Winamp Logo
Þungarokksþátturinn - Stokkið í eldinn Cover
Þungarokksþátturinn - Stokkið í eldinn Profile

Þungarokksþátturinn - Stokkið í eldinn

Icelandic, Music, 1 season, 26 episodes, 1 day, 15 hours, 51 minutes
About
Birkir Fjalar og Smári Tarfur láta móðinn mása um þungarokk frá ýmsum sjónarhornum.
Episode Artwork

025. Íslenskur svartmálmur (fyrsta bylgjan)

Verkefnið er ærið og grafalvarlegt. Svartmálmurinn er kóngurinn hér á landi og þannig hefur það verið í áraraðir frá og með sveitum á borð við Carpe Noctem, Chao, Svartidauði, Finngálkn. En hvað var í gangi áður en sú markverða og heimsþekkta bylgja hófst? Var eitthvað þarna (Flames Of Hell, Forgarður Helvítis, Sólstafir?) sem hægt er að setja undir sömu reghnhlífina og kalla með sönnu fyrstu bylgju svartmálm? Til að tækla dæmið voru gárungarnir og grúskararnir Eyvindur Æðsti-Prestur Gauti og góðvinur þáttarins Magnús Halldór Pálsson, settir í rökstóla hvar þeir völsuðu um myrk og köld skúmaskot minninga sinna. Tónlist í þættinum:Groovestreet með False Majesty (2024)Where Crows Dare Not Go með Herakleion af Necroverse (2024)Stokkið í eldinn er kirfilega stutt af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf.
10/13/20241 hour, 35 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

024. DEICIDE - Banished By Sin neyðarþáttur

Þegar ein af þeim stærstu og mikilvægustu gefa út þá verðum við að taka það fyrir. Banished By Sin var vel tekið af áðdáendum og mörgum skrípentum.  Hvað segjum við/þið?Flórídakvartetinn Deicide þarf ekki að kynna fyrir neinu ykkar. Hér er á ferðinni ein sögufrægasta dauðarokkssveit allra tíma. Það er ekkert flóknara en það. Án Deicide værum við tæplega komin svona langt og víða eins og raun ber vitni. Það að þeirra njóti enn við, og séu enn að gefa út plötur í fullri lengd, er síðan einhversskonar kraftaverk og auðvitað í krafti mykrahöfðingjans. Vafalítið.Nema hvað! Í vor kom út þrettánda plata þeirra; Banished By Sin. Þrettánda! Sex ár hafa liðið síðan Overtures Of Blasphemy kom út. Kevin Quirion er ennþá inni sem annar gítarleikaranna en Mark English var skipt út fyrir Taylor Nordberg. Glen "Líf og fjör" Benton og Steve "vímuluast Ísland árið 2000" Asheim eru enn í brúnni eins og vera ber. Gjörsamlega ótrúlegir.  Tónlist í þættinum:Groovestreet með False Majesty (2024)Where Crows Dare Not Go með Herakleion af Necroverse (2024)Stokkið í eldinn er kirfilega stutt af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf.
10/7/20241 hour, 23 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

023. Kvöldstund með listamanni; Simon 'Sludge' Hawemann úr NIGHTMARER

Hljómsveitin Nightmarer varð á vegi mínum fyrir nokkrum árum síðan þegar ég var í miðri dauðaleit að nýju og fersku dauðarokki. Ef minnið mitt svíkur mig ekki, þá átti þessi dásemdarstund sér stað í ástralska þungarokksþættinum Scars and Guitars. Hefur þáttur sá reynst mér ansi mikil gullkista allar götur síðan þegar kemur að góðri, þungri tónlist.l við Simon Hawemann, gítarleikara sveitarinnar.Það var þröngskífan Monolith of Corrosion sem greip mig slíkum heljartökum að ég hef vart ráðið mér af kæti síðan. Gerði mér t.a.m. sérstaka ferð yfir til Danmerkur í fyrravetur til að sjá Nightmarer á tónleikum. Í leiðinni notaði ég tækifærið og tók viðtal við Simon Hawemann, gítarleikara sveitarinnar. Vona ég að hlustendur njóti vel.Stokkið í eldinn er kirfilega stutt af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf.  
9/12/202424 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

