Winamp Logo
Mannlegi þátturinn Cover
Mannlegi þátturinn Profile

Mannlegi þátturinn

Icelandic, Cultural, 1 season, 1559 episodes, 21 hours, 38 minutes
About
Um litróf mannlífsins. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Episode Artwork

Með opin augu, einangrun eldri borgara, Alzheimer

Við fræddumst í dag um heimildarmyndina Með opin augun, en hún fjallar um þær Ásrúnu Hauksdóttur og Brynju Arthúrsdóttur, á tuttugu ára tímabili, skynjun þeirra og upplifun á umhverfinu, en þær misstu báðar sjónina á þrítugsaldri. Sem sagt er fjallað í myndinni um þeirra lífssýn án sjónarinnar. Brynja kom til okkar í dag ásamt Ástu Sól Kristjánsdóttur, framleiðanda, leikstjóra og handritshöfundi myndarinnar, hún stendur að myndinni ásamt Elínu Lilju Jónsdóttur. Brynja sagði okkur sína sögu og hvernig hún missti sjónina og Ásta frá sögu Ásrúnar sem lést fyrir rúmu ári, en Ásta er dóttir hennar. Þær sögðu líka frá söfnun sem er í gangi á karolinafund.com þar sem þær eru að safna fyrir framleiðslukostnaðinum. Í læknablaðinu sem kom út núna í vikunni kemur fram að fólk frá 75 ára aldri á Akureyri sé hrumara eftir Covid faraldurinn og hefur einangrað sig meira. Þetta segir öldrunarlæknir við Sjúkrahúsið á Akureyri. Eldra fólkið sé margt hvert hætt að mæta í félagsstarf, afþakkar félagsskap og ýmislegt annað tengt starfi eldri borgara. Við ákváðum að ræða þetta aðeins í Mannlega þættinum og fengum til okkar viðtal Karl Erlendsson en hann er formaður félags eldri borgara á Akureyri. Svo forvitnuðumst við líka um stuðningshópa sem starfræktir eru á Akureyri fyrir fólk með Alzheimer og aðstandendur þeirra. Það er iðjuþjálfinn Björg Jónína Gunnarsdóttir sem heldur utan starf hópanna, og allt í sjálfboðavinnu. Björg kom í þáttinn í dag. Tónlist í þættinum í dag: Dag eftir dag / Múgsefjun (Eva Hafsteinsdóttir og Hjalti Þorkelsson) Hún og verkarinn / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna) Scenic Railway / The Metropole Orkest ft. Jan Stulen (Roger Roger) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
1/10/202448 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Auglýsa eftir gömlum fötum, lífið fyrir norðan og heilsuspjallið

Í mars byrja upptökur á nýrri sjónvarpsþáttaröð um Vigdísi Finnbogadóttur. Rakel Garðarsdóttir, einn framleiðenda þáttanna, kom í þáttinn í dag og við forvitnuðumst um þættina og líka það að þau eru nú að auglýsa eftir gömlum fötum, hlutum og munum frá tímabilinu 1948 til 1980. Þau eru sem sagt að biðja fólkið í landinu um að kíkja í geymslurnar sínar og ef þau eiga föt eða muni sem eru einkennandi fyrir það tímabil sem þættirnir gerast á og eru tilbúin að lána eða gefa í framleiðsluna. Rakel útskýrði þetta betur fyrir okkur í þættinum. Útivistarkonan Valgerður Húnbogadóttir ákvað í haust ásamt fjölskyldu sinni að venda kvæði sínu í kross, segja bless við stressið í Reykjavík og prófa að búa í eitt ár á Akureyri. Eftir flutningana segir Valgerður að fjölskyldan hafi grætt nokkra klukkutíma á dag og komist á skíði nánast daglega. Valgerður sagði okkur betur frá þessum breytingum hér á eftir. Svo heyrðum við í Jóhönnu Vilhjálmsdóttur í heilsuspjallinu í dag. Hún talaði í dag um þær hugsanir sem koma upp t.d. um áramót og á tímamótum, þegar við ætlum mögulega að snúa taflinu við og gera átak í heilsunni og mataræði, að við gerum þær ekki í of miklum gassagangi, heldur stöldrum við og hlustum á líkama okkar. Jóhann útskýrði þetta betur fyrir okkur í spjallinu. Tónlist í þættinum í dag: Litla sæta ljúfan góða / Hljómsveit Ingimars Eydal (lag Thore Skogman, texti Valgeir Sigurðsson) Gling gló / Björk Guðmundsdóttir og tríó Guðmundar Ingólfssonar (Alfreð Clausen og Kristín Engilbertsdóttir) Theme From A Summer Place / Percy Faith Orchestra (Max Steiner) Days of Wine and Roses / Henry Mancini og hljómsveit (Johnny Mercer & Henri Mancini) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
1/9/20240
Episode Artwork

Auglýsa eftir gömlum fötum, lífið fyrir norðan og heilsuspjallið

Í mars byrja upptökur á nýrri sjónvarpsþáttaröð um Vigdísi Finnbogadóttur. Rakel Garðarsdóttir, einn framleiðenda þáttanna, kom í þáttinn í dag og við forvitnuðumst um þættina og líka það að þau eru nú að auglýsa eftir gömlum fötum, hlutum og munum frá tímabilinu 1948 til 1980. Þau eru sem sagt að biðja fólkið í landinu um að kíkja í geymslurnar sínar og ef þau eiga föt eða muni sem eru einkennandi fyrir það tímabil sem þættirnir gerast á og eru tilbúin að lána eða gefa í framleiðsluna. Rakel útskýrði þetta betur fyrir okkur í þættinum. Útivistarkonan Valgerður Húnbogadóttir ákvað í haust ásamt fjölskyldu sinni að venda kvæði sínu í kross, segja bless við stressið í Reykjavík og prófa að búa í eitt ár á Akureyri. Eftir flutningana segir Valgerður að fjölskyldan hafi grætt nokkra klukkutíma á dag og komist á skíði nánast daglega. Valgerður sagði okkur betur frá þessum breytingum hér á eftir. Svo heyrðum við í Jóhönnu Vilhjálmsdóttur í heilsuspjallinu í dag. Hún talaði í dag um þær hugsanir sem koma upp t.d. um áramót og á tímamótum, þegar við ætlum mögulega að snúa taflinu við og gera átak í heilsunni og mataræði, að við gerum þær ekki í of miklum gassagangi, heldur stöldrum við og hlustum á líkama okkar. Jóhann útskýrði þetta betur fyrir okkur í spjallinu. Tónlist í þættinum í dag: Litla sæta ljúfan góða / Hljómsveit Ingimars Eydal (lag Thore Skogman, texti Valgeir Sigurðsson) Gling gló / Björk Guðmundsdóttir og tríó Guðmundar Ingólfssonar (Alfreð Clausen og Kristín Engilbertsdóttir) Theme From A Summer Place / Percy Faith Orchestra (Max Steiner) Days of Wine and Roses / Henry Mancini og hljómsveit (Johnny Mercer & Henri Mancini) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
1/9/202452 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Aðgengi hjólastóla, vinkill og Sólveig Auðar lesandinn

Við huguðum að aðgengismálum í upphafi þáttar þegar Akureyringurinn Sigrún María Óskarsdóttir kom í spjall til okkar. Sigrún María notar hjólastól og hún lenti í óskemmtilegri reynslu á milli jóla og nýjars þegar hún ákvað að skella sér í bíó. Þegar þangað var komið var hjólastólalyftan í bíóinu biluð og þá tóku við ýmiskonar vandræði. Sigrún María sagði betur frá þessari upplifun sinni í þættinum og hún ræddi líka um hjólastólaaðgengi sérstaklega fyrir norðan. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Undir vinklinum í þetta skipti lenda nokkrar jólabækur, líka ævintýri frá Finnlandi auk þess sem umsjónarmaður stendur sig að því að vera örlítið farinn að hlakka til þess að komast á Þorrablót. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Sólveig Auðar Hauksdóttir hjúkrunarfræðingur. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og svo auðvitað hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Sólveig talaði um eftirafarandi bækur og höfunda: The Great Alone e. Kristin Hannah The Bee Sting e. Paul Murray North Woods e. Daniel Mason The Goblin Emperor e. Catherine Addison Neverwhere e. Neil Gaiman Ævintýrið e. Vigdísi Grímsdóttir Tónlist í þættinum í dag: Í löngu máli / Una Torfadóttir (Una Torfadóttir) Come Down Easy / Carole King (Carole King og Toni Stern) Eldar minninganna / Ellý Vilhjálms, Svanhildur Jakobsdóttir og Einar Hólm (lag Mason & Carr, texti Benedikt Axelsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
1/8/20240
Episode Artwork

Aðgengi hjólastóla, vinkill og Sólveig Auðar lesandinn

Við huguðum að aðgengismálum í upphafi þáttar þegar Akureyringurinn Sigrún María Óskarsdóttir kom í spjall til okkar. Sigrún María notar hjólastól og hún lenti í óskemmtilegri reynslu á milli jóla og nýjars þegar hún ákvað að skella sér í bíó. Þegar þangað var komið var hjólastólalyftan í bíóinu biluð og þá tóku við ýmiskonar vandræði. Sigrún María sagði betur frá þessari upplifun sinni í þættinum og hún ræddi líka um hjólastólaaðgengi sérstaklega fyrir norðan. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Undir vinklinum í þetta skipti lenda nokkrar jólabækur, líka ævintýri frá Finnlandi auk þess sem umsjónarmaður stendur sig að því að vera örlítið farinn að hlakka til þess að komast á Þorrablót. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Sólveig Auðar Hauksdóttir hjúkrunarfræðingur. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og svo auðvitað hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Sólveig talaði um eftirafarandi bækur og höfunda: The Great Alone e. Kristin Hannah The Bee Sting e. Paul Murray North Woods e. Daniel Mason The Goblin Emperor e. Catherine Addison Neverwhere e. Neil Gaiman Ævintýrið e. Vigdísi Grímsdóttir Tónlist í þættinum í dag: Í löngu máli / Una Torfadóttir (Una Torfadóttir) Come Down Easy / Carole King (Carole King og Toni Stern) Eldar minninganna / Ellý Vilhjálms, Svanhildur Jakobsdóttir og Einar Hólm (lag Mason & Carr, texti Benedikt Axelsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
1/8/202450 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Katla Margrét föstudagsgestur og 13 ómissandi hlutir í eldhúsinu

Föstudagsgesturinn Mannlega þáttarins í þetta sinn var hin þjóðkunna leikkona Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Katla hefur komið víða við á leiklistarferli sínum, í sjónvarpsþáttum, á leiksviði, í kvikmyndum og áramótaskaupum og svo er hún í vinsælli hljómsveit, Heimilistónum, hvar hún leikur á píanó og semur lög og texta. Þessa dagana leikur hún meðal annars aðalhlutverkið í leikritinu Með guð í vasanum í Borgarleikhúsinu og hún leikur eitt af aðalhlutverkunum í nýjum sjónvarpsþáttum, Kennarastofan, hjá Sjónvarpi Símans. Við fórum aftur í tímann á æskuslóðirnar í Hlíðunum og í Kópavogi, hún talaði um leiklistarskólanámið og svo hvernig ferillinn hefur þróast í þættinum í dag. Sigurlaug Margrét kom svo í fyrsta matarspjall ársins og í dag ákváðum við að tala um, og taka til, 13 hluti sem eru ómissandi í eldhúsinu í tilefni þess að það er þrettándinn á morgun. Við gerðum lista hvert um sig og bárum þá saman í beinni útsendingu auðvitað og það var helst einn hlutur sem vakti ólíkar skoðanir hjá okkur. Tónlist í þættinum í dag: Anda inn / Heimilistónar (Katla Margrét Þorgeirsdóttir) Litlir kassar / Þokkabót (Pete Seeger og Þórarinn Guðnason) Here Comes the Sun / Nina Simone (George Harrison) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
1/5/20240
Episode Artwork

Katla Margrét föstudagsgestur og 13 ómissandi hlutir í eldhúsinu

Föstudagsgesturinn Mannlega þáttarins í þetta sinn var hin þjóðkunna leikkona Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Katla hefur komið víða við á leiklistarferli sínum, í sjónvarpsþáttum, á leiksviði, í kvikmyndum og áramótaskaupum og svo er hún í vinsælli hljómsveit, Heimilistónum, hvar hún leikur á píanó og semur lög og texta. Þessa dagana leikur hún meðal annars aðalhlutverkið í leikritinu Með guð í vasanum í Borgarleikhúsinu og hún leikur eitt af aðalhlutverkunum í nýjum sjónvarpsþáttum, Kennarastofan, hjá Sjónvarpi Símans. Við fórum aftur í tímann á æskuslóðirnar í Hlíðunum og í Kópavogi, hún talaði um leiklistarskólanámið og svo hvernig ferillinn hefur þróast í þættinum í dag. Sigurlaug Margrét kom svo í fyrsta matarspjall ársins og í dag ákváðum við að tala um, og taka til, 13 hluti sem eru ómissandi í eldhúsinu í tilefni þess að það er þrettándinn á morgun. Við gerðum lista hvert um sig og bárum þá saman í beinni útsendingu auðvitað og það var helst einn hlutur sem vakti ólíkar skoðanir hjá okkur. Tónlist í þættinum í dag: Anda inn / Heimilistónar (Katla Margrét Þorgeirsdóttir) Litlir kassar / Þokkabót (Pete Seeger og Þórarinn Guðnason) Here Comes the Sun / Nina Simone (George Harrison) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
1/5/202449 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Álfheiður, Guðfinna og Sálfræðistöðin og klassísk tyrknesk tónlist

Við töluðum í dag við þær Álfheiði Steinþórsdóttur og Guðfinnu Eydal, þær eru báðar sérfræðingar í klínískri sálfræði. Eftir 45 ára samstarf, þar af hafa þær rekið Sálfræðistöðina í fjörutíu ár, ákváðu þær að loka stöðinni, líklegast fyrir fullt og allt, í lok ársins. Við spjölluðum við þær um þeirra langa og merkilega feril, en þær hafa, auk þess að skrifa saman fjölmargar bækur um sálfræði og mismunandi æviskeið, haldið fjölmörg námskeið og ráðstefnur meðal annars um breytingaskeiðið og vinnustaðasálfræði. Það var um nóg að tala við þær stöllur, Álfheiði og Guðfinnu, á þessum tímamótum. Það er ekki algengt að sjá auglýsta tónleika hér á landi þar sem eingöngu er flutt klassísk tyrknesk tónlist en í næstu viku verður flutt svokölluð klassísk tyrknesk Ottoman tónlist. Tónlistarstíll þessi nær aldir aftur í tímann og voru tyrknesku tónskáldin oft innblástur fyrir vestrænu tónskáldin. Tónlistarhefð þessi inniheldur framandi hljóðfæri fyrir okkur Íslendinga og er gríðarlega krefjandi fyrir flytjendur þar sem óvenjulegir taktar og míkrótónar eru mikið notaðir. Ásgeir Ásgeirsson tónlistarmaður hefur á undanförnum árum sótt tíma á tyrkneskt oud hjá nokkrum af færustu oud leikurum veraldar og hann ásamt Phaedon Sinis, sem er bandarísk/grískur hljóðfæraleikari, mynda Sinis-Ásgeirsson duo. Við heimsóttum Ásgeir og skoðuðum meðal annars þessi hljóðfæri. Tónlist í þættinum í dag: Big Jumps / Emiliana Torrini (Emiliana Torrini & Dan Carey) Sing, Sing, Sing / Benny Goodman (Louis Prima) Ólafur reið með björgum fram / Ásgeir Ásgeirsson og félagar (Þjóðlag og Ásgeir Ásgeirsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
1/4/20240
Episode Artwork

Álfheiður, Guðfinna og Sálfræðistöðin og klassísk tyrknesk tónlist

Við töluðum í dag við þær Álfheiði Steinþórsdóttur og Guðfinnu Eydal, þær eru báðar sérfræðingar í klínískri sálfræði. Eftir 45 ára samstarf, þar af hafa þær rekið Sálfræðistöðina í fjörutíu ár, ákváðu þær að loka stöðinni, líklegast fyrir fullt og allt, í lok ársins. Við spjölluðum við þær um þeirra langa og merkilega feril, en þær hafa, auk þess að skrifa saman fjölmargar bækur um sálfræði og mismunandi æviskeið, haldið fjölmörg námskeið og ráðstefnur meðal annars um breytingaskeiðið og vinnustaðasálfræði. Það var um nóg að tala við þær stöllur, Álfheiði og Guðfinnu, á þessum tímamótum. Það er ekki algengt að sjá auglýsta tónleika hér á landi þar sem eingöngu er flutt klassísk tyrknesk tónlist en í næstu viku verður flutt svokölluð klassísk tyrknesk Ottoman tónlist. Tónlistarstíll þessi nær aldir aftur í tímann og voru tyrknesku tónskáldin oft innblástur fyrir vestrænu tónskáldin. Tónlistarhefð þessi inniheldur framandi hljóðfæri fyrir okkur Íslendinga og er gríðarlega krefjandi fyrir flytjendur þar sem óvenjulegir taktar og míkrótónar eru mikið notaðir. Ásgeir Ásgeirsson tónlistarmaður hefur á undanförnum árum sótt tíma á tyrkneskt oud hjá nokkrum af færustu oud leikurum veraldar og hann ásamt Phaedon Sinis, sem er bandarísk/grískur hljóðfæraleikari, mynda Sinis-Ásgeirsson duo. Við heimsóttum Ásgeir og skoðuðum meðal annars þessi hljóðfæri. Tónlist í þættinum í dag: Big Jumps / Emiliana Torrini (Emiliana Torrini & Dan Carey) Sing, Sing, Sing / Benny Goodman (Louis Prima) Ólafur reið með björgum fram / Ásgeir Ásgeirsson og félagar (Þjóðlag og Ásgeir Ásgeirsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
1/4/202446 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Andstæður í veðri, póstkort og vinkill

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur kom í sitt vikulega veðurspjall og við spjölluðum við hann um andstæður í veðrinu um þessar mundir. Milt í N-Ameríku en fáheyrðar frosthörkur í Finnlandi og Norðurlöndunum og svo hæglátt veður hér á landi. Einar sagði okkur svo frá Norður-Atlantshafssveiflunni (NAO) og hvernig líklegt sé að hún móti veður á Íslandi a.m.k. fram eftir janúar. Við veltum líka fyrir okkur hvernig 2023 kom út hitafarslega á landinu. Við fengum fyrsta póstkort ársins 2024 frá Magnúsi R. Einarssyni. Í því sagði hann frá hátíðahöldum um jól og áramót í Eyjum. Síðan sagði Magnús frá ljósmengun, en hún truflar líkamsklukkuna og eykur líkur á ýmsum sjúkdómum. Hann sagði líka frá París sem er fyrirmynd flestra borga vegna skipulags og borgarlegs lífernis. Í lokin sagði svo af ferðalögum sínum á liðnu ári og þá sérstaklega af þeim níu ferðum sem hann fór til Berlínar í Þýskalandi. Svo að lokum fengum við vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Að þessu sinni fjallaði vinkillinn um að ákveða að það sem maður þarf að gera sé skemmtilegt eins og t.d. áramótauppgjörið eins og það horfir við sjálfstæðum atvinnurekendum. Vinkillinn fjallaði líka um gamalt og nýtt drasl og vandamál sem tengjast gangtruflunum gamalla bensínvéla. Tónlist í þættinum í dag: Sjaddi mollo / South River Band (Ólafur Þórðarsson og Magnús Einarsson) Horfðu á mánann / Haukur Morthens (erlent lag, texti Pálmar Ólason) Tregagleði / Hljómar (Gunnar Þórðarson og Einar Már Guðmundsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
1/3/20240
Episode Artwork

Andstæður í veðri, póstkort og vinkill

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur kom í sitt vikulega veðurspjall og við spjölluðum við hann um andstæður í veðrinu um þessar mundir. Milt í N-Ameríku en fáheyrðar frosthörkur í Finnlandi og Norðurlöndunum og svo hæglátt veður hér á landi. Einar sagði okkur svo frá Norður-Atlantshafssveiflunni (NAO) og hvernig líklegt sé að hún móti veður á Íslandi a.m.k. fram eftir janúar. Við veltum líka fyrir okkur hvernig 2023 kom út hitafarslega á landinu. Við fengum fyrsta póstkort ársins 2024 frá Magnúsi R. Einarssyni. Í því sagði hann frá hátíðahöldum um jól og áramót í Eyjum. Síðan sagði Magnús frá ljósmengun, en hún truflar líkamsklukkuna og eykur líkur á ýmsum sjúkdómum. Hann sagði líka frá París sem er fyrirmynd flestra borga vegna skipulags og borgarlegs lífernis. Í lokin sagði svo af ferðalögum sínum á liðnu ári og þá sérstaklega af þeim níu ferðum sem hann fór til Berlínar í Þýskalandi. Svo að lokum fengum við vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Að þessu sinni fjallaði vinkillinn um að ákveða að það sem maður þarf að gera sé skemmtilegt eins og t.d. áramótauppgjörið eins og það horfir við sjálfstæðum atvinnurekendum. Vinkillinn fjallaði líka um gamalt og nýtt drasl og vandamál sem tengjast gangtruflunum gamalla bensínvéla. Tónlist í þættinum í dag: Sjaddi mollo / South River Band (Ólafur Þórðarsson og Magnús Einarsson) Horfðu á mánann / Haukur Morthens (erlent lag, texti Pálmar Ólason) Tregagleði / Hljómar (Gunnar Þórðarson og Einar Már Guðmundsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
1/3/202449 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Brot af því besta, jóga, þarmaflóran og upphrópunarmerkið

Við vorum í upprifjunargírnum í dag og rifjuðum upp brot af því besta frá nýliðnu ári úr Mannlega þættinum. Við fengum til dæmis góða gesti í desember sem gáfu góð ráð gegn streitu og ráð um hvernig við getum notið lífsins betur og einfaldað hlutina, sérstaklega í aðdraganda jólanna. Við rifjuðum því upp viðtal við Ástu Arnardóttur jógakennara frá því í desember. Við heyrðum líka aftur viðtal við Birnu G. Ásbjörnsdóttur, sem var fyrst í þættinum í nóvember. Birna er rannsakandi við Háskóla Íslands og gestarannsakandi við Harvard Medical School, frum­kvöðull og stofnandi Jörth. Meltingarvegurinn og þarmaflóran hafa verið þungamiðjan í menntun Birnu og rannsóknum hérlendis og erlendis í tæpa tvo áratugi. Hún sagði okkur frá mikilvægi þarmaflórunnar og hvað hefur mest áhrif á hana, t.d. gervisæta af ýmsu tagi og neysla á orkudrykkjum. Við rifjum svo upp áhugavert viðtal við Önna Sigríði Þráinsdóttur, málfarsráðunaut Ríkisútvarpsins, sem kom til okkar í byrjun nóvember og við ræddum við hana um upphrópunarmerkið. Nú, á tímum samfélagsmiðla, þar sem fólk skrifar færslur um allt milli himins og jarðar þá er áhugavert að skoða mismunandi notkun fólks á upphrópunarmerkinu. Sum nota það óspart, jafnvel mörg í einu, eftir nánast hverja einustu setningu, á meðan önnur nota það talsvert minna og jafnvel ekki. Anna fræddi okkur um upphrópunarmerkið, merkingu þess, notkun og sögu í viðtalinu. Á Mallorca / South River Band (Ólafur Þórðarsson og Helgi Þór Ingason) Chavosuite / Kronos Quartet (Ludwig van Beethoven) Tunglið mitt / Hildur Vala (Jón Ólafsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson) Allur lurkum laminn / Bjarni Arason (Hilmar Oddsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
1/2/20240
Episode Artwork

Brot af því besta, jóga, þarmaflóran og upphrópunarmerkið

Við vorum í upprifjunargírnum í dag og rifjuðum upp brot af því besta frá nýliðnu ári úr Mannlega þættinum. Við fengum til dæmis góða gesti í desember sem gáfu góð ráð gegn streitu og ráð um hvernig við getum notið lífsins betur og einfaldað hlutina, sérstaklega í aðdraganda jólanna. Við rifjuðum því upp viðtal við Ástu Arnardóttur jógakennara frá því í desember. Við heyrðum líka aftur viðtal við Birnu G. Ásbjörnsdóttur, sem var fyrst í þættinum í nóvember. Birna er rannsakandi við Háskóla Íslands og gestarannsakandi við Harvard Medical School, frum­kvöðull og stofnandi Jörth. Meltingarvegurinn og þarmaflóran hafa verið þungamiðjan í menntun Birnu og rannsóknum hérlendis og erlendis í tæpa tvo áratugi. Hún sagði okkur frá mikilvægi þarmaflórunnar og hvað hefur mest áhrif á hana, t.d. gervisæta af ýmsu tagi og neysla á orkudrykkjum. Við rifjum svo upp áhugavert viðtal við Önna Sigríði Þráinsdóttur, málfarsráðunaut Ríkisútvarpsins, sem kom til okkar í byrjun nóvember og við ræddum við hana um upphrópunarmerkið. Nú, á tímum samfélagsmiðla, þar sem fólk skrifar færslur um allt milli himins og jarðar þá er áhugavert að skoða mismunandi notkun fólks á upphrópunarmerkinu. Sum nota það óspart, jafnvel mörg í einu, eftir nánast hverja einustu setningu, á meðan önnur nota það talsvert minna og jafnvel ekki. Anna fræddi okkur um upphrópunarmerkið, merkingu þess, notkun og sögu í viðtalinu. Á Mallorca / South River Band (Ólafur Þórðarsson og Helgi Þór Ingason) Chavosuite / Kronos Quartet (Ludwig van Beethoven) Tunglið mitt / Hildur Vala (Jón Ólafsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson) Allur lurkum laminn / Bjarni Arason (Hilmar Oddsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
1/2/202454 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Áramótaspjall með Kristínu, Sóley og Þorgrími

Í dag var síðasti vinnudagur ársins hjá flestum, gamlársdagur á sunnudaginn og við fengum því til okkar góða gesti í stúdíó 12. Þar er vítt til veggja og hátt til lofts sem gaf okkur rými til að rifja upp og horfa fram á við. Gestir okkar í dag voru þau Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur, Þorgrímur Þráinsson fyrrverandi knattspyrnumaður og rithöfundur, og Sóley Tómasdóttir ráðgjafi. Við fórum með þeim yfir árið sem er að líða, hápunkta og mögulega lágpunkta hjá þeim persónulega, jólahaldið og hefðirnar og svo hvernig þau horfa til ársins sem er þann mund að hefjast. Tónlist í þættinum Það snjóar / Sigurður Guðmundsson (erlent lag, texti Bragi Valdimar Skúlason) Skammdegisvísur / Ólafur Þórðarsson, Ragnhildur Gísladóttir og Magnús Þór Sigmundsson (ýmsir höfundar) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/29/20230
Episode Artwork

Áramótaspjall með Kristínu, Sóley og Þorgrími

Í dag var síðasti vinnudagur ársins hjá flestum, gamlársdagur á sunnudaginn og við fengum því til okkar góða gesti í stúdíó 12. Þar er vítt til veggja og hátt til lofts sem gaf okkur rými til að rifja upp og horfa fram á við. Gestir okkar í dag voru þau Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur, Þorgrímur Þráinsson fyrrverandi knattspyrnumaður og rithöfundur, og Sóley Tómasdóttir ráðgjafi. Við fórum með þeim yfir árið sem er að líða, hápunkta og mögulega lágpunkta hjá þeim persónulega, jólahaldið og hefðirnar og svo hvernig þau horfa til ársins sem er þann mund að hefjast. Tónlist í þættinum Það snjóar / Sigurður Guðmundsson (erlent lag, texti Bragi Valdimar Skúlason) Skammdegisvísur / Ólafur Þórðarsson, Ragnhildur Gísladóttir og Magnús Þór Sigmundsson (ýmsir höfundar) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/29/202354 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Jólaminningar Villa og Kára og Þríburar

Við fengum í dag jóla- og áramótaminningar frá þeim bræðrum Vilhelmi Antoni og Kára Jónssonum. Þeir voru saman í hljómsveitinni 200 þúsund naglbítum og hafa þar að auki brallað ýmislegt saman í gegnum tíðina, til dæmis í sjónvarpinu. Við fengum skemmtilegar sögur af jólagjöfum, vonbrigðum, jólum í Skotlandi, áramótum, tilraunum með flugelda, misgóðar matarminningar og margt fleira í skemmtilegu spjalli við þá bræður. Heimildarmyndin Þríburar verður sýnd hér á RÚV á Nýárskvöld. Í henni er meðal annars fylgst með lítilli fjölskyldu sem á von á þríburum, fyrir eru þau þrjú, foreldrarnir og rúmlega ársgamall drengur. Við fáum að vera fluga á vegg í lífi fjölskyldunnar sem tekst á við margvíslegar áskoranir og fær óvæntan bónusglaðning í miðri á. Í myndinni er líka skyggnst inn í líf þríbura á öllum aldri og því velt fyrir sér hvernig sé að alast upp sem þríburi. Ragnhildur Steinunn, sem stendur að myndinni ásamt Eiríki Inga Böðvarssyni, kom í þáttinn í dag. Tónlist í þættinum í dag: Í fjarska loga lítil ljós/200.000 naglbítar (200.000 naglbítar, texti Vilhelm Anton Jónsson) Walking in the Air / Peter Auty (Howard Blake) Lítill Fugl / Elly Vilhjálms (Sigfús Halldórsson og Örn Arnarsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/28/20230
Episode Artwork

Jólaminningar Villa og Kára og Þríburar

Við fengum í dag jóla- og áramótaminningar frá þeim bræðrum Vilhelmi Antoni og Kára Jónssonum. Þeir voru saman í hljómsveitinni 200 þúsund naglbítum og hafa þar að auki brallað ýmislegt saman í gegnum tíðina, til dæmis í sjónvarpinu. Við fengum skemmtilegar sögur af jólagjöfum, vonbrigðum, jólum í Skotlandi, áramótum, tilraunum með flugelda, misgóðar matarminningar og margt fleira í skemmtilegu spjalli við þá bræður. Heimildarmyndin Þríburar verður sýnd hér á RÚV á Nýárskvöld. Í henni er meðal annars fylgst með lítilli fjölskyldu sem á von á þríburum, fyrir eru þau þrjú, foreldrarnir og rúmlega ársgamall drengur. Við fáum að vera fluga á vegg í lífi fjölskyldunnar sem tekst á við margvíslegar áskoranir og fær óvæntan bónusglaðning í miðri á. Í myndinni er líka skyggnst inn í líf þríbura á öllum aldri og því velt fyrir sér hvernig sé að alast upp sem þríburi. Ragnhildur Steinunn, sem stendur að myndinni ásamt Eiríki Inga Böðvarssyni, kom í þáttinn í dag. Tónlist í þættinum í dag: Í fjarska loga lítil ljós/200.000 naglbítar (200.000 naglbítar, texti Vilhelm Anton Jónsson) Walking in the Air / Peter Auty (Howard Blake) Lítill Fugl / Elly Vilhjálms (Sigfús Halldórsson og Örn Arnarsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/28/202352 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Elísabet Jökuls, jólasiðavinkill og Friðgeir lesandinn

