti dagsins. Teitur Magnússon verður líka með okkur í dag og segir frá glötuðum snillingi. Að þessu sinni fer hann yfir feril geimdömunnar, The space lady. Og Gríman var afhent við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Þar var mikið um dýrðir þegar sviðslistafólkið okkar uppskar eftir viðburðarríkan og fjölbreyttan leikhúsvetur. Við förum yfir nokkrar af þeim grímum sem runnu á listamenn í gær.
6/15/2023 • 0
Gríman afhent, The Space Lady, YCO í Hörpu og íslenskur Bond
Það fer örugglega ekki framhjá mörgum sem ferðast um miðbæinn að þar eru víða skilti þar sem á stendur "Var James Bond Íslendingur?" Það er vissulega gömul og þekkt saga að Vestur-Íslendingurinn Sir William Stephenson, vinur manna á borð við Winston Churchill og Ian Fleming, er fyrirmyndin að hinum heimsfræga njósnara. Þeir Hugi Hreiðarsson og Bogi Auðarson hafa fengið þessa sögu á heilann og ferðast um söguslóðir Stephenson. Við heimsækjum sögukjallara í Grófinni sem þeir opnuðu í fyrra Stephenson til heiðurs og ræðum við Huga. Á morgun heldur strengjasveit Tónskóla Sigursveins tónleika í Norðurjósasal Hörpu ásamt bandarískri vinahljómsveit, Youth Chamber Orchestra, YCO. Allur ágóði af miðasölu rennur til bílakaupa til handa Helgu Þórarinsdóttur víóluleikara, kennara og stjórnanda Strengjasveitar Tónskóla Sigursveins, en Helga hlaut mænuskaða eftir slys fyrir rúmum áratug síðan. Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir ræðir við Helgu í þætti dagsins. Teitur Magnússon verður líka með okkur í dag og segir frá glötuðum snillingi. Að þessu sinni fer hann yfir feril geimdömunnar, The space lady. Og Gríman var afhent við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Þar var mikið um dýrðir þegar sviðslistafólkið okkar uppskar eftir viðburðarríkan og fjölbreyttan leikhúsvetur. Við förum yfir nokkrar af þeim grímum sem runnu á listamenn í gær.
6/15/2023 • 0
Gríman afhent, The Space Lady, YCO í Hörpu og íslenskur Bond
Það fer örugglega ekki framhjá mörgum sem ferðast um miðbæinn að þar eru víða skilti þar sem á stendur "Var James Bond Íslendingur?" Það er vissulega gömul og þekkt saga að Vestur-Íslendingurinn Sir William Stephenson, vinur manna á borð við Winston Churchill og Ian Fleming, er fyrirmyndin að hinum heimsfræga njósnara. Þeir Hugi Hreiðarsson og Bogi Auðarson hafa fengið þessa sögu á heilann og ferðast um söguslóðir Stephenson. Við heimsækjum sögukjallara í Grófinni sem þeir opnuðu í fyrra Stephenson til heiðurs og ræðum við Huga.
Á morgun heldur strengjasveit Tónskóla Sigursveins tónleika í Norðurjósasal Hörpu ásamt bandarískri vinahljómsveit, Youth Chamber Orchestra, YCO. Allur ágóði af miðasölu rennur til bílakaupa til handa Helgu Þórarinsdóttur víóluleikara, kennara og stjórnanda Strengjasveitar Tónskóla Sigursveins, en Helga hlaut mænuskaða eftir slys fyrir rúmum áratug síðan. Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir ræðir við Helgu í þætti dagsins.
Teitur Magnússon verður líka með okkur í dag og segir frá glötuðum snillingi. Að þessu sinni fer hann yfir feril geimdömunnar, The space lady.
Og Gríman var afhent við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Þar var mikið um dýrðir þegar sviðslistafólkið okkar uppskar eftir viðburðarríkan og fjölbreyttan leikhúsvetur. Við förum yfir nokkrar af þeim grímum sem runnu á listamenn í gær.
6/15/2023 • 55 minutes
Á hafi kyrrðarinnar, Cormac McCarthy, Barbara Hannigan
Bandaríski rithöfundurinn Cormac Mccarthy er allur. Tilkynnt var um andlát hans í gær. McCarthy var 89 ára og á hann að baki afskaplega farsælan feril sem skáldsagnahöfundur, einn þekktasti samtímahöfundur Bandaríkjanna. Meðal þekktustu verka hans eru Blood Meridian, The Road og hinn svokallaði landamæraþríleikur - All the pretty horses, The Crossing og Cities of the plain. Hann var alamerískur bókmenntarisi, líkt við Faulkner og Hemingway og það þarf að takast á um þá, eins og Einar Kári Jóhannsson bókmenntafræðingur og útgefandi segir okkur frá í þætti dagsins. Myndlistarkonan Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson, sem sýnir um þessar mundir í Hafnarborg. hefur búið meirihluta ævi sinnar í Cleveland í Ohio. Hún kemur reglulega hingað til lands og tekur þá ljósmyndir sem hún vinnur síðan úr þegar heim er komið. Helsta viðfangsefni hennar er náttúra Íslands og sú sérstaka birta sem hér er að finna. Hún tengir viðfangsefni sitt þó ekki endilega við ræturnar eða þjóðernið, heldur vill hún miðla þeirra tilfinningu að vera manneskja í víðáttumikilli veröld. Við ræðum við Hildi og Aldísi Arnardóttur sýningarstjóra í þætti dagsins. Við heyrum líka örsnöggt í kanadísku hljómsveitarstjóranum og söngkonunni Barböru Hannigan sem kemur fram á loka tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands annað kvöld.
6/14/2023 • 0
Á hafi kyrrðarinnar, Cormac McCarthy, Barbara Hannigan
Bandaríski rithöfundurinn Cormac Mccarthy er allur. Tilkynnt var um andlát hans í gær. McCarthy var 89 ára og á hann að baki afskaplega farsælan feril sem skáldsagnahöfundur, einn þekktasti samtímahöfundur Bandaríkjanna. Meðal þekktustu verka hans eru Blood Meridian, The Road og hinn svokallaði landamæraþríleikur - All the pretty horses, The Crossing og Cities of the plain. Hann var alamerískur bókmenntarisi, líkt við Faulkner og Hemingway og það þarf að takast á um þá, eins og Einar Kári Jóhannsson bókmenntafræðingur og útgefandi segir okkur frá í þætti dagsins.
Myndlistarkonan Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson, sem sýnir um þessar mundir í Hafnarborg. hefur búið meirihluta ævi sinnar í Cleveland í Ohio. Hún kemur reglulega hingað til lands og tekur þá ljósmyndir sem hún vinnur síðan úr þegar heim er komið. Helsta viðfangsefni hennar er náttúra Íslands og sú sérstaka birta sem hér er að finna. Hún tengir viðfangsefni sitt þó ekki endilega við ræturnar eða þjóðernið, heldur vill hún miðla þeirra tilfinningu að vera manneskja í víðáttumikilli veröld. Við ræðum við Hildi og Aldísi Arnardóttur sýningarstjóra í þætti dagsins.
Við heyrum líka örsnöggt í kanadísku hljómsveitarstjóranum og söngkonunni Barböru Hannigan sem kemur fram á loka tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands annað kvöld.
6/14/2023 • 54 minutes, 13 seconds
Norska húsið Stykkishólmi, Halldór Smárason, Við Djúpið, Ljóð og vinir
Tónlistarhátíðin Við Djúpið var stofnuð fyrir 20 árum síðan en þar nýtur fólk saman tónlistar um það leyti þegar sól er hæst á lofti á Ísafirði. Hátíðin hefst á laugardaginn, 17. júní, og stendur yfir til 21.júní. Ýmis námskeið verða þar á dagskrá sem og yfir 10 tónleikar þar sem tónlistarfólk úr ólíkum áttum flytur fjölbreytta klassíska tónlist. Halldór Smárason tónskáld er einn þeirra sem frumflytja þar nýja tónlist, en hann hefur sterkar taugar til hátíðarinnar, enda Ísfirðingur og hefur oft tekið þátt. Halldór hefur komið víða við í tónlistarlífinu frá því hann lauk framhaldsnámi frá Manhattan School of Music árið 2014, bæði sem tónskáld, útsetjari og píanisti. Hann hefur unnið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Útvarpshljómsveitum Parísar og Stuttgart auk margra af þekktustu kammersveitum heims. 2020 kom út hans fyrsta hljómplata, STARA, undir merkjum bandaríska útgáfufyrirtækisins Sono Luminus. Halldór verður gestur okkar í þætti dagsins og segir okkur frá sínum tónsmíðum og tengingu sinni við hátíðina Við Djúpið. Norska húsið í Stykkishólmi er elsta tvílyfta íbúðarhús landsins, reist úr tilsniðnum viði frá Noregi 1832. Það er í dag byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla. Við heimsækjum Norska húsið í dag og heyrum af og nýrri grunnsýningu sem nú er þar í vinnslu og gert er ráð fyrir að verði opnuð síðar í sumar. Við heyrum í safnstjóranum, Hjördísi Pálsdóttur og Önnu Melsted sem er meðal þeirra sem vinnur að nýju sýningunni. Íslensk skáld eru ekki í neinum sumardvala og hér í miðbæ Reykjavíkur verður mikið rennerí í Mengi þegar ljóðskáld lesa upp eitt af öðru - upplestrarserían Ljóð og vinir hefst á morgun. Á bak við þessa ljóðaröð eru Svikaskáld, Brynja Hjálmsdóttir og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO.
6/13/2023 • 0
Norska húsið Stykkishólmi, Halldór Smárason, Við Djúpið, Ljóð og vinir
Tónlistarhátíðin Við Djúpið var stofnuð fyrir 20 árum síðan en þar nýtur fólk saman tónlistar um það leyti þegar sól er hæst á lofti á Ísafirði. Hátíðin hefst á laugardaginn, 17. júní, og stendur yfir til 21.júní. Ýmis námskeið verða þar á dagskrá sem og yfir 10 tónleikar þar sem tónlistarfólk úr ólíkum áttum flytur fjölbreytta klassíska tónlist. Halldór Smárason tónskáld er einn þeirra sem frumflytja þar nýja tónlist, en hann hefur sterkar taugar til hátíðarinnar, enda Ísfirðingur og hefur oft tekið þátt. Halldór hefur komið víða við í tónlistarlífinu frá því hann lauk framhaldsnámi frá Manhattan School of Music árið 2014, bæði sem tónskáld, útsetjari og píanisti. Hann hefur unnið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Útvarpshljómsveitum Parísar og Stuttgart auk margra af þekktustu kammersveitum heims. 2020 kom út hans fyrsta hljómplata, STARA, undir merkjum bandaríska útgáfufyrirtækisins Sono Luminus. Halldór verður gestur okkar í þætti dagsins og segir okkur frá sínum tónsmíðum og tengingu sinni við hátíðina Við Djúpið. Norska húsið í Stykkishólmi er elsta tvílyfta íbúðarhús landsins, reist úr tilsniðnum viði frá Noregi 1832. Það er í dag byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla. Við heimsækjum Norska húsið í dag og heyrum af og nýrri grunnsýningu sem nú er þar í vinnslu og gert er ráð fyrir að verði opnuð síðar í sumar. Við heyrum í safnstjóranum, Hjördísi Pálsdóttur og Önnu Melsted sem er meðal þeirra sem vinnur að nýju sýningunni. Íslensk skáld eru ekki í neinum sumardvala og hér í miðbæ Reykjavíkur verður mikið rennerí í Mengi þegar ljóðskáld lesa upp eitt af öðru - upplestrarserían Ljóð og vinir hefst á morgun. Á bak við þessa ljóðaröð eru Svikaskáld, Brynja Hjálmsdóttir og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO.
6/13/2023 • 0
Norska húsið Stykkishólmi, Halldór Smárason, Við Djúpið, Ljóð og vinir
Tónlistarhátíðin Við Djúpið var stofnuð fyrir 20 árum síðan en þar nýtur fólk saman tónlistar um það leyti þegar sól er hæst á lofti á Ísafirði. Hátíðin hefst á laugardaginn, 17. júní, og stendur yfir til 21.júní. Ýmis námskeið verða þar á dagskrá sem og yfir 10 tónleikar þar sem tónlistarfólk úr ólíkum áttum flytur fjölbreytta klassíska tónlist.
Halldór Smárason tónskáld er einn þeirra sem frumflytja þar nýja tónlist, en hann hefur sterkar taugar til hátíðarinnar, enda Ísfirðingur og hefur oft tekið þátt. Halldór hefur komið víða við í tónlistarlífinu frá því hann lauk framhaldsnámi frá Manhattan School of Music árið 2014, bæði sem tónskáld, útsetjari og píanisti. Hann hefur unnið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Útvarpshljómsveitum Parísar og Stuttgart auk margra af þekktustu kammersveitum heims. 2020 kom út hans fyrsta hljómplata, STARA, undir merkjum bandaríska útgáfufyrirtækisins Sono Luminus. Halldór verður gestur okkar í þætti dagsins og segir okkur frá sínum tónsmíðum og tengingu sinni við hátíðina Við Djúpið.
Norska húsið í Stykkishólmi er elsta tvílyfta íbúðarhús landsins, reist úr tilsniðnum viði frá Noregi 1832. Það er í dag byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla. Við heimsækjum Norska húsið í dag og heyrum af og nýrri grunnsýningu sem nú er þar í vinnslu og gert er ráð fyrir að verði opnuð síðar í sumar. Við heyrum í safnstjóranum, Hjördísi Pálsdóttur og Önnu Melsted sem er meðal þeirra sem vinnur að nýju sýningunni.
Íslensk skáld eru ekki í neinum sumardvala og hér í miðbæ Reykjavíkur verður mikið rennerí í Mengi þegar ljóðskáld lesa upp eitt af öðru - upplestrarserían Ljóð og vinir hefst á morgun. Á bak við þessa ljóðaröð eru Svikaskáld, Brynja Hjálmsdóttir og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO.
6/13/2023 • 55 minutes
Sigur Rós, arkitekt á ferðalagi, Best fyrir, Smáatriðin
Það eru 7 ár frá því að Sigur Rós gaf frá sér nýtt lag, frá því að Óveður kom út 2016 og það eru 10 ár frá síðustu hljóðversplötu, Kveikur. En nú hefur óveðrinu slotað, mannabreytingar orðið í hljómsveitinni og neisti kominn á kveikinn. Sigur rós snýr aftur á næstu dögum með splunkunýja plötu sem kallast ÁTTA en í dag kom út fyrsta lagið af plötunni, smáskífan Blóðberg. Við ræðum við þá Georg Holm og Kjartan Sveinsson í þætti dagsins. Í maí, á sama tíma og fólk á suð-vesturhorni Íslands mátti þola eitt sólarlausasta og kaldasta vor frá því mælingar hófust, ferðaðist arkitektinn Guja Dögg um héruð Bretagne og Normandí á norð-vesturhorni Frakklands. Á ferðalaginu velti Guja Dögg fyrir sér tengslum náttúru og manngerðs umhverfis og í fyrsta hluta ferðaannálsins, sem við heyrum í dag, segir hún okkur meðal annars frá mjúkum leirfjörum, ostrum og vatnaliljum. Framtíðin er ekki óskrifað blað, hugsanlega er fyrirfram ákveðin eða jafnvel nú þegar hér. Sjö höfundum bókarinnar Best fyrir er að minnsta kosti umhugað um framtíðina á þessum óræðu nótum í sögum sínum sem fylla þessa bók. Við fengum örlítið brot úr tveimur þessara sagna í síðustu viku og fáum í þættinum í dag að heyra tvær raddir í viðbót lesa brot úr bókinni. EN við hefjum þáttinn á því að rýna í bók sem kom nýverið út hjá Benedikt. Smáatriðin eftir Iu Genberg í þýðingu Þórdísar Gíslandóttur.
6/12/2023 • 0
Sigur Rós, arkitekt á ferðalagi, Best fyrir, Smáatriðin
Það eru 7 ár frá því að Sigur Rós gaf frá sér nýtt lag, frá því að Óveður kom út 2016 og það eru 10 ár frá síðustu hljóðversplötu, Kveikur. En nú hefur óveðrinu slotað, mannabreytingar orðið í hljómsveitinni og neisti kominn á kveikinn. Sigur rós snýr aftur á næstu dögum með splunkunýja plötu sem kallast ÁTTA en í dag kom út fyrsta lagið af plötunni, smáskífan Blóðberg. Við ræðum við þá Georg Holm og Kjartan Sveinsson í þætti dagsins.
Í maí, á sama tíma og fólk á suð-vesturhorni Íslands mátti þola eitt sólarlausasta og kaldasta vor frá því mælingar hófust, ferðaðist arkitektinn Guja Dögg um héruð Bretagne og Normandí á norð-vesturhorni Frakklands. Á ferðalaginu velti Guja Dögg fyrir sér tengslum náttúru og manngerðs umhverfis og í fyrsta hluta ferðaannálsins, sem við heyrum í dag, segir hún okkur meðal annars frá mjúkum leirfjörum, ostrum og vatnaliljum.
Framtíðin er ekki óskrifað blað, hugsanlega er fyrirfram ákveðin eða jafnvel nú þegar hér. Sjö höfundum bókarinnar Best fyrir er að minnsta kosti umhugað um framtíðina á þessum óræðu nótum í sögum sínum sem fylla þessa bók. Við fengum örlítið brot úr tveimur þessara sagna í síðustu viku og fáum í þættinum í dag að heyra tvær raddir í viðbót lesa brot úr bókinni.
EN við hefjum þáttinn á því að rýna í bók sem kom nýverið út hjá Benedikt. Smáatriðin eftir Iu Genberg í þýðingu Þórdísar Gíslandóttur.
6/12/2023 • 55 minutes
Arkitektúr, sýningarstjórnun, Saariaho, Smarblóm og heimsins grjót
Um þessar mundir stendur yfir útskriftarsýning á verkum nýútskrifaðra arkitekta í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Og ekki bara hvaða arkitekta sem er, heldur eru þetta fyrstu löggiltu arkitektarnir sem útskrifast úr Listaháskóla Íslands, en hingað til hafa nemar við þessa deild útskrifast með BA gráðu og þurft að sækja sér framhaldsmenntun út í heim til að geta kallað sig arkitekt. Við ræðum við Önnu Maríu Bogadóttur, dósent við Listaháskólann og tvo nýútskrifaða arkitekta. Sýning er ekki bara eitthvað sem opnar er opið og lokar síðan, heldur allt undirbúningsferlið, rannsóknarferlið og allt samtalið við þátttakendur, segir Hanna Styrmisdóttir prófessor við Listaháskóla Íslands en hún ásamt Birtu Guðjónsdóttur sýningarstjóra kynntu stofnun Félags sýningastjóra á Íslandi í vikunni. Hanna Styrmisdóttir kemur í hljóðver og segir okkur betur frá félaginu og markmiðum þess. Við fáum einnig innsýn í hugarheim finnska tónskáldsins Kaiju Saariaho sem lést 2. júní síðastliðinn. Saariaho var þekkt fyrir að vera mikill frumkvöðull í klassískir tónlist og nýtti sér spectral tónlistarnálgun í sköpun sinni. Og við kíkjum á kaffihús í Amsterdam þar sem við hittum fyrir leikskáldið Tyrfing Tyrfingson og leikarann Vincent Kári van der Valk en þeir taka þátt í íslenskri menningarhátíð í íslenska sendiráðinu þar í borg á morgun. Þar að auki heyrum við rýni í nýja íslenska skáldsögu, Sumarblóm og heimsins grjót, eftir Sigrúnu Ölbu Sigurðardóttur.
6/8/2023 • 0
Arkitektúr, sýningarstjórnun, Saariaho, Smarblóm og heimsins grjót
Um þessar mundir stendur yfir útskriftarsýning á verkum nýútskrifaðra arkitekta í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Og ekki bara hvaða arkitekta sem er, heldur eru þetta fyrstu löggiltu arkitektarnir sem útskrifast úr Listaháskóla Íslands, en hingað til hafa nemar við þessa deild útskrifast með BA gráðu og þurft að sækja sér framhaldsmenntun út í heim til að geta kallað sig arkitekt. Við ræðum við Önnu Maríu Bogadóttur, dósent við Listaháskólann og tvo nýútskrifaða arkitekta.
Sýning er ekki bara eitthvað sem opnar er opið og lokar síðan, heldur allt undirbúningsferlið, rannsóknarferlið og allt samtalið við þátttakendur, segir Hanna Styrmisdóttir prófessor við Listaháskóla Íslands en hún ásamt Birtu Guðjónsdóttur sýningarstjóra kynntu stofnun Félags sýningastjóra á Íslandi í vikunni. Hanna Styrmisdóttir kemur í hljóðver og segir okkur betur frá félaginu og markmiðum þess.
Við fáum einnig innsýn í hugarheim finnska tónskáldsins Kaiju Saariaho sem lést 2. júní síðastliðinn. Saariaho var þekkt fyrir að vera mikill frumkvöðull í klassískir tónlist og nýtti sér spectral tónlistarnálgun í sköpun sinni. Og við kíkjum á kaffihús í Amsterdam þar sem við hittum fyrir leikskáldið Tyrfing Tyrfingson og leikarann Vincent Kári van der Valk en þeir taka þátt í íslenskri menningarhátíð í íslenska sendiráðinu þar í borg á morgun. Þar að auki heyrum við rýni í nýja íslenska skáldsögu, Sumarblóm og heimsins grjót, eftir Sigrúnu Ölbu Sigurðardóttur.
6/8/2023 • 55 minutes
Svipmynd af Bergþóru Snæbjörnsdóttur
Bergþóra Snæbjörnsdóttir ætlaði sér aldrei að verða rithöfundur. Hún lærði sálfræði, ritlist og hagnýta menningarmiðlun áður en hún fann með sjálfri sér að skapandi ritsmíðar væru kannski ágætis vinna. Hún vann nýverið Maístjörnuna, ljóðabókaverðlaun Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands, fyrir ljóðsöguna Allt sem rennur. Bergþóra kom geisandi fram á ritvöllinn með ljóðsögunni Flórída árið 2017, verk sem vakti mikla athygli og var tilnefnt til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Fjöruverðlaunanna og Maístjörnunnar. Áður hafði Bergþóra gefið út ljóðabókina Daloon dagar sem kom út árið 2011 og prósasafnið Dagar undrabarnsins eru á enda. Fyrsta skáldsaga Bergþóru, Svínshöfuð, sem kom út árið 2019, hreppti Fjöruverðlaunin og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, auk þess sem hún var valin besta skáldsaga ársins af bóksölum. Bergþóra Snæbjörnsdóttir er fædd árið 1985 og ólst upp við Úlfljótsvatn í Grafningi. Í dag er hún tveggja barna móðir í Reykjavík sem stefnir á að gefa út sína aðra skáldsögu undir lok þessa árs. Við kynnumst Bergþóru betur í þætti dagsins.
6/7/2023 • 0
Svipmynd af Bergþóru Snæbjörnsdóttur
Bergþóra Snæbjörnsdóttir ætlaði sér aldrei að verða rithöfundur. Hún lærði sálfræði, ritlist og hagnýta menningarmiðlun áður en hún fann með sjálfri sér að skapandi ritsmíðar væru kannski ágætis vinna. Hún vann nýverið Maístjörnuna, ljóðabókaverðlaun Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands, fyrir ljóðsöguna Allt sem rennur. Bergþóra kom geisandi fram á ritvöllinn með ljóðsögunni Flórída árið 2017, verk sem vakti mikla athygli og var tilnefnt til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Fjöruverðlaunanna og Maístjörnunnar. Áður hafði Bergþóra gefið út ljóðabókina Daloon dagar sem kom út árið 2011 og prósasafnið Dagar undrabarnsins eru á enda. Fyrsta skáldsaga Bergþóru, Svínshöfuð, sem kom út árið 2019, hreppti Fjöruverðlaunin og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, auk þess sem hún var valin besta skáldsaga ársins af bóksölum. Bergþóra Snæbjörnsdóttir er fædd árið 1985 og ólst upp við Úlfljótsvatn í Grafningi. Í dag er hún tveggja barna móðir í Reykjavík sem stefnir á að gefa út sína aðra skáldsögu undir lok þessa árs. Við kynnumst Bergþóru betur í þætti dagsins.
6/7/2023 • 0
Svipmynd af Bergþóru Snæbjörnsdóttur
Bergþóra Snæbjörnsdóttir ætlaði sér aldrei að verða rithöfundur. Hún lærði sálfræði, ritlist og hagnýta menningarmiðlun áður en hún fann með sjálfri sér að skapandi ritsmíðar væru kannski ágætis vinna. Hún vann nýverið Maístjörnuna, ljóðabókaverðlaun Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands, fyrir ljóðsöguna Allt sem rennur. Bergþóra kom geisandi fram á ritvöllinn með ljóðsögunni Flórída árið 2017, verk sem vakti mikla athygli og var tilnefnt til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Fjöruverðlaunanna og Maístjörnunnar. Áður hafði Bergþóra gefið út ljóðabókina Daloon dagar sem kom út árið 2011 og prósasafnið Dagar undrabarnsins eru á enda. Fyrsta skáldsaga Bergþóru, Svínshöfuð, sem kom út árið 2019, hreppti Fjöruverðlaunin og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, auk þess sem hún var valin besta skáldsaga ársins af bóksölum. Bergþóra Snæbjörnsdóttir er fædd árið 1985 og ólst upp við Úlfljótsvatn í Grafningi. Í dag er hún tveggja barna móðir í Reykjavík sem stefnir á að gefa út sína aðra skáldsögu undir lok þessa árs. Við kynnumst Bergþóru betur í þætti dagsins.
6/7/2023 • 55 minutes
Flokkstjórinn, sannleikurinn í samskiptum, Hulið og Best fyrir
Hólmfríður Hafliðadóttir vann í unglingavinnunni og elskaði vinnuna sína, allt þar til hún breyttist í martröð. Hún starfaði eins og flestir unglingar við almenn garðyrkjustörf og vann sig svo upp í flokkstjórastöðu sem hún gegndi í tvö ár. Með tímanum fór hún að upplifa eitraða stemningu, þar sem meðal annars jaðarsettir hópar voru niðurlægðir og hún sjálf lögð í einelti. Komandi úr réttrúnaðarumhverfi framsækinna og fjölmenningarsinnaðra menntskælinga, eins og hún segir sjálf frá, kom henni gjörsamlega í opna skjöldu að vera skyndilega föst í ómenningu einstaklinga sem virtust ekki þurfa að bera nokkra ábyrgð á hegðun sinni. Hólmfríður er í dag sviðshöfundur og leiklistarnemi sem hefur samið ásamt félaga sínum, sviðshöfundinum Magnúsi Thorlacius, einleik sem byggir á þessari reynslu, sem sýndur verður í útileikhúsi í Kópavogi. Framtíðin er ekki óskrifað blað segir aftan á kápu sannsagnasafnsins Best fyrir sem kom út í lok maí. Þar ferðast 7 höfundar, allt nemar í ritlist, um tímann í gegnum heimaslátrun, átök við íslenska veðrið, skíðakennslu á Ítalíu, ómögulegar ástir, eftirpartí, undarlegt háttalag konu um nótt og súran kvíða samtímans. Hvenær kemur framtíðin? Hvenær er hún horfin og orðin að fortíð, útrunninn eins og mjólk í tetra pak fernu á leið í brennslu. Oft góð lengur. Við heyrum lestur úr bókinni í þættinum. Freyja Þórsdóttir verður að vanda í sínu heimspekilega landslagi í pistli dagsins. Freyja fjallar í dag um gildi sannleikans í mannlegum samskiptum og hvernig það má nota tungumálið til að bæði rýra og auðga tengsl. Leikverkið Hulið eftir Sigríði Ástu Olgeirsdóttur var frumsýnt um liðna helgi í Tjarnarbíói. Eva Halldóra Guðmundsdóttir sviðslistarrýnir segir frá sinni upplifun af uppfærslunni.
6/6/2023 • 0
Flokkstjórinn, sannleikurinn í samskiptum, Hulið og Best fyrir
Hólmfríður Hafliðadóttir vann í unglingavinnunni og elskaði vinnuna sína, allt þar til hún breyttist í martröð. Hún starfaði eins og flestir unglingar við almenn garðyrkjustörf og vann sig svo upp í flokkstjórastöðu sem hún gegndi í tvö ár. Með tímanum fór hún að upplifa eitraða stemningu, þar sem meðal annars jaðarsettir hópar voru niðurlægðir og hún sjálf lögð í einelti. Komandi úr réttrúnaðarumhverfi framsækinna og fjölmenningarsinnaðra menntskælinga, eins og hún segir sjálf frá, kom henni gjörsamlega í opna skjöldu að vera skyndilega föst í ómenningu einstaklinga sem virtust ekki þurfa að bera nokkra ábyrgð á hegðun sinni. Hólmfríður er í dag sviðshöfundur og leiklistarnemi sem hefur samið ásamt félaga sínum, sviðshöfundinum Magnúsi Thorlacius, einleik sem byggir á þessari reynslu, sem sýndur verður í útileikhúsi í Kópavogi.
Framtíðin er ekki óskrifað blað segir aftan á kápu sannsagnasafnsins Best fyrir sem kom út í lok maí. Þar ferðast 7 höfundar, allt nemar í ritlist, um tímann í gegnum heimaslátrun, átök við íslenska veðrið, skíðakennslu á Ítalíu, ómögulegar ástir, eftirpartí, undarlegt háttalag konu um nótt og súran kvíða samtímans. Hvenær kemur framtíðin? Hvenær er hún horfin og orðin að fortíð, útrunninn eins og mjólk í tetra pak fernu á leið í brennslu. Oft góð lengur. Við heyrum lestur úr bókinni í þættinum.
Freyja Þórsdóttir verður að vanda í sínu heimspekilega landslagi í pistli dagsins. Freyja fjallar í dag um gildi sannleikans í mannlegum samskiptum og hvernig það má nota tungumálið til að bæði rýra og auðga tengsl.
Leikverkið Hulið eftir Sigríði Ástu Olgeirsdóttur var frumsýnt um liðna helgi í Tjarnarbíói. Eva Halldóra Guðmundsdóttir sviðslistarrýnir segir frá sinni upplifun af uppfærslunni.
Í vikunni verður haldin pólsk menningarhátíð í samstarfi Þjóðleikhússins og Teatr im Stefan ?eromski leikhússins í Kielce í Póllandi sem er komið hingað til lands. Þau sýna á föstudag leiksýninguna Gróskan í grasinu á Stóra sviði Þjóðleikhússins, leikverk sem byggt er á kvikmyndinni Splendor in the glass frá 1961. En þar að auki verður á hátíðinni opin vinnustofa um aðferðir sviðslistanna sem byggðar eru á þjóðlegum pólskum arfi og menningu og einnig fyrirlestur um pólskan þjóðararf og birtingarmyndir hans í pólsku leikhúsi. Una Þorleifsdóttir leikstjóri sem hefur starfað í stefan Zeromski leikhúsinu kemur til okkar og segir okkur betur frá hátíðinni og menningarlegum tengslum Póllands og Íslands. Á sýningunni Fram fjörðinn, seint um haust sýnir Sigtryggur Bjarni Baldvinsson stór vatnslitaverk þar sem lífríki Héðinsfjarðar er í aðalhlutverki. Verkin eru afrakstur vinnu síðustu tveggja ára en þessi eyðifjörður á Tröllaskaga hefur verið viðfangsefni listamannsins í nær tvo áratugi. Sigtryggur lítur á vinnuna í Héðinsfirði sem tilraun til þess að hlusta á náttúruna, leita frétta og miðla mikilvægum boðskap, sem er dýrmætt lífríkið og undirliggjandi náttúruvá. Auk þess að miðla, og vera einhverskonar tengiliður á milli náttúru og áhorfanda, segist Sigtryggur vilja gera falleg verk, þó fegurðin eigi oft undir högg á sækja í samtímalist, en hann er sannfærður um að fegurðin sé varnarkerfi nátturunnar. Meira um það hér á eftir í samtali við listamanninn sem hefur fært okkur fréttir úr Héðinsfirði síðustu ár.
Í vikunni verður haldin pólsk menningarhátíð í samstarfi Þjóðleikhússins og Teatr im Stefan ?eromski leikhússins í Kielce í Póllandi sem er komið hingað til lands. Þau sýna á föstudag leiksýninguna Gróskan í grasinu á Stóra sviði Þjóðleikhússins, leikverk sem byggt er á kvikmyndinni Splendor in the glass frá 1961. En þar að auki verður á hátíðinni opin vinnustofa um aðferðir sviðslistanna sem byggðar eru á þjóðlegum pólskum arfi og menningu og einnig fyrirlestur um pólskan þjóðararf og birtingarmyndir hans í pólsku leikhúsi. Una Þorleifsdóttir leikstjóri sem hefur starfað í stefan Zeromski leikhúsinu kemur til okkar og segir okkur betur frá hátíðinni og menningarlegum tengslum Póllands og Íslands. Á sýningunni Fram fjörðinn, seint um haust sýnir Sigtryggur Bjarni Baldvinsson stór vatnslitaverk þar sem lífríki Héðinsfjarðar er í aðalhlutverki. Verkin eru afrakstur vinnu síðustu tveggja ára en þessi eyðifjörður á Tröllaskaga hefur verið viðfangsefni listamannsins í nær tvo áratugi. Sigtryggur lítur á vinnuna í Héðinsfirði sem tilraun til þess að hlusta á náttúruna, leita frétta og miðla mikilvægum boðskap, sem er dýrmætt lífríkið og undirliggjandi náttúruvá. Auk þess að miðla, og vera einhverskonar tengiliður á milli náttúru og áhorfanda, segist Sigtryggur vilja gera falleg verk, þó fegurðin eigi oft undir högg á sækja í samtímalist, en hann er sannfærður um að fegurðin sé varnarkerfi nátturunnar. Meira um það hér á eftir í samtali við listamanninn sem hefur fært okkur fréttir úr Héðinsfirði síðustu ár.
Í vikunni verður haldin pólsk menningarhátíð í samstarfi Þjóðleikhússins og Teatr im Stefan ?eromski leikhússins í Kielce í Póllandi sem er komið hingað til lands. Þau sýna á föstudag leiksýninguna Gróskan í grasinu á Stóra sviði Þjóðleikhússins, leikverk sem byggt er á kvikmyndinni Splendor in the glass frá 1961. En þar að auki verður á hátíðinni opin vinnustofa um aðferðir sviðslistanna sem byggðar eru á þjóðlegum pólskum arfi og menningu og einnig fyrirlestur um pólskan þjóðararf og birtingarmyndir hans í pólsku leikhúsi. Una Þorleifsdóttir leikstjóri sem hefur starfað í stefan Zeromski leikhúsinu kemur til okkar og segir okkur betur frá hátíðinni og menningarlegum tengslum Póllands og Íslands.
Á sýningunni Fram fjörðinn, seint um haust sýnir Sigtryggur Bjarni Baldvinsson stór vatnslitaverk þar sem lífríki Héðinsfjarðar er í aðalhlutverki. Verkin eru afrakstur vinnu síðustu tveggja ára en þessi eyðifjörður á Tröllaskaga hefur verið viðfangsefni listamannsins í nær tvo áratugi. Sigtryggur lítur á vinnuna í Héðinsfirði sem tilraun til þess að hlusta á náttúruna, leita frétta og miðla mikilvægum boðskap, sem er dýrmætt lífríkið og undirliggjandi náttúruvá. Auk þess að miðla, og vera einhverskonar tengiliður á milli náttúru og áhorfanda, segist Sigtryggur vilja gera falleg verk, þó fegurðin eigi oft undir högg á sækja í samtímalist, en hann er sannfærður um að fegurðin sé varnarkerfi nátturunnar. Meira um það hér á eftir í samtali við listamanninn sem hefur fært okkur fréttir úr Héðinsfirði síðustu ár.
6/5/2023 • 55 minutes
Fora Rósu Gísladóttur, dúkristur Ástu Sigurðardóttur
Á þessari sýningu langaði mig að leita að sjálfri mér, segir Rósa Gísladóttir sem hefur nú skapað þrjár sýningar í húsi þriggja skúlptúrista á stuttum tíma. Sýninguna Loftskurð í safni Ásmundar Sveinssonar, sýninguna Safn í safni í safni Einars Jónssonar og nú sýninguna Fora í safni Gerðar Helgadóttur, sem opnar næstkomandi laugardag, 3. júni. Fyrir þessa sýningu ákvað Rósa að leita innblásturs á ný í Róm, borginni sem heillaði hana upp úr skónum árið 1983, og þeim klassísku formum sem þar er að finna. Form sem hafa verið leiðarstef í mörgum verka hennar og sem spretta fram á torginu sem nú rís í Gerðarsafni. Við lítum inn í Gerðarsafn í þætti dagsins og ræðum við þær Rósu Gísladóttur og anna tveggja sýningarstjóra, Hallgerði Hallgrímsdóttur Dúkristur Ástu Sigurðardóttur verða til sýnis og sölu á nýrri sýningu sem opnar í Gallerí Fold á laugardag og er gerð í samstarfi við afkomendur Ástu Sigurðardóttur. Þau fengu til liðs við sig grafíklistamanninn Guðmund Ármann sem þrykkti 50 eintök af hverri mynd. Um listsköpun Ástu hefur verið mikið fjallað um í gegnum tíðina en minna hefur þó ef til vill farið fyrir myndlistarkonunni Ástu sem var afar fjölhæf listakona. Dúkristurnar birtust fyrst í smásagnasafninu Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns eru svartar í grunninn og rímar það oft vel við efni þeirra sagna sem þær styðja við sem gjarnan hafa tragíska og myrka undirtóna. Við heimsækjum Gallerí Fold í lok þáttar og ræðum um sýninguna við Iðunni Vignisdóttur sýningarstjóra og hringjum einnig í Þóri Jökul Þorsteinsson son Ástu.
6/1/2023 • 0
Fora Rósu Gísladóttur, dúkristur Ástu Sigurðardóttur
Á þessari sýningu langaði mig að leita að sjálfri mér, segir Rósa Gísladóttir sem hefur nú skapað þrjár sýningar í húsi þriggja skúlptúrista á stuttum tíma. Sýninguna Loftskurð í safni Ásmundar Sveinssonar, sýninguna Safn í safni í safni Einars Jónssonar og nú sýninguna Fora í safni Gerðar Helgadóttur, sem opnar næstkomandi laugardag, 3. júni. Fyrir þessa sýningu ákvað Rósa að leita innblásturs á ný í Róm, borginni sem heillaði hana upp úr skónum árið 1983, og þeim klassísku formum sem þar er að finna. Form sem hafa verið leiðarstef í mörgum verka hennar og sem spretta fram á torginu sem nú rís í Gerðarsafni. Við lítum inn í Gerðarsafn í þætti dagsins og ræðum við þær Rósu Gísladóttur og anna tveggja sýningarstjóra, Hallgerði Hallgrímsdóttur Dúkristur Ástu Sigurðardóttur verða til sýnis og sölu á nýrri sýningu sem opnar í Gallerí Fold á laugardag og er gerð í samstarfi við afkomendur Ástu Sigurðardóttur. Þau fengu til liðs við sig grafíklistamanninn Guðmund Ármann sem þrykkti 50 eintök af hverri mynd. Um listsköpun Ástu hefur verið mikið fjallað um í gegnum tíðina en minna hefur þó ef til vill farið fyrir myndlistarkonunni Ástu sem var afar fjölhæf listakona. Dúkristurnar birtust fyrst í smásagnasafninu Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns eru svartar í grunninn og rímar það oft vel við efni þeirra sagna sem þær styðja við sem gjarnan hafa tragíska og myrka undirtóna. Við heimsækjum Gallerí Fold í lok þáttar og ræðum um sýninguna við Iðunni Vignisdóttur sýningarstjóra og hringjum einnig í Þóri Jökul Þorsteinsson son Ástu.
6/1/2023 • 0
Fora Rósu Gísladóttur, dúkristur Ástu Sigurðardóttur
Á þessari sýningu langaði mig að leita að sjálfri mér, segir Rósa Gísladóttir sem hefur nú skapað þrjár sýningar í húsi þriggja skúlptúrista á stuttum tíma. Sýninguna Loftskurð í safni Ásmundar Sveinssonar, sýninguna Safn í safni í safni Einars Jónssonar og nú sýninguna Fora í safni Gerðar Helgadóttur, sem opnar næstkomandi laugardag, 3. júni. Fyrir þessa sýningu ákvað Rósa að leita innblásturs á ný í Róm, borginni sem heillaði hana upp úr skónum árið 1983, og þeim klassísku formum sem þar er að finna. Form sem hafa verið leiðarstef í mörgum verka hennar og sem spretta fram á torginu sem nú rís í Gerðarsafni. Við lítum inn í Gerðarsafn í þætti dagsins og ræðum við þær Rósu Gísladóttur og anna tveggja sýningarstjóra, Hallgerði Hallgrímsdóttur
Dúkristur Ástu Sigurðardóttur verða til sýnis og sölu á nýrri sýningu sem opnar í Gallerí Fold á laugardag og er gerð í samstarfi við afkomendur Ástu Sigurðardóttur. Þau fengu til liðs við sig grafíklistamanninn Guðmund Ármann sem þrykkti 50 eintök af hverri mynd. Um listsköpun Ástu hefur verið mikið fjallað um í gegnum tíðina en minna hefur þó ef til vill farið fyrir myndlistarkonunni Ástu sem var afar fjölhæf listakona. Dúkristurnar birtust fyrst í smásagnasafninu Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns eru svartar í grunninn og rímar það oft vel við efni þeirra sagna sem þær styðja við sem gjarnan hafa tragíska og myrka undirtóna. Við heimsækjum Gallerí Fold í lok þáttar og ræðum um sýninguna við Iðunni Vignisdóttur sýningarstjóra og hringjum einnig í Þóri Jökul Þorsteinsson son Ástu.
6/1/2023 • 55 minutes
Svipmynd af Lilju Sigurðardóttur, Kramp
Lilja Sigurðardóttir glæpasagnahöfundur er nýr bæjarlistarmaður Kópavogs. Hún hefur þó ekki alltaf búið þar í bæ. Lilja var aðeins fimm ára þegar hún flutti lagðist í heimshornaflakk með fjölskyldu sinni. Þau bjuggu í Svíþjóð, Mexíkó og á Spáni auk þess að ferðast um fleiri lönd, en komu alltaf reglulega til Íslands. Planið var alls ekkert að verða rithöfundur en handritasamkeppni Bjarts árið 2009 varð til þess að hún skrifaði sína fyrstu bók, Sporið. Lilja verður gestur okkar í Svipmynd vikunnar. Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í Kramp eftir chileska rithöfundinn Mariu Jose Ferrada, sem kom nýverið út hjá Angústúru í þýðingu Jóns Halls Stefánssonar.
5/31/2023 • 0
Svipmynd af Lilju Sigurðardóttur, Kramp
Lilja Sigurðardóttir glæpasagnahöfundur er nýr bæjarlistarmaður Kópavogs. Hún hefur þó ekki alltaf búið þar í bæ. Lilja var aðeins fimm ára þegar hún flutti lagðist í heimshornaflakk með fjölskyldu sinni. Þau bjuggu í Svíþjóð, Mexíkó og á Spáni auk þess að ferðast um fleiri lönd, en komu alltaf reglulega til Íslands. Planið var alls ekkert að verða rithöfundur en handritasamkeppni Bjarts árið 2009 varð til þess að hún skrifaði sína fyrstu bók, Sporið. Lilja verður gestur okkar í Svipmynd vikunnar.
Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í Kramp eftir chileska rithöfundinn Mariu Jose Ferrada, sem kom nýverið út hjá Angústúru í þýðingu Jóns Halls Stefánssonar.
5/31/2023 • 55 minutes
S.W.I.M og Skuld
Tónlistarmaðurinn Gunnar Jónsson Collider gaf í gær út sína aðra breiðskífu sem kallast S.W.I.M hjá plötuútgáfunni A strangely isolated place. Þar er á ferð sveimtónlist, ambient tónlist í sex hlutum og tónlistin er enn fremur glædd lífi með vídjóverki eftir listarkonuna Örnu Beth þar sem umhverfin 6 taka á sig draumkennda mynd, ferðalag í gegnum órætt landslag. Við settumst niður með Gunnari í síðustu viku og ræddum sveimtónlist og sterk tengsl hennar við vísindaskáldskap, gervigreind og austurlenska heimspeki. Hvað kemur til að par á miðjum aldri hættir sambandi sínu og fjárhagsstöðu til þess að feta í fótspor feðranna og gerast trillusjómenn? Það er ekki beint mikið um nýliða í stétt strandveiðisjómanna en þau Rut Sigurðardóttir og Kristján Torfi Einarsson ákvaðu að láta slag standa og gera út trilluna Skuld frá Rifi á Snæfellsnesi. Kannski vegna þess að þorskurinn hefur ekki klikkað síðan þjóðin mætti á skerið, eins og Kristján Torfi benti á í spjalli okkar. Þar að auki ákvað Rut að gera heimildamynd um fyrsta ár þeirra á Skuld og afraksturinn var frumsýndur á heimildamyndahátíðinni Skjaldborg um liðna helgi þar sem hún vann hvatningarverðlaun dómnefndarinnar. Þau Rut og Kristján segja ekki nægilega vel hlúð að atvinnugreininni og hafa áhyggjur af stöðu hennar. Myndin átti í fyrstu að vera heimild um þær pólitísku vangaveltur en úr varð persónulegt ferðalag inn í heim strandveiðanna.
5/30/2023 • 0
S.W.I.M og Skuld
Tónlistarmaðurinn Gunnar Jónsson Collider gaf í gær út sína aðra breiðskífu sem kallast S.W.I.M hjá plötuútgáfunni A strangely isolated place. Þar er á ferð sveimtónlist, ambient tónlist í sex hlutum og tónlistin er enn fremur glædd lífi með vídjóverki eftir listarkonuna Örnu Beth þar sem umhverfin 6 taka á sig draumkennda mynd, ferðalag í gegnum órætt landslag. Við settumst niður með Gunnari í síðustu viku og ræddum sveimtónlist og sterk tengsl hennar við vísindaskáldskap, gervigreind og austurlenska heimspeki. Hvað kemur til að par á miðjum aldri hættir sambandi sínu og fjárhagsstöðu til þess að feta í fótspor feðranna og gerast trillusjómenn? Það er ekki beint mikið um nýliða í stétt strandveiðisjómanna en þau Rut Sigurðardóttir og Kristján Torfi Einarsson ákvaðu að láta slag standa og gera út trilluna Skuld frá Rifi á Snæfellsnesi. Kannski vegna þess að þorskurinn hefur ekki klikkað síðan þjóðin mætti á skerið, eins og Kristján Torfi benti á í spjalli okkar. Þar að auki ákvað Rut að gera heimildamynd um fyrsta ár þeirra á Skuld og afraksturinn var frumsýndur á heimildamyndahátíðinni Skjaldborg um liðna helgi þar sem hún vann hvatningarverðlaun dómnefndarinnar. Þau Rut og Kristján segja ekki nægilega vel hlúð að atvinnugreininni og hafa áhyggjur af stöðu hennar. Myndin átti í fyrstu að vera heimild um þær pólitísku vangaveltur en úr varð persónulegt ferðalag inn í heim strandveiðanna.
5/30/2023 • 0
S.W.I.M og Skuld
Tónlistarmaðurinn Gunnar Jónsson Collider gaf í gær út sína aðra breiðskífu sem kallast S.W.I.M hjá plötuútgáfunni A strangely isolated place. Þar er á ferð sveimtónlist, ambient tónlist í sex hlutum og tónlistin er enn fremur glædd lífi með vídjóverki eftir listarkonuna Örnu Beth þar sem umhverfin 6 taka á sig draumkennda mynd, ferðalag í gegnum órætt landslag. Við settumst niður með Gunnari í síðustu viku og ræddum sveimtónlist og sterk tengsl hennar við vísindaskáldskap, gervigreind og austurlenska heimspeki.
Hvað kemur til að par á miðjum aldri hættir sambandi sínu og fjárhagsstöðu til þess að feta í fótspor feðranna og gerast trillusjómenn? Það er ekki beint mikið um nýliða í stétt strandveiðisjómanna en þau Rut Sigurðardóttir og Kristján Torfi Einarsson ákvaðu að láta slag standa og gera út trilluna Skuld frá Rifi á Snæfellsnesi.
Kannski vegna þess að þorskurinn hefur ekki klikkað síðan þjóðin mætti á skerið, eins og Kristján Torfi benti á í spjalli okkar. Þar að auki ákvað Rut að gera heimildamynd um fyrsta ár þeirra á Skuld og afraksturinn var frumsýndur á heimildamyndahátíðinni Skjaldborg um liðna helgi þar sem hún vann hvatningarverðlaun dómnefndarinnar.
Þau Rut og Kristján segja ekki nægilega vel hlúð að atvinnugreininni og hafa áhyggjur af stöðu hennar. Myndin átti í fyrstu að vera heimild um þær pólitísku vangaveltur en úr varð persónulegt ferðalag inn í heim strandveiðanna.
5/30/2023 • 52 minutes, 34 seconds
Arthur Lee og Love, Ungi einleikarar og alþjóðlegu Booker verðlaunin
Búlgarski rithöfundurinn og ljóðskáldið Georgi Gospodinov hlaut í vikunni alþjóðlegu Booker verðlaunin fyrir sína fjórðu skáldsögu, Time Shelter í þýðingu Angela Rodel. Þetta er í fyrsta sinn sem bók skrifuð á búlgörsku hlýtur þessa virtu viðurkenningu og annað árið í röð sem verðlaunin fara til bókar sem skrifuð er á tungumáli sem ekki hefur hlotið Bookerinn áður. Á hverju ári fer fram keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Keppnin er opin nemendum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja, og fá þeir hlutskörpustu að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Eldborg. Stjórnandi að þessu sinni er Nathanae?l Iselin staðarhljómsveitarstjóri SÍ og einleikarar og einsöngvarar sem koma fram eru þau Ólafur Freyr Birkisson, söngvari, Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir, söngkona, Þórhildur Magnúsdóttir, víóluleikari, Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir söngkona. Teitur Magnússon fer með okkur í ferðalag um tónlistarferil Arthurs Lee forsprakka hljómsveitarinnar Love, sérstakur karakter í tónlistarsögunni sem hafði gífurleg áhrif. Jimi Hendrix apaði fatastílinn eftir honum og Jim Morrison og The Doors vildu vera eins og Love. Arthur var líka stjórnsamur og á tímum erfiður - glímdi við geðsveiflur og fíkn sem ollu því að hann var dæmdur í fangelsi. ?Áhrifamikill sjarmör ? glataður snillingur,? segir Teitur og við heyrum allt um það í lok þáttar.
5/25/2023 • 0
Arthur Lee og Love, Ungi einleikarar og alþjóðlegu Booker verðlaunin
Búlgarski rithöfundurinn og ljóðskáldið Georgi Gospodinov hlaut í vikunni alþjóðlegu Booker verðlaunin fyrir sína fjórðu skáldsögu, Time Shelter í þýðingu Angela Rodel. Þetta er í fyrsta sinn sem bók skrifuð á búlgörsku hlýtur þessa virtu viðurkenningu og annað árið í röð sem verðlaunin fara til bókar sem skrifuð er á tungumáli sem ekki hefur hlotið Bookerinn áður.
Á hverju ári fer fram keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Keppnin er opin nemendum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja, og fá þeir hlutskörpustu að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Eldborg. Stjórnandi að þessu sinni er Nathanae?l Iselin staðarhljómsveitarstjóri SÍ og einleikarar og einsöngvarar sem koma fram eru þau Ólafur Freyr Birkisson, söngvari, Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir, söngkona, Þórhildur Magnúsdóttir, víóluleikari, Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir söngkona.
Teitur Magnússon fer með okkur í ferðalag um tónlistarferil Arthurs Lee forsprakka hljómsveitarinnar Love, sérstakur karakter í tónlistarsögunni sem hafði gífurleg áhrif. Jimi Hendrix apaði fatastílinn eftir honum og Jim Morrison og The Doors vildu vera eins og Love. Arthur var líka stjórnsamur og á tímum erfiður - glímdi við geðsveiflur og fíkn sem ollu því að hann var dæmdur í fangelsi. ?Áhrifamikill sjarmör ? glataður snillingur,? segir Teitur og við heyrum allt um það í lok þáttar.
5/25/2023 • 55 minutes
Sigurður Guðjónsson á Hjalteyri, Manfreð í Smiðshúsi og Lónið
Myndlistarmaðurinn Sigurður Guðjónsson er hvað þekktastur fyrir tímatengd verk sem rannsaka manngerðar vélar og tækniminjar. Um liðna helgi opnaði hann sýninguna ?Leiðni leiðir? í Verksmiðjunni á Hjalteyri um liðna helgi, en þar hefur hann umbreytt 2000 fermetra verksmiðjurými í fjölskynjunarverk hreyfingar og hljóðs. Þetta er verk sem leikur með tíma og orku, en Sigurður vinnur út frá miðju hússins lóðrétt upp og niður þrjár hæðir og hugsar sýninguna sem einn stóran skúlptúr samofin byggingunni sjálfri. Síðast þegar við hittum Sigurð hér í Víðsjá var hann á leiðinni til Feneyja til að vera þar fulltrúi Íslands á Tvíæringnum, að þessu sinni er það Gígja Hólmgeirsdóttir sem hittir Sigurð á Hjalteyri í skjóli frá hávaðaroki innan veggja gömlu verksmiðjunnar á Hjalteyri. Leiksýningin Lónið, eftir Magnús Thorlacius, sem sýnd er um þessar mundir í Tjarnarbíó, tekur fyrir eymd mannlegrar tilveru á tímum síðkapítalískra drauma, eins og segir í leikskrá. Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í verkið í þætti dagsins. Einnig ætlum við að rifja upp, af engu sérstöku tilefni, heimsókn sem Víðsjá átti fyrir fimm árum síðan inn í eitt fegursta hús landsins, Smiðshús á Álftanesi. Tilefni heimsóknarinnar var níræðisafmæli höfundar hússins og ábúanda þess, arkitektsins Manfreðs Vilhjálmssonar. Manfreð er einn af okkar allra bestu arkitektum, hefur hannað þekkt hús og minna þekkt hús, jafnt heimili sem og kirkjur, skóla og bókasöfn. Einnig hefur hann hannað húsgögn, leikföng og innréttingar. Hann hlaut heiðursviðurkenningu Arkitektafélags Íslands 2019. Við heyrum í Manfreð í þætti dagsins.
5/24/2023 • 0
Sigurður Guðjónsson á Hjalteyri, Manfreð í Smiðshúsi og Lónið
Myndlistarmaðurinn Sigurður Guðjónsson er hvað þekktastur fyrir tímatengd verk sem rannsaka manngerðar vélar og tækniminjar. Um liðna helgi opnaði hann sýninguna ?Leiðni leiðir? í Verksmiðjunni á Hjalteyri um liðna helgi, en þar hefur hann umbreytt 2000 fermetra verksmiðjurými í fjölskynjunarverk hreyfingar og hljóðs. Þetta er verk sem leikur með tíma og orku, en Sigurður vinnur út frá miðju hússins lóðrétt upp og niður þrjár hæðir og hugsar sýninguna sem einn stóran skúlptúr samofin byggingunni sjálfri. Síðast þegar við hittum Sigurð hér í Víðsjá var hann á leiðinni til Feneyja til að vera þar fulltrúi Íslands á Tvíæringnum, að þessu sinni er það Gígja Hólmgeirsdóttir sem hittir Sigurð á Hjalteyri í skjóli frá hávaðaroki innan veggja gömlu verksmiðjunnar á Hjalteyri. Leiksýningin Lónið, eftir Magnús Thorlacius, sem sýnd er um þessar mundir í Tjarnarbíó, tekur fyrir eymd mannlegrar tilveru á tímum síðkapítalískra drauma, eins og segir í leikskrá. Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í verkið í þætti dagsins. Einnig ætlum við að rifja upp, af engu sérstöku tilefni, heimsókn sem Víðsjá átti fyrir fimm árum síðan inn í eitt fegursta hús landsins, Smiðshús á Álftanesi. Tilefni heimsóknarinnar var níræðisafmæli höfundar hússins og ábúanda þess, arkitektsins Manfreðs Vilhjálmssonar. Manfreð er einn af okkar allra bestu arkitektum, hefur hannað þekkt hús og minna þekkt hús, jafnt heimili sem og kirkjur, skóla og bókasöfn. Einnig hefur hann hannað húsgögn, leikföng og innréttingar. Hann hlaut heiðursviðurkenningu Arkitektafélags Íslands 2019. Við heyrum í Manfreð í þætti dagsins.
5/24/2023 • 0
Sigurður Guðjónsson á Hjalteyri, Manfreð í Smiðshúsi og Lónið
Myndlistarmaðurinn Sigurður Guðjónsson er hvað þekktastur fyrir tímatengd verk sem rannsaka manngerðar vélar og tækniminjar. Um liðna helgi opnaði hann sýninguna ?Leiðni leiðir? í Verksmiðjunni á Hjalteyri um liðna helgi, en þar hefur hann umbreytt 2000 fermetra verksmiðjurými í fjölskynjunarverk hreyfingar og hljóðs. Þetta er verk sem leikur með tíma og orku, en Sigurður vinnur út frá miðju hússins lóðrétt upp og niður þrjár hæðir og hugsar sýninguna sem einn stóran skúlptúr samofin byggingunni sjálfri. Síðast þegar við hittum Sigurð hér í Víðsjá var hann á leiðinni til Feneyja til að vera þar fulltrúi Íslands á Tvíæringnum, að þessu sinni er það Gígja Hólmgeirsdóttir sem hittir Sigurð á Hjalteyri í skjóli frá hávaðaroki innan veggja gömlu verksmiðjunnar á Hjalteyri.
Leiksýningin Lónið, eftir Magnús Thorlacius, sem sýnd er um þessar mundir í Tjarnarbíó, tekur fyrir eymd mannlegrar tilveru á tímum síðkapítalískra drauma, eins og segir í leikskrá. Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í verkið í þætti dagsins.
Einnig ætlum við að rifja upp, af engu sérstöku tilefni, heimsókn sem Víðsjá átti fyrir fimm árum síðan inn í eitt fegursta hús landsins, Smiðshús á Álftanesi. Tilefni heimsóknarinnar var níræðisafmæli höfundar hússins og ábúanda þess, arkitektsins Manfreðs Vilhjálmssonar. Manfreð er einn af okkar allra bestu arkitektum, hefur hannað þekkt hús og minna þekkt hús, jafnt heimili sem og kirkjur, skóla og bókasöfn. Einnig hefur hann hannað húsgögn, leikföng og innréttingar. Hann hlaut heiðursviðurkenningu Arkitektafélags Íslands 2019. Við heyrum í Manfreð í þætti dagsins.
5/24/2023 • 55 minutes
Svipmynd af hljómsveitarstjóra
Bjarni Frímann Bjarnason hljómsveitarstjóri, píanóleikari og tónlistarmaður hefur unnið að ansi fjölbreyttum verkefnum í gegnum tíðina. Hann stundaði fiðlunám sem ungur drengur en en lauk síðan víóluleik frá Listaháskóla Íslands. Í framhaldinu stundaði hann síðan nám í hljómsveitarstjórn við Hanns Eisler-tónlistarháskólann í Berlín. Bjarni hefur komið fram víða um heim, bæði sem strengja- og hljómborðsleikari og stjórnað flestum hljómsveitum á Íslandi við ýmis tækifæri, til dæmis stjórnað sinfóníuhljómsveit Íslands og verkefnum hjá íslensku óperunni. Þá hefur hann samið tónlist fyrir leikhús og kvikmyndir bæði hérlendis og erlendis. Hann gegndi embætti tónlistarstjóra íslensku óperunnar frá 2017. Þá tók hann við stöðu staðarhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2019. Síðan þá hefur hann einnig m.a. starfað sem hljómsveitarstjóri í verkefnum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og nýverið hefur hann ferðast með Björk sem hljómsveitarstjóri á tónleikaferðalaginu Cornucopia. Og nú er hann búinn að taka við stjórn Mótettukórsins.
5/23/2023 • 0
Svipmynd af hljómsveitarstjóra
Bjarni Frímann Bjarnason hljómsveitarstjóri, píanóleikari og tónlistarmaður hefur unnið að ansi fjölbreyttum verkefnum í gegnum tíðina. Hann stundaði fiðlunám sem ungur drengur en en lauk síðan víóluleik frá Listaháskóla Íslands. Í framhaldinu stundaði hann síðan nám í hljómsveitarstjórn við Hanns Eisler-tónlistarháskólann í Berlín.
Bjarni hefur komið fram víða um heim, bæði sem strengja- og hljómborðsleikari og stjórnað flestum hljómsveitum á Íslandi við ýmis tækifæri, til dæmis stjórnað sinfóníuhljómsveit Íslands og verkefnum hjá íslensku óperunni. Þá hefur hann samið tónlist fyrir leikhús og kvikmyndir bæði hérlendis og erlendis.
Hann gegndi embætti tónlistarstjóra íslensku óperunnar frá 2017. Þá tók hann við stöðu staðarhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2019. Síðan þá hefur hann einnig m.a. starfað sem hljómsveitarstjóri í verkefnum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og nýverið hefur hann ferðast með Björk sem hljómsveitarstjóri á tónleikaferðalaginu Cornucopia. Og nú er hann búinn að taka við stjórn Mótettukórsins.
5/23/2023 • 55 minutes
Súrrealisminn
V íðsjá rifjar í dag upp þátt frá árinu 2010 um súrrealismann. Aðalviðmælandi í þættinum er Benedikt Hjartarson bókmenntafræðingur.
5/22/2023 • 0
Súrrealisminn
Víðsjá rifjar í dag upp þátt frá árinu 2010 um súrrealismann. Aðalviðmælandi í þættinum er Benedikt Hjartarson bókmenntafræðingur.
5/22/2023 • 0
Súrrealisminn
Víðsjá rifjar í dag upp þátt frá árinu 2010 um súrrealismann. Aðalviðmælandi í þættinum er Benedikt Hjartarson bókmenntafræðingur.
5/22/2023 • 55 minutes
Korda samfónía, Melanie Ubaldo, Mótettukórinn
Vestræn klassísk tónlist er ekki miðdepill alls, segir Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths sem stýrir stórsveitinni Kordu Samfóníu. Korda samfónía er sennilega ein óvenjulegasta hljómsveit landsins því hana skipa bæði lfagfólk úr tónlist og fólk sem orðið hefur fyrir hverskyns áföllum og sem er í endurhæfingarferli. Sveitin byggir á stórsveit sem Sigrún setti saman í London fyrir rúmum 10 árum, þar sem helmingur hljómsveitarmeðlima eru nemendur við Guildhall listaháskólann þar sem Sigrún kennir, og hinn helmingurinn er heimilislaust fólk. Við ræðum við Sigrúnu í þætti dagsins, og einnig Ásu Dýradóttur, sem heldur utan um verkefnið undir formerkjum Tónlistarborgarinnar. Myndlistarkonan Melanie Ubaldo er búinn að þekkja veggina í Ásmundarsal með miklum samsaum, strigaefni í óreglulegum bútum sem ýmist er málað litríkum litum eða snúið við og saumað saman. Þarna er á ferðinni málverksinnsetning sem er eitthvað á annað hundrað fermetra, ef út í það er farið. Melanie er þarna undir áhrifum frá tuskum sem saumðar eru á heimaslóðum hennar, m.a. af móður hennar og vinkonum hennar í Filipseyjum. Við heyrum af tuskusaumi sem er innblástur sýningar Melanie í Ásmundarsal. Einnig heyrum við í tónlistarmanninum og hljómsveitarstjóranum Bjarna Frímanni Bjarnasyni, sem hefur mörg járn í eldinum þessa dagana. Meðal þeirra er stjórn Mótettukórsins sem heldur vortónleika á morgun.
5/17/2023 • 0
Korda samfónía, Melanie Ubaldo, Mótettukórinn
Vestræn klassísk tónlist er ekki miðdepill alls, segir Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths sem stýrir stórsveitinni Kordu Samfóníu. Korda samfónía er sennilega ein óvenjulegasta hljómsveit landsins því hana skipa bæði lfagfólk úr tónlist og fólk sem orðið hefur fyrir hverskyns áföllum og sem er í endurhæfingarferli. Sveitin byggir á stórsveit sem Sigrún setti saman í London fyrir rúmum 10 árum, þar sem helmingur hljómsveitarmeðlima eru nemendur við Guildhall listaháskólann þar sem Sigrún kennir, og hinn helmingurinn er heimilislaust fólk. Við ræðum við Sigrúnu í þætti dagsins, og einnig Ásu Dýradóttur, sem heldur utan um verkefnið undir formerkjum Tónlistarborgarinnar.
Myndlistarkonan Melanie Ubaldo er búinn að þekkja veggina í Ásmundarsal með miklum samsaum, strigaefni í óreglulegum bútum sem ýmist er málað litríkum litum eða snúið við og saumað saman. Þarna er á ferðinni málverksinnsetning sem er eitthvað á annað hundrað fermetra, ef út í það er farið. Melanie er þarna undir áhrifum frá tuskum sem saumðar eru á heimaslóðum hennar, m.a. af móður hennar og vinkonum hennar í Filipseyjum. Við heyrum af tuskusaumi sem er innblástur sýningar Melanie í Ásmundarsal.
Einnig heyrum við í tónlistarmanninum og hljómsveitarstjóranum Bjarna Frímanni Bjarnasyni, sem hefur mörg járn í eldinum þessa dagana. Meðal þeirra er stjórn Mótettukórsins sem heldur vortónleika á morgun.
5/17/2023 • 52 minutes, 25 seconds
Sunna Gunnlaugsdóttir, Snorri Ásmundsson
Becoming kallast ný plata jazzpíanistans Sunnu Gunnlaugsdóttur. Platan hefur vakið athygli í jazzheiminum enda tríó Sunnu með tryggan hlustendahóp eftir 20 ár í bransanum. Sunna segir þau spila evrópskan samtímajazz, sem einkennist af bandaríksum rótum og norrænni lýrík. Við ræðum við Sunnu í þætti dagsins, um ferðalög í músík og músíkina í ferðalögum, skapandi ferli og sambandið við hlustendur, svo eitthvað sé nefnt. Við hittum líka forsetaframbjóðandann, sjáfstæðismanninn, gúruinn, kattaframbjóðandann, prestinn og besta pínóleikara Evrópu, þ.e.a.s. Snorra Ásmundsson myndlistarmann en sýningin Boðflenna - yfirlitssýning á verkum Snorra - verður opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar á morgun. Við rúllum í Reykjanesbæ og hittum Snorra í safninu í þætti dagsins.
5/16/2023 • 0
Sunna Gunnlaugsdóttir, Snorri Ásmundsson
Becoming kallast ný plata jazzpíanistans Sunnu Gunnlaugsdóttur. Platan hefur vakið athygli í jazzheiminum enda tríó Sunnu með tryggan hlustendahóp eftir 20 ár í bransanum. Sunna segir þau spila evrópskan samtímajazz, sem einkennist af bandaríksum rótum og norrænni lýrík. Við ræðum við Sunnu í þætti dagsins, um ferðalög í músík og músíkina í ferðalögum, skapandi ferli og sambandið við hlustendur, svo eitthvað sé nefnt. Við hittum líka forsetaframbjóðandann, sjáfstæðismanninn, gúruinn, kattaframbjóðandann, prestinn og besta pínóleikara Evrópu, þ.e.a.s. Snorra Ásmundsson myndlistarmann en sýningin Boðflenna - yfirlitssýning á verkum Snorra - verður opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar á morgun. Við rúllum í Reykjanesbæ og hittum Snorra í safninu í þætti dagsins.
5/16/2023 • 0
Sunna Gunnlaugsdóttir, Snorri Ásmundsson
Becoming kallast ný plata jazzpíanistans Sunnu Gunnlaugsdóttur. Platan hefur vakið athygli í jazzheiminum enda tríó Sunnu með tryggan hlustendahóp eftir 20 ár í bransanum. Sunna segir þau spila evrópskan samtímajazz, sem einkennist af bandaríksum rótum og norrænni lýrík. Við ræðum við Sunnu í þætti dagsins, um ferðalög í músík og músíkina í ferðalögum, skapandi ferli og sambandið við hlustendur, svo eitthvað sé nefnt.
Við hittum líka forsetaframbjóðandann, sjáfstæðismanninn, gúruinn, kattaframbjóðandann, prestinn og besta pínóleikara Evrópu, þ.e.a.s. Snorra Ásmundsson myndlistarmann en sýningin Boðflenna - yfirlitssýning á verkum Snorra - verður opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar á morgun. Við rúllum í Reykjanesbæ og hittum Snorra í safninu í þætti dagsins.
5/16/2023 • 55 minutes
Matthew Barney, Úlfur Eldjárn, Ísak Harðarson
Úlfur Eldjárn gaf út nýtt lag í síðustu viku og von er á plötu á næstunni. Lagið ber nafnið Continuum, og gefur forsmekk að því sem koma skal í nýrri plötu, Það er samið fyrir píanó og rafrænan hljóðheim sem er að mestu búinn til úr píanóhljóðum. Úlfur mun setjast við flygilinn í Hannesarholti á miðvikudag og flytja tónlist af væntanlegri plötu, með aðstoð tölvu, hljóðgervla og hljóðfetla og tveggja hljóðfæraleikara. Við setjumst niður með Úlfi í þætti dagsins og fáum að heyra af þessari nýju tónlist. Við könnum líka hvað bandaríski myndlistarmaðurinn Matthew Barney er að bardúsa þessa dagana. Á dögunum opnaði hann sýningu á nýju fimm rása myndbandsverki á vinnustofu sinni, eða öllu heldur í heilmiklu iðnaðarhúsnæði sínu, á Long Island við New York. Verkið hefur með frægt atvik úr bandaríska fótboltanum að gera, alvarlega tæklingu sem er orðin 45 ára og Barney tekur til skoðunar í nýju verki sem hann kallar Secondary. Við heyrum nánar af grófri tæklingu í Víðsjá dagsins. En við ætlum að hefja þáttinn á því að minnast Ísaks Harðarsonar, sem lést fyrir aldur fram síðastliðinn föstudag, þann 12.maí.
5/15/2023 • 0
Matthew Barney, Úlfur Eldjárn, Ísak Harðarson
Úlfur Eldjárn gaf út nýtt lag í síðustu viku og von er á plötu á næstunni. Lagið ber nafnið Continuum, og gefur forsmekk að því sem koma skal í nýrri plötu,
Það er samið fyrir píanó og rafrænan hljóðheim sem er að mestu búinn til úr píanóhljóðum. Úlfur mun setjast við flygilinn í Hannesarholti á miðvikudag og flytja tónlist af væntanlegri plötu, með aðstoð tölvu, hljóðgervla og hljóðfetla og tveggja hljóðfæraleikara. Við setjumst niður með Úlfi í þætti dagsins og fáum að heyra af þessari nýju tónlist.
Við könnum líka hvað bandaríski myndlistarmaðurinn Matthew Barney er að bardúsa þessa dagana. Á dögunum opnaði hann sýningu á nýju fimm rása myndbandsverki á vinnustofu sinni, eða öllu heldur í heilmiklu iðnaðarhúsnæði sínu, á Long Island við New York. Verkið hefur með frægt atvik úr bandaríska fótboltanum að gera, alvarlega tæklingu sem er orðin 45 ára og Barney tekur til skoðunar í nýju verki sem hann kallar Secondary. Við heyrum nánar af grófri tæklingu í Víðsjá dagsins.
En við ætlum að hefja þáttinn á því að minnast Ísaks Harðarsonar, sem lést fyrir aldur fram síðastliðinn föstudag, þann 12.maí.
5/15/2023 • 55 minutes
Safnasafnið, Jenný Karlsdóttir, Nýjar raddir
Það er alltaf ánægjuefni þegar Safnasafnið á Svalbarðsströnd opnar dyr sínar í sumarbyrjun. Í blíðskaparveðri um liðna helgi tóku stofnendur safnsins, Níels Hafstein og Magnhildur Sigurðardóttir, ásamt stjórn safnins, á móti fjölda fólks þegar sýningar þessa árs voru opnaðar með pompi og prakt. Í þessu höfuðsafni íslenskrar alþýðulistar er nú enn eitt sumarið hægt að sjá fjölbreyttar sýningar ólíkra listamanna í ævintýralegu umhverfi. Við sláum á þráðinn norður í þætti dagsins og fáum Níels til að segja okkur frá sýningum ársins. Einnig heyrum við í einum þeirra listamanna sem sýna þetta árið í safninu. Jenný Karlsdóttur. Jenný er annáluð handverskona sem hefur auk þess að skapa sín eigin listaverk safnað að sér stóru textílverkasafni í gegnum tíðina. Hún ánafnaði Safnasafninu nýverið allt safnið og mun þessi gjöf hennar verða kynnt á næstu árum með röð sýninga og fyrirlestrum. Fyrsta sýningin opnaði um liðna helgi, en hún samanstendur af faldbúningi efitr Jenný úr jurstlituðu garni, og puntuhandklæðum, en það er gripur sem húsfreyjur saumuðu út til heimilisprýði og hengdu upp í eldhúsi til að hylja óhrein viskustykki. Í dag er tilkynnt um það hver bar sigur úr bítum í handritakeppni Forlagsins, Nýjar raddir, þetta árið. ?Hér er ekkert sem sýnist,? segir aftan á kápu bókarinnar sem kemur út í dag. ?Undir hversdagslegu yfirborði leynist eitthvað annað; fólk er í áskrift að öðru lífi, á sér skyndilega tvífara og draumar rætast eða verða að engu. Andrúmsloftið er dularfullt og mörkin á milli veruleika og ímyndunar oft óljós.? Þetta er dularfullt smásagnasafn sem við ætlum að afhjúpa nánar hér síðar í þættinum og ræða við höfundinn. Þar bera á góma áhrif frá Stephen King, Franz Kafka, andvökunætur og undarlegar martraðir.
5/11/2023 • 0
Safnasafnið, Jenný Karlsdóttir, Nýjar raddir
Það er alltaf ánægjuefni þegar Safnasafnið á Svalbarðsströnd opnar dyr sínar í sumarbyrjun. Í blíðskaparveðri um liðna helgi tóku stofnendur safnsins, Níels Hafstein og Magnhildur Sigurðardóttir, ásamt stjórn safnins, á móti fjölda fólks þegar sýningar þessa árs voru opnaðar með pompi og prakt. Í þessu höfuðsafni íslenskrar alþýðulistar er nú enn eitt sumarið hægt að sjá fjölbreyttar sýningar ólíkra listamanna í ævintýralegu umhverfi. Við sláum á þráðinn norður í þætti dagsins og fáum Níels til að segja okkur frá sýningum ársins.
Einnig heyrum við í einum þeirra listamanna sem sýna þetta árið í safninu. Jenný Karlsdóttur. Jenný er annáluð handverskona sem hefur auk þess að skapa sín eigin listaverk safnað að sér stóru textílverkasafni í gegnum tíðina. Hún ánafnaði Safnasafninu nýverið allt safnið og mun þessi gjöf hennar verða kynnt á næstu árum með röð sýninga og fyrirlestrum. Fyrsta sýningin opnaði um liðna helgi, en hún samanstendur af faldbúningi efitr Jenný úr jurstlituðu garni, og puntuhandklæðum, en það er gripur sem húsfreyjur saumuðu út til heimilisprýði og hengdu upp í eldhúsi til að hylja óhrein viskustykki.
Í dag er tilkynnt um það hver bar sigur úr bítum í handritakeppni Forlagsins, Nýjar raddir, þetta árið. ?Hér er ekkert sem sýnist,? segir aftan á kápu bókarinnar sem kemur út í dag. ?Undir hversdagslegu yfirborði leynist eitthvað annað; fólk er í áskrift að öðru lífi, á sér skyndilega tvífara og draumar rætast eða verða að engu. Andrúmsloftið er dularfullt og mörkin á milli veruleika og ímyndunar oft óljós.? Þetta er dularfullt smásagnasafn sem við ætlum að afhjúpa nánar hér síðar í þættinum og ræða við höfundinn. Þar bera á góma áhrif frá Stephen King, Franz Kafka, andvökunætur og undarlegar martraðir.
5/11/2023 • 55 minutes
Svipmynd af hönnuði, Þú
Búi Bjarmar Aðalsteinsson vöruhönnuður er gestur okkar í svipmynd dagsins. Búi hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir frumkvöðlastörf, meðal annars fyrir mat framleiddan úr afgöngum og skordýrum. Hann rekur hönnunarstofuna Grallaragerðina ehf, starfar sem stafrænn leiðtogi hjá Reykjavíkurborg, og hefur kennt við Listaháskólann. Hann nam sálfræði við Háskóla Íslands áður en hann fór í hönnunarnám við Listaháskóla Íslands og stundaði síðar nám í Eindoven Hollandi í samfélagsmiðaðri hönnun. Við ætlum að kynnast Búa betur í þætti dagsins, fá að heyra af starfi hönnuðarins og hverjar áherslurnar eru í heimi hönnunar í dag. Hvað gera hönnuðir annnað en að búa til hluti og hvað þýðir að hanna viðmót, upplifanir og ferla? En áður en Búi Bjarmar sest niður í hljóðstofu skulum við snúa okkur að bókmenntunum. VIð hefjum þáttinn á rýni í nýja ljóðabók. Gréta Sigríður Einarsdóttir hefur verið að lesa bók Höllu Gunnarsdóttur, sem heitir Þú og þar sem hún yrkir um fæðingu og fyrstu tilfinningaþrungnu vikurnar í lífi móður og barns.
5/10/2023 • 0
Svipmynd af hönnuði, Þú
Búi Bjarmar Aðalsteinsson vöruhönnuður er gestur okkar í svipmynd dagsins. Búi hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir frumkvöðlastörf, meðal annars fyrir mat framleiddan úr afgöngum og skordýrum. Hann rekur hönnunarstofuna Grallaragerðina ehf, starfar sem stafrænn leiðtogi hjá Reykjavíkurborg, og hefur kennt við Listaháskólann. Hann nam sálfræði við Háskóla Íslands áður en hann fór í hönnunarnám við Listaháskóla Íslands og stundaði síðar nám í Eindoven Hollandi í samfélagsmiðaðri hönnun. Við ætlum að kynnast Búa betur í þætti dagsins, fá að heyra af starfi hönnuðarins og hverjar áherslurnar eru í heimi hönnunar í dag. Hvað gera hönnuðir annnað en að búa til hluti og hvað þýðir að hanna viðmót, upplifanir og ferla? En áður en Búi Bjarmar sest niður í hljóðstofu skulum við snúa okkur að bókmenntunum. VIð hefjum þáttinn á rýni í nýja ljóðabók. Gréta Sigríður Einarsdóttir hefur verið að lesa bók Höllu Gunnarsdóttur, sem heitir Þú og þar sem hún yrkir um fæðingu og fyrstu tilfinningaþrungnu vikurnar í lífi móður og barns.
5/10/2023 • 0
Svipmynd af hönnuði, Þú
Búi Bjarmar Aðalsteinsson vöruhönnuður er gestur okkar í svipmynd dagsins. Búi hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir frumkvöðlastörf, meðal annars fyrir mat framleiddan úr afgöngum og skordýrum. Hann rekur hönnunarstofuna Grallaragerðina ehf, starfar sem stafrænn leiðtogi hjá Reykjavíkurborg, og hefur kennt við Listaháskólann. Hann nam sálfræði við Háskóla Íslands áður en hann fór í hönnunarnám við Listaháskóla Íslands og stundaði síðar nám í Eindoven Hollandi í samfélagsmiðaðri hönnun. Við ætlum að kynnast Búa betur í þætti dagsins, fá að heyra af starfi hönnuðarins og hverjar áherslurnar eru í heimi hönnunar í dag. Hvað gera hönnuðir annnað en að búa til hluti og hvað þýðir að hanna viðmót, upplifanir og ferla?
En áður en Búi Bjarmar sest niður í hljóðstofu skulum við snúa okkur að bókmenntunum. VIð hefjum þáttinn á rýni í nýja ljóðabók. Gréta Sigríður Einarsdóttir hefur verið að lesa bók Höllu Gunnarsdóttur, sem heitir Þú og þar sem hún yrkir um fæðingu og fyrstu tilfinningaþrungnu vikurnar í lífi móður og barns.
5/10/2023 • 55 minutes
Fimmtíu plöntur fyrir frið, Tónbil, Norma Tanega
Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari sýnir nýjar ljósmyndir sínar í Berg Contemporary galleríi við klapparstíg sem heitir Fimmtíu plöntur fyrir frið. Þar ljósmyndar Katrín gróður, bæði bananaplöntur og forláta kirsuberjatré sem eru friðartákn frá félögum sem tengjast Japan og voru gróðursett í Hljómskálagarðinum árið 2011. Við heimsækjum galleríið og ræðum við Katrínu í þættinum. Í Hörpu er um þessar mundir að finna sýningu á verkum sem tengja saman myndlist, tónlist og eðlisfræði. Um er að ræða prentaðar myndir eftir tónlistarmanninn Baldvin Hlynsson, en í þeim fangar hann útlit tónbilanna tólf í myndrænu formi. Hverri mynd fylgir svo texti um viðkomandi tónbil í sögulegu samhengi og fjallað er um þá tilfinningu sem tónbilið hefur þótt vekja í aldanna rás. Við ræðum við Baldvin í þætti dagsins. Einnig fáum við pistil frá Teiti Magnússyni sem hefur undanfarið fjallað um glataða snillinga hér í Víðsjá. Að þessu sinni segir Teitur okkur frá fjöllistakonunni Normu Tanega. Tanega fæddist árið 1939 í Kalíforníu, móðir hennar var frá Panama og faðir hennar hljómsveitarstjóri af filipseyskum ættum. Tanega átti viðburðaríka ævi, ferill hennar var rússibanareið með viðkomu í New York og Evrópu, á toppum vinsældalista og í fangi ástkonu sinnar, Dusty Springfield.
5/9/2023 • 0
Fimmtíu plöntur fyrir frið, Tónbil, Norma Tanega
Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari sýnir nýjar ljósmyndir sínar í Berg Contemporary galleríi við klapparstíg sem heitir Fimmtíu plöntur fyrir frið. Þar ljósmyndar Katrín gróður, bæði bananaplöntur og forláta kirsuberjatré sem eru friðartákn frá félögum sem tengjast Japan og voru gróðursett í Hljómskálagarðinum árið 2011. Við heimsækjum galleríið og ræðum við Katrínu í þættinum.
Í Hörpu er um þessar mundir að finna sýningu á verkum sem tengja saman myndlist, tónlist og eðlisfræði. Um er að ræða prentaðar myndir eftir tónlistarmanninn Baldvin Hlynsson, en í þeim fangar hann útlit tónbilanna tólf í myndrænu formi. Hverri mynd fylgir svo texti um viðkomandi tónbil í sögulegu samhengi og fjallað er um þá tilfinningu sem tónbilið hefur þótt vekja í aldanna rás. Við ræðum við Baldvin í þætti dagsins.
Einnig fáum við pistil frá Teiti Magnússyni sem hefur undanfarið fjallað um glataða snillinga hér í Víðsjá. Að þessu sinni segir Teitur okkur frá fjöllistakonunni Normu Tanega. Tanega fæddist árið 1939 í Kalíforníu, móðir hennar var frá Panama og faðir hennar hljómsveitarstjóri af filipseyskum ættum. Tanega átti viðburðaríka ævi, ferill hennar var rússibanareið með viðkomu í New York og Evrópu, á toppum vinsældalista og í fangi ástkonu sinnar, Dusty Springfield.
5/9/2023 • 55 minutes
Athugasemdir, Tunglóður, Jerúsalem
Ljóðverkið Tunglóður er óðs manns óður segir í kynningartexta um nýja ljóðabók, fyrstu ljóðabók Karls Ólafs Hallbjörnssonar. Karl Ólafur er heimspekimenntaður og innblásinn af skáldskap fornaldar, íslenskri náttúru og reynir gjarnan að hafa brag á ljóðunum án þess að hafa hátt eins og hann kemst sjálfur að orði. Þetta er óður til hverfulla tunglhvarfa tilfinninganna og óður til hversdagslegu fegurðarinnar sem dvelur í náttúrunni og tungumálinu. Við ræðum allt þetta betur við Karl Ólaf Hallbjörnsson í þættinum. Við erum öll með tengingu, segir listakonan Hildigunnur Birgisdóttir um fjórmenningana sem hafa undanfarin ár rekið gallerí Open við Grandagarð og listakonuna sem þar sýnir um þessar mundir; Ingibjörgu Sigurjónsdóttur. Sýning Ingibjargar, Athugasemdir, mun vera sú allra síðasta sem þetta smáa en knáa rými gefur af sér en það hefur verið starfrækt í fimm gjöful ár. Við lítum inn í Open í þætti dagsins og ræðum við þær Hildigunni og Ingibjörgu, um augnablik sem gerast, geymslurými listamanna, auðmeltanlega eilífð, listafimleika og hina örfinu línu milli listaverks og rusls. Og við fáum bókarýni í þætti dagsins. Nýverið gaf Una útgáfuhús út skáldsöguna Jerusalém eftir Gonçalo M. Tavares í þýðingu Pedro Gunnlaugs García. Gauti Kristmannsson rýnir í Jerúsalem hér um miðbik þáttar.
5/8/2023 • 0
Athugasemdir, Tunglóður, Jerúsalem
Ljóðverkið Tunglóður er óðs manns óður segir í kynningartexta um nýja ljóðabók, fyrstu ljóðabók Karls Ólafs Hallbjörnssonar. Karl Ólafur er heimspekimenntaður og innblásinn af skáldskap fornaldar, íslenskri náttúru og reynir gjarnan að hafa brag á ljóðunum án þess að hafa hátt eins og hann kemst sjálfur að orði. Þetta er óður til hverfulla tunglhvarfa tilfinninganna og óður til hversdagslegu fegurðarinnar sem dvelur í náttúrunni og tungumálinu. Við ræðum allt þetta betur við Karl Ólaf Hallbjörnsson í þættinum. Við erum öll með tengingu, segir listakonan Hildigunnur Birgisdóttir um fjórmenningana sem hafa undanfarin ár rekið gallerí Open við Grandagarð og listakonuna sem þar sýnir um þessar mundir; Ingibjörgu Sigurjónsdóttur. Sýning Ingibjargar, Athugasemdir, mun vera sú allra síðasta sem þetta smáa en knáa rými gefur af sér en það hefur verið starfrækt í fimm gjöful ár. Við lítum inn í Open í þætti dagsins og ræðum við þær Hildigunni og Ingibjörgu, um augnablik sem gerast, geymslurými listamanna, auðmeltanlega eilífð, listafimleika og hina örfinu línu milli listaverks og rusls. Og við fáum bókarýni í þætti dagsins. Nýverið gaf Una útgáfuhús út skáldsöguna Jerusalém eftir Gonçalo M. Tavares í þýðingu Pedro Gunnlaugs García. Gauti Kristmannsson rýnir í Jerúsalem hér um miðbik þáttar.
5/8/2023 • 0
Athugasemdir, Tunglóður, Jerúsalem
Ljóðverkið Tunglóður er óðs manns óður segir í kynningartexta um nýja ljóðabók, fyrstu ljóðabók Karls Ólafs Hallbjörnssonar. Karl Ólafur er heimspekimenntaður og innblásinn af skáldskap fornaldar, íslenskri náttúru og reynir gjarnan að hafa brag á ljóðunum án þess að hafa hátt eins og hann kemst sjálfur að orði. Þetta er óður til hverfulla tunglhvarfa tilfinninganna og óður til hversdagslegu fegurðarinnar sem dvelur í náttúrunni og tungumálinu. Við ræðum allt þetta betur við Karl Ólaf Hallbjörnsson í þættinum.
Við erum öll með tengingu, segir listakonan Hildigunnur Birgisdóttir um fjórmenningana sem hafa undanfarin ár rekið gallerí Open við Grandagarð og listakonuna sem þar sýnir um þessar mundir; Ingibjörgu Sigurjónsdóttur. Sýning Ingibjargar, Athugasemdir, mun vera sú allra síðasta sem þetta smáa en knáa rými gefur af sér en það hefur verið starfrækt í fimm gjöful ár. Við lítum inn í Open í þætti dagsins og ræðum við þær Hildigunni og Ingibjörgu, um augnablik sem gerast, geymslurými listamanna, auðmeltanlega eilífð, listafimleika og hina örfinu línu milli listaverks og rusls.
Og við fáum bókarýni í þætti dagsins. Nýverið gaf Una útgáfuhús út skáldsöguna Jerusalém eftir Gonçalo M. Tavares í þýðingu Pedro Gunnlaugs García. Gauti Kristmannsson rýnir í Jerúsalem hér um miðbik þáttar.
5/8/2023 • 55 minutes
útvarp verður tónverk, Fullorðið fólk og verðmæti andlegrar næringar
Sameiginleg ástríða fyrir útvarpi er kveikjan að nýju tónverki kammerhópsins Ensamble Adapter, sem frumflutt verður í Hafnarborg á sunnudag. Hópurinn, sem stofnaður var stofnaður í Berlín 2004, skapar frumsamda nútímatónlist og einblínir fyrst og fremst á samstarf og samsköpun með fjölbreyttum hópi listamanna sem koma víðsvegar að. Allt frá stofnun hópsins hefur hann frumflutt hundruði verka og komið fram á fjölda hátíða og tónleika um Evrópu. Í ár er Ensamble Adapter staðarlistahópur tónleikaraðarinnar Hljóðana í Hafnarborg. Gunnhildur Einarsdóttir hörpuleikari og einn stofnandi hópsins verður gestur okkar í dag og segir okkur frá nýja verkinu, Yunge Eylands Varpcast Netwerkið, en það er einskonar lifandi útvarpsleikhús þar sem umfjöllunarefnið er útvarp og þau áhrif sem útvarpsmiðillinn hefur haft á samfélög smærri þjóða í gegnum tíðina. Við fáum heimspekilega hugleiðingu frá Freyju Þórsdóttur. Í pistli dagsins fjallar Freyja um andlega næringu, það er að segja, áhrif þeirra verðmæta sem við sköpum fyrir hvort annað í listrænu og menningarlegu samhengi. Nóvellan Fullorðið fók, Voksne mennesker, eftir Marie Aubert kom út í Noregi árið 2019 og hlaut Ungdommens kritikerpris 2020. Bókin kom nýlega út í íslenskri þýðingu Kari Óskar Grétudóttur í bókaflokknum Sólinni frá Benedikt bókaútgáfu. Fullorðið fólk segir frá Ídu, arkítekt sem er rétt liðlega fertug, einstæð og barnslaus en þráir að eignast fjölskyldu. Ida er á leið í sumarparadís æsku sinnar, þar sem til stendur að fagna 65 ára afmæli móður hennar. Í súmarhúsinu bíður litla systir hennar, Marta, ásamt kærasta sínum og bónusbarni. Þetta er bók um útslitin fjölskyldubönd, eigingirni og afbrýgðissemi. Og í þessari stuttu nóvellu sem Kari ósk þýðandi segir minna margt á eiginleika kammerleikhússins, er heilmikill undirtexti og þemu sem tala sterkt til samtímans. Víðsjá hringdi í Kari Ósk sem búsett er í Noregi.
5/4/2023 • 0
útvarp verður tónverk, Fullorðið fólk og verðmæti andlegrar næringar
Sameiginleg ástríða fyrir útvarpi er kveikjan að nýju tónverki kammerhópsins Ensamble Adapter, sem frumflutt verður í Hafnarborg á sunnudag. Hópurinn, sem stofnaður var stofnaður í Berlín 2004, skapar frumsamda nútímatónlist og einblínir fyrst og fremst á samstarf og samsköpun með fjölbreyttum hópi listamanna sem koma víðsvegar að. Allt frá stofnun hópsins hefur hann frumflutt hundruði verka og komið fram á fjölda hátíða og tónleika um Evrópu. Í ár er Ensamble Adapter staðarlistahópur tónleikaraðarinnar Hljóðana í Hafnarborg. Gunnhildur Einarsdóttir hörpuleikari og einn stofnandi hópsins verður gestur okkar í dag og segir okkur frá nýja verkinu, Yunge Eylands Varpcast Netwerkið, en það er einskonar lifandi útvarpsleikhús þar sem umfjöllunarefnið er útvarp og þau áhrif sem útvarpsmiðillinn hefur haft á samfélög smærri þjóða í gegnum tíðina.
Við fáum heimspekilega hugleiðingu frá Freyju Þórsdóttur. Í pistli dagsins fjallar Freyja um andlega næringu, það er að segja, áhrif þeirra verðmæta sem við sköpum fyrir hvort annað í listrænu og menningarlegu samhengi.
Nóvellan Fullorðið fók, Voksne mennesker, eftir Marie Aubert kom út í Noregi árið 2019 og hlaut Ungdommens kritikerpris 2020. Bókin kom nýlega út í íslenskri þýðingu Kari Óskar Grétudóttur í bókaflokknum Sólinni frá Benedikt bókaútgáfu. Fullorðið fólk segir frá Ídu, arkítekt sem er rétt liðlega fertug, einstæð og barnslaus en þráir að eignast fjölskyldu. Ida er á leið í sumarparadís æsku sinnar, þar sem til stendur að fagna 65 ára afmæli móður hennar. Í súmarhúsinu bíður litla systir hennar, Marta, ásamt kærasta sínum og bónusbarni. Þetta er bók um útslitin fjölskyldubönd, eigingirni og afbrýgðissemi. Og í þessari stuttu nóvellu sem Kari ósk þýðandi segir minna margt á eiginleika kammerleikhússins, er heilmikill undirtexti og þemu sem tala sterkt til samtímans. Víðsjá hringdi í Kari Ósk sem búsett er í Noregi.
5/4/2023 • 55 minutes
Svipmynd af rithöfundi
Ragnheiður Gestsdóttir, rithöfundur, myndhöfundur og kennari er gestur okkar í Svipmynd dagsins. Ragnheiður hefur bæði skrifað og myndskreytt bækur fyrir börn og unglinga auk þess að vera höfundur þriggja glæpasagna. Unglingasögur hennar hafa vakið mikla athygli og hefur Ragnheiður hlotið bæði Norrænu barnabókaverðlaunin og Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir verk sín. Hún hlaut einnig Blóðdropann, íslensku glæpasagnaverðlaunin, fyrir skáldsöguna Farangur árið 2022. Þann 1. maí fagnaði hún sjötugs afmæli og gaf sama dag út sína fyrstu bók sem hvorki hefur orðin barna, unglinga eða glæpa sem forskeyti. Bókin kallast Steinninn og fjallar um konu sem fær gjöf á tímamótum í lífi sínu sem hrindir af stað atburðarrás sem umbreytir lífi hennar.
5/3/2023 • 0
Svipmynd af rithöfundi
Ragnheiður Gestsdóttir, rithöfundur, myndhöfundur og kennari er gestur okkar í Svipmynd dagsins. Ragnheiður hefur bæði skrifað og myndskreytt bækur fyrir börn og unglinga auk þess að vera höfundur þriggja glæpasagna. Unglingasögur hennar hafa vakið mikla athygli og hefur Ragnheiður hlotið bæði Norrænu barnabókaverðlaunin og Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir verk sín. Hún hlaut einnig Blóðdropann, íslensku glæpasagnaverðlaunin, fyrir skáldsöguna Farangur árið 2022. Þann 1. maí fagnaði hún sjötugs afmæli og gaf sama dag út sína fyrstu bók sem hvorki hefur orðin barna, unglinga eða glæpa sem forskeyti. Bókin kallast Steinninn og fjallar um konu sem fær gjöf á tímamótum í lífi sínu sem hrindir af stað atburðarrás sem umbreytir lífi hennar.
5/3/2023 • 0
Svipmynd af rithöfundi
Ragnheiður Gestsdóttir, rithöfundur, myndhöfundur og kennari er gestur okkar í Svipmynd dagsins. Ragnheiður hefur bæði skrifað og myndskreytt bækur fyrir börn og unglinga auk þess að vera höfundur þriggja glæpasagna. Unglingasögur hennar hafa vakið mikla athygli og hefur Ragnheiður hlotið bæði Norrænu barnabókaverðlaunin og Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir verk sín. Hún hlaut einnig Blóðdropann, íslensku glæpasagnaverðlaunin, fyrir skáldsöguna Farangur árið 2022. Þann 1. maí fagnaði hún sjötugs afmæli og gaf sama dag út sína fyrstu bók sem hvorki hefur orðin barna, unglinga eða glæpa sem forskeyti. Bókin kallast Steinninn og fjallar um konu sem fær gjöf á tímamótum í lífi sínu sem hrindir af stað atburðarrás sem umbreytir lífi hennar.
5/3/2023 • 55 minutes
Ýrúrarí, Mæður og synir og Kría
Hönnunarmars er í þann mund að hefjast. Alls eru um 100 sýningar á dagskrá hátíðar í ár og 120 viðburðir svo það er af nægu að taka fyrir alla forvitna um það sem er að gerast í heimi hönnunar, hvort sem það er í formi nytjahluta eða samtali um hugmyndafræðina sem knýr hönnun í dag. Um liðna helgi opnaði sýning í Hönnunarsafni Íslands á verkum textílhönnuðarins Ýrar Jóhannsdóttur, en hún hannar undir nafninu Ýrúrarí. Sýningin kallast Nærvera og þar gefur að líta verur í formi ullarpeysa, sem Ýr endurnýtir úr gömlum afgöngum. Við hittum Ýrúrarí í Hönnunarsafninu. Dimma gaf nýverið út bókina Mæður og synir eftir Thodor Kallifatides í þýðingu Halls Páls Jónssonar, en bókin er sjálfstætt framhald af bókinni Nýtt land utan við gluggann minn. Gréta Sigríður EInarsdóttir rýnir í verkið í þætti dagsins. Við heyrum líka nýja tónlist þar sem rímnahefðin mætir raftónlist og sellóleik. Tónlistarkonan Kristín Lárusdottir sækir innblástur bæði í íslenskan tónlistararf og náttúruna, leikur á selló og kveður rímur. Þetta blandast saman við raftónlist sem Kristín segir fulla af pönki og tilraunamennsku. Næsta laugardag heldur hún tónleika í Kaldalóni í Hörpu og þá kemur út ný plata sem kallast Kría. Kristín sér um allar tónsmíðarnar, rafhljóðheiminn, útsetningar, sellóleik, kveðanda og upptökur og hún kemur til okkar í heimsókn.
5/2/2023 • 0
Ýrúrarí, Mæður og synir og Kría
Hönnunarmars er í þann mund að hefjast. Alls eru um 100 sýningar á dagskrá hátíðar í ár og 120 viðburðir svo það er af nægu að taka fyrir alla forvitna um það sem er að gerast í heimi hönnunar, hvort sem það er í formi nytjahluta eða samtali um hugmyndafræðina sem knýr hönnun í dag. Um liðna helgi opnaði sýning í Hönnunarsafni Íslands á verkum textílhönnuðarins Ýrar Jóhannsdóttur, en hún hannar undir nafninu Ýrúrarí. Sýningin kallast Nærvera og þar gefur að líta verur í formi ullarpeysa, sem Ýr endurnýtir úr gömlum afgöngum. Við hittum Ýrúrarí í Hönnunarsafninu.
Dimma gaf nýverið út bókina Mæður og synir eftir Thodor Kallifatides í þýðingu Halls Páls Jónssonar, en bókin er sjálfstætt framhald af bókinni Nýtt land utan við gluggann minn. Gréta Sigríður EInarsdóttir rýnir í verkið í þætti dagsins.
Við heyrum líka nýja tónlist þar sem rímnahefðin mætir raftónlist og sellóleik. Tónlistarkonan Kristín Lárusdottir sækir innblástur bæði í íslenskan tónlistararf og náttúruna, leikur á selló og kveður rímur. Þetta blandast saman við raftónlist sem Kristín segir fulla af pönki og tilraunamennsku. Næsta laugardag heldur hún tónleika í Kaldalóni í Hörpu og þá kemur út ný plata sem kallast Kría. Kristín sér um allar tónsmíðarnar, rafhljóðheiminn, útsetningar, sellóleik, kveðanda og upptökur og hún kemur til okkar í heimsókn.
5/2/2023 • 54 minutes, 6 seconds
Íslenski dansflokkurinn 50 ára, Til hamingju með að vera mannleg
Íslenski dansflokkurinn fagnar um þessar mundir 50 ára afmæli. Flokkurinn var stofnaður árið 1973 eftir þó nokkurn aðdraganda. Það voru svo ballettmeistararnir Alan Carter og Julia Claire sem komu hingað til lands til að vinna að stofnun þessa atvinnu dansflokks 1. júní 1973. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Íslenski dansflokkurinn, sem hefur nú aðstöðu í Borgarleikhúsinu, hefur öðlast viðurkenningu á alþjóðlegum vettvangi á undanförnum árum og hefur flokknum verið boðið að sýna í mörgum af helstu leikhúsum og hátíðum erlendis. Við heyrum í Ernu Ómarsdóttur, listdansstjóra dansflokksins hér síðar í þættinum og ræðum um stöðu dansflokksins, áskoranir og framtíð. Dansararnir Valgerður Rúnarsdóttir og Katrín Johnson hafa báðar starfað með Íslenska dansflokknum og hafa einnig reynslu af því að starfa sem dansarar utan landssteinanna. Þær fóru ungar utan til náms, enda bauðst dönsurum ekki framhaldsmenntun hér á landi fyrr en Listaháskólinn kom til sögunnar. Katrín tók frekar ung ákvörðun um að skipta um starfsvettvang á meðan Valgerði finnst það jafnast á við að hætta að anda að hætta að dansa. Við ræðum við þær í þætti dagsins um breytt landslag danssenunnar, ferilinn og líf dansarans. Og Nína Hjálmarsdóttir rýnir í sýningu Sigríðar Soffíu Níelsdóttur Til hamingju með að vera mannleg sem sýnd er í Þjóðleikhúsinu.
4/27/2023 • 0
Íslenski dansflokkurinn 50 ára, Til hamingju með að vera mannleg
Íslenski dansflokkurinn fagnar um þessar mundir 50 ára afmæli. Flokkurinn var stofnaður árið 1973 eftir þó nokkurn aðdraganda. Það voru svo ballettmeistararnir Alan Carter og Julia Claire sem komu hingað til lands til að vinna að stofnun þessa atvinnu dansflokks 1. júní 1973. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Íslenski dansflokkurinn, sem hefur nú aðstöðu í Borgarleikhúsinu, hefur öðlast viðurkenningu á alþjóðlegum vettvangi á undanförnum árum og hefur flokknum verið boðið að sýna í mörgum af helstu leikhúsum og hátíðum erlendis. Við heyrum í Ernu Ómarsdóttur, listdansstjóra dansflokksins hér síðar í þættinum og ræðum um stöðu dansflokksins, áskoranir og framtíð.
Dansararnir Valgerður Rúnarsdóttir og Katrín Johnson hafa báðar starfað með Íslenska dansflokknum og hafa einnig reynslu af því að starfa sem dansarar utan landssteinanna. Þær fóru ungar utan til náms, enda bauðst dönsurum ekki framhaldsmenntun hér á landi fyrr en Listaháskólinn kom til sögunnar. Katrín tók frekar ung ákvörðun um að skipta um starfsvettvang á meðan Valgerði finnst það jafnast á við að hætta að anda að hætta að dansa. Við ræðum við þær í þætti dagsins um breytt landslag danssenunnar, ferilinn og líf dansarans.
Og Nína Hjálmarsdóttir rýnir í sýningu Sigríðar Soffíu Níelsdóttur Til hamingju með að vera mannleg sem sýnd er í Þjóðleikhúsinu.
4/27/2023 • 55 minutes
Svipmynd af rektor Listaháskóla Íslands, Maístjarnan
Kristín Eysteinsdóttir hefur verið ráðin nýr rektor Listaháskóla Íslands. Kristín er auðvitað þjóðkunn kona. Eftir stuttan tónlistarferil fór hún í nám í dramatúrgíu til Árósa, tók svo meistaragráðu í leikstjórn í London og starfaði um árabil sem fastráðinn leikstjóri við Borgarleikhúsið. Hún tók við starfi Borgarleikhússtjóra 2014 og stýrði leikhúsinu við góðan orðstír, sýningar slógu aðsóknarmet og sópuðu til sín verðlaunum. Hún lét af störfum þar 2020 áður en hennar öðru tímabili þar lauk, til að einbeita sér að öðrum verkefnum. Hún var ráðin prófessor og fagstjóri við sviðslistadeild Listaháskóla Íslands í ágúst 2022 og hefur nú verið ráðin rektor skólans. Við ætlum að kynnast Kristínu betur í þætti dagsins, fá að heyra af hennar leið í lífinu og listinni, fá að vita afhverju hún sótti um stöðu rektors og hver hennar sýn á skapandi greinar eru. En við hefjum þáttinn á því að heyra af tilnefningum til Maístjörnunnar, ljóðaverðlaunum sem eru veitt af Rithöfundasambandi Íslands og Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni í maí ár hvert.
4/26/2023 • 0
Svipmynd af rektor Listaháskóla Íslands, Maístjarnan
Kristín Eysteinsdóttir hefur verið ráðin nýr rektor Listaháskóla Íslands. Kristín er auðvitað þjóðkunn kona. Eftir stuttan tónlistarferil fór hún í nám í dramatúrgíu til Árósa, tók svo meistaragráðu í leikstjórn í London og starfaði um árabil sem fastráðinn leikstjóri við Borgarleikhúsið. Hún tók við starfi Borgarleikhússtjóra 2014 og stýrði leikhúsinu við góðan orðstír, sýningar slógu aðsóknarmet og sópuðu til sín verðlaunum. Hún lét af störfum þar 2020 áður en hennar öðru tímabili þar lauk, til að einbeita sér að öðrum verkefnum. Hún var ráðin prófessor og fagstjóri við sviðslistadeild Listaháskóla Íslands í ágúst 2022 og hefur nú verið ráðin rektor skólans.
Við ætlum að kynnast Kristínu betur í þætti dagsins, fá að heyra af hennar leið í lífinu og listinni, fá að vita afhverju hún sótti um stöðu rektors og hver hennar sýn á skapandi greinar eru.
En við hefjum þáttinn á því að heyra af tilnefningum til Maístjörnunnar, ljóðaverðlaunum sem eru veitt af Rithöfundasambandi Íslands og Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni í maí ár hvert.
4/26/2023 • 51 minutes, 8 seconds
Horfinn heimur, bókmenntahátíð, skjalavarsla
Á morgun verður heimildamyndin Horfinn heimur eftir Ólaf Sveinsson forsýnd í Bíó Paradís. Myndin fjallar um gerð Kárahnjúkavirkjunar og hefur verið mörg ár í vinnslu. Hún var að mestu tekin sumarið 2006, skömmu áður en byrjað var að safna vatni í Hálslón Kárahnjúkavirkjunar, en einnig næstu sumur á eftir, og síðast árið 2021 mynduðu kvikmyndagerðarmennirnir þær breytingar sem orðið hafa á svæðinu með tilkomu virkjunarinnar. Við ræðum við höfundinn í þætti dagsins. Svo koma tveir sagnfræðingar í heimsókn til okkar til að ræða ástand og horfur í skjalamálum. Sigurður Gylfi Magnússon prófessor í sagnfræði við HÍ er einn þeirra sem mun taka til máls í framsögu á málþingi sem fer fram í Þjóðarbókhlöðunni á fimmtudagskvöld kl. 20. Yfirskriftin er heimildir á vergangi (spurningamerki bætt við) en þar á að ræða stöðu íslenskra skjalasafna í kjörfar nýlegrar ákvörðunar borgarstjórnar um að leggja niður Borgarskjalasafn. Sigurður kemur til okkar og líka Ása Estar Sigurðardóttir sagnfræðingur sem er stjórnarmaður í Sagnfræðingafélagi Íslands og verður fundarstjóri á fimmtudagskvöld. En við hefjum þáttinn á því að melta nýafstaðna bókmenntahátíð með Birni Halldórssyni rithöfundi. Björn hefur sótt hátíðina frá því hann var unglingur , bæði sem áhorfandi og þátttakandi og hann var hæstánægður með hátíðina í ár.
4/25/2023 • 0
Horfinn heimur, bókmenntahátíð, skjalavarsla
Á morgun verður heimildamyndin Horfinn heimur eftir Ólaf Sveinsson forsýnd í Bíó Paradís. Myndin fjallar um gerð Kárahnjúkavirkjunar og hefur verið mörg ár í vinnslu. Hún var að mestu tekin sumarið 2006, skömmu áður en byrjað var að safna vatni í Hálslón Kárahnjúkavirkjunar, en einnig næstu sumur á eftir,
og síðast árið 2021 mynduðu kvikmyndagerðarmennirnir þær breytingar sem orðið hafa á svæðinu með tilkomu virkjunarinnar. Við ræðum við höfundinn í þætti dagsins.
Svo koma tveir sagnfræðingar í heimsókn til okkar til að ræða ástand og horfur í skjalamálum. Sigurður Gylfi Magnússon prófessor í sagnfræði við HÍ er einn þeirra sem mun taka til máls í framsögu á málþingi sem fer fram í Þjóðarbókhlöðunni á fimmtudagskvöld kl. 20. Yfirskriftin er heimildir á vergangi (spurningamerki bætt við) en þar á að ræða stöðu íslenskra skjalasafna í kjörfar nýlegrar ákvörðunar borgarstjórnar um að leggja niður Borgarskjalasafn. Sigurður kemur til okkar og líka Ása Estar Sigurðardóttir sagnfræðingur sem er stjórnarmaður í Sagnfræðingafélagi Íslands og verður fundarstjóri á fimmtudagskvöld.
En við hefjum þáttinn á því að melta nýafstaðna bókmenntahátíð með Birni Halldórssyni rithöfundi. Björn hefur sótt hátíðina frá því hann var unglingur , bæði sem áhorfandi og þátttakandi og hann var hæstánægður með hátíðina í ár.
Kona með háan hita vegna veirusýkingar tekur bók eftir Paul Auster úr bókaskápnum heima hjá sér. Á saurblaðinu er áritun frá fyrrverandi kærustu. Minningarnar flæða fram og smátt og smátt kynnumst við fyrrverandi kærustunni betur, en líka sögumanni. Þetta er fyrsta portrettið af fjórum sem myndast í huga sögumannsins í Smáatriðunum eftir sænska rithöfundinn Iu Genberg. Smáatriðin hlaut August-verðalaunin í fyrra fyrir bestu skáldsögu ársins, hún kom nýverið út í íslenskri þýðingu Þórdísar Gísladóttur og við ræðum við hana hér rétt á eftir. Sundlaugahangs og laufabrauðsgerð, lifandi íslenskar hefðir sem mögulega gætu endað á yfirlitsskrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns. Þjóðminjasafn Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum héldu málþing fyrr í mánuðinum um þetta fyrirbæri. Það er heilmikil vinna sem fer í að komast á svona lista og getur skipt miklu máli fyrir menningarvarðveislu og sjálfsmynd þjóða. Við ræðum þessi mál við Vilhelmínu Jónsdóttur hjá Stofnun Árna Magnússonar. Og Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í Svartþröst eftir David Harrower sem frumsýnt var um liðna helgi í Borgarleikhúsinu.
Kona með háan hita vegna veirusýkingar tekur bók eftir Paul Auster úr bókaskápnum heima hjá sér. Á saurblaðinu er áritun frá fyrrverandi kærustu. Minningarnar flæða fram og smátt og smátt kynnumst við fyrrverandi kærustunni betur, en líka sögumanni. Þetta er fyrsta portrettið af fjórum sem myndast í huga sögumannsins í Smáatriðunum eftir sænska rithöfundinn Iu Genberg. Smáatriðin hlaut August-verðalaunin í fyrra fyrir bestu skáldsögu ársins, hún kom nýverið út í íslenskri þýðingu Þórdísar Gísladóttur og við ræðum við hana hér rétt á eftir.
Sundlaugahangs og laufabrauðsgerð, lifandi íslenskar hefðir sem mögulega gætu endað á yfirlitsskrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns. Þjóðminjasafn Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum héldu málþing fyrr í mánuðinum um þetta fyrirbæri. Það er heilmikil vinna sem fer í að komast á svona lista og getur skipt miklu máli fyrir menningarvarðveislu og sjálfsmynd þjóða. Við ræðum þessi mál við Vilhelmínu Jónsdóttur hjá Stofnun Árna Magnússonar.
Og Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í Svartþröst eftir David Harrower sem frumsýnt var um liðna helgi í Borgarleikhúsinu.
4/24/2023 • 55 minutes
Guðmundur Andri Thorsson, Berglind María Tómasdóttir og barnamenning
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur kemur í heimsókn með nýútkomna bók sem hann kallar Rimsírams. Þar er að finna alls kyns stutta texta, hugleiðingar um líf og samfélag, lífsreglur sem skipulagðar eru eftir gömlu íslensku mánuðunum, kveðskap, reynslu- og bernskusögur. Guðmundur Andri er gestur Víðsjár í síðari hluta þáttarins. Tíbrá tónleikaröðin heldur áfram í Salnum í Kópavogi í kvöld þar sem tónlistarkonan Berglind María Tómasdóttir kemur fram. Þar leikur hún að stórum hluta verk sem finna má á plötunni Ethereality en fyrir hana hlaut Berglind Íslensku tónlistarverðlaunin í flokki sígildrar og samtímatónlistar árið 2021. Hljóðheimurinn er víðfeðmur, heillandi og jafnvel heilandi. Við ræðum við Berglindi um efnisskrána tónleikanna, tilurð plötunnar Etherreality og heimasmíðuð hljóðfæri. Og Barnamenningarhátíð í Reykjavík er sett í dag, viðburðir verða um allan bæ fram á sunnudag. Rétti staðurinn fyrir allar nánari upplýsingar er vefurinn barnamenningingarhatid.is en við hringjum í Hörpu Rut Hilmarsdóttur verkefnisstjóra í upphafi þáttarins en hún er á hlaupum um allan bæ þessa dagana. Umsjón: Guðni Tómasson
4/18/2023 • 0
Guðmundur Andri Thorsson, Berglind María Tómasdóttir og barnamenning
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur kemur í heimsókn með nýútkomna bók sem hann kallar Rimsírams. Þar er að finna alls kyns stutta texta, hugleiðingar um líf og samfélag, lífsreglur sem skipulagðar eru eftir gömlu íslensku mánuðunum, kveðskap, reynslu- og bernskusögur. Guðmundur Andri er gestur Víðsjár í síðari hluta þáttarins.
Tíbrá tónleikaröðin heldur áfram í Salnum í Kópavogi í kvöld þar sem tónlistarkonan Berglind María Tómasdóttir kemur fram. Þar leikur hún að stórum hluta verk sem finna má á plötunni Ethereality en fyrir hana hlaut Berglind Íslensku tónlistarverðlaunin í flokki sígildrar og samtímatónlistar árið 2021. Hljóðheimurinn er víðfeðmur, heillandi og jafnvel heilandi. Við ræðum við Berglindi um efnisskrána tónleikanna, tilurð plötunnar Etherreality og heimasmíðuð hljóðfæri.
Og Barnamenningarhátíð í Reykjavík er sett í dag, viðburðir verða um allan bæ fram á sunnudag. Rétti staðurinn fyrir allar nánari upplýsingar er vefurinn barnamenningingarhatid.is en við hringjum í Hörpu Rut Hilmarsdóttur verkefnisstjóra í upphafi þáttarins en hún er á hlaupum um allan bæ þessa dagana.
Umsjón: Guðni Tómasson
4/18/2023 • 55 minutes
Kristinn E. Hrafnsson og tíminn, Sif Ríkarðsdóttir og tilfinningar
Í Víðsjá dagsins: samtal um myndlist og tímann og tilfinningar í Íslendingasögum. Í Hverfisgalleríi var opnuð á laugardag sýningin allt er nálægt þar sem finna má ný og nýleg verk eftir Kristinn Hrafnsson. Verkin hafa öll með sjálfan tímann að gera, hvernig hann streymir áfram á sínum skrykkjótta hraða, hvaðan hann kemur og hvert hann fer. Við hittum myndlistarmanninn í galleríinu. Við veltum líka fyrir okkur tilfinningum í Íslendingasögum, að gefnu tilefni. Að springa af stríði: Sorg og sársauki í Íslendingasögunum er yfirskrift erindis sem Sif Ríkharðsdóttir prófessor í almennri bókmenntafræði flytur í Neskirkju á morgun - þar fjallar hún um tilfinningar í þessum sagnaarfi Íslendinga og beinir sjónum sínum sérstaklega að birtingarmynd sorgar og sársauka. Þetta hefur verið rannsóknarefni hennar ásamt fleirum af fræðasviðinu, tilfinningarannsóknir á miðaldatextum þar sem tilfinningar eru skoðaðar í sögulegu samhengi. Umsjón með Víðsjá hafa Jóhannes Ólafsson og Guðni Tómasson. Ath. Rangt var farið með nafn Kristins í þættinum og beðiðst er velvirðingar á því. Tónlist: Tom Waits - Time.
4/17/2023 • 0
Kristinn E. Hrafnsson og tíminn, Sif Ríkarðsdóttir og tilfinningar
Í Víðsjá dagsins: samtal um myndlist og tímann og tilfinningar í Íslendingasögum. Í Hverfisgalleríi var opnuð á laugardag sýningin allt er nálægt þar sem finna má ný og nýleg verk eftir Kristinn Hrafnsson. Verkin hafa öll með sjálfan tímann að gera, hvernig hann streymir áfram á sínum skrykkjótta hraða, hvaðan hann kemur og hvert hann fer. Við hittum myndlistarmanninn í galleríinu. Við veltum líka fyrir okkur tilfinningum í Íslendingasögum, að gefnu tilefni. Að springa af stríði: Sorg og sársauki í Íslendingasögunum er yfirskrift erindis sem Sif Ríkharðsdóttir prófessor í almennri bókmenntafræði flytur í Neskirkju á morgun - þar fjallar hún um tilfinningar í þessum sagnaarfi Íslendinga og beinir sjónum sínum sérstaklega að birtingarmynd sorgar og sársauka. Þetta hefur verið rannsóknarefni hennar ásamt fleirum af fræðasviðinu, tilfinningarannsóknir á miðaldatextum þar sem tilfinningar eru skoðaðar í sögulegu samhengi. Umsjón með Víðsjá hafa Jóhannes Ólafsson og Guðni Tómasson. Ath. Rangt var farið með nafn Kristins í þættinum og beðiðst er velvirðingar á því. Tónlist: Tom Waits - Time.
4/17/2023 • 0
Kristinn E. Hrafnsson og tíminn, Sif Ríkarðsdóttir og tilfinningar
Í Víðsjá dagsins: samtal um myndlist og tímann og tilfinningar í Íslendingasögum.
Í Hverfisgalleríi var opnuð á laugardag sýningin allt er nálægt þar sem finna má ný og nýleg verk eftir Kristinn Hrafnsson. Verkin hafa öll með sjálfan tímann að gera, hvernig hann streymir áfram á sínum skrykkjótta hraða, hvaðan hann kemur og hvert hann fer.
Við hittum myndlistarmanninn í galleríinu.
Við veltum líka fyrir okkur tilfinningum í Íslendingasögum, að gefnu tilefni. Að springa af stríði: Sorg og sársauki í Íslendingasögunum er yfirskrift erindis sem Sif Ríkharðsdóttir prófessor í almennri bókmenntafræði flytur í Neskirkju á morgun - þar fjallar hún um tilfinningar í þessum sagnaarfi Íslendinga og beinir sjónum sínum sérstaklega að birtingarmynd sorgar og sársauka. Þetta hefur verið rannsóknarefni hennar ásamt fleirum af fræðasviðinu, tilfinningarannsóknir á miðaldatextum þar sem tilfinningar eru skoðaðar í sögulegu samhengi.
Umsjón með Víðsjá hafa Jóhannes Ólafsson og Guðni Tómasson.
Ath. Rangt var farið með nafn Kristins í þættinum og beðiðst er velvirðingar á því.
Tónlist:
Tom Waits - Time.
4/17/2023 • 55 minutes
Biðin eftir Godot, köttur mús og greind, og tónlistarlegt samhengi
Sveinn Einarsson, leikstjóri, rithöfundur og fyrrverandi leikhússtjóri, var einn þeirra heppnu sem fengu að upplifa umbyltingu leikhússins í París um miðja síðustu öld. Leikhús fáránleikans hitti hann beint í hjartastað og verk Samuel Beckets gáfu hans kynslóð rödd sem enn talar til okkar. Á sunnudag flytur Leiklestrarfélagið Beðið eftir Godot í Borgarleikhúsinu og það er Sveinn sem stýrir þar einvala liði leikara. Sveinn verður gestur okkar í þætti dagsins, segir okkur frá uppákomu Leiklestrarfélagsins og reyndar frá ýmsu fleiru, árunum í París og leikhúsástríðunni sem er hvergi nærri farin að kulna. Og svo fáum við heimspekivangaveltur frá Freyju Þórsdóttur, sem í dag fjallar um tilhneigingu mannsins til að gleyma því sem skiptir hann mestu. Og skoðar í því samhengi ólík hlutverk greindar og visku. Við sögu kemur líka Kafka, köttur og mús. En við hefjum þáttinn á því að tengja aðeins, erlenda tónlist sem bar á góma hér í þættinum fyrr í vikunni við íslenska. Magnús Kjartansson tónlistarmaður segir frá því þegar hann fór í hljóðver á áttunda áratugnum í London og Sandy Denny og Linda Thompson sungu fyrir hann bakraddir.
4/13/2023 • 0
Biðin eftir Godot, köttur mús og greind, og tónlistarlegt samhengi
Sveinn Einarsson, leikstjóri, rithöfundur og fyrrverandi leikhússtjóri, var einn þeirra heppnu sem fengu að upplifa umbyltingu leikhússins í París um miðja síðustu öld. Leikhús fáránleikans hitti hann beint í hjartastað og verk Samuel Beckets gáfu hans kynslóð rödd sem enn talar til okkar. Á sunnudag flytur Leiklestrarfélagið Beðið eftir Godot í Borgarleikhúsinu og það er Sveinn sem stýrir þar einvala liði leikara. Sveinn verður gestur okkar í þætti dagsins, segir okkur frá uppákomu Leiklestrarfélagsins og reyndar frá ýmsu fleiru, árunum í París og leikhúsástríðunni sem er hvergi nærri farin að kulna.
Og svo fáum við heimspekivangaveltur frá Freyju Þórsdóttur, sem í dag fjallar um tilhneigingu mannsins til að gleyma því sem skiptir hann mestu. Og skoðar í því samhengi ólík hlutverk greindar og visku. Við sögu kemur líka Kafka, köttur og mús.
En við hefjum þáttinn á því að tengja aðeins, erlenda tónlist sem bar á góma hér í þættinum fyrr í vikunni við íslenska. Magnús Kjartansson tónlistarmaður segir frá því þegar hann fór í hljóðver á áttunda áratugnum í London og Sandy Denny og Linda Thompson sungu fyrir hann bakraddir.
4/13/2023 • 55 minutes
Til hamingju með að vera mannleg, Come closer
Sigríður Soffía Níelsdóttir, eða Sigga Soffía, er danshöfundur og dansari sem hefur unnið að fjölbreyttum verkefnum frá því hún útskrifaðist sem dansari frá Listaháskóla Íslands 2009. Hún frumsýnir nýtt leikverk í Þjóðleikhúsinu þann 19.apríl, verkið kallast Til hamingju með að vera mannleg og er unnið upp úr samnefndri ljóðabók. Bókina skrifaði Sigga Soffía þegar hún gekk í gegnum krabbameinsmeðferð, sem leið til að takast á við óttann sem fylgdi óvissunni. Hún segir bókina meðal annars vera vitnisburð manneskju sem tekst á við áfall, sjálfstætt starfandi móður sem þarf að horfast í augu við nýja sjálfsmynd í kapítalísku samfélagi þar sem framleiðni virðist oft skipta meira máli en manneskjur. Við ræðum við Siggu Soffíu í þætti dagsins og heyrum nokkur ljóð úr bókinni Til hamingju með að vera mannleg. Einnig verður rætt við Borgar Magnason kontrabassaleikara um nýútkomna sólóplötu hans, Come closer.
4/12/2023 • 0
Til hamingju með að vera mannleg, Come closer
Sigríður Soffía Níelsdóttir, eða Sigga Soffía, er danshöfundur og dansari sem hefur unnið að fjölbreyttum verkefnum frá því hún útskrifaðist sem dansari frá Listaháskóla Íslands 2009. Hún frumsýnir nýtt leikverk í Þjóðleikhúsinu þann 19.apríl, verkið kallast Til hamingju með að vera mannleg og er unnið upp úr samnefndri ljóðabók. Bókina skrifaði Sigga Soffía þegar hún gekk í gegnum krabbameinsmeðferð, sem leið til að takast á við óttann sem fylgdi óvissunni. Hún segir bókina meðal annars vera vitnisburð manneskju sem tekst á við áfall, sjálfstætt starfandi móður sem þarf að horfast í augu við nýja sjálfsmynd í kapítalísku samfélagi þar sem framleiðni virðist oft skipta meira máli en manneskjur. Við ræðum við Siggu Soffíu í þætti dagsins og heyrum nokkur ljóð úr bókinni Til hamingju með að vera mannleg.
Einnig verður rætt við Borgar Magnason kontrabassaleikara um nýútkomna sólóplötu hans, Come closer.
4/12/2023 • 55 minutes
11.04.2023
4/11/2023 • 0
4/11/2023 • 55 minutes
Kriðpleir í svipmynd og Djöfulsins snillingur
Sjálfsalinn heitir nýtt útvarpsleikverk leikhópsins Kriðpleirs sem frumflutt verður um páskana. Kriðpleir er skipaður þeim Ragnari Ísleifi Bragasyni, Friðgeiri Einarssyni, Árna Vilhjálmssyni og Bjarna Jónssyni og þeir vita vel að tilveran er full af reddingum og misvel borguðum giggum. Í Sjálfsalanum hefur Ragnar ráðið sig í fast starf og sagt skilið við félaga sína í harkinu, þá Friðgeir og Árna. En tálsýnir lausamennskunnar lifa og fyrr en varir stefnir hugurinn í eina átt: Beint í næsta gigg. Ragnar Ísleifur og Friðgeir eru gestir Víðsjár í svipmynd og ræða páskapopp, kvikmyndina Bodyguard, sálfræði leikhússins og margt fleira. En við hefjum þáttinn á sviðslistarrýni frá Nínu Hjálmarsdóttur sem fór að sjá verkið Djöfulsins snillingur sem sýnt er í Tjarnarbíó.
4/5/2023 • 0
Kriðpleir í svipmynd og Djöfulsins snillingur
Sjálfsalinn heitir nýtt útvarpsleikverk leikhópsins Kriðpleirs sem frumflutt verður um páskana. Kriðpleir er skipaður þeim Ragnari Ísleifi Bragasyni, Friðgeiri Einarssyni, Árna Vilhjálmssyni og Bjarna Jónssyni og þeir vita vel að tilveran er full af reddingum og misvel borguðum giggum. Í Sjálfsalanum hefur Ragnar ráðið sig í fast starf og sagt skilið við félaga sína í harkinu, þá Friðgeir og Árna. En tálsýnir lausamennskunnar lifa og fyrr en varir stefnir hugurinn í eina átt: Beint í næsta gigg. Ragnar Ísleifur og Friðgeir eru gestir Víðsjár í svipmynd og ræða páskapopp, kvikmyndina Bodyguard, sálfræði leikhússins og margt fleira.
En við hefjum þáttinn á sviðslistarrýni frá Nínu Hjálmarsdóttur sem fór að sjá verkið Djöfulsins snillingur sem sýnt er í Tjarnarbíó.
4/5/2023 • 55 minutes
Stabat Mater, Glataðir snillingar, Óræð myndlist
Við ræðum við Hallveigu Rúnarsdóttur sópransöngkonu í þætti dagsins, um eitt dáðasta tónverk barrokktímans, Stabat Mater eftir Pergolesi, sem samið var við einn þekktasta sálm kristninnnar. Hallveig mun flytja verkið ásamt Hildigunni Einarsdóttur og Kammersveit Reykjavíkur á Skírdag í Hallgrímskirkju. Hafnarborg, menningarmiðstöð Hafnarfjarðar, verður viðkomustaður okkar í þætti dagsins. Í Sverrissal, einum sýningarsalanna þar, er nú uppi sýningin Ritaðar myndir þar sem gefur að líta nokkuð dularfullar myndir Jóhanns S. Vilhjálmssonar. Þetta eru gríðarflóknar tekningar, form og órætt letur, sem minna jafnt á norrænan myndheim og skreytilist fjarlægra landa. Við hittum Jóhann í dag og ræðum líka við Jón Proppé um listhans, en Jón er sýningarstjóri ásamt Erlingi Klingenberg. Og í dag kynnum við til leiks nýjan pistlahöfund hér í Víðsjá. Tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon mun á næstu vikum flytja okkur pistla um Glatað snillinga. Í dag fáum við að heyra um einn helsta frumkvöðul kántrí- og þjóðlagarokktónlistar, Gene Clark.
4/4/2023 • 0
Stabat Mater, Glataðir snillingar, Óræð myndlist
Við ræðum við Hallveigu Rúnarsdóttur sópransöngkonu í þætti dagsins, um eitt dáðasta tónverk barrokktímans, Stabat Mater eftir Pergolesi, sem samið var við einn þekktasta sálm kristninnnar. Hallveig mun flytja verkið ásamt Hildigunni Einarsdóttur og Kammersveit Reykjavíkur á Skírdag í Hallgrímskirkju.
Hafnarborg, menningarmiðstöð Hafnarfjarðar, verður viðkomustaður okkar í þætti dagsins. Í Sverrissal, einum sýningarsalanna þar, er nú uppi sýningin Ritaðar myndir þar sem gefur að líta nokkuð dularfullar myndir Jóhanns S. Vilhjálmssonar. Þetta eru gríðarflóknar tekningar, form og órætt letur, sem minna jafnt á norrænan myndheim og skreytilist fjarlægra landa. Við hittum Jóhann í dag og ræðum líka við Jón Proppé um listhans, en Jón er sýningarstjóri ásamt Erlingi Klingenberg.
Og í dag kynnum við til leiks nýjan pistlahöfund hér í Víðsjá. Tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon mun á næstu vikum flytja okkur pistla um Glatað snillinga. Í dag fáum við að heyra um einn helsta frumkvöðul kántrí- og þjóðlagarokktónlistar, Gene Clark.
4/4/2023 • 55 minutes
Arfur og umhverfi, Svikull silfurljómi, Sakamoto
Á laugardaginn opnaði sýning myndlistarkonunnar Unu Bjargar Magnúsdóttur í samkomuhúsinu á Súðavík. Una Björg er fjórði listamaðurinn sem velst til þátttöku í sýningarröð Listasafns ASÍ þar sem skipulagðar eru einkasýningar valinna listamanna á tveimur stöðum á landinu. Víðsjá sendir útsendara af stað og lítur inn í samkomuhúsið á Súðavík og fær að heyra af sýningunni Svikull silfurljómi frá listakonunni sjálfri, en einnig verður rætt við Elísabetu Gunnarsdóttur safnstjóra listasafns ASÍ. Við heyrum einnig af norskri bók, Arfur og umhverfi eftir Vigdis Hjorht, sem nýverið kom út í íslenskri þýðingu Ísaks Harðarsonar. Hjorth er einn fremsti samtímahöfundur Noregs og er Arfur og umhverfi, hennar þekktasta verk. Bókin fjallar um fjölskyldu sem stendur í deilum vegna arfs sem á að skipta milli fjögurra uppkominna systkina. Þegar líður á söguna kemur í ljós aðmeira liggur undir en arfurinn, óuppgert fjölskylduleyndamál sem hefur verið þaggað í hel. Við ræðum við Silje Beite, þýðanda, um Arf og umhverfi. En við hefjum þáttinn á að minnast merks japansks tónlistarmanns sem féll frá um liðna helgi, Ryuichi Sakamoto.
4/3/2023 • 0
Arfur og umhverfi, Svikull silfurljómi, Sakamoto
Á laugardaginn opnaði sýning myndlistarkonunnar Unu Bjargar Magnúsdóttur í samkomuhúsinu á Súðavík. Una Björg er fjórði listamaðurinn sem velst til þátttöku í sýningarröð Listasafns ASÍ þar sem skipulagðar eru einkasýningar valinna listamanna á tveimur stöðum á landinu. Víðsjá sendir útsendara af stað og lítur inn í samkomuhúsið á Súðavík og fær að heyra af sýningunni Svikull silfurljómi frá listakonunni sjálfri, en einnig verður rætt við Elísabetu Gunnarsdóttur safnstjóra listasafns ASÍ.
Við heyrum einnig af norskri bók, Arfur og umhverfi eftir Vigdis Hjorht, sem nýverið kom út í íslenskri þýðingu Ísaks Harðarsonar. Hjorth er einn fremsti samtímahöfundur Noregs og er Arfur og umhverfi, hennar þekktasta verk. Bókin fjallar um fjölskyldu sem stendur í deilum vegna arfs sem á að skipta milli fjögurra uppkominna systkina. Þegar líður á söguna kemur í ljós aðmeira liggur undir en arfurinn, óuppgert fjölskylduleyndamál sem hefur verið þaggað í hel. Við ræðum við Silje Beite, þýðanda, um Arf og umhverfi.
En við hefjum þáttinn á að minnast merks japansks tónlistarmanns sem féll frá um liðna helgi, Ryuichi Sakamoto.
4/3/2023 • 53 minutes, 41 seconds
Djöfulsins snillingur, Listbókamessa, Óbragð
Reykjavík Art Book Fair / Listbókamessa eða Bókverkamessa fer fram um helgina í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Þetta er í annað sinn sem listbókamessan fer fram hér á landi en sambærilegar messur eru haldnar um allan heim. Þar koma saman listamenn og hönnuðir sem nota bókverkið sem listform, lítil listbókaforlög, gallerí og söfn sem stunda útgáfu á prentuðu efni af öllum toga, allt frá ljóða- og listaverkabókum yfir í hönnunargripi. Við skreppum í Hafnarhúsið hér á eftir. Alþjóðlegi leikhópurinn Reykjavík Ensemble hefur vakið verðskuldaða athygli frá því að hann var stofnaður árið 2019. Reykjavíkurborg útnefndi leikhópinn Listhóp Reykjavíkur 2020 og nýverið gerði borgin við þau þriggja ára samstarfssamning. Hópurinn frumsýnir í kvöld sitt fjórða verk frá stofnun, verk sem kallast Djöfulsins snillingur, en verkið er svört kómedía sem fjallar um árekstra milli sjálfsmyndar listamanns og raunveruleika innflytjanda. Við ræðum við stofendur leikhópsins og höfunda verksins, þær Ewu Marcinek and Pálínu Jónsdóttur. Óbragð eftir Guðrúnu Brjánsdóttur kom út hjá Forlaginu á dögunum. Óbragð er fyrsta skáldsaga höfundarins, en hún vann samkeppni Forlagsins, Nýjar raddir 2020, með nóvellunni Sjálfstýringu. Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í Óbragð.
3/30/2023 • 0
Djöfulsins snillingur, Listbókamessa, Óbragð
Reykjavík Art Book Fair / Listbókamessa eða Bókverkamessa fer fram um helgina í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Þetta er í annað sinn sem listbókamessan fer fram hér á landi en sambærilegar messur eru haldnar um allan heim. Þar koma saman listamenn og hönnuðir sem nota bókverkið sem listform, lítil listbókaforlög, gallerí og söfn sem stunda útgáfu á prentuðu efni af öllum toga, allt frá ljóða- og listaverkabókum yfir í hönnunargripi. Við skreppum í Hafnarhúsið hér á eftir.
Alþjóðlegi leikhópurinn Reykjavík Ensemble hefur vakið verðskuldaða athygli frá því að hann var stofnaður árið 2019. Reykjavíkurborg útnefndi leikhópinn Listhóp Reykjavíkur 2020 og nýverið gerði borgin við þau þriggja ára samstarfssamning. Hópurinn frumsýnir í kvöld sitt fjórða verk frá stofnun, verk sem kallast Djöfulsins snillingur, en verkið er svört kómedía sem fjallar um árekstra milli sjálfsmyndar listamanns og raunveruleika innflytjanda. Við ræðum við stofendur leikhópsins og höfunda verksins, þær Ewu Marcinek and Pálínu Jónsdóttur.
Óbragð eftir Guðrúnu Brjánsdóttur kom út hjá Forlaginu á dögunum. Óbragð er fyrsta skáldsaga höfundarins, en hún vann samkeppni Forlagsins, Nýjar raddir 2020, með nóvellunni Sjálfstýringu. Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í Óbragð.
3/30/2023 • 55 minutes
Svipmynd af listamanni: Melanie Ubaldo
Melanie Ubaldo fæddist árið 1992 á Filippseyjum en býr nú og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2022, hefur tekið þátt í fjölda sýninga hérlendis og erlendis og eru verk hennar í eigu helstu safna landsins. Melanie hlaut styrk úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur fyrir efnilega listamenn 2021 og hún hlaut, ásamt félögum sínum í listamannaþríeykinu Lucky 3, Hvatningarverðlaun Íslensku myndlistarverðlaunanna í fyrra. Verk Melanie eru oftast sjálfsævisöguleg og varpa ljósi á heim Íslendinga af erlendum uppruna, á fordóma, misrétti og hatursorðræðu. En einnig kvennamenningu, uppeldi, tengsl, heimili og minningar. Hún notast við fjölbreytta miðla og verkin hennar eru oft stór í sniðum, hún hefur mikið notast við textíl, samansaumuð málverk, texta og arkitektónískar innsetningar. Melanie er pólitísk og beitt í verkum sínum en á sama tíma eru verkin fíngerð og oftar en ekki fögur á að líta, sem er kannski ekki tilviljun því Melanie segir starf listamannsins felast í því að fegra heiminn. Melanie Ubaldo er gestur Víðsjár í Svipmynd dagsins.
3/29/2023 • 0
Svipmynd af listamanni: Melanie Ubaldo
Melanie Ubaldo fæddist árið 1992 á Filippseyjum en býr nú og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2022, hefur tekið þátt í fjölda sýninga hérlendis og erlendis og eru verk hennar í eigu helstu safna landsins. Melanie hlaut styrk úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur fyrir efnilega listamenn 2021 og hún hlaut, ásamt félögum sínum í listamannaþríeykinu Lucky 3, Hvatningarverðlaun Íslensku myndlistarverðlaunanna í fyrra.
Verk Melanie eru oftast sjálfsævisöguleg og varpa ljósi á heim Íslendinga af erlendum uppruna, á fordóma, misrétti og hatursorðræðu. En einnig kvennamenningu, uppeldi, tengsl, heimili og minningar. Hún notast við fjölbreytta miðla og verkin hennar eru oft stór í sniðum, hún hefur mikið notast við textíl, samansaumuð málverk, texta og arkitektónískar innsetningar. Melanie er pólitísk og beitt í verkum sínum en á sama tíma eru verkin fíngerð og oftar en ekki fögur á að líta, sem er kannski ekki tilviljun því Melanie segir starf listamannsins felast í því að fegra heiminn. Melanie Ubaldo er gestur Víðsjár í Svipmynd dagsins.
3/29/2023 • 52 minutes, 52 seconds
Fikta, Vanþakklái flóttamaðurinn, Gork
Harmonikkuliekarinn Jónas Ásgeir Ásgeirson hlaut á dögunum íslensku tónlistarverðlaunin í flokki sígildrar og samtímatónlistar fyrir plötuna Fikta. Platan er nefnd eftir verkinu Fikta eftir Friðrik Margrétar - Guðmundsson en einnig er á henni að finna verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Atla Ingólfsson og Finn Karlsson. Jónas Ásgeir er einn af fáum íslendingum með framhaldspróf í klassískum harmonikkuleik, en hann heillaðist ungur af hljóðfærinu sem hefur átt hug hans síðan. Jónas býr og starfar í Kaupmannahöfn þar sem hann stundaði nám við konunglega tónlistarskólann þar í borg. Við sláum á þráðinn til Jónasar í þætti dagisns og heyrum af bestu plötu ársins, Fikta. En við hefjum þáttinn á annars konar tónlist, rokkskotnum jazzi af plötunni Gork. Óskar Kjartansson trommuleikari segir frá henni í þætti dagsins. Við heyrum einnig rýni Gauta Kristmannssonar í Vanþakkláta flóttamanninn eftir íranska höfundinn Dinu Neyeri. Bókin kom úthjá Angústúru í fyrra í þýðingu Bjarna Jónssonar, en höfundurinn verður einmitt gestur á bókmenntahátíð í Reykjavík í næsta mánuði.
3/28/2023 • 0
Fikta, Vanþakklái flóttamaðurinn, Gork
Harmonikkuliekarinn Jónas Ásgeir Ásgeirson hlaut á dögunum íslensku tónlistarverðlaunin í flokki sígildrar og samtímatónlistar fyrir plötuna Fikta.
Platan er nefnd eftir verkinu Fikta eftir Friðrik Margrétar - Guðmundsson en einnig er á henni að finna verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Atla Ingólfsson og Finn Karlsson. Jónas Ásgeir er einn af fáum íslendingum með framhaldspróf í klassískum harmonikkuleik, en hann heillaðist ungur af hljóðfærinu sem hefur átt hug hans síðan. Jónas býr og starfar í Kaupmannahöfn þar sem hann stundaði nám við konunglega tónlistarskólann þar í borg. Við sláum á þráðinn til Jónasar í þætti dagisns og heyrum af bestu plötu ársins, Fikta.
En við hefjum þáttinn á annars konar tónlist, rokkskotnum jazzi af plötunni Gork. Óskar Kjartansson trommuleikari segir frá henni í þætti dagsins.
Við heyrum einnig rýni Gauta Kristmannssonar í Vanþakkláta flóttamanninn eftir íranska höfundinn Dinu Neyeri. Bókin kom úthjá Angústúru í fyrra í þýðingu Bjarna Jónssonar, en höfundurinn verður einmitt gestur á bókmenntahátíð í Reykjavík í næsta mánuði.
3/28/2023 • 55 minutes
Fyrirbæri, Hugo Llanes, Prinsessuleikarnir, leiklistardagurinn
Fyrirbæri kallast rými við Ægisgötu, rekið af listamönnum og hýsir vinnustofur fjölbreyttra listamanna - vel yfir þrjátíu talsins. Þetta eru listamenn á öllum aldri með ólíkan bakgrunn og ólíka reynslu, sum að taka sín fyrstu skref önnur eiga langan og farsælan feril að baki. Í Fyrirbæri er sýningarsalur en þetta er líka vettvangur fyrir fólk til að kaupa samtímalist beint af vinnustofum listamanna. Víðsjá gerði sér ferð á Ægisgötuna og byrjaði á að ræða við manneskjuna sem segja má að hafi opnað gáttir Fyrirbæris. Katrínu Ingu Jóns Hjördísar, en einnig Anton Lyngdal, Önnu Anna Hallin og Olgu Bermann. Á Gerðarsafni stendur nú yfir sýningin Að rekja brot, þar sem erlendir listamenn rannsaka nýlenduhyggju, rasisma, kúgun, yfirtöku og jaðarsetningu. Sýningin flæðir um báða aðalsali safnsins og verkin eru fjölbreytt og ólík þó hugmyndafræðilegur þráður gefi þeim samhljóm. Við ræddum við sýningarstjórann Daríu Sól Andrews í síðustu viku en í dag heyrum við einum listamannanna, Hugo Llanes frá Veracruz í Mexíkó. Hugo flutti hingað til lands árið 2018, býr hér enn og leggur nú stund á umhverfis og auðlindafræði. Í verkum sínum rannsakar hann oftar en ekki sprungur í pólitískum og félagslegum kerfum, og notar til þess ýmsa miðla. Hann skoðar meðal annars fólksflutninga, misnotkun valds og áhrif nýlendustefnu á þróun sjálfsmyndar rómönsku ameríku. Meira um það í þætti dagsins. Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í Prinsessuleikana eftir Elfriede Jelinek sem sýndir eru um þessar mundir í Borgarleikhúsinu. En við hefjum þáttinn á hugleiðingu fra Ólafi Agli Egilssyni í tilefni dagsins, en í dag er alþjóðlegur dagur leiklistarinnar.
3/27/2023 • 0
Fyrirbæri, Hugo Llanes, Prinsessuleikarnir, leiklistardagurinn
Fyrirbæri kallast rými við Ægisgötu, rekið af listamönnum og hýsir vinnustofur fjölbreyttra listamanna - vel yfir þrjátíu talsins. Þetta eru listamenn á öllum aldri með ólíkan bakgrunn og ólíka reynslu, sum að taka sín fyrstu skref önnur eiga langan og farsælan feril að baki. Í Fyrirbæri er sýningarsalur en þetta er líka vettvangur fyrir fólk til að kaupa samtímalist beint af vinnustofum listamanna. Víðsjá gerði sér ferð á Ægisgötuna og byrjaði á að ræða við manneskjuna sem segja má að hafi opnað gáttir Fyrirbæris. Katrínu Ingu Jóns Hjördísar, en einnig Anton Lyngdal, Önnu Anna Hallin og Olgu Bermann.
Á Gerðarsafni stendur nú yfir sýningin Að rekja brot, þar sem erlendir listamenn rannsaka nýlenduhyggju, rasisma, kúgun, yfirtöku og jaðarsetningu. Sýningin flæðir um báða aðalsali safnsins og verkin eru fjölbreytt og ólík þó hugmyndafræðilegur þráður gefi þeim samhljóm. Við ræddum við sýningarstjórann Daríu Sól Andrews í síðustu viku en í dag heyrum við einum listamannanna, Hugo Llanes frá Veracruz í Mexíkó. Hugo flutti hingað til lands árið 2018, býr hér enn og leggur nú stund á umhverfis og auðlindafræði. Í verkum sínum rannsakar hann oftar en ekki sprungur í pólitískum og félagslegum kerfum, og notar til þess ýmsa miðla. Hann skoðar meðal annars fólksflutninga, misnotkun valds og áhrif nýlendustefnu á þróun sjálfsmyndar rómönsku ameríku. Meira um það í þætti dagsins.
Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í Prinsessuleikana eftir Elfriede Jelinek sem sýndir eru um þessar mundir í Borgarleikhúsinu.
En við hefjum þáttinn á hugleiðingu fra Ólafi Agli Egilssyni í tilefni dagsins, en í dag er alþjóðlegur dagur leiklistarinnar.
3/27/2023 • 51 minutes, 55 seconds
Kjarvalstaðir 50 ára, sannleikur í sjónrænu efni, Íslandsklukkan
Myndlistarhúsið á Miklatúni sem í daglegu tali heitir Kjarvalsstaðir og er hluti af Listasafni Rvk er fimmtíu ára. Þetta fallega hús hannað af Hannes Kr. Davíðssyni arkitekt sem var þar m.a. undir áhrifum af japönskum innblæstri í norrænan módernisma, þar sem áhersla var lögð á ómeðhöndluð náttúruefni bygginga ásamt léttleika og einföldun allra drátta. Vígsla hússins fór fram 24. Mars 1973 undir lúðrablæstri. Við rifjum hana upp í þætti dagsins og höldum á Kjarvalsstaði en þar verður opnuð á laugardag sýningin Kviksjá - íslensk myndlist á tuttugustu öld. Sýningarstjórarnir eru þrír, Edda Halldórsdóttir, Markús Þór Andrésson og Ólöf K. Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns Reykjavíkur. Við heyrum í Markúsi og Ólöf og Axel Hallkeli Jóhannessyni sem er hönnuður sýningarinnar. Og svo segir Nína Hjálmarsdóttir sína skoðun á splunkunýrri uppfærslu á Íslandsklukkunni, en leik hópurinn Elefant sýnir verkið um þessar mundir í kassanum í þjóðleikhúsinu, undir leiksstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar Á sunnudag verða sýndar í Bíó Paradís kvikmyndir sem hafa verið varðveittar í kvikmyndasafni íslands og í einkasöfnum þar til nýlega. Um er að ræða nokkrar filmur sem hafa að geyma rammpólitískt efni, filmur sem Kolbeinn Rastrick hefur undanfarið verið að skoða og sem eiga það allar sameiginlegt að sýna óeirðirnar við Alþingishúsið sem áttu sér stað þann 30. mars árið 1949 vegna fyrirhugaðrar inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið. Kolbeinn hefur ekki aðeins skoðað filmurarn sjálfar heldur einnig rýnt í viðbrögðin við þeim, og um leið skoðar hann hvernig sannleikurinn sem þar birtist er háður túlkun stríðandi fylkinga. Við ræðum við Kolbein í þætti dagsins.
3/23/2023 • 0
Kjarvalstaðir 50 ára, sannleikur í sjónrænu efni, Íslandsklukkan
Myndlistarhúsið á Miklatúni sem í daglegu tali heitir Kjarvalsstaðir og er hluti af Listasafni Rvk er fimmtíu ára. Þetta fallega hús hannað af Hannes Kr. Davíðssyni arkitekt sem var þar m.a. undir áhrifum af japönskum innblæstri í norrænan módernisma, þar sem áhersla var lögð á ómeðhöndluð náttúruefni bygginga ásamt léttleika og einföldun allra drátta. Vígsla hússins fór fram 24. Mars 1973 undir lúðrablæstri. Við rifjum hana upp í þætti dagsins og höldum á Kjarvalsstaði en þar verður opnuð á laugardag sýningin Kviksjá - íslensk myndlist á tuttugustu öld. Sýningarstjórarnir eru þrír, Edda Halldórsdóttir, Markús Þór Andrésson og Ólöf K. Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns Reykjavíkur. Við heyrum í Markúsi og Ólöf og Axel Hallkeli Jóhannessyni sem er hönnuður sýningarinnar.
Og svo segir Nína Hjálmarsdóttir sína skoðun á splunkunýrri uppfærslu á Íslandsklukkunni, en leik hópurinn Elefant sýnir verkið um þessar mundir í kassanum í þjóðleikhúsinu, undir leiksstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar
Á sunnudag verða sýndar í Bíó Paradís kvikmyndir sem hafa verið varðveittar í kvikmyndasafni íslands og í einkasöfnum þar til nýlega. Um er að ræða nokkrar filmur sem hafa að geyma rammpólitískt efni, filmur sem Kolbeinn Rastrick hefur undanfarið verið að skoða og sem eiga það allar sameiginlegt að sýna óeirðirnar við Alþingishúsið sem áttu sér stað þann 30. mars árið 1949 vegna fyrirhugaðrar inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið. Kolbeinn hefur ekki aðeins skoðað filmurarn sjálfar heldur einnig rýnt í viðbrögðin við þeim, og um leið skoðar hann hvernig sannleikurinn sem þar birtist er háður túlkun stríðandi fylkinga. Við ræðum við Kolbein í þætti dagsins.
3/23/2023 • 53 minutes, 31 seconds
Svipmynd af Ágústi Guðmundssyni
Ágúst Guðmundsson kvikmyndaleikstjóri fékk heiðursverðlaun íslensku kvikmyndaakademíunnar á Eddu verðlaununum. Ágúst er fæddur 1947, gekk í Menntaskólann í Reykjavík, lærði leiklist en fór svo í nám til Bretlands, í The national Film School, þaðan sem hann útskrifaðist 1977. Fjórum árum síðar frumsýndi hann sýna fyrstu kvikmynd í fullri leng, Land og syni. Ágúst tók þátt í því sem hefur verið kallað íslenska kvikmyndavorið upp úr 1980 og hefur allar götur síðan verið í hópi okkar helstu og farsælustu kvikmyndaleikstjóra. Meðal verka hans má nefna Útlagann, Með allt á hreinu, Mávahlátur, Í takt við tímann og Ófeigur gengur aftur. Ágúst Guðmundsson er gestur Víðsjár í svipmynd dagsins.
3/22/2023 • 0
Svipmynd af Ágústi Guðmundssyni
Ágúst Guðmundsson kvikmyndaleikstjóri fékk heiðursverðlaun íslensku kvikmyndaakademíunnar á Eddu verðlaununum. Ágúst er fæddur 1947, gekk í Menntaskólann í Reykjavík, lærði leiklist en fór svo í nám til Bretlands, í The national Film School, þaðan sem hann útskrifaðist 1977. Fjórum árum síðar frumsýndi hann sýna fyrstu kvikmynd í fullri leng, Land og syni. Ágúst tók þátt í því sem hefur verið kallað íslenska kvikmyndavorið upp úr 1980 og hefur allar götur síðan verið í hópi okkar helstu og farsælustu kvikmyndaleikstjóra. Meðal verka hans má nefna Útlagann, Með allt á hreinu, Mávahlátur, Í takt við tímann og Ófeigur gengur aftur. Ágúst Guðmundsson er gestur Víðsjár í svipmynd dagsins.
3/22/2023 • 55 minutes
Að rekja brot, menning á mannöld, fegurðin í hversdagsleikanum
Í Gerðarsafni stendur nú yfir sýningin Að rekja brot, þar sem sex erlendir listamenn rannsaka nýlenduhyggju, rasisma og kúgun. Með því að rekja brot sinnar eigin sögu og sjálfsmyndar rannsaka listamennirnir um leið stöðu sína í samfélaginu og setja fram á fjölbreyttan hátt. Daría Sól Andrews er hugmyndasmiður og sýningarstjóri sýningarinnar en hún segir viðfangsefnið hafa verið sér hugleikið til fjölda ára. Henni finnist vanta fjölbreytileika og sýnileika hér á landi, ekki bara í formi sagna og listaverka, heldur einnig í sýningahaldi, og þar að auki tengi hún sterkt við efnið persónulega. Við ræðum við Daríu Sól í þætti dagsins. Við ræðum einnig við Bergsvein Þórsson, safnafræðing og dósent við Háskólann á Bifröst um safnastarf á tímum mannaldar. Er umhverfisvitund fyrst og fremst gluggaskraut til þess létta á mannaldarmóralnum? Getur menningarstarfsemi lagt eitthvað til í umhverfis- og loftslagsmálum? Einnig heyrum við pistil frá Freyju Þórsdóttur sem í dag fjallar um fegurðina í hversdagsleikanum. Það gerir hún meðal annars með hliðsjón af ólíkum hugmyndum um guðleikann og skoðar í því samhengi muninn á transhúmanískri hugsun og heimspeki Simone Weil. Og svo hugum við að ljóðum en í dag er alþjóðlegur dagur ljóðsins.
3/21/2023 • 0
Að rekja brot, menning á mannöld, fegurðin í hversdagsleikanum
Í Gerðarsafni stendur nú yfir sýningin Að rekja brot, þar sem sex erlendir listamenn rannsaka nýlenduhyggju, rasisma og kúgun. Með því að rekja brot sinnar eigin sögu og sjálfsmyndar rannsaka listamennirnir um leið stöðu sína í samfélaginu og setja fram á fjölbreyttan hátt. Daría Sól Andrews er hugmyndasmiður og sýningarstjóri sýningarinnar en hún segir viðfangsefnið hafa verið sér hugleikið til fjölda ára. Henni finnist vanta fjölbreytileika og sýnileika hér á landi, ekki bara í formi sagna og listaverka, heldur einnig í sýningahaldi, og þar að auki tengi hún sterkt við efnið persónulega. Við ræðum við Daríu Sól í þætti dagsins.
Við ræðum einnig við Bergsvein Þórsson, safnafræðing og dósent við Háskólann á Bifröst um safnastarf á tímum mannaldar. Er umhverfisvitund fyrst og fremst gluggaskraut til þess létta á mannaldarmóralnum? Getur menningarstarfsemi lagt eitthvað til í umhverfis- og loftslagsmálum?
Einnig heyrum við pistil frá Freyju Þórsdóttur sem í dag fjallar um fegurðina í hversdagsleikanum. Það gerir hún meðal annars með hliðsjón af ólíkum hugmyndum um guðleikann og skoðar í því samhengi muninn á transhúmanískri hugsun og heimspeki Simone Weil.
Og svo hugum við að ljóðum en í dag er alþjóðlegur dagur ljóðsins.
3/21/2023 • 55 minutes, 57 seconds
Íslensku myndlistarverðlaunin 2023
Víðsjá dagsins er tileinkuð þeim listamönnum og sýningum sem hlutu verðlaun á Íslensku myndlistarverðlaunum þann 16.mars síðastliðinn. Við grípum niður í viðtöl við Hrafnkel Sigurðsson sem er myndlistarmaður ársins, Ásgerði Birnu Björnsdóttur sem hlaut hvatningarverðlaunin, Ragnheiði Gestsdóttur sem átti eitt verkanna í samsýningu ársins, Hjólið V: Allt í góðu, og Ragnheiði Jónsdóttur sem hlaut heiðursverðlaun fyrir lífsstarf sitt í þágu íslenskrar myndlistar og menningar. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
3/20/2023 • 0
Íslensku myndlistarverðlaunin 2023
Víðsjá dagsins er tileinkuð þeim listamönnum og sýningum sem hlutu verðlaun á Íslensku myndlistarverðlaunum þann 16.mars síðastliðinn.
Við grípum niður í viðtöl við Hrafnkel Sigurðsson sem er myndlistarmaður ársins, Ásgerði Birnu Björnsdóttur sem hlaut hvatningarverðlaunin, Ragnheiði Gestsdóttur sem átti eitt verkanna í samsýningu ársins, Hjólið V: Allt í góðu, og Ragnheiði Jónsdóttur sem hlaut heiðursverðlaun fyrir lífsstarf sitt í þágu íslenskrar myndlistar og menningar.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
3/20/2023 • 55 minutes
Myndlist á Íslandi: ný myndlistarstefna og framtíðarsýn
Íslensku myndlistarverðlaununum verða afhent í kvöld við hátíðlega athöfn í Iðnó, en þetta er í sjötta sinn sem verðlaunin eru veitt. Í dag stendur svo yfir ráðstefna í Þjóðmenningarhúsinu, þar sem staða myndlistar í íslensku samfélagi er reifuð. Að ráðstefnunni standa Menningar- og viðskiptaráðuneytið og Myndlistarmiðstöð. Af þessu tilefni verður Víðsjá dagsins með öðruvísi sniði, við fáum til okkar gesti sem taka til máls á ráðstefnunni og ræðum myndlistarmenningu og framtíð myndlistarstarfsemi á Íslandi. Gestir okkar verða Dorothee Kirch, Hlynur Hallsson, Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Bjarki Bragasonþ Og svo heyrum við einnig í Pari Stave, forstöðukonu Skaftfells. Pari flutti frá New York til Seyðisfjarðar árið 2022 en hún starfaði áður sem sýningarstjóri hjá Metropolitan safninu í New York. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
3/16/2023 • 0
Myndlist á Íslandi: ný myndlistarstefna og framtíðarsýn
Íslensku myndlistarverðlaununum verða afhent í kvöld við hátíðlega athöfn í Iðnó, en þetta er í sjötta sinn sem verðlaunin eru veitt. Í dag stendur svo yfir ráðstefna í Þjóðmenningarhúsinu, þar sem staða myndlistar í íslensku samfélagi er reifuð. Að ráðstefnunni standa Menningar- og viðskiptaráðuneytið og Myndlistarmiðstöð. Af þessu tilefni verður Víðsjá dagsins með öðruvísi sniði, við fáum til okkar gesti sem taka til máls á ráðstefnunni og ræðum myndlistarmenningu og framtíð myndlistarstarfsemi á Íslandi. Gestir okkar verða Dorothee Kirch, Hlynur Hallsson, Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Bjarki Bragason Og svo heyrum við einnig í Pari Stave, forstöðukonu Skaftfells. Pari flutti frá New York til Seyðisfjarðar árið 2022 en hún starfaði áður sem sýningarstjóri hjá Metropolitan safninu í New York.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
3/16/2023 • 55 minutes
Svipmynd af Jónmundi Grétarssyni, Millibilsmaður
Jónmundur Grétarsson leikari ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík og Garðabæ. Hann sló í gegn í söngleiknum Bugsy Malone sem settur var á svið í Loftkastalanum árið 1997 en ætlaði samt ekkert endilega að verða leikari. Þónokkrum árum síðar, eftir glæstan feril í fótbolta, fór Jónmundur til San Francisco að læra leiklist. Stuttu eftir heimkomu stofnaði hann ásamt félögum sínum leikhópinn Elefant, en hann samanstendur af leikurum sem eiga það sameiginlegt að vera Íslendingar af blönduðum uppruna. Elefant setti á svið leikverkið Smán eftir Ayad Akhtar í Þjóðleikhúsinu 2017, og hópurinn stígur þar á svið á nýjan leik annað kvöld, þegar þau frumsýna Íslandsklukkuna í leikstjórn Þorleifs Arnars Arnarssonar. Jónmundur verður gestur okkar í svipmynd í dag. En við byrjum á bókmenntarýni, Millibilsmaður heitir heimildaskáldsaga Hermanns Stefánssonar sem gerist á fyrstu árum 20. Aldar. Þar eru jöfnum höndum tekin fyrir sjálfstæðismál og spíritsmi. Sölvi Halldórsson bókmenntarýnir Viðsjár segir okkur skoðun sína á verkinu
3/15/2023 • 0
Svipmynd af Jónmundi Grétarssyni, Millibilsmaður
Jónmundur Grétarsson leikari ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík og Garðabæ. Hann sló í gegn í söngleiknum Bugsy Malone sem settur var á svið í Loftkastalanum árið 1997 en ætlaði samt ekkert endilega að verða leikari. Þónokkrum árum síðar, eftir glæstan feril í fótbolta, fór Jónmundur til San Francisco að læra leiklist. Stuttu eftir heimkomu stofnaði hann ásamt félögum sínum leikhópinn Elefant, en hann samanstendur af leikurum sem eiga það sameiginlegt að vera Íslendingar af blönduðum uppruna. Elefant setti á svið leikverkið Smán eftir Ayad Akhtar í Þjóðleikhúsinu 2017, og hópurinn stígur þar á svið á nýjan leik annað kvöld, þegar þau frumsýna Íslandsklukkuna í leikstjórn Þorleifs Arnars Arnarssonar. Jónmundur verður gestur okkar í svipmynd í dag.
En við byrjum á bókmenntarýni, Millibilsmaður heitir heimildaskáldsaga Hermanns Stefánssonar sem gerist á fyrstu árum 20. Aldar. Þar eru jöfnum höndum tekin fyrir sjálfstæðismál og spíritsmi. Sölvi Halldórsson bókmenntarýnir Viðsjár segir okkur skoðun sína á verkinu
Rúnar Gunnarsson ljósmyndari er fæddur árið 1944. Hann fékk sína fyrstu myndavél árið 1957 og fór þá beinustu leið út að mynda og hefur verið að mynda síðan. Ljósmyndasýnin á verkum Rúnars opnaði dyr sínar í myndasal Þjóðminjasafns Íslands síðastliðinn laugardag og kallast sýningin Ekki augnablikið heldur eilífðin Rúnar segir drifkraftinn á bak við ævistarfið vera þörfina fyrir að fanga andblæ tímans, eilífðina og mögulega einhvern sannleika, og að á sama tíma hafi hann reynt að forðast fegurðina eins og heitan eldinn. Við heyrum meira af því þegar við skoðum ljósmyndirnar með Rúnari í þætti dagsins. Nýtt íslenskt leikhúsverk var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu þann 5.mars síðastliðinn, Draumaþjófurinn. Þetta er fjölskyldusöngleikur eftir Björk Jakobsdóttur sem byggir á bók Gunnars Helgasonar, en Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson semur tónlistina. Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í verkið. En við hefjum þáttinn á fréttum frá Bandaríkjunum, á stækkunar hugmyndum um eina mestu menningarstofnun þess stóra lands, Smithsonian safnsins.
Rúnar Gunnarsson ljósmyndari er fæddur árið 1944. Hann fékk sína fyrstu myndavél árið 1957 og fór þá beinustu leið út að mynda og hefur verið að mynda síðan. Ljósmyndasýnin á verkum Rúnars opnaði dyr sínar í myndasal Þjóðminjasafns Íslands síðastliðinn laugardag og kallast sýningin Ekki augnablikið heldur eilífðin
Rúnar segir drifkraftinn á bak við ævistarfið vera þörfina fyrir að fanga andblæ tímans, eilífðina og mögulega einhvern sannleika, og að á sama tíma hafi hann reynt að forðast fegurðina eins og heitan eldinn. Við heyrum meira af því þegar við skoðum ljósmyndirnar með Rúnari í þætti dagsins.
Nýtt íslenskt leikhúsverk var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu þann 5.mars síðastliðinn, Draumaþjófurinn. Þetta er fjölskyldusöngleikur eftir Björk Jakobsdóttur sem byggir á bók Gunnars Helgasonar, en Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson semur tónlistina. Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í verkið.
En við hefjum þáttinn á fréttum frá Bandaríkjunum, á stækkunar hugmyndum um eina mestu menningarstofnun þess stóra lands, Smithsonian safnsins.
3/14/2023 • 55 minutes
Prinsessuleikarnir, Kerfi í Berg contemporary, Roni Horn
Í Berg Contemporary við Klapparstíg var opnuð um liðna helgi sýningin Kerfi þar sem ný verk eftir Heklu Dögg Jónsdóttur myndlistarkonu eru til sýnis. Verkin á sýningunni eru þrenns konar: þarna er vídeóverk þar sem þrír litir blandast saman á vatnsyfirborði, í öðru verki rúlla hvítir og svartir textar yfir vegginn á plastrúllum, og svo eru þarna stór pappírs verk, sem ná frá gólfi og upp í loft. Meira um það þegar við göngum um sýninguna með Heklu Dögg í þætti dagsins. Og svo ætlum við að velta fyrir okkur hugmyndinni um prinsessuna. Goðsögnin um hina hreinu og duglegu prinsessu, prúðu og iðnu stúlkuna, sem Grimmsbræður festu á blað, og sem Disney verkmsiðjan festi svo enn betur í sessi í samtíma okkar, lifir enn góðu lífi, en afhverju? Austurríska nóbelskáldið Elfriede Jelinek tekst á við þessar spurningar í Prinsessuleikunum, verki sem Borgarleikhúsið frumsýnir um næstu helgi í leikstjórn Unu Þorleifsdóttur. Una verður gestur okkar í dag. Á fimmtudaginn síðasta var samþykkt á Alþingi að veita 21 einstaklingi ríkisborgararétt. Athygli vakti að meðal þeirra er bandaríska listakonan Roni Horn sem sannarlega má setja í flokk svokallaðra Íslandsvina eftir áralöng tengsl hennar við land og þjóð. Af þessu tilefni ætlum við að hverfa aftur til ársins 2007, og rifja upp viðtal við listakonuna, sem ræddi þá meðal annars um áhrif Íslands á list hennar, efnahagsmálin sem þá voru á blússandi siglingu og náttúruvernd svo eitthvað sé nefnt.