022. METALLICA - Ride The Lightning 1. hluti

Bird RVK bar & grill (Tryggvagötu) kynnir:Ride The Lightning er af mörgum talin sú besta; í það minnsta það besta sem runnið hefur undan rifjum Metallica. Pælarar og málsmetandi tónlistarfólk teflir Ride The Lightning gjarnan fram þegar leitað er álits þeirra um bestu skífu Metallica og jafnvel bestu þungarokksplötur allra tíma. Það verður ekki deilt um mikilvægi þessarar plötu svo sígild er hún. Réttir menn á réttum tíma. Hvar standa Smári Tarfur og Birkir Fjalar gagnvart þessum burðarstólpa?Við minnum fólk á að fylgja okkur á Instagram og Facebook! Stokkið í Eldinn styður SÁTUNA (tónleikahátíð).Þessi þáttur ver í boði Bird RVK; samlokustaðurinn, tónleikastaðurinn, karaoke athvarfið...Axel Hoppe skrifar: "Delicious and affordable sandwiches and a good selection of beers. Good vibe and great music. Don't miss this place." Fylgið Bird á bird_rvk á Instagram.Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf 
8/31/20241 hour, 30 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

021. Lífsmark ....

Bird RVK bar & grill (Tryggvagötu) kynnir:Sumarglundroða lýkur, karlarnir sjá glitta í rútínu vetrar og sitja betur og betur í sjálfum sér.Hvað voru stjórnendur þáttarins að gera? Hvað ætlar þeir að gera? Hvað gerir þú?Við minnum fólk á að fylgja okkur á Instagram og Facebook! Stokkið í Eldinn styður SÁTUNA (tónleikahátíð). Þessi þáttur var í boði Bird RVK; samlokustaðurinn, tónleikastaðurinn, karaoke athvarfið...Axel Hoppe skrifar: "Delicious and affordable sandwiches and a good selection of beers. Good vibe and great music. Don't miss this place." Fylgið Bird á bird_rvk á Instagram.Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf 
8/30/202430 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

020. BLÓÐMÖR snúa aftur

Hin dáða og sívinsæla Blóðmör snýr aftur til tónlauks eftir hart nær tveggja ára þögn í þeim málaflokki. Nýir meðlimir kynntir til leiks, ný tónlist rædd, nýir lagatitlar o.s.frv.Blóðmör eru:Haukur Þór ValdimarssonAndri Eyfjörð JóhannessonÓttarr Daði Garðarsson ProppéTónlist í þættinum:Sigga - la - fó - BÚGDRÝGINDI (Kúbakóla, 2002)Falska hetjan - BLÓÐMÖR (Í Skjóli Syndanna, 2021) Stokkið í eldinn er kirfilega stutt af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf. 
5/15/202433 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

019. ANDLÁT: 20 ára afmæli plötunnar Mors Longa (2004)

Það var eitthvað við Andlát. Þetta tiltölulega stutta tímabil þar sem hróður þeirra óx og óx og ekkert gat þá stöðvað. Hvernig tónlist bunaði úr þeim var síðan það sem fólkið hengdi sig fyrst og fremst á. Upp úr þessu spruttu vináttur og vinahópar hvaðanæva af Stór-Höfuðborgarsvæðinu og Mosfellsbæ bundust skapandi böndum.Hver fílar ekki risastór og grípandi riff sem grúva eins og djöfullinn? Erindi sem dauðarokka líkt og við einhverja blóðtjörn á Náströnd? Svo er það haltu-kjafti-ekkert-helvítis-rugl trommuleikur og bassi sem gætir þess að það sé malbikað þétt og vandlega yfir lifendur og liðna. Samlíkingar? Það er alveg hægt að fara þangað líka. Cannibal Corpse að sprengja fyrir jarðgöngum ásamt þýsku geðsjúllunum í Acme. Já, já. Aftershock inn í brennandi vöruskemmu á meðan þeir spila allra hörðustu riff Pantera. Því ekki það?!?Hvað sem því líður þá eru hjólför Andlát enn greinileg eftir öll þessi ár.Andlát skipuðu (meðal annarra):Bjarki Fannar Atlason (Finnegan)Valur Árni Guðmundsson  (Ask The Slave, Squirt)Haukur Valdimar Pálsson (Myra, Squirt)Sigurður Trausti TraustasonMagnús Örn Magnússon (Gyllinæð, Stegla) Tónlist í þættinum:What Was Intended - ANDLÁT (Mors Verum, 2004)Threatened - LIVING SACRIFICE (Reborn, 1997)Broken - MARTYR A.D. (The Human Condition in Twelve Fractions, 2000)The Martyr's Blood - HEAVEN SHALL BURN (Whatever It May Take, 2002) Stokkið í eldinn er kirfilega stutt af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf. 
4/8/20242 hours, 4 minutes
Episode Artwork

