Winamp Logo
Þú veist betur Cover
Þú veist betur Profile

Þú veist betur

Icelandic, Social, 1 season, 222 episodes, 3 days, 18 hours, 20 minutes
About
Umsjón: Atli Már Steinarsson.
Episode Artwork

Eldgos

Það hefur mikið verið í gangi á Reykjanesi síðustu ár, svo ekki sé meira sagt. Fjórða eldgosið leit dagsins ljós fyrir stuttu og mig langaði að því tilefni að henda í smá þátt um fyrirbærið sem eldgos er. Því við heyrum og sjáum margt um þetta, en hvað þýða öll þessi hugtök sem er verið að tala um? Ég ákvað því að drífa í að ganga frá viðtali sem ég tók við Sigríði Kristjánsdóttur um eldgos, en við settumst niður áður en fjórða gosið á Reykjanesi hófst svo vangaveltur í þættinum um hvað muni gerast eiga kannski ekki fullkomlega við nú þegar gos er hafið, en hvað liggur þar að baki og ástæður fyrir öllu saman gilda þó ennþá. Við ætlum að tala um flekaskil, hvort Vatnajökull sé tappi sem haldi þrýsting niðri, mismunandi hrauntegundir, sprengigos og svona mætti lengi telja. Umsjón: Atli Már Steinarsson Viðmælandi: Sigríður Kristjánsdóttir
12/20/20230
Episode Artwork

Eldgos

Það hefur mikið verið í gangi á Reykjanesi síðustu ár, svo ekki sé meira sagt. Fjórða eldgosið leit dagsins ljós fyrir stuttu og mig langaði að því tilefni að henda í smá þátt um fyrirbærið sem eldgos er. Því við heyrum og sjáum margt um þetta, en hvað þýða öll þessi hugtök sem er verið að tala um? Ég ákvað því að drífa í að ganga frá viðtali sem ég tók við Sigríði Kristjánsdóttur um eldgos, en við settumst niður áður en fjórða gosið á Reykjanesi hófst svo vangaveltur í þættinum um hvað muni gerast eiga kannski ekki fullkomlega við nú þegar gos er hafið, en hvað liggur þar að baki og ástæður fyrir öllu saman gilda þó ennþá. Við ætlum að tala um flekaskil, hvort Vatnajökull sé tappi sem haldi þrýsting niðri, mismunandi hrauntegundir, sprengigos og svona mætti lengi telja. Umsjón: Atli Már Steinarsson Viðmælandi: Sigríður Kristjánsdóttir
12/20/20231 hour, 15 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Ásatrú

Við höldum áfram á trúarlegum nótum en færum okkur frá kristni yfir til ásatrúar. Eins og ég nefndi í síðasta þætti þá fannst mér að minnsta kosti hjálplegt að fara aðeins yfir sögu kristni áður en við myndum kynna okkur ásatrú og þið munið heyra í þættinum að það er hálf erfitt að stoppa sig í að bera þessi tvö trúarbrögð saman. Sérstaklega þar sem kristni kom einmitt í staðinn fyrir ásatrú á Íslandi, en sú skipting var samt ekki alveg eins og maður hefði haldið, svona miðað við sögubækur. En við förum í það alltsaman í þættinum ásamt því hvernig maður iðkar ásatrú, hvað sé að finna í þeim ritum sem trúin byggir á og hvort að Loki er eins mikill prakkari og Marvel heimurinn lætur hann líta út fyrir að vera. Þetta og miklu meira í síðasta Þú veist betur þætti ársins, leiðsögumaður okkar í þetta skiptið er Hilmar Örn Hilmarsson. Umsjón: Atli Már Steinarsson Viðmælandi: Hilmar Örn Hilmarsson
12/17/20230
Episode Artwork

Ásatrú

Við höldum áfram á trúarlegum nótum en færum okkur frá kristni yfir til ásatrúar. Eins og ég nefndi í síðasta þætti þá fannst mér að minnsta kosti hjálplegt að fara aðeins yfir sögu kristni áður en við myndum kynna okkur ásatrú og þið munið heyra í þættinum að það er hálf erfitt að stoppa sig í að bera þessi tvö trúarbrögð saman. Sérstaklega þar sem kristni kom einmitt í staðinn fyrir ásatrú á Íslandi, en sú skipting var samt ekki alveg eins og maður hefði haldið, svona miðað við sögubækur. En við förum í það alltsaman í þættinum ásamt því hvernig maður iðkar ásatrú, hvað sé að finna í þeim ritum sem trúin byggir á og hvort að Loki er eins mikill prakkari og Marvel heimurinn lætur hann líta út fyrir að vera. Þetta og miklu meira í síðasta Þú veist betur þætti ársins, leiðsögumaður okkar í þetta skiptið er Hilmar Örn Hilmarsson. Umsjón: Atli Már Steinarsson Viðmælandi: Hilmar Örn Hilmarsson
12/17/20231 hour, 5 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Kristin trú

Nú þegar líður að jólum og sunnudagarnir af skornum skammti langaði mig til að nýta tvo síðustu þætti ársins í trúmál. Eftir slétta viku þá sest ég niður með Hilmari Erni allsherjargoða og við ræðum ásatrú og allt sem henni tengist. En áður en ég sleppi honum frá mér þá langaði mig til að rifja upp þátt sem ég gerði um jólin 2020. Þar ræddi ég við Hjalta Hugason og Jónínu Ólafsdóttur um kristna trú, söguna og þróun í gegnum aldirnar. Þegar við Hilmar ræddum ásatrú þá tengist það eðililega kristinni trú og innleiðingu hennar á landinu svo mér fannst best að fólk hefði tækifæri á að hlusta á þáttinn um kristna trú fyrst. Þátturinn kom nefnilega út sem sérþáttur og ekki lengur hægt að hlusta á hann svo það má vel vera að fólk hafi ekki fengið tækifæri til að hlusta eða vitað af honum fyrr en nú. Ég ætla því að gefa boltann yfir á sjálfan mig fyrir rúmum 3 árum og svo heyrumst við aftur í næstu viku, þegar við ræðum ásatrú. Umsjón: Atli Már Steinarsson Viðmælendur: Hjalti Hugason & Jónína Ólafsdóttir
12/10/20230
Episode Artwork

Kristin trú

Nú þegar líður að jólum og sunnudagarnir af skornum skammti langaði mig til að nýta tvo síðustu þætti ársins í trúmál. Eftir slétta viku þá sest ég niður með Hilmari Erni allsherjargoða og við ræðum ásatrú og allt sem henni tengist. En áður en ég sleppi honum frá mér þá langaði mig til að rifja upp þátt sem ég gerði um jólin 2020. Þar ræddi ég við Hjalta Hugason og Jónínu Ólafsdóttur um kristna trú, söguna og þróun í gegnum aldirnar. Þegar við Hilmar ræddum ásatrú þá tengist það eðililega kristinni trú og innleiðingu hennar á landinu svo mér fannst best að fólk hefði tækifæri á að hlusta á þáttinn um kristna trú fyrst. Þátturinn kom nefnilega út sem sérþáttur og ekki lengur hægt að hlusta á hann svo það má vel vera að fólk hafi ekki fengið tækifæri til að hlusta eða vitað af honum fyrr en nú. Ég ætla því að gefa boltann yfir á sjálfan mig fyrir rúmum 3 árum og svo heyrumst við aftur í næstu viku, þegar við ræðum ásatrú. Umsjón: Atli Már Steinarsson Viðmælendur: Hjalti Hugason & Jónína Ólafsdóttir
12/10/20231 hour, 26 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Steypa

Velkomin í nýjasta þátt af Þú veist betur. Ég heiti Atli Már og í þetta skiptið ætlum við að fara yfir manngert efni, sem er bókstaflega allt í kringum okkur. Án þess veit ég ekki almennilega hvernig borgir okkar eða bæir myndu líta út. En sem betur fer þurfum við ekki að velta því lengi fyrir okkur því nema þið séuð út í göngutúr eru allar líkur á því að þið getið komið við steypu á innan við 5 sekúndum. En hvernig varð steypa til, hvernig er hún gerð og af hverju notum við svona ótrúlega mikið af henni? Til að segja okkur allt um steypuna fékk ég til mín Ólaf Wallevik sem er óhætt að segja að sé einhver mesti sérfræðingur sem við Íslendingar eigum varðandi steypu. Umsjón: Atli Már Steinarsson Viðmælandi: Ólafur Wallevik
12/3/20230
Episode Artwork

Steypa

Velkomin í nýjasta þátt af Þú veist betur. Ég heiti Atli Már og í þetta skiptið ætlum við að fara yfir manngert efni, sem er bókstaflega allt í kringum okkur. Án þess veit ég ekki almennilega hvernig borgir okkar eða bæir myndu líta út. En sem betur fer þurfum við ekki að velta því lengi fyrir okkur því nema þið séuð út í göngutúr eru allar líkur á því að þið getið komið við steypu á innan við 5 sekúndum. En hvernig varð steypa til, hvernig er hún gerð og af hverju notum við svona ótrúlega mikið af henni? Til að segja okkur allt um steypuna fékk ég til mín Ólaf Wallevik sem er óhætt að segja að sé einhver mesti sérfræðingur sem við Íslendingar eigum varðandi steypu. Umsjón: Atli Már Steinarsson Viðmælandi: Ólafur Wallevik
12/3/202355 minutes
Episode Artwork

Tíska

Það er óhætt að segja að það sé ákveðið ástand í gangi á landinu, en við reynum að halda okkar stefnu í Þú veist betur og nú er komið að tísku. Nánar tiltekið fatatísku og hvernig hún hefur þróast í gegnum tíðina. Það mætti segja að við séum að tala um ákveðna hugmyndafræði sem er erfitt að finna einhver nákvæm svör við. Það er til dæmis ólíklegt að þið hlustið á þáttinn og endið með óaðfinnanlegan fatastíl. En þó er líklegt að þið hafið að minnsta kosti betri hugmynd um hvernig þið myndið ykkar eigin fatastíl. Stíl sem er óháður hvað utanaðkomandi aðilar segja ykkur að sé algjörlega málið eða reyna að selja ykkur í gegnum alls kyns auglýsingar eða áhrifavalda. Við erum nefnilega að fikra okkur í átt að jólum, með allskonar tilboðsvikum og fleiru svo það er fínt að fara aðeins yfir þetta allt saman. Til að gera það með okkur fékk ég Rögnu Sigríði Bjarnadóttur til mín og við fórum yfir söguna, mismunandi fatastíla, hvernig hlutir komast í tísku og margt fleira. Umsjón: Atli Már Steinarsson Viðmælandi: Ragna Sigríður Bjarnadóttir
11/19/20230
Episode Artwork

Tíska

Það er óhætt að segja að það sé ákveðið ástand í gangi á landinu, en við reynum að halda okkar stefnu í Þú veist betur og nú er komið að tísku. Nánar tiltekið fatatísku og hvernig hún hefur þróast í gegnum tíðina. Það mætti segja að við séum að tala um ákveðna hugmyndafræði sem er erfitt að finna einhver nákvæm svör við. Það er til dæmis ólíklegt að þið hlustið á þáttinn og endið með óaðfinnanlegan fatastíl. En þó er líklegt að þið hafið að minnsta kosti betri hugmynd um hvernig þið myndið ykkar eigin fatastíl. Stíl sem er óháður hvað utanaðkomandi aðilar segja ykkur að sé algjörlega málið eða reyna að selja ykkur í gegnum alls kyns auglýsingar eða áhrifavalda. Við erum nefnilega að fikra okkur í átt að jólum, með allskonar tilboðsvikum og fleiru svo það er fínt að fara aðeins yfir þetta allt saman. Til að gera það með okkur fékk ég Rögnu Sigríði Bjarnadóttur til mín og við fórum yfir söguna, mismunandi fatastíla, hvernig hlutir komast í tísku og margt fleira. Umsjón: Atli Már Steinarsson Viðmælandi: Ragna Sigríður Bjarnadóttir
11/19/202355 minutes
Episode Artwork

Hvalir - 2.hluti

Nú höldum við áfram þar sem frá var horfið í yfirferð okkar um hvalina. Í síðasta þætti fórum við yfir þróunarsöguna, hvernig hvalir þróuðust úr landdýrum með fjóra fætur yfir í þau dýr sem við þekkjum í dag. En allt þetta gerðist á mörgum milljónum ára og þar sem við settum punktinn síðast vorum við að ræða gáfnafar þeirra og til dæmis þær samskiptaleiðir sem þeir nota. Við tökum upp þráðinn á þeim stað og það er aftur hún Edda Elísabet Magnúsdóttir sem ætlar að leiða okkur í allan sannleikann um hvalina. Umsjón: Atli Már Steinarsson Viðmælandi: Edda Elísabet Magnúsdóttir
11/5/20230
Episode Artwork

Hvalir - 2.hluti

Nú höldum við áfram þar sem frá var horfið í yfirferð okkar um hvalina. Í síðasta þætti fórum við yfir þróunarsöguna, hvernig hvalir þróuðust úr landdýrum með fjóra fætur yfir í þau dýr sem við þekkjum í dag. En allt þetta gerðist á mörgum milljónum ára og þar sem við settum punktinn síðast vorum við að ræða gáfnafar þeirra og til dæmis þær samskiptaleiðir sem þeir nota. Við tökum upp þráðinn á þeim stað og það er aftur hún Edda Elísabet Magnúsdóttir sem ætlar að leiða okkur í allan sannleikann um hvalina. Umsjón: Atli Már Steinarsson Viðmælandi: Edda Elísabet Magnúsdóttir
11/5/202355 minutes
Episode Artwork

Hvalir - 1.hluti

Umræða um hvali hefur verið ofarlega á baugi síðustu mánuði, ekki að ástæðulausu. En vitum við í raun um hvað við erum að tala eða mynda okkur skoðun á? Hvað eru hvalir, hvaða dýr teljast til hvala (svarið við þeirri spurningu mun koma ykkur á óvart), hver er þróunarsaga þeirra og hvernig hegða þeir sér. Hvað gera þessi skíði sem við heyrum alltaf um og af hverju eru sumir þeirra svona svakalega stórir? Svo stórir að það er ekkert annað lifandi á jörðinni sem er stærra en þeir. Ef við tökum auðvitað út fyrir sviga hluti eins og ofursveppi og þannig fyrirbæri sem hægt er að heyra meira um í þættinum okkar um sveppi. Mig langaði til að vita meira og fylla í göt minnar eigin vanþekkingar svo Edda Elísabet Magnúsdóttir kíkti í heimsókn og við settumst niður til að fara yfir þetta allt saman. Þetta var allt svo miklu áhugaverðara og stærra en ég hafði gert mér grein fyrir svo ég varð að skipta viðfangsefninu í tvo parta. Hér kemur sá fyrri þar sem við förum yfir söguna sem nær mörg milljón ár aftur í tímann. Umsjón: Atli Már Steinarsson Viðmælandi: Edda Elísabet Magnúsdóttir
10/29/20230
Episode Artwork

Hvalir - 1.hluti

Umræða um hvali hefur verið ofarlega á baugi síðustu mánuði, ekki að ástæðulausu. En vitum við í raun um hvað við erum að tala eða mynda okkur skoðun á? Hvað eru hvalir, hvaða dýr teljast til hvala (svarið við þeirri spurningu mun koma ykkur á óvart), hver er þróunarsaga þeirra og hvernig hegða þeir sér. Hvað gera þessi skíði sem við heyrum alltaf um og af hverju eru sumir þeirra svona svakalega stórir? Svo stórir að það er ekkert annað lifandi á jörðinni sem er stærra en þeir. Ef við tökum auðvitað út fyrir sviga hluti eins og ofursveppi og þannig fyrirbæri sem hægt er að heyra meira um í þættinum okkar um sveppi. Mig langaði til að vita meira og fylla í göt minnar eigin vanþekkingar svo Edda Elísabet Magnúsdóttir kíkti í heimsókn og við settumst niður til að fara yfir þetta allt saman. Þetta var allt svo miklu áhugaverðara og stærra en ég hafði gert mér grein fyrir svo ég varð að skipta viðfangsefninu í tvo parta. Hér kemur sá fyrri þar sem við förum yfir söguna sem nær mörg milljón ár aftur í tímann. Umsjón: Atli Már Steinarsson Viðmælandi: Edda Elísabet Magnúsdóttir
10/29/202356 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Súkkulaði

Það sem kemur mér einna helst á óvart við umræðuefni þáttarins í þetta skiptið er hversu lengi ég var að láta mér detta það í hug. Verandi algjör súkkulaðigrís hefði þetta átt að vera efst á baugi hjá mér en svona er maður stundum mistækur. Við erum kannski á svipuðum slóðum og síðasti þáttur, enda frekar líklegast að dópamín spili eitthvað hlutverk í súkkulaðineyðslu okkar. En förum ekki nánar út í það. Sum ykkar hafa kannski orðið var við umræðu um súkkulaði á síðustu árum, hvaðan það kemur, hver græðir mest á því, er yfir höfuð til nógu mikið súkkulaði fyrir okkur öll eða erum við farin að borða eitthvað súkkulaðilíki? Öllu þessu þarf að komast til botns í, og það munum við reyna í þessum þætti. En við ætlum líka að ræða söguna, hvernig súkkulaði er gert og hversu mikið súkkulaði þarf að til eitthvað geti sagst vera súkkulaði. Kjartan Gíslason þekkir þessi mál betur en flest og ég fékk hann til að setjast niður með mér til að fara yfir þetta allt saman. Umsjón: Atli Már Steinarsson Viðmælandi: Kjartan Gíslason
10/22/20230
Episode Artwork

Súkkulaði

Það sem kemur mér einna helst á óvart við umræðuefni þáttarins í þetta skiptið er hversu lengi ég var að láta mér detta það í hug. Verandi algjör súkkulaðigrís hefði þetta átt að vera efst á baugi hjá mér en svona er maður stundum mistækur. Við erum kannski á svipuðum slóðum og síðasti þáttur, enda frekar líklegast að dópamín spili eitthvað hlutverk í súkkulaðineyðslu okkar. En förum ekki nánar út í það. Sum ykkar hafa kannski orðið var við umræðu um súkkulaði á síðustu árum, hvaðan það kemur, hver græðir mest á því, er yfir höfuð til nógu mikið súkkulaði fyrir okkur öll eða erum við farin að borða eitthvað súkkulaðilíki? Öllu þessu þarf að komast til botns í, og það munum við reyna í þessum þætti. En við ætlum líka að ræða söguna, hvernig súkkulaði er gert og hversu mikið súkkulaði þarf að til eitthvað geti sagst vera súkkulaði. Kjartan Gíslason þekkir þessi mál betur en flest og ég fékk hann til að setjast niður með mér til að fara yfir þetta allt saman. Umsjón: Atli Már Steinarsson Viðmælandi: Kjartan Gíslason
10/22/20231 hour, 8 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Dópamín

Það eru allar líkur á því að viðfangsefni síðasta þáttar af þú veist betur hafi áhrif á það kerfi í líkama okkar sem framleiðir dópamín. Þetta orð hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og að einhverju leyti á frekar skakkan hátt. Oft snýst þetta um hvort að hinn eða þessi hlutur, í þessu tilfelli boðefni sem verður til í okkur sjálfum, sé gott eða slæmt. Er til dæmis slæmt að dópamín verði til þegar við drekkum kaffi? Líklegast ekki, en það fer auðvitað eftir því hversu mikið kaffi við ætlum okkur að drekka. Við erum líka orðin frekar vör um hvað það er sem fer fram í líkama okkar, fáum sífellt fleiri tæki og tól til að mæla það, svo að sama skapi erum við endalaust að leitast við að vera í jafnvægi. Kannski vantar okkur hitt eða þetta og þessvegna líði okkur eins og raun ber vitni. Það hljóti að vera einhver ástæða fyrir því að ég er svona eða hinsegin, og ef ég finn ástæðuna, get ég haft áhrif á það sem er að gerast. Við erum spendýr sem rankar allt í einu við sér á tækniöld, þar sem þróunin hefur nánast keyrt yfir okkur og við skiljum ekki af hverju okkur líður allt í einu svona illa, orð eins og skjátími, símafíkn og þar fram eftir götunum voru ekki til fyrir ekki meira en 10-15 árum sem dæmi. Dópamín virðist spila stóra rullu í lífi okkar, því er kannski mikilvægt að við áttum okkur á því hvað þetta efni er, hvað það gerir og hvort við þurfum mögulega öll að fara í dópamín föstu. Umsjón: Atli Már Steinarsson Viðmælandi: Þór Eysteinsson
10/15/20230
Episode Artwork

Dópamín

Það eru allar líkur á því að viðfangsefni síðasta þáttar af þú veist betur hafi áhrif á það kerfi í líkama okkar sem framleiðir dópamín. Þetta orð hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og að einhverju leyti á frekar skakkan hátt. Oft snýst þetta um hvort að hinn eða þessi hlutur, í þessu tilfelli boðefni sem verður til í okkur sjálfum, sé gott eða slæmt. Er til dæmis slæmt að dópamín verði til þegar við drekkum kaffi? Líklegast ekki, en það fer auðvitað eftir því hversu mikið kaffi við ætlum okkur að drekka. Við erum líka orðin frekar vör um hvað það er sem fer fram í líkama okkar, fáum sífellt fleiri tæki og tól til að mæla það, svo að sama skapi erum við endalaust að leitast við að vera í jafnvægi. Kannski vantar okkur hitt eða þetta og þessvegna líði okkur eins og raun ber vitni. Það hljóti að vera einhver ástæða fyrir því að ég er svona eða hinsegin, og ef ég finn ástæðuna, get ég haft áhrif á það sem er að gerast. Við erum spendýr sem rankar allt í einu við sér á tækniöld, þar sem þróunin hefur nánast keyrt yfir okkur og við skiljum ekki af hverju okkur líður allt í einu svona illa, orð eins og skjátími, símafíkn og þar fram eftir götunum voru ekki til fyrir ekki meira en 10-15 árum sem dæmi. Dópamín virðist spila stóra rullu í lífi okkar, því er kannski mikilvægt að við áttum okkur á því hvað þetta efni er, hvað það gerir og hvort við þurfum mögulega öll að fara í dópamín föstu. Umsjón: Atli Már Steinarsson Viðmælandi: Þór Eysteinsson
10/15/202355 minutes
Episode Artwork

Kaffi

Oftar en ekki tala ég um að fyrirbæri þáttarins sé eitthvað sem sé allt í kringum okkur, svo ég held því bara áfram í þetta skiptið. Síðast var það internetið en núna er það kaffið sem við ætlum að fara yfir. Ég verð að viðurkenna að sjálfur hef ég aldrei verið mikill kaffigrís en á seinni árum drukkið meira en ég gerði áður fyrr, aldrei þó vitað nákvæmlega hvað ég sé að gera. Hvað er gott kaffi og hvernig er það gert? Í þetta skiptið förum við yfir sögu kaffis, hvaðan það kemur og hvernig samband okkar við kaffi hefur breyst í gegnum tíðina. Ég fékk til mín Sonju Grant sem kom meira að segja til mín með bolla af nýlöguðu kaffi, svo við settumst niður og fórum yfir þessi mál. Umsjón: Atli Már Steinarsson Viðmælandi: Sonja Björk Einarsdóttir Grant
10/8/20230
Episode Artwork

Kaffi

Oftar en ekki tala ég um að fyrirbæri þáttarins sé eitthvað sem sé allt í kringum okkur, svo ég held því bara áfram í þetta skiptið. Síðast var það internetið en núna er það kaffið sem við ætlum að fara yfir. Ég verð að viðurkenna að sjálfur hef ég aldrei verið mikill kaffigrís en á seinni árum drukkið meira en ég gerði áður fyrr, aldrei þó vitað nákvæmlega hvað ég sé að gera. Hvað er gott kaffi og hvernig er það gert? Í þetta skiptið förum við yfir sögu kaffis, hvaðan það kemur og hvernig samband okkar við kaffi hefur breyst í gegnum tíðina. Ég fékk til mín Sonju Grant sem kom meira að segja til mín með bolla af nýlöguðu kaffi, svo við settumst niður og fórum yfir þessi mál. Umsjón: Atli Már Steinarsson Viðmælandi: Sonja Björk Einarsdóttir Grant
10/8/202355 minutes
Episode Artwork

Internetið

Við notum það öll á hverjum degi, það er orðið jafn eðlilegur partur af tilveru okkar og rafmagn, jafnvel vatnsleiðslur í húsinu okkar. Þó vissulega sé ekkert internetið á rafmangs svo kannski erum við ekki að setja þessa hluti alveg á sama stað í forgangslistanum. Ég er þó ekki frá því að það sé eitthvað fólk þarna úti sem væri frekar til í að það sé vatnslaust frekar en internetlaust, því öll getum við sleppt því að fara í sturtu og drukkið bara djús, en hvað gerum við eiginlega ef við komumst ekki á internetið? Lesum bækur? Tölum saman? Förum út og veltum fyrir okkur heiminum? Allt augljóslega fjarstæðukenndar hugmyndir en sem betur fer eru litlar líkur á því að internetið hverfi í bráð. Það er samt alltaf betra að skilja hvernig einhver risastór partur af tilveru okkar virkar, hvernig kom þetta allt til og hvað er í raun og veru að gerast þegar við sendum skilaboð okkar á milli, horfum á það sem við viljum, þegar við viljum, borgum fyrir hluti, hlustum á þennan þátt í ólínulegri dagskrá, þurfum að muna hver leikarinn var í myndinni sem við sáum fyrir 23 árum síðan og svona mætti lengi telja. Internetið er ekki lengur bara tækni sem við nýtum okkur, hún er vefur sem umlykur allt samfélagið okkar. Sem ég meina ekki sem neikvæðan hlut, en það er líklegt að okkur finnist ekki mikið kóngulónnar koma sem festist í eigin vef, svo það er því fínt að vita eitthvað um okkar. Til að tala við mig um þetta alls saman er mættur Steinn Eldjárn. Umsjón: Atli Már Steinarsson Viðmælandi: Steinn Eldjárn Sigurðarson
10/1/20230
Episode Artwork

Internetið

Við notum það öll á hverjum degi, það er orðið jafn eðlilegur partur af tilveru okkar og rafmagn, jafnvel vatnsleiðslur í húsinu okkar. Þó vissulega sé ekkert internetið á rafmangs svo kannski erum við ekki að setja þessa hluti alveg á sama stað í forgangslistanum. Ég er þó ekki frá því að það sé eitthvað fólk þarna úti sem væri frekar til í að það sé vatnslaust frekar en internetlaust, því öll getum við sleppt því að fara í sturtu og drukkið bara djús, en hvað gerum við eiginlega ef við komumst ekki á internetið? Lesum bækur? Tölum saman? Förum út og veltum fyrir okkur heiminum? Allt augljóslega fjarstæðukenndar hugmyndir en sem betur fer eru litlar líkur á því að internetið hverfi í bráð. Það er samt alltaf betra að skilja hvernig einhver risastór partur af tilveru okkar virkar, hvernig kom þetta allt til og hvað er í raun og veru að gerast þegar við sendum skilaboð okkar á milli, horfum á það sem við viljum, þegar við viljum, borgum fyrir hluti, hlustum á þennan þátt í ólínulegri dagskrá, þurfum að muna hver leikarinn var í myndinni sem við sáum fyrir 23 árum síðan og svona mætti lengi telja. Internetið er ekki lengur bara tækni sem við nýtum okkur, hún er vefur sem umlykur allt samfélagið okkar. Sem ég meina ekki sem neikvæðan hlut, en það er líklegt að okkur finnist ekki mikið kóngulónnar koma sem festist í eigin vef, svo það er því fínt að vita eitthvað um okkar. Til að tala við mig um þetta alls saman er mættur Steinn Eldjárn. Umsjón: Atli Már Steinarsson Viðmælandi: Steinn Eldjárn Sigurðarson
10/1/202355 minutes
Episode Artwork

Sjómennska

Í síðasta þætti af Þú veist betur ræddum við ketti, kosti þeirra og galla, hvernig væri best að gera þá hamingjusama og þar fram eftir götunum. Það leiðir okkur eftir ákveðnum krókaleiðum að viðfangsefni dagsins. Mér var nefnilega einu sinni sagt að appelsínugulir kettir hefðu komið til Íslands með víkingum, því þeir væru svo miklir sjókettir. Hvort það sé satt eða ekki þá liggur beinast við að fara frá köttum, til sjómennsku. Það einfaldlega gefur augaleið. Sjómennska er nefnilega eitthvað sem ég held að við höfum öll hugmynd um hvað sé, hvort sú hugmynd sé sú sama á milli okkar allra er frekar ólíklegt enda eru frekar litlar líkur á því að við höfum nokkurtíman stundað sjómennsku sjálf. En þó eru allar líkur á því að við höfum einhverja tengingu, hvort sem það er í gegnum fjarskyldan frænda eða bara foreldra okkar. Sjómennska og fiskveiðar eru okkur í blóð borin, annað væri í raun stórfurðulegt verandi eyja út á miðju Atlantshafi. En hvað þýðir það að vera sjómaður, hvað hefur það þýtt í gegnum tíðina og hvað hefur breyst varðandi sjómennsku á öllum þessum árum síðan fólk kom til þessa lands. Til að svara þessu hef ég fengið til mín Valmund Valmundsson og Hólmgeir Jónsson sem þekkja þetta inn og út, svo við settumst niður og þeir leyfðu mér að spyrja sig eins og landkrabbinn sem ég er. Umsjón: Atli Már Steinarsson Viðmælendur: Valmundur Valmundsson og Hólmgeir Jónsson
9/24/20230
Episode Artwork

Sjómennska

Í síðasta þætti af Þú veist betur ræddum við ketti, kosti þeirra og galla, hvernig væri best að gera þá hamingjusama og þar fram eftir götunum. Það leiðir okkur eftir ákveðnum krókaleiðum að viðfangsefni dagsins. Mér var nefnilega einu sinni sagt að appelsínugulir kettir hefðu komið til Íslands með víkingum, því þeir væru svo miklir sjókettir. Hvort það sé satt eða ekki þá liggur beinast við að fara frá köttum, til sjómennsku. Það einfaldlega gefur augaleið. Sjómennska er nefnilega eitthvað sem ég held að við höfum öll hugmynd um hvað sé, hvort sú hugmynd sé sú sama á milli okkar allra er frekar ólíklegt enda eru frekar litlar líkur á því að við höfum nokkurtíman stundað sjómennsku sjálf. En þó eru allar líkur á því að við höfum einhverja tengingu, hvort sem það er í gegnum fjarskyldan frænda eða bara foreldra okkar. Sjómennska og fiskveiðar eru okkur í blóð borin, annað væri í raun stórfurðulegt verandi eyja út á miðju Atlantshafi. En hvað þýðir það að vera sjómaður, hvað hefur það þýtt í gegnum tíðina og hvað hefur breyst varðandi sjómennsku á öllum þessum árum síðan fólk kom til þessa lands. Til að svara þessu hef ég fengið til mín Valmund Valmundsson og Hólmgeir Jónsson sem þekkja þetta inn og út, svo við settumst niður og þeir leyfðu mér að spyrja sig eins og landkrabbinn sem ég er. Umsjón: Atli Már Steinarsson Viðmælendur: Valmundur Valmundsson og Hólmgeir Jónsson
9/24/20231 hour, 8 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Kettir