Við endurfluttum í dag viðtal við Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur sem var áður í þættinum í júní. Á þeim tíma var hún búin að lýsa því yfir að hún ætlaði að taka það rólega, en svo þróuðust málin á talsvert annan veg. Hún var þvert á móti búin að koma sér í fullt af verkefnum, meðal annars var að hefjast vinna við nýja sýningu eftir hana í Þjóðleikhúsinu, Saknaðarilmur, sem frumsýnd verður í febrúar, og svo var hún að vinna í því að fá götu, eða öllu heldur stíg í Vesturbænum skírðan í höfuðið á sér, Elísabetarstíg. Við fengum vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Vinkillinn var að þessu sinni borinn við ýmsa jólasiði, Guðjón velti fyrir sér muninum á jólahaldi þeirra sem eru við vinnu sína á jólum og þeirra sem hafa frídaga þá, auk þess sem hann rifjaði upp eitt næstumþvíslys er tengdist sósugerð á jólum. Svo var það lesandi vikunnar. Í þetta sinn var það Friðgeir Einarsson rithöfundur, leikari og leikskáld. Hann sagði okkur aðeins frá nýjustu bókinni sinni, Serótónínendurupptökuhemlar, og svo auðvitað frá því sem hann hefur verið að lesa undanfarið og þær bækur og höfundar sem hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Tónlist í þættinum í dag: Stóð ég útí tunglsljósi / Björgvin Halldórsson (Heinrich Heine og Jónas Hallgrímsson) Lína Dröfn / Spilverk Þjóðanna (Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla Garðarsson) Jólasnjór / Ellý og Vilhjálmur Vilhjálmsbörn (erlent lag, texti Jóhanna G Erlingsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/27/20230
Episode Artwork

Elísabet Jökuls, jólasiðavinkill og Friðgeir lesandinn

Við endurfluttum í dag viðtal við Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur sem var áður í þættinum í júní. Á þeim tíma var hún búin að lýsa því yfir að hún ætlaði að taka það rólega, en svo þróuðust málin á talsvert annan veg. Hún var þvert á móti búin að koma sér í fullt af verkefnum, meðal annars var að hefjast vinna við nýja sýningu eftir hana í Þjóðleikhúsinu, Saknaðarilmur, sem frumsýnd verður í febrúar, og svo var hún að vinna í því að fá götu, eða öllu heldur stíg í Vesturbænum skírðan í höfuðið á sér, Elísabetarstíg. Við fengum vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Vinkillinn var að þessu sinni borinn við ýmsa jólasiði, Guðjón velti fyrir sér muninum á jólahaldi þeirra sem eru við vinnu sína á jólum og þeirra sem hafa frídaga þá, auk þess sem hann rifjaði upp eitt næstumþvíslys er tengdist sósugerð á jólum. Svo var það lesandi vikunnar. Í þetta sinn var það Friðgeir Einarsson rithöfundur, leikari og leikskáld. Hann sagði okkur aðeins frá nýjustu bókinni sinni, Serótónínendurupptökuhemlar, og svo auðvitað frá því sem hann hefur verið að lesa undanfarið og þær bækur og höfundar sem hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Tónlist í þættinum í dag: Stóð ég útí tunglsljósi / Björgvin Halldórsson (Heinrich Heine og Jónas Hallgrímsson) Lína Dröfn / Spilverk Þjóðanna (Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla Garðarsson) Jólasnjór / Ellý og Vilhjálmur Vilhjálmsbörn (erlent lag, texti Jóhanna G Erlingsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/27/202350 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Þorgerður Katrín föstudagsgestur og sósumatarspjall

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingkona var föstudagsgestur Mannlega þáttarins að þessu sinni og við komum víða við í spjallinu með henni. Hún rifjaði upp æsku sína og hvernig hún ætlaði sér að verða dýralæknir lengi vel, hvað henni leið vel í sveitinni en líka hversu gaman það var að alast upp í Breiðholtinu. En hvernig stóð á því að hún fór í stjórnmálin? Hvers vegna fór hún í lögfræði en ekki leiklist? Við heyrðum allt um það í skemmtilegu spjalli við Þorgerði Katrínu. Í matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti töluðum við um sósugerð fyrir jólin. Rjúpusósa, sósa með kalkúninum og hamborgarhryggnum. Ekki vorum við öll sammála um hvað má og hvað ekki í þeim efnum en við vorum þó sammála um að góð sósa getur svo sannarlega gert gæfumuninn. Tónlist í þættinum í dag: Bíddu pabbi / Vilhjálmur Vilhjálmsson (lag Callander & Stevens, texti Iðunn Steinsdóttir) Sister Golden Hair / America (Gerry Beckley) Fairytale of New York / The Pogues & Kirsty MacColl (Jem Finer & Shane MacGowan) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/22/20230
Episode Artwork

Þorgerður Katrín föstudagsgestur og sósumatarspjall

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingkona var föstudagsgestur Mannlega þáttarins að þessu sinni og við komum víða við í spjallinu með henni. Hún rifjaði upp æsku sína og hvernig hún ætlaði sér að verða dýralæknir lengi vel, hvað henni leið vel í sveitinni en líka hversu gaman það var að alast upp í Breiðholtinu. En hvernig stóð á því að hún fór í stjórnmálin? Hvers vegna fór hún í lögfræði en ekki leiklist? Við heyrðum allt um það í skemmtilegu spjalli við Þorgerði Katrínu. Í matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti töluðum við um sósugerð fyrir jólin. Rjúpusósa, sósa með kalkúninum og hamborgarhryggnum. Ekki vorum við öll sammála um hvað má og hvað ekki í þeim efnum en við vorum þó sammála um að góð sósa getur svo sannarlega gert gæfumuninn. Tónlist í þættinum í dag: Bíddu pabbi / Vilhjálmur Vilhjálmsson (lag Callander & Stevens, texti Iðunn Steinsdóttir) Sister Golden Hair / America (Gerry Beckley) Fairytale of New York / The Pogues & Kirsty MacColl (Jem Finer & Shane MacGowan) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/22/202355 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Vetrarsólstöðuganga Píeta og jólaminningar með Þórunni Lárusd.

Vetrarsólstöðugangan er innihaldsrík samverustund á dimmasta kvöldi ársins, haldin í minningu þeirra sem látist hafa fyrir eigin hendi og hvatning til þeirra sem glíma við sjálfsvígshugsanir um að gefast ekki upp heldur þiggja hjálp og velja lífið. Það eru Pietasamtökin sem standa fyrir göngunni, gengið verður stuttur spölur að vitanum við Skarfaklett þar sem minningarstund verður haldin. Hægt verður að kaupa kerti til styrktar Píeta samtökunum og kveikja á þeim við vitann. Einnig eru skrifuð skilaboð um söknuð og ást á gula vegginn á vitanum og yfir jól og áramót munu kveðjurnar standa á veggnum undir blikkandi ljósi og minna hvern sem kemur á að ástin er eilíf. Einar Hrafn Stefánsson, markaðs- og kynningarstjóri Píetasamtakanna var hjá okkur í dag. Við héldum svo áfram að rifja upp jólaminningar með góðu fólki og í dag kom til þess leikkonan Þórunn Lárusdóttir. Hún rifjaði upp eftirminnilega gjöf, jólamatinn, hefðirnar eða kannski frekar tilraunir til að láta hefðirnar ekki stjórna öllu í jólahaldinu. Þetta var skemmtilegt jólaspjall við Þórunni í þættinum í dag. Tónlist í þættinum í dag: Dansaðu vindur / Eivör Pálsdóttir (Grönvall & Grönvall, texti Kristján Hreinsson) The Christmas Song / Mel Tormé (Mel Tormé & Robert Wells) Yfir fannhvíta jörð / Þórunn Lárusdóttir (Miller & Wells, texti Ólafur Gaukur Þórhallsson) Wrap Yourself in a Christmas Package / Randy Greer & Ignasi Terraza (Charles Brown) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/21/20230
Episode Artwork

Vetrarsólstöðuganga Píeta og jólaminningar með Þórunni Lárusd.

Vetrarsólstöðugangan er innihaldsrík samverustund á dimmasta kvöldi ársins, haldin í minningu þeirra sem látist hafa fyrir eigin hendi og hvatning til þeirra sem glíma við sjálfsvígshugsanir um að gefast ekki upp heldur þiggja hjálp og velja lífið. Það eru Pietasamtökin sem standa fyrir göngunni, gengið verður stuttur spölur að vitanum við Skarfaklett þar sem minningarstund verður haldin. Hægt verður að kaupa kerti til styrktar Píeta samtökunum og kveikja á þeim við vitann. Einnig eru skrifuð skilaboð um söknuð og ást á gula vegginn á vitanum og yfir jól og áramót munu kveðjurnar standa á veggnum undir blikkandi ljósi og minna hvern sem kemur á að ástin er eilíf. Einar Hrafn Stefánsson, markaðs- og kynningarstjóri Píetasamtakanna var hjá okkur í dag. Við héldum svo áfram að rifja upp jólaminningar með góðu fólki og í dag kom til þess leikkonan Þórunn Lárusdóttir. Hún rifjaði upp eftirminnilega gjöf, jólamatinn, hefðirnar eða kannski frekar tilraunir til að láta hefðirnar ekki stjórna öllu í jólahaldinu. Þetta var skemmtilegt jólaspjall við Þórunni í þættinum í dag. Tónlist í þættinum í dag: Dansaðu vindur / Eivör Pálsdóttir (Grönvall & Grönvall, texti Kristján Hreinsson) The Christmas Song / Mel Tormé (Mel Tormé & Robert Wells) Yfir fannhvíta jörð / Þórunn Lárusdóttir (Miller & Wells, texti Ólafur Gaukur Þórhallsson) Wrap Yourself in a Christmas Package / Randy Greer & Ignasi Terraza (Charles Brown) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/21/20230
Episode Artwork

Vetrarsólstöðuganga Píeta og jólaminningar með Þórunni Lárusd.

Vetrarsólstöðugangan er innihaldsrík samverustund á dimmasta kvöldi ársins, haldin í minningu þeirra sem látist hafa fyrir eigin hendi og hvatning til þeirra sem glíma við sjálfsvígshugsanir um að gefast ekki upp heldur þiggja hjálp og velja lífið. Það eru Pietasamtökin sem standa fyrir göngunni, gengið verður stuttur spölur að vitanum við Skarfaklett þar sem minningarstund verður haldin. Hægt verður að kaupa kerti til styrktar Píeta samtökunum og kveikja á þeim við vitann. Einnig eru skrifuð skilaboð um söknuð og ást á gula vegginn á vitanum og yfir jól og áramót munu kveðjurnar standa á veggnum undir blikkandi ljósi og minna hvern sem kemur á að ástin er eilíf. Einar Hrafn Stefánsson, markaðs- og kynningarstjóri Píetasamtakanna var hjá okkur í dag. Við héldum svo áfram að rifja upp jólaminningar með góðu fólki og í dag kom til þess leikkonan Þórunn Lárusdóttir. Hún rifjaði upp eftirminnilega gjöf, jólamatinn, hefðirnar eða kannski frekar tilraunir til að láta hefðirnar ekki stjórna öllu í jólahaldinu. Þetta var skemmtilegt jólaspjall við Þórunni í þættinum í dag. Tónlist í þættinum í dag: Dansaðu vindur / Eivör Pálsdóttir (Grönvall & Grönvall, texti Kristján Hreinsson) The Christmas Song / Mel Tormé (Mel Tormé & Robert Wells) Yfir fannhvíta jörð / Þórunn Lárusdóttir (Miller & Wells, texti Ólafur Gaukur Þórhallsson) Wrap Yourself in a Christmas Package / Randy Greer & Ignasi Terraza (Charles Brown) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/21/202353 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Jólaminningar Jónu Hrannar, Berlín Þrastar og póstkort

Við höfum verið með gesti hjá okkur í desember sem rifja upp áhugaverðar jólaminningar og sögur tengdar jólunum. Í dag var það séra Jóna Hrönn Bolladóttir sem kom í þáttinn og rifjaði upp með okkur jólin, en hennar jól eru auðvitað sérstök að því leyti að hún hefur alla ævi verið á prestsheimili og það litar auðvitað hátíðirnar mikið. Hún rifjaði upp afrek móður sinnar, sem hélt um alla strengi í skipulagi, matreiðslu og í raun öllu sem snéri að jólahaldi fjölskyldunnar. Þröstur Ólafsson lærði hagfræði í Berlín snemma á sjöunda áratugnum, þegar múrinn var nýreistur og spennan milli austurs og vesturs í algleymingi. Enn var skuggi yfir þýsku þjóðinni eftir Seinni heimstyrjöldina og framundan voru uppreisnarár æskunnar með ?68 kynslóðina í fararbroddi. Þetta voru merkilegir tímar sem eðlilega höfðu mikil áhrif á Þröst sem átti svo eftir að eiga langan starfsferil á sviði menningar, verslunar og stjórnmála. Við fengum Þröst til að segja okkur frá tímanum í Berlín, ferðum yfir til austurhluta borgarinnar og fleiru markverðu sem hann skrifar um í nýútkominn bók sinni Horfinn heimur ? Minningaglefsur. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Magnús hefur verið í einum átta mismunandi löndum um jól. Hann segir frá mismunandi jólum erlendis og ber soldið saman við jólahaldið hér. Í framhaldinu talar hann um leitina að æskulindinni, lífselexírnum, leit sem hefur staðið í þúsaldaraðir en aldrei eins vísindalega og tæknilega og nú. Í lokin fjallaði Magnús aðeins um jólamúsík og jólatexta. Tónlist í þættinum í dag: Jingle Bell / Haukur Morthens með hljómsveitum Björns R. Einarssonar og Gunnars Ormslev, hljóðritað 1951 (James Lord Pierpont) Jólastjarnan / Sigurður Guðmundsson (erlent lag, texti Bragi Valdimar Skúlason) Jólin með þér / Ragnheiður Gröndal (Ragnheiður Gröndal) Desember / SamSam, Hólmfríður og Gréta Mjöll Samúelsdætur (Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/20/20230
Episode Artwork

Jólaminningar Jónu Hrannar, Berlín Þrastar og póstkort

Við höfum verið með gesti hjá okkur í desember sem rifja upp áhugaverðar jólaminningar og sögur tengdar jólunum. Í dag var það séra Jóna Hrönn Bolladóttir sem kom í þáttinn og rifjaði upp með okkur jólin, en hennar jól eru auðvitað sérstök að því leyti að hún hefur alla ævi verið á prestsheimili og það litar auðvitað hátíðirnar mikið. Hún rifjaði upp afrek móður sinnar, sem hélt um alla strengi í skipulagi, matreiðslu og í raun öllu sem snéri að jólahaldi fjölskyldunnar. Þröstur Ólafsson lærði hagfræði í Berlín snemma á sjöunda áratugnum, þegar múrinn var nýreistur og spennan milli austurs og vesturs í algleymingi. Enn var skuggi yfir þýsku þjóðinni eftir Seinni heimstyrjöldina og framundan voru uppreisnarár æskunnar með ?68 kynslóðina í fararbroddi. Þetta voru merkilegir tímar sem eðlilega höfðu mikil áhrif á Þröst sem átti svo eftir að eiga langan starfsferil á sviði menningar, verslunar og stjórnmála. Við fengum Þröst til að segja okkur frá tímanum í Berlín, ferðum yfir til austurhluta borgarinnar og fleiru markverðu sem hann skrifar um í nýútkominn bók sinni Horfinn heimur ? Minningaglefsur. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Magnús hefur verið í einum átta mismunandi löndum um jól. Hann segir frá mismunandi jólum erlendis og ber soldið saman við jólahaldið hér. Í framhaldinu talar hann um leitina að æskulindinni, lífselexírnum, leit sem hefur staðið í þúsaldaraðir en aldrei eins vísindalega og tæknilega og nú. Í lokin fjallaði Magnús aðeins um jólamúsík og jólatexta. Tónlist í þættinum í dag: Jingle Bell / Haukur Morthens með hljómsveitum Björns R. Einarssonar og Gunnars Ormslev, hljóðritað 1951 (James Lord Pierpont) Jólastjarnan / Sigurður Guðmundsson (erlent lag, texti Bragi Valdimar Skúlason) Jólin með þér / Ragnheiður Gröndal (Ragnheiður Gröndal) Desember / SamSam, Hólmfríður og Gréta Mjöll Samúelsdætur (Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/20/202353 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Allir geta hjálpað, Ég er þinn elskari og hátíðarheilsuspjall

Við heyrðum í þættinum af áhugaverðu verkefni þar sem kvenfélagskonur tóku sig til, þegar upp kom að fjölskyldum sem hingað voru komnar frá Úkraínu vantaði mikið af nauðsynjavörum, og blésu til söfnunar. Landsþing kvenfélaga á Suðurlandi brást skjótt við og á nokkuð skömmum tíma voru sérstakir gjafapokar fylltir af einmitt nauðsynjavörum, tannburstum, tannkremi, sokkum, sjampói og og fleiru. Þær dreyfðu svo um 200 pokum til fjölskyldna þar sem þörfin var svo sannarlega til staðar. Við töluðum við Guðmundu Björnsdóttur Stackhouse, sem var ein þeirra sem stóðu að söfnuninni og Helga Guðnason, forstöðumann Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu, um þetta verkefni og hvað fólk getur gert til að leggja þeim lið sem þurfa á hjálp að halda. Í nóvember kom út bókin Ég er þinn elskari, í henni eru bréf Baldvins Einarssonar til Kristrúnar Jónsdóttur 1825-1832. Bókin er tvískipt. Annars vegar inngangur þar sem ástarharmsaga þeirra Baldvins og Kristrúnar er rakin og hún sett í fræðilegt samhengi og hins vegar eru prentuð bréf Baldvins til Kristrúnar, færð til nútímamáls og skýringar. Einnig eru í viðauka þrjú bréf sem Baldvin skrifaði sr. Jóni Jónssyni á Grenjaðarstað, föður Kristrúnar, bréf sem skipta máli fyrir samhengi sögunnar. Erla Hulda Halldórsdóttir prófessor í sagnfræði og höfundur bókarinnar kom í þáttinn og sagði nánar frá þessari dramatísku ástarsögu. Jóhanna Vilhjálmsdóttir kom svo í heilsuspjall í dag. Hún velti fyrir sér meðalhófinu um jólin og þar getur núvitund hjálpað. Að flýta sér ekki um of, njóta stundarinnar, hvers munnbita og gefa líkamanum tíma til að vinna úr og melta hátíðarmatinn. Tónlist í þættinum í dag: Aðfangadagskvöld / Helga Möller (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson) Ef ég nenni /LÓN og Valdimar Guðmundsson (Zucchero, texti Jónas Friðrik) Hvít jól / Ellý Vilhjálms og Ragnar Bjarnason (Irving Berling og texti Stefán Jónsson) Á jólunum er gleði og gaman / Eddukórinn (lagahöfundur ókunnur, texti Friðrik Guðni Þórleifsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/19/20230
Episode Artwork

Allir geta hjálpað, Ég er þinn elskari og hátíðarheilsuspjall

Við heyrðum í þættinum af áhugaverðu verkefni þar sem kvenfélagskonur tóku sig til, þegar upp kom að fjölskyldum sem hingað voru komnar frá Úkraínu vantaði mikið af nauðsynjavörum, og blésu til söfnunar. Landsþing kvenfélaga á Suðurlandi brást skjótt við og á nokkuð skömmum tíma voru sérstakir gjafapokar fylltir af einmitt nauðsynjavörum, tannburstum, tannkremi, sokkum, sjampói og og fleiru. Þær dreyfðu svo um 200 pokum til fjölskyldna þar sem þörfin var svo sannarlega til staðar. Við töluðum við Guðmundu Björnsdóttur Stackhouse, sem var ein þeirra sem stóðu að söfnuninni og Helga Guðnason, forstöðumann Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu, um þetta verkefni og hvað fólk getur gert til að leggja þeim lið sem þurfa á hjálp að halda. Í nóvember kom út bókin Ég er þinn elskari, í henni eru bréf Baldvins Einarssonar til Kristrúnar Jónsdóttur 1825-1832. Bókin er tvískipt. Annars vegar inngangur þar sem ástarharmsaga þeirra Baldvins og Kristrúnar er rakin og hún sett í fræðilegt samhengi og hins vegar eru prentuð bréf Baldvins til Kristrúnar, færð til nútímamáls og skýringar. Einnig eru í viðauka þrjú bréf sem Baldvin skrifaði sr. Jóni Jónssyni á Grenjaðarstað, föður Kristrúnar, bréf sem skipta máli fyrir samhengi sögunnar. Erla Hulda Halldórsdóttir prófessor í sagnfræði og höfundur bókarinnar kom í þáttinn og sagði nánar frá þessari dramatísku ástarsögu. Jóhanna Vilhjálmsdóttir kom svo í heilsuspjall í dag. Hún velti fyrir sér meðalhófinu um jólin og þar getur núvitund hjálpað. Að flýta sér ekki um of, njóta stundarinnar, hvers munnbita og gefa líkamanum tíma til að vinna úr og melta hátíðarmatinn. Tónlist í þættinum í dag: Aðfangadagskvöld / Helga Möller (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson) Ef ég nenni /LÓN og Valdimar Guðmundsson (Zucchero, texti Jónas Friðrik) Hvít jól / Ellý Vilhjálms og Ragnar Bjarnason (Irving Berling og texti Stefán Jónsson) Á jólunum er gleði og gaman / Eddukórinn (lagahöfundur ókunnur, texti Friðrik Guðni Þórleifsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/19/202351 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Streita um jólin, vinkill um Rauðhettu og Bjarni lesandinn

Við höfum annað slagið núna í desember verið með góða gesti sem hafa gefið góð ráð og hugleitt hvernig við getum lækkað spennustigið og hjálpað okkur að hugsa um það sem skiptir mestu máli á aðventunni, að njóta og einfalda hlutina eins og við getum. Ásta Arnardóttir jógakennari var hjá okkur í síðustu viku og í dag kom til okkar Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi frá Fyrsta skrefinu og við fórum yfir þessa streituvalda og hvað er hægt að gera til að vinna gegn streitu og kvíða. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í þetta sinn fjallaði hann um aðventuævintýri, jólatilhlökkun og spurninguna um hvort sniðugt sé að setja fram óvilhalla góðbókmenntaútgáfu af Rauðhettu og úlfinum, ómengaða af göllum menningarfortíðarinnar? Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Bjarni M. Bjarnason rithöfundur. Hann var að senda frá sér nýja bók, Dúnstúlkan í þokunni. Við fengum hann til að segja okkur aðeins frá henni og svo auðvitað frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Bjarni talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Gilgames kviða (súmerskt ljóð frá því u.þ.b. 2500 fyrir krist) Júditar bók, sem er hluti af biblíunni, á milli gamla testamentsins og þess nýja Drauma-Jói e. Ágúst H. Bjarnason Kristnihald undir jökli e. Halldór Laxness Tónlist í þættinum í dag: Jólin eru hér / Sigurður Guðmundsson (Sigurður Guðmundsson og Bragi Valdimar Skúlason) Whistling away the dark / Julie Andrews (Henri Mancini) Someday At Christmas / Stevie Wonder (Bryan Wells & Ron Miller) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/18/20230
Episode Artwork

Streita um jólin, vinkill um Rauðhettu og Bjarni lesandinn

Við höfum annað slagið núna í desember verið með góða gesti sem hafa gefið góð ráð og hugleitt hvernig við getum lækkað spennustigið og hjálpað okkur að hugsa um það sem skiptir mestu máli á aðventunni, að njóta og einfalda hlutina eins og við getum. Ásta Arnardóttir jógakennari var hjá okkur í síðustu viku og í dag kom til okkar Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi frá Fyrsta skrefinu og við fórum yfir þessa streituvalda og hvað er hægt að gera til að vinna gegn streitu og kvíða. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í þetta sinn fjallaði hann um aðventuævintýri, jólatilhlökkun og spurninguna um hvort sniðugt sé að setja fram óvilhalla góðbókmenntaútgáfu af Rauðhettu og úlfinum, ómengaða af göllum menningarfortíðarinnar? Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Bjarni M. Bjarnason rithöfundur. Hann var að senda frá sér nýja bók, Dúnstúlkan í þokunni. Við fengum hann til að segja okkur aðeins frá henni og svo auðvitað frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Bjarni talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Gilgames kviða (súmerskt ljóð frá því u.þ.b. 2500 fyrir krist) Júditar bók, sem er hluti af biblíunni, á milli gamla testamentsins og þess nýja Drauma-Jói e. Ágúst H. Bjarnason Kristnihald undir jökli e. Halldór Laxness Tónlist í þættinum í dag: Jólin eru hér / Sigurður Guðmundsson (Sigurður Guðmundsson og Bragi Valdimar Skúlason) Whistling away the dark / Julie Andrews (Henri Mancini) Someday At Christmas / Stevie Wonder (Bryan Wells & Ron Miller) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/18/202350 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Arnar Jónsson föstudagsgestur og matarspjall um Pálínuboð

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikarinn Arnar Jónsson. Hann er fæddur á Akureyri, útskrifaðist úr Leiklistarskóla Þjóðleikshússins 1964 og hefur síðan fleytt rjómann af karlhlutverkum leikbókmenntanna, hlutverkin nálgast 200 á sviði og stór hluti þeirra aðalhlutverk auk sjónvarps- og kvikmyndahlutverka. Arnar er nú, einu sinni sem oftar, í miðri frumsýningatörn fyrir jólasýningu Þjóðleikhússins, Edda, í leikstjórn sonar hans Þorleifs. Eins og það sé ekki nóg þá er líka að koma út tvöföld vínilplata með ljóðalestri Arnars. Það var því um nóg að tala við Arnar í dag, við fórum aftur í æskuna fyrir norðan og á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag og fengum meira að segja ljóðalestur í beinni. Svo var það matarspjallið, við töluðum í þetta sinn um Pálínuboð sem sniðugt er að halda saman til dæmis með vinnufélögunum. Og svo töluðum við líka um hluta af brauðsneiðinni, eða brauðinu sem er umdeildur, skorpuna. Tónlist í þættinum í dag: Jólasveinninn minn / Elly Vilhjálms (erlent lag, texti Ómar Ragnarsson) Þorláksmessukvöld / Ragnhildur Gísladóttir (erlent lag, texti Þorsteinn Eggertsson) Bjart er yfir Betlehem / KK og Ellen Kristjáns (höf.lags óþekktur, texti Ingólfur Jónsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/15/20230
Episode Artwork

Arnar Jónsson föstudagsgestur og matarspjall um Pálínuboð

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikarinn Arnar Jónsson. Hann er fæddur á Akureyri, útskrifaðist úr Leiklistarskóla Þjóðleikshússins 1964 og hefur síðan fleytt rjómann af karlhlutverkum leikbókmenntanna, hlutverkin nálgast 200 á sviði og stór hluti þeirra aðalhlutverk auk sjónvarps- og kvikmyndahlutverka. Arnar er nú, einu sinni sem oftar, í miðri frumsýningatörn fyrir jólasýningu Þjóðleikhússins, Edda, í leikstjórn sonar hans Þorleifs. Eins og það sé ekki nóg þá er líka að koma út tvöföld vínilplata með ljóðalestri Arnars. Það var því um nóg að tala við Arnar í dag, við fórum aftur í æskuna fyrir norðan og á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag og fengum meira að segja ljóðalestur í beinni. Svo var það matarspjallið, við töluðum í þetta sinn um Pálínuboð sem sniðugt er að halda saman til dæmis með vinnufélögunum. Og svo töluðum við líka um hluta af brauðsneiðinni, eða brauðinu sem er umdeildur, skorpuna. Tónlist í þættinum í dag: Jólasveinninn minn / Elly Vilhjálms (erlent lag, texti Ómar Ragnarsson) Þorláksmessukvöld / Ragnhildur Gísladóttir (erlent lag, texti Þorsteinn Eggertsson) Bjart er yfir Betlehem / KK og Ellen Kristjáns (höf.lags óþekktur, texti Ingólfur Jónsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/15/202350 minutes
Episode Artwork

Bein útsending frá Ljósinu endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR Þátturinn var í beinni útsendingu frá Ljósinu á Langholtsveginum en Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Í Ljósinu er lögð áhersla á að umhverfið sé styðjandi, að það sé heimilislegt, notalegt og að fólk finni að sé velkomið og allir eru jafn mikilvægir. Starfsemin byggir á hugmyndafræði iðjuþjálfunar, á þeirri sýn að það að hafa eitthvað fyrir stafni sé jafn nauðsynlegt heilsu fólks og að draga andann. Við ræddum við fólkið á staðnum, starfsfólk og þjónustuþega: Fyrst sagði Áslaug Helga Aðalsteinsdóttir, sjúkraþjálfari okkur frá starfsseminni í heild og sínu starfi. Svo töluðum við við Stefán Örn Þórisson, þjónustuþega sem sagði okkur líka frá því hvað er í boði fyrir karlmenn í Ljósinu og hvernig Ljósið hefur gagnast honum. Guðrún Friðriksdóttir, iðjuþjálfi í Ljósinu, settist svo hjá okkur í spjall, en hún vinnur í móttöku Ljóssins. Hún sagði okkur líka frá þjónustu við fólk af erlendum uppruna í Ljósinu Þá var það Sara Pétursdóttir og hún sagði okkur sína reynslusögu og sína upplifun af þjónustunni, en hún leitaði til ljóssins strax daginn eftir að hún greindist með brjóstakrabbamein. Að lokum deildi Sólveig Ása Tryggvadóttir sinni reynslu af endurhæfingunni í Ljósinu. Tónlist í þættinum í dag: Jólaljósin / Borgardætur (erl. Lag, texti Andrea Gylfadóttir) Jólarómantík / Stefán Hilmars og Ragga Gröndal (erl. lag, texti Kristján Hreinsson) Hin fyrstu jól / Hljómeyki (lag Ingibjörg Þorbergs, texti Kristján frá Djúpalæk) The Christmas Waltz / Ronnie Aldrich and his two pianos (Styne & Cahn)
12/14/20230
Episode Artwork

Bein útsending frá Ljósinu endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð

Þátturinn var í beinni útsendingu frá Ljósinu á Langholtsveginum en Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Í Ljósinu er lögð áhersla á að umhverfið sé styðjandi, að það sé heimilislegt, notalegt og að fólk finni að sé velkomið og allir eru jafn mikilvægir. Starfsemin byggir á hugmyndafræði iðjuþjálfunar, á þeirri sýn að það að hafa eitthvað fyrir stafni sé jafn nauðsynlegt heilsu fólks og að draga andann. Við ræddum við fólkið á staðnum, starfsfólk og þjónustuþega: Fyrst sagði Áslaug Helga Aðalsteinsdóttir, sjúkraþjálfari okkur frá starfsseminni í heild og sínu starfi. Svo töluðum við við Stefán Örn Þórisson, þjónustuþega sem sagði okkur líka frá því hvað er í boði fyrir karlmenn í Ljósinu og hvernig Ljósið hefur gagnast honum. Guðrún Friðriksdóttir, iðjuþjálfi í Ljósinu, settist svo hjá okkur í spjall, en hún vinnur í móttöku Ljóssins. Hún sagði okkur líka frá þjónustu við fólk af erlendum uppruna í Ljósinu Þá var það Sara Pétursdóttir og hún sagði okkur sína reynslusögu og sína upplifun af þjónustunni, en hún leitaði til ljóssins strax daginn eftir að hún greindist með brjóstakrabbamein. Að lokum deildi Sólveig Ása Tryggvadóttir sinni reynslu af endurhæfingunni í Ljósinu. Tónlist í þættinum í dag: Jólaljósin / Borgardætur (erl. Lag, texti Andrea Gylfadóttir) Jólarómantík / Stefán Hilmars og Ragga Gröndal (erl. lag, texti Kristján Hreinsson) Hin fyrstu jól / Hljómeyki (lag Ingibjörg Þorbergs, texti Kristján frá Djúpalæk) The Christmas Waltz / Ronnie Aldrich and his two pianos (Styne & Cahn) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/14/202347 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Styrktartónleikar fyrir Grindvík, Fyrir alla muni og Barbari Kvartett

Næsta sunnudag verður á dagskrá sjónvrapsins sérstakur jólaþáttur af þáttunum vinsælu, Fyrir alla muni, en ný þáttaröð hefur göngu sína í febrúar. Í jólaþættinum bregða Sigurður Helgi Pálmason og Viktoría Hermannsdóttir sér í ferðalag og skoða sögu íslenskra jóla. Þau velta fyrir sér jólahefðum og hvers vegna við höldum jólin eins og við gerum. Sigurður Helgi kom í þáttinn í dag. Við fengum svo að heyra af söfnunartónleikum fyrir fjölskyldur úr Grindavík sem fara fram í kvöld í Bústaðakirkju. Þar munu koma fram bæði Barnakór og kór Grindavíkurkirkju, gestasöngvarar úr Óháða kórnum og kór FÍH ásamt hljómsveit. Tónlistin er öll af jólaplötu Mariah Carey, Merry Christmas. Kristján Hrannar Pálsson, organisti Grindavíkurkirkju kom til okkar í dag ásamt Ninu Ricther, konu sinni, en hún átti hugmyndina að breyta jólatónleikum, sem höfðu verið í undirbúningi síðan í sumar, í söfnunartónleika vegna ástandsins í Grindavík. Þau sögðu okkur betur frá tónleikunum og aðdragandanum í þættinum í dag. Og við héldum áfram að vera jólaleg og fengum til okkar kvartettinn Barbara en sá kvartett kom einmitt til okkar fyrir ári síðan og flutti nokkur jólalög í beinni. Nú komu þeir aftur til okkar, við færðum okkur niður í studio 12 og sungu í forláta hljóðnema sem við vorum búin að láta setja upp fyrir þá. Þeir halda tónleika í Dómkirkjunni á mánudaginn nk. þar sem þeir eru að safna fyrir keppnisferð á norðurlandamót rakarakvarteta. Barbari samanstendur af Gunnari Thor Örnólfssyni, Karli Friðriki Hjaltasyni, Páli Sólmundi H. Eydal og Ragnari Pétri Jóhannssyni. Þeir sungu lögin Hippopotamus, White Christmas og Auld Lang Syne. Tónlist í þættinum í dag: Hvít jól / Ragnar Bjarnason og Elly Vilhjálms (erl.lag, texti Stefán Jónsson) Jólaómur / Pálmi Gunnarsson og Sigurður Helgi Pálmason (Vincy Martinet & Kristján frá Djúpalæk) Hark! The Herald Angels Sing / Mariah Carey (Mariah Carey & Mariah Carey, Loris Holland, Traditional & Walter Afanasieff) Nounous et pioupious/ The Metropole Orkest í stjórn Jan Stulen (Roger Roger) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/13/20230
Episode Artwork

Styrktartónleikar fyrir Grindvík, Fyrir alla muni og Barbari Kvartett

Næsta sunnudag verður á dagskrá sjónvrapsins sérstakur jólaþáttur af þáttunum vinsælu, Fyrir alla muni, en ný þáttaröð hefur göngu sína í febrúar. Í jólaþættinum bregða Sigurður Helgi Pálmason og Viktoría Hermannsdóttir sér í ferðalag og skoða sögu íslenskra jóla. Þau velta fyrir sér jólahefðum og hvers vegna við höldum jólin eins og við gerum. Sigurður Helgi kom í þáttinn í dag. Við fengum svo að heyra af söfnunartónleikum fyrir fjölskyldur úr Grindavík sem fara fram í kvöld í Bústaðakirkju. Þar munu koma fram bæði Barnakór og kór Grindavíkurkirkju, gestasöngvarar úr Óháða kórnum og kór FÍH ásamt hljómsveit. Tónlistin er öll af jólaplötu Mariah Carey, Merry Christmas. Kristján Hrannar Pálsson, organisti Grindavíkurkirkju kom til okkar í dag ásamt Ninu Ricther, konu sinni, en hún átti hugmyndina að breyta jólatónleikum, sem höfðu verið í undirbúningi síðan í sumar, í söfnunartónleika vegna ástandsins í Grindavík. Þau sögðu okkur betur frá tónleikunum og aðdragandanum í þættinum í dag. Og við héldum áfram að vera jólaleg og fengum til okkar kvartettinn Barbara en sá kvartett kom einmitt til okkar fyrir ári síðan og flutti nokkur jólalög í beinni. Nú komu þeir aftur til okkar, við færðum okkur niður í studio 12 og sungu í forláta hljóðnema sem við vorum búin að láta setja upp fyrir þá. Þeir halda tónleika í Dómkirkjunni á mánudaginn nk. þar sem þeir eru að safna fyrir keppnisferð á norðurlandamót rakarakvarteta. Barbari samanstendur af Gunnari Thor Örnólfssyni, Karli Friðriki Hjaltasyni, Páli Sólmundi H. Eydal og Ragnari Pétri Jóhannssyni. Þeir sungu lögin Hippopotamus, White Christmas og Auld Lang Syne. Tónlist í þættinum í dag: Hvít jól / Ragnar Bjarnason og Elly Vilhjálms (erl.lag, texti Stefán Jónsson) Jólaómur / Pálmi Gunnarsson og Sigurður Helgi Pálmason (Vincy Martinet & Kristján frá Djúpalæk) Hark! The Herald Angels Sing / Mariah Carey (Mariah Carey & Mariah Carey, Loris Holland, Traditional & Walter Afanasieff) Nounous et pioupious/ The Metropole Orkest í stjórn Jan Stulen (Roger Roger) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/13/202351 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Aðgengi í ferðaþjónustu, jól Kristínar Helgu og kuldaveðurspjall

Við fræddumst í dag um verkefnið Gott aðgengi í ferðaþjónustu sem Ferðamálastofa stendur fyrir í samvinnu við Öryrkjabandalag Íslands, Sjálfsbjörgu og Mannvirkjastofnun. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni búa 15% mannkyns við einhvers konar fötlun. Og það er auðvitað alls ekki nógu gott ef stór hluti þess fólks getur ekki ferðast og skoðað það sem það vill vegna slæms aðgengis. Ásbjörn Björgvinsson ferðamálafrömuður kom í þáttinn í dag og sagði okkur meira frá þessu verkefni. Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur kom svo í heimsókn til okkar og við rifjuðum upp með henni jólaminningar frá æsku hennar í Garðahreppi, eins og við ætlum að gera nokkrum sinnum í aðdraganda jólanna. Kristín Helga reið á vaðið en hún er einmitt höfundur barnabókanna um Fíusól og í síðustu viku var leikritið Fíasól frumsýnt í Borgarleikhúsinu. Veðurspjallið með Einari Sveinbjörnssyni var svo á sínum stað í lok þáttar. Miklir kuldar hafa verið víðs vegar norðanlands það sem af er desember. Greinileg umskipti eru framundan í veðrinu og stóra spurningin var auðvitað borin fram: Fá landsmenn jólasnjó? Við töluðum svo að lokum um vonir og væntingar varðandi árangur á loftslagsráðstefnunni, COP28, sem er að ljúka. Tónlist í þættinum í dag: Jólin með mér / Góðu molarnir (Þorgrímur Þorsteinsson og Sæmundur Rögnvaldsson) I?ll Be Home For Christmas / Dean Martin & Scarlett Johansson (Buck Ram, Kim Gannon & Walter Kent) Rudolph, The Red-Nosed Reindeer / Ella Fitzgerald (Johnny Marks) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/12/20230
Episode Artwork

Aðgengi í ferðaþjónustu, jól Kristínar Helgu og kuldaveðurspjall

Við fræddumst í dag um verkefnið Gott aðgengi í ferðaþjónustu sem Ferðamálastofa stendur fyrir í samvinnu við Öryrkjabandalag Íslands, Sjálfsbjörgu og Mannvirkjastofnun. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni búa 15% mannkyns við einhvers konar fötlun. Og það er auðvitað alls ekki nógu gott ef stór hluti þess fólks getur ekki ferðast og skoðað það sem það vill vegna slæms aðgengis. Ásbjörn Björgvinsson ferðamálafrömuður kom í þáttinn í dag og sagði okkur meira frá þessu verkefni. Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur kom svo í heimsókn til okkar og við rifjuðum upp með henni jólaminningar frá æsku hennar í Garðahreppi, eins og við ætlum að gera nokkrum sinnum í aðdraganda jólanna. Kristín Helga reið á vaðið en hún er einmitt höfundur barnabókanna um Fíusól og í síðustu viku var leikritið Fíasól frumsýnt í Borgarleikhúsinu. Veðurspjallið með Einari Sveinbjörnssyni var svo á sínum stað í lok þáttar. Miklir kuldar hafa verið víðs vegar norðanlands það sem af er desember. Greinileg umskipti eru framundan í veðrinu og stóra spurningin var auðvitað borin fram: Fá landsmenn jólasnjó? Við töluðum svo að lokum um vonir og væntingar varðandi árangur á loftslagsráðstefnunni, COP28, sem er að ljúka. Tónlist í þættinum í dag: Jólin með mér / Góðu molarnir (Þorgrímur Þorsteinsson og Sæmundur Rögnvaldsson) I?ll Be Home For Christmas / Dean Martin & Scarlett Johansson (Buck Ram, Kim Gannon & Walter Kent) Rudolph, The Red-Nosed Reindeer / Ella Fitzgerald (Johnny Marks) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/12/202352 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Samhjálp, vinkillinn og Ingi lesandi vikunnar

Við fræddumst um starfsemi Samhjálpar í dag en þau samtök, eins og önnur góðgerðarsamtök, biðla til þjóðarinnar um að sýna náungakærleika og láta gott af sér leiða í jólamánuðinum. Samhjálp rekur kaffistofu fyrir heimilislausa og bágstadda, meðferðarstofnunina Hlaðgerðarkot og einnig áfangaheimili og nytjamarkað. En hvers konar hjálp kemur sér best? Edda Jónsdóttir framkvæmdastjóri Samhjálpar kom í þáttinn í dag. Við fengum vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni, í þetta sinn fjallaði vinkillinn meðal annars um hvernig sumt er betra í nútímanum en annað, eins og til dæmis hlífðarfatnaður. Við sögu koma fréttir af ungdómi sem ekki les nógu mikið, líka eld- gamlar fréttir af ungdómi sem las allt of mikið, rithöfunda og foreldra sem geta bætt læsi barna, um bækur sem eru eilífar, líka um höfunda og lesendur sem eru það ekki. Við fengum ljóð eftir Guðmund Brynjólfsson og veltum fyrir okkur óreiðunni í heiminum, lífinu og hinu óumflýanlega: dauðanum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ingi Markússon rithöfundur. Hans önnur bók, Svikabirta, var að koma út, en hans fyrsta bók Skuggabrúin hlaut góðar viðtökur. Við fengum hann til að segja okkur frá nýju bókinni og svo auðvitað frá því sem hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Ingi talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Different - What Apes Can Teach Us About Gender e. Frans de Waal Sandman serían e. Neil Gaiman The Three-Body Problem þríleikurinn e. Cixin Liu Múmínálfarnir e. Tove Janson, Mómó e. Michael Ende Tónlist í þættinum í dag: Jólin eru hér / Sigurður Guðmundsson (Sigurður Guðmundsson og Bragi Valdimar Skúlason) Undrastjarna / Hljómar (erl.lag, texti Rúnar Júlíusson) Come down easy / Carol King (Carol King) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/11/20230
Episode Artwork

Samhjálp, vinkillinn og Ingi lesandi vikunnar

Við fræddumst um starfsemi Samhjálpar í dag en þau samtök, eins og önnur góðgerðarsamtök, biðla til þjóðarinnar um að sýna náungakærleika og láta gott af sér leiða í jólamánuðinum. Samhjálp rekur kaffistofu fyrir heimilislausa og bágstadda, meðferðarstofnunina Hlaðgerðarkot og einnig áfangaheimili og nytjamarkað. En hvers konar hjálp kemur sér best? Edda Jónsdóttir framkvæmdastjóri Samhjálpar kom í þáttinn í dag. Við fengum vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni, í þetta sinn fjallaði vinkillinn meðal annars um hvernig sumt er betra í nútímanum en annað, eins og til dæmis hlífðarfatnaður. Við sögu koma fréttir af ungdómi sem ekki les nógu mikið, líka eld- gamlar fréttir af ungdómi sem las allt of mikið, rithöfunda og foreldra sem geta bætt læsi barna, um bækur sem eru eilífar, líka um höfunda og lesendur sem eru það ekki. Við fengum ljóð eftir Guðmund Brynjólfsson og veltum fyrir okkur óreiðunni í heiminum, lífinu og hinu óumflýanlega: dauðanum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ingi Markússon rithöfundur. Hans önnur bók, Svikabirta, var að koma út, en hans fyrsta bók Skuggabrúin hlaut góðar viðtökur. Við fengum hann til að segja okkur frá nýju bókinni og svo auðvitað frá því sem hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Ingi talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Different - What Apes Can Teach Us About Gender e. Frans de Waal Sandman serían e. Neil Gaiman The Three-Body Problem þríleikurinn e. Cixin Liu Múmínálfarnir e. Tove Janson, Mómó e. Michael Ende Tónlist í þættinum í dag: Jólin eru hér / Sigurður Guðmundsson (Sigurður Guðmundsson og Bragi Valdimar Skúlason) Undrastjarna / Hljómar (erl.lag, texti Rúnar Júlíusson) Come down easy / Carol King (Carol King) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/11/202353 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Hanna Birna föstudagsgestur og matarspjall um mola og puru

Hanna Birna Kristjánsdóttir var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag. Hún er fyrrum innanríkisráðherra, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og borgarstjóri í Reykjavík. Eftir að hún sagði skilið við stjórnmálin hefur hún m.a. verið ráðgjafi á aðalskrifstofu UN Women í New York, verið formaður framkvæmdastjórnar Women Political Leaders (WPL) og verið í forsvari fyrir alþjóðlega ráðstefnu kvenleiðtoga sem haldin hefur verið í Hörpu. Hanna Birna er fædd og uppalin í Hafnarfirði og við spjölluðum við hana um æskuna og uppvöxtinn, skólagönguna, námið í Edinborg og svo sagði hún okkur frá því hvað hún er að gera í dag. Matarspjallið var svo auðvitað á sínum stað og það var þungt hljóð í Sigurlaugu Margréti þegar hún ræddi um þróun makkintosh molanna. Svo ræddum við einu sinni sem oftar um purusteikina og hvað þarf til að gera vel heppnaða, stökka puru. Tónlist í þættinum í dag: Klukknahljóm / Þórir Baldursson (erlent lag, útsetning Þórir Baldursson og Gunnar Þórðarson) Hótel Jörð / Vilborg Árnadóttir, Heimir og Jónas (Heimir Sindrason og Tómas Guðmundsson) Áfram stelpur / Áfram stelpur hópurinn - Anna Kristín Arngrímsdóttir, Bríet Héðinsdóttir, Guðrún Alfreðsdóttir, Kristín Á. Ólafsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Sigrún Björnsdóttir og Steinunn Jóhannesdóttir (Dagný Kristjánsdóttir, Gunnar Edander og Kristján Jóhann Jónsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/8/20230
Episode Artwork

Hanna Birna föstudagsgestur og matarspjall um mola og puru

Hanna Birna Kristjánsdóttir var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag. Hún er fyrrum innanríkisráðherra, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og borgarstjóri í Reykjavík. Eftir að hún sagði skilið við stjórnmálin hefur hún m.a. verið ráðgjafi á aðalskrifstofu UN Women í New York, verið formaður framkvæmdastjórnar Women Political Leaders (WPL) og verið í forsvari fyrir alþjóðlega ráðstefnu kvenleiðtoga sem haldin hefur verið í Hörpu. Hanna Birna er fædd og uppalin í Hafnarfirði og við spjölluðum við hana um æskuna og uppvöxtinn, skólagönguna, námið í Edinborg og svo sagði hún okkur frá því hvað hún er að gera í dag. Matarspjallið var svo auðvitað á sínum stað og það var þungt hljóð í Sigurlaugu Margréti þegar hún ræddi um þróun makkintosh molanna. Svo ræddum við einu sinni sem oftar um purusteikina og hvað þarf til að gera vel heppnaða, stökka puru. Tónlist í þættinum í dag: Klukknahljóm / Þórir Baldursson (erlent lag, útsetning Þórir Baldursson og Gunnar Þórðarson) Hótel Jörð / Vilborg Árnadóttir, Heimir og Jónas (Heimir Sindrason og Tómas Guðmundsson) Áfram stelpur / Áfram stelpur hópurinn - Anna Kristín Arngrímsdóttir, Bríet Héðinsdóttir, Guðrún Alfreðsdóttir, Kristín Á. Ólafsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Sigrún Björnsdóttir og Steinunn Jóhannesdóttir (Dagný Kristjánsdóttir, Gunnar Edander og Kristján Jóhann Jónsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/8/202353 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Staða hinsegin eldra fólks, Anna Bergljót og örsögur ritlistarnema

Í síðustu viku var fundur á vegum norrænu samtakanna NIKK, þar sem fjallað var um stöðu hinsegin eldra fólks á Norðurlöndunum og hvað væri hægt að gera til að bæta hana. Á fundinum voru kynntar tvær skýrslur um stöðuna og við fengum Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, verkefnastjóri hjá Samtökunum '78 og Ragnhildi Sverrisdóttur, sem var fundarstjóri á norræna fundinum til þess að segja okkur frá því hvað kom fram í þessum skýrslum og á fundinum um stöðu hinsegin eldra fólks á Norðurlöndunum. Í nóvember síðastliðnum fór íslenska jólamyndin Jólamóðir í bíó. Hún er gefin út í nýrri útgáfu fyrir þessi jólin og verður sýnd alveg fram á þrettándann í völdum kvikmyndahúsum víðsvegar um landið. Og af fleiri jólaævintýrum, Ævintýri í Jólaskógi er farið af stað fjórða árið í röð, þar er um að ræða vasaljósaleikhús í Guðmundarlundi og alltaf með nýjum sögum í hvert skipti. Og eins og þetta sé ekki nóg, þá opnaði Jólalundur í Kópavogi við hátíðlega athöfn þar sem fjölskyldum gefst tækifæri á að mæta frítt á jólaball, fara í ratleik og fleira skemmtilegt. Anna Bergljót Thorarensen kemur að öllum þessum viðburðum og við ræddum við hana í þættinum í dag. Meistaranemar í ritlist við Háskóla Íslands hafa undanfarin ár verið í samstarfi við Rás 1 í desember vegna útgáfu Jólabókar Blekfjelagsins út en Blekfjelagið er nemendafélag Ritlistar. Þetta er í tólfta sinn sem þetta er gert, fyrst voru sögurnar 100 orð en svo fækkar orðunum með hverju árinu og nú eiga sögurnar því að vera nákvæmlega 89 orð hver og þemað í ár er Órói. Við heyrðum höfundana sjálfa lesa þriðja og síðasta hluta þessara örsagna í þættinum í dag. Höfundarnir voru í dag Karólína Rós Ólafsdóttir, Katrín Mixa, Guðrún Friðriks, Valgerður Ólafsdóttir, Birgitta Björk Bergsdóttir, Áslaug Ýr Hjartardóttir, Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, Birgitta Björg Guðmarsdóttir og Svala Jónsdóttir. Tónlist í þættinum í dag: Jólin eru dásamleg / Jóhann Sigurðarson og Þór Breiðfjörð (Guðmundur Jónsson) The girls from Grindavik / Matti Kallio (Matti Kallio) Have Yourself a Merry Little Christmas / Laufey & Norah Jones (Hugh Martin & Ralph Blane) Jólabros í jólaös / Egill Ólafsson og barnakór Kársnesskóla (Ingibjörg Þorbergs) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/7/20230
Episode Artwork

Staða hinsegin eldra fólks, Anna Bergljót og örsögur ritlistarnema

Í síðustu viku var fundur á vegum norrænu samtakanna NIKK, þar sem fjallað var um stöðu hinsegin eldra fólks á Norðurlöndunum og hvað væri hægt að gera til að bæta hana. Á fundinum voru kynntar tvær skýrslur um stöðuna og við fengum Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, verkefnastjóri hjá Samtökunum '78 og Ragnhildi Sverrisdóttur, sem var fundarstjóri á norræna fundinum til þess að segja okkur frá því hvað kom fram í þessum skýrslum og á fundinum um stöðu hinsegin eldra fólks á Norðurlöndunum. Í nóvember síðastliðnum fór íslenska jólamyndin Jólamóðir í bíó. Hún er gefin út í nýrri útgáfu fyrir þessi jólin og verður sýnd alveg fram á þrettándann í völdum kvikmyndahúsum víðsvegar um landið. Og af fleiri jólaævintýrum, Ævintýri í Jólaskógi er farið af stað fjórða árið í röð, þar er um að ræða vasaljósaleikhús í Guðmundarlundi og alltaf með nýjum sögum í hvert skipti. Og eins og þetta sé ekki nóg, þá opnaði Jólalundur í Kópavogi við hátíðlega athöfn þar sem fjölskyldum gefst tækifæri á að mæta frítt á jólaball, fara í ratleik og fleira skemmtilegt. Anna Bergljót Thorarensen kemur að öllum þessum viðburðum og við ræddum við hana í þættinum í dag. Meistaranemar í ritlist við Háskóla Íslands hafa undanfarin ár verið í samstarfi við Rás 1 í desember vegna útgáfu Jólabókar Blekfjelagsins út en Blekfjelagið er nemendafélag Ritlistar. Þetta er í tólfta sinn sem þetta er gert, fyrst voru sögurnar 100 orð en svo fækkar orðunum með hverju árinu og nú eiga sögurnar því að vera nákvæmlega 89 orð hver og þemað í ár er Órói. Við heyrðum höfundana sjálfa lesa þriðja og síðasta hluta þessara örsagna í þættinum í dag. Höfundarnir voru í dag Karólína Rós Ólafsdóttir, Katrín Mixa, Guðrún Friðriks, Valgerður Ólafsdóttir, Birgitta Björk Bergsdóttir, Áslaug Ýr Hjartardóttir, Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, Birgitta Björg Guðmarsdóttir og Svala Jónsdóttir. Tónlist í þættinum í dag: Jólin eru dásamleg / Jóhann Sigurðarson og Þór Breiðfjörð (Guðmundur Jónsson) The girls from Grindavik / Matti Kallio (Matti Kallio) Have Yourself a Merry Little Christmas / Laufey & Norah Jones (Hugh Martin & Ralph Blane) Jólabros í jólaös / Egill Ólafsson og barnakór Kársnesskóla (Ingibjörg Þorbergs) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/7/202353 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Ásta frá Yogavin, örsögur um Óróa og póstkort frá Magnúsi

Við getum lært að vingast við taugakerfið í amstri dagsins og þurfum kannski sérstaklega á því að halda nú í aðdraganda jólanna. Mjúkar yogahreyfingar, öndun, hugleiðsla og tónheilun geta hjálpað og við forvitnuðumst um hvernig við getum komið betra jafnvægi á taugakerfið með verkfærum sem hjálpa okkur að hafa betri stjórn á viðbrögðum og gjörðum. Ásta Arnardóttir frá Yogavin kom í heimsókn og benti á góð ráð. Meistaranemar í ritlist við Háskóla Íslands hafa undanfarin ár verið í samstarfi við Rás 1 í desember vegna útgáfu Jólabókar Blekfjelagsins út en Blekfjelagið er nemendafélag Ritlistar. Þetta er í tólfta sinn sem þetta er gert, fyrst voru sögurnar 100 orð en svo fækkar orðunum með hverju árinu og nú eiga sögurnar því að vera nákvæmlega 89 orð hver og þemað í ár er Órói. Við heyrðum höfundana sjálfa lesa annan hluta þessara örsagna í þættinum í dag. Höfundarnir í dag voru: Hrönn Blöndal Birgisdóttir, Jóna Valborg Árnadóttir, Ásta H. Ólafsdóttir, Fanney Björk Ingólfsdóttir, Berglind Erna Tryggvadóttir, Andri Freyr Sigurpálsson, Vala Hauksdóttir, Regn Sólmundur Evu, Unnar Ingi Sæmundarson og Aron Martin. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag, hann hefur verið á tveggja vikna ferðalagi um þrjár stórborgir Þýskalands. Hann segir frá Dresden sem er tvískipt á bökkum Saxelfurs, gamli bærinn sunnan megin og sá nýji norðan megin. Berlín er líka sérkennileg með sín þrjú sentrum og með tvennt af öllu eftir að borginni var skipt í austur og vestur eftir heimsstyrjöldina. Magnús er núna staddur í Hamborg, Sankti Pauli hverfinu þar sem Bítlarnir urðu að þeirri hljómsveit sem átti eftir að sigra heiminn. Hann rak slóðina þeirra og segir frá henni í póstkorti dagsins. Tónlist í þættinum í dag: Hún hring minn ber / Vilhjálmur Vilhjálmsson og Hljómsveit Magnúsar Ingimarsson (Erlent lag, texti Baldur Pálmason) Anda Inn / Heimilstónar (Katla Margrét Þorgeirsdóttir) One Of These Things First / Nick Drake (Nick Drake) Ein Bischen Frieden / Nicole (Ralph Siegel & Bernd Meinunger) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/6/20230
Episode Artwork

Ásta frá Yogavin, örsögur um Óróa og póstkort frá Magnúsi

Við getum lært að vingast við taugakerfið í amstri dagsins og þurfum kannski sérstaklega á því að halda nú í aðdraganda jólanna. Mjúkar yogahreyfingar, öndun, hugleiðsla og tónheilun geta hjálpað og við forvitnuðumst um hvernig við getum komið betra jafnvægi á taugakerfið með verkfærum sem hjálpa okkur að hafa betri stjórn á viðbrögðum og gjörðum. Ásta Arnardóttir frá Yogavin kom í heimsókn og benti á góð ráð. Meistaranemar í ritlist við Háskóla Íslands hafa undanfarin ár verið í samstarfi við Rás 1 í desember vegna útgáfu Jólabókar Blekfjelagsins út en Blekfjelagið er nemendafélag Ritlistar. Þetta er í tólfta sinn sem þetta er gert, fyrst voru sögurnar 100 orð en svo fækkar orðunum með hverju árinu og nú eiga sögurnar því að vera nákvæmlega 89 orð hver og þemað í ár er Órói. Við heyrðum höfundana sjálfa lesa annan hluta þessara örsagna í þættinum í dag. Höfundarnir í dag voru: Hrönn Blöndal Birgisdóttir, Jóna Valborg Árnadóttir, Ásta H. Ólafsdóttir, Fanney Björk Ingólfsdóttir, Berglind Erna Tryggvadóttir, Andri Freyr Sigurpálsson, Vala Hauksdóttir, Regn Sólmundur Evu, Unnar Ingi Sæmundarson og Aron Martin. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag, hann hefur verið á tveggja vikna ferðalagi um þrjár stórborgir Þýskalands. Hann segir frá Dresden sem er tvískipt á bökkum Saxelfurs, gamli bærinn sunnan megin og sá nýji norðan megin. Berlín er líka sérkennileg með sín þrjú sentrum og með tvennt af öllu eftir að borginni var skipt í austur og vestur eftir heimsstyrjöldina. Magnús er núna staddur í Hamborg, Sankti Pauli hverfinu þar sem Bítlarnir urðu að þeirri hljómsveit sem átti eftir að sigra heiminn. Hann rak slóðina þeirra og segir frá henni í póstkorti dagsins. Tónlist í þættinum í dag: Hún hring minn ber / Vilhjálmur Vilhjálmsson og Hljómsveit Magnúsar Ingimarsson (Erlent lag, texti Baldur Pálmason) Anda Inn / Heimilstónar (Katla Margrét Þorgeirsdóttir) One Of These Things First / Nick Drake (Nick Drake) Ein Bischen Frieden / Nicole (Ralph Siegel & Bernd Meinunger) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/6/202353 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Konukot og Glóð, jólin í Reykjavík og sykurspjall

Við fræddumst um Konukot í dag, en Konukot er neyðarskýli fyrir húsnæðislausar konur í Reykjavík rekið af Rótinni samkvæmt þjónustusamningi við Reykjavíkurborg. Konum hefur verið að fjölga sem koma í Konukot og þær dvelja þar lengur en áður. Við fengum Halldóru R. Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra Konukots til okkar til að segja okkur frá starfseminni og með henni kom Erling Jóhannesson gullsmiður sem hefur hannað Glóð, kertastjaka sem seldur er til styrktar Konukoti. Reykjavík er komin í jólabúning og á aðventunni verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í miðborginni og víðar. Jólakötturinn er nú kominn á sinn stað og jólaljósin prýða alla borgina, um 200 þúsund perur og 20 kílómetrar af jólaseríum. Fjölbreyttir viðburðir verða í boði á aðventunni sem munu gleðja gesti og gangandi og við töluðum í dag við Guðmund Halldórsson viðburðastjóra hjá Reykjavíkurborg. Jóhanna Vilhjálms fjölmiðlakona og höfundur tveggja heilsubóka kom svo í heilsuspjall í dag. Jólin nálgast og þá er líklega mesta sykurneysla ársins framundan og þá er að ýmsu að huga. Jóhanna fræddi okkur um sykurinn í dag og hvað er hægt að gera í staðinn fyrir að nota svona mikinn sykur til dæmis í baksturinn. Tónlist í þættinum í dag: Hoppsabomm (á skíðum skemmti ég mér) / Hljómsveit Ingimars Eydal (Meyer, Ásta Sigurðardóttir og Birgir Marinósson) Tasko Tostada / Hljómar (Rúnar Júlíusson) Jólakötturinn / Björk Guðmundsdóttir (Ingibjörg Þorbergsdóttir og Jóhannes úr Kötlum) Þriggja fasa ljóð / Ukulellur (Helga Margrét Marzellíusardóttir og Elísabet Thoroddsen) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/5/20230
Episode Artwork