018. Practice What You Preach; sóló Alex Skolnick (Þráinn Skálmöld, Sigurgeir Sigmundsson og Sigurjón Óli (Devine Defilement)

Heill þáttur um eitt af eftirminnilegustu og dáðustu gítarsólóum þungarokkssögunnar... Því eins og Snorri Barón sagði: „Gítarsóló eru framtíðin.“ Þetta vita öll.Smári Tarfur og Birkir Fjalar velta fyrir sér stórleik og margra hæða músíkölsku sólói Alex Skolnick (Testament, Savatage, Metal Allegiance, Trans-Siberian Orchestra) í titillagi plötunnar Practice What You Preach (1989) með Testament.  Þeim til fulltingis voru Sigurgeir Sigmundsson (Drýsill, Gildran, Big River Band o.fl.), Þráinn Árni Baldvinsson (Skálmöld, Kalk, Klamedía X) og Sigurjón Óli Gunnarsson (Devine Defilement, Epidermal Veil, Holdris et al).Á einhvern lífrænan máta þróast þátturinn yfir í minningar um og velþóknun á Björgvini Gíslasyni, gítarleikara og mannvin, en hann lést fyrir skemmstu. Blessuð sé minning hans.Tónlistin í þættinum:- SEVEN SPIRES "Almosttown" (2024)- PELICAN "Á sprengisandi" (1974)Við minnum fólk á að fylgja okkur, Stokkið í eldinn, á Instagram og Facebook!Stokkið í eldinn er kirfilega stutt af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf. 
3/20/20241 hour, 59 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

017. BLEEDING VOLCANO viðtalið (saga, örlög og læti)

"Fjólublátt hraun við barinn"Hin leyndardómsfulla Íslenska þungarokkssveit, BLEEDING VOLCANO (1990 og 1992), fór mikinn þrátt fyrir stuttan líftíma. Má segja að sveitin hafi búið í einhverju einskismannslandi hvar ein þungarokksstefna virtist hvorki mæta né taka við af annarri.  Þetta var stuttur tími en í þessum glugga átti margt og mikið sér stað og er saga BLEEDING VOLCANO furðu "kjötuð" þegar upp er staðið. Þótt þeir hafi verið sér á báti hér heima þá voru þetta drengir með metnað og höfðu augastað á erlendum miðum enda átti þeirra þunga og melódíska rokk samtón með því ferskasta út í heimi á þeim tíma, tónlist sem átti eftir að taka yfir að stórum hluta. BLEEDING VOLCANO hefði klárlega átt erindi ytra. Það er þetta með að vera réttir menn, á röngum stað á réttum tíma.Hallur Ingólfsson (trommur), Sigurður Gíslason (gítar) og Vilhjálmur Goði (söngur) mættu í hljóðver Stokkið í eldinn og voru afburðar skemmtilegir viðmælendur. Samtal þetta veitir einstaka og ríka innsýn inn í rokklandslagið eins og það var á þessum tíma: mikið af tengingum, afhjúpunum, nöfnum á spilurum og hljómsveitum þess tíma o.s.frv. Saga rokksins, sannarlega. Guðmundur Þ. Sigurðsson (bassi) búsettur í Kanada lét svo í sér heyra símleiðis og gammurinn gaus sem aldrei fyrr. Aukinheldur var demó grafið upp sérstaklega fyrir þennan þátt ásamt tónleikaupptökum. Eina hljóðversskífa sveitarinnar, Damcrack, kom út 1. október árið 1992. Hæg og kremjandi aurksriða kemur í huga eða vel vopnað risa-beltisdýr sem ekki verður stöðvað. Lögin á Damcrack velta áfram af grimmri sannfæringu. Eldfjallið er virkt, eftir allt saman, og reiknað er með miklu sprengjugosi 21. Mars í Bæjarbíó. Aðeins í þetta eina skipti! Það verður mikið um dýrðir. Við minnum fólk á að fylgja okkur á Instagram og Facebook!Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf
3/16/20241 hour, 50 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

