Í þættinum fær Sverrir Norland til sín skemmtilega gesti sem endurhugsa með honum heiminn.
Líkaminn
Til Sverris koma Andri S. Björnsson, prófessor í sálfræði, og Nína Richter, fjölmiðlakona, og ræða líkamann af ýmsum sjónarhólum: útlitsdýrkun, fegurðarmat, fegrunaraðgerðir, brenglaðar líkamsímyndir og hugsanlega aftengingu nútímafólks við eigin líkama. Gengur fallegu fólki betur í lífinu en öðrum? Hvað telst vera fallegt? Og hvernig lýsir heilbrigt samband við eigin líkamann sér? Umsjón: Sverrir Norland.
12/4/2022 • 0
Líkaminn
Til Sverris koma Andri S. Björnsson, prófessor í sálfræði, og Nína Richter, fjölmiðlakona, og ræða líkamann af ýmsum sjónarhólum: útlitsdýrkun, fegurðarmat, fegrunaraðgerðir, brenglaðar líkamsímyndir og hugsanlega aftengingu nútímafólks við eigin líkama. Gengur fallegu fólki betur í lífinu en öðrum? Hvað telst vera fallegt? Og hvernig lýsir heilbrigt samband við eigin líkamann sér?
Umsjón: Sverrir Norland.
12/4/2022 • 50 minutes
Peningar II
Í þættinum ræðir Snjólaug Ólafsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni, við Sverri um þær grundvallarbreytingar sem samfélagið er að ganga í gegnum hvað varðar verðmætamat okkar og skilning á umhverfi, mannauði og hagkerfi. Í seinni hluta þáttarins koma þær Aníta Rut Hilmarsdóttir og Kristín Hildur Ragnarsdóttir úr Fortuna Invest, samstarfsverkefni þeirra og Rósu Kristinsdóttur, og ræða það markmið sitt að bæta miðlun til almennings um fjármál, fjárfestingar og allt sem snertir peninga og fjármálaheiminn. Þetta er seinni þáttur um peninga. Umsjón: Sverrir Norland.
11/27/2022 • 0
Peningar II
Í þættinum ræðir Snjólaug Ólafsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni, við Sverri um þær grundvallarbreytingar sem samfélagið er að ganga í gegnum hvað varðar verðmætamat okkar og skilning á umhverfi, mannauði og hagkerfi. Í seinni hluta þáttarins koma þær Aníta Rut Hilmarsdóttir og Kristín Hildur Ragnarsdóttir úr Fortuna Invest, samstarfsverkefni þeirra og Rósu Kristinsdóttur, og ræða það markmið sitt að bæta miðlun til almennings um fjármál, fjárfestingar og allt sem snertir peninga og fjármálaheiminn.
Þetta er seinni þáttur um peninga.
Umsjón: Sverrir Norland.
11/27/2022 • 50 minutes
Peningar I
Til Sverris koma Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í hagfræði, og Jökull Sólberg, forritari, og ræða peninga af ýmsum sjónarhólum. Þetta er fyrri þemaþáttur um peninga. Umsjón: Sverrir Norland.
11/20/2022 • 0
Peningar I
Til Sverris koma Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í hagfr æði, og Jökull Sólberg, forritari, og ræða peninga af ýmsum sjónarhólum. Þetta er fyrri þemaþáttur um peninga.
Umsjón: Sverrir Norland.
11/20/2022 • 50 minutes
Húmor í fræðum og bókmenntum
Sverrir fær til sín tvo góða gesti, þá Kristinn Helga Magnússon Schram, sem ræðir fræðilega umfjöllun um grín og glens, og Þórð Sævar Jónsson sem talar um kímni í ljóðagerð, bandaríska húmoristann Richard Brautigan og síðast en ekki síst bókina Ævintýri og líf í Kanada Endurminningar Guðjóns R. Sigurðssonar, mikla ævintýrasögu - oft meinfyndna - sem Þórður Sævar bjó til útgáfu. Umsjón: Sverrir Norland.
11/13/2022 • 0
Húmor í fræðum og bókmenntum
Sverrir fær til sín tvo góða gesti, þá Kristinn Helga Magnússon Schram, sem ræðir fræðilega umfjöllun um grín og glens, og Þórð Sævar Jónsson sem talar um kímni í ljóðagerð, bandaríska húmoristann Richard Brautigan og síðast en ekki síst bókina Ævintýri og líf í Kanada Endurminningar Guðjóns R. Sigurðssonar, mikla ævintýrasögu - oft meinfyndna - sem Þórður Sævar bjó til útgáfu.
Umsjón: Sverrir Norland.
11/13/2022 • 50 minutes
Uppistand og frelsi grínista
Virkilega fjörugur og skemmtilegur þáttur þar sem Sverrir fær til sín tvo uppistandara og grínista. Fyrri gestur er að þessu sinni Anna Svava Knútsdóttir, sem er hætt að flytja uppistand því að hún óttast að móðga fólk. Seinni gestur Sverris er Stefán Ingvar Vigfússon, uppistandari og meðlimur í VHS-hópnum. Hann ræðir meðal annars áhrifavalda sína í gríninu og uppistandið sem listform. Hvort er mikilvægara að geta hlegið eða grátið? Umsjón: Sverrir Norland.
