Fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
1/10/2024 • 13 minutes, 46 seconds
Uppgjör plastbarkamálsins og sundruð læknastétt
Afleiðingar plastbarkamálsins eru meðal annars sundruð læknastétt og átök fylkinga. Undanfarna daga hefur andrúmsloftið meðal lækna á Landspítalanum verið spennuþrungið. Björn Zoega, forstjóri Karólínska sjúkrahússins og stjórnarformaður Landspítalans, er gestur þáttarins í dag. Hann segir frá uppgjöri málsins á Karólínska og hvað hann telji þurfa að gera til að lægja öldur á Landspítalanum.
1/9/2024 • 0
1/9/2024 • 14 minutes, 29 seconds
Valdatafl, vantraust og vesen
Nýja árið byrjar ekki vel fyrir ríkisstjórnina. Umboðsmaður Alþingis lét það verða eitt af sínum fyrstu verkum að birta álit sitt um hvalveiðibann Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra, sem beðið hafði verið eftir með nokkurri eftirvæntingu. Að minnsta kosti hjá einhverjum, til dæmis forsvarsmönnum Hvals HF. Þeir ætla í mál. Niðurstaða umboðsmanns er sú að Svandís hafi ekki fylgt meðalhófsreglu með ákvörðun sinni og skort lagaheimild til að gera það sem hún gerði. Sunna Valgerðardóttir skoðar stöðuna í pólitíkinni eftir álit umboðsmanns Alþingis.
1/8/2024 • 0
1/8/2024 • 17 minutes, 52 seconds
Byrjun baráttunnar um Bessastaði
Þetta verður mikið kosningaár um allan heim. Það verður kosið til þings eða forseta í rosalega mörgum löndum, 65 nánar tiltekið, þriðjungi allra ríkja heimsins. Að sjálfsögðu látum við Íslendingar ekki okkar eftir liggja þar - við kjósum okkur forseta. Og það verður nýr forseti því fjölskyldan á Bessastöðum ætlar að flytja sig um set eftir átta ára búsetu þar. Sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti í áramótaávarpi sínu að hann hygðist nú róa á önnur, eða gömul, mið, segja skilið við forsetaembættið og sinna fræðastörfum á ný. Og það leið ekki langur tími frá þeim fregnum að sætið yrði laust, þar til fyrstu vonbiðlarnir - frambjóðendurnir, létu á sér kræla. Það hefur nefnilega komið í ljós að embætti forseta Íslands er starf sem nokkuð margir telja eftirsóknarvert - og að þau eigi möguleika á að landa því. Sunna Valgerðardóttir fer yfir fyrstu lotu baráttunnar um Bessastaði í þætti dagsins.
1/5/2024 • 0
Byrjun baráttunnar um Bessastaði
Þetta verður mikið kosningaár um allan heim. Það verður kosið til þings eða forseta í rosalega mörgum löndum, 65 nánar tiltekið, þriðjungi allra ríkja heimsins. Að sjálfsögðu látum við Íslendingar ekki okkar eftir liggja þar - við kjósum okkur forseta. Og það verður nýr forseti því fjölskyldan á Bessastöðum ætlar að flytja sig um set eftir átta ára búsetu þar. Sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti í áramótaávarpi sínu að hann hygðist nú róa á önnur, eða gömul, mið, segja skilið við forsetaembættið og sinna fræðastörfum á ný. Og það leið ekki langur tími frá þeim fregnum að sætið yrði laust, þar til fyrstu vonbiðlarnir - frambjóðendurnir, létu á sér kræla. Það hefur nefnilega komið í ljós að embætti forseta Íslands er starf sem nokkuð margir telja eftirsóknarvert - og að þau eigi möguleika á að landa því. Sunna Valgerðardóttir fer yfir fyrstu lotu baráttunnar um Bessastaði í þætti dagsins.
1/5/2024 • 16 minutes, 14 seconds
Drottningalaus Evrópa
Öllum konungsríkjum Evrópu verður stýrt af konungum eftir að Margrét Þórhildur Danadrotting réttir Friðriki krónprinsi, syni sínum, krúnuna um miðjan mánuðinn. Evrópa hefur ekki verið drottningalaus í nær 200 ár, síðan Viktoría var krýnd drottning yfir Bretlandi 1837. Af þeim tíu konungsríkjum álfunnar hafa síðan þá alltaf verið að minnsta kosti ein ríkjandi drottning, um tíma voru þær meira að segja þrjár. En allt útlit er fyrir að einhverjar prinsessur taki við krúnunum af feðrum sínum þegar þeirra tími kemur. Sunna Valgerðardóttir skoðar mannspilin í Evrópu í þætti dagsins.
1/4/2024 • 0
Drottningalaus Evrópa
Öllum konungsríkjum Evrópu verður stýrt af konungum eftir að Margrét Þórhildur Danadrotting réttir Friðriki krónprinsi, syni sínum, krúnuna um miðjan mánuðinn. Evrópa hefur ekki verið drottningalaus í nær 200 ár, síðan Viktoría var krýnd drottning yfir Bretlandi 1837. Af þeim tíu konungsríkjum álfunnar hafa síðan þá alltaf verið að minnsta kosti ein ríkjandi drottning, um tíma voru þær meira að segja þrjár. En allt útlit er fyrir að einhverjar prinsessur taki við krúnunum af feðrum sínum þegar þeirra tími kemur. Sunna Valgerðardóttir skoðar mannspilin í Evrópu í þætti dagsins.
1/4/2024 • 15 minutes, 59 seconds
Lækna-Tómas í leyfi
Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, er kominn í leyfi frá störfum sínum. Ástæður þess eru, samkvæmt heimildum Þetta helst, tengdar plastbarkamálinu. Staða Tómasar og framtíð hans innan spítalans er í skoðun hjá æðstu stjórnendum spítalans. Níu læknar við Landspítalann lýsa vaxandi kergju innan spítalans vegna hegðunar Tómasar Guðbjartssonar.
1/3/2024 • 0
Lækna-Tómas í leyfi
Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, er kominn í leyfi frá störfum sínum. Ástæður þess eru, samkvæmt heimildum Þetta helst, tengdar plastbarkamálinu. Staða Tómasar og framtíð hans innan spítalans er í skoðun hjá æðstu stjórnendum spítalans. Níu læknar við Landspítalann lýsa vaxandi kergju innan spítalans vegna hegðunar Tómasar Guðbjartssonar.
1/3/2024 • 16 minutes, 8 seconds
Hvar er raunverulega hamingju að finna?
Þetta helst hefur nýtt ár á að leita svara við spurningunni um hvernig fólk öðlast hamingju. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir er sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu og doktor í sálfræði. Hún hefur sérhæft sig í rannsóknum á hamingju og veit því aðeins meira en margur um hvað raunverulega stuðli að hamingju Íslendinga. Þóra Tómasdóttir talaði við hana.
1/2/2024 • 0
Hvar er raunverulega hamingju að finna?
Þetta helst hefur nýtt ár á að leita svara við spurningunni um hvernig fólk öðlast hamingju. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir er sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu og doktor í sálfræði. Hún hefur sérhæft sig í rannsóknum á hamingju og veit því aðeins meira en margur um hvað raunverulega stuðli að hamingju Íslendinga.
Þóra Tómasdóttir talaði við hana.
1/2/2024 • 16 minutes, 28 seconds
Flugeldar: Geyma eða gleyma? II
Við flytjum inn og skjótum upp gífurlega miklu magni af flugeldum um hver áramót, þó að gagnrýnisraddirnar sem mæla á móti því verði sífellt háværari. Eigum við að geyma þessa flugelda okkar eins og eftirminnileg ár, eða bara gleyma þeim eins og þeim glötuðu? Sunna Valgerðardóttir dustar flugeldarykið af í þessum síðasta þætti ársins, skoðar gamlar fréttir og nýrri, úreldar auglýsingar og skýrslur sem enduðu í skúffum. Takk fyrir hlustunina á árinu og við heyrumst aftur á því nýja!
12/29/2023 • 0
Flugeldar: Geyma eða gleyma? II
Við flytjum inn og skjótum upp gífurlega miklu magni af flugeldum um hver áramót, þó að gagnrýnisraddirnar sem mæla á móti því verði sífellt háværari. Eigum við að geyma þessa flugelda okkar eins og eftirminnileg ár, eða bara gleyma þeim eins og þeim glötuðu? Sunna Valgerðardóttir dustar flugeldarykið af í þessum síðasta þætti ársins, skoðar gamlar fréttir og nýrri, úreldar auglýsingar og skýrslur sem enduðu í skúffum.
Takk fyrir hlustunina á árinu og við heyrumst aftur á því nýja!
12/29/2023 • 17 minutes
Óstöðvandi málverkafalsarar
Í þessum þætti er stiklað á stóru í umfjöllun Þóru Tómasdóttur um nýja anga af stóra málverkafölsunarmálinu. Þátturinn er samantekt um óstöðvandi falsara sem hafa blekkt listasöfn, uppboðshús og kaupendur um allt land. Þáttarröðin var flutt 11.-15. september og 30. október 2023.
12/28/2023 • 0
Óstöðvandi málverkafalsarar
Í þessum þætti er stiklað á stóru í umfjöllun Þóru Tómasdóttur um nýja anga af stóra málverkafölsunarmálinu. Þátturinn er samantekt um óstöðvandi falsara sem hafa blekkt listasöfn, uppboðshús og kaupendur um allt land.
Þáttarröðin var flutt 11.-15. september og 30. október 2023.
12/28/2023 • 16 minutes, 13 seconds
Búfé Guðmundu aflífað ólöglega af MAST
Matvælastofnun var ekki heimilt að aflífa dýr Guðmundu Tyrfingsdóttur bónda í Lækjatúni á Suðurlandi þegar hún veiktist og þurfti að leggjast inn á sjúkrastofnun fyrir ári síðan. Dýrin voru frísk og ástand þeirra metið í lagi, þegar starfsfólk stofnunarinnar ákvað að aflífa þau. Þóra Tómasdóttir ræðir við Guðna Ágústsson og Guðbjörn Ingvason sveitunga Guðmundu og Sigurð Guðmundsson lögmann hennar um þessa aðgerð Matvælastofnunar.
12/27/2023 • 0
Búfé Guðmundu aflífað ólöglega af MAST
Matvælastofnun var ekki heimilt að aflífa dýr Guðmundu Tyrfingsdóttur bónda í Lækjatúni á Suðurlandi þegar hún veiktist og þurfti að leggjast inn á sjúkrastofnun fyrir ári síðan. Dýrin voru frísk og ástand þeirra metið í lagi, þegar starfsfólk stofnunarinnar ákvað að aflífa þau. Þóra Tómasdóttir ræðir við Guðna Ágústsson og Guðbjörn Ingvason sveitunga Guðmundu og Sigurð Guðmundsson lögmann hennar um þessa aðgerð Matvælastofnunar.
12/27/2023 • 15 minutes, 21 seconds
Mandarínuneyslan mest í myrkrinu II
Við borðum margar milljónir af mandarínum á hverju ári á Íslandi, langmest á aðventunni. Við torgum svona þrjátíu stykkjum á haus að meðaltali. Aldrei virðumst við kunna okkur hóf, en þessi ofsaneysla á mandarínum skýrist kannski af því að fyrir ekkert svo löngu fengust bara engir ávextir hér á sómasamlegu verði. Sunna Valgerðardóttir fjallar um mandarínur og klementínur, ávexti sem vér þekkjum fólk á, myglaðar mandarínur, eitraðar mandarínur og ómissandi jólaávexti. Hljómsveitin Eva leikur undir.
12/22/2023 • 0
Mandarínuneyslan mest í myrkrinu II
Við borðum margar milljónir af mandarínum á hverju ári á Íslandi, langmest á aðventunni. Við torgum svona þrjátíu stykkjum á haus að meðaltali. Aldrei virðumst við kunna okkur hóf, en þessi ofsaneysla á mandarínum skýrist kannski af því að fyrir ekkert svo löngu fengust bara engir ávextir hér á sómasamlegu verði. Sunna Valgerðardóttir fjallar um mandarínur og klementínur, ávexti sem vér þekkjum fólk á, myglaðar mandarínur, eitraðar mandarínur og ómissandi jólaávexti. Hljómsveitin Eva leikur undir.
12/22/2023 • 18 minutes, 14 seconds
Prinsinn sigraði stórveldið
Harry Bretaprins vann sigur í máli sínu gegn fjölmiðlasamsteypunni Mirror Group fyrir rétti í London. Þrjú blöð brutu lög með umfjöllun sinni um prinsinn sem var byggð á upplýsingum sem fólk á vegum þeirra aflaði með því að brjótast inn í síma hans, og þúsunda annarra, og hlusta á talhólfsskilaboð. Símahlerunarmálið stóra, sem upp komst 2011, skók heimsbyggðina og eftirskjálftarnir eru bara rétt að byrja. Dómurinn er sagður fordæmisgefandi og líklegt að hann muni breyta bresku fjölmiðlalandslagi til frambúðar. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Andrés Jónsson um fjölmiðla, einkalíf og mögulega þróun í náinni framtíð.
12/21/2023 • 0
Prinsinn sigraði stórveldið
Harry Bretaprins vann sigur í máli sínu gegn fjölmiðlasamsteypunni Mirror Group fyrir rétti í London. Þrjú blöð brutu lög með umfjöllun sinni um prinsinn sem var byggð á upplýsingum sem fólk á vegum þeirra aflaði með því að brjótast inn í síma hans, og þúsunda annarra, og hlusta á talhólfsskilaboð. Símahlerunarmálið stóra, sem upp komst 2011, skók heimsbyggðina og eftirskjálftarnir eru bara rétt að byrja. Dómurinn er sagður fordæmisgefandi og líklegt að hann muni breyta bresku fjölmiðlalandslagi til frambúðar. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Andrés Jónsson um fjölmiðla, einkalíf og mögulega þróun í náinni framtíð.
12/21/2023 • 16 minutes, 47 seconds
Grindvísk fjölskylda undirbýr jól í útlegð
Í þessum þætti heimsækir Þóra Tómasdóttir grindvíska fjölskyldu sem undirbýr nú jólin í einskonar útlægð frá heimili sínu. Hjónin Lóa Kristín Ólafsdóttir og Bergur Hinriksson hafa komið sér fyrir ásamt sonum sínum tveimur, þeim Ara Berg 11 ára og Hinriki Hrafni 19 ára, í nýbyggingu í Garðabæ. Þar er lífið allt öðruvísi en í stóra húsinu þeirra í náttúruparadísinni í Grindavík. Þau bera sig vel, halda þétt hvert utanum annað og eru staðráðin í gera það besta úr aðstæðunum.
12/20/2023 • 0
Grindvísk fjölskylda undirbýr jól í útlegð
Í þessum þætti heimsækir Þóra Tómasdóttir grindvíska fjölskyldu sem undirbýr nú jólin í einskonar útlægð frá heimili sínu. Hjónin Lóa Kristín Ólafsdóttir og Bergur Hinriksson hafa komið sér fyrir ásamt sonum sínum tveimur, þeim Ara Berg 11 ára og Hinriki Hrafni 19 ára, í nýbyggingu í Garðabæ. Þar er lífið allt öðruvísi en í stóra húsinu þeirra í náttúruparadísinni í Grindavík. Þau bera sig vel, halda þétt hvert utanum annað og eru staðráðin í gera það besta úr aðstæðunum.
12/20/2023 • 15 minutes, 31 seconds
Fyrstu tólf tímarnir í lífi yngsta og stærsta eldgossins
Klukkan rúmlega níu í gærkvöldi hófst öflug skjálftahrina við Sundhnúkagíga. Þetta gerðist allt svolítið skyndilega, en svo virðist sem fáir hafi kippt sér mikið upp við fregnirnar á þeim rúma klukkutíma sem það tók frá því að hrinan byrjaði þar til jörðin við Sundhnúkagíga rifnaði og hleypti upp alveg gífurlegu magni af kviku sem var búin að krauma undir yfirborðinu í langan, langan tíma. Þetta var hröð atburðarás sem leit í fyrstu alls ekki vel út, en eftir því sem líða tók á nóttina og morguninn sáum við að þetta stóra eldgos sem gaus upp úr rúmlega fjögurra kílómetra langri sprungu, virðist ekki ætla að verða það skrímsli sem fólk óttaðist í fyrstu.
12/19/2023 • 0
Fyrstu tólf tímarnir í lífi yngsta og stærsta eldgossins
Klukkan rúmlega níu í gærkvöldi hófst öflug skjálftahrina við Sundhnúkagíga. Þetta gerðist allt svolítið skyndilega, en svo virðist sem fáir hafi kippt sér mikið upp við fregnirnar á þeim rúma klukkutíma sem það tók frá því að hrinan byrjaði þar til jörðin við Sundhnúkagíga rifnaði og hleypti upp alveg gífurlegu magni af kviku sem var búin að krauma undir yfirborðinu í langan, langan tíma. Þetta var hröð atburðarás sem leit í fyrstu alls ekki vel út, en eftir því sem líða tók á nóttina og morguninn sáum við að þetta stóra eldgos sem gaus upp úr rúmlega fjögurra kílómetra langri sprungu, virðist ekki ætla að verða það skrímsli sem fólk óttaðist í fyrstu.
12/19/2023 • 12 minutes, 50 seconds
Saga Merhawit, ekkju plastbarkaþegans Andemariam
Forstjóri Landspítalans bað nýlega ekkju fyrsta plastbarkaþegans afsökunar á þætti spítalans í Plastbarkamálinu. Ekkjan heitir Merhawit Baryamikael Tesfaslase og hefur aðeins einu sinni sagt sögu sína. Það var í viðtali við Ragnheiði Linnet árið 2017. Ragnheiður Linnet er jafnframt eiginkona forstjóra Landspítalans. Í þessum þætti segir Ragnheiður sögu Merhawit.
12/18/2023 • 0
Saga Merhawit, ekkju plastbarkaþegans Andemariam
Forstjóri Landspítalans bað nýlega ekkju fyrsta plastbarkaþegans afsökunar á þætti spítalans í Plastbarkamálinu. Ekkjan heitir Merhawit Baryamikael Tesfaslase og hefur aðeins einu sinni sagt sögu sína. Það var í viðtali við Ragnheiði Linnet árið 2017. Ragnheiður Linnet er jafnframt eiginkona forstjóra Landspítalans. Í þessum þætti segir Ragnheiður sögu Merhawit.
12/18/2023 • 17 minutes, 23 seconds
Hauskúpa sjávarskrímslis fannst í klettavegg í Dorset
Fyrir um einu og hálfu ári síðan rakst textílhönnuður nokkur á svolítið merkilegt á göngu sinni um enska strönd. Hönnuðurinn, sem er líka forfallinn áhugamaður um steingervinga og fornleifar, áttaði sig strax á að þarna hafði hann fundið svolítið merkilegt. ?Ég fann svolítið stórkostlegt,? sagði textílhönnuðurinn á ströndinni. Þetta var reyndar ekkert bara einhver ensk strönd, heldur Júrastrandlengjan og þetta sem hann fann var hluti af mjög stórri og mjög gamalli hauskúpu. Maðurinn hringdi nokkur símtöl, fékk grun sinn staðfestan og nú á nýjársdag frumsýnir BBC heimildarmynd um þetta trýni í klettinum, skepnuna sem það tilheyrði og stórhættulega björgunaraðgerðina sem lagst var í til að nálgast þennan stórmerka fund. Sunna Valgerðardóttir fjallar um risaeðlur í þætti dagsins.
12/15/2023 • 0
Hauskúpa sjávarskrímslis fannst í klettavegg í Dorset
Fyrir um einu og hálfu ári síðan rakst textílhönnuður nokkur á svolítið merkilegt á göngu sinni um enska strönd. Hönnuðurinn, sem er líka forfallinn áhugamaður um steingervinga og fornleifar, áttaði sig strax á að þarna hafði hann fundið svolítið merkilegt. ?Ég fann svolítið stórkostlegt,? sagði textílhönnuðurinn á ströndinni. Þetta var reyndar ekkert bara einhver ensk strönd, heldur Júrastrandlengjan og þetta sem hann fann var hluti af mjög stórri og mjög gamalli hauskúpu. Maðurinn hringdi nokkur símtöl, fékk grun sinn staðfestan og nú á nýjársdag frumsýnir BBC heimildarmynd um þetta trýni í klettinum, skepnuna sem það tilheyrði og stórhættulega björgunaraðgerðina sem lagst var í til að nálgast þennan stórmerka fund. Sunna Valgerðardóttir fjallar um risaeðlur í þætti dagsins.
12/15/2023 • 17 minutes, 15 seconds
EBU -Sambandið sem öllu ræður um Júróvisjón
Stjórnendur RÚV benda á að það sé EBU, Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, sem setji reglurnar og fari með valdið í málefnum Ísraela í næstu Júróvisjónkeppni. Jónatan Garðarsson dagskrárritstjóri Rásar 1 segir frá þessu samstarfi sem á sér langa sögu og snýst um svo miklu miklu meira en bara Júróvisjón. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
12/14/2023 • 0
EBU -Sambandið sem öllu ræður um Júróvisjón
Stjórnendur RÚV benda á að það sé EBU, Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, sem setji reglurnar og fari með valdið í málefnum Ísraela í næstu Júróvisjónkeppni. Jónatan Garðarsson dagskrárritstjóri Rásar 1 segir frá þessu samstarfi sem á sér langa sögu og snýst um svo miklu miklu meira en bara Júróvisjón.
Umsjón: Þóra Tómasdóttir
12/14/2023 • 17 minutes, 39 seconds
Þrýst á RÚV að hætta við Júróvisjón
Það er óhætt að segja að þrýst sé á Rúv um að sniðganga Júróvisjón á næsta ári. Stjórnendur stofnunarinnar hafa fengið fjölda tölvupósta þar sem farið er fram á að RÚV hætti við þátttöku í keppninni eða krefjist þess að Ísraelum verði vikið úr henni. Um átta þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Rúv um það sama. Þóra Tómasdóttir ræðir við Veru Knútsdóttur sem skorar á RÚV að hætta við keppni, Jónatan Garðarsson dagskrárritstjóra Rásar 1 og Stefán Eiríksson útvarpsstjóra
12/13/2023 • 0
Þrýst á RÚV að hætta við Júróvisjón
Það er óhætt að segja að þrýst sé á Rúv um að sniðganga Júróvisjón á næsta ári. Stjórnendur stofnunarinnar hafa fengið fjölda tölvupósta þar sem farið er fram á að RÚV hætti við þátttöku í keppninni eða krefjist þess að Ísraelum verði vikið úr henni. Um átta þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Rúv um það sama.
Þóra Tómasdóttir ræðir við Veru Knútsdóttur sem skorar á RÚV að hætta við keppni, Jónatan Garðarsson dagskrárritstjóra Rásar 1 og Stefán Eiríksson útvarpsstjóra
12/13/2023 • 16 minutes, 34 seconds
Snyrtivöruframleiðendur herja á börn með fullorðinsvörur
Snyrtivöruiðnaðurinn veltir gífurlegum fjárhæðum. Markaðurinn er einn sá stöðugasti, traustasti og stærsti í heimi. Í fyrra nam veltan á heimsvísu um 20 þúsund milljörðum íslenskra króna - 20 billjónum - og samkvæmt hagfræðispám mun hann bara halda áfram að stækka. Snyrtivöruframleiðendur beina nú sjónum sínum að börnum, því allir hinir markhóparnir eru mettaðir. Sunna Valgerðardóttir ræðir í þætti dagsins við Maríönnu Pálsdóttur snyrtifræðing og Rakel Garðarsdóttur, stofnanda Vakandi, um serumvæðingu og húðrútínu ungra stúlkna og þær afleiðingar sem það getur haft.
12/12/2023 • 0
Snyrtivöruframleiðendur herja á börn með fullorðinsvörur
Snyrtivöruiðnaðurinn veltir gífurlegum fjárhæðum. Markaðurinn er einn sá stöðugasti, traustasti og stærsti í heimi. Í fyrra nam veltan á heimsvísu um 20 þúsund milljörðum íslenskra króna - 20 billjónum - og samkvæmt hagfræðispám mun hann bara halda áfram að stækka. Snyrtivöruframleiðendur beina nú sjónum sínum að börnum, því allir hinir markhóparnir eru mettaðir. Sunna Valgerðardóttir ræðir í þætti dagsins við Maríönnu Pálsdóttur snyrtifræðing og Rakel Garðarsdóttur, stofnanda Vakandi, um serumvæðingu og húðrútínu ungra stúlkna og þær afleiðingar sem það getur haft.
12/12/2023 • 15 minutes, 56 seconds
Tónlistarkonan Laufey - sjálfstæð og vellauðug
Laufey hefur náð ævintýralegum árangri á tónlistarsviðinu á undanförnum tveimur árum. Sú velgengni virðist rökrétt framhald af aðdragandanum. Hún semur tónlistina sína sjálf, útsetur, syngur og leikur á ótal hljóðfæri. Þó hún sé aðeins 24 ára að aldri á hún að baki langan tónlistarferil og sigurför hennar er alls engin heppni. Í þessum þætti heyrum við af því hvernig hin kínversk-íslenska listakona varð einn mest spilaði djasstónlistarmaður á Spotify í fyrra. Þóra Tómasdóttir ræðir við Matthías Má Magnússon, dagskrárstjóra Rásar 2.
12/11/2023 • 0
Tónlistarkonan Laufey - sjálfstæð og vellauðug
Laufey hefur náð ævintýralegum árangri á tónlistarsviðinu á undanförnum tveimur árum. Sú velgengni virðist rökrétt framhald af aðdragandanum. Hún semur tónlistina sína sjálf, útsetur, syngur og leikur á ótal hljóðfæri. Þó hún sé aðeins 24 ára að aldri á hún að baki langan tónlistarferil og sigurför hennar er alls engin heppni. Í þessum þætti heyrum við af því hvernig hin kínversk-íslenska listakona varð einn mest spilaði djasstónlistarmaður á Spotify í fyrra. Þóra Tómasdóttir ræðir við Matthías Má Magnússon, dagskrárstjóra Rásar 2.
12/11/2023 • 16 minutes, 55 seconds
Stríðið á Gaza II: Að loka ekki augunum
Meira en 12.000 börn og konur hafa verið drepin í stríðinu á Gaza og það er nánast að gerast í beinni útsendingu fyrir alþjóð. 99. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna var virkjuð af framkvæmdastjóranum í gær, sem þýðir að hann geti beitt sér fyrir öryggisráðinu. Þetta er sjaldgæft. En hér heima á Íslandi hafa sum einfaldlega hætt að fylgjast með fréttum til að vernda sína eigin geðheilsu og reynt að sníða hjá myndskeiðum af grátandi, særðum eða dánum börnum á samfélagsmiðlum. Önnur hella sér í hyldýpið, fylgjast skelfingu lostin með hryllingnum sem eykst á Gaza dag frá degi, skrifa undir lista, birta færslur á samfélagsmiðlum, ákalla stjórnvöld, fordæma stjórnvöld, senda tölvupósta, mæta á mótmæli og líklega gráta. Sunna Valgerðardóttir ræðir í þessum seinni þætti um Gaza við Eyrúnu Björk Jóhannsdóttur, sem hefur valið seinni leiðina. Hún reynir allt hvað hún getur til að vekja athygli á hryllingnum sem er að gerast.
12/8/2023 • 0
Stríðið á Gaza II: Að loka ekki augunum
Meira en 12.000 börn og konur hafa verið drepin í stríðinu á Gaza og það er nánast að gerast í beinni útsendingu fyrir alþjóð. 99. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna var virkjuð af framkvæmdastjóranum í gær, sem þýðir að hann geti beitt sér fyrir öryggisráðinu. Þetta er sjaldgæft. En hér heima á Íslandi hafa sum einfaldlega hætt að fylgjast með fréttum til að vernda sína eigin geðheilsu og reynt að sníða hjá myndskeiðum af grátandi, særðum eða dánum börnum á samfélagsmiðlum. Önnur hella sér í hyldýpið, fylgjast skelfingu lostin með hryllingnum sem eykst á Gaza dag frá degi, skrifa undir lista, birta færslur á samfélagsmiðlum, ákalla stjórnvöld, fordæma stjórnvöld, senda tölvupósta, mæta á mótmæli og líklega gráta. Sunna Valgerðardóttir ræðir í þessum seinni þætti um Gaza við Eyrúnu Björk Jóhannsdóttur, sem hefur valið seinni leiðina. Hún reynir allt hvað hún getur til að vekja athygli á hryllingnum sem er að gerast.
12/8/2023 • 14 minutes, 44 seconds
Stríðið á Gaza I: Dauði blaðamanna og afbökun upplýsinga
Að minnsta kosti 63 blaða- og fréttamenn hafa dáið í stríði Ísraelshers og Hamas, á þeim tveimur mánuðum sem það hefur staðið. Aldrei hafa fleiri blaðamenn látið lífið í stríði á jafn skömmum tíma. Og það er stríðsglæpur að drepa blaðamenn við störf. 63 dánir er ekki há tala miðað við þau tæplega 18.000 sem hafa látið lífið, en það hefur alvarlegar afleiðingar. Skortur á réttum upplýsingum, falsfréttir og áróður er það sem eftir verður. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Ólöfu Ragnarsdóttur, fréttakonu og sérfræðing í málefnum Miðausturlanda á fréttastofu RÚV, um ástandið á Gaza, markmið ísraelskra stjórnvalda og myrka framtíð Palestínu. Þetta er fyrri þáttur af tveimur um stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs (Mynd: EPA)
12/7/2023 • 0
Stríðið á Gaza I: Dauði blaðamanna og afbökun upplýsinga
Að minnsta kosti 63 blaða- og fréttamenn hafa dáið í stríði Ísraelshers og Hamas, á þeim tveimur mánuðum sem það hefur staðið. Aldrei hafa fleiri blaðamenn látið lífið í stríði á jafn skömmum tíma. Og það er stríðsglæpur að drepa blaðamenn við störf. 63 dánir er ekki há tala miðað við þau rúmlega 17.000 sem hafa látið lífið, en það hefur alvarlegar afleiðingar. Skortur á réttum upplýsingum, falsfréttir og áróður er það sem eftir verður. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Ólöfu Ragnarsdóttur, fréttakonu og sérfræðing í málefnum Miðausturlanda á fréttastofu RÚV, um ástandið á Gaza, markmið ísraelskra stjórnvalda og myrka framtíð Palestínu. Þetta er fyrri þáttur af tveimur um stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs (Mynd: EPA)
12/7/2023 • 16 minutes, 9 seconds
Aðdragandinn að framsali Eddu Bjarkar Arnardóttur til Noregs
Edda Björk Arnardóttir, sjö barna íslensk móðir, situr nú í sama öryggisfangelsi í Noregi og Anders Breivik var vistaður fyrir hryðjuverk. Edda er í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa í fyrra numið þrjá syni sína á brott frá föður þeirra í Noregi. Synir hennar eru nú í felum á Íslandi og barnaverndaryfirvöld vita ekki hvar þeir eru niður komnir. Faðir leitar drengjanna en hann fer með forsjá þeirra. Við rekjum nokkra helstu vendipunkta í þessu erfiða máli sem leiddi til þess að Edda var framseld til Noregs.
12/6/2023 • 0
Aðdragandinn að framsali Eddu Bjarkar Arnardóttur til Noregs
Edda Björk Arnardóttir, sjö barna íslensk móðir, situr nú í sama öryggisfangelsi í Noregi og Anders Breivik var vistaður fyrir hryðjuverk. Edda er í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa í fyrra numið þrjá syni sína á brott frá föður þeirra í Noregi. Synir hennar eru nú í felum á Íslandi og barnaverndaryfirvöld vita ekki hvar þeir eru niður komnir. Faðir leitar drengjanna en hann fer með forsjá þeirra. Við rekjum nokkra helstu vendipunkta í þessu erfiða máli sem leiddi til þess að Edda var framseld til Noregs.
12/6/2023 • 15 minutes, 19 seconds
Kaupóð þjóð II
Þörfin fyrir að tilheyra, hjarðeðli, FOMO og egóismi gæti allt útskýrt það ástand sem skapaðist tvisvar með skömmum tíma nýverið - fyrst við opnun Ginu Tricot í Kringlunni og svo við upphaf sölu á snyrtivörufyrirtækinu ELF í Krónunni. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Rakel Garðarsdóttur, stofnandi umhverfissamtakanna Vakandi, um þessa hegðun, samfélagsmiðlanotkun og tvískinnunginn í þjóðinni. #haul #socialexperiment #shoppingaddict
12/5/2023 • 0
Kaupóð þjóð II
Þörfin fyrir að tilheyra, hjarðeðli, FOMO og egóismi gæti allt útskýrt það ástand sem skapaðist tvisvar með skömmum tíma nýverið - fyrst við opnun Ginu Tricot í Kringlunni og svo við upphaf sölu á snyrtivörufyrirtækinu ELF í Krónunni. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Rakel Garðarsdóttur, stofnandi umhverfissamtakanna Vakandi, um þessa hegðun, samfélagsmiðlanotkun og tvískinnunginn í þjóðinni. #haul #socialexperiment #shoppingaddict
12/5/2023 • 17 minutes, 16 seconds
Kaupóð þjóð I
Opnanir fataverslana, vegghillur, bandarískar snyrtivörur, ódýrir símar, ókeypis smjörlíki eða splunkuný hlutabréf hafa komið Íslendingum til að mynda misskipulagðar raðir í gegn um tíðina. Stundum hefur skapast svo mikill glundroði að það liggur við slagsmálum. Nýjustu tíðindin eru Gina Tricot í Kringlunni og e.l.f. snyrtivörurnar í Krónunni, en þetta er ekkert nýtt samt. Sunna Valgerðardóttir skoðar kaupæði Íslendinga, ný og gömul, í þessum fyrri þætti af tveimur um okkar kaupóðu þjóð.
12/4/2023 • 0
Kaupóð þjóð I
Opnanir fataverslana, vegghillur, bandarískar snyrtivörur, ódýrir símar, ókeypis smjörlíki eða splunkuný hlutabréf hafa komið Íslendingum til að mynda misskipulagðar raðir í gegn um tíðina. Stundum hefur skapast svo mikill glundroði að það liggur við slagsmálum. Nýjustu tíðindin eru Gina Tricot í Kringlunni og e.l.f. snyrtivörurnar í Krónunni, en þetta er ekkert nýtt samt. Sunna Valgerðardóttir skoðar kaupæði Íslendinga, ný og gömul, í þessum fyrri þætti af tveimur um okkar kaupóðu þjóð.
(Mynd með færslu: Hulda Margrét)
12/4/2023 • 15 minutes, 33 seconds
Creditinfo einvaldur um lánshæfi fólks
Mikil reiði hefur blossað upp meðal fólks sem á einni nóttu fékk lækkað lánshæfismat í kladdanum hjá Creditinfo. Fjölmargir eru ósáttir við að eldri vanskil, sem áður voru fyrnd, komi aftur inn í gagnagrunninn og lækki lánshæfismat þeirra. Afleiðingarnar eru meðal annars þær að fólk missir lánaheimildir svo sem kredittkort nú rétt fyrir jólin. Þóra Tómasdóttir ræðir við Helgu Þórisdóttur forstjóra Persónuverndar og Lovísu Ósk Þrastardóttur yfirlögfræðing hjá Umboðsmanni skuldara. Þær kalla eftir eftirliti með lánshæfismati Creditinfo.
12/1/2023 • 0
Creditinfo einvaldur um lánshæfi fólks
Mikil reiði hefur blossað upp meðal fólks sem á einni nóttu fékk lækkað lánshæfismat í kladdanum hjá Creditinfo. Fjölmargir eru ósáttir við að eldri vanskil, sem áður voru fyrnd, komi aftur inn í gagnagrunninn og lækki lánshæfismat þeirra. Afleiðingarnar eru meðal annars þær að fólk missir lánaheimildir svo sem kredittkort nú rétt fyrir jólin. Þóra Tómasdóttir ræðir við Helgu Þórisdóttur forstjóra Persónuverndar og Lovísu Ósk Þrastardóttur yfirlögfræðing hjá Umboðsmanni skuldara. Þær kalla eftir eftirliti með lánshæfismati Creditinfo.
12/1/2023 • 15 minutes
Tíminn, vatnið og Vestmannaeyjar
Ríkisstjórnin sagðist í júlí ætla að leggja nýja neysluvatnslögn til Vestmannaeyja. Sú gamla væri löngu komin á tíma. Það sannaðist svo nýlega, þegar akkeri togara Vinnslustöðvarinnar eyðilagði lögnina á 300 metra kafla, sleit ljósleiðarann og mögulega rafstreng. Það er hættuástand. Svo er Herjólfur bilaður líka. Þó að Eyjamenn hafi heldur betur fengið að kynnast ókostunum við jarðvirkni þá þurfa þau samt að leita til lands eftir auðlindunum. Sunna Valgerðardóttir skoðar sögu vatnsveitunnar í Eyjum og hættustigið sem hefur verið lýst yfir.
11/30/2023 • 0
Tíminn, vatnið og Vestmannaeyjar
Ríkisstjórnin sagðist í júlí ætla að leggja nýja neysluvatnslögn til Vestmannaeyja. Sú gamla væri löngu komin á tíma. Það sannaðist svo nýlega, þegar akkeri togara Vinnslustöðvarinnar eyðilagði lögnina á 300 metra kafla, sleit ljósleiðarann og mögulega rafstreng. Það er hættuástand. Svo er Herjólfur bilaður líka. Þó að Eyjamenn hafi heldur betur fengið að kynnast ókostunum við jarðvirkni þá þurfa þau samt að leita til lands eftir auðlindunum. Sunna Valgerðardóttir skoðar sögu vatnsveitunnar í Eyjum og hættustigið sem hefur verið lýst yfir.
11/30/2023 • 15 minutes
Villta vestrið í innheimtubransanum
Þó lög séu í landinu um hvað vextir af skuldum megi vera háir virðast innheimtufyrirtæki finna mýmargar leiðir til að smyrja ríkulega á innheimtukostnað. Við rýnum í innheimtubréf sem eru til skoðunar hjá Neytendasamtökunum en svo virðist sem innheimtufyrirtæki hreinlega leiki sér að reglunum til þess að hámarka ágóðann af innheimtustarfseminni. Þóra Tómasdóttir ræðir við Breka Karlsson formann Neytendasamtakanna og Einar Bjarna Einarsson lögfræðing Neytendasamtakanna.
11/29/2023 • 0
Villta vestrið í innheimtubransanum
Þó lög séu í landinu um hvað vextir af skuldum megi vera háir virðast innheimtufyrirtæki finna mýmargar leiðir til að smyrja ríkulega á innheimtukostnað. Við rýnum í innheimtubréf sem eru til skoðunar hjá Neytendasamtökunum en svo virðist sem innheimtufyrirtæki hreinlega leiki sér að reglunum til þess að hámarka ágóðann af innheimtustarfseminni. Þóra Tómasdóttir ræðir við Breka Karlsson formann Neytendasamtakanna og Einar Bjarna Einarsson lögfræðing Neytendasamtakanna.
11/29/2023 • 15 minutes
Of sönn sakamálasaga
Dómstóll í Busan-héraði Suður Kóreu dæmdi á föstudag unga konu til lífstíðarfangelsisvistar fyrir morð. Konan játaði að hafa stungið ungan enskukennara til bana, hlutað lík hennar í sundur, komið einhverjum bútum fyrir í ferðatösku og fleygt í ánna. Ástæða morðsins var forvitni. Konan hafði lengi haft mikinn áhuga á sakamálasögum, sérstaklega sönnum sakamálasögum, og orðin forvitin um hvernig það væri að fremja morð sjálf. Hún lét verða af því, eftir að hafa skipulagt ódæðisverkið í marga mánuði. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Arnar Eggert Thoroddsen félagsfræðing um áhuga mannfólksins á glæpum og ráðgátunum í kring um þá, rótina og mögulegar afleiðingar.
11/28/2023 • 0
Of sönn sakamálasaga
Dómstóll í Busan-héraði Suður Kóreu dæmdi á föstudag unga konu til lífstíðarfangelsisvistar fyrir morð. Konan játaði að hafa stungið ungan enskukennara til bana, hlutað lík hennar í sundur, komið einhverjum bútum fyrir í ferðatösku og fleygt í ánna. Ástæða morðsins var forvitni. Konan hafði lengi haft mikinn áhuga á sakamálasögum, sérstaklega sönnum sakamálasögum, og orðin forvitin um hvernig það væri að fremja morð sjálf. Hún lét verða af því, eftir að hafa skipulagt ódæðisverkið í marga mánuði. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Arnar Eggert Thoroddsen félagsfræðing um áhuga mannfólksins á glæpum og ráðgátunum í kring um þá, rótina og mögulegar afleiðingar.
11/28/2023 • 15 minutes
Gerviverktaka og gjaldþrot
Í þessum þætti er rætt við fólk sem upplifir að það hafi starfað sem gerviverktakar hjá fjölmiðlafyrirtækinu Torgi. Fyrirtækið rak Hringbraut, Fréttablaðið og DV. Þegar Torg varð gjaldþrota áttu þau inni peninga sem ekki teljast forgangskröfur í þrotabúinu. Á dögunum sendi skiptastjóri þrotabúsins þeim bréf sem vakið hefur mikla reiði, þar sem hann krafði þau um endurgreiðslu launa sinna. Þóra Tómasdóttir ræddi við Margréti Erlu Maack, Njál Gunnlaugsson og Tómas Arnar Sigurbjörnsson.
11/27/2023 • 0
Gerviverktaka og gjaldþrot
Í þessum þætti er rætt við fólk sem upplifir að það hafi starfað sem gerviverktakar hjá fjölmiðlafyrirtækinu Torgi. Fyrirtækið rak Hringbraut, Fréttablaðið og DV. Þegar Torg varð gjaldþrota áttu þau inni peninga sem ekki teljast forgangskröfur í þrotabúinu. Á dögunum sendi skiptastjóri þrotabúsins þeim bréf sem vakið hefur mikla reiði, þar sem hann krafði þau um endurgreiðslu launa sinna. Þóra Tómasdóttir ræddi við Margréti Erlu Maack, Njál Gunnlaugsson og Tómas Arnar Sigurbjörnsson.
11/27/2023 • 15 minutes
Arentínski popúlistinn og hollenski kolleginn
Hinn sextugi Geert Wilders ætlar að leiða Holland inn í breytta tíma eftir sigur í þingkosningunum á miðvikudag. Hann leiðir öfga-hægriflokkinn sem er kenndur við frelsi, er á móti íslam, vill Holland úr ESB og ætlar að reka harða innflytjendastefnu. Svipað er uppi á teningnum í Argentínu, þó að ekkert ESB sé til staðar til að ganga úr, en nýr forseti landsins, Javier Milei, ætlar að einkavæða nánast allt, leggja niður ríkisstofnanir og heilbrigðiskerfið sömuleiðis. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Höllu Hrund Logadóttur um þessa þróun popúlismans, sem endurspeglast í Bandaríkjunum og mun víðar í heiminum.
11/24/2023 • 0
Arentínski popúlistinn og hollenski kolleginn
Hinn sextugi Geert Wilders ætlar að leiða Holland inn í breytta tíma eftir sigur í þingkosningunum á miðvikudag. Hann leiðir öfga-hægriflokkinn sem er kenndur við frelsi, er á móti íslam, vill Holland úr ESB og ætlar að reka harða innflytjendastefnu. Svipað er uppi á teningnum í Argentínu, þó að ekkert ESB sé til staðar til að ganga úr, en nýr forseti landsins, Javier Milei, ætlar að einkavæða nánast allt, leggja niður ríkisstofnanir og heilbrigðiskerfið sömuleiðis. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Höllu Hrund Logadóttur um þessa þróun popúlismans, sem endurspeglast í Bandaríkjunum og mun víðar í heiminum.
11/24/2023 • 15 minutes
Baráttan um bitana í Marel
Þessi óvenjulega staða; lágt gengi hlutabréfa í Marel og fjárhagsvandræði forstjórans fráfarandi, Árna Odds Þórðarsonar, fara ekki fram hjá þeim sem eiga peninga og vakta hlutabréfamarkaðinn. Í fjölmiðlum má lesa ýmsar útgáfur af því sem hefur gerst bakvið tjöldin. Í Heimildinni er því haldið fram að Arion banki hafi gengið erinda Stoða og Samherja, þegar bankinn tók hlutabréf Árna Odds upp í skuldir. Viðskiptamiðillinn Innherji heldur því hins vegar fram að persónuleg skuldastaða Árna Odds hafi knúið bankann til þessa neyðarúrræðis. Þóra Tómasdóttir ræðir við Magnús Geir Eyjólfsson fréttamann Rúv, Helga Seljan blaðamann á Heimildinni og Hörð Ægisson ritstjóra Innherja.
11/21/2023 • 0
Baráttan um bitana í Marel
Þessi óvenjulega staða; lágt gengi hlutabréfa í Marel og fjárhagsvandræði forstjórans fráfarandi, Árna Odds Þórðarsonar, fara ekki fram hjá þeim sem eiga peninga og vakta hlutabréfamarkaðinn. Í fjölmiðlum má lesa ýmsar útgáfur af því sem hefur gerst bakvið tjöldin. Í Heimildinni er því haldið fram að Arion banki hafi gengið erinda Stoða og Samherja, þegar bankinn tók hlutabréf Árna Odds upp í skuldir. Viðskiptamiðillinn Innherji heldur því hins vegar fram að persónuleg skuldastaða Árna Odds hafi knúið bankann til þessa neyðarúrræðis. Þóra Tómasdóttir ræðir við Magnús Geir Eyjólfsson fréttamann Rúv, Helga Seljan blaðamann á Heimildinni og Hörð Ægisson ritstjóra Innherja.
11/21/2023 • 15 minutes
Bláa lónið: mikill arður og ódýr garður
Nú rísa varnargarðar á Reykjanesskaganum sem eiga að koma í veg fyrir að mikilvægir innviðir fari undir hraun í eldgosi. Tíminn gæti verið naumur, þetta er risastór framkvæmd, kostar mikið og almenningur borgar. Garðarnir eru tveir og eiga að vernda Svartsengi, sem sér um tíu prósent þjóðarinnar fyrir hita og rafmagni. Bláa lónið verður líka varið. Fasteignaeigendur greiða brotabrotabrot af brunabótamati hússins í sjóðinn. Þar með taldir eru eigendur Bláa lónsins. Sunna Valgerðardóttir skoðar lónið sem á að verja, sögu þess og stöðu.
11/20/2023 • 0
Bláa lónið: mikill arður og ódýr garður
Nú rísa varnargarðar á Reykjanesskaganum sem eiga að koma í veg fyrir að mikilvægir innviðir fari undir hraun í eldgosi. Tíminn gæti verið naumur, þetta er risastór framkvæmd, kostar mikið og almenningur borgar. Garðarnir eru tveir og eiga að vernda Svartsengi, sem sér um tíu prósent þjóðarinnar fyrir hita og rafmagni. Bláa lónið verður líka varið. Fasteignaeigendur greiða brotabrotabrot af brunabótamati hússins í sjóðinn. Þar með taldir eru eigendur Bláa lónsins. Sunna Valgerðardóttir skoðar lónið sem á að verja, sögu þess og stöðu.
11/20/2023 • 15 minutes
Hefur læknað apa af Parkinson
Hingað til hefur Parkinson verið ólæknandi sjúkdómur. Heilaskurðlækninum Arnari Ástráðsyni og samstarfsfólki hans hefur hins vegar þegar tekist að lækna bæði rottur og apa af sjúkdómnum. Þessi einstaki árangur byggir á Nóbelsverðlaunaðri aðferð við að þróa stofnfrumur. Arnar hefur unnið að þessu í rannsóknarteymi við Harvard háskóla í 17 ár og nú er komið að því prófa aðferðina á fólki. Arnar átti fatlaða systur sem varð honum hvatning til að fara þessa leið.
11/17/2023 • 0
Hefur læknað apa af Parkinson
Hingað til hefur Parkinson verið ólæknandi sjúkdómur. Heilaskurðlækninum Arnari Ástráðsyni og samstarfsfólki hans hefur hins vegar þegar tekist að lækna bæði rottur og apa af sjúkdómnum. Þessi einstaki árangur byggir á Nóbelsverðlaunaðri aðferð við að þróa stofnfrumur. Arnar hefur unnið að þessu í rannsóknarteymi við Harvard háskóla í 17 ár og nú er komið að því prófa aðferðina á fólki. Arnar átti fatlaða systur sem varð honum hvatning til að fara þessa leið. Þóra Tómasdóttir ræddi við Arnar Ástráðsson.
11/17/2023 • 15 minutes
Martraðakjallarinn í Sóltúni
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur kært til lögreglu mál fyrirtækis sem geymdi matvæli í ólöglegum kjallara við Sóltún. Frestur fyrirtækisins til að svara eftirlitinu rann út í vikunni. Í kjallaranum bjuggu rottur og mýs og að öllum líkindum fólk líka. Myndirnar eru martraðakenndar, sérstaklega í ljósi þess að eftirlitinu grunar að maturinn hafi verið ætlaður veitingastöðum og matvælafyrirtækjum. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Kolbein Tuma Daðason, fréttastjóra og fréttamann á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni, um Sóltúnskjallarann, sem heilbrigðiseftirlitið segir umfangsmesta mál sem þau hafa þurft að kljást við.
11/16/2023 • 0
Martraðakjallarinn í Sóltúni
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur kært til lögreglu mál fyrirtækis sem geymdi matvæli í ólöglegum kjallara við Sóltún. Frestur fyrirtækisins til að svara eftirlitinu rann út í vikunni. Í kjallaranum bjuggu rottur og mýs og að öllum líkindum fólk líka. Myndirnar eru martraðakenndar, sérstaklega í ljósi þess að eftirlitinu grunar að maturinn hafi verið ætlaður veitingastöðum og matvælafyrirtækjum. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Kolbein Tuma Daðason, fréttastjóra og fréttamann á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni, um Sóltúnskjallarann, sem heilbrigðiseftirlitið segir umfangsmesta mál sem þau hafa þurft að kljást við.
11/16/2023 • 15 minutes
Sigríður Hagalín Björnsdóttir ræðir Elda og hamfarir á Reykjanesskaga
- Það er óábyrgt að láta Sigríði Hagalín flytja fréttir af mögulegu gosi þar sem hún spáði fyrir hamförum í bókinni Eldarnir, ástin og aðrar hamfarir, þar sem eldsvirkni byrjar á Reykjanesi sem leiðir til alls konar hörmunga - skrifar áhyggjufullur samfélagsmiðlanotandi, en líklega í léttum tón. Sigríður Hagalín Björnsdóttir er ein reyndasti fréttamaður RÚV og það vill svo til að hún er líka rithöfundur sem hefur meðal annars skrifað skáldsögu um eldsumbrot á Reykjanesskaganum. En það vill líka svo til að fjórum mánuðum eftir að bókin hennar kom út, rofnaði Reykjanesskaginn og hefur varla gróið síðan. Hamfarir eru orðnar, þó að hinar óhugsanlegu hamfarir, að það gjósi í Grindavík, séu enn ekki orðnar og verði vonandi aldrei. Sigríður hefur flutt fréttir af Grindavík undanfarna daga, hitt fólkið við þessar fáránlegu aðstæður og horft ofan í jörðina þar sem kvikan kraumar. Sunna Valgerðardóttir ræðir við hana í þætti dagsins.
11/15/2023 • 0
Sigríður Hagalín Björnsdóttir ræðir Elda og hamfarir á Reykjanesskaga
- Það er óábyrgt að láta Sigríði Hagalín flytja fréttir af mögulegu gosi þar sem hún spáði fyrir hamförum í bókinni Eldarnir, ástin og aðrar hamfarir, þar sem eldsvirkni byrjar á Reykjanesi sem leiðir til alls konar hörmunga - skrifar áhyggjufullur samfélagsmiðlanotandi, en líklega í léttum tón. Sigríður Hagalín Björnsdóttir er ein reyndasti fréttamaður RÚV og það vill svo til að hún er líka rithöfundur sem hefur meðal annars skrifað skáldsögu um eldsumbrot á Reykjanesskaganum. En það vill líka svo til að fjórum mánuðum eftir að bókin hennar kom út, rofnaði Reykjanesskaginn og hefur varla gróið síðan. Hamfarir eru orðnar, þó að hinar óhugsanlegu hamfarir, að það gjósi í Grindavík, séu enn ekki orðnar og verði vonandi aldrei. Sigríður hefur flutt fréttir af Grindavík undanfarna daga, hitt fólkið við þessar fáránlegu aðstæður og horft ofan í jörðina þar sem kvikan kraumar. Sunna Valgerðardóttir ræðir við hana í þætti dagsins.
11/15/2023 • 15 minutes
Við hefðum átt að vera löngu farin úr Grindavík
Sólný Pálsdóttir og hennar stóra fjölskylda úr Grindavík er að reyna að venjast ósvissuástandinu sem nú ríkir vegna jarðhræringa á svæðinu. Þau elska bæinn af öllu hjarta og mega ekki til þess hugsa að þau geti ekki snúið aftur til þess lífs sem þau þekkja þar. Mest af öllu reynir ástandið á yngsta barnið, hann Hilmi Sveinsson. Hann er tólf ára gamall, með downsheilkenni og kann bara ekki að meta þessa skjálfta og læti. Fjölskyldan er þó ekki bara með hugann við framtíð heimabæjarins því á sama tíma og beðið er eftir mögulegu eldgosi á svæðinu, er líka beðið eftir að lítið barn fæðist inn í fjölskylduna. Við heyrum líka í tengdadóttur Sólnýjar, henni Rannveigu Björnsdóttur, sem á að vera að læra undir próf í þessum skrítnu aðstæðum.
11/14/2023 • 0
Við hefðum átt að vera löngu farin úr Grindavík
Sólný Pálsdóttir og hennar stóra fjölskylda úr Grindavík er að reyna að venjast ósvissuástandinu sem nú ríkir vegna jarðhræringa á svæðinu. Þau elska bæinn af öllu hjarta og mega ekki til þess hugsa að þau geti ekki snúið aftur til þess lífs sem þau þekkja þar. Mest af öllu reynir ástandið á yngsta barnið, hann Hilmi Sveinsson. Hann er tólf ára gamall, með downsheilkenni og kann bara ekki að meta þessa skjálfta og læti.
Fjölskyldan er þó ekki bara með hugann við framtíð heimabæjarins því á sama tíma og beðið er eftir mögulegu eldgosi á svæðinu, er líka beðið eftir að lítið barn fæðist inn í fjölskylduna. Við heyrum líka í tengdadóttur Sólnýjar, henni Rannveigu Björnsdóttur, sem á að vera að læra undir próf í þessum skrítnu aðstæðum. Umsjón: Þóra Tómasdóttir.
11/14/2023 • 15 minutes
Grindvíkingar á flótta og vald almannavarna
Nokkur hluti þeirra tæplega fjögur þúsund Grindvíkinga sem þurftu að flýja heimili sín á föstudagskvöldinu búa núna í Kórnum í Kópavogi. Ég er smá hrædd um að húsið mitt springi og við komumst ekki heim aftur, segir tíu ára Grindvíkingur. Annar sveitungi hennar, sem hefur búið í Grindavík í 40 ár, hefur áhyggjur af húsinu sínu en ætlar ekki að nýta gluggann sem fékkst til að sækja eigur sínar. Sunna Valgerðardóttir og Þóra Tómasdóttir fjalla um Grindvíkingana og ákvarðanir almannavarna sem eru byggðar á síbreytilegum gögnum.
11/13/2023 • 0
Grindvíkingar á flótta og vald almannavarna
Nokkur hluti þeirra tæplega fjögur þúsund Grindvíkinga sem þurftu að flýja heimili sín á föstudagskvöldinu búa núna í Kórnum í Kópavogi. Ég er smá hrædd um að húsið mitt springi og við komumst ekki heim aftur, segir tíu ára Grindvíkingur. Annar sveitungi hennar, sem hefur búið í Grindavík í 40 ár, hefur áhyggjur af húsinu sínu en ætlar ekki að nýta gluggann sem fékkst til að sækja eigur sínar. Sunna Valgerðardóttir og Þóra Tómasdóttir fjalla um Grindvíkingana og ákvarðanir almannavarna sem eru byggðar á síbreytilegum gögnum.
11/13/2023 • 15 minutes
Þáttur 227 af 250
11/10/2023 • 0
Hvernig á að stöðva stríðið? seinni hluti
Hvernig standa íslensk stjórnvöld sig í að þrýsta á að stríð Ísraels og Palestínu taki enda? Er Ísland málsvari friðar á alþjóðavettvangi? Hvaða máli skipta alþjóðalög í þessu grimmilega stríði og af hverju tala stjórnmálamenn um mikilvægi þess að farið sé eftir þeim? Hvaða úrræði eru til að hjálpa fólki í aðstæðum sem sagðar eru eitt versta mannúðarástand sögunnar? Breytir það einhverju að setja fjármagn í mannúðaraðstoð? Og hvaða mannúðarsamtök er þá gagnlegt að styrkja? Kári Hólmar Ragnarsson lektor í þjóðarrétti við Háskóla Íslands og Lára Jónasdóttir friðar- og átakafræðingur reyna að svara þessum flóknum spurningum. Umsjón: Þóra Tómasdóttir.
11/10/2023 • 15 minutes
Beitir Ísland sér nógu mikið til að stöðva stríðið? Fyrri hluti
Gerir Ísland nógu mikið til að þrýsta á stöðvun stríðsins milli Ísraels og Palestínu? Höfum við úrræði til að hjálpa til í aðstæðum sem sagðar eru eitt versta mannúðarástand sögunnar? Hvað geta íslensk stjórnvöld gert betur og hvað geta almennir borgarar gert? Breytir það einhverju að styrkja mannúðarsamtök? Er það kannski bara leið til að kaupa okkur friðþægingu svo okkur líði ögn betur yfir hryllilegum fréttum af morðum á þúsundum saklausra borgara? Við leitum svara við þessum spurningum hjá þeim Láru Jónasdóttur og Kára Hólmari Ragnarssyni. Lára er hokin af reynslu af mannúðarstarfi í Mið-Austurlöndum og hefur starfað fyrir ýmis samtök svo sem Lækna án landamæra. Hún segir frá því sem hún telur gagnlegt að gera til að hafa áhrif á deiluna. Kári er lektor í þjóðarrétti við lagadeild Háskóla Íslands. Hann veit hvaða reglur gilda í stríði og þekkir kerfið sem hannað er af alþjóðasamfélaginu til að bregðast við slíku ástandi.
11/9/2023 • 0
Hvernig á að stöðva stríðið? Fyrri hluti
Gerir Ísland nógu mikið til að þrýsta á stöðvun stríðsins milli Ísraels og Palestínu? Höfum við úrræði til að hjálpa til í aðstæðum sem sagðar eru eitt versta mannúðarástand sögunnar? Hvað geta íslensk stjórnvöld gert betur og hvað geta almennir borgarar gert? Breytir það einhverju að styrkja mannúðarsamtök? Er það kannski bara leið til að kaupa okkur friðþægingu svo okkur líði ögn betur yfir hryllilegum fréttum af morðum á þúsundum saklausra borgara?
Við leitum svara við þessum spurningum hjá þeim Láru Jónasdóttur og Kára Hólmari Ragnarssyni. Lára er hokin af reynslu af mannúðarstarfi í Mið-Austurlöndum og hefur starfað fyrir ýmis samtök svo sem Lækna án landamæra. Hún segir frá því sem hún telur gagnlegt að gera til að hafa áhrif á deiluna.
Kári er lektor í þjóðarrétti við lagadeild Háskóla Íslands. Hann veit hvaða reglur gilda í stríði og þekkir kerfið sem hannað er af alþjóðasamfélaginu til að bregðast við slíku ástandi. Umsjón: Þóra Tómasdóttir.
11/9/2023 • 15 minutes
Upp með varnargarðana strax
Ármann Höskuldsson jarðfræðingur vill varnargarða strax vegna yfirvofandi eldgoss á Reykjanesi. Hann segir ákvarðanafælni og upplýsingaóreiðu ríkja í viðbrögðum stjórnvalda. Það sé of mikið í húfi. Milljónir, eða jafnvel milljarðar, í varnargarða skipti litlu máli þegar þúsund milljarðar gætu verið í hættu. Ef hann mundi ráða, væri hann búinn að lýsa yfir hættustigi vegna jarðhræringanna. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Ármann í þætti dagsins.
11/8/2023 • 0
Upp með varnargarðana strax
Ármann Höskuldsson jarðfræðingur vill varnargarða strax vegna yfirvofandi eldgoss á Reykjanesi. Hann segir ákvarðanafælni og upplýsingaóreiðu ríkja í viðbrögðum stjórnvalda. Það sé of mikið í húfi. Milljónir, eða jafnvel milljarðar, í varnargarða skipti litlu máli þegar þúsund milljarðar gætu verið í hættu. Ef hann mundi ráða, væri hann búinn að lýsa yfir hættustigi vegna jarðhræringanna. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Ármann í þætti dagsins.
11/8/2023 • 15 minutes
Ólaunuð störf kvenna í landbúnaði
Konur eru afar sjaldan skráðar eru fyrir býlum í íslenskum landbúnaði. Að mati Vigdísar Hasler framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, skapar versnandi fjárhagsstaða bænda enn meiri hættu á að konur sinni ólaunuðum störfum í landbúnaði og safni hvorki réttindum né lífeyri. Reynir Þór Jónsson bóndi á Hurðabaki í Flóa segir nýleg dæmi sýni að nauðsynlegt sé að gera kerfisbreytingar til að tryggja réttindi allra sem standa að búrekstri. Fjallað er um hvernig ættliðaskiptum sé háttað á bæjum og hvað gæti bætt fjárhagsstöðu bændastéttarinnar.
11/7/2023 • 0
Ólaunuð störf kvenna í landbúnaði
Konur eru afar sjaldan skráðar eru fyrir býlum í íslenskum landbúnaði. Að mati Vigdísar Hasler framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, skapar versnandi fjárhagsstaða bænda enn meiri hættu á að konur sinni ólaunuðum störfum í landbúnaði og safni hvorki réttindum né lífeyri. Reynir Þór Jónsson bóndi á Hurðabaki í Flóa segir nýleg dæmi sýni að nauðsynlegt sé að gera kerfisbreytingar til að tryggja réttindi allra sem standa að búrekstri.Fjallað er um hvernig ættliðaskiptum sé háttað á bæjum og hvað gæti bætt fjárhagsstöðu bændastéttarinnar. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
11/7/2023 • 15 minutes
Ólystugur en víðförull bólfélagi
Fjallað er um hvimleiðan bólfélaga í þætti dagsins. Bólfélaga sem athafnar sig að nóttu til þegar rekkjunautar hans eru í fastasvefni. Hann stingur á þá göt og sýgur sjöfalda þyngd sína, finnur sér svo góðan samastað í rifum rúmsins, fjölgar sér og heldur svo iðju sinni áfram. Og það er hægara sagt en gert að losna við hann. Og í París hefur geisað það sem fjölmiðlar kalla faraldur, þessa óboðna gests. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Matthías Alfreðsson skordýrafræðing og Steinar Smára Guðbergsson, Meindýraeyði Íslands, um veggjalýs (bed bugs) í Þetta helst.
11/6/2023 • 0
Ólystugur en víðförull bólfélagi
Fjallað er um hvimleiðan bólfélaga í þætti dagsins. Bólfélaga sem athafnar sig að nóttu til þegar rekkjunautar hans eru í fastasvefni. Hann stingur á þá göt og sýgur sjöfalda þyngd sína, finnur sér svo góðan samastað í rifum rúmsins, fjölgar sér og heldur svo iðju sinni áfram. Og það er hægara sagt en gert að losna við hann. Og í París hefur geisað það sem fjölmiðlar kalla faraldur, þessa óboðna gests. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Matthías Alfreðsson skordýrafræðing og Steinar Smára Guðbergsson, Meindýraeyði Íslands, um veggjalýs (bed bugs) í Þetta helst.
11/6/2023 • 15 minutes
Verður bláskelin næsta gullæði Íslendinga?
Skelfiskrækt er stærsta tækifæri sem við Íslendingar höfum til nýsköpunar. Við strendur landsins eru einstakar aðstæður á heimsvísu til ræktunar á skelfiski. Ef fundnar verða leiðir til að yfirstíga helstu áskoranir sem þessi atvinnugrein glímir við nú, verður hægt að framleiða með vistvænum hætti, meiri verðmæti en allur íslenski sjávarútvegurinn gerir nú. Þetta segir Júlíus Birgir Kristinsson doktor í líffræði.
11/3/2023 • 0
Verður bláskelin næsta gullæði Íslendinga?
Skelfiskrækt er stærsta tækifæri sem við Íslendingar höfum til nýsköpunar. Við strendur landsins eru einstakar aðstæður á heimsvísu til ræktunar á skelfiski.
Ef fundnar verða leiðir til að yfirstíga helstu áskoranir sem þessi atvinnugrein glímir við nú, verður hægt að framleiða með vistvænum hætti, meiri verðmæti en allur íslenski sjávarútvegurinn gerir nú. Þetta segir Júlíus Birgir Kristinsson doktor í líffræði.
11/3/2023 • 15 minutes
Lúsétinn lax í Tálknafirði
Um milljón laxar í sjókvíum í Tálknafirði hafa drepist eða verið fargað. Á aðeins tveimur vikum sýktist laxinn í kvíunum svo illa af laxalús að fiskurinn allur er ónýtur til manneldis. Sláandi myndir af lúsétnum laxi hafa birst í fjölmiðlum að undanförnu. Gréta Sigríður Einarsdóttir fréttamaður Rúv á Vestfjörðum og Vesturlandi er nýkomin frá Tálknafirði og fjallar um úrræðin við þessu ástandi og hvers vegna atvinnugreinin er íbúum á svæðinu svo mikilvæg.
11/2/2023 • 0
Lúsétinn lax í Tálknafirði
Um milljón laxar í sjókvíum í Tálknafirði hafa drepist eða verið fargað. Á aðeins tveimur vikum sýktist laxinn í kvíunum svo illa af laxalús að fiskurinn allur er ónýtur til manneldis. Sláandi myndir af lúsétnum laxi hafa birst í fjölmiðlum að undanförnu. Gréta Sigríður Einarsdóttir fréttamaður Rúv á Vestfjörðum og Vesturlandi er nýkomin frá Tálknafirði og fjallar um úrræðin við þessu ástandi og hvers vegna atvinnugreinin er íbúum á svæðinu svo mikilvæg.
11/2/2023 • 15 minutes
Stríð, skriffinska Sameinuðu þjóðanna og tímasetningar skeyta
Mörg þúsund manns, mikið til lítil börn, hafa verið drepin í stríðinu á milli Ísrael og Palestínu. Þetta er ógeðslegt ástand og voðalega flókið. Sunna Valgerðardóttir stiklar á ýmsu í þætti dagsins varðandi Ísrael og Palestínu, stríðið þar sem fólk deyr og þjáist, verkferla Sameinuðu þjóðanna og litla stríðið hér heima þar sem við rífumst um tölvupóstssendingar. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir er viðmælandi þáttarins.
11/1/2023 • 0
Stríð, skriffinska Sameinuðu þjóðanna og tímasetningar skeyta
Mörg þúsund manns, mikið til lítil börn, hafa verið drepin í stríðinu á milli Ísrael og Palestínu. Þetta er ógeðslegt ástand og voðalega flókið. Sunna Valgerðardóttir stiklar á ýmsu í þætti dagsins varðandi Ísrael og Palestínu, stríðið þar sem fólk deyr og þjáist, verkferla Sameinuðu þjóðanna og litla stríðið hér heima þar sem við rífumst um tölvupóstssendingar. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir er viðmælandi þáttarins.
11/1/2023 • 15 minutes
Lygileg Íslendingasaga elstu trúarbragða heims
Einar Ágústsson var í síðustu viku dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fjársvik. Bróðir hans, Ágúst Arnar, er leiðtogi trúfélags á Íslandi, trúfélags sem er byggt á einni elstu trú mannkyns: Zuism. Saga íslensku Zúistanna er ekki dæmisaga, þó að hún sé á köflum hálf-lygileg. Hún er vissulega dæmisaga sem slík, um það hvernig á ekki að gera hlutina, eða hvernig á einmitt að gera þá, það fer allt eftir viðhorfinu. Í dag eru um 600 skráðir Zúistar á Íslandi, en þeir voru rúmlega 3000 á blómaskeiðinu, sem reyndist þó byggt á sandi. Sunna Valgerðardóttir fjallar um Kickstarter-bræðurna Einar og Ágúst, baráttu Zúistastjórnarinnar við kerfið og sóknargjöldin sem átti að endurgreiða.
10/31/2023 • 0
Lygileg Íslendingasaga elstu trúarbragða heims
Einar Ágústsson var í síðustu viku dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fjársvik. Bróðir hans, Ágúst Arnar, er leiðtogi trúfélags á Íslandi, trúfélags sem er byggt á einni elstu trú mannkyns: Zuism. Saga íslensku Zúistanna er ekki dæmisaga, þó að hún sé á köflum hálf-lygileg. Hún er vissulega dæmisaga sem slík, um það hvernig á ekki að gera hlutina, eða hvernig á einmitt að gera þá, það fer allt eftir viðhorfinu. Í dag eru um 600 skráðir Zúistar á Íslandi, en þeir voru rúmlega 3000 á blómaskeiðinu, sem reyndist þó byggt á sandi. Sunna Valgerðardóttir fjallar um Kickstarter-bræðurna Einar og Ágúst, baráttu Zúistastjórnarinnar við kerfið og sóknargjöldin sem átti að endurgreiða.
Við höldum áfram að fjalla um nýja anga stóra málverkafölsunarmálsins. Ólafur Ingi Jónsson forvörður Listasafns Íslands fullyrðir nú að hann viti hver málaði umdeilda Kjarvalsverkið Rauðmagi á fati, sem nýlega hékk á veggjum listasafnsins. Hann hefur fundið ný gögn sem afhjúpa að höfundurinn er alls ekki Jóhannes Kjarval heldur lítt þekktur danskur málari.
Við höldum áfram að fjalla um nýja anga stóra málverkafölsunarmálsins. Ólafur Ingi Jónsson forvörður Listasafns Íslands fullyrðir nú að hann viti hver málaði umdeilda Kjarvalsverkið Rauðmagi á fati, sem nýlega hékk á veggjum listasafnsins. Hann hefur fundið ný gögn sem afhjúpa að höfundurinn er alls ekki Jóhannes Kjarval heldur lítt þekktur danskur málari.
Við höldum áfram að fjalla um nýja anga stóra málverkafölsunarmálsins. Ólafur Ingi Jónsson forvörður Listasafns Íslands fullyrðir nú að hann viti hver málaði umdeilda Kjarvalsverkið Rauðmagi á fati, sem nýlega hékk á veggjum listasafnsins. Hann hefur fundið ný gögn sem afhjúpa að höfundurinn er alls ekki Jóhannes Kjarval heldur lítt þekktur danskur málari.
10/30/2023 • 16 minutes, 39 seconds
Séra Friðrik og eldrauðu flöggin
- Náðargáfum fylgja freistingar, því hættulegri sem þær eru duldari. Séra Friðrik hlaut náðargáfu persónulegra töfra í óvenjulega ríkum mæli. Hann vissi um það vald sem hann gat haft yfir öðrum. Það er freisting slíks manns, það er freisting leiðtogans að valdið yfir öðrum, aðdáun og þjónslund fylgismanna verði takmark, óaðgreinanlegt frá málstað. Hann þarf að ráða. Verða miðdepill. Stjaka til hliðar. Eiga sinn flokk. Séra Friðrik var hafinn yfir slíkt. Því hann var hafinn yfir sjálfan sig. Hann bar fyrir brjósti alla drengina sína, tímanlega og eilífa velferð þeirra. Það var leyndarmál séra Friðriks. - Þetta sagði Sigurbjörn Einarsson biskup við útför trúbróðurs síns, Friðriks Friðrikssonar, í mars 1961. En sagnfræðingurinn Guðmundur Magnússon hefur nú leitt í ljós að þessi meinti heilagleiki var alls ekki eina leyndarmál séra Friðriks, þó að sum segja óeðlilegan áhuga hans á drengjum ætti ekki átt að hafa komið neinum á óvart. Sunna Valgerðardóttir fjallar um leyndarmál Friðriks Friðrikssonar, prests og æskulýðsleiðtoga, í þætti dagsins.
10/27/2023 • 0
Séra Friðrik og eldrauðu flöggin
- Náðargáfum fylgja freistingar, því hættulegri sem þær eru duldari. Séra Friðrik hlaut náðargáfu persónulegra töfra í óvenjulega ríkum mæli. Hann vissi um það vald sem hann gat haft yfir öðrum. Það er freisting slíks manns, það er freisting leiðtogans að valdið yfir öðrum, aðdáun og þjónslund fylgismanna verði takmark, óaðgreinanlegt frá málstað. Hann þarf að ráða. Verða miðdepill. Stjaka til hliðar. Eiga sinn flokk. Séra Friðrik var hafinn yfir slíkt. Því hann var hafinn yfir sjálfan sig. Hann bar fyrir brjósti alla drengina sína, tímanlega og eilífa velferð þeirra. Það var leyndarmál séra Friðriks. -
Þetta sagði Sigurbjörn Einarsson biskup við útför trúbróðurs síns, Friðriks Friðrikssonar, í mars 1961. En sagnfræðingurinn Guðmundur Magnússon hefur nú leitt í ljós að þessi meinti heilagleiki var alls ekki eina leyndarmál séra Friðriks, þó að sum segja óeðlilegan áhuga hans á drengjum ætti ekki átt að hafa komið neinum á óvart. Sunna Valgerðardóttir fjallar um leyndarmál Friðriks Friðrikssonar, prests og æskulýðsleiðtoga, í þætti dagsins.
10/27/2023 • 15 minutes
Ættleidd börn í sömu stöðu og vöggustofubörnin
Reynsla ættleiddra barna sem koma hingað til lands er sambærileg reynslu þeirra sem vistuð voru á vöggustofum í Reykjavík á árum áður. Þetta segir Selma Hafsteinsdóttir, móðir ættleidds barns. Hún segir ættleiddra barna bíði sömu örlög nema þau fái kerfisbudninn stuðning til að vinna úr sínum áföllum. Á meðan vöggustofubörn fá ríkan skilning og bætur fyrir illa meðferð, sé skorið niður í málefnum ættleiddra.
10/26/2023 • 0
Ættleidd börn í sömu stöðu og vöggustofubörnin
Reynsla ættleiddra barna sem koma hingað til lands er sambærileg reynslu þeirra sem vistuð voru á vöggustofum í Reykjavík á árum áður. Þetta segir Selma Hafsteinsdóttir, móðir ættleidds barns. Hún segir ættleiddra barna bíði sömu örlög nema þau fái kerfisbudninn stuðning til að vinna úr sínum áföllum. Á meðan vöggustofubörn fá ríkan skilning og bætur fyrir illa meðferð, sé skorið niður í málefnum ættleiddra.
10/26/2023 • 0
Ættleidd börn í sömu stöðu og vöggustofubörnin
Reynsla ættleiddra barna sem koma hingað til lands er sambærileg reynslu þeirra sem vistuð voru á vöggustofum í Reykjavík á árum áður.
Þetta segir Selma Hafsteinsdóttir, móðir ættleidds barns. Hún segir ættleiddra barna bíði sömu örlög nema þau fái kerfisbudninn stuðning til að vinna úr sínum áföllum. Á meðan vöggustofubörn fá ríkan skilning og bætur fyrir illa meðferð, sé skorið niður í málefnum ættleiddra.
10/26/2023 • 17 minutes, 13 seconds
Sjúkdómarnir sem breyta heilanum í svamp
Einungis sjö tilfelli hafa verið staðfest á Íslandi af heilahrörnunarsjúkdómnum banvæna sem kenndur er við þýsku taugalæknana Hans Creutzfeldt og Alfons Jakob. Nýjasta tilfellið greindist í fyrra, það var kona á miðjum aldri sem lést fljótlega eftir að fyrstu einkenni komu fram. Þetta er smitsjúkdómur, en samt ekki beint smitandi. Það eru til fleiri afbrigði, eitt lagði breskan landbúnað nærri að velli fyrir nokkrum áratugum. Í þætti dagsins ræðir Sunna Valgerðardóttir við Elías Ólafsson, sérfræðing í taugasjúkdómum, um Creutzfeldt-Jakob sjúkdóminn, kúariðu og aðra príonsjúkdóma sem leggjast á dýr og menn.
10/25/2023 • 0
Sjúkdómarnir sem breyta heilanum í svamp
Einungis sjö tilfelli hafa verið staðfest á Íslandi af heilahrörnunarsjúkdómnum banvæna sem kenndur er við þýsku taugalæknana Hans Creutzfeldt og Alfons Jakob. Nýjasta tilfellið greindist í fyrra, það var kona á miðjum aldri sem lést fljótlega eftir að fyrstu einkenni komu fram. Þetta er smitsjúkdómur, en samt ekki beint smitandi. Það eru til fleiri afbrigði, eitt lagði breskan landbúnað nærri að velli fyrir nokkrum áratugum. Í þætti dagsins ræðir Sunna Valgerðardóttir við Elías Ólafsson, sérfræðing í taugasjúkdómum, um Creutzfeldt-Jakob sjúkdóminn, kúariðu og aðra príonsjúkdóma sem leggjast á dýr og menn.
10/25/2023 • 15 minutes
Heimsmeistarkeppnin í rúgbí
Nú líður að lokum heimsmeistarakeppninnar í rúgbí karla í Frakklandi en um komandi helgi mætast Nýja Sjáland og Suður-Afríka í úrslitaleik mótsins. Í Þetta helst verður sagt undan og ofan af keppninni og íþróttinni sem nýtur mikilla vinsælda víða um heim. Umsjón með Þetta helst í dag hefur Guðni Tómasson
10/24/2023 • 0
Heimsmeistarkeppnin í rúgbí
Nú líður að lokum heimsmeistarakeppninnar í rúgbí karla í Frakklandi en um komandi helgi mætast Nýja Sjáland og Suður-Afríka í úrslitaleik mótsins. Í Þetta helst verður sagt undan og ofan af keppninni og íþróttinni sem nýtur mikilla vinsælda víða um heim.
Umsjón með Þetta helst í dag hefur Guðni Tómasson
10/24/2023 • 15 minutes
Fjölmiðlastormurinn um Auðun Georg
Í þætti dagsins fjöllum við um hvernig það er að verða opinberlega niðurlægður, að vera aðhlátursefni í fjölmiðlum eða bara lenda í hakkavélinni. Sá sem stendur einn í miðjum fjölmiðlastormi, gleymir því seint. Viðmælandi okkar heitir Auðun Georg Ólafsson, sem hefur ekki þorað að segja nafnið sitt upphátt í 18 ár. Slík var skömm hans yfir fárinu sem hann lenti í eftir að hafa sótt um starf fréttastjóra hjá ríkisútvarpinu.
10/23/2023 • 0
Fjölmiðlastormurinn um Auðun Georg
Í þætti dagsins fjöllum við um hvernig það er að verða opinberlega niðurlægður, að vera aðhlátursefni í fjölmiðlum eða bara lenda í hakkavélinni.
Sá sem stendur einn í miðjum fjölmiðlastormi, gleymir því seint. Viðmælandi okkar heitir Auðun Georg Ólafsson, sem hefur ekki þorað að segja nafnið sitt upphátt í 18 ár. Slík var skömm hans yfir fárinu sem hann lenti í eftir að hafa sótt um starf fréttastjóra hjá ríkisútvarpinu. Þóra Tómasdóttir ræddi vð Auðun Georg.
10/23/2023 • 15 minutes
Rafmagnið sem endurræsir hausinn
Landspítalinn sinnir hátt í 50 manns árlega sem þjást af alvarlegu þunglyndi, geðhvörfum og stundum öðrum sjúkdómum, með raflækningum. Þetta er besta úrræðið fyrir vissan hóp. Örlitlum rafstraumi er beint inn í heila sjúklinganna til að framkalla flog. sem umsjónarlæknirinn segir eins konar endurræsingu. Mörgum þykir tilhugsunin um að rafstraumur í heilann geti verið lítið annað en einhvers konar gamaldags-pyntingaraðferð á fólki með geðraskanir. En það er alls ekki svo. Meðferðin skilar góðum árangri í yfir 80 prósent tilfella. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Dr. Astrid Freisen, geðlækni á Landspítalann, um sögu raflækninga, aukaverkanirnar, árangurinn, Gaukshreiðrið og mikilvægi raflækninga í nútímanum.
10/20/2023 • 0
Rafmagnið sem endurræsir hausinn
Landspítalinn sinnir hátt í 50 manns árlega sem þjást af alvarlegu þunglyndi, geðhvörfum og stundum öðrum sjúkdómum, með raflækningum. Þetta er besta úrræðið fyrir vissan hóp. Örlitlum rafstraumi er beint inn í heila sjúklinganna til að framkalla flog. sem umsjónarlæknirinn segir eins konar endurræsingu. Mörgum þykir tilhugsunin um að rafstraumur í heilann geti verið lítið annað en einhvers konar gamaldags-pyntingaraðferð á fólki með geðraskanir. En það er alls ekki svo. Meðferðin skilar góðum árangri í yfir 80 prósent tilfella. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Dr. Astrid Freisen, geðlækni á Landspítalann, um sögu raflækninga, aukaverkanirnar, árangurinn, Gaukshreiðrið og mikilvægi raflækninga í nútímanum.
10/20/2023 • 15 minutes
Er hægt að bjarga cavalierhundinum? -seinni hluti
Nýr dómur í Noregi bannar áframhaldandi ræktun cavalierhunda þar í landi. Við ræðum hvernig best sé að bregðast við innræktun hér og hvort hægt sé að bjarga þessum vinsæla hundastofni. Við ræðum líka um sögu hunda og manna. Herdís Hallmarsdóttir fyrrum formaður HRFÍ, Þóra Jónasdóttir dýralæknir og Theódóra Róbertsdóttir dýrahjúkrunarfræðingur ræða hundarækt og siðferðisleg álitamál.