016. Devine Defilement

Smári Tarfur og Birkir Fjalar rifja upp ljómandi skemmtilegt og gott viðtal við DEVINE DEFILEMENT. Ástæðan var ný plata -- Age Of Atrocities -- sem var í vændum, plötusamningur og almenn ævintýri sveitarinnar á þessum tímapunkti á ferli hennar.Arek "Peppaðastur" Alejnikov (bassi/bakraddir) og Ingólfur Ólafsson (söngur) eru dæmalaust góðir gestir þegar kemur að þvaðri líkt og heyrist hér.Njótið.Tónlist í þættinum:Inside - MORS VERUM (The Living, 2021)Autoerotic Amputation - AFTERBIRTH (In But Not of, 2023)Raised in Victory / Razed in Defeat - DYING FETUS (Make Them Beg For Death, 2023)S.C.U. - DEVINE DEFILEMENT (Age Of Atrocities, 2023)Við minnum fólk á að fylgja okkur á Instagram og Facebook!Stokkið í Eldinn styður SÁTUNA (tónleikahátíð). Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf 
3/6/202452 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

015. Lög sem ég þarf aldrei að heyra aftur (1. hluti)

Tveir aldraðir leiðindaskarfar finna sig knúna til að ræða lög sem þeir þurfa alls ekki að heyra aftur. Hvernig fer sjóferð sú?Tónlist í þættinum:Sinew Censer með SPECTRAL VOICE af Sparagmos (2024) Við minnum fólk á að fylgja okkur á Instagram og Facebook!Stokkið í Eldinn styður SÁTUNA (tónleikahátíð). Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf
3/1/202455 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

014. Une Misére viðtal (Damned EP fagnað)

Nú er lag. Nú skal fagnað. En fyrst... Í lok nóvember 2023 kom út ógurleg þröngskífa sem minnti okku ekki bara á að UNE MISÉRE væru alls ekki af baki dottnir (þrátt fyrir töluvert mótlæti), heldur að þeir eru ákafari, harðari og þyngri en nokkru sinni. Það hreinlega gustar af lögunum á Damned þröngskífunni, flutningur eins og hann gerist bestur og hljómurinn svakalegur. Hlustið á Damned. Mætið á útgáfutónleikana.Nema hvað, tveir meðlimar sveitarinnar mættu í viðtal til okkar 23. nóvember 2023 á X977 og það gefur að heyra hér í þessum þætti.UNE MISÈRE heldur útgáfutónleika fyrir nýjustu útgáfu sína DAMNED á Kex Hostel þann 9. Febrúar 2024. Platan verður spiluð í heild sinni og fær hljómsveitin sér til liðsauka rapparann Emmsjé Gauta til þess að sjá um upphitun.UNE MISÈRE skipa:Fannar Már OddsonGunnar Ingi JonesBenjamín Bent ÁrnasonÞorsteinn Gunnar FriðrikssonRúnar GeirmundssonDaníel Máni Konráðsson Tónlist í þættinum:This is Where We Kill Time - CLIFF CLAVIN (The Thiefs's Manual, 2010)Theory Of Mind - KUBLA KHAN TX (Netskífa, 2023)God- CELESTINE (At The Borders of Arcadia, 2007)Drown - UNE MISÉRE (Damned, 2023)Við minnum fólk á að fylgja okkur á Instagram og Facebook!Stokkið í Eldinn styður SÁTUNA (tónleikahátíð). Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf 
2/7/20241 hour, 15 minutes
Episode Artwork

013. Hilmir snýr aftur; Hlaðvarp vaknar

Hann er kominn heim! Tarfurinn hefur lokið útlegð sinni og við fögnum því auðvitað með því aða) Vakna af værum og lööööngum blundib) Kíkja á nýjasta nýtt hjá okkur báðumc) Tíunda hvað sé á döfunnid) Stökulsgagnrýni (Kerry King)e) Stefnulaust þvaðurf) Drekka teVið minnum fólk á að fylgja okkur á Instagram og Facebook!Stokkið í Eldinn styður SÁTUNA (tónleikahátíð). Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf
2/5/202454 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