3/13/2023 • 0
Prinsessuleikarnir, Kerfi í Berg contemporary, Roni Horn
Í Berg Contemporary við Klapparstíg var opnuð um liðna helgi sýningin Kerfi þar sem ný verk eftir Heklu Dögg Jónsdóttur myndlistarkonu eru til sýnis. Verkin á sýningunni eru þrenns konar: þarna er vídeóverk þar sem þrír litir blandast saman á vatnsyfirborði, í öðru verki rúlla hvítir og svartir textar yfir vegginn á plastrúllum, og svo eru þarna stór pappírs verk, sem ná frá gólfi og upp í loft. Meira um það þegar við göngum um sýninguna með Heklu Dögg í þætti dagsins.
Og svo ætlum við að velta fyrir okkur hugmyndinni um prinsessuna. Goðsögnin um hina hreinu og duglegu prinsessu, prúðu og iðnu stúlkuna, sem Grimmsbræður festu á blað, og sem Disney verkmsiðjan festi svo enn betur í sessi í samtíma okkar, lifir enn góðu lífi, en afhverju? Austurríska nóbelskáldið Elfriede Jelinek tekst á við þessar spurningar í Prinsessuleikunum, verki sem Borgarleikhúsið frumsýnir um næstu helgi í leikstjórn Unu Þorleifsdóttur. Una verður gestur okkar í dag.
Á fimmtudaginn síðasta var samþykkt á Alþingi að veita 21 einstaklingi ríkisborgararétt. Athygli vakti að meðal þeirra er bandaríska listakonan Roni Horn sem sannarlega má setja í flokk svokallaðra Íslandsvina eftir áralöng tengsl hennar við land og þjóð. Af þessu tilefni ætlum við að hverfa aftur til ársins 2007,
og rifja upp viðtal við listakonuna, sem ræddi þá meðal annars um áhrif Íslands á list hennar, efnahagsmálin sem þá voru á blússandi siglingu og náttúruvernd svo eitthvað sé nefnt.
3/13/2023 • 52 minutes, 34 seconds
María Mey, Velkomin til Téténíu
María Mey sem hin hreina mær hefur verið einn helsti innblástur listamanna af öllu tagi frá því að hún kom fram á sjónarsviðið. Hin hreina og óflekkaða mær er þó ekki svo óflekkuð í huga allra og í seinni tíð hafa femínískir guðfræðingar varpað ljósi á allskyns annarskonar útgáfur af Maríu, sem í sumum tilfellum er nærbuxnalaus og dónaleg. Sigríður Guðmarsdóttir guðfræðingur er ein þeirra sem tekur til máls á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands á morgun, þar mun hún fjalla um birtingarmyndir Maríu í nýrri sálmabók Þjóðkirkjunnar, með vísan í fræðimenn og myndlisarverk Kristínar Gunnlaugsdóttur. Við ræðum við Sigríði í þætti dagsins. Heimildarmynd um aðstæður hinsegin fólks í Téténíu verður sýnd í Bíó Paradís á sunnudaginn. Lucy Shtein, meðlimur Pussy Riot, segir hinsegin fólk ofsótt á svæðinu og að mikilvægt sé að muna að aðstæður margra séu bágar í Rússlandi. Hún verður gestur okkar í þætti dagsins.
3/9/2023 • 0
María Mey, Velkomin til Téténíu
María Mey sem hin hreina mær hefur verið einn helsti innblástur listamanna af öllu tagi frá því að hún kom fram á sjónarsviðið. Hin hreina og óflekkaða mær er þó ekki svo óflekkuð í huga allra og í seinni tíð hafa femínískir guðfræðingar varpað ljósi á allskyns annarskonar útgáfur af Maríu, sem í sumum tilfellum er nærbuxnalaus og dónaleg. Sigríður Guðmarsdóttir guðfræðingur er ein þeirra sem tekur til máls á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands á morgun, þar mun hún fjalla um birtingarmyndir Maríu í nýrri sálmabók Þjóðkirkjunnar, með vísan í fræðimenn og myndlisarverk Kristínar Gunnlaugsdóttur. Við ræðum við Sigríði í þætti dagsins.
Heimildarmynd um aðstæður hinsegin fólks í Téténíu verður sýnd í Bíó Paradís á sunnudaginn. Lucy Shtein, meðlimur Pussy Riot, segir hinsegin fólk ofsótt á svæðinu og að mikilvægt sé að muna að aðstæður margra séu bágar í Rússlandi. Hún verður gestur okkar í þætti dagsins.
3/9/2023 • 54 minutes, 15 seconds
Svipmynd af Ingibjörgu Jóhannsdóttur, ritstjórn og ritskoðun
Ingibjörg Jóhannsdóttir hefur verið safnstjóri Listasafns Íslands í rétt rúma viku. Hún var skipuð í starfið í desember af menntamálaráðherra eftir að hafa verið valin úr hópi sex umsækjenda, og tók við starfinu þann fyrsta mars síðastliðinn. Ingibjörg var skólastjóri Myndlistarskólans í Reykjavík og Landskotsskóla samanlagt hátt í þrjá áratugi. Áður hafði hún starfað um þriggja ára skeið við Listasafn Íslands, verið stundakennari við Listaháskóla Íslands og fleiri skóla. Hún stundaði nám við School af Visual Arts og Pratt Institute í New York en þar áður hafði hún lokið námi við grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Ingibjörg verður gestur okkar í svipmynd dagsins. Hver er konan, hvaðan kemur hún, og hvert er hún að fara? En við hefjum þáttinn á pistli frá einum af bókmenntarýnum okkar, Grétu Sigríði Einarsdóttur. Gréta Sigríður ætlar ekki að fjalla um nýútkomna bók að þessu sinni, heldur ætlar hún að velta fyrir sér muninum á ritstjórn og ritskoðun. Eru Laxness og Dahl of flóknir og of gamaldags fyrir unga lesendur?
3/8/2023 • 0
Svipmynd af Ingibjörgu Jóhannsdóttur, ritstjórn og ritskoðun
Ingibjörg Jóhannsdóttir hefur verið safnstjóri Listasafns Íslands í rétt rúma viku. Hún var skipuð í starfið í desember af menntamálaráðherra eftir að hafa verið valin úr hópi sex umsækjenda, og tók við starfinu þann fyrsta mars síðastliðinn. Ingibjörg var skólastjóri Myndlistarskólans í Reykjavík og Landskotsskóla samanlagt hátt í þrjá áratugi. Áður hafði hún starfað um þriggja ára skeið við Listasafn Íslands, verið stundakennari við Listaháskóla Íslands og fleiri skóla. Hún stundaði nám við School af Visual Arts og Pratt Institute í New York en þar áður hafði hún lokið námi við grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Ingibjörg verður gestur okkar í svipmynd dagsins. Hver er konan, hvaðan kemur hún, og hvert er hún að fara?
En við hefjum þáttinn á pistli frá einum af bókmenntarýnum okkar, Grétu Sigríði Einarsdóttur. Gréta Sigríður ætlar ekki að fjalla um nýútkomna bók að þessu sinni, heldur ætlar hún að velta fyrir sér muninum á ritstjórn og ritskoðun. Eru Laxness og Dahl of flóknir og of gamaldags fyrir unga lesendur?
3/8/2023 • 55 minutes
Smámunir sem þessir, Þrenna frá Ars Longa
Smámunir sem þessir eftir írska rithöfundinn Claire Keegan kom út í íslenskri þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur í síðustu viku. Þetta er fjórða bók höfundarins sem er margverðlaunuð fyrir verk sín. Bókin gerist á Írlandi níunda áratugarins og segir frá kolakaupmanni í smábæ nokkrum þar sem lífið snýst um fjölskylduna, vinnuna, kirkjuna og kannski barinn. Söguhetjan lifir frekar reglubundnu lífi þar til að hann fær óvænt innsýn í það sem er raunverulega að gerast á bak við luktar dyr klaustursins. Sagan snertir á myrkum blett í sögu Írlands, sögu Magdalenu þvottahúsanna og þeirra 30.000 kvenna sem voru þar læstar inni. Meira um það í þætti dagsins. Svo sláum við á þráðinn og heyrum í Einari Guðmundssyni rithöfundi sem hefur stundað ritstörf sín í um hálfa öld, mestan part út í Munchen þar sem hann hefur verið búsettur áratugum saman. Ný bók hans er komin út, í þrjúhundruð tölusettum eintökum sem bókaútgáfan Ars Longa gefur út en hún á sér heimilsfesti austur á Djúpavogi, og starfar í nánu samstarfi við Ars Longa samtímalistasafnið. Það er tilraunarkenndur andi yfir þessari bók sem heitir Þrenna en inniheldur eins og nafnið gefur til kynna i raun þrjárbækur, Ár og sprænur - hulda ráðgátan heitir ein, ranimosk heitir önnur og sú þriðja Litlu sögurnar í hálfa samhenginu. Við hringum til Munchen í þættinum í dag og ræðum við Einar Guðmundsson. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
3/7/2023 • 0
Smámunir sem þessir, Þrenna frá Ars Longa
Smámunir sem þessir eftir írska rithöfundinn Claire Keegan kom út í íslenskri þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur í síðustu viku. Þetta er fjórða bók höfundarins sem er margverðlaunuð fyrir verk sín. Bókin gerist á Írlandi níunda áratugarins og segir frá kolakaupmanni í smábæ nokkrum þar sem lífið snýst um fjölskylduna, vinnuna, kirkjuna og kannski barinn. Söguhetjan lifir frekar reglubundnu lífi þar til að hann fær óvænt innsýn í það sem er raunverulega að gerast á bak við luktar dyr klaustursins. Sagan snertir á myrkum blett í sögu Írlands, sögu Magdalenu þvottahúsanna og þeirra 30.000 kvenna sem voru þar læstar inni. Meira um það í þætti dagsins.
Svo sláum við á þráðinn og heyrum í Einari Guðmundssyni rithöfundi sem hefur stundað ritstörf sín í um hálfa öld, mestan part út í Munchen þar sem hann hefur verið búsettur áratugum saman. Ný bók hans er komin út, í þrjúhundruð tölusettum eintökum sem bókaútgáfan Ars Longa gefur út en hún á sér heimilsfesti austur á Djúpavogi, og starfar í nánu samstarfi við Ars Longa samtímalistasafnið. Það er tilraunarkenndur andi yfir þessari bók sem heitir Þrenna en inniheldur eins og nafnið gefur til kynna i raun þrjárbækur, Ár og sprænur - hulda ráðgátan heitir ein, ranimosk heitir önnur og sú þriðja Litlu sögurnar í hálfa samhenginu. Við hringum til Munchen í þættinum í dag og ræðum við Einar Guðmundsson.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
3/7/2023 • 55 minutes
Ingunn FJóla Ingþórsdóttir, Eyþór Gunnarsson um Wayne Shorter, Sólrún
Endurvarp kallast sýning Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur í Listvali á Granda. Á sýningunni kannar Ingunn Fjóla mörk málverks og vefnaðar, þar sem verkin verða hugleiðing og tilraun til að fanga óstöðugt ástand lita. Og jafnvel óstöðugt ástand yfirleitt, því Ingunn Fjóla segist að einhverju leyti vera að leita uppi fegurð í heimi sem mætti stundum vera stöðugri, og fallegri. Meira um það í þætti dagsins. Einnig heyrum við rýni Sölva Halldórssonar í skáldsögu Sigurlínar Bjarneyjar Gísladóttur, Sólrúnu. Og við kynnum okkur tónlistarmanninn Wayne Shorter með Eyþóri Gunnarssyni. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
3/6/2023 • 0
Ingunn FJóla Ingþórsdóttir, Eyþór Gunnarsson um Wayne Shorter, Sólrún
Endurvarp kallast sýning Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur í Listvali á Granda. Á sýningunni kannar Ingunn Fjóla mörk málverks og vefnaðar, þar sem verkin verða hugleiðing og tilraun til að fanga óstöðugt ástand lita. Og jafnvel óstöðugt ástand yfirleitt, því Ingunn Fjóla segist að einhverju leyti vera að leita uppi fegurð í heimi sem mætti stundum vera stöðugri, og fallegri. Meira um það í þætti dagsins. Einnig heyrum við rýni Sölva Halldórssonar í skáldsögu Sigurlínar Bjarneyjar Gísladóttur, Sólrúnu. Og við kynnum okkur tónlistarmanninn Wayne Shorter með Eyþóri Gunnarssyni.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
3/6/2023 • 55 minutes
Skilaboð að handan, Kammerkór Norðurlands, súrrealistar
Mikilvæg skilaboð að handan eru hvatinn að baki nýrri sýningu GJörningaklúbbsins sem opnar dyr sínar í Gallerí Porti um helgina. Þær Eirún Sigurðardóttir og Jóní Jónsdóttir, sem hafa starfað saman í rúma tvo áratugi að listinni, hafa í auknum mæli nýtt sér sjáendur við upphaf sköpunarferlis, aðferð sem þær kalla miðil-miðil. Sýningin í Gallerí Porti mun hverfast um miðilsfund sem átti sér stað í húsi við Bergstaðarstræti 2019, í húsi Ásgríms Jónssonar listmálara. Á fundinum náðist samband við Ásgrím sem vildi koma mikilvægum skilabopðum á framfæri. Þær Eirún og Jóní hafa hingað til ekki opinberað miðilsfundina sjálfa en í þessu tilfelli vilja þær gefa fólki kost á að komast í þessa frumheimild. Við heyrum upptökur af miðilsfundinum og ræðum við listakonurnar í þætti dagsins. Kammerkór Norðurlands er á faraldsfæti þessa dagana, kórinn hefur starfað í yfir 20 ár og hefur frá stofnun haft að markmiði að flytja nýja íslenska kórtónlist, samhliða ýmsum öðrum verkefnnum og gefið út þrjá hljómdiska, síðast árið 2020, en þar er að finna ljóð Davíðs Stefánssonar við ný og eldri íslensk lög. Nú beinir kórinn sjónum sínum til Bandaríkjanna og flytur nokkur af nýrri kórverkum höfuðtónskálda Bandaríkjanna í bland við dægurlög í kórútsetningum. Meðlimir kórsins eru flestir tónlistarmenntaðir og/eða atvinnufólk í tónlist sem koma víða að af Norðurlandi, búsettir allt frá Kópaskeri að Hrútafirði og kórstjórinn, Við ræðum við Guðmund Óla Gunnarsson í þætti dagsins. Og að gefnu tilefni rifjum við upp umfjöllun um konur sem tengdust hreyfingu súrrealista á fyrri hluta síðustu aldar. Umsjón: Halla Harðardóttir og Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir
3/2/2023 • 0
Skilaboð að handan, Kammerkór Norðurlands, súrrealistar
Mikilvæg skilaboð að handan eru hvatinn að baki nýrri sýningu GJörningaklúbbsins sem opnar dyr sínar í Gallerí Porti um helgina. Þær Eirún Sigurðardóttir og Jóní Jónsdóttir, sem hafa starfað saman í rúma tvo áratugi að listinni, hafa í auknum mæli nýtt sér sjáendur við upphaf sköpunarferlis, aðferð sem þær kalla miðil-miðil.
Sýningin í Gallerí Porti mun hverfast um miðilsfund sem átti sér stað í húsi við Bergstaðarstræti 2019, í húsi Ásgríms Jónssonar listmálara. Á fundinum náðist samband við Ásgrím sem vildi koma mikilvægum skilabopðum á framfæri. Þær Eirún og Jóní hafa hingað til ekki opinberað miðilsfundina sjálfa en í þessu tilfelli vilja þær gefa fólki kost á að komast í þessa frumheimild. Við heyrum upptökur af miðilsfundinum og ræðum við listakonurnar í þætti dagsins.
Kammerkór Norðurlands er á faraldsfæti þessa dagana, kórinn hefur starfað í yfir 20 ár og hefur frá stofnun haft að markmiði að flytja nýja íslenska kórtónlist, samhliða ýmsum öðrum verkefnnum og gefið út þrjá hljómdiska, síðast árið 2020, en þar er að finna ljóð Davíðs Stefánssonar við ný og eldri íslensk lög. Nú beinir kórinn sjónum sínum til Bandaríkjanna og flytur nokkur af nýrri kórverkum höfuðtónskálda Bandaríkjanna í bland við dægurlög í kórútsetningum. Meðlimir kórsins eru flestir tónlistarmenntaðir og/eða atvinnufólk í tónlist sem koma víða að af Norðurlandi, búsettir allt frá Kópaskeri að Hrútafirði og kórstjórinn, Við ræðum við Guðmund Óla Gunnarsson í þætti dagsins.
Og að gefnu tilefni rifjum við upp umfjöllun um konur sem tengdust hreyfingu súrrealista á fyrri hluta síðustu aldar.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir
Einn af hápunktum ársins í heimi hönnunar er hönnunarvikan í Stokkhólmi fer fram í febrúar ár hvert. Íslenskir hönnuðir kynntu þar áhugaverkt verkefni í þetta sinn, sem enn er til sýnis í Stokkhólmi, verk sem kallast Knowing the Ropes , eða Öllum hnútum kunnug. Verkefnið er unnið á mörkum hönnunar og myndlistar og skoðar táknræna vídd reipisins í norrænni samtímamenningu, en grunnur þess hverfist um tvær kaðlaverksmiðjur; Hampiðjuna í Reykjavík og Aarhus Possementfabrik í Danmörku. Brynhildur Pálsdóttir hönnuður verður gestur okkar í dag og segir okkur frá verkefninu og því sem hæst bar í Stokkhólmi. Og Freyja Þórsdóttir flytur sinn þriðja pistil á heimspekilum nótum. Að þessu sinni fjallar hún um ímyndunaraflið sem okkar merkilegustu og hættulegustu gjöf og hvaða áhrif það hefur á merkingarbær tengsl okkar við heiminn. En við byrjum í leikhúsinu. Leikhópurinn Alltaf í boltanum stendur að sýningunni Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem frumsýnd verður í Tjarnarbíó annað kvöld. Verkið skyggnist inn í hvernig enskir knattspyrnuleikir krydda líf fjögurra íslenskra karlmanna. Tilfinningar þeirra fá lausan tauminn og spennan, innan sem utan vallar, eykst með framvindu leiksins svo úr verður óútreiknanleg atburðarás sem spannar 90 mínútur. Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir leit við á æfingu leikhópsins og ræddi við leikstjórann, Viktoríu Blöndal og einn leikaranna, Albert Halldórsson. Umsjón: Halla Harðardóttir
Einn af hápunktum ársins í heimi hönnunar er hönnunarvikan í Stokkhólmi fer fram í febrúar ár hvert. Íslenskir hönnuðir kynntu þar áhugaverkt verkefni í þetta sinn, sem enn er til sýnis í Stokkhólmi, verk sem kallast Knowing the Ropes , eða Öllum hnútum kunnug. Verkefnið er unnið á mörkum hönnunar og myndlistar og skoðar táknræna vídd reipisins í norrænni samtímamenningu, en grunnur þess hverfist um tvær kaðlaverksmiðjur; Hampiðjuna í Reykjavík og Aarhus Possementfabrik í Danmörku. Brynhildur Pálsdóttir hönnuður verður gestur okkar í dag og segir okkur frá verkefninu og því sem hæst bar í Stokkhólmi.
Og Freyja Þórsdóttir flytur sinn þriðja pistil á heimspekilum nótum. Að þessu sinni fjallar hún um ímyndunaraflið sem okkar merkilegustu og hættulegustu gjöf og hvaða áhrif það hefur á merkingarbær tengsl okkar við heiminn.
En við byrjum í leikhúsinu. Leikhópurinn Alltaf í boltanum stendur að sýningunni Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem frumsýnd verður í Tjarnarbíó annað kvöld. Verkið skyggnist inn í hvernig enskir knattspyrnuleikir krydda líf fjögurra íslenskra karlmanna. Tilfinningar þeirra fá lausan tauminn og spennan, innan sem utan vallar, eykst með framvindu leiksins svo úr verður óútreiknanleg atburðarás sem spannar 90 mínútur. Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir leit við á æfingu leikhópsins og ræddi við leikstjórann, Viktoríu Blöndal og einn leikaranna, Albert Halldórsson.
Umsjón: Halla Harðardóttir
Tveir félagar úr hljómsveitinni Ghost Choir verða gestir þáttarins í dag. Sveitina mynda Hannes Halldórsson, Magnús Tryggvason Elíassen, Pétur Hallgrímsson og Jóhannes Birgir Pálmason en þeir Hannes og Magnús kíkja í spjall til okkar. Ný út er komin glæsileg tveggja vínilplatna útgáfa sem heitir Cosmic Cedar, þetta er önnur plata Drauga-kórsins en við þessa fjórmenninga bætast síðan einir sex aðrir tónlistarmenn og úr verður seiður sem ýmist fer með mann eitthvert langt út í geim eða út í snarkandi eyðimörkina. Við heyrum af Ghost Choir og tónlistinni á nýju plötunni sem er innblásin mjög af tónlist miðausturlanda. Við ætlum einnig að kynna okkur í dag mexíkóskan rithöfund sem er einn sá vinsælasti í hinum spænskumælandi heimi. Rithöfund sem hefur mikið velt fyrir sér tengslum mannskepnunnar við dýr og plöntur., og sem er nú loks komin út á íslensku. ?Tengsl dýra og manna geta verið jafn flókin og þau sem sameina okkur mannfólkið,? skrifar Guadalupe Nettel, í smásagnasafninu Hjónaband rauðu fiskanna. Kristín Guðrún Jónsdóttir þýddi nýverið þetta athyglisverða smásagnasafn úr spænsku og hún verður gestur okkar í dag. Og Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í Jarðsetningu eftir Önnu Maríu Bogadóttur, bók sem hlaut nýverið tilnefningu Hagþenkis. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
Tveir félagar úr hljómsveitinni Ghost Choir verða gestir þáttarins í dag. Sveitina mynda Hannes Halldórsson, Magnús Tryggvason Elíassen, Pétur Hallgrímsson og Jóhannes Birgir Pálmason en þeir Hannes og Magnús kíkja í spjall til okkar. Ný út er komin glæsileg tveggja vínilplatna útgáfa sem heitir Cosmic Cedar, þetta er önnur plata Drauga-kórsins en við þessa fjórmenninga bætast síðan einir sex aðrir tónlistarmenn og úr verður seiður sem ýmist fer með mann eitthvert langt út í geim eða út í snarkandi eyðimörkina. Við heyrum af Ghost Choir og tónlistinni á nýju plötunni sem er innblásin mjög af tónlist miðausturlanda.
Við ætlum einnig að kynna okkur í dag mexíkóskan rithöfund sem er einn sá vinsælasti í hinum spænskumælandi heimi. Rithöfund sem hefur mikið velt fyrir sér tengslum mannskepnunnar við dýr og plöntur., og sem er nú loks komin út á íslensku. ?Tengsl dýra og manna geta verið jafn flókin og þau sem sameina okkur mannfólkið,? skrifar Guadalupe Nettel, í smásagnasafninu Hjónaband rauðu fiskanna. Kristín Guðrún Jónsdóttir þýddi nýverið þetta athyglisverða smásagnasafn úr spænsku og hún verður gestur okkar í dag.
Og Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í Jarðsetningu eftir Önnu Maríu Bogadóttur, bók sem hlaut nýverið tilnefningu Hagþenkis.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
2/28/2023 • 55 minutes
Óbragð, verkföll, Vatnið og landið
Í dag kemur út skáldsagan Óbragð. Þetta er fyrsta skáldsaga höfundarins, Guðrúnar Brjánsdóttur, en hún vann samkeppni Forlagsins, Nýjar raddir 2020, með nóvellunni Sjálfstýringu. Óbragð fjallar um verkfræðinemann Hjalta og leit hans að sjálfum sér, en hann virðist hafa misst fótana eftir Covid einangrun, fær kvíðaköst og er með þráhyggju. En líf hans tekur óvæntan snúning þegar hann kynnist Kakófylkingunni, sem er hópur leitandi fólks sem finnur innri ró með hjálp kakós frá Guatemala. Við ræðum við höfund Óbragðs í þætti dagsins. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir heldur áfram að fjalla um verkföll, í þessum síðasta pistli sínum teygir Ragnheiður Gyða sig í átt að okkar dögum, en þó ekki alla leið. En við hefjum þáttinn á að líta inn á Listasafnið á Akureyri. Þar er einnig að finna sýningu á verkum Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá, Vatnið og Landið. VIð ræðum við Hlyn Hallsson um verk Kristínar. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
2/27/2023 • 0
Óbragð, verkföll, Vatnið og landið
Í dag kemur út skáldsagan Óbragð. Þetta er fyrsta skáldsaga höfundarins, Guðrúnar Brjánsdóttur, en hún vann samkeppni Forlagsins, Nýjar raddir 2020, með nóvellunni Sjálfstýringu. Óbragð fjallar um verkfræðinemann Hjalta og leit hans að sjálfum sér, en hann virðist hafa misst fótana eftir Covid einangrun, fær kvíðaköst og er með þráhyggju. En líf hans tekur óvæntan snúning þegar hann kynnist Kakófylkingunni, sem er hópur leitandi fólks sem finnur innri ró með hjálp kakós frá Guatemala. Við ræðum við höfund Óbragðs í þætti dagsins.
Ragnheiður Gyða Jónsdóttir heldur áfram að fjalla um verkföll, í þessum síðasta pistli sínum teygir Ragnheiður Gyða sig í átt að okkar dögum, en þó ekki alla leið.
En við hefjum þáttinn á að líta inn á Listasafnið á Akureyri. Þar er einnig að finna sýningu á verkum Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá, Vatnið og Landið. VIð ræðum við Hlyn Hallsson um verk Kristínar.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
2/27/2023 • 55 minutes
Hreinsunaraðferðir, Stephen Hough, bókmenntaverðlaun og Brimhólar
Rétt fyrir hádegi í dag var tilkynnt um tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Ljóðabókin Laus blöð eftir Ragnar Helga Ólafsson, sem Bjartur gefur út, og skáldsagan Ljósgildran eftir Guðna Elísson, sem Lesstofan gefur út, eru tilnefndar til verðlaunanna fyrir Íslands hönd. Dómnefndir Norðurlandanna tilnefna í ár samtals 14 verk til verðlaunanna, en sameiginleg norræn dómnefnd velur vinningshafa ársins og verða verðlaunin afhent við hátíðlega athöfn í tengslum við 75. þing Norðurlandaráðs í Osló 31. október. Jórunn Sigurðardóttir, bókmenntasérfræðingur Rásar 1, var í Gunnarshúsi í morgun og við fáum hana til að líta við hér í upphafi þáttar og leggja lauslegt mat á tilnefningarnar. Og við heyrum nánar af verkum hins tilnefnda bókmenntafræðings og rithöfundar, Guðna Elíssonar, því Gréta Sigríður Einarsdóttir, bókmenntarýnir Víðsjár, rýnir í dag í aðra skáldsögu Guðna. Sú heitir Brimhólar og kom út hjá Lesstofunni í nóvember síðastliðnum. Í kvöld mun bresk-ástralski stórpíanistinn Stephen Hough leika hinn tilfinningaþrungna og sívinsæla píanókonsert nr 2 eftir Sergei Rachmaninov á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg. Við tökum aðeins púlsinn á þeim merkilega manni og hitum með því upp fyrir kvöldið sem margir unnendur klassískrar tónlistar hafa beðið eftir með tilhlökkun. Við lítum líka við í safnaðarheimili Neskirkju, þar sem myndlistarmaðurinn Arnar Ásgeirsson var í óða önn við uppsetningu á verkum sínum í morgun, fyrir sýningu sem opnar næsta sunnudag og ber titilinn Hreinsunaraðferðir. Þar fara stæltir karlmannslíkamar í plastflöskuformi, sem minna helst á grískar eða rómverskar styttur, líkama krists eða jafnvel hinu ikonísku Jean Paul Gaultier ilmvatnsflösku sem finna má í mörgum unglingsherbergjum. En í þessum flöskum er ekki að finna ilmvatn eða heilagt vatn, heldur ýmsar hreinsivörur, svo sem klósetthreinsi, spritt, uppþvottasápu og jafnvel klór. Arnar segir okkur nánar af sýningunni og hugmyndafræðinni á bakvið Hreinsunaraðferðirnar. Umsjón: Guðni Tómasson og Melkorka Ólafsdóttir
2/23/2023 • 0
Hreinsunaraðferðir, Stephen Hough, bókmenntaverðlaun og Brimhólar
Rétt fyrir hádegi í dag var tilkynnt um tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Ljóðabókin Laus blöð eftir Ragnar Helga Ólafsson, sem Bjartur gefur út, og skáldsagan Ljósgildran eftir Guðna Elísson, sem Lesstofan gefur út, eru tilnefndar til verðlaunanna fyrir Íslands hönd. Dómnefndir Norðurlandanna tilnefna í ár samtals 14 verk til verðlaunanna, en sameiginleg norræn dómnefnd velur vinningshafa ársins og verða verðlaunin afhent við hátíðlega athöfn í tengslum við 75. þing Norðurlandaráðs í Osló 31. október. Jórunn Sigurðardóttir, bókmenntasérfræðingur Rásar 1, var í Gunnarshúsi í morgun og við fáum hana til að líta við hér í upphafi þáttar og leggja lauslegt mat á tilnefningarnar.
Og við heyrum nánar af verkum hins tilnefnda bókmenntafræðings og rithöfundar, Guðna Elíssonar, því Gréta Sigríður Einarsdóttir, bókmenntarýnir Víðsjár, rýnir í dag í aðra skáldsögu Guðna. Sú heitir Brimhólar og kom út hjá Lesstofunni í nóvember síðastliðnum.
Í kvöld mun bresk-ástralski stórpíanistinn Stephen Hough leika hinn tilfinningaþrungna og sívinsæla píanókonsert nr 2 eftir Sergei Rachmaninov á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg. Við tökum aðeins púlsinn á þeim merkilega manni og hitum með því upp fyrir kvöldið sem margir unnendur klassískrar tónlistar hafa beðið eftir með tilhlökkun.
Við lítum líka við í safnaðarheimili Neskirkju, þar sem myndlistarmaðurinn Arnar Ásgeirsson var í óða önn við uppsetningu á verkum sínum í morgun, fyrir sýningu sem opnar næsta sunnudag og ber titilinn Hreinsunaraðferðir. Þar fara stæltir karlmannslíkamar í plastflöskuformi, sem minna helst á grískar eða rómverskar styttur, líkama krists eða jafnvel hinu ikonísku Jean Paul Gaultier ilmvatnsflösku sem finna má í mörgum unglingsherbergjum. En í þessum flöskum er ekki að finna ilmvatn eða heilagt vatn, heldur ýmsar hreinsivörur, svo sem klósetthreinsi, spritt, uppþvottasápu og jafnvel klór. Arnar segir okkur nánar af sýningunni og hugmyndafræðinni á bakvið Hreinsunaraðferðirnar.
Umsjón: Guðni Tómasson og Melkorka Ólafsdóttir
2/23/2023 • 55 minutes
Svipmynd af Pétri Gunnarssyni
Íslensku þýðingaverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini um síðustu helgi. Handhafi þeirra í ár er Pétur Gunnarsson, fyrir þýðingu sína á stórvirki Jean-Jacques Rousseau, Játningunum. Pétur fagnar um þessar mundir fimmtíu ára rithöfundarafmæli og er gestur okkar í svipmynd Víðsjár þessa vikuna. Umsjón: Guðni Tómasson og Melkorka Ólafsdóttir
2/22/2023 • 0
Svipmynd af Pétri Gunnarssyni
Íslensku þýðingaverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini um síðustu helgi. Handhafi þeirra í ár er Pétur Gunnarsson, fyrir þýðingu sína á stórvirki Jean-Jacques Rousseau, Játningunum. Pétur fagnar um þessar mundir fimmtíu ára rithöfundarafmæli og er gestur okkar í svipmynd Víðsjár þessa vikuna.
Umsjón: Guðni Tómasson og Melkorka Ólafsdóttir
2/22/2023 • 55 minutes
Andardráttur á glugga, tónlistarmiðstöð, Litháarnir við Laptevhaf
Listasafn Reykjavikur heldur áfram að kynna ný verk starfandi listamanna í Ásmundarsafni, þar sem þau kallast á við myndheim Ásmundar Sveinssonar. Nú er það myndlistarkonan Sigga Björg sem á í samtali við Ásmund, og áherslan í þetta sinn er á þjóðsögur, ævintýri og ímyndunarafl. Á sýningunni Andardráttur á glugga sýnir Sigga BJörg teikningar, veggverk og vidjóverk. Meira um það hér undir lok þáttar, þegar við hittum Siggu Björg í Ásmundarsafni. Gauti Kristmannsson heldur áfram að fjalla um nýútkomnar bækur, og að þessu sinni er það þýðing á litháískri bók: Litháarnir við Laptevhaf, eftir Daliu Grinkevitjúte, í þýðingu Geirs Sigurðssonar og Vilmu Kinderyté. En við hefjum þáttinn á heimsókn í eitt af ráðuneytum borgarinnar. Fram eru komin á hinu háa alþingi íslendinga tvö mál er varða umhverfi tónlistarsköpunar í Íslandi: frumvarp til tónlistarlaga og þingsályktunartillaga um tónlistarstefnu fyrir árin 2023 til 2030. Og eitt að því sem ráðgert í þessum plöggum er stofnun nýrrar tónlistarmiðstöðvar. Við ræðum við Bryndísi Jónatansdóttur um framtíðarsýn þegar kemur að umgjörð um íslenska tónlist. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
2/21/2023 • 0
Andardráttur á glugga, tónlistarmiðstöð, Litháarnir við Laptevhaf
Listasafn Reykjavikur heldur áfram að kynna ný verk starfandi listamanna í Ásmundarsafni, þar sem þau kallast á við myndheim Ásmundar Sveinssonar. Nú er það myndlistarkonan Sigga Björg sem á í samtali við Ásmund, og áherslan í þetta sinn er á þjóðsögur, ævintýri og ímyndunarafl. Á sýningunni Andardráttur á glugga sýnir Sigga BJörg teikningar, veggverk og vidjóverk. Meira um það hér undir lok þáttar, þegar við hittum Siggu Björg í Ásmundarsafni.
Gauti Kristmannsson heldur áfram að fjalla um nýútkomnar bækur, og að þessu sinni er það þýðing á litháískri bók: Litháarnir við Laptevhaf, eftir Daliu Grinkevitjúte, í þýðingu Geirs Sigurðssonar og Vilmu Kinderyté.
En við hefjum þáttinn á heimsókn í eitt af ráðuneytum borgarinnar. Fram eru komin á hinu háa alþingi íslendinga tvö mál er varða umhverfi tónlistarsköpunar í Íslandi: frumvarp til tónlistarlaga og þingsályktunartillaga um tónlistarstefnu fyrir árin 2023 til 2030. Og eitt að því sem ráðgert í þessum plöggum er stofnun nýrrar tónlistarmiðstöðvar. Við ræðum við Bryndísi Jónatansdóttur um framtíðarsýn þegar kemur að umgjörð um íslenska tónlist.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
2/21/2023 • 55 minutes
Verðlaun fyrir Sjón, forn verkföll og Konstrúktívur vandalismi
Víðsjá dagsins hefst á gleðitíðindum úr bókmenntalífinu. Tilkynnt var um það í hádeginu að rithöfundurinn og skáldið, handrits- og textahöfundurinn Sjón, Sigurjón Birgir Sigurðsson fái árið 2023 hin svokölluðu Norrænu verðlaun Sænsku Akademíunnar fyrir framlag sitt til fjölbreyttra bókmennta og texta ýmis konar. Við skjótumst í heimsókn og hittum höfundinn að þessu tilefni. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir heldur áfram að rekja sig í gegnum forn verkföll. Ragnheiður Gyða er með hugann við Grikkland, þá miklu lýðræðis og menningarvöggu vesturlanda. Kvennaverkfall úr leiklistarsögunni verður tekið fyrir. Við höldum líka í Hverfisgallerí og spjöllum við Daníel Magnússon myndlistarmann sem þar býður upp á Konstrúktívan vandalisma, eða það er a.m.k. heitið á einkasýningunni hans þar á bæ. Daníel er í verkunum að velta fyrir sér horfinni heimsmynd, þeim tíma þegar jörðin var álitin í miðju sólkerfisins okkar áður en annað kom í ljós. Listin er einræði segir Daníel, við heyrum nánar af því hér í síðari hluta Víðsjár í dag. Við sögu koma út- og innhöf, myndgert blátt hljóð, hárspennur og heiti á klámstjörnum, gömlum og nýjum.
2/20/2023 • 0
Verðlaun fyrir Sjón, forn verkföll og Konstrúktívur vandalismi
Víðsjá dagsins hefst á gleðitíðindum úr bókmenntalífinu. Tilkynnt var um það í hádeginu að rithöfundurinn og skáldið, handrits- og textahöfundurinn Sjón, Sigurjón Birgir Sigurðsson fái árið 2023 hin svokölluðu Norrænu verðlaun Sænsku Akademíunnar fyrir framlag sitt til fjölbreyttra bókmennta og texta ýmis konar. Við skjótumst í heimsókn og hittum höfundinn að þessu tilefni.
Ragnheiður Gyða Jónsdóttir heldur áfram að rekja sig í gegnum forn verkföll. Ragnheiður Gyða er með hugann við Grikkland, þá miklu lýðræðis og menningarvöggu vesturlanda. Kvennaverkfall úr leiklistarsögunni verður tekið fyrir.
Við höldum líka í Hverfisgallerí og spjöllum við Daníel Magnússon myndlistarmann sem þar býður upp á Konstrúktívan vandalisma, eða það er a.m.k. heitið á einkasýningunni hans þar á bæ. Daníel er í verkunum að velta fyrir sér horfinni heimsmynd, þeim tíma þegar jörðin var álitin í miðju sólkerfisins okkar áður en annað kom í ljós. Listin er einræði segir Daníel, við heyrum nánar af því hér í síðari hluta Víðsjár í dag. Við sögu koma út- og innhöf, myndgert blátt hljóð, hárspennur og heiti á klámstjörnum, gömlum og nýjum.
2/20/2023 • 55 minutes
Ferðalag í gömul sár, Lamento í frönsku útvarpi og mýkt sem styrkur
Páll Ragnar Pálsson tónskáld, er nýkominn heim frá París þar sem hann var við upptökur á kammerverkinu Lamenta. Það var franska ríkisútvarpið, Radio France, sem pantaði hjá honum verkið eftir að hann hlaut fyrstu verðlaun á alþljóðlega tónskáldaþinginu Rostrum. Við heyrum meira af því ævintýri í þætti dagsins. "Það þarf ekki bara eitthvað eitt leikhúsverk, það þarf mörg leikhúsverk, það þarf margar bækur, margar bíómyndir. Það eru svo ótal margir vinklar og margt sem þarf að skoða, margt sem er óþægilegt og margt erfitt," segir Eva Rún Snorradóttir, sviðshöfundur, en í verkinu Góða ferð inn í gömul sár, sem sýnt er í Borgarleikhúsinu um þessar mundir, freistar hún þess að gera upp HIV faraldurinn á Íslandi með heimilda- og þátttökuleikúsi. Við hittum Evu Rún og fáum að vita meira. Og í dag fáum við pistil frá Freyju Þórsdóttur, heimspekingi, sem steig hér á stokk með sinn fyrsta pistil fyrir 2 vikum síðan og verður hér með okkur fram á vorið. Í dag Freyja fjallar í dag um leiki lífsins og mýkt sem styrk. Í því samhengi skoðar hún m.a. hvaða hvernig auglýsingar stórfyrirtækja geta endurspeglað úreltar hugmyndir um náttúruna, og hvaða áhrif það getur haft þegar umhyggja er ekki metin að verðleikum í samfélagi. Þjáist heimurinn mögulega af lífshættulegum umhyggjuskorti? Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
2/16/2023 • 0
Ferðalag í gömul sár, Lamento í frönsku útvarpi og mýkt sem styrkur
Páll Ragnar Pálsson tónskáld, er nýkominn heim frá París þar sem hann var við upptökur á kammerverkinu Lamenta. Það var franska ríkisútvarpið, Radio France, sem pantaði hjá honum verkið eftir að hann hlaut fyrstu verðlaun á alþljóðlega tónskáldaþinginu Rostrum. Við heyrum meira af því ævintýri í þætti dagsins.
"Það þarf ekki bara eitthvað eitt leikhúsverk, það þarf mörg leikhúsverk, það þarf margar bækur, margar bíómyndir. Það eru svo ótal margir vinklar og margt sem þarf að skoða, margt sem er óþægilegt og margt erfitt," segir Eva Rún Snorradóttir, sviðshöfundur, en í verkinu Góða ferð inn í gömul sár, sem sýnt er í Borgarleikhúsinu um þessar mundir, freistar hún þess að gera upp HIV faraldurinn á Íslandi með heimilda- og þátttökuleikúsi. Við hittum Evu Rún og fáum að vita meira.
Og í dag fáum við pistil frá Freyju Þórsdóttur, heimspekingi, sem steig hér á stokk með sinn fyrsta pistil fyrir 2 vikum síðan og verður hér með okkur fram á vorið. Í dag Freyja fjallar í dag um leiki lífsins og mýkt sem styrk. Í því samhengi skoðar hún m.a. hvaða hvernig auglýsingar stórfyrirtækja geta endurspeglað úreltar hugmyndir um náttúruna, og hvaða áhrif það getur haft þegar umhyggja er ekki metin að verðleikum í samfélagi. Þjáist heimurinn mögulega af lífshættulegum umhyggjuskorti?
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
2/16/2023 • 55 minutes
Svipmynd af Ragnari skjálfta og rýni í Samdrætti
Ragnar Stefánsson, eða Ragnar skjálfti, hefur lengi verið áberandi í íslensku þjóðlífi, allt frá því hann kom heim frá námi og hóf störf á Veðurstofu Íslands fyrir meira en 50 árum. Hann er einn helsti jarðskjálftafræðingur landsins og hefur verið leiðandi í uppbyggingu mælakerfa og rannsóknum sem miða að því að spá fyrir um jarðskjálfta og draga úr hættum af þeirra völdum. Ragnar hefur líka lengi verið áberandi baráttumaður sósíalískra gilda og fyrir andstöðu við hersetu Bandaríkjanna á Íslandi. Ragnar hlaut nýverið íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis, fyrir bókina Hvenær kemur sá stóri? - Bókin er yfirlitsrit um jarðskjálfta á Íslandi, sett fram á aðgengilegan hátt, og er, samkvæmt umsögn dómnefndar, líkleg til að vekja athygli lesenda á vísindum, á sviði sem varðar almenning mikið. Ragnar skjálfti er gestur svipmyndar í Víðsjá dagsins. En áður en við fáum Ragnar til okkar hljóðstofu heyrum við leikhúsrýni frá Evu Halldóru Guðmundsdóttur. Hún lagði leið sína í Tjarnarbíó til að sjá leikverk Matt Bartlett, Samdrætti. Þýðngu leikverksins gerði Kristín Eiríksdóttir og leikstjórn er í höndum Þóru Karítasar Árnadóttur. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
2/15/2023 • 0
Svipmynd af Ragnari skjálfta og rýni í Samdrætti
Ragnar Stefánsson, eða Ragnar skjálfti, hefur lengi verið áberandi í íslensku þjóðlífi, allt frá því hann kom heim frá námi og hóf störf á Veðurstofu Íslands fyrir meira en 50 árum. Hann er einn helsti jarðskjálftafræðingur landsins og hefur verið leiðandi í uppbyggingu mælakerfa og rannsóknum sem miða að því að spá fyrir um jarðskjálfta og draga úr hættum af þeirra völdum. Ragnar hefur líka lengi verið áberandi baráttumaður sósíalískra gilda og fyrir andstöðu við hersetu Bandaríkjanna á Íslandi. Ragnar hlaut nýverið íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis, fyrir bókina Hvenær kemur sá stóri? - Bókin er yfirlitsrit um jarðskjálfta á Íslandi, sett fram á aðgengilegan hátt, og er, samkvæmt umsögn dómnefndar, líkleg til að vekja athygli lesenda á vísindum, á sviði sem varðar almenning mikið. Ragnar skjálfti er gestur svipmyndar í Víðsjá dagsins.
En áður en við fáum Ragnar til okkar hljóðstofu heyrum við leikhúsrýni frá Evu Halldóru Guðmundsdóttur. Hún lagði leið sína í Tjarnarbíó til að sjá leikverk Matt Bartlett, Samdrætti. Þýðngu leikverksins gerði Kristín Eiríksdóttir og leikstjórn er í höndum Þóru Karítasar Árnadóttur.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
2/15/2023 • 53 minutes
Lítil bók um stóra hluti, Hringrás, Hvernig kemst ég í sprengjubyrgið
Lítil bók um stóra hluti kallst nýútkomin bók eftir Þórunni Jörlu Valdimarsdóttur. Þar veltir Þórunn vöngum yfir hlutskipti mannanna hér á jörð, samskiptum kynjanna, ástinni, einmanaleikanum, jörð og eilífð og öllu þar á milli. Þórunn verður gestur okkar í dag. Dansverkið Hringrás eftir Þyri Huld Árnadóttur, er sýnt um þessar mundir í samstarfi við Íslenksa dansflokkinn í Borgarleikhúsinu. Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í verkið í þætti dagsins. Við höldum líka í Norræna húsið og skoðum sýninguna Hvernig ég komst í sprengjubyrgið en þar eiga 7 úkraínskir listamenn, reyndar eitt listamannatvíeyki, verk á öflugri sýningu þar sem verkin hafa öll orðið til á síðasta tæpa ári, eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Við heimsækjum norræna húsið og ræðum við úkraínska sýningarstjórann sem heitir Yulia Sapiga og er orðin ein af starfsmönnum safnsins. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
2/14/2023 • 0
Lítil bók um stóra hluti, Hringrás, Hvernig kemst ég í sprengjubyrgið
Lítil bók um stóra hluti kallst nýútkomin bók eftir Þórunni Jörlu Valdimarsdóttur. Þar veltir Þórunn vöngum yfir hlutskipti mannanna hér á jörð, samskiptum kynjanna, ástinni, einmanaleikanum, jörð og eilífð og öllu þar á milli. Þórunn verður gestur okkar í dag.
Dansverkið Hringrás eftir Þyri Huld Árnadóttur, er sýnt um þessar mundir í samstarfi við Íslenksa dansflokkinn í Borgarleikhúsinu. Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í verkið í þætti dagsins.
Við höldum líka í Norræna húsið og skoðum sýninguna Hvernig ég komst í sprengjubyrgið en þar eiga 7 úkraínskir listamenn, reyndar eitt listamannatvíeyki, verk á öflugri sýningu þar sem verkin hafa öll orðið til á síðasta tæpa ári, eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Við heimsækjum norræna húsið og ræðum við úkraínska sýningarstjórann sem heitir Yulia Sapiga og er orðin ein af starfsmönnum safnsins.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
2/14/2023 • 55 minutes
Ólöf Arnalds, áhrif stríðs á menningu, verkföll í Róm
Ólöf Arnalds vinnur að gerð nýrrar plötu þessi dægrin, og er komin vel á veg með hana. Þetta verður fimmta plata Ólafar og mun hún hljóta titillinn Tár í morgunsárið. Síðustu tvær plötur Ólafar, sú síðasta kom út fyrir nær áratug, voru sungnar á ensku en nú, líkt og á hennar fyrstu plötum, syngur hún á íslensku og röddin verður í aðalhlutverki, ásamt gítar. Ólöf er komin vel á veg með plötuna en nú stendur yfir söfnun á Karolina fund til að klára hana, og hún verður með tónleika í vikunni. Meira um það í samtali við Ólöfu í þætti dagsins. Við ræðum einnig við Sigrúnu Ölbu Sigurðardóttur stundakennara við Háskóla Íslands. Hún tekur þátt í málþingi sem fram fer á morgun í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur vestur á svæði Háskóla Íslands. Yfirskriftin er Tráma - áhrif stríðs á menningu og samfélag en málþingið er haldið á vegum svokallaðs Úkraínuverkefnis Háskóla Íslands. Sigrún segir okkur frá sögulegu rofi og úrvinnslu trámatískrar reynslu í listum og menningu. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir heldur áfram að fjalla um forn verkföll í þætti dagsins. Í dag er hún með hugann við borgina eilífu Róm og fornar verkalýðs deilur þar fyrir margt löngu. En við byrjum á rödd úr safni Ríkisútvarpsins, mikilvægri rödd í íslensku tónlistarlífi sem nú er fallin frá. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
2/13/2023 • 0
Ólöf Arnalds, áhrif stríðs á menningu, verkföll í Róm
Ólöf Arnalds vinnur að gerð nýrrar plötu þessi dægrin, og er komin vel á veg með hana. Þetta verður fimmta plata Ólafar og mun hún hljóta titillinn Tár í morgunsárið. Síðustu tvær plötur Ólafar, sú síðasta kom út fyrir nær áratug, voru sungnar á ensku en nú, líkt og á hennar fyrstu plötum, syngur hún á íslensku og röddin verður í aðalhlutverki, ásamt gítar. Ólöf er komin vel á veg með plötuna en nú stendur yfir söfnun á Karolina fund til að klára hana, og hún verður með tónleika í vikunni. Meira um það í samtali við Ólöfu í þætti dagsins.
Við ræðum einnig við Sigrúnu Ölbu Sigurðardóttur stundakennara við Háskóla Íslands. Hún tekur þátt í málþingi sem fram fer á morgun í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur vestur á svæði Háskóla Íslands. Yfirskriftin er Tráma - áhrif stríðs á menningu og samfélag en málþingið er haldið á vegum svokallaðs Úkraínuverkefnis Háskóla Íslands. Sigrún segir okkur frá sögulegu rofi og úrvinnslu trámatískrar reynslu í listum og menningu.
Ragnheiður Gyða Jónsdóttir heldur áfram að fjalla um forn verkföll í þætti dagsins. Í dag er hún með hugann við borgina eilífu Róm og fornar verkalýðs deilur þar fyrir margt löngu.
En við byrjum á rödd úr safni Ríkisútvarpsins, mikilvægri rödd í íslensku tónlistarlífi sem nú er fallin frá.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
2/13/2023 • 55 minutes
Eldheit ástarbréf, Chicago og sjálfbærni í listum
Alvöru ástarbréf eru mögulega innilegustu textar sem fyrirfinnast og langflest þeirra hugsuð til lestrar í einrúmi. En ástarbréf á pappír eru þess eðlis að þau geymast, mörg hver í læstum kistlum innan um ryk og löngu gleymt dót í löngu gleymdum geymslum, allt þar til afkomendur ljúka kistlunum upp og þar með leyndarmálunum. FJöldi slíkra bréfa leynast í skjalasöfnum um allan heim, og það á einnig við um okkar eigið þjóðskjalasafn. Um helgina heldur félag um 18 aldar fræði málþing um ástarjátningar í bréfum og dagbókum. Meðal þeirra sem þar taka til máls er Rakel Adolphsdóttir, fagstjóri Kvennasögusafns íslands, við heimsækjum hana í þætti dagsins, og fáum að kíkja í nokkur ástarbréf, meðal annars frá þjóðþekktum einstaklingum. Einnig segir Nína Hjálmarsdóttir okkur frá sinni upplifun af Chicago, sem Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir. En við byrjum á Hugarflugi, árlegri ráðstefnu Listaháskóla Íslands, sem hefst í dag og heldur áfram á morgun með stútfullri dagskrá af áhugaverðum málstofum og fyrirlestrum. Þema Hugarflugs í ár er: Margfeldi framtíða, þar sem hugleiddar verða þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir og sem munu móta sameiginlega framtíð okkar. Steinunn Knúts-Önnudóttir segir okkur frá vídjóesseyju sem hún sýnir og fjallar um á ráðstefnunni, tengslum hennar við áherslur ráðstefnunnar og af pælingum sínum um sjálfbærni í listsköpun. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
2/9/2023 • 0
Eldheit ástarbréf, Chicago og sjálfbærni í listum
Alvöru ástarbréf eru mögulega innilegustu textar sem fyrirfinnast og langflest þeirra hugsuð til lestrar í einrúmi. En ástarbréf á pappír eru þess eðlis að þau geymast, mörg hver í læstum kistlum innan um ryk og löngu gleymt dót í löngu gleymdum geymslum, allt þar til afkomendur ljúka kistlunum upp og þar með leyndarmálunum. FJöldi slíkra bréfa leynast í skjalasöfnum um allan heim, og það á einnig við um okkar eigið þjóðskjalasafn. Um helgina heldur félag um 18 aldar fræði málþing um ástarjátningar í bréfum og dagbókum. Meðal þeirra sem þar taka til máls er Rakel Adolphsdóttir, fagstjóri Kvennasögusafns íslands, við heimsækjum hana í þætti dagsins, og fáum að kíkja í nokkur ástarbréf, meðal annars frá þjóðþekktum einstaklingum.
Einnig segir Nína Hjálmarsdóttir okkur frá sinni upplifun af Chicago, sem Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir.
En við byrjum á Hugarflugi, árlegri ráðstefnu Listaháskóla Íslands, sem hefst í dag og heldur áfram á morgun með stútfullri dagskrá af áhugaverðum málstofum og fyrirlestrum. Þema Hugarflugs í ár er: Margfeldi framtíða, þar sem hugleiddar verða þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir og sem munu móta sameiginlega framtíð okkar. Steinunn Knúts-Önnudóttir segir okkur frá vídjóesseyju sem hún sýnir og fjallar um á ráðstefnunni, tengslum hennar við áherslur ráðstefnunnar og af pælingum sínum um sjálfbærni í listsköpun.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
2/9/2023 • 55 minutes
Svipmynd af Arndísi Þórarinsdóttur, viðurkenningar Hagþenkis, Eden
Arndís Þórarinsdóttir hlaut nýverið Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka fyrir skáldsöguna Kollhnís. Arndís sendi frá sér sína fyrstu bók, Játningar mjólkurfernuskálds, árið 2011, og síðan eru bækurnar orðnar 12 talsins, auk fjölmargra þýðinga. Arndís hefur hlotið margvísleg verðlaun og tilnefningar fyrir bækur sínar og Blokkin á heimsenda hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2020 í flokki barna- og ungmennabóka, auk Barnabókaverðlauna Guðrúnar Helgadóttir. Arndís lærði bókmenntafræði, leikritun og ritlist og starfaði sem blaðamaður og bókasafnsvörður áður en hún helgaði líf sitt ritstörfum. Hún verður gestur í Svipmynd dagsins. Við fáum líka bókarýni frá Sölva Halldórssyni, sem fjallar að þessu sinni um skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur, Eden. En við byrjum þáttinn í dag á því að fara yfir tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis. Hagþenkir hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
2/8/2023 • 0
Svipmynd af Arndísi Þórarinsdóttur, viðurkenningar Hagþenkis, Eden
Arndís Þórarinsdóttir hlaut nýverið Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka fyrir skáldsöguna Kollhnís. Arndís sendi frá sér sína fyrstu bók, Játningar mjólkurfernuskálds, árið 2011, og síðan eru bækurnar orðnar 12 talsins, auk fjölmargra þýðinga. Arndís hefur hlotið margvísleg verðlaun og tilnefningar fyrir bækur sínar og Blokkin á heimsenda hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2020 í flokki barna- og ungmennabóka, auk Barnabókaverðlauna Guðrúnar Helgadóttir. Arndís lærði bókmenntafræði, leikritun og ritlist og starfaði sem blaðamaður og bókasafnsvörður áður en hún helgaði líf sitt ritstörfum. Hún verður gestur í Svipmynd dagsins.
Við fáum líka bókarýni frá Sölva Halldórssyni, sem fjallar að þessu sinni um skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur, Eden.
En við byrjum þáttinn í dag á því að fara yfir tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis. Hagþenkir hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
2/8/2023 • 53 minutes, 45 seconds
Hvítleikinn í myndlist, Skil / Skjól, Góða ferð inn í gömul sár
Tímamót og kaflaskil, ólíkir kraftar, upphaf og endalok eru eitthvað sem Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir er að takast á við í nýjum verkum, sem hægt er að sjá í safnaðarheimili Neskirkju um þessar mundir á sýningu sem kallast SKil / Skjól. Verk hennar einkennast meðal annars af mikilli efniskennd en á þessari sýningu vinnur hún í fyrsta sinn heilu verkin með marmara. Við lítum inn í Neskirkju með Áslaugu í þætti dagsins Við hittum líka Æsu Sigurjónsdóttur dósent í listfræði við Háskóla Íslands, en hún ætlar í hádegisfyrirlestri RIKK - Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum sem fer fram í hádeginu á morgun í Þjóðminjasafninu að fjalla um Hvítleikann í íslenskri samtímalist. Hvítleikahugtakið hefur sjaldan verið notað í myndlistargagnrýni á Íslandi þrátt fyrir að fræðimenn hafi um nokkurt skeið beitt því til að afhjúpa kynþáttahyggju og karllægar staðalímyndir tungumáls og íslenskrar menningar. Við spyrjum út í hvítleikann og samtímalistina í þætti dagsins. Góða ferð inn í gömul sár, eftir Evu Rún Snorradóttur, var frumsýnt í Borgarleikhúsinu um liðna helgi. Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í verkið. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
2/7/2023 • 0
Hvítleikinn í myndlist, Skil / Skjól, Góða ferð inn í gömul sár
Tímamót og kaflaskil, ólíkir kraftar, upphaf og endalok eru eitthvað sem Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir er að takast á við í nýjum verkum, sem hægt er að sjá í safnaðarheimili Neskirkju um þessar mundir á sýningu sem kallast SKil / Skjól. Verk hennar einkennast meðal annars af mikilli efniskennd en á þessari sýningu vinnur hún í fyrsta sinn heilu verkin með marmara. Við lítum inn í Neskirkju með Áslaugu í þætti dagsins
Við hittum líka Æsu Sigurjónsdóttur dósent í listfræði við Háskóla Íslands, en hún ætlar í hádegisfyrirlestri RIKK - Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum sem fer fram í hádeginu á morgun í Þjóðminjasafninu að fjalla um Hvítleikann í íslenskri samtímalist. Hvítleikahugtakið hefur sjaldan verið notað í myndlistargagnrýni á Íslandi þrátt fyrir að fræðimenn hafi um nokkurt skeið beitt því til að afhjúpa kynþáttahyggju og karllægar staðalímyndir tungumáls og íslenskrar menningar. Við spyrjum út í hvítleikann og samtímalistina í þætti dagsins.
Góða ferð inn í gömul sár, eftir Evu Rún Snorradóttur, var frumsýnt í Borgarleikhúsinu um liðna helgi. Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í verkið.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
2/7/2023 • 55 minutes
Skriða, Visitors, verkföll í Egyptalandi
Bókaútgáfan Skriða var stofnuð á Hvammstanga árið 2019, en hefur síðan flutt sig yfir á Patreksfjörð. Skriða er sennilega eina útgáfa landsins þar sem köttur er titlaður útgáfustjóri en útgáfan er einnig nefnd í höfuðið á kettinum, Skriðu. Það er einn starfsmaður í vinnu hjá Skriðu, og það er ljóðskáldið Birta Ósmann Þórhallsdóttir. Birta hefur gefið út tvær bækur hjá Skriðu, nú síðast ljóðabókina Spádóm fúleggsins, auk þess að hafa þýtt skáldsöguna Snyrtistofan eftir mexíkóska höfundinn Mario Bellantín. Við heyrum í Birtu í þætti dagsins, af hennar nýjustu ljóðabók, samstarfinu við Skriðu og lífinu utan Reykjavíkur. Að gefnu tilefni grípum við líka niður í viðtal sem hljómaði hér í Víðsjá fyrir áratug, árið 2013, en þar sagði Ólafur Gíslason frá hugmyndum sínum um tengsl íslenskrar samtímalistar og fornra goðsagna, eða nánar til tekið hvernig þær, til dæmis sögnin um dauða Adonisar, gríska goðsins og ástmanns Afródítu, tengdist myndlistarverkinu The Visitors eftir Ragnar Kjartansson, en það verk er nú búið að setja upp í Listasafninu á Akureyri og verður hægt að njóta þar næstu mánuði. The Visitors frá árinu 2012 er þekktasta verk Ragnars, rómað að endemum og hefur farið sigurför víða um heim á þeim rúma áratug síðan listamaðurinn vann það með vinum sínum á herragarðinum Rokeby farm í New York fylki. Í síðustu viku hóf Ragnheiður Gyða Jónsdóttir að segja frá fornum verkföllum í pistlaröð sinni og byrjaði á goðsögulegu verkfalli í Mesópótamíu, í dag liggur leiðin suður í Nílardal að fyrsta, skráða, verkfalli sögunnar.
2/6/2023 • 0
Skriða, Visitors, verkföll í Egyptalandi
Bókaútgáfan Skriða var stofnuð á Hvammstanga árið 2019, en hefur síðan flutt sig yfir á Patreksfjörð. Skriða er sennilega eina útgáfa landsins þar sem köttur er titlaður útgáfustjóri en útgáfan er einnig nefnd í höfuðið á kettinum, Skriðu. Það er einn starfsmaður í vinnu hjá Skriðu, og það er ljóðskáldið Birta Ósmann Þórhallsdóttir. Birta hefur gefið út tvær bækur hjá Skriðu, nú síðast ljóðabókina Spádóm fúleggsins, auk þess að hafa þýtt skáldsöguna Snyrtistofan eftir mexíkóska höfundinn Mario Bellantín. Við heyrum í Birtu í þætti dagsins, af hennar nýjustu ljóðabók, samstarfinu við Skriðu og lífinu utan Reykjavíkur.
Að gefnu tilefni grípum við líka niður í viðtal sem hljómaði hér í Víðsjá fyrir áratug, árið 2013, en þar sagði Ólafur Gíslason frá hugmyndum sínum um tengsl íslenskrar samtímalistar og fornra goðsagna, eða nánar til tekið hvernig þær, til dæmis sögnin um dauða Adonisar, gríska goðsins og ástmanns Afródítu, tengdist myndlistarverkinu The Visitors eftir Ragnar Kjartansson, en það verk er nú búið að setja upp í Listasafninu á Akureyri og verður hægt að njóta þar næstu mánuði. The Visitors frá árinu 2012 er þekktasta verk Ragnars, rómað að endemum og hefur farið sigurför víða um heim á þeim rúma áratug síðan listamaðurinn vann það með vinum sínum á herragarðinum Rokeby farm í New York fylki.
Í síðustu viku hóf Ragnheiður Gyða Jónsdóttir að segja frá fornum verkföllum í pistlaröð sinni og byrjaði á goðsögulegu verkfalli í Mesópótamíu, í dag liggur leiðin suður í Nílardal að fyrsta, skráða, verkfalli sögunnar.
2/6/2023 • 55 minutes
Hönnun og heimilið, Ex, og Öld vatnsberans
Við hefjum þáttinn á rýni Evu Halldóru Guðmundsdóttur í leikverkið Ex, sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu síðastliðna helgi. Heimili segja margt um ábúendur, og uppröðun og munir innan heimila geta sagt margt um tíðarandann. Til að mynda erum við hætt að kalla vinnuherbergi húsbóndaherbergi og eldhúsið, sem áður var vinnuherbergi húsfrúnnar, hefur i nútímasamfélagi öðlast sess sem samverustaður fyrir alla fjölskylduna. Á morgun opnar ný sýning í Hönnunarsafni Íslands sem kallast Hönnunarsafnið sem heimili, þar sem verða til sýnis um 200 ólíkir munir sem tengjast heimilinu. Við lítum inn á safnið í þætti dagsins og ræðum við einn af sýningarstjórunum, Sigríði Sigurjónsdóttur, forstöðumann safnsins. Samkvæmt stjörnuspekingum hefur nú gengið í garð öld vatnsberans, sem á að einkennast af mikilli endurskipulagningu á heimsmynd mannanna, fyrst með niðurbroti og svo með enduruppbyggingu, en einnig af vaxandi víðsýni mannshugans. Af því tilefni heldur kammerhópurinn Cauda Collective tónleika í Norðurljósasal Hörpu nú um helgina, og flytur þar þrjú tónverk sem öll tengjast stjörnumerkjum. Við fáum tvo meðlimi hópsins, þær Þórdísi Gerði Jónsdóttur og Þóru Margréti Sveinsdóttur, til þess að segja okkur nánar af þessu dularfulla verkefni í lok þáttar. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
2/2/2023 • 0
Hönnun og heimilið, Ex, og Öld vatnsberans
Við hefjum þáttinn á rýni Evu Halldóru Guðmundsdóttur í leikverkið Ex, sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu síðastliðna helgi.
Heimili segja margt um ábúendur, og uppröðun og munir innan heimila geta sagt margt um tíðarandann. Til að mynda erum við hætt að kalla vinnuherbergi húsbóndaherbergi og eldhúsið, sem áður var vinnuherbergi húsfrúnnar, hefur i nútímasamfélagi öðlast sess sem samverustaður fyrir alla fjölskylduna. Á morgun opnar ný sýning í Hönnunarsafni Íslands sem kallast Hönnunarsafnið sem heimili, þar sem verða til sýnis um 200 ólíkir munir sem tengjast heimilinu. Við lítum inn á safnið í þætti dagsins og ræðum við einn af sýningarstjórunum, Sigríði Sigurjónsdóttur, forstöðumann safnsins.
Samkvæmt stjörnuspekingum hefur nú gengið í garð öld vatnsberans, sem á að einkennast af mikilli endurskipulagningu á heimsmynd mannanna, fyrst með niðurbroti og svo með enduruppbyggingu, en einnig af vaxandi víðsýni mannshugans. Af því tilefni heldur kammerhópurinn Cauda Collective tónleika í Norðurljósasal Hörpu nú um helgina, og flytur þar þrjú tónverk sem öll tengjast stjörnumerkjum. Við fáum tvo meðlimi hópsins, þær Þórdísi Gerði Jónsdóttur og Þóru Margréti Sveinsdóttur, til þess að segja okkur nánar af þessu dularfulla verkefni í lok þáttar.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
2/2/2023 • 55 minutes
Svipmynd af Pedro Gunnlaugi Garcia og rýni í Venus í feldi
Í síðustu viku var tilkynnt um handhafa Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Verðlaunahafinn í flokki fagurbókmennta er Pedro Gunnlaugur Garcia, sem hlaut verðlaunin fyrir skáldsöguna Lungu. Pedro vakti athygli fyrir fyrstu skáldsögu sína, Málleysingjana, sem kom út árið 2019, og þá þegar var talað um nýjan tón í íslenskri skáldsagnagerð. Í umsögn dómnefndar bókmenntaverðlaunanna um Lungu var sömuleiðis talað um nýjan tón, með töfrandi frásagnargleði sem fer áreynslu- og hispurslaust á milli dýpstu tilfinninga og átaka til ævintýralegra gleðistunda með goðsagnakenndu ívafi. Pedro Gunnlaugur Garcia er gestur Víðsjár í Svipmynd dagsins. Pedro, sem er að eigin sögn drifinn áfram af samblandi af ótta við fólk og viðleitni til víðsýni, segir okkur frá uppvextinum, áhrifavöldum og aðferðum við að móta sögur og persónur. En við hefjum þáttinn á leikhúsrýni frá Nínu Hjálmarsdóttir, sem segir okkur af upplifun sinni af leikverkinu Venus í feldi, sem frumsýnt var í Tjarnarbíói síðastliðið fimmtudagskvöld. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
2/1/2023 • 0
Svipmynd af Pedro Gunnlaugi Garcia og rýni í Venus í feldi
Í síðustu viku var tilkynnt um handhafa Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Verðlaunahafinn í flokki fagurbókmennta er Pedro Gunnlaugur Garcia, sem hlaut verðlaunin fyrir skáldsöguna Lungu. Pedro vakti athygli fyrir fyrstu skáldsögu sína, Málleysingjana, sem kom út árið 2019, og þá þegar var talað um nýjan tón í íslenskri skáldsagnagerð. Í umsögn dómnefndar bókmenntaverðlaunanna um Lungu var sömuleiðis talað um nýjan tón, með töfrandi frásagnargleði sem fer áreynslu- og hispurslaust á milli dýpstu tilfinninga og átaka til ævintýralegra gleðistunda með goðsagnakenndu ívafi.
Pedro Gunnlaugur Garcia er gestur Víðsjár í Svipmynd dagsins. Pedro, sem er að eigin sögn drifinn áfram af samblandi af ótta við fólk og viðleitni til víðsýni, segir okkur frá uppvextinum, áhrifavöldum og aðferðum við að móta sögur og persónur.
En við hefjum þáttinn á leikhúsrýni frá Nínu Hjálmarsdóttir, sem segir okkur af upplifun sinni af leikverkinu Venus í feldi, sem frumsýnt var í Tjarnarbíói síðastliðið fimmtudagskvöld.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
2/1/2023 • 55 minutes
Sláturhús, Vetrarferð, póstmódernísk kommóða
Í þætti dagsins verður rætt við Benedikt Kristjánsson tenórsöngvara sem segir meðal annars frá þessum forvitnilega Schubert-gjörningi sínum í fyrra á Beethoven hátíðinni í Bonn, sem fór ekki nema sæmilega vel en kenndi söngvaranum margt. Benedikt syngur Vetrarferðina í Salnum í Kópavogi annað kvöld og með honum leikur Mathias Halvorsen á píanó. Og við fáum pistil frá Óskari Arnórssyni í þætti dagsins. Í veltir hann fyrir sér sögu, tilgangi og örlögum forláta kommóðu sem hann erfði frá vinum foreldra sinna. Þessi póstmóderníska kommóða var hönnuð af arkitektinum Pálmari Kristmundssyni á níunda áratug síðaustu aldar. En við byrjum á Austurlandi, nánar tiltekið í Menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu, þar sem Gígja Hólmgeirsdóttir var á ferðinni í síðustu viku. Hún leit inn til að forvitnast um starfsemina og ljósmyndasýningu sem opnaði dyr sínar um liðna helgi. Umsjón: Halla Harðardóttir og Guðni Tómasson
1/31/2023 • 0
Sláturhús, Vetrarferð, póstmódernísk kommóða
Í þætti dagsins verður rætt við Benedikt Kristjánsson tenórsöngvara sem segir meðal annars frá þessum forvitnilega Schubert-gjörningi sínum í fyrra á Beethoven hátíðinni í Bonn, sem fór ekki nema sæmilega vel en kenndi söngvaranum margt. Benedikt syngur Vetrarferðina í Salnum í Kópavogi annað kvöld og með honum leikur Mathias Halvorsen á píanó.
Og við fáum pistil frá Óskari Arnórssyni í þætti dagsins. Í veltir hann fyrir sér sögu, tilgangi og örlögum forláta kommóðu sem hann erfði frá vinum foreldra sinna. Þessi póstmóderníska kommóða var hönnuð af arkitektinum Pálmari Kristmundssyni á níunda áratug síðaustu aldar.
En við byrjum á Austurlandi, nánar tiltekið í Menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu, þar sem Gígja Hólmgeirsdóttir var á ferðinni í síðustu viku. Hún leit inn til að forvitnast um starfsemina og ljósmyndasýningu sem opnaði dyr sínar um liðna helgi.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Guðni Tómasson
1/31/2023 • 55 minutes
Litháarnir við Leptevhaf, Snuð, verkföll í Mesópótamíu
Hin fjórtán ára gamla Dalia Grinkevitjúte var á meðal þeirra þúsunda íbúa Eystrasaltsríkjanna sem sovésk yfirvöld fluttu nauðuga til Síberíu í þrælkunarvinnu þann 14. júní árið 1941. Bókin "Litháarnir við Laptevhaf" hefur að geyma minningar hennar frá fyrstu árum útlegðarinnar og eru vitnisburður um það helvíti á jörðu sem sovésktu þrælkunarbúðirnar voru, og það hvernig fólk nær að viðhalda mennsku sinni á slíkum stað. Vilma Kinderyté og Geir Sigurðsson þýddu verkið úr litháísku. Við kynnum okkur sögu Daliu með Geir í þætti dagsins og heyrum lestur úr bókinni. Og við fáum að heyra fyrsta pistil af fjórum frá Ragnheiði Gyðu Jónsdóttur um vinnudeilur og verkföll. Þó ekki þau sem hæst ber um þessar mundir hér á landi, og reyndar víðar, heldur misforn. Í fyrsta pistli hennar liggur leiðin til Mesópótamíu. Við hefjum þáttinn á rýni Gauta Kristmannssonar í skáldsöguna Snuð eftir Brynjólf Þorsteinsson. Umsjón: Halla Harðardóttir
1/30/2023 • 0
Litháarnir við Leptevhaf, Snuð, verkföll í Mesópótamíu
Hin fjórtán ára gamla Dalia Grinkevitjúte var á meðal þeirra þúsunda íbúa Eystrasaltsríkjanna sem sovésk yfirvöld fluttu nauðuga til Síberíu í þrælkunarvinnu þann 14. júní árið 1941. Bókin "Litháarnir við Laptevhaf" hefur að geyma minningar hennar frá fyrstu árum útlegðarinnar og eru vitnisburður um það helvíti á jörðu sem sovésktu þrælkunarbúðirnar voru, og það hvernig fólk nær að viðhalda mennsku sinni á slíkum stað. Vilma Kinderyté og Geir Sigurðsson þýddu verkið úr litháísku. Við kynnum okkur sögu Daliu með Geir í þætti dagsins og heyrum lestur úr bókinni.
Og við fáum að heyra fyrsta pistil af fjórum frá Ragnheiði Gyðu Jónsdóttur um vinnudeilur og verkföll. Þó ekki þau sem hæst ber um þessar mundir hér á landi, og reyndar víðar, heldur misforn. Í fyrsta pistli hennar liggur leiðin til Mesópótamíu.
Við hefjum þáttinn á rýni Gauta Kristmannssonar í skáldsöguna Snuð eftir Brynjólf Þorsteinsson.
Umsjón: Halla Harðardóttir
1/30/2023 • 54 minutes, 53 seconds
Marius von Mayenburg, tæknikapítalismi og Eros,Lucrezia Orsina Vizzana
Leikritið Ex eftir leikskáldið Marius von Mayenburg verður frumsýnt á stóra sviði þjóðleikhússins um helgina. Þetta er annar hluti í þríleik eftir þetta þýska leikskáld en um jólin var fyrsti hlutinn Ellen B frumsýndur þar á bæ og svo verður loka hnykkurinn, Egal, frumsýndur í haust í leikstjórn leikskáldsins sjálfs. Við ræðum við þýðanda allra þessara verka, Bjarna Jónsson, um Meyenburg og glímuna við að koma textanum yfir á íslensku í þætti dagsins. Og í dag kynnir Víðsjá til leiks nýjan pistlahöfund, Freyju Þórsdóttur. Freyja, sem er menntuð í heimspeki, verður með okkur næstu vikurnar á heimspekilegum nótum, og í sínu fyrsta pistli í dag fjallar hún um töfrabrögð tæknikapítalismans og frumkraftinn Eros. Og við veltum fyrir okkur 400 ára gamalli tónlist eftir ítölsku nunnuna Lucreziu Orsina Vizzana. þann 1.janúar 1623 var gefið út í Feneyjum mótettusafn eftir hana sem er einstakt því það er það eina sem hefur varðveist af tónlist eftir konur sem störfuðu innan klaustra í Bologna á 17.öld. Næstkomandi laugardag, flytur Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk mótettusafn Lucreziu í Breiðholtskirkju í samvinnu við einsöngvara og tónleikaröðina 15:15. Þær Diljá Sigursveinsdóttir og Anna Hugadóttir verða gestir okkar í dag og segja okkur frá lífi og störfum Lucreziu Orsina Vizzana. Umsjón: Halla Harðardóttir
1/26/2023 • 0
Marius von Mayenburg, tæknikapítalismi og Eros,Lucrezia Orsina Vizzana
Leikritið Ex eftir leikskáldið Marius von Mayenburg verður frumsýnt á stóra sviði þjóðleikhússins um helgina. Þetta er annar hluti í þríleik eftir þetta þýska leikskáld en um jólin var fyrsti hlutinn Ellen B frumsýndur þar á bæ og svo verður loka hnykkurinn, Egal, frumsýndur í haust í leikstjórn leikskáldsins sjálfs. Við ræðum við þýðanda allra þessara verka, Bjarna Jónsson, um Meyenburg og glímuna við að koma textanum yfir á íslensku í þætti dagsins.
Og í dag kynnir Víðsjá til leiks nýjan pistlahöfund, Freyju Þórsdóttur.
Freyja, sem er menntuð í heimspeki, verður með okkur næstu vikurnar á heimspekilegum nótum, og í sínu fyrsta pistli í dag fjallar hún um töfrabrögð tæknikapítalismans og frumkraftinn Eros.
Og við veltum fyrir okkur 400 ára gamalli tónlist eftir ítölsku nunnuna Lucreziu Orsina Vizzana. þann 1.janúar 1623 var gefið út í Feneyjum mótettusafn eftir hana sem er einstakt því það er það eina sem hefur varðveist af tónlist eftir konur sem störfuðu innan klaustra í Bologna á 17.öld. Næstkomandi laugardag, flytur Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk mótettusafn Lucreziu í Breiðholtskirkju í samvinnu við einsöngvara og tónleikaröðina 15:15. Þær Diljá Sigursveinsdóttir og Anna Hugadóttir verða gestir okkar í dag og segja okkur frá lífi og störfum Lucreziu Orsina Vizzana.
Umsjón: Halla Harðardóttir
1/26/2023 • 54 minutes, 4 seconds
Svipmynd: Goddur
Guðmundur Oddur Magnússon, oftast kallaður Goddur, er listamaður og fyrrverandi prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Hann stundaði myndlistarnám við nýlistadeild MHÍ og lærði svo grafíska hönnun við Emily Carr University of Art & Design í Kananda. Goddur kom á námi í grafískri hönnun við Myndlistarskólann á Akureyri og varð deildarstjóri í grafískri hönnun við MHÍ 1995 til loka skólans. Síðan vann hann að stofnun hönnunardeildar við Listaháskóla Íslands og var þar deildarstjóri í grafískri hönnun frá upphafi. Opinberlega er Goddur hættur að kenna og sestur í helgan stein en hann situr ekki auðum höndum heldur stundar rannsóknir af kappi og heldur fyrirlestra. Það er aðeins eitt á dagskrá í Víðsjá dagsins, og það er listamaðurinn og kennarinn Goddur. Umsjón: Halla Harðardóttir og Guðni Tómasson
1/25/2023 • 0
Svipmynd: Goddur
Guðmundur Oddur Magnússon, oftast kallaður Goddur, er listamaður og fyrrverandi prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Hann stundaði myndlistarnám við nýlistadeild MHÍ og lærði svo grafíska hönnun við Emily Carr University of Art & Design í Kananda.
Goddur kom á námi í grafískri hönnun við Myndlistarskólann á Akureyri og varð deildarstjóri í grafískri hönnun við MHÍ 1995 til loka skólans. Síðan vann hann að stofnun hönnunardeildar við Listaháskóla Íslands og var þar deildarstjóri í grafískri hönnun frá upphafi. Opinberlega er Goddur hættur að kenna og sestur í helgan stein en hann situr ekki auðum höndum heldur stundar rannsóknir af kappi og heldur fyrirlestra.
Það er aðeins eitt á dagskrá í Víðsjá dagsins, og það er listamaðurinn og kennarinn Goddur.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Guðni Tómasson
1/25/2023 • 55 minutes
Ópera um ást og ofbeldi, Tól, Cast of mind
Bandaríska myndlistarkonan B. Ingrid Olson er á mála hjá i8 galleríi í Reykjavík. Á föstudag var opnuð sýning með verkum hennar í sýningarrými gallerísins í Marshall húsinu úti á Granda. Um er að ræða langtíma sýningu sem standa mun fram í desember en hún mun umbreytast á sýningartímabilinu og kveikja þannig hugrenningar um tengsl tíma og myndlistar. Við ræðum við Oloson um sýninguna Cast of mind í þætti dagsins. Myrkir músíkdagar hefjast í dag og það er mikið um dýrðir í dagskránni. Meðal annars verður flutt á laugardag ný íslensk kammerópera, byggð á ljóðabók Elísabetar Jökulsdóttur, Ástin ein taugahrúga - Enginn dans við Ufsaklett. Tónlistin er eftir Önnu Halldórsdóttur og flytjendur verksins eru Tinna Þorvalds Önnudóttir, leik-og söngkona og Júlía Mogensen, sellóleikari. Þær Tinna og Anna verða gestir okkar í þætti dagsins. Sölvi Halldórsson, einn bókmenntagagnrýnenda Víðsjár segir okkur skoðun sína á skáldsögu Kristínar Eiríksdóttur sem heitir Tól. Umsjón: Halla Harðardóttir og Guðni Tómasson
1/24/2023 • 0
Ópera um ást og ofbeldi, Tól, Cast of mind
Bandaríska myndlistarkonan B. Ingrid Olson er á mála hjá i8 galleríi í Reykjavík. Á föstudag var opnuð sýning með verkum hennar í sýningarrými gallerísins í Marshall húsinu úti á Granda. Um er að ræða langtíma sýningu sem standa mun fram í desember en hún mun umbreytast á sýningartímabilinu og kveikja þannig hugrenningar um tengsl tíma og myndlistar. Við ræðum við Oloson um sýninguna Cast of mind í þætti dagsins.
Myrkir músíkdagar hefjast í dag og það er mikið um dýrðir í dagskránni. Meðal annars verður flutt á laugardag ný íslensk kammerópera, byggð á ljóðabók Elísabetar Jökulsdóttur, Ástin ein taugahrúga - Enginn dans við Ufsaklett. Tónlistin er eftir Önnu Halldórsdóttur og flytjendur verksins eru Tinna Þorvalds Önnudóttir, leik-og söngkona og Júlía Mogensen, sellóleikari. Þær Tinna og Anna verða gestir okkar í þætti dagsins.
Sölvi Halldórsson, einn bókmenntagagnrýnenda Víðsjár segir okkur skoðun sína á skáldsögu Kristínar Eiríksdóttur sem heitir Tól.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Guðni Tómasson
1/24/2023 • 55 minutes
Myrkir músíkdagar, Marat/Sade, Ljóðstafur Jóns úr Vör
Sunna Dís Másdóttir tók við Ljóðstaf Jóns úr Vör við hátíðlega athöfn um helgina, og kallast sigurljóð hennar ?Á eftir þegar þú ert búin að deyja?. Ljóðstafurinn, sem hefur verið veittur frá 2001 í minningu skáldsins Jóns úr Vör, er veittur að lokinni samkeppni þar sem öllum er frjálst að senda inn frumsamin ljóð, og undir dulnefni. Hér takast því á reyndari skáld og þau yngri í jöfnum leik. Alls bárust 230 ljóð í keppnina að þessu sinni. Sunna Dís verður gestur okkar í dag. Myrkir músíkdagar hefjast á morgun, tónlistarhátíð sem er eins og vanalega tileinkuð samtímatónlist, bæði innlenri og erlendri. Megnið af hátíðinni fer fram í Hörpu að þessu sinni og margir tónlistarhópanna eru þekktir þátttakendur á þessari rótgrónu hátíð: Caput, Kammersveit Reykjavíkur, Nordic Affect og Sinfóníuhljómsveit Íslands en aðrir koma að henni nú í fyrsta sinn. Ásmundur Jónsson, listrænn stjórnandi hátíðarinnar verður gestur Víðsjár í dag. Leikhópurinn LabLoki, í samstarfi við Borgarleikhúsið, frumsýndi um liðna helgi eitt af öndvegisverkum 20.aldar, Marat/ Sade eftir Peter Weiss. Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í uppsetninguna í þætti dagsins. Umsjón: Halla Harðardóttir og Guðni Tómasson
1/23/2023 • 0
Myrkir músíkdagar, Marat/Sade, Ljóðstafur Jóns úr Vör
Sunna Dís Másdóttir tók við Ljóðstaf Jóns úr Vör við hátíðlega athöfn um helgina, og kallast sigurljóð hennar ?Á eftir þegar þú ert búin að deyja?.
Ljóðstafurinn, sem hefur verið veittur frá 2001 í minningu skáldsins Jóns úr Vör, er veittur að lokinni samkeppni þar sem öllum er frjálst að senda inn frumsamin ljóð, og undir dulnefni. Hér takast því á reyndari skáld og þau yngri í jöfnum leik. Alls bárust 230 ljóð í keppnina að þessu sinni. Sunna Dís verður gestur okkar í dag.
Myrkir músíkdagar hefjast á morgun, tónlistarhátíð sem er eins og vanalega tileinkuð samtímatónlist, bæði innlenri og erlendri. Megnið af hátíðinni fer fram í Hörpu að þessu sinni og margir tónlistarhópanna eru þekktir þátttakendur á þessari rótgrónu hátíð: Caput, Kammersveit Reykjavíkur, Nordic Affect og Sinfóníuhljómsveit Íslands en aðrir koma að henni nú í fyrsta sinn. Ásmundur Jónsson, listrænn stjórnandi hátíðarinnar verður gestur Víðsjár í dag.
Leikhópurinn LabLoki, í samstarfi við Borgarleikhúsið, frumsýndi um liðna helgi eitt af öndvegisverkum 20.aldar, Marat/ Sade eftir Peter Weiss. Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í uppsetninguna í þætti dagsins.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Guðni Tómasson
1/23/2023 • 55 minutes
Macbeth, Svipmynd af Hafsteini Gunnari Sigurðssyni
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri stimplaði sig rækilega inn árið 2007, með sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd, Á annan veg. Í kjölfarið komu París norðursins 2014 og Undir trénu 2017 og það styttist í hans nýjustu mynd, sem kallast Northern Comfort. Þar að auki hefur Hafsteinn gert stuttmyndir og heimildamyndir og um páskana verður Afturelding, hans fyrsta þáttasería, frumsýnd hér á RÚV. Hafsteinn Gunnar verður gestur okkar í svipmynd dagsins. En við hefjum þáttinn á leikhúsrýni. Eitt vinsælasta sviðsverk allra tíma var frumsýnt í Borgarleikhúsinu um liðna helgi. Nína Hjálmarsdóttir sá verkið. Umsjón: Halla Harðardóttir og Guðni Tómasson
1/19/2023 • 0
Macbeth, Svipmynd af Hafsteini Gunnari Sigurðssyni
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri stimplaði sig rækilega inn árið 2007, með sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd, Á annan veg. Í kjölfarið komu París norðursins 2014 og Undir trénu 2017 og það styttist í hans nýjustu mynd, sem kallast Northern Comfort. Þar að auki hefur Hafsteinn gert stuttmyndir og heimildamyndir og um páskana verður Afturelding, hans fyrsta þáttasería, frumsýnd hér á RÚV. Hafsteinn Gunnar verður gestur okkar í svipmynd dagsins.
En við hefjum þáttinn á leikhúsrýni. Eitt vinsælasta sviðsverk allra tíma var frumsýnt í Borgarleikhúsinu um liðna helgi. Nína Hjálmarsdóttir sá verkið.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Guðni Tómasson
1/19/2023 • 55 minutes
Fallegustu bækur í heimi, arkitektúr 2022, Ímynd
Þegar kemur að því að velja fallegustu bók í heimi, þá er hönnun kápunnar aðeins einn af þeim þáttum sem vert er að hafa í huga. Horfa þarf í letur, pappír, umbrot, þyngd, hlutföll, áferð og samtal alls þessa við inntak bókarinnar. Þegar allt kemur saman í hárréttu jafnvægi verður til falleg bók sem talar til lesandans. Í 60 ár hefur þýska bókmenntastofnunin Stiftung Buchkunst haldið utan um alþjóðlega keppni um bókahönnun, til að efla samtal um bækur og hönnun. Á föstudag opnar Félag íslenskra teiknara í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands sýningu þar sem hægt er að sjá,og lesa og handleika, fallegustu bækur síðasta árs. Við lítum þar inn í þætti dagsins. Ímynd heytir heim í sex þáttum þar sem íslensk ljósmyndun er skoðuð út frá sjónarhorni lista, landslags, samtímans, skrásetningar, fréttaflutnings, fortíðar og framtíðar. Umsjónarkonurnar eru hlustendum Rásar 1 að góðu kunnar: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Katrín Ásmundsdóttir sem fjölluðu meðal annars um ljósmyndir út frá ýmsum vinklum í þáttunum Glans hér á Rásinni um árið en stjórn upptöku og framleiðsla er í hönudum Hrafnhildar Gunnarsdóttur. Við tökum Katrínu Ásmundsdóttur tali í þætti dagsins. Og við heyrum pistil frá Óskari Arnórssyni, sem að þessu sinni ætlar að fara yfir árið 2022 í arkitektúr. Hvað er það sem honum finnst einkenna árið sem var að líða og í hvaða átt eru arkitektar að horfa í dag. Hvað ber framtíðin í skauti sér þegar kemur að straumum og stefnum í arkitektúr. Umsjón: Halla Harðardóttir og Guðni Tómasson
1/18/2023 • 0
Fallegustu bækur í heimi, arkitektúr 2022, Ímynd
Þegar kemur að því að velja fallegustu bók í heimi, þá er hönnun kápunnar aðeins einn af þeim þáttum sem vert er að hafa í huga. Horfa þarf í letur, pappír, umbrot, þyngd, hlutföll, áferð og samtal alls þessa við inntak bókarinnar. Þegar allt kemur saman í hárréttu jafnvægi verður til falleg bók sem talar til lesandans.
Í 60 ár hefur þýska bókmenntastofnunin Stiftung Buchkunst haldið utan um alþjóðlega keppni um bókahönnun, til að efla samtal um bækur og hönnun. Á föstudag opnar Félag íslenskra teiknara í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands sýningu þar sem hægt er að sjá,og lesa og handleika, fallegustu bækur síðasta árs. Við lítum þar inn í þætti dagsins.
Ímynd heytir heim í sex þáttum þar sem íslensk ljósmyndun er skoðuð út frá sjónarhorni lista, landslags, samtímans, skrásetningar, fréttaflutnings, fortíðar og framtíðar. Umsjónarkonurnar eru hlustendum Rásar 1 að góðu kunnar: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Katrín Ásmundsdóttir sem fjölluðu meðal annars um ljósmyndir út frá ýmsum vinklum í þáttunum Glans hér á Rásinni um árið en stjórn upptöku og framleiðsla er í hönudum Hrafnhildar Gunnarsdóttur. Við tökum Katrínu Ásmundsdóttur tali í þætti dagsins.
Og við heyrum pistil frá Óskari Arnórssyni, sem að þessu sinni ætlar að fara yfir árið 2022 í arkitektúr. Hvað er það sem honum finnst einkenna árið sem var að líða og í hvaða átt eru arkitektar að horfa í dag. Hvað ber framtíðin í skauti sér þegar kemur að straumum og stefnum í arkitektúr.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Guðni Tómasson
1/18/2023 • 55 minutes
Freyjufest, Dáin heimsveldi, fjall og lúðrasveit
Litla-Sandfell er eins og nafnið gefur til kynna ekki stórt fell á íslenskum eða erlendum mælikvarða en það er samt eftirsótt. Við hugum að jarðefnavinnslu og lúðrasveitartónlist hér eftir stutta stund, óvæntum tengslum þarna á milli sem hafa komið fram í fjölmiðlaumfjöllun bara alveg á síðustu dögum. Jazzpíanóleikarinn Sunna Gunnlaugsdóttir segir jazzheiminn vera mjög karllægan, það halli á konur bæði í senunni hér heima og erlendis. Konur hafi í gegnum tíðina ekki þótt eiga erindi og skýrist það að hluta til vegna rótgróinna hefða sem erfitt sé að breyta. Til að taka þátt í að breyta þessari menningu stendur Sunna fyrir alþjóðlegri jazzhátíð í Hörpu um helgina sem hún kallar Freyjufest. Sunna verður gestur okkar í dag. Og Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í nýjustu skáldsögur Steinars Braga, Dáin heimsveldi. Umsjón: Halla Harðardóttir og Guðni Tómasson
1/17/2023 • 0
Freyjufest, Dáin heimsveldi, fjall og lúðrasveit
Litla-Sandfell er eins og nafnið gefur til kynna ekki stórt fell á íslenskum eða erlendum mælikvarða en það er samt eftirsótt. Við hugum að jarðefnavinnslu og lúðrasveitartónlist hér eftir stutta stund, óvæntum tengslum þarna á milli sem hafa komið fram í fjölmiðlaumfjöllun bara alveg á síðustu dögum.
Jazzpíanóleikarinn Sunna Gunnlaugsdóttir segir jazzheiminn vera mjög karllægan, það halli á konur bæði í senunni hér heima og erlendis. Konur hafi í gegnum tíðina ekki þótt eiga erindi og skýrist það að hluta til vegna rótgróinna hefða sem erfitt sé að breyta. Til að taka þátt í að breyta þessari menningu stendur Sunna fyrir alþjóðlegri jazzhátíð í Hörpu um helgina sem hún kallar Freyjufest. Sunna verður gestur okkar í dag.
Og Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í nýjustu skáldsögur Steinars Braga, Dáin heimsveldi.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Guðni Tómasson
1/17/2023 • 55 minutes
Hildur Hákonardóttir
Síðastliðinn laugardag, 14.janúar, var opnuð á Kjarvalsstöðum yfirlitssýning á verkum Hildar Hákonardóttur. Sýningin, sem kallast Rauður þráður, er afrakstur rannsóknar sýningarstjórans, Sigrúnar Hrólfsdóttur. Hildur hefur á löngum ferli fjallað um málefni samtíma síns, og nýtt myndlistina, og þá fyrst og fremst vefnað, í pólitíska og femíníska baráttu. Hún hefur einnig fjallað um náttúruna og gildi hennar fyrir manneskjuna. Það er aðeins eitt á dagskrá í Víðsjá í dag, og það er myndlistarkonan, vefarinn, baráttukonan, rauðsokkan, ræktandinn og rithöfundurinn Hildur Hákonardóttir. Umsjón: Halla Harðardóttir
1/16/2023 • 0
Hildur Hákonardóttir
Síðastliðinn laugardag, 14.janúar, var opnuð á Kjarvalsstöðum yfirlitssýning á verkum Hildar Hákonardóttur. Sýningin, sem kallast Rauður þráður, er afrakstur rannsóknar sýningarstjórans, Sigrúnar Hrólfsdóttur. Hildur hefur á löngum ferli fjallað um málefni samtíma síns, og nýtt myndlistina, og þá fyrst og fremst vefnað, í pólitíska og femíníska baráttu. Hún hefur einnig fjallað um náttúruna og gildi hennar fyrir manneskjuna. Það er aðeins eitt á dagskrá í Víðsjá í dag, og það er myndlistarkonan, vefarinn, baráttukonan, rauðsokkan, ræktandinn og rithöfundurinn Hildur Hákonardóttir.
Umsjón: Halla Harðardóttir
Næstkomandi laugardag, 14 janúar, opnar á Kjarvalstöðum yfirlitssýning á verkum myndlistarkonunnar Hildar Hákonardóttur. Hildur hefur á löngum ferli fjallað um málefni samtíma síns, kynjapólitík, stéttapólitík, og utanríkispólitík en auk þess um náttúruna og gildi hennar fyrir manneskjuna. Hildur hefur lifað og fjallað um umbreytingartíma, samfélagslega og hugmyndafræðilega en einnig umbreytingartíma í myndlistinni og kennsluaðferðum hennar. Til sköpunar hefur Hildur nýtt sér ýmsa miðla en hennar helsti miðill hefur alltaf verið vefnaðurinn. Sýningin á Kjarvalsstöðum, sem kallast Rauður þráður, veitir innsýn í feril Hildar og starfsaðferðir hennar í gegnum tíðina, en hún er afrakstur rannsóknar sýningarstjórans, Sigrúnar Hrólfsdóttur. Við lítum inn á Kjarvalsstaði og ræðum við Sigrúnu Hrólfsdóttur í þætti dagsins. Og við hugum að manni sem hét Vincente Lusitano og fæddist fyrir fimmhundruð árum suður í Portúgal í litlum bæ, ekki svo langt frá Atlantshafinu. Hann varð tónskáld og hann var það sem kallað var pardo. Og Gauti Kristmannsson fjallar um Tugthúsið, skáldsögu Hauks Más Helgasonar sem kom út fyrir jólin. Þar varpar höfundur ljósi á lífið í Reykjavík á seinni hlusta átjándu aldar og þar er Tukthúsið, Stjórnarráðshús dagsins í dag, í miðpunkti. Umsjón: Halla Harðardóttir og Guðni Tómasson
Næstkomandi laugardag, 14 janúar, opnar á Kjarvalstöðum yfirlitssýning á verkum myndlistarkonunnar Hildar Hákonardóttur. Hildur hefur á löngum ferli fjallað um málefni samtíma síns, kynjapólitík, stéttapólitík, og utanríkispólitík en auk þess um náttúruna og gildi hennar fyrir manneskjuna. Hildur hefur lifað og fjallað um umbreytingartíma, samfélagslega og hugmyndafræðilega en einnig umbreytingartíma í myndlistinni og kennsluaðferðum hennar. Til sköpunar hefur Hildur nýtt sér ýmsa miðla en hennar helsti miðill hefur alltaf verið vefnaðurinn. Sýningin á Kjarvalsstöðum, sem kallast Rauður þráður, veitir innsýn í feril Hildar og starfsaðferðir hennar í gegnum tíðina, en hún er afrakstur rannsóknar sýningarstjórans, Sigrúnar Hrólfsdóttur. Við lítum inn á Kjarvalsstaði og ræðum við Sigrúnu Hrólfsdóttur í þætti dagsins.
Og við hugum að manni sem hét Vincente Lusitano og fæddist fyrir fimmhundruð árum suður í Portúgal í litlum bæ, ekki svo langt frá Atlantshafinu. Hann varð tónskáld og hann var það sem kallað var pardo.
Og Gauti Kristmannsson fjallar um Tugthúsið, skáldsögu Hauks Más Helgasonar sem kom út fyrir jólin. Þar varpar höfundur ljósi á lífið í Reykjavík á seinni hlusta átjándu aldar og þar er Tukthúsið, Stjórnarráðshús dagsins í dag, í miðpunkti.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Guðni Tómasson
1/12/2023 • 55 minutes
Hildigunnur Birgisdóttir og handknattleikur
Í desember var tilkynnt að Hildigunnur Birgisdóttir myndlistarkona verður okkar næsti fulltrúi á Feneyjartvíæringnum. Frá því að Hildigunnur útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2003 hefur hún haldið fjölda samsýninga og einkasýninga, en í dag er hún á mála hjá i8 gallerí. Á ferli sínum hefur Hildigunnur rannsakað hugmyndir okkar um notagildi, fegurð og sannleika og þau kerfi sem liggja að baki öllu okkar gildismati. Með verkum sínum hvetur hún okkur til að sjá hversdagsleikann í nýju ljósi og efast um það sem er á yfirborðinu. Hún nýtir afleggjara neyslusamfélagsins sem efnivið og varpar ljósi á þýðingu og mikilvægi þess fíngerða og smáa. Hildigunnur verður gestur okkar í Svipmynd dagsins. Og HM í handbolta hefst í dag og því væntingarstjórnunar þörf fyrir íslenska þjóð næstu vikurnar. Framlag Víðsjár til þess er að huga að upphafsárum handknattleiks á Íslandi og heyra af leiðsögn Valdimars Sveinbjörnssonar við að kynna íþróttina fyrir landsmönnum á þriðja áratug síðustu aldar.
1/11/2023 • 0
Hildigunnur Birgisdóttir og handknattleikur
Í desember var tilkynnt að Hildigunnur Birgisdóttir myndlistarkona verður okkar næsti fulltrúi á Feneyjartvíæringnum. Frá því að Hildigunnur útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2003 hefur hún haldið fjölda samsýninga og einkasýninga, en í dag er hún á mála hjá i8 gallerí. Á ferli sínum hefur Hildigunnur rannsakað hugmyndir okkar um notagildi, fegurð og sannleika og þau kerfi sem liggja að baki öllu okkar gildismati. Með verkum sínum hvetur hún okkur til að sjá hversdagsleikann í nýju ljósi og efast um það sem er á yfirborðinu. Hún nýtir afleggjara neyslusamfélagsins sem efnivið og varpar ljósi á þýðingu og mikilvægi þess fíngerða og smáa. Hildigunnur verður gestur okkar í Svipmynd dagsins.
Og HM í handbolta hefst í dag og því væntingarstjórnunar þörf fyrir íslenska þjóð næstu vikurnar. Framlag Víðsjár til þess er að huga að upphafsárum handknattleiks á Íslandi og heyra af leiðsögn Valdimars Sveinbjörnssonar við að kynna íþróttina fyrir landsmönnum á þriðja áratug síðustu aldar.
1/11/2023 • 55 minutes
Fay Weldon, Hvíta tígrisdýrið
Breski rithöfundurinn Fay Weldon lést í síðustu viku, 91 árs að aldri. Rithöfundurinn sem kafaði í samskipti kynjanna og blæbrigði kynjapólitíkur með beittan stíl að vopni. Weldon talaði með verkum sínum inn í kvennabaráttu sjöunda og áttunda áratugarins, er ein af röddum þess sem kallað hefur verið annarar bylgju femínismi, og hafa bækur hennar stundum verið kallaðar sjálfbjargarbækur fyrir konur, en líka meistarverk og líka kerlingabækur. Weldon var afkastamikill höfundur sem skrifaði yfir 30 skáldsögur, auk smásagnasafna og verka fyrir útvarp og sjónvarp, en hún er sennilega þekktust fyrir tvö verk, Praxis og Ævi og ástir kvendjöfuls. Dagný Kristjánsdóttir þýddi Praxis og las upp í Ríkisútvarpinu 1981 en Elísa Björg þorsteinsdóttir þýddi Kvendjöfulinn 1985. Þær verða gestir okkar í dag. Um liðna helgi var frumsýnt nýtt íslensk leikverk í Borgarleikhúsinu, Hvíta tígrisdýrið eftir Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur í samstarfi við leikhópinn Slembilukku. Nína Hjálmarsdóttir rýnir í verkið í þætti dagsins.
1/10/2023 • 0
Fay Weldon, Hvíta tígrisdýrið
Breski rithöfundurinn Fay Weldon lést í síðustu viku, 91 árs að aldri. Rithöfundurinn sem kafaði í samskipti kynjanna og blæbrigði kynjapólitíkur með beittan stíl að vopni.
Weldon talaði með verkum sínum inn í kvennabaráttu sjöunda og áttunda áratugarins, er ein af röddum þess sem kallað hefur verið annarar bylgju femínismi, og hafa bækur hennar stundum verið kallaðar sjálfbjargarbækur fyrir konur, en líka meistarverk og líka kerlingabækur. Weldon var afkastamikill höfundur sem skrifaði yfir 30 skáldsögur, auk smásagnasafna og verka fyrir útvarp og sjónvarp, en hún er sennilega þekktust fyrir tvö verk, Praxis og Ævi og ástir kvendjöfuls. Dagný Kristjánsdóttir þýddi Praxis og las upp í Ríkisútvarpinu 1981 en Elísa Björg þorsteinsdóttir þýddi Kvendjöfulinn 1985. Þær verða gestir okkar í dag.
Um liðna helgi var frumsýnt nýtt íslensk leikverk í Borgarleikhúsinu, Hvíta tígrisdýrið eftir Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur í samstarfi við leikhópinn Slembilukku. Nína Hjálmarsdóttir rýnir í verkið í þætti dagsins.
1/10/2023 • 54 minutes, 53 seconds
Ráðningar stjórnenda í menningarstofnanir, Ég lifi enn - sönn saga
Talsverð umræða hefur skapast á síðustu mánuðum og misserum um stöðuveitingar og tilfærslur æðstu stjórnenda menningarstofnanna landsmanna og svo er enn. Deilt hefur verið á orðalag í auglýsingum og er nýjasta dæmið auglýsing um rektorsstöðuna við Listaháskóla Íslands. Við reifum þessi mál og ræðum við Þórunni Sigurðardóttur og Karl Ágúst Þorbergsson í þætti dagsins. En við hefjum þáttinn á rýni Evu Halldóru Guðmundsdóttur í nýtt íslenskt leikverk, sem frumsýnt var í Tjarnarbíó um liðna helgi, Ég lifi enn - sönn saga, eftir Rebekku A. Ingimundardóttur, Þórey Sigþórsdóttur, Ásdísi Skúladóttur og leikhópinn Blik.
1/9/2023 • 0
Ráðningar stjórnenda í menningarstofnanir, Ég lifi enn - sönn saga
Talsverð umræða hefur skapast á síðustu mánuðum og misserum um stöðuveitingar og tilfærslur æðstu stjórnenda menningarstofnanna landsmanna og svo er enn. Deilt hefur verið á orðalag í auglýsingum og er nýjasta dæmið auglýsing um rektorsstöðuna við Listaháskóla Íslands. Við reifum þessi mál og ræðum við Þórunni Sigurðardóttur og Karl Ágúst Þorbergsson í þætti dagsins.
En við hefjum þáttinn á rýni Evu Halldóru Guðmundsdóttur í nýtt íslenskt leikverk, sem frumsýnt var í Tjarnarbíó um liðna helgi, Ég lifi enn - sönn saga, eftir Rebekku A. Ingimundardóttur, Þórey Sigþórsdóttur, Ásdísi Skúladóttur og leikhópinn Blik.
1/9/2023 • 55 minutes
Hvíta tígrisdýrið, prentaraverkfallið 1923 og tónlist frumbyggja
Samskipti barna og fullorðinna, sem og feluleikurinn sem oft á sér stað í fjölskyldum er eitthvað sem hefur lengi verið sviðshöfundinum Bryndís Ósk Ingvarsdóttir hugleikið. Bryndís frumsýnir um helgina nýtt leikverk í Borgarleikhúsinu. Hvíta tígrísdýrið er fantasíuverk fyrir alla fjölskylduna, sem fjallar um þrjú börn sem búa uppi á háalofti undir ógnarstjórn Konunnar með kjólfaldinn. Þeim hefur verið talin trú um að veröldin fyrir utan sé hættuleg og ekki bætir úr skák að Hvíta tígrisdýrið fylgist með hverri hreyfingu úr skuggunum. Bryndís er gestur Víðsjár í dag. Hlustendur heyra tónlistarpistil frá Jelenu Chirich. Að þessu sinni segir hún okkur frá örfáum tónlistarmönnum af frumbyggjaættum sem starfa í Kanada. Þetta eru tónlistarmenn sem eru innblásnir af ólíkum tónlistarstefnum, allt frá kantrý til dubstep, sem þeir svo blanda við hljóðheim og málefni frumbyggjaþjóða til að skapa eitthvað alveg nýtt. En þátturinn hefst á því að rifjuð er um hundrað ára vinnudeilu sem hafði áhrif á fjölmiðlaneyslu íbúa Reykjavíkur. Við rifjum upp prentaraverkfallið árið 1923.
1/5/2023 • 0
Hvíta tígrisdýrið, prentaraverkfallið 1923 og tónlist frumbyggja
Samskipti barna og fullorðinna, sem og feluleikurinn sem oft á sér stað í fjölskyldum er eitthvað sem hefur lengi verið sviðshöfundinum Bryndís Ósk Ingvarsdóttir hugleikið. Bryndís frumsýnir um helgina nýtt leikverk í Borgarleikhúsinu. Hvíta tígrísdýrið er fantasíuverk fyrir alla fjölskylduna, sem fjallar um þrjú börn sem búa uppi á háalofti undir ógnarstjórn Konunnar með kjólfaldinn. Þeim hefur verið talin trú um að veröldin fyrir utan sé hættuleg og ekki bætir úr skák að Hvíta tígrisdýrið fylgist með hverri hreyfingu úr skuggunum. Bryndís er gestur Víðsjár í dag.
Hlustendur heyra tónlistarpistil frá Jelenu Chirich. Að þessu sinni segir hún okkur frá örfáum tónlistarmönnum af frumbyggjaættum sem starfa í Kanada. Þetta eru tónlistarmenn sem eru innblásnir af ólíkum tónlistarstefnum, allt frá kantrý til dubstep, sem þeir svo blanda við hljóðheim og málefni frumbyggjaþjóða til að skapa eitthvað alveg nýtt.
En þátturinn hefst á því að rifjuð er um hundrað ára vinnudeilu sem hafði áhrif á fjölmiðlaneyslu íbúa Reykjavíkur. Við rifjum upp prentaraverkfallið árið 1923.
1/5/2023 • 51 minutes, 2 seconds
GJörningalist á stríðstímum, Svipmynd af Magnúsi Jóhanni
Magnús Jóhann Ragnarsson, píanóleikari, tónskáld og upptökustjóri, hefur tekið þátt í að semja og útsetja margt af því vinsælasta í íslensku popptónlistarsenunni síðustu ár. Hann hefur gefið út þrjár sólóplötur, Pronto, Without listening og Skissur, og auk þess plötuna Án tillits í samstarfi við Skúla Sverrisson bassaleikara og Tíu íslensk sönglög í samstarfi við GDRN. Þar að auki hefur hann samið tónlist leikhús og kvikmyndir og leikið inn á fjölmargar plötur annara listamanna og stýrt upptökum þeirra. Magnús Jóhann verður gestur okkar í svipmynd dagsins. En við hefjum þáttinn á pistli frá Viktoriu Bakshina, sem hefur undanfarnar vikur flutt pistla um listsköpun á stríðstímum. Að þessu sinni fjallar Viktoria um gjörningalist. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
1/4/2023 • 0
GJörningalist á stríðstímum, Svipmynd af Magnúsi Jóhanni
Magnús Jóhann Ragnarsson, píanóleikari, tónskáld og upptökustjóri, hefur tekið þátt í að semja og útsetja margt af því vinsælasta í íslensku popptónlistarsenunni síðustu ár. Hann hefur gefið út þrjár sólóplötur, Pronto, Without listening og Skissur, og auk þess plötuna Án tillits í samstarfi við Skúla Sverrisson bassaleikara og Tíu íslensk sönglög í samstarfi við GDRN. Þar að auki hefur hann samið tónlist leikhús og kvikmyndir og leikið inn á fjölmargar plötur annara listamanna og stýrt upptökum þeirra. Magnús Jóhann verður gestur okkar í svipmynd dagsins.
En við hefjum þáttinn á pistli frá Viktoriu Bakshina, sem hefur undanfarnar vikur flutt pistla um listsköpun á stríðstímum. Að þessu sinni fjallar Viktoria um gjörningalist.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
1/4/2023 • 55 minutes
Auglýsingahlé, Dorothy Iannone, Mátulegir
Upplýsingar og sjálfsmyndir eru fyrirbæri sem skilgreina samtíma okkar, að mati myndlistarmannsins Sigurðar Ámundasonar, en hann sýnir um þessar mundir teikningar á auglýsingaskiltum borgarinnar. Frá því að nýja árið hófst hafa verk Sigurðar yfirtekið ljósaskilti og í stað auglýsinga sjáum við nú merkingarlaus vörumerki sem túlka ekkert og hafa ekki upp á neitt að bjóða nema kannski sjálf sig. Sigurður verður gestur okkar í dag. Bandaríska myndlistarkonan Dorothy Iannone tók á sínum tíma þátt í hræringum fluxus og hugmyndalistarinnar á síðari hluta 20. aldar. Það var síðan með sýningu í New Museum í New York sem stjarna hennar fór að rísa á nýrri öld og hafa litrík og oft sjálfsævisöguleg verk hennar farið víða á undanförnum árum. Dorothy Iannone lést 89 ára nú á jóladag. Við rifjum upp ævi hennar og líka hvernig hún kom skyndilega inn í íslenska myndlist einn vordag árið 1967 þegar hún hitti myndlistarmanninn Dieter Roth í fyrsta sinn á hafnarbakkanum í Reykjavík. Nína Hjálmarsdóttir rýnir í Mátulega, sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu þann 30.desember.
1/3/2023 • 0
Auglýsingahlé, Dorothy Iannone, Mátulegir
Upplýsingar og sjálfsmyndir eru fyrirbæri sem skilgreina samtíma okkar, að mati myndlistarmannsins Sigurðar Ámundasonar, en hann sýnir um þessar mundir teikningar á auglýsingaskiltum borgarinnar. Frá því að nýja árið hófst hafa verk Sigurðar yfirtekið ljósaskilti og í stað auglýsinga sjáum við nú merkingarlaus vörumerki sem túlka ekkert og hafa ekki upp á neitt að bjóða nema kannski sjálf sig. Sigurður verður gestur okkar í dag.
Bandaríska myndlistarkonan Dorothy Iannone tók á sínum tíma þátt í hræringum fluxus og hugmyndalistarinnar á síðari hluta 20. aldar. Það var síðan með sýningu í New Museum í New York sem stjarna hennar fór að rísa á nýrri öld og hafa litrík og oft sjálfsævisöguleg verk hennar farið víða á undanförnum árum. Dorothy Iannone lést 89 ára nú á jóladag. Við rifjum upp ævi hennar og líka hvernig hún kom skyndilega inn í íslenska myndlist einn vordag árið 1967 þegar hún hitti myndlistarmanninn Dieter Roth í fyrsta sinn á hafnarbakkanum í Reykjavík.
Nína Hjálmarsdóttir rýnir í Mátulega, sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu þann 30.desember.
1/3/2023 • 55 minutes
Sjón
Í þætti dagsins endurflytjum við viðtal við Sjón, sem tekið var í tilefni af sextugsafmæli hans á liðnu ári.
1/2/2023 • 0
Sjón
Í þætti dagsins endurflytjum við viðtal við Sjón, sem tekið var í tilefni af sextugsafmæli hans á liðnu ári.
1/2/2023 • 51 minutes, 49 seconds
Áramótauppgjör
Víðsjá er í samfloti með Lestinni í dag. Í þessum fyrri hluta þáttar rifjum við upp umræður um inngildingu og samtal við forsprakka Pussy Riot, Mariu Alyokhina. Einnig heyrum við Nínu Hjálmarsdóttur leikhúsrýni og Guðrúnu Elsu Bragadóttur kvikmyndarýni fara yfir árið. Í seinni hlutanum fáum við til okkar góða gesti, Vigdísi Jakobsdóttur, listrænan stjórnanda Listahátíðar í Reykjavík, Arndísi Þórarinsdóttur, rithöfund, Unnstein Manúel Stefánsson, listamann, og Greip Gislason, ráðgjafa og ritstjóra fréttabréfsins Edda og Greipur mæla með.
12/29/2022 • 0
Áramótauppgjör
Víðsjá er í samfloti með Lestinni í dag.
Í þessum fyrri hluta þáttar rifjum við upp umræður um inngildingu og samtal við forsprakka Pussy Riot, Mariu Alyokhina. Einnig heyrum við Nínu Hjálmarsdóttur leikhúsrýni og Guðrúnu Elsu Bragadóttur kvikmyndarýni fara yfir árið.
Í seinni hlutanum fáum við til okkar góða gesti, Vigdísi Jakobsdóttur, listrænan stjórnanda Listahátíðar í Reykjavík, Arndísi Þórarinsdóttur, rithöfund, Unnstein Manúel Stefánsson, listamann, og Greip Gislason, ráðgjafa og ritstjóra fréttabréfsins Edda og Greipur mæla með.
12/29/2022 • 55 minutes
Ellen B., Birgir Andrésson
Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í jólafrumsýningu Þjóðleikhússins. Ellen B. er nýtt verk eftir þýska leikskáldið Marius von Mayenburg í leikstjórn Benedicts Andrews. Um er að ræða heimsfrumsýningu á fyrsta verkinu í þríleik, sem fjallar um samskipti nútímafólks, ástina og valdið. Einnig verður rifjuð upp umfjöllun frá upphafi árs, en myndlistarárið hófst með stórglæsilegri yfirlitssýningu á verkum Birgis Andréssonar. Eins langt og augað eygir kallaðist þessa umfangsmikla sýning sem tók yfir nær alla Kjarvalstaði. Heill þáttur var lagður undir sýninguna í febrúar, þar sem rætt var við aðstandendur sýningarinnar, og fundið til efni tengt Birgi úr safni Ríkisútvarpsins. VIð flytjum hluta úr umfjölluninni í þætti dagsins.
12/28/2022 • 0
Ellen B., Birgir Andrésson
Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í jólafrumsýningu Þjóðleikhússins. Ellen B. er nýtt verk eftir þýska leikskáldið Marius von Mayenburg í leikstjórn Benedicts Andrews. Um er að ræða heimsfrumsýningu á fyrsta verkinu í þríleik, sem fjallar um samskipti nútímafólks, ástina og valdið.
Einnig verður rifjuð upp umfjöllun frá upphafi árs, en myndlistarárið hófst með stórglæsilegri yfirlitssýningu á verkum Birgis Andréssonar. Eins langt og augað eygir kallaðist þessa umfangsmikla sýning sem tók yfir nær alla Kjarvalstaði. Heill þáttur var lagður undir sýninguna í febrúar, þar sem rætt var við aðstandendur sýningarinnar, og fundið til efni tengt Birgi úr safni Ríkisútvarpsins. VIð flytjum hluta úr umfjölluninni í þætti dagsins.
12/28/2022 • 55 minutes
Björk
Viðtal við Björk Guðmundsdóttur um tíundu sólóplötu hennar, Fossoru. Endurfluttur þáttur.
12/27/2022 • 0
Björk
Viðtal við Björk Guðmundsdóttur um tíundu sólóplötu hennar, Fossoru.
Endurfluttur þáttur.
12/27/2022 • 55 minutes
Jólalag RÚV 2022, tónlist í Rússlandi, Tónlistarfélag Akureyrar
Á hverju ári biður Ríkisútvarpið íslenskt tónskáld fyrir það hátíðlega verkefni að semja jólalag Ríkisútvarpsins. Nýja jólalagið er frumflutt á jóladag, en við fáum að taka smá forskot á sæluna hér í Víðsjá með forflutningi og viðtali við tónskáldið, sem í ár er Páll Ragnar Pálsson. Lagið sem hann samdi var samstarfsverkefni við tónlistarhópinn Spilmenn Ríkínis og söngkonuna Tui Hirv, samið við sálm frá 5. öld, So vítt um heim sem sólin fer. Við fáum Pál Ragnar Pálsson til okkar í hljóðstofu hér í lok þáttar og fáum að heyra þetta fallega lag, jólalag Ríkisútvarpsins 2022. Victoria Bakshina flytur sinn annan pistil um tónlist á stríðstímum. Að þessu sinni fjallar hún um klofninginn sem hefur átt sér stað meðal rússneskra tónlistarmanna frá því að innrásin í Úkraínu hófst í febrúar á þessu ári, og veltir fyrir sér umfjöllunarefni tónlistarmanna, bæði þeirra sem styðja stríð og þeirra sem sýna andspyrnu. Tónlistarfélag Akureyrar hefur frá upphafi haft mikil áhrif á tónlistarlífið norðan heiða. Nú er nýr formaður tekinn við félaginu og nýju fólki fylgja alltaf nýjar hugmyndir og áherslur. Gígja Hólmgeirsdóttir settist niður með Michel Jóni Clarke og ræddi við hann um starfsemi félagsins og framtíðarsýn hans sem nýs formanns.
12/22/2022 • 0
Jólalag RÚV 2022, tónlist í Rússlandi, Tónlistarfélag Akureyrar
Á hverju ári biður Ríkisútvarpið íslenskt tónskáld fyrir það hátíðlega verkefni að semja jólalag Ríkisútvarpsins. Nýja jólalagið er frumflutt á jóladag, en við fáum að taka smá forskot á sæluna hér í Víðsjá með forflutningi og viðtali við tónskáldið, sem í ár er Páll Ragnar Pálsson. Lagið sem hann samdi var samstarfsverkefni við tónlistarhópinn Spilmenn Ríkínis og söngkonuna Tui Hirv, samið við sálm frá 5. öld, So vítt um heim sem sólin fer. Við fáum Pál Ragnar Pálsson til okkar í hljóðstofu hér í lok þáttar og fáum að heyra þetta fallega lag, jólalag Ríkisútvarpsins 2022.
Victoria Bakshina flytur sinn annan pistil um tónlist á stríðstímum. Að þessu sinni fjallar hún um klofninginn sem hefur átt sér stað meðal rússneskra tónlistarmanna frá því að innrásin í Úkraínu hófst í febrúar á þessu ári, og veltir fyrir sér umfjöllunarefni tónlistarmanna, bæði þeirra sem styðja stríð og þeirra sem sýna andspyrnu.
Tónlistarfélag Akureyrar hefur frá upphafi haft mikil áhrif á tónlistarlífið norðan heiða. Nú er nýr formaður tekinn við félaginu og nýju fólki fylgja alltaf nýjar hugmyndir og áherslur. Gígja Hólmgeirsdóttir settist niður með Michel Jóni Clarke og ræddi við hann um starfsemi félagsins og framtíðarsýn hans sem nýs formanns.
12/22/2022 • 55 minutes
Guli kafbáturinn, uppruni jólalaga, Helga I. Stefánsdóttir
Helga I. Stefánsdóttir leikmynda- og búningahönnuður hefur starfað við ótal mörg verkefni bæði í leikhúsi og kvikmyndum, og hlotið bæði Eddu verðlaun og Grímuna fyrir störf sín. Helga útskrifaðist úr sínu fagi fyrir rúmum þremur áratugum frá leikmyndadeild listaakademínunnar í Róm, og sækir enn innblástur þangað. Þessa dagana er hægt að sjá búninga eftir Helgu í Jólaboði í Þjóðleikhúsinu og í Borgarleikhúsinu sá hún um leikmynd og búninga í gleðileiknum Bara smástund. Helga verður gestur okkar í Svipmynd í þætti dagsins. Hvernig getur það verið að heil tónlistargrein í Bandaríkunum, jólatónlist, hafi verið nær föst í tíma í sjötíu ár? Svarið tengist þekktum gyðingi sem fæddist í fátækt, fyrir löngu síðan, einhversstaðar í austri, og það er ekki Jesú Kristur. Jelena Ciric fjallar um jólatónlist í pistli sínum þessa vikuna, enda jólin rétt handan við hornið. Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í Gula kafbátinn eftir Jón Kalman Stefánsson.
12/21/2022 • 0
Guli kafbáturinn, uppruni jólalaga, Helga I. Stefánsdóttir
Helga I. Stefánsdóttir leikmynda- og búningahönnuður hefur starfað við ótal mörg verkefni bæði í leikhúsi og kvikmyndum, og hlotið bæði Eddu verðlaun og Grímuna fyrir störf sín. Helga útskrifaðist úr sínu fagi fyrir rúmum þremur áratugum frá leikmyndadeild listaakademínunnar í Róm, og sækir enn innblástur þangað. Þessa dagana er hægt að sjá búninga eftir Helgu í Jólaboði í Þjóðleikhúsinu og í Borgarleikhúsinu sá hún um leikmynd og búninga í gleðileiknum Bara smástund. Helga verður gestur okkar í Svipmynd í þætti dagsins.
Hvernig getur það verið að heil tónlistargrein í Bandaríkunum, jólatónlist, hafi verið nær föst í tíma í sjötíu ár? Svarið tengist þekktum gyðingi sem fæddist í fátækt, fyrir löngu síðan, einhversstaðar í austri, og það er ekki Jesú Kristur. Jelena Ciric fjallar um jólatónlist í pistli sínum þessa vikuna, enda jólin rétt handan við hornið.
Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í Gula kafbátinn eftir Jón Kalman Stefánsson.
12/21/2022 • 55 minutes
Þetta rauða, það er ástin, Kristinn G. Jóhannsson, Skurn
Þetta rauða, það er ástin er nýjasta skáldsaga Rögnu Sigurðardóttur. Söguhetju bókarinnar, Elsu, langar að mála og stefnir að því af miklum metnaði þótt fyrirmyndirnar séu fáar um miðja 20. öld. Við ræðum við Rögnu í þætti dagsins, um Elsu og stöðu kvenna á þessum tíma, þögninga sem var fylgifiskur áfalla og ábyrgð listamanna á tímum þegar myndlistin var upp á líf og dauða. Í byrjun desember opnuðu þrjár nýjar sýningar á Listasafninu á Akureyri. Ein þeirra ber titilinn Málverk og er sýning á verkum Kristins G. Jóhannssonar. Ferill Kristins spannar nokkra áratugi en hann hélt sína fyrstu myndlistarsýningu árið 1954. VIð lítum í heimsókn á vinnustofu Kristins í þætti dagsins. Og Sölvi Halldórsson rýnir í Skurn , eftir Arndísi Lóu Magnúsdóttur.
12/20/2022 • 0
Þetta rauða, það er ástin, Kristinn G. Jóhannsson, Skurn
Þetta rauða, það er ástin er nýjasta skáldsaga Rögnu Sigurðardóttur. Söguhetju bókarinnar, Elsu, langar að mála og stefnir að því af miklum metnaði þótt fyrirmyndirnar séu fáar um miðja 20. öld. Við ræðum við Rögnu í þætti dagsins, um Elsu og stöðu kvenna á þessum tíma, þögninga sem var fylgifiskur áfalla og ábyrgð listamanna á tímum þegar myndlistin var upp á líf og dauða.
Í byrjun desember opnuðu þrjár nýjar sýningar á Listasafninu á Akureyri. Ein þeirra ber titilinn Málverk og er sýning á verkum Kristins G. Jóhannssonar. Ferill Kristins spannar nokkra áratugi en hann hélt sína fyrstu myndlistarsýningu árið 1954. VIð lítum í heimsókn á vinnustofu Kristins í þætti dagsins.
Og Sölvi Halldórsson rýnir í Skurn , eftir Arndísi Lóu Magnúsdóttur.
12/20/2022 • 55 minutes
Hrafninn, Dauði listamanns, Hamingja þessa heims
Saga hrafnsins með íslensku þjóðinni nær samkvæmt rituðum heimildum allt aftur til 9. aldar, þegar krummi leiddi Flóka Vilgerðarsonar upp að ströndum eyjunnar í norðri. Í bréfi frá 19. öld er hann sagður vera "Íslands einkennilegasti fugl, Óðins forni vin og skáldanna eftirlætisgoð, fréttafugl mikill og margkunnugur. Krummi hefur iðulega verið tengdur mykravöldum og göldrum, en hann á sér líka marga vini og það borgar sig að hafa hann með sér í liði. Í nýútkominni bók sem ber titilinn Hrafninn- þjóðin- sagan- þjóðtrúin skoðar Sigurður Ægisson, prestur á Siglufirði, krumma frá mörgum hliðum. Sigurður er gestur Víðsjár í dag Ana Mendieta og Carl André voru eitt heitasta par New York listasenunnar við upphaf áttunda áratugarins. Hún kúbanskur innflytjandi sem gerði framsækna gjörningalist, hann heimsfrægur skúlptúristi. Þau giftu sig 1984 og aðeins nokkrum mánuðum síðar hringdi André á neyðarlínuna frá heimili þeirra. Hann sagði þau hjónin hafa rifist og að konan hans hefði farið út um gluggann. Hlaðvarpið Death of an artist, eftir listfræðinginn og sýningarstjórann Helen Moleswort, fjallar um þennan atburð, afleiðingar dauða Mendieta á bandarísku listasenuna og allar þær spurningar sem dauði hennar vakti þá, og hvernig þær spurningar hafa mögulega breyst eftir Metoo. En við hefjum þáttinn á rýni í eina af bókum jólabókaflóðsins; Hamingju þessa heims eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur.
12/19/2022 • 0
Hrafninn, Dauði listamanns, Hamingja þessa heims
Saga hrafnsins með íslensku þjóðinni nær samkvæmt rituðum heimildum allt aftur til 9. aldar, þegar krummi leiddi Flóka Vilgerðarsonar upp að ströndum eyjunnar í norðri. Í bréfi frá 19. öld er hann sagður vera "Íslands einkennilegasti fugl, Óðins forni vin og skáldanna eftirlætisgoð, fréttafugl mikill og margkunnugur. Krummi hefur iðulega verið tengdur mykravöldum og göldrum, en hann á sér líka marga vini og það borgar sig að hafa hann með sér í liði. Í nýútkominni bók sem ber titilinn Hrafninn- þjóðin- sagan- þjóðtrúin skoðar Sigurður Ægisson, prestur á Siglufirði, krumma frá mörgum hliðum. Sigurður er gestur Víðsjár í dag
Ana Mendieta og Carl André voru eitt heitasta par New York listasenunnar við upphaf áttunda áratugarins. Hún kúbanskur innflytjandi sem gerði framsækna gjörningalist, hann heimsfrægur skúlptúristi. Þau giftu sig 1984 og aðeins nokkrum mánuðum síðar hringdi André á neyðarlínuna frá heimili þeirra. Hann sagði þau hjónin hafa rifist og að konan hans hefði farið út um gluggann. Hlaðvarpið Death of an artist, eftir listfræðinginn og sýningarstjórann Helen Moleswort, fjallar um þennan atburð, afleiðingar dauða Mendieta á bandarísku listasenuna og allar þær spurningar sem dauði hennar vakti þá, og hvernig þær spurningar hafa mögulega breyst eftir Metoo.
En við hefjum þáttinn á rýni í eina af bókum jólabókaflóðsins; Hamingju þessa heims eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur.
12/19/2022 • 55 minutes
Yrsa og Ragnar, Jólin koma á pólsku, Gegn gangi leiksins,list í stríði
Kvæðakver Jóhannesar úr Kötlum, Jólin koma, er komið út í fyrsta sinn á pólsku í þýðingu Ninu Smieszek en 90 ár eru nú liðin frá fyrstu útgáfu bókarinnar. Útgáfa þessarar litlu bókar markaði tímamót í íslensku jólahaldi þar sem jólasveinarnir höfðu fram að því verið álitnir tröll en teikningar Tryggva minna meira á íslenska kotbændur. Með ljóðum sínum festi Jóhannes úr Kötlum einnig í sessi í hvaða röð jólasveinarnir koma til byggða og skipaði þrettán bræður í aðalhlutverkin. Við ræðum við þýðandann, Ninu Smieszek í þætti dagsins. Og við fáum að heyra samtal tveggja glæpasagnahöfunda. Yrsa Sigurðardóttir gefur út þessi jólin bókina Gættu þinna handa og Ragnar Jónasson gefur út ásamt Katrínu Jakobsdóttur, bók sem kallast Reykjavík - glæpasaga. Bækur þeirra beggja njóta mikilla vinsælda, bæði hér á landi og utan landssteinanna, Yrsa hefur gefið út 18 glæpasögur en Ragnar 14. Þau settust niður í hljóðstofu Víðsjár í morgun, og ræddu bækur hvers annars og sitthvað annað, svo sem pressu frá umboðsmönnum, verðandi leikhúsverk og glæpasögu í geimnum. Einnig heyrum við fyrsta pistil af þremur frá Victoriu Bakshina, sem veltir fyrir sér listsköpun á stríðstímum, og áhrifum innrásar Rússa í Úkraínu á listsköpun í löndunum tveimur. En við hefjum þátt dagsins á bókarýni, að þessu sinni fjallar Gauti Kristmannsson um skáldsögu Braga Ólafssonar, Gegn gangi leiksins.
12/15/2022 • 0
Yrsa og Ragnar, Jólin koma á pólsku, Gegn gangi leiksins,list í stríði
Kvæðakver Jóhannesar úr Kötlum, Jólin koma, er komið út í fyrsta sinn á pólsku í þýðingu Ninu Smieszek en 90 ár eru nú liðin frá fyrstu útgáfu bókarinnar. Útgáfa þessarar litlu bókar markaði tímamót í íslensku jólahaldi þar sem jólasveinarnir höfðu fram að því verið álitnir tröll en teikningar Tryggva minna meira á íslenska kotbændur. Með ljóðum sínum festi Jóhannes úr Kötlum einnig í sessi í hvaða röð jólasveinarnir koma til byggða og skipaði þrettán bræður í aðalhlutverkin. Við ræðum við þýðandann, Ninu Smieszek í þætti dagsins.
Og við fáum að heyra samtal tveggja glæpasagnahöfunda. Yrsa Sigurðardóttir gefur út þessi jólin bókina Gættu þinna handa og Ragnar Jónasson gefur út ásamt Katrínu Jakobsdóttur, bók sem kallast Reykjavík - glæpasaga. Bækur þeirra beggja njóta mikilla vinsælda, bæði hér á landi og utan landssteinanna, Yrsa hefur gefið út 18 glæpasögur en Ragnar 14. Þau settust niður í hljóðstofu Víðsjár í morgun, og ræddu bækur hvers annars og sitthvað annað, svo sem pressu frá umboðsmönnum, verðandi leikhúsverk og glæpasögu í geimnum.
Einnig heyrum við fyrsta pistil af þremur frá Victoriu Bakshina, sem veltir fyrir sér listsköpun á stríðstímum, og áhrifum innrásar Rússa í Úkraínu á listsköpun í löndunum tveimur. En við hefjum þátt dagsins á bókarýni, að þessu sinni fjallar Gauti Kristmannsson um skáldsögu Braga Ólafssonar, Gegn gangi leiksins.
12/15/2022 • 55 minutes
Gleðileikur Dante, Korgimon, Opið haf
Gleðileikur Dantes þykir með merkustu bókmenntum miðalda, verk sem jafnvel markar upphaf endurreisnar, og er þar að auki talinn grunnur ítölskunnar eins og við þekkjum hana í dag. Bræðurnir Einar og Jón Thoroddsen hafa í rúman áratug unnið að fyrstu heildarþýðingunni í bundnu máli á hinu 700 ára gamla söguljóði. Víti kom út 2018, Skírnarfjallið í fyrra og nú hafa þeir þeir bræður hafist handa við Paradís. Einar og Jón verða gestir okkar í dag, segja frá samstarfinu, og sameiginlegri ástríðu sinni á hinum guðdómlega gleðileik. Melkorka Katrín Ólafsdóttir, sem gengur undir listamannsnafninu Korkimon, gafst upp á því að bíða eftir að verða boðið í strákaklúbbinn sem myndlistarsenan, sérstaklega málverkasenan, á Íslandi er að hennar mati. Hún bjó í New York í tíu ár og lærði þar myndlist en hefur hingað til að mestu fengist við teikningu. Just me and my dragons er hennar fyrsta málverkasýning en þar er kvenlíkaminn settur fram á ögrandi og eilítið ógnvænlegan hátt þar sem drekar og aðrar fígúrur fléttast saman við formið. Við ræðum við Korgimon í þætti dagsins. En við hefjum þáttinn á rýni Grétu Sigríðar Einarsdóttir í nýjustu bók Einars Kárasonar, Opið haf.
12/14/2022 • 0
Gleðileikur Dante, Korgimon, Opið haf
Gleðileikur Dantes þykir með merkustu bókmenntum miðalda, verk sem jafnvel markar upphaf endurreisnar, og er þar að auki talinn grunnur ítölskunnar eins og við þekkjum hana í dag. Bræðurnir Einar og Jón Thoroddsen hafa í rúman áratug unnið að fyrstu heildarþýðingunni í bundnu máli á hinu 700 ára gamla söguljóði. Víti kom út 2018, Skírnarfjallið í fyrra og nú hafa þeir þeir bræður hafist handa við Paradís. Einar og Jón verða gestir okkar í dag, segja frá samstarfinu, og sameiginlegri ástríðu sinni á hinum guðdómlega gleðileik.
Melkorka Katrín Ólafsdóttir, sem gengur undir listamannsnafninu Korkimon, gafst upp á því að bíða eftir að verða boðið í strákaklúbbinn sem myndlistarsenan, sérstaklega málverkasenan, á Íslandi er að hennar mati. Hún bjó í New York í tíu ár og lærði þar myndlist en hefur hingað til að mestu fengist við teikningu. Just me and my dragons er hennar fyrsta málverkasýning en þar er kvenlíkaminn settur fram á ögrandi og eilítið ógnvænlegan hátt þar sem drekar og aðrar fígúrur fléttast saman við formið. Við ræðum við Korgimon í þætti dagsins.
En við hefjum þáttinn á rýni Grétu Sigríðar Einarsdóttir í nýjustu bók Einars Kárasonar, Opið haf.
12/14/2022 • 55 minutes
Guðmundur Thoroddsen, Þráinn Hjálmarsson, Hildigunnur Birgisdóttir
Guðmundur Thoroddsen myndlistarmaður segist vera á ákveðnum krossgötum á sínum ferli, og að verkin sem hangi uppi um þessar mundir í Hverfisgalleríi beri þess vitni. Í nýju verkunum sjáum við enn glitta í litapallettu úr fyrri verkum, en Guðmundur hefur sagt skilið við tákn og myndmál sem vísa út fyrir sjálft verkið. Þess í stað tala litir, áferð, form og andrúmsloft sínu máli. Kannski, kannski er hans þriðja einkasýning í Hverfisgalleríi, en hann var tilnefndur til Íslensku Myndlistarverðlaunanna 2019 fyrir sína aðra sýningu þar. Við heyrum í Guðmundi í þætti dagsins. Og við leiðum hugann að vettvangi sígildrar og samtímatónlistar með Þráni Hjálmarssyni. Þráinn fjallar í pistli dagsins um hlutverk sýningarstjóra, listrænna stjórnenda og stofnana þegar kemur að efnisvali og miðlun á tónlist. Okkur bárust þær fréttir í síðustu viku að Hildigunnur BIrgisdóttir verður fulltrúi Íslands á næsta Feneyjartvíæringi, sumarið 2024. Af því tilefni rifjum við upp samtal við Hildigunni frá því í febrúar síðastliðnum, þegar hún hélt sína aðra einkasýningu í gallerí i8. Á sýningunni sem hún kallaði Frið, velti listakonan fyrir sér ekki minni hugtökum en fegurð og sannleika, en einnig því sem henni er oft svo hugleikið: hversdagsleikanum og hinu alltumlykjandi neyslusamfélagi. Umsjón: Halla Harðardóttir
12/13/2022 • 0
Guðmundur Thoroddsen, Þráinn Hjálmarsson, Hildigunnur Birgisdóttir
Guðmundur Thoroddsen myndlistarmaður segist vera á ákveðnum krossgötum á sínum ferli, og að verkin sem hangi uppi um þessar mundir í Hverfisgalleríi beri þess vitni. Í nýju verkunum sjáum við enn glitta í litapallettu úr fyrri verkum, en Guðmundur hefur sagt skilið við tákn og myndmál sem vísa út fyrir sjálft verkið. Þess í stað tala litir, áferð, form og andrúmsloft sínu máli. Kannski, kannski er hans þriðja einkasýning í Hverfisgalleríi, en hann var tilnefndur til Íslensku Myndlistarverðlaunanna 2019 fyrir sína aðra sýningu þar. Við heyrum í Guðmundi í þætti dagsins.
Og við leiðum hugann að vettvangi sígildrar og samtímatónlistar með Þráni Hjálmarssyni. Þráinn fjallar í pistli dagsins um hlutverk sýningarstjóra, listrænna stjórnenda og stofnana þegar kemur að efnisvali og miðlun á tónlist.
Okkur bárust þær fréttir í síðustu viku að Hildigunnur BIrgisdóttir verður fulltrúi Íslands á næsta Feneyjartvíæringi, sumarið 2024. Af því tilefni rifjum við upp samtal við Hildigunni frá því í febrúar síðastliðnum, þegar hún hélt sína aðra einkasýningu í gallerí i8. Á sýningunni sem hún kallaði Frið, velti listakonan fyrir sér ekki minni hugtökum en fegurð og sannleika, en einnig því sem henni er oft svo hugleikið: hversdagsleikanum og hinu alltumlykjandi neyslusamfélagi.
Umsjón: Halla Harðardóttir
12/13/2022 • 55 minutes
Urðarflétta, Þetta rauða, það er ástin, gleymd tónlist í Sviss
Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, rithöfundur og sviðslistakona gaf nýverið ljóðabókina Urðarfléttu. Í Urðarfléttu er að finna prósaljóð sem fjalla um náttúruna í öllu sínu veldi, náttúruna innra og ytra. Í ljóðunum lesum við meðal annars um uglur og ungbörn, sár og stjörnur, rætur, mold og mæður. Ástina og óttann sem geta kannski ekki án hvors annars verið. Meira af því í þætti dagsins. Svisslendingar áttu í byrjun nítjándu aldar merkilegt tónskáld, sem þeir hirtu lítið um, Friedrich Theodor Fröhlich. Hann fyrirfór sér árið 1836, vonlaus um sínar framtíðarhorfur og féll að mestu í gleymsku. Fyrir átta árum flutti eðlisfræðingurinn og píanóleikarinn Jóhannes Vigfússon ásamt konu sinn, Barböru, til Brugg, fæðingarbæjar tónskáldsins og fóru hjónin að grafast fyrir um verk hans. Þau ráku upp stór augu, þegar kom í ljós að eftir hann lágu yfir 700 handrit af tónverkum - nær allt óþekkt, óútgefið og óflutt. Við tók ævintýraleg saga sem Jóhannes segir okkur nánar frá í þætti dagsins. En við hefjum þáttinn á rýni Sölva Halldórssonar í skáldsöguna Þetta rauða, það er ástin, eftir Rögnu Sigurðardóttur.
12/12/2022 • 0
Urðarflétta, Þetta rauða, það er ástin, gleymd tónlist í Sviss
Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, rithöfundur og sviðslistakona gaf nýverið ljóðabókina Urðarfléttu. Í Urðarfléttu er að finna prósaljóð sem fjalla um náttúruna í öllu sínu veldi, náttúruna innra og ytra. Í ljóðunum lesum við meðal annars um uglur og ungbörn, sár og stjörnur, rætur, mold og mæður. Ástina og óttann sem geta kannski ekki án hvors annars verið. Meira af því í þætti dagsins.
Svisslendingar áttu í byrjun nítjándu aldar merkilegt tónskáld, sem þeir hirtu lítið um, Friedrich Theodor Fröhlich. Hann fyrirfór sér árið 1836, vonlaus um sínar framtíðarhorfur og féll að mestu í gleymsku. Fyrir átta árum flutti eðlisfræðingurinn og píanóleikarinn Jóhannes Vigfússon ásamt konu sinn, Barböru, til Brugg, fæðingarbæjar tónskáldsins og fóru hjónin að grafast fyrir um verk hans. Þau ráku upp stór augu, þegar kom í ljós að eftir hann lágu yfir 700 handrit af tónverkum - nær allt óþekkt, óútgefið og óflutt. Við tók ævintýraleg saga sem Jóhannes segir okkur nánar frá í þætti dagsins.
En við hefjum þáttinn á rýni Sölva Halldórssonar í skáldsöguna Þetta rauða, það er ástin, eftir Rögnu Sigurðardóttur.
12/12/2022 • 55 minutes
Táknfræði Völuspár, Húslestur og Lungu
Í Húslestri, nýútkominni bók Magnúsar Sigurðssonar færir höfundur fornan íslenskan sið í nýjan búning. Textinn dansar á mörkum skáldskapar og veruleika, innblásinn af ritgerðarforminu. Viðfangsefnin eru ofin úr ólíkum áttum og koma lesandanum sífellt á óvart. Hverjum hefði til að mynda dottið í hug að samloka gæti verið smurð með skít þökk sé portúgölskum þýðanda Voltaire? Og hefur þú hlustandi góður spurt þig að því afhverju hundar þefa af rassi hvors annars? Við ræðum við höfundinn í þætti dagsins. Á haustdögum gaf Hið íslenska bókmenntafélag út safn greina sem fjalla um rannsóknir á miðaldatextum með áherslu á nýjar rannsóknir á Völuspá og tengsl kvæðisins við myndræna túlkun og frásagnir sem fjalla um endalok heimsins. Ritstjórar greinasafnsins eru Þórhallur Eyþórsson og Pétur Pétursson og meðal greinahöfunda er geðlæknirinn Haraldur Erlendsson, sem rýnir í táknmál Völuspár útfrá kenningum sálgreiningar og myndmáli ólíkra menningarheima. Víðsjá sótti Harald heim og kafaði með honum í táknfræði dómsdagskveðskaps. En við byrjum á bókmenntarýni frá Gauta Kristmannssyni, sem að þessu sinni fjallar um Lungu eftir Pedro Gunnlaug Garcia. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
12/8/2022 • 0
Táknfræði Völuspár, Húslestur og Lungu
Í Húslestri, nýútkominni bók Magnúsar Sigurðssonar færir höfundur fornan íslenskan sið í nýjan búning. Textinn dansar á mörkum skáldskapar og veruleika, innblásinn af ritgerðarforminu. Viðfangsefnin eru ofin úr ólíkum áttum og koma lesandanum sífellt á óvart. Hverjum hefði til að mynda dottið í hug að samloka gæti verið smurð með skít þökk sé portúgölskum þýðanda Voltaire? Og hefur þú hlustandi góður spurt þig að því afhverju hundar þefa af rassi hvors annars? Við ræðum við höfundinn í þætti dagsins.
Á haustdögum gaf Hið íslenska bókmenntafélag út safn greina sem fjalla um rannsóknir á miðaldatextum með áherslu á nýjar rannsóknir á Völuspá og tengsl kvæðisins við myndræna túlkun og frásagnir sem fjalla um endalok heimsins. Ritstjórar greinasafnsins eru Þórhallur Eyþórsson og Pétur Pétursson og meðal greinahöfunda er geðlæknirinn Haraldur Erlendsson, sem rýnir í táknmál Völuspár útfrá kenningum sálgreiningar og myndmáli ólíkra menningarheima. Víðsjá sótti Harald heim og kafaði með honum í táknfræði dómsdagskveðskaps.
En við byrjum á bókmenntarýni frá Gauta Kristmannssyni, sem að þessu sinni fjallar um Lungu eftir Pedro Gunnlaug Garcia.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
12/8/2022 • 55 minutes
Svipmynd af Hörpu Arnardóttur, leikkonu og leikstjóra
Harpa Arnardóttir er leikkona og leikstjóri að mennt en hefur fengist við fjölbreytt verkefni alla tíð, bæði á sviði lista og ýmissa annara tengdra sviða. Harpa hefur starfað sem leikkona og leikstjóri í Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu og hjá sjálfstæðu leikhópunum og hefur kennt leiklist og spuna hjá Kramhúsinu, Listaháskóla Íslands og víðar. Hún lauk mastersnámi í ritlist í Háskóla Íslands 2014 og frumflutti sitt fyrsta leikrit "Bláklukkur fyrir háttinn" á Listahátíð Reykjavíkur, en verkið var flutt í jurttjaldi á fjórum stöðum á hálendi Íslands sumarið 2019. Harpa hefur líka lært myndlist, jógafræði, og margt fleira en hún en hún er, að eigin sögn, umfram allt, náttúruverndari. Þessi fjölkunnuga listakona er gestur svipmyndar í þætti dagsins. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
12/7/2022 • 0
Svipmynd af Hörpu Arnardóttur, leikkonu og leikstjóra
Harpa Arnardóttir er leikkona og leikstjóri að mennt en hefur fengist við fjölbreytt verkefni alla tíð, bæði á sviði lista og ýmissa annara tengdra sviða. Harpa hefur starfað sem leikkona og leikstjóri í Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu og hjá sjálfstæðu leikhópunum og hefur kennt leiklist og spuna hjá Kramhúsinu, Listaháskóla Íslands og víðar. Hún lauk mastersnámi í ritlist í Háskóla Íslands 2014 og frumflutti sitt fyrsta leikrit "Bláklukkur fyrir háttinn" á Listahátíð Reykjavíkur, en verkið var flutt í jurttjaldi á fjórum stöðum á hálendi Íslands sumarið 2019. Harpa hefur líka lært myndlist, jógafræði, og margt fleira en hún en hún er, að eigin sögn, umfram allt, náttúruverndari. Þessi fjölkunnuga listakona er gestur svipmyndar í þætti dagsins.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
12/7/2022 • 55 minutes
Skáldatal: Guðrún Eva og Bragi, Bráð, Kákasusgerillinn
Við fáum að vera fluga á vegg í þætti dagsins, þegar þau Bragi Ólafsson og Guðrún Eva Mínervudóttir ræða nýútkomin verk sín, Gegn gangi leiksins eftir Braga, og Útsýni, eftir Guðrúnu Evu. Skáldin fara um víðan völl í spjalli sínu, ræða fyrri bækur, þráhyggju, lítil þorp og umbreytingar lífsins, svo eitthvað sé nefnt. Við heimsækjum líka Glerhúsið, lítið og nett heimagallerí við Vesturgötu, og ræðum þar við myndlistarmanninn Harald Jónsson sem þar sýnir verk sín á sýningu sem hann kallar Bráð. Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í Kákasusgerilinn eftir Jónas Reyni Gunnarsson.
12/6/2022 • 0
Skáldatal: Guðrún Eva og Bragi, Bráð, Kákasusgerillinn
Við fáum að vera fluga á vegg í þætti dagsins, þegar þau Bragi Ólafsson og Guðrún Eva Mínervudóttir ræða nýútkomin verk sín, Gegn gangi leiksins eftir Braga, og Útsýni, eftir Guðrúnu Evu. Skáldin fara um víðan völl í spjalli sínu, ræða fyrri bækur, þráhyggju, lítil þorp og umbreytingar lífsins, svo eitthvað sé nefnt.
Við heimsækjum líka Glerhúsið, lítið og nett heimagallerí við Vesturgötu, og ræðum þar við myndlistarmanninn Harald Jónsson sem þar sýnir verk sín á sýningu sem hann kallar Bráð.
Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í Kákasusgerilinn eftir Jónas Reyni Gunnarsson.
12/6/2022 • 55 minutes
Ida Pfeiffer, bókatíðindi, Þormóður Torfason
Ida Pfeiffer, einhver víðförlasta kona sinnar samtíðar og einn vinsælasti ferðabókahöfundur nítjándu aldar, er líklega fyrsta konan til að ganga á Heklu og taka hér ljósmyndir. Hún kolféll fyrir ægifagurri náttúru Íslands en var hissa sóðaskap, drykkju og dónaskap landans. Ida steig hér á land eftir hræðilega sjóferð frá Kaupmannahöfn vorið 1845 og ritaði bók um ferðir sínar. Bókin Íslandsferð Idu Pfeiffer kom nýverið út í íslenskri þýðingu Guðmundar Jóns Guðmundssonar. Við heyrum brot úr bókinni og ræðum við Guðmund um þessa austurrísku ævintýrakonu. Bókin Þormóður Torfason, Dauðamaður og dáður sagnaritari, eftir Bergsvein Birgisson kom út í Noregi 2020, en kom nýverið út í íslenskri þýðingu Vésteins Ólasonar. Sölvi Halldórsson rýnir í verkið í þætti dagsins. En við hefjum þáttinn á hefðbundum bókatíðindum um þetta leyti árs og bókasöfnun - og höldum ein 65 ár aftur í tímann. Umsjón: Halla Harðardóttir og Guðni Tómasson
12/5/2022 • 0
Ida Pfeiffer, bókatíðindi, Þormóður Torfason
Ida Pfeiffer, einhver víðförlasta kona sinnar samtíðar og einn vinsælasti ferðabókahöfundur nítjándu aldar, er líklega fyrsta konan til að ganga á Heklu og taka hér ljósmyndir. Hún kolféll fyrir ægifagurri náttúru Íslands en var hissa sóðaskap, drykkju og dónaskap landans. Ida steig hér á land eftir hræðilega sjóferð frá Kaupmannahöfn vorið 1845 og ritaði bók um ferðir sínar. Bókin Íslandsferð Idu Pfeiffer kom nýverið út í íslenskri þýðingu Guðmundar Jóns Guðmundssonar. Við heyrum brot úr bókinni og ræðum við Guðmund um þessa austurrísku ævintýrakonu.
Bókin Þormóður Torfason, Dauðamaður og dáður sagnaritari, eftir Bergsvein Birgisson kom út í Noregi 2020, en kom nýverið út í íslenskri þýðingu Vésteins Ólasonar. Sölvi Halldórsson rýnir í verkið í þætti dagsins.
En við hefjum þáttinn á hefðbundum bókatíðindum um þetta leyti árs og bókasöfnun - og höldum ein 65 ár aftur í tímann.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Guðni Tómasson
12/5/2022 • 55 minutes
Svarthol, Annie Ernaux og morgunsöngur í Laugarnesskóla
Í gallerí Stak við Hverfisgötu, er að finna nokkur Svarthol, og inn um eitt þeirra liggja ormagöng alla leið inn í Mengi við Óðinsgötu. Það er myndlistarkonan Sara Riel sem hefur skapað þessi svarthol, í gler, á vegg og á pappír og striga. Við lítum inn í Svartholið með Söru hér rétt á eftir. Í dag er dagur íslenskrar tónlistar. Að því tilefni kynnum við okkur áratugalanga morgunsöngshefð í Laugarnesskóla. Árið 1951 lagði Ingólfur Guðbrandsson það til að nemendur skólans kæmu saman daglega í sal skólans til söngs. Enn þann dag í dag koma allir saman, nemendur og kennarar, og syngja tvö lög eftir fyrsta tíma dagsins. Þessi góða og skemmtilega hefð er fastur punktur í tilveru skólans og sjá stjórnendur og tónmenntakennarar um undirleik og að leiða sönginn. Tveir af aðstandendum morgunsöngsins, saxófónleikarinn og fyrrum aðstoðarskólastjórinn Kristinn Svavarsson og tónlistarkonan og tónmenntakennarinn Harpa Þorvaldsdóttir segja okkur nánar af hefðinni og samstarfi sínu, sem hófst með þeirra kynnum í Laugarnesskóla. Og Gauti Kristmannsson segir okkur frá nýjasta nóbelsverðlaunahafanum, hinni frönsku Annie Ernaux, og einu bók hennar sem komið hefur út í íslenskri þýðingu, Staðurinn í þýðingu Rutar Ingólfsdóttur. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
12/1/2022 • 0
Svarthol, Annie Ernaux og morgunsöngur í Laugarnesskóla
Í gallerí Stak við Hverfisgötu, er að finna nokkur Svarthol, og inn um eitt þeirra liggja ormagöng alla leið inn í Mengi við Óðinsgötu. Það er myndlistarkonan Sara Riel sem hefur skapað þessi svarthol, í gler, á vegg og á pappír og striga. Við lítum inn í Svartholið með Söru hér rétt á eftir.
Í dag er dagur íslenskrar tónlistar. Að því tilefni kynnum við okkur áratugalanga morgunsöngshefð í Laugarnesskóla. Árið 1951 lagði Ingólfur Guðbrandsson það til að nemendur skólans kæmu saman daglega í sal skólans til söngs. Enn þann dag í dag koma allir saman, nemendur og kennarar, og syngja tvö lög eftir fyrsta tíma dagsins. Þessi góða og skemmtilega hefð er fastur punktur í tilveru skólans og sjá stjórnendur og tónmenntakennarar um undirleik og að leiða sönginn. Tveir af aðstandendum morgunsöngsins, saxófónleikarinn og fyrrum aðstoðarskólastjórinn Kristinn Svavarsson og tónlistarkonan og tónmenntakennarinn Harpa Þorvaldsdóttir segja okkur nánar af hefðinni og samstarfi sínu, sem hófst með þeirra kynnum í Laugarnesskóla.
Og Gauti Kristmannsson segir okkur frá nýjasta nóbelsverðlaunahafanum, hinni frönsku Annie Ernaux, og einu bók hennar sem komið hefur út í íslenskri þýðingu, Staðurinn í þýðingu Rutar Ingólfsdóttur.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
12/1/2022 • 55 minutes
Svipmynd af jazzklúbbi og amerískar fjallageitur
Jazzklúbburinn Múlinn var stofnaður formlega árið 1997 og fagnar því 25 ára afmæli í ár. Klúbburinn heitir í höfuðið á helsta jazzgeggjara þjóðarinnar, Jóni Múla Árnasyni, sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn hefur síðustu áratugi haldið utan um vikulega tónleika helstu jazzgeggjara landsins hér og þar um bæinn. Tónleikarnir fóru upphaflega fram á Jómfrúnni, en í dag eru Björtuloft í Hörpu heimili Múlans. Tónleikadagskrá Múlans er bæði metnaðarfull og fjölbreytt og er gott dæmi um þá miklu grósku sem einkennir íslenskt jazzlíf, þar sem allir straumar og stefnur eiga heima. Margir hafa komið að skipulagningu á dagskrá Múlans, en saxófónleikarinn Ólafur Jónsson er einn þeirra sem hefur verið þar í stafni frá upphafi. Hann verður gestur okkar í dag, ásamt trommuleikaranum Erik Qvick. Við fáum líka tónlistarpistil frá Jelenu Ciric um bandarísku hljómsveitina The Mountain Goats og lagahöfundinn og söngvarann John Darnielle. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
11/30/2022 • 0
Svipmynd af jazzklúbbi og amerískar fjallageitur
Jazzklúbburinn Múlinn var stofnaður formlega árið 1997 og fagnar því 25 ára afmæli í ár. Klúbburinn heitir í höfuðið á helsta jazzgeggjara þjóðarinnar, Jóni Múla Árnasyni, sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn hefur síðustu áratugi haldið utan um vikulega tónleika helstu jazzgeggjara landsins hér og þar um bæinn. Tónleikarnir fóru upphaflega fram á Jómfrúnni, en í dag eru Björtuloft í Hörpu heimili Múlans.
Tónleikadagskrá Múlans er bæði metnaðarfull og fjölbreytt og er gott dæmi um þá miklu grósku sem einkennir íslenskt jazzlíf, þar sem allir straumar og stefnur eiga heima. Margir hafa komið að skipulagningu á dagskrá Múlans, en saxófónleikarinn Ólafur Jónsson er einn þeirra sem hefur verið þar í stafni frá upphafi. Hann verður gestur okkar í dag, ásamt trommuleikaranum Erik Qvick.
Við fáum líka tónlistarpistil frá Jelenu Ciric um bandarísku hljómsveitina The Mountain Goats og lagahöfundinn og söngvarann John Darnielle.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
11/30/2022 • 55 minutes
Urta, andspyrna í Þjóðleikhúsinu, ekki-barbarar, Svefngríma og Lungu
"Ekki virðist þurfa mörg rök eða sannanir til að sýna hinum menntaða heimi að Ísland er ekki með öllu úr tengslum við hann og því ekki barbaraland" - þannig hljóma upphafsorð bókar sem var skrifuð á latínu af Jóni Þorkelssyni snemma á 18. öld og ber titilinn Sýnisbók þess að Ísland er ekki barbaraland, heldur land bókmennta og menningar. Sýnisbókin er nú loks komin út í íslenskri þýðingu Sigurðar Péturssonar, fyrrum lektors í grísku og latínu, en Hjalti Snær Ægisson bjó hana til prentunar. Hjalti segir okkur nánar af ritinu hér rétt á eftir. Og það verður meira um bókmenntir í þætti dagsins, því Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í nýlega ljóðabók Gerðar Kristnýjar, Urtu, og rithöfundarnir Pedro Gunnlaugur Garcia og Örvar Smárason setjast niður og ræða sín á milli um nýútkomin ritverk sín, skáldsöguna Lungu, og smásagnasafnið Svefngrímuna. Loks fáum við rýni frá Nínu Hjálmarsdóttur um sýningu andspyrnulistahópsins Pussy Riot, sem fram fór á stóra sviði Þjóðleikhússins síðastliðið föstudagskvöld. Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir
11/29/2022 • 0
Urta, andspyrna í Þjóðleikhúsinu, ekki-barbarar, Svefngríma og Lungu
"Ekki virðist þurfa mörg rök eða sannanir til að sýna hinum menntaða heimi að Ísland er ekki með öllu úr tengslum við hann og því ekki barbaraland" - þannig hljóma upphafsorð bókar sem var skrifuð á latínu af Jóni Þorkelssyni snemma á 18. öld og ber titilinn Sýnisbók þess að Ísland er ekki barbaraland, heldur land bókmennta og menningar. Sýnisbókin er nú loks komin út í íslenskri þýðingu Sigurðar Péturssonar, fyrrum lektors í grísku og latínu, en Hjalti Snær Ægisson bjó hana til prentunar. Hjalti segir okkur nánar af ritinu hér rétt á eftir.
Og það verður meira um bókmenntir í þætti dagsins, því Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í nýlega ljóðabók Gerðar Kristnýjar, Urtu, og rithöfundarnir Pedro Gunnlaugur Garcia og Örvar Smárason setjast niður og ræða sín á milli um nýútkomin ritverk sín, skáldsöguna Lungu, og smásagnasafnið Svefngrímuna.
Loks fáum við rýni frá Nínu Hjálmarsdóttur um sýningu andspyrnulistahópsins Pussy Riot, sem fram fór á stóra sviði Þjóðleikhússins síðastliðið föstudagskvöld.
Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir
11/29/2022 • 55 minutes
Ragnheiður Jónsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1933 og fagnar því níutíu árum á næsta ári. Ragnheiður prófaði sig áfram með olíuliti og keramík en vendipunktur varð á hennar ferli þegar hún uppgötvaði grafíkina. Annar vendipunktur varð á hennar ferli þegar hún hélt til Parísar í nám, tuttugu árum eftir að hafa ákveðið að helga sig listinni, og fimm börnum síðar. Víðsjá sótti Ragnheiði heim til að ræða hennar íkoníska verk, Deluxe and delightful, en spjallið fór um víðan völl, til Kaupmannahafnar og Parísar, til æskustöðvanna í Þykkvabæ og upp á hól við Austurvöll með gott útsýni yfir rauðsokkana sem sungu Áfram stelpur. Víðsjá dagsins er tileinkuð Ragnheiði og hennar ævistarfi. Umsjón: Halla Harðardóttir
11/28/2022 • 0
Ragnheiður Jónsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1933 og fagnar því níutíu árum á næsta ári. Ragnheiður prófaði sig áfram með olíuliti og keramík en vendipunktur varð á hennar ferli þegar hún uppgötvaði grafíkina. Annar vendipunktur varð á hennar ferli þegar hún hélt til Parísar í nám, tuttugu árum eftir að hafa ákveðið að helga sig listinni, og fimm börnum síðar. Víðsjá sótti Ragnheiði heim til að ræða hennar íkoníska verk, Deluxe and delightful, en spjallið fór um víðan völl, til Kaupmannahafnar og Parísar, til æskustöðvanna í Þykkvabæ og upp á hól við Austurvöll með gott útsýni yfir rauðsokkana sem sungu Áfram stelpur. Víðsjá dagsins er tileinkuð Ragnheiði og hennar ævistarfi.
Umsjón: Halla Harðardóttir
11/28/2022 • 53 minutes, 5 seconds
Pussy Riot, hversdagsleikinn, Erkitíð
Í dag opnar í Kling og Bang fyrsta yfirlitssýning sem gerð hefur verið á pólitískum mótmælagjörningum femínísku pönksveitarinnar Pussy Riot. Sýningin kallast Flauelshryðjuverk ? Rússland Pussy Riot og markmið hennar er að varpa ljósi á þá þróun sem hefur átt sér stað í Rússlandi frá því að Pussy Riot hóf sitt andóf fyrir rúmum áratug. Á sýningunni verður einnig sýnt nýtt verk sem tekið var upp í Reykjavík og annað kvöld mun svo Pussy Riot flytja sviðsverkið Riot Days, í Þjóðleikhúsinu. Yfirlitssýningin er gerð með Mariu Alyokhina, lykilmeðlim í Pussy Riot, og hún er einmitt stödd hér á landi. Víðsjá hitti Mariu, eða Möshu, í Kling og Bang, þar sem við ræddum meðal annars andspyrnu sem súrefni, upplýsingar sem andspyrnu og stjórnmál sem hræsni. Við fáum einnig hugleiðingar frá Erni Elvari Arnarssyni skáldi um hversdagslífið á tímum heimsmeistaramóts. Tónlisarhátíðin ErkiTíð 2022 hefst annað kvöld og fer fram um helgina. Erkitíð er fyrsta og elsta raftónlistarhátíð Íslands en hún hóf göngu sína 1994. Íslensk tónlist er sem fyrr í forgrunni á hátíðinni en í ár verður sérstakur fókus settur á verk Þorkels Sigurbjörnssonar, til dæmis verða þrjú gömul raftónlistarverk hans leikin á upphafstónleikum hátíðarinnar annað kvöld í Ásmundarsal. Þar ætlar Bjarki Sveinbjörnsson tónlistarfræðingur að segja aðeins frá Þorkeli og þessu raftónlistar-brölti hans á sínum tíma. Bjarki verður gestur Víðsjár í dag. Umsjón: Halla Harðardóttir
11/24/2022 • 0
Pussy Riot, hversdagsleikinn, Erkitíð
Í dag opnar í Kling og Bang fyrsta yfirlitssýning sem gerð hefur verið á pólitískum mótmælagjörningum femínísku pönksveitarinnar Pussy Riot. Sýningin kallast Flauelshryðjuverk ? Rússland Pussy Riot og markmið hennar er að varpa ljósi á þá þróun sem hefur átt sér stað í Rússlandi frá því að Pussy Riot hóf sitt andóf fyrir rúmum áratug. Á sýningunni verður einnig sýnt nýtt verk sem tekið var upp í Reykjavík og annað kvöld mun svo Pussy Riot flytja sviðsverkið Riot Days, í Þjóðleikhúsinu. Yfirlitssýningin er gerð með Mariu Alyokhina, lykilmeðlim í Pussy Riot, og hún er einmitt stödd hér á landi. Víðsjá hitti Mariu, eða Möshu, í Kling og Bang, þar sem við ræddum meðal annars andspyrnu sem súrefni, upplýsingar sem andspyrnu og stjórnmál sem hræsni.
Við fáum einnig hugleiðingar frá Erni Elvari Arnarssyni skáldi um hversdagslífið á tímum heimsmeistaramóts.
Tónlisarhátíðin ErkiTíð 2022 hefst annað kvöld og fer fram um helgina. Erkitíð er fyrsta og elsta raftónlistarhátíð Íslands en hún hóf göngu sína 1994. Íslensk tónlist er sem fyrr í forgrunni á hátíðinni en í ár verður sérstakur fókus settur á verk Þorkels Sigurbjörnssonar, til dæmis verða þrjú gömul raftónlistarverk hans leikin á upphafstónleikum hátíðarinnar annað kvöld í Ásmundarsal. Þar ætlar Bjarki Sveinbjörnsson tónlistarfræðingur að segja aðeins frá Þorkeli og þessu raftónlistar-brölti hans á sínum tíma. Bjarki verður gestur Víðsjár í dag.