10/19/2023 • 0
Er hægt að bjarga cavalierhundinum? -seinni hluti
Nýr dómur í Noregi bannar áframhaldandi ræktun cavalierhunda þar í landi. Við ræðum hvernig best sé að bregðast við innræktun hér og hvort hægt sé að bjarga þessum vinsæla hundastofni. Við ræðum líka um sögu hunda og manna. Herdís Hallmarsdóttir fyrrum formaður HRFÍ, Þóra Jónasdóttir dýralæknir og Theódóra Róbertsdóttir dýrahjúkrunarfræðingur ræða hundarækt og siðferðisleg álitamál við Þóru Tómasdóttur.
10/19/2023 • 15 minutes
Ræktun cavalierhunda stöðvuð í Noregi -fyrri hluti
Við fjöllum um cavalier-hunda sem Hæstiréttur í Noregi telur vera svo innræktaða á heimsvísu að stöðva eigi ræktun þeirra. Cavalier eru meðal vinsælli fjölskylduhunda á Íslandi og eru ræktaðir her í stórum stíl. Herdís Hallmarsdóttir, Theódóra Róbertsdóttir, Anna Bachmann og Þóra Jónasdóttir ræða hvort forsvaranlegt sé að rækta hundana áfram þó alltof algengt sé að þeir glími við sársaukafulla erfðagalla.
10/18/2023 • 0
Ræktun cavalierhunda stöðvuð í Noregi -fyrri hluti
Við fjöllum um cavalier-hunda sem Hæstiréttur í Noregi telur vera svo innræktaða á heimsvísu að stöðva eigi ræktun þeirra. Cavalier eru meðal vinsælli fjölskylduhunda á Íslandi og eru ræktaðir her í stórum stíl. Herdís Hallmarsdóttir, Theódóra Róbertsdóttir, Anna Bachmann og Þóra Jónasdóttir ræða hvort forsvaranlegt sé að rækta hundana áfram þó alltof algengt sé að þeir glími við sársaukafulla erfðagalla. Umsjón: Þóra Tómasdóttir.
10/18/2023 • 15 minutes
Röddin þögguð í afgerandi þjóðaratkvæðagreiðslu
Ástralska þjóðin gekk til kosninga í þjóðaratkvæðagreiðslu um helgina. Niðurstöðurnar voru afgerandi: 60 prósent sögðu nei, tillagan var felld í öllum ríkjunum sex. Tillagan hefur verið kölluð Röddin, The Voice, sem átti að gefa frumbyggjum landsins meiri réttindi og viðurkenningu í stjórnarskránni. Og það sem vakti ekki síst athygli er að töluvert stór hópur frumbyggja sögðu líka nei. Sunna Valgerðardóttir fjallar um frumbyggja Ástralíu.
10/17/2023 • 0
Röddin þögguð í afgerandi þjóðaratkvæðagreiðslu
Ástralska þjóðin gekk til kosninga í þjóðaratkvæðagreiðslu um helgina. Niðurstöðurnar voru afgerandi: 60 prósent sögðu nei, tillagan var felld í öllum ríkjunum sex. Tillagan hefur verið kölluð Röddin, The Voice, sem átti að gefa frumbyggjum landsins meiri réttindi og viðurkenningu í stjórnarskránni. Og það sem vakti ekki síst athygli er að töluvert stór hópur frumbyggja sögðu líka nei. Sunna Valgerðardóttir fjallar um frumbyggja Ástralíu.
10/17/2023 • 15 minutes
Einfeldningslegar spurningar um stríð í Miðausturlöndum
Á rúmri viku hefur blóðugt stríð Hamas-samtakanna og Ísraelsmanna náð slíkri stigmögnun að útlit er fyrir að fleiri ríki dragist inn í átökin. Hagsmunaaðilar eru vítt og breitt um miðausturlönd en áhrifin ná einnig til Evrópu og gætu meðal annars haft áhrif á stuðning annarra landa við Úkraínu. Þessi þáttur er fyrir þau sem skilja ekki alveg hvað er að gerast í kringum Ísrael. Við bönkuðum uppá hjá Silju Báru Ómarsdóttur prófessor í alþjóðasamskiptumeldsnemma í morgun til að spyrja hana nokkurra einfeldningslegra spurninga um ástandið.
10/16/2023 • 0
Einfeldningslegar spurningar um stríð í Miðausturlöndum
Á rúmri viku hefur blóðugt stríð Hamas-samtakanna og Ísraelsmanna náð slíkri stigmögnun að útlit er fyrir að fleiri ríki dragist inn í átökin. Hagsmunaaðilar eru vítt og breitt um miðausturlönd en áhrifin ná einnig til Evrópu og gætu meðal annars haft áhrif á stuðning annarra landa við Úkraínu.
Þessi þáttur er fyrir þau sem skilja ekki alveg hvað er að gerast í kringum Ísrael.
Þóra Tómasdóttir bankaði uppá hjá Silju Báru Ómarsdóttur prófessor í alþjóðasamskiptumeldsnemma í morgun til að spyrja hana nokkurra einfeldningslegra spurninga um ástandið.
10/16/2023 • 15 minutes
Baráttan um brimið í Þorlákshöfn
Tæplega tíu þúsund manns mótmæla framkvæmdunum við höfnina í Þorklákshöfn, eina staðnum á landinu þar sem brimbrettafólk gengur að góðum öldum vísum. Ástríðufullt samfélag brimbrettaelskenda hefur byggst upp í kringum þetta svæði, sem er nú í hættu. Sunna Valgerðardóttir ræðir í þættinum við Ólaf Pálsson, stjórnarmann í Brimbrettafélagi Íslands.
10/13/2023 • 0
Baráttan um brimið í Þorlákshöfn
Tæplega tíu þúsund manns mótmæla framkvæmdunum við höfnina í Þorklákshöfn, eina staðnum á landinu þar sem brimbrettafólk gengur að góðum öldum vísum. Ástríðufullt samfélag brimbrettaelskenda hefur byggst upp í kringum þetta svæði, sem er nú í hættu. Sunna Valgerðardóttir ræðir í þættinum við Ólaf Pálsson, stjórnarmann í Brimbrettafélagi Íslands.
10/13/2023 • 15 minutes
Umboðsmaðurinn með mikilvægu álitin
Umboðsmaður Alþingis hefur stóru hlutverki að gegna í samfélaginu. Álit hans skipta töluverðu máli. Embættisins hefur verið útskýrt annað slagið í fréttum undanfarna áratugi, á milli þess sem álitum hans á hinu og þessu er slegið upp. Þú getur verið nærfataþjófur af landsbyggðinni, ósáttur stöðumælasektargreiðandi, landeigandi með álver í bakgarðinum eða ráðherra - mál þitt á erindi til umboðsmanns Alþingis. Sunna Valgerðardóttir fer yfir hlutverk þessa mikilvæga embættismanns við Templarasund í þætti dagsins.
10/12/2023 • 0
Umboðsmaðurinn með mikilvægu álitin
Umboðsmaður Alþingis hefur stóru hlutverki að gegna í samfélaginu. Álit hans skipta töluverðu máli. Embættisins hefur verið útskýrt annað slagið í fréttum undanfarna áratugi, á milli þess sem álitum hans á hinu og þessu er slegið upp. Þú getur verið nærfataþjófur af landsbyggðinni, ósáttur stöðumælasektargreiðandi, landeigandi með álver í bakgarðinum eða ráðherra - mál þitt á erindi til umboðsmanns Alþingis. Sunna Valgerðardóttir fer yfir hlutverk þessa mikilvæga embættismanns við Templarasund í þætti dagsins.
10/12/2023 • 15 minutes
11.10.2023
10/11/2023 • 0
Hvernig leitar lögregla að týndu fólki?
Hvaða aðferðir reynast árangursríkastar þegar lögregla leitar að týndu fólki. Við spyrjum um vinnubrögð til dæmis þegar leitað er að fólki í vímuefnavanda eða í sjálfsvígshugleiðingum.Bergþóra Halla Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir frá því hvernig unnið er þegar leitað er að horfnum einstaklingum. Þóra Tómasdóttir ræddi við hana.
10/11/2023 • 15 minutes
Bjarni segir af sér og allt upp í loft
Formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra ríkisstjórnarinnar, Bjarni Benediktsson, hefur sagt af sér. Stjórnmálafræðiprófessor segir afsögnina geta skýrst af erfiðu ríkisstjórnarsamstarfi og að kosningar gætu verið framundan. Sunna Valgerðardóttir og Þóra Tómasdóttir fara yfir feril stjórnmálamannsins Bjarna Benediktssonar og ræða við prófessorinn Eirík Bergmann um hvað þetta þýðir nú allt saman.
10/10/2023 • 0
Bjarni segir af sér og allt upp í loft
Formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra ríkisstjórnarinnar, Bjarni Benediktsson, hefur sagt af sér. Stjórnmálafræðiprófessor segir afsögnina geta skýrst af erfiðu ríkisstjórnarsamstarfi og að kosningar gætu verið framundan. Sunna Valgerðardóttir og Þóra Tómasdóttir fara yfir feril stjórnmálamannsins Bjarna Benediktssonar og ræða við prófessorinn Eirík Bergmann um hvað þetta þýðir nú allt saman.
10/10/2023 • 15 minutes
Átök Hamas og Ísraels
Blóðug átök standa nú yfir milli Ísraels og Hamas-samtakanna. Tveir stórir hópar Íslendinga hafa verið í Jerúsalem og hefur utanríkisþjónustan unnið að því undanfarna sólarhringa að koma þeim í var. Þórlindur Kjartansson er aðstoðarmaður utanríkisráðherra og hefur verið með það á sínu borði að koma fólkinu heim. Við ræðum um Ísrael, Palestínu og þá afstöðu Íslands að styðja tveggja ríkja leið til að stuðla að friði.
10/9/2023 • 0
Átök Hamas og Ísraels
Blóðug átök standa nú yfir milli Ísraels og Hamas-samtakanna. Tveir stórir hópar Íslendinga hafa verið í Jerúsalem og hefur utanríkisþjónustan unnið að því undanfarna sólarhringa að koma þeim í var. Þórlindur Kjartansson er aðstoðarmaður utanríkisráðherra og hefur verið með það á sínu borði að koma fólkinu heim. Við ræðum um Ísrael, Palestínu og þá afstöðu Íslands að styðja tveggja ríkja leið til að stuðla að friði. Umsjón: Þóra Tómasdóttir.
10/9/2023 • 15 minutes
Tæknifrjóvgunarferðir til Grikklands - seinni hluti
Hvers vegna velja Íslendingar í auknum mæli að leita til Grikklands eftir hjálp við að eignast börn? Helga Halldórsdóttir og Sandra Árnadóttir voru nýskriðnar yfir tvítugt þegar þær eignuðust son eftir glasafrjóvgun í Aþenu. Við heimsækjum litlu fjölskylduna og heyrum þeirra upplifun af ferlinu. Ásthildur Sturludóttir reyndi í mörg ár að eignast barn. Það tókst loks þegar hún var orðin 42 ára gömul og þá með hjálp grískra lækna. Við heyrum einnig í Snorra Einarssyni lækni hjá Livio sem skilur vel að fólk leiti til útlanda þegar meðferð hér heima hefur ekki skilað árangri.
10/6/2023 • 0
Tæknifrjóvgunarferðir til Grikklands - seinni hluti
Hvers vegna velja Íslendingar í auknum mæli að leita til Grikklands eftir hjálp við að eignast börn? Helga Halldórsdóttir og Sandra Árnadóttir voru nýskriðnar yfir tvítugt þegar þær eignuðust son eftir glasafrjóvgun í Aþenu. Við heimsækjum litlu fjölskylduna og heyrum þeirra upplifun af ferlinu. Ásthildur Sturludóttir reyndi í mörg ár að eignast barn. Það tókst loks þegar hún var orðin 42 ára gömul og þá með hjálp grískra lækna. Við heyrum einnig í Snorra Einarssyni lækni hjá Livio sem skilur vel að fólk leiti til útlanda þegar meðferð hér heima hefur ekki skilað árangri.
10/6/2023 • 15 minutes
Tæknifrjóvgunarferðir Íslendinga til Grikklands -fyrri hluti
Íslendingar leita í auknum mæli til Grikklands til þess að fá aðstoð við að eignast börn. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri og Hanna Björk Halldórsdóttir íþróttafulltrúi í Mosfellsbæ segja sögur sínar en þær eignuðust báðar börn eftir ferðir til Grikklands. Þrá eftir að eignast barn, örvænting og siðferðislegar spurningar verða einnig til umfjöllunar.
10/5/2023 • 0
Tæknifrjóvgunarferðir til Grikklands - fyrri hluti
Íslendingar leita í auknum mæli til Grikklands til þess að fá aðstoð við að eignast börn.
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri og Hanna Björk Halldórsdóttir íþróttafulltrúi í Mosfellsbæ segja sögur sínar en þær eignuðust báðar börn eftir ferðir til Grikklands. Þrá eftir að eignast barn, örvænting og siðferðislegar spurningar verða einnig til umfjöllunar.
10/5/2023 • 15 minutes
Ráðgátan í Sycamore Gap
Rannsókn lögreglunnar í Norðymbralandi á niðurfellingu trés er enn í fullum gangi. Tréð var sagað niður í skjóli nætur og samkvæmt nýjustu fréttum er nú enginn í haldi, þó að nokkrir hafi verið handteknir, meðal annars skógarhöggsmaður á eftirlaunum og sextán ára drengur. Rannsóknin er á viðkvæmu stigi og lögreglan verst allra frétta. Lagt hefur verið hald á keðjusög í tengslum við glæpinn, sem hefur vakið mikinn óhug meðal íbúa. Sunna Valgerðardóttir fjallar um ráðgátuna í Sycamore Gap í þætti dagsins.
10/4/2023 • 0
Ráðgátan í Sycamore Gap
Rannsókn lögreglunnar í Norðymbralandi á niðurfellingu trés er enn í fullum gangi. Tréð var sagað niður í skjóli nætur og samkvæmt nýjustu fréttum er nú enginn í haldi, þó að nokkrir hafi verið handteknir, meðal annars skógarhöggsmaður á eftirlaunum og sextán ára drengur. Rannsóknin er á viðkvæmu stigi og lögreglan verst allra frétta. Lagt hefur verið hald á keðjusög í tengslum við glæpinn, sem hefur vakið mikinn óhug meðal íbúa. Sunna Valgerðardóttir fjallar um ráðgátuna í Sycamore Gap í þætti dagsins.
10/4/2023 • 15 minutes
Kúrdíski refurinn bakvið lætin í Svíþjóð
Rawa Maijd eða kúrdíski refurinn er maðurinn sem sagður er bera megin ábyrgð á því hrottalega ofbeldi sem framið hefur verið á götum Stokkhólms og nágrennis á undanförnum vikum. Við heyrum sögu refsins sem fer fyrir genginu Foxtrot og skoðum hvers vegna Svíum reynist svo erfitt að stöðva hann. Fjölmiðlamennirnir Atli Steinn Guðmundsson og Kári Gylfason lýsa ástandinu í Svíþjóð.
10/3/2023 • 0
Kúrdíski refurinn bakvið lætin í Svíþjóð
Rawa Maijd eða kúrdíski refurinn er maðurinn sem sagður er bera megin ábyrgð á því hrottalega ofbeldi sem framið hefur verið á götum Stokkhólms og nágrennis á undanförnum vikum. Við heyrum sögu refsins sem fer fyrir genginu Foxtrot og skoðum hvers vegna Svíum reynist svo erfitt að stöðva hann. Fjölmiðlamennirnir Atli Steinn Guðmundsson og Kári Gylfason lýsa ástandinu í Svíþjóð.
10/3/2023 • 15 minutes
Aðdragandi réttarhaldanna í Gullhömrum
Nú standa yfir héraðsdómsréttarhöld í veislusal í Grafarholti. Ástæðan er sú að málsaðilar eru svo margir að það er ekki pláss fyrir þá í hefðbundnum réttarsölum héraðsdóms Reykjavíkur. Réttarhöldin í Gullhömrum eru vegna árásar sem var framin á skemmtistað í miðborginni síðasta vetur. Við rifjum upp Bankastræti Club málið í þætti dagsins, sem gerðist í nóvember í fyrra.
10/2/2023 • 0
Aðdragandi réttarhaldanna í Gullhömrum
Nú standa yfir héraðsdómsréttarhöld í veislusal í Grafarholti. Ástæðan er sú að málsaðilar eru svo margir að það er ekki pláss fyrir þá í hefðbundnum réttarsölum héraðsdóms Reykjavíkur. Réttarhöldin í Gullhömrum eru vegna árásar sem var framin á skemmtistað í miðborginni síðasta vetur. Við rifjum upp Bankastræti Club málið í þætti dagsins, sem gerðist í nóvember í fyrra.
10/2/2023 • 15 minutes
Af hverju eru Björgólfur Thor og Róbert Wessman að rífast?
Við fjöllum um áralangt rifrildi tveggja ríkustu manna landsins, þeirra Björgólfs Thors Björgólfssonar og Róberts Wessman. Þessir athafnasömu viðskiptamenn hafa tekist á í dómsölum, með greinarskrifum, bloggfærslum og opinberum yfirlýsingum í um 15 ár. Við ræðum af hverju þeir eru að rífast, og af hverju það kemur öðru fólki við hvað þeir eru ósáttir hvor við annan. Við fáum allavega að heyra túlkun viðskiptablaðamannsins og ritstjórans Þórðar Snæs Júlíussonar á þessu öllu saman.
9/29/2023 • 0
Af hverju eru Björgólfur Thor og Róbert Wessman að rífast?
Við fjöllum um áralangt rifrildi tveggja ríkustu manna landsins, þeirra Björgólfs Thors Björgólfssonar og Róberts Wessman. Þessir athafnasömu viðskiptamenn hafa tekist á í dómsölum, með greinarskrifum, bloggfærslum og opinberum yfirlýsingum í um 15 ár. Við ræðum af hverju þeir eru að rífast, og af hverju það kemur öðru fólki við hvað þeir eru ósáttir hvor við annan. Við fáum allavega að heyra túlkun viðskiptablaðamannsins og ritstjórans Þórðar Snæs Júlíussonar á þessu öllu saman.
9/29/2023 • 15 minutes
Haustlitirnir eru ekki bara fyrir augað
Það er komið haust. Við drögum fram kápur, úlpur, vettlinga og hærri skó, skiptum um lit eins og náttúran. Plönturnar færa næringuna niður í rætur og fella fagurlituð laufin til að geta tekist á við vorið, sem kemur alltaf eftir kuldann og myrkrið sem bíður okkar. Skófræðingar segja að á Íslandi sé æskilegt að haustlitirnir séu komnir á plönturnar í kring um 1. október, það þýðir að þær séu heilbrigðar og að þeim líði vel. Sunna Valgerðardóttir endurskoðar haustlitina í þætti dagsins.
9/28/2023 • 0
Haustlitirnir eru ekki bara fyrir augað
Það er komið haust. Við drögum fram kápur, úlpur, vettlinga og hærri skó, skiptum um lit eins og náttúran. Plönturnar færa næringuna niður í rætur og fella fagurlituð laufin til að geta tekist á við vorið, sem kemur alltaf eftir kuldann og myrkrið sem bíður okkar. Skófræðingar segja að á Íslandi sé æskilegt að haustlitirnir séu komnir á plönturnar í kring um 1. október, það þýðir að þær séu heilbrigðar og að þeim líði vel. Sunna Valgerðardóttir endurskoðar haustlitina í þætti dagsins.
9/28/2023 • 15 minutes
Boðaðar umbætur fyrir konur í fangelsum
Dómsmálaráðherra tilkynnti allskonar á mánudagsmorgunn, þegar hún blés til blaðamannafundar á Litla Hrauni. Þar stendur mikið til, eins og fjallað var um í þætti gærdagsins. En svo á líka að bregðast við slæmri stöðu kvenna í fangelsum með því að fjölga úrræðum á Sogni. Sunna Valgerðardóttir skoðaði stöðu kvenfanga í landinu og hverju stendur til að breyta.
9/27/2023 • 0
Boðaðar umbætur fyrir konur í fangelsum
Dómsmálaráðherra tilkynnti allskonar á mánudagsmorgunn, þegar hún blés til blaðamannafundar á Litla Hrauni. Þar stendur mikið til, eins og fjallað var um í þætti gærdagsins. En svo á líka að bregðast við slæmri stöðu kvenna í fangelsum með því að fjölga úrræðum á Sogni. Sunna Valgerðardóttir skoðaði stöðu kvenfanga í landinu og hverju stendur til að breyta.
9/27/2023 • 15 minutes
Dagar Letigarðsins brátt taldir
Fangelsið við Eyrarbakka, Litla Hraun, er löngu orðið barn síns tíma. Letigarðurinn var upphaflega hugsaður sem geymslurými fyrir slæpingja, þegar ákveðið var að breyta byggingunum úr sjúkrahúsi í fangelsi. Það var fyrir hundrað árum. Dómsmálaráðherrann Guðrún Hafsteinsdóttir tilkynnti í gær að það ætti að byggja þarna nýtt fangelsi og framkvæmdir hefjast strax. Sunna Valgerðardóttir fjallar um Litla Hraun í fortíð, nútíð og framtíð.
9/26/2023 • 0
Dagar Letigarðsins brátt taldir
Fangelsið við Eyrarbakka, Litla Hraun, er löngu orðið barn síns tíma. Letigarðurinn var upphaflega hugsaður sem geymslurými fyrir slæpingja, þegar ákveðið var að breyta byggingunum úr sjúkrahúsi í fangelsi. Það var fyrir hundrað árum. Dómsmálaráðherrann Guðrún Hafsteinsdóttir tilkynnti í gær að það ætti að byggja þarna nýtt fangelsi og framkvæmdir hefjast strax. Sunna Valgerðardóttir fjallar um Litla Hraun í fortíð, nútíð og framtíð.
9/26/2023 • 15 minutes
Glataða liðið sem komst í Meistaradeildina
Í dag förum við til Þýskalands, út í skóglendi Berlínarborgar, þar sem knattspyrnuliðið Union Berlín hefur aðsetur. Þú þarft ekki að vera sérfræðingur í íþróttinni til að hrífast af þessari sögu. Þú þarft ekki einu sinni að hafa áhuga á fótbolta. Við ætlum að heyra sögu af frekar glötuðu liði sem ekki alls fyrir löngu strögglaði í fjórðu deild þýska boltans en tekur nú þátt í toppbaráttu í Bundesligunni og er komið alla leið í Meistaradeildina. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður segir okkur frá Union Berlin.
9/25/2023 • 0
Glataða liðið sem komst í Meistaradeildina
Í dag förum við til Þýskalands, út í skóglendi Berlínarborgar, þar sem knattspyrnuliðið Union Berlín hefur aðsetur.
Þú þarft ekki að vera sérfræðingur í íþróttinni til að hrífast af þessari sögu. Þú þarft ekki einu sinni að hafa áhuga á fótbolta.
Við ætlum að heyra sögu af frekar glötuðu liði sem ekki alls fyrir löngu strögglaði í fjórðu deild þýska boltans en tekur nú þátt í toppbaráttu í Bundesligunni og er komið alla leið í Meistaradeildina. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður segir okkur frá Union Berlin.
9/25/2023 • 15 minutes
Kornið sem fyllti mæli garðyrkjubænda
Garðyrkjubændur í áfalli, er fyrirsögn fréttar í nýjasta tölublaði Bændablaðsins. Á meðan kornræktendur og riðurannsakendur fá meiri pening, skerðast framlög til garðyrkjunnar. Sunna Valgerðardóttir skellir sér í landbúnaðargallann í þætti dagsins og skoðar blóm, peninga, grænmeti, kindur og korn.
9/22/2023 • 0
Kornið sem fyllti mæli garðyrkjubænda
Garðyrkjubændur í áfalli, er fyrirsögn fréttar í nýjasta tölublaði Bændablaðsins. Á meðan kornræktendur og riðurannsakendur fá meiri pening, skerðast framlög til garðyrkjunnar. Sunna Valgerðardóttir skellir sér í landbúnaðargallann í þætti dagsins og skoðar blóm, peninga, grænmeti, kindur og korn.
9/22/2023 • 15 minutes
Veiðimaðurinn sem hvalavinirnir virða
Kristján Loftsson hefur unnið við hvalveiðar í 67 ár. Pabbi hans stofnaði fyrirtækið sem veiðir hvali, Hval hf. skömmu eftir síðari heimsstyrjöld og Kristján tók við ríflega þrítugur. Hann er líklega einn umdeildasti Íslendingurinn, en mikils metnir hvalavinir hafa í gegn um tíðina borið honum vel söguna og talað um hann af virðingu. Þetta helst skoðar í dag manninn sem veiðir hvalina.
9/21/2023 • 0
Veiðimaðurinn sem hvalavinirnir virða
Kristján Loftsson hefur unnið við hvalveiðar í 67 ár. Pabbi hans stofnaði fyrirtækið sem veiðir hvali, Hval hf. skömmu eftir síðari heimsstyrjöld og Kristján tók við ríflega þrítugur. Hann er líklega einn umdeildasti Íslendingurinn, en mikils metnir hvalavinir hafa í gegn um tíðina borið honum vel söguna og talað um hann af virðingu. Þetta helst skoðar í dag manninn sem veiðir hvalina.
9/21/2023 • 15 minutes
Fróði rannsakar forvitni simpansa
Í þætti dagsins af Þetta helst förum við til Úganda, á litla eyju í Viktoríuvatni þar sem hinn ungi en ástríðufulli vísindamaður Fróði Guðmundur Jónsson dvelur ásamt 50 simpönsum. Aparnir eiga það sameiginlegt að hafa verið bjargað úr erfiðum aðstæðum og dvelja nú á svokölluðu verndarsvæði. Fróði hefur ferðast alla þessa leið til þess rannsaka mikilvæga en vanmetna eiginleika í fari apanna. Forvitni og spunahegðun.
9/20/2023 • 0
Fróði rannsakar forvitni simpansa
Í þætti dagsins af Þetta helst förum við til Úganda, á litla eyju í Viktoríuvatni þar sem hinn ungi en ástríðufulli vísindamaður Fróði Guðmundur Jónsson dvelur ásamt 50 simpönsum. Aparnir eiga það sameiginlegt að hafa verið bjargað úr erfiðum aðstæðum og dvelja nú á svokölluðu verndarsvæði.
Fróði hefur ferðast alla þessa leið til þess rannsaka mikilvæga en vanmetna eiginleika í fari apanna. Forvitni og spunahegðun.
9/20/2023 • 15 minutes
Hljómsveitarmenning lituð af einelti, ofbeldi og kynþáttafordómum
Skýrsla Ríkisendurskoðunar varpar enn skýrara ljósi á erfiðar starfsaðstæður innan Sinfóníuhljómsveit Íslands. Auk þeirra mála sem ratað hafa í fjölmiðla, ber þá hæst að nefna ásakanir um kynferðisbrot, virðist vinnustaðarmenningin ekki sú besta. Þá komu fram upplifanir um vanvirðingu, einelti, ofbeldi og kynþáttafordóma sem taka verður alvarlega, segir Ríkisendurskoðun. Sunna Valgerðardóttir skoðar hina hliðina á Sinfóníuhljómsveit Íslands í þætti dagsins.
9/19/2023 • 0
Hljómsveitarmenning lituð af einelti, ofbeldi og kynþáttafordómum
Skýrsla Ríkisendurskoðunar varpar enn skýrara ljósi á erfiðar starfsaðstæður innan Sinfóníuhljómsveit Íslands. Auk þeirra mála sem ratað hafa í fjölmiðla, ber þá hæst að nefna ásakanir um kynferðisbrot, virðist vinnustaðarmenningin ekki sú besta. Þá komu fram upplifanir um vanvirðingu, einelti, ofbeldi og kynþáttafordóma sem taka verður alvarlega, segir Ríkisendurskoðun. Sunna Valgerðardóttir skoðar hina hliðina á Sinfóníuhljómsveit Íslands í þætti dagsins.
9/19/2023 • 15 minutes
Mexíkanskar geimverur og gagnaskortur NASA
Erum við ein í alheiminum? Þessi risastóra spurning var á dagskránni í síðustu viku, annars vegar á mexíkanska þinginu og hins vegar í höfuðstöðvum NASA. Mexíkanska þingið ræddi hvort þau ættu að vera fyrsta landið í heiminum til að staðfesta tilvist geimvera og Bandaríska geimvísindastofnunin mætti síðar sama dag með geimverugögn, sem reyndust svo ekki nægileg. Sunna Valgerðardóttir reynir að draga fram svör og vangaveltur sem komu fram 14. september í þætti dagsins.
9/18/2023 • 0
Mexíkanskar geimverur og gagnaskortur NASA
Erum við ein í alheiminum? Þessi risastóra spurning var á dagskránni í síðustu viku, annars vegar á mexíkanska þinginu og hins vegar í höfuðstöðvum NASA. Mexíkanska þingið ræddi hvort þau ættu að vera fyrsta landið í heiminum til að staðfesta tilvist geimvera og Bandaríska geimvísindastofnunin mætti síðar sama dag með geimverugögn, sem reyndust svo ekki nægileg. Sunna Valgerðardóttir reynir að draga fram svör og vangaveltur sem komu fram 14. september í þætti dagsins.
9/18/2023 • 15 minutes
Hverjir voru falsararnir?
Ýmsir lausir endar eru hnýttir í þessum lokaþætti, í bili, seríu Þóru Tómasdóttur um málverkafalsanir. Vangaveltur um hverjir falsaranir voru, nöfn fleiri leikmanna koma fram og sögur, gamlar og nýjar, góðar og slæmar, fá pláss. Sunna Valgerðardóttir sér um samsetningu og ræðir við Þóru um það sem stendur út af og af hverju Stóra málverkafölsunarmálið er réttnefni.
9/15/2023 • 0
Hverjir voru falsararnir?
Ýmsir lausir endar eru hnýttir í þessum lokaþætti, í bili, seríu Þóru Tómasdóttur um málverkafalsanir. Vangaveltur um hverjir falsaranir voru, nöfn fleiri leikmanna koma fram og sögur, gamlar og nýjar, góðar og slæmar, fá pláss. Sunna Valgerðardóttir sér um samsetningu og ræðir við Þóru um það sem stendur út af og af hverju Stóra málverkafölsunarmálið er réttnefni.
9/15/2023 • 15 minutes
Skröksögur um Gallerí Borg
Forvörður Listasafns Íslands segir Gallerí Borg hafa selt fölsuð verk í stjórnartíð Úlfars Þormóðssonar. Þóra Tómasdóttir hitti á Úlfar á kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur snemma morguns, sem segir þetta allt saman skröksögur menningarelítunnar. Þóra heldur áfram umfjöllun sinni um málverkafalsanir í Þetta helst í þessum fjórða þætti í röðinni. Sunna Valgerðardóttir sér um samsetningu.
9/14/2023 • 0
Skröksögur um Gallerí Borg
Forvörður Listasafns Íslands segir Gallerí Borg hafa selt fölsuð verk í stjórnartíð Úlfars Þormóðssonar. Þóra Tómasdóttir hitti á Úlfar á kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur snemma morguns, sem segir þetta allt saman skröksögur menningarelítunnar. Þóra heldur áfram umfjöllun sinni um málverkafalsanir í Þetta helst í þessum fjórða þætti í röðinni. Sunna Valgerðardóttir sér um samsetningu.
9/14/2023 • 15 minutes, 5 seconds
Falsararnir óstöðvandi
Stóra málverkafölsunarmálið hófst eiginlega með forsíðufrétt Pressunnar 1990, skrifuð af hinni tvítugu Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur og Kristjáni Þorvaldssyni heitnum. Þau voru dæmd fyrir meiðyrði. Fyrir að segja ekki rétt frá. En var þetta falsfrétt? Forvörður Listasafns Íslands segir svo ekki vera. Í þriðja þætti Þetta helst um málverkafalsanir ræðir Þóra Tómasdóttir við nöfnu sína og fer yfir málið í baksýninsspeglinum, Jón HB Snorrason saksóknari, sem stjórnaði lögreglurannsókninni á stóra málverkafölsunarmálinu og skoðar hvers vegna það virðist ekki vera hægt að stöðva íslenska málverkafalsara. Sunna Valgerðardóttir sér um samsetningu.
9/13/2023 • 0
Falsararnir óstöðvandi
Stóra málverkafölsunarmálið hófst eiginlega með forsíðufrétt Pressunnar 1990, skrifuð af hinni tvítugu Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur og Kristjáni Þorvaldssyni heitnum. Þau voru dæmd fyrir meiðyrði. Fyrir að segja ekki rétt frá. En var þetta falsfrétt? Forvörður Listasafns Íslands segir svo ekki vera. Í þriðja þætti Þetta helst um málverkafalsanir ræðir Þóra Tómasdóttir við nöfnu sína og fer yfir málið í baksýninsspeglinum, Jón HB Snorrason saksóknari, sem stjórnaði lögreglurannsókninni á stóra málverkafölsunarmálinu og skoðar hvers vegna það virðist ekki vera hægt að stöðva íslenska málverkafalsara. Sunna Valgerðardóttir sér um samsetningu.
9/13/2023 • 16 minutes, 55 seconds
Gallerí Fold stöðvar sölu á uppboðsverkum
Framkvæmdastjóri Gallerís Foldar stöðvaði sölu á verki, merkt Þorvaldi Skúlasyni, sem til stóð að bjóða upp í galleríinu fyrir skömmu. Fleiri verk hafa ratað til hans nýlega sem hann vildi ekki selja. Hann er ekki í vafa um hvaða falsarar eru að baki. Þóra Tómasdóttir heldur áfram umfjöllun sinni um málverkafalsanir, sem teygja sig í gegn um söguna og til dagsins í dag. Þetta er þáttur númer tvö í röðinni. Sunna Valgerðardóttir sér um samsetningu.
9/12/2023 • 0
Gallerí Fold stöðvar sölu á uppboðsverkum
Framkvæmdastjóri Gallerís Foldar stöðvaði sölu á verki, merkt Þorvaldi Skúlasyni, sem til stóð að bjóða upp í galleríinu fyrir skömmu. Fleiri verk hafa ratað til hans nýlega sem hann vildi ekki selja. Hann er ekki í vafa um hvaða falsarar eru að baki. Þóra Tómasdóttir heldur áfram umfjöllun sinni um málverkafalsanir, sem teygja sig í gegn um söguna og til dagsins í dag. Þetta er þáttur númer tvö í röðinni. Sunna Valgerðardóttir sér um samsetningu.
9/12/2023 • 16 minutes, 4 seconds
Fölsuð málverk í Listasafni Íslands
Listaverk sem talin eru fölsuð og eignuð merkustu listamönnum þjóðarinnar, ganga kaupum og sölum hér á landi. Verk sem sögð eru nýr angi af hinu svokallaða stóra málverkafölsunarmáli hafa nú komið fram í dagsljósið. Þau hafa meira að segja komist alla leið upp á veggi Listasafns Íslands, þar sem eitt þeirra hangir í dag. Þóra Tómasdóttir, nýr umsjónarmaður Þetta helst, fjallar um fölsuð málverk í þjóðareign í þessum fyrsta þætti og heldur áfram umfjöllun sinni næstu daga.
9/11/2023 • 0
Fölsuð málverk í Listasafni Íslands
Listaverk sem talin eru fölsuð og eignuð merkustu listamönnum þjóðarinnar, ganga kaupum og sölum hér á landi. Verk sem sögð eru nýr angi af hinu svokallaða stóra málverkafölsunarmáli hafa nú komið fram í dagsljósið. Þau hafa meira að segja komist alla leið upp á veggi Listasafns Íslands, þar sem eitt þeirra hangir í dag. Þóra Tómasdóttir, nýr umsjónarmaður Þetta helst, fjallar um fölsuð málverk í þjóðareign í þessum fyrsta þætti og heldur áfram umfjöllun sinni næstu daga. Samsetning og tæknivinnsla er í höndum Sunnu Valgerðardóttur.
9/11/2023 • 17 minutes, 34 seconds
Ragnhildur og óáfenga áfengið
Sífellt meira úrval er af ó áfengum drykkjum, óáfengum bjór, óáfengu víni - tevíni hverskonar. Og þetta er vinsælt. En hvernig er með áfengisneyslu? Hefur hún minnkað eitthvað eða jafnvel aukist? Ragnhildur Thorlacius talar við Tómas Kristjánsson veitingamann í þessum síðasta Helst-þætti sinnar kynslóðar. Þátturinn var áður á dagskrá í janúar.
9/8/2023 • 0
Ragnhildur og óáfenga áfengið
Sífellt meira úrval er af óáfengum drykkjum, óáfengum bjór, óáfengu víni - tevíni hverskonar. Og þetta er vinsælt. En hvernig er með áfengisneyslu? Hefur hún minnkað eitthvað eða jafnvel aukist? Ragnhildur Thorlacius talar við Tómas Kristjánsson veitingamann í þessum síðasta Helst-þætti sinnar kynslóðar. Þátturinn var áður á dagskrá í janúar.
9/8/2023 • 15 minutes
Snorri og rafmyntirnar
Snorri Rafn Hallsson dýfir sér ofan í rafmyntaflóðið í þætti dagsins og skoðar mögulega framtíð þessa nýju gjaldmiðla. Bitcoin hafði í nóvember fallið um 75% í verði á einu ári og næst stærsta rafmyntakauphöllin, FTX, fór nýverið á hausinn.
9/7/2023 • 0
Snorri og rafmyntirnar
Snorri Rafn Hallsson dýfir sér ofan í rafmyntaflóðið í þætti dagsins og skoðar mögulega framtíð þessa nýju gjaldmiðla. Bitcoin hafði í nóvember fallið um 75% í verði á einu ári og næst stærsta rafmyntakauphöllin, FTX, fór nýverið á hausinn.
9/7/2023 • 15 minutes
Vera og dularfulla morðmálið
Birgitte Tengs var sautján ára gömul þegar hún fannst látin í kjarrgróðri við vegkant, skammt frá heimili sínu á Karmøy í sunnanverðum Noregi, í maí 1995. Hún hafði verið myrt. Í hönd fór ein umfangsmesta lögreglurannsókn norskrar sögu. Frændi Birgitte var dæmdur fyrir morðið en síðar sýknaður, meðal annars þökk sé vitnisburði Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings. Morðið á Birgitte telst því óleyst í meira en aldarfjórðung og hefur orðið eitt af alræmdustu glæpamálum norskrar sögu, orðið innblástur að heimildaþáttum, hlaðvörpum og sjónvarpsseríum. Nú hefur dregið til tíðinda í málinu, en norsk yfirvöld tilkynntu nýverið að búið væri að ákæra mann fyrir morðið. Sá er einnig sakaður um annað morð á ungri konu. Vera Illugadóttir skoðaði vendingar í þessu dularfulla máli. Þátturinn var áður á dagskrá í október.
9/6/2023 • 0
Vera og dularfulla morðmálið
Birgitte Tengs var sautján ára gömul þegar hún fannst látin í kjarrgróðri við vegkant, skammt frá heimili sínu á Karmøy í sunnanverðum Noregi, í maí 1995. Hún hafði verið myrt. Í hönd fór ein umfangsmesta lögreglurannsókn norskrar sögu. Frændi Birgitte var dæmdur fyrir morðið en síðar sýknaður, meðal annars þökk sé vitnisburði Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings. Morðið á Birgitte telst því óleyst í meira en aldarfjórðung og hefur orðið eitt af alræmdustu glæpamálum norskrar sögu, orðið innblástur að heimildaþáttum, hlaðvörpum og sjónvarpsseríum. Nú hefur dregið til tíðinda í málinu, en norsk yfirvöld tilkynntu nýverið að búið væri að ákæra mann fyrir morðið. Sá er einnig sakaður um annað morð á ungri konu. Vera Illugadóttir skoðaði vendingar í þessu dularfulla máli. Þátturinn var áður á dagskrá í október.
9/6/2023 • 15 minutes
Ragnhildur og draslið
Ragnhildur Thorlacius kafar ofan í draslið og áhrif þess á sálarlíf okkar. Kona nokkur hafði nefninlega gefist upp á því að halda heimilinu sínu fullkomnu. Sú kona var Marie Kondo, tiltektardrottningin sjálf. Þátturinn var áður á dagskrá í febrúar.
9/5/2023 • 0
Ragnhildur og draslið
Ragnhildur Thorlacius kafar ofan í draslið og áhrif þess á sálarlíf okkar. Kona nokkur hafði nefninlega gefist upp á því að halda heimilinu sínu fullkomnu. Sú kona var Marie Kondo, tiltektardrottningin sjálf. Þátturinn var áður á dagskrá í febrúar.
9/5/2023 • 15 minutes
Bjarni og skógar til bjargar loftslaginu
Íslenskir ræktaðir skógar hafa stækkað um 38 þúsund hektara síðan 1990 og flatarmál náttúrulegs birkiskógar stækkað um 11 þúsund. Þessi aukna skógrækt leiðir svo af sér margfalda kolefnisbindingu. Áætlað er að aðgerðir í skógrækt skili kolefnisbindingu sem samsvarar alls um 35 þúsund tonnum á þessu ári. Samanborið við nágrannalöndin er hlutfallslega lítið af skógi á Íslandi. Bjarni Rúnarsson fjallar um íslenska skógrækt og framtíð hennar í þætti dagsins, sem áður var á dagskrá síðasta vetur.
9/4/2023 • 0
Bjarni og skógar til bjargar loftslaginu
Íslenskir ræktaðir skógar hafa stækkað um 38 þúsund hektara síðan 1990 og flatarmál náttúrulegs birkiskógar stækkað um 11 þúsund. Þessi aukna skógrækt leiðir svo af sér margfalda kolefnisbindingu. Áætlað er að aðgerðir í skógrækt skili kolefnisbindingu sem samsvarar alls um 35 þúsund tonnum á þessu ári. Samanborið við nágrannalöndin er hlutfallslega lítið af skógi á Íslandi. Bjarni Rúnarsson fjallar um íslenska skógrækt og framtíð hennar í þætti dagsins, sem áður var á dagskrá síðasta vetur.
9/4/2023 • 15 minutes
Snorri og banabiti NOMA
Andarhöfuð, hreindýraheilabúðingur, lifandi maurar, bjarnarkaramella og súkkulaðimosi. Þetta eru aðeins nokkrir af þeim réttum sem aldrei aftur verða í boði á matseðli hins heimsfræga veitingahúss Noma í útjaðri Kristjaníu í Kaupmannahöfn. Raunar er matseðillinn allur á útleið, því Noma er nefnilega að loka í sinni núverandi mynd samkvæmt eigandanum og yfirkokkinum René Redzepi. Í tvo áratugi hafa Noma og René Redzepi verið leiðandi í svokallaðri nýnorrænni matargerð sem gengur út á að nota norræn hráefni til að tjá hreinleika, ferskleika og einfaldleika svæðisins. En á sama tíma hafa svona veitingastaðir verið gagnrýndir fyrir eitrað vinnuumhverfi. Snorri Rafn Hallsson fjallaði í janúar um meint endalok NOMA og stjörnukokkinn René Redzepi.
9/1/2023 • 0
Snorri og banabiti NOMA
Andarhöfuð, hreindýraheilabúðingur, lifandi maurar, bjarnarkaramella og súkkulaðimosi. Þetta eru aðeins nokkrir af þeim réttum sem aldrei aftur verða í boði á matseðli hins heimsfræga veitingahúss Noma í útjaðri Kristjaníu í Kaupmannahöfn. Raunar er matseðillinn allur á útleið, því Noma er nefnilega að loka í sinni núverandi mynd samkvæmt eigandanum og yfirkokkinum René Redzepi. Í tvo áratugi hafa Noma og René Redzepi verið leiðandi í svokallaðri nýnorrænni matargerð sem gengur út á að nota norræn hráefni til að tjá hreinleika, ferskleika og einfaldleika svæðisins. En á sama tíma hafa svona veitingastaðir verið gagnrýndir fyrir eitrað vinnuumhverfi. Snorri Rafn Hallsson fjallaði í janúar um meint endalok NOMA og stjörnukokkinn René Redzepi.
9/1/2023 • 15 minutes
Vera og hollensku djöfladýrkendurnir
Smábær nokkur í Hollandi tapaði á dögunum dómsmáli gegn samfélagsmiðlinum Twitter. Bærinn Bodegraven krafðist þess að Twitter fjarlægði ummæli notenda um að í bænum væri starfræktur djöfladýrkunarbarnaníðshringur og bæjarbúar hefðu pyntað og myrt fjölda barna. Twitter féllst ekki á það. Þrír hollenskir menn hafa þegar verið dæmdir fyrir að dreifa sögusögnum á netinu um meint satanískt athæfi bæjarbúa, sem einn þeirra segist hafa sjálfur lent í. Ekkert er þó hæft í ásökununum. Vera Illugadóttir fjallaði um þetta furðulega mál í október.
8/31/2023 • 0
Vera og hollensku djöfladýrkendurnir
Smábær nokkur í Hollandi tapaði á dögunum dómsmáli gegn samfélagsmiðlinum Twitter. Bærinn Bodegraven krafðist þess að Twitter fjarlægði ummæli notenda um að í bænum væri starfræktur djöfladýrkunarbarnaníðshringur og bæjarbúar hefðu pyntað og myrt fjölda barna. Twitter féllst ekki á það. Þrír hollenskir menn hafa þegar verið dæmdir fyrir að dreifa sögusögnum á netinu um meint satanískt athæfi bæjarbúa, sem einn þeirra segist hafa sjálfur lent í. Ekkert er þó hæft í ásökununum. Vera Illugadóttir fjallaði um þetta furðulega mál í október.
8/31/2023 • 15 minutes
Ragnhildur og skóburstarinn sem varð forseti
Ragnhildur Thorlacius fjallaði í janúar um Lula da Silva, sem þá var nýendurkjörinn forseti Brasilíu. Hann hefur setið í fangelsi í tvígang, hann er alinn upp í sárri fátækt og barnamergð, hann lærði að lesa þegar hann var 10 ára og seldi hnetur og burstaði skó í barnæsku til að hafa í sig og á. Hann er nýsestur á forsetastól í annað sinn, rígfullorðinn, forseti 215 milljóna manna.
8/30/2023 • 0
Ragnhildur og skóburstarinn sem varð forseti
Ragnhildur Thorlacius fjallaði í janúar um Lula da Silva, sem þá var nýendurkjörinn forseti Brasilíu. Hann hefur setið í fangelsi í tvígang, hann er alinn upp í sárri fátækt og barnamergð, hann lærði að lesa þegar hann var 10 ára og seldi hnetur og burstaði skó í barnæsku til að hafa í sig og á. Hann er nýsestur á forsetastól í annað sinn, rígfullorðinn, forseti 215 milljóna manna.
8/30/2023 • 15 minutes
Snorri og Internetheimur Zuckerbergs
Snorri Rafn Hallsson fjallaði í nóvember um internetheiminn META, sem Mark Zuckerberg, lagði höfuðáherslu á í allri sinni þróun. The Metaverse. Þar mun fólk ekki einungis geta leikið sér og varið stundum með vinum og fjölskyldum heldur einnig lagt stund á vinnu og viðskipti. En það gengur ekkert rosalega vel hjá Zuckerberg. Verðgildi META hefur fallið um 700 milljarða dollara frá upphafi þessa árs. 230 milljarðar hurfu á einu bretti í febrúar, mesta verðgildislækkun fyrirtækis á einum degi í sögu Bandaríkjanna. Það hafa nefninlega ekki allir sömu sýn á Metaverse og Zuckerberg og hans fólk, enda hafa hlutabréfin fallið um ríflega 70 prósent á árinu.
8/29/2023 • 0
Snorri og Internetheimur Zuckerbergs
Snorri Rafn Hallsson fjallaði í nóvember um internetheiminn META, sem Mark Zuckerberg, lagði höfuðáherslu á í allri sinni þróun. The Metaverse. Þar mun fólk ekki einungis geta leikið sér og varið stundum með vinum og fjölskyldum heldur einnig lagt stund á vinnu og viðskipti. En það gengur ekkert rosalega vel hjá Zuckerberg. Verðgildi META hefur fallið um 700 milljarða dollara frá upphafi þessa árs. 230 milljarðar hurfu á einu bretti í febrúar, mesta verðgildislækkun fyrirtækis á einum degi í sögu Bandaríkjanna. Það hafa nefninlega ekki allir sömu sýn á Metaverse og Zuckerberg og hans fólk, enda hafa hlutabréfin fallið um ríflega 70 prósent á árinu.
8/29/2023 • 15 minutes
Vera og dularfull dauðsföll rússneskra auðkýfinga
Nú standa yfir framkvæmdir og endurbætur hjá Þetta helst og á meðan á þeim stendur verða raddir valinna umsjónarmanna þáttarins dregnar fram. Vera Illugadóttir fjallar um dularfull dauðsföll rússneskra auðmanna. Þátturinn var fluttur fyrst 26. september 2022. Frá því í byrjun árs 2022 hafa margir rússneskir auðkýfingar og kaupsýslumenn fallið fyrir eigin hendi, eða þá fallið út um glugga og fram af klettum. Sérstaklega margir sem á einhvern hátt tengjast rússneskum olíu- og orkufyrirtækjum - grunsamlega margir, telja sumir, og hafa velt upp þeim möguleika að allavega einhverjum þessara manna hafi kannski verið komið fyrir kattarnef. Enda er það svosem þekkt að þeir sem setja sig upp á móti rússneska ríkisvaldinu geta átt það til að deyja sviplega og á dularfullan hátt. Þetta helst fer yfir dularfullu dauðsföll rússneskra kaupsýslumanna - og segir meðal annars af mönnum sem á árinu hafa svipt sig lífi eftir að hafa myrt alla fjölskyldu sína, stokkið eða dottið út um glugga á sjúkrahúsi, húrrað niður stiga í háskólabyggingu, og innbyrt eitrað kaffi og körtueitur í kjallara töfralæknis. Við mætum svo brakandi fersk til leiks innan tíðar, með nýtt og endurbætt Helst, á sama tíma og alltaf: strax að loknum hádegisfréttum á Rás 1.
8/28/2023 • 0
Vera og dularfull dauðsföll rússneskra auðkýfinga
Nú standa yfir framkvæmdir og endurbætur hjá Þetta helst og á meðan á þeim stendur verða raddir valinna umsjónarmanna þáttarins dregnar fram. Vera Illugadóttir fjallar um dularfull dauðsföll rússneskra auðmanna. Þátturinn var fluttur fyrst 26. september 2022.
Frá því í byrjun árs 2022 hafa margir rússneskir auðkýfingar og kaupsýslumenn fallið fyrir eigin hendi, eða þá fallið út um glugga og fram af klettum. Sérstaklega margir sem á einhvern hátt tengjast rússneskum olíu- og orkufyrirtækjum - grunsamlega margir, telja sumir, og hafa velt upp þeim möguleika að allavega einhverjum þessara manna hafi kannski verið komið fyrir kattarnef. Enda er það svosem þekkt að þeir sem setja sig upp á móti rússneska ríkisvaldinu geta átt það til að deyja sviplega og á dularfullan hátt. Þetta helst fer yfir dularfullu dauðsföll rússneskra kaupsýslumanna - og segir meðal annars af mönnum sem á árinu hafa svipt sig lífi eftir að hafa myrt alla fjölskyldu sína, stokkið eða dottið út um glugga á sjúkrahúsi, húrrað niður stiga í háskólabyggingu, og innbyrt eitrað kaffi og körtueitur í kjallara töfralæknis.
Við mætum svo brakandi fersk til leiks innan tíðar, með nýtt og endurbætt Helst, á sama tíma og alltaf: strax að loknum hádegisfréttum á Rás 1.
8/28/2023 • 15 minutes
Lokaferðalag keisaramörgæsanna
Óttast er að allt að tíu þúsund keisaramörgæsaungar hafi drukknað í sjónum við Suðurskautslandið seint á síðasta ári. Þetta sést á gervihnattamyndum breskra vísindamanna. Loftslagsbreytingar hafa þynnt hafísinn svo mikið að hann ber þær ekki lengur og nú benda rannsóknir til þess að tegundinni eigi eftir að fækka um 90 prósent fyrir næstu aldamót. Sunna Valgerðardóttir skoðar í þætti dagsins þessa merkilegu fuglategund sem gæti brátt verið að ganga sína síðustu göngu yfir ísinn. Aukaefni: Spegillinn, Happy Feet, March of the Penguins og The Guardian.
8/25/2023 • 0
Lokaferðalag keisaramörgæsanna
Óttast er að allt að tíu þúsund keisaramörgæsaungar hafi drukknað í sjónum við Suðurskautslandið seint á síðasta ári. Þetta sést á gervihnattamyndum breskra vísindamanna. Loftslagsbreytingar hafa þynnt hafísinn svo mikið að hann ber þær ekki lengur og nú benda rannsóknir til þess að tegundinni eigi eftir að fækka um 90 prósent fyrir næstu aldamót. Sunna Valgerðardóttir skoðar í þætti dagsins þessa merkilegu fuglategund sem gæti brátt verið að ganga sína síðustu göngu yfir ísinn. Aukaefni: Spegillinn, Happy Feet, March of the Penguins og The Guardian.
8/25/2023 • 15 minutes
Kokkurinn fallinn
Jevgení Prígósjin, leiðtogi Wagner-málaliðahersins í Rússlandi, er víst allur. Hann er sagður hafa verið um borð í flugvél sem fórst í gær. Þið takið kannski eftir því hvernig ég orða þetta, ætli maður verði ekki að taka öllu með fyrirvara sem kemur úr austrinu, sérstaklega þegar það varðar mann sem Vladímír Pútín rússlandsforseti hefur sakað um landráð, föðurlandssvik og annað miskræsilegt. En í kring um klukkan fimm í gær kom tilkynning frá BBC um að hann hefði verið um borð í 10 manna flugvél sem fórst. Sunna Valgerðardóttir sér um þáttinn. Aukaefni: Vikulokin, Heimskviður, kvöldfréttir.
8/24/2023 • 0
Kokkurinn fallinn
Jevgení Prígósjin, leiðtogi Wagner-málaliðahersins í Rússlandi, er víst allur. Hann er sagður hafa verið um borð í flugvél sem fórst í gær. Þið takið kannski eftir því hvernig ég orða þetta, ætli maður verði ekki að taka öllu með fyrirvara sem kemur úr austrinu, sérstaklega þegar það varðar mann sem Vladímír Pútín rússlandsforseti hefur sakað um landráð, föðurlandssvik og annað miskræsilegt. En í kring um klukkan fimm í gær kom tilkynning frá BBC um að hann hefði verið um borð í 10 manna flugvél sem fórst. Sunna Valgerðardóttir sér um þáttinn. Aukaefni: Vikulokin, Heimskviður, kvöldfréttir.
8/24/2023 • 15 minutes
Fegurðardrottningar og stórar spurningar á ensku
Fegurstu konur landsins hafa verið valdar. Þær eru dæmdar af dómnefnd eftir útliti, limaburði, göngulagi, tilsvörum og almennu yfirbragði. Spurningarnar sem Miss Diamond Beach, Miss Capital Region, Miss Northern Lights og fleiri keppendur fengu í Ungfrú Ísland í síðustu viku vöktu athygli. Þær voru nefninlega ekki auðveldar. Sunna Valgerðardóttir fjallar um fegurð og keppnir í fegurð í Þetta helst þætti dagsins.
8/23/2023 • 0
Fegurðardrottningar og stórar spurningar á ensku
Fegurstu konur landsins hafa verið valdar. Þær eru dæmdar af dómnefnd eftir útliti, limaburði, göngulagi, tilsvörum og almennu yfirbragði. Spurningarnar sem Miss Diamond Beach, Miss Capital Region, Miss Northern Lights og fleiri keppendur fengu í Ungfrú Ísland í síðustu viku vöktu athygli. Þær voru nefninlega ekki auðveldar. Sunna Valgerðardóttir fjallar um fegurð og keppnir í fegurð í Þetta helst þætti dagsins.
8/23/2023 • 15 minutes
Vatnið og tíminn
Íslenska vatnið er líklega sú auðlind sem við nýtum hvað mest, en líklega ekki best. Við gætum lítið gert án þess en við eigum svo mikið af því að við komum fram við það eins og það sé óþrjótandi. Á veturna veltum við fyrir okkur hvort við eigum nóg af heitu vatni til að halda öllum 150 sundlaugunum okkar opnum alltaf og á sumrin dælum við því út eins og enginn sé morgundagurinn. Vatnið hefur verið svolítið í fréttum undanfarið og Sunna Valgerðardóttir skvetti því aðeins yfir þátt dagsins.
8/22/2023 • 0
Vatnið og tíminn
Íslenska vatnið er líklega sú auðlind sem við nýtum hvað mest, en líklega ekki best. Við gætum lítið gert án þess en við eigum svo mikið af því að við komum fram við það eins og það sé óþrjótandi. Á veturna veltum við fyrir okkur hvort við eigum nóg af heitu vatni til að halda öllum 150 sundlaugunum okkar opnum alltaf og á sumrin dælum við því út eins og enginn sé morgundagurinn. Vatnið hefur verið svolítið í fréttum undanfarið og Sunna Valgerðardóttir skvetti því aðeins yfir þátt dagsins.
8/22/2023 • 15 minutes
Umhugsunarverðir eldar í iðnaðarhúsum
Risastórt iðnaðar- og geymsluhúsnæði, við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði, brann í gær. Hátt í 20 manns bjuggu í húsinu, kannski fleiri, sem var ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði fyrir fólk. En það er nú ekkert nýtt, að fólk á Íslandi búi í húsum sem eru ekki til þess ætluð. Starfandi slökkviliðsstjóri segir umhugsunarvert hvernig eldurinn var orðinn þegar slökkvilið mætti á staðinn. Tjónið er mikið, þó að sem betur fer hafi enginn brunnið inni. Það hefði auðveldlega getað farið svo. Fyrir rúmu ári síðan kom út skýrsla um fólk sem býr í atvinnuhúsnæði á Íslandi. Það var Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Slökkviliðið og ASÍ sem gerðu skýrsluna eftir mikið ákall og umræðu í samfélaginu. Sunna Valgerðardóttir fjallar um elda í mis-mannlegum húsum.
8/21/2023 • 0
Umhugsunarverðir eldar í iðnaðarhúsum
Risastórt iðnaðar- og geymsluhúsnæði, við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði, brann í gær. Hátt í 20 manns bjuggu í húsinu, kannski fleiri, sem var ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði fyrir fólk. En það er nú ekkert nýtt, að fólk á Íslandi búi í húsum sem eru ekki til þess ætluð. Starfandi slökkviliðsstjóri segir umhugsunarvert hvernig eldurinn var orðinn þegar slökkvilið mætti á staðinn. Tjónið er mikið, þó að sem betur fer hafi enginn brunnið inni. Það hefði auðveldlega getað farið svo. Fyrir rúmu ári síðan kom út skýrsla um fólk sem býr í atvinnuhúsnæði á Íslandi. Það var Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Slökkviliðið og ASÍ sem gerðu skýrsluna eftir mikið ákall og umræðu í samfélaginu. Sunna Valgerðardóttir fjallar um elda í mis-mannlegum húsum.
8/21/2023 • 15 minutes
Vaccinium uliginosum, myrtillus og cyanococcus
Við erum komin í síðari hluta ágúst, sumrinu fer senn að ljúka. Með haustinu koma þó fallegir litir, uppskera, villibráð og einhver ljúfur undirbúningshjúpur fyrir veturinn. Við skellum okkur kannski í bústað, byrjum aftur í ræktinni, hugum að garðinum fyrir veturinn, kippum trampólínunum inn og förum í berjamó. Er það ekki annars? Sunna Valgerðardóttir fjallar í þættinum um íslensku bláberin (Vaccinium uliginosum), aðabláberin (Vaccinium myrtillus) og hlussuberin sem við neyðumst svo oft að kaupa dýrum dómum úti í búð (Vaccinium cyanococcus).
8/18/2023 • 0
Vaccinium uliginosum, myrtillus og cyanococcus
Við erum komin í síðari hluta ágúst, sumrinu fer senn að ljúka. Með haustinu koma þó fallegir litir, uppskera, villibráð og einhver ljúfur undirbúningshjúpur fyrir veturinn. Við skellum okkur kannski í bústað, byrjum aftur í ræktinni, hugum að garðinum fyrir veturinn, kippum trampólínunum inn og förum í berjamó. Er það ekki annars? Sunna Valgerðardóttir fjallar í þættinum um íslensku bláberin (Vaccinium uliginosum), aðabláberin (Vaccinium myrtillus) og hlussuberin sem við neyðumst svo oft að kaupa dýrum dómum úti í búð (Vaccinium cyanococcus).
8/18/2023 • 15 minutes
Rofið vegna þungunarofs
Dómstóll í New Orleans í Bandaríkjunum hefur nú úrskurðað að það þurfi að takmarka aðgengi að lyfi sem veldur þungunarrofi. Samkvæmt úrskurðinum geta konurnar í ríkinu ekki fengið lyfið heimsent eins og áður, það verður bannað, og þurfa að fá útgefinn lyfseðil fyrir því í gegnum síma. Bannið mun ekki taka gildi fyrr en að yfirferð hæstaréttar lokinni. Þetta var í fréttum í morgun. Og auðvitað á málið sér lengri sögu, miklu miklu lengri sögu. Þungunarrof hafa áratugum saman verið eitt stærsta deilumál bandarísku þjóðarinnar. Sunna Valgerðardóttir rifjar í dag upp aðdraganda þungunarrofsbannsins í Bandaríkjunum, Roe gegn Wade, og hver staðan er núna á þessu lyfi, mifepristone, sem er að fylla dagskrár dómstóla.
8/17/2023 • 0
Rofið vegna þungunarofs
Dómstóll í New Orleans í Bandaríkjunum hefur nú úrskurðað að það þurfi að takmarka aðgengi að lyfi sem veldur þungunarrofi. Samkvæmt úrskurðinum geta konurnar í ríkinu ekki fengið lyfið heimsent eins og áður, það verður bannað, og þurfa að fá útgefinn lyfseðil fyrir því í gegnum síma. Bannið mun ekki taka gildi fyrr en að yfirferð hæstaréttar lokinni. Þetta var í fréttum í morgun. Og auðvitað á málið sér lengri sögu, miklu miklu lengri sögu. Þungunarrof hafa áratugum saman verið eitt stærsta deilumál bandarísku þjóðarinnar. Sunna Valgerðardóttir rifjar í dag upp aðdraganda þungunarrofsbannsins í Bandaríkjunum, Roe gegn Wade, og hver staðan er núna á þessu lyfi, mifepristone, sem er að fylla dagskrár dómstóla.
8/17/2023 • 15 minutes
Útlendingalögin sem virka bara einhvern veginn
Útlendingamálin hafa verið áberandi í fréttum hér undanfarna daga eins og svo oft áður. Kunnugleg pólarísering umræðunnar stendur nú sem hæst: Leyfum þeim að vera eða hendum þeim úr landi. Þetta er ekkert nýtt. En eitt hefur jú breyst: ný útlendingalög fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa tekið gildi. Og þau virðast bíta. Og sömuleiðis virðast þau ekki alveg ná utan um afleiðingarnar sem þau hafa. Núverandi dómsmálaráðherra segir einfaldlega að þau virki. Sunna Valgerðardóttir fær Ölmu Ómarsdóttur fréttamann til að fara yfir brottflutningsbúðir, búsetuúrræði með takmörkunum, fangabúðir og flóttamannabúðir - og hvernig eitt SMS getur umturnað lífi fólks á Íslandi.
8/16/2023 • 0
Útlendingalögin sem virka bara einhvern veginn
Útlendingamálin hafa verið áberandi í fréttum hér undanfarna daga eins og svo oft áður. Kunnugleg pólarísering umræðunnar stendur nú sem hæst: Leyfum þeim að vera eða hendum þeim úr landi. Þetta er ekkert nýtt. En eitt hefur jú breyst: ný útlendingalög fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa tekið gildi. Og þau virðast bíta. Og sömuleiðis virðast þau ekki alveg ná utan um afleiðingarnar sem þau hafa. Núverandi dómsmálaráðherra segir einfaldlega að þau virki. Sunna Valgerðardóttir fær Ölmu Ómarsdóttur fréttamann til að fara yfir brottflutningsbúðir, búsetuúrræði með takmörkunum, fangabúðir og flóttamannabúðir - og hvernig eitt SMS getur umturnað lífi fólks á Íslandi.
8/16/2023 • 15 minutes
Eldarnir í iðrum jarðar
Hamfarirnar á Hawaii koma ekki upp úr síkvikri jörðinni þar, heldur með vindinum. Eldstormarnir hafa tekið að minnsta kosti 100 mannslíf og tala látinna hækkar stöðugt. Þau búast við að finna um það bil 10 til 20 lík á dag næstu daga. Þetta eru nýjustu fregnir frá eldfjallaeyjunum í Kyrrahafinu og ekki eru þær góðar. Í þætti dagsins er litið nær, inn á við og ofan í jörðina, á okkar eigin eldfjallaeyju. Sunna Valgerðardóttir sér um þáttinn.
8/15/2023 • 0
Eldarnir í iðrum jarðar
Hamfarirnar á Hawaii koma ekki upp úr síkvikri jörðinni þar, heldur með vindinum. Eldstormarnir hafa tekið að minnsta kosti 100 mannslíf og tala látinna hækkar stöðugt. Þau búast við að finna um það bil 10 til 20 lík á dag næstu daga. Þetta eru nýjustu fregnir frá eldfjallaeyjunum í Kyrrahafinu og ekki eru þær góðar. Í þætti dagsins er litið nær, inn á við og ofan í jörðina, á okkar eigin eldfjallaeyju. Sunna Valgerðardóttir sér um þáttinn.
8/15/2023 • 15 minutes
Hamfarirnar á Hawaii
Nýliðinn júlímánuður var sá heitasti sem mælst hefur. Hamfarahlýnun, eða hnattræn stiknun eins og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallaði ástandið í heiminum nýlega, er löngu farin að bíta. Afleiðingarnar eru hræðilegar. Flest bendir til þess að eitt dæmið sé að birtast núna í ljósum logum paradísarinnar í Kyrrahafi, Hawaii, þar sem tala látinna er nú komin upp í 96 en mun hækka. Eldstormarnir á eyjunum eru alvarlegustu hamfarir sem dunið hafa á svæðinu frá upphafi. Stærsta borg ferðamannaparadísarinnar Maui er nú rústir einar, þúsundir eru heimilislausar og fólk er reitt. Stjórnvöld liggja undir ámæli fyrir léleg viðbrögð. Sunna Valgerðardóttir fjallar um hamfarirnar á Hawaii í þessum fyrsta Helsti eftir sumarfrí.
8/14/2023 • 0
Hamfarirnar á Hawaii
Nýliðinn júlímánuður var sá heitasti sem mælst hefur. Hamfarahlýnun, eða hnattræn stiknun eins og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallaði ástandið í heiminum nýlega, er löngu farin að bíta. Afleiðingarnar eru hræðilegar. Flest bendir til þess að eitt dæmið sé að birtast núna í ljósum logum paradísarinnar í Kyrrahafi, Hawaii, þar sem tala látinna er nú komin upp í 96 en mun hækka. Eldstormarnir á eyjunum eru alvarlegustu hamfarir sem dunið hafa á svæðinu frá upphafi. Stærsta borg ferðamannaparadísarinnar Maui er nú rústir einar, þúsundir eru heimilislausar og fólk er reitt. Stjórnvöld liggja undir ámæli fyrir léleg viðbrögð. Sunna Valgerðardóttir fjallar um hamfarirnar á Hawaii í þessum fyrsta Helsti eftir sumarfrí.
8/14/2023 • 15 minutes
30.06.2023
6/30/2023 • 0
Helguvík, heimurinn og heimakærir kettir
Þetta er síðasti þátturinn í uppfærsluvikunni, þar sem eldri fréttamál hafa verið tekin fyrir og uppfærð samkvæmt nýjustu tíðindum. Sunna Valgerðardóttir byrjar suður með sjó og endar á norðausturlandi, með viðkomu í himinhvolfinu og heiminum öllum. Þetta helst snýr svo aftur eftir nokkrar vikur af sumarfríi.
6/30/2023 • 15 minutes
Útlenskt vesen og vandræði
Þetta helst er fátt óviðkomandi og margt milli himins og jarðar hefur verið til umfjöllunar undanfarið ár. Við sögðum meðal annars frá nokkrum Bandaríkjamönnum sem bökuðu sér sín eigin vandræði en í þætti dagsins rifjar Snorri Rafn Hallsson upp mál samsæriskenningasmiðusins Alex Jones og ríkisstjóra Flórídafylkis, Ron DeSantis, sem langar til að verða forseti. Vandræði þeirra hafa lítið batnað upp á síðkastið.
6/29/2023 • 0
Útlenskt vesen og vandræði
Þetta helst er fátt óviðkomandi og margt milli himins og jarðar hefur verið til umfjöllunar undanfarið ár. Við sögðum meðal annars frá nokkrum Bandaríkjamönnum sem bökuðu sér sín eigin vandræði en í þætti dagsins rifjar Snorri Rafn Hallsson upp mál samsæriskenningasmiðusins Alex Jones og ríkisstjóra Flórídafylkis, Ron DeSantis, sem langar til að verða forseti. Vandræði þeirra hafa lítið batnað upp á síðkastið.
6/29/2023 • 15 minutes
Íslendingar á sakamannabekk: Bankastræti Club, hryðjuverk og Gylfi Sig
Við höfum fjallað um margt í Þetta helst undanfarið ár, innlent og erlent, létt og þungt. Pólitík, atvinnumál, náttúru, vísindi, tækni og stundum fjöllum við líka um það sem trónir yfirleitt efst í vinsældum á hlaðvarpslistum: glæpi. Það hafa nokkuð mörg risamál þar sem Íslendingar spila aðalhlutverkið ratað í fréttirnar síðasta árið en málin eiga auðvitað eftir að taka allskonar stefnur eftir að þættirnir fara í loftið. Sunna Valgerðardóttir tekur í þætti dagsins fyrir þrjú glæpamál sem hafa heldur betur þróast: Gengjastríðið á Bankastræti Club, Hryðjuverkamálið íslenska og mál fótboltamannsins ónefnda, Gylfa Þórs Sigurðssonar.
6/28/2023 • 0
Íslendingar á sakamannabekk: Bankastræti Club, hryðjuverk og Gylfi Sig
Við höfum fjallað um margt í Þetta helst undanfarið ár, innlent og erlent, létt og þungt. Pólitík, atvinnumál, náttúru, vísindi, tækni og stundum fjöllum við líka um það sem trónir yfirleitt efst í vinsældum á hlaðvarpslistum: glæpi. Það hafa nokkuð mörg risamál þar sem Íslendingar spila aðalhlutverkið ratað í fréttirnar síðasta árið en málin eiga auðvitað eftir að taka allskonar stefnur eftir að þættirnir fara í loftið. Sunna Valgerðardóttir tekur í þætti dagsins fyrir þrjú glæpamál sem hafa heldur betur þróast: Gengjastríðið á Bankastræti Club, Hryðjuverkamálið íslenska og mál fótboltamannsins ónefnda, Gylfa Þórs Sigurðssonar.
6/28/2023 • 15 minutes
Sönn útlensk sakamál: Tate, Baldwin og McCann
Tíminn líður og málin þróast. Þannig er það bara. Í þætti dagsins rifjum við upp þrjú erlend sakamál sem hafa verið til umfjöllunar í Þetta helst og tökum stöðuna á þeim í dag. Snorri Rafn Hallsson tekur fyrir 3 mál: kvenhatarann Andrew Tate sem sætir nú ákæru fyrir skipulagða glæpastarfsemi og mansal í Rúmeníu; Hollywoodleikarann Alec Baldwin sem varð kvikmyndatökukonunni Halynu Hutchins að bana þegar skot hljóp úr byssu við tökur á kvikmyndinni Rust; og Madeleine McCann, en vísbendinga um hvarf hennar var leitað í Portúgal fyrir um mánuði síðan, þýska lögreglan handviss um að dæmdur kynferðisbrotamaður beri ábyrgð á hvarfi hennar.
6/27/2023 • 0
Sönn útlensk sakamál: Tate, Baldwin og McCann
Tíminn líður og málin þróast. Þannig er það bara. Í þætti dagsins rifjum við upp þrjú erlend sakamál sem hafa verið til umfjöllunar í Þetta helst og tökum stöðuna á þeim í dag. Snorri Rafn Hallsson tekur fyrir 3 mál: kvenhatarann Andrew Tate sem sætir nú ákæru fyrir skipulagða glæpastarfsemi og mansal í Rúmeníu; Hollywoodleikarann Alec Baldwin sem varð kvikmyndatökukonunni Halynu Hutchins að bana þegar skot hljóp úr byssu við tökur á kvikmyndinni Rust; og Madeleine McCann, en vísbendinga um hvarf hennar var leitað í Portúgal fyrir um mánuði síðan, þýska lögreglan handviss um að dæmdur kynferðisbrotamaður beri ábyrgð á hvarfi hennar.
6/27/2023 • 15 minutes
Íslensk klúður: Hvalveiðar og salan á Íslandsbanka
Við höfum fjallað um margt í Þetta helst síðan þátturinn fór í loftið fyrir rúmu ári. Í næstu þáttum tökum við fyrir nokkur mál sem hafa þróast nokkuð síðan þátturinn um þau var gerður. Við skoðum nýjustu fréttir og setjum þær í samhengi við það sem var. Í þætti dagsins skoðar Sunna Valgerðardóttir tvö alíslensk klúður sem hafa verið í umræðunni undanfarna mánuði en þróast hratt síðustu daga: söluna á Íslandsbanka, sem bankinn klúðraði svo hressilega að Fjármálaeftirlitið gaf út hæstu sekt sína til þessa, og hvalveiðar, sem matvælaráðherra bannaði með svakalega skömmum fyrirvara. Það fer svo eftir því hvaða ráðherra þú spyrð hvar klúðrið liggur: Hjá hvalveiðimönnum eða Vinstri grænum.
6/26/2023 • 0
Íslensk klúður: Hvalveiðar og salan á Íslandsbanka
Við höfum fjallað um margt í Þetta helst síðan þátturinn fór í loftið fyrir rúmu ári. Í næstu þáttum tökum við fyrir nokkur mál sem hafa þróast nokkuð síðan þátturinn um þau var gerður. Við skoðum nýjustu fréttir og setjum þær í samhengi við það sem var. Í þætti dagsins skoðar Sunna Valgerðardóttir tvö alíslensk klúður sem hafa verið í umræðunni undanfarna mánuði en þróast hratt síðustu daga: söluna á Íslandsbanka, sem bankinn klúðraði svo hressilega að Fjármálaeftirlitið gaf út hæstu sekt sína til þessa, og hvalveiðar, sem matvælaráðherra bannaði með svakalega skömmum fyrirvara. Það fer svo eftir því hvaða ráðherra þú spyrð hvar klúðrið liggur: Hjá hvalveiðimönnum eða Vinstri grænum.
6/26/2023 • 15 minutes
Kafbáturinn sem hvarf
Kafbáturinn Titan er kominn í leitirnar en hans hafði verið saknað frá því á sunnudaginn. Titan hvarf sporlaust á leið sinni niður að flaki Titanic um 700 kílómetra undan ströndum Nýfundnalands í Kanada en þar hefur Titanic legið frá því að skipið sökk 15. apríl árið 1912. Stærsta og ríkulegasta skip heims á þeim tíma átti að vera ósökkvanlegt, en sigldi á ísjaka og sökk í sinni fyrstu ferð. Nákvæm staðsetning flaksins var ráðgáta allt til ársins 1985 þegar haffræðingurinn Robert Ballard uppgötvaði það á fjögurra kílómetra dýpi í Norður-Atlantshafi. Síðan þá hafa ótal ferðir verið farnar að flakinu í rannsóknarskyni, til að endurheimta muni og í ævintýratilgangi eins og sú sem nú fór úrskeiðis. Titan fannst nefnilega ekki heill á húfi og eru allir taldir af. Snorri Rafn Hallsson kafar í málið í þætti dagsins.
6/23/2023 • 0
Kafbáturinn sem hvarf
Kafbáturinn Titan er kominn í leitirnar en hans hafði verið saknað frá því á sunnudaginn. Titan hvarf sporlaust á leið sinni niður að flaki Titanic um 700 kílómetra undan ströndum Nýfundnalands í Kanada en þar hefur Titanic legið frá því að skipið sökk 15. apríl árið 1912. Stærsta og ríkulegasta skip heims á þeim tíma átti að vera ósökkvanlegt, en sigldi á ísjaka og sökk í sinni fyrstu ferð.
Nákvæm staðsetning flaksins var ráðgáta allt til ársins 1985 þegar haffræðingurinn Robert Ballard uppgötvaði það á fjögurra kílómetra dýpi í Norður-Atlantshafi. Síðan þá hafa ótal ferðir verið farnar að flakinu í rannsóknarskyni, til að endurheimta muni og í ævintýratilgangi eins og sú sem nú fór úrskeiðis. Titan fannst nefnilega ekki heill á húfi og eru allir taldir af.
Snorri Rafn Hallsson kafar í málið í þætti dagsins.
6/23/2023 • 15 minutes
Spotify og hlaðvörp fræga fólksins
Spotify er löngu búið að leggja undir sig tónlistarmarkaðinn en tilraun streymisrisans til að leika sama leik með hlaðvörp hefur reynst of kostnaðarsöm. Fyrr á árinu fengu 600 starfsmenn Spotify reisupassann og nú hefur 200 til viðbótar verið sagt upp. Öll úr hlaðvarpsdeildinni. Meðal þeirra sem ekki munu gera fleiri þætti fyrir Spotify eru engin önnur en aðals- og stjörnuhjónin Prins Harry og Meghan Markle sem feta í fótspor Barack og Michelle Obama sem sögðu skilið við streymisveituna sænsku í fyrra. Sjónvarpskynnirinn, grínistinn, íþróttalýsandinn og konungur hlaðvarpanna, Joe Rogan er þó enn á sínum stað, ræðir við alla frá forsetaframbjóðendum demókrata til andstæðinga bólusetninga, reykir gras með Elon Musk og spjallar við Alex Jones. Snorri Rafn Hallsson segir frá uppruna Spotify og tilraunum á hlaðvarpsmarkaði.
6/22/2023 • 0
Spotify og hlaðvörp fræga fólksins
Spotify er löngu búið að leggja undir sig tónlistarmarkaðinn en tilraun streymisrisans til að leika sama leik með hlaðvörp hefur reynst of kostnaðarsöm. Fyrr á árinu fengu 600 starfsmenn Spotify reisupassann og nú hefur 200 til viðbótar verið sagt upp. Öll úr hlaðvarpsdeildinni. Meðal þeirra sem ekki munu gera fleiri þætti fyrir Spotify eru engin önnur en aðals- og stjörnuhjónin Prins Harry og Meghan Markle sem feta í fótspor Barack og Michelle Obama sem sögðu skilið við streymisveituna sænsku í fyrra.
Sjónvarpskynnirinn, grínistinn, íþróttalýsandinn og konungur hlaðvarpanna, Joe Rogan er þó enn á sínum stað, ræðir við alla frá forsetaframbjóðendum demókrata til andstæðinga bólusetninga, reykir gras með Elon Musk og spjallar við Alex Jones.
Snorri Rafn Hallsson segir frá uppruna Spotify og tilraunum á hlaðvarpsmarkaði.
6/22/2023 • 15 minutes
Þurfum við alltaf að vera öll í þessu saman?
Seðlabankastjóri segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu mikilvæg skref í rétta átt. Tillögurnar eru allskonar, en bankastjórinn segir að þær sem bíti mest og best séu minni launahækkanir. Hann er mikill talsmaður hóflegra launahækkana. Hann sagði í viðtali við Moggann að verkalýðshreyfingin væri bara að mótmæla sjálfum sér þegar þau standa með skilti á Austurvelli. Þau vilja hærri laun, en það eru launin sem fóðra verðbólgubálið. Við þurfum öll að vera í þessu saman. Hann var gagnrýndur fyrir það, eins og gengur. Sunna Valgerðardóttir fjallar um peninga, samstöðu og manninn sem stjórnar Seðlabankanum í þætti dagsins.
6/21/2023 • 0
Þurfum við alltaf að vera öll í þessu saman?
Seðlabankastjóri segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu mikilvæg skref í rétta átt. Tillögurnar eru allskonar, en bankastjórinn segir að þær sem bíti mest og best séu minni launahækkanir. Hann er mikill talsmaður hóflegra launahækkana. Hann sagði í viðtali við Moggann að verkalýðshreyfingin væri bara að mótmæla sjálfum sér þegar þau standa með skilti á Austurvelli. Þau vilja hærri laun, en það eru launin sem fóðra verðbólgubálið. Við þurfum öll að vera í þessu saman. Hann var gagnrýndur fyrir það, eins og gengur. Sunna Valgerðardóttir fjallar um peninga, samstöðu og manninn sem stjórnar Seðlabankanum í þætti dagsins.
6/21/2023 • 15 minutes
Minnsti og mest pirrandi Íslendingurinn kominn á stjá
Náttúruvísindamenn hafa uppgötvað og skráð meira en þúsund tegundir lúsmýs. Þetta eru agnarsmá kvikindi, en ást okkar til þeirra er þó ennþá minni. Samt gerir mikill meirihluti þessarra þúsund tegunda manneskjum ekki neitt. En þær fáu sem gera það, bæta upp fyrir skaðleysi hinna. Við vitum ekki hvenær þau komu fyrst til landsins, en árið 2015, þegar vísindamenn voru búnir að skrá hér sex tegundir, allar meinlausar, gerði sú sjöunda vart við sig. Og það er eiginlega ekki hægt að flýja hana. Og það þýðir lítið að eltast við jarðar- eða sumarbústaðakaup á þeim svæðum þar sem þessi litla vera hefur enn ekki drepið niður fótum, því hún er að dreifa sér um allt landið og hún er að gera það hratt. Fasteignasali segir að við verðum bara að breyta hegðun okkar og lifa með henni. Sunna Valgerðardóttir fjallar um minnsta og mest pirrandi Íslendinginn, lúsmýið, í þætti dagsins.