Eftir tvo þætti um strengjafræði held ég að það sé fínt fyrir okkur að líta í nærumhverfið og velta fyrir okkur því dýri sem er í miklum samskiptum og samvistum við manninn, hefur verið það í háa herrans tíð og verður líklegast að eilífu. Við höfum áður fjallað um alls kyns dýr, þar á meðal refinn og hrafninn en nú langaði mig til að líta okkur nær og pæla aðeins í kettinum. Því er þó öðruvísi farið en með hin tvö dýrin að í þessu tilfelli er hér á ferðinni dýr sem við getum átt, séð um, búið með eða upplifað í nærumhverfi okkar. Að þeim sökum er þátturinn í dag bæði um hvernig dýr kötturinn sé, en líka hvernig maður sér um kött eða hagar sér í kringum hann. Það er til fólk sem segist hata ketti, sem mér reyndar finnst frekar furðuleg afstaða hjá fullorðnu fólki að hafa. Þér þarf ekki að líka við þá, en að hata eitthvað dýr bara af því að það er eins og það er hljómar aðeins of mikið í mín eyru eins og Kjartan í Strumpunum. En það er líka hægt að vera forvitið um eitthvað sem þú fílar ekki, svo leggjum af stað, hér blandast fortíð, nútíð og framtíð í einn graut en það er hún Sólrún Barbara Friðriksdóttir sem ætlar að vera fararstjóri í þetta skiptið. Umsjón: Atli Már Steinarsson Viðmælandi: Sólrún Barbara Friðriksdóttir
9/17/20230
Episode Artwork

Kettir

Eftir tvo þætti um strengjafræði held ég að það sé fínt fyrir okkur að líta í nærumhverfið og velta fyrir okkur því dýri sem er í miklum samskiptum og samvistum við manninn, hefur verið það í háa herrans tíð og verður líklegast að eilífu. Við höfum áður fjallað um alls kyns dýr, þar á meðal refinn og hrafninn en nú langaði mig til að líta okkur nær og pæla aðeins í kettinum. Því er þó öðruvísi farið en með hin tvö dýrin að í þessu tilfelli er hér á ferðinni dýr sem við getum átt, séð um, búið með eða upplifað í nærumhverfi okkar. Að þeim sökum er þátturinn í dag bæði um hvernig dýr kötturinn sé, en líka hvernig maður sér um kött eða hagar sér í kringum hann. Það er til fólk sem segist hata ketti, sem mér reyndar finnst frekar furðuleg afstaða hjá fullorðnu fólki að hafa. Þér þarf ekki að líka við þá, en að hata eitthvað dýr bara af því að það er eins og það er hljómar aðeins of mikið í mín eyru eins og Kjartan í Strumpunum. En það er líka hægt að vera forvitið um eitthvað sem þú fílar ekki, svo leggjum af stað, hér blandast fortíð, nútíð og framtíð í einn graut en það er hún Sólrún Barbara Friðriksdóttir sem ætlar að vera fararstjóri í þetta skiptið. Umsjón: Atli Már Steinarsson Viðmælandi: Sólrún Barbara Friðriksdóttir
9/17/20231 hour, 16 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Strengjafræði - 2.hluti

Í síðasta þætti byrjuðum við á sögu strengjafræðinnar með honum Friðriki Frey Gautasyni og enduðum á þessum blessuðu víddum. Undirstaðan í strengjafræðinni er að þú þarft að vera með ákveðið margar víddir, en til að fá eitthvað út úr kenningunni, til dæmis öreindarfræðilíkön þá þarftu svo að byrja á að losa þig við víddirnar. En hvernig skrifaru niður vídd? Við byrjum á þessari spurningu en förum svo yfir í hvað það er sem strengjafræðingar í dag vinna helst við, hvaða vandamál er verið að leysa og hvernig framtíðin gæti litið út. Við munum tala um svarthol og upplýsingagátuna svokölluðu (á ensku er það information paradox ef þið viljið leggja í ferðalag með google frænda), hulduefni og hulduorku svo það er nóg af gúmmelaði sem kemur hérna á eftir. En byrjum á því að tala um strengina og hvernig við tæklum þessar 11 víddir. Umsjón: Atli Már Steinarsson Viðmælandi: Friðrik Freyr Gautason
9/10/20230
Episode Artwork

Strengjafræði - 2.hluti

Í síðasta þætti byrjuðum við á sögu strengjafræðinnar með honum Friðriki Frey Gautasyni og enduðum á þessum blessuðu víddum. Undirstaðan í strengjafræðinni er að þú þarft að vera með ákveðið margar víddir, en til að fá eitthvað út úr kenningunni, til dæmis öreindarfræðilíkön þá þarftu svo að byrja á að losa þig við víddirnar. En hvernig skrifaru niður vídd? Við byrjum á þessari spurningu en förum svo yfir í hvað það er sem strengjafræðingar í dag vinna helst við, hvaða vandamál er verið að leysa og hvernig framtíðin gæti litið út. Við munum tala um svarthol og upplýsingagátuna svokölluðu (á ensku er það information paradox ef þið viljið leggja í ferðalag með google frænda), hulduefni og hulduorku svo það er nóg af gúmmelaði sem kemur hérna á eftir. En byrjum á því að tala um strengina og hvernig við tæklum þessar 11 víddir. Umsjón: Atli Már Steinarsson Viðmælandi: Friðrik Freyr Gautason
9/10/202355 minutes
Episode Artwork

Strengjafræði - 1.hluti

Við erum sífellt að reyna að skilja hlutina í kringum okkur betur. Hvort sem það er með athugunum, tilgátum, kenningum eða tilraunum viljum við vita af hverju heimurinn í kringum okkur er eins og hann er. Því manneskjan er hugsanlega eina dýrategundin sem á oft erfitt með að upplifa án þess að spyrja af hverju. Okkur hefur gengið frekar vel að svara þessari spurningu í gegnum tíðina, en höfum tekið gríðarlegt stökk á síðustu 100 árum eða hér um bil. Ég hef áður forvitnast um hluti eins og eðlisfræði, skammtafræði, svarthol, stærðfræði og kjarnorku svo einhver dæmi séu nefnd, en það er ein fræðigrein sem sat eftir. Og það var sú fræðigrein sem gerir tilraun til að svara sumum af erfiðustu spurningunum sem við höfum, hvað er það sem gerist við mikla hvell og hvað á sér eiginlega stað inn í svartholum? Mér finnst vert að benda á að auðvitað er hægt að hlusta á fyrrnefnda þætti til að glöggva sig á alls kyns hlutum sem munu líklegast koma sér vel þegar hlustað er á fyrstu tvo þætti nýrrar seríu af Þú veist betur, en þó strengjafræðin sé vissulega snúið viðfangsefni reyndi ég að nálgast og bera efnið fram án þess að það þyrfti að undirbúa sig mikið fyrst. En við skulum öll átta okkur á því að hér er alls ekki skrýtið eða vandræðalegt að skilja ekki, þættirnir tveir gera næstum þá kröfu að við segjum skilið við það sem við héldum að við vissum og opnum hugann fyrir einhverju sem satt best að segja getur vel hljómað eins og vísindaskáldskapur. Eitt lykilorð áður en við byrjum, hið viðtekna líkan (standard model) er eitthvað sem verður nefnt nokkuð oft. Strengjafræðin er grein sem reynir að sameina þyngdarfræði og skammtafræði, sem eiga ekki gott með að tala saman, á hátt sem opnar svo fyrir möguleikann að útskýra hlutina sem ég nefndi áður. Ef þið eruð ekki ringluð ennþá, búið ykkur undir að heyra um víddir sem þið vissuð ekki að gætu verið til, úr hverju rafeindir, róteindir og nifteindir eru búnar til úr og hvernig þegar öllu er á botninn hvolft, erum við öll hugsanlega bara strengir titrandi á ólíkum tíðnum. Umsjón: Atli Már Steinarsson Viðmælandi: Friðrik Freyr Gautason
9/3/20230
Episode Artwork

Strengjafræði - 1.hluti

Við erum sífellt að reyna að skilja hlutina í kringum okkur betur. Hvort sem það er með athugunum, tilgátum, kenningum eða tilraunum viljum við vita af hverju heimurinn í kringum okkur er eins og hann er. Því manneskjan er hugsanlega eina dýrategundin sem á oft erfitt með að upplifa án þess að spyrja af hverju. Okkur hefur gengið frekar vel að svara þessari spurningu í gegnum tíðina, en höfum tekið gríðarlegt stökk á síðustu 100 árum eða hér um bil. Ég hef áður forvitnast um hluti eins og eðlisfræði, skammtafræði, svarthol, stærðfræði og kjarnorku svo einhver dæmi séu nefnd, en það er ein fræðigrein sem sat eftir. Og það var sú fræðigrein sem gerir tilraun til að svara sumum af erfiðustu spurningunum sem við höfum, hvað er það sem gerist við mikla hvell og hvað á sér eiginlega stað inn í svartholum? Mér finnst vert að benda á að auðvitað er hægt að hlusta á fyrrnefnda þætti til að glöggva sig á alls kyns hlutum sem munu líklegast koma sér vel þegar hlustað er á fyrstu tvo þætti nýrrar seríu af Þú veist betur, en þó strengjafræðin sé vissulega snúið viðfangsefni reyndi ég að nálgast og bera efnið fram án þess að það þyrfti að undirbúa sig mikið fyrst. En við skulum öll átta okkur á því að hér er alls ekki skrýtið eða vandræðalegt að skilja ekki, þættirnir tveir gera næstum þá kröfu að við segjum skilið við það sem við héldum að við vissum og opnum hugann fyrir einhverju sem satt best að segja getur vel hljómað eins og vísindaskáldskapur. Eitt lykilorð áður en við byrjum, hið viðtekna líkan (standard model) er eitthvað sem verður nefnt nokkuð oft. Strengjafræðin er grein sem reynir að sameina þyngdarfræði og skammtafræði, sem eiga ekki gott með að tala saman, á hátt sem opnar svo fyrir möguleikann að útskýra hlutina sem ég nefndi áður. Ef þið eruð ekki ringluð ennþá, búið ykkur undir að heyra um víddir sem þið vissuð ekki að gætu verið til, úr hverju rafeindir, róteindir og nifteindir eru búnar til úr og hvernig þegar öllu er á botninn hvolft, erum við öll hugsanlega bara strengir titrandi á ólíkum tíðnum. Umsjón: Atli Már Steinarsson Viðmælandi: Friðrik Freyr Gautason
9/3/202355 minutes
Episode Artwork

Sveppir

Jæja mín kæru, nú er komið að síðasta þætti í þessari seríu af Þú veist betur sem er númer 95 í heildina hvorki meira né minna. En í sumar ætlum við Ingvar Þór að koma með aðra seríu af Þráðum þar sem við lítum í baksýnisspegilinn, rifjum upp áhugaverð mál og gröfum í kistunni að efni sem hefur ekki heyrst í langan tíma. Því þarf athyglin að færast yfir á það verkefni í bili. Þú veist betur heldur svo auðvitað áfram næsta vetur, svo engar áhyggjur, við höldum áfram að fræðast um alls kyns hluti eftir smá pásu. En lokaþátturinn í þetta skiptið er heldur betur forvitnilegur. Það er oft talað um sveppi í nútímasamfélagi, þá kannski oftast myglusveppi og hvimleiðar afleiðingar hans. Nú eða fótsveppi, sveppasýkingar, þar fram eftir götunum. Svo mér fannst halla töluvert á þessa ótrúlegu lífveru, sem sinnir svo mikilvægu hlutverki í lífi okkar, hvort sem við vitum af því eða ekki. Það er nóg að nefna pensilín til að benda á hlutverk hans í sögu okkar. Svo til að kafa aðeins dýpra, fara undir yfirborðið, bókstaflega, fékk ég til mín Guðríði Gyðu Eyjólfsdóttur, sem þekkir sveppina inn og út til að leiða okkur í gegnum allan sannleikann um sveppi, við byrjum auðvitað á sögunni og þræðum okkur svo í átt að virkni þeirra og gerð. En áður en við leggum af stað, heyrum við kynningu frá viðmælandanum sjálfum. Umsjón: Atli Már Steinarsson
5/7/20230
Episode Artwork

Sveppir

Jæja mín kæru, nú er komið að síðasta þætti í þessari seríu af Þú veist betur sem er númer 95 í heildina hvorki meira né minna. En í sumar ætlum við Ingvar Þór að koma með aðra seríu af Þráðum þar sem við lítum í baksýnisspegilinn, rifjum upp áhugaverð mál og gröfum í kistunni að efni sem hefur ekki heyrst í langan tíma. Því þarf athyglin að færast yfir á það verkefni í bili. Þú veist betur heldur svo auðvitað áfram næsta vetur, svo engar áhyggjur, við höldum áfram að fræðast um alls kyns hluti eftir smá pásu. En lokaþátturinn í þetta skiptið er heldur betur forvitnilegur. Það er oft talað um sveppi í nútímasamfélagi, þá kannski oftast myglusveppi og hvimleiðar afleiðingar hans. Nú eða fótsveppi, sveppasýkingar, þar fram eftir götunum. Svo mér fannst halla töluvert á þessa ótrúlegu lífveru, sem sinnir svo mikilvægu hlutverki í lífi okkar, hvort sem við vitum af því eða ekki. Það er nóg að nefna pensilín til að benda á hlutverk hans í sögu okkar. Svo til að kafa aðeins dýpra, fara undir yfirborðið, bókstaflega, fékk ég til mín Guðríði Gyðu Eyjólfsdóttur, sem þekkir sveppina inn og út til að leiða okkur í gegnum allan sannleikann um sveppi, við byrjum auðvitað á sögunni og þræðum okkur svo í átt að virkni þeirra og gerð. En áður en við leggum af stað, heyrum við kynningu frá viðmælandanum sjálfum. Umsjón: Atli Már Steinarsson
5/7/202355 minutes
Episode Artwork

Gervigreind 2.hluti

Í síðasta þætti hófumst við handa við að reyna að læra meira um gervigreind, sögu hennar, sem nær aftur á sautjándu öld ef við hugsum til vélrænnar sjálfvirkni einhverskonar. Að taka aðferðir eða aðgerðir og setja yfir í sjálfvirkni. Á nítjándu öld byrjum við svo að ímynda okkur svona vél, þ.e. sem við getum útskýrt fyrir hvað eigi að gera, og hún framkvæmir. Þetta er að eiga sér stað löngu áður en við finnum upp tölvur eins og við þekkjum þær í dag. En samofið allri þessari umræðu um sögu og fram að nútímanum og þeirri gervigreind sem við þekkjum í dag er dýpri umræða. Því það er auðvelt að tala um gervigreind einfaldlega út frá tæknilegu sjónarhorni, hvað hún geti gert fyrir vinnumarkaðinn eða álíka bein hagfræðileg áhrif. Þá vill oft gleymast að kjarni gervigreindar er þverfaglegur. Mest af því efni sem þjálfað er á, er afrakstur hugvísinda. Samskipti við gervigreindina eru í skrifuðu máli eða í samræðum, sem mun verða meira og meira á forsendum manneskjunnar en ekki tækninnar. Þessvegna er mikilvægt að skilningurinn á því hvernig við högum okkur gríðarlega mikilvægur. Spurningin ætti kannski frekar að vera hvernig við getum sameinað hugvísindi, tækni og vísindi enn frekar. Sem leiðir í raun að byrjuninni á samtali mínu við Hannes Högna í þessum þætti, þar sem ég spyr út í hinar mismunandi tegundir greindar hjá okkur sjálfum. Tilfinningagreind til dæmis, hvernig útfærum við hana? Hugtök eins og gott og illt, sem geta oft verið byggð á trúarlegum grunni. Hvernig nálgumst við svona hugtök og kennum gervigreindinni hvað þau þýða? Umsjón: Atli Már Steinarsson
4/30/20230
Episode Artwork

Gervigreind 2.hluti

Í síðasta þætti hófumst við handa við að reyna að læra meira um gervigreind, sögu hennar, sem nær aftur á sautjándu öld ef við hugsum til vélrænnar sjálfvirkni einhverskonar. Að taka aðferðir eða aðgerðir og setja yfir í sjálfvirkni. Á nítjándu öld byrjum við svo að ímynda okkur svona vél, þ.e. sem við getum útskýrt fyrir hvað eigi að gera, og hún framkvæmir. Þetta er að eiga sér stað löngu áður en við finnum upp tölvur eins og við þekkjum þær í dag. En samofið allri þessari umræðu um sögu og fram að nútímanum og þeirri gervigreind sem við þekkjum í dag er dýpri umræða. Því það er auðvelt að tala um gervigreind einfaldlega út frá tæknilegu sjónarhorni, hvað hún geti gert fyrir vinnumarkaðinn eða álíka bein hagfræðileg áhrif. Þá vill oft gleymast að kjarni gervigreindar er þverfaglegur. Mest af því efni sem þjálfað er á, er afrakstur hugvísinda. Samskipti við gervigreindina eru í skrifuðu máli eða í samræðum, sem mun verða meira og meira á forsendum manneskjunnar en ekki tækninnar. Þessvegna er mikilvægt að skilningurinn á því hvernig við högum okkur gríðarlega mikilvægur. Spurningin ætti kannski frekar að vera hvernig við getum sameinað hugvísindi, tækni og vísindi enn frekar. Sem leiðir í raun að byrjuninni á samtali mínu við Hannes Högna í þessum þætti, þar sem ég spyr út í hinar mismunandi tegundir greindar hjá okkur sjálfum. Tilfinningagreind til dæmis, hvernig útfærum við hana? Hugtök eins og gott og illt, sem geta oft verið byggð á trúarlegum grunni. Hvernig nálgumst við svona hugtök og kennum gervigreindinni hvað þau þýða? Umsjón: Atli Már Steinarsson
4/30/202355 minutes
Episode Artwork

Gervigreind - 1.hluti

Eftir því sem líður á vorið og veturinn lýtur í lægra haldi þá raðast efnin sem við erum að tækla í Þú veist betur upp á nokkurnveginn þann hátt sem ég hugsaði mér. Því viðtalið sem við ætlum að byrja að hlusta á í þessum þætti var tekið upp í janúarlok árið 2023. Sem undir öllum venjulegum kringumstæðum myndi teljast sem frekar stuttur tími, verandi apríl þegar þátturinn kemur loks út en í heimi gervigreindar getur, eins og raun ber vitni, gríðarlega mikið gerst á ekki lengri tíma en 1-2 mánuðum. En mér fannst mikilvægt að undirbúa jarðveginn, því hvernig getum við talað um gerviGREIND, án þess að pæla aðeins í heilanum og hvað hann gerir? Hvernig getum við velt því fyrir okkur hvort að tölva sé með mannlega eiginleika án þess að pæla í heimspeki og þeirri aldargömlu spurningu um hver við séum í raun og veru, og hvað það sé að vera mannleg? Þar á milli höfum við líka pælt í hröfnum og Frakklandi, en það er líka bara til þess að hugsa um eitthvað annað en risastóru spurningarnar. En loks endum við hér, við þröskuldinn á umræðuefni sem er líklegast ein af stærstu spurningum okkar tíma. Gervigreind er allt í kringum okkur, og hefur verið í dágóðan tíma en það er kannski ekki fyrr en fyrst núna þar sem kraftur hennar skín virkilega í gegn og rödd hennar byrjar að heyrast í gegnum allt suðið. Ég fékk til mín Hannes Högna Vilhjálmsson til að lýsa inn í myrkrið með okkur. Umsjón: Atli Már Steinarsson
4/23/20230
Episode Artwork

Gervigreind - 1.hluti

Eftir því sem líður á vorið og veturinn lýtur í lægra haldi þá raðast efnin sem við erum að tækla í Þú veist betur upp á nokkurnveginn þann hátt sem ég hugsaði mér. Því viðtalið sem við ætlum að byrja að hlusta á í þessum þætti var tekið upp í janúarlok árið 2023. Sem undir öllum venjulegum kringumstæðum myndi teljast sem frekar stuttur tími, verandi apríl þegar þátturinn kemur loks út en í heimi gervigreindar getur, eins og raun ber vitni, gríðarlega mikið gerst á ekki lengri tíma en 1-2 mánuðum. En mér fannst mikilvægt að undirbúa jarðveginn, því hvernig getum við talað um gerviGREIND, án þess að pæla aðeins í heilanum og hvað hann gerir? Hvernig getum við velt því fyrir okkur hvort að tölva sé með mannlega eiginleika án þess að pæla í heimspeki og þeirri aldargömlu spurningu um hver við séum í raun og veru, og hvað það sé að vera mannleg? Þar á milli höfum við líka pælt í hröfnum og Frakklandi, en það er líka bara til þess að hugsa um eitthvað annað en risastóru spurningarnar. En loks endum við hér, við þröskuldinn á umræðuefni sem er líklegast ein af stærstu spurningum okkar tíma. Gervigreind er allt í kringum okkur, og hefur verið í dágóðan tíma en það er kannski ekki fyrr en fyrst núna þar sem kraftur hennar skín virkilega í gegn og rödd hennar byrjar að heyrast í gegnum allt suðið. Ég fékk til mín Hannes Högna Vilhjálmsson til að lýsa inn í myrkrið með okkur. Umsjón: Atli Már Steinarsson
4/23/202355 minutes
Episode Artwork

Frakkland - Deuxième partie

Þá dembum við okkur í meira efni um Frakkland og ef þið hafið hlustað á fyrri þáttinn, sem ég geri nú ráð fyrir að sé líklegast tilfellið fyrst þið eruð mætt hingað þá erum við búin Rósa Elín búin að fara aðeins yfir sögu landsins, kynnast Jóhönnu af Örk, Napóleon og fleiri áhugaverðum karakterum, ásamt því að heyra af frönsku byltingunni sem hafði áhrif á allan heiminn, upplýsingin sem kom í kjölfarið og í lok þess þáttar vorum við aðeins byrjuð að fara í nútíma samfélag í Frakklandi. Við ætlum núna að halda áfram með nútímann, hvernig borg er París, á maður að fara þangað og kannski ennþá mikilvægara, við hverju á maður að búast, bæði frá landinu og svo fólkinu sem þar býr. Í lokin koma svo smá ráð ef ykkur langar til að ferðast þangað, hvert væri gaman að fara og þar er augljóslega mjög margt mismunandi í boði. Ég ætla því að gerast svo djarfur að gefa sjálfum mér orðið, þar sem ég feta mig í átt að spurningu um muninn á París og restinni af landinu. Umsjón: Atli Már Steinarsson
4/16/20230
Episode Artwork

Frakkland - Deuxième partie

Þá dembum við okkur í meira efni um Frakkland og ef þið hafið hlustað á fyrri þáttinn, sem ég geri nú ráð fyrir að sé líklegast tilfellið fyrst þið eruð mætt hingað þá erum við Rósa Elín búin að fara aðeins yfir sögu landsins, kynnast Jóhönnu af Örk, Napóleon og fleiri áhugaverðum karakterum, ásamt því að heyra af frönsku byltingunni sem hafði áhrif á allan heiminn, upplýsingin sem kom í kjölfarið og í lok þess þáttar vorum við aðeins byrjuð að fara í nútíma samfélag í Frakklandi. Við ætlum núna að halda áfram með nútímann, hvernig borg er París, á maður að fara þangað og kannski ennþá mikilvægara, við hverju á maður að búast, bæði frá landinu og svo fólkinu sem þar býr. Í lokin koma svo smá ráð ef ykkur langar til að ferðast þangað, hvert væri gaman að fara og þar er augljóslega mjög margt mismunandi í boði. Ég ætla því að gerast svo djarfur að gefa sjálfum mér orðið, þar sem ég feta mig í átt að spurningu um muninn á París og restinni af landinu. Umsjón: Atli Már Steinarsson
4/16/202336 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Frakkland - Partie Un

Við vindum kvæði okkar í kross og prófum eitthvað nýtt í þættinum í þetta skiptið. Ég viðurkenni fúslega að hugmyndin að þættinum er sprottin upp úr eigin áhuga á franska tungumálinu sem ég hef verið að reyna læra með misjöfnum árangri í smá tíma. En hvað sem því líður þá er Frakkland merkilegt land, í nútíma og sögulegu samhengi. Því langaði mig til að vita meira og sannfærði Rósu Elínu Davíðsdóttur til að setjast niður með mér og reyna að pakka þessu saman í einhvern netta yfirferð. Það er ómögulegt að tala um allt, svo við reyndum að einblína á sögu landsins og tungumálsins, hlutverk þess í mannkynssögunni og hvernig landið varð til. Það væri auðveldlega hægt að vera með sérþætti um franska list, matarmenningu eða þar fram eftir götunum en við lítum á þessa þætti, því þeir verða tveir, einn langur og annar styttri, sem inngangspunkt í þekkingu okkar á Frakklandi. Ef okkur langar til að vita meira er internetið vinur okkar eins og alltaf. En þættirnir koma þó ekki með viku millibili, því ég sleppi þeim báðum lausum á sama tíma. Þar sem að fyrri hlutinn fjallar eins og áður sagði um söguna og þar fram eftir götunum, en í þeim seinni pælum við í frönsku þjóðarsálinni, hver hinn týpíski frakki sé og hvert maður ætti að fara ef maður er að hugsa sér að heimsækja landið. Þetta verður allt tilbúið í spilara og hlaðvarpsveitum á sama tíma svo þið getið baðað ykkur í Frakklandi eins og ykkur hentar og/eða lystir. Umsjón: Atli Már Steinarsson
4/16/20230
Episode Artwork

Frakkland - Partie Un

Við vindum kvæði okkar í kross og prófum eitthvað nýtt í þættinum í þetta skiptið. Ég viðurkenni fúslega að hugmyndin að þættinum er sprottin upp úr eigin áhuga á franska tungumálinu sem ég hef verið að reyna læra með misjöfnum árangri í smá tíma. En hvað sem því líður þá er Frakkland merkilegt land, í nútíma og sögulegu samhengi. Því langaði mig til að vita meira og sannfærði Rósu Elínu Davíðsdóttur til að setjast niður með mér og reyna að pakka þessu saman í einhvern netta yfirferð. Það er ómögulegt að tala um allt, svo við reyndum að einblína á sögu landsins og tungumálsins, hlutverk þess í mannkynssögunni og hvernig landið varð til. Það væri auðveldlega hægt að vera með sérþætti um franska list, matarmenningu eða þar fram eftir götunum en við lítum á þessa þætti, því þeir verða tveir, einn langur og annar styttri, sem inngangspunkt í þekkingu okkar á Frakklandi. Ef okkur langar til að vita meira er internetið vinur okkar eins og alltaf. En þættirnir koma þó ekki með viku millibili, því ég sleppi þeim báðum lausum á sama tíma. Þar sem að fyrri hlutinn fjallar eins og áður sagði um söguna og þar fram eftir götunum, en í þeim seinni pælum við í frönsku þjóðarsálinni, hver hinn týpíski frakki sé og hvert maður ætti að fara ef maður er að hugsa sér að heimsækja landið. Þetta verður allt tilbúið í spilara og hlaðvarpsveitum á sama tíma svo þið getið baðað ykkur í Frakklandi eins og ykkur hentar og/eða lystir. Umsjón: Atli Már Steinarsson
4/16/202355 minutes
Episode Artwork

Heilinn - 2.hluti

Þá höldum við áfram yfirferð okkar um heilann, í síðasta þætti vorum við að ræða söguna aðeins, bæði hvað varðar okkar heila og svo líka þegar kemur á þekkingu okkar á honum. Nú dembum við okkur aftur í spjallið og tökum upp þráðinn þar sem ég er að velta fyrir mér hvernig hlutirnir í heilanum á okkur, eða líkama, það að tala, hreyfa sig, hvað sem það er, gerist svona hratt. Og kannski aðeins stærri spurning, hver stjórnar því yfir höfuð? Er það ég eða heilinn? Hvort kemur á undan, eggið eða hænan? Við spyrjum stórt og sjáum hvort það séu svör. Ekki láta ykkur bregða þó við tökum af stað í 4 gír, það er alltaf hægt að spóla til baka og byrja upp á nýtt ef þið voruð ekki búin að hita ykkur upp. En gefum Pétri Henry Petersen orðið. Umsjón: Atli Már Steinarsson
4/2/20230
Episode Artwork

Heilinn - 2.hluti

Þá höldum við áfram yfirferð okkar um heilann, í síðasta þætti vorum við að ræða söguna aðeins, bæði hvað varðar okkar heila og svo líka þegar kemur á þekkingu okkar á honum. Nú dembum við okkur aftur í spjallið og tökum upp þráðinn þar sem ég er að velta fyrir mér hvernig hlutirnir í heilanum á okkur, eða líkama, það að tala, hreyfa sig, hvað sem það er, gerist svona hratt. Og kannski aðeins stærri spurning, hver stjórnar því yfir höfuð? Er það ég eða heilinn? Hvort kemur á undan, eggið eða hænan? Við spyrjum stórt og sjáum hvort það séu svör. Ekki láta ykkur bregða þó við tökum af stað í 4 gír, það er alltaf hægt að spóla til baka og byrja upp á nýtt ef þið voruð ekki búin að hita ykkur upp. En gefum Pétri Henry Petersen orðið. Umsjón: Atli Már Steinarsson
4/2/202355 minutes
Episode Artwork