012. Hellirinn Metalfest #3, Reykjadoom, Morpholith og Bongripper (Hörður Jónsson & Jónas Hauksson)

Hugsjónamennirnir Jónas Haux og Hörður Jónsson, báðir meðlimir Morpholith, mættu í kaffi hjá strákunum til að ræða Hellinn Metalfest #3 (fyrir alla aldurshópa) sem fram fer 14. október næstkomandi, tilurð og stöðuna á Morpholith þessi dægrin, pælinguna  á bak við og tilgang Reykjadoom (áður Doomcember) en síðast en ekki síst tilvonandi heimsókn doom og sludge metal risanna í Bongripper. Hellirinn Metal Fest #3 fer fram 14. október, í TÞM/Hellinum og hefst klukkan 18 fyrir alla aldurshópa.Fram koma:ULTRA MAGNUSBLÓÐMÖRDAUÐYFLINNYRSTALCHEMIAZHRINEBONGRIPPER koma fram á Gauknum 26. október næstkomandi ásamtSLOR og MORPHOLITH.Tónlist í þættinum:* It's Alright - ALCHEMIA (New Reality, 2021)* Orsök - NYRST (Orsök, 2020)* Satan - BONGRIPPER (Satan Worshipping Doom, 2020)Við minnum fólk á að fylgja okkur, Stokkið í eldinn, á Instagram og Facebook!Stokkið í eldinn er kirfilega stutt af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf. 
10/8/20231 hour, 3 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

011. Reykjavík DeathFest (Ingólfur Ólafsson & Stefán Friðriksson

Það er alltaf mikill glaumur og gleði þegar Reykjavík Deathfest á sér stað. Í raun ættum við að vera þakklát fyrir þessa hátíð og hugsjónastarfið sem hún grundvallast á. Metnaður og stemmning, tengingar og uppgötvanir, það er það sem allt snýst um. Hér er dauðarokkið --og afkimar þessu-- komið til vegs og virðingar.Til að ræða þetta, sögu hátíðarinnar og þau atriði sem eru á boðstólnum þetta árið, fengum við til okkar tvo eldhressa hátíðarstrumpa sem brenna fyrir málstaðinn, þá Ingólf Ólafsson og Stefán Friðriksson.Hátíðin fer fram 29. til 30. september á Gauknum.Við minnum fólk á að fylgja okkur, Stokkið í eldinn, á Instagram og Facebook!Stokkið í eldinn er kirfilega stutt af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf. 
9/21/202352 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

010. Obituary - Slowly We Rot & Cause of Death (Baldur Beck)

Lengsta tilhlaup Stokkið í eldinn til þessa og ekki að ósekju. Þetta er stór, safaríkur og blóðugur biti og mikið af tilfinningum í spilinu. Einir af guðfeðrum dauðarokksins, Obituary, liggja til grundvallar, nánar tiltekið fyrsti tvær plötur þeirra; Slowly We Rot og Cause Of Death.Aldargamall vinur og ævifélagi Smára og Birkis, Baldur Beck, er þeim til fulltingis í þessi sneisaþykka niðurbroti. Komið endilega í þetta ferðalag með okkur og lát heyra! Við erum blood soaked andspænis gates of hell! Vér endum body bag í! Dzzzzzzaaaaaauuuuuuhhhhh!Við minnum fólk á að fylgja okkur, Stokkið í eldinn, á Instagram og Facebook!Stokkið í eldinn er kirfilega stutt af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf.  
9/19/20233 hours, 52 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