6/20/2023 • 0
Minnsti og mest pirrandi Íslendingurinn kominn á stjá
Náttúruvísindamenn hafa uppgötvað og skráð meira en þúsund tegundir lúsmýs. Þetta eru agnarsmá kvikindi, en ást okkar til þeirra er þó ennþá minni. Samt gerir mikill meirihluti þessarra þúsund tegunda manneskjum ekki neitt. En þær fáu sem gera það, bæta upp fyrir skaðleysi hinna. Við vitum ekki hvenær þau komu fyrst til landsins, en árið 2015, þegar vísindamenn voru búnir að skrá hér sex tegundir, allar meinlausar, gerði sú sjöunda vart við sig. Og það er eiginlega ekki hægt að flýja hana. Og það þýðir lítið að eltast við jarðar- eða sumarbústaðakaup á þeim svæðum þar sem þessi litla vera hefur enn ekki drepið niður fótum, því hún er að dreifa sér um allt landið og hún er að gera það hratt. Fasteignasali segir að við verðum bara að breyta hegðun okkar og lifa með henni. Sunna Valgerðardóttir fjallar um minnsta og mest pirrandi Íslendinginn, lúsmýið, í þætti dagsins.
6/20/2023 • 15 minutes
Mife, Miso og mannréttindi
Á síðustu mánuðum hafa fallið tveir dómar í Evrópu tengdir þungunarrofslyfjunum Mifepristone og Misoprostol. Aðgerðasinninn Justyna Wydrzy?ska var í Póllandi dæmd fyrir að útvega konu lyfin eftir krókaleiðum því ekki var hægt að nálgast þau með löglegum hætti og sorglegt mál í Bretlandi hefur orðið til þess að baráttufólk og þingmenn krefjast þess að þungunarrofslöggjöfin þar í landi verði endurskoðuð. Aðgengi að öruggu þungunarrofi sé mannréttindi. Snorri Rafn Hallsson fjallar um þessi tvö mál og ræðir við Kolbrúnu Pálsdóttur, yfirlækni á kvensjúkdómadeild Landspítala.
6/19/2023 • 0
Mife, Miso og mannréttindi
Á síðustu mánuðum hafa fallið tveir dómar í Evrópu tengdir þungunarrofslyfjunum Mifepristone og Misoprostol. Aðgerðasinninn Justyna Wydrzy?ska var í Póllandi dæmd fyrir að útvega konu lyfin eftir krókaleiðum því ekki var hægt að nálgast þau með löglegum hætti og sorglegt mál í Bretlandi hefur orðið til þess að baráttufólk og þingmenn krefjast þess að þungunarrofslöggjöfin þar í landi verði endurskoðuð. Aðgengi að öruggu þungunarrofi sé mannréttindi.
Snorri Rafn Hallsson fjallar um þessi tvö mál og ræðir við Kolbrúnu Pálsdóttur, yfirlækni á kvensjúkdómadeild Landspítala.
6/19/2023 • 15 minutes
Malandi útúrkíttuð kvikindi í börnáti
Þjóðhátíðardagur Íslendinga er fæðingardagur Jóns Sigurðssonar, opinber frídagur, með kandíflosi, gasblöðrum, tónleikum og fjallkonum. En það er töluvert stór hópur fólks hér sem finnst það allt saman fullkomið aukaatriði. Fyrir þann hóp eru kraftpúst, túrbóinnspýtingar, spoilerar, kítti, börnát, hávaðalimbó það sem þessi helgi snýst um. Sunna Valgerðardóttir fjallar um þjóðhátíð bílaáhugafólks: Bíladaga á Akureyri.
6/16/2023 • 0
Malandi útúrkíttuð kvikindi í börnáti
Þjóðhátíðardagur Íslendinga er fæðingardagur Jóns Sigurðssonar, opinber frídagur, með kandíflosi, gasblöðrum, tónleikum og fjallkonum. En það er töluvert stór hópur fólks hér sem finnst það allt saman fullkomið aukaatriði. Fyrir þann hóp eru kraftpúst, túrbóinnspýtingar, spoilerar, kítti, börnát, hávaðalimbó það sem þessi helgi snýst um. Sunna Valgerðardóttir fjallar um þjóðhátíð bílaáhugafólks: Bíladaga á Akureyri.
6/16/2023 • 15 minutes
Við þurfum ekki að ræða fjármálin
?Við þurfum ekki að ræða fjármálin. Fjármálin eru í fínu lagi,? sagði Nicola Sturgeon þáverandi fyrsti ráðherra Skotlands og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins á fundi flokksstjórnar í ágúst 2021. En það þurfti svo sannarlega að ræða fjármálin! Mörg hundruð þúsund pund, meira en hundrað milljón krónur vantaði í peningakassann, peninga sem safnað hafði verið til stuðnings sjálfstæðisbaráttu Skota, eins helsta stefnumáls flokksins, sem þarna virtust hafa gufað upp. Um helgina var Sturgeon handtekinn vegna rannsóknar lögreglu á fjármálum flokksins en sleppt að lokinni yfirheyrslu. Þetta leiðindamál hefur sett mark sitt á fyrstu mánuði arftaka Sturgeon í starfi, Humza Yousaf, sem reynir hvað hann getur að beina athyglinni að stefnumálum flokksins á meðan fyrirsagnirnar fjalla bara um fjármálin, handtökur og horfna peninga. Snorri Rafn Hallsson fer yfir atburðarásina í þætti dagsins.
6/15/2023 • 0
Við þurfum ekki að ræða fjármálin
Við þurfum ekki að ræða fjármálin. Fjármálin eru í fínu lagi, sagði Nicola Sturgeon þáverandi fyrsti ráðherra Skotlands og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins á fundi flokksstjórnar í ágúst 2021. En það þurfti svo sannarlega að ræða fjármálin! Mörg hundruð þúsund pund, meira en hundrað milljón krónur vantaði í peningakassann, peninga sem safnað hafði verið til stuðnings sjálfstæðisbaráttu Skota, eins helsta stefnumáls flokksins, sem þarna virtust hafa gufað upp. Sturgeon var handtekin um helgina vegna rannsóknar lögreglu á fjármálum flokksins en sleppt að lokinni yfirheyrslu. Þetta leiðindamál hefur sett mark sitt á fyrstu mánuði arftaka Sturgeon í starfi, Humza Yousaf, sem reynir hvað hann getur að beina athyglinni að stefnumálum flokksins á meðan fyrirsagnirnar fjalla bara um fjármálin, handtökur og horfna peninga.
Snorri Rafn Hallsson fer yfir atburðarásina í þætti dagsins.
6/15/2023 • 15 minutes
Dill, Óx og Moss - Eitt atkvæði fyrir hverja Michelinstjörnu
Michelinstaðirnir á Íslandi eru nú orðnir þrír. Fyrir nokkrum árum áttum við ýmist bara einn eða engan, það fór allt eftir því hvort Dill næði að halda sinni stjörnu milli ára. Veitingastaðurinn Moss í Bláa lóninu er nýjasta viðbótin. Hann fékk sína stjörnu á mánudagskvöld við hátíðlega athöfn í Finnlandi. Sunna Valgerðardóttir skoðaði Michelin-staðina á landinu, hvað þeir eiga sameiginlegt og hvers vegna franskur dekkjaframleiðandi byrjaði allt í einu að segja fólki að borða góðan mat.
6/14/2023 • 0
Dill, Óx og Moss - Eitt atkvæði fyrir hverja Michelinstjörnu
Michelinstaðirnir á Íslandi eru nú orðnir þrír. Fyrir nokkrum árum áttum við ýmist bara einn eða engan, það fór allt eftir því hvort Dill næði að halda sinni stjörnu milli ára. Veitingastaðurinn Moss í Bláa lóninu er nýjasta viðbótin. Hann fékk sína stjörnu á mánudagskvöld við hátíðlega athöfn í Finnlandi. Sunna Valgerðardóttir skoðaði Michelin-staðina á landinu, hvað þeir eiga sameiginlegt og hvers vegna franskur dekkjaframleiðandi byrjaði allt í einu að segja fólki að borða góðan mat.
6/14/2023 • 15 minutes
Þjóðhetjan og stríðsglæpamaðurinn frá Ástralíu
Helsta stríðshetja Ástrala, faðir ársins, stríðsglæpamaður. Ástralski hermaðurinn Benjamin Roberts-Smith er ekki allur þar sem hann er séður. Hann myrti óbreytta borgara í Afganistan á árunum 2009 til 2012. Að auki fyrirskipaði hann aftökur án dóms og laga, hafði uppi hótanir gegn samstarfsmönnum sínum og réðst á óbreytta Afgana svo skerast þurfti í leikinn. Þetta staðfesti dómstóll í Sydney í upphafi mánaðar þegar meiðyrðamáli Roberts-Smith gegn þremur blaðamönnum sem greindu frá stríðsglæpum hans árið 2018 var vísað frá á grundvelli þess að þeir hefðu sagt satt og rétt frá misgjörðum hermannsins fyrrverandi. Fréttirnar skóku Ástralíu og þykir sigur blaðamannanna mikilvægur fyrir fjölmiðlafrelsi í landinu. Rannsóknir standa nú yfir á öðrum stríðsglæpum og svo gæti farið að Roberts-smith verði fangelsaður fyrir glæpi sína. Snorri Rafn Hallsson segir frá málinu í þætti dagsins
6/13/2023 • 0
Þjóðhetjan og stríðsglæpamaðurinn frá Ástralíu
Helsta stríðshetja Ástrala, faðir ársins, stríðsglæpamaður. Ástralski hermaðurinn Benjamin Roberts-Smith er ekki allur þar sem hann er séður. Hann myrti óbreytta borgara í Afganistan á árunum 2009 til 2012. Að auki fyrirskipaði hann aftökur án dóms og laga, hafði uppi hótanir gegn samstarfsmönnum sínum og réðst á óbreytta Afgana svo skerast þurfti í leikinn. Þetta staðfesti dómstóll í Sydney í upphafi mánaðar þegar meiðyrðamáli Roberts-Smith gegn þremur blaðamönnum sem greindu frá stríðsglæpum hans árið 2018 var vísað frá á grundvelli þess að þeir hefðu sagt satt og rétt frá misgjörðum hermannsins fyrrverandi.
Fréttirnar skóku Ástralíu og þykir sigur blaðamannanna mikilvægur fyrir fjölmiðlafrelsi í landinu. Rannsóknir standa nú yfir á öðrum stríðsglæpum og svo gæti farið að Roberts-smith verði fangelsaður fyrir glæpi sína.
Snorri Rafn Hallsson segir frá málinu í þætti dagsins
6/13/2023 • 15 minutes
Svarthærði silfurrefurinn frá Milano
Silvio Berlusconi er látinn. Þetta var umdeildur og merkilegur maður, tiltekin týpa sem hefur verið settur í flokk með mönnum eins og Donald Trump, Vladimir Putin, Rupert Murdoch og Recep Tayyp Erdogan. Berlusconi hefur verið ítrekað sakaður um spillingu og fjársvik, hann hefur verið dæmdur fyrir glæpi, hann hefur keypt vændi og misnotað barn. En hann hefur líka verið forsætisráðherra Ítalíu oftar en einu sinni. Og eins og gengur og gerist með svona tegundir af stjórnmálafólki, hefur töluvert verið fjallað um hann í fjölmiðlum undanfarin ár. Í þætti dagsins nýtir Sunna Valgerðardóttir brot úr nokkrum útvarpsþáttum sem hafa fjallað um Berlusconi. Guðrún Hálfdánardóttir fjallaði um hann í Sterka manninum 2022, Þórður Víkingur Friðgeirsson og Gunnar Hólmsteinn Ársælsson tóku hann fyrir í Sögum af misgóðum mönnum 2014 og honum brá líka fyrir í Þetta helst þætti Veru Illugadóttur um Giorgiu Meloni.
6/12/2023 • 0
Svarthærði silfurrefurinn frá Milano
Silvio Berlusconi er látinn. Þetta var umdeildur og merkilegur maður, tiltekin týpa sem hefur verið settur í flokk með mönnum eins og Donald Trump, Vladimir Putin, Rupert Murdoch og Recep Tayyp Erdogan. Berlusconi hefur verið ítrekað sakaður um spillingu og fjársvik, hann hefur verið dæmdur fyrir glæpi, hann hefur keypt vændi og misnotað barn. En hann hefur líka verið forsætisráðherra Ítalíu oftar en einu sinni. Og eins og gengur og gerist með svona tegundir af stjórnmálafólki, hefur töluvert verið fjallað um hann í fjölmiðlum undanfarin ár. Í þætti dagsins nýtir Sunna Valgerðardóttir brot úr nokkrum útvarpsþáttum sem hafa fjallað um Berlusconi. Guðrún Hálfdánardóttir fjallaði um hann í Sterka manninum 2022, Þórður Víkingur Friðgeirsson og Gunnar Hólmsteinn Ársælsson tóku hann fyrir í Sögum af misgóðum mönnum 2014 og honum brá líka fyrir í Þetta helst þætti Veru Illugadóttur um Giorgiu Meloni.
6/12/2023 • 15 minutes
Nígerískir prinsar, netsvindl og nítjánda öldin
100 milljónir horfnar á einu bretti, lausnargjalds krafist fyrir upplýsingar um notendur ferðaþjónustu fatlaðra, varað við umsvifum Kínverskra hakka, ráðist á netþjóna opinberra stofnana. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um fréttir af tölvuþrjótum sem víla ekkert fyrir sér og nú eru þeir meira að segja farnir að bregða sér í líki lögreglunnar, skálda upp sakargiftir og bjóða viðtakendum að gera upp mál með sektargreiðslu. Við Íslendingar erum tengdasta þjóð í heimi en á sama tíma er netöryggi verulega ábótavant. lista Alþjóðafjarskiptastofnunarinnar vermir Ísland aðeins 58. sæti yfir netöruggustu löndin, langt fyrir neðan nágrannalönd okkar og flestar þær þjóðir sem við berum okkur gjarnan saman við. Snorri Rafn Hallsson fjallar um tölvuþrjóta og netglæpi og rekur sögu fyrsta fjarskiptasvindlsins í þætti dagsins
6/9/2023 • 0
Nígerískir prinsar, netsvindl og nítjánda öldin
100 milljónir horfnar á einu bretti, lausnargjalds krafist fyrir upplýsingar um notendur ferðaþjónustu fatlaðra, varað við umsvifum Kínverskra hakka, ráðist á netþjóna opinberra stofnana. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um fréttir af tölvuþrjótum sem víla ekkert fyrir sér og nú eru þeir meira að segja farnir að bregða sér í líki lögreglunnar, skálda upp sakargiftir og bjóða viðtakendum að gera upp mál með sektargreiðslu.
Við Íslendingar erum tengdasta þjóð í heimi en á sama tíma er netöryggi verulega ábótavant. lista Alþjóðafjarskiptastofnunarinnar vermir Ísland aðeins 58. sæti yfir netöruggustu löndin, langt fyrir neðan nágrannalönd okkar og flestar þær þjóðir sem við berum okkur gjarnan saman við.
Snorri Rafn Hallsson fjallar um tölvuþrjóta og netglæpi og rekur sögu fyrsta fjarskiptasvindlsins í þætti dagsins
6/9/2023 • 15 minutes
Eldheitur eldhúsdagur
Dagskrárliðurinn Almennar stjórnmálaumræður fóru fram á Alþingi í gær. Þetta er betur þekkt sem Eldhúsdagsumræður - þar sem þingmenn allra flokka skiptast á að ýmist stappa stáli í kjósendur eða drulla yfir núverandi meirihluta. Sextán þingmenn, þar af einn ráðherra, héldu ræður þar sem þau gerðu upp þingveturinn með sínu nefi. Þau töluðu ýmist í átta eða fimm mínútur. Einni þótti svipa til Veru Illugadóttur, önnur vitnaði í Nýdönsk. Sunna Valgerðardóttir leit í eldhúsið á Alþingi.
6/8/2023 • 0
Eldheitur eldhúsdagur
Dagskrárliðurinn Almennar stjórnmálaumræður fóru fram á Alþingi í gær. Þetta er betur þekkt sem Eldhúsdagsumræður - þar sem þingmenn allra flokka skiptast á að ýmist stappa stáli í kjósendur eða drulla yfir núverandi meirihluta. Sextán þingmenn, þar af einn ráðherra, héldu ræður þar sem þau gerðu upp þingveturinn með sínu nefi. Þau töluðu ýmist í átta eða fimm mínútur. Einni þótti svipa til Veru Illugadóttur, önnur vitnaði í Nýdönsk. Sunna Valgerðardóttir leit í eldhúsið á Alþingi.
6/8/2023 • 15 minutes
Ráðherrarnir í ríkisstjórninni (e)
Forseti Alþingis tilkynnti á mánudag að starfsáætlun þessa þings verði felld úr gildi frá og með deginum í dag. Ekkert sérstakt við það svo sem, þingið er bara að fara í sumarfrí. Eldhúsdagsumræðurnar eru framundan, það verður poppað á heimilum landsins og tvítað sem aldrei fyrr. Að minnsta kosti einhversstaðar. Þetta kjörtímabil er hálfnað, ríkisstjórnin okkar hefur nú setið samfleytt í eitt og hálft kjörtímabil. Þessi ríkisstjórn kynnti loks aðgerðir í vikunni til að reyna að sporna við verðbólgunni, sem fólu meðal annars í sér að þau fá ekki eins miklar launahækkanir. Þetta eru Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn sem stjórna. Þau tóku við völdum af sjálfum sér í nóvember 2021 og gerðu smávegis breytingar á fyrra ráðherraliði. Sunna Valgerðardóttir dustar í dag rykið af eldri þætti Þetta helst um ráðherrana í ríkisstjórninni.
6/7/2023 • 0
Ráðherrarnir í ríkisstjórninni (e)
Forseti Alþingis tilkynnti á mánudag að starfsáætlun þessa þings verði felld úr gildi frá og með deginum í dag. Ekkert sérstakt við það svo sem, þingið er bara að fara í sumarfrí. Eldhúsdagsumræðurnar eru framundan, það verður poppað á heimilum landsins og tvítað sem aldrei fyrr. Að minnsta kosti einhversstaðar. Þetta kjörtímabil er hálfnað, ríkisstjórnin okkar hefur nú setið samfleytt í eitt og hálft kjörtímabil. Þessi ríkisstjórn kynnti loks aðgerðir í vikunni til að reyna að sporna við verðbólgunni, sem fólu meðal annars í sér að þau fá ekki eins miklar launahækkanir. Þetta eru Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn sem stjórna. Þau tóku við völdum af sjálfum sér í nóvember 2021 og gerðu smávegis breytingar á fyrra ráðherraliði. Sunna Valgerðardóttir dustar í dag rykið af eldri þætti Þetta helst um ráðherrana í ríkisstjórninni.
6/7/2023 • 15 minutes
Baðlónaóða þjóðin Íslendingar
Það eru meira en 150 sundlaugar á Íslandi, steyptar og málaðar í fagursundlaugabláum lit, oftast með heitum pottum, margar með rennibrautum. Þær eru opnar allan ársins hring (nema í verkföllum og óeðlilegum kuldaköstum). En það er ekki nóg. Nú þurfum við að hafa baðlón. Helst í hverju einasta sveitarfélagi. Nóg eigum við af jarðhitanum. Að minnsta kosti eins og er. Og ef ekki þá reddast það. Það er hægt að rukka mörg þúsund krónur fyrir miðann, fólk getur fengið sér í glas og haft það næs. Sunna Valgerðardóttir skellir sér í hringferð um landið í Þetta helst í dag og skoðar lúxus-baðstaðina sem virðast spretta upp eins og gorkúlur. Og það eru að minnsta kosti fjögur til viðbótar á teikniborðinu, sem kosta samtals mjög marga milljarða.
6/6/2023 • 0
Baðlónaóða þjóðin Íslendingar
Það eru meira en 150 sundlaugar á Íslandi, steyptar og málaðar í fagursundlaugabláum lit, oftast með heitum pottum, margar með rennibrautum. Þær eru opnar allan ársins hring (nema í verkföllum og óeðlilegum kuldaköstum). En það er ekki nóg. Nú þurfum við að hafa baðlón. Helst í hverju einasta sveitarfélagi. Nóg eigum við af jarðhitanum. Að minnsta kosti eins og er. Og ef ekki þá reddast það. Það er hægt að rukka mörg þúsund krónur fyrir miðann, fólk getur fengið sér í glas og haft það næs. Sunna Valgerðardóttir skellir sér í hringferð um landið í Þetta helst í dag og skoðar lúxus-baðstaðina sem virðast spretta upp eins og gorkúlur. Og það eru að minnsta kosti fjögur til viðbótar á teikniborðinu, sem kosta samtals mjög marga milljarða.
6/6/2023 • 18 minutes, 19 seconds
Fjallalandið milli austurs og vesturs
Fyrrum Sovétríkið Georgía er meðal þeirra sem sótt hafa um inngöngu í ESB og NATO, lítur til vesturs frekar en austurs. Og þó. Því á sama tíma hafa viðskipti Georgíu við Rússa aukist, og í átökunum um sjálfstjórnarhéröðin Suður-Ossetíu og Abkasíu árið 2008 hrifaðis Rússland til sín 20% landsins á fimm dögum. Georgía stígur því varlega til jarðar um þessar mundir, vill inn í Evrópusambandið en einnig halda Moskvu góðri. Snorri Rafn Hallsson fer yfir sögu Georgíu í þætti dagsins.
6/5/2023 • 0
Fjallalandið milli austurs og vesturs
Fyrrum Sovétríkið Georgía er meðal þeirra sem sótt hafa um inngöngu í ESB og NATO, lítur til vesturs frekar en austurs. Og þó. Því á sama tíma hafa viðskipti Georgíu við Rússa aukist, og í átökunum um sjálfstjórnarhéröðin Suður-Ossetíu og Abkasíu árið 2008 hrifaðis Rússland til sín 20% landsins á fimm dögum. Georgía stígur því varlega til jarðar um þessar mundir, vill inn í Evrópusambandið en einnig halda Moskvu góðri.
Snorri Rafn Hallsson fer yfir sögu Georgíu í þætti dagsins.
6/5/2023 • 15 minutes
Örlög og ævintýri hinna hvalanna
Hvalir, hvalveiðar, kvaldir hvalir og Hvalur hf í hvalfirðir. Við íslendingar erum með hvali á heilanum þessa dagana og full ástæða til. En það eru ekki bara langreyðir og hrefnur sem hafa vakið athygli því borið hefur til tíðinda hjá mjaldraþrenningunni sem hreif þjóðina árið 2019, Litlu-Grá og Litlu-Hvíti, mjaldrasystrunum í Vestmannaeyjum og svo honum Hvaldimir sem skaut upp kollinum við Noreg og var um stund grunaður um að vera rússneskur njósnari. Aðlögun mjaldrasystranna í Klettsvík gengur enn erfiðlega og Hvaldimir hefur yfirgefið Noregsstrendur. Snorri Rafn Hallsson rifjar upp þátt Veru Illugadóttur um mjaldrana og færir nýjustu fregnir af þeim.
6/2/2023 • 0
Örlög og ævintýri hinna hvalanna
Hvalir, hvalveiðar, kvaldir hvalir og Hvalur hf í hvalfirðir. Við íslendingar erum með hvali á heilanum þessa dagana og full ástæða til.
En það eru ekki bara langreyðir og hrefnur sem hafa vakið athygli því borið hefur til tíðinda hjá mjaldraþrenningunni sem hreif þjóðina árið 2019, Litlu-Grá og Litlu-Hvíti, mjaldrasystrunum í Vestmannaeyjum og svo honum Hvaldimir sem skaut upp kollinum við Noreg og var um stund grunaður um að vera rússneskur njósnari. Aðlögun mjaldrasystranna í Klettsvík gengur enn erfiðlega og Hvaldimir hefur yfirgefið Noregsstrendur.
Snorri Rafn Hallsson rifjar upp þátt Veru Illugadóttur um mjaldrana og færir nýjustu fregnir af þeim.
6/2/2023 • 15 minutes
Galdrabrennur fortíðarinnar og réttlæti nútímans
Sunna Valgerðardóttir skoðar agnarsmáan anga af því sem varð formlega til á 17. öld og orsakaðist af fáfræði, valdaójafnvægi og ofbeldi: Nornaveiðar og galdrabrennur. Yfirvöld í Connecticut í Bandaríkjunum hafa hreinsað tólf manns af þeirri glæpsamlegu sök að stunda galdra. Öll nema eitt höfðu verið myrt, hengd, fyrir að vera annað hvort nornir eða galdrakarlar á 17. öld, en afkomendur þeirra börðust lengi fyrir því að formæður þeirra og -feður yrðu sýknuð af þessum meintu glæpum. Þetta var lenska víða, að taka fólk af lífi fyrir að stunda galdra. Galdrafárið á Íslandi er til dæmis ekki einn af hápunktum íslenskrar menningarsögu. Og nú hefur bókmennta- og þjóðfræðidoktor spurt hvort íslensk stjórnvöld ætli ekki að stíga skref til að reyna að bæta fyrir þau morð sem voru framin hér á 17. öld - þegar við ákærðum, dæmdum og brenndum sveitunga okkar fyrir kukl.
6/1/2023 • 0
Galdrabrennur fortíðarinnar og réttlæti nútímans
Sunna Valgerðardóttir skoðar agnarsmáan anga af því sem varð formlega til á 17. öld og orsakaðist af fáfræði, valdaójafnvægi og ofbeldi: Nornaveiðar og galdrabrennur. Yfirvöld í Connecticut í Bandaríkjunum hafa hreinsað tólf manns af þeirri glæpsamlegu sök að stunda galdra. Öll nema eitt höfðu verið myrt, hengd, fyrir að vera annað hvort nornir eða galdrakarlar á 17. öld, en afkomendur þeirra börðust lengi fyrir því að formæður þeirra og -feður yrðu sýknuð af þessum meintu glæpum. Þetta var lenska víða, að taka fólk af lífi fyrir að stunda galdra. Galdrafárið á Íslandi er til dæmis ekki einn af hápunktum íslenskrar menningarsögu. Og nú hefur bókmennta- og þjóðfræðidoktor spurt hvort íslensk stjórnvöld ætli ekki að stíga skref til að reyna að bæta fyrir þau morð sem voru framin hér á 17. öld - þegar við ákærðum, dæmdum og brenndum sveitunga okkar fyrir kukl.
6/1/2023 • 15 minutes
Vilt þú fá flögu í höfuðið?
Neuralink, eitt af fjölmörgum fyrirtækjum Elon Musk sem starfa á ystu nöf tækni og vísinda, hefur fengið leyfi til að hefja prófanir á heilaflögu sinni í mönnum. Flögur Neuralink hafa þegar verið prófaðar í dýrum en vonast er til að með tækninni megi veita blindum sýn og að lamaðir geti hreyft sig á ný. En það er bara fyrsta skrefið og gæti flagan orðið liður í því að tengja saman mennska hugsun og gervigreind, skapa ofurmennska vitsmuni og þeyta mannkyninu inn í framtíð handan þeirrar mennsku sem við þekkjum og skiljum. Snorri Rafn Hallsson fjallar um örflögur, Neuralink og snjallheila í þætti dagsins.
5/31/2023 • 0
Vilt þú fá flögu í höfuðið?
Neuralink, eitt af fjölmörgum fyrirtækjum Elon Musk sem starfa á ystu nöf tækni og vísinda, hefur fengið leyfi til að hefja prófanir á heilaflögu sinni í mönnum. Flögur Neuralink hafa þegar verið prófaðar í dýrum en vonast er til að með tækninni megi veita blindum sýn og að lamaðir geti hreyft sig á ný.
En það er bara fyrsta skrefið og gæti flagan orðið liður í því að tengja saman mennska hugsun og gervigreind, skapa ofurmennska vitsmuni og þeyta mannkyninu inn í framtíð handan þeirrar mennsku sem við þekkjum og skiljum.
Snorri Rafn Hallsson fjallar um örflögur, Neuralink og snjallheila í þætti dagsins.
5/31/2023 • 15 minutes
Ofurvenjulega fólkið sem hleypur ofurhlaupin
Það er ekkert rosalega langt síðan maraþonhlauparar voru talin þau allra hörðustu í bransanum. Leggjalöng og mjó, með grjótharðan kvið, tálgaða kjálka og einbeitt augnaráð. Maraþon er 42 kílómetrar, eins og frá Gróttu að Grundartanga. En nú heyrum við ítrekaðar fréttir af venjulegu fólki, ekki langt úti í heimi, sem hleypur dögum og sólarhringum saman upp um fjöll og firnindi, og klárar mörg hundruð kílómetra. Þetta eru ofurhlauparar. Sunna Valgerðardóttir fjallar um ofurhlaup í Þetta helst og ræðir við Gunnlaug A. Júlíusson, einn stofnanda Félags 100 kílómetra hlaupara á Íslandi, og Þórdísi Jónu Hrafnkelsdóttur, hlaupara og hjartalækni.
5/30/2023 • 0
Ofurvenjulega fólkið sem hleypur ofurhlaupin
Það er ekkert rosalega langt síðan maraþonhlauparar voru talin þau allra hörðustu í bransanum. Leggjalöng og mjó, með grjótharðan kvið, tálgaða kjálka og einbeitt augnaráð. Maraþon er 42 kílómetrar, eins og frá Gróttu að Grundartanga. En nú heyrum við ítrekaðar fréttir af venjulegu fólki, ekki langt úti í heimi, sem hleypur dögum og sólarhringum saman upp um fjöll og firnindi, og klárar mörg hundruð kílómetra. Þetta eru ofurhlauparar.
Sunna Valgerðardóttir fjallar um ofurhlaup í Þetta helst og ræðir við Gunnlaug A. Júlíusson, einn stofnanda Félags 100 kílómetra hlaupara á Íslandi, og Þórdísi Jónu Hrafnkelsdóttur, hlaupara og hjartalækni.
5/30/2023 • 15 minutes
Demantaþjófarnir í Dresden
Ómetanlegum verðmætum var stolið úr Grænu hvelfingunni í Dresden í skjóli nætur árið 2019. Þjófarnir voru ósvífnir og vel skipulagðir og var þetta eitt stærsta demantarán sögunnar. Eftir langa leit tókst lögreglu að hafa hendur í hári ræningjanna og dómur yfir þeim féll á dögunum. Málið tengist alræmdri glæpafjölskyldu í Berlín, furðulegum þjófnaði á 100 kílóa gullpeningi árið 2017 og svo virðist sem bófarnir hafi litla hugmynd haft um hvað það var sem þeir stálu. Snorri Rafn Hallsson segir frá demantaþjófunum í Dresden og dýrgripunum sem þeir stálu.
5/26/2023 • 0
Demantaþjófarnir í Dresden
Ómetanlegum verðmætum var stolið úr Grænu hvelfingunni í Dresden í skjóli nætur árið 2019. Þjófarnir voru ósvífnir og vel skipulagðir og var þetta eitt stærsta demantarán sögunnar. Eftir langa leit tókst lögreglu að hafa hendur í hári ræningjanna og dómur yfir þeim féll á dögunum. Málið tengist alræmdri glæpafjölskyldu í Berlín, furðulegum þjófnaði á 100 kílóa gullpeningi árið 2017 og svo virðist sem bófarnir hafi litla hugmynd haft um hvað það var sem þeir stálu.
Snorri Rafn Hallsson segir frá demantaþjófunum í Dresden og dýrgripunum sem þeir stálu.
5/26/2023 • 15 minutes
Flugfélagið sem komst ekki á flug
Enn eitt íslenska flugfélagið er orðið gjaldþrota og bætist Niceair í hóp ekki smærri félaga en Iceland Express og Wowair. Miklar vonir voru bundnar við Niceair enda lengi verið kallað eftir auknu millilandaflugi frá Norðurlandi. Heimamenn glöddust yfir því að spara sér aksturinn alla leið til Keflavíkur áður en fríið gat hafist og ferðamenn sáu sér sömuleiðis leik á borði að geta flogið beint norður og ferðast um þaðan. Eftir að Niceair missti þá einu flugvél sem félagið hafði yfir að ráða hefur gengið heldur erfiðlega að ferja farþega milli höfuðstaðs Norðursins og meginlands Evrópu, eins og gefur að skilja. Hvað er jú fugl án vængja, flugfélag án flugvélar? Snorri Rafn Hallsson fjallar um norðlenska flugfélagið Niceair í þætti dagsins.
5/25/2023 • 0
Flugfélagið sem komst ekki á flug
Enn eitt íslenska flugfélagið er orðið gjaldþrota og bætist Niceair í hóp ekki smærri félaga en Iceland Express og Wowair. Miklar vonir voru bundnar við Niceair enda lengi verið kallað eftir auknu millilandaflugi frá Norðurlandi. Heimamenn glöddust yfir því að spara sér aksturinn alla leið til Keflavíkur áður en fríið gat hafist og ferðamenn sáu sér sömuleiðis leik á borði að geta flogið beint norður og ferðast um þaðan.
Eftir að Niceair missti þá einu flugvél sem félagið hafði yfir að ráða hefur gengið heldur erfiðlega að ferja farþega milli höfuðstaðs Norðursins og meginlands Evrópu, eins og gefur að skilja. Hvað er jú fugl án vængja, flugfélag án flugvélar?
Snorri Rafn Hallsson fjallar um norðlenska flugfélagið Niceair í þætti dagsins.
5/25/2023 • 15 minutes
Forsetaframboð frá Flórída í gegn um fuglinn
Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, ætlar að tilkynna framboð sitt til forseta Bandaríkjanna á heldur nýstárlegan hátt. Hann heldur ekki blaðamannafund eða sendir út tilkynningu, heldur ætlar hann að gera þetta í beinni útsendingu á samfélagsmiðlinum Twitter. Elon Musk er eigandi Twitter og ætlar sér með þessu að sýna að miðillinn er eins konar almenningstorg fyrir alls konar. DeSantis er helsta vonarstjarna Repúblikanaflokksins og ljóst er að spennandi kosningar eru framundan á þeim bænum. Sunna Valgerðardóttir skoðar í þætti dagsins mennina sem ætla sér að taka yfir heiminn og miðilinn sem þeir nota til þess.
5/24/2023 • 0
Forsetaframboð frá Flórída í gegn um fuglinn
Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, ætlar að tilkynna framboð sitt til forseta Bandaríkjanna á heldur nýstárlegan hátt. Hann heldur ekki blaðamannafund eða sendir út tilkynningu, heldur ætlar hann að gera þetta í beinni útsendingu á samfélagsmiðlinum Twitter. Elon Musk er eigandi Twitter og ætlar sér með þessu að sýna að miðillinn er eins konar almenningstorg fyrir alls konar. DeSantis er helsta vonarstjarna Repúblikanaflokksins og ljóst er að spennandi kosningar eru framundan á þeim bænum.
Sunna Valgerðardóttir skoðar í þætti dagsins mennina sem ætla sér að taka yfir heiminn og miðilinn sem þeir nota til þess.
5/24/2023 • 15 minutes
Faraldur fuglaflensu í gegn um tíðina
Skæð fuglaflensa greindist í stokkönd í Garðabæ fyrr í mánuðinum og hætta á smiti frá villtum fuglum yfir í alifugla hérlendis er nú talin töluverð. Þetta er fyrsta staðfesta tilfelli þessa alvarlega sjúkdóms, H5N1 fuglaflensunni, á Íslandi á þessu ári. Sunna Valgerðardóttir skýrir þennan alvarlega sjúkdóm í þætti dagsins, með hjálp MAST, Háskólans, Krakkafrétta, Spaugastofunnar, Skaupsins og Bland.is.
5/23/2023 • 0
Faraldur fuglaflensu í gegn um tíðina
Skæð fuglaflensa greindist í stokkönd í Garðabæ fyrr í mánuðinum og hætta á smiti frá villtum fuglum yfir í alifugla hérlendis er nú talin töluverð. Þetta er fyrsta staðfesta tilfelli þessa alvarlega sjúkdóms, H5N1 fuglaflensunni, á Íslandi á þessu ári. Sunna Valgerðardóttir skýrir þennan alvarlega sjúkdóm í þætti dagsins, með hjálp MAST, Háskólans, Krakkafrétta, Spaugastofunnar, Skaupsins og Bland.is.
5/23/2023 • 15 minutes
Útlensk haturssíða fyrir íslenska dómstóla
Bandarísku samtökin Anti-Defamation League hafa höfðað mál á hendur íslenska nethýsingarfyrirtækinu 1984. Samtökin sem berjast gegn ófrægingu gyðinga vilja lögbann á síðuna The Mapping Project. Þar er að finna gagnvirkt kort af Massachussets þar sem búið er að merkja við og tengja saman stofnanir og einstaklinga sem aðstandendur síðunnar segja tengjast þjóðernishreinsunum í Palestínu, nýlendustefnu og zíonisma. Anti-Defamation League þar á meðal. ADL segja vefsíðuna á móti fela í sér hatursorðræðu, að samfélagi gyðinga stafi ógn af henni, klerkastjórnin í Íran standi mögulega að baki henni. Jonathan Greenblatt, formaður ADL og fyrrverandi aðstoðarmaður Baracks Obama, skrifaði opið bréf til utanríkisráðherra í fyrra þar sem þess var krafist að íslensk stjörnvöld beittu sér fyrir lokun síðunnar en allt kom fyrir ekki. Snorri Rafn Hallsson segir frá þessari deilu sem nú er á leið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í þætti dagsins.
5/22/2023 • 0
Útlensk haturssíða fyrir íslenska dómstóla
Bandarísku samtökin Anti-Defamation League hafa höfðað mál á hendur íslenska nethýsingarfyrirtækinu 1984. Samtökin sem berjast gegn ófrægingu gyðinga vilja lögbann á síðuna The Mapping Project. Þar er að finna gagnvirkt kort af Massachussets þar sem búið er að merkja við og tengja saman stofnanir og einstaklinga sem aðstandendur síðunnar segja tengjast þjóðernishreinsunum í Palestínu, nýlendustefnu og zíonisma. Anti-Defamation League þar á meðal.
ADL segja vefsíðuna á móti fela í sér hatursorðræðu, að samfélagi gyðinga stafi ógn af henni, klerkastjórnin í Íran standi mögulega að baki henni. Jonathan Greenblatt, formaður ADL og fyrrverandi aðstoðarmaður Baracks Obama, skrifaði opið bréf til utanríkisráðherra í fyrra þar sem þess var krafist að íslensk stjörnvöld beittu sér fyrir lokun síðunnar en allt kom fyrir ekki.
Snorri Rafn Hallsson segir frá þessari deilu sem nú er á leið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í þætti dagsins.
5/22/2023 • 15 minutes
Þingmaðurinn sem getur ekki sagt satt
Repúblikaninn George Santos er aftur kominn í fréttirnar. Santos komst á þing eftir síðustu kosningar en fljótlega kom í ljós að frásögn hans af sjálfum sér var meira og minna uppspuni frá rótum. Þetta hafa leynilegar upptökur staðfest. Santos var ekki sá sem hann sagðist vera, hafði ekki unnið þar sem hann sagðist hafa unnið né farið í skóla þar sem hann sagðist hafa farið í skóla. Lögbundin hagsmunaskráning Santos til bandaríska þingsins, sem Santos vottaði og sór að væri sönn og rétt, stenst engan vegin skoðun og spjótin standa að honum úr öllum áttum. Yfirvöld í New York hafa birt honum ákæru í 13 liðum, demókratar hafa lagt fram vantrauststillögu og forseti þingsins, Repúblikaninn Kevin McCarthy, sem í fyrstu var tregur til að bregðast við hefur vísað máli Santos til siðanefndar. Snorri Rafn Hallsson segir frá lygum George Santos og ræðir við Andrés Jónsson, almannatengil, um þingmannin ótrúlega.
5/19/2023 • 0
Þingmaðurinn sem getur ekki sagt satt
Repúblikaninn George Santos er aftur kominn í fréttirnar. Santos komst á þing eftir síðustu kosningar en fljótlega kom í ljós að frásögn hans af sjálfum sér var meira og minna uppspuni frá rótum. Þetta hafa leynilegar upptökur staðfest. Santos var ekki sá sem hann sagðist vera, hafði ekki unnið þar sem hann sagðist hafa unnið né farið í skóla þar sem hann sagðist hafa farið í skóla.
Lögbundin hagsmunaskráning Santos til bandaríska þingsins, sem Santos vottaði og sór að væri sönn og rétt, stenst engan vegin skoðun og spjótin standa að honum úr öllum áttum. Yfirvöld í New York hafa birt honum ákæru í 13 liðum, demókratar hafa lagt fram vantrauststillögu og forseti þingsins, Repúblikaninn Kevin McCarthy, sem í fyrstu var tregur til að bregðast við hefur vísað máli Santos til siðanefndar.
Snorri Rafn Hallsson segir frá lygum George Santos og ræðir við Andrés Jónsson, almannatengil, um þingmannin ótrúlega.
5/19/2023 • 15 minutes
Leiguþak yfir höfuðið
Það er dýrt að búa á Íslandi, það vitum við öll. En er það of dýrt? Leigjendur segja markaðinn snargalinn, leigan hækkar bara og hækkar og endar ná varla saman. Húsnæðisöryggi þeirra er ótryggt með tilheyrandi áhrifum á líf þeirra og líðan og þetta gangi ekki lengur. Leigusalar segja aftur á móti að leiguverð sé of lágt, framboð hafi ekki haldið í við eftirspurn og það sé jafnvel tilefni til að hækka leigu enn frekar. Svo einfalt er það. En nú eru uppi hugmyndir um að leyfa markaðnum ekki að ráða, heldur grípa inn í. Samtök leigjenda og formaður VR hafa talað fyrir leiguþaki eða leigubremsu til að stemma stigu við vandanum og Flokkur fólksins hefur lagt fram frumvarp þess efnis. En hvað er leiguþak? Er það dæmt til að mistakast eins og sumir vilja meina eða eina leiðin til að leysa úr vanda þeirra 45.000 heimila sem eru á leigumarkaði? Snorri Rafn Hallsson fjallar um stöðuna á leigumarkaði og hugmyndir um leiguþak í þætti dagsins.
5/17/2023 • 0
Leiguþak yfir höfuðið
Það er dýrt að búa á Íslandi, það vitum við öll. En er það of dýrt? Leigjendur segja markaðinn snargalinn, leigan hækkar bara og hækkar og endar ná varla saman. Húsnæðisöryggi þeirra er ótryggt með tilheyrandi áhrifum á líf þeirra og líðan og þetta gangi ekki lengur. Leigusalar segja aftur á móti að leiguverð sé of lágt, framboð hafi ekki haldið í við eftirspurn og það sé jafnvel tilefni til að hækka leigu enn frekar. Svo einfalt er það.
En nú eru uppi hugmyndir um að leyfa markaðnum ekki að ráða, heldur grípa inn í. Samtök leigjenda og formaður VR hafa talað fyrir leiguþaki eða leigubremsu til að stemma stigu við vandanum og Flokkur fólksins hefur lagt fram frumvarp þess efnis. En hvað er leiguþak? Er það dæmt til að mistakast eins og sumir vilja meina eða eina leiðin til að leysa úr vanda þeirra 45.000 heimila sem eru á leigumarkaði?
Snorri Rafn Hallsson fjallar um stöðuna á leigumarkaði og hugmyndir um leiguþak í þætti dagsins.
5/17/2023 • 18 minutes, 58 seconds
Þau stjórna Evrópu og hittast í Hörpu II
Fjórði leiðtogafundur í sögu Evrópuráðsins, sá fyrsti síðan 2005, hefst í Hörpu í dag. Hátt í fimmtíu þjóðarleiðtogar, sem stýra löndunum í álfunni okkar, ætla að hittast í Hörpu í Reykjavík, eftir að hafa flogið misflott frá hinum og þessum löndum og keyrt í glænýjum Audium eftir lokuðum strætum miðborgarinnar, undir vökulum augum sérþjálfaðra og þungvopnaðra lögreglumanna og kvenna. Þau ætla að ræða málin, með það að markmiði að koma á friði í Evrópu, draga Rússa til ábyrgðar fyrir glæpi sína og almennt stilla saman strengi. Þau enda á að undirrita The Reykjavik Agreement, Reykjavíkursáttmálann, sem íslensk stjórnvöld vona að fari í sögubækurnar. Sunna Valgerðardóttir og Oddur Þórðarson halda áfram spjalli sínu um Leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík í þessum seinni þætti Þetta helst um fólkið sem er að heimsækja Ísland.
5/16/2023 • 0
Þau stjórna Evrópu og hittast í Hörpu II
Fjórði leiðtogafundur í sögu Evrópuráðsins, sá fyrsti síðan 2005, hefst í Hörpu í dag. Hátt í fimmtíu þjóðarleiðtogar, sem stýra löndunum í álfunni okkar, ætla að hittast í Hörpu í Reykjavík, eftir að hafa flogið misflott frá hinum og þessum löndum og keyrt í glænýjum Audium eftir lokuðum strætum miðborgarinnar, undir vökulum augum sérþjálfaðra og þungvopnaðra lögreglumanna og kvenna. Þau ætla að ræða málin, með það að markmiði að koma á friði í Evrópu, draga Rússa til ábyrgðar fyrir glæpi sína og almennt stilla saman strengi. Þau enda á að undirrita The Reykjavik Agreement, Reykjavíkursáttmálann, sem íslensk stjórnvöld vona að fari í sögubækurnar. Sunna Valgerðardóttir og Oddur Þórðarson halda áfram spjalli sínu um Leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík í þessum seinni þætti Þetta helst um fólkið sem er að heimsækja Ísland.
5/16/2023 • 17 minutes, 19 seconds
Þau stjórna Evrópu og hittast í Hörpu I
Það er hægt að fullyrða að leiðtogafundur Evrópuráðsins í Hörpu verður sögulegur. Þetta er að minnsta kosti í fyrsta sinn í sögunni sem viðburður af þessari stærðargráðu er haldinn á Íslandi. Það er búist við um þúsund manns til landsins á einu bretti. Það verða lokanir, það er búið að græja lögregluna upp, það verða umferðartafir og kannski tölvuárásir. En hvernig verður þessi fundur, af hverju er hann hér og hverjir mæta? Sunna Valgerðardóttir ræðir við Odd Þórðarson fréttamann í þessum fyrri þætti af tveimur um leiðtogafund Evrópuráðsins sem verður haldinn í Hörpu 16. og 17. maí 2023. Þau skoða fólkið sem stjórnar Evrópu, ráðið sem þau sitja í og hverju Reykjavíkurfundurinn á að skila.
5/15/2023 • 0
Þau stjórna Evrópu og hittast í Hörpu I
Það er hægt að fullyrða að leiðtogafundur Evrópuráðsins í Hörpu verður sögulegur. Þetta er að minnsta kosti í fyrsta sinn í sögunni sem viðburður af þessari stærðargráðu er haldinn á Íslandi. Það er búist við um þúsund manns til landsins á einu bretti. Það verða lokanir, það er búið að græja lögregluna upp, það verða umferðartafir og kannski tölvuárásir. En hvernig verður þessi fundur, af hverju er hann hér og hverjir mæta?
Sunna Valgerðardóttir ræðir við Odd Þórðarson fréttamann í þessum fyrri þætti af tveimur um leiðtogafund Evrópuráðsins sem verður haldinn í Hörpu 16. og 17. maí 2023. Þau skoða fólkið sem stjórnar Evrópu, ráðið sem þau sitja í og hverju Reykjavíkurfundurinn á að skila.
5/15/2023 • 15 minutes
Taíkonátanir í Himnahöllinni
Okkur berast ófáar fregnirnar af því hvað NASA og SpaceX, Elon Musk og Jeff Bezos eru að brasa í geimnum, enda ýmislegt að gerast þar. En við heyrum minna af því sem er að gerast hinu megin á hnettinum þar sem Kína hefur lagt fram afar metnaðarfulla fimm ára geimferðaáætlun sem ber heitið Sjónarhorn og hefst á þessum orðum forseta landsins, Xi Jinping: ?Að kanna hið gríðarstóra kosmós, þróa geimiðnaðinn og gera Kína að geimveldi er okkar eilífi draumur.? Góður árangur í geimnum gegnir veigamiklu hlutverki í að styrkja stöðu Kína á jörðu niðri, efnhagslega, pólitískt og hernaðarlega auðvitað en einnig tæknilega, og er þannig liður í því að nútímavæða þetta stóra land. Snorri Rafn Hallsson segir frá framtíðaráformum Kína í geimnum í þætti dagsins.
5/12/2023 • 0
Taíkonátanir í Himnahöllinni
Okkur berast ófáar fregnirnar af því hvað NASA og SpaceX, Elon Musk og Jeff Bezos eru að brasa í geimnum, enda ýmislegt að gerast þar. En við heyrum minna af því sem er að gerast hinu megin á hnettinum þar sem Kína hefur lagt fram afar metnaðarfulla fimm ára geimferðaáætlun sem ber heitið Sjónarhorn og hefst á þessum orðum forseta landsins, Xi Jinping: ?Að kanna hið gríðarstóra kosmós, þróa geimiðnaðinn og gera Kína að geimveldi er okkar eilífi draumur.?
Góður árangur í geimnum gegnir veigamiklu hlutverki í að styrkja stöðu Kína á jörðu niðri, efnhagslega, pólitískt og hernaðarlega auðvitað en einnig tæknilega, og er þannig liður í því að nútímavæða þetta stóra land.
Snorri Rafn Hallsson segir frá framtíðaráformum Kína í geimnum í þætti dagsins.
5/12/2023 • 15 minutes
Hvaða þýðingu hafði sigur Úkraínu í Júró?
Síðari undankeppni Söngvakeppni evópskra sjónvarpsstöðva verður haldin í Liverpool í kvöld þar sem hún Diljá okkar slær alveg örugglega í gegn. Ætli hún vinni ekki bara keppnina á laugardaginn eftir að hún rústar riðlinum í kvöld? En hvar eigum við að halda hana þá á næsta ári? Ætli Bretland gæti líka haldið hana fyrir okkur? Bretar sigruðu nefninlega ekki Eurovision í fyrra, heldur Úkraína. Guðmundur Björn Þorbjörnsson fjallaði um sigur þessa stríðshrjáða lands í maí í fyrra og hvaða þýðingu Kalush Orchestra hafði, á þeim tíma, fyrir þessa þjóð sem hefur nú þurft að þola ólýsanlegar þjáningar undir misvökulu auga þjóðarleiðtoga þessa heims. Sunna Valgerðardóttir hefur umsjón með þættinum.
5/11/2023 • 0
Hvaða þýðingu hafði sigur Úkraínu í Júró?
Síðari undankeppni Söngvakeppni evópskra sjónvarpsstöðva verður haldin í Liverpool í kvöld þar sem hún Diljá okkar slær alveg örugglega í gegn. Ætli hún vinni ekki bara keppnina á laugardaginn eftir að hún rústar riðlinum í kvöld? En hvar eigum við að halda hana þá á næsta ári? Ætli Bretland gæti líka haldið hana fyrir okkur? Bretar sigruðu nefninlega ekki Eurovision í fyrra, heldur Úkraína. Guðmundur Björn Þorbjörnsson fjallaði um sigur þessa stríðshrjáða lands í maí í fyrra og hvaða þýðingu Kalush Orchestra hafði, á þeim tíma, fyrir þessa þjóð sem hefur nú þurft að þola ólýsanlegar þjáningar undir misvökulu auga þjóðarleiðtoga þessa heims. Sunna Valgerðardóttir hefur umsjón með þættinum.
5/11/2023 • 15 minutes
Margra stunda dauðastríð fyrir Hval
Hvalveiðiþjóðin Íslendingar hefur átt undir högg að sækja undanfarna áratugi. Við heyrðum í fréttum í gær af nýrri skýrslu Matvælastofnunar sem sýndi að rétt rúmlega helmingur þeirra hvala sem voru drepnir við Ísland í fyrra drápust samstundist. Margir voru skotnir oftar en einu sinni og einum var veitt eftirför í marga klukkutíma með skutul í bakinu. Hann náðist ekki. Sunna Valgerðardóttir fjallar um einn umdeildasta atvinnuveg Íslendinga: Hvalveiðar.
5/9/2023 • 0
Margra stunda dauðastríð fyrir Hval
Hvalveiðiþjóðin Íslendingar hefur átt undir högg að sækja undanfarna áratugi. Við heyrðum í fréttum í gær af nýrri skýrslu Matvælastofnunar sem sýndi að rétt rúmlega helmingur þeirra hvala sem voru drepnir við Ísland í fyrra drápust samstundist. Margir voru skotnir oftar en einu sinni og einum var veitt eftirför í marga klukkutíma með skutul í bakinu. Hann náðist ekki.
Sunna Valgerðardóttir fjallar um einn umdeildasta atvinnuveg Íslendinga: Hvalveiðar.
5/9/2023 • 16 minutes, 56 seconds
Er Tupperware-teitið búið?
Tupperware. Þessi einfalda uppfinning umbylti ekki bara því hvernig við geymum matvæli á heimilum okkar heldur hleypti hún af stað heimasölu æði sem varaði í áraraðir. Tupperware er löngu orðið að samheiti yfir fjölnota loftþétt plastílát en það sem einu sinni var nýstárlegt og spennandi, byltingarkennt hefur nú orðið hversdeginum að bráð, til á svo gott sem öllum heimilum, aðeins hlutur á meðal hlutanna. Tupperware er heldur ekki lengur eitt um hituna eins og fyrir 77 árum þegar fyrirtækið var stofnað. Tilraunir til að aðlagast breyttum tímum hafa ekki borið árangur, hlutabréf í fyrirtækinu hafa fallið um 90% á einu ári og nú eru peningarnir á þrotum. Eigi dæmið að ganga upp og fyrirtækið að halda áfram er þörf á nýjum fjárfestum. Snorri Rafn Hallsson fjallar um Tupperware í þætti dagsins, ris veldisins og yfirvofandi fall.
5/8/2023 • 0
Er Tupperware-teitið búið?
Tupperware. Þessi einfalda uppfinning umbylti ekki bara því hvernig við geymum matvæli á heimilum okkar heldur hleypti hún af stað heimasölu æði sem varaði í áraraðir. Tupperware er löngu orðið að samheiti yfir fjölnota loftþétt plastílát en það sem einu sinni var nýstárlegt og spennandi, byltingarkennt hefur nú orðið hversdeginum að bráð, til á svo gott sem öllum heimilum, aðeins hlutur á meðal hlutanna. Tupperware er heldur ekki lengur eitt um hituna eins og fyrir 77 árum þegar fyrirtækið var stofnað. Tilraunir til að aðlagast breyttum tímum hafa ekki borið árangur, hlutabréf í fyrirtækinu hafa fallið um 90% á einu ári og nú eru peningarnir á þrotum. Eigi dæmið að ganga upp og fyrirtækið að halda áfram er þörf á nýjum fjárfestum.
Snorri Rafn Hallsson fjallar um Tupperware í þætti dagsins, ris veldisins og yfirvofandi fall.
5/8/2023 • 15 minutes
Morðið á Emilie Meng
Lögregluyfirvöld í Danmörku hafa ákært 32 ára karlmann fyrir morð og nauðgun á hinni 17 ára Emilie Meng. Emilie hvarf sporlaust þann 10. júlí árið 2016 þar sem hún var á leið heim frá lestarstöðinni í heimabæ sínum Korsør eftir að hafa verið úti að skemmta sér um kvöldið. Ekkert spurðist til Emilie fyrr en á aðfangadag 2016, 168 dögum eftir að síðast sást til hennar, fannst hún í stöðuvatni tæpa 70 kílómetra frá heimili sínu. Þar hafði hún líklega legið frá því nóttina sem hún hvarf. Augljóst var að brotið hafði verið gegn henni. Rannsókn málsins gekk illa en óskýrar upptökur úr öryggismyndavél leiddu lögregluna loks á spor morðingjans. Snorri Rafn Hallsson skoðar morðið á Emilie Meng.
5/5/2023 • 0
Morðið á Emilie Meng
Lögregluyfirvöld í Danmörku hafa ákært 32 ára karlmann fyrir morð og nauðgun á hinni 17 ára Emilie Meng. Emilie hvarf sporlaust þann 10. júlí árið 2016 þar sem hún var á leið heim frá lestarstöðinni í heimabæ sínum Korsør eftir að hafa verið úti að skemmta sér um kvöldið. Ekkert spurðist til Emilie fyrr en á aðfangadag 2016, 168 dögum eftir að síðast sást til hennar, fannst hún í stöðuvatni tæpa 70 kílómetra frá heimili sínu. Þar hafði hún líklega legið frá því nóttina sem hún hvarf. Augljóst var að brotið hafði verið gegn henni. Rannsókn málsins gekk illa en óskýrar upptökur úr öryggismyndavél leiddu lögregluna loks á spor morðingjans. Snorri Rafn Hallsson skoðar morðið á Emilie Meng.
5/5/2023 • 15 minutes
Sjaldgæfir fuglar og skoðarar þeirra II
Fuglaskoðun hefur verið viðurkennt áhugamál mjög lengi. Og eins og viðmælandi síðasta þáttar, ljósmyndarinn og fuglaskoðarinn Daníel Bergmann, benti á þá hafa flestir að minnsta kosti smávegis áhuga á fuglum. Alex Máni Guðríðarson, viðmælandi þáttarins í dag, segir að alvöru fuglaskoðun geti dansað á línunni mitt á milli áhugamáls og þráhyggju. Hann var lengi yngsti félagi Club 200, býr á Stokkseyri og byrjaði að skoða fugla sex ára gamall. Hann náði mynd af næturgala í garðinum hjá sér um daginn og Flóaskríkja er uppáhaldið hans. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Alex í þessum síðari þætti um fuglaskoðarana á Íslandi og ástríðu þeirra: Sjaldgæfa flækingsfugla, skráningu þeirra og samfélagið sem fylgir þeim.
5/4/2023 • 0
Sjaldgæfir fuglar og skoðarar þeirra II
Fuglaskoðun hefur verið viðurkennt áhugamál mjög lengi. Og eins og viðmælandi síðasta þáttar, ljósmyndarinn og fuglaskoðarinn Daníel Bergmann, benti á þá hafa flestir að minnsta kosti smávegis áhuga á fuglum. Alex Máni Guðríðarson, viðmælandi þáttarins í dag, segir að alvöru fuglaskoðun geti dansað á línunni mitt á milli áhugamáls og þráhyggju. Hann var lengi yngsti félagi Club 200, býr á Stokkseyri og byrjaði að skoða fugla sex ára gamall. Hann náði mynd af næturgala í garðinum hjá sér um daginn og Flóaskríkja er uppáhaldið hans. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Alex í þessum síðari þætti um fuglaskoðarana á Íslandi og ástríðu þeirra: Sjaldgæfa flækingsfugla, skráningu þeirra og samfélagið sem fylgir þeim.
5/4/2023 • 15 minutes
Sjaldgæfir fuglar og skoðarar þeirra I
Um 75 fuglategundir verpa á Íslandi en örfáir metnaðarfullir skoðarar hafa náð að sjá margfalt fleiri tegundir. Í heildina hafa sést 410 fuglategundir á Íslandi. Fuglaskoðarasamfélagið hefur vaxið mikið undanfarna tvö áratugi, bæði með tilkomu snjallsímanna og svo auknum almennum áhuga á útivist og náttúrunni. Það eru meira að segja til ákveðin hugtök sem bara fuglaskoðarar skilja, eins og að vera tvittsari og dippari. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Daníel Bergmann, fugla- og náttúruljósmyndara, leiðsögumann og áhugamann um fugla, í þessum fyrri þætti af tveimur um sjaldgæfa fugla á Íslandi og skoðara þeirra.
5/3/2023 • 0
Sjaldgæfir fuglar og skoðarar þeirra I
Um 75 fuglategundir verpa á Íslandi en örfáir metnaðarfullir skoðarar hafa náð að sjá margfalt fleiri tegundir. Í heildina hafa sést 410 fuglategundir á Íslandi. Fuglaskoðarasamfélagið hefur vaxið mikið undanfarna tvö áratugi, bæði með tilkomu snjallsímanna og svo auknum almennum áhuga á útivist og náttúrunni. Það eru meira að segja til ákveðin hugtök sem bara fuglaskoðarar skilja, eins og að vera tvittsari og dippari. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Daníel Bergmann, fugla- og náttúruljósmyndara, leiðsögumann og áhugamann um fugla, í þessum fyrri þætti af tveimur um sjaldgæfa fugla á Íslandi og skoðara þeirra.
5/3/2023 • 15 minutes
Jerry! Jerry! Jerry! Jerry!
Spjallþáttastjórnandinn og frumkvöðull ruslsjónvarpsins, Jerry Springer er allur. Hann lést þann 27. apríl síðastliðinn úr ristilkrabba, 79 ára að aldri. Í tæpa þrjá áratugi bar hann einkamál venjulegs og stundum óvenjulegs fólk á borð fyrir heiminn í umdeildum sjónvarpsþætti sínum sem einkenndist hvað helst af rifrildum, óreiðu, slagsmálum og sjokkerandi sögum. Allt undir yfirskini afþreyingar. Snorri Rafn Hallsson fjallar um Jerry Springer í þætti dagsins.
5/2/2023 • 0
Jerry! Jerry! Jerry! Jerry!
Spjallþáttastjórnandinn og frumkvöðull ruslsjónvarpsins, Jerry Springer er allur. Hann lést þann 27. apríl síðastliðinn úr ristilkrabba, 79 ára að aldri. Í tæpa þrjá áratugi bar hann einkamál venjulegs og stundum óvenjulegs fólk á borð fyrir heiminn í umdeildum sjónvarpsþætti sínum sem einkenndist hvað helst af rifrildum, óreiðu, slagsmálum og sjokkerandi sögum. Allt undir yfirskini afþreyingar. Snorri Rafn Hallsson fjallar um Jerry Springer í þætti dagsins.
5/2/2023 • 15 minutes
28.04.2023
4/28/2023 • 0
Höfundarréttardeilur hjartaknúsarans Ed Sheeran
Photograph, Shape of You og Thinking Out Loud. Hvað eiga þessi lög sameiginlegt fyrir utan það að vera á meðal stærstu smella enska söngvaskáldsins og súperstjörnunnar Ed Sheeran? Jú, einhverjir vilja meina að hann hafi alls ekki samið þessi lög heldur stolið þeim.
Þegar aðeins vika er í að ný plata Sheeran, -, komi út og stórt og mikið tónleikaferðalag um Norður-Ameríku er við það að hefjast er Sheeran fastur í dómssal í New York til að verja heiður sinn. Ballaða Sheerans, Thinking Out Loud, þykir of lík lagi Marvin Gaye, Let?s Get It On.
Tónlistariðnaðurinn fylgist grannt með gangi mála enda hefur atvikum sem þessum farið fjölgandi síðastliðinn áratug og spurningar vaknað um hversu mikið, eða lítið, af verkum dægurlagahöfunda höfundarréttur verndar.
Í þætti dagsins fjallar Snorri Rafn Hallsson um hjartaknúsarann Ed Sheeran, höfundarréttardeilur og óskýrar línur.
4/28/2023 • 15 minutes
Drottningin úr Sílíkondalnum á leið í steininn
Elizabeth Holmes, stofnandi bandaríska tæknifyrirtækisins Theranos, var í nóvember síðastliðnum dæmd til rúmlega ellefu ára fangavistar fyrir fjársvik. Fangelsisvistinni var frestað vegna þess að Holmes bar barn undir belti, sem er nú fætt, og hún hefur afplánun í þessum mánuði. Eða byrjun næsta mánaðar. Hún virðist einhvern veginn alltaf ná að snigla sér einhvern veginn fram hjá kerfinu. Hún var sakfelld í fjórum ákæruliðum af tólf fyrir að hafa sagt fjárfestum ósatt um byltingarkennda blóðskimunartækni sem átti að geta greint margvíslega sjúkdóma með fáeinum blóðdropum. Milljarðaveldi Holmes hrundi á skömmum tíma þegar í ljós kom að tæknin sem hún fullyrti að myndi valda straumhvörfum í heilbrigðismálum virkaði ekki. Jóhannes Ólafsson fjallaði um Elizabeth Holmes í Heimskviðum 2021 og er hún flutt að hluta í þætti dagsins.
4/27/2023 • 0
Drottningin úr Sílíkondalnum á leið í steininn
Elizabeth Holmes, stofnandi bandaríska tæknifyrirtækisins Theranos, var í nóvember síðastliðnum dæmd til rúmlega ellefu ára fangavistar fyrir fjársvik. Fangelsisvistinni var frestað vegna þess að Holmes bar barn undir belti, sem er nú fætt, og hún hefur afplánun í þessum mánuði. Eða byrjun næsta mánaðar. Hún virðist einhvern veginn alltaf ná að snigla sér einhvern veginn fram hjá kerfinu. Hún var sakfelld í fjórum ákæruliðum af tólf fyrir að hafa sagt fjárfestum ósatt um byltingarkennda blóðskimunartækni sem átti að geta greint margvíslega sjúkdóma með fáeinum blóðdropum. Milljarðaveldi Holmes hrundi á skömmum tíma þegar í ljós kom að tæknin sem hún fullyrti að myndi valda straumhvörfum í heilbrigðismálum virkaði ekki. Jóhannes Ólafsson fjallaði um Elizabeth Holmes í Heimskviðum 2021 og er hún flutt að hluta í þætti dagsins.
4/27/2023 • 15 minutes
Svanasöngur þýsku kjarnorkuveranna
Íslendingar fylltust margir óhug fyrir rúmum áratug þegar kjarnorka dúkkaði skyndilega upp á rafmagnreikningi heimilisins. Hafði kjarnorkuver verið reist í skjóli nætur að þjóðinni forspurðri? Síðan 2011 hafa íslensk orkufyrirtæki gefið út og selt upprunaábyrgðir raforku. Erlend raforkufyrirtæki sem nota kjarnorku eða jarðefnaeldsneyti til sinnar framleiðslu kaupa þessi hreinu vottorð og láta sín í staðinn. Sú kjarnorka sem við notum innan gæsalappa hér á landi kemur þó ekki frá Þýskalandi í það minnsta ekki lengur, því þann 15. apríl var slökkt á þremur síðustu kjarnorkuverkum landsins sem enn voru í notkun. Lokunin hafði legið í loftinu lengi eða frá því um aldamótin þegar þýsk stjórnvöld tóku ákvörðun um að hætta notkun kjarnorku. Mikil andstaða hefur verið við kjarnorkuver í Þýskalandi frá því á áttunda áratugnum en lokunin er engu að síður umdeild. Áhrifa orkukreppunnar í kjölfarar innrásar Rússa í Úkraínu gætir enn og kolanotkun hefur aukist á sama tíma og yfirlýst markmið er að draga úr koltvísýringsútblæstri. Í þætti dagsins fjallar Snorri Rafn Hallsson um síðustu kjarnorkuverin í Þýsklandi.
4/26/2023 • 0
Svanasöngur þýsku kjarnorkuveranna
Íslendingar fylltust margir óhug fyrir rúmum áratug þegar kjarnorka dúkkaði skyndilega upp á rafmagnreikningi heimilisins. Hafði kjarnorkuver verið reist í skjóli nætur að þjóðinni forspurðri? Síðan 2011 hafa íslensk orkufyrirtæki gefið út og selt upprunaábyrgðir raforku. Erlend raforkufyrirtæki sem nota kjarnorku eða jarðefnaeldsneyti til sinnar framleiðslu kaupa þessi hreinu vottorð og láta sín í staðinn. Sú kjarnorka sem við notum innan gæsalappa hér á landi kemur þó ekki frá Þýskalandi í það minnsta ekki lengur, því þann 15. apríl var slökkt á þremur síðustu kjarnorkuverkum landsins sem enn voru í notkun. Lokunin hafði legið í loftinu lengi eða frá því um aldamótin þegar þýsk stjórnvöld tóku ákvörðun um að hætta notkun kjarnorku. Mikil andstaða hefur verið við kjarnorkuver í Þýskalandi frá því á áttunda áratugnum en lokunin er engu að síður umdeild. Áhrifa orkukreppunnar í kjölfarar innrásar Rússa í Úkraínu gætir enn og kolanotkun hefur aukist á sama tíma og yfirlýst markmið er að draga úr koltvísýringsútblæstri. Í þætti dagsins fjallar Snorri Rafn Hallsson um síðustu kjarnorkuverin í Þýsklandi.
4/26/2023 • 15 minutes
SpaceX, Super Heavy og fleira geimdót
Starship, stærsta geimfar SpaceX, sprakk í loft upp í síðustu viku. Það gerðist rúmum þremur mínútum eftir að hafa tekið á loft í Texas og féll ofan í Mexíkóflóa. Tilraun sem mistókst - voru margir fjótir að hrópa - en í raun og veru var markmiðið að skjóta geimfarinu í fyrsta sinn ásamt eldflauginni Super Heavy - af skotpallinum og safna upplýsingum. Þetta var tilraunaskot. Þó að það hefði sjálfsagt enginn slegið hendinni á móti fullkomnu flugi á braut um jörð. En hvert er markmiðið með þessu öllu? Og hvernig byrjaði þetta aftur hjá SpaceX? Ragnhildur Thorlacius fjallar um SpaceX, Starship og Super Heavy og fleira geimdót.
4/25/2023 • 0
SpaceX, Super Heavy og fleira geimdót
Starship, stærsta geimfar SpaceX, sprakk í loft upp í síðustu viku. Það gerðist rúmum þremur mínútum eftir að hafa tekið á loft í Texas og féll ofan í Mexíkóflóa. Tilraun sem mistókst - voru margir fjótir að hrópa - en í raun og veru var markmiðið að skjóta geimfarinu í fyrsta sinn ásamt eldflauginni Super Heavy - af skotpallinum og safna upplýsingum. Þetta var tilraunaskot. Þó að það hefði sjálfsagt enginn slegið hendinni á móti fullkomnu flugi á braut um jörð. En hvert er markmiðið með þessu öllu? Og hvernig byrjaði þetta aftur hjá SpaceX? Ragnhildur Thorlacius fjallar um SpaceX, Starship og Super Heavy og fleira geimdót.
4/25/2023 • 15 minutes
Ekki slæmur ávani heldur lífshættulegur sjúkdómur
Fíkn getur verið alls konar. Stundum tölum við um hana í léttum tón og segjum að við sjálf, vinir okkar, börn og fjölskylda séu fíklar í hitt eða þetta. Hlaðvarpsfíkill, Hvolpasveitarfíkill, útivistarfíkill og svo framvegis. En fíkn eins og hún er skilgreind í heilbrigðisvísindunum er hins vegar sjúkdómur og alls ekki léttvæg. Fíknisjúkdómur er hamlandi, yfirþyrmandi og getur í mörgum tilvikum leitt viðkomandi inn í alvarlega geðveiki eða dauða. Sunna Valgerðardóttir fjallar um eina tegund fíknar í þætti dagsins: Spilafíkn, sem er skilgreind sem geðröskun eða sjúkdómur. Talið er eitt til tvö prósent þjóðarinnar glími við alvarlega spilafíkn. Hún er algengari hjá körlum en konum, hún er að mörgu leiti flóknari en aðrar fíknir og getur haft afskaplega hræðilegar afleiðingar.
4/24/2023 • 0
Ekki slæmur ávani heldur lífshættulegur sjúkdómur
Fíkn getur verið alls konar. Stundum tölum við um hana í léttum tón og segjum að við sjálf, vinir okkar, börn og fjölskylda séu fíklar í hitt eða þetta. Hlaðvarpsfíkill, Hvolpasveitarfíkill, útivistarfíkill og svo framvegis. En fíkn eins og hún er skilgreind í heilbrigðisvísindunum er hins vegar sjúkdómur og alls ekki léttvæg. Fíknisjúkdómur er hamlandi, yfirþyrmandi og getur í mörgum tilvikum leitt viðkomandi inn í alvarlega geðveiki eða dauða. Sunna Valgerðardóttir fjallar um eina tegund fíknar í þætti dagsins: Spilafíkn, sem er skilgreind sem geðröskun eða sjúkdómur. Talið er eitt til tvö prósent þjóðarinnar glími við alvarlega spilafíkn. Hún er algengari hjá körlum en konum, hún er að mörgu leiti flóknari en aðrar fíknir og getur haft afskaplega hræðilegar afleiðingar.
4/24/2023 • 0
Ekki slæmur ávani heldur lífshættulegur sjúkdómur
Fíkn getur verið alls konar. Stundum tölum við um hana í léttum tón og segjum að við sjálf, vinir okkar, börn og fjölskylda séu fíklar í hitt eða þetta. Hlaðvarpsfíkill, Hvolpasveitarfíkill, útivistarfíkill og svo framvegis. En fíkn eins og hún er skilgreind í heilbrigðisvísindunum er hins vegar sjúkdómur og alls ekki léttvæg. Fíknisjúkdómur er hamlandi, yfirþyrmandi og getur í mörgum tilvikum leitt viðkomandi inn í alvarlega geðveiki eða dauða. Sunna Valgerðardóttir fjallar um eina tegund fíknar í þætti dagsins: Spilafíkn, sem er skilgreind sem geðröskun eða sjúkdómur. Talið er eitt til tvö prósent þjóðarinnar glími við alvarlega spilafíkn. Hún er algengari hjá körlum en konum, hún er að mörgu leiti flóknari en aðrar fíknir og getur haft afskaplega hræðilegar afleiðingar.
4/24/2023 • 15 minutes
Silíkonbrjóst og ASIA heilkennið
Silíkonbrjóstapúðinn er rúmlega sextugur og hefur notið síaukinna vinsælda eftir því sem árin hafa liðið. Talið er að silíkonpúðar séu settir í um 300 manns á ári á Íslandi. En á undanförnum árum hefur komið í ljós að samband getur verið á milli silikonpúða og veikinda. Talið er að um 3% þeirra sem fá grædda í sig púða fái svokallað ASIA heilkenni, upplifi mikla þreytu, vöðvaverki, liðverki, einbeitingarskort og fleiri illskilgreinanleg einkenni. Ragnhildur Thorlacius sér um þáttinn.
4/21/2023 • 0
Silíkonbrjóst og ASIA heilkennið
Silíkonbrjóstapúðinn er rúmlega sextugur og hefur notið síaukinna vinsælda eftir því sem árin hafa liðið. Talið er að silíkonpúðar séu settir í um 300 manns á ári á Íslandi. En á undanförnum árum hefur komið í ljós að samband getur verið á milli silikonpúða og veikinda. Talið er að um 3% þeirra sem fá grædda í sig púða fái svokallað ASIA heilkenni, upplifi mikla þreytu, vöðvaverki, liðverki, einbeitingarskort og fleiri illskilgreinanleg einkenni.
Ragnhildur Thorlacius sér um þáttinn.
4/21/2023 • 15 minutes
Hrunið, Lindarhvoll, Exista og önnur safarík umræðuefni
Lindarhvolsskýrslan, Lindarhvoll, greinargerðin eða vinnuskjalið eða vinnuplaggið um Lindarhvol, leyndardómar Leyndarhvols. Líklega höfum við flest orðið vör við einhvers konar umræðu um þetta mál. Þetta er samt kannski ekki beint mál málanna við kaffivélarnar eða í matarboðunum, enda ekki beint safaríkt sem slíkt. Svo kannski skiljum við það ekki öll, eða nennum ekki að reyna að skilja það. Svo er þetta kannski líka svolítið eins og Covid, það nennir enginn að tala um það lengur því það vekur ekki upp skemmtilegar minningar. Prófum samt. Sunna Valgerðardóttir og Höskuldur Kári Schram gera heiðarlega tilraun til að útskýra Lindarhvolsmálið í þætti dagsins.
4/19/2023 • 0
Hrunið, Lindarhvoll, Exista og önnur safarík umræðuefni
Lindarhvolsskýrslan, Lindarhvoll, greinargerðin eða vinnuskjalið eða vinnuplaggið um Lindarhvol, leyndardómar Leyndarhvols. Líklega höfum við flest orðið vör við einhvers konar umræðu um þetta mál. Þetta er samt kannski ekki beint mál málanna við kaffivélarnar eða í matarboðunum, enda ekki beint safaríkt sem slíkt. Svo kannski skiljum við það ekki öll, eða nennum ekki að reyna að skilja það. Svo er þetta kannski líka svolítið eins og Covid, það nennir enginn að tala um það lengur því það vekur ekki upp skemmtilegar minningar. Prófum samt. Sunna Valgerðardóttir og Höskuldur Kári Schram gera heiðarlega tilraun til að útskýra Lindarhvolsmálið í þætti dagsins.
4/19/2023 • 15 minutes
Hættulegri en kjarnorkusprengjur
Skapandi gervigreind hefur verið sleppt lausum. Þau eru alls staðar, á skrifstofum, í skólum, stofnunum og fyrirtækjum. Tæknin, sem er fær um að skrifa sannfærandi texta með hjálp gríðarlegra gagnasafna og stórra mállíkana, er enn á tilraunastigi. Tilraunastofan er heimurinn og tilraunadýrin erum við. Gervigreindartæknin þróast nú á ógnarhraða og eru afleiðingarnar í senn spennandi og kvíðvænlegar, ótrúlegar og ógnvænlegar. Merkilegri en eldur, merkilegri en rafmagn, gervigreind verður máttugri en nokkur önnur tækni sem við þekkjum sagði forstjóri Google í viðtali við 60 Minutes á dögunum. Ef hún er komin til að vera og þessir spádómar rætast er ljóst að okkar bíður stórt verkefni, að aðlagast nýjum veruleika og ná utan um tæknina áður en hún nær utan um okkur. Sum vilja setja strangar reglur, önnur gera hlé og enn önnur banna beitingu tækninnar. Í þætti dagsins skoðar Snorri Rafn Hallsson viðbrögð við þessari nýju tækni sem mun koma til með að gjörbreyta heiminum.
4/18/2023 • 0
Hættulegri en kjarnorkusprengjur
Skapandi gervigreind hefur verið sleppt lausum. Þau eru alls staðar, á skrifstofum, í skólum, stofnunum og fyrirtækjum. Tæknin, sem er fær um að skrifa sannfærandi texta með hjálp gríðarlegra gagnasafna og stórra mállíkana, er enn á tilraunastigi. Tilraunastofan er heimurinn og tilraunadýrin erum við. Gervigreindartæknin þróast nú á ógnarhraða og eru afleiðingarnar í senn spennandi og kvíðvænlegar, ótrúlegar og ógnvænlegar. Merkilegri en eldur, merkilegri en rafmagn, gervigreind verður máttugri en nokkur önnur tækni sem við þekkjum sagði forstjóri Google í viðtali við 60 Minutes á dögunum. Ef hún er komin til að vera og þessir spádómar rætast er ljóst að okkar bíður stórt verkefni, að aðlagast nýjum veruleika og ná utan um tæknina áður en hún nær utan um okkur. Sum vilja setja strangar reglur, önnur gera hlé og enn önnur banna beitingu tækninnar. Í þætti dagsins skoðar Snorri Rafn Hallsson viðbrögð við þessari nýju tækni sem mun koma til með að gjörbreyta heiminum.
4/18/2023 • 15 minutes
Riðan er versti óvinurinn
Sauðfjárbændur í Húnaþingi vestra bíða nú margir hverjir með önd í hálsi og hnút í maga eftir að riða greindist í kindum á tveimur bæjum. Bæirnir eru í Miðfjarðarhólfi, eitt af þeim hólfum sem hefur haldist riðufrítt fram til þessa. Alls hafa hátt í 650 bæir landsins þurft að fara í gegn um hreinsunareldinn sem fylgir riðunni í þessi 150 ár sem sauðfjárþjóðin Íslendingar hafa þurft að kljást við þennan ömurlega sjúkdóm. Síðustu fregnir voru þær að stjórnvöld hafa leitað enn á ný til Íslenskrar erfðagreiningar til að aðstoða í baráttunni - það er að segja að greina rollurnar í röðum og sjá hverjar bera gullna genið sem er ónæmt fyrir riðunni. Sunna Valgerðardóttir fjallar um þennan banvæna, ömurlega og ólæknandi príónsjúkdóm - sem leggst ekki bara á ferfætlingana okkar, heldur í sumum tilvikum, okkur sjálf.
4/17/2023 • 0
Riðan er versti óvinurinn
Sauðfjárbændur í Húnaþingi vestra bíða nú margir hverjir með önd í hálsi og hnút í maga eftir að riða greindist í kindum á tveimur bæjum. Bæirnir eru í Miðfjarðarhólfi, eitt af þeim hólfum sem hefur haldist riðufrítt fram til þessa. Alls hafa hátt í 650 bæir landsins þurft að fara í gegn um hreinsunareldinn sem fylgir riðunni í þessi 150 ár sem sauðfjárþjóðin Íslendingar hafa þurft að kljást við þennan ömurlega sjúkdóm. Síðustu fregnir voru þær að stjórnvöld hafa leitað enn á ný til Íslenskrar erfðagreiningar til að aðstoða í baráttunni - það er að segja að greina rollurnar í röðum og sjá hverjar bera gullna genið sem er ónæmt fyrir riðunni. Sunna Valgerðardóttir fjallar um þennan banvæna, ömurlega og ólæknandi príónsjúkdóm - sem leggst ekki bara á ferfætlingana okkar, heldur í sumum tilvikum, okkur sjálf.
4/17/2023 • 15 minutes, 32 seconds
Grafalvarlegar afleiðingar ópíóíðanotkunar
Íslenskur læknir hefur verið sviptur réttindum til að ávísa ópíóíðum til sjúklinga sinna. Það var gert eftir að í ljós kom að hann ávísaði 3,6 kílóum af morfíni og oxýkontíni til eins sjúklings á fjórum árum. Næstum því kíló á ári. 50 milligramma skammtur af oxy getur verið banvænn. 20 létust hér á fyrri hluta síðasta árs vegna lyfjaeitrana og spila ópíóíðar þar stærstan þátt. Þessi stórhættulegu, en nauðsynlegu, verkjalyf eru til umfjöllunar í þætti dagsins og Sunna Valgerðardóttir rifjar einnig upp umfjöllun síðan í fyrra um ópíóíðafaraldurinn sem hefur geisað um vesturlönd síðustu ár.