Heilinn - 1.hluti

Við höldum ferð okkar um bókstafinn H áfram, skiljum hrafnana eftir og förum að hugsa aðeins um heilann. Ég er nefnilega með smá efni tilbúið sem ég er að vinna í til dæmis varðandi gervigreind, en áður en við förum í það allt saman fannst mér mikilvægast að byrja á heilanum í okkur sjálfum. Áður en við förum að pæla í gerviheila og hvernig hann myndi virka. Í heimspekiþættinum nefndum við Descartes og setningu hans, ég hugsa þess vegna er ég. En ákveðum við að hugsa um eitthvað, eða gerum við það bara af því að heilanum langar til þess? Í þessum fyrri parti yfirferðar okkar um heilann stiklum við á stóru varðandi söguna, sem er í raun þríþætt eins og kemur í ljós hérna eftir smá stund en svo pælum við líka í því hvernig heilinn er uppbyggður, hvernig hann þróast með árunum og svo þá sjúkdóma sem geta herjað á hann eða okkur. Svo snertum við aðeins á hlutum eins og ADHD, hvernig heila sem hefur tekið árþúsundir að þróast tekst að fóta sig í samfélagi eins og okkar þar sem hraðinn getur verið gífurlegur. Þátturinn hefur ákveðnar tengingar við heimspekina, eins og ég nefndi hér áður með Descartes vin okkar, það er ekki allt klippt og skorið þegar kemur að heilanum, er frjáls vilji til í raun og veru? Á þessari bombu leggjum við af stað, og með mér á þessu ferðalagi, í raun fararstjóri er Pétur Henry Petersen. Umsjón: Atli Már Steinarsson
3/26/20230
Episode Artwork

Heilinn - 1.hluti

Við höldum ferð okkar um bókstafinn H áfram, skiljum hrafnana eftir og förum að hugsa aðeins um heilann. Ég er nefnilega með smá efni tilbúið sem ég er að vinna í til dæmis varðandi gervigreind, en áður en við förum í það allt saman fannst mér mikilvægast að byrja á heilanum í okkur sjálfum. Áður en við förum að pæla í gerviheila og hvernig hann myndi virka. Í heimspekiþættinum nefndum við Descartes og setningu hans, ég hugsa þess vegna er ég. En ákveðum við að hugsa um eitthvað, eða gerum við það bara af því að heilanum langar til þess? Í þessum fyrri parti yfirferðar okkar um heilann stiklum við á stóru varðandi söguna, sem er í raun þríþætt eins og kemur í ljós hérna eftir smá stund en svo pælum við líka í því hvernig heilinn er uppbyggður, hvernig hann þróast með árunum og svo þá sjúkdóma sem geta herjað á hann eða okkur. Svo snertum við aðeins á hlutum eins og ADHD, hvernig heila sem hefur tekið árþúsundir að þróast tekst að fóta sig í samfélagi eins og okkar þar sem hraðinn getur verið gífurlegur. Þátturinn hefur ákveðnar tengingar við heimspekina, eins og ég nefndi hér áður með Descartes vin okkar, það er ekki allt klippt og skorið þegar kemur að heilanum, er frjáls vilji til í raun og veru? Á þessari bombu leggjum við af stað, og með mér á þessu ferðalagi, í raun fararstjóri er Pétur Henry Petersen. Umsjón: Atli Már Steinarsson
3/26/202355 minutes
Episode Artwork

Hrafnar

Ég vil byrja þáttinn í þetta skiptið á því að þakka fyrir alla póstana og ábendingar sem ég hef verið að fá upp á síðkastið. Því fleiri því betra segi ég nú bara. Eftir svona langan tíma af því að gera þættina þá getur manni oft liðið eins og það sé búið að tala um allt en þá er einmitt svo gaman og hollt af fá alls kyns hugmyndir utan úr bæ um efni sem gæti verið gaman að tala um. Enda er svo ótrúlega mikið forvitnilegt til í þessum heimi. Og talandi um forvitnilegt, þá alveg óvænt höldum við áfram með stafinn H, en færum okkur frá heimspeki til hrafna. Ég var nefnilega í mat hérna upp í Efstaleiti fyrir einhverju síðan og meðan ég borðaði þá varð ég var við 4 hrafna sem flugu á milli húsþaka og ljósastaura. Mér fannst þeir svo áhugaverðir og fyndnir að ég ílengdist örugglega í einhverjar 10-20 mínútur bara að horfa á þá athafna sig, velti fyrir mér hvað í ósköpunum þeir gætu verið að tala um, hvort þetta væru 2 pör og svo framvegis. Þá langaði mig auðvitað til að vita meira, svo ég grennslaðist fyrir og fann loks Kristinn Hauk Skarphéðinsson sem hefur verið að fylgjast með þessum fuglum mun lengur en ég, og líklegast bara flest. Ég sannfærði hann svo um að koma til mín og segja okkur meira frá þessum merkilegu fuglum, þar sem sagan, atferli og framtíð blandast saman í einn graut eins og vill oft vera þegar maður talar um dýr. Umsjón: Atli Már Steinarsson
3/19/20230
Episode Artwork

Hrafnar

Ég vil byrja þáttinn í þetta skiptið á því að þakka fyrir alla póstana og ábendingar sem ég hef verið að fá upp á síðkastið. Því fleiri því betra segi ég nú bara. Eftir svona langan tíma af því að gera þættina þá getur manni oft liðið eins og það sé búið að tala um allt en þá er einmitt svo gaman og hollt af fá alls kyns hugmyndir utan úr bæ um efni sem gæti verið gaman að tala um. Enda er svo ótrúlega mikið forvitnilegt til í þessum heimi. Og talandi um forvitnilegt, þá alveg óvænt höldum við áfram með stafinn H, en færum okkur frá heimspeki til hrafna. Ég var nefnilega í mat hérna upp í Efstaleiti fyrir einhverju síðan og meðan ég borðaði þá varð ég var við 4 hrafna sem flugu á milli húsþaka og ljósastaura. Mér fannst þeir svo áhugaverðir og fyndnir að ég ílengdist örugglega í einhverjar 10-20 mínútur bara að horfa á þá athafna sig, velti fyrir mér hvað í ósköpunum þeir gætu verið að tala um, hvort þetta væru 2 pör og svo framvegis. Þá langaði mig auðvitað til að vita meira, svo ég grennslaðist fyrir og fann loks Kristinn Hauk Skarphéðinsson sem hefur verið að fylgjast með þessum fuglum mun lengur en ég, og líklegast bara flest. Ég sannfærði hann svo um að koma til mín og segja okkur meira frá þessum merkilegu fuglum, þar sem sagan, atferli og framtíð blandast saman í einn graut eins og vill oft vera þegar maður talar um dýr. Umsjón: Atli Már Steinarsson
3/19/202355 minutes
Episode Artwork

Heimspeki

Nú höfum við sagt skilið við eðlisfræðina sem síðustu tveir þættir hafa farið í, og frá hinu veraldlega förum við yfir í hið óþekkta, vísindin sem reyna að útskýra okkur sjálf, hver við erum og af hverju við erum þannig. Sem er auðvitað hræðilega einfölduð leið til að koma sér að efni þáttarins, heimspeki. Því það sem er frekar merkilegt við eðlisfræðina sem dæmi, er að upphaflegu pælingarnar komu frá fólki sem eru í dag kölluð heimspekingar. Atóm er grískt orð, sem þýðir hið órjúfanlega, því í byrjun var talið að það væri smæsta eining sem til væri. Áður en við vorum nálægt því að geta sannreynt þá kenningu, enda var hún ekki endilega byggð á raunvísindum heldur heimspekilegum pælingum um það hvernig eða úr hverju heimurinn væri. Ég minni á að ég sit á þætti um strengjafræði svo ég læt það vera að fara út í hvort atóm sé í raun órjúfanlegt eða ekki, það bíður betri tíma. En aftur að heimspekinni, hvernig byrjaði hún? Hvernig hefur hún þróast og um hvað snýst hún? Eru sjálfshjálparbækur heimspeki? Er biblían heimspeki? Ég fékk til mín Eyju Margréti Jóhönnu Brynjarsdóttur til að ræða þetta allt saman við mig, reyna að pakka um það bil 2500 ára sögu í þéttann pakka og við byrjum hjá forn grikkjum. Umsjón: Atli Már Steinarsson
3/12/20230
Episode Artwork

Heimspeki

Nú höfum við sagt skilið við eðlisfræðina sem síðustu tveir þættir hafa farið í, og frá hinu veraldlega förum við yfir í hið óþekkta, vísindin sem reyna að útskýra okkur sjálf, hver við erum og af hverju við erum þannig. Sem er auðvitað hræðilega einfölduð leið til að koma sér að efni þáttarins, heimspeki. Því það sem er frekar merkilegt við eðlisfræðina sem dæmi, er að upphaflegu pælingarnar komu frá fólki sem eru í dag kölluð heimspekingar. Atóm er grískt orð, sem þýðir hið órjúfanlega, því í byrjun var talið að það væri smæsta eining sem til væri. Áður en við vorum nálægt því að geta sannreynt þá kenningu, enda var hún ekki endilega byggð á raunvísindum heldur heimspekilegum pælingum um það hvernig eða úr hverju heimurinn væri. Ég minni á að ég sit á þætti um strengjafræði svo ég læt það vera að fara út í hvort atóm sé í raun órjúfanlegt eða ekki, það bíður betri tíma. En aftur að heimspekinni, hvernig byrjaði hún? Hvernig hefur hún þróast og um hvað snýst hún? Eru sjálfshjálparbækur heimspeki? Er biblían heimspeki? Ég fékk til mín Eyju Margréti Jóhönnu Brynjarsdóttur til að ræða þetta allt saman við mig, reyna að pakka um það bil 2500 ára sögu í þéttann pakka og við byrjum hjá forn grikkjum. Umsjón: Atli Már Steinarsson
3/12/20231 hour, 10 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Eðlisfræði - 2.hluti

Í síðasta þætti lögðum við af stað í vegferð um heim eðlisfræðinnar með honum Lárusi Thorlacius. Við fórum yfir söguna, eða part af henni að minnsta kosti, hvernig eðlisfræðin myndar grunn fyrir svo margar aðrar greinar. Hugtök eðlisfræðinnar geta verið notuð til að útskýra hvernig plánetur hegða sér en einnig alveg í hina áttina, þar sem við útskýrum nánast minnstu hluti sem við þekkjum og hvernig þeir hegða sér. Í þættinum núna tölum við um planks lengdina, notagildi allra þessara tilrauna, byrjunina og endirinn og svarthol, bara svona til að hita ykkur smá upp. En í lokin á síðasta þætti vorum við byrjaðir að tala um öreindahraðla, meðal annars í Cern og þar tökum við aftur upp þráðinn, þar sem ég velti fyrir mér hvernig í ósköpunum maður tekur þessar eindir, eins og róteindir og setur þær inn í hraðalinn. Umsjón: Atli Már Steinarsson
3/5/20230
Episode Artwork

Eðlisfræði - 2.hluti

Í síðasta þætti lögðum við af stað í vegferð um heim eðlisfræðinnar með honum Lárusi Thorlacius. Við fórum yfir söguna, eða part af henni að minnsta kosti, hvernig eðlisfræðin myndar grunn fyrir svo margar aðrar greinar. Hugtök eðlisfræðinnar geta verið notuð til að útskýra hvernig plánetur hegða sér en einnig alveg í hina áttina, þar sem við útskýrum nánast minnstu hluti sem við þekkjum og hvernig þeir hegða sér. Í þættinum núna tölum við um planks lengdina, notagildi allra þessara tilrauna, byrjunina og endirinn og svarthol, bara svona til að hita ykkur smá upp. En í lokin á síðasta þætti vorum við byrjaðir að tala um öreindahraðla, meðal annars í Cern og þar tökum við aftur upp þráðinn, þar sem ég velti fyrir mér hvernig í ósköpunum maður tekur þessar eindir, eins og róteindir og setur þær inn í hraðalinn. Umsjón: Atli Már Steinarsson
3/5/202355 minutes
Episode Artwork

Eðlisfræði 1.hluti

Í gegnum tíðina höfum við farið yfir alls kyns hluti, hvort sem það eru lifandi eða dauðir hlutir, kenningar eða saga. Til að mynda hef ég fengið til mín sérfræðinga um skammtafræði, svarthol og kjarnorku en að einhverju leyti er hægt að segja að ég hafi byrjað á röngum enda. Því allir þessir hlutir, og þessar vísindagreinar byggja á einhverjum grunni. Sem hefur alltaf komið fram í þáttunum sjálfum en nú fannst mér kominn tími til að fara almennilega í málið og tala um eðlisfræði. Eitthvað sem við erum enn skylduð til að læra í grunnskóla, að minnsta kosti eftir því sem ég best veit, og fram til loka framhaldsskóla stendur okkur til boða að kafa enn betur í lotukerfið og hvaða merkingar búi að baki alls sem þar er. Það getur verið að eitt af því sem fældi mig frá efninu var að ég vissi ekki almennilega hvernig ætti að tala um eðlisfræði, því ég veit ekki nóg. En svo áttaði ég mig á því að það er tilgangur þáttarins, að vita ekki neitt og eiga möguleikann á því að læra meira. Svo ég náði að sannfæra Lárus Thorlacius til að koma til mín og fræða mig um til að mynda lotukerfið, muninn á eðlis og efnafræði, öreindahraðla í Cern og til hvers við erum að þessu öllu saman. Bara svo eitthvað sé nefnt. Þar sem spjallið okkar varð mun lengra en oft vill vera, sem er kannski eðlilegt þegar svona stór svið eru undir, þá skipti ég þættinum í tvennt. Það er líka fínt að matreiða þetta þannig, sumt sem kemur fram í þáttunum er gott að heyra, hugsa svo aðeins um áður en það koma fram nýjir hlutir sem þarf svo að hugsa meira um. Umsjón: Atli Már Steinarsson
2/26/20230
Episode Artwork

Eðlisfræði 1.hluti

Í gegnum tíðina höfum við farið yfir alls kyns hluti, hvort sem það eru lifandi eða dauðir hlutir, kenningar eða saga. Til að mynda hef ég fengið til mín sérfræðinga um skammtafræði, svarthol og kjarnorku en að einhverju leyti er hægt að segja að ég hafi byrjað á röngum enda. Því allir þessir hlutir, og þessar vísindagreinar byggja á einhverjum grunni. Sem hefur alltaf komið fram í þáttunum sjálfum en nú fannst mér kominn tími til að fara almennilega í málið og tala um eðlisfræði. Eitthvað sem við erum enn skylduð til að læra í grunnskóla, að minnsta kosti eftir því sem ég best veit, og fram til loka framhaldsskóla stendur okkur til boða að kafa enn betur í lotukerfið og hvaða merkingar búi að baki alls sem þar er. Það getur verið að eitt af því sem fældi mig frá efninu var að ég vissi ekki almennilega hvernig ætti að tala um eðlisfræði, því ég veit ekki nóg. En svo áttaði ég mig á því að það er tilgangur þáttarins, að vita ekki neitt og eiga möguleikann á því að læra meira. Svo ég náði að sannfæra Lárus Thorlacius til að koma til mín og fræða mig um til að mynda lotukerfið, muninn á eðlis og efnafræði, öreindahraðla í Cern og til hvers við erum að þessu öllu saman. Bara svo eitthvað sé nefnt. Þar sem spjallið okkar varð mun lengra en oft vill vera, sem er kannski eðlilegt þegar svona stór svið eru undir, þá skipti ég þættinum í tvennt. Það er líka fínt að matreiða þetta þannig, sumt sem kemur fram í þáttunum er gott að heyra, hugsa svo aðeins um áður en það koma fram nýjir hlutir sem þarf svo að hugsa meira um. Umsjón: Atli Már Steinarsson
2/26/202355 minutes
Episode Artwork

Ljósmyndun

Öll tökum við myndir, hvort sem við hugsum eitthvað frekar út í það eða ekki. Símarnir okkar eru oft valdir út frá því hversu góð myndavél sé á þeim og dagarnir þar sem fólk fór og keypti filmur eru að mestu leyti liðnir. Meira að segja eru dagar stafrænna myndavéla komnir og farnir, þá meina ég helst þessara myndavéla sem almenningur keypti og hafði með sér út um allar trissur. Með minniskortum og tilheyrandi umstangi. Svo það er ekki skrýtið ef myndirnar sem við tökum séu búnar að missa gildi sitt að einhverju leyti, þær fara ekki upp á vegg eða í myndaalbúm, heldur enda flestar bara í skýi einhversstaðar út í heim eða á samfélagsmiðlum. Sem er auðvitað nánast eini og sami staðurinn. Persónulega tek ég mér ekki einu sinni tíma í að skoða þær aftur, eða allavega mjög sjaldan, svo hver er tilgangurinn orðinn? Af hverju tökum við myndir og höfum við misst skynbragðið á það hvað sé góð mynd? Mig langaði til að athuga málið frekar og hún Laufey Ósk Magnúsdóttir var tilbúin að mæta til mín og fara aðeins yfir þessar spurningar og fleiri í þættinum í þetta skiptið. Þess má geta að ákkúrat núna er í gangi heimildasería á Rúv sem heitir Ímynd þar sem ljósmyndun er skoðuð í mjög ítarlegu máli svo við tókum ekki mjög langan tíma í söguna, þar sem henni eru gerð ítarleg skil þar. Við reynum þó að stikla á stóru áður en við pælum betur í hvað það er að læra ljósmyndun, hvernig við hugsum um ljósmyndir og hvað ljósop, hraði og iso þýða eiginlega. Umsjón: Atli Már Steinarsson Aukaefni: Þættirnir Ímynd á Rúv : https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/imynd/30950/975631
2/12/20230
Episode Artwork

Ljósmyndun

Öll tökum við myndir, hvort sem við hugsum eitthvað frekar út í það eða ekki. Símarnir okkar eru oft valdir út frá því hversu góð myndavél sé á þeim og dagarnir þar sem fólk fór og keypti filmur eru að mestu leyti liðnir. Meira að segja eru dagar stafrænna myndavéla komnir og farnir, þá meina ég helst þessara myndavéla sem almenningur keypti og hafði með sér út um allar trissur. Með minniskortum og tilheyrandi umstangi. Svo það er ekki skrýtið ef myndirnar sem við tökum séu búnar að missa gildi sitt að einhverju leyti, þær fara ekki upp á vegg eða í myndaalbúm, heldur enda flestar bara í skýi einhversstaðar út í heim eða á samfélagsmiðlum. Sem er auðvitað nánast eini og sami staðurinn. Persónulega tek ég mér ekki einu sinni tíma í að skoða þær aftur, eða allavega mjög sjaldan, svo hver er tilgangurinn orðinn? Af hverju tökum við myndir og höfum við misst skynbragðið á það hvað sé góð mynd? Mig langaði til að athuga málið frekar og hún Laufey Ósk Magnúsdóttir var tilbúin að mæta til mín og fara aðeins yfir þessar spurningar og fleiri í þættinum í þetta skiptið. Þess má geta að ákkúrat núna er í gangi heimildasería á Rúv sem heitir Ímynd þar sem ljósmyndun er skoðuð í mjög ítarlegu máli svo við tókum ekki mjög langan tíma í söguna, þar sem henni eru gerð ítarleg skil þar. Við reynum þó að stikla á stóru áður en við pælum betur í hvað það er að læra ljósmyndun, hvernig við hugsum um ljósmyndir og hvað ljósop, hraði og iso þýða eiginlega. Umsjón: Atli Már Steinarsson Aukaefni: Þættirnir Ímynd á Rúv : https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/imynd/30950/975631
2/12/202355 minutes
Episode Artwork

Öndun

Þá erum við farin aftur af stað á nýju ári og við ætlum að byrja á því sem sameinar okkur öll, andardrættinum. Ég rakst á bók fyrir jól eftir James Nestor sem heitir Andardráttur eða Breath. Mér fannst hún forvitnileg og hámaði hana í mig en það var ekki nóg að lesa um þær villigötur sem við erum komin á varðandi öndun, ég varð að kynna mér málið betur. Svo fyrsti þáttur ársins 2023 fer í það að kjarna okkur, huga að vélinni sem keyrir okkur áfram og komast að því hvort hún sé rétt stillt. Til þess að fara yfir þetta með mér fékk ég til mín Andra ?. Sem hefur þjálfað fjöldan allan af fólki í því að anda rétt, til þess að líða betur og virka betur. Sjálfur hef ég tekið eftir breytingum frá því að ég athugaði málið, og er þetta mín leið til að framlengja boðskapinn, því að anda er frítt, við þurfum kannski bara að rifja upp hvernig er best að gera það Umsjón: Atli Már Steinarsson Aukaefni: James Nestor - Andardráttur
2/5/20230
Episode Artwork

Öndun

Þá erum við farin aftur af stað á nýju ári og við ætlum að byrja á því sem sameinar okkur öll, andardrættinum. Ég rakst á bók fyrir jól eftir James Nestor sem heitir Andardráttur eða Breath. Mér fannst hún forvitnileg og hámaði hana í mig en það var ekki nóg að lesa um þær villigötur sem við erum komin á varðandi öndun, ég varð að kynna mér málið betur. Svo fyrsti þáttur ársins 2023 fer í það að kjarna okkur, huga að vélinni sem keyrir okkur áfram og komast að því hvort hún sé rétt stillt. Til þess að fara yfir þetta með mér fékk ég til mín Andra ?. Sem hefur þjálfað fjöldan allan af fólki í því að anda rétt, til þess að líða betur og virka betur. Sjálfur hef ég tekið eftir breytingum frá því að ég athugaði málið, og er þetta mín leið til að framlengja boðskapinn, því að anda er frítt, við þurfum kannski bara að rifja upp hvernig er best að gera það Umsjón: Atli Már Steinarsson Aukaefni: James Nestor - Andardráttur
2/5/202355 minutes
Episode Artwork

Íslendingasögurnar

Hvað er líkt með tölvuleiknum og Netflix seríunni The Witcher og Grettis sögu? Eru Íslendingasögurnar sannar eða uppspuni frá rótum, eða eitthvað þar á milli? Og hvað getum við lært af þeim? Öll höfum við komist í kynni við Íslendingasögurnar á ævi okkar, hvort sem það er tilneydd í skóla eða að eigin frumkvæði og forvitni. Í kjölfarið af þættinum sem ég gerði fyrir ekki svo löngu um landnámið með honum Orra Vésteinssyni byrjaði ég að pæla meira í þessum sögum og hvaða rullu þær spila í lífi okkar sem þjóð. Og til þess að vita meira kallaði ég til Ármann Jakobsson sem er óþrjótandi fróðleiksbrunnur um þessar sögur, sem eru bæði fleiri en ég hélt en líka merkilegri. Við byrjum á því að velta fyrir okkur hvaða bækur flokkist sem Íslendingasögur. Umsjón: Atli Már Steinarsson
12/18/20220
Episode Artwork

Íslendingasögurnar

Hvað er líkt með tölvuleiknum og Netflix seríunni The Witcher og Grettis sögu? Eru Íslendingasögurnar sannar eða uppspuni frá rótum, eða eitthvað þar á milli? Og hvað getum við lært af þeim? Öll höfum við komist í kynni við Íslendingasögurnar á ævi okkar, hvort sem það er tilneydd í skóla eða að eigin frumkvæði og forvitni. Í kjölfarið af þættinum sem ég gerði fyrir ekki svo löngu um landnámið með honum Orra Vésteinssyni byrjaði ég að pæla meira í þessum sögum og hvaða rullu þær spila í lífi okkar sem þjóð. Og til þess að vita meira kallaði ég til Ármann Jakobsson sem er óþrjótandi fróðleiksbrunnur um þessar sögur, sem eru bæði fleiri en ég hélt en líka merkilegri. Við byrjum á því að velta fyrir okkur hvaða bækur flokkist sem Íslendingasögur. Umsjón: Atli Már Steinarsson
12/18/202255 minutes
Episode Artwork

Ál

Stóriðja er orð eða hugtak sem við könnumst við, ætli orðið útskýri sig ekki sjálft en innan þess er alls kyns iðnaður sem við vitum að er stundaður, hvort sem það er hér á landi eða út í heimi. Sá iðnaður sem stendur okkur hvað næst er blessað álið, hér á landi eru þrjú álver sem oft hefur gustað um en í þessum þætti ætlum við að láta það liggja sem milli hluta en kynnast því kannski frekar hvað ál er, hvernig það er búið til og til dæmis spyrja hvað myndi það þýða fyrir okkur sem land ef við myndum bara slökkva á þeim öllum. Það Guðrún Sævarsdóttir sem mætti nú kallast góðvinur þáttarins sem var tilbúin til að dýfa sér ofan í álkerið með okkur. Umsjón: Atli Már Steinarsson
12/11/20220
Episode Artwork

Ál

Stóriðja er orð eða hugtak sem við könnumst við, ætli orðið útskýri sig ekki sjálft en innan þess er alls kyns iðnaður sem við vitum að er stundaður, hvort sem það er hér á landi eða út í heimi. Sá iðnaður sem stendur okkur hvað næst er blessað álið, hér á landi eru þrjú álver sem oft hefur gustað um en í þessum þætti ætlum við að láta það liggja sem milli hluta en kynnast því kannski frekar hvað ál er, hvernig það er búið til og til dæmis spyrja hvað myndi það þýða fyrir okkur sem land ef við myndum bara slökkva á þeim öllum. Það Guðrún Sævarsdóttir sem mætti nú kallast góðvinur þáttarins sem var tilbúin til að dýfa sér ofan í álkerið með okkur. Umsjón: Atli Már Steinarsson
12/11/202255 minutes
Episode Artwork

Hernámið

Flest okkar hafa heyrt um hernámið, örugglega um ástandið líka. En hvað vitum við í raun um hvernig þetta fór allt saman fram, hvernig var það þegar bretar mættu hérna um morgun 10 maí árið 1940? Hvað gerðist svo í framhaldinu og hvernig breytti það landinu? Ég fékk til mín Leif Reynisson sagnfræðing sem hefur rannsakað hernámið og áhrif þess í þaula. Umsjón: Atli Már Steinarsson
12/4/20220
Episode Artwork

Hernámið

Flest okkar hafa heyrt um hernámið, örugglega um ástandið líka. En hvað vitum við í raun um hvernig þetta fór allt saman fram, hvernig var það þegar bretar mættu hérna um morgun 10 maí árið 1940? Hvað gerðist svo í framhaldinu og hvernig breytti það landinu? Ég fékk til mín Leif Reynisson sagnfræðing sem hefur rannsakað hernámið og áhrif þess í þaula. Umsjón: Atli Már Steinarsson
12/4/202255 minutes
Episode Artwork

Batterí

Nánast allt í okkar daglega lífi tengist batteríum á einhvern hátt. Við erum hugsanlega hætt að taka eftir því en tölvurnar okkar, símarnir, fjarstýringar og þar fram eftir götunum eru keyrð áfram af batteríum. Og talandi um að keyra, þá eru batterí í öllum bílum, hvort sem þeir eru knúnir áfram af eldsneyti eða rafmagni. Þannig að þau eru allt í kringum okkur og án þeirra værum við enn föst í moldarkofunum. Eða þetta er allavega mín skoðun eftir að ég fékk hana Önnu Bergljótu Gunnarsdóttur til að útskýra hvernig þau virka. Og það kemur í ljós að þetta er aðeins flóknara en ég hélt. Svo ef þið skiljið ekki allt, ekki örvænta, það eru myndir á netinu sem hjálpa til að sjá þetta fyrir sér. Ég sameina söguna og virkni battería í eina heild, enda erfitt að tala um fortíðina án þess að skilja um hvað er verið að tala. Umsjón: Atli Már Steinarsson
11/27/20220
Episode Artwork

Batterí

Nánast allt í okkar daglega lífi tengist batteríum á einhvern hátt. Við erum hugsanlega hætt að taka eftir því en tölvurnar okkar, símarnir, fjarstýringar og þar fram eftir götunum eru keyrð áfram af batteríum. Og talandi um að keyra, þá eru batterí í öllum bílum, hvort sem þeir eru knúnir áfram af eldsneyti eða rafmagni. Þannig að þau eru allt í kringum okkur og án þeirra værum við enn föst í moldarkofunum. Eða þetta er allavega mín skoðun eftir að ég fékk hana Önnu Bergljótu Gunnarsdóttur til að útskýra hvernig þau virka. Og það kemur í ljós að þetta er aðeins flóknara en ég hélt. Svo ef þið skiljið ekki allt, ekki örvænta, það eru myndir á netinu sem hjálpa til að sjá þetta fyrir sér. Ég sameina söguna og virkni battería í eina heild, enda erfitt að tala um fortíðina án þess að skilja um hvað er verið að tala. Umsjón: Atli Már Steinarsson
11/27/202255 minutes
Episode Artwork

Landnámið

Ég er nokkuð viss um að öll okkar hafi heyrt nafnið Ingólfur Arnarson, jafnvel þó við vitum ekki nákvæmlega hvað það var sem sá mæti maður gerði. Hrafna Flóki er annað nafn sem við kynntumst í grunnskóla og líklegast ekki pælt neitt sérstaklega mikið í síðan þá. En eru þetta þeir sem eru ábyrgir fyrir því að nokkrum sinnum á hverjum vetri heyrum við eða lesum spurninguna ?Hver eiginlega ákvað að setjast hérna að?? Mig langaði til að komast að því hvernig landnámi Íslands var háttað í raun og veru, hvort þessi frændur okkar hafi verið fyrstir eða hvort aðdragandinn hafi verið lengri. Hann er það nefnilega oftast þó sagan vilji oft eigna ákveðnum aðilum allan heiðurinn. Hér er markmiðið þó ekki að svipta þessum mönnum sínum titlum, þvert á móti. Heldur að fá alla söguna, að minnsta kosti megnið af henni, og pæla aðeins í hvernig lífið hafi verið hér á landi fyrir meira en þúsund árum. Til að leiða mig í gegnum sannleikann um þessi mál fékk ég til mín Orra Vésteinsson fornleifafræðing sem settist niður með mér og sagði mér frá sögunni á bakvið nafnið, alla þessa fyrrnefndu náunga og af hverju í ósköpunum einhver ákvað að setjast hér að. Umsjón: Atli Már Steinarsson
11/20/20220
Episode Artwork