Umsjón: Halla Harðardóttir
11/24/2022 • 55 minutes
Svipmynd af teiknara, Reykjavík Dance Festival
Halldór Baldursson, teiknari, hefur myndskreytt á annað hundrað barna- og kennslubóka og fengið margs konar verðlaun og viðurkenningar fyrir. Flestir þekkja eflaust til hans fyrir skopmyndir sem hann teiknar, bæði í Fréttablaðið og Viðskiptablaðið, myndir sem oftar en ekki fela í sér flugbeitta samfélagsrýni. Halldór kennir teikningu og myndskreytingu við Listaháskóla Íslands og Myndlistaskólann í Reykjavík og nýlega kom út eftir hann myndasaga sem ber titilinn Hvað nú? Sagan er sérstæð fyrir margra hluta sakir, en hana vann Halldór sem lokaverkefni í listkennslu við Listaháskóla Íslands. Halldór Baldursson verður gestur okkar í Svipmynd dagsins. EInnig fáum við pistil frá Nínu Hjálmarsdóttur, sem tekur saman upplifun sína á Reykjavík Dance Festival, danshátíðinni í Reykjavík, sem lauk á sunnudaginn. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
11/23/2022 • 0
Svipmynd af teiknara, Reykjavík Dance Festival
Halldór Baldursson, teiknari, hefur myndskreytt á annað hundrað barna- og kennslubóka og fengið margs konar verðlaun og viðurkenningar fyrir. Flestir þekkja eflaust til hans fyrir skopmyndir sem hann teiknar, bæði í Fréttablaðið og Viðskiptablaðið, myndir sem oftar en ekki fela í sér flugbeitta samfélagsrýni. Halldór kennir teikningu og myndskreytingu við Listaháskóla Íslands og Myndlistaskólann í Reykjavík og nýlega kom út eftir hann myndasaga sem ber titilinn Hvað nú? Sagan er sérstæð fyrir margra hluta sakir, en hana vann Halldór sem lokaverkefni í listkennslu við Listaháskóla Íslands. Halldór Baldursson verður gestur okkar í Svipmynd dagsins.
EInnig fáum við pistil frá Nínu Hjálmarsdóttur, sem tekur saman upplifun sína á Reykjavík Dance Festival, danshátíðinni í Reykjavík, sem lauk á sunnudaginn.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
11/23/2022 • 55 minutes
Reynir Vilhjálmsson og Hesturinn innanverður
Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt er fæddur í Reykjavík árið 1934. Þegar hann kom heim úr námi í byrjun sjötta áratugarins var Reykjavík berangursleg borg sem var í þann mund að springa út. Borgin átti eftir að breiða úr sér en einnig verða grænni og skjólríkari. Reynir kom heim til að vinna í nýju aðalskipulagi og taka þátt í uppbyggingu nýrra hverfa, Árbæjar og Breiðholts, en á löngum ferli hefur Reynir komið að óteljandi verkefnum. Leiksvæðum og íbúðahverfum í borginni, grænum svæðum á borð við Elliðaárdalinn, Laugardalinn og Miklatún, sem og snjóflóðavarnargarðinum á Siglufirði. Reynir hlaut í síðustu viku heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands við hátíðlega athöfn í Grósku. Reynir verður gestur Víðsjár í dag og lítur með okkur yfir farinn veg. "Þú ferð einn þíns liðs, berfættur, inn um rauf á skúlptúr sem hefur lífræna lögun og útlit. Augun aðlagast myrkrinu þar inni, mjúk og gróf form birtast þér. Þú finnur vísbendingar um dýr og önnur fyrirbæri, loftið er þrungið krydduðum ilmi, jörðin er mjúk og hreyfanleg." Svona hljómar lýsing á innsetningu sem gestum býðst að upplifa í Hafnarhúsi og hefur titilinn Horse Inside Out, eða Hestur innanverður. Víðsjá skreið fram úr rúminu í morgun og fetaði sig í gegnum morgunmyrkrið inn í þessa dularfullu innsetningu. Við heyrum af því í síðari hluta þáttar. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
11/22/2022 • 0
Reynir Vilhjálmsson og Hesturinn innanverður
Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt er fæddur í Reykjavík árið 1934. Þegar hann kom heim úr námi í byrjun sjötta áratugarins var Reykjavík berangursleg borg sem var í þann mund að springa út. Borgin átti eftir að breiða úr sér en einnig verða grænni og skjólríkari. Reynir kom heim til að vinna í nýju aðalskipulagi og taka þátt í uppbyggingu nýrra hverfa, Árbæjar og Breiðholts, en á löngum ferli hefur Reynir komið að óteljandi verkefnum. Leiksvæðum og íbúðahverfum í borginni, grænum svæðum á borð við Elliðaárdalinn, Laugardalinn og Miklatún, sem og snjóflóðavarnargarðinum á Siglufirði. Reynir hlaut í síðustu viku heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands við hátíðlega athöfn í Grósku. Reynir verður gestur Víðsjár í dag og lítur með okkur yfir farinn veg.
"Þú ferð einn þíns liðs, berfættur, inn um rauf á skúlptúr sem hefur lífræna lögun og útlit. Augun aðlagast myrkrinu þar inni, mjúk og gróf form birtast þér. Þú finnur vísbendingar um dýr og önnur fyrirbæri, loftið er þrungið krydduðum ilmi, jörðin er mjúk og hreyfanleg." Svona hljómar lýsing á innsetningu sem gestum býðst að upplifa í Hafnarhúsi og hefur titilinn Horse Inside Out, eða Hestur innanverður. Víðsjá skreið fram úr rúminu í morgun og fetaði sig í gegnum morgunmyrkrið inn í þessa dularfullu innsetningu. Við heyrum af því í síðari hluta þáttar.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
11/22/2022 • 55 minutes
Sjónrænn aktivismi, skáldatal, Útsýni
Skáldin og rithöfundarnir Elísabet Jökulsdóttir og Linda Vilhjálmsdóttir hafa þekkst frá því í barnaskóla og lesið yfir hvor fyrir aðra frá því að þær gáfu út sín fyrstu ljóð. Báðar hafa þær nýlega gefið út bækur, Linda ljóðabókina Humm, og Elísabet skáldsöguna Saknaðarilmur. Á milli þeirra er dýrmætur og hreinskilinn vinskapur, sem hlustendur fá innsýn í hér rétt á eftir, þegar þær setjast niður og spjalla um skáldskapinn, mjóar raddir og hummandi konur. Við heimsækjum líka Listasafn Íslands þar sem nú stendur yfir yfirlitssýning á verkum Suður-Afríska ljósmyndarans og aðgerðasinnans Zaneli Muholi. Zanele Muholi er einn virtasti ljósmyndari samtímans, var fulltrúi Suður-Afríku á Feneyjatvíæringnum árið 2019, en Muholi vill frekar nefnast sjónrænn aktívisti en listamaður. Hán ólst upp við aðskilnaðarstefnuna fram að 20 ára aldri og má segja að öll list háns mótist af þessu tvennu; kynja- og kynþáttapólitík. Síðan Muholi útskrifaðist úr námi fyrir rúmum 20 árum síðan hefur hán einbeitt sér að því að skrásetja og miðla tilveru og sögu hinsegin fólks og kynsegin fólks í heimalandinu. Sölvi Halldórsson rýnir einnig í nýja skáldsögu Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Útsýni. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
11/21/2022 • 0
Sjónrænn aktivismi, skáldatal, Útsýni
Skáldin og rithöfundarnir Elísabet Jökulsdóttir og Linda Vilhjálmsdóttir hafa þekkst frá því í barnaskóla og lesið yfir hvor fyrir aðra frá því að þær gáfu út sín fyrstu ljóð. Báðar hafa þær nýlega gefið út bækur, Linda ljóðabókina Humm, og Elísabet skáldsöguna Saknaðarilmur. Á milli þeirra er dýrmætur og hreinskilinn vinskapur, sem hlustendur fá innsýn í hér rétt á eftir, þegar þær setjast niður og spjalla um skáldskapinn, mjóar raddir og hummandi konur.
Við heimsækjum líka Listasafn Íslands þar sem nú stendur yfir yfirlitssýning á verkum Suður-Afríska ljósmyndarans og aðgerðasinnans Zaneli Muholi.
Zanele Muholi er einn virtasti ljósmyndari samtímans, var fulltrúi Suður-Afríku á Feneyjatvíæringnum árið 2019, en Muholi vill frekar nefnast sjónrænn aktívisti en listamaður. Hán ólst upp við aðskilnaðarstefnuna fram að 20 ára aldri og má segja að öll list háns mótist af þessu tvennu; kynja- og kynþáttapólitík. Síðan Muholi útskrifaðist úr námi fyrir rúmum 20 árum síðan hefur hán einbeitt sér að því að skrásetja og miðla tilveru og sögu hinsegin fólks og kynsegin fólks í heimalandinu.
Sölvi Halldórsson rýnir einnig í nýja skáldsögu Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Útsýni.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
11/21/2022 • 55 minutes
Skýjadans, Messías, Saknaðarilmur og pólskar og íslenskar rætur
Mótettukórinn og Listvinafélagið í Reykjavík fagna saman 40 ára afmæli í ár og af því tilefni er efnt til glæsilegra hátíðartónleika í Eldborg, Hörpu, næstkomandi sunnudag, þar sem kórinn flytur óratóríuna Messías eftir Georg Friedrich Händel, ásamt Alþjóðlegu barokksveitin í Reykjavík og fjórum framúrskarandi einsöngvurum. Víðsjá fær til sín góða gesti í tilefni stórafmælisins, þau Hörð Áskellsson, stjórnanda Mótettukórsins, Ingu Rósu Ingólfsdóttur, framkvæmdastjóra Listvinafélagsins og Ragnheiði Þórdísi Gylfadóttur, formann stjórnar Mótettukórsins. Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í Saknaðarilm, nýjustu bók Elísabetar Jökulsdóttur. Að leggjast í grasið og búa til myndir úr skýjunum er eitthvað sem sennilega hvert mannsbarn á jarðkringlunni hefur gert. En getur þessi ljóðræna athöfn verið einungis saklaus og hrein á tímum mannaldar? Það er spurning sem danshöfundurinn Andrea Gunnlaugsdóttir tekst á við í dansverkinu Cumulus. Reykjavík Dance festival hófst í gær og stendur fram á sunnudag, og Cumulus er eitt þeirra fjölmörgu verka sem sýnd verða á hátíðinni. Höfundurinn verður gestur okkar í dag, segir okkur frá verkinu og danssenunni í Vínarborg þar sem hún býr og starfar. "Ég skil ekki tungumálið sem þú talar, en þegar við höfum sungið saman í tvo klukkutíma þá get ég fundið og skilið sameiginlegar tilfinningar okkar. Í gegnum tónlistina getum við skilið hvert annað betur". Þetta segir stjórnandi Szeczecin Vocal Project, sem er sönghópur frá Póllandi. Þessa dagana stendur yfir fyrsti hluti tveggja ára tónlistarsamstarfs hópsins og tveggja hópa frá Íslandi, Kvæðamannafélagsins Iðunnar og Dúó Funa. Tilgangur samtstarfsins er að kanna þjóðlega tónlistarhefð hvors lands fyrir sig og þá samtímatónlist sem sprottin er úr þeim þjóðlega jarðvegi. Við fáum þau Bára Grímsdóttur, formann Iðunnar, og Pawel Osuchowski, stjórnanda Szeczecin Vocal Project, til okkar hér í síðari hluta þáttar. Umsjónarkonur: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
11/17/2022 • 0
Skýjadans, Messías, Saknaðarilmur og pólskar og íslenskar rætur
Mótettukórinn og Listvinafélagið í Reykjavík fagna saman 40 ára afmæli í ár og af því tilefni er efnt til glæsilegra hátíðartónleika í Eldborg, Hörpu, næstkomandi sunnudag, þar sem kórinn flytur óratóríuna Messías eftir Georg Friedrich Händel, ásamt Alþjóðlegu barokksveitin í Reykjavík og fjórum framúrskarandi einsöngvurum. Víðsjá fær til sín góða gesti í tilefni stórafmælisins, þau Hörð Áskellsson, stjórnanda Mótettukórsins, Ingu Rósu Ingólfsdóttur, framkvæmdastjóra Listvinafélagsins og Ragnheiði Þórdísi Gylfadóttur, formann stjórnar Mótettukórsins.
Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í Saknaðarilm, nýjustu bók Elísabetar Jökulsdóttur.
Að leggjast í grasið og búa til myndir úr skýjunum er eitthvað sem sennilega hvert mannsbarn á jarðkringlunni hefur gert. En getur þessi ljóðræna athöfn verið einungis saklaus og hrein á tímum mannaldar? Það er spurning sem danshöfundurinn Andrea Gunnlaugsdóttir tekst á við í dansverkinu Cumulus. Reykjavík Dance festival hófst í gær og stendur fram á sunnudag, og Cumulus er eitt þeirra fjölmörgu verka sem sýnd verða á hátíðinni. Höfundurinn verður gestur okkar í dag, segir okkur frá verkinu og danssenunni í Vínarborg þar sem hún býr og starfar.
"Ég skil ekki tungumálið sem þú talar, en þegar við höfum sungið saman í tvo klukkutíma þá get ég fundið og skilið sameiginlegar tilfinningar okkar. Í gegnum tónlistina getum við skilið hvert annað betur". Þetta segir stjórnandi Szeczecin Vocal Project, sem er sönghópur frá Póllandi. Þessa dagana stendur yfir fyrsti hluti tveggja ára tónlistarsamstarfs hópsins og tveggja hópa frá Íslandi, Kvæðamannafélagsins Iðunnar og Dúó Funa. Tilgangur samtstarfsins er að kanna þjóðlega tónlistarhefð hvors lands fyrir sig og þá samtímatónlist sem sprottin er úr þeim þjóðlega jarðvegi. Við fáum þau Bára Grímsdóttur, formann Iðunnar, og Pawel Osuchowski, stjórnanda Szeczecin Vocal Project, til okkar hér í síðari hluta þáttar.
Umsjónarkonur: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
11/17/2022 • 55 minutes
Bjarni Snæbjörnsson, Geigengeist
Bjarni Snæbjörnsson, leikari, söngvari og leikskáld, hefur komið ótrúlega víða við. Hann hefur leikið bæði með sjálfstæðum leikhópum og í stóru leikhúsunum síðustu ár, en líka komið fram sem söngvari og veislustjóri og starfað við kennslu í áraraðir. Bjarni sló rækilega í gegn með söng-og einleiknum Góðan daginn, faggi á liðnu leikári, verk sem hann samdi upp úr eigin reynslu, og sem er hálfgert uppgjör við skömmina yfir því að vera hinsegin. Bjarni verður gestur okkar í svipmynd dagsins. En við hefjum þáttinn á rýni frá Nínu Hjálmarsdóttur, sem lagði leið sína á frumsýningu nýs dansverks í Borgarleikhúsinu. Verkið Geigengeist er afrakstur samstarfs á milli teknófiðludúóisins Geigen og Íslenska dansflokksins. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
11/16/2022 • 0
Bjarni Snæbjörnsson, Geigengeist
Bjarni Snæbjörnsson, leikari, söngvari og leikskáld, hefur komið ótrúlega víða við. Hann hefur leikið bæði með sjálfstæðum leikhópum og í stóru leikhúsunum síðustu ár, en líka komið fram sem söngvari og veislustjóri og starfað við kennslu í áraraðir. Bjarni sló rækilega í gegn með söng-og einleiknum Góðan daginn, faggi á liðnu leikári, verk sem hann samdi upp úr eigin reynslu, og sem er hálfgert uppgjör við skömmina yfir því að vera hinsegin. Bjarni verður gestur okkar í svipmynd dagsins.
En við hefjum þáttinn á rýni frá Nínu Hjálmarsdóttur, sem lagði leið sína á frumsýningu nýs dansverks í Borgarleikhúsinu. Verkið Geigengeist er afrakstur samstarfs á milli teknófiðludúóisins Geigen og Íslenska dansflokksins.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
11/16/2022 • 53 minutes, 46 seconds
Hinsegin myndlist, dansmanía og leiksýningin Eyja
"Söfnin á Íslandi eru búin að stunda útilokun á hinsegin fólki, í sínu karllæga veldismunstri, svo lengi sem sögur herma. Og ef að karlar þurfa að vera að kvarta yfir því að einhver hópur ætli að taka sér pláss, þá verða þeir bara að gjöra svo vel að kyngja því." Þetta er skoðun Yndu Eldborgar, sem er ein sýningarstýra sýningarinnar Til sýnis: Hinsegin umfram aðra , sem nú stendur yfir í Nýlistasafninu. Sýningin er sú fyrsta í íslensku safni sem ávarpar stöðu og sýnileika hinsegin myndlistarfólks, nú og í sögulegu samhengi. Í júlí árið 1518 fór af stað sérkennilegur faraldur á svæði sem nú tilheyrir Frakklandi. Faraldurinn upphófst hjá konu sem einn heitan sumardag steig út á stræti Strausburgar og byrjaði að dansa. Enn þann dag í dag leita leiknir og lærðir skýringa á því sem svo gerðist. Í tilefni þess að á morgun hefst nokkurra daga danshátíð í Reykjavík ætlum við að minnast þessa sérkennilega atburðar í sögu Evrópu. En við hefjum þáttinn í leikhúsinu, en nýtt íslenskt verk, Eyja, var frumsýnt um liðna helgi. Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í sýninguna í þætti dagsins. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
11/15/2022 • 0
Hinsegin myndlist, dansmanía og leiksýningin Eyja
"Söfnin á Íslandi eru búin að stunda útilokun á hinsegin fólki, í sínu karllæga veldismunstri, svo lengi sem sögur herma. Og ef að karlar þurfa að vera að kvarta yfir því að einhver hópur ætli að taka sér pláss, þá verða þeir bara að gjöra svo vel að kyngja því." Þetta er skoðun Yndu Eldborgar, sem er ein sýningarstýra sýningarinnar Til sýnis: Hinsegin umfram aðra , sem nú stendur yfir í Nýlistasafninu. Sýningin er sú fyrsta í íslensku safni sem ávarpar stöðu og sýnileika hinsegin myndlistarfólks, nú og í sögulegu samhengi.
Í júlí árið 1518 fór af stað sérkennilegur faraldur á svæði sem nú tilheyrir Frakklandi. Faraldurinn upphófst hjá konu sem einn heitan sumardag steig út á stræti Strausburgar og byrjaði að dansa. Enn þann dag í dag leita leiknir og lærðir skýringa á því sem svo gerðist. Í tilefni þess að á morgun hefst nokkurra daga danshátíð í Reykjavík ætlum við að minnast þessa sérkennilega atburðar í sögu Evrópu.
En við hefjum þáttinn í leikhúsinu, en nýtt íslenskt verk, Eyja, var frumsýnt um liðna helgi. Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í sýninguna í þætti dagsins.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
11/15/2022 • 55 minutes
Kvár, Land til að sauma rósir í, Rörsýn til Grænlands
Kynjatvíhyggja er stórt og flókið fyrirbæri og grundvallarhugtak í okkar samfélagi. Við skilgreinum ótrúlega margt út frá karlkyni og kvenkyni án þess að átta okkur á því. Við erum alltaf að setja hvort öðru hömlur í ljósi þessara hlutverka. Hvaða tilgangi þjóna þessar hugmyndir í dag, eru þær kannski meira til trafala en annars, spyr Elías Rúni sig í spjalli sem við áttum í morgun. Elís Rúni er grafískur hönnuður, myndlýsir og myndasöguhöfundur sem gaf út myndasöguna Kvár í fyrra og fékk tilnefningu til FJöruverðlauna fyrir. Kvár seldist fljótt upp í fyrra en var að koma út í annað sinn. Hann myndlýsir einnig einni af jólabókum ársins, Frankensleikir eftir Eirík Örn Norðdahl. Við ræðum við Elías Rúna í þætti dagsins. ?Samfélagið líkist ísjaka. Aðeins 10% eru sýnileg. Annað er utan seilingar og lítt greinilegt. Tímabundinn gestur verður fljótt grunnhygginn sérfræðingur í yfirborðinu og skautar á því þegar heim er komið án þess að sjá myrkrið í djúpinu." - svo lýsa þau Rósa Sigrún Jónsdóttir, myndlistarkona og Páll Ásgeir Ásgeirsson, leiðsögumaður og skáld, upplifun sinni af listamannadvöl í Oqaatsut á vesturströnd Grænlands. Hjónin opnuðu í síðustu viku sýningu í ArTak galleri í Skipholti, þar sem þau sýna afrakstur dvalarinnar. Víðsjá leit við og forvitnaðist um sýninguna og lífið við Grænlandsstrendur í svartasta skammdeginu. Sölvi Halldórsson rýnir í nýja ljóðabók Hjartar Magnússonar, Land til að sauma rósir í. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
11/14/2022 • 0
Kvár, Land til að sauma rósir í, Rörsýn til Grænlands
Kynjatvíhyggja er stórt og flókið fyrirbæri og grundvallarhugtak í okkar samfélagi. Við skilgreinum ótrúlega margt út frá karlkyni og kvenkyni án þess að átta okkur á því. Við erum alltaf að setja hvort öðru hömlur í ljósi þessara hlutverka. Hvaða tilgangi þjóna þessar hugmyndir í dag, eru þær kannski meira til trafala en annars, spyr Elías Rúni sig í spjalli sem við áttum í morgun. Elís Rúni er grafískur hönnuður, myndlýsir og myndasöguhöfundur sem gaf út myndasöguna Kvár í fyrra og fékk tilnefningu til FJöruverðlauna fyrir. Kvár seldist fljótt upp í fyrra en var að koma út í annað sinn. Hann myndlýsir einnig einni af jólabókum ársins, Frankensleikir eftir Eirík Örn Norðdahl. Við ræðum við Elías Rúna í þætti dagsins.
?Samfélagið líkist ísjaka. Aðeins 10% eru sýnileg. Annað er utan seilingar og lítt greinilegt. Tímabundinn gestur verður fljótt grunnhygginn sérfræðingur í yfirborðinu og skautar á því þegar heim er komið án þess að sjá myrkrið í djúpinu." - svo lýsa þau Rósa Sigrún Jónsdóttir, myndlistarkona og Páll Ásgeir Ásgeirsson, leiðsögumaður og skáld, upplifun sinni af listamannadvöl í Oqaatsut á vesturströnd Grænlands. Hjónin opnuðu í síðustu viku sýningu í ArTak galleri í Skipholti, þar sem þau sýna afrakstur dvalarinnar. Víðsjá leit við og forvitnaðist um sýninguna og lífið við Grænlandsstrendur í svartasta skammdeginu.
Sölvi Halldórsson rýnir í nýja ljóðabók Hjartar Magnússonar, Land til að sauma rósir í.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
11/14/2022 • 55 minutes
Nýr heimur, kammersveit í hlustunarpartíi og póstfemínismi
ÉG BÝÐ MIG FRAM er röð óhefðbundinna örverkasýninga þar sem leikstjórinn Unnur Elísabet Gunnarsdóttir býður listamönnum úr ólíkum áttum til samstarfs. Á morgun verður fjórða sería Ég býð mig fram frumsýnd í Tjarnarbíói og að þessu sinni er útgangspunktur sýningarinnar Nýr heimur. Við lítum við í Tjarnarbíói og tökum púlsinn á leikstjóranum í frumsýningarhasarnum. Þetta er eins og að sitja einn inni í hring þar sem hljóðfæraleikararnir spila allt í kringum þig" Þannig lýsir Hugi Guðmundsson, tónskáld, upplifun hlustenda í hlustunarpartíi sem áhugasömum býðst að mæta í í Bíó Paradís á morgun. Þar verður útgáfu nýrrar hljómplötu með flutningi Kammersveitar Reykjavíkur á tónlist Huga fagnað og tónlistin verður leikin í alltumlykjandi hljóðmynd úr sjö hátölurum. Við sláum á þráðinn til Danmerkur og fáum Huga til að segja okkur nánar af tónsmíðunum og hljómplötunni. Ritið, tímarit hugvísindastofnunar Háskóla Íslands er komið út, og að þessu sinni er Ritið helgað rannsóknum á femínisma. Kynfrelsi og klámvæðing er viðfangsefni Öldu Bjarkar Valdimarsdóttur, sem bendir á hvernig póstfemínisminn er hluti af þriðju bylgju femínisma, og hvernig hinar svokölluðu bylgjur hafa haft áhrif hvor á aðra. Hún fjallar um viðhorf þriðju bylgjunnar til kynfrelsis kvenna, klámvæðingar í poppmenningu og varpar ljósi á hvernig hin feikivinsæla sjónvarpssería Sex and the City er lýsandi fyrir femínisk viðhorf í samtímanum. Alda Björk verður gestur okkar undir lok þáttar. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
11/10/2022 • 0
Nýr heimur, kammersveit í hlustunarpartíi og póstfemínismi
ÉG BÝÐ MIG FRAM er röð óhefðbundinna örverkasýninga þar sem leikstjórinn Unnur Elísabet Gunnarsdóttir býður listamönnum úr ólíkum áttum til samstarfs. Á morgun verður fjórða sería Ég býð mig fram frumsýnd í Tjarnarbíói og að þessu sinni er útgangspunktur sýningarinnar Nýr heimur. Við lítum við í Tjarnarbíói og tökum púlsinn á leikstjóranum í frumsýningarhasarnum.
Þetta er eins og að sitja einn inni í hring þar sem hljóðfæraleikararnir spila allt í kringum þig" Þannig lýsir Hugi Guðmundsson, tónskáld, upplifun hlustenda í hlustunarpartíi sem áhugasömum býðst að mæta í í Bíó Paradís á morgun. Þar verður útgáfu nýrrar hljómplötu með flutningi Kammersveitar Reykjavíkur á tónlist Huga fagnað og tónlistin verður leikin í alltumlykjandi hljóðmynd úr sjö hátölurum. Við sláum á þráðinn til Danmerkur og fáum Huga til að segja okkur nánar af tónsmíðunum og hljómplötunni.
Ritið, tímarit hugvísindastofnunar Háskóla Íslands er komið út, og að þessu sinni er Ritið helgað rannsóknum á femínisma. Kynfrelsi og klámvæðing er viðfangsefni Öldu Bjarkar Valdimarsdóttur, sem bendir á hvernig póstfemínisminn er hluti af þriðju bylgju femínisma, og hvernig hinar svokölluðu bylgjur hafa haft áhrif hvor á aðra. Hún fjallar um viðhorf þriðju bylgjunnar til kynfrelsis kvenna, klámvæðingar í poppmenningu og varpar ljósi á hvernig hin feikivinsæla sjónvarpssería Sex and the City er lýsandi fyrir femínisk viðhorf í samtímanum. Alda Björk verður gestur okkar undir lok þáttar.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
11/10/2022 • 55 minutes
Svipmynd af Guðmundi Ingólfssyni og Allt sem rennur
Guðmundur Ingólfsson er meðal okkar fremstu ljósmyndara. Hann er af 68 kynslóðinni, kynntist ungur ljósmyndun og fór að mynda umhverfi sitt með hinni klassísku Leicu vél áður en hann varð unglingur. Hann fór utan til Þýskalands í ljósmyndanám, upplifði stúdentauppreisnina beint í æð og kom heim með hugmyndir um að verða sinn eigin herra og lifa af ljósmynduninni. Það gekk eftir og síðan hefur hann ekki lagt frá sér vélina, og ætli landslagsmyndir auk mynda úr Reykjavík, fyrst og fremst af arkitektúr, séu ekki hans þekktustu verk. Guðmundur verður gestur okkar í Svipmynd dagsins, og kemur að sjálfsögðu með tónlist undir hendinni. Við fáum líka bókarýni frá Gauta Kristmannssyni, sem fjallar um nýútkomna ljóðsögu Bergþóru Snæbjörnsdóttur, Allt sem rennur. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
11/9/2022 • 0
Svipmynd af Guðmundi Ingólfssyni og Allt sem rennur
Guðmundur Ingólfsson er meðal okkar fremstu ljósmyndara. Hann er af 68 kynslóðinni, kynntist ungur ljósmyndun og fór að mynda umhverfi sitt með hinni klassísku Leicu vél áður en hann varð unglingur. Hann fór utan til Þýskalands í ljósmyndanám, upplifði stúdentauppreisnina beint í æð og kom heim með hugmyndir um að verða sinn eigin herra og lifa af ljósmynduninni. Það gekk eftir og síðan hefur hann ekki lagt frá sér vélina, og ætli landslagsmyndir auk mynda úr Reykjavík, fyrst og fremst af arkitektúr, séu ekki hans þekktustu verk. Guðmundur verður gestur okkar í Svipmynd dagsins, og kemur að sjálfsögðu með tónlist undir hendinni.
Við fáum líka bókarýni frá Gauta Kristmannssyni, sem fjallar um nýútkomna ljóðsögu Bergþóru Snæbjörnsdóttur, Allt sem rennur.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Á árunum 1959-1962 reis stórhýsi Iðnaðarbankans við Lækjargötu, reisuleg og sérstæð bygging í anda alþjóðlegra framtíðarhugmynda. Hálfri öld síðar fékk byggingin dóm um að víkja. Niðurrif Iðnaðarbankans og jarðsetning hans hefur verið arkitektinum Önnu Maríu Bogadóttur hugleikin. Á síðasta ári var kvikmyndin Jarðsetning frumsýnd á RIFF og í kvöld verður haldið upp á útgáfu nýrrar bókar með sama titil. Bókin er hönnuð af Snæfríði Þorsteins og gefin út af Angústúru. Við hittum höfundinn og arkitektinn Önnu Maríu Bogadóttur á nýju hóteli við Tjarnargötu sem nú er risið þar sem Iðnaðarbankinn stóð áður. Líkamleg nánd, dúfur, konur sem glíma, pepperonipizzur, orkudrykkir og asparlauf eru meðal þess sem kemur fyrir á sýningu Auðar Lóu Guðnadóttur, Be mine í Gallerí Þulu við Hjartartorg. Skúlptúrar Auðar Lóu vísa í söguna og samtímann, hún varpar ljósi á minni úr ólíkum áttum, fundnum jafn á jörðu sem á himni sem á internetinu, og um leið varpar hún ljósi á baksöguna sem flest alþýðuminni geyma. Verkin eru ófullkomin því eins og Auður Lóa bendir á þá er umleikur fullkomleikinn okkur alla daga, og hver hefur svo sem gaman að því. Við hittum Auði Lóu og verkin hennar í þætti dagsins. Við skrifum ekki tónlist fyrir hljóðfæri, heldur fólk, tónlistarfólk sem leikur tónlistina af fágaðri fimi og aga í gegnum hreyfingar lima, andardráttar og raddar. Tónlist er ekkert annað en mannleg samskipti með hljóðum Svo hljóðar upphafið að tónlistarpistli Þráins Hjálmarssonar, sem í dag fjallar um tónlist handan ritunar. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Á árunum 1959-1962 reis stórhýsi Iðnaðarbankans við Lækjargötu, reisuleg og sérstæð bygging í anda alþjóðlegra framtíðarhugmynda. Hálfri öld síðar fékk byggingin dóm um að víkja. Niðurrif Iðnaðarbankans og jarðsetning hans hefur verið arkitektinum Önnu Maríu Bogadóttur hugleikin. Á síðasta ári var kvikmyndin Jarðsetning frumsýnd á RIFF og í kvöld verður haldið upp á útgáfu nýrrar bókar með sama titil. Bókin er hönnuð af Snæfríði Þorsteins og gefin út af Angústúru. Við hittum höfundinn og arkitektinn Önnu Maríu Bogadóttur á nýju hóteli við Tjarnargötu sem nú er risið þar sem Iðnaðarbankinn stóð áður.
Líkamleg nánd, dúfur, konur sem glíma, pepperonipizzur, orkudrykkir og asparlauf eru meðal þess sem kemur fyrir á sýningu Auðar Lóu Guðnadóttur, Be mine í Gallerí Þulu við Hjartartorg. Skúlptúrar Auðar Lóu vísa í söguna og samtímann, hún varpar ljósi á minni úr ólíkum áttum, fundnum jafn á jörðu sem á himni sem á internetinu, og um leið varpar hún ljósi á baksöguna sem flest alþýðuminni geyma. Verkin eru ófullkomin því eins og Auður Lóa bendir á þá er umleikur fullkomleikinn okkur alla daga, og hver hefur svo sem gaman að því. Við hittum Auði Lóu og verkin hennar í þætti dagsins.
Við skrifum ekki tónlist fyrir hljóðfæri, heldur fólk, tónlistarfólk sem leikur tónlistina af fágaðri fimi og aga í gegnum hreyfingar lima, andardráttar og raddar. Tónlist er ekkert annað en mannleg samskipti með hljóðum Svo hljóðar upphafið að tónlistarpistli Þráins Hjálmarssonar, sem í dag fjallar um tónlist handan ritunar.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
11/8/2022 • 55 minutes
Allt sem rennur, Tól, Bókabíllinn, Hamingjudagar
Nýverið bárust fregnir af því að bókabíllinn muni aka sína síðustu ferð undir lok þessa árs. Þegar bílnum verður lagt í hinsta sinn mun 53 ára sögu þessa menningarfyrirbærist ljúka, endalok sem lestrarhestar og nostalgískar sálir eflaust syrgja. Ástæðan er viðbragð við hárri niðurskurðarkröfu borgarinnar, en bókabíllinn er fyrir löngu komin til ára sinna og kostar skv borgarbókaverði hátt í 100 milljónir að endurnýja hann. Við lítum inn í bílinn í þætti dagsins. Fyrr í þessum mánuði kom ljóðsaga Bergþóru Snæbjörnsdóttur, Allt sem rennur, út hjá Benedikt forlagi. Á morgun er svo útgáfudagur nýrrar skáldsögu eftir Kristínu Eiríksdóttur, sem ber titilinn Tól. Þær Bergþóra og Kristín lásu yfir handritin hjá hvor annarri og settust niður til að ræða ritferlið, heimildavinnu og mörk skáldskapar og veruleika sín á milli. Við fáum að vera fluga á vegg í því samtali undir lok þáttar. Í Borgarleikhúsinu standa nú yfir sýningar á uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Hamingjudögum eftir Samuel Becketts. Það er Harpa Arnardóttir sem leikstýrir uppsetningu á verkinu sem talið er eitt höfuðverka Becketts. Eva Halldóra Guðmundsdóttir segir frá sinni upplifun. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
11/7/2022 • 0
Allt sem rennur, Tól, Bókabíllinn, Hamingjudagar
Nýverið bárust fregnir af því að bókabíllinn muni aka sína síðustu ferð undir lok þessa árs. Þegar bílnum verður lagt í hinsta sinn mun 53 ára sögu þessa menningarfyrirbærist ljúka, endalok sem lestrarhestar og nostalgískar sálir eflaust syrgja. Ástæðan er viðbragð við hárri niðurskurðarkröfu borgarinnar, en bókabíllinn er fyrir löngu komin til ára sinna og kostar skv borgarbókaverði hátt í 100 milljónir að endurnýja hann. Við lítum inn í bílinn í þætti dagsins.
Fyrr í þessum mánuði kom ljóðsaga Bergþóru Snæbjörnsdóttur, Allt sem rennur, út hjá Benedikt forlagi. Á morgun er svo útgáfudagur nýrrar skáldsögu eftir Kristínu Eiríksdóttur, sem ber titilinn Tól. Þær Bergþóra og Kristín lásu yfir handritin hjá hvor annarri og settust niður til að ræða ritferlið, heimildavinnu og mörk skáldskapar og veruleika sín á milli. Við fáum að vera fluga á vegg í því samtali undir lok þáttar.
Í Borgarleikhúsinu standa nú yfir sýningar á uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Hamingjudögum eftir Samuel Becketts. Það er Harpa Arnardóttir sem leikstýrir uppsetningu á verkinu sem talið er eitt höfuðverka Becketts. Eva Halldóra Guðmundsdóttir segir frá sinni upplifun.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
11/7/2022 • 55 minutes
Geometría og Heimsins hnoss
Á sjötta áratugnum dvaldi hópur íslenskra listamanna í París og drakk í sig menningu meginlandsins. Úr varð eitt heilsteyptasta tímabil í íslenskri listasögu, þegar geómetrísk abstraktlist varð ríkjandi meðal listamanna og myndlistin hér á landi varð í fyrsta sinn í raun samstíga því sem var að gerast í norrænni og evrópskri myndlist. Listamenn hættu að skírskota til veruleikans og kusu frekar eintóna litafleti og geómetrískan strangleika í leit sinni að sannri tjáningu innri manns án utanaðkomandi áhrifa. Þessu merkilega tímabili í listasögunni eru gerð ítarleg skil í nýútkominni bók og á viðamikilli sýningu í Gerðarsafni um þessar mundir. Við lítum við í Kópavoginum hér rétt á eftir og hittum sýningastjóra Geometríu, þær Brynju Sveinsdóttur og Cecilie Gaihede. Við förum líka í heimsókn í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands og ræðum þar við nokkra aðstandendur sýningar sem heitir Heimsins hnoss: Lúinn kistill, silfurskeið og nærbuxur (með gati). Sýningin miðlar afrakstri stórs rannsóknarverkefnis sem hefur staðið síðustu ár og var unnið af hópi fræðimanna við Háskóla Íslands í samstarfi við erlenda aðila. Á nýju sýningunni fáum við innsýn í það hvað fólk átti fyrr á tíð, hvers virði eigur þess voru og hvernig eigur fólks fyrr á öldum endurspeglast í varðveittum menningararfi þjóðarinnar. Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir og Guðni Tómasson
11/3/2022 • 0
Geometría og Heimsins hnoss
Á sjötta áratugnum dvaldi hópur íslenskra listamanna í París og drakk í sig menningu meginlandsins. Úr varð eitt heilsteyptasta tímabil í íslenskri listasögu, þegar geómetrísk abstraktlist varð ríkjandi meðal listamanna og myndlistin hér á landi varð í fyrsta sinn í raun samstíga því sem var að gerast í norrænni og evrópskri myndlist. Listamenn hættu að skírskota til veruleikans og kusu frekar eintóna litafleti og geómetrískan strangleika í leit sinni að sannri tjáningu innri manns án utanaðkomandi áhrifa. Þessu merkilega tímabili í listasögunni eru gerð ítarleg skil í nýútkominni bók og á viðamikilli sýningu í Gerðarsafni um þessar mundir. Við lítum við í Kópavoginum hér rétt á eftir og hittum sýningastjóra Geometríu, þær Brynju Sveinsdóttur og Cecilie Gaihede.
Við förum líka í heimsókn í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands og ræðum þar við nokkra aðstandendur sýningar sem heitir Heimsins hnoss: Lúinn kistill, silfurskeið og nærbuxur (með gati). Sýningin miðlar afrakstri stórs rannsóknarverkefnis sem hefur staðið síðustu ár og var unnið af hópi fræðimanna við Háskóla Íslands í samstarfi við erlenda aðila. Á nýju sýningunni fáum við innsýn í það hvað fólk átti fyrr á tíð, hvers virði eigur þess voru og hvernig eigur fólks fyrr á öldum endurspeglast í varðveittum menningararfi þjóðarinnar.
Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir og Guðni Tómasson
11/3/2022 • 54 minutes, 19 seconds
Syngjandi stjórnandinn og konur á hljómsveitarstjórapallinum
Gestur okkar í Svipmynd dagsins er hljómsveitarstjórinn og sópransöngkonan Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir. Ragnheiður Ingunn var nýlega valin úr yfir hundrað umsækjendum í tveggja ára prógram fyrir unga hljómsveitarstjóra hjá Útvarpshljómsveitinni í Kaupmannahöfn. Á lokatónleikum Óperudaga á laugardaginn mun hún, að öllum líkindum fyrst kvenna í heiminum, syngja og stjórna samtímis þremur glænýjum tónverkum í Eldborg í Hörpu. Þessi hæfileikaríka unga tónlistarkona tók með sér þrjú tóndæmi og segir okkur aðeins frá þeirri óhefðbundnu leið sem hún hefur valið sér á tónlistarbrautinni. Það er nefnilega þetta með hefðina: Hingað til hefur ekki verið hefð fyrir því að konur stjórni sinfóníuhljómsveitum. Þetta virðist smátt og smátt, mögulega, vera að breytast, þó hægt gangi. En í öllu falli er tilefni til að skoða sérstaklega og fjalla um þær konur sem fetað hafa torfæra brautina á hljómsveitarpallinn, og það gerum við í stuttum pistli í fyrri hluta þáttar. Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir
11/2/2022 • 0
Syngjandi stjórnandinn og konur á hljómsveitarstjórapallinum
Gestur okkar í Svipmynd dagsins er hljómsveitarstjórinn og sópransöngkonan Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir. Ragnheiður Ingunn var nýlega valin úr yfir hundrað umsækjendum í tveggja ára prógram fyrir unga hljómsveitarstjóra hjá Útvarpshljómsveitinni í Kaupmannahöfn. Á lokatónleikum Óperudaga á laugardaginn mun hún, að öllum líkindum fyrst kvenna í heiminum, syngja og stjórna samtímis þremur glænýjum tónverkum í Eldborg í Hörpu. Þessi hæfileikaríka unga tónlistarkona tók með sér þrjú tóndæmi og segir okkur aðeins frá þeirri óhefðbundnu leið sem hún hefur valið sér á tónlistarbrautinni.
Það er nefnilega þetta með hefðina: Hingað til hefur ekki verið hefð fyrir því að konur stjórni sinfóníuhljómsveitum. Þetta virðist smátt og smátt, mögulega, vera að breytast, þó hægt gangi. En í öllu falli er tilefni til að skoða sérstaklega og fjalla um þær konur sem fetað hafa torfæra brautina á hljómsveitarpallinn, og það gerum við í stuttum pistli í fyrri hluta þáttar.
Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir
11/2/2022 • 55 minutes
Helgarvofur, málað með svörtu, tónlistarverðlaunatilnefningar og dans
Reykjavík Dance Festival hefst um miðjan mánuðinn og nú þegar má merkja spennu fyrir hátíðinni sem er með glæsilegasta og fjölbreyttasta móti í ár. Meðal verka sem sýnd verða á hátíðinni er nýtt dansverk Láru Stefánsdóttur, sem hún vann í samstarfi við Spinn Danskompaniet í Gautaborg. Lára kemur í hljóðstofu hér rétt á eftir og segir okkur nánar af verkinu. Skammdegið vekur hjá mörgum ugg, enda sveipar það hversdaginn dulúð. Örn Elvar Arnarson færir okkur einn af sínum skáldrænu pistlum í þætti dagsins og honum er skammdegið hugleikið. Guðni Tómasson er líka á dekkri nótunum í dag, en hann segir okkur frá meistara svarta ljóssins, listmálaranum Pierre Soulages, sem lést í hárri elli í síðustu viku. Hann þótti á sínum tíma einn merkasti myndlistarmaður Frakklands og verk hans eru til í söfnum víða um heim. Og við höldum áfram að rýna í norræna tónlist, því í kvöld verður tilkynnt um handhafa Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs árið 2022. Tólf tónverk norrænna tónskálda eru tilnefnd og í ár spanna þau mjög vítt svið tónlistarstefna. Við kynnum okkur tilnefningarnar tólf í tveimur pistlum hér í Víðsjá, og heyrum þann síðari í lok þáttar. Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir
11/1/2022 • 0
Helgarvofur, málað með svörtu, tónlistarverðlaunatilnefningar og dans
Reykjavík Dance Festival hefst um miðjan mánuðinn og nú þegar má merkja spennu fyrir hátíðinni sem er með glæsilegasta og fjölbreyttasta móti í ár. Meðal verka sem sýnd verða á hátíðinni er nýtt dansverk Láru Stefánsdóttur, sem hún vann í samstarfi við Spinn Danskompaniet í Gautaborg. Lára kemur í hljóðstofu hér rétt á eftir og segir okkur nánar af verkinu.
Skammdegið vekur hjá mörgum ugg, enda sveipar það hversdaginn dulúð. Örn Elvar Arnarson færir okkur einn af sínum skáldrænu pistlum í þætti dagsins og honum er skammdegið hugleikið.
Guðni Tómasson er líka á dekkri nótunum í dag, en hann segir okkur frá meistara svarta ljóssins, listmálaranum Pierre Soulages, sem lést í hárri elli í síðustu viku. Hann þótti á sínum tíma einn merkasti myndlistarmaður Frakklands og verk hans eru til í söfnum víða um heim.
Og við höldum áfram að rýna í norræna tónlist, því í kvöld verður tilkynnt um handhafa Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs árið 2022.
Tólf tónverk norrænna tónskálda eru tilnefnd og í ár spanna þau mjög vítt svið tónlistarstefna. Við kynnum okkur tilnefningarnar tólf í tveimur pistlum hér í Víðsjá, og heyrum þann síðari í lok þáttar.
Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir
11/1/2022 • 55 minutes
Hrekkjavaka, Síðustu dagar Sæunnar, Ljósagangur og tónlistarverðlaun
Í dag er Hrekkjavaka, hátíð sem mörg okkar hafa litið á sem ameríska hátíð. En uppruni hrekkjavöku er í raun keltneskur, og rætur hennar ná langt aftur. Hátíðin, sem á írska tungu hét upphaflega Samhain, markaði mót sumars og veturs á tímum þegar árstíðirnar voru aðeins tvær. Þá voru færðar fram þakkir fyrir uppskeru og ýmsir andar, liðnir og leiknir, fóru á kreik. Fornleifafræðingurinn og fréttamaðurinn Þorvaldur Friðriksson gaf nýverið út bókina Keltar, áhrif á íslenska tungu og menningu. Hann kemur í hljóðstofu Víðsjár, segir okkur nánar af Hrekkjavöku og útskýrir mögulegan uppruna Grýlu og jólakattarins. Við fáum líka til okkar nýjan bókarýni, en það er bókmenntafræðingurinn Sölvi Halldórsson. Hann fjallar í dag um skáldsögu Dags Hjartarssonar, Ljósagang. Eva Halldóra Guðmundsdóttir fór á frumsýningu á leikverkinu Síðustu dagar Sæunnar, sem frumsýnd var í Borgarleikhúsinu um liðna helgi og segir okkur af sýningunni. Og við kynnum okkur norræna tónlist, því annað kvöld verður tilkynnt um handhafa Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs árið 2022. Tólf tónverk norrænna tónskálda eru tilnefnd og í ár spanna þau mjög vítt svið tónlistarstefna. Þar fer heimstónlist, konseptlist og klassík tónlist, óperu-, raftónlist og alþýðutónlist. Við kynnum okkur tilnefningarnar tólf í tveimur pistlum hér í Víðsjá, og heyrum þann fyrri í síðari hluta þáttar. Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir
10/31/2022 • 0
Hrekkjavaka, Síðustu dagar Sæunnar, Ljósagangur og tónlistarverðlaun
Í dag er Hrekkjavaka, hátíð sem mörg okkar hafa litið á sem ameríska hátíð. En uppruni hrekkjavöku er í raun keltneskur, og rætur hennar ná langt aftur. Hátíðin, sem á írska tungu hét upphaflega Samhain, markaði mót sumars og veturs á tímum þegar árstíðirnar voru aðeins tvær. Þá voru færðar fram þakkir fyrir uppskeru og ýmsir andar, liðnir og leiknir, fóru á kreik. Fornleifafræðingurinn og fréttamaðurinn Þorvaldur Friðriksson gaf nýverið út bókina Keltar, áhrif á íslenska tungu og menningu. Hann kemur í hljóðstofu Víðsjár, segir okkur nánar af Hrekkjavöku og útskýrir mögulegan uppruna Grýlu og jólakattarins.
Við fáum líka til okkar nýjan bókarýni, en það er bókmenntafræðingurinn Sölvi Halldórsson. Hann fjallar í dag um skáldsögu Dags Hjartarssonar, Ljósagang.
Eva Halldóra Guðmundsdóttir fór á frumsýningu á leikverkinu Síðustu dagar Sæunnar, sem frumsýnd var í Borgarleikhúsinu um liðna helgi og segir okkur af sýningunni.
Og við kynnum okkur norræna tónlist, því annað kvöld verður tilkynnt um handhafa Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs árið 2022. Tólf tónverk norrænna tónskálda eru tilnefnd og í ár spanna þau mjög vítt svið tónlistarstefna. Þar fer heimstónlist, konseptlist og klassík tónlist, óperu-, raftónlist og alþýðutónlist. Við kynnum okkur tilnefningarnar tólf í tveimur pistlum hér í Víðsjá, og heyrum þann fyrri í síðari hluta þáttar.
Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir
10/31/2022 • 55 minutes
Nostalgía , verkamannalög, Sýning um SÁL og Turner verðlaunin
SÁL skólinn er merkileg stofnun, leiklistarskóli stofnaður og rekinn af nemendunum sjálfum. Honum var komið á fót haustið 1972, og starfsemi hans spannaði þrjú ár. SÁL stendur fyrir samtök áhugafólks um leiklistarnám. Þar fór mikið hugsjónastarf og barátta leiklistarnemenda fyrir opinberum stuðningi, sem náði lendingu með tilkomu Leiklistarskóla Íslands árið 1975. Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá stofnun skólans hefur Leikminjasafnið blásið til sýningar í Landsbókasafninu og þangað förum við í þætti dagsins. Rithöfundurinn María Elísabet Bragadóttir vakti mikla athygli með smásagnasafninu Herbergi í öðrum heimi, sem kom út hjá Unu útgáfuhúsi árið 2020, og hefur sömuleiðis fengið mikið lof fyrir Sápufuglinn, sem kom út hjá sama forlagi síðasta vor. María Elísabet er með háskólagráðu í heimspeki og hefur síðustu ár skrifað og flutt pistla um ýmis málefni á fjölbreyttum vettvangi. Í lok þáttar færir hún okkur hugleiðingu um nostalgíu. Við skoðum líka hvaða listamenn eru tilnefndir til Turner verðlaunanna en að þessu sinni eru það fjórar myndlistarkonur frá ólíkum hornum breska samveldisins. Sýning á verkum þeirra var opnuð í Tate safninu í Liverpool í síðustu viku. Frá verkamannaborginni á Bretlandseyjum færum við okkur yfir hafið og til verkamanna í smáborgum Bandaríkjanna. Tónlistarkonan Jelena Tjír-ítsj flytur okkur pistil um stéttarbaráttulög 20. aldar og skoðar fyrirbærið "company towns" eða fyrirtækjabæi í því samhengi. Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir
10/27/2022 • 0
Nostalgía , verkamannalög, Sýning um SÁL og Turner verðlaunin
SÁL skólinn er merkileg stofnun, leiklistarskóli stofnaður og rekinn af nemendunum sjálfum. Honum var komið á fót haustið 1972, og starfsemi hans spannaði þrjú ár. SÁL stendur fyrir samtök áhugafólks um leiklistarnám. Þar fór mikið hugsjónastarf og barátta leiklistarnemenda fyrir opinberum stuðningi, sem náði lendingu með tilkomu Leiklistarskóla Íslands árið 1975. Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá stofnun skólans hefur Leikminjasafnið blásið til sýningar í Landsbókasafninu og þangað förum við í þætti dagsins.
Rithöfundurinn María Elísabet Bragadóttir vakti mikla athygli með smásagnasafninu Herbergi í öðrum heimi, sem kom út hjá Unu útgáfuhúsi árið 2020, og hefur sömuleiðis fengið mikið lof fyrir Sápufuglinn, sem kom út hjá sama forlagi síðasta vor. María Elísabet er með háskólagráðu í heimspeki og hefur síðustu ár skrifað og flutt pistla um ýmis málefni á fjölbreyttum vettvangi. Í lok þáttar færir hún okkur hugleiðingu um nostalgíu.
Við skoðum líka hvaða listamenn eru tilnefndir til Turner verðlaunanna en að þessu sinni eru það fjórar myndlistarkonur frá ólíkum hornum breska samveldisins. Sýning á verkum þeirra var opnuð í Tate safninu í Liverpool í síðustu viku.
Frá verkamannaborginni á Bretlandseyjum færum við okkur yfir hafið og til verkamanna í smáborgum Bandaríkjanna. Tónlistarkonan Jelena Tjír-ítsj flytur okkur pistil um stéttarbaráttulög 20. aldar og skoðar fyrirbærið "company towns" eða fyrirtækjabæi í því samhengi.
Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir
10/27/2022 • 54 minutes, 55 seconds
Gissur Páll, Una Björg og íranskur söngur
Nýlega tilkynnti Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar um val á listamanni sem hlýtur árs vinnustofudvöl í Kunstlerhaus Bethanien í Berlín. Vinnustofudvölin veitir aðgengi að öflugu, alþjóðlegu tengslaneti, auk utanumhalds um sýningarhald, útgáfu og ýmsa viðburði fyrir listamennina sem þar dvelja. Í þetta sinn valdist myndlistarkonan Una Björg Magnúsdóttir til dvalarinnar og hún verður gestur í svipmynd dagsins hér í seinni hluta þáttar. ?Halló! Við erum þrjár konur af íröskum uppruna, búsettar á Íslandi, sem ætlum að fagna persneskri menningu saman í Open sunnudaginn 23. október! Við ætlum að smakka perneskan mat, hlusta á tónlistina sem er bönnuð og gægjast í sögu listarinnar. Með þessu viljum við sýna samstöðu með fólkinu í Íran og sýna að rödd þeirra heyrist víða." Svona hljómaði auglýsing fyrir viðburð sem fór fram í listrýminu Open um liðna helgi. Ein þeirra þriggja myndlistarkvenna af írönskum uppruna sem stóðu að viðburðinum mun flytja okkur pistil í þætti dagsins. En við hefjum þáttinn á söng og ítalskri menningu. Syngjandi í Salnum er yfirskrift tónleikaraðar sem hófst síðasta vor í Salnum í Kópavogi. Í röðina raðast portrettónleikar af íslenskum söngvurum eins og perlur á band, en meðal þeirra sem koma þar fram eru Benedikt Kristjánsson, Hallveig Rúnarsdóttir, Hanna Dóra Sturludóttir, Andri Björn Róbertsson og Oddur Arnþór Jónsson. Í kvöld stígur Gissur Páll Gissurarson á svið, ásamt píanóleikaranum Matthildi Önnu Gísladóttur, og þau bera á borð ítalskt eyrnakonfekt. Gissur Páll leit við hér í Efstaleiti og sagði okkur aðeins af tónleikunum og tengslum sínum við Ítalíu. og til þess að koma okkur í réttu stemninguna heyrum við fyrst smá tóndæmi. Gissur Páll syngur Nessun Dorma úr óperunni Turandot eftir Puccini, með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Umsjónarkona: Melkorka Ólafsdóttir
10/26/2022 • 0
Gissur Páll, Una Björg og íranskur söngur
Nýlega tilkynnti Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar um val á listamanni sem hlýtur árs vinnustofudvöl í Kunstlerhaus Bethanien í Berlín. Vinnustofudvölin veitir aðgengi að öflugu, alþjóðlegu tengslaneti, auk utanumhalds um sýningarhald, útgáfu og ýmsa viðburði fyrir listamennina sem þar dvelja. Í þetta sinn valdist myndlistarkonan Una Björg Magnúsdóttir til dvalarinnar og hún verður gestur í svipmynd dagsins hér í seinni hluta þáttar.
?Halló! Við erum þrjár konur af íröskum uppruna, búsettar á Íslandi, sem ætlum að fagna persneskri menningu saman í Open sunnudaginn 23. október! Við ætlum að smakka perneskan mat, hlusta á tónlistina sem er bönnuð og gægjast í sögu listarinnar. Með þessu viljum við sýna samstöðu með fólkinu í Íran og sýna að rödd þeirra heyrist víða." Svona hljómaði auglýsing fyrir viðburð sem fór fram í listrýminu Open um liðna helgi. Ein þeirra þriggja myndlistarkvenna af írönskum uppruna sem stóðu að viðburðinum mun flytja okkur pistil í þætti dagsins.
En við hefjum þáttinn á söng og ítalskri menningu.
Syngjandi í Salnum er yfirskrift tónleikaraðar sem hófst síðasta vor í Salnum í Kópavogi. Í röðina raðast portrettónleikar af íslenskum söngvurum eins og perlur á band, en meðal þeirra sem koma þar fram eru Benedikt Kristjánsson, Hallveig Rúnarsdóttir, Hanna Dóra Sturludóttir, Andri Björn Róbertsson og Oddur Arnþór Jónsson. Í kvöld stígur Gissur Páll Gissurarson á svið, ásamt píanóleikaranum Matthildi Önnu Gísladóttur, og þau bera á borð ítalskt eyrnakonfekt. Gissur Páll leit við hér í Efstaleiti og sagði okkur aðeins af tónleikunum og tengslum sínum við Ítalíu. og til þess að koma okkur í réttu stemninguna heyrum við fyrst smá tóndæmi. Gissur Páll syngur Nessun Dorma úr óperunni Turandot eftir Puccini, með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Umsjónarkona: Melkorka Ólafsdóttir
10/26/2022 • 55 minutes
Játningarnar, þýsk myndlistarverðlaun, Feima og Guðjón R Sigurðsson
Guðjón R. Sigurðsson fæddist árið 1903 í Austur Skaftafellssýslu, en fluttist vestur um haf rúmlega tvítugur að aldri. Guðjón festi aldrei rætur heldur ferðast vítt og breitt um landið og stundaði fjölbreytt farandstörf. Þegar litla vinnu var að fá hafðist Guðjón við í óbyggðum Kanada og veiddi í sig og á. Hann kynntist ótal eftirminnilegum einstaklingum og lenti oft í lífsháska. En römm er taugin heim, og eftir ævintýralegt lífshlaup í Kanada ákvað Guðjón að flytja aftur til Íslands, og stuttu síðar hóf hann að skrifa endurminningar sínar. Þórður Sævar Jónsson tók þær saman og við heyrum í honum í þætti dagsins. Í kvöld fara fram í Hörpu tónleikar í tónleikaröð undir yfirskriftinni Feima. Nafnið Feima er samheiti orðsins kona og tilvísun í stefnu kammerklúbbsins að rétta af hlutföll kynja sem oft sjást á efnisskrám og annars staðar í tónlistarlífinu. Feima sprettur upp úr starfi kammersveitarinnar Elju og á tónleikum FEIMU slást ýmsar tónlistarkonur í hóp með klassískum hljóðfæraleikurum Elju. Á tónleikunum í kvöld leikur tónlistarkonan RAKEL eigin tónlist í útsetningum fyrir kammerhóp, ásamt því að fulltrúar úr Elju flytja verk eftir Veronique Vöku, Fanny Mendelssohn og Kaju Saariaho. Þær Rakel Sigurðardóttir og Björg Brjánsdóttir verða gestir í hljóðstofu hér á eftir og segja okkur nánar af starfi Feimu og tónleikum kvöldsins. Játningarnar eru eitt af lykilverkum heimsbókmenntanna, hreinskilin og opinská sjálfsævisaga eins helsta hugsuðar átjándu aldar, Jeans-Jacques Rousseau. Í tólf bókum rekur Rousseau ítarlega ævintýralegan feril sinn og opinberar bresti sína og tilfinningar. Pétur Gunnarsson rithöfundur hefur nú þýtt þetta gríðarmikla verk úr frönsku og Gauti Kristmannsson hefur nýlokið lestri. Heyrum meira af því í þætti dagsins. En við byrjum á því að forvitnast um íslenska myndlistarkonu í Þýskalandi. Nýlega var tilkynnt um handhafa Albert-Weisgerber heiðursverðlaunanna, sem veitt eru fyrir ævistarf myndlistarmanns sem skapað hefur sér sérstöðu, virðingu og unnið ötullega að list sinni heima og að heiman. Myndlistarkonan Sigrún Ólafsdóttir hlýtur verðlaunin að þessu sinni, en þeim fylgir yfirlitssýning á verkum hennar og bókaútgáfa um listferil hennar. Víðsjá sló á þráðinn til Þýskalands af þessu tilefni. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
10/25/2022 • 0
Játningarnar, þýsk myndlistarverðlaun, Feima og Guðjón R Sigurðsson
Guðjón R. Sigurðsson fæddist árið 1903 í Austur Skaftafellssýslu, en fluttist vestur um haf rúmlega tvítugur að aldri. Guðjón festi aldrei rætur heldur ferðast vítt og breitt um landið og stundaði fjölbreytt farandstörf. Þegar litla vinnu var að fá hafðist Guðjón við í óbyggðum Kanada og veiddi í sig og á. Hann kynntist ótal eftirminnilegum einstaklingum og lenti oft í lífsháska. En römm er taugin heim, og eftir ævintýralegt lífshlaup í Kanada ákvað Guðjón að flytja aftur til Íslands, og stuttu síðar hóf hann að skrifa endurminningar sínar. Þórður Sævar Jónsson tók þær saman og við heyrum í honum í þætti dagsins.
Í kvöld fara fram í Hörpu tónleikar í tónleikaröð undir yfirskriftinni Feima. Nafnið Feima er samheiti orðsins kona og tilvísun í stefnu kammerklúbbsins að rétta af hlutföll kynja sem oft sjást á efnisskrám og annars staðar í tónlistarlífinu. Feima sprettur upp úr starfi kammersveitarinnar Elju og á tónleikum FEIMU slást ýmsar tónlistarkonur í hóp með klassískum hljóðfæraleikurum Elju. Á tónleikunum í kvöld leikur tónlistarkonan RAKEL eigin tónlist í útsetningum fyrir kammerhóp, ásamt því að fulltrúar úr Elju flytja verk eftir Veronique Vöku, Fanny Mendelssohn og Kaju Saariaho. Þær Rakel Sigurðardóttir og Björg Brjánsdóttir verða gestir í hljóðstofu hér á eftir og segja okkur nánar af starfi Feimu og tónleikum kvöldsins.
Játningarnar eru eitt af lykilverkum heimsbókmenntanna, hreinskilin og opinská sjálfsævisaga eins helsta hugsuðar átjándu aldar, Jeans-Jacques Rousseau.
Í tólf bókum rekur Rousseau ítarlega ævintýralegan feril sinn og opinberar bresti sína og tilfinningar. Pétur Gunnarsson rithöfundur hefur nú þýtt þetta gríðarmikla verk úr frönsku og Gauti Kristmannsson hefur nýlokið lestri. Heyrum meira af því í þætti dagsins.
En við byrjum á því að forvitnast um íslenska myndlistarkonu í Þýskalandi. Nýlega var tilkynnt um handhafa Albert-Weisgerber heiðursverðlaunanna, sem veitt eru fyrir ævistarf myndlistarmanns sem skapað hefur sér sérstöðu, virðingu og unnið ötullega að list sinni heima og að heiman. Myndlistarkonan Sigrún Ólafsdóttir hlýtur verðlaunin að þessu sinni, en þeim fylgir yfirlitssýning á verkum hennar og bókaútgáfa um listferil hennar. Víðsjá sló á þráðinn til Þýskalands af þessu tilefni.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Í dag eru liðin 100 ár frá því Ingibjörg H. Bjarnason var kjörin fyrst kvenna á Alþingi í landskjörskosningum árið 1922 af sérstökum kvennalista. Af því tilefni stendur Sagnfræðingafélag Íslands fyrir málþingi í Neskirkju í kvöld, undir yfirskriftinni Ingibjörg, stjórnmálin og kvennahreyfingin. Þar flytja fjórir fróðir frummælendur tölur og við fáum tvær þeirra til okkar hér rétt á eftir. Það eru þær Erla Hulda Halldórsdóttir, sem fjallar um Framagjarnar konur og heiðvirðar húsmæður í þverþjóðlegu samhengi og Íris Ellenberger, sem rýnt hefur í bréfaskriftir milli Ingibjargar og annarra kvenna og fjallar um kvennaástir í samhengi við kvennaskóla og kvennahreyfinguna. Ingibjörg Haraldsdóttir, skáld og þýðandi, hefði orðið áttræð síðastliðinn föstudag. Af því tilefni leituðum við í safn Ríkisútvarpsins þar sem er úr vöndu að velja. Við völdum tvö 20 ára gömul hljóðbrot og rödd Ingibjargar mun því hljóma í þætti dagsins. Hvað það nákvæmlega verður ætlum við að láta koma á óvart hlustendur góðir, þar til um miðbik þáttar. Við hlýðum líka á tónlist við ljóð Ingibjargar, þar á meðal glænýtt lag með tveggja kvenna hljómsveitinni Ingibjargir. Hana skipa þær Ingibjörg Fríða Helgadóttir, söngkona, og Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, tónskáld, sem hafa síðustu ár unnið að sönglagabálk við ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur. Undantekningin frá Ingibjargarreglu dagsins er bókarýni frá Grétu Sigríði Einarsdóttur, sem að þessu sinni fjallar um ljóðabókina Dagsláttu, eftir Ara Jóhannesson. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Í dag eru liðin 100 ár frá því Ingibjörg H. Bjarnason var kjörin fyrst kvenna á Alþingi í landskjörskosningum árið 1922 af sérstökum kvennalista. Af því tilefni stendur Sagnfræðingafélag Íslands fyrir málþingi í Neskirkju í kvöld, undir yfirskriftinni Ingibjörg, stjórnmálin og kvennahreyfingin. Þar flytja fjórir fróðir frummælendur tölur og við fáum tvær þeirra til okkar hér rétt á eftir. Það eru þær Erla Hulda Halldórsdóttir, sem fjallar um Framagjarnar konur og heiðvirðar húsmæður í þverþjóðlegu samhengi og Íris Ellenberger, sem rýnt hefur í bréfaskriftir milli Ingibjargar og annarra kvenna og fjallar um kvennaástir í samhengi við kvennaskóla og kvennahreyfinguna.
Ingibjörg Haraldsdóttir, skáld og þýðandi, hefði orðið áttræð síðastliðinn föstudag. Af því tilefni leituðum við í safn Ríkisútvarpsins þar sem er úr vöndu að velja. Við völdum tvö 20 ára gömul hljóðbrot og rödd Ingibjargar mun því hljóma í þætti dagsins. Hvað það nákvæmlega verður ætlum við að láta koma á óvart hlustendur góðir, þar til um miðbik þáttar.
Við hlýðum líka á tónlist við ljóð Ingibjargar, þar á meðal glænýtt lag með tveggja kvenna hljómsveitinni Ingibjargir. Hana skipa þær Ingibjörg Fríða Helgadóttir, söngkona, og Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, tónskáld, sem hafa síðustu ár unnið að sönglagabálk við ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur.
Undantekningin frá Ingibjargarreglu dagsins er bókarýni frá Grétu Sigríði Einarsdóttur, sem að þessu sinni fjallar um ljóðabókina Dagsláttu, eftir Ara Jóhannesson.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
10/24/2022 • 55 minutes
Davíð Þór í Mengi, Óperudagar, Hríma, sundlaugar og arkitektúr
Að skapa vettvang fyrir óperusenu sem er að springa úr sköpunargleði, er eitt af markmiðum Óperudaga sem hefjast um helgina. Á hátíðinni er boðið upp á um 30 viðburði fyrir alla aldurshópa, í ólíkum rýmum á höfuðborgarsvæðinu, og hátt í 200 listamenn taka þátt í þessari söngveislu. Ópera um áhrifavalda, mjúkur karlakór og Bach fyrir ungu kynslóðina er nokkur dæmi úr fjölbreyttri dagskrá sem sjálfsstæða söngsenan stendur fyrir. Guja Sandholt, listrænn stjórnandi hátíðarinnar og Þórhallur Auður Helgason söngvari verða gestir okkar í dag. Listamannarekna rýmið Mengi á Óðinsgötu verður 10 ára á næsta ári. Margar nýjar hugmyndir og listaverk hafa fæðst í Mengi, sem hefur það meginmarkmið að vera í stöðugu samtali við grasrótina í listalífinu í Reykjavík og fékk á dögunum Hvatningarverðlaun Norræna tónskáldaráðsins fyrir sitt mikilvæga starf. Nú um helgina verður stórviðburður í mengi, þegar píanóleikarinn og spunameistarinn Davíð Þór Jónsson leiðir tónleikagesti í þriggja kvölda óvissuferð um sköpunarlendur sínar. Víðsjá heimsótti þá Davíð Þór og Skúla Sverrisson, listrænan stjórnanda Mengis í mildri morgun-spunastemningu á Óðinsgötu sem hljómar í lok þáttar. Óskar Arnórsson arkitetúrfræðingur veltir fyrir sér sundlaugum og sundlaugamenningu í þætti dagsins. En við byrjum í Tjarnarbíó. Hríma, er ný íslensk leiksýning sem sýnd er í Tjarnarbíó um þessar mundir. Sjónræn, kómísk og harmræn heilgrímusýning, sem flutt er án orða, segir á vef leikhússins. Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í verkið. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
10/20/2022 • 0
Davíð Þór í Mengi, Óperudagar, Hríma, sundlaugar og arkitektúr
Að skapa vettvang fyrir óperusenu sem er að springa úr sköpunargleði, er eitt af markmiðum Óperudaga sem hefjast um helgina. Á hátíðinni er boðið upp á um 30 viðburði fyrir alla aldurshópa, í ólíkum rýmum á höfuðborgarsvæðinu, og hátt í 200 listamenn taka þátt í þessari söngveislu. Ópera um áhrifavalda, mjúkur karlakór og Bach fyrir ungu kynslóðina er nokkur dæmi úr fjölbreyttri dagskrá sem sjálfsstæða söngsenan stendur fyrir. Guja Sandholt, listrænn stjórnandi hátíðarinnar og Þórhallur Auður Helgason söngvari verða gestir okkar í dag.
Listamannarekna rýmið Mengi á Óðinsgötu verður 10 ára á næsta ári. Margar nýjar hugmyndir og listaverk hafa fæðst í Mengi, sem hefur það meginmarkmið að vera í stöðugu samtali við grasrótina í listalífinu í Reykjavík og fékk á dögunum Hvatningarverðlaun Norræna tónskáldaráðsins fyrir sitt mikilvæga starf. Nú um helgina verður stórviðburður í mengi, þegar píanóleikarinn og spunameistarinn Davíð Þór Jónsson leiðir tónleikagesti í þriggja kvölda óvissuferð um sköpunarlendur sínar. Víðsjá heimsótti þá Davíð Þór og Skúla Sverrisson, listrænan stjórnanda Mengis í mildri morgun-spunastemningu á Óðinsgötu sem hljómar í lok þáttar.
Óskar Arnórsson arkitetúrfræðingur veltir fyrir sér sundlaugum og sundlaugamenningu í þætti dagsins.
En við byrjum í Tjarnarbíó. Hríma, er ný íslensk leiksýning sem sýnd er í Tjarnarbíó um þessar mundir. Sjónræn, kómísk og harmræn heilgrímusýning, sem flutt er án orða, segir á vef leikhússins. Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í verkið.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
10/20/2022 • 55 minutes
Víkingur Heiðar Ólafsson - Svipmynd
Fyrr í þessum mánuði kom nýjasta afsprengi píanóleikarans Víkings Heiðars Ólafsson út hjá Deutsche Gramophone. Frá því upptökur Víkings á píanóverkum Philip Glass komu út hjá þessari virtustu plötuútgáfu heims árið 2017 hefur ferill Víkings náð sífellt hærri hæðum. Í dag er píanistinn á sífelldri ferð og flugi og hann meðal virtustu og vinsælustu píanóleikara í heiminum. Víkingur hefur unnið náið með nokkrum af þekktustu tónskáldum samtímans, og nýjasta platan hans, sem ber titilinn From Afar, er vitnisburður um fleiri en eitt slíkt samtal. Platan er tvöföld, á henni leikur hann safn stuttra verka úr ólíkum áttum og frá ólíkum tímum. Þau vefur hann saman í eina heild, og úr verður eins konar svipmynd af listamanninum sjálfum. Víkingur Heiðar Ólafsson kemur í hljóðstofu Víðsjár í dag, segir okkur af plötunni From afar, frá kynnum sínum af ungverska tónskáldinu György Kurtág, lífi hins annasama konsertpíanista og leitinni að litum og ljóðum í tónlist. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
10/19/2022 • 0
Víkingur Heiðar Ólafsson - Svipmynd
Fyrr í þessum mánuði kom nýjasta afsprengi píanóleikarans Víkings Heiðars Ólafsson út hjá Deutsche Gramophone. Frá því upptökur Víkings á píanóverkum Philip Glass komu út hjá þessari virtustu plötuútgáfu heims árið 2017 hefur ferill Víkings náð sífellt hærri hæðum. Í dag er píanistinn á sífelldri ferð og flugi og hann meðal virtustu og vinsælustu píanóleikara í heiminum.
Víkingur hefur unnið náið með nokkrum af þekktustu tónskáldum samtímans, og nýjasta platan hans, sem ber titilinn From Afar, er vitnisburður um fleiri en eitt slíkt samtal. Platan er tvöföld, á henni leikur hann safn stuttra verka úr ólíkum áttum og frá ólíkum tímum. Þau vefur hann saman í eina heild, og úr verður eins konar svipmynd af listamanninum sjálfum.
Víkingur Heiðar Ólafsson kemur í hljóðstofu Víðsjár í dag, segir okkur af plötunni From afar, frá kynnum sínum af ungverska tónskáldinu György Kurtág, lífi hins annasama konsertpíanista og leitinni að litum og ljóðum í tónlist.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Miðvikudagskvöldið 19. október, mun kammerkórinn Aurora frumflytja 10 ný sönglög við ljóð þjóðskáldsins Huldu á tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík. Lögin samdi jazzsöngkonan og tónskáldið Una Stefánsdóttir, sem vildi með þessum nýju tónsmíðum gefa ljóðum Huldu nýtt líf. Þær Una Stefánsdóttir og Sigríður Soffía Hafliðadóttir, kórstjóri kammerkórsins Aurora verða gestir Víðsjár í dag. Á sýningunni No pretending í Gallerí Þulu sýnir Rakel McMahon 70 ný verk sem, alveg óvart, röðuðust upp á vegg eins og Tarot spil. Útgangspunkturinn var þó aldrei að vísa í heim spádómsspila, heldur einmitt að vísa ekki í neitt, heldur leyfa teikningunum að koma ósjálfráðu flæði, án ritskoðunar og efasemda. Verkin eru þó, kannski líka óvart, full af vísunum, í listasöguna, heim trúarbragða og tákna og einnig líf listakonunnar. Verkin eru smágerð því þau eru ekki unnin á vinnustofu, heldur hér og þar, í Reykjavík og á Grikklandi, uppí rúmi eða við eldhúsborðið. Við ræðum við Rakel Mcmahon í þætti dagsins. Á föstudagskvöldum í vetur verður slegið upp kabarettveislu í Þjóðleikhúskjallaranum, þar sem ýmsir hópar munu taka yfir sviðið. Nína Hjálmarsdóttir fór á kjallarakabarett um liðna helgi og segir frá þeirri reynslu í þætti dagsins. En við byrjum á bókmenntunum. Í Gær hlaut Natasha S. Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Máltaka á stríðstímum. Hún flytur þakkarræðuna í þætti dagsins.
Miðvikudagskvöldið 19. október, mun kammerkórinn Aurora frumflytja 10 ný sönglög við ljóð þjóðskáldsins Huldu á tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík. Lögin samdi jazzsöngkonan og tónskáldið Una Stefánsdóttir, sem vildi með þessum nýju tónsmíðum gefa ljóðum Huldu nýtt líf. Þær Una Stefánsdóttir og Sigríður Soffía Hafliðadóttir, kórstjóri kammerkórsins Aurora verða gestir Víðsjár í dag.
Á sýningunni No pretending í Gallerí Þulu sýnir Rakel McMahon 70 ný verk sem, alveg óvart, röðuðust upp á vegg eins og Tarot spil. Útgangspunkturinn var þó aldrei að vísa í heim spádómsspila, heldur einmitt að vísa ekki í neitt, heldur leyfa teikningunum að koma ósjálfráðu flæði, án ritskoðunar og efasemda. Verkin eru þó, kannski líka óvart, full af vísunum, í listasöguna, heim trúarbragða og tákna og einnig líf listakonunnar. Verkin eru smágerð því þau eru ekki unnin á vinnustofu, heldur hér og þar, í Reykjavík og á Grikklandi, uppí rúmi eða við eldhúsborðið. Við ræðum við Rakel Mcmahon í þætti dagsins.
Á föstudagskvöldum í vetur verður slegið upp kabarettveislu í Þjóðleikhúskjallaranum, þar sem ýmsir hópar munu taka yfir sviðið. Nína Hjálmarsdóttir fór á kjallarakabarett um liðna helgi og segir frá þeirri reynslu í þætti dagsins.
En við byrjum á bókmenntunum. Í Gær hlaut Natasha S. Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Máltaka á stríðstímum. Hún flytur þakkarræðuna í þætti dagsins.
10/18/2022 • 55 minutes
Tove Ditlevsen, Guðbergur Bergsson, Skynleikar
Á laugardaginn opnaði myndlistarsýningin Skynleikar á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur. Sýningin hefur það metnaðarfulla markmið að brjóta niður stigveldi skynfæranna, með því að virkja skynfæri önnur en sjónina í upplifun á myndlist. Með sýningunni vildu sýningarstjórar Skynleika, þær Ásdís Þula Þorláksdóttir og Björk Hrafnsdóttir, gera listræna upplifun aðgengilega þvert á samfélagið, óháð sjón, þannig að fólk, hvort sem það er full sjáandi, sjónskert eða blint eigi þess kost að upplifa listverk á fullnægjandi hátt. Tove Ditlevsen er einn ástsælasti höfundur Dana og bækur hennar þykja í dag gefa einstaka mynd af reynsluheimi kvenna á síðustu öld. Verkum hennar var strax vel tekið af lesendum en hún fékk oft slæma útreið hjá gagnrýnendum, þá fyrst og fremst fyrir að skrifa of opinskátt um sitt eigið líf. Tove skrifaði meðal annars um fátækt og ástir utan hjónabands, þungunarrof, móðurhlutverkið, fíkn og þunglyndi. Bókin Gift, sem kom nýverið út í þýðingu Þórdísar Gísladóttur, er sjálfsævisöguleg og fjallar um hennar fyrstu skref sem rithöfundur, á sama tíma og hún stofnar til fjögurra hjónabanda og kynnist fíkniefnum í fyrsta sinn, en þau áttu eftir að fylgja henni út lífið. Þórdís verður gestur Víðsjár í dag. Guðbergur Bergsson fagnaði nítíu ára afmæli í gær. Guðbergur hefur verið tíður gestur hér í Ríkisútvarpinu auk þess að hafa stundað hér dagskrárgerð og lesið inn heilu verkin. Við kíkjum í safnið og finnum eitthvað óvænt í tilefni afmælis skáldsins.
10/17/2022 • 0
Tove Ditlevsen, Guðbergur Bergsson, Skynleikar
Á laugardaginn opnaði myndlistarsýningin Skynleikar á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur. Sýningin hefur það metnaðarfulla markmið að brjóta niður stigveldi skynfæranna, með því að virkja skynfæri önnur en sjónina í upplifun á myndlist. Með sýningunni vildu sýningarstjórar Skynleika, þær Ásdís Þula Þorláksdóttir og Björk Hrafnsdóttir, gera listræna upplifun aðgengilega þvert á samfélagið, óháð sjón, þannig að fólk, hvort sem það er full sjáandi, sjónskert eða blint eigi þess kost að upplifa listverk á fullnægjandi hátt.
Tove Ditlevsen er einn ástsælasti höfundur Dana og bækur hennar þykja í dag gefa einstaka mynd af reynsluheimi kvenna á síðustu öld. Verkum hennar var strax vel tekið af lesendum en hún fékk oft slæma útreið hjá gagnrýnendum, þá fyrst og fremst fyrir að skrifa of opinskátt um sitt eigið líf. Tove skrifaði meðal annars um fátækt og ástir utan hjónabands, þungunarrof, móðurhlutverkið, fíkn og þunglyndi. Bókin Gift, sem kom nýverið út í þýðingu Þórdísar Gísladóttur, er sjálfsævisöguleg og fjallar um hennar fyrstu skref sem rithöfundur, á sama tíma og hún stofnar til fjögurra hjónabanda og kynnist fíkniefnum í fyrsta sinn, en þau áttu eftir að fylgja henni út lífið. Þórdís verður gestur Víðsjár í dag.
Guðbergur Bergsson fagnaði nítíu ára afmæli í gær. Guðbergur hefur verið tíður gestur hér í Ríkisútvarpinu auk þess að hafa stundað hér dagskrárgerð og lesið inn heilu verkin. Við kíkjum í safnið og finnum eitthvað óvænt í tilefni afmælis skáldsins.
10/17/2022 • 55 minutes
Tónlist að norðan, of litlir bílar, sjávarföll í Hafnarborg og leikhús
Við hefjum þáttinn á leikhúsrýni frá Nínu Hjálmarsdóttur, sem að þessu sinni fjallar um leiksýninguna Nokkur augnablik um nótt. Tríó Akureyrar og hornleikarinn Ella Vala Ármannsdóttir halda þessa dagana upp á haustið, réttir og uppskerutíma með tónleikaferð um Norðurland. Október-réttarfestið er blanda af íslenskum réttarsöngvum og þýskum októberfest-lögum frá Þýskalandi og Austurríki. Hópurinn leikur á vel völdum stöðum á Norðurlandi, í Bergi á Dalvík, í Laugarborg, Hrafnagili, í Skjólbrekku á Skútustöðum og í Listigarðinum á Akureyri. Við heyrum nánar af tónlistarlífinu norðan heiða, og tökum púlsinn á Daniele Basini, klassískum gítarleikara sem býr og starfar á Akureyri. Daniele fékk í fyrra styrk úr Tónskaldasjóði RÚV og STEF til að vinna að nýju tónverki, tónverki sem nú hefur verið flutt á Akureyri og í Róm. Við heyrum af verkinu og í verkinu. Örn Elvar Arnarson flytur okkur í dag einn af sínum skáldlegu pistlum, og heldur að þessu sinni í bílferð inn í lönd ljóðsins. Á hverju ári kallar Hafnarborg eftir tillögum að haustsýningu og í ár var það hugmynd Sigrúnar Ölbu Sigurðardóttur sem varð hlutskörpust. Á sýningunni, flæðir að ? flæðir frá, beinir sýningarstjórinn Sigrún Alba sjónum sínum að strandlengjunni, og um leið brýnum málefnum samtímans. Sigrún skoðar ströndina sem svæði átaka og mögulega birtingarmynd mannaldar í gegnum verk sjö listamanna frá ólíkum löndum. Við lítum inn í Hafnarborg undir lok þáttar. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
10/13/2022 • 0
Tónlist að norðan, of litlir bílar, sjávarföll í Hafnarborg og leikhús
Við hefjum þáttinn á leikhúsrýni frá Nínu Hjálmarsdóttur, sem að þessu sinni fjallar um leiksýninguna Nokkur augnablik um nótt.
Tríó Akureyrar og hornleikarinn Ella Vala Ármannsdóttir halda þessa dagana upp á haustið, réttir og uppskerutíma með tónleikaferð um Norðurland. Október-réttarfestið er blanda af íslenskum réttarsöngvum og þýskum októberfest-lögum frá Þýskalandi og Austurríki. Hópurinn leikur á vel völdum stöðum á Norðurlandi, í Bergi á Dalvík, í Laugarborg, Hrafnagili, í Skjólbrekku á Skútustöðum og í Listigarðinum á Akureyri.
Við heyrum nánar af tónlistarlífinu norðan heiða, og tökum púlsinn á Daniele Basini, klassískum gítarleikara sem býr og starfar á Akureyri. Daniele fékk í fyrra styrk úr Tónskaldasjóði RÚV og STEF til að vinna að nýju tónverki, tónverki sem nú hefur verið flutt á Akureyri og í Róm. Við heyrum af verkinu og í verkinu.
Örn Elvar Arnarson flytur okkur í dag einn af sínum skáldlegu pistlum, og heldur að þessu sinni í bílferð inn í lönd ljóðsins.
Á hverju ári kallar Hafnarborg eftir tillögum að haustsýningu og í ár var það hugmynd Sigrúnar Ölbu Sigurðardóttur sem varð hlutskörpust. Á sýningunni, flæðir að ? flæðir frá, beinir sýningarstjórinn Sigrún Alba sjónum sínum að strandlengjunni, og um leið brýnum málefnum samtímans. Sigrún skoðar ströndina sem svæði átaka og mögulega birtingarmynd mannaldar í gegnum verk sjö listamanna frá ólíkum löndum. Við lítum inn í Hafnarborg undir lok þáttar.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
10/13/2022 • 55 minutes
Sjón
Rithöfundurinn, uppreisnarseggurinn og grúskarinn. Súrrealistinn, þekkingarleitarinn og óseðjandi menningarneytandinn. Textahöfundurinn, handritshöfundurinn og skáldið Sjón, er sextugur í ár. Af því tilefni gefur Forlagið út heildarsafn ritverka hans, en frá árinu 1978 og fram til dagsins í dag hefur Sjón gefið út 13 ljóðabækur og tíu skáldsögur. Í hverri bók í þessu nýja safni er eftirmáli eftir fræðimann eða rithöfund; greiningar, skýringar og túlkanir. Sjón hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir skáldskap, þar á meðal Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og Íslensku bókmenntaverðlaunin. Auk þeirra ritverka sem finna má í nýútgefnu heildarsafni liggja eftir Sjón leikrit, lagatextar og kvikmyndahandrit. Það er bara einn gestur í Víðsjá dagsins, og það er Sjón.
10/12/2022 • 0
Sjón
Rithöfundurinn, uppreisnarseggurinn og grúskarinn. Súrrealistinn, þekkingarleitarinn og óseðjandi menningarneytandinn. Textahöfundurinn, handritshöfundurinn og skáldið Sjón, er sextugur í ár. Af því tilefni gefur Forlagið út heildarsafn ritverka hans, en frá árinu 1978 og fram til dagsins í dag hefur Sjón gefið út 13 ljóðabækur og tíu skáldsögur. Í hverri bók í þessu nýja safni er eftirmáli eftir fræðimann eða rithöfund; greiningar, skýringar og túlkanir. Sjón hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir skáldskap, þar á meðal Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og Íslensku bókmenntaverðlaunin. Auk þeirra ritverka sem finna má í nýútgefnu heildarsafni liggja eftir Sjón leikrit, lagatextar og kvikmyndahandrit. Það er bara einn gestur í Víðsjá dagsins, og það er Sjón.
10/12/2022 • 55 minutes
List án landamæra, Norrænir músíkdagar, snjallhljóðfæri, Gdansk hátíð
?Ég vona svo innilega að 2023 verði metár í umsóknum fatlaðra hjá Listaháskóla Íslands, af því ég ætla að reyna í þriðja sinn,? sagði Þórir Gunnarsson, öðru nafni Listapúkinn, í samtali okkar, en hann mætti í hljóðstofu Víðsjár í morgun, til að ræða listahátíð fatlaðs fólks, List án landamæra, ásamt listakonunni Hörpu Rut Elísdóttur, og Jóhönnu Ásgeirsdóttur, listrænum stjórnanda hátíðarinnar. Þau sögðu frá hátíðinni, dagskránni framundan og tilgangi hennar, en það sem brann helst á Þóri og Hörpu var aðgengi fatlaðs fólks að listnámi. Það er meiriháttar hátíðarþema í þætti dagsins og við sláum á þráðinn til Póllands, nánar tiltekið til Gdansk, þar sem nú stendur yfir metnaðarfull íslensk sviðslistahátíð. Meðal sýninga og listamanna sem þar koma fram eru Club Romantica, Öland, Hatari, danssýningin Dalurinn og kammeróperan Ekkert er sorglegra en manneskjan. Við kynnum okkur nánar hvað er í gangi í Shakesphere leikhúsinu í Gdansk með því að hringja í listrænan stjórnanda hátíðarinnar, Guðmund Inga Þorvaldsson.. Þráinn Hjálmarsson, tónskáld, flytur okkur í dag sinn annan pistil um málefni samtímatónlistar. Að þessu sinni fjallar hann um gervigreind og svokölluð snjallhljóðfæri, sem tengjast einmitt síðustu hátíð þáttarins, Norrænum músíkdögum. Í dag fer opnunarviðburður Norræna músíkdaga fram í Ráðhúsi Reykjavíkur, samhliða opnun á sýningu á snjallhljóðfærum, sem stendur jafnlengi og hátíðin varir, eða fram yfir næstu helgi. Í lok þáttar fáum við til okkar þær Gunnhildi Einarsdóttur, framkvæmdastjóra Tónskáldafélags Íslands, og Valgerði Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra Tónverkamiðstöðvar. Þær segja okkur nánar frá Norrænum músíkdögum, samtímatónlistarsenunni á Íslandi og frá nýrri skýrslu um umhverfi samtímatónlistar á Norðurlöndum.
10/11/2022 • 0
List án landamæra, Norrænir músíkdagar, snjallhljóðfæri, Gdansk hátíð
?Ég vona svo innilega að 2023 verði metár í umsóknum fatlaðra hjá Listaháskóla Íslands, af því ég ætla að reyna í þriðja sinn,? sagði Þórir Gunnarsson, öðru nafni Listapúkinn, í samtali okkar, en hann mætti í hljóðstofu Víðsjár í morgun, til að ræða listahátíð fatlaðs fólks, List án landamæra, ásamt listakonunni Hörpu Rut Elísdóttur, og Jóhönnu Ásgeirsdóttur, listrænum stjórnanda hátíðarinnar. Þau sögðu frá hátíðinni, dagskránni framundan og tilgangi hennar, en það sem brann helst á Þóri og Hörpu var aðgengi fatlaðs fólks að listnámi.
Það er meiriháttar hátíðarþema í þætti dagsins og við sláum á þráðinn til Póllands, nánar tiltekið til Gdansk, þar sem nú stendur yfir metnaðarfull íslensk sviðslistahátíð. Meðal sýninga og listamanna sem þar koma fram eru Club Romantica, Öland, Hatari, danssýningin Dalurinn og kammeróperan Ekkert er sorglegra en manneskjan. Við kynnum okkur nánar hvað er í gangi í Shakesphere leikhúsinu í Gdansk með því að hringja í listrænan stjórnanda hátíðarinnar, Guðmund Inga Þorvaldsson..
Þráinn Hjálmarsson, tónskáld, flytur okkur í dag sinn annan pistil um málefni samtímatónlistar. Að þessu sinni fjallar hann um gervigreind og svokölluð snjallhljóðfæri, sem tengjast einmitt síðustu hátíð þáttarins, Norrænum músíkdögum.
Í dag fer opnunarviðburður Norræna músíkdaga fram í Ráðhúsi Reykjavíkur, samhliða opnun á sýningu á snjallhljóðfærum, sem stendur jafnlengi og hátíðin varir, eða fram yfir næstu helgi. Í lok þáttar fáum við til okkar þær Gunnhildi Einarsdóttur, framkvæmdastjóra Tónskáldafélags Íslands, og Valgerði Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra Tónverkamiðstöðvar. Þær segja okkur nánar frá Norrænum músíkdögum, samtímatónlistarsenunni á Íslandi og frá nýrri skýrslu um umhverfi samtímatónlistar á Norðurlöndum.
10/11/2022 • 55 minutes
Jane Austen, Moliére, RIFF, Víkingur Heiðar
Á þessu ári hefði eitt vinsælasta leikskáld allra tíma, Moliere, orðið 400 ára. Af því tilefni verður blásið til afmælisveislu í þremur þáttum sem hefst á miðvikudag í Veröld, húsi Vigdísar. Þar verður mikið um dýrðir, fyrirlestrar og leiklestrar, en dagskráin á að höfða til allra sem hafa áhuga leikhúsi, þýðingum og bara franskri menningu almennt. Guðrún Kristinsdóttir og Sveinn Einarsson hafa staðið í undirbúningi og þau verða gestir okkar hér rétt á eftir. Á dögunum kom út ný íslensk þýðing á rúmlega tvö hundruð ára gamalli bók sem skrifuð var á enska tungu og fjallar um líf og ástir hefðarfólks í útsveitum Lundúna. Þegar skáldsaga Jane Austen, Sense and sensibility, kom fyrst út í Bretlandi árið 1811 var þar ekki getið um höfund, heldur stóð þar aðeins ?by a lady? - eða eftir konu, á titilsíðu bókarinnar. Vinsældir ritverka Jane Austen hafa aukist mjög síðustu áratugi og nú er þetta klassíska skáldverk loksins komið út á íslensku, í þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur. Titill sögunnar, Aðgát og örlyndi, vísar í einkennandi og ólíkt lundarfar aðalpersónanna tveggja, systranna Elinor og Marianne. Rithöfundurinn og þýðandinn Silja Aðalsteinsdóttir er gestur okkar í þætti dagsins og segir okkur aðeins frá þýðingunni og skáldskap Jane Austen. RIFF, árlegri kvikmyndaveislu haustsins lauk í gær. Við hér í Víðsjá fórum á nokkrar myndir en ætlum að segja ykkur frá tveimur þeirra: Corsage í leikstjórn hinnar austurrísku Marie Kreutzer, og Veru, í leikstjórn einnig Tizzu Covi og Rainer Frimmel. Og svo heyrum við líka ljúfa tóna í þætti dagsins, af nýjustu hljómplötu Víkings Heiðars Ólafssonar.
10/10/2022 • 0
Jane Austen, Moliére, RIFF, Víkingur Heiðar
Á þessu ári hefði eitt vinsælasta leikskáld allra tíma, Moliere, orðið 400 ára. Af því tilefni verður blásið til afmælisveislu í þremur þáttum sem hefst á miðvikudag í Veröld, húsi Vigdísar. Þar verður mikið um dýrðir, fyrirlestrar og leiklestrar, en dagskráin á að höfða til allra sem hafa áhuga leikhúsi, þýðingum og bara franskri menningu almennt. Guðrún Kristinsdóttir og Sveinn Einarsson hafa staðið í undirbúningi og þau verða gestir okkar hér rétt á eftir.
Á dögunum kom út ný íslensk þýðing á rúmlega tvö hundruð ára gamalli bók sem skrifuð var á enska tungu og fjallar um líf og ástir hefðarfólks í útsveitum Lundúna. Þegar skáldsaga Jane Austen, Sense and sensibility, kom fyrst út í Bretlandi árið 1811 var þar ekki getið um höfund, heldur stóð þar aðeins ?by a lady? - eða eftir konu, á titilsíðu bókarinnar. Vinsældir ritverka Jane Austen hafa aukist mjög síðustu áratugi og nú er þetta klassíska skáldverk loksins komið út á íslensku, í þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur. Titill sögunnar, Aðgát og örlyndi, vísar í einkennandi og ólíkt lundarfar aðalpersónanna tveggja, systranna Elinor og Marianne. Rithöfundurinn og þýðandinn Silja Aðalsteinsdóttir er gestur okkar í þætti dagsins og segir okkur aðeins frá þýðingunni og skáldskap Jane Austen.
RIFF, árlegri kvikmyndaveislu haustsins lauk í gær. Við hér í Víðsjá fórum á nokkrar myndir en ætlum að segja ykkur frá tveimur þeirra: Corsage í leikstjórn hinnar austurrísku Marie Kreutzer, og Veru, í leikstjórn einnig Tizzu Covi og Rainer Frimmel.
Og svo heyrum við líka ljúfa tóna í þætti dagsins, af nýjustu hljómplötu Víkings Heiðars Ólafssonar.
10/10/2022 • 55 minutes
Eitur og niður aldanna, ADHD, Annie Ernaux og Björn Th.
-Allt er eitur og ekkert er án eiturs. Aðeins skammtastærðin veldur því að eitthvað er ekki eitur- Með þessari tilvitnun í 16. aldar alkemistann Paracelsus hefst skáldsagan Kákasus gerillinn, eftir Jónas Reyni Gunnarsson. Bókin kemur út í dag, og á sama tíma kemur líka út skáldsaga annars ungs rithöfundar, Dags Hjartarssonar, sem ber titilinn Ljósagangur. Þeir Dagur og Jónas Reynir hafa verið vinir í þónokkur ár og fara samferða í gegnum útgáfuferlið. Það þótti því tilvalið að fá þá félaga hingað í hljóðstofu og hlera samtal þeirra um bækurnar, útgáfuferlið og skáldskap í lífi og starfi. Eftirtektarsamir hlustendur gætu hafa orðið þess varir að þulurinn og jazzgeggjarinn Pétur Grétarson hefur síðustu vikur slætt lögum í dagskrár Rásar 1 af nýrri plötu hljómsveitarinnar ADHD. Platan, sem kemur formlega ekki út fyrr en í næstu viku, ber þann einfalda titil 8, en um áttundu breiðskífu hljómsveitarinnar er að ræða. Hljómsveitina ADHD skipa bræðurnir Óskar og Ómar Guðjónssynir, Tómas Jónsson, og Magnús T. Eliassen, og þeir gleðja hlustendur í lok þáttar. Listfræðafélag Íslands heldur á laugardag málþing í tilefni af 100 ára afmæli BJörns Th Björnssonar, rithöfundar og fræðimanns. Við minnumst Björns í dag með því að fara í smá ferðalag með honum um Rómarborg. En við byrjum auðvitað þáttinn á fréttum dagsins, sem bárust frá Svíðþjóð rétt fyrir hádegi. Handhafi nóbelsverðlaunanna í bókmenntum í ár er franski rithöfundurinn Annie Ernaux. Ernaux er einn ástsælasti og áhrifamesti höfundur Frakklands, hún hefur í sínum verkum tekið á málefnum sem snerta á samfélagsumræðunni, hvort sem það er kyngervi, stétt eða staða. Hún fjallaði um þungunarrof í sinni fyrstu bók Les armoires vides, eða Cleaned out, og aftur 25 árum síðar í l?Evenement, eða Happening, en samnefnd kvikmynd, sem vann gullljónið á Cannes í fyrra, var einmitt byggð á þeirri bók. Ein skáldsaga Ernaux hefur komið út í íslenskri þýðingu. Það er bókin La Place, eða Staðurinn, í þýðingu Rutar Ingólfsdóttur, sem kom út hjá bókaútgáfunni Uglu fyrir fáeinum mánuðum. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
10/6/2022 • 0
Eitur og niður aldanna, ADHD, Annie Ernaux og Björn Th.
-Allt er eitur og ekkert er án eiturs. Aðeins skammtastærðin veldur því að eitthvað er ekki eitur-
Með þessari tilvitnun í 16. aldar alkemistann Paracelsus hefst skáldsagan Kákasus gerillinn, eftir Jónas Reyni Gunnarsson. Bókin kemur út í dag, og á sama tíma kemur líka út skáldsaga annars ungs rithöfundar, Dags Hjartarssonar, sem ber titilinn Ljósagangur. Þeir Dagur og Jónas Reynir hafa verið vinir í þónokkur ár og fara samferða í gegnum útgáfuferlið. Það þótti því tilvalið að fá þá félaga hingað í hljóðstofu og hlera samtal þeirra um bækurnar, útgáfuferlið og skáldskap í lífi og starfi.
Eftirtektarsamir hlustendur gætu hafa orðið þess varir að þulurinn og jazzgeggjarinn Pétur Grétarson hefur síðustu vikur slætt lögum í dagskrár Rásar 1 af nýrri plötu hljómsveitarinnar ADHD. Platan, sem kemur formlega ekki út fyrr en í næstu viku, ber þann einfalda titil 8, en um áttundu breiðskífu hljómsveitarinnar er að ræða. Hljómsveitina ADHD skipa bræðurnir Óskar og Ómar Guðjónssynir, Tómas Jónsson, og Magnús T. Eliassen, og þeir gleðja hlustendur í lok þáttar.
Listfræðafélag Íslands heldur á laugardag málþing í tilefni af 100 ára afmæli BJörns Th Björnssonar, rithöfundar og fræðimanns. Við minnumst Björns í dag með því að fara í smá ferðalag með honum um Rómarborg.
En við byrjum auðvitað þáttinn á fréttum dagsins, sem bárust frá Svíðþjóð rétt fyrir hádegi. Handhafi nóbelsverðlaunanna í bókmenntum í ár er franski rithöfundurinn Annie Ernaux. Ernaux er einn ástsælasti og áhrifamesti höfundur Frakklands, hún hefur í sínum verkum tekið á málefnum sem snerta á samfélagsumræðunni, hvort sem það er kyngervi, stétt eða staða. Hún fjallaði um þungunarrof í sinni fyrstu bók Les armoires vides, eða Cleaned out, og aftur 25 árum síðar í l?Evenement, eða Happening, en samnefnd kvikmynd, sem vann gullljónið á Cannes í fyrra, var einmitt byggð á þeirri bók. Ein skáldsaga Ernaux hefur komið út í íslenskri þýðingu. Það er bókin La Place, eða Staðurinn, í þýðingu Rutar Ingólfsdóttur, sem kom út hjá bókaútgáfunni Uglu fyrir fáeinum mánuðum.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
10/6/2022 • 55 minutes, 35 seconds
Handbendi, Tíminn á leiðinni, Björn Steinar Blumenberg
"Ég hef mikla trú á getu menningarstarfsemi til þess að byggja upp og styrkja byggðarlög á landsbyggðinni. En í því samhengi tel ég mikilvægt að listafólk búi í raun og veru í þeim samfélögum þar sem þau miðla sinni sköpun. Þannig virkar jákvæð menningardrifin byggðaþróun" Þetta segir Greta Cloff, listrænn stjórnandi brúðuleikhússins Handbendi, sem staðsett er á Hvammstanga í Vestur Húnaþingi. Handbendi er eina starfandi atvinnuleikhúsið á Norðurlandi vestra og hlaut árið 2021 Eyrarrósina, viðurkenningu Listahátíðar til framúrskarandi menningarverkefnis utan höfuðborgarsvæðisins. Greta kemur í hljóðstofu og segir nánar frá brúðuleikhúsinu og brúðuleikhúshátíð sem fram fer á Hvammstanga um helgina. Vöruhönnuðurinn Björn Steinar Blumenstein uppgötvaði á ferðalagi um nýlistarsöfn Evrópu að stefnan yrði tekin á einhverskonar skapandi greinar. Að sjá gjörning þar sem kaktus var rakaður vakti með honum nýjar kenndir sem honum fannst spennandi þó hann vissi ekki hvernig. Nokkrum árum síðar útskrifaðist hann sem vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands með sterka sýn og mikla umhverfismeðvitund. Að leita lausna og gera ferlið á bak við framleiðslu sýnilega er rauður þráður í hans hönnun en í dag rekur hann fyrirtækið Plastplan sem meðal annars býr til nýja hluti úr gömlu plasti. Björn Steinar er gestur okkar í svipmynd dagsins, hann kemur með tónlist með sér og endar á því að svara nokkrum spurningum af Proust-spurningalistanum. Í vor sendi Steinunn Sigurðardóttir frá sér ljóðabókina Tíminn á leiðinni. Þetta er ellefta ljóðabók hennar og meginstefið er sjálfur tíminn, sem getur verið ýmist gjöfull eða grimmur; kynslóðir koma og fara, árstíðir, upphaf og endalok, eins og segir á bókakápu. Gauti Kristmannson rýnir í Tímann á leiðinni í þætti dagsins.
10/5/2022 • 0
Handbendi, Tíminn á leiðinni, Björn Steinar Blumenberg
"Ég hef mikla trú á getu menningarstarfsemi til þess að byggja upp og styrkja byggðarlög á landsbyggðinni. En í því samhengi tel ég mikilvægt að listafólk búi í raun og veru í þeim samfélögum þar sem þau miðla sinni sköpun. Þannig virkar jákvæð menningardrifin byggðaþróun" Þetta segir Greta Cloff, listrænn stjórnandi brúðuleikhússins Handbendi, sem staðsett er á Hvammstanga í Vestur Húnaþingi. Handbendi er eina starfandi atvinnuleikhúsið á Norðurlandi vestra og hlaut árið 2021 Eyrarrósina, viðurkenningu Listahátíðar til framúrskarandi menningarverkefnis utan höfuðborgarsvæðisins. Greta kemur í hljóðstofu og segir nánar frá brúðuleikhúsinu og brúðuleikhúshátíð sem fram fer á Hvammstanga um helgina.
Vöruhönnuðurinn Björn Steinar Blumenstein uppgötvaði á ferðalagi um nýlistarsöfn Evrópu að stefnan yrði tekin á einhverskonar skapandi greinar. Að sjá gjörning þar sem kaktus var rakaður vakti með honum nýjar kenndir sem honum fannst spennandi þó hann vissi ekki hvernig. Nokkrum árum síðar útskrifaðist hann sem vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands með sterka sýn og mikla umhverfismeðvitund. Að leita lausna og gera ferlið á bak við framleiðslu sýnilega er rauður þráður í hans hönnun en í dag rekur hann fyrirtækið Plastplan sem meðal annars býr til nýja hluti úr gömlu plasti. Björn Steinar er gestur okkar í svipmynd dagsins, hann kemur með tónlist með sér og endar á því að svara nokkrum spurningum af Proust-spurningalistanum.
Í vor sendi Steinunn Sigurðardóttir frá sér ljóðabókina Tíminn á leiðinni. Þetta er ellefta ljóðabók hennar og meginstefið er sjálfur tíminn, sem getur verið ýmist gjöfull eða grimmur; kynslóðir koma og fara, árstíðir, upphaf og endalok, eins og segir á bókakápu. Gauti Kristmannson rýnir í Tímann á leiðinni í þætti dagsins.
10/5/2022 • 55 minutes
Jæja á Kjarvalstöðum, textílgerð fyrri alda, haustið
Elsa E. Guðjónsson, textíl- og búningafræðingur, helgaði meiri hluta starfsævi sinnar því að rannsaka hinn forna íslenska refilsaum. Refilsaumuðu klæðin eru dæmi um þróaða listsköpun fyrri alda á Íslandi en ritheimildir greina frá því að umtalsverður fjöldi textíla prýddi kirkjur og híbýli á fyrri öldum. Öll eru verkin í dag varðveitt á söfnum og hluti þeirra á erlendum söfnum. Elsa féll frá árið 2010, en var þá að vinna í bók sem kemur út á vegum Þjóðminjasafnsins á næstunni. Lilja Árnadóttir, aðstoðaði Elsu með rannsóknina seinustu æviár hennar og hún verður gestur okkar hér á eftir. Haustið er tími breytinga, allt fer á stjá og heldur á rás, ætlar þú að taka þér far með vagninum eða færðu yfir höfuð að fara með? Skáldið og pistlahöfundurinn Örn Elvar Arnarsson flytur okkur hugvekju um haustið í þætti dagsins. Á laugardag opnaði yfirlitssýning um listferil Guðjóns Ketilssonar á Kjarvalsstöðum. Sýningin, sem hefur yfirskriftina Jæja, er fimmta sýningin í sérstakri sýningaröð Listasafns Reykjavíkur sem ætlað er að varpa ljósi á list eins íslensk listamanns á hápunkti ferils síns. Guðjón Ketilsson hefur komið víða við á löngum ferli. Hann hefur sérstaklega lagt rækt við skúlptúr en teikning leikur einnig stórt hlutverk í listsköpun hans. Í verkum Guðjóns er handverk áberandi, enda eru verk hans kunn fyrir listfengi, hugvitsemi og alúð. Manneskjan er þar fyrir miðju, líkaminn og framlenging hans í gegnum föt og verkfæri, sem og híbýli og annað í hennar nánasta umhverfi. Víðsjá hitti Guðjón á Kjarvalsstöðum.
10/4/2022 • 0
Jæja á Kjarvalstöðum, textílgerð fyrri alda, haustið
Elsa E. Guðjónsson, textíl- og búningafræðingur, helgaði meiri hluta starfsævi sinnar því að rannsaka hinn forna íslenska refilsaum. Refilsaumuðu klæðin eru dæmi um þróaða listsköpun fyrri alda á Íslandi en ritheimildir greina frá því að umtalsverður fjöldi textíla prýddi kirkjur og híbýli á fyrri öldum. Öll eru verkin í dag varðveitt á söfnum og hluti þeirra á erlendum söfnum. Elsa féll frá árið 2010, en var þá að vinna í bók sem kemur út á vegum Þjóðminjasafnsins á næstunni. Lilja Árnadóttir, aðstoðaði Elsu með rannsóknina seinustu æviár hennar og hún verður gestur okkar hér á eftir.
Haustið er tími breytinga, allt fer á stjá og heldur á rás, ætlar þú að taka þér far með vagninum eða færðu yfir höfuð að fara með? Skáldið og pistlahöfundurinn Örn Elvar Arnarsson flytur okkur hugvekju um haustið í þætti dagsins.
Á laugardag opnaði yfirlitssýning um listferil Guðjóns Ketilssonar á Kjarvalsstöðum. Sýningin, sem hefur yfirskriftina Jæja, er fimmta sýningin í sérstakri sýningaröð Listasafns Reykjavíkur sem ætlað er að varpa ljósi á list eins íslensk listamanns á hápunkti ferils síns. Guðjón Ketilsson hefur komið víða við á löngum ferli. Hann hefur sérstaklega lagt rækt við skúlptúr en teikning leikur einnig stórt hlutverk í listsköpun hans. Í verkum Guðjóns er handverk áberandi, enda eru verk hans kunn fyrir listfengi, hugvitsemi og alúð. Manneskjan er þar fyrir miðju, líkaminn og framlenging hans í gegnum föt og verkfæri, sem og híbýli og annað í hennar nánasta umhverfi. Víðsjá hitti Guðjón á Kjarvalsstöðum.
10/4/2022 • 55 minutes
Tógólísa, bókmenntir á Vestfjörðum, mexíkósk tónlist
Íslenska heimildamyndin Togolísa var nýverið valin besta heimildamyndin á City of Angels hátíðinni, sem er kvikmyndahátíð kvenna í Los Angeles. Togolísa fjallar um rokkbúðir fyrir unglingsstúlkur í Togo, en er fyrst og fremst ástaróður til stúlknasamfélagsins í búðunum og til kvenna almennt, hvar sem er í heiminum, svo vitnað sé í leikstjóra myndarinnar Öldu Lóu Leifsdóttur, sem leit hér við í morgun. Þær Alda Lóa og Rut Sigurðardóttir, sem sá um myndatöku, verða gestir þáttarins Frá Vesturbyggð til Venezúela - Vestfirskar heimsbókmenntir - er yfirskrift bókmenntaviðburðar sem fram fer í menningarhúsinu Edinborg næstkomandi fimmtudagskvöld. Þar mæta til leiks fimm höfundar sem hafa allir ólíka tengingu við svæðið og ólíkan uppruna: Hin finnska Satu , sem hefur nýverið skrifað sinn fyrsta krimma, sem gerist á Ísafirði og rauk beint á topp metsölulistanna í Finnlandi; Helen Cova frá Venesúela, formaður Ós pressunar, rithöfundasambands höfunda af erlendum uppruna á Íslandi, og hin litháíska Greta Letúnínkæte, sem auk þess að kenna ritlist á Ísafirði hefur gefið út vinsæla bók í Litháen. Þá lesa þau Birta Ósmann Þórhallsdóttir, skáld og aðstandandi bókaforlagsins Skriðu á Patreksfirði; og Eiríkur Örn Norðdahl, rithöfundur, úr sínum verkum við tækifærið, en Eiríkur stóð auk þess að skipulagi viðburðarins. Við forvitnumst nánar um fjölbreytt samfélag rithöfunda á Vestfjörðum. Í dag tekur líka til máls nýr pistlahöfundur hér í Víðsjá, tónlistarkonan Jelena Ciric. Jelena mun í pistlum sínum fara með okkur í ferðalög vítt og breitt um strauma og stefnur hinna ýmsu tónlistarstefna, og til ólíkra landa. Að þessu sinni förum við upp á hásléttu í Mexíkó, en Jelena dvaldi í tvö ár í litlu fjallaþorpi þar í landi áður en hún settist að hér við norðurpólinn.
10/3/2022 • 0
Tógólísa, bókmenntir á Vestfjörðum, mexíkósk tónlist
Íslenska heimildamyndin Togolísa var nýverið valin besta heimildamyndin á City of Angels hátíðinni, sem er kvikmyndahátíð kvenna í Los Angeles.
Togolísa fjallar um rokkbúðir fyrir unglingsstúlkur í Togo, en er fyrst og fremst ástaróður til stúlknasamfélagsins í búðunum og til kvenna almennt, hvar sem er í heiminum, svo vitnað sé í leikstjóra myndarinnar Öldu Lóu Leifsdóttur, sem leit hér við í morgun. Þær Alda Lóa og Rut Sigurðardóttir, sem sá um myndatöku, verða gestir þáttarins
Frá Vesturbyggð til Venezúela - Vestfirskar heimsbókmenntir - er yfirskrift bókmenntaviðburðar sem fram fer í menningarhúsinu Edinborg næstkomandi fimmtudagskvöld. Þar mæta til leiks fimm höfundar sem hafa allir ólíka tengingu við svæðið og ólíkan uppruna: Hin finnska Satu , sem hefur nýverið skrifað sinn fyrsta krimma, sem gerist á Ísafirði og rauk beint á topp metsölulistanna í Finnlandi; Helen Cova frá Venesúela, formaður Ós pressunar, rithöfundasambands höfunda af erlendum uppruna á Íslandi, og hin litháíska Greta Letúnínkæte, sem auk þess að kenna ritlist á Ísafirði hefur gefið út vinsæla bók í Litháen. Þá lesa þau Birta Ósmann Þórhallsdóttir, skáld og aðstandandi bókaforlagsins Skriðu á Patreksfirði; og Eiríkur Örn Norðdahl, rithöfundur, úr sínum verkum við tækifærið, en Eiríkur stóð auk þess að skipulagi viðburðarins. Við forvitnumst nánar um fjölbreytt samfélag rithöfunda á Vestfjörðum.
Í dag tekur líka til máls nýr pistlahöfundur hér í Víðsjá, tónlistarkonan Jelena Ciric. Jelena mun í pistlum sínum fara með okkur í ferðalög vítt og breitt um strauma og stefnur hinna ýmsu tónlistarstefna, og til ólíkra landa. Að þessu sinni förum við upp á hásléttu í Mexíkó, en Jelena dvaldi í tvö ár í litlu fjallaþorpi þar í landi áður en hún settist að hér við norðurpólinn.
10/3/2022 • 55 minutes
Pastel, tónlist á RIFF, Documenta í roki og málverk í vélsmiðju Héðins
Í brekkunni rétt neðan við Akureyrarkirkju stendur fallegt gamalt hús, upprunalega byggt fyrir þjóðskáldið Matthías Jochumsson. Húsið ber heitið Sigurhæðir og þar er í dag aðsetur menningarhússins Flóru, sem heldur utan um viðburði og vinnustofur listamanna og skapandi fólks. Þaðan er Pastel ritröðin líka upprunnin, röð listaverka í smáritsformi eftir fjölbreytta flóru listamanna. Í dag koma út fimm ný smárit á vegum Pastel, sem þar með eru orðin 33 talsins. Útgáfunni verður fagnað í Mengi í Reykjavík kl 17 og á Ketilkaffi Akureyri á föstudaginn í næstu viku. Aðstandendur Flóru og Pastel, þau Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri og Kristín Þóra Kjartansdóttir, listrænn stjórnandi og staðarhaldari á Sigurhæðum eru gestir dagsins. Kvikmyndahátíðin RIFF hefst í kvöld. Einn flokkur heimildamynda sem sýndar verða á RIFF samanstendur af myndum um tónlist og tónlistarmenn. Við skoðum hvers kyns myndir það eru og heyrum hljóðbrot úr heimildamyndinni Play and rewind, sem fjallar um tónlistarmanninn Thelonious Monk. Marteinn Sindri Jónsson, doktorsnemi í listheimspeki flytur í dag sinn síðasta pistil í bili frá Kassel í Þýskalandi. Samtímalistahátíðinni Documenta lauk um liðna helgi og Marteinn Sindri tekur fyrir eitt listaverk, úr heilum hafsjó listaverka á Documenta, sem fangaði sérstaklega athygli hans. ?Ég lít á listina í miklu víðara samhengi en það að bara búa til myndlistarverk, gömul verkfæri geta í sjálfu sér verið listaverk, ef þú skoðar þau? svo sagði Gunnar Pálsson, stálsmiður og verkfræðingur, í samtali við Víðsjá morgun. Gunnar er einn þeirra sem rætt er við í þætti dagsins í tengslum við myndlistarsýningu sem verður opin í aðeins 4 klukkustundir næstkomandi laugardag, í vélarsal. Sýningin er á myndlistarsafni Markúsar Ívarssonar annars stofnanda Héðins, en hann var ástríðufullur safnari. Ættingjar Markúsar gáfu Listasafni Íslands verkin og er sýningin í vélarsal Héðins sett upp í samstarfi við safnið. Við heyrum meira af þessu undir lok þáttar. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
9/29/2022 • 0
Pastel, tónlist á RIFF, Documenta í roki og málverk í vélsmiðju Héðins
Í brekkunni rétt neðan við Akureyrarkirkju stendur fallegt gamalt hús, upprunalega byggt fyrir þjóðskáldið Matthías Jochumsson. Húsið ber heitið Sigurhæðir og þar er í dag aðsetur menningarhússins Flóru, sem heldur utan um viðburði og vinnustofur listamanna og skapandi fólks. Þaðan er Pastel ritröðin líka upprunnin, röð listaverka í smáritsformi eftir fjölbreytta flóru listamanna. Í dag koma út fimm ný smárit á vegum Pastel, sem þar með eru orðin 33 talsins. Útgáfunni verður fagnað í Mengi í Reykjavík kl 17 og á Ketilkaffi Akureyri á föstudaginn í næstu viku. Aðstandendur Flóru og Pastel, þau Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri og Kristín Þóra Kjartansdóttir, listrænn stjórnandi og staðarhaldari á Sigurhæðum eru gestir dagsins.
Kvikmyndahátíðin RIFF hefst í kvöld. Einn flokkur heimildamynda sem sýndar verða á RIFF samanstendur af myndum um tónlist og tónlistarmenn. Við skoðum hvers kyns myndir það eru og heyrum hljóðbrot úr heimildamyndinni Play and rewind, sem fjallar um tónlistarmanninn Thelonious Monk.
Marteinn Sindri Jónsson, doktorsnemi í listheimspeki flytur í dag sinn síðasta pistil í bili frá Kassel í Þýskalandi. Samtímalistahátíðinni Documenta lauk um liðna helgi og Marteinn Sindri tekur fyrir eitt listaverk, úr heilum hafsjó listaverka á Documenta, sem fangaði sérstaklega athygli hans.
?Ég lít á listina í miklu víðara samhengi en það að bara búa til myndlistarverk, gömul verkfæri geta í sjálfu sér verið listaverk, ef þú skoðar þau? svo sagði Gunnar Pálsson, stálsmiður og verkfræðingur, í samtali við Víðsjá morgun. Gunnar er einn þeirra sem rætt er við í þætti dagsins í tengslum við myndlistarsýningu sem verður opin í aðeins 4 klukkustundir næstkomandi laugardag, í vélarsal. Sýningin er á myndlistarsafni Markúsar Ívarssonar annars stofnanda Héðins, en hann var ástríðufullur safnari. Ættingjar Markúsar gáfu Listasafni Íslands verkin og er sýningin í vélarsal Héðins sett upp í samstarfi við safnið. Við heyrum meira af þessu undir lok þáttar.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
9/29/2022 • 55 minutes
Sæunn Þorsteinsdóttir, Farsótt og hönnuðurinn Hómer Simpson
Sæunn Þorsteinsdóttir er einn fremsti sellóleikari Íslands og hefur hlotið verðskuldaða athygli fyrir innblásinn og tilfinningaþrunginn leik sinn. Sæunn hefur verið búsett í Bandaríkjunum stóran hluta ævinnar, en verður í vetur staðarlistamaður hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sem slíkur kemur hún fram sem einleikari á tvennum tónleikum hljómsveitarinnar, ásamt því að halda einleikstónleika í tvígang. Sæunn verður gestur Víðsjár í svipmynd dagsins, segir okkur frá þessum og fleiri verkefnum framundan og svarar nokkrum spurningum af spurningalista Proust. Og við fáum að heyra vangaveltur arkitektúrs-sagnfræðingsins Óskars Arnórssonar. Pistill Óskars fjallar að þessu sinni um það þegar Homer Simpson hannaði bíl og hvernig við getum ekki öll fengið allt það sem við viljum þegar kemur að hönnun. Við sögu koma einnig þvottaefni á ruslahaug í Japan, Vatnshóllinn í Hlíðunum og nýjar byggingar hannaðar fyrir eldri borgara og miðaldra hvítur karl. Í dag gefur Sögufélagið út bókina Farsótt: Hundrað ár í Þingholtsstræti 25, eftir skáldið og sagnfræðinginn Kristínu Svövu Tómasdóttur. Í bókinni er ekki aðeins sögð 100 ára saga Farsóttarhússins, heldur líka saga af lækningum, saga borgar og velferðarkerfis en ekki síst saga af fólki. Víðsjá hitti Kristínu Svövu í litlu herbergi á fyrstu hæð timburhússins gamla á horni Spítalastígs og Þingholtsstrætis og forvitnaðist um bókina. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
9/28/2022 • 0
Sæunn Þorsteinsdóttir, Farsótt og hönnuðurinn Hómer Simpson
Sæunn Þorsteinsdóttir er einn fremsti sellóleikari Íslands og hefur hlotið verðskuldaða athygli fyrir innblásinn og tilfinningaþrunginn leik sinn. Sæunn hefur verið búsett í Bandaríkjunum stóran hluta ævinnar, en verður í vetur staðarlistamaður hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sem slíkur kemur hún fram sem einleikari á tvennum tónleikum hljómsveitarinnar, ásamt því að halda einleikstónleika í tvígang. Sæunn verður gestur Víðsjár í svipmynd dagsins, segir okkur frá þessum og fleiri verkefnum framundan og svarar nokkrum spurningum af spurningalista Proust.
Og við fáum að heyra vangaveltur arkitektúrs-sagnfræðingsins Óskars Arnórssonar. Pistill Óskars fjallar að þessu sinni um það þegar Homer Simpson hannaði bíl og hvernig við getum ekki öll fengið allt það sem við viljum þegar kemur að hönnun. Við sögu koma einnig þvottaefni á ruslahaug í Japan, Vatnshóllinn í Hlíðunum og nýjar byggingar hannaðar fyrir eldri borgara og miðaldra hvítur karl.
Í dag gefur Sögufélagið út bókina Farsótt: Hundrað ár í Þingholtsstræti 25, eftir skáldið og sagnfræðinginn Kristínu Svövu Tómasdóttur. Í bókinni er ekki aðeins sögð 100 ára saga Farsóttarhússins, heldur líka saga af lækningum, saga borgar og velferðarkerfis en ekki síst saga af fólki. Víðsjá hitti Kristínu Svövu í litlu herbergi á fyrstu hæð timburhússins gamla á horni Spítalastígs og Þingholtsstrætis og forvitnaðist um bókina.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
9/28/2022 • 53 minutes, 21 seconds
Samfélag sinfóníuhljómsveita, afþreyingarfarsi og lifandi þjóðtrú
Steingrímur Eyfjörð sýnir þessa dagana ný verk Í Hverfisgalleríi við Hverfisgötuna. ?Syninign kallast Wittgenstein? & Félag um lifandi þjóðtrrú, en þetta er þriðja einkasýning Steingríms hjá galleríinu. Í verkum sýningarinnar á listamaðurinn í samtali við Wittgenstein um listina sjálfa sem fyrirbæri og um skynjun lita. Hann veltir fyirr sér ímyndunaraflinu, þjóðtrúnni og menningararfi sem mögulega er að hverfa. ?Í þessum samræðum öllum leggur listamaðurinn sjálfur línurnar og heilmikla þekkingu til, sem hann safnar að sér á afar opinn máta, laus við allt stigveldi og línulega formfestu,? segir í texta sýningarskrár eftir Birtu Guðjónsdóttur listfræðing. Við lítum inn í Hverfisgallerí með Steingrími Eyfjörð í þætti dagsins. Sjónvarpsþættirnir Orkestret, sem framleiddir eru af Danmarks Radio og áhugasamir geta nálgast í gegnum spilara RÚV, hafa vakið kátínu áhorfenda undanfarið. Þættirnir eru tragikómískir gamanþættir og karakterarnir eftir því ýktir, en þrátt fyrir þann safaríka efnivið sem hin sérstæða félagseining, sinfóníuhljómsveitin, getur talist hefur hingað til lítið verið framleitt af álíka efni. Við skoðum sjónvarpsþættina Orkestret og spáum í samfélag sinfóníuhljómsveita hér á eftir. Jazzsaxófónleikarinn Pharoah Sanders, sem lést 81 árs gamall um síðustu helgi, var goðsögn í jazzheiminum. Hann spilaði stóra rullu í þróun fríjazz og trúarlegrar jazztónlistar frá og með sjöunda áratug síðustu aldar og hafði einkennandi og sérstæða nálgun í saxófónleik sínum. Sanders var þekktur fyrir notkun yfirtóna og hljómtóna, eða multiphonics, ásamt fleiri nýstárlegum aðferðum í spunalist. Hann lék í hljómsveit Johns Coltrane á sjöunda áratugnum og var að sögn Ornette Coleman, ?líklega besti tenórsaxófónleikari heims?. Eftir Sanders liggja yfir 30 plötur þar sem hann leikur leiðandi hlutverk, ásamt fjölmörgum öðrum samstarfsverkefnum. Heyrum annað brot af síðustu hljómplötunni þar sem snilli Pharoah Sanders fær að njóta sín, Promises. Platan var vínyll vikunnar hér á Rás 1 í lok janúar síðastliðins, svo áhugasamir geta hlustað á hana í heild sinni í spilara RÚV. En við hefjum leikinn á leikhúsrýni. Nína Hjálmarsdóttir fór á gamanleikinn Bara smástund, sem frumsýndur var í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
9/27/2022 • 0
Samfélag sinfóníuhljómsveita, afþreyingarfarsi og lifandi þjóðtrú
Steingrímur Eyfjörð sýnir þessa dagana ný verk Í Hverfisgalleríi við Hverfisgötuna. ?Syninign kallast Wittgenstein? & Félag um lifandi þjóðtrrú, en þetta er þriðja einkasýning Steingríms hjá galleríinu. Í verkum sýningarinnar á listamaðurinn í samtali við Wittgenstein um listina sjálfa sem fyrirbæri og um skynjun lita. Hann veltir fyirr sér ímyndunaraflinu, þjóðtrúnni og menningararfi sem mögulega er að hverfa. ?Í þessum samræðum öllum leggur listamaðurinn sjálfur línurnar og heilmikla þekkingu til, sem hann safnar að sér á afar opinn máta, laus við allt stigveldi og línulega formfestu,? segir í texta sýningarskrár eftir Birtu Guðjónsdóttur listfræðing.
Við lítum inn í Hverfisgallerí með Steingrími Eyfjörð í þætti dagsins.
Sjónvarpsþættirnir Orkestret, sem framleiddir eru af Danmarks Radio og áhugasamir geta nálgast í gegnum spilara RÚV, hafa vakið kátínu áhorfenda undanfarið. Þættirnir eru tragikómískir gamanþættir og karakterarnir eftir því ýktir, en þrátt fyrir þann safaríka efnivið sem hin sérstæða félagseining, sinfóníuhljómsveitin, getur talist hefur hingað til lítið verið framleitt af álíka efni. Við skoðum sjónvarpsþættina Orkestret og spáum í samfélag sinfóníuhljómsveita hér á eftir.
Jazzsaxófónleikarinn Pharoah Sanders, sem lést 81 árs gamall um síðustu helgi, var goðsögn í jazzheiminum. Hann spilaði stóra rullu í þróun fríjazz og trúarlegrar jazztónlistar frá og með sjöunda áratug síðustu aldar og hafði einkennandi og sérstæða nálgun í saxófónleik sínum. Sanders var þekktur fyrir notkun yfirtóna og hljómtóna, eða multiphonics, ásamt fleiri nýstárlegum aðferðum í spunalist. Hann lék í hljómsveit Johns Coltrane á sjöunda áratugnum og var að sögn Ornette Coleman, ?líklega besti tenórsaxófónleikari heims?. Eftir Sanders liggja yfir 30 plötur þar sem hann leikur leiðandi hlutverk, ásamt fjölmörgum öðrum samstarfsverkefnum. Heyrum annað brot af síðustu hljómplötunni þar sem snilli Pharoah Sanders fær að njóta sín, Promises. Platan var vínyll vikunnar hér á Rás 1 í lok janúar síðastliðins, svo áhugasamir geta hlustað á hana í heild sinni í spilara RÚV.
En við hefjum leikinn á leikhúsrýni. Nína Hjálmarsdóttir fór á gamanleikinn Bara smástund, sem frumsýndur var í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
9/27/2022 • 55 minutes
Endalok ástar, fuglalistamaður, ævintýri um missi, samtímatónlist
Í síðustu viku opnaði sýning Tilraun-æðarrækt, í Svavarssafni á Höfn í Hornafirði. Þetta er stór og þverfagleg sýning um sjálfbært sambýli æðarfugla og manna. Sýningin var 3 ár í smíðum og var upphaflega var sett upp í Norræna húsinu í vor. Sýningin sem nú hefur flogið á Höfn, er með öðru sniði þar í bæ, dreifir sér um allan bæinn og þar að auki hefur hún fengið áhugaverða viðbót, sem eru verk eftir einn helst fuglalistamann landsins, Höskuld Björnsson. Við ræðum við einn aðstandenda sýningarinnar, Hönnu Dís Whitehead, í þætti dagsins. Næstkomandi miðvikudagskvöld verða upphafstónleikar vetrartónleikaraðar kammerhópsins Nordic Affect í Mengi við Óðinsgötu. Yfirskrift tónleikanna er Ísfrétt og þar munu endalok ástarsambands koma við sögu, með frumflutningi á nýju tónverki Ingibjargar Ýrar Skarphéðinsdóttur við ljóð úr fyrstu ljóðabókar Gerðar Kristnýjar, Ísfrétt. Tónskáldið Ingibjörg Ýr verður gestur Víðsjár hér á eftir og segir okkur frá tilurð tónverksins, sem hún vann upp úr 11 ljóðum úr bókinni. Og í dag flytur tónskáldið Þráinn Hjálmarsson sinn fyrsta pistil um samtímatónlist. Þar tekur hann fyrir afbygginguna á snillingnum og þróunina sem orðið hefur í samtímatónlistarsenunni undanfarin ár í átt að samfélagslegri þátttökulist. - Samtíminn og nýja snilligáfan í pistli Þráins Hjálmarssonar í seinni hluta þáttar hér á eftir. En við byrjum í leikhúsinu. Hið stórfenglega ævintýri um missi, eftir Grímu Kristjánsdóttur, var frumsýnt á fjölum Tjarnarbíós síðastliðinn föstudag. Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í verkið.
9/26/2022 • 0
Endalok ástar, fuglalistamaður, ævintýri um missi, samtímatónlist
Í síðustu viku opnaði sýning Tilraun-æðarrækt, í Svavarssafni á Höfn í Hornafirði. Þetta er stór og þverfagleg sýning um sjálfbært sambýli æðarfugla og manna. Sýningin var 3 ár í smíðum og var upphaflega var sett upp í Norræna húsinu í vor. Sýningin sem nú hefur flogið á Höfn, er með öðru sniði þar í bæ, dreifir sér um allan bæinn og þar að auki hefur hún fengið áhugaverða viðbót, sem eru verk eftir einn helst fuglalistamann landsins, Höskuld Björnsson. Við ræðum við einn aðstandenda sýningarinnar, Hönnu Dís Whitehead, í þætti dagsins.
Næstkomandi miðvikudagskvöld verða upphafstónleikar vetrartónleikaraðar kammerhópsins Nordic Affect í Mengi við Óðinsgötu. Yfirskrift tónleikanna er Ísfrétt og þar munu endalok ástarsambands koma við sögu, með frumflutningi á nýju tónverki Ingibjargar Ýrar Skarphéðinsdóttur við ljóð úr fyrstu ljóðabókar Gerðar Kristnýjar, Ísfrétt. Tónskáldið Ingibjörg Ýr verður gestur Víðsjár hér á eftir og segir okkur frá tilurð tónverksins, sem hún vann upp úr 11 ljóðum úr bókinni.
Og í dag flytur tónskáldið Þráinn Hjálmarsson sinn fyrsta pistil um samtímatónlist. Þar tekur hann fyrir afbygginguna á snillingnum og þróunina sem orðið hefur í samtímatónlistarsenunni undanfarin ár í átt að samfélagslegri þátttökulist. - Samtíminn og nýja snilligáfan í pistli Þráins Hjálmarssonar í seinni hluta þáttar hér á eftir.
En við byrjum í leikhúsinu. Hið stórfenglega ævintýri um missi, eftir Grímu Kristjánsdóttur, var frumsýnt á fjölum Tjarnarbíós síðastliðinn föstudag. Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í verkið.
9/26/2022 • 55 minutes
Björk
Björk Gu ðmundsdóttir verður gestur Víðsjár í dag. Björk hefur þegar gefið út þrjú lög af væntanlegri plötu, Fossoru. Við ræðum þessi lög í dag, en líka plötuna í heild sinni, hvaða fræ gáfu henni líf, hvaða tilfinningar gáfu henni kjöl og hvaða taktar komu henni á flug. Björk segir okkur frá óendanlega skapandi ferli við hljóð- og myndheim plötunnar, hlátursköstum og náttúrunni á Þingvöllum, hljóminum í sorginni, tengingunni við gabba-taktinn, vindmyllum og vonbrigðum, frægð í æsku, tilfinningahnitum og ástarlögum. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
9/22/2022 • 0
Björk
Björk Guðmundsdóttir verður gestur Víðsjár í dag. Björk hefur þegar gefið út þrjú lög af væntanlegri plötu, Fossoru. Við ræðum þessi lög í dag, en líka plötuna í heild sinni, hvaða fræ gáfu henni líf, hvaða tilfinningar gáfu henni kjöl og hvaða taktar komu henni á flug.
Björk segir okkur frá óendanlega skapandi ferli við hljóð- og myndheim plötunnar, hlátursköstum og náttúrunni á Þingvöllum, hljóminum í sorginni, tengingunni við gabba-taktinn, vindmyllum og vonbrigðum, frægð í æsku, tilfinningahnitum og ástarlögum.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
9/22/2022 • 55 minutes
Summa og sundrung, Hugarflug, Documenta
Hugarflug, árleg rannsóknarráðstefna Listaháskóla Íslands, er vettvangur fyrir opna, faglega og gagnrýna umræðu um listir, hönnun, og arkitektúr. Þema hátíðarinnar þetta árið er Enginn er eyland. Leitast verður við að greina þá víðsjárverðu tíma sem við lifum, og hugsa hvernig best sé að hlúa að samfélögum okkar og næra grunngildi þeirra. Fjöldi fólks tekur til máls og meðal þeirra er Karl Kvaran arkitekt, en hann opnar Hugarflug með stafrænni innsetningu sem tengir saman franska heimspeki Édouard Glissant og framtíðarsýn bandaríska arkitektsins Richard Buckminister Fuller. Karl Kvaran verður gestur okkar í dag. Í Listasafni Árnesinga í Hveragerði opnaði nýlega metnaðarfull sýning undir yfirskriftinni Summa og sundrung. Sýningin er umfangsmikið samvinnuverkefni sem spannar áratugalanga ferla vi?deo?- og raflistarfrumkvo?ðlanna Garys Hill, Steinu og Woodys Vasulka. Víðsjá brunaði í Hveragerði um helgina og hitti þar einn af þremur sýningarstjórum sýningarinnar, Halldór Björn Runólfsson, ásamt bandaríska vídjólistamanninum Gary Hill, sem sýnir í fyrsta sinn verk sín á Íslandi. Og við fáum fréttir frá Kassel í Þýskalandi. Mikill styr hefur staðið um hátíðina sökum ásakana um gyðingahatur í myndmáli nokkurra verka sem eru til sýnis. Svo mikið fjaðrafok hefur orðið að menningarmálaráðherra Þýskalands tók afstöðu til málsins, framkvæmdastjórn hátíðarinnar sagði af sér og einhverjir listamenn tekið verk sín af svæðinu. Marteinn Sindri Jónsson færir okkur fréttir frá Kassel í þætti dagsins.
9/21/2022 • 0
Summa og sundrung, Hugarflug, Documenta
Hugarflug, árleg rannsóknarráðstefna Listaháskóla Íslands, er vettvangur fyrir opna, faglega og gagnrýna umræðu um listir, hönnun, og arkitektúr. Þema hátíðarinnar þetta árið er Enginn er eyland. Leitast verður við að greina þá víðsjárverðu tíma sem við lifum, og hugsa hvernig best sé að hlúa að samfélögum okkar og næra grunngildi þeirra. Fjöldi fólks tekur til máls og meðal þeirra er Karl Kvaran arkitekt, en hann opnar Hugarflug með stafrænni innsetningu sem tengir saman franska heimspeki Édouard Glissant og framtíðarsýn bandaríska arkitektsins Richard Buckminister Fuller. Karl Kvaran verður gestur okkar í dag.
Í Listasafni Árnesinga í Hveragerði opnaði nýlega metnaðarfull sýning undir yfirskriftinni Summa og sundrung. Sýningin er umfangsmikið samvinnuverkefni sem spannar áratugalanga ferla vi?deo?- og raflistarfrumkvo?ðlanna Garys Hill, Steinu og Woodys Vasulka. Víðsjá brunaði í Hveragerði um helgina og hitti þar einn af þremur sýningarstjórum sýningarinnar, Halldór Björn Runólfsson, ásamt bandaríska vídjólistamanninum Gary Hill, sem sýnir í fyrsta sinn verk sín á Íslandi.
Og við fáum fréttir frá Kassel í Þýskalandi. Mikill styr hefur staðið um hátíðina sökum ásakana um gyðingahatur í myndmáli nokkurra verka sem eru til sýnis. Svo mikið fjaðrafok hefur orðið að menningarmálaráðherra Þýskalands tók afstöðu til málsins, framkvæmdastjórn hátíðarinnar sagði af sér og einhverjir listamenn tekið verk sín af svæðinu. Marteinn Sindri Jónsson færir okkur fréttir frá Kassel í þætti dagsins.
9/21/2022 • 51 minutes, 47 seconds
Mannöld í Surtsey, söngleikur í Þjóðleikhúsi og grátur í smábílum
Í tilefni haustveðursins er jazzsöngkonuþema í Víðsjá dagsins, og við byrjum á ungri íslenskri söngkonu. Í sumarbyrjun kom út jazzplatan More than you know, en á henni flytja þau Silva Þórðardóttir og Steingrímur Teague jazzstandarda í eigin útsetningum. Platan verður flutt í heild sinni í Salnum í Kópavogi í hádeginu á morgun, jazzunnendum eflaust til mikillar gleði. Silva leit aðeins við í hljóðstofu Víðsjár, sagði okkur frá samstarfi þeirra Steingríms og nýju lagi sem þau munu gefa út á næstu dögum Pistlahöfundurinn og skáldið Örn Elvar Arnarson flytur okkur í dag sinn þriðja pistil, og að þessu sinni er gráturinn, í sínum fjölbreyttu birtingarmyndum, honum hugleikinn. Við fáum líka leikhúsgagnrýni frá sviðshöfundinum Nínu Hjálmarsdóttur, sem sótti síðastliðið föstudagskvöld frumsýningu á söngleiknum Sem á himni í Þjóðleikhúsinu. Á sýningunni Séstey / Hverfey sýnir Þorgerður Ólafsdóttir ný listaverk og aðra muni í Surtseyjarstofu í Vestmannaeyjum. Á sýningunni veltir Þorgerður upp hugmyndum um hvernig nýr staður verður til í menningarlegum skilningi og gerir tilraun til að kortleggja breytileika Surtseyjar út frá náttúrulegum ferlum og þeim sem við mannfólkið ýtum af stað. Við heimsækjum Þorgerði á vinnustofuna í þætti dagsins og fáum að skoða rekaefni, heyra af frökkunum sem vildu gera Surtsey að franskri nýlendu og fótspori í móbergi frá 1965, sem hugsanlega er búið að fá eiganda. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
9/20/2022 • 0
Mannöld í Surtsey, söngleikur í Þjóðleikhúsi og grátur í smábílum
Í tilefni haustveðursins er jazzsöngkonuþema í Víðsjá dagsins, og við byrjum á ungri íslenskri söngkonu. Í sumarbyrjun kom út jazzplatan More than you know, en á henni flytja þau Silva Þórðardóttir og Steingrímur Teague jazzstandarda í eigin útsetningum. Platan verður flutt í heild sinni í Salnum í Kópavogi í hádeginu á morgun, jazzunnendum eflaust til mikillar gleði. Silva leit aðeins við í hljóðstofu Víðsjár, sagði okkur frá samstarfi þeirra Steingríms og nýju lagi sem þau munu gefa út á næstu dögum
Pistlahöfundurinn og skáldið Örn Elvar Arnarson flytur okkur í dag sinn þriðja pistil, og að þessu sinni er gráturinn, í sínum fjölbreyttu birtingarmyndum, honum hugleikinn.
Við fáum líka leikhúsgagnrýni frá sviðshöfundinum Nínu Hjálmarsdóttur, sem sótti síðastliðið föstudagskvöld frumsýningu á söngleiknum Sem á himni í Þjóðleikhúsinu.
Á sýningunni Séstey / Hverfey sýnir Þorgerður Ólafsdóttir ný listaverk og aðra muni í Surtseyjarstofu í Vestmannaeyjum. Á sýningunni veltir Þorgerður upp hugmyndum um hvernig nýr staður verður til í menningarlegum skilningi og gerir tilraun til að kortleggja breytileika Surtseyjar út frá náttúrulegum ferlum og þeim sem við mannfólkið ýtum af stað. Við heimsækjum Þorgerði á vinnustofuna í þætti dagsins og fáum að skoða rekaefni, heyra af frökkunum sem vildu gera Surtsey að franskri nýlendu og fótspori í móbergi frá 1965, sem hugsanlega er búið að fá eiganda.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
9/20/2022 • 55 minutes
Kerfið, Hallsteinn Sigurðsson, Þeramín, Javier Marías og Á eigin vegum
Leikverkið Á eigin vegum var frumsýnt í Borgarleikhúsinu síðastliðið laugardagskvöld. Leikgerðin byggir á skáldsögu metsöluhöfundarins Kristínar Steinsdóttur sem kom út árið 2006, en bókin var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og hlaut Fjöruverðlaunin árið 2007. Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í verkið. Hallsteinn Sigurðsson myndhöggvari á að baki langan feril prýddan fjölbreyttum verkum. Frá því hann kom úr námi í byrjun sjöunda áratugarins hefur hann unnið þvívíð verk, fyrst og fremst í steypu, stál, járn og ál. Mörg útiverka hans eru kunnugir félagar í borgarlandslaginu, en þekktust eru sennilega álverkin 16 sem standa í Gufunesi. Listamaðurinn hafði sjálfur frumkvæði að þeim garði og gaf borginni síðar öll verkin. Víðsjá heimsótti Café Pysju í Grafarvogi þar sem nú stendur yfir sýning sem kallast Í Hallsteins nafni. Einn fremsti rithöfundur Spánar, Javier Marías, féll frá í síðustu viku, sjötugur að aldri. Marías, sem lengi hefur verið orðaður við bókmenntaverðlaun Nóbels, gaf út sextán skáldsögur og hafa verk eftir hann verið þýdd á 46 tungumál. Marías var einnig afkastamikill þýðandi, auk þess að vera fastur penni í spænska dagblaðinu El País. Gauti Kristmannsson fjallar um Javier Marias í þætti dagsins. Síðustu átt ár hefur Elvar Örn Kjartansson, ljósmyndari, unnið að umfangsmiklu ljósmyndaverkefni þar sem hann hefur heimsótt fyrirtæki og stofnanir á Íslandi og myndað þar ýmis rými. Um er að ræða sto?rt og flo?kið kerfi sem samanstendur af mannvirkjum, stofnunum og þjónustufyrirtækjum og o?teljandi pörtum sem eru innviðir þess. Hvert og eitt þeirra þjo?nar sínum sérstaka tilgangi og sér til þess að þjo?ðfe?lagið nær að ganga sinn vanagang frá degi til dags og við lifum og hrærumst i? því nánast óafvitandi. Víðsjá heimsótti ljósmyndasýninguna Kerfið og við heyrum af því í lok þáttar. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
9/19/2022 • 0
Kerfið, Hallsteinn Sigurðsson, Þeramín, Javier Marías og Á eigin vegum
Leikverkið Á eigin vegum var frumsýnt í Borgarleikhúsinu síðastliðið laugardagskvöld. Leikgerðin byggir á skáldsögu metsöluhöfundarins Kristínar Steinsdóttur sem kom út árið 2006, en bókin var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og hlaut Fjöruverðlaunin árið 2007. Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í verkið.
Hallsteinn Sigurðsson myndhöggvari á að baki langan feril prýddan fjölbreyttum verkum. Frá því hann kom úr námi í byrjun sjöunda áratugarins hefur hann unnið þvívíð verk, fyrst og fremst í steypu, stál, járn og ál. Mörg útiverka hans eru kunnugir félagar í borgarlandslaginu, en þekktust eru sennilega álverkin 16 sem standa í Gufunesi. Listamaðurinn hafði sjálfur frumkvæði að þeim garði og gaf borginni síðar öll verkin. Víðsjá heimsótti Café Pysju í Grafarvogi þar sem nú stendur yfir sýning sem kallast Í Hallsteins nafni.
Einn fremsti rithöfundur Spánar, Javier Marías, féll frá í síðustu viku, sjötugur að aldri. Marías, sem lengi hefur verið orðaður við bókmenntaverðlaun Nóbels,
gaf út sextán skáldsögur og hafa verk eftir hann verið þýdd á 46 tungumál. Marías var einnig afkastamikill þýðandi, auk þess að vera fastur penni í spænska dagblaðinu El País. Gauti Kristmannsson fjallar um Javier Marias í þætti dagsins.
Síðustu átt ár hefur Elvar Örn Kjartansson, ljósmyndari, unnið að umfangsmiklu ljósmyndaverkefni þar sem hann hefur heimsótt fyrirtæki og stofnanir á Íslandi og myndað þar ýmis rými. Um er að ræða sto?rt og flo?kið kerfi sem samanstendur af mannvirkjum, stofnunum og þjónustufyrirtækjum og o?teljandi pörtum sem eru innviðir þess. Hvert og eitt þeirra þjo?nar sínum sérstaka tilgangi og sér til þess að þjo?ðfe?lagið nær að ganga sinn vanagang frá degi til dags og við lifum og hrærumst i? því nánast óafvitandi. Víðsjá heimsótti ljósmyndasýninguna Kerfið og við heyrum af því í lok þáttar.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
9/19/2022 • 55 minutes
Stórsveitarstjarna, Godard, Documenta, Þorsteinn og tvöföld vandræði
Myndlistarkonurnar Dóra Emilsdóttir og Kristín Gunnlaugsdóttir hafa verið vinkonur frá því að þær kynntust í Myndlistar- og handíðaskólanum. Þær hafa alla tíð síðan átt ríkt samtal um listina en það var ekki fyrr en kófið skall á sem samtalið varð að samstarfi. Afraksturinn er til sýnis í Listval á Granda, og þangað höldum við í dag. VIð komum líka við í Hörpu og ræðum við skærastu stjörnu stórsveitaheimsins, Mariu Schneider frá New York, en hún stjórnar afmælistónleikum Stórsveitar Reykjavíkur um helgina. Þó að Maria Schneider hafi einkum helgað krafta sína stórsveitaskrifum hefur hún einnig komið að klassískri tónlist og unnið með poppgoðinu David Bowie, svo eitthvað sé nefnt. Maria Schneider hefur hlotið Grammy verðlaunin sjö sinnum og 14 tilnefningar. Einnig fáum við sendingu frá Marteini Sindra Jónssyni um Documenta hátíðina í Kassel, heyrum af skáldskap Þorsteins frá Hamri og fáum pistil frá Óskari Arnórssyni, arkitekt, um París Jean Luc Godards, sem lést í þessari viku. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
9/15/2022 • 0
Stórsveitarstjarna, Godard, Documenta, Þorsteinn og tvöföld vandræði
Myndlistarkonurnar Dóra Emilsdóttir og Kristín Gunnlaugsdóttir hafa verið vinkonur frá því að þær kynntust í Myndlistar- og handíðaskólanum. Þær hafa alla tíð síðan átt ríkt samtal um listina en það var ekki fyrr en kófið skall á sem samtalið varð að samstarfi. Afraksturinn er til sýnis í Listval á Granda, og þangað höldum við í dag.
VIð komum líka við í Hörpu og ræðum við skærastu stjörnu stórsveitaheimsins, Mariu Schneider frá New York, en hún stjórnar afmælistónleikum Stórsveitar Reykjavíkur um helgina. Þó að Maria Schneider hafi einkum helgað krafta sína stórsveitaskrifum hefur hún einnig komið að klassískri tónlist og unnið með poppgoðinu David Bowie, svo eitthvað sé nefnt. Maria Schneider hefur hlotið Grammy verðlaunin sjö sinnum og 14 tilnefningar.
Einnig fáum við sendingu frá Marteini Sindra Jónssyni um Documenta hátíðina í Kassel, heyrum af skáldskap Þorsteins frá Hamri og fáum pistil frá Óskari Arnórssyni, arkitekt, um París Jean Luc Godards, sem lést í þessari viku.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
9/15/2022 • 55 minutes
Svipmynd af Ingibjörgu Björnsdóttur og fyrirlestur Sigurðar Nordal
Líkt og verið hefur síðustu miðvikudaga fær svipmynd af listamanni gott pláss í síðari hluta þáttar. Gestur okkar í dag er Ingibjörg Björnsdóttir, dansari, sem valdi með sér nokkur lög og segir okkur örlítið af viðburðaríkum listamannsferli sínum. Ingibjörg hlaut Fálkaorðuna fyrir brautryðjendastarf á sviði íslenskrar danslistar árið 2012 enda má að stórum hluta þakka ástríðu hennar og eljusemi framgang danslistar hér á landi. Ingibjörg Björnsdóttir hóf ung að árum störf sem dansari við Þjóðleikhús Íslands, þar sem hún steig spor í fjölmörgum leikritum, óperum og söngleikjum. Hún stóð, ásamt fleirum, að stofnun Íslenska Dansflokksins árið 1973 og dansaði með flokknum, þó hún væri ekki formlegur meðlimur. Ingibjörg hefur einnig samið fjölda dansa og dansverka, meðal annars fyrir Íslenska Dansflokkinn, leikhús og óperusýningar. Hún kenndi um árabil við Ballettskóla Sigríðar Ármann og varð fyrsti skólastjóri Listdansskóla Þjóðleikhússins, sem í dag heitir Listdansskóli Íslands. Því starfi gengdi hún í tvo áratugi. Ingibjörg hefur verið virk í félagsmálum listdansara og hún er enn að dansa, því hún er meðal dansara í verðlaunasýningunni Ball. Í dag, Á fæðingardegi dr. Sigurðar Nordals, gengst stofnun árna magnussonar fyrir svokölluðum Sigurðar Nordals fyrirlestri. Fyrirlesari að þessu sinni er Finnur Ulf Dellsén, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og gistiprófessor við Høgskolen i Innlandet í Noregi. Rannsóknir Finns hafa að mestu leyti snúist um hvernig við öðlumst skilning og þekkingu á heiminum, sérstaklega í vísindum og með hjálp þeirra. Árið 2019 hlaut Finnur bæði hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs og Nils Klim-verðlaunin sem veitt eru ungum norrænum fræðimanni fyrir framúrskarandi rannsóknir á sviði hugvísinda, félagsvísinda, lögfræði og guðfræði. Fyrirlestur FInns í dag kallast: Fyrir hverja eru fræðin? Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
9/14/2022 • 0
Svipmynd af Ingibjörgu Björnsdóttur og fyrirlestur Sigurðar Nordal
Líkt og verið hefur síðustu miðvikudaga fær svipmynd af listamanni gott pláss í síðari hluta þáttar. Gestur okkar í dag er Ingibjörg Björnsdóttir, dansari, sem valdi með sér nokkur lög og segir okkur örlítið af viðburðaríkum listamannsferli sínum. Ingibjörg hlaut Fálkaorðuna fyrir brautryðjendastarf á sviði íslenskrar danslistar árið 2012 enda má að stórum hluta þakka ástríðu hennar og eljusemi framgang danslistar hér á landi. Ingibjörg Björnsdóttir hóf ung að árum störf sem dansari við Þjóðleikhús Íslands, þar sem hún steig spor í fjölmörgum leikritum, óperum og söngleikjum. Hún stóð, ásamt fleirum, að stofnun Íslenska Dansflokksins árið 1973 og dansaði með flokknum, þó hún væri ekki formlegur meðlimur. Ingibjörg hefur einnig samið fjölda dansa og dansverka, meðal annars fyrir Íslenska Dansflokkinn, leikhús og óperusýningar. Hún kenndi um árabil við Ballettskóla Sigríðar Ármann og varð fyrsti skólastjóri Listdansskóla Þjóðleikhússins, sem í dag heitir Listdansskóli Íslands. Því starfi gengdi hún í tvo áratugi. Ingibjörg hefur verið virk í félagsmálum listdansara og hún er enn að dansa, því hún er meðal dansara í verðlaunasýningunni Ball.
Í dag, Á fæðingardegi dr. Sigurðar Nordals, gengst stofnun árna magnussonar fyrir svokölluðum Sigurðar Nordals fyrirlestri. Fyrirlesari að þessu sinni er Finnur Ulf Dellsén, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og gistiprófessor við Høgskolen i Innlandet í Noregi. Rannsóknir Finns hafa að mestu leyti snúist um hvernig við öðlumst skilning og þekkingu á heiminum, sérstaklega í vísindum og með hjálp þeirra. Árið 2019 hlaut Finnur bæði hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs og Nils Klim-verðlaunin sem veitt eru ungum norrænum fræðimanni fyrir framúrskarandi rannsóknir á sviði hugvísinda, félagsvísinda, lögfræði og guðfræði.
Fyrirlestur FInns í dag kallast: Fyrir hverja eru fræðin?
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
9/14/2022 • 52 minutes, 24 seconds
Barokkband og brennandi hlutir, Rof, ástarpungar og kleinur
Við brennum bækur, kerti, geithafra, sinu, teslur og syndaseli. Við brennum í æðum, lungum, við brennum fyrir, við brennum upp og með eld í hjarta kveikjum við elda sem brenna brýr. Á sýningunni Eldskírn veltir myndlistarkonan Sigrún Hlín Sigurðardóttir fyrir sér eldinum í tungumálinu og eldinum í menningarsögu vesturlanda. Handprjónuð textílverk hanga úr loftinu í Listasal Mosfellsbæjar og sýna mismunandi brennandi fyrirbæri. Víðsjá hitti Sigrúnu Hlín og fékk leiðsögn um sýninguna. Í kvöld og næsta sunnudagskvöld verða lokasýningar á dansverkinu Rof í Tjarnarbíói. Danshöfundur Rofs er Sveinbjörg Þórhallsdóttir en tónlistin er eftir Valgeir Sigurðsson. Halla Þórðardóttir, dansari, fékk tilnefningu sem dansari ársins á Grímunni árið 2021, fyrir túlkun sína á þessu sérstæða sólóverki, og kemur í hljóðstofu ásamt danshöfundinum Sveinbjörgu. Getur bakkelsi verið arkitektónískt? Þegar þú velur kanilsnúð, hvernig getur þú verið viss um að hann velji ekki þig? Eru kleinur fagrar listir og ástarpungar harðkjarnamódernistar? Þannig spyr Óskar Arnórsson, arkitekt, í pistli dagsins, sem að þessu sinni veltir fyrir sér muninum á ástarpung og kleinu. Við kynnum okkur að lokum nýja plötu sem kom út í síðustu viku á vegum Sono Luminus. Það er platan Two Sides, með flutningi Barokkbandsins Brák á barokktónlist og nýjum, íslenskum verkum eftir tónskáldin Finn Karlsson, Þráin Hjálmarsson, Bergrúnu Snæbjörsdóttur og Kristinn Kristinsson. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
9/13/2022 • 0
Barokkband og brennandi hlutir, Rof, ástarpungar og kleinur
Við brennum bækur, kerti, geithafra, sinu, teslur og syndaseli. Við brennum í æðum, lungum, við brennum fyrir, við brennum upp og með eld í hjarta kveikjum við elda sem brenna brýr. Á sýningunni Eldskírn veltir myndlistarkonan Sigrún Hlín Sigurðardóttir fyrir sér eldinum í tungumálinu og eldinum í menningarsögu vesturlanda. Handprjónuð textílverk hanga úr loftinu í Listasal Mosfellsbæjar og sýna mismunandi brennandi fyrirbæri. Víðsjá hitti Sigrúnu Hlín og fékk leiðsögn um sýninguna.
Í kvöld og næsta sunnudagskvöld verða lokasýningar á dansverkinu Rof í Tjarnarbíói. Danshöfundur Rofs er Sveinbjörg Þórhallsdóttir en tónlistin er eftir Valgeir Sigurðsson. Halla Þórðardóttir, dansari, fékk tilnefningu sem dansari ársins á Grímunni árið 2021, fyrir túlkun sína á þessu sérstæða sólóverki, og kemur í hljóðstofu ásamt danshöfundinum Sveinbjörgu.
Getur bakkelsi verið arkitektónískt? Þegar þú velur kanilsnúð, hvernig getur þú verið viss um að hann velji ekki þig? Eru kleinur fagrar listir og ástarpungar harðkjarnamódernistar? Þannig spyr Óskar Arnórsson, arkitekt, í pistli dagsins, sem að þessu sinni veltir fyrir sér muninum á ástarpung og kleinu.
Við kynnum okkur að lokum nýja plötu sem kom út í síðustu viku á vegum Sono Luminus. Það er platan Two Sides, með flutningi Barokkbandsins Brák á barokktónlist og nýjum, íslenskum verkum eftir tónskáldin Finn Karlsson, Þráin Hjálmarsson, Bergrúnu Snæbjörsdóttur og Kristinn Kristinsson.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
9/13/2022 • 55 minutes
Stórhríð í Ásmundarsafni, útgáfa hjóna og Theodor Kallifatides
Á fimmtudaginn síðasta fór fram tvöfalt útgáfuhóf hjónanna Sigrúnar Ölbu Sigurðardóttur, menningarfræðings og Björns Þorsteinssonar, heimspekings. Bók Sigrúnar Ölbu, Snjóflyksur á næturhimni, er í senn persónuleg og heimspekileg umfjöllun um samspil ljósmynda, minninga og veruleika, en í bókinni rýnir höfundur í eigið líf og annarra í gegnum ljósmyndir og fjallar um ljósmyndina sem listmiðil. Verufræði Björns Þorsteinssonar er afrakstur áratuga fræðivinnu, en Björn starfar sem prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. Í henni tekst höfundurinn á við krefjandi spurningar á sviði verufræði, eins og eðli tilvistarinnar og tengsl skynjunar og skynsemi. Þau Björn og Sigrún Alba eru gestir Víðsjár í þætti dagsins. Í Ásmundarsafni hefur verið í gangi í þónokkurn tíma sýningarröð þar sem fram fer samtal ólíkra listamanna við Ásmund Sveinsson. Að þessu sinni er það Unndór Egill Jónsson sem hefur kafað í veröld Ásmundar og lætur verkin tala á sýningu sem opnaði dyr sínar um helgina. Sýningin kallast Eftir stórhríðina, en titillinn er fengin úr bréfi sem Ásmundur skrifaði móður sinni frá Kaupmannahöfn 1920. Víðsjá heimsótti safnið fyrir helgi og náði að draga Unndór frá undirbúningi í spjall um Ásmund sem innblástur. Nýtt land utan við gluggann minn eftir Theodor Kallifatides kom út í íslenskri þýðingu Halls Páls Jónssonar í vor. Kallifatides yfirgaf Grikkland árið 1964 og fluttist til Svíþjóðar, þá 26 ára gamall. Hann náði fljótt tökum á tungumálinu og örfáum árum síðar gaf hann út sína fyrstu bók og er nú í hópi þekktustu rithöfunda Svía. Í bókinni fjallar hann um uppruna sinn og stöðu eftir áratuga búsetu í nýja landinu. ?Ég hef ekki orðið sænskur, jafnvel þótt ég sé ekki lengur sá Grikki sem ég hélt að ég væri. Ég er ekki einu sinni hundrað prósent útlendingur.? Gauti Kristmannsson fjallar um Nýtt land utan við gluggann minn í þætti dagsins.
9/12/2022 • 0
Stórhríð í Ásmundarsafni, útgáfa hjóna og Theodor Kallifatides
Á fimmtudaginn síðasta fór fram tvöfalt útgáfuhóf hjónanna Sigrúnar Ölbu Sigurðardóttur, menningarfræðings og Björns Þorsteinssonar, heimspekings. Bók Sigrúnar Ölbu, Snjóflyksur á næturhimni, er í senn persónuleg og heimspekileg umfjöllun um samspil ljósmynda, minninga og veruleika, en í bókinni rýnir höfundur í eigið líf og annarra í gegnum ljósmyndir og fjallar um ljósmyndina sem listmiðil. Verufræði Björns Þorsteinssonar er afrakstur áratuga fræðivinnu, en Björn starfar sem prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. Í henni tekst höfundurinn á við krefjandi spurningar á sviði verufræði, eins og eðli tilvistarinnar og tengsl skynjunar og skynsemi. Þau Björn og Sigrún Alba eru gestir Víðsjár í þætti dagsins.
Í Ásmundarsafni hefur verið í gangi í þónokkurn tíma sýningarröð þar sem fram fer samtal ólíkra listamanna við Ásmund Sveinsson. Að þessu sinni er það Unndór Egill Jónsson sem hefur kafað í veröld Ásmundar og lætur verkin tala á sýningu sem opnaði dyr sínar um helgina. Sýningin kallast Eftir stórhríðina, en titillinn er fengin úr bréfi sem Ásmundur skrifaði móður sinni frá Kaupmannahöfn 1920. Víðsjá heimsótti safnið fyrir helgi og náði að draga Unndór frá undirbúningi í spjall um Ásmund sem innblástur.
Nýtt land utan við gluggann minn eftir Theodor Kallifatides kom út í íslenskri þýðingu Halls Páls Jónssonar í vor.
Kallifatides yfirgaf Grikkland árið 1964 og fluttist til Svíþjóðar, þá 26 ára gamall. Hann náði fljótt tökum á tungumálinu og örfáum árum síðar gaf hann út sína fyrstu bók og er nú í hópi þekktustu rithöfunda Svía. Í bókinni fjallar hann um uppruna sinn og stöðu eftir áratuga búsetu í nýja landinu. ?Ég hef ekki orðið sænskur, jafnvel þótt ég sé ekki lengur sá Grikki sem ég hélt að ég væri. Ég er ekki einu sinni hundrað prósent útlendingur.? Gauti Kristmannsson fjallar um Nýtt land utan við gluggann minn í þætti dagsins.
9/12/2022 • 55 minutes
Óður til bensínstöðvar, æskuminningar, landverðir og Tove Janson
Á Ljósmyndasafni Reykjavíkur stendur nú yfir sýning undir yfirskriftinni Landvörður. Það er sýning á ljósmyndum Jessicu Auer, listakonu sem búsett er á Seyðisfirði og hefur síðustu ár unnið markvisst að myndrænni skrásetningu á áhrifum fjöldaferðamennsku á íslenskt landslag og samfélag. Í dag munu Félagar í Landvarðafélagi Íslands veita innsýn í heim landvarða með erindum á Ljósmyndasafninu. Þær Nína Aradóttir, formaður Landvarðafélags Íslands, og Júlía Björnsdóttir, landvörður í Öskju, munu fjalla um mikilvægi náttúrutúlkunar þegar kemur að náttúruvernd. Víðsjá heimsótti sýninguna og heyrði nánar af viðburðinum og starfi þeirra Júlíu og Nínu sem landverðir. Á laugardag fer fram viðburður í Hörpu undir yfirskriftinni Dagur á mörkum veruleika og ímyndunar í heimi Tove Jansson. Flestir þekkja Jansson sem höfund Múmínálfanna, en hún var stórbrotin persóna og mikill listamaður. Líf hennar og ævistarf kveikir allskyns vangaveltur og spurningar sem verða reifaðar með fjölbreyttum hópi gesta í Hörpu. Gerður Kristný skipulagði dagskrána og hún verður gestur okkar í þætti dagsins ásamt séra Sigríði Guðmarsdóttur, sem tekur þátt í málstofu sem kallast Andspænis halastjörnunni: Trú, fagurfræði og heimspeki í múmíndal Skáldið Örn Elvar Arnarsson flytur okkur sinn annan pistil, sem að þessu sinni snertir á byggingu sem hann tengist sterkum böndum, bensínstöð sem er við það að hverfa úr borgarlandslaginu. Á þriðjudag var borinn til grafar Erlingur Jónsson myndhöggvari, fæddur árið 1930 á Vatnsleysuströnd. Erlingur starfaði að list sinni áratugum saman, meðal annars í Noregi og Reykjanesbæ en fyrst, um miðja 20. öldina, starfaði hann sem nemandi og aðstoðarmaður Sigurjóns Ólafssonar. Í þætti sem var fluttur hér á Rás1 árið 2010 sem hét ?Erlingur minn, hvað ertu nú að gera?? sagði Erlingur frá fyrstu upplifun sinni af myndlistinni og hugmyndinni um rými í henni. Við heyrum þessa lýsingu í þætti dagsins. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
9/8/2022 • 0
Óður til bensínstöðvar, æskuminningar, landverðir og Tove Janson
Á Ljósmyndasafni Reykjavíkur stendur nú yfir sýning undir yfirskriftinni Landvörður. Það er sýning á ljósmyndum Jessicu Auer, listakonu sem búsett er á Seyðisfirði og hefur síðustu ár unnið markvisst að myndrænni skrásetningu á áhrifum fjöldaferðamennsku á íslenskt landslag og samfélag. Í dag munu Félagar í Landvarðafélagi Íslands veita innsýn í heim landvarða með erindum á Ljósmyndasafninu. Þær Nína Aradóttir, formaður Landvarðafélags Íslands, og Júlía Björnsdóttir, landvörður í Öskju, munu fjalla um mikilvægi náttúrutúlkunar þegar kemur að náttúruvernd. Víðsjá heimsótti sýninguna og heyrði nánar af viðburðinum og starfi þeirra Júlíu og Nínu sem landverðir.