4/14/2023 • 0
Grafalvarlegar afleiðingar ópíóíðanotkunar
Íslenskur læknir hefur verið sviptur réttindum til að ávísa ópíóíðum til sjúklinga sinna. Það var gert eftir að í ljós kom að hann ávísaði 3,6 kílóum af morfíni og oxýkontíni til eins sjúklings á fjórum árum. Næstum því kíló á ári. 50 milligramma skammtur af oxy getur verið banvænn. 20 létust hér á fyrri hluta síðasta árs vegna lyfjaeitrana og spila ópíóíðar þar stærstan þátt. Þessi stórhættulegu, en nauðsynlegu, verkjalyf eru til umfjöllunar í þætti dagsins og Sunna Valgerðardóttir rifjar einnig upp umfjöllun síðan í fyrra um ópíóíðafaraldurinn sem hefur geisað um vesturlönd síðustu ár.
4/14/2023 • 15 minutes
Stofnun með stórt nafn, fá hlutverk og mörg vandamál
Úreltir stjórnsýsluhættir, lélegt skipulag og gallað fjármögnunarferli er bara lítill hluti af því sem hefur verið að hjá opinberu stofnuninni sem var í vikunni dæmd fyrir að brjóta gróflega jafnréttislög. Það er búið að reka þaðan fólk og ráða nýtt, fyrrverandi stjórnendur eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara, það hafa verið gerðar húsleitir og handtökur, Ríkisendurskoðun leggur til breytingar og ráðherra er sammála. Það er verið að færa hlutverk þessarar opinberu stofnunar, sem er í eigu sveitarfélaganna, undir ríkið. Hlutverkið er einfalt: Að innheimta meðlag. Samt rekur stofnunin sig á dráttarvöxtum, greiddum af þeim sem borga ekki. Sunna Valgerðardóttir skoðar vandræðaganginn hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga.
4/13/2023 • 0
Stofnun með stórt nafn, fá hlutverk og mörg vandamál
Úreltir stjórnsýsluhættir, lélegt skipulag og gallað fjármögnunarferli er bara lítill hluti af því sem hefur verið að hjá opinberu stofnuninni sem var í vikunni dæmd fyrir að brjóta gróflega jafnréttislög. Það er búið að reka þaðan fólk og ráða nýtt, fyrrverandi stjórnendur eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara, það hafa verið gerðar húsleitir og handtökur, Ríkisendurskoðun leggur til breytingar og ráðherra er sammála. Það er verið að færa hlutverk þessarar opinberu stofnunar, sem er í eigu sveitarfélaganna, undir ríkið. Hlutverkið er einfalt: Að innheimta meðlag. Samt rekur stofnunin sig á dráttarvöxtum, greiddum af þeim sem borga ekki.
Sunna Valgerðardóttir skoðar vandræðaganginn hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga.
4/13/2023 • 15 minutes
Hvað er eiginlega málið með Taívan?
Forseti eyríkisins Taívan heimsækir þriðja valdamesta mann Bandaríkjanna og kínversk stjórnvöld blása til mikillar heræfingar við eyjuna - lítt dulbúin hótun, kínverski risinn sýnir hvað hann getur. Af hverju bregðast Kínverjar svona illa við því þegar valdamenn á Taívan og í Bandaríkjunum hittast? Og af hverju eru bandarísk stjórnvöld - hvort sem er Repúblíkanar eða Demókratar að espa Kínverja svona upp með því að hitta stjórnmálamenn þessa eyríkis í Kínahafi? Ragnhildur Thorlacius fjallar um Taívan í Þetta helst í dag.
4/12/2023 • 0
Hvað er eiginlega málið með Taívan?
Forseti eyríkisins Taívan heimsækir þriðja valdamesta mann Bandaríkjanna og kínversk stjórnvöld blása til mikillar heræfingar við eyjuna - lítt dulbúin hótun, kínverski risinn sýnir hvað hann getur. Af hverju bregðast Kínverjar svona illa við því þegar valdamenn á Taívan og í Bandaríkjunum hittast? Og af hverju eru bandarísk stjórnvöld - hvort sem er Repúblíkanar eða Demókratar að espa Kínverja svona upp með því að hitta stjórnmálamenn þessa eyríkis í Kínahafi?
Ragnhildur Thorlacius fjallar um Taívan í Þetta helst í dag.
4/12/2023 • 15 minutes
Amsterdam ekki Amsterdjamm
Yfirvöld í höfuðborg Hollands hafa ákveðið að fara aðra leið en flestir aðrir í ferðamannakapphlaupinu eftir Covid. Borgarbúar hafa fengið nóg af fylleríislátum stórra hópa sem sækja Amsterdam heim vegna frjálslegra viðhorfa til vímuefna og kynlífsþjónustu. STAY AWAY er slagorð nýrrar auglýsingaherferðar. Í stað þess að sýna ægifögur síki, fallegt fólk á hjólum og gamlar byggingar birtast myndskeið af handtökum og fangaklefum undir texta sem skerpir á alvarleika þess að lenda á sakaskrá. Auglýsingaherferðin er einn liður í því en einnig hefur átt sér stað umræða um framtíð Rauða hverfisins og kannabis-kaffihúsanna. Kynlífsverkakonur eru margar ósáttar við takmarkanirnar og kannabissalan er enn á lagalega gráu svæði. Snorri Rafn Hallsson skoðar Amsterdam í Þetta helst í dag.
4/11/2023 • 0
Amsterdam ekki Amsterdjamm
Yfirvöld í höfuðborg Hollands hafa ákveðið að fara aðra leið en flestir aðrir í ferðamannakapphlaupinu eftir Covid. Borgarbúar hafa fengið nóg af fylleríislátum stórra hópa sem sækja Amsterdam heim vegna frjálslegra viðhorfa til vímuefna og kynlífsþjónustu. STAY AWAY er slagorð nýrrar auglýsingaherferðar. Í stað þess að sýna ægifögur síki, fallegt fólk á hjólum og gamlar byggingar birtast myndskeið af handtökum og fangaklefum undir texta sem skerpir á alvarleika þess að lenda á sakaskrá. Auglýsingaherferðin er einn liður í því en einnig hefur átt sér stað umræða um framtíð Rauða hverfisins og kannabis-kaffihúsanna. Kynlífsverkakonur eru margar ósáttar við takmarkanirnar og kannabissalan er enn á lagalega gráu svæði. Snorri Rafn Hallsson skoðar Amsterdam í Þetta helst í dag.
4/11/2023 • 15 minutes
Vantraust, valdatími og verkefnaskilvirkni
Vantrauststillagan sem lögð var fram á Alþingi í síðustu viku, er sú þriðja í lýðveldissögunni þar sem vantrausti er lýst yfir á einstaka ráðherra. Þær hafa allar verið felldar. Vantrauststillögur á ríkisstjórnir í heild hafa þó verið töluvert fleiri, 24 í heildina, og af þeim hefur einungis ein verið samþykkt. Það var árið 1950 þegar ríkisstjórn Ólafs Thors fór frá. Þannig að, vantrauststillaga er í langflestum tilvikum einhvers konar táknrænn gjörningur sem ber þó ekki að taka léttilega. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Alexander Kristjánsson fréttamann um þessar tillögur, málfræðina í kring um þær og vangaveltur um hvort dómsmálaráðherrann væri dæmi um að knöpp valdatíð auki skilvirkni.
4/5/2023 • 0
Vantraust, valdatími og verkefnaskilvirkni
Vantrauststillagan sem lögð var fram á Alþingi í síðustu viku, er sú þriðja í lýðveldissögunni þar sem vantrausti er lýst yfir á einstaka ráðherra. Þær hafa allar verið felldar. Vantrauststillögur á ríkisstjórnir í heild hafa þó verið töluvert fleiri, 24 í heildina, og af þeim hefur einungis ein verið samþykkt. Það var árið 1950 þegar ríkisstjórn Ólafs Thors fór frá. Þannig að, vantrauststillaga er í langflestum tilvikum einhvers konar táknrænn gjörningur sem ber þó ekki að taka léttilega. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Alexander Kristjánsson fréttamann um þessar tillögur, málfræðina í kring um þær og vangaveltur um hvort dómsmálaráðherrann væri dæmi um að knöpp valdatíð auki skilvirkni.
4/5/2023 • 15 minutes
Fréttablaðið: Allt sem þú þurftir
Um hundrað manns, þar af hátt í fimmtíu blaðamenn og ljósmyndarar, misstu vinnuna á föstudaginn. Forsvarsmenn eiganda Fréttablaðsins tilkynntu eftir reglubundinn morgunfund að fjölmiðillinn væri kominn í þrot. Sjónvarpsútsendingum Hringbrautar var sömuleiðis hætt, en báðir miðlar eru undir samsteypunni Torgi. Hringbraut heldur áfram sem vefsíða, en það gerir Fréttablaðið ekki. Blaðið hefur verið stór og oft mikilvægur hluti íslenska fjölmiðlamarkaðarins undanfarna tvo áratugi. Allt sem þú þarft, var slagorð blaðsins lengi vel og stóð ágætlega undir nafni. Fjölmiðlafólk, stjórnmálafólk og almenningur hafa mörg lýst yfir þungum áhyggjum af þessari ömurlegu þróun sem hefur verið að margsýna sig í fjölmiðlalandslaginu undanfarin misseri og segir formaður Blaðamannafélags Íslands að það hljóti bara að vera að þau sem hér ráða sjái sér einfaldlega hag í því að fjölmiðlar falli hér hver af öðrum. Annars væri búið að gera eitthvað. Sunna Valgerðardóttir fer yfir ris og fall Fréttablaðsins, fyrsta fríblaðsins á Íslandi, í þætti dagsins.
4/4/2023 • 0
Fréttablaðið: Allt sem þú þurftir
Um hundrað manns, þar af hátt í fimmtíu blaðamenn og ljósmyndarar, misstu vinnuna á föstudaginn. Forsvarsmenn eiganda Fréttablaðsins tilkynntu eftir reglubundinn morgunfund að fjölmiðillinn væri kominn í þrot. Sjónvarpsútsendingum Hringbrautar var sömuleiðis hætt, en báðir miðlar eru undir samsteypunni Torgi. Hringbraut heldur áfram sem vefsíða, en það gerir Fréttablaðið ekki. Blaðið hefur verið stór og oft mikilvægur hluti íslenska fjölmiðlamarkaðarins undanfarna tvo áratugi. Allt sem þú þarft, var slagorð blaðsins lengi vel og stóð ágætlega undir nafni. Fjölmiðlafólk, stjórnmálafólk og almenningur hafa mörg lýst yfir þungum áhyggjum af þessari ömurlegu þróun sem hefur verið að margsýna sig í fjölmiðlalandslaginu undanfarin misseri og segir formaður Blaðamannafélags Íslands að það hljóti bara að vera að þau sem hér ráða sjái sér einfaldlega hag í því að fjölmiðlar falli hér hver af öðrum. Annars væri búið að gera eitthvað. Sunna Valgerðardóttir fer yfir ris og fall Fréttablaðsins, fyrsta fríblaðsins á Íslandi, í þætti dagsins.
4/4/2023 • 15 minutes
Íslenskt grænmeti: Kostir og kostnaður
Það er farið að vora. Laukarnir komnir niður og fræin flest í mold. Þó að það sé enn snævi þakin jörð á stöku stað, og mögulega páskahret framundan, þá er að minnsta kosti kominn apríl. Landbúnaðurinn er kominn í startholurnar, grænmetisbændur farnir að bretta upp ermar. Við framleiðum aðeins brot af því grænmeti sem við neytum hér á Íslandi - og á sama tíma og neyslan eykst, minnkar framleiðslan. Ríkisstjórnin setti fram metnaðarfull áform um að íslensk grænmetisrækt verði aukin um 40 prósent á næstu árum, en við höfum fram til þessa verið mjög dugleg að flytja inn grænmeti frá útlöndum með tilheyrandi neikvæðum áhrifum. Samtals stendur framleiðsla á grænmeti á Íslandi um það bil helmingi af því sem við neytum. Sunna Valgerðardóttir skoðar íslenska grænmetisrækt, áform stjórnvalda um framtíð hennar og hvernig staðan var í vetur þegar Bjarni Rúnarsson fréttamaður og bóndi kafaði ofan í kartöflugarðana.
4/3/2023 • 0
Íslenskt grænmeti: Kostir og kostnaður
Það er farið að vora. Laukarnir komnir niður og fræin flest í mold. Þó að það sé enn snævi þakin jörð á stöku stað, og mögulega páskahret framundan, þá er að minnsta kosti kominn apríl. Landbúnaðurinn er kominn í startholurnar, grænmetisbændur farnir að bretta upp ermar. Við framleiðum aðeins brot af því grænmeti sem við neytum hér á Íslandi - og á sama tíma og neyslan eykst, minnkar framleiðslan. Ríkisstjórnin setti fram metnaðarfull áform um að íslensk grænmetisrækt verði aukin um 40 prósent á næstu árum, en við höfum fram til þessa verið mjög dugleg að flytja inn grænmeti frá útlöndum með tilheyrandi neikvæðum áhrifum. Samtals stendur framleiðsla á grænmeti á Íslandi um það bil helmingi af því sem við neytum. Sunna Valgerðardóttir skoðar íslenska grænmetisrækt, áform stjórnvalda um framtíð hennar og hvernig staðan var í vetur þegar Bjarni Rúnarsson fréttamaður og bóndi kafaði ofan í kartöflugarðana.
4/3/2023 • 15 minutes
Vindmylludrama í landi norskra Sama
Vindmyllur í Noregi skipta hundruðum og framleiða mikið rafmagn. Árið 2021 var samanlögð raforkuframleiðsla þeirra sextíu og þriggja vindorkuvera sem finna má í Noregi rúmar fjórar teravattsstundir samkvæmt norska raforkuframleiðandanum Statkraft. Það samsvarar tæplega fjórðunginum af orkuframleiðslu allra virkjana a? I?slandi. Noregur stendur framarlega í orkumálum og er sér á báti á Norðurlöndum vegna olíuvinnslu sinnar, en grænir virkjanakostir eru mest nýttir í raforkunotkun innanlands, vatns- og vindorka. Vindorkuverunum fjölgar mjög hratt þar í landi sem og víða annars staðar en hefur farið öfugt ofan í suma og það eru ekki allir sáttir við þessi mannvirki og þá helst hvar þau eigi að reisa. Um mánaðamótin febrúar/mars var vindmyllum sem reistar voru í Þrændalögum í Noregi mótmælt þar sem þær standa að hluta til á landi Sama og samkvæmt úrskurði hæstaréttar í Noregi frá 2021 eru vindmyllurnar ólöglegar. Jóhannes Ólafsson hefur umsjón með þættinum.
3/31/2023 • 0
Vindmylludrama í landi norskra Sama
Vindmyllur í Noregi skipta hundruðum og framleiða mikið rafmagn. Árið 2021 var samanlögð raforkuframleiðsla þeirra sextíu og þriggja vindorkuvera sem finna má í Noregi rúmar fjórar teravattsstundir samkvæmt norska raforkuframleiðandanum Statkraft. Það samsvarar tæplega fjórðunginum af orkuframleiðslu allra virkjana a? I?slandi. Noregur stendur framarlega í orkumálum og er sér á báti á Norðurlöndum vegna olíuvinnslu sinnar, en grænir virkjanakostir eru mest nýttir í raforkunotkun innanlands, vatns- og vindorka. Vindorkuverunum fjölgar mjög hratt þar í landi sem og víða annars staðar en hefur farið öfugt ofan í suma og það eru ekki allir sáttir við þessi mannvirki og þá helst hvar þau eigi að reisa. Um mánaðamótin febrúar/mars var vindmyllum sem reistar voru í Þrændalögum í Noregi mótmælt þar sem þær standa að hluta til á landi Sama og samkvæmt úrskurði hæstaréttar í Noregi frá 2021 eru vindmyllurnar ólöglegar.
Jóhannes Ólafsson hefur umsjón með þættinum.
3/31/2023 • 15 minutes
Múslimi og hindúi í brúnni í Bretlandi
Það er nýr maður í brúnni í Skotlandi - tekinn við af reynsluboltanum Nicola Sturgeon sem hefur verið fyrsti ráðherra Skota frá 2014. Þessi nýji maður er Humza Yousaf, Glasgow maður af pakistönskum uppruna. Múslimi frá ættaður frá Punjab. Sem er áhugavert í sjálfu sér og verður ekki minna áhugavert þegar maður fattar að hinum megin, suður í Englandi situr hindúi, Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta, líka ungur maður og nýlega tekinn við. Af indverskum uppruna, líka ættaður frá Punjab. Þeir eru afkomendur fólks sem upplifði klofning Indlands eftir að Bretar slepptu tökum af landinu, Nú eru þeir komnir á á valdastólana í gamla heimsveldinu og koma til með að bítast um sjálfstæði Skotlands. Ragnhildur Thorlacius sér um Þetta helst í dag.
3/30/2023 • 0
Múslimi og hindúi í brúnni í Bretlandi
Það er nýr maður í brúnni í Skotlandi - tekinn við af reynsluboltanum Nicola Sturgeon sem hefur verið fyrsti ráðherra Skota frá 2014. Þessi nýji maður er Humza Yousaf, Glasgow maður af pakistönskum uppruna. Múslimi frá ættaður frá Punjab. Sem er áhugavert í sjálfu sér og verður ekki minna áhugavert þegar maður fattar að hinum megin, suður í Englandi situr hindúi, Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta, líka ungur maður og nýlega tekinn við. Af indverskum uppruna, líka ættaður frá Punjab.
Þeir eru afkomendur fólks sem upplifði klofning Indlands eftir að Bretar slepptu tökum af landinu, Nú eru þeir komnir á á valdastólana í gamla heimsveldinu og koma til með að bítast um sjálfstæði Skotlands. Ragnhildur Thorlacius sér um Þetta helst í dag.
3/30/2023 • 17 minutes, 24 seconds
Ramadan í nætursól, á meðgöngu, í fótbolta og í geiminum.
Næstu vikur gætu aðdáendur enska boltans tekið eftir því að sérstök hlé verða gerð á leikjum eftir að sólin er sest. Þetta er gert til þess að þeir leikmenn sem hafa fastað frá dögun geti skokkað að hliðarlínunni, gripið í sérstakt orkugel og fengið sér eitthvað að drekka áður en leikurinn heldur áfram. En hvers vegna mæta sumir þeirra til leiks á tóman maga gæti maður spurt sig, flest kunnum við ekki vel við að vera svöng í vinnunni hvað þá ef hún krefst líkamlegrar áreynslu eins og knattspyrna í hæsta gæðaflokki. Jú, nú stendur nefnilega yfir Ramadan og kjósa múslimar margir ef ekki flestir að fasta á meðan sól er á lofti á þessum heilagasta tíma ársins. En hvað er Ramadan? Út á hvað gengur það og hvers vegna fastar um það bil fjórðungur mannkyns í heilan mánuð á hverju ári? Snorri Rafn Hallsson fer yfir þetta í þætti dagsins.
3/29/2023 • 0
Ramadan í nætursól, á meðgöngu, í fótbolta og í geiminum.
Næstu vikur gætu aðdáendur enska boltans tekið eftir því að sérstök hlé verða gerð á leikjum eftir að sólin er sest. Þetta er gert til þess að þeir leikmenn sem hafa fastað frá dögun geti skokkað að hliðarlínunni, gripið í sérstakt orkugel og fengið sér eitthvað að drekka áður en leikurinn heldur áfram. En hvers vegna mæta sumir þeirra til leiks á tóman maga gæti maður spurt sig, flest kunnum við ekki vel við að vera svöng í vinnunni hvað þá ef hún krefst líkamlegrar áreynslu eins og knattspyrna í hæsta gæðaflokki. Jú, nú stendur nefnilega yfir Ramadan og kjósa múslimar margir ef ekki flestir að fasta á meðan sól er á lofti á þessum heilagasta tíma ársins. En hvað er Ramadan? Út á hvað gengur það og hvers vegna fastar um það bil fjórðungur mannkyns í heilan mánuð á hverju ári?
Snorri Rafn Hallsson fer yfir þetta í þætti dagsins.
3/29/2023 • 15 minutes, 23 seconds
TikTok, njósnatæki eða fórnarlamb alþjóðapólítkur?
Kínverski samfélagsmiðillinn TikTok hefur tröllriðið heiminum og nú eru stjórnvöld á Vesturlöndum að setja niður fótinn. Þetta forritt er í farsímum fjölmargra, barna, unglinga og fullorðinna. En er TikTok í alvöru svona hættulegur miðill eins og sumir vilja vera láta, - mögulegt njósnatæki? Fyrir utan svo efnið á miðlinum, sem getur verið í meira lagi vafasamt. Eða er miðillinn fórnarlamb alþjóðapólitíkur, spennu á milli vesturveldanna og Kína. Ragnhildur Thorlacius sér um þáttinn.
3/28/2023 • 0
TikTok, njósnatæki eða fórnarlamb alþjóðapólítkur?
Kínverski samfélagsmiðillinn TikTok hefur tröllriðið heiminum og nú eru stjórnvöld á Vesturlöndum að setja niður fótinn. Þetta forritt er í farsímum fjölmargra, barna, unglinga og fullorðinna. En er TikTok í alvöru svona hættulegur miðill eins og sumir vilja vera láta, - mögulegt njósnatæki? Fyrir utan svo efnið á miðlinum, sem getur verið í meira lagi vafasamt. Eða er miðillinn fórnarlamb alþjóðapólitíkur, spennu á milli vesturveldanna og Kína.
Ragnhildur Thorlacius sér um þáttinn.
3/28/2023 • 15 minutes
Hnífur, fingur, penni og sög í snjólagaeftirliti
Ofanflóð eru skæðasta náttúruváin sem Íslendingar búa við. En eldgosin fá miklu meiri athygli - þau eru svo flott og líka jarðskjálftarnir því við finnum svo oft fyrir þeim. En ofanflóðin taka fleiri og valda svo miklum skaða. Það er fylgst með þeim á Veðurstofunni og reynt að spá fyrir um hættuna. Í gær var tilgreint að snjóalög á Austfjörðum væru óstöðug og að snjóflóðahætta myndi aukast frá sunnudagskvöldi fram á mánudag. Svo skullu flóðin á í Neskaupsstað í morgun. Fjallað er um snjóflóðaeftirlit í Þetta helst í dag, bæði austanlands og vestan, og kíkt upp á Kistufell í Skutulsfirði með Landanum og snjóflóðaeftirlitsmönnum Veðurstofunnar. Ragnhildur Thorlacius sér um þáttinn.
3/27/2023 • 0
Hnífur, fingur, penni og sög í snjólagaeftirliti
Ofanflóð eru skæðasta náttúruváin sem Íslendingar búa við. En eldgosin fá miklu meiri athygli - þau eru svo flott og líka jarðskjálftarnir því við finnum svo oft fyrir þeim. En ofanflóðin taka fleiri og valda svo miklum skaða. Það er fylgst með þeim á Veðurstofunni og reynt að spá fyrir um hættuna. Í gær var tilgreint að snjóalög á Austfjörðum væru óstöðug og að snjóflóðahætta myndi aukast frá sunnudagskvöldi fram á mánudag. Svo skullu flóðin á í Neskaupsstað í morgun.
Fjallað er um snjóflóðaeftirlit í Þetta helst í dag, bæði austanlands og vestan, og kíkt upp á Kistufell í Skutulsfirði með Landanum og snjóflóðaeftirlitsmönnum Veðurstofunnar.
Ragnhildur Thorlacius sér um þáttinn.
3/27/2023 • 15 minutes
Arðbær og hávísindaleg flugeldasýning í himingeimnum
Samfélagsmiðlarnir okkar eiga til að fyllast fyllast sum kvöld af mis-fallegum myndum af grænum, fjólubláum og jafnvel rauðum rákum á næturhimninum. Norðurljósunum. Og auðvitað er það himininn sem fyllist af þeim. Þau eru nefnilega alltaf svolítið mögnuð. Norðurljósin eru, eins og nafnið bendir til, fyrirbæri tengd norðrinu og eru þar af leiðandi meira heillandi fyrir fólk sem ekki býr í norðrinu. Þau eru ein aðal-varan sem íslenska ferðaþjónustan reynir að selja ferðamönnum til að lokka þá hingað að vetri til. Kínverjar hafa byggt risahús á Norðurlandi í þeirra nafni, og svo er verið að selja auðvitað alls kyns norðurljósatengdan varning, hótelin heita eftir þeim, ráðstefnusalir í stórum húsum við sjóinn líka, það hefur verið ort um norðurljósin og sungið um þau lög. Sunna Valgerðardóttir skoðar norðurljósin.
3/24/2023 • 0
Arðbær og hávísindaleg flugeldasýning í himingeimnum
Samfélagsmiðlarnir okkar eiga til að fyllast fyllast sum kvöld af mis-fallegum myndum af grænum, fjólubláum og jafnvel rauðum rákum á næturhimninum. Norðurljósunum. Og auðvitað er það himininn sem fyllist af þeim. Þau eru nefnilega alltaf svolítið mögnuð. Norðurljósin eru, eins og nafnið bendir til, fyrirbæri tengd norðrinu og eru þar af leiðandi meira heillandi fyrir fólk sem ekki býr í norðrinu. Þau eru ein aðal-varan sem íslenska ferðaþjónustan reynir að selja ferðamönnum til að lokka þá hingað að vetri til. Kínverjar hafa byggt risahús á Norðurlandi í þeirra nafni, og svo er verið að selja auðvitað alls kyns norðurljósatengdan varning, hótelin heita eftir þeim, ráðstefnusalir í stórum húsum við sjóinn líka, það hefur verið ort um norðurljósin og sungið um þau lög. Sunna Valgerðardóttir skoðar norðurljósin.
3/24/2023 • 15 minutes
Hver er Li Qaing og leiðtogi hans Xi Jinping?
Það er ekki ónýtt að fá nærri öll greidd atkvæði á rúmlega 2900 manna fundi. Ekki síst þegar verið er að greiða atkvæði um forsætisráðherra fjölmennasta ríkis heims. Það gerðist einmitt á dögunum þegar nýr forsætisráðherra var útnefndur í Kína. Li Qaing heitir hann og er einn af helstu bandamönnum Xi Jinping. Í Þetta helst í dag fjallar Ragnhildur Thorlacius um Li Qaing en ekki síður um einn valdamesta mann heims Xi Jinping.
3/23/2023 • 0
Hver er Li Qaing og leiðtogi hans Xi Jinping?
Það er ekki ónýtt að fá nærri öll greidd atkvæði á rúmlega 2900 manna fundi. Ekki síst þegar verið er að greiða atkvæði um forsætisráðherra fjölmennasta ríkis heims. Það gerðist einmitt á dögunum þegar nýr forsætisráðherra var útnefndur í Kína. Li Qaing heitir hann og er einn af helstu bandamönnum Xi Jinping. Í Þetta helst í dag fjallar Ragnhildur Thorlacius um Li Qaing en ekki síður um einn valdamesta mann heims Xi Jinping.
3/23/2023 • 15 minutes
Skýrslan sem verður kannski kornið sem fyllir mælinn
Fyrr í mánuðinum tók Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra á móti yfirgripsmikilli skýrslu og hélt um hana erindi. Skýrslan var unnin að beiðni ráðherra af vísindamönnum við Landbúnaðarháskóla Íslands og snerist um ákveðinn kima af framtíð þjóðarinnar. Þessi kimi kann að hljóma heldur lítill og afmarkaður, en hann er í raun risastór og snertir okkur öll. Þetta er kornrækt á Íslandi. Skýrslan var kynnt á fjölmennum fundi sem var haldinn á vegum matvælaráðuneytisins um miðjan mars. Sunna Valgerðardóttir fjallar um skoðun stjórnvalda á framtíð kornræktar á Íslandi og rifjar upp stöðuna frá því í fyrrasumar.
3/22/2023 • 0
Skýrslan sem verður kannski kornið sem fyllir mælinn
Fyrr í mánuðinum tók Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra á móti yfirgripsmikilli skýrslu og hélt um hana erindi. Skýrslan var unnin að beiðni ráðherra af vísindamönnum við Landbúnaðarháskóla Íslands og snerist um ákveðinn kima af framtíð þjóðarinnar. Þessi kimi kann að hljóma heldur lítill og afmarkaður, en hann er í raun risastór og snertir okkur öll. Þetta er kornrækt á Íslandi. Skýrslan var kynnt á fjölmennum fundi sem var haldinn á vegum matvælaráðuneytisins um miðjan mars. Sunna Valgerðardóttir fjallar um skoðun stjórnvalda á framtíð kornræktar á Íslandi og rifjar upp stöðuna frá því í fyrrasumar.
3/22/2023 • 16 minutes, 48 seconds
Blóðugur Hollywoodvestri
Stórleikarinn Alec Baldwin sætir ákæru fyrir manndráp af gáleysi eftir að skot hljóp úr skammbyssu sem Baldwin mundaði á tökustað kvikmyndarinnar Rust haustið 2021. Skotið hæfði hina 42 ára kvikmyndatökukonu Halynu Hutchins í bringuna áður en það endaði í öxl leikstjórans Joel Souza. Hann særðist lítillega og náði sér fljótt en Halyna lést af sárum sínum. Þetta var ekki viljaverk. Byssan var leikmunur í kvikmyndinni, períóduvestra sem gerist undir lok 19. aldar. Þar sem að um slys var að ræða kom nokkuð á óvart að Baldwin skyldi vera ákærður en rannsóknin hefur einnig beinst að vopnaverði myndarinnar, sem hefur einnig verið ákærð, auk aðstoðarleikstjórans. Í ljós hefur komið að ýmsu var ábótavant varðandi starfsaðstæður og öryggismál á tökustað, tími og peningar hafi ráðið för við framleiðslu myndarinnar. Nú í vor, einu og hálfu ári eftir atvikið, er stefnt á að ljúka tökum en enginn útgáfudagur hefur verið settur. Snorri Rafn Hallsson fer yfir málið í þætti dagsins.
3/21/2023 • 0
Blóðugur Hollywoodvestri
Stórleikarinn Alec Baldwin sætir ákæru fyrir manndráp af gáleysi eftir að skot hljóp úr skammbyssu sem Baldwin mundaði á tökustað kvikmyndarinnar Rust haustið 2021. Skotið hæfði hina 42 ára kvikmyndatökukonu Halynu Hutchins í bringuna áður en það endaði í öxl leikstjórans Joel Souza. Hann særðist lítillega og náði sér fljótt en Halyna lést af sárum sínum. Þetta var ekki viljaverk. Byssan var leikmunur í kvikmyndinni, períóduvestra sem gerist undir lok 19. aldar. Þar sem að um slys var að ræða kom nokkuð á óvart að Baldwin skyldi vera ákærður en rannsóknin hefur einnig beinst að vopnaverði myndarinnar, sem hefur einnig verið ákærð, auk aðstoðarleikstjórans. Í ljós hefur komið að ýmsu var ábótavant varðandi starfsaðstæður og öryggismál á tökustað, tími og peningar hafi ráðið för við framleiðslu myndarinnar. Nú í vor, einu og hálfu ári eftir atvikið, er stefnt á að ljúka tökum en enginn útgáfudagur hefur verið settur. Snorri Rafn Hallsson fer yfir málið í þætti dagsins.
3/21/2023 • 17 minutes, 31 seconds
Staðreyndavakt blaðamanns og fullyrðingar ráðherra
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur breytt reglum svo lögreglan verður vopnuð rafbyssum innan tíðar. Ráðherra hefur verið gagnrýndur fyrir samráðsleysi vegna þessa en bæði hann og fulltrúar lögreglunnar hafa ítrekað sagt hversu mikilvæg þessi rafbyssuvæðing sé. Ein aðal-rökin eru þau að slysum á lögreglumönnum hafi verið að fjölga. En blaðamaður á Vísi sýndi fram á hið gagnstæða í síðustu viku, með því að kalla eftir gögnum svo þessi rök ráðherra gætu verið sannreynd. En slysunum hefur alls ekki fjölgað. Sunna Valgerðardóttir skoðar stöðuna í rafbyssumálinu í þætti dagsins og ræðir við Hólmfríði Gísladóttur, blaðamanninn sem var á staðreyndavaktinni og sýndi fram á að dómsmálaráðherra var ekki að segja alveg satt.
3/20/2023 • 0
Staðreyndavakt blaðamanns og fullyrðingar ráðherra
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur breytt reglum svo lögreglan verður vopnuð rafbyssum innan tíðar. Ráðherra hefur verið gagnrýndur fyrir samráðsleysi vegna þessa en bæði hann og fulltrúar lögreglunnar hafa ítrekað sagt hversu mikilvæg þessi rafbyssuvæðing sé. Ein aðal-rökin eru þau að slysum á lögreglumönnum hafi verið að fjölga. En blaðamaður á Vísi sýndi fram á hið gagnstæða í síðustu viku, með því að kalla eftir gögnum svo þessi rök ráðherra gætu verið sannreynd. En slysunum hefur alls ekki fjölgað. Sunna Valgerðardóttir skoðar stöðuna í rafbyssumálinu í þætti dagsins og ræðir við Hólmfríði Gísladóttur, blaðamanninn sem var á staðreyndavaktinni og sýndi fram á að dómsmálaráðherra var ekki að segja alveg satt.
3/20/2023 • 15 minutes
Ósætti vegna Óperunnar
Það virðist gusta meira um Íslensku óperuna en mörg önnur þessi misserin. Uppsetning hennar á verki Puccinis, Madame Butterfly, er nýjasta dæmið. Forsvarsmenn sýningarinnar hafa verið sökuð um rasisma, menningarnám, fáfræði, afmennskun og yellowface-gervi á leikurunum. Það hefur verið mótmælt við Hörpu, færslur skrifaðar á samfélagsmiðlum og svo öllu vísað á bug af stjórnendum. En lægðirnar hafa komið á færibandi yfir Íslensku óperuna undanfarið ár. Þetta helst var með tvöfaldan þátt um vandræði sjálfseignarstofnunarinnar í júní í fyrra. En það voru ekki áhorfendur eða almenningur sem voru ósáttir, heldur söngvararnir sjálfir, enda heita þættirnir Ósáttu óperusöngvararnir eitt og tvö. Sunna Valgerðardóttir dustar í dag rykið af þessum tveimur þáttum.
3/17/2023 • 0
Ósætti vegna Óperunnar
Það virðist gusta meira um Íslensku óperuna en mörg önnur þessi misserin. Uppsetning hennar á verki Puccinis, Madame Butterfly, er nýjasta dæmið. Forsvarsmenn sýningarinnar hafa verið sökuð um rasisma, menningarnám, fáfræði, afmennskun og yellowface-gervi á leikurunum. Það hefur verið mótmælt við Hörpu, færslur skrifaðar á samfélagsmiðlum og svo öllu vísað á bug af stjórnendum. En lægðirnar hafa komið á færibandi yfir Íslensku óperuna undanfarið ár. Þetta helst var með tvöfaldan þátt um vandræði sjálfseignarstofnunarinnar í júní í fyrra. En það voru ekki áhorfendur eða almenningur sem voru ósáttir, heldur söngvararnir sjálfir, enda heita þættirnir Ósáttu óperusöngvararnir eitt og tvö. Sunna Valgerðardóttir dustar í dag rykið af þessum tveimur þáttum.
3/17/2023 • 15 minutes
Hótelin að fyllast í sumar - og næsta sumar
Ferðamenn ráfa um borg og bý í skítakulda þessa dagana - og þeim fjölgar dag frá degi. Bráðum má eiga von á stórum hópum ferðamanna á ný frá fjölmennasta ríki heims - Kína, eftir langt hlé. Því eftir áralangt bann hafa kvínversk stjórnvöld leyft sölu á pakkaferðum á ný, til 40 landa, þar á meðal til Íslands . Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar býst við að ferðamenn í ár verði í kringum tvær milljónir, jafnvel fleiri. Dagatalið hjá Faxaflóahöfnum er þéttaskipað í sumar. Suma dagana eru sex skemmtiferðaskip skráð í höfn. Þar á bæ búast menn við að um 280 þúsund ferðamenn fari um Faxaflóahafna í sumar. Á Hótel Ísafirði er útlit fyrir að það verði meira og minna fullt í sumar og hinum megin á landinu, á Hótel Höfn er sömu sögu að segja. Þar er meira að segja næsta sumar, 2024 að verða fullt. Eftirspurnin er næg og bókað langt fram í tímann- en það vantar starfsfólk og húsnæði undir erlent starfsfólk sem hingað vill koma og vinna. Ragnhildur Thorlacius hefur umsjón með þætti dagsins.
3/16/2023 • 0
Hótelin að fyllast í sumar - og næsta sumar
Ferðamenn ráfa um borg og bý í skítakulda þessa dagana - og þeim fjölgar dag frá degi. Bráðum má eiga von á stórum hópum ferðamanna á ný frá fjölmennasta ríki heims - Kína, eftir langt hlé. Því eftir áralangt bann hafa kvínversk stjórnvöld leyft sölu á pakkaferðum á ný, til 40 landa, þar á meðal til Íslands . Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar býst við að ferðamenn í ár verði í kringum tvær milljónir, jafnvel fleiri. Dagatalið hjá Faxaflóahöfnum er þéttaskipað í sumar. Suma dagana eru sex skemmtiferðaskip skráð í höfn. Þar á bæ búast menn við að um 280 þúsund ferðamenn fari um Faxaflóahafna í sumar. Á Hótel Ísafirði er útlit fyrir að það verði meira og minna fullt í sumar og hinum megin á landinu, á Hótel Höfn er sömu sögu að segja. Þar er meira að segja næsta sumar, 2024 að verða fullt. Eftirspurnin er næg og bókað langt fram í tímann- en það vantar starfsfólk og húsnæði undir erlent starfsfólk sem hingað vill koma og vinna. Ragnhildur Thorlacius hefur umsjón með þætti dagsins.
3/16/2023 • 15 minutes
Konan sem er kannski McCann
Bráðum verða liðin 16 ár frá því að hin þriggja ára Madeleine McCann hvarf úr rúminu sínu í Portúgal. Rannsókn málsins teygði anga sína víða og vakti heimsathygli. Margir hlustendur kannast eflaust við myndina af ljóshærðu stúlkunni með toppinn og brúnan blett í öðru af blágrænu augunum. Snemma kom í ljós að eitthvað misjafnt hafði átt sér stað og foreldrar stúlkunnar voru um tíma sakaðir um að bera ábyrgð á hvarfi hennar. Engin niðurstaða fékkst þó. En nú virðist einhver hreyfing vera komin í málið, enn og aftur. Í fyrsta sinn frá ásökunum í garð foreldra Madeleine hefur einhver fengið stöðu grunaðs manns í málinu, þjóðverji að nafni Christian Brücker, dæmdur þjófur og nauðgari grunaður í hvarfi fjölmargra barna og unglinga undanfarna áratugi. Það sem flækir málin samt er að í síðasta mánuði steig Julia Faustyna Wendel, 21 árs gömul pólsk kona fram og fullyrti að hún væri mögulega Madeleine McCann, stúlkan sem hvarf tveim vikum fyrir fjögurra ára afmælisdaginn daginn sinn. Í þætti dagsins fer Snorri Rafn Hallsson yfir nýjustu vendingar í hvarfi Madeleine McCann sem fangaði athygli heimsbyggðarinnar fyrir 16 árum síðan.
3/15/2023 • 0
Konan sem er kannski McCann
Bráðum verða liðin 16 ár frá því að hin þriggja ára Madeleine McCann hvarf úr rúminu sínu í Portúgal. Rannsókn málsins teygði anga sína víða og vakti heimsathygli. Margir hlustendur kannast eflaust við myndina af ljóshærðu stúlkunni með toppinn og brúnan blett í öðru af blágrænu augunum. Snemma kom í ljós að eitthvað misjafnt hafði átt sér stað og foreldrar stúlkunnar voru um tíma sakaðir um að bera ábyrgð á hvarfi hennar. Engin niðurstaða fékkst þó. En nú virðist einhver hreyfing vera komin í málið, enn og aftur. Í fyrsta sinn frá ásökunum í garð foreldra Madeleine hefur einhver fengið stöðu grunaðs manns í málinu, þjóðverji að nafni Christian Brücker, dæmdur þjófur og nauðgari grunaður í hvarfi fjölmargra barna og unglinga undanfarna áratugi. Það sem flækir málin samt er að í síðasta mánuði steig Julia Faustyna Wendel, 21 árs gömul pólsk kona fram og fullyrti að hún væri mögulega Madeleine McCann, stúlkan sem hvarf tveim vikum fyrir fjögurra ára afmælisdaginn daginn sinn.
Í þætti dagsins fer Snorri Rafn Hallsson yfir nýjustu vendingar í hvarfi Madeleine McCann sem fangaði athygli heimsbyggðarinnar fyrir 16 árum síðan.
3/15/2023 • 17 minutes, 38 seconds
Stór fugl með stór vandamál
Íslenski haförninn er stærsti og sjaldgæfasti ránfuglinn okkar. Þetta eru magnaðar skepnur, risastórir og þungir, með skærgulan gogg og fætur í stíl. Hafarnarstofninn hefur oft staðið tæpt, þrátt fyrir enn eitt heimsmet Íslendinga: að hafa fyrstir þjóða alfriðað fuglinn 1913. Pörin eru nú komin yfir hundrað, en þau voru bara í kring um 20 áratugum saman. En nú hafa vísindamenn komist að því að frjósemi stofnsins hér er mun lægri en gengur og gerist annars staðar í heiminum. Og af hverju ætli það sé? Jú, skyldleikaræktun. Sunna Valgerðardóttir skoðar erfiða fortíð og framtíð íslenska hafarnarins.
3/14/2023 • 0
Stór fugl með stór vandamál
Íslenski haförninn er stærsti og sjaldgæfasti ránfuglinn okkar. Þetta eru magnaðar skepnur, risastórir og þungir, með skærgulan gogg og fætur í stíl. Hafarnarstofninn hefur oft staðið tæpt, þrátt fyrir enn eitt heimsmet Íslendinga: að hafa fyrstir þjóða alfriðað fuglinn 1913. Pörin eru nú komin yfir hundrað, en þau voru bara í kring um 20 áratugum saman. En nú hafa vísindamenn komist að því að frjósemi stofnsins hér er mun lægri en gengur og gerist annars staðar í heiminum. Og af hverju ætli það sé? Jú, skyldleikaræktun. Sunna Valgerðardóttir skoðar erfiða fortíð og framtíð íslenska hafarnarins.
3/14/2023 • 15 minutes
Vinir Pútíns
Fjórir menn hafa verið dregnir fyrir dóm í Sviss, sakaðir um að fela slóð peninga. Og það er engin smá upphæð. Og fyrir engan smá mann, eða reyndar góðvin hans sem svo er aftur talinn vera að fela peningana fyrir hann. Ragnhildur Thorlacius fjallar um nokkra bandamenn Vladimirs Pútíns Rússlandsforseta. Eða kannski frekar samverkamenn hans.
3/13/2023 • 0
Vinir Pútíns
Fjórir menn hafa verið dregnir fyrir dóm í Sviss, sakaðir um að fela slóð peninga. Og það er engin smá upphæð. Og fyrir engan smá mann, eða reyndar góðvin hans sem svo er aftur talinn vera að fela peningana fyrir hann. Ragnhildur Thorlacius fjallar um nokkra bandamenn Vladimirs Pútíns Rússlandsforseta. Eða kannski frekar samverkamenn hans.
3/13/2023 • 15 minutes
Kókaínmálin stór og smá
Kókaín, mikið kókaín, hefur verið í fréttum í vikunni. Og líka timbursali, rafíþróttaliðsstjóri, atvinnulaus kannabisræktandi og svekktir blaðamenn. Allt er þetta tengt. Munnlegur málflutningur fór fram í langstærsta kókaínmáli Íslandssögunnar í Héraðsdómi Reykjavíkur, fjórir eru ákærðir fyrir að ætla smygla til landsins 100 kílóum af kókaíni í gámasendingu frá Brasilíu til Íslands með viðkomu í Rotterdam. Vitnaleiðslur hófust fyrir mörgum vikum, svo gekk illa að fá hollenska tollverði til að bera vitni, það var ekki fyrr en eftir það sem mátti greina frá því hvað gekk á í dómsalnum. Við rifjum í dag upp brot úr gömlum kókaínþætti Þetta helst þar sem Sunna Valgerðardóttir fer yfir gömul og nú kókaínmál, og aðdraganda málsins sem nú er í fréttum.
3/10/2023 • 0
Kókaínmálin stór og smá
Kókaín, mikið kókaín, hefur verið í fréttum í vikunni. Og líka timbursali, rafíþróttaliðsstjóri, atvinnulaus kannabisræktandi og svekktir blaðamenn. Allt er þetta tengt. Munnlegur málflutningur fór fram í langstærsta kókaínmáli Íslandssögunnar í Héraðsdómi Reykjavíkur, fjórir eru ákærðir fyrir að ætla smygla til landsins 100 kílóum af kókaíni í gámasendingu frá Brasilíu til Íslands með viðkomu í Rotterdam. Vitnaleiðslur hófust fyrir mörgum vikum, svo gekk illa að fá hollenska tollverði til að bera vitni, það var ekki fyrr en eftir það sem mátti greina frá því hvað gekk á í dómsalnum. Við rifjum í dag upp brot úr gömlum kókaínþætti Þetta helst þar sem Sunna Valgerðardóttir fer yfir gömul og nú kókaínmál, og aðdraganda málsins sem nú er í fréttum.
3/10/2023 • 15 minutes
Óvinir Íslands
Nokkrir hafa komið sér í þá stöðu gagnvart Íslendingum að geta talist óvinir Íslands. Ástæðurnar hafa verið misalvarlegar, stundum jafnvel léttvægar, en allir eiga þessir menn það sameiginlegt að fussað hefur verið yfir þeim í heitum pottum, leigubílum og kaffistofum. Þjóðin eignaðist nýjan óvin í vikunni. Mann sem var dónalegur við Íslending á internetinu, Harald Þorleifsson. Þessi nýi óvinur - er auðvitað Elon Musk, einhver ríkasti maður veraldar. En hverjir eru hinir og hvað gerðu þeir til að verðskulda óvild landans? Ragnhildur Thorlacius sér um þátt dagsins.
3/9/2023 • 0
Óvinir Íslands
Nokkrir hafa komið sér í þá stöðu gagnvart Íslendingum að geta talist óvinir Íslands. Ástæðurnar hafa verið misalvarlegar, stundum jafnvel léttvægar, en allir eiga þessir menn það sameiginlegt að fussað hefur verið yfir þeim í heitum pottum, leigubílum og kaffistofum. Þjóðin eignaðist nýjan óvin í vikunni. Mann sem var dónalegur við Íslending á internetinu, Harald Þorleifsson. Þessi nýi óvinur - er auðvitað Elon Musk, einhver ríkasti maður veraldar. En hverjir eru hinir og hvað gerðu þeir til að verðskulda óvild landans? Ragnhildur Thorlacius sér um þátt dagsins.
3/9/2023 • 15 minutes
Stærsta tæknibyltingin síðan í internetbyrjun
Mál málanna í tækniheiminum þessa dagana er án efa skapandi gervigreind. Það er heiti yfir gervigreindarforrit sem ekki bara eru fær um að greina texta, myndir og tölvukóða sem dæmi, heldur geta líka skrifað, teiknað og forritað út frá einföldum skipunum notenda. Hið djúpvitra spjallmenni ChatGPT frá OpenAI hefur verið leiðandi á þessu sviði, Microsoft fjárfesti í OpenAI og hefur þegar hafist handa við að innleiða tæknina inn í sínar þjónustur, forrit og stýrikerfi. Með skapandi gervigreind getur hver sem er brugðið sér í hlutverk forritara, hönnuðar eða textasmiðs og virðast möguleikarnir því endalausir. Segja margir að hér sé um að ræða stærstu tæknibyltinguna frá því að internetið leit dagsins ljós. Snorri Rafn Hallsson fjallar um skapandi gervigreind, leitarvélastríðið og kostnaðinn við þetta allt saman.
3/8/2023 • 0
Stærsta tæknibyltingin síðan í internetbyrjun
Mál málanna í tækniheiminum þessa dagana er án efa skapandi gervigreind. Það er heiti yfir gervigreindarforrit sem ekki bara eru fær um að greina texta, myndir og tölvukóða sem dæmi, heldur geta líka skrifað, teiknað og forritað út frá einföldum skipunum notenda. Hið djúpvitra spjallmenni ChatGPT frá OpenAI hefur verið leiðandi á þessu sviði, Microsoft fjárfesti í OpenAI og hefur þegar hafist handa við að innleiða tæknina inn í sínar þjónustur, forrit og stýrikerfi. Með skapandi gervigreind getur hver sem er brugðið sér í hlutverk forritara, hönnuðar eða textasmiðs og virðast möguleikarnir því endalausir. Segja margir að hér sé um að ræða stærstu tæknibyltinguna frá því að internetið leit dagsins ljós. Snorri Rafn Hallsson fjallar um skapandi gervigreind, leitarvélastríðið og kostnaðinn við þetta allt saman.
3/8/2023 • 15 minutes
Stjörnurnar með stuttu stráin
Reglulega berast fregnir utan úr heimi af stórstjörnum, oft bandarískum, sem greinast eða eru að kljást við alvarlega og stundum banvæna sjúkdóma. Mörg hafa þau sagt skilið við starfsferilinn og helgað líf sitt baráttunni við sjúkdómana, talað opinskátt um ferlið og varið gífurlegum fjárhæðum í rannsóknarstyrki. Sunna Valgerðardóttir skoðar nokkrar þekktar manneskjur sem drógu stuttu stráin í heilbrigðislottóinu: Bruce Willis, Selmu Blair, Christinu Applegate, Michael J. Fox og Val Kilmer.
3/7/2023 • 0
Stjörnurnar með stuttu stráin
Reglulega berast fregnir utan úr heimi af stórstjörnum, oft bandarískum, sem greinast eða eru að kljást við alvarlega og stundum banvæna sjúkdóma. Mörg hafa þau sagt skilið við starfsferilinn og helgað líf sitt baráttunni við sjúkdómana, talað opinskátt um ferlið og varið gífurlegum fjárhæðum í rannsóknarstyrki. Sunna Valgerðardóttir skoðar nokkrar þekktar manneskjur sem drógu stuttu stráin í heilbrigðislottóinu: Bruce Willis, Selmu Blair, Christinu Applegate, Michael J. Fox og Val Kilmer.
3/7/2023 • 15 minutes
Offita barna kallar á stórtækar aðgerðir
Börnum í ofþyngd fjölgar og sama má segja um börn með offitu. Hátt í átta prósent drengja og sjö prósent stúlkna á Íslandi mældust í fyrra með offitu. Fleiri leita til lækna vegna kæfisvefns, fitulifur og einkenna sem eru undanfarar sykursýki. Þessi þróun er auðvitað ekki sér íslensk - bandarísku Barnalæknasamtökin sendu nýverið frá sér breytt tilmæli um hvernig bregðast skyldi við offitu barna - og þau vilja að gripið sé hraðar inn í og með dramatískari hætti en áður. Rætt er við Tryggva Helgason barnalækni. Ragnhildur Thorlacius sér um þáttinn.
3/6/2023 • 0
Offita barna kallar á stórtækar aðgerðir
Börnum í ofþyngd fjölgar og sama má segja um börn með offitu. Hátt í átta prósent drengja og sjö prósent stúlkna á Íslandi mældust í fyrra með offitu. Fleiri leita til lækna vegna kæfisvefns, fitulifur og einkenna sem eru undanfarar sykursýki. Þessi þróun er auðvitað ekki sér íslensk - bandarísku Barnalæknasamtökin sendu nýverið frá sér breytt tilmæli um hvernig bregðast skyldi við offitu barna - og þau vilja að gripið sé hraðar inn í og með dramatískari hætti en áður. Rætt er við Tryggva Helgason barnalækni. Ragnhildur Thorlacius sér um þáttinn.
3/6/2023 • 15 minutes
Askja og vísindamennirnir
Það styttist víst í næsta eldgos, segja sérfræðingarnir. Gosinu í Meradölum lauk formlega í ágúst, það er ekki lengra síðan. En nú hefur sjónum vísindamanna verið beint í norðurátt, til Öskju. Hitamynstur í Öskjuvatni hefur verið undir smásjánni, TF Gná flýgur reglulega yfir með hitamyndavél og nýjustu fregnir eru þær að hitinn í vatninu mældist yfir 28 gráður næst hrauninu. Ísinn er allur að brotna upp og risavök er komin í vatnið sem stækkar ört. Bændur eru áhyggjufullir. Sunna Valgerðardóttir og Ragnhildur Thorlacius fjalla um Öskju í Þetta helst í dag.
3/3/2023 • 0
Askja og vísindamennirnir
Það styttist víst í næsta eldgos, segja sérfræðingarnir. Gosinu í Meradölum lauk formlega í ágúst, það er ekki lengra síðan. En nú hefur sjónum vísindamanna verið beint í norðurátt, til Öskju. Hitamynstur í Öskjuvatni hefur verið undir smásjánni, TF Gná flýgur reglulega yfir með hitamyndavél og nýjustu fregnir eru þær að hitinn í vatninu mældist yfir 28 gráður næst hrauninu. Ísinn er allur að brotna upp og risavök er komin í vatnið sem stækkar ört. Bændur eru áhyggjufullir. Sunna Valgerðardóttir og Ragnhildur Thorlacius fjalla um Öskju í Þetta helst í dag.
3/3/2023 • 15 minutes, 50 seconds
Kulnun með eða án gæsalappa
Pirringur, streita, áhugaleysi, vonleysi, einbeitingarskortur, gleymska, orkuleysi og þreyta eru efni þáttarins. Allt eru þetta einkenni kulnunar í starfi. Börnáts. En þetta eru líka allt einkenni þunglyndis, sem er geðsjúkdómur. Kulnun hefur verið rætt fram og til baka undanfarin ár, bæði hér og í útlöndum. Læknar eru í börnáti, konur í ummönnunarstörfum eru í börnáti, pólitíkusar eru í börnáti. Allir eru í börnáti. Aðsókn í Virk starfsendurhæfingarsjóð eykst ár frá ári og í fyrra útskrifuðust þaðan um 1850 manns. Þeir voru um 850 fyrir tíu árum. En í vikunni kom annar vinkill á umræðuna. Í ljós hefur komið að einungis lítið brot af þeim sem halda að þau séu með kulnun, eru í raun að kljást við önnur vandamál. Er kulnunin kannski mögulega hugsanlega í einhverjum tilfellum þunglyndi? Svo virðist einmitt vera. Það er bara ekki eins mikið í umræðunni þessa dagana. Sunna Valgerðardóttir sér um þáttinn.
3/2/2023 • 0
Kulnun með eða án gæsalappa
Pirringur, streita, áhugaleysi, vonleysi, einbeitingarskortur, gleymska, orkuleysi og þreyta eru efni þáttarins. Allt eru þetta einkenni kulnunar í starfi. Börnáts. En þetta eru líka allt einkenni þunglyndis, sem er geðsjúkdómur. Kulnun hefur verið rætt fram og til baka undanfarin ár, bæði hér og í útlöndum. Læknar eru í börnáti, konur í ummönnunarstörfum eru í börnáti, pólitíkusar eru í börnáti. Allir eru í börnáti. Aðsókn í Virk starfsendurhæfingarsjóð eykst ár frá ári og í fyrra útskrifuðust þaðan um 1850 manns. Þeir voru um 850 fyrir tíu árum. En í vikunni kom annar vinkill á umræðuna. Í ljós hefur komið að einungis lítið brot af þeim sem halda að þau séu með kulnun, eru í raun að kljást við önnur vandamál. Er kulnunin kannski mögulega hugsanlega í einhverjum tilfellum þunglyndi? Svo virðist einmitt vera. Það er bara ekki eins mikið í umræðunni þessa dagana. Sunna Valgerðardóttir sér um þáttinn.
3/2/2023 • 15 minutes
Lestarslysið sem varð að pólitískum stormi
Íbúar smábæjarins East Palestine í Ohio fylki í Bandaríkjunum eru tæplega 5.000 talsins. Slagorð bæjarins, Þar sem þú vilt vera, á ekki vel við um þessar mundir, heldur þvert á móti. Í byrjun febrúar fór vöruflutningalest út af sporinu í austurhuta bæjarins, það kviknaði í henni og hættuleg efni láku út úr vögnum hennar. Eiturgufur og reykský lagði yfir bæinn. Og þetta hafði alvarlegar afleiðingar. Íbúar hafa fundið fyrir miklum höfuðverkjum og ógleði frá því slysið varð og eru gramir í garð yfirvalda og eiganda lestarinns fyrir skort á svörum og aðgerðum. Slysið er talið hafa orðið vegna bilunar á hjólabúnaði lestarinnar og hefur það beint kastljósinu að verulegum brestum í lestarflutningum hið vestra sem varða öryggisbúnað og áætlanir og viðgengist hafa lengi. Nú, tæplega fjórum vikum eftir slysið eru íbúar East Palestine enn skelfdir og óttast að snúa aftur heim. Óreiða og óvissa ríkja enn á svæðinu og hefur slysið orðið að pólitísku bitbeini. Snorri Rafn Hallsson segir frá lestarslysinu í Ohio í þætti dagsins, aðdraganda þess og afleiðingum.
3/1/2023 • 0
Lestarslysið sem varð að pólitískum stormi
Íbúar smábæjarins East Palestine í Ohio fylki í Bandaríkjunum eru tæplega 5.000 talsins. Slagorð bæjarins, Þar sem þú vilt vera, á ekki vel við um þessar mundir, heldur þvert á móti. Í byrjun febrúar fór vöruflutningalest út af sporinu í austurhuta bæjarins, það kviknaði í henni og hættuleg efni láku út úr vögnum hennar. Eiturgufur og reykský lagði yfir bæinn. Og þetta hafði alvarlegar afleiðingar. Íbúar hafa fundið fyrir miklum höfuðverkjum og ógleði frá því slysið varð og eru gramir í garð yfirvalda og eiganda lestarinns fyrir skort á svörum og aðgerðum. Slysið er talið hafa orðið vegna bilunar á hjólabúnaði lestarinnar og hefur það beint kastljósinu að verulegum brestum í lestarflutningum hið vestra sem varða öryggisbúnað og áætlanir og viðgengist hafa lengi. Nú, tæplega fjórum vikum eftir slysið eru íbúar East Palestine enn skelfdir og óttast að snúa aftur heim. Óreiða og óvissa ríkja enn á svæðinu og hefur slysið orðið að pólitísku bitbeini. Snorri Rafn Hallsson segir frá lestarslysinu í Ohio í þætti dagsins, aðdraganda þess og afleiðingum.
3/1/2023 • 15 minutes
Nimarata Nikki Haley vill verða valdamesti maður heims
Það verður kosið til forseta Bandaríkjanna á næsta ári og nú þegar eru vongóðir frambjóðendur farnir að gefa sig fram. Nikki Haley fyrrverandi sendiherra gagnvart Sameinuðu þjóðunum gaf nýlega kost á sér. Svo er það að sjálfsögðu Trump fyrrverandi forseti og ekki má gleyma Ron DeSantis ríkisstjóra Flórída, sem er sterklega búist við að bjóði sig fram, þó hann hafi ekki tilkynnt það opinberlega. Allt eru þetta hægri menn, samflokksmenn Joe Biden bíða sjálfsagt eftir því hvað hann gerir. Nimarata Nikki Randhawa er indverskur Bandaríkjamaður, foreldrar hennar fluttu frá Punjab á Indlandi og eru síkar, en hún hefur tekið kristna trú. Í Þetta helst er fjallað um Haley og rifjuð upp umfjöllun um Ron DeSantis, sem einmitt er að gefa út aðra bók sína í dag. Hún nefnist Hugrekki frelsisins - leiðarvísir Flórída að endurreisn Bandaríkjanna. Ragnhildur Thorlacius sér um þáttinn.
2/28/2023 • 0
Nimarata Nikki Haley vill verða valdamesti maður heims
Það verður kosið til forseta Bandaríkjanna á næsta ári og nú þegar eru vongóðir frambjóðendur farnir að gefa sig fram. Nikki Haley fyrrverandi sendiherra gagnvart Sameinuðu þjóðunum gaf nýlega kost á sér. Svo er það að sjálfsögðu Trump fyrrverandi forseti og ekki má gleyma Ron DeSantis ríkisstjóra Flórída, sem er sterklega búist við að bjóði sig fram, þó hann hafi ekki tilkynnt það opinberlega. Allt eru þetta hægri menn, samflokksmenn Joe Biden bíða sjálfsagt eftir því hvað hann gerir.
Nimarata Nikki Randhawa er indverskur Bandaríkjamaður, foreldrar hennar fluttu frá Punjab á Indlandi og eru síkar, en hún hefur tekið kristna trú. Í Þetta helst er fjallað um Haley og rifjuð upp umfjöllun um Ron DeSantis, sem einmitt er að gefa út aðra bók sína í dag. Hún nefnist Hugrekki frelsisins - leiðarvísir Flórída að endurreisn Bandaríkjanna.
Ragnhildur Thorlacius sér um þáttinn.
2/28/2023 • 15 minutes
Leyndardómur streptókokka
Alvarlegum streptókokkasýkingum hefur fjölgað til muna undanfarna mánuði og tilfellum skarlatssóttar sömuleiðis. Um 60 sjúklingar hafa lagst inn á Landspítala vegna streptókokka síðan í nóvember og að minnsta kosti þrjú hafa látið lífið. Streptókokkabakterían getur valdið alls konar einkennum, misalvarlegum, og samkvæmt fyrstu niðurstöðum raðgreiningar virðist hún ekki hafa stökkbreyst, svo það er líklega eitthvað í okkur sem gerir það að verkum að hún veikir okkur meira en áður. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Þórólf Guðnason um streptókokkabakteríuna, en nú eru liðin 15 ár síðan hann skrifaði grein í Læknablaðið sem bar fyrirsögnina: Leyndardómur streptókokka. Og síðan þá virðist bakterían hafa sótt í sig veðrið.
2/27/2023 • 0
Leyndardómur streptókokka
Alvarlegum streptókokkasýkingum hefur fjölgað til muna undanfarna mánuði og tilfellum skarlatssóttar sömuleiðis. Um 60 sjúklingar hafa lagst inn á Landspítala vegna streptókokka síðan í nóvember og að minnsta kosti þrjú hafa látið lífið. Streptókokkabakterían getur valdið alls konar einkennum, misalvarlegum, og samkvæmt fyrstu niðurstöðum raðgreiningar virðist hún ekki hafa stökkbreyst, svo það er líklega eitthvað í okkur sem gerir það að verkum að hún veikir okkur meira en áður. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Þórólf Guðnason um streptókokkabakteríuna, en nú eru liðin 15 ár síðan hann skrifaði grein í Læknablaðið sem bar fyrirsögnina: Leyndardómur streptókokka. Og síðan þá virðist bakterían hafa sótt í sig veðrið.
2/27/2023 • 15 minutes
Mikilvægustu stundirnar í Úkraínustríði
Í dag 24. febrúar er ár frá innrás Rússa í Úkraínu, eins og þeir sem fylgjast vel með fjölmiðlum eru meðvitaðir um. Það er linnulaus fréttaflutningur af stríðinu, svo það er stundum erfitt að greina hvaða atburðir skipta miklu máli. Þetta helst fékk Björn Malmquist fréttamann til liðs við sig, til að greina hvað það var sem hefur skipt mestu máli og af hverju. Ragnhildur Thorlacius hefur umsjón með þætti dagsins.
2/24/2023 • 0
Mikilvægustu stundirnar í Úkraínustríði
Í dag 24. febrúar er ár frá innrás Rússa í Úkraínu, eins og þeir sem fylgjast vel með fjölmiðlum eru meðvitaðir um. Það er linnulaus fréttaflutningur af stríðinu, svo það er stundum erfitt að greina hvaða atburðir skipta miklu máli. Þetta helst fékk Björn Malmquist fréttamann til liðs við sig, til að greina hvað það var sem hefur skipt mestu máli og af hverju.
Ragnhildur Thorlacius hefur umsjón með þætti dagsins.
2/24/2023 • 15 minutes
Er ekki bara best að kjósa jöfnuð í landi tækifæranna?
Síðara kjörtímabil ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar verður bráðum hálfnað. Þau tóku við völdum af sjálfum sér í nóvember 2021 og gerðu smávegis breytingar á fyrra ráðherraliði. Fjármálaráðherra og umhverfisráðherra eru með lengstu þingsetuna, en félagsmálaráðherra hefur setið styðst. Nýsköpunarráðherra, sem er bogmaður og yngst í árum, en dómsmálaráðherra er elstur og hann er meyja. Fylgi Framsóknar og VG hefur hríðfallið síðan í kosningunum og það hafa komið upp nokkur erfið mál sem hafa aðeins hrist upp í samstarfi ríkisstjórnarinnar, sem stjórnmálafræðiprófessor segir að sé samansett af svo ólíkum flokkum að þau virðast bara vera að reka sínar eigin stefnur hvert um sig. Sunna Valgerðardóttir fjallar um fólkið og flokkana í ríkisstjórn Íslands.
2/23/2023 • 0
Er ekki bara best að kjósa jöfnuð í landi tækifæranna?
Síðara kjörtímabil ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar verður bráðum hálfnað. Þau tóku við völdum af sjálfum sér í nóvember 2021 og gerðu smávegis breytingar á fyrra ráðherraliði. Fjármálaráðherra og umhverfisráðherra eru með lengstu þingsetuna, en félagsmálaráðherra hefur setið styðst. Nýsköpunarráðherra, sem er bogmaður og yngst í árum, en dómsmálaráðherra er elstur og hann er meyja. Fylgi Framsóknar og VG hefur hríðfallið síðan í kosningunum og það hafa komið upp nokkur erfið mál sem hafa aðeins hrist upp í samstarfi ríkisstjórnarinnar, sem stjórnmálafræðiprófessor segir að sé samansett af svo ólíkum flokkum að þau virðast bara vera að reka sínar eigin stefnur hvert um sig. Sunna Valgerðardóttir fjallar um fólkið og flokkana í ríkisstjórn Íslands.
2/23/2023 • 17 minutes, 5 seconds
Idahomorðinginn og incelmennirnir
Maðurinn sem er grunaður um að hafa framið fjögur ógeðfelld morð í háskólabænum Moscow í Idaho í Bandaríkjunum, situr nú á bak við lás og slá. Hann var handtekinn rúmum sex vikum eftir morðin. Ódæðið vakti eiginlega heimsathygli - fjórir ungir háskólanemar höfðu verið stungnir margsinnis með hníf, líklega á meðan þau voru sofandi. Um fátt annað var talað vestanhafs vikum saman, sérstaklega þegar lögreglan virtist ekki ná utan um það. Þetta voru skipulögð morð, en ástæða þeirra var, og er í raun enn, almenningi algjör ráðgáta. Jafnvel þó að morðinginn sé líklega fundinn. Nú hafa einhverjir sérfræðingar þó stigið fram og lýst því yfir að incel-sjónarmið hafi líklega ráðið þarna för hjá unga manninum sem er grunaður um morðin. Incel er hreyfing manna á internetinu sem líta svo á að þeir fái ekki að sofa hjá vegna þess að samfélagið hafi þróast á ákveðinn hátt - involuntary celebates - skírlífir án þess að vilja það. Sunna Valgerðardóttir dustar rykið af morðgátunni í Idaho, skoðar þennan meinta morðingja og incel-hreyfinguna.
2/22/2023 • 0
Idahomorðinginn og incelmennirnir
Maðurinn sem er grunaður um að hafa framið fjögur ógeðfelld morð í háskólabænum Moscow í Idaho í Bandaríkjunum, situr nú á bak við lás og slá. Hann var handtekinn rúmum sex vikum eftir morðin. Ódæðið vakti eiginlega heimsathygli - fjórir ungir háskólanemar höfðu verið stungnir margsinnis með hníf, líklega á meðan þau voru sofandi. Um fátt annað var talað vestanhafs vikum saman, sérstaklega þegar lögreglan virtist ekki ná utan um það. Þetta voru skipulögð morð, en ástæða þeirra var, og er í raun enn, almenningi algjör ráðgáta. Jafnvel þó að morðinginn sé líklega fundinn. Nú hafa einhverjir sérfræðingar þó stigið fram og lýst því yfir að incel-sjónarmið hafi líklega ráðið þarna för hjá unga manninum sem er grunaður um morðin. Incel er hreyfing manna á internetinu sem líta svo á að þeir fái ekki að sofa hjá vegna þess að samfélagið hafi þróast á ákveðinn hátt - involuntary celebates - skírlífir án þess að vilja það. Sunna Valgerðardóttir dustar rykið af morðgátunni í Idaho, skoðar þennan meinta morðingja og incel-hreyfinguna.
2/22/2023 • 15 minutes
Moðreyksmaskínan afhjúpuð
Tilraunir til að hafa áhrif á kosningar í Afríku, herir falskra aðganga á samfélagsmiðlum, tölvuinnbrot, upplýsingafölsun og áróður. Þetta er aðeins brot af því sem átta mánaða löng rannsóknarvinna alþjóðlegs hóps blaðamanna hefur dregið upp á yfirborðið og birtust niðurstöður rannsóknanna á mörgum virtustu miðlum heims um miðjan febrúar. Rannsóknin teygði anga sína víða, frá Spáni til Ísrael, Nígeríu, Búrkína Fasó og Bangladesh svo einhver dæmi séu nefnd. Blaðamennirnir sem voru yfir 100 talsins flettu ofan af mjög ábatasömum iðnaði sem gengur út á að dreifa fölskum upplýsingum, fela sannleikann, valda ruglingi og óreiðu til að hafa áhrif á gang heimsmálanna. Fyrirtækin sem um ræðir selja þjónustu sína hæstbjóðendum, hvort sem það eru ríki, einstaklingar, önnur fyrirtæki eða hagsmunaðilar og beita bæði óheiðarlegum og ólöglegum aðferðum til að ná settum markmiðum. Snorri Rafn Hallsson fjallar um málið.
2/21/2023 • 0
Moðreyksmaskínan afhjúpuð
Tilraunir til að hafa áhrif á kosningar í Afríku, herir falskra aðganga á samfélagsmiðlum, tölvuinnbrot, upplýsingafölsun og áróður. Þetta er aðeins brot af því sem átta mánaða löng rannsóknarvinna alþjóðlegs hóps blaðamanna hefur dregið upp á yfirborðið og birtust niðurstöður rannsóknanna á mörgum virtustu miðlum heims um miðjan febrúar. Rannsóknin teygði anga sína víða, frá Spáni til Ísrael, Nígeríu, Búrkína Fasó og Bangladesh svo einhver dæmi séu nefnd. Blaðamennirnir sem voru yfir 100 talsins flettu ofan af mjög ábatasömum iðnaði sem gengur út á að dreifa fölskum upplýsingum, fela sannleikann, valda ruglingi og óreiðu til að hafa áhrif á gang heimsmálanna. Fyrirtækin sem um ræðir selja þjónustu sína hæstbjóðendum, hvort sem það eru ríki, einstaklingar, önnur fyrirtæki eða hagsmunaðilar og beita bæði óheiðarlegum og ólöglegum aðferðum til að ná settum markmiðum. Snorri Rafn Hallsson fjallar um málið.
2/21/2023 • 15 minutes
Vinstri græn með vindinn í fangið
Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur sjaldan riðið feitum hesti hvað varðar fylgi í gegn um tíðina, hvorki í kosningum né könnunum. Stundum má jafnvel skilgreina hreyfinguna sem smáflokk, lengst til vinstri á hinum pólitíska ás, með íhaldssamar skoðanir á sumu, en framsæknar á öðru. Fáir stjórnmálamenn, ef einhverjir, hafa notið jafn mikils stuðnings og persónufylgis og formaðurinn, forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir. En VG sitja sannarlega ekki ein í ríkisstjórn og hefur flokkurinn heldur betur fengið að finna fyrir samstarfinu við stærsta hægriflokk landsins. Úrsagnir úr VG hafa verið tíðar og nú virðist fylgið vera í nánast sögulegu lágmarki ef marka má kannanir. Sunna Valgerðardóttir fer yfir stöðu og sögu VG, með dyggri aðstoð Eiríks Bergmann stjórnmálafræðiprófessors.
2/20/2023 • 0
Vinstri græn með vindinn í fangið
Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur sjaldan riðið feitum hesti hvað varðar fylgi í gegn um tíðina, hvorki í kosningum né könnunum. Stundum má jafnvel skilgreina hreyfinguna sem smáflokk, lengst til vinstri á hinum pólitíska ás, með íhaldssamar skoðanir á sumu, en framsæknar á öðru. Fáir stjórnmálamenn, ef einhverjir, hafa notið jafn mikils stuðnings og persónufylgis og formaðurinn, forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir. En VG sitja sannarlega ekki ein í ríkisstjórn og hefur flokkurinn heldur betur fengið að finna fyrir samstarfinu við stærsta hægriflokk landsins. Úrsagnir úr VG hafa verið tíðar og nú virðist fylgið vera í nánast sögulegu lágmarki ef marka má kannanir. Sunna Valgerðardóttir fer yfir stöðu og sögu VG, með dyggri aðstoð Eiríks Bergmann stjórnmálafræðiprófessors.
2/20/2023 • 15 minutes
Djúpríkið og eðlufólkið
Áhugaverðar niðurstöður könnunar Fjölmiðlanefndar voru birtar í vikunni. Könnunin snerist um upplýsingaóreiðu og skautun í íslensku samfélagi og í ljós kom að rúmlega þriðjungur Íslendinga telur að djúpríkið (e. Deep state) hafi grafið um sig í stjórnkerfinu hér og að leynileg samtök hafi oft mikil áhrif á pólitískar ákvarðanir. Djúpríki er hugtak, eða samsæriskenning, sem gengur meðal annars út á að ríkjum og löndum sé stjórnað af leynilegu bandalagi hagsmunafla. Sunna Valgerðardóttir og Vera Illugadóttir fjalla um mis-fjarstæðukenndar samsæriskenningar í þætti dagsins.
2/17/2023 • 0
Djúpríkið og eðlufólkið
Áhugaverðar niðurstöður könnunar Fjölmiðlanefndar voru birtar í vikunni. Könnunin snerist um upplýsingaóreiðu og skautun í íslensku samfélagi og í ljós kom að rúmlega þriðjungur Íslendinga telur að djúpríkið (e. Deep state) hafi grafið um sig í stjórnkerfinu hér og að leynileg samtök hafi oft mikil áhrif á pólitískar ákvarðanir. Djúpríki er hugtak, eða samsæriskenning, sem gengur meðal annars út á að ríkjum og löndum sé stjórnað af leynilegu bandalagi hagsmunafla. Sunna Valgerðardóttir og Vera Illugadóttir fjalla um mis-fjarstæðukenndar samsæriskenningar í þætti dagsins.
2/17/2023 • 15 minutes
Fordæmalaus rembihnútur í kjaramálum II
Ástandið á vinnumarkaðnum er fordæmalaust, segja þau sem til þekkja. Nokkuð stór hluti samfélagsins er nú í einhvers konar lamasessi vegna verkfalls hátt í 900 félagsmanna Eflingar. Meirihlutinn lagði niður störf á hádegi í gær og þetta virðist ætla að bíta. Fólk hamstrar eldsneyti og mat, nokkrar bensínstöðvar hafa skellt í lás og ferðaþjónustan er stóryrt. Matvöruverslanir segjast eiga birgðir út helgina. Það er kominn nýr sáttasemjari í deilunni. En hvað gerir sá sem gegnir þessu starfi - ríkissáttasemjari? Er hann eins konar hjónabandsráðgjafi, eða er hann sáttamiðlari sem leggur fram tillögur, miðlunartillögur jafnvel, að lausnum? Og af hverju er fólk núna að segja að það þurfi að breyta vinnulöggjöfinni? Sunna Valgerðardóttir hefur umsjón með þættinum, sem er síðari hluti af tveimur um kjaradeilu Eflingar og SA, en það er ríkissáttasemjari sem fær sviðið í dag.
2/16/2023 • 0
Fordæmalaus rembihnútur í kjaramálum II
Ástandið á vinnumarkaðnum er fordæmalaust, segja þau sem til þekkja. Nokkuð stór hluti samfélagsins er nú í einhvers konar lamasessi vegna verkfalls hátt í 900 félagsmanna Eflingar. Meirihlutinn lagði niður störf á hádegi í gær og þetta virðist ætla að bíta. Fólk hamstrar eldsneyti og mat, nokkrar bensínstöðvar hafa skellt í lás og ferðaþjónustan er stóryrt. Matvöruverslanir segjast eiga birgðir út helgina. Það er kominn nýr sáttasemjari í deilunni. En hvað gerir sá sem gegnir þessu starfi - ríkissáttasemjari? Er hann eins konar hjónabandsráðgjafi, eða er hann sáttamiðlari sem leggur fram tillögur, miðlunartillögur jafnvel, að lausnum? Og af hverju er fólk núna að segja að það þurfi að breyta vinnulöggjöfinni? Sunna Valgerðardóttir hefur umsjón með þættinum, sem er síðari hluti af tveimur um kjaradeilu Eflingar og SA, en það er ríkissáttasemjari sem fær sviðið í dag.
2/16/2023 • 15 minutes
Fordæmalaus rembihnútur í kjaramálum I
Það eru verkföll í Reykjavík, fleiri eru að skella á, kjaraviðræður eru í rosalegum hnút og þau sem til þekkja segja að þetta séu fordæmalausir tímar. Fólk er farið að hamstra bensín og mat, Efling og Samtök atvinnulífsins eru ekki að dansa og ríkissáttasemjari er heldur betur kominn í vandræði. Framkvæmdastjóri SA spáir því að samfélagið verði komið í hnút öðrum hvorum megin við helgina. Þetta er fyrri þáttur af tveimur um kjaradeiluna, þar sem Sunna Valgerðardóttir fer yfir söguna og stöðuna. Gestur þáttarins er Höskuldur Kári Schram fréttamaður.
2/15/2023 • 0
Fordæmalaus rembihnútur í kjaramálum I
Það eru verkföll í Reykjavík, fleiri eru að skella á, kjaraviðræður eru í rosalegum hnút og þau sem til þekkja segja að þetta séu fordæmalausir tímar. Fólk er farið að hamstra bensín og mat, Efling og Samtök atvinnulífsins eru ekki að dansa og ríkissáttasemjari er heldur betur kominn í vandræði. Framkvæmdastjóri SA spáir því að samfélagið verði komið í hnút öðrum hvorum megin við helgina. Þetta er fyrri þáttur af tveimur um kjaradeiluna, þar sem Sunna Valgerðardóttir fer yfir söguna og stöðuna. Gestur þáttarins er Höskuldur Kári Schram fréttamaður.
2/15/2023 • 15 minutes
Glæpavæðing vistmorða
Í síðustu viku samþykkti lýðréttinda, dóms og innanríkismálanefnd Evrópuþingsins tillögu þess efnis að vistmorð, stórfelldur glæpur gegn náttúrunni, yrði hluti af endurskoðaðri Evróputilskipun. Náttúran njóti þá verndar hegningarlaga, hægt verði að lögsækja slíkja glæpi. Þetta var fjórða þingnefndin sem samþykkti þetta og líklegt þykir að lögfræðinefndin bætist í þann hóp þegar kosið verður um tillöguna þar í lok mánaðar. Að því loknu verður tillagan tekin upp á allsherjarfundi Evrópuþingsins, Evrópuráðsins og Framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. Snorri Rafn Hallsson fjallar um vistmorð í þætti dagsins og ræðir við fólk sem veit mikið um það.
2/14/2023 • 0
Glæpavæðing vistmorða
Í síðustu viku samþykkti lýðréttinda, dóms og innanríkismálanefnd Evrópuþingsins tillögu þess efnis að vistmorð, stórfelldur glæpur gegn náttúrunni, yrði hluti af endurskoðaðri Evróputilskipun. Náttúran njóti þá verndar hegningarlaga, hægt verði að lögsækja slíkja glæpi. Þetta var fjórða þingnefndin sem samþykkti þetta og líklegt þykir að lögfræðinefndin bætist í þann hóp þegar kosið verður um tillöguna þar í lok mánaðar. Að því loknu verður tillagan tekin upp á allsherjarfundi Evrópuþingsins, Evrópuráðsins og Framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. Snorri Rafn Hallsson fjallar um vistmorð í þætti dagsins og ræðir við fólk sem veit mikið um það.
2/14/2023 • 16 minutes, 24 seconds
Vökin í Öskjuvatni stækkar ört
Það hefur myndast stærðar vök á Öskjuvatni og sú vök hefur stækkað mikið undanfarna daga. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur er einn þeirra jarðvísindamanna sem fylgist með gangi mála í Öskju í Dyngjufjöllum. Hann segir að það verði að vera aukinn jarðhiti í vatninu til að það bræði ísinn af sér, það sé greinilega einhver auka innspýting inn í jarðhitakerfið í fjallinu ægifagra. Þetta helst fjallar um vökina í Öskjuvatni og jarðhræringar þar.
2/13/2023 • 0
Vökin í Öskjuvatni stækkar ört
Það hefur myndast stærðar vök á Öskjuvatni og sú vök hefur stækkað mikið undanfarna daga. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur er einn þeirra jarðvísindamanna sem fylgist með gangi mála í Öskju í Dyngjufjöllum. Hann segir að það verði að vera aukinn jarðhiti í vatninu til að það bræði ísinn af sér, það sé greinilega einhver auka innspýting inn í jarðhitakerfið í fjallinu ægifagra.
Þetta helst fjallar um vökina í Öskjuvatni og jarðhræringar þar.
2/13/2023 • 15 minutes
Óþekkt loftför á loftrýmisgæslusvæði Íslands
Njósnabelgur eða veðurbelgur - það er spurningin. Bandaríkjamenn skutu niður kínverskan loftbelg á dögunum, sem svifið hafði yfir Bandaríkjunum dögum saman. Þeir segja þetta vera kínverskan njósnabelg en kínversk stjórnvöld segja belginn notaðan í veðurrannsóknir. Nú er verið að fiska belginn og það sem í honum hékk upp úr hafinu úti fyrir austurströnd Bandaríkjanna. En af hverju að nota loftbelg til njósna þegar það er hægt að gera það úr gervihnöttum og með því að hakka sig inn í tölvukerfi? Og hafa loftbelgir sést við Íslandsstrendur? Undanfarin ár hafa allavega sést óþekkt loftför á loftrýmisgæslusvæði Íslands, og þau eru talin vera loftbelgir. Þetta helst heyrði í Landhelgisgæslunni, Sæmundi E. Þorsteinssyni sérfræðingi í fjarskiptum og mælitækni við Háskóla Íslands og Elínu Björk Jónasdóttur hjá Veðurstofunni. Ragnhildur Thorlacius sér um þáttinn.
2/10/2023 • 0
Óþekkt loftför á loftrýmisgæslusvæði Íslands
Njósnabelgur eða veðurbelgur - það er spurningin. Bandaríkjamenn skutu niður kínverskan loftbelg á dögunum, sem svifið hafði yfir Bandaríkjunum dögum saman. Þeir segja þetta vera kínverskan njósnabelg en kínversk stjórnvöld segja belginn notaðan í veðurrannsóknir. Nú er verið að fiska belginn og það sem í honum hékk upp úr hafinu úti fyrir austurströnd Bandaríkjanna. En af hverju að nota loftbelg til njósna þegar það er hægt að gera það úr gervihnöttum og með því að hakka sig inn í tölvukerfi? Og hafa loftbelgir sést við Íslandsstrendur? Undanfarin ár hafa allavega sést óþekkt loftför á loftrýmisgæslusvæði Íslands, og þau eru talin vera loftbelgir.
Þetta helst heyrði í Landhelgisgæslunni, Sæmundi E. Þorsteinssyni sérfræðingi í fjarskiptum og mælitækni við Háskóla Íslands og Elínu Björk Jónasdóttur hjá Veðurstofunni.
Ragnhildur Thorlacius sér um þáttinn.
2/10/2023 • 15 minutes
100 brot Manchester City
Fótboltaklúbburinn Manchester City er í vanda, ekki af því að gengi fótboltaliðsins sé svo slæmt, heldur vegna þess að Úrvalsdeildin hefur kært klúbbinn fyrir meira en eitthundrað brot á fjármálareglum deildarinnar. Meðal annars vegna styrktarsamnings við Etihad flugfélagsins í Abu Dhabi og greiðslna til Roberto Mancini. Peningarnir hafa farið í gegnum félög í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og það stendur einmitt þannig á að klúbburinn sjálfur, er í eigu áhrifamanna í konungsfjölskyldunni og stjórnmálalífinu þar. Þetta helst fékk Óðin Svan Óðisson íþróttafréttamann til liðs við sig, til að skýra málið. Ragnhildur Thorlacius sér um þáttinn.
2/9/2023 • 0
100 brot Manchester City
Fótboltaklúbburinn Manchester City er í vanda, ekki af því að gengi fótboltaliðsins sé svo slæmt, heldur vegna þess að Úrvalsdeildin hefur kært klúbbinn fyrir meira en eitthundrað brot á fjármálareglum deildarinnar. Meðal annars vegna styrktarsamnings við Etihad flugfélagsins í Abu Dhabi og greiðslna til Roberto Mancini. Peningarnir hafa farið í gegnum félög í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og það stendur einmitt þannig á að klúbburinn sjálfur, er í eigu áhrifamanna í konungsfjölskyldunni og stjórnmálalífinu þar. Þetta helst fékk Óðin Svan Óðisson íþróttafréttamann til liðs við sig, til að skýra málið.
Ragnhildur Thorlacius sér um þáttinn.
2/9/2023 • 15 minutes
Dómsdagur nálgast
Dómsdagsklukka Fréttabréfs Atómvísindamannana hefur verið færð fram í fyrsta sinn í þrjú ár. Breytingin nemur tíu sekúndum og slær klukkan nú eina og hálfa mínútu í miðnættið sem tákna á endalok heimsins. Breytingin er að stærstum hluta, en þó ekki eingöngu, komin til af aukinni ógn vegna stríðsins sem nú geysar í Úkraínu. Frá stofnun fréttabréfsins 1945 hefur dómsdagsklukkan aldrei verið jafn nálægt miðnætti, hættan á stórkostlegum hamförum með öðrum orðum aldrei eins mikil og nú, að mati vísinda- og öryggisnefndar Fréttabréfs Atómvísindamannana. Snorri Rafn Hallsson fer yfir stöðuna og rekur sögu Dómsdagsklukkunnar í þætti dagsins.
2/8/2023 • 0
Dómsdagur nálgast
Dómsdagsklukka Fréttabréfs Atómvísindamannana hefur verið færð fram í fyrsta sinn í þrjú ár. Breytingin nemur tíu sekúndum og slær klukkan nú eina og hálfa mínútu í miðnættið sem tákna á endalok heimsins. Breytingin er að stærstum hluta, en þó ekki eingöngu, komin til af aukinni ógn vegna stríðsins sem nú geysar í Úkraínu. Frá stofnun fréttabréfsins 1945 hefur dómsdagsklukkan aldrei verið jafn nálægt miðnætti, hættan á stórkostlegum hamförum með öðrum orðum aldrei eins mikil og nú, að mati vísinda- og öryggisnefndar Fréttabréfs Atómvísindamannana.
Snorri Rafn Hallsson fer yfir stöðuna og rekur sögu Dómsdagsklukkunnar í þætti dagsins.
2/8/2023 • 15 minutes
Það fer nú að verða verra ferðaveðrið
Það er veður, febrúar, appelsínugular viðvaranir. Það voru gerðar ráðstafanir hingað og þangað til að tryggja órofna starfsemi, samhæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð var opnuð og fólk var beðið um að halda sig heima á meðan þetta gekk allt saman yfir. Við erum rosalega oft með einhverjar viðvaranir hangandi yfir okkur. Og óveður er eitthvað sem við þekkjum og skiljum, þetta er líka allt litakóðað. Sunna Valgerðardóttir lítur til veðurs, finnur veðurbarna fréttamenn í háska, fer á þjóðhátíð og skoðar palletuna með heitu litunum.
2/7/2023 • 0
Það fer nú að verða verra ferðaveðrið
Það er veður, febrúar, appelsínugular viðvaranir. Það voru gerðar ráðstafanir hingað og þangað til að tryggja órofna starfsemi, samhæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð var opnuð og fólk var beðið um að halda sig heima á meðan þetta gekk allt saman yfir. Við erum rosalega oft með einhverjar viðvaranir hangandi yfir okkur. Og óveður er eitthvað sem við þekkjum og skiljum, þetta er líka allt litakóðað. Sunna Valgerðardóttir lítur til veðurs, finnur veðurbarna fréttamenn í háska, fer á þjóðhátíð og skoðar palletuna með heitu litunum.
2/7/2023 • 15 minutes
Rannsókn á máli fótboltamannsins lokið (e)
Rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar er lokið. Málið hans hefur til rannsóknar í breska kerfinu í meira en eitt og hálft ár og er nú komið til saksóknaraembættisins. Samkvæmt upplýsingum þaðan eru ásakanir um ítrekuð kynferðisbrot Gylfa til rannsóknar. Á ensku er þetta multible sexual offenses, má líka þýða sem mörg kynferðisbrot. Gylfi var handtekinn á heimili sínu í Manchester í júlí 2021, grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Hann var látinn laus gegn tryggingu en hefur verið í farbanni síðan. Sunna Valgerðardóttir rifjar í dag upp mál ónefnda fótboltamannsins, sem hefur enn ekki verið nafngreindur í breskum fjölmiðlum.
2/6/2023 • 0
Rannsókn á máli fótboltamannsins lokið (e)
Rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar er lokið. Málið hans hefur til rannsóknar í breska kerfinu í meira en eitt og hálft ár og er nú komið til saksóknaraembættisins. Samkvæmt upplýsingum þaðan eru ásakanir um ítrekuð kynferðisbrot Gylfa til rannsóknar. Á ensku er þetta multible sexual offenses, má líka þýða sem mörg kynferðisbrot. Gylfi var handtekinn á heimili sínu í Manchester í júlí 2021, grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Hann var látinn laus gegn tryggingu en hefur verið í farbanni síðan. Sunna Valgerðardóttir rifjar í dag upp mál ónefnda fótboltamannsins, sem hefur enn ekki verið nafngreindur í breskum fjölmiðlum.
2/6/2023 • 18 minutes, 29 seconds
Kisa, Krummi, Anna, Jón
Hin sívinsæla umræða um nöfn okkar Íslendinga og hvað við megum yfir höfuð heita er mætt enn á ný. Mannanafnanefnd finnst ótækt foreldrar fái að nefna dóttur sína Kisu. Það gæti orðið henni til ama í framtíðinni því þetta er óvirðulegt nafn. Annað en Krummi, sem þykir bara mjög fínt. Svo hefur Guðrúnum þessa verið lands steypt af stóli af Önnum. Anna er orðið algengasta kvenmannsnafnið á Íslandi. Jón er ennþá á toppnum hjá körlunum. Sunna Valgerðardóttir skoðar skrítin nöfn, spilar lög um nöfn og les komment um nöfn í þætti dagsins.
2/3/2023 • 0
Kisa, Krummi, Anna, Jón
Hin sívinsæla umræða um nöfn okkar Íslendinga og hvað við megum yfir höfuð heita er mætt enn á ný. Mannanafnanefnd finnst ótækt foreldrar fái að nefna dóttur sína Kisu. Það gæti orðið henni til ama í framtíðinni því þetta er óvirðulegt nafn. Annað en Krummi, sem þykir bara mjög fínt. Svo hefur Guðrúnum þessa verið lands steypt af stóli af Önnum. Anna er orðið algengasta kvenmannsnafnið á Íslandi. Jón er ennþá á toppnum hjá körlunum. Sunna Valgerðardóttir skoðar skrítin nöfn, spilar lög um nöfn og les komment um nöfn í þætti dagsins.
2/3/2023 • 15 minutes
Draslið sigraði tiltektardrottninguna
Þeirri stórfrétt hefur verið slegið upp í heimspressunni undanfarna daga að kona nokkur hafi gefist upp á að halda heimili sínu fullkomlega skipulögðu. Um málið hafa verið skrifaðar langar greinar á miðlum sem taka sig alvarlega eins og Washington Post og Guardian. Hvað gæti verið svona merkilegt við það að einhver ráði ekki við að halda fullkomið heimili? Er það ekki bara nokkuð algengt? Jú. Sem sannast líklega á því að tiltektargúrúið Marie Kondo hefur meira að segja gefist upp. Ragnhildur Thorlacius kafar ofan í draslið sem við öll þekkjum í þætti dagsins.
2/2/2023 • 0
Draslið sigraði tiltektardrottninguna
Þeirri stórfrétt hefur verið slegið upp í heimspressunni undanfarna daga að kona nokkur hafi gefist upp á að halda heimili sínu fullkomlega skipulögðu. Um málið hafa verið skrifaðar langar greinar á miðlum sem taka sig alvarlega eins og Washington Post og Guardian. Hvað gæti verið svona merkilegt við það að einhver ráði ekki við að halda fullkomið heimili? Er það ekki bara nokkuð algengt? Jú. Sem sannast líklega á því að tiltektargúrúið Marie Kondo hefur meira að segja gefist upp. Ragnhildur Thorlacius kafar ofan í draslið sem við öll þekkjum í þætti dagsins.
2/2/2023 • 15 minutes, 18 seconds
Orsakir og afleiðingar hoppukastalaslyssins á Akureyri
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur ákært fimm manns fyrir að bera ábyrgð á hoppukastalaslysinu hræðilega sem varð á Akureyri sumarið 2021. Tvö börn brotnuðu á handlegg, eitt á herðablaði, en það fjórða, Klara litla, slasaðist svo illa að hún þarf að kljást við afleiðingarnar út ævina. Hún nær sér aldrei að fullu. Kastalinn var illa festur, erftirliti var ábótavant og það má alveg segja að það sé einhver tegund af heppni að ekki fór verr en raunin varð. Meðal þeirra sem lögreglan hefur ákært er framkvæmdastjóri Perlunnar, sem á kastalann, og forsvarsmaður íþróttafélagsins á Akureyri sem leigði hann. Sá síðarnefndi er í dag forseti bæjarstjórnar og formaður fræðslu og lýðheilsuráðs Akureyrar og verður það áfram. Hvorugur hefur tjáð sig um málið. Sunna Valgerðardóttir fjallar um hoppukastalaslysið í Þetta helst.
2/1/2023 • 0
Orsakir og afleiðingar hoppukastalaslyssins á Akureyri
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur ákært fimm manns fyrir að bera ábyrgð á hoppukastalaslysinu hræðilega sem varð á Akureyri sumarið 2021. Tvö börn brotnuðu á handlegg, eitt á herðablaði, en það fjórða, Klara litla, slasaðist svo illa að hún þarf að kljást við afleiðingarnar út ævina. Hún nær sér aldrei að fullu. Kastalinn var illa festur, erftirliti var ábótavant og það má alveg segja að það sé einhver tegund af heppni að ekki fór verr en raunin varð. Meðal þeirra sem lögreglan hefur ákært er framkvæmdastjóri Perlunnar, sem á kastalann, og forsvarsmaður íþróttafélagsins á Akureyri sem leigði hann. Sá síðarnefndi er í dag forseti bæjarstjórnar og formaður fræðslu og lýðheilsuráðs Akureyrar og verður það áfram. Hvorugur hefur tjáð sig um málið. Sunna Valgerðardóttir fjallar um hoppukastalaslysið í Þetta helst.
2/1/2023 • 15 minutes
Þingmaður og svarið er: Lygi
Frá því að New York Times greindi frá því í desember að nokkur atriði virtust ekki koma heim og saman í frásögn hins nýkjörna þingmanns Repúblikanaflokksins, George Anthony Devolder Santos, hefur sannleikurinn smám saman komið í ljós. Eða lygarnar öllu heldur. Hann laug ekki bara til um menntun sína og efni heldur sagðist hann meðal annars vera afkomandi eftirlifenda helfararinnar og hafa unnið hjá Goldman Sachs. Margir kjósendur hans upplifa sig blekkta. Eðlilega. Þar að auki virðist margt gruggugt við fjármál Santos sem nú sætir rannsókn hinna ýmsu yfirvalda. En eitt er þó víst, og það er að hinn ríflega þrítugi þingmaður er fyrsti opinberlega samkynhneigði Repúblikaninn sem hefur náð kjöri án þess að hafa setið þar áður og er hann nú fulltrúi eins auðugasta kjördæmis New York. Allt annað virðist nokkuð á reiki. Í þætti dagsins fer Snorri Rafn Hallsson yfir ævintýralega ferilskrá George Santos og lygarnar sem komist hefur upp um.
1/31/2023 • 0
Þingmaður og svarið er: Lygi
Frá því að New York Times greindi frá því í desember að nokkur atriði virtust ekki koma heim og saman í frásögn hins nýkjörna þingmanns Repúblikanaflokksins, George Anthony Devolder Santos, hefur sannleikurinn smám saman komið í ljós. Eða lygarnar öllu heldur. Hann laug ekki bara til um menntun sína og efni heldur sagðist hann meðal annars vera afkomandi eftirlifenda helfararinnar og hafa unnið hjá Goldman Sachs. Margir kjósendur hans upplifa sig blekkta. Eðlilega. Þar að auki virðist margt gruggugt við fjármál Santos sem nú sætir rannsókn hinna ýmsu yfirvalda. En eitt er þó víst, og það er að hinn ríflega þrítugi þingmaður er fyrsti opinberlega samkynhneigði Repúblikaninn sem hefur náð kjöri án þess að hafa setið þar áður og er hann nú fulltrúi eins auðugasta kjördæmis New York. Allt annað virðist nokkuð á reiki. Í þætti dagsins fer Snorri Rafn Hallsson yfir ævintýralega ferilskrá George Santos og lygarnar sem komist hefur upp um.
1/31/2023 • 17 minutes, 52 seconds
Hvernig eru svo skiðdrekar notaðir?
Allt í einu er eins og fólk þurfi að hafa vit á alls kyns vopnum og herkænsku til að fylgjast með stríðinu í Úkraínu. Abrams, Challenger, Leopard...fæstir Íslendingar vissu sjálfsagt fyrir skömmu síðan hvaða fyrirbæri þetta væru. En þetta eru skriðdrekar, bandarískir, breskir og þýskir eins og margir vita sjálfsagt núna. Hvaða gildi hafa þeir? Hvernig eru skriðdrekar notaðir? Hvaða annan vopnabúnað þarf að nota í stríði eins og því sem geysar í austurhluta Úkraínu. Og hvað er átt við með því að í vor sé stórsóknar að vænta? Í Þetta helst er rætt við Björn Malmquist fréttamann sem þekkir vel til þessarra mála. Ragnhildur Thorlacius sér um þáttinn.
1/30/2023 • 0
Hvernig eru svo skiðdrekar notaðir?
Allt í einu er eins og fólk þurfi að hafa vit á alls kyns vopnum og herkænsku til að fylgjast með stríðinu í Úkraínu. Abrams, Challenger, Leopard...fæstir Íslendingar vissu sjálfsagt fyrir skömmu síðan hvaða fyrirbæri þetta væru. En þetta eru skriðdrekar, bandarískir, breskir og þýskir eins og margir vita sjálfsagt núna. Hvaða gildi hafa þeir? Hvernig eru skriðdrekar notaðir? Hvaða annan vopnabúnað þarf að nota í stríði eins og því sem geysar í austurhluta Úkraínu. Og hvað er átt við með því að í vor sé stórsóknar að vænta? Í Þetta helst er rætt við Björn Malmquist fréttamann sem þekkir vel til þessarra mála. Ragnhildur Thorlacius sér um þáttinn.
1/30/2023 • 15 minutes
Sæt og dýr í rekstri
Þau eru gómsæt, bráholl og þessi sem við gröðgum í okkur upp úr plastfötunni úr búðinni eru flutt hingað um langan veg. En bláber vaxa villt á Íslandi. Er ekki hægt að rækta þau í gróðurhúsum og selja, jafnvel þó að þau yrðu aðeins dýrari en þessi innfluttu? Í Þetta helst er rætt við Hólmfríði Geirsdóttur garðyrkjufræðing og berjabónda og Jón Kristófer Arnarson garðyrkjufræðing. Ragnhildur Thorlacius sér um þáttinn.
1/27/2023 • 0
Sæt og dýr í rekstri
Þau eru gómsæt, bráholl og þessi sem við gröðgum í okkur upp úr plastfötunni úr búðinni eru flutt hingað um langan veg. En bláber vaxa villt á Íslandi. Er ekki hægt að rækta þau í gróðurhúsum og selja, jafnvel þó að þau yrðu aðeins dýrari en þessi innfluttu? Í Þetta helst er rætt við Hólmfríði Geirsdóttur garðyrkjufræðing og berjabónda og Jón Kristófer Arnarson garðyrkjufræðing.
Ragnhildur Thorlacius sér um þáttinn.
1/27/2023 • 15 minutes, 49 seconds
Læknarnir og blaðamaðurinn
Flest höfum við rekist á fréttir um lækninn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem er grunaður um að hafa sett sex sjúklinga sína á lífslokameðferðir að tilefnislausu. Málið hefur verið í fréttum í tvö ár og kaffivélarnar umkringdar fólki sem veltir fyrir sér hvað málið sé eiginlega? Lífslokameðferð, lögreglurannsókn, takmarkað starfsleyfi á Landspítalanum. Þetta er flókið, enda hefur ekkert heyrst frá heilbrigðiskerfinu. Þar til nýlega. Málsmetandi læknar hjóluðu í fjölmiðla fyrir að segja einhliða fréttir af máli vinar þeirra og samstarfsmanns. Læknirinn sagðist sömuleiðis saklaus og farir sínar ekki sléttar. Sunna Valgerðardóttir ræðir við konuna sem gagnýni læknanna beindist helst að: Sunnu Karen Sigurþórsdóttur, fréttamann á RÚV, sem hlaut Blaðamannaverðlaun fyrir umfjöllun sína um læknamálið, skúbbaði því og þekkir söguna best frá sjónarhóli blaðamanna.
1/26/2023 • 0
Læknarnir og blaðamaðurinn
Flest höfum við rekist á fréttir um lækninn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem er grunaður um að hafa sett sex sjúklinga sína á lífslokameðferðir að tilefnislausu. Málið hefur verið í fréttum í tvö ár og kaffivélarnar umkringdar fólki sem veltir fyrir sér hvað málið sé eiginlega? Lífslokameðferð, lögreglurannsókn, takmarkað starfsleyfi á Landspítalanum. Þetta er flókið, enda hefur ekkert heyrst frá heilbrigðiskerfinu. Þar til nýlega. Málsmetandi læknar hjóluðu í fjölmiðla fyrir að segja einhliða fréttir af máli vinar þeirra og samstarfsmanns. Læknirinn sagðist sömuleiðis saklaus og farir sínar ekki sléttar. Sunna Valgerðardóttir ræðir við konuna sem gagnýni læknanna beindist helst að: Sunnu Karen Sigurþórsdóttur, fréttamann á RÚV, sem hlaut Blaðamannaverðlaun fyrir umfjöllun sína um læknamálið, skúbbaði því og þekkir söguna best frá sjónarhóli blaðamanna.
1/26/2023 • 15 minutes
Lúxusgistingar á Íslandi og vafasamar stjörnur
Töluverður fjöldi fólks kemur hingað á hverju ári til að njóta þess sem landið okkar hefur upp á að bjóða: skoða hvali og kindur, borða hvali og kindur, baða sig í heitu vatni, horfa á norðurljós og eldgos, taka selfie við Hallgrímskirkju, fara varlega í Reynisfjöru og valhoppa á milli mathalla. En inn á milli venjulegu ferðamannanna leynast auðkýfingar sem vilja eitthvað örlítið extra. Ísland er vinsæll áfangastaður ríka og misfræga fólksins í heiminum sem hefur vanist því að fá aðeins það besta, dýrasta og flottasta þegar það er að ferðast. En hvar sefur þetta fólk þegar það kemur til Íslands? Hvar eru velmegunargististaðirnir og hvað þarf til að fá þessar miseftirsóttu fimm stjörnur? Hvað er í kortunum í lúxushótelbransanum? Sunna Valgerðardóttir skoðaði stjörnuhótel landsins í þætti dagsins.
1/25/2023 • 0
Lúxusgistingar á Íslandi og vafasamar stjörnur
Töluverður fjöldi fólks kemur hingað á hverju ári til að njóta þess sem landið okkar hefur upp á að bjóða: skoða hvali og kindur, borða hvali og kindur, baða sig í heitu vatni, horfa á norðurljós og eldgos, taka selfie við Hallgrímskirkju, fara varlega í Reynisfjöru og valhoppa á milli mathalla. En inn á milli venjulegu ferðamannanna leynast auðkýfingar sem vilja eitthvað örlítið extra. Ísland er vinsæll áfangastaður ríka og misfræga fólksins í heiminum sem hefur vanist því að fá aðeins það besta, dýrasta og flottasta þegar það er að ferðast. En hvar sefur þetta fólk þegar það kemur til Íslands? Hvar eru velmegunargististaðirnir og hvað þarf til að fá þessar miseftirsóttu fimm stjörnur? Hvað er í kortunum í lúxushótelbransanum? Sunna Valgerðardóttir skoðaði stjörnuhótel landsins í þætti dagsins.
1/25/2023 • 15 minutes
Banabiti besta veitingastaðar í heimi
Andarhöfuð, hreindýraheilabúðingur, lifandi maurar, bjarnarkaramella og súkkulaðimosi. Þetta eru aðeins nokkrir af þeim réttum sem aldrei aftur verða í boði á matseðli hins heimsfræga veitingahúss Noma í útjaðri Kristjaníu í Kaupmannahöfn. Raunar er matseðillinn allur á útleið, því Noma er nefnilega að loka í sinni núverandi mynd samkvæmt eigandanum og yfirkokkinum René Redzepi. Í tvo áratugi hafa Noma og René Redzepi verið leiðandi í svokallaðri nýnorrænni matargerð sem gengur út á að nota norræn hráefni til að tjá hreinleika, ferskleika og einfaldleika svæðisins. En á sama tíma hafa svona veitingastaðir verið gagnrýndir fyrir eitrað vinnuumhverfi. Snorri Rafn Hallsson fjallar um yfirvofandi endalok besta veitingastaðar heims og stjörnukokkinn René Redzepi.
1/24/2023 • 0
Banabiti besta veitingastaðar í heimi
Andarhöfuð, hreindýraheilabúðingur, lifandi maurar, bjarnarkaramella og súkkulaðimosi. Þetta eru aðeins nokkrir af þeim réttum sem aldrei aftur verða í boði á matseðli hins heimsfræga veitingahúss Noma í útjaðri Kristjaníu í Kaupmannahöfn. Raunar er matseðillinn allur á útleið, því Noma er nefnilega að loka í sinni núverandi mynd samkvæmt eigandanum og yfirkokkinum René Redzepi. Í tvo áratugi hafa Noma og René Redzepi verið leiðandi í svokallaðri nýnorrænni matargerð sem gengur út á að nota norræn hráefni til að tjá hreinleika, ferskleika og einfaldleika svæðisins. En á sama tíma hafa svona veitingastaðir verið gagnrýndir fyrir eitrað vinnuumhverfi. Snorri Rafn Hallsson fjallar um yfirvofandi endalok besta veitingastaðar heims og stjörnukokkinn René Redzepi.
1/24/2023 • 16 minutes, 58 seconds
Eldgosaminni án Eyja
Eldgosið í Vestmannaeyjum er 50 ára í dag, stórafmæli. Þó við séum sum með lélegt veðurminni þá er eldgosaminnið okkar nokkuð gott. Það hefur gosið hingað og þangað um landið nokkuð reglulega á síðustu áratugum, síðast í Merardölum á Reykjanesi. Eldgos eru mögnuð fyrirbæri, óútreiknanleg, hættuleg og falleg og hefur Þetta helst nokkrum sinnum verið tileinkaður þeim. Á þessum degi eldgosaupprifjana, 23. janúar 2023, verður hnippt á því helsta: Öskju, Fagradalsfjalli, Eyjafjallajökli og gosum í útlöndum.
1/23/2023 • 0
Eldgosaminni án Eyja
Eldgosið í Vestmannaeyjum er 50 ára í dag, stórafmæli. Þó við séum sum með lélegt veðurminni þá er eldgosaminnið okkar nokkuð gott. Það hefur gosið hingað og þangað um landið nokkuð reglulega á síðustu áratugum, síðast í Merardölum á Reykjanesi. Eldgos eru mögnuð fyrirbæri, óútreiknanleg, hættuleg og falleg og hefur Þetta helst nokkrum sinnum verið tileinkaður þeim. Á þessum degi eldgosaupprifjana, 23. janúar 2023, verður hnippt á því helsta: Öskju, Fagradalsfjalli, Eyjafjallajökli og gosum í útlöndum.
1/23/2023 • 15 minutes
Þarf alltaf að vera vín? En tevín?
Sífellt meira úrval er af óáfengum drykkjum, óáfengum bjór, óáfengu víni - tevíni hverskonar. Og þetta er vinsælt. En hvernig er með áfengisneyslu? Hefur hún minnkað eitthvað eða jafnvel aukist? Í þetta helst er talað við Tómas Kristjánsson veitingamann á Nauthóli um sölu á áfengi og á óáfengum drykkjum og grúskað í tölfræði í sambandi við á áfangissölu og áfengisneyslu. Ragnhildur Thorlacius sér um þáttinn.
1/20/2023 • 0
Þarf alltaf að vera vín? En tevín?
Sífellt meira úrval er af óáfengum drykkjum, óáfengum bjór, óáfengu víni - tevíni hverskonar. Og þetta er vinsælt. En hvernig er með áfengisneyslu? Hefur hún minnkað eitthvað eða jafnvel aukist? Í þetta helst er talað við Tómas Kristjánsson veitingamann á Nauthóli um sölu á áfengi og á óáfengum drykkjum og grúskað í tölfræði í sambandi við á áfangissölu og áfengisneyslu.
Ragnhildur Thorlacius sér um þáttinn.
1/20/2023 • 17 minutes, 46 seconds
Djúpvitra gervigreindarofurmennið
Gervigreindin Chat GPT er að slá í gegn. Fyrirsagnir á borð við Verður gervigreind banabiti heimalærdóms? og Gervigreind þvingar íslenska skóla til endurskoðunar hafa ratað á forsíður fréttamiðlanna og samfélagsmiðlar eru stútfullir af efni sem spjallmennið gerði. En hvað er Chat GPT? Í stuttu máli er það háþróað tungumálalíkan sem notar djúpnám til að búa til mannlegan texta. Sveigjanleiki þess og mikil nákvæmni hefur gert það að mikilvægu tæki fyrir fyrirtæki til að bæta þjónustu við viðskiptavini sína og sjálfvirknivæða efnissköpunarferli þeirra. Snorri Rafn Hallsson fjallar um gervigreindina sem gæti ógnað störfum okkar margra í náinni framtíð.
1/19/2023 • 0
Djúpvitra gervigreindarofurmennið
Gervigreindin Chat GPT er að slá í gegn. Fyrirsagnir á borð við Verður gervigreind banabiti heimalærdóms? og Gervigreind þvingar íslenska skóla til endurskoðunar hafa ratað á forsíður fréttamiðlanna og samfélagsmiðlar eru stútfullir af efni sem spjallmennið gerði.
En hvað er Chat GPT? Í stuttu máli er það háþróað tungumálalíkan sem notar djúpnám til að búa til mannlegan texta. Sveigjanleiki þess og mikil nákvæmni hefur gert það að mikilvægu tæki fyrir fyrirtæki til að bæta þjónustu við viðskiptavini sína og sjálfvirknivæða efnissköpunarferli þeirra. Snorri Rafn Hallsson fjallar um gervigreindina sem gæti ógnað störfum okkar margra í náinni framtíð.
1/19/2023 • 15 minutes
Vinirnir sem ætluðu að fremja hryðjuverk II
Þingfesting fyrsta sakamáls sinnar tegundar fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sakborningarnir tveir, menn á þrítugsaldri sem hafa verið vinir um nokkurt skeið, eru sakaðir um að hafa skipulagt hryðjuverk á Íslandi. Annar þeirra, sem er byssuáhugamaður, er ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka og stórfelld vopnalagabrot. Hinn, sem er yfirlýstur nasisti með öfgafullar skoðanir, er ákærður fyrir hlutdeild. En hvenær og við hvaða aðstæður verður tal um voðaverk metið sem tilraun til þess? Sunna Valgerðardóttir ræðir við fréttamennina Frey Gígju Gunnarsson og Stíg Helgason í síðari þætti af tveimur í Þetta helst um hryðjuverkamálið.
1/18/2023 • 0
Vinirnir sem ætluðu að fremja hryðjuverk II
Þingfesting fyrsta sakamáls sinnar tegundar fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sakborningarnir tveir, menn á þrítugsaldri sem hafa verið vinir um nokkurt skeið, eru sakaðir um að hafa skipulagt hryðjuverk á Íslandi. Annar þeirra, sem er byssuáhugamaður, er ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka og stórfelld vopnalagabrot. Hinn, sem er yfirlýstur nasisti með öfgafullar skoðanir, er ákærður fyrir hlutdeild. En hvenær og við hvaða aðstæður verður tal um voðaverk metið sem tilraun til þess? Sunna Valgerðardóttir ræðir við fréttamennina Frey Gígju Gunnarsson og Stíg Helgason í síðari þætti af tveimur í Þetta helst um hryðjuverkamálið.
1/18/2023 • 18 minutes, 32 seconds
Vinirnir sem ætluðu að fremja hryðjuverk I
Fyrsta hryðjuverkamálið á Íslandi verður þingfest í vikunni. Sakborningarnir eru ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka, hlutur annars virðist þó vera meiri en hins. Mennirnir tveir eru vinir, Íslendingar á þrítugsaldri, annar er yfirlýstur nasisti en hinn mikill byssuáhugamaður. Þeir framleiddu eigin vopn, töluðu um að taka fólk af lífi, keyra með trukk inn í Gleðigönguna, ráðast inn á árshátíð lögreglumanna, gera drónaárásir og fleira miskræsilegt. Í tvöföldum þætti af Þetta helst fjallar Sunna Valgerðardóttir um hryðjuverkamálið, ásamt fréttamönnunum Frey Gígju Gunnarssyni og Stíg Helgasyni, sem þekkja söguna vel.
1/17/2023 • 0
Vinirnir sem ætluðu að fremja hryðjuverk I
Fyrsta hryðjuverkamálið á Íslandi verður þingfest í vikunni. Sakborningarnir eru ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka, hlutur annars virðist þó vera meiri en hins. Mennirnir tveir eru vinir, Íslendingar á þrítugsaldri, annar er yfirlýstur nasisti en hinn mikill byssuáhugamaður. Þeir framleiddu eigin vopn, töluðu um að taka fólk af lífi, keyra með trukk inn í Gleðigönguna, ráðast inn á árshátíð lögreglumanna, gera drónaárásir og fleira miskræsilegt. Í tvöföldum þætti af Þetta helst fjallar Sunna Valgerðardóttir um hryðjuverkamálið, ásamt fréttamönnunum Frey Gígju Gunnarssyni og Stíg Helgasyni, sem þekkja söguna vel.
1/17/2023 • 18 minutes, 21 seconds
Frostaveturinn mikli og frostaveturinn núna
Það hefur verið frost hjá okkur nær undantekningalaust frá því í byrjun desember. Hitinn hefur rétt skriðið yfir frostmark örfáa daga og kuldakreistur eru orðnar langþreyttar á ástandinu. Það er ekki laust við að hugur fólks leiti enn og aftur til ársins 1918, heimsfaraldur, eldgos, frosthörkur. En allt er þetta þó bara sýnishorn af því sem gekk yfir fólk hér fyrir rúmum hundrað árum. En..hvernig er samanburðurinn á þessum vetri núna og hinum alræmda frostavetri? Hvað gerðist þá? Af hverju varð svona hryllilega kalt? Hvaða aðstæður þurfa að skapast til að það verði svona kalt aftur? Eru einhverjar líkur á því að það hendi okkur sem nú lifum? Og fer ekki eitthvað að hlýna? Ragnhildur Thorlacius ræddi um frostaveturinn mikla og frostin nú við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing. Einnig eru spiluð viðtöl úr eldri þáttum.
1/16/2023 • 0
Frostaveturinn mikli og frostaveturinn núna
Það hefur verið frost hjá okkur nær undantekningalaust frá því í byrjun desember. Hitinn hefur rétt skriðið yfir frostmark örfáa daga og kuldakreistur eru orðnar langþreyttar á ástandinu. Það er ekki laust við að hugur fólks leiti enn og aftur til ársins 1918, heimsfaraldur, eldgos, frosthörkur. En allt er þetta þó bara sýnishorn af því sem gekk yfir fólk hér fyrir rúmum hundrað árum. En..hvernig er samanburðurinn á þessum vetri núna og hinum alræmda frostavetri?
Hvað gerðist þá? Af hverju varð svona hryllilega kalt? Hvaða aðstæður þurfa að skapast til að það verði svona kalt aftur? Eru einhverjar líkur á því að það hendi okkur sem nú lifum?
Og fer ekki eitthvað að hlýna?
Ragnhildur Thorlacius ræddi um frostaveturinn mikla og frostin nú við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing. Einnig eru spiluð viðtöl úr eldri þáttum.
1/16/2023 • 15 minutes
Skóburstarinn sem varð forseti 215 milljóna manna
Hann hefur setið í fangelsi í tvígang, hann er alinn upp í sárri fátækt og barnamergð, hann lærði að lesa þegar hann var 10 ára og seldi hnetur og burstaði skó í barnæsku til að hafa í sig og á. Hann er nýsestur á forsetastól í annað sinn, rígfullorðinn, forseti 215 milljóna manna. Í Þetta helst í dag er fjallað um Lula da Silva forseta Brasilíu. Ragnhildur Thorlacius sér um þáttinn.
1/13/2023 • 0
Skóburstarinn sem varð forseti 215 milljóna manna
Hann hefur setið í fangelsi í tvígang, hann er alinn upp í sárri fátækt og barnamergð, hann lærði að lesa þegar hann var 10 ára og seldi hnetur og burstaði skó í barnæsku til að hafa í sig og á. Hann er nýsestur á forsetastól í annað sinn, rígfullorðinn, forseti 215 milljóna manna. Í Þetta helst í dag er fjallað um Lula da Silva forseta Brasilíu.
Ragnhildur Thorlacius sér um þáttinn.
1/13/2023 • 17 minutes, 27 seconds
Þolendur trúarofbeldis II
Síðari þátturinn af tveimur um afleiðingar trúarofbeldis og skaðlegra sértrúarsafnaða á Íslandi. Nokkrir fyrrverandi safnaðarmeðlima Votta Jehóva stofnuðu stuðningshóp síðasta vor sem telur nú um sextíu manns. Yfirvöld hafa lítið gert í málinu, þó að úttekt hafi verið lofað fyrir tæpu ári síðan. En nú stendur til að stofna formleg samtök áhugafólks um trúarofbeldi á Íslandi, nokkuð sem þekktist lítið sem ekkert hér fyrir nokkrum árum. Og það er ljóst að þörfin er mikil, því þessir sextíu sem sækja stuðningshópinn eru bara fyrrverandi Vottar Jehóva. En trúarofbeldið teygir anga sína miklu víðar, inn í miklu fleiri söfnuði og félög. Línan er þó alltaf sú sama: Kúgun, gaslýsing, lygar, hótanir og ofbeldi í nafni trúarinnar. Og afleiðingarnar sem fyrrverandi safnaðarmeðlimir þurfa að kljást við eru afskaplega flóknar og djúpar. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Önnu Margréti Kaldalóns, sem var í Vottunum þegar hún var barn og er ein af stofnendum samtaka áhugafólks um trúarofbeldi.
1/12/2023 • 0
Þolendur trúarofbeldis II
Síðari þátturinn af tveimur um afleiðingar trúarofbeldis og skaðlegra sértrúarsafnaða á Íslandi. Nokkrir fyrrverandi safnaðarmeðlima Votta Jehóva stofnuðu stuðningshóp síðasta vor sem telur nú um sextíu manns. Yfirvöld hafa lítið gert í málinu, þó að úttekt hafi verið lofað fyrir tæpu ári síðan. En nú stendur til að stofna formleg samtök áhugafólks um trúarofbeldi á Íslandi, nokkuð sem þekktist lítið sem ekkert hér fyrir nokkrum árum. Og það er ljóst að þörfin er mikil, því þessir sextíu sem sækja stuðningshópinn eru bara fyrrverandi Vottar Jehóva. En trúarofbeldið teygir anga sína miklu víðar, inn í miklu fleiri söfnuði og félög. Línan er þó alltaf sú sama: Kúgun, gaslýsing, lygar, hótanir og ofbeldi í nafni trúarinnar. Og afleiðingarnar sem fyrrverandi safnaðarmeðlimir þurfa að kljást við eru afskaplega flóknar og djúpar. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Önnu Margréti Kaldalóns, sem var í Vottunum þegar hún var barn og er ein af stofnendum samtaka áhugafólks um trúarofbeldi.
1/12/2023 • 15 minutes
Þolendur trúarofbeldis I
Trúarofbeldi er tiltölulega nýtt hugtak á Íslandi. Í allri umræðunni um metoo, kynferðisofbeldi, átak yfirvalda í heimilisofbeldismálum, hefur þetta fyrirbæri, ofbeldi í nafni trúar, náð að sigla tiltölulega hljóðlega undir radarinn hjá yfirvöldum. Fjölmiðlar hafa verið helsta tæki fyrrverandi meðlima sértrúarsafnaða á Íslandi til að fá áheyrn. Undanfarið ár hafa nokkrir fyrrverandi meðlimir sértrúarsafnaðarins Votta Jehóva stofnað stuðningshóp fyrir fyrrverandi Votta, sem telur nú um 60 manns. Og það eru bara fyrrverandi Vottar, ekki öll hin sem hafa losnað úr öðrum skaðlegum söfnuðum eða hópum. Ráðherra barnamála sagði í mars í fyrra að hann ætlaði að láta gera úttekt á aðstæðum barna innan trúfélaga á Íslandi, eftir beiðni frá þinginu, en ekkert hefur frést af því. Sunna Valgerðardóttir hefur umsjón með þætti dagsins, sem er sá fyrri af tveimur um trúarofbeldi, afleiðingar þess og skort samfélagsins á viðeigandi úrræðum til að grípa einangraða einstaklinga sem þurfa að kljást við glænýjan, og oft óhugnlegan, veruleika eftir að hafa slitið sig burt.
1/11/2023 • 0
Þolendur trúarofbeldis I
Trúarofbeldi er tiltölulega nýtt hugtak á Íslandi. Í allri umræðunni um metoo, kynferðisofbeldi, átak yfirvalda í heimilisofbeldismálum, hefur þetta fyrirbæri, ofbeldi í nafni trúar, náð að sigla tiltölulega hljóðlega undir radarinn hjá yfirvöldum. Fjölmiðlar hafa verið helsta tæki fyrrverandi meðlima sértrúarsafnaða á Íslandi til að fá áheyrn. Undanfarið ár hafa nokkrir fyrrverandi meðlimir sértrúarsafnaðarins Votta Jehóva stofnað stuðningshóp fyrir fyrrverandi Votta, sem telur nú um 60 manns. Og það eru bara fyrrverandi Vottar, ekki öll hin sem hafa losnað úr öðrum skaðlegum söfnuðum eða hópum. Ráðherra barnamála sagði í mars í fyrra að hann ætlaði að láta gera úttekt á aðstæðum barna innan trúfélaga á Íslandi, eftir beiðni frá þinginu, en ekkert hefur frést af því. Sunna Valgerðardóttir hefur umsjón með þætti dagsins, sem er sá fyrri af tveimur um trúarofbeldi, afleiðingar þess og skort samfélagsins á viðeigandi úrræðum til að grípa einangraða einstaklinga sem þurfa að kljást við glænýjan, og oft óhugnlegan, veruleika eftir að hafa slitið sig burt.
1/11/2023 • 15 minutes
Vandræðagangur Kevins míns McCarthy
Repúblikaninn frá Kaliforníu, Kevin McCarthy, var fyrir helgi kjörinn forseti fulltrúardeildar bandaríska þingsins eftir að flokkur hans vann nauman meirihluta þar í miðkosningunum í Nóvember. Alla jafna er kosning þingforseta formsatriði, fyrirfram valinn fulltrúi meirihlutans gegnir vanalega þessu embætti, stýrir dagskrá þingsing, skipar í nefndir og svo framvegis. En svo einfalt var það ekki í þetta skiptið. Hvorki meira né minna en 15 atkvæðagreiðslur þurfti til, því að fámennur minnihluti yst á hægri væng Repúblikanaflokksins hélt McCarthy og þinginu í gíslingu í heila viku og neituðu að greiða Kevin mínum, eins og Trump kallaði hann oft, atkvæði. Þannig hafði hann ekki þann meirihluta atkvæða sem kjör þingforseta krefst og því var kosið aftur og aftur, samtals 15 sinnum. Snorri Rafn Hallsson fjallar um Kevin McCarthy, nýjan forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins, og sjálfsköpuð vandræði hans í síðustu viku.
1/10/2023 • 0
Vandræðagangur Kevins míns McCarthy
Repúblikaninn frá Kaliforníu, Kevin McCarthy, var fyrir helgi kjörinn forseti fulltrúardeildar bandaríska þingsins eftir að flokkur hans vann nauman meirihluta þar í miðkosningunum í Nóvember. Alla jafna er kosning þingforseta formsatriði, fyrirfram valinn fulltrúi meirihlutans gegnir vanalega þessu embætti, stýrir dagskrá þingsing, skipar í nefndir og svo framvegis. En svo einfalt var það ekki í þetta skiptið. Hvorki meira né minna en 15 atkvæðagreiðslur þurfti til, því að fámennur minnihluti yst á hægri væng Repúblikanaflokksins hélt McCarthy og þinginu í gíslingu í heila viku og neituðu að greiða Kevin mínum, eins og Trump kallaði hann oft, atkvæði. Þannig hafði hann ekki þann meirihluta atkvæða sem kjör þingforseta krefst og því var kosið aftur og aftur, samtals 15 sinnum. Snorri Rafn Hallsson fjallar um Kevin McCarthy, nýjan forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins, og sjálfsköpuð vandræði hans í síðustu viku.
1/10/2023 • 18 minutes, 49 seconds
Landsbyggðaveldi á völtum fótum
Landsbyggðafjölmiðillinn N4 hefur verið svolítið í sviðsljósinu undanfarið. Fjárhagsstaða miðilsins er slæm og hefur framkvæmdastjórinn sagt að einungis séu til peningar til að starfa út mánuðinn. Meirihluti fjárlaganefndar ákvað að veita þeim 100 milljóna króna styrk í desember, en hætti við samdægurs. N4 var stofnað á Akureyri 2006 og er eini sjónvarpsmiðillinn sem starfar alfarið utan höfuðborgarsvæðisins. Þau halda úti sjónvarpi, hlaðvarpi, internetrásum og svo gefa þau út auglýsingablað, sem í daglegu tali er kölluð Dagskráin. Framleiðslan er mikil og áhorfið líka. N4 skilgreina sig ekki sem fréttastöð, það er enginn ritstjóri og þau gera ekki fréttir, heldur segja sögur. Kostuð umfjöllun er stór hluti af starfsemi N4 og hafa þau stundum verið gagnrýnd fyrir gagnrýnisleysi í umfjöllunum í því ljósi - og að þau séu ekki bara háð voldugum stórfyrirtækjum, heldur eru þau í eigu þeirra líka. Sunna Valgerðardóttir fjallar um fjölmiðlaveldið N4 í Þetta helst í dag.
1/9/2023 • 0
Landsbyggðaveldi á völtum fótum
Landsbyggðafjölmiðillinn N4 hefur verið svolítið í sviðsljósinu undanfarið. Fjárhagsstaða miðilsins er slæm og hefur framkvæmdastjórinn sagt að einungis séu til peningar til að starfa út mánuðinn. Meirihluti fjárlaganefndar ákvað að veita þeim 100 milljóna króna styrk í desember, en hætti við samdægurs. N4 var stofnað á Akureyri 2006 og er eini sjónvarpsmiðillinn sem starfar alfarið utan höfuðborgarsvæðisins. Þau halda úti sjónvarpi, hlaðvarpi, internetrásum og svo gefa þau út auglýsingablað, sem í daglegu tali er kölluð Dagskráin. Framleiðslan er mikil og áhorfið líka. N4 skilgreina sig ekki sem fréttastöð, það er enginn ritstjóri og þau gera ekki fréttir, heldur segja sögur. Kostuð umfjöllun er stór hluti af starfsemi N4 og hafa þau stundum verið gagnrýnd fyrir gagnrýnisleysi í umfjöllunum í því ljósi - og að þau séu ekki bara háð voldugum stórfyrirtækjum, heldur eru þau í eigu þeirra líka. Sunna Valgerðardóttir fjallar um fjölmiðlaveldið N4 í Þetta helst í dag.
1/9/2023 • 17 minutes, 9 seconds
Hví eru hér svona margir kettir?
Kettir skjóta reglulega upp kollinum, hvort sem það er í borgar- eða bæjarlandinu, á Internetinu, í lögum og sögum, bíómyndum eða fréttum. Akureyskir kettir hafa líklega verið hvað mest í sviðsljósinu í fréttunum hér undanfarin tvö ár eða svo, en umræðan um lausagöngu þeirra innan bæjarbatterísins á Akureyri er miklu, miklu eldri en það. Kettirnir við Pollinn rötuðu meira að segja í Skaupið, sem þýðir án efa að þeir hafa verið áberandi í samfélagsumræðunni. En þetta mál, lausaganga katta og kattahald almennt, hefur raunar hlotið miklu meiri umræðu en það á skilið, því nákvæmlega ekkert hefur breyst á þeim 12 árum sem þetta hefur verið formlega til umræðu hjá Akureyrarbæ. Kannski nær þetta lengra aftur, en elsta fundargerðin sem ég fann á vef bæjarins um kattahald er frá 2010. Sunna Valgerðardóttir fjallar um ketti í Þetta helst í dag og skoðanir fólks á þeim.
1/6/2023 • 0
Hví eru hér svona margir kettir?
Kettir skjóta reglulega upp kollinum, hvort sem það er í borgar- eða bæjarlandinu, á Internetinu, í lögum og sögum, bíómyndum eða fréttum. Akureyskir kettir hafa líklega verið hvað mest í sviðsljósinu í fréttunum hér undanfarin tvö ár eða svo, en umræðan um lausagöngu þeirra innan bæjarbatterísins á Akureyri er miklu, miklu eldri en það. Kettirnir við Pollinn rötuðu meira að segja í Skaupið, sem þýðir án efa að þeir hafa verið áberandi í samfélagsumræðunni. En þetta mál, lausaganga katta og kattahald almennt, hefur raunar hlotið miklu meiri umræðu en það á skilið, því nákvæmlega ekkert hefur breyst á þeim 12 árum sem þetta hefur verið formlega til umræðu hjá Akureyrarbæ. Kannski nær þetta lengra aftur, en elsta fundargerðin sem ég fann á vef bæjarins um kattahald er frá 2010. Sunna Valgerðardóttir fjallar um ketti í Þetta helst í dag og skoðanir fólks á þeim.
1/6/2023 • 15 minutes, 39 seconds
Tvenn jól Úkraínumanna
Nú þegar Íslendingar eru við það að kveðja jólin búa aðrir sig undir að fagna fæðingu frelsara síns, það er að segja milljónir kristinna manna í rétttrúnaðarkirkjunni. Úkraínumenn hafa haldið jólin hátíðleg í byrjun janúar, enda hafa kirkjudeildir þeirra verið undir rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni, en nú er svo komið að stór hluti þeirra kýs að fagna jólunum að vestrænum sið - til að skilja sig frá rússneskum hefðum. Í Þetta helst í dag ræðir Ragnhildur Thorlacius við Sveinn Rúnar Sigurðsson lækni sem hefur dvalið langdvölum í Úkraínu um jól Úkraínumanna, sem sumir eru búnir að halda upp á, en aðrir fagna á næstu dögum.
1/5/2023 • 0
Tvenn jól Úkraínumanna
Nú þegar Íslendingar eru við það að kveðja jólin búa aðrir sig undir að fagna fæðingu frelsara síns, það er að segja milljónir kristinna manna í rétttrúnaðarkirkjunni. Úkraínumenn hafa haldið jólin hátíðleg í byrjun janúar, enda hafa kirkjudeildir þeirra verið undir rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni, en nú er svo komið að stór hluti þeirra kýs að fagna jólunum að vestrænum sið - til að skilja sig frá rússneskum hefðum. Í Þetta helst í dag ræðir Ragnhildur Thorlacius við Sveinn Rúnar Sigurðsson lækni sem hefur dvalið langdvölum í Úkraínu um jól Úkraínumanna, sem sumir eru búnir að halda upp á, en aðrir fagna á næstu dögum.
1/5/2023 • 16 minutes
Hvað ef eitthvað kæmi fyrir Pútín?
Hver tæki við stjórnartaumunum í Rússlandi ef að eitthvað kæmi fyrir Pútín Rússlandsforseta? Yrði stjórnskipan landsins fylgt? Eru embættismenn í Rússlandi allir undir hælnum á Moskvuvaldinu? Hverjir eru nánir bandamenn Pútíns? Þarf Pútín að halda hernum góðum til að halda völdum? Er staða Pútíns ennþá trygg? Í Þetta helst í dag spyr Ragnhildur Thorlacius Jón Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands nokkurra spurninga um Rússland og forseta landsins - Vladímír Pútín.
1/4/2023 • 0
Hvað ef eitthvað kæmi fyrir Pútín?
Hver tæki við stjórnartaumunum í Rússlandi ef að eitthvað kæmi fyrir Pútín Rússlandsforseta? Yrði stjórnskipan landsins fylgt? Eru embættismenn í Rússlandi allir undir hælnum á Moskvuvaldinu? Hverjir eru nánir bandamenn Pútíns? Þarf Pútín að halda hernum góðum til að halda völdum? Er staða Pútíns ennþá trygg? Í Þetta helst í dag spyr Ragnhildur Thorlacius Jón Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands nokkurra spurninga um Rússland og forseta landsins - Vladímír Pútín.
1/4/2023 • 15 minutes
Konungi eitraðrar karlmennsku stungið í steininn
Mörg hlógum við að TikTok foreldrunum í áramótaskaupinu sem sáu sér þá eina leið færa að verða samfélagsmiðlastjörnur til að ná athygli barna sinna. TikTok er enda sá samfélagsmiðill sem hefur farið hvað örast vaxandi þessa daga og höfða stutt myndböndin sem eru einkennismerki TikTok helst til yngri kynslóðanna. Þannig er fjórðungur notenda Tiktok undir tvítugu, 60 prósent notenda á aldrinum 16-24. Og þar eins og annars staðar kennir ýmissa grasa en á árinu sem leið stóð ein fígúra upp úr, hinn 36 ára fyrrum kickboxingkappi Andrew Tate. Myndbönd Tate ganga út á sjálfshjálp handa ungum drengjum og karlmönnum sem eru hans helsti áhorfendahópur, hann kennir þeim hvernig á að græða peninga og ná sér í kvenfólk. Hann hefur helst vakið athygli fyrir umdeildar skoðanir sínar á eðli og hlutverkum kynjanna, alpha-male hugmyndafræði og glyskennt ríkidæmi sitt. Snorri Rafn Hallsson og um TikTokstjörnuna, sjálfshjálpargúrúinn og yfirlýsta kvenhatarann Andrew Tate, ris hans og mögulegt fall.
1/3/2023 • 0
Konungi eitraðrar karlmennsku stungið í steininn
Mörg hlógum við að TikTok foreldrunum í áramótaskaupinu sem sáu sér þá eina leið færa að verða samfélagsmiðlastjörnur til að ná athygli barna sinna. TikTok er enda sá samfélagsmiðill sem hefur farið hvað örast vaxandi þessa daga og höfða stutt myndböndin sem eru einkennismerki TikTok helst til yngri kynslóðanna. Þannig er fjórðungur notenda Tiktok undir tvítugu, 60 prósent notenda á aldrinum 16-24. Og þar eins og annars staðar kennir ýmissa grasa en á árinu sem leið stóð ein fígúra upp úr, hinn 36 ára fyrrum kickboxingkappi Andrew Tate. Myndbönd Tate ganga út á sjálfshjálp handa ungum drengjum og karlmönnum sem eru hans helsti áhorfendahópur, hann kennir þeim hvernig á að græða peninga og ná sér í kvenfólk. Hann hefur helst vakið athygli fyrir umdeildar skoðanir sínar á eðli og hlutverkum kynjanna, alpha-male hugmyndafræði og glyskennt ríkidæmi sitt. Snorri Rafn Hallsson og um TikTokstjörnuna, sjálfshjálpargúrúinn og yfirlýsta kvenhatarann Andrew Tate, ris hans og mögulegt fall.
1/3/2023 • 14 minutes, 59 seconds
Konur ársins 2022
Þetta helst kom víða við á síðasta ári. Við tókum saman og greindum innlend og erlend fréttamál, oft málefni líðandi stundar. En stundum köfuðum við ofan baksögu þeirra persóna og leikenda sem komu við sögu í fréttunum sem voru efst á baugi. Við tókum í dag saman nokkra þætti ársins 2022 af Þetta helst, þar sem við fjölluðum um konur í kastljósinu. Þær sem við heyrum í hér á eftir eru frægar fyrir ýmsa hluta sakir, en það eru hæfileikar þeirra og metnaður sem komu þeim áfram, þótt áfangastaðirnir hafi verið æði misjafnir.
1/2/2023 • 0
Konur ársins 2022
Þetta helst kom víða við á síðasta ári. Við tókum saman og greindum innlend og erlend fréttamál, oft málefni líðandi stundar. En stundum köfuðum við ofan baksögu þeirra persóna og leikenda sem komu við sögu í fréttunum sem voru efst á baugi. Við tókum í dag saman nokkra þætti ársins 2022 af Þetta helst, þar sem við fjölluðum um konur í kastljósinu. Þær sem við heyrum í hér á eftir eru frægar fyrir ýmsa hluta sakir, en það eru hæfileikar þeirra og metnaður sem komu þeim áfram, þótt áfangastaðirnir hafi verið æði misjafnir.
1/2/2023 • 15 minutes
Flugeldar: Geyma eða gleyma?
Þetta er síðasti þáttur ársins af Þetta helst og því viðeigandi að kveðja 2022 á þann hátt sem við þekkjum best: Með flugeldum. Við flytjum inn og skjótum upp gífurlega miklu magni af flugeldum um hver áramót, þó að gagnrýnisraddirnar sem mæla á móti því verði sífellt háværari. Í þætti dagsins skautum við breitt yfir sviðið, fræðumst um flugelda og þeirra helstu kosti, sem eru margir, og göllum, sem eru líka nokkrir. Við lítum líka aðeins um öxl, eins og hefð er fyrir um áramótin, og sömuleiðis til útlanda. Flugeldarnir eru ein helsta tekjulind björgunarsveitanna okkar - í fyrra seldu þau fyrir um 800 milljónir. Það er búið að skrifa skýrslur og greinar, stofna starfshópa og nefndir, til að reyna að finna einhverja lausn á þessu flugeldaæði Íslendinga, en svo rennur upp dagurinn í dag, og morgundagurinn, og þá er eins og allar efasemdir og gagnrýnisraddir springi í loft upp í himinhvolfinu í öllum regnbogans litum með tilheyrandi hvellum, dásamlegri flugeldalykt, skíthræddum dýrum og svifryksmengun. Sunna Valgerðardóttir hefur umsjón með þætti dagsins.
12/30/2022 • 0
Flugeldar: Geyma eða gleyma?
Þetta er síðasti þáttur ársins af Þetta helst og því viðeigandi að kveðja 2022 á þann hátt sem við þekkjum best: Með flugeldum. Við flytjum inn og skjótum upp gífurlega miklu magni af flugeldum um hver áramót, þó að gagnrýnisraddirnar sem mæla á móti því verði sífellt háværari. Í þætti dagsins skautum við breitt yfir sviðið, fræðumst um flugelda og þeirra helstu kosti, sem eru margir, og göllum, sem eru líka nokkrir. Við lítum líka aðeins um öxl, eins og hefð er fyrir um áramótin, og sömuleiðis til útlanda. Flugeldarnir eru ein helsta tekjulind björgunarsveitanna okkar - í fyrra seldu þau fyrir um 800 milljónir. Það er búið að skrifa skýrslur og greinar, stofna starfshópa og nefndir, til að reyna að finna einhverja lausn á þessu flugeldaæði Íslendinga, en svo rennur upp dagurinn í dag, og morgundagurinn, og þá er eins og allar efasemdir og gagnrýnisraddir springi í loft upp í himinhvolfinu í öllum regnbogans litum með tilheyrandi hvellum, dásamlegri flugeldalykt, skíthræddum dýrum og svifryksmengun. Sunna Valgerðardóttir hefur umsjón með þætti dagsins.
12/30/2022 • 17 minutes, 44 seconds
Er ný COVID bylgja á leiðinni?
COVID faraldurinn hefur náð sér á strik í Kína, talið er að allt að 250 milljónir hafi smitast af pestinni á fyrstu þremur vikunum í desember eftir að ströngum stóttvarnarreglum var aflétt í landinu. Í byrjun janúar á að opna landið fyrir ferðalögum. Nú þegar hafa nágrannaríki Kína og Bandaríkin sett skilyrði fyrir heimsóknum ferðamanna. Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir segir að allt eins hafi verið búist við nýrri COVID bylgju í vetur. En það hvort hún komi eða ekki ráðist af því hvort að ný afbrigði nái að myndast og dreifast, afbrigði sem eru nægilega ólík þeim sem fyrir eru. Í Þetta helst í dag er spurt hvort að líkur séu á nýrri COVID bylgju og hvernig staðan sé á Íslandi. Ragnhildur Thorlacius hefur umsjón með þætti dagsins.
12/29/2022 • 0
Er ný COVID bylgja á leiðinni?
COVID faraldurinn hefur náð sér á strik í Kína, talið er að allt að 250 milljónir hafi smitast af pestinni á fyrstu þremur vikunum í desember eftir að ströngum stóttvarnarreglum var aflétt í landinu. Í byrjun janúar á að opna landið fyrir ferðalögum. Nú þegar hafa nágrannaríki Kína og Bandaríkin sett skilyrði fyrir heimsóknum ferðamanna. Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir segir að allt eins hafi verið búist við nýrri COVID bylgju í vetur. En það hvort hún komi eða ekki ráðist af því hvort að ný afbrigði nái að myndast og dreifast, afbrigði sem eru nægilega ólík þeim sem fyrir eru. Í Þetta helst í dag er spurt hvort að líkur séu á nýrri COVID bylgju og hvernig staðan sé á Íslandi.
Ragnhildur Thorlacius hefur umsjón með þætti dagsins.
12/29/2022 • 15 minutes
Afgerandi niðurstöður 6. janúar-nefndarinnar um ábyrgð Trumps
Vonandi hafa flest fengið einhverja verðskuldaða hvíld þessi stuttu jól sem nú eru að líða. En fá eiga líklega jafn mikið skilið hvíld og rannsóknarnefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins. Eftir 18 mánaða þrotlausa vinnu hefur nefndin loks sent frá sér lokaskýrslu um atburðina sem áttu sér stað þann 6. janúar 2021 þegar innrás var gerð á þinghúsið í Washington. Rannsóknarnefndin er ómyrk í máli og segir hún Donald Trump hafa leikið lykilhlutverk í árásinni sem ætlað var að hindra þingið í að staðfesta úrslit forsetakosninganna 2020 sem Trump tapaði. ?Stór mótmæli í DC 6. janúar? tísti Trump í desember 2020, ?Verið þar og verið villt.? Trump ætlar að reyna að verða aftur forseti Repúblikana í næstu forsetakosningum 2024, en rannsóknarnefndin leggur til að honum verði meinað að gegna opinberu embætti í framtíðinni og hefur vísað fjórum saknæmum athæfum til frekari rannsóknar hjá dómsmálaráðuneytinu, rannsókn sem stendur raunar nú þegar yfir. Snorri Rafn Hallsson tekur þátt dagsins saman, en Sunna Valgerðardóttir les hann inn og klippir, því Snorri slapp ekki við jólaflensuna og er svo kvefaður að honum fannst hann ekki geta boðið hlustendum upp á það. Skýrslan um 6. janúar 2021, samsærin og glæpirnir sem Donald Trump er sakaður um er á dagskrá í Þetta helst í dag.
12/28/2022 • 0
Afgerandi niðurstöður 6. janúar-nefndarinnar um ábyrgð Trumps
Vonandi hafa flest fengið einhverja verðskuldaða hvíld þessi stuttu jól sem nú eru að líða. En fá eiga líklega jafn mikið skilið hvíld og rannsóknarnefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins. Eftir 18 mánaða þrotlausa vinnu hefur nefndin loks sent frá sér lokaskýrslu um atburðina sem áttu sér stað þann 6. janúar 2021 þegar innrás var gerð á þinghúsið í Washington. Rannsóknarnefndin er ómyrk í máli og segir hún Donald Trump hafa leikið lykilhlutverk í árásinni sem ætlað var að hindra þingið í að staðfesta úrslit forsetakosninganna 2020 sem Trump tapaði. ?Stór mótmæli í DC 6. janúar? tísti Trump í desember 2020, ?Verið þar og verið villt.? Trump ætlar að reyna að verða aftur forseti Repúblikana í næstu forsetakosningum 2024, en rannsóknarnefndin leggur til að honum verði meinað að gegna opinberu embætti í framtíðinni og hefur vísað fjórum saknæmum athæfum til frekari rannsóknar hjá dómsmálaráðuneytinu, rannsókn sem stendur raunar nú þegar yfir. Snorri Rafn Hallsson tekur þátt dagsins saman, en Sunna Valgerðardóttir les hann inn og klippir, því Snorri slapp ekki við jólaflensuna og er svo kvefaður að honum fannst hann ekki geta boðið hlustendum upp á það. Skýrslan um 6. janúar 2021, samsærin og glæpirnir sem Donald Trump er sakaður um er á dagskrá í Þetta helst í dag.
12/28/2022 • 15 minutes
Tasmaníutígurinn snýr aftur (e)
Við höfum af og til undanfarin ár heyrt af tilraunum vísindamanna til að vekja loðfílinn, sem dó út fyrir um fjögur þúsund árum, aftur til lífsins með erfðatækni. Á dögunum kynntu vísindamenn í Ástralíu og Bandaríkjunum áform um að vekja aðra útdauða skepnu til lífsins. Tasmaníutígurinn var eitt sinn stærsta pokarándýr Ástralíu en dó endanlega út árið 1936, og var útdauðinn af manna völdum. Fyrirtækið Colossal í Bandaríkjunum, sem hingað til hefur einbeint sér að loðfílnum, hefur tekið höndum saman við vísindamenn í Melbourne sem vonast til að nýr Tasmaníutígur fæðist innan tíu ára. Vera Illugadóttir fjallar um fortíð og framtíð Tasmaníutígursins í Þetta helst í dag. Þátturinn var áður á dagskrá í ágúst.
12/27/2022 • 0
Tasmaníutígurinn snýr aftur (e)
Við höfum af og til undanfarin ár heyrt af tilraunum vísindamanna til að vekja loðfílinn, sem dó út fyrir um fjögur þúsund árum, aftur til lífsins með erfðatækni. Á dögunum kynntu vísindamenn í Ástralíu og Bandaríkjunum áform um að vekja aðra útdauða skepnu til lífsins. Tasmaníutígurinn var eitt sinn stærsta pokarándýr Ástralíu en dó endanlega út árið 1936, og var útdauðinn af manna völdum. Fyrirtækið Colossal í Bandaríkjunum, sem hingað til hefur einbeint sér að loðfílnum, hefur tekið höndum saman við vísindamenn í Melbourne sem vonast til að nýr Tasmaníutígur fæðist innan tíu ára. Vera Illugadóttir fjallar um fortíð og framtíð Tasmaníutígursins í Þetta helst í dag. Þátturinn var áður á dagskrá í ágúst.
12/27/2022 • 15 minutes
Fangelsismúrarnir áþreifanlegastir yfir hátíðarnar
Allir menn eru tilfinningaverur og fangar upplifa sitt ófrelsi mjög sterkt þegar jól ganga í garð. Eðlilega hugsa þeir til heimila sinna og bernskujóla og oft er mikill tregi og söknuður í slíkum hugsunum. Jólin eru hátíð þar sem fjölskyldur koma saman, skiptast á gjöfum og borða góðan mat. Jól og fangelsi eru því í mínum huga miklar andstæður - sameining annars vegar og aðskilnaður hins vegar, sagði fangelsispresturinn Hreinn Hákonarson, fyrir um tveimur áratugum í viðtali. Og þetta á enn við. Þó að yfirvöld reyni að gera hvað þau geta til að gera jólin eins hugguleg og unnt er yfir hátíðirnar fyrir þau 150 sem þurfa að eyða þeim læst inni, þá segja öll sem til þekkja að þetta sé langerfiðasti tíminn fyrir fanga. Þetta er sannarlega ekki fyrsta umfjöllunin um jól í fangelsi, það virðist hafa skapast slík hefð hjá fjölmiðlum undanfarna áratugi. Sunna Valgerðardóttir renndi yfir gamlar fréttir um erfiðar tilfinningar, góðan mat og jólaandann innan rimlana fyrir þátt dagsins, en heyrði líka í manni sem hefur haldið mörg jól í fangelsum, bæði hér og í útlöndum - og hefur barist lengi fyrir betra lífi fyrir fanga - sem hann segir að mundi skila sér strax út í samfélagið. Jól án frelsis og tillögur til betrunar verða þorláksmessuþáttur Þetta helst.
12/23/2022 • 0
Fangelsismúrarnir áþreifanlegastir yfir hátíðarnar
Allir menn eru tilfinningaverur og fangar upplifa sitt ófrelsi mjög sterkt þegar jól ganga í garð. Eðlilega hugsa þeir til heimila sinna og bernskujóla og oft er mikill tregi og söknuður í slíkum hugsunum. Jólin eru hátíð þar sem fjölskyldur koma saman, skiptast á gjöfum og borða góðan mat. Jól og fangelsi eru því í mínum huga miklar andstæður - sameining annars vegar og aðskilnaður hins vegar, sagði fangelsispresturinn Hreinn Hákonarson, fyrir um tveimur áratugum í viðtali. Og þetta á enn við.
Þó að yfirvöld reyni að gera hvað þau geta til að gera jólin eins hugguleg og unnt er yfir hátíðirnar fyrir þau 150 sem þurfa að eyða þeim læst inni, þá segja öll sem til þekkja að þetta sé langerfiðasti tíminn fyrir fanga. Þetta er sannarlega ekki fyrsta umfjöllunin um jól í fangelsi, það virðist hafa skapast slík hefð hjá fjölmiðlum undanfarna áratugi. Sunna Valgerðardóttir renndi yfir gamlar fréttir um erfiðar tilfinningar, góðan mat og jólaandann innan rimlana fyrir þátt dagsins, en heyrði líka í manni sem hefur haldið mörg jól í fangelsum, bæði hér og í útlöndum - og hefur barist lengi fyrir betra lífi fyrir fanga - sem hann segir að mundi skila sér strax út í samfélagið. Jól án frelsis og tillögur til betrunar verða þorláksmessuþáttur Þetta helst.
12/23/2022 • 19 minutes, 31 seconds
Mandarínuneyslan er mest í myrkrinu
Þetta helst fagnar þessum dimmasta degi ársins með mandarínuþætti. Mandarínur eru fáanlegar á Íslandi allt árið, en flest tengjum við þær við jólin. Og það er góð ástæða fyrir því. Fyrsta uppskeran frá Spáni kemur á markað í nóvember og desember - og þær spænsku þykja yfirleitt bestar. Það líða um það bil tvær vikur frá því að mandarínurnar eru tíndar af trjánum á Spáni þar til þær eru komnar í verslanir á Íslandi. En við flytjum þær líka inn frá Bandaríkjunum, Egyptalandi, Grikklandi, Hollandi, Perú, Marokkó, Suður Afríku, Tyrklandi og fleiri landa. Íslendingar torguðu alls um fjórtán milljón mandarínum í fyrra, sem gera um 40 stykki á hvern íbúa landsins, og langmest yfir jólin. En við borðum líka fullt af klementínum í myrkrinu og hver er eiginlega munurinn á mandarínum og klementínum? Sunna Valgerðardóttir las sig til um mandarínur, klementínur, satsúmur og tangerínur, með dyggri aðstoð Bændablaðsins og Hljómsveitarinnar Evu, fyrir Þetta helst dagsins, sem fjallar um mandarínur.
12/22/2022 • 0
Mandarínuneyslan er mest í myrkrinu
Þetta helst fagnar þessum dimmasta degi ársins með mandarínuþætti. Mandarínur eru fáanlegar á Íslandi allt árið, en flest tengjum við þær við jólin. Og það er góð ástæða fyrir því. Fyrsta uppskeran frá Spáni kemur á markað í nóvember og desember - og þær spænsku þykja yfirleitt bestar. Það líða um það bil tvær vikur frá því að mandarínurnar eru tíndar af trjánum á Spáni þar til þær eru komnar í verslanir á Íslandi. En við flytjum þær líka inn frá Bandaríkjunum, Egyptalandi, Grikklandi, Hollandi, Perú, Marokkó, Suður Afríku, Tyrklandi og fleiri landa. Íslendingar torguðu alls um fjórtán milljón mandarínum í fyrra, sem gera um 40 stykki á hvern íbúa landsins, og langmest yfir jólin. En við borðum líka fullt af klementínum í myrkrinu og hver er eiginlega munurinn á mandarínum og klementínum? Sunna Valgerðardóttir las sig til um mandarínur, klementínur, satsúmur og tangerínur, með dyggri aðstoð Bændablaðsins og Hljómsveitarinnar Evu, fyrir Þetta helst dagsins, sem fjallar um mandarínur.
12/22/2022 • 18 minutes, 25 seconds
Glæsilegur grískur þingmaður og ítalskur kærasti í kafi í spillingu
Einn núverandi þingmaður sósíaldemókrata á Evrópuþinginu og annar fyrrverandi sitja í varðhaldi í Brussel. Þau eru ásamt öðrum sökuð um spillingu, glæpastarfsemi og peningaþvætti. Lögregla greip fólk með milljónatugi í seðlum í töskum og pokum. Spillingarmálið teygir anga sína víða. Í Þetta helst í dag verður farið til Frakklands, Belgíu, Ítalíu, Grikklands, Marokkó og Katar. Og það er margt undir - ekki bara fótbolti - líka fiskveiðar. Ragnhildur Thorlacius fjallar um spillingu í Evrópuþinginu í Þetta helst.
12/21/2022 • 0
Glæsilegur grískur þingmaður og ítalskur kærasti í kafi í spillingu
Einn núverandi þingmaður sósíaldemókrata á Evrópuþinginu og annar fyrrverandi sitja í varðhaldi í Brussel. Þau eru ásamt öðrum sökuð um spillingu, glæpastarfsemi og peningaþvætti. Lögregla greip fólk með milljónatugi í seðlum í töskum og pokum. Spillingarmálið teygir anga sína víða. Í Þetta helst í dag verður farið til Frakklands, Belgíu, Ítalíu, Grikklands, Marokkó og Katar. Og það er margt undir - ekki bara fótbolti - líka fiskveiðar.
Ragnhildur Thorlacius fjallar um spillingu í Evrópuþinginu í Þetta helst.
12/21/2022 • 15 minutes
Drápsvélmenni lögreglunnar í San Francisco
Meirihluti borgarstjórnar San Francisco í Kaliforníu samþykkti nú í lok nóvember nýja, og nokkuð sérstaka, lögreglureglugerð. Reglugerðin heimilar lögreglunni að drepa grunaða einstaklinga með fjarstýrðum drápsvélmennum ef ætla megi að viðkomandi stofni lífi lögreglu eða almennings í hættu. Lögreglustjóri þarf að samþykkja slíka banvæna valdbeitingu og lögreglan þarf fyrst að kanna möguleikann á að minnka hættuna með öðrum aðferðum og beitingu annars konar valds. Eftir mótmæli og gagnrýni sneri borgarstjórn San Franciso ákvörðuninni við í seinni atkvæðagreiðslu sem vanalega er ekkert nema formsatriði. Upphaflega ákvörðunin þótti þó furðuleg, sérstaklega á tímum þegar kallað hefur verið eftir endurskoðun á löggæslu og vekur málið upp spurningar um eðli og hlutverk lögreglunnar. Í Þetta helst í dag fjallar Snorri Rafn Hallsson um drápsvélmennin í San Francisco.
12/20/2022 • 0
Drápsvélmenni lögreglunnar í San Francisco
Meirihluti borgarstjórnar San Francisco í Kaliforníu samþykkti nú í lok nóvember nýja, og nokkuð sérstaka, lögreglureglugerð. Reglugerðin heimilar lögreglunni að drepa grunaða einstaklinga með fjarstýrðum drápsvélmennum ef ætla megi að viðkomandi stofni lífi lögreglu eða almennings í hættu. Lögreglustjóri þarf að samþykkja slíka banvæna valdbeitingu og lögreglan þarf fyrst að kanna möguleikann á að minnka hættuna með öðrum aðferðum og beitingu annars konar valds.
Eftir mótmæli og gagnrýni sneri borgarstjórn San Franciso ákvörðuninni við í seinni atkvæðagreiðslu sem vanalega er ekkert nema formsatriði. Upphaflega ákvörðunin þótti þó furðuleg, sérstaklega á tímum þegar kallað hefur verið eftir endurskoðun á löggæslu og vekur málið upp spurningar um eðli og hlutverk lögreglunnar. Í Þetta helst í dag fjallar Snorri Rafn Hallsson um drápsvélmennin í San Francisco.
12/20/2022 • 15 minutes
Ófærðin, litakóðarnir og stopult veðraminni Íslendinga
Það er vetrarveður og hvassviðri víðast hvar um landið með tilheyrandi ófærð. Samgöngur eru farnar úr skorðum, þjóðvegir lokaðir, strandaglópar eru fastir hér og þar og flugumferð hefur raskast. Það er desember á Íslandi. En einhvernvegin finnst manni stundum eins og það þurfi nú minni veðurleiðindi til að setja allt úr skorðum en hér á árum áður. Ragnhildur Thorlacius og Sunna Valgerðardóttir tala við veðurbarinn Íslending, reynslubolta úr ferðaþjónustu í Öræfunum, rifja upp gula, appelsínugula og rauða viðvörunakerfið, gömlu hnútana og vindstigin. Veðrið er á dagskrá í Þetta helst í dag.
12/19/2022 • 0
Ófærðin, litakóðarnir og stopult veðraminni Íslendinga
Það er vetrarveður og hvassviðri víðast hvar um landið með tilheyrandi ófærð. Samgöngur eru farnar úr skorðum, þjóðvegir lokaðir, strandaglópar eru fastir hér og þar og flugumferð hefur raskast. Það er desember á Íslandi. En einhvernvegin finnst manni stundum eins og það þurfi nú minni veðurleiðindi til að setja allt úr skorðum en hér á árum áður. Ragnhildur Thorlacius og Sunna Valgerðardóttir tala við veðurbarinn Íslending, reynslubolta úr ferðaþjónustu í Öræfunum, rifja upp gula, appelsínugula og rauða viðvörunakerfið, gömlu hnútana og vindstigin. Veðrið er á dagskrá í Þetta helst í dag.
12/19/2022 • 14 minutes, 56 seconds
Lögfræðingurinn á Sri Lanka þátttakandi í alþjóðlegu barnasmygli
84 börn voru ættleidd til Íslands á árunum 1984 til 1986. Nú grunar einhver þeirra, og sum vita fyrir víst, að ættleiðingargögn þeirra séu fölsuð. Í gögnum íslenska dómsmálaráðuneytisins sést lögfræðingur að nafni R. Thavanesan á Sri Lanka sá um lagalegu hliðina á ættleiðingum barna sem komið var með til Íslands gagnvart dómstólum úti. Tæplega 1000 börn voru ættleidd frá Sri Lanka til Sviss á nokkuð lengra tímabili. Í ljós hefur komið þar, eins og víðar, að pappírar fjölda barna voru falsaðir. Í svissneskri rannsóknarskýrslu um málið kemur fram að lögfræðingur á Sri Lanka að nafni Rukmani Thavanesan tók þátt í alþjóðlegu smygli á börnum, ættleiddi börn úr landi án vitunar kynforeldra þeirra og starfrækti svokallaðar barnaverksmiðjur, þar sem konur voru barnaðar og börnin svo tekin. Ragnhildur Thorlacius fjallar um ættleiðingar á Sri Lanka í Þetta helst.
12/16/2022 • 0
Lögfræðingurinn á Sri Lanka þátttakandi í alþjóðlegu barnasmygli
84 börn voru ættleidd til Íslands á árunum 1984 til 1986. Nú grunar einhver þeirra, og sum vita fyrir víst, að ættleiðingargögn þeirra séu fölsuð. Í gögnum íslenska dómsmálaráðuneytisins sést lögfræðingur að nafni R. Thavanesan á Sri Lanka sá um lagalegu hliðina á ættleiðingum barna sem komið var með til Íslands gagnvart dómstólum úti. Tæplega 1000 börn voru ættleidd frá Sri Lanka til Sviss á nokkuð lengra tímabili. Í ljós hefur komið þar, eins og víðar, að pappírar fjölda barna voru falsaðir. Í svissneskri rannsóknarskýrslu um málið kemur fram að lögfræðingur á Sri Lanka að nafni Rukmani Thavanesan tók þátt í alþjóðlegu smygli á börnum, ættleiddi börn úr landi án vitunar kynforeldra þeirra og starfrækti svokallaðar barnaverksmiðjur, þar sem konur voru barnaðar og börnin svo tekin.
Ragnhildur Thorlacius fjallar um ættleiðingar á Sri Lanka í Þetta helst.
12/16/2022 • 15 minutes
Hafnfirska stórstjarnan með myrku tónana
Tónskáldið Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir er tilnefnd til verðlauna gagnrýnenda, Critic's Choice Awards, fyrir tónlist sína í tveimur kvikmyndum, Tár og Women Talking. Hildur er fyrsta konan til að hljóta tvöfalda tilnefningu í þessum flokki. Hún hefur einnig verið tilnefnd til Golden Globe verðlaunanna fyrir Women Talking, en hún hlaut þau verðlaun fyrir tónlistina í Jókernum árið 2020. Hún fékk jafnframt Grammy og Bafta verðlaun fyrir þá tónlist að ógleymdum Óskarsverðlaununum. Þetta er enn ein viðbótin í vel fiðraðan hatt Hildar á ferlinum. Hún hefur hlotið meira en 40 virt verðlaun fyrir kvikmyndatónlist sína á ferlinum. Höfundaverk Hildar í Tár eru þó ekki gjaldgeng í í Óskarskapphlaupinu því hún er sögð of blönduð tónlist sem hefur verið gefin út áður. Hildur býr í Berlín, Deutche Grammophon, eitt stærsta og virtasta útgáfufyrirtæki heims, gefur hana út og það er óhætt að segja að þessi skæra stjarna sé bara rétt að byrja. Sunna Valgerðardóttir fjallar um hljóðheim Hildar Guðnadóttur í Þetta helst í dag.
12/15/2022 • 0
Hafnfirska stórstjarnan með myrku tónana
Tónskáldið Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir er tilnefnd til verðlauna gagnrýnenda, Critic's Choice Awards, fyrir tónlist sína í tveimur kvikmyndum, Tár og Women Talking. Hildur er fyrsta konan til að hljóta tvöfalda tilnefningu í þessum flokki. Hún hefur einnig verið tilnefnd til Golden Globe verðlaunanna fyrir Women Talking, en hún hlaut þau verðlaun fyrir tónlistina í Jókernum árið 2020. Hún fékk jafnframt Grammy og Bafta verðlaun fyrir þá tónlist að ógleymdum Óskarsverðlaununum. Þetta er enn ein viðbótin í vel fiðraðan hatt Hildar á ferlinum. Hún hefur hlotið meira en 40 virt verðlaun fyrir kvikmyndatónlist sína á ferlinum. Höfundaverk Hildar í Tár eru þó ekki gjaldgeng í í Óskarskapphlaupinu því hún er sögð of blönduð tónlist sem hefur verið gefin út áður. Hildur býr í Berlín, Deutche Grammophon, eitt stærsta og virtasta útgáfufyrirtæki heims, gefur hana út og það er óhætt að segja að þessi skæra stjarna sé bara rétt að byrja. Sunna Valgerðardóttir fjallar um hljóðheim Hildar Guðnadóttur í Þetta helst í dag.
12/15/2022 • 15 minutes
Harmsaga Helguvíkur
Það er kuldnæðingur í Helguvík eins og víðar þessi dægrin. Suðurnes hafa lengi jaðrað við frostmark þegar kemur að atvinnumálum. Atvinnuleysi hefur verið hlutfallslega hæst suður með sjó, en gengur þó í bylgjum. Suðurnes hafa lengi átt sér draum um að efla atvinnulíf svæðisins með álverum og kísiliðnaði í Helguvík. Ekkert af þessum áformum hefur gengið eftir. Tap Arion-banka og fjárfesta á kísilveri United Silicon er tuttugu og tveir milljarðar króna. Viðræður bankans og PCC, sem rekur kísilver á Bakka við Húsavík um kaup var formlega slitið á dögunum, en þær viðræður mættu mikilli andstöðu meðal sveitarstjórnarmanna og íbúa í Reykjanesbæ. Eftir standa hálfbyggð yfirgefin hús, verksmiðja sem virkar ekki og andstaða samfélagsins við því að kynnt verði undir ofnum verksmiðjanna á nýjan leik, það er að segja verksmiðjunni sem náði þó að komast í gang. Eigandinn er farinn á hausinn og Arion banki situr uppi með verksmiðju sem enginn vill eignast og fólkið vill ekki sjá. Bjarni Rúnarsson fjallar um sögu atvinnuuppbyggingarinnar í Helguvík sem aldrei varð í Þetta helst í dag.
12/14/2022 • 0
Harmsaga Helguvíkur
Það er kuldnæðingur í Helguvík eins og víðar þessi dægrin. Suðurnes hafa lengi jaðrað við frostmark þegar kemur að atvinnumálum. Atvinnuleysi hefur verið hlutfallslega hæst suður með sjó, en gengur þó í bylgjum. Suðurnes hafa lengi átt sér draum um að efla atvinnulíf svæðisins með álverum og kísiliðnaði í Helguvík. Ekkert af þessum áformum hefur gengið eftir. Tap Arion-banka og fjárfesta á kísilveri United Silicon er tuttugu og tveir milljarðar króna. Viðræður bankans og PCC, sem rekur kísilver á Bakka við Húsavík um kaup var formlega slitið á dögunum, en þær viðræður mættu mikilli andstöðu meðal sveitarstjórnarmanna og íbúa í Reykjanesbæ. Eftir standa hálfbyggð yfirgefin hús, verksmiðja sem virkar ekki og andstaða samfélagsins við því að kynnt verði undir ofnum verksmiðjanna á nýjan leik, það er að segja verksmiðjunni sem náði þó að komast í gang. Eigandinn er farinn á hausinn og Arion banki situr uppi með verksmiðju sem enginn vill eignast og fólkið vill ekki sjá. Bjarni Rúnarsson fjallar um sögu atvinnuuppbyggingarinnar í Helguvík sem aldrei varð í Þetta helst í dag.
12/14/2022 • 15 minutes, 59 seconds
Valdaránsdraumórar og samsæriskenningar Reichsbürger hreyfingarinnar
Þýska lögreglan og öryggissveitir réðust nú á miðvikudagsmorgninum 7. desember í eina umfangsmestu aðgerð í sögu Sambandslýðveldisins. Um 3.000 manns tóku þátt í 130 samstilltum rassíum um landið allt, og sumum utan landsteinanna, sem beindust gegn hópi fólks sem grunað er um að hafa skipulagt valdaránstilraun og árás á þýska þingið, Reichstag. 22 meðlimir hópsins og þrír stuðningsmenn voru handteknir í aðgerðunum og á meðal þeirra voru prins, dómari og fyrrum þingmaður öfgahægripopúlistaflokksins Alternative für Deutschland, og fyrrverandi herstjóri í fallhlífasveit þýska hersins. Rannsóknin á hópnum sem staðið hafði yfir um þó nokkuð skeið leiddi í ljós að hópurinn varð til í kringum valdaránsdraumóra og samsæriskenningar. Einnig hafði hann tengingu við Reichsbürger hreyfinguna sem hafnar réttmæti Sambandslýðveldisins og vill endurvekja hið þýska Reich sem leið undir lok þegar Nasistar biðu lægri hlut í heimsstyrjöldinni síðari. Snorri Rafn Hallsson fjallar um hindraða valdaránstilraun Reichsbürger og öfgahægrið í Þýskalandi.
12/13/2022 • 0
Valdaránsdraumórar og samsæriskenningar Reichsbürger hreyfingarinnar
Þýska lögreglan og öryggissveitir réðust nú á miðvikudagsmorgninum 7. desember í eina umfangsmestu aðgerð í sögu Sambandslýðveldisins. Um 3.000 manns tóku þátt í 130 samstilltum rassíum um landið allt, og sumum utan landsteinanna, sem beindust gegn hópi fólks sem grunað er um að hafa skipulagt valdaránstilraun og árás á þýska þingið, Reichstag. 22 meðlimir hópsins og þrír stuðningsmenn voru handteknir í aðgerðunum og á meðal þeirra voru prins, dómari og fyrrum þingmaður öfgahægripopúlistaflokksins Alternative für Deutschland, og fyrrverandi herstjóri í fallhlífasveit þýska hersins. Rannsóknin á hópnum sem staðið hafði yfir um þó nokkuð skeið leiddi í ljós að hópurinn varð til í kringum valdaránsdraumóra og samsæriskenningar. Einnig hafði hann tengingu við Reichsbürger hreyfinguna sem hafnar réttmæti Sambandslýðveldisins og vill endurvekja hið þýska Reich sem leið undir lok þegar Nasistar biðu lægri hlut í heimsstyrjöldinni síðari. Snorri Rafn Hallsson fjallar um hindraða valdaránstilraun Reichsbürger og öfgahægrið í Þýskalandi.
12/13/2022 • 15 minutes
Sorgarþríhyrningur Östlund og mistökin sem gera okkur mannleg
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru haldin á Íslandi um síðustu helgi. Og það var kvikmynd leikstjórans Ruben Östlund, Triangle of Sadness, Sorgarþríhyrningurinn, sem var valin best evrópskra kvikmynda. Östlund var jafnframt valinn besti leikstjóri og besti handritshöfundur ársins og dansk króatíski leikarinn Zlatko Buric hlaut verðlaun fyrir túlkun sína á rússneska ólígarkanum sem selur skít og elskar Margareth Thatcher. Östlund er á góðri leið með að verða einn heitasti leikstjóri samtímans. Hann vill vekja fólk, láta það spyrja sig spurninga, upplifa innri togstreitu og líði óþægilega, jafnvel illa. Nú eru alls 13 kvikmyndir á ferilskránni hans, þar af þrjár skíðamyndir, tvær heimildamyndir, tvær stuttmyndir og svo sex kvikmyndir í fullri lengd. Og fyrir þessar myndir hefur Östlund hlotið 67 kvikmyndaverðlaun og aðrar eins tilnefningar. Sunna Valgerðardóttir fer yfir verk Östlund, leikstjórans sem vill að fólki líði illa við áhorf mynda sinna og sömuleiðis heyrast brot úr viðtölum Guðrúnar Sóleyjar Gestsdóttur við Östlund og Zlato Buric, sem hlaut verðlaun fyrir leik sinn í Triangle of Sadness.
12/12/2022 • 0
Sorgarþríhyrningur Östlund og mistökin sem gera okkur mannleg
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru haldin á Íslandi um síðustu helgi. Og það var kvikmynd leikstjórans Ruben Östlund, Triangle of Sadness, Sorgarþríhyrningurinn, sem var valin best evrópskra kvikmynda. Östlund var jafnframt valinn besti leikstjóri og besti handritshöfundur ársins og dansk króatíski leikarinn Zlatko Buric hlaut verðlaun fyrir túlkun sína á rússneska ólígarkanum sem selur skít og elskar Margareth Thatcher. Östlund er á góðri leið með að verða einn heitasti leikstjóri samtímans. Hann vill vekja fólk, láta það spyrja sig spurninga, upplifa innri togstreitu og líði óþægilega, jafnvel illa. Nú eru alls 13 kvikmyndir á ferilskránni hans, þar af þrjár skíðamyndir, tvær heimildamyndir, tvær stuttmyndir og svo sex kvikmyndir í fullri lengd. Og fyrir þessar myndir hefur Östlund hlotið 67 kvikmyndaverðlaun og aðrar eins tilnefningar. Sunna Valgerðardóttir fer yfir verk Östlund, leikstjórans sem vill að fólki líði illa við áhorf mynda sinna og sömuleiðis heyrast brot úr viðtölum Guðrúnar Sóleyjar Gestsdóttur við Östlund og Zlato Buric, sem hlaut verðlaun fyrir leik sinn í Triangle of Sadness.
12/12/2022 • 15 minutes
Skærasta vonarstjarna Repúblikanaflokksins
Ron DeSantis er nú um stundir helsta vonarstjarna Repúblíkanaflokksins í Bandaríkjunum. DeSantis var nýlega endurkjörinn ríkisstjóri Flórída og þykir líklegur til að demba sér í slaginn um útnefningu flokksins til embættis forseta. DeSantis vann góðan sigur í ríkisstjórakosingum í haust, en er ákaflega langt til hægri í sínum flokki. Í Þetta helst verður fjallað um bakgrunn DeSantis, sem þykir vinnusamur og bráðgreindur, en óvenjulegur. Það verða flutt brot úr ræðum hans og hlýtt á bút úr laginu sem DeSantis notaði í kosningabaráttu sinni. Ragnhildur Thorlacius hefur umsjón með Þetta helst í dag.
12/9/2022 • 0
Skærasta vonarstjarna Repúblikanaflokksins
Ron DeSantis er nú um stundir helsta vonarstjarna Repúblíkanaflokksins í Bandaríkjunum. DeSantis var nýlega endurkjörinn ríkisstjóri Flórída og þykir líklegur til að demba sér í slaginn um útnefningu flokksins til embættis forseta. DeSantis vann góðan sigur í ríkisstjórakosingum í haust, en er ákaflega langt til hægri í sínum flokki. Í Þetta helst verður fjallað um bakgrunn DeSantis, sem þykir vinnusamur og bráðgreindur, en óvenjulegur. Það verða flutt brot úr ræðum hans og hlýtt á bút úr laginu sem DeSantis notaði í kosningabaráttu sinni. Ragnhildur Thorlacius hefur umsjón með Þetta helst í dag.
12/9/2022 • 15 minutes, 59 seconds
Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, var í lok síðustu viku dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Landsréttur sneri þar við sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Verjandi hans ætlar að reyna að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Þetta hefur aldrei gerst áður, að fyrrverandi ráðherra hljóti viðlíka dóm. Það var Carmen Jóhannsdóttir sem kærði Jón Baldvin fyrir að hafa strokið sér um rassinn í fjölskylduboði á Spáni 2018 og var hann dæmdur fyrir það. En hún er ekki fyrsta konan sem kærir Jón Baldvin fyrir kynferðislega áreitni. Nú eru liðin tíu ár síðan viðtal birtist í Nýju lífi við unga konu sem þar opinberaði bréf sem hann hafði skrifað henni þegar hún var barn. Hún kærði, en málinu var vísað frá. Og þær eru fleiri, konurnar, sem hafa stigið fram nú á síðustu árum og sakað Jón Baldvin um að hafa brotið á sér, sem hann neitar staðfastlega að hafa gert. Sunna Valgerðardóttir fjallar um mál Jóns Baldvins Hannibalssonar í Þetta helst.
12/8/2022 • 0
Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, var í lok síðustu viku dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Landsréttur sneri þar við sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Verjandi hans ætlar að reyna að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Þetta hefur aldrei gerst áður, að fyrrverandi ráðherra hljóti viðlíka dóm. Það var Carmen Jóhannsdóttir sem kærði Jón Baldvin fyrir að hafa strokið sér um rassinn í fjölskylduboði á Spáni 2018 og var hann dæmdur fyrir það. En hún er ekki fyrsta konan sem kærir Jón Baldvin fyrir kynferðislega áreitni. Nú eru liðin tíu ár síðan viðtal birtist í Nýju lífi við unga konu sem þar opinberaði bréf sem hann hafði skrifað henni þegar hún var barn. Hún kærði, en málinu var vísað frá. Og þær eru fleiri, konurnar, sem hafa stigið fram nú á síðustu árum og sakað Jón Baldvin um að hafa brotið á sér, sem hann neitar staðfastlega að hafa gert. Sunna Valgerðardóttir fjallar um mál Jóns Baldvins Hannibalssonar í Þetta helst.
12/8/2022 • 15 minutes
Balenciaga í bobba vegna BDSM og ásakana um barnaníð
Franska hátískufyrirtækið Balenciaga er í vandræðum þessa dagana. Tískuhúsið var stofnað fyrir rúmri öld af spænska fatahönnuðinum Cristobal Balenciaga og hefur á skömmum tíma bæði þurft að segja upp samstarfssamningi sínum við tónlistarmanninn Kanye West og neyðst til að draga til baka tvær auglýsingaherferðir rétt fyrir hátíðirnar. Herferðir sem fóru langt yfir strikið segja mörg, auglýsingarnar þóttu bera merki stuðings við barnamisnotkun og barnaníð. Gagnrýnin dynur nú á Balenciaga úr öllum áttum og hefur iðntímaritið Business of Fashion hætt við að veita Demna Gvasalia, listrænum stjórnanda Balenciaga, hin virtu VOICES verðlaun þetta árið eins og til stóð. Á meðan standa starfsmenn þessa aldargamla tískuhúss í ströngu við að gefa út afsökunarbeiðnir, leita sökudólga og hefja og hætta við málaferli. Snorri Rafn Hallsson fjallar í dag vandræði Balenciaga og hinar mjög svo umdeildu auglýsingaherferðir.
12/7/2022 • 0
Balenciaga í bobba vegna BDSM og ásakana um barnaníð
Franska hátískufyrirtækið Balenciaga er í vandræðum þessa dagana. Tískuhúsið var stofnað fyrir rúmri öld af spænska fatahönnuðinum Cristobal Balenciaga og hefur á skömmum tíma bæði þurft að segja upp samstarfssamningi sínum við tónlistarmanninn Kanye West og neyðst til að draga til baka tvær auglýsingaherferðir rétt fyrir hátíðirnar. Herferðir sem fóru langt yfir strikið segja mörg, auglýsingarnar þóttu bera merki stuðings við barnamisnotkun og barnaníð. Gagnrýnin dynur nú á Balenciaga úr öllum áttum og hefur iðntímaritið Business of Fashion hætt við að veita Demna Gvasalia, listrænum stjórnanda Balenciaga, hin virtu VOICES verðlaun þetta árið eins og til stóð. Á meðan standa starfsmenn þessa aldargamla tískuhúss í ströngu við að gefa út afsökunarbeiðnir, leita sökudólga og hefja og hætta við málaferli. Snorri Rafn Hallsson fjallar í dag vandræði Balenciaga og hinar mjög svo umdeildu auglýsingaherferðir.
12/7/2022 • 15 minutes
Dularfulla morðgátan í Idaho
Fyrir rúmum þremur vikum, aðfaranótt sunnudagsins 13. nóvember, voru fjórir háskólanemar myrtir á hrottafenginn hátt í húsi í háskólabænum Moscow í Idaho í Bandaríkjunum. Öll höfðu þau verið stungin margsinnis með hníf, líklega á meðan þau voru sofandi í rúmum sínum. Sum voru með varnarsár, önnur ekki. Tveir sambýlingar þeirra, í sama húsi, sváfu árásirnar af sér. Lögreglan hefur engan í haldi og enginn er grunaður um morðin. Að minnsta kosti ekki opinberlega. Þetta hljómar allt svolítið eins og sönn sakamálasaga, þessi morðgáta í Moscow, Idaho. Og sannar sakamálasögur eiga til að slá í gegn. Í því samhengi þá eru framin um 25.000 morð á ári í Bandaríkjunum, um 70 á dag að meðaltali. En það eru Idaho-háskólamorðin sem hafa verið til umfjöllunar í öllum blöðum, vefmiðlum og fréttatímum vestanhafs, undanfarnar þrjár vikur. Og þegar það kom í ljós að lögreglan var í vandræðum, virtist ekki vita hver það var sem myrti ungu vinkonurnar þrjár og kærasta einnar þeirra, sem áttu öll framtíðina fyrir sér, með ísköldu blóði, þá tók internetið við. Og internetinu fylgir auðvitað tilheyrandi falsfréttaflutningur, slúður, getgátur og afvegaleiðingar. Sunna Valgerðardóttir fjallar um dularfullu Idaho-morðin í Þetta helst.
12/6/2022 • 0
Dularfulla morðgátan í Idaho
Fyrir rúmum þremur vikum, aðfaranótt sunnudagsins 13. nóvember, voru fjórir háskólanemar myrtir á hrottafenginn hátt í húsi í háskólabænum Moscow í Idaho í Bandaríkjunum. Öll höfðu þau verið stungin margsinnis með hníf, líklega á meðan þau voru sofandi í rúmum sínum. Sum voru með varnarsár, önnur ekki. Tveir sambýlingar þeirra, í sama húsi, sváfu árásirnar af sér. Lögreglan hefur engan í haldi og enginn er grunaður um morðin. Að minnsta kosti ekki opinberlega. Þetta hljómar allt svolítið eins og sönn sakamálasaga, þessi morðgáta í Moscow, Idaho. Og sannar sakamálasögur eiga til að slá í gegn. Í því samhengi þá eru framin um 25.000 morð á ári í Bandaríkjunum, um 70 á dag að meðaltali. En það eru Idaho-háskólamorðin sem hafa verið til umfjöllunar í öllum blöðum, vefmiðlum og fréttatímum vestanhafs, undanfarnar þrjár vikur. Og þegar það kom í ljós að lögreglan var í vandræðum, virtist ekki vita hver það var sem myrti ungu vinkonurnar þrjár og kærasta einnar þeirra, sem áttu öll framtíðina fyrir sér, með ísköldu blóði, þá tók internetið við. Og internetinu fylgir auðvitað tilheyrandi falsfréttaflutningur, slúður, getgátur og afvegaleiðingar. Sunna Valgerðardóttir fjallar um dularfullu Idaho-morðin í Þetta helst.
12/6/2022 • 17 minutes, 44 seconds
Sýklalyfjaónæmi: ?Tími bollalegginga liðinn?
Talið er að fyrsta sýklalyfið sem fundið var upp hafi bjargað 200 milljón mannslífa á þeim 80 árum sem það hefur verið í notkun. Síðan hefur fjöldi sýklalyfja verið settur á markað en smám saman tekst sýklum að mynda ónæmi fyrir lyfjunum. Staðan á Íslandi er betri en víða annars staðar, en sýklaónæmi er samt að aukast hér. Í Þetta helst í dag er rifjað upp hvernig Skotinn Alexander Fleming fann upp pensilínið árið 1928, - fyrir hálfgerða slysni og þó...og af hverju ekki tókst að koma þessu kraftaverkalyfi á markað fyrr en í síðari heimsstyrjöld. Einnig verður rætt við Þórólf Guðnason, fyrrverandi sóttvarnarlækni sem nú fer fyrir hópi fólks sem á að koma með tillögur að því hvernig sporna má við vaxandi sýklalyfjaónæmi.
12/5/2022 • 0
Sýklalyfjaónæmi: ?Tími bollalegginga liðinn?
Talið er að fyrsta sýklalyfið sem fundið var upp hafi bjargað 200 milljón mannslífa á þeim 80 árum sem það hefur verið í notkun. Síðan hefur fjöldi sýklalyfja verið settur á markað en smám saman tekst sýklum að mynda ónæmi fyrir lyfjunum. Staðan á Íslandi er betri en víða annars staðar, en sýklaónæmi er samt að aukast hér. Í Þetta helst í dag er rifjað upp hvernig Skotinn Alexander Fleming fann upp pensilínið árið 1928, - fyrir hálfgerða slysni og þó...og af hverju ekki tókst að koma þessu kraftaverkalyfi á markað fyrr en í síðari heimsstyrjöld. Einnig verður rætt við Þórólf Guðnason, fyrrverandi sóttvarnarlækni sem nú fer fyrir hópi fólks sem á að koma með tillögur að því hvernig sporna má við vaxandi sýklalyfjaónæmi.
12/5/2022 • 15 minutes, 27 seconds
Er heita vatnið að klárast?
Á dögunum bárust fréttir af því að mögulega þyrfti að skerða þyrfti heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu og víðar ef veturinn reyndist kaldur. Í Þetta helst í er spurt hvaðan heita vatnið kemur, hvernig verði forgangsraðað ef skerða þarf heita vatnið og hvort að íbúar gætu raunverulega þurft að skrúfa niður í ofnunum. Hvort það þurfi að virkja eða hvort að nóg sé að fara sparlega með vatnið og nýta vinnslusvæðin betur. Ragnhildur Thorlacius fjallaði um heitt vatn í Þetta helst.
12/2/2022 • 0
Er heita vatnið að klárast?
Á dögunum bárust fréttir af því að mögulega þyrfti að skerða þyrfti heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu og víðar ef veturinn reyndist kaldur. Í Þetta helst í er spurt hvaðan heita vatnið kemur, hvernig verði forgangsraðað ef skerða þarf heita vatnið og hvort að íbúar gætu raunverulega þurft að skrúfa niður í ofnunum. Hvort það þurfi að virkja eða hvort að nóg sé að fara sparlega með vatnið og nýta vinnslusvæðin betur.
Ragnhildur Thorlacius fjallaði um heitt vatn í Þetta helst.
12/2/2022 • 16 minutes, 29 seconds
Faraldur kvennamorða um allan heim
Konumorð, kvenmorð, kvennamorð. Morð á konum. Þjóðfélagið hefur ekki enn komið sér saman um hvað skuli kalla hið óhugnanlega fyrirbæri Femicide eða kynbundin morð á konum. Staðreyndin er sú að flest morð á konum og stúlkum eru vegna kyns þeirra. Í fyrra voru 45.000 konur myrtar af mökum sínum eða öðrum nánum fjölskyldumeðlimum. 1,1 af hverjum hundrað þúsund konum í heiminum sem þýðir að á hverri klukkustund láta að meðaltali 5 konur lífið af völdum einhvers í fjölskyldu þeirra. Þetta kemur fram í nýrru skýrslu UN WOmen um kvenmorð sem kom út á dögunum en þar segir jafnframt að þó kvenmorðum hafi farið fækkandi í Evrópu á árunum 2010 til 2021 hafi ákveðinn viðsnúningur átt sér stað síðan 2020, og þá sérstaklega í sunnan- og vestanverðri álfunni. Þar spilar Covid-19 faraldurinn stórt hlutverk en heimilisofbeldi jókst til muna á meðan samkomutakmarkanir og mikil óvissa voru við lýði. Í því samhengi hefur verið talað um Skuggafaraldurinn en hann var viðfangsefni annarrar skýrslu UN Women frá því í fyrra. Í þættinum í dag skoðar Snorri Rafn Hallsson kvenmorð og skuggafaraldurinn, veltir upp tölum og ástæðum og rýnir í skýrslurnar tvær.
12/1/2022 • 0
Faraldur kvennamorða um allan heim
Konumorð, kvenmorð, kvennamorð. Morð á konum. Þjóðfélagið hefur ekki enn komið sér saman um hvað skuli kalla hið óhugnanlega fyrirbæri Femicide eða kynbundin morð á konum. Staðreyndin er sú að flest morð á konum og stúlkum eru vegna kyns þeirra. Í fyrra voru 45.000 konur myrtar af mökum sínum eða öðrum nánum fjölskyldumeðlimum. 1,1 af hverjum hundrað þúsund konum í heiminum sem þýðir að á hverri klukkustund láta að meðaltali 5 konur lífið af völdum einhvers í fjölskyldu þeirra. Þetta kemur fram í nýrru skýrslu UN WOmen um kvenmorð sem kom út á dögunum en þar segir jafnframt að þó kvenmorðum hafi farið fækkandi í Evrópu á árunum 2010 til 2021 hafi ákveðinn viðsnúningur átt sér stað síðan 2020, og þá sérstaklega í sunnan- og vestanverðri álfunni. Þar spilar Covid-19 faraldurinn stórt hlutverk en heimilisofbeldi jókst til muna á meðan samkomutakmarkanir og mikil óvissa voru við lýði. Í því samhengi hefur verið talað um Skuggafaraldurinn en hann var viðfangsefni annarrar skýrslu UN Women frá því í fyrra. Í þættinum í dag skoðar Snorri Rafn Hallsson kvenmorð og skuggafaraldurinn, veltir upp tölum og ástæðum og rýnir í skýrslurnar tvær.
12/1/2022 • 15 minutes
Hlutverk íslenskrar skógræktar í baráttunni við loftslagbreytingar
Ísland telst seint skógi vaxið. Stóraukin skógrækt er eitt þeirra verkefna sem stjórnvöld ætla að leggja áherslu á í loftslagsmálum. Samkvæmt mælikvörðum stjórnvalda hefur bæði fjöldi plantna á ári og skógar stækkað síðustu ár frá því að Parísarsamkomulagið var undirritað 2015. Hér á landi hefur flatarmál ræktaðra skóga stækkað um 38 þúsund hektara síðan 1990 og flatarmál náttúrulegs birkiskógar stækkað um 11 þúsund hektara. Einn hektari er hundrað sinnum hundrað metrar, svo það sé sagt. Þessi aukna skógrækt leiðir svo af sér margfalda kolefnisbindingu. Á vef Stjórnarráðsins má sjá ýmiss konar tölfræði um framgang loftslagsverkefna, þar á meðal hvaða tegundum er plantað. Birki og stafafura gnæfa yfir aðrar tegundir í fjölda sem eru gróðursettar árlega. Tæplega tvær milljónir birkiplantna voru gróðursettar í fyrra og hátt í 1,7 milljón stafafura. Þar á eftir kemur sitkagreni með 650 þúsund plöntur. Áætlað er að aðgerðir í skógrækt skili kolefnisbindingu sem samsvarar alls um 35 þúsund tonnum á þessu ári. Samanborið við nágrannalöndin er hlutfallslega lítið af skógi á Íslandi. Aðeins um tvö prósent flatarmáls Íslands eru skilgreind sem skógur, stór hluti þess er birki, samanborið við þriðjung flatarmáls Noregs og tæp þrettán prósent Danmerkur til að mynda. Finnland sker sig hins vegar úr, en þar eru 75 prósent landsins þakin skógi. Það er hæsta hlutfall í Evrópu. En það þýðir þó ekki að hér sitji öll með hendur í skauti og geri ekkert í að rækta skóg - síður en svo. Það eru áform um að planta trjám og stækka skóga til muna á næstu misserum. Bjarni Rúnarsson skoðar framtíð íslenskrar skógræktar í Þetta helst í dag.
11/30/2022 • 0
Hlutverk íslenskrar skógræktar í baráttunni við loftslagbreytingar
Ísland telst seint skógi vaxið. Stóraukin skógrækt er eitt þeirra verkefna sem stjórnvöld ætla að leggja áherslu á í loftslagsmálum. Samkvæmt mælikvörðum stjórnvalda hefur bæði fjöldi plantna á ári og skógar stækkað síðustu ár frá því að Parísarsamkomulagið var undirritað 2015. Hér á landi hefur flatarmál ræktaðra skóga stækkað um 38 þúsund hektara síðan 1990 og flatarmál náttúrulegs birkiskógar stækkað um 11 þúsund hektara. Einn hektari er hundrað sinnum hundrað metrar, svo það sé sagt. Þessi aukna skógrækt leiðir svo af sér margfalda kolefnisbindingu. Á vef Stjórnarráðsins má sjá ýmiss konar tölfræði um framgang loftslagsverkefna, þar á meðal hvaða tegundum er plantað. Birki og stafafura gnæfa yfir aðrar tegundir í fjölda sem eru gróðursettar árlega. Tæplega tvær milljónir birkiplantna voru gróðursettar í fyrra og hátt í 1,7 milljón stafafura. Þar á eftir kemur sitkagreni með 650 þúsund plöntur. Áætlað er að aðgerðir í skógrækt skili kolefnisbindingu sem samsvarar alls um 35 þúsund tonnum á þessu ári. Samanborið við nágrannalöndin er hlutfallslega lítið af skógi á Íslandi. Aðeins um tvö prósent flatarmáls Íslands eru skilgreind sem skógur, stór hluti þess er birki, samanborið við þriðjung flatarmáls Noregs og tæp þrettán prósent Danmerkur til að mynda. Finnland sker sig hins vegar úr, en þar eru 75 prósent landsins þakin skógi. Það er hæsta hlutfall í Evrópu. En það þýðir þó ekki að hér sitji öll með hendur í skauti og geri ekkert í að rækta skóg - síður en svo. Það eru áform um að planta trjám og stækka skóga til muna á næstu misserum. Bjarni Rúnarsson skoðar framtíð íslenskrar skógræktar í Þetta helst í dag.
11/30/2022 • 16 minutes, 59 seconds
Maðurinn sem má hvorki heita Lúsífer né stofna trúfélag
Ingólfur Örn Friðriksson má ekki breyta nafninu sínu í Ingólf Lúsífer Þorsteinsson því það gæti orðið honum, og mögulega þeim börnum sem fengju það nafn í framtíðinni, til ama. Lúsífer er nefninlega annað nafn yfir djöfulinn, kölska, hinn illa, samkvæmt málvitund almennings. Þetta segir mannanafnanefnd. Orðið Lúsífer er komið úr latínu og þýðir reyndar bókstaflega ljósberi. Sá sem kemur með ljósið. Ingólfur er búinn að berjast fyrir þessari nafnabreytingu í gegn um allar leiðir sem hægt er að fara í kerfinu - dómstóla, umboðsmann Alþingis og mannanafnanefnd dómsmálaráðuneytisins. Hann fær ekki leyfi. Ingólfur er líka búinn að reyna að stofna hér formlegt satanískt trúfélag, en það má hann heldur ekki, samkvæmt lögum og úrskurðum. Þau sömu lög og úrskurðir gera honum hins vegar kleift að stofna hér kristilegan sértrúarsöfnuð og breyta nafninu sínu í Svarthöfða, ef hann vildi. Sem hann vill ekki. Sunna Valgerðardóttir fjallar um Lúsífer og ýmislegt honum tengt í þætti dagsins.
11/29/2022 • 0
Maðurinn sem má hvorki heita Lúsífer né stofna trúfélag
Ingólfur Örn Friðriksson má ekki breyta nafninu sínu í Ingólf Lúsífer Þorsteinsson því það gæti orðið honum, og mögulega þeim börnum sem fengju það nafn í framtíðinni, til ama. Lúsífer er nefninlega annað nafn yfir djöfulinn, kölska, hinn illa, samkvæmt málvitund almennings. Þetta segir mannanafnanefnd. Orðið Lúsífer er komið úr latínu og þýðir reyndar bókstaflega ljósberi. Sá sem kemur með ljósið. Ingólfur er búinn að berjast fyrir þessari nafnabreytingu í gegn um allar leiðir sem hægt er að fara í kerfinu - dómstóla, umboðsmann Alþingis og mannanafnanefnd dómsmálaráðuneytisins. Hann fær ekki leyfi. Ingólfur er líka búinn að reyna að stofna hér formlegt satanískt trúfélag, en það má hann heldur ekki, samkvæmt lögum og úrskurðum. Þau sömu lög og úrskurðir gera honum hins vegar kleift að stofna hér kristilegan sértrúarsöfnuð og breyta nafninu sínu í Svarthöfða, ef hann vildi. Sem hann vill ekki. Sunna Valgerðardóttir fjallar um Lúsífer og ýmislegt honum tengt í þætti dagsins.
11/29/2022 • 18 minutes, 20 seconds
Gengjastríðið í miðborg Reykjavíkur
Það var rétt fyrir miðnætti, á fimmtudagskvöldinu 17. nóvember, sem stór hópur svartklæddra manna réðst inn á skemmtistaðinn Bankastræti Club í miðborg Reykjavíkur. Mennirnir voru vopnaðir, með grímur fyrir vitum sér, og voru að leita að ákveðnum einstaklingum til að ganga í skrokk á þeim. Þeir stungu þrjá, enga lífshættulega þó, og flúðu svo af hólmi. Og þá fór heldur betur dramatísk atburðarrás af stað í samfélaginu. Árásin náðist á öryggismyndavélar, efninu var reyndar síðar í vikunni lekið til fjölmiðla, líklega af lögreglunni, og er það litið mjög alvarlegum augum. Það var kveikt í mótorhjólum, molotovkokteilum kastað á fjölbýlishús og reyksprengjum inn á skemmtistaði, ungabörnum var hótað lífláti. Lögreglan hefur handtekið um þrjátíu manns í tengslum við rannsóknina, en sleppt flestum, þó að margir hafi líka verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Fangelsin eru orðin yfirfull og lögreglan keyrir um miðborgina með blá ljós til að vera sýnileg. Einkaskilaboð um yfirvofandi hefndaraðgerðir í miðbænum sem áttu að gerast nú um helgina gengu á milli fólks á samfélagsmiðlum, dómsmálaráðherra boðaði stríð gegn skipulagðri glæpastarfsemi og veitingahúsaeigendur óttuðust að fólk mundi bara ekki þora að koma í bæinn. Vísir.is var með beina útsendingu úr miðbænum fyrir áhugasama. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið nánast í daglegum viðtölum síðan árásin varð og það sem er nú orðið ljóst er að þetta voru átök á milli tveggja hópa, eins konar gengjastríð. Sendiráð Bandaríkjanna, Bretlands og Kanada sendu öll út viðvaranir til landa sinna um að fara varlega í miðborginni, forðast þéttsetna staði og tilkynna grunsamlegar mannaferðir. Sunna Valgerðardóttir fer í þætti dagsins yfir þessa sérstöku atburðarrás liðinnar viku sem hófst opinberlega með einhvers konar gengjaátökum á Bankastræti club, fimmtudagskvöldið 17. nóvember, þó að aðdragandinn hafi vissulega verið lengri.
11/28/2022 • 0
Gengjastríðið í miðborg Reykjavíkur
Það var rétt fyrir miðnætti, á fimmtudagskvöldinu 17. nóvember, sem stór hópur svartklæddra manna réðst inn á skemmtistaðinn Bankastræti Club í miðborg Reykjavíkur. Mennirnir voru vopnaðir, með grímur fyrir vitum sér, og voru að leita að ákveðnum einstaklingum til að ganga í skrokk á þeim. Þeir stungu þrjá, enga lífshættulega þó, og flúðu svo af hólmi. Og þá fór heldur betur dramatísk atburðarrás af stað í samfélaginu. Árásin náðist á öryggismyndavélar, efninu var reyndar síðar í vikunni lekið til fjölmiðla, líklega af lögreglunni, og er það litið mjög alvarlegum augum. Það var kveikt í mótorhjólum, molotovkokteilum kastað á fjölbýlishús og reyksprengjum inn á skemmtistaði, ungabörnum var hótað lífláti. Lögreglan hefur handtekið um þrjátíu manns í tengslum við rannsóknina, en sleppt flestum, þó að margir hafi líka verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Fangelsin eru orðin yfirfull og lögreglan keyrir um miðborgina með blá ljós til að vera sýnileg. Einkaskilaboð um yfirvofandi hefndaraðgerðir í miðbænum sem áttu að gerast nú um helgina gengu á milli fólks á samfélagsmiðlum, dómsmálaráðherra boðaði stríð gegn skipulagðri glæpastarfsemi og veitingahúsaeigendur óttuðust að fólk mundi bara ekki þora að koma í bæinn. Vísir.is var með beina útsendingu úr miðbænum fyrir áhugasama. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið nánast í daglegum viðtölum síðan árásin varð og það sem er nú orðið ljóst er að þetta voru átök á milli tveggja hópa, eins konar gengjastríð. Sendiráð Bandaríkjanna, Bretlands og Kanada sendu öll út viðvaranir til landa sinna um að fara varlega í miðborginni, forðast þéttsetna staði og tilkynna grunsamlegar mannaferðir. Sunna Valgerðardóttir fer í þætti dagsins yfir þessa sérstöku atburðarrás liðinnar viku sem hófst opinberlega með einhvers konar gengjaátökum á Bankastræti club, fimmtudagskvöldið 17. nóvember, þó að aðdragandinn hafi vissulega verið lengri.
11/28/2022 • 15 minutes, 9 seconds
Rauðhærði svisslendingurinn sem leið allskonar
Heimsmeistaramótið í Katar er byrjað og fer á spjöld sögunnar fyrir margra hluta sakir. Gagnrýni á gestgjafana, Katara, fer eiginlega miklu hærra heldur en fótboltinn sjálfur, spillingarsaga FIFA hefur verið dregin upp á ný og það líður ekki sá dagur án þess að eitthvað sé að frétta úr arabaheimi af annað hvort mannréttindabrotum eða uppreisnum þar um. Stóra armbandsmálið var stórt í byrjun vikunnar, þar sem nokkur fótboltalið ætluðu að taka sig saman og flagga regnbogafánanum á hendinni, en hætt var við það vegna hótana um gul spjöld á línuna. Þýska landsliðið hélt táknrænt fyrir munninn á sér í upphafi leiks í vikunni til að sýna samstöðu og hinar og þessar stórstjörnur út fótboltaheiminum hafa líka reynt að leggja sitt að mörkum til að vekja athygli á úreltum viðhorfum Katara til samkynhneigðar, kvenna og farandverkamanna. En það var einn sem valdi heldur óvenjulega leið til þess að reyna að setja sig í spor þeirra minnihlutahópa og það var Gianni Infantino, forseti FIFA, í stórfurðulegu ávarpi sem hann hélt fyrir blaðamenn um síðustu helgi. Venjulega koma fulltrúi gestgjafa og FIFA fram á blaðamannafundi degi áður en mótið hefst. En að þessu sinni var enginn fyrir hönd gestgjafanna, aðeins forseti FIFA Gianni Infantino sem flutti ekki beint ræðu, heldur talaði í um klukkustund... og það sem hann hafði að segja vakti heldur betur athygli. En kannski ekki þá athygli sem hann var að vonast eftir. Ragnhildur Thorlacius og Sunna Valgerðardóttir skoða þennan fyrrverandi rauðhærða svissneska Ítala í dag, sambandið sem hann stýrir og mögulega einhverja hliðarvinkla, í þætti dagsins.
11/25/2022 • 0
Rauðhærði svisslendingurinn sem leið allskonar
Heimsmeistaramótið í Katar er byrjað og fer á spjöld sögunnar fyrir margra hluta sakir. Gagnrýni á gestgjafana, Katara, fer eiginlega miklu hærra heldur en fótboltinn sjálfur, spillingarsaga FIFA hefur verið dregin upp á ný og það líður ekki sá dagur án þess að eitthvað sé að frétta úr arabaheimi af annað hvort mannréttindabrotum eða uppreisnum þar um. Stóra armbandsmálið var stórt í byrjun vikunnar, þar sem nokkur fótboltalið ætluðu að taka sig saman og flagga regnbogafánanum á hendinni, en hætt var við það vegna hótana um gul spjöld á línuna. Þýska landsliðið hélt táknrænt fyrir munninn á sér í upphafi leiks í vikunni til að sýna samstöðu og hinar og þessar stórstjörnur út fótboltaheiminum hafa líka reynt að leggja sitt að mörkum til að vekja athygli á úreltum viðhorfum Katara til samkynhneigðar, kvenna og farandverkamanna. En það var einn sem valdi heldur óvenjulega leið til þess að reyna að setja sig í spor þeirra minnihlutahópa og það var Gianni Infantino, forseti FIFA, í stórfurðulegu ávarpi sem hann hélt fyrir blaðamenn um síðustu helgi. Venjulega koma fulltrúi gestgjafa og FIFA fram á blaðamannafundi degi áður en mótið hefst. En að þessu sinni var enginn fyrir hönd gestgjafanna, aðeins forseti FIFA Gianni Infantino sem flutti ekki beint ræðu, heldur talaði í um klukkustund... og það sem hann hafði að segja vakti heldur betur athygli. En kannski ekki þá athygli sem hann var að vonast eftir. Ragnhildur Thorlacius og Sunna Valgerðardóttir skoða þennan fyrrverandi rauðhærða svissneska Ítala í dag, sambandið sem hann stýrir og mögulega einhverja hliðarvinkla, í þætti dagsins.
11/25/2022 • 15 minutes
Artemisaráætlun NASA og framtíð mannkyns
Eldflaugar, NASA og tunglferðir Bandaríkjamanna fyrr og nú eru umfjöllunarefni þáttarins. Í fyrsta sinn síðan árið 1972 hyggst geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, koma mannfólki til tunglsins. Áætlunin sem ber titilinn Artemis er sú metnaðarfyllsta til þessa. Ekki bara er gert er ráð fyrir árlegum ferðum til tunglsins áður en áratugurinn er úti heldur er stefnan sett lengra en nokkru sinni fyrr með mannaðar geimferðir til nágrannareikistjörnu okkar Mars. Til að ná þessu markmiði hefur NASA þróað stærstu og öflugustu eldflaug allra tíma, SLS eða Space Launch System ásamt hátæknigeimfarinu Orion. Artemisaráætlunin er um margt ólík Apollo áætluninni sem tryggði Bandaríkjunum sigur í geimkapphlaupi kaldastríðsáranna, áherslan er núna á vísindastarf og mögulega langtímadvöl mannfólks í geimnum. Fyrstu skrefin í þessa átt voru stigin þegar Artemis 1 hóf sig á loft nú á dögunum. Snorri Rafn Hallsson hefur umsjón með Þetta helst í dag.
11/24/2022 • 0
Artemisaráætlun NASA og framtíð mannkyns
Eldflaugar, NASA og tunglferðir Bandaríkjamanna fyrr og nú eru umfjöllunarefni þáttarins. Í fyrsta sinn síðan árið 1972 hyggst geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, koma mannfólki til tunglsins. Áætlunin sem ber titilinn Artemis er sú metnaðarfyllsta til þessa. Ekki bara er gert er ráð fyrir árlegum ferðum til tunglsins áður en áratugurinn er úti heldur er stefnan sett lengra en nokkru sinni fyrr með mannaðar geimferðir til nágrannareikistjörnu okkar Mars. Til að ná þessu markmiði hefur NASA þróað stærstu og öflugustu eldflaug allra tíma, SLS eða Space Launch System ásamt hátæknigeimfarinu Orion. Artemisaráætlunin er um margt ólík Apollo áætluninni sem tryggði Bandaríkjunum sigur í geimkapphlaupi kaldastríðsáranna, áherslan er núna á vísindastarf og mögulega langtímadvöl mannfólks í geimnum. Fyrstu skrefin í þessa átt voru stigin þegar Artemis 1 hóf sig á loft nú á dögunum. Snorri Rafn Hallsson hefur umsjón með Þetta helst í dag.
11/24/2022 • 15 minutes
Skuldugur sjónvarpspredikari á Omega
Landsréttur staðfesti dóm í máli Eiríks Sigurbjörnssonar, Eiríks á Omega, í síðustu viku. Eiríkur hafði verið dæmdur í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi og um 110 milljóna króna sektargreiðslu fyrir skattsvik, það er að segja brot á skattalögum, fyrir að falsa skattframtöl og þar fram eftir götunum. Hann var ákærður fyrir að hafa nýtt persónulegar úttektir upp á tæpar 70 milljónir. Eiríkur kom sér almennilega á kortið fyrir 30 árum síðan, þegar hann hóf rekstur kristilegu sjónvarpsstöðvarinnar Omega, sem var í loftinu allan sólarhringinn. Þetta gerði hann eftir að hafa fengið vitjun frá Guði um að bera út fagnaðarerindið. Sjónvarpsstöðin Omega lagðist þó af 2018 með gjaldþroti, en er enn í fullu fjöri á netinu í einhvers konar samstarfi að því er virðist við kristilega sértrúarsöfnuðinn Catch the Fire. Sunna Valgerðardóttir fjallar um Eirík á Omega og mál honum tengd.
11/23/2022 • 0
Skuldugur sjónvarpspredikari á Omega
Landsréttur staðfesti dóm í máli Eiríks Sigurbjörnssonar, Eiríks á Omega, í síðustu viku. Eiríkur hafði verið dæmdur í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi og um 110 milljóna króna sektargreiðslu fyrir skattsvik, það er að segja brot á skattalögum, fyrir að falsa skattframtöl og þar fram eftir götunum. Hann var ákærður fyrir að hafa nýtt persónulegar úttektir upp á tæpar 70 milljónir. Eiríkur kom sér almennilega á kortið fyrir 30 árum síðan, þegar hann hóf rekstur kristilegu sjónvarpsstöðvarinnar Omega, sem var í loftinu allan sólarhringinn. Þetta gerði hann eftir að hafa fengið vitjun frá Guði um að bera út fagnaðarerindið. Sjónvarpsstöðin Omega lagðist þó af 2018 með gjaldþroti, en er enn í fullu fjöri á netinu í einhvers konar samstarfi að því er virðist við kristilega sértrúarsöfnuðinn Catch the Fire. Sunna Valgerðardóttir fjallar um Eirík á Omega og mál honum tengd.
11/23/2022 • 15 minutes
Leiðtogar Bandaríkjaþings, kaþólikki, samlokur og rottur
Þáttur dagsins er helgaður leiðtogum Demókrata og Repúblíkana á Bandaríkjaþingi - áhrifamesta fólkinu í stjórnmálum þar. Þetta eru Repúblíkaninn Kevin McCarthy, sem sennilega verður næsti forseti Fulltrúadeildarinnar en rak áður litla samlokusölu. Reynsluboltinn Mitch McConnell er forystumaður Repúblíkana í Öldungadeildinni sem líka er kvæntur fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Donald Trump. Chuck Schumer er leiðtoga Demókrata í Öldungadeildinni, sem deildi í 30 ár húsi með tveimur öðrum Demókrötum á þingi, sögufrægu greni, þar sem rottur léku lausum hala. En athyglin verður ekki síst á konuna sem hellti sér ekki út í stjórnmál fyrr en eftir að börnin hennar fimm voru komin í skóla; hina kaþólsku Nancy Pelosi sem ætlar ekki að gefa kost á sér á ný til að leiða Demókrata í Fulltrúadeildinni. Ragnhildur Thorlacius sér um þáttinn.
11/22/2022 • 0
Leiðtogar Bandaríkjaþings, kaþólikki, samlokur og rottur
Þáttur dagsins er helgaður leiðtogum Demókrata og Repúblíkana á Bandaríkjaþingi - áhrifamesta fólkinu í stjórnmálum þar. Þetta eru Repúblíkaninn Kevin McCarthy, sem sennilega verður næsti forseti Fulltrúadeildarinnar en rak áður litla samlokusölu. Reynsluboltinn Mitch McConnell er forystumaður Repúblíkana í Öldungadeildinni sem líka er kvæntur fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Donald Trump. Chuck Schumer er leiðtoga Demókrata í Öldungadeildinni, sem deildi í 30 ár húsi með tveimur öðrum Demókrötum á þingi, sögufrægu greni, þar sem rottur léku lausum hala. En athyglin verður ekki síst á konuna sem hellti sér ekki út í stjórnmál fyrr en eftir að börnin hennar fimm voru komin í skóla; hina kaþólsku Nancy Pelosi sem ætlar ekki að gefa kost á sér á ný til að leiða Demókrata í Fulltrúadeildinni. Ragnhildur Thorlacius sér um þáttinn.
11/22/2022 • 15 minutes
Vítisenglar á Íslandi
Brottvísanir útlendinga héðan hafa verið svolítið í fréttum undanfarnar vikur. Í síðustu viku bárust einmitt svoleiðis fréttir, þó ólíkar þeim sem við heyrðum þegar hælisleitendur voru fluttir héðan í skjóli nætur. Fyrir nákvæmlega viku síðan var 26 liðsmönnum mótorhjólasamtakanna Hell's Angeles nefninlega vísað úr landi. Mennirnir komust reyndar aldrei almennilega til Íslands þannig séð, flestum var snúið við á Keflavíkurflugvelli og restin handtekin á Reykjanesbrautinni. Þetta var allt saman gert samkvæmt ákvörðun Útlendingastofnunar sem byggði sín tilmæli á ábendingum frá lögreglu. Vítisenglarnir voru mættir til landsins til að vera viðstaddir veisluhöld sem stóð til að halda í húsakynnum klúbbsins Kópavogi, samkvæmt fregnum fjölmiðla hér, en þeir komust aldrei í partýið. Flestir komu frá Þýskalandi, einhverjir komu frá Svíþjóð og líka Danmörku. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem liðsmönnum samtakanna er hent úr landi, það hefur gerst nokkrum sinnum undanfarinn áratug. Hell?s Angels stofnuðu hér formlega deild fyrir rúmum áratug og hafa verið í fréttum fyrir hitt og þetta - bæði í aðdragandanum og svo eftir að þeir festu hér rætur. Klúbburinn er skilgreindur sem skipulögð glæpasamtök hér á landi, og reyndar mjög víða um heim, og hefur verið á radar lögregluyfirvalda í áratugi. Sunna Valgerðardóttir fjallar um Hell's Angels í Þetta helst í dag.
11/21/2022 • 0
Vítisenglar á Íslandi
Brottvísanir útlendinga héðan hafa verið svolítið í fréttum undanfarnar vikur. Í síðustu viku bárust einmitt svoleiðis fréttir, þó ólíkar þeim sem við heyrðum þegar hælisleitendur voru fluttir héðan í skjóli nætur. Fyrir nákvæmlega viku síðan var 26 liðsmönnum mótorhjólasamtakanna Hell's Angeles nefninlega vísað úr landi. Mennirnir komust reyndar aldrei almennilega til Íslands þannig séð, flestum var snúið við á Keflavíkurflugvelli og restin handtekin á Reykjanesbrautinni. Þetta var allt saman gert samkvæmt ákvörðun Útlendingastofnunar sem byggði sín tilmæli á ábendingum frá lögreglu. Vítisenglarnir voru mættir til landsins til að vera viðstaddir veisluhöld sem stóð til að halda í húsakynnum klúbbsins Kópavogi, samkvæmt fregnum fjölmiðla hér, en þeir komust aldrei í partýið. Flestir komu frá Þýskalandi, einhverjir komu frá Svíþjóð og líka Danmörku. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem liðsmönnum samtakanna er hent úr landi, það hefur gerst nokkrum sinnum undanfarinn áratug. Hell?s Angels stofnuðu hér formlega deild fyrir rúmum áratug og hafa verið í fréttum fyrir hitt og þetta - bæði í aðdragandanum og svo eftir að þeir festu hér rætur. Klúbburinn er skilgreindur sem skipulögð glæpasamtök hér á landi, og reyndar mjög víða um heim, og hefur verið á radar lögregluyfirvalda í áratugi. Sunna Valgerðardóttir fjallar um Hell's Angels í Þetta helst í dag.
11/21/2022 • 15 minutes
Hver er Cristiano Ronaldo og hvað er hann að spá?
Í Þetta helst verður fjallað um fótboltastjörnuna Cristiano Ronaldo, dreng sem ólst upp í fátækt í skugga alkóhólisma á portúgölsku eyjunni Madeira og en varð einhver dáðasti íþróttamaður heims. Það verður að segjast eins og að það hafa líka margir óþol gagnvart honum. Ronaldo hefur gert allt vitlaust í fótboltaheiminum með því að fara í viðtal við annan mann sem margir þola illa, breska fjölmiðlamanninn Piers Morgan. Sá starfaði og ritstýrði slúðurblöðum áður en hann fór í sjónvarpið, lét að sér kveða í raunveruleika þáttum hjá Donald nokkrum Trump og var síðast í fréttum sjálfur fyrir að rjúka út úr eigin sjónvarpsþætti þegar honum líkaði ekki gagnrýni frá veðurfréttamanni. Hvað gekk Ronaldo til að fara í viðtal til Piers Morgan til að skammast yfir þjálfara sínum, og eigendum Manchester United Gleizer fjölskyldunni? Í þættinum er rætt við Rúnar Ívarsson formann stuðningsmannaklúbbs Manchester United á Íslandi. Ragnhildur Thorlacius sér um þáttinn.
11/18/2022 • 0
Hver er Cristiano Ronaldo og hvað er hann að spá?
Í Þetta helst verður fjallað um fótboltastjörnuna Cristiano Ronaldo, dreng sem ólst upp í fátækt í skugga alkóhólisma á portúgölsku eyjunni Madeira og en varð einhver dáðasti íþróttamaður heims. Það verður að segjast eins og að það hafa líka margir óþol gagnvart honum. Ronaldo hefur gert allt vitlaust í fótboltaheiminum með því að fara í viðtal við annan mann sem margir þola illa, breska fjölmiðlamanninn Piers Morgan. Sá starfaði og ritstýrði slúðurblöðum áður en hann fór í sjónvarpið, lét að sér kveða í raunveruleika þáttum hjá Donald nokkrum Trump og var síðast í fréttum sjálfur fyrir að rjúka út úr eigin sjónvarpsþætti þegar honum líkaði ekki gagnrýni frá veðurfréttamanni. Hvað gekk Ronaldo til að fara í viðtal til Piers Morgan til að skammast yfir þjálfara sínum, og eigendum Manchester United Gleizer fjölskyldunni? Í þættinum er rætt við Rúnar Ívarsson formann stuðningsmannaklúbbs Manchester United á Íslandi.
Ragnhildur Thorlacius sér um þáttinn.
11/18/2022 • 15 minutes
Rafmyntavetur í kortunum eftir gósentíð
Við dýfum okkur ofan í rafmyntir í þætti dagsins. Hugtak sem flest hafa heyrt um en færri kannski skilja hvað er. Það virðist vera skollinn á eins konar rafmyntavetur eftir ágætisgóðæri. Bitcoin, konungur þessa fyrirbæris, hefur fallið um 75% í verði á einu ári og næst stærsta rafmyntakauphöllin, FTX, fór nýverið á hausinn. Rafmyntir koma í ýmsum útfærslum, en Bitcoin er sú stærsta, verðmætasta og vinsælasta, stafrænt gull segja sumir, en það þarf sko að grafa eftir rafmyntum - rétt eins og gulli. Margir hafa orðið ævintýralega ríkir á þessari nýju tækni, aðrir glatað öllu, en eftir mikinn uppgang árið 2021 hefur þó farið að halla undan fæti. Snorri Rafn Hallsson sem fer yfir málið og ræðir við Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðing þar sem þeir ætla að svara spurningum eins og hvað er Bitcoin? Hvernig virkar það og til hvers er það?
11/17/2022 • 0
Rafmyntavetur í kortunum eftir gósentíð
Við dýfum okkur ofan í rafmyntir í þætti dagsins. Hugtak sem flest hafa heyrt um en færri kannski skilja hvað er. Það virðist vera skollinn á eins konar rafmyntavetur eftir ágætisgóðæri. Bitcoin, konungur þessa fyrirbæris, hefur fallið um 75% í verði á einu ári og næst stærsta rafmyntakauphöllin, FTX, fór nýverið á hausinn. Rafmyntir koma í ýmsum útfærslum, en Bitcoin er sú stærsta, verðmætasta og vinsælasta, stafrænt gull segja sumir, en það þarf sko að grafa eftir rafmyntum - rétt eins og gulli. Margir hafa orðið ævintýralega ríkir á þessari nýju tækni, aðrir glatað öllu, en eftir mikinn uppgang árið 2021 hefur þó farið að halla undan fæti. Snorri Rafn Hallsson sem fer yfir málið og ræðir við Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðing þar sem þeir ætla að svara spurningum eins og hvað er Bitcoin? Hvernig virkar það og til hvers er það?
11/17/2022 • 17 minutes, 57 seconds
NATO og greinarnar sem hægt er að virkja
Í Þetta helst í dag veltum við Atlantshafsbandalaginu fyrir okkur, rifjum upp stofnfund þess úti í Washington, spáum í hvernig fjórða og fimmta grein stofnsáttmálans hljóma og hvaða ríki tilheyra NATO eins og það er oftast kallað. Ástæða þessara NATO hugleiðinga er að sjálfsögðu loftskeytið sem lenti í Póllandi í gærkvöld. Það brá mörgum í brún því fyrstu fregnir bentu til þess að Rússar hefðu sent flugskeytið - kannski ekki viljandi, en allar fréttir voru mjög óljósar, þó að nú virðist fólk hallast að því að loftskeytið hafi hreinlega verið úkraínsk varnarflaug. Sem betur fer kannski, því það er ekkert grín ef kjarnorkuveldið Rússland hefði skotið flaug yfir til NATO ríkisins Póllands. Grundvallaratriðið í NATO er að bandalagsríkin 30 standa saman þegar ráðist er á eitt ríki - og Bandaríkin eru valdamesta NATO ríkið. Sunna Valgerðardóttir og Ragnhildur Thorlacius sjá um þáttinn.
11/16/2022 • 0
NATO og greinarnar sem hægt er að virkja
Í Þetta helst í dag veltum við Atlantshafsbandalaginu fyrir okkur, rifjum upp stofnfund þess úti í Washington, spáum í hvernig fjórða og fimmta grein stofnsáttmálans hljóma og hvaða ríki tilheyra NATO eins og það er oftast kallað. Ástæða þessara NATO hugleiðinga er að sjálfsögðu loftskeytið sem lenti í Póllandi í gærkvöld.
Það brá mörgum í brún því fyrstu fregnir bentu til þess að Rússar hefðu sent flugskeytið - kannski ekki viljandi, en allar fréttir voru mjög óljósar, þó að nú virðist fólk hallast að því að loftskeytið hafi hreinlega verið úkraínsk varnarflaug.
Sem betur fer kannski, því það er ekkert grín ef kjarnorkuveldið Rússland hefði skotið flaug yfir til NATO ríkisins Póllands. Grundvallaratriðið í NATO er að bandalagsríkin 30 standa saman þegar ráðist er á eitt ríki - og Bandaríkin eru valdamesta NATO ríkið.
Sunna Valgerðardóttir og Ragnhildur Thorlacius sjá um þáttinn.
11/16/2022 • 15 minutes
Mikilvæg, óljós og flókin framtíð íslenskrar grænmetisræktunar
Það er kominn vetur og hinn eiginlegi uppskerutími er liðinn á Íslandi, að minnsta kosti þegar litið er til útiræktunar. En það er hægt að rækta alls konar, allt árið, það þarf bara að gera það inni í gróðurhúsum. Við framleiðum aðeins brot af því grænmeti sem við neytum á landinu og á sama tíma og neyslan eykst, minnkar framleiðslan. Við erum mjög dugleg að flytja inn með tilheyrandi neikvæðum áhrifum. Samtals stendur framleiðsla á grænmeti á Íslandi undir 43 prósentum af því sem við neytum. Nú er framleitt minna af kartöflum og rófum en áður, en mun meira af tómötum og gúrkum. Blómkálsframleiðslan hefur ekki aukist til jafns við eftirspurnina, en í fyrra voru tekin upp um 100 tonn af blómkáli, sem nær ekki að metta markaðinn. Spergilkál var ekki framleitt hér á landi fyrr en árið 2013 samkvæmt tölum Hagstofunnar en í fyrra voru framleidd um 300 tonn af því, sem er stökk í framboði miðað við árin þar á undan. Í skýrslu um fæðuöryggi á Íslandi er tekið fram að mikill innflutningur grænmetis þrengi að möguleikum til meiri innlendrar framleiðslu og að töluverður samdráttur hafi orðið á framleiðslu nokkurra lykiltegunda seinustu ár. Bjarni Rúnarsson ræðir við Axel Sæland, formann deildar grænmetisbænda hjá Bændasamtökunum, í Þetta helst og fer yfir stöðuna í grænmetisrækt á Íslandi, skortinn á henni og mögulega framtíð hennar.
11/15/2022 • 0
Mikilvæg, óljós og flókin framtíð íslenskrar grænmetisræktunar
Það er kominn vetur og hinn eiginlegi uppskerutími er liðinn á Íslandi, að minnsta kosti þegar litið er til útiræktunar. En það er hægt að rækta alls konar, allt árið, það þarf bara að gera það inni í gróðurhúsum. Við framleiðum aðeins brot af því grænmeti sem við neytum á landinu og á sama tíma og neyslan eykst, minnkar framleiðslan. Við erum mjög dugleg að flytja inn með tilheyrandi neikvæðum áhrifum. Samtals stendur framleiðsla á grænmeti á Íslandi undir 43 prósentum af því sem við neytum.
Nú er framleitt minna af kartöflum og rófum en áður, en mun meira af tómötum og gúrkum. Blómkálsframleiðslan hefur ekki aukist til jafns við eftirspurnina, en í fyrra voru tekin upp um 100 tonn af blómkáli, sem nær ekki að metta markaðinn. Spergilkál var ekki framleitt hér á landi fyrr en árið 2013 samkvæmt tölum Hagstofunnar en í fyrra voru framleidd um 300 tonn af því, sem er stökk í framboði miðað við árin þar á undan. Í skýrslu um fæðuöryggi á Íslandi er tekið fram að mikill innflutningur grænmetis þrengi að möguleikum til meiri innlendrar framleiðslu og að töluverður samdráttur hafi orðið á framleiðslu nokkurra lykiltegunda seinustu ár.
Bjarni Rúnarsson ræðir við Axel Sæland, formann deildar grænmetisbænda hjá Bændasamtökunum, í Þetta helst og fer yfir stöðuna í grænmetisrækt á Íslandi, skortinn á henni og mögulega framtíð hennar.
11/15/2022 • 17 minutes, 50 seconds
Rótgrónar stofnanir sameinast
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að sameina tvær öflugar ríkisstofnanir í eina á næstunni - Landgræðslu ríkisins og Skógræktina. Þetta eru lykilstofnanir landsins þegar kemur að loftslagsmálum, náttúrunýtingu og náttúruvernd. Svandís tilkynnti þetta fyrir ríkisstjórn í síðari hluta október og fór strax á fundi með starfsmönnum beggja stofnana þar sem hún tilkynnti þeim ákvörðun sína. Allir starfsmenn flytjast yfir í nýja stofnun, mannauður og þekking á að haldast innan hennar. Breytingar á skipulagi munu bíða nýs forstöðumanns, hver svo sem hann verður. Engin breyting verður gerð á tilhögun starfsstöðva í sameiningarferlinu eða staðsetningum starfsmanna. Sameinuð stofnun mun hafa um 130 stöðugildi og getur aðalskrifstofa verið staðsett á öllum megin starfsstöðvum. Ráðherra segir að með sameiningu verði auðveldara og skilvirkara að halda utan um verkefni eins og loftslagsbókhald, endurheimt birkiskóga, fræframleiðslu, landupplýsingar, ráðgjöf til bænda og landeigenda um landnýtingu og landbætur, umsjón lands í eigu ríkisins ásamt fræðslu og kynningu - og svo framvegis. Þetta hljómar allt saman bara nokkuð vel og Svandís má bara vera ánægð með þessi plön sýnist manni, en hún getur samt sem áður ekki eignað sér heiðurinn allan því umræður og plön um sameiningu þessara tveggja stofnana hafa legið lengi í farvatninu og hefur raunar verið á dagskrá stjórnvalda í áratugi. Stjórnendur stofnananna tveggja eru líka ánægðir með sameininguna. Sunna Valgerðardóttir skoðar plön sameiningu gróðurstofnana í Þetta helst í dag.
11/14/2022 • 0
Rótgrónar stofnanir sameinast
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að sameina tvær öflugar ríkisstofnanir í eina á næstunni - Landgræðslu ríkisins og Skógræktina. Þetta eru lykilstofnanir landsins þegar kemur að loftslagsmálum, náttúrunýtingu og náttúruvernd. Svandís tilkynnti þetta fyrir ríkisstjórn í síðari hluta október og fór strax á fundi með starfsmönnum beggja stofnana þar sem hún tilkynnti þeim ákvörðun sína. Allir starfsmenn flytjast yfir í nýja stofnun, mannauður og þekking á að haldast innan hennar. Breytingar á skipulagi munu bíða nýs forstöðumanns, hver svo sem hann verður. Engin breyting verður gerð á tilhögun starfsstöðva í sameiningarferlinu eða staðsetningum starfsmanna. Sameinuð stofnun mun hafa um 130 stöðugildi og getur aðalskrifstofa verið staðsett á öllum megin starfsstöðvum. Ráðherra segir að með sameiningu verði auðveldara og skilvirkara að halda utan um verkefni eins og loftslagsbókhald, endurheimt birkiskóga, fræframleiðslu, landupplýsingar, ráðgjöf til bænda og landeigenda um landnýtingu og landbætur, umsjón lands í eigu ríkisins ásamt fræðslu og kynningu - og svo framvegis. Þetta hljómar allt saman bara nokkuð vel og Svandís má bara vera ánægð með þessi plön sýnist manni, en hún getur samt sem áður ekki eignað sér heiðurinn allan því umræður og plön um sameiningu þessara tveggja stofnana hafa legið lengi í farvatninu og hefur raunar verið á dagskrá stjórnvalda í áratugi. Stjórnendur stofnananna tveggja eru líka ánægðir með sameininguna. Sunna Valgerðardóttir skoðar plön sameiningu gróðurstofnana í Þetta helst í dag.
11/14/2022 • 15 minutes
Fótboltinn og mannréttindabrotin í Persaflóa
Heimsmeistaramót karlalandsliða í fótbolta hefst í Katar eftir rúma viku. Það vakti undrun margra þegar þetta litla land í Persaflóa varð fyrir valinu. En það vakti óneitanlega mikinn fögnuð sendinefndar Katars, sem stormaði á svið þegar þetta var allt saman tilkynnt með pompi og prakt. Þar tók næstur til máls þennan annan dag desembermánaðar 2010 sonur þáverandi emírsins af Katar, einn tuttugu og fjögurra barna hans. Sheikh Mohammed bin Hamad bin Khalifa Al Thani. Katar er lítið land að flatarmáli, það skagar eins og tota út í Persaflóa. Al Thani-fjölskyldan hefur ráðið þar ríkjum frá því um 1870. Íbúarnir eru um þrjár milljónir en Katarar sjálfir eru aðeins um 600 þúsund og þeir einir hafa ríkisborgararétt. Aðrir eru fyrst og fremst útlendingar sem þar vinna og oft við bág kjör. Mörg þúsund erlendir verkamenn hafa látist við uppbygginguna fyrir heimsmeistaramótið. Ragnhildur Thorlacius lítur á bak við tjöldin í Katar í þætti dagsins.
11/11/2022 • 0
Fótboltinn og mannréttindabrotin í Persaflóa
Heimsmeistaramót karlalandsliða í fótbolta hefst í Katar eftir rúma viku. Það vakti undrun margra þegar þetta litla land í Persaflóa varð fyrir valinu. En það vakti óneitanlega mikinn fögnuð sendinefndar Katars, sem stormaði á svið þegar þetta var allt saman tilkynnt með pompi og prakt. Þar tók næstur til máls þennan annan dag desembermánaðar 2010 sonur þáverandi emírsins af Katar, einn tuttugu og fjögurra barna hans. Sheikh Mohammed bin Hamad bin Khalifa Al Thani. Katar er lítið land að flatarmáli, það skagar eins og tota út í Persaflóa. Al Thani-fjölskyldan hefur ráðið þar ríkjum frá því um 1870. Íbúarnir eru um þrjár milljónir en Katarar sjálfir eru aðeins um 600 þúsund og þeir einir hafa ríkisborgararétt. Aðrir eru fyrst og fremst útlendingar sem þar vinna og oft við bág kjör. Mörg þúsund erlendir verkamenn hafa látist við uppbygginguna fyrir heimsmeistaramótið. Ragnhildur Thorlacius lítur á bak við tjöldin í Katar í þætti dagsins.
11/11/2022 • 15 minutes
Skýrsla um söluna á Íslandsbanka
Íslenska ríkið eignaðist allan Íslandsbanka árið 2015 og nánast síðan þá hefur það verið stefna að minnka eignarhald ríkisins í bankanum. Selja hluta hans. Söluferlið hófst í fyrra, þá seldist 35 prósent og voru hluthafarnir þar um 24.000 talsins. Opið útboð. Allir fengu að taka þátt og allt gekk vel. Seinna útboðið, sem var lokað, var svo haldið í lok mars á þessu ári. Það gekk ekki eins vel. Það fengu alls ekki allir að taka þátt heldur voru kaupendur valdir og þeim meira að segja gefinn ríflegur afsláttur. Og nöfnin voru mörgum kunn, sérstaklega þeirra sem þekktu til efnahagshrunsins 2009. Mikið af sömu leikmönnum. Pabbi fjármálaráðherra keypti líka í bankanum. Það varð eiginlega allt vitlaust. Bankasýslan var kölluð fyrir þingnefnd, fjármálaráðherra líka, stjórnarandstaðan heimtaði óháða rannsókn, það var mótmælt á Austurvelli - og ríkisendurskoðun tók svo málið í sínar hendur. Skýrslu yrði skilað í júní. Henni var ekki skilað í júní og heldur ekki í ágúst, eða október. Hún átti að koma í vikunni en núna er sagt að hún verði opinber í byrjun næstu viku. Sunna Valgerðardóttir gerir skýrslu í Þetta helst í dag um þetta söluferli, svona rétt til að rifja upp atburðarrásina sem er þó ekki eldri en rúmlega hálfs árs gömul, þó að að virðist kannski aðeins lengra. Svo við verðum upplýst þegar skýrslan loks skilar sér.
11/10/2022 • 0
Skýrsla um söluna á Íslandsbanka
Íslenska ríkið eignaðist allan Íslandsbanka árið 2015 og nánast síðan þá hefur það verið stefna að minnka eignarhald ríkisins í bankanum. Selja hluta hans. Söluferlið hófst í fyrra, þá seldist 35 prósent og voru hluthafarnir þar um 24.000 talsins. Opið útboð. Allir fengu að taka þátt og allt gekk vel. Seinna útboðið, sem var lokað, var svo haldið í lok mars á þessu ári. Það gekk ekki eins vel. Það fengu alls ekki allir að taka þátt heldur voru kaupendur valdir og þeim meira að segja gefinn ríflegur afsláttur. Og nöfnin voru mörgum kunn, sérstaklega þeirra sem þekktu til efnahagshrunsins 2009. Mikið af sömu leikmönnum. Pabbi fjármálaráðherra keypti líka í bankanum. Það varð eiginlega allt vitlaust. Bankasýslan var kölluð fyrir þingnefnd, fjármálaráðherra líka, stjórnarandstaðan heimtaði óháða rannsókn, það var mótmælt á Austurvelli - og ríkisendurskoðun tók svo málið í sínar hendur. Skýrslu yrði skilað í júní. Henni var ekki skilað í júní og heldur ekki í ágúst, eða október. Hún átti að koma í vikunni en núna er sagt að hún verði opinber í byrjun næstu viku. Sunna Valgerðardóttir gerir skýrslu í Þetta helst í dag um þetta söluferli, svona rétt til að rifja upp atburðarrásina sem er þó ekki eldri en rúmlega hálfs árs gömul, þó að að virðist kannski aðeins lengra. Svo við verðum upplýst þegar skýrslan loks skilar sér.
11/10/2022 • 18 minutes, 59 seconds
Er internetheimur Zuckerbergs bara bóla?
Þær fregnir bárust í dag að Mark Zuckerberg ætlar að reka 11.000 starfsmenn META, móðurfyrirtæki Facebook, Instagram og Whatsapp, í dag. Þetta eru um 13 prósent af starfsflota fyrirtækisins og er gert vegna niðurskurðar. Fyrirtækið Facebook inc. fékk þetta nýja nafn, META, fyrir um ári síðan. Nýja nafninu er ætlað að endurspegla betur breytta stefnu tæknirisans, en forstjóri og stofnandi Facebook, nú Meta, Mark Zuckerberg leggur höfuðáherslu á þróun nýs sýndarveruleikaheims, the Metaverse. Þar mun fólk ekki einungis geta leikið sér og varið stundum með vinum og fjölskyldum heldur einnig lagt stund á vinnu og viðskipti. En það gengur ekkert rosalega vel hjá Zuckerberg. Verðgildi META hefur fallið um 700 milljarða dollara frá upphafi þessa árs. 230 milljarðar hurfu á einu bretti í febrúar, mesta verðgildislækkun fyrirtækis á einum degi í sögu Bandaríkjanna. Það hafa nefninlega ekki allir sömu sýn á Metaverse og Zuckerberg og hans fólk, enda hafa hlutabréfin fallið um ríflega 70 prósent á árinu. Snorri Rafn Hallson fjallar um META, söguna og stöðuna, í þætti dagsins.
11/9/2022 • 0
Er internetheimur Zuckerbergs bara bóla?
Þær fregnir bárust í dag að Mark Zuckerberg ætlar að reka 11.000 starfsmenn META, móðurfyrirtæki Facebook, Instagram og Whatsapp, í dag. Þetta eru um 13 prósent af starfsflota fyrirtækisins og er gert vegna niðurskurðar. Fyrirtækið Facebook inc. fékk þetta nýja nafn, META, fyrir um ári síðan. Nýja nafninu er ætlað að endurspegla betur breytta stefnu tæknirisans, en forstjóri og stofnandi Facebook, nú Meta, Mark Zuckerberg leggur höfuðáherslu á þróun nýs sýndarveruleikaheims, the Metaverse. Þar mun fólk ekki einungis geta leikið sér og varið stundum með vinum og fjölskyldum heldur einnig lagt stund á vinnu og viðskipti. En það gengur ekkert rosalega vel hjá Zuckerberg. Verðgildi META hefur fallið um 700 milljarða dollara frá upphafi þessa árs. 230 milljarðar hurfu á einu bretti í febrúar, mesta verðgildislækkun fyrirtækis á einum degi í sögu Bandaríkjanna. Það hafa nefninlega ekki allir sömu sýn á Metaverse og Zuckerberg og hans fólk, enda hafa hlutabréfin fallið um ríflega 70 prósent á árinu. Snorri Rafn Hallson fjallar um META, söguna og stöðuna, í þætti dagsins.
11/9/2022 • 15 minutes, 39 seconds
Allt í járnum í bandarískum stjórnmálum
Í fréttaskýringaþættinum Þetta helst í dag þriðjudaginn 8. nóvember er horft vestur um haf. Það er kjördagur í Bandaríkjunum, svokallaðar midterms kosningar, það eru kosningar sem fara fram á miðju kjörtímabili Bandaríkjaforseta. Við spáum í af hverju það er kosið í miðri vinnuviku og ýmislegt sem okkur hér á Íslandi þykir sérkennilegt. Af hverju bara er kosið um 34 þingsæti í öldunardeild núna, þegar sætin eru 100? Allt bendir til þess að Repúblíkanar nái undirtökum á þingi - í það minnsta í fulltrúadeild og þá verður vandasamt fyrir Biden forseta að ná sínum málum í gegn. Eða ómögulegt jafnvel. Í þættinum útskýrir Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði bandaríska kerfið, stöðuna í pólitíkinni og veltir vöngum um hvert stefni. Ragnhildur Thorlacius hefur umsjón með þætti dagsins.
11/8/2022 • 0
Allt í járnum í bandarískum stjórnmálum
Í fréttaskýringaþættinum Þetta helst í dag þriðjudaginn 8. nóvember er horft vestur um haf. Það er kjördagur í Bandaríkjunum, svokallaðar midterms kosningar, það eru kosningar sem fara fram á miðju kjörtímabili Bandaríkjaforseta. Við spáum í af hverju það er kosið í miðri vinnuviku og ýmislegt sem okkur hér á Íslandi þykir sérkennilegt. Af hverju bara er kosið um 34 þingsæti í öldunardeild núna, þegar sætin eru 100?
Allt bendir til þess að Repúblíkanar nái undirtökum á þingi - í það minnsta í fulltrúadeild og þá verður vandasamt fyrir Biden forseta að ná sínum málum í gegn. Eða ómögulegt jafnvel. Í þættinum útskýrir Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði bandaríska kerfið, stöðuna í pólitíkinni og veltir vöngum um hvert stefni. Ragnhildur Thorlacius hefur umsjón með þætti dagsins.
11/8/2022 • 15 minutes
Útlendingarnir sem máttu ekki vera hérna
Útlendingar verða á dagskrá í Þetta helst í dag. Eða reyndar þeir útlendingar sem voru sendir úr landi með leiguflugi til meginlandsins í síðustu viku. Þeir fimmtán útlendingar sem stjórnvöld handtóku, lyftu úr hjólastól, kipptu úr framhaldsskóla og settu suma í fangelsi, en eru nú á götunni í Grikklandi. Búið að kalla ríkislögreglustjóra fyrir allsherjar- og menntamálanefnd og embættið á að skila greinargerð til dómsmálaráðuneytisins um framkvæmdina. En það er alls ekkert víst að þetta væri svona í umræðunni ef þetta hefði ekki náðst á filmu, og þetta náðist á filmu, þó að starfsfólk ISAVIA hafi sannarlega reynt að koma í veg fyrir það með öllum tiltækum ráðum. UNICEF, Biskup Íslands, Rauði krossinn, Þroskahjálp, Öryrkjabandalagið, Kennarasambandið, Sjálfsbjörg og Amnesty International eru meðal þeirra stofnana sem hafa fordæmt aðgerðirnar, en eftir stendur að ráðamenn segja að það sé einfaldlega verið að fylgja lögum. Þó sé nú ekki alveg í lagi að lögreglan hafi ekki bíl til umráða sem geri ráð fyrir fólki í hjólastólum. Þessi atburðarrás, sem dómsmálaráðherra segir reyndar að eigi sér stað í hverri viku þó að við vitum ekki af því, hófst á miðvikudag, 2. nóvember og Sunna Valgerðardóttir fer yfir hana í þætti dagsins.
11/7/2022 • 0
Útlendingarnir sem máttu ekki vera hérna
Útlendingar verða á dagskrá í Þetta helst í dag. Eða reyndar þeir útlendingar sem voru sendir úr landi með leiguflugi til meginlandsins í síðustu viku. Þeir fimmtán útlendingar sem stjórnvöld handtóku, lyftu úr hjólastól, kipptu úr framhaldsskóla og settu suma í fangelsi, en eru nú á götunni í Grikklandi. Búið að kalla ríkislögreglustjóra fyrir allsherjar- og menntamálanefnd og embættið á að skila greinargerð til dómsmálaráðuneytisins um framkvæmdina. En það er alls ekkert víst að þetta væri svona í umræðunni ef þetta hefði ekki náðst á filmu, og þetta náðist á filmu, þó að starfsfólk ISAVIA hafi sannarlega reynt að koma í veg fyrir það með öllum tiltækum ráðum. UNICEF, Biskup Íslands, Rauði krossinn, Þroskahjálp, Öryrkjabandalagið, Kennarasambandið, Sjálfsbjörg og Amnesty International eru meðal þeirra stofnana sem hafa fordæmt aðgerðirnar, en eftir stendur að ráðamenn segja að það sé einfaldlega verið að fylgja lögum. Þó sé nú ekki alveg í lagi að lögreglan hafi ekki bíl til umráða sem geri ráð fyrir fólki í hjólastólum. Þessi atburðarrás, sem dómsmálaráðherra segir reyndar að eigi sér stað í hverri viku þó að við vitum ekki af því, hófst á miðvikudag, 2. nóvember og Sunna Valgerðardóttir fer yfir hana í þætti dagsins.
11/7/2022 • 20 minutes
Moldríki bindindismaðurinn í Downing-stræti
Maðurinn sem breski Íhaldsflokkurinn hefur falið það verkefni að sigla hagkefinu í örugga höfn þykir nákvæmismaður. Hann er ungur, forríkur, hefur áhuga á tölfræði, er bindindismaður á áfengi og neytir ekki nautakjöts. Hann heitir Rishi Sunak og Ragnhildur Thorlacius fjallar um hann í Þetta helst.
11/4/2022 • 0
Moldríki bindindismaðurinn í Downing-stræti
Maðurinn sem breski Íhaldsflokkurinn hefur falið það verkefni að sigla hagkefinu í örugga höfn þykir nákvæmismaður. Hann er ungur, forríkur, hefur áhuga á tölfræði, er bindindismaður á áfengi og neytir ekki nautakjöts. Hann heitir Rishi Sunak og Ragnhildur Thorlacius fjallar um hann í Þetta helst.
11/4/2022 • 15 minutes, 19 seconds
Breiðfylkingin sem skrapp saman
Forysta Samfylkingarinnar var algjörlega endurnýjuð á landsfundi um síðustu helgi. Ný formaður, Kristrún Mjöll Frostadóttir, er tekinn við stjórnartaumunum. Flokkurinn heitir núna Samfylkingin - jafnaðarflokkur Íslands og merki flokksins er ekki lengur rauða kúlan, heldur alþjóðlega jafnaðarmannamerkið rauða rósin. Nýrrar forystu bíður ærið verkefni. Nú er staðan sú að helmingur sex sitjandi þingmanna Samfylkingarinnar hefur á einhverjum tímapunkti verið formaður flokksins. Fyrir ekkert svo mörgum árum átti Samfylkingin tuttugu þingsæti. Tæpan þriðjung á þingi. Í Þetta helst í dag er skoðuð saga þessa merkilega jafnaðarmannaflokks sem var stofnaður sem breiðfylking - mótvægi við íhaldið, en tapaði svo eyrum kjósenda.
11/3/2022 • 0
Breiðfylkingin sem skrapp saman
Forysta Samfylkingarinnar var algjörlega endurnýjuð á landsfundi um síðustu helgi. Ný formaður, Kristrún Mjöll Frostadóttir, er tekinn við stjórnartaumunum. Flokkurinn heitir núna Samfylkingin - jafnaðarflokkur Íslands og merki flokksins er ekki lengur rauða kúlan, heldur alþjóðlega jafnaðarmannamerkið rauða rósin. Nýrrar forystu bíður ærið verkefni. Nú er staðan sú að helmingur sex sitjandi þingmanna Samfylkingarinnar hefur á einhverjum tímapunkti verið formaður flokksins. Fyrir ekkert svo mörgum árum átti Samfylkingin tuttugu þingsæti. Tæpan þriðjung á þingi. Í Þetta helst í dag er skoðuð saga þessa merkilega jafnaðarmannaflokks sem var stofnaður sem breiðfylking - mótvægi við íhaldið, en tapaði svo eyrum kjósenda.
11/3/2022 • 17 minutes, 59 seconds
Elon Musk og frelsun fuglsins
Fuglinn er frelsaður, skrifaði Elon Musk, ríkasti maður heims, á internetið síðastliðinn föstudag. Fuglinn í þessu samhengi er samfélagsmiðillinn Twitter, frelsaður af Musk sjálfum, en kaup hans á miðlinum fyrir heila 44 milljarða Bandaríkadala gengu loks í gegn. Lógó, eða kennimerki Twitter, er blár tístandi fugl og færslurnar sem fólk skrifar á miðilinn eru alla jafna kölluð tíst, eða Tweet. Musk tísti sumsé að hann hefði frelsað fuglinn, tístarann. Hann gerði óskiljanlega hátt kauptilboð í miðilinn í apríl á þessu ári og var það samþykkt af stjórn Twitter. En síðan þá, í apríl, hefur ýmislegt gengið á. Musk hefur reynt að hætta við, það hafa komið upp málaferli, uppljóstranir og fleira. Snorri Rafn Hallsson fer yfir helstu vendingar í stóra Twittermálinu og skoðar fyrirætlanir Musks með þetta stóra og merkilega fyrirtæki.
11/2/2022 • 0
Elon Musk og frelsun fuglsins
Fuglinn er frelsaður, skrifaði Elon Musk, ríkasti maður heims, á internetið síðastliðinn föstudag. Fuglinn í þessu samhengi er samfélagsmiðillinn Twitter, frelsaður af Musk sjálfum, en kaup hans á miðlinum fyrir heila 44 milljarða Bandaríkadala gengu loks í gegn. Lógó, eða kennimerki Twitter, er blár tístandi fugl og færslurnar sem fólk skrifar á miðilinn eru alla jafna kölluð tíst, eða Tweet. Musk tísti sumsé að hann hefði frelsað fuglinn, tístarann. Hann gerði óskiljanlega hátt kauptilboð í miðilinn í apríl á þessu ári og var það samþykkt af stjórn Twitter. En síðan þá, í apríl, hefur ýmislegt gengið á. Musk hefur reynt að hætta við, það hafa komið upp málaferli, uppljóstranir og fleira. Snorri Rafn Hallsson fer yfir helstu vendingar í stóra Twittermálinu og skoðar fyrirætlanir Musks með þetta stóra og merkilega fyrirtæki.
11/2/2022 • 19 minutes, 14 seconds
Mál ónefnda fótboltamannsins, Gylfa Sigurðssonar II
Það fer að nálgast eitt og hálft ár síðan Gylfi Þór Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Everton, lykilmaður í íslenska landsliðinu og raunar einn besti fótboltamaður sem Ísland hefur alið af sér, var handtekinn í Manchester í Bretlandi vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni. Gylfi var látinn laus gegn tryggingu en hefur verið í farbanni síðan, sem hefur verið framlengt nokkrum sinnum. Hann hefur dvalið í eins konar stofufangelsi bróðurpart þessa tíma, hann hefur ekki spilað knattspyrnu síðan hann var handtekinn og raunar lítið sem ekkert heyrst af hans máli. Hvorki ákæra né niðurfelling. Málið er bara í rannsókn. Það er enn ekki búið að nafngreina Gylfa í fjölmiðlum ytra. Fjölskylda hans er flutt heim til Íslands, pabbi hans hefur beðið íslensk stjórnvöld að skipta sér af og sumir segja að það sé verið að brjóta mannréttindi Gylfa með því að hafa hann í farbanni síðan í júlí í fyrra. María Rún Bjarnadóttir er lögfræðingur hjá ríkislögreglustjóra og sérfræðingur í kynferðisbrotamálum, meðal annars. Hún segir að þetta sé vissulega langur tími, en eins og við þekkjum þá er málsmeðferðartími kynferðisbrotamála alla jafna allt of langur. Og þó að það sé auðvitað íþyngjandi fyrir sakborninga, þá er það ekki síður óbærilegt fyrir brotaþolana. Og fimmtán mánuðir er alveg mikið, allt of mikið, en ekkert endilega óvenjulega mikið. Breskir dómstólar myndu heldur ekki samþykkja ítrekaða framlengingu á farbanni nema lögreglan gæti sýnt fram á að það sé virk rannsókn í gangi. Sunna Valgerðardóttir fékk Maríu Rún í Þetta helst til að spá í framhald máls fótboltamannsins ónefnda, Gylfa Þórs Sigurðssonar.
11/1/2022 • 0
Mál ónefnda fótboltamannsins, Gylfa Sigurðssonar II
Það fer að nálgast eitt og hálft ár síðan Gylfi Þór Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Everton, lykilmaður í íslenska landsliðinu og raunar einn besti fótboltamaður sem Ísland hefur alið af sér, var handtekinn í Manchester í Bretlandi vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni. Gylfi var látinn laus gegn tryggingu en hefur verið í farbanni síðan, sem hefur verið framlengt nokkrum sinnum. Hann hefur dvalið í eins konar stofufangelsi bróðurpart þessa tíma, hann hefur ekki spilað knattspyrnu síðan hann var handtekinn og raunar lítið sem ekkert heyrst af hans máli. Hvorki ákæra né niðurfelling. Málið er bara í rannsókn. Það er enn ekki búið að nafngreina Gylfa í fjölmiðlum ytra. Fjölskylda hans er flutt heim til Íslands, pabbi hans hefur beðið íslensk stjórnvöld að skipta sér af og sumir segja að það sé verið að brjóta mannréttindi Gylfa með því að hafa hann í farbanni síðan í júlí í fyrra. María Rún Bjarnadóttir er lögfræðingur hjá ríkislögreglustjóra og sérfræðingur í kynferðisbrotamálum, meðal annars. Hún segir að þetta sé vissulega langur tími, en eins og við þekkjum þá er málsmeðferðartími kynferðisbrotamála alla jafna allt of langur. Og þó að það sé auðvitað íþyngjandi fyrir sakborninga, þá er það ekki síður óbærilegt fyrir brotaþolana. Og fimmtán mánuðir er alveg mikið, allt of mikið, en ekkert endilega óvenjulega mikið. Breskir dómstólar myndu heldur ekki samþykkja ítrekaða framlengingu á farbanni nema lögreglan gæti sýnt fram á að það sé virk rannsókn í gangi. Sunna Valgerðardóttir fékk Maríu Rún í Þetta helst til að spá í framhald máls fótboltamannsins ónefnda, Gylfa Þórs Sigurðssonar.
11/1/2022 • 19 minutes, 15 seconds
Samherjar á sextugsaldri læsa saman hornum í formannsslag
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur skorað formanninn Bjarna Benediktsson á hólm. Guðlaugur vill verða taka við keflinu. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram um næstu helgi, hefst föstudaginn 4. nóvember, og kosningin verður á sunnudag. Þetta er fyrsti landsfundur flokksins síðan fyrir faraldurinn. Guðlaugur Þór smalaði húsfylli í Valhöll í gær þar sem stuðningsmenn hans hlýddu á framboðsræðuna og það er ljóst að það eru spennandi kosningar framundan. Sunna Valgerðardóttir sló á þráðinn til stjórnmálaprófessors í þættinum í dag, Ólafs Þ. Harðarsonar, og fékk hans vangaveltur um hvað sé að fara að gerast í flokknum. Ólafur efast um að formannsskipti í flokknum ein og sér bæti sérstaklega við fylgi í næstu kosninum, sérstaklega í ljósi þess að það er erfitt að sjá einhvern stóran málefnamun á milli Guðlaugs og Bjarna. Þetta snýst meira um persónur og leikendur. Þá fer ásýnd flokksins eftir svona slag alveg eftir því hvernig menn ganga frá borði eftir að hafa tekist á.
10/31/2022 • 0
Samherjar á sextugsaldri læsa saman hornum í formannsslag
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur skorað formanninn Bjarna Benediktsson á hólm. Guðlaugur vill verða taka við keflinu. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram um næstu helgi, hefst föstudaginn 4. nóvember, og kosningin verður á sunnudag. Þetta er fyrsti landsfundur flokksins síðan fyrir faraldurinn. Guðlaugur Þór smalaði húsfylli í Valhöll í gær þar sem stuðningsmenn hans hlýddu á framboðsræðuna og það er ljóst að það eru spennandi kosningar framundan. Sunna Valgerðardóttir sló á þráðinn til stjórnmálaprófessors í þættinum í dag, Ólafs Þ. Harðarsonar, og fékk hans vangaveltur um hvað sé að fara að gerast í flokknum. Ólafur efast um að formannsskipti í flokknum ein og sér bæti sérstaklega við fylgi í næstu kosninum, sérstaklega í ljósi þess að það er erfitt að sjá einhvern stóran málefnamun á milli Guðlaugs og Bjarna. Þetta snýst meira um persónur og leikendur. Þá fer ásýnd flokksins eftir svona slag alveg eftir því hvernig menn ganga frá borði eftir að hafa tekist á.
10/31/2022 • 16 minutes, 56 seconds
Skotárásir IV: Hið illa (e)
Fjórði og síðasti þáttur Katrínar Ásmundsdóttur um skotárásir. Fyrri þættir voru um árásina í Uvalde í Texas, tíðni skotárása, deilur um vopnaeign, pólitík og tilefni og hvatir að baki slíkum voðaverkum. Í dag lýkur umfjölluninni með viðtali við Sólveigu Önnu Bóasdóttur, prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Háskóla Íslands, um hið illa. Illskunni hefur verið kennt um ófá voðaverk. Katrín spyr Sólveigu Önnu út í birtingarmyndir illskunnar, mótvægið við henni og hvort sé í raun sterkara - þegar allt kemur til alls: Hið góða eða illa? Þátturinn var fyrst á dagskrá 13. júní 2022.
10/28/2022 • 0
Skotárásir IV: Hið illa (e)
Fjórði og síðasti þáttur Katrínar Ásmundsdóttur um skotárásir. Fyrri þættir voru um árásina í Uvalde í Texas, tíðni skotárása, deilur um vopnaeign, pólitík og tilefni og hvatir að baki slíkum voðaverkum. Í dag lýkur umfjölluninni með viðtali við Sólveigu Önnu Bóasdóttur, prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Háskóla Íslands, um hið illa. Illskunni hefur verið kennt um ófá voðaverk. Katrín spyr Sólveigu Önnu út í birtingarmyndir illskunnar, mótvægið við henni og hvort sé í raun sterkara - þegar allt kemur til alls: Hið góða eða illa? Þátturinn var fyrst á dagskrá 13. júní 2022.
10/28/2022 • 17 minutes, 47 seconds
Skotárásir III: Hvatinn (e)
Þriðji þáttur af fjórum í seríu Katrínar Ásmundsdóttur um skotárásir í Bandaríkjunum. Í þættinum er rætt við Margréti Valdimarsdóttur, doktor í afbrotafræði og dósent í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, og spyrjum hana út í hvatanna og tilefnin að baki skotárásum. Sér í lagi fjöldaskotárásum, eins og þeirri sem átti sér stað í grunnskóla í Uvalde í Texas undir lok síðasta mánaðar. Þar sem maður myrti tuttugu og einn, þar af nítján börn undir tíu ára aldri. Skyttan sjálf var átján ára. Raunar einkennir lágur aldur lang lang flesta skotárásarmenn í grunnskólum. Það og kyn þeirra - en flestir þeirra eru piltar undir átján ára aldri. En hvernig gerist þetta? Hvernig gerist það að einstaklingur ákveður að beita vopni gegn annarri manneskju í samfélagi eins og Bandaríkjunum, sem á svo margan hátt er líkt okkar? Hvað þá gegn fjölda fólks? Gegn börnum? Hverjir fremja skotárásir og hvað knýr þá áfram? Þátturinn var fyrst á dagskrá 9. júní 2022.
10/27/2022 • 0
Skotárásir III: Hvatinn (e)
Þriðji þáttur af fjórum í seríu Katrínar Ásmundsdóttur um skotárásir í Bandaríkjunum. Í þættinum er rætt við Margréti Valdimarsdóttur, doktor í afbrotafræði og dósent í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, og spyrjum hana út í hvatanna og tilefnin að baki skotárásum. Sér í lagi fjöldaskotárásum, eins og þeirri sem átti sér stað í grunnskóla í Uvalde í Texas undir lok síðasta mánaðar. Þar sem maður myrti tuttugu og einn, þar af nítján börn undir tíu ára aldri. Skyttan sjálf var átján ára. Raunar einkennir lágur aldur lang lang flesta skotárásarmenn í grunnskólum. Það og kyn þeirra - en flestir þeirra eru piltar undir átján ára aldri. En hvernig gerist þetta? Hvernig gerist það að einstaklingur ákveður að beita vopni gegn annarri manneskju í samfélagi eins og Bandaríkjunum, sem á svo margan hátt er líkt okkar? Hvað þá gegn fjölda fólks? Gegn börnum? Hverjir fremja skotárásir og hvað knýr þá áfram? Þátturinn var fyrst á dagskrá 9. júní 2022.
10/27/2022 • 19 minutes, 59 seconds
Skotárásir II: Skotvopnalöggjöf (e)
Skotvopnalöggjöf og eldheitar umræður og deilur um skotvopnaeign í Bandaríkjunum eru á dagskrá í dag. Hart hefur verið tekist á um málið í áraraðir. Löggjöfin er æði frjálslynd í samanburði við önnur ríki heims og rétturinn til að eiga og bera vopn er verndaður í annarri grein stjórnarskrárinnar, þótt einnig sé deilt um það. Von margra, sér í lagi Demókrata, er sú að árásirnar verði loks til þess að gripið verði til aðgerða; löggjöfinni breytt og hún bætt. Þátturinn var fyrst á dagskrá 7. júní 2022.
10/26/2022 • 0
Skotárásir II: Skotvopnalöggjöf (e)
Skotvopnalöggjöf og eldheitar umræður og deilur um skotvopnaeign í Bandaríkjunum eru á dagskrá í dag. Hart hefur verið tekist á um málið í áraraðir. Löggjöfin er æði frjálslynd í samanburði við önnur ríki heims og rétturinn til að eiga og bera vopn er verndaður í annarri grein stjórnarskrárinnar, þótt einnig sé deilt um það. Von margra, sér í lagi Demókrata, er sú að árásirnar verði loks til þess að gripið verði til aðgerða; löggjöfinni breytt og hún bætt. Þátturinn var fyrst á dagskrá 7. júní 2022.
10/26/2022 • 15 minutes, 39 seconds
Skotárásir I: Skotárásin í Uvalde í Texas (e)
Um miðjan maí myrti átján ára maður tíu og særði þrjá í stórmarkaði í Buffalo í New York í Bandaríkjunum, í árás sem lögregluyfirvöld lýsa sem hreinum og klárum rasískum hatursglæp. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi. Skotárásin var þá ein sú mannskæðasta í Bandaríkjunum það sem af er ári - jafnvel þótt hún væri númer 198 á þeim rúmlega nítján vikum sem þá voru liðnar af árinu. Það átti þó eftir að breytast viku síðar. Þann tuttugasta og fimmta maí myrti annar átján ára árásarmaður nítján börn og tvo kennara í skotárás í skóla fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára í bænum Uvalde í Texas. Á annan tug særðust. Árásarmaðurinn var skotinn til bana á vettvangi. Árásin í Uvalde er sú mannskæðasta frá því að tvítugur árásarmaður myrti tuttugu og sex í Sandy Hook-grunnskólanum í Connecticut fyrir tíu árum. Tuttugu fórnarlambanna voru sex og sjö ára börn. Þátturinn var fyrst á dagskrá 2. júní 2022.
10/25/2022 • 0
Skotárásir I: Skotárásin í Uvalde í Texas (e)
Um miðjan maí myrti átján ára maður tíu og særði þrjá í stórmarkaði í Buffalo í New York í Bandaríkjunum, í árás sem lögregluyfirvöld lýsa sem hreinum og klárum rasískum hatursglæp. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi. Skotárásin var þá ein sú mannskæðasta í Bandaríkjunum það sem af er ári - jafnvel þótt hún væri númer 198 á þeim rúmlega nítján vikum sem þá voru liðnar af árinu. Það átti þó eftir að breytast viku síðar. Þann tuttugasta og fimmta maí myrti annar átján ára árásarmaður nítján börn og tvo kennara í skotárás í skóla fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára í bænum Uvalde í Texas. Á annan tug særðust. Árásarmaðurinn var skotinn til bana á vettvangi. Árásin í Uvalde er sú mannskæðasta frá því að tvítugur árásarmaður myrti tuttugu og sex í Sandy Hook-grunnskólanum í Connecticut fyrir tíu árum. Tuttugu fórnarlambanna voru sex og sjö ára börn. Þátturinn var fyrst á dagskrá 2. júní 2022.
10/25/2022 • 17 minutes, 59 seconds
Guccimeistari, milljarðamæringur og svindlari
Um árabil var maður að nafni Ramon Abbas einn allra vinsælasti áhrifavaldur Nígeríu. Hann var með meira en tvær milljónir fylgjenda á Instagram þar sem hann stærði sig af lúxuslífstíl sínum í Dúbaí, íklæddur dýrustu merkjavöru, með Rólexúr og dýra skartgripi, akandi sportbílum eða fljúgandi í einkaþotu. Abbas kallaði sig Hushpuppi á Instagram og einnig, með vísun í eitt uppáhalds fatamerki sitt, Billionaire Gucci Master. En hvaðan komu peningarnir fyrir öllum þessum lystisemdum? Þar reyndist ekki vera allt með feldu. Abbas situr nú í fangelsi í Bandaríkjunum og á yfir höfði sér margra ára dóm, hafandi játað á sig tugmilljóna dollara fjársvik og peningaþvætti. Þetta helst fjallaði um nígeríska áhrifavaldinn sem reyndist svikahrappur.
10/24/2022 • 0
Guccimeistari, milljarðamæringur og svindlari
Um árabil var maður að nafni Ramon Abbas einn allra vinsælasti áhrifavaldur Nígeríu. Hann var með meira en tvær milljónir fylgjenda á Instagram þar sem hann stærði sig af lúxuslífstíl sínum í Dúbaí, íklæddur dýrustu merkjavöru, með Rólexúr og dýra skartgripi, akandi sportbílum eða fljúgandi í einkaþotu. Abbas kallaði sig Hushpuppi á Instagram og einnig, með vísun í eitt uppáhalds fatamerki sitt, Billionaire Gucci Master. En hvaðan komu peningarnir fyrir öllum þessum lystisemdum? Þar reyndist ekki vera allt með feldu. Abbas situr nú í fangelsi í Bandaríkjunum og á yfir höfði sér margra ára dóm, hafandi játað á sig tugmilljóna dollara fjársvik og peningaþvætti. Þetta helst fjallaði um nígeríska áhrifavaldinn sem reyndist svikahrappur.
10/24/2022 • 16 minutes, 8 seconds
Alræmdasta óleysta morðmál Noregs
Birgitte Tengs var sautján ára gömul þegar hún fannst látin í kjarrgróðri við vegkant, skammt frá heimili sínu á Karmøy í sunnanverðum Noregi, í maí 1995. Hún hafði verið myrt. Í hönd fór ein umfangsmesta lögreglurannsókn norskrar sögu. Frændi Birgitte var dæmdur fyrir morðið en síðar sýknaður, meðal annars þökk sé vitnisburði Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings. Morðið á Birgitte telst því óleyst í meira en aldarfjórðung og hefur orðið eitt af alræmdustu glæpamálum norskrar sögu, orðið innblástur að heimildaþáttum, hlaðvörpum og sjónvarpsseríum. Nú hefur dregið til tíðinda í málinu, en norsk yfirvöld tilkynntu nýverið að búið væri að ákæra mann fyrir morðið. Sá er einnig sakaður um annað morð á ungri konu. Þetta helst fjallar um morðið á Birgitte Tengs, rannsókn málsins og nýjustu vendingar.
10/21/2022 • 0
Alræmdasta óleysta morðmál Noregs
Birgitte Tengs var sautján ára gömul þegar hún fannst látin í kjarrgróðri við vegkant, skammt frá heimili sínu á Karmøy í sunnanverðum Noregi, í maí 1995. Hún hafði verið myrt. Í hönd fór ein umfangsmesta lögreglurannsókn norskrar sögu. Frændi Birgitte var dæmdur fyrir morðið en síðar sýknaður, meðal annars þökk sé vitnisburði Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings. Morðið á Birgitte telst því óleyst í meira en aldarfjórðung og hefur orðið eitt af alræmdustu glæpamálum norskrar sögu, orðið innblástur að heimildaþáttum, hlaðvörpum og sjónvarpsseríum. Nú hefur dregið til tíðinda í málinu, en norsk yfirvöld tilkynntu nýverið að búið væri að ákæra mann fyrir morðið. Sá er einnig sakaður um annað morð á ungri konu. Þetta helst fjallar um morðið á Birgitte Tengs, rannsókn málsins og nýjustu vendingar.
10/21/2022 • 16 minutes, 1 second
Kíkirinn sem getur ferðast aftur í tímann (e)
Það eru um það bil tvö þúsund milljarðar vetrarbrauta í okkar sýnilega alheimi. Hver og ein vetrarbraut er með marga milljarða stjarna. Við, jarðarbúar, búum á einni slíkri stjörnu. Í Þetta helst í dag ætlum við að líta út í geim, langt upp í himininn og út um allt, næstum því til upphafs tímans. James Webb sjónaukinn, nýjasta tryllitæki geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, var ekki búinn að vera lengi í vinnu þegar hann byrjaði að færa okkur myndir af heiminum eins og við höfum aldrei séð hann áður. Vísindamenn segja að þetta verkfræðiundur sé að færa okkur nær svörum við risastórum spurningum - um upphaf tímans og hvort við séum nokkuð ein í heiminum. Þátturinn var fyrst á dagskrá 21. júlí 2022.
10/20/2022 • 0
Kíkirinn sem getur ferðast aftur í tímann (e)
Það eru um það bil tvö þúsund milljarðar vetrarbrauta í okkar sýnilega alheimi. Hver og ein vetrarbraut er með marga milljarða stjarna. Við, jarðarbúar, búum á einni slíkri stjörnu. Í Þetta helst í dag ætlum við að líta út í geim, langt upp í himininn og út um allt, næstum því til upphafs tímans. James Webb sjónaukinn, nýjasta tryllitæki geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, var ekki búinn að vera lengi í vinnu þegar hann byrjaði að færa okkur myndir af heiminum eins og við höfum aldrei séð hann áður. Vísindamenn segja að þetta verkfræðiundur sé að færa okkur nær svörum við risastórum spurningum - um upphaf tímans og hvort við séum nokkuð ein í heiminum. Þátturinn var fyrst á dagskrá 21. júlí 2022.
10/20/2022 • 20 minutes, 25 seconds
Paradísareyjar urðu að eitruðum vígvelli
Bandaríkin gerðu tugi tilrauna með kjarnorkusprengjur á Marshall-eyjum, afskekktum eyjaklasa í Kyrrahafi, á árum kalda stríðsins, sem þá var á valdi Bandaríkjanna. Íbúar eyjanna sem sprengjum var varpað á voru fluttir burt, en geislavirknin barst víðar og á byggðar eyjar þar sem íbúar hafa glímt við alvarleg heilsufarsleg vandamál æ síðan. Marshalleyingar segja að Bandaríkin hafi aldrei greitt þeim nógsamlegar skaðabætur eða axlað ábyrgð á tjóni sem hlaust vegna prófananna á heilsu og eigur eyjaskeggja. Með hækkandi sjávarmáli er nú einnig hætta á því að geislavirkur úrgangur, sem Bandaríkin skildu eftir á eyjunum, losni úr læðingi. Þetta helst fór yfir sögu kjarnavopnatilraunanna á Marshall-eyjum og áhrif þeirra í dag.
10/19/2022 • 0
Paradísareyjar urðu að eitruðum vígvelli
Bandaríkin gerðu tugi tilrauna með kjarnorkusprengjur á Marshall-eyjum, afskekktum eyjaklasa í Kyrrahafi, á árum kalda stríðsins, sem þá var á valdi Bandaríkjanna. Íbúar eyjanna sem sprengjum var varpað á voru fluttir burt, en geislavirknin barst víðar og á byggðar eyjar þar sem íbúar hafa glímt við alvarleg heilsufarsleg vandamál æ síðan. Marshalleyingar segja að Bandaríkin hafi aldrei greitt þeim nógsamlegar skaðabætur eða axlað ábyrgð á tjóni sem hlaust vegna prófananna á heilsu og eigur eyjaskeggja. Með hækkandi sjávarmáli er nú einnig hætta á því að geislavirkur úrgangur, sem Bandaríkin skildu eftir á eyjunum, losni úr læðingi. Þetta helst fór yfir sögu kjarnavopnatilraunanna á Marshall-eyjum og áhrif þeirra í dag.
10/19/2022 • 15 minutes, 17 seconds
Einkaþotur: Bráðmengandi bruðl eða sjálfsagður munaður ríkra? (e)
Það er einkaþotuskortur í heiminum. Reykjavíkuflugvöllur er fullur af þeim, enda lenda þar um tvö hundruð stykki á mánuði þegar mest er og gert er ráð fyrir að nærri því 900 einkaþotur lendi þar í ár. Ef eigendur, eða leigjendur, einkaþotnanna vilja staldra hér við á landinu í einhvern tíma þarf að greiða stæðisgjald - það er ókeypis fyrstu sex tímana, en svo byrjar mælirinn að tikka. En einkaþotustöðumælagjaldið á Íslandi er miklu, miklu lægra heldur en gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum. Borgarfulltrúi VG vill þessar þotur burt af vellinum, þær eru mengandi og valda ónæði. Bandarískir markaðssérfræðingar segja einkaþotumarkaðinn sjóðheitan - það hafa aldrei fleiri slíkar þotur verið í umferð og nú - og færri komast um borð en vilja. Notaðar þotur eru meira að segja farnar að rokseljast. Þetta helst skoðar þennan þægilega, mengandi og óhemjudýra ferðamáta sem hefur aldrei verið jafn vinsæll. Þátturinn er síðan 4. ágúst 2022.
10/18/2022 • 0
Einkaþotur: Bráðmengandi bruðl eða sjálfsagður munaður ríkra? (e)
Það er einkaþotuskortur í heiminum. Reykjavíkuflugvöllur er fullur af þeim, enda lenda þar um tvö hundruð stykki á mánuði þegar mest er og gert er ráð fyrir að nærri því 900 einkaþotur lendi þar í ár. Ef eigendur, eða leigjendur, einkaþotnanna vilja staldra hér við á landinu í einhvern tíma þarf að greiða stæðisgjald - það er ókeypis fyrstu sex tímana, en svo byrjar mælirinn að tikka. En einkaþotustöðumælagjaldið á Íslandi er miklu, miklu lægra heldur en gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum. Borgarfulltrúi VG vill þessar þotur burt af vellinum, þær eru mengandi og valda ónæði. Bandarískir markaðssérfræðingar segja einkaþotumarkaðinn sjóðheitan - það hafa aldrei fleiri slíkar þotur verið í umferð og nú - og færri komast um borð en vilja. Notaðar þotur eru meira að segja farnar að rokseljast. Þetta helst skoðar þennan þægilega, mengandi og óhemjudýra ferðamáta sem hefur aldrei verið jafn vinsæll. Þátturinn er síðan 4. ágúst 2022.
10/18/2022 • 18 minutes, 11 seconds
Vandræði kvikmyndastjörnunnar Ezra Miller
Aðdáendur ofurhetjumynda hafa beðið árum saman eftir The Flash, kvikmynd um samnefnda kempu sem hlaupið getur á ofurhraða. Myndin var svo gott sem tilbúin árið 2018 en frumsýningu hefur verið ítrekað frestað. Meðal annars vegna þess að leikarinn sem fer með aðalhlutverkið, Ezra Miller, hefur ítrekað komist í kast við lögin á síðustu misserum, og fjölmargar fréttir verið fluttar af furðulegu athæfi háns hingað og þangað um heiminn. Meðal annars á Íslandi. Þetta helst fjallar um feril Ezra Miller síðustu árin og framtíðarhorfur The Flash.
10/17/2022 • 0
Vandræði kvikmyndastjörnunnar Ezra Miller
Aðdáendur ofurhetjumynda hafa beðið árum saman eftir The Flash, kvikmynd um samnefnda kempu sem hlaupið getur á ofurhraða. Myndin var svo gott sem tilbúin árið 2018 en frumsýningu hefur verið ítrekað frestað. Meðal annars vegna þess að leikarinn sem fer með aðalhlutverkið, Ezra Miller, hefur ítrekað komist í kast við lögin á síðustu misserum, og fjölmargar fréttir verið fluttar af furðulegu athæfi háns hingað og þangað um heiminn. Meðal annars á Íslandi. Þetta helst fjallar um feril Ezra Miller síðustu árin og framtíðarhorfur The Flash.
10/17/2022 • 17 minutes, 46 seconds
Taktísk kjarnavopn
Pútín Rússlandsforseti hefur ekki verið feiminn við að hóta kjarnorkustríði undanfarnar vikur. Rússland býr yfir tvö eða þrjú þúsund slíkum vopnum, nánar tiltekið taktískum kjarnavopnum. Tactical nuclear weapons. Fyrirbæri sem hefur ekki verið mikið fjallað um undanfarin ár, en nú líður varla sá dagur þar sem ekki birtist frétt sem fjallar á einn eða annan hátt um þessar óhuganlegu sprengjur. En hvað eru eiginlega taktísk kjarnavopn og hver er munurinn á þessum sprengjum og öðrum sprengjum? Og hver er munurinn á þeim og stóru kjarnorkusprengjunum? Sunna Valgerðardóttir fékk Sigurð M. Magnússon, forstjóra Geislavarna ríkisins, í Þetta helst til að ræða um taktísk kjarnavopn.
10/14/2022 • 0
Taktísk kjarnavopn
Pútín Rússlandsforseti hefur ekki verið feiminn vi ð að hóta kjarnorkustríði undanfarnar vikur. Rússland býr yfir tvö eða þrjú þúsund slíkum vopnum, nánar tiltekið taktískum kjarnavopnum. Tactical nuclear weapons. Fyrirbæri sem hefur ekki verið mikið fjallað um undanfarin ár, en nú líður varla sá dagur þar sem ekki birtist frétt sem fjallar á einn eða annan hátt um þessar óhuganlegu sprengjur. En hvað eru eiginlega taktísk kjarnavopn og hver er munurinn á þessum sprengjum og öðrum sprengjum? Og hver er munurinn á þeim og stóru kjarnorkusprengjunum? Sunna Valgerðardóttir fékk Sigurð M. Magnússon, forstjóra Geislavarna ríkisins, í Þetta helst til að ræða um taktísk kjarnavopn.
10/14/2022 • 18 minutes, 16 seconds
Samsæriskenningasmiður sektaður um milljarð dollara
Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones er í vandræðum. Hann er einn sá alræmdasti sinnar tegundar í Bandaríkjunum og hefur þurft að súpa seyðið af því. Hann fullyrti trekk í trekk að skotárásin í Sandy Hook grunnskólanum í Conneticut, þar sem 26 voru skotin til bana, þar af 20 lítil börn, hafi raunverulega ekki gerst. Nánar tiltekið sagði hann í þættinum sínum Info Wars að þetta hafi allt saman verið sett á svið af bandarískum stjórvöldum. Með leikurum. Til að herða byssulöggjöfina. Hann var ákærður fyrir þessar lygar. Í ágúst var hann dæmdur til að greiða foreldrum drengs sem var myrtur í Sandy Hook bætur, 45 milljónir Bandaríkjadala. Og í gær, 12. október, komst kviðdómur við dómstól í Waterbury í Connecticutað þeirri niðurstöðu að Jones skyldi greiða 965 milljónir dala hið minnsta, andvirði 139,2 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur til fleiri aðstandenda fórnarlamba skotárásarinnar. Milljarður dollara. Þórhildur Ólafsdóttir rakti sögu máls Alex Jones og foreldra barnanna í Sandy Hook í Þetta helst í byrjun ágúst, þegar Jones fékk fyrsta dóminn. Mögulega fyrsta dóminn af mörgum. Sagan hefst árið 2012, þann 14. desember. Jólin voru að nálgast í bænum Newtown í Conneticut í Bandaríkjunum.
10/13/2022 • 0
Samsæriskenningasmiður sektaður um milljarð dollara
Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones er í vandræðum. Hann er einn sá alræmdasti sinnar tegundar í Bandaríkjunum og hefur þurft að súpa seyðið af því. Hann fullyrti trekk í trekk að skotárásin í Sandy Hook grunnskólanum í Conneticut, þar sem 26 voru skotin til bana, þar af 20 lítil börn, hafi raunverulega ekki gerst. Nánar tiltekið sagði hann í þættinum sínum Info Wars að þetta hafi allt saman verið sett á svið af bandarískum stjórvöldum. Með leikurum. Til að herða byssulöggjöfina. Hann var ákærður fyrir þessar lygar. Í ágúst var hann dæmdur til að greiða foreldrum drengs sem var myrtur í Sandy Hook bætur, 45 milljónir Bandaríkjadala. Og í gær, 12. október, komst kviðdómur við dómstól í Waterbury í Connecticutað þeirri niðurstöðu að Jones skyldi greiða 965 milljónir dala hið minnsta, andvirði 139,2 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur til fleiri aðstandenda fórnarlamba skotárásarinnar. Milljarður dollara. Þórhildur Ólafsdóttir rakti sögu máls Alex Jones og foreldra barnanna í Sandy Hook í Þetta helst í byrjun ágúst, þegar Jones fékk fyrsta dóminn. Mögulega fyrsta dóminn af mörgum. Sagan hefst árið 2012, þann 14. desember. Jólin voru að nálgast í bænum Newtown í Conneticut í Bandaríkjunum.
10/13/2022 • 17 minutes, 51 seconds
Skiptar skoðanir um sögufrægt skip Shackletons
Fyrr á þessu ári fundu vísindamenn eitt frægasta skip í sögu landkönnunar á heimskautasvæðum á þriggja kílómetra dýpi í afskekktu og illfæru hafsvæði við Suðurskautslandið, skip sem leitað hafði verið lengi. Endurance, skip bresku heimskautahetjunnar Ernest Shackletons, sökk í Weddel-hafi 1915 þegar Shackleton gerði tilraun til að ganga fyrstur manna þvert yfir Suðurskautslandið, og það hefur hvílt á hafsbotni síðan. En ætti skipið að vera þar áfram, og ekkerthróflað við því, eða ætti að gera tilraun til að ná því upp á yfirborðið? Um það eru nú skiptar skoðanir. Þetta helst fjallar um sögu Endurance, um leitina að flakinu og pælingar um framtíð þess.
10/12/2022 • 0
Skiptar skoðanir um sögufrægt skip Shackletons
Fyrr á þessu ári fundu vísindamenn eitt frægasta skip í sögu landkönnunar á heimskautasvæðum á þriggja kílómetra dýpi í afskekktu og illfæru hafsvæði við Suðurskautslandið, skip sem leitað hafði verið lengi. Endurance, skip bresku heimskautahetjunnar Ernest Shackletons, sökk í Weddel-hafi 1915 þegar Shackleton gerði tilraun til að ganga fyrstur manna þvert yfir Suðurskautslandið, og það hefur hvílt á hafsbotni síðan. En ætti skipið að vera þar áfram, og ekkerthróflað við því, eða ætti að gera tilraun til að ná því upp á yfirborðið? Um það eru nú skiptar skoðanir. Þetta helst fjallar um sögu Endurance, um leitina að flakinu og pælingar um framtíð þess.
10/12/2022 • 18 minutes
Neysluskammtar gerðir refsilausir: Taka fjögur
Stríðið gegn vímuefnum er í raun stríð gegn fólki. Skylda yfirvalda er að verja fólkið í landinu en ekki fara í stríð gegn því. Þetta segir Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, og fyrsti flutningsmaður frumvarps um afglæpavæðingu vörslu neysluskammta - frumvarp sem er nú á kunnuglegri leið í gegn um Alþingi í fjórða sinn. Halldóra segir óhjákvæmilegt að löggjafinn taki þetta skref að lokum, í ljósi þess að núverandi refsistefna sé alls ekki að virka. Vímuefnanotkun er að aukast, andlátum vegna of stórra skammta fjölgar ár frá ári. Sunna Valgerðardóttir tekur Halldóru tali í Þetta helst í dag og ræðir úrræðaleysi stjórnvalda og von Halldóru og fleiri þingmanna um að frumvarpið verði samþykkt.
10/11/2022 • 0
Neysluskammtar gerðir refsilausir: Taka fjögur
Stríðið gegn vímuefnum er í raun stríð gegn fólki. Skylda yfirvalda er að verja fólkið í landinu en ekki fara í stríð gegn því. Þetta segir Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, og fyrsti flutningsmaður frumvarps um afglæpavæðingu vörslu neysluskammta - frumvarp sem er nú á kunnuglegri leið í gegn um Alþingi í fjórða sinn. Halldóra segir óhjákvæmilegt að löggjafinn taki þetta skref að lokum, í ljósi þess að núverandi refsistefna sé alls ekki að virka. Vímuefnanotkun er að aukast, andlátum vegna of stórra skammta fjölgar ár frá ári. Sunna Valgerðardóttir tekur Halldóru tali í Þetta helst í dag og ræðir úrræðaleysi stjórnvalda og von Halldóru og fleiri þingmanna um að frumvarpið verði samþykkt.
10/11/2022 • 16 minutes, 51 seconds
Djöfladýrkun og barnaníð í hollenskum smábæ
Smábær nokkur í Hollandi tapaði á dögunum dómsmáli gegn samfélagsmiðlinum Twitter. Bærinn Bodegraven krafðist þess að Twitter fjarlægði ummæli notenda um að í bænum væri starfræktur djöfladýrkunarbarnaníðshringur og bæjarbúar hefðu pyntað og myrt fjölda barna. Twitter féllst ekki á það. Þrír hollenskir menn hafa þegar verið dæmdir fyrir að dreifa sögusögnum á netinu um meint satanískt athæfi bæjarbúa, sem einn þeirra segist hafa sjálfur lent í. Ekkert er þó hæft í ásökununum.
10/10/2022 • 0
Djöfladýrkun og barnaníð í hollenskum smábæ
Smábær nokkur í Hollandi tapaði á dögunum dómsmáli gegn samfélagsmiðlinum Twitter. Bærinn Bodegraven krafðist þess að Twitter fjarlægði ummæli notenda um að í bænum væri starfræktur djöfladýrkunarbarnaníðshringur og bæjarbúar hefðu pyntað og myrt fjölda barna. Twitter féllst ekki á það. Þrír hollenskir menn hafa þegar verið dæmdir fyrir að dreifa sögusögnum á netinu um meint satanískt athæfi bæjarbúa, sem einn þeirra segist hafa sjálfur lent í. Ekkert er þó hæft í ásökununum.
10/10/2022 • 17 minutes, 5 seconds
Annar Hollywoodframleiðandi ákærður fyrir kynferðisbrot
Metoo bylgjunar halda áfram að skella á heimsbyggðinni hver á fætur annarri, stórar og smáar. Í vikunni sem nú er að líða voru nákvæmlega fimm ár liðin frá því að bandaríska dagblaðið New York Times fletti ofan af ítrekuðum og grófum kynferðisbrotum Hollywoodstórstjörnuframleiðandans Harvey Weinstein, sem löngum þótti nánast ósnertanlegur risi í kvikmyndaheiminum. Það varð kveikjan að fyrstu bylgju #metoo-byltingarinnar þar sem milljónir kvenna um víða veröld vöktu athygli á langvarandi kynferðisofbeldi og kynjamisrétti. Og nú, fimm árum og mörg hundruð málum síðar, hefur annar farsæll Hollywood-framleiðandi og handritshöfundur verið handtekinn fyrir að misnota aðstöðu sína og brjóta á konum. Hann hefur getið sér gott orð í Kaliforniu síðustu áratugi fyrir skrif og framleiðslu á vinsælum sjónvarpsþáttum á borð við Scrubs og Californication - þættir sem slógu vel í gegn víða um heim fyrir um áratug síðan. Sunna Valgerðardóttir fjallar um Eric Weinberg í Þetta helst.
10/7/2022 • 0
Annar Hollywoodframleiðandi ákærður fyrir kynferðisbrot
Metoo bylgjunar halda áfram að skella á heimsbyggðinni hver á fætur annarri, stórar og smáar. Í vikunni sem nú er að líða voru nákvæmlega fimm ár liðin frá því að bandaríska dagblaðið New York Times fletti ofan af ítrekuðum og grófum kynferðisbrotum Hollywoodstórstjörnuframleiðandans Harvey Weinstein, sem löngum þótti nánast ósnertanlegur risi í kvikmyndaheiminum. Það varð kveikjan að fyrstu bylgju #metoo-byltingarinnar þar sem milljónir kvenna um víða veröld vöktu athygli á langvarandi kynferðisofbeldi og kynjamisrétti. Og nú, fimm árum og mörg hundruð málum síðar, hefur annar farsæll Hollywood-framleiðandi og handritshöfundur verið handtekinn fyrir að misnota aðstöðu sína og brjóta á konum. Hann hefur getið sér gott orð í Kaliforniu síðustu áratugi fyrir skrif og framleiðslu á vinsælum sjónvarpsþáttum á borð við Scrubs og Californication - þættir sem slógu vel í gegn víða um heim fyrir um áratug síðan. Sunna Valgerðardóttir fjallar um Eric Weinberg í Þetta helst.
10/7/2022 • 15 minutes
Vinur Pútíns í Téténíu
Einn dyggasti bandamaður Vladimir Pútíns Rússlandsforseta heima fyrir er forseti rússneska sjálfstjórnarlýðveldisins Téténíu, Ramzan Kadyrov. Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hefur hann verið með herskáustu mönnum og hann hvatti meðal annars til þess á dögunum að Rússar beiti kjarnavopnum í stríðinu. Þá tilkynnti hann nýverið að hann ætli að senda syni sína á vígvöllinn, en þeir eru allir á táningsaldri. Kadyrov tók við forsetaembættinu af föður sínum, sem barðist fyrst gegn Rússum í sjálfstæðisstríði Téténa og Rússa en snérist svo á sveif með Moskvu. Kadyrov yngri er litríkur leiðtogi, virkur á samfélagsmiðlum og lætur gjarnan sjá sig með erlendum stórstjörnum þó umdeildur sé, en staða mannréttindamála í Téténíu þykir afar slæm. Þetta helst fjallar um Ramzan Kadyrov.
10/6/2022 • 0
Vinur Pútíns í Téténíu
Einn dyggasti bandamaður Vladimir Pútíns Rússlandsforseta heima fyrir er forseti rússneska sjálfstjórnarlýðveldisins Téténíu, Ramzan Kadyrov. Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hefur hann verið með herskáustu mönnum og hann hvatti meðal annars til þess á dögunum að Rússar beiti kjarnavopnum í stríðinu. Þá tilkynnti hann nýverið að hann ætli að senda syni sína á vígvöllinn, en þeir eru allir á táningsaldri. Kadyrov tók við forsetaembættinu af föður sínum, sem barðist fyrst gegn Rússum í sjálfstæðisstríði Téténa og Rússa en snérist svo á sveif með Moskvu. Kadyrov yngri er litríkur leiðtogi, virkur á samfélagsmiðlum og lætur gjarnan sjá sig með erlendum stórstjörnum þó umdeildur sé, en staða mannréttindamála í Téténíu þykir afar slæm. Þetta helst fjallar um Ramzan Kadyrov.
10/6/2022 • 17 minutes, 52 seconds
Lækningamáttur ofskynjunarsveppa
Íslenskir ofskynjunarsveppir, trjónupeðlur, eru farnir að skjóta reglulega upp kollinum, víðar en á umferðareyjum og öðru graslendi. Við sjáum nú hverja fréttina á fætur annari þar sem fjallað er um nýjar rannsóknir úti í heimi sem gefa sterklega til kynna að virka efnið í sveppunum, ofskynjunarefnið sílósíbin, sé til margra hluta nytsamlegt. Það hefur svo sem legið fyrir í áratugi, bara ekki farið hátt. Vísindamenn við virta háskóla um allan heim eru margir að staðfesta með rannsóknum að efnið, sé það gefið í réttum skömmtum við réttar kringumstæður, geti gert magnaða hluti í meðferð hinna ýmsu geðsjúkdóma, eins og þunglyndi og fíkn. Íslenskir ofskynjunarsveppir vaxa hér víða, en þeir eru ólöglegir með öllu. En nú hafa 22 þingmenn lagt fram tilllögu sem á að breyta lagarammanum í kring um sveppina, meðal annars í ljósi þessarra nýju rannsókna. Sunna Valgerðardóttir fjallar um lækningamátt ofskynjunarsveppa í Þetta helst í dag.
10/5/2022 • 0
Lækningamáttur ofskynjunarsveppa
Íslenskir ofskynjunarsveppir, trjónupeðlur, eru farnir að skjóta reglulega upp kollinum, víðar en á umferðareyjum og öðru graslendi. Við sjáum nú hverja fréttina á fætur annari þar sem fjallað er um nýjar rannsóknir úti í heimi sem gefa sterklega til kynna að virka efnið í sveppunum, ofskynjunarefnið sílósíbin, sé til margra hluta nytsamlegt. Það hefur svo sem legið fyrir í áratugi, bara ekki farið hátt. Vísindamenn við virta háskóla um allan heim eru margir að staðfesta með rannsóknum að efnið, sé það gefið í réttum skömmtum við réttar kringumstæður, geti gert magnaða hluti í meðferð hinna ýmsu geðsjúkdóma, eins og þunglyndi og fíkn. Íslenskir ofskynjunarsveppir vaxa hér víða, en þeir eru ólöglegir með öllu. En nú hafa 22 þingmenn lagt fram tilllögu sem á að breyta lagarammanum í kring um sveppina, meðal annars í ljósi þessarra nýju rannsókna. Sunna Valgerðardóttir fjallar um lækningamátt ofskynjunarsveppa í Þetta helst í dag.
10/5/2022 • 21 minutes, 5 seconds
Harmleikur á leikvangi
125 létu lífið og mörg hundruð slösuðust í troðningi að loknum fótboltaleik í Indónesíu um helgina. Lögregla á fótboltaleikvanginum beitti táragasi á áhorfendur sem ruddust niður á völlinn að leik Arema FC og Persebaya Surabaya loknum, og fólk á flótta undan gasinu tróðst undir við útganga leikvangsins. Þetta er eitt versta stórslys í sögu fótboltans. Táragas hefur átt þátt í flestum mannskæðustu slysunum á fótboltaleikjum undanfarna áratugi, þrátt fyrir að öryggisviðmið FIFA mæli alfarið gegn beitingu táragass á leikvöngum. Þetta helst fjallaði um harmleikinn í Indónesíu og fleiri stórslys úr fótboltasögunni.
10/4/2022 • 0
Harmleikur á leikvangi
125 létu lífið og mörg hundruð slösuðust í troðningi að loknum fótboltaleik í Indónesíu um helgina. Lögregla á fótboltaleikvanginum beitti táragasi á áhorfendur sem ruddust niður á völlinn að leik Arema FC og Persebaya Surabaya loknum, og fólk á flótta undan gasinu tróðst undir við útganga leikvangsins. Þetta er eitt versta stórslys í sögu fótboltans. Táragas hefur átt þátt í flestum mannskæðustu slysunum á fótboltaleikjum undanfarna áratugi, þrátt fyrir að öryggisviðmið FIFA mæli alfarið gegn beitingu táragass á leikvöngum. Þetta helst fjallaði um harmleikinn í Indónesíu og fleiri stórslys úr fótboltasögunni.
10/4/2022 • 18 minutes, 19 seconds
Rafbyssuvæðing lögreglunnar í gegn um tíðina
Lögreglan á Íslandi er að vígbúast enn frekar - tilraunaverkefni með rafbyssur er að fara af stað. Lögreglan hefur reyndar viljað fá rafbyssur í tæpa tvo áratugi, umræðan um það var mjög hávær hér í kring um hrunið. Alls kyns tilraunaverkefni voru gerð, skýrslur skrifaðar, en niðurstaðan var sú að rafbyssuvæðing væri ekki tímabær. Og nú, eftir fregnirnar af mögulegri hryðjuverkaárás á Íslandi bárust, eru rafbyssurnar aftur komnar á borðið. Það eru mjög skiptar skoðanir á því hvort byssurnar auki öryggi borgaranna. Sunna Valgerðardóttir skoðar rafbyssur í Þetta helst í dag.
10/3/2022 • 0
Rafbyssuvæðing lögreglunnar í gegn um tíðina
Lögreglan á Íslandi er að vígbúast enn frekar - tilraunaverkefni með rafbyssur er að fara af stað. Lögreglan hefur reyndar viljað fá rafbyssur í tæpa tvo áratugi, umræðan um það var mjög hávær hér í kring um hrunið. Alls kyns tilraunaverkefni voru gerð, skýrslur skrifaðar, en niðurstaðan var sú að rafbyssuvæðing væri ekki tímabær. Og nú, eftir fregnirnar af mögulegri hryðjuverkaárás á Íslandi bárust, eru rafbyssurnar aftur komnar á borðið. Það eru mjög skiptar skoðanir á því hvort byssurnar auki öryggi borgaranna. Sunna Valgerðardóttir skoðar rafbyssur í Þetta helst í dag.
10/3/2022 • 21 minutes, 37 seconds
Sértrúarsöfnuður veldur usla í Japan
Trúarsöfnuður sem stofnaður var í Kóreu á sjötta áratug síðustu aldar og var upp á sitt besta á árum kalda stríðsins er í sviðsljósinu að nýju eftir morðið á Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, sem var borinn til grafar í Tókýó í vikunni. Morðingi Abes var drifinn áfram af hatri á Sameiningarkirkjunni eins og söfnuðurinn hét lengst af, þó nú sé formlegt nafn hans Heimsfriðarsamtök fjölskyldna, og flestir þekki safnaðarbörnin helst sem Moonista eða Moonies, í höfuðið á stofnanda safnaðarins, sem fylgjendur álita hafa verið guðleg vera, hins kóreska Moon Sun Myung. Náin tengsl hafa um árabil verið milli Sameiningarkirkjunnar og Abes og annarra japanskra stjórnmálamanna. Þetta helst fjallar um Moonista og tengslin við Japan - og Ísland.
9/30/2022 • 0
Sértrúarsöfnuður veldur usla í Japan
Trúarsöfnuður sem stofnaður var í Kóreu á sjötta áratug síðustu aldar og var upp á sitt besta á árum kalda stríðsins er í sviðsljósinu að nýju eftir morðið á Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, sem var borinn til grafar í Tókýó í vikunni. Morðingi Abes var drifinn áfram af hatri á Sameiningarkirkjunni eins og söfnuðurinn hét lengst af, þó nú sé formlegt nafn hans Heimsfriðarsamtök fjölskyldna, og flestir þekki safnaðarbörnin helst sem Moonista eða Moonies, í höfuðið á stofnanda safnaðarins, sem fylgjendur álita hafa verið guðleg vera, hins kóreska Moon Sun Myung. Náin tengsl hafa um árabil verið milli Sameiningarkirkjunnar og Abes og annarra japanskra stjórnmálamanna. Þetta helst fjallar um Moonista og tengslin við Japan - og Ísland.
9/30/2022 • 18 minutes, 29 seconds
Umdeild tilfærsla embættismanns milli safna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, skipaði Hörpu Þórsdóttur, safnstjóra Listasafns Íslands, í stöðu Þjóðminjavarðar í lok ágúst. Þetta var gert án auglýsingar og stuðst við lagaheimild sem gefur leyfi fyrir tilfærslum embættismanna í starfi. Tilfærslan hlaut ekki góðar viðtökur, ekki vegna Hörpu persónulega, heldur kannski aðallega vegna þess að það er mögulega slatti af fólki hér sem hafði áhuga á starfi þjóðminjavarðar, sem hafði ekki verið laust til umsóknar í 22 ár. Harpa sagði sömuleiðis í viðtali að hún hefði ekkert endilega sótt um stöðuna ef hún hefði verið auglýst, enda nýbúið að endurnýja stöðuna hennar í Listasafninu. Ráðherra hefur reynt að svara fyrir ákvörðun sína, en ýmiss fagfélög, eins og til dæmis fornleifafræðingar, krefjast þess að þessu verði snúið við. Skipan þjóðminjavarðar er á dagskrá Þetta helst í dag og Sunna Valgerðardóttir sér um þáttinn.
9/29/2022 • 0
Umdeild tilfærsla embættismanns milli safna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, skipaði Hörpu Þórsdóttur, safnstjóra Listasafns Íslands, í stöðu Þjóðminjavarðar í lok ágúst. Þetta var gert án auglýsingar og stuðst við lagaheimild sem gefur leyfi fyrir tilfærslum embættismanna í starfi. Tilfærslan hlaut ekki góðar viðtökur, ekki vegna Hörpu persónulega, heldur kannski aðallega vegna þess að það er mögulega slatti af fólki hér sem hafði áhuga á starfi þjóðminjavarðar, sem hafði ekki verið laust til umsóknar í 22 ár. Harpa sagði sömuleiðis í viðtali að hún hefði ekkert endilega sótt um stöðuna ef hún hefði verið auglýst, enda nýbúið að endurnýja stöðuna hennar í Listasafninu. Ráðherra hefur reynt að svara fyrir ákvörðun sína, en ýmiss fagfélög, eins og til dæmis fornleifafræðingar, krefjast þess að þessu verði snúið við. Skipan þjóðminjavarðar er á dagskrá Þetta helst í dag og Sunna Valgerðardóttir sér um þáttinn.
9/29/2022 • 19 minutes, 40 seconds
Elskar Hobbitann og hatast út í hinsegin fólk
Giorgia Meloni verður að öllum líkindum næsti forsætisráðherra Ítalíu, eftir að flokkur hennar Fratelli d?Italia eða Bræðralag Ítalíu, vann stórsigur í þingkosningum á sunnudag. Hún verður þá fyrst kvenna til að gegna þessu valdamesta embætti ítalska stjórnkerfisins. Það er ekki eina ástæða þess að velgengni hennar í kosningum hefur vakið heimsathygli, Meloni og flokkur hennar eru langt til hægri á hinum pólitíska ás, og hefur hún jafnvel verið kölluð fasisti, enda hóf hún stjórnmálaferill sinn sem unglingur í nýfasískri hreyfingu. Þetta helst skoðaði ævi Meloni, stefnumál hennar og ummæli, og áhugamál en hún hefur haft mikinn áhuga á verkum J.R.R Tolkien og öðrum fantasíubókmenntum frá unga aldri.
9/28/2022 • 0
Elskar Hobbitann og hatast út í hinsegin fólk
Giorgia Meloni verður að öllum líkindum næsti forsætisráðherra Ítalíu, eftir að flokkur hennar Fratelli d?Italia eða Bræðralag Ítalíu, vann stórsigur í þingkosningum á sunnudag. Hún verður þá fyrst kvenna til að gegna þessu valdamesta embætti ítalska stjórnkerfisins. Það er ekki eina ástæða þess að velgengni hennar í kosningum hefur vakið heimsathygli, Meloni og flokkur hennar eru langt til hægri á hinum pólitíska ás, og hefur hún jafnvel verið kölluð fasisti, enda hóf hún stjórnmálaferill sinn sem unglingur í nýfasískri hreyfingu. Þetta helst skoðaði ævi Meloni, stefnumál hennar og ummæli, og áhugamál en hún hefur haft mikinn áhuga á verkum J.R.R Tolkien og öðrum fantasíubókmenntum frá unga aldri.
9/28/2022 • 18 minutes, 3 seconds
Glæpavarnir lögreglunnar
Frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu er tilbúið í dómsmálaráðuneytinu og mun líta dagsins ljós fljótlega. Þetta sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í viðtali í síðustu viku. Tilefnið var handtaka tveggja ungra íslenskra manna sem eru grunaðir um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverk á Íslandi. Vopnaframleiðsla, fjöldamorð, hryðjuverk, voðaverk, eru orðin sem lögreglan hefur notað í tengslum við þetta mikla mál. Fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Tengls við erlend öfgasamtök voru til skoðunar. Mennirnir voru úrskurðaðir í eins og tveggja vikna gæsluvarðhald. Lögmaður mannsins sem fékk tveggja vikna varðhald segir hann neita sök. Í gær hafði hann farið í eina skýrslutöku eftir fimm daga í varðhaldi. Hann neitar sömuleiðis að hafa tengsl við erlend öfgasamtök og segist ekki vita hvaðan lögreglan hefur þær upplýsingar. Sunna Valgerðardóttir fjallar um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu í dag.
9/27/2022 • 0
Glæpavarnir lögreglunnar
Frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu er tilbúið í dómsmálaráðuneytinu og mun líta dagsins ljós fljótlega. Þetta sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í viðtali í síðustu viku. Tilefnið var handtaka tveggja ungra íslenskra manna sem eru grunaðir um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverk á Íslandi. Vopnaframleiðsla, fjöldamorð, hryðjuverk, voðaverk, eru orðin sem lögreglan hefur notað í tengslum við þetta mikla mál. Fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Tengls við erlend öfgasamtök voru til skoðunar. Mennirnir voru úrskurðaðir í eins og tveggja vikna gæsluvarðhald. Lögmaður mannsins sem fékk tveggja vikna varðhald segir hann neita sök. Í gær hafði hann farið í eina skýrslutöku eftir fimm daga í varðhaldi. Hann neitar sömuleiðis að hafa tengsl við erlend öfgasamtök og segist ekki vita hvaðan lögreglan hefur þær upplýsingar. Sunna Valgerðardóttir fjallar um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu í dag.
9/27/2022 • 20 minutes, 5 seconds
Dularfull dauðsföll rússneskra auðkýfinga
Frá því í byrjun árs hafa margir rússneskir auðkýfingar og kaupsýslumenn fallið fyrir eigin hendi, eða þá fallið út um glugga og fram af klettum. Sérstaklega margir sem á einhvern hátt tengjast rússneskum olíu- og orkufyrirtækjum - grunsamlega margir, telja sumir, og hafa velt upp þeim möguleika að allavega einhverjum þessara manna hafi kannski verið komið fyrir kattarnef. Enda er það svosem þekkt að þeir sem setja sig upp á móti rússneska ríkisvaldinu geta átt það til að deyja sviplega og á dularfullan hátt. Þetta helst fer yfir dularfullu dauðsföll rússneskra kaupsýslumanna - og segir meðal annars af mönnum sem á árinu hafa svipt sig lífi eftir að hafa myrt alla fjölskyldu sína, stokkið eða dottið út um glugga á sjúkrahúsi, húrrað niður stiga í háskólabyggingu, og innbyrt eitrað kaffi og körtueitur í kjallara töfralæknis.
9/26/2022 • 0
Dularfull dauðsföll rússneskra auðkýfinga
Frá því í byrjun árs hafa margir rússneskir auðkýfingar og kaupsýslumenn fallið fyrir eigin hendi, eða þá fallið út um glugga og fram af klettum. Sérstaklega margir sem á einhvern hátt tengjast rússneskum olíu- og orkufyrirtækjum - grunsamlega margir, telja sumir, og hafa velt upp þeim möguleika að allavega einhverjum þessara manna hafi kannski verið komið fyrir kattarnef. Enda er það svosem þekkt að þeir sem setja sig upp á móti rússneska ríkisvaldinu geta átt það til að deyja sviplega og á dularfullan hátt. Þetta helst fer yfir dularfullu dauðsföll rússneskra kaupsýslumanna - og segir meðal annars af mönnum sem á árinu hafa svipt sig lífi eftir að hafa myrt alla fjölskyldu sína, stokkið eða dottið út um glugga á sjúkrahúsi, húrrað niður stiga í háskólabyggingu, og innbyrt eitrað kaffi og körtueitur í kjallara töfralæknis.
9/26/2022 • 18 minutes, 28 seconds
Bling Bretadrottningar
Eins og sjónvarpsáhorfendur sem fylgdust með útför Elísabetar II. Bretadrottningar á mánudag tóku eftir hvíldu krúnudjásn bresku konungsfjölskyldunnar á kistu þegar hún var borin til grafar: valdasproti hennar, valdahnöttur og kórónan sem drottningin sáluga bar við hátíðleg tilefni. Kóróna þessi á sér áhugaverða sögu, þó hún sé ekki sérlega gömul sjálf er hún prýdd eðalsteinum og perlum sem rekja má aftur í aldir. Hún er svo auðvitað ekki eina kórónan í safni bresku konungsfjölskyldunnar. Önnur og þyngri kóróna var sett á höfuð Elísabetar þegar hún var krýnd drottning 1953 en henni klæddist hún aldrei aftur. Þetta helst fjallar um breskar kórónur í þætti dagsins.
9/23/2022 • 0
Bling Bretadrottningar
Eins og sjónvarpsáhorfendur sem fylgdust með útför Elísabetar II. Bretadrottningar á mánudag tóku eftir hvíldu krúnudjásn bresku konungsfjölskyldunnar á kistu þegar hún var borin til grafar: valdasproti hennar, valdahnöttur og kórónan sem drottningin sáluga bar við hátíðleg tilefni. Kóróna þessi á sér áhugaverða sögu, þó hún sé ekki sérlega gömul sjálf er hún prýdd eðalsteinum og perlum sem rekja má aftur í aldir. Hún er svo auðvitað ekki eina kórónan í safni bresku konungsfjölskyldunnar. Önnur og þyngri kóróna var sett á höfuð Elísabetar þegar hún var krýnd drottning 1953 en henni klæddist hún aldrei aftur. Þetta helst fjallar um breskar kórónur í þætti dagsins.
9/23/2022 • 18 minutes, 9 seconds
Allt í fokki hjá Flokki fólksins
Það hefur ekki blásið byrlega fyrir Flokki fólksins undanfarið. Eftir það sem má kalla stórsigur í síðustu Alþingiskosningum og gott gengi í sveitarstjórnarkosningunum í vor, hefðu sumir sagt að nú væri aldeilis tækifæri fyrir flokkinn að láta til sín taka. En hneykslismálin hafa gert flokknum erfitt um vik, bæði á þinginu og svo núna er allt uppi í háaloft í bæjarpólitíkinni á Akureyri. Karlarnir í flokknum virðast sumir hafa átt í vandræðum með sig, þá sérstaklega hvað varðar samskipti sín við eða um konur. Og nú virðist heldur betur anda köldu á milli forystunnar í Reykjavík og karlanna á Akureyri - og lögreglurannsókn og möguleg meiðyrðastefna verið orðaðar. Sunna Valgerðardóttir leit yfir mál Flokks fólksins í Þetta helst í dag.
9/22/2022 • 0
Allt í fokki hjá Flokki fólksins
Það hefur ekki blásið byrlega fyrir Flokki fólksins undanfarið. Eftir það sem má kalla stórsigur í síðustu Alþingiskosningum og gott gengi í sveitarstjórnarkosningunum í vor, hefðu sumir sagt að nú væri aldeilis tækifæri fyrir flokkinn að láta til sín taka. En hneykslismálin hafa gert flokknum erfitt um vik, bæði á þinginu og svo núna er allt uppi í háaloft í bæjarpólitíkinni á Akureyri. Karlarnir í flokknum virðast sumir hafa átt í vandræðum með sig, þá sérstaklega hvað varðar samskipti sín við eða um konur. Og nú virðist heldur betur anda köldu á milli forystunnar í Reykjavík og karlanna á Akureyri - og lögreglurannsókn og möguleg meiðyrðastefna verið orðaðar. Sunna Valgerðardóttir leit yfir mál Flokks fólksins í Þetta helst í dag.
9/22/2022 • 18 minutes, 39 seconds
Haustlitirnir: Náttúran býr sig undir vetrarkomu
Haustið er uppskera sumarsins og undirbúningur fyrir veturinn. Náttúran breytir um lit til að leggjast í dvala, plönturnar færa næringuna niður í ræturnar og fella fagurgul laufin til að geta tekist á við vorið eftir kuldann og myrkrið í vetur. Skógfræðingar segja að á Íslandi sé æskilegt æskilegt fyrir plönturnar að haustlitirnir verði komnir í kringum 1. október. Það þýðir að þær séu heilbrigðar, að þeim líði vel. Og svo er þetta líka alveg voðalega fallegt. Haustlitir plantna eru birtingarmynd þess þegar þær undirbúa sig fyrir veturinn - að leggjast í dvala. Haustlitirnir eru á dagskrá Þetta helst í dag.
9/21/2022 • 0
Haustlitirnir: Náttúran býr sig undir vetrarkomu
Haustið er uppskera sumarsins og undirbúningur fyrir veturinn. Náttúran breytir um lit til að leggjast í dvala, plönturnar færa næringuna niður í ræturnar og fella fagurgul laufin til að geta tekist á við vorið eftir kuldann og myrkrið í vetur. Skógfræðingar segja að á Íslandi sé æskilegt æskilegt fyrir plönturnar að haustlitirnir verði komnir í kringum 1. október. Það þýðir að þær séu heilbrigðar, að þeim líði vel. Og svo er þetta líka alveg voðalega fallegt. Haustlitir plantna eru birtingarmynd þess þegar þær undirbúa sig fyrir veturinn - að leggjast í dvala. Haustlitirnir eru á dagskrá Þetta helst í dag.
9/21/2022 • 19 minutes, 4 seconds
Skandall skekur skákheiminn
Skákheimurinn er í uppnámi eftir að grunur vaknaði um að ungur bandarískur stórmeistari, Hans Niemann, hafi svindlað í skák gegn norska meistaranum Magnusi Carlsen, á virtu skákmóti í Bandaríkjunum í byrjun mánaðar. Æsilegar kenningar ganga á netinu um það hvernig Niemann gæti mögulega hafa farið af því. Carlsen hefur ekki tjáð sig um málið fyrir utan eina dularfulla færslu á Twitter, en í gær áttu þeir Niemann að eigast við á öðru skákmóti og gaf Carlsen skákina í upphafi og gekk út. Þetta helst fer yfir málsatvik í þessum skákskandal.
9/20/2022 • 0
Skandall skekur skákheiminn
Skákheimurinn er í uppnámi eftir að grunur vaknaði um að ungur bandarískur stórmeistari, Hans Niemann, hafi svindlað í skák gegn norska meistaranum Magnusi Carlsen, á virtu skákmóti í Bandaríkjunum í byrjun mánaðar. Æsilegar kenningar ganga á netinu um það hvernig Niemann gæti mögulega hafa farið af því. Carlsen hefur ekki tjáð sig um málið fyrir utan eina dularfulla færslu á Twitter, en í gær áttu þeir Niemann að eigast við á öðru skákmóti og gaf Carlsen skákina í upphafi og gekk út. Þetta helst fer yfir málsatvik í þessum skákskandal.
9/20/2022 • 17 minutes, 53 seconds
Endurgreiðslur til Hollywood á kostnað Kvikmyndasjóðs?
Kvikmyndabransinn á Íslandi er helst í dag. Á nýafstaðinni Edduhátíð notaði kvikmyndagerðarfólk flest tækifærið til að hvetja stórnvöld til að falla frá ríflega þrjátíu prósenta niðurskurði til Kvikmyndasjóðs. Íslensk kvikmyndagerð þarf á peningunum að halda til að blómstra, til að lifa af. Og íslensk kvikmyndagerð er mikilvæg. En á sama tíma erum við að fá stærsta kvikmyndaverkefni sögunnar til Íslands. Fjórða serían af True Detective verður tekin upp hér. Sögusviðið er rannsóknarmiðstöð í Alaska þar sem dularfullir atburðir gerast og ekki ómerkari stórstjarna heldur en Jodie Foster þarf að leysa gátuna. Níu milljarðar í kassann og 35 prósenta endurgreiðsla frá ríkinu. Menntamálaráðherra og True North eru himinlifandi. Svo komu aðrar fréttir. Niðurskurður til Kvimyndasjóðs um þriðjung milli ára. Kvikmyndagerðarfólk segir menningarlegt stórslys í uppsiglingu og spyr hvort það sé verið að hampa Hollywood á kostnað Íslands. Við litum aðeins yfir kvikmyndaumræðuna síðustu vikuna - sem hófst eins og áður segir, á fréttum af heimsókn frá Hollywood.
9/19/2022 • 0
Endurgreiðslur til Hollywood á kostnað Kvikmyndasjóðs?
Kvikmyndabransinn á Íslandi er helst í dag. Á nýafstaðinni Edduhátíð notaði kvikmyndagerðarfólk flest tækifærið til að hvetja stórnvöld til að falla frá ríflega þrjátíu prósenta niðurskurði til Kvikmyndasjóðs. Íslensk kvikmyndagerð þarf á peningunum að halda til að blómstra, til að lifa af. Og íslensk kvikmyndagerð er mikilvæg. En á sama tíma erum við að fá stærsta kvikmyndaverkefni sögunnar til Íslands. Fjórða serían af True Detective verður tekin upp hér. Sögusviðið er rannsóknarmiðstöð í Alaska þar sem dularfullir atburðir gerast og ekki ómerkari stórstjarna heldur en Jodie Foster þarf að leysa gátuna. Níu milljarðar í kassann og 35 prósenta endurgreiðsla frá ríkinu. Menntamálaráðherra og True North eru himinlifandi. Svo komu aðrar fréttir. Niðurskurður til Kvimyndasjóðs um þriðjung milli ára. Kvikmyndagerðarfólk segir menningarlegt stórslys í uppsiglingu og spyr hvort það sé verið að hampa Hollywood á kostnað Íslands. Við litum aðeins yfir kvikmyndaumræðuna síðustu vikuna - sem hófst eins og áður segir, á fréttum af heimsókn frá Hollywood.
9/19/2022 • 21 minutes, 25 seconds
Tvísýn evrópsk gleðiganga í Belgrad
Yfirvöld í Belgrad, höfuðborg Serbíu, lögðu bann við samevrópskri gleðigöngu hinsegin fólks sem halda á í borginni á morgun, en gangan verður að líkindum gengin samt, samkvæmt síðustu fréttum. Gleðigangan er hápunkturinn á EuroPride, evrópskri hátíð hinsegin fólks, sem haldin er í Serbíu í ár. Það er í fyrsta sinn sem EuroPride er haldið í landi í Suðaustur-Evrópu og vonuðust aðstandendur til að viðburðurinn myndi marka þáttaskil í réttindabaráttu hinsegin fólks í Serbíu. Þetta helst fjallar um EuroPride og rifjar upp sögu gleðigöngunnar í Belgrad, en hún er þyrnum stráð.
9/16/2022 • 0
Tvísýn evrópsk gleðiganga í Belgrad
Yfirvöld í Belgrad, höfuðborg Serbíu, lögðu bann við samevrópskri gleðigöngu hinsegin fólks sem halda á í borginni á morgun, en gangan verður að líkindum gengin samt, samkvæmt síðustu fréttum. Gleðigangan er hápunkturinn á EuroPride, evrópskri hátíð hinsegin fólks, sem haldin er í Serbíu í ár. Það er í fyrsta sinn sem EuroPride er haldið í landi í Suðaustur-Evrópu og vonuðust aðstandendur til að viðburðurinn myndi marka þáttaskil í réttindabaráttu hinsegin fólks í Serbíu. Þetta helst fjallar um EuroPride og rifjar upp sögu gleðigöngunnar í Belgrad, en hún er þyrnum stráð.
9/16/2022 • 18 minutes, 6 seconds
R Kelly fær fleiri dóma
Bandaríski hip hop og r&b tónlistarmaðurinn Robert Kelly, R Kelly, var dæmdur í sumar í 30 ára fangelsi fyrir að stýra kynferðisglæpahring, misnota konur og börn kynferðislega, stunda mansal, fjárkúgun og mútur. Kelly hafði enn fleiri ákærur á bakinu sem átti eftir að greiða úr. Nýjasti dómurinn yfir honum féll í gær, þar sem hann var fundinn sekur fyrir barnaníð og kynferðisbrot. Fram kemur í frétt Guardian að alríkisdómstóll hafi dæmt R Kelly sekan í þremur barnaklámsákærum og þremur kynferðisbrotaákærum þar sem börn áttu í hlut, sem áttu sér stað í heimaborg hans Chicago. Og það eru enn að minnsta kosti tvö mál til viðbótar sem bíða R. Kelly, sem snúa að kynferðisbrotum, annars vegar í Minnesota og hins vegar í Chicago. Þetta helst fjallaði um R. Kelly í sumar, í byrjun júlí, þegar stóri fangelsisdómurinn var nýfallinn, og fékk Atla Fannar Bjarkason til mín til að ræða feril og fall tónlistarmannsins, sem var eitt sinn einn sá stærsti í heimi.
9/15/2022 • 0
R Kelly fær fleiri dóma
Bandaríski hip hop og r&b tónlistarmaðurinn Robert Kelly, R Kelly, var dæmdur í sumar í 30 ára fangelsi fyrir að stýra kynferðisglæpahring, misnota konur og börn kynferðislega, stunda mansal, fjárkúgun og mútur. Kelly hafði enn fleiri ákærur á bakinu sem átti eftir að greiða úr. Nýjasti dómurinn yfir honum féll í gær, þar sem hann var fundinn sekur fyrir barnaníð og kynferðisbrot. Fram kemur í frétt Guardian að alríkisdómstóll hafi dæmt R Kelly sekan í þremur barnaklámsákærum og þremur kynferðisbrotaákærum þar sem börn áttu í hlut, sem áttu sér stað í heimaborg hans Chicago. Og það eru enn að minnsta kosti tvö mál til viðbótar sem bíða R. Kelly, sem snúa að kynferðisbrotum, annars vegar í Minnesota og hins vegar í Chicago. Þetta helst fjallaði um R. Kelly í sumar, í byrjun júlí, þegar stóri fangelsisdómurinn var nýfallinn, og fékk Atla Fannar Bjarkason til mín til að ræða feril og fall tónlistarmannsins, sem var eitt sinn einn sá stærsti í heimi.
9/15/2022 • 19 minutes, 41 seconds
Samsæri eðlufólksins úr annarri vídd
Um árabil hefur breski samsæriskenningasmiðurinn David Icke reynt að vekja heimsbyggðina til vitundar um það sem hann álítur eitt mesta samsæri veraldarsögunnar, jú að heiminum sé stjórnað á bak við tjöldin af varasamri elítu eðlufólks, sem kom hingað til Jarðarinnar úr annarri vídd fyrir þúsundum ára. Allt valdamesta fólks heims sé í raun eðlur í mannsham sem hafi það markmið að kúga mannfólkið og stundi viðurstyggilegar athafnir í leyni. Þó kenningar Ickes hljómi fáránlega á hann sér tryggan hóp fylgjenda og margir viðrað þær kenningar á samfélagsmiðlum, til dæmis, eftir andlát Bretadrottningar að hún hafi verið eðla í raun. Þetta helst fer yfir feril Davids Icke og kenningarinnar um eðlufólkið.
9/14/2022 • 0
Samsæri eðlufólksins úr annarri vídd
Um árabil hefur breski samsæriskenningasmiðurinn David Icke reynt að vekja heimsbyggðina til vitundar um það sem hann álítur eitt mesta samsæri veraldarsögunnar, jú að heiminum sé stjórnað á bak við tjöldin af varasamri elítu eðlufólks, sem kom hingað til Jarðarinnar úr annarri vídd fyrir þúsundum ára. Allt valdamesta fólks heims sé í raun eðlur í mannsham sem hafi það markmið að kúga mannfólkið og stundi viðurstyggilegar athafnir í leyni. Þó kenningar Ickes hljómi fáránlega á hann sér tryggan hóp fylgjenda og margir viðrað þær kenningar á samfélagsmiðlum, til dæmis, eftir andlát Bretadrottningar að hún hafi verið eðla í raun. Þetta helst fer yfir feril Davids Icke og kenningarinnar um eðlufólkið.
9/14/2022 • 17 minutes, 43 seconds
Kamilla konungskona
Bretland hefur fengið nýjan konung eftir andlát Elísabetar annarar í síðustu viku. Karl Bretaprins, elsti sonur drottningarinnar, varð Karl þriðji Bretakonungur um leið og móðir hans dró síðasta andann. Og eiginkona Karls, Camilla Parker Bowles, varð á sama tíma eiginkona konungsins, konungskona eins konar. Eins og Filippus var drottningamaður Elísabetar. Heimspressan hefur verið undirlögð af fregnum af breska konungsveldinu, fortíð þess og framtíð, eftir andlát Elísabetar. Í Þetta helst fjölluðum við um Elísabetu daginn eftir andlát hennar, föstudaginn 9. september, og í dag lítur Þetta helst á nýju konuna í hásætinu - konuna sem var um tíma ein umdeildasta kona Bretlands - konan sem arftakinn elskaði og sagðist fórna öllu fyrir. Konan, sem er nú orðin það næsta sem kemur drottningu breska heimsveldisins.
9/13/2022 • 0
Kamilla konungskona
Bretland hefur fengið nýjan konung eftir andlát Elísabetar annarar í síðustu viku. Karl Bretaprins, elsti sonur drottningarinnar, varð Karl þriðji Bretakonungur um leið og móðir hans dró síðasta andann. Og eiginkona Karls, Camilla Parker Bowles, varð á sama tíma eiginkona konungsins, konungskona eins konar. Eins og Filippus var drottningamaður Elísabetar. Heimspressan hefur verið undirlögð af fregnum af breska konungsveldinu, fortíð þess og framtíð, eftir andlát Elísabetar. Í Þetta helst fjölluðum við um Elísabetu daginn eftir andlát hennar, föstudaginn 9. september, og í dag lítur Þetta helst á nýju konuna í hásætinu - konuna sem var um tíma ein umdeildasta kona Bretlands - konan sem arftakinn elskaði og sagðist fórna öllu fyrir. Konan, sem er nú orðin það næsta sem kemur drottningu breska heimsveldisins.
9/13/2022 • 19 minutes, 40 seconds
Morðin í Saskatchewan
Þetta helst fjallar um fjöldamorðin í Saskatchewan-fylki Kanada í síðustu viku. Tíu voru myrtir í hnífárásum á afskekktu verndarsvæði frumbyggja í Kanada, sunnudaginn 4. september síðastliðinn. Tveir bræður voru eftirlýstir og sagðir vera á flótta en annar bróðirinn fannst síðar látinn ekki langt frá vettvangi glæpanna. Hinn bróðirinn, Myles Sanderson, var loks handtekinn á miðvikudag eftir fjóra daga á flótta, og lést í svo haldi lögreglu. Myles átti sér langa sögu ofbeldisglæpa en var þó látinn laus á skilorði nokkrum mánuðum fyrir ódæðisverkin.
9/12/2022 • 0
Morðin í Saskatchewan
Þetta helst fjallar um fjöldamorðin í Saskatchewan-fylki Kanada í síðustu viku. Tíu voru myrtir í hnífárásum á afskekktu verndarsvæði frumbyggja í Kanada, sunnudaginn 4. september síðastliðinn. Tveir bræður voru eftirlýstir og sagðir vera á flótta en annar bróðirinn fannst síðar látinn ekki langt frá vettvangi glæpanna. Hinn bróðirinn, Myles Sanderson, var loks handtekinn á miðvikudag eftir fjóra daga á flótta, og lést í svo haldi lögreglu. Myles átti sér langa sögu ofbeldisglæpa en var þó látinn laus á skilorði nokkrum mánuðum fyrir ódæðisverkin.
9/12/2022 • 18 minutes, 35 seconds
Elísabet Bretadrottning látin
Þetta helst er að þessu sinni tileinkaður Elísabetu 2. Bretadrottningar sem lést á fimmtudaginn 8. september, 96 ára að aldri. Birta Björnsdóttir fréttamaður reifar langa ævi og feril Elísabetar og spilað er viðtal við Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara RÚV í Lundúnum, um drottningu frá því í febrúar á þessu ári, þegar 70 ár voru liðin frá valdatöku hennar.
9/9/2022 • 0
Elísabet Bretadrottning látin
Þetta helst er að þessu sinni tileinkaður Elísabetu 2. Bretadrottningar sem lést á fimmtudaginn 8. september, 96 ára að aldri. Birta Björnsdóttir fréttamaður reifar langa ævi og feril Elísabetar og spilað er viðtal við Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara RÚV í Lundúnum, um drottningu frá því í febrúar á þessu ári, þegar 70 ár voru liðin frá valdatöku hennar.
9/9/2022 • 18 minutes, 18 seconds
Konur í íslenskum fangelsum
Tíu konur afplána dóma í fangelsinu á Hólmsheiði. Hlutfall kvenna í fangelsi hefur farið hækkandi undanfarinn áratug og hefur verið á bilinu átta prósent til rúmlega ellefu. Það var í kring um fimm prósent fyrir um tíu árum síðan. Samkvæmt nýjum tölum frá Fangelsismálastofnun eru konurnar sem nú afplána dóma á aldrinum 23 til 62 ára. Dómarnir sem konurnar hlutu eru misþungir, allt frá níu mánaða fangelsisvist og upp í 16 ár. Fjórar eru íslenskar og sex erlendar. Auk þeirra sátu í vikunni fjórar konur í gæsluvarðhaldi, allt útlenskar. Umboðsmaður Alþingis segir í nýrri skýrslu að mögulega sé tilefni til að taka ólíka stöðu karla og kvenna í fangelsum landsins til skoðunar og veltir upp þeirri spurningum hvort það sé sanngjarnt að betri úrræði, eins og Kvíabryggja, séu einungis í boði fyrir karla. Fangelsismálastjóri segir skorta úrræði fyrir konur. Viðamikil íslensk rannsókn síðan í fyrra varpar skýru ljósi á aðstæður kvenna í fangelsum og segja rannsakendur að konum hafi ekki verið gefinn nægilegur gaumur af yfirvöldum. Þetta helst fjallaði um konur í fangelsum í dag.
9/8/2022 • 0
Konur í íslenskum fangelsum
Tíu konur afplána dóma í fangelsinu á Hólmsheiði. Hlutfall kvenna í fangelsi hefur farið hækkandi undanfarinn áratug og hefur verið á bilinu átta prósent til rúmlega ellefu. Það var í kring um fimm prósent fyrir um tíu árum síðan. Samkvæmt nýjum tölum frá Fangelsismálastofnun eru konurnar sem nú afplána dóma á aldrinum 23 til 62 ára. Dómarnir sem konurnar hlutu eru misþungir, allt frá níu mánaða fangelsisvist og upp í 16 ár. Fjórar eru íslenskar og sex erlendar. Auk þeirra sátu í vikunni fjórar konur í gæsluvarðhaldi, allt útlenskar.
Umboðsmaður Alþingis segir í nýrri skýrslu að mögulega sé tilefni til að taka ólíka stöðu karla og kvenna í fangelsum landsins til skoðunar og veltir upp þeirri spurningum hvort það sé sanngjarnt að betri úrræði, eins og Kvíabryggja, séu einungis í boði fyrir karla. Fangelsismálastjóri segir skorta úrræði fyrir konur. Viðamikil íslensk rannsókn síðan í fyrra varpar skýru ljósi á aðstæður kvenna í fangelsum og segja rannsakendur að konum hafi ekki verið gefinn nægilegur gaumur af yfirvöldum. Þetta helst fjallaði um konur í fangelsum í dag.
9/8/2022 • 20 minutes, 30 seconds
Raunir Shamimu Begum
Lundúnastúlkan Shamima Begum var aðeins fimmtán ára gömul þegar hún strauk að heiman og gekk til liðs við Íslamska ríkið í Sýrlandi ásamt tveimur skólasystrum sínum á svipuðu reki. Lífið í Íslamska ríkinu reyndist ekki vera sú útópía sem hún hafði búist við. Hún eignaðist þrjú börn með hollenskum vígamanni og missti þau öll ung og hefur hafist við í flóttamannabúðum í norðaustanverðu Sýrlandi undanfarin þrjú ár. Hún hefur lýst því yfir að hún vilji snúa heim til Bretlands en það er henni ómögulegt þar sem hún hefur verið svipt breskum ríkisborgararétti fyrir að tilheyra hryðjuverkasamtökum. Árum saman hefur Begum barist fyrir að fá ríkisborgararétt sinn aftur, og nýlega dró til tíðinda í máli hennar. Þar kemur gagnnjósnari við sögu. Þetta helst rekur sögu Begum.
9/7/2022 • 0
Raunir Shamimu Begum
Lundúnastúlkan Shamima Begum var aðeins fimmtán ára gömul þegar hún strauk að heiman og gekk til liðs við Íslamska ríkið í Sýrlandi ásamt tveimur skólasystrum sínum á svipuðu reki. Lífið í Íslamska ríkinu reyndist ekki vera sú útópía sem hún hafði búist við. Hún eignaðist þrjú börn með hollenskum vígamanni og missti þau öll ung og hefur hafist við í flóttamannabúðum í norðaustanverðu Sýrlandi undanfarin þrjú ár. Hún hefur lýst því yfir að hún vilji snúa heim til Bretlands en það er henni ómögulegt þar sem hún hefur verið svipt breskum ríkisborgararétti fyrir að tilheyra hryðjuverkasamtökum. Árum saman hefur Begum barist fyrir að fá ríkisborgararétt sinn aftur, og nýlega dró til tíðinda í máli hennar. Þar kemur gagnnjósnari við sögu. Þetta helst rekur sögu Begum.
9/7/2022 • 18 minutes, 11 seconds
Hver er nýjasti húsráðandi í Downingsstræti 10?
Mary Elizabeth Truss verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Truss er þingmaður fyrir Suðvestur Norfolk, hún er utanríkisráðherra, ráðherra kvenna og jafnréttis. Leiðtogi Íhaldsflokksins. Þetta er sumsé lýsingin á Twitterreikningnum hennar. Hún ætlar að leggja fram efnahagsáætlun sem á að taka á verðbólgu, yfirvofandi efnahagslægð og síversnanadi efnahag almennings. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar sakar hana um að vera ekki í tengslum við raunveruleikann og ekki standa með hinum vinnandi stéttum. Truss sigraði Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, í atkvæðagreiðslu um leiðtogasætið og hlaut hún 57% greiddra atkvæða. Breskir veðbankar spáðu Truss á sunnudag 97 prósenta líkum á sigri og það varð svo raunin í gær. In Liz we Truss, LT - Low Tax, Liz for LEader. Þetta eru dæmi um orðaleikina á skiltum stuðningsmanna Liz, sem eru þó ekki eins skemmtilegir á íslensku. Við treystum Liz, lægri skattar og Liz í leiðtogann. Truss boðar harðan hægri boðskap. Hún ætlar að lækka skatta með lánsfé. Liz Truss er á dagskrá Þetta helst í dag.
9/6/2022 • 18 minutes, 26 seconds
Bronsmunir frá Benín snúa heim
Fyrir 125 árum lögðu breskir nýlenduhermenn í rúst höfuðborg afrísks konungsríkis, Benín, þar sem nú er Nígería. Þeir myrtu fjölda manns og höfðu á brott með sér þúsundir listmuna úr bronsi sem síðan dreifðust um Evrópu. Æ síðan hafa afkomendur þeirra sem verkin sköpuðu á sínum tíma reynt að fá þau aftur heim. Að undanförnu hafa allnokkur söfn í Evrópu lýst því yfir að þau hyggist skila stolnum bronsmunum til Nígeríu, en safnið sem á stærst safn Benín-bronsmuna, British Museum, hefur lítið vilja tjá sig um málið. Þetta helst fjallar um Benín, umdeilda listmuni og arfleifð nýlendutímans á söfnum Evrópu.
9/5/2022 • 18 minutes, 20 seconds
Kynferðisbrot og kynferðisleg áreitni á Íslandi
Tvær skýrslur komu út í liðinni viku. Önnur kemur út árlega og hefur gert undanfarna áratugi, en hin er byggð á stórri rannsókn. Báðar snúa þær að kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi. Sú árlega, skýrsla Stígamóta, sýnir ákveðið umfang kynferðisbrota á landinu, þau brot sem fólk verður fyrir og leitar sér aðstoðar vegna. Biðlistarnir á Stígamótum eru að lengjast, fólk getur þurft að bíða í 10 til 12 vikur eftir viðtölum. Stafrænt kynferðisofbeldi er að aukast og 16 prósent gerenda eru undir átján ára aldri. Hin skýrslan varpaði ljósi á algengi kynferðislega áreitni á vinnustöðum landsins. Um þriðjungur kvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni. Þetta helst gluggaði í skýrslurnar.
9/2/2022 • 18 minutes, 9 seconds
Langt ferðalag mjaldrasystra til Klettsvíkur
Mjaldrasysturnar Litla Grá og Litla Hvít flytja ekki í sjókvína í Klettsvík í Vestmannaeyjum í ár, eftir að bátur sökk við kvína um miðjan ágúst. Flutningur mjaldranna úr sérstakri hvalalaug yfir í sjókvína hefur ítrekað tafist, en þrjú ár voru í sumar síðan mjaldrarnir fluttu til Íslands frá Kína. Þetta helst rekur sögu og ferðalag mjaldrasystranna, sem og annars og dularfyllri mjaldurs sem komst í heimsfréttirnar um svipað leyti og Litla Grá og Litla Hvít.
9/1/2022 • 18 minutes, 6 seconds
Aldrei fleiri dauðsföll vegna of stórra lyfjaskammta
Þetta helst fjallar í dag um banvænar afleiðingar ofskömmtunar lyfja, löglegra og ólöglegra. 31. ágúst er viðeigandi, alþjóðlegi ofskömmtunardagurinn, International Overdose Awareness Day á ensku. Dagurinn er haldinn með það að markmiði að binda enda á dauðsföll vegna ofskömmtunar. 46 lyfjatengd andlát voru skráð hjá embætti Landlæknis í fyrra, allt árið 2021. Þau hafa aldrei verið fleiri, samkvæmt áður óbirtum niðurstöðum Landlæknisembættisins. Næstflest andlát vegna lyfjaeitrana voru árið 2018, en þau voru þá 39. Af þeim sem létust í fyrra vegna lyfjaeitrana voru níu undir þrítugu. Ópíóíðar, helst oxycontin, spila stóran þátt í þessum eitrunum. Þetta helst skoðar sögu lyfjatengdra andláta á Íslandi, banvæna ópíóíða og lítur sömuleiðis aðeins vestur um haf.
8/31/2022 • 18 minutes, 54 seconds
Síðasti maður ættbálks síns látinn
Þetta helst fjallar um mann sem kallaður hefur verið ?holumaðurinn? og jafnframt einmanalegasti maður heims. Fyrir 26 árum réðust vígamenn á litla kofaþyrpingu, heimkynni ættbálks nokkurs í regnskóginum í vestanverðri Brasilíu. Vígamennirnir voru á höttunum eftir landsvæði ættbálksins, vildu leggja það undir skógarhögg eða landbúnað. Þeir jöfnuðu þorpið við jörðu og myrtu alla íbúa, nema einn. Æ síðan ráfaði sá sem komst lífs af einn um skóginn og hafnaði öllum tilraunum annars fólks til að eiga við hann samskipti. Holumaðurinn svonefndi er nú látinn og ættbálkur hans því algerlega horfinn. Þetta helst segir frá manninum og baráttunni við að vernda viðkvæmar frumbyggjaþjóðir Brasilíu.
8/30/2022 • 18 minutes, 25 seconds
Stærsta kjarnorkuver Evrópu miðpunktur stríðs
Alheimurinn óttast að meiriháttar kjarnorkuslys kunni að vera yfirvofandi í stærsta kjarnorkuveri Evrópu, kjarnorkuverinu í úkraínsku iðnaðarborginni Zaporizhzhia. Rússneskt herlið hefur haft verið á valdi sínu síðan í mars, en skæðir bardagar hafa staðið yfir allt umhverfis það vikum saman. Leiðtogar um allan heim hafa hvatt bæði Rússa og Úkraínumenn að láta af bardögunum, en hver vísar þar á annan eins og gengur og gerist í stríði. En í dag dró til tíðinda þegar það var tilkynnt að vel valið teymi frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni er á leið til Zaporizhzhia, nokkuð sem Úkraínuforseti hefur krafist í langan tíma. Þetta helst skoðaði aðeins Zaporizhzhia kjarnorkuverið og leit til Chernobyl í leiðinni.
8/29/2022 • 19 minutes, 28 seconds
Maðurinn sem fjármagnaði þjóðarmorðið í Rúanda
Í næsta mánuði mætir fyrir stríðsglæpadómstól í Haag maður nokkur um nírætt, sem sagður er þjást af elliglöpum og fleiri kvillum. Maðurinn, Rúandamaðurinn Felicien Kabuga, var handtekinn í París fyrir tveimur árum eftir að hafa verið á flótta undan réttvísinni í 26 ár. Hann er sakaður um að hafa, árið 1994, leikið stórt hlutverk í þjóðarmorðinu í Rúanda, þegar rúandískir Hútúar slátruðu mörg hundruð þúsund löndum sínum af þjóð Tútsa. Kabuga var þá einn auðugasti maður Rúanda og notaði auð sinn til að fjármagna bæði áróðursstarfsemi, þar á meðal alræmda útvarpsstöð, og vígasveitir. Þetta helst fjallar um Kabuga, lygilegan flótta hans undan réttvísinni árum saman, og fleiri grunaða þjóðarmorðingja sem enn eru á flótta.
8/26/2022 • 17 minutes, 59 seconds
Feðginin Alexander Dugin og Darya Dugina
Á laugardagskvöldið 20. ágúst sprakk sprengja um borð í bifreið á ferð um fjörutíu kílómetra frá Moskvu. Ökumaður bílsins lét lífið. Hún hét Darya Dugina og var kunn sjónvarpskona í Rússlandi. Margt er enn á huldu um tilræðið þó rússnesk stjórnvöld fullyrði að úkraínska leyniþjónustan hafi verið að verki. Dugina ók í bíl föður síns, sem margir telja að sé líklegra að hafi verið skotmark árásarmanna, hverjir sem þeir eru. Faðir hennar, Alexander Dugin, hefur verið kallaður ?heili Pútíns? þar sem hugmyndafræði hans, greinar og bækur, hafi haft svo mikil áhrif á stefnu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Dugin hefur meðal annars árum saman kallað eftir því að Rússar ráðist inn í Úkraínu. Þetta helst fjallar um hugmyndir Dugins og morðið á dóttur hans.
8/25/2022 • 17 minutes, 50 seconds
Hálft ár af stríði í Úkraínu
Það er 24. ágúst, þjóðhátíðardagur Úkraínu, og nákvæmlega hálft ár liðið frá því að Vladimir Putin Rússlandsforseti skipaði herliði sínu að ráðast inn í Úkraínu og hertaka landið. Á þessu hálfa ári hafa milljónir Úkraínubúa þurft að flýja heimili sín og land, leita sér skjóls í öðrum löndum og um alla Evrópu hafa flugvellir og lestarstöðvar fyllst af Úkraínumönnum á flótta undan þessu óskiljanlega stríði. Heimsmyndin breyttist nánast yfir þessa einu nótt 24. febrúar 2022. Þetta helst rifjar í dag upp fyrri þætti um stríðið í Úkraínu, annars vegar þegar Pútín réðst inn í landið og svo þegar þrír mánuðir voru liðnir af stríði. Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Rússlands, ræddi innrásina við þau Guðmund Björn Þorbjörnsson og Katrínu Ásmundsdóttur daginn eftir að stríðið hófst. Fyrir nákvæmlega hálfu ári síðan.
8/24/2022 • 18 minutes, 38 seconds
Hvað þýðir yfirlýsing um neyðarástand í loftslagsmálum?
Það ríkir einhvers konar neyðarástand í loftslagsmálum, um það erum við flest sammála um. Loftslagsbreytingar eru farnar að bíta. Hitabylgjur, flóð, dauði heilu tegundanna, skógareldar, hungursneið og uppskerubrestir eru farin að verða nánast daglegur fréttamatur - út af loftslagsbreytingum. Við erum á góðri leið með að eyðileggja heimili okkar og við höfum líka vitað það í langan tíma. Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið eru á þessari skoðun og allir eru að reyna að bregðast við. 39 lönd hafa nú þegar formlega lýst yfir neyðarástandi vegna loftslagsmála. Evrópuþingið hefur gert það sömuleiðis og Evrópusambandið hálfpartinn líka. En ekki Ísland. Af hverju ætli það sé? Og þau eru mörg ósátt við það - þá kannski sérstaklega íslenskir náttúruverndarsinnar og þeirra á meðal er Björk, sem er ekki bara ósátt heldur segir hún að forsætisráðherra hafi svikið samkomulag þeirra á milli með því að lýsa ekki yfir neyðarástandi. En hvað þýðir það eiginlega að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum? Þetta helst reyndi að svara því.
8/23/2022 • 20 minutes, 32 seconds
Körfuboltastjarnan og vopnasalinn
Þetta helst fjallar um tvær manneskjur sem sitja í fangelsi, hvor í sínu landinu, sem orðið hafa að peðum í valdatafli stórveldanna. Bandarísk körfuboltastjarna hefur dúsað í fangelsi í Rússlandi fyrir að hafa flutt kannabisvökva til landsins í um hálft ár. Alræmdur rússneskur vopnasali - kallaður sölumaður dauðans - hefur setið inni í Bandaríkjunum í meira en áratug. Nú gæti svo farið að yfirvöld í Rússlandi og Bandaríkjunum skipti á þessum tveimur föngum - körfuboltastjarnan Brittney Griner verði flutt til heimalands síns Bandaríkjanna í skiptum fyrir rússneska vopnasalan Viktor Bout. Viðræður um fangaskiptin standa yfir - en hvaða fólk er þetta og hvernig komst það í þessa stöðu?
8/22/2022 • 18 minutes, 50 seconds
Hundrað kíló af kókaíni
Kókaín, og stór og smá mál því tengdu, eru á dagskrá Þetta helst í dag. Íslensk lögðu hald á hundrað kíló af kókaíni í gámi sem var reynt að smygla hingað til lands í gegn um Sundahöfn og er þetta lang, lang mesta magn af þessu rándýra dópi sem hefur fundist hér á landi. Fyrsta málið sem var kallað stóra kókaínmálið snerist um eitt kíló. Svo kom annað stórt kókaínmál sem snerist um 16. Og nú í vikunni tilkynnti lögreglan nýjasta og langstærsta kókaínmál Íslandssögunnar. Hundrað kíló af tiltölulega hreinu efni, falið vandlega í gámi. Fjórir eru í haldi, ekki góðkunningjar lögreglunnar, en eiga líklega töluverða fangelsisvist fyrir höndum verði þeir fundnir sekir. Götuverðið á efnunum getur hlaupið á milljörðum króna.
8/19/2022 • 19 minutes, 16 seconds
Tasmaníutígurinn snýr aftur
Við höfum af og til undanfarin ár heyrt af tilraunum vísindamanna til að vekja loðfílinn, sem dó út fyrir um fjögur þúsund árum, aftur til lífsins með erfðatækni. Á dögunum kynntu vísindamenn í Ástralíu og Bandaríkjunum áform um að vekja aðra útdauða skepnu til lífsins. Tasmaníutígurinn var eitt sinn stærsta pokarándýr Ástralíu en dó endanlega út árið 1936, og var útdauðinn af manna völdum. Fyrirtækið Colossal í Bandaríkjunum, sem hingað til hefur einbeint sér að loðfílnum, hefur tekið höndum saman við vísindamenn í Melbourne sem vonast til að nýr Tasmaníutígur fæðist innan tíu ára. Þetta helst fjallaði um fortíð og framtíð Tasmaníutígursins.
8/18/2022 • 18 minutes, 41 seconds
Fangelsi er ekki staður fyrir veikt fólk
Fangelsi eru ekki gerð fyrir fólk sem er alvarlega veikt á geði, segir yfirlæknir geðheilbrigðisteymis fangelsanna. Margir þeir sem nú sitja inni eru þar vegna ofbeldisbrota og innan veggja fangelsanna ríkir ofbeldismenning. Sumir fangar, sem geðheilbrigðisteymið telur að eigi ekki erindi inn í fangelsi, beita ofbeldi þar en hefðu líklega ekki gert það áður. Fangelsin búa til ofbeldismenn. Og fangelsismálastjóri segir að hinn endalausi úrræðisskortur fyrir fanga sem eru geðveikir, en samt sakhæfir, geti verið spurning um líf eða dauða. Það er til dæmis ekki langt síðan að veikur fangi réðist á tvo fangaverði og slasaði þá alvarlega. Svo hafa fangar líka svipt sig lífi. Þetta helst skoðaði stöðuna á geðheilbrigðskerfinu þegar kemur að föngum á Íslandi.
8/17/2022 • 18 minutes
Umdeildir rostungar á ferð og flugi
Sjávarspendýr, stór og mikil, mörg hundruð kíló að þyngd með stórar skögultennur, eru til umfjöllunar í Þetta helst þætti dagsins. Vera Illugadóttir fjallar um rostunga sem hafa valdið usla í samfélagi okkar mannanna upp á síðkastið. Allnokkrir hafa ratað í fréttirnar að undanförnu, dýr sem komin voru langt frá heimkynnum sínum í Norður-Íshafi og vöktu bæði mikla athygli og þóttu valda talsverðum óskunda með uppátækjum sínum - og sögur þeirra enduðu sjaldnast vel. Við heyrum af rostungsurtunni frægu Freyju í Noregi, Stenu í Finnlandi og tveimur rostungum sem höfðu viðkomu á Íslandi með nokkurra áratuga millibili og hétu báðir Valli.
8/16/2022 • 18 minutes, 29 seconds
Það helsta um Söngva Satans og dauðadóm æðsta klerksins
Þetta helst fjallar um meira en þrjátíu ára gamlan dauðadóm, sem var næstum því uppfylltur fyrir stuttu. Bresk - indverski rithöfundurinn Salman Rushdie var stunginn margítrekað á hol síðastliðinn föstudag, þar sem hann stóð á sviði í New York ríki fyrir framan fullan sal af fólki. Hann var fluttur með þyrlu á sjúkrahús, gekkst þar undir aðgerð og losnaði úr öndunarvél eftir rúman sólahring. Hann lifði árásina sumsé af, en mun að öllum líkindum missa annað augað, taugarnar í handlegg hans skárust í sundur og lifrin hans skaddaðist sömuleiðis. 24 ára gamall maður var handtekinn fyrir ódæðið, en hann neitar sök. Rushdie er líklega einn af feigustu mönnum heims, að minnsta kosti svona opinberlega, en það eru meira en 33 ár síðan það var gefið opinbert skotleyfi á hann, hann lýstur réttdræpur og fé sett til höfuðs honum. Fyrir að skrifa bók.
8/15/2022 • 18 minutes, 38 seconds
Afskipti Rússa af starfsemi Fréttablaðsins
Fréttablaðið birti í vikunni mynd af rússneskum fána sem var notaður sem dyramotta á úkraínsku heimili. Þetta helst fjallar um viðbrögð rússneska sendiráðsins hér í bæ á þeirri birtingu og atburðarrásina sem þá fór af stað. Netárás var gerð á vef Fréttablaðsins, Rússar kröfðu ritstjórnina um afsökunarbeiðni og hótað var öllu illu. Árásin var kærð til lögreglu, Blaðamannafélagið fordæmdi afskiptin og ráðherra fjölmiðla sagðist harma árásina, hún væri aðför að frelsi fjölmiðla á Íslandi. Stundin setur aðför sendiráðsins í samhengi við fræga dóma sem Steinn Steinarr og Þórbergur Þórðarson hlutu hér á árum áður vegna nasista. Þessi atburðarrás hófst á miðvikudagsmorgunn og svo virðist sem henni hafi lokið, þannig séð, í gærkvöld. Nú er lögreglan með það á sínum herðum.
8/12/2022 • 17 minutes, 45 seconds
Drottningin hættir á toppnum
Serena Williams er óumdeilanlega ein besta og merkilegasta íþróttakona heims. Hún og systir hennar, Venus, eiga að baki frekar lygilega sögu og það er óhætt að segja að þetta heimsfræga tvíeyki hafi svo sannarlega unnið fyrir þeim gífurlega árangri sem þær geta státað af í dag. Þó að saga systranna sé á mjög margan hátt sameiginleg og samtvinnuð, verður Serena stjarna Þetta helst í dag.
Serena Williams er ekki bara ein besta tenniskona heims, heldur hefur hún frá unga aldri verið ötul baráttukona fyrir réttindum kvenna og réttindum svartra. Þá hefur hún líka talað fyrir jákvæðri líkamsímynd og hvatt ungar stúlkur og konur til að láta drauma sína rætast. Serena hefur unnið 23 risamót og alls 73 einstaklingstitla - og nú ætlar hún að leggja spaðann á hilluna, eftir næsta US Open sem er í lok þessa mánaðar. Þegar hún var spurð af hverju hún væri að hætta sagði hún að það væri ljós við enda ganganna og það ljós sé frelsið. Þetta helst leit yfir feril þessara stórmerku, rétt rúmlega fertugu baráttukonu.
8/11/2022 • 18 minutes, 45 seconds
Banvænar og óútreiknanlegar eldingar
Við ætlum að líta til himins. Að meðaltali deyja um 60 manns á dag eftir að hafa orðið fyrir eldingu. Þó eru bara til heimildir um níu banaslys af völdum eldinga hér á Íslandi, en það á sér svo sem nokkuð eðlilegar skýringar. Félagsfælni, persónuleikabreytingar og jafnvel sjálfsvígshugsanir geta hrjáð þau sem hafa orðið fyrir eldingu og lifað það af. Þórður Arason jarðeðlisfræðingur er einn helsti sérfræðingur landsins þegar kemur að eldingum og var hann til viðtals á Rás 1 á dögunum þegar heldur óvenjulegt eldingaveður gekk yfir Noreg. Hann segir meðal annars frá því hvað gerist í mannslíkamanum þegar hann verður fyrir eldingu og hvernig ber að tryggja öryggi sitt í eldingaveðri. Þetta helst fer í dag yfir þetta náttúrufyrirbrigði, sem hefur til þessa ekki valdið miklum usla á Íslandi, en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér með hlýnandi loftslagi og aukinni útivist á fjöllum.
8/10/2022 • 18 minutes, 45 seconds
Alex Jones og málaferlin vegna Sandy Hook
Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var nýverið dæmdur til að greiða foreldrum drengs sem var myrtur í skotárásinni í Sandy Hook bætur. Jones hafði fullyrt ítrekað í þáttum sinum, sem fjöldi manns fylgir, að árásin á skólann hefði ekki gerst, að foreldrar barnanna sem þar létust væru leikarar og að allt hefði þetta verið skáldað upp af djúpríkinu til að taka byssur af bandarískum almenningi. Þórhildur Ólafsdóttir fjallar í dag um málaferlin gegn Alex Jones.
8/9/2022 • 20 minutes
Það gýs ekki bara á Íslandi
Þessa stundina, mánudaginn 8. ágúst 2022, eru um það bil 25 eldfjöll að gjósa í heiminum. Eitt gýs á Íslandi en sex eru spúandi í Indónesíu. Það er meira að segja eldgos í gangi á Suðurskautslandinu. Í Þetta helst dagsins skoðum við gjósandi heimskortið, fræðumst um mengun af völdum eldfjalla og lítum aðeins aftur til hryllingsins í Bandaríkjunum 1980 þegar eldkeilan í Washingtonríki sprakk með hræðilegum afleiðingum. Svo skjótumst við aðeins til Hollywood í leiðinni.
8/8/2022 • 20 minutes, 19 seconds
Afdrifarík heimsókn en engin tilviljun
Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fór til Taívan. Stutt heimsókn sem hefur reynst sérstaklega afdrifarík. Kínverjar eru sármóðgaðir og reiðir og Taívanir óttast um öryggi sitt. Var þetta með ráðum gert? Hvers vegna ættu Bandaríkjamenn að vilja rugga bátnum gagnvart Kína með þessum hætti? Hvaða skilaboðum er verið að koma á framfæri? Hver gæti fórnarkostnaðurinn verið?
8/5/2022 • 19 minutes, 37 seconds
Einkaþotur: Bráðmengandi bruðl eða sjálfsagður munaður ríkra?
Það er einkaþotuskortur í heiminum. Reykjavíkuflugvöllur er fullur af þeim, enda lenda þar um tvö hundruð stykki á mánuði þegar mest er og gert er ráð fyrir að nærri því 900 einkaþotur lendi þar í ár. Ef eigendur, eða leigjendur, einkaþotnanna vilja staldra hér við á landinu í einhvern tíma þarf að greiða stæðisgjald - það er ókeypis fyrstu sex tímana, en svo byrjar mælirinn að tikka. En einkaþotustöðumælagjaldið á Íslandi er miklu, miklu lægra heldur en gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum.
Borgarfulltrúi VG vill þessar þotur burt af vellinum, þær eru mengandi og valda ónæði. Bandarískir markaðssérfræðingar segja einkaþotumarkaðinn sjóðheitan - það hafa aldrei fleiri slíkar þotur verið í umferð og nú - og færri komast um borð en vilja. Notaðar þotur eru meira að segja farnar að rokseljast. Þetta helst skoðar þennan þægilega, mengandi og óhemjudýra ferðamáta sem hefur aldrei verið jafn vinsæll.
8/4/2022 • 18 minutes, 18 seconds
Þægilegar en skaðlegar blautþurrkur
65 tonnum af blautþurrkum er sturtað niður í klósett landsmanna á ári hverju. Þær eyðileggja fráveitukerfi, skapa ærin fjárútlát og menga umhverfið. Farið er yfir hvers vegna og hvernig í þætti dagsins.
8/3/2022 • 20 minutes, 25 seconds
Síkvik jörð Reykjanesskagans í gegn um tíðina
Jörð skelfur á Reykjanesskaganum. Þúsundir jarðskjálfta mælast nú á hverjum sólarhring, langflestir meinlausir þó, en nokkrir vel snarpir. Myndir hafa dottið af veggjum, dósir úr hillum, börn vakna af værum blundi og kaffivélasvæðin eru aftur farin að einkennast af nokkuð einhæfum spurningum eins og fannstu skjálftann, eða vaknaðirðu í nótt. Og er það vel. Fólk hefur lýst hrinunni í nótt sem þeirri verstu sem það hafi upplifað og heyra mátti að mörgum er brugðið - enda margir skjálftarnir harðir og snarpir. En við erum fljót að gleyma. Í Þetta helst í dag verður aðeins litið til sögunnar á Reykjanesskaganum, kíkt á gamla heimildarmynd um jarðfræðina á svæðinu og rifjað upp skjálftana snörpu árin 1929 og 1968, sem urðu nálægt Brennisteinsfjöllum austan Kleifarvatns. Þeir gerðu nefninlega aðeins meira en að búa til umræðuefni við kaffivélarnar í sumargúrkunni og þrykkja myndum af veggjum.
8/2/2022 • 19 minutes, 59 seconds
Hið alltumlykjandi njósnahagkerfi sem fáir sjá
Við þurfum að tala um njósnahagkerfið, stendur á heimasíðu Neytendasamtakanna. Netið hefur umbylt lífi okkar á undraskömmum tíma. Við erum nánast sítengd og höfum allar heimsins upplýsingar við höndina, eða réttara sagt við fingurgómana í gegnum allskyns snjallforrit og vefsíður sem við fyrstu sýn virðast flestar hverjar vera ókeypis notendum. Við leitum á Google, Google leitar á okkur. Við notum samfélagsmiðla, þeir nota okkur. Það koma allskonar tímamót í lífinu. Og samfélagsmiðlar og okkar stafræna líf virðist fylgja. Fylgja tímamótunum, áformunum, lífsskeiðunum okkar. Jafnvel án þess að við verðum þess mikið vör. Tinderauglýsingar á Facebook á einhleypuskeiðinu. Barnavörur auglýstar á Instagram og Tik Tok þegar þungunarprófið er jákvætt. Golfbúðarauglýsingar þegar það fer að líða að ferðinni til Flórída og gömul mynd birtist á feedinu af ferðinni til Tene eftir að fjölskyldan rifjar upp herlegheitin yfir sunnudagssteikinni. En hvernig má það vera? Hvað vita snjalltækin um okkur og hvernig má koma í veg fyrir njósnaauglýsingar? Katrín Ásmundsdóttir ræðir við formann Neytendasamtakanna um njósnaauglýsingar í Þetta helst í dag.
7/29/2022 • 18 minutes, 29 seconds
Dramadrottningin í Dyngjufjöllum rumskar
Askja er vöknuð af værum blundi, segja vísindamenn. Hún náði ekki alveg hundrað árum Þyrnirósarinnar, en nokkuð nálægt því. Sextíu ár eru frá síðasta gosi í Öskju, en næstum því 150 ár eru frá því að hún var með svakaleg læti. Land hefur risið um 35 sentímetra við Öskju á síðasta ári, sem er alveg slatti, og vísindamenn segja að þessi þróun bendi til þess að kvika sé að safnast saman undir henni. Veðurstofa Íslands segir rishraðann vera óvenjumikinn miðað við sambærileg eldjöll í heiminum. Ef það gýs er búist við að aðdragandinn verði skýr með aukinni skjálftavirkni. Fyrirvarinn gæti verið stuttur, jafnvel aðeins nokkrar klukkustundir. Þetta helst kíkti ofan í Öskju.
7/28/2022 • 18 minutes, 39 seconds
Vafasöm hegðun vararíkissaksóknara
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari er enn og aftur búinn að koma sér í klandur vegna hegðunar sinnar á samfélagsmiðlum. Nú síðast fullyrti hann að hælisleitendur ljúgi til um kynhneigð sína til að fá að vera á Íslandi. Hver lýgur sér ekki til bjargar? spurði vararíkissaksóknararinn. Hann spurði reyndar líka hvort það væri skortur á hommum á Íslandi. Uppi varð fótur og fit, eðlilega, og dómsmálaráðherra sagði meira að segja að ummælin hafi slegið sig illa. Samtökin 78 kærðu Helga Magnús til lögreglu fyrir ummælin, formaður Viðreisnar vill að dómsmálaráðherra beiti hann agaviðurlögum, samfélagsmiðlarnir fóru á hliðina og ríkissaksóknari er að skoða málið. Enn og aftur. Því þetta er sannarlega ekki í fyrsta sinn sem embættismaðurinn segir eða gerir eitthvað sem slær fólk illa. Fregnirnar af vafasamri hegðun hans ná aftur til ársins 2011, þegar hann heyrðist fara afskaplega ljótum orðum um saksóknara efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, hann hefur gert lítið úr réttindum kvenna til þungunarrofs, lækað vafasamar færslur á samfélagsmiðlum - svo einhver dæmi séu tekin. Sunna Valgerðardóttir skoðaði skoðanir og ummæli vararíkissaksóknara Íslands í Þetta helst.
7/27/2022 • 19 minutes, 1 second
Bretar halda Júróvisjon með úkraínsku ívafi
Bretar halda Júróvisjon, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, á næsta ári, þrátt fyrir að hafa lent í öðru sæti í keppninni í ár. Sigurþjóðin, Úkraína, hefur því miður öðrum hnöppum að hneppa heldur en að halda keppnina, þó að forsetinn hafi gefið það út þegar úrslitin urðu ljós að það væri helst það sem hann vildi gera - halda júróvisjon í Maríopol - borg sem er í dag vart þekkjanleg sem slík. Hún er í rúst. En hvað þýddi það fyrir Úkraínu að sigra þessa keppni? Og hvernig var aðdragandinn að keppninni í þessu stríðshrjáða landi? Í Þetta helst í dag lítum við yfir vorið, sögu Úkraínu í Júróvisjon, og hvernig staðan er hjá þeim núna, eftir hálft ár af ömurlegum árásum og glæpum nágrannaþjóðarinnar?
7/26/2022 • 19 minutes, 31 seconds
Alþjóðlegt neyðarástand vegna apabólu
16.000 manns hafa nú greinst með apabólu í heiminum, í 75 löndum og fimm hafa dáið af völdum sjúkdómsins. Níu hafa greinst á Íslandi samkvæmt nýjustu fréttum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti um helgina yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna faraldursins. Vísindamenn segja veiruna mun flóknari heldur en margar aðrar sem heimsbyggðin er að fást við. Algengast er að bólur og sár komi fram á útlimum, hálsi og andliti en þau voru helst á kynfærasvæði. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áréttar hins vegar að apabóluveiran dreifist fyrst og fremst við hvers kyns nána snertingu. Ekki megi skilgreina apabólu sem kynsjúkdóm - og hinseginsamfélagið biðlar til fólks að passa orðræðuna. Læknar segja ýmislegt í orðræðunni minna á upphaf HIV faraldursins. Skoðum aðeins þennan miður skemmtilega sjúkdóm.
7/25/2022 • 21 minutes, 6 seconds
Furðulegar hitabylgjur í Evrópu
Hitabylgjurnar sem hafa geisað í Evrópu í sumar hafa kostað þúsundir lífið, brennt heimli fólks, garða, skóga, tún og hæðir. Heilu bæjarfélögin hafa verið rýmd af fólki og dýrum til að bjarga lífi þeirra. Hitinn fór upp í 40 til 43 gráður sumsstaðar í Evrópu í júní, mest þá í Frakklandi, þar sem fjöldi hitameta féllu. Önnur bylgja skall svo á Evrópu um miðjan júlí og hún er enn í gangi, sem teygði sig lengra til norðurs en sú fyrri, alla leið til Danmerkur og Bretlands, en hitinn í London fór yfir 40 gráður í fyrsta sinn í sögunni. Í Þetta helst í dag fer ég yfir hitann í álfunni okkar og reyni að skyggnast inn í framtíðina með Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi, sem hefur í nægu að snúast þessa dagana. Hann segir viðbrögð alþjóðavísindasamfélagsins við þessum bylgjum ólík því sem hefur oft verið áður, greiningar eru seinni á ferðinni en venjulega, sem hann telur að bendi til þess að fólk sé að klóra sér í hausnum yfir örsökunum.
7/22/2022 • 19 minutes, 54 seconds
Kíkirinn sem getur ferðast aftur í tímann
Það eru um það bil tvö þúsund milljarðar vetrarbrauta í okkar sýnilega alheimi. Hver og ein vetrarbraut er með marga milljarða stjarna. Við, jarðarbúar, búum á einni slíkri stjörnu. Í Þetta helst í dag ætlum við að líta út í geim, langt upp í himininn og út um allt, næstum því til upphafs tímans. James Webb sjónaukinn, nýjasta tryllitæki geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, var ekki búinn að vera lengi í vinnu þegar hann byrjaði að færa okkur myndir af heiminum eins og við höfum aldrei séð hann áður. Vísindamenn segja að þetta verkfræðiundur sé að færa okkur nær svörum við risastórum spurningum - um upphaf tímans og hvort við séum nokkuð ein í heiminum.
7/21/2022 • 20 minutes, 3 seconds
Manndrápsfílar á Indlandi (e)
Við lítum aðeins aftur til Indlands í dag. Katrín Ásmundsdóttir kannaði svolítið sértakt mál þaðan. Mál sem fór eins og eldur í sinu um internetið, og vakti upp flóknar spurningar um samvist manna og dýra á 21. öldinni. Fíll réðst á og traðkaði niður sjötuga konu þar sem hún sótti vatn í brunn. Konan lést af sárum sínum, en fíllinn sneri aftur þegar bálför hennar fór fram, kastaði líkinu til og traðkaði á því aftur. Katrín settist niður með Jóni Má Halldórssyni líffræðingi og spurði hann hvað þetta gæti þýtt.
7/20/2022 • 18 minutes, 8 seconds
Kynlíf íslenskra ungmenna
Þriðjungi færri fimmtán ára stúlkur stunda kynlíf nú en í upphafi aldar hér á landi. Þetta leiða niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar á heilsu og lífskjörum skólabarna í ljós. Rannsóknin hefur verið gerð hér á landi á fjögurra ára fresti síðan 2006, með tilstyrk Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Rannsóknin nær til fjölda landa í Evrópu og Norður Ameríku. Spurt er út í alls konar þætti í lífum ungs fólks, eins og tengsl þeirra við foreldra og vini, mataræði, hreyfingu, tómstundarstarf og kynhegðun. Tæp 25 prósent stúlkna hér stunda kynlíf, en hlutfallið var 36 prósent árið 2006. 27 prósent stráka stunda kynlíf í 10. bekk, en þeir voru 29 prósent árið 2006. Hlutfall stelpna sem stunda ungar kynlíf hefur lækkað um þriðjung en hlutfall strákanna aðeins lítillega. Aðeins 18 prósent íslenskra tíundu bekkinga notuðu smokk við síðustu samfarir. En hvað þýðir þetta? Hvað útskýrir þessa þróun? Og hvernig stöndum við hér á landi í þessum málum samanborið við aðra þátttakendur í könnuninni í Evrópu og Norður-Ameríku? Í Þetta helst ræðir Katrín Ásmundsdóttir við Ársæl Arnarsson, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og faglegan stjórnanda Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar, núna í lok mars, um niðurstöðurnar.
7/19/2022 • 18 minutes, 25 seconds
Manngerðar floteyjar í Kínahafi (e)
Í þætti dagsins ætlum við að líta aftur til Kína með Katrínu Ásmundsdóttur. Leiðir ríkja heims til að auka við völd sín og umsvif eru margar og fjölbreytilegar. Ein leið er að auka við yfirráðasvæði sitt - færa út kvíarnar. En það getur verið erfitt og dýrt, kostað stríð, alþjóðaátök, mannfall og eyðileggingu. Sum ríki hafa því leitað nýrra og frumlegri leiða. Eins og Kína, sem hefur - undanfarin átta ár eða svo - bara búið til landsvæði þar sem eru engin. Reist hverja manngerða floteyna í Suður-Kínahafi á eftir annarri. Bætt um það bil þrettán ferkílómetrum við yfirráðasvæði sitt á síðustu árum, ófáum nágrönnum sínum til mikils ama. En hvers vegna? Hver er tilgangur þessara eyja? Undir hvað eru þær nýttar og hvaða áhrif hafa þær í alþjóðlegu samhengi? Nú í júní spurði Katrín Guðbjörgu Ríkeyju Thoroddsen Hauksdóttur, doktorsnema í stjórnmálafræði, út í kínversku gervieyjarnar.
7/18/2022 • 18 minutes, 19 seconds
Gagnaverin sem fóðra símafíknina
Við erum öll sítengd. Það er okkar nýi veruleiki, eða hann er jafnvel ekkert svo nýr lengur. Fræðimenn segja snjallgræjurnar vera orðnar framlengingu sjálfsins - símann hina nýju hægri hönd líkamans. Þau eru fá augnablikin sem við erum ótengd, erum ekki í símanum, spjaldtölvunni, fartölvunni, vinnutölvunni, með snjallúrið á okkur, fyrir framan snjallsjónvarpið eða nettengd í gegnum spinninghjólið. En hvernig er það hægt? Hvernig getum við öll, eða flest, verið tengd öllum stundum, öll í einu?
Mörg okkar kannast við að þurfa hafa snjallsímann alltaf innan seilingar. Jafnvel bara í hendi eða augsýn - svo að engar tilkynningar eða skilaboð fari nú framhjá okkur, með öllu því áreiti - meðvituðu eða ómeðvituðu - sem því fylgir. Og kannski vildu margir eyða minni tíma í símanum - og tapa sér síður í samfélagsmiðlaskrollinu rétt fyrir háttinn. En af hverju ætli þetta sé svona, hvers vegna er svona erfitt að leggja símann á hilluna?
Við endurflytjum viðtal Katrínar Ásmundsdóttur og Guðmundar Björns Þorbjörnssonar við Kristjönu Björk Barðdal, tæknisérfræðing og þáttastjórnanda UT hlaðvarpsins Ský, síðan í apríl síðastliðnum, þar sem þau ræddu um vinsældir Íslands fyrir gagnaver og af hverju við erum háð símunum okkar.
7/15/2022 • 18 minutes, 26 seconds
Sjarmerandi svikahrappar
Svikahrappar og loddarar leynast víða. Það mætti að minnsta kosti ætla miðað við allt afþreyingarefnið sem er í boði um þá: bíómyndir, hlaðvarpsseríur, Netflix-þáttaraðir, heimildamyndir og bækur - framboðið virðist endalaust. Vinsældir þessa fólks hafa sjaldan eða aldrei verið meiri en einmitt þessi misserin, fólk virðist njóta þess að fylgjast með þeim sem svíkja, ljúga og blekkja, villa á sér heimildir, nýta sér góðmennsku eða veika stöðu, eða bara mennsku annarra til að fá sínu framgengt, fá eitthvað í staðinn - oftar en ekki peninga - og á það til að lifa æði hátt fyrir annarra manna fé. Þetta sýna vinsældir sjónvarpsþátta á borð við Bad Vegan, Tinder Swindler, Inventing Anna og The Dropout, hlaðvörp eins og Doctor Death, Catfish, The Shrink Next Door og Dirty John - sem reyndar er nú líka orðið að leikinni þáttaröð á einhverri streymisveitunni - og svona mætti lengi telja.
En hvað er það við þessa tegund glæpa og glæpamanna sem heillar? Selur? Er það tilfellið að loddarar leynist á hverju horni, eða höfum við sérstaklega gaman af sögum þeirra? Í apríl síðastliðnum spurði Katrín Ásmundsdóttir Margréti Valdimarsdóttur, doktor í afbrotafræði og dósent í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri, út í loddarana og svikahrappana sem virðast vera nú á hverju strái.
7/14/2022 • 18 minutes, 15 seconds
Forsöguleg risatré í lífshættu
Nú geisar gróðureldur sem ógnar hundruðum risarauðviða í Yosemite-þjóðgarðinum í Kaliforníu. Eldarnir breiðast hratt út og búið er að loka hluta þjóðgarðsins. Eldurinn hefur margfaldast síðustu sólahringa og í gær höfðu brunnið ríflega 2.700 akrar af gróður- og skóglendi í þessum heimsfræga þjóðgarði Bandaríkjanna, sem eru sömuleiðis heimkynni risarauðviðarins, eða risafurunnar, það fer eftir því hverja þú spyrð - en þetta eru óumdeilanlega stærstu lífverur jarðarinnar. Og þessi stórkostlegu tré eru í útrýmingarhættu. Slökkviliðsfólk Kaliforníu er nú, eins og svo oft áður, í kapphlaupi við tímann til að reyna að hefta útbreiðslu eldanna - en ekki síst til að bjarga þessum forsögulegu verum frá eyðileggingu.
Í Þetta helst í dag lítum við til Kaliforníu, opnum gamlar blómabækur og fáum álit sérfræðings á þessum stórmerkilegu plöntum sem ganga undir alls konar nöfnum, en eru þó alls ekki furur.
7/13/2022 • 15 minutes
Lúsmýið sem flestir, en ekki allir, hafa áhuga á
Það er miður júlí. Þá er oft við hæfi að líta til náttúrunnar og kannski helst þeirra hliða hennar sem hafa áhrif á okkur mannskepnuna. Flest höfum við verið bitin af agnarsmáum flugum undanfarin ár, sérstaklega kannski síðustu tvö sumur þegar við komumst illa af landi brott út af svolitlu. Lúsmý fannst fyrst hér sumarið 2015 - í Kjósinni. Þessi litli vargur hefur ekki verið mikið rannsakaður. Það virðist ekki vera mikill áhugi til þess hjá skordýrafræðingum, segir prófessor. En nú í sumar, og svo sem síðasta sumar líka, hafa einhverjir tekið eftir því að bitin virðast ekki vera alveg jafn slæm og þegar flugan gerði fyrst vart við sig. Kláðinn virðist stundum minni og segja vísindamenn að ástæðan gæti verið sú að fólk myndar eins konar þol gegn bitunum. Ekki eru þó allir svo heppnir því sumir þróa þvert á móti aukið næmi fyrir bitinu og fara því jafnvel enn verr út úr ásókn lúsmýsins nú en fyrri sumur, og fá slæmt ofnæmi. Þetta helst gerði smávegis lúsmýs-samantekt fyrir þátt dagsins, enda eru núna bara örfáir staðir eftir á landinu þar sem þessi vargur virðist ekki vera búinn að gera sig heimakominn.
7/12/2022 • 19 minutes, 26 seconds
Riða í mönnum og dýrum
Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður, er fyrirsögn fréttaskýringar í nýjasta tölublaði Bændablaðsins. Nú hefur verið staðfest að nærri 130 íslenskar kindur bera ákveðnar arfgerðir, eru þannig byggðar í genunum, að þær eru verndaðar gegn riðu. Það á að rækta sauðfjárstofn sem er ónæmur gagnvart riðu og gera það hratt. Þetta helst skoðar hvað er fram undan í riðufrírri sauðfjárrækt á Íslandi og lítur á tengsl - eða ekki tengsl - riðu í sauðfé og svo riðu í mönnum. Sömuleiðis verður kafað ofan í þessa óhugnanlegu príon-sjúkdóma sem engin lækning er til við. Bretland er líklega það land sem hefur farið hvað verst úti þegar kemur að mannariðu, en við virðumst hafa sloppið nokkuð vel hingað til. En hvað er riða, hvernig lýsir hún sér, og hvað gerir sjúkdómurinn þegar hann hefur tekið sér bólfestu í dýrum - eða fólki?
Einkenni riðusjúkdóma í fólki eru skjálfti og doði í útlimum, sjónskerðing, minnisleysi, persónuleikabreytingar, taugaveiklun, taugakippir, hláturrokur, vitglöp, lömun og á endanum dauði. Kindariða er langvinnur, banvænn og ólæknandi smitsjúkdómur í sauðfé sem veldur hrörnun í heila og mænu. Veikin leiðir kindina stundum til dauða á nokkrum vikum. Einkenni eru meðal annars kláði, taugaveiklun, skjálfti og lömun. Við skoðum manna- og kindariðu í Þetta helst í dag,
7/11/2022 • 19 minutes, 7 seconds
Boris Johnson: Sagan, staðan og arfleifðin
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er búinn að segja af sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins. Hann hættir sem forsætisráðherra í haust, þó að í þessu tilviki sé haust að einhverju leiti teygjanlegt hugtak. Johnson hefur stýrt Bretlandi í þrjú ár og er líklega einn litríkasti og umdeildasti stjórnmálamaður sem Bretland hefur átt. Það er mögulega eitt af því fáa sem er óumdeilanlegt þegar kemur að þessum undarlega og að því er virðist spillta, pólitíkus. En hver var þessi ungi maður sem virðist hafa ætlað að komast til valda alveg frá því að hann var lítill? Þegar hann var spurður að því sem ungur drengur hvað hann vildi verða þegar hann yrði stór, sagðist hann vilja verða konungur heimsins. Hver verður arfleið hans þegar kemur að Bretlandi og bresku þjóðinni allri, sem sum segja að hafi hlotið varanlegan skaða eftir hans ár sem forsætisráðherra? Þetta helst er með tvo fróða og góða viðmælendur í dag, sá fyrri fer yfir málið í ljósi sögunnar og sá seinni í ljósi stöðunnar.
7/8/2022 • 17 minutes, 42 seconds
Framtíð kornræktar á Íslandi
Mikilvægi innlendrar kornræktar hefur aukist verulega undanfarin ár. Stjórnvöld hafa lofað að skoða leiðir til að efla innlenda matvælaframleiðslu til að tryggja fæðuöryggi landsins sem verður brothættara með hverju árinu - hvort sem það er stríðsrekstri, smitsjúkdómafaröldrum eða hamfarahlýnun að kenna. Tilraunastjóri Landbúnaðarháskóla Íslands segir í Þetta helst að íslenska landbúnaðarkerfið sé svo brotið þegar kemur að kornrækt, að það sé í rauninni hvorki hægt að selja íslenskt korn að ráði, né kaupa það. Það er enginn markaður með korn því það ræktar enginn korn, og það ræktar enginn korn því það er enginn markaður með korn. Eins konar pattstaða sem er ómögulegt að vinna sig út úr. En þessu stendur til að breyta, mögulega með stofnun kornsamlags eins og þekkist í Skandinavíu. Þetta helst skoðaði hvaða möguleika við höfum þegar kemur að kornrækt á Íslandi og ræddi við Hrannar Smára Hilmarsson, plöntuerfðafræðing og tilraunastjóra LBHÍ.
7/7/2022 • 18 minutes, 21 seconds
Íslensku Michelin-stjörnurnar
Ísland getur nú státað sig af tveimur veitingastöðum sem bera Michelin-stjörnu og eru þar með í hópi tæplega þrjú þúsund veitingastaða um allan heim. Langflestir staðirnir eru, eðli málsins samkvæmt, í Frakklandi en stjörnunum hefur verið að fjölga á Norðurlöndunum undanfarinn áratug. Norðurlöndin eru sögð brautryðjendur í sjálfbærri matargerð og slík viðurkenning var veitt hérlendum veitingastað við hátíðlega athöfn í Noregi í vikunni. En hvaða kröfur þurfa veitingastaðir að uppfylla til að fá þessar eftirsóttu stjörnur, þó ekki sé nema bara eina? Hvers vegna vilja sumir staðir ekki sjá þessar stjörnur og hvernig getur franskur dekkjaframleiðandi haft eitthvert vit á góðum mat? Þetta helst skoðaði Michelin-leiðarvísinn, upphaf hans og þróun undanfarna áratugi.
7/6/2022 • 18 minutes, 38 seconds
Vendingar í máli Emmett Till
Það eru liðin 67 ár frá því að Emmett Till, þá 14 ára gömlum, var rænt, hann pyntaður og loks myrtur á hrottafenginn hátt af tveimur mönnum. Tilefnið voru ásakanir ungrar konu um að drengurinn hefði flautað á hana og hegðað sér á óviðeigandi hátt gagnvart henni, í verslun hennar og mannsins hennar. Atvikið átti sér stað í Suðurríkjunum. Á tímum sem einkenndust af kynþáttahatri, -ofbeldi og misskiptingu. Konan var hvít. Árásarmennirnir líka. Drengurinn svartur. Árásarmennirnir tveir voru sýknaðir af kviðdómi í málinu og enginn hefur verið látinn sæta refsingu vegna dauða unga drengsins. Nú gæti þó hugsanlega dregið til tíðinda þar sem hópur sjálfboðaliða hafði uppi á gamalli handtökuskipun sem gæti skipt sköpum. Við könnuðum málið í Þetta helst.
7/5/2022 • 18 minutes, 31 seconds
Morðin í Field's í Kaupmannahöfn
Þrjú eru látin og fjögur liggja alvarlega særð á sjúkrahúsi eftir að ungur, danskur maður hóf skothríð með riffli í Fields-verslurnarmiðstöðinni frægu. Lögreglan telur manninn hafa verið einan að verki, en viðbúnaðarstig í borginni hefur verið hækkað, viðburðum aflýst og fólk er beðið um að hafa varann á. Tvö sem dóu voru einungis sautján ára gömul, sá þriðji var á sextugsaldri. Morðinginn birti óhugnanleg myndskeið á youtube daginn fyrir árásina og er sagður eiga sögu innan geðheilbrigðiskerfisins. Hann er leiddur fyrir dómara í dag og krefst ákæruvaldið gæsluvarðhalds yfir honum. Við förum yfir atburðarrásina í Þetta helst.
7/4/2022 • 18 minutes, 20 seconds
Ferill og fall R Kelly
Bandaríski tónlistarmaðurinn og stórstjarnan R Kelly var nýverið dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að stýra kynferðisglæpahring, misnota konur og börn kynferðislega, stunda mansal, fjárkúgun og mútur. Það má færa rök fyrir því að þessi þrjátíu ára dómur sé nánast ljóðrænn að því leytinu til að Kelly virðist hafa fengið að stunda níðingsskap sinn svo til óáreittur í einmitt þrjátíu ár, allan sinn farsæla tónlistarferil. Hann níddist á ungum, svörtum konum sem áttu fyrir undir högg að sækja og þrátt fyrir fjölmargar og ítrekaðar frásagnir þeirra, gekk hann laus. Samfélagið ýmist hylmdi yfir með honum eða kóaði, eins og fleiri dæmi eru um í sögunni, þar til það var einfaldlega ekki hægt lengur. Við litum yfir feril og fall R Kelly, ásamt Atla Fannari Bjarkasyni.
Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
7/1/2022 • 18 minutes, 10 seconds
Umdeildar hvalveiðar Íslendinga
Hvalveiðar Íslendinga eru hafnar á ný eftir fjögurra ára hlé. Hvalveiðimenn segja markaðina betri en áður og vísindamenn fullyrða að stofnarnir standi vel. Nýleg könnun Maskínu fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands sýndi að um tveir þriðju hlutar Íslendinga telja hvalveiðar skaða orðspor landsins og fleiri eru andsnúnir veiðum en fylgjandi. Ferðaþjónustan og náttúruverndarsamtök fordæma þennan fámenna atvinnuveg og segja hann skaða náttúruna og ímynd landsins. Heiða Kristín Helgadóttir, fyrrverandi pólitíkus og núverandi fiskútflytjandi, segir veiðarnar skaðlega tímaskekkju sem gæti sprungið í andlitið á okkur og til marks um dugleysi stjórnmálamanna sem hér ráða. Hún fullyrðir að veiðarnar skaði íslenskan sjávarútveg og dæmi séu um fyrirtæki sem missi viðskipti vegna þess að Íslendingar eru meðal örfárra þjóða heims sem veiða hvali.
Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
6/30/2022 • 18 minutes, 25 seconds
Manngerðar eyjur kínverskra stjórnvalda
Leiðir ríkja heims til að auka við völd sín og umsvif eru margar og fjölbreytilegar. Ein leið er að auka við yfirráðasvæði sitt - færa út kvíarnar. En það getur verið erfitt og dýrt, kostað stríð, alþjóðaátök, mannfall og eyðileggingu. Sum ríki hafa því leitað nýrra og frumlegri leiða. Eins og Kína, sem hefur - undanfarin átta ár eða svo - bara búið til landsvæði þar sem eru engin. Reist hverja manngerða floteyna í Suður-Kínahafi á eftir annarri. Bætt um það bil þrettán ferkílómetrum við yfirráðasvæði sitt á síðustu árum, ófáum nágrönnum sínum til mikils ama. En hvers vegna? Hver er tilgangur þessara eyja? Undir hvað eru þær nýttar og hvaða áhrif hafa þær í alþjóðlegu samhengi? Við spyrjum Guðbjörgu Ríkeyju Thoroddsen Hauksdóttur, doktorsnema í stjórnmálafræði, út í kínversku gervieyjarnar í Þetta helst í dag.
Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
6/29/2022 • 17 minutes, 29 seconds
Þungunarrofsdómurinn í Bandaríkjunum
Rétturinn til þungunarrofs er ekki lengur varinn í stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir að nýr Hæstiréttur ógilti rúmlega fimmtíu ára gamlan dóm á jónsmessunni - Roe gegn Wade. Þessi 350 milljóna þjóð fékk þarna enn einn fleyginn á milli sín - Fólk ýmist grætur af gleði eða sorg, yfir því að réttur kvenna til að hafa vald yfir eigin líkama vegur ekki lengur eins þungt og réttur fósturs til þroska. Ríkisstjóri Mississipi sagði þennan gleðidag gera það að verkum að fleiri barnavagnar myndu sjást á götunum og fleiri einkunnaspjöld yrðu afhent. Forseti Bandaríkjanna sagði þetta sorgardag í sögu þjóðarinnar og Hæstaréttar. Í Þetta helst lítum við yfir söguna og tengsl hennar við þessa skrítnu tíma sem skella nú á bandarísku þjóðina.
Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
6/28/2022 • 15 minutes, 22 seconds
Mannskæður jarðskjálfti í Afganistan
Minnst 1.150 létust og 1.500 slösuðust þegar jarðskjálfti, um sex að stærð, reið yfir suðausturhluta Afganistans aðfaranótt miðvikudagsins. Jarðskjálftar eru ekki óalgengir í Afganistan en þessi er sá mannskæðasti í tvo áratugi. Þar með skall enn eitt stóráfallið á afganskan almenning, það síðasta af fjölmörgum sem dunið hafa yfir síðan stjórn Talíbana tók við völdum í landinu í fyrra. Katrín fer yfir stöðuna, skjálftann, afleiðingarnar og eftirmálin í Þetta helst í dag.
Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
6/27/2022 • 16 minutes, 51 seconds
Dauðsföllin í Reynisfjöru
Tugir ferðamanna hafa lent í bráðri lífshættu við Reynisfjöru undanfarin ár og gráðugt Atlantshafsbrimið tekið þar fimm líf síðan 2013. Snúðu aldrei baki í öldurnar, segja heimamenn. Hætta - Danger Lífshættulegar öldur - stendur á stórum skiltum sem taka á móti fólki áður en það röltir af stað í átt að dáleiðandi og óútreiknanlegu brimrótinu. Leiðsögumenn og fjöldinn allur af vefsíðum vara við þessum stað, sem heldur samt sem áður áfram að taka líf forvitinna ferðamanna. Umræður um öryggismál í fjörunni dúkka upp reglulega, starfshópar eru stofnaðir og málin rædd. Landeigendur benda á ríkið sem bendir til baka, eins og svo oft áður þegar um er að ræða vinsæla ferðamannastaði þessa lands sem eru í eigu fólks á svæðinu. En hvað er hægt að gera og verður eitthvað gert? Í Þetta helst skoðum við sögu og stöðu þessa rómaða og banvæna ferðamannastaðar sem hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir náttúrufegurð án hliðstæðu.
Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
6/24/2022 • 18 minutes, 58 seconds
Samvist manna og fíla á 21. öldinni
Fíll réðst á og traðkaði niður sjötuga konu, Mayu Murmu, þar sem hún stóð og sótti vatn í brunn í þorpi í austurhluta Indlands, fyrr í mánuðinum. Konan var flutt á spítala þar sem hún lést af sárum sínum. Fíllinn hafði þó ekki lokið sér af heldur sneri hann til baka þegar bálför hennar fór fram við sérstaka athöfn, kastaði líkinu til og traðkaði á því aftur. Hann lét þó ástvini Murmu, sem þó flúðu eins og fætur toguðu, að mestu í friði, að sögn fjölmiðla.
Hvernig stendur á þessu? Eru fílar árásargjarnir? Er þeim illa við menn? Var þessum sérstaka fíl einstaklega illa við einmitt þessa konu? Geta fílar verið í hefndarhug? Við berum málið undir Jón Má Halldórsson líffræðing í Þetta helst, í dag.
Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
6/23/2022 • 18 minutes, 22 seconds
Umsátrið í Hafnarfirði
Umsátursástand ríkti í norðurbænum í Hafnarfirði í allan morgun og fram yfir hádegi þegar maður á sjötugsaldri, vopnaður byssu, hóf skothríð af svölum íbúðar sinnar á kyrrstæðan bíl. Leikskóla var lokað af ótta við árásarmanninn og fjölmennt lið lögreglu, sérsveitar og sjúkraliðs kallað á staðinn. Maðurinn kom út úr íbúð sinni skömmu eftir hádegi, eftir að hafa rætt við lögreglu í síma í marga klukkutíma. Við förum yfir atburði morgunsins í Þetta helst.
Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
6/22/2022 • 16 minutes, 4 seconds
Ósáttu óperusöngvararnir II
Íslenska óperan er eiginlega eini starfsvettvangurinn fyrir klassískt menntaða söngvara þessa lands. En óánægjan með stofnunina og hvernig henni hefur verið stjórnað er svo mikil að söngvararnir krefjast þess að stjórnendur víki, almennilegri þjóðaróperu verði komið á laggirnar og að fólk taki þar við taumunum sem hefur menntun og skilning á faginu. Söngvarar setja stórt spurningarmerki við það hvernig hátt í milljarði króna af ríkisfé hefur verið varið undanfarin þrjú ár, þar sem ekkert nýtt verk hefur verið sett á fjalirnar þrátt fyrir stórar fjárveitingar. Við töluðum við óperusöngvara og fengum að vita hvers vegna þeir eru ósáttir.
Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
6/21/2022 • 18 minutes, 11 seconds
Plastbarkalæknirinn sakfelldur í Svíþjóð
Sænskir dómstólar sakfelldu ítalska skurðlækninn Paolo Macchiarini - plastbarkalækninn - á fimmtudaginn. Hann hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir afar umdeildar plastbarkaígræðslur. Læknirinn boðaði nýja tækni í líffæraígræðslum sem hefði getað gjörbylt læknavísindunum - hefði hún bara virkað. Og á meðan sumir - eða kannski nokkuð margir - halda því fram að Macchiarini hafi af ásetningi gert aðgerðirnar víðsvegar um heiminn, vitandi að tæknin virkaði ekki, vilja einhverjir aðrir meina að hann hafi verið hugsjónamaður sem virkilega trúði og vonaði að tæknin gæti virkað og bjargað mannslífum og læknisfræðinni. Við skoðum málið í þætti dagsins.
Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
6/20/2022 • 18 minutes, 23 seconds
Ósáttu óperusöngvararnir
Dómsmál óperusöngkonu gegn Íslensku óperunni verða á dagskrá í Þetta helst í dag. Það hefur gustað hressilega um Íslensku óperuna undanfarin misseri vegna vangreiddra launa til söngvara og stjórnunarhátta. Tvö dómsmál hafa farið í gegn um kerfið, harðorðar yfirlýsingar sendar á víxl og óumdeilt er að orðspor þessarar rúmlega fertugu sjálfseignastofnunar beðið hnekki í látunum. Forsvarsmenn Óperunnar hafa ekki veitt viðtöl vegna dómsmálsins féll nýlega í Landsrétti, fyrr en nú. Sunna ræðir við Pétur J. Eiríksson stjórnarformann Íslensku óperunnar, sem vill gjarnan að þjóðaróperu verði komið á fót og finnst ljótt og ósanngjarnt hvernig ráðist hefur verið persónulega á óperustjórann í tengslum við dómsmálin.
Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
6/16/2022 • 17 minutes, 22 seconds
Vitnaleiðslur vegna árásarinnar á þinghúsið 6. janúar
Um þessar mundir fara fram opinberar vitnaleiðslur rannsóknarnefndar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið í fyrra. Nefndin sakar Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að hafa skipulagt og undirbúið valdaránstilraun hins æsta múgs sem réðst inn í þinghúsið sjötta janúar 2021.
Trump hafði þá verið með háværar kenningar um að Demókratar hefðu beitt kosningasvindli í nýafstöðnum forsetakosningunum - og því hefði Joe Biden sigrað þær. Þessar kenningar viðraði hann við hvern sem heyra vildi. Þá krafðist forsetinn fráfarandi þess að Mike Pence, varaforseti hans, kæmi í veg fyrir að Biden tæki við embættinu. Þó án árangurs, enda var slíkt aldrei á færi varaforsetans.
Það er meðal annars vegna þessa sem rannsóknarnefndarmeðlimir telja Trump hafa verið einn helsta og mikilvægasta hvatamann árásarinnar. En varaformaður nefndarinnar segir Trump hafi tendrað bálið sem leiddi til innrásarinnar.
Hingað til hafa tveir af sjö dögum opinbera vitnaleiðsla rannsóknarnefndarinnar farið fram - og ýmislegt verið dregið fram í dagsljósið. Þriðja fundinum, sem átti að fara fram í dag, var frestað til morguns vegna formsatriða. Þá stendur til að varpa ljósi á tilraunir Trumps til að knýja Mike Pence, fyrrverandi varaforseta, til að koma í veg fyrir að þingið staðfesti réttmætt kjör Joes Biden í embætti forseta Bandaríkjanna.
Katrín fer yfir fyrstu tvo daga vitnaleiðslanna, aðdragandann, árásina og eftirmálana.
Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
6/15/2022 • 16 minutes, 3 seconds
Mál ónefnda fótboltamannsins, Gylfa Sigurðssonar
Tæpt ár er liðið frá því að Gylfi Þór Sigurðsson, einn besti knattspyrnumaður íslenskrar fótboltasögu, var handtekinn á heimili sínu í Manchester, grunaður um kynferðisbrot. Á þessum 11 mánuðum hefur Gylfi ekki leikið fótbolta, hvorki með félagsliði sínu Everton né íslenska landsliðinu. Hann sætir farbanni í Bretlandi, sem hefur ítrekað verið framlengt, og er sagður fara huldu höfði í einhvers konar skjólshúsi í London. Gylfi hefur ekki verið nafngreindur í fjölmiðlum ytra, lögreglan í Manchester gefur ekkert út nema stöku setningar um framlengingu farbanns og ætlað brot Gylfa gegn ótilgreindum ólögráða einstaklingi, er mjög svo á reiki.
Everton ætlar ekki að framlengja samninginn við hann, fréttist fyrir nokkrum dögum. Í Þetta helst skoðum við það litla sem vitað er um mál ónefnda fótboltamannsins frá Íslandi.
Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
6/14/2022 • 18 minutes, 28 seconds
Skotárásir IV: Hið illa
Við höfum fjallað um skotárásir að undanförnu í Þetta helst: árásina í Uvalde í Texas, tíðni skotárása, deilur um vopnaeign, pólitík og tilefni og hvatir að baki slíkum voðaverkum. Í dag ljúkum við þeirri umfjöllun með því að ræða við Sólveigu Önnu Bóasdóttur, prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Háskóla Íslands, um hið illa. Illskunni hefur verið kennt um ófá voðaverk. Við spyrjum Sólveigu Önnu út í birtingarmyndir illskunnar, mótvægið við henni og hvort sé í raun sterkara - þegar allt kemur til alls: Hið góða eða illa?
Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
6/13/2022 • 17 minutes, 23 seconds
Umdeildar ófrjósemisaðgerðir II
Íslenska ríkið hefur greitt skaðabætur til fólks sem var gert ófrjótt án vitundar sinnar eða samþykkis, á grundvelli úreltra laga. Ófrjósemisaðgerðir hafa verið gerðar á að minnsta kosti 50 íslenskum konum án þess að þær veittu fyrir því samþykki, er fram kom í skýrslu sem lögð var fyrir Alþingi og hefur verið rifjuð upp núna í tenglsum við ofbeldið sem Danir beittu grænlenskum stúlkum með getnaðarvarnarlykkjunni. Í seinni þætti Þetta helst um umdeildar ófrjósemisaðgerðir verður rætt við sagnfræðinginn Unni Birnu Karlsdóttur, sem vann skýrsluna fyrir Alþingi fyrir tuttugu árum síðan um ófrjósemisaðgerðir sem voru gerðar á Íslandi hér fyrr á tímum. Er eitthvað líkt með aðförum herraþjóðarinnar Dönum gegn ungum stúlkum á Grænlandi og þeim aðferðum sem var beitt hér á landi fram til 1975, varðandi ófrjósemisaðgerðir á fólki sem ekki þótti æskilegt til undaneldis?
Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
6/10/2022 • 16 minutes, 9 seconds
Skotárásir III: Hvatinn
Við höldum áfram umfjöllun okkar um skotárásir í Þetta helst. Í dag ræðum við við Margréti Valdimarsdóttur, doktor í afbrotafræði og dósent í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, og spyrjum hana út í hvatanna og tilefnin að baki skotárásum. Sér í lagi fjöldaskotárásum, eins og þeirri sem átti sér stað í grunnskóla í Uvalde í Texas undir lok síðasta mánaðar. Þar sem maður myrti tuttugu og einn, þar af nítján börn undir tíu ára aldri. Skyttan sjálf var átján ára. Raunar einkennir lágur aldur lang lang flesta skotárásarmenn í grunnskólum. Það og kyn þeirra - en flestir þeirra eru piltar undir átján ára aldri. En hvernig gerist þetta? Hvernig gerist það að einstaklingur ákveður að beita vopni gegn annarri manneskju í samfélagi eins og Bandaríkjunum, sem á svo margan hátt er líkt okkar? Hvað þá gegn fjölda fólks? Gegn börnum? Hverjir fremja skotárásir og hvað knýr þá áfram?
Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
6/9/2022 • 19 minutes, 35 seconds
Umdeildar ófrjósemisaðgerðir I
Fyrsta löglega ófrjósemisaðgerðin á Íslandi var gerð árið 1938, sama ár og lög sem heimiluðu slíkar aðgerðir voru sett. Lögin voru í gildi í tæp 40 ár og voru skráðar 726 ófrjósemisaðgerðir á tímabilinu, nær allar flokkaðar sem vananir, en fjórar voru afkynjanir á körlum til að koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér kynferðislega. 120 aðgerðir voru gerðar vegna andlegs vanþroska eða geðveiki þess sem lagðist undir hnífinn. 59 einstaklingar voru gerðir ófrjóir án þess að veita samþykki sitt fyrir því. Tilefni umfjöllunarefnisins er afhjúpun Danska ríkisútvarpsins á lykkjuhneykslinu á Grænlandi, þar sem þúsundir unglingsstúlkna voru gerðar ófrjóar með lykkjunni, án samþykki þeirra og vitundar. Mörg hafa bent á að þó íslensk stjórnvöld hafi sem betur fer ekki beitt viðlíka læknisfræðilegu ofbeldi á þegnum landsins, þá sé margt í sögu okkar sem ber að skoða. Þetta er fyrri þáttur af tveimur í Þetta helst um ófrjósemisaðgerðir og lykkjuhneykslið á Grænlandi.
Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
6/8/2022 • 18 minutes, 29 seconds
Skotárásir II: Skotvopnalöggjöf
Við fjöllum áfram um skotárásir í Þetta helst. Í dag einblínum við á skotvopnalöggjöf og eld heitar umræður og deilur um skotvopnaeign í Bandaríkjunum. Hart hefur verið tekist á um málið í áraraðir. Löggjöfin er æði frjálslynd í samanburði við önnur ríki heims og rétturinn til að eiga og bera vopn er verndaður í annarri grein stjórnarskrárinnar, þótt einnig sé deilt um það. Von margra, sér í lagi Demókrata, er sú að árásirnar verði loks til þess að gripið verði til aðgerða; löggjöfinni breytt og hún bætt.
Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
6/7/2022 • 16 minutes, 14 seconds
Meiðyrðamál Veðurguðsins
Við fjöllum um aðdragandann að meiðyrðamáli Ingólfs Þórarinssonar veðurguðs, sem hann tapaði í vikunni fyrir héraðsdómi. Dómurinn virtist koma mörgum að óvörum fyrst um sinn, en síðan hafa lögspekingar margir sammælst um að hann sé í samræmi við, og mögulega til marks um, breytta tíma. Lögmaður Ingólfs vill áfrýja dómnum, sem hún telur rangan. Sunna Valgerðardóttir, nýr liðsmaður Þetta helst, fer yfir málið.
Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
6/3/2022 • 16 minutes, 52 seconds
Skotárásir I: Skotárásin í Uvalde í Texas
Um miðjan maí myrti átján ára maður tíu og særði þrjá í stórmarkaði í Buffalo í New York í Bandaríkjunum, í árás sem lögregluyfirvöld lýsa sem hreinum og klárum rasískum hatursglæp. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi. Skotárásin var þá ein sú mannskæðasta í Bandaríkjunum það sem af er ári - jafnvel þótt hún væri númer 198 á þeim rúmlega nítján vikum sem þá voru liðnar af árinu. Það átti þó eftir að breytast viku síðar. Þann tuttugasta og fimmta maí myrti annar átján ára árásarmaður nítján börn og tvo kennara í skotárás í skóla fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára í bænum Uvalde í Texas. Á annan tug særðust. Árásarmaðurinn var skotinn til bana á vettvangi. Árásin í Uvalde er sú mannskæðasta frá því að tvítugur árásarmaður myrti tuttugu og sex í Sandy Hook-grunnskólanum í Connecticut fyrir tíu árum. Tuttugu fórnarlambanna voru sex og sjö ára börn. Á næstu dögum förum við yfir skotárásir, áhrif þeirra og afleiðingar, vopnasölu og -aðgengi, kenningarnar um hvers vegna þær eiga sér stað og hvað er hægt að gera í Þetta helst. En fyrst fjöllum við um Texas. Katrín tekur nú við.
Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
6/2/2022 • 15 minutes, 35 seconds
Depp gegn Heard
Við fjöllum í dag um réttarhöldin í meiðyrðar- og skaðabótamáli bandaríska leikarans Johnny Depp, gegn fyrrum eiginkonu sinni, leikkonunni Amber Heard. Réttarhöldunum er nýlokið, en þau vöktu athygli heimsbyggðarinnar enda var sýnt frá þeim í beinni útsendingu. Guðmundur Björn ræðir við Sonju Sif Þórólfsdóttur, blaðamann á Morgunblaðinu, um þetta flókna mál.
Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
6/1/2022 • 19 minutes, 16 seconds
Hatursorðræða og laga- og réttarkerfið
Eins og ófá dæmi hafa sýnt að undanförnu er hatursorðræða og -tjáning útbreitt samfélagsmein. Meinsemd sem virðist heldur færast í aukana. Í síðustu viku könnuðum við orsakir hatursorðræðu - báðum Eyrúnu Eyþórsdóttur, lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri og doktor í mannfræði, að varpa ljósi á hvers vegna fólk viðhefur hatursfull ummæli.
Í dag ætlum við að beina sjónum okkar að öðrum þætti vandamálsins: Þeim samfélagslegu úrræðum sem hægt er að grípa til þegar hatursfull ummæli eða tjáning hefur verið viðhöfð. Hvaða lagalegu úrræði standa til boða, hversu langt - eða skammt - þau duga - og hvort gera þurfi úrbætur og þá hvaða. Viðmælandi okkar í dag er Halldóra Þorsteinsdóttir, héraðsdómari og lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
5/31/2022 • 17 minutes, 49 seconds
Þrír mánuðir frá innrás Rússa í Úkraínu
Þrír mánuðir eru frá því að Rússar gerðu innrás í Úkraínu. Við fjöllum um stríðið, afleiðingarnar og stöðuna í Úkraínu ásamt Jóni Ólafssyni, prófessor og sérfræðingi í málefnum Rússlands, í Þetta helst í dag.
Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
5/30/2022 • 16 minutes, 43 seconds
5/27/2022 • 16 minutes, 15 seconds
Umdeild útlendingalög
Til stendur að vísa 300 flóttamönnum og hælisleitendum af landi brott. Sú ákvörðun stjórnvalda hefur verið harðlega gagnrýnd, sem og nýtt frumvarp dómsmálaráðherra til útlendingalaga. Við ræðum um málið við Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðing, sem þekkir lögin út og inn, en hann telur að breytingatillögurnar séu til þess fallnar að skerða réttindi umsækjenda.
Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
5/25/2022 • 19 minutes, 12 seconds
Biden lofar að koma Taívan til varnar
Spennan á milli Kína og Taívan hefur ekki verið meiri í fjörutíu ár. Kínverjar hafa að undanförnu aukið vígbúnað sinn nærri Taívan og varnarmálaráðherra landsins telur líklegt að Kínverjar ráðist inn í landið á næstu árum. Í gær sagði svo Joe Biden Bandaríkjaforseti að Bandaríkin væru reiðubúin til að skerast í leikinn og koma Taívan til varnar - til dæmis með herstyrk sínum, gerði Kína innrás í landið. Yfirlýsingar forsetans hafa vakið fjölmargar spurningar og gert flókin mál flóknari ef eitthvað er.
Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
5/24/2022 • 16 minutes, 5 seconds
Breytt heimsmynd eftir heimsfaraldur
Magnús Geir Eyjólfsson fjallar um breytta heimsmynd eftir Covid-19 faraldurinn í Þetta helst í dag. Í upphafi árs glitti í endalokin á Covid-19 faraldrinum og sáu fjármálaráðherrar heimsins í hillingum að varpa fram háum hagvaxtartölum eftir botn síðustu ára. En svo hófst innrás Rússa í Úkraínu og má segja að Pútín hafi ekki eingöngu varpað sprengju á úkraínskar borgir heldur einnig sprengjum á heimshagkerfið. Í stað betri tíðar með blómum í haga róa fjármálaráðherrar heims nú lífróður í baráttu við síhækkandi hrávöruverð, áður óséða verðbólgu og versnandi lífskjör. Rétt eins og faraldurinn á þetta að heita tímabundið ástand en nú eru málsmetandi menn farnir að tala um að áhrif þessara heimssögulegu viðburða verði varanleg. Magnús Geir ræðir við Björn Berg Gunnarsson, hagfræðing. Pistillinn var upphaflega fluttur í fréttaþættinum Heimskviðum, laugardaginn 21. maí.
Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
5/23/2022 • 16 minutes, 33 seconds
5/20/2022 • 18 minutes, 24 seconds
Bikarinn á loft á Hlíðarenda í fyrsta sinn í fjóra áratugi
Í dag er það helst að Valsmenn eru Íslandsmeistarar í körfubolta karla, eftir sigur á Tindastólsmönnum í oddaleik úrslitaeinvígisins á Hlíðarenda í gær. Þetta er í fyrsta sinn í tæp fjörutíu ár sem Valsmenn hampa bikarnum eftirsótta.
Já, Valsmenn hafa ekki riðið feitum hesti í körfuboltanum, undanfarna áratugi, en undanfarin ár hefur mikið vatn runnið til sjávar. Fyrsti Íslandsmeistaratitill kvenna í körfuknattleik vannst í apríl 2019 en liðið varð einnig bikarmeistari sama ár. Annar Íslandsmeistaratitill félagsins í körfuknattleik kvenna bættist í safnið árið 2021. Og nú er sá stóri kominn karlamegin líka.
Til ræða þennan uppgang í körfunni á Hlíðarenda og þennan langþráða sigur Valsmanna, eru hingað komnir tveir gallharðir stuðningsmenn Vals, og stjórnarmenn, Grímur Atlason og Svali Björgvinsson.
Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
5/19/2022 • 17 minutes, 49 seconds
Ahmadreza Djalali og pólitískur þrýstingur stjórnvalda í Íran
Læknirinn og fræðimaðurinn Ahmadreza Djalali, sem hefur verið í haldi í Íran frá árinu 2016, getur á hverri stundu búist við því að vera tekinn af lífi fyrir sakir sem mannréttindasamtök telja að eigi ekki við rök að styðjast. Djalali, sem er með íranskt og sænskt ríkisfang, er einn af fjölmörgum í haldi íranskra stjórnvalda sem eru með tvöfalt ríkisfang, annað þeirra íranskt. Þessir fangar virðast flestir nýttir til að beita pólitískum þrýstingi á önnur lönd. Hallgrímur Indriðason fréttamaður, fjallar um mál Djalali.
Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
5/18/2022 • 18 minutes, 32 seconds
Mariupol öll á valdi Rússa og nýjustu vendingar í stríðinu
Innrás Rússa í Úkraínu hófst 24. febrúar og hefur því staðið yfir 82 daga, eða um tólf vikur. Strax á fyrsta degi innrásarinnar hófust sprengjuárásir rússneska hersins á hafnarborgina Mariupol í suðurhluta landsins, og daginn eftir hélt fótgöngulið í átt að borginni. Borgin var svo umkringd 1. mars og síðan þá hafa staðið yfir linnulaus átök í borginni. Rússneski herinn sprengdi meðal annars leikhús í borginni í loft upp um miðjan síðasta mánuð, þar sem almennir borgarar leituðu skjóls. Að minnsta kosti þrjú hundruð manns létust í þeirri árás einni saman. Innrásarliðið lét sprengjum, flugskeytum og stórskotahríð rigna yfir borgina og engu hlíft - hvorki íbúðahverfum, sjúkrahúsum né nokkru öðru. Þá sprengdi rússneski herinn upp barnaspítala og meðgöngudeild í borginni. Í þessari borg, sem áður taldi um hálfa milljón íbúa, er nú talið að um hundrað þúsund manns séu enn eftir. Við fjöllum um Mariupol og framtíð átakana í Úkraínu í dag, og ræðum við Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðing í málefnum Rússlands.
Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
5/17/2022 • 18 minutes, 5 seconds
Hvaða máli skiptir sigur Kalush Orchestra fyrir Úkraínu?
Í fyrsta þætti Þetta helst fjallar Guðmundur Björn Þorbjörnsson um sigur Úkraínu í Eurovision, hið pólitíska landslag keppninnar og hvaða þýðingu sigurinn hefur fyrir Úkraínumenn.
Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.