Landnámið

Ég er nokkuð viss um að öll okkar hafi heyrt nafnið Ingólfur Arnarson, jafnvel þó við vitum ekki nákvæmlega hvað það var sem sá mæti maður gerði. Hrafna Flóki er annað nafn sem við kynntumst í grunnskóla og líklegast ekki pælt neitt sérstaklega mikið í síðan þá. En eru þetta þeir sem eru ábyrgir fyrir því að nokkrum sinnum á hverjum vetri heyrum við eða lesum spurninguna ?Hver eiginlega ákvað að setjast hérna að?? Mig langaði til að komast að því hvernig landnámi Íslands var háttað í raun og veru, hvort þessi frændur okkar hafi verið fyrstir eða hvort aðdragandinn hafi verið lengri. Hann er það nefnilega oftast þó sagan vilji oft eigna ákveðnum aðilum allan heiðurinn. Hér er markmiðið þó ekki að svipta þessum mönnum sínum titlum, þvert á móti. Heldur að fá alla söguna, að minnsta kosti megnið af henni, og pæla aðeins í hvernig lífið hafi verið hér á landi fyrir meira en þúsund árum. Til að leiða mig í gegnum sannleikann um þessi mál fékk ég til mín Orra Vésteinsson fornleifafræðing sem settist niður með mér og sagði mér frá sögunni á bakvið nafnið, alla þessa fyrrnefndu náunga og af hverju í ósköpunum einhver ákvað að setjast hér að. Umsjón: Atli Már Steinarsson
11/20/202250 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Kjaramál

Hver kannast ekki við að fylgjast með fréttum, hvort sem það er í sjónvarpi eða á netinu og þar blasir við mynd af fréttamanni sem er staddur fyrir utan hús þar sem mikilvægar viðræður fara fram sem munu hafa áhrif á samfélagið okkar næstu ár. Kjaraviðræður. Umræður um hvað fólk vill fá í laun, hvað sé hægt að hækka laun mikið eða stytta vinnuvikuna um marga klukkutíma án þess að hjól atvinnulífsins hætti að snúast. Þessi mál geta virst flókin, eru það oft en þá er best að kalla til sérfræðinga eins og Katrínu Ólafsdóttur til að útskýra málið fyrir okkur. Umsjón: Atli Már Steinarsson
11/13/20220
Episode Artwork

Kjaramál

Hver kannast ekki við að fylgjast með fréttum, hvort sem það er í sjónvarpi eða á netinu og þar blasir við mynd af fréttamanni sem er staddur fyrir utan hús þar sem mikilvægar viðræður fara fram sem munu hafa áhrif á samfélagið okkar næstu ár. Kjaraviðræður. Umræður um hvað fólk vill fá í laun, hvað sé hægt að hækka laun mikið eða stytta vinnuvikuna um marga klukkutíma án þess að hjól atvinnulífsins hætti að snúast. Þessi mál geta virst flókin, eru það oft en þá er best að kalla til sérfræðinga eins og Katrínu Ólafsdóttur til að útskýra málið fyrir okkur. Umsjón: Atli Már Steinarsson
11/13/202255 minutes
Episode Artwork

Hestar

Ég ætla að viðurkenni eitt, ég hef verið hræddur við hesta nánast allt mitt líf. Þetta er engin ofsahræðsla, og hún hefur batnað með aldrinum, en fyrst og fremst hef ég ekki treyst því að dýr sem er 5-6 sinnum þyngra en ég hafi einhvern áhuga á því að hafa mig á baki. Segjandi því hvert það á að fara og hversu hratt. Það breytir því þó ekki að mér hefur alltaf þótt hestar vera flottir, að það sé fátt tignarlegra og örugglega skemmtilegra en að njóta íslenskrar náttúru á hestbaki. Það er bara ekkert gaman þegar þú heldur að hesturinn sé sífellt að fara að henda þér af, eða hlaupa út í óvissuna með enga leið til baka. Hugsanlega liggur vandamálið hjá mér, ekki hestinum, ég átta mig algjörlega á því. En þegar maður er hræddur við eitthvað, er það líklegast byggt á þekkingarleysi. Og hvað gerir maður þá, maður lærir meira. Kynnir sér málin svo að tilfinningar manns eða skðoanir séu að minnsta kosti byggðar á staðreyndum og ígrunduðu máli. Hvað er þá betra en að fá til sín einstakling eins og Harald Þórarinsson sem ólst upp á hestbaki og hefur varla stigið af baki síðan. Umsjón: Atli Már Steinarsson
11/6/20220
Episode Artwork

Hestar

Ég ætla að viðurkenni eitt, ég hef verið hræddur við hesta nánast allt mitt líf. Þetta er engin ofsahræðsla, og hún hefur batnað með aldrinum, en fyrst og fremst hef ég ekki treyst því að dýr sem er 5-6 sinnum þyngra en ég hafi einhvern áhuga á því að hafa mig á baki. Segjandi því hvert það á að fara og hversu hratt. Það breytir því þó ekki að mér hefur alltaf þótt hestar vera flottir, að það sé fátt tignarlegra og örugglega skemmtilegra en að njóta íslenskrar náttúru á hestbaki. Það er bara ekkert gaman þegar þú heldur að hesturinn sé sífellt að fara að henda þér af, eða hlaupa út í óvissuna með enga leið til baka. Hugsanlega liggur vandamálið hjá mér, ekki hestinum, ég átta mig algjörlega á því. En þegar maður er hræddur við eitthvað, er það líklegast byggt á þekkingarleysi. Og hvað gerir maður þá, maður lærir meira. Kynnir sér málin svo að tilfinningar manns eða skðoanir séu að minnsta kosti byggðar á staðreyndum og ígrunduðu máli. Hvað er þá betra en að fá til sín einstakling eins og Harald Þórarinsson sem ólst upp á hestbaki og hefur varla stigið af baki síðan. Umsjón: Atli Már Steinarsson
11/6/202255 minutes
Episode Artwork

Dekk

Nú veit ég ekki hvar fólk hlustar á þú veist betur en það er líklegt að einhver séu á leið eitthvert í bíl. Eða á hjóli. Mögulega flugvél. Kannski er verið að keyra einhvern um í hjólbörum, hvað veit ég. En ég veit þó að án dekkja kæmumst við ekki neitt. Þessi uppfinning olli straumhvörfum í okkar daglega amstri og við könnumst öll við máltækið að það þurfi ekki að finna upp hjólið upp á nýtt. En þó við pælum ekki mikið í þeim fannst mér mikilvægt og mjög áhugavert að athuga aðeins meira. Ég fékk til mín Björn Kristjánsson sem veit meira um dekk en ég í raun hélt að væri hægt að vita. Umsjón: Atli Már Steinarsson
10/30/20220
Episode Artwork

Dekk

Nú veit ég ekki hvar fólk hlustar á þú veist betur en það er líklegt að einhver séu á leið eitthvert í bíl. Eða á hjóli. Mögulega flugvél. Kannski er verið að keyra einhvern um í hjólbörum, hvað veit ég. En ég veit þó að án dekkja kæmumst við ekki neitt. Þessi uppfinning olli straumhvörfum í okkar daglega amstri og við könnumst öll við máltækið að það þurfi ekki að finna upp hjólið upp á nýtt. En þó við pælum ekki mikið í þeim fannst mér mikilvægt og mjög áhugavert að athuga aðeins meira. Ég fékk til mín Björn Kristjánsson sem veit meira um dekk en ég í raun hélt að væri hægt að vita. Umsjón: Atli Már Steinarsson
10/30/202255 minutes
Episode Artwork

Frumur

Velkomin í nýjan þátt af þú veist betur, ég heiti Atli Már Steinarsson og í þetta skiptið hugsum við smátt. Nánast eins smátt og hægt er, svo lengi sem þú ferð ekki að hugsa um atóm. Það er annar þáttur, engar áhyggjur. Ég sá nefnilega á internetinu fyrir stuttu mynd sem fullyrt var að væri nákvæmasta mynd af frumu sem hefði verið tekin. Ef ég ætti að reyna að lýsa henni í orðum þá var myndin eins og blanda af hekluðu teppi í margvíslegum litum blandað við mynd af geimnum. Ég veit ekki hvort það segi ykkur eitthvað en ég bara get ekki betur. Bæði djúp og smágerð, full af alls kyns mismunandi formum. Þið getið prófað að skrifa inn ?picture of a cell? í Google og þetta ætti að birtast á skotstundu. En hvað um það, ég fylltist auðvitað forvitni og áhuga á þessu fyrirbæri sem við erum öll gerð úr. Hvernig það virkar og verður til, hvernig við sem mannfólk lærðum að sjá það og kynnast því betur. Ég fékk til mín Þórarinn Guðjónsson og í þetta skiptið förum aðeins örsnöggt í söguna, þar sem það er ógjörningur að fara yfir hana alla, því eins og alltaf er það svo annar þáttur, þróunarsagan, en eyðum mestum af okkar tíma í að kynnast frumunni betur. Umsjón: Atli Már Steinarsson
10/23/20220
Episode Artwork

Frumur

Velkomin í nýjan þátt af þú veist betur, ég heiti Atli Már Steinarsson og í þetta skiptið hugsum við smátt. Nánast eins smátt og hægt er, svo lengi sem þú ferð ekki að hugsa um atóm. Það er annar þáttur, engar áhyggjur. Ég sá nefnilega á internetinu fyrir stuttu mynd sem fullyrt var að væri nákvæmasta mynd af frumu sem hefði verið tekin. Ef ég ætti að reyna að lýsa henni í orðum þá var myndin eins og blanda af hekluðu teppi í margvíslegum litum blandað við mynd af geimnum. Ég veit ekki hvort það segi ykkur eitthvað en ég bara get ekki betur. Bæði djúp og smágerð, full af alls kyns mismunandi formum. Þið getið prófað að skrifa inn ?picture of a cell? í Google og þetta ætti að birtast á skotstundu. En hvað um það, ég fylltist auðvitað forvitni og áhuga á þessu fyrirbæri sem við erum öll gerð úr. Hvernig það virkar og verður til, hvernig við sem mannfólk lærðum að sjá það og kynnast því betur. Ég fékk til mín Þórarinn Guðjónsson og í þetta skiptið förum aðeins örsnöggt í söguna, þar sem það er ógjörningur að fara yfir hana alla, því eins og alltaf er það svo annar þáttur, þróunarsagan, en eyðum mestum af okkar tíma í að kynnast frumunni betur. Umsjón: Atli Már Steinarsson
10/23/202255 minutes
Episode Artwork

Málning

Hafið þið einhvertíman pælt í því að nánast allt í kringum ykkur er málning? Hvort sem hún er á veggjum, í loftinu, utan á húsum eða ofan á þeim er málning eitthvað sem við komumst í tæri við á hverjum einasta degi. Og hugsum líklegast ekki neitt út í það. Nema auðvitað þegar við þurfum að taka þessa stóru ákvörðun um hvernig umhverfi okkar eigi að vera á litinn. Sem gerist ekkert það oft, ég hef að minnsta kosti ekki málað oft yfir ævina og þessvega tel ég mig ekki vera neitt sérstaklega góðan í því. Ég hef heldur ekki þurft að pæla mikið í því hvaða litir mér finnist flottir og hverjir þeirra passa saman svo verkefnið vex mér oft í augum. Þá er gott að hafa menn eins og Garðar Erlingsson á kantinum, mann með reynslu sem getur haldið í höndina á manni og séð til þess að maður geri ekki einhverja vitleysu. Og svarað öllum spurningum manns í leiðinni, sem hann ætlar einmitt að gera í þessum þætti. Umsjón: Atli Már Steinarsson
10/16/20220
Episode Artwork

Málning

Hafið þið einhvertíman pælt í því að nánast allt í kringum ykkur er málning? Hvort sem hún er á veggjum, í loftinu, utan á húsum eða ofan á þeim er málning eitthvað sem við komumst í tæri við á hverjum einasta degi. Og hugsum líklegast ekki neitt út í það. Nema auðvitað þegar við þurfum að taka þessa stóru ákvörðun um hvernig umhverfi okkar eigi að vera á litinn. Sem gerist ekkert það oft, ég hef að minnsta kosti ekki málað oft yfir ævina og þessvega tel ég mig ekki vera neitt sérstaklega góðan í því. Ég hef heldur ekki þurft að pæla mikið í því hvaða litir mér finnist flottir og hverjir þeirra passa saman svo verkefnið vex mér oft í augum. Þá er gott að hafa menn eins og Garðar Erlingsson á kantinum, mann með reynslu sem getur haldið í höndina á manni og séð til þess að maður geri ekki einhverja vitleysu. Og svarað öllum spurningum manns í leiðinni, sem hann ætlar einmitt að gera í þessum þætti. Umsjón: Atli Már Steinarsson
10/16/202255 minutes
Episode Artwork

Bananar

Nú þegar við höfum kafað djúpt í myrkustu kima alheimsins í síðustu þáttum er við hæfi að beina sjónum okkar í okkar nær umhverfi og að hlut sem ég held að sé óhætt að fullyrða að við þekkjum öll, hvort við leggjum það í vana okkar að borða hann er önnur saga. Svo frá svartholum færum við okkur til banana. Persónulega borða ég 1-2 banana á dag eða hér um bil, þeir eru alltaf til heima hjá mér og ég er kominn á það stig að finnast það jafnvel smá óþægilegt ef þeir eru búnir. En hvaða koma þessir ávextir, eru þeir allir eins og gætum við mögulega framleitt þá sjálf? Gerum við það kannski nú þegar? Ég settist því upp í bíl í grenjandi rigningu og roki, og keyrði til Hveragerðis, þar sem engin önnur en Guðríður Helgadóttir, oft líka kölluð Gurrý í Garðinum, tók á móti mér og sagði mér allt það helsta um þessa gulu gæja. Við byrjum eins og alltaf á kynningu frá viðmælandanum sjálfum.
10/9/20220
Episode Artwork

Bananar

Nú þegar við höfum kafað djúpt í myrkustu kima alheimsins í síðustu þáttum er við hæfi að beina sjónum okkar í okkar nær umhverfi og að hlut sem ég held að sé óhætt að fullyrða að við þekkjum öll, hvort við leggjum það í vana okkar að borða hann er önnur saga. Svo frá svartholum færum við okkur til banana. Persónulega borða ég 1-2 banana á dag eða hér um bil, þeir eru alltaf til heima hjá mér og ég er kominn á það stig að finnast það jafnvel smá óþægilegt ef þeir eru búnir. En hvaða koma þessir ávextir, eru þeir allir eins og gætum við mögulega framleitt þá sjálf? Gerum við það kannski nú þegar? Ég settist því upp í bíl í grenjandi rigningu og roki, og keyrði til Hveragerðis, þar sem engin önnur en Guðríður Helgadóttir, oft líka kölluð Gurrý í Garðinum, tók á móti mér og sagði mér allt það helsta um þessa gulu gæja. Við byrjum eins og alltaf á kynningu frá viðmælandanum sjálfum.
10/9/202255 minutes
Episode Artwork

Svarthol - 3.þáttur

Jæja þá, við erum komin á þriðja og síðasta þáttinn í yfirferð okkar um svarthol. Ég vona að þið séuð að taka þetta í þeirri skammtastærð sem hentar ykkur, bara svona til þess að gefa heilanum smá frí á milli. Nú ætlum við að kynnast svartholinu betur og fá úr því skorið hvort við þurfum í raun að óttast eitthvað. Eða eru áhyggjur okkar byggðar á kvikmyndum og ýktum raunveruleikum handritshöfunda í Hollywood? Svo ætla ég að henda á vin okkar Helga Frey Rúnarsson spurningum sem komu til mín í gegnum twitter, þar sem fólk vildi nýta tækifærið og spyrja sérfræðing spjörunum úr. En við byrjum á hugsanlegum ranghugmyndum okkar um svarthol. Auka lesefni: Kip Thorne - Black holes and time warps Kvikmyndin Interstellar
10/2/20220
Episode Artwork

Svarthol - 3.þáttur

Jæja þá, við erum komin á þriðja og síðasta þáttinn í yfirferð okkar um svarthol. Ég vona að þið séuð að taka þetta í þeirri skammtastærð sem hentar ykkur, bara svona til þess að gefa heilanum smá frí á milli. Nú ætlum við að kynnast svartholinu betur og fá úr því skorið hvort við þurfum í raun að óttast eitthvað. Eða eru áhyggjur okkar byggðar á kvikmyndum og ýktum raunveruleikum handritshöfunda í Hollywood? Svo ætla ég að henda á vin okkar Helga Frey Rúnarsson spurningum sem komu til mín í gegnum twitter, þar sem fólk vildi nýta tækifærið og spyrja sérfræðing spjörunum úr. En við byrjum á hugsanlegum ranghugmyndum okkar um svarthol. Auka lesefni: Kip Thorne - Black holes and time warps Kvikmyndin Interstellar
10/2/202255 minutes
Episode Artwork

Svarthol - 2. þáttur

Í síðasta þætti byrjuðum við að tala um svarthol við hann Helga Frey Rúnarsson og fórum yfir mestmegnis af sögunni sem tengist svartholum. Þegar við ákvaðum að setja punktinn vorum við nýbúin að kynnast Signus, tifstjörnu sem gaf til kynna að ekki væri allt með feldu. Og til sögunnar var kominn eitt stykki Stephen Hawking. Þó þátturinn snúist auðvitað ekki um hann sjálfan markar koma hans í spilið straumhvörf í rannsóknum okkar á svartholum, og bara í vísindum almennt. Til að gefa örstutta sögu um manninn, bara af því að mér finnst hann svo merkilegur, þá fæddist hann 8.janúar 1942 og var enskur eðlisfræðingur og heimsfræðingur, kenndi við Cambridge og var í orðsins fyllstu merkingu, snillingur. Svo mikill snillingur að þegar hann dó, þann 14.mars 2018 var ösku hans dreift í Westminster Abbey, milli Sir Isaac Newton og Charles Darwin. Bara sú staðreynd að hafa verið uppi á sama tíma og þessi merki maður er eitt og sér stórmerkilegt. Vert er að benda á hans vinsælustu bók, Saga Tímans sem var samfleytt í 237 vikur á mest selda bókalistanum hjá Sunday Times. Einnig er hægt að horfa á myndina The Theory of Everything sem fjallar um líf hans og leikur Eddie Redmayne Stephen sjálfan. En að máli málanna, við erum árið 1965, eða hér um bil. Við höfum fundið eitthvað þarna lengst út í geim sem við skiljum ekki hvað er. En líklegasta skýringin er að hérna sé loksins komið, eitthvað sem við héldum að væri jafnvel ekki til þó við hefðum reiknað það út löngu áður. En það eru ekki öll tilbúin að samþykkja þessi rök því eins og við erum svo gjörn á að segja, að þá hlýtur að vera til fallegri leið til að útskýra hvað við séum að ?horfa? á. Svo við tökum upp þráðinn þar, spennið sætisbeltin því það er kominn tími á annan rússíbana undir stjórn Helga Freys Rúnarssonar.
9/25/20220
Episode Artwork

Svarthol - 2. þáttur

Í síðasta þætti byrjuðum við að tala um svarthol við hann Helga Frey Rúnarsson og fórum yfir mestmegnis af sögunni sem tengist svartholum. Þegar við ákvaðum að setja punktinn vorum við nýbúin að kynnast Signus, tifstjörnu sem gaf til kynna að ekki væri allt með feldu. Og til sögunnar var kominn eitt stykki Stephen Hawking. Þó þátturinn snúist auðvitað ekki um hann sjálfan markar koma hans í spilið straumhvörf í rannsóknum okkar á svartholum, og bara í vísindum almennt. Til að gefa örstutta sögu um manninn, bara af því að mér finnst hann svo merkilegur, þá fæddist hann 8.janúar 1942 og var enskur eðlisfræðingur og heimsfræðingur, kenndi við Cambridge og var í orðsins fyllstu merkingu, snillingur. Svo mikill snillingur að þegar hann dó, þann 14.mars 2018 var ösku hans dreift í Westminster Abbey, milli Sir Isaac Newton og Charles Darwin. Bara sú staðreynd að hafa verið uppi á sama tíma og þessi merki maður er eitt og sér stórmerkilegt. Vert er að benda á hans vinsælustu bók, Saga Tímans sem var samfleytt í 237 vikur á mest selda bókalistanum hjá Sunday Times. Einnig er hægt að horfa á myndina The Theory of Everything sem fjallar um líf hans og leikur Eddie Redmayne Stephen sjálfan. En að máli málanna, við erum árið 1965, eða hér um bil. Við höfum fundið eitthvað þarna lengst út í geim sem við skiljum ekki hvað er. En líklegasta skýringin er að hérna sé loksins komið, eitthvað sem við héldum að væri jafnvel ekki til þó við hefðum reiknað það út löngu áður. En það eru ekki öll tilbúin að samþykkja þessi rök því eins og við erum svo gjörn á að segja, að þá hlýtur að vera til fallegri leið til að útskýra hvað við séum að ?horfa? á. Svo við tökum upp þráðinn þar, spennið sætisbeltin því það er kominn tími á annan rússíbana undir stjórn Helga Freys Rúnarssonar.
9/25/202255 minutes
Episode Artwork

Svarthol - 1.þáttur

Velkomin aftur í Þú veist betur, ég heiti Atli Már Steinarsson og ætla að reyna mitt besta að forvitnast um fyrirbæri og hluti sem eru allt í kringum okkur en við vitum kannski ekki svo mikið um, en værum til í að vita meira. Í vetur munum við fara yfir hluti eins og málningu, frumur og banana en við byrjum á einu svakalegu dæmi. Það er nefnilega kominn tími til að tala um svarthol. Frá því að ég byrjaði með þessa þætti hef ég fjallað um alls kyns hluti sem hafa svo kveikt áhuga minn á öðrum hlutum. Eitt af því sem ég fór að pæla meira í var geimurinn, allt það sem við sjáum þarna úti og hvað þetta er allt saman. Sem kemur svo í ljós að er ekki hlaupið því að fræðast um. Því þarna úti eru hlutirnir sem gera það að verkum að við séum til, að jörðin okkar er eins og hún er og af hverju hún hagar sér svona. Þannig að þegar ég og Helgi Freyr Rúnarsson settumst niður til að tala um svarthol, var ekkert hægt að vaða bara beint í, hvað eru þau? Til að skilja þau þarf söguna, smá slettu af eðlisfræði og heilan helling af stærðfræði til dæmis, ásamt því að átta sig betur á því hvernig við fórum að því að skilja þessi fyrirbæri, sem leynast að því er virðist út um allt í geimnum. Samtalið okkar endaði í rúmum þremur klukkutímum sem ég hef reynt eftir fremsta megni að berja saman í þrjá þætti sem koma núna næstu þrjá sunnudaga. Ekki láta það koma ykkur á óvart ef þið skiljið ekki allt, útskýringin kemur oftast aðeins seinna og svo hef ég líka lært að það er bara allt í lagi að skilja ekki allt þegar kemur að þessum efnum. Sumt bara er svona, lítið við því að gera. Svo erum við heldur ekkert svartholsfræðingar eða StjörnuSævar, svo það er engin pressa á að vera með þetta allt á hreinu. Til þess erum við Helga Frey, og áður en við byrjum á sögunni þar sem við kynnumst Newton, Kepler og Einstein sem dæmi, fáum við kynningu frá viðmælandanum sjálfum. En hlustiði eftir því sem kemur þar á milli, því þar fáum við lítið dæmi sem er nýkomið fram, um það hvernig svarthol hljóma.
9/18/20220
Episode Artwork

Svarthol - 1.þáttur

Velkomin aftur í Þú veist betur, ég heiti Atli Már Steinarsson og ætla að reyna mitt besta að forvitnast um fyrirbæri og hluti sem eru allt í kringum okkur en við vitum kannski ekki svo mikið um, en værum til í að vita meira. Í vetur munum við fara yfir hluti eins og málningu, frumur og banana en við byrjum á einu svakalegu dæmi. Það er nefnilega kominn tími til að tala um svarthol. Frá því að ég byrjaði með þessa þætti hef ég fjallað um alls kyns hluti sem hafa svo kveikt áhuga minn á öðrum hlutum. Eitt af því sem ég fór að pæla meira í var geimurinn, allt það sem við sjáum þarna úti og hvað þetta er allt saman. Sem kemur svo í ljós að er ekki hlaupið því að fræðast um. Því þarna úti eru hlutirnir sem gera það að verkum að við séum til, að jörðin okkar er eins og hún er og af hverju hún hagar sér svona. Þannig að þegar ég og Helgi Freyr Rúnarsson settumst niður til að tala um svarthol, var ekkert hægt að vaða bara beint í, hvað eru þau? Til að skilja þau þarf söguna, smá slettu af eðlisfræði og heilan helling af stærðfræði til dæmis, ásamt því að átta sig betur á því hvernig við fórum að því að skilja þessi fyrirbæri, sem leynast að því er virðist út um allt í geimnum. Samtalið okkar endaði í rúmum þremur klukkutímum sem ég hef reynt eftir fremsta megni að berja saman í þrjá þætti sem koma núna næstu þrjá sunnudaga. Ekki láta það koma ykkur á óvart ef þið skiljið ekki allt, útskýringin kemur oftast aðeins seinna og svo hef ég líka lært að það er bara allt í lagi að skilja ekki allt þegar kemur að þessum efnum. Sumt bara er svona, lítið við því að gera. Svo erum við heldur ekkert svartholsfræðingar eða StjörnuSævar, svo það er engin pressa á að vera með þetta allt á hreinu. Til þess erum við Helga Frey, og áður en við byrjum á sögunni þar sem við kynnumst Newton, Kepler og Einstein sem dæmi, fáum við kynningu frá viðmælandanum sjálfum. En hlustiði eftir því sem kemur þar á milli, því þar fáum við lítið dæmi sem er nýkomið fram, um það hvernig svarthol hljóma.
9/18/202255 minutes
Episode Artwork

Frídagur verslunarmanna

Sérstakur örþáttur af Þú veist betur í tilefni frídags verslunarmanna þar sem Ragnar Þór Ingólfsson fer yfir söguna, hvenær dagurinn var fyrst haldinn og af hverju. Umsjón: Atli Már Steinarsson
8/1/20220
Episode Artwork

Frídagur verslunarmanna

Sérstakur örþáttur af Þú veist betur í tilefni frídags verslunarmanna þar sem Ragnar Þór Ingólfsson fer yfir söguna, hvenær dagurinn var fyrst haldinn og af hverju. Umsjón: Atli Már Steinarsson
8/1/202255 minutes
Episode Artwork

Kjarnorka - 2.hluti

Í síðasta þætti þá byrjuðum við að fara yfir kjarnorku með okkar eigin kjarnorkuverkfræðing, Ágústi Valfells. Við fórum yfir söguna, reyndar líka bara yfir það hvernig atóm eru upp byggð, að náttúran er sífellt að losa orku úr kjörnum atómanna allt í kringum okkur, en bara mismikið. Hvernig Curie fjölskyldan, þar sem frægust er líklegast Marie Curie uppgötvaði eða einangraði þessi efni sem spiluðu svo stóra rullu í áframhaldandi þróun á kjarnorku og hvernig við notum hana. Seinni heimstyrjöldin setti smá strik í reikninginn og það varð augljóst að hægt væri að nota kjarnorku til alls kyns óverka sem síðar raungerðust eins og við flest vitum. Í bland við söguna ræddum við líka hvernig þessi efni virka á hvort annað og hvernig við byggðum fleiri kjarnaofna, þann fyrsta í Chicago rétt fyrir stríð og svo hvernig úrgangur verður til. Við ætlum að halda áfram í þessum síðasta þætti Þú veist betur fyrir sumarfrí og ljúka yfirferð okkar um kjarnorku. Við byrjum samt á því að ljúka samtalinu um hvað það er sem gerist þegar hlutir eins og Chernobyl eiga sér stað, hvernig áhrifin eru á allt og alla í kringum svona mikla geislavirkni og senu í þáttunum um slysið 1986 sem þau sem hafa séð muna vel eftir. Í framhaldi af því er það uppsetning kjarnorkuvera, hvað gerist inn í þeim og hvernig í ósköpunum framtíðin gæti litið út. Umsjón: Atli Már Steinarsson
6/12/20220
Episode Artwork

Kjarnorka - 2.hluti

Í síðasta þætti þá byrjuðum við að fara yfir kjarnorku með okkar eigin kjarnorkuverkfræðing, Ágústi Valfells. Við fórum yfir söguna, reyndar líka bara yfir það hvernig atóm eru upp byggð, að náttúran er sífellt að losa orku úr kjörnum atómanna allt í kringum okkur, en bara mismikið. Hvernig Curie fjölskyldan, þar sem frægust er líklegast Marie Curie uppgötvaði eða einangraði þessi efni sem spiluðu svo stóra rullu í áframhaldandi þróun á kjarnorku og hvernig við notum hana. Seinni heimstyrjöldin setti smá strik í reikninginn og það varð augljóst að hægt væri að nota kjarnorku til alls kyns óverka sem síðar raungerðust eins og við flest vitum. Í bland við söguna ræddum við líka hvernig þessi efni virka á hvort annað og hvernig við byggðum fleiri kjarnaofna, þann fyrsta í Chicago rétt fyrir stríð og svo hvernig úrgangur verður til. Við ætlum að halda áfram í þessum síðasta þætti Þú veist betur fyrir sumarfrí og ljúka yfirferð okkar um kjarnorku. Við byrjum samt á því að ljúka samtalinu um hvað það er sem gerist þegar hlutir eins og Chernobyl eiga sér stað, hvernig áhrifin eru á allt og alla í kringum svona mikla geislavirkni og senu í þáttunum um slysið 1986 sem þau sem hafa séð muna vel eftir. Í framhaldi af því er það uppsetning kjarnorkuvera, hvað gerist inn í þeim og hvernig í ósköpunum framtíðin gæti litið út. Umsjón: Atli Már Steinarsson
6/12/202255 minutes
Episode Artwork

Kjarnorka - 1.hluti

Í þætti sem ég gerði um rafmagn fyrir einhverju síðan nefndi Kári Hreinsson gestur minn í það skipti að Frakkar væru með flest kjarorkuver í heiminum sem kom mér á óvart á þeim tíma. Síðan þá hef ég verið að lesa mér til um alls kyns tengt heiminum sem við búum í, alls kyns efni sem leynast út um allar trissur og þá fattaði ég að kjarnorkuver eru til dæmis eitthvað sem ég veit að búa til rafmagn, ég veit að Homer Simpson vann í einu slíku og ég veit að þau geta verið hættuleg. Ég hef líka heyrt um kjarnorkusprengjur, því miður, og veit hversu óhugnalegan eyðilegginarmátt þær hafa. En þó maður viti hvernig brú virkar, þá vill maður stundum vita hvernig hún er gerð, af hverju ég dett ekki bara beint niður um hana eða hvernig þær standa sumar enn mörg hundruð árum seinna. Svo hvað er kjarnorka? Hvernig býr maður til rafmagn úr kjarnorku og af hverju getur kjarnorka verið svona hættuleg? Ég fékk til mín Ágúst Valfells, sem eins og kemur í ljós eftir smá, veit meira en flest um kjarnorku og hvað hún gerir. Áður en við förum í söguna, og þar byrjum við á atóminu sjálfu. Umsjón: Atli Már Steinarsson
6/5/20220
Episode Artwork