Á laugardag fer fram viðburður í Hörpu undir yfirskriftinni Dagur á mörkum veruleika og ímyndunar í heimi Tove Jansson. Flestir þekkja Jansson sem höfund Múmínálfanna, en hún var stórbrotin persóna og mikill listamaður. Líf hennar og ævistarf kveikir allskyns vangaveltur og spurningar sem verða reifaðar með fjölbreyttum hópi gesta í Hörpu. Gerður Kristný skipulagði dagskrána og hún verður gestur okkar í þætti dagsins ásamt séra Sigríði Guðmarsdóttur, sem tekur þátt í málstofu sem kallast Andspænis halastjörnunni: Trú, fagurfræði og heimspeki í múmíndal
Skáldið Örn Elvar Arnarsson flytur okkur sinn annan pistil, sem að þessu sinni snertir á byggingu sem hann tengist sterkum böndum, bensínstöð sem er við það að hverfa úr borgarlandslaginu.
Á þriðjudag var borinn til grafar Erlingur Jónsson myndhöggvari, fæddur árið 1930 á Vatnsleysuströnd. Erlingur starfaði að list sinni áratugum saman, meðal annars í Noregi og Reykjanesbæ en fyrst, um miðja 20. öldina, starfaði hann sem nemandi og aðstoðarmaður Sigurjóns Ólafssonar. Í þætti sem var fluttur hér á Rás1 árið 2010 sem hét ?Erlingur minn, hvað ertu nú að gera?? sagði Erlingur frá fyrstu upplifun sinni af myndlistinni og hugmyndinni um rými í henni. Við heyrum þessa lýsingu í þætti dagsins.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
9/8/2022 • 55 minutes
Svipmynd af Margréti H Blöndal, sjónlýsingar og Andrej Kurkov
Eins og síðustu miðvikudaga verður í þætti dagsins boðið upp á svipmynd af listamanni, sem að þessu sinni er myndlistarkonan Margrét H Blöndal. Margrét stundaði myndlistarnám á Íslandi og í Bandaríkjunum og verk hennar hafa verið sýnd víða, bæði heima og erlendis. Hún sýnir um þessar mundir í Listasafni íslands, sýningu sem kallst Liðamót og i8 er hennar gallerí. Í dag afhendir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í Hátíðarsal Háskóla Íslands, en það er Andrej Kurkov sem hlýtur verðlaunin í þetta sinn. Kurkov er meðal fremstu samtímahöfunda Úkraínu og bækur hans hafa komið út á 42 tungumálum. Hans þekktasta verk er bókin Dauðinn og mörgæsin sem kom út í íslenskri þýðingu Áslaugar Agnarsdóttur hjá Bjarti árið 2005, en bókin var endurútgefin nú í vor. Við hlýðum á upphaf Dauðans og mörgæsarinnar og bendum hlustendum á að áhugasamir geta sótt kvöldlestur þar sem Kúrkov les ásamt vel völdum íslenskum höfundum í kvöld kl 20 í Iðnó. Síðastliðinn laugardag var boðið upp á sjónlýsingu á Árbæjarsafni. Sjónlýsing er aðferð til að færa sjónræna hluti og upplifun í orð og lýsa fyrir þeim sem ekki geta séð með eigin augum. Myndlistarkonurnar Þórunn Hjartardóttir og Guðbjörg H. Leaman hafa unnið saman við sjónlýsingar síðstu tíu árin og sérhæft sig í sjónlýsingum á söfnum. Þær stóðu að sjónlýsingunni á Árbæjarsafni, en viðburðurinn var hluti af samstarfsverkefninu Tökum höndum saman á vegum Borgarsögusafns og Listasafns Reykjavíkur. Víðsjá mætti í sjónlýsingu og spjallaði við Sigþór Hallfreðsson, formann Blindrafélagsins, og dóttur hans Birtu Sigþórsdóttur yfir kaffi og pönnukökum í Dillonshúsi. Umsjónarmenn: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
9/7/2022 • 0
Svipmynd af Margréti H Blöndal, sjónlýsingar og Andrej Kurkov
Eins og síðustu miðvikudaga verður í þætti dagsins boðið upp á svipmynd af listamanni, sem að þessu sinni er myndlistarkonan Margrét H Blöndal. Margrét stundaði myndlistarnám á Íslandi og í Bandaríkjunum og verk hennar hafa verið sýnd víða, bæði heima og erlendis. Hún sýnir um þessar mundir í Listasafni íslands, sýningu sem kallst Liðamót og i8 er hennar gallerí.
Í dag afhendir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í Hátíðarsal Háskóla Íslands, en það er Andrej Kurkov sem hlýtur verðlaunin í þetta sinn. Kurkov er meðal fremstu samtímahöfunda Úkraínu og bækur hans hafa komið út á 42 tungumálum. Hans þekktasta verk er bókin Dauðinn og mörgæsin sem kom út í íslenskri þýðingu Áslaugar Agnarsdóttur hjá Bjarti árið 2005, en bókin var endurútgefin nú í vor. Við hlýðum á upphaf Dauðans og mörgæsarinnar og bendum hlustendum á að áhugasamir geta sótt kvöldlestur þar sem Kúrkov les ásamt vel völdum íslenskum höfundum í kvöld kl 20 í Iðnó.
Síðastliðinn laugardag var boðið upp á sjónlýsingu á Árbæjarsafni. Sjónlýsing er aðferð til að færa sjónræna hluti og upplifun í orð og lýsa fyrir þeim sem ekki geta séð með eigin augum. Myndlistarkonurnar Þórunn Hjartardóttir og Guðbjörg H. Leaman hafa unnið saman við sjónlýsingar síðstu tíu árin og sérhæft sig í sjónlýsingum á söfnum. Þær stóðu að sjónlýsingunni á Árbæjarsafni, en viðburðurinn var hluti af samstarfsverkefninu Tökum höndum saman á vegum Borgarsögusafns og Listasafns Reykjavíkur. Víðsjá mætti í sjónlýsingu og spjallaði við Sigþór Hallfreðsson, formann Blindrafélagsins, og dóttur hans Birtu Sigþórsdóttur yfir kaffi og pönnukökum í Dillonshúsi.
Umsjónarmenn: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Manneskjan virðist vera hönnuð fyrir tónlist og tónlistariðkun dregur fram það besta í okkur. Þetta segir Helga Rut Guðmundsdóttir, prófessor á menntavísindasviði háskóla íslands og við háskólann í Bergen. Nýlegar rannsóknir Helgu Rutar benda einnig til þess að fátt styðji betur við tungumálanám og máltöku barna en tónlistariðkun og að tónlistarnám sé gríðarlega gagnlegt þeim sem glíma við lesblindu eða athyglisbrest. Helga verður gestur okkar í þætti dagsins. Berglind Jóna Hlynsdóttir hefur rannsakað almenningsrými í meira en áratug. Hún hefur meðal annars gert verk sem fjalla um Hljómskálann í Hljómskálagarði, um klukkuna á lækjartorgi, tollhúsið og útvarpsstöðina Hamraborgarrásina. Byggingar sem vitni um sögu og samfélagsgerð eru meginþráðurinn í hennar nýjasta verki sem kallast Hamraborg FJöleignarhús, og sem er hluti af Hamraborgarfestivalinu, þar sem hún er heiðurslistamaður. Verkið veltir upp mörgum spurningum, meðal annars hvernig við ákveðum að byggja samfélög og hvernig við varðeitum minningar, og á sama tíma er það er óður til fólksins sem byggði og dvaldi í Hamraborg, en samfélagið þar skapaðist að miklu leiti í gegnum bílakjallara. VIð förum í ferðalag um Hamraborgina í þætti dagsins. Rússneski einleikarinn Danill Trifonov, einhver merkasti píanóliekari samtímans, leikur á tvennum tónleikum á vegum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudag og laugardag. Fyrri tónleikarnir verða í beinni útsendingu hér hjá okkur á Rás 1 og Guðni Tómasson ætlar að hita upp fyrir tónleikana hjá okkur í Víðsjá dagsins. Umsjón: Halla Harðardóttir
Manneskjan virðist vera hönnuð fyrir tónlist og tónlistariðkun dregur fram það besta í okkur. Þetta segir Helga Rut Guðmundsdóttir, prófessor á menntavísindasviði háskóla íslands og við háskólann í Bergen. Nýlegar rannsóknir Helgu Rutar benda einnig til þess að fátt styðji betur við tungumálanám og máltöku barna en tónlistariðkun og að tónlistarnám sé gríðarlega gagnlegt þeim sem glíma við lesblindu eða athyglisbrest. Helga verður gestur okkar í þætti dagsins.
Berglind Jóna Hlynsdóttir hefur rannsakað almenningsrými í meira en áratug. Hún hefur meðal annars gert verk sem fjalla um Hljómskálann í Hljómskálagarði, um klukkuna á lækjartorgi, tollhúsið og útvarpsstöðina Hamraborgarrásina. Byggingar sem vitni um sögu og samfélagsgerð eru meginþráðurinn í hennar nýjasta verki sem kallast Hamraborg FJöleignarhús, og sem er hluti af Hamraborgarfestivalinu, þar sem hún er heiðurslistamaður. Verkið veltir upp mörgum spurningum, meðal annars hvernig við ákveðum að byggja samfélög og hvernig við varðeitum minningar, og á sama tíma er það er óður til fólksins sem byggði og dvaldi í Hamraborg, en samfélagið þar skapaðist að miklu leiti í gegnum bílakjallara. VIð förum í ferðalag um Hamraborgina í þætti dagsins.
Rússneski einleikarinn Danill Trifonov, einhver merkasti píanóliekari samtímans, leikur á tvennum tónleikum á vegum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudag og laugardag. Fyrri tónleikarnir verða í beinni útsendingu hér hjá okkur á Rás 1 og Guðni Tómasson ætlar að hita upp fyrir tónleikana hjá okkur í Víðsjá dagsins.
Umsjón: Halla Harðardóttir
9/6/2022 • 55 minutes
Benni Hemm Hemm, Lansinn, Fíflið
Benni Hemm Hemm á að baki farsælan tónlistarferil, innan þess geira sem oftast er kenndur við popp. Hann var þó ekki allskostar ánægður í hlutverki poppstjörnunnar og þurfti um tíma að leita á nýjar slóðir til að finna andagiftina. Á óvæntum slóðum, meðal annars hjá miðli, fann hann nýjar leiðir til að virkja sköpunarkraftinn, sem oft á tíðum er nær, en okkur grunar. Benni Hemm Hemm var að gefa út nýja plötu og ljóðabók og hann verður gestur okkar í dag. Um liðna helgi var frumsýnt nýtt íslensk verk í Tjarnarbíói, Fíflið eftir Karl Ágúst Úlfsson. Á sýningunni eru áhorfendur kynntir fyrir hirðfíflum allra tíma og heimshluta og rýnt er í samband fíflsins og valdsins. Eva Halldóra Guðmundsdóttir skellti sér á Fíflið og segir frá sinni upplifun. Við fjöllum líka um Riget, eða Lansann, all sérstakar sjónvarpsseríur sem leikstjórinn Lars von Trier gerði á tíunda áratugnum, en er nú haldið áfram með nýrri seríu 25 árum eftir að sú síðasta kom út.
9/5/2022 • 0
Benni Hemm Hemm, Lansinn, Fíflið
Benni Hemm Hemm á að baki farsælan tónlistarferil, innan þess geira sem oftast er kenndur við popp. Hann var þó ekki allskostar ánægður í hlutverki poppstjörnunnar og þurfti um tíma að leita á nýjar slóðir til að finna andagiftina. Á óvæntum slóðum, meðal annars hjá miðli, fann hann nýjar leiðir til að virkja sköpunarkraftinn, sem oft á tíðum er nær, en okkur grunar. Benni Hemm Hemm var að gefa út nýja plötu og ljóðabók og hann verður gestur okkar í dag.
Um liðna helgi var frumsýnt nýtt íslensk verk í Tjarnarbíói, Fíflið eftir Karl Ágúst Úlfsson. Á sýningunni eru áhorfendur kynntir fyrir hirðfíflum allra tíma og heimshluta og rýnt er í samband fíflsins og valdsins. Eva Halldóra Guðmundsdóttir skellti sér á Fíflið og segir frá sinni upplifun.
Við fjöllum líka um Riget, eða Lansann, all sérstakar sjónvarpsseríur sem leikstjórinn Lars von Trier gerði á tíunda áratugnum, en er nú haldið áfram með nýrri seríu 25 árum eftir að sú síðasta kom út.
9/5/2022 • 55 minutes
Íslenskar prósaflugur, ævintýraópera og umbreytingarafl lista
Á krefjandi tímum er mikilvægt að halda í vonina, bjartsýnina og trúna á mannkynið, samtalið og umbreytingarmátt listarinnar. Nokkurnvegin svona er inntakið í Goethe morph, menningarviðburði fullum af sýningum og málstofum sem hefjast um helgina og fara fram í Norræna húsinu í samstarfi við Goethe Institut. Arnbjörg María Daníelsen, sýningarstjóri, segir frá fjölbreyttri dagskrá í Norræna húsinu næstu tvær vikurnar. Í kvöld verður frumflutt í Gamla bíó ný íslensk ópera eftir gömlu ævintýri, Mærþöll. Þórunn Guðmundsdóttir er höfundur bæði tónlistar og libretto, en hún hefur skrifað fjölda leikrita, söngleikja og ópera síðustu ár. Tónverk eftir Þórunni verður líka frumflutt á tónleikum í Langholtskirkju næstkomandi sunnudag, sem Íslenski flautukórinn heldur utan um og haldnir eru í minningu flautuleikarans Hallfríðar Ólafsdóttur, sem lést fyrir réttum tveimur árum, langt fyrir aldur fram. Þórunn kemur í hljóðstofu og segir okkur frá óperunni og tónverkinu Hafblik. Þegar best tekst til getur hausinn á lesandanum stækkað jafnmikið við að lesa eina örsögu eins og eina skáldsögu. Þessa tilvitnun í Elísabetu Jökulsdóttur er að finna í bók sem kom út í vikunni: Með flugur í höfðinu, sýnisbók íslenskra prósaljóða og örsagna 1922-2012. Safnritið er yfirlit um íslensk prósaljóð og örsögur, eftir tugi skálda sem hafa fengist við þessi heillandi en vandmeðförnu bókmenntaform. Kristín Guðrún Jónsdóttir, prófessor í spænsku, og Óskar Árni Óskarsson, skáld, önnuðust útgáfuna og eru gestir dagsins í Víðsjá. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
9/1/2022 • 0
Íslenskar prósaflugur, ævintýraópera og umbreytingarafl lista
Á krefjandi tímum er mikilvægt að halda í vonina, bjartsýnina og trúna á mannkynið, samtalið og umbreytingarmátt listarinnar. Nokkurnvegin svona er inntakið í Goethe morph, menningarviðburði fullum af sýningum og málstofum sem hefjast um helgina og fara fram í Norræna húsinu í samstarfi við Goethe Institut. Arnbjörg María Daníelsen, sýningarstjóri, segir frá fjölbreyttri dagskrá í Norræna húsinu næstu tvær vikurnar.
Í kvöld verður frumflutt í Gamla bíó ný íslensk ópera eftir gömlu ævintýri, Mærþöll. Þórunn Guðmundsdóttir er höfundur bæði tónlistar og libretto, en hún hefur skrifað fjölda leikrita, söngleikja og ópera síðustu ár. Tónverk eftir Þórunni verður líka frumflutt á tónleikum í Langholtskirkju næstkomandi sunnudag, sem Íslenski flautukórinn heldur utan um og haldnir eru í minningu flautuleikarans Hallfríðar Ólafsdóttur, sem lést fyrir réttum tveimur árum, langt fyrir aldur fram. Þórunn kemur í hljóðstofu og segir okkur frá óperunni og tónverkinu Hafblik.
Þegar best tekst til getur hausinn á lesandanum stækkað jafnmikið við að lesa eina örsögu eins og eina skáldsögu. Þessa tilvitnun í Elísabetu Jökulsdóttur er að finna í bók sem kom út í vikunni: Með flugur í höfðinu, sýnisbók íslenskra prósaljóða og örsagna 1922-2012. Safnritið er yfirlit um íslensk prósaljóð og örsögur, eftir tugi skálda sem hafa fengist við þessi heillandi en vandmeðförnu bókmenntaform. Kristín Guðrún Jónsdóttir, prófessor í spænsku, og Óskar Árni Óskarsson, skáld, önnuðust útgáfuna og eru gestir dagsins í Víðsjá.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
9/1/2022 • 55 minutes
Fiðluleikur í Tel Aviv, ljóðaverðlaun bónda og mikilvægi meðleikarans
Ari Þór Vilhjálmsson er einn fremsti fiðluleikari þjóðarinnar og verður meðal einleikara á tónleikunum Klassíkin okkar nú á föstudagskvöld. Eftir að hafa starfað í nokkur ár í Fílaharmóníunni í Helsinki dró ævintýraþráin og ástin hann á nýjar slóðir, en í dag býr hann í Tel Aviv og starfar sem leiðari í Fílharmóníuhljómsveit Ísrael. Ari Þór verður gestur okkur í Svipmynd dagsins, segir okkur frá lífi og starfi og svarar nokkrum spurningum af spurningalista Proust. Anton Helgi Jónsson hlaut um liðna helgi ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar og Ingibjargar Sigurðardóttur. Við heyrum ljóðalestur og brot úr viðtali sem tekið var við skáldið í vor, um miðbik þáttar. Þeir eru ófáir, íslensku söngvararnir, sem sungið hafa með píanóleikaranum Jónasi Ingimundarsyni. Nú í vetur fer fram í Salnum í Kópavogi ný tónleikaröð tileinkuð íslenska einsöngslaginu, sem Jónas hefur brunnið fyrir og unnið ötullega að alla sína starfsævi. Við hittum þær Sigríði Ósk Kristjánsdóttur, mezzósópransöngkonu og Hrönn Þráinsdóttur, píanóleikara, sem sögðu okkur nánar frá verkefninu og fyrstu tónleikunum í röðinni, sem eru sérstaklega tileinkaðir Jónasi Ingimundarsyni og fara fram nú á sunnudag. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
8/31/2022 • 0
Fiðluleikur í Tel Aviv, ljóðaverðlaun bónda og mikilvægi meðleikarans
Ari Þór Vilhjálmsson er einn fremsti fiðluleikari þjóðarinnar og verður meðal einleikara á tónleikunum Klassíkin okkar nú á föstudagskvöld. Eftir að hafa starfað í nokkur ár í Fílaharmóníunni í Helsinki dró ævintýraþráin og ástin hann á nýjar slóðir, en í dag býr hann í Tel Aviv og starfar sem leiðari í Fílharmóníuhljómsveit Ísrael. Ari Þór verður gestur okkur í Svipmynd dagsins, segir okkur frá lífi og starfi og svarar nokkrum spurningum af spurningalista Proust.
Anton Helgi Jónsson hlaut um liðna helgi ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar og Ingibjargar Sigurðardóttur. Við heyrum ljóðalestur og brot úr viðtali sem tekið var við skáldið í vor, um miðbik þáttar.
Þeir eru ófáir, íslensku söngvararnir, sem sungið hafa með píanóleikaranum Jónasi Ingimundarsyni. Nú í vetur fer fram í Salnum í Kópavogi ný tónleikaröð tileinkuð íslenska einsöngslaginu, sem Jónas hefur brunnið fyrir og unnið ötullega að alla sína starfsævi. Við hittum þær Sigríði Ósk Kristjánsdóttur, mezzósópransöngkonu og Hrönn Þráinsdóttur, píanóleikara, sem sögðu okkur nánar frá verkefninu og fyrstu tónleikunum í röðinni, sem eru sérstaklega tileinkaðir Jónasi Ingimundarsyni og fara fram nú á sunnudag.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
8/31/2022 • 55 minutes
Auðlesin, gleraugu arkitekts, Klassíkin okkar
Hversu djúpt rista hugsjónir okkar þegar virkilega reynir á? Er hægt að vera ein manneskja á samfélagsmiðlum og önnur í raunheimum? Hvernig er hægt að lifa raunverulegu lífi í beinni útsendingu og hver er kraftbirtingarhljómur lífsins á þessum síðustu og verstu? Auðlesin er reykvísk sumarsaga um verkefnastjórann Bjart og ungskáldið Nínu Kristínu, lauflétt skemmtisaga sem þó veltir upp djúpum spurningum um samtíma okkar og vandamál hinnar svokölluðu þúsaldarkynslóðar. Höfundurinn, Adolf Smári Unnarsson, hefur getið sér gott orð sem rithöfundur, leikstjóri og leikskáld og hann verður gestur okkar hér á eftir. Og í dag fáum við til okkar nýjan pistlahöfund Óskar Arnórsson, arkitekt, doktorsnema í arkitektúr við Columbiaháskóla og lektor í arkitektúrfræðum við Listaháskóla Íslands. Á næstu vikum mun Óskar fjalla um heiminn með augum arkitektsins, og í sínum fyrsta pistli í dag mun hann skoða heiminn með gleraugum arkitektsins. Óskar veltir fyrir sér vali á gleraugum, og hvernig form og fúnksjón takast á í gleraugnaumgjörð. Hvert er annars hið fullkomna form á gleraugnaumgjörð? En við hefjum leika á því að hita upp fyrir klassíkina okkar. Umsjón: Halla Harðardóttir
8/30/2022 • 0
Auðlesin, gleraugu arkitekts, Klassíkin okkar
Hversu djúpt rista hugsjónir okkar þegar virkilega reynir á? Er hægt að vera ein manneskja á samfélagsmiðlum og önnur í raunheimum? Hvernig er hægt að lifa raunverulegu lífi í beinni útsendingu og hver er kraftbirtingarhljómur lífsins á þessum síðustu og verstu? Auðlesin er reykvísk sumarsaga um verkefnastjórann Bjart og ungskáldið Nínu Kristínu, lauflétt skemmtisaga sem þó veltir upp djúpum spurningum um samtíma okkar og vandamál hinnar svokölluðu þúsaldarkynslóðar. Höfundurinn, Adolf Smári Unnarsson, hefur getið sér gott orð sem rithöfundur, leikstjóri og leikskáld og hann verður gestur okkar hér á eftir.
Og í dag fáum við til okkar nýjan pistlahöfund Óskar Arnórsson, arkitekt, doktorsnema í arkitektúr við Columbiaháskóla og lektor í arkitektúrfræðum við Listaháskóla Íslands. Á næstu vikum mun Óskar fjalla um heiminn með augum arkitektsins, og í sínum fyrsta pistli í dag mun hann skoða heiminn með gleraugum arkitektsins. Óskar veltir fyrir sér vali á gleraugum, og hvernig form og fúnksjón takast á í gleraugnaumgjörð. Hvert er annars hið fullkomna form á gleraugnaumgjörð?
En við hefjum leika á því að hita upp fyrir klassíkina okkar.
Umsjón: Halla Harðardóttir
8/30/2022 • 55 minutes
Dætur, Ómar fortíðar, Ævarandi hreyfing
Við hugum að nýrri myndlistarbók sem heitir Ævarandi hreyfing og er sýningarskrá fyrir sýningu Sigurðar Guðjónssonar myndlistarmanns á tvíæringnum í Feneyjum. Auður Jörundsdóttir forstöðumaður Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar verður gestur þáttarins. Ómar fortíðar er ný plata sem Ómar Guðjónsson gaf út á dögunum, og frumflutti á nýafstaðinni djazzhátíð í Reykjavík. Ómar og félagar hans, Matthías Hemstock og Tómas Jónsson, leika á plötunni þekkt lög úr þjóðarsál Íslendinga, í nýjum og óvæntum útsetningum, þar sem fetilgítar leikur aðalhlutverk. Við heyrum af sköpunarferlinu undir lok þáttar. Um helgina fór fram, í annað sinn, Hamraborgarfestival. Opnunarverk hátíðarinnar var gjörningurinn Dætur, eftir þær Önnu Kolfinnu Kuran og Elísabetu Birtu Sveinsdóttur. Nína Hjálmarsdóttir segir okkur frá gjörningnum í pistli dagsins. Umsjón: Halla Harðardóttir
8/29/2022 • 0
Dætur, Ómar fortíðar, Ævarandi hreyfing
Við hugum að nýrri myndlistarbók sem heitir Ævarandi hreyfing og er sýningarskrá fyrir sýningu Sigurðar Guðjónssonar myndlistarmanns á tvíæringnum í Feneyjum.
Auður Jörundsdóttir forstöðumaður Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar verður gestur þáttarins.
Ómar fortíðar er ný plata sem Ómar Guðjónsson gaf út á dögunum, og frumflutti á nýafstaðinni djazzhátíð í Reykjavík. Ómar og félagar hans, Matthías Hemstock og Tómas Jónsson, leika á plötunni þekkt lög úr þjóðarsál Íslendinga, í nýjum og óvæntum útsetningum, þar sem fetilgítar leikur aðalhlutverk. Við heyrum af sköpunarferlinu undir lok þáttar.
Um helgina fór fram, í annað sinn, Hamraborgarfestival. Opnunarverk hátíðarinnar var gjörningurinn Dætur, eftir þær Önnu Kolfinnu Kuran og Elísabetu Birtu Sveinsdóttur. Nína Hjálmarsdóttir segir okkur frá gjörningnum í pistli dagsins.
Umsjón: Halla Harðardóttir
8/29/2022 • 55 minutes
Hamraborg, Hornstrandir og listin í lófalestri
Í Víðsjá dagsins kynnum við okkur nýlega og mjög metnaðarfulla listahátíð í Kópavoginum, Hamraborg Festival. Rithöfundarnir Emil Hjörvar Petersen og Kamilla Einarsdóttir sögðu okkur aðeins frá hátíðinni, endurnýjaðri ímynd Kópavogs og nýútkominni bók, Með Hamraborg á heilanum, sem kemur út í tilefni af hátíðinni. Þá fáum við óvenjulega heimsókn í hljóðstofu: Myndlistarkonan Freyja Eilíf og handarannsakandinn Jana Napoli lásu í lófa Höllu og sögðu okkur frá verkefninu Hendur Íslands, sem felst í því að lesa í lófa og taka myndir af höndum 1% Íslendinga. Lófalestur þeirra Jönu og Freyju verður meðal fjölda viðburða á Hamraborg Festival um helgina. Friðgeir Einarsson hefur síðustu vikur fært okkur pistla um sumarfrí og deilt með okkur áhyggjum og vangaveltum um allt það sem huga þarf að á þessum krefjandi tíma ársins. Í sínum síðasta pistli af fjórum heldur Friðgeir á Hornstrandir í leit að svörum. Og við heyrum smá spuna frá Davíð Þór Jónssyni, píanóleikara, sem tekur á móti gestum á síðustu stofutónleikum sumarsins á Gljúfrasteini á sunnudaginn.
8/25/2022 • 0
Hamraborg, Hornstrandir og listin í lófalestri
Í Víðsjá dagsins kynnum við okkur nýlega og mjög metnaðarfulla listahátíð í Kópavoginum, Hamraborg Festival. Rithöfundarnir Emil Hjörvar Petersen og Kamilla Einarsdóttir sögðu okkur aðeins frá hátíðinni, endurnýjaðri ímynd Kópavogs og nýútkominni bók, Með Hamraborg á heilanum, sem kemur út í tilefni af hátíðinni.
Þá fáum við óvenjulega heimsókn í hljóðstofu: Myndlistarkonan Freyja Eilíf og handarannsakandinn Jana Napoli lásu í lófa Höllu og sögðu okkur frá verkefninu Hendur Íslands, sem felst í því að lesa í lófa og taka myndir af höndum 1% Íslendinga. Lófalestur þeirra Jönu og Freyju verður meðal fjölda viðburða á Hamraborg Festival um helgina.
Friðgeir Einarsson hefur síðustu vikur fært okkur pistla um sumarfrí og deilt með okkur áhyggjum og vangaveltum um allt það sem huga þarf að á þessum krefjandi tíma ársins. Í sínum síðasta pistli af fjórum heldur Friðgeir á Hornstrandir í leit að svörum.
Og við heyrum smá spuna frá Davíð Þór Jónssyni, píanóleikara, sem tekur á móti gestum á síðustu stofutónleikum sumarsins á Gljúfrasteini á sunnudaginn.
8/25/2022 • 55 minutes
Svipmynd af Hrafnhildi Hagalín, úkraínskar gersemar og Tollhústorg
Í Víðsjá dagsins er hugað að úkraínskum menningargersemum, í tilefni af þjóðhátíðardegi Úkraínu. Litrík og ævintýraleg verk úkraínsku listakonunnar Mariu Primachenko hafa tekið þátt í að móta þjóðarvitund Úkraínu. Það var því mikið áfall þegar rússneski herinn kveikti í safni sem hýsti mikið af verkum hennar í mars síðastliðnum. Við hefjum Víðsjá í dag með því að rifja upp pistil Höllu Harðardóttur um þennan atburð. Á miðvikudögum í Víðsjá fáum við svipmynd af listamanni, og gestur okkar í dag er Hrafnhildur Hagalín, leikskáld, dramatúrg og þýðandi. Hrafnhildur kemur með nokkur lög, segir okkur frá ferlinum og svarar auk þess nokkrum spurningum úr Proust spurningalistanum. Árið 1974 var eitt af okkar ástkærustu útilistaverkum vígt; það er mósaíkverk Gerðar Helgadóttur á Tollhúsi Reykjavíkur. Nú hefur nýtt torg, sem nýlega var prýtt þokuskúlptúr til frekari mögnunar, mótast í samtali við nýjar byggingar á svæðinu, en fyrst og fremst í samtali við verk Gerðar. Við ræðum við landslagsarkitektinn sem hafði umsjón með hönnun torgsins, Áslaugu Traustadóttur. Umsjónarmenn: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
8/24/2022 • 0
Svipmynd af Hrafnhildi Hagalín, úkraínskar gersemar og Tollhústorg
Í Víðsjá dagsins er hugað að úkraínskum menningargersemum, í tilefni af þjóðhátíðardegi Úkraínu.
Litrík og ævintýraleg verk úkraínsku listakonunnar Mariu Primachenko hafa tekið þátt í að móta þjóðarvitund Úkraínu. Það var því mikið áfall þegar rússneski herinn kveikti í safni sem hýsti mikið af verkum hennar í mars síðastliðnum. Við hefjum Víðsjá í dag með því að rifja upp pistil Höllu Harðardóttur um þennan atburð.
Á miðvikudögum í Víðsjá fáum við svipmynd af listamanni, og gestur okkar í dag er Hrafnhildur Hagalín, leikskáld, dramatúrg og þýðandi. Hrafnhildur kemur með nokkur lög, segir okkur frá ferlinum og svarar auk þess nokkrum spurningum úr Proust spurningalistanum.
Árið 1974 var eitt af okkar ástkærustu útilistaverkum vígt; það er mósaíkverk Gerðar Helgadóttur á Tollhúsi Reykjavíkur. Nú hefur nýtt torg, sem nýlega var prýtt þokuskúlptúr til frekari mögnunar, mótast í samtali við nýjar byggingar á svæðinu, en fyrst og fremst í samtali við verk Gerðar. Við ræðum við landslagsarkitektinn sem hafði umsjón með hönnun torgsins, Áslaugu Traustadóttur.
Umsjónarmenn: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
8/24/2022 • 55 minutes
Teikningar, hinsegin hálendi og Jesú sem spilar á banjó
Í þætti dagsins í dag verður farið víða að vanda. Við heyrum pistil frá nýjum pistlahöfundi Víðsjár, Erni Elvari Arnarssyni. Við hittum líka sviðshöfundinn Hákon Örn Helgason, og heyrum af fyrstu frumsýningu haustsins í Tjarnarbíói, Jesú er til og hann spilar á banjó. Þá förum við í heimsókn í Hverfisgallerí neðst á Hverfisgötu, en þar sýnir Edda Jónsdóttir myndlistarkona verk sín á sýningu sem hún kallar Teikningar. Við ræðum við Eddu í galleríinu og líka sýningarstjórann, Hildigunni Birgisdóttur. Í Kakalaskála í Kringlumýri fara reglulega fram merkileg málþing. Á laugardaginn verður eitt slíkt, og hefur yfirskriftina Náttúran. Fundarstjóri málþingsins er Guðrún Ingólfsdóttir en fyrirlesararnir eru fjórir, þau Ásta Kristín Benediktsdóttir, lektor, Skúli Skúlason, prófessor, Astrid Ogilvie, vísindamaður og Viðar Hreinsson, sérfræðingur á Náttúruminjasafni Íslands. Fyrirlestur Viðars ber titilinn 'Þú hafðir ekki skyn á skapara þínum' og Ásta Kristín fjallar um íslenska hálendið sem hinsegin rými. Við fengum þau bæði í viðtal. Umsjónarmaður: Melkorka Ólafsdóttir
8/23/2022 • 0
Teikningar, hinsegin hálendi og Jesú sem spilar á banjó
Í þætti dagsins í dag verður farið víða að vanda. Við heyrum pistil frá nýjum pistlahöfundi Víðsjár, Erni Elvari Arnarssyni. Við hittum líka sviðshöfundinn Hákon Örn Helgason, og heyrum af fyrstu frumsýningu haustsins í Tjarnarbíói, Jesú er til og hann spilar á banjó.
Þá förum við í heimsókn í Hverfisgallerí neðst á Hverfisgötu, en þar sýnir Edda Jónsdóttir myndlistarkona verk sín á sýningu sem hún kallar Teikningar. Við ræðum við Eddu í galleríinu og líka sýningarstjórann, Hildigunni Birgisdóttur.
Í Kakalaskála í Kringlumýri fara reglulega fram merkileg málþing. Á laugardaginn verður eitt slíkt, og hefur yfirskriftina Náttúran. Fundarstjóri málþingsins er Guðrún Ingólfsdóttir en fyrirlesararnir eru fjórir, þau Ásta Kristín Benediktsdóttir, lektor, Skúli Skúlason, prófessor, Astrid Ogilvie, vísindamaður og Viðar Hreinsson, sérfræðingur á Náttúruminjasafni Íslands. Fyrirlestur Viðars ber titilinn 'Þú hafðir ekki skyn á skapara þínum' og Ásta Kristín fjallar um íslenska hálendið sem hinsegin rými. Við fengum þau bæði í viðtal.
Umsjónarmaður: Melkorka Ólafsdóttir
8/23/2022 • 55 minutes
Regnbogi hunds, innlimunarleikhús, tónlistarstefna, ábyrgð og skrif
Víðsjá kynnir sér síðasta sumarlestur Norræna hússins, sem fer fram þriðjudaginn 23. ágúst kl 17. Þema sumarlestursins í þetta sinn er ábyrgð mannsins á sjálfum sér, í samböndum og lífinu öllu. Þessi metnaðarfulla yfirskrift vakti forvitni Víðsjár, sem hitti rithöfundana Ingólf Eiríksson, Natöshu S og Þóru Hjörleifsdóttur í garðskála Norræna hússins. Sviðshöfundurinn Nína Hjálmarsdóttir dvaldi í New York í sumar og sótti þar leiksýningar af því tagi sem óvíða finnast annars staðar. Hún segir okkur frá reynslu sinni af því að fara á innlimunarleiksýninguna Sleep no more. Við skoðum líka nýtt frumvarp til laga um tónlist í landinu og ný drög að tónlistarstefnu sem nú er verið að koma saman í fyrsta sinn. Myndlistarmaðurinn Fritz Hendrik opnaði á dögunum sýningu í Gallerí Þulu, undir yfirskriftinni Regnbogi Hunds. Við tókum titilinn bókstaflega, mættum með hund á sýninguna og lærðum ýmislegt um skynjun hunda. Umsjónarmaður: Melkorka Ólafsdóttir
8/22/2022 • 0
Regnbogi hunds, innlimunarleikhús, tónlistarstefna, ábyrgð og skrif
Víðsjá kynnir sér síðasta sumarlestur Norræna hússins, sem fer fram þriðjudaginn 23. ágúst kl 17. Þema sumarlestursins í þetta sinn er ábyrgð mannsins á sjálfum sér, í samböndum og lífinu öllu. Þessi metnaðarfulla yfirskrift vakti forvitni Víðsjár, sem hitti rithöfundana Ingólf Eiríksson, Natöshu S og Þóru Hjörleifsdóttur í garðskála Norræna hússins.
Sviðshöfundurinn Nína Hjálmarsdóttir dvaldi í New York í sumar og sótti þar leiksýningar af því tagi sem óvíða finnast annars staðar. Hún segir okkur frá reynslu sinni af því að fara á innlimunarleiksýninguna Sleep no more.
Við skoðum líka nýtt frumvarp til laga um tónlist í landinu og ný drög að tónlistarstefnu sem nú er verið að koma saman í fyrsta sinn.
Myndlistarmaðurinn Fritz Hendrik opnaði á dögunum sýningu í Gallerí Þulu, undir yfirskriftinni Regnbogi Hunds. Við tókum titilinn bókstaflega, mættum með hund á sýninguna og lærðum ýmislegt um skynjun hunda.
Umsjónarmaður: Melkorka Ólafsdóttir
8/22/2022 • 55 minutes
Fótbolti og fiskveiðar, orkan í hálsinum, píanó á Patró og sumarfrí
Eftir tveggja ára dvala snýr menningarnótt aftur nú á laugardag. Víðsjá fjallar um tvær uppákomur menningarnætur, af fjölmörgum, í þætti dagsins. Við Grandagarð í Reykjavík eru 18 listamenn að undirbúa gjörningahátíð sem hefur hlotið yfirskriftina Einnar nætur gaman. Hópurinn, sem kallar sig Laumulistasamsteypuna, hefur síðustu vikuna unnið að listsköpun í Hrísey, en deilir uppskerunni með almenningi á laugardaginn. Að sögn hópsins er gjörningurinn unninn með Hrísey og fjallið Kaldbak í baksýnisspeglinum og orkurannsóknir Erlu Stefánsdóttur, sjáanda, í hanskahólfinu. Víðsjá hitti þrjár myndlistarkonur í galleríinu Open, úti á Granda. Friðgeir Einarsson hefur síðustu vikur fært okkur pistla um sumarfrí og deilt með okkur áhyggjum og vangaveltum um þá fjölmörgu hluti sem huga þarf að á þessum krefjandi tíma ársins. Í pistli dagsins fylgjum við honum loks út úr bænum og finnum fyrirstöðu í hybrid hleðslum og gagnrýni ferðamanna á íslenskar náttúruperlur. Píanóhátíð Vestfjarða er ný hátíð sem var formlega sett í gærkvöld. Við heyrðum aðeins í skipuleggjendum hátíðarinnar í morgun og fengum senda upptöku af verki sem var frumflutt á töfrandi stund í kirkjunni á Tálknafirði í gærkvöldi. Er það tilviljun að við tölum um kónga þegar kemur að því að fiska vel og spila góðan fótbolta? Hvað eiga aflakóngar og markakóngar sameiginlegt. Eru knatthúsin sem fóru að rísa víðsvegar um landið eftir hrun nýjasta birtingarmyndin um samband menningar og auðlinda? Og standa þessar fótboltahallir mögulega sem vitni um lýðræðishalla í litlum bæjarfélögum? Nokkrar spurningar sem komu upp í spjalli við Óskar Arnórsson arkitekt og lektor við arkitetúrfræði við Listaháskóla Íslands og samstarfsfélaga hans Stefán Laxness arkitekt og rannsakanda búsettan í London, á Kex Hostel í morgun. Þeir segja frá sumarskóla sem lýkur um helgina, þar sem samband fiskveiða og fótbolta var rannsakað. Umsjónarmenn: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
8/18/2022 • 0
Fótbolti og fiskveiðar, orkan í hálsinum, píanó á Patró og sumarfrí
Eftir tveggja ára dvala snýr menningarnótt aftur nú á laugardag. Víðsjá fjallar um tvær uppákomur menningarnætur, af fjölmörgum, í þætti dagsins.
Við Grandagarð í Reykjavík eru 18 listamenn að undirbúa gjörningahátíð sem hefur hlotið yfirskriftina Einnar nætur gaman. Hópurinn, sem kallar sig Laumulistasamsteypuna, hefur síðustu vikuna unnið að listsköpun í Hrísey, en deilir uppskerunni með almenningi á laugardaginn. Að sögn hópsins er gjörningurinn unninn með Hrísey og fjallið Kaldbak í baksýnisspeglinum og orkurannsóknir Erlu Stefánsdóttur, sjáanda, í hanskahólfinu. Víðsjá hitti þrjár myndlistarkonur í galleríinu Open, úti á Granda.
Friðgeir Einarsson hefur síðustu vikur fært okkur pistla um sumarfrí og deilt með okkur áhyggjum og vangaveltum um þá fjölmörgu hluti sem huga þarf að á þessum krefjandi tíma ársins. Í pistli dagsins fylgjum við honum loks út úr bænum og finnum fyrirstöðu í hybrid hleðslum og gagnrýni ferðamanna á íslenskar náttúruperlur.
Píanóhátíð Vestfjarða er ný hátíð sem var formlega sett í gærkvöld. Við heyrðum aðeins í skipuleggjendum hátíðarinnar í morgun og fengum senda upptöku af verki sem var frumflutt á töfrandi stund í kirkjunni á Tálknafirði í gærkvöldi.
Er það tilviljun að við tölum um kónga þegar kemur að því að fiska vel og spila góðan fótbolta? Hvað eiga aflakóngar og markakóngar sameiginlegt. Eru knatthúsin sem fóru að rísa víðsvegar um landið eftir hrun nýjasta birtingarmyndin um samband menningar og auðlinda? Og standa þessar fótboltahallir mögulega sem vitni um lýðræðishalla í litlum bæjarfélögum? Nokkrar spurningar sem komu upp í spjalli við Óskar Arnórsson arkitekt og lektor við arkitetúrfræði við Listaháskóla Íslands og samstarfsfélaga hans Stefán Laxness arkitekt og rannsakanda búsettan í London, á Kex Hostel í morgun. Þeir segja frá sumarskóla sem lýkur um helgina, þar sem samband fiskveiða og fótbolta var rannsakað.
Umsjónarmenn: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
8/18/2022 • 55 minutes
Svipmynd af Bergi Þórissyni, UNM á Íslandi og Fransesca Woodman
Ung Nordisk Musik hátíðin fer fram á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. UNM er samstarfsvettvangur og uppskeruhátíð tónsmiða frá nyrstu löndum Evrópu, sem í ár telur líka með Eistrasaltslöndin Eistland, Lettland og Litháen. Hátíðin hófst á mánudag og klárast á sunnudagsmorgun og á dagskrá hennar er fjöldinn allur af tónleikum, innsetningum, málþingum, sýningum og vettvangsferðum. Allt þetta og meira til, afsprengi vinnu ungu kynslóðarinnar meðal tónsmiða og kollega þeirra þvert á listgreinar. Við fengum þau Sóleyju Sigurjónsdóttur og Þorkel Nordal til að segja okkur nánar frá hátíðinni. Helga Rakel Rafnsdóttir flytur okkur pistil um bandarísku listakonuna og ljósmyndarann Fransescu Woodman, sem á sinni stuttu ævi skapaði einstök ljósmyndaverk með sterkum höfundareinkennum, þar sem líkami hennar sjálfrar var oftar en ekki í forgrunni. Bergur Þórisson er tónlistarmaður og tónlistarstjóri sem byrjaði snemma að blása í básúnu og fikta við tæki og tól í hljóðverum. Hann er annar tveggja meðlima í Hugum, hljómsveit sem hann stofnaði ásamt æskuvini sínum af Seltjarnarnesi. Hann hefur hlotið Bafta verðlaun og Grammy-tilnefningu, og hefur gert mikið af því að vinna tónlist í samstarfi við aðra. Síðastliðin sex ár hefur hann verið tónlistarstjóri Bjarkar. Bergur verður gestur okkar í nýjum dagskrárlið Víðsjár, Svipmyndinni, kemur með nokkur lög, segir okkur frá ferlinum og svarar auk þess nokkrum spurningum úr Proust spurningalistanum. Umsjónarmenn: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
8/17/2022 • 0
Svipmynd af Bergi Þórissyni, UNM á Íslandi og Fransesca Woodman
Ung Nordisk Musik hátíðin fer fram á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. UNM er samstarfsvettvangur og uppskeruhátíð tónsmiða frá nyrstu löndum Evrópu, sem í ár telur líka með Eistrasaltslöndin Eistland, Lettland og Litháen. Hátíðin hófst á mánudag og klárast á sunnudagsmorgun og á dagskrá hennar er fjöldinn allur af tónleikum, innsetningum, málþingum, sýningum og vettvangsferðum. Allt þetta og meira til, afsprengi vinnu ungu kynslóðarinnar meðal tónsmiða og kollega þeirra þvert á listgreinar. Við fengum þau Sóleyju Sigurjónsdóttur og Þorkel Nordal til að segja okkur nánar frá hátíðinni.
Helga Rakel Rafnsdóttir flytur okkur pistil um bandarísku listakonuna og ljósmyndarann Fransescu Woodman, sem á sinni stuttu ævi skapaði einstök ljósmyndaverk með sterkum höfundareinkennum, þar sem líkami hennar sjálfrar var oftar en ekki í forgrunni.
Bergur Þórisson er tónlistarmaður og tónlistarstjóri sem byrjaði snemma að blása í básúnu og fikta við tæki og tól í hljóðverum. Hann er annar tveggja meðlima í Hugum, hljómsveit sem hann stofnaði ásamt æskuvini sínum af Seltjarnarnesi. Hann hefur hlotið Bafta verðlaun og Grammy-tilnefningu, og hefur gert mikið af því að vinna tónlist í samstarfi við aðra. Síðastliðin sex ár hefur hann verið tónlistarstjóri Bjarkar. Bergur verður gestur okkar í nýjum dagskrárlið Víðsjár, Svipmyndinni, kemur með nokkur lög, segir okkur frá ferlinum og svarar auk þess nokkrum spurningum úr Proust spurningalistanum.
Umsjónarmenn: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
8/17/2022 • 55 minutes
Ópera um uppgjör, myndlist um bil og samtal tveggja jazzara
Þankar um þögnina, einlægt samtal tveggja jazzara og ópera um uppgjör er meðal þess sem verður boðið upp á í Víðsjá dagsins. Eitt orð getur rofið ævilanga þögn - svo hljóðar undirskrift óperunnar Þögnin, sem sýnd verður í Tjarnarbíó um næstu helgi. Um er að ræða glænýtt íslenskt verk úr smiðju tónskáldsins Helga Rafns Ingvarssonar og handritshöfundarins og leikstjórans Árna Kristjánssonar. Við fáum þá félaga í hljóðstofu til þess að ræða verkið, þögnina, og föðurhlutverkið. Í tilefni af yfirstandandi Jazzhátíð og útkomu nýrrar plötu bauð Pétur jazzpíanóleikaranum, tónhöfundinum og flautuleikaranum Kristjáni Tryggva Martinssyni til sín í þularklefann. Við heyrum spjall þeirra félaga um nýútkomna plötu, Stökk, jazzsenuna í Amsterdam og föðurhlutverkið. Víðsjá tók líka púlsinn á myndlistarkonunni Jónu Hlíf Halldórsdóttur, en sýning hennar, Líking, verður opnuð nú á föstudag í Gallerí Berg á Klapparstíg. Umsjónarmaður: Melkorka Ólafsdóttir
8/16/2022 • 0
Ópera um uppgjör, myndlist um bil og samtal tveggja jazzara
Þankar um þögnina, einlægt samtal tveggja jazzara og ópera um uppgjör er meðal þess sem verður boðið upp á í Víðsjá dagsins.
Eitt orð getur rofið ævilanga þögn - svo hljóðar undirskrift óperunnar Þögnin, sem sýnd verður í Tjarnarbíó um næstu helgi. Um er að ræða glænýtt íslenskt verk úr smiðju tónskáldsins Helga Rafns Ingvarssonar og handritshöfundarins og leikstjórans Árna Kristjánssonar. Við fáum þá félaga í hljóðstofu til þess að ræða verkið, þögnina, og föðurhlutverkið.
Í tilefni af yfirstandandi Jazzhátíð og útkomu nýrrar plötu bauð Pétur jazzpíanóleikaranum, tónhöfundinum og flautuleikaranum Kristjáni Tryggva Martinssyni til sín í þularklefann. Við heyrum spjall þeirra félaga um nýútkomna plötu, Stökk, jazzsenuna í Amsterdam og föðurhlutverkið.
Víðsjá tók líka púlsinn á myndlistarkonunni Jónu Hlíf Halldórsdóttur, en sýning hennar, Líking, verður opnuð nú á föstudag í Gallerí Berg á Klapparstíg.
Umsjónarmaður: Melkorka Ólafsdóttir
8/16/2022 • 55 minutes
Bréfaskriftir listamanna, Þuríður Pálsdóttir, Indland og leikhús
Fyrirmæli í pósti frá Budapest, kvenfyrirmyndir í listum og 700 ára gamalt handrit á Indlandsskaga er meðal þess sem verður boðið upp á í Víðsjá dagsins. Í Listasafni Árnesinga stendur nú yfir sýning undir sýningarstjórn listfræðingsins Zsoku Leposu. Zsoka hefur síðustu ár rannsakað list og samskipti ungverskra og íslenskra myndlistarmanna á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, þegar strangar hömlur voru á ferða- og tjáningarfrelsi í Austur-Evrópu. Listamenn í Ungverjalandi tóku upp á ýmsum hugvitsömum aðferðum til þess að brjóta sér leið til vesturs, og fengu til þess meðal annars dygga aðstoð ungra íslenskra myndlistarnema. Í Tengivagninum þann 27. júlí síðastliðinn spjölluðu þau Melkorka og Gunnar Hansson við bandarísk hjón sem eru nýflutt til Akureyrar. Þau sögðu okkur frá leiksýningu sem þá var í undirbúningi, og fór fram í Tjarnarbíói um helgina. Eva Halldóra Guðmundsdóttir fór á sýninguna The Women who rode away og fjallar um hana í leikhúspistli dagsins. Við hugum líka að fornu indversku, eða pakistönsku handriti, en á miðnætti voru 75 ár liðin frá að þessi tvö nútímaríki, Indland og Pakistan, urðu til við uppskiptingu breska heimsveldisins sem áður réð ríkjum á Indlandsskaga. En við byrjum á að heiðra eina ástsælustu óperusöngkonu þjóðarinnar, Þuríði Pálsdóttur, sem lést fyrir helgi, 95 ára að aldri. Þuríður var af miklu tónlistarfólki komin, dóttir Kristínar Norðmann píanókennara og Páls Ísólfssonar tónskálds og orgelleikara. Þuríður stundaði söng- og tónlistarnám á Ítalíu á sjötta áratugnum og söng fjölmörg óperuhlutverk, bæði hér heima og erlendis. Hún var líka yfirkennari Söngskólans frá stofnun hans árið 1973 og vann ötullega að söng- og tónmenntun í áratugi, meðal annars með því að halda utan um þætti hér í Ríkisútvarpinu seint á sjöunda áratugnum. Heyrum tvö brot úr þættinum Tónlistartími barnanna, í umsjón Þuríðar Pálsdóttur, frá árinu 1969. Umsjónarmaður: Melkorka Ólafsdóttir
8/15/2022 • 0
Bréfaskriftir listamanna, Þuríður Pálsdóttir, Indland og leikhús
Fyrirmæli í pósti frá Budapest, kvenfyrirmyndir í listum og 700 ára gamalt handrit á Indlandsskaga er meðal þess sem verður boðið upp á í Víðsjá dagsins.
Í Listasafni Árnesinga stendur nú yfir sýning undir sýningarstjórn listfræðingsins Zsoku Leposu. Zsoka hefur síðustu ár rannsakað list og samskipti ungverskra og íslenskra myndlistarmanna á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, þegar strangar hömlur voru á ferða- og tjáningarfrelsi í Austur-Evrópu. Listamenn í Ungverjalandi tóku upp á ýmsum hugvitsömum aðferðum til þess að brjóta sér leið til vesturs, og fengu til þess meðal annars dygga aðstoð ungra íslenskra myndlistarnema.
Í Tengivagninum þann 27. júlí síðastliðinn spjölluðu þau Melkorka og Gunnar Hansson við bandarísk hjón sem eru nýflutt til Akureyrar. Þau sögðu okkur frá leiksýningu sem þá var í undirbúningi, og fór fram í Tjarnarbíói um helgina. Eva Halldóra Guðmundsdóttir fór á sýninguna The Women who rode away og fjallar um hana í leikhúspistli dagsins.
Við hugum líka að fornu indversku, eða pakistönsku handriti, en á miðnætti voru 75 ár liðin frá að þessi tvö nútímaríki, Indland og Pakistan, urðu til við uppskiptingu breska heimsveldisins sem áður réð ríkjum á Indlandsskaga.
En við byrjum á að heiðra eina ástsælustu óperusöngkonu þjóðarinnar, Þuríði Pálsdóttur, sem lést fyrir helgi, 95 ára að aldri. Þuríður var af miklu tónlistarfólki komin, dóttir Kristínar Norðmann píanókennara og Páls Ísólfssonar tónskálds og orgelleikara. Þuríður stundaði söng- og tónlistarnám á Ítalíu á sjötta áratugnum og söng fjölmörg óperuhlutverk, bæði hér heima og erlendis. Hún var líka yfirkennari Söngskólans frá stofnun hans árið 1973 og vann ötullega að söng- og tónmenntun í áratugi, meðal annars með því að halda utan um þætti hér í Ríkisútvarpinu seint á sjöunda áratugnum. Heyrum tvö brot úr þættinum Tónlistartími barnanna, í umsjón Þuríðar Pálsdóttur, frá árinu 1969.
Umsjónarmaður: Melkorka Ólafsdóttir
8/15/2022 • 55 minutes
Jaðarmenning í Reykjavík, hugmyndafræði stríðs og ár doðrantsins
Victoria Bakshina fjallar um Rússland eftir hrun Sovétríkjanna í fimm pistlum hér í Víðsjá. Í sínum fjórða pistli fjallar Victoria um stríð og hugmyndafræðina á bak við það. Einhverjir halda að eftir hrun Sovétríkjanna hafi Rússland ekki tekið þátt í neinum stríðsátökum, en við nánari athugun á sögunni kemur í ljós að stríðið hefur verið óhjákvæmilegur partur af sögu nútíma Rússlands, og innrásin í Úkraínu er rökrétt skref í langvarandi stríðsátökum. Victoria tekur til máls hér seinna í þættinum. Jaðarmenningarhátíð í Reykjavík, Reykjavík Fringe festival hefst á morgun, föstudag. Þetta er í fimmta sinn sem hátíðin er haldin og hefur hún verið að hreiðra um sig sem fastur liður í menningarlífi landsins. Danssýningar eru áberandi á hátíðinni í ár, í bland við ýmislegt spennandi eins og sirkuslistir, kabarett og uppistand. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar og einn stofnenda hennar Nanna Gunnars kemur til mín í spjall hér í lok þáttar og fer yfir sögu hátíðarinnar og við ræðum hlutverk hennar, jaðarinn og miðjuna. Langar bækur geta verið afar fráhrindandi. Flest kannast við að hafa sagt, eða heyrt einhvern segja, að ef bókin er löng sé kannski bara best að bíða eftir myndinni. Sem gerir eiginlega lítið úr bæði bókinni og myndinni. Bækur séu erfiðar, kvikmyndir auðmeltar. Ég hef verið að kynna til leiks áskorun sem er blanda af gamni og alvöru um að lesa eingöngu langar bækur, svokallaða doðranta. Að nú sé ár doðrantsins.? Umsjón: Jóhannes Ólafsson
6/23/2022 • 0
Jaðarmenning í Reykjavík, hugmyndafræði stríðs og ár doðrantsins
Victoria Bakshina fjallar um Rússland eftir hrun Sovétríkjanna í fimm pistlum hér í Víðsjá. Í sínum fjórða pistli fjallar Victoria um stríð og hugmyndafræðina á bak við það. Einhverjir halda að eftir hrun Sovétríkjanna hafi Rússland ekki tekið þátt í neinum stríðsátökum, en við nánari athugun á sögunni kemur í ljós að stríðið hefur verið óhjákvæmilegur partur af sögu nútíma Rússlands, og innrásin í Úkraínu er rökrétt skref í langvarandi stríðsátökum. Victoria tekur til máls hér seinna í þættinum.
Jaðarmenningarhátíð í Reykjavík, Reykjavík Fringe festival hefst á morgun, föstudag. Þetta er í fimmta sinn sem hátíðin er haldin og hefur hún verið að hreiðra um sig sem fastur liður í menningarlífi landsins. Danssýningar eru áberandi á hátíðinni í ár, í bland við ýmislegt spennandi eins og sirkuslistir, kabarett og uppistand. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar og einn stofnenda hennar Nanna Gunnars kemur til mín í spjall hér í lok þáttar og fer yfir sögu hátíðarinnar og við ræðum hlutverk hennar, jaðarinn og miðjuna.
Langar bækur geta verið afar fráhrindandi. Flest kannast við að hafa sagt, eða heyrt einhvern segja, að ef bókin er löng sé kannski bara best að bíða eftir myndinni. Sem gerir eiginlega lítið úr bæði bókinni og myndinni. Bækur séu erfiðar, kvikmyndir auðmeltar. Ég hef verið að kynna til leiks áskorun sem er blanda af gamni og alvöru um að lesa eingöngu langar bækur, svokallaða doðranta. Að nú sé ár doðrantsins.?
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
6/23/2022 • 55 minutes
Uppgjör við Listahátíð, Codex Serafinianus, Getnaður og jazz
Jazzklúbburinn Múlinn hefur sumardagskrá sína í kvöld með tónleikum á Björtuloftum í Hörpu, og það er Tríó jazzsöngkonunnar Marínu Óskar sem opnar dagskrána. Tríó Marínu Óskar hefur komið víða við, nú síðast fyrir fullu húsi á Jazzhátíð Garðabæjar, en tríóið skipa ásamt Marínu Ósk þeir Mikael Máni Ásmundsson á gítar og Andri Ólafsson á kontrabassa. Tónlistin hefur fylgt Marínu Ósk frá barnsaldri í Keflavík, hún lærði snemma að meta jazz og Chet Baker er hennar helsti áhrifavaldur. Listahátíð í Reykjavík lauk um helgina. Hátíðin stóð yfir í nær þrjár vikur í ár enda margt uppsafnað eftir tvö ár af heimsfaraldri. Nína Hjálmarsdóttir þræddi viðburði og sýningar hátíðarinnar og segir að kannski hafi það mikilvægasta á hátíðinni verið það sem gerðist í minni rýmum, í minni hópum. Við kynnum okkur 300 síðna bók sem kom út árið 1981 í Róm. Bókin líkist frekar handriti, er eins og súrrealísk alfræðiorðabók sem útskýrir á óþekktu tungumáli veröld sem þú hefur aldrei kynnst fyrr. Þetta er Codex Serafinianus us eftir ítalska listamanninn Luigi Serafini . Texti og kannski fyrst og fremst myndmál Codex Seraphinianus hefur valdið mörgum miklum heilabrotum. Svo miklum að heilu félögin hafa verið stofnuð til að reyna að lesa merkingu úr textanum. Við fáum líka bókagagnrýni frá Grétu Sigríði Einarsdóttur sem var að lesa nýja íslenska skáldsögu, Getnað eftir Heiðu Vigdísi Sigfúsdóttur.
6/22/2022 • 0
Uppgjör við Listahátíð, Codex Serafinianus, Getnaður og jazz
Jazzklúbburinn Múlinn hefur sumardagskrá sína í kvöld með tónleikum á Björtuloftum í Hörpu, og það er Tríó jazzsöngkonunnar Marínu Óskar sem opnar dagskrána. Tríó Marínu Óskar hefur komið víða við, nú síðast fyrir fullu húsi á Jazzhátíð Garðabæjar, en tríóið skipa ásamt Marínu Ósk þeir Mikael Máni Ásmundsson á gítar og Andri Ólafsson á kontrabassa. Tónlistin hefur fylgt Marínu Ósk frá barnsaldri í Keflavík, hún lærði snemma að meta jazz og Chet Baker er hennar helsti áhrifavaldur.
Listahátíð í Reykjavík lauk um helgina. Hátíðin stóð yfir í nær þrjár vikur í ár enda margt uppsafnað eftir tvö ár af heimsfaraldri. Nína Hjálmarsdóttir þræddi viðburði og sýningar hátíðarinnar og segir að kannski hafi það mikilvægasta á hátíðinni verið það sem gerðist í minni rýmum, í minni hópum.
Við kynnum okkur 300 síðna bók sem kom út árið 1981 í Róm. Bókin líkist frekar handriti, er eins og súrrealísk alfræðiorðabók sem útskýrir á óþekktu tungumáli veröld sem þú hefur aldrei kynnst fyrr. Þetta er Codex Serafinianus us eftir ítalska listamanninn Luigi Serafini . Texti og kannski fyrst og fremst myndmál Codex Seraphinianus hefur valdið mörgum miklum heilabrotum. Svo miklum að heilu félögin hafa verið stofnuð til að reyna að lesa merkingu úr textanum.
Við fáum líka bókagagnrýni frá Grétu Sigríði Einarsdóttur sem var að lesa nýja íslenska skáldsögu, Getnað eftir Heiðu Vigdísi Sigfúsdóttur.
6/22/2022 • 55 minutes
Bitcoin og gull, Spindrift og feminískt leikhús, fuglar
Leikhópurinn Spindrift er eitt af þeim listakollektívum sem taka þátt í Fringe listahátíðinni í ár. Spindrift flytur tvö verk á hátíðinni, Leikverkið Þeir, sem sýnt verður í Tjarnarbíó, og Leikverkið Við dönsum undir öskufalli endalokanna, sem sýnt verður í Iðnó. Spindrift er skipað sex konum frá Íslandi og Finnlandi sem kynntust í Englandi og Eistlandi. Það er ýmislegt sem tengir þessar sviðslistakonur þó þær komi úr ólíkum áttum, með annars viljinn til að breyta starfsandanum og hefðbundnum valdastrúktúr leikhússins. Þær vinna eftir feminískum gildum og leitast við að ýta undir það sem oft eru kallaðir kvenlegir eiginleikar í sinni sköpun. Tveir meðlimir Spindrift, þær Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og Tinna Þorvalds Önnudóttir, verða gestir Víðsjár í dag. Og við fáum sendingu frá Snorra Rafni Hallssyni, hans þriðja pistil af fimm sem fjalla um peninga. Í dag segir Snorri Rafn frá hinum leyndardómsfulla Satoshi Nakamoto, upprunalegum tilgangi Bitcoin og hvers vegna líking Bitcoin við gull gengur ekki upp. Þegar allt kemur til alls eru peningar kannski bara ekki neitt. Meira um það hér á eftir. En við byrjum þáttinn á að hefja okkur til flugs. Hvað er svona heillandi við fugla og hvernig birtast þeir okkur í skáldskap? Jóhannes hitti Ragnar Helga Ólafsson, rithöfund og bókaútgefanda, á kaffivagninum til að ræða fugla. Þetta samtal fór fram í júní 2018, en er nokkuð tímalaust og kannski bara viðeigandi, í dag á lengsta degi ársins. Umsjón: Halla Harðardóttir
6/21/2022 • 0
Bitcoin og gull, Spindrift og feminískt leikhús, fuglar
Leikhópurinn Spindrift er eitt af þeim listakollektívum sem taka þátt í Fringe listahátíðinni í ár. Spindrift flytur tvö verk á hátíðinni, Leikverkið Þeir, sem sýnt verður í Tjarnarbíó, og Leikverkið Við dönsum undir öskufalli endalokanna, sem sýnt verður í Iðnó. Spindrift er skipað sex konum frá Íslandi og Finnlandi sem kynntust í Englandi og Eistlandi. Það er ýmislegt sem tengir þessar sviðslistakonur þó þær komi úr ólíkum áttum, með annars viljinn til að breyta starfsandanum og hefðbundnum valdastrúktúr leikhússins. Þær vinna eftir feminískum gildum og leitast við að ýta undir það sem oft eru kallaðir kvenlegir eiginleikar í sinni sköpun. Tveir meðlimir Spindrift, þær Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og Tinna Þorvalds Önnudóttir, verða gestir Víðsjár í dag.
Og við fáum sendingu frá Snorra Rafni Hallssyni, hans þriðja pistil af fimm sem fjalla um peninga. Í dag segir Snorri Rafn frá hinum leyndardómsfulla Satoshi Nakamoto, upprunalegum tilgangi Bitcoin og hvers vegna líking Bitcoin við gull gengur ekki upp. Þegar allt kemur til alls eru peningar kannski bara ekki neitt. Meira um það hér á eftir.
En við byrjum þáttinn á að hefja okkur til flugs. Hvað er svona heillandi við fugla og hvernig birtast þeir okkur í skáldskap? Jóhannes hitti Ragnar Helga Ólafsson, rithöfund og bókaútgefanda, á kaffivagninum til að ræða fugla. Þetta samtal fór fram í júní 2018, en er nokkuð tímalaust og kannski bara viðeigandi, í dag á lengsta degi ársins.
Umsjón: Halla Harðardóttir
6/21/2022 • 55 minutes
Fuglar, blaðamennska í Rússlandi, mannamyndir Kjarvals
Í hugum margra er Kjarval fyrst og fremst landslagsmálari, en hann teiknaði andlitsmyndir alla tíð og hóf ferilinn sem portrett málari. En landslagið var þó aldrei langt undan og með tímanum varð fantasían æ sterkari í mannamyndum Kjarvals, og stundum tók hún yfir. Þessi tengsl milli andlitsmynda hans og landslagsmynda virðast hafa blasað við mönnum frá byrjun, líkt og Aðalsteinn Ingólfsson bendir á í sýningartexta á sýningunni Andlit úr skýjum, mannamyndir Kjarvals. VIð ræðum við Aðalstein í þætti dagsins. Í sínum þriðja pistli um sögu Rússlands eftir hrun Sovétríkjanna fjallar Victoria Bakshina um blaðamennsku, eða fjórða valdið. Farið verður yfir sögu rússneskra fjölmiðla, hvernig þeir hurfu frá blómaskeiði tíunda áratugarins yfir í stöðuna sem nú er uppi, en samkvæmt heimildum Fréttamanna án landamæra er Rússland númer 175 í röðinni af 179 löndum þegar kemur að tjáningarfrelsi. Einnig ræðir Victoria við Andrei Menshenin, blaðamann frá Rússlandi, sem veitir innsýn í rússneska blaðamennsku. En við byrjum á því að huga að fuglum. Þessa vikuna erum við að upplifa lengstu daga ársins, og sumarfrí er handan við hornið hjá mörgum okkar. Bjartar nætur og tímaleysi eru eitt af því sem einkennir íslenska sumarið, og félagar okkar í tímaleysinu eru að sjálfsögðu fuglarnir sem toppa sumarnóttina með nærveru sinni. Við skulum rifja upp viðtal um fugla, sem Jóhannes tók við Ragnar Helga Ólafsson um þetta leyti árs, fyrir fjórum árum síðan. Umsjón: Halla Harðardóttir
6/20/2022 • 0
Fuglar, blaðamennska í Rússlandi, mannamyndir Kjarvals
Í hugum margra er Kjarval fyrst og fremst landslagsmálari, en hann teiknaði andlitsmyndir alla tíð og hóf ferilinn sem portrett málari. En landslagið var þó aldrei langt undan og með tímanum varð fantasían æ sterkari í mannamyndum Kjarvals, og stundum tók hún yfir. Þessi tengsl milli andlitsmynda hans og landslagsmynda virðast hafa blasað við mönnum frá byrjun, líkt og Aðalsteinn Ingólfsson bendir á í sýningartexta á sýningunni Andlit úr skýjum, mannamyndir Kjarvals. VIð ræðum við Aðalstein í þætti dagsins.
Í sínum þriðja pistli um sögu Rússlands eftir hrun Sovétríkjanna fjallar Victoria Bakshina um blaðamennsku, eða fjórða valdið. Farið verður yfir sögu rússneskra fjölmiðla, hvernig þeir hurfu frá blómaskeiði tíunda áratugarins yfir í stöðuna sem nú er uppi, en samkvæmt heimildum Fréttamanna án landamæra er Rússland númer 175 í röðinni af 179 löndum þegar kemur að tjáningarfrelsi. Einnig ræðir Victoria við Andrei Menshenin, blaðamann frá Rússlandi, sem veitir innsýn í rússneska blaðamennsku.
En við byrjum á því að huga að fuglum. Þessa vikuna erum við að upplifa lengstu daga ársins, og sumarfrí er handan við hornið hjá mörgum okkar. Bjartar nætur og tímaleysi eru eitt af því sem einkennir íslenska sumarið, og félagar okkar í tímaleysinu eru að sjálfsögðu fuglarnir sem toppa sumarnóttina með nærveru sinni. Við skulum rifja upp viðtal um fugla, sem Jóhannes tók við Ragnar Helga Ólafsson um þetta leyti árs, fyrir fjórum árum síðan.
Umsjón: Halla Harðardóttir
6/20/2022 • 55 minutes
Sönghátíð í Hafnarborg, rússnesk menning og Einar Lúðvík Ólafsson
Sönghátíð í Hafnaborg er orðin árlegur viðburður í tónlistarlífinu. Hún er nú haldin í sjötta sinn undir styrkri stjórn Guðrúnar Jóhönnu Ólafsdóttur og Francisco Javier Jáuregui, sem einnig stofnuðu hátíðina á sínum tíma. Í ár er boðið upp á átta tónleika með framúrskarandi söngvurum, kór og hljóðfæraleikurum sem flytja fjölbreytta tónlist frá ólíkum tímum. Rúmlega fimmtíu íslenskir og erlendir tónlistarmenn taka þátt í hátíðinni, en einnig verða ýmis námskeið í boði. "Teiknimyndir eru ekkert lægri en kúbisminn hjá Picasso," segir myndlistarmaðurinn Einar Lúðvík Ólafsson. Einar er bæði með bakgrunn í myndlist og tölvunarfræði, hann málar á fremur hefðbundinn hátt, með olíulitum og vísar í listasöguna langt aftur í aldir en slær hefðinni saman við skrautlegan og teiknimyndakenndan heim sem skapar nýtt samhengi til að fást við okkar sítengdu, samhengislausu og absúrd daglegu tilvist. Einar Lúðvík opnar sýninguna Sannleikurinn þekkir raunveruleikann í Gallerý Port á nýjum stað á Laugavegi 32. Þar fæst hann við sögu málverksins, goðsagnir og samtímann og við lítum inn á vinnustofu Einars hér í lok þáttar þar sem hann var að leggja lokahönd á sýninguna. Við kynntum hér til leiks í upphafi vikunnar nýjan pistlahöfund: Victoriu Bakshina.Í sínum öðrum pistli fjallar Victoria um menningu í Rússlandi eftir hrun Sovétríkjanna, helstu afrek og áföll tíunda áratugarins. Einnig segir hún frá voninni um breyitngar sem lágu í loftinu fyrstu árin í forsetatíð Pútíns. Og síðast en ekki síst ræðir hún þá slaufun sem rússnesk menning verður að takast á við í kjölfarið innrásar í Úkraínu. Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
6/16/2022 • 0
Sönghátíð í Hafnarborg, rússnesk menning og Einar Lúðvík Ólafsson
Sönghátíð í Hafnaborg er orðin árlegur viðburður í tónlistarlífinu. Hún er nú haldin í sjötta sinn undir styrkri stjórn Guðrúnar Jóhönnu Ólafsdóttur og Francisco Javier Jáuregui, sem einnig stofnuðu hátíðina á sínum tíma. Í ár er boðið upp á átta tónleika með framúrskarandi söngvurum, kór og hljóðfæraleikurum sem flytja fjölbreytta tónlist frá ólíkum tímum. Rúmlega fimmtíu íslenskir og erlendir tónlistarmenn taka þátt í hátíðinni, en einnig verða ýmis námskeið í boði.
"Teiknimyndir eru ekkert lægri en kúbisminn hjá Picasso," segir myndlistarmaðurinn Einar Lúðvík Ólafsson. Einar er bæði með bakgrunn í myndlist og tölvunarfræði, hann málar á fremur hefðbundinn hátt, með olíulitum og vísar í listasöguna langt aftur í aldir en slær hefðinni saman við skrautlegan og teiknimyndakenndan heim sem skapar nýtt samhengi til að fást við okkar sítengdu, samhengislausu og absúrd daglegu tilvist. Einar Lúðvík opnar sýninguna Sannleikurinn þekkir raunveruleikann í Gallerý Port á nýjum stað á Laugavegi 32. Þar fæst hann við sögu málverksins, goðsagnir og samtímann og við lítum inn á vinnustofu Einars hér í lok þáttar þar sem hann var að leggja lokahönd á sýninguna.
Við kynntum hér til leiks í upphafi vikunnar nýjan pistlahöfund: Victoriu Bakshina.Í sínum öðrum pistli fjallar Victoria um menningu í Rússlandi eftir hrun Sovétríkjanna, helstu afrek og áföll tíunda áratugarins. Einnig segir hún frá voninni um breyitngar sem lágu í loftinu fyrstu árin í forsetatíð Pútíns. Og síðast en ekki síst ræðir hún þá slaufun sem rússnesk menning verður að takast á við í kjölfarið innrásar í Úkraínu.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
6/16/2022 • 55 minutes
Heimferð, sending frá Feneyjum, Draumarústir, Persian Path
Á plötunni Persian Path frá árinu 2020 renna saman íslensk og írönsk þjóðlagatónlist í útsetningum tónlistarmannsins Ásgeirs Ásgeirssonar. Undanfarin ár hefur Ásgeir sótt sinn tónlistarlega innblástur austur til Balkansskaga og Mið-Austurlanda. En bakgrunnurinn er öllu hefðbundnari vestrænt popp og rokk hér heima. Við ræðum við Ásgeir Ásgeirsson um tónlist þessara ólíku menningarheima í lok þáttar. Aðdráttarafl Verksmiðjunnar á Hjalteyri á listamenn er óumdeilanlegt. Staðsetning hennar á jaðrinum, hvort sem miðað er við íslenskan eða alþjóðlegarn listheim, í rústum gamals síldarævintýris, sveipar hana ákveðnum ljóma. Hún á þátt í að skapa ímynd sem hið fullkomna listamannarekna rými þar sem starfsemin er óháð stigveldi, stofnunum og pólitískum áformum um uppbyggingu. Svo segir í texta listfræðingsins Margrétar Elísabetar Ólafsdóttur í bók sem er nýkomin út; Draumarústir. Útgáfan fagnar 10 ára afmæli Verksmiðjunnar á Hjalteyri, við ræðum við Margréti Elísabetu í þætti dagsins . Einnig fáum við sendingu frá Feneyjum. Hópur nýtúrskrifaðra listfræðinga, listamanna, kvikmyndafræðinga, listheimspekinga og menningarmiðlara dvelja nú í Feneyjum og sjá um íslenska skálann á Feneyjatvíæringnum. Næstu vikur munu Víðsjá berast pistlar frá þessum hópi þar sem þau segja okkur frá tvíæringum og því sem hæst ber í listheiminum um þessar mundir. Fyrsti pistillinn berst frá Eyju Orradóttur kvikmyndafræðingi. Eyja veltir fyrir sér myndbandsverkum á hátíðinni, framsetningu verkanna og miðlinum sjálfum. Á myndbandsmiðillin vel við á hátið þar sem gestir ráfa um og skoða verk tilviljunarkennt og í stutta stund? Heyrum þær vangaveltur hér á eftir. En við byrjum í leikhúsinu. Eva Halldóra Guðmundsdóttir fór að sjá Heimferð, brúðuleikhús sem fer fram í húsbíl sem ferðast um landið. Það er brúðuleikhúshópurinn Handbendi, sem skapar þessa sýningu, en hópurinn hefur aðsetur á Hvammstanga er er handhafi Eyrarrósarinnar. Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
6/15/2022 • 0
Heimferð, sending frá Feneyjum, Draumarústir, Persian Path
Á plötunni Persian Path frá árinu 2020 renna saman íslensk og írönsk þjóðlagatónlist í útsetningum tónlistarmannsins Ásgeirs Ásgeirssonar. Undanfarin ár hefur Ásgeir sótt sinn tónlistarlega innblástur austur til Balkansskaga og Mið-Austurlanda. En bakgrunnurinn er öllu hefðbundnari vestrænt popp og rokk hér heima. Við ræðum við Ásgeir Ásgeirsson um tónlist þessara ólíku menningarheima í lok þáttar.
Aðdráttarafl Verksmiðjunnar á Hjalteyri á listamenn er óumdeilanlegt. Staðsetning hennar á jaðrinum, hvort sem miðað er við íslenskan eða alþjóðlegarn listheim, í rústum gamals síldarævintýris, sveipar hana ákveðnum ljóma. Hún á þátt í að skapa ímynd sem hið fullkomna listamannarekna rými þar sem starfsemin er óháð stigveldi, stofnunum og pólitískum áformum um uppbyggingu. Svo segir í texta listfræðingsins Margrétar Elísabetar Ólafsdóttur í bók sem er nýkomin út; Draumarústir. Útgáfan fagnar 10 ára afmæli Verksmiðjunnar á Hjalteyri, við ræðum við Margréti Elísabetu í þætti dagsins .
Einnig fáum við sendingu frá Feneyjum. Hópur nýtúrskrifaðra listfræðinga, listamanna, kvikmyndafræðinga, listheimspekinga og menningarmiðlara dvelja nú í Feneyjum og sjá um íslenska skálann á Feneyjatvíæringnum. Næstu vikur munu Víðsjá berast pistlar frá þessum hópi þar sem þau segja okkur frá tvíæringum og því sem hæst ber í listheiminum um þessar mundir. Fyrsti pistillinn berst frá Eyju Orradóttur kvikmyndafræðingi. Eyja veltir fyrir sér myndbandsverkum á hátíðinni, framsetningu verkanna og miðlinum sjálfum. Á myndbandsmiðillin vel við á hátið þar sem gestir ráfa um og skoða verk tilviljunarkennt og í stutta stund? Heyrum þær vangaveltur hér á eftir.
En við byrjum í leikhúsinu. Eva Halldóra Guðmundsdóttir fór að sjá Heimferð, brúðuleikhús sem fer fram í húsbíl sem ferðast um landið. Það er brúðuleikhúshópurinn Handbendi, sem skapar þessa sýningu, en hópurinn hefur aðsetur á Hvammstanga er er handhafi Eyrarrósarinnar.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
6/15/2022 • 55 minutes
Guðspjall Maríu, Langborðið, menningarverðmæti á stríðstímum
Raddir hverra heyrast ekki í íslensku listalífi? Hver okkar eru ekki meðal áhorfenda? Verk hverra sjáum við ekki og hver sjáum við ekki standa á stóru sviðunum? Hvernig geta lista- og menningarstofnanir spornað gegn mismunun í listum? Þetta eru spurningar sem velt verður upp á Langborðinu, viðburði sem fer fram í Iðnó í hádeginu á morgun, sem hluti af klúbbi Listahátíðar. Langborðið er lokaviðburður verkefnis sem hefur verið í gangi frá því í vetur, sem miðar að því að virkja samfélagslistir og gera menningu og listir aðgengilega fyrir öll. Björg Árnadóttir hjá Reykjavíkurakedemíunni hefur stýrt verkefninu og segir okkur betur frá því hér á eftir. 66 fyrir trúarathafnir, 12 söfn, 28 sögulegar byggingar, 18 byggingar sem hýsa menningartengda starfsemi, 7 bókasöfn og 15 styttur eða minnisvarða. Allt er þetta á lista UNESCO yfir fyrirbæri sem hafa eyðilagst í sprengjuárásum Rússa. Menningarverðmæti eru eins og margt annar afar berskjölduð í stríði. Á fyrstu vikum stríðsins í Úkraínu tóku söfn að hreinsa út allar verðmætustu eignirnar, pakka þeim saman og koma í var. Þetta hefur verið gert í gegnum söguna, líklega í öllum samtímastríðum. Fólk hefur jafnvel hætt lífi sínu við það að bjarga listaverkum frá vígvellinum. Við fjöllum um menningarverðmæti á stríðstímum með Atla Viðari Thorstenssen, sviðsstjóra alþjóðasviðs Rauða krossins. Í kvöld verður nýtt íslenskt verk flutt í Fredriksberg kirkju í Kaupmannahöfn, Guðspjall Maríu eftir Huga Guðmundsson. Verkið var frumflutt á annan í hvítasunnu, þann 6.júní síðastliðinn, í Hallgrímskirkju og var sá flutningur hljóðritaður af Ríkisútvarpinu. Sú hljóðritun verður flutt næstkomandi sunnudag, 19.júní, hér á Rás1. Guðni Tómasson hitti Huga fyrir tónleikana og ræddi við hann um þetta verk, og við heyrum það spjall hér á eftir. Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
6/14/2022 • 0
Guðspjall Maríu, Langborðið, menningarverðmæti á stríðstímum
Raddir hverra heyrast ekki í íslensku listalífi? Hver okkar eru ekki meðal áhorfenda? Verk hverra sjáum við ekki og hver sjáum við ekki standa á stóru sviðunum? Hvernig geta lista- og menningarstofnanir spornað gegn mismunun í listum? Þetta eru spurningar sem velt verður upp á Langborðinu, viðburði sem fer fram í Iðnó í hádeginu á morgun, sem hluti af klúbbi Listahátíðar. Langborðið er lokaviðburður verkefnis sem hefur verið í gangi frá því í vetur, sem miðar að því að virkja samfélagslistir og gera menningu og listir aðgengilega fyrir öll. Björg Árnadóttir hjá Reykjavíkurakedemíunni hefur stýrt verkefninu og segir okkur betur frá því hér á eftir.
66 fyrir trúarathafnir, 12 söfn, 28 sögulegar byggingar, 18 byggingar sem hýsa menningartengda starfsemi, 7 bókasöfn og 15 styttur eða minnisvarða. Allt er þetta á lista UNESCO yfir fyrirbæri sem hafa eyðilagst í sprengjuárásum Rússa. Menningarverðmæti eru eins og margt annar afar berskjölduð í stríði. Á fyrstu vikum stríðsins í Úkraínu tóku söfn að hreinsa út allar verðmætustu eignirnar, pakka þeim saman og koma í var. Þetta hefur verið gert í gegnum söguna, líklega í öllum samtímastríðum. Fólk hefur jafnvel hætt lífi sínu við það að bjarga listaverkum frá vígvellinum. Við fjöllum um menningarverðmæti á stríðstímum með Atla Viðari Thorstenssen, sviðsstjóra alþjóðasviðs Rauða krossins.
Í kvöld verður nýtt íslenskt verk flutt í Fredriksberg kirkju í Kaupmannahöfn, Guðspjall Maríu eftir Huga Guðmundsson. Verkið var frumflutt á annan í hvítasunnu, þann 6.júní síðastliðinn, í Hallgrímskirkju og var sá flutningur hljóðritaður af Ríkisútvarpinu. Sú hljóðritun verður flutt næstkomandi sunnudag, 19.júní, hér á Rás1. Guðni Tómasson hitti Huga fyrir tónleikana og ræddi við hann um þetta verk, og við heyrum það spjall hér á eftir.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
6/14/2022 • 55 minutes
Alda, Ókyrrð og rússneska tálsýnin
Að hlusta á hið mjúka í sér er gríðarlega mikilvægt, svo segir Katrín Gunnarssdóttir, dansari og danshöfundur. Katrín er höfundur Öldu, innsetningar með hljóði og átta dönsurum, sem dansar á mörkum sviðslita og myndlistar. Katrín sækir í sögu líkamlegrar vinnu kvenna og skoðar sérstaklega endurteknar hreyfingar og söngva. Katrín hefur tekið virkan þátt í að móta danssenuna í Reykjavík síðustu ár og meðal annars unnið að því að byggja upp hreyfitungumál og myndmál þar sem lágstemd mýkt, viðkvæmni og samruni líkama við umhverfi sitt leika lykilhlutverk. Um borð í flugvél. Það er hugguleg stemning, lampar og pottaplöntur. Svona hefst lýsingin á sviðsmynd leikritsins Ókyrrð eftir Brynju Hjálmsdóttur skáld. Leikritið kom út á bók hjá Unu útgáfuhúsi. Þetta er gamanleikur í þremur hlutum og fjallar um dularfulla flugferð, háska í háloftunum. Það geisar heimsfaraldur, þó ekki covid heldur fuglaflensa og um borð eru aðeins tveir farþegar, flugstjóri og flugfreyja og hún er miðpunktur verksins. Það er ókyrrð í lofti í þessu ærslafulla verki sem fjallar um þrána eftir jafnvægi í óstöðugleikanum, stjórn á eigin tilveru og það að fljúga úr hreiðrinu. Árið 1991 leystist 300 milljóna manna stórveldi upp svo gott sem á einni nóttu, ný ríki urðu til á gömlum grunni og íbúarnir þegnar þeirra. Þar á meðal Rússneska sambandsríkið sem hafði lýst því yfir að þar yrði lýðræði og forsetaræði, og nefndi 12. júní sjálfstæðisdag þjóðarinnar. Sá dagur var haldin hátíðlegur um allt Rússlands í gær. Hér í Reykjavík skipulagði hópurinn Rússar gegn stríði viðburð framan við rússneska sendiráðið sem þau kölluðu Sjálfstæði frá Pútín. Victoria Bakshina var ein þeirra sem tók til þar til máls, en hún er einmitt nýr pistlahöfundur hér hjá okkur í Víðjsjá. Victoria mun flytja okkur pistla á næstu vikum um sögu Rússlands eftir hrun Sovétríkjanna, hugmyndafræði og menningarátök. Victoria er menntaður málfræðingur og tungumálakennari frá Rússlandi. Hún hefur búið á Íslandi síðan 2016, starfar sem rússnesku- og íslenskukennari, þýðandi og túlkur, og er einnig fastur penni Lestrarklefans. Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
6/13/2022 • 0
Alda, Ókyrrð og rússneska tálsýnin
Að hlusta á hið mjúka í sér er gríðarlega mikilvægt, svo segir Katrín Gunnarssdóttir, dansari og danshöfundur. Katrín er höfundur Öldu, innsetningar með hljóði og átta dönsurum, sem dansar á mörkum sviðslita og myndlistar. Katrín sækir í sögu líkamlegrar vinnu kvenna og skoðar sérstaklega endurteknar hreyfingar og söngva. Katrín hefur tekið virkan þátt í að móta danssenuna í Reykjavík síðustu ár og meðal annars unnið að því að byggja upp hreyfitungumál og myndmál þar sem lágstemd mýkt, viðkvæmni og samruni líkama við umhverfi sitt leika lykilhlutverk.
Um borð í flugvél. Það er hugguleg stemning, lampar og pottaplöntur. Svona hefst lýsingin á sviðsmynd leikritsins Ókyrrð eftir Brynju Hjálmsdóttur skáld. Leikritið kom út á bók hjá Unu útgáfuhúsi. Þetta er gamanleikur í þremur hlutum og fjallar um dularfulla flugferð, háska í háloftunum. Það geisar heimsfaraldur, þó ekki covid heldur fuglaflensa og um borð eru aðeins tveir farþegar, flugstjóri og flugfreyja og hún er miðpunktur verksins. Það er ókyrrð í lofti í þessu ærslafulla verki sem fjallar um þrána eftir jafnvægi í óstöðugleikanum, stjórn á eigin tilveru og það að fljúga úr hreiðrinu.
Árið 1991 leystist 300 milljóna manna stórveldi upp svo gott sem á einni nóttu, ný ríki urðu til á gömlum grunni og íbúarnir þegnar þeirra. Þar á meðal Rússneska sambandsríkið sem hafði lýst því yfir að þar yrði lýðræði og forsetaræði, og nefndi 12. júní sjálfstæðisdag þjóðarinnar. Sá dagur var haldin hátíðlegur um allt Rússlands í gær. Hér í Reykjavík skipulagði hópurinn Rússar gegn stríði viðburð framan við rússneska sendiráðið sem þau kölluðu Sjálfstæði frá Pútín. Victoria Bakshina var ein þeirra sem tók til þar til máls, en hún er einmitt nýr pistlahöfundur hér hjá okkur í Víðjsjá. Victoria mun flytja okkur pistla á næstu vikum um sögu Rússlands eftir hrun Sovétríkjanna, hugmyndafræði og menningarátök. Victoria er menntaður málfræðingur og tungumálakennari frá Rússlandi. Hún hefur búið á Íslandi síðan 2016, starfar sem rússnesku- og íslenskukennari, þýðandi og túlkur, og er einnig fastur penni Lestrarklefans.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
6/13/2022 • 55 minutes
Allt í góðu, Framhald í næsta bréfi og ADHD á Skuggabaldri
Á útilverka-sýningunni Hjólinu þræða höggmyndir átta listamanna sig um borgarlandslagið, í grennd við hjóla og göngustíga. Þetta er í fimmta sinn sem þessi sumarsýning stendur yfir, en það er Myndhöggvarafélagið í Reykjavík í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Norræna húsið stendur að henni. Yfirskrift Hjólsins þetta árið er ALLT Í GÓÐU en Kristín Dagmar Jóhannesdóttir er sýningarstjóri í ár. Víðsjá skellti sér í hjólatúr í morgun og hitti Kristínu Dagmar og þær Ragnheiði Gestsdóttur og Emmu Heiðarsdóttur. Sending frá óþekktum aðila reynist fyrsta skrefið á slóð sem leiðir fólk í gegnum sögu af mannshvarfi í Kaupmannahöfn, munaðarlausri stúlku sem send er í vist árið 1931, starfsmannapartýi á Sölvhólsgötu við stríðslok og hörmulegu sjóslysi. Framhald í næsta bréfi er óvenjulegt leikhúsferðalag þar sem áskrifendur fá send bréf með reglulegu milli bili, umslag með ljósmyndum, símskeytum og dulkóðuðum skilaboðum í bland við hljóðverk. Allt eru þetta litlar vísbendingar í stærri frásögn, svokölluðu bréfaleikhúsi. Það eru þær Salka Guðmundsdóttir og Aðalbjörg Árnadóttir sem standa að verkinu, Salka er höfundur sögunnar, leikritsins og Aðalbjörg hugmyndasmiðurinn - en vinna auðvitað saman að því að láta þetta ganga upp, að bréfin berist á réttum tíma eins og á góðu og stundvísu pósthúsi. Á djassknæpunni Skuggabaldri við Austurvöll ætlar hljómsveitin ADHD að fagna sumrinu með tónleikum í kvöld og kynna um leið fyrirhugaða residensíu á Skuggabaldri sem fram fer í október á þessu ári. Magnús Trygvason Eliassen trommuleikari ADHD er gestur Víðsjár í dag og segir frá. Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
6/9/2022 • 0
Allt í góðu, Framhald í næsta bréfi og ADHD á Skuggabaldri
Á útilverka-sýningunni Hjólinu þræða höggmyndir átta listamanna sig um borgarlandslagið, í grennd við hjóla og göngustíga. Þetta er í fimmta sinn sem þessi sumarsýning stendur yfir, en það er Myndhöggvarafélagið í Reykjavík í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Norræna húsið stendur að henni. Yfirskrift Hjólsins þetta árið er ALLT Í GÓÐU en Kristín Dagmar Jóhannesdóttir er sýningarstjóri í ár. Víðsjá skellti sér í hjólatúr í morgun og hitti Kristínu Dagmar og þær Ragnheiði Gestsdóttur og Emmu Heiðarsdóttur.
Sending frá óþekktum aðila reynist fyrsta skrefið á slóð sem leiðir fólk í gegnum sögu af mannshvarfi í Kaupmannahöfn, munaðarlausri stúlku sem send er í vist árið 1931, starfsmannapartýi á Sölvhólsgötu við stríðslok og hörmulegu sjóslysi. Framhald í næsta bréfi er óvenjulegt leikhúsferðalag þar sem áskrifendur fá send bréf með reglulegu milli bili, umslag með ljósmyndum, símskeytum og dulkóðuðum skilaboðum í bland við hljóðverk. Allt eru þetta litlar vísbendingar í stærri frásögn, svokölluðu bréfaleikhúsi. Það eru þær Salka Guðmundsdóttir og Aðalbjörg Árnadóttir sem standa að verkinu, Salka er höfundur sögunnar, leikritsins og Aðalbjörg hugmyndasmiðurinn - en vinna auðvitað saman að því að láta þetta ganga upp, að bréfin berist á réttum tíma eins og á góðu og stundvísu pósthúsi.
Á djassknæpunni Skuggabaldri við Austurvöll ætlar hljómsveitin ADHD að fagna sumrinu með tónleikum í kvöld og kynna um leið fyrirhugaða residensíu á Skuggabaldri sem fram fer í október á þessu ári. Magnús Trygvason Eliassen trommuleikari ADHD er gestur Víðsjár í dag og segir frá.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
6/9/2022 • 57 minutes, 21 seconds
Spor og þræðir, skartgripir Dieters Roth og Dalakofinn
Einn af fjölmörgum viðburðum sem hafa opnað eða munu opna dyr sínar í tengslum við Listahátið, er sýningin Spor og þræðir, sem opnar á morgun, 9.júní. Þetta er sýning á verkum íslenskra samtímalistamanna sem sauma út eða nýta nál og þráð sem verkfæri við listsköpun sína. Sýningarstjórar eru þau Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og Birkir Karlsson og Halla hitti þau við undirbúning á Kjarvalstöðum. Einnig hitti hún á Eirúnu Sigurðardóttur og Önnu Andreu Winther. Við heyrum líka af skartgripasmíði myndlistarmannsins Dieters Roth en ný sýning á skartgripum hans var opnuð nú um helgina í Listasafni Íslands. Sýningin er einnig hluti af Listahátíð í Reykjavík og hluti hennar er viðtal Guðna Tómassonar við Björn Roth, son Dieters, um þessa hlið á verkum föðurs síns. Við fáum að hlera það viðtal í dag. Jelena Ciric tónlistarrýnir hér í Víðsjá fjallr um lagið Dalakofinn og flókna upprunasögu þess. Lögin sem við teljum vera mest íslensk eru stundum með alþjóðlegri sögu en við höldum. Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
6/8/2022 • 0
Spor og þræðir, skartgripir Dieters Roth og Dalakofinn
Einn af fjölmörgum viðburðum sem hafa opnað eða munu opna dyr sínar í tengslum við Listahátið, er sýningin Spor og þræðir, sem opnar á morgun, 9.júní. Þetta er sýning á verkum íslenskra samtímalistamanna sem sauma út eða nýta nál og þráð sem verkfæri við listsköpun sína. Sýningarstjórar eru þau Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og Birkir Karlsson og Halla hitti þau við undirbúning á Kjarvalstöðum. Einnig hitti hún á Eirúnu Sigurðardóttur og Önnu Andreu Winther.
Við heyrum líka af skartgripasmíði myndlistarmannsins Dieters Roth en ný sýning á skartgripum hans var opnuð nú um helgina í Listasafni Íslands. Sýningin er einnig hluti af Listahátíð í Reykjavík og hluti hennar er viðtal Guðna Tómassonar við Björn Roth, son Dieters, um þessa hlið á verkum föðurs síns. Við fáum að hlera það viðtal í dag.
Jelena Ciric tónlistarrýnir hér í Víðsjá fjallr um lagið Dalakofinn og flókna upprunasögu þess. Lögin sem við teljum vera mest íslensk eru stundum með alþjóðlegri sögu en við höldum.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
6/8/2022 • 55 minutes
Taylor Mac á Íslandi, peningar eru heimskir og De rien
Einn eftirtektarverðasti viðburður síðstu viku á Listahátíð í Reykjavík voru tvær sýningar dragdrottningarinnar Taylor Mac en hán sýndi fyrir fullum sal Þjóðleikhússins. Taylor Mac nýtir drag, tónlist og húmor til að draga fram kraftmikla samfélagslega gagnrýni. Sviðið og salurinn renna saman í eina sjónræna gleðisprengju þar sem áhorfendur taka virkan þátt. Nína Hjálmarsdóttir var í salnum og flytur okkur ítarlegar hugleiðingar um sína upplifun. Hvað geta fornaldarheimspekingurinn Prótagóras, vegalengdir mældar í hrísgrjónasuðum, Normalbaum og skógrækt í Evrópu á 18. öld sagt okkur um heimssýn okkar í dag? Snorri Rafn Hallsson í Vín, leggur pistil inn á bankareikning Víðsjár í dag þar sem hann veltir þessari spurningu upp og fullyrðir að peningar séu heimskir. "En þetta ekkert, þetta núll, er samt til. Það er áþreifanlegt. Það er hægt að kveikja á því, brenna það niður. Og þá fyrst mögulega er það orðið ekkert. En ég ætla ekki að gera það. Hah! Ég neita að brenna þetta núll. Það fer vel í hendi. Passar í lófann." Við lítum við á myndlistarsýningu Ingibjargar Sigurjónsdóttur, De Rien í lok þáttar. Þar beinir Ingibjörg sjónum sínum að smáatriðum hversdagsleikans og hverfuleikanum. Sem efnivið nýtir hún meðal annars litarefni, texta, skrifstofupappír, gull, loft og óstjórnleg ferli. Víðsjá heimsækir Kling & bang í Marshall húsinu hér á eftir og ræðir við Ingibjörgu Sigurjónsdóttur. Umsjón: Jóhannes Ólafsson
6/7/2022 • 0
Taylor Mac á Íslandi, peningar eru heimskir og De rien
Einn eftirtektarverðasti viðburður síðstu viku á Listahátíð í Reykjavík voru tvær sýningar dragdrottningarinnar Taylor Mac en hán sýndi fyrir fullum sal Þjóðleikhússins. Taylor Mac nýtir drag, tónlist og húmor til að draga fram kraftmikla samfélagslega gagnrýni. Sviðið og salurinn renna saman í eina sjónræna gleðisprengju þar sem áhorfendur taka virkan þátt. Nína Hjálmarsdóttir var í salnum og flytur okkur ítarlegar hugleiðingar um sína upplifun.
Hvað geta fornaldarheimspekingurinn Prótagóras, vegalengdir mældar í hrísgrjónasuðum, Normalbaum og skógrækt í Evrópu á 18. öld sagt okkur um heimssýn okkar í dag? Snorri Rafn Hallsson í Vín, leggur pistil inn á bankareikning Víðsjár í dag þar sem hann veltir þessari spurningu upp og fullyrðir að peningar séu heimskir.
"En þetta ekkert, þetta núll, er samt til. Það er áþreifanlegt. Það er hægt að kveikja á því, brenna það niður. Og þá fyrst mögulega er það orðið ekkert. En ég ætla ekki að gera það. Hah! Ég neita að brenna þetta núll. Það fer vel í hendi. Passar í lófann." Við lítum við á myndlistarsýningu Ingibjargar Sigurjónsdóttur, De Rien í lok þáttar. Þar beinir Ingibjörg sjónum sínum að smáatriðum hversdagsleikans og hverfuleikanum. Sem efnivið nýtir hún meðal annars litarefni, texta, skrifstofupappír, gull, loft og óstjórnleg ferli. Víðsjá heimsækir Kling & bang í Marshall húsinu hér á eftir og ræðir við Ingibjörgu Sigurjónsdóttur.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
6/7/2022 • 55 minutes
Barbara Hannigan og Elli Egilsson
Líklega er stærsta einstaka stjarnan sem heimsækir Listahátíð Reykjavíkur að þessu sinni kanadíska sópransöngkonan og hljómsveitarstjórinn Barbara Hannigan sem stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands á tvennum tónleikum á föstudagskvöld og á laugardag. Sem söngkona þykir Hannigan ekkert minna en undur þegar kemur að tækni og hæfileikum en hún er líka rísandi stjarna í heimi hljómsveitarstjóra á heimsvísu. Efnisskráin er einkar forvitnileg og safarík en Hannigan stjórnar hljómsveitinni og hefur síðan upp rödd sína frá stjórnendapallinum í sumum verkanna. Guðni Tómasson hitti Barböru Hanningan eftir æfingu í vikunni og við helgum henni síðari hluta þáttarins í dag. Víðsjá fer líka á fund við listmálarann Ella Egilsson sem er fæddur og uppalinn í Reykjavík, en hefur starfað síðustu misseri í Los Angeles og Las Vegas, þar sem hann er búsettur. Elli opnaði í Þulu gallerý myndlistarsýninguna NEVADA sem er heimaríki hans þar sem Las Vegas er staðsett í miðri eyðimörkinni. Myndirnar eru unnar eftir ímynduðum myndformum íslenskrar náttúru, eins og hún formast í skapandi hugsun og minningum, pensillinn látinn ráða för og verkin máluð á draumkenndan hátt með heimagerðum olíulitum. Landslagsverkin á sýningunni NEVADA einkennast af nákvæmni í framsetningu áferðar og litameðferðar. Elli leitast við að sýna sterkbyggð form landslagsins, en úr þeim hefur hann þróað samfellda seríu málverka, sem byggir jafnt á stórbrotnu landslagi óbyggða Íslands sem og mýkt og mismunandi áferðum ósnortinnar náttúru. Umsjón: Jóhannes Ólafsson
6/2/2022 • 0
Barbara Hannigan og Elli Egilsson
Líklega er stærsta einstaka stjarnan sem heimsækir Listahátíð Reykjavíkur að þessu sinni kanadíska sópransöngkonan og hljómsveitarstjórinn Barbara Hannigan sem stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands á tvennum tónleikum á föstudagskvöld og á laugardag. Sem söngkona þykir Hannigan ekkert minna en undur þegar kemur að tækni og hæfileikum en hún er líka rísandi stjarna í heimi hljómsveitarstjóra á heimsvísu. Efnisskráin er einkar forvitnileg og safarík en Hannigan stjórnar hljómsveitinni og hefur síðan upp rödd sína frá stjórnendapallinum í sumum verkanna. Guðni Tómasson hitti Barböru Hanningan eftir æfingu í vikunni og við helgum henni síðari hluta þáttarins í dag.
Víðsjá fer líka á fund við listmálarann Ella Egilsson sem er fæddur og uppalinn í Reykjavík, en hefur starfað síðustu misseri í Los Angeles og Las Vegas, þar sem hann er búsettur. Elli opnaði í Þulu gallerý myndlistarsýninguna NEVADA sem er heimaríki hans þar sem Las Vegas er staðsett í miðri eyðimörkinni. Myndirnar eru unnar eftir ímynduðum myndformum íslenskrar náttúru, eins og hún formast í skapandi hugsun og minningum, pensillinn látinn ráða för og verkin máluð á draumkenndan hátt með heimagerðum olíulitum. Landslagsverkin á sýningunni NEVADA einkennast af nákvæmni í framsetningu áferðar og litameðferðar. Elli leitast við að sýna sterkbyggð form landslagsins, en úr þeim hefur hann þróað samfellda seríu málverka, sem byggir jafnt á stórbrotnu landslagi óbyggða Íslands sem og mýkt og mismunandi áferðum ósnortinnar náttúru.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
6/2/2022 • 55 minutes
Booker verðlaun, um skrif, Hafnarborg og Stelpur og strákar
Á fimmtudag var greint frá því að indverski höfundurinn Geetanjali Shree hlýtur alþjóðlegu Booker verðlaunin í bókmenntum í ár. Það er viðurkenning fyrir skáldskap þýddan á ensku. Hún fær verðlaunin fyrir skáldsöguna Tomb of Sand sem kom fyrst út á hindi árið 2018 og í enskri þýðingu 2021. Þetta í fyrsta sinn sem þýðing úr hindi fær verðlaunin. Þýðandi verksins á ensku, Daisy Rockwell, deilir verðlaunafénu með Shree sem hljóðar upp á 50 þúsund pund. Við fjöllum um Geetanjali Shree og ræðum við Öldu Sigurðardóttur sem rekur Gullkistuna miðstöð sköpunar á Laugarvatni en Geetanjali dvaldi þar í júlí 2014. Tvær sýningar standa yfir í Hafnarborg um þessar mundir. Þar mætast þeir Sigurður Ámundason, með sýninguna What?s Up, Ave Maria? og Gunnar Örn Gunnarsson með sýninguna Í undirdjúpum eigin vitundar, en sýningarstjóri hennar er Aldís Arnardóttir, listfræðingur. Víðsjá kíkti í heimsókn suður í Hafnarborg og tók þau Aldísi og Sigurð tali. Björn Halldórsson flytur sjötta og síðasta pistli sinn í Víðsjá. Í dag horfist Björn í augu við takmarkanir sínar sem álitsgjafi og pistlahöfundur og endurnýjar kynnin við ritgerðina Hvers vegna ég skrifa eftir George Orwell, í von um að komast til botns í því hvað það var sem dreif hann sjálfan út á ritvöllinn. Við fáum einnig leikhúsgagnrýni um einleikinn Stelpur og strákar eftir breska leikskáldið Dennis Kelly sem var fyrst settur upp árið 2018 í Royal Court Theatre í London. Það er sviðslistahópurinn Fullorðið fólk sem setur verkið í íslenskri þýðingu Matthíasar Tryggva Haraldssonar. Verkið var frumsýnt í Gaflaraleikhúsinu fyrir skemmstu en er nú á flakki um landið. Nína Hjálmarsdóttir rýnir betur í uppsetninguna. Umsjón: Jóhannes Ólafsson
6/1/2022 • 0
Booker verðlaun, um skrif, Hafnarborg og Stelpur og strákar
Á fimmtudag var greint frá því að indverski höfundurinn Geetanjali Shree hlýtur alþjóðlegu Booker verðlaunin í bókmenntum í ár. Það er viðurkenning fyrir skáldskap þýddan á ensku. Hún fær verðlaunin fyrir skáldsöguna Tomb of Sand sem kom fyrst út á hindi árið 2018 og í enskri þýðingu 2021. Þetta í fyrsta sinn sem þýðing úr hindi fær verðlaunin. Þýðandi verksins á ensku, Daisy Rockwell, deilir verðlaunafénu með Shree sem hljóðar upp á 50 þúsund pund. Við fjöllum um Geetanjali Shree og ræðum við Öldu Sigurðardóttur sem rekur Gullkistuna miðstöð sköpunar á Laugarvatni en Geetanjali dvaldi þar í júlí 2014.
Tvær sýningar standa yfir í Hafnarborg um þessar mundir. Þar mætast þeir Sigurður Ámundason, með sýninguna What?s Up, Ave Maria? og Gunnar Örn Gunnarsson með sýninguna Í undirdjúpum eigin vitundar, en sýningarstjóri hennar er Aldís Arnardóttir, listfræðingur. Víðsjá kíkti í heimsókn suður í Hafnarborg og tók þau Aldísi og Sigurð tali.
Björn Halldórsson flytur sjötta og síðasta pistli sinn í Víðsjá. Í dag horfist Björn í augu við takmarkanir sínar sem álitsgjafi og pistlahöfundur og endurnýjar kynnin við ritgerðina Hvers vegna ég skrifa eftir George Orwell, í von um að komast til botns í því hvað það var sem dreif hann sjálfan út á ritvöllinn.
Við fáum einnig leikhúsgagnrýni um einleikinn Stelpur og strákar eftir breska leikskáldið Dennis Kelly sem var fyrst settur upp árið 2018 í Royal Court Theatre í London. Það er sviðslistahópurinn Fullorðið fólk sem setur verkið í íslenskri þýðingu Matthíasar Tryggva Haraldssonar. Verkið var frumsýnt í Gaflaraleikhúsinu fyrir skemmstu en er nú á flakki um landið. Nína Hjálmarsdóttir rýnir betur í uppsetninguna.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
6/1/2022 • 55 minutes
Sporbaugur, pólsk menningarátök og Bótaþegi
Í dag segjum við ykkur af hræringum í pólsku myndlistarlífi en hrókeringar í myndlistarlífi borgarinnar Lodz hafa vakið athygli í myndlistarheiminum langt út fyrir landamæri Póllands. Guðni Tómasson ætlar með okkur til meginlandssins á eftir og segir okkur allt um þetta mál. Flest ættu að kannast við það að lita út fyrir í lífinu, þó það væri ekki nema í litabókum í æsku. Á sýningunni Sporbaugur/Ellipse er upphafspunkturinn þetta fyrirbæri, litabók. Það eru listamennirnir Gabríela Friðriksdóttir og Björn Roth sem opnuðu saman sýninguna á Listasafni Reykjanesbæjar um helgina. Gabríela og Björn eru bæði vel þekkt fyrir ævintýralegan myndheim þó með ólíkum hætti sé. Við skreppum suður með sjó og lítum við á safninu sem sýningin er sérstaklega hönnuð inn í og ræðum litabækur og list við Gabríelu og Helgu Þórsdóttur safnstjóra. Og við beinum sjónum okkar að Listahátíð í Reykjavík sem hefst á morgun með stútfullri dagskrá. Þar á meðal er ljósmyndasýningin Bótaþegi, sem Hrafn Hólmfríðarson Jónsson eða Krummi, eins og hann kallar sig, stendur að. Sýningin er af persónulegum og pólitískum toga, en þar fjallar Krummi um þann veruleika að vera fatlaður og lifa við fátækt í íslensku velferðarkerfi 21. aldarinnar. Melkorka Gunborg Briansdóttir ræðir við Krumma í dag. Umsjón: Jóhannes Ólafsson og Melkorka Gunborg Briansdóttir
5/31/2022 • 0
Sporbaugur, pólsk menningarátök og Bótaþegi
Í dag segjum við ykkur af hræringum í pólsku myndlistarlífi en hrókeringar í myndlistarlífi borgarinnar Lodz hafa vakið athygli í myndlistarheiminum langt út fyrir landamæri Póllands. Guðni Tómasson ætlar með okkur til meginlandssins á eftir og segir okkur allt um þetta mál.
Flest ættu að kannast við það að lita út fyrir í lífinu, þó það væri ekki nema í litabókum í æsku. Á sýningunni Sporbaugur/Ellipse er upphafspunkturinn þetta fyrirbæri, litabók. Það eru listamennirnir Gabríela Friðriksdóttir og Björn Roth sem opnuðu saman sýninguna á Listasafni Reykjanesbæjar um helgina. Gabríela og Björn eru bæði vel þekkt fyrir ævintýralegan myndheim þó með ólíkum hætti sé. Við skreppum suður með sjó og lítum við á safninu sem sýningin er sérstaklega hönnuð inn í og ræðum litabækur og list við Gabríelu og Helgu Þórsdóttur safnstjóra.
Og við beinum sjónum okkar að Listahátíð í Reykjavík sem hefst á morgun með stútfullri dagskrá. Þar á meðal er ljósmyndasýningin Bótaþegi, sem Hrafn Hólmfríðarson Jónsson eða Krummi, eins og hann kallar sig, stendur að. Sýningin er af persónulegum og pólitískum toga, en þar fjallar Krummi um þann veruleika að vera fatlaður og lifa við fátækt í íslensku velferðarkerfi 21. aldarinnar. Melkorka Gunborg Briansdóttir ræðir við Krumma í dag.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson og Melkorka Gunborg Briansdóttir
5/31/2022 • 55 minutes
Room 4.1 live, fuglalíf, Dýpra og Arctic Creatures
Á sýningunni Dýpra kannar Brák Jónsdóttir myndlistarmaður snertifleti blætismenningar og garðyrkju, manns og náttúru, sársauka og unaðar. Sýningin opnaði dyr sínar í Ásmundarsal í liðinni viku og teygir þar myndlistin sig af veggjum kaffistofunnar og út í garð. Í þeim tilgangi að nálgast náttúruna á hátt sem ögrar hefðbundnum hugmyndum um hvernig menning og náttúra mætast. Sýningin byggir á rannsókn listamannsins á sambandi líkama og gróðurs. Inni hanga ýmis verkfæri, eða eru þetta leikföng? Hvort þau eru ætluð til ástarleikja eða garðyrkju er erfitt að sjá, enda þarf annað ef til vill ekki að útiloka hitt. Halla Harðardóttir fór í heimsókn í Ásmundarsal og ræddi við Brák Jónsdóttur. Manneskjan þráir sálarró. Þörf okkar til að ná stjórn á eigin umhverfi afhjúpast í tæknióreiðu sem fyrirfinnst í nútíma samfélagi. Við notum tæknina í einföldustu hluti eins og til að segja okkur hvernig er best að vökva pottaplönturnar, hlaupa, hugleiða, eða jafnvel anda. Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í leikverkið Room 4.1 LIVE sem nú er sýnt í Borgarleikhúsinu. Sýningin gerist við tökur á Room 4.1 sem segir frá manni sem á við geðræn vandamál að stríða og innlögn hans inn á spítala. Þetta er samstarfsverkefni Kristján Ingimarsson Company, Íslenska dansflokksins og Borgarleikhússins. Við fjöllum líka aðeins um fugla, aldrei þessu vant þegar sumarið nær flugi, farfuglarnir eru mættir og varptíminn stendur sem hæst. Árið 2018 var ár fuglsins í bandaríska tímaritinu National Geographic og er það kannski alltaf, öll ár? Gamlir skór, plastdallar, bobbingar og netadræsur. Þetta allt saman finnst ásamt heilu skógunum af rekaviði við Íslandsstrendur og margar vinnustundir fara í að hreinsa þetta upp en aðrir gera gott betur og finna í þessu listaverk. Í Pop Up Gallery við Hafnartorg opnaði um helgina myndlistarsýningin Arctic Creatures og um leið kom út bók með sama nafni. Þetta er samtarfsverkefni þriggja listamannanna sem eru líka æskuvinir; Hrafnkell Sigurðsson, Stefán Jónsson og Óskar Jónasson. Þeir eiga sameiginlega fortíð í pönki og performansi og í Arctic Creatures vinna þeir ljósmyndaverk og skúlptúra úr hinu óvænta. Umsjón: Jóhannes Ólafsson
5/30/2022 • 0
Room 4.1 live, fuglalíf, Dýpra og Arctic Creatures
Á sýningunni Dýpra kannar Brák Jónsdóttir myndlistarmaður snertifleti blætismenningar og garðyrkju, manns og náttúru, sársauka og unaðar. Sýningin opnaði dyr sínar í Ásmundarsal í liðinni viku og teygir þar myndlistin sig af veggjum kaffistofunnar og út í garð. Í þeim tilgangi að nálgast náttúruna á hátt sem ögrar hefðbundnum hugmyndum um hvernig menning og náttúra mætast. Sýningin byggir á rannsókn listamannsins á sambandi líkama og gróðurs. Inni hanga ýmis verkfæri, eða eru þetta leikföng? Hvort þau eru ætluð til ástarleikja eða garðyrkju er erfitt að sjá, enda þarf annað ef til vill ekki að útiloka hitt. Halla Harðardóttir fór í heimsókn í Ásmundarsal og ræddi við Brák Jónsdóttur.
Manneskjan þráir sálarró. Þörf okkar til að ná stjórn á eigin umhverfi afhjúpast í tæknióreiðu sem fyrirfinnst í nútíma samfélagi. Við notum tæknina í einföldustu hluti eins og til að segja okkur hvernig er best að vökva pottaplönturnar, hlaupa, hugleiða, eða jafnvel anda. Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í leikverkið Room 4.1 LIVE sem nú er sýnt í Borgarleikhúsinu. Sýningin gerist við tökur á Room 4.1 sem segir frá manni sem á við geðræn vandamál að stríða og innlögn hans inn á spítala. Þetta er samstarfsverkefni Kristján Ingimarsson Company, Íslenska dansflokksins og Borgarleikhússins.
Við fjöllum líka aðeins um fugla, aldrei þessu vant þegar sumarið nær flugi, farfuglarnir eru mættir og varptíminn stendur sem hæst. Árið 2018 var ár fuglsins í bandaríska tímaritinu National Geographic og er það kannski alltaf, öll ár?
Gamlir skór, plastdallar, bobbingar og netadræsur. Þetta allt saman finnst ásamt heilu skógunum af rekaviði við Íslandsstrendur og margar vinnustundir fara í að hreinsa þetta upp en aðrir gera gott betur og finna í þessu listaverk. Í Pop Up Gallery við Hafnartorg opnaði um helgina myndlistarsýningin Arctic Creatures og um leið kom út bók með sama nafni. Þetta er samtarfsverkefni þriggja listamannanna sem eru líka æskuvinir; Hrafnkell Sigurðsson, Stefán Jónsson og Óskar Jónasson. Þeir eiga sameiginlega fortíð í pönki og performansi og í Arctic Creatures vinna þeir ljósmyndaverk og skúlptúra úr hinu óvænta.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
5/30/2022 • 55 minutes
Myndatökubann, Sun & Sea, Hannes Pétursson og Sjáið mig
?Ég hef oftar en einu sinni orðið vitni að því hve fólk verður hvumsa þegar því er sagt að það megi ekki taka myndir þar inni. Það er greinilega alls óvant því að vera í rými þar sem slíkt er ekki leyft. Sumir bregðast jafnvel við eins og það sé hálfgert mannréttindabrot að eiga sér stað.? Björn Halldórsson rifjar upp feril sinn sem dyravörður á skemmtistað í Reykjavík, í grárri fornöld þegar hluti starfsins sneri að því að áminna fólk fyrir að virða ekki myndatökubann staðarins, og veltir fyrir sér hvort að slíkar reglur séu marklausar núna þegar myndavélarnar á símunum okkar eru orðnar órjúfanlegur hluti af því hvernig við upplifum heiminn. Við heyrum líka af einu forvitnilegasta verkefni Listahátíðar í Reykjavík sem standa mun dagana 1. til 19. júní næstkomandi, en helgina fjórða og fimmta júní verður sýnt í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur litháíska listaverkið Sun & Sea. Þar er á ferðinni óperugjörningur, gestir á sýningunni horfa ofan frá og niður á strandgesti sem liggja á handklæðum á ströndinni og sóla sig, en ekki bara það heldur syngja þau líka. Í söngvunum segja þau sögur úr eigin lífi en á bakvið alltsaman býr stærri og þyngri sannleikur. Í sérstökum þætti hér á Rás 1 sem verður á dagskrá á morgun kl. 13 mun Guðni Tómasson velta fyrir sér þessu listaverki sem hlaut Gullna ljónið á myndlistartvíæringnum í Feneyjum árið 2019 og hefur farið víða síðan og mun fara enn víðar. Við heyrum textahöfund verksins lýsa nokkrum einstaklingunum sem liggja á ströndinni í þætti dagsins. Nýtt leikverk verður frumsýnt í Miðbæjarskólanum við Tjörnina á morgun. Það er leikhópurinn Slembilukka sem þar sýnir verkið ?Sjáið mig?. Þetta er þátttökusýning, þar sem sviðslistir sameinast eiginleikum borðspila og keppnisíþróttum. Þar fá áhorfendur að sýna hvað í þeim býr, þau fá úthlutað verkefnum sem þarf að leysa - allt í leit að svari við hinum ýmsum spurningum tilverunnar, er þetta allt bara einhver keppni? Einkunnirnar, atvinnuviðtölin og fasteignakaupin. Er loddaralíðan að plaga okkur öll innst inni? Höfundar verksins, Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir og Laufey Haraldsdóttir, kíkja til mín í lok þáttar og útskýra þetta og við heyrum smá brot úr tónlist sýningarinnar sem er í umsjá Eyglóar Höskuldsdótturr Viborg tónskálds sem kemur einnig fram í verkinu. Umsjón: Jóhannes Ólafsson
5/25/2022 • 0
Myndatökubann, Sun & Sea, Hannes Pétursson og Sjáið mig
?Ég hef oftar en einu sinni orðið vitni að því hve fólk verður hvumsa þegar því er sagt að það megi ekki taka myndir þar inni. Það er greinilega alls óvant því að vera í rými þar sem slíkt er ekki leyft. Sumir bregðast jafnvel við eins og það sé hálfgert mannréttindabrot að eiga sér stað.? Björn Halldórsson rifjar upp feril sinn sem dyravörður á skemmtistað í Reykjavík, í grárri fornöld þegar hluti starfsins sneri að því að áminna fólk fyrir að virða ekki myndatökubann staðarins, og veltir fyrir sér hvort að slíkar reglur séu marklausar núna þegar myndavélarnar á símunum okkar eru orðnar órjúfanlegur hluti af því hvernig við upplifum heiminn.
Við heyrum líka af einu forvitnilegasta verkefni Listahátíðar í Reykjavík sem standa mun dagana 1. til 19. júní næstkomandi, en helgina fjórða og fimmta júní verður sýnt í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur litháíska listaverkið Sun & Sea. Þar er á ferðinni óperugjörningur, gestir á sýningunni horfa ofan frá og niður á strandgesti sem liggja á handklæðum á ströndinni og sóla sig, en ekki bara það heldur syngja þau líka. Í söngvunum segja þau sögur úr eigin lífi en á bakvið alltsaman býr stærri og þyngri sannleikur. Í sérstökum þætti hér á Rás 1 sem verður á dagskrá á morgun kl. 13 mun Guðni Tómasson velta fyrir sér þessu listaverki sem hlaut Gullna ljónið á myndlistartvíæringnum í Feneyjum árið 2019 og hefur farið víða síðan og mun fara enn víðar. Við heyrum textahöfund verksins lýsa nokkrum einstaklingunum sem liggja á ströndinni í þætti dagsins.
Nýtt leikverk verður frumsýnt í Miðbæjarskólanum við Tjörnina á morgun. Það er leikhópurinn Slembilukka sem þar sýnir verkið ?Sjáið mig?. Þetta er þátttökusýning, þar sem sviðslistir sameinast eiginleikum borðspila og keppnisíþróttum. Þar fá áhorfendur að sýna hvað í þeim býr, þau fá úthlutað verkefnum sem þarf að leysa - allt í leit að svari við hinum ýmsum spurningum tilverunnar, er þetta allt bara einhver keppni? Einkunnirnar, atvinnuviðtölin og fasteignakaupin. Er loddaralíðan að plaga okkur öll innst inni? Höfundar verksins, Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir og Laufey Haraldsdóttir, kíkja til mín í lok þáttar og útskýra þetta og við heyrum smá brot úr tónlist sýningarinnar sem er í umsjá Eyglóar Höskuldsdótturr Viborg tónskálds sem kemur einnig fram í verkinu.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
5/25/2022 • 55 minutes
Heiðursdoktorar Háskóla Íslands, Rufus Wainwright og Tove Ditlevsen
Rufus Wainwright hefur átt viðburðaríka ævi, alinn upp af þekktu listafólki í New York, lærði snemma á hljóðfæri og skar sig fljótlega úr fjöldanum með einstökum tónlistarhæfileikum sínum. Hann hefur gefið út tíu plötur af frumsömdu efni en hefur auk þess samið tvær klassískar óperur og tekið þátt í fjölmörgum samstarfsverkefnum með öðrum listamönnum, samið kvikmyndatónlist og snarað sonettum Shakepears yfir í tónlist. Síðasta plata hans kom út 2020, Unfollow the rules, sem fékk Grammy tilnefningu sem besta popp plata ársins. Rufus heldur tónleika á sunnudag í Hörpu og þar verður Jelena Ciric tónlistarpistlahöfundur Víðsjár. Hún ætlar í dag að fræða okkur um þennan merkilega tónlistarmann og spila nokkur vel valin tóndæmi.
Við lifum á sjálfsævisögulegum tímum og það mætti tengja þá við skyndileg og ef til vill örlítið óvænta enduruppgötvun danska skáldsins Tove Ditlevsen, sér í lagi í hinum enskumælandi heimi. Tove Ditlevsen lést árið 1976, þá aðeins 59 ára gömul, en vinsældir verka hennar að henni látinni eru að springa út. Árið 2019 kom út í fyrsta sinn ensk þýðing sjálfsævisöguþríleiks hennar, svokallaðs Kaupmannahafnar þríleiks og sú bók rauk upp á metsölulistum þekktu dagblaða á borð við New York Times. Upp frá því hefur hálfgert Tove æði gripið um sig meðal enskumælandi bókmenntaunnenda og enskar þýðingar halda áfram að streyma úr prentsmiðjum. Við spyrjum Þórdísi Gísladóttur rithöfund og þýðanda nánar út í Tove Ditlevsen í lok þáttar.
En við hefjum okkar ferðlag í Víðsjá í dag í Hátíðarsal Háskóla íslands í gær þar sem skáldin Hannes Pétursson og Steinunn Sigurðardóttir voru sæmd heiðursdoktorsnafnbót frá Íslensku- og menningardeild skólans, fyrir framlag til rannsókna á hinum ýmsu sviðum hugvísinda. Steinunn og Hannes eru meðal okkar merkustu samtímahöfunda og við athöfnina í gær voru flutt erindi um skáldin tvö auk tónlistar og ljóðalesturs.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
5/24/2022 • 55 minutes
Kvenjósmyndarar í skugganum, stafsetning og sögufölsun
Konur í hópi frumkvöðla á sviði ljósmyndunar eru í forgrunni tveggja sýninga sem opnuðu dyr sínar um liðna helgi í Þjóðminjasafni Íslands. Sýningin Í skugganum varpar ljósi á tíu konur sem lögðu stund á ljósmyndun í Danmörku, Íslandi og Færeyjum á síðari hluta 19. aldar.
Yfirskrift sýningarinnar vísar til þess að konurnar stunduðu ljósmyndun í skugganum í tvenns konar skilningi: Þær stóðu bak við myndavélina og utan sviðsljóssins, en líka í skugga karlkyns ljósmyndara síns samtíma. Í tengslum við þessa sýningu, sem kemur frá Danmörku, var svo sett upp sérsýning á verkum fyrsta íslenska kvenljósmyndarans, Nicoline Weywadt. Nicoline bjó alla tíð á Austurlandi, og myndaði fyrst og fremst fólk en eftir hana eru einnig útimyndir sem sýna upphaf þéttbýlismyndunar Austurlandi. Við lítum inn á þessar sýningar í þætti dagsins.
Stafsetning, sögufölsun og þjóðnýting skáldverka heitir grein sem birtist í nýju Tímariti máls og menningar sem kom út nú í maí. Þar veltir eftir Elmar Geir Unnsteinsson prófessor í heimspeki fyrir sér endurútgefnum bókum eldri höfunda og hvaða áhrif það hefur að breyta stafsetningu eða orðalagi. Endurútgáfa á verkum Halldórs Laxness á til að mynda að auka aðgengi lesenda en er hugmyndafræðilega ástæða þar á bak við? Við ræðum um réttritun og hlutdeild þjóðar í þjóðargersemum bókmenntanna með Elmari Geir hér í lok þáttar.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson.
5/23/2022 • 55 minutes
Himiglæva, Iðkun, Af djúpum straumi og Ísland pólerað
Í síðustu viku var vígður nýr skúlptur við Hörpu, sem er gjöf frá ríki og borg til tónlistar og ráðstefnuhúss borgarinnar. Verkið vann hugmyndasamkeppni þegar Harpa var enn í byggingu, en svo kom Hrun og tíminn leið og það var ekki fyrr en fyrir tveimur árum síðan að höfundurinn var beðin um að draga hugmyndina fram á nýjan leik. Verkið kallast Himinglæva og höfundurinn er Elín Hansdóttir.
"Auðvitað förum við öll í gegnum sama ferlið, við erum miklu líkari en við þykjumst vera," segir Ferdinand Jónsson sem gaf út sína þriðju ljóðabók á dögunum, Af djúpum straumi. Ljóðin eru knöpp og áköf, þar er tekist á við ýmis efni svo sem sorg og veikindi en líka kyrrðina í göngutúrum úti í guðsgrænni náttúru. Ferdinand starfar sem geðlæknir í London, en við opnuðum skilaboðaskjóðu hér í hljóðveri, heyrum í höfundinum og forvitnuðumst um þessi ljóð og tilurð þeirra.
Á sýningunni Iðkun / Practice, sem nú stendur yfir í Listaval, sýnir Nína Óskarsdóttir röð nýrra skúlptúra þar sem hún veltir fyrir sér hugmyndum um heilagleika. Hvernig er heimili okkar heilagt og hvaða merkingu hefur heilagleiki fyrir okkur í nútíma samfélagi? Skúlptúrana vinnur Nína úr steinleir og keramík og sækir innblástur í fagurfræði vestrænna trúarbragða. Við lítum inn í hátíðlegt og heimilislegt rými Nínu í Listval hér undir lok þáttar.
Og Gréta Sigríður Einarsdóttir var að lesa bókina Ísland pólerað sem er safn örsagna og ljóða eftir Ewu Marcinek, pólskan rithöfund sem búsett er í Reykjavík. Með húmor og kaldhæðni að vopni lýsir hún raunveruleika ungrar konu sem flytur til Íslands til þess að hefja nýtt líf á nýju tungumáli.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
Við dettum ofan í Kanínuholu í þætti dagsins. Í bílskúr í Holtunum er að finna óvænta ævintýraveröld bókaunnenda, fornbókaveröld sem opnaði dyr sínar fyrir tveimur árum og sem tekur á sig sífellt sterkara yfirbragð eiganda síns, hennar Móheiðar Geirlaugsdóttur. Móheiður er heimspekingur og þýðandi sem starfar flesta daga á bókasafni, en sem stofnaði þessa smágerðu ástríðubókaverslun upp úr bókasafninu sem hún erfði eftir föður sinn, Geirlaug Magnússon.
Við fáum okkur kaffi í kanínuholunni undir lok þáttar.
Í mars á þessu ári hefði dansk-íslenski sellóleikarinn Erling Blöndal Bengtsson orðið 90 ára. Af því tilefni halda Henrik Brendstrup sellókennari við Konunglega tónlistarháskólann í Árósum og Sigurgeir Agnarsson sellókennari við Listaháskóla Íslands, ásamt sellónemendum skólanna beggja, tónleika til heiðurs þessum merka tónlistarmanni og kennara. Tónleikarnir fara fram í Norðurljósasal Hörpu þann 19. maí kl. 20 og eru haldnir í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Við ræðum við Sigurgeir Agnarsson um tónleikana hér rétt á eftir og finnum nokkra gullmola úr safni ríkisútvarpsins.
Eva Halldóra Guðmundsdóttir, annar tveggja leikhúsrýna okkar hér í Víðsjá, segir frá sinni upplifun af nýju íslensku leikverki: Prinsinum, eftir þau Kára Viðarsson og Maríu Reyndal, sem einnig leikstýrir. Sýningin, sem er samstarfsverkefni Frystiklefans á Rifi og Þjóðleikhússins, er á ferð um landið um þessar mundir en kemur á fjalir Þjóðleikhússins í haust.
En við byrjum á nýjustu tíðindum úr veröld ljóðanna því nú fyrir skemmstu var tilkynnt hvaða ljóðskáld hlýtur Maístjörnuna þetta árið.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
5/18/2022 • 55 minutes
Stelpur og strákar, peningar, Arna Óttarsdóttir
Óvænt stefnumót á flugvelli leiðir af sér ákaft, ástríðufullt, sjóðandi heitt ástarsamband. Fljótlega tekur hið eðlilega fjölskyldulíf við, þar til heimurinn þeirra fer að molna í sundur. Einleikurinn Stelpur og strákar, Girls and boys, eftir Dennis Kelly var fyrst settur upp árið 2018 í Royal Court Theatre í London. Það er sviðslistahópurinn Fullorðið fólk sem setur upp verkið í Gaflaraleikhúsinu. Við skreppum í Hafnarfjörðinn og ræðum við Önnulísu Hermannsdóttur leikstjóra verksins og Björk Guðmundsdóttur leikkonu.
Við kíkjum í heimsókn í vinnustofu úti á Granda þar sem vefstóll er í aðalhlutverki. Myndlistarkonan Arna Óttarsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2009 og hefur síðan þá haldið fjölda sýninga hér á landi og erlendis, og hún hefur frá 2015 verið yngsti listamaðurinn hjá i8 gallerí. Vefstóllinn er hennar aðalvinnutæki, en einnig photoshop, blað og pennar. Vefstólinn fékk hún frá móður sinni en það var samt ekki fyrr en eftir útskrift að hún fór að vinna verk í vefnað. Við heyrum meira af sköpunarferli og hugmyndum Örnu hér á eftir.
?Manneskjan er úrræðagóð. Þannig hefur okkur tekist að finna lausnir á flestum okkur vandamálum. Við saumum föt og reisum hús til að verjast náttúruöflunum, finnum upp vélar, tæki, tól og aðferðir til að auðvelda okkur störf og erum einhvern veginn alltaf að leita leiða til að gera hvað svo sem það er sem við tökum okkur fyrir hendur auðveldara og þægilegra.? segir Snorri Rafn Hallsson pistlahöfundur í Vín. Hann mætir aftur til leiks hér með nýja pistlaröð. Í þeim fyrsta veltir hann fyrir sér uppruna peninga, hvorki meira né minna. Hvers konar uppfinning eru þeir og hvaða tilgangi þjóna þeir?
Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
5/17/2022 • 55 minutes
Ball, Listasafn Árnesinga, sundlaug og skilningur á heiminum
Hvað er það minnsta sem þú getur ímyndað þér, kæri hlustandi? Og hvað er það stærsta? Telur þú þig skilja hvernig alheimurinn virkar eða skiptir það kannski ekki höfuðmáli, að skilja. Frekar að skynja? Bókin Þar sem skilningi okkar á heiminum sleppir eftir síleska rithöfundinn Benjamin Labatut hefur vakið heimsathygli undanfarin 2 ár og var á skammlista hinna alþjóðlegu Booker bókmenntaverðlauna árið 2021. Þar er fjallað um stærstu vísindauppgötvanir 20. aldar, aðallega eðlisfræðinnar, hvernig þær hafa mótað heimsmynd okkar og takmarkað skilning mannsins á heiminum. Við köfum ofan í skilning og skammtafræði í lok þáttar með Viðari Guðmundssyni eðlisfræðingi.
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir myndlistargagnrýnandi Víðsjár lagði leið sína í Listasafn Árnesinga í Hveragerði, en fjórar sýningar standa nú yfir í safninu. Listamennirnir vinna í ólíka miðla en taka allir skemmtilegan snúning á skynvitunum.
Við erum með hugann við opin rými borgarinnar í dag í kjölfar sveitastjórnakosninga. Af því tilefni er vert að rifja upp innslag Höllu Harðardóttur frá því í byrjun mars. Högna Sigurðardóttir var nýútskrifaður arkitekt frá París vorið 1960 fékk hún hendur sitt fyrsta verkefni. Hulda Jakobsdóttir, þáverandi bæjarstjóri Kópavogs, fól henni að hanna sundlaug og almenningsgarð fyirr bæjarfélagið. Tillaga Högnu er nútímaleg, ekki bara í íslensku samhengi, heldur einnig alþjóðlegu, hún er framúrstefnuleg og kjarkmikil, segir Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt, sem hefur rannsakað verk Högnu.
Og Nína Hjálmarsdóttir rýnir í sýninguna Ball í Borgarleikhúsinu.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
5/16/2022 • 55 minutes
Serbía í Eurovision, Snert á landslagi, Getnaður og Drónmessa
Við segjum frá handhafa Nýrra radda handritasamkeppni Forlagsins sem tilkynnt var um í dag. Þetta er fimmta árið sem keppnin er haldin, alls bárust 22 handrit í keppnina í ár og við segjum allt um það hér í lok þáttar og vinningshafinn kemur hingað í hljóðver, Heiða Vigdís Sigfúsdóttir.
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir myndlistargagnrýnandi hér í Víðsjá ætlar að fara með okkur á sýninguna Snert á landslagi sem er vinnutitill yfirstandandi doktorsverkefnis Tinnu Gunnarsdóttur og sýningar í Hafnarborg, þar sem áhersla er lögð á að virkja fagurferðilega upplifun í landslagi sem afl til umbóta. Hugtökin landslag og fagurfræði eru mun dýpri og yfirgripsmeiri en þau virðast við fyrstu sýn.
Og við fjöllum líka um tónlist, við heyrum líka af Drónmessu Jóhanns heitins Jóhanssonar tónskálds, en þetta verk Jóhanns, sem var frumflutt í New York árið 2015, er nú loksins komið út á nýrri útgáfu frá útgáfufyrirtækinu Deutsche Gramófón. Þar eru það strengjakvartett úr bandaríska tónlistarhópnum Acme og kórinn Theatre of Voices sem flytja verkið undir stjórn Pauls Hillier sem flytja verkið. Við heyrum af drónamessunni í dag sem er að hljóta góðar viðtökur í þessari nýju hljóðritun.
En við ætlum að hefja þennan þátt á nýjum pistlahöfundi hér í víðsjá. Tónlistarkonan Jelena Ciric er serbnesk að uppruna en hefur búið um víða veröld, í Kanada, Mexíkó, á Spáni og nú á Íslandi. Hún ætlar að vera með okkur á næstu vikum og fjalla um tónlist af ýmsum toga. Og hún er með hugann við Eurovision, eins og fleiri, enda er keppnin fyrirferðamikil þessa vikuna, úrslitakvöldið fer fram á laugardaginn næsta en í kvöld er seinni undankeppnin þar sem Serbía tekur þátt og Jelena ætlar nú að rýna fyrir okkur í texta og myndmál sviðssetningarinnar.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
5/12/2022 • 55 minutes
Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs, Þórir Baldursson og kafkaískt
Í gær var tilkynnt hver hljóta tilnefningar til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs árið 2022 og þar á blaði eru þær Bára Gísladóttir og Sóley Stefánsdóttir. Bára fyrir tónverkið Víddir og Sóley fyrir plötuna Mother Melancolia. Alls voru tólf listamenn tilnefndir en þau verða veitt 1. nóvember í Helsinki í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1965 og er ætlað að vekja athygli á tónlistarsköpun og tónlistarflutningi norrænna tónlistarmanna sem telst hafa mikið listrænt gildi en annaðhvert ár eru þau veitt núlifandi tónskáldi til skiptis við tónlistarhóp eða flytjanda. Bára og Sóley eru gestir í Víðsjá í dag.
Þóri Baldursson hammond-orgelleikara þarf ekki að kynna sérstaklega fyrir áhugafólki um íslenska tónlist. Hann var valinn heiðurslistamaður Kópavogs fyrir skemmstu og nú í kvöld stendur hann fyrir tónleikum í Salnum á sjálfum afmælisdegi Kópavogsbæjar. Þórir á stórmerkilegan feril að baki og hefur bæði sungið og leikið á ýmis hljóðfæri sem og samið lög og útsett fyrir fjölda listamanna, bæði hér heima og víða erlendis. Hann stofnaði sína fyrstu hljómsveit aðeins 12 ára gamall í Keflavík og hefur síðan þá leikið með fjölmörgum hljómsveitum. Hann á langan feril sem upptökustjóri og útsetjari og hefur starfað meðal annars með Donnu Summer, ABBA, Elton John, Grace Jones og Giorgio Moroder. Þórir sest hjá okkur og við ræðum tónleikana og hið meðfærilega hljóðfæri, orgelið.
?Hvenær er eitthvað kafkaískt og hvenær ekki?? spyr Björn Halldórsson rithöfundur sem tekur til máls í þættinum og veltir fyrir sér sögum og sögusögnum. Hvernig þær eru háðar vilja, túlkunum og fordómum lesandans eða áheyrandans, og fer þaðan óhjákvæmilega að hugsa um verk rithöfundarins Franz Kafka. Ef til vill þurfum við að skerpa aðeins á noktun okkar á þessu margtogaða orði, að hitt og þetta sé kafkaískt. Björn fer betur með okkur í gegnum þetta hér á eftir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
5/11/2022 • 55 minutes
Dimma í 30 ár, hvalveiðar við Ísland og Hereby
Dimma útgáfa fagnar um þessar mundir 30 ára afmæli. Hún var stofnuð árið 1992 í þeim tilgangi að gefa út tónlist og bókmenntir. Þar kennir ýmissa grasa, undir merkjum Dimmu hafa komið út ljóð og ljóðaþýðingar, vísnatónlist, þjóðlög og jazz, auk barnaefnis. Nú nýlega opnaði Dimmubúð við Óðinsgötu 7 þar sem þetta allt saman er til sölu og Víðsjá brá sér í Þingholtin í morgun og hitti þar fyrir manninn á bak við útgáfuna Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Hann ætlar að hjálpa okkur að bregða birtu á Dimmuna og segja okkur frá útgáfunni.
"Ætlum við Íslendingar að vera þjóð á meðal þjóða í náttúruvernd eða ætlum við að ganga gegn alþjóðlegum viðmiðum náttúruverndar og sitja eftir sem siðlaust eyland?" spyr Dalrún Kaldakvísl sagnfræðingur í þrumupistli hér á eftir um langreyðar og hvalveiðar við Ísland. En fyrir liggur að stórhvalaveiðar munu hefjast næsta mánuði hér við land. Dalrún segir okkur í dag frá forsögu hvalveiða, stöðu þeirra í dag og horfur.
Við fjöllum líka um nýja íslenska djasstónlist. Pétur Grétarsson þulur hér á Rás 1 rakst á tónlistarmanninn Andrés Þór hér nú á dögunum og tók hann aðeins á tal um nýútkomna plötu, Hereby.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
?Leikurinn blundar í okkur öllum,? segir nýr handhafi Guðmunduverðlaunanna í myndlist sem afhent voru fyrir nokkrum vikum, myndlistarverðlaun sem stofnuð voru af Erró árið 1997 til minningar um móðursystur sína, Guðmundu S. Kristinsdóttur frá Miðengi. Þetta er í 22. sinn sem þau eru veitt og í ár var það Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir myndlistarkona sem tók við þeim. Í listsköpun sinni fæst Ingunn við ýmsa miðla eins og málverk, vefnað og innsetningar þar sem þátttaka áhorfanda leikur gjarnan hlutverk. Framundan er einkasýning í Listasafni Íslands nú í maí og samstarfssýning með Þórdísi Jóhannesdóttur í Sláturhúsinu, Menningarmiðstöð Fljótdalshéraðs á Egilsstöðum sem opnar í júlí, svo eitthvað sé nefnt. Við förum í göngutúr með Ingunni Fjólu hér síðar og röbbum um myndlist.
Ásta Soffía Þorgeirsdóttir harmonikkuleikari og Ásbjörg Jónsdóttir tónskáld kynntust í listaháskólanum fyrir áratug síðan og fengu strax áhuga á því að starfa saman. Nokkrum árum, meira tónlistarnámi og hellingi af ljóðalestri síðar, hafa tónlistarkonurnar leitt saman krafta sína í samstarfi við Sölva Kolbeinsson saxafónleikara og Heiðu Árnadóttur sönkonu. Hópurinn heldur tónleika og gefur út nýja plötu laugardaginn næstkomandi sem er innblásinn af ljóðum Gerðar Kristnýjar og Ingibjargar Haraldsdóttur. Þær Ásta og Ásbjörg verða gestir Víðsjár í dag.
En við byrjum í Feneyjum. Nína Hjálmarsdóttir fjallar um þau verk sem stóðu upp úr að hennar mati á Feneyjartvíæringnum.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson og Halla Harðardóttir
5/9/2022 • 55 minutes
Karólína vefari, John Adams og Reykjavíkurakademían
Við Ásvallagötu í Reykjavík rak Karólína Guðmundsdóttir um áratugaskeið vefstofu þar sem hún hannaði og óf húsgagnaáklæði, gluggatjöld og fleira í metravís fyrir stofnanir og heimili í Reykjavík. Karólína fór utan til Kaupmannahafnar 1920 þar sem hún lærði vefnað og kynntist nýjustu tískustraumum í heimi myndlistar og hönnunar. Eftir nám kom Karólína heim með þekkinguna og hafði mikil áhrif á smekk landsmanna auk þess að breyta viðhorfum til íslensku ullarinnar, handverks og hannyrða. Karólína var brautryðjandi sem tók virkan þátt í að færa módernismannn í hönnun og arkitektúr til landsins. Hún er ein þessara kvenna sem gerði listiðnað á síðustu öld að ævistarfi og nú hefur framlagi hennar og mikilvægi verið gefinn staður á sýningu í Árbæjarsafni. VIð hittum Gerði Róbertsdóttur, höfund sýningarinnar í þætti dagsins.
ReykjavíkurAkademían, samfélag sjálfstætt starfandi fræðimanna var stofnuð árið 1997 og fagnar því 25 ára afmæli um þessar mundir. Þar starfa einkum fræðimenn á hug- og félagsvísindum ásamt fólki af ýmsum öðrum fræðasviðum. Í tilefni afmælisins verður haldið hátíðarmálþing - Dútlað við þjóðarsálina - næstkomandi laugardag í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Formaður Reykjavíkur Akademíunnar, Ingunn Ásdísardóttir, og Lilja Hjartardóttir, formaður afmælisnefndar líta til okkar og segja frá.
Hlustendur heyra líka brot úr viðtali við bandaríska tónskáldið John Adams sem stjórnar verkum sínum á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld en þar leikur Víkingur Heiðar Ólafsson einleik í píanókonserti tónskáldsins.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
5/5/2022 • 55 minutes
Æðarrækt, Ískyggilegi andarunginn, skálduð blóm
Tilraun - æðarrækt er þverfagleg sýning um sjálfbært sambýli æðarfugla og manna sem opnar dyr sínar í tengslum við Hönnunarmars í Norræna húsinu á laugardag.
Sýningin er byggð á rannsókn á fuglinum og umhverfi hans, á sambandi hans við manninn, hefðinni, æðardúni og því hvernig dýrmæt sjálfbær hlunnindi eru nýtt á Norðurslóðum. Markmiðið er að vekja okkur til vitundar um þetta stórmerkilega samband og stuðla að nýjum verkefnum sem byggja á æðarrækt. Við ræðum við sýningarstjórana í þætti dagsins, þær Rúnu Thors, vöruhönnuð og lektor við Listaháskóla Íslands, og Hildi Steinþórsdóttur arkitekt.
Hvort kom á undan eggið eða ískyggilegi andarunginn? Nú á föstudag kom gestur á Jorn-safnið í Danmörku sem tileinkað er danska listamanninum Asger Jorn sem hafði svolítið annað í hyggju en að virða fyrir sér myndlist. Þessi gestur vatt sér að einu verka Jorns, sem ber heitið Ískyggilegi andarunginn frá árið 1959 - og vann á því skemmdarverk. Málið hefur vakið nokkra athygli og gjörningurinn og listamaðurinn á bak við hann verið bendlaður við hægri væng stjórnmálanna í Danmörku. Við ræðum við Jón Proppé listheimspeking í lok þáttar um málið, yfirtökulist og menningarstríð.
Næturlilja er blóm sem vex fyrir stelpur á djamminu, það teigir anga sína með tyggjókúlum og varalit, stendur keikt á bleikum plaströrum, og hjarta þess slær á bakka, tilbúið að sigra heiminn, eða bara skella sér á dansgólfið og finna annað hjarta slá í takt. Næturliljan er ekki til í alvöru en hún ilmar samt í alvöru.
Næturliljan er hluti af Hliðarheimi plantna sem er safn skáldaðra blóma sem Svikasskáld í samstarfi við ilmgerðarhúsið Fischer hafa skapað saman og sýna nú í tengslum við Hönnunarmars. Á sýningunni leika listamennirnir sér með mörk hins raunverulega og hins óraunverulega þar sem blöndun hinnar tilbúnu lyktar og ímyndaðra blóma vekur spurningar um hvað sé ekta og óekta, eða réttara sagt hvað sé náttúrulegt og hvað ónáttúrulegt. VIð litum við í Fichersundi í morgun og ræddum þar við Ingibjörgu Birgisdóttur vidjólistakonu og Þórdísi Helgadóttur skáld.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson.
5/4/2022 • 55 minutes
Sýndarsund, Feneyjatvíæringur og Ball
Sviðslistafólkið Alexander Roberts og Ásrún Magnúdsóttir hafa í áratug unnið saman að verkefnum þar sem þau færa dansinn nær hversdeginum og hversdaginn nær dansinum. Þau hafa unnið með röddum og líkömum sem vanalega stíga ekki fram í sviðsljósið og fært til mörkin sem skilgreina vanalega atvinnudansara og áhugadansara. Á föstudag frumsýna þau nýtt verk í samstarfi við Íslenska dansflokkinn og níu gesta dansara. Verkið kallast Ball og þar stíga á svið Íslandsmeistari í breikdansi frá níunda áratugnum, ballerína á eftirlaunum, dansarar Íslenska dansflokksins og gó-gó dansari, svo eitthvað sé nefnt, en öll eiga þau sameiginlegt að elska dansinn .Höfundarnir segja dansinn ekki bara eiga að snúast um afburðartækni eða ómælda hæfileika hvers og eins heldur einnig um upplifunina á því að dansa ólíka dansa saman. Við kíkjum á ball í þætti dagsins.
Þegar við stingum okkur á kaf ferðumst við að inn í aðra vídd, skynjun okkar breytist og við lokum okkur frá umheiminum. Í sundi upplifa einhverjir sig berskjaldaða; í kafi erum við súrefnislaus og á bakkanum klæðalítil. Í dag 3 maí opnar í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ sýndarveruleika verk eftir Hrund Atladóttur. Verkið er hluti af HönnunarMars og er gert í tengslum við sýninguna Sund sem nú stendur yfir í safninu . Við heimsækjum Hrund Atladóttur á Hönnunarsafninu og ræðum um sýndarveruleika, sundlaugar, nft og vatnadísir.
Nína Hjálmarsdóttir leikhúsrýnir okkar hér í Víðsjá er nýkomin heim frá Feneyjum þar sem hún drakk í sig stemninguna á tvíæringnum, fegurð borgarinnar, fjölskrúðugt mannlífið og listaverkin sem hafa yfirtekið borgina. Hún hefur tekið saman það sem stóð upp úr á hátíðinni að hennar mati.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
5/3/2022 • 51 minutes, 52 seconds
Feneyjar, Þjóðlagahátíð, Tíminn og natnin, Ástin á tímum fellibylja
?Jörðin er að reka okkur burt út úr þessum fallega garði sem við búum í sem gæti verið unaðslegur en er orðinn svolítið skelfilegur. Áður var það Eden en nú er það Jörðin.? segir Alda Björk Valdimarsdóttir um efni nýrrar ljóðabókar sinnar, Við lútum höfði fyrir því sem fellur. Þetta er önnur ljóðabók Öldu Bjarkar sem nýlega kom út undir merkjum JPV. Þar er að finna stórsögulegar vangaveltur um uppruna mannsins, trú og tilvist okkar litlu tegundar gagnvart alheiminum. Ástin kemur einnig við sögu en það er ást á tímum fellibylja. Við fáum Öldu Björk í heimsókn í lok þáttar, ræðum bókina og hlýðum á nokkur ljóð.
Nordic Folk Alliance er ráðstefna um þjóðlagatónlist sem haldin er ár hvert. Þar koma saman listamenn sem fást við það sem flokka má sem þjóðlagatónlist, í víðum skilningi, kynnir sig og ber saman bækur sínar. Að þessu sinni var hátíðin haldin í Gautaborg og það vill svo vel til að Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir, dagskrárgerðarkona hér á Rás1, var á staðnum. Hún færir okkur fréttir og upptökur af hátíðnni hér á eftir, þar á meðal í samískum barkasöng, og í íslenskum listamönnum sem þar stigu á svið.
Við fáum líka pistil frá Birni Halldórssyni - í dag veltir hann fyrir sér tímanum sem líður og reynir að setja fingur á hvenær það var sem hans eigin tími breyttist úr einhverju sem þurfti að eyða í takmarkaða auðlind sem hann átti aldrei nóg af.
En við hefjum þáttinn á fréttum af vinningshöfum á Feneyjartvíæringnum.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson.
5/2/2022 • 55 minutes
Sigurdagurinn, Sonia Delaunay og Kordo kvartett
Þann 9. maí er ein af stærstum hátíðum í Rússlandi - Sigurdagurinn. Þetta er dagur þegar Sovétríkin ?björguðu heiminum frá fasistum?. Á þessu ári eru 77 ár liðin frá því að seinni heimstyrjöldinni lauk en þrátt fyrir stríð sem rússar hófu fyrir tveimum mánuðum í Úkraínu verður hátíðin haldin í ár. Stríðið og sigurdagurinn hefur verið lengi hluti af menningu í Rússlandi og gjarnan notað til að gera fólkið að föðurlandsvinum. Rithöfundurinn Natasha flytur okkur fjórða og síðasta pistil um sína upplifun af stríðinu í Úkraínu.
?Ég elska sköpun meira en lífið, og ég verð að tjá mig áður en ég hverf? Sonia Delaunay var frumkvöðull á sviði framúrstefnulegrar abstraktlistar á fyrri hluta 20. aldar og teygði hún möguleikana langt út fyrir strigann. Hún hannaði einnig klæðilega list eins og kjóla og búninga fyrir leiksýningar, fékkst við auglýsingagerð og myndskreytti einnig óvæntari fyrirbæri eins og bíla. Dýnamísk notkun bjartra lita var kjarninn í sköpun hennar ? hún var innblásinn af hefðbundnum aðferðum sem hún lærði í Rússlandi í bland við framúrstefnu Parísarborgar sem sprottin úr hringiðu listasenunnar þar, straumhvörfum í tækni, list, bókmenntum, leiklist, tísku og viðurkenndum venjum um hlutverk kynjanna. Við rekum aðeins nefið inn á Louisiana safnið í Danmörku þar sem yfirlitssýning um Soniu Delaunay stendur nú yfir.
Kordo kvartettinn heldur tónleika í Salnum í Kópavogi næstkomandi laugardagskvöld, 30. apríl undir yfirskriftinni Frændur í norðri. Kvartettinn er nýkominn heim úr sinni fyrstu tónleikaferð, til norður-Spánar þar sem hann lék á þrennum tónleikum við góðar undirtektir. Á dagskrá verða tvö af höfuðverkum norrænnar kammertónlistar, fyrstu strengjakvartettar Carls Nielsen og Edwards Grieg sem báðir eru í g-moll. Þá verður einnig frumflutt glænýtt verk eftir Huga Guðmundsson, Redshift sem hann samdi sérstaklega fyrir Kordo kvartettinn. Við fáum til okkar helming kvartettsins, þá Hrafnkel Orra Egilsson og Þórarinn Má Baldursson og kynnumst þessari sveit betur.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
4/28/2022 • 55 minutes
Graduale Nobili og Universal, Listahátíð, afnýlenduvæðing í Nýló
Það er loksins komið að því, Listahátíð í Reykjavík er handan við hornið, og dagskráin hefur verið tilkynnt. Hægt er að kynna sér alla viðburði á netinu og miðar á alla viðburði komnir í sölu. Vigdís Jakobsdóttir listrænn stjórnandi hátíðarinnar verður með okkur og segir frá áherslunum í ár og gleðinni sem hátíðin mun færa okkur í þá nítjan daga sem hún stendur, frá 1-19 júní.
Afnýlenduvæðing, birtingarmyndir hvítleika, íslenski bananinn, loftslagsbreytingar, og saltfiskur - þetta og meira til er viðfangsefni stórrar samsýningar sem til sýnis er í Nýlistasafninu í Marshall húsinu á Grandanum. Sýningin heitir IMMUNE/ÓNÆM og er afrakstur tveggja ára rannsóknar- og samstarfsverkefnis 11 alþjóðlegra listamanna, hönnuða, fræðimanna og sýningarstjóra sem öll vinna út frá sameiginlegum upphafspunkti: Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar og myndinni sem þar er dregin fram af náttúru Íslands. Við höldum í Nýlistasafnið hér um miðbik þáttar og ræðum við sýningarstjórann, Bryndísi Björnsdóttur.
Graduale Nobili kórinn var stofnaður árið 2000 af Jóni Stefánssyni. Kórinn er skipaður stúlkum á aldrinum 18-24 ára sem allar hafa stundað eða lokið tónlistarnámi. Kórinn á að baki sér farsælan feril og komið fram víða um heim, á eigin tónleikum og með öðrum flytjendum, ferðaðasti til að mynda um heiminn með Björk Guðmundsdóttur. Sunna Karen Einarsdóttir er nýtekin við sem kórstjóri af Þorvaldi Erni Davíðssyni, en hann hefur samt ekki alveg sleppt tökunum af kórnum og stýrir honum á útgáfutónleikum næstkomanid sunnudag. Vökuró kallast platan sem kórinn er að gefa út, en það er í samstarfi við Universal útgáfurisann svo það má segja að kórinn sé í útrás. Við heyrum í Þorvaldi Erni Davíssyni í þætti dagsins.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
4/27/2022 • 55 minutes
Borgarsögusafn, móðurminningar, steypa og jazz
Módel af gamla hverfinu í Kvosinni, þar sem stafrænn viðbættur veruleiki mun glæða rýmið lífi, verður hluti af nýrri sýningu sem Borgarsögusafn opnar í næstu viku.
Nýja Sýningin er framhald af Landnámssýningunni og rekur sögu byggðar í Reykjavík, allt frá landnáminu til samtímans, hún teygir sig neðan jarðar frá Aðalstræti 16 yfir í elsta hús Kvosarinnar, Aðalstræti 10. Hugmyndin er að nýja sýningin undirstriki mikilvægi Aðalstrætis sem sögumiðju Reykjavíkur enn frekar. Við litum inn í elsta hús borgarinnar í þætti dagsins og hittum starfsfólk Borgarsögusafns.
Steypa og djass eru kannski ekki fyrirbæri sem oft eiga samleið en sextettinn Concrete Jazz Orchestra gerir tilraunir með það á nýrri plötu, Concrete Abstracts sem er sjálfstætt framhald af plötunni Concrete sem kom út 2011. Sveitina skipa þeir Ari Bragi Kárason, Andrés Þór Gunnlaugsson, Birgir Steinn Theodórsson, Einar Scheving, Hilmar Jensson, ásamt leiðtoganum og lagahöfundinum Magnúsi Rafnssyni. Hann er menntaður verkfræðingur og sérsvið hans er mannvirkjagerð og steinsteypa. Og sú þekking blandast á forvitnilegan hátt við tónlistina, hin harða steypa við mjúkan djass. Við fengum Magnús til okkar í heimsókn og spurðum hann út í þessa tvo heima, hvernig þeir tala saman og heyrum nokkur brot úr nýju tónlistinni.
?Endurminningar fólks um mæður sínar fela í sér úrvinnslu og framsetningu kvenna og karla á umfangsmiklum minningum um mæður sínar. Lífssaga mæðranna er mismunandi og minningarnar ótalmargar sem til samans kortleggja ævi þeirra kvenna,? segir Dalrún Kaldakvísl en hún fjallar í pistli dagsins um endurminningar fólks af mæðrum sínum. Í endurminningum af mæðrum og feðrum var meðal annars algengt að fjallað væri um stjórn mæðra og feðra á tilfinningum sínum; tilfinningastjórn sem nútímamaðurinn myndi eflaust skilgreina sem tilfinningabælingu. Meira um það í pistli Dalrúnar.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
4/26/2022 • 55 minutes
Stöðufundur, Prinsinn á Rifi, Mánudjass og karlar sem lesa ekki konur
Frá og með næstu mánaðarmótum verður veitinga og tónlistarstaðurinn Skuggabaldur lokaður á mánudögum, sem og hugsanlega fleiri daga vikunnar. Staðurinn hefur verið heimavöllur lifandi tónlistar, og tónleikaröð Skuggabaldurs fékk fyrir það íslensku tónlistarverðlaunin nýverið í flokki tónlistarviðburða ársins. Þessi mánudagslokun þýðir þó að Mánudjass, sem hefur verið fastur liður í Reykjavík undanfarið, heyri sögunni til eða í bili að minnsta kosti. Og í kvöld hann þess vegna kvaddur með viðhöfn. Víðsjá brá sér niður á Austurvöll fyrr í dag og leit við á æfingu fyrir tónleikana.
17 ára menntaskólastrákur er staddur á Laugaveginum ásamt vini sínum þegar síminn hringir. Sæta stelpan sem vinnur á Prinsinum er í símanum. ?Ég er ólétt. Þú ert að verða pabbi.? Hvernig getur maður orðið pabbi sautján ára, og mamman bara sextán? Er framtíðin í rúst? Þessar og fleiri spurningar koma upp í nýju íslensku leikverki sem frumsýnt verður í Frystiklefanum á Rifi næstkomandi miðvikudag, 27.apríl. Höfundar verksins eru þau María Reyndal og Kári Viðarsson, en verkið byggir á sönnum atburðum úr lífi Kára. Kári verður gestur okkar í dag.
?Að uppgötva að ég læsi ekki konur var í alla staði óskiljanlegt. Það var eins og að uppgötva að ég læsi ekki bækur sem væru með oddatölufjölda af blaðsíðum; fáránlegt skilyrði sem ég hafði enga hugmynd um og gat ekki gefið neina rökrétta ástæðu fyrir.? Þegar Björn Halldórsson fékk í fyrsta sinn tækifæri til að kenna ritlist í erlendum háskóla gerði hann óþægilega uppgötvun sem neyddi hann til að horfast í augu við sína eigin ómeðvituðu fordóma. Meira um það í pistli dagsins.
En við hefjum þáttinn í dag á umfjöllun um Stöðufund í Gerðarsafni. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir sá þessa samsýningu tíu myndlistarmanna og rithöfunda, sem leggja fram hugleiðingar sínar um fortíð, samtíð og framtíð. Sýningin vakti Ólöfu til umhugsunar um fyrirbærið ?stöðutékk?, sem virðist vera að færast í aukana í dagskrá listasafna hér á landi á undanförnum misserum.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
4/25/2022 • 55 minutes
Flóttafólk, Jazzhátíð, Angela Merkel og einkarýmið, ópera í BíóParadís
Það er eitthvað við tónlist Puccinis sem á greiða leið að hjarta okkar, líka þeirra sem hluta ekki á óperu að staðaldri. Þetta er allavega skoðun þeirra Bernadettu Hegji sópransöngkonu og Marton Wirth, hljómsveitarstjóra og organista í Landakotskirkju, en þau skipa óperu-dúóið Opera2gether. Bernadetta og Marton störfuðu saman við tónlist í heimalandi sínu Ungverjalandi, og hafa nú aftur tekið upp samstarf á íslandi, eftir að leiðir þeirra lágu hér óvænt saman. Í kvöld kl 19, og um helgina flytja þau lifandi óperutónlist Puccinis við þöglu kvikmyndina um Madame Butterfly í Bíó Paradís. Marton verður gestur okkar hér á eftir.
Og við kynnum til leiks nýjan pistlahöfund í Víðsjá. Björn Halldórsson rithöfundur mun flytja okkur vikulega pistla fram á sumar um allt milli himins og jarðar. Að þessu sinni er það blaðagrein um Angelu Merkel fyrrverandi kanslara Þýskalands sem fékk Björn til að velta fyrir sér sorgum og sigrum á samfélagsmiðlum.
Jazzhátíð Garðabæjar hefst á morgun og stendur yfir fram á sunnudag - 24. apríl.
Fjölbreytt dagskrá, þar sem konur eru í aðalhlutverkum, er á þessari 16. jazzhátíð Garðabæjar. Sigurður Flosason hefur verið listrænn stjórnandi hátíðarinnar frá upphafi og hann verður með okkur í þætti dagsins.
En við hefjum þáttinn á pistli frá Natöshu. Natasha er rússnesk, skáld og fyrrverandi blaðakona, en hefur búið hér á landi í áratug. Þetta er hennar þriðji pistill um upplifun hennar af stríðinu í Úkraínu.
4/20/2022 • 55 minutes
Ru, Sigurður Guðjónsson og Feneyjartvíæringurinn
Orðið Ru þýðir á frönsku lítill lækur, eða í óeiginlegri merkingu eitthvað sem rennur á borð við tár eða blóð. Á víetnömsku þýðir orðið vögguvísa eða sú sem svæfir og huggar. Ru er skáldlega innblásin sjálfsævisaga eftir Kim Thúy sem fædd er í Víetnam árið 1968, sama ár og sagan hefst. Thúy, ásamt fjölskyldu sinni, flúði hörmungar hins langa stríðs í Víetnam alla leið til Kanada með viðkomu í flóttamannabúðum í Malasíu. Mikill fjöldi fólks freistaði þess að flýja land í von um betra líf og Ru segir sögu ellefu ára stúlka sem flýr yfirstéttarlíf í Saigon. Þar verður hún bátaflóttamaður sem svo var nefnt í smábæ í Kanada og þarf að laga sig að nýjum lifnaðarháttum og nýju tungumáli. Íslensk þýðing bókarinnar er nú nýkomin út, þýdd úr frönsku af Arndísi Lóu Magnúsdóttur. Víðsjá kom sér í skriflegt samband við Arndísi og fékk að vita meira um þessa merkilegu bók.
Feneyjartvíæringurinn opnar með pompi og prakt dyr sínar fyrir almennum gestum laugardaginn næstkomandi, 23.apríl. Mikið er um dýrðir í borginni fögru sem er yfirfull af myndlistarmönnum, fjölmiðlafólki og áhugasömum gestum sem fá að berja dýrðina augum í allskyns foropnunum þessa vikuna. Hópur Íslendinga er auðvitað þegar mættur til að setja upp verk Sigurðar Guðjónssonar, sem sýnir þetta árið fyrir hönd Íslands. Við hér í Víðjsá tókum smá forskot á sæluna í síðustu viku þegar við sóttum Sigurð heim, áður en hann hélt út til Feneyja. Þar sagði hann okkur frá fyrri verkum sínum og hvernig þau hafa þróast og svo auðvitað af Perpetual Motion,
verkinu sem hann hefur gert sérstaklega fyrir íslenska skálann á Arsenale svæðinu í Feneyjum, verk sem hann kallar fjölskynjandi skúlptúr.
4/19/2022 • 55 minutes
Listdansskóli Íslands í 70 ár, draumaland regluverksins og Útjaðar
Á þessu ári eru liðin 70 ár frá stofnun Listdansskóla Íslands, elsta slíka skóla hér á landi en hann var stofnaður haustið 1952 í Þjóðleikhúsinu. Í Borgarleikhúsinu í kvöld verður litið um öxl á sérstakri hátíðarsýningu skólans þar sem ýmsir hápunktar frá danssýningum í gegnum tíðina, verk sem skólinn setti upp á eigin sýningum auk verka sem nemendur tóku þátt í með Íslenska dansflokknum og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Fyrrum nemendur dansa líka á þessum tímamótum en einnig verður horft fram á veginn og spurningum velt upp um danskennslu framtíðar. Guðmundur Helgason skólastjóri Listdansskólans kemur í heimsókn hér rétt á eftir.
?Útjaðarinn er ekki bara geymslustaður fyrir óæskilegar hugsanir heldur er þar líka að finna fegurð og ró ef við drögum okkur aðeins út úr hringiðu lífsins og látum - þó ekki nema andartak - eins og amstrið komi okkur ekki við.? Sýningin Útjaðar opnaði nú á dögunum í gallerí Portfolio við Hverfisgötu 71. Þar sýnir Sigga Björg Sigurðardóttir myndlistarkona ný verk, teikningar á pappír og vegg, auk stop motion vídeóverks. Útjaðarinn vísar til þess sem er alltaf á mörkunum og við sjáum aldrei skýrt heldur bara eins og útundan okkur eða í svip - kannski bara missýning. Við heimsækjum Siggu Björg í Porfolio í Víðsjá í dag og spyrjum hana út í þetta ferðalag sitt með blýant og vatnsliti.