Konukot og Glóð, jólin í Reykjavík og sykurspjall

Við fræddumst um Konukot í dag, en Konukot er neyðarskýli fyrir húsnæðislausar konur í Reykjavík rekið af Rótinni samkvæmt þjónustusamningi við Reykjavíkurborg. Konum hefur verið að fjölga sem koma í Konukot og þær dvelja þar lengur en áður. Við fengum Halldóru R. Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra Konukots til okkar til að segja okkur frá starfseminni og með henni kom Erling Jóhannesson gullsmiður sem hefur hannað Glóð, kertastjaka sem seldur er til styrktar Konukoti. Reykjavík er komin í jólabúning og á aðventunni verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í miðborginni og víðar. Jólakötturinn er nú kominn á sinn stað og jólaljósin prýða alla borgina, um 200 þúsund perur og 20 kílómetrar af jólaseríum. Fjölbreyttir viðburðir verða í boði á aðventunni sem munu gleðja gesti og gangandi og við töluðum í dag við Guðmund Halldórsson viðburðastjóra hjá Reykjavíkurborg. Jóhanna Vilhjálms fjölmiðlakona og höfundur tveggja heilsubóka kom svo í heilsuspjall í dag. Jólin nálgast og þá er líklega mesta sykurneysla ársins framundan og þá er að ýmsu að huga. Jóhanna fræddi okkur um sykurinn í dag og hvað er hægt að gera í staðinn fyrir að nota svona mikinn sykur til dæmis í baksturinn. Tónlist í þættinum í dag: Hoppsabomm (á skíðum skemmti ég mér) / Hljómsveit Ingimars Eydal (Meyer, Ásta Sigurðardóttir og Birgir Marinósson) Tasko Tostada / Hljómar (Rúnar Júlíusson) Jólakötturinn / Björk Guðmundsdóttir (Ingibjörg Þorbergsdóttir og Jóhannes úr Kötlum) Þriggja fasa ljóð / Ukulellur (Helga Margrét Marzellíusardóttir og Elísabet Thoroddsen) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/5/20230
Episode Artwork

Konukot og Glóð, jólin í Reykjavík og sykurspjall

Við fræddumst um Konukot í dag, en Konukot er neyðarskýli fyrir húsnæðislausar konur í Reykjavík rekið af Rótinni samkvæmt þjónustusamningi við Reykjavíkurborg. Konum hefur verið að fjölga sem koma í Konukot og þær dvelja þar lengur en áður. Við fengum Halldóru R. Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra Konukots til okkar til að segja okkur frá starfseminni og með henni kom Erling Jóhannesson gullsmiður sem hefur hannað Glóð, kertastjaka sem seldur er til styrktar Konukoti. Reykjavík er komin í jólabúning og á aðventunni verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í miðborginni og víðar. Jólakötturinn er nú kominn á sinn stað og jólaljósin prýða alla borgina, um 200 þúsund perur og 20 kílómetrar af jólaseríum. Fjölbreyttir viðburðir verða í boði á aðventunni sem munu gleðja gesti og gangandi og við töluðum í dag við Guðmund Halldórsson viðburðastjóra hjá Reykjavíkurborg. Jóhanna Vilhjálms fjölmiðlakona og höfundur tveggja heilsubóka kom svo í heilsuspjall í dag. Jólin nálgast og þá er líklega mesta sykurneysla ársins framundan og þá er að ýmsu að huga. Jóhanna fræddi okkur um sykurinn í dag og hvað er hægt að gera í staðinn fyrir að nota svona mikinn sykur til dæmis í baksturinn. Tónlist í þættinum í dag: Hoppsabomm (á skíðum skemmti ég mér) / Hljómsveit Ingimars Eydal (Meyer, Ásta Sigurðardóttir og Birgir Marinósson) Tasko Tostada / Hljómar (Rúnar Júlíusson) Jólakötturinn / Björk Guðmundsdóttir (Ingibjörg Þorbergsdóttir og Jóhannes úr Kötlum) Þriggja fasa ljóð / Ukulellur (Helga Margrét Marzellíusardóttir og Elísabet Thoroddsen) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/5/202353 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Kjaramál fatlaðs fólks, nytjahyggjuvinkill og Ingibjörg lesandinn

Í gær, 3.desember var alþjóðadagur fólks með fötlun og á honum er kastljósinu beint að réttindabaráttu fólks með fötlun og mikilvægu framlagi þess breiða hóps í samfélaginu. Fólk með fötlun er um 15 prósent mannkyns samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, eða um 57 þúsund manns hér á landi. Í tilefni dagsins voru hvatningaverðlaun ÖBÍ veitt í gær og þau hlaut Bíó Paradís í þetta sinn vegna frumkvæðis að aðgengi fyrir alla með sérstöku tilliti til ólíkra hópa. Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ, kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá því sem fram fór í gær, átakinu Upplýst samfélag og fór með okkur yfir stöðuna og hverjar eru helstu áherslurnar í dag, þar voru kjaramálin fyrirferðamikil. Við fengum vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Í þetta sinn bar hann vinkilinn að hugtakinu nytjahyggju eða fúnksjónalisma og að auki gaf hann okkur aðventustemmningu frá Bjarna Guðmundssyni á Hvanneyri til að setja allt í samhengi. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, en hún er ein af þremur ritstjórum Heimildarinnar. Bókin Ég verð aldrei ungfrú meðfærileg sem hún skrifaði um ævi Guðrúnar Jónsdóttur er nýkomin út. Við fengum að heyra aðeins um þá bók og svo sagði hún okkur auðvitað frá því hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Ingibjörg Dögg sagði frá eftirtöldum bókum: Högni e. Auði Jónsdóttur Saknaðarilmur e. Elísabetu Jökulsdóttur Devotion, why I write e. Patti Smith Múmínálfarnir e. Tove Janson Ronja ræningjadóttir e. Astrid Lindgren Tónlist í þættinum í dag: Þín allra bestu jól / Katrín Halldóra Sigurðardóttir (Bragi Valdimar Skúlason) Einsemd / Snorri Helgason (Snorri Helgason og Guðmundur Óskar Guðmundsson) Escucha mi canto / Machito and his Afro Cubans (Justi Barreto Blanco) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
12/4/20230
Episode Artwork

Kjaramál fatlaðs fólks, nytjahyggjuvinkill og Ingibjörg lesandinn

Í gær, 3.desember var alþjóðadagur fólks með fötlun og á honum er kastljósinu beint að réttindabaráttu fólks með fötlun og mikilvægu framlagi þess breiða hóps í samfélaginu. Fólk með fötlun er um 15 prósent mannkyns samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, eða um 57 þúsund manns hér á landi. Í tilefni dagsins voru hvatningaverðlaun ÖBÍ veitt í gær og þau hlaut Bíó Paradís í þetta sinn vegna frumkvæðis að aðgengi fyrir alla með sérstöku tilliti til ólíkra hópa. Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ, kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá því sem fram fór í gær, átakinu Upplýst samfélag og fór með okkur yfir stöðuna og hverjar eru helstu áherslurnar í dag, þar voru kjaramálin fyrirferðamikil. Við fengum vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Í þetta sinn bar hann vinkilinn að hugtakinu nytjahyggju eða fúnksjónalisma og að auki gaf hann okkur aðventustemmningu frá Bjarna Guðmundssyni á Hvanneyri til að setja allt í samhengi. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, en hún er ein af þremur ritstjórum Heimildarinnar. Bókin Ég verð aldrei ungfrú meðfærileg sem hún skrifaði um ævi Guðrúnar Jónsdóttur er nýkomin út. Við fengum að heyra aðeins um þá bók og svo sagði hún okkur auðvitað frá því hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Ingibjörg Dögg sagði frá eftirtöldum bókum: Högni e. Auði Jónsdóttur Saknaðarilmur e. Elísabetu Jökulsdóttur Devotion, why I write e. Patti Smith Múmínálfarnir e. Tove Janson Ronja ræningjadóttir e. Astrid Lindgren Tónlist í þættinum í dag: Þín allra bestu jól / Katrín Halldóra Sigurðardóttir (Bragi Valdimar Skúlason) Einsemd / Snorri Helgason (Snorri Helgason og Guðmundur Óskar Guðmundsson) Escucha mi canto / Machito and his Afro Cubans (Justi Barreto Blanco) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
12/4/20230
Episode Artwork

Kjaramál fatlaðs fólks, nytjahyggjuvinkill og Ingibjörg lesandinn

Í gær, 3.desember var alþjóðadagur fólks með fötlun og á honum er kastljósinu beint að réttindabaráttu fólks með fötlun og mikilvægu framlagi þess breiða hóps í samfélaginu. Fólk með fötlun er um 15 prósent mannkyns samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, eða um 57 þúsund manns hér á landi. Í tilefni dagsins voru hvatningaverðlaun ÖBÍ veitt í gær og þau hlaut Bíó Paradís í þetta sinn vegna frumkvæðis að aðgengi fyrir alla með sérstöku tilliti til ólíkra hópa. Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ, kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá því sem fram fór í gær, átakinu Upplýst samfélag og fór með okkur yfir stöðuna og hverjar eru helstu áherslurnar í dag, þar voru kjaramálin fyrirferðamikil. Við fengum vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Í þetta sinn bar hann vinkilinn að hugtakinu nytjahyggju eða fúnksjónalisma og að auki gaf hann okkur aðventustemmningu frá Bjarna Guðmundssyni á Hvanneyri til að setja allt í samhengi. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, en hún er ein af þremur ritstjórum Heimildarinnar. Bókin Ég verð aldrei ungfrú meðfærileg sem hún skrifaði um ævi Guðrúnar Jónsdóttur er nýkomin út. Við fengum að heyra aðeins um þá bók og svo sagði hún okkur auðvitað frá því hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Ingibjörg Dögg sagði frá eftirtöldum bókum: Högni e. Auði Jónsdóttur Saknaðarilmur e. Elísabetu Jökulsdóttur Devotion, why I write e. Patti Smith Múmínálfarnir e. Tove Janson Ronja ræningjadóttir e. Astrid Lindgren Tónlist í þættinum í dag: Þín allra bestu jól / Katrín Halldóra Sigurðardóttir (Bragi Valdimar Skúlason) Einsemd / Snorri Helgason (Snorri Helgason og Guðmundur Óskar Guðmundsson) Escucha mi canto / Machito and his Afro Cubans (Justi Barreto Blanco) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
12/4/202354 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Þorgeir Ástvaldsson föstudagsgestur og fullveldismatarspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Þorgeir Ástvaldsson, fjölmiðlamaðurinn, tónlistarmaðurinn og skemmtikrafturinn. Hann hóf sinn fjölmiðlaferil 1977 í útvarpsþættinum Popphornið hér á Rás 1, svo stýrði hann vinsælum sjónvarpsþætti, Skonrokki, og svo þegar Rás 2 tók til starfa var Þorgeir ráðinn forstöðumaður stöðvarinnar. Fyrsti útsendingardagur var auðvitað 1. desember 1983, því heldur Rás 2 upp á 40 ára afmæli í dag. Það var um nóg að spjalla við Þorgeir og ljómandi gaman að rifja upp fyrstu daga Rásar 2 í þættinum í dag. En það er auðvitað líka fullveldisdagur í dag og því veltum við fyrir okkur í dag, ásamt Sigurlaugu Margréti, hvað sé tilvalið að fá sé að borða á fullveldisdeginum í matarspjalli dagsins. Tónlist í þættinum í dag: Gamla húsið / Ellen Kristjánsdóttir (Þorgeir Ástvaldsson og Bjartmar Guðlaugsson) Ég labbaði í bæinn / Vihjálmur Vilhjálmsson (Jóhann Helgason og Vilhjálmur Vilhjálmsson) Er líða fer að jólum / Ragnar Bjarnason (Gunnar Þórðarson og Ómar Ragnarsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
12/1/20230
Episode Artwork

Þorgeir Ástvaldsson föstudagsgestur og fullveldismatarspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Þorgeir Ástvaldsson, fjölmiðlamaðurinn, tónlistarmaðurinn og skemmtikrafturinn. Hann hóf sinn fjölmiðlaferil 1977 í útvarpsþættinum Popphornið hér á Rás 1, svo stýrði hann vinsælum sjónvarpsþætti, Skonrokki, og svo þegar Rás 2 tók til starfa var Þorgeir ráðinn forstöðumaður stöðvarinnar. Fyrsti útsendingardagur var auðvitað 1. desember 1983, því heldur Rás 2 upp á 40 ára afmæli í dag. Það var um nóg að spjalla við Þorgeir og ljómandi gaman að rifja upp fyrstu daga Rásar 2 í þættinum í dag. En það er auðvitað líka fullveldisdagur í dag og því veltum við fyrir okkur í dag, ásamt Sigurlaugu Margréti, hvað sé tilvalið að fá sé að borða á fullveldisdeginum í matarspjalli dagsins. Tónlist í þættinum í dag: Gamla húsið / Ellen Kristjánsdóttir (Þorgeir Ástvaldsson og Bjartmar Guðlaugsson) Ég labbaði í bæinn / Vihjálmur Vilhjálmsson (Jóhann Helgason og Vilhjálmur Vilhjálmsson) Er líða fer að jólum / Ragnar Bjarnason (Gunnar Þórðarson og Ómar Ragnarsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
12/1/20230
Episode Artwork

Þorgeir Ástvaldsson föstudagsgestur og fullveldismatarspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Þorgeir Ástvaldsson, fjölmiðlamaðurinn, tónlistarmaðurinn og skemmtikrafturinn. Hann hóf sinn fjölmiðlaferil 1977 í útvarpsþættinum Popphornið hér á Rás 1, svo stýrði hann vinsælum sjónvarpsþætti, Skonrokki, og svo þegar Rás 2 tók til starfa var Þorgeir ráðinn forstöðumaður stöðvarinnar. Fyrsti útsendingardagur var auðvitað 1. desember 1983, því heldur Rás 2 upp á 40 ára afmæli í dag. Það var um nóg að spjalla við Þorgeir og ljómandi gaman að rifja upp fyrstu daga Rásar 2 í þættinum í dag. En það er auðvitað líka fullveldisdagur í dag og því veltum við fyrir okkur í dag, ásamt Sigurlaugu Margréti, hvað sé tilvalið að fá sé að borða á fullveldisdeginum í matarspjalli dagsins. Tónlist í þættinum í dag: Gamla húsið / Ellen Kristjánsdóttir (Þorgeir Ástvaldsson og Bjartmar Guðlaugsson) Ég labbaði í bæinn / Vihjálmur Vilhjálmsson (Jóhann Helgason og Vilhjálmur Vilhjálmsson) Er líða fer að jólum / Ragnar Bjarnason (Gunnar Þórðarson og Ómar Ragnarsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
12/1/202350 minutes
Episode Artwork

Sparnaður við úrvinnslu áfalla, Ásgarður handverkstæði og örsögur

Í viðtali í þættinum í síðustu viku var vitnað í niðurstöður greiningar hagfræðings um það að grípa fyrr inn í erfiðar aðstæður barna og að aðstoða börn við að vinna úr áföllum og þann gríðarlega ávinning af því að gera það fyrir þjóðfélagið. Því með því verði hægt að spara gríðarlegan kostnað vegna fjölbreyttra afleiðinga áfallanna síðar meir fyrir heilbrigðis- og menntakerfið og í félagslegri þjónustu. Þetta vakti áhuga okkar og í dag fengum við Hjördísi Evu Þórðardóttur sérfræðing hjá Mennta- og barnamálaráðuneytinu til að koma í þáttinn, því greiningin sem um ræðir var gerð á vegum ráðherra og hún sagði okkur frá því hvernig verið er að vinna í að taka þess hugsun inn í verkefni á vegum ráðuneytisins. Svo fórum við í heimsókn í Ásgarð handverkstæði í Mosfellsbænum. Ásgarður er verndaður vinnustaður og þar starfa nú 37 fatlaðir einstaklingar ásamt 9 leiðbeinendum. Þar eru framleiddir fallegir munir, gjafavörur og skartgripir úr viði, leðri, bronsi og fleiru. Það eru 30 ár frá því að Ásgarður var stofnaður í ár og Óskar Albertsson hefur verið starfsmaður þar frá upphafi og hann tók á móti okkur á handverkstæðinu í gær og leiddi okkur í gegnum þennan fallega stað þar sem haldið verður jólamarkaður á laugardaginn og á verkstæðinu náðum við einnig tali af Gunnari Jónssyni þar sem hann var að pússa forláta smjörhnífa úr tréi. Meistaranemar í ritlist við Háskóla Íslands hafa undanfarin ár verið í samstarfi við Rás 1 í desember vegna útgáfu Jólabókar Blekfjelagsins út en Blekfjelagið er nemendafélag Ritlistar. Ritlistarnemar lesa inn örsögur eða örtexta sem eru nákvæmlega 89 orð hver sem þau hafa skrifað og þemað í ár er Órói. Við heyrðum fyrsta hluta þessara örsagna í þættinum. Höfundar sagnanna í dag voru (í þessari röð): Ösp Eldjárn, Bergþóra Björnsdóttir, Elísabet Kristjánsdóttir, Orri Matthías Haraldsson, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Hera Fjord og Daníel Daníelsson. Tónlist í þættinum í dag: Á skotbökkum / Stuðmenn (Egill Ólafsson, Sigurður Bjóla Garðarsson og Valgeir Guðjónsson) Carey / Joni Mitchell (Joni Mitchell) I've Got You Under My Skin / Frank Sinatra (Cole Porter & Harold Arlen) Við viljum lifa / Ríó tríó (Helgi Pétursson og Alberto) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
11/30/20230
Episode Artwork

Sparnaður við úrvinnslu áfalla, Ásgarður handverkstæði og örsögur

Í viðtali í þættinum í síðustu viku var vitnað í niðurstöður greiningar hagfræðings um það að grípa fyrr inn í erfiðar aðstæður barna og að aðstoða börn við að vinna úr áföllum og þann gríðarlega ávinning af því að gera það fyrir þjóðfélagið. Því með því verði hægt að spara gríðarlegan kostnað vegna fjölbreyttra afleiðinga áfallanna síðar meir fyrir heilbrigðis- og menntakerfið og í félagslegri þjónustu. Þetta vakti áhuga okkar og í dag fengum við Hjördísi Evu Þórðardóttur sérfræðing hjá Mennta- og barnamálaráðuneytinu til að koma í þáttinn, því greiningin sem um ræðir var gerð á vegum ráðherra og hún sagði okkur frá því hvernig verið er að vinna í að taka þess hugsun inn í verkefni á vegum ráðuneytisins. Svo fórum við í heimsókn í Ásgarð handverkstæði í Mosfellsbænum. Ásgarður er verndaður vinnustaður og þar starfa nú 37 fatlaðir einstaklingar ásamt 9 leiðbeinendum. Þar eru framleiddir fallegir munir, gjafavörur og skartgripir úr viði, leðri, bronsi og fleiru. Það eru 30 ár frá því að Ásgarður var stofnaður í ár og Óskar Albertsson hefur verið starfsmaður þar frá upphafi og hann tók á móti okkur á handverkstæðinu í gær og leiddi okkur í gegnum þennan fallega stað þar sem haldið verður jólamarkaður á laugardaginn og á verkstæðinu náðum við einnig tali af Gunnari Jónssyni þar sem hann var að pússa forláta smjörhnífa úr tréi. Meistaranemar í ritlist við Háskóla Íslands hafa undanfarin ár verið í samstarfi við Rás 1 í desember vegna útgáfu Jólabókar Blekfjelagsins út en Blekfjelagið er nemendafélag Ritlistar. Ritlistarnemar lesa inn örsögur eða örtexta sem eru nákvæmlega 89 orð hver sem þau hafa skrifað og þemað í ár er Órói. Við heyrðum fyrsta hluta þessara örsagna í þættinum. Höfundar sagnanna í dag voru (í þessari röð): Ösp Eldjárn, Bergþóra Björnsdóttir, Elísabet Kristjánsdóttir, Orri Matthías Haraldsson, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Hera Fjord og Daníel Daníelsson. Tónlist í þættinum í dag: Á skotbökkum / Stuðmenn (Egill Ólafsson, Sigurður Bjóla Garðarsson og Valgeir Guðjónsson) Carey / Joni Mitchell (Joni Mitchell) I've Got You Under My Skin / Frank Sinatra (Cole Porter & Harold Arlen) Við viljum lifa / Ríó tríó (Helgi Pétursson og Alberto) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
11/30/20230
Episode Artwork

Sparnaður við úrvinnslu áfalla, Ásgarður handverkstæði og örsögur

Í viðtali í þættinum í síðustu viku var vitnað í niðurstöður greiningar hagfræðings um það að grípa fyrr inn í erfiðar aðstæður barna og að aðstoða börn við að vinna úr áföllum og þann gríðarlega ávinning af því að gera það fyrir þjóðfélagið. Því með því verði hægt að spara gríðarlegan kostnað vegna fjölbreyttra afleiðinga áfallanna síðar meir fyrir heilbrigðis- og menntakerfið og í félagslegri þjónustu. Þetta vakti áhuga okkar og í dag fengum við Hjördísi Evu Þórðardóttur sérfræðing hjá Mennta- og barnamálaráðuneytinu til að koma í þáttinn, því greiningin sem um ræðir var gerð á vegum ráðherra og hún sagði okkur frá því hvernig verið er að vinna í að taka þess hugsun inn í verkefni á vegum ráðuneytisins. Svo fórum við í heimsókn í Ásgarð handverkstæði í Mosfellsbænum. Ásgarður er verndaður vinnustaður og þar starfa nú 37 fatlaðir einstaklingar ásamt 9 leiðbeinendum. Þar eru framleiddir fallegir munir, gjafavörur og skartgripir úr viði, leðri, bronsi og fleiru. Það eru 30 ár frá því að Ásgarður var stofnaður í ár og Óskar Albertsson hefur verið starfsmaður þar frá upphafi og hann tók á móti okkur á handverkstæðinu í gær og leiddi okkur í gegnum þennan fallega stað þar sem haldið verður jólamarkaður á laugardaginn og á verkstæðinu náðum við einnig tali af Gunnari Jónssyni þar sem hann var að pússa forláta smjörhnífa úr tréi. Meistaranemar í ritlist við Háskóla Íslands hafa undanfarin ár verið í samstarfi við Rás 1 í desember vegna útgáfu Jólabókar Blekfjelagsins út en Blekfjelagið er nemendafélag Ritlistar. Ritlistarnemar lesa inn örsögur eða örtexta sem eru nákvæmlega 89 orð hver sem þau hafa skrifað og þemað í ár er Órói. Við heyrðum fyrsta hluta þessara örsagna í þættinum. Höfundar sagnanna í dag voru (í þessari röð): Ösp Eldjárn, Bergþóra Björnsdóttir, Elísabet Kristjánsdóttir, Orri Matthías Haraldsson, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Hera Fjord og Daníel Daníelsson. Tónlist í þættinum í dag: Á skotbökkum / Stuðmenn (Egill Ólafsson, Sigurður Bjóla Garðarsson og Valgeir Guðjónsson) Carey / Joni Mitchell (Joni Mitchell) I've Got You Under My Skin / Frank Sinatra (Cole Porter & Harold Arlen) Við viljum lifa / Ríó tríó (Helgi Pétursson og Alberto) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
11/30/202350 minutes
Episode Artwork

Sorgartréið, þjóðdansar og þjóðbúningar og Höfuðdagur

Jólahátíðin á auðvitað að vera hátíð ljóss og gleði, en fyrir þau sem syrgja ástvin getur þetta verið mjög kvíðvænlegur tími því lífið er breytt og hefðir með ástvini eru ekki lengur til staðar. Við fengum í dag Hrannar Má Ásgeirs Sigrúnarson, stjórnarformann Sorgarmiðstöðvar, og Gísla Álfgeirsson, stuðningsmann miðstöðvarinnar til að segja okkur frá sinni reynslu er þeir leituðu fyrst til miðstöðvarinnar. Auk þess sögðu þeir frá tveimur viðburðum framundan og bjargráðum sem geta nýst syrgjendum vel, til dæmis um hátíðirnar, og þeir sögðu okkur líka frá Sorgartrénu sem tendrað var um helgina í Hellisgerði í Hafnarfirði. Þjóðdansafélag Reykjavíkur, ásamt Heimilisiðnaðarfélagi Íslands, Danshópnum Sporinu, Kvæðamannafélaginu Iðunn og Félagi harmonikkuunnenda í Reykjavík ætla að bjóða upp á skemmtilegan viðburð á Árbæjarsafni í tilefni af fullveldisdeginum 1. desember. Heimilisiðnaðarfélag Íslands verður með kynningu á íslenskum þjóðbúningum og veitt verður ráðgjöf hvernig koma megi eldri búningum aftur í notkun. Þjóðdansafélag Íslands mun bjóða upp í dans og taka sporið með gestum og gangandi og kynna um leið þessa skemmtilegu, lifandi hefð sem þjóðdansar eru. Þau Kristín Vala Breiðfjörð, formaður HFÍ, og Atli Freyr Hjaltason sem var á vegum allra ofantalinna félaga, komu í þáttinn klædd glæsilegum þjóðbúningum. Nú fyrir jólin kemur út bók sem nefnist Höfuðdagur, Sendibréf til móður minnar á 100 ára afmælisdegi hennar. Bókin er óður til móður höfundarins, Ingólfs Sverrissonar, og segir sögu konu sem gekk í gegnum miklar þrekraunir á lífsleiðinni en stóð að lokum uppi glæsileg og virt kona í fjarlægum landshluta og eignaðist átta börn. Gígja Hólmgeirsdóttir hitti Ingólf á Akureyri og spjallaði við hann um bókina í dag. Tónlist í þættinum í dag: Helga / Magnús Kjartansson (Magnús Kjartansson) Englishman in New York / Sting (Sting) Dansað á þorranum / Bragi Hlíðberg (Bragi Hlíðberg) Eldar minningana/Einar Hólm, Ellý Vilhjálms og Svanhildur Jakobsdóttir (erl. lag, texti e. Benedikt Axelsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/29/20230
Episode Artwork

Sorgartréið, þjóðdansar og þjóðbúningar og Höfuðdagur

Jólahátíðin á auðvitað að vera hátíð ljóss og gleði, en fyrir þau sem syrgja ástvin getur þetta verið mjög kvíðvænlegur tími því lífið er breytt og hefðir með ástvini eru ekki lengur til staðar. Við fengum í dag Hrannar Má Ásgeirs Sigrúnarson, stjórnarformann Sorgarmiðstöðvar, og Gísla Álfgeirsson, stuðningsmann miðstöðvarinnar til að segja okkur frá sinni reynslu er þeir leituðu fyrst til miðstöðvarinnar. Auk þess sögðu þeir frá tveimur viðburðum framundan og bjargráðum sem geta nýst syrgjendum vel, til dæmis um hátíðirnar, og þeir sögðu okkur líka frá Sorgartrénu sem tendrað var um helgina í Hellisgerði í Hafnarfirði. Þjóðdansafélag Reykjavíkur, ásamt Heimilisiðnaðarfélagi Íslands, Danshópnum Sporinu, Kvæðamannafélaginu Iðunn og Félagi harmonikkuunnenda í Reykjavík ætla að bjóða upp á skemmtilegan viðburð á Árbæjarsafni í tilefni af fullveldisdeginum 1. desember. Heimilisiðnaðarfélag Íslands verður með kynningu á íslenskum þjóðbúningum og veitt verður ráðgjöf hvernig koma megi eldri búningum aftur í notkun. Þjóðdansafélag Íslands mun bjóða upp í dans og taka sporið með gestum og gangandi og kynna um leið þessa skemmtilegu, lifandi hefð sem þjóðdansar eru. Þau Kristín Vala Breiðfjörð, formaður HFÍ, og Atli Freyr Hjaltason sem var á vegum allra ofantalinna félaga, komu í þáttinn klædd glæsilegum þjóðbúningum. Nú fyrir jólin kemur út bók sem nefnist Höfuðdagur, Sendibréf til móður minnar á 100 ára afmælisdegi hennar. Bókin er óður til móður höfundarins, Ingólfs Sverrissonar, og segir sögu konu sem gekk í gegnum miklar þrekraunir á lífsleiðinni en stóð að lokum uppi glæsileg og virt kona í fjarlægum landshluta og eignaðist átta börn. Gígja Hólmgeirsdóttir hitti Ingólf á Akureyri og spjallaði við hann um bókina í dag. Tónlist í þættinum í dag: Helga / Magnús Kjartansson (Magnús Kjartansson) Englishman in New York / Sting (Sting) Dansað á þorranum / Bragi Hlíðberg (Bragi Hlíðberg) Eldar minningana/Einar Hólm, Ellý Vilhjálms og Svanhildur Jakobsdóttir (erl. lag, texti e. Benedikt Axelsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/29/20230
Episode Artwork

Sorgartréið, þjóðdansar og þjóðbúningar og Höfuðdagur

Jólahátíðin á auðvitað að vera hátíð ljóss og gleði, en fyrir þau sem syrgja ástvin getur þetta verið mjög kvíðvænlegur tími því lífið er breytt og hefðir með ástvini eru ekki lengur til staðar. Við fengum í dag Hrannar Má Ásgeirs Sigrúnarson, stjórnarformann Sorgarmiðstöðvar, og Gísla Álfgeirsson, stuðningsmann miðstöðvarinnar til að segja okkur frá sinni reynslu er þeir leituðu fyrst til miðstöðvarinnar. Auk þess sögðu þeir frá tveimur viðburðum framundan og bjargráðum sem geta nýst syrgjendum vel, til dæmis um hátíðirnar, og þeir sögðu okkur líka frá Sorgartrénu sem tendrað var um helgina í Hellisgerði í Hafnarfirði. Þjóðdansafélag Reykjavíkur, ásamt Heimilisiðnaðarfélagi Íslands, Danshópnum Sporinu, Kvæðamannafélaginu Iðunn og Félagi harmonikkuunnenda í Reykjavík ætla að bjóða upp á skemmtilegan viðburð á Árbæjarsafni í tilefni af fullveldisdeginum 1. desember. Heimilisiðnaðarfélag Íslands verður með kynningu á íslenskum þjóðbúningum og veitt verður ráðgjöf hvernig koma megi eldri búningum aftur í notkun. Þjóðdansafélag Íslands mun bjóða upp í dans og taka sporið með gestum og gangandi og kynna um leið þessa skemmtilegu, lifandi hefð sem þjóðdansar eru. Þau Kristín Vala Breiðfjörð, formaður HFÍ, og Atli Freyr Hjaltason sem var á vegum allra ofantalinna félaga, komu í þáttinn klædd glæsilegum þjóðbúningum. Nú fyrir jólin kemur út bók sem nefnist Höfuðdagur, Sendibréf til móður minnar á 100 ára afmælisdegi hennar. Bókin er óður til móður höfundarins, Ingólfs Sverrissonar, og segir sögu konu sem gekk í gegnum miklar þrekraunir á lífsleiðinni en stóð að lokum uppi glæsileg og virt kona í fjarlægum landshluta og eignaðist átta börn. Gígja Hólmgeirsdóttir hitti Ingólf á Akureyri og spjallaði við hann um bókina í dag. Tónlist í þættinum í dag: Helga / Magnús Kjartansson (Magnús Kjartansson) Englishman in New York / Sting (Sting) Dansað á þorranum / Bragi Hlíðberg (Bragi Hlíðberg) Eldar minningana/Einar Hólm, Ellý Vilhjálms og Svanhildur Jakobsdóttir (erl. lag, texti e. Benedikt Axelsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/29/202350 minutes
Episode Artwork