Kjarnorka - 1.hluti

Í þætti sem ég gerði um rafmagn fyrir einhverju síðan nefndi Kári Hreinsson gestur minn í það skipti að Frakkar væru með flest kjarorkuver í heiminum sem kom mér á óvart á þeim tíma. Síðan þá hef ég verið að lesa mér til um alls kyns tengt heiminum sem við búum í, alls kyns efni sem leynast út um allar trissur og þá fattaði ég að kjarnorkuver eru til dæmis eitthvað sem ég veit að búa til rafmagn, ég veit að Homer Simpson vann í einu slíku og ég veit að þau geta verið hættuleg. Ég hef líka heyrt um kjarnorkusprengjur, því miður, og veit hversu óhugnalegan eyðilegginarmátt þær hafa. En þó maður viti hvernig brú virkar, þá vill maður stundum vita hvernig hún er gerð, af hverju ég dett ekki bara beint niður um hana eða hvernig þær standa sumar enn mörg hundruð árum seinna. Svo hvað er kjarnorka? Hvernig býr maður til rafmagn úr kjarnorku og af hverju getur kjarnorka verið svona hættuleg? Ég fékk til mín Ágúst Valfells, sem eins og kemur í ljós eftir smá, veit meira en flest um kjarnorku og hvað hún gerir. Áður en við förum í söguna, og þar byrjum við á atóminu sjálfu. Umsjón: Atli Már Steinarsson
6/5/202255 minutes
Episode Artwork

Vín - 2.hluti

Í síðasta þætti af Þú veist betur þá opnuðum við víntunnuna og ræddum við Dominique Pledel um hvaðan vín kemur, en það á uppruna sinn á kákasusfjöllum fyrir mörg þúsund árum þar sem fólk byrjaði að gerja vínber. En við náðum einungis að klára söguna, eða eins mikið af henni og þú getur farið yfir á 40 mínútum svo núna er nútíminn eftir og framtíðin maður lifandi. En ef við byrjum á deginum í dag, ef mig langaði til að gerast vínbóndi, hvernig gerir maður vín? Umsjón: Atli Már Steinarsson
5/29/20220
Episode Artwork

Vín - 2.hluti

Í síðasta þætti af Þú veist betur þá opnuðum við víntunnuna og ræddum við Dominique Pledel um hvaðan vín kemur, en það á uppruna sinn á kákasusfjöllum fyrir mörg þúsund árum þar sem fólk byrjaði að gerja vínber. En við náðum einungis að klára söguna, eða eins mikið af henni og þú getur farið yfir á 40 mínútum svo núna er nútíminn eftir og framtíðin maður lifandi. En ef við byrjum á deginum í dag, ef mig langaði til að gerast vínbóndi, hvernig gerir maður vín? Umsjón: Atli Már Steinarsson
5/29/202255 minutes
Episode Artwork

Vín - 1.hluti

Nú veit ég ekki hvað klukkan er hjá þér hlustandi góður, þátturinn er á dagskrá Rásar 2 kl 8 á sunnudagsmorgni og ég veit þó fyrir víst að þá er vín kannski ekki ofarlega í huga. En þó ég hafi aldrei ?fattað? þetta fyrirbæri þá er deginum ljósara að vín hefur verið partur af samfélagi manna lengi, hvort sem við drekkum það eða ekki. Það er líka mikilvægt að skilgreina strax um hvað ræðir, hér á ég ekki við áfengi yfir höfuð, heldur rauðvín, hvítvín, allt þetta. Ég var forvitinn um hvar það hefði orðið til, hvernig það er gert og kannski sérstaklega allar þessar týpur sem við heyrum meira um í dag og hvað það þýðir fyrir framtíðina. Ég fékk til mín Dominique Pledel til að ræða þetta allt við mig og það kom svo mikið upp úr hattinum að vínið dreifist yfir tvo þætti. Umsjón: Atli Már Steinarsson
5/22/20220
Episode Artwork

Vín - 1.hluti

Nú veit ég ekki hvað klukkan er hjá þér hlustandi góður, þátturinn er á dagskrá Rásar 2 kl 8 á sunnudagsmorgni og ég veit þó fyrir víst að þá er vín kannski ekki ofarlega í huga. En þó ég hafi aldrei ?fattað? þetta fyrirbæri þá er deginum ljósara að vín hefur verið partur af samfélagi manna lengi, hvort sem við drekkum það eða ekki. Það er líka mikilvægt að skilgreina strax um hvað ræðir, hér á ég ekki við áfengi yfir höfuð, heldur rauðvín, hvítvín, allt þetta. Ég var forvitinn um hvar það hefði orðið til, hvernig það er gert og kannski sérstaklega allar þessar týpur sem við heyrum meira um í dag og hvað það þýðir fyrir framtíðina. Ég fékk til mín Dominique Pledel til að ræða þetta allt við mig og það kom svo mikið upp úr hattinum að vínið dreifist yfir tvo þætti. Umsjón: Atli Már Steinarsson
5/22/202255 minutes
Episode Artwork

Flensur

Það er nánast ómögulegt að telja hversu oft maður hefur lent í þvi í gegnum tíðina að nefna við einhvern að maður sé kannski með smá kvef og fá svarið ?Það er nú einhver flensa að ganga?. Á hverju ári fáum við boð í inflúensusprautu, við heyrum um fuglaflensu sem er að ganga yfir ákkúrat núna til dæmis og svo erum við auðvitað að koma út úr löngu covid flensu ferli. En hvað eru flensur? Hver ber eiginlega ábyrgð á þessu öllu saman? Ég fékk til mín Vilhjálm Svansson Sem veit líklegt hvað mest um flensur á Íslandi. Umsjón: Atli Már Steinarsson
5/15/20220
Episode Artwork

Flensur

Það er nánast ómögulegt að telja hversu oft maður hefur lent í þvi í gegnum tíðina að nefna við einhvern að maður sé kannski með smá kvef og fá svarið ?Það er nú einhver flensa að ganga?. Á hverju ári fáum við boð í inflúensusprautu, við heyrum um fuglaflensu sem er að ganga yfir ákkúrat núna til dæmis og svo erum við auðvitað að koma út úr löngu covid flensu ferli. En hvað eru flensur? Hver ber eiginlega ábyrgð á þessu öllu saman? Ég fékk til mín Vilhjálm Svansson Sem veit líklegt hvað mest um flensur á Íslandi. Umsjón: Atli Már Steinarsson
5/15/202255 minutes
Episode Artwork

Börn

Það er alveg ljóst að öll verðum við einhvernveginn til. Þá er ég ekki að tala um býflugur og blómin, eða þegar tveir einstaklingar elska hvort annað og úr verður barn. Það getur auðvitað spilað stóra rullu en stærstu rulluna spilar náttúruna sjálf og þróun sem hefur átt sér stað í mörg þúsund ár. Ferlið er flókið og svo magnað að það er í raun lygilegt, eða það var að minnsta kosti það sem mig grunaði og fékk ég til mín Sigríði Rut Franzdóttur til að fara yfir ferlið með okkur. Þess má geta að þátturinn var ekki hugsaður sem innlegg í þá heitu umræðu sem á sér stað þess dagana varðandi fóstureyðingar heldur bara yfirferð yfir þetta magnaða ferli. Það er hinsvegar eitt sem er fínt að minnast á, það er ekki hlutverk karla að setja lög á líkama kvenna. Umsjón: Atli Már Steinarsson
5/8/20220
Episode Artwork

Börn

Það er alveg ljóst að öll verðum við einhvernveginn til. Þá er ég ekki að tala um býflugur og blómin, eða þegar tveir einstaklingar elska hvort annað og úr verður barn. Það getur auðvitað spilað stóra rullu en stærstu rulluna spilar náttúruna sjálf og þróun sem hefur átt sér stað í mörg þúsund ár. Ferlið er flókið og svo magnað að það er í raun lygilegt, eða það var að minnsta kosti það sem mig grunaði og fékk ég til mín Sigríði Rut Franzdóttur til að fara yfir ferlið með okkur. Þess má geta að þátturinn var ekki hugsaður sem innlegg í þá heitu umræðu sem á sér stað þess dagana varðandi fóstureyðingar heldur bara yfirferð yfir þetta magnaða ferli. Það er hinsvegar eitt sem er fínt að minnast á, það er ekki hlutverk karla að setja lög á líkama kvenna. Umsjón: Atli Már Steinarsson
5/8/202255 minutes
Episode Artwork

Rafíþróttir

Við virðumst vera frekar íþróttalega sinnuð þessa dagana þar sem við förum frá íþróttasálfræðinni í síðasta þætti yfir í rafíþróttir. Sjálfur hef ég spilað og haft gaman af tölvuleikjum síðan ég var krakki, og verandi fæddur árið 1986 þá hef ég haft tækifæri til að fylgjast með þróun leikja og internetsins frá fyrstu hendi. Ég sat inn í geymslu með PC turn og spilaði leiki af diskettum en spila núna risa leiki í gegnum internetið sem leyfa mér að gera hluti sem mér hefði ekki dottið í hug að yrðu nokkurtíman mögulegir í geymslunni góðu. En jafnvel þó ég telji mig vera frekar opinn varðandi tölvuleiki þá hef ég oft átt erfitt með að hugsa um þá sem íþrótt, eða bara hvernig maður nálgist það að spila tölvuleiki. Þróunin er svo hröð eins og með allt nú til dags að við náum ekki að halda í við hana og bregðast við breyttum venjum eða þörfum sem koma í kjölfarið. Mig langaði þessvegna til að læra meira, fræðast og heyra um rafíþróttir og fékk ég til mín Ólaf Hrafn Steinarsson til að leiða okkur í allan sannleikann um þetta allt. Umsjón: Atli Már Steinarsson
5/1/20220
Episode Artwork

Rafíþróttir

Við virðumst vera frekar íþróttalega sinnuð þessa dagana þar sem við förum frá íþróttasálfræðinni í síðasta þætti yfir í rafíþróttir. Sjálfur hef ég spilað og haft gaman af tölvuleikjum síðan ég var krakki, og verandi fæddur árið 1986 þá hef ég haft tækifæri til að fylgjast með þróun leikja og internetsins frá fyrstu hendi. Ég sat inn í geymslu með PC turn og spilaði leiki af diskettum en spila núna risa leiki í gegnum internetið sem leyfa mér að gera hluti sem mér hefði ekki dottið í hug að yrðu nokkurtíman mögulegir í geymslunni góðu. En jafnvel þó ég telji mig vera frekar opinn varðandi tölvuleiki þá hef ég oft átt erfitt með að hugsa um þá sem íþrótt, eða bara hvernig maður nálgist það að spila tölvuleiki. Þróunin er svo hröð eins og með allt nú til dags að við náum ekki að halda í við hana og bregðast við breyttum venjum eða þörfum sem koma í kjölfarið. Mig langaði þessvegna til að læra meira, fræðast og heyra um rafíþróttir og fékk ég til mín Ólaf Hrafn Steinarsson til að leiða okkur í allan sannleikann um þetta allt. Umsjón: Atli Már Steinarsson
5/1/202255 minutes
Episode Artwork

Íþróttasálfræði

Í dag ætlum við að ræða einn kima af sálfræði sem hefur verið mér ofarlega í huga í frekar langan tíma. Fyrir þau ykkar sem fylgjast eitthvað með íþróttum hefur orðið íþróttasálfræðingur kannski komið ykkur oftar og oftar fyrir sjónir, þannig hefur það verið fyrir mig að minnsta kosti. Mig langaði þessvegna til að fræðast aðeins meira um þessa undirgrein af sálfræði og vita um hvað hún snérist, hvaðan hún kæmi og hvernig við sjáum framtíðina fyrir okkur með gleruaugum íþróttasálfræðinnar. Ég fékk til mín Hafrúnu Kristjánsdóttur til að fræða okkur um þetta allt saman. Umsjón: Atli Már Steinarsson
4/10/20220
Episode Artwork

Íþróttasálfræði

Í dag ætlum við að ræða einn kima af sálfræði sem hefur verið mér ofarlega í huga í frekar langan tíma. Fyrir þau ykkar sem fylgjast eitthvað með íþróttum hefur orðið íþróttasálfræðingur kannski komið ykkur oftar og oftar fyrir sjónir, þannig hefur það verið fyrir mig að minnsta kosti. Mig langaði þessvegna til að fræðast aðeins meira um þessa undirgrein af sálfræði og vita um hvað hún snérist, hvaðan hún kæmi og hvernig við sjáum framtíðina fyrir okkur með gleruaugum íþróttasálfræðinnar. Ég fékk til mín Hafrúnu Kristjánsdóttur til að fræða okkur um þetta allt saman. Umsjón: Atli Már Steinarsson
4/10/202255 minutes
Episode Artwork

Fæðubótarefni

Ég var að ræða við félaga mína um daginn um áhugaverð efni til að fjalla um fyrir Þú veist betur og einn þeirra spurði beint út, fæðubótarefni, er þetta allt bara kjaftæði? Ég tók hann á orðinu og byrjaði að íhuga hvernig væri best að nálgast þetta efni. Sem við fyrstu sýn virðist kannski frekar einfalt, en er það svo í raun alls ekki. Það er oft óljóst hvað átt er við, og eins og mun koma í ljós síðar er margt sem fellur undir þennan fæðubótar hatt. Ég fékk til mín Ingibjörgu Gunnarsdóttur til að fara yfir málin með mér. Umsjón: Atli Már Steinarsson
4/3/20220
Episode Artwork

Fæðubótarefni

Ég var að ræða við félaga mína um daginn um áhugaverð efni til að fjalla um fyrir Þú veist betur og einn þeirra spurði beint út, fæðubótarefni, er þetta allt bara kjaftæði? Ég tók hann á orðinu og byrjaði að íhuga hvernig væri best að nálgast þetta efni. Sem við fyrstu sýn virðist kannski frekar einfalt, en er það svo í raun alls ekki. Það er oft óljóst hvað átt er við, og eins og mun koma í ljós síðar er margt sem fellur undir þennan fæðubótar hatt. Ég fékk til mín Ingibjörgu Gunnarsdóttur til að fara yfir málin með mér. Umsjón: Atli Már Steinarsson
4/3/202255 minutes
Episode Artwork

NATO

Þessa dagana erum við að upplifa frekar skringilega tíma, fólk á mínum aldri er að upplifa stríð sem virkar einhvernveginn aðeins nærri okkur en oft áður og þar af leiðandi erum við oft að tala um hluti og hugsanlega mynda okkur skoðun á hlutum sem við höfum ekki endilega þurft að gera áður. Ég ímyndaði mér þá að það væri varla til betri tímasetning til að setjast niður og læra meira um þetta fyrirbæri sem er töluvert á milli tannana á fólki þessa dagana, Atlantshafsbandalagið, öðru nafni Nato. Hver eru ríki Nato, hvað gerir Nato og af hverju gerir Nato ekki meira? Af hverjum erum við í Nato? Þegar maður segir Nato nógu oft virkar það eins og maður sé að tala um einhvern vin sinn hann Nato en þið venjist því eftir því sem líður á. Til að tala við mig um þetta allt saman og meira til fékk ég til mín Brynju Huld Óskarsdóttur sem er hvað fróðust á þessu landi um málefni þessa stóra sambands. Umsjón: Atli Már Steinarsson
3/27/20220
Episode Artwork

NATO

Þessa dagana erum við að upplifa frekar skringilega tíma, fólk á mínum aldri er að upplifa stríð sem virkar einhvernveginn aðeins nærri okkur en oft áður og þar af leiðandi erum við oft að tala um hluti og hugsanlega mynda okkur skoðun á hlutum sem við höfum ekki endilega þurft að gera áður. Ég ímyndaði mér þá að það væri varla til betri tímasetning til að setjast niður og læra meira um þetta fyrirbæri sem er töluvert á milli tannana á fólki þessa dagana, Atlantshafsbandalagið, öðru nafni Nato. Hver eru ríki Nato, hvað gerir Nato og af hverju gerir Nato ekki meira? Af hverjum erum við í Nato? Þegar maður segir Nato nógu oft virkar það eins og maður sé að tala um einhvern vin sinn hann Nato en þið venjist því eftir því sem líður á. Til að tala við mig um þetta allt saman og meira til fékk ég til mín Brynju Huld Óskarsdóttur sem er hvað fróðust á þessu landi um málefni þessa stóra sambands. Umsjón: Atli Már Steinarsson
3/27/202253 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Býflugur

Við höldum okkur kannski í sama kima og í síðasta þætti þar sem við töluðum um dýralækningar en minnkuð viðfangsefnin kannski örlítið. Ég er nefnilega ekki svo viss um að dýralæknar séu mikið af koma býflugum og skyldmennum þeirra til bjargar. Eða mér þætti það frekar furðulegt ef svo er. En ég hef sjálfur heyrt meira og meira talað um býflugur á þessum síðustu árum, heyrt af mikilvægi þeirra og hlutverki í hringrás náttúrunnar svo mig langaði til að fræðast aðeins meira um þessi kvikyndi eins og ég hef oft hugsað um þau. Ég fékk til mín Jón Má Halldórsson sem hefur miklar reynslu af því að eiga við þessi dýr og áður en við förum í spurninguna hvað erum við að tala um þegar við tölum um býflugur þá byrjum við á kynningu frá viðmælandanum sjálfum. Umsjón: Atli Már Steinarsson
3/20/20220
Episode Artwork

Býflugur

Við höldum okkur kannski í sama kima og í síðasta þætti þar sem við töluðum um dýralækningar en minnkuð viðfangsefnin kannski örlítið. Ég er nefnilega ekki svo viss um að dýralæknar séu mikið af koma býflugum og skyldmennum þeirra til bjargar. Eða mér þætti það frekar furðulegt ef svo er. En ég hef sjálfur heyrt meira og meira talað um býflugur á þessum síðustu árum, heyrt af mikilvægi þeirra og hlutverki í hringrás náttúrunnar svo mig langaði til að fræðast aðeins meira um þessi kvikyndi eins og ég hef oft hugsað um þau. Ég fékk til mín Jón Má Halldórsson sem hefur miklar reynslu af því að eiga við þessi dýr og áður en við förum í spurninguna hvað erum við að tala um þegar við tölum um býflugur þá byrjum við á kynningu frá viðmælandanum sjálfum. Umsjón: Atli Már Steinarsson
3/20/202227 minutes
Episode Artwork

Dýralækningar

Þá erum við komin aftur almennilega af stað með Þú veist betur og í þetta skiptið ætlum við að ræða aðeins um starf sem öll þau sem eiga eða hafa átt gæludýr kannast vel við. Þau annast þessa einstaklinga sem okkur þykir svo vænt um en mér hefur oft liðið eins og þetta sé tiltölulega vanþakklát starf eða hugsanlega bara misskilið. Ég ákvað því að athuga málið enn frekar og fékk til mín Hönnu Arnórsdóttur dýralækni til að ræða við mig um þetta stórmerkilega starf. Umsjón: Atli Már Steinarsson
3/13/20220
Episode Artwork

Dýralækningar

Þá erum við komin aftur almennilega af stað með Þú veist betur og í þetta skiptið ætlum við að ræða aðeins um starf sem öll þau sem eiga eða hafa átt gæludýr kannast vel við. Þau annast þessa einstaklinga sem okkur þykir svo vænt um en mér hefur oft liðið eins og þetta sé tiltölulega vanþakklát starf eða hugsanlega bara misskilið. Ég ákvað því að athuga málið enn frekar og fékk til mín Hönnu Arnórsdóttur dýralækni til að ræða við mig um þetta stórmerkilega starf. Umsjón: Atli Már Steinarsson
3/13/202250 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Alls kyns tengt kvikmyndum og sjónvarpi

Nú þegar ég er kominn úr öðrum verkefnum og Þú veist betur að fara aftur af stað langaði mig til að taka saman alls kyns búta úr viðtölum sem ég tók fyrir þættina Með verbúðina á heilanum um hvernig það er að sinna hinum ýmsu hlutverkum varðandi kvikmyndagerð. Það getur verið að sum ykkar hafi heyrt eitthvað af þessu, þó hér séu á ferðinni líka óklippt viðtöl sem rötuðu ekki í heild sinni í þættina á sínum tíma, en mig langaði þó til að kynna þessi efnistök fyrir þeim sem ekki hefðu náð þessu á sínum tíma því mér fannst þetta sjálfum svo áhugavert allt saman. Umsjón: Atli Már Steinarsson
3/6/20220
Episode Artwork

Alls kyns tengt kvikmyndum og sjónvarpi

Nú þegar ég er kominn úr öðrum verkefnum og Þú veist betur að fara aftur af stað langaði mig til að taka saman alls kyns búta úr viðtölum sem ég tók fyrir þættina Með verbúðina á heilanum um hvernig það er að sinna hinum ýmsu hlutverkum varðandi kvikmyndagerð. Það getur verið að sum ykkar hafi heyrt eitthvað af þessu, þó hér séu á ferðinni líka óklippt viðtöl sem rötuðu ekki í heild sinni í þættina á sínum tíma, en mig langaði þó til að kynna þessi efnistök fyrir þeim sem ekki hefðu náð þessu á sínum tíma því mér fannst þetta sjálfum svo áhugavert allt saman. Umsjón: Atli Már Steinarsson
3/6/202255 minutes
Episode Artwork

Jólin

Nú eru jólin á næsta leiti, í raun bara 5 dagar þangað til við setjumst niður, borðum góðan mat og opnum pakka vonandi umkringd okkar besta fólki. En ég hef oft velt því fyrir mér hvaðan allar þessir hefðir koma, skata á þorláksmessu, aðfangadagsmatur sem fyrir mig var alltaf hamborgarhryggur og auðvitað stærsta spurningin hverjir eru þessir jólasveinir og hvaðan koma þeir eiginlega? Hún Jóna Símonía sagnfræðingur kom í heimsókn til mín og við ræddum þessi mál.
12/19/20210
Episode Artwork

Jólin

Nú eru jólin á næsta leiti, í raun bara 5 dagar þangað til við setjumst niður, borðum góðan mat og opnum pakka vonandi umkringd okkar besta fólki. En ég hef oft velt því fyrir mér hvaðan allar þessir hefðir koma, skata á þorláksmessu, aðfangadagsmatur sem fyrir mig var alltaf hamborgarhryggur og auðvitað stærsta spurningin hverjir eru þessir jólasveinir og hvaðan koma þeir eiginlega? Hún Jóna Símonía sagnfræðingur kom í heimsókn til mín og við ræddum þessi mál.
12/19/202155 minutes
Episode Artwork

Refir

Vinnslan á þessum þætti er orðin þannig að ég er alltaf að hugsa um hvað gæti verið gaman að tala um, hvað veit ég lítið um en væri til í að vita meira. Hvað gæti öðrum fundist gaman að heyra meira um? Oft kemur eitthvað fram í samtölum sem hljómar áhugavert, annað, eins og umræðuefni þáttarins í þetta skiptið, kemur bara eins og elding í hausinn á mér. Eins og til dæmis refir. Ég hugsaði um allar ferðirnar í húsdýragarðinn þar sem ég beið inn í dimmum helli að vonast eftir því að sjá litla refi með eigin augum. En mundi ekki hvort það hefði nokkurtíman gerst. Svo kannski er þátturinn einhverskonar leit mín að refnum. Því ef við þekkjum betur að hverju við leitum, er líklegra að við loks finnum það. Ég náði í skottið á Esteri Rut Unnsteinsdóttur sem veit líklegast hvað mest um refi á Íslandi til að segja okkur allt um málið.
12/12/20210
Episode Artwork

Refir

Vinnslan á þessum þætti er orðin þannig að ég er alltaf að hugsa um hvað gæti verið gaman að tala um, hvað veit ég lítið um en væri til í að vita meira. Hvað gæti öðrum fundist gaman að heyra meira um? Oft kemur eitthvað fram í samtölum sem hljómar áhugavert, annað, eins og umræðuefni þáttarins í þetta skiptið, kemur bara eins og elding í hausinn á mér. Eins og til dæmis refir. Ég hugsaði um allar ferðirnar í húsdýragarðinn þar sem ég beið inn í dimmum helli að vonast eftir því að sjá litla refi með eigin augum. En mundi ekki hvort það hefði nokkurtíman gerst. Svo kannski er þátturinn einhverskonar leit mín að refnum. Því ef við þekkjum betur að hverju við leitum, er líklegra að við loks finnum það. Ég náði í skottið á Esteri Rut Unnsteinsdóttur sem veit líklegast hvað mest um refi á Íslandi til að segja okkur allt um málið.
12/12/202149 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Peningar

Hvað er það sem getur valdið áhyggjum, gleði og andvaka nóttum? Jafnvel þó við eigum nóg, þá væri fínt að eiga aaaaðeins meira? Það er oft talað um hversu erfitt það sé að mæla hamingju, og útaf þeirri ástæðu hefur oft verið reynt að tengja það við viðfangsefni okkar í þetta skipti. Peninga. Sum okkar virðast fæðast með peningavit, önnur okkar eiga aðeins erfiðara með þá að fara, ég viðurkenni fúslega að ég hef oftar en ekki tilheyrt seinni hópnum. Mér hefur oft fundist furðulega, svona þegar ég hugsa til baka, hvernig ég gat farið í gegnum 14 ár af skóla án þess að fara neitt sérstaklega mikið út í peninga. Hvernig þeir virka, hvaða þeir koma og hvernig í ósköpunum eigi að fara með þá? Ég útskrifaðist úr MH með 30 einingar í ensku, en hafði ekki hugmynd um hvernig ég ætti að gera skattaskýrslu. Sem er auðvitað merkilegt því hana þarf ég að gera á hverju einasta ári, en ég lendi mjög sjaldan í þeim aðstæðum að þurfa að útskýra fyrir einhverjum af hverju Monty Python sé svona merkilegt sjónvarpsefni. En það er aldrei of seint í rassinn gripið og þessvegna fékk ég til mín Björn Berg, sem er orðinn góðvinur þáttarins enda viskubrunnur þegar kemur að alls kyns málefnum, til að fara yfir peninga.
12/5/20210
Episode Artwork

Peningar

Hvað er það sem getur valdið áhyggjum, gleði og andvaka nóttum? Jafnvel þó við eigum nóg, þá væri fínt að eiga aaaaðeins meira? Það er oft talað um hversu erfitt það sé að mæla hamingju, og útaf þeirri ástæðu hefur oft verið reynt að tengja það við viðfangsefni okkar í þetta skipti. Peninga. Sum okkar virðast fæðast með peningavit, önnur okkar eiga aðeins erfiðara með þá að fara, ég viðurkenni fúslega að ég hef oftar en ekki tilheyrt seinni hópnum. Mér hefur oft fundist furðulega, svona þegar ég hugsa til baka, hvernig ég gat farið í gegnum 14 ár af skóla án þess að fara neitt sérstaklega mikið út í peninga. Hvernig þeir virka, hvaða þeir koma og hvernig í ósköpunum eigi að fara með þá? Ég útskrifaðist úr MH með 30 einingar í ensku, en hafði ekki hugmynd um hvernig ég ætti að gera skattaskýrslu. Sem er auðvitað merkilegt því hana þarf ég að gera á hverju einasta ári, en ég lendi mjög sjaldan í þeim aðstæðum að þurfa að útskýra fyrir einhverjum af hverju Monty Python sé svona merkilegt sjónvarpsefni. En það er aldrei of seint í rassinn gripið og þessvegna fékk ég til mín Björn Berg, sem er orðinn góðvinur þáttarins enda viskubrunnur þegar kemur að alls kyns málefnum, til að fara yfir peninga.
12/5/202153 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Bílar

Það er stór dagur í lífi flestra þegar þau verða 17 ára og hægt að taka bílpróf, ég man að það var allavega tilfellið hjá mér á sínum tíma. Ökuskólinn er eitthvað sem við höfum mörg reynslu af, og flest skoðun á, en þó þar fari fram okkar helsta kennsla varðandi bíla þá er hún mestmegnis varðandi það hvernig eigi að haga sér í umferðinni og hvernig hún virkar. Ökukennsla eru síðan þessir taugatrekkjandi klukkutímar þar sem maður keyrir um með hjartað í buxunum vonandi að maður drepi ekki á bílnum þar sem einhver sjái eða flauti á mann. Það er samt merkilegt að þó maður fari í gegnum allt þetta nám til að læra að keyra er maður oft engu vísari hvernig bíllinn sjálfur virkar. Sem getur verið ástæðan fyrir því að mér og hugsanlega ykkur líka finnst oft sjálfsagður hlutur að setjast upp í ökutæki, hvort sem maður keyrir eða fær far, og allt virki, maður skýst upp í margra kílómetra hraða á skot stundu og finnst sjálfsagt mál að keyra landshorna á milli án þess að velta fyrir sér hvað sé í raun í gangi undir húddinu. Hvernig í ósköpunum allt þetta afl verði til að því er virðist úr engu og þess þá heldur án þess að allt liðist einfaldlega í sundur. Ég fór því og heimsótti Gísla Gunnar Jónsson, eða Herra Kókómjólk eins og ég kalla hann oft, í Þorlákshöfn þar sem hann býr og rekur meðal annars bílaverkstæði og bað hann að útskýra fyrir mér hvað það er sem gerist þegar maður ýtir á bensíngjöfina, hvað allir þessir snúningar þýða og seinna í viðtalinu, hvernig þeir settu saman torfærubíl sem gat hent sér upp nánast lóðrétt fjall án þess að svitna, þó með látum sem minntu helst á ljón á sléttum Afríku að láta vita af sér. Við förum lítið í söguna, enda nóg að reyna að útskýra hvernig þetta virkar allt saman, en byrjum þó aðeins að ræða muninn á bílum núna og þegar þeir komu til landsins fyrir rúmlega 100 árum, í kringum 1904.
11/28/20210
Episode Artwork