Og við fáum hér líka hugleiðingar Snorra Rafns Hallssonar, pistlahöfundar og dagskrárgerðarmanns í Vín. Kafka, skrifræði og draumaland reglnanna er honum hugleikið í pistli í dag þar sem hann grípur niður í Réttarhöldin og gluggar í bók anarkistans David Graeber.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
4/13/2022 • 55 minutes
Farþeginn, Stiklur Ómars ragnarssonar og skammarmaskínan
Skömmin hefur lengi verið hugðarefni heimspekinga. Þannig segir Platón í Lögunum að skömmin sé óttinn við slæmt orðspor. Hún kenni okkur háttvísi, virðingu fyrir öðrum og geti leitt okkur á rétta braut. Snorri Rafn Hallson, pistlahöfundur í Vín, veltir í dag fyrir sér hlutverki skammarinnar í samfélaginu og heimspeki skammarinnar, eftir að hafa lesið nýja bók um efnið, The Shame Machine - Skammarvélin - eftir gagnasérfræðingin Cathy O'Neil. Heyrum nánar af því hér rétt á eftir.
Sovéski kvikmyndagerðamaðurinn sagði kvikmyndina vera skúlptúr af tímanum. Dalrún Kaldakvísl fjallar í dag um slíka skúlptúra, kvikmyndað líf einsetufólks á Íslandi á síðari hluta 20. aldar, nefnilega heimildarþáttarröð Ómars Ragnarssonar, Stiklur. Í aldanna rás hafa Íslendingar skráð sögur af einsetufólki, þær sögur einkennast oftar en ekki af vangaveltum sögumanna um ævi og kjör einbúa sem oftast voru látnir þegar saga þeirra var sett á blað. Stiklur breyttu þessu með kvikmyndaformið að vopni og Dalrún rýnir í þessa merkilegu þætti
Þetta er eiginlega samfélagsmiðlasaga síns tíma. Elísa Björg Þorsteinsdóttir segir okkur frá þýsku skáldsögunni Farþeginn eftir Ulrich Alexander Boschwitz sem kom út á dögunum undir merkjum Dimmu útgáfu. Sagan var skrifuð skömmu eftir Kristalsnóttina í nóvember 1938 og segir frá gyðingi í Berlín, kaupsýslumanninum Otto Silbermann, sem hefur flúið heimili sitt og reynir eftir bestu getu að sleppa frá heimalandi sínu. Þótt Farþeginn væri skrifaður á þýsku fékkst bókin á sínum tíma ekki útgefin í Þýskalandi. En eftir að upprunalegt handrit kom í leitirnar árið 2018 var ekki eftir neinu að bíða og bókin hefur nú hlotið endurnýjun lífdaga. Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýðandi verður gestur okkar í lok þáttar og segir frá Farþeganum.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
4/12/2022 • 53 minutes, 49 seconds
Kyndilberar, Fyrrverandi, Kunningjar og Auga mitt er lauf
Listahópurinn Kunningjar dvaldi fyrr á árinu í litlu slóvakísku þorpi, Batovce, (Batoff tse) þar sem þau settu sig í spor verkfræðinga náttúrunnar, bjóra. Afraksturinn dvalarinnar verður sýndir á Miracles hátíðinni sem fram fer á næsta ári, en þar ganga áhorfendur 60 kílómetra leið á þremur dögum, og verða fyrir hinum ýmsu uppákomum á leiðinni. Snorri Rafn Hallsson ræðir við Hallveigu Kristínu Eiríksdóttur og Arnar Geir Gústafson.
Vinir hittast til að kryfja málin í ?symposium?; samræðum með víni, þar sem allt er undir; samböndin, samlífið, draumarnir, áföllin, sjálfshjálparnámskeiðin, samskiptin við tengdó og stjúpbörnin og síðast en ekki síst fyrrverandi! Leiksýningin fyrrverandi var frumsýnt um helgina, Eva Halldóra Guðmundsdóttir.
Um helgina hófst söfnun eða hópfjármögnun á Karolinafund fyrir syrpuna Kyndilbera sem dregur fram í dagsljósið persónulegan flutning á kvæðum og tvísöngvum og fangar hina lifandi hefð í náttúrulegu umhverfi. Þegar ljóst varð að ekki væri mögulegt skipuleggja tónleika eða aðra viðburði vegna faraldursins ákvað Vökufélagið að framleiða myndskeiði til þess að halda uppi og varðveita lifandi hefð íslenska sönghefða. Við hringjum í Línus Orra Gunnarsson Cederborg, leikstjóri verkefnisins Kyndilberar og hann segir okkur betur frá.
?Gefðu verkinu tíma, horfðu inn í verkið og þá sér verkið þig? segir myndlistarkonan Elísabet Olka Guðmundsdóttir um nýja sýningu sem opnaði á föstudaginn í Norr 11, Hverfisgötu. Sýningin heitir Auga mitt er lauf, þar mætast ólíkir miðlar, teikningar, skúlptúr og málverk. Myndirnar eru margar unnar úr litlum gifssteypum sem hver og ein er máluð og raðað saman í eina heild, dálítið eins og mósaík. Samhliða sýnir Elísabet Olka draumkenndar abstrakt teikningar þar sem hún leitast við að fanga hughrif skynjunar og hverfulleika hennar. Við hittum Elísabetu í sólinni fyrir utan Norr11.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
4/11/2022 • 54 minutes, 39 seconds
Búkolla, Bjargrúnir, Sjö ævintýri um skömm, Seyðisfjörður
Listin er samtal, hún er til þess að tengja fólk saman segja listamennirnir Juanjo Ivaldi og Tessa Rivarola sem nú sýna ljósmyndir sínar og ljóð í sýningarsal í Herðubreið á Seyðisfirði. Þau eru frá Paragvæ en hafa verið búsett á Seyðisfirði síðustu 3 ár. Sýningin byggist á reynslu þeirra frá því að flytja úr suðrænu fjölmennu landi í einangrað fámenni í mikilli nánd við óútreiknanlega náttúruna. Hluti af ferlinu er vinnustofa þar sem þau ræða umfjöllunarefni eins og loftslagsbreytingar, ferðalög og einangrun við íbúa staðarins þar sem sýningin er sett upp. VIð hringjum austur á Seyðisfjörð og ræðum við listamennina hér á eftir.
Hljómsveitin Umbra hefur um árabil rannsakað víddir þjóðlaga- og miðaldatónlistar með spuna, útsetningum og lagasmíðum. Sveitina skipa þær Alexandra Kjeld, Arngerður María Árndóttir, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir og Lilja Dögg Gunnarsdóttir. Þær gefa út nýtt lag á morgun, og innan skammst kemur fjórða platan þeirra út, en hún kallast Bjargrúnir. Platan hefur að geyma þjóðlagatónlist þar sem er dregin er fram staða og raunir kvenna aftur í aldir. Þær Alexandra og Arngerður verða gestir okkar hér á eftir.
Sjö ævintýri um skömm, er nýtt verk eftir Tyrfing Tyrfingsson sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu um liðna helgi. Nína Hjálmarsdóttir segir okkur sýna skoðun á því í þætti dagsins.
En við byrjum á Barnamenningarhátíð Kópavogs. Það kannast flestir við ævintýrið um Búkollu, en nú á laugardag verður það sett í nýjan búning. Búkolla með nýrri, frumsamdri tónlist eftir tónskáldið Gunnar Andreas Kristinsson verður frumflutt í Salnum á laugardag. Gunnar segir frá Búkollu í þætti dagsins.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
4/7/2022 • 55 minutes
Herdís Anna Jónasdóttir, Stöðufundur, afneitun Rússa, Fyrrverandi
Þegar Valur Freyr Einarsson, leikari og höfundur, fór um miðjan aldur að upplifa fjölda skilnaða í sínu nánasta umhverfi, varð honum ljóst hversu mikil umpólun og dramatísk bylting þetta ferli getur verið í lífi fólks. Kannski ekki síst þegar fyrrum makar halda áfram að vera hluti af nýju lífi. Valur fór að skoða hjónabandið í öllum sínum víddum, taka viðtöl við fólk sem hafði upplifað skilnað og allt sem því umbreytandi ferli fylgir. Útkoman er nýtt leikverk, Fyrrverandi, sem frumsýnt verður um næstu helgi í Borgarleikhúsinu. Við ræðum við samstarfsmennina og hjónin, Val Frey og Ilmi Stefánsdóttur, sem er leikmyndahönnuður sýningarinnar, í þætti dagsins.
-Nostalgía er hugsanlega tilfinning okkar tíma, mögulega hefðum við átt að hætta að telja árin eftir 2020, tortryggni gagnvart líðandi stundu og Ikea-líkkistur? Þetta og miklu meira er efni sýningarinnar Stöðufundur sem opnaði um helgina í Gerðarsafni í Kópavogi þar sem veitt er innsýn í hugarheim og væntingar fimm skálda og fimm myndlistarmanna sem eru í fararbroddi sinnar kynslóðar. sem eiga það sameiginlegt að fjalla um samtímann sinn og stöðu ungs fólks í nútímasamfélagi. Við spyrjum sýningarstjóra Stöðufundar nánar út í þetta hér á eftir þau Kristínu Aðalsteinsdóttur og Þorvald Sigurbjörn Helgason.
-Ég trúi því samt ekki að Rússar muni rísa upp. Það eru svo margir sem eru undir áhrifum áróðurs. Þeir eru vanir að þola, það er ekkert svo slæmt, þetta eru bara ein óþægindin enn. Sem betur fer erum við enn með heiðan himinn yfir hausnum.- Svo segir Natasha, í sínum öðrum Víðsjárpistli. Pistill Natöshu í dag kallast Járntjaldið. Í honum fjallar Natasha um breytingarnar í Rússlandi frá því að stríðið hófst, ofstæki stjórnavalda, lokun frjálsra fjölmiðla, hækkun á sölu þunglyndsilyfja, verðbólgu, matarskort og fleira.
En við byrjum þáttinn í dag á því að líta inn á æfingu í heimahúsi. Herdís Anna Jónasdóttir, sópransöngkona, var tilnefnd til nokkurra verðlauna fyrir störf sín á Íslensku Tónlistarverðlaununum, meðal annars fyrir söng ársins. Hún heldur í tónleika á Ísafirði í dag, í Mývatnssveit 8.apríl, og í Hörpu 10.apríl, ásamt Simon Skigin píanóleikara og Grími Helgasyni klarinettuleikara.
4/6/2022 • 55 minutes
Dísella Lárusdóttir, atvinnumál, eyjafræði og bókmenntir
Bókmenntasagan er uppfull af eyjum, sem sögusvið, sem táknmynd, sem hugarástand. Í fyrirlestri sem haldinn var í Háskóla Íslands í hádeginu í dag fjallaði Ástráður Eysteinsson prófessor í almennri bókmenntafræði um eyjafræði og bókmenntir. Þar fjallaði hann um þetta þverfræðilega rannsóknasvið, eyjafræðina og hvernig það birtist í bókmenntum, bæði erlendum og íslenskum. Ástráður verður gestur víðsjár hér í lok þáttar og segir okkur betur frá þessu forvitnilega fræðasviði.
Snorri Rafn Hallsson, heimspekingur og dagskrárgerðarmaður í Vín, heldur áfram með pistla sína um atvinnumál hér í Víðsjá. Í dag fer Snorri Rafn á örlítið tilraunakenndari slóðir en áður. Í pistli dagsins tengir hann heimspeki Hönnuh Arendt við söngtifur, lítil skordýr sem dvelja ofan í jörðinni mestan hluta ævinnar. Hvað ætli þær geti sagt okkur um stöðu vinnunnar í tilveru okkar?
En við byrjum á að taka á móti góðum gesti hér í Víðsjá. Dísella Lárusdóttir sópran söngkona er nýkomin til landsins eftir að hafa tekið á móti Grammy-verðlaunum í Las Vegas. Dísella tók við verðlaunum fyrir bestu óperu-upptöku af óperunni Akhnaten eftir Philip Glass, þar sem Dísella fer með eitt af burðarhlutverkunum. Dísella lenti í morgun og mætti nánast beint til okkar í afar frjálslegt spjall, ásamt dóttur sinni Snædísi Lind.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson.
4/5/2022 • 55 minutes
Ónæm, Anthony J. Hardy, Olga Takarczuk og Voces Thules
Anthony J. Hardy var kjörræðismaður Íslands í Hong Kong, þar sem hann starfaði um áratugaskeið í þágu íslendinga. Hardy heimsótti Ísland margoft og féll fyrir landi og þjóð, en fyrst og fremst kolféll hann fyrir íslenskri myndlist. Verandi langreyndur safnari, setti hann sig í samband við Gallerí Fold og sagðist vilja koma sér upp safni og þar með hófst ástríðufull söfnun hans á íslenskri myndlist. Þetta safn er nú til sýnis og til sölu á uppboði sem stendur yfir til 11.apríl. Við lítum inn í heimsókn í Gallerí Fold í þætti dagsins og ræðum við Jóhann Ágúst Hansen um safnið og manninn á bak við söfnunina, Anthony J. Hardy.
við fáum líka bókagagnrýni. Skáldsagan Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu eftir pólska nóbelsverðlaunahöfundinn Olgu Tokarczuk kom nýverið út í þýðingu Árna Óskarssonar. Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir betur í verkið í dag.
Og við hitum upp fyrir þrjátíu ára afmælistónleika Voces Thules í Salnum í kópavogi annað kvöldfagna. Það verða jafnframt síðustu tónleikar vetrarins í tónleikaröð Tíbrá þar sem flutt verður hluti af því kirkjulega og veraldlega efni sem tengist rannsóknum þeirra á íslenskum tónlistararfi í bland við miðaldatónlist frá öðrum löndum. Sigurður Halldórsson einn liðsmanna Voces thules verður gestur víðsjár hér seinna í þættinum og við hlýðum á tónlist.
Við fáum líka myndlistarrýni frá Ólöfu Gerði Sigfúsdóttur en hún kíkti í Nýlistasafnið á áhugaverða samsýningu fjölþjóðlegs listahóps, Ónæm, sem tekur til endurskoðunar samband okkar og umgengni við náttúruna. Sýningin notar Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar sem útgangspunkt og sprengir hana upp í ólíkar og ögrandi áttir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
4/4/2022 • 55 minutes
Gapassipi, Davíð Örn Halldórsson, ísskápagallerí, dans eftir covid
Hverfisgallerí í miðbæ reykjavíkur er nú í þann mund að opna sínar dyr fyrir gestum, þar er Davíð Örn Halldórsson búinn að setja upp sýninguna Mitt litla líf - pappír eða plast. Í Stofunni hefur Davíð Örn 58 myndir til sýnis, af fundnum fyrirbærum sem hann hefur átt við og dregið fram síkadelíska fantasíu út úr hversdagslegum hlutum eins og afklippum af pappakössum og póstkortum. Verkin eru flestöll unnin síðastliðin þrjú ár en Davíð býr og starfar í Stuttgart í Þýskalandi. Við lítum inn í Hverfisgallerí og tökum smá forskot á sæluna með listamanninum sjálfum.
P-tungumál er leynitungumál sem notað var af börnum þegar þau vildu ekki að fullorðnir skildu sig. Regla p-tungumálsins er sú að innan hvers atkvæðis, á undan sérhljóða, er bætt inn péi með sama sérhljóða á undan. Þannig breytist td orði gassi, í gapassipi. Gapassipi er einmitt nafn á innsetningu sem Magnús Pálsson sýndi í Ráðhúsi Reykjavíkur árið 1995, þar sem p-tungumál kom við sögu. Hljóðverkið var nýverið gefið út ásamt textum í bók sem Mumbling Eye gefur út, en það er nýtt útgáfuhús sem stefnir á að gefa út hljóðinnsetningar og gjörninga.
Framhlið Ísskápa er vinsælt sýningarými hversdagsins. Stundum er hún fagurlega skreytt en hún getur líka verið eins og vel útsett óreiðuinnsetning. Sumir vilja hafa ísskápana sína án allra skreytinga, aðrir setja á þá örfáa hluti. Hvað segja þessir máttarstólpar eldhússins um eigendur sína og hvað er það sem endar á ísskápnum og hversvegna? Spæjarastofa Hversdagssafnsins á Ísafirði fer á stúfana og skoðar ísskáp í dag.
Og Selma Reynisdóttir flytur okkur sinn síðasta pistil um Dans á tímum dansbanns. Pistlarnir skoða dans þegar ekki má dansa og hafa meðal annars skoðað hliðstæður samkomutakmarkana og óbeit kirkjunnar á dansi fyrr á öldum og kjarabaráttu dansara. Í dag segir Selma frá því hvernig er að finna aftur taktinn og innblásturinn eftir tveggja ára dansbann.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
Síleskir kvikmyndadagar hefjast hefst í Veröld húsi Vigdísar á morgun. Í Auðarsal verður úrval nýrra kvikmynda frá Síle á hvíta tjaldinu og verða sýnigar fram á laugardag. Markmiðið að sýna það besta úr kvikmyndagerð Síle undan farin ár og Hólmfríður Garðarsdóttir prófessor um málefni Rómönsku-Ameríku segir okkur allt um þessar myndir hér síðar í þættinum.
Rithöfundurinn Natasha er frá Rússlandi en hefur verið búsett hér á landi um árabil. Natasha ætlar að vera með okkur reglulega hér í Víðsjá næstu vikurnar, og lýsa fyrir okkur upplifun sinni af stríðinu í Úkraínu. Hvernig tilfinning er að vera rússnesk og fylgjast með innrásinni í Úkraínu úr fjarlægð? Natasha mun í pistlum fjalla um það sem hrærist innra með henni. Í dag fjallar Natasha um reynslu fólks sem flýr frá Úkraínu og þarf að horfast í augu við það að hafa skyndilega öðlast nýtt hlutverk, hlutverk flóttamannsins.
Og við höldum líka út á hákarlamið. Íslendingar hafa stundað veiðar á hákörlum um aldanna rás, á 19. öld voru afurðir hákarla afar mikilvægur þáttur í efnahagslífi þjóðarinnar. Þeir sem sóttu á hákarlamiðin voru oft kallaðir hákarlamenn og var lýst sem görpum sem áttu í stríði við ægivald hafsins, hákarla og aðra krafta náttúrunnar á borð við hafís. Dalrún Kaldakvísl segir okkur betur frá þessu hér á eftir. Þar beinir hún einnig sjónum sínum að karllægri menningu hákarlamanna eins og hún kemur fyrir sjónir í skrifum Theodórs Friðrikssonar í bók hans Hákarlalegur og hákarlamenn frá .
Söngshópurinn Manam er skipaður átta körlum frá Íslandi og Írlandi og leitast við að tengja saman menningarheima beggja landa. Þeir sækja sér innblástur í náttúru landanna, sögu og ljóð, og nýta sér aldagamlar norrænar hefðir til að skapa hljóðheim sem vill brjótast undan hefðbundnu karlakóramynstri. Manam heldur tónleika annað kvöld í Iðnó og tveir liðsmenn, þeir Þórhallur Auður Helgason og Pétur Oddbergur Heimisson, koma í spjall til okkar á , með tónlist í farteskinu.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
3/30/2022 • 55 minutes
Næturganga með Sjón, Um Kínafræði Simon Leys, Þoka
Fyrir gamla súrrealista var covid-tíminn áhugaverður, sagði Sjón þegar Víðsjá mælti sér mót við hann í Hólavallakrikjugarði í nótt. Við hittumst til að ræða Næturverk, þrettándu ljóðabók skáldsins, marglaga og draumkennda bók sem hefur verið nokkurn tíma í smíðum eins og margar aðrar ljóðabækur Sjóns. Ljóðin takast á við hið innra og hið ytra, ljós og myrkur. Eftir stórkostlegar breytingar á heimsmyndinni, tvö ár af heimsplágu hefur það meðal annars leitt til þess að fólk dreymir meira. Við erum verur sem höfum innri og ytri sýn segir skáldið, og í þessari bók mætast þessar sýnir einhversstaðar í nóttinni. Og það var ekkert annað í stöðunni en að ræða Næturverk við Sjón um miðja nótt.
Smárit Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum er ný ritröð sem gefin er út af Háskólaútgáfunni, en ritstjórar hennar eru Ásdís Rósa Magnúsdóttir og Kristín Guðrún Jónsdóttir. Í fyrstu þremur smáritunum er að finna þýddar ritgerðir eftir þrjá höfunda. Fyrsta ritið er eftir Kínafræðinginn Simon Leys, annað ritið er eftir danska heimspekinginn og guðfræðinginn Dorthe Jørgensen og það þriðja eftir fransk-marokkóska rithöfundinn og blaðakonuna Leïlu Slimani. Hér er á ferðinni einstaklega áhugaverð ritröð sem miðlar til okkar ólíkum menningarheimum á aðgengilegan hátt. Við ætlum að kynna okkur fyrsta ritið í þætti dagsins, greinasafn SImon Leys, The hall of Uselessness, eða Úr Gagnleysisskálanum í þýðingu Kínafræðingsins Geirs Sigurðssonar. Geir verður gestur okkar í þætti dagsins.
En við byrjum í leikhúsinu. Barnasýningin Þoka var frumsýnd á Litla sviði Borgarleihússins um helgina. Þoka er íslensk/færeysk leiksýning fyrir börn sem leikur á mörkum vísinda og þjóðsagna. Heyrum hvað Nínu Hjálmarsdóttur fannst um verkið.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
3/29/2022 • 55 minutes
Að finna listinni samastað, Ást og upplýsingar, Destination Mars
Destination Mars heitir einkasýning listakonunnar Söru Riel sem opnaði í Ásmundarsal um helgina. Þar veltir Sara fyrir sér ferðalögum mannsins út fyrir plánetuna jörð, blæti til þess að kanna hið ókannaða og drauma okkar um að fara til Mars. Þar byggir listakonan á geimvísindum og fréttum af geimferðum undanfarin ár. Geimferðir sem sýna okkur jörðina í nýju ljósi en þekja hana smám saman geimrusli, svo hætt er við að við lokumst inni. Destination mars samanstendur af málverkum, teikningum, grafík, ljósmyndum, og veggverkum. Sýningin tekur yfir öll rými Ásmundarsalar, bæði að innan sem utan. Við fljúgum til Mars og heim aftur með Söru Riel hér síðar í þættinum.
Um liðna helgi var frumsýning í Þjóðleikhúsinu á verkinu Ást og upplýsingar eftir eitt virtasta leikskáld breta, Caryll Churchill. Það er Una Þorleifsdóttir sem leikstýrir og við heyrum hér um miðbik þáttar hvað leikhúsrýni okkar, Evu Halldóru Guðmundsdóttur, fannst um uppfærsluna.
Félag íslenskra myndlistarmanna fagnaði 80 ára afmæli í fyrra og af því tilefni ákvað félagið að láta skrásetja sögu þess. Kristín G. Guðnadóttir, listfræðingur var fengið í verkið og niðurstaðan er bókin Að finna listinni samastað - þættir úr sögu íslenskra myndlistarmanna. Við vorum að fá verkið í hendur, þessa glæsilegu bók sem grafíski hönnuðurinn Hildigunnur Gunnarsdóttir hannaði. Saga FÍM er í senn saga mikilla átaka um hverskyns hugðarefni listamanna og þess samtakamáttar sem átökin leiddu um leið af sér. Við förum yfir sögu félagsins með höfundi bókarinnar í þætti dagsins.
En við hefjum þáttinn á þvi að gefa sviðslistakonunni Sveinbjörgu Þórhallsdóttur orðið. Hún flytur ávarp í tilefni af alþjóðlegum leiklistardegi.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
3/28/2022 • 55 minutes
Myndlist og pílukast, Umskiptingurinn og Joan Didion
Snertifletir íþrótta og myndlistar, leikgleði, tilviljanir, blóm og afbyggt píluspjald eru meðal hráefna Hrafnhildar Helgadóttur á sýningunni Take Care Give Care Don?t Care sem opnar í OPEN á morgun. Tveir gestir og áhrifavaldar í lífi Hrafnhildar eru einnig með innkomu á sýningunni; í einu horninu má sjá svartan fegurðarblett Hreins Friðfinnssonar, en annarsstaðar hefur Rúna Þorkelsdóttir raðað þurrkuðum laufum í mandölu. Hrafnhildur býr og starfar í Amsterdam,og hefur á síðustu árum helst fengist við internetlist. Hún tekur þó allt aðra stefnu í OPEN, á sinni fyrstu einkasýningu í Reykjavík. Við hittum Hrafnhildi í þætti dagsins.
?Við segjum hvert öðru sögur til þess að lifa.? segir á einum stað í bók eftir bandaríska rithöfundinn og blaðamanninn Joan Didion sem lést rétt fyrir jólin 2021. Hún var meðal frumkvöðla í blaðamennsku, tilheyrði hreyfingu sem kallaðist nýblaðamennska - á mörkum skáldskapar og fréttamennsku. Didion skrifaði um umbrotatíma vestanhafs, andófið og hippakúltúrinn af þvílíkri næmni og innsæi. Við förum yfir feril Didion, stíl og afrek með Maríu Elísabetu Bragadóttur rithöfundi.
Nýtt íslenskt barnaleikrit, Umskiptingurinn, var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu um síðustu helgi. Verkið er eftir Sigrúnu Eldjárn og var valið úr 150 leikverkum sem bárust þegar Þjóðleikhúsið kallaði eftir leikritum og hugmyndum að leikritum fyrir börn. Nína Hjálmarsdóttir fór á frumsýningu og segir frá þeirri upplifun.
Umsjón: Halla Harðardóttir
3/24/2022 • 55 minutes
Myndlistarmenn ársins, Hetjusögur og Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, er látin 86 ára að aldri. Guðrún starfaði í stjórnmálum, en er ekki síst minnst fyrir bækur sínar fyrir börn. Bækurnar um Jón Odd og Jón Bjarna urðu þrjár talsins en auk þeirra má nefna þríleikinn Sitji guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni, auk Óvita og bókina um brúðuna Pál Vilhjálmsson. Merkileg kona hefur kvatt okkar, en sem skilur eftir sig sögur og persónur sem munu lifa í hjörtum allra sem þeim kynnast.
Við ætlum að hefja þáttinn í dag á því að rifja upp viðtal sem tekið var við Guðrúnu, hér í Víðsjá, fyrir fimm árum síðan.
Myndlistarmennirnir Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson hljóta myndlistarverðlaun ársins 2022 fyrir sýninguna Vísitasíur sem sýnt var í vetur í Listasafninu á Akureyri og sýningarstjóri verksins var Æsa Sigurjónsdóttir. Sýningin er afrakstur margra ára rannsóknarvinnu í samstarfi íslenskra og alþjóðlegra háskóla og listasafna. Markmið verkefnisins er að auka þekkingu á fjölþættum tengslum dýra, manna og umhverfis á tímum heimsvæddrar loftslagshlýnunar og hækkandi sjávarmáls. Áhersla verður lögð á að rannsaka ferðir ísbjarna til Íslands í sögulegu og samtímalegu samhengi. Við lítum við á vinnustofu Bryndísar Snæbjörnsdóttur og ræðum um þessa yfirgripsmiklu rannsókn, samband manna og dýra og þverfagleg vinnubrögð myndlistarinnar.
Og árlegur hátíðarfyrirlestur ritlistarnámsins í Háskóla Íslands var haldinn í gær Í Árnagarði. Þar flutti Kristín Svava Tómasdóttir ljóðskáld og sagnfræðingur fyrirlestur kenndan við Jónas Hallgrímsson en hún hefur gegnt starfi Jónasar Hallgrímssonar við ritlistardeildina í vetur, þar talaði Kristín um aðferðir og markmið við enduvinnslu texta í samhengi við ljóðabókina Hetjusögur sem kom út 2020 en textinn í hana er sóttur í verkið Íslenzkar ljósmæður I-III, sem kom út á árunum 1962-1964. Við sláum á þráðinn til Kristínar Svövu seinna í þættinum.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
Hákon Pálsson kvikmyndagerðamaður og ljósmyndari ætlaði að gera heimildamyndaseríu um Hótel Sögu þegar hann komst að því, nýfluttur til landsins eftir langa dvöl erlendis, að byggingin hafði verið mannlaus í marga mánuði. Eftir að hafa eitt þar heilum degi með myndavél komst Hákon að því að hann er mögulega lélegur heimildaljósmyndari. Eitthvað annað en skrásetningu sögunnar var að finna á myndunum, eitthvað óræðara. Og sú útkoma er nú til sýnis í Gallerí Port, undir nafninu
Hótel Saga: Óstaður í tíma. Við ræðum við Hákon í þætti dagsins.
Skáldsagan Miðnæturbókasafnið eftir breska rithöfundinn Matt Haig segir frá Noru Seed, ungri konu sem er komin að bjargbrúninni í lífinu. Hún hefur misst atvinnuna og köttinn sinn, slitnað hefur upp úr sambandi við hennar nánustu fjölskyldu og vini og Nora er á fremsta hlunn með að velja dauðann þegar til sögunnar kemur bókasafn sem snýr öllum hennar hugsunum á hvolf. Á safninu, sem er einhversstaðar milli tilvistarstiga, gefst Noru að lesa sér til um allar þær ótal útgáfur af sinni eigin ævi sem hefðu orðið. Miðnæturbókasafnið kom út í ágúst 2020 og var vel tekið. Hún náði fljótlega á lista margra af stærstu dagblaða heims yfir metsölubækur og hefur tilnefnd til hinna ýmsu bókmenntaverðlauna. Bókin kom út hér á landi fyrir aðeins örfáum vikum, í íslenskri þýðingu Valgerðar Bjarnadóttur og hún verður gestur Víðsjár hér á eftir.
Snorri Rafn Hallsson, pistlahöfundur í Vín, býður okkur aftur velkomin á skrifstofuna. Í viðtali um helgina sagði Helgi S Gunnarsson, forstjóri fasteignafélagsins Regins, að þörfin fyrir skrifstofuhúsnæði hafi ekkert minnkað eftir faraldurinn, fólk muni ekki halda áfram að vinna heima í stórum stíl. En átti heimavinna ekki að vera framtíðin? Hvers vegna breyttist ekki neitt? spyr Snorri og segir okkur frá bókinni Out of Office - the big problems and bigger promise of working from home, eftir Anne Helen Peterson og Charlie Warzel.
En við hefjum þáttinn í dag á því að fá til okkar ungan einleikara sem er með tónleika í Salnum í kvöld. Ernu Völu Arnardóttur.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson.
3/22/2022 • 52 minutes, 32 seconds
Vínylmarkaður, Manndýr, Toxic Kings, Sund
Vínylplatan er ekki af baki dottin. Á Háaleitisbraut opnaði Plötumarkaður Óla um helgina. Þar er Ólafur Sigurðsson að selja safnið sitt, sem telur hvorki meira né minna en 40 þúsund plötur. Víðsjá fór í heimsókn til Óla og fékk að heyra hvað væri svona töfrandi við vínylplötuna og hlýðir á vel valda tónlist.
Hvernig tekst karlmönnum að kljást við þau fjölbreyttu vandamál sem lífið býður upp á? Sviðslistahópurinn Toxic Kings tekst á við þessar spurningar í verkinu How to make Love to a Man sem nú er sýnt í Borgarleikhúsinu. Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í uppfærsluna í þætti dagsins.
Um þessar mundir stendur yfir sýningin Sund í Hönnunarsafni Íslands. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir lagði leið sína í Garðabæinn og kynnti sér ólíkar hliðar þessa stórmerkilega fyrirbæris sem sundið er.
Manndýr er þátttökusýning um hlutverk mannsins út frá sjónarhorni barna. Í sýningunni er samband barna og fullorðinna skoðað og spurningunni um hlutverk þeirra innan heimsins velt upp. Af hverju er maðurinn til? Af hverju er barn til? Hvað gera þau og til hvers? Sýningin, sem er á mörkum þess að vera leikverk og innsetning, er fyrir börn frá 4 ára aldri og uppúr, en gestum er boðið inn í heim þar sem hægt er að upplifa með eyrum, augum og höndum, sjálf eða í samvinnu. Við hittum Aude Besson, höfund, leikstjóra og flytjanda verksins á sviði Tjarnarbíós í þættinum.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
3/21/2022 • 55 minutes
Bíbí í Berlín, Endurkast og kjarabarátta dansara
Bjargey Kristjánsdóttir, sem vanalega gekk undir nafninu Bíbí í Berlín,var fædd á kotbýlinu Berlín rétt fyrir utan Hofsós árið 1927 og var úrskurðuð fljótlega á fyrsta ári ?fáviti? eins og það var nefnt á fyrri hluta 20. aldar. Eftir lát móður sinnar, þegar Bíbí var um þrítugt, var hún flutt gegn vilja sínum á elliheimilið á Blöndósi. Þar dvaldi hún í tæp 20 ár eða þar til að hún flutti inn í þorpið þar sem hún bjó í skjóli vina um hríð en endaði ævi sína á elliheimilinu þar sem hún lést árið 1999. Bíbí lét eftir sig sjálfsævisöguhandrit, handrit sem þær Guðrún Valgerður Stefánsdóttir prófessor í fötlunarfræði og Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur, hafa ásamt öðrum stúderað síðustu misseri, en handritið verður gefið út í vor, í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar
Þær Sólveig og Guðrún verða gestir okkar hér á eftir.
Borgarbókasafnið Spönginni í Grafarvogi sýnir nú þennan mánuðinn myndlistarsýninguna Endurkast. Í litlum sal og um allt bókasafnið hanga olíumyndir af mannslíkömum, draumkenndar myndir sem bjóða fólki á stefnumót við fjölbreytta flóru fólks. Listamaðurinn er Camilla Reuter, hún á rætur sínar að rekja til Finnlands. Hún hefur verið búsett hér í mörg ár, útskrifaðist frá myndlistardeild LHÍ árið 2017. Camilla vinnur tilfinningaleg verk út frá persónulegu lífi sínu og notar gjarnan vini og fjölskyldu sem myndrænan innblástur fyrir verkin. Víðsjá lítur inn á sýninguna Endurkast og ræðir við listamanninn.
Og Selma Reynisdóttir flytur okkur þriðja pistilinn af fjórum um Dans á tímum dansbanns. Pistlarnir skoða dans þegar ekki má dansa og hafa meðal annars skoðað hliðstæður samkomutakmarkana og óbeit kirkjunnar á dansi í kringum siðbót Íslendinga á 16.öld. Í þessum pistli snýr Selma sér að stöðu danslistar og kjarabaráttu dansara síðastliðin tvö ár.
3/17/2022 • 51 minutes, 24 seconds
Loftskurður, íslensk bókmenntasaga, ástarsprengja, heimsendaklukkur
Loftskurður kallast sýning Rósu Gísladóttur sem nú stendur yfir í Ásmundarsafni. Rósa hefur á löngum ferli skapað höggmyndir, einkum úr gipsi, þar sem formin tala sínu máli, oft á tíðum með vísun í tungumál byggingalistarinnar. Rósa vinnur einmitt með safnið sjálft sem skúlptúr á sýningunni í Ásmundarsafni, auk þess að undirstrika sína sýn á verk Ásmundar með eigin höggmyndum. Rósa segist að einhverju sjá sýninguna sem tónverk með upphafi og endi, og við fáum að heyra betur af því hér undir lok þáttar.
19. febrúar síðastliðinn opnaði sýning á verkum Ásmundar Ásmundssonar í nýtilkomnu myndlistargallerí í Grafarvogi - Café Pysja. Ásmundur hefur verið búsettur í Osló síðustu ár, en snýr nú til Íslands með sína fyrstu sýningu hér á landi í 10 ár. Í Pysju gefur að líta teikningar Ásmundar þar sem koma við sög ýmis tákn sem vísa bæði í samtímann og söguna og undir tifar heimsendaklukkan. Við lítum inn í Pysju í Víðsjá í dag.
Við fáum að heyra umsögn Grétu Sigríðar Einarsdóttur á seinni hluta nýrrar bókmenntasögu sem hið íslenska bókmenntafélag gaf nýverið út: Íslenskar bókmenntir - saga og samhengi.
Við byrjum þáttinn á því að hringja í Gallerí Open við Grandagarð í Reykjavík, þar sem forvitnileg sýning fer fram um helgina, á verki eftir Terre Taemlitz.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
3/16/2022 • 52 minutes, 49 seconds
Víðátta, WindWorks, Í öðru húsi, viðhorf til náttúrunnar
Tónlistarhátíðin WindWorks fer fram dagana 13.-20. mars í Byggðasafni Hafnarfjarðar en það er tónlistarhátíð helguð blásturshljóðfærum. Flytjendur verða m.a. Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari, Ármann Helgason, Helga Björg Arnardóttir og Grímur Helgason klarinettleikarar en hjarta hátíðarinnar verður Aulos Flute Ensemble.
Rætt verður við þær Karen Karólínudóttur, flautuleikara og Pamelu De Sensi listrænan stjórnanda Windworks hátíðarinnar.
Í Ásmundarsal þenja um þessar mundir þrjár listakonur út hugtökin myndlist, handverk og hönnun. Þær Guðlaugar Míu Eyþórsdóttur, Hönnu Dísar Whitehead og Steinunnar Önnudóttur, kalla samsýningu sína Í öðru húsi. Við lítum inn í Ásmundarsal og ræðum við þær Guðlaugu Míu, Steinunni og Hönnu.
Sögur af mönnum dýrum og öðrum þáttum náttúrunnar vitna um það að Íslendingar fyrri alda báru skynbragð á það að gjörðir þeirra höfðu áhrif á umhverfi þeirra.
Þetta segir Dalrún Kaldakvísl sagnfræðingur, sem heldur áfram pistlaröð sinni um samband Íslendinga fyrri alda við náttúruna. Í dag fjallar Dalrún um viðhorf manna til náttúrunnar, eins og þau koma fyrir í þjóðsögum Jóns Árnasonar.
En við byrjum þáttinn á ljóðalestri. Það er ekki á hverjum degi sem þættinum berast ný ljóð á upptöku en það er einmitt tilfellið í dag. Ljóðið var frumflutt síðastliðinn sunnudag í Veröld húsi Vigdísar á fjörutíu ára afmæli Kvennaframboðsins. Ljóðið kallast Víðátta og er eftir Gerði Kristnýju. Með þessu ljóði þakkaði hún Kvennalistakonum fyrir atlætið og uppeldið, kraftinn og kynngin.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson.
3/15/2022 • 55 minutes
Bach og nútíminn, Birgir Andrésson á Kjarvalstöðum, Santa Barbara
Þetta er tónverk um ekkert, segir Hjálmar H. Ragnarsson um nýtt verk sem hann frumflytur í Landakotskirkju annað kvöld. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð sem Sif Margrét Tulinius stendur fyrir í Landakotskirkju, Bach og nútíminn, þar sem hún flytur allar þrjár sónötur J.S. Bach ásamt því að frumflytja þrjú íslensk einleiksverk fyrir fiðlu eftir tónskáldin Huga Guðmundsson, Hjálmar H. Ragnarsson og Viktor Orra Árnason. Fyrstu tónleikar Þríleiksins hafa þegar farið fram en annað kvöld verður verk Hjálmars frumflutt. Við litum inn á æfingu hjá þeim Sif og Hjálmari í kirkjunni í morgun, þar sem við ræddum samtalið við Bach og tónlist sem hreina fegurð sem þarf ekkert að segja út fyrir sjálfa sig.
Eins langt og augað eygir er stór yfirlitssýning á verkum myndlistarmannsins Birgis Andréssonar sem tekur yfir nær alla Kjarvalsstaði um þessar mundir. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir myndlistargagnrýnandi lagði leið sína á Kjarvalsstaði og ætlar að segja betur frá þessari sýningu í Víðsjá í dag.
Við ræðum í Víðsjá dagsins við myndlistarmennina Ragnar Kjartansson og Ingibjörgu Sigurjónsdóttur og kvikmyndaleikstjórann Ásu Helgu Hjörleifsdóttur um lokunina á sýningum þeirra í GES-2 mynlistarmiðstöðinni í Moskvu á dögunum. Daginn sem Rússar réðust inn í Úkraínu var hinum stóra lifandi skúlptúr Ragnars, Santa Barbara, hætt og í kjölfarið var samsýningu hans og stórs hóps listamanna þar í miðstöðinni einnig lokað. Við heyrum af þessum ákvörðunum og samskiptunum þeirra þangað austur í þætti dagsins.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
Í Hallgrímskirkju á laugardagskvöld verður flutt tónverkið Víddir eftir Báru Gísladóttur. Víddir er samið fyrir níu flautur, rafbassa, kontrabassa og þrjá slagverksleikara og í lýsingu segir að það skarti hugmyndum um áferð og víddir þar sem mismunandi efni renna saman í eitt. Bára verður gestur Víðsjár í dag.
Í síðustu viku ræddum við hér í Víðsjá við Guðrúnu Sveinbjarnardóttur, fornleifafræðing, um íslenskar fornleifar sem hafa í gefnum tíðina ratað á söfn í Bretlandi. Meðal þeirra gripa sem við Guðrún ræddum var brúðarbúningur sem er í geymslu í Victoria & Albert safninu í London. Til er nákvæm eftirlíking af þessum búning á saumastofu sem einnig er safn, sem áður var vélaverkstæði, í Hafnafirði. Meira um það hér undir lok þáttar þegar við hittum hjónin Guðrúnu Hildi Rosenkjær, klæðskera og safnfræðing, og Ásmund Kristjánsson, vélvirkja og gullsmið.
Og við fáum sendingu frá Hversdagssafninu á Ísafirði. Frá því Spæjarastofa Hverdagssafnsins flutti síðasta pistil fyrir tveimur vikum hefur heimurinn eins og við þekkjum hann tekið stakkaskiptum. Vanmáttug horfum við á stríð í Evrópu og vitum varla okkar rjúkandi ráð. Í aðstæðum sem þessum finnst meðlimum Spæjarastofunnar eins og orðin verði ómerkileg, en á sama tíma segjast þær vita að orðin skipta máli - því þögnin éti málstaði og þjáningar. Í þetta sinn fjalla viðmælendur þeirra um vonir, stríð og huggun í fjölradda hljóðbæn handa hrjáðum heimi.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
3/10/2022 • 55 minutes
Bókmenntir í heimsfaraldri, Pussy Riot, loftslagsmál, bókmenntasaga
Við veltum fyrir okkur hvort og þá hvernig rithöfundar skrifa um covid-faraldurinn, eru sögur af þessum síðustu tveimur árum farnar að lita bókmenntir? Hér á Íslandi hófst úrvinnslan strax í jólabókaflóðinu 2020. Þekktir erlendir rithöfundar eru líka byrjaðir að gera þetta upp en þessu fylgja ýmis vandkvæði, hvort of snemmt sé að skrifa um þessa hluti og hvort fólk sé tilbúið að lesa það. Við fjöllum um vandamál farsóttarfléttunnar hér á eftir með Sigþrúði Silju Gunnarsdóttur ritstjóra.
Nadya Tolokonnikova, rússnesk listakona og meðlimur Pussy Riot, sat tvö ár í rússnesku fangelsi fyrir að syngja and-pútínska pönkbæn í dómkirkju Moskvu árið 2012. Í dag notar hún rafmynt og sölu NFT-listaverka á netinu til að berjast gegn ofríki Pútíns. Við kíkjum í viðtal við Tolokonnikovu sem birtist í breska dagblaðinu The Guardian í gær.
Íslenskar bókmenntir: saga og samhengi er tveggja binda verk um sögu íslenskra bókmennta frá upphafi Íslandsbyggðar til vorra daga, sem hið íslenska bókmenntafélag gaf nýverið út. Gréta Sigríður EInarsdóttir fjallar um fyrra bindið í þætti dagsins.
Hvað ef framtíðin býr yfir viðgerðarkjörnum í stað verslunarmiðstöðva? spyr Birnir Jón Sigurðsson í pistli sínum í dag. Í þessum síðasta pistli sínum um loftslagsmál í stærra samhengi veltir Birnir fyrir sér ímyndunaraflinu, draumum og von.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
3/9/2022 • 55 minutes
Högna Sigurðardóttir, Clara Schumann, Skáktyrkinn og örvinna
Nýtt tónleikhúsverk um píanóleikarann og tónskáldið Clöru Schumann verður frumsýnt í Salnum í Kópavogi í kvöld. Sýningin er hluti af Tíbrá tónleikaröð Salarins og er samstarfsverkefni Caudu Collective og Miðnættis. Handrit verksins byggist á bréfaskriftum og öðrum heimildum um líf og störf Clöru en höfundarnir taka sér líka skáldaleyfi endrum og eins til þess að glæða söguna lífi auk tónlistarinnar sem er eins og gefur að skilja rauði þráður sýningarinnar. Víðsjá skreppur í heimsókn í Salinn í þætti dagsins.
Snorri Rafn Hallsson fjallar um örvinnu og varpar ljósi á hvernig eðli hennar minni um margt á vélmenni sem spilaði skák á 18.öld. Vélmenni sem ferðaðist um Evrópu og spilaði meðal annars við Napóleon, undir nafninu Skáktyrkinn. Meira um skáktyrkjann og örvinnu í þætti dagsins.
Þegar Högna Sigurðardóttir var nýútskrifaður arkitekt frá París vorið 1960 fékk hún hendur sitt fyrsta verkefni. Hulda Jakobsdóttir, þáverandi bæjarstjóri Kópavogs, fól henni að hanna sundlaug og almenningsgarð fyirr bæjarfélagið. Tillaga Högnu er nútímaleg, ekki bara í íslensku samhengi, heldur einnig alþjóðlegu, hún er framúrstefnuleg og kjarkmikil, að sögn Guju Daggar Hauksdóttur arkitekts, sem hefur rannsakað verk Högnu. Guja Dögg leit við hjá okkur hér í Víðsjá og ég fékk að spyrja hana út í hugmyndir Högnu um verkið, þróun þess og endalok.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson.
3/8/2022 • 51 minutes, 28 seconds
Sögur kvenna frá Mið-Ameríku, Frumefnin fjögur, Framúrskarandi vinkona
Langt að komnar - Sögur kvenna frá Mið-Ameríku er safn verka eftir konur frá Mið-Ameríku, sem Háskólaútgáfan gaf nýverið út. Í bókinni er að finna safn þýðinga á örsögum, smásögum og reynslusögum kvenna, verk sem veita innsýn í líf og aðstæður kvenna í heimshluta sem er okkur flestum hér á landi fjarlægur og framandi. Sögurnar eru fjölbreyttar að formi en hverfast margar um samskipti og árekstra á milli kynja, stétta, þjóðfélagshópa og trúarhópa. Hólmfríður Garðarsdóttir er meðal þriggja þýðenda að verkinu og ritstýrir því jafnframt, og hún verður gestur okkar hér á eftir.
Við hugum líka að tónleikum sem sýndir verða í sjónvarpinu í kvöld að loknum tíu fréttum, en þar verður leikin upptaka af tónleikum Frelsisveitar Íslands sem fram fór á djasshátíð Reykjavíkur árið 2020. Þar flutti 10 manna frelsissveitin tónverkið Frumefnin fjögur (loft, jörð, vatn og eld) eftir Hauk Gröndal. Haukur verður gestur þáttarins ásamt öðrum liðsmanni Frelsissveitarinnar Sverri Guðjónssyni sem notar röddina með fjölbreyttum hætti í verkinu sem sjónvarpsáhorfendur geta notið í kvöld.
Um helgina var Framúrskarandi vinkona frumsýnd á stóra sviði Þjóðleikhússins, en leikverkið er byggt á hinum geysivinsælu Napólísögum Elenu Ferrante. Við heyrum hvað leikhúsrýni okkar, Evu Halldóru Guðmundsdóttur, fannst um uppsetningu suður-afríska leikstjórans Yael Farber á Framúrskarandi vinkonu.
3/7/2022 • 55 minutes
Dans, Arfur aldanna, Tu jest za drogo, Snert á landslagi
Aðalheiður Guðmundsdóttir hlaut í gær viðurkenningu Hagþenkis fyrir framúrskarandi rit á árinu 2021. Viðurkenninguna fær hún fyrir fyrstu tvö bindin í verkinu Arfur aldanna sem Háskólaútgáfan gaf út, en bindin tvö nefnast Handan hindarfjalls og Norðvegur. Í ritinu Arfur aldanna setur Aðalheiður sér það metnaðarfulla markmið að fjalla á heildstæðan hátt um uppruna fornaldasagna, efnivið þeirra, útbreiðslu og bókmenntaleg einkenni. Við heyrum brot úr viðtali við Aðalheiði frá því fyrr í vetur í þætti dagsins.
Yfir litla á sem rennur til sjávar í Héðinsfirði fyrir norðan er að finna 5 óvenjulega steina, of reglulega, greinilega manngerða sem eru stiklur fyrir göngufólk til að komast þurrum fótum yfir vatnsfallið. Tinna Gunnarsdóttir vöruhönnuður ber ábyrgð á steinunum en þeir eru bæði hluti af yfirstandandi doktorsverkefni Tinnu og sýningu sem opnuð var um síðustu helgi í Hafnarborg í Hafnarfirði. Við höldum í Hafnarfjörð í dag og ræðum við Tinnu Gunnarsdóttur um landslag, fagurfræði og verkin hennar.
Selma Reynisdóttir heldur áfram að skoða það tímabil Íslandssögunnar þegar Íslendingum var gert erfitt fyrir að dansa, og tala sumir um dansbann. Í þessum þætti spjallar hún við þjóðfræðingin Atla Frey Hjaltason og spyr ?Af hverju bönnuðu kirkjan og yfirvöld Íslendingum að dansa??
En við byrjum í leikhúsinu í dag. Nína Hjálmarsdóttir fór í Borgarleikhúsið og sá sýninguna Tu jest za drogo, eða Úff hvað allt er dýrt hérna.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
3/3/2022 • 55 minutes
Sundmenning, samtímatónlist, kulnunarkynslóðin og loftslagsmál
Eru okkar mikilvægustu almannagæði falin í heita vatninu? er spurt á sýningunni SUND sem opnuð var í Hönnunarsafni Íslands í byrjun febrúar. Sýningarstjórar eru Brynhildur Pálsdóttir hönnuður og Valdimar Tr. Hafstein prófessor í þjóðfræði. Víðsjá leit inn á sýninguna á opnunardaginn og ræddi þar við Brynhildi um það sem snýr að hönnun sundlauga en við þar sem Valdimar var í einangrun ákváðum við að hittast síðar og ræða þá hlið sýningarinnar sem snýr að þjóðfræðirannsókninni, en sýningin er unnin í samstarfi þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Við Valdimar hittumst í laugardalslauginni í morgun og ræddum þróun baðmenningar á Íslandi, hugmyndir okkar um hreina líkama, rasisma, félagslegar mælistikur og fleira og fleira.
En svo er það meiri samtímatónlist, sem við vorum að tala um hér í Víðsjá í gær vegna Myrkra músíkdaga sem nú eru hafnir. En það er meira á seyði í samtímatónlistinni. Í kvöld eru forvitnilegir tónleikar hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem Daníel Bjarnason stjórnar flutningi á þremur verkum, eitt þeirra er eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur en annað eftir John Adams og það þriðja er glænýr píanókonsert Daníels sjálfs sem tileinkaður er einleikaranum Víkingi Heiðari Ólafssyni. Um er að ræða pöntun frá SÍ og LA Phil og frumflutt í Disney salnum glæsta í Los Angeles á dögunum. Við rifjum upp hvað gagnrýnadi LA Times hafði um verkið að segja og heyrum brot úr verkinu af aðaæfingu fyrr í dag.
Það er áskorun fyrir kynslóðina mína að horfast í augu við brostin loforð um þægilega framtíð, líkt og það er erfitt fyrir eldri kynslóðir að horfast í augu við að gildi vestrænna þjóðfélaga, gildi okkar, sköpuðu veruleika sem er að valda hruni vistkerfa heimsins. Auðveldara er að ríghalda í gömlu gildin og gömlu draumana? svo segir Birnir Jón Sigurðsson í sínum þriðja pistli um loftslagsmál. Að þessu sinni skoðar Birnir Jón Sigurðsson afstöðu okkar gagnvart loftslagsaðgerðum. Til umfjöllunar er línulegt hagkerfi, velsældarmælikvarðar, veruleiki kulnunarkynslóðarinnar og Monty Python.
3/2/2022 • 55 minutes
Priymaschenko, Myrkir músíkdagar, Harmljóð um hest, ráðskonur
Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar hefst í dag. Hátíðin, sem á sér langa sögu á að veita gott yfirlit yfir það helsta sem er á seyði í íslenskri samtímatónlist í dag. Síðustu ár hefur illa gengið að halda hátíðina, en henni hefur verið frestað í þrígang, það er því gleðilegt að í dag verður rætt við Ásmund Jónsson, listrænan stjórnanda hátíðarinnar.
Í Svavarssafni á Höfn í Hornafirði sýnir Hlynur Pálmason ný ljósmyndaverk á sýningu sem hann kallar Harmljóð um hest. Hlynur hefur hlotið lof og viðurkenningar hérlendis og erlendis fyrir kvikmyndir sínar: Vetrarbræður og Hvítur, hvítur dagur. En Hlynur vinnur auk þess með ljósmyndun sem miðil til að skapa. Við hringjum í Svavarssafn í þætti dagsins og heyrum í Hlyni og sýningarstjóranum, Ástríði Magnúsdóttur
Sagnfræðingurinn Dalrún Kaldakvísl heldur áfram að fjalla um konur fyrri alda. Og í dag fjallar hún um ráðskonur sem störfuðu utan heimila. Þar komu meðal annars við sögu selráðskonur, verbúðaráðskonur og vegavinnuráðskonur.
En við byrjum þáttinn á fréttum frá Úkraínu. Í gær bárust okkur fregnir af alþýðulistasafni í Ivankiv, þorpi á milli Tjernobyl og höfuðborgarinnar, Kyiv. Rússneski herinn kveikti í safninu og meðal þess sem þar brann til kaldra kola var safn verka eftir Mariu Prymachenko, sem er ein dáðasta listakona Úkraínu.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
3/1/2022 • 53 minutes, 52 seconds
Íslenskir gripir í Bretlandi, Spouge tónlist, sýning í Vín, Ég hleyp
Áhugi erlendra ferðamanna á Íslandi ágerðist mikið á 18. og 19. öld þegar leiðangrar komu til landsins, ekki síst frá Bretlandi, til þess að kanna sögu þess og náttúru. Dagbækur voru skrifaðar þar sem m.a. kemur fram að leiðangursmenn höfðu heim með sér gripi sem þeir keyptu af heimamönnum. Þó nokkuð magn íslenskra gripa var flutt úr landi á þessum tíma, sumir hafa ratað heim aftur en aðrir ekki. Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur, mun fjalla um íslenska gripi í söfnum í Bretlandi á fyrirlestri í ÞJóðminjasafninu á morgun, en hún hefur í mörg ár unnið aðverkefni sem hefur það markmið að hafa uppá, og skrá muni af íslenskum uppruna sem hafa lent á söfnum í Bretlandseyjum. Við ræðum við Guðrúnu í þætti dagsins.
Við segjum ykkur líka frá uppruna og afdrifum svokallaðrar Spouge tónlistar frá Barbados. Þar var stofnað lýðveldi í fyrra, en eyjan er fyrrum nýlenda Breta og þar búa eitthvað um 300 þúsund manns á 440 ferkílómetrum. Við segjum frá tónlistarmanninum Jacky Opel í þættinum.
Við heyrum í ungum listamanni sem býr og sýnir um þessar mundir í Austurríki. Hallgrímur Árnason lærði upphaflega vöruhönnun en í útgöngubanninnu sem reið yfir Evrópu fór hann að fikra sig áfram í tvívíðri abstraktlist með góðum árangri og er þetta hans fyrsta myndlistarsýning.
Og við heyrum hvað öðrum af tveimur leiklistarrýnum okkar hér í Víðsjá, Evu Halldóru Guðmundsdóttur, fannst um verkið Ég hleyp, sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu um liðna helgi.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
2/28/2022 • 55 minutes
Dansljóð í Smáralind, rauðar varir, Voice of America, Hversdagssafnið
Dagar ljóðsins er heilmikil ljóðlistahátíð sem nú fer fram í Kópavogi. Hún hófst um síðustu helgi í með afhendingu Ljóðstafs Jóns úr Vör og heldur áfram til næsta laugardags. Meðal þess sem er á dagskrá er flutningur á dansverki í Smáralind, en Saga Sigurðardóttir, dansari og danshöfundur, ásamt danshópnum FORWARD mun flytja verkið The Mall, á laugardag. Við förum í Smáralindina í þætti dagsins.
Við rifjum líka upp upphaf áttatíu ára gamallar útvarpsstöðvar, sem enn er á lífi, en er reyndar meira en útvarpsstöð í dag. 79 dögum eftir að Bandaríkin drógust inn í seinni heimsstyrjöldina með árásinni á Perluhöfn hófust útsendingar Voice of America til Þýskalands þar sem átti, með áherslu á sannleikann og bandarísk gildi, að hafa áhrif á samtöðuna hjá óvinaþjóðinni. Síðar blandaðist Voice of America inn í dagskrárgerð þessarar stofnunar, Ríkisútvarpsins, á meðan bandarískt herlið var í landinu.
Að gefnu tilefni ætlum við að fjalla um rauðar varir. Á miðnætti verður öllum samkomutakmörkunum aflétt og nú er ekki lengur skylda að nota andlitsgrímur. Þetta þýðir auðvitað margt, og meðal þess er sú staðreynd að við getum aftur farið að mála á okkur varirnar. Varalitir hafa verið læstir ofan í skúffu síðan grímur yfirtóku líf okkar, en ekki lengur, nú getum tekið varalitina fram á ný. Við förum yfir sögu varalitsins í þætti dagsins.
Og við fáum sendingu frá Spæjarastofu Hversdagssafnsins í dag, en að þessu sinni fjallar þær Björg Sveinbjörnsdóttir, Vaida Bra?i?nait? og Anna Sigríður Ólafsdóttir á spæjarastofunni, um svokölluð þröskuldarrými. Rými sem þjóna þeim tilgangi að færa mann frá einum stað á annan. Og þær ætla að skoða andlegu þröskuldarrými í hversdeginum. Biðstofu hugans: sem getur t.d. verið bið eftir barni, bið eftir áfanga, bið eftir nýju hlutverki og biðin sem margir kannast við um þessar mundir: biðin eftir Covid.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
Fölleitir þingmenn, hæstaréttardómarar, namibískir stjórnmálamenn og skuttogarar eru meðal þess sem finna má á sýningu Birgis Snæbjörns Birgissonar sem opnuð verður í Listasafni Íslands á laugardag. Sýningin heitir Í hálfum hljóðum / Careless Whispers og á henni er að finna málverk eftir Birgi Snæbjörn Birgisson sem unnin eru á árunum 2015?2022. Birgir hvíslar í sínum fölu verkum eins og oft áður, en skilaboð margra verkanna eru rammpólitísk og tala beint inn í okkar samtíma. Við röbbum við Birgi Snæbjörn í þætti dagsins.
Taming the Garden, eða Beisluð náttúra, er ný heimildamynd eftir georgíska leikstjórann Salomé Jashi. Myndin ferðast þessa dagana um hátiðir en einnig er hægt er að sjá hana á streymistveitunni MUBI. Heimildamyndin segir frá um aldagömlum trjám sem ferðast siglandi um Svarta hafið og vilja og getu ríkasta manns Georgíu til að gera allt sem honum dettur í hug. Bidzina Ivanishvili er fyrrverandi forsætisráðherra Georgíu og einn af mörgum sem auðgaðist gífurlega þegar Sovétríkin féllu. Honum datt í hug að gera skrúðgarð með aldagömlum trjám og hiemildamyndin Taming the Garden fjallar um þessa hugdettu og þýðingu hennar.
Birnir Jón Sigurðsson heldur áfram pistlaröð sinni um loftslagsbreytingar út frá stærra samhengi heldur en það samhengi úrlausna og hindrana sem þær birtast oftast í. Að þessu sinni mun Birnir fjalla um jarðefnaeldsneytisfyrirtækið Beyond Petroleum og kolefnissporsherferð þess, en árið 2005 hóf breska olíusamsteypan BP oil markaðsherferð þar sem svokallað kolefnisfótspor var kynnt til leiks. Markaðsherferðin sló í gegn en varð til þess að einstaklingurinn hefur axlað ábyrgðina af loftslagsbreytingum á meðan valdhafar og ábyrgðaraðilar firra sig henni.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
2/23/2022 • 55 minutes
Ég hleyp, þróun atvinnu, Gunnar Kvaran
Við heimsækjum í dag Gunnar Kvaran sellóleikara sem vitanlega er einn þekktasti sellóleikari landsins, fæddur á lýðveldisárinu, og margreyndur við flutning og kennslu sígildrar tónlistar. Undir lok síðasta árs kom út bókin Tjáning, sem er fyrsta bók Gunnars og geymir hugleiðingar hans um tónlist, trú og tilveruna auk nokkurra ljóða. Við heimsækjum Gunnar Kvaran í þætti dagsins.
Í leikverkinu Ég hleyp, sem frumsýnt verður um næstu helgi í Borgarleikhúsinu, er leitast við að svara við því hvernig við getum lifað áfram eftir barnsmissi.
Maður á ónefndum stað byrjar að hlaupa eftir þá óbærilegu lífsreynslu, og hann hættir ekki að hlaupa því á hlaupunum hefur hann einhverja stórn, verður frjálsari og léttari. Í þessum einleik tekst leikarinn ekki aðeins á við krefjandi umjföllunarefni, heldur einnig krefjandi aðstæður á sviðinu því leikarinn er allan tímann á hlaupum í verkinu, á hlaupabretti. Það er Gísli Örn Garðarsson sem tekst á við verkið, sem hann segir að sé fyrst og fremst óður til líkamans og getu okkur til að lifa af, óður til lífsins.
Og svo er það vinnan og þróun hennar. Í pistli sínum í dag fer Snorri Rafn Hallsson með okkur til Vínarborgar og víðar þar sem við kynnumst Skáktyrkjanum, örvinnu og manninum í vélinni.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
Í gallerí Port sýnir Hildur Ása Henrýsdóttir skúlptúr, olíuverk og vatnslitaverk á sýningu sem hún kallar Marga hildi háð. Á sýningunni er að finna sjálfsævisöguleg verk þar sem listakonan veltir fyrir sér áhrifum áfalla, vonlausra stefnumóta og pressu neyslusamfélagsins á sjálfmyndina. Líkamar togna og bogna og leysast upp í verkum Hildar, kannski sem viðbragð við kerfum sem gera lífið flóknara en það þyrfti að vera. Meira um verk Hildar hér undir lok þáttar.
Við hittum líka í þættinum Friðrik Friðriksson sem er framkvæmdastjóri nýrrar Sviðslistamiðstöðvar Íslands sem stofnsett var í fyrra, en í um það bil áratug hefur verið kallað eftir stofnun hennar. Sviðslistamiðstöð er ætlað að starfa að vexti og viðgangi íslenskra sviðslista innanlands og utan, skapa tengsl, áhuga og umræðu um sviðslistir.
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir lagði leið sína í Hafnarfjörðinn að skoða sýningu Hallgerðar Hallgrímsdóttur, ?Fáeinar vangaveltur um ljósmyndun ? III. hluti?, sem nú stendur yfir í Hafnarborg. Sýningin er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands og býður áhorfendum upp í athyglisverðan könnunarleiðangur um ljósmyndamiðilinn.
Og annar af tveimur leikhúsrýnum okkar hér í Víðsjá, Eva Halldóra Guðmundsdóttir, brá sér norður í Vetrarfríinu og skellti sér að sjálfsögðu á frumsýningu á uppfærslu Leikfélags Akureyrar á Skugga-Sveini.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
2/21/2022 • 55 minutes
Hildigunnur Birgisdóttir, bíótek, dansbann
Hildigunnur Birgisdóttir opnar sýninguna Friður í i8 gallerí í dag. Á sýningunni er að finna ný verk eftir Hildigunni, skúlptúra, innsetningu og prentverk, sett saman úr hlutum sem við fyrstu sýn viðrast fábrotnir og hversdagslegir en sem verða stórbrotnir og íbyggnir í meðförum Hildigunnar. Ég hitti Hildigunni í morgun þar sem hún var að leggja lokahönd á sýninguna. VIð ræddum derhúfur, sannleika, fegurð, lauk í netasokkabuxum og aðra hluti, hluti sem varpa ljósi á það hversu falleg en líka kannski uggvænleg mennskan getur verið.
Við kynnum okkur líka nýtt verkefni Bíó Paradísar og Kvikmyndasafns Íslands. Það heitir bíótek, en fram á vor á að sýna á fyrsta sunnudegi í hverjum mánuði sérvaldar íslenskrar og norrænar kvikmyndir í bíóinu góða við Hverfisgötu en vegna samkomutakmarkanna að undnaförnu verður fyrsta slíka bíótekið núna á sunnudag, á þriðja slíkum í mánuðinum. Estar Bíbi Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri hjá Kvikmyndasafninu segir okkur frá eftir stutta stund.
Selma Reynisdóttir, er dansari og danshöfundur sem býr og starfar um þessar mundir í Helsinki. Selma hefur undanfarið verið að rannsaka það tímabil Íslandssögunnar þegar landsmönnum var bannað að dansa. Bannið var sett á af kirkjunni um siðaskiptin og ætlar Selma að skoða í nokkrum pistlum hér í Víðsjá, hvaða áhrif bannið hafði á íslenskt samfélag.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
2/17/2022 • 52 minutes, 24 seconds
Borgaraleg þáttaka, millilending, loftslagsbreytingar og ad infinitum
Hvar áttir þú síðast í óvæntu samtali við manneskju sem þú hittir fyrir einskæra tilviljun? Hefur þú gaman af slíkum samtölum? Ef svo er þá ættir þú að skella þér í Borgarbókasafnið í Grófinni, setjast niður við borðstofuborð sem þar hefur verið komið fyrir, og ræða við myndlistarkonuna Guðnýju Söru Birgisdóttur. Guðný Sara hefur verið valin til að taka þátt í Stofunni þennan mánuðinn, en stofan er tímabundið og tilraunakennt samfélagsrými þar sem velt er upp spurningum um hlutverk og tilgang safnsins. Við förum í Grófina í þætti dagsins og fáum okkur sæti í stofunni með Guðný Söru og Dögg Sigmanrsdóttur, vekrefnastjóra borgaralegrar þátttöku hjá Borgarbóksafninu.
Við rifjum upp millilendingu í þætti dagsins. Eftir þátttöku sína á friðarráðstefnu á Waldorf Astoria hótelinu fræga í New York, millilenti sovéska tónskáldið Dimitri Shostakovich á Keflavíkurflugvelli í byrjun apríl árið 1949. Við rifjum upp sérstætt viðtal sem tekið var við tónskáldið á vellinum, tilefnið er flutningur á níundu sinfóníu tónskáldsins á tónleikum sinfóníuhljómsveitar Íslands annað kvöld, en tónleikahald sveitarinnar er hægt og rólega að leita í eðlilegan farveg.
Leikskáldið Birnir Jón Sigurðsson sendir okkur pistil í þætti dagsins frá Helsinki þar sem hann er staddur. Næstu vikurnar ætlar Birnir Jón að fjalla í nokkrum pistlum um loftslagsbreytingar og þá jafnvel út frá nokkuð stærra samhengi en því samhengi úrlausna og hindrana sem þær birtast oftast í. Og Birnir byrjar þessar hugleiðingar sínar á nokkuð stórum skala enda hafa loftslagsbreytingar meiri áhrif og afleiðingar í samhengi jarðarinnar en nokkuð annað sem mannkyn hefur reynt, þó þær gerist nú á ótrúlega skömmum tíma út frá jarðsögulegu samhengi. Hann spyr: getum við sem einstaklingar náð utan um loftslagsbreytingar? Og þurfum við þess?
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir sjónmenningar-rýnir Víðsjár skoðaði sýninguna Ad Infinitum, sem nú stendur yfir í Gerðarsafni og er hluti af Ljósmyndahátíð í Reykjavík. Gúmmíteygjur, fimmblaðasmári og seiðandi hljóðskúlptur vöktu forvitni Ólafar, sem segir frá upplifun sinni í safninu.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
2/16/2022 • 55 minutes
Veðurskeyti frá Ásgarði, tengsl kvenna við hafið, Carmen Herrera
Við flettum í Viðsjá glænýrri bók sem kemur bara út í dag. Hún heitir Veðurskeyti frá Ásgarði og er eins konar ferðahandbók um söngverk Atla Ingólfssonar tónskálds sem heitir Elsku Borga mín og frumflutt var árið 2009. Upp úr því hefur líka sprottið myndbandsverk sem Jeannette Castioni gerði við það. Verkin byggjast á sendibréfum sem Lilja Magnúsdóttir, bóndakona í Ásgarði í Dölum, skrifaði dóttur sinni um miðja 20. öldina. Saman mynda listaverkin tvö sérstakan og oft nokkuð framandlegan heim og því varð úr að safna saman ýmsum hugleiðingum fyrir þá sem vilja dvelja þar um stund. Atli Ingólfsson verður gestur þáttarins í dag.
Myndlistarkonana Carmen Herrera féll frá um liðna helgi. Herrera fæddist í Havana en bjó mest alla sína ævi í New York. Hún er þekkt fyrir geómetrískar abstraksjónir sínar en það sem vekur kannski mesta athygli við feril hennar er að hún seldi sitt fyrsta verk á níræðisaldri. Og það má segja að hún hafi verið á hátindi ferils síns þegar hún lést síðastliðinn sunnudag, 106 ára gömul. Við kynnum okkur ævi hennar í þætti dagsins.
Og sagnfræðingurinn Dalrún Kaldavísl fjallar í pistli sínum í dag um samband íslenskra kvenna og hafsins fyrr á öldum, en tengsl kvenna við hafið fyrr á öldum eru oft fjölbreyttari en mann kann að gruna í fyrstu.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
2/15/2022 • 53 minutes, 12 seconds
Textíll, Blóðuga kanínan, Cabarett
Við rifjum upp kvikmynd sem er fímmtíu ára um þessar mundir, kvikmyndina Cabarett frá 1972, sem á kannski ágætlega vel við núna þrátt fyrir að gerast í Berlín á millistríðsárunum. Myndin hlaut 8 óskarsverðlaun á sínum tíma, en var samt ekki valin besta myndin það ár.
Við lítum inn í Þjóðminjasafnið og hittum þar fyrir Steinunni Kristjánsdóttur, fornleifafræðing, en hún flytur fyrirlestur í safninu á morgun, þar sem hún segir frá vangaveltum sínum varðandi textílgerð á miðöldum og rannsóknum á þeim klæðum sem enn eru varðveitt. Margt hefur komið Steinunni á óvart í þessu grúski, meðal annars það, að svo virðist sem heilmikil framleiðsla á textíl hafi farið fram hér á landi, en að áhugi og rannsóknir á efninu hafi alltaf lotið í lægra haldi fyrir handritunum.
Blóðuga kanínan var frumsýnd í Tjarnarbíó um helgina. Um er að ræða verk eftir Elísabetu Jökulsdóttur sem er nú á fjölunum í fyrsta sinn. Nína Hjálmarsdóttir fjallar um verkið í þætti dagsins.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
2/14/2022 • 55 minutes
Áferð unglingsáranna, stefnumót við sjálfið, kvenleiki, danska
Við heimsækjum Nýlistasafnið í þætti dagsins en þar sýnir Ásdís Sif Gunnarsdóttir Stefnumót við sjálfið. Vídeóverk, ljósmyndir og gjörningar, augnablik frá litríkum ferli Ásdísar Sifjar fléttast þar saman í eina heild.
Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing í Þjóðarbókhlöðu þar ungir sagnfræðingar kynna nýjar rannsóknir í sagnfræði á sögu Íslands á átjándu og nítjándu öld.
Meðal þeirra sem taka tli máls eru þær Ása Ester Sigurðardóttir, en erindi hennar kallast Út fyrir mörk kvenleikans á nítjándu öld, og Kristjana Vigdís Ingvadóttir, sem mun fjalla um notkun dönsku og erlend áhrif á íslensku. Þær verða gestir í þætti dagsins.
Við fáum líka sendingu frá Ísafirði, frá Hversdagssafninu þar í bæ sem rannsakar það hversdagslega og venjulega, kemur auga á skáldskapinn sem birtist þegar enginn er að fylgjast með. Safnstýrur Hversdagssafnsins, þær Björg Sveinbjörnsdóttir og Vaida Bra?i?nait?, hafa stofnað Spæjarastofu Hversdagssafnsins ásamt Önnu Sigríði Ólafsdóttur. Og í dag rannsakar Spæjarastofan tilfinningu táningsáranna með aðstoð bæjarbúa á Ísafirði. Viðmælendur þeirra eru Svanhildur Þórðardóttir, Svavar Þór Guðmundsson og Jóna Sigríður Írisardóttir.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
2/10/2022 • 55 minutes
Blóðuga kanínan, jazz, Hvíla sprungur
Fimbulvetur í samstarfi við Murmur frumsýna næstkomandi föstudag Blóðugu kanínuna, súrrealíska kómedíu eftir Elísabetu Jökulsdóttur. Verkið fjallar um áföll og afleiðingar þeirra, það er skrifað innan úr áfalli, af konu sem reynir að skilja sín eigin áföll og afleiðingar þeirra. Þetta er "ljóðrænn og kærleiksríkur bjartsýnistexti um viðbjóð", sagði Þóra Karítas Árnadóttir leikkona í morgun, þegar Víðsjá hitti þau Guðmund Inga Þorvaldsson í Tjarnarbíói.
Í kvöld hefur djassklúbburinn Múlinn vordagskrá sína í Hörpu. Tónleikahald hjá þeim ágæta klúbbi fer fram í Flóa á jarðhæð tónlistarhússins okkar. Fyrstu tónleikar í kvöld eru tileinkaðir tveimur merkum tónlistarmönnum klarinettuleikaranum Benny Goodman og samverkamanni hans, gítarleikaranum Charlie Christian. Við heyrum í Hauki Gröndal klarinettuleikara í þætti dagsins.
Og sviðslistarýnir þáttarins, Nína Hjálmarssdóttir, segir okkur skoðun sína á nýju íslensku dansverki. Hvíla sprungur eftir Ingu Maren Rúnarsdóttur, flutt í samstarfi við Íslenska dansflokkinn.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
Líkt og við fjölluðum um hér í síðustu viku, þá fer nú fram yfirgripsmikil sýning á ævistarfi Birgis Andréssonar á KJarvalstöðum. Sýningin tekur yfir stærstan hluta safnsins en í einum salnum er að finna sýningu á verkum Kjarvals sem á í einskonar samtali við verk Birgis. Kjarval í íslenskum litum kallast sýningin en á henni er leitast við að kanna hvernig Kjarval notaði og hugsaði liti. Við lítum inn á Kjarvalstaði og ræðum þar við Eddu Halldórsdóttur, sýningarstjóra hjá Listasafni Reykjavíkur.
Og Snorri Rafn Hallsson heldur áfram að fjalla um vinnu og vinnustaðamenningu í pistlaröð sinni. Að þessu sinni fjallar Snorri um sögu skrifstofunnar, hvernig múrar eru reistir og brotnir niður, og hvað ræður för við hönnun vinnurýma.
97 ára gamall píanisti, Ruth Slenczynska, er nú að fara að gefa út nýja plötu hjá útgáfu fyrirtækninu Decca. Ruth var barnastjarna fyrir 9 áratugum, átti erfiða æsku en er enn að. Við heyrum af henni og annarri tónlistarkonu, franska naumhyggju tónskáldinu Éliane Radigue, sem stendur á níræðu.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
2/8/2022 • 55 minutes
Ein komst undan, Bærinn brennur, George Crumb, Listasafn Árnesinga
Í Listasafni Árnesinga í Hveragerði var opnuð stór sýning um liðna helgi, þar sem fjórir listamenn sýna í fjórum sölum hússins, þau Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Magnús Helgason, Þórdís Helga Zoega og Lóa Hjálmtýsdóttir. Sýningar þessa fjögurra listamanna eru ólíkar, en eiga það þó sameiginlegt að fjalla á einhvern hátt um yfirborðið, sem er ekki alltaf það sem það sýnist. Sýningarnar eiga það líka sameiginlegt að vera litríkar og fullar af leikgleði. Við ræðum við listamenninga og Erin Honeycutt sýningarstjóra í þætti dagsins.
Við fjöllum líka um bandaríska tónskáldið George Crumb sem var eitt þekktasta tónskáld Bandaríkjanna á síðari hluta 20. aldar. Crumb var frumkvöðull í því að stækka notkunarmöguleika hefðbundinna hljóðfæra og leit svo á að að lokum myndi öll tónlist veraldar renna saman í einn straum. George Crumb lést í hárri elli í gær, við segjum frá honum í þætti dagsins.
Gréta Sigríður Einarsdóttir fjallar um Bærinn brennur, eftir Þórunni Jörlu Valdimarsdóttur og Eva Halldóra Guðmundsdóttir fjallar um leiksýninguna Ein komst undan, sem frumsýnd var í Borgarleikhúsinu um liðna helgi.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
2/7/2022 • 55 minutes
Birgir Andrésson: Eins langt og augað eygir
Eins langt og augað eygir kallast umfangsmikil yfirlitssýning á verkum Birgis Andréssonar sem tekur yfir nær alla Kjarvalstaði. Birgir var leiðandi afl í myndlistarsenu Reykjavíkur í áratugi og skapar stóran sess í listasögu Íslands, en hann lést langt fyrir aldur fram, árið 2007. Birgir hélt fjölda sýninga hérlendis og erlendis á litríkum ferli sínum og var valinn til að taka þátt í Feneyjatvíæringnum árið 1995 fyrir hönd Íslands. Í Víðsjá dagsins verður rætt við aðstandendur yfirlitssýningarinnar; sýningarstjórann Robert Hobbs, hönnuðinn Ásmund Hrafn Sturluson, Aldísi Snorradóttur verkefnastjóra sýninga hjá Listasafni Reykjavíkur og Börk Arnarsson eiganda i8 gallerí. Þar að auki verða viðtöl við Birgi sjálfan sótt í safn Ríkisútvarpsins.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
2/3/2022 • 53 minutes, 53 seconds
Hvíla sprungur, Á asklimum ernir sitja, Kristín Gunnlaugsdóttir
Á föstudag frumsýnir Inga Maren Rúnarsdóttir í samstarfi við Íslenska dansflokkinn verkið Hvíla sprungur í Borgarleikhúsinu. Í verkinu dansa fjórir dansarar í sviðsmynd sem unnin er af Júlíönnu Láru Steingrímsdóttur upp úr stærðarinnar ljósmyndum eftir RAX. Höfundurinn lýsir verkinu sem mjög persónulegu en hún semur það í samstarfi við dansarana á eigin lífsreynslu. Við heyrum af verkinu og vinnuaðferðum höfundar hér undir lok þáttar.
Við förum líka í bíltúr með Kristínu Gunnlaugsdóttur myndlistarkonu. Hún sýnir neon-abstrakt málverk í myrkvuðu Y-galeríi í Hamraborg í Kópavogi og sú sýning er reyndar líka spegluð niður í glugga í húsi við Hverfisgötu í Reykjavík.
Og Gauti Kristmannsson segir sína skoðun á ljóðabók sem kom út í desember, Á asklimum ernir sitja, eftir Matthías Johannessen.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
2/2/2022 • 55 minutes
Sund, i8 í Marshall-húsi, konur og náttúruvernd
Við höldum í Marshall húsið vestur á Granda en þar hafa nokkrar breytingar orðið. Við heimsækjum sýningarsal i8 og ræðum við Börk Arnarson eiganda i8, en í þessu sýningarrými er nú komin upp sýning á verkum pólsku listakonunnar Aliciu Kwade, sem i8 á orðið langt og gott samstarf við.
Dalrún Kaldakvísl sagnfræðingur heldur áfram að fjalla um konur og náttúruvernd. Í dag segir Dalrún okkur frá frelsi kvenna á heiðum og öræfum fyrr á tíð, út frá svipmyndum úr lífi tveggja kvenna sem bjuggu þar stóran hluta ævi sinnar.
Í dag opnar sýningin SUND í Hönnunarsafni Íslands. Það má með sanni segja að sundlaugarmenning okkar sé einstök og að henni koma mörg svið hönnunar. Arkitektúr, grafísk hönnun, vöruhönnun, fatahönnun og upplifunarhönnun eru brot af þeirri menningu sem skapar sundið en laugarnar eru ekki síst ein stór samfélagshönnun. Á bak við sýninguna standa Brynhildur Pálsdóttir hönnuður og Valdimar Tr. Hafstein prófessor í þjóðfræði en við uppsetningu sýningarinnar er stuðst við rannsóknir hóps þjóðfræðinga við HÍ sem varpa skýru og skemmtilegu ljósi á sundmenningu okkar.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
2/1/2022 • 55 minutes
Snertitaug, Það sem er, Blái drengurinn, börn í málverkum
Víðsjá lítur inn í D-sal Listasafns Reykjavíkur þar sem Ásgerður Birna Björnsdóttir opnaði nýverið sýninguna Snertitaug. Ásgerður Birna býr og starfar í HOllandi en hefur sterka tengingu við íslensku myndlistarsenuna, hefur tekið þátt í samsýningum og rekstri á sýningarrýmum, en þetta er hennar fyrsta einkasýning hér á landi. Á sýningunni er Ásgerður Birna að velta fyrir sér sambandi náttúru og tækni og notar til þess meðal annars sólarrafhlöður, kartöflur, valhnetur og rafmagnssnúrur.
Eva Halldóra Guðmundsdóttir, nýr leikhúsrýnir Viðsjár, fjallar um Það sem er eftir Peter Asmussen í Tjarnarbíói, einleik í flutningi Maríu Ellingsen.
Og við heyrum af málverki sem á sér ansi merkilega sögu, Blá drengnum, eftir breska málarann Thomas Gainsborough. Málverkið er nú komið heim til Bretlands í stutt stopp eftir hundrað ár í Kaliforníu þar sem blái drengurinn býr, en hann varð að merkilegu tákni í réttindabaráttu samkynhneigðra.
En við byrjum þáttinn í dag á að láta hugann reika á heitari slóðir, og inn í hvíta villu sem hefur að geyma forvitnilegt safn málverka af börnum.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
1/31/2022 • 53 minutes, 32 seconds
Löng helgi, Listasafnið á Akureyri, Spæjarastofa Hverdagsins og KAWS
Í Víðsjá dagsins verður meðal annars rætt við listamennina Harald Jónsson og Ástu Fanneyju Sigurðardóttur um ?Langa helgi? sem er heiti á samsýningu myndlistarmanna sem framundan er á Hótel Hafnarfjalli við Borgarnes. Víðsjá fær jafnframt sendingu frá spæjarastofu Hversdagssafnsins sem starfrækt er á Ísafirði en þaðan berst hlustendum lítil rannsókn á áhrifum skuggans á manneskjuna. Og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fjallar í sjónmenningar-rýni sinni um sýningahald í Listasafninu á Akureyri þessa dagana. Og myndlistarsýning inn í tölvuleik kemur við sögu.
1/27/2022 • 55 minutes
Fleur Jeaggy, bókmenntaræður og Guðbergur um Málfríði
Rætt við Brynju Cortez Andrésdóttur Sælureit agans eftir svissneska rithöfundinn Fleur Jeaggy.
Hlustendur heyra ræður verðlaunahafa á íslensku bókmenntaverðlaunum sem afhent voru á Bessastöðum í gærkvöld.
Hlustendur heyra jafnfram brot úr þætti þætti Guðbergs Bergssonar um Málfríði Einarsdóttur sem hét "Í þessu herbergi hefur búið doktor" og var sendur út árið 1989 en nú er skáldsaga Málfríðar, Samanstaður í tilverunni, kvöldsaga sem hlustendur geta notið á síðkvöldum á Rás 1.
Umsjón: Guðni Tómasson
1/26/2022 • 55 minutes
Straumnes, leikhús framleiðninnar og vegsömun stríðsins
Í Víðsjá dagsins verður m.a. haldið í Þjóðminjasafn Íslands við Suðurgötu þar sem Marinó Thorlacius sýnir ljósmyndir sínar á sýningu sem hann kallar Straumnes. Snorri Rafn Hallsson, pistlahöfundur í Vín heldur áfram að fjalla um vinnu. Í dag býður Snorri Rafn hlustendum á sýningu í leikhúsi framleiðninnar, sýningu sem við tökum öll þátt í með einum eða öðrum hætti. Og að gefnu tilefni verður í þætti dagsins fjallað um verk rússneska listmálarans Vasilys Vereshchagin.
Umsjón: Guðni Tómasson
1/25/2022 • 55 minutes
Sviðsett augnablík, Valgerður biskupsfrú og innviðir hugans
Í Víðsjá dagsins verður haldið í heimsókn í Listasafn Íslands en sýningin Sviðsett augnablik var opnuð þar um síðustu helgi. Sýningin hefur að geyma verk úr safneign safnsins þar sem ljósmyndin er notuð við listsköpun og er hluti Ljósmyndahátíðar Íslands sem nú stendur yfir. Víðsjá ræðir við sýningarstjórann Vigdísi Rún Jónsdóttur um sýninguna. Í þættinum verður jafnframt hugað að Valgerði Jónsdóttur biskupsfrú en sýning um lífshlaup hennar er nú uppi í Þjóðarbókhlöðu vegna þess að í fyrra voru 250 ár eru liðin frá fæðingu þessarar merku konu. Og í Víðsjá hljómar líka pistill frá Birni Jóni Sigurðssyni, leikhúsmanni, sem hann kallar innviðir hugans.
Umsjón: Guðni Tómasson.
1/24/2022 • 55 minutes
Seigla, Harpa, Ljósmynd
Víðsjá heimsækir Hafnarborg í dag og ræðir við Hallgerði Hallgrímsdóttur sem þar er að setja upp ljósmyndasýningu sem tekst á við ljósmyndamiðilinn sjálfan og tæknilegar og fagurfræðilegar hliðar hans. Sýninguna kallar Hallgerður Fáeinar vangaveltur um ljósmyndun ? III. Hluti
Væntanlegt barnarými á jarðhæð Hörpu gefur börnum tækifæri til að upplifa tónlist á margvíslegan hátt. Kyrrð og mýkt í bland við leyndardóma og uppgötvanir einkenna rýmið. Skynjun mannseyrans á hljóðum og tónar náttúrunnar er meðal þess sem gestir fá að kynnast í þessu notalega rými. Hönnunarteymið Þykjó stendur að verkefninu og leyfði Víðsjá að taka stöðuna á ferlinu. Einn starfsmanna Hörpu, Melkorka Ólafsdóttir, og Sigríður Sunna Reynisdóttir, verða fyrir svörum.
Og Víðsjá hittir líka Gjörningaklúbbinn, en hann skipa myndlistarkonurnar Jóní Jónsdóttir og Eirún Sigurðardóttir. Við hittum þær stöllur í versluninni Norr á Hverfisgötu, en þar sýna þær feminísk verk á sýningu sem heitir Seigla.
Umsjón: Guðni Tómasson
1/20/2022 • 55 minutes
Strandir, Einar Falur Ingólfsson og Hótel Borg.
Í Víðsjá dagsins verður rætt við Einar Fal Ingólfsson ljósmyndara um sýningu hans Um tíma ? dagbók 20 mánaða sem nú er hægt að skoða í Berg Contemporary galleríinu við Klapparstíg.
Tveir prófessorar við Háskóla Íslands, þau Gunnar Þór Jóhannesson og Katrín Anna Lund segja frá ritinu Áfangastaðir ? í stuttu máli sem nýlega kom út og fjallar um uppbyggingu ferðamannastaða og tengsl náttúru og menningar, ekki síst á Ströndum. Víðsjá ferðast líka í huganum aftur í tímann og lítur inn á Hótel Borg við Austurvöll sem opnað var á þessum degi, 19. Janúar, árið 1930.
Umsjón: Guðni Tómasson og Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.
1/19/2022 • 55 minutes
Fríða og Dýrið, konur og náttúran og Myndlist á Mokka.
Rætt við Sigurborgu Stefánsdóttur myndlistarkonu en hún heldur úti sýningunni 'Hjáleiðir' á því góða og gamalgróna kaffihúsi Mokka á Skólavörðustíg.
Út er komin frá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur ritið Fríða og Dýrið - franskar sögur og ævintýuri fyrri alda. Safnið, þýtt af Ásdísi Rósu Magnúsdóttur, hefur að geyma stuttar sögur sem gefa góða mynd af smásögum og ævintýrum Frakklands frá síðari hluta 12. aldar og fram á 18. öld. Við ræðum við Ásdísi í þættinum.
Fyrir hálfum mánuði hóf sagnfræðingurinn Dalrún Kaldavísl að velta fyrir sér sambandi íslenskra kvenna fyrri alda við náttúruna. Í dag veltir hún upp áhugaverðum hliðum á sambandi íslenskra föru- og einsetu kvenna við blessuð dýrin í gamla bændasamfélaginu.
1/18/2022 • 55 minutes
Santiago Moystyn, Ab-ra-ka-da-bra og Ísak
Í Víðsjá í dag verður rætt við myndlistarmanninn Santiago Mostyn, hann býr og starfar í Stokkhólmi en verk hans má nú sjá á sýningu sem opnuð var í Gerðarsafn um helgina. Santiago fæddist í San Francisco en hefur búið bæði í Afríku og í Karabíahafinu og er innblásin í verkum sínum af menningarstraumum beggja vegna hins svarta Atlantshafs.
Forvitnast verður um nýja vefþætti sem Listasafn Reykjavíkur hefur látið gera en þeir heita Ab-ra-ka-da-bra og fjalla um samtímamyndlist. Fyrsti slíki þátturinn kemur fyrir almenningssjónir á morgun en það er tónlistarmaðurinn og hönnuðurinn KrassaSig sem hefur umsjón með þáttunum sem sérstaklega er hugsaðir fyrir unga fólkið. Við ræðum við Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur verkefnisstjóra þessa verkefnis um þættina en þeir tengjast sýningu í Listasafni Reykjavíkur sem hugsuð er sértaklega fyrir ungt fólk.
Og Gauti Kristmannsson flytur hlustendum Víðsjár einnig bókmenntapistil og fjallar í honum um nýtt smásagnasafn Ísaks Harðarsonar sem kom út fyrir jólin og heitir Sjö nútíma kraftaverkasögur.
1/17/2022 • 55 minutes
Ljósmyndahátíð Íslands
Víðsjá í dag er helguð Ljósmyndahátíð Íslands sem hefst í dag en á næstu vikum verður hægt að sjá forvitnilegar sýningar víða þar sem listræn ljósmyndun er í fyrirrúmi. Forsvarsmenn hátíðarinnar, ljósmyndararnir Pétur Thomsen og Katrín Elvarsdóttir, verða gestir þáttarins en jafnframt verður litið við bæði í Gerðarsafni og Ásmundarsal þar sem uppsetning stendur yfir. Í Gerðarsafni heyra hlustendur í systkinunum Elínu Hansdóttur og Úlfi Hanssyni sem eru að ganga frá nýrri innsetningu á sýningu sem opnuð verður á morgun og heitir Ad Infinitum og í Ásmundarsal verða frændurnir Klængur Gunnarsson og Hrafn Hólfríðarson Jónsson teknir tali um sýninguna Loftþétt sem verður opnuð á laugardag í Ásmundarsal.
Umsjón: Guðni Tómasson
1/13/2022 • 55 minutes
Matarmenning, Moliere, list í greipum kapítalisma, Verði ljós, elskan
Franska leikritaskáldið Moliere á víst afmæli um helgina, 400 ár frá því að þessi mikli leikhúsmaður kom í heiminn í París þar sem hann átti síðar eftir að gera garðinn frægan og sitja í ljóma Loðvíks konungs fjórtánda. Við rifjum kallinn upp í tilefni þessa í þættinum.
Til hnífs og skeiðar er ný bók um íslenska matarmenningu, sem Háskólaútgáfan gaf út á liðnu ári. Í bókinni er að finna ffjölbreyttar greinar um allt frá kornbyltingunni sem olli straumhvörfum í mataræði landsmanna, aðra um áhrif heimsstyrjaldanna tveggja á mataræði og erlend áhrif á íslenska matarmenningu og enn aðra um skyramisú og Brodd Brulee, svo eitthvað sé nefnt. Örn Daníel Jónsson og Brynhildur Ingvarsdóttir eru ritstjórar bókarinnar og Örn verður gestur okkar hér á eftir.
Og Gréta Sigríður Einarsdóttir um Verði ljós, elskan, eftir Soffíu Bjarnadóttur.
En við þáttinn á komandi ári, ofurafli kapitalismans yfir listunum og varnaðarorðum listamanns í þeim efnum.
1/12/2022 • 55 minutes
Rússneskar bókmenntir, bréfalúgur og hugleiðingar um atvinnu í Víðsjá
Mánudagur til mæðu og þriðjudagur til þrautar, en við lok vinnuvikunnar munum við uppskera með lukku og sælu, eða hvað? Snorri Rafn Hallsson, heimspekingur staðsettur í Vínarborg, fjallaði hér í pistlaseríu á haustmánuðum um áhrif tæknivæddrar veraldar á líf okkar. Nú á vormánuðum mun hann taka fyrir fyrirbærið ATVINNU. Hvenær varð þetta hugtak til og hvernig hefur fyrirbærið þróast í gegnum tíðina. Það má segja að í dag sé vinnan ekki aðeins nauðsyn heldur líka umbun í sjálfu sér, miðpunktur lífisins og mögulega sjálfsins. En til hvers erum við að þessu og viljum við hafa þetta svona? Heyrum hugleiðingar Snorra Rafns um vinnu hér á eftir.
Við tökum okkur líka merkilega bók í hönd, hún heitir Sögur Belkíns og er þekkt safn smásagna eftir Alexander Pushkin sem nú er komið út í nýrri íslenskri þýðingu Rebekku Þráinsdóttur. Sögurnar komu út fyrst árið 1831, á látlausan en meitlaðan máta er þar sagt frá einvígum, draugasamkomu, misskilningi í ástum og óvæntum endalokum. Við ræðum við Rebekku um Puskin og sögur Belkíns í síðari hluta víðsjár.
Bréfalúgan, er hún á hverfandi hveli? Hver veit, hún er allavega uppspretta skemmtilegra pælinga sem urðu að lágmyndum í bronsi í höndum listamannsins Baldvins Einarssonar. Við kíkjum niður í bæ.
1/11/2022 • 55 minutes
Stolin list, listaverkagjöf, gjörningur á auglýsingaskiltum
Víðsjá slær á þráðinn í Listasafn Íslands til að forvitnast um vinnu við að taka á móti nýrri glæsilegri listaverkagjöf í safneignina, en tilkynnt var um það á dögunum að verk sem áður voru í eigu hjónanna Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar muni fljótlega bætast við safnið. Hlustendur heyra brot úr gömlum viðtölum við Þorvald sem var alltaf kenndur við fyrirtæki sitt Síld og fisk og Harpa Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Íslands og Dagný Heiðdal varðveislu og skráningarstjóri safnins verða teknar tali.
Fyrir nokkrum dögum var sýndur hér á RÚV fyrsti þáttur af þremur í þáttaröðinni Stolin list. Í þáttunum er fjallað um hverjir eru réttmætir eigendur menningarlegra listmuna, en stór hluti menningararfs margra fyrrum nýlenduþjóða er til sýnis á söfnum fyrrum nýlenduherra. Mörg landanna hafa sóst eftir að endurheimta minjarnar en í flestum tilvikum krefst það áralangrar baráttu, líkt og við þekkjum úr okkar eigin sögu, í tilfelli handritanna. Við ræðum við höfunda þáttann í dag, þá Þorkell S. Harðarson og Örn Marinó Arnarson
Um hátíðarnar þurftum við óvænt að brjóta heilann um það hvers vegna ekki væri verið að mata okkur á auglýsingum á rafrænum auglýsingaskiltum borgarinnar, en skiltin birtu mynstur sem ekkert áttu skylt við neysluvörur. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fjallar um upplifun sína af hinu dularfulla auglýsingahléi fyrstu fimm daga þessa árs, sem kom á daginn að var áhrifaríkur myndlistargjörningur.
1/10/2022 • 53 minutes, 11 seconds
Nýr handhafi viðurkenningar úr Rithöfundasjóði RÚV
Víðsjá dagsins, nú á þrettánda, er með öðru sniði en vanalega. Við heyrum í þættinum hver hlýtur viðurkenningu úr rithöfundasjóði RÚV, ræðum um þann stóra hóp sem hlýtur styrki úr Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins og Stefs á árinu og í þættinum verður kunngert hvert orð ársins 2021 var. Útvarpsstjóri verður gestur þáttarins, ráðherra viðskipta- og menningar ávarpar hlustendur og bæði verður rætt við nýjan handahafa viðurkenningar úr rithöfundasjóði og hann ávarpar hlustendur.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Guðni Tómasson
1/6/2022 • 55 minutes
Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Francesca Woodman og Samastaður í tilverunni
Í Víðsjá dagsins fjöllum við um þrjár listakonur: Málfríði Einarsdóttur, bandaríska ljósmyndarann Francescu Woodman og fjöllum um nýja bók um verk myndlistarkonunnar Jónu Hlífa Halldórsdóttur
Við hugum að ný útkominni bók um myndlist sem heitir Brim Hvít Sýn en þar er fjallað um myndlist Jónu Hlífar Halldórsdóttur, innsetningar og textaverk hennar. Jóna Hlíf hefur verið iðin við myndlist sína á undanförnum árum jafnframt því sem hún hefur brunnið fyrir baráttumálum myndlistarmanna og stýrt Gerðarsafni í Kópavogi um tíma. Auður Aðalsteinsdóttir er ritstjóri þessarar nýju bókar og jafnframt útgefandi hennar undir merkjum Ástríkis, Auður verður gestur Víðsjár undir lok þáttar og ræðir við okkur um Jónu Hlif og verk hennar.
Í gærkvöldi hófst fyrsti lestur á nýrri kvöldsögu hér á Rás1. Um er að ræða Samastað í tilverunni eftir Málfríði EInarsdóttur. Samastaður í tilverunni er fyrsta bók Málfríðar, að stofni til sjálfsævisögulegt verk, og kom út þegar Málfríður var 78 ára. Hún hafði skrifað verkið ártugum fyrr og reynt að fá það útgefið án árangurs þar til árið 1977.
En Víðsjá hefst á umfjöllun um bandaríska ljósmyndarann Francesca Woodman sem lést aðeins 22 ára árið 1981.
1/5/2022 • 55 minutes
Sembaltónlist, sjónvarpsgláp, konur og náttúruvernd
Í dag kynnum við til leiks nýjan pistlahöfund hér í Víðsjá. Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir sagnfræðingur hefur einbeitt sér að því að horfa til baka frá sjónarhorni femínisma og skoðað meðal annars sögu kvenna sem voru á jaðri gamla bændasamfélagsins, förukonur og einsetukonur. Einnig hefur hún skrifað um kynferðisofbeldi gegn vinnukonum og um skyggnar konur sem stunduðu miðilsstörf á uppgangstíma andatrúar á Íslandi. Hér í Víðsjá á næstu vikum mun Dalrún fjalla um viðhorf íslenskra kvenna fyrr á öldum til íslenskrar náttúru. Í pistli dagsins fjallar hún um framlag tveggja fyrri alda kvenna til náttúruverndar á Íslandi og beinir sjónum að aðgerðarsinnunum Sigríði frá Brattholti og Þorbjörgu Sveinsdóttur, sem lögðu mikið í sölurnar til að vernda straumvötn og lífríki þeirra.
Halldór Bjarki Arnarson spilar jöfnum höndum á sembal, orgel, píanó og horn en er þar að auki liðtækur á ýmis konar íslensk þjóðlagahljóðfæri sem liðsmaður í fjölskylduhljómsveitinni Spilmenn Ríkínís. Hann hefur einnig fengist við tónsmíðar - samið raftónlist og hljóðfæratónlist, en í dag stundar Halldór Bjarki framhaldsnám í semballeik í Sviss. Á morgun heldur hann hádegistónleika í Slanum í Kópavogi þar sem hann hyggst kanna þær andstæður sem einkenna sembaltónlist barrokktímans. VIð lítum í heimsókn til Halldórs Bjarka hér á eftir.
Og við hefjum þáttinn á nýárshugleiðingum eftir sófagláp hátíðanna. Við sögu kemur sjónvarpsserían Verbúð og ameríska Netflix myndin Dont look up.
1/4/2022 • 55 minutes
Upplausn
Í Víðsjá dagsins verður rætt við Hrafnkel Sigurðsson myndlistarmann um óvenjulega myndlistarsýningu hans sem heitir Upplausn og er á auglýsingaskiltum víða um borgina. Einnig er gripið niður í ljóðalestur sem fór fram í Gröndalshúsi á nýársdag og einnig gripið niður í efni úr safni RÚV sem tengist áramótum.
Umsjón: Guðni Tómasson
1/3/2022 • 53 minutes, 10 seconds
Menningarárið 2021 - fyrri hluti
Lestin og Víðsjá slá saman í spjall um menninguna árið 2021. Gestir í fyrri hluta þáttarins eru: Einar Falur Ingólfsson, Gunnar Ragnarsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Halla Helgadóttir.
Guðni Tómasson og Kirstján Guðjónsson stýra fyrri hlutanum.
12/30/2021 • 52 minutes, 35 seconds
Nokkrar raddir úr Víðsjá 2021
Í þætti dagsins heyrum við aðeins örfá brot úr Víðsjár árinu 2021, viðtals- og pistlabrot.
Umsjón: Guðni Tómasson
12/29/2021 • 55 minutes
Listval, maginn, Kóperníka og dagskrá Rásar 1
Í Víðsjá í dag verður kíkt inn á jólabasar Listvals í Hörpu og þar rætt við þær Elísabetu Ölmu Svendsen og Helgu Björg Kjerúlf.
Gripið er niður í dagskrá Rásar 1 og hlustendur heyra af Sonju de Zorrila og Guðmundi Páli Ólafssyni í þættinum.
Gauti Kristmannsson bókarýnir segir hlustendum skoðun sína á Kóperníku, nýrri skáldsögu Sölva Björns Sigurðssonar.
Og hlustendur heyra pistil frá Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur. Hún hefur verið með hugann við líkamleika ýmiskonar hér í Víðsjá undanfarnar vikur og mánuði en í dag fjallar hún um magann, sem verður að teljast við hæfi núna rétt fyrir jól.
12/22/2021 • 55 minutes
Ævintýri, Nýir vængir, tækniveröld, jóladagskrá
Ein bókanna sem streyma á markað þessa dagana kallast Ævintýri frá Kóreu og Japan, en hún er gefin út af nýstofnuðu forlagi sem kallast Bókaútgáfan Asía.
Unnur Bjarnadóttir, japönsku-og menningarfærðingur ákvað að stofna forlagið stuttu eftir nám til að færa þennan menningarheim nær Íslendingum. Heyrum af ævintýrum Unnar hér undir lok þáttar.
Snorri Rafn Hallsson, pistlahöfundur í Vín, sendir okkur í dag sinn síðasta pistil um möguleika og ómöguleika tækninnar. Að þessu sinni veltir Snorri Rafn því fyrir sér hvers konar mannsmynd blasir við okkur þegar við speglum okkur í tækninni.
En við hefjum þáttinn í dag með því að huga að nýrri tónlistarútgáfu. Guðni fór í göngutúr og hitti Herdísi Önnu Jónasdóttur í Hólavallakirkjugarði í morgun, en Herdís Anna og Bjarni Frímann Bjarnason voru að gefa út plötu með íslensku sönglögum, Nýir vængir kallast hún.
Og svo endum við þáttinn á að huga að jóladagskrá Rásar1.
12/21/2021 • 55 minutes
Akam, ég og Annika, Skrápur, Skáldleg afbrotafræði, dansbann
Er hægt að gera þoku að heimili? Heldur þú að bylgjur farandsfólks hætti einn daginn? Hver er munurinn á lífi og tilvist? Hefur þú einhvertíman hugsað: ég verð aldrei flóttamaður? þetta eru meðal þeirra spurninga sem velt er upp á sýningunni Skráp sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjanesbæjar. Sýningin fjallar um eitt mest aðkallandi mál samtímans; fólksflutninga og flóttamannastraum. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir kynnti sér hvernig listamennirnir tveir, Ráðhildur Ingadóttir og Igor Anti?, nálgast þetta aðkallandi málefni í list sinni.
Ein af bókunum í jólaflóðinu þetta árið er ungmennabókin Akam, ég og Annika. Þessi fyrsta bók höfundar, Þórunnar Rakelar Gylfadóttur, hefur vakið mikla athygli og verið tilnefnd bæði til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna og ungmennabóka og Fjöruverðlauna í sama flokki. Þetta er fyrsta bók höfundar en hún hefur u márabil starfað sem gagnfræðaskólakennari og þjálfari í frjálsum íþróttum. Heyrum af því hvernig þessi saga braust fram eins og hraunkvika inn í líf Þórunnar og líka af áhyggjum hennar af stöðu bókasafna, sem hún segir vera föst í fátæktarskömm.
Guðni veltir fyrir sér dansbanni og Gréta Sigríður Einarsdóttir fjallar um Skáldlega afbrotafræði eftir Einar Má Guðmundsson
12/20/2021 • 55 minutes
Hrokkar og lokkar, Sérkennilegt fólk, Stórfiskur, Dagur Hjartarson
Berglind María Tómasdóttir tónlistarkona verður gestur Víðsjár í dag, en hún hefur staðið í stórræðum undanfarnar vikur, bæði sent frá sér bók sem heitir Tvísöngur, kvikmynd og tónlist á geisladiski og kasettu. Í heild hverfist verkefnið um tvö hljóðfæri sem Berglind hefur þróað á undanförnum árum sem heita Hrokkur og Lokkur. Berglind segir frá þessari nýsköpun og ræðir einnig tilbúinn og ekta menningararf, ef eitthvað slíkt er þá til.
Út er komið 28. Bindi í sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar, en það kallast Þættir af sérkennilegu fólki. Bókin fjallar um fólk sem var á einhvern hátt hornreka íslensku samfélagi fyrri tíðar. Hvernig þetta fólk náði að lifa af og hvernig það hafði áhrif á samtíma fólk sitt. Í greinum bókarinnar er að finna texta sem tengjast mannlýsingum á eftirlýstu fólki, fátæku fólki, einstaklingum með andlegar eða líkamlegar skerðingar, auk úrskurða og meðferð yfirvalda á jaðarsettu fólki. Sólveig Ólafsdóttir og Atli Þór Kristinsson, tveir greinahöfundanna í bókinni koma í þátt dagsins og segja frá menningu fátækar á Íslandi.
Og Dagur Hjartarson flytur hlustendum pistil í þættinum, sinn síðasta að sinni og er Dagur í dag með hugann við aðgengi almennings að textum í fjölbreyttu formi.
Og loks er Gréta Sigríður Einarsdóttir, einn bókarýna Víðsjár, búin að lesa eina af sjóðheitum skáldsögum sem leynast í einhverjum jólapökkum landsmanna. Gréta fjallar í dag um nýja skáldsögu Friðgeirs Einarssonar sem heitir Stórfiskur.
12/16/2021 • 55 minutes
Súðbyrðingurinn, Tanntaka, Borg bróður míns
Í gær var tilkynnt að smíði og notkun súðbyrðingsins, hins dæmigerða norræna trébáts, sem fylgt hefur Norðurlandabúum um árþúsundir, hefði eftir langa bið verið samþykkt inn á lista UNESCO óáþreifanlegan menningararf mannkyns. Að þessu tilefni tekur Víðsjá hús á mönnum sem kunna til verka þegar kemur að bátasmíðum og ræðir við þá Einar Jóhann Lárusson nema og Hafliða Aðalsteinsson meistara um slíkar smíðar.
VIð ræðum einnig við Þórdísi Helgadóttur skáldkonu, en hún var nýverið tilnefnd til Fjöruverðlauna fyrir sína fyrstu ljóðabók, Tanntöku. Þórdís hefur áður gefið frá sér smásagnasafnið Keisaramörgæsir, og svo er hún hluti af Svikaskáldum sem voru nýverið tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir skáldsöguna Olíu.
Og við heyrum dóm um nýja bók Kristínar Ómarsdóttur, Borg bróður míns.
Hrafnkell Sigurðsson myndlistarmaður sýnir nú verk sín í Hverfisgalleríi á sýningu sem hann kallar Recondestruction. Þar er að finna ljósmyndaseríu, myndir sem teknar eru af skúlptúr sem unnin var úr braki úr snjóflóði sem féll á skíðaskála við Siglufjörð.
Arkitektúr nýrrar byggingar sem stendur við Breiðafjörð, á Skarðsströnd í Dalasýslu, hefur vakið athygli langt út fyrir landssteinana. Byggingin sem kallast Hlöðurberg artist studio hefur birst á listum arkitektatímarita fyrir einstaka hönnun sína en húsið er byggt á rústum gamallar hlöðu og í algjörum samhljómi við náttúruna umhverfis það. Það er arkitektateymið Studio Bua sem stendur á bak við hönnun hússins og við fáum annan helming þess í heimsókn til okkar í dag, Sigrúnu Sumarliðadóttur.
Gréta Sigríður EInarsdóttir fjallar um nýja skáldsögu Eiríks Arnar, sem nefnist Einlægur önd.
Snorri Rafn Hallsson, pistlahöfundur í Vín, heldur áfram pistlaröð sinni um möguleika og ómöguleika tækninnar. Pistill dagsins fjallar um hvað við getum lært af viljandi gáleysi bílaiðnaðarins í Bandaríkjunum á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar.
12/14/2021 • 55 minutes
Stella Bankastræti, GES-2 listamiðstöðin í Moskvu
Við erum áfram með við hugann við Moskvu þar sem í upphafi mánaðarins var opnuð sýning á verkum Ragnars Kjartanssonar og fleiri íslenskra og erlendra listamanna í glænýrri menningarmiðstöð sem heitir GES-2 og er gamal orkuver frá keisaratímanum fyrir rússnesku byltinguna. Við segjum nánar frá verkefninu, velgjörðarmanninum á bak við það og arkitektúrnum, ræðum við Ásmund Hrafn Sturluson arkitekt hjá arkitekta stofunni Kurt og pí en hann gekk um þessa miklu sali við opnun hússins.
Laugarvegur kallast bók sem nýverið kom út. Höfundarnir eru þau Guðni Vilberg arkitekt og Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur, en það er Angústúra sem gefur út.
Þetta er saga um arkitektúr, skipulagsmál og verslun, en stór hluti bókarinnar snýr að fólkinu sem flutti til bæjarins um aldamótin 1900, og húsunum sem það byggði.
Eitt þessara húsa er Bankastræti nr3, en Bankastræti er auðvitað órjúfanlegt frá Laugaveginum, og göturnar tvær eru teknar fyrir sem ein heild í bókinni.
Bankastræti 3, er eina steinhoggna íbúðarhúsið við götuna, þetta er auðvitað Stelluhúsið, en þar hefur sama fjölskylda stundað rekstur og búið nánast allar götur síðan. Við lítum inn í Stellu hér á eftir og heyrum í Eddu Hauksdóttur, sem aldeilis man tímana tvenna þegar kemur að lífinu við Laugaveg.
12/13/2021 • 55 minutes
Kolbeinsey, Pulsur og póesía, Lúsíuhátíð, augu
Hvað eru íslenskar bókmenntir? Eru það bókmenntir skrifaðar af Íslendingum, skrifaðar á íslensku, bókmenntir sem gerast á Íslandi, sem fjalla um Ísland eða eru íslenskar bókmenntir allt þetta? Spurningar sem komu upp í samtali við ljóðskáldið Jakub Sachowiak, en Jakub er einn af þremur pólskum ljóðskáldum búsettum hér á landi sem taka þátt í viðburði á vegum Norræna hússins næstkomandi sunnudag, Pulsur og póesí.
Fastur liður í jólahaldi nágrannaþjóða okkar er dagur heilagrar Lúsíu, 13. desember. Þessi hefð hefur ekki náð almennri fótfestu hér á landi nema í tengslum við norræn félög. Sænska félagið á Íslandi hefur staðið fyrir Lúsíuhátíð síðustu þrjátíu ár með metnaðarfullum tónleikum. Við fáum að heyra meira um það á eftir, en Þorgerður Ása leit við á æfingu Lúsíukórsins í Norræna húsinu og ræddi þar við kórstjórann Maríu Cederborg.
Og við fáum sendingu frá pistlahöfundi okkar, Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur. Ragnheiður Harpa hefur í pistlum sínum velt fyrir sér líkamleika, en það er orð innan fyrirbærafræða sem leitast við að endurheimta innilegt samband okkar við heiminn. Að þessu sinni eru það augun sem pistlahöfundur beinir sjónum sínum að.
En við byrjum þáttinn í dag á bókadómi um Kolbeinsey, nýjustu skáldsögur Bergsveins Birgissonar.
Umsjón: Halla Harðardóttir
12/9/2021 • 52 minutes, 12 seconds
Í svartnættinu miðju skín ljós, Jóladagatal, Menningarhús Norðurlands
Við kynnum okkur nýja ljóðabók í dag, Í svartnættinu miðju skín ljós - Ljóðaviðtöl, eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur. Eyrún Ósk hefur gefið út alls 14 ljóðabækur, auk barna og ungmennabóka, og hún vann bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2016 fyrir ljóðabók sína Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa. Nýju bókina byggir hún upp á ljóðum sem eru afsprengi viðtala við ólíkt fólk sem eiga það öll sameiginlegt að eiga sér margbrotnar sögur.
Á heimasíðu Borgarbókasafnsins er nú að finna skemmtilegt jóladagatal þar sem á hverjum degi fram að jólum er hægt að lesa eða hlusta á brot úr sögu eftir Heiðu Vigdísi Sigfúsdóttur. Stúlkan sem skemmdi (næstum því) jólin heitir jóladagatalið en í því koma ýmsar kunnuglegar persónur við sögu. Heiðurinn af myndaþættinum á Joav Gomez Valdez sem fæddur er og uppalinn í Mexíkóborg en hefur verið búsettur í Reykjavík síðan 2019.
Og við höldum norður til Akureyrar, þar sem Guðni heldur áfram að rölta á milli menningarstofnana. Að þessu fylgjum við honum inn í Hof, menningarhús Norðlendinga, þar sem Guðni ræddi við Þorvald Bjarna Þorvaldsson, tónlistarmann og tónlistarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.
Í gallerí Þulu við Hjartatorg, er vanalega að finna íslenska samtímalist, en í dag hanga þar uppi teikningar eftir nemendur heimavistaskóla í litlu fjallaþorpi í Kína. Ástæða þess að myndirnar rötuðu alla leið til Reykjavíkur skrifast að einhverju leyti á ævintýraþrá eiganda gallerísins, Ásdísar Þulu Þorláksdóttur. Heyrum betur af ferðum Ásdísar í þætti dagsins.
Snorri Rafn Hallsson, pistalhöfundur okkar í Vín, heldur áfram pistlaröð sinni um möguleika og ómöguleika tækninnar. Í þetta skiptið beinir hann sjónum sínum að því sem gleymist og því sem lifir áfram á internetinu. Til að mynda er talið að á bilinu 10 til 30 milljónir aðganga á Facebook séu í eigu látinna einstaklinga og bætist í hópinn á hverjum degi. Ef fram fer sem horfir verða látnir fleiri en lifandi á samfélagsmiðlinum mikla í kringum árið 2110. Facebook verður þá að stærsta kirkjugarði heims.
Og við kynnum okkur nýútkomna ljóðabók, Laus blöð eftir Ragnar Helga Ólafsson. Í bókinni býður Ragnar Helgi upp á þverskurð af verkum sínum þar sem hann fer um víðan völl bæði í yrkisefnum og uppsetningu bókarinnar sjálfrar. Við heyrum ljóðalestur og ræðum við Ragnar Helga í þætti dagsins.
12/7/2021 • 55 minutes
Söngfuglar, Santa Barbara, Emil í Kattholti, Muggur
Í Víðsjá í dag verður rætt við Jan Wisenberg, eiganda alþjóðlega kvikmyndafyrirtækisins Lorem Ipsum en hann hefur yfirumsjón með framleiðslu á lifandi skúlptúr Ragnars Kjartanssonar sem nú fer fram í GES-2 listamiðstöðinni í Moskvu. Auk þess eru þau Jerome og Bridget Dobson tekin tali en þau eru höfundar Santa Barbara sápuóperunnar og hafa síðustu dagana heimsótt Moskvu þar sem höfundarverk þeirra lifnar við í höndum Ragnars Kjartanssonar og Ásu Helgu Hjörleifsdóttur auk fjölmargra annarra listamanna.
Og frá Moskvu höldum við til Kúbu, þar sem er til siðs að halda söngfugla í búrum. Hefð sem fluttist líklega þangað frá Kanaríeyjum, eins og listakonan Katrín Elvarsdóttir segir frá í samtali um sýninguna Söngfugla sem nú fer fram í Hafnarborg.
Úr Hafnarfirðinum förum við á aðra sýningu í miðbæ Reykjavíkur. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir lagði leið sína í Listasafn Íslands, þar sem nú stendur yfir sýning um Mugg.
Og Nína Hjálmarsdóttir fjallar um Emil í Kattholti, sýningu sem frumsýnd var í Borgarleikhúsinu um helgina.
12/6/2021 • 55 minutes
Til Moskvu, til Moskvu, til Moskvu! - Aukaútgáfa af Víðsjá
Víðsjá - Til Moskvu, til Moskvu Til Moskvu!
- sérstök útgáfa af Víðsjá
Víðsjá er í dag send heim til Íslands frá Moskvu þar sem myndlistarmaðurinn Ragnar Kjatansson er að opna nýja sýningu sem heitir Til Moskvu, til Moskvu, til Moskvu! í glænýrri menningarmiðstöð sem hann fær að opna hér í borg og heitir GES-2. Byggingin, sem áður var orkuver og knúði stjórnarsetrið Kreml, hefur nú fengið nýjan tilgang og gengið í endurnýjun lífdaga en það er ítalski arkitektinn Renzo Piano sem stýrði endurhönnuninni.
Í þættinum er rætt við Ragnar um þetta risavaxna verkefni hans og samstarfsmanna hans, en hjarta sýningarinnar er margra mánaða langur gjörningur eða innsetning þar sem rússneskir leikarar leika einn þátt á dag af bandarísku sápuóperunni Santa Barbara, en sýningar á henni hófust skömmu eftir fall Sovétríkjanna á sínum tíma. Yfirleikstjóri þess verkefnis er Ása Helga Hjörleifsdóttir.
Umsjón með Víðsjá í dag hefur Guðni Tómasson sem er staddur í Moskvu en viðmælendur hans eru auk Ragnars Kjartanssonar þau Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Ragnar Helgi Ólafsson, Unnar Örn Jónsson Auðarson, Hildigunnur Brigisdóttir, Magnús Sigurðarson og Francesco Manacorda.
12/3/2021 • 55 minutes
Santa Barbara, Dagur Hjartarsson, Skáldkonur fyrri alda, Óskilamunir
Ragnar Kjartansson opnar næstkomandi laugardag, 4. desember, sýningu í splunkunýju samtímalistasafni í miðborg Moskvu. Verk Ragnars er opnunarverk þessa nýja listasafns, sem kallast GES-2, en það er staðsett í ríflega aldargömlu orkuveri, sem áður knúði sprovagnakerfi borgarinnar, og sem nú hefur verið umbreytt í stærðarinnar menningarmiðstöð af arkitektinum Renzo Piano. Líkt og oft í verkum Ragnars þá er það sköpunarferlið sjálft sem er kjarni verksins, en það kallast Santa Barbara, eftir samnefndri bandarískri sápuóperu, sem byrjað var að sýna í rússneska sjónvarpinu viku eftir hrun sovétríkjanna. Verkið, sem Ragnar vinnur í samstarfi við Ásu Helgu Hjörleifsdóttur kvikmyndaleikstjóra, snýst um að endurgera Santa Barbara sápuóperuna, í listasafninu, með stórum hópi rússneskra leikara og tæknifólks. Sýningin er engin smá smíði, en Ragnar lýsir henni sem tilfinningalegum skúlptur í viðtali við Guðna Tómasson sem við hlýðum á í þætti dagsins.
Einnig fáum við rýni frá Gauta Kristmannssyni í þætti dagsins, en hann mun að þessu sinni fjalla um Óskilamuni eftir Evu Rún Snorradóttur.
Og við heyrum vangaveltur Dags Hjartarsonar um listsköpun, hvaða galdur gerist þegar hugmyndir kvikna og listaverk fæðast, og getur gervigreind skapað góðan texta? Dagur leitar svara við þessum gátum í dag, til dæmis með því að gera tilraunir með höfundarverk Jóns Kalmans.
Elín Sigurðardóttir og Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum voru báðar fæddar fyrir þar síðustu aldamót og búsettar í Þingeyjarsveit. Þorgerður Ása brá sér aftur í heimsókn til Magneu Þuríðar Ingvarsdóttir sem heldur úti Facebook síðunni Tófan, ljóða- og fræðasetur og rýndu þær í þetta sinn í ljóðabækur þessara þingeysku kvenna.
12/2/2021 • 55 minutes
Dyngja, Dunce, Jólaboðið
Við sækjum sagnfræðinginn og rithöfundinn Sigrúnu Pálsdóttir heim í þætti dagsins.
Sigrún hlaut á dögunum bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins 2021 fyrir bókina Delluferðin sem kom út fyrir tveimur árum árum, en á þessu ári kom út ný bók eftir hana sem ber heitið Dyngja.
Fyrir skemmstu kom út annað hefti tímaritsins Dunce. Dunce fjallar um dans og gjörningalist og stefnt er að því að tímaritið komi út árlega. Í þetta sinn tekur ritið fyrir skissur og skrásetningu gjörninga og dansverka, og sérstaklega hvernig skissuvinna nýtist listamönnum í sköpunraferlinu. Helga Dögg Ólafsdóttir, grafískur hönnuður og Sóley Frostadóttir, ritstjóri, verða gestir Víðsjár í dag.
Og Snæbjörn Brynjarsson fjallar um Jólaboðið í Þjóðleikhúsinu, nýtt leikverk eftir Gísla Örn Garðarsson og Melkorku Teklu Ólafsdóttur í leikstjórn Gísla Arnar.
12/1/2021 • 55 minutes
Mother Melancholia, Jón Kaldal, Muggur, sérstöðupunkturinn
Nýverið fundust ljósmyndir Jóns Kaldals af verkum Muggs á háalofti í borginni. Muggur lést árið 1924 og nokkrum árum síðar, hóf góðvinur hans í Kaupmannahöfn, Poul Uttenreitter að gera bók um Mugg og var Jón Kaldal fenginn til að að taka ljósmyndir af verkunum. Bókin kom út árið 1930 og hafði að geyma æviágrip Muggs og myndir af flestum verka hans. Ljósmyndirnar sjálfar rötuðu svo til frænda Muggs, þar sem þær virðast hafa farið ofan í kassa, og nú, tæpri öld síðar fundust þær í dánarbúi frændans, og þaðan rötuðu þær til Sveins Þórhallssonar listaverkasala sem ætlar að sýna myndirnar um næstu helgi.
Snorri Rafn Hallsson, dagskrárgerðarmaður og textasmiður í Vín heldur áfram pistlaröð sinni um möguleika og ómöguleika tækninnar. Í pistli dagsins beinir Snorri sjónum sínum að Sérstöðupunktinum, því augnabliki þegar tæknin tekur fram úr okkur og við missum stjórnina.
Við heyrum í tónlistarkonunni Sóleyju Stefáns hér á eftir en hún er nýkomin heim af tónleikaferðalagi um Bretland og meginland Evrópu og kynnti nýjustu plötuna sína. Mother Melancholia er fjórða breiðskífa Sóleyjar en innblástur hennar er fjöldasjálfsmorð mannkynsins og tortíming lífs af völdum kapítalisma og eitraðrar karlmennskuSóley leitar jafnframt á nýjar slóðir í hljóðheimi plötunnar þar sem hún leikur sér að bjöguðu og ópitchuðu hljóði sem skapa fagurfræðileg óþægindi en theremin, analog synthar og mellotron eru meðal þeirra hljóðfæra sem koma við sögu.
11/30/2021 • 55 minutes
Leikfélag Akureyrar, Pólifónía, Jón Kalman, Hunden bakom mannen
Við erum til og við erum mörg. Það er eftirspurn eftir okkar skáldskap og hér er svarið. Þetta er einskonar fæðing innflytjendabókmennta á Íslandi. Svo segir í formála Pólifóníu af erlendum uppruna, en það er ljóðasafn eftir fimmtán skáld frá tólf löndum sem öll eru búsett hér á landi. Ritstjórinn, Natasha Stolyarova, segir okkur frá verkinu í þætti dagsins.
Guðni heldur áfram að rölta á milli menningarstofnana í höfuðstað Norðurlands. Að þessi sinni bankar hann upp á hjá Mörtu Nordal, leikhússtjóra leikfélags Akureyrar.
Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í nýútkomna ljóðabók Jóns Kalmans, Djöflarnir taka á sig náðir og vakna sem guðir og Snæbjörn Brynjarsson fjallar um leikhúsverkið Hunden bakom mannen, eftir sviðslistahópinn Losta.
11/29/2021 • 55 minutes
Borgarættin, slaufunarmenning, fætur
Hvernig semur maður nýja tónlist við 100 ára gamla bíómynd? Öld er liðin síðan Saga Borgarættarinnar kom út. Myndin byggir á skáldsögu Gunnars Gunnarssonar sem kom fyrst út í fjórum bindum á dönsku á árunum 1912-14. Bækurnar slógu í gegn, sköpuðu Gunnari mikla frægð og voru fljótlega þýddar yfir á önnur tungumál en Saga Borgarættarinnar kom fyrst út á íslensku á árunum 1915-1918. Ári síðar hófust tökur á myndinni. Kvikmyndamiðstöð Íslands vann stafræna endurgerð af myndinni sem sýnd var í Bíó Paradís á dögunum en til stendur að taka aftur upp sýningar á henni eftir áramót. Þórður Magnússon var fenginn til að semja nýja tónlist við þessa þöglu mynd og hann er gestur Víðsjár í dag .
Í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar fjallar Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, um hugtak sem flest okkar höfum heyrt ansi oft síðustu misseri; slaufun. Í greininni veltir Eyja upp hinum ýmsu spurningum sem geta komið upp koma varðandi hugtakið. Er slaufun ný af nálinni, er hún óvæginn dómstóll götunnar og er slaufun það sama og refsing án dóms og laga?
Eyja segir afar mikilvægt að tala um forréttindi í samhengi við slaufun og svo veltir hún því fyrir sér hvort við lifum við slaufunarmenningu. Samtal um slaufun hér á eftir.
Og við fáum sendingu frá skáld- og listakonunni Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur. Ragnheiður Harpa fjallar í pistlaröð sinni um líkamleika, en líkamleiki er orð innan fyrirbærafræða sem leitast við að endurheimta einlægt samband mannsins við umheiminn. Í þetta sinni mun pistillin fjalla um fætur, og kannski hvert þær geta togað okkur.
11/25/2021 • 55 minutes
Skálholt, Uppáhellingarnir, Olía
Við höldum í Skálholt og fáum tilfinningu fyrir tímanum sem virðist sums staðar standa í stað og heyrum um atburði sem ýmsir myndu telja yfirnátturulega. Þorgerður Ása fór ofan í kjallara Skálholtskirkju með Herdísi Friðriksdóttur framkvæmdastjóra staðarins, þar sem við heyrum meðal annars af fornleifauppgreftri, leyndardómum og fornum eftirmælum.
Uppáhellingarnir er frekar ung hljómsveit sem var að leggja lokahönd á hljómplötu með nýjum útsetningum af lögum Jónasar og Jóns Múla Árnasona. Uppáhellingarnir eru þeir Andri, Rögnvaldur og Steingrímur Karl úr Móses Hightower auk þeirra Sigríðar Thorlacius og Matthíasar Hemstock. Nýja hljómplatan kallast ?Tempó prímó ?Uppáhellingarnir syngja jónas og Jón Múla? . Andri sá um útsetningu laganna og kemur færandi hendi í Víðsjá dagsins með lag sem við frumflytjum í þætti dagsins.
Og Gauti Kristmannsson fjallar um Olíu, sem er fyrsta skáldsaga höfundahópsins Svikaskálda sem áður hafa getið sér gott orð fyrir ljóðverk sín og margs konar bókmenntauppákomur.
11/24/2021 • 55 minutes
Melanie Ubaldo, nýsköpun, Reykjavík Dance Festival
Þann 18.nóvember síðastliðinn var úthlutað úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur, og að þessu sinni féll styrkurinn í skaut Melanie Ubaldo.
Verk Melanie eru sjálfsævisöguleg og varpa meðal annars ljósi á heim íslendinga af erlendum uppruna, á fordóma, misrétti og hatursorðræðu. Melanie sagði mér til að mynda í spjalli okkar sem fór fram í vinnustofu hennar í LIstaháskólanum, að sú staðreynd að hún sé brúnn íslendingur, geri það að verkum að sá einfaldi verknaður að opna útidyrahurðina og ganga út, feli í sér einhverskonar pólitík. heyrum af verkum og lífi Melanie Ubaldo hér á eftir.
Reykjavík Dance Festival fór fram í liðinni viku og gladdi okkur með fjölbreyttum verkum. Við fengum að heyra af nokkrum þeirra frá Snæbirni Brynjarssyni í gær og í dag fáum við að heyra í nýjum gagnrýnanda okkar hér í Víðsjá, Nínu Hjálmarsdóttur. Nína fjallar í dag um tvö verk af hátíðinni: When The Bleeding Stops eða Þegar blæðingin stöðvast eftir Lovísu Ósk Gunnarsdóttur, og Dance if you want to enter my country - eftir Michikazu Matsune
Og við fáum sendingu frá Snorri Rafn Hallssyni, þar sem hann heldur áfram að velta fyrir sér möguleikum og ómöguleikum tækninnar. Að þessu sinni veltir Snorri því fyrir sér hvort nokkuð sé nýtt undir sólinni og hvort að nýsköpun glími ekki við sama vandamál og Sísýfos forðum, því þegar steininum hefur verið velt langleiðina upp á toppinn rúllar hann ævinlega aftur niður.
11/23/2021 • 55 minutes
Skálholt, Listasafnið á Akureyri, dans, myndlist í Norræna húsinu
Við ætlum að huga að menningarlífinu á Akureyri næstu vikur hér í Víðsjá. Guðni hélt í leiðangur á dögunum og kynnti sér starfsemi nokkurra menningarstofnana í höfuðstað Norðurlands. Í dag förum við með Guðna í Listasafnið þar sem hann ræddi við Hlyn Hallsson safnstjóra.
Og frá Akureyri höldum við í Skálholt. Þorgerður Ása heimsótti Jón Bjarnason organista í Skálholtskirkju en hann fékk á dögunum menningarverðlaun suðurlands. Under Pressure með hljómsveitinni Queen í orgelbúningi, söfnun fyrir nýjum flygli og þjóðsöngur Biskupstungnamanna um Kristján í Stekkholti, er meðal þess sem bar á góma í samtalinu sem við heyrum undir lok þáttar.
Reykjavík Dance Festival gladdi borgarbúa í liðinni viku með fjölbreyttum dansverkum eftir bæði hérlenda og erlenda höfunda. Snæbjörn Brynjarsson fór á nokkrar sýningar og segir frá upplifun sinni hér rétt á eftir.
Og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir lagði leið sína í Hvelfinguna, sýningarsal Norræna hússins, þar sem nú stendur yfir aðkallandi sýning um jarðfræðileg og jarðsöguleg fyrirbæri af ýmsum toga. Við heyrum betur af henni hér á eftir.
11/22/2021 • 55 minutes
Sleðahundar, rekaviður, Dyngja og erindi ljóða við samfélagið
-Hvað getur rekaviður sagt okkur um loftslagsbreytingar, sögu og menningu? Tveir þýskir listamenn velta meðal annars upp þessum spurningum og skoða rekavið frá ýmsum sjónarhornum sem hinn dæmigerði Íslendingur leiðir líklega sjaldnast hugann að. Við heyrum af sýningu um rekavið í listamiðstöðinni Nesi á Skagaströnd.
-Gréta Sigríður Einarsdóttir, rýnir í Dyngju, nýjustu skáldsögur Sigrúnar Pálsdóttur.
-Dagur Hjartarson veltir fyrir sér listþörfinni og erindi ljóða við samfélagið. Er hægt að bjarga heiminum með því að sitja á rassgatinu og yrkja ljóð?
-Og í Víðsjá dagsins hugum við að hundum. Það var nefnilega ekki manneskja sem var fyrst á suðurpólinn heldur hundur. Hunden Bakom mannen eða Hundurinn bakvið manninn er nýtt sviðsverk sviðslistahópsins Losta þar sem notast er við sjónarhorn hundsins til að kafa ofan í áráttu mannsins að vilja drottna yfir náttúrunni. Verkið verður sett upp á hátíðinni Lokal í Tjarnabíói þann 26. Nóvembern næstkomandi. Í verkinu rekja þær Hallveig Eiríksdóttir og Selma Reynisdóttir ferðalag Roalds Amundsen á suðurpólinn frá sjónarhorni sleðahundanna sem drógu hann. Við kíkjum inn á æfingu til þeirra í þætti dagsins.
11/18/2021 • 55 minutes
Einlægur Önd, ONTOLICA, Hljóðön
Eiríkur Örn Norðdahl gaf nýverið frá sér skáldsöguna Einlægur Önd, þar sem hann leikur sér á mörkum skáldskapar og veruleika. Bókin fjallar að einhverju leyti um útskúfun, refsingu og fyrirgefningu. Þemu sem óhætt er að segja að brenni á samfélaginu dag. Eiríkur Örn segir okkur frá þessu nýja verki í þætti dagsins.
Unnur Andrea EInarsdóttir opnar sýningu í gallerí Midpunkt í Hamraborginni á föstudag. Unnur Andrea býr og starfar í Noregi en verk hennar flétta oftar en ekki saman myndböndum, innsetningum og gjörningum. Unnur skoðar meðal annars í verkum sínum hvernig stafræni samtíminn getur valdið því að einstaklingar aftengist raunsamfélagi og upplifi félagslega einangrun. VIð hittum Unni Andreu og Hrafnhildi Gissurardóttur sýningarstjóra í þætti dagsins.
Við heyrum einnig af tónleikum sem fara fram í Hafnarborg næstkomandi sunnudag, þar sem Elektra Ensamble frumflytur þrjú ný tónverk sem samin hafa verið sérstaklega fyrir hópinn. Tónleikarnir eru innan Samtímatónleikaröð Hafnarborgar, Hljóðön, sem er sérstaklega tileinkuð tónlist 20. og 21. aldar. Þráinn Hjálmarsson listrænn stjórnandi tónleikanna segir okkur frá höfundunum hér á eftir.
11/17/2021 • 55 minutes
Konan hans Sverris, Tófan, gervigreind
Við höldum áfram að glugga í bækur skáldkvenna með Þorgerði Ásu og Magneu Þuríði Ingvarsdóttur, en Magnea Þuríður heldur úti facebook síðunni Tófan þar sem hún vekur athygli á ljóðum skáldkvenna 19. aldar) í þetta sinn ræða þær stöllur um Ólínu Jónasdóttur frá Silfrastöðum í Skagafirði.
Snorri Rafn Hallsson, dagskrárgerðarmaður og textasmiður í Vín heldur áfram pistlaröð sinni um möguleika og ómöguleika tækninnar. Í þetta skiptið eru þjarkar, vélmenni og gervigreind til umföllunar. Hvaða lögmál gilda um slíka tækni, og hvernig má hafa stjórn á henni?
Á dögunum kom út skáldsaga sem kallast Konan hans Sverris, eftir Valgerði Ólafsdóttur en þetta er fyrsta bók höfundar. Bókin fjallar um Hildi sem er laus úr hjónabandi við mann sem beitti hana ofbeldi. Sagan fjallar um ofbeldi og hvernig það nær að skjóta rótum á lúmskan hátt. En þetta er líka saga af því hvernig Hildur nær að losa þær rætur og vaxa á ný. Við ræðum við höfundinn í þætti dagsins
11/16/2021 • 55 minutes
Fjallamenn, Myrkrið milli stjarnanna, abstrakt í banka, Þjóðleikhús
Árið 1946 kom út ferðabókin Fjallamenn eftir GUðmund frá Miðdal. Í bókinni er að finna ferðalýsingar úr byggðum og óbyggðum Íslands og annara landa. Bókin hefur verið ófáanleg í áratugi, en nú hefur Salka endurútgefið hana. VIð setjumst niður með syni Guðmundar, Ara Trausta, í þætti dagsins, en hann ritar formálann í nýju útgáfuna.
Við fáum einnig að heyra af tveimur nýjum sýningum í Þjóðleikhúsinu. Lára og ljónsi er jólaævintýri eftir Birgittu Haukdal og Góa, hugsað fyrir yngstu áhorfendurna í aðdraganda jólanna. Rauða kápan eftir Sólveigu Eir Stewart er svo sýnd í hádegisleikhúsinu, sem tók til starfa í leikhúskjallaranum í haust. Snæbjörn Brynjarsson segir frá sýningunum í þætti dagsins.
Gauti Kristmannsson fjallar um nýja skáldsögu Hildar Knútsdóttur, Myrkrið milli stjarnanna.
Við förum líka í aðalútibú Landsbanka Íslands í Austurstræti og ræðum þar við Aðalstein Ingólfsson listfræðing um nýja sýningu á abstraktverkum úr safneign bankans.
11/15/2021 • 55 minutes
Án titils, Tove, bókverk og líkamleiki
Á dögunum kom út platan Án tillits úr smiðju Magnúsar Jóhanns Ragnarssonar og Skúla Sverrissonar. Á plötunni mætast tvö hljóðfæri, píanó og bassi, í tíu áferðarfallegum lögum og er þeim ætlað að fanga augnablikin sem myndast þegar að tveir vinir spila saman. Rætt verður við Magnús Jóhann um plötuna í Víðsjá dagsins. Víðsjá veltir líka sér kvikmyndinni Tove sem er sýnd um þessar mundir í Bíó Paradís. Myndin byggir á lífi finnlandssænsku listakonunnar Tove Jansson sem heimsfræg er fyrir teikningar sínar og sögur um múmínálfana. Einnig verður fjallað um listbókamessu sem haldin verður í Ásmundarsal um helgina og rithöfundurinn Ragnheiður Harpa Leifsdóttir heldur áfram hugleiðingum sínum um líkamleika í pistli í þætti dagsins.
Umsjón: Guðni Tómasson
11/11/2021 • 55 minutes
Ennio Morricone, Njála, Ljósgildran, handrit
Á laugardaginn, 13. nóvember, er afmælisdagur Árna Magnússonar handritasafnara og fræðimanns sem eins og frægt er fór um landið á sínum tíma og bjargaði dýrmætum handritum sem segja okkur svo margt um norræna menningu almennt. Handrit sem eru grunnur að öllu vísindastarfi í fornum íslenskum og norrænum fræðum. Stofnun Árna Magnússonar býður að venju upp á árlegan fyrirlestur þann dag og það hann flytur að þessu sinni Már Jónsson sagnfræðingur og professor í sagnfræði við Háskóla Íslands sem mun kalla erindi sitt Árni Magnúson, þriggja alda minning og framtíðarsýn.
Og við fjöllum um annað afmælisbarn í þætti dagsins, sem einnig er frumkvöðull á sínu sviði. Í dag hefði ítalska tónskáldið Ennio Morricone orðið 93 ára. Morricone er sennilega eitt afkastamesta og áhirfamesta kvikmyndatónskáld allra tíma.
Einföld og einstök tónlist sem heillar allan heiminn, segir ítalski gítarleikarinn Daniele Basini um tónsmíðar læriföður síns, en Daniele er hluti af Morricone tríóinu á Akureyri, sem efnir til veislu í Hörpu um helgina. Daniele hefur útsett tónlistina fyrir gítar, harmonikku og selló, og hann verður á línunni frá Akureyri í þætti dagsins.
Gréta Sigríður Einarsdóttir fjallar um fyrstu skáldsögu Guðna Elíssonar, LJósgildruna og Snæbjörn Brynjarsson segir frá sýningunni Njála á hundavaði, sem Hundur í óskilum hefur sett á svið í Borgarleikhúsinu.
11/10/2021 • 55 minutes
Þjóðlög, Slóð, Tófan, athygli
Magnea Þuríður Ingvarsdóttir heldur úti facebook síðunni Tófan, ljóða- og fræðasetur þar sem hún vekur athygli á ljóðum 19. aldar skáldkvenna. Víðsjá hefur undanfarið sótt Magneu heim í Breiðholtið, og rætt ólíkar skáldkonur fyrri tíma. Í þetta sinn verður rætt um Sigrúnu Fannland.
Kjartan Ólafsson gef nýverið út tónverk sem nefnist ?Þjo?ðlo?g u?r framti?ð? . Verkið byggir á
átta íslenskum þjo?ðlo?gum sem voru hljóðrituð og farið með i? ferðalag um tækniheima nu?ti?mans þar sem dulin og a?ður o?þekkt blæbrigði þjo?ðlaganna koma fram a? ny?sta?rlegan ha?tt. Við ræðum við Kjartan í þætti dagsins um raftónlist, algóritma og tengsl rímna og popptónlistar.
Snorri Rafn Hallsson heldur áfram pistlaröð sinni um möguleika og ómöguleika tækninnar. Sókrates óttaðist að bækur myndu gera út af við minnið, mun internetið gera út af við athyglina?
En við byrjum þáttinn á Seyðisfirði. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fór að sjá sýninguna ?Slóð? sem nú stendur yfir í Skaftfelli, þar sem myndlistarkonurnar Anna Júlía Friðbjörnsdóttir og Karlotta Blöndal vinna verk með innblæstri af afar merkum fornleifafundi á svæðinu.
11/9/2021 • 55 minutes
Móðuhlutverkið í þjóðsögum, Glæstar vonir,Allir fuglar fljúga í ljósið
Á dögunum kom út skáldsagan Glæstar vonir, eða Great Expectations, eftir breskan 19. aldar rithöfundinn Charles Dickens. Þessa frægu bók sem Dickens skrifaði á árinu 1860 og 61 hefur Jón St. Kristjánsson þýtt en Mál og menning gefur út. Að því tilefni verður Árni Matthíasson blaðamaður á Morgunblaðinu gestur þáttarins en Árni hefur lengi dáðst að verkum Dickens, lesið allar bækur höfundarins og kann vel að meta nýju þýðinguna.
Þjóðsögur geta sagt okkur margt um þau samfélög sem þær tilheyra og endurspegla á vissan hátt þann hugmyndaheim sem þær spretta úr. Í þeim má til dæmis sjá að staða konunnar var inn á heimilinu, hún var móðir, upphafin og hrein, táknmynd hins góða. Þetta átti þó einungis við um giftar konur, ógiftar konur áttu ekki að eignast börn. Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur, sagði frá því hvernig þessar hugmyndir birtast í íslenskum þjóðsögum í erindi á nýliðnum Þjóðarspegli. Dagrún Ósk verður gestur Víðsjár undir lok þáttarins hér á eftir.
Auður Jónsdóttir gaf nýverið út skáldsöguna Allir fuglar fljúga í ljósið. Gauti Kristmannsson hefur lokið við lesturinn og segir sína skoðun í þætti dagsins.
Hér er saga sem fær hjarta þitt til að bresta. Á þessari setningu úr ljóðinu Blý eftir bandaríska ljóðskáldið Mary Oliver hefst pistill Dags Hjartarsonar í dag. Hugleiðingar um himbrima og heimkynni þeirra, flytja pistlahöfund að hugmyndum samfélags okkar mannanna um heimili og heimilisleysi.
Við getum kannski pakkað sársauka annara inn í fjögurra fermetra kassa í atvinnuhúsnæði á Höfða, en það er algjör misskilningur að halda að þessir kassar springi ekki framan í okkur.
Heimkynni er líka hugmynd sem kemur fyrir í Heimildamyndin Hvunndagshetjur sem frumsýnd er í kvöld í Bíó Paradís. Myndin fjallar um fjórar konur sem eiga það sameiginlegt að hafa búið á Íslandi í tuttugu ár. Þær eru fæddar í Bosníu, Jamaíku, Póllandi og Tyrklandi, og allar hafa þær sína sögu af því hvað leiddi þær til Íslands. Við ræðum við Magneu Björk Valdimarsdóttur, höfund myndarinnar.
Við heyrum af öðrum höfundi, pólska vísindaskáldsagnahöfundinum Stanislaw Lem. Lem hefði orðið hundrað ára í ár og af því tilefni efnir pólska sendiráðið í samstarfi við Háskóla Íslands til kvikmyndahátíðar í Veröld, húsi Vigdísar.
Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir ræðir við þær Anastasiu Glogovska og Mariu Krasnodebska frá Sendiráði Póllands á Íslandi um pólska skáldið Stanislaw Lem.
Og Við fáum að heyra hvað bókarýni Víðsjár, Grétu Sigríði Einarsdóttur, fannst um nýjustu skáldsögu Einars Kárasonar, Þung ský.
11/4/2021 • 55 minutes
Furðusögur, húsgagnahönnun, Látra-Björg og tónlist gleymdra kvenna
Heiðursverlaunin Íslensku hönnunarverðlaunanna féllu í skaut Gunnars Magnússonar, húsgagnahönnuðar og innanhússarkitekts, en í gegnum árin hefur Gunnar tekið þátt í fjölda sýninga og unnið til alþjóðlegra verðlauna. Verk hans þykja endurspegla tíðarandann í norrænni hönnun á seinni hluta síðustu aldar og höfundareinkenni Gunnars skapa verkum hans sérstöðu sem glæsilegir fulltrúar blómlegs tímabils í íslenskri húsgagnahönnun, eins og segir í umsögn dómnefndar.
Við lítum inn á hönnunarsafn Íslands þar sem úrval af verkum Gunnars er varðveitt.
Alþjóðlega furðusagnahátíðin Icecon 2021 fer fram nú um helgina í Veröld Húsi Vigdísar en á hátíðinni er lögð áhersla á furðusöguna. Hugtakið furðusaga er íslenskt hugtak notað fyrir bókmenntir sem almennt eru flokkaðar sem vísindaskáldsögur, ævintýrasögur og hrollvekjur. Í þætti dagsins kíkja tveir meðlimir úr skipulagsstjórn hátíðarinnar í heimsókn til okkar: Þau Júlíus Árnason Kaaber og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir setjast niður með Tómasi Ævari Ólafssyni og ræða hátíðina og furðusöguna.
Og við forvitnumst um Látra-Björgu og tónskáldið Maddalenu Lombardini Sirmen, sem áttu fátt annað sameiginlegt en að vera samtíðarkonur. Verkum þessara kvenna verður stefnt saman í nýju íslensku tónlistarleikhúsi sem frumflutt verður í Hljómahöll Reykjanesbæjar um helgina. Þær Þórey Sigþórsdóttir leikkona og Dilja Sigursveinsdóttir fiðluleikari koma til okkar undir lok þáttar og segja okkur betur frá verkinu sem kallast Sjókonur og snillingar.
11/3/2021 • 55 minutes
Dómsdagsklukkan, djass, La Traviata, stofustáss
Við sláum á þráðinn til Önnu Grétu Sigurðardóttur, en hún hefur verið búsett í Stokkhólmi síðustu 7 ár og gert garðinn frægan sem djasspíanisti. Anna hlaut meðal annars hin virtu Fasching verðlaun árið 2018, var valin bjartasta vonin á íslensku tónlistarverðlaununum árið 2015 og lék á Nóbelsverðlaunahátíðinni í fyrra. Nú kemur hún fram sem söngkona í fyrsta sinn með sólóplötu sinni ?Nightjar in the northern sky?.
Snorri Rafn Hallsson, dagskrárgerðarmaður og textasmiður í Vín heldur áfram pistlaröð sinni um möguleika og ómöguleika tækninnar. Dómsdagsklukkan tifar og endalokin nálgast, segir Snorri. En er leiðin út, sú sem Kísildalurinn boðar, að fara hratt og skemma hluti, sú eina rétta? Heyrum meira af því hér á eftir.
Og svo skoðum við eitt orð (orðið estrano, eða skrítið) innan úr einni óperu. La Traviata eftir Verdi verður tekin aftur til sýninga hjá Íslensku óperunni um helgina í Hörpu og um þar næstu helgi í Hofi á Akureyri. Við skoðum að þessu tilefni hvernig eitt orð getur táknað það þegar gæfan í lífi persóna getur snúist um 180 gráður.
Og við lítum líka inn í geymslur Ljósmyndasafns Íslands, þar sem Kristín Halla Baldvinsdóttir hefur starfað sem sérfræðingur í yfir áratug. Kristín Halla hefur sérstakan áhuga á ljósmyndum sem teknar voru í híbýlum fólks á fyrri hluta síðustu aldar, ljósmyndum sem sýna hvað prýddi veggi heimila Íslendinga. Kristín hélt fyrirlestur í hádeginu í dag þar sem hún deildi þessum myndum og áhuga sínum á efninu en ég leit til hennar í gær og við heyrum það spjall hér á eftir.
11/2/2021 • 55 minutes
Álfheimar, Neind Thing , listin og loftslagið og Merking
Dans- og pönkverkið Neind Thing var frumsýnt á fimmtudaginn var í Tjarnarbíó.
Verkið er eftir Ingu Huld Hákonardóttur, framið af 3 sviðslistakonum og einum trommara. Snæbjörn Brynjarsson fór á frumsýningu og deilir upplifun sinni með okkur hér á eftir.
María Huld Markan Sigfúsdóttir tónskáld verður gestur Víðsjár í dag og segir hlustendum frá viðburðinum Are we ok? sem verður í Hörpu á fimmtudagskvöld en þar er í boði ferðalag um arkítektúr Hörpu í splunkunýju verki Maríu Huldar og bandaríska danshöfundarins Daniels Roberts.
Og nú streyma auðvitað bækur til okkar hingað í Víðsjá. Ein þeirra er ljóðabókin Álfheimar eftir Brynjar Jóhannesson. Á bókakápu er ljósmyndaf götuskiltinu úr Álfheimum en inn í kápunni segir að höfundur sé skáld úr Laugardalnum. Duglegasti letingi sinnar kynslóðar sem skilur vel dyggðina að brosa vingjarnlega, gera sitt besta og leggja ekki of mikið á sig. Við tökum Brynjar tali í þætti dagsins.
Og við heyrum hvað Gauti Kristmannsson hefur að segja um Merkingu, nýja skáldsögu Fríðu Ísberg.
11/1/2021 • 55 minutes
Torg listamessa, Gilgameskviða, Öndun og Samþykki
Bókin Samþykki eftir Vanessu Springora olli vægast sagt fjaðrafoki þegar hún kom út í Frakklandi 2020. Í bókinni rifjar Springora upp hvernig virtur franskur rithöfundur, táldró hana, nauðgaði og stofnaði til sambands við hana, þegar hún var 14 ára og hann fimmtugur. Bókin hristi rækilega upp í frönsku samfélagi og kveikti umræður sem margir af eldri kynslóðinni áttu erfitt með að taka þátt í, enda þátttakendur í samfélagi sem samþykkti þetta sjúka sambandi. Bókin kom nýverið út í íslenskri þýðingu þeirra Arndísar Lóu Magnúsardóttur og Guðrúnar Vilmundardóttur og við ræðum við Guðrúnu í þætti dagsins.
Torg Listamessa hófst um liðna helgi og stendur fram yfir þá næstu. Listamessan er stærsti sýningar ? og söluvettvangur íslenskrar myndlistar, og þar sem sjá má á einum stað fjölbreytileg listaverk, sem hægt er að kaupa á staðnum, beint af listmönnunum sjálfum. Annabelle von Girsewald er sýningarstjóri Torgsins en það er SÍM, samband íslenskra myndlistarmanna, sem heldur utan um viðburðinn.
Hið forna söguljóð Gilgameskviða rekur ævifornar goðsagnir um Gilgames, konung Mesópótamíu hinnar fornu og samferðafólks hans: guði, ófreskjur og menn. Verkið kom fyrst út í íslenskri þýðingu Stefáns Stefánssonar 1996, en hefur nú verið endurútgefin. VIð kynnum okkur verkið af því tilefni.
Og svo kynnum við til leiks nýjan pistlahöfund hér í Víðsjá. Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, skáld og myndlistarkona, mun taka hér til máls aðra hverja viku og ætlar hún að velta fyrir sér líkamleika.
10/28/2021 • 55 minutes
Frankfurt, Sequences, Umfjöllun, Einar Bragi
Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar Íslenskra bókmennta og Dögg Hjaltalín, útgefandi hjá Sölku, koma í heimsókn og segja frá stemningunni á bókmessunni í Frankfurt, sem lauk um liðna helgi.
Gréta Sigríður Einarsdóttir fjallar um nýjasta verk Þórarins Eldjárns, smásagnasafnið Umfjöllun. Ástráður Eysteinsson bókmenntafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands verður tekinn tali um nýlegt ljóðasafn ljóðskáldsins Einars Braga sem hefur að geyma frumort ljóð skáldsins og merkar ljóðaþýðingar hans.
Listahátíðin Sequences var haldin í tíunda sinn þetta árið, og var yfirskrift hátíðarinnar þetta árið Kominn tími til. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fjallar um hátíðina í þætti dagsins.
Umsjón: Halla Harðardóttir
10/27/2021 • 55 minutes
Skyggnar konur, bransavika og möguleikar og ómöguleikar tækninnar
Í Víðsjá dagsins verður fjallað um skyggnar konur á Íslandi á 20.öld, og þann heim sem þær sköpuðu sér með störfum sínum.
við ræðum við Dalrúnu Eygerðardóttur sagnfræðing, en hún vill meina að það sé ekki sannleikurinn um frásagnir þeirra sem skipti máli heldur frásagnirnar sjálfar. Skyggnu konurnar hafi verið miklar listakonur, jafnvel sjení, sem miðluðu veröld sinni á expressjónískan hátt.
Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN (Útflutningsmiðstöðvar íslenskrar tónlistar), verður gestur Víðsjár og ræðir bransaviku sem miðstöðin býður til í næstu viku.
Snorri Rafn Hallsson, dagskrárgerðarmaður og textasmiður í Vínarborg, heldur áfram að velta fyrir sér möguleikum og ómöguleikum tækninnar í aðsendum pistli dagsins. Í þetta skiptið fjallar Snorri Rafn um hvernig gervigreind á það stundum til að snúast upp í gervivitleysu.
10/26/2021 • 53 minutes, 27 seconds
Alþýðuhúsið, Sýningin okkar og Sofia Gubaidulina
Í Víðsjá í dag verður m.a. rætt við Aðalheiði Sigríði Eystiensdóttur, betur þekkt sem Alla Sigga í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Alla Sigga er fyrst og fremst þekkt fyrir tréskúlptúrana sína en hún er einnig ein helsta driffjöður menningarlífsins í Eyjafirði. Í dag hefst listasmiðjan Skafl á Siglufirði, hátíð sem Alla Sigga heldur utan um auk fjölda annara viðburða í bænum. Víðsjá slær á þráðinn til Siglufjarðar í þætti dagsins. Snæbjörn Brynjarsson fjallar um Sýninguna okkar sem nú er sýnd í Þjóðleikhúsinu og fjallað verður um rússneska tónskáldið Sofiu Gubaidulinu sem varð níræð í gær.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
10/25/2021 • 55 minutes
Aþena, Vestfirðir, listþörfin, Systu megin
Á Íslandi og í Grikkland starfa kröftugar myndlistarsenur sem að miklu leiti eru drifnar áfram af listamannareknum rýmum. Samstarfsverkefni Kling & Bang í Reykjavík og
A - DASH í Aþenu leitast við að búa til nýjar tengingar, möguleika og sambönd landanna á milli. Í næsta mánuði heldur fjöldi íslenskra myndlistarmanna til Aþenu til að sýna ásamt grískum kollegum sínum í 11 listamannareknum rýmum víðsvegar um Aþenu. Við förum í Marshall húsið og hittum þau Elísabetu Brynhildardóttur og Erling Klingenberg tali um verkefnið HEAD 2 HEAD.
Einnig verður hugað að málþingi sem fer fram í Safnahúsinu á Ísafirði á laugardag og heitir Lesið í sköpunarkraft Vestfjarða. En þar verður fjallað um bókmennta og menningarsögu Vestfjarða. Birna Bjarnadóttir, annar tveggja verkefnisstjóra málþingsins, verður gestur Víðsjár.
Dagur Hjartarson rithöfundur heldur áfram að fjalla um listþörfina og ímyndunaraflið í pistil sínum og loks segir Gauti Kristmannsson hlustendum skoðun sína á leiksögunni Systu megin eftir Steinunni Sigurðardóttur.
10/21/2021 • 55 minutes
Aion, Sigurður Guðmundsson og RVK-NYC
Sigurður Guðmundsson, myndlistarmaður, verður gestur Víðsjár í dag en á listahátðinni Sequences sem nú stendur yfir mun Sigurður koma aftur að fyrirlestri sínum um tímann sem hann flutti upphaflega árið 1969. Við ræðum við Sigurð um tímann.
Víðsjá heimsækir líka Hörpu þar sem æfingar standa yfir á Aion eftir Önnu Þorvaldsdóttur og Ernu Ómarsdóttur en verkið verður frumflutt á Íslandi annað kvöld og er samstarfstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Gautaborgarhljómsveitarinnar og Íslenska dansflokksins.
Og Tónlistarútgáfan TOW Records hefur um nokkurt skeið gefið út íslenska tónlist í Bandaríkjunum, þar á meðal efni hljómsveitanna Kimono og Milkywhale. Maðurinn bak við útgáfuna heitir Bryan Riebeek og er búsettur rétt fyrir utan Boston. Hann kemur hingað til lands að minnsta kosti einu sinni á ári, hefur sótt Iceland airwaves hátíðina á hverju ári frá 2008 og er einmitt staddur hér á landi núna. Hann kíkti hingað í Víðsjá ásamt Kristjönu Stefánsdóttur en það nýasta af nálini hjá TOW Records er fjögurra laga vínyl plötu sem nefnist RVK-NYC þar sem Svavar Knútur, Kristjana Stefáns og hin bandaríska Emily Hope Price leggja saman krafta sína. Rætt verður við þau Bryan Riebeek og Kristjönu Stefáns í Víðsjá í dag.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
10/20/2021 • 55 minutes
Ópera um Vigdísi, Tófan, Kynslóð og tæknin
Víðsjá 19. október 2021:
Í Víðsjá í dag verður hugað að óperunni Góðan daginn, frú forseti sem frumsýnd verður í Grafarvogskrikju á laugardagskvöld. Eins og nafn verksins gefur til kynna þá fjallar óperan um Frú Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta. Höfundur verksins, söngkonan Alexandra Chernyshova verður gestur Víðsjár í dag.
Snorri Rafn Hallsson, dagskrárgerðarmaður og textasmiður í Vín heldur áfram pistlaröð sinni um möguleika og ómöguleika tækninnar. Í þetta skiptið skoðar hann sjálfvirk ráðningarferli og hvernig tækni sem átti að auðvelda fyrirtækjum að fá til sín hæft starfsfólk flækist nú fyrir okkur.
Og loks kveður nýr bókmenntagagnrýnandi Víðsjár sér hljóðs í þættinum en það er Gréta Sigríður Einarsdóttir sem segir hlustendum skoðun sína á lestri skáldsögunnar Kynslóð eftir Hörpu Rún Kristjánsdóttur.
Og Víðsjá gluggar líka í ljóðabækur skáldkvennanna Undínu og Maríu Bjarnadóttur í Tófu-innslagi dagsins þegar hún brá sér aftur í heimsókn til Magneu Þuríðar Ingvarsdóttur sem heldur úti Facebook síðunni Tófan, ljóða- og fræðasetur, þar sem ljóð skáldkvenna eru dregin fram í dagsljósið.
Umsjón: Guðni Tómasson
10/19/2021 • 55 minutes
Mannamyndasafn , Carl Boutard, tónlistarstaðir og Ástardrykkurinn
Víðjsjá 18. 10.2021
1. Heimsókn á Skuggabaldur og í Hús Máls og menningar en tónleikahald þar er nú komið í fullan gang. Snorri Helgason og Kamila Gnarr eru tekin tali, en þau sjá um viðburði í þessum nýlegu tónleikahúsum.
2. Snæbjörn Brynjarsson fjallar um óperuna Ástardrykkinn sem nú er sýnd í Þjóðleikhúskjallara, það gerir sviðslistahópurinn Óður.
3. Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir ræðir við Carl Boutard myndlistarmann um sýningu hans, Gróður jarðar, í Ásmundarsafni.
4. Ágústa Kristófersdóttir hjá Þjóðminjasafni Íslands segir frá Mannamyndasafninu sem nú er til sýninga í safninu.
Umsjón: Guðni Tómasson
10/18/2021 • 55 minutes
10/14/2021 • 55 minutes
Concertgebouw, Rómeo og Júlía, Tófan og Vetrarferðin
Í gær bárust þær fréttir að sinfóníuhljómsveitin Concertgebouw frá Amsterdam sé á leið til landsins og muni halda tónleika í Hörpu þann 10. nóvember næstkomandi. Hljómsveitin, sem af mörgum er talin ein allra besta sinfóníuhljómsveit veraldar, flytur á tónleikunum sjöttu sinfóníur rússnesku tónskáldanna Tsjajkovskís og Sjostakovitsj undir stjórn finnans unga Klaus Mäkelä sem er á meðal eftirsótttustu hljómsveitarstjóra samtímans. Í Víðsjá dagsins verður rætt við Helga Jónsson tónlistarfræðing um þessa stórmerku hollensku sveit sem stendur á traustum sögulegum grunni og vekur hrifningu um heim allan.
Einnig verður verður rætt við baritón söngvarann Jóhann Kristinsson sem hafið hefur litla og netta tónleikaferð sína um landið með Vetrarferð Schuberts upp á vasann. Jóhann söng lagaflokk tónskáldins á tónleikum á Akranesi í gærkvöldi ásamt píanóleikaranum Ammiel Bushakevitz. Þeir félagar verða svo á Ísafirði á fimmtudag og í Salnum í Kópavogi á sunnudag kl. 15.
Snæbjörn Brynjarsson, leiklistarrýnir Víðsjár, segir hlustendum skoðun sína á sýningunni Rómeo og Júlía hjá Íslenska dansflokknum.
Og loks tekur ný rödd til máls í Víðsjá. Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir fer á stjá og ræðir við Magneu Þuríði Ingvarsdóttir heldur úti Facebook síðu Tófan ljóða- og fræðasetur sem er tileinkuð skáldkonum. Þar birtir hún nánast daglega færslur um einstaka skáldkonur þar sem ljóð þeirra eru dregin fram. Yfirleitt eru skáldin sem um ræðir fædd í kringum þar síðustu aldamót og gjarnan eru nöfn þeirra með öllu óþekkt í dag. Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir kíkti í heimsókn til Magneu og fékk að grafast fyrir um tildrög Tófunnar og grúska með henni í ljóðabókunum.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
10/13/2021 • 55 minutes
Ljósberi, internetborgin, þjóðsögur og Visitasíur
Ólafur Gunnar Gunnlaugsson höfundur nýrrar verðlaunabókar verður gestur þáttarins, hann hlaut í dag íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bókina Ljósbera sem kemur einmitt út í dag.
Snorri Rafn Hallsson, dagskrárgerðarmaður og textasmiður heldur áfram pistlaröð sinni um möguleika og ómöguleika tækninnar. Í þetta skiptið flakkar hann á milli Kaupmannahafnar og Vínar og veltir því fyrir sér hvernig borg internetið sé eiginlega.
Við hugum einnig að þjóðsögum í þætti dagsins. Benjamin B. Olshin gestakennari í heimspeki við Háskóla Íslands mætir í hljóðstofu og segir okkur frá rannsókn sinni á týndri visku. Visku sem hugsanlega má finna leyfar af í þjóðsögum og ævintýrum.
Og loks fjallar Ólöf Gerður Sigfúsdóttir um sýninguna Vísitasíur í Listasafninu á Akureyri í sjónrýni pistli sínum.
Umsjón: Guðni Tómasson
10/12/2021 • 55 minutes
Fyrsti sendiherrann, Berglind María og Sjálfstæða myndlistarsenan
Víðsjá 11. október 2021
Fyrsti sendiherra á Íslandi 1919-1924 er heiti nýrrar bókar eftir Jakob Þór Kristjánsson alþjóðastjórnmálafræðing en þar er fjallað um sendiherratíð hins danska Johannesar Erhardts Böggild á Íslandi en hann kom hingað skömmu eftir að Ísland varð fullvalda og tók þátt í breytingum á samskiptum Íslands og Danmerkur í kjölfar þeirra atburða. Jakob Þór verður tekinn tali um bókina í Víðsjá dagsins.
Berglind María Tómasdóttir gaf út plötuna Ethereality nú á dögunum og af því tilefni mætir hún í tónlistarhornið Heyrandi nær hjá Arnljóti Sigurðssyni með plötuna í farteskinu og leysir frá skjóðunni um útgáfuna auk þess sem hlustendur fá nasaþef af væntanlegum tónlistarævintýrum hennar.
Víðsjá forvitnast líka um listamannarekin myndlistarrými og stöðu þeirra í myndlistarlífi landsmanna en í síðustu viku voru stofnuð samtök aðila sem standa í að halda úti slíkri starfsemi. Gestir Víðsjár verða tvær konur sem þekkja vel til slíkrar starfsemi, Ingibjörg SIgurjónsdóttir og Sunna Ástþórsdóttir.
Umsjón: Guðni Tómasson.
10/11/2021 • 55 minutes
Nóbellinn, Parthenon, Cauda Collective og listþörfin
Víðsjá 7. október 2021
Sænska akademían tilkynnti í morgun að Abdulrazak Gurnah fái Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Í rökstuðningi akademíunnar segir að Gurnah fái verðlaunin fyrir að fjalla um áhrif nýlendustefnunnar á óvæginn og skarpskyggnan hátt í skáldverkum sínum, fyrir að fjalla um örlög flóttamanns sem staddur er í gjá milli menninga og heimsálfa. Víðsjá heyrir af ánægju Tansaníumanna með veitingu verðlaunanna.