009. Lífið er lag; sóló Friðriks Karlssonar (Þráinn Skálmöld, Haukur Blóðmör og Snorri Barón)

Heill þáttur um eitt gítarsóló og það úr Júróvisjónlagi? Að sjálfsögðu! Smári Tarfur og Birkir Fjalar velta fyrir sér stórleik Friðriks Karlssonar (Mezzoforte, Heart To Heart, Stjórnin, Tívolí) í poppsmell Model, „Lífið er lag.“ Þeim til fulltingis voru Þráinn Árni Baldvinsson (Skálmöld), Haukur Þór Valdimarsson (Blóðmör) og Snorri Barón (ríki myrkrahöfðingjans).Tónlistin í þættinum:- DARK HARVEST "Going South" (2008)Við minnum fólk á að fylgja okkur, Stokkið í eldinn, á Instagram og Facebook!Stokkið í eldinn er kirfilega stutt af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf.  
9/11/20231 hour, 12 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

008. Lífsmark (Kvöldsund með tveimur kumpánum)

Sannast hið fornkveðna að á misjöfnu þrífast börnin best. Þetta vita Smári Tarfur og Birkir Fjalar. Hvað hefur það með nokkurn skapaðan hlut að gera, eða öllu heldur, með þetta hlaðvarp og þessa miklu þögn? ...Það veit enginn.Af hverju hefur engin þáttur farið í loftið síðan 3. júní síðastliðinn? Svörin er að finna í þessum ólgandi þætti. Ólgandi!Hvað sem því líður þá lifir Stokkið í eldinn. Lifi!Tónlistin í þættinum:- GRAVESLIME "Double Damage" af Roughness And Toughness (2003)Við minnum fólk á að fylgja okkur, Stokkið í eldinn, á Instagram og Facebook!Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf.   
8/25/20231 hour, 3 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

007. Death - Human (Magnús Halldór Pálsson)

Þungarokksbræðurnir standa oft á gati þegar Human plata Flórídarisanna í Death ber á góma. Ástæðan er einföld; þegar um tímamótaverk er að ræða - sem tíminn fær ekki bitið á - þá verður lotningin slík að hún breytist nánst yfir í óttablandna virðingu. Það er svo ægilega mikið sem loðir við foringja sveitarinnar, frumkvöðulinn Chuck Schuldiner, og hans áhrif á þungarokkið æ síðan hann gaf út sína fyrstu plötu. En það er meira. Hann var ólíkindatól og vandræðapési, en þó ekki í hefðbundnum þungarokksskilningi þessara orða. Hann er engin Philip Anselmo eða Tommy Lee. Hann er eitthvað annað. Miskilið nörd? Sérhlífinn fýlupúki? Yfirgaf hann hljómsveit sína á miðju tónleikaferðalagi og þeir þurfti að spila án hans, söngvaralausir? Já. Hnakkreifst hann við umboðsmann sinn og sagði honum upp og réði eins og um jójó væri að ræða? Já. Skipti hann meðlimum út og inn án þess að láta þá vita? Ó já. Er hann einn af allra bestu lagasmiðum og útsetjurum þungarokksins? Jahá!Blessuð sé minning meistarans!Og já, Birkir mismælti sig þegar hann sagði "Flight of Icarus" í stað "Where Eagles Dare"! Gerist á bestu...En, er Human merkasta dauðarokksplata allra tíma? Það getur bara vel verið. Er Human besta plata Death? Eigum við ekki að komast að því í sameiningu?Sérstakur gestur þáttarins er okkar eigið undrabarn og snillingur, Magnús Halldór Pálsson (Forgarður Helvítis, Changer, Dark Harvest, Vetur, Beneath o.s.frv.).Tónlistin í þættinum:-  BLOODLETTER "Blood Is Life" af netskífu (2023)- GADDAVÍR " Heimabæjarhetja" af Haltu kjafti ég hef það fínt (2022)Við minnum fólk á að fylgja okkur, Stokkið í eldinn, á Instagram og Facebook! Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf. 
6/3/20232 hours, 15 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