Bílar

Það er stór dagur í lífi flestra þegar þau verða 17 ára og hægt að taka bílpróf, ég man að það var allavega tilfellið hjá mér á sínum tíma. Ökuskólinn er eitthvað sem við höfum mörg reynslu af, og flest skoðun á, en þó þar fari fram okkar helsta kennsla varðandi bíla þá er hún mestmegnis varðandi það hvernig eigi að haga sér í umferðinni og hvernig hún virkar. Ökukennsla eru síðan þessir taugatrekkjandi klukkutímar þar sem maður keyrir um með hjartað í buxunum vonandi að maður drepi ekki á bílnum þar sem einhver sjái eða flauti á mann. Það er samt merkilegt að þó maður fari í gegnum allt þetta nám til að læra að keyra er maður oft engu vísari hvernig bíllinn sjálfur virkar. Sem getur verið ástæðan fyrir því að mér og hugsanlega ykkur líka finnst oft sjálfsagður hlutur að setjast upp í ökutæki, hvort sem maður keyrir eða fær far, og allt virki, maður skýst upp í margra kílómetra hraða á skot stundu og finnst sjálfsagt mál að keyra landshorna á milli án þess að velta fyrir sér hvað sé í raun í gangi undir húddinu. Hvernig í ósköpunum allt þetta afl verði til að því er virðist úr engu og þess þá heldur án þess að allt liðist einfaldlega í sundur. Ég fór því og heimsótti Gísla Gunnar Jónsson, eða Herra Kókómjólk eins og ég kalla hann oft, í Þorlákshöfn þar sem hann býr og rekur meðal annars bílaverkstæði og bað hann að útskýra fyrir mér hvað það er sem gerist þegar maður ýtir á bensíngjöfina, hvað allir þessir snúningar þýða og seinna í viðtalinu, hvernig þeir settu saman torfærubíl sem gat hent sér upp nánast lóðrétt fjall án þess að svitna, þó með látum sem minntu helst á ljón á sléttum Afríku að láta vita af sér. Við förum lítið í söguna, enda nóg að reyna að útskýra hvernig þetta virkar allt saman, en byrjum þó aðeins að ræða muninn á bílum núna og þegar þeir komu til landsins fyrir rúmlega 100 árum, í kringum 1904.
11/28/202155 minutes
Episode Artwork

Ópíóðar

Það er nánast öruggt að hvert og eitt okkar hefur upplifað einherskonar sársauka, og hér á ég við líkamlegan sársauka. Við meiðum okkur, lendum í slysi, þurfum að fara í aðgerð eða hvernig sem það er. Þegar við upplifum þennan sársauka, eða verki, þá reynum við oft hvað við getum að losna undan honum. Flest þekkjum við paracetamol eða íbúfen sem er hægt að nálgast í næsta apóteki og veitir frið frá vægum óþægindum eins og hausverk eða álíka. En svo er til sterkari flokkur, sem leitað er í ef verkirnir eða sársaukinn er þeim mun meira. Við höfum öll heyrt um morfín, sum okkar kannski um oxycontin eða fleiri nöfn sem hafa það öll sameiginlegt að vera ópíóðar. Við höfum líklegast öll heyrt um skaðsemi þeirra, eða hversu hættuleg þessi lyf geta verið ef þau eru misnotuð eða brúkuð á einhvern hátt sem ekki var lagt upp með í byrjun. En hvað eru ópíóðar, hvaðan kemur þetta lyf og hvernig virkar það? Af hverju er það svona hættulegt? Hann Andrés Magnússon kíkti til mín til að fara yfir þetta allt saman
11/21/20210
Episode Artwork

Ópíóðar

Það er nánast öruggt að hvert og eitt okkar hefur upplifað einherskonar sársauka, og hér á ég við líkamlegan sársauka. Við meiðum okkur, lendum í slysi, þurfum að fara í aðgerð eða hvernig sem það er. Þegar við upplifum þennan sársauka, eða verki, þá reynum við oft hvað við getum að losna undan honum. Flest þekkjum við paracetamol eða íbúfen sem er hægt að nálgast í næsta apóteki og veitir frið frá vægum óþægindum eins og hausverk eða álíka. En svo er til sterkari flokkur, sem leitað er í ef verkirnir eða sársaukinn er þeim mun meira. Við höfum öll heyrt um morfín, sum okkar kannski um oxycontin eða fleiri nöfn sem hafa það öll sameiginlegt að vera ópíóðar. Við höfum líklegast öll heyrt um skaðsemi þeirra, eða hversu hættuleg þessi lyf geta verið ef þau eru misnotuð eða brúkuð á einhvern hátt sem ekki var lagt upp með í byrjun. En hvað eru ópíóðar, hvaðan kemur þetta lyf og hvernig virkar það? Af hverju er það svona hættulegt? Hann Andrés Magnússon kíkti til mín til að fara yfir þetta allt saman
11/21/202155 minutes
Episode Artwork

Um blinda - Seinni hluti

Í síðasta þætti byrjuðum við á samtali um það að vera blind, þau Iva og Keli settust niður með mér og við ræddum allt sem þessu tengist, þau gáfu mér opið skotleyfi til að spyrja að öllu milli himins og jarðar, eitthvað sem við ætlum að halda áfram með þættinum í þetta skiptið. Við enduðum þáttinn síðast þegar við vorum að færa okkur yfir í ýmsar tæknipælingar og þar tökum við upp þráðinn.
11/14/20210
Episode Artwork

Um blinda - Seinni hluti

Í síðasta þætti byrjuðum við á samtali um það að vera blind, þau Iva og Keli settust niður með mér og við ræddum allt sem þessu tengist, þau gáfu mér opið skotleyfi til að spyrja að öllu milli himins og jarðar, eitthvað sem við ætlum að halda áfram með þættinum í þetta skiptið. Við enduðum þáttinn síðast þegar við vorum að færa okkur yfir í ýmsar tæknipælingar og þar tökum við upp þráðinn.
11/14/202155 minutes
Episode Artwork

Um Blinda - Fyrri hluti

Það hefur verið venjan í þáttunum hingað til að ræða fyrirbæri eða hluti sem er kannski auðvelt að festa fingur á hvað eru nákvæmlega. Eða hvernig þeir eru skilgreindir. Flugvélar, bensín, vegakerfið og þar fram eftir götunum. Í þetta skiptið breytum við aðeins til og skoðum aðeins lífsstíl. Þó það sé ekki einu sinni gott orð til að lýsa efni þáttarins heldur. Ég þarf nefnilega að segja eina sögu áður en við byrjum á þættinum. Þannig er mál með vexti að ég var að labba heim til mín að kvöldi til fyrir einhverju siðan, og kem þá að gönguljósum. Við erum tveir öðru megin og hinu megin við okkur bíður blindur maður með hund með sér. Ég hafði gert þú veist betur þátt um umferðaljós en áttaði mig á því þarna að ég hafði aldrei séð virkni þeirra áður. Ég fylgdist því með ferlinu, bæði af forvitni og einhverjum áhyggjum. Ég ímyndaði mér hversu óþægilegt það væri fyrir mig að labba yfir umferðargötu með lokuð augun. Þegar allir voru komnir yfir götuna þurfti ég samt að tékka mig smá af, af hverju var ég svona áhyggjufullur? Var ég hugsanlega að nálgast þetta allt saman frá stað sem einkennist fyrst og fremst af vanþekkingu. Ég ákvað þá að reyna að læra meira og fræðast um það hvernig það er að vera blind eða blindur og var svo heppinn að fá tvo viðmælendur til mín, þau Ivu og Þorkel, sem voru tilbúin til að ræða þetta allt saman með mér, sem var svo áhugavert og skemmtilegt að ég átti ekki annan kost en að hafa þættina tvo,þannig að það er framhald væntanlegt eftir viku. Þess má geta að það kom svo í ljós að sá sem ég fylgdist með ganga yfir götuna var einmitt Þorkell, svo þetta hafði allt fallega tengingu. Ég lærði heilan helling af þessu samtali sem ég leyfi að flæða bara í gegnum þáttinn án þess að brjóta það neitt sérstaklega upp, en við byrjum eins og alltaf á kynningu frá viðmælendunum sjálfum áður en við förum í sögu þeirra beggja.
11/7/20210
Episode Artwork

Um Blinda - Fyrri hluti

Það hefur verið venjan í þáttunum hingað til að ræða fyrirbæri eða hluti sem er kannski auðvelt að festa fingur á hvað eru nákvæmlega. Eða hvernig þeir eru skilgreindir. Flugvélar, bensín, vegakerfið og þar fram eftir götunum. Í þetta skiptið breytum við aðeins til og skoðum aðeins lífsstíl. Þó það sé ekki einu sinni gott orð til að lýsa efni þáttarins heldur. Ég þarf nefnilega að segja eina sögu áður en við byrjum á þættinum. Þannig er mál með vexti að ég var að labba heim til mín að kvöldi til fyrir einhverju siðan, og kem þá að gönguljósum. Við erum tveir öðru megin og hinu megin við okkur bíður blindur maður með hund með sér. Ég hafði gert þú veist betur þátt um umferðaljós en áttaði mig á því þarna að ég hafði aldrei séð virkni þeirra áður. Ég fylgdist því með ferlinu, bæði af forvitni og einhverjum áhyggjum. Ég ímyndaði mér hversu óþægilegt það væri fyrir mig að labba yfir umferðargötu með lokuð augun. Þegar allir voru komnir yfir götuna þurfti ég samt að tékka mig smá af, af hverju var ég svona áhyggjufullur? Var ég hugsanlega að nálgast þetta allt saman frá stað sem einkennist fyrst og fremst af vanþekkingu. Ég ákvað þá að reyna að læra meira og fræðast um það hvernig það er að vera blind eða blindur og var svo heppinn að fá tvo viðmælendur til mín, þau Ivu og Þorkel, sem voru tilbúin til að ræða þetta allt saman með mér, sem var svo áhugavert og skemmtilegt að ég átti ekki annan kost en að hafa þættina tvo,þannig að það er framhald væntanlegt eftir viku. Þess má geta að það kom svo í ljós að sá sem ég fylgdist með ganga yfir götuna var einmitt Þorkell, svo þetta hafði allt fallega tengingu. Ég lærði heilan helling af þessu samtali sem ég leyfi að flæða bara í gegnum þáttinn án þess að brjóta það neitt sérstaklega upp, en við byrjum eins og alltaf á kynningu frá viðmælendunum sjálfum áður en við förum í sögu þeirra beggja.
11/7/202155 minutes
Episode Artwork

Að brugga bjór

Það er kannski fínt að setja ákveðin fyrirvara eða viðvörun varðandi þátt dagsins, hann snýst um bjór og hvernig hann er bruggaður, ekki til að hvetja til drykkju, heldur til að fræðast meira um þennan drykk sem ég held að sé nú óhætt að segja að flestir landsmenn viti að minnsta kosti af, hvort sem þau drekki hann eða ekki. Ég gerði mér ferð niður í Malbygg þar sem ég hitti bruggarann Berg Gunnarsson og þegar ég mætti var hann með endalaust af tönkum í gangi sem allir voru að sinna ákveðnu stigi bruggs á jólabjór í þetta skiptið. Það er því smá bakgrunnshljóð sem við heyrum í þætti dagsins sem ég vona að trufli ekki um of.
10/31/20210
Episode Artwork

Að brugga bjór

Það er kannski fínt að setja ákveðin fyrirvara eða viðvörun varðandi þátt dagsins, hann snýst um bjór og hvernig hann er bruggaður, ekki til að hvetja til drykkju, heldur til að fræðast meira um þennan drykk sem ég held að sé nú óhætt að segja að flestir landsmenn viti að minnsta kosti af, hvort sem þau drekki hann eða ekki. Ég gerði mér ferð niður í Malbygg þar sem ég hitti bruggarann Berg Gunnarsson og þegar ég mætti var hann með endalaust af tönkum í gangi sem allir voru að sinna ákveðnu stigi bruggs á jólabjór í þetta skiptið. Það er því smá bakgrunnshljóð sem við heyrum í þætti dagsins sem ég vona að trufli ekki um of.
10/31/202142 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Samfélagsmiðlar

Við notum þau öll, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við höfum skoðun á þeim og notkun okkar á þeim, hver hefur ekki muldrað setningu um að reyna að hanga ekki svona mikið á facebook, eða instagram, hvernig sem það er. En hver er saga þessara miðla, hvernig komu þeir til og hvernig virka þeir. Ég fékk til mín Sigurð Svansson sem veit meira en flest varðandi þessi mál.
10/24/20210
Episode Artwork

Samfélagsmiðlar

Við notum þau öll, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við höfum skoðun á þeim og notkun okkar á þeim, hver hefur ekki muldrað setningu um að reyna að hanga ekki svona mikið á facebook, eða instagram, hvernig sem það er. En hver er saga þessara miðla, hvernig komu þeir til og hvernig virka þeir. Ég fékk til mín Sigurð Svansson sem veit meira en flest varðandi þessi mál.
10/24/202155 minutes
Episode Artwork

Sambönd

Ég vona að þátturinn í þetta skiptið stuði ekki of marga, því oft er óþægilegt þegar spegli er haldið upp að okkur án fyrirvara. Það er samt nánast óhjákvæmilegt að fara í einhverskonar samanburð þegar talið berst að samböndum eða kynlífi. Það er þó ekki tilgangur þáttarins heldur frekar að ræða hvað sé gert í para og kynlífsráðgjöf, og kannski hvað við getum gert til að laga okkar eigin sambönd. Hvernig sem þau eru mynduð. Sumu fólki finnst óþægilegt að tala um þessa hluti, öðru finnst það nauðsynlegt, ég get óhikað sagt að ég tilheyri seinni hópnum. Það var því mjög gaman fyrir mig, og ég vona að það verði það fyrir ykkur líka, þegar ég fékk til mín Aldísi Þorbjörgu Ólafsdóttur sálfræðing og kynlífsráðgjafa og við ræddum þessi mál öll. Er þetta eins og að fara til sálfræðings, hvað getur stuðlað að góðu sambandi, hvað ber að varast, og hvenær ættum við að bóka tíma í slíka ráðgjöf?
10/17/20210
Episode Artwork

Sambönd

Ég vona að þátturinn í þetta skiptið stuði ekki of marga, því oft er óþægilegt þegar spegli er haldið upp að okkur án fyrirvara. Það er samt nánast óhjákvæmilegt að fara í einhverskonar samanburð þegar talið berst að samböndum eða kynlífi. Það er þó ekki tilgangur þáttarins heldur frekar að ræða hvað sé gert í para og kynlífsráðgjöf, og kannski hvað við getum gert til að laga okkar eigin sambönd. Hvernig sem þau eru mynduð. Sumu fólki finnst óþægilegt að tala um þessa hluti, öðru finnst það nauðsynlegt, ég get óhikað sagt að ég tilheyri seinni hópnum. Það var því mjög gaman fyrir mig, og ég vona að það verði það fyrir ykkur líka, þegar ég fékk til mín Aldísi Þorbjörgu Ólafsdóttur sálfræðing og kynlífsráðgjafa og við ræddum þessi mál öll. Er þetta eins og að fara til sálfræðings, hvað getur stuðlað að góðu sambandi, hvað ber að varast, og hvenær ættum við að bóka tíma í slíka ráðgjöf?
10/17/202155 minutes
Episode Artwork

Stærðfræði

Við ráðumst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í þætti dagsins, enda er viðfangsefnið allt í kringum okkur. Án stærðfræði væri erfitt að gera nokkurn skapaðann hlut, hún er mögulega eitthvað sem fer í taugarnar á okkur framan af, það er nokkurnveginn bókað mál að á einhverjum tímapunkti í grunnskóla mun einhvern spyrja ?Af hverju þurfum við eiginlega að læra þetta?? í stærðfræði tíma. Það er oft ekki fyrr en í menntaskóla eða háskóla sem við lærum svo að stærðfræði kemur inn á flest svið og það er eiginlega útaf því sem mig langaði til að kafa aðeins dýpra í stærðfræðina. Oft líður manni eins og þetta séu bara reglur sem eru settar og maður eigi að fylgja þeim, sem ég á persónulega mjög erfitt með því ég er eins og karakter í sögunni um Ronju Ræningjadóttur, og þarf alltaf að spyrja af hverju? Ég fékk til mín Benedikt jóhannesson til að fara yfir þetta með okkur.
10/10/20210
Episode Artwork

Stærðfræði

Við ráðumst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í þætti dagsins, enda er viðfangsefnið allt í kringum okkur. Án stærðfræði væri erfitt að gera nokkurn skapaðann hlut, hún er mögulega eitthvað sem fer í taugarnar á okkur framan af, það er nokkurnveginn bókað mál að á einhverjum tímapunkti í grunnskóla mun einhvern spyrja ?Af hverju þurfum við eiginlega að læra þetta?? í stærðfræði tíma. Það er oft ekki fyrr en í menntaskóla eða háskóla sem við lærum svo að stærðfræði kemur inn á flest svið og það er eiginlega útaf því sem mig langaði til að kafa aðeins dýpra í stærðfræðina. Oft líður manni eins og þetta séu bara reglur sem eru settar og maður eigi að fylgja þeim, sem ég á persónulega mjög erfitt með því ég er eins og karakter í sögunni um Ronju Ræningjadóttur, og þarf alltaf að spyrja af hverju? Ég fékk til mín Benedikt jóhannesson til að fara yfir þetta með okkur.
10/10/202155 minutes
Episode Artwork

Bólusetningar

Í þætti dagsins myndu sumir segja að við séum að tala um mál málanna. Er orðið bólusetning hugsanlega orð ársins? Hvað sem því líður þá virðast þær vera á milli tannanna á fólki, sem er kannski undarlegt þar sem að það hafa farið fram alls kyns bólusetningar hér á landi í mjög langan tíma. Mislingar, hlaupabóla, lömunarveiki, allt eru þetta sjúkdómar sem voru hérna einu sinni algengir en hafa nánast þurrkast út á heimsvísu með nokkrum undantekningum. Ég hef oft haft það fyrir reglu að áður en ég mynda mér skoðun á einhverju þá er líklegast best að kynna sér málið, sem er auðvitað markmið þessar þáttar yfir höfuð, en á kannski betur við hér en áður. Hver er saga bólusetninga, hvernig virka þær nákvæmlega og svo auðvitað, þó að við reynum að halda okkur við bólusetningar almennt, hvernig er samband bólusetninga og covid. Ég fékk til mín Kristjönu hrönn Alfreðsdóttur til að segja okkur meira.
10/3/20210
Episode Artwork

Bólusetningar

Í þætti dagsins myndu sumir segja að við séum að tala um mál málanna. Er orðið bólusetning hugsanlega orð ársins? Hvað sem því líður þá virðast þær vera á milli tannanna á fólki, sem er kannski undarlegt þar sem að það hafa farið fram alls kyns bólusetningar hér á landi í mjög langan tíma. Mislingar, hlaupabóla, lömunarveiki, allt eru þetta sjúkdómar sem voru hérna einu sinni algengir en hafa nánast þurrkast út á heimsvísu með nokkrum undantekningum. Ég hef oft haft það fyrir reglu að áður en ég mynda mér skoðun á einhverju þá er líklegast best að kynna sér málið, sem er auðvitað markmið þessar þáttar yfir höfuð, en á kannski betur við hér en áður. Hver er saga bólusetninga, hvernig virka þær nákvæmlega og svo auðvitað, þó að við reynum að halda okkur við bólusetningar almennt, hvernig er samband bólusetninga og covid. Ég fékk til mín Kristjönu hrönn Alfreðsdóttur til að segja okkur meira.
10/3/202155 minutes
Episode Artwork

Að mynda ríkisstjórn

Það er við hæfi að þátturinn í þetta skiptið, sem kemur út á sunnudegi kvöldið eftir kosningar snúist um hvað gerist næst. Flokkarnir hafa fengið sín atkvæði og nú þarf að setja niður og mynda ríkisstjórn. En hvernig er það gert og hefur það tekið einhverjum breytingum í gegnum tíðina? Ég fékk til mín Þorstein Pálsson til að tala við okkur um ferlið, smá um söguna og hvernig það er að standa í þessu öllu saman.
9/26/20210
Episode Artwork

Að mynda ríkisstjórn

Það er við hæfi að þátturinn í þetta skiptið, sem kemur út á sunnudegi kvöldið eftir kosningar snúist um hvað gerist næst. Flokkarnir hafa fengið sín atkvæði og nú þarf að setja niður og mynda ríkisstjórn. En hvernig er það gert og hefur það tekið einhverjum breytingum í gegnum tíðina? Ég fékk til mín Þorstein Pálsson til að tala við okkur um ferlið, smá um söguna og hvernig það er að standa í þessu öllu saman.
9/26/202155 minutes
Episode Artwork

Kosningar

Það ætti ekki að koma neinum af ykkur á óvart að fyrsti þáttur haustins hjá okkur fjallar um mál málanna, það sem við gætum ekki forðast við að verða var við jafnvel þó við myndum fela okkur í helli. Kosningar eru á næsta leyti og þó okkur geti fundist þær leiðinlegar eða þreytandi, við vitum ekki hvað við ætlum að kjósa eða hvernig sem það er, þá er mikilvægt að nýta þennan rétt, sem fjöldi fólks barðist ötulega fyrir að fá, og hafa áhrif á samfélagið sem við búum í. En kosningarkerfið sjálft hefur þó alltaf virkað frekar fráhrinandi fyrir mig, ég skil það en samt ekki, ég kýs en veit oft ekki almennilega hvað verður um atkvæðið mitt. Í þættinum í þetta skiptið ætlum við að leytast við að skilja kerfið betur, hvernig það þróaðist og hvað gerist þegar eftir að við skilum x-inu okkar á kjörstað. Ég fékk til mín Gunnar Helga Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla íslands til að tala við okkur um þetta.
9/19/20210
Episode Artwork

Kosningar

Það ætti ekki að koma neinum af ykkur á óvart að fyrsti þáttur haustins hjá okkur fjallar um mál málanna, það sem við gætum ekki forðast við að verða var við jafnvel þó við myndum fela okkur í helli. Kosningar eru á næsta leyti og þó okkur geti fundist þær leiðinlegar eða þreytandi, við vitum ekki hvað við ætlum að kjósa eða hvernig sem það er, þá er mikilvægt að nýta þennan rétt, sem fjöldi fólks barðist ötulega fyrir að fá, og hafa áhrif á samfélagið sem við búum í. En kosningarkerfið sjálft hefur þó alltaf virkað frekar fráhrinandi fyrir mig, ég skil það en samt ekki, ég kýs en veit oft ekki almennilega hvað verður um atkvæðið mitt. Í þættinum í þetta skiptið ætlum við að leytast við að skilja kerfið betur, hvernig það þróaðist og hvað gerist þegar eftir að við skilum x-inu okkar á kjörstað. Ég fékk til mín Gunnar Helga Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla íslands til að tala við okkur um þetta.
9/19/202155 minutes
Episode Artwork

Lífeyrismál

Í þessum síðasta þú veist betur þætti fyrir sumarfrí ætlum við að tækla málefni sem snertir okkur öll. Því öll verðum við eldri, gömul myndi einhver kannski segja, og þá skiptir máli hvað tekur við þegar við förum út af vinnumarkaði. Og þar koma lífeyrisjóðirnir inn, kerfi sem flestum finnst sjálfsagt, enda er auðvelt að gleyma því að það kerfi kemur til sögunnar í hverjum mánuði þegar laun eru greidd út. En hvernig kom þetta kerfi til, hvernig er það sett upp og hversu mikið þurfum við að pæla í því? Ég fékk til mín Björn Berg frá íslandsbanka sem sum ykkar kannast hugsanlega við úr þættinum um fjármál fótboltans til að fara aðeins yfir málið með mér enda eru fáir á landinu með meiri þekkingu á þessu kerfi og hvernig sé best að nálgast það. Svo ef þið viljið eiga þægileg eldri ár mæli ég með því að leggja við hlustir.
6/27/20210
Episode Artwork

Lífeyrismál

Í þessum síðasta þú veist betur þætti fyrir sumarfrí ætlum við að tækla málefni sem snertir okkur öll. Því öll verðum við eldri, gömul myndi einhver kannski segja, og þá skiptir máli hvað tekur við þegar við förum út af vinnumarkaði. Og þar koma lífeyrisjóðirnir inn, kerfi sem flestum finnst sjálfsagt, enda er auðvelt að gleyma því að það kerfi kemur til sögunnar í hverjum mánuði þegar laun eru greidd út. En hvernig kom þetta kerfi til, hvernig er það sett upp og hversu mikið þurfum við að pæla í því? Ég fékk til mín Björn Berg frá íslandsbanka sem sum ykkar kannast hugsanlega við úr þættinum um fjármál fótboltans til að fara aðeins yfir málið með mér enda eru fáir á landinu með meiri þekkingu á þessu kerfi og hvernig sé best að nálgast það. Svo ef þið viljið eiga þægileg eldri ár mæli ég með því að leggja við hlustir.
6/27/202155 minutes
Episode Artwork

Aftur til fortíðar

17. júní fyrir ári síðan var á dagskrá yfirlitsþáttur fyrir Þú veist betur þar sem við fórum yfir fyrri þætti og hlustuðum á sum brot sem komu ekki fram í upprunalegu þáttunum. Þar sem pásan milli jóla og nýárs var frekar löng í seríunni fannst mér rakið að heimsækja aftur fyrri þætti sem tilheyra útsendingarárinu sem er í gangi ákkúrat núna og rifja upp umræðuefni sem duttu hugsanlega milli skips og bryggju. Í þættinum í dag tölum við um túr, svefn, töfrabrögð, tölvuleiki, tölvunarfræði, öryggi á internetinu og kolefnisförgun.
6/20/20210
Episode Artwork

Aftur til fortíðar

17. júní fyrir ári síðan var á dagskrá yfirlitsþáttur fyrir Þú veist betur þar sem við fórum yfir fyrri þætti og hlustuðum á sum brot sem komu ekki fram í upprunalegu þáttunum. Þar sem pásan milli jóla og nýárs var frekar löng í seríunni fannst mér rakið að heimsækja aftur fyrri þætti sem tilheyra útsendingarárinu sem er í gangi ákkúrat núna og rifja upp umræðuefni sem duttu hugsanlega milli skips og bryggju. Í þættinum í dag tölum við um túr, svefn, töfrabrögð, tölvuleiki, tölvunarfræði, öryggi á internetinu og kolefnisförgun.
6/20/202155 minutes
Episode Artwork

Talmeinafræði

Í dag ætlum við að kafa örlítið ofan í viðfangsefni sem snertir okkur öll. Því öll tjáum við á einhvern hátt, hvort sem það er með tali, höndum, augum eða hvernig sem það er. En á árum áður var kannski venjan að ef barn átti í erfileikum með tal eða tjáningu þá var auðveldast að flokka það bara sem vitlaust, eða heimskt. Í dag höfum við sem betur fer þróað með okkur skilning á því að öll erum við mismunandi og þurfum mismikla hjálp við alls kyns hluti. Og þar komum við að talmeinafræði og hvað hún getur gert fyrir okkur. Hvernig er best að hjálpa barni að læra að tala og tjá sig til dæmis? Ég fékk til mín Kristínu Theodóru Þórarinsdóttur talmeinarfræðing sem útskýrði fyrir okkur hvað það er sem talmeinafræðingar gera og hvaða verkefni þau geta fengið til sín
6/13/20210
Episode Artwork

Talmeinafræði

Í dag ætlum við að kafa örlítið ofan í viðfangsefni sem snertir okkur öll. Því öll tjáum við á einhvern hátt, hvort sem það er með tali, höndum, augum eða hvernig sem það er. En á árum áður var kannski venjan að ef barn átti í erfileikum með tal eða tjáningu þá var auðveldast að flokka það bara sem vitlaust, eða heimskt. Í dag höfum við sem betur fer þróað með okkur skilning á því að öll erum við mismunandi og þurfum mismikla hjálp við alls kyns hluti. Og þar komum við að talmeinafræði og hvað hún getur gert fyrir okkur. Hvernig er best að hjálpa barni að læra að tala og tjá sig til dæmis? Ég fékk til mín Kristínu Theodóru Þórarinsdóttur talmeinarfræðing sem útskýrði fyrir okkur hvað það er sem talmeinafræðingar gera og hvaða verkefni þau geta fengið til sín
6/13/202132 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Veður 2.hluti

Í síðasta þætti tókum við smá rispu varðandi veðrið, hún Elín Björk Jónasdóttir kíkti til okkar og við fórum aðeins yfir söguna og svo líka örlítið varðandi þessi veðurhugtök sem við heyrum svo oft í dag. Við ætlum að halda áfram í þessum þætti, ræða fleiri hugtök sem við áttum okkur kannski ekki alveg á hvað þýða og pæla svo aðeins í framtíðinni. Við enduðum síðasta þátt á því að Elín nefndi að möndulhalli jarðar, sólin og land vs sjór sé í raun ástæðan fyrir öllu veðri og er því eðlilegast að fara aðeins betur í það hvað hún eigi við með því.
6/6/20210
Episode Artwork

Veður 2.hluti

Í síðasta þætti tókum við smá rispu varðandi veðrið, hún Elín Björk Jónasdóttir kíkti til okkar og við fórum aðeins yfir söguna og svo líka örlítið varðandi þessi veðurhugtök sem við heyrum svo oft í dag. Við ætlum að halda áfram í þessum þætti, ræða fleiri hugtök sem við áttum okkur kannski ekki alveg á hvað þýða og pæla svo aðeins í framtíðinni. Við enduðum síðasta þátt á því að Elín nefndi að möndulhalli jarðar, sólin og land vs sjór sé í raun ástæðan fyrir öllu veðri og er því eðlilegast að fara aðeins betur í það hvað hún eigi við með því.
6/6/202141 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Veður 1.hluti

Mér líður eins og það sé að verða venja í byrjun þáttar að ég nefni að umræðuefni þáttarins í þetta skiptið sé allt um lykjandi, og það verði ekki hjá því komist að eiga við það í hinu daglega amstri. Íslenska krónan, vatn, vegakerfið bara til að nefna nokkur dæmi. En einhvernveginn grunar mig að í þetta skiptið séum við komin niður á fyrirbæri sem sameinar okkur öll. Þú getur sleppt því að nota íslensku krónuna og notað frekar stafræna gjaldmiðla, held ég að minnsta kosti. Þú getur drukkið bara gos (sem er þó alltaf búið til úr vatni) og sleppt því að fara í sturtu eða þvegið á þér hendurnar, þú getur jafnvel flutt eitthvað lengst út í sveit og haft það þannig að enginn vegur leiðir að húsinu þínu. En það er ekki nokkur skapaður hlutur sem þú getur gert í veðrinu. Það kemur og fer og er bara eins og það er, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við tölum um það á hverjum einasta degi, sérstaklega þegar það er ekkert annað til að tala um, svo það er kannski kominn tími til að við tölum um það hér. Við skiptum umræðunni upp í tvo hluta, til að troða ekki of miklu efni í einn þátt og gefa heilanum á okkur smá möguleika á því að fylgjast með, en í lok þessa fyrsta þáttar ættu þið vita aðeins meira um sögu veðurs sem og aðeins um það veður sem við eigum hvað mest við hér á íslandi. Ég fékk til mín Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðing til að fara yfir málin með okkur.
5/30/20210
Episode Artwork