11/6/2022 • 0
Uppistand og frelsi grínista
Virkilega fjörugur og skemmtilegur þáttur þar sem Sverrir fær til sín tvo uppistandara og grínista. Fyrri gestur er að þessu sinni Anna Svava Knútsdóttir, sem er hætt að flytja uppistand því að hún óttast að móðga fólk. Seinni gestur Sverris er Stefán Ingvar Vigfússon, uppistandari og meðlimur í VHS-hópnum. Hann ræðir meðal annars áhrifavalda sína í gríninu og uppistandið sem listform. Hvort er mikilvægara að geta hlegið eða grátið?
Umsjón: Sverrir Norland.
11/6/2022 • 50 minutes
Hvað er fyndið og hvað ekki?
Í fyrri hluta þáttarins koma til Sverris þau Steiney Skúladóttir og Máni Arnarson, sem bæði eru í spunahópnum Improv Ísland og sketsahópnum Kanarí. Þau velta því fyrir sér hvað sé gott grín og Sverrir segir versta brandara sem Steiney hefur heyrt. Í síðari hluta þáttarins kemur svo Ingi Hans Jónsson, sagnaþulur og eftirherma, og ræðir meðal annars Félag íslenskra sagnaþula, þjóðlega fyndni og hvernig móttökuskilyrði fólks breytast milli kynslóða. Má ekkert segja lengur, eru allir orðnir svo agalega viðkvæmir? Umsjón: Sverrir Norland.
10/30/2022 • 0
Hvað er fyndið og hvað ekki?
Í fyrri hluta þáttarins koma til Sverris þau Steiney Skúladóttir og Máni Arnarson, sem bæði eru í spunahópnum Improv Ísland og sketsahópnum Kanarí. Þau velta því fyrir sér hvað sé gott grín og Sverrir segir versta brandara sem Steiney hefur heyrt. Í síðari hluta þáttarins kemur svo Ingi Hans Jónsson, sagnaþulur og eftirherma, og ræðir meðal annars Félag íslenskra sagnaþula, þjóðlega fyndni og hvernig móttökuskilyrði fólks breytast milli kynslóða. Má ekkert segja lengur, eru allir orðnir svo agalega viðkvæmir?
Umsjón: Sverrir Norland.
10/30/2022 • 50 minutes
Heimurinn eins og hann er
Að þessu sinni ræðir Sverrir Norland við Stefán Jón Hafstein, sem sendi nýlega frá sér bókina Heimurinn eins og hann er. Umræðuefnin eru stór - loftslagsbreytingar, hungrið í heiminum, hrun veraldarinnar eins og við þekkjum hana - en líka listin og mennskan, mannkynssagan og hvernig takast megi á við áskoranir framtíðarinnar og lifa merkingarþrungnu og góðu lífi.
10/23/2022 • 0
Heimurinn eins og hann er
Að þessu sinni ræðir Sverrir Norland við Stefán Jón Hafstein, sem sendi nýlega frá sér bókina Heimurinn eins og hann er. Umræðuefnin eru stór - loftslagsbreytingar, hungrið í heiminum, hrun veraldarinnar eins og við þekkjum hana - en líka listin og mennskan, mannkynssagan og hvernig takast megi á við áskoranir framtíðarinnar og lifa merkingarþrungnu og góðu lífi.
10/23/2022 • 50 minutes
Ráðherra og samskiptasérfræðingur
Gestir þáttarins eru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Steinar Þór Ólafsson sérfræðingur í samskiptum og markaðsmálum. Áslaug Arna ræðir meðal annars um skrifstofu á ferðalagi vítt og breitt um landið. Umsjónarmaður leggur fyrir hana krefjandi hraðaspurningar - og Steinar Þór, sem hefur mikið pælt í vinnumenningu og vinnustöðum samtímans, deilir með okkur frjóum og skemmtilegum hugleiðingum um hvað gera megi betur. Umsjón: Sverrir Norland.
10/16/2022 • 0
Ráðherra og samskiptasérfræðingur
Gestir þáttarins eru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Steinar Þór Ólafsson sérfræðingur í samskiptum og markaðsmálum. Áslaug Arna ræðir meðal annars um skrifstofu á ferðalagi vítt og breitt um landið. Umsjónarmaður leggur fyrir hana krefjandi hraðaspurningar - og Steinar Þór, sem hefur mikið pælt í vinnumenningu og vinnustöðum samtímans, deilir með okkur frjóum og skemmtilegum hugleiðingum um hvað gera megi betur.
Umsjón: Sverrir Norland.