Og nýlendustefnan kemur einnig fyrir þegar Víðsjá kynnir sér tveggja alda gamla deilu á milli Bretlands og Grikklands. Deilan um Parthenon verkin hefur staðið allt frá því að Elgin lávarður tók þau af Akrópólisarhæð árið 1801 og seldi þau síðar breska ríkinu.
UNESCO hefur reynt að miðla málum í deilunni undanfarna áratugi en án árangurs. Það dró þó til tiðinda í vikunni þegar UNESCO tók í fyrsta sinn afdráttarlausa afstöðu með endurheimt þessara merku menningarminja og biðlaði til Breta um að skila verkunum heim til Grikklands. Rætt verður við Guðrúnu Dröfn Whitehead, lektor í safnafræði, um málið.
Tvær tónlistarkonur heimsækja Víðsjá, þær Þórdís Gerður Jónsdóttir sellóleikari og Sigrún Harðardóttir fiðluleikari, en þær leika ásamt víóluleikaranum Þóru Margréti Sveinsdóttur á nýlegri plötu tónlistarhópsins Cauda Collective þar sem unnið er með fornan tónarf þorlákstíða. Þær þrjár semja og spinna tónlist út frá þessum forna arfi á forvitnilegan hátt.
Og Dagur Hjartarsson flytur hlustendum pistil eins og hann gerir hér í Víðsjá aðra hverja víku. Dagur er sem fyrr með hugann við listþörfina og ímyndunaraflið.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
10/7/2021 • 55 minutes
Rómeo og Júlía, Kanarí, bókmenntaverðlaun og Dauðinn er barningur
Í Víðsjá dagsins verður rætt við Ernu Ómarsdóttur og Höllu Ólafsdóttur, höfunda og listræna stjórnendur uppsetningar Íslenska dansflokksins á Rómeó og Júlíu. Sýningin var fyrst sett upp í Þýskalandi 2018 þar sem hún var meðal annars tilnefnd til hinna virtu Faust verðlauna. Næstsíðasta sýningin hér á landi fer fram í Borgarleikhúsinu í kvöld, og þangað héldum við í morgun.
Snæbjörn Brynjarsson, leiklistargagnrýnandi Víðsjár, segir hlustendum skoðun sína á sketsasýningunni Kanarí sem nú er til sýninga í kjallara Þjóðleikhússins.
Og nú stendur yfir bókmenntaverðlaunatímabil mikið, nóbelsverðlaunin í bókmenntum verða til að mynda afhent á morgun og búið er að birta stutta listann fyrir Booker verðlaunin. Kristján B. Jónasson bókaútgefandi verður tekinn tali um þýsku bókmenntaverðlaunin sem afhent verða um miðjan nóvember í tengslum við bókamessuna í Frankfurt en Kristján hefur legið í bókunum sem tilnefndar eru undanfarna daga og vikur.
Að endingu segir Gauti Kristmannsson, bókmenntarýnir Víðsjár, skoðun sína á skáldsögunni Dauðinn er barningur eftir sýrlenska höfundinn Khaled Khalifa en bókaútgáfan Angústúra gaf bókina nýverið út í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
10/6/2021 • 55 minutes
Ástardrykkurinn, Tækni og framfarir, hönnun og framtíð og Kjarval
Í Víðsjá í dag verður rætt um hönnun, sjálfbærni, framtíðina, stjórnkerfið og langtímahugsun. Tilefnið er greinaflokkur sem finna má á heimasíðu Hönnunarmiðstöðvar og birtist í prentmiðlum fyrir kosningar. Gestir Víðsjár verða Kristján Örn Kjartansson arkitekt hjá Krads arkitektum og formaður miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs og Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni, en þau tóku bæði til máls í þessari umræðu á dögunum.
Þann 14. október næstkomandi verður gamanóperan Ástardrykkurinn úr smiðju ítalska tónskáldsins Geatano Donizetti sett á svið í Þjóðleikhúskjallaranum af sviðslistahópnum Óði. En samkvæmt viðburðarlýsingu neitar sviðslistahópurinn Óður að geyma óperur í glerkössum og vilja þau miklu frekar taka þær upp, hrista af þeim rykið og leika sér að þeim, pota í óskrifaðar reglur, skemmta sér og öðrum. Við ræðum við þrjá meðlimi hópsins í þætti dagsins.
Snæbjörn Brynjarsson leiklistargagnrýnandi segir skoðun sína á sýningunni Kjarval á litla sviði Borgarleikhússins sem er barnasýning sem fjallar um drenginn, manninn og listmálarann Kjarval.
Og nýr pistlahöfundur, Snorri Rafn Hallsson tekur til máls en Snorri Rafn bendir á að stórsagan um tæknina segi til um að tæknin skapi manninum nýja möguleika, ný tækifæri, að tæknin sé hér fyrir okkur. Þó er raunin oft önnur þegar tæknin reisir nýja múra, flækir hlutina og er fyrir okkur. Í pistlaröðinni sinni ætlar Snorri að fjalla um sex lík og ólík fyrirbæri sem með einum eða öðrum hætti snerta á þessari klemmu og varpa skugga á stórsöguna.
Umsjón Guðni Tómasson
10/5/2021 • 55 minutes
Guðný Rósa, Sóley í Heyrandi nær, María Kjartansdóttir og mannamyndin
Víðsjá 4.10.2021
Rætt við Maríu Kjartansdóttur ljósmyndara sem heldur fyrirlestur um mannamyndir, ljósmyndun og myndlist í Þjóðminjasafni Íslands á morgun.
Arnljótur Sigurðsson býður Sóleyju Stefánsdóttur í tónlistarhornið Heyrandi nær
Og haldið á Kjarrvalsstaði til að ræða við Guðnýju Rósu Ingimarsdóttur myndlistarkonu um sýningu hennar Opus-oups.
Umsjón: Guðni Tómasson
10/4/2021 • 53 minutes, 3 seconds
Muggur, Rask, Jarðsetning og tár og grátur
Víðsjá 30. september
Víðsjá heldur í dag í heimsókn í Listasafn Íslands þar sem sýning á verkum myndlistarmannsins Muggs, Guðmundar Thorsteinssonar, verður opnuð á laugardag. Sýningarstjórinn Kristín Guðnadóttir hefur safnað saman verkum listamannsins og ritað glæsilega sýningarskrá um Mugg. Víðsjá hittir Kristínu í safninu að þessu tilefni.
Föstudaginn 1. október verður haldin gjörningaveislan Festival for spontaneous Arts í Mengi á Óðinsgötu. Það er Next festival og Rask listamannakollektíf sem standa fyrir viðburðinum og er hann uppskera listamannadvalar listamanna frá Íslandi, Noregi og Slóvakíu hér á landi. Sóley Sigurjónsdóttir og Snæi Jack kíkja til okkar og ræða um viðburðin og Rask listamannakollektíf.
Anna María Bogadóttir arkitekt verður tekin tali um heimildamynd hennar sem heitir Jarðsetning. Myndin, sem er hluti af kvikmyndahátíðinni Riff sem hefst í dag, fjallar um gamla Iðnaðarbankahúsið í Lækjargötu og niðurrif þess.
Og Sigurlín Bjarney Gísladóttir heldur áfram að huga að gráti og tárum í Víðsjá og í þriðja pistli sínum um það efni beinir Sigurlín Bjarney sjónum að tárunum sem flæða um trúarbrögð, goðsögur og bókmenntatexta.
9/30/2021 • 55 minutes
Saga borgarættarinnar, Sequences, Þétting hryggðar og Sjálfsvorkun
Í Víðsjá verður hugað að endur-frumsýningu á kvikmyndinni Sögu borgarættarinnar eftir samnefndri skáldsögu Gunnars Gunnarssonar sem tekin var upp á Íslandi árið 1919 og frumsýnd í Kaupmannahöfn ári eftir. Nú stendur til að frumsýna myndina að nýju með nýrri tónlist Þórðar Magnússonar tónskálds en frumsýningin fer samtímis fram í Reykjavík, á Akureyri og Seyðisfirði og er sýningin hluti af dagskrá kvikmyndahátíðarinnar RIFF sem hefst á morgun. Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Skriðuklausturs, verður tekinn tali um þetta forvitnilega verkefni.
Listahátíðin Sequences fer fram í tíunda sinn dagana 15-24. október næstkomandi. Hátíðin er sjónlistatvíæringur sem hefur verið haldin frá árinu 2006 með sérstaka áherslu á rauntímalistaverk. Yfirskrift sýningarinnar í ár er: Kominn tími til, og í brennidepli verða samtöl listamanna við umhverfi sitt, sögu eða við aðra listamenn. Samtöl sem fléttast meðvitað og o?meðvitað inn i? ti?ðaranda og ri?kjandi hugmyndir i? samfe?laginu. Við heyrum í sýningarstjórum Sequences í þætti dagsins þeim Þórönnu Dögg Björnsdóttur og Þráni Hjálmarssyni.
Snæbjörn Brynjarsson, leiklistargagnrýnandi þáttarins, verður með okkur í dag. Hann skellti sér á sýninguna Þétting Hryggðar eftir uppistandarann, rithöfundinn, víninnflytjandann og áhugaboxarann Halldór Laxness Halldórsson einnig þekktur sem Dóri DNA.
Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár segir frá bókinni Stóra bókin um sjálfsvorkunn eftir Ingólf Eiríksson sem kom út nú á dögunum hjá Forlaginu og segir frá Hallgrími sem hrökklast heim úr leiklistarnámi í erlendri stórborg til að fara á geðdeild.
Umsjón: Guðni Tómasson og Tómas Ævar Ólafsson
9/29/2021 • 55 minutes
Iðavöllur, Út að drepa túrista og Kventónskáld í karlaveldi
Víðsjá 28. september 2021
Í dag kemur út bókin Út að drepa túrista eftir rithöfundinn, myndskreytirinn og leiðsögumanninn Þórarinn Leifsson. Bókin er glæpasaga sem gerist innan íslenskrar ferðaþjónustu um það leyti sem kórónuveiran lamaði öll ferðalög um ísland og heimsbyggðina, vorið 2020. Við ræðum við höfundinn í þætti dagsins.
Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur verður tekin tali um útvarpsþættina Kventónskáld í karlaveldi sem hefjast á Rás 1 á laugardagsmorgun en þar greinir Árni frá ævi og tónlist fjölmargra merkra kventónskálda á nítjándu öld sem margar hverjar hafa fengið stærri sess í sögunni á allra síðustu árum.
Og loks mun Ólöf Gerður Sigfúsdóttir flytja pistil um samsýninguna Iðavöll sem hefur staðið yfir í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur á síðustu vikum.
Umsjón: Guðni Tómasson og Tómas Ævar Ólafsson.
9/28/2021 • 55 minutes
Dagbækur, auglýsingaskilti, konur í íslenskri myndlist og Galdur
Sagnfræðingurinn Davíð Ólafsson gaf nú á dögunum út bókina Frá degi til dags: Dagbækur, almanök og veðurbækur 1720-1920. Í bókinni skoðar Davíð eðli og umfang dagbókaritunar á Íslandi um tveggja alda skeið og byggir þá rannsókn á safni dagbóka sem varðveittar eru í Handritasafni Landsbókasafns Íslands. Færslurnar sem hann skoðar eru allt frá örfáum orðum um veðurfar til langra tilfinningaþrunginna hugleiðinga. Við hittum Davíð uppi í Aðalbyggingu Háskóla Íslands í þætti dagsins.
Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, verður tekin tali um nýja rannsóknarstöðu sem safnið er að koma á laggirnar og snýr að rannsóknum á stöðu íslenskra kvenna í myndlistarlífi og myndlistarsögu landsmanna.
Við höldum áfram að huga að göldrum í Víðsjá. Í síðustu viku skoðuðum við skrifaða dóma og skjöl í galdramálum 17. aldar en í þætti dagsins ætlum við að heyra í Helga Þór Ingasyni, véla- og iðnaðarverkfræðingi, en hann er höfundur söngleikjarins Galdur sem sýndur verður um næstu helgi, nánar tiltekið laugardaginn 2. október klukkan 16 í Langholtskirkju.
Og við heyrum af forvitnilegri samkeppni um list í almannarýminu en í janúar stendur til að myndlistin taki yfir 350 auglýsingaskilti í Reykjavík, í svartasta skamdeginu, eftir jól og fyrir útsölur. Sigurður Atli Sigurðsson hjá Y-gallerí segir okkur frá samkeppninni sem galleríið stendur einmitt fyrir í samstari við Listasafn Reykjavíkur.
Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Guðni Tómasson
9/27/2021 • 55 minutes
Galdrar, Dagur Hjartarson og Sigrún Sævarsdóttir Griffiths
Víðsjá í dag verður að stórum hluta helgur göldrum. En nú á dögunum kom út bókin Galdrar og guðlast á 17. öld eftir Má Jónsson. Í bókinni eru teknir saman og gefnir út allir tilteknir dómar sem komu fyrir rétt og vörðuðu ákæru eða orðróm um galdra á árabilinu 1546-1772. Í þætti dagsins fáum við að ferðast með bókinni aftur á 17. öld og heyra lesin brot úr dómsmáli Klemusar Bjarnasonar en einnig ræðum við við Má Jónsson höfund verksins.
Rithöfundurinn Dagur Hjartarson tekur einnig til máls hér í þætti dagsins, en í Víðsjá ætlar Dagur að mæta aðra hverja viku næstu mánuði til að ræða hér vítt og breytt um listþörfina og ímyndunaraflið.
Við sláum á þráðinn til Sigrúnar Sævarsdóttur Griffiths en hún er að undirbúa námskeið í skapandi tónlistarstjórnun við Nýja Tónlistarskólann næstu helgi.
Umsjón: Guðni Tómasson og Tómas Ævar Ólafsson
9/23/2021 • 53 minutes, 52 seconds
Grímsey, kínversk ljóðlist, sýndarveruleiki og Eydís Blöndal
Í Víðsjá dagsins verður hugað að Miðgarðskirkju í Grímsey sem brann í nótt og fanga leitað í safni Ríkisútvarpsins um lífið í eyjunni fyrr á tíð.
Rætt verður við Hjörleif Sveinbjörnsson þýðanda um bókina Meðal hvítra skýja en hún hefur að geyma vísur frá Tang-tímanum í Kína á árunum 618-907. Hjörleifur hefur þýtt þessar fornu og heillandi vísur en á þessu tímabili náði kínversk ljóðlist áður óþekktum hæðum og teljast ljóðin til bókmenntagersema heimsins.
Og einnig verður spurt í Víðsjá: Getur verið að við búum í sýndarveruleika? Það er stór spurning sem fræðingar og heimspekingar hafa velt fyrir sér í þónokkurn tíma en sú hugmynd hefur heldur betur fengið byr undir báða vængi á síðastliðnum árum í tengslum við ofurtölvur og skammtafræðilegar tölvur. Þessi tilteknu fræði verða til umræðu uppi í Háskóla nú á fimmtudaginn. Það verður heimspekingurinn Benjamin B. Olshin heldur fyrirlesturinn Heimspeki veruleikans: Vandinn við hermialheima - við tökum hann tali í þætti um veruleikann dagsins.
Og loks fjallar Gauti Kristmannsson um nýja ljóðabók Eydísar Blöndal Ég brotna hundarð prósent niður.
Umsjón: Guðni Tómasson og Tómas Ævar Ólafsson
9/22/2021 • 55 minutes
Agalma, Ásta og innpakkaður Sigurbogi
Í þætti dagsins fær Víðsjá Guðmund Ara Arnalds, tónlistarmann í heimsókn. En hann er einn af forsprökkum tónlistarútgáfunnar Agalma sem stofnað var árið 2019 og hefur gefið út, hvorki meira né minna en 19 plötur síðan. Útgáfan heldur svokallað Label Night í kvöld í Mengi þar sem listamennirnir Þorsteinn Eyfjörð, Szymon Keler & Ronja Jóhannsdóttir stíga á stokk.
Víðsjá forvitnast líka um hvernig upplifun það sé að fara upp á innpakkaðan Sigurboga í París þegar Laufey Helgadóttir listfræðingur verður tekin tali.
Snæbjörn Brynjarsson leiklistargagnrýnandi Víðsjár segir skoðun sína á leikverkinu Ástu sem nú er til sýninga í Þjóðleikhúsinu en þar er á ferðinni leiksýning byggð á ögrandi list og litríku lífshlaupi listakonunnar Ástu Sigurðardóttur.
Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Guðni Tómasson
9/21/2021 • 55 minutes
Stórsveitir, In Media Res, Heyrandi nær, og Vilborg Dagbjartsdóttir
Í þætti dagsins hugum við að fönkaðri og kraftmikilli klúbbatónlist þýsk-rúmenska tónskáldsins, hljómsveitarstjórans og básúnuleikarans Peters Herbolzheimer. En nú á miðvikudaginn, þann 22. september stígur Stórsveit Reykjavíkur á stokk í Flóa í Hörpu undir stjórn Samúels Jóns Samúelssonar og leikur verk eftir þetta magnaða tónskáld. Samúel kíkir til okkar í hljóðstofu og segir frá kynnum sínum af Peter Herbolzheimer og komandi tónleikum.
Við heimsækjum líka BERG Contemporary galleríið við Klapparstíg en þar var opnuð um helgina sýningin Upphafið er í miðjunni eða In media Res. Þar sýnir Hulda Stefánsdóttir listmálari verk sín en í hugmyndafræði sinni og leit og umfjöllun um málverkið sem miðil teyjir Hulda sig jafnt aftur í forneskju hellamálverkanna og inn í framtíð þessa heillandi listmiðils.
Arnljótur Sigurðsson býður fram tónlistarhornið sitt góða Heyrandi nær og tekur að þessu sinni upp þráðinn frá því í síðustu. Við heyrum af vangaveltum og sögugrúski Arnljóts um um tengsl skákar og lista, með tilliti til samtíðarmannanna Sergeis Prokofievs og Marcels Duchamp.
Og við minnumst Vilborgar Dagbjartsdóttur sem féll frá síðastliðinn fimmtudag. Við rifjum upp feril hennar og heyrum upplestur hennar á tveimur ljóðum í þætti dagsins.
Umsjón: Guðni Tómasson og Tómas Ævar Ólafsson.
9/20/2021 • 55 minutes
Póetík í Reykjavík, Grátur og tár, Álfrún Gunnlaugsdóttir og Óræð lönd
Víðsjá heimsækir Gerðarsafn í Kópavogi í þætti dagsins þar sem myndlistartvíeykið Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson sýna verk sín þessa dagana. Þau Bryndís rýna í samspil manns og náttúru, ekki síst á Norðurslóðum en verk þeirra verður hægt að skoða bæði í Gerðarsafni og í Listsafninu á Akureyri frá og með 25. september.
Margrét Bjarnadóttir, listamaður, kemur í heimsókn í Víðsjá en nú á dögunum birti hún greinina Ein mínúta í lífinu í greinasafninu Erindi; Póetík í Reykjavík sem kom út hjá Benedikt bókaútgáfu. Þar rekur hún nokkuð óhefðbundinn ritferil sem hverfist um dagbókaskrif, anagröm og fundin augnablik.
Sigurlín Bjarney fjallar um grát og tár í pistlum sínum um þessar mundir og núna beinir hún sjónum að tilfinningatárum og ólíkum gráti kynjanna.
Víðsjá minnist einnig Álfrúnar Gunnlaugsdóttur, rithöfunds, sem nú er fallinn frá, en hún var margoft gestur hér í þættinum á árum áður. Í þætti dagsins grípum við niður í gamla upptöku af spjalli Álfrúnar og Eiríks Guðmundssonar.
Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Guðni Tómasson
9/16/2021 • 55 minutes
Wild About You, Tannhäuser, Graham Ross og Bíddu bara
Víðsjá stingur í dag inn nefi í Mutt gallerí við Laugaveg en þar opnaði myndlistamaðurinn Tinna Royal sýninguna Wild About You um síðustu helgi. Á veggjum sýningarrýmisins hanga málverk í popplistarstíl. Í verkunum skapar Tinna myndasögupersónum frá 5. áratug síðustu aldar nýtt samhengi sem afhjúpar vandræðaleg samskipti, úreltar staðalímyndir og gamalkunnar aksjónhetjur.
Slegið verður á þráðinn til Ólafs Kjartans Sigurðarssonar óperusöngvara sem hefur í nógu að snúast þessa dagana á óperusviðum Þýskalands en í Óperukvöldi Útvarpsins á annað kvöld verður á dagskrá Rásar 1 hljóðritun af óperunni Tannhäuser eftir Richard Wagner þar sem Ólafur Kjartan fer með eitt aðalhlutverkanna.
Breski kórstjórinn Graham Ross verður einnig tekin tali í þætti dagsins en hann stjórnar kór Clare College háskólans frá Cambridge á tónleikum í Hallgrímskirkju á laugardag.
Og að endingu segir Snæbjörn Brynjarsson, leiklistarrýnir Víðsjár, hlustendum skoðun sína á grínleiknum Bíddu bara í Gaflaraleikhúsinu.
Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Guðni Tómasson.
9/15/2021 • 55 minutes
Tónlist og skák, Ludwig Wittgenstein og Steingrímur Gauti í París
Í Víðsjá dagsins verður rætt við Jóhann Hauksson um Rannsóknir í heimsspeki, fræga bók austurríska heimspekingsins Ludwigs Wittgenstein sem Jóhann hefur þýtt og Háskólaútgáfan gefur út. Í tónlistarhorninu Heyrandi nær setur Arnljótur Sigurðsson tónlist og skák í brennidepli að þessu sinni, en við fáum að gægjast í parísaróperuna og auk þess heyra tónlist hirðtónskálds Lúðvíks fimmtánda sem kunni ýmislegt fyrir sér á skákborðinu. Slegið verður á þráðinn til listmálarans Steingríms Gauta sem nú sýnir í glænýju galleríi í Mýrinni í Paris.
Umsjón: Guðni Tómasson
9/14/2021 • 53 minutes, 15 seconds
Tunglleysa, Hlið við hlið. Eilif Shafak og Ásta Sigurðardóttir
Í þætti dagsins fáum við tónlistarmenn í heimsókn. Pan Thorarensen og Þorkell Atlason gáfu nú á dögunum út plötuna Tunglleysa en hún er tilraunakennt sveimverk sem þeir hafa unnið með góðum gestum á borð við Katrínu Mogensen, Claudio Puntin og Mari Kalkun.
Sagt verður frá tyrkneska rithöfundinum Eilif Shafak en hún fékk um helgina bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness sem afhent voru í tengslum við Bókmenntahátíð í Reykjavík. Hlustendur heyra brot úr viðtali við Shafak sem Jórunn Sigurðardóttir tók við hana við það tilefni.
Snæbjörn Brynjarsson leiklistargagnrýnandi Víðsjár fjallar um söngleikinn Hlið við hlið sem sýndur er um þessar undir í Gamla bíói.
Og loks verður Friðrika Benónýsdóttir tekin tali en á dögunum var endurútgefin ævisaga Friðriku um Ástu Sigurðardóttur rithöfund og myndlistarkonu, en hún kom út árið 1992 og heitir Minn hlátur er sorg.
Umsjón: Guðni Tómasson og Tómas Ævar Ólafsson
9/13/2021 • 55 minutes
Ótrúlegt en satt, Samfélag skynjandi vera, Ég brotna 100% niður
Víðsjá hugar áfram að Bókmenntahátíð í Reykjavík í þætti dagsins. Rithöfundurinn Alexander Dan kemur í heimsókn en hann kemur fram á bókmenntahátíð á tveimur pallborðsumræðum. Fyrst núna í kvöld á viðburði sem nefnist Ótrúlegt en satt í Iðnó, en líka pallborðinu Sagnfræði, sálfræði, Sci-fi sem fram fer í Norræna húsinu klukkan 12 á föstudag.
Skáldið Eydís Blöndal er að gefa út ljóðabókina Ég brotna 100% niður. Eydís hefur áður gefið út ljóðabækurnar Tíst og Bast og Án tillits við mikið lof. Við ræðum nýju ljóðabókina, hamfarahlýnun, móðurhlutverkið og innsta eðli manneskjunnar við Eydísi í þætti dagsins.
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir kíkti á haustsýningu Hafnarborgar nú á dögunum sýninguna Samfélag skynjandi vera. En sú sýning er hugarfóstur sýningarstjóranna Wiolu Ujazdowsku og Huberts Gromny og er henni ætlað skapa vettvang þar sem margar raddir mætast og ólíkir möguleikar tjáningar og skynjunar eru skoðaðir. Ólöf Gerður segir okkur frá þessari forvitnilegu Hafnarfjarðarsýningu í þætti dagsins.
Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Guðni Tómasson
9/9/2021 • 55 minutes
Nikkur, Tungl og bækur
Víðsjá 8. sept 2021
Í Víðsjá dagsins mætir íslensk-norska Storm dúóið í þáttinn en það skipa harmonikkuleikararnir Ásta Soffía Þorgeirsdóttir og Kristina Farstad Bjørdal, en þær stöllur eru að leggja upp í tónleikaferð um landið á næstu dögum. Þær Ásta og Kristina mæta auðvitað með nikkurnar sínar fallegu og taka fyrir okkur lagið.
Bókmenntahátíð í Reykjavík hefst í dag og af því tilefni hugum við sérstaklega að bókum í þætti dagsins. Rithöfundurinn Mao Alheimsdóttir lítur við en hún verður hluti af pallborðsumræðunni Heima Heiman sem veltir fyrir sér merkingu hugtaksins Heima. Einnig verður hún hluti af pallborðinu Sjálfsmynd Íslendinga í bókmenntum og annað sjónarhorn. Hún ræðir þessi þemu í þætti dagsins.
En á bókmenntahátíð fara einnig fram viðburðir handan dagskrár eða off-venue. Einn slíkur viðburður er útgáfa frá Tunglinu - forlagi en á Tunglkvöldi sem er í kvöld verða bækur Ástu Fanneyjar Siguðrardóttur, Gluggi - Draumskrá, og Páls Ivans frá Eiðum, Pulsur náttúrunnar (og önnur vonbrigði), til sölu og það aðeins í kvöld. Þær bækur sem ekki seljast verða brenndar.
Umsjón: Guðni Tómasson og Tómas Ævar Ólafsson.
9/8/2021 • 55 minutes
Rómeó og Júlía, Sparks og Lee Perry
Í Víðsjá dagsins segir Snæbjörn Brynjarsson, leikhúsgagnrýnandi þáttar, okkur frá frægustu ástarsögu allra tíma, leikritinu Rómeó og Júlíu sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir í leikstjórn Þorleifs Arnars Arnarssonar. Handritið í sýningunni hefur vakið nokkra athygli fyrir aðgengileika sinn, þýðingin er ný og talmálsleg. Það eru þau Jón Magnús Arnarsson og Harpa Rún Kristjánsdóttir sem þýða.
Hljómsveitin Sparks skýtur einnig upp kollinum í þætti dagsins. Bræðurnir Ron og Russel Meal hafa í ár skrifað og samið tónlistina fyrir kvikmyndina Annette sem frumsýnd var á kvikmyndahátíðinni í Cannes í sumar en einnig er að koma út heimildarmynd um bræðurnar. Einnig vekur það athygli að í ár 2021 eru komin 50 ár frá útgáfu fyrstu plötu þeirra og því ætlum við í Víðsjá að gefnu tilefni að velta okkur aðeins uppúr þessari skemmtilegu hljómsveit í þætti dagsins.
Arnljótur Sigurðsson verður með okkar að vana með tónlistarhornið Heyrandi nær. Í dag minnist hann hins geggjaða snillings Lee Perry. Við fáum að liggja á hleri í heimastúdíói hans Svörtu Örkinni, þar sem hann framleiddi margar grundvallarplötur reggítónlistarinnar og þróaði áfram hina byltingarkenndu döbb tónlist.
Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Guðni Tómasson
9/7/2021 • 55 minutes
Víkingur Heiðar, Mozart og samtímamennirnir
Víðsjá 6. september 2021,
Þátturinn er í dag helgaður píanóleikaranum Víkingi Heiðari Ólafssyni. Víkingur er tekinn tali um nýjustu plötu sína sem kom út á föstudag og hefur að geyma verk Mozarts og samtímamanna hans. Það er Guðni Tómasson sem ræðir við Víking.
Tónlistin í þættinum er öll af nýjustu plötu Víkings Mozart and Contemporaries
9/6/2021 • 55 minutes
Sjálfsvorkunn, grátur, Sagnfræðistofnun HÍ og söngleikurinn Fimm ár
Í Víðsjá í dag verður rætt við rithöfundinn Ingólf Eiríksson um glænýja skáldsögu sem kemur úr í dag þann annan september og nefnist Stóra bókin um sjálfsvorkunn. Ingólfur hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2021 fyrir bókina. En áður hefur hann gefið út ljóðsöguna KLÓN hjá Máli og menningu og ljóðabókina Línuleg dagskrá í seríu Meðgönguljóða hjá Partus Press.
Svo ætlar Sigurlín Bjarney Gísladóttir að byrja að rekja hlustendum hugleiðingar sínar um grát og tár í pistli sínum en Sigurlín Bjarney mun fjalla um þetta efni í Víðsjá á fimmtudögum aðra hverja viku næstu vikurnar. Í fyrsta pistli veltir hún fyrir sér þessu fyrirbæri sem geta runnið og jafnvel spýst úr augnkirtlum okkar.
Guðmundur Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands, verður tekinn tali um afmælissýningu Sagnfræðistofnunar sem opnuð verður í dag í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar en stofnunin heldur upp á 50 ára afmæli sitt þessa dagana.
Og að endingu verður farið í heimsókn í Hof á Akureyri þar sem söngleikurinn Fimm ár eftir Jason Robert Brown verður sýndur í kvöld en kemur síðan til sýninga í Tjarnarbíói á næstu dögum. Við heyrum í Viktoríu Sigurðardóttur Stefaníudóttur og Rúnari Kristni Rúnarssyni sem leika og syngja í þeirri sýningu.
9/2/2021 • 55 minutes
Plöntutíð, Flanerí og stjórnsýsla menningar og lista
Víðsjá miðvikudaginn 1. sept 2021
Í Víðsjá í dag verður hugað að hljóðvappinu Flanerí en það eru hljóðgöngur um sögu og samtíma í hlaðvarpsformi sem Aðalbjörg Árnadóttir og Snorri Rafn Hallsson standa að, ásamt fleirum.
Einnig verður Erling Jóhannesson forseti Bandalags íslenskra listamanna gestur þáttarins en bandalagið hefur á undanförnum dögum sett fram hugmyndir sínar um bætta og markvissari stjórnsýslu lista og menningar í íslensku stjórnkerfi.
Þá verður Andrea Elín Vilhjálmsdóttir tekin tali um sviðslistahátíðina Plöntutíð sem fram fer núna um helgina en á henni er hægt að fara í hljóðgönguna BRUM í Heiðmörk þar sem þáttakendur hlusta sig inn í skóginn.
Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Guðni Tómasson
9/1/2021 • 55 minutes
Hagi, ritþing um Braga, Vinsamlegast bíðið og litir miðalda
Víðsjá 31. ágúst 2021
Þorgrímur Jónsson bassaleikari er einn þeirra tónlistarmanna sem sendir frá sér nýja plötu þessa dagana, í tengslum við djasshátíð í Reykjavík sem nú stendur yfir. Þetta er önnur platan sem Þorgrímur sendir frá sér í eigin nafni með hjálp góðra manna, hún heitir Hagi og er innblásin af Vestfjörðum.
Við hugum líka að ritþingi Gerðubergs sem fram fer á laugardaginn en það er stefnumót við Braga Ólafsson rithöfund og ber titilinn ?Á horni Bayswater Road og Lækjargötu?. Stjórnandi þingsins er Guðrún Lára Pétursdóttir og spyrlar eru Kristín Svava Tómasdóttir og Einar Falur Ingólfsson. Við heyrum í Kristínu Svövu og heyrum jafnframt brot úr óbirtu viðtali við Braga sem verður á dagskrá Rásar 1 í september í þáttaröðinni Börn tímans.
Við kíkjum líka niður í miðbæ í galleríið Mutt, laugavegi 48, og ræðum við myndlistarmennina Kristínu Karólínu Helgadóttur og Kristínu Helgu Ríkarðsdóttur um sýningu þeirra í rýminu sem kallast Vinsamlegast bíðið. Á sýningunni er sýningarrýminu breytt í biðstofu og á veggjunum hanga ljósmyndir og eitt vídjóderk sem laga sig að fagurfræði biðstofunar og fjalla jafnframt um biðina.
Og við sláum á þráðinn vestur í Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, sértaklega til að spyrja út í liti miðalda.
Víðsjá í umsjón: Guðna Tómassonar og Tómasar Ævars Ólafssonar kl. 16:05 á Rás 1.
8/31/2021 • 55 minutes
Skynjandi verur, Hróðmar Sigurðsson og Heyrandi nær.
Víðsjá 30. ágúst 2021
Umsjón: Guðni Tómasson og Tómas Ævar Ólafsson.
Rætt við Hróðmar Sigurðsson gítarleikara um nýja djassplötu hans.
Arnljótur Sigurðsson með tónlistarhornið Heyrandi nær. Fjallar í dag um tamborínuna.
Farið á haustsýninguna Samfélag skynjandi vera í Hafnarborg. Viðmælendur: Wiola Ujazdowska, Melanie Ubaldo og Kathy Clark
8/30/2021 • 52 minutes, 25 seconds
Nína Tryggva, Picasso stuldur, misskipting auðs og Ást á elliheimili
Ert þú góð manneskja? Það er spurningin sem leikkonan Sara Rut Arnardóttir spyr sjálfa sig og áhorfendur í einleiknum Ást á elliheimili sem fluttur verður á Reykjavík Fringe Festival í næstu viku. Einleikurinn er tragískur gamanleikur sem byggir á 9 ára reynslu höfundar í ummönnunarstarfi. Sara Rut segir frá einleiknum í Víðsjá dagsins.
Við förum líka til Grikklands þar sem stolin myndlist fannst á dögunum. Árið 2012 var nokkrum myndlistarverkum stolið af ríkislistasafninu í Aþenu en þau hafa nú verið endurheimt. Þar á meðal er verk eftir Pablo Picasso sem hann gaf grísku þjóðinni eftir síðari heimsstyrjöld. Við hringjum í Jón Proppé listfræðing og ræðum við hann um Picasso og listaverkaþjófnað.
Í Víðsjá í dag verður hugað að nýju safni utan um verk Nínu Tryggvadóttur sem Reykjavíkurborg áætlar að stofnsetja, en tilkynnt var um þær áætlanir á dögunum. Rætt verður við Hjálmar Sveinsson, formann menningar- íþrótta og tómstundaráðs borgarinnar.
Og loks flytur Halldór Armand Ásgeirsson hlustendum pistil um endalok rómverska lýðveldisins, íslenskar auðlindir og söluna á Íslandsbanka.
Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Jóhannes Ólafsson.
7/1/2021 • 55 minutes
Richard Brautigan, rusl, Sumartónleikar í Skálholti og Alice B. Toklas
Í dag kemur út ný þýðing hjá Tunglinu forlagi sem heitir 30sti júní, 30sti júní eftir Richard Brautigan. Þetta er eins konar ferðasaga um Japan, þar sem tungumálaerfiðleikar og framandi menning framkalla einsemd og undrun. Bókin kom út árið 1978 og var síðasta ljóðabók Brautigans. Þórður Sævar Jónsson þýddi bókina og hann kemur og segir frá bókinni.
Flökkusagan segir að hvar sem stungið er niður skóflu í Hljómskálagarðinum megi finna rusl vegna þess að lengi vel var í garðinum einn helsti ruslahaugur borgarinnar. Í dag er sorpið sem þar er grafið orðið afar sérstakt rusl sem mætti jafnvel skilgreina sem fornminjar. Árið 2020 gróf Ágústa Edwald Maxwell, fornleifafræðingur, lítin skurð í garðinum og skoðaði þessar minjar. Víðsjá tekur hana tali í dag um ruslið í Hljómskálagarðinum.
Sumartónleikahátíðin í Skálholti hefst í kvöld og stendur til 11. júlí. Í Víðsjá í dag verður rætt við Ásbjörgu Jónsdóttur, annan tveggja listrænna stjórnenda hátíðarinnar, og Eygló Höskuldsdóttur tónskáld sem ásamt Hauki Tómassyni er annað tveggja staðartónskálda í Skálholti í ár.
Og Gauti Kristmannsson verður á sínum stað með bókmenntagagnrýni í Víðsjá í dag. Hann las Ævisögu Alice B. Toklas eftir Gertrude Stein sem nýlega kom út í þýðingu Tinna Bjarkar Ómarsdóttur undir merkjum sígildra samtímaverka hjá Unu útgáfuhúsi.
Umsjón með Víðsjá í dag: Tómas Ævar Ólafsson og Jóhannes Ólafsson
6/30/2021 • 55 minutes
Move, Lygatréð, Tekistur og sumarsýningar Listasafni Árnesinga
Lygatréð eða The Lie Tree er ungmennafantasía eftir breska rithöfundinn Frances Hardinge sem hefur átt mikilli velgengni að fagna frá því að bókin kom fyrst út árið 2015. Lygatréð kom nýverið út hjá Partus forlagi í þýðingu Dýrleifar Bjarnadóttur. Við hringjum vestur um haf til Bandaríkjanna þar sem Dýrleif er búsett og kynnum okkur bókina betur.
Óskar Guðjónsson saxófónleikari verður tekin tali um djass-hljómsveitina Move sem hann skipar ásamt Matthíasi Hemstock, Eyþóri Gunnarssyni og Valdimar Kolbeini Sigurjónssyni, en sveitin heldur tónleika í Kaldalóni Hörpu á miðvikudagskvöld.
Í þætti dagsins verður einnig hugað að rykugum kössum. Nánar tiltekið gömlum tekistum fullum af segulböndum sem fundust í dánarbúi breska upptökustjórans Joe Meek og eru nú á leiðinni í útgáfu hjá plötufyrirtækinu Cherry Red Records.
Og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir kíkir í Hveragerði á þrjár sýningar, Rósku, Iðustreymi og Yfirtaka í Listasafni Árnesinga.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson og Tómas Ævar Ólafsson
6/29/2021 • 55 minutes
Umskiptingar, Heyrandi nær og Sjálfsævisaga Alice B. Toklas
Í Víðsjá í dag verður hugað að nýrri en samt sígildri bók. Sjálfsævisaga Alice B. Toklas kom út í íslenskri þýðingu í síðustu viku í ritröð Unu útgáfuhúss Sígild samtímaverk. Bókin er sjálfsævisaga en samt eiginlega ekki sjálfsævisaga. Víðsjá fær til sín þýðanda verksins Tinnu Björk Ómarsdóttur til að útskýra hvað er á seyði.
Umskiptingar hafa verið á flestra vörum undanfarið, allt frá því að sjónvarpsþættirnir Katla voru frumsýndir á streymisveitunni Netflix. Þættirnir glíma við þetta dularfulla þjóðsagnaminni, þegar huldufólk og álfar skipta út mannabörnum fyrir sín eigin afkvæmi. Víðsjá fær til sín Kristinn Schram, þjóðfræðing, til þess að segja betur frá umskiptingum.
Og Arnljótur Sigurðsson verður einnig með tónlistarhornið Heyrandi nær á sínum stað á mánudegi. Arnljótur tekur fyrir döbbskáldið Linton Kwesi Johnson, hvers rödd verkaði jafnt á stéttir, hátt og lágt.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson og Tómas Ævar Ólafsson
6/28/2021 • 55 minutes
Objective, Draumur um ferðalag, VERA og Hal Sirowitz
Björn Erlingsson verður gestur þáttarins en hann gaf á dögunum út plötuna Draumur um ferðalag. Við heyrum um íslenskan heimilisiðnað þar sem Björn spilar á öll hljóðfæri og mælir kveðskap sinn af munni fram.
Við heimsækjum líka Ásmundarsal til þess að athuga með sýninguna Hang around / Pool around / Fly around þar sem þverfaglega hönnunarteymið Objective, sem skipað er þeim Jónu Berglindi Stefánsdóttur textílhönnuði og Helgu Láru Halldórsdóttur fatahönnuði, sýnir verk sín.
Á línunni verður listamaðurinn Iða Brá Ingadóttir en í lok maí opnaði hún sýninguna VERA í Listasal Mosfellsbæjar. Viðfangsefni sýningarinnar er ástandið milli svefns og vöku.
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson kíkir í heimsókn og ræðir nýútkomna ljóðaþýðingu bandaríska ljóðskáldsins Hal Sirowitz. Bókin Sagði sálfræðingurinn minn kom nýlega út í þýðingu Aðalsteins, sem segir frá höfundi og les nokkur ljóð.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson og Tómas Ævar Ólafsson
6/24/2021 • 52 minutes, 52 seconds
Starfsár Sinfó, Borgarfjarðarblómi, Huldumaður og víbrasjón
Í Víðsjá í dag verður hugað að komandi starfsári hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands þegar Árni Heimir Ingólfsson listrænn ráðgjafi sveitarinnar verður tekinn tali. Einnig verður hugað að Borgarfjarðarblóma þegar myndlistarmaðurinn Viktor Pétur Hannesson verður tekinn tali en hann vinnur myndlist sína úr borgfirskum jurtum og ferðast um á ferðavinnustofu sinni, Afleggjaranum.
Dúettinn Huldumaður og víbrasjón verður líka meðal gesta Víðsjár í dag en hann er skipaður þeim Heklu Magnúsdóttur þeramínleikara og Sinda Frey Steinssonar gítarleikara. Þau fara á flakk um landið í sumar og flytja sönglög Magnúsar Blöndal Jóhannssonar tónskáld í nýstárlegum útsetningum fyrir þeramín, gítar, flautu og hljóðgervil. Hekla og Sindri eru gestir Víðsjár í dag og ræða verkefnið og tónskáldið á bak við verkin.
Umsjón: Guðni Tómasson og Jóhannes Ólafsson
6/23/2021 • 55 minutes
Blue, Salka, Þagnarbindindi og Innansveitarkronika
Á Gljúfrasteini, húsi nóbelsskáldsins Halldórs Laxness í Mosfellssveit, stendur nú yfir sýning um næstsíðustu skáldsögu Halldórs, Innansveitarkroniku. Sýningin opnaði í fyrra en sökum heimsfaraldurs og samkomubanns reyndist það ekki beint ár safnaheimsókna og kemur hún því til með að standa áfram um nokkra hríð. Víðsjá hugar í dag að þessari sýningu og ræðir við Guðnýju Dóru Gestsdóttur og Hlíf Unu Bárudóttur. Í dag eru einnig liðin fimmtíu ár frá því að platan Blue, úr smiðju kanadísku tónlistarkonunnar Joni Mitchell kom út og af því tilefni verður þessi ágæta plata rifjuð upp í Víðsjá dagsins. Ný bókaverslun bókaútgáfunnar Sölku verður einnig heimsótt og þar rætt við húsráðendur, Dögg Hjaltalín og Önnu Leu Friðriksdóttur. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar einnig um nýbakaða verðlaunaljóðabók Höllu Þórlaugar Óskarsdóttur, Þagnarbindindi.
Umsjón með Víðsjá í dag hafa Guðni Tómasson og Jóhannes Ólafsson.
6/22/2021 • 55 minutes
Músur Hallgerðar, Hjörtur Yngvi Jóhannsson og The Congos
Í Víðsjá í dag verður rætt við Hallgerði Hallgrímsdóttur um myndlistarsýningu hennar sem heitir Muse og er í Gallerí Port við Laugaveg. Í tónlistarhorninu Heyrandi nær verður Arnljótur Sigurðsson í sumarfílíng og skellir sér að þessu sinni til Jamaíku og fer ofan í kjölinn á biblíutilvísunum í reggí meistarastykkinu Heart of the Congos með The Congos frá 1977.
Og loks verður tónlistarmaðurinn Hjörtur Yngvi Jóhannsson gestur Víðsjár en hann heldur sína fjórðu einleikstónleika á sunnudaginn. Þeir eru undir yfirskrftinni ?24 myndir? og eru hluti af Sumartónleikarröð Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfirði þar sem Hjörtur leikur á píanó og spinnur á staðnum 24 píanóverk í öllum tóntegundunum.
Umsjón með Víðsjá hafa Guðni Tómasson og Jóhannes Ólafsson
6/21/2021 • 55 minutes
Hljóðmyndir, Sjálfið, Högni Egilsson
Í Víðsjá í dag verður rætt við Högna Egilsson tónlistarmann um sköpun kvikmyndatónlistar en tónlist Högna spilar stóra rullu í þáttaröðinni Kötlu sem Baltasar Kormákur leikstýrir og frumsýnd verður á streymisveitunni Netflix á morgun, 17. Júní.
Í bíó er hið sjónræna yfirleitt sett í aðalhlutverk en á viðburðinum HljóðMyndum er boðið upp á nokkuð óvenjulega upplifun í bíósal þar sem slökkt er á myndvarpanum og hljóðlistin fær að njóta sín. Í Víðsjá í dag heyrum við í Þórönnu Dögg Björnsdóttur og Curver Thoroddssen, listrænum stjórnendum þessa viðburðar.
Og Kristín Eiríksdóttir rithöfundur heldur áfram að velta fyrir sér margskonar skrifum í pistlum sínum í Viðsjá og í dag er hún með hugann við sjálfið.
Umsjón: Guðni Tómasson og Tómas Ævar Ólafsson.
Í Víðsjá í dag verður rætt við skáldið og myndlistarmanninn Evu Schram um sýninguna Orta III í Galleríinu Ramskram á Njálsgötu. Hugað verður að verkum Guðmundu Andrésdóttur listmálara en sýning á verkum hennar, Hrynjandi, var opnuð í Hafnarborg um síðustu helgi. Gauti Kristmannsson, bókmenntagagnrýnandi Víðsjár, segir hlustendum frá bókinni Wake, Siren: Ovid Resung eftir Ninu MacLaughlin en þar er á ferðinni feminísk enduryrking á Ummyndunum rómverska skáldsins Ovids og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir rýnir í sjónrýnipistli sínum í yfirlitssýningu á verkum hönnuðarins Kristínar Þorkelsdóttur, sem nú stendur yfir í Hönnunarsafni Íslands
Umsjón: Guðni Tómasson og Tómas Ævar Ólafsson.
Í Víðsjá dagsins verður rætt við tónskáldið Þórð Magnússon um tónverk hans við ljóðið Gunnarshólma eftir Jónas Hallgrímsson sem nú kemur út í hljóðriti. Arnljótur Sigurðsson tekur fyrir lagið Tom's Diner með Suzanne Vega í tónlistarhorninu Heyrandi nær. Víðsjá hugar einnig að tónlistarmanninum Bob Dylan, en hann varð áttræður þann 24. maí síðastliðin og í kjölfar þess stórafmælisins rifjaði Þórdís Gísladóttir, rithöfundur, upp um tíu ára grein eftir sænska tónlistarblaðamanninn Hönnu Fahl þar sem hún setur fram fyrirbærið Dylanmenn. Hlustendur heyra einnig af nýrri Pulitzer verðlaunabók, The Nightwatchmen eftir Louise Erdrich, en verðlaunin voru afhent á föstudag.
Umsjón: Guðni Tómasson og Tómas Ævar Ólafsson.
6/14/2021 • 55 minutes
Iðavöllur, Stanslaus titringur, fiðlukonsert, Ekki er hægt að útiloka
Í Víðsjá dagsins verður haldið í Hafnarhús Listasafns Reykjavíkur en þar verður opnuð í kvöld samsýningin Iðavöllur - Íslensk myndlist á 21. öld. Þuríður Jónsdóttir tónskáld segir frá nýjum fiðlukonserti sínum sem Una Sveinbjarnardóttir leikur einleik í á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld. Einnig verður rætt við myndlistarmanninn Siggu Björg Sigurðardóttir sem opnaði sýninguna Stanslaus titringur í Borgarbókasafninu í Gerðubergi síðastliðinn laugardag. Á sýningunni má sjá verk úr nýrri seríu af teikningum Siggu Bjargar stækkuð á veggi andyrisins en einnig hreyfimyndverkið Fimm óp - óður til óttans og Edvards Munch. Og loks flytur Halldór Armand Ásgeirsson hlustendum pistil sinn þar sem hann fjallar um frasann: Ekki er hægt að útiloka ...
Umsjón Guðni Tómasson og Tómas Ævar Ólafsson
6/10/2021 • 55 minutes
Sigurhæðir, Maístjarnan og Y gallerí
Víðsjá 9. Júní 2021
Víðsjá hugar í dag að Maístjörnunni, ljóðaverðlaunum sem Landsbókasafn Íslands og Rithöfundasambandið standa að. Verðlaunin voru afhent í gær við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðu. Í Víðsjá dagsins verður rætt við verðlaunahafann Höllu Þorlaugu Óskarsdóttur og hlustendur heyra einnig ávarp sem hún flutti við afhendinguna. Einnig verður haldið í Hamraborgina á Kópavogi en þar hóf starfsemi í yfirgefinni bensínstöð nýtt gallerí um síðustu helgi. Galleríið heitir Y og í Víðsjá dagsins verður rætt við Sigurð Atla Sigurðsson einn af aðstandendum gallerísins og Unu Björg Magnúsdóttur sem er fyrst allra til að sína verk sín í þessu óvenjulega galleríi. Gígja Hólmgeirsdóttir heimsækir einnig Sigurhæðir, hús skáldsins Matthíasar Jochumssonar á Akureyri, sem nú hefur gengið í gegnum endurbætur og ræðir þar við Kristínu Þóru Kjartansdóttur frá Flóru menningarhúsi sem nýlega gekk frá leigusamningi við Akureyrarbæ til næstu fjögurra ára.
Umsjón: Guðni Tómasson og Tómas Ævar Ólafsson.
Mynd: www.rsi.is
6/9/2021 • 52 minutes, 28 seconds
Draumkafanir, Bibliotec Nordica, Dagbókin og Sons of Kemet
Víðsjá 8. júní 2021
Í Víðsjá dagsins verður fjallað um bókina Uppskriftabók fyrir Draumkafanir eftir Stefaníu Pálsdóttir, rithöfund. Bókinni, sem kom út í síðustu viku, er ætlað að kenna lesendum aðferðir til þess að vakna eða að verða meðvitaðir í draumi. Rætt verður við Stefaníu Pálsdóttir um Draumkafanir í Víðsjá dagsins. Gauti Kristmannsson, bókmenntagagnrýnandi Víðsjár, segir frá upplifun sinni af lestri sögulegu novellunnar Dagbókin eftir Önnu Stínu Gunnarsdóttur. Hlustendur heyra einnig af bókverkasafninu Bibliotec Nordica sem nú er til sýnis í Þjóðarbókhlöðunni og rætt verður við tvær af meðlimum bókverkakvennahópsins Arkanna, þær Svanborgu Matthíasdóttur og Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur, um þáttöku í því verkefni. Víðsjá býður einnig upp á tónlist af nýútkomnu plötunni Black to the Future með bresku hljómsveitinni Sons of Kemet en þar er tónlistarstíllinn fjörleg en pólitísk samsuða jazz tónlistar, kalipsó og rapps.
Umsjón: Guðni Tómasson og Tóma Ævar Ólafsson.
6/8/2021 • 55 minutes
Listasafn Árnesinga, Martha Argerich og Heyrandi nær í Japan
Á laugardaginn opnuðu hvorki meira né minna en fjórar sýningar í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. En það voru sýningarnar Róska, Iðustreymi, Yfirtaka og Hvítur. Í Víðsjá dagsins kíkjum við þangað í heimsókn og ræðum við sýningarstjóra og listamenn sem þar eiga verk. Í tónlistarhorninu Heyrandi nær þessa vikuna veltir Arnljótur Sigurðsson fyrir sér uppgötvunum á nýrri tónlist á tækniöld og segir aðeins frá sínum tónlistarlegu ódysseifsförum, með Japan í forgrunni. Ennfremur verður píanóleikaranum Mörtu Argerich send afmæliskveðja, en hún varð áttræð um helgina.
Umsjón: Guðni Tómasson og Tómas Ævar Ólafsson.
Mynd: Eitt af verkum Rósku í Listasafni Árnesinga.
6/7/2021 • 55 minutes
Anna Þorvaldsdóttir, Kristín Eiríksdóttir, Booker og Hlutbundin þrá
Í Víðsjá dagsins verður meðal annars hugað að Alþjóðlegu Booker verðlaununum sem veitt voru í gær. Þar bar franski rithöfundurinn David Diop sigur úr býtum fyrir skáldsöguna At Night All Blood is Black. Verkið hefur almennt fengið góða gagnrýni en lesendur eru hins vegar ekki allir jafn ánægðir. Í Víðsjá dagsins verður verkið og viðtökur þess gaumgæfðar. Einnig verður farið í heimsókn í Gerðarsafn í Kópavogi þar sem sýningarstjórarnir Dagrún Aðalsteinsdóttir og Weixin Chong verða teknar tali en á sýningunni Hlutbundin þrá, sem opnuð verður í safninu á laugardag, eiga verk átta myndlistarmenn frá Íslandi og Singapúr. Anna Þorvaldsdóttir, tónskáld, verður líka tekin tali en verk hennar Catamorphosis verður flutt á forvitnilegum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld, sem einnig verða í beinni útsendingu á Rás 1. Greint verður frá handhöfum nýræktarstyrkja Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem afhentir verða síðdegis og Kristín Eiríksdóttir, rithöfundur, flytur hlustendum jafnframt pistil þar sem hnífar verða á lofti.
Umsjón: Guðni Tómasson og Tómas Ævar Ólafsson.
6/3/2021 • 53 minutes, 23 seconds
Vorblót, Kakóserimoníur og Sigmar Matthíasson
Í Víðsjá í dag kl. 16:05 verður rætt við Sigmar Matthíasson bassaleikara um nýja plötu hans Meridian Metaphor sem kemur út á föstudag með nýjum tónsmíðum hans sem eru oftar en ekki undir áhrifum frá tónlist Balkanskagans. Hugað verður að Vorblóti ? sameiginlegri hátíð Tjarnarbíós og Reykjavík Dance Festival sem fram fer dagana 3.-.6. júní en Pétur Ármannsson, listrænn stjórnandi hátíðarinnar og Steinunn Ketilsdóttir, deildarforseti sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands verða gestir Víðsjár. Ennfremur verður Lilja Dögg Tryggvadóttir tekin tali um Kakóseremóníur en árið 2019 rannsakaði hún fyrirbærið í ritgerð sem kallaðist Kakóserimóníur: Notkun kakós á 21. öldinni í heilunar og slökunar tilgangi.
Umsjón Guðn Tómasson og Tómas Ævar Ólafsson.
6/2/2021 • 55 minutes
Sería forma, Síbreytileiki, Að telja upp í milljón og Kammersveitin
Víðsjá ræðir í dag við Ástu Fanneyju Sigurðardóttur um nýjustu bók hennar sem heitir Sería forma og kom út á dögunum hjá útgáfunni Þrjár hendur. Sýningarsalur Íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu verður heimsóttur og rætt við Valgerði Hauksdóttur sem þar sýnir verk sín á sýningu sem hún kallar Síbreytileika. Hugað verður að forvitnilegu tónleikahaldi Kammersveitar Reykjavíkur í Hörpu í kvöld þar sem verk eftir Nino Rota og Thierry Escaich verða í forgrunni og loks segir Gauti Kristmannsson, bókmenntagagnrýnandi Víðsjár, hlustendum frá upplifun sinni af lestri skáldsögunnar Að telja upp í milljón eftir Önnu Hafþórsdóttur.
Umsjón: Guðni Tómasson og Tómas Ævar Ólafsson
6/1/2021 • 55 minutes
Bakteríur, bókmenntaverðlaun og stórsveitartónlist
Í Víðsjá dagsins verður meðal annars rætt við Sigrúnu Pálsdóttur rithöfund sem fékk fyrir helgina íslensku bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins fyrir skáldverkið Delluferðin sem kom út 2019. Arnljótur Sigurðsson verður á heimavelli í tónlistarhorninu Heyrandi nær þegar hann hugar að tónleikum Stórsveitar Reykjavíkur sem fram fóru í síðustu viku með nýrri íslenskri tónlist. Jafnframt verður hugað að bakteríum og hlutverki þeirra við að hreinsa alda gömul listaverk.
Umsjón: Guðni Tómasson
5/31/2021 • 55 minutes
The Queen is Dead, Diskótek, Endurminningin
Í Víðsjá í dag verður meðal annars fjallað um hljómplötuna The Queen is Dead með ensku hljómsveitinni The Smiths en um þessar mundir eru 35 ár liðin frá útkomu hennar. Þetta var þriðja hljóðversplata hljómsveitarinnar og hún er mörgum talin vera ekki aðeins merkasta plata The Smiths, heldur ein af bestu plötum níunda áratugarins. Rætt verður við Kjartan Guðmundsson kennara og tónlistaráhugamann um plötuna í Víðsjá í dag. Víðsjá leggur einnig leið sína í Hafnarborg í Hafnarfirði og tekur þar tali myndlistarmanninn Arnfinn Amazeen en um helgina verður opnuð þar sýning hans sem Arnfinnur kallar Diskótek. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur heldur áfram að fjalla um mótsagnir í sögu og samtíð, í dag fjallar Halldór um endurminninguna, það hvernig okkur dreymir um veröld sem var ekki, gullöldina sem var ekki okkar.
5/27/2021 • 55 minutes
Gletta, Jónas, Kanye West, biskupsfrú
Í Víðsjá í dag verður meðal annars hugað að sýningarhaldi sumarsins í Glettu, sýningarrými á Borgarfirði eystri þegar Guðrún Benónýsdóttur verður tekin tali. Bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er verkið Hvað er svona merkilegt við það að vera biskupsfrú? eftir Hildi Hákonardóttur þar sem höfundur nýtir samtalsformið til að rekja sögu löngu horfinna biskupsfrúa og fyrirkvenna. Hlustendur heyra í höfundi bókarinnar í þætti dagsins. Og tveir ólíkir menn, skáldið Jónas Hallgrímsson og bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West koma við sögu að gefnu tilefni í Víðsjá í dag.
5/26/2021 • 55 minutes
Hermann Pálsson, þjóðarópera, Battiato, Í síkvikri mótun
Í Víðsjá í dag verður meðal annars fjallað um fræðimanninn, skáldið og þýðandann Hermann Pálsson en á morgun verða hundrað ár liðin frá fæðingu hans. Af því tilefni verður haldið málþing í Veröld - húsi Vigdísar - helgað Hermanni og mikilvægu framlagi hans til norrænna fræða. Hermann kenndi alla sína starfsævi við Edinborgarháskóla og óhætt að segja að fáir af hans kynslóð hafi haft jafn víðtæk áhrif á norræn fræði og hann gerði um sína daga. Rætt verður við Gísla Sigurðsson, sérfræðing á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, en hann er einn þeirra mörgu fræðimanna sem fjalla um Hermann og verk hans í Veröld á morgun. Einnig verður í Víðsjá í dag fjallað um nýja skýrslu nefndar um stofnun þjóðaróperu sem mennta- og menningarmálaráðuneyti birti fyrir síðustu helgi. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir leggur í sjónlistapistli dagsins leið sína í Hvelfinguna, sýningarrými Norræna hússins, til að sjá sýninguna ?Í síkvikri mótun: vitund og náttúra?. Sýningin er framlag Listaháskóla Íslands til nýafstaðinnar ráðstefnu Háskóla norðurslóða, eða University of the Arctic, þar sem rætt var um loftslagsmál, grænar lausnir, vistkerfi sjávar og málefni íbúa á norðurslóðum. Og tónlistarhornið Heyrandi nær verður á sínum stað í Víðsjá. Í dag ætlar Arnljótur Sigurðsson að heiðra minningu sikileyska tónlistarmeistarans Franco Battiato, sem féll frá í síðustu viku eftir fjölskrúðugan feril sem spannaði ríflega hálfa öld.
5/25/2021 • 55 minutes
Einleikarar, hugarburður, kaffibollar
Í Víðsjá í dag verður meðal annars farið í heimsókn á kaffihúsið Reykvík Rouster við Kárastíg í Reykjavík en þar stendur nú yfir sýning sem nefnist ,,Hundrað hlutir sem við heyrðum," en þar eru til sýnis hundrað kaffibollar með áletruðum brotum úr hundrað samtölum sem öll hafa átt sér stað á kaffihúsi. Að sýningunni stendur Studio allsber en hún er hluti af Hönnunarmars sem hófst vonum seinna í gær. Fyrir svörum verða vöruhönnuðirnir Agnes Freyja Björnsdóttir, Silvía Sif Ólafsdóttir og Sylvía Dröfn Jónsdóttir en saman fara þær fram undir merkjum Studio allsber. Víðsjá heyrir einnig í ungum einleikurum sem koma fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í kvöld. Sópransöngkonurnar Íris Björk Gunnarsdóttir og Marta Kristín Friðriksdóttir verðar teknar tali, fiðluleikarinn Johanna Brynja Ruminy og básúnuleikarinn Jón Arnar Einarsson. Og nýr pistlahöfundur kveður sér hljóðs í Víðsjá í dag. Kristín Eiríksdóttir er einn athyglisverðasti rithöfundur sinnar kynslóðar, en hún hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir verk sín, ljóð, sögur og leikrit. Kristín ætlar á fimmtudögum í Víðsjá að fjalla um skrif frá ýmsum sjónarhornum. Fyrirsögnin hjá Kristínu í dag er: ,,Nokkrar hugleiðingar um hugarburð."
5/20/2021 • 55 minutes
Dylan, Dylan, Dylan
Víðsjá er í dag helguð bandaríska tónlistarmanninum, söngvaskáldinu og Nóbelsverðlaunahöfundinum Bob Dylan sem verður áttræður á mánudag, 24. maí. Fluttur verður í heild sinni Víðsjárþáttur sem gerður var þegar Dylan varð sjötugur, árið 2011. Viðmælendur í þættinum eru Bubbi Morthens, Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðingur, Þórunn Jarla Valdimarsdóttir rithöfundur og Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir bókmenntafræðingur.
5/19/2021 • 55 minutes
Sirra, Hringleikur, Merki, Veisla
Í Víðsjá í dag verður meðal annars fræðst um sirkuslistahópinn Hringleik sem vinnur að því að byggja upp og styrkja sirkusmenningu á Íslandi með uppsetningu fjölbreyttra sirkussýninga, námskeiðshaldi og sirkusiðkun fyrir sirkusfólk. Hópurinn frumsýndi í Tjarnarbíói fyrir helgina nýsirkussýninguna Allra veðra von en sýningin er unnin í samstarfi við leikhópinn Miðnætti sem sér um leikstjórn, tónlist, búninga og leikmynd. Karna Sigurðardóttir og Eyrún Ævarsdóttir segja frá sýningunni og starfsemi Hringleiks í Víðsjá í dag. Ásmundarsafn í Laugardalnum verður heimsótt og þar rætt við myndlistarkonuna Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur en á nýrri sýningu sem heitir Ef lýsa ætti myrkri á hún í samtali við verk Ásmundar Sveinssonar og bygginguna sjálfa. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar um splúnkunýja íslenska skáldsögu, Merki, eftir Sólveigu Johnsen. Og Snæbjörn Brynjarsson leiklistargagnrýnandi þáttarins fjallar í dag um leikritið Veislu sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu fyrir helgi.
5/18/2021 • 55 minutes
Móttökur djasstónlistar, dauðinn í Njálu, tónlist frá Asíu
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Ólaf Rastrick sagnfræðing um grein sem birt er eftir hann í alþjóðlega tímaritinu Cultural History um móttökur djasstónlistar annars vegar hér á landi og hins vegar í Ástralíu í upphafi þriðja áratugar 20. aldar. Einnig verður Í Víðsjá í dag rætt við Torfa H. Tulinius, prófessor í íslenskum miðaldafræðum við Háskóla Íslands, um grein sem birtist í nýjasta hefti Ritsins, tímariti Hugvísindastofnunar, greinin nefnist ,,Til móts við dauðann í Brennu-Njáls sögu" en í henni nálgast Torfi verkið með hugtökum sálgreiningarinnar, meðal annars út frá hugmyndum Sigmunds Freud um dauðahvötina. Og tónlistarhornið Heyrandi nær verður á sínum stað í Víðsjá á mánudegi. Að þessu sinni fer Arnljótur Sigurðsson með hlustendur í ferðalag til Asíu, viðkomustaðir verða Japan, Suður-Kórea og Malasía.
5/17/2021 • 55 minutes
Chromo Sapiens, tónlist í þjóðkirkju, vinátta og einkahúmor
Í Víðsjá í dag verður meðal annars farið í heimsókn í kartöflugeymslurnar við Ártúnsbrekku en þar vinnur myndlistarkonan Hrafnhildur Arnardóttir - Shoplifter - að því að koma upp sýningu sinni Chromo Sapiens til frambúðar. Sýningin var framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2019 og er ein sú allra vinsælasta sem sett hefur verið upp í sögu Listasafns Reykjavíkur. Hún verður nú hluti af nýju menningarhúsi sem opnað verður í sumar. Hrafnhildur segir frá í Víðsjá í dag. Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, verður sérstakur gestur Víðsjár í dag að gefnu tilefni, en deilur varðandi starfslok Harðar Áskellssonar, kantors og organista við Hallgrímskirkju, hafa verið í umræðunni undanfarna daga. Margrét verður spurð út í stöðu tónlistarinnar innan þjóðkirkjunnar. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur ávarpar hlustendur og talar um mótsagnir í sögu og samtíð. Í dag er Halldór með hugann við vináttu og einkahúmor.
5/12/2021 • 52 minutes, 46 seconds
Nýjar raddir, strengjakvartettar, Hnútar, Karl Ágúst
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Önnu Hafþórsdóttur sem gaf á dögunum út skáldsöguna Að telja upp í milljón. Þetta er fyrsta skáldsaga Önnu sem hefur áður sent frá sér smásögur og ljóð. Sagan er önnur tveggja bóka sem báru sigur úr býtum í handritasamkeppni Forlagsins, Nýjar raddir, árið 2021. Einnig verður í þætti dagsins rætt við tónskáldin Gunnar Karel Másson og Ásbjörg Jónsdóttur um sköpun strengjakvartetta en þau eiga bæði ný verk á tónleikum í Salnum í kvöld þegar strengjakvarettinn Siggi frumflytur fjögur ný íslensk tónverk. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fjallar í sjónlistapistli dagsins um fyrirferðarlitla en áhugaverða sýningu í Hafnarhúsinu, sýningin nefnist Öllum hnútum kunnug og hverfist um reipagerð í tveimur ólíkum birtingarmyndum ? köðlum annarsvegar og netum hinsvegar. Sýningin er hluti af HönnunarMars en verður sett upp aftur í Norræna húsinu síðar í mánuðinum. Og Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um skáldsöguna Eldur í höfði eftir Karl Ágúst Úlfsson.
5/11/2021 • 55 minutes
Dostojevskí, Troika, Ivor Cutler
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Árna Bergmann í tilefni af því að á þessu ári eru 200 ár liðin frá fæðingu rússneska rithöfundarins Fjodors Dostojevskís. Víðsjá heimsækir einnig Listasafn Árnesinga til að skoða og ræða sýninguna Troika, en þar sýna verk sín þessa dagana þeir Kristján Steingrímur, Pétur Magnússon og Tumi Magnússon. Kristján segir frá sýningunni í þætti dagsins. Og þessa vikuna er skrautlegi fjöllistamaðurinn Ivor Cutler í brennidepli í tónlistarhorninu Heyrandi nær, en Ivor var fæddur fyrir tæpri öld síðan í Glasgow og varð óvænt uppáhald bresku blómabarnanna og fangaði eyru þvert yfir kynslóðabilin.
5/10/2021 • 55 minutes
Sumarnótt, Didda, JÁ/NEI, bólusetningar
Í Víðsjá í dag verður Ragnar Kjartansson myndlistarmaður heimsóttur á vinnustofuna en sýning hans Sumarnótt (Death Is Elsewhere) verður opnuð í Listasafni Íslands á morgun. Skáldið Didda heldur áfram að tala um listina að þrífast. Í dag flytur hún sinn fjórða og síðasta pistil að sinni, við sögu hjá henni í dag kemur annað skáld, Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum. Víðsjá heimsækir einnig í dag Auði Lóu Guðnadóttur myndlistarkonu í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur en í D-sal safnsins stendur nú yfir sýning hennar JÁ/NEI sem Auður Lóa ætlar að segja áhugasömum gestum safnsins frá í kvöld. Og bólusetningar koma við sögu að gefnu tilefni í Víðsjá í dag.
5/6/2021 • 55 minutes
Fallandi tré, Nickel-strákarnir, Vísur og kvæði
Í Víðsjá í dag verður meðal annars hugað að sýningunni Fallandi trjám liggur margt á hjarta í Kling og Bang galleríi og rætt við sýningarstjórann Helenu Aðalsteinsdóttur og tvo listamenn sem eiga verk á sýningunni, Þóreyju Björk Halldórsdóttur og Elínu Margot. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um skáldsöguna Nickel-strákarnir eftir bandaríska rithöfundinn Colson Whitehead, en sagan kom nýlega út í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar. Og Víðsjá hittir líka hagmæltan tónlistarmann, Þórarinn Má Baldursson víóluleikara, og ræðir við hann um nýja bók sem kemur út í dag og heitir einfaldlega Vísur og kvæði.
5/4/2021 • 55 minutes
Hörður, Faithfull, Davis, Haukur og Lilja
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Hörð Áskelsson um tónlistarlíf í Hallgrímskirkju en Hörður lætur nú af störfum sem organisti og kantor við kirkjuna eftir tæplega fjörutíu ára starf. Einnig verður sagt frá nýrri plötu með ensku tónlistarkonunni Marianne Faithfull, platan nefnist She Walks in Beauty, þar flytur Faithful ellefu ljóð eftir rómantísk skáld 19. aldar en plötuna vann hún með ástralska tónlistarmanninum Warren Ellis sem þekktastur er fyrir samstarf sitt við Nick Cave. Arnljótur Sigurðsson heldur áfram í tónlistarhorninu Heyrandi nær að skoða tónlistarlegar rætur rafbræðingstónlistar Miles Davis, en í pistli dagsins tekur hann fyrir tónlistarkonuna Betty Davis og skoðar þau mótandi tónlistarlegu áhrif sem hún hafði á sinn þáverandi, Miles Davis. Og Snæbjörn Brynjarsson leikhúsgagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um leikritið Haukur og Lilja eftir Elísabetu Jökulsdóttur sem frumsýnt var í Ásmundarsal í síðustu viku.
5/3/2021 • 55 minutes
Handritin, Nýló, Antigóna, að koma sér á kortið
Í Víðsjá í dag verður meðal annars slegið á þráðinn til Oslóar þar sem Már Jónsson sagnfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands verður tekinn tali um íslensk handrit víða um heim, en Már hefur á síðustu dögum fjallað um samskipti Íslands og Danmerkur og handritamálið, í opinberri umræðu. Nýkjörinn formaður Nýlistasafnsins, Sunna Ástþórsdóttir, verður tekin tali en aðalfundur Nýlistasafnsins var haldinn í gærkvöld. Einnig verður í Víðsjá í dag talað að gefnu tilefni um frasann ,,að koma okkur á kortið", þar sem eldgos á Time Square og fleira kemur við sögu. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur heldur áfram að tala um mótsagnir í sögu og samtíð. Í dag er Halldór með hugann við klassískt leikverk, Antígónu, eftir Forn-gríska skáldið Sófókles.
4/29/2021 • 55 minutes
Barnabókaverðlaun, Waiting Room, Handke
Í Víðsjá í dag verður greint frá því hvaða höfundar hljóta Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar, en verðlaunin voru afhent í þremur flokkum bóka fyrir börn og ungmenni í Höfða í dag. Rætt verður við höfundinn sem fékk verðlaunin fyrir bestu frumsömdu bókina á liðnu ári. Víðsjá heimsækir líka Harbinger sýningarrýmið við Freyjugötu í Reykjavík og ræðir þar við þær Bergþóru Snæbjörnsdóttur, Dögg Mósesdóttur og Rakel McMahon um sýningu þeirra Waiting Room. Og bók vikunnar hér á Rás eitt að þessu sinni er skáldsagan Hið stutta bréf og hin langa kveðja eftir austuríska Nóbelsverðlaunahöfundinn Peter Handke en bókin kom nýlega út í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar. Hlustendur heyra í Árna í Víðsjá í dag og þeir heyra líka stutt brot úr verkinu.
4/28/2021 • 55 minutes
Nickel-strákarnir, Töfrafundur, Dyrnar, Haukur og Lilja
Í Víðsjá í dag verður hugað að sýningunni Haukur og Lilja, tveggja manna leikverki eftir Elísabetu Jökulsdóttur sem frumsýnt verður á fimmtudagskvöld í Ásmundarsal við Freyjugötu. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um skáldsöguna Dyrnar eftir ungverska rithöfundinn Mögdu Szabó sem kom út í íslenskri þýðingu Guðrúnar Hannesdóttur á síðasta ári. Guðrún hlaut íslensku þýðingaverðlaunin fyrir verkið fyrr á þessu ári. Einnig verður í Víðsjá í dag fjallað um skáldsöguna Nickel-strákarnir eftir bandaríska rithöfundinn Colson Whitehead en hún kemur út á næstu dögum í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar. Whitehead fékk Pulitzer-verðlaunin á síðasta ári fyrir þetta verk sem byggt er á sögu raunverulegs skóla sem var starfræktur í Florida í rúma öld og mótaði líf þúsunda barna. Og í sjónrýni-pistli dagsins fer Ólöf Gerður Sigfúsdóttir á sýningu spænsk-íslenska listamannatvíeykisins Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar ?Töfrafundur ? áratug síðar?, sem nú stendur yfir í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar. Sýningin fjallar um stjórnarskrármálið svokallaða, og hreyfir við áhorfandanum á afar áhrifaríkan hátt með því að færa flókin pólitísk álitamál yfir á hið listræna svið og út til almennings.
4/27/2021 • 55 minutes
Barði, Kúbudeilan, Nashyrningar, Ludwig, Sly
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Barða Jóhannsson tónlistarmann en í síðustu viku kom út plata sem hefur að geyma tónlist sem Barði samdi við kvikmyndina Agony eftir ítalska kvikmyndaleikstjórann Michele Civetta. Einnig verður fjallað um nýútkomna bók um Kúbudeiluna og þýsku messó-sópransöngkonunnar Christu Ludwig minnst, en hún lést nú á dögunum á tíræðisaldri. Snæbjörn Brynjarsson leiklistargagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um leikritið Nashyrningana eftir fransk-rúmenska leikskáldið Eugéne Ionesco sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu í síðustu viku. Og óslípaði tónlistardemanturinn There's a Riot Going on með bandarísku hljómsveitinni Sly and the Family Stone verður í brennidepli í tónlistarhorninu Heyrandi nær, en á þessu ári eru fimmtíu ár liðin frá útgáfu þessarar tímamótaplötu.
4/26/2021 • 55 minutes
Moonbow, Óskar Árni, Didda, handritin
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við tónskáldið Gunnar Andréas Kristinsson um nýja plötu með verkum hans sem heitir Moonbow og kemur út hjá útgáfufyrirtækinu Sono Luminus á föstudag. Litið verður við í Hjarta Reykjavíkur en þar var opnuð um helgina sýningin Með tveimur fingrum þar sem sjá má myndljóð eftir rithöfundinn Óskar Árna Óskarssonar. Didda Jónsdóttir skáld heldur áfram að tala um listina að þrífast. Og gripið verður niður í fréttaauka frá 1. apríl 1971 þegar samningar náðust loks í handritadeilu Íslands og Danmerkur en í dag er þess minnst að fimmtíu ár eru liðin síðan handritin komu heim, Konungsbók Eddukvæða og Flateyjarbók.
Í Víðsjá í dag verður meðal annars hugað að starfi við björgun minja úr Tækniminjasafni Seyðisfjarðar eftir að aurskriður féllu á Seyðisfjörð í desember, en í hádeginu í dag var haldinn hádegisfyrirlestur um það starf í Þjóðminjasafni Íslands. Þar töluðu Zuhaitz Akizu forstöðumaður Tækniminjasafnsins á Seyðisfirði og Ágústa Kristófersdóttir framkvæmdastjóri safneignar Þjóðminjasafnsins, en þau verða tekin tali í þætti dagsins. Einnig verður í Víðsjá í dag rætt við Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra að gefnu tilefni um Benedikt Gröndal Sveinbjörnsson, bókasöfnun og sitthvað fleira. Á föstudag kom út plata sem heitir McCartney III: Imagined, en hún hefur að geyma endurgerðir ýmissa tónlistarmanna á lögum af plötunni McCartney III sem Paul McCartney sendi frá sér skömmu fyrir jól á síðasta ári. Á meðal tónlistarmanna sem leggja í púkkið má nefna Beck, St. Vincent, Blood Orange, Damon Albarn, Ed O'Brien úr Radiohead, og 3D úr Massive Attack. Hlustendur heyra tóndæmi í Víðsjá í dag. Og Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um skáldsöguna Um endalok einsemdarinnar eftir svissnesk-þýska rithöfundinn Benedict Wells en sagan kom nýlega út í íslenskri þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur.
4/20/2021 • 55 minutes
Dovlatov, Herra Z, On The Corner
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Þorstein Vilhjálmsson, doktorsnema í sagnfræði, sem birti á dögunum í Lestrarklefanum grein sem fjallar um ævi og höfundarverk þýska rithöfundarins Thomasar Mann og beinir þar ekki síst sjónum að Mann sem hinsegin höfundi, greinin ber yfirskriftina ,,Ástir og örlög hins ógurlega herra Z." Einnig verður rætt við Áslaugu Agnarsdóttur þýðanda um rússneska rithöfundinn Sergei Dovlatov en nú er komin út þýðing á smásaganasafni hans, Ferðatöskunni, frá árinu 1986. Og Arnljótur Sigurðssonar skoðar í tónlistarhorninu Heyrandi nær hina umdeildu rafbræðingsplötu Miles Davis, On The Corner, frá árinu 1972, Sly And The Family Stone og Karlheinz Stockhausen bregður fyrir að gefnu tilefni í umfjöllun Arnljóts í dag.
4/19/2021 • 55 minutes
Kristín Eiríksdóttir, Konungsbók, endurræsingin, dagur listar
Í Víðsjá í dag ræðir Kristín Eiríksdóttir rithöfundur um höfundarrétt og fleira í tengslum við umræðu sem fram hefur farið undanfarna daga um líkindi milli sjónvarpsþáttaraðarinnar Systrabönd í leikstjórn Silju Hauksdóttur, sem sýnd er í Sjónvarpi Símans, og leikrits Kristínar, Hystory, sem leikhópurinn Sokkabandið frumsýndi í Borgarleikhúsinu árið 2015. Kristín hefur ekki tjáð sig opinberlega um þetta mál hingað til en hún gerir það í Víðsjá í dag. Víðsjá hugar einnig í dag að miðlun á einu mesta menningardjásni þjóðarinnar, Konungsbók Eddukvæða, þegar listakonan Steiney Skúladóttir og Eva María Jónsdóttir verkefnastjóri hjá Stofnun Árna Magnússonar, verða teknar tali. Þær segja frá verkefni sem snýst um að miðla efni Konungsbókar Eddukvæða til nýrra kynslóða. Verkefnið er hluti af hátíðahöldum í tilefni þess að á miðvikudag í næstu viku verða fimmtíu ár liðin frá því að danska varðskipið Vædderen kom með Konungsbók og Flateyjarbók til Reykjavíkur og handritin komu heim. Í dag er alþjóðlegur dagur listarinnar, sem að þessu sinni er tileinkaður myndlistinni. Að því tilefni flytur Haraldur Jónsson myndlistarmaður ávarp í Víðsjá í dag. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur heldur áfram að tala um mótsagnir í sögu og samtíð. Í dag fjallar Halldór um The Great Reset, stóru endurræsinguna, og eftirplágusamfélagið.
4/15/2021 • 55 minutes
Sælir eru einfaldir, Lýðræði í mótun, Welcome 2 America
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Hrafnkel Lárusson um nýja doktorsritgerð hans í sagnfræði, Lýðræði í mótun. Félagastarf, fjölmiðlun og þátttaka almennings 1874-1915. Rannsókn sína varði Hrafnkell við Háskóla Íslands á mánudag. Í Víðsjá í dag verður einnig rifjuð upp að gefnu tilefni skáldsaga sem kom út fyrir um það bil 100 árum. Þetta er skáldsagan Sælir eru einfaldir eftir Gunnar Gunnarsson, sem kom út á dönsku síðla árs 1920, og fjallar um sjö daga í lífi nokkurra vina, á tímum drepsóttar, spænsku veikinnar í Reykjavík, og Kötlugoss, hvorki meira né minna. Þetta var þriðja og síðasta skáldsagan í röð svokallaðra kreppusagna sem Gunnar skrifaði á öðrum áratug síðustu aldar, þar sem hann glímdi við tilvistarlegar spurningar í skugga fyrri heimstyrjaldarinnar. Bókin varð mjög vinsæl og hefur staðist tímans tönn, hún var þýdd mjög fljótlega á þýsku, og síðan á ensku, norrænt meistaraverk, sögðu gagnrýnendur meðal annars. Í Víðsjá í dag verður fjallað um skáldsöguna Sælir eru einfaldir, og rætt við Jón Yngva Jóhannsson bókmenntafræðing og ævisagnaritara Gunnars Gunnarssonar. Og á dögunum var frá því greint að í júlí kæmi út áður óútgefin hljómplata með bandaríska tónlistarmanninum Prince, sem andaðist í apríl árið 2016, aðeins 57 ára að aldri. Platan nefnist Welcome 2 America, og var tekin upp að vorlagi árið 2010. Við segjum frá plötunni í þætti dagsins.
4/14/2021 • 55 minutes
Rushdie, Handke, Djöfulgangur, heiðríkja
Í Víðsjá í dag verður meðal annars fjallað um grein sem rithöfundurinn Salman Rushdie birti á dögunum í tilefni af 40 ára afmæli skáldsögunnar Miðnæturbörn, sem kom út árið 1981 og gerði Rushdie heimsfrægan á einu augabragði. Í greininni fjallar Rushdie um tilurð skáldsögunnar, aðferðir og aðföng og sömuleiðis um breyttan veruleika á Indlandi. Kaffihúsið Mokka verður heimsótt og þar rætt við Þórdísi Claessen um sýningu hennar þar sem heitir Djöfulgangur og heiðríkja. Og Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um skáldsöguna Hið stutta bréf og hin langa kveðja eftir austurríska Nóbelsverðlaunahöfundinn Peter Handke en bókin kom á dögunum út í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar.
4/13/2021 • 53 minutes, 17 seconds
Sigurður, Hulda, endurskipulag, raftónlist
Í Víðsjá í dag verður galleríið Berg Contemporary heimsótt en þar hefur verið sett upp sýning á verkum Sigurðar Guðjónssonar myndlistarmanns. Sigurður verður tekin tali í þættinum. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir leggur leið sína á hafnarbakkann og heimsækir sýningu Huldu Rósar Guðnadóttur, WERK ? Labor Move, sem nú stendur yfir í A-sal Hafnarhússins. Þótt sýningin láti ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn, vekur hún upp áleitnar og áríðandi spurningar um flókin samfélagsleg málefni, eins og stéttskiptingu, alþjóðahagkerfið og sitthvað fleira, á sýningarstað sem hefði ekki getað verið meira viðeigandi. Endurskipulagning kemur einnig við sögu í Víðsjá í dag. Og tónlistarhornið Heyrandi nær verður á sínum stað í Víðsjá á mánudegi. Að þessu sinni tekur Arnljótur Sigurðsson fyrir stikkprufur af raftónlist frá meginlandinu, við sögu hjá honum í dag kemur meðal annars kæruleysi í Kölnarborg og hárbeitt ádeila suður á Spáni.
4/12/2021 • 55 minutes
Guðbergur og Birna, Pogo Problem og Didda
Í Víðsjá í dag ætlum við meðal annars að ræða við Guðberg Bergsson rithöfund og Birnu Bjarnadóttur bókmenntafræðing og útgefanda um ljóðabók Guðbergs, Stíga, sem kom á dögunum út í spænskri þýðingu eftir Rafael García Perez. Ljóðabókin Stígar kom fyrst út árið 2001 og var þriðja ljóðabók Guðbergs. Spænska þýðingin kemur út í tvímála útgáfu hjá útgáfufyrirtæki sem nefnist Hin Kindin. Við ætlum líka í Víðsjá í dag að slá á þráðinn til Kaupmannahafnar og ræða við Steinar Guðjónsson gítarleikara í Kaupmannahöfn um nýja plötu tríósins Pogo Problem. Og Didda Jónsdóttir skáld talar öðru sinni í Víðsjá á fimmtudegi um listina að þrífast.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.
4/8/2021 • 55 minutes
Murakami, Frankenthaler, Ólafur Teitur, Megas
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Óttarr Proppé, verslunarstjóra Bóksölu stúdenta, um japanska rithöfundinn Haruki Murakami en í gær kom út á ensku hans nýjasta bók, sagnasafnið First Person Singular sem hefur að geyma átta sögur eftir þennan virta og vinsæla höfund. Óttarr Proppé hefur lengi verið dyggur lesandi verka Murakamis, og hann svarar meðal annars spurningunni: Hvers konar höfundur er Harurki Murakami? í Víðsjá í dag. Einnig verður í þættinum fjallað um bandaríska listmálarann Helen Frankenthaler, sem var ein af abstrakt-expressionistunum svokölluðu í listalífi Bandaríkjanna um miðja síðustu öld, en ný ævisaga er komin út um hana. Og Ólafur Teitur Guðnason segir að gefnu tilefni frá því hvernig textar og lög Megasar hafa komið við sögu í lífi hans, bæði í gleði og sorg, en Megas á einmitt afmæli í dag.
4/7/2021 • 55 minutes
Kjarval, Handke, Villalobos, radio.garden
Í Viðsjá í dag verður meðal annars hugað að sýningunni Eilíf endurkoma sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum þar sem verk samtímalistamanna eru sett í samhengi við verk Kjarvals. Einnig verður í Víðsjá í dag rætt við Árna Óskarsson um nýja þýðingu hans á skáldsögunni hið stutta bréf og hin langa kveðja eftir austuríska Nóbelsverðlaunahöfundinn Peter Handke en bókin kom á dögunum út hjá bókaforlaginu Uglu. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um skáldsöguna Ef við værum á venjulegum stað eftir mexíkóska rithöfundinn Juan Pablo Villalobos sem komin er út í íslenskri þýðingu Jóns Halls Stefánssonar. Og í tónlistarhorni Víðsjár, Heyrandi nær, fer Arnljótur Sigurðsson með hlutstendur í ferðalag til Mongólíu og Marokkó og fjallar um netforritið radio.garden.
4/6/2021 • 55 minutes
Jón Múli, krossfesting og mótsagnir, Vorar skuldir
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Vernarð Linnet um Jón Múla Árnason og áhrif hans á íslenska jazzmenningu en hundrað ár eins og kunnugt er liðin frá fæðingu Jóns í dag. Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur fjallar í þættinum í dag um krossfestinguna og mótsögnina í því þegar Guð hafnar sjálfum sér. Gréta Sigríður Einarsdóttir talar um menningarelítuna og hvers vegna hún er hrædd við myndlist. Grétu grunar að fleiri en hún glími við vanþekkingu á listasögu og séu af þeim sökum ragir við að taka þátt í umræðu um myndlist. Þá skapist vítahringur sem viðheldur mýtunni um menningarelítu. Og hlustendur heyra einnig brot úr páskaleikriti Útvarpsleikhússins sem flutt verður í fjórum hlutum um páska, hér er á ferðinni nýtt íslenskt útvarpsleikrit sem nefnist Vorar skuldir og er eftir leikhópinn Kriðpleir.
Í Víðsjá í dag verður meðal annars slegið á þráðinn norður á Akureyri þar sem Þórður Sævar Jónsson verður tekinn tali en hann sendi frá sér á dögunum nýja ljóðabók sem heitir Brunagaddur og innblásin er af snjóþyngslum í höfuðstað Norðurlands veturinn 2019-20. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fjallar í sjónlistapistli um sýninguna Skýjaborg í (lokuðu) Gerðarsafni þar sem fjórir íslenskir samtímalistamenn sýna verk sem tengjast Kópavogi. Listamennirnir eru Berglind Jóna Hlynsdóttir, Bjarki Bragason, Eirún Sigurðarsdóttir og Unnar Örn Auðarson, en sýningarstjórar eru þær Brynja Sveinsdóttir og Klara Þórhallsdóttir. Hallarekstur og gildismat koma við sögu að gefnu tilefni í Víðsjá í dag. Og hlustendur fá einnig að heyra brot úr fyrsta þætti þáttaraðarinnar Þó líði ár og öld sem verður á dagskrá Rásar 1 um páskana en þar segir söngvarinn Björgvin Halldórsson frá lífshlaupi sínu og tónlistarferli.
3/30/2021 • 55 minutes
Royal Albert Hall, Robinson, Stríð og kliður, fréttaljósmynd
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rifjuð upp vígsla og saga tónleikasalarins Royal Albert Hall í London en í dag eru 150 ár liðin frá opnun hans. Við sögu í Víðsjá í dag kemur einnig ljósmynd sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins á fimmtudag en hún var tekin á blaðamannafundi sem forvígismenn ríkisstjórnarinnar héldu þar sem þeir kynntu stórhertar sóttvarnaraðgerðir í kjölfar fjölgunar smita. Í tónlistarhorninu Heyrandi nær skoðar Arnljótur Sigurðsson að þessu sinni farsælan feril bandarísku tónlistarkonunnar Sylviu Robinson frá því hún byrjaði sautján ára gömul og þar til hún olli straumhvörfum sem einn af brautryðjendum hip hop tónlistar. Og Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um bókina Stríð og kliður eftir Sverri Norland sem er nýkomin út en í henni glímir höfundur við ýmsar stærstu spurningar samtímans.
3/29/2021 • 55 minutes
Didda, Spessi, jarðfræði, bókmenntir
Þjóðminjasafn Íslands verður heimsótt í Víðsjá í dag en þar var ljósmyndarinn Spessi að vinna í morgun, ásamt starfsmönnum safnsins, að uppsetningu sýningarinnar Spessi 1990-2020 sem verður opnuð þar à næstu dögum. Bókmenntir og jarðfræði koma einnig við sögu í Víðsjá í dag að gefnu tilefni. Og kynntur verður til sögunnar nýr pistlahöfundur í Víðsjá á fimmtudegi. Didda Jónsdóttir skáld talar um um listina að þrýfast.
3/25/2021 • 55 minutes
Nashyrningarnir, Hið íslenska gítartríó, Níu líf
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Benedikt Erlingsson leikstjóra, en Þjóðleikhúsið frumsýnir á föstudag leikritið Nashyrningana eftir fransk-rúmenska leikskáldið Eugene Ionesco í leikstjórn Benedikts. Leikritið var fyrst sýnt árið 1959 og fór í kjölfarið sigurför um heiminn, verk sem fjallar mögulega um múgsefjun og múgsálir, verk sem hefur verið sett upp oft og víða, enda margir þeirrar skoðunar að það spyrji enn áleitinna og ögrandi spurninga. Í Víðsjá verður einnig forvitnast um nýja útgáfu Hins íslenska gítartríós á nýjum verkum nokkurra íslenskra tónskálda fyrir þrjá gítara. Og Snæbjörn Brynjarsson leikhúsgagnrýnandi þáttarins fjallar í dag um leiksýninguna 9 líf sem fjallar um líf og list Bubba Morthens en hún fer aftur á fjalir Borgarleikhússins eftir nokkurt hlé í apríl.
3/24/2021 • 55 minutes
Zagajewski, Hausfeld, Azar
Í Víðsjá í dag verður meðal annars fjallað um pólska skáldið Adam Zagajewski sem andaðist á sunnudag, 75 ára gamall, en Zagajewski var eitt fremsta ljóðskáld Pólverja á síðari árum. Einnig verður haldið í Hverfisgallerí og rætt þar við Claudiu Hausfeld ljósmyndara um nýja sýningu hennar Rumors of being. Og bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er skáldsagan Uppljómun í eðalplómutrénu eftir íranska rithöfundinn Shokoofeh Azar. Hlustendur heyra í þýðanda bókarinnar, Elísu Björg Þorsteinsdóttur í Víðsjá í dag.
3/23/2021 • 55 minutes
Paterson, Sjón, Uppruni, eldgos, Hassell
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við rithöfundinn Sjón um verk skosku myndlistarkonunnar Katie Paterson en verk hennar eru nú á sýningu í Nýlistasafninu í Marshall húsinu við Grandagarð. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um skáldsöguna Uppruna eftir Bosníumanninn og Þjóðverjann Sa?a Stani?ic sem komin er út í íslenskri þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur. Eldgos koma við sögu að gefnu tilefni í þættinum í dag. Og tónlistarhornið Heyrandi nær verður á sínum stað í Víðsjá á mánudegi, í dag fjallar Arnljótur Sigurðsson um afmælisbarn dagsins, bandaríska trompetskáldið Jon Hassell, og hugar að fyrirmyndum hans og þeim sem sótt hafa til hans innblástur.
3/22/2021 • 55 minutes
Töfrafundur, mótsagnir, sauðburður og sveifludansar
Víðsjá heimsækir í dag Hafnarborg, listamiðstöð Hafnarfjarðar, en þar munu Ólafur Ólafsson og Libia Castro, ný-valdir myndlistarmenn ársins á Íslensku myndlistarverðlaununum, opna sýningu sína, Töfrafund, um næstu helgi. Sýningin byggir á gjörningi listamannanna og Töfrateymisins, sem fram fór í Listasafni Reykjavíkur, á götum miðborgarinnar, við Stjórnarráðið og Alþingishúsið, 3. október síðastliðinn. Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur er nýr pistlahöfundur Víðsjár, en hann er hlustendum Rásar 1 að góðu kunnur fyrir pistla sem hann hefur flutt í Lestinni á undanförnum árum. Halldór talar í Víðsjá á fimmtudögum um mótsagnir í sögu og samtíð. Og sauðburður og sveifludansar koma við sögu að gefnu tilefni í Víðsjá í dag.
3/18/2021 • 55 minutes
Hallgrímur, Sono Luminus, Grettla, Grossman
Í Víðsjá í dag verður meðal annars hugað að bandarísku tónlistarútgáfunni Sono Luminus og þætti hennar í íslenskri samtímatónlist, en plötur frá fyrirtækinu hafa hlotið góðar viðtökur að undanförnu. Meðal annars hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands tekið upp íslenska hljómsveitartónlist við góðan orðstýr. Rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Hallgrímur Helgason var á miðvikudag sæmdur hinni frönsku heiðursorðu lista og bókmennta, L'Ordre des Arts et des Lettre, sem er ein æðsta viðurkenning sem veitt er af hálfu hins opinbera í Frakklandi á sviði menningar og lista. Orðan er veitt til þess að heiðra þá sem skara fram úr í list- eða bókmenntasköpun jafnt í Frakklandi sem annars staðar. Það var sendiherra Frakklands, Graham Paul, sem afhenti Hallgrími orðuna í sendiherrabústað Frakklands að viðstöddum vinum og fjölskyldu listamannsins. Rætt verður við Hallgrím af þessu tilefni í Víðsjá í dag um franska menningu og mikilvægi hennar fyrir listsköpun hans. Einnig verður haldið áfram að fjalla um Grettis sögu, kvöldsögu Rásar eitt þessar vikurnar. Örnólfur Thorsson, sérlegur sérfræðingur þáttarins í sögunni, heimsækir Víðsjá í fimmta og síðasta sinn, í dag verður rætt við Örnólf um Grettis sögu sem heildstætt og samhangandi listaverk, auk þess sem sjónum verður beint að söguhetjunni sjálfri, Gretti Ásmundarsyni. Einnig verður í Víðsjá í dag sagt frá konu með sígarettu og í rauðu dressi sem birtist okkur á plötuumslagi árið 1965, en hefur nú farið yfir móðuna miklu.
3/17/2021 • 55 minutes
Valgeir, Edda, Oksanen
Í Víðsjá í dag verður meðal annars farið í heimsókn til tónlistarmannsins Valgeirs Sigurðssonar sem sendi frá sér nýja plötu í síðustu viku. Platan heitir því viðeigandi nafni Kvika. Einnig verður rætt við Eddu Erlendsdóttur píanóleikara en hún heldur einleikstónleika í Norðurljósasal Hörpu á morgun. Á þessu ári eru 40 ár liðin síðan Edda hélt sína fyrstu tónleika, á Kjarvalsstöðum árið 1981, og á síðasta ári kom út geisladiskur þar sem Edda leikur þrjár sónötur sem Franz Schubert samdi árið 1817. Á tónleikunum á morgun leikur Edda meðal annars verk eftir Schubert, Edvard Grieg, og Olivier Messiaen. Og Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um skáldsöguna Hundagerðið eftir finnska rithöfundinn Sofi Oksanen en bókin kom út á síðasta ári í íslenskri þýðingu Erlu E. Völudóttur. Hundagerðið er fimmta bókin eftir Oksanen sem kemur út á íslensku, þriðja skáldsaga hennar Hreinsun kom út árið 2008 og hlaut höfundurinn Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2010 fyrir það verk sem kom út í íslenskri þýðingu Sigurðar Karlssonar það sama ár.
3/16/2021 • 55 minutes
Úlfur, slæmt ár, Kvöldmáltíð, Gong
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Úlf Hansson, tónskáld og hljóðlistamann, sem hlaut um helgina hin bandarísku Guthmann-verðlaun fyrir Segulhörpu, hljóðfæri sem hann hefur verið að þróa undanfarin ár. Guthmann Musical Instrument Competition er virt hátíð á sviði nýsköpunar í tónlist en verðlaunin eru veitt einum listamanni ár hvert. Í tónlistarhorninu Heyrandi nær fjallar Arnljótur Sigurðsson um hina stórkostlega geggjuðu hljómsveit Gong sem gekk svo langt með konsept-plötusmíðar sínar að úr urðu tvær trílógíur á 37 árum, en þrátt fyrir fráfall forsprakkans er allt eins líklegt að heimasmíðað ævintýri þeirra um Zero the Hero haldi áfram að þróast um ókomin ár. Einnig verður í Víðsjá í dag rætt um vont ár í listum. Og Snæbjörn Brynjarsson leiklistargagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um The Last Kvöldmáltíð, nýtt íslenskt leikverk eftir Kolfinnu Nikulásdóttur, sem frumsýnt var í leikstjórn Önnu Maríu Tómasdóttur í Tjarnarbíói í síðustu viku.
3/15/2021 • 55 minutes
Ný bókabúð, dýrustu frímerki veraldar, hugrekki, undankomuleiðir
Í Víðsjá í dag verður meðal annars farið í heimsókn í hús númer 18 við Laugaveg í miðborg Reykjavíkur þar sem bókabúð Máls og menningar var lengi starfrækt. Ný bókabúð verður opnuð þar í apríl ef allt gengur að óskum en Ari Gísli Bragason, gjarnan kenndur við fornbókabúðina Bókina við Klapparstíg, er nú í óða önn ásamt sínu fólki að koma sér fyrir í húsinu með mikinn bókakost og raunar margt fleira, rætt verður við Ara Gísla í Víðsjá í dag. María Elísabet Bragadóttir rithöfundur færir hlustendum Sannleikskorn eins og hún hefur gert í Víðsjá undanfarna fimmtudaga. Í dag fjallar María um hugrekki, um yfirborðið undir yfirborðinu, og það að sitja föst í stórum tebolla. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um ljóðabókina Handbók um ómerktar undankomuleiðir eftir Anton Helga Jónsson. Og loks koma við sögu í Víðsjá dagsins skóari stjarnanna og verðmætustu frímerki veraldar.
3/11/2021 • 55 minutes
Hagþenkir, myndlist, Grettis saga, klukka
Í Víðsjá í dag verður meðal annars sagt frá því hver hlýtur viðurkenningu Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, en viðurkenningin verður afhent við hátíðlega athöfn í Ljósmyndasafni Reykjavíkur klukkan fjögur í dag. Hlustendur heyra í nýjum handhafa viðurkenningarinnar í þættinum í dag. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir tók áhættuna og keyrði út á Reykjanesið til að sjá sýninguna Á og í ; sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjanesbæjar. Þrír listamenn gera ný verk fyrir sýninguna sem römmuð er inn á áhugaverðan hátt, þótt tengingar milli heildar og hluta séu ekki alltaf augljósar. Ólöf fjallar um sýninguna í sjónlistapistli dagsins. Haldið verður áfram að tala um Grettis sögu en sagan er kvöldsaga Rásar eitt þessar vikurnar. Í dag verður rætt við Örnólf Thorsson, sérlegan sérfræðing þáttarins í Grettis sögu, meðal annars um hliðstæður, endurtekningar, og forspár í Grettis sögu, auk þess sem Egill Skallagrímsson kemur við sögu að gefnu tilefni sem og þrítalan. Gömul klukka kemur einnig við sögu í Víðsjá í dag.
Í Víðsjá í dag verður meðal annars hugað að efnisskrá tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudag og sagt frá frönsku tónlistarkonunni og tónsmiðnum Cécile Chaminade en Emilía Rós Sigfúsdóttir leikur einleik í verki hennar, Concertino, á tónleikunum. Á föstudag birtist í Fréttablaðinu grein undir yfirskriftinni ,,Musteri ástarinnar þarf að komast aftur heim." Greinin fjallar um hið sögufræga Dillons-hús sem eitt sinn stóð á horni Suðurgötu og Túngötu en var flutt í Árbæjarsafn fyrir rúmlega hálfri öld, árið 1960. Höfundar greinarinnar vilja að húsið verði flutt á sinn upprunalega stað, og nota nokkuð stór orð í sínum málflutningi, tala meðal annars um útlegðardóm, fórn á altari blikkbeljunnar og Árbæjar-Gúlagið, svo nokkuð sé nefnt, auk þess sem þeir rekja merka sögu hússins. Í Víðsjá í dag verður hugað að gömlum húsum og staðsetningum þeirra, viðmælendur í þættinum verða Magnús Skúlason, arkitekt, og Óðinn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóri og útvarpsmaður. Gréta Sigríður Einarsdóttir fjallar í pistli dagsins um hljóðbækur og streymisvæðingu menningar. Og Fjöruverðlaunin koma við sögu í Víðsjá í dag, en þau voru afhent í Höfða í gær við hátíðlega athöfn á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Hlustendur heyra brot úr viðtölum við þá höfunda sem hlutu verðlaunin fyrir bækur sínar í gær.
3/9/2021 • 53 minutes, 25 seconds
Piazolla, Ishiguro, Sunnefa, The Fleetwoods
Í Víðsjá í dag verður meðal annars sagt frá nýjustu skáldsögu breska rithöfundarins Kazuo Ishiguro en hún kom út á dögunum og nefnist Klara and the Sun. Þetta er áttunda skáldsaga Ishiguros, og sú fyrsta sem hann sendir frá sér eftir að hann hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 2017. Bókin hefur nú þegar fengið frábæra dóma, gagnrýnendur tala um meistaraverk. Víðsjá hugar líka að argentínska tónskáldinu Astor Piazzolla en í vikunni verða hundrað á liðinn frá fæðingu hans. Olivier Manoury segir frá tónskáldinu en hann kemur fram á tónleikum með Kordo kvartettinum í Salnum í Kópavogi sem haldnir verða tónskáldinu til heiðurs. Snæbjörn Brynjarsson leiklistargagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um leiksýninguna Sunnefu sem leikhópurinn Svipir frumsýndi í leikstjórn Þórs Tulinius Tjarnarbíói í síðustu viku, en verkið fjallar um Sunnefu Jónsdóttur sem var tvisvar dæmd til dauða fyrir blóðskömm á fyrri hluta 18. aldar, en reis upp gegn yfirvaldinu. Og tónlistarhornið Heyrandi nær verður á sínum stað í Víðsjá á mánudegi, að þessu sinni beinir Arnljótir Sigurðsson stækkunarglerinu að hinu bandaríska, dúnmjúka og dáleiðandi bandi frá sjötta áratugnum, The Fleetwoods, hvers unaðstónar gáfu unglingum gæsahúðir fyrir sextíu árum síðan.
Í Víðsjá í dag verður Ljósmyndasafn Reykjavíkur heimsótt en þar eru starfsmenn safnsins að vinna þessa dagana við að setja upp afmælissýningu safnsins í tilefni 40 ára afmælis þess með myndum eftir Sigurhans Vignir [svo - ekki fallbeygja]. Einnig verður horfið aftur í tímann og fjallað um tíðarandann í miðborg Reykjavíkur fyrir miðja síðustu öld, en margir hafa séð og notið þess að sjá á netinu myndskeið úr heimildamynd Óskars Gíslasonar, Reykjavík vorra daga, en þar má sjá fallegar myndir frá mannlífinu í miðborginni árið 1946. Og María Elísabet Bragadóttir rithöfundur færir hlustendum sannleikskorn í Víðsjá á fimmtudegi. Í dag talar María meðal annars um krabbadýr sem ljómar í myrkri. Heimurinn er ekki bara inni í höfðinu á okkur heldur líka utan við það, segir María og spyr: Hvernig getur draumur um krabbadýr í auga hákarls sett okkur í samhengi við víðáttuna, jafnvel óendanleikann en jafnframt verið okkur jarðtenging?
3/4/2021 • 55 minutes
Nýtt myndlistartímarit, Nick Cave, hljóðbókavæðing, Grettla
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Starkað Sigurðarson ritstjóra nýs tímarits sem heitir Myndlist á Íslandi. Í síðustu viku kom óvænt út hljómplatan Carnage með ástralska tónlistarmanninum Nick Cave og samstarfsmanni hans til margra ára, Warren Ellis. Platan hefur fengið góða dóma, sumir gagnrýnendur jafnvel á þeirri skoðun að hér sé á ferðinni besta plata Cave til margra ára. Hlustendur heyra tóndæmi í Víðsjá í dag. Einnig verður haldið áfram að skoða kvöldsögu Rásar 1, Grettis sögu, út frá hinum ýmsu sjónarhornum. Örnólfur Thorsson heimsækir þáttinn og ræðir í dag meðal annars um aðferðir og vinnubrögð höfundarins eða höfundanna sem færðu söguna til bókar. Og Gréta Sigríður Einarsdóttir fjallar í pistli dagsins um hljóðbækur og streymisvæðingu menningar.
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Halldór Baldursson teiknara um teiknarann Halldór Pétursson en nú stendur yfir í Myndasal Þjóðminjasafnsins sýning á verkum hans undir yfirskriftinni Teiknað fyrir þjóðina ? myndheimur Halldórs Péturssonar. Halldór Baldursson stendur fyrir teiknismiðju í tengslum við sýninguna í Þjóðminjasafninu um helgina. Einnig verður rætt við Eddu Jónsdóttur myndlistarkonu sem nú heldur sína fyrstu einkasýningu á Mokka og í Ásmundarsal síðan 1994 en þá snéri hún sér að rekstri Gallerís i8. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um skáldsöguna Shuggie Bain eftir skosk/bandaríska rithöfundinn Douglas Stuart en höfundurinn fékk Booker-verðlaunin virtu fyrir verkið í fyrra. Og sviðsmyndir koma við sögu í Víðsjá í dag að gefnu tilefni.
3/2/2021 • 55 minutes
Sunnefa, skógareinsemd, heyrandi nær
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Þór Tulinius leikstjóra um leikverkið Sunnefu sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói á fimmtudag. Að sýningunni stendur leikhópurinn Svipir en í henni er sögð saga Sunnefu Jónsdóttur sem var kornung í tvígang dæmd til dauða fyrir blóðskömm á fyrri hluta átjándu aldar. Einnig verður í þættinum í dag rætt við Odd Arnþór Jónsson söngvara og Guðrúnu Dalíu Salómonsdóttur píanóleikara um ljóðasöng og skógareinsemd, en þau halda tónleika í Salnum í Kópavogi annað kvöld. Og Arnljótur Sigurðsson verður á sínum stað í Víðsjá á mánudegi með tónlistarhornið Heyrandi nær. Arnljótur segir í dag söguna af því þegar barnabarn Transylvanísks baróns af Rotshcild ættinni auðugu varð ein helsta velgjörðamanneskja djasslistarinnar um miðja síðustu öld og var í kjölfarið tekin í dýrlingatölu í djassvatíkaninu.
Í Víðsjá í dag verður meðal annars frá ritinu Mondo Cane sem kom út hjá forlaginu Þremur höndum seint á síðasta ári. Ritið hefur að geyma íslenskar þýðingar Áslaugar Agnarsdóttur á safni örsagna eftir belgíska listamannatvíeykið Jos de Gruyter og Harald Thys sem upphaflega fylgdi samnefndri myndlistarsýningu sem sett var upp í belgíska skálanum á Feneyjartvíæringnum árið 2019. Nína Óskarsdóttir útgefandi og myndlistarkona segir frá í Víðsjá í dag. María Elísabet Bragadóttir rithöfundur kveður sér hljóðs öðru sinni í Víðsjá á fimmtudegi, undir yfirskriftinni Sannleikskorn, draugasögur koma við sögu að gefnu tilefni hjá Maríu í dag. Tilkynnt var í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambands Íslands, í morgun hvaða verk eru tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs að þessu sinni. Af Íslands hálfu eru tilnefnd verkin Aðferðir til að lifa af, skáldsaga Guðrúnar Evu Mínervudóttur frá árinu 2019, og Um tímann og vatnið, eftir Andra Snæ Magnason, sömuleiðis frá árinu 2019. Hlustendur heyra í þeim Guðrúnu og Andra í þættinum í dag. Einnig verður hugað að nýjum handhafa íslensku myndlistarverðlaunanna, fjórir listamenn voru tilnefndir til verðlaunanna að þessu sinni, en afhendingin fór fram í dag, þetta var í fjórða sinn sem Myndlistarráð úthlutar þessum verðlaunum. Og Snæbjörn Brynjarsson leiklistargagnrýnandi Víðsjár fjallar í þættinum í dag um leiksýninguna Stúlkan sem stöðvaði heiminn sem sýnd er á Litla sviði Borgarleikhússins. Sýningin er unnin í samvinnu við sviðslistahópinn 10 fingur en hann hefur um árabil lagt áherslu á að setja upp sýningar sem börn og fullorðnir geta notið saman, og hefur sérhæft sig í listsköpun á mörkum leikhúss og myndlistar. Leikstjóri sýningarinnar er Helga Arnalds.
Í Víðsjá í dag verður meðal annars hugað að efnisskrá tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands og rætt við ástralska tenórinn Stuart Skelton sem kemur fram með hljómsveitinni til að syngja Wesendonck ljóð Richards Wagners. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fjallar í sjónlistapistli um stóra og glæsilega ljósmyndasýningu Ragnars Axelssonar, Þar sem heimurinn bráðnar, sem nú stendur yfir í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Hugað verður að Grettis sögu sem er kvöldsagan að Rás 1 að þessu sinni. Fluttur er lestur Óskars Halldórssonar frá árinu 1981. Örnólfur Thorsson íslenskufræðingur og forsetaritari heimsækir Víðsjá í dag og ræðir um byggingu Grettis sögu. Og bók vikunnar á Rás eitt að þessu sinni er skáldsagan Aprílsólarkuldi eftir Elísabetu Jökulsdóttir sem fyrir mánuði hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir þetta verk. Hér er á ferðinni sjálfsævisöguleg skáldsaga um rússíbanareið áfalla sem leiðir inn í áfengis - og vímuefnaneyslu og að endingu til þess að aðalpersónan, Védís, missir stjórn á tilveru sinni. Í umsögn dómnefndar Íslensku bókmenntaverðlaunanna sagði m.a. að höfundur sýni gott vald á skáldskaparforminu, sagan einkennist af ríku myndmáli og næmni í blæbrigaðríkum texta átakanlegrar sögu. Hlustendur heyra í Elísabetu í Víðsjá í dag.
2/24/2021 • 55 minutes
Gangverk, Stol, safnamál, ótímabær vorkoma
Víðsjá heimsækir í dag forritunarfyrirtækið Gangverk og forvitnast um vinnu þess fyrir alþjóðlega uppboðshúsið Southeby's, en rætt verður við Atla Þorbjörnsson um þá vinnu. Sagt var frá því í Víðsjá í síðustu viku hvernig stærstu söfn evrópu gera nú upp blóði drifna nýlendufortíð sína. Hollendingar hafa stigið róttækt skref í átt að endurheimt menningarminja fyrrum nýlenda og söfn um alla álfu taka skref í átt að breyttum tímum. Það er ekki lítið í húfi, enda má sjá sjálfsmynd þjóða speglast í þessum stofnunum. Halla Harðdóttir ræðir í þættinum í dag við Guðrúnu Dröfn Whitehead, lektor í safnafræði við Háskóla Íslands, þar verður kafað betur í þetta mál, og meðal annars spurt hvort þetta skipti okkur einhverju máli, hér á Íslandi. Víðsjá í dag hugar einnig að mögulega ótímabærri vorkomu í Reykjavík, fuglasöng í febrúar. Og Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um splúnkunýja íslenska skáldsögu, Stol, eftir Björn Halldórsson, bók sem fjallar um dauðann, tímann, og lífið; viðleitnina til að halda í minningarnar og nýta tíma sem er á þrotum. Stol er fyrsta skáldsaga Björns, en hann hefur áður gefið út smásagnasafnið Smáglæpi.
2/23/2021 • 55 minutes
Tommi og Jenni, Dyrnar, Sölumaður, kúrekar
Að gefnu tilefni verður í Víðsjá í dag rifjuð upp tilkoma einhvers frægasta kvikmyndadúós allra tíma, félaganna og erkióvinanna Tomma og Jenna. Farið verður í heimsókn til Guðrúnar Hannesdóttur rithöfundar sem tók við Íslensku þýðingaverðlaununum á Gljúfrasteini á laugardag, fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Dyrnar eftir ungverska rithöfundinn Mögdu Szabó. Það var Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sem afhenti verðlaunin en alls voru sjö bækur tilnefndar að þessu sinni. Snæbjörn Brynjarsson leiklistargagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um leikritið Sölumaður deyr sem Borgarleikhúsið frumsýndi um helgina í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Og tónlistarhornið heyrandi nær verður á sínum stað í Víðsjá á mánudegi. Að þessu sinni tekur Arnljótur Sigurðsson tvö lög tvisvar fyrir, fer í kúrekaleik með Andy Warhol og fylgir hlustendum á slóðir frumbyggja Norður-Ameríku.
2/22/2021 • 55 minutes
Hljóðmynd, Grettis saga, Sannleikskorn
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt Ólöfu Sigursveinsdóttur sellóleikara og Sigtrygg Bjarna Baldvinsson myndlistarmann um samstarfsverkefni þeirra Hljóðmynd þar sem viðfangsefni listamannanna er sjötta sellósvíta Bachs sem er eitt af lykilverkum tónbókmenntanna. Kvöldsagan á Rás eitt þessa dagana er Grettis saga, fluttur er lestur Óskars Halldórssonar á sögunni frá árinu 1981. Víðsjá fylgist með og ætlar að skoða söguna út frá ýmsum sjónarhornum næstu vikurnar. Leiðsögumaður um verkið verður Örnólfur Thorsson íslenskufræðingur og forsetaritari, sem bæði hefur skrifað mikið um Grettis sögu og gefið hana út. Og nýr pistlahöfundur kveður sér hljóðs í Víðsjá í dag. María Elísabet Bragadóttir rithöfundur flytur í dag fyrsta pistil í pistlaröð sem hún nefnir Sannleikskorn. María vakti töluverða athygli á síðasta ári, með sagnasafni sínu Herbergi í öðrum heimi sem kom út hjá Unu útgáfuhúsi.
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Jón Björnsson, sálfræðing og rithöfund, um sögu Spánar á miðöldum, en þá réðu þar ríkjum tveir þjóðflokkar, annars vegar Gotar og hins vegar Márar, sem byggðu upp glæsilegt og fágað mennningarríki á Spáni, þar sem listir og vísindi voru í miklum blóma. Jón ætlar að fjalla um þessa sögu hjá Endurmenntun á næstunni og segir frá í Víðsjá í dag. Hlustendur heyra einnig af nýrri plötu djasstríósins ?Hist og? þegar trompetleikarinn Eiríkur Orri Ólafsson verður tekinn tali en sveitin fagnar útkomu nýrrar plötu með tónleikahaldi um helgina. Tríóið skipa ásamt Eiríki Orra þeir Róbert Reynisson á gítar og Magnús Tryggvason Elíassen á trommur. Halla Harðardóttir heldur áfram að stikla á sögu borga á tímum farsótta. Í þetta sinn færir sagan okkur að þorpi andagiftar á hjara veraldar, þangað sem borgarbúar Katalóníu sóttu í heilsusamlega sumarmánuði og listamenn komu víða að í leit að örvandi félagsskap. Þorpið sem situr við hafið í skjóli illfærra fjalla kallast Cadaques og varð aðsetur súrrealista á þriðja áratug síðustu aldar. Og við sögu í Víðsjá í dag kemur einnig nákvæmlega 30 ára gamalt popplag sem mögulega gæti talist eitt af einkennislögum tíunda áratugarins.
2/17/2021 • 55 minutes
Sölumaður deyr, Halló geimur, list og nýlendur
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Kristínu Jóhannesdóttur leikstjóra um leikritið Sölumaður deyr eftir bandaríska leikskáldið Arthur Miller en verkið verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu um helgina. Listasafn Íslands verður heimsótt og þar skoðuð sýningin Halló Geimur í fylgd sýningarstjóranna, en það eru þær Guðrún Jóna Halldórsdóttir og Ragnheiður Vignisdóttir. Og stærstu söfn Evrópu vinna nú að því að gera upp blóði drifna nýlendufortíð. Nýlega tilkynnti hollenska ríkisstjórnin að öllum stolnum listmunum frá nýlendutímanum verði skilað aftur til síns heima. En kongólski aktívistinn Mwazulu Diyabanza lætur verkin tala og mótmælir nýlendustefnu með því að stela gripunum aftur til baka. Halla Harðardóttir fjallar í Víðsjá í dag um uppgjör safna við nýlendutímann.
2/16/2021 • 55 minutes
Grettis saga, Coetzee, Carosone, miðlun tónlistar
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Helgu Rut Guðmundsdóttur, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, um tón-rafbækur og miðlun tónlistar í samtímanum. Lestur nýrrar kvöldsögu hefst á Rás 1 í kvöld. Fluttur verður lestur Óskars Halldórssonar á Grettis sögu. Óskar var einn fremsti og kunnasti lesari útvarpsins á sinni tíð. Grettis saga var síðasta verkefni hans af því tagi, en hann hafði þá um skeið unnið að rannsóknum á sögunni. Óskar Halldórsson lést árið 1983 og var lestrinum útvarpað árið eftir. Óskar fæddist 27. október 1921 og í haust verða því 100 ár liðin frá fæðingu hans. Rætt verður við dóttur Óskars, Svanhildi Óskarsdóttur sérfræðing á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, um áhuga föður hennar á Grettis sögu og rannsóknir hans á henni. Heyrandi nær færir okkur í pistli vikunnar hið smitandi bros sem finna má í tónlist hins gáskafulla Renato Carosone, en dægurperlur hans hafa ratað víðar en margur myndi halda. Arnljótur Sigurðsson segir frá Carosone í þætti dagsins. Og Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um skáldsöguna Beðið eftir barbörunum eftir suður-afríska rithöfundinn J.M. Coetzee en bókin kom út á síðasta ári hjá Unu útgáfuhúsi í íslenskri þýðingu Sigurlínu Davíðsdóttur og Rúnars Helga Vignissonar
2/15/2021 • 55 minutes
Framtíðin eftir kóf, Litla land, blaðaljósmyndun
Í Víðsjá í dag veltir Hermann Stefánsson rithöfundur fyrir sér framtíðinni að kófinu loknu, kveðst meðal annars á við franska rithöfundinn Michelle Houellebecq, veltir fyrir sér hlutverki rithöfunda og skoðar gamlar íslenskar, róttækar hugmyndir um nýja samfélagsgerð frá þeimi tímum þegar ástæða þótti til að álíta að þingræðið væri í uppnámi. Hugað verður að sýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands í Ljósmyndasafni Reykjavíkur og rætt við Heiðu Helgadóttur, ljósmyndara, um líf og starf blaðaljósmyndarans. Franska kvikmyndahátíðin stendur nú yfir í Bíó Paradís en nokkrar myndir eru einnig í boði á efnisveitunni HeimaBíó Paradís. Á meðal þeirra mynda sem sýndar eru á hátíðinni er kvikmyndin Litla land, en hún var gerð eftir samnefndri skáldsögu eftir franska rithöfundinn og tónlistarmanninn Gaël Faye. Leikstjóri myndarinnar er franski leikstjórinn Eric Barbie, en myndin var frumsýnd í fyrra. Skáldsagan Litla land kom út í Frakklandi árið 2016 og sló í gegn og kom út hjá forlaginu Angústúru á síðasta ári í íslenskri þýðingu Rannveigar Sigurgeirsdóttur. Sagan gerist í Afríkuríkjunum Búrúndí og Rúanda í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar, á tímum borgarastríðs og þjóðarmorðs. Hlustendur heyra af Litla landi í Víðsjá í dag.
2/11/2021 • 55 minutes
Akademíur, Wesele!, Hagþenkir og Sláturtíð
Víðsjá hugar í dag að málþinginu Akademíur sem fer fram um komandi helgi í Listasafninu á Akureyri og fjallar um Þorvald Þorsteinsson myndlistarmann og rithöfund en nú er uppi yfirlitssýning á verkum hans í safninu. Ágústa Kristófersdóttir og Þorgeir Tryggvason segja frá erindum sínum.
Einnig verður rætt við Davíð Hörgdal Stefánsson rithöfund um ljóðabókina Heimaslátrun sem kom út fyrir jólin þar sem meðal annars er fjallað um illa meðferð á dýrum.
Ásrún Magnúsdóttir verður einnig tekin tali um útvarpsþættina Wesele! sem Útvarpsleikhúsið á Rás 1 býður upp á þessa dagana, en þeir eru eins konar hlustunarpartí þar sem ólíkar fjölskyldur spila tónlist að eigin vali og segja hlustendum sögu sína. Og greint verður frá tilnefningum til Viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, en þær verða gerðar opinberar í Ljósmyndsafni Íslands í dag.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
2/10/2021 • 55 minutes
Safnastefna, klippimyndir, líkingar, efnið og andinn
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Hörpu Þórsdóttir, safnstjóra Listasafns Íslands, um nýja samræmda safnastefnu á sviði myndlistar sem nú er komin fyrir almenningssjónir. Fyrir rúmum 100 árum, í litlu fjallaþorpi í Pýrenafjöllunum, tóku tveir listamenn þátt í því að umbylta sýn okkar á nútímalist. Með ekkert að vopni nema frjóan huga, vináttu, samræður, pappír, skæri og lím. Halla Harðardóttir fjallar um klippimyndir í pistli dagsins. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fjallar í dag um sýninguna ?Veit efnið af andanum?? sem nú stendur yfir í Nýlistasafninu, þar sem þrír ólíkir listamenn, þau Ragnheiður Gestsdóttir, Sigrún Inga Hrólfsdóttir og Sindri Leifsson, sýna verk sín. Verkin endurspegla viðleitni listamannanna til að efnisgera þau ósýnilegu öfl sem móta hegðun okkar og stjórna daglegum athöfnum okkar, en sýningin er einskonar könnunarleiðangur þar sem velt er við steinum, kerfi afhjúpuð og stiklað er á stóru í menningarsögunni. Og líkingar koma við sögu í Víðsjá í dag.
2/9/2021 • 55 minutes
Dostójevskí, Hugarflug, PóliS, tískudansar
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Gunnar Þorra Pétursson bókmenntafræðing um skáldsöguna Karamazov bræðurna eftir rússneska rithöfundinn Fjodor Dostójevskí en á dögunum var endurútgefin þýðing Ingibjargar Haraldsdóttur á þessu mikla verki, þýðing Ingibjargar kom fyrst út á árunum 1990 og 1991 og hefur verið ófáanleg um langt árabil. Í tónlistarhorninu Heyrandi nær leiðir Arnljótur Sigurðsson hugann að tónlist sem samofin er nokkrum tískudönsum sem náðu fótfestu víða um veröld. Snæbjörn Brynjarsson, leiklistargagnrýnandi Víðsjár, fjallar í dag um "Úff, hvað þetta er slæm hugmynd" sem leikhópurinn PóliS sýnir í Tjarnarbíói. Einnig verður hugað í Víðsjá í dag að Hugarflugi, rafrænni ráðstefnu sem Listaháskóli Íslands heldur næstu daga og hefst í dag.
2/8/2021 • 55 minutes
Synd í Passíusálmum, Rófurass, Sakbitin sæla, Egla
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Hjalta Hugason, prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands, um birtingarmyndir syndarinnar í Passíusálmum Hallgríms Péturssonar en Hjalti ritar grein um efnið í nýjasta hefti Ritsins, tímariti Hugvísindastofnunar. Lestur Passíusálmanna hófst á Rás 1 í gær. Bjargey Ólafsdóttir myndlistarmaður og rithöfundur segir frá sýningunni Rófurassi sem opnuð verður í Listasafni Árnesinga í Hveragerði um helgina, en þar koma hundar mjög við sögu. Gréta Sigríður Einarsdóttir flytur pistil í Víðsjá í dag, og fjallar að þessu sinni um sakbitna sælu. Og hugað verður að Egils sögu sem er kvöldsagan á Rás 1 þessar vikurnar. Rætt verður við Torfa Tulinius um Snorra Sturluson og Egils sögu, meðal annars um rökin fyrir því að Snorri sé höfundur sögunnar.
2/4/2021 • 55 minutes
RAX, Vetrarhátíð, ástaraugu, sögur frá Sovét
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Ragnar Axelsson ljósmyndara um sýninguna Þar sem heimurinn bráðnar sem opnuð var í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi - á laugardag. Víðsjá tekur líka stöðuna á því sem boðið verður upp á Vetrarhátíð sem hefst á morgun. Árið 1785 barst Marie Anne Fitzherbert bréf frá ástsjúkum aðdáanda sínum í Englandi, Georg IV, prinsinum af Whales. Í bréfinu var að finna pínulítið olíuverk, á stærð við nögl á fingri, og á verkinu var ekkert nema eitt auga. Auga prinsins. Halla Harðardóttr fjallar um ástaraugu í pistli dagsins. Og Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um sagnasafnið Sögur frá Sovétríkjunum sem hefur að geyma nítján sögur í íslenskri þýðingu Áslaugar Agnarsdóttur, sögur sem gefa fjölbreytta mynd af sovéskum bókmenntum allt frá byrjun 20. aldar og fram til fyrstu áranna eftir að Sovétríkin liðu undir lok.
2/3/2021 • 55 minutes
Speight, Dante, tónlist fyrir alheiminn
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við tónskáldið John Speight um nýja útgáfu píanóleikarans Peters Máté á píanóverkum hans. Jafnframt verður hugað að því hvað við jarðarbúar viljum syngja fyrir alheiminn. Hnarreistur hvunndagurinn á útmánuðum verður lofsunginn, vaxandi birtan og tilbreytingalausa víðáttan. Og eitt mesta skáld allra tíma, Dante Alihigeri, kemur við sögu í Víðsjá í dag, að gefnu tilefni.
2/2/2021 • 55 minutes
Japan, Helena, brúðuleikhús, Armstrong
Í Víðsjá í dag verður meðal annars hugað að árlegri Japanshátíð sem Háskóli Íslands stendur að í samstarfi við Sendiráð Japans í Reykjavík, Íslensk-japanska félagið og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Allir viðburðir fara að þessu sinni fram á netinu og eiga sameiginlegt að hafa japanskt mál og menningu sem viðgangsefni, en sjónarhornin eru fjölbreytt. Þátttakendur fá þannig að kynnast m.a. matargerð, bókmenntum, þjóðtrú, trúarbrögðum, manga-teikningum og tungumálinu sjálfu. Flestir viðburðanna bjóða upp á gagnvirka þátttöku á Zoom, en þeim verður einnig streymt á Facebook. Rætt verður við Kristínu Ingvarsdóttur, lektor í japönskum fræðum við Háskóla Íslands. Litið verður við í Hverfisgalleríi við Hverfisgötu og rætt við Helenu Margréti Jónsdóttur um sýninguna Draugur upp úr öðrum draug. Á bakvið hverja karlhetju er oftast nær að finna styttu og stoð, jafnan öfluga eiginkonu sem á drjúgan þátt í velgengni maka síns og hvetur til dáða. Í tónlistarhorninu Heyrandi nær ætlar Arnljótur Sigurðsson að rýna í Ungfrú Lillian Hardin Armstrong og hennar lykilhlutverk í umbreytingu djasstónlistar fyrir 100 árum síðan. Og Snæbjörn Brynjarsson leikhúsgagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um brúðusýninguna Geim mér ei sem Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir.
2/1/2021 • 55 minutes
Georg Guðni, Norén, framtíðin, Egils saga
Í Víðsjá í dag verður Listasafn Íslands heimsótt og þar rætt við Einar Garibalda Eiríksson sem er sýningarstjóri sýningarinnar Berangur sem opnuð verður um helgina en þar gefur að líta verk frá síðasta tímabili í höfundarverki myndlistarmannsins Georgs Guðna Haukssonar. Sænski rithöfundurinn Lars Norén andaðist á þriðjudag, 76 ára að aldri. Norén þekktastur fyrir leikrit sín en hann skrifaði einnig skáldsögur og ljóð og var eitt merkasta leikskáld Norðurlanda. Víðsjá minnist Noréns í dag, rætt verður við þá Viðar Eggertsson, leikara og leikstjóra, og Bjarna Jónsson, leikskáld. Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur heldur áfram að velta fyrir sér árinu 2021 í Víðsjá á fimmtudegi, fjalla um stefnur, strauma og hneigðir. Í dag talar Kristrún um framtíðina og frjáls skrif kvenna. Og Víðsjá heldur áfram að fylgjast með Egils sögu, sem er kvöldsaga Rásar eitt þessar vikurnar. Í dag verður rætt við Torfa Tulinius og Egils sögu sem skáldsögu.
1/28/2021 • 55 minutes
Sorgin þunga, Elísabet Kristín, Steinar Bragi
Í Víðsjá dag verður meðal annars hugað áfram að sýningunni Dýpsta sæla og sorgin þunga í Kling og bang galleríi en þar segja þær Una Björg Magnúsdóttir og Anne Carson frá verkunum á sýningunni. Elísabet Kristín Jökulsdóttir tók við íslensku bókmenntaverðlaununum, í flokki skáldverka, á Bessastöðum í gær fyrir skáldsöguna Aprílsólarkulda: Frásögn um ást og geðveiki og huggun. Hlustendur heyra í Elísabetu í þættinum í dag auk þess sem Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar um verkið. Og bók vikunnar hér á Rás 1 að þessu sinni er skáldsagan Truflunin eftir Steinar Braga sem kom út fyrir síðustu jól. Rætt verður við Steinar í Víðsjá í dag.
1/27/2021 • 53 minutes, 22 seconds
Dýpsta sæla, Callas, Guðrúnarkviða, 100% ull
Í Víðsjá í dag verður meðal annars farið í heimsókn í Kling og Bang gallerí í Marshallhúsinu en þar eiga fjórir listamenn (þau Anne Carson, Halla Birgisdóttir, Margrét Dúadóttir Landmark og Ragnar Kjartansson) verk á sýningu sem kallast Dýpsta sæla og sorgin þunga. Rætt verður við ljóðskáldið Eyrúnu Ósk Jónsdóttur sem sendi fyrir jólin frá sér ljóðsöguna Guðrúnarkviðu. Fyrir tveimur árum var frumsýnd heimildamyndin María by Callas, eftir bandaríska leikstjórann Tom Volf, mynd sem hægt er að nálgast á öllum helstu streymisveitum. Halla Harðardóttir er nýbúin að horfa á myndina og veltir fyrir sér í pistli dagsins hvað það sé við sópransöngkonuna Maríu Callas sem gerir hana svo endalaust heillandi, fyrir utan sönginn auðvitað. Og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fjallar um sýninguna 100% ull í Hönnunarsafni Íslands og veltir fyrir sér tengslum safngripa og menningararfs, þar sem hið óáþreifanlega mætir hinu áþreifanlega í þessari sýningu um hráefnið sem allir þekkja, ullina.
1/26/2021 • 55 minutes
María Huld, Bowie, Vertu úlfur, Robinson
Í Víðsjá í dag verður María Huld Markan Sigfúsdóttir tónskáld tekin tali um tvö ný lög sem hún sendi frá sér fyrir helgi við ljóð Vilborgar Dagbjartsdóttur. Á laugardag voru 45 ár liðin frá útkomu hljómplötunnar Station to station með David Bowie. Platan er gjarnan talin ein af allra bestu plötum Bowies, Víðsjá rifjar upp í dag og ræðir við Sindra Freysson rithöfund. Snæbjörn Brynjarsson leikhúsrýnir þáttarins fjallar í dag um leiksýninguna Vertu úlfur sem frumsýnd var í Þjóðleikhúsinu fyrir helgi. Og í tónlistarhorninu Heyrandi nær skoðar Arnljótur Sigurðsson að þessu sinni farsælan feril bandarísku tónlistarkonunnar Sylviu Robinson frá því hún byrjaði sautján ára gömul og þar til hún olli straumhvörfum sem einn af brautryðjendum hip hop tónlistar.
1/25/2021 • 53 minutes, 17 seconds
Þóra, Balzac, afhelgu, Egla
Í Víðsjá í dag verður meðal annars hugað að málþingi sem Listfræðafélag Íslands og Þjóðminjasafn Íslands standa fyrir á laugardag til heiðurs Þóru Kristjánssdóttur, listfræðingi, en hún var valin fyrsti heiðursfélagi Listfræðafélags Íslands árið 2020. Málþingið verður öllum aðgengilegt á netinu. Margrét Elísabet Ólafsdóttir, formaður Listfræðafélagsins, verður tekin tali um Þóru og verk hennar. Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur hugsar um árið 2021 í Víðsjá á fimmtudögum í janúar, spáir í strauma og stefnur á hinum ýmsu sviðum mannlífsins. Í dag fjallar Kristrún um afhelgun alls og spyr: Hvert er stefnt með því? Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um skáldsöguna Brostnar væntingar eftir franska rithöfundinn Honoré de Balzac en þetta mikla verk kom út í íslenskri þýðingu Sigurjóns Björnssonar fyrir jólin. Og kvöldsagan á Rás 1 um þessar mundir er Egils saga, Víðsjá fylgist með lestrinum og skoðar söguna frá ýmsum sjónarhornum, í dag ræðir Torfi Tulinius um ráðgátuna Egil Skallagrímsson, persónueinkenni hans, skáldskap, og fleira.
1/21/2021 • 55 minutes
Menningarviðurkenningar RÚV
Tilkynnt verður hvaða rithöfundur hlýtur að þessu sinni viðurkenningu úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins en hún verður afhent í þættinum. Útvarpað verður frá ávarpi formanns stjórnar Rithöfundasjóðsins, sem og þakkarávarpi rithöfundarins sem hlýtur viðurkenninguna að þessu sinni. Í þættinum verður einnig greint frá því hvaða orð varð fyrir valinu sem orð ársins.
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Helga Þorgils Friðjónsson myndlistarmann um sýningu sem nú stendur yfir í Galleríi Göngum við Háteigskirkju í Reykjavík. Sýningin ber yfirskriftina 14 stöðvar, sjálfsmynd sem .... en þar sýnir Helgi fjórtán olíumálverk sem hann hefur unnið á síðustu sex árum og endurspegla hinar fjórtán stöðvar frá því að Kristur var dæmdur til dauða, leið hans með krossinn að Golgata, þar til hann var krossfestur, dáinn og grafinn. Í verkunum kallast Helgi á við mörg þekkt verk úr listasögunni, bæði vel þekkt og minna þekkt. Verslunin Hjarta Reykjavíkur við Laugarveg verður heimsótt og þar rætt við Ragnhildi Jóhanns myndlistarkonu um sýningu hennar Meðan blóðið er heitt sem var opnuð um nýliðna helgi. Það er ekki á hverjum degi sem fataauglýsingar fjalla um kynþáttafordóma, kyn, kyngervi og líf handan tvíhyggjunnar, en nýjasta afurð ítalska tískuhússins Gucci gerir einmitt það. Samstarf listræns stjórnanda Gucci, Alessandro Michele og bandaríska leikstjórans GUs Van Sant hefur vakið athygli. Halla Harðardóttir kynnti sér málið og við fáum að heyra betur af því í þætti dagsins. Og kvöldsagan á Rás 1 um þessar mundir er Egils saga, Víðsjá fylgist með lestrinum og skoðar söguna frá ýmsum sjónarhornum, í dag ræðir Torfi Tulinius um ráðgátuna Egil Skallagrímsson, persónueinkenni hans og fleira.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
1/19/2021 • 55 minutes
Sigurður Árni, Bessastaðaþýðingar, rím
Í Víðsjá í dag verður meðal annars fjallað um sýninguna ÓraVídd sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum, en um er að ræða yfirlitssýningu á verkum Sigurðar Árna Sigurðssonar, Sigurður verður tekinn tali í Víðsjá í dag. Tilkynnt var fyrir helgi um úthlutanir úr Rannsóknasjóði, Rannís. Um er að ræða stærstu úthlutun sjóðsins frá upphafi en alls bárust 402 gildar umsóknir í Rannsóknasjóð og voru 82 þeirra styrktar eða rúmlega 20% umsókna. Á meðal þeirra sem hljóta nýdoktorsstyrk að þessu sinni er Hjalti Snær Ægisson bókmenntafræðingur en Hjalti fær styrkinn fyrir verkefni sem nefnist Bessastaðaþýðingarnar, rætt verður við Hjalta í Víðsjá í dag. Og í tónlistarhorninu Heyrandi nær lætur Arnljótur Sigurðsson hugann reika um áráttuna fyrir rími og stuðlum, en rímið og stuðlana notar manneskjan sér bæði til gagns og gamans, nær og fjær.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
1/18/2021 • 52 minutes, 57 seconds
Nýló, ljósmyndir, smásögur, popúlismi
Í Víðsjá í dag verður meðal annars fjallað um Útskriftarsýningu Ljósmyndaskólans sem opnuð verður í Ljósmyndsafni Reykjavíkur um helgina. Þar sýna þrettán nemendur verk sín og takast á við ólík málefni út frá ólíkum forsendum, mismunandi nálgun, listrænni sýn og fagurfræði. Rætt verður við sýningarstjórann, Katrínu Elvarsdóttur, í Víðsjá í dag. Einnig verður farið í heimsókn í Nýlistasafnið í Marshall-húsinu og sýningin Veit efnið af andanum? skoðuð, en hún verður opnuð í safninu á laugardag. Þar eiga verk Ragnheiður Gestsdóttir, Sigrún Hrólfsdóttir og Sindri Leifsson. Gréta Sigríður Einarsdóttir fjallar um smásögur, kántrítónlist og ánægjuna sem felst í því að skipta um skoðun. Og Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur fjallar í Víðsjá á fimmtudögum um nýbyrjað ár, 2021, Kristrún spáir í strauma, stefnur, og hneigðir á hinum ýmsu sviðum mannlífsins. Í dag talar Kristrún um popúlisma, og spyr meðal annars hvaðan hann kom og hvernig fer hann með lýðræðið og þjóðfélögin.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.
1/14/2021 • 53 minutes, 13 seconds
Sköp, myndlistarrýni, Egla, nautnagarður
Í Víðsjá í dag verður meðal annars fjallað um 33ja metra löng kvensköp í almenningsgarði sem hafa valdið blóðheitum umræðum í Brasilíu og víðar. Listakonan á bak við verkið vildi varpa ljósi á þann ójöfnuð og þau vandræði sem kynferði getur skapað en bjóst alls ekki við að það kveikti jafn hatursfulla orðræðu og raun hefur borið vitni. Torfi Tulinus les kvöldsöguna, Egils sögu, fyrir hlustendur Rásar 1 þessa dagana, hann hóf lesturinn á föstudag. Víðsjá fylgist grannt með og ræðir af þessu tilefni við Torfa um Egils sögu út frá ýmsum vinklum. Í dag svarar Torfi spurningunni: Hvað vitum við um Egils sögu? Hugað verður meðal annars að handritum og ritunartíma. Í myndlistarpistli dagsins fjallar Ólöf Gerður Sigfúsdóttir um tvær yfirlitssýningar sem nú standa yfir í Listasafninu á Akureyri, sýningar sem eru afar ólíkar en vekja upp áhugaverðar spurningar um listina og samspil hennar við hversdagsleikann annars vegar og opinber söfn hins vegar. Þetta eru sýningarnar Kristín Th - málverk og ljósmyndir, þar sem gefur að líta verk eftir Kristínu Katrínu Þórðardóttur Thoroddsen, og Lengi skal manninn reyna, sem er umfangsmikil yfirlitssýning um æviferil listamannsins Þorvaldar Þorsteinssonar sem lést árið 2013. Einnig verður sagt frá fornfrægum nautnagarði sem fundist hefur við fornleifauppgröft suður í Rómaborg.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.
1/13/2021 • 55 minutes
Brúðuleikhús, falsanir, Fuglabjarg, Örvænting
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Agnesi Wild leikstjóra og leikkonu en leikhópurinn Miðnætti frumsýnir í Kassa Þjóðleikhússins um helgina nýja brúðusýningu sem nefnist Geim-mér-ei. Hugað verður að sýningu í Ludwig safninu í Köln en alvarleg staða varðandi falsanir í safneigninni kom upp í undirbúningi sýningarinnar. Snæbjörn Brynjarsson fjallar um tónleikhúsverkið Fuglabjargið sem sýnt er í Borgarleikhúsinu. Og Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um skáldsöguna Örvæntingu eftir Vladimir Nabokov en verkið kom nýlega út í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.
1/12/2021 • 55 minutes
Fort Belvoir, Meridian Brothers, Kári
Í Víðsjá í dag verður meðal annars hugað að herstöðinni Fort Belvoir í Virginíuríki Bandaríkjanna. Þar eru margar stofnanir bandríska landhersins til húsa en þar er líka að finna umdeilt safn listaverka sem á uppruna sinn í Evrópu um miðja 20. öld. Arnljótur Sigurðsson fjallar í tónlistarhorninu Heyrandi nær um hina furðulegu kólumbísku hljómsveit Meridian Brothers og stiklar á stóru í sögu kúmbíunnar, tónlistarstefnu sem sennilega hefur aldrei verið vinsælli en í dag, með nýjum kynslóðum sem hafa tekið hana upp á arma sína og víkka út og þenja. Einnig verður í Víðsjá í dag rætt við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um bókmenntaáhuga hans.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
1/11/2021 • 55 minutes
Haraldur Jónsson, Nabokov, valdarán
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Árna Óskarsson sem hefur þýtt á íslensku skáldsöguna Örvæntingu eftir Vladimir Nabokov. Farið verður í heimsókn í BERG Contemporary - galleríið og rætt við Harald Jónsson myndlistarmann um sýningu hans, Ljósavél. Og Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur, flytur pistla í Víðsjá á fimmtudögum í janúar og spáir í hið nýbyrjaða ár 2021, strauma, stefnur, og hneigðir. Hún spyr í dag: Hvenær og hvernig tekst gera valdarán? Atburðirnir í Washington í gær kalla á sögulegan samanburð, yfirskriftin hjá Kristrúnu í þessum fyrsta pistli er Sigur lýðræðisins á valdaráni, hún spyr meðal annars í Víðsjá í dag: Hvað er valdarán?
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.
1/7/2021 • 55 minutes
El Museo Canario, Bókin, Egils saga, símhringing
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Kristínu Loftsdóttur mannfræðing um forvitnilegt brjóstmyndasafn El Museo Canario á Kanaríeyjum. Kristín ritar grein um safnið í nýútkomnu Riti, sem er rafrænt tímarit Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands. Farið verður í heimsókn í fornbókabúðina Bókina við Klapparstíg í Reykjavík og fræðst um það hvaða rit eru vinsælust á fornbókamarkaðnum í dag. Ný kvöldsaga hefst á Rás eitt á föstudag, Egils saga og það er Torfi Tulinius sem les. Torfi mun fylgja sögunni úr hlaði og ræða um hana í Víðsjá á næstu vikum. Í dag svarar hann spurningunni: Um hvað fjallar Egils saga? Og dularfull símhringing kemur einnig við sögu í Víðsjá í dag.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.
1/6/2021 • 55 minutes
Sjálf í sviðsljósi, fegurð, Victor Hugo, opinn aðgangur
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Ingibjörgu Sigurðardóttur um bók hennar Sjálf í sviðsljósi sem fjallar um lífshlaup ömmu hennar og nöfnu, Ingibjargar Steinsdóttur leikkonu. Einnig verður spurt í þætti dagsins: Afhverju föllum við í stafi frammi fyrir ægifegurð náttúrunnar? Afhverju fyllumst við löngun til að deila myndum af glitskýjum? Í nýjasta riti Háskólaútgáfunnar, Vá, Ritgerðir um fagurfræði náttúrunnar, leitast fagurfræðingurinn Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, við að svara þessum spurningum. Hvað er fegurð og hvað er landslag og hversvegna skiptir það máli að tala um reynslu okkar af jöklum, fossum og fegurð. Afhverju er mikilvægt að taka fegurð og tilfinningar til greina við ákvarðanatöku um landslag? Halla Harðardóttir ræðir við Guðbjörgu R. Jóhannesdóttur í Víðsjá í dag. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár rýnir í dag í skáldsöguna Victor Hugo var að deyja eftir franska rithöfundinn og blaðamanninn Judith Perrignon en bókin kom nýlega út hjá bókaforlaginu Uglu í íslenskri þýðingu Rutar Ingólfsdóttur. Þetta er heimildaskáldsaga sem fjallar eins og titillinn gefur til kynna um andlát franska rithöfundarins Victors Hugo sem andaðist í París í maímánuði árið 1885. Áður hafa komið út á íslensku eftir Judith Perrignon verkin Augu Lýru, sem hún skrifaði í samvinnu við Evu Joly, og kom út í íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar árið 2012, og árið 2018 kom út í íslenskri þýðingu Rutar Ingólfsdóttur skáldsagan Þetta var bróðir minn sem fjallar um bræðurna Théo og Vincent van Gogh. Einnig verður í Víðsjá í dag hugað að listaverkum sem eru að færast í opin aðgang nú um áramót í lagaumhverfi Bandaríkjanna.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.
1/5/2021 • 55 minutes
Ari Eldjárn, Dalalæða, Misirlou
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Ara Eldjárn, uppistandara og handritshöfund, sem hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin fyrir árið 2020, Ari tók við verðlaununum á Bessastöðum um helgina. Rætt verður við Hannes Helgason og Jóhannes Birgi Pálmason, liðsmenn í sveitinni Dalalæðu, um nýja plötu sveitarinnar Dysjar. Einnig verður farið í tónlistarferðalag með Arnljóti Sigurðssyni undir yfirskriftinni Heyrandi nær, í dag mun Arnljótur rýna í sögu lagsins víðfræga Misirlou, en saga þess nær um það bil hundrað ár aftur í tímann og margt forvitnilegt sem kemur upp úr dúrnum við söguskoðunina.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
1/4/2021 • 55 minutes
Bókmenntaárið 2020, glitský, Oddný Eir
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt um bókaárið 2020. Spurt verður: Hvað stóð upp úr? Gestir þáttarins verða bókmenntagagnrýnendurnir Gauti Kristmannsson og Kolbrún Bergþórsdóttir. Halla Harðardóttir horfir að gefnu tilefni til himins og virðir fyrir sér glitrandi ský sem dansa á dimmum desemberhimni. Og Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur ávarpar hlustendur Víðsjár undir skammdegissól.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.
12/30/2020 • 55 minutes
Áramótaheit, Áslaug Íris, Wuhan, endurfundir
Í Víðsjá í dag verður bæði horft aftur í tímann, og fram í tímann, hugað verður að myndlist, tungumáli og táknum, og horft til áramóta, sem eru skammt undan. Gréta Sigríður Einarsdóttir fjallar um áramótaheit, um það hvernig gekk að standa við þau á árinu sem er að líða og hvaða heit hún hyggst strengja fyrir næsta ár. Sest verður niður með myndlistarkonunni Áslaugu Írisi Katrínu Friðjónsdóttur, sem sýnir um þessar mundir ný verk í norr11 við Hverfisgötu. Áslaug segir frá áhuga sínum á tungumáli og táknum, hversdagslegum efnum sem kallast á við ekki eins hversdagsleg tímabil listasögunnar og áhrif frá New York, þar sem áslaug íris bjó um tíma. Einnig verður komið við í borginni Wuhan í Kína og rifjuð upp ræða sem haldin var í Lundúnum í apríl og vakti mikla athygli, á tíma sem virðist að sumu leyti fjarlægur en samt mjög skammt undan.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.
12/29/2020 • 55 minutes
Reisubók, valsar, myndlistarárið
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Má Jónsson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands um Reisubók Ólafs Egilssonar. Séra Ólafur var hertekinn í Tyrkjaráninu í Vestmannaeyjum árið 1627 og fluttur ásamt konu og tveimur börnum til Algeirsborgar. Ólafur lýsir í einstakri frásögn sinni þessum mjög svo sérstæða sögulega atburði og segir ferðasögu sína en Ólafur fór víða veturinn 1627-1628, meðal annars til Þýskalands, Ítalíu, Frakklands, Hollands og Danmerkur. Reisubókin kemur nú út í nýrri glæsilegri útgáfu Sæmundar og Sögusetursins í Vestmannaeyjum. Úgáfuna önnuðust þeir Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss Vestmannaeyja og áðurnefndur Már Jónsson, en bókin hefur einnig að geyma aðra texta um Tyrkjaránið. Arnljótur Sigurðsson fjallar í tónlistarpistli sínum undir yfirskriftinni Heyrandi nær um valsinn, en undir léttúð vínarvalsanna má að hans mati í hliðarsporunum finna drunga og sorg, því stundum eru valsarnir heldur svartir. Og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir horfir í dag til baka og skoðar hvaða viðfangsefni hafa verið efst á baugi hjá myndlistarmönnum þetta árið. Einnig veltir hún fyrir sér hvaða áhrif faraldurinn muni hafa á starfsemi safna og sýningarstaða, sem og hegðun menningarnjótenda.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.
12/28/2020 • 55 minutes
María Huld, Finnbogi, Gunnar, Kristín Marja
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur úr hljómsveitinni Amiinu um jólalagaútgáfu og nýja útgáfuröð sem kennd er við háaloft. Einnig verður rætt við tónlistarmanninn Gunnar Þórðarson um plötuna Í hátíðarskapi sem kom út fyrir nákvæmlega fjörutíu árum og er einhver vinsælasta jólaplata íslenskrar tónlistarsögu. Lög af henni hljóma oft í aðdraganda jóla og margir hafa á henni miklar mætur. Finnbogi Pétursson hefur alla tíð verið heillaður af ljóðrænni veröld hljóðsins. Hann hefur myndgert hljóð og sett fram í innsetningum sem dansa á mörkum tónlistar, sviðslistar og arkitektúrs, hvort sem það er í formi eðlisfræðilegra tilrauna í sýningarsölum, með skúlptúrum á hálendi Íslands eða með risastórri orgelpípu í Feneyjum. Þetta árið slæst Finnbogi í hóp þeirra listamanna sem hafa skapað verk til styrktar sumarbúðanna í Reykjadal, sem styrktarfélag lamaðra og fatlaða á og rekur. Kærleikskúlan þetta árið kallast ÞÖGN og kallast það verk á við verkin sem Finnbogi sýnir um þessar mundir í Neskirkju, eitt nýtt verk og tvö eldri verk. Rætt verður við Finnboga í Víðsjá í dag. Og Björn Þór Vilhjálmsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um skáldsöguna Götu mæðranna eftir Kristínu Marju Baldursdóttur.
12/22/2020 • 55 minutes
12/21/2020 • 55 minutes
Beethoven, John le Carré, Oddný Eir, sjálfsmyndir
Víðsjá fagnar í dag 250 ára afmæli tónskáldsins Ludwigs van Beethoven þegar Kordó-kvartettinn leikur fyrir hlustendur göldróttan kafla úr einu af síðustu meistaraverkum tónskáldsins á sviðinu í Salnum í Kópavogi. Kvartettinn, skipaður hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, ætlaði að fagna fæðingarafmælinu með tónleikum þar í kvöld, en flytur þess í stað kafla úr strengjakvartett opus. 132 fyrir hlustendur Víðsjár. Einnig verður í Víðsjá í dag fjallað um enska rithöfundinn John le Carré sem andaðist á laugardag, 89 ára að aldri. Rætt verður við Óttarr Proppé verslunarstjóra um höfundarverk þessa merka rithöfundar. Sjálfsmyndir frá 19. öld koma við sögu og Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur ávarpar hlustendur undir skammdegissól.
Umsjón: Eiríkur Guðmundsson
12/16/2020 • 55 minutes
Úlfar, Meira Ástandið, líf eftir faraldur, Jóhann Kristófer
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Úlfar Þormóðsson rithöfund sem hefur sent frá sér bókina Fyrir augliti: Dagatal, sem hefur að geyma dagbókarfærslur Úlfars á árunum 2018 og 2019. Farið verður í heimsókn til ungrar listakonu, Ingibjargar Friðriksdóttur, sem er nýflutt heim frá bandaríkjunum eftir framhaldsnám í elektrónískum tónsmíðum og upptökutækni. Hlustendur heyra af verki sem hún samdi fyrir Listahátíð í Reykjavík, verki sem kallast Meira Ástandið, verk sem er bók, en samt ekki bók heldur tónsmíð, hljóðverk, en með því að fletta síðum bókarinnar er jafnvel hægt að komast í sýndarveruleika. Gréta Sigríður Einarsdóttir fjallar í dag um samkomur og listviðburði en margir velta því fyrir sér hvernig framtíðin verður þegar takmarkanir vegna heimsfaraldurs verða liðin tíð. Heyra handabönd sögunni til, munu fjarfundir halda velli og hvað gerist þegar við megum aftur safnast saman í leikhús, fara á tónleika og sækja upplestra? Og bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er skáldsagan Jóhann Kristófer eftir Romain Rolland, sem kom út í tíu bindum á árunum 1904-1912 og í íslenskri þýðingu Þórarins Björnssonar og seinna Sigfúsar Daðasonar, fyrstu þrjú bindin, árið 1947. Bókin er þroskasaga tónlistarsnillingsins Jóhanns Kristófers og sækir Romain Rolland meðal annars innblástur í ævi Beethovens en einnig annarra frægra tónskálda. Í verkinu setur Rolland fram hugmyndir sínar um eðli listarinnar um leið og hann kryfur hin ýmsu þroskastig mannsins og hvað felst í því að vera listsnillingur. Gildi verksins hefur ekki síst verið talið fólgið í lýsingu þess á evrópskri menningu í kringum aldamótin 1900. Rætt verður við Gísla Magnússon prófessor við Mála- og menningardeild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands um verkið og höfundinn í Víðsjá í dag.
Umsjón: Eiríkur Guðmundsson
12/15/2020 • 55 minutes
Elvis Presley, Lillian Hardin Armstrong, Skúlptúr/Skúlptúr
Efni Víðsjár í dag: Á bakvið hverja karlhetju er oftast nær að finna styttu og stoð, jafnan öfluga eiginkonu sem á drjúgan þátt í velgengni maka síns og hvetur til dáða. Í tónlistarhorninu Heyrandi nær ætlar Arnljótur Sigurðsson að rýna létt í Ungfrú Lillian Hardin Armstrong og hennar lykilhlutverk í umbreytingu djasstónlistar fyrir 100 árum síðan. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fjallar í myndlistarpistli um tvær nýjar einkasýningar sem hafa verið opnaðar í sýningarröðinni Skúlptúr/Skúlptúr í Gerðarsafni, þar sem leikgleði og tilraunastarfsemi eru í fyrirrúmi. Og hugað verður að röddunum sem þú vilt heyra þegar þú fæðist og þegar þú deyrð, rætt verður við skáldið Diddu um Elvis Presley og jólin.
Umsjón: Eiríkur Guðmundsson
12/14/2020 • 51 minutes, 59 seconds
Guðrún, Ófeigur, Þóra Karítas, Þórdís
Víðsjá er í dag, eins og aðra fimmtudaga á aðventunni, helguð nýjum bókum. Rithöfundar koma í heimsókn, ræða málin og lesa úr verkum sínum. Á meðal gesta í þættinum í dag eru Guðrún Hannesdóttir, Ófeigur Sigurðsson, Þóra Karítas Árnadóttir og Þórdís Gísladóttir. Bókarýnin verður á sínum stað, Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi þáttarins fjallar í dag um skáldsöguna Strendinga: Fjölskyldulíf í sjö töktum eftir Yrsu Þöll Gylfadóttur.
Umsjón: Eiríkur Guðmundsson
12/10/2020 • 55 minutes
Rumi, Lýðræðisbúllan, Oddný Eir
Í Víðsjá í dag verður meðal annars fjallað um persneska ljóðskáldið Jalaluddin Rumi sem uppi var á 13. öld en Kristinn Árnason skáld hefur þýtt úrval ljóða eftir þetta merka skáld, og birt á bók sem nefnist Söngur reyrsins, með þessu safni býðst lesendum í fyrsta sinn heildstætt úrval af ljóðum Rumi í íslenskum þýðingum. Einnig verður farið í heimsókn í splúnkunýtt sýningarrými í aldargömlu timburhúsi í Þingholtunum. Galleríið hefur fengið nafnið Lýðræðisbúllan og mun opna dyr sínar á laugardaginn kemur, með einkasýningu á verkum Huldu Vilhjálmsdóttur. Hulda segir frá þessum nýjustu verkum sínum í þætti dagsins, málverkum og teikningum sem hún hefur unnið undir áhrifum frá lífinu sjálfu í öllum sínum litrófum, þar sem kettir, konur og kófið koma meðal annars við sögu. Bók vikunnar að þessu sinni er ekki af verri endanum. Það er skáldsagan Sem ég lá fyrir dauðanum, eða As I lay dying, sem kom út árið 1930 og var fimmta skáldsaga bandaríska Nóbelsskáldsins Williams Faulkners. Faulkner var einn virtasti og áhrifamesti rithöfundur Bandaríkjanna á síðustu öld. Stíll hans var og er einstakur, ekki síst í þessari margbrotnu skáldsögu þar sem frásögnin skiptist milli 15 ólíkra radda sem allar segja söguna af kostulegu ferðalagi Bundren-fjölskyldunnar með líkið ættmóðurinnar í farteskinu. Og rithöfundurinn Oddný Eir Ævarsdóttir ávarpar hlustendur Víðssár í dag undir skammdegissól.
Umsjón: Eiríkur Guðmundsson
12/9/2020 • 55 minutes
Hamlet, Kalman, Faulkner
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Þórarinn Eldjárn sem gert hefur nýja þýðingu á einu þekktasta verki gjörvallra heimsbókmenntanna, leikritinu Hamlet eftir William Shakespeare. Einnig verður rætt við Hallgrím Helgason rithöfund í þættinum um þetta fræga verk. Björn Þór Vilhjálmsson bókmenntagagnrýnandi þáttarins fjallar í dag um skáldsöguna Fjarvera þín er myrkur eftir Jón Kalman Stefánsson. Og bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er skáldsagan Sem ég lá fyrir dauðanum eftir bandaríska rithöfundinn William Faulkner. Bókin kom fyrst út árið 1930 og er eitt af þekktari verkum Faulkners. Árið 2013 kom bókin út í íslenskri þýðingu Rúnars Helga Vignissonar, hlustendur heyra í Rúnari í Víðsjá í dag.
12/8/2020 • 55 minutes
Rilke, Misirlou, jólabazar
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Benedikt Hjartarson bókmenntafræðing sem þýtt hefur skáldsöguna Minnisblöð Malte Laurids Brigge eftir Rainer Maria Rilke. Bókin kom fyrst út árið 1910 og var eina skáldsaga Rilkes, sem var eitt af fremstu ljóðskáldum Evrópu á 20. öld. Benedikt segir frá þessari merku bók og þessu merka skáldi í Víðsjá í dag en þýðing hans er komin út í Lærdómsritaröð Hins íslenska bókmenntafélags. Einnig verður farið í tónlistarferðalag með Arnljóti Sigurðssyni undir yfirskriftinni Heyrandi nær, í dag mun Arnljótur rýna í sögu lagsins víðfræga Misirlou, en saga þess nær eitthvað um hundrað ár aftur í tímann og margt forvitnilegt sem kemur upp úr dúrnum við söguskoðunina. Og farið verður í jólagjafaleiðangur í Marshallhúsið úti á Granda en Nýlistasafnið heldur nú í annað sinn bazar í aðdraganda jóla þar sem hægt er að finna myndlist eftir félaga safnsins
Umsjón: Eiríkur Guðmundsson
12/7/2020 • 55 minutes
Elísabet Kristín, Börkur, Guðmundur og María Elísabet
Í Víðsjá í dag verður hugað að nýjum bókum, rithöfundar koma í heimsókn í hljóðstofu, lesa úr verkum sínum og ræða málin. Á meðal gesta í þættinum í dag eru höfundarnir María Elísabet Bragadóttir, Guðmundur S. Brynjólfsson, Börkur Gunnarsson og Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Bóka-Víðsjá á fimmtudegi.
12/3/2020 • 52 minutes, 30 seconds
Jóhann Hjálmarsson, Midpunkt, Dyrnar
Víðsjá minnist í dag Jóhanns Hjálmarssonar skálds og gagnrýnanda en hann andaðist í síðustu viku, áttatíu og eins árs að aldri. Jóhann gaf á sínum tíma út átján ljóðabækur, sú fyrsta, Aungull í tímann, kom út árið 1956, þegar Jóhann var aðeins sautján ára gamall. Jóhann var mikilvirkur ljóðaþýðandi og starfaði sem menningarblaðamaður á Morgunblaðinu áratugum saman. Hlustendur heyra brot úr viðtölum við Jóhann í þættinum í dag, auk upplestra, en einnig er rætt við rithöfundinn Jón Kalman Stefánsson um höfundarverk Jóhanns. Einnig verður í þættinum í dag farið í Hamraborgina í Kópavogi þar sem gallerí Midpunkt er til húsa. Í galleríinu hafa þau Ragnheiður Sigurðardóttir og Snæbjörn Brynjarsson síðastliðin tvö ár miðað að því að færa listina nær fólkinu, nær hversdagsleikanum. Rætt verður við Ragnheiði um rekstur listrýmis í Kópavogi og sýningin Secret Services, leyniþjónustan, skoðuð, en þetta er fyrsta einkasýning Rúnars Arnar Jóhönnu- og Marínóssonar. Og bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni kemur frá Ungverjalandi. Það er skáldsagan Dyrnar eftir ungverska rithöfundinn Mögdu Szabó sem kom út fyrr á þessu ári í íslenskri þýðingu Guðrúnar Hannesdóttur. Þetta er óvenjuleg og áleitin saga um samband tveggja kvenna, bók sem vakti gríðarlega athygli þegar hún kom fyrst út árið 1987, hefur verið þýdd á mörg tungumál, og hlotið verðskuldað lof og verðlaun. Bókin var meðal annars kjörin ein af tíu bestu bókum ársins 2015 af bandaríska stórblaðinu The New York Times.
Umsjón: Eiríkur Guðmundsson
12/2/2020 • 55 minutes
Laxness, Sigurbjörg Þrastardóttir, varalitur
Efni Víðsjár í dag: Frá og með deginum í dag verða allir lestrar Halldórs Laxness sem til eru í safni RÚV aðgengilegir almenningi. Lestrarnir eru færðir þjóðinni að gjöf í samstarfi við dætur skáldsins, þær Guðnýju Halldórsdóttur og Sigríði Halldórsdóttur, í tilefni af 90 ára afmæli Ríkisútvarpsins. Þessi gjöf til þjóðarinnar verður rædd í Víðsjá í dag, en einnig verður meðal annars rætt um samskipti Nóbelsskáldsins og Ríkisútvarpsins í gegnum tíðina, sem oft voru skrautleg. Gestir þáttarins verða Guðný Halldórsdóttir kvikmyndaleikstjóri og dóttir skáldsins, Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Halldór Guðmundsson ævisagnaritari Laxness. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár rýnir í dag í sagnasafnið Mæður geimfara eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur. Og Víðsjá setur líka á sig rauðan varalit í dag, að gefnu tilefni, og rifjar um leið upp sögu þessa litla en stórhættulega og stórmerkilega fyrirbæris. Varalitur í Víðsjá í dag.
Umsjón: Eiríkur Guðmundsson
12/1/2020 • 51 minutes, 7 seconds
Auður Ava, Áslaug Agnarsdóttir, Jónas Reynir, Sölvi Björn, Ólafur Jóha
Víðsjá er í dag helguð nýjum bókum. Höfundar koma í heimsókn í hljóðstofu, ræða málin og lesa úr verkum sínum. Á meðal gesta í þættinum verða Auður Ava Ólafsdóttir, Áslaug Agnarsdóttir, Jónas Reynir Gunnarsson og Sölvi Björn Sigurðsson. Bókmenntarýni verður síðan á sínum stað. Maríanna Clara Lúthersdóttir fjallar í þætti dagsins um Snertingu, nýjustu skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar.