28.11.2023

11/28/20230
Episode Artwork

28.11.2023

11/28/20230
Episode Artwork

NÚ grunnskóli, Anna Rósa grasalæknir og veðurspjallið

Við heyrum stöðugt fréttir af afleiðingum snalltækja og samfélagsmiðla á okkur og kannski ekki síst yngstu kynslóðirnar, sem þekkja ekki annan veruleika en að þessi tæki eru alls staðar í seilingarfjarlægð og allir eru alltaf sítengdir við netið. Þetta hefur auðvitað haft áhrif á til dæmis skólahald og því var áhugavert að kynnast aðeins NÚ grunnskólanum sem er í Hafnarfirði sem leggur mikla áherslu á heilsu og núveru. NÚ grunnskólinn byrjar til dæmis seinna á morgnanna en aðrir skólar og allir dagar byrja á íhugun og núvitundaræfingum. Við fengum þá Dag Björgvin Jónsson, nemanda í 10. Bekk, og Kristján Ómar Björnsson, heilsustjóra og eiganda skólans, til að segja okkur meira frá skólanum og starfsemi hans í þættinum í dag. Anna Rósa grasalæknir kom til okkar í dag en hún er nýbúin að stofna góðgerðarsamtökin Lífgrös, www.lifgros.is, sem hafa þann tilgang að kenna konum í flóttamannabúðum í Írak að búa til vörur úr jurtum, bæði til eigin nota og til að afla tekna. Hún rekur verkefni í þremur flóttamannabúðum í Írak og er nýkomin heim frá Írak eftir mánaðardvöl við kennslu. Anna Rósa sagði okkur frá þessu í dag. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur kom svo til okkar í dag í veðurspjall og í þetta sinn talaði hann um loftslagsmálin í kjölfar samantektar vísindanefndar um loftslagsmál frá í október og umfjöllum um hitabreytingar á Íslandi síðustu áratugi. Hann talaði til dæmis um hvernig árið 2023 er að koma út hér á landi í sambandi við meðalhita, hversu erfiðlega gengur að standa við markmið Parísarsamkomulagsins frá 2015 og sitthvað fleira. Tónlist í þættinum í dag: Söknuður / Roof Tops (erl.lag - Stefán G Stefánsson) Nha Fidjo matcho / Ildo Lobo Oil gusher / Raymond Scott Quintet (Raymond Scott) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/28/202350 minutes
Episode Artwork

Búseti 40 ára, þvottavélavinkill og Skúli lesandinn

Byggingarfélagið Búseti fagnar 40 ára afmæli í ár, nákvæmlega var það í gær 26.nóvember. Slagorðið Barátta fyrir búsetu fylgdi félaginu í upphafi þegar húsnæðismál voru í upplausn. Páll Gunnlaugsson arkitekt sat í fyrstu stjórn Búseta og hefur einnig setið í formannstóli félagsins. Hann hefur nú skrifað bók um sögu félagsins en það var stofnað af áhuga og frumkvæða fjölda fólks sem lét sig varða stöðu húsnæðismála, sérstaklega ungs fólks. Við ræddum við Pál í dag. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni eins og aðra mánudaga. Í þetta sinn lagði hann vinkilinn við þvottavélar, endurvinnslu, Guðmund rímnaskáld og Bólu-Hjálmar. Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Skúli Sigurðsson rithöfundur. Bókin hans Maðurinn frá Sao Paulo er nýkomin út. Glæpasaga með sögulegu ívafi sem við fengum hann til að segja okkur aðeins betur frá. En auðvitað sagði hann okkur aðallega frá því sem hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Skúli talaði um eftirtaldar bækur og höfunda: Tónlist í þættinum í dag: Hámenningin / Halli Reynis (Halli Reynis) Our house / Crosby,Stills and Nash (Graham Nash) Good year for the roses / Elvis Costello (Jerry Chestnut) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/27/20230
Episode Artwork

Búseti 40 ára, þvottavélavinkill og Skúli lesandinn

Byggingarfélagið Búseti fagnar 40 ára afmæli í ár, nákvæmlega var það í gær 26.nóvember. Slagorðið Barátta fyrir búsetu fylgdi félaginu í upphafi þegar húsnæðismál voru í upplausn. Páll Gunnlaugsson arkitekt sat í fyrstu stjórn Búseta og hefur einnig setið í formannstóli félagsins. Hann hefur nú skrifað bók um sögu félagsins en það var stofnað af áhuga og frumkvæða fjölda fólks sem lét sig varða stöðu húsnæðismála, sérstaklega ungs fólks. Við ræddum við Pál í dag. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni eins og aðra mánudaga. Í þetta sinn lagði hann vinkilinn við þvottavélar, endurvinnslu, Guðmund rímnaskáld og Bólu-Hjálmar. Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Skúli Sigurðsson rithöfundur. Bókin hans Maðurinn frá Sao Paulo er nýkomin út. Glæpasaga með sögulegu ívafi sem við fengum hann til að segja okkur aðeins betur frá. En auðvitað sagði hann okkur aðallega frá því sem hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Skúli talaði um eftirtaldar bækur og höfunda: Tónlist í þættinum í dag: Hámenningin / Halli Reynis (Halli Reynis) Our house / Crosby,Stills and Nash (Graham Nash) Good year for the roses / Elvis Costello (Jerry Chestnut) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/27/20230
Episode Artwork

Búseti 40 ára, þvottavélavinkill og Skúli lesandinn

Byggingarfélagið Búseti fagnar 40 ára afmæli í ár, nákvæmlega var það í gær 26.nóvember. Slagorðið Barátta fyrir búsetu fylgdi félaginu í upphafi þegar húsnæðismál voru í upplausn. Páll Gunnlaugsson arkitekt sat í fyrstu stjórn Búseta og hefur einnig setið í formannstóli félagsins. Hann hefur nú skrifað bók um sögu félagsins en það var stofnað af áhuga og frumkvæða fjölda fólks sem lét sig varða stöðu húsnæðismála, sérstaklega ungs fólks. Við ræddum við Pál í dag. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni eins og aðra mánudaga. Í þetta sinn lagði hann vinkilinn við þvottavélar, endurvinnslu, Guðmund rímnaskáld og Bólu-Hjálmar. Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Skúli Sigurðsson rithöfundur. Bókin hans Maðurinn frá Sao Paulo er nýkomin út. Glæpasaga með sögulegu ívafi sem við fengum hann til að segja okkur aðeins betur frá. En auðvitað sagði hann okkur aðallega frá því sem hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Skúli talaði um eftirtaldar bækur og höfunda: Tónlist í þættinum í dag: Hámenningin / Halli Reynis (Halli Reynis) Our house / Crosby,Stills and Nash (Graham Nash) Good year for the roses / Elvis Costello (Jerry Chestnut) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/27/202350 minutes
Episode Artwork

Kolbeinn Tumi föstudagsgestur og kalkúnaspjall

Kolbeinn Tumi Daðason er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og hann var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag. Kolbeinn Tumi lærði byggingaverkfræði í Seattle í Washingtonríki og er að auki með meistarapróf í blaðamennsku frá Háskóla Íslands. Við fórum með honum aftur í tímann á æskuslóðirnar í vesturbæ Reykjavíkur og hann sagði okkur frá tíðum ferðum fjölskyldunnar til Skotlands, en faðir hans er skoskur og föðurfjölskylda hans býr í nágrenni Edinborgar. Við kynntumst Kolbeini Tuma betur í þættinum. Matarspjallið var svo auðvitað á sínum stað og í dag töluðum við aðeins um Þakkargjörðardaginn og þá er ekki hægt annað en að tala um kalkún, en Þakkargjörðardagurinn var einmitt í gær. Þetta hefur ekki íslensk hefð en hvað vitum við, kannski verður þakkagjörðin orðin að hefð hér innan skamms eins og Valentínusardagurinn og Hrekkjarvökudagurinn og ýmislegt fleira. Tónlist í þættinum í dag: Rocket Man / Elton John (Elton John & Bernie Taupin) Life on Mars / David Bowie (David Bowie) Mr. Brightside / Killers (Brandon Flowers & Dave Keuning) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/24/20230
Episode Artwork

Kolbeinn Tumi föstudagsgestur og kalkúnaspjall

Kolbeinn Tumi Daðason er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og hann var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag. Kolbeinn Tumi lærði byggingaverkfræði í Seattle í Washingtonríki og er að auki með meistarapróf í blaðamennsku frá Háskóla Íslands. Við fórum með honum aftur í tímann á æskuslóðirnar í vesturbæ Reykjavíkur og hann sagði okkur frá tíðum ferðum fjölskyldunnar til Skotlands, en faðir hans er skoskur og föðurfjölskylda hans býr í nágrenni Edinborgar. Við kynntumst Kolbeini Tuma betur í þættinum. Matarspjallið var svo auðvitað á sínum stað og í dag töluðum við aðeins um Þakkargjörðardaginn og þá er ekki hægt annað en að tala um kalkún, en Þakkargjörðardagurinn var einmitt í gær. Þetta hefur ekki íslensk hefð en hvað vitum við, kannski verður þakkagjörðin orðin að hefð hér innan skamms eins og Valentínusardagurinn og Hrekkjarvökudagurinn og ýmislegt fleira. Tónlist í þættinum í dag: Rocket Man / Elton John (Elton John & Bernie Taupin) Life on Mars / David Bowie (David Bowie) Mr. Brightside / Killers (Brandon Flowers & Dave Keuning) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/24/20230
Episode Artwork

Kolbeinn Tumi föstudagsgestur og kalkúnaspjall

Kolbeinn Tumi Daðason er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og hann var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag. Kolbeinn Tumi lærði byggingaverkfræði í Seattle í Washingtonríki og er að auki með meistarapróf í blaðamennsku frá Háskóla Íslands. Við fórum með honum aftur í tímann á æskuslóðirnar í vesturbæ Reykjavíkur og hann sagði okkur frá tíðum ferðum fjölskyldunnar til Skotlands, en faðir hans er skoskur og föðurfjölskylda hans býr í nágrenni Edinborgar. Við kynntumst Kolbeini Tuma betur í þættinum. Matarspjallið var svo auðvitað á sínum stað og í dag töluðum við aðeins um Þakkargjörðardaginn og þá er ekki hægt annað en að tala um kalkún, en Þakkargjörðardagurinn var einmitt í gær. Þetta hefur ekki íslensk hefð en hvað vitum við, kannski verður þakkagjörðin orðin að hefð hér innan skamms eins og Valentínusardagurinn og Hrekkjarvökudagurinn og ýmislegt fleira. Tónlist í þættinum í dag: Rocket Man / Elton John (Elton John & Bernie Taupin) Life on Mars / David Bowie (David Bowie) Mr. Brightside / Killers (Brandon Flowers & Dave Keuning) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/24/202350 minutes
Episode Artwork

Hjólar 12 þúsund km. í ár, Fúsi og Aggi og söngstund í Hannesarholti

Við heyrðum sögu Einars Guttormssonar í dag. Hann greindist með parkinson fyrir um 5 árum og hafði fundið einkenni í u.þ.b. fimm ár þar á undan. Við greiningu tók Einar þá ákvörðun að hreyfa sig til að vinna á móti einkennunum og hann stóð heldur betur við það, hann hjólar um það bil heilt maraþon á hverjum degi, stundum allt upp í 200 kílómetra á dag. Hann hefur toppað sig á hverju ári og hefur hjólað yfir 11 þúsund kílómetra í ár og ætlar ekki að hætta fyrr en hann nær takmarkinu tólf þúsund kílómetrum. Einar kom til okkar í dag og deildi með okkur sinni sögu. Svo kynntumst Fúsa í dag. En sýningin Fúsi: Aldur og fyrri störf var frumsýnd um helgina í Borgarleikhúsinu. Leikritið er heimildaleiksýning um Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson, Fúsa, þar sem Fúsi fer yfir ævi sína með hjálp góðra leikara. Agnar Jón Egilsson, leikstjóri og leikari og frændi Fúsa tók viðtöl við Fúsa á meðan á Covid faraldrinum stóð og upp úr þeim er sýningin unnin. Sýningin markar tímamót í íslensku leikhúsi því þetta er í fyrsta sinn sem leikrit um, eftir og leikin af leikara með þroskaskerðingu er sett á svið hér á landi. Þeir frændur, Fúsi og Aggi, komu til okkar í dag og sögðu okkur frekar frá sýningunni, sem hefur fengið afskaplega jákvæða gagnrýni og hlaut Múrbrjótinn, viðurkenningu Landssamtakanna Þroskahjálpar. Við fræddumst svo að lokum um söngstund í Hannesarholti þar sem kynslóðirnar geta komið saman og sungið af hjartans lyst á laugardaginn kemur. Syngjum saman er heiti á viðburði sem oft hefur verið boðið uppá í Hannesarholti og í vetur verður stundin tileinkuð Marinellu Ragnheiði Haraldsdóttur, sem var fædd 1933 og hefði því orðið níræð 14.september sl.en hún lést í sumar. Dóttir Marinellu, Ragnheiður J. Jónsdóttir sagði okkur frá móður sinni og því að Hannesarholt er í rauninni til í þeirri mynd sem það er í í dag vegna hennar og hún mætti á alla Syngjum saman viðburðina þar til heimsfaraldurinn truflaði taktinn. Tónlist í þættinum í dag: Vetur / Egill Ólafsson (Egill Ólafsson) Presley / Katrín Halldóra (Grafík-Rúnar Þórisson) Lítill drengur / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Kjartansson og Vilhjálmur Vilhjálmsson) Fram í heiðanna ró / KK og Maggi Eiríks (erl.lag, texti Friðrik A. Friðriksson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/23/20230
Episode Artwork

Hjólar 12 þúsund km. í ár, Fúsi og Aggi og söngstund í Hannesarholti

Við heyrðum sögu Einars Guttormssonar í dag. Hann greindist með parkinson fyrir um 5 árum og hafði fundið einkenni í u.þ.b. fimm ár þar á undan. Við greiningu tók Einar þá ákvörðun að hreyfa sig til að vinna á móti einkennunum og hann stóð heldur betur við það, hann hjólar um það bil heilt maraþon á hverjum degi, stundum allt upp í 200 kílómetra á dag. Hann hefur toppað sig á hverju ári og hefur hjólað yfir 11 þúsund kílómetra í ár og ætlar ekki að hætta fyrr en hann nær takmarkinu tólf þúsund kílómetrum. Einar kom til okkar í dag og deildi með okkur sinni sögu. Svo kynntumst Fúsa í dag. En sýningin Fúsi: Aldur og fyrri störf var frumsýnd um helgina í Borgarleikhúsinu. Leikritið er heimildaleiksýning um Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson, Fúsa, þar sem Fúsi fer yfir ævi sína með hjálp góðra leikara. Agnar Jón Egilsson, leikstjóri og leikari og frændi Fúsa tók viðtöl við Fúsa á meðan á Covid faraldrinum stóð og upp úr þeim er sýningin unnin. Sýningin markar tímamót í íslensku leikhúsi því þetta er í fyrsta sinn sem leikrit um, eftir og leikin af leikara með þroskaskerðingu er sett á svið hér á landi. Þeir frændur, Fúsi og Aggi, komu til okkar í dag og sögðu okkur frekar frá sýningunni, sem hefur fengið afskaplega jákvæða gagnrýni og hlaut Múrbrjótinn, viðurkenningu Landssamtakanna Þroskahjálpar. Við fræddumst svo að lokum um söngstund í Hannesarholti þar sem kynslóðirnar geta komið saman og sungið af hjartans lyst á laugardaginn kemur. Syngjum saman er heiti á viðburði sem oft hefur verið boðið uppá í Hannesarholti og í vetur verður stundin tileinkuð Marinellu Ragnheiði Haraldsdóttur, sem var fædd 1933 og hefði því orðið níræð 14.september sl.en hún lést í sumar. Dóttir Marinellu, Ragnheiður J. Jónsdóttir sagði okkur frá móður sinni og því að Hannesarholt er í rauninni til í þeirri mynd sem það er í í dag vegna hennar og hún mætti á alla Syngjum saman viðburðina þar til heimsfaraldurinn truflaði taktinn. Tónlist í þættinum í dag: Vetur / Egill Ólafsson (Egill Ólafsson) Presley / Katrín Halldóra (Grafík-Rúnar Þórisson) Lítill drengur / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Kjartansson og Vilhjálmur Vilhjálmsson) Fram í heiðanna ró / KK og Maggi Eiríks (erl.lag, texti Friðrik A. Friðriksson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/23/20230
Episode Artwork

Hjólar 12 þúsund km. í ár, Fúsi og Aggi og söngstund í Hannesarholti

Við heyrðum sögu Einars Guttormssonar í dag. Hann greindist með parkinson fyrir um 5 árum og hafði fundið einkenni í u.þ.b. fimm ár þar á undan. Við greiningu tók Einar þá ákvörðun að hreyfa sig til að vinna á móti einkennunum og hann stóð heldur betur við það, hann hjólar um það bil heilt maraþon á hverjum degi, stundum allt upp í 200 kílómetra á dag. Hann hefur toppað sig á hverju ári og hefur hjólað yfir 11 þúsund kílómetra í ár og ætlar ekki að hætta fyrr en hann nær takmarkinu tólf þúsund kílómetrum. Einar kom til okkar í dag og deildi með okkur sinni sögu. Svo kynntumst Fúsa í dag. En sýningin Fúsi: Aldur og fyrri störf var frumsýnd um helgina í Borgarleikhúsinu. Leikritið er heimildaleiksýning um Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson, Fúsa, þar sem Fúsi fer yfir ævi sína með hjálp góðra leikara. Agnar Jón Egilsson, leikstjóri og leikari og frændi Fúsa tók viðtöl við Fúsa á meðan á Covid faraldrinum stóð og upp úr þeim er sýningin unnin. Sýningin markar tímamót í íslensku leikhúsi því þetta er í fyrsta sinn sem leikrit um, eftir og leikin af leikara með þroskaskerðingu er sett á svið hér á landi. Þeir frændur, Fúsi og Aggi, komu til okkar í dag og sögðu okkur frekar frá sýningunni, sem hefur fengið afskaplega jákvæða gagnrýni og hlaut Múrbrjótinn, viðurkenningu Landssamtakanna Þroskahjálpar. Við fræddumst svo að lokum um söngstund í Hannesarholti þar sem kynslóðirnar geta komið saman og sungið af hjartans lyst á laugardaginn kemur. Syngjum saman er heiti á viðburði sem oft hefur verið boðið uppá í Hannesarholti og í vetur verður stundin tileinkuð Marinellu Ragnheiði Haraldsdóttur, sem var fædd 1933 og hefði því orðið níræð 14.september sl.en hún lést í sumar. Dóttir Marinellu, Ragnheiður J. Jónsdóttir sagði okkur frá móður sinni og því að Hannesarholt er í rauninni til í þeirri mynd sem það er í í dag vegna hennar og hún mætti á alla Syngjum saman viðburðina þar til heimsfaraldurinn truflaði taktinn. Tónlist í þættinum í dag: Vetur / Egill Ólafsson (Egill Ólafsson) Presley / Katrín Halldóra (Grafík-Rúnar Þórisson) Lítill drengur / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Kjartansson og Vilhjálmur Vilhjálmsson) Fram í heiðanna ró / KK og Maggi Eiríks (erl.lag, texti Friðrik A. Friðriksson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/23/202350 minutes
Episode Artwork

Gefum íslensku séns, viðlagahúsin og póstkort frá Magnúsi

Við fræddumst í dag um verkefnið Gefum íslensku séns, íslenskuvænt samfélag sem er á vegum Háskólaseturs Vestfjarða, Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, Ísafjarðabæjar og Súðavíkurhrepps. Þetta verkefni hlaut viðurkenninguna Evrópumerkið núna í ár en verkefnið gengur út á að gera fólk meðvitað um hvernig innflytjendur læra íslensku og fá samfélagið í heild til að aðstoða fólk að tileinka sér tungumálið. Við heyrðum í dag í Sædísi Maríu Jónatansdóttir, forstöðumanni Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og Peter Weiss, forstöðumanni Háskólaseturs Vestfjarða og fengum þau til að segja okkur betur frá þessu. Guðmundur G Þórarinsson verkfræðingur var 34 ára gamall árið 1973 þegar hann stóð með risastórt verkefni í höndum. Það þurfti að setja upp um 550 viðlagasjóðshús fyrir heimilislausa Vestmannaeyinga og það þurfti að gerast hratt. Í ljósi þeirra stöðu sem komin er upp í Grindavík nú og þá húsnæðisneyð sem íbúar þess eru í, fengum við Guðmund til að lýsa því hvernig Vestmanneyjaverkefnið gekk fyrir sig árið 1973. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Eins og heyrst hefur í fréttum þá skemmdist vatnsleiðslan til Vestmannaeyja síðastliðið föstudagskvöld og á henni eru nú tvö göt. Magnús segir í kortinu frá ótta eyjamanna við vatnsleysið, en sagt er að þeir hafi óttast það meira en allar aðrar ógnir. Í seinni hluta póstkortsins segir hann frá grein um öldrun þar sem spáð er hækkandi lífaldri jarðarbúa en líkurnar eru mestar hjá hinum efnameiri því öldrunarlyfin og meðferðin verður dýr og verður líklegast ekki á færi hinna efnaminni. Tónlist í þættinum í dag: Dönsum í hríðinni / Fríða Hansen (Fríða Hansen) Cecilia / Simon & Garfunkel (Paul Simon) Þar sem fyrrum / Sextett Ólafs Gauks (Oddgeir Kristjánsson og Ási í Bæ) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/22/20230
Episode Artwork

Gefum íslensku séns, viðlagahúsin og póstkort frá Magnúsi

Við fræddumst í dag um verkefnið Gefum íslensku séns, íslenskuvænt samfélag sem er á vegum Háskólaseturs Vestfjarða, Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, Ísafjarðabæjar og Súðavíkurhrepps. Þetta verkefni hlaut viðurkenninguna Evrópumerkið núna í ár en verkefnið gengur út á að gera fólk meðvitað um hvernig innflytjendur læra íslensku og fá samfélagið í heild til að aðstoða fólk að tileinka sér tungumálið. Við heyrðum í dag í Sædísi Maríu Jónatansdóttir, forstöðumanni Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og Peter Weiss, forstöðumanni Háskólaseturs Vestfjarða og fengum þau til að segja okkur betur frá þessu. Guðmundur G Þórarinsson verkfræðingur var 34 ára gamall árið 1973 þegar hann stóð með risastórt verkefni í höndum. Það þurfti að setja upp um 550 viðlagasjóðshús fyrir heimilislausa Vestmannaeyinga og það þurfti að gerast hratt. Í ljósi þeirra stöðu sem komin er upp í Grindavík nú og þá húsnæðisneyð sem íbúar þess eru í, fengum við Guðmund til að lýsa því hvernig Vestmanneyjaverkefnið gekk fyrir sig árið 1973. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Eins og heyrst hefur í fréttum þá skemmdist vatnsleiðslan til Vestmannaeyja síðastliðið föstudagskvöld og á henni eru nú tvö göt. Magnús segir í kortinu frá ótta eyjamanna við vatnsleysið, en sagt er að þeir hafi óttast það meira en allar aðrar ógnir. Í seinni hluta póstkortsins segir hann frá grein um öldrun þar sem spáð er hækkandi lífaldri jarðarbúa en líkurnar eru mestar hjá hinum efnameiri því öldrunarlyfin og meðferðin verður dýr og verður líklegast ekki á færi hinna efnaminni. Tónlist í þættinum í dag: Dönsum í hríðinni / Fríða Hansen (Fríða Hansen) Cecilia / Simon & Garfunkel (Paul Simon) Þar sem fyrrum / Sextett Ólafs Gauks (Oddgeir Kristjánsson og Ási í Bæ) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/22/20230
Episode Artwork

Gefum íslensku séns, viðlagahúsin og póstkort frá Magnúsi

Við fræddumst í dag um verkefnið Gefum íslensku séns, íslenskuvænt samfélag sem er á vegum Háskólaseturs Vestfjarða, Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, Ísafjarðabæjar og Súðavíkurhrepps. Þetta verkefni hlaut viðurkenninguna Evrópumerkið núna í ár en verkefnið gengur út á að gera fólk meðvitað um hvernig innflytjendur læra íslensku og fá samfélagið í heild til að aðstoða fólk að tileinka sér tungumálið. Við heyrðum í dag í Sædísi Maríu Jónatansdóttir, forstöðumanni Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og Peter Weiss, forstöðumanni Háskólaseturs Vestfjarða og fengum þau til að segja okkur betur frá þessu. Guðmundur G Þórarinsson verkfræðingur var 34 ára gamall árið 1973 þegar hann stóð með risastórt verkefni í höndum. Það þurfti að setja upp um 550 viðlagasjóðshús fyrir heimilislausa Vestmannaeyinga og það þurfti að gerast hratt. Í ljósi þeirra stöðu sem komin er upp í Grindavík nú og þá húsnæðisneyð sem íbúar þess eru í, fengum við Guðmund til að lýsa því hvernig Vestmanneyjaverkefnið gekk fyrir sig árið 1973. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Eins og heyrst hefur í fréttum þá skemmdist vatnsleiðslan til Vestmannaeyja síðastliðið föstudagskvöld og á henni eru nú tvö göt. Magnús segir í kortinu frá ótta eyjamanna við vatnsleysið, en sagt er að þeir hafi óttast það meira en allar aðrar ógnir. Í seinni hluta póstkortsins segir hann frá grein um öldrun þar sem spáð er hækkandi lífaldri jarðarbúa en líkurnar eru mestar hjá hinum efnameiri því öldrunarlyfin og meðferðin verður dýr og verður líklegast ekki á færi hinna efnaminni. Tónlist í þættinum í dag: Dönsum í hríðinni / Fríða Hansen (Fríða Hansen) Cecilia / Simon & Garfunkel (Paul Simon) Þar sem fyrrum / Sextett Ólafs Gauks (Oddgeir Kristjánsson og Ási í Bæ) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/22/202350 minutes
Episode Artwork

Vernd mannlegra innviða, ungir aðstandendur og plastmengun

Vernd mannlegra innviða á Reykjanesi er nafnið á pistli sem Diljá Ámundadóttir Zoega skrifaði á visir.is. Hún er með diplómu á meistarastigi í sálgæslufræðum og hefur mikið skoðað áföll og samfélagsleg áföll. Í greininni er hún að velta fyrir sér stöðunni á Reykjanesi, þar sem til dæmis hefur verið samþykkt frumvarp á Alþingi um vernd innviða á Reykjanesi. Diljá bendir á að það þurfi líka að huga að vernd mannlegra innviða á Suðurnesjum. Því það sem til dæmis íbúar Grindavíkur eru að ganga í gegnum sé samfélagslegt áfall og að það þurfi að hjálpa þeim að vinna úr afleiðingum þess. Diljá útskýrði þetta betur fyrir okkur í þættinum. Að vera barn, systkini, vinur eða náinn aðstandandi krabbameinsgreinds einstaklings getur verið mikil áskorun fyrir fólk. Hvað þá þegar maður er unglingur með öllu sem því tilheyrir. Þetta getur margt úr skorðum og eðlilegt að spurningar vakni og hvaða tilfinningar er eðlilegt að vera að glíma við. Kraftur og Bergið Headspace ætla að sameina krafta sína og bjóða ungmennum á aldrinum 14 til 20 ára upp á að koma og ræða hvernig er að vera aðstandandi krabbmeinsgreinds einstaklings á morgun í húsnæði Krafts Skógarhlíð 8. Guðlaug Ragnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá Krafti kom í þáttinn. Jóhanna Vilhjálmsdóttir kom svo í Heilsuspjallið og í dag talaði hún um plast og plastmengun. Það er plast allstaðar í kringum okkur, í umhverfinu og í matnum og þessar öragnir finnast orðið í nánast öllu. Tónlist í þættinum í dag: Tondeleyo - Björk Guðmundsdóttir og Tríó Guðmundar Ingólfssonar (Sigfús Halldórsson og Tómas Guðmundsson) Ég nefni nafnið þitt / Kristjana Arngrímsd (Kristjana Arngrímsdóttir og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Húsin í bænum / Egill Ólafsson (Gunnar Þórðarson og Tómas Guðmundsson) Oddaflug / Hildur Vala (Hildur Vala) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/21/20230
Episode Artwork

Vernd mannlegra innviða, ungir aðstandendur og plastmengun

Vernd mannlegra innviða á Reykjanesi er nafnið á pistli sem Diljá Ámundadóttir Zoega skrifaði á visir.is. Hún er með diplómu á meistarastigi í sálgæslufræðum og hefur mikið skoðað áföll og samfélagsleg áföll. Í greininni er hún að velta fyrir sér stöðunni á Reykjanesi, þar sem til dæmis hefur verið samþykkt frumvarp á Alþingi um vernd innviða á Reykjanesi. Diljá bendir á að það þurfi líka að huga að vernd mannlegra innviða á Suðurnesjum. Því það sem til dæmis íbúar Grindavíkur eru að ganga í gegnum sé samfélagslegt áfall og að það þurfi að hjálpa þeim að vinna úr afleiðingum þess. Diljá útskýrði þetta betur fyrir okkur í þættinum. Að vera barn, systkini, vinur eða náinn aðstandandi krabbameinsgreinds einstaklings getur verið mikil áskorun fyrir fólk. Hvað þá þegar maður er unglingur með öllu sem því tilheyrir. Þetta getur margt úr skorðum og eðlilegt að spurningar vakni og hvaða tilfinningar er eðlilegt að vera að glíma við. Kraftur og Bergið Headspace ætla að sameina krafta sína og bjóða ungmennum á aldrinum 14 til 20 ára upp á að koma og ræða hvernig er að vera aðstandandi krabbmeinsgreinds einstaklings á morgun í húsnæði Krafts Skógarhlíð 8. Guðlaug Ragnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá Krafti kom í þáttinn. Jóhanna Vilhjálmsdóttir kom svo í Heilsuspjallið og í dag talaði hún um plast og plastmengun. Það er plast allstaðar í kringum okkur, í umhverfinu og í matnum og þessar öragnir finnast orðið í nánast öllu. Tónlist í þættinum í dag: Tondeleyo - Björk Guðmundsdóttir og Tríó Guðmundar Ingólfssonar (Sigfús Halldórsson og Tómas Guðmundsson) Ég nefni nafnið þitt / Kristjana Arngrímsd (Kristjana Arngrímsdóttir og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Húsin í bænum / Egill Ólafsson (Gunnar Þórðarson og Tómas Guðmundsson) Oddaflug / Hildur Vala (Hildur Vala) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/21/202350 minutes
Episode Artwork

Grindarbotninn, sextugasti vinkillinn og Guðjón lesandi

Dr. Þorgerður Sigurðardóttir er sérfræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfun með áherslu á grindarbotn. Hún lauk doktorsnámi árið 2020 þar sem rannsóknarefni hennar sneri að heilsu kvenna og áhrifum fæðingar á grindarbotn og einnig skoðaði hún hvort sjúkraþjálfun og fræðsla geti bætt heilsu og lífsgæði kvenna á þessu mikilvæga skeiði lífsins. Þorgerður kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um þetta. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag, þetta er sextugasti vinkillinn sem við fáum frá honum og þessi fjallar um pasta, kartöflur, slípivélar, Kanada og skáldið góða Káinn á síðustu línurnar. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Guðjón Ragnar Jónasson rithöfundur, þýðandi, búfræðingur og íslenskufræðingur. Það er nýútkomin bók eftir hann og Daníel Hansen sem heitir Forystufé og fólkið í landinu. Við fengum hann til að segja okkur aðeins frá þeirri bók og svo auðvitað frá því hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Guðjón talaði um eftirfarandi bækur: Högni e. Auði Jónsdóttur Vandamál vina minna e. Hörpu Rún Kristjánsdóttur Sauðfjárbúskapur í Reykjavík e. Ólaf Dýrmundsson Ármann Kr. Einarsson, Indriði Úlfsson, Guðrún Helgadóttir, Arnaldur Indriðason og glæpasögur til dæmis eftir Stefán Mána og Evu Björg Ægisdóttur Brekkukotsannáll e. Halldór Laxness Tónlist í þættinum í dag: Norðurljós / Eyjólfur Kristjánsson (Gunnar Þórðarson og Ólafur Haukur Símonarson) Come Down Easy / Carole King (Carole King & Toni Sterne) Veronica / Cornelis Vreeswjik (Cornelis Vreeswijk) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/20/20230
Episode Artwork

Grindarbotninn, sextugasti vinkillinn og Guðjón lesandi

Dr. Þorgerður Sigurðardóttir er sérfræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfun með áherslu á grindarbotn. Hún lauk doktorsnámi árið 2020 þar sem rannsóknarefni hennar sneri að heilsu kvenna og áhrifum fæðingar á grindarbotn og einnig skoðaði hún hvort sjúkraþjálfun og fræðsla geti bætt heilsu og lífsgæði kvenna á þessu mikilvæga skeiði lífsins. Þorgerður kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um þetta. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag, þetta er sextugasti vinkillinn sem við fáum frá honum og þessi fjallar um pasta, kartöflur, slípivélar, Kanada og skáldið góða Káinn á síðustu línurnar. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Guðjón Ragnar Jónasson rithöfundur, þýðandi, búfræðingur og íslenskufræðingur. Það er nýútkomin bók eftir hann og Daníel Hansen sem heitir Forystufé og fólkið í landinu. Við fengum hann til að segja okkur aðeins frá þeirri bók og svo auðvitað frá því hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Guðjón talaði um eftirfarandi bækur: Högni e. Auði Jónsdóttur Vandamál vina minna e. Hörpu Rún Kristjánsdóttur Sauðfjárbúskapur í Reykjavík e. Ólaf Dýrmundsson Ármann Kr. Einarsson, Indriði Úlfsson, Guðrún Helgadóttir, Arnaldur Indriðason og glæpasögur til dæmis eftir Stefán Mána og Evu Björg Ægisdóttur Brekkukotsannáll e. Halldór Laxness Tónlist í þættinum í dag: Norðurljós / Eyjólfur Kristjánsson (Gunnar Þórðarson og Ólafur Haukur Símonarson) Come Down Easy / Carole King (Carole King & Toni Sterne) Veronica / Cornelis Vreeswjik (Cornelis Vreeswijk) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/20/20230
Episode Artwork

Grindarbotninn, sextugasti vinkillinn og Guðjón lesandi

Dr. Þorgerður Sigurðardóttir er sérfræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfun með áherslu á grindarbotn. Hún lauk doktorsnámi árið 2020 þar sem rannsóknarefni hennar sneri að heilsu kvenna og áhrifum fæðingar á grindarbotn og einnig skoðaði hún hvort sjúkraþjálfun og fræðsla geti bætt heilsu og lífsgæði kvenna á þessu mikilvæga skeiði lífsins. Þorgerður kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um þetta. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag, þetta er sextugasti vinkillinn sem við fáum frá honum og þessi fjallar um pasta, kartöflur, slípivélar, Kanada og skáldið góða Káinn á síðustu línurnar. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Guðjón Ragnar Jónasson rithöfundur, þýðandi, búfræðingur og íslenskufræðingur. Það er nýútkomin bók eftir hann og Daníel Hansen sem heitir Forystufé og fólkið í landinu. Við fengum hann til að segja okkur aðeins frá þeirri bók og svo auðvitað frá því hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Guðjón talaði um eftirfarandi bækur: Högni e. Auði Jónsdóttur Vandamál vina minna e. Hörpu Rún Kristjánsdóttur Sauðfjárbúskapur í Reykjavík e. Ólaf Dýrmundsson Ármann Kr. Einarsson, Indriði Úlfsson, Guðrún Helgadóttir, Arnaldur Indriðason og glæpasögur til dæmis eftir Stefán Mána og Evu Björg Ægisdóttur Brekkukotsannáll e. Halldór Laxness Tónlist í þættinum í dag: Norðurljós / Eyjólfur Kristjánsson (Gunnar Þórðarson og Ólafur Haukur Símonarson) Come Down Easy / Carole King (Carole King & Toni Sterne) Veronica / Cornelis Vreeswjik (Cornelis Vreeswijk) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/20/202350 minutes
Episode Artwork

Álfrún Helga föstudagsgestur og eftirréttaspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikkonan, sviðshöfundurinn og leikstjórinn Álfrún Helga Örnólfsdóttir. Hún hóf mjög ung að leika, bæði á sviði og fyrir framan kvikmyndavélar og þegar hún fór í leiklistarnám til London þá var hún þegar orðin reynslumikill leikari. Hún hefur leikið víða eftir útskrift en ferillinn hennar hefur tekið áhugaverðar beygjur undanfarin ár þar sem leikstjórnin og kvikmyndagerðin hafa tekið sífellt meira pláss í hennar lífi. Eins og hún orðar það sjálf þá gerðist það nánast óvart að hún fór að leikstýra í leikhúsi og nú eru æfinga hafnar á þriðja leikritinu í hennar leikstjórn, söngleikur í Borgarleikhúsinu, og svo var það líka að hennar sögn nánast óvart að hún leikstýrði kvikmynd sem hefur fengið góðar viðtökur á kvikmyndahátíðum út um allan heim og nú er hún að undirbúa sína aðra kvikmynd. Við fórum auðvitað með henni aftur í tímann í æskuna og uppvöxtinn og svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag. Í matarspjalli dagsins héldum áfram að spjalla um eftirrétti. Í síðustu viku vorum við í eftirréttum með nostalgísku ívafi, niðursoðnum ávöxtum og ís í sneiðum, en í dag fórum við um víðan völl og það segir sig eiginlega sjálfta að við sögu kom talsvert magn af sykri. Tónlist í þættinum í dag: Hagavagninn / Haukur Morthens (Jónas Jónasson og Ragnar Jóhannesson) Tick Tock / Aldous Harding (Hannah Sian Topp a.k.a. Aldous Harding) Forgiven / Alanis Morissette (Alanis Morissette & Glen Ballard) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/17/20230
Episode Artwork

Álfrún Helga föstudagsgestur og eftirréttaspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikkonan, sviðshöfundurinn og leikstjórinn Álfrún Helga Örnólfsdóttir. Hún hóf mjög ung að leika, bæði á sviði og fyrir framan kvikmyndavélar og þegar hún fór í leiklistarnám til London þá var hún þegar orðin reynslumikill leikari. Hún hefur leikið víða eftir útskrift en ferillinn hennar hefur tekið áhugaverðar beygjur undanfarin ár þar sem leikstjórnin og kvikmyndagerðin hafa tekið sífellt meira pláss í hennar lífi. Eins og hún orðar það sjálf þá gerðist það nánast óvart að hún fór að leikstýra í leikhúsi og nú eru æfinga hafnar á þriðja leikritinu í hennar leikstjórn, söngleikur í Borgarleikhúsinu, og svo var það líka að hennar sögn nánast óvart að hún leikstýrði kvikmynd sem hefur fengið góðar viðtökur á kvikmyndahátíðum út um allan heim og nú er hún að undirbúa sína aðra kvikmynd. Við fórum auðvitað með henni aftur í tímann í æskuna og uppvöxtinn og svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag. Í matarspjalli dagsins héldum áfram að spjalla um eftirrétti. Í síðustu viku vorum við í eftirréttum með nostalgísku ívafi, niðursoðnum ávöxtum og ís í sneiðum, en í dag fórum við um víðan völl og það segir sig eiginlega sjálfta að við sögu kom talsvert magn af sykri. Tónlist í þættinum í dag: Hagavagninn / Haukur Morthens (Jónas Jónasson og Ragnar Jóhannesson) Tick Tock / Aldous Harding (Hannah Sian Topp a.k.a. Aldous Harding) Forgiven / Alanis Morissette (Alanis Morissette & Glen Ballard) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/17/202350 minutes
Episode Artwork

Barnaþing, Hulda Jóhannsdóttir og herferð Amnesty

Þriðja barnaþing umboðsmanns barna verður haldið á morgun í Hörpu. Um 150 börn víðs vegar að af landinu, á aldrinum 11-15 ára, eru skráð til þingsins. Börnin sem þingið sækja verða með umræður um umfjöllunarefni sem börnin velja sjálf og niðurstöðurnar verða kynntar ríkisstjórn sem framlag til stefnumótunar í málefnum barna. Salvör Nordal umboðsmaður barna kom í þáttinn til að segja okkur betur frá þinginu, með henni komu Sigtryggur Máni Guðmundsson og Þórey María Kolbeins, þau eru bæði í grunnskóla, hún á Álftanesi og hann er frá Grindavík. Við heyrðum í Huldu Jóhannsdóttur í dag. Hún er leikskólastjóri í Grindavík og er í sömu stöðu og aðrir frá Grindavík, þurfti að yfirgefa heimilið sitt með hraði og veit ekki hvenær hún getur snúið aftur. Hún skrifaði stöðufærslu á Facebook þar sem hún talaði um samverustund þar sem skólafólk í Grindavík hittist og mikið hafi verið rætt um hugmyndir Almannavarna um að það þurfi að koma á skólahaldi sem fyrst. Hún segir að starfsfólk skólanna skilji það vel, að það sé mikilvægt fyrir börnin. En þau benda líka á að þau eru sjálf starfsfólkið á hrakhólum og í óvissu. Þau hafi líka upplifað áfall, eru búin að missa heimilin sín og eru jafnvel dreifð um landið, eins og aðrir Grindvíkingar. Því þurfi að huga að öllum þegar þessi mál eru rædd, auðvitað börnunum, en líka að starfsfólki skóla og leikskóla í Grindavík. Hulda kom til okkar í dag. Alþjóðlega herferðin Þitt nafn bjargar lífi stendur yfir á vegum Amnesty og Árni Kristjánsson og Bryndís Bjarnadóttir frá Íslandsdeild Amnesty komu í viðtal til okkar í dag og sögðu okkur frá málunum sem tekin eru fyrir í herferðinni í ár. Tónlist í þættinum í dag: Uppboð / Valgeir Guðjónsson (Valgeir Guðjónsson og Jóhannes úr Kötlum) Litli Fuglinn / Ólafur Þórarinsson (Ólafur Þórarinsson og Jón Thoroddsen) Hagi / Þorgrímur Jónsson (Þorgrímur Jónsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/16/20230
Episode Artwork

Barnaþing, Hulda Jóhannsdóttir og herferð Amnesty

Þriðja barnaþing umboðsmanns barna verður haldið á morgun í Hörpu. Um 150 börn víðs vegar að af landinu, á aldrinum 11-15 ára, eru skráð til þingsins. Börnin sem þingið sækja verða með umræður um umfjöllunarefni sem börnin velja sjálf og niðurstöðurnar verða kynntar ríkisstjórn sem framlag til stefnumótunar í málefnum barna. Salvör Nordal umboðsmaður barna kom í þáttinn til að segja okkur betur frá þinginu, með henni komu Sigtryggur Máni Guðmundsson og Þórey María Kolbeins, þau eru bæði í grunnskóla, hún á Álftanesi og hann er frá Grindavík. Við heyrðum í Huldu Jóhannsdóttur í dag. Hún er leikskólastjóri í Grindavík og er í sömu stöðu og aðrir frá Grindavík, þurfti að yfirgefa heimilið sitt með hraði og veit ekki hvenær hún getur snúið aftur. Hún skrifaði stöðufærslu á Facebook þar sem hún talaði um samverustund þar sem skólafólk í Grindavík hittist og mikið hafi verið rætt um hugmyndir Almannavarna um að það þurfi að koma á skólahaldi sem fyrst. Hún segir að starfsfólk skólanna skilji það vel, að það sé mikilvægt fyrir börnin. En þau benda líka á að þau eru sjálf starfsfólkið á hrakhólum og í óvissu. Þau hafi líka upplifað áfall, eru búin að missa heimilin sín og eru jafnvel dreifð um landið, eins og aðrir Grindvíkingar. Því þurfi að huga að öllum þegar þessi mál eru rædd, auðvitað börnunum, en líka að starfsfólki skóla og leikskóla í Grindavík. Hulda kom til okkar í dag. Alþjóðlega herferðin Þitt nafn bjargar lífi stendur yfir á vegum Amnesty og Árni Kristjánsson og Bryndís Bjarnadóttir frá Íslandsdeild Amnesty komu í viðtal til okkar í dag og sögðu okkur frá málunum sem tekin eru fyrir í herferðinni í ár. Tónlist í þættinum í dag: Uppboð / Valgeir Guðjónsson (Valgeir Guðjónsson og Jóhannes úr Kötlum) Litli Fuglinn / Ólafur Þórarinsson (Ólafur Þórarinsson og Jón Thoroddsen) Hagi / Þorgrímur Jónsson (Þorgrímur Jónsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/16/20230
Episode Artwork

Barnaþing, Hulda Jóhannsdóttir og herferð Amnesty

Þriðja barnaþing umboðsmanns barna verður haldið á morgun í Hörpu. Um 150 börn víðs vegar að af landinu, á aldrinum 11-15 ára, eru skráð til þingsins. Börnin sem þingið sækja verða með umræður um umfjöllunarefni sem börnin velja sjálf og niðurstöðurnar verða kynntar ríkisstjórn sem framlag til stefnumótunar í málefnum barna. Salvör Nordal umboðsmaður barna kom í þáttinn til að segja okkur betur frá þinginu, með henni komu Sigtryggur Máni Guðmundsson og Þórey María Kolbeins, þau eru bæði í grunnskóla, hún á Álftanesi og hann er frá Grindavík. Við heyrðum í Huldu Jóhannsdóttur í dag. Hún er leikskólastjóri í Grindavík og er í sömu stöðu og aðrir frá Grindavík, þurfti að yfirgefa heimilið sitt með hraði og veit ekki hvenær hún getur snúið aftur. Hún skrifaði stöðufærslu á Facebook þar sem hún talaði um samverustund þar sem skólafólk í Grindavík hittist og mikið hafi verið rætt um hugmyndir Almannavarna um að það þurfi að koma á skólahaldi sem fyrst. Hún segir að starfsfólk skólanna skilji það vel, að það sé mikilvægt fyrir börnin. En þau benda líka á að þau eru sjálf starfsfólkið á hrakhólum og í óvissu. Þau hafi líka upplifað áfall, eru búin að missa heimilin sín og eru jafnvel dreifð um landið, eins og aðrir Grindvíkingar. Því þurfi að huga að öllum þegar þessi mál eru rædd, auðvitað börnunum, en líka að starfsfólki skóla og leikskóla í Grindavík. Hulda kom til okkar í dag. Alþjóðlega herferðin Þitt nafn bjargar lífi stendur yfir á vegum Amnesty og Árni Kristjánsson og Bryndís Bjarnadóttir frá Íslandsdeild Amnesty komu í viðtal til okkar í dag og sögðu okkur frá málunum sem tekin eru fyrir í herferðinni í ár. Tónlist í þættinum í dag: Uppboð / Valgeir Guðjónsson (Valgeir Guðjónsson og Jóhannes úr Kötlum) Litli Fuglinn / Ólafur Þórarinsson (Ólafur Þórarinsson og Jón Thoroddsen) Hagi / Þorgrímur Jónsson (Þorgrímur Jónsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/16/202350 minutes
Episode Artwork

Fílalag með Sinfó, Ástvaldur Zenki og dansverk um breytingaskeiðið

Bergur Ebbi Benediktsson og Snorri Helgason hafa undanfarin ár verið með eitt vinsælasta hlaðvarp landsins, Fílalag, þar sem þeir taka fyrir eitt lag í hverjum þætti og bókstaflega fíla það á bráðfyndinn og líka fróðlegan hátt. Þeir hafa svo til dæmis gert Fílalagsþætti í sjónvarpinu auk þess að vera á sviði fyrir framan fulla sali af áhorfendum en annað kvöld ætlar þeir stíga á svið Elborgarsals Hörpu ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Nú á að fíla klassíkina. Snorri og Bergur ætla að segja okkur frá því hvernig þetta kom til og hvað þarna mun fara fram. Björk Þorgrímsdóttir starfsnemi hér á Rás 1 spjallaði við Ástvald Zenka Traustason kennara og prest um jólastress, hvernig hægt er að eiga við erfiðar tilfinningar og námskeið sem hann sat hjá Gabor Mate. Við heyrum viðtal Bjarkar við Ástvald hér á eftir. Við heyrum svo í Lovísu Ósk Gunnarsdóttur dansara og danshöfundi þar sem hún er stödd í Wiesbaden í Þýskalandi. En hún hefur verið á sýningarferðalagi með sýningu sína When the Bleeding Stops þar sem rannskar breytingaskeiðið og fjallar til dæmis um þögnina og skömmina sem virðist einkenna þetta umfjöllunarefni í vestrænu samfélagi og persónulega reynslu sína af því að eldast sem dansari. Lovísa segir okkur frekar frá sýningunni og þeim konum sem hún fékk til að gera þessa sýningu með sér hér á eftir. Tónlist í þættinum í dag: Love and Marriage / Frank Sinatra (Jimmy Van Heusen & Sammy Cahn) Skólavörðuholtið / Selma Guðmundsdóttir(Atli Heimir-Þórbergur Þórðarsson) Blackbird / Beatles (Lennon og McCartney) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/15/20230
Episode Artwork

Fílalag með Sinfó, Ástvaldur Zenki og dansverk um breytingaskeiðið

Bergur Ebbi Benediktsson og Snorri Helgason hafa undanfarin ár verið með eitt vinsælasta hlaðvarp landsins, Fílalag, þar sem þeir taka fyrir eitt lag í hverjum þætti og bókstaflega fíla það á bráðfyndinn og líka fróðlegan hátt. Þeir hafa svo til dæmis gert Fílalagsþætti í sjónvarpinu auk þess að vera á sviði fyrir framan fulla sali af áhorfendum en annað kvöld ætlar þeir stíga á svið Elborgarsals Hörpu ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Nú á að fíla klassíkina. Snorri og Bergur ætla að segja okkur frá því hvernig þetta kom til og hvað þarna mun fara fram. Björk Þorgrímsdóttir starfsnemi hér á Rás 1 spjallaði við Ástvald Zenka Traustason kennara og prest um jólastress, hvernig hægt er að eiga við erfiðar tilfinningar og námskeið sem hann sat hjá Gabor Mate. Við heyrum viðtal Bjarkar við Ástvald hér á eftir. Við heyrum svo í Lovísu Ósk Gunnarsdóttur dansara og danshöfundi þar sem hún er stödd í Wiesbaden í Þýskalandi. En hún hefur verið á sýningarferðalagi með sýningu sína When the Bleeding Stops þar sem rannskar breytingaskeiðið og fjallar til dæmis um þögnina og skömmina sem virðist einkenna þetta umfjöllunarefni í vestrænu samfélagi og persónulega reynslu sína af því að eldast sem dansari. Lovísa segir okkur frekar frá sýningunni og þeim konum sem hún fékk til að gera þessa sýningu með sér hér á eftir. Tónlist í þættinum í dag: Love and Marriage / Frank Sinatra (Jimmy Van Heusen & Sammy Cahn) Skólavörðuholtið / Selma Guðmundsdóttir(Atli Heimir-Þórbergur Þórðarsson) Blackbird / Beatles (Lennon og McCartney) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/15/202350 minutes
Episode Artwork

Ráðstefna gegn hatursorðræðu, Kurt Weill og 60 ár frá Surtsey

Á fimmtudaginn verður norræn ráðstefna á vegum Mennta- og barnamálaráðuneytinu þar sem rætt verður um hvernig réttinda- og lýðræðislegt skólaumhverfi getur unnið gegn hatursorðræðu í skólum. Þar verður rætt um fordóma og hatursorðræðu á Íslandi, einkum er snýr að skólasamfélaginu og áskoranir og tækifæri sem felast í tjáningarfrelsinu, möguleg úrræði og hvað hefur reynst vel á hinum Norðurlöndunum. Þeir Guðni Olgeirsson, sérfræðingur í mennta- og barnamálaráðuneytinu og Ólafur Páll Jónsson, prófessor í heimspeki í deild menntunar og margbreytileika hjá HÍ, komu í þáttinn í dag og sögðu okkur meira frá því sem þarna verður rætt. Kurt Weill hefur sérstöðu í tónlistarsögu Vesturlanda fyrir að hafa verið jafnvígur á sígilda tónlist og jazz en hann er þó sennilega þekktastur fyrir leikhústónlistina sem hann samdi ásamt Bertolt Brecht. Weill var þýskur gyðingur sem upplifði báðar heimstyrjaldir og flúði Þýskaland til New York þar sem hann samdi fyrir Broadway og vann með mönnum á borð við Ira Gershwin. Þórdís Gerður Jónsdóttir sellóleikari mun flytja nýjar útsetningar sínar á lögum eftir Kurt Weill í Björtuloftum á morgun ásamt hljómsveit, en hún segist vera nánast með þráhyggju fyrir tónskáldinu. Þórdís sagði okkur frá Weill í þættinum í dag. Svo kom Einar Sveinbjörnsson til okkar í veðurspjallið. Í dag eru 60 ár liðin frá því að Surtseyjargossins varð vart, sem er auðvitað merkilegt miðað við hvað gengur á í dag á Reykjanesi. Einar fór með okkur yfir hvað gerðist þar, skoðaði það í samhengi þess sem er að gerast við Grindavík og hvernig tímarnir hafa breyst og tæknin og þekkingin aukist. Tónlist í þættinum í dag: Við eigum samleið / Ellý Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálms (Sigfús Halldórsson og Tómas Guðmundsson Youkali / Uti Lemper (Kurt Weill & Roger Fernay) Let Your Loss Be Your Lesson / Alison Krauss og Robert Plant (Milt Campbell) Surtseyjarríma / Savanna tríóið (Þórir Baldursson og Sigurður Þórarinsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/14/20230
Episode Artwork

Ráðstefna gegn hatursorðræðu, Kurt Weill og 60 ár frá Surtsey

Á fimmtudaginn verður norræn ráðstefna á vegum Mennta- og barnamálaráðuneytinu þar sem rætt verður um hvernig réttinda- og lýðræðislegt skólaumhverfi getur unnið gegn hatursorðræðu í skólum. Þar verður rætt um fordóma og hatursorðræðu á Íslandi, einkum er snýr að skólasamfélaginu og áskoranir og tækifæri sem felast í tjáningarfrelsinu, möguleg úrræði og hvað hefur reynst vel á hinum Norðurlöndunum. Þeir Guðni Olgeirsson, sérfræðingur í mennta- og barnamálaráðuneytinu og Ólafur Páll Jónsson, prófessor í heimspeki í deild menntunar og margbreytileika hjá HÍ, komu í þáttinn í dag og sögðu okkur meira frá því sem þarna verður rætt. Kurt Weill hefur sérstöðu í tónlistarsögu Vesturlanda fyrir að hafa verið jafnvígur á sígilda tónlist og jazz en hann er þó sennilega þekktastur fyrir leikhústónlistina sem hann samdi ásamt Bertolt Brecht. Weill var þýskur gyðingur sem upplifði báðar heimstyrjaldir og flúði Þýskaland til New York þar sem hann samdi fyrir Broadway og vann með mönnum á borð við Ira Gershwin. Þórdís Gerður Jónsdóttir sellóleikari mun flytja nýjar útsetningar sínar á lögum eftir Kurt Weill í Björtuloftum á morgun ásamt hljómsveit, en hún segist vera nánast með þráhyggju fyrir tónskáldinu. Þórdís sagði okkur frá Weill í þættinum í dag. Svo kom Einar Sveinbjörnsson til okkar í veðurspjallið. Í dag eru 60 ár liðin frá því að Surtseyjargossins varð vart, sem er auðvitað merkilegt miðað við hvað gengur á í dag á Reykjanesi. Einar fór með okkur yfir hvað gerðist þar, skoðaði það í samhengi þess sem er að gerast við Grindavík og hvernig tímarnir hafa breyst og tæknin og þekkingin aukist. Tónlist í þættinum í dag: Við eigum samleið / Ellý Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálms (Sigfús Halldórsson og Tómas Guðmundsson Youkali / Uti Lemper (Kurt Weill & Roger Fernay) Let Your Loss Be Your Lesson / Alison Krauss og Robert Plant (Milt Campbell) Surtseyjarríma / Savanna tríóið (Þórir Baldursson og Sigurður Þórarinsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/14/20230
Episode Artwork

Ráðstefna gegn hatursorðræðu, Kurt Weill og 60 ár frá Surtsey

Á fimmtudaginn verður norræn ráðstefna á vegum Mennta- og barnamálaráðuneytinu þar sem rætt verður um hvernig réttinda- og lýðræðislegt skólaumhverfi getur unnið gegn hatursorðræðu í skólum. Þar verður rætt um fordóma og hatursorðræðu á Íslandi, einkum er snýr að skólasamfélaginu og áskoranir og tækifæri sem felast í tjáningarfrelsinu, möguleg úrræði og hvað hefur reynst vel á hinum Norðurlöndunum. Þeir Guðni Olgeirsson, sérfræðingur í mennta- og barnamálaráðuneytinu og Ólafur Páll Jónsson, prófessor í heimspeki í deild menntunar og margbreytileika hjá HÍ, komu í þáttinn í dag og sögðu okkur meira frá því sem þarna verður rætt. Kurt Weill hefur sérstöðu í tónlistarsögu Vesturlanda fyrir að hafa verið jafnvígur á sígilda tónlist og jazz en hann er þó sennilega þekktastur fyrir leikhústónlistina sem hann samdi ásamt Bertolt Brecht. Weill var þýskur gyðingur sem upplifði báðar heimstyrjaldir og flúði Þýskaland til New York þar sem hann samdi fyrir Broadway og vann með mönnum á borð við Ira Gershwin. Þórdís Gerður Jónsdóttir sellóleikari mun flytja nýjar útsetningar sínar á lögum eftir Kurt Weill í Björtuloftum á morgun ásamt hljómsveit, en hún segist vera nánast með þráhyggju fyrir tónskáldinu. Þórdís sagði okkur frá Weill í þættinum í dag. Svo kom Einar Sveinbjörnsson til okkar í veðurspjallið. Í dag eru 60 ár liðin frá því að Surtseyjargossins varð vart, sem er auðvitað merkilegt miðað við hvað gengur á í dag á Reykjanesi. Einar fór með okkur yfir hvað gerðist þar, skoðaði það í samhengi þess sem er að gerast við Grindavík og hvernig tímarnir hafa breyst og tæknin og þekkingin aukist. Tónlist í þættinum í dag: Við eigum samleið / Ellý Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálms (Sigfús Halldórsson og Tómas Guðmundsson Youkali / Uti Lemper (Kurt Weill & Roger Fernay) Let Your Loss Be Your Lesson / Alison Krauss og Robert Plant (Milt Campbell) Surtseyjarríma / Savanna tríóið (Þórir Baldursson og Sigurður Þórarinsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/14/202350 minutes
Episode Artwork

Ingibjörg Jónsdóttir, Don Kíkóti og Ævar Örn lesandinn

Í tilefni af níræðisafmæli Ingibjargar Jónsdóttur verður efnt til samkomu í Gunnarshúsi 14. nóvember n.k. þar sem fjallað verður um hana sem rithöfund og þýðanda. Ingibjörg dó árið 1986, en eftir hana liggur talsvert höfundarverk sem reynt verður að gera skil í stuttri dagskrá. Meðfram heimilisstörfum og uppeldi sex barna vann Ingibjörg sem blaðamaður en einnig við þýðingar og önnur ritstörf. Hún skrifaði barnabækur, ungmennabækur, bækur fyrir fullorðna, smásögur og leikrit, þýddi tugi bóka af ýmsum gerðum og var þýðandi hjá Sjónvarpinu árum saman. Tvö af börnum Ingibjargar, Árni Mattíasson og Hólmfríður Matthíasdóttir komu í þáttinn í dag og sögðu okkur frekar frá móður sinni og samkomunni. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í þetta sinn lagði Guðjón vinkilinn við Don Kíkóta og þá sígildu spurningu hvort rétt sé að farga bókum sem taka upp mikið pláss í hugum og híbýlum fólks. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ævar Örn Jósepsson fréttamaður og rithöfundur. Hann hefur unnið við dagskrárgerð og fréttir í útvarpi, var blaðamaður auk þess að vinna að þýðingum, skrifa bækur og handrit. En hann kom auðvitað til okkar til að segja okkur frá því hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Ævar talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Ást og glæpur e. Davíð Draumland (líklega Steindór Sigurðsson) A Heart full of Headstones e. Ian Rankin Sjöwahl og Wahlöö Arnald Indriðason, Yrsu Sigurðardóttur og fleiri Tónlist í þættinum í dag: Gvendur á eyrinni / Rúnar Gunnarsson(Dátar) (Rúnar Gunnarsson og Þorsteinn Eggertsson) Been to Canaan / Carole King (Carole King) Whistling away the dark / Julie Andrews (Henry Mancini & Johnny Mercer) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/13/20230
Episode Artwork

Ingibjörg Jónsdóttir, Don Kíkóti og Ævar Örn lesandinn

Í tilefni af níræðisafmæli Ingibjargar Jónsdóttur verður efnt til samkomu í Gunnarshúsi 14. nóvember n.k. þar sem fjallað verður um hana sem rithöfund og þýðanda. Ingibjörg dó árið 1986, en eftir hana liggur talsvert höfundarverk sem reynt verður að gera skil í stuttri dagskrá. Meðfram heimilisstörfum og uppeldi sex barna vann Ingibjörg sem blaðamaður en einnig við þýðingar og önnur ritstörf. Hún skrifaði barnabækur, ungmennabækur, bækur fyrir fullorðna, smásögur og leikrit, þýddi tugi bóka af ýmsum gerðum og var þýðandi hjá Sjónvarpinu árum saman. Tvö af börnum Ingibjargar, Árni Mattíasson og Hólmfríður Matthíasdóttir komu í þáttinn í dag og sögðu okkur frekar frá móður sinni og samkomunni. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í þetta sinn lagði Guðjón vinkilinn við Don Kíkóta og þá sígildu spurningu hvort rétt sé að farga bókum sem taka upp mikið pláss í hugum og híbýlum fólks. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ævar Örn Jósepsson fréttamaður og rithöfundur. Hann hefur unnið við dagskrárgerð og fréttir í útvarpi, var blaðamaður auk þess að vinna að þýðingum, skrifa bækur og handrit. En hann kom auðvitað til okkar til að segja okkur frá því hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Ævar talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Ást og glæpur e. Davíð Draumland (líklega Steindór Sigurðsson) A Heart full of Headstones e. Ian Rankin Sjöwahl og Wahlöö Arnald Indriðason, Yrsu Sigurðardóttur og fleiri Tónlist í þættinum í dag: Gvendur á eyrinni / Rúnar Gunnarsson(Dátar) (Rúnar Gunnarsson og Þorsteinn Eggertsson) Been to Canaan / Carole King (Carole King) Whistling away the dark / Julie Andrews (Henry Mancini & Johnny Mercer) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/13/202350 minutes
Episode Artwork

Arnmundur Ernst föstudagsgestur og eftirrétta nostalgía

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikarinn og nú tónlistarmaðurinn Arnmundur Ernst Backman Björnsson. Leiklistin er honum í blóð borin, hann hóf ungur að leika og það talsvert mikið, bæði á sviði og fyrir framan myndavélar. Og eftir leiklistarnám og hefur hann haldið áfram að leika í fjölda verkefna á sviðsfjölum og skjánum. Nú í vor söðlaði Arnmundur um og hóf sólóferil í tónlist og gaf út sitt fyrsta lag. Við fórum með Arnmundi aftur í tímann á æskuslóðirnar á Bráðræðisholtinu og norður til Dalvíkur og svo fórum við á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag. Í matarspjalli dagsins ræddi Sigurlaug Margrét við okkur um eftirrétti. Og þá helst eftirrétti tengda gömlum og góðum minningum og nostalgíu. Niðursuðudósir komu talsvert við sögu. Tónlist í þættinum í dag: Litla lagið / Sigrún Harðardóttir (erl. Lag, texti Ómar Ragnarson) Gangi þér allt að sólu / Arnmundur (Arnmundur Ernst Backman Björnsson) Won?t get fooled again / The Who (Pete Townshend) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/10/20230
Episode Artwork

Arnmundur Ernst föstudagsgestur og eftirrétta nostalgía

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikarinn og nú tónlistarmaðurinn Arnmundur Ernst Backman Björnsson. Leiklistin er honum í blóð borin, hann hóf ungur að leika og það talsvert mikið, bæði á sviði og fyrir framan myndavélar. Og eftir leiklistarnám og hefur hann haldið áfram að leika í fjölda verkefna á sviðsfjölum og skjánum. Nú í vor söðlaði Arnmundur um og hóf sólóferil í tónlist og gaf út sitt fyrsta lag. Við fórum með Arnmundi aftur í tímann á æskuslóðirnar á Bráðræðisholtinu og norður til Dalvíkur og svo fórum við á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag. Í matarspjalli dagsins ræddi Sigurlaug Margrét við okkur um eftirrétti. Og þá helst eftirrétti tengda gömlum og góðum minningum og nostalgíu. Niðursuðudósir komu talsvert við sögu. Tónlist í þættinum í dag: Litla lagið / Sigrún Harðardóttir (erl. Lag, texti Ómar Ragnarson) Gangi þér allt að sólu / Arnmundur (Arnmundur Ernst Backman Björnsson) Won?t get fooled again / The Who (Pete Townshend) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/10/20230
Episode Artwork

Arnmundur Ernst föstudagsgestur og eftirrétta nostalgía

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikarinn og nú tónlistarmaðurinn Arnmundur Ernst Backman Björnsson. Leiklistin er honum í blóð borin, hann hóf ungur að leika og það talsvert mikið, bæði á sviði og fyrir framan myndavélar. Og eftir leiklistarnám og hefur hann haldið áfram að leika í fjölda verkefna á sviðsfjölum og skjánum. Nú í vor söðlaði Arnmundur um og hóf sólóferil í tónlist og gaf út sitt fyrsta lag. Við fórum með Arnmundi aftur í tímann á æskuslóðirnar á Bráðræðisholtinu og norður til Dalvíkur og svo fórum við á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag. Í matarspjalli dagsins ræddi Sigurlaug Margrét við okkur um eftirrétti. Og þá helst eftirrétti tengda gömlum og góðum minningum og nostalgíu. Niðursuðudósir komu talsvert við sögu. Tónlist í þættinum í dag: Litla lagið / Sigrún Harðardóttir (erl. Lag, texti Ómar Ragnarson) Gangi þér allt að sólu / Arnmundur (Arnmundur Ernst Backman Björnsson) Won?t get fooled again / The Who (Pete Townshend) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/10/202350 minutes
Episode Artwork

Útkallsbækurnar í 30 ár og Napóleon

Útkallsbækur Óttars Sveinssonar hafa verið gríðarlega vinsælar í næstum þrjá áratugi. Fyrsta bókin kom út árið 1994 og þrítugasta bókin, Útkall - Mayday - erum að sökkva! var að koma út. Bækurnar segja sannar sögur úr íslenskum raunveruleika og miðað við móttökurnar þá hafa þær hitt beint í mark hjá íslenskum lesendum, auk þess að hafa verið einnig gefnar út í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Danmörku og Hollandi. Óttar kom í þáttinn í dag og ræddi við okkur um útkallsævintýrið í þrjátíu ár. Á næstunni verður frumsýnd ný stórmynd um Napóleon eftir breska leikstjórann Ridley Scott, þar sem Joaquin Phoenix fer með hlutverk Napóleons. Napóleon er auðvitað ein frægasta persóna mannkynssögunnar en það er ekki víst að allir viti mikið um hann. Illugi Jökulsson kom til okkar í dag og fræddi okkur um Napóleon en hann stjórnar námskeiði á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands um einmitt þetta efni, Napóleon. Tónlist í þættinum í dag: Án þín / Bubbi og Katrín Halldóra (Bubbi Morthens) Moon River / Melody Gardot (Henry Mancini & Johnny Mercer) Napoleon / Blossom Dearie & Russell Garcia (Harold Arlen & Yip Harburg) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/9/20230
Episode Artwork

Útkallsbækurnar í 30 ár og Napóleon

Útkallsbækur Óttars Sveinssonar hafa verið gríðarlega vinsælar í næstum þrjá áratugi. Fyrsta bókin kom út árið 1994 og þrítugasta bókin, Útkall - Mayday - erum að sökkva! var að koma út. Bækurnar segja sannar sögur úr íslenskum raunveruleika og miðað við móttökurnar þá hafa þær hitt beint í mark hjá íslenskum lesendum, auk þess að hafa verið einnig gefnar út í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Danmörku og Hollandi. Óttar kom í þáttinn í dag og ræddi við okkur um útkallsævintýrið í þrjátíu ár. Á næstunni verður frumsýnd ný stórmynd um Napóleon eftir breska leikstjórann Ridley Scott, þar sem Joaquin Phoenix fer með hlutverk Napóleons. Napóleon er auðvitað ein frægasta persóna mannkynssögunnar en það er ekki víst að allir viti mikið um hann. Illugi Jökulsson kom til okkar í dag og fræddi okkur um Napóleon en hann stjórnar námskeiði á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands um einmitt þetta efni, Napóleon. Tónlist í þættinum í dag: Án þín / Bubbi og Katrín Halldóra (Bubbi Morthens) Moon River / Melody Gardot (Henry Mancini & Johnny Mercer) Napoleon / Blossom Dearie & Russell Garcia (Harold Arlen & Yip Harburg) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/9/202350 minutes
Episode Artwork

Tónlist og heilabilun, upphrópunarmerkið og og póstkort

Magnea Tómasdóttir söngkona hefur um árabil helgað sig tónlistarstörfum með eldra fólki og fólki sem er með heilabilunarsjúkdóm. Hún kennir námskeiðið Tónlist og heilabilun og býður upp á tónlistarnámskeið í Seiglunni hjá Alzheimersamtökunum og heldur námskeið hjá Mími fyrir starfsfólk hjúkrunarheimila og aðstandendur heilabilaðra um það hvernig hægt er að nota tónlist í umönnun fólks. Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins, kom til okkar í dag og við ræddum við hana um upphrópunarmerkið. Nú á tímum samfélagsmiðla, þar sem fólk skrifar færslur um allt milli himins og jarðar, allt frá því að auglýsa fjáröflun fyrir skólaferð barna sinna til alls þess sem helst brennur á þeim og stærstu hitamála samtímans. Það er mjög áhugavert að skoða mismunandi notkun fólks á upphrópunarmerkinu. Sum nota það óspart, jafnvel mörg í einu, eftir nánast hverja einustu setningu, á meðan önnur nota það talsvert minna og jafnvel ekki. Anna ræddi við okkur um upphrópunarmerkið, merkingu þess, notkun og sögu í þættinum. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Það hefur verið erfiður tími undanfarið í Eyjum, samgöngur strjálar, ÍBV fallið um deild og veiðibann á lundanum blasir við. Magnús segir frá þessu og æðruleysi eyjaskeggja gagnvart mótlætinu. Hann segir líka frá heimsóknum sínum til Liverpool til að fara á slóðir Bítlanna. Fyrst 1978 og svo aftur 2015. Tónlist í þættinum í dag: Herra Reykjavík / Stuðmenn (Sigurður Bjóla Garðarsson og Valgeir Guðjónsson) Violently Happy / Björk (Björk Guðmundsdóttir & N. Hooper) Þú komst við hjartað í mér / Hjaltalín (Páll Óskar Hjálmtýsson og Toggi) Alelda / Nýdönsk (Daníel Ágúst Haraldsson og Jón Ólafsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/8/20230
Episode Artwork

Tónlist og heilabilun, upphrópunarmerkið og og póstkort

Magnea Tómasdóttir söngkona hefur um árabil helgað sig tónlistarstörfum með eldra fólki og fólki sem er með heilabilunarsjúkdóm. Hún kennir námskeiðið Tónlist og heilabilun og býður upp á tónlistarnámskeið í Seiglunni hjá Alzheimersamtökunum og heldur námskeið hjá Mími fyrir starfsfólk hjúkrunarheimila og aðstandendur heilabilaðra um það hvernig hægt er að nota tónlist í umönnun fólks. Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins, kom til okkar í dag og við ræddum við hana um upphrópunarmerkið. Nú á tímum samfélagsmiðla, þar sem fólk skrifar færslur um allt milli himins og jarðar, allt frá því að auglýsa fjáröflun fyrir skólaferð barna sinna til alls þess sem helst brennur á þeim og stærstu hitamála samtímans. Það er mjög áhugavert að skoða mismunandi notkun fólks á upphrópunarmerkinu. Sum nota það óspart, jafnvel mörg í einu, eftir nánast hverja einustu setningu, á meðan önnur nota það talsvert minna og jafnvel ekki. Anna ræddi við okkur um upphrópunarmerkið, merkingu þess, notkun og sögu í þættinum. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Það hefur verið erfiður tími undanfarið í Eyjum, samgöngur strjálar, ÍBV fallið um deild og veiðibann á lundanum blasir við. Magnús segir frá þessu og æðruleysi eyjaskeggja gagnvart mótlætinu. Hann segir líka frá heimsóknum sínum til Liverpool til að fara á slóðir Bítlanna. Fyrst 1978 og svo aftur 2015. Tónlist í þættinum í dag: Herra Reykjavík / Stuðmenn (Sigurður Bjóla Garðarsson og Valgeir Guðjónsson) Violently Happy / Björk (Björk Guðmundsdóttir & N. Hooper) Þú komst við hjartað í mér / Hjaltalín (Páll Óskar Hjálmtýsson og Toggi) Alelda / Nýdönsk (Daníel Ágúst Haraldsson og Jón Ólafsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/8/20230
Episode Artwork

Tónlist og heilabilun, upphrópunarmerkið og og póstkort

Magnea Tómasdóttir söngkona hefur um árabil helgað sig tónlistarstörfum með eldra fólki og fólki sem er með heilabilunarsjúkdóm. Hún kennir námskeiðið Tónlist og heilabilun og býður upp á tónlistarnámskeið í Seiglunni hjá Alzheimersamtökunum og heldur námskeið hjá Mími fyrir starfsfólk hjúkrunarheimila og aðstandendur heilabilaðra um það hvernig hægt er að nota tónlist í umönnun fólks. Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins, kom til okkar í dag og við ræddum við hana um upphrópunarmerkið. Nú á tímum samfélagsmiðla, þar sem fólk skrifar færslur um allt milli himins og jarðar, allt frá því að auglýsa fjáröflun fyrir skólaferð barna sinna til alls þess sem helst brennur á þeim og stærstu hitamála samtímans. Það er mjög áhugavert að skoða mismunandi notkun fólks á upphrópunarmerkinu. Sum nota það óspart, jafnvel mörg í einu, eftir nánast hverja einustu setningu, á meðan önnur nota það talsvert minna og jafnvel ekki. Anna ræddi við okkur um upphrópunarmerkið, merkingu þess, notkun og sögu í þættinum. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Það hefur verið erfiður tími undanfarið í Eyjum, samgöngur strjálar, ÍBV fallið um deild og veiðibann á lundanum blasir við. Magnús segir frá þessu og æðruleysi eyjaskeggja gagnvart mótlætinu. Hann segir líka frá heimsóknum sínum til Liverpool til að fara á slóðir Bítlanna. Fyrst 1978 og svo aftur 2015. Tónlist í þættinum í dag: Herra Reykjavík / Stuðmenn (Sigurður Bjóla Garðarsson og Valgeir Guðjónsson) Violently Happy / Björk (Björk Guðmundsdóttir & N. Hooper) Þú komst við hjartað í mér / Hjaltalín (Páll Óskar Hjálmtýsson og Toggi) Alelda / Nýdönsk (Daníel Ágúst Haraldsson og Jón Ólafsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/8/202354 minutes, 1 second
Episode Artwork

Fjármál við starfslok, Hjartans mál og krónískar bólgur

Lilja Lind Pálsdóttir, viðskipta- og hagfræðingur og sérfræðingur í lífeyrismálum, stýrir námskeiðinu Á tímamótum - fjármál við starfslok hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Markmið námskeiðsins er að aðstoða fólk við að undirbúa sig fyrir starfslok og þær breytingar sem verða eftir að störfum lýkur. Það er ýmislegt sem hafa ber í huga og mikilvægt er að skoða hvaða möguleikar eru í boði og hvað ber að varast. Lilja Lind sagði okkur meira frá þessu í þættinum. Hjartans mál er heiti á heildstæðu verki sem samanstendur af 12 lögum, sérstök fjölskylduplata þar sem áhersla er lögð á hvíld, tilfinningar og tengsl. Boðskapurinn er fallegur og uppbyggjandi og við forvitnuðumst nánar um þetta verkefni hjá Hólmfríði Samúelsdóttur í dag. Í Heilsuspjallinu talaði Jóhanna Vilhjálms um bólgur sem eru undirliggjandi í öllum helstu sjúkdómunum, um bólguminnkandi og bólguaukandi mat og krónískar bólgur. Hvað veldur og hvernig spilar fæðan okkar í þetta? Tónlist í þættinum í dag: Út á stoppustöð / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon) Your Long Journey / Allison Krauss & Robert Plant (Arthel Lane Watson & Rosalie Watson) Pínu eins og... / Hófí Samúels og TÖFRAR VERÐA TIL (Hólmfríður Samúelsdóttir) Latin snowfall / Henry Mancini and his orchestra (Henry Mancini) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/7/20230
Episode Artwork

Fjármál við starfslok, Hjartans mál og krónískar bólgur

Lilja Lind Pálsdóttir, viðskipta- og hagfræðingur og sérfræðingur í lífeyrismálum, stýrir námskeiðinu Á tímamótum - fjármál við starfslok hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Markmið námskeiðsins er að aðstoða fólk við að undirbúa sig fyrir starfslok og þær breytingar sem verða eftir að störfum lýkur. Það er ýmislegt sem hafa ber í huga og mikilvægt er að skoða hvaða möguleikar eru í boði og hvað ber að varast. Lilja Lind sagði okkur meira frá þessu í þættinum. Hjartans mál er heiti á heildstæðu verki sem samanstendur af 12 lögum, sérstök fjölskylduplata þar sem áhersla er lögð á hvíld, tilfinningar og tengsl. Boðskapurinn er fallegur og uppbyggjandi og við forvitnuðumst nánar um þetta verkefni hjá Hólmfríði Samúelsdóttur í dag. Í Heilsuspjallinu talaði Jóhanna Vilhjálms um bólgur sem eru undirliggjandi í öllum helstu sjúkdómunum, um bólguminnkandi og bólguaukandi mat og krónískar bólgur. Hvað veldur og hvernig spilar fæðan okkar í þetta? Tónlist í þættinum í dag: Út á stoppustöð / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon) Your Long Journey / Allison Krauss & Robert Plant (Arthel Lane Watson & Rosalie Watson) Pínu eins og... / Hófí Samúels og TÖFRAR VERÐA TIL (Hólmfríður Samúelsdóttir) Latin snowfall / Henry Mancini and his orchestra (Henry Mancini) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/7/202350 minutes
Episode Artwork

Hugleiðsla, rafmagnsvinkill og Jónína lesandinn

Kulnun á vinnustöðum er ein stærsta áskorun atvinnulífsins í dag. Rannsóknir Prósent sýna að 10% starfsfólks upplifir mikla tilfinningalega örmögnun. Stress, álag og kvíði er í sífellt meira mæli að keyra fólk í þrot. Hofið er jafnvægissetur sem hjálpar vinnustöðum að bæta geðheilbrigði starfsfólks og standa til dæmis að hugleiðslu í streymi fyrir vinnustaði. Agnes Andrésdóttir, eigandi Hofsins, og Guðmundur Arnar frá Akademias, komu í þáttinn í dag. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag eins og aðra mánudaga. Í dag lagði hann vinkilinn við rafmagnið, sem við tökum flest sem sjálfsögðum hlut og leiðum ekki hugann að, nema þegar það er ekki til staðar. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Jónína Leósdóttir, en hún á 35 ára rithöfundarafmæli þessa dagana og er að gefa út nýja bók, Þvingun. Við fáum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Jónína talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Sumarblóm og heimsins grjót e. Sigríði Ölbu Sigurðardóttir Mömmuskipti! E. Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur Strange Sally Diamond e. Liz Nugent The Madness og Grief e. Richard Coles Enyd Blyton, Ernest Hemingway, John Steinbeck og Guðberg Bergsson Tónlist í þættinum í dag: Vietäviä / Värtinää (M. Kaasinen & M. Kallio) Starting over / Chris Stapelton (Chris Stapelton & Mike Henderson) Útþrá / Kristjana Arngrímsdóttir (Kristjana Arngrímsdóttir-Elísabet Geirmundsdóttir) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/6/20230
Episode Artwork

Hugleiðsla, rafmagnsvinkill og Jónína lesandinn

Kulnun á vinnustöðum er ein stærsta áskorun atvinnulífsins í dag. Rannsóknir Prósent sýna að 10% starfsfólks upplifir mikla tilfinningalega örmögnun. Stress, álag og kvíði er í sífellt meira mæli að keyra fólk í þrot. Hofið er jafnvægissetur sem hjálpar vinnustöðum að bæta geðheilbrigði starfsfólks og standa til dæmis að hugleiðslu í streymi fyrir vinnustaði. Agnes Andrésdóttir, eigandi Hofsins, og Guðmundur Arnar frá Akademias, komu í þáttinn í dag. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag eins og aðra mánudaga. Í dag lagði hann vinkilinn við rafmagnið, sem við tökum flest sem sjálfsögðum hlut og leiðum ekki hugann að, nema þegar það er ekki til staðar. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Jónína Leósdóttir, en hún á 35 ára rithöfundarafmæli þessa dagana og er að gefa út nýja bók, Þvingun. Við fáum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Jónína talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Sumarblóm og heimsins grjót e. Sigríði Ölbu Sigurðardóttir Mömmuskipti! E. Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur Strange Sally Diamond e. Liz Nugent The Madness og Grief e. Richard Coles Enyd Blyton, Ernest Hemingway, John Steinbeck og Guðberg Bergsson Tónlist í þættinum í dag: Vietäviä / Värtinää (M. Kaasinen & M. Kallio) Starting over / Chris Stapelton (Chris Stapelton & Mike Henderson) Útþrá / Kristjana Arngrímsdóttir (Kristjana Arngrímsdóttir-Elísabet Geirmundsdóttir) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/6/20230
Episode Artwork

Hugleiðsla, rafmagnsvinkill og Jónína lesandinn

Kulnun á vinnustöðum er ein stærsta áskorun atvinnulífsins í dag. Rannsóknir Prósent sýna að 10% starfsfólks upplifir mikla tilfinningalega örmögnun. Stress, álag og kvíði er í sífellt meira mæli að keyra fólk í þrot. Hofið er jafnvægissetur sem hjálpar vinnustöðum að bæta geðheilbrigði starfsfólks og standa til dæmis að hugleiðslu í streymi fyrir vinnustaði. Agnes Andrésdóttir, eigandi Hofsins, og Guðmundur Arnar frá Akademias, komu í þáttinn í dag. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag eins og aðra mánudaga. Í dag lagði hann vinkilinn við rafmagnið, sem við tökum flest sem sjálfsögðum hlut og leiðum ekki hugann að, nema þegar það er ekki til staðar. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Jónína Leósdóttir, en hún á 35 ára rithöfundarafmæli þessa dagana og er að gefa út nýja bók, Þvingun. Við fáum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Jónína talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Sumarblóm og heimsins grjót e. Sigríði Ölbu Sigurðardóttir Mömmuskipti! E. Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur Strange Sally Diamond e. Liz Nugent The Madness og Grief e. Richard Coles Enyd Blyton, Ernest Hemingway, John Steinbeck og Guðberg Bergsson Tónlist í þættinum í dag: Vietäviä / Värtinää (M. Kaasinen & M. Kallio) Starting over / Chris Stapelton (Chris Stapelton & Mike Henderson) Útþrá / Kristjana Arngrímsdóttir (Kristjana Arngrímsdóttir-Elísabet Geirmundsdóttir) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/6/202350 minutes
Episode Artwork

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir föstudagsgestur

Föstudagsgesturinn í Mannlega þættinu að þessu sinni var Akurnesingurinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir. Eva Laufey varð landsmönnum fyrst kunn sem matarbloggari, en svo hefur hún auðvitað skrifað matreiðslu- og bakstursbækur, hún hefur verið umsjónarmaður vinsælla sjónvarpsþátta, útvarpsþátta og nú síðast tók hún að sér starf markaðs- og upplifunarstjóra Hagkaups og situr jafnframt í framkvæmdastjórn. Við fórum með Evu Laufey aftur í æskuna og uppvöxtinn og svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag. Listin að baka hefur aldrei verið vandamál hjá Evu Laufeyju og hún sat áfram með okkur í matarspjalli dagsins. Hún sem sagt lét undan kröfum Sigurlaugar Margrétar. Þar rifjuðum við upp misgóðar reynslusögur úr eldhúsinu og Eva Laufey kom færandi hendi, en eitt af hennar verkefnum þessa dagana er að koma á markað smákökum og smákökudeigi í samvinnu við Mylluna. Tónlist í þættinum í dag: Allentown / Billy Joel (Billy Joel) Fjólublátt ljós við barinn / Klíkan og Þorgeir Ástvaldsson (Gunnar Þórðarsson og Þorsteinn Eggertsson) I love to love / Tina Charles UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/3/20230
Episode Artwork

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir föstudagsgestur

Föstudagsgesturinn í Mannlega þættinu að þessu sinni var Akurnesingurinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir. Eva Laufey varð landsmönnum fyrst kunn sem matarbloggari, en svo hefur hún auðvitað skrifað matreiðslu- og bakstursbækur, hún hefur verið umsjónarmaður vinsælla sjónvarpsþátta, útvarpsþátta og nú síðast tók hún að sér starf markaðs- og upplifunarstjóra Hagkaups og situr jafnframt í framkvæmdastjórn. Við fórum með Evu Laufey aftur í æskuna og uppvöxtinn og svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag. Listin að baka hefur aldrei verið vandamál hjá Evu Laufeyju og hún sat áfram með okkur í matarspjalli dagsins. Hún sem sagt lét undan kröfum Sigurlaugar Margrétar. Þar rifjuðum við upp misgóðar reynslusögur úr eldhúsinu og Eva Laufey kom færandi hendi, en eitt af hennar verkefnum þessa dagana er að koma á markað smákökum og smákökudeigi í samvinnu við Mylluna. Tónlist í þættinum í dag: Allentown / Billy Joel (Billy Joel) Fjólublátt ljós við barinn / Klíkan og Þorgeir Ástvaldsson (Gunnar Þórðarsson og Þorsteinn Eggertsson) I love to love / Tina Charles UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/3/202350 minutes
Episode Artwork

Einmannaleiki, Covid í dag og börn sem eiga tvö heimili

Það hefur komið fram í fjölmiðlum að einmanaleiki sé algengur meðal eldra fólks á Vesturlöndum og stundum er talað um faraldur. Ásgeir Rúnar Helgason sálfræðingur tekur undir að þetta sé faraldur og segir að skilgreining okkar á einsemd sé sú að hafa engan til að deilda með erfiðum tilfinningum. Á vefsíðunni www.lifdununa.is er að finna áhugavert viðtal við Ásgeir og hann kkom í þáttinn í dag. Allt í gegnum Covid faraldurinn fengum við gríðarlega mikið af fréttum honum tengdum, það voru upplýsingafundir á vegum Almannavarna nánast upp á hvern einasta dag þar sem við heyrðum um smittölur, lokanir, samkomutakmarkanir, tveggja metra regluna, grímunotkun, bólusetningar og fleira og fleira. En nú hefur ekki mikið heyrst í langan tíma, einstaka frétt um að fólk sé enn að fá Covid, sem virðist þó vera talsverður fjöldi, eða hvað? Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir kom í þáttinn í dag og við fengum hana til að segja okkur frá því hvernig staðan er í dag. Er Covid bara hægt og rólega að deyja út, eða erum við bara ekki lengur móttækileg fyrir fréttum? Er staðan ennþá slæm einhversstaðar í heiminum? Og hvernig er staðan framundan, eru blikur á lofti? Svo fræddumst við um námskeiðið Þarfir barna á tveimur heimilum sem eitt af námskeiðunum sem Endurmenntun Háskóla Íslands býður upp á. Á námskeiðinu verður fjallað um líðan barna sem búa á tveimur heimilum og álagið sem því fyrirkomulagi getur fylgt. Þau Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir, félagsráðgjafi og Davíð Alexander Östergaard, meistaranemi í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf, standa að námskeiðinu og komu í þáttinn í dag og fóru með okkur yfir það sem hafa ber í huga og hverjar hætturnar og hvar flækjustigin geta verið þegar börn búa á tveimur heimilum. Tónlist í þættinum í dag: Við eigum samleið / Elly Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálmsson (Sigfús Halldórsson og Tómas Guðmundsson) Green Green / The New Christy Minstrels (B. McGuire & R. Sparks) I have a dream / Abba (Benny Andersson & Björn Ulvaeus) Smooth Sailing / Ella Fitzgerald (Arnett Cobb) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/2/20230
Episode Artwork

Einmannaleiki, Covid í dag og börn sem eiga tvö heimili

Það hefur komið fram í fjölmiðlum að einmanaleiki sé algengur meðal eldra fólks á Vesturlöndum og stundum er talað um faraldur. Ásgeir Rúnar Helgason sálfræðingur tekur undir að þetta sé faraldur og segir að skilgreining okkar á einsemd sé sú að hafa engan til að deilda með erfiðum tilfinningum. Á vefsíðunni www.lifdununa.is er að finna áhugavert viðtal við Ásgeir og hann kkom í þáttinn í dag. Allt í gegnum Covid faraldurinn fengum við gríðarlega mikið af fréttum honum tengdum, það voru upplýsingafundir á vegum Almannavarna nánast upp á hvern einasta dag þar sem við heyrðum um smittölur, lokanir, samkomutakmarkanir, tveggja metra regluna, grímunotkun, bólusetningar og fleira og fleira. En nú hefur ekki mikið heyrst í langan tíma, einstaka frétt um að fólk sé enn að fá Covid, sem virðist þó vera talsverður fjöldi, eða hvað? Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir kom í þáttinn í dag og við fengum hana til að segja okkur frá því hvernig staðan er í dag. Er Covid bara hægt og rólega að deyja út, eða erum við bara ekki lengur móttækileg fyrir fréttum? Er staðan ennþá slæm einhversstaðar í heiminum? Og hvernig er staðan framundan, eru blikur á lofti? Svo fræddumst við um námskeiðið Þarfir barna á tveimur heimilum sem eitt af námskeiðunum sem Endurmenntun Háskóla Íslands býður upp á. Á námskeiðinu verður fjallað um líðan barna sem búa á tveimur heimilum og álagið sem því fyrirkomulagi getur fylgt. Þau Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir, félagsráðgjafi og Davíð Alexander Östergaard, meistaranemi í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf, standa að námskeiðinu og komu í þáttinn í dag og fóru með okkur yfir það sem hafa ber í huga og hverjar hætturnar og hvar flækjustigin geta verið þegar börn búa á tveimur heimilum. Tónlist í þættinum í dag: Við eigum samleið / Elly Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálmsson (Sigfús Halldórsson og Tómas Guðmundsson) Green Green / The New Christy Minstrels (B. McGuire & R. Sparks) I have a dream / Abba (Benny Andersson & Björn Ulvaeus) Smooth Sailing / Ella Fitzgerald (Arnett Cobb) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/2/202350 minutes
Episode Artwork

Tjáknin, þarmaflóran og líf á öðrum hnöttum

Í dag, þegar við eyðum flest öll miklum tíma, jafn vel of miklum tíma, á samfélagsmiðlum og þegar tölvupóstar og smáskilaboð eru stór hluti af samskiptum okkar þá er ein hlið á þeim samskiptum sem við gerðum tilraun til að skoða aðeins í þættinum í dag. Það eru lindistáknin, eða tjáknin, sem sagt það sem heitir Emoticons á ensku. Broskallarnir, þumalputtarnir, hjörtun og ótal fleiri. Það eru á fjórða þúsund mismunandi tjákn og ekki eru allir sammála um hvað hvert og eitt þeirra þýðir. Þar getur verið talsvert mikill munur, til dæmis á milli kynslóða. Það þýðir ekki það sama að senda hjarta eða þumalputta hjá mismunandi kynslóðum og allir þessir mismunandi broskallar þýða mismunandi hluti fyrir mismunandi fólk. Lóa Björk Björnsdóttir umsjónarkona Lestarinnar hér á Rás 1 var fulltrúi unga fólksins í þættinum í dag og fór með okkur yfir það hvort við séum jafnvel óafvitandi að senda frá okkur tákn sem tákna allt annað en við höldum. Birna G. Ásbjörnsdóttir rannsakandi við Háskóla Íslands og gestarannsakandi við Harvard Medical School, frumkvöðull og stofnandi Jörth, kom í þáttinn í dag til að tala um mikilvægi þarmaflórunnar og áhrif t.d. gervisætu af ýmsu tagi og orkudrykkju á hana. Meltingarvegurinn og þarmaflóran hafa verið þungamiðjan í menntun Birnu og rannsóknum hérlendis og erlendis í tæpa tvo áratugi. Svo kom Sævar Helgi Bragason til okkar og við ræddum sígilda spurningu sem hefur vakið ómælda forvitni frá upphafi: Er líf á öðrum hnöttum? Fjöldi sólstjarna og vetrarbrauta í alheiminum er svo mikill og með svo mörgum núllum að manni fer bókstaflega að svima. Í því samhengi er mjög ólíklegt að jörðin okkar sé eini staðurinn þar sem líf hefur myndast og þróast. Við veltum þessu fyrir okkur með Sævari Helga í þættinum, en hann hefur til dæmis skrifað bók um þetta efni. Tónlist í þættinum í dag: Í hjarta þér / Sigríður Thorlacius & Heiðurspiltar (Jón Múli Árnason og Jónas Árnason) Englishman in New York / Sting (Sting) Cecilia / Simon & Garfunkel (Paul Simon) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/1/20230
Episode Artwork

Tjáknin, þarmaflóran og líf á öðrum hnöttum

Í dag, þegar við eyðum flest öll miklum tíma, jafn vel of miklum tíma, á samfélagsmiðlum og þegar tölvupóstar og smáskilaboð eru stór hluti af samskiptum okkar þá er ein hlið á þeim samskiptum sem við gerðum tilraun til að skoða aðeins í þættinum í dag. Það eru lindistáknin, eða tjáknin, sem sagt það sem heitir Emoticons á ensku. Broskallarnir, þumalputtarnir, hjörtun og ótal fleiri. Það eru á fjórða þúsund mismunandi tjákn og ekki eru allir sammála um hvað hvert og eitt þeirra þýðir. Þar getur verið talsvert mikill munur, til dæmis á milli kynslóða. Það þýðir ekki það sama að senda hjarta eða þumalputta hjá mismunandi kynslóðum og allir þessir mismunandi broskallar þýða mismunandi hluti fyrir mismunandi fólk. Lóa Björk Björnsdóttir umsjónarkona Lestarinnar hér á Rás 1 var fulltrúi unga fólksins í þættinum í dag og fór með okkur yfir það hvort við séum jafnvel óafvitandi að senda frá okkur tákn sem tákna allt annað en við höldum. Birna G. Ásbjörnsdóttir rannsakandi við Háskóla Íslands og gestarannsakandi við Harvard Medical School, frumkvöðull og stofnandi Jörth, kom í þáttinn í dag til að tala um mikilvægi þarmaflórunnar og áhrif t.d. gervisætu af ýmsu tagi og orkudrykkju á hana. Meltingarvegurinn og þarmaflóran hafa verið þungamiðjan í menntun Birnu og rannsóknum hérlendis og erlendis í tæpa tvo áratugi. Svo kom Sævar Helgi Bragason til okkar og við ræddum sígilda spurningu sem hefur vakið ómælda forvitni frá upphafi: Er líf á öðrum hnöttum? Fjöldi sólstjarna og vetrarbrauta í alheiminum er svo mikill og með svo mörgum núllum að manni fer bókstaflega að svima. Í því samhengi er mjög ólíklegt að jörðin okkar sé eini staðurinn þar sem líf hefur myndast og þróast. Við veltum þessu fyrir okkur með Sævari Helga í þættinum, en hann hefur til dæmis skrifað bók um þetta efni. Tónlist í þættinum í dag: Í hjarta þér / Sigríður Thorlacius & Heiðurspiltar (Jón Múli Árnason og Jónas Árnason) Englishman in New York / Sting (Sting) Cecilia / Simon & Garfunkel (Paul Simon) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/1/20230
Episode Artwork

Tjáknin, þarmaflóran og líf á öðrum hnöttum

Í dag, þegar við eyðum flest öll miklum tíma, jafn vel of miklum tíma, á samfélagsmiðlum og þegar tölvupóstar og smáskilaboð eru stór hluti af samskiptum okkar þá er ein hlið á þeim samskiptum sem við gerðum tilraun til að skoða aðeins í þættinum í dag. Það eru lindistáknin, eða tjáknin, sem sagt það sem heitir Emoticons á ensku. Broskallarnir, þumalputtarnir, hjörtun og ótal fleiri. Það eru á fjórða þúsund mismunandi tjákn og ekki eru allir sammála um hvað hvert og eitt þeirra þýðir. Þar getur verið talsvert mikill munur, til dæmis á milli kynslóða. Það þýðir ekki það sama að senda hjarta eða þumalputta hjá mismunandi kynslóðum og allir þessir mismunandi broskallar þýða mismunandi hluti fyrir mismunandi fólk. Lóa Björk Björnsdóttir umsjónarkona Lestarinnar hér á Rás 1 var fulltrúi unga fólksins í þættinum í dag og fór með okkur yfir það hvort við séum jafnvel óafvitandi að senda frá okkur tákn sem tákna allt annað en við höldum. Birna G. Ásbjörnsdóttir rannsakandi við Háskóla Íslands og gestarannsakandi við Harvard Medical School, frumkvöðull og stofnandi Jörth, kom í þáttinn í dag til að tala um mikilvægi þarmaflórunnar og áhrif t.d. gervisætu af ýmsu tagi og orkudrykkju á hana. Meltingarvegurinn og þarmaflóran hafa verið þungamiðjan í menntun Birnu og rannsóknum hérlendis og erlendis í tæpa tvo áratugi. Svo kom Sævar Helgi Bragason til okkar og við ræddum sígilda spurningu sem hefur vakið ómælda forvitni frá upphafi: Er líf á öðrum hnöttum? Fjöldi sólstjarna og vetrarbrauta í alheiminum er svo mikill og með svo mörgum núllum að manni fer bókstaflega að svima. Í því samhengi er mjög ólíklegt að jörðin okkar sé eini staðurinn þar sem líf hefur myndast og þróast. Við veltum þessu fyrir okkur með Sævari Helga í þættinum, en hann hefur til dæmis skrifað bók um þetta efni. Tónlist í þættinum í dag: Í hjarta þér / Sigríður Thorlacius & Heiðurspiltar (Jón Múli Árnason og Jónas Árnason) Englishman in New York / Sting (Sting) Cecilia / Simon & Garfunkel (Paul Simon) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/1/202351 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Heilaheill, Piparfólk og lægðin Ciarán

Á sunnudaginn var alþjóðadagur heilablóðfallsins en um það bil 2 einstaklingar fá slag á dag hér á landi. Heilablóðfall, eða slag, er þriðja algengasta dánarorsökin í heiminum. Þórir Steingrímsson formaður Heilaheilla og Björn Logi Þórarinsson, lyf- og taugasérfræðingur á Taugadeild Landspítala, komu í þáttinn í dag og fræddu okkur frekar hvað beri að hafa í huga, orsök heilablóðfalls, stöðuna í þessum málum og hver þróunin er. Piparfo?lk er heimildarleikhu?s (með o?rlitlu ko?mi?sku ska?ldaleyfi), þar sem a?horfendur kynnast m.a starfsmanni gassto?ðvarinnar i? Reykjavi?k (1910-1952) og leyndarma?li hans. Fyrir sko?mmu komst meðlimur sviðslistaho?psins Di?o?, Aðalbjo?rg A?rnado?ttir að þvi? að langafi hennar Guðni Eyjólfsson væri ekki allur þar sem hann var se?ður. Hu?n vissi ekki mikið um Guðna langafa sinn, ættboginn var ekki samheldinn ne? fjo?lmennur. Hu?n vissi þo? að hann var 5 barna faðir sem vann sem kyndari í Gassto?ðinni í Reykjavík og var þvi? iðulega kallaður Guðni gas. Þegar hu?n komst að þvi? að Guðni, undir dulnefninu ?Gylfi?, hefði skrifað þekktar gamanvi?sur a?kvað hu?n að rannsaka ma?lið og fann y?mislegt sem vakti frekari a?huga hennar. Þau Aðalbjörg Árnadóttir leikkona og Georg Kári Hilmarsson tónlistarmaður komu í þáttinn, en Guðni var einmitt langafi þeirra beggja. Í veðurspjallinu með Einari Sveinbjörnssyni tjöluðum við svo um óveður sem skella mun á Bretlandseyjum og N-Frakkland á fimmtudag. Lægðin hefur fengið heitið Ciarán og er óvenju djúp miðað við þessar slóðir. Við ræddum svo einnig um blíðuna hér heima og sjólag. Tónlistin: Lonestar / Norah Jones (Lee Alexander) Bye Bye love / Simon and Garfunkel (Felice og Budleox Bryant) - Take it Easy /Eagles (Glenn Frey & Jackson Browne) Jarðarfarardagur / Savanna tríóíð (Þórir Baldursson og Sigurður Þórarinsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/31/20230
Episode Artwork

Heilaheill, Piparfólk og lægðin Ciarán

Á sunnudaginn var alþjóðadagur heilablóðfallsins en um það bil 2 einstaklingar fá slag á dag hér á landi. Heilablóðfall, eða slag, er þriðja algengasta dánarorsökin í heiminum. Þórir Steingrímsson formaður Heilaheilla og Björn Logi Þórarinsson, lyf- og taugasérfræðingur á Taugadeild Landspítala, komu í þáttinn í dag og fræddu okkur frekar hvað beri að hafa í huga, orsök heilablóðfalls, stöðuna í þessum málum og hver þróunin er. Piparfo?lk er heimildarleikhu?s (með o?rlitlu ko?mi?sku ska?ldaleyfi), þar sem a?horfendur kynnast m.a starfsmanni gassto?ðvarinnar i? Reykjavi?k (1910-1952) og leyndarma?li hans. Fyrir sko?mmu komst meðlimur sviðslistaho?psins Di?o?, Aðalbjo?rg A?rnado?ttir að þvi? að langafi hennar Guðni Eyjólfsson væri ekki allur þar sem hann var se?ður. Hu?n vissi ekki mikið um Guðna langafa sinn, ættboginn var ekki samheldinn ne? fjo?lmennur. Hu?n vissi þo? að hann var 5 barna faðir sem vann sem kyndari í Gassto?ðinni í Reykjavík og var þvi? iðulega kallaður Guðni gas. Þegar hu?n komst að þvi? að Guðni, undir dulnefninu ?Gylfi?, hefði skrifað þekktar gamanvi?sur a?kvað hu?n að rannsaka ma?lið og fann y?mislegt sem vakti frekari a?huga hennar. Þau Aðalbjörg Árnadóttir leikkona og Georg Kári Hilmarsson tónlistarmaður komu í þáttinn, en Guðni var einmitt langafi þeirra beggja. Í veðurspjallinu með Einari Sveinbjörnssyni tjöluðum við svo um óveður sem skella mun á Bretlandseyjum og N-Frakkland á fimmtudag. Lægðin hefur fengið heitið Ciarán og er óvenju djúp miðað við þessar slóðir. Við ræddum svo einnig um blíðuna hér heima og sjólag. Tónlistin: Lonestar / Norah Jones (Lee Alexander) Bye Bye love / Simon and Garfunkel (Felice og Budleox Bryant) - Take it Easy /Eagles (Glenn Frey & Jackson Browne) Jarðarfarardagur / Savanna tríóíð (Þórir Baldursson og Sigurður Þórarinsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/31/20230
Episode Artwork

Heilaheill, Piparfólk og lægðin Ciarán

Á sunnudaginn var alþjóðadagur heilablóðfallsins en um það bil 2 einstaklingar fá slag á dag hér á landi. Heilablóðfall, eða slag, er þriðja algengasta dánarorsökin í heiminum. Þórir Steingrímsson formaður Heilaheilla og Björn Logi Þórarinsson, lyf- og taugasérfræðingur á Taugadeild Landspítala, komu í þáttinn í dag og fræddu okkur frekar hvað beri að hafa í huga, orsök heilablóðfalls, stöðuna í þessum málum og hver þróunin er. Piparfólk er heimildarleikhús (með örlitlu kómísku skáldaleyfi), þar sem áhorfendur kynnast m.a starfsmanni gasstöðvarinnar í Reykjavík (1910-1952) og leyndarmáli hans. Fyrir skömmu komst meðlimur sviðslistahópsins Díó, Aðalbjörg Árnadóttir að því að langafi hennar Guðni Eyjólfsson væri ekki allur þar sem hann var séður. Hún vissi ekki mikið um Guðna langafa sinn, ættboginn var ekki samheldinn né fjölmennur. Hún vissi þó að hann var 5 barna faðir sem vann sem kyndari í Gasstöðinni í Reykjavík og var því iðulega kallaður Guðni gas. Þegar hún komst að því að Guðni, undir dulnefninu Gylfi hefði skrifað þekktar gamanvísur ákvað hún að rannsaka málið og fann ýmislegt sem vakti frekari áhuga hennar. Þau Aðalbjörg Árnadóttir leikkona og Georg Kári Hilmarsson tónlistarmaður komu í þáttinn, en Guðni var einmitt langafi þeirra beggja. Í veðurspjallinu með Einari Sveinbjörnssyni tjöluðum við svo um óveður sem skella mun á Bretlandseyjum og N-Frakkland á fimmtudag. Lægðin hefur fengið heitið Ciarán og er óvenju djúp miðað við þessar slóðir. Við ræddum svo einnig um blíðuna hér heima og sjólag. Tónlistin: Lonestar / Norah Jones (Lee Alexander) Bye Bye love / Simon and Garfunkel (Felice og Budleox Bryant) - Take it Easy /Eagles (Glenn Frey & Jackson Browne) Jarðarfarardagur / Savanna tríóíð (Þórir Baldursson og Sigurður Þórarinsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/31/202350 minutes
Episode Artwork

Fjarnám, hrekkjavökuvinkill og Gísli lesandinn

Stór Byggðaráðstefna, búsetuþing, verður haldin í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ 2.nóvember þar sem allar helstu kanónur þessa lands í byggðarannsóknum mæta, eins og það er orðað í fréttatilkynningu. Meðal þess sem verður talað um er aðgangur fólks að fjarnámi og jafnrétti til náms óháð búsetu. Líneik Anna Sævarsdóttir þingkona spjallaði við okkur í dag, en hennar erindi á ráðstefnunni fjallar um fjarnám. Við feng vinkill frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn lagði hann vinkilinn að hrekkjavökunni og skoða hana frá mörgum hliðum. Og lesandi vikunnar í þetta sinn var Gísli Einarsson, Landinn sjálfur. Við fengum að vita hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Tónlist í þættinum í dag: Monday Monday / Mamas and the papas (John Philips) Che cossé l?amour / Vincio Capocella (Vincio Capocella) A change is gonna come / Sam Cooke (Sam Cooke) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/30/20230
Episode Artwork

Fjarnám, hrekkjavökuvinkill og Gísli lesandinn

Stór Byggðaráðstefna, búsetuþing, verður haldin í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ 2.nóvember þar sem allar helstu kanónur þessa lands í byggðarannsóknum mæta, eins og það er orðað í fréttatilkynningu. Meðal þess sem verður talað um er aðgangur fólks að fjarnámi og jafnrétti til náms óháð búsetu. Líneik Anna Sævarsdóttir þingkona spjallaði við okkur í dag, en hennar erindi á ráðstefnunni fjallar um fjarnám. Við feng vinkill frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn lagði hann vinkilinn að hrekkjavökunni og skoða hana frá mörgum hliðum. Og lesandi vikunnar í þetta sinn var Gísli Einarsson, Landinn sjálfur. Við fengum að vita hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Tónlist í þættinum í dag: Monday Monday / Mamas and the papas (John Philips) Che cossé l?amour / Vincio Capocella (Vincio Capocella) A change is gonna come / Sam Cooke (Sam Cooke) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/30/202350 minutes
Episode Artwork

Föstudagsgesturinn Drífa Snædal, Matarspjallið Popp

Drífa Snædal var föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni. Hún er talskona Stígamóta frá 1.mars síðastliðnum og fyrrverandi forseti ASÍ en hún var fyrsta konan til að gegna því starfi og tók við því 26.okt 2018. Drífa er fædd í Reykjavík en hefur einnig búið á Hellu og í Lundi í Svíþjóð. Við ræddum við hana um æskuna, unglingsárin og ýmislegt fleira. Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var á sínum stað og við vorum með óvæntan gest með okkur á línunni frá Norðurlandi Eystra og sá maður var Magnús Már Þorvaldsson Björgvin Halldórsson - Gullvagninn. Tyler, Bonnie - Total eclipse of the heart. Flott - Hún ógnar mér. Hot Butter - Popcorn. Flott - Mér er drull.
10/27/20230
Episode Artwork

Föstudagsgesturinn Drífa Snædal, Matarspjallið Popp

Drífa Snædal var föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni. Hún er talskona Stígamóta frá 1.mars síðastliðnum og fyrrverandi forseti ASÍ en hún var fyrsta konan til að gegna því starfi og tók við því 26.okt 2018. Drífa er fædd í Reykjavík en hefur einnig búið á Hellu og í Lundi í Svíþjóð. Við ræddum við hana um æskuna, unglingsárin og ýmislegt fleira. Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var á sínum stað og við vorum með óvæntan gest með okkur á línunni frá Norðurlandi Eystra og sá maður var Magnús Már Þorvaldsson Björgvin Halldórsson - Gullvagninn. Tyler, Bonnie - Total eclipse of the heart. Flott - Hún ógnar mér. Hot Butter - Popcorn. Flott - Mér er drull.
10/27/20230
Episode Artwork

Föstudagsgesturinn Drífa Snædal, Matarspjallið Popp

Drífa Snædal var föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni. Hún er talskona Stígamóta frá 1.mars síðastliðnum og fyrrverandi forseti ASÍ en hún var fyrsta konan til að gegna því starfi og tók við því 26.okt 2018. Drífa er fædd í Reykjavík en hefur einnig búið á Hellu og í Lundi í Svíþjóð. Við ræddum við hana um æskuna, unglingsárin og ýmislegt fleira. Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var á sínum stað og við vorum með óvæntan gest með okkur á línunni frá Norðurlandi Eystra og sá maður var Magnús Már Þorvaldsson Björgvin Halldórsson - Gullvagninn. Tyler, Bonnie - Total eclipse of the heart. Flott - Hún ógnar mér. Hot Butter - Popcorn. Flott - Mér er drull.
10/27/202350 minutes
Episode Artwork

Táknmálstónleikar,Vox Feminae 30 ára og sundlaugarmenning

Sérstakir táknmáls-tónleikar verða haldnir í Tjarnarbíói næstu helgi þar sem sviðsett verða ljóð á íslensku táknmáli og kannaðar verða nýjar slóðir í sviðslistum.Heyrnalausir og heyrandi sitja hlið við hlið á tónleikunum þar sem Döff ljóðlist og kórverk skapa áður óséðan samleik. Þau komu hingað Haukur Darri Hauksson og Elísabet Thea Kristjánsdóttir. . Í ár fagnar kvennakórinn Vox feminae 30 ára starfsafmæli . Í gegnum tíðina hefur Vox feminae lagt metnað sinn í að auka veg kvennakóratónlistar á Íslandi með því að fá íslensk tónskáld til að semja ný verk fyrir kórinn. Á þessu afmælisári mun kórinn frumflytja ný verk eftir tónskáldin Eygló Höskuldsdóttir Viborg svo og eftir Stefan Sand sem nýverið tók við stjórn kórsins. Við ræddum við þær Margréti Pálmadóttur sem stjórnað hefur kórnum lengst af og Þórdísi Guðmundsdóttur formann kórsins. Sigurlaug Dagsdóttir er verkefnastjóri vefsins Lifandi hefða hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og hún kom til okkar og sagði okkur aðeins frá tilgangi þessa vefs en einnig frá þeirri undirbúningsvinnu sem nú fer fram er tengist skráningu sundlaugamenningar á Íslandi inná vefinn. Sú vinna er veigamikið skref í undirbúningi að tilnefningu hefðarinnar á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf. Stuðmenn - Út í kvöld. Vox Feminae - Haustvísur til Maríu. Uppáhellingarnir, Sigríður Thorlacius - Augun þín blá.
10/26/20230
Episode Artwork

Táknmálstónleikar,Vox Feminae 30 ára og sundlaugarmenning

Sérstakir táknmáls-tónleikar verða haldnir í Tjarnarbíói næstu helgi þar sem sviðsett verða ljóð á íslensku táknmáli og kannaðar verða nýjar slóðir í sviðslistum.Heyrnalausir og heyrandi sitja hlið við hlið á tónleikunum þar sem Döff ljóðlist og kórverk skapa áður óséðan samleik. Þau komu hingað Haukur Darri Hauksson og Elísabet Thea Kristjánsdóttir. . Í ár fagnar kvennakórinn Vox feminae 30 ára starfsafmæli . Í gegnum tíðina hefur Vox feminae lagt metnað sinn í að auka veg kvennakóratónlistar á Íslandi með því að fá íslensk tónskáld til að semja ný verk fyrir kórinn. Á þessu afmælisári mun kórinn frumflytja ný verk eftir tónskáldin Eygló Höskuldsdóttir Viborg svo og eftir Stefan Sand sem nýverið tók við stjórn kórsins. Við ræddum við þær Margréti Pálmadóttur sem stjórnað hefur kórnum lengst af og Þórdísi Guðmundsdóttur formann kórsins. Sigurlaug Dagsdóttir er verkefnastjóri vefsins Lifandi hefða hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og hún kom til okkar og sagði okkur aðeins frá tilgangi þessa vefs en einnig frá þeirri undirbúningsvinnu sem nú fer fram er tengist skráningu sundlaugamenningar á Íslandi inná vefinn. Sú vinna er veigamikið skref í undirbúningi að tilnefningu hefðarinnar á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf. Stuðmenn - Út í kvöld. Vox Feminae - Haustvísur til Maríu. Uppáhellingarnir, Sigríður Thorlacius - Augun þín blá.
10/26/202350 minutes
Episode Artwork

Heilsuspjall, Líf og dauði og póstkort frá Magnúsi

Jóhanna Vilhjálmsdóttir fjölmiðlakona er mikil áhugamanneskja um heilsu og hefur um árabil sökkt sér niður í rannsóknir á heilsu og forvörnum gegn sjúkdómum og hún er einnig höfundur tveggja heilsubóka út hafa komið hér á landi undir heitinu Heilsubók Jóhönnu: Eiturefnin og plastið í daglegu lifi okkar og Heilsubók Jóhönnu: Matur, lífsstíll, sjúkdómar. Jóhanna verður hjá okkur annað slagið í vetur og byrjaði í dag. D-vítamín var umræðuefni dagsins. Tónlistarhátíðin Líf og dauði verður haldin í fjórða sinn nú á laugardaginn í Gamla Bíói. Svanlaug Jóhannsdóttir söngkona fer yfir það í tónum og tali hvernig hugmyndir Dags hinna dauðu í Mexíkó gætu nýst okkur til þess að gæða lífið meiri dýpt og gleði.Lifum brosandi til þess að deyja glöð segir fólk í Mexíkó. Þau gleðjast yfir þeim sem á undan hafa farið, fagna lífinu, dauðanum og minnast fólksins síns með litríkri gleði og veisluhöldum. Svanlaug kom í þáttinn í dag. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og veðrið í Eyjum var Magnúsi hugleikið í þetta sinn. Hann segir frá haustlægðinni sem olli fjögurra daga stormi í liðinni viku. Í framhaldinu segir af vinsælustu dýrlingum kaþólsku kirkjunnar og einnig af vondri spá um loftslagsbreytingar. Í lokin kemur svo aðeins upplífgandi frétt af tilraunum vestan hafs með jarðvarma en þær lofa góðu með framhaldið. Tónlist í þættinum í dag: Þau gengu tvö / Bergþóra Árnadóttir (Bergþóra Árnadóttir og Hannes Pétursson) Bráðum vetur / KK (KK) Mexico / Jakob Frímann Magnússon (Jakob Frímann Magnússon) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/25/20230
Episode Artwork

Heilsuspjall, Líf og dauði og póstkort frá Magnúsi

Jóhanna Vilhjálmsdóttir fjölmiðlakona er mikil áhugamanneskja um heilsu og hefur um árabil sökkt sér niður í rannsóknir á heilsu og forvörnum gegn sjúkdómum og hún er einnig höfundur tveggja heilsubóka út hafa komið hér á landi undir heitinu Heilsubók Jóhönnu: Eiturefnin og plastið í daglegu lifi okkar og Heilsubók Jóhönnu: Matur, lífsstíll, sjúkdómar. Jóhanna verður hjá okkur annað slagið í vetur og byrjaði í dag. D-vítamín var umræðuefni dagsins. Tónlistarhátíðin Líf og dauði verður haldin í fjórða sinn nú á laugardaginn í Gamla Bíói. Svanlaug Jóhannsdóttir söngkona fer yfir það í tónum og tali hvernig hugmyndir Dags hinna dauðu í Mexíkó gætu nýst okkur til þess að gæða lífið meiri dýpt og gleði.Lifum brosandi til þess að deyja glöð segir fólk í Mexíkó. Þau gleðjast yfir þeim sem á undan hafa farið, fagna lífinu, dauðanum og minnast fólksins síns með litríkri gleði og veisluhöldum. Svanlaug kom í þáttinn í dag. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og veðrið í Eyjum var Magnúsi hugleikið í þetta sinn. Hann segir frá haustlægðinni sem olli fjögurra daga stormi í liðinni viku. Í framhaldinu segir af vinsælustu dýrlingum kaþólsku kirkjunnar og einnig af vondri spá um loftslagsbreytingar. Í lokin kemur svo aðeins upplífgandi frétt af tilraunum vestan hafs með jarðvarma en þær lofa góðu með framhaldið. Tónlist í þættinum í dag: Þau gengu tvö / Bergþóra Árnadóttir (Bergþóra Árnadóttir og Hannes Pétursson) Bráðum vetur / KK (KK) Mexico / Jakob Frímann Magnússon (Jakob Frímann Magnússon) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/25/20230
Episode Artwork

Heilsuspjall, Líf og dauði og póstkort frá Magnúsi

Jóhanna Vilhjálmsdóttir fjölmiðlakona er mikil áhugamanneskja um heilsu og hefur um árabil sökkt sér niður í rannsóknir á heilsu og forvörnum gegn sjúkdómum og hún er einnig höfundur tveggja heilsubóka út hafa komið hér á landi undir heitinu Heilsubók Jóhönnu: Eiturefnin og plastið í daglegu lifi okkar og Heilsubók Jóhönnu: Matur, lífsstíll, sjúkdómar. Jóhanna verður hjá okkur annað slagið í vetur og byrjaði í dag. D-vítamín var umræðuefni dagsins. Tónlistarhátíðin Líf og dauði verður haldin í fjórða sinn nú á laugardaginn í Gamla Bíói. Svanlaug Jóhannsdóttir söngkona fer yfir það í tónum og tali hvernig hugmyndir Dags hinna dauðu í Mexíkó gætu nýst okkur til þess að gæða lífið meiri dýpt og gleði.Lifum brosandi til þess að deyja glöð segir fólk í Mexíkó. Þau gleðjast yfir þeim sem á undan hafa farið, fagna lífinu, dauðanum og minnast fólksins síns með litríkri gleði og veisluhöldum. Svanlaug kom í þáttinn í dag. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og veðrið í Eyjum var Magnúsi hugleikið í þetta sinn. Hann segir frá haustlægðinni sem olli fjögurra daga stormi í liðinni viku. Í framhaldinu segir af vinsælustu dýrlingum kaþólsku kirkjunnar og einnig af vondri spá um loftslagsbreytingar. Í lokin kemur svo aðeins upplífgandi frétt af tilraunum vestan hafs með jarðvarma en þær lofa góðu með framhaldið. Tónlist í þættinum í dag: Þau gengu tvö / Bergþóra Árnadóttir (Bergþóra Árnadóttir og Hannes Pétursson) Bráðum vetur / KK (KK) Mexico / Jakob Frímann Magnússon (Jakob Frímann Magnússon) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/25/202350 minutes
Episode Artwork

Betra líf með ADHD, Samtök ungra bænda og fuglaáhugi

Október er alþjóðlegur vitundarmánuður fólks með ADHD og ADHD samtökin eiga að auki 35 ára afmæli í ár. Samtökin hafa minnst tímamótanna undir yfirskriftinni Betra líf með ADHD í 35 ár sem er einmitt yfirskrift alþjóðlegrar ráðstefnu á Grand Hótel 26. og 27. október sem haldin verður á vegum samtakanna. Gera má ráð fyrir að um það bil 20 þúsund Íslendingar séu með ADHD greint eða ógreint, börn og fullorðnir. Þeir Hrannar Björn Arnarsson, framkvæmdastjóri samtakanna, og Vilhjálmur Hjálmarsson formaður samtakanna komu í þáttinn í dag. Á fimmtudaginn efna Samtök ungra bænda til baráttufundar fyrir lífi sínu og sveitanna, eins og þau orða það. Ungir bændur segjast standa flestir frammi fyrir fjárhagslegum ómöguleika og að ungt fólk sem hefja vill hefðbundinn búskap eigi enga möguleika. Mikil ógn steðji að nauðsynlegri nýliðun í stétt bænda, sem setji um leið fæðuöryggi þjóðarinnar í uppnám. Ísak Jökulsson, bóndi og stjórnarmeðlimur í samtökunum, kom í þáttinn og fór yfir stöðuna og sagði frá fundinum sem fer fram í Salnum í Kópavogi. Við forvitnuðumst svo um fugla með fuglaáhugamanninum Árna Árnasyni. Hann er grunnskólakennari á eftirlaunum og myndar fugla um allt land við hvert tækifæri. Hann hefur áður gefið út bókina Stafróf fuglanna og nú er komin út ný bók eftir hann sem heitir Lesum um fugla, smekkfull af fallegum ljósmyndum. Árni kom í þáttinn með ljósmyndavél með gríðarstórri linsu og lítinn hátalara sem hann notar til að kalla í hinar ýmsu fuglategundir. Hann sagði okkur í þættinum frá þessum mikla fuglaáhuga sínum og nýju bókinni. Tónlist í þættinum í dag: Í löngu máli / Una Torfadóttir (Una Torfadóttir) Hún ógnar mér / Flott (Ragnhildur Veigarsdóttir og Vigdís Hafliðadóttir) Veldu stjörnu / Ellen Kristjánsdóttir og John Grant (Ellen Kristjánsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason) From the Start / Laufey (Laufey & Spencer Stewart) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
10/24/20230
Episode Artwork

Betra líf með ADHD, Samtök ungra bænda og