Veður 1.hluti

Mér líður eins og það sé að verða venja í byrjun þáttar að ég nefni að umræðuefni þáttarins í þetta skiptið sé allt um lykjandi, og það verði ekki hjá því komist að eiga við það í hinu daglega amstri. Íslenska krónan, vatn, vegakerfið bara til að nefna nokkur dæmi. En einhvernveginn grunar mig að í þetta skiptið séum við komin niður á fyrirbæri sem sameinar okkur öll. Þú getur sleppt því að nota íslensku krónuna og notað frekar stafræna gjaldmiðla, held ég að minnsta kosti. Þú getur drukkið bara gos (sem er þó alltaf búið til úr vatni) og sleppt því að fara í sturtu eða þvegið á þér hendurnar, þú getur jafnvel flutt eitthvað lengst út í sveit og haft það þannig að enginn vegur leiðir að húsinu þínu. En það er ekki nokkur skapaður hlutur sem þú getur gert í veðrinu. Það kemur og fer og er bara eins og það er, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við tölum um það á hverjum einasta degi, sérstaklega þegar það er ekkert annað til að tala um, svo það er kannski kominn tími til að við tölum um það hér. Við skiptum umræðunni upp í tvo hluta, til að troða ekki of miklu efni í einn þátt og gefa heilanum á okkur smá möguleika á því að fylgjast með, en í lok þessa fyrsta þáttar ættu þið vita aðeins meira um sögu veðurs sem og aðeins um það veður sem við eigum hvað mest við hér á íslandi. Ég fékk til mín Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðing til að fara yfir málin með okkur.
5/30/202155 minutes
Episode Artwork

Íslenska krónan

Við notum hana öll og höfum gert frá því að við munum eftir okkur. Við meðhöndlum kannski peninga í minna mæli, jafnvel ekki neitt lengur en þó að peningarnir okkar séu nánast bara tölur á blaði þá vitum við að þetta eru íslenskar krónur, og þær eru frábrugðnar öðrum krónum. Það er mikið rætt um þennan blessaða gjaldmiðil okkar og oft veit maður ekkert hvort hún sé góð eða vond. Eða hvort hún sé yfir höfuð annaðhvort. Við ætlum ekki að taka afstöðu til íslensku krónunnar í þessum þætti heldur frekar að fara yfir sögu hennar, þróun og hvernig við reynum að stjórna henni. Ég fékk til mín Gylfa Magnússon hagfræðing til að fara yfir málið með okkur
5/9/20210
Episode Artwork

Íslenska krónan

Við notum hana öll og höfum gert frá því að við munum eftir okkur. Við meðhöndlum kannski peninga í minna mæli, jafnvel ekki neitt lengur en þó að peningarnir okkar séu nánast bara tölur á blaði þá vitum við að þetta eru íslenskar krónur, og þær eru frábrugðnar öðrum krónum. Það er mikið rætt um þennan blessaða gjaldmiðil okkar og oft veit maður ekkert hvort hún sé góð eða vond. Eða hvort hún sé yfir höfuð annaðhvort. Við ætlum ekki að taka afstöðu til íslensku krónunnar í þessum þætti heldur frekar að fara yfir sögu hennar, þróun og hvernig við reynum að stjórna henni. Ég fékk til mín Gylfa Magnússon hagfræðing til að fara yfir málið með okkur
5/9/202155 minutes
Episode Artwork

Iðjuþjálfun

Mér finnst alltaf gaman þegar ég rekst á viðfangsefni fyrir þáttinn sem ég hef heyrt lítið sem ekkert um, eða veit lítið sem ekkert um, því þá er meira til að læra og fræðast um. Það er svo sannarlega tilfellið í þetta skiptið þar sem við ætlum að fræðast betur um iðjuþjálfun. Sum ykkar hafa mögulega heyrt orðið en hvað þýðir það ef einvher er í iðjuþjálfun, annaðhvort að læra það eða nýta sér aðstoðina sem í henni felst? Ég fékk til mín Andreu Björt nema í iðjuþjálfun til að útskýra þetta allsaman fyrir okkur.
5/2/20210
Episode Artwork

Iðjuþjálfun

Mér finnst alltaf gaman þegar ég rekst á viðfangsefni fyrir þáttinn sem ég hef heyrt lítið sem ekkert um, eða veit lítið sem ekkert um, því þá er meira til að læra og fræðast um. Það er svo sannarlega tilfellið í þetta skiptið þar sem við ætlum að fræðast betur um iðjuþjálfun. Sum ykkar hafa mögulega heyrt orðið en hvað þýðir það ef einvher er í iðjuþjálfun, annaðhvort að læra það eða nýta sér aðstoðina sem í henni felst? Ég fékk til mín Andreu Björt nema í iðjuþjálfun til að útskýra þetta allsaman fyrir okkur.
5/2/202155 minutes
Episode Artwork

Arkitektúr 2.hluti

Í síðasta þætti byrjuðum við að fara yfir arkitektúr og tækluðum þá söguna, enda er af nogu að taka þar. Í þættinum í dag ætlum við að færa okkur yfir í nútímann, hvernig arkitektar í dag vinna, við töluðum um barrok og endurreisnina til dæmis í síðasta þætti sem byggingarstíla sem hafa verið vinsælir í gegnum tíðina, en hvað ætli sé ráðandi á okkar tímum? Við förum einnig aðeins út í framtíðina og hvernig hún gæti verið en við byrjum á spurningunni um arkitektúr í dag og hvernig hann er í samhengi við fortíðina. Eins og síðast þá er það Pétur H Ármannsson arkitekt sem situr fyrir svörum og fræðir okkur um efnið.
4/25/20210
Episode Artwork

Arkitektúr 2.hluti

Í síðasta þætti byrjuðum við að fara yfir arkitektúr og tækluðum þá söguna, enda er af nogu að taka þar. Í þættinum í dag ætlum við að færa okkur yfir í nútímann, hvernig arkitektar í dag vinna, við töluðum um barrok og endurreisnina til dæmis í síðasta þætti sem byggingarstíla sem hafa verið vinsælir í gegnum tíðina, en hvað ætli sé ráðandi á okkar tímum? Við förum einnig aðeins út í framtíðina og hvernig hún gæti verið en við byrjum á spurningunni um arkitektúr í dag og hvernig hann er í samhengi við fortíðina. Eins og síðast þá er það Pétur H Ármannsson arkitekt sem situr fyrir svörum og fræðir okkur um efnið.
4/25/202155 minutes
Episode Artwork

Arkitektúr 1.Hluti

Í gegnum tíðina höfum við oft tekið fyrir viðfangsefni í þessum þætti þar sem ég nefni að eitthvað sé allt í kringum okkur en við áttum okkur kannski á því. Það hefur sjaldan átt betur við en í þetta skiptið. Það skiptir ekki máli hver við erum, við höfum flest fæðst á spítala, að minnsta kosti inn í einhverri byggingu, og sú bygging var hönnuð af einhverjum. Það var einhver sem hugsaði fyrir hvern byggingin væri, hvaða til gangi þyrfti hún að þjóna og hvernig ætti hún að líta út. Og það á við um allar byggingar sem við sjáum, þær verða ekki til að sjálfum sér. En hvernig við horfum á þær er svo annað mál, flest okkar, og ég svo sannarlega þar með talinn eigum erfitt með að útskýra hvað það er sem heillar okkur við hina og þessa byggingu. Við getum svarað spurningunni, hvernig tónlist finnst þér skemmtileg en spurningin hvernig byggingstíll finnst þér fallegastur er kannski aðeins erfiðari viðureignar. Mig langaði því til að kafa aðeins ofan í þetta viðfangsefni og fékk því til mín Pétur H. Ármannsson arkitekt til að fara yfir málin með okkur. Eftir samtal okkar áttaði ég mig á því að arkitektúr er of stórt viðfangsefni til að rúmast í einum þætti svo við skiptum yfirferð okkar í tvo parta, við byrjum á sögunni, sem er næstum jafn gömul og saga mannsins en í næsta þætti ræðum við svo nútíðina og hvað framtíðin gæti borið í skauti sér.
4/18/20210
Episode Artwork

Arkitektúr 1.Hluti

Í gegnum tíðina höfum við oft tekið fyrir viðfangsefni í þessum þætti þar sem ég nefni að eitthvað sé allt í kringum okkur en við áttum okkur kannski á því. Það hefur sjaldan átt betur við en í þetta skiptið. Það skiptir ekki máli hver við erum, við höfum flest fæðst á spítala, að minnsta kosti inn í einhverri byggingu, og sú bygging var hönnuð af einhverjum. Það var einhver sem hugsaði fyrir hvern byggingin væri, hvaða til gangi þyrfti hún að þjóna og hvernig ætti hún að líta út. Og það á við um allar byggingar sem við sjáum, þær verða ekki til að sjálfum sér. En hvernig við horfum á þær er svo annað mál, flest okkar, og ég svo sannarlega þar með talinn eigum erfitt með að útskýra hvað það er sem heillar okkur við hina og þessa byggingu. Við getum svarað spurningunni, hvernig tónlist finnst þér skemmtileg en spurningin hvernig byggingstíll finnst þér fallegastur er kannski aðeins erfiðari viðureignar. Mig langaði því til að kafa aðeins ofan í þetta viðfangsefni og fékk því til mín Pétur H. Ármannsson arkitekt til að fara yfir málin með okkur. Eftir samtal okkar áttaði ég mig á því að arkitektúr er of stórt viðfangsefni til að rúmast í einum þætti svo við skiptum yfirferð okkar í tvo parta, við byrjum á sögunni, sem er næstum jafn gömul og saga mannsins en í næsta þætti ræðum við svo nútíðina og hvað framtíðin gæti borið í skauti sér.
4/18/202155 minutes
Episode Artwork

Tölvunarfræði

Nú á dögum er nánast fátt sem ekki er búið að tölvuvæða, við göngum um með snjallúr, með snjallsíma í vasanum, sum hver keyrandi um á bílum sem er að einhverju leyti tölvuvæddur og þvottavélin er farin að senda okkur sms þegar þvotturinn er tilbúinn. En allt þetta gerist ekki að sjálfum sér, það þarf einhver að hugsa út í hvernig kerfin eigi að vera, hvernig þau séu búin til, hvað gæti hugsanlega auðveldað okkur lífið. Þar kemur tölvunarfræðin inn. Ég fékk Mörtu Kristínu Lárusdóttur dósent við Háskólann í Reykjavík til að koma til mín og útskýra hvað er átt við þegar talað er um tölvunarfræði.
4/11/20210
Episode Artwork

Tölvunarfræði

Nú á dögum er nánast fátt sem ekki er búið að tölvuvæða, við göngum um með snjallúr, með snjallsíma í vasanum, sum hver keyrandi um á bílum sem er að einhverju leyti tölvuvæddur og þvottavélin er farin að senda okkur sms þegar þvotturinn er tilbúinn. En allt þetta gerist ekki að sjálfum sér, það þarf einhver að hugsa út í hvernig kerfin eigi að vera, hvernig þau séu búin til, hvað gæti hugsanlega auðveldað okkur lífið. Þar kemur tölvunarfræðin inn. Ég fékk Mörtu Kristínu Lárusdóttur dósent við Háskólann í Reykjavík til að koma til mín og útskýra hvað er átt við þegar talað er um tölvunarfræði.
4/11/202142 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Páskarnir

Á þessum páskadegi er við hæfi að setjast aðeins niður og pæla í páskunum sjálfum. Hver er uppruni þessarar hátíðar sem við höldum upp á, hvað gerðist á þessum dögum sem sum okkar halda heilaga, aðrir eru kannski bara fegnir að fá smá frí út úr þeim. Það er því miður lítil útskýring sem fæst á því hvaðan páskaeggin koma, tenging þeirra við kristni er óljós í besta falli en kannski er það bara skemmtileg viðbót. En þessi hátíð kemur á hverju ári og ég fann á sjálfum mér að merking þessara daga var örlítið farin að skolast til hjá mér. Ég held að innihald þáttarins höfði til allra, sama hvað trú þau aðhyllast enda er ekki um að ræða kristniboð heldur yfirferð yfir söguna sem leiðir til páskahátíðarinnar. Ég fékk til mín Arnfríði Guðmundsdóttur guðfræðing til að fræða okkur meira um efnið.
4/4/20210
Episode Artwork

Páskarnir

Á þessum páskadegi er við hæfi að setjast aðeins niður og pæla í páskunum sjálfum. Hver er uppruni þessarar hátíðar sem við höldum upp á, hvað gerðist á þessum dögum sem sum okkar halda heilaga, aðrir eru kannski bara fegnir að fá smá frí út úr þeim. Það er því miður lítil útskýring sem fæst á því hvaðan páskaeggin koma, tenging þeirra við kristni er óljós í besta falli en kannski er það bara skemmtileg viðbót. En þessi hátíð kemur á hverju ári og ég fann á sjálfum mér að merking þessara daga var örlítið farin að skolast til hjá mér. Ég held að innihald þáttarins höfði til allra, sama hvað trú þau aðhyllast enda er ekki um að ræða kristniboð heldur yfirferð yfir söguna sem leiðir til páskahátíðarinnar. Ég fékk til mín Arnfríði Guðmundsdóttur guðfræðing til að fræða okkur meira um efnið.
4/4/202142 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Kvóti

Ég held að flest okkar átti sig á mikilvægi fiskveiða fyrir Ísland, oft er talað um sjávarútveg sem eina grunnstoð landsins, jafnvel þá grunnstoð sem sá hvað mest um að byggja það upp. Eina stríðið sem ég veit um að Ísland hafi staðið í er Þorskastríðið, sem er kannski gott efni fyrir annan þátt en er góður mælikvarði á hversu mikilvæg þessi grein er fyrir okkur sem þjóð. En þó við heyrum orðið kvóti oft er það kannski ekki alveg skýrt um hvað er verið að tala, ju, þetta er fiskurinn sem viðkomandi aðili má veiða en hvenær var þetta sett upp, af hverju og hvernig hefur þetta breyst? Ég fékk til mín Hörð Sævaldsson lektor við auðlindadeild Háskólans á Akureyri til að fara yfir málið með okkur og útskýra aðeins betur um hvað er verið að tala.
3/28/20210
Episode Artwork

Kvóti

Ég held að flest okkar átti sig á mikilvægi fiskveiða fyrir Ísland, oft er talað um sjávarútveg sem eina grunnstoð landsins, jafnvel þá grunnstoð sem sá hvað mest um að byggja það upp. Eina stríðið sem ég veit um að Ísland hafi staðið í er Þorskastríðið, sem er kannski gott efni fyrir annan þátt en er góður mælikvarði á hversu mikilvæg þessi grein er fyrir okkur sem þjóð. En þó við heyrum orðið kvóti oft er það kannski ekki alveg skýrt um hvað er verið að tala, ju, þetta er fiskurinn sem viðkomandi aðili má veiða en hvenær var þetta sett upp, af hverju og hvernig hefur þetta breyst? Ég fékk til mín Hörð Sævaldsson lektor við auðlindadeild Háskólans á Akureyri til að fara yfir málið með okkur og útskýra aðeins betur um hvað er verið að tala.
3/28/202127 minutes
Episode Artwork

Vatn

Titillinn á þættinum í þetta skiptið er hugsanlega ruglandi því í þó við ætlum að tala aðeins um vatn, þá er hér ekki átt við um vatn í efnislegum skilningi, eða efnasambandið H2o. Mér hefur alltaf þótt það frekar áhugavert, og eiginlega óskiljanlegt, að vatn fyrir okkur hér á íslandi að minnsta kosti, er nánast hvar sem við lítum. Kranar, sturtur, klósett bara til að nefna nokkra hluti sem eru heima hjá okkur, og út úr þeim kemur heitt eða kalt vatn eins og okkur lystir. En hvaðan kemur allt þetta vatn, hvernig geta rúmlega 340 þúsund íbúar þessa lands litið á vatn sem svona sjálfsagðann hlut. Ég fékk til mín Olgeir Örlygsson starfsmann hjá Veitum til að fara yfir málið með okkur.
3/21/20210
Episode Artwork

Vatn

Titillinn á þættinum í þetta skiptið er hugsanlega ruglandi því í þó við ætlum að tala aðeins um vatn, þá er hér ekki átt við um vatn í efnislegum skilningi, eða efnasambandið H2o. Mér hefur alltaf þótt það frekar áhugavert, og eiginlega óskiljanlegt, að vatn fyrir okkur hér á íslandi að minnsta kosti, er nánast hvar sem við lítum. Kranar, sturtur, klósett bara til að nefna nokkra hluti sem eru heima hjá okkur, og út úr þeim kemur heitt eða kalt vatn eins og okkur lystir. En hvaðan kemur allt þetta vatn, hvernig geta rúmlega 340 þúsund íbúar þessa lands litið á vatn sem svona sjálfsagðann hlut. Ég fékk til mín Olgeir Örlygsson starfsmann hjá Veitum til að fara yfir málið með okkur.
3/21/202139 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Stafrænt öryggi

Frá því að maðurinn byrjaði að eignast eitthvað, hefur einhver verið að reyna að taka það frá honum. Við höfum nánast öll lent í því að einhverju sé stolið frá okkur, hvort sem það sé eitthvað stórt eins og innbrot í bíla eða íbúðir. Eða bara að við lendum í vasaþjófum eða að allt í einu er hjólið okkar ekki þar sem við skyldum það eftir. En þegar internetið varð til var kannski ekki mörgum sem datt í hug að þarna væri komin önnur leið þar sem óprúttnir aðilar gætu nýtt sér leiðir til að stela af okkur, ekki endilega einhverju sem við sjáum eða getum haldið á, heldur örlítið flóknara efni. Gögnum, myndum, persónuupplýsingum, hlutum sem við höfðum kannski ekki mikið pælt í, og gerum að einhverju leyti ekki enn. Við heyrum sífellt meira um innbrot inn í tölvukerfi fyrirtækja, stolnum samfélagsmiðlareikningum, frægt fólk sem lendir í því að viðkæmum og persónulegum myndum er stolið og dreift á netið sem og að tölvukerfi heilla þjóða séu hökkuð og ýmis háklassa öryggisskjöl séu komnar í hendur á aðilum sem hafa ekkert með þau að gera. Peningar stjórna eins og oft áður ferðinni að miklu leyti enda hefur gróðavonin fyrir marga af þessum glæpum stóraukist eftir því sem árin líða. En hvað er stafrænt öryggi? Hvað er að gerast á bakvið tjöldin í öllum þessum fréttum og hvað er til ráða? Ég fékk til mín Theodór Ragnar Gíslason stofnanda Syndis sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í árásarmiðari nálgun á net- og tölvuöryggi, til að fara yfir málið með mér og leið okkur í allan sannleikann um heim sem við lifum öll í en áttum okkur kannski ekki alveg á leikreglunum.
3/14/20210
Episode Artwork

Stafrænt öryggi

Frá því að maðurinn byrjaði að eignast eitthvað, hefur einhver verið að reyna að taka það frá honum. Við höfum nánast öll lent í því að einhverju sé stolið frá okkur, hvort sem það sé eitthvað stórt eins og innbrot í bíla eða íbúðir. Eða bara að við lendum í vasaþjófum eða að allt í einu er hjólið okkar ekki þar sem við skyldum það eftir. En þegar internetið varð til var kannski ekki mörgum sem datt í hug að þarna væri komin önnur leið þar sem óprúttnir aðilar gætu nýtt sér leiðir til að stela af okkur, ekki endilega einhverju sem við sjáum eða getum haldið á, heldur örlítið flóknara efni. Gögnum, myndum, persónuupplýsingum, hlutum sem við höfðum kannski ekki mikið pælt í, og gerum að einhverju leyti ekki enn. Við heyrum sífellt meira um innbrot inn í tölvukerfi fyrirtækja, stolnum samfélagsmiðlareikningum, frægt fólk sem lendir í því að viðkæmum og persónulegum myndum er stolið og dreift á netið sem og að tölvukerfi heilla þjóða séu hökkuð og ýmis háklassa öryggisskjöl séu komnar í hendur á aðilum sem hafa ekkert með þau að gera. Peningar stjórna eins og oft áður ferðinni að miklu leyti enda hefur gróðavonin fyrir marga af þessum glæpum stóraukist eftir því sem árin líða. En hvað er stafrænt öryggi? Hvað er að gerast á bakvið tjöldin í öllum þessum fréttum og hvað er til ráða? Ég fékk til mín Theodór Ragnar Gíslason stofnanda Syndis sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í árásarmiðari nálgun á net- og tölvuöryggi, til að fara yfir málið með mér og leið okkur í allan sannleikann um heim sem við lifum öll í en áttum okkur kannski ekki alveg á leikreglunum.
3/14/202127 minutes
Episode Artwork

Stjórnarskráin

Undanfarið hefur fólk líklegast orðið vart við mikla umræðu um stjórnarskrá okkar íslendinga. Það hefur verið hávær krafa frá ákveðnum hópi sem vill nýja stjórnarskrá sem var sett saman af stjórnlagaráði og hefur talsverður hiti komist í umræðurnar oft á tíðum. Mér datt því í hug að kafa aðeins dýpra ofan í sögu okkar stjórnarskrár og fara yfir hvað er verið að tala um. Ég fékk til mín Ragnhildi Helgadóttur prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskólann Í reykjavík til að fara yfir málið með mér.
3/7/20210
Episode Artwork

Stjórnarskráin

Undanfarið hefur fólk líklegast orðið vart við mikla umræðu um stjórnarskrá okkar íslendinga. Það hefur verið hávær krafa frá ákveðnum hópi sem vill nýja stjórnarskrá sem var sett saman af stjórnlagaráði og hefur talsverður hiti komist í umræðurnar oft á tíðum. Mér datt því í hug að kafa aðeins dýpra ofan í sögu okkar stjórnarskrár og fara yfir hvað er verið að tala um. Ég fékk til mín Ragnhildi Helgadóttur prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskólann Í reykjavík til að fara yfir málið með mér.
3/7/202146 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Hlutabréf

Tvo síðustu þætti höfum við fjallað um loftslagið okkar og umhverfi en við vendum okkar kvæði nú í kross og færum okkur yfir á fjármálamarkaðinn. Nánar tiltekið hlutabréf. Ég vildi að ég gæti útskýrt fyrir ykkur minn skilning á því fyrirbæri en hann er því nánast lítill sem enginn. Þetta er mér og mörgum öðrum fjarlægur heimur þar sem öskrandi fólk kaupir og selur allan daginn og einhvernveginn endar fólk með mismikla peninga í höndunum. Stundum sturlaðar fjárhæðir en einnig tóma vasa og sárt enni. Ég fékk Sigurð B Stefánsson til mín til að útskýra betur fyrir okkur um hvað þetta snýst allt.
2/28/20210
Episode Artwork

Hlutabréf

Tvo síðustu þætti höfum við fjallað um loftslagið okkar og umhverfi en við vendum okkar kvæði nú í kross og færum okkur yfir á fjármálamarkaðinn. Nánar tiltekið hlutabréf. Ég vildi að ég gæti útskýrt fyrir ykkur minn skilning á því fyrirbæri en hann er því nánast lítill sem enginn. Þetta er mér og mörgum öðrum fjarlægur heimur þar sem öskrandi fólk kaupir og selur allan daginn og einhvernveginn endar fólk með mismikla peninga í höndunum. Stundum sturlaðar fjárhæðir en einnig tóma vasa og sárt enni. Ég fékk Sigurð B Stefánsson til mín til að útskýra betur fyrir okkur um hvað þetta snýst allt.
2/28/202156 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Kolefnisförgun

Í síðasta þætti af þú veist betur talaði ég við Guðrúnu Sævarsdóttur um loftslagið okkar, þar töluðum við meðal annars um hvernig við getum barist gegn losun okkar á gróðurhúsalofttegundum, þar talaði Guðrún meðal annars um fyrirtækið carbix og þeirra verkefni. Mér fannst því tilvalið í kjölfarið á þeirri umræðu að fá til mín einhvern frá carbfix til að útskýra betur hvernig þessi lausn virkar og hvað við erum að pæla varðandi kolefnisförgun. Ég fékk til mín Eddu Aradóttur til að útskýra þetta allt fyrir okkur.
2/21/20210
Episode Artwork

Kolefnisförgun

Í síðasta þætti af þú veist betur talaði ég við Guðrúnu Sævarsdóttur um loftslagið okkar, þar töluðum við meðal annars um hvernig við getum barist gegn losun okkar á gróðurhúsalofttegundum, þar talaði Guðrún meðal annars um fyrirtækið carbix og þeirra verkefni. Mér fannst því tilvalið í kjölfarið á þeirri umræðu að fá til mín einhvern frá carbfix til að útskýra betur hvernig þessi lausn virkar og hvað við erum að pæla varðandi kolefnisförgun. Ég fékk til mín Eddu Aradóttur til að útskýra þetta allt fyrir okkur.
2/21/202134 minutes
Episode Artwork

Loftslagið

Það er allt í kringum okkur, við sjáum það kannski ekki en án þess værum við ekki hér. En eftir því sem árin líða virðist koma meira í ljós hvað við hugsum lítið út í það, og hvaða áhrif við erum að hafa á það. Mig langaði til að vita meira, hvenær við byrjuðum að hugsa svona út í umhverfi okkar, hvað það er nákvæmlega sem er að gerst og hver framtíð okkar í sambandi við loftslagsmál er. Umræðuefni þáttarins er gríðarlega stór, það væri hægt að gera sérþátt liklegast um mörg efni sem þið heyrið um í þættinum en ég og Guðrún Sævarsdóttir dósent við Háskólann í Reykjavík fórum yfir þessi mál með það að markmiði að skilja örlítið betur þetta sem umlykur okkur öll.
2/14/20210
Episode Artwork

Loftslagið

Það er allt í kringum okkur, við sjáum það kannski ekki en án þess værum við ekki hér. En eftir því sem árin líða virðist koma meira í ljós hvað við hugsum lítið út í það, og hvaða áhrif við erum að hafa á það. Mig langaði til að vita meira, hvenær við byrjuðum að hugsa svona út í umhverfi okkar, hvað það er nákvæmlega sem er að gerst og hver framtíð okkar í sambandi við loftslagsmál er. Umræðuefni þáttarins er gríðarlega stór, það væri hægt að gera sérþátt liklegast um mörg efni sem þið heyrið um í þættinum en ég og Guðrún Sævarsdóttir dósent við Háskólann í Reykjavík fórum yfir þessi mál með það að markmiði að skilja örlítið betur þetta sem umlykur okkur öll.
2/14/202127 minutes
Episode Artwork

Tölvuleikir

Tölvuleikir eru allt í kringum okkur og hafa verið í dágóða stund. En þróunin síðustu ár hefur gert það að verkum að fleiri hafa aðgang að tölvuleikjum, hvort sem það er í símanum, tölvunni eða sérstökum leikjatölvum. Tölvuleikjabransinn hefur tekið fram úr kvikmyndaiðnaðinum hvað varðar tekjur og stærðargráðu, það eru fleiri í heimnum sem spila League of Legends en golf og tug þúsundir áhorfenda fylla íþróttahallir til að horfa á fólk keppa í hinum ýmsu leikjum. En hvað þarf til að búa til tölvuleik, hvernig eru þeir gerðir og hver er framtíð þeirra? Ég fékk til mín Sigurlínu Valgerði Ingólfsdóttur til að útskýra málið fyrir okkur en hún hefur verið í bransanum lengi og þekkir allar hliðar málsins.
11/25/20200
Episode Artwork

Tölvuleikir

Tölvuleikir eru allt í kringum okkur og hafa verið í dágóða stund. En þróunin síðustu ár hefur gert það að verkum að fleiri hafa aðgang að tölvuleikjum, hvort sem það er í símanum, tölvunni eða sérstökum leikjatölvum. Tölvuleikjabransinn hefur tekið fram úr kvikmyndaiðnaðinum hvað varðar tekjur og stærðargráðu, það eru fleiri í heimnum sem spila League of Legends en golf og tug þúsundir áhorfenda fylla íþróttahallir til að horfa á fólk keppa í hinum ýmsu leikjum. En hvað þarf til að búa til tölvuleik, hvernig eru þeir gerðir og hver er framtíð þeirra? Ég fékk til mín Sigurlínu Valgerði Ingólfsdóttur til að útskýra málið fyrir okkur en hún hefur verið í bransanum lengi og þekkir allar hliðar málsins.
11/25/20200
Episode Artwork

Tölvuleikir

Tölvuleikir eru allt í kringum okkur og hafa verið í dágóða stund. En þróunin síðustu ár hefur gert það að verkum að fleiri hafa aðgang að tölvuleikjum, hvort sem það er í símanum, tölvunni eða sérstökum leikjatölvum. Tölvuleikjabransinn hefur tekið fram úr kvikmyndaiðnaðinum hvað varðar tekjur og stærðargráðu, það eru fleiri í heimnum sem spila League of Legends en golf og tug þúsundir áhorfenda fylla íþróttahallir til að horfa á fólk keppa í hinum ýmsu leikjum. En hvað þarf til að búa til tölvuleik, hvernig eru þeir gerðir og hver er framtíð þeirra? Ég fékk til mín Sigurlínu Valgerði Ingólfsdóttur til að útskýra málið fyrir okkur en hún hefur verið í bransanum lengi og þekkir allar hliðar málsins.
11/25/202027 minutes
Episode Artwork

Tölvuleikir

Tölvuleikir eru allt í kringum okkur og hafa verið í dágóða stund. En þróunin síðustu ár hefur gert það að verkum að fleiri hafa aðgang að tölvuleikjum, hvort sem það er í símanum, tölvunni eða sérstökum leikjatölvum. Tölvuleikjabransinn hefur tekið fram úr kvikmyndaiðnaðinum hvað varðar tekjur og stærðargráðu, það eru fleiri í heimnum sem spila League of Legends en golf og tug þúsundir áhorfenda fylla íþróttahallir til að horfa á fólk keppa í hinum ýmsu leikjum. En hvað þarf til að búa til tölvuleik, hvernig eru þeir gerðir og hver er framtíð þeirra? Ég fékk til mín Sigurlínu Valgerði Ingólfsdóttur til að útskýra málið fyrir okkur en hún hefur verið í bransanum lengi og þekkir allar hliðar málsins.
11/25/202039 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Þú veist betur - Túr