11/26/2020 • 55 minutes
Harry Martinson, Bróðir, Úlfur Eldjárn, Anna Þorvaldsdóttir, Sjónarhor
Víðsjá í dag er meðal annars rætt við Heimi Pálsson sem hefur þýtt á íslensku skáldsöguna Leiðina í klukknaríki eftir sænska Nóbelsverðlaunahöfundinn Harry Martinson. Bókin kom fyrst út árið 1948 og telst eitt af meistaraverkum sænskra bókmennta á 20. öld, en Martinson hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1974. Einnig er farið í göngutúr um Þingholtin með tónlistarmanninum Úlfi Eldjárn, og fræðst um hans nýjustu tónsköpun, Reykjavík GPS, en það er gagnvirk tónlistarupplifun sem hægt er að njóta á ákveðnu svæði í borginni. Úlfur gaf í vikunni út lagið „Horfin borg“ á öllum helstu tónlistarveitum, en það er fyrsta lagið af væntanlegri breiðskífu með tónlist úr verkefninu Reykjavík GPS. Anna Þorvaldsdóttir tónskáld segir frá Tónlistarhátíð Rásar 1 sem fram fer í dag. Hátíðin er nú haldin í fjórða sinn og ber að þessu sinni yfirskriftina Þræðir, en Anna er listrænn stjórnandi hátíðarinnar í ár. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um skáldsöguna Bróður eftir Halldór Armand Ásgeirsson. Og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir rýnir í myndlistarpistli um sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu og veltir fyrir sér frásagnarvaldi safna, en sýningin býður upp á mörg ólík sjónarhorn þegar kemur að lestri á sjónrænum menningararfi og sjálfsmyndum þjóðarinnar.
11/25/2020 • 55 minutes
Steinar Bragi, listasaga, menningarrýni og fjölmiðlar, Andri Snær
Efni Víðsjár: “Staðreyndin er sú að það hafa ekki verið til neinar óviðjafnanlegar listakonur svo vitað sé. Það hafa heldur ekki komið fram miklir djasspíanistar frá Lithaén eða tennisleikarar úr röðum Inúíta, hversu heitt sem við óskum þess að svo hefði verið.“ Þessi klausa er tekin úr greininni ,,Hvers vegna hafa ekki verið til neinar miklar listakonur?", eftir bandaríska listfræðinginn Lindu Nochlin, en greinin kom nýverið út í þýðingu Margrétar Elísabetar Ólafsdóttur og Guðrúnar Erlu Geirsdóttur. Fjallað er um þessa tímamótagrein í Víðsjá í dag. Einnig er fjallað um fjölmiðla og menningarrýni. Björn Þór Vilhjálmsson bókmenntagagnrýnandi rýnir í nýjustu skáldsögu Steinars Braga, Truflunina. Og bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er Um tímann og vatnið eftir Andra Snæ Magnason. Hlustendur heyra í Andra í þætti dagsins.
11/24/2020 • 53 minutes, 28 seconds
Loki, lykt, Oddný Eir Ævarsdóttir
Í Víðsjá í dag er meðal annars rætt við skáldið Loka sem sendi á dögunum frá sér ljóðabókina Tunglið er diskókúla. Þetta er fyrsta bók Loka og hún hefur nú þegar vakið nokkra athygli. Einnig verður hugað að nýju rannsóknarverkefni evrópskra vísindamanna sem felst í því að skrásetja lyktarsögu álfunnar. Verkefnið miðar að því að miðla lyktarsafninu, þar sem ilmir og óþefir munu færa gesti aftur til fyrri alda, tíma þegar borgir álfunnar lyktuðu á allt annan hátt en þær gera í dag. Sérstaklega verður hugað að sögu tóbaksilmsins í þætti dagsins en sá ilmur er víst sérlega vinsæll í heimi ilmvatna í dag. Og Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur heldur áfram að ávarpa hlustendur undir skammdegissól.
11/19/2020 • 55 minutes
Matthías Jochumsson, Fritz Hendrik, Berhöfða líf
Í Víðsjá í dag er meðal annars rætt við Þórunni Jörlu Valdimarsdóttur rithöfund og sagnfræðing um Matthías Jochumsson en í dag eru 100 ár liðin frá andláti skáldsins. Þórunn ritaði ævisögu Matthíasar, Upp á Sigurhæðir, sem kom út árið 2006, og hlaut mikið lof. Loftslagsáhyggjur, farsóttartímar, vonbrigði og hlutverkaleikir er meðal þess sem myndlistarmaðurinn Fritz Hendrik fjallar um í Kjarnhita, sýningu sem opnaði í Harbinger um liðna helgi. Rætt er við Fritz Hendrik í þætti dagsins framan við gluggann í Harbinger en sýningin er gluggasýning sökum veirunnar. Og Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi rýnir í bókina Berhöfða líf sem hefur að geyma úrval ljóða eftir bandaríska skáldið Emily Dickinson í íslenskri þýðingu Magnúsar Sigurðssonar.
11/18/2020 • 55 minutes
Einar Már, Álabókin, peningar og menning, Oddný Eir
Í Víðsjá í dag er meðal annars rætt við Einar Má Guðmundsson rithöfund um fyrstu þrjár ljóðabækur hans sem komu út fyrir fjörutíu árum, Er nokkur í Kórónafötum hér inni? Sendisveinninn er einmana? og Róbinson Krúsó snýr aftur, en bækurnar eru nú komnar út í einu bindi. Einnig er rætt við Þórdísi Gísladóttur, skáld og þýðanda, um heimsins furðulegasta fisk, álinn. Álabókin eftir Patrik Svenson sló í gegn þegar hún kom út í Svíþjóð í fyrra, vann hin virtu August-verðlaun og kom nýverið út í þýðingu Þórdísar. Í bókinni fléttar höfundur sinni eigin sögu saman við sögu álsins, og fjallar um dularfulla náttúru hans og tengsl við menningu okkar mannanna. Gréta Sigríður Einarsdóttir fjallar um fjárframlög til menningarmála. Og Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur talar um skammdegissól.
11/12/2020 • 53 minutes, 29 seconds
Pizarnik, Silfurberg, Dauði skógar, útilistaverk í Reykjavík
Í Víðsjá í dag er meðal annars fjallað um argentínska skáldið Alejöndru Pizarnik en Hermann Stefánsson rithöfundur hefur þýtt úrval ljóða eftir hana. Pizarnik var til skamms tíma ekki eitt af stóru nöfnunum í skáldskap Rómönsku Ameríku, fáir þekktu til hennar í hinum spænskumælandi heimi, en á því hefur orðið breyting. Rætt verður við Hermann í Víðsjá í dag. Frá 17.öld og fram á þá tuttugustu gerðu vísindamenn margvíslegar uppgötvanir sem höfðu afdrifarík áhrif á framþróun náttúruvísinda. En það eru ekki allir sem vita að íslenska silfurbergið gengdi þar oft lykilhlutverki. Saga þessa merkilega kristals er rakin í Silfurbergi, nýrri bók eftir vísindamennina og feðgana Kristján Leósson og Leó Kristjánsson. Kristján er gestur Víðsjár í dag. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi þáttarins rýnir í skáldsöguna ,,Dauði skógar" eftir Jónas Reyni Gunnarsson. Og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir skoðar list í almannarými. Hún notast við smáforritið “Útlistaverk í Reykjavík“, sem leiddi hana í skemmtilegan hring í einum af almenningsgörðum borgarinnar.
11/11/2020 • 55 minutes
Ólafur Jóhann, Brian Eno, Böðvar Guðmundsson, 107 Reykjavík
Í Víðsjá í dag meðal annars rætt við rithöfundinn Ólaf Jóhann Ólafsson sem sendi nýlega frá sér skáldsögu sem nefnist Snerting. Björn Þór Vilhjálmsson bókmenntagagnrýnandi fjallar um skáldsöguna 107 Reykjavík eftir þær Auði Jónsdóttur og Birnu Önnu Björnsdóttur. Breski tónlistarmaðurinn Brian Eno, heyrnartól, samtíminn og ný tækni koma við sögu. Og bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er skáldsagan Lífsins tré eftir Böðvar Guðmundsson sem kom fyrst út árið 1996 og var framhald bókarinnar Híbýli vindanna sem hafði komið út árið áður. Árið 2015 komu svo báðar bækurnar út sem ein heild undir titlinum Vesturfarasögur. Hlustendur heyra í Böðvari í þætti dagsins.
11/10/2020 • 55 minutes
Óskar Árni, Trump og myndlist, Eldarnir, jólabókaflóð á tímum veiru
Rætt er við rithöfundinn Óskar Árna Óskarsson um bók sem nefnist Vatnaleiðin og hefur að geyma dagbók sem hann skrifaði í Stykkishólmi árið 2009. Fjallað verður um myndlistaráhuga Donalds Trumps, samband hans við Andy Warhol og portrettið af Benjamin Franklin á hundrað dollara seðlinum. Spurt er: Hvaða myndlist tók Trump með sér í Hvíta húsið og hvern mun hann útnefna sem portrettmálara þeirra hjóna þegar dvölinni í Hvíta húsinu líkur? Maríanna Clara Lúthersdóttir bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar um skáldsöguna Eldarnir: Ástin og aðrar hamfarir eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur. Og Gréta Sigríður Einarsdóttir fjallar um jólabókaflóð á tímum veirunnar.
11/5/2020 • 55 minutes
List án landamæra, Hetjusögur, Kristín K.Þ. Thoroddsen
Listahátíðin List án landamæra er haldin í 17da sinn í ár og má sjá afraksturinn í listrýmum víðsvegar um borgina. Nokkur rýmanna hafa lokað dyrum sínum vegna ástandsins, en ljósmyndasýningin Skrölt III, er meðal þess sem enn er hægt að sjá. Víðsjá ræðir við listamanninn Krumma og Birtu Guðjónsdóttur, listrænan stjórnanda hátíðarinnar, í Gallerí Port við Laugarveg í þætti dagsins. Björn Þór Vilhjálmsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar um ljóðabókina Hetjusögur eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur. Fjallað er um listakonuna Kristínu K.Þ. Thoroddsen en sýning á verkum hennar verður opnuð innan skamms í Listasafninu á Akureyri. Og forsetakosningar í Bandaríkjunum koma við sögu.
11/4/2020 • 55 minutes
Halldór Armand, Jan Myrdal, Oddný Eir, Frelsun dýranna
Í Víðsjá í dag meðal annars rætt við Halldór Armand rithöfund um nýútkomna skáldsögu hans, sem nefnist Bróðir. Í þættinum verður einnig fjallað um eitt af höfuðritum dýrasiðfræðinnar, Animal liberation frá árinu 1975, eftir ástralska heimspekinginn Peter Singer. Bókin hefur síðan verið endurútgefin á fjölmörgum tungumálum og er oft kölluð biblía dýraverndunarsinna, grænmetisæta og grænkera. Rætt er við Benjamín Sigurgeirsson þýðanda bókarinnar í þætti dagsins. Sænski rithöfundurinn, kvikmyndagerðarmaðurinn og aktívistinn Jan Myrdal andaðist á föstudag, 93ja ára að aldri. Myrdal var einn afkastamesti rithöfundur Svía og raunar Norðurlanda, hann hafði sterkar pólitískar skoðanir, og hafði mikil áhrif með skrifum sínum og framgöngu. María Kristjánsdóttir leikstjóri og leikhúsgagnrýnandi segir frá Myrdal í þættinum í dag. Bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er skáldsagan Jarðnæði eftir Oddnýju Eir Ævarsdóttur. Þetta er bók sem kom út árið 2011 og hlaut góðar viðtökur, fyrir hana hlaut Oddný meðal annars Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins árið 2014, bókin var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2011 og Oddný hlaut Fjöruverðlaunin fyrir þessa bók árið 2012. Hlustendur heyra í Oddnýju í Víðsjá í dag.
11/3/2020 • 53 minutes, 59 seconds
Heimilisiðnaður, menningaríhald, framliðnar bækur og tíðarandatal
Í dag fagnar Sögufélagið útkomu bókarinnar Handa á milli, en hún fjallar um sögu Heimilisiðnaðarfélagsins. Rætt er við höfund bókarinnar, Áslaugu Sverrisdóttur sagnfræðing, í þætti dagsins, um bókina og það hvernig áherslur félagsins í hundrað ár hafa speglað þjóðfélagið hverju sinni. Sverrir Norland rithöfundur birti á dögunum pistil um endalok bókabúðar Máls og menningar við Laugaveg og velti þar meðal annars fyrir sér hvernig megi mögulega blása nýju lífi í bókaverslanir í bókmenntaborginni Reykjavík. Rætt var við Sverri í Víðsjá fyrir hálfum mánuði eða svo, en pistill hans birtist fyrst á facebokk-síðu Sverris en síðan í Stundinni undir yfirskriftinni ,,Löngu tímabær dauði bókabúðar Máls og menningar." Á þessu máli eru fleiri vínklar, Gréta Sigríður Einarsdóttir, ritstjóri Iceland Review, segir sína skoðun í Víðsjá í dag. Hermann Stefánsson rithöfundur kveður sér hljóðs þættinum og gluggar í nokkrar bækur sem eiga það sameiginlegt að vera sagðar ekki beinlínis af þessum heimi. Einkum skoðar Hermann rit nafna síns Hermanns Jónassonar (1858-1923), en hann kom á framfæri ýmsum leiðréttingum á Njálu sem vitruðust honum í draumi. Í þættinum einnig tíðarandatal í skugga kórónuveiru, bandarískra forsetakosninga, ofl.
10/29/2020 • 55 minutes
Rafrænar óskir um heimsfrið, listþræðir, Aðalsteinn Emil, Norðurlandav
Víðsvegar um heiminn standa tré sem hægt er að hengja óskir sínar á. Þegar trén eru orðin yfirfull eru óskirnar sendar til Yoko Ono sem svo sendir þær aftur í friðarsúluna, þaðan sem þeim er varpað til himins með ósk um alheimsfrið, í minningu Johns Lennon. Í Víðsjá í dag verða rifjuð upp fyrstu kynni Yoko Ono og John Lennon en þar kemur við sögu listaverk sem síðar varð kveikjan að friðarsúlunni í Reykjavík. Einnig verður rætt við Aðalstein Emil Aðalsteinsson, ungan rithöfund, sem var að senda frá sér sína fyrstu bók, smásagnasafnið 500 dagar af regni. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fjallar um sýninguna Listþræði sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands, sýningu sem sett var upp í tilefni af aldarafmæli Ásgerðar Búadóttur, tilefnið notað til að horfa sérstaklega til vefnaðar og þráðlistar í íslenskri samtímalist og þess hvernig listamenn hafa notað þráðinn, spunnið hann, litað, ofið og formað eftir öllum kúnstarinnar reglum.
10/28/2020 • 55 minutes
Oaxaca, Washington Black, Váboðar, Toni Erdmann
Farið á kaffihúsið Mokka þar sem ljósmyndasýningin Oaxaca (framburður: Óa-haka) prýðir veggina næsta mánuðinn. Orri jónsson segir frá ferð til Mexíkó og verki sem hefur verið í vinnslu í 27 ár. Maríanna Clara Lúthersdóttir bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um smásagnasafnið Váboða eftir Ófeig Sigurðsson. Bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er skáldsagan Sagan af Washington Black eftir kanadíska rithöfundinn Esi Edugyan. Verkið gerist á sykurplantekru á Barbados árið 1830 og lýsir grimmúðlegum heimi nýlendutímans. Washington Black, eins og hún heitir á ensku, kom út árið 2018, og er þriðja skáldsaga höfundar. Edugyan er ættuð frá Ghana, og hún hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir verk sín. Sagan af Washington Black var meðal annars tilnefnd til Man Booker-verðlaunanna árið 2018 og fjölmörg blöð og tímarit, þar á meðal The New York Times og The Washington Post, völdu bókina eina af tíu bestu bókum ársins 2018. Verkið kom út í íslenskri þýðingu Ólafar Pétursdóttur í fyrra, hlustendur heyra í Ölöfu í þættinum. Og falskar tennur koma við sögu að gefnu tilefni.
10/27/2020 • 55 minutes
Hrafnagaldur Óðins, Medúsa, ferðalög, útilistaverk á Akureyri
Í Víðsjá í dag rætt við tónlistarmennina Hilmar Örn Hilmarsson og Kjartan Sveinsson en á næstunni verður gefin út upptaka á verkinu Hrafnagaldri Óðins sem frumflutt var á Listahátíð í Reykjavík árið 2002. Að verkinu stóðu hljómsveitin Sigur Rós, Hilmar Örn, Steindór Andersen og fleiri, en það hefur aldrei verið gefið út í heild sinni. Á morgun kemur út fyrsta smáskífan, Dvergmál, þeir Hilmar og Kjartan segja frá Hrafnagaldri Óðins í Víðsjá í dag. Rifjuð verður upp að gefnu tilefni gríska goðsögin um Medúsu, en sagan hefur verið á allra vörum í New York síðustu daga. Nýtt útilistaverk sem hugsað var sem innlegg í Metoo-umræðuna hefur skapað heitar deilur um gæði listaverka, klám, klassík og skapahár svo eitthvað sé nefnt. Medúsa og Metoo í Víðsjá í dag. Einnig verður spurt: Hver hefur smakkað Næturgalatungu? Hvað þá fuglshráka? Hermann Stefánsson rithöfundur veltir fyrir sér ferðalögum og eðli þeirra og rýnir í ferðabókina „Frá Japan og Kína“ eftir Steingrím Matthíasson sem ferðaðist um Austurlönd í blábyrjun síðustu aldar. Og farið verður í göngutúr með Guðrúnu Pálínu Guðmundsdóttur fræðslufulltrúa við Listasafnið á Akureyri, og þrjú útilistaverk í bænum skoðuð.
Víðsjá í dag meðal annars rætt við Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur sem hefur sent frá sér bókina Þagnarbindindi, bók sem er í senn ljóðabálkur og saga, og fjallar meðal annars um sambandsslit og söknuð. Hlustendur heyra líka í Árna Heimi Ingólfssyni tónlistarfræðingi sem ætlar að leiða hlustendur Rásar 1 í gegnum líf og list Ludwigs van Beethoven í sjö útvarpsþáttum sem hefja göngu sína á laugardag kl. 17, en þó að minna hafi orðið úr hátíðahöldum en til var ætlast, þá er víða um heim haldið upp á að í ár er 250 liðin frá fæðingu Beethovens. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um Draumstol, nýjustu ljóðabók Gyrðis Elíassonar. Og hugað verður að myndlist: Ásgerður Búadóttir var frumkvöðull í vefnaðarlist hér á landi og fyrirmynd annara myndlistarmanna sem tóku upp þráðinn í sínum verkum. Á sýningunni Listþræðir í Listasafni Íslands er aldarafmælis Ásgerðar minnst í samtali við fjölda annara listamanna, ekki síst samtímalistamanna, en í dag ríkir mikil gróska í þráðlistinni. Víðsjá heimsækir Listasafn Íslands og ræðir þar við Dagnýju Heiðdal, annan sýningarstjóra Listþráða.
Í Víðsjá er meðal annars rætt við Sverri Norland rithöfund sem um helgina birti pistil um endalok bókabúðar Máls og menningar við Laugaveg og velti fyrir sér hvernig megi mögulega blása nýju lífi í bókaverslanir í bókmenntaborginni Reykjavík. Rætt verður við Sverri um framtíð bókabúða og bókabúðir sem menningarstofnanir í þættinum í dag. Myndhöggvarafélag Reykjavíkur verður heimsótt þar sem Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir er með vinnustofu. Katrín segir frá sýningu sem nú stendur yfir í nýju íslensku galleríi í Berlin, Gallerí Guðmundsdóttir, en mun auk þess flytja gjörning við eldstæði í þættinum. Og bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er skáldsagan Stóri skjálfti eftir Auði Jónsdóttur. Bókin kom út árið 2015, hlaut góðar viðtökur, og var meðal annars tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Hlustendur Víðsjár heyra í Auði í þættinum í dag.
10/20/2020 • 55 minutes
Flugur og forsetar, Haustlaukar, Elítismi fyrir fólkið og mannanöfn
Víðsjá 15.okt 2020
Flugur, forsetar, dauði og tilgangsleysi lifsins verða á dagskrá Víðsjár í dag. Halla Harðardóttir rifjar að gefnu tilefni upp þátt flugunnar í listasögu vesturlanda, en það var um lítið talað annað en flugur eftir kappræður varaforsetaefna Bandaríkjanna í síðustu viku. Hermann Stefánsson rithöfundur flytur í þættinum pistil undir yfirskriftinni Elítismi fyrir fólkið, hann veltir fyrir sér lýðræði á plágutímum og rýnir meðal annars í lagaheimildir sóttvarnalæknis, spáir í sögu og samspil lýðræðis og einræðis á fyrri hluta 20. aldar og hugar að samfélagslegri helgi. Hugað verður að myndlistarsýningunni Haustlaukar II sem fer fram víða um höfuðborgina þessa dagana en í annað sinn efnir Listasafn Reykjavíkur til samsýningar á nýrri myndlist í almannarými. Hlustendur heyra í þremur þátttakendum á sýningunni. Og loks koma mannanöfn við sögu í Víðsjá í dag, að gefnu tilefni.
Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.
10/15/2020 • 55 minutes
Verðlaunaljóðabók, Ótti markmannsins, Við kvikuna, Undirniðri og Carlo
Í Víðsjá í dag verður rætt við Ragnheiði Lárusdóttur sem í gær tók við Bókmenntaverðlaunum Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina 1900 og eitthvað.
Gauti Kristmannsson fjallar um skáldsöguna Ótti markmannsins við vítaspyrnu eftir austuríska rithöfundinn Peter Handke sem kom nýlega út í íslenskri þýðingu Franz Gíslasonar.
Bók vikunnar á Rás eitt að þessu sinni er Við kvikuna, sem inniheldur 156 örsögur eftir 59 höfunda rómönsku Ameríku í þýðingu Kristínar Guðrúnar Jónsdóttur en bókin kom út í ritröð einmálaútgáfna hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur síðastliðið vor. Hlustendur heyra í Kristínu í Víðsjá í dag.
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fjallar í pistli um myndlistarsýninguna Undirniðri í Norræna húsinu og einnig verður sagt frá nýjasta dýrlingi Kaþólsku kirkjunnar, hinum unga Carlo Acutis sem tekinn var í heilagra manna tölu um síðustu helgi.
Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.
10/14/2020 • 55 minutes
Ófeigur Sigurðsson, Gramophone verðlaun og Útlendingurinn
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Ófeig Sigurðsson rithöfund sem á dögunum sendi frá sér sitt fyrsta smásagnasafn sem nefnist Váboðar.
Sagt verður frá verðlaunahöfum ársins hjá breska tónlistartímaritinu Gramophone, en það verðlaunar þær upptökur með sígildri tónlist sem staðið hafa upp úr að undanförnu.
Og Snæbjörn Brynjarsson segir hlustendum skoðun sína á sýningunni "Útlendingurinn - morðgáta" sem frumsýnd var í Borgarleikhúsinu á dögunum.
Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson
10/13/2020 • 55 minutes
Nóbelsverðlaun, deila um útilistaverk, Taipio Koivukari og gyðjur súrr
Í Víðsjá í dag verður meðal annars fjallað um bandaríska ljóðskáldið Louise Glück en tilkynnt var í Stokkhólmi í morgun að hún hlyti Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 2020.
Halla Harðardóttir heldur áfram að feta krókaleiðir listasögunnar, að þessu sinni rifjar hún upp gleymdar gyðjur súrrealismans, og lítur inn á sýningu sem nú stendur yfir í Louisiana safninu við Kaupmannahöfn. Á sýningunni Fantastic Women má sjá verk eftir 34 listakonur sem kenndar hafa verið við súrrealisma en sem margar hverjar hafa fallið í gleymskunnar dá.
Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um ljóðabókina Innfirði eftir finnska verðlaunahöfundinn Taipio Koivukari sem fyrir löngu er orðinn landsþekktur fyrir skáldsögur sínar sem komið hafa út í þýðingum Sigurðar Karlssonar.
Ennfremur verður hugað að myndlist í opinberu rými að gefnu tilefni og rætt við Ólöfu K. Sigurðardóttur, safnstjóra Listasafns Reykjavíkur og Hlyn Helgason, varaformann Sambands íslenskra myndlistarmanna um þau mál.
10/8/2020 • 53 minutes, 53 seconds
Djass, Eyja, Sláturtíð, Viðvörunarmerki
Í Víðsjá í dag verður rætt við Agnar Má Magnússon djasspíanóleikara um nýja plötu hans sem að heitir Mór og þar sem Agnar vinnur með þjóðlegan tónlistararf Íslendinga og setur hann í nýjan búning.
Sviðslistaverkið Eyja var fyrsta verkið sem frumsýnt var hjá Leikfélagi Akureyrar á nýju leikári. Þar var leikfélagið að prófa nýjar leiðir til þess að aðlaga sig að veiru-veruleikanum, en í verkinu ferðuðust áhorfendur í litlum hópum um Hrísey í fylgd með börnum sem þar búa. Verkið skapaði sviðslistamaðurinn Steinunn Knútsdóttir, og vann hún það í nánu samstarfi við Grétu Kristínu Ómarsdóttur, leikstjóra, en Gréta er fædd og uppalin í Hrísey og því öllum hnútum kunnug. Rætt verður við Steinunni í þætti dagsins.
Bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er Sláturtíð eftir Gunnar Theodór Eggertsson frá 2019. Bókin er skáldsaga þar sem barátta dýraréttindasinna er í brennidepli, en Gunnar Theodór skrifaði á sínum tíma doktorsritgerð um bókmenntir og dýrasiðfræði. Hlustendur heyra í Gunnari í þættinum í dag. Og viðvörunarmerki koma við sögu að gefnu tilefni í Víðsjá í dag.
Umsjón Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.
10/7/2020 • 55 minutes
Peter Handke, pólitískur þjófnaður, Svava Jakobsdóttir og Upphaf
Víðsjá 6. Október 2020
Nýlega kom út á íslensku hjá bókaforlaginu Uglu ein þekktasta skáldsaga austuríska rithöfundarins og Nóbelsverðlaunahafans Peters Handkes, Ótti markmannsins við vítaspyrnu. Franz Gíslason þýddi verkið á íslensku en Jón Bjarni Atlason bjó þýðinguna til prentunar og ritar eftirmála um þennan merka höfund og verk hans. Rætt verður við Jón í Víðsjá í dag.
Snæbjörn Brynjarsson segir hlustendum skoðun sýna á leikverkinu Upphaf eftir David Eldridge sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu á döguna.
Rödd Svövu Jakobsdóttur fær að hljóma í þættinum en á sunnudag voru 90 ár liðin frá fæðingu hennar. Við heyrum Svövu lesa brot úr Leigjandanum, skáldsögu frá 1969.
Jafnframt verður fjallað um kongólska aktivistann Mwazulu Diyabanza sem mætti fyrir dóm í síðustu viku ákærður fyrir þjófnað inni á frönsku safni fyrr á árinu.
Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson
10/6/2020 • 55 minutes
Í leit að töfrum, íslensku bókmenntaverðlaunin, Tíkin og Kópavogskróní
Í Víðsjá í dag verður Hafnarhús Listasafns Reykjavíkur heimsótt til að huga að stóru listaverkefni Ólafs Ólafssonar og Libíu Castro sem heitir í Leit að töfrum og hverfist um tillöguna að nýrri stjórnarskrá fyrir Lýðveldið Ísland. Sýningar- og framkvæmdastjórar verkefnisins, Guðný Guðmundsdóttir og Sunna Ástþórsdóttir segja okkur frá.
Rætt verður við Bryndísi Loftsdóttur hjá Félagi íslenskra bókaútgefanda um nýtt fyrirkomulag íslensku bókmenntaverðlaunana. Snæbjörn Brynjarsson fjallar um Kópavogskróníkuna í Þjóðleikhúsinu. Og Gauti Kristmannsson fjallar um skáldsöguna Tíkina eftir kolumbíska rithöfundinn Pilar Quintana sem nýlega kom út í íslenskri þýðingu Jóns Halls Stefánssonar.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
10/1/2020 • 52 minutes, 53 seconds
A! Gjörningahátíð, Bauhaus og ESB, Elín Edda og Meiri sagnfræði
Víðsjá hugar í dag að A! Gjörningahátíð sem hefst á morgun í Listasafninu á Akureyri og stendur um helgina. Sagna hins víðfræga Bauhaus skóla verður líka rifjuð upp en nýr forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, sagði fyrir skemmstu að nýr Bauhaus skóli myndi verða að veruleika á næstunni. Nýji Bauhaus skólinn er hluti af 750 miljarða evra plani sambandsins til að endurreisa hagkerfið eftir kórónaveirufaraldurinn, með menningu og sjálfbærni að leiðarljósi.
Elín Edda Árnadóttir, búningahönnuður og myndlistarkona, verður heimsótt á Mokka kaffi, en þar sýnir hún verk sín þessa dagana.
Ennfremur verður fjallað um kröfu bandarískra sagnfræðinga um “meiri sagnfræði“ og betri söguvitund landa sinna.
Umsjón: Guðni Tómasson
9/30/2020 • 55 minutes
Einingahús, Guston, Ekkert er sorglegra og Barbarar
Í Víðsjá dagsins verður rætt er við Guju Dögg Hauksdóttur arkitekt um sýninguna PREFAB / FORSMÍÐ sem opnaði um liðna helgi í Skaftelli, Menningarmiðstöð Austurlands. Á sýningunni er farið yfir fagurfræði og sögu norsku einingahúsanna sem risu við Seyðisfjörð í byrjun síðustu aldar, auk einingahúss eftir Le Corbusier og norsku arkitektana Rintala Eggertsson.
Bók vikunnar að þessu sinni er skáldsagan Beðið eftir barbörunum eftir nóbelskáldið John Maxwell Coetzee. Tveir þýðendur komu að verkinu, þau Sigurlína Davíðsdóttir og Rúnar Helgi Vignisson, og segja þau frá bókinni í Víðsjá dagsins.
Snæbjörn Brynjarsson segir frá upplifun sinni af samtímaóperunni Ekkert er sorglegra en manneskjan sem frumsýnd var á dögunum í Tjarnarbíói og er eftir Friðrik Margrétar Guðmundsson og Adolfs Smára Unnarssonar.
Ennfremur verður fjallað um umdeilda myndlistarsýningu sem farin er að valda titringi löngu áður en hún er komin upp, en á dögunum bárust fréttir um það sýningu sem átti að fara í fjögur mikilvæg myndlistarsöfn, vestan hafs og austan, hefði verið slegið á frest vegna viðkvæms myndefnis. Við segjum frá listamanninum Philip Guston í þætti dagsins og ræðum við Hallgrím Helgason rithöfund um Guston og verk hans.
9/29/2020 • 55 minutes
Undirniðri, Elena Ferrante, borgir og farsóttir og konur og kvikmyndir
Víðsjá heimsækir Norræna húsið í dag til að skoða sýninguna Undirniðri en þar eiga verk listamenn frá öllum Norðurlöndunum. Sýningunni er ætlað að endurspegla hvernig við öll tengjumst í flóknu rótarkerfi um leið og einstaklingurinn getur í auknum mæli einangrað sig bæði líkamlega og hugmyndafræðilega. Sýningarstjóri Undirniðri er Arnbjörg María Danielssen og hún segir hlustendum frá.
Haldið verður áfram að stikla stóru í sögu borga á tímum farsótta. Fjallað verður um þorp andagiftar á hjara veraldar, þangað sem borgarbúar Katalóníu sóttu í heilsusamlega sumarmánuði og listamenn komu víða að í leit að örvandi félagsskap.
Guðrún Elsa Bragadóttir heldur áfram að fjalla um stöðu kvenna í kvikmyndaiðnaðinum og loks segir Gauti Kristmannsson hlustendum skoðun sína á skáldsögunni Lygalíf fullorðinna eftir Elenu Ferrante.
Umsjón: Guðni Tómasson
9/24/2020 • 55 minutes
Tíkin, Gróður, Sjónrýni og ljóðlistarmyndband
Víðsjá fer niður í miðbæ Reykjavíkur, í heimsókn í Berg contemporary þar sem sýningin Gróður opnaði um liðna helgi. Rætt er við Lilju Birgisdóttur, Katrínu Elvarsdóttur og Ninu Zurier en þær sýna allar ný ljósmyndaverk á sýningunni.
Jón Hallur Stefánsson verður tekin tali um skáldsöguna Tíkina eftir hina kolumbísku Pilar Quintana en þýðing Jóns Halls á sögunni kom nýverið út hjá forlaginu Angústúru.
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir í sjónmenningu í pistli sínum og fjallar í dag um sýninguna Á sameiginlegri jörð sem nú er uppi á Korpúlfsstöðum.
Hlustendur heyra brot úr ljóðlistarmyndbandi Hallgríms Helgasonar og tónlist af nýrri plötu Gyðu Valtýsdóttur.
Umsjón: Guðni Tómasson
9/23/2020 • 51 minutes, 38 seconds
Áfallalandslag, Ragnar í Mílanó, Oleanna og fornleifar
Í Víðsjá í dag verður meðal annars haldið í heimsókn í Listasafn Reykjanesbæjar og rætt við nýjan safnstjóra safnsins, Helgu Þórsdóttur, sem tók við rekstri þess fyrr á árinu. Þar er nú uppi sýningin Áfallalandslag en á henni eiga verk Ósk Vilhjálmsdóttir, Halldór Ásgeirsson, Rannveig Jónsdóttir og Gjörningaklúbburinn. Listasafnið hefur nýverið stækkað nokkuð þegar annar salur var tekinn undir samtímamyndlist þar á bæ.
Hugað verður að listaverki eftir Ragnar Kjartansson í kirkju einni í Mílanó.
Leiklistargagnrýni: Snæbjörn Brynjarsson segir hlustendum skoðun sína á leikritinu Oleanna eftir David Mamet sem er fyrsta frumsýning Borgarleikhússins á nýju starfsári.
Þjóðminjasafnið verður einnig heimsótt í þættinum en þar er sýningin Saga úr jörðu nú uppi. Hrönn Konráðsdóttir fornleifafræðingur segir fá sýningunni sem að rekur sögu fornleifarannsókna á Hofsstöðum í Mývatnssveit.
Fjallað um bók vikunnar sem er endurtekin - Farenheit 451eftir Ray Bradbury. Þórdís Bachmann segir frá bókinni (endurtekið)
9/22/2020 • 55 minutes
Gilbert & George
Víðsjá í dag verður helguð breska myndlistardúóínu Gilbert and George sem hafa unnið að list sinni saman síðan á sjöunda áratug síðustu aldar og haft mikil áhrif á ýmsa þá sem hafa komið í kjölfarið, en sýning á verkum þeirra er nú uppi í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Gestir þáttarins verða myndlistarmennirnir Ilmur Stefánsdóttir, Eirún Sigurðardóttir úr Gjörningaklúbbnum og Ragnar Kjartansson.
Lesarar í þættinum eru Gunnar Hansson og Leifur Hauksson.
Umsjón Guðni Tómasson
9/17/2020 • 55 minutes
Polishing Iceland, konur í kvikmyndum II og holræsi og farsóttir
Víðsjá 16. sept
Í siðustu viku var fjallað í Víðsjá um holræsi og áhrif farsótta á borgir og í þætti dagsins verður haldið áfram þaðan sem frá var horfið. Nú verður litið aftur til þess tíma þegar Barcelonaborg sprengdi utan af sér miðaldamúrana og varð nútímaleg borg með birtu og andvara fyrir alla. Fyrsti kafbáturinn, útópískir sósíalistar og draumar um betri heim koma lika við sögu.
Guðrún Elsa Bragadóttir heldur áfram að ræða stöðu íslenskra kvenna í kvikmyndaiðnaðinum í pistli sínum í dag og hugað verður að líkamlegu leikhúsi og upplifun pólskra innflytjenda af því að koma inn í íslenskt samfélag þegar Pálína Jónsdóttir og Ewa Marcinek koma í heimsókn í Víðsjá og segja frá sýningunni Polishing Iceland sem Reykjavik Ensemble frumsýnir að nýju í Tjarnarbíói annað kvöld.
Umsjón Guðni Tómasson
9/16/2020 • 55 minutes
Vistvænar íbúðir, Hjartsláttur Ástu Ólafsdóttur og Býr Íslendingur hér
Víðsjá 15. september 2020
Í sumar var tekin skóflustunga að nýjum vistvænum íbúðum fyrir ungt fólk í Gufunesi. Íbúðirnar verða á bilinu 30 til 68 fm og munu kosta frá 17-34 milljónir. Á bak við jafn hagkvæmar einingar liggja miklar rýmispælingar sem Sólveig Berg, arkitekt hjá Yrki, mun segja betur frá í Víðsjá í dag. Einnig verður haldið í heimsókn í Nýlistasafnið þar sem nú stendur yfir yfirlitssýningin á verkum Ástu Ólafsdóttur en sýningin heitir Hjartsláttur. Auk þess verður fjallað um bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni en það er bókin Býr Íslendingur hér? Minningar Leifs Muller skráðar af Garðari Sverrissyni. Þar segir Leifur frá hremmingum sínum í heimsstyrjöldinni síðari; hvernig hann var svikinn í hendur Gestapo í Noregi, fangelsaður og síðar sendur til Sachsenhausen-fangabúðanna skammt frá Berlín. Garðar Sverrisson verður gestur Víðsjár, segir frá bókinni og les upp úr henni brot.
Auk þess leikur Hallfríður Ólafsdóttir heitin Dans sælu andanna úr Orfeus og Evridís eftir Gluck.
9/15/2020 • 55 minutes
Halldór Pétursson, konur í kvikmyndum 1, smáspeki og holræsi
Víðsjá 10.9.2020
Í Víðsjá í dag verður haldið í Þjóðminjasafn Íslands til að skoða sýninguna Teiknað fyrir börnin sem verður opnuð í myndasal safnsins um helgina. Þar fá gestir innsýn í myndheim Halldórs Péturssonar sem myndskreytti fjölann allan af bókum á sinni tíð, teiknaði forsíður vinsælla tímarita, vann frímerki og peningaseðla og teiknaði andlitsmyndir. Guðrún Elsa Bragadóttir hefur pistlaröð sína um íslenskar konur í kvikmyndaiðnaðinum og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, nýr sjónrýnir Víðsjár, kveður sér hljóðs og segir hlustendum frá fyrirbærinu Minisophy eða Smáspeki sem hönnuðurinn Katrín Ólína og heimspekingurinn Sigríður Þorgeirsdóttir standa að. Auk þessa verður í Víðsjá dagsins fjallað, að gefnu tilefni, um holræsi, skítkast og farsóttir.
Umsjón: Guðni Tómasson
9/10/2020 • 53 minutes, 40 seconds
Brek, arkitektúr í LHÍ og Sólhvörf
Víðsjá 9.9.2020
Þjóðlagasveitin Brek kemur í heimsókn í Víðsjá í dag og það liggur við að slegið verði upp hlöðuballi í hljóðveri. Brek leikur lög fyrir hlustendur og segir frá eigin starfi, en sveitin tekur núna þátt í verkefni sem heitir Global Music Match og ætlað er að tengja saman tónlistarmenn sem vinna á svipuðum nótum í veröldinni. Einnig verður í Víðsjá rætt við Hildigunni Sverrisdóttur nýskipaðan deildarforseta Arkitektúrdeildar við Listaháskóla Íslands. Hildigunnar bíða spennandi tímar með nemum skólans en jafnframt miklar áskoranir, á tímum þegar loftslagsbreytingar móta það hvernig við byggjum og búum.
Bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er furðusagan eða glæpafantasían Sólhvörf eftir Emil Hjörvar Petersen sem kom út hjá Bjarti árið 2017 og er önnur bókin í bókaflokki sem gerist jöfnum höndum í mannheimum og hulduheimum. Aðalpersónurnar eru mæðgurnar Bergrún og Brá sem vegna yfirnáttúrulegra hæfileika sinna eru fengnar til að aðstoða við rannsókn glæpamáls sem teygir anga sína til hulduheima, nánar tiltekið til Grýlu gömlu og jólasveinanna sem hér hafa svoítið annað yfirbragð en í vinsælum jólakvæðum. Rætt verður við Emil Hjörvar í Víðsjá í dag.
Umsjón: Guðni Tómasson
9/9/2020 • 53 minutes, 10 seconds
Fegurðin er ekki skraut, hljóðritanir RÚV með Sinfó og Hrafnkell Sigur
Víðsjá 8. september 2020
Í Víðsjá í dag verður rætt við Æsu Sigurjónsdóttur og Sigrúnu Ölbu Sigurðardóttur um bókina Fegurðin er ekki skraut sem fjallar um íslenska samtímaljósmyndun. Hreinn Valdimarsson og Bjarni Rúnar Bjarnason segja nánar frá samstarfi Ríkisútvarpsins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands en við þá var rætt í afmælisveislu stofnanna tveggja, Klassíkin okkar, sem fór fram á föstudag. Myndlistarmaðurinn Hrafnkell Sigurðsson segir frá sýningu sinni Freeze frame (fæðing guðanna) sem nú hefur verið opnuð í Ásmundarsal.
Umsjón Guðni Tómasson
9/8/2020 • 55 minutes
Margrét Blöndal, Ari Ólafsson, Svartagallsraus og Tjarnarbíó
Víðsjá heimsækir í dag i8 gallerí og ræðir við Margréti Blöndal myndlistarkonu um sýningu hennar Loftleik sem að opnuð verður þar í galleríinu síðdegis. Einnig verður litið inn í Tjarnarbíó og rætt við Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóra og Sindra Þór Sigríðarson, markaðsstjóra, um leikárið framundan og skapandi vinnu á undarlegum tímum.
Ari Ólafsson, ungtenór, heldur sína fyrstu klassísku tónleika á Íslandi í Salnum Kópavogi á sunnudaginn. Ari er að ljúka námi við The Royal Academy of Music í London og hefur verið ráðinn tímabundið hjá óperunni í Gautaborg á næsta ári. Ari verður gestur Víðsjár í dag. Og Gauti Kristmannsson flytur pistil um svartagall að hausti.
Umsjón Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
9/3/2020 • 55 minutes
Lengsta ástarbréfið, Þorvaldur Þorsteinsson, Ekkert er sorglegra en ma
Í Víðsjá dagsins verður rætt við Tónskáldið Friðrik Margrétar-Guðmundsson og leikstjórann og textahöfundurinn Adolf Smára Unnarsson, en þeir frumsýna samtímaóperuna Ekkert er sorglegra en manneskjan í Tjarnarbíó á sunnudag.
Einnig verður litið inn á yfirlitssýningu á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar sem opnaði nýverið á Listasafninu á Akureyri, en Þorvaldur var afkastamikill listamaður og kennari sem nýtti sér flesta miðla í listsköpun.
Einnig verður fjallað um lengsta íslenska ástarbréfið sem vitað er um. Bréfið, sem varðveitt er að Kvennasögusafninu á Landsbókasafni Íslands, er 4 metrar að lengd og var skrifað af ungum Íslendingi í Kaupmannahöfn fyrir 120 árum síðan.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
9/2/2020 • 53 minutes, 39 seconds
Kartöflur, borgarhljóðvist og Sumarbókin
Í Víðsjá í dag verður haldið í Hafnarborg þar sem rætt verður við tónskáldin Þráinn Hjálmarsson og Davíð Brynjar Franzson um sýninguna Borgarhljóðvist í formi ensks listigarðs. Hugað verður að sviðslistaverkinu Kartölfur sem sem sviðslistahópurinn CGFC færir nú aftur á svið í Borgarleikhúsinu en verkið rannsakar þætti í sögu kartöfluræktunar á Íslandi og er hluti af verkefninu Umbúðalaust sem Borgarleikhúsið stendur fyrir. Jafnframt verður hugað að bók vikunnar sem að þessu sinni er Sumarbókin eftir Tove Jansson.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
9/1/2020 • 54 minutes, 2 seconds
6/25/2020 • 55 minutes
Safnasafnið, Linda og Kyrrlífsmyndir og réttarstaða myndlistarmanna
Í Víðsjá í dag verður rætt við Lindu Vilhjálmsdóttur ljóðskáld sem sendir nú frá sér nýja ljóðabók sem hún kallar Kyrralífsmyndir og er ort undir sterkum áhrifum af nýliðnum vetri. Farið verður í heimsókn á Safnasafnið á Svalbarðseyri við Eyjafjörð en í ár stendur safnið á tímamótum. Safnið var stofnað árið 1995 af Níelsi Hafstein og Magnhildi Sigurðardóttur og fagnar því 25 ára afmæli á þessu ári. Í þættinum verður rætt við Níels Hafstein. Páll Haukur Björnsson, stjórnarmeðlimur Myndstefs, kemur einnig í heimsókn í Víðsjá og ræðir um réttarstöðu myndlistarmanns gagnvart verki sínu eftir að það hefur verið selt.
Umsjón: Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Guðni Tómasson
6/24/2020 • 55 minutes
Listaverkasafnarar, Fengjastrútur og Sinfónía og Öfundarmenn
Í Víðsjá í dag verður meðal annars hugað að sýningunni Tíðaranda í Listasafni Árnesinga í Hveragerði og rætt við Skúla Gunnlaugsson listaverkasafnara sem á verkin á sýningunni. Tónskáldið Guðmundur Steinn Gunnarsson segir frá nýrri útgáfu sinni á verkinu Sinfonia þar sem tónlistarhópurinn Fengjastrútur leikur samnefnt verk Guðmundar. Ármann Jakobsson heldur áfram að segja hlustendum frá þemum í Bernnu-Njálssögu en sagan er nú kvöldsaga Rásar 1.
6/23/2020 • 55 minutes
Þýðingar, útskrifaðir myndlistarmenn, ævisaga Woody Allen og Hörpuleik
Sigrún Árnadóttir hlaut norræn þýðingaverðlaun Letterstedtska sjóðsins á dögunum. Sigrún kynnti landsmenn meðal annars fyrir hinum ástsæla Einari Áskeli. Víðsjá heimsækir Sigrúnu á heimili hennar í tilefni verðlaunanna.
Sunna Ástþórsdóttir flytur hlustendum myndlistarpistil og veltir þar fyrir sér útskriftasýningum Listaháskóla Íslands og myndlistarnámi almennt. Einnig verður rætt við Sólveigu Thoroddsen söngkonu og hörpuleikara sem nýlega sendi frá sér hljómplötu þar sem hún syngur lög á einum sjö tungumálum og leikur undir á tvenns konar Hörpu og finnska hljóðfærið kantele.
Björn Þór Vilhjálmsson segir hlustendum frá lestri sínum á bókinni Apropos of nothing, nýlegri sjálfsævisögu Woodys Allen.
6/18/2020 • 55 minutes
Hrútar, eldblóm, tilfinningar og Kaktus
Ármann Jakobsson segir hlustendum Víðsjár í dag frá ákveðnum þemum úr Brennu-Njálssögu, sem hann er að lesa þessa dagana sem kvöldsögu hér á Rás 1, þemað sem Ármann ræðir í dag er Íslenski hrúturinn. Víðsjá heimsækir líka neðstu hæð Ketilhússins í Listagilinu á Akureyri en þar hefur listahópurinn Kaktus nú vinnustofur og sýningarrými. Hlustendur heyra í Freyju Reynisdóttur og Karólínu Baldvinsdóttur, meðlimum Kaktús hópsins, og í Önnu Gunnarsdóttur sýningarstjóra samsýningarinnar Hverfandi landslag á Listasafnínu á Akureyri. Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur verður tekinn tali um nýjustu bók hans sem fjallar um tilfinningalíf Magnúsar HJ Magnússonar sem er fyrirmyndin að Ólafi Kárasyni ljósvíkingi í Heimsljósi Halldórs Laxness. Hallargarðurinn í Reykjavík verður jafnframt heimsóttur en þar opnar Sigríður Soffía Níelsdóttir sýninguna Eldblóm á morgun, 17. júní.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Þórlaug Magnúsdóttir.
6/16/2020 • 55 minutes
Myndlist á Akureyri, Njála, stafræn list.
Í Víðsjá verður á flakki í dag um listagilið á Akureyri en fjöldi nýrra sýninga opnaði í Listasafninu á Akureyri um síðustu helgi. Safnið verður í heimsótt í Víðsjá í dag, rætt við safnstjórann, Hlyn Hallsson og fleiri aðstandendur sýninga þar á bæ. Ármann Jakobsson prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda les kvöldsögu Rásar 1 Brennu-Njálssögu á næstu vikum, en fyrsti lestur verður á dagskrá Rásar 1 annað kvöld. Að því tilefni verður rætt við Ármann í Víðsjá í dag og á næstu vikum um helstu þemu sögunnar, áhrifamátt og mikilvægi. Margrét Elísabet Ólafsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, verður einnig tekin tali um Nýjar birtingarmyndir listarinnar, sýningu sem opnuð verður um helgina á vefsvæði tímaritsins Artzine.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Þórlaug Óskarsdóttir
6/11/2020 • 55 minutes
Hundar og landslag, Þjóðleikur og Barbapabbi
Í Víðsjá dagsins verður meðal annars rætt við Guðmund Thoroddsen myndlistarmann sem sýnir ný málverk sín í Hverfisgalleríi þessa dagana á sýningu sem hann kallar Hundaholt, hundahæðir. Hlustendur heyra einnig af verkefninu Þjóðleik sem Þjóðleikhúsið stendur fyrir en Björn Ingi Hilmarsson segir frá nýjum áherslum í því starfi. Einnig er líklegt að hinn síbreytilegi Barbapabbi og hið eðla hljóðfæri fagottið komi við sögu í Víðsjá dagsins.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Þórlaug Óskarsdóttir.
6/10/2020 • 55 minutes
Postulíns-saga, Jaap Schröder, Sapiens og styttur
Í Víðsjá í dag verður m.a. litið við á sýningunni „Saga Íslands: 1. Hluti - Leir og Postulín“ sem opnuð var sýningarrýminu Open að Grandagarði um síðustu helgi, en undanfarin 40 ár hefur fyrirtækið Leir og Postulín prentað lógó, ljósmyndir og slagorð á bolla fyrir fyrirtæki, bæjarfélög, félagasamtök og einstaklinga. Nú lánar fyrirtækið ríflega 600 bolla á sýninguna, sem saman skrá eins konar tímalínu óritskoðaðrar sögu Íslands síðustu 40 ára. Sýningin samanstendur af þessum 600 bollum og auk þess hefur Open boðið 20 listamönnum, samtökum, hönnuðum, sviðslistamönnum, rithöfundum og sagnfræðingum til að bæta nýjum bollum við safnið. Víðsjá kannar málið.
Sigurður Halldórsson sellóleikari verður gestur þáttarins en í Skálholti fara fram á laugardag minningartónleikar um hollenska fiðluleikarann Jaap Schröder sem úr árabil lék á tónlistarhátíðinni í Skálholti og hafði mikil áhrif á íslenskt tónlistarfólk sem aðhyllist upprunamiðaðan flutning á tónlist fyrri alda.
Björn Þór Vilhjálmsson fjallar um sagnfræðiritið og bókmenntalega stórsmellinn Sapiens - Mannkynssaga í stuttu máli eftir Youval Noah Harari, en bókin kom út í íslenskri þýðingu í haust.
Umsjón: Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Guðni Tómasson
6/9/2020 • 55 minutes
Vitni, Búkar, Ekki Brotlent og Chinatown
Í Víðsjá í dag lítum við á tvær myndlistarsýningar, Búkar í Gallerí Port og Ekki brotlent enn í Hafnarhúsinu. Eins heyrum við af bókinni The Big Goodbye: Chinatown and the Last Years of Hollywood og lítum við á Ljósmyndasafni Íslands þar sem var verið að hengja upp sýningu Christopher Lund sem ber titilinn Vitni.
Verðlaunahátíð barnanna kemur einnig við sögu, en hún fer fram um helgina.
Umsjón Halla Þórlaug Óskarsdóttir
6/4/2020 • 55 minutes
Christo, Yfir Gullinbrú og sýningargerð.
Búlgarski listamaðurinn Christo Vladimirov Javacheff lést á sunnudaginn, en hann setti mark sitt á listasöguna, ásamt eiginkonu sinni og samverkakonu, Jeanne-Claude. Við sláum á þráðinn til Parísar og ræðum við Laufeyju Helgadóttur, listfræðing, um Christo og list í formi innpökkunar.
Rætt verður við Birtu Guðjónsdóttur sýningarstjóra sýningarinnar Yfir Gullinbrú sem er afmælissýning Myndhöggvarafélagsins í Grafarvogi. Hanna Styrmisdóttir verður tekin tali um nýtt meistaranám í sýningargerð sem Listaháskóli Íslands ætlar að bjóða upp á á komandi vetri.
Umsjónarmenn: Guðni Tómasson og Halla Þórlaug Óskarsdóttir
6/3/2020 • 55 minutes
6/2/2020 • 55 minutes
Andri Snær og Sigurbjörg Þrastar, Gangurinn og Helgi Þorgils og Herman
Í Víðsjá í dag verður meðal annars farið í heimsókn til Helga Þorgils Friðjónssonar myndlistarmanns en hann er að setja upp sýningu í Ganginum, heimagalleríi sínu sem á sér nú orðið 40 ára sögu. Á afmælissýningu sem hann opnar á morgun eiga verk fjölmargir þeirra erlendu listamanna sem hafa sýnt hjá Helga í gegnum tíðina. Rithöfundarnir Andri Snær Magnason og Sigurbjörg Þrastardóttir koma í heimsókn og ræða um sköpunarverk sín á tímum Kórónaveirunnar. Farið verður í stutta heimsókn til Parísar, að gefnu tilefni. Og Hermann Stefánsson rithöfundur hefur flutt pistla í Víðsjá á tímum kófs, hann lítur í dag um öxl og skoðar nýliðinn tíma.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
5/28/2020 • 55 minutes
Rilke, Bjargey, My Dark Vanessa og Maístjarnan
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Benedikt Hjartarson bókmenntafræðing sem þýtt hefur skáldsöguna Minnisblöð Malte Laurids Brigge eftir Rainer Maria Rilke. Bókin kom fyrst út árið 1910 og var eina skáldsaga Rilkes, sem var eitt af fremstu ljóðskáldum Evrópu á 20. öld. Benedikt segir frá þessari merku bók og þessu merka skáldi í Víðsjá í dag en þýðing hans kemur út í Lærdómsritaröð Hins íslenska bókmenntafélags í næsta mánuði. Einnig verður slegið á þráðinn til Seyðisfjarðar en í Skaftfelli er Bjargey Ólafsdóttir að sýna verk sín þessa dagana. Ljósmyndasýningu sína kallar Bjargey Tíru en hún fer í framhaldinu einnig á Neskaupsstað. Björn Þór Vilhjálmsson fjallar um My Dark Vanessa eftir Kate Elizabeth Russell sem út kom í síðasta mánuði og hefur þegar vakið mikla athygli fyrir umfjöllun sína um kynferðisofbeldi og margflókna stöðu fórnarlambsins. Og Maístjarnan, ljóðabókaverðlaun Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafns, verða afhent í dag, hlustendur Víðsjár heyra í nýjum verðlaunahafa í þættinum í dag.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.
5/27/2020 • 53 minutes, 36 seconds
Náttúrusýn miðalda, Páll P. Pálsson, Murakami á hlaupum.
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Viðar Hreinsson bókmenntafræðing sem tók á dögunum við styrk úr sjóði sem ætlað er að styðja þverfaglegar rannsóknir á ritmenningu íslenskra miðalda. Styrkinn fær Viðar til að vinna að verkefni sem nefnist Náttúrur og fornar frásagnir: Um náttúru- og umhverfissýn íslenskra miðaldasagna, en þar hyggst Viðar fjalla um umhverfi og náttúrusýn í íslenskri sagnalist frá landnámi til siðaskipta, beita nýjum straumum umhverfishugvísinda á fornar íslenskar bókmenntir í því skyni að styrkja skilning á náttúruskyni, náttúrusýn og náttúrunytjum í sögulegu samhengi. Rætt verður við Viðar í þætti dagsins. Einnig verður hugað að nýútkominni bók sem heitir Ljáðu mér vængi og hefur að geyma minningarbrot úr lífi Páls Pampichlers Pálssonar, trompetleikara, hljómsveitarstjóra og tónskálds. Rætt verður við Sigurð Yngva Snorrason einn af höfundum bókarinnar um Pál og ævi og störf hans í íslensku tónlistarlífi. Og bók vikunnar á Rás eitt að þessu sinni er Það sem ég tala um þegar ég tala um hlaup eftir japanska rithöfundinn Haruki Murakami. Bók sem er í senn ferðabók og minningabók og hverfist um fimm mánaða æfingaplan fyrir maraþonhlaupið í New York. Hlustendur heyra í þýðanda bókarinnar, Kristjáni Hrafni Guðmundssyni, í Víðsjá í dag.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
5/26/2020 • 55 minutes
Joy Division, Tove Jansson, Tónlist liðinna alda og Matador
Í Víðsjá í dag verður þess meðal annars minnst að á mánudag voru fjörutíu ár síðan breski tónlistarmaðurinn Ian Curtis andaðist. Curtis var forsöngvari í hljómsveitinni Joy Division, sem sendi aðeins frá sér tvær hljóðversplötur á sínum ferli, en hafði eigi að síður gríðarleg áhrif. Seinni plata sveitarinnar, Closer, kom út sléttum tveimur mánuðum eftir andlát Curtis og er af mörgum talin ein merkasta platan sem gerð var á mörkum pönks og nýbylgju. Gestur Víðsjár í dag verður Hilmar Örn Hilmarsson tónlistarmaður. Hermann Stefánsson rithöfundur fjallar um ritið Tónlist liðinna alda eftir Árna Heimi Ingólfsson og finnur frekari upplýsingar um þjóðlagið Vera mátt góður sem Hermann fjallað um í þættinum fyrir fáeinum vikum, en Egill Ólafsson og Sólrún Edda Benedikz Hermannsdóttir flytja tveggja radda útgáfu lagsins í nýrri upptöku. Borðspilið Matador kemur við sögu í þættinum og Þórdís Gísladóttir rithöfundur fjallar um bókina „Ord, bild, liv“ sem fjallar um ævi og verk múmínálfahöfundsrins Tove Jansson.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
5/20/2020 • 55 minutes
Grímur Thomsens, viðsnúinn Bach, Eggert Péturson og Merete Pryds Helle
Í Víðsjá í dag verður þess meðal annars minnst að á föstudag, þann 15. maí síðastliðinn, voru 200 ár liðin frá fæðingu skáldsins Gríms Thomsens. Gestur þáttarins af því tilefni verður Kristján Jóhann Jónsson bókmenntafræðingur. Sunna Ástþórsdóttir fjallar um heimildarmyndina „Eins og málverk eftir Eggert Pétursson“ sem fjallar eins og nafnið gefur til kynna um listmálarann Eggert Pétursson og verk hans. Viðsnúin listaverk koma við sögu í þættinum í dag að gefnu tilefni. Og bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er skáldsagan Það sem að baki býr eftir danska rithöfundinn Merete Pryds Helle en sagan kom út í íslenskri þýðingu Magneu J. Matthíasdóttur árið 2018. Magnea segir frá verkinu í Víðsjá í dag.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
5/19/2020 • 55 minutes
Músíkmolar, lýðræði í rómönsku Ameríku, hesturinn Þokki og Vatn
Í Víðsjá í dag heyra hlustendur meðal annars af nýrri sjónvarpsþáttaröð sem hefur göngu sína á RÚV á sunnudag og nefnist Músíkmolar. Þar munu Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir leiða áhorfendur í tali og tónum um töfraheima sígildrar tónlistar. Einnig verður fjallað verður um vatn, dásemdir þess og heilun en einnig um vandræði í Paradís þar sem væntanleg hljómplata kemur við sögu. Hermann Stefánsson rithöfundur skoðar í þættinum tvær kvikmyndir, brasilísku heimildamyndina Lýðræðið sundlar (The Edge of Democracy) og mexíkönsku kvikmyndina Hið fullkomna einræði (The Perfect Dictatorship) á Netflix. Hann veltir fyrir sér stjórnarfari í Rómönsku Ameríku fyrr og nú og samspili fjölmiðla og stjórnvalda. Og í Víðsjá í dag verður einnig rifjuð upp minning um hest sem uppi var fyrir ríflega 100 árum.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
5/14/2020 • 55 minutes
Gamlar konur detta út um glugga, Sontag, Tetra-Pak.
Í Víðsjá dagsins verður sagt frá bókinni Gamlar konur detta út um glugga en hún hefur að geyma örsögur eftir rússneska rithöfundinn Danííl Kharms. Kharms fæddist í Pétursborg árið 1905 og er í seinni tíð talinn einn fremsti höfundur absúrdbókmennta í hinum vestræna heimi. Það eru þau Áslaug Agnarsdóttir og Óskar Árni Óskarsson sem þýða sögurnar, og þau verða gestir Víðsjár í dag. Þórdís Gísladóttir segir frá bókinni Mayhem: A Mamoir eftir Sigrid Rausing sem segir frá því hvernig það var að alast upp í einni af tuttugu ríkustu fjölskyldum heims sem byggði auð sinn á Tetra Pak drykkjarfernu-framleiðslu. Björn Þór Vilhjálmsson fjallar um nýútkomna ævisögu Susan Sontag eftir Benjamin Moser. Auk þess verður rifjuð verður upp 80 ára gömul ræða úr breska þinginu sem lengi verður vitnað til í sögubókum.
5/13/2020 • 55 minutes
Annáll um líf, Smásala, Milo Rau og Ástir
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Ólaf Pál Jónsson heimspeking sem hefur sent frá sér bók sem nefnist Annáll um líf í annasömum heimi en hún hefur að geyma hugleiðingar um stöðu okkar í samtímanum, auk ljóða og vatnslitamynda. Einnig verður farið í heimsókn í Harbinger sýningarrýmið við Freyjugötu og rætt við myndlistarkonuna Geirþrúði Finnbogadóttur Hjörvar sem þar opnaði sýningu um síðustu helgi sem hún kallar Retail eða Smásölu. María Kristjánsdóttir leikhúsrýnir þáttarins fjallar í dag um svissneska leikhúslistamanninn Milo Rau sem vakið hefur mikla athygli á undanförnum misserum og meðal annars verið kallaður einn mikilvægasti og áhrifamesti leikhúsmaður í Evrópu samtímans. Og bók vikunnar að þessu sinni er skáldsagan Ástir eftir spænska rithöfundinn Javier Marías sem kom fyrst út á Spáni árið 2011 en í íslenskri þýðingu Sigrúnar Ástríðar Eiríksdóttur árið 2012. Bókin var meðal annars valin bók ársins 2011 af gagnrýnendum spænska blaðsins El País. Hlustendur heyra í Sigrúnu í þætti dagsins.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
5/12/2020 • 55 minutes
Florian Schneider úr Kraftwerk, lýðræði og maístjarnan
Víðsjá í dag er að mestu leyti tileinkuð þýsku hljómsveitinni Kraftwerk en annar stofnenda hennar, Florian Schneider, andaðist í síðustu viku, 73ja ára að aldri. Hljómsveitin var stofnuð í Düsseldorf árið 1970, hún var frumkvöðull á sviði raftónlistar og er án ef ein áhrifamesta hljómsveit allra tíma. Á árunum 1974-1981 sendi hljómsveitin frá sér plötur sem höfðu áhrif á tónlistarfólk í fjölmörgum greinum, syntapoppi, hipphoppi, teknói, ambíent-tónlist og nýbylgju, svo nokkuð sé nefnt. Hermann Stefánsson rithöfundur veltir í pistli dagsins fyrir sér þversögnum lýðræðis. Einnig verður greint frá tilnefningum til Maístjörnunnar, ljóðabókaverðlauna Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands - Háskólasafns, en tilkynnt verður í Gunnarshúsi í dag hvaða bækur eru tilnefndar fyrir árið 2019, verðlaunin verða síðan afhent í fjórða sinn síðar í mánuðinum. Og hlustendur heyra að venju ljóð fyrir þjóð.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
5/7/2020 • 55 minutes
Whitehead, Soffía Auður, Slepptu mér aldrei og ljóð
Bandaríski rithöfundurinn Colson Whitehead hlaut á mánudag hin virtu bandarísku Pulitzer-verðlaun, ein virtustu blaðamennsku- og bókmenntaverðlaun vestan hafs, fyrir skáldsöguna The Nickel Boys sem kom út í fyrra. Þetta er í annað sinn sem Whitehead fær Pulitzer-verðlaunin í flokki bókmennta, það hafa einungis þrír rithöfundar afrekað áður, bandarísku rithöfundarnir Booth Tarkington, William Faulkner og John Updike. Whitehead fékk Pulitzer-verðlaunin fyrir skáldsöguna The Underground Railroad árið 2017, hann er margverðlaunaður, en áður hafi bandaríska tímaritið Time útnefnt The Nickel Boys eina af merkustu bókum síðasta áratugar. Sagt verður frá skáldsögunni The Nickel Boys og höfundinum Colson Whitehead í Víðsjá í dag, fyrir svörum verður Árni Matthíasson blaðamaður. Einnig verður fjallað verður um póstlist og meinta endurreisn slíkrar listar á tímum veirunnar. Björn Þór Vilhjálmsson bókmenntagagnrýnandi fjallar í dag um nýlegt safn ritdóma Soffíu Auðar Birgisdóttur, Maddama, kerling, fröken, frú: Konur í íslenskum nútímabókmenntum, sem kom út á síðasta ári, og notar jafnframt tækifærið til að ræða stöðu íslenskrar bókmenntagagnrýni. Bók vikunnar að þessu sinni er skáldsagan Slepptu mér aldrei eftir breska rithöfundinn Kazuo Ishiguro. Bókin kom út árið 2005 og var sjötta skáldsaga höfundarins, sem hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 2017. Hlustendur heyra í þýðanda bókarinnar, Elísu Björgu Þorsteinsdóttur í Víðsjá í dag. Og hlustendur heyra líka að venju ljóð fyrir þjóð.
5/6/2020 • 53 minutes, 29 seconds
Fangelsi, Yassan, Simone de Beauvoir og ljóð fyrir þjóð
Efni Víðsjár í dag: Danska ljóðskáldið Yahya Hassan andaðist í síðustu viku, aðeins 24ra ára að aldri. Hassan sló í gegn árið 2013 með fyrstu ljóðabók sinni sem bar nafn höfundar. Aldrei áður hafði fyrsta ljóðabók höfundar selst svo vel í Danmörku, en hún hefur verið prentuð í á annað hundrað þúsund eintaka og þýdd á fjölmörg tungumál. Í ljóðum sínum gagnrýndi Hassan samfélag múslima harðlega, hann var sjálfur múslimi, og þurfti vernd lögreglu eftir útgáfu bókarinnar og ýmis ummæli sem hann lét falla í fjölmiðlum. Í nóvember á síðasta ári kom út bókin Yahya Hassan 2 en fyrir hana hlaut Hassan tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Fjallað verður um Yahya Hassan í Víðsjá í dag og rætt við rithöfundinn Eirík Örn Norðdahl. Einnig verður í Víðsjá í dag rætt við Olgu Bergmann og Önnu Hallin um listaverkabókina Fangelsið og verk sem þær unnu fyrir fangelsið á Hólmsheiði. Þórdís Gísladóttir rithöfundur fjallar um nýlega ævisögu Simone de Beauvoir eftir Kate Kirkpatrick. Og hlustendur heyra einnig að venju ljóð fyrir þjóð.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
5/5/2020 • 53 minutes, 30 seconds
Alþjóðlegur dagur jazztónlistar
Víðsjá er í dag helguð djasstónlist en í dag er Alþjóðlegur dagur djasstónlistar. Sent verður beint út frá Kaldalóni í Hörpu þar sem flutt verður lifandi tónlist og rætt um djasstónlist. Hljómsveit hússins í dag er skipuð þeim Kristjönu Stefánsdóttur, Andrési Þór Gunnlaugssyni, Sunnu Gunnlaugs, Þorgrími Jónssyni og Einari Scheving. Einnig verður tekið á móti góðum gestum sem tala um djass. Gestir þáttarins verða Bragi Ólafsson, Ellen Kristjánsdóttir, Hrafnhildur Bragadóttir, Jakob Frímann Magnússon og Pétur Grétarsson. Þátturinn verður einnig sýndur í sjónvarpi á Ruv-2 og honum verður líka streymt á menningarvef Ríkisútvarpsins.
4/30/2020 • 55 minutes
Hrafn, María Magdalena, Hakan Günday, Eiríkur Örn
Í Víðsjá í dag er meðal annars rætt við Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóra sem leikstýrir ljóðaflutningi í nýrri þáttaröð sem hefur göngu sína í sjónvarpinu í kvöld, undir yfirskriftinni Úr ljóðabókinni, þar sem þekktir íslenskir leikarar, rithöfundar og tónlistarmenn flytja íslensk ljóð og þýdd, auk þess sem um þau er fjallað. Einnig verður kíkt á nýjan vef Kvikmyndasafns Íslands, Ísland á filmu, þar sem hægt er að njóta gamalla lifandi mynda. Hermann Stefánsson rithöfundur flytur pistil þar sem María Magdalena og ritskoðun koma við sögu. Bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er skáldsagan Meira eftir tyrkneska rithöfundinn Hakan Günday. Bókin kom út í Tyrklandi árið 2013 og hefur farið sigurför um heiminn, fyrir hana hefur höfundurinn unnið til fjölda verðlauna og henni meðal annars líkt við Blikktrommu þýska rithöfundarins Günters Grass og skáldsögur rússneska rithöfundarins Fjodors Dostojevskis. Sagan kom út í íslenskri Friðriks Rafnssonar í fyrra. Hlustendur í Friðriki í þætti dagsins. Og hlustendur heyra einnig að venju ljóð fyrir þjóð. Hilmir Jensson leikari les ,,Ljóð um hvernig ég ímynda mér betri heim eftir Eirík Örn Norðdahl.
4/29/2020 • 55 minutes
Enquist, Shirley Jackson, Faludi, Richter
Sænski rithöfundurinn Per Olov Enquist andaðist á laugardag, 85 ára að aldri. Enquist var einn þekktasti rithöfundur Svía, ferill hans spannaði ríflega hálfa öld, hann skrifaði skáldsögur, leikrit og kvikmyndahandrit og starfaði einnig sem menningarblaðamaður. Enquist var margverðlaunaður, hlaut meðal annars Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1969 fyrir heimildarskáldsöguna Málaliðana. Rætt verður við Pál Valsson bókaútgefanda og bókmenntafræðing um Per Olov Enquist og verk hans í Víðsjá í dag. Björn Þór Vilhjálmsson fjallar um nýlega ævisögu bandaríska rithöfundarins, Shirley Jackson, og ræðir í því samhengi um menningarlega niðursetningu hrollvekjunnar og aðþrengda stöðu hinnar skrifandi konu um miðbik síðustu aldar. Þórdís Gísladóttir rithöfundur sendir hlustendum fyrsta pistil sinn í röð um forvitnilegar bækur sem eru ævisögulegar í eðli sínu. Þórdís fjallar í dag um bókina Í myrkraherberginu sem bandaríski höfundurinn Susan Faludi skrifaði um föður sinn og samband þeirra tveggja, en faðir hennar hvarf úr lífi hennar í áratugi og þegar þau hittust á ný var hann búinn að láta leiðrétta kyn sitt. Einnig verður í Víðsjá í dag hugað að sýningu á verkum þýska listamannsins Gerhards Richter í Metropolitan safninu í New York, en þó að safnið sé lokað þessa dagana er hægt að kynna sér verk listamannsins á vefsíðu safnins. Og hlustendur þáttarins heyra að venju ljóð fyrir þjóð.
4/28/2020 • 55 minutes
Dimma, Vera mátt góður, net-myndlist, Atburðir við vatn
Í Víðsjá í dag er meðal annars farið í heimsókn í bókabúð sem opnuð verður í miðborg Reykjavíkur á morgun, sumardaginn fyrsta, á vegum útgáfufyrirtækisins Dimmu. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson útgefandi og verslunarstjóri verður tekinn tali í þætti dagsins. Hermann Stefánsson rithöfundur veltir í dag fyrir sér Þursaflokknum, tónlist og texta, hjartslætti og trommuleik, en þó einkum sérkennilegu gömlu íslensku þjóðlagi, Vera mátt góður, sem nýverið kom í ljós að er af ítölskum uppruna. Sunna Ástþórsdóttir heldur áfram að velta fyrir sér myndlist á netinu og fjallar meðal annars um það hvernig hægt er að ferðast um og skoðað heiminn með hjálp slíkra verka. Bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er skáldsagan Atburðir við vatn eftir sænska rithöfundinn Kerstin Ekman. Sagan kom út árið 1993 og vakti þá mikla athygli og ári síðar hlaut höfundurinn Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir verkið. Þýðinguna gerði Sverrir Hólmarsson. Hlustendur heyra í Höllu Sverrisdóttur í Víðsjá í dag, og hún les brot úr bókinni. Og hlustendur heyra líka Ljóð fyrir þjóð þegar Birgitta Birgisdóttir leikkona les ljóðið Félagslegt raunsæi eftir Þórdísi Gísladóttur.
4/22/2020 • 55 minutes
Þjóðleikhús í 70 ár, Litla land, Theodóra Thoroddsen
Víðsjá rifjar í dag upp vígslu Þjóðleikhússins og langan aðdraganda að opnun þess, en það var á sumardaginn fyrsta 20. apríl árið 1950 sem vígsla hússins fór fram. Hugmyndin að stofnun þess var hins vegar töluvert eldri og byggingarsaga hússins sem hófst árið 1929 var löng og ströng. Í Víðsjá í dag verður leitað í safn Ríkisútvarpsins og vígslan rifjuð upp, auk þess sem farið verður í fylgd Sveins Einarssonar í heimsókn í húsið á tíu ára afmæli þess árið 1960. Skáldsagan Litla land eftir rithöfundinn og tónlistarmanninn Gaël Faye kom út á frönsku árið 2016, og sló algerlega í gegn. Bókin hefur selst í 800 þúsund eintökum í Frakklandi og verið þýdd á þrjátíu tungumál. Faye hefur fengið fjölda viðurkenninga fyrir verkið, sem gerist í Afríkuríkinu Búrúndí, þar sem höfundurinn fæddist árið 1982, og Rúanda í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar á tímum borgarastríðs og þjóðarmorðs. Rætt verður við þýðanda verksins, Rannveigu Sigurgeirsdóttur, í Víðsjá í dag. Og hlustendur heyra að venju ljóð fyrir þjóð. Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona les í dag ljóðið Mitt var starfið eftir Theodóru Thoroddsen.
4/21/2020 • 53 minutes, 42 seconds
Samkoma, De Quincey, Þursaflokkur, Sonatorrek
Í Víðsjá í dag er hugað að sýningunni Samkomu sem átti upphaflega að vera í Veröld - húsi Vigdísar, en færist inn á netið vegna faraldursins. Þær Hrafnhildur Gissurardóttir og Sólveig Pálsdóttir segja frá Samkomu í Víðsjá dagsins. Thomas De Quincey, (1785 -1859), var þekktastur fyrir bók sína Játningar enskrar ópíumætu sem út kom árið 1821 og olli miklu uppnámi. Hermann Stefánsson rýnir í enska klassík í Víðsjá í dag. Hinn íslenski þursaflokkur kemur að gefnu tilefni við sögu í þættinum. Og hlustendur heyra ljóð fyrir þjóð. Í dag er það Arnar Jónsson leikari sem les Sonatorrek eftir Egil Skallagrímsson.
4/16/2020 • 55 minutes
Forseti Íslands, Sjón, Steinunn Sigurðardóttir
Vigdís Finnbogadóttir fagnar níræðisafmæli sínu í dag, 15. apríl. Af því tilefni verður í þættinum rætt við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands auk þess sem brugðið verður upp svipmyndum frá löngum ferli Vigdísar. Í dag er alþjóðlegur dagur listarinnar haldinn hátíðlegur víða um heim með tilheyrandi vandkvæðum vegna stöðu heimsfaraldursins. Bandalag íslenskra listamanna sendir frá sér ávarp sem rithöfundurinn Sjón flytur. Hlustendur Víðsjár heyra erindið í þætti dagsins. Og hlustendur heyra ljóð fyrir þjóð. Í dag flytur Ebba Katrín Finnsdóttir ljóðið Brotnar borgir eftir Steinunni Sigurðardóttur í stóra sal Þjóðleikhússins.
4/15/2020 • 55 minutes
Gljúfrasteinn, Rotturnar, Líf á tímum kórónaveiru
Í Víðsjá í dag er meðal annars farið í ,,ímyndað" ferðalag upp á Gljúfrastein, og gengið í huganum um hús skáldsins, Halldórs Laxness. Gljúfrasteinn í þrívídd er nokkuð sem safnið býður upp á þessar vikurnar á tímum samkomubanns. Rætt verður við safnstjórann, Guðnýju Dóru Gestsdóttur ,í Víðsjá í dag. Ágúst Ó. Georgsson, þjóðháttafræðingur og starfsmaður Þjóðminjasafns Íslands, verður tekinn tali um spurningalista „spurningaskrá 128 - Lífið á tímum kórónaveirunnar“ sem safnið er að senda frá sér þessa dagana og biður sem flesta um að taka þátt í. Og bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er skáldsagan Rotturnar eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur. Um er að ræða spennusögu eða ungmennabók á mörkum vísindaskáldskapar, bók sem kom út árið 2018. Hlustendur heyra í Ragnheiði í Víðsjá í dag. Og þeir heyra líka ljóð fyrir þjóð.
4/14/2020 • 55 minutes
Nabokov, aðvörun til hinna ríku, endurfundir
Í Víðsjá í dag er meðal annars hugað að endurfundum í margskonar merkingu þess orðs. Björn Þór Vilhjálmsson bókmenntagagnrýnandi þáttarins ræðir um rússnesk-bandaríska rithöfundinn Vladimir Nabokov og hans „nýjasta“ verk, Insomniac Dreams, eða Draumar svefnleysingjans. Nabokov andaðist árið 1977 en útgáfuiðnaðurinn í kringum verk hans hefur samt aldrei verið blómlegri en á nýju árþúsundi. Hermann Stefánsson rithöfundur fjallar í dag um kórverkið Aðvörun til hinna ríku eftir sænska tónskáldið Thomas Jennefelt frá árinu 1977. Og hlustendur heyra að venju ljóð fyrir þjóð.
4/8/2020 • 53 minutes, 12 seconds
Megas, net-myndllist, minningar, Ína
Víðsjá fagnar í dag 75 ára afmæli Megasar. Hlustendur heyra af því tilefni brot úr viðtali sem Eiríkur Guðmundsson átti við Megas í apríl árið 2012 og flutt var í þættinum Komdu með mér og ég skal sýna þér sólina setjast fyrir fullt og allt. Sunna Ástþórsdóttir veltir í þættinum í dag fyrir sér net-myndlist, upphafi og þróun þeirra greinar. Sigurlín Bjarney Gísladóttir rithöfundur flytur hlustendum hugleiðingu um undarlega tíma og veltir fyrir sér minningum og gildi þeirra, þegar hún grefur upp poka fullan af minningum á heimili sínu. Bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er skáldsagan Ína eftir Skúla Thoroddsen, hlustendur heyra í höfundi í Víðsjá í dag. Og hlustendur heyra einnig ljóð fyrir þjóð en að þessu sinni er það Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona sem les ein á sviði ljóðið ,,Já víst er sárt", eftir sænsku skáldkonuna Karin Boye í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar.
Hlustendur heyra í þættinum af væntanlegri Listahátíð í Reykjavík þegar rætt verður við Vigdísi Jakobsdóttur, sem er listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Hermann Stefánsson rithöfundur veltir í dag fyrir sér frægu málverki sem sýnir byltingarmanninn Marat þar sem hann liggur dáinn í baði. Gauti Kristmannsson segir frá væntanlegri þýðingu sinni á skáldsögunni Töfrafjallinu eftir þýska rithöfundinnThomas Mann. Björn Þór Vilhjálmsson fjallar um bókina Human Compatible, eða Mannsamræmanleiki, eftir enska rithöfundinn og tölvufræðinginn Stuart Russell, en bókin er í senn yfirlit um stöðu þekkingar um þróun gervigreindar, og hætturnar sem slíkri uppfinningu fylgja. Og hlustendur heyra að venju ljóð fyrir þjóð.
4/2/2020 • 55 minutes
Dauðadans, farsóttarhúsið, Veröld sem var og Ferðalok
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Kristínu Svövu Tómasdóttur sagnfræðing og ljóðskáld um rannsókn sem hún vinnur nú að undir yfirskriftinni Farsótt: Sýkingar, sóttir og lækningar í Þingholtsstræti 25 en þar segir hún sögu farsóttahússins og setur í samhengi við reykvíska og íslenska heilbrigðissögu. Einnig verður horfið aftur til miðalda og dans stiginn með þeim sem á endanum kemur til okkar allra, nefnilega dauðanum. Og bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er Veröld sem var, hin fræga sjálfsævisga austuríska rithöfundarins Stefans Zweigs. Hlustendur heyra í þættinum í dag í Guðmundi Andra Thorssyni rithöfundi og Alþingismanni sem las verkið ungur og hefur miklar mætur á höfundinum. Hlustendur heyra líka ljóð fyrir þjóð, Pálmi Gestsson les Ferðalok eftir Jónas Hallgrímsson fyrir einn gest í Þjóðleikhúsinu.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
4/1/2020 • 55 minutes
Dylan, Penderecki, berskjöldun og vanmáttur og fjölbýlishús
Efni Víðsjár í dag: Bandaríski tónlistarmaðurinn Bob Dylan sendi í síðustu viku frá sér lagið Murder Most Foul en það er fyrsta frumsamda lagið sem hann gefur út í átta ár, og eftir að hann hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2016. Lagið er það lengsta sem Dylan hefur sent frá sér, eða tæpar sautján mínútur og í því syngur hann um morðið á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta í Dallas í Texas 22. nóvember árið 1963, og raunar margt fleira. Fjallað verður um lagið í Víðsjá í dag. Einnig verður fjallað um pólska tónskáldið Krystof Penderecki en hann lést um síðustu helgi. Penderecki var eitt af framsæknustu tónskáldum Evrópu á síðari hluta 20. aldar en þurfti að búa við ritskoðun bæði frá sovéskum og pólskum stjórnvöldum og kaþólsku kirkjunni. Sigurlín Bjarney Gísladóttir rithöfundur heldur áfram að flytja hugleiðingar um undarlega tíma og flytur hlustendum í dag hrifningaróð auk þess sem hún fjallar um berskjöldun og vanmátt. Fjölbýlishús koma við sögu í þætti dagsins. Og hlustendur heyra ljóð fyrir þjóð.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
3/31/2020 • 55 minutes
Víkingur Heiðar, Albert Uderzo og þjóðhættir og ómtími bóka
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Víking Heiðar Ólafsson píanóleikara um nýja plötu þar sem hann leikur tónlist eftir frönsku tónskáldin Claude Debussy og Jean-Philippe Rameau, en platan sem kemur út hjá útgáfufyrirtækinu Deutsche Grammophon á morgun er sú þriðja sem Víkingur Heiðar gefur út hjá fyrirtækinu. Í Víðsjá hljómar brot úr ítarlegu viðtali sem Guðni Tómasson átti við Víking en það mun hljóma í heild sinni í páskadagskrá Rásar 1. Þátturinn minnist einnig franska skopmyndateiknarans Alberts Uderzo sem andaðist á þriðjdag, 92ja ára gamall. Þekktastur var Uderzo fyrir að teikna sögurnar um Ástrík, en fyrsta teiknimyndasagan sem fjallar um hann kom út árið 1959. Rætt verður við Einar Fal Ingólfsson ljósmyndara og blaðamann og Halldór Baldursson skopmyndateiknara. Hermann Stefánsson rithöfundur ávarpar hlustendur úr Hljóðstofu B3, og skoðar í dag ómtíma bóka með því að glugga í hið merkilega rit Íslenska þjóðhætti eftir Jónas frá Hrafnagili, nýútkomna bók með sögum um kindur og óútkomin rit af skyldum toga eftir afkastamikinn og merkan en nánast óútgefinn höfund, Helga Jónsson frá Þverá í Dalsmynni. Og hlustendur heyra ljóð fyrir þjóð. Edda Björgvinsdóttir flytur á stóra sviði Þjóðleikhússins ljóðið Eilífð daganna eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
3/26/2020 • 55 minutes
Hönnun og skilaboð, tómur miðbær, Íslensk kvikmyndagerð og Dimmumót
Víðsjá 25.03.2020
Í Víðsjá í dag verður meðal annars hugað að hönnun og skilaboðum til fjöldans vegna veirufaraldursins, en í því sambandi verða Búi Bjarmar Aðalsteinsson hönnuður og Borghildur Sturludóttir tekin tali. Boðið verður upp á svipmynd úr fámennri miðborg Reykjavíkur. Björn Þór Vilhjálmsson fjallar um A History of Icelandic Film eftir Steve Gravestock, nýútkomna bók eftir einn af skipuleggjendum kvikmyndahátíðarinnar í Toronto, þar sem leitast er við að segja sögu íslenskrar kvikmyndagerðar. Bók vikunnar að þessu sinni á Rás 1 er ljóðabókin Dimmumót eftir Steinunni Sigurðardóttur. Hlustendur heyra í Steinunni í þætti dagsins en hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir bókina á síðasta ári. Og áfram verður haldið að flytja ljóð fyrir þjóð, þar sem Baldur Trausti Hreinsson les Til eru fræ eftir Davíð Stefánsson.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
3/25/2020 • 55 minutes
Manfred Peter Hein, Beethoven og Heimilisrými og almannarými
Í Víðsjá í dag verður meðal annars fjallað um tímaferðalög sem öll fara fram innan húss. Sigurlín Bjarney Gísladóttir rithöfundur heldur áfram að flytja Hugleiðingar um undarlega tíma, pistil dagsins kallar Sigurlín Bjarney Heimilisrými og almannarými. Hugað verður að strengjakvartettum Beethovens og útsetningum á þeim fyrir stóra strengjasveit. Gauti Kristmannsson fjallar í dag um bókina Fährten in Zeitdämmerareal - eða upp á íslensku - Ferðir á tímarökkurssvæði sem er glæný ljóðabók eftir þýska skáldið Manfred Peter Hein sem hefur búið og starfað í Finnlandi í sex áratugi. Hein er margverðlaunað skáld og yrkir í sömu hefð módernisma og Paul Celan og fleiri svokölluð „hermetísk“ skáld. Tvær bóka hans hafa verið þýddar á íslensku og hann hefur komið til Íslands nokkrum sinnum og ort ljóð um íslensk efni. Einnig verður komið við á bílskúrsþaki í Vesturbænum þar sem hljómsveitin Atería hélt tónleika fyrir gesti og gangandi á dögunum. Og hlustendur heyra í dag Ljóð fyrir þjóð.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
3/24/2020 • 55 minutes
Ljóð fyrir þjóð hefst, Heimildsöfnun Landsbókasafns, það smáa og Plág
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Jón Ólaf Ísberg sagnfræðing um sögu veirufræðinnar og það hvernig forfeður okkar lærðu um það allra smæsta í lífríkinu, veirur og bakteríur. Farið verður í heimsókn í galtóma Þjóðarbókhlöðu en Handritasafn Landsbókasafnsins hvetur nú fólk til að skrásetja og halda utan um minningar og persónulegar heimildir um COVID-19 og senda safninu. Rætt verður við Braga Þorgrím Ólafsson sem er fagstjóri handritasafns Landsbókasafnsins. Hermann Stefánsson rithöfundur fjallar í dag að gefnu tilefni um skáldsöguna Pláguna eftir franska rithöfundinn Albert Camus. Bókin kom út árið 1947 og segir frá farsótt sem leggst á alsírsku borgina Oran snemma á síðustu öld, fjallar um það hvernig samfélag glímir við farsóttir, segir frá hugrekki einstaklinga, ofsatrú, uppgjöf, múgæsingu og endurlausn. Og hlustendur fá að heyra ljóð fyrir þjóð, Ilmur Kristjánsdóttir les Sólstöðuþulu eftir Ólöfu Sigurðardóttur frá Hlöðum.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
3/19/2020 • 55 minutes
Ljóð fyrir þjóð, Senuþjófur og Artaud, Skynvillur og Selta
Hlustendur heyra af verkefninu Ljóð fyrir þjóð sem Þjóðleikhúsið er að fara af stað með þessa dagana, en þar geta landsmenn valið sér ljóð sem að fremstu leikarar þjóðarinnar flytja fyrir þá, aðeins einn áhorfanda í einu á hverri sýningu, á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri segir frá verkefninu í Víðsjá í dag, en ljóðin munu einnig hljóma í Víðsjá næstu vikurnar, á meðan að samgöngubann stendur yfir. Rýnt verður í þættinum í dag að gefnu tilefni í egypskar steintöflur og aðrar fornar heimilir um veirusmit sem fortíðin hefur skilið eftir. Einnig verður komið við í tómu leikhúsi í Garðabæ þar sem Senuþjófurinn hefur aðstöðu. Senuþjófurinn virðir samkomubann og boðar til rafrænna viðburða undir yfirskriftinni Leikhúsið og farsóttin en þar verður sótt í skrif eftir franska leikhúsmanninn Antonin Artaud, sem var eitt af stóru nöfnunum í leikhússögu 20. aldar, þekktastur fyrir kenningar sínar um Leikhús grimmdarinnar. Senuþjófurinn mun birta á netinu brot úr ritgerð Artauds um leikhúsið og farsóttina á mánudögum svo lengi sem samkomubann er í gildi. Trausti Ólafsson leikhúsfræðingur segir frá viðburðinum og hugmyndum Artauds um leikhúsið og farsóttina í Víðsjá í dag. Björn Þór Vilhjálmsson fjallar um Skynvilluspegillinn: Hugleiðingar um sjálfsblekkingu, nýlegt greinasafn eftir Jiu Tolentino, nýmiðla- og skjámenningarrýni bandaríska vikublaðsins New Yorker. Og bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er Selta eftir Sölva Björn Sigurðsson, söguleg skáldsaga sem fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin 2019. Bókin hefst á því að árið 1839 finnur landlæknir ungan dreng sem hefur rekið á land við Hjörleifshöfða og þar með bankar fortíðin upp á. Við tekur viðburðaríkt ferðalag, bæði aftur í tímann, til Evrópu í kringum aldamótin 1800, og um þvert og endilangt Ísland. Hlustendur heyra í Sölva í þættinum í dag.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
3/18/2020 • 55 minutes
Undarlegir tímar, messufall í menningu og virkni orða
Sigurlín Bjarney Gísladóttir rithöfundur hefur nýja pistlaröð í þætti dagsins og kallar Hugleiðingar um undarlega tíma. Fyrsti pistilinn ber yfirskriftina Nándin á tímum tveggja metra fjarlægðar. Njörður Sigurjónsson, prófessor í menningarstjórnun, verður tekin tali um menningarstofnanir, listamenn og tækni á tímum þegar búið er að blása af flestar samkomur víða um lönd. Einnig verður í Víðsjá í dag fjallað um virkni orða og bókmennta á hinum svokölluðu fordæmalausu tímum.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
3/17/2020 • 55 minutes
Sælir eru einfaldir, Erling Klingenberg og Tæknisamfélagið og framtíð
Í Víðsjá í dag verður meðal annars að gefnu tilefni fjallað um skáldsöguna Sælir eru einfaldir eftir Gunnar Gunnarsson. Bókin kom út síðla árs árið 1920 og fjallar um sjö daga í lífi nokkurra vina á tímum drepsóttar í Reykjavík og Kötlugoss. Rætt verður við Jón Yngva Jóhannsson bókmenntafræðing og ævisagnaritara Gunnars í þættinum í dag. Víðsjá heimsækir einnig í dag Marshallhúsið úti á Granda en þar er listamaðurinn Erling Klingenberg að setja upp einkasýningu sína í húsnæði bæði Nýlistasafnsins og Kling og Bang. Sýningin verður opnuð á laugardag en þó án hefðbundinnar opnunar. „Það er erfitt að vera listamaður í líkama rokkstjörnu,“ þetta eru nokkurs konar einkennisorð Erlings og gegnumgangandi stef í verkum hans. Og Hermann Stefánsson rithöfundur fjallar um pólitísku heimspekiritgerðina „Tæknisamfélagið og framtíð þess“ sem birtist í bandarískum dagblöðum árið 1995 undir höfundarnafninu F.C. og hafði mikil og óneitanleg áhrif, enda þótt birtingin og aðstæður hennar væru umdeildar.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
3/12/2020 • 53 minutes, 28 seconds
Ásgerður, Hagard, Tafdrup
Í Víðsjá í dag verður meðal annars hugað að verkum og ferli Ásgerðar Búadóttur myndlistarkonu en hún var brautryðjandi á sviði listvefnaðar á Íslandi. Nú gefst frábært tækifæri til að sjá verk Ásgerðar á sýningunni Lífsfletir á Kjarvalsstöðum. Í Víðsjá dagsins verður rætt við Aldísi Árnadóttur sýningarstjóra sýningarinnar. Gauti Kristmannsson rýnir í skáldsöguna Hagard eftir Lukas Bärfuss sem er margverðlaunaður svissneskur höfundur sem hlaut árið 2019 hin eftirsóttu Georg Büchner-verðlaun sem talin eru þau mikilvægustu á þýsku málsvæði. Og Bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er Ljóðaúrval 1982 -2012, tvímála útgáfa áttatíu ljóða úr 14 ljóðabókum dönsku skáldkonunnar Piu Tafdrup. Hlustendur heyra í þýðandanum, Sigríði Helgu Sverrisdóttur, í þættinum í dag.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
3/11/2020 • 53 minutes, 28 seconds
Níu líf Bubba, She Said og Sinfó sjötug
Í Víðsjá í dag verður meðal annars hugað að leikritinu Níu líf sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu á föstudag en það er helgað ævi og höfundarverki Bubba Morthens. Rætt verður við leikstjórann, Ólaf Egil Egilsson, og einn af leikurum sýningarinnar, Aron Má Ólafsson. Sinfóníuhljómsveit Íslands verður send kveðja en hljómsveitiin varð sjötug í gær, 9. mars. Og Björn Þór Vilhjálmsson fjallar í dag um bækurnar She Said eftir Jodi Kantor og Megan Twohey, og Catch and Kill eftir Ronan Farrow, blaðamennina sem fyrstir flettu ofan af Harvey Weinstein, og hrintu þannig #metoo hreyfingunni af stað. Í bókunum er rannsóknarstarfinu við vinnslu fréttarinnar um Weinstein lýst, og því hversu gríðarflókið og vandasamt það reyndist að afhjúpa áratugalangan kynferðisbrotaferil kvikmyndaframleiðandans.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
3/10/2020 • 55 minutes
Vesturheimsleikhús, Högni og Schubert og S-Ameríka
Magnús Þór Þorbergsson leiklistarfræðingur verður gestur þáttarins og segir hlustendum frá leikhúslífi Vestur-Íslendinga á fyrstu áratugunum eftir að stórir hópar landsmanna fluttu vestur um haf til Kanada og Bandaríkjanna í leit að betra lífi. Magnús Þór stundar rannsóknir á þessu efni nú um stundir og hefur leitað heimilda í Íslendingabyggðum vestra sem leiða í ljós öflugt leiklistarlíf á mörgum svæðum þar sem Íslendinga var að finna. Einnig verður rætt við Högna Egilsson og Áslák Ingvarsson sem koma fram á Hótel Holti annað kvöld. Þar ætla þeir að flytja lög með hljómsveitinni Hipsumhaps og eftir Franz Schubert, auk verka eftir Högna. María Kristjánsdóttir leikhúsrýnir fjallar í dag um leikritið Gosa sem sýnt er á Litla sviði Borgarleikhússins í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Og Hólmfríður Garðarsdóttir prófessor í spænsku við Háskóla Íslands heldur áfram að horfa til vesturs. Hún hefur í pistlum sínum í Víðsjá að undanförnu beint sjónum að sögu, samtíma og stjórnmálum Rómönsku-Ameríku. Yfirskrift pistils hennar í dag er: "Það bjargaði einhver sögunni...", sem er tilvitnun í ljóð eftir argentínska skáldið Jorge Luis Borges, í þýðingu Sigrúnar Ástríðar Eiríksdóttur. Þetta er fjórði og síðasti pistill Hólmfríðar og í dag fjallar hún um menningu og listir í Rómönsku-Ameríku.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
3/5/2020 • 55 minutes
Hagþenkir, Samkynhneigt ástand, Blinda
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við nýjan handhafa viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, en hún verður afhent í Þjóðarbókhlöðunni á fimmta tímanum í dag. Hagþenkir hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit og námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Árið 2006 var tekin upp sú nýbreytni að tilnefna 10 höfunda og rit sem þykja framúrskarandi og til greina koma, tíu höfundar voru tilnefndir í febrúar, einn þeirra hefur verið valinn og heimsækir Víðsjá í dag. Einnig verður í þætti dagsins rætt við Særúnu Lísu Birgisdóttur þjóðfræðing um hvaða áhrif það hafði á samfélag samkynhneigðra karlmanna á Íslandi þegar erlent herlið kom til landsins í fyrri heimsstyrjöld, en Særún Lísa flutti fyrirlestur um þessi mál hjá Sagnfræðingafélagi Íslands í gær, og kallaði: „Og svo kom Kaninn“. Snæbjörn Brynjarsson fjallar um barna-leikhússýningarnar Hans Klaufa sem er á fjölunum í Tjarnarbíói og Karíus og Baktus sem sýnd er í Kaldalónssal Hörpu. Og bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er skáldsagan Blinda eftir portúgalska Nóbelsverðlaunahöfundinn José Saramago. Bókin kom út á frummálinu árið 1995 og var þýdd á íslensku árið 2000 af Sigrúnu Ástríði Eiríksdóttur. Þar segir frá sérkennilegum faraldri sem breiðist út og blindar þá sem smitast og því hvernig samfélagið bregst við. Hlustendur heyra í Sigrúnu í Víðsjá í dag.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
3/4/2020 • 55 minutes
Bach, Þýskur krókódíll, Ungverjaland og dans
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Benedikt Kristjánsson tenorsöngvara en hann flytur á morgun Jóhannesarpassíu Bachs í óvenjulegri útgáfu þar sem undirleikur er aðeins í höndum slagverksleikara og orgelleikara sem einnig leikur á sembal. Flutningurinn fer fram í Hallgrímskirkju annað kvöld en útgáfa þessi hefur fengið mikið lof í Þýskalandi og Hollandi og til stendur að tónlistarfólkið flytji hana víða um lönd í framhaldinu. Einnig verður í þættinum í dag fjallað um nýja kennsluskrá, skrá yfir skyldulesningu, sem gefin hefur verið út í Ungverjalandi þar sem ýmsir helstu höfundar þjóðarinnar koma ekki við sögu. Þeirra á meðal er Imre Kertész sem var fyrstur Ungverja til að hljóta Nóbelsverðlaun í bókmenntum, árið 2002, verðlaun sem hann hlaut ekki síst fyrir skáldsögu sína Örlögleysi, þar sem fjallað erum lífið í fangabúðum nasista. Nýji listinn hefur vakið athygli, og umtal, enda stjórnvöld í Ungverjalandi afar umdeild, málið verður rætt í Víðsjá í dag, gestur þáttarins verður Benedikt Hjartarson, prófessor í almennri bókmenntafræði og menningarfræði við Háskóla Íslands. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi fjallar í dag um um sjálfsævisöguna Þýski krókódíllinn eftir þýska rithöfundinn ljoma Mangold en hún vakti mikla athygli þegar hún kom út árið 2017. Mangold hefur komið til Íslands á bókmenntahátíð og er þekktur höfundur og menningarblaðamaður í Þýskalandi. Og Snæbjörn Brynjarsson leiklistargagnrýnandi fjallar í dag um Rhythm of Poison, glænýtt verk eftir finnska danshöfundinn Elinu Pirinen, sem Íslenski dansflokkurinn frumsýndi á Nýja sviði Borgarleikhússins á föstudag.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
Víðsjá var ekki flókin í dag, en hér má hlusta á hana.
Við minntumst Ragnars Bjarnasonar tónlistarmanns sem andaðist í fyrradag, 85 ára að aldri. Gestir þáttarins voru þau Katrín Halldóra Sigurðardóttir leik- og söngkona, Björgvin Halldórsson og Jónatan Garðarsson.
Hlustendum var líka boðið með í heimsókn á vinnustofu Guðjóns Ketilssonar myndlistarmanns en hann var á dögunum útnefndur myndlistarmaður ársins á Íslensku myndlistarverðlaununum.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
2/27/2020 • 55 minutes
Tímaferðalag, Heimsendir, Öskudagur
Efni Víðsjár í dag: María Kristjánsdóttir leiklistargagnrýnandi fjallar í dag um verkið Þitt eigið leikrit II - Tímaferðalag eftir Ævar Þór Benediktsson í leikstjórn Stefáns Halls Stefánssonar en verkið er sýnt í Kúlu Þjóðleikhússins. Björn Þór Vilhjálmsson fjallar um bókina Bréf til mömmu eftir Mikael Torfason þar sem höfundur skrifar um æsku sína. Og Björn Þorsteinsson heimspekingur heldur áfram að glíma við spurninguna: Hvað nú? eins og hann hefur gert á miðvikudögum í Víðsjá í febrúar. Í dag er komin röðin að síðasta pistli Björns, yfirskriftin að þessu sinni: Heimsendir - já takk. Við kröfsum líka safni Ríkisútvarpsins og setjum saman skilaboð um daginn í dag, Öskudag.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
2/26/2020 • 53 minutes, 56 seconds
Arvo Pärt, Miles Davis og Eyþór, Útsending og Ó
Í Víðsjá dagins verður haldið í heimsókn í miðstöð sem helguð er eistneska tónskáldinu Arvo Pärt og leynist í skógi skammt utan við Tallinn, höfuðborg landsins. Þar tók starfsfólk miðstöðvarinnar og sonur tónskáldsins á móti hópi norræns og baltnesks útvarpsfólks í síðustu viku. Greint verður frá heimsókninni og miðstöðinni í þætti dagsins, en hún er sú eina sinnar tegundar sem helguð er arfleifð núlifandi tónskálds. Um þessar mundir eru fimmtíu ár liðin frá útkomu hljómplötunnar Bitches Brew með bandaríska trompetleikaranum Miles Davis. Platan markaði tímamót á ferli Davis, og raunar í gjörvallri sögu jazztónlistar. Davis og félagar fóru í nýjar og óvæntar átti á plötunni, blönduðu saman tilraunakenndri jazztónlist, rokki og ,,síkadelíu", svo nokkuð sé nefnt. Tónlistarmaðurinn Eyþór Gunnarsson heimsækir Víðsjá í dag og rifjar með hlustendum upp þetta tímamótaverk. Leikhúsrýnin verður á sínum stað, Snæbjörn Brynjarsson fjallar í dag um Útsendingu sem Þjóðleikhúsið frumsýndi fyrir helgina, Og bók vikunnar að þessu sinni er skáldsagan Ó - Um þegnrétt tegundanna í íslenskri náttúru eftir Hauk Má Helgason. Hlustendur heyra í Hauki í þættinum í dag.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
2/25/2020 • 55 minutes
Týndar gersemar, Speight, Kim Leine, Mið-Ameríka
Jórunn Sigurðardóttir segir frá tilnefningum til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari verður tekin tali um efnisskrá á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna sem fram fara í Seltjarnarneskirkju á laugardag. Hallfríður hefur mikið velt fyrir sér tónlistarsögunni að undanförnu, hvernig ákveðin nöfn hafa þar verið hafin til vegs og virðingar á meðan önnur hafa fallið í gleymskunar dá, en á tónleikunum verða flutt í fyrsta sinn á Íslandi verk úr smiðju Fanny Mendelssohn, Joseph Bologne, Alice Mary Smith og Emilie Mayer. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi fjallar í dag um skáldsöguna Valdimarsdagur eftir dansk-norska rithöfundinn Kim Leine en bókin kom nýlega út í íslenskri þýðingu Jóns Halls Stefánssonar. Gunnar Kvaran sellóleikari segir frá tónleikum sem haldnir verða í Hannesarholti á sunnudag, þar frumflytja þau Gunnar og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari nýtt verk eftir tónskáldið John Speight en hann fagnar 75 ára afmæli í næstu viku. Og Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor í spænsku við Háskóla Íslands, heldur áfram að horfa til vesturs eins og hún hefur gert í Víðsjá undanfarna fimmtudaga í febrúar. Í dag fer hún með hlustendur í ferðalag til mið-Ameríku, og Mexíkó, og talar meðal annars um flóttamenn.
2/20/2020 • 55 minutes
Hernaðarlist, Eiríkur Örn, Una Björg, Hvað nú?
Í Víðsjá í dag er meðal annars rætt við Geir Sigurðsson sem þýtt hefur úr forngrísku ritið Hernaðarlist Meistara Sun. Hér er um að ræða eitt rómaðasta og víðlesnasta fornrit Kínverja, sem skrifað var fyrir 2500 árum en bein áhrif þess á hernaðartækni Kínverja og þjóðanna í kring í tímanna rás verða vart ofmetin auk þess sem bókin hefur haft víðtæk áhrif á Vesturlöndum. Björn Þór Vilhjálmsson bókmenntagagnrýnandi fjallar í dag um nýútkomna skáldsögu eftir Eirík Örn Norðdahl, Brúin yfir Tangagötuna. Sunna Ástþórsdóttir fjallar um sýningu Unu Bjargar Magnúsdóttur í D-Sal Hafnarhússins, í Listasafni Reykjavíkur. Sýningin nefnist Mannfjöldi hverfur sporlaust um stund og stendur fram í miðjan mars. Og Björn Þorsteinsson heimspekingur heldur áfram að glíma við spurninguna Hvað nú? Og talar í dag um heimsendi eins og annars.
2/19/2020 • 54 minutes, 4 seconds
Salinas, Mæður, Gunnar Pétursson, Jakobína
Í Víðsjá í dag er meðal annars sagt frá nýrri bók sem kemur út á Spáni í dag og nefnist Þegar útgáfan var veisla. Hún hefur að geyma persónuleg bréf eftir spænska útgefandann Jaime Salinas, meðal annars bréf sem hann skrifaði sambýlismanni sínum Guðbergi Bergssyni. Salinas var mikilvægur í spænsku menningarlífi á síðari hluta 20. aldar, frumkvöðull á sviði djúpstæðra umbreytinga í spænska útgáfuheiminum, á árunum 1955 til 1990. Hólmfríður Matthíasdóttir útgáfustjóri Forlagsins segir nánar frá í Víðsjá í dag. Einnig verður rætt við Ívar Brynjólfsson um Gunnar Pétursson ljósmyndara en myndir hans eru nú til sýningar í Þjóðminjasafni Íslands. Gunnar var virkur í bylgju áhugaljósmyndara uppúr miðri síðustu öld þegar nýir straumar komu fram og listræn ljósmyndun komst á dagskrá. María Kristjánsdóttir fjallar í dag um leikritið Mæður sem sýnt er í Iðnó um þessar mundir í leikstjórn Álfrúnar Örnólfsdóttur, danskt verk sem frumsýnt var í heimalandinu í fyrra en hefur verið þýtt og staðfært á íslensku. Og bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er Jakobína: Saga skálds og konu, en hér er á ferðinni ævisaga skáldsins Jakobínu Sigurðardóttur sem skrifuð er af dóttur hennar, Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur. Í bókinni er dregin upp mynd af konunni og rithöfundinum Jakobínu og Sigríður Kristín reynir jafnframt að fylla upp í þær mörgu eyður sem eru í vitneskju hennar um lífshlaup móður sinnar, konu sem gætti vel sinna leyndarmála, varði einkalíf sitt og krafðist þess meðal annars að dagbókum sínum og bréfum yrði fargað. Hlustendur heyra í Sigríði í þættinum í dag og hún les brot úr bókinni.
2/18/2020 • 55 minutes
Sol Lewitt, Systa, Pachamama, Beach House
Efni Víðsjár í dag: Í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur verður opnuð í kvöld sýning á verkum bandaríska myndlistarmannsins Sol Lewitt, en hann er álitinn vera einn af hugmyndafræðingum bæði minimalisma í myndlist og hugmyndalistar, eins og þessir straumar myndlistarinnar þróuðust í Bandaríkjunum í kringum árið 1960. Undanfarnar vikur hefur stór alþjóðlegur hópur fólks unnið að uppsetningu á veggverkum Lewitts í safninu en verkin eru unnin samkvæmt forskrift listamannsins sem lést árið 2007. Víðsjá heimsótti hópinn fyrr í vikunni og ræddi við nokkra þeirra sem vinna að uppsetningu verkanna og við safnstjórann Ólöfu K. Sigurðardóttur. Björn Þór Vilhjálmsson bókmenntagagnrýnandi fjallar í dag um bókina Systu - Bernskunnar vegna - eftir Vigdísi Grímsdóttur sem kom út á síðasta ári. Og Hólmfríður Garðarsdóttir prófessor í spænsku við Háskóla Íslands horfir öðru sinni til vesturs og fjallar í dag um hugtakið „Pachamama“ og gullið góða, þar sem við sögu koma meðal annars umhverfi, indjánar og ungar stúlkur.
2/13/2020 • 55 minutes
Arnar Guðjónsson, Ljósmyndahátíð, Listasafn Íslands, Hvað nú?
Efni Víðsjár í dag: Í febrúar árið 2016 sendi tónlistarmaðurinn Arnar Guðjónsson frá sér plötuna Grey Mist of Wuhan sem innblásin var af ferðalögum hans til borgarinnar Wuhan í Kína sem mikið hefur verið í fréttum að undanförnum vegna veirunnar sem við borgina hefur verið kennd. Arnar rifjar upp för sína til Wuhan og segir frá verkinu í Víðsjá í dag. Björn Þorsteinsson prófessor í heimspeki heldur áfram að bregðast við spurningunni: Hvað nú? Hann hefur líkt og fyrir viku sjálfan heimsendi í huga og fjallar í dag meðal annars um eftirlitskapítalisma en á síðasta ári kom út mikil bók eftir bandarísku fræðakonuna Soshönu Zuboff, sem nefnist Öld eftirlitskapítalismans og hefur að geyma afrakstur af gríðarmiklu rannsóknarstarfi sem Zuboff hefur innt af hendi síðustu áratugi. Sýningarhald í Listasafni Íslands verður kannað í Víðsjá í dag og Sunna Ástþórsdóttir flytur hlustendum pistil um sýningar sem tengjast nýafstaðinni Ljósmyndahátíð Íslands.
2/12/2020 • 53 minutes, 12 seconds
Tónlistarnám, Er ég mamma mín?, heyrnarleysi og tónlist
Í Víðsjá í dag verður meðal annars hugað að gefnu tilefni að tónlistarnámi á Íslandi. Gestir þáttarins verða þau Freyja Gunnlaugsdóttir aðstoðarskólastjóri Menntaskólans í tónlist (MÍT) og Atli Ingólfsson tónskáld og prófessor í tónsmíðum við tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Einnig verður svissneski tónlistarmaðurinn Kurt Uenala tekinn tali, en hann stundar nú meistaranám við Listaháskóla Íslands og rannsakar þar meðal annars hvernig hægt er að miðla tónlist til þeirra sem glíma við heyrnarleysi. Snæbjörn Brynjarsson leikhúsrýnir þáttarins fjallar í dag um leikverkið Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu um helgina, en María leikstýrir einnig verkinu. Og bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er skáldsagan Málleysingjarnir eftir Pedro Gunnlaug Garcia. Hér er á ferðinni fyrsta verk Pedros, sögu sem gerist bæði í Rúmeníu og á Íslandi, og segir frá ungu fólki í flóknum og sumt fjandsamlegum heimi. Hlustendur heyra í höfundi í Víðsjá dagsins.
2/11/2020 • 55 minutes
Steiner, Gerður, Chile og Beethoven.
Í Víðsjá í dag verður meðal annars fjallað um fransk-bandaríska fræðimanninn og rithöfundinn George Steiner sem andaðist í Cambridge á mánudag, níræður að aldri. Steiner var mikilvirkur og áhrifamikill fræðimaður, bókmenntarýnir sem beindi ekki síst sjónum sínum að áhrifamætti tungumálsins, og samhengi bókmennta og samfélags. Margir telja hann í hópi merkustu hugvísindamanna Vesturlanda á síðustu áratugum. Í Víðsjá í dag verður rætt við Ástráð Eysteinsson, prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands um George Steiner. Jón Proppé listfræðingur fjallar um myndlistarkonuna Gerði Helgadóttur og safnið sem við hana er kennt í Kópavogi. Hólmfríður Garðarsdóttir prófessor í spænsku við Háskóla Íslands horfir til vesturs í Víðsjá á fimmtudögum í febrúar. Í dag fer hún með hlustendur í ferðalag til Chile, og fjallar um kvikmyndir og umrót, undir yfirskriftinni: Öll erum við ryk. Og upplifun nútímamanns á tónlist og ímynd tónskáldsins Ludwigs van Beethovens kemur einnig við sögu.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
2/6/2020 • 55 minutes
Medúsa, Sirra og Selma, Stjörnur og stórveldi og heimsendir
Í Víðsjá í dag verður meðal annars komið við í Þjóðarbókhlöðunni og skoðuð sýning sem opnuð var á fimmtudag en þar má nú skoða útgáfur listahópsins Medúsu sem nú eru orðnar hluti af bókverkasafni Landsbókasafnsins. Súrrealistahópurinn Medúsa var stofnaður af nokkrum nemendum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í árslok 1979, var starfandi í sjö ár og gaf á þeim tíma út ljóðabækur, hljóðsnældur, smásögur, póstkort, veggspjöld og bæklinga svo nokkuð sé nefnt. Auk þess sem hópurinn stóð fyrir ljóðaupplestrum, tónleikum og gjörningum og rak galleríið Skruggubúð við Suðurgötu í tvö ár. Ólafur J. Engilbertsson, einn af meðlimum Medúsu og sýningarstjóri, verður tekinn tali í Víðsjá í dag. Einnig verður hugað að silfurbergi og myndlist sem er innblásin af því, en myndlistarkonurnar Sirra Sigrún Sigurðardóttir og Selma Hreggviðsdóttir hafa verið með hugann við silfurberg að undanförnu og sýna nú verk sín á sýningunni Ljósvaki /Æther 1.0.1 í Berg Contemporary gallerí við Klapparstíg. Björn Þór Vilhjálmsson bókmenntagagnrýnandi rýnir í dag í bókina Stjörnur og stórveldi á leiksviðum Reykjavíkur 1925-1965 eftir Jón Viðar Jónsson, en Jón hlaut á dögunum Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir þetta verk í flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Í bókinni beitir Jón nýstárlegum aðferðum til að varpa ljósi á merkan kafla í íslenskri leiklistarsögu, segir sögu allra helstu leikara tímabilsins, greinir frá sigrum þeirra og ósigrum jafnframt því sem hann gerir valdabaráttunni að tjaldabaki ítarleg skil. Og Björn Þorsteinsson prófessor í heimspeki glímir á miðvikudögum í Víðsjá í febrúar, í upphafi nýs áratugar, við spurninguna: Hvað nú? Björn fjallar í pistlum sínum um heimsendi eða enda veraldarinnar, og spyr: Hvað eigum við að gera á meðan við bíðum?
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
2/5/2020 • 55 minutes
Listhugleiðsla, Línur, Svínshöfuð og djass
Í Víðsjá í dag verður meðal annars farið í heimsókn í Listasafn Einars Jónssonar á Skólavörðuholti en þar er nú boðið upp á listhugleiðslu. Fyrir svörum verður Halla Margrét Jóhannesdóttir, safnvörður og yogakennari. Um síðustu helgi var opnuð sýningin "Línur" á Listasafninu á Akureyri en þar sýna átta listamenn frá sex ólíkum löndum og fjórum heimsálfum og "draga línur" með verkum sínum um alla fjórðu hæð safnsins. Gígja Hólmgeirsdóttir heimsótti Listasafnið á Akureyri og náði tali af sýningarstjóranum, Mireyu Samper. Víðsjá veltir líka fyrir sér djass-söng í þætti dagsins og ólíkum röddum sem taka upp á því að syngja djass. Og bók vikunnar hér á Rás 1 að þessu sinni er skáldsagan Svínshöfuð eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur. Bókin vakti mikla athygli á síðasta ári, og var meðal annars tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Hlustendur heyra í Bergþóru í Víðsjá í dag.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
2/4/2020 • 55 minutes
Hljóðheimar, Endurfundir á Brideshead, Ingibjörg Haraldsdóttir
Í Víðsjá í dag koma hljóðheimar við sögu, hugað verður að hljóðum og tónlist, við kjöraðstæður í tónleikahúsinu Hörpu. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi fjallar í dag um skáldsöguna Endurfundir á Brideshead eftir enska rithöfundinn Evelyn Waugh en bókin er nýlega komin út í íslenskri þýðingu Hjalta Þorleifssonar. Skáldsagan kom fyrst út árið 1945 en margir muna eftir rómuðum sjónvarpsþáttum sem gerðir voru eftir sögunni árið 1981 með þeim Jeremy Irons og Anthony Andrews í aðalhlutverkum. Og á fimmtudögum í janúar hefur Gunnar Þorri Pétursson, þýðandi og fræðimaður, flutt pistla í Víðsjá. Pistlaröðina kallar hann Varsjá enda er ferðinni heitið aftur á bak í tímann og austur á bóginn. Í dag fjallar Gunnar um Ingibjörgu Haraldsdóttur og þýðingar hennar á rússneskum skáldkonum. Lokapistill hans nefnist „Marr í hvítri mjöll.“
1/30/2020 • 55 minutes
Sölvi Björn, Auður, Brot
Sölvi Björn Sigurðsson rithöfundur tók við íslensku bókmenntaverðlaununum á Bessastöðum í gær, fyrir skáldsögu sína, Seltu: Apókrýfu úr ævi landlæknis. Rætt verður við Sölva um þetta verk í Víðsjá í dag. Björn Þór Vilhjálmsson bókmenntagagnrýnandi fjallar í dag um bókina Brot: Konur sem þorðu eftir Dóru S. Bjarnason en þar segir af lífshlaupi þriggja kynslóða kvenna sem voru, hver á sinn hátt, frumkvöðlar í baráttu kvenna fyrir frelsi og jafnrétti. Og Auður Jónsdóttir rithöfundur heldur áfram að ávarpa framtíðina í upphaf nýs áratugar, og spyrja: Hvað nú? Í pistlaröð sem hún nefnir Bréf til sonar. Fyrirsögn pistilsins í dag er: Að kunna að lesa veruleikann - ,,Upplýsingamengun er jafn raunveruleg og öll önnur mengun í heiminum," skrifar Auður syni sínum til að undirbúa hann fyrir framtíðina. Þetta er fjórði og síðasti pistill Auðar.
1/29/2020 • 52 minutes, 54 seconds
Gadus Morhua, bókmenntaverðlaun, Glæpur við fæðingu, Guo
Gestir Víðsjár í dag eru tónlistarfólkið Eyjólfur Eyjólfsson og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir en þau mynda, ásamt Björk Níelsdóttur, tónlistarhópinn Gadus Morhua sem heldur tónleika í kvöld í Salnum í Kópavogi þar sem boðið verður upp á baðstofubarrokk. Íslensku bókmenntaverðlaunin verða afhent á Bessastöðum í kvöld. Í Víðsjá í dag verður spáð í spilin með bókmenntagagnrýnendunum Gauta Kristmannssyni og Kolbrúnu Bergþórsdóttur. Bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er Glæpur við fæðingu en í henni segir suður-afríski uppistandarinn og sjónvarsþáttastjórnandinn Trevor Noah frá uppvexti sínum í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Hlustendur heyra í þýðanda bókarinnar, Helgu Soffíu Einarsdóttur, í þætti dagsins. Og Gauti Kristmannsson fjallar um skáldsöguna Hnitmiðuð kínversk-ensk orðabók fyrir elskendur eftir ítalska rithöfundinn Xiaolu Guo en bókin kom út hjá forlaginu Angústúru fyrir jólin, í íslenskri þýðingu Ingunnar Snædal.
1/28/2020 • 55 minutes
Myrkir, Polki, Dansandi ljóð, Mandelshtam
Í Víðsjá í dag er meðal annars hugað að Myrkum músíkdögum sem hefjast um helgina. Gunnar Karel Másson, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, kemur í heimsókn en hún verður sett á laugardag og stendur í viku með tónleikahaldi víða um borgina. Myrkir músíkdagar eiga 40 ára afmæli í ár en hátíðin var fyrst haldin árið 1980. Tveir meðlimir úr polka-hljómsveitunum Geirfuglunum og Skárr'en ekkert koma í heimsókn, en hljómsveitirnar halda polkaball í Iðnó annað kvöld í tilefni af bóndadegi. Snæbjörn Brynjarsdóttir fjallar í dag um verkið Dansandi ljóð sem sýnt er í Þjóðleikhúskjallaranum um þessar mundir en um er að ræða leikgerð sem Edda Þórarinsdóttir byggir á ljóðatextum eftir Gerði Kristnýju, úr bókunum Ísfrétt, Launkofa, Höggstað og Ströndum. Að sýningunni stendur hópurinn Leikhúslistakonur 50+. Og Gunnar Þorri Pétursson flytur þriðja pistil sinn í pistlaröðinni Varsjá þar sem hann fer austur á bóginn og horfir aftur í tímann. Yfirskrift pistilsins í dag er ,,Dimmraddaður bogi" og fjallar um rússneska skáldið Osip Mandelshtam.
1/23/2020 • 55 minutes
Björk Þorgrímsdóttir, Hvað nú? og plötukassar
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Björk Þorgrímsdóttur ljóðskáld sem í gær hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið Augasteinn. Björk segir frá og les ljóðið fyrir hlustendur í þætti dagsins. Snæbjörn Brynjarsson leikhúsgagrýnandi þáttarins fjallar um sviðslistaverkið Eyður sem leikhópurinn Marmarabörn frumsýndi í Þjóðleikhúsinu á dögunum. Auður Jónsdóttir rithöfundur heldur áfram að ávarpa framtíðina í upphaf nýs áratugar, og spyrja: Hvað nú? Í pistlaröð sem hún nefnir Bréf til sonar. Fyrirsögn pistilsins í dag er: Þegar börnin fá pennann, Auður ræðir í pistlinum við son sinn og ólétta stjúpdóttur um framtíðina. Og í Víðsjá í dag verða einnig skoðaðar nokkrar plötur sem enginn vildi þegar forvitnilegir kassar úti á gangi í Útvarpshúsinu verða skoðaðir með aðstoð góðs fólks.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
1/22/2020 • 55 minutes
Fellini, Helgi Þór rofnar, Óstýriláta mamma mí og Vetrargulrætur
Í Víðsjá í dag verður þess meðal annars minnst að í gær, 20. janúar, voru hundrað ár liðin frá fæðingu ítalska kvikmyndaleikstjórans Federicos Fellinis. Hann fæddist í borginni Rimini við strönd Adríahafsins þann 20. janúar árið 1920 og átti eftir að verða einn af áhrifmesti og virtasti kvikmyndaleikstjóri 20. aldar. Ferill hans spannaði ríflega hálfa öld, hann var einn af þeim allra stærstu, kvikmyndahöfundur, kvikmyndaskáld, og fékk Óskarsverðlaun fimm sinnum. Gestur Víðsjár í dag verður Ólafur Gíslason listfræðingur sem þekkir vel til verka Fellinis. Einnig verður Brynja Sveinsdóttir tekin tali en hún er sýningarstjóri á samsýningunni Afrit í Gerðarsafn í Kópavogi. Á sýningunni eiga verk sjö íslenskir listamenn sem allir nýta ljósmyndina í verkum sínum. María Kristjánsdóttir fjallar í dag um leikritið Helgi Þór rofnar eftir Tyrfing Tyrfingsson sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu fyrir helgi. Björn Þór Vihjálmsson bókmenntagagnrýnandi fjallar um bókina Óstýriláta mamma mín ... og ég eftir Sæunni Kjartansdóttur sálgreini, en í bókinni fjallar Sæunn um samband sitt við móður sína, Ástu Bjarnadóttur, sem fór alla tíð eigin leiðir í sínu lífi. Og bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er sagnasafnið Vetrargulrætur eftir Rögnu Sigurðardóttur. Hlustendur heyra í Rögnu í Víðsjá dagsins og hún les úr bókinni.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
1/21/2020 • 55 minutes
Tyrfingur, Helg og Stefán, Ungir einleikarar, rússnesk menning
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Stefán Jónsson leikstjóra en á morgun verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu nýtt íslenskt leikrit eftir Tyrfing Tyrfingsson, verk sem nefnist Helgi Þór Rofnar. Þetta er fimmta leikritið eftir Tyrfing, sem vakið hefur mikla athygli á undanförnum árum, sem frumsýnt er í Borgarleikhúsinu. Hlustendur heyra líka hljóðið í Kristínu Ýri Jónsdóttur, Sólveigu Vöku Eyþórsdóttur, Flemming Viðari Valmundssyni og Gunnar Kristni Óskarssyni en þau eru öll ungir tónlistarmenn og leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum með ungum einleikurum sem fram fara í Hörpu í kvöld. Og Gunnar Þorri Pétursson flytur pistla í Víðsjá á fimmtudögum í janúar þar sem hann fer aftur á bak í tíma og austur á bóginn. Pistlaröðina kallar Gunnar „Varsjá“, fyrir viku fjallaði hann um rithöfundinn Anton Tsjékhov og vináttu hans við rússneska málarann Ísak Levítan. En í dag er Gunnar með hugann við Arnór Hannibalsson og dularfulla þýðingu sem hann gerði á verki eftir heimspeking og huldumann í sovésku samfélagi.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við ljósmyndarann Valdimar Thorlacius en hann opnar sýningu á verkum sínum á morgun í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Auður Jónsdóttir rithöfundur heldur áfram að hugsa um framtíðina í upphafi nýs áratugar, í pistlaröð sem hófst í þættinum fyrir viku og ber yfirskriftina Bréf til sonar. Í dag fjallar Auður um íslenskuna og framtíðina. María Kristjánsdóttir fjallar í dag um leikritið Vanja frænda eftir rússneska rithöfundinn Anton Tsjékhov sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu um helgina. Og Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi rýnir í bókina Maðurinn sem Ísland elskaði eftir Árna Snævarr en hún fjallar um franska náttúruvísindamanninn Paul Gaimard sem ferðaðist um Ísland á árunum 1835 og 1836.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
1/15/2020 • 55 minutes
Marmarabörn, Með sigg á sálinni, Teenage Songbook of Love and Sex
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við tvo meðlimi í sviðslistahópnum Marmarabörnum, sem frumsýnir á stóra sviði Þjóðleikhússins á morgun sviðslistaverkið Eyður. Björn Þór Vilhjálmsson rýnir í sögu Friðriks Þórs Friðrikssonar kvikmyndaleikstjóra sem Einar Kárason hefur skráð, bók sem nefnist Með sigg á sálinni og kom út fyrir síðustu jól. Í henni segir Einar frá viðburðaríkri ævi Friðriks, allt frá bíódögum og sveitasögum bernskunnar til Óskarsverðlaunatilnefningar og kynna leikstjórans af stórstjörnum af ýmsu tagi. Snæbjörn Brynjarsson fjallar um sýninguna Teenage Songbook of Love and Sex eftir Ásrúnu Magnúsdóttur og Alexander Roberts sem er á fjölunum í Tjarnarbíói. Og bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er Aðferðir til að lifa af eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur, þetta er nýjasta skáldsaga Guðrúnar Evu sem tók á dögunum við viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins. Hlustendur heyra í Guðrúnu í þættinum í dag.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.
1/14/2020 • 55 minutes
Vanja frændi, Listaþing BÍL, Gunnar Þorri Pétursson
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Brynhildi Guðjónsdóttir en á laugardag verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu leikritið Vanja frændi eftir rússneska rithöfundinn Anton Tsjekhov, í leikstjórn Brynhildar. Einnig verður hugað að Listþingi Bandalags íslenskra listamanna sem haldið verður í Hörpu á laugardag. Yfirskrift þingsins er Tungutak listarinnar og tungutakið um listina. Þar munu starfandi listamenn taka til máls og ræða stöðu listarinnar í íslensku samfélagi. Gestur Víðsjár í dag verður Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna. Á fimmtudögum í janúar ætlar Gunnar Þorri Pétursson að flytja pistla í Víðsjá þar sem hann fer aftur á bak í tíma og austur á bóginn. Gunnar Þorri er fræðimaður og þýðandi úr rússnesku, pistlaröðina kallar hann „Varsjá“ og í þessum fyrsta pistli er hann með hugann við áðurnefndan Anton Tsjekhov og vináttu hans við rússneska málarann Ísak Levítan. Og Gauti Kristmannsson, bókmenntagagnrýnandi Víðsjár, fjallar í dag um bókina Jakobínu: sögu skálds og konu, eftir Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur, en bókin fjallar um rithöfundinn Jakobínu Sigurðardóttur.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.
1/9/2020 • 55 minutes
Menningararfur Írans, Hvað nú? og Engillinn
Í Víðsjá í dag verður meðal annars að gefnu tilefni hugað að menningararfi Írans með Ragnheiði Gyðu Jónsdóttur. Einnig verður horft til framtíðar í upphafi nýs áratugar en Auður Jónsdóttir rithöfundur mun í dag og næstu miðvikudaga glíma við spurninguna: Hvað nú? Og flytja pistla undir yfirskriftinni: Bréf til sonar. María Kristjánsdóttir leiklistargagnrýnandi fjallar í dag um Engilinn, verk sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu á dögunum, en hér er á ferðinni leiksýning sem byggð er á verkum eftir Þorvald Þorsteinsson rithöfund og myndlistarmann, í leikstjórn Finns Arnars Arnarssonar. Og rithöfundarnir Albert Camus frá Frakklandi og Peter Handke frá Austurríki koma lítillega við sögu, að gefnu tilefni.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.
1/8/2020 • 55 minutes
Albert Camus, Meistarinn og Margaríta og Villueyjar
Síðastliðinn laugardag, 4. janúar, voru 60 ár liðin síðan franski rithöfundurinn og heimspekingurinn Albert Camus fórst í bílslysi, skammt frá París. Camus var 47 ára gamall, þremur árum fyrr hafði hann fengið Nóbelsverðlaun í bókmenntum, aðeins 43ja ára gamall. Camus var einhver áhrifamesti rithöfundur Frakka á öldinni sem leið, þekktur fyrir skáldsögur á borð við Útlendinginn, Pláguna og Fallið, auk þess sem hann skrifaði margar áhrifamiklar ritgerðir. Rætt verður við Guðmund Brynjólfsson, rithöfund og djákna, um Albert Camus af þessu tilefni í Víðsjá í dag. Snæbjörn Brynjarsson leiklistarrýnir þáttarins fjallar í dag um leikritið Meistarann og Margarítu sem Þjóðleikhúsið frumsýndi um jól, en verkið, sem er í leikstjórn Hilmars Jónssonar, byggir á samnefndri skáldsögu eftir rússneska rithöfundinn Mikhail Búlgakov. Bók vikunnar að þessu sinni er skáldsagan Villueyjar eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur. Rætt verður við Ragnhildi í Víðsjá í dag og hún les brot úr verkinu. Einnig verður í þætti dagsins fjallað að gefnu tilefni um kraftinn í útgáfu á sígildri tónlist á heimsvísu.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.
1/7/2020 • 55 minutes
Raddir ársins 2019
Í Víðsjá í dag hljóma raddir úr þáttum ársins 2019.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.
1/2/2020 • 55 minutes
Síðasti Víðsjárþáttur ársins
Í síðustu Víðsjá fyrir jól og síðustu Víðsjá ársins 2019 - taka þeir Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson á móti góðum gestum í leiklistarhljóðstofu Ríkisúvarpsins. Rithöfundarnir Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir, Pétur Gunnarsson, Sjón og Þórdís Gísladóttir koma í heimsókn og lesa úr nýjum verkum sínum. Einnig verður haldið áfram að rýna í nýjar bækur, Gauti Kristmannsson fjallar í þættinum í dag um skáldsöguna Seltu (apókrýfu úr ævi landlæknis) eftir Sölva Björn Sigurðsson, en Sölvi er tilnefndur til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir verkið.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.
12/19/2019 • 51 minutes, 57 seconds
Íslensk lestrarbók, Til þeirra sem málið varða og Á skjön
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Magnús Sigurðsson rithöfund um bók sem hann sendi frá sér á dögunum og nefnist Íslensk lestrarbók, en hún hefur að geyma texta af ýmsu tagi, örsögur, smáprósa, dagbókarbrot og fótboltalýsingu í ljóðrænu formi, svo nokkuð sé nefnt. Björn Þór Vilhjálmsson bókmenntagagnrýnandi rýnir í ljóðabókina Til þeirra sem málið varðar eftir Einar Má Guðmundsson. Einnig verður rætt við Steinþór Birgisson kvikmyndagerðarmann og Sigurð Ingólfsson framleiðenda um nýja heimildarmynd um Magnús Pálsson myndlistarmann sem verður frumsýnd í Bíó Paradís um jólahátíðina og heitir Á skjön.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.
12/18/2019 • 55 minutes
Svanafólkið, Skrauthvörf, Opening Ceremony og Fræ sem frjógva
Í Víðsjá í dag rýnir Gauti Kristmannsson í skáldsöguna Svanafólkið eftir Kristínu Ómarsdóttur. Flutt verður tónverkið Skrauthvörf, sem frumflutt var á Tónlistarhátíð Rásar 1 - Orðin hljóð - sem fram fór í Norðurljósasal Hörpu í lok nóvembermánaðar. Verkið er samstarfsverkefni Kjartans Holms og Jóhannesar Ólafssonar, Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Strokkvartettinn Siggi flytja. María Kristjánsdóttir fjallar í dag um leikverkið Opening Ceremony, sem nýtt sviðslistafyrirtæki, Reykjavik Ensemble, frumsýndi í Tjarnarbíói í síðustu viku. Og bók vikunnar að þessu sinni er ljóðabókin Fræ sem frjóvga myrkrið eftir Evu Rún Snorradóttur en Eva hlaut Maístjörnuna, viðurkenningu Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafnsins, fyrir þessa bók fyrr á þessu ári. Hlustendur heyra í Evu í Víðsjá í dag.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
12/17/2019 • 55 minutes
Fundin ljóð, Sölvi Björn, Dimmunótt og Austur
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Sigurð Örn Guðbjörnsson ljóðskáld sem sendir þessa dagana frá sér bók sem nefnist fundin ljóð í ferðabók Sveins Pálssonar læknis. Bókin geymir einnig myndverk eftir Harald Jónsson myndlistarmann. Rithöfundurinn Sölvi Björn Sigurðsson heimsækir Víðsjá í dag en hann sendi nýverið frá sér skáldsöguna Seltu (apókrýfu úr ævi landlæknis). Sölvi les úr verkinu fyrir hlustendur og segir frá bókinni sem gerist skömmu fyrir miðja nítjándu öld víða um land en einnig á meginlandi Evrópu. Og bókmenntarýnin verður á sínum stað. Í þetta sinn verður rýnt í tvær nýjar bækur, Gauti Kristmannsson fjallar um ljóðabókina Dimmumót eftir Steinunni Sigurðardóttur, en Steinunn fékk tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna nú á dögunum fyrir þá bók. Og Björn Þór Vilhjálmsson rýnir í skáldsöguna Austur eftir Braga Pál Sigurðarson.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.
12/12/2019 • 51 minutes, 30 seconds
Bækur
Bækur koma mjög við sögu í Víðsjá í dag. Rætt verður við Einar Má Guðmundsson um nýja ljóðabók hans, Til þeirra sem málið varðar. Rithöfundurinn Sölvi Björn Sigurðsson heimsækir Víðsjá í dag en hann sendi nýverið frá sér skáldsöguna Seltu (apókrýfu úr ævi landlæknis). Sölvi les úr verkinu fyrir hlustendur og segir frá bókinni sem gerist skömmu fyrir miðja nítjándu öld víða um land en einnig á meginlandi Evrópu. Maríanna Clara Lúthersdóttir rýnir í nýtt sagnasafn Gyrðis Elíassonar sem ber heitið Skuggaskip en hér er á ferðinni tíunda smásagnasafn Gyrðis. Og bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er skáldsagan Hans Blær eftir Eirík Örn Norðdahl. Eiríkur segir frá verkinu í Víðsjá í dag og les brot úr bókinni.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.
12/11/2019 • 55 minutes
Kling og Bang, Ástarsaga, Klakabrennur II
Í Víðsjá í dag verður meðal annars haldið vestur á Granda, og komið við í Kling og Bang-galleríinu í Marshall húsinu þar sem að þrír ungir myndlistarmenn verða heimsóttir. Það eru þau Darren Mark, Dýrfinna Benita Basalan og Melanie Ubaldo; íslenskir listamenn að filippeyskum uppruna, sem saman mynda listahópinn Lucky 3 (three) og standa nú að sýningunni Lucky me? þar í galleríinu. Björn Þór Vilhjálmsson rýnir í dag í bókina HKL - Ástarsögu eftir Pétur Gunnarsson þar sem Pétur dregur upp mynd af Halldóri Laxness í upphafi ferils hans, ástum hans og lífsátökum. Pétur leitar víða fanga í þessu verki, meðal annars í einkabréfum, minnisbókum, tímaritum og auðvitað verkum Nóbelsskáldsins sjálfs. Hlustendur fá einnig að heyra tónverk sem frumflutt var á Tónlistarhátíð Rásar 1 - Orðin hljóð - sem fram fór í Norðurljósasal Hörpu á dögunum. Í dag er röðin komin að verki sem nefnist Klakabrennur II og er eftir Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur sem valdi sér skáldið Sigurbjörgu Þrastardóttur til samstarfs. Strokkvartettinn Siggi flytur ásamt Hildigunni Einarsdóttur söngkonu.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.
12/10/2019 • 55 minutes
Tom Waits
Víðsjá er í dag helguð bandaríska tónlistarmanninum Tom Waits sem verður sjötugur á laugardag.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.
12/5/2019 • 55 minutes
Eilíf ðarnón, Ljósabasar, Vetrargulrætur
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Ástu Fanneyju Sigurðardóttur ljóðskáld um nýútkomna ljóðabók hennar, Eilífðarnón. Nýlistasafnið verður heimsótt en þar er svokallaður Ljósabasar starfræktur nú á aðventu. Ennfremur verður gripið niður í viðtal frá því á síðasta ári sem tekið var við Sigurð Guðjónsson myndlistarmann í tilefni þess að hann var þá valinn myndlistarmaður ársins á Íslandi, en í gær var tilkynnt um það að Sigurður yrði næsti fulltrúi Íslands á myndlistartvíæringnum í Feneyjum árið 2021. Og Maríanna Clara Lúthersdóttir bókmenntagagnrýnandi rýnir í sagnasafnið Vetrargulrætur eftir Rögnu Sigurðardóttur.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.
12/4/2019 • 55 minutes
Megas, Mislæg gatnamót o.fl.
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Megas um skáldsögu hans, Björn og Sveinn, sem kom fyrst út árið 1994 en hefur nú verið endurútgefin með ítarlegum eftirmála eftir Geir Svansson bókmenntafræðing. Bókin byggir meðal annars á þjóðsögum um feðgana og misyndismennina Axlar-Björn og Svein skotta og greinir frá ferðalagi þeirra um næturlíf og undirheima Reykjavíkur, ódæðisverkum og fýsnum þeirra grimmum. Það er bókaforlagið Sæmundur sem gefur út en verkið hlaut vægast sagt blendnar viðtökur á sínum tíma, fyrir 25 árum. Björn Þór Vilhjálmsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár rýnir í ljóðabókina Mislæg gatnamót eftir Þórdísi Gísladóttur. Hlustendur heyra líka tónverkið Stefnumót við sjálfið eftir Pál Ragnar Pálsson og Ásdísi Sif Guðmundsdóttur, en það var eitt þeirra verka sem var frumflutt á nýliðinni tónlistarhátíð Rásar 1 sem fór fram undir lok nóvember í Hörpu undir yfirskriftinni Orðin hljóð. Og bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er Lífspeki kúa, eða The secret life of Cows, eftir hina bresku Rosamund Young. Höfundurinn er bóndi sem ákvað, eftir að hafa setið með blaðamanni og rætt um bústörfin á lífræna býlinu sem hún tók við af foreldrum sínum, að tími væri komin til að setjast niður og skrásetja sögurnar af kúnum sem hún ræktar. Hlustendur heyra í Ingunni Ásdísardóttur, þýðanda bókarinnar, í þættinum í dag.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.
12/3/2019 • 55 minutes
Hunangsveiði, skeytasendingar og danshátíð
Meðal annars er rætt við við rithöfundinn Soffíu Bjarnadóttur sem var að senda frá sér skáldsögu sem nefnist Hunangsveiði. Þættinum berast líka mikilvæg skilaboð í morsformi sem sjá má á sýningu Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur sem nú er uppi utan á gömlu Loftskeytastöðinni vestur á Melum og í safnaðarheimili Neskirkju. Rætt er við listakonuna um skeytasendingar og lífkerfi sjávar. Snæbjörn Brynjarsson fjallar áfram um danshátíðina Reykjavík DanceFestival sem fór fram í síðustu viku. Og Ragnheiður Gyða Jónsdóttir flytur síðasta pistil sinn um dans og mannkynssögu.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.
11/28/2019 • 55 minutes
Einar Örn, Polymath, Delluferðin og Reykjavík Dancefestival
Meðal annars er rætt við Einar Örn Benediktsson tónlistar- og myndlistarmann um sýninguna Auglýsingu sem opnuð verður við Laugaveg á morgun. Fjallað verður um fyrirbærið polymath, eða fjölfræðinga, þá sem skara fram úr á fleiri en einu sviði eða jafnvel fleiri en tveimur. Björn Þór Vilhjálmsson rýnir í skáldsöguna Delluferðina eftir Sigrúnu Pálsdóttur. Snæbjörn Brynjarsson fjallar um Reykjavík Dancefestival, hátíð sem fram fór í síðustu viku. Og bók vikunnar að þessu seinni er Undir fána lýðveldisins: Endurminningar frá Spánarstyrjöldinni eftir Hallgrím Hallgrímsson. Hún kom fyrst út árið 1941 en var endurútgefin árið 2019. Í þeirri endurútgáfu bjuggu Einar Kári Jóhannsson og Jóhannes Helgason frumtextann til prentunar og rituðu, ásamt Styrmi Dýrfjörð, eftirmála og neðanmálsgreinar með skýringum. Í bókinni segir Hallgrímur frá því þegar hann barðist með alþjóðasveitum kommúnista í spænsku borgarastyrjöldinni sem stóð frá árinu 1936 til ársins 1939. Hlustendur heyra í þættinum í dag brot úr viðtali við dóttur Hallgríms, Höllu Mjöll Hallgrímsdóttur, sem tekið var fyrr á þessu ári.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.
11/27/2019 • 52 minutes, 13 seconds
Rætt við Braga Ólafsson, dómur um Skáldið er eitt skrípó o.fl.
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Braga Ólafsson rithöfund um skáldsöguna Stöðu pundsins sem er nýkomin út. Gauti Kristmannsson rýnir í bókina Skáldið er eitt skrípatól sem hefur að geyma þýðingar Guðbergs Bergssonar á verkum portúgalska skáldsins Fernando Pessoa, auk ritgerðar Guðbergs þar sem hann fjallar um ævi og skáldskap þessa merka skálds. Hlustendur heyra einnig eitt þeirra tónverka sem frumflutt voru í Hörpu á sunnudag á Orðin hljóð - Tónlistarhátíð Rásar 1, en þar áttu fjögur tónskáld og fjórir textahöfundar stefnumót. Og María Kristjánsdóttir fjallar um bækur á sviði, sýningarnar Um tímann og vatnið og Skjáskot sem settar voru upp í Borgarleikhúsinu, og byggja á bókum eftir Andra Snæ Magnason og Berg Ebba Benediktsson.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.
11/26/2019 • 55 minutes
Kristín Eiríksdóttir, Nordal frændur, Ragnheiður Gyða og danslist
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við rithöfundinn Kristínu Eiríksdóttir sem sendi á dögunum frá sér ljóðabók sem nefnist Kærastinn er rjóður. Tónskáldin og frændurnir Þorkell Nordal og Hjalti Nordal koma í heimsókn en þeir eiga verk á efnisskrá tónleika Dómkórsins í Hallgrímskirkju á sunnudag. Þar verður einnig flutt áhrifamikið tónverk, Óttusöngvar að vori, eftir Jón Nordal, afa þeirra Þorkels og Hjalta. Maríanna Clara Lúthersdóttir bókmenntagagnrýnandi Víðsjár rýnir í nýjustu skáldsögu Braga Ólafssonar, Stöðu pundsins. Og Ragnheiður Gyða Jónsdóttir heldur áfram að flétta saman mannkynssögu og danslist.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.
11/21/2019 • 53 minutes, 13 seconds
Kristín Ómarsdóttir, Orðin hljóð, Smásögur heimsins og Huldar Breiðfjö
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Kristínu Ómarsdóttur um skáldsöguna Svanafólkið sem er nýkomin út. Einnig verður hugað að tónlistarhátíð Rásar 1, Orðin hljóð, sem fer fram í Norðurljósum í Hörpu á laugardag kl. 16. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar, Daníel Bjarnason, verður tekin tali en á hátíðinni hljómar ný íslensk tónlist eftir fjögur íslensk tónskáld sem völdu sér fjögur íslensk textaskáld til samstarfs. Hátíðin verður í beinni útsendingu á Rás 1 en miðasala á viðburðinn fer fram á vefsíðu Hörpu. Og bók vikunnar er 3ja hefti Smásagna heimsins - Asía og Eyjaálfa sem hefur að geyma 20 smásögur eftir jafnmarga höfunda frá jafnmörgum löndum. Rætt verður í þættinum í dag við aðalritstjóra þessa bindis ritraðarinnar, Rúnar Helga Vignisson.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
11/20/2019 • 55 minutes
HKL, Páll Haukur og Safe fest.
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Pétur Gunnarsson rithöfund sem hefur sent frá sér bókina HKL - Ástarsaga, þar sem dregin er upp mynd af Halldóri Laxness ungum, fjallað um ástir hans og lífsátök, og meðal annars birt brot úr bréfum sem fóru á milli hans og ástkvenna hans á þriðja áratugnum. Víða er leitað fanga í þessu verki, í einkabréfum, minnisbókum, tímaritum og í þeim verkum Halldórs þar sem hann fjallar um sín mótunarár. Berg Contemporary-gallerí við Klapparstíg verður heimsótt en þar sýnir Páll Haukur Björnsson verk á sýningunni Loforð um landslag. Og Snæbjörn Brynjarsson fjallar um hátíð sem nýútskrifaðir sviðslistanemar stóðu fyrir um helgina í Bankastræti 0, undir yfirskriftinni Safe fest.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
11/19/2019 • 55 minutes
Brynja, Hamlet, Kokkáll, dans
Í Víðsjá í dag er meðal annars rætt við Brynju Hjálmsdóttur ljóðskáld sem segir frá nýrri bók sinni, Okfrumunni. Leikritið Hamlet eftir William Shakespeare er sýnt í Þórshöfn í Færeyjum um þessar mundir, en verkið hefur aldrei áður verið sýnt í Færeyjum. Það er leikhópurinn Det Ferösche Compagnie sem stendur að uppsetningunni og færeyska þýðingin er glæný. Halla Þórlaug Óskarsdóttir brá sér í leikhús í Færeyjum og segir frá í Víðsjá í dag. Maríanna Clara Lúthersdóttir, einn af bókmenntagagnrýnendum Víðsjár, rýnir í dag í skáldsöguna Kokkál eftir Dóra Dna. Og Ragnheiður Gyða Jónsdóttir heldur áfram að dansa sig í gegnum mannkynssöguna. Í dag kynnir hún rannsóknir bandarísks þjóðlagafræðings á dansi og mannkyni.
11/14/2019 • 53 minutes
Tilfinningabyltingin, revíur, Sinfó, Konan í speglinum
Í Víðsjá í dag rýnir Björn Þór Vilhjálmsson bókmenntagagnrýnandi í nýútkomna skáldsögu Auðar Jónsdóttur, sem ber heitið Tilfinningabyltingin. Una Margrét Jónsdóttir segir frá bókinni Gullöld revíunnar þar sem sögð er saga íslenskra revía frá árinu 1880 til 1957, söguþráður revíanna er rakin, birt eru brot úr þeim, fjallað um viðtökur og höfunda, og birtur listi yfir söngva. Einnig verður hugað að tónleikum sem fram fara í Kaldalóni í Hörpu á morgun, en þar renna þrjár Ingibjargir saman í eina konu, einn hugarheim, einn hljóm. Yfirskrift tónleikanna er Konan í speglinum, þar verður fluttur sönglagabálkur með nýjum lögum eftir Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur við ljóð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur. Tónskáldið flytur lögin í Kaldalóni ásamt Ingibjörgu Fríðu Helgadóttur. Og fyrstu utanlandsferðir Sinfóníuhljómsveitar Íslands verða rifjaðar upp af gefnu tilefni.
11/13/2019 • 52 minutes, 42 seconds
Guðbergur, Pessoa, Ragnar Helgi, Málleysingjarnir og München
Í Víðsjá í dag er meðal annars rætt við Guðberg Bergsson rithöfund en hann sendi á dögunum frá sér bók sem nefnist Skáldið er eitt skrípatól: Um ævi og skáldskap Fernando Pessoa. Bókin hefur að geyma þýðingar á ljóðum þessa merka portúgalska höfundar sem fæddist í Lissabon árið 1888. Í bókinni er einnig ítarleg ritgerð eftir Guðberg þar sem hann greinir frá uppvexti Pessoa og helstu áhrifavöldum, og skýrir þann bakgrunn sem mótaði skáldið, sem var eitt merkasta ljóðskáld 20. aldar. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um skáldsöguna Málleysingjana, en hér er á ferð fyrsta skáldsaga höfundar sem heitir Pedro Gunnlaugur Garcia, saga sem fjallar um ungt fólk í flóknum og fjandsamlegum heimi. Bók vikunnar hér á Rás eitt að þessu sinni er Bókasafn föður míns eftir Ragnar Helga Ólafsson, bók sem kom út í fyrra og var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Hlustendur heyra í Ragnari í Víðsjá í dag. Og þeir fá líka sendingu sunnan frá München í Þýskalandi þar sem fræg árás á sköpunarfrelsi listamanna verður rifjuð upp.
11/12/2019 • 55 minutes
Vitar, Dans, McEwan og Kongshaug
Í Víðsjá í dag verður meðal annars fjallað um nýja heimildamynd, Ljósmál, sem fjallar um vita á Íslandi og frumsýnd verður í Bíó Paradís á laugardag. Gestir þáttarins verða Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Vitafélagsins, og Guðmundur Bernódusson, sem var vitavörður á Galtarvita. Björn Þór Vilhjálmsson, bókmenntagagnrýnandi, fjallar í dag um skáldsöguna Vélar eins og ég, eftir breska rithöfundinn Ian McEwan, en hún kom nýlega út í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar. Víðsjá minnist einnig norska upptökustjórans Jans Eriks Kongshaug sem andaðist í fyrradag en hann stofnaði á sínum tíma hið fræga og rómaða Regnboga-hljóðver í Osló. Og Ragnheiður Gyða Jónsdóttir heldur áfram að fjalla um dans og mannkynssögu.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.
11/7/2019 • 55 minutes
Svartar fjaðrir, Vögguvísa, Guðjón Samúelsson og Eitur
Á sunnudaginn næsta, þann 10. nóvember, verður þess minnst í menningarhúsinu Hofi á Akureyri að í ár eru 100 ár síðan ungur maður gaf út sína fyrstu ljóðabók. Þessi ungi maður var Davíð Stefánsson frá Fagraskógi sem gaf út ljóðabókin Svartar fjaðrir. Í Hofi verður bæði sungið og spjallað. Tónlistarfólk mun leika gömul og ný lög eftir lög við ljóð Davíðs, og leikkonan María Pálsdóttir mun bjóða til stofu rithöfundinum og alþingismanninum Guðmundi Andra Thorssyni og áhugafólkinu Pétri Halldórssyni og Valgerði Bjarnadóttur til að ræða um líf og list skáldsins frá Fagraskógi. Hlustendur heyra af þessu gestaboði í Víðsjá dagsins.
Snæbjörn Brynjarsson fjallar um Eitur eftir hollenska rithöfundinn Lot Vekemans, leikrit sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu um helgina.
Bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er skáldsagan Vögguvísa eftir Elías Mar sem kom út árið 1950 og var þriðja skáldsaga höfundar. Ásta Kristín Benediktsdóttir íslenskufræðingur segir frá bókinni í þættinum í dag en Ásta varð nýverið doktorsritgerð um verk Elíasar.
Og loks verður rætt við Pétur Ármannsson, arkitekt og fræðimann, um Guðjón Samúelsson húsameistara ríkisins, en sýning um Guðjón og verk hans var opnuð um liðna helgi í Hafnarborg í Hafnarfirði.
Umsjón með Víðsjá hafa Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.
11/6/2019 • 52 minutes, 28 seconds
Tónlist liðinna alda, Þetta er ekki bílastæði, Atómstöðin og Innflytja
Í Víðsjá dagsins verður Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarfræðingur, tekinn tali en hann sendir nú frá sér ritið Tónlist liðinna alda - íslensk handrit 1100-1800. Bbókin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi, heildstæð sýnisbók íslenskra tónlistarheimilda fyrr á öldum, þar sem saga íslenskrar tónlistar er rakinn allt frá miðöldum til loka 18. aldar. Í þættinum verður einnig rætt við Brynjólf Þorsteinsson, ungt ljóðskáld sem sendi á dögunum frá sér sína fyrstu bók, Þetta er ekki bílastæði. Brynjólfur vann Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrr á þessu ári, fyrir ljóðið Gormánuður og verður gestur Víðsjár í dag. María Kristjánsdóttir fjallar í leikhúspistli um Atómstöðina, verk sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu fyrir helgi. Og Gauti Kristmannsson, bókmenntagagnrýnandi, rýnir í skáldsöguna Innflytjandann eftir Ólaf Jóhann Ólafsson.
Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.
11/5/2019 • 55 minutes
Elías Mar, Gjörningaklúbburinn, Svínshöfuð og Dans
Í Víðsjá í dag verður meðal annars litið við í Listasafni Íslands og hugað að sýningu Gjörningaklúbbsins, Vatn og blóð, sem opnuð verður í safninu á laugardag. Á sýningunni má sjá nýtt myndbandsverk þar sem innblástur er sóttur í líf og list Ásgríms Jónssonar listmálara. Einnig verður rætt við Ástu Kristínu Benediktsdóttur íslenskufræðing sem ver á morgun doktorsritgerð sína í íslenskum bókmenntum um hinsegin hliðar höfundarverks Elíasar Mar, en hér er á ferðinni fyrsta doktorsritgerð á sviði íslenskra hinsegin bókmennta. Maríanna Clara Lúthersdóttir bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um skáldsöguna Svínshöfuð eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur. Og að undanförnu hefur danslistinni verið hampað í sjónvarpinu, í íslenskri þáttaröð, breskum dýralífsþáttum og erlendum danskvikmyndum. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir fjallar um dans í Víðsjá í dag og næstu fimmtudaga, og hefur för sína rétt fyrir aldamótin 1900.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
10/31/2019 • 55 minutes
Gyða Valtýsdóttir, Jón Helgason, Formaður húsfélagsins og Pétur Magnús
Í Víðsjá dagsins verður rætt við Bergsvein Birgisson rithöfund og fræðimann um Jón Helgason prófessor og forstöðumann Stofnunar Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn, skáldskap hans og fræði, en nú nýlega kom út ný útgáfa á ljóðum Jóns, Úr landsuðri og fleiri kvæði. Bergsveinn skrifar fróðlegan eftirmála, um skáldið og fræðimanninn Jón Helgason, í þessari nýju útgáfu, en ljóðabókin Úr landsuðri, sem kom fyrst út árið 1939, varð ein vinsælasta kvæðabók sem út hafði komið á Íslandi.
Listasalur Mosfellsbæjar verður heimsóttur og rætt við Pétur Magnússon myndlistarmann sem sýnir verk sín þar þessa dagana. Sýninguna kallar Pétur Sögur úr sveitinni, en þar koma listelskar kindur, hestur og kálfur við sögu.
Friðgeir Einarsson rithöfundur segir stuttlega frá bók sinni Formaður húsfélagsins, en bókin er bók vikunnar á Rás 1 þesssa daga og jafnframt verður sagt frá nýbökuðum verðlaunahafa Norðurlanda í tónlist Gyðu Valtýsdóttur.
10/30/2019 • 55 minutes
Leðurjakkaveður, Huldar húkkar, Óperudagar, David Lang
Í Víðsjá í dag verður meðal annars hugað að Ljóðadögum Óperudaga en þeir hefjast á morgun og standa fram á sunnudag. Þema hátíðarinnar er Ljóð fyrir loftslagið en í þættinum verður rætt við Guju Sandholt, listrænan stjórnanda Óperudaga, og einn gesta hátíðarinnar, bandaríska tónskáldið David Lang. Tvö verk eftir Lang, Passía fyrir litlu stúlkuna með eldspýturnar og Death speaks, verða flutt á tónleikum á föstudagskvöld. Einnig verður rætt við rithöfundinn Huldar Breiðfjörð sem sendi á dögunum frá sér bókina Sólarhringl - og suðið í okkur, bók sem fjallar meðal annars um skammdegi í Reykjavík og víðar, puttaferðalag um landið og Íslendingasögur. Og Gauti Kristmannsson, bókmenntagagnrýnandi þáttarins, fjallar í dag um ljóðabókina Leðurjakkaveður eftir Fríðu Ísberg.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.
10/29/2019 • 55 minutes
Harpa Rós Kristjánsdóttir, Dagur Hjartarson, Stórskáldið og geisladisk
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Hörpu Rún Kristjánsdóttur sem tók fyrr í vikunni við Bókmenntaverðlaunum Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Eddu. Björn Þór Vilhjálmsson, einn af bókmenntagagnrýnendum Víðsjár, fjallar um skáldsöguna Við erum ekki morðingjar eftir Dag Hjartarson. María Kristjánsdóttir leikhúsrýnir fjallar um leikritið Stórskáldið eftir Björn Leó Brynjarsson sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu á föstudag. Og tónlistarkonan Berglind María Tómasdóttir heldur áfram að kanna geisladiskasafnið sitt og grisja, og sér nú fyrir endann á verkinu.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.
10/24/2019 • 51 minutes, 20 seconds
Ólöf Nordal, Guðmundur Steinsson, Guðrún Eva Mínervudóttir og Joni Mit
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Stefán Baldursson leikstjóra um höfundarverk Guðmundar Steinssonar leikskálds, en Leiklestrarfélagið stendur í samvinnu við Þjóðleikhúsið og Kristbjörgu Kjeld fyrir viðamikilli dagskrá um Guðmund og verk hans í Þjóðleikhúskjallaranum á næstu vikum. Þrjú verk Guðmundar verða leiklesin en verkefnið hefst með sérstakri dagskrá þar sem lífi og starfi hans verða gerð skil, á meðal þeirra sem fram koma þar er Sigurður Sigurjónsson leikari og hann verður gestur Víðsjár í dag. Sýningin Úngl, yfirlitssýning á verkum Ólafar Nordal, verður skoðuð í fylgd listamannsins, en sýningin var opnuð um síðustu helgi á Kjarvalsstöðum. Maríanna Clara Lúthersdóttir bókmenntagagnrýnandi fjallar um skáldsöguna Aðferðir til að lifa af eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
10/23/2019 • 55 minutes
Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Harpa Árnadóttir, Hildur Knútsdóttir, og Roc
Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur var að senda frá sér sína fyrstu skáldsögu sem nefnist Svínshöfuð. Bergþóra er fædd árið 1985 en hefur nú þegar vakið töluverða athygli fyrir skrif sín, bók hennar, Flórída, frá árið 2017, var til dæmis tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna á sínum tíma. Bergþóra verður gestur Víðsjár í dag.
Hverfisgallerí við Hverfisgötu verður heimsótt og rætt við Hörpu Árnadóttur myndlistarkonu sem þar sýnir verk sín á sýningu sem hún kallar Djúpalogn.
Bók vikunnar að þessu sinni er skáldsagan Ljónið eftir Hildi Knútsdóttur, sem kom út í fyrra. Hlustendur heyra í höfundinum í þætti dagsins.
Og Snæbjörn Brynjarsson leikhúsrýnir fjallar í dag um leikverkið Rocky! eftir danska höfundinn Tue Biering, sem frumsýnt var í Tjarnarbíói á föstudag, nýlegt ádeiluverk sem vakti töluverða athygli á síðasta ári fyrir að taka með frumlegum hætti á erfiðu málefni.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.
10/22/2019 • 53 minutes, 30 seconds
Í beinni frá Listaháskóla Íslands
Bein útsending frá Listaháskóla Íslands. Lestin og Víðsjá leiða saman hesta sína í dag og mæta í heimsókn í Listaháskóla Íslands í Laugarnesi. Tuttugu ár eru nú liðin síðan kennsla hófst í skólanum og því tímabært að spyrja hvernig til hafi tekist. Gestir ræða meðal annars um lífið í skólanum, listnám og eðli þess, háskólavæðingu listanna, líf eftir námið og áhrif skólans á menningarlífið í heild. Fylgst verður með kennslu í ýmsum listgreinum og sköpun nemenda sem einnig stíga á stokk. Meðal gesta verða stjórnendur, nemendur og kennarar við skólann.
10/17/2019 • 52 minutes, 38 seconds
Joshua Bell, Endurminningar Valkyrju, þjóðsögur, Sjón og geisladiskar.
Í þætti dagsins verður hringt í bandaríska fiðluleikarann Joshua Bell en hann heldur tónleika í Hörpu á sunnudag ásamt píanóleikaranum Alessio Bax. Joshua Bell er einn fremsti og þekktasti fiðluleikari samtímans en í viðtalinu segir hann frá samtali þeirra félagi, efnisskrá tónleikanna og hugmyndum sínum um samfélagslegt hlutverk sígildrar tónlistar.
Hugað verður að alþjóðlegri ráðstefnu sem fram í Norræna húsinu á morgun og á föstudag í tilefni af því að þann 17. ágúst síðastliðinn voru 200 ár liðin frá fæðingu Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara. Gestur Víðsjár í dag verður Rósa Þorsteinsdóttir, þjóðfræðingur hjá Stofnun Árna Magnússonar.
Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar um skáldsöguna Korngult hár, grá augu, eftir Sjón. Berglind María Tómasdóttir tónlistarkona heldur áfram að fara í gegnum geisladiskasafnið sitt. Og Snæbjörn Brynjarsson fjallar um drag-revíuna Endurminningar valkyrju eftir Ásgeir Helga Magnússon, Cameron Corbett, Sigríði Eyrúnu Friðriksdóttur og Sigurð H. Starr Guðjónsson, sem sýnd er í Tjarnarbíói.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.
10/16/2019 • 53 minutes
Jóhann Sigurjónsson, Hefnd grasflatarinnar, Sex í sveit og Sara Riel
Þess er minnst um þessar mundir að hundrað ár eru frá andláti Jóhanns Sigurjónssonar rithöfundar, en hann andaðist þann 31. ágúst árið 1919, aðeins 39 ára gamall. Jóhann var eitt fremsta leik- og ljóðskáld þjóðarinnar og haslaði sér völl á leiksviðum í Evrópu í upphafi síðustu aldar. Á undanförnum dögum hefur verið boðið upp á tvær dagskrár sem helgaðar hafa verið skáldskap Jóhanns, annars vegar í Borgarleikhúsinu um helgina og hins vegar í Þjóðleikhúsinu í gærkvöld. Að því tilefni verður í Víðsjá í dag rætt við þá Svein Einarsson leikstjóra og rithöfund og Svein Yngva Egilsson bókmenntafræðing, en báðir komu þeir fram í Þjóðleikhúsinu í gærkvöld.
Hlustendur heyra einnig af bók vikunnar sem að þessu sinni er Hefnd grasflatarinnar, smásagnasafn eftir bandaríska höfundinn Richard Brautigan í íslenskri þýðingu Þórðar Sævars Jónssonar. Rætt verður við Þórð Sævar og brot lesið úr bókinni.
María Kristjánsdóttir fjallar í dag um gamanleikinn Sex í sveit sem frumsýndur var í Borgarleikhúsinu á dögunum og loks verður rætt við Söru Riel um nýtt risastór útilistaverk hennar sem heitir Flora og er við Austurbæjarskóla í Reykjavík. Verkið er unnið með þeim hætti að nemendur í skólanum voru beðnir um að svara spurningunni: ef þú værir planta, hvaða planta værir þú og af hverju?
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.
10/15/2019 • 55 minutes
Nóbelsverðlaun, Snæbjörn, geisladiskar og Um tímann og vatnið
Í Víðsjá í dag verður meðal annars sagt frá væntanlegum Nóbelsverðlaunahöfum í bókmenntum en tilkynnt var í Stokkhólmi í morgun að verðlaunin hlytu að þessu sinni pólski rithöfundurinn Olga Tokarczuk og austuríski rithöfundurinn Peter Handke. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi fjallar í dag um nýja bók Andra Snæs Magnasonar, Um tímann og vatnið. Rætt verður við Snæbjörn Arngrímsson, fyrrverandi bókaútgefanda, sem í morgun tók við Íslensku barnabókaverðlaununum í bókasafni Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Og Berglind María Tómasdóttir tónlistarmaður og dósent við Listaháskóla Íslands flytur fyrsta pistil af þremur þar sem hún fer í gegnum geisladiskasafnið sitt, og grisjar.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson,
10/10/2019 • 52 minutes, 59 seconds
Gjörningar, Sigurhæðir, Jóhanna K. Yngvadóttir og Sequences
Marta Nordal leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar segir frá gjörningalistahátíðinni A! sem hefst fyrir norðan á morgun og stendur fram á sunnudag. Fjölmargir listamenn koma fram á hátíðinni sem er samstarfsverkefni Leikfélags Akureyrar og Menningarhússins Hofs.
Ráðmenn á Akureyri hugleiða nú að selja Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar skálds. Að því tilefni verður rætt við Pétur Ármannsson arkitekt um skáld og hús, norðan og sunnan heiða.
Rætt verður við Ásdísi Ólafsdóttir listfræðing um myndlist Jóhönnu K. Yngvadóttur en yfirlitssýning á verkum hennar, Eintal, verður opnuð í Listasafni Íslands á laugardag.
Nýjunda Sequences myndlistarhátíðin verður sett á föstudag í Marshall húsinu en hún fer fram þar og víðar í Reykjavík fram til 20. október. Sýningarstjórar hátíðarinnar, Hildigunnur Birgisdóttir og Ingólfur Arnarson, verða tekin tali í Víðsjá dagsins.
Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.