10/16/2022 • 50 minutes
verðleikasamfélagið
Gestir þáttarins eru Vilhjálmur Árnason prófessor í heimspeki, Nanna Hlín Halldórsdóttir nýdoktor og Hrefna Óskarsdóttir, sviðssjóri iðjuþjálfunar í verkjateyminu á Reykjalundi. Rætt er um vinnustaðinn og vinnumenningu í samhengi við „verðleikasamfélagið“ og förum á heimspekilegar nótur. Hvernig metum við gildi manneskju? Hvers vegna eru svo margir í eilífu kapphlaupi, keyra sig út og klessa jafnvel á vegg? Umsjón: Sverrir Norland.
10/9/2022 • 0
verðleikasamfélagið
Gestir þáttarins eru Vilhjálmur Árnason prófessor í heimspeki, Nanna Hlín Halldórsdóttir nýdoktor og Hrefna Óskarsdóttir, sviðssjóri iðjuþjálfunar í verkjateyminu á Reykjalundi.
Rætt er um vinnustaðinn og vinnumenningu í samhengi við „verðleikasamfélagið“ og förum á heimspekilegar nótur. Hvernig metum við gildi manneskju? Hvers vegna eru svo margir í eilífu kapphlaupi, keyra sig út og klessa jafnvel á vegg?
Umsjón: Sverrir Norland.
10/9/2022 • 50 minutes
Breytingar á vinnustað
Gestir þáttarins eru Ásdís Eir Símonardóttir mannauðsstjóri, Birna Dröfn Birgisdóttir, sköpunargleðifræðingur og Stefán Darri Þórsson, nútímafræðingur. Rætt er um breytingar á vinnustaðnum síðustu 10 árin, hvernig virkja má sköpunargleði fólks, fjarvinnu, keppnisskap, góða stjórnunartækni - og margt, margt fleira. Þarf ekki að hugsa marga vinnustaði upp á nýtt? Erum við byrjuð á því? Umsjón: Sverrir Norland.
10/2/2022 • 0
Breytingar á vinnustað
Gestir þáttarins eru Ásdís Eir Símonardóttir mannauðsstjóri, Birna Dröfn Birgisdóttir, sköpunargleðifræðingur og Stefán Darri Þórsson, nútímafræðingur.
Rætt er um breytingar á vinnustaðnum síðustu 10 árin, hvernig virkja má sköpunargleði fólks, fjarvinnu, keppnisskap, góða stjórnunartækni - og margt, margt fleira. Þarf ekki að hugsa marga vinnustaði upp á nýtt? Erum við byrjuð á því?
Umsjón: Sverrir Norland.
10/2/2022 • 50 minutes
Sagnfræði og forsetaembættið
Gestur þáttarins er Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og sagnfræðingur. Hann fjallar meðal annars um bókina Stund milli stríða. Saga landhelgismálsins 1961 til 1972. Hann ræðir einnig um sagnfræðistörf almennt, ritstörf og lífið á Bessastöðum. Umsjón: Sverrir Norland.
9/25/2022 • 0
Sagnfræði og forsetaembættið
Gestur þáttarins er Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og sagnfræðingur. Hann fjallar meðal annars um bókina Stund milli stríða. Saga landhelgismálsins 1961 til 1972. Hann ræðir einnig um sagnfræðistörf almennt, ritstörf og lífið á Bessastöðum.
Umsjón: Sverrir Norland.
9/25/2022 • 50 minutes
Vímuefni
Gestir þáttarins eru Atli Bollason, pistlahöfundur og listamaður, og Hafrún Elísa Sigurðardóttir, Verkefnastýra hjá Frú Ragnheiður. Þau ræða m.a. um Skaðaminnkun hjá Rauða krossinum. Jafnframt koma Halldóra Mogensen, pírati, og Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður í þáttinn. Botninn slær svo Hrönn Inga Hrönn Jónsdóttir, sem talar um sína eigin reynslu af fíkniefnaneyslu og þeim úrræðum sem í boði eru. Umsjón: Sverrir Norland.
9/18/2022 • 0
Vímuefni
Gestir þáttarins eru Atli Bollason, pistlahöfundur og listamaður, og Hafrún Elísa Sigurðardóttir, Verkefnastýra hjá Frú Ragnheiður. Þau ræða m.a. um Skaðaminnkun hjá Rauða krossinum. Jafnframt koma Halldóra Mogensen, pírati, og Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður í þáttinn.
Botninn slær svo Hrönn Inga Hrönn Jónsdóttir, sem talar um sína eigin reynslu af fíkniefnaneyslu og þeim úrræðum sem í boði eru.
Umsjón: Sverrir Norland.
9/18/2022 • 50 minutes
Tilfinningar
Gestir þáttarins eru Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu, Óskar Arnórsson, arkitekt og kennari við Listaháskóla Íslands og Berglind Rós Magnúsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands. Umsjón: Sverrir Norland.
9/11/2022 • 0
Tilfinningar
Gestir þáttarins eru Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu, Óskar Arnórsson, arkitekt og kennari við Listaháskóla Íslands og Berglind Rós Magnúsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands.
Umsjón: Sverrir Norland.