006. Kvöldstund með listamanni. Dagur Gonzales (MISÞYRMING) og Rammstein

Kvöldstund með listamanni;Forsprakki Íslensku svartmálsmsveitarinnar Misþyrmingar, hann Dagur Gonzales, mætti í hljóðver til að eiga við okkur orð um eina af hans lifsins hljómsveitum. Sú er Þýsk. Mjög þýsk. Rammstein hefur verið í eyrum Dags síðan hann var polli. Það heyrist og jafnvel sést. Dagur spólaði hressilega til baka og sagði okkur frá því hvernig Þjóðverjarnir knáu komu inn í líf hans og hver áhrif þeirra hafa verið til dagsins í dag.Viðtalið hefst 00:41.30.Þessi Kvöldstund með listamanni er í boði Malbygg. Malbygg er brugghús hvers hágæða handverksdrykkir eiga sannarlega upp á pallborðið hjá Stokkið í eldinn og mun víðar. Finnið og fylgið Malbygg á netinu:Heimasíða.Facebook.Instagram.Malbygg taproom er í Skútuvogi 1G, Reykjavík. Frábær staður til að sækja heim og njóta og fá auðvitað eins nálæga fræðslu og snertingu við viðfangsefni og hægt er. Mælum með!Tónlistin í þættinum:- MISÞYRMING "Með Harmi" af Með hamri.- MISÞYRMING "Engin Miskunn" af Með hamri. - FUNERAL MIST "Children of The Urn" af Deiform.Við minnum fólk á að fylgja okkur, Stokkið í eldinn, á Instagram og Facebook! Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf. 
4/10/20232 hours, 50 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

005. Pantera (Terry Glaze árin)

Á undan Anselmo var Glassúrinn.Það er þessi eilífi vandræðagangur á Pantera alla daga. Þannig hefur það verið síðan við vorum peyjar. Eins og öll vita urðu Pantera stærri en lífið sjálft og þannig var það lengi, lengi. En svo var hvíslað að manni að fortíð þeirra, tónlistarleg fortíð þeirra, væri þyrnum stráð. Hernig stóð á því? Er þetta ekki bara búin að vera heljarinnar sleggja síðan Kúasmalar helvítis kom út? Er það ekki útgangspunkturinn góði? Svo er víst ekki. Áður en sú platan reið röftum þá var Pantera dæmigerður 9. áratugs hárgreiðslumetall (eða svo er sagt). Hair metal! Glam metal! Mikið eitís. Hard rockin' dudes! Einhvernveginn varð það þannig að plöturnar fjórar sem út höfðu komið fyrir Cowboys From Hell voru ekki til. Horfnar, nánast sporlaust. Pantera töluðu ekki um þessa vafasömu fortíð sína. Aðdáendur sveitarinnar létu sem þessar plötur tilleyrðu einhverjum öðrum og annar þáttarstjórnenda Stokkið í eldinn afneitaði þessu alfarið að því leitinu að hann lét aldrei verða að því að svo mikið sem renna einni "svona plötu" í gegn. Þar til nú.Á plötunum  Metal Magic (1983), Projects in the Jungle (1984) og  I Am the Night (1985) er að finna vísbendingar um hvaða Pantera kom og hvað þeir áttu eftir að gera. Er eitthvað varið í þessar plötur? Eiga þær erindi? Eru þær jafn hjákátlegar og fólk vera láta? Jafn ömurlega misheppnaðar og myndirnar á umslögunum? Sitt sýnist hverjum. Pælum í þessu saman.Tónlistin í þættinum:- CHANGER "River of Bones" af Pledge Of The Dying.- ÓREIÐA "The Eternal" af samnefndri plötu. - GRAFNÁR "Ómennsk" af samnefndri útgáfu.Við minnum fólk á að fylgja okkur á Instagram og Facebook! Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf 
3/19/20231 hour, 48 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

004. Anthrax (Big Four)

Hvað með Anthrax?Þetta þarf að ræða. Þetta verður að ráðast. Eða hvað? Neinei, fyrst og fremst er yndislegt að tala um tónlist og samtalið er lifandi og í stöðugri þróun. En. Og þetta er stórt en. Stundum hefur fólk rangt fyrir sér. Einfaldlega. Og þó...Smári Tarfur og Birkir Fjalar velta fyrir sér hvernig það megi vera að enn sé Anthrax fyrsta sveitin til að detta út af Big 4 of Thrash sé yfirleitt spurt hvort önnur sveit eigi að taka stað Metallica, Slayer, Anthrax og Megadeth. Metalbræðurnir klóra sér í höfðinu og einkennist samtalið af koffínæði annars þeirra og viðleitni hins til að komst lífs af úr hljóðveri. En það besta við þetta viðfangsefni, hvort sem það er í endurskoðun eða ekki, er að velti þú steinum, þá kemur eitthvað nýtt upp en umfram allt tala öll um þetta mál af ástríðu, ákefð og sannfæringu. Því er ekki öðruvísi farið í tilfelli Tarfs og Fjalars.Auk þessa aðalmáls þá fara þáttastjórnendur yfir fréttir... Þungarokksfréttir! Þetta er nýbreytni sem við vonum að leggist vel í hlustendur.Gestur þáttarins er Peter Carparelli, forsprakki Bloodletter, sem er þungarokkssveit frá vindhanaborginni Chicago í Bandaríkjunum.Tónlistin í þættinum:- BLOODLETTER "Poisenous Affair" af Malignancy.- NECKSPLITTER "Uroxicide" af Exponential Trauma. - WILD BEYOND "Sculpting The Abyss" af samnefndri plötu.- NIGHTMARER "Throe Of Illicit Withdrawal" Við minnum fólk á að fylgja okkur á Instagram og Facebook! Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf.  
3/5/20232 hours, 13 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

003. Gorguts - Erosion Of Sanity

Í smábæ einum í Frönsku-Kanada leystist úr læðing dauðarokksafl svo ægilegt að ennþá  eimir af áhrifum og keðjuverkun þess sem bílskúraðist og blandspólaðist af stað  árið 1989. Gorguts var það heillin! Við erum á jaðrinum, því þrátt fyrir veru sína hjá Roadrunner útgáfunni og að frumraunin, Considered Dead (1991), hafi verið tekin upp af hinum goðsagnakennda Scott Burns, í hinu sögufræga Morrisound hljóðveri, þá náðu Gorguts ekki að gægjast upp úr fjöldanum. Og þeir fóru enn dýpra ofan í pittinn á annari plötu sinni, Erosion of Sanity (1993) sem hér liggur til grundvallar. Því meistaraverki, að Birki finnst. Hvað finnst Tarfinum?Tíminn hefur farið vel með Considered Dead, þ.e.a.s., hún á sér marga aðdáendur enda skartar hún eftirminnilegu og grípandi dauðarokki undir áhrifum þess tíma. Þriðja platan, Obscura  (1998), kom óvænt út eftir langt hlé, þá höfðu mörg afskrifað sveitina. En sú plata snéri hugmyndum okkar um dauðarokk á hvolf, svo um munaði. En á undan henni kom Erosion Of Sanity, sem er einhvernvegin týnd á milli tveggja platna sem rata, af einhverri ástæðu, oftar á varir fólks. Hvað veldur og á hún þetta skilið?Sérstakur gestur þáttarins er Ingólfur Ólafsson, sérlegur æðsti dauðarokksprestur Íslands, en hann hefur m.a. gert kirkjugarðinn frægan með Severed Crotch og Ophidian I og nú síðast Devine Defilement og Epidermal Veil. Einnig fer hann fyrir tónlistarhátíðum á borð við  Reykjavík Death Fest. Hann segir okkur frá sambandi sínu við Erosion Of Sanity.Við minnum fólk á að fylgja okkur á Instagram og Facebook! Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf. 
2/22/20231 hour, 39 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

002. Slayer (Metal Blade árin)

Slayer! SLAYER! Tölum um Slayer.Þungarokksþátturinn Stokkið í eldinn (hlaðvarp) er í umsjá Birkis Fjalars og Smára Tarfs.Þátturinn er studdur af Luxor: Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. www.luxor.is
2/9/20232 hours, 15 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

001. Kill 'Em All (Metallica)

Málmhausarnir ræða vægi og gæði fyrstu hljómplötu Metallicubræðra á líf Reyð - og Patreksfirðings sem og gjörvalls mannkynsins, svei mér þá. Tímamótaverkið Kill 'Em All kom út árið 1983 og ekkert varð eins eftir það. Fullyrðingar sem fram koma í þættinum eru sagðar án ábyrgðar. Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi og skjávarpa til sölu og leigu. Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á http://www.luxor.is og rannsakið. - Snæfugl
2/1/20232 hours, 36 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

000. Kynningarþáttur

Hæ öll! Af hverju þungarokksþáttur? Af hverju svona? Af hverju þessir tveir karlar? Hvernig verður þetta allt? Er Slayer? SLAYER!!!
1/31/202318 minutes, 1 second