10/9/2019 • 55 minutes
Daníel Bjarnason, Gerður Kristný, Shakespeare og Rostungar
Í Víðsjá dagsins verður rætt við Daníel Bjarnason tónskáld um tónverk hans From Space I saw Earth sem frumflutt verður í Los Angels 24. október. Verkið er samið fyrir fílharmoníusveitina í Los Angeles í tilefni að hundrað ára afmæli hennar en þrír núlifandi aðalhljómsveitarstjórar sveitarinnar munu stjórna flutningi þess, þeir Gustavo Dudamel, Esa Pekka Salonen og Zubin Mehta.
Tilvist rostunga á Íslandi á forsögulegum tíma og hvarf þeirra um og upp úr landnámi hefur löngum valdið fræðimönnum heilabrotum. Hilmar J. Malmquist, líffræðingur og forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, og Bjarni F. Einarsson, fornleifafræðingur og forstöðumaður Fornleifafræðistofunnar, munu á rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða á morgun greina frá nýbirtum niðurstöðum fjölþjóðlegrar rannsóknar á rostungum við Íslands strendur á forsögulegum tíma og fram yfir landnám, sem Náttúruminjasafn Íslands fór fyrir. Hilmar verður gestur Víðsjár í dag.
Bók vikunnar á Rás 1 er Sálumessa eftir Gerði Kristnýju en hlustendur Víðsjá heyra Gerði segja frá bókinni í þætti dagsins og lesa úr henni. Snæbjörn Brynjarsson, annar tveggja leiklistargagnrýnenda Víðsjár, segir hlustenum frá upplifun sinni á sýningunni Shakespeare verður ástfanginn í Þjóðleikhúsinu.
Umsjón Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.
10/8/2019 • 55 minutes
Vanja frændi, Regnbogaþráðurinn, Skjáskot og Sporið.
Jólasýning Borgarleikhússins að þessu sinni er leikritið Vanja frændi eftir rússeska rithöfundinn Anton Tsjekov. Hér er á ferðinni eitt af klassísku verkum leikbókmenntanna, verk sem fjallar meðal annars um brostnar vonir, og mismunandi viðhorf til lífsins, þar sem takast á hugmyndir um að lifa í vellystingum annars vegar og hins vegar umhyggja fyrir jörðinni og náttúrunni. Leikstjóri verksins er Brynhildur Guðjónsdóttir en ný þýðing hefur nú verið gerð á verkinu, hana gerði Gunnar Þorri Pétursson, Gunnar verður gestur Víðsjár í dag og segir frá glímu sinni við Anton Tsjekov.
Íris Ellenberger, Ásta Kristín Benediktsdóttir og Ynda Eldborg segja frá Regnbogaþræðinum, hinsegin viðbót við fastasýningu Þjóðminjasafns Íslands, Þjóð verður til, auk þess sem Ynda segir frá tengdri myndlistarsýningu í Neskirkju.
Guðrún Sóley Gestdóttir segir fá sjónvarps-dansþáttunum Sporið sem hefjast á laugardag.
Og Gauti Kristmannsson, bókmenntagagnrýnandi Víðsjár, fjallar í dag um Skjáskot, bók eftir Berg Ebba sem kom út á dögunum.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
10/3/2019 • 53 minutes, 30 seconds
Kjarval, hið stutta og Coltrane
Í Víðsjá í dag verður rætt við Margréti Tryggvadóttur um bók hennar Kjarval - málarinn sem fór sínar eigin leiðir, en henni er ætlað að nýtast allri fjölskyldunni til að kanna myndveröld og lífshlaup Jóhannesar Kjarval.
Á morgun verður haldið í Veröld - húsi Vigdísar málþing undir yfirskriftinni Óður til hins stutta. Tilefnið er stofnun fyrirbæris sem nefnist Stutt, og er rannsóknastofa í smásögum og styttri textum sem starfækt verður við Háskóla Íslands. Rætt verður af þessu tilefni við þau Kristínu Guðrúnu Jónsdóttur, dósent í spænsku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands, og Rúnar Helga Vignisson, dósent í ritlist við sama skóla, í Víðsjá í dag.
Og loks verður hugað að nýrri plötu með gömlum upptökum sem klassíski kvartett Johns Coltrane gerði árið 1964 fyrir kanadíska kvikmynd en upptökurnar eru núna fyrst að koma út á plötu.
Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.
10/2/2019 • 55 minutes
Þorsteinn frá Hamri, HÚH!, Bókamessa og Sorgarmarsinn
Víðsjá 1.10.2019
Í kvöld verður haldinn stofnfundur félags sem lagður hefur verið grunnur að undir heitinu Arfur Þorsteins frá Hamri. Markmið félagsins er að sýna arfleifð þessa merka skálds ræktarsemi sem og þeim menningararfi sem hann tók í fang sér. Félagið mun standa fyrir viðburðum, einkum á æskuslóðum Þorsteins í Borgarfirði en einnig í Reykjavík. Ástráður Eysteinsson prófessor við Háskóla Íslands er í hópi fólks sem stendur að félaginu og rætt verður við hann í Víðsjá í dag.
Snæbjörn Brynjarsson fjallar í dag um leikverkið HÚH! Best í heimi, sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu fyrir helgi, en um er að ræða samstarfsverkefni leikhússins og leikhópsins Ratatam.
Bók vikunnar kemur einnig við sögu í þætti dagsins, en það er skáldsagan Sorgarmarsinn eftir Gyrði Elíasson sem kom út á síðasta ári. Hlustendur heyra brot úr viðtali við Gyrði sem tekið var í tilefni að útkomu bókarinnar og einnig les höfundur úr bókinni.
Víðsjá slær einnig á þráðinn til Svíþjóðar og heyrir af því hvernig Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur þótti að heimsækja bókamessuna í Gautaborg sem fram fór um síðustu helgi.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.
10/1/2019 • 54 minutes
Magnús Pálsson, Steinnunn Sigurðardóttir og Einmunatíð
Víðsjá 26.9.2019
Víðsjá heimsækir í dag Hafnarhús Listasafns Reykjavíkur en þar verður opnuð á laugardag ný sýning á verkum Magnúsar Pálssonar. Sýningin heitir Eitthvað úr engu en sýningarstjórar hennar eru Sigurður Trausti Traustason og Markús Þór Andrésson. Rætt verður við Markús og listamanninn Magnús Pálsson í Víðsjá dagsins.
Steinunn Sigurðardóttir, skáld og rithöfundur, gegnir starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist við Háskóla Íslands í vetur. Steinunn fagnar 50 ára rithöfundarafmæli á þessu ári, en fyrsta ljóðabók hennar, Sífellur, kom út árið 1969 og væntanleg er ný ljóðabók eftir Steinunni, sem ber heitið Dimmumót. Rætt verður við Steinunni í Víðsjá í dag.
Gauti Kristmannsson fjallar í dag um sagnasafnið Einmunatíð eftir Orkneyjaskáldið George Mackay Brown en bókin kom nýverið út hjá bókaforlaginu Dimmu, í íslenskri þýðingu Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar. Einnig verður hugað að tónleikahaldi um komandi helgi, nýju starfsári Kammermúsíkklúbbsins, tónleikaröðinni 15/15 hjá Caput hópnum og einleikstónleikum bandaríska píanistans Jeremy Denck í Hörpu.
Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.
9/26/2019 • 55 minutes
Húh, Morris, Þel, Cohen og Café Lingua
Í Víðsjá í dag verður meðal annars litið við í Borgarleikhúsinu þar sem leikverkið HÚH verður frumsýnt á föstudag. Það er leikhópurinn RaTaTam sem stendur að sýninginni þar sem spurt verður meðal annars: Hvað ef við erum ekki nógu fyndin, þroskuð, æðisleg og sexý? Rætt verður við leikstjóra sýningarinnar, Charlotte Böving. Guðmundur Oddur Magnússon, Goddur, segir hlustendum frá hreindýri sem skotið var í óleyfi austur á landi á 19. öld og þeim afleiðingum sem sá atburður hafði en það varð til þess að áhrif frá hönnun og hugsun Williams Morris smituðust inn í íslenskar sjónlistir sem þá voru í frumbernsku. Snæbjörn Brynjarsson, nýr sviðslistagagnrýnandi víðsjár fjallar um danssýninguna Þel eftir Katrínu Gunnarsdóttur, sem Íslenski dansflokkurinn frumsýndi í síðustu viku. Hugað verður að fyrirbærinu Café Lingua sem snýst um tungumál og það að byggja brýr milli menningarheima. Og sagt verður frá nýrri plötu sem inniheldur lög sem kanadíski tónlistarmaðurinn Leonard Cohen skildi eftir sig, en hann andaðist í nóvember árið 2016. Platan nefnist Thank's for the Dance og að gerð hennar komu margir heimsþekktir tónlistarmenn.
Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.
9/25/2019 • 55 minutes
Umhverfishugvísindi, Ör, Krossfiskar og söfn.
Í Víðsjá dagsins verður hugað að fræðslustarfi íslenskra safna þegar Alma Dís Kristinsdóttir verður tekin tali en hún varði fyrir síðustu helgi doktorsritgerð sína í safnafræði við Háskóla Íslands þar sem hún hefur greint þróun í faglegri nálgun í fræðslumálum safna á síðstu árum og horft til framtíðar hvað þau mál varðar. María Kristjánsdóttir fjallar um leiksýninguna Ör (eða Maðurinn e eina dýrið sem grætur) sem nú er til sýninga í Þjóðleikhúsinu en verkið er byggt á skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur frá árinu 2016. Hlustendur heyra einnig af bók vikunnar sem að þessu sinni er Krossfiskar, skáldsaga Jónasar Reynis sem út kom á síðasta ári, höfundur verður tekinn tali og les úr bók sinni. Einnig verður í Víðsjá í dag hugað að umhverfishugvísindum, og spurt hvort hugvísindi geti gert gagn þegar kemur að hinum stóru vandamálum sem samtíminn stendur frammi fyrir. Umhverfishugvísindi er fræðasvið sem hefur verið í örum vexti á undanförnum árum en um er að ræða samnefnara fyrir allar greinar húmanískra fræða sem fást við umhverfismál að staðaldri. Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur er einn þeirra íslensku fræðimanna sem hafa lagt stund á þessi fræði, hann heldur erindi í Snorrastofu í Reykholti eftir helgina þar sem hann skoðar meðal annars fornsögur frá sjónarhorni umhverfishugvísinda, rætt verður við Viðar í þætti dagsins.
Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.
9/24/2019 • 55 minutes
McEwan, Þel og Jóhann Jóhannsson
Í Víðsjá dagsins verður við enska rithöfundinn Ian McEwan sem tók í dag við Alþjóðlegum bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness sem afhent voru í fyrsta sinn í Veröld - húsi Vigdísar Finnbogadóttur í hádeginu.
Í kaffistofu Íslenska dansflokksins í Borgarleikhúsinu verður Katrín Gunnarsdóttir danshöfundur tekin tali en annað kvöld frumsýnir dansflokkurinn nýtt verk eftir hana Þel. Katrín segir frá verkinu og sköpunarferli þess.
Lárus Jóhannesson, plötukaupmaður, segir hlustendum frá tónleikum með verkum Jóhanns Jóhannssonar tónskálds sem fram fara í Hallgrímskirkju á laugardagskvöld en þar gefst einstakt tækifæri til að heyra verk hans flutt af nánustu samstarfsmönnum Jóhanns.
Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.
9/19/2019 • 53 minutes, 6 seconds
49 ára maður, Fullt af litlu fólki og Styrmir Örn
Í Víðsjá í dag heimsækir Víðsjá tvær myndlistarsýningar sem segja má að séu á andlega sviðinu, annars vegar er það einkasýning Styrmis Arnar Guðmundssonar í Berg Contemporary gallerí við Klapparstíg. Sýninguna kallar Styrmir Örn Þrettánda mánuðinn en þar gefur meðal annars að líta, fljúgandi geimverur, huglægt sjálfuprik og flennistórar teikningar innblásnar að sýnum þeirra sem nærri eru dánir. Hin sýningin heitir Fullt af litlu fólki og verður opnuð í Gerðarsafni á morgun fimmtudag. Þar gefur að líta verk fjölmargra listamanna, innlendra og erlendra, sem eiga það sameiginlegt að hafa leitað hins andlega í listum. Rætt verður við tvo sýningarstjóranna Guðrúnu Veru Hjartardóttur og Sigrúnu Halldóru Gunnarsdóttur.
Og við spyrjum: Vill einhver elska 49 ára gamlan mann? Tónlistarmaðurinn Egill Ólafsson segir að gefnu tilefni söguna á bakvið samnefnt lag Þursaflokksins sem kom út á plötu árið 1982, við tölum um miðaldurskrísu í Víðsjá í dag.
Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson
9/18/2019 • 51 minutes, 59 seconds
Listasöfn, Tollhús, Meðgönguljoð
Á dögunum kom út mikið rit sem nefnist Saga listasafna á Íslandi, greinasafn, eftir 26 höfunda. Í bókinni er fjallað um öll helstu listasöfn þjóðarinnar, markmiðið er að varpa ljósi á tilurð, vöxt og starfsemi listasafna hér á landi, greinarnar eiga það sameiginlegt að gera tilraun til að svara spurningunni: Hvernig hafa söfnin sem sérhæfa sig í að safna list, varðveita hana og gera hana aðgengilegri, þróast hér á landi? Rætt verður við ritstjóra bókarinnar, Sigurjón Baldur Hafsteinsson, í Víðsjá í dag.
Rætt verður við Berglyndi Jónu Hlynsdóttur myndlistarkonu sem hefur komið sér fyrir á þaki Tollhússins við Tryggvagötu með verk sitt Biðin er löng - Tollhúsið 1. bindi sem er hluti af sýningarröðinni Haustlaukar og Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir. Í verkinu tekur Tollhúsið sjálft til máls og veltir fyrir sér framtíð sem ekki varð og hvaða væntingar almenningur hefur borið til svæðisins í gegnum tíðina.
Kristín Svava Tómasdóttir segir hlustendum frá bók vikunnar sem að þessu sinni er ljóðasafnið Meðgönguljóð - úrval sem tekur saman efni úr á fjórða tug ljóðabóka sem upprennandi ljóðskáld sendu frá sér á árabilinu 2012-2018 undir merkjum Meðgönguljóða, en serían var á þessum árum þáttur í mikilli vakningu í íslenskri ljóðlist.
Nýr listi breska blaðsins The Guardian yfir bestu myndlistarverk 21. aldar kemur einnig við sögu.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
9/17/2019 • 55 minutes
Ódysseifur í Berlín, Atwood, Iðunn og Ravel
Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við þá Þorleif Örn Arnarsson og Mikael Torfason, en verk þeirra, Eine Odyssee, sem byggir á Ódysseifskviðu Hómers, verður frumsýnt í Volksbüne í Berlín í kvöld. Rætt verður við Pétur Húna Björnsson félagsmann í Kvæðamannafélaginu Iðunni sem fagnar 90 ára afmæli um þessar mundir, en Pétur ætlar að segja sögur af starfi félagsins í göngu sem farin verður af því tilefni um helgina. Einnig verður hugað að tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem fram fara í kvöld, þetta eru fyrstu tónleikar starfsársins. Og kanadíski rithöfundurinn Margaret Atwood kemur við sögu í Víðsjá í dag, en á þriðjudag kom út skáldsaga hennar, The Testaments, framhald hinnar vinsælu skáldsögu, The Handmaid's Tale sem kom út fyrir 34 árum, árið 1985.
9/12/2019 • 55 minutes
Laxness, Lókal, Geirlaugur og Pike Ward
Alþjóðlega leiklistarhátíðin Lókal hefst um helgina, en þetta er í ellefta sinn sem hátíðin er haldin. Hátíðin var fyrst haldin árið 2008 og þar hefur verið lögð áhersla á að bjóða upp á það markverðasta sem er að gerast í samtímaleikhúsi hér heima og í löndunum í kringum okkur. Að þessu sinni er hátíðin helguð verkum í vinnslu, verkum sem staðsett eru í miðju rannsóknar- eða þróunarferli. Eva Rún Snorradóttir, listrænn stjórnandi Lókal, og Ragnar Ísleifur Bragason, sviðslistamaður, verða gestir Víðsjár í dag og segja frá Lókal. Litið verður við í Þjóðminjasafni Íslands þar sem nú stendur yfir sýning á ljósmyndum eftir breska fiskaupmanninn Pike Ward sem var á Íslandi um aldamótin 1900, rætt verður við Ingu Láru Baldvinsdóttur fagstjóra ljósmynda í safninu. Á dögunum komu út nýjar útgáfur á tveimur þekktustu skáldsögum Halldórs Laxness, Sölku Völku og Sjálfstæðu fólki, sem ætlaðar eru framhaldsskólanemum. Útgáfurnar eru með venjulegri nútímastafsetningu og orðskýringum. Í Víðsjá í dag verður spurt: Er ungt fólk hætt að geta lesið verk Laxness án neðanmálsgreina, og útskýringa? Fyrir svörum verður Oddný Sigurrós Jónsdóttir sem ritstýrir þessum nýju útgáfum. Og Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um nýútkomið ljóðaúrval Geirlaugs Magnússonar, 100 ljóð.
Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.
9/11/2019 • 55 minutes
Rushdie. Fígaró, Harari og Elín Hansdóttir.
Salman Rushdie lýsir sturluðum samtíma í sinni nýjustu skáldsögu, Quichotte, hann leggur til atlögu við menningu og pólitík í upphafi 21. aldarinnar. Sagan er sú fjórtánda sem Rushdie - einn þekktasti skáldsagnahöfundur í heimi - sendir frá sér og hún kallast meir en lítið á við sautjándu aldar skáldsöguna Don Kíkóta eftir Miguel de Cervantes. Fjallað verður um Quichotte í Víðsjá í dag, og rýnt í viðtökur verksins, en það er tilnefnt til hinna virtu Booker-verðlauna, sem veitt eru fyrir besta skáldverk ritað á ensku, verðlaun sem verða afhent í Lundúnum þann 14. október næstkomandi.
Í þættinum verður Ásmundarsalur við Freyjugötu einnig heimsóttur og rætt þar við myndlistarkonuna Elínu Hansdóttur sem á þar verk á sýningu sem hún kallar Annarsstaðar, en Elín vinnur verkin, skúlptúra og ljósmyndir, útfrá upplifun sinni af húsinu.
Magnea J. Matthíasdóttir þýðandi segir frá bókinni Sapiens eftir Yuval Noah Harari, sem nýlega kom út á íslensku í þýðingu Magneu. Í þessari metsölubók fer höfundur yfir mannkynssöguna í stuttu máli, en bókin er jafnframt bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni.
María Kristjánsdóttir, leiklistarrýnir Víðsjár, segir hlustendum líka skoðun sína á uppfærslu Íslensku óperunnar á Brúðkaupi Fígarós í Þjóðleikhúsinu.
Umsjón með Víðsjá hafa Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson
9/10/2019 • 53 minutes, 16 seconds
Annálar Bobs Dylan
Víðsjá er í dag helguð bandaríska söngvaskáldinu Bob Dylan en á dögunum kom út í íslenskri þýðingu minningabók hans Chronicles: Volume I frá árinu 2004. Verkið nefnist Annálar í íslensku þýðingunni en þýðinguna gerði Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og alþingismaður. Guðmundur skrifar eftirmála þar sem hann fjallar um feril og helstu einkenni þessa áhrifamikla listamanns, auk þess sem hann fjallar um hverja plötu fyrir sig, og birtir lista yfir 60 bestu lög Dylans að hans mati. Guðmundur Andri verður gestur Víðsjár í dag.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
9/5/2019 • 55 minutes
Brúðkaupið, djass og blessuð handritin.
Í Víðsjá dagsins verður rætt við Má Jónsson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands um hugmyndir um að hefja viðræður við Dani um endurheimt íslenskra handrita úr Árnastofnun í Kaupmannahöfn, en greint var frá því í síðustu viku að ríkisstjórnin hafi veitt Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra samþykki til að hefja viðræðurnar.
Silva Þórðardóttir, ung og efnileg djasssöngkona, verður einnig gestur þáttarins en hún er að senda frá sér plötuna Skylark ásamt hljómsveit. Platan geymir nokkra ameríska djassstandarda, en Silva kemur fram á Djasshátíð Reykjavíkur sem hefst formlega í dag í þrítugasta sinn.
Loks verður sjónum beint að óperunni Brúðkaupi Fígarós eftir Wolfgang Amadeus Mozart sem Íslenska óperan frumsýnir í Þjóðleikhúsinu á laugardag. Tveir ævintýramenn sem tengjast óperunni verða sérstaklega til umfjöllunar, leikskáldið Pierre Beaumarchais sem setti fram spurningar um stéttir og forréttindi í leikriti sínu seint á 18. öldog textahöfundurinn Lorenzo da Ponte sem starfaði með Mozart að sköpun þessarar gamanóperu sem á sér engu að síður alvarlegan undirtón.
Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.
9/4/2019 • 55 minutes
Gerilaugur, Heiða, meiri hönnun og pólitísk
Í vikunni kemur út bókin 100 ljóð en hún hefur að geyma úrval ljóða eftir Geirlaug Magnússon. Geirlaugur var fæddur árið 1944 og var eitt helsta ljóðskáld þjóðarinnar af sinni kynslóð. Hann sendi frá sér 17 ljóðabækur sem allar hafa verið ófáanlegar um nokkurt skeið. Í Víðsjá í dag verður rætt af þessu tilefni við dóttur skáldsins, Móheiði Hlíf Geirlaugsdóttur, og Einar Ólafsson sem skrifar ítarlegan eftirmála um feril og ljóðlist Geirlaugs.
Sigrún Alba Sigurðardóttir, deildarstjóri arkitektúr- og hönnunardeildar Listaháskóla Íslands, verður einnig tekin tali en hún bregst við gagnrýni sem kom fram í Tengivagninum í síðustu viku og iðnhönnuðurinn Sigga Heims setti fram um að skólinn væri í litum tengslum við atvinnulíf og þar þætti framleiðsluvæn hönnun jafnvel hallærisleg.
Steinunn Sigurðardóttir segir stuttlega frá bók sinni Heiða fjalladalabóndi en hún er bók vikunnar á Rás 1 þessa vikuna og verður rædd í þættinum á sunnudagsmorgun.
Loks flytur María Kristjánsdóttir pistil um pólitískt leikhús og íslenskt leikhúsfólk í Mið-Evrópu.
Umsjón með víðsjá hafa Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.
9/3/2019 • 55 minutes
Sársauki og sorgarferli: UN Women og Líkn
Í þessum síðasta Víðsjárþætti fyrir sumarfrí ætlum við að beina sjónum okkar að sorginni, áföllum og úrvinnslu sársaukans sem þeim fylgir. Við ætlum að skoða það hvernig viðbrögð annarra geta haft heilandi áhrif og hvaða áhrif það hefur að skrifa niður frásögn, púsla saman því sem oft er sundurtætt og óljóst í huga þolenda eða þeirra syrgjandi.
Sigrún Sif Jóelsdóttir uppilfði heimilisofbeldi, sagði frá því opinberlega, fyrst í riti og svo í mynd - auglýsingaherferð, raunar, sem á dögunum var tilnefnd til verðlauna á kvikmyndahátíðinni i Cannes. Hún segir að ferlið hafi haft heilandi áhrif á hana.
Hildur Eir Bolladóttir er prestur sem hefur gengið í gegnum mörg sorgarferli, bæði sjálf en einnig sem sálusorgari, og skrifað um þau. Hún hefur horft á þau að utan og innan, rannsakað sorgina, viðbrögð og úrvinnsluna, ef svo mætti segja. Nýlega gaf hún út ljóðabókina Líkn.
6/27/2019 • 55 minutes
Út fyrir sviga, vefnaðarlist og steiktur silungur
Í þætti dagsins heimsækjum við sýninguna Út fyrir sviga þar sem dregin er fram myndlistarsaga sem tekin hefur verið út fyrir sviga í skráningu, nefnilega saga hinsegin myndlistar á Íslandi. Sýningin varpar ljósi á myndlist og sýningar hinsegin myndlistarfólks bæði innan og utan Samtakanna ´78 í áranna rás. Þar gefur að líta myndlistarverk en einnig gögn úr Skjalasafni Samtakanna ´78 sem varðveitt er Borgarskjalasafni Reykjavíkur.
Ynda Gestsson, sýningarstjóri sýningarinnar, hittir okkur í Grófinni.
Gígja Hólmgeirsdóttir heimsækir Ragnheiði Björk Þórsdóttur, textíllistamann og kennara, á vinnustofu hennar í Listagilinu á Akureyri.
Bók Ragnheiðar, Listin að vefa, kemur út með haustinu, en þar fjallar hún um vefnað á Íslandi frá upphafi landnáms til okkar daga. Hún er vinnur einnig að því að byggja brú fyrir textíl yfir í stafrænan heim í samstarfi við Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi.
Guðni Tómasson ræðir við Margréti Sveinbjörnsdóttur sem verður með kvöldgöngu um steiktan silung, skyr og rjóma í Þingvallaþjóðgarði annað kvöld.
Tónlist:
Wrabel - The Village
Umsjón:
Halla Þórlaug Óskarsdóttir
6/26/2019 • 55 minutes
Sviðslista- og tónlistarhátíðir í smábæjum Norðurlandanna
Norðrið verður fyrirferðarmikið í þætti dagsins, við ætlum að horfa til nokkurra listahátíða sem allar eru haldnar í smábæjum á Norðurlöndunum
Það eru UNM - Ung Nordisk Musik - sem verður haldið í N-Svíþjóð, Piteå, en þar verða sjö íslensk verk flutt í ágúst. Katrín Ólafsdóttir, tónskáld og Ragnar Árni Ólafsson, tónlistarmaður og skipuleggjandi TVINNU, tónleika þar sem íslensku tónskáldin eru kynnt, heimsækja þáttinn.
Við heyrum einnig af Festspillene í Nord-Norge, en Ragnheiður Skúladóttir, annar stofnandi alþjóðlegu sviðslistahátíðarinnar Lókal, mun taka við hátíðinni sem er gríðarstór, á næsta ári, en hún er stödd á hátíðinni núna.
Unglingurinn í Reykjavík kallast svo tilraunaverkefni á vegum Reykjavík Dance Festival, þar sem ungu fólki er veitt umboð til að móta listræna sýn hátíðarinnar, meðal annars með því að stýra eigin hátíðum á vegum Reykjavík Dance Festival. Tvær ungar konur, þær Erla Sverrisdóttir og Marta Ákadóttir, fóru til Hangö, smábæjar í S-Finnlandi, í undirbúningsferð fyrir Unglinginn í Reykjavík. Við fáum að heyra samtal þeirra um upplifun þeirra.
Tónlist:
Øystein Drøsshaug - Kjære Harstad
Kælan mikla - Kalt
Egon "Ehom" Lundberg - Byxtorget
Billy Eilish - Bad Guy
Georg Malmstén - Hangö valsen
UMSJÓN: Halla Þórlaug Óskarsdóttir
6/25/2019 • 55 minutes
Fiðrildi, sítrónur, barn náttúrunnar og Ma-systkinin
Hvernig getum við breytt heiminum - og hvað þýðir það í raun og veru?
Í ár eru 100 ár liðin frá því Barn náttúrunnar, fyrsta útgefna skáldsaga Halldórs Laxness, kom út. Við ræðum við Hauk Ingvarsson, bókmenntafræðing um þetta verk og þann menningarheim sem hún spratt upp úr. Við heyrum einnig brot úr bréfi sem skáldið skrifaði til fyrri konu sinnar, Ingu Einarsdóttur, árið 1927, sem og upptöku úr safni sjónvarpsins þar sem hann ræðir um bókmenntaumfjöllun í dagblöðunum.
Guðni Tómasson fjallar um kínversk-bandarísk tónlistarungmenni sem vöktu fyrst athygli í Bandaríkjunum fyrir tæplega 60 árum og hvernig þau hafa síðan reynt að bæta heiminn, en það eru þau Yo-Yo og Yeou-Cheng Ma.
Júlía Margrét Einarsdóttir flytur pistil um heimspeki Múmínálfanna og eigin bölsýni.
Tónlist:
Sept Papillon eftir finnska tónskáldið Kaija Saariaho í flutningi Anssi Karttunen.
Umsjón: Halla Þórlaug Óskarsdóttir
6/20/2019 • 55 minutes
Vökukonan í Hólavallagarði, kynrænt sjálfræði og Elísabet Jónsdóttir f
Í dag er kvenréttindadagurinn, hátíðisdagur þar sem við minnumst þess að fyrir 104 árum fengu konur á Íslandi, 40 ára og eldri, kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Stórt skref í kvenréttindabaráttunni stigið þann dag.
Karlar fá því ekki mikið pláss í þætti dagsins, auðvitað verður ekki alveg hægt að sniðganga þá, það er erfitt í okkar heimi, til dæmis verður flutt tónverk eftir karlmann í lok þáttarins, ég vona að það fari ekki fyrir brjóstið á neinum.
En við heyrum af ýmsum konum, meðal annars einni sem aldrei fær að hvílast heldur tekur á móti sálum á leið sinni í ljósið. Guðrún Rannveig Stefánsdóttir kemur og segir frá ljóðabálki sínum sem hún orti um Guðrúnu Oddsdóttur, vökukonunni í Hólavallakirkjugarði, sem kemur út í dag, með formála og eftirmála eftir Sólveigu Ólafsdóttur.
Einnig heyrum við af Elísabetu Jónsdóttur frá Grenjaðarstað í Aðaldal sem var ein af þeim fyrstu til að fá lög sín birt á prenti. Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir, tónlistarkona, segir Gígju Hólmgeirsdóttur aðeins af hennar sögu, en í dag - í tilefni kvenréttindadagsins - verður hátíðardagskrá henni til heiðurs í Hofi á Akureyri.
Í dag er kvenréttindadagurinn þar sem við minnumst áfanga í sögu kvenréttindabaráttunnar, en í gær var stigið stórt skref í annarri baráttu, þegar lagafrumvarp um kynrænt sjálfræði var samþykkt á Alþingi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna 78, lítur við til að ræða þetta nýja frumvarp og þýðingu þess.
Tónlist:
Farfuglarnir eftir Elísabetu Jónsdóttur
Brúður söngvarans eftir Elísabetu Jónsdóttur
Katia og Marielle Labeque spila síðasta þáttinn úr verkinu Four Movements for Two Pianos eftir Philip Glass
6/19/2019 • 55 minutes
Bresk skáld, Regntímabilið ... Og hvað svo?
Inga Björk Bjarnadóttir rýnir í sýninguna Og hvað svo? sem var opnuð fyrir helgi í Nýlistasafninu.
Reykjavík Midsummer Music hátíðin hefst í Hörpu á fimmtudaginn og við ætlum að hita örlítið upp fyrir hana hér í Víðsjá og hlýða á tónlist í flutningi nokkurra listamannanna sem munu koma þar fram í ár. Rússneski fiðluleikarinn Ilya Gringolts ríður á vaðið, hann spilar hér lokaþáttinn úr Divertimento eftir Igor Stravinsky - Peter Laul leikur á píanó.
Við heyrum einnig af af viðburðum sem fara fram á föstudag og laugardag undir heitinu Letters to Iceland þar sem þrjú virt skáld frá Bretlandseyjum heimsækja Ísland til að segja frá og lesa úr verkum sínum. Ástráður Eysteinsson, prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands, og rithöfundurinn Sjón heimsækja þáttinn, en þeir skipuleggja viðburðina.
Kristinn Árnason er einnig gestur þáttarins, en hann gaf nýverið út ljóðabókina Regntímabilið, undir formerkjum eigin útgáfu - Páskaeyjunnar. Hann segir aðeins frá hugmyndum sínum um sjálfsútgáfu bóka, praktískum atriðum og ferðalaginu sem varð að ljóðabók.
Lokalag: Skammlausa gamla konan í flutningi Önnu Pálínu Árnadóttur, af disknum Guð og gamlar konur frá árinu 2002.
6/18/2019 • 55 minutes
Afkvæni, úthverfi og Ástkær
Kristján Hrafn Guðmundsson segir frá óútkomnu smásagnasafni sínu Afkvæni, sem færði honum Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta fyrir viku síðan.
Við heyrum brot úr viðtali Jórunnar Sigurðardóttur við Soffíu Auði Birgisdóttur um bókina Ástkær eftir Toni Morrison, sem er bók vikunnar.
Við röltum um sýninguna ÚTHVERFI í Breiðholtinu, ásamt Aðalheiði Valgeirsdóttur og Aldísi Arnardóttur, sýningarstjórum hennar, en hún er hluti af sýningaröðinni HJÓLIÐ sem Myndhöggvarafélagið stendur fyrir, í aðdraganda hálfrar aldarafmæli félagsins 2022. Þetta eru sýningar í opinberum rýmum þar sem verk þræða sig eftir hjóla- og göngustígum borgarinnar.
Tónlist:
Í koti karls - Tómas R. Einarsson og Ómar Guðjónsson
Klockorna ringer in dig ändå - Kristian Anttila
Umsjón: Halla Þórlaug Óskarsdóttir
6/13/2019 • 55 minutes
Gríman og Benedikt Kristjánsson
Grímuverðlaunin verða veitt í kvöld og af því tilefni heimsækja leikhúsgagnrýnendur Víðsjár þáttinn og velta vöngum, þau María Kristjánsdóttir og Þorvaldur Sigurbjörn Helgason.
Benedikt Kristjánsson tenór söngvari kemur í heimsókn og ræðir nýútkomna plötu sína, Drang in die Ferne, þar sem hann blandar saman íslenskum þjóðlögum og ljóðasöng Franz Schubert
6/12/2019 • 55 minutes
Inngilding, barnabókaútgáfa, leikhópar og uppistand
Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur og bókmenntafræðingur, heimsækir þáttinn og ræðir styrkjaumhverfi og bókaútgáfu, en nýlega var í fyrsta sinn veittur sérstakur styrkur til barnabókaútgáfu sem nefnist Auður
Friðrik Friðriksson framkvæmdastjóri Sjálfstæðu leikhúsanna og Kara Hergils, stjórnarmeðlimur, heimsækja þáttinn og segja frá fundi sem þau sóttu í Bretlandi, þar sem rætt var um fjölbreytileika og inngildingu í sviðslistaheiminum
Og við veltum fyrir okkur þessu orði, inngilding, sem er hin íslenska þýðing á enska orðinu inclusion sem vafist hefur fyrir mörgum í samræðum um jafnrétti.
Við heyrum brot úr þættinum Vaxtarbroddur á vergangi frá árinu 1985 þar sem Margrét Rún Guðmundsdóttir ræðir við Þórhildi Þorleifsdóttur um mikilvægi frjálsra leikhópa.
Sigurður Arent flytur pistil um uppistand sem hann sótti í Tjarnarbíói á dögunum, með Lóu Björk Björnsdóttur og Rebeccu Scott Lord.
Umsjón: Halla Þórlaug Óskarsdóttir
6/11/2019 • 55 minutes
Rómantíska hafið, lettnesk list og Lego Flamb
Sigrún Harðardóttir, fiðluleikari, heimsækir þáttinn og segir frá tónverkum sem fjalla um hafið og ræðir rómantíkina sem tengist hafinu og hvernig hún getur verið flókin fyrir nútímafólk
Gígja Hólmgeirsdóttir flytur okkur fregnir af lettneskri samtímasýningu frá Listasafninu á Akureyri.
Guðni Tómasson lítur við á æfingu hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og ræðir þar við hljómsveitarstjórann Edo de Vaart og píanistann Richard Goode.
Og við heimsækjum Berg Thomas Anderson í Harbinger þar sem hann leggur lokahönd á sýningu sína, The one and only body of The Hum and Lego Flamb.
6/6/2019 • 55 minutes
Hljóð og rými, RVK on Stage og draumfarir
Finnbogi Pétursson segir frá sýningu sinni Yfir og út sem stendur yfir í Hallgrímskirkju og Ásmundarsal
Justyna Wilczynska heimsækir þáttinn og segir frá því hvernig óbilandi áhugi á íslenskri tónlist fékk hana til að flytjast búferlum frá Póllandi til Íslands
Júlía Margrét Einarsdóttir veltir fyrir sér tveimur víddum lífsins - draumheimum og raunheimum.
Tónlist:
Ottoman - Burn the Witch
Bláskjár - Silkirein
Árstíðir - Passion
Umsjón: Halla Þórlaug Óskarsdóttir
6/5/2019 • 55 minutes
Sviðslistir, Skandali, Tímahvörf og Verndargripur
Í Víðsjá í dag verður rætt við Ásu Richardsdóttur, framkvæmdastjóra alþjóðlegu sviðslistasamtakanna IETM um samtökin, pólitík og áhrifamátt sviðslistanna.
Ægir Þór Jänke, heimspekingur og skáld, heimsækir þáttinn og segir frá tímaritinu Skandala, nýju bókmenntatímariti sem beinir sjónum að skúffuskáldum og hráum verkum.
Flutt verður viðtal frá árinu 2016, við Ófeig Sigurðsson, þýðanda Verndargrips eftir Roberto Bolaño, sem er bók vikunnar að þessu sinni.
Og við heimsækjum Hafnarborg og kíkjum á sýninguna Tímahvörf, sem var opnuð síðustu helgi. Rætt verður við Ágústu Kristófersdóttur, safnstjóra, um sýninguna, en þar birtist áhorfandanum sýn átta samtímaljósmyndara á Hafnarfjörð.
Tónlist:
Patti Smith - Ghost Dance
Patrick Watson - Weight of the World
Umsjón: Halla Þórlaug Óskarsdóttir
6/4/2019 • 55 minutes
Nóbelsharmleikurinn, Bláklukkur, Orðræða hugvísindanna og Ragnar í Met
Í Víðsjá í dag hringjum við til New York og ræðum við Ragnar Kjartansson sem opnar á morgun nýja innsetningu í Metropolitan Museum of Art.
Gauti Kristmannsson fjallar um Nóbelsharmleikinn. Nú eru komnar út tvær nýjar bækur sem fjalla um vandræðin innan sænsku akademíunnar, bækur skrifaðar af innstu koppum í búri akademíunnar.
Get ekki teiknað bláklukku nefnist ný sýning á blómaverkum Jóhannesar Kjarvals sem opnaði á Kjarvalsstöðum um síðustu helgi. Við heimsækjum sýninguna og ræðum við sýningarstjórann Eggert Pétursson, myndlistarmann.
Í Víðsjá í síðustu var rætt við Bergsvein Birgisson rithöfund um grein sem hann ritar í nýjasta hefti Skírnis, en þar gagnrýnir hann hvernig fræðileg orðræða í hugvísindum hefur þróast á undanförnum áratugum. Í dag höldum við áfram að ræða stöðu og orðræðu hugvísindanna í dag. Gestir okkar verða Guðmundur Hálfdánarson, forseti hugvísindasviðs Háskóla Íslands, og Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki.
Í Víðsjá í dag hverfum við inn í Blómsturheima Sölva Helgasonar, Sólons Íslandus, en verk þessa heillandi flakkara, fræði- og listamanns eru sýnd á Kjarvalsstöðum um þessar mundir. Rætt verður við Hörpu Björnsdóttur, sýningarstjóra um Sölva.
Einnig verður rætt við Línus Orra Gunnarsson Cederborg um Vöku þjóðlagahelgi sem verður haldin í Dósaverksmiðjunni í Reykjavík um næstu helgi.
Bók vikunnar er Grasið syngur eftir breska rithöfundinn Doris Lessing. Að því tilefni fræðumst við um höfundinn og heyrum brot lesið úr bókinni.
Inga Björg Margrétar og Bjarnadóttir fjallar um List án landamæra og utangarðslist í myndlistarpistli dagsins.
Umsjón: Guðni Tómasson og Kristján Guðjónsson
5/28/2019 • 52 minutes, 54 seconds
Brjóstmyndir, Raflost, akademísk orðræða og nornir og seiðkarlar
Í nýjasta hefti Skírnis birtist grein eftir Bergsvein Birgisson, rithöfund, þar sem hann deilir hart á stöðu akademíunnar og fræðilega orðræðu í samtímanum. Hann telur að fræðasamfélagið hafi fjarlægst venjulegt fólk um of á síðustu áratugum. Í Víðsjá í dag verður rætt við Bergsveinn um þessa athyglisverðu grein.
Um þessar mundir er nokkuð fjaðrafok í kringum norsku konungsfjölskylduna því prinsessan Martha Louise er komin í samband með bandarískum seiðkarli. Að þessu tilefni fjallar Júlía Margrét Einarsdóttir um seiðkarla og nornir í pistli dagsins.
Helgi Gíslason myndhöggvari verður heimsóttur, og rætt við hann um skúlptúra, portrett og brjóstmyndir.
Aðstandendur raftónlistarhátíðarinnar Raflost verða teknir tali, en hátíðin fer fram í Mengi nú um helgina.
Umsjón: Kristján Guðjónss og Guðni Tómasson
5/23/2019 • 55 minutes
Híbýli fátæktar, Safnasanið, Mutter Courage og Arnfríður Jónatansdótti
Í Víðsjá í dag verður rætt við Sólveigu Ólafsdóttur sagnfræðing sem ásamt þeim Finni Jónassyni og Sigurði Gylfa Magnússyni hefur ritað efni ný útkominnar bókar sem heitir Híbýli fátæktar: Húsnæði og veraldleg gæði fátæks fólks á 19. og fram á 20. öld.
Fjallað verður um endurútgáfu á ljóðum Arnfríðar Jónatansdóttur í bókinni Þröskuldur hússins er þjöl en það er Una útgáfuhús sem nú gefur út þessa bók sem fyrst kom út árið 1958. Tveir af forsprökkum forlagsins, Einar Kári Jónsson og Jóhannes Helgason, koma og ræða um þessa merkilegu bók.
María Kristjánsdóttir leiklistarrýnir Víðsjár fjallar um sýninguna Mutter Courage eftir Berthold Brecht en hún er útskriftarverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands og sett upp í samstarfi við Leikfélag Akureyrar og Þjóðleikhúsið.
Og loks flytur Starkaður Sigurðarson myndlistarpistil um Safnasafnið á Svalbarðseyri í Eyjafirði.
5/22/2019 • 55 minutes
Myndlist, Flamengo og Fahrenheit 451
Birgir Snæbjörn Birgisson segir frá sýningunni Louder than bombs sem finna má í Berg Contemporary galleríi við Klapparstíg og hefur að geyma verk hans og tveggja finnskra listamanna Heidi Lampenius og Miikka Vaskola.
Þórdís Bachmann þýðandi segir frá bókinni Fahrenheit 451 eftir Ray Bradbury sem er bók vikunnar að þessu sinni. Þetta er ein þekktasta vísindaskáldsaga 20. aldarinnar en ný íslensk þýðing kom út á dögunum.
Svo koma til okkar í heimsókn Reynir Hauksson, flamengogítarleikari búsettur í Andalúsíu og Jacób de Carmen söngvari og félagi hans. Þeir ætla að syngja og leika flamengo tónlist í Salnum í Kópavogi og víðar um land næstu daga.
Kristinn Már Pálmason segir frá myndlistarsýningunni Sensible Structures í Kling og Bang.
5/21/2019 • 52 minutes, 28 seconds
Norðlensk myndlist, Eyjur, Srí Lanka, safnadagurinn og Rostrum.
Víðsjá 16.5.2019
Á laugardag, 18. maí, er áratugur frá því að langvinnu og blóðuðu borgarastríði lauk á Srí Lanka. Í Víðsjá í dag ferðumst við til þessarar litlu paradísareyju í Indlandshafi og skoðum hvernig heimamenn minnast stríðslokanna. Skoðaðir verða minnisvarðar um stríðið og því velt upp hvað þeir geta sagt um framtíð landsins.
Gígja Hólmgeirsdóttir á útstöð RÚV á Akureyri fer fyrir okkur í Listasafn Akureyrar og ræðir við Hlyn Hallsson, safnstjóra,um vorsýningu safnsins sem opnar um helgina.
Halla Þórlaug Óskarsdóttir sendir pistil frá Gautaborg. Að þessu sinni fjallar hún um eyjur, tímaleysi og mikilvægi þess að treysta þ ví sem heimurinn birtir manni á hverri stundu.
Auk þess verður rætt við Guðnýju Dóru Gestsdóttur safnakonu og formann Íslandsdeildar Icom um Alþjóðlega safnadaginn sem er á laugardaginn og áskoranir í starfi safna.
En fyrst er rætt við Arndísi Björk Ásgeirsdóttur sem er með íslenska tónlist á tónskáldaþinginu Rostrum í Argentínu þessa dagana.
Umsjón Guðni Tómasson og Kristján Guðjónsson.
5/16/2019 • 55 minutes
Elektra, Aion í Gautaborg, upphaldsverkið og minnisleysi og skip
Við byrjum á nokkrum orðum um minni, minnisleysi, utanbókarlærdóm og skipaflota fortíðar. Og við kröfsum í safn Ríkisútvarpsins.
Edda Borg Ólafsdóttir, skólastjóri og tónlistarkona, segir hlustendum frá uppáhaldslistaverkinu sínu. Fyrir valinu verður sígild íslensk höggmynd.
Fulltrúar tónlistarhópsins Elektra Ensemble koma í heimsókn í Víðsjá dagsins, en hópurinn fagnar um þessar mun dir 10 ára starfsafmæli með tónleikahaldi í Hörpu um helgina og útkomu fyrstu hljómplötu hópsins sem hefur að gey ma nokkur þeirra verka sem samin hafa verið fyrir hópinn undanfarin ár.
Aion nefnist nýtt verk eftir tónskáldið Önnu Þorvaldsdóttur og danshöfundinn Ernu Ómarsdóttur sem verður frumflutt á Point-tónlistarhátíðinni í Gautaborg í næstu viku. Rætt verður við Ernu og Hlyn Pál Pálsson, nýjan framkvæmdastjóra Íslenska dansflokksins, um verkið.
5/15/2019 • 55 minutes
Gullni naglinn, Öld aðgerðasinnans, Rotturnar og leynilöggan Mark Kenn
Í Víðsjá í dag verður sagt frá gullna naglanum sem rekinn var niður til að festa síðasta járnbrautarteininn í járnbrautinni milli stranda Bandaríkjanna fyrir rétt ríflega 150 árum.
Bók vikunnar er skáldsagan Rotturnar eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur, en hana mætti til dæmis flokka sem spennusögu eða ungmennabók á mörkum vísindaskáldskapar. Rotturnar komu út í fyrra og voru þá tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, í flokki barna- og ungmennabóka. Nú hefur bókin verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í sama flokki. Rætt verður við höfundinn, Ragnheiði Eyjólfsdóttur, í þætti dagsins og við heyrum brot lesið upp úr bókinni.
Spurt verður hvort við lifum á öld aðgerðarsinna þegar Hallur Þór Sigurðsson lektor við Háskólann í Reykjavík verður gestur þáttarins en hann er einn þeirra sem taka til máls á tilrauna-málstofu um aktivisma sem fer fram við skólann á morgun.
Nú á föstudag verður frumflutt í Tjarnarbíói nýtt íslenskt tónleikhúsverk eftir Gunnar Karel Másson sem nefnist Iður. Verkið fjallar um breska lögreglumanninn Mark Kennedy sem vakti heimsathygli fyrir tæpum áratug þegar upp komst að hann hafði villt á sér heimildir og njósnað meðal umhverfissinna víðsvegar um Evrópu, í meira en sjö ár, meðal annars á Íslandi. Rætt verður við Gunnar Karel, og Sögu Sigurðardóttur, dramatúrg verksins.
5/14/2019 • 53 minutes, 24 seconds
Fornleifar, Feneyjartvíæringur, óðfræði, MeToo-málverk og kettir
Í Víðsjá í dag verður slegið á þráðinn suður til Feneyja þar sem Birta Guðjónsdóttir verður tekin tali en hún er sýningarstjóri á sýningu Hrafnhildar Arnardóttur á myndlistartvíæringnum sem þar er að hefjast.
Sagt verður frá fornleifauppgrefti við ósa Thamesár sem rannsakaður hefur verið í ein 16 ár en stendur nú loks til að miðla og sýna gripina úr í fyrsta sinn.
Hallgrímur Helgason, rithöfundur og myndlistarmaður, verður tekinn tali um sýningu hans Klof & Prís í listhúinsu Tveir hrafnar við Baldursgötu .
Júlía Margrét Einarsdóttir flytur hlustendum einnig pistil um vorboðann ljúfa, köttinn og forvitnast verður um Boðnarþing sem haldið verður á laugardag í Neskirkju sem óðfræðifélagið Boðn stendur fyrir.
5/9/2019 • 55 minutes
Heimurinn og eilífð, ljósmyndir frá Tælandi, höfundarréttur og uppáhal
Í Víðsjá dagsins verður rætt við Helga Þorgils Friðjónsson myndlistarmann um sýningu hans Heimurinn - eilífið eilífð sem sem nú má sjá í galleríi Listamanna við Skúlagötu.
Kristín Þóra Guðbjartsdóttir grafískur hönnuður velur sitt uppáhalds listaverk og segir hlustendum frá því.
Gauti Kristmannsson fjallar í bókmenntapistli um höfundarrétt.
En við ætlum að byrja á því að fara í heimsókn í Gallerí Port þar sem Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari, sýnir þessa dagana myndir frá strandbænum Pattaya á Tælandi, en segja má að borgin sé höfuðborg kynlífsiðnaðar Asíu.. Hello love you forever, nefnist sýningin og nýútkomin bók Óskars með ljósmyndum frá Pattaya. Hann byrjaði á því að segja frá þessari merkilegu borg.
5/8/2019 • 55 minutes
Turner-verðlaun, Robinson Crusoe, Keisaramörgæsir og útskriftarsýning
Í Víðsjá í dag verður rótað í safni Ríkisútvarpsins eftir frásögn gömlum íslenskum Robinson Krúsó en nú er þess minnst víða um heim að 300 ár eru liðin frá því að Daniel Dafoe sendi frá sér söguna um ævintýri hans. Okkar Robinson hvu heita Gissur Ísleifs, en þetta fáum við allt nánar útlista að engri annari en Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrum forseta, þegar við gröfum í safni Útvarpsins.
Í síðustu viku var tilkynnt hvaða fjórir listamenn eru tilnefndir til Turner-verðlaunanna. Verðlaunin eru árlega veitt sjónlistamanni undir fimmtugu og eru ein eftirsóknarverðustu myndlistarverðlaun Bretlands. Í Víðsjá í dag skoðum við Turner verðlaunin og kynnumst þeim listamönnum sem eru tilnefndir ár.
Hlustendur heyra jafnframt af bók vikunnar á Rás 1 sem að þessu sinni er smásagnasafnið Keisaramörgæsir eftir Þórdísi Helgadóttur, en Þórdís segir frá bókinni og les úr henni.
Við lítum líka við á Kjarvalsstöðum þar sem útskriftarsýning Ba-nema á myndlistar-, og hönnunar- og arkitektadeild fer nú fram.
5/7/2019 • 53 minutes, 1 second
Bæng, kvæðamenn, þegnréttur og mikilmennskubrjálæði
Í Víðsjá í dag verður rætt við Hauk Má Helgason rithöfund um nýja skáldsögu hans sem heitir Ó - um þegnrétt tegundanna í íslenskri náttúru.
Júlía Margét Einarsdóttir flytur pistil um ofurtrú mannsins á eigin getu og yfirburðum.
Þorvaldur Sigurbjörn Helgason, leiklistargagnrýnandi, segir skoðun sín leikritinu Bæng eftir Marius von Mayenburg sem sýnt er í Borgarleikhúsinu
Í upphafi þattar er rætt við kvæðakonurnar Báru Grímsdóttur og Kristínu Lárusdóttur.
Umsjón Guðni Tómasson og Kristján Guðjónsson.
5/2/2019 • 53 minutes, 29 seconds
Loddarinn, Læknarapp, Djass, Tungusól og nokkrir dagar í maí
Í Víðsjá í dag heyrum við að af nýju verki myndlistarmannsins Styrmis Arnar Guðmundssonar,What am I doing with my life? Hvað er ég að gera við líf mitt? Verkið er hljómplata og bók sem er unnin út frá samnefndum rapp-gjörningi sem Styrmir hefur flutt víðsvegar um Evrópu, meðal annars á Feneyjartvíæringnum. Styrmir heimsækir þáttinn í dag, ræðir plötuna og flytur sitt svokallaða læknarapp í hljóðstofu Víðsjár.
Bók vikunnar að þessu sinni er ljóðabókin Tungusól og nokkrir dagar í maí eftir Sigurlín Bjarneyju Gísladótttur frá árinu 2016. Höfundurinn verður tekinn tali og lesið upp úr bókinni.
María Kristjánsdóttir fjallar í leiklistarrýni um Loddarann eftir Moliére sem nú er til sýninga í Þjóðleikhúsinu og loks verður horfið inn í svarthvíta veröld djassins eins og hann birtist breskum sjónvarpsáhorfendum á sjöunda áratug 20. aldar, en í dag er Alþjóðlegi djassdagurinn haldinn hátíðlegur með ýmsum hætti.
4/30/2019 • 55 minutes
4/24/2019 • 55 minutes
Forgengileiki listarinnar, Atli Heimir, Einlyndi og marglyndi, Laxness
Í Víðsjá í dag ræðir Róbert Haraldsson um Einlyndi og marglyndi, heimspekifyrirlestra Sigurðar Nordal sem hann flutti fyrir öld síðan en ráðstefna verður haldin um efni þeirra í Hannesarholti á laugardag.
Hlustendur heyra brot úr viðtali við Elísu Björgu Þorsteinsdóttur þýðanda um skáldsöguna Etýður í snjó eftir Yoko Tawada en bókin er bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni og höfundurinn væntanleg á Bókmenntahátíð í Reykjavík sem sett verður á morgun.
Inga Björk Margrétar- og Bjarnadóttir flytur pistil um forgengileika, forvörslu og yfirfullar safnageymslur og svo heyrum við brot úr gömlu viðtali við Halldór Kiljan Laxness en í dag er dagur bókarinnar á fæðingardegi Halldórs og jafnframt hundrað ár liðin frá útkomu Barns Náttúrunnar, fyrstu skáldsögu hans.
En fyrst sendum við Atla Heimi Sveinssyni stutta kveðju, en Atli kvaddi þennan heim á laugardaginn síðasta. Hann var fæddur í Reykjavík 21. September 1938 og vitanlega eitt mikilvirkasta tónskáld Íslands á 20. öld, frumkvöðull og forystumaður um framúrstefnu í tónsköpun, notkun nýrra hljógjafa, hljóðfæratækni og hljóðheims
4/23/2019 • 55 minutes
Verðlaunaarkitektúr, ný íslensk kórtónlist, upphálds listaverkið og le
Í síðustu viku var tilkynnt hvaða verkefni hlyti Mies van der Rohe-verðlaunin, arkitektaverðlaun Evrópusambandsins árið 2019. Að þessu sinni eru það viðbætur við þrjár stórar félagslegar íbúðablokkir frá sjöunda áratugnum sem staðsettar eru í Bordeaux í Frakklandi. Rætt verður við Hildi Gunnarsdóttur arkitekt, en hún hefur kynnt sér sigurverkefnið.
Aðalbjörg Þórðardóttir, Abba, grafískur hönnuður og myndlistarkona, segir frá uppáhaldslistaverkinu sínu.
Einnig hljóma í þættinum nýleg kórlög Steingríms Þórhallssonar við ljóð Snorra Hjartarsonar, en Kór Neskirkju hefur tekið lagaflokk Steingríms upp á hljómdisk og verður útkomu hans fagnað með tónleikum í kirkjunni annan í páskum.
En við byrjum á að hringja til Parísar, ekki til að ræða um kirkjubrunann þar mikla í fyrradag, heldur til að forvitnast um leiklestur á nokkrum íslenskum leikritum þar í borg, en Ragnheiður Ásgeirsdóttir stendur fyrir honum næstu daga. Hún stóð fyrir slíkri hátíð fyrir 15 árum í borginni en segir áhuga á íslenskri menningu hafa glæðst mjög síðan þá. Við slóum á þráðinn og heyrðum að hátíðinni sem fram fer í 13 hverfi borgarinnar, báðum Ragnheiði að greina frá.
4/17/2019 • 55 minutes
Kæra Jelena, Sýndarveruleiki, Hvalrekar, hátíð í Alþýðuhúsi, Notre Dam
Í Víðsjá í dag verður við Árna Daníel Júlíusson, sagnfræðing, um hvalreka og hvernig þeir birtast í heimildum á 13. og 14. öld. En Árni telur að frumstæðar hvalveiðar og hvalrekar hafi spilað stærra hlutverk í lífi þjóðarinnar en oft hefur verið haldið fram.
Hringt verður norður á Siglufjörð í Aðalheiði Eysteinsdóttur sem efnir til menningarveislu um páskana í Alþýðuhúsinu þar í bæ.
Í tilefni alþjóðlegrar ráðstefnu um merkingarfræði bókmennta sem nú stendur yfir við Háskóla Íslands verður rætt við einn fyrirlesaranna þar, Hannes Högna Vilhjálmsson, sem starfar við gervigreindarsetur Háskólans Í Reykjavík. Hannes Högni verður tekinn tali um sköpun sýndarveruleika og tengsl forritunar og merkningarfræði.
María Kristjánsdóttir segir hlustendum skoðun sína á uppfærslu Borgarleikhússins á Kæru Jelenu
En við byrjum á stórfréttum gærdagsins, stórbrunanum í Notre Dame kirkjunni í París.
4/16/2019 • 55 minutes
Verðlaunavíkingur, Drama í Dramaten, Reykjavík Record Shop og Isabelle
Í gær voru verðlaun breska tónlistartímaritsins BBC Music Magazine veitt við hátíðlega athöfn í London. Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari hlaut tvenn verðlaun, fyrir bestu hljóðfæra útgáfu ársins og jafnframt aðalverðlaun kvöldsins fyrir upptöku ársins. Um ræðir útgáfu hans á smáverkum Johanns Sebastians Bach sem kom út í fyrra. Að því tilefni verður leikin tónlist af plötunni í Viðsjá dagsins og gripið niður í viðtal sem tekið var við Víking í tilefni útgáfunnar síðasta haust.
Í tilefni af alþjóðlega plötubúðadeginum sem haldinn verður hátíðlegur um helgina ætlum við að kíkja í heimsókn í Reykjavík Record Store á Klapparstíg og ræða við Reynir Berg Þorvaldsson um mikilvægi plötubúða í streymisvæddum samtíma.
Á mánudaginn tilkynnti sænska leikhúsið Dramaten frá brottrekstri leikhústjórans, Eriks Stubø. Meðal þess sem varð til þess var heimildamynd sem sýnd var í sænska ríkissjónvarpinu í lok síðasta mánðar. Halla Þórlaug Óskarsdóttir fer yfir söguna.
Hlustendur heyra einnig brot úr viðtali við þýska fiðluleikarann Isabelle Faust en hún leikur einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld, á tónleikum sem verða í beinni útsendingu á Rás 1. Útsending úr Hörpu hefst kl. 19:30 en hlustendum verður veitt innsýn í efnisskránna frá kl. 19.
Umsjón: Guðni Tómasson og Kristján Guðjónsson
4/11/2019 • 55 minutes
Barnamenning, Uppháldslistaverkið, Brandarar handa byssumönnum og týnd
Í Víðsjá í dag verður rætt um barnamenningu og barnamenningarpólitík þegar gestir þáttarins verða Elfa Lilja Gísladóttir píanókennari og umsjónarmaður verkefnisins List fyrir alla, og Kolbrún Halldórsdóttir formaður stjórnar nýsstofnaðs Barnamenningarsjóðs. Tilefnið er Barnamenningarhátíð sem sett var í gær.
Kristín Geirsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur, segir hlustendum frá uppáhalds listaverkinu sínu og Gauti Kristmannsson fjallar í bókmenntarýni um nýja bók Mazeen Marouf, Brandarar handa byssumönnum.
Einnig verður rætt við myndlistarmanninn Fritz Hendrik um sýningu hans Týnd lykilorð í Ásmundarsal.
Umsjón: Guðni Tómasson og Kristján Guðjónsson.
4/10/2019 • 53 minutes
Víkingar og Íslam, Fiðlukraftur, Eyja listarinnar og Blá
Í Víðsjá dagsins verður rætt við þýsku blaðakonuna Söruh Schug en hún hefur skrifað bók um Eyju listarinnar (Isle of Art) sem er ferðalag í gegnum íslenska samtímamyndlist með viðtölum við marga þá sem að henni starfa.
Bók vikunnar er skáldsagan Blá eftir norska rithöfundinn Maju Lunde, bók sem skoðar afleiðingar lofstlagsbreytinga í nálægri framtíð. Ingunn Ásdísardóttir, þýðandi, segir frá bókinni í Víðsjá í dag.
Hlustendur verða leiddir inn í kraftmikinn heim fiðlunar í myndlistarverki sem var til vitnis um mikla framúrstefnu á sínum tíma og nú er til sýnis í Listasafni Íslands.
Einnig verða skoðaðir í þættinum íslamskir munir sem rötuðu til norrænna manna á víkingaöld. Þórir Jónsson Hraundal, lektor í Miðausturlandafræði við Háskóla Íslands, er gestur þáttarins.
Umsjón: Guðni Tómasson og Kristján Guðjónsson.
4/9/2019 • 55 minutes
Uppgröftur á sakamönnum, elsku jörð, Vorblót og smásögusjálfsali.
Víðsjá - 4.4.2018
Víðsjá í dag óvænt símtal norðan úr landi en á línunni er Magnús Ólafsson á Blöndósi sem oftast er kenndur við Sveinsstaði. Magnús segir hlustendum söguna af því þegar faðir hans og afi tóku þátt í að grafa upp bein Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar 104 árum eftir að þau voru líflátin í síðustu aftökunni sem fór fram á Íslandi, en þeir atburðir eru til umfjöllunar í bókinni Náðarstund eftir Hönnuh Kent, sem er bók vikunnar að þessu sinni.
Halla Þórlaug Óskarsdóttir sendir hlustendum pistil frá Svíþjóð um ástarsamband okkar við jörðina, breytingar og tilganginn með lífinu og minnst verður maskínur sem verið er að setja upp í höfuðstað Bretaveldis sem dæla út úr sér smásögum fyrir þreytta borgarbúa.
Vorblót Tjarnarbíós og Reykjavík Dance Festival fer fram um helgina. Að því tilefni verður rætt við Steinunni Ketilsdóttur, danshöfund, en hún frumsýnir nýtt verk á danslistahátíðinni á föstudag. Verkið, Verk nr. 1.5, sprettur upp úr nokkurra ára rannsóknarverkefni Steinunnar þar sem hún hefur velt fyrir sér og unnið með væntingar í dansheiminum.
Umsjón: Guðni Tómasson og Kristján Guðjónsson.
4/4/2019 • 55 minutes
Líkamleg hugsun, Elísabet með röddina, Uppáhaldsverkið og Non plus ult
Í Víðsjá í dag verður rætt við Sigríði Þorgeirsdóttur, prófessor í heimspeki, um líkamlega gagnrýna hugsun. Sigríður er í forsvari fyrir merkilegt rannsóknarverkefni þar sem meðal annars er unnið að því að þróa nýjar aðferðir til að kenna og stunda gagnrýna hugsun, aðferðir sem taka inn í myndina nýlegar kenningar og rannsóknir sem varða líkamleika og reynsluhugsun - órjúfanleg tengsl líkama og huga.
Hildigunnur Birgisdóttir myndlistarkona segir hlustendum frá uppáhalds listaverkinu sínu og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, myndlistarrýnir Víðsjár, segir frá upplifun sinni af heimsókn á sýninguna Non plus ultra þar sem Steinunn Önnudóttir sýnir verk sín í D-sal Hafnarhúss Listasafns Reykjavíkur.
Víðsjá forvitnast líka um nýja útgáfu með upptökum á söng Elísabetar Erlingsdóttur sópransöngkonu, þegar rætt verður við dóttur henna Önnu Rún Atladóttur og gripið niður í gamlan þátt úr safni Ríkisútvarpsins þar sem Elísabet var kvöldgestur Jónasar Jónassonar.
4/3/2019 • 55 minutes
Ferskleiki, Náðarstund, Helvítis byltingin og týnd plata Marvins Gaye
Sindri Leifsson og Vala Sigþrúðar Jónsdóttir notast við óvenjulegan efnivið, meðal annars þvottavélakusk og sítrónur, í verkum á sýningu sinni Re-fresh í Harbinger-galleríinu. Í Víðsjá í dag verður rætt við Sindra og Völu um kusk, sítrónur og ferskleika.
Bók vikunnar er Náðarstund (e. Burial Rites) eftir Hönnuh Kent. Þessi vinsæla skáldsaga er byggð á sannsögulegum atburðum, sögu Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar, sem voru tekin af lífi árið 1830 fyrir tvö morð. Í Víðsjá í dag heyrum í höfundinum, hinni áströlsku Hönnuh Kent, og lesum brot úr bókinni.
Sagt verður frá ný útkominni "týndri plötu" bandaríska tónlistarmannsins Marvins Gaye en í dag er þess minnst að 80 ár eru liðin frá fæðingu hans.
Loks verður farið í heimsókn í Hverfisgallerí þar sem myndlistarmaðurinn Steingrímur Eyfjörð verður tekinn tali um nýjustu sýningu hans Megi þá helvítis byltingin lifa sem var opnuð þar um síðustu helgi.
4/2/2019 • 55 minutes
Íslenskur textíll, Dansað í Odessa, Arna Óttarsdóttir og nýju fötin ke
Í Víðsjá í dag fögnum við opnunardegi hönnunarhátíðarinnar Hönnunarmars með umfjöllun um íslenska textílhönnun. Rætt verður við Rögnu Fróða, formann textílfélagsins, en sýning félagsins Líf eftir líf stendur ný yfir í Veröld - húsi Vigdísar.
Gauti Kristmannsson rýnir í ljóðabók rússnesk-bandaríska ljóðskáldsins Ilya Kaminsky, Dansað í Odessa, en þýðing bókarinnar er síðasta verkið sem Sigurður Pálsson vann að áður en hann lést.
Sýningin Allt fínt eftir Örnu Óttarsdóttir opnaði fyrr í mánuðinum í Nýlistasafninu. Starkaður Sigurðarson, myndlistargagnrýnandi Víðsjár, fjallar um sýninguna í þætti dagsins.
Og við fáum pistil frá Gautaborg. Halla Þórlaug Óskarsdóttir fjallar í dag um börn og foreldra, nýju fötin keisarans og hina ungu sænsku baráttukonu gegn loftslagsbreytingum, Gretu Thunberg.
Umsjón: Guðni Tómasson og Kristján Guðjónsson
3/28/2019 • 55 minutes
Söfn og peningar, Heimsins hnoss, Soffía frænka, uppáhalds listaverkið
Í Víðsjá í dag veltum við fyrir okkur eldfimu sambandi auðmagns og menningarstofnana, en að undanförnu hafa listasöfn verið gagnrýnd fyrir að þiggja háar fjárhæðir frá eigendum eins umdeildasta lyfjafyrirtækis heims, Sackler-fjölskyldunni. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor í safnafræði, heimsækir þáttinn og ræðir tengsl peninga og listar.
Tyrfingur Tyrfingsson, leikskáld, flytur ávarp í tilefni að alþjóðlega leiklistardeginum sem er haldinn hátíðlegur í dag.
Birgir Sigurðsson, rafvirki og myndlistarmaður, segir frá uppáhaldslistaverkinu sínu.
Og rætt verður við Sigurð Gylfa Magnússon og Önnu Heiðu Baldursdóttur, um öndvegisverkefnið Heimsins hnoss, þar sem efnismenning fyrri alda er rannsökuð.
Umsjón: Guðni Tómasson og Kristján Guðjónsson
3/27/2019 • 55 minutes
Krummaskuð, Súper, sáttanefndir og Hnotskurn
Í Víðsjá í dag verður rætt við Braga Þór Jósefsson, ljósmyndara,i um ljósmyndasýninguna Krummaskuð sem nú stendur yfir í ljósmyndagalleríinu Ramskram.
Rætt verður við Vilhelm Vilhelmsson, sagnfræðing, um rannsóknir hans á sáttanefndum og lausnum deilmála á 19. öld. En í dag flytur hann fyrirlestur á vegum Sagnfræðingafélags Íslands um efnið.
Þá segir Árni Óskarsson, þýðandi, frá skáldsögunni Hnotskurn eftir Ian McEwan, en hún er bók vikunnar á Rás 1 þessa vikuna.
Þorvaldur Sigurbjörn Helgason, leiklistargagnrýnandi Víðsjár, rýnir í nýtt íslenskt leikrit í Þjóðleikhúsinu, Súper eftir Jón Gnarr.
3/26/2019 • 55 minutes
Dagur ljóðsins, Ódysseifskviða, skóbúnaður og vinnuaðstaða íslenskra m
Sigríður Valdimarsdóttir verður tekin tali um meistaraverkefni sitt sem snéri að vinnuaðstöðu íslenskra myndlistarkvenna en hún er ein þeirra fræðimanna sem taka til máls um stöðu listkvenna í íslenskri listasögu á Kjarvalsstöðum á laugardag.
Víðsjá fer líka í huganum aftur til ársins 1990 þegar leikin verður upptaka af ljóðakvöldi Smekkleysu í Norðurkjallara Menntaskólans við Hamrahlíð en í dag er dagur ljóðsins haldinn hátíðlegur með ýmsum hætti.
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir, sagnfræðingur, flytur pistil um Ódysseifskviðu.
Að lokum verðurrætt við Svanlaugu Jóhannsdóttur, söngkonu og markþjálfa, sem hefur að undanförnu sankað að sér skóm kvenna sem hún lítur sérstaklega upp til. Í nýrri sýningu Í hennar sporum sem frumsýnd verður í Tjarnarbíói á morgun mun hún rekja sögur þessara kvenna í skóm og söng.
3/21/2019 • 55 minutes
List er okkar eina von!, Guðmundur Ingólfsson, Silungsveiði í Ameríku,
Í Víðsjá i dag verður rætt við Arndísi S. Árnadóttur um verk Sveins Kjarvals sem með sönnu telst frumkvöðull í húsgagna- og innanhússhönnun á Íslandi, en Arndís flytur fyrirlestur um verk Sveins í kvöld í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg, í boði Hönnunarsafns Íslands.
Karl Ómarsson segir frá uppáhalds listaverkinu sínu, Silungsveiði í Ameríku eftir Richard Brautigan, og myndlistarkonan Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir verður tekin tali um sýninguna List er okkar eina von sem nú er uppi í sýningarrýminu Midpunkt í Kópavogi.
Ennfremur verður ljósmyndarinn Guðmundur Ingólfsson tekin tali en hann blandar saman nýjum ljósmyndum og eldri klassík úr eigin ranni á ljósmyndasýningu í Safnaðarheimili Neskirkju.
3/20/2019 • 55 minutes
Alzheimer og arkitektúr, Fyrirvari, Brandarar handa byssumönnum og nor
Við byrjum í Hafnarborg i Hafnarfirði á opinni vinnustofu hönnunarteymisins Brynjars Sigurðarsonar og Veroniku Seidlmair þar sem þau eru að undirbúa og setja upp sýninguna Fyrirvari.
Við rekjum reyfarakennda atburðarás sem hófst í litlu tilraunaleikhúsi í Osló í nóvember og endaði með afsögn dómsmálaráðherra Noregs í síðustu viku. Íkveikja, hótanir, hvítt duft og deilur um mörk tjáningarfrelsisins koma meðal annars við sögu.
Í síðustu viku bárust þær fréttir að Brandarar handa byssumönnum, bók íslensk-palestínska rithöfundarins Mazen Maarouf væri tilnefnd til alþjóðlegu Man Booker bókmenntaverðlaunanna fyrir árið 2018, einna virtustu bókmenntaverðlauna Bretlands. Brandarar handa byssumönnum er bók vikunnar á Rás 1 þessa vikuna og að því tilefni verður rætt við Mazen.
Við veltum líka fyrir okkur arkitektúr og alzheimer-sjúkdóminum þegar Kristín valsdóttir leildarstjóri listkennsludeildar LHÍ verður gestur okkar.
3/19/2019 • 55 minutes
3/14/2019 • 55 minutes
Há- og lágmenning, Guðrún Sigríður, Ásta og dilkadrættir, uppáhaldslis
Ásta, prófessor í heimspeki við háskólann í San Francisco heimsækir Víðsjá í dag og segir frá bók sinni, Categories we live by, sem kom nýlega út hjá Oxford háskólaútgáfunni. Bókin fjallar um þær félagslegu flokkanir sem við notum dags daglega til að skilgreina fólk og draga það í dilka.
Við kíkjum líka á sýningu á verkum Guðrúnar Sigríðar Haraldsdóttur í andyri Hallgrímskirkju í fylgd Guðrúnar Erlu Geirsdóttur.
Ólöf Helga Helgadóttir myndlistarkona segir frá uppáhaldslistaverkinu sínu, og Gauti Kristmannsson veltir fyrir sér muninum á há- og lágmenningu í bókmenntapistli sínum í dag.
Umsjón: Guðni Tómasson og Kristján Guðjónsson
3/13/2019 • 55 minutes
Gjöfin frá Amy, fallegasta hús landsins, Veröld ný og góð, Steinninn
Í Víðsjá í dag er rætt við Hannes Lárusson myndlistarmann um Laxabakka, hús Ósvaldar Knudsen á bökkum Sognsins, en Hannes fer fyrir hópi fólks sem stefnir á að endurbyggja húsið og finna því nýtt hlutverk. Listasafn Íslands verður heimsótt og rætt við Hörpu Þórsdóttur um sýninguna Gjöfin frá Amy Engilberts en þar má sjá verk sem keypt voru í safnið með fjármunum hennar, en 13 íslenskir listamenn eiga verk á sýningunni. Bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er Veröld ný og góð eftir Aldous Huxley en Árni Bergmann segir hlustendum frá bókinni og lesið verður úr henni. Hjörleifur Stefansson arkitekt verður einnig tekinn tali um byggingarsögu Heggningarhússins við Skólavörðustíg, en hann hélt erindi um það efni í dag í hádegisfundi Sagnfræðingafélagsins.
Umsjón: Guðni Tómasson og Kristján Guðjónsson
3/12/2019 • 55 minutes
Leifur Ýmir, Club Romantica, ferðamenn og myndlist Hitlers.
Í Víðsjá í dag verður rætt við Leif Ými Eyjólfsson myndlistarmann sem á dögunum hlaut Hvatningarverðlaun Íslensku myndlistarverðlaunanna árið 2019 fyrir sýninguna Handrit í Hafnarhúsi Listasafn Reykjavíkur. Leifur verður heimsóttur í safnið þar sem hann er að taka niður sýninguna og rætt við hann um listsköpun hans almennt í tilefni verðlaunanna. Þorvaldur Sigurbjörn Helgason leiklistarrýnir Víðsjár segir frá upplifun sinni á leikverkinu Club Romantica í Borgarleikhúsinu og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir sagnfræðingur flytur pistil um ferðamennsku á Íslandi fyrr á öldum. Loks verður fjallað um einn myrkasta afkima alþjóðlegs myndlistarmarkaðar en þar er verslað með myndlist Adolfs Hitlers.
Umsjón: Guðni Tómasson og Kristján Guðjónsson.
3/7/2019 • 55 minutes
Norræna húsið, spænska borgarastríðið og Jónsmessunæturdraumur
Undir lok þáttar í dag verður rætt við Höllu Mjöll Hallgrímsdóttur um endurminningar föður hennar úr spænska borgarastríðinu, en Hallgrímur Hallgrímsson var einn nokkurra Íslendinga sem barðist með spænska lýðveldishernum gegnum fasistum í stríðinu. Endurminningabók hans, Undir fána lýðveldisins, hefur nú verið endurútgefin í fyrsta skipti eftir tæp 80 ár.
Við heimsækjum líka Norræna húsið og kynnum hlustendur fyrir nýjum forstjóra þar á bæ, Sabinu Westerholm, sem tók við starfi sínu í upphafi árs.
Ríkarharður H. Friðriksson tónskáld og raftónlistarmaður velur uppáhalds listaverk sitt fyrir hlustendur og María Kristjánsdóttir segir skoðun sína á uppsetningu Þjóðleikhússins á Jónsmessunæturdraumi eftir William Shakespeare í leikstjórn Hilmars Jónssonar.
Hlustendur fá líka að heyra hér á eftir hver fær Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, að þessu sinni
3/6/2019 • 55 minutes
Hluti í stað heildar, fjallaklifur, Huglæg rými og Lifandi lífslækur.
Í Víðsjá er rætt við Önnu Guðjónsdóttur um sýningu hennar í A-sal Hafnarhússins sem heitir Hluti í stað heildar - Pars pro toto. Þar brýtur Anna upp rýmið á forvitnilegan hátt, eiginlega með hreinum sjónhverfingum og býr til merkilega mikla þrívídd á einfaldan hátt. Inn í sýninguna blandast síðan minningar úr íslensku landslagi.
Fjallað verður um heimildarmyndina Free solo sem fjallar um fjallaklifur en Sigtryggur Ari Jóhannsson ljósmyndari verður tekinn tali um hana. Myndin hlaut Óskarsverðlaun á dögunum.
Bergsveinn Birgisson rithöfundur segir frá bók sinni Lifandi lífslækur sem er bók vikunnar á Rás 1 þessa vikuna. Bókin gerist á tímum Skaftáreldanna þegar andi upplýsingarinnar blæs um Evrópu og segir frá Magnúsi Árelíusi sem er innblásinn af anda tímans, vill mæla en áttar sig kannski á því að mælitækin ná ekki utan um allt. Leifur Hauksson les brot úr bókinni.
Starkaður Sigurðarson flytur myndlistarpistil um heimsókn sína í Listasafn Árnesinga þar sem sýningin Huglæg rými eftir Ólaf Svein Gíslason stendur yfir til enda mánaðarins.
Umsjón: Guðni og Kristján Guðjónsson.
3/5/2019 • 52 minutes, 30 seconds
Eygló Harðardóttir, Babylon Berlín og Rösska hönnunarsafnið í Gautabor
Í síðustu viku voru Íslensku myndlistaverðlaunin afhentí annað skipti. Tvenn verðlaun voru veitt. Leifur Ýmir Eyjólfsson fékk hvatningarverðlaunin, en aðalverðlaunin, útnefninguna myndlistarmaður ársins 2019, hlaut Eygló Harðardóttir fyrir sýningu sína Annað rými sem sett var upp í Nýlistasafninu síðasta haust. Undir lok þáttar ætlum við að heimsækja Eygló Harðardóttur í vinnstofu hennar að Seljavegi.
Í pistli sínum í dag fjallar Halla Þórlaug Óskarsdóttir um Rösska-hönnunarsafnið í Gautaborg sem hefur opnað á ný eftir að hafa verið lokað undanfarin tvö ár.
Og í tilefni þess að á sunnudag verður fyrsti þátturinn í þýsku sjónvarpsþáttaröðinni Babylon Berlín frumsýndur á RÚV mun Gauti Kristmannsson sökkva sér ofan í metsölubækurnar sem þættirnir byggja á, röð reyfara eftir Volker Kutscher, um rannsóknarlögreglumanninn Geroeo Rath sem starfar í Berlín á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar.
2/28/2019 • 55 minutes
Club Romantica, myndlistarrýni, uppáhalds listaverkið og töfraheimur t
Í Víðsjá í dag verður rætt við Friðgeir Einarsson um leikverkið Club Romantica sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu annað kvöld.
Þóranna Dögg Björnsdóttir segir frá sínu uppáhalds listaverki og Inga Björk Bjarnadóttir segir frá upplifun sinni á myndlistarsýningunni Hringur, ferhyrningur, lína á Kjarvalsstöðum þar sem verk Eyborgar Guðmundsdóttur listmálara eru í öndvegi.
Einnig flytur Ragnheiður Gyða Jónsdóttir hlustendum sinn síðasta pistil um töfra tungumálanna.
2/27/2019 • 55 minutes
Íslendingar í þrældómi, Verðlaunagripir, Stonehenge, Ég býð mig fram o
Í Víðsjá í dag verður rætt við hönnunarteymið Stúdíó Flétta en þær eru sanka að sér gömlum verðlaunagripum um þessar mundir og ætla að endurnýta í nýja hönnun. Stúdíó Flétta eru með opna vinnustofu í Gryfjunni í Ásmundarsal núna og fram að Hönnunarmars, í lok næsta mánaðar.
Við skoðum deilur um Stonehenge í Suður-Englandi. Í pistli sínum í þessari viku fjallar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir um bréf Íslendinga í þrældómi í Norður Afríku á 17. öldinni.
Bók vikunnar á Rás 1 er Með köldu blóði eftir Truman Capote. Að því tilefni verður rætt við Björn Þór Vilhjálmsson, bókmenntafræðing, um bókina.
Þorvaldur Sigurbjörn Helgason rýnir í sviðslistahátíðina Ég býð mig fram sem Unnur Elísabet Gunnarsdóttir heldur utan um.
Umsjón: Guðni Tómasson og Kristján Guðjónsson.
2/26/2019 • 55 minutes
Andsetning, Vammfirring, bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og erindi í
Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019 verða kynntar í dag. Eins og áður eru tveir rithöfundar eru tilnefndir til verðlaunanna fyrir Íslands hönd. Við fáum að heyra hvaða höfundar eru tilnefndir til verðlaunanna í ár.
Við kíkjum einnig við á nýrri sýningu sem nefnist Andsetning og fer fram í Listasafni Einars Jónssonar. Þar sýna Anna Hallin og Olga Bergmann rýmistengd vídeóverk sem eiga í samspili við höggmyndir Einars og bygginguna sjálfa.
Við skoðum hvað listasöfn í Hollandi og víðar ætla að gera í tilefni af 350 ára ártíð málarans Rembrandts, og Gauti Kristmannsson rýnir í Vammfirringu eftir Þórarin Eldjárn, bók sem kom út fyrir síðustu jól.
Við höldum svo áfram að velta fyrir okkur kynningu á íslenskum listum erlendis. Nú verður rætt við Birnu Hafstein, forseta Sviðslistasambands Íslands, um erindi íslenskra sviðslista við umheiminn.
Umsjón: Guðni Tómasson og Kristján Guðjónsson.
2/21/2019 • 55 minutes
Nýjasta testamentið, Jacques Brel, tungumálatöfrar og uppáhalds listav
Í Víðsjá í dag verður rætt við meðlimi Gjörningaklúbbsins um Nýjasta testamentið, sem er sýning þeirra í Hverfisgalleríi. Sýningin er hápólitísk, feminísk og guðfræðileg.
Atli Ingólfsson tónskáld og þýðandi segir frá belgíska söngvaskáldinu Jacques Brel en plata með nýjum þýðingum Atla á lögum belgans kom út á dögunum, þar kveður nýr söngvari sér hljóðs, Balvin Orwes sér hljóðs og syngur lög Brel á íslensku.
Ragnheiður Gyða Jónsdóttir flytur pisil um töfraheim tungumálanna og loks segir myndlistarmaðurinn Logi Leó Gunnarsson frá sínu uppáhalds listaverki.
Umsjón: Guðni Tómasson og Kristján Guðjónsson
2/20/2019 • 55 minutes
Eyborg, Teikn, þýðingarverðlaun og Sænsk gúmmístígvél
Nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum fyrsta yfirlitssýning á verkum Eyborgar Guðmundsdóttur, sérstæðrar listakonu sem hingað til hefur verið lítið þekkt í íslenskum listheimi. Í þættinum í dag fræðumst við um Eyborgu og ræðum við sýningarstjórana Hebu Helgadóttur og Ingibjörgu Sigurjónsdóttur.
Um helgina hlutu Ingibjörg Haraldsdóttir og Gunnar Þorri Pétursson Íslensku þýðingaverðlaunin 2019 fyrir þýðingu sína á Hinum smánuðu og svívirtu eftir Fjodor Dostojevskí. Við endurtökum því ýtarlegt spjalls sem við áttum við Gunnar Þorra um bókina.
Og bók vikunnar er Sænsk gúmmístígvel eftir Henning Mankell. Við heyrum frá þýðanda bókarinnar, en það er Hilmar Hilmarsson.
Við heimsækjum líkja Listasafn Reykjanesbæjar og skoðum nýja sýningu Guðjóns Ketilssonar, sem nefnist Teikn.
2/19/2019 • 55 minutes
Íslensku myndlistarverðlaunin, Söngvar satans, forréttindablinda og hö
Í dag eru 30 ár frá því að íranski æðstiklerkurinn, Ayatollah Komeini, kvað upp dauðadóm yfir bresk-indverska rithöfundinum Salman Rushdie fyrir guðlast í skáldsögunni Söngvar Satans. Í Víðsjá í dag hverfum við aftur til ársins 1989 og rýnum nýja útvarpsþáttaröð breska ríkisútvarpsins, BBC, um hina ýmsu anga málsins.
Halla Þórlaug Óskarsdóttir veltir fyrir sér ósmekklegri og ósæmilegri fatahönnun og forréttindablindu sem virðist hrjá einhverja í tískuheiminum.
Og loks verður Rætt við Höllu Helgadóttur, framkvæmdstjóra Hönnunarmiðstöðvar Íslands, um áherslur í því verkefni að koma íslenskri hönnun á framfæri við hinn stóra heim.
Við fáum einnig að vita hvaða myndlistarmenn eru tilnefndir til íslensku myndlistarverðlaunanna fyrir árið 2018, en verðlaunin verða veitt í næstu viku.
Umsjón hafa Guðni Tómasson og Kristján Guðjónsson
2/14/2019 • 53 minutes, 37 seconds
Karólína, gógódans, töfraheimur tungumálsins og bókmenntir
Í Víðsjá í dag minnumst við Karólínu Lárusdóttur, myndlistarkonu, sem lést í síðustu viku 74 ára að aldri. Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur, segir frá list Karólínu. Í mannlífsmyndum sínum dró Karólína upp svipmyndir af þjóðlífinu á árunum eftir stríð, þjóðfélagsrýnandi og höfundur hins nýja Íslands eftirstríðsáranna, segir Aðalsteinn um Karólínu.
Ragnheiður Gyða Jónsdóttir fjallar um töfraheima tungumálsins í pistli sínum í Víðsjá í dag og Magnús Guðmundsson heldur áfram að skoða nokkrar óvæntar hliðar jólabókaflóðsins síðasta, í pistlaröð sem hann nefnir Eftir flóðið.
Margrét H. Blöndal, myndlistarkona, tekur áskorun vikunnar og segir frá sínu uppáhaldslistaverki, Gógódansaranum eftir kúbverska listamanninn Felix Gonzalez-Torres.
Umsjón: Guðni Tómasson og Kristján Guðjónsson.
2/13/2019 • 55 minutes
Ný vegabréf, Jón Kr í 60 ár, Safnanótt og Ör
Ný íslensk vegabréf voru tekin í gagnið í byrjun febrúar með nýrri hönnun og ýmsum nýjungum. Við skoðum nýju íslensku vegabréfin með Margréti Hauksdóttur, forstjóra Þjóðskrár, og Þorvarði Kára Ólafssyni, fagstjóra skilríkjamála.
Við heyrum brot úr bók vikunnar og viðtal við höfundinn, en að þessu sinni er það verðlaunabókin Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur.
Safnanótt fór fram í síðustu viku þar sem yfir 50 söfn á höfuðborgarsvæðinu opnuðu dyr sínar fyrir gestum og gangandi. Tíðindamaður Víðsjár, Stefán Ingvar Vigfússon, hljóp á milli fjölmargra viðburða á safnanótt og segir frá upplifun sinni í þætti dagsins.
Jón Kr. Ólafsson, dægurlagasöngvari frá Bíldudal ætlar að halda upp á 60 ára sviðsafmæli með tónleikum í hátíðarsal FÍH á föstudaginn. Jón Kr. heimsækir Ný vegabréf, Jón Kr í 60 ár, Safnanótt og Víðsjá í dag.
Umsjón: Guðni Tómasson og Kristján Guðjónsson
2/12/2019 • 55 minutes
Sjóræningjar, íslensk tónverk og umheimurinn, samfélagsmiðlar, Brecht
Valgerður Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Tónverkamiðstöðvar Íslands, verður tekin tali um hvernig það gangi að koma tónsmíðum íslenskra tónskálda á framfæri við umheiminn.
Anna María Bogadóttir, arkitekt, heimsækir þáttinn og segir frá uppáhalds listaverkinu sínu. Úr verður reyndar trílógía verka, tvær byggingar í tveimur heimsálfum og myndlistarverkefni um arflefð heimsþekkts arkitekts.
Gauti Kristmannsson flytur pistil um Berthold Brecht að því tilefni að nú eru þýskir kvikmyndadagar í Reykjavík.
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir sagnfræðingur krafsar í fortíðina í sínum pistli. Umfjöllunarefni dagsins er heldur betur spennandi: sjóræningar!
Í Víðsjá veltum við líka fyrir okkur samfélagsmiðlum framtíðarinnar. Rætt verður við Magnús Sigurbjörnsson, sem stýrir deild stafrænna miðla og greiningar hjá Tjarnargötunni, um samfélagsmiðla árið 2042.
Umsjón: Guðni Tómasson og Kristján Guðjónsson.
2/7/2019 • 53 minutes
Refsivöndur fyrr á öldum, tungumálið, faldir molar í flóðinu, myndlist
Í Víðsjá í dag veltum við fyrir okkur glæpum og refsingu á Íslandi fyrr á öldum. Steinunn J. Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands heimsækir þáttinn og ræðir um afdrif þjófa og utangarðsfólks á 17. og 18. öld.
Ragnheiður Gyða Jónsdóttir heldur áfram að velta fyrir sér töfrum tungumálanna í þriðja pistli sínum um þau undur og Magnús Guðmundsson heldur áfram að grafa upp bækur sem að urðu undir í jólabókaflóðinu, fær Úlfhildi Dagsdóttur til skrafs og ráðagerða í dag.
Auk þess segir Gunnar Guðbjörnsson frá viðtalstónleikunum Da Capo sem hann mun stjórna á næstu mánuðum en þar er ætlunin að tala við fremstu óperusöngvara þjóðarinnar um list þeirra, en Elmar Gilbertsson tenór verður fyrsti gestur Gunnars á laugardag.
Við veltum líka fyrir okkur máli málanna það sem af er árinu 2019, myndlist.
2/6/2019 • 53 minutes, 44 seconds
Endur-endurreisn, Myrkir músíkdagar, Þitt eigið leikrit, Rauður maður
Í Víðsjá dagsins heimsækjum við Kling og bang galleríi vestur í Marshall húsi úti á Granda og ræðum við Sigurð Ámundason myndlistarmann um sýningu hans Endur-endurreisn.
Jón Hallur Stefánsson þýðandi segir frá skáldsögunni Rauður maður - Svartur maður eftir Kim Leine, sem er bók vikunnar á Rás 1 og Bob Dylan og Job gamla testamentisins ber á góma að gefnu tilefni.
Friðrik Margrétar- og Guðmundsson kemur í Víðsjá og segir hlustendum frá upplifunum sínum á tónlistarhátíðinni Myrkir músík dagar sem fóru fram víða um Reykjavík í síðustu viku
Og María Kristjánsdóttir flytur okkur leiklistargagnrýni um sýninguna Þitt eigið leikrit í Þjóðleikhúsinu, sem er tæknivædd sýning fyrir börn á öllum aldri.
2/5/2019 • 53 minutes, 30 seconds
Íslensk tónlist, tótemsúla, Krakkar skrifa og Ragnar Kjartansson
Víðsjá 31.1.2018
Í Víðsjá dagsins verður rætt við myndlistarmanninn Ragnar Kjartansson um myndbandsinnsetningu hans Fígúrur í landslagi. Verkið vann Ragnar fyrir heilbrigðissvið Kaupmannahafnarháskóla en það verður sýnt næstu vikur í i8 galleríi við Tryggvagötu á sýningu sem opnuð verður í dag.
Víðsjá forvitnast einnig um verkefnið Krakkar skrifa í Borgarleikhúsinu þar sem börn spreyta sig á leikritun en þar er á ferðinni samstarf leikhússins og RÚV og KrakkaRÚV, en verk Iðunnar Ólafar Berndsen og Sunnu Stellu Stefánsdóttur verða sýnd á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu um komandi helgi.
Halla Þórlaug Óskarsdóttir ræðir við Anders Björklund, fyrrverandi safnstjóra Etnógrafíska safnsins í Stokkhólmi um forvitnilega sögu tótemsúlu frumbyggja í Kanada sem áður var í eigu sænska safnsins.
Að lokum verður rætt við Sigtrygg Baldursson, framkvæmdastjóra Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, um kynningu á íslenskri tónlist erlendis.
Umsjón: Guðni Tómasson
1/31/2019 • 55 minutes
Tungumál, jólabókaflóðið, Surtsey Frakklands og uppáhaldsverkið
Ragnheiður Gyðja Jónsdóttir flytur pistil en hún er heilluð af töfrum okkar fjölbreyttu tungumála.
Myndlistarmaðurinn Carl Boutard segir frá uppáhalds listaverki sínu, við sögu kemur kofi sem varð að báti og svo aftur að kofa og var í rauninni siglt inn á safn í Sviss um árið, innsetning eftir breska myndlistarmanninn Simon Starling.
Magnús Guðmundsson flytur pistil um jólabókaflóðið síðasta, og kallar vitanlega Eftir flóðið en Magnús mun skoða nokkrar hliðar þess í pistlum hér í Víðsjá á næstu vikum.
Við heimsækjum gallerí Listamanna við Skúla götu þar sem við ætlum að ræða við Þorgerði Ólafsdóttur myndlistarkonu um sýningu hennar sem þar er uppi og hún kallar News from nowhere, en þar vinnur Þorgerður verk útfrá landnámi franskra blaðamanna árið 1963 í eyjunni sem síðar hlaut nafnið Surtsey.
Umsjón: Guðni Tómasson
1/30/2019 • 55 minutes
Gamalt morðmál, Georg Friedrich Haas, Etýður í snjó og bókmenntaverðla
Víðsjá 26.1.2019
Brot úr safni útvarps og sjónvarps um fyrstu afhendingu íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir 30 árum.
Hlustendur heyra brot úr spjalli við austurríska tónskáldið Georg Friedrich Haas, sem fram fór á tónlistarhátíðinni Myrkrum músíkdögum um síðustu helgi. Þar var það breski tónlistarhópurinn The Riot Ensemble sem að flutti verk Haas Soltices í algjöru myrkri.
Sagt frá bókinni Etýður í snjó eftir japanska rithöfundinn Yoko Tawada, en sagan er bók vikunnar á Rás 1 þessa vikuna. Elísa Björg Þorsteinsdóttir segir frá bókinni og les brot úr henni.
Þórunn Guðmundsdóttir sagnfræðingur segir frá voveiflegum dauðdaga Kristínar Sigurðardóttur vinnukonu árið 1759 en hún flutti fyrirlestur um þetta efni hjá Sagnfræðingafélagi Íslands í hádeginu í dag.
Umsjón: Guðni Tómasson
1/29/2019 • 52 minutes, 59 seconds
Konur og heimspeki, Brexit og menning, íslensk myndlist og vögguvísur
Víðsjá 24.1.2019
Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, hefur nokkrum sinnum á síðustu árum gefið út dagatalsbækur þar sem hægt er að koma böndum á tímann en jafnframt lesa upp kvenkyns heimsspekinga aftur í aldir og í samtíma okkar. Sigríður vill stunda markvissan uppgröft á þessum menningararfi sem oft á tíðum hefur fallið í skuggann.
Gauti Kristmannsson veltir fyrir sér draugverkjum og jafnvel flogum breska heimsveldisins sem birtast okkur í hinu snúna Brexitmáli. Gauti veltir fyrir sér menningarlegum skaða sem gæti tengst því máli og verið í uppsiglingu.
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir, sagnfræðingur, flytur hlustendum pistil um vögguvísur í sögulegu ljósi og spyr hversu raunverulegur menningararfur vögguvísunnar sé.
Við höldum áfram hér í Víðsjá að ræða það verkefni hvernig tiltekst að koma íslenskum listum út til hins stóra heims og nú beinum við sjónum að myndlistinni. Björg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar verður tekin tali um það verkefni, en myndlistin er vissulega öðruvísi “vara“ ef svo má segja en tónlist og bókmenntir til að mynda.
Umsjón Guðni Tómasson
1/24/2019 • 55 minutes
Myndlist og hreyfing, útilistaverk, tungumál, Hagþenkir og uppáhalds
Í upphafi þáttar er sagt frá tilnefningum til Hagþenkisverðlauna fyrir 2018.
Una Margrét Árnadóttir segir frá uppáhalds listaverkinu sínu. Myndlistarverki Ceal Floyer sem er bara hljóð sem er endurtekið í sífellu. Verkið hefur setið í Unu Margréti árum saman.
Starkaður Sigurðarson flytur hlustendum pistil um útilistaverk.
Ragnheiður Gyða Jónsdóttir hefur pistlaröð sína um tungumál.
Við förum í heimsókn í Kópavoginn, í glænýjan sýningarsal, Midpunkt í Hamraborg og skoðum sýninguna Hreyfing. Þar taka á móti okkur Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnason, annar tveggja aðstandenda salarins, og myndlistarmaðurinn Curver Thoroddsen sem er einn þeirra sem á verk á sýningunni Hrefying þar sem hægt er að njóta myndlistar og hreyfa sig í tækjum, hoppa á trambolíni, lyfta lóðum og svo framvegis.
Umsjón: Guðni Tómasson
1/23/2019 • 55 minutes
Mannorð fornra kappa, ljóðstafur Jóns úr Vör, Kópavogskrónika og Horfi
Í Víðsjá i dag verður að gefnu tilefni rætt við Illuga Jökulsson um ímynd fornra kappa í grárri forneskju Íslandssögunnar en tilefni umræðunnar skapaðist vegna orða sem féllu í Víðsjá í síðustu viku er vörðuðu Leif heppna Eiríksson og ímynd hans. Rætt verður við Brynjólf Þorsteinsson sem í gær hlaut viðurkenningu fyrir ljóð sín, nánar tiltekið Ljóðstaf Jóns úr Vör sem veittur er einu sinni á ári. Steinunn Inga Óttarsdóttir segir skoðun sína á Kópavogskróniku, fyrstu skáldsögu Kamillu Einarsdóttur og Þórdís Gísladóttir segir frá og les upp úr skáldsögu sinni Horfið ekki í ljósið, en sú bók er bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni.
Umsjón: Guðni Tómasson
1/22/2019 • 55 minutes
Berklar, súrdeig, Nýlistasafnið og íslenskar bókmenntir
Í Víðsjá dagsins verður rætt við Hrefnu Haraldsdóttur forstöðukonu Miðstöðvar íslenskra bókmennta um kynningu á íslenskum bókmenntum og dreifingu þeirra um hinn stóra heim.
Halla Þórlaug Óskarsdóttir sendir pistil frá Gautaborg þar sem súrdeig, arineldur og vináttan koma við sögu.
Nýlistasafnið verður einnig heimsótt og hugað að tveimur sýningum sem þar verða opnaðar í dag, en þar eru á ferðinni myndlistarmennirnir Bjarki Bragason, með sýninguna Þrjú þúsund og nýju ár, og Kolbeinn Hugi Höskuldsson með sýninguna Cryptonia One - A Beginning is a Very Delicate Time.
En við byrjum á því að hringja í Maríu Pálsdóttur til Akureyrar, þar sem hún stefnir á að opna safn um sögu berkla næsta sumar.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
1/17/2019 • 55 minutes
Lífið í Flóanum, pollur í Ameríku, bókasafn föður míns og NÚNA
Í Víðsjá dagsins verður Listasafn Árnesinga heimsótt og þar rætt við Ólaf Svein Gíslason myndlistarmann um sýninguna Huglæg rými þar sem gestir fá innsýn í líf Sigurðar Guðmundssonar (Denna) sem býr á Suður-Görðum í Gaulverjarbæjarhreppi.
Elísabet Brynhildardóttir myndlistarkona tekur áskorun Víðsjár og segir frá uppáhalds listaverkinu sínu. Við sögu kemur frosinn pollur í sumarhita.
Guðrún Baldvinsdóttir segir skoðun sína á bókinni Bókasafn föður míns eftir Ragnar Helga Ólafsson.
Og við heyrum í nýrri rödd í leiklistargagnrýni Víðsjár, Þorvaldur Sigurbjörn Helgason, segir okkur frá sýningunni Núna í Borgarleikhúsinu.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
1/16/2019 • 55 minutes
Skólavörðuholtið, Ástin Texas, Skúli fógeti, leikrit um dauðann og hug
Í þætti dagsins ætlum við að forvitnast um kennileiti í borginni sem hefur alla tíð verið staður innblásturs og háleitra hugmynda, Skólavörðuholtið. Kjartan Már Ómarsson, doktorsnemi í bókmenntafræði, skrifaði grein um holtið í nýjasta hefti Andvara, og hann mun segja okkur betru frá hér í lok þáttarins.
Við tökum Guðrúnu Evu Mínervudóttur einnig tali um hennar nýjustu bók, smásagnasafnið Ástin, Texas, sem er bók vikunnar á Rás1.
Andri M. Kristjánsson fjallar um nýjustu bók Þórunnar Jörlu Valdimarsdóttur, SKúli Fógeti: Faðir Reykjavíkur - saga frá átjándu öld, sem er tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka.
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir sagnfræðingur hefur á ný göngu sína sem pistlahöfundur okkar hér í Víðsjá, hún mun næsta misserið fjalla um allt milli himins og jarðar, en í dag er það dansinn sem á hug hennar allan.
En við byrjum á leikhúsinu. María Kristjánsdóttir sá einleikinn Ég dey eftir Charlottu Böving í Borgarleikhúsinu.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
1/15/2019 • 55 minutes
Metoo skopmyndir, nýjar leikhúsraddir, kvikmyndamiðstöð og Heklugjá
Í Víðsjá dagsins verður rætt við Laufeyju Guðjónsdóttur forstöðumann Kvikmyndamiðstöðvar Íslands um kynningu á íslenskri kvikmyndalist erlendis.
Borgarleikhúsið verður heimsótt og þrír ungir leiklistarhöfundar teknir tali, þau Hildur Selma Sigbertsdóttir, Matthías Tryggvi Haraldsson og Þórdís Helgadóttir, en þau taka öll þátt í verkefninu NÚNA 2019 sem frumsýnt verður annað kvöld undir leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur.
Einnig verður fjallað um sýninguna Oddhvassir blýantar í Gerðubergi þar sem alþjóðleg skopmyndagerð er skoðuð, en þar velta höfundarnir fyrir sér stöðu kvenna og metoo-hreyfingunni.
Auk þess segir Gauti Kristmannsson hlustendum frá skoðun sinni eftir lestur á skáldsögunni Heklugjá eftir Ófeig Sigurðsson.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
1/10/2019 • 55 minutes
UNESCO, Saga af rót, uppáhaldslistaverkið og einræðisherrann
Í dag ætlum við að huga að Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, en um síðustu áramót hættu bæði Bandaríkin og Ísrael formlega þátttöku sinni í samstarfinu. Á línunni frá Frakklandi verða Valdmar Tryggvi Hafstein prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands og Kristján Andri Stefánsson sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá UNESCO.
Listasalur Mosfellsbæjar verður heimsóttur en þar er myndlistarkonan Björg Örvar að sýna verk þessa dagana, á sýningunni Barnasaga/ Saga af Rót.
Gissur Páll Gissurarson, tenorsöngvari, kemur í heimsókn til að segja frá uppáhalds listaverki sínu, sem er marglaga myndlistarverk eftir einn af okkar þekktustu samtímalistamönnum.
Og María Kristjánsdóttir fjallar um jólasýningu Þjóðleikhússins, Einræðisherrann.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
1/9/2019 • 55 minutes
Vidjólist í Gerðarsafni, Tryggvi Ólafsson, Hundakæti, Gullöldin og Rík
Við sláum á þráðinn til Hjalteyrar og heyrum í Verksmiðjustjóranum þar, Gústafi Geir Bollasyni, en hann er annar sýningarstjóra sýningarinnar Ó, hve hljótt, sem opnuð verður í Gerðarsafni um næstu helgi.
Bók vikunnar á Rás1 þessa vikuna er bókin Hundakæti sem kom út nú fyrir jólin. Bókin hefur að geyma dagbækur náttúrufræðingsins og þjóðfræðingsins Ólafs Davíðssonar frá menntaskólaárum hans, árunum 1881 til 1884, og varpar hún óvæntu ljósi á reykvískan samtíma Ólafs, meðal annars ástarsambönd milli drengja. Það er Þorsteinn Vilhjálmsson sem annast útgáfuna og hann er gestur okkar í dag.
María Kristjánsdóttir segir frá upplifun sinni af sýningu Borgarleikhússins á Ríkharði III eftir Shakespeare og tónlistarmaðurinn Hallur Már kemur í heimsókn til að segja frá tónlistarverkefni sínu sem hann kallar Gullöldin.
En við byrjum á því að minnast mikils listamanns sem féll frá í síðustu viku, Tryggva Ólafssonar.
Umsjón Halla Harðardóttir og Guðni Tómasson.
1/8/2019 • 55 minutes
Fræðaannáll 2018
Í þættinum eru leikin brot úr aðeins örfáum þeirra viðtala sem tekin voru við fræðimenn á ýmsum sviðum menningar á árinu sem nú er nýliðið.
Samsetning: Guðni Tómasson
1/3/2019 • 55 minutes
Myndlistin á árinu 2018.
Myndlistarannáll Víðsjár. Nokkrar þær raddir sem komu við sögu í myndlistarumfjöllun Víðsjár á árinu 2018 koma við sögu í þessum myndlistarannál þáttarins.
Samsetning: Guðni Tómasson.
1/2/2019 • 55 minutes
Talsamband við útlönd
Víðsjá veltir í dag fyrir sér talsambandi við útlönd, þegar gripið verður niður í þáttinn Heims um ból sem Elín Pálmadóttir hafði umsjón með árið 1963. Þar hringdi Elín í nokkra Íslendinga víða um heim rétt fyrir jólin, einn í hverri heimsálfu. Hlustendur Víðsjár eru beðnir um að leggja við hlustir þrátt fyrir slæm gæði í talsambandinu. Um tónlistina sér Haukur Morthens en hún kemur öll af jóla- og barnalagaplötunni sígildu Hátíð í bæ.
Umsjón: Guðni Tómsson og Halla Harðardóttir.
12/27/2018 • 55 minutes
Sending frá járnbrautastöð, Hryggdýr, fyrirbærafræði, klukka sem ferða
Í Víðsjá dagsins sendir Halla Þórlaug Óskarsdóttir hlustendum sendingu af járnbrautarstöð í Svíþjóð, við sögu koma sænsk myndlistarkona og Einar Benediktsson skáld.
Andri M. Kristjánsson fjallar um ljóðabókina Hryggdýr eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur.
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir fjallar í pistli um tengslin milli rökhyggju og tilfinninga og vannýtta möguleika í menntakerfi landsmanna.
Og Víðsjá veltir líka fyrir tímans þunga nið í tilefni jóla auk þess sem meðlimir Blekfjelagsins lesa örsögur fyrir hlustendur.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
12/20/2018 • 55 minutes
Mynd um Matthías Johannessen, Að ljóði munt þú verða og Ástin Texas
Gauti Kristmannsson segir skoðun sína á smásagnasafninu Ástin, Texas eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur og Guðrún Baldvinsdóttir lýsir upplifun sinni af lestri nýrrar ljóðabókar Steinunnar Sigurðardóttur, Að ljóði muntu verða.
Rætt við Erlend Sveinsson kvikmyndargerðarmann um heimildarmyndina Þvert á tímann sem frumsýnd var um helgina og fjallar um Matthías Johannessen skáld og ritstjóra.
Auk þessa flytja meðlimir Blekfjelagsins jólaörsögur í þættinum.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
12/19/2018 • 55 minutes
Fegurðin, Keisaramörgæsirnar, Leifur Ýmir, örsögur og uppáhalds listav
Í þætti dagsins mun Árni Heiðar Karlsson, tónlistarmaður, segja hlustendum frá sínu uppáhaldslistaverki.
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, umhverfisheimspekingur, heldur áfram með pistlaseríu sína um upplifun okkar af fegurð og jólaörsögur Blekfjélagsins verða á sínum stað.
Steinunn Inga Óttarsdóttir fjallar um nýtt smásagnasafn Þórdísar Helgadóttur, Keisaramörgæsirnar og Inga Björk BJarnadóttir fjallar sýningu Leifs Ýmis Eyjólfssonar, sýninguna Handrit sem nú stendur yfir í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
12/18/2018 • 55 minutes
Nína Tryggva, Hafnarhúsið, jólatónleikar, Ungfrú Ísland
Í Víðsjá í dag segir Séra Henning Emil Magnússon frá sínu uppáhaldslistaverki, ljóði eftir bandarískan tónlistarmann og nóbelskáld, frá árinu 1974.
Rætt verður við Ólöfu K. Sigurðardóttur safnstjóra Listasafns Reykjavíkur um fyrirhugaðan flutning á listaverkasafni Nínu Tryggvadóttur til landsins og hugmyndir um breytingar á Hafnarhúsinu.
Hugað verður að jólatónleikum Rásar 1 sem teknir verða upp í Salnum að viðstöddum gestum á föstudagskvöld og sendir víða út víða um Evrópu á sunnudag, en þar kemur tónlistarhópurinn Nordic Affect fram. Halla Steinunn Stefánsdóttir listrænn stjórnandi hópsins verður tekin tali í þættinum.
Andri M. Kristjánsson fjallar um skáldsöguna Ungfrú Ísland eftir Auði Övu Ólafsdóttur og að lokum fá hlustendur sinn dagslega skammt af örsögum frá Blekfjelaginu á Jólaföstu.
12/13/2018 • 51 minutes, 34 seconds
Krullað og klippt, örsögur, RItgerð um sársaukann, Hans Blær, Hátt og
Í dag kemur út nýtt fræðirit á vegum Bókmenntafélagsins; Bókin Krullað og klippt - Aldarsaga háriðna á Íslandi eftir Báru Baldursdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur. Bókin var nýlega tilnefnd til Fjöruverðlaunanna í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Við ræðum við höfundana í þætti dagins.
Hlustendur fá að heyra hvað tveimur bókmenntarýnum Víðsjár finnst um tvær nýútkomnar bækur. Gauti Kristmannsson fjallar um skáldsöguna Hans Blær eftir Eirík Örn Norðdahl og Guðrún Baldvinsdóttir fjallar um skáldsöguna Ritgerð mín um sársaukann eftir Eirík Guðmundsson.
EIns og í öllum þáttum Víðsjár fram að jólum munu meðlimir í Blekfjelaginu, félagi ritlistarnema við Háskóla Íslands, flytja jóla-örsögur.
Og Starkaður Sigurðarson, myndlistarrýnir Víðsjár, segir frá heimsókn sinni á sýninguna Hátt og lágt - samtímalist frá Íslandi sem opnuð var á dögunum í Kaupmannahöfn.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
12/12/2018 • 55 minutes
Ísbíltúr með Friðgeiri Einarssyni, Að ljóði munt þú verða, 16 elskendu
Í þætti dagsins verður farið á rúntinn með rithöfundinum Friðgeiri Einarssyni, en hann gaf nýverið út smásagnasafnið Ég hef séð svona áður.
Einnig verður rætt við Steinunni Sigurðardóttur um hennar nýjustu ljóðabók, Að ljóði munt þú verða, en hún er bók vikunnar á Rás1.
Steinunn Inga Óttarsdóttir rýnir í nýjustu skáldsögu Bergsveins BIrgissonar, Lifandi lífslækur.
María Kristjánsdóttir segir frá sinni upplifun af Íslendingasögum sem fluttar voru í Hörpu á 100 ára afmæli fullveldisins, og nýju leikverki 16 elskenda, Leitin að tilgangi lífsins.
Og Blekfjélagið verður á sínum stað með jólaörsögur.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
12/11/2018 • 55 minutes
Högna Sigurðardóttir, Skarphéðinn Dungal, akademían í Svíþjóð og örsög
Pétur Ármannson arkitekt er gestur Víðsjár í dag en hann er nýkominn heim frá París þar sem merkilegar teikningar eftir Högnu Sigurðardóttur arkitekt fundust nýverið. Pétur segir frá ferðalaginu og verkum Högnu í þættinum.
Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygering eru einnig gestir þáttarins en þau voru nýverið tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir söguna af Skarphéðni Dungal, flugunni sem setti fram nýjar kenningar um eðli alheimsins.
Blekfjélagið, félag ritlistarnema við Háskóla Íslands verður einnig á sínum stað með aðventuörsögu, eins og í hverjum þætti fram að jólum.
Og í þættinum berast einnig fréttir frá Svíþjóð en í vikunni lengdi áfrýjunardómstóll Svíþjóðar dóm kúltúrprófílsins svokallaða.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
12/6/2018 • 55 minutes
Kirkjur landsins, Listamannalaun, örsögur, Hann og hún og uppáhaldslis
Við hugum að einni stærstu ritröð íslenskrar menningarsögu á síðustu árum, Kirkjur Íslands. Við ræðum við Þorstein Gunnarsson arkitekt og formann ritnefndar þegar við heimsækjum þjóðminjasafnið, þar sem opnaðar voru nýverið þrjár nýjar sýningar um kirkjur landisns.
Gauti Kristmannsson fjallar Listamannalaun eftir Ólaf Gunnarsson og Ragnar Ísleifur Bragason flytur pistil sem hann kallar Hann og hún.
Aldís Rut Gísladóttir, guðfræðingur, tekur við áskorun vikunnar og segir frá sínu uppáhaldslistaverki og við heyrum þrjár örsögur frá Blekfjélaginu, Félagi ritlistarnema við Háskóla Íslands.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
12/5/2018 • 55 minutes
Heklugjá, Orðaþvaður, Guðsbréf, Rejúníon og Blekfjélagið.
Í þætti dagsins er rætt við Leif Ými Eyjólfsson sem sýnir um þessar mundir orð og setningabrot á leirtöflum í Listasafni Reykjavíkur. Sýningin kallast Handrit og á henni veltir Leifur fyrir sér merkingu og notkun tungumálsins.
Einnig er rætt við Ófeig Sigurðarson rithöfund um nýja skáldögu hans, Heklugjá, en hún er bók vikunnar á Rás1.
María Kristjánsdóttir rýnir í leikverkið Rejúníón sem frumsýnt var um liðna helgi í Tjarnarbíó og fluttar verða þrjár örsögur frá Blekfjélaginu, Félagi ritlistarnema við Háskóla Íslands.
En þátturinn hefst á bréfi sem var skrifað um miðja 20. öld.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Guðni Tómasson.
12/4/2018 • 55 minutes
Hliðræn snjókorn, Ljónið, Hönnunarsafnið, Blekfjelagið og Fullveldið
Við lítum inn á sýningu í Bismút galleríi við Hverfisgötu, en þar sýnir Atli Bollason silkislæður með mynstri sem hann vinnur upp úr snjókornum af sjónvarpsskjá.
Steinunn Inga Óttarsdóttir rýnir í skáldsöguna Ljónið eftir Hildi Knútsdóttur
Við sláum á þráðinn til Hönnunarsafnsins, sem setur upp forvitnilega sýningu á Instagram í tilefni af fullveldisafmæli þjóðarinnar.
Blekfjelagið, félag ritlistarnema við Háskóla Íslands, hefur undanfarin ár lesið inn örsögur í Víðsjá í aðdraganda jólanna. Í dag verður hefðin tekin upp að nýju og að þessu sinni eru það Anna Björg Siggeirsdóttir, Þórunn Júlíusdóttir og Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir sem lesa einnar mínutu langa sögu hver.
En við byrjum á fullveldinu.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
11/29/2018 • 55 minutes
Keisaramörgæsir, nýjir íslenskir fánar, Insomnia, kvenfólk og uppáhald
Við ræðum við Þórdísi Helgadóttur skáld um hennar fyrstu bók, Keisaramörgæsirnar, sem kom út á dögunum.
Einnig verður rætt við grafíska hönnuðinn Hörður Lárusson og myndlistarkonuna Elínu Hansdóttur um nýja fána fyrir íslenska þjóð.
María Kristjánsdóttir, fjallar um tvær sýningar í þætti dagsins, Kvenfólk í Borgarleikhúsinu og Insomniu í Þjóðleikhúsinu.
Og að lokum mun Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri kúabænda, segja frá sínu uppáhaldslistaverki.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
11/28/2018 • 55 minutes
Laumulist, Hið heilaga orð, Sjálfvirkni og Bandalag íslenskra listaman
Við setjumst niður á grjónapúða með kaffibolla í Nýlistasafninu, en í dag opnar Laumulistasamsteypan þar sýninguna Kaffipásu. Við ræðum við Ásgerði Birnu Björnsdóttur, einn af stofnendum Laumulistasamsteypunnar, og nokkra meðlimi samsteypunnar, yfir rjúkandi bolla og fáum að heyra af Kaffipásu sem stendur yfir í 6 daga.
Sigríður Hagalín segir frá skáldsögu sinni Hið heilaga orð, en hún er bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni.
Inga Björk Bjarnadóttir myndlistarrýnir Víðsjár segir frá upplifun sinni af sýningunni Sjálfvirk eftir Söru Riel og að endingu verður Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, gestur þáttarins. Við ræðum við hann um menningarpólitík og áherslur bandalagsins.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
11/27/2018 • 55 minutes
Mannlíf milli húsa, Svejk, hýbýli listamanna og tónlistarhátíð Rásar1
Í Víðsjá í dag verður rætt við Önnu Maríu Bogadóttur, lektor í arkitektúr við Listaháskóla Íslands, en hún gaf nýverið út bókina Mannlíf milli húsa eftir Jan Gehl. Rætt verður við Önnu Maríu um hugmyndir Gehls um almenningsrýmið og hvernig þær hafa haft áhrif á borgir eins og Kaupmannahöfn og Reykjavík.
Halla Þórlaug Óskarsdóttir sendir hlustendum pistil frá Svíþjóð og veltir fyrir sér húsum látinna listamanna.
Við heyrum einnig í Finni Karlssyni og Þuríði Jónsdóttur en þau eru meðal fjögurra tónskálda sem eiga verk á Tónlistarhátíð Rásar 1 - Efnið og andinn sem fer fram í Hörpu annað kvöld og verður jafnframt í beinni útsendingu.
Eins og dyggir hluste ndur Rásar 1 hafa eflaust þegar orðið varir við, þá hófst lestur nýrrar kvöldsögu hér á rásinni á þriðjudag, en þar er um að ræða löngu sígildan upplestur Gísla Halldórssonar á þýðingu Karls Ísfells á sögu Jaroslavs Haseks á góða dátanum Svejk. Í útvarpsþáttum frá 1989 fjallaði bókmenntafræðingurinn Friðrik Rafnsson um austur-evrópskrar bókmenntir og í einum þáttanna fjallaði hann saman um sögupersónurnar Josef K, úr réttarhöldum Frans Kafka, og Góða dátan Svejk, en þeir Kafka og Hasek fæddust báðir 1883 í Prag. Við hér í Víðsjá leyfum okkur að grípa á nokkrum stöðum niður í þennan þátt Friðriks úr safni útvarpsins.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
11/22/2018 • 55 minutes
Móðirin í Grafarvogskirkju, Ísak Harðarson, Sinfónískar konur og ástin
Í Víðsjá dagsins verður myndlistarkonan Kristín Gunnlaugsdóttir sótt heim en verk hennar, Móðirin frá árinu 2012, hangir nú uppi í kapellunni í Grafarvogskirkju. Rætt er við Kristínu um verkið sem vekur meðal annars upp spurningar um sköp kvenna sem tabú í samfélaginu en einnig stöðu konunnar innan kirkjunnar.
Gauti Kristmannson sér um bókarýni dagsins, sem í þetta sinn fjallar um nýjustu ljóðabók Ísaks Harðarsonar, Ellefti snertur af yfirsýn.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands mun um helgina efna til tónleika undir nafninu Sinfónískar konur í tilefni aldarafmælis Jórunnar Viðar, undir stjórn Hallfríðar Ólafsdóttur. Nánar verður rætt um tónleikana við Hallfríði í þætti dagsins.
Og að lokum er rætt við bassasöngvarann Andra Björn Róbertsson sem heldur tónleika í Tíbrár-tónleikaröð Salarins annað kvöld ásamt píanóleikaranum Edwige Herchenroder.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
11/21/2018 • 55 minutes
Einar Jónsson, díva 20.aldarinnar, Ellefti snertur af yfirsýn, landsla
Í Víðsjá er rætt við Ólaf Kvaran, prófessor í listasögu, um nýútgefna bók hans um Einar Jónsson. Það er Hið íslenska bókmenntafélag sem gefur út bókina, sem kallast Einar Jónsson myndhöggvari: Verk, táknheimur og menningarsögulegt samhengi.
Einnig verður rætt við rithöfundinn Ísak Harðarson, um nýútgefna ljóðabók hans, Ellefti snertur af yfirsýn, en hún er bók vikunnar á Rás1.
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, umhverfisheimspekingur, flytur sinn fjórða pistil í pistlaseríu sinni um landslag og fegurð og að lokum verður rætt við Brynhildi Einarsdóttur, kennara í Menntaskólanum við Sund, um það listaverk sem hefur hafst hvað mest áhrif á hana. Við ætlum ekki að gefa uppi hvaða listaverk um er að ræða, en ein mesta díva 20.aldarinnar kemur þar mikið við sögu.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
11/20/2018 • 55 minutes
Flóra Íslands, Snjáldurmúsarmúmían, Nýlistasafnið, Sextíu kíló af sóls
Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði, er gestur Víðsjár í dag, en hún er einn höfunda nýútgefinnar Flóru Íslands. Þóra segir meðal annars frá sérstöðu íslenskrar flóru og hvaða áhrif loftslagsbreytinga gætu haft á hana.
Við lítum til Vínarborgar í þætti dagsins, en Listasögusafnið þar í borg opnaði nýverið sýninguna „Snjáldurmúsamúmían og aðrar gersemar“ sem leikstjórinn Wes Anderson setti saman ásamt eiginkonu sinni, rithöfundinum Juman Malouf.
Steinunn Inga Óttarsdóttir, bókmenntarýnir Víðsjár, segir frá sinni upplifun af nýjustu skáldsögu Hallgríms Helgasonar, Sextíu kíló af sólskini.
Og við heyrum í tveimur af tónskáldunum sem fram koma á Tónlistarhátíð Rásar 1 í Kaldalóni í Hörpu þann 23.nóvember; þeim Valgeiri Sigurðssyni og Halldóri Smárasyni. Þemað þar eins og í verkefninu öllu er, eins og hlustendur heyrðu af hér fyrr í vikunni, “Efnið og andinn“.
En við byrjum á sendingu frá Nýlistasafninu, okkur hafa borist mánaðarlegir pistlar í tilefni af fertugasta afmælisári safnsins. Að þessu sinni er það myndlistarkonan Anna Líndal sem kveður sér hljóðs.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
11/15/2018 • 53 minutes, 24 seconds
Meetoo og guðfræðin, Buster Keaton og Svanur, Róf og uppáhaldsverkið.
Arnfríður Guðmundsdóttir, prestur og guðfræðingur, kemur í þáttinn og segir frá áhrifum Meetoo-byltingarinnar á guðfræðina, en Arnfríður hélt erindi um efnið á málþingi Guðfræði -og trúarbragðardeildar Háskóla Íslands á mánudaginn.
Auður Jónsdóttir rithöfundur segir frá listaverki sem hafði fyrir ekki svo löngu djúpstæð áhrif á hana og fyrir valinu verður þýsk kvikmynd.
Starkaður Sigurðarson, myndlistarrýnir þáttarins, mætir líka í heimsókn og rýnir í Róf, sýningu Haralds Jónssonar á Kjarvalstöðum.
En við byrjum á nærri 100 ára gamalli kvikmynd sem sýnd verður við lifandi undirleik heillrar lúðrasveitar á bíótónleikum í Norðurljósum í Hörpu klukkan 14 á laugardag. Þar er lúðrasveitin Svanur á ferðinni með sígilda þögla kvikmynd Busters Keaton frá árinu 1926. Sveitin verður þar undir stjórn Carlosar Caro Aguilera og flytur nýja tónlist við myndina eftir tónlistarmanninn Davíð Þór Jónsson sem einnig leikur með sveitinni á píanó.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
11/14/2018 • 53 minutes, 28 seconds
Íslensku fornritin, Tvískinnungur, Kristur í Eboli, Ófullkominn maður,
Halla Oddný Magnúsdóttir verður viðmælandi okkar í þætti dagsins, en hún mun segja frá tónlistarhátíð Rásar 1 sem haldin verður í Hörpu þann 23. nóvember næstkomandi, þar sem frumflutt verða fjögur ný verk eftir íslensk tónskáld.
María Kristjánsdóttir kemur í stúdíó til okkar með rýni á Tvískinnung, nýtt íslenskt leikverk eftir Jón Magnús Arnarson, sem frumsýnt var um liðna helgi í Borgarleikhúsinu.
Bók vikunnar að þessu sinni er ítölsk og frá árinu 1947, Kristur nam staðar í Eboli eftir ítalska málarann, lækninn og rithöfundinn Carlo Levi. Við heyrum lestur úr bókinni í þættinum fáum svo að heyra hvað Stefano Rosatti, aðjúnkt í ítölsku við Háskóla Íslands, hefufr um bókina að segja.
Ragnar Ísleifur Bragason flytur pistil sem að þessu sinni fjallar um ófullkomnan mann og við fáum Ragnar líka til að segja okkur frá sviðslistahátíðinni Everybodys Spectacular sem hefst á morgun, miðvikudag, en Ragnar Ísleifur verður þar með nýtt verk sem fjallar um dag í lífi gamals manns.
En fyrsti gestur Víðsjár er Þorleifur Hauksson íslenskufræðingur sem ætlar núna kl. 17 að deila hugleiðingum sínum og reynslu um handritaarfinn í Árna Magnússonar fyrirlestri í Norænahúsinu. Við hittum Þorleif og spurðum í hann út í fyrstu reynslu hans af vafstri með þennan merka arfi.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
11/13/2018 • 55 minutes
Boekie Woekie, Uppáhaldslistaverkið, stjórnarskrá Íslands og Sinfóníuh
Við sláum á þráðinn til Tokyo og heyrum í samferðarfólki Sinfóníuhljómsveitar Íslands og tónleikagestum á einum af tónleikum sveitarinnar í landi hinnar rísandi sólar. Og Víðsjá fer víðar í dag, í bókabúðina Boekie Woekie í Amsterdam. Rúna Þorkelsdóttir, eigandi búðarinnar, segir í þættinum frá sögu búðarinnar sem hefur verið starfrækt þar í borg frá árinu 1986.
Leikkonan og rithöfundurinn Þóra Karítas Árnadóttir kemur í þáttinn og segir frá sínum uppáhaldslistaverkum og Ólafur Ólafsson myndlistarmaður segir frá vinnustofu sem hann og Libia Castro starfræktu í tengslum við nýafstaðna Cycle hátíð þar sem nýtt myndlistar- og tónlistarverk er í smíðum og þar sem texti verksins kemur úr nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
11/8/2018 • 52 minutes, 52 seconds
Lífið er leikfimi á Akureyri, Birgitta Spur og safn Sigurjóns Ólafsson
Í þætti dagsins verður Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara, sótt heim i Listasafn Sigurjóns. Birgitta bauð upp á kaffi á notalegu heimili sínu sem stendur við hlið safnsins sem hún stofnaði fyirr 30 árum síðan. Við ræddum sýninguna Tengingar sem nú stendur yfir í tilefni afmælis safnsins en einnig lífið í Laugarnesi og sambýlið með verkunum.
Víðsjá forvitnast einnig um óvenjulega sýningu sem opnuð var í Listasafninu á Akureyri um síðustu helgi, en það er yfirlitssýning á verkum Arnar Inga Gíslason sem er í raun þriggja mánaða gjörningur um hvernig bók verður til. Halldóra Arnardóttir sýningarstjóri og dóttir myndlistarmannsins verður fyrir svörum um verkefnið sem ber yfirskriftina Lífið er leik-fimi.
Hlustendur heyra einnig hvað Gauti Kristmannson hefur að segja um nýja þýðingu Einars Thoroddsen á Víti úr Gleðileiknum guðdómlega eftir Dante.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
11/7/2018 • 53 minutes, 29 seconds
Jarðhæð í Listasafni Reykjavíkur, Minningar Jakobínu Sigurðardóttur, f
Í þætti dagsins er rætt við myndlistarmanninn Ingólf Arnarsson sem sýnir nú ný verk á einkasýningu í Listasafni Reykjavíkur. Einnig verður rætt við Ástráð Eysteinsson prófessor í bókmenntafræði um Jakobínu Sigurðardóttur og hennar síðasta verk, minningarbókina Í barndómi frá árinu 1994, sem er bók vikunnar á Rás1. Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, umhverfisheimspekingur, fjallar um fegurð, landslag og líkama í pistli dagsins, en við byrjum á því að forvitnast um sýningu sem nú stendur yfir í New-York þar sem ein stærsta safnaeign Bandaríkjanna er skoðuð í feminísku ljósi.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
11/6/2018 • 55 minutes
Hönnun í kvikum heimi, Í myrkri, Hningnun á Íslandi og Sálumessa
Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstövar, og Hrólfur Karl Cela, arkitekt, verða gestir þáttarins í dag. Halla og Hrólfur eru meðal þeirra sem taka til máls í Veröld, húsi Vigdísar, á morgun á málþingi um hönnun í kvikum heimi, þar sem litið verður til baka á hönnun í íslensku samhengi árin eftir Hrun, en Hönnunarmiðstöð, líkt og hrunið, á 10 ára afmæli á árinu.
Við heyrum í Yrsu Roca Fannberg, kvikmyndagerðakonu, en hún er ein þeirra sem halda utan um mánaðarlegar kvikmyndasýningar í Kling og Bang. Sýningarnar, sem kallast í myrkri, standa yfir um háveturinn og hefjast að nýju í kvöld.
Steinunn Inga Óttarsdóttir, bókmenntarýnir Víðsjár, fjallar um Sálumessu í dag, nýjustu ljóðabók Gerðar Kristnýjar.
Og við veltum fyrir okkur söguskoðun og goðsögnum, ræðum við Axel Kristinsson sagnfræðing sem nýlega sendi frá sér bókina Hnignun, hvaða hnignun? sem fjallar um goðsögnina um niðurlægingartímabilið í sögu Íslands á tímabilinu 1400-1800. Hversu slæmt höfðum við það eiginlega á þessu tímabili?
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
11/1/2018 • 55 minutes
Verðlaun Norðurlandaráðs og Samþykki
Í gærkvöldi bárust okkur Íslendingum þau gleðitíðindi að tveir Íslendingar hlutu í ár verðlaun Norðurlandaráðs, þau Auður Ava Ólafsdóttir í flokki bókmennta fyrir skáldsögu sína Ör og Benedikt Erlingsson í flokki kvikmynda fyrir kvikkmyndina Kona fer í stríð.
Af því tilefni ætlum við að helga þáttinn í dag þessum listamönnum en við byrjum á því að heyra leikhúsgagnrýni, María Kristjánsdóttir fór að sjá leikverkið Samþykki eftir Ninu Raine í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur sem var frumsýnt síðastliðinn föstudag.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
10/31/2018 • 55 minutes
Dagur Sigurðarson, Skandinavismi, Hægara pælt en kýlt og listahátíðin
Mál og menning hefur nú gefið út ritsafn Dags Sigurðarsonar, verk frá árunum 1957 til 1994, og af því tilefni munum við grípa niður í viðtal við Dag frá árinu 1990 í þætti dagsins. Í viðtalinu segir Dagur meðal annars frá sambandi sínu við föður sinn, uppvexti sínum í Reykjavík, ferðalögum til útlanda og viðbrögðum Reykvíkinga við skáldverkum sem þóttu klámfengin og sjokkarandi.
Inga Björk Bjarnadóttir, sem nú hefur bæst í hóp myndlistarrýna Víðsjár, mun segja frá segja frá sinni upplifun af listahátíðinni Cycle, sem haldin var víðsvegar um Kópavog og Reykjavík um liðna helgi.
Við ræðum við Magneu Matthíasdóttir, rithöfund og þýðanda, um hennar fyrstu skáldsögu, Hægara pælt en kýlt frá árinu 1978, en hún er bók vikunnar á Rás1.
En Víðsjá dagsins byrjum við á að huga að Skandinavisma, hugmyndum um sameinuð Norðurlönd og skoðunum Gunnars Gunnarssonar rithföundar í þeim efnum á þriðja áratug 20. Aldar. Málþing um Skandinavisma og fullveldi verður haldið í Norræna húsinu á fimmtudaginn næsta kl. 14. Það er Gunnarstofnun sem stendur fyrir málþinginu þar sem æltuni er að ræða um sameingu norðurlanda og fullveldi Íslands í fortíð og framtíð. Á málþinginu mun bókmenntafræðingurinn Jón Yngvi Jóhannsson taka til máls, sem jafnframt er ævisagna ritari Gunnars Gunnarssonar. Við hittum Jón Yngva og spurðum hann út í þetta hugtak Skandinavisma, sem maður heyrir vissulega ekki af á hverjum degi.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
10/30/2018 • 55 minutes
Cycle hátíðin - Selma Guðmundsdóttir - myndlist í Reykjavík, New York
Cycle listahátíðin er sett í dag og stendur og fram á sunnudag. Guðný Guðmundsdóttir stjórnandi hátíðarinnar og sýningarstjórinn Jonathan Habib Enquist líta við og segja okkur frá hátíðinni.
Selma Guðmundsdóttir píanóleikari verður tekin tali um útgáfuna Quo Vadis? sem innheldur upptökur með leik hennar allt aftur til ársins 1972.
Sagt verður frá tveimur athyglisverðum sýningum í New York og London þar sem myndlist Hilmu af Klint og Anni Albers fær að njóta sín. Verk Hilmu í Guggenheim safninu í stóra eplinu en verk Anni gefur að líta í Tate Modern við Thames á.
Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi flytur pistil í tilefni af mánuði myndlistar og frá Gautaborg berst hlustendum sending frá Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur um Fucking Åmål.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
10/25/2018 • 55 minutes
Skaftfell 20 ára, Þrymskviða Jóns Ásgeirssonar, uppáhaldslistaverkið o
Víðsjá 24.10.2018
Umsjón Guðni Tómasson
Víðsjá fer í heimsókn í Neskirkju þar sem æfingar standa yfir vegna flutnings á gamanóperunni Þrymskviðu eftir Jón Ásgeirsson en verkið er fyrsta íslenska óperan, frumsýnd árið 1974. Þrymskviða verður sýnd í Norðurljósasal Hörpu á föstudag og laugardag en í þættinum verða leikstjórinn, Bjarni Thor Kristinsson, og hljómsveitarstjórinn, Gunnsteinn Ólafsson, teknir tali.
Skaftfell, myndlistarmiðstöð austurlands, fagnar í ár 20 ára starfsafmæli. Skaftfell hefur af því tilefni efnt til sýninga og viðburða undanfarna mánuði. Tinna Guðmundsdóttir, forstöðukona Skaftfells, verður á línunni í þætti dagsins.
Ragnar Ísleifur Bragason flytur pistil um Konu sem fer.
Ingibjörg Magnadóttir myndlistarkona verður einnig gestur þáttarins í dag, en hún ætlar að segja hlustendum Víðsjár frá sínu uppáhalds listaverki. Verki sem tengist fjölskyldu hennar og Eyrarbakka.
10/24/2018 • 55 minutes
Hulda Vilhjálmsdóttir, Með gat á hjartanu, Sæluvíma og Katrínarsaga.
Í Víðsjá í dag verður litið í vinnustofuheimsókn til Huldu Vilhjálmsdóttur myndlistarkonu, en Hulda er ein þeirra fjögurra myndlistarmanna sem tilnefndir voru til Íslensku myndlistarverðlaunanna í ár.
Steinunn Inga Óttarsdóttir rýnir í nýjustu skáldsögu Halldóru Thoroddsen, Katrínarsögu.
Við ræðum við Maríu Rán Guðjónsdóttur,þýðanda og bókaútgefanda, um skáldsöguna Sæluvímu eftir Lily King sem er bók vikunnar á Rás1.
En við byrjum á íslenskri leikritun, lifandi flutningi á útvarpsleikriti frammi fyrir áhorfendum. "Með gat á hjartanu í laginu eins og Guð" heitir verk eftir Jón Atla Jónasson sem Útvarpsleikhúsið tekur upp í Borgarleikhúsinu í kvöld fyrir framan áhorfendur, í leikstjórn Egils Heiðars Antons Pálssonar.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
10/23/2018 • 52 minutes, 59 seconds
Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar, Sara Riel, Einar Þorsteinn Ás
Fyrir um klukkustund voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar en 60 óbirt handrit að ljóðabók bárust í samkeppnina að þessu sinni. Verðlaunin hlýtur að þessu sinni rithöfundurinn Haukur Ingvarsson.
Sjálfvirk / Automatic heitir sýning sem opnuð verður á laugardag í Kling og Bang úti á granda. Þar er á ferð einkasýning Söru Riel sem við ræðum við í þætti dagsins.
Ingi Þór Jónsson, markaðs- og þjónustustjóri Listasafns Íslands, flytur hlustendum pistil í tilefni af mánuði myndlistarinnar sem nú stendur yfir.
Myndlistarmaðurinn Ólafur Elíasson er í þessum töluðum orðum að byrja að segja frá samstarfi sínu við við Einar Þorstein Ásgeirsson arkitekt og stærðfræðing í fyrirlestri í Hönnunarsafni Íslands. Einar var fæddur árið 1942 en lést árið 2015 en þeir Ólafur og hann unnu náið saman að ýmsum verkum víða um heim, en líklegast er þekktasta verkið hér á landi glerhjúpur tónlistarhússins Hörpu.
Við gríum niður í 10 ára gamlan þátt þar sem Einar Þorsteinn sagði frá samstarf þeirra félaga: Þetta er úr öðrum af tveimur þáttum sem hétu Í átt að regnboga og Guðni hafði umsjón með þegar hann hélt til Berlínar og ræddi við Ólaf um verk hans, en hitti líka Einar Þorstein í vinnustofunni.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
10/18/2018 • 52 minutes, 55 seconds
Smásögur heimsins, uppáhalds listaverk, umhverfispistill og bandarísku
Út er komið þriðja bindi af ritsafninu Smásögur heimsins, bindið hefur að geyma sögur frá Asíu og Eyjaálfu. Það eru þau Jón Karl Helgason, Kristín Guðrún Jónsdóttir og Rúnar Helgi Vignisson sem hafa umsjón með útgáfunni en við ræðum við Rúnar Helga í þætti dagsins.
Við heimsækjum Berg Contemporary galleríið við Klapparstíg þar sem bandaríski listmálarinn John Zurier verður tekinn tali en sýning með verkum hans var opnuð í galleríinu um síðustu helgi. Zurier dvelur nokkra mánuði á ári hér á landi og kallar sýningun sína Stundum (yfir mig fjallið).
Ragnheiður Gestsdóttir myndlistarkona tekur áskorun vikunnar og velur sitt uppáhalds listaverk og Guðbjörg Jóhannesdóttir umhverfisheimspekingur flytur hlustendum sinn annan pistil.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
10/17/2018 • 52 minutes, 59 seconds
Spænska veikin, Borg, Griðastaður, Fjölskyldumyndir og Nýlistasafnið.
Ragna Sigurðardóttir segir frá og les úr skáldsögu sinni Borg frá árinu 1993, en hún er bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni.
María Kristjánsdóttir segir skoðun sína á sýningunni Griðastaður sem nú er sýnd í Tjarnarbíói. Þar leikur Jörundur Ragnarsson í einleik Magnúsar Tryggva Haraldssonar.
Ljósmyndarinn Ari Magg verður tekinn tali um sýninguna Fjölskyldumyndir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur þar sem verk eftir margar kynslóðir ljósmyndara innan sömu fjölskyldunnar koma saman.
Birkir Karlsson safneignarfulltrúi Nýlistasafnsins pistil um safnið í tilefni af fjörtíu ára afmæli safnsins.
Erla Dóris Halldórsdóttir hjúkrunarkona og sagnfræðingur hélt í dag fyrirlestur ásamt Magnúsi Gottfreðsson, smitsjúkdómalæknir, „Áhrif spænsku veikinnar á barnshafandi konur á Íslandi árið 1918“ kallaðist hann. Erla Dóris leit við hjá okkur og sagði okkur betur frá þessum hóp kvenna, en dánartíðni þeirra var allt að 37% í spænsku veikinni.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
Í dag hefst alþjóðlega barnabókahátíðin “Út í mýri“ í Norræna húsinu. Af því tilefni heimsækjum við einn af heiðursgestum hátíðarinnar, Sigrúnu Eldjárn, og fáum að heyra af nýútkominn bók hennar, Silfurlyklinum. Einnig hittum við nokkra 10 ára krakka og heyrum þeirra skoðun á góðum bókmenntum.
Við skundum niður í miðbæ og hittum Báru Kristinsdóttur ljósmyndara í gallerí Ramskram við Njálsgötu, en það er eina galleríið í Reykjavík sem helgar sig samtímaljósmyndun.
Hún ætlar að segja okkur frá uppboði á ljósmyndum sem fer fram í galleríinu á morgun, föstudag.
Halla Þórlaug Óskarsdóttir sendir okkur pistil frá Svíþjóð. Í dag ætlar hún að fjalla um undirbúning ef stríð skellur á.
Árni Heimir Ingólfsson kemur í heimsókn og segir okkur frá áhrifum Wagners á Jón Leifs, tónsköpun hans og hugmyndafærði en Árni Heimir mun flytja erindi um efnið í Hannesarholti á laugardag.
En byrjum á pistli frá Brynjari Jóhannesyni í tilefni af Mánuði myndlistar.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
Á Menntakviku, árlegri ráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, sem sett verður á morgun, munu um 200 fræðimenn kynna rannsóknir sínar. Rætt er við Rannveigu Björk Þorkelsdóttur, doktor í kennslufræði leiklistar, um gildi leiklistarkennslu og innleiðingu hennar í aðalnámsskrá grunnskóla.
Gauti Kristmannsson fjallar um nýjustu skáldsögu Gyrðis Elíassonar, Sorgarmarsinn, og Curver Thoroddsen segir hlustendum frá sínu uppáhaldslistaverki, verki sem hann heillaðist af þegar hann var í myndlistarnámi í New York.
Við heyrum af bandarískri listakonu sem gerði út á endurtekningu, eftiröpun og endurmótun, jafnvel hugverkastuld myndu sumir segja og að endingu verður endurmótaður Bach á fóninum.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
10/10/2018 • 55 minutes
Garðasaga Íslands, dýrahringur Stockhausens, íslenskar fornsögur og H
Að búa til ofurlítinn skemmtigarð er nafn á nýrri bók sem Hið íslenska bókmenntafélag gaf út á dögunum. Bókin fjallar um sögu og þróun garðhönnunar og landslagsarkitektúrs á Íslandi. Höfundurinn, Einar Sæmundssen landslagsarkitekt, verður gestur okkar.
Við fjöllum um Dýrahring Karlheinz Stockhausens, tónverk sem upphaflega var samið fyrir spiladósir og Árni Björnsson þjóðháttafræðingur segir okkur skoðun sína á þeirri spurningu hvers vegna íslenskar fornsögur voru ekki skrifaðar á latínu.
Bók vikunnar að þessu sinni er Hjalti litli eftir Stefán Jónsson, barnabók frá árinu 1948 sem á sérstakan stað í hjarta margra, en sem er kannski ekki síður fullorðinsbók, eins og Silja Aðalsteinsdóttir mun segja frá í spjalli í þættinum.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
10/9/2018 • 55 minutes
Mánuður myndlistar, Dunganon, fagurfræði náttúrunnar og Skiptidagar Gu
Október er mánuður myndlistar og Katrín Helena Jónsdóttir er verkefnastjóri þessa verkefnis sem Samtök íslenskra myndlistarmanna standa fyrir. Katrín Helena segir okkur frá og og myndlistarkonan Margrét Blöndal flytur hlustendum fyrsta hugskeytið af fjórum sem hlustendur Víðsjár fá að heyra í tilefni af mánuði myndlistar.
Guðbjörg Jóhannesdóttir umhverfisheimspekingur kveður sér hljóðs og flytur sinn fyrsta pistil hér í Víðsjá um fagurfræði náttúrunnar.
Og við lítum við í Listasafni Íslands þar sem starfsmenn eru í óðaönn að ljúka við uppsetningu á nýrri sýningu á verkum Karls Einarssonar Dunganon. Rætt verður við Hörpu Björnsdóttir sýningarstjóra.
Á dögunum kom út bókin Skiptidagar - Nesti handa nýrri kynslóð. Höfundur hennar er Guðrún Nordal, forstöðukona Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Við heimsóttum Guðrúnu Nordal og spurðum fyrst um hvernig hugmyndin kom til, en ræturnar liggja áratug aftur í tímann, aftur í lætin sem þá voru að byrja í íslensku samfélagi.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
10/4/2018 • 55 minutes
Skítugir en kurteisir Íslendingar, Gunnar Kvaran sellóleikari, enskt l
Við ræðum við Önnu Agnarsdóttur, prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands, um ferðabækur Englendinga fyrr á öldum og þá sýn sem þar birtist á hefðum og venjum Íslendinga. Anna heldur fyrirlestur um efnið á málþingi Félags um átjándu aldar fræði sem nefnist Kveðjur og kurteisi á átjándu og nítjándu öld. Málþingið verður í Þjóðarbókhlöðu næstkomandi laugardag.
Bertel Ólafsson, forritari og tónlistarmaður, verður einnig gestur þáttarins en hann ætlar að segja hlustendum frá sínu uppáhalds listaverki. Við heyrum sígildri plötu sem tengist miðjarðarhafseyjunni Ibiza.
Og Ragnar Ísleifur Bragason flytur pistil dagsins, sem að þessu sinni fjallar um mann sem ferðast í strætisvagni og konu með mikinn varalit. En þátturinn hefst á spjalli við Gunnar Kvaran sellóleikara,sem verður með tónleika í Hannesarholti í kvöld.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
10/3/2018 • 55 minutes
Tíminn og jöklarnir, fáránleiki í leikhúsinu, Mótþrói, Fjallið í Kaupm
Við ræðum við Andra Snæ Magnason um nýja bók sem hann er með í smíðum, og fyrirlestur tengdan henni sem Andri mun flytja í Hannesarholti í kvöld. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestrarröð sem Andri kallar Tímann og vatnið, og verða gestir Andra í kvöld þeir Helgi Björnsson prófessor í jarðvísindum og tónlistarmaðurinn Snorri Helgason. María Kristjánsdóttir fjallar um leikverkið Svartlyng eftir Guðmund Brynjólfsson sem sýnt er um þessar mundir í Tjarnarbíói. Einnig verður rætt við myndlistarkonuna Katrínu Sigurðardóttur um verk hennar á alþjóðlegum myndlistarsýningum í Brasilíu og Bandaríkjunum. Halla Sverrisdóttir þýðandi segir okkur frá bók vikunnar sem að þessu sinni er Fjallið í Kaupmannahöfn, eftir Kaspar Colling Nielsen. En við ætlum að byrja þáttinn á að heyra splunkunýtt Manifesto. Þetta er stefnuyfirlýsing Mótþróaskáldanna og Fríða Ísberg kom í hljóðstofu Víðsjár með skilaboðin.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
10/2/2018 • 55 minutes
Framúrstefna á RIFF, Utan svæðis, á bókasafni í Gautaborg og gler í Ja
Alþjóðleg kvikmyndahátíð Reykjavíkur, RIFF, hefst í dag. Kvikmyndagerðamaðurinn og ljóðskáldið Jonas Mekas er heiðursgestur hátíðarinnar í ár og mun Víðsjá gera listamanninum skil í þætti dagsins. Rætt er við Benedikt Hjartarson, prófessor í bókmenntafræði og menningarfræði við Háskóla Íslands um Jonas Mekas, sem hefur verið kallaður guðfaðir amerísku framúrstefnunnar.
Harbinger sýningarrými við Freyjugötu verður heimsótt en þar sýnir Ragnheiður Káradóttir verk sín þessa dagana og kallar sýninguna Utan svæðis. Þar koma moppur, drullusokkar og víddaflakk við sögu.
Í dag hefst Bókamessan í Gautaborg og er bókasafnið alltaf stór hluti af þeim viðburði. Halla Þórlaug Óskarsdóttir fékk sér sæti á einu slíku þar í borg og lét hugann reika um bókasöfn, heimili, einsemdina og hversdagsleikann.
Einnig verður tónlistakonan Tinna Þorsteinsdóttir gestur þáttarins en hún og myndlistakonan Æsa Björk unnu nýverið fyrstu verðlaun á Alþjóðlegri glerlistasýningu í Japan.
9/27/2018 • 55 minutes
Flökkukonur, svartir fánar, Drottningin á Júpíter og uppáhaldslistaver
Dalrún Eygerðardóttir, doktorsnemi í sagnfræði, verður gestur Víðsjár í dag og segir frá rannsóknum sínum á lífi flökkukvenna, en hún hefur undanfarin ár rannsakað sögu íslenskra flökkukvenna á 20.öld. Skapti Runólfsson, myndlistarkennari á Dalvík, verður einnig gestur þáttarins, en hann mun segja hlustendum frá sínu uppáhaldslistaverki, sem hefur eitthvað með djöfulinn að gera. Einnig munum við slá á þráðinn í listagalleríið OPEN og fá að heyra af gjörninga og taco kvöldi sem verður haldið þar í kvöld. Gauti Kristmannson verður með fyrstu bókarýni vetrarins, að þessu sinni tekur hann fyrir skáldsöguna Drottningin á Júpíter, absúrdleikhús Lilla Löve, eftir Júlíu Margréti Einarsdóttur. En við byrjum á því að huga að tveimur svörtum fánum.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
9/26/2018 • 55 minutes
Blettur í Neskirkju, Shakespeare, Þagnarhylur og Dúkkuheimilið, annar
Við förum í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg og heyrum af nýrri myndlistarsýningu Siggu Bjargar Sigurðardóttur. Sýninguna kallar Sigga Björg Blett.
Bók vikunnar að þessu sinni er ævisaga skáldsins Vilborgar Dagbjartsdóttur, Úr þagnarhyl, skráð af Þorleifi Haukssyni. Við ræðum við Þorleif um bókina og samstarf þeirra Vilborgar, auk þess sem hann les brot úr bókinni. Einnig verður Sigurður Skúlason leikari gestur þáttarins en hann segir frá grein sinni Að leika Shakespeare - hugleiðing um form sem kom út í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar. Dúkkuheimilið, annar hluti, var frumsýnt í Borgarleikhúsinu síðastliðinn föstudag. Verkið er eftir Lucas Hnath en það er Una Þorleifsdóttir sem leikstýrir. María Kristjánsdóttir fór á sýninguna.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
9/25/2018 • 55 minutes
Kveðja til Atla Heimis
Víðsjá í dag er helguð Atla Heimi Sveinssyni tónskáldi en á morgun (föstudag) verður Atli áttræður. Atli Heimir er meðal virtustu tónskálda landsins en hann stóð áratugum saman í stafni tónlistarlífsins, ekki síst þegar kom að framúrstefnu í tónlist. Atli fékk til dæmis fyrstur Íslendinga Tónskáldaverðlaun Norðurlanda. Hann hefur samið fjölda tónverka, s.s. einleikskonserta, hljómsveitarverk, kammerverk og einleiksverk. Þá hefur hann samið tónlist fyrir leikhús og hafa þar fæðst margar perlur sem lifa góðu lífi með þjóðinni. Í þættinum er notast við gömul viðtöl við Atla Heimi og dagskrárgerð sem hann vann á árum áður fyrir Ríkisútvarpið, auk þess sem tónlist hans hljómar í þættinum og lesið er úr grein hans Listamannslíf sem birtist í Tímariti Máls og menningar árið 1997.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
9/20/2018 • 55 minutes
Gyrðir, Páll Haukur, Dátinn og maður á opnun.
Í Víðsjá í dag verður Gyrðir Elíasson rithöfundur heimsóttur og rætt við hann um tengslin milli einangrunar og listsköpunar í tilefni af útkomu nýrrar skáldsögu sem heitir Sorgarmarsinn og Gyrðir sendi frá sér á dögunum. Víðsjá kíkir líka á sýninguna Dauði hlutarins í Marshallhúsinu þar sem Páll Haukur Björnsson veltir fyrir sér fyrirframgefnum hugmyndum okkar um merkingu hluta. Kjartan Óskarsson klarinettuleikari verður tekinn tali um tónverkið Sagan af dátanum (L' Historie du soldat) eftir Igor Stravinsky en verkið verður flutt á fyrstu tónleikum nýs starfsárs hjá Kammersveit Reykjavíkur á sunnudag, en nú eru 100 ár liðin frá frumflutningi verksins. Ennfremur flytur Ragnar Ísleifur Bragason pistil í Víðsjá dagsins sem að fjallar að þessu sinni um mann á opnun.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
9/19/2018 • 55 minutes
Katrínarsaga, Ikea-bæklingurinn, Allt sem er frábært, uppáhalds listav
Halldóra Thoroddsen gaf nýlega út skáldsöguna Katrínarsögu. Bókin segir af Katrínu, vinum hennar og kunningjum sem berast með straumi tímans um hippadóm og upphaf auðhyggjuskeiðs. Víðsjá sækir Halldóru heim í dag og heyrir af Katrínu.
María Kristjánsdóttir fjallar um leikverkið Allt sem er frábært, eftir Duncan Mcmillan, sem frumsýnt var í Borgarelikhúsinu um liðna helgi.
Við ræðum við Steinunni Sigurðardóttur um bók hennar Ástin fiskanna frá árinu 1993 en hún er bók vikunnar á Rás1.
Frosti Runólfsson segir frá sínu uppáhaldslistaverki og við gluggum í nýja Ikea-bæklinginn.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
9/18/2018 • 55 minutes
Allt sem er frábært, áhrif bygginga á tónlist, fjölfeldi og Amelia Er
Við kíkjum í Gallery Port við Laugaveg og heyrum af nýju samstarfsverkefni þeirra við Mál og menningu, sem miðar meðal annars að því að gera myndlist aðgengilegri almenningi. Árni Már Erlingsson segir okkur af verkefninu sem kallast Upplagt og hefur göngu sína á laugardag með opnun á verkum Ragnars Fjalars Lárussonar.
Annað kvöld verður verkið Allt sem er frábært eftir Duncan Macmillan frumsýnt í Borgarleikhúsinu. Við kíkjum í heimsókn til leikstjórans, Ólafs Egilssonar, og fáum að heyra af þessum einleik sem hefur farið sigurför um heiminn frá því hann var frumsýndur í Edinborg árið 2015.
Þráinn Hjálmarsson tónskáld kemur í þáttinn til okkar og segir frá verkum sínum sem nýlega komu út á nýrri plötu sem hann kallar Influence of Buildings on Musical Tone.
Og okkur mun berast pistill frá Svíþjóð en í dag ætlar Halla Þórlaug Óskarsdóttir að segja okkur frá Ameliu Earhart og samviskubiti í samtímanum.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
9/13/2018 • 55 minutes
Flakkarar og förufólk, Amma Fríða og dansuppgötvun í Brussel.
Á mörkum mennskunar heitir ný bók sem komin er út í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar. Þar ritar Jón Jónsson þjóðfræðingur um viðhorf til förufólks fyrr á tímum sem birtist í sögnum og samfélagi. Að baki liggur árlöng rannsókn Jóns, sem segir okkur frá í þætti dagsins.
Og í Víðsjá verður hugað að annarri bók sem kom út í vikunni og heitir Amma - draumar í lit og er eftir blaðakonuna Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur. Bókin fjallar um Ömmu Fríðu, sem er í senn ósköp venjuleg íslensk kona en á sama tíma algjörlega einstök, eins og kannski allar ömmur. Rætt er við Hólmfríði Helgu um bókina, Raufarhöfn og einstakar ömmur.
Og við heyrum af uppáhaldslistaverki. Það er Erna Ómarsdóttir, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins sem rifjar upp áhrifamikið listaverk frá 8. áratugnum.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
9/12/2018 • 55 minutes
Víkingur Heiðar, kúmen og afrískar bókmenntir
Björk Bjarnadóttir, umhverfis- og þjóðfræðingur, segir frá sögu kúmens á Íslandi og tilraunum Skúla Magnússonar fógeta til að kenna íslendingum að rækta grænmeti.
Rætt er við Elísu Björgu Þorsteinsdóttur þýðanda um skáldsöguna Allt sundrast, eftir nígerska höfundinn Chinua Achebe, sem er bók vikunnar ár Rás1.
Í síðari hluta þáttarins verður Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari gestur okkar, en við rétt náðum í skottið á honum um daginn, um það leyti sem hann var að fá fyrstu eintök af nýju plötunni sinni í hendur. Platan sem útgáfufyrirtækið Deutsche Grammaphon gefur út, er önnur einleiksplata Víkings fyrir fyrirtækið og inniheldur tónlist Johanns Sebastians Bachs og umritanir á verkum hans.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
9/11/2018 • 55 minutes
Jazz í Tjarnarbíó, Loftslagskvíði, indversk heimspeki og þjóðarmorð
Á laugardaginn verður gengin Loftslagsganga í þriðja sinn í Reykjavík þar sem krafist verður aðgerða stjórnvalda í þeim málum. Á sama tíma standa yfir tvær sýningar á höfuðborgarsvæðinu sem fjalla um veður og aðeins lengra í burtu, í New York, var nýlega opnuð sýning sem fjallar um loftslagsbreytingar, og nýlega kom út bók Naomi Klein á íslensku sem fjallar um loftslag á tímum kapítalisma. Við veltum fyrir okkur loftslagskvíða í þætti dagsins.
Nú í vikunni kom út ritið Frelsi mannsins, eftir indverska heimspekinginn Khristnamurti, í íslenskri þýðingu Kristins Árnasonar. Kristinn verður gestur okkar í dag.
Gauti Kristmannsson verður með okkur og mun flytja fyrsta pistil vetrarins. Í dag ætlar hann að fjalla um tungumál, þjóðir, þjóðernishyggju og þjóðarmorð.
Jazzhátíð Reykjavíkur hófst í gær og þangað koma alltaf einhverjir góðir erlendir gestir. Hilmar Jensson gítarleikari mætir til okkar segir frá kollega sínum, bandaríska gítarleikaranum Ralph Towner, sem er gestur Jasshátíðar í Reykjavík og heldur tónleika í Tjarnarbíói annað kvöld.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
9/6/2018 • 55 minutes
Töfraskór, Víetnamstríðið, Sjálfstæðisbaráttan, nýr íslenskur djazz og
Gunnar Þór Bjarnason, sagnfræðingur, flytur erindi um Tómas Sæmundsson, sjálfstæðisbaráttuna og fullveldið, á laugardag að Kvoslæk í Fljótshlíð. Gunnar Þór verður gestur þáttarins í dag.
Í síðustu viku skoraði Þráinn Hjálmarsson tónskáld á Ólöfu K. Sigurðardóttur, safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, til að segja hlustendum Víðsjár frá sínu uppáhaldslistaverki. Við heyrum af uppáhaldsverki Ólafar, en það tengist bæði Chicago og Spáni.
Bassaleikarinn Sigmar Matthíasson kemur einnig í heimsókn en hann gaf nýlega út djassplötu sem nefnist Áróra. Sigmar er einn þeirra listamanna sem koma fram á Jasshátíð Reykjavíkur sem hefst í dag.
Og hlustendur heyra líka af tíu þátta heimildamyndaröð um Víetnamstríðið sem hefst í Sjónvarpinu í kvöld og af dularfullu hvarfi rauðu töfraskónna hennar Dórótheu, úr Galdrakarlinum í Oz.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
9/5/2018 • 55 minutes
Salamöndrustríðin, Skúlptúr í samtímanum, saga af litlum strák og söng
Við lítum inn á sýninguna Skúlptúr/Skúlptúr í Gerðarsafni í Kópavogi og hittum þar fyrir Klöru Þórhallsdóttur sýningarstjóra og listakonuna Áslaugu Írisi Katrínu Friðjónsdóttur.
Mæðgurnar Anna Þóra Steinþórsdóttir og Erna Kanema verða einnig gestir þáttarins. Þær segja frá heimildarmyndinni Söngur Kanemu sem hlaut fyrstu verðlaun á heimildarmyndahátíðinni Skjaldborg í sumar, og sem verður frumsýnd á morgun í Bíó Paradis.
Og við kynnum til leiks nýjan pistlahöfund Víðsjár, Ragnar Ísleif Bragason. Hann flytur okkur pistil dagsins, sem að þessu sinni er saga af litlum strák.
Guðrún Hannesdóttir, skáld og bókasafnsfræðingur, segir okkur frá Salamöndrustríðunum eftir Karel Capek í þýðingu Jóhannesar úr Kötlum.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir
9/4/2018 • 55 minutes
Allra veðra von, Ingmar Bergman, Bloomsbury-hópurinn og Klassíkin okk
Haustsýning Hafnarborgar í ár er sýningin Allra veðra von og mun hún opna dyr sínar á morgun, föstudag. Sýningarstjóri er Marta Sigríður Pétursdóttir en hugmynd hennar að sýningunni var valin úr innsendum sýningartillögum síðastliðið haust. Við ræðum við Mörtu Sigríði í þætti dagsins.
Í dag hefst heiðursdagskrá Sænska sendiráðsins og Bíó Paradís í tilefni af hundrað ára afmæli Ingmars Bergmans. Við ræðum við Oddnýju Sen kvikmyndafræðing um verk leikstjórans og hennar eigin kynni af þessum meistara kvikmyndagerðarlistarinnar.
Halla Þórlaug Óskarsdóttir verður pistlahöfundur Víðsjár í vetur. Í dag ætlar hún að segja okkur frá frá heimsókn sinni á sýninguna Bloomsbury Spirit í Artipelag safninu í sænska skerjagarðinum.
Tónlistin verður fyrirferðamikil hjá okkur í dag því við ætlum að kynna tónlistina sem mun koma fyrir í Klassíkinni okkar- uppáhalds íslenskt, en á morgun verða haldnir stórtónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands og RÚV í Hörpu, tónleikarnir verða í beinni útsendingu bæði í sjónvarpi og útvarpi.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
8/30/2018 • 55 minutes
Ljósmyndir frá Grænlandi, Lee Morgan, Farfuglar á Langanesi og Ummynda
Ljóðrænt samspil hversdagsleika og landslags er útgangspunktur ljósmyndasýningarinnar North of Normal sem
nú stendur yfir í Norræna húsinu, en flestar myndanna teknar umhverfis þorpið Oqaatsut við Diskóflóa. Rætt er við Sögu Sigurðardóttur, einn af höfundum verkanna, í þætti dagsins.
Myndlistarmennirnir Starkaður Sigurðarson og Auður Lóa Guðnadóttir flytja fréttir af dýrum og mönnum í pistli frá Langanesi, þar sem þau dvelja yfir sumartímann og starfa sem safnverðir í Byggðasafninu Sauðanesi.
Þráinn Hjálmarsson tónskáld er gestur þáttarins en hann mun segja frá sínu uppáhalds listaverki.
Og loks verður sagt frá heimildarmyndinni I called him Morgan sem segir frá stormasömu lífi og list djasstrompetleikarans Lee Morgan.
Umsjón: Guðni tómasson og Halla Harðardóttir
8/29/2018 • 55 minutes
Myndlist móður og dóttur, heimsókn á Gljúfrastein, 200 ára landsbókasa
Í Listasal Mosfellsbæjar stendur nú yfir sýning að verkum mæðgnanna Jóníar Jónsdóttur og Sigurlínu Jóhannsdóttur, sem kallast Frá móður til dóttur - frá dóttur til móður. Við hittum mæðgurnar við listaverkin sem öll voru unnin sérstaklega fyrir sýninguna, og fáum að heyra af áhrifum þeirra á hvor aðra.
Við gluggum einnig í bók vikunnar sem að þessu sinni er skáldsagan Okkar á milli eftir írsku skáldkonuna Sally Rooney í þýðingu Bjarna Jónssonar.
Og í tilefni dagsins ætlum við að senda Landsbókasafninu kveðju en það fagnar í dag 200 ára afmæli. Við heyrum brot úr tveimur eldri viðtölum, við Ingibjörgu Steinunni Sverrisdóttur, landsbókavörð, og Finnboga Guðmundsson fyrrverandi landsbókavörð.
En við byrjum á að velta fyrir okkur huggulegri heimsókn á Gljúfrastein.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
8/28/2018 • 55 minutes
Jakobína, Sigurður Árni, Norræna húsið og Skálmöld.
Í Víðsjá í dag segir Sigríður K. Þorgrímsdóttir frá Jakobínuvöku 2018 sem haldin verður í Iðnó á laugardag og helguð er rithöfundinum Jakobínu Sigurðardóttur, en nú er þess minnst að hundrað ár eru liðin frá því að hún fæddist vestur á Hornströndum.
Rætt verður við Guju Dögg Hauksdóttur arkitekt um Alvar Aalto og Norræna húsið sem heldur upp á fimmtíu ára afmæli sitt um þessar mundir og Gunnar Ben meðlimur í rokkhljómsveitinni Skálmöld kemur með fyrsta lagið af nýrri plötu sveitarinnar í heimsókn, en Skálmöld er sérstök vinahljómsveit Víðsjár.
Ennfremur verður rætt við Sigurð Árna Sigurðsson myndlistarmann um sýninguna Hreyfðir fletir sem er ein þeirra sýninga sem opnuð verður á laugardag í nýju og endurbættu Listasafni á Akureyri.
Umsjón: Guðni Tómasson.
8/23/2018 • 55 minutes
Listasafnið á Akureyri, Sölvi saxófónleikari og Arngunnur og Mahler.
Í Víðsjá í dag verður litið inn í Listasafnið á Akureyri sem opnað verður á ný á laugardag eftir miklar endurbætur og stækkun. Þar verður rætt við myndlistarmennina Aðalheiði Eysteinsdóttur og Magnús Helgason og Hlyn Hallsson safnstjóra.
Saxófónleikarinn Sölvi Kolbeinsson kemur í heimsókn og segir frá tónlist sinni og tónleikahaldi í Reykjavík þessa dagana.
Arngunnur Árnadóttir klarinettuleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands segir frá listaverki sem hefur haft mikil áhrif á hana og loks verður gripið niður í tuttugu ára gamalt viðtal við Stefán Karl Stefánsson leikara sem lést í gær eftir langvinn veikindi.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.