Um það bil helmingur allra sem búa á þessari plánetu hafa upplifað eða munu upplifa það sem umræðuefni þáttarins snýst um. Túr, blæðingar, þessi tími mánaðarins eða hvernig sem þú vilt orða það er eitthvað sem hefur nánast áhrif á allt samfélag okkar. Sum sem fara á túr upplifa gríðarlega vanlíðan, fyrir aðra er þetta ekkert mál. Og það eru ekki bara konur sem fara á túr, heldur fólk með leg. Allt fólk með leg. Og ég sem karlmaður fattaði að ég vissi nánast ekki neitt um hvað væri í gangi. Ég Indíönu Rós kynfræðing til mín til að leiða okkur í allan sannleikann um málið.
11/18/20200
Episode Artwork

Þú veist betur - Túr

Um það bil helmingur allra sem búa á þessari plánetu hafa upplifað eða munu upplifa það sem umræðuefni þáttarins snýst um. Túr, blæðingar, þessi tími mánaðarins eða hvernig sem þú vilt orða það er eitthvað sem hefur nánast áhrif á allt samfélag okkar. Sum sem fara á túr upplifa gríðarlega vanlíðan, fyrir aðra er þetta ekkert mál. Og það eru ekki bara konur sem fara á túr, heldur fólk með leg. Allt fólk með leg. Og ég sem karlmaður fattaði að ég vissi nánast ekki neitt um hvað væri í gangi. Ég Indíönu Rós kynfræðing til mín til að leiða okkur í allan sannleikann um málið.
11/18/202042 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Þú veist betur - Bridge

Umfjöllunarefni þáttarins í þetta skiptið er spil sem mér hefur alltaf fundist vera frekar forvitnilegt. En ekki vitað neitt um, hugsanlega gert ráð fyrir að með aldrinum þá kvikni á bridge genunum í mér. En á tímum þar sem við erum meira heima og hugsanlega að leita að fleiri hlutum til að gera, fannst mér tilvalið að forvitnast meira um bridge, hvernig það verður til og hvernig maður spilar það. Það er þó vert að taka fram að eins mikið og ég væri til í að þið hlustið, setjist svo niður og byrjið að spila eins og þið hafið aldrei gert annað þá verður það líklegast ekki tilfellið. En vonandi kveikir þetta áhuga til að prófa, athuga og skoða. Sem er auðvitað tilgangurinn eftir allt!
11/11/20200
Episode Artwork

Þú veist betur - Bridge

Umfjöllunarefni þáttarins í þetta skiptið er spil sem mér hefur alltaf fundist vera frekar forvitnilegt. En ekki vitað neitt um, hugsanlega gert ráð fyrir að með aldrinum þá kvikni á bridge genunum í mér. En á tímum þar sem við erum meira heima og hugsanlega að leita að fleiri hlutum til að gera, fannst mér tilvalið að forvitnast meira um bridge, hvernig það verður til og hvernig maður spilar það. Það er þó vert að taka fram að eins mikið og ég væri til í að þið hlustið, setjist svo niður og byrjið að spila eins og þið hafið aldrei gert annað þá verður það líklegast ekki tilfellið. En vonandi kveikir þetta áhuga til að prófa, athuga og skoða. Sem er auðvitað tilgangurinn eftir allt!
11/11/202028 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Þú veist betur - Sápa

Í þetta skiptið ætlum við að kafa aðeins dýpra í fyrirbæri sem við eigum við oft á hverjum deg og jafnvel enn oftar í núverandi ástandi. En hvaðan kemur sápa, úr hverju er hún gerð og hvað er að gerast þegar við þvoum okkur. Ég fékk til mín Þórð Jónsson sápugerðamann til að útskýra þetta fyrir mér og þátturinn í þetta skiptið er með aðeins öðruvísi sniði
11/4/20200
Episode Artwork

Þú veist betur - Sápa

Í þetta skiptið ætlum við að kafa aðeins dýpra í fyrirbæri sem við eigum við oft á hverjum deg og jafnvel enn oftar í núverandi ástandi. En hvaðan kemur sápa, úr hverju er hún gerð og hvað er að gerast þegar við þvoum okkur. Ég fékk til mín Þórð Jónsson sápugerðamann til að útskýra þetta fyrir mér og þátturinn í þetta skiptið er með aðeins öðruvísi sniði
11/4/202027 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Þú veist betur - Töfrar

Umræðuefni þáttarins eru hulið dulúð og hefur verið þannig alla tíð. Töframenn segja ekki frá, allt er leyndarmál og þú veist aldrei betur. En í dag ætlum við að reyna. Hvað eru töfrabrögð, hvaðan koma þau og hvert eru þau að fara. Ég tek fram að í þættinum eru ekki sérstök töfrabrögð útskýrð, heldur kannski hugsunin á bakvið þau. Hvað gerir töframaður, hvernig lærir maður að verða töframaður? Ég fékk til mín Lárus Blöndal, eða Lalla Töframann til að útskýra þetta aðeins fyrir okkur.
10/28/20200
Episode Artwork

Þú veist betur - Töfrar

Umræðuefni þáttarins eru hulið dulúð og hefur verið þannig alla tíð. Töframenn segja ekki frá, allt er leyndarmál og þú veist aldrei betur. En í dag ætlum við að reyna. Hvað eru töfrabrögð, hvaðan koma þau og hvert eru þau að fara. Ég tek fram að í þættinum eru ekki sérstök töfrabrögð útskýrð, heldur kannski hugsunin á bakvið þau. Hvað gerir töframaður, hvernig lærir maður að verða töframaður? Ég fékk til mín Lárus Blöndal, eða Lalla Töframann til að útskýra þetta aðeins fyrir okkur.
10/28/202037 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Þú veist betur - Svefn

Umræðuefni dagsins ætti ekki að vera nokkrum einstaklingi óviðkomandi, eða fjarlægt. Þetta er eitthvað sem við gerum að minnsta kosti einu sinni á sólahring og oftar en ekki sífellt að vandræðast með. Sofum við of mikið, of lítið, illa, seint? Hvernig lögum við það sem er að og hvernig hámörkum við þennan tíma sem tekur kannski 1/3 af sólahringnum okkar. Ég fékk til mín Ásthildi Margréti Gísladóttur sálfræðing til að ræða þessa hluti.
10/21/20200
Episode Artwork

Þú veist betur - Svefn

Umræðuefni dagsins ætti ekki að vera nokkrum einstaklingi óviðkomandi, eða fjarlægt. Þetta er eitthvað sem við gerum að minnsta kosti einu sinni á sólahring og oftar en ekki sífellt að vandræðast með. Sofum við of mikið, of lítið, illa, seint? Hvernig lögum við það sem er að og hvernig hámörkum við þennan tíma sem tekur kannski 1/3 af sólahringnum okkar. Ég fékk til mín Ásthildi Margréti Gísladóttur sálfræðing til að ræða þessa hluti.
10/21/202037 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Þú veist betur - Krabbamein 2.hluti

Í síðasta þætti byrjuðum við að tala um krabbamein, fræðast um söguna, hvað það er sem er í raun hættulegt við krabbameinið, hvað dregur fólk til dauða og hvaða kerfi innan líkamans spila helstu rullur í baráttu okkar við þennan sjúkdóm. Í þessum þætti höldum við áfram að tala við Örvar Gunnarsson krabbameinslækni sem við kynntumst í síðasta þætti og förum aðeins yfir hvað það er sem við getum gert, ef eitthvað, til að minnka líkurnar á krabbameini, hvernig framtíðin er en við byrjum samtalið á skilningi okkar á krabbameini, af hverju sumir fá það og af hverju svarið er stundum bara, ég veit það ekki.
10/7/20200
Episode Artwork

Þú veist betur - Krabbamein 2.hluti

Í síðasta þætti byrjuðum við að tala um krabbamein, fræðast um söguna, hvað það er sem er í raun hættulegt við krabbameinið, hvað dregur fólk til dauða og hvaða kerfi innan líkamans spila helstu rullur í baráttu okkar við þennan sjúkdóm. Í þessum þætti höldum við áfram að tala við Örvar Gunnarsson krabbameinslækni sem við kynntumst í síðasta þætti og förum aðeins yfir hvað það er sem við getum gert, ef eitthvað, til að minnka líkurnar á krabbameini, hvernig framtíðin er en við byrjum samtalið á skilningi okkar á krabbameini, af hverju sumir fá það og af hverju svarið er stundum bara, ég veit það ekki.
10/7/202028 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Þú veist betur - Krabbamein 1.hluti

Orðið krabbamein er líklegast og því miður orð sem við öll höfum heyrt eða átt við, hvort sem það erum við sjálf eða einhver í kringum okkur. En hvað er krabbamein? Fyrir mörgum er það bara orð sem þýðir eitthvað slæmt, án þess þó að við vitum endilega hvað það er nákvæmlega. Ég fékk til mín krabbameinslækninn Örvar Gunnarsson til að útskýra málið betur fyrir mér og þá með það að markmiði að tala fræðilega um málefni sem er viðkvæmt fyrir mörgum. Það var mjög margt sem kom upp úr krafsinu og því verða þættirnir í þetta skiptið tveir, við byrjum á sögunni og almennum útskýringum um fyrirbærið og svo í næsta þætti tölum við meira um framtíðina og hvað við getum sjálf gert, sem dæmi.
9/30/20200
Episode Artwork

Þú veist betur - Krabbamein 1.hluti

Orðið krabbamein er líklegast og því miður orð sem við öll höfum heyrt eða átt við, hvort sem það erum við sjálf eða einhver í kringum okkur. En hvað er krabbamein? Fyrir mörgum er það bara orð sem þýðir eitthvað slæmt, án þess þó að við vitum endilega hvað það er nákvæmlega. Ég fékk til mín krabbameinslækninn Örvar Gunnarsson til að útskýra málið betur fyrir mér og þá með það að markmiði að tala fræðilega um málefni sem er viðkvæmt fyrir mörgum. Það var mjög margt sem kom upp úr krafsinu og því verða þættirnir í þetta skiptið tveir, við byrjum á sögunni og almennum útskýringum um fyrirbærið og svo í næsta þætti tölum við meira um framtíðina og hvað við getum sjálf gert, sem dæmi.
9/30/202028 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Þú veist betur - Sorp

Nafnið á þætti dagsins er hugsanlega ekki fallegasta umfjöllunarefni sem við höfum átt við, það er kannski ekki í daglegum hugsunarhring okkar allra að hugsa mikið um sorp, fyrirbæri sem er allt í kringum okkur og við eigum við dag hvern. Við hendum því í ruslið heima hjá okkur, svo út í tunnu og pælum ekki meira í því. En hvað svo? Hvert fer þetta allt, hvað er gert við þetta og getum við bara gert það sem við viljum við allan úrgang sem kemur út frá heimilunum sem við rekum. Ég fékk til mín Gyðu Björnsdóttur frá Sorpu til að ræða þetta allt saman við mig.
9/23/20200
Episode Artwork

Þú veist betur - Sorp

Nafnið á þætti dagsins er hugsanlega ekki fallegasta umfjöllunarefni sem við höfum átt við, það er kannski ekki í daglegum hugsunarhring okkar allra að hugsa mikið um sorp, fyrirbæri sem er allt í kringum okkur og við eigum við dag hvern. Við hendum því í ruslið heima hjá okkur, svo út í tunnu og pælum ekki meira í því. En hvað svo? Hvert fer þetta allt, hvað er gert við þetta og getum við bara gert það sem við viljum við allan úrgang sem kemur út frá heimilunum sem við rekum. Ég fékk til mín Gyðu Björnsdóttur frá Sorpu til að ræða þetta allt saman við mig.
9/23/202029 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Fjármál fótboltans

Það eru margir sem fylgjast með fótbolta nú til dags enda ein stærsta íþrótt í heimi ef ekki bara sú allra stærsta. Enska knattspyrnan og Ísland virðast vera nátengd fyrirbæri og liðin þar með fjölmarga fylgjendur hér á landi. En hvernig þróaðist fótboltinn á þann stað sem hann er í dag og hvaðan koma allir peningarnir manni finnst oft verða bara meiri og meiri, launamál leikmanna komin út fyrir þann ramma sem maður skilur og liðin sjálf nánast orðin stórfyrirtæki. Ég fékk til mín Björn Berg frá Íslandsbanka, sem býr yfir gríðarlega yfirgripsmikilli þekkingu um þessi mál til að útskýra þau fyrir okkur.
9/16/20200
Episode Artwork

Fjármál fótboltans

Það eru margir sem fylgjast með fótbolta nú til dags enda ein stærsta íþrótt í heimi ef ekki bara sú allra stærsta. Enska knattspyrnan og Ísland virðast vera nátengd fyrirbæri og liðin þar með fjölmarga fylgjendur hér á landi. En hvernig þróaðist fótboltinn á þann stað sem hann er í dag og hvaðan koma allir peningarnir manni finnst oft verða bara meiri og meiri, launamál leikmanna komin út fyrir þann ramma sem maður skilur og liðin sjálf nánast orðin stórfyrirtæki. Ég fékk til mín Björn Berg frá Íslandsbanka, sem býr yfir gríðarlega yfirgripsmikilli þekkingu um þessi mál til að útskýra þau fyrir okkur.
9/16/202042 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Rafmagn

Rafmagn er allt í kringum okkur, við komum heim, kveikjum ljósin og byrjum að elda án þess að pæla mikið í því hvað sé að gerast. Við bara gerum einfaldlega ráð fyrir því að hlutirnir virki, að þegar við stingum einhverju samband þá sé málið bara dautt. En hvaðan kemur rafmagnið okkar, hvernig er það sett upp og hvað gerir það að verkum að við erum ekki sífellt að fá straum hér og þar? Ég fékk til mín Kára Hreinsson, rafmagnsverkfræðing hjá Veitum til að útskýra þetta alltsaman fyrir okkur.
6/24/20200
Episode Artwork

Rafmagn

Rafmagn er allt í kringum okkur, við komum heim, kveikjum ljósin og byrjum að elda án þess að pæla mikið í því hvað sé að gerast. Við bara gerum einfaldlega ráð fyrir því að hlutirnir virki, að þegar við stingum einhverju samband þá sé málið bara dautt. En hvaðan kemur rafmagnið okkar, hvernig er það sett upp og hvað gerir það að verkum að við erum ekki sífellt að fá straum hér og þar? Ég fékk til mín Kára Hreinsson, rafmagnsverkfræðing hjá Veitum til að útskýra þetta alltsaman fyrir okkur.
6/24/202027 minutes
Episode Artwork

Samantekt í tilefni 17.júní

Í sérstökum 17.júní þætti Þú veist betur lítum við aðeins yfir farinn veg og heyrum klippur úr liðnum þáttum, hugsanlega eitthvað sem fólk missti af eða gæti verið góð áminning um að hlusta aftur. Það er aldrei of oft hlustað eins og einhver sagði. Skammtafræði, fornleifafræði, erfðir, umferðaljós, bensín og flugvélar koma meðal annars við sögu.
6/17/20200
Episode Artwork

Samantekt í tilefni 17.júní

Í sérstökum 17.júní þætti Þú veist betur lítum við aðeins yfir farinn veg og heyrum klippur úr liðnum þáttum, hugsanlega eitthvað sem fólk missti af eða gæti verið góð áminning um að hlusta aftur. Það er aldrei of oft hlustað eins og einhver sagði. Skammtafræði, fornleifafræði, erfðir, umferðaljós, bensín og flugvélar koma meðal annars við sögu.
6/17/202049 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Skammtafræði 2.hluti

Í síðasta þætti byrjuðum við á yfirferð okkar um hugtak sem er mörgum hugsanlega framandi, skammtafræði. Ég fékk Sigurð Inga prófessor í HR til að tala við mig og fórum við yfir söguna, um hvað málið kannski snýst að einhverju leyti, eins mikið og hægt er að gera það á 25 mín en það voru frekar áhugaverðar hliðar sem voru eftir. Ef við vitum, svona nokkurnveginn, um hvað skammtafræðin snýst, hvert er hún þá að leiða okkur? Hver er framtíðin? Svo í þetta skiptið ætlum við að fara aðeins yfir hana og reyna að skyggnast með sjónauka í næstu tugi ára. Og hér er hugsanlega ástæða til að vara fólk örlítið við, því það virðist vera einhverskonar kapphlaup að myndast, án okkar vitneskju, og úrslitin geta haft þýðingamiklar afleiðingar.
6/10/20200
Episode Artwork

Skammtafræði 2.hluti

Í síðasta þætti byrjuðum við á yfirferð okkar um hugtak sem er mörgum hugsanlega framandi, skammtafræði. Ég fékk Sigurð Inga prófessor í HR til að tala við mig og fórum við yfir söguna, um hvað málið kannski snýst að einhverju leyti, eins mikið og hægt er að gera það á 25 mín en það voru frekar áhugaverðar hliðar sem voru eftir. Ef við vitum, svona nokkurnveginn, um hvað skammtafræðin snýst, hvert er hún þá að leiða okkur? Hver er framtíðin? Svo í þetta skiptið ætlum við að fara aðeins yfir hana og reyna að skyggnast með sjónauka í næstu tugi ára. Og hér er hugsanlega ástæða til að vara fólk örlítið við, því það virðist vera einhverskonar kapphlaup að myndast, án okkar vitneskju, og úrslitin geta haft þýðingamiklar afleiðingar.
6/10/202027 minutes
Episode Artwork

Skammtafræði 1.hluti

Í undanförnum þáttum hef ég oft byrjað á því að nefna umræðuefni þáttarins og talað um að þetta sé allt í kringum okkur án þess þó að við tökum mikið eftir því. Sjaldan hefur það átt jafn vel við og í þetta skiptið þegar umræðuefnið er skammtafræði. Persónulega hafði ég heyrt um fyrirbærið en gat ekki útskýrt það á neinn hátt, því fannst mér tilvalið að kafa aðeins dýpra í efnið og fá sérfræðing til mín að útskýra fyrir okkur um hvað málið snýst. Ég tek fram að efnið var það flókið að þættirnir eru tveir, og er þetta sá fyrri. Einnig skal taka fram að eftir viðtalið þurfti ég að leggja mig í smá tíma til að gefa heilanum á mér frí. Sérfræðingurinn í þetta skiptið er Sigurður Ingi Erlingsson.
6/3/20200
Episode Artwork

Skammtafræði 1.hluti

Í undanförnum þáttum hef ég oft byrjað á því að nefna umræðuefni þáttarins og talað um að þetta sé allt í kringum okkur án þess þó að við tökum mikið eftir því. Sjaldan hefur það átt jafn vel við og í þetta skiptið þegar umræðuefnið er skammtafræði. Persónulega hafði ég heyrt um fyrirbærið en gat ekki útskýrt það á neinn hátt, því fannst mér tilvalið að kafa aðeins dýpra í efnið og fá sérfræðing til mín að útskýra fyrir okkur um hvað málið snýst. Ég tek fram að efnið var það flókið að þættirnir eru tveir, og er þetta sá fyrri. Einnig skal taka fram að eftir viðtalið þurfti ég að leggja mig í smá tíma til að gefa heilanum á mér frí. Sérfræðingurinn í þetta skiptið er Sigurður Ingi Erlingsson.
6/3/202027 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Fornleifafræði 2.hluti

Í síðasta þætti kom Lísabet Guðmundsdóttir til mín og við ræddum um fornleifafræði, fórum þá yfir helst hvaða staðir verða fyrir valinu, hvernig þetta byrjaði hér heima, þá mest í kringum íslendingasögurnar. Við snertum aðeins á hversu mikið af sögulegum verðmætum eru að tapast í veðri og vindum, áður en við náum að skoða og uppgötva hvað átti sér stað þar. Í þættinum í dag höldum við áfram, en förum aðeins út í hvernig fornleifauppgröftur fer fram, hvernig framtíðin verður og hvort það sé einhver ein pæling eða staður sem margir eru að eltast við. Við byrjum þó aftur á örsnöggri endurkynningu á Lísabetu sjálfri áður en við förum í hvernig þú byrjar að grafa upp minjar.
5/27/20200
Episode Artwork

Fornleifafræði 2.hluti

Í síðasta þætti kom Lísabet Guðmundsdóttir til mín og við ræddum um fornleifafræði, fórum þá yfir helst hvaða staðir verða fyrir valinu, hvernig þetta byrjaði hér heima, þá mest í kringum íslendingasögurnar. Við snertum aðeins á hversu mikið af sögulegum verðmætum eru að tapast í veðri og vindum, áður en við náum að skoða og uppgötva hvað átti sér stað þar. Í þættinum í dag höldum við áfram, en förum aðeins út í hvernig fornleifauppgröftur fer fram, hvernig framtíðin verður og hvort það sé einhver ein pæling eða staður sem margir eru að eltast við. Við byrjum þó aftur á örsnöggri endurkynningu á Lísabetu sjálfri áður en við förum í hvernig þú byrjar að grafa upp minjar.
5/27/202027 minutes
Episode Artwork

Fornleifafræði 1.hluti

Við höfum öll heyrt um fornleifafræði, sumir tengja það við Indiana jones, aðrir við silfur Egils í Mosfellsdal. En hvenær byrjuðum við að pæla í þessu, hvernig fer þetta fram, hvað er verið að gera núna og hvernig lítur framtíðin, eins skringilega og það hljómar, út fyrir fornleifafræði. Ég fékk Lísabet Guðmundsdóttur fornleifafræðing til mín til að fara yfir þetta allt með mér og í næstu tveim þáttum, ætla ég að reyna mitt besta að koma því öllu til skila. Því þegar við byrjuðum að grafa, sópa og greina þá voru alls kyns kuml sem var vert að skoða betur, það mikið að það rúmaðist ekki í einum stuttum þætti. Umsjón: Atli Már Steinarsson
5/20/20200
Episode Artwork

Fornleifafræði 1.hluti

Við höfum öll heyrt um fornleifafræði, sumir tengja það við Indiana jones, aðrir við silfur Egils í Mosfellsdal. En hvenær byrjuðum við að pæla í þessu, hvernig fer þetta fram, hvað er verið að gera núna og hvernig lítur framtíðin, eins skringilega og það hljómar, út fyrir fornleifafræði. Ég fékk Lísabet Guðmundsdóttur fornleifafræðing til mín til að fara yfir þetta allt með mér og í næstu tveim þáttum, ætla ég að reyna mitt besta að koma því öllu til skila. Því þegar við byrjuðum að grafa, sópa og greina þá voru alls kyns kuml sem var vert að skoða betur, það mikið að það rúmaðist ekki í einum stuttum þætti. Umsjón: Atli Már Steinarsson
5/20/202027 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Vegakerfið

Í þættinum í dag fjöllum við um fyrirbæri sem er allt í kringum okkur, við notum það, sjáum og pirrumst yfir því þegar það er verið að laga eða bæta það og við komumst ekki þangað sem við ætlum jafn hratt og við héldum. En höfum við einhvertíman pælt í því hvað þetta kerfi alltsaman, vegakerfi landsins, er stórt? Hvar byrjaði það og hvernig? Og hvernig heldur maður áfram að þróa það til framtíðar án þess að gefast einfaldlega upp? Ég fékk Hrein Haraldsson sérfræðing í vegakerfinu til að koma til mín og ræða við mig um þessa hluti og fleiri. Umsjón: Atli Már Steinarsson
5/13/20200
Episode Artwork

Vegakerfið

Í þættinum í dag fjöllum við um fyrirbæri sem er allt í kringum okkur, við notum það, sjáum og pirrumst yfir því þegar það er verið að laga eða bæta það og við komumst ekki þangað sem við ætlum jafn hratt og við héldum. En höfum við einhvertíman pælt í því hvað þetta kerfi alltsaman, vegakerfi landsins, er stórt? Hvar byrjaði það og hvernig? Og hvernig heldur maður áfram að þróa það til framtíðar án þess að gefast einfaldlega upp? Ég fékk Hrein Haraldsson sérfræðing í vegakerfinu til að koma til mín og ræða við mig um þessa hluti og fleiri. Umsjón: Atli Már Steinarsson
5/13/202027 minutes
Episode Artwork

Flugvélar

Í þættinum forvitnumst við um flugvélar, sögu þeirra, hver var fyrstur til að fljúga, hvernig þær virka og hvað framtíðin ber í skauti sér varðandi flugsamgöngur. Ef þú hefur einhvertíman setið í flugvél, hugsanlega stressaður eða stressuð, hugsandi um hvernig í ósköpunum þú samþykktir að ferðast í einhverju fyrirbæri sem þú skilur ekki gæti verið góð hugmynd að hlusta. Matthías Sveinbjörnsson verkfræðingur, flugmaður og okkar sérfræðingur um flugvélar fer yfir þetta allt saman með mér og útskýrir hvernig við tökumst á loft. Umsjón: Atli Már Steinarsson
5/6/20200
Episode Artwork

Flugvélar

Í þættinum forvitnumst við um flugvélar, sögu þeirra, hver var fyrstur til að fljúga, hvernig þær virka og hvað framtíðin ber í skauti sér varðandi flugsamgöngur. Ef þú hefur einhvertíman setið í flugvél, hugsanlega stressaður eða stressuð, hugsandi um hvernig í ósköpunum þú samþykktir að ferðast í einhverju fyrirbæri sem þú skilur ekki gæti verið góð hugmynd að hlusta. Matthías Sveinbjörnsson verkfræðingur, flugmaður og okkar sérfræðingur um flugvélar fer yfir þetta allt saman með mér og útskýrir hvernig við tökumst á loft. Umsjón: Atli Már Steinarsson
5/6/202028 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Umferðaljós

Umfjöllunarefni þáttarins í þetta skiptið eru umferðaljós, fyrirbæri sem hefur líklegast áhrif á líf okkar allra, að minnsta kosti flestra, hvort sem við erum akandi eða ferðumst með öðrum leiðum. Grétar Þór Ævarsson kom í heimsókn en hann vinnur hjá Reykjavíkurborg á samskiptasviði og er líklegast sá aðili á landinu sem veit hvað mest um málið. Ef þið hafið einhvertíman verið stopp á rauðu ljósi og pirrast yfir því hvað það tekur langan tíma að koma grænt, sem á líklegast við um okkur flest, er þetta þáttur sem þið megið ekki láta framhjá ykkur fara. Umsjón: Atli Már Steinarsson
4/29/20200
Episode Artwork

Umferðaljós

Umfjöllunarefni þáttarins í þetta skiptið eru umferðaljós, fyrirbæri sem hefur líklegast áhrif á líf okkar allra, að minnsta kosti flestra, hvort sem við erum akandi eða ferðumst með öðrum leiðum. Grétar Þór Ævarsson kom í heimsókn en hann vinnur hjá Reykjavíkurborg á samskiptasviði og er líklegast sá aðili á landinu sem veit hvað mest um málið. Ef þið hafið einhvertíman verið stopp á rauðu ljósi og pirrast yfir því hvað það tekur langan tíma að koma grænt, sem á líklegast við um okkur flest, er þetta þáttur sem þið megið ekki láta framhjá ykkur fara. Umsjón: Atli Már Steinarsson
4/29/202021 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Lýðheilsa

Í þætti dagsins tökum við fyrir hugtakið Lýðheilsa, eitthvað sem við höfum hugsanlega öll heyrt áður en mögulega ekki alveg áttað okkur á því hvað þýðir. Ég fékk Guðrúnu Magnúsdóttur lýðheilsufræðing til mín í heimsókn og við fórum yfir söguna, hvað sé átt við með lýðheilsu (er þetta bara nöldur?) og hver framtíðin er. Umsjón: Atli Már Steinarsson.
4/22/20200
Episode Artwork

Lýðheilsa

Í þætti dagsins tökum við fyrir hugtakið Lýðheilsa, eitthvað sem við höfum hugsanlega öll heyrt áður en mögulega ekki alveg áttað okkur á því hvað þýðir. Ég fékk Guðrúnu Magnúsdóttur lýðheilsufræðing til mín í heimsókn og við fórum yfir söguna, hvað sé átt við með lýðheilsu (er þetta bara nöldur?) og hver framtíðin er. Umsjón: Atli Már Steinarsson.
4/22/202029 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Erfðir

Í þessum þætti af Þú veist betur ætlum við að reyna að tækla erfðir, DNA. Hvað er þetta efni sem virðist stjórna svo mörgu varðandi margt í lífi okkar og hvernig gerir það nákvæmlega það. Kári Stefánsson taugalæknis og taugameinisfræðingur sem flestir Íslendingar ættu að þekkja var gestur þáttarins og reyndi að svara þessum stærstu spurningum varðandi þetta flókna viðfangsefni. Umsjón: Atli Már Steinarsson
4/15/20200
Episode Artwork

Erfðir

Í þessum þætti af Þú veist betur ætlum við að reyna að tækla erfðir, DNA. Hvað er þetta efni sem virðist stjórna svo mörgu varðandi margt í lífi okkar og hvernig gerir það nákvæmlega það. Kári Stefánsson taugalæknis og taugameinisfræðingur sem flestir Íslendingar ættu að þekkja var gestur þáttarins og reyndi að svara þessum stærstu spurningum varðandi þetta flókna viðfangsefni. Umsjón: Atli Már Steinarsson
4/15/202033 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Bensín

Í fyrsta þætti Þú veist betur fjöllum við um Bensín. Þórður Gunnarsson master í viðskiptafræði með áherslu á orkumál og viðamikla reynslu í bransanum talar við mig um hvaðan við fáum þetta dýrmæta efni, hvað við gerum við það og hvernig það er verðlagt. Af hverju er bensín ódýrara á sumrin en á veturna? Svarið fæst í Þú veist betur. Umsjón: Atli Már Steinarsson
4/8/20200
Episode Artwork

Bensín

Í fyrsta þætti Þú veist betur fjöllum við um Bensín. Þórður Gunnarsson master í viðskiptafræði með áherslu á orkumál og viðamikla reynslu í bransanum talar við mig um hvaðan við fáum þetta dýrmæta efni, hvað við gerum við það og hvernig það er verðlagt. Af hverju er bensín ódýrara á sumrin en á veturna? Svarið fæst í Þú veist betur. Umsjón: Atli Már Steinarsson
4/8/202022 minutes, 12 seconds