Winamp Logo
Söguskoðun Cover
Söguskoðun Profile

Söguskoðun

Icelandic, History, 7 seasons, 95 episodes, 5 days, 21 hours, 19 minutes
About
Sögskoðun er hlaðvarp um sögu og sagnfræði. Óformlegt, óhátíðlegt og á léttu nótunum.
Episode Artwork

94 - Keltnesk kristni og uppruni Íslendinga

Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur keltneska kristni, eða írsku miðaldakirkjuna og hugmyndir manna um möguleg áhrif hennar á Íslandi á landnámsöld.Oft hefur því verið haldið fram að keltnesk kristni hafi verið sérstök og frábrugðin öðrum hlutum kristindómsins á ármiðöldum. Írska kirkjan er kölluð klausturkirkja, þar sem ábótar höfðu meiri völd á kostnað biskupa og þar með kaþólsku kirkjunnar í Róm. Írska kirkjan er sögð sjálfstæð og frumleg og má sjá einkenni hennar t.d. í stórum hluta einsetumanna sem koma við sögu í upprunasögu Íslands. Sumir vilja sjá líkindi í írsku kirkjunni og íslensku kirkjunni eftir landnám enda komu margir kristnir menn til Íslands frá Bretlandseyjum. En var írska kirkjan frábrugðin öðrum? Hvað er keltnesk kristni?Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:Soguskodun.com | [email protected] á Facebook og Youtube. Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.
10/11/20241 hour, 21 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

93 - Hugmyndasaga, PTSD og andleg heilsa

Hlaðvarpsmenn komu saman í dag til að ræða áfallastreituröskun (PTSD) og hugmyndasögulegan bakgrunn þess fyrirbæris í tengslum við hernað, og önnur tengd málefni.Í heimildum koma fyrir frásagnir af hegðun í tenglsum við hernað sem fræðimenn vilja stundum tengja við áfallastreituröskun og aðra nútímakvilla. Einnig má nefna heimþrá, nostalgíu, dansveiki, tunglsýki og suð-austur-asískar púkaofsóknir sem dæmi um einkenni sem kunna að hafa verið andlegir sjúkdómar samkvæmt okkar daga skilgreiningu.Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:Soguskodun.com | [email protected] á Facebook og Youtube. Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.
9/27/20241 hour, 49 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

92 - Kommúnistaflokkur Íslands

Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur um íslensku kommúnistahreyfinguna á millistríðsárunum og Kommúnistaflokk Íslands. Eftir að hreyfing sósíalista á heimsvísu klofnaði í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar og rússnesku byltingarinnar störfuðu sovéthollir byltingarsinnar á Íslandi innan Alþýðuflokksins á 3. áratugnum. Árið 1930 var Kommúnistaflokkurinn stofnaður, en hann var deild i Alþjóðasambandi kommúnista sem hafði miðstöð sína í Moskvu. Kommúnistaflokkurinn sameinaðist klofningsbroti úr Alþýðuflokknum aftur árið 1938 og varð að Sameiningarflokki Alþýðu - Sósíalistaflokknum. Sá flokkur varð  fastur hluti hins hversdagslega fjórflokks á Íslandi eftir stríð.Saga íslenska vinstrisins er frábrugðin sögu þess á hinum Norðurlöndunum að því leyti að á Íslandi urðu vinstri sósíalistar talsvert öflugri en sósíaldemókratar þegar fram liðu stundir. Samt stóðu miklar deilur um kommúnsta á millistríðsárunum, og óhætt að segja að þeir hafi boðað afar herskáa stefnu.Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:Soguskodun.com | [email protected] á Facebook og Youtube. Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.
9/6/20241 hour, 45 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

91 - Nýlendur og nýlendustríð í Norður-Ameríku

Þátturinn byrjar á 53. mínútu.Söguskoðunarmenn snúa aftur eftir sumarið til að taka gott spjall um nýlendur Englendinga og Frakka í Norður-Ameríku á síðari hluta 18. aldar. Englendingar komu á fót nýlendum sínum þrettán meðfram austurströnd Norður-Ameríku á 17. öld. Frakkar settu á stofn gríðarstóra nýlendu meðfram Mississippifljóti frá Louisiana í suðri, og í norðri á því svæði sem í dag er Quebec.Árin 1754-1763 var háð mikið nýlendustríð á milli Frakka og Englendinga, sem varð til þess að Frakkar misstu nær allt sitt land í Norður-Ameríku. Bretar réðu nú yfir nær hálfu meginlandi Norður-Ameríku, öllu austan við Missisippi frá Flórída til Kanada. Rúmum áratug síðar risu nýlendurnar þrettán upp gegn Bretum og urðu að Bandaríkjum Norður-Ameríku.Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:Soguskodun.com | [email protected] á Facebook og Youtube. Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.
8/23/20242 hours, 11 minutes, 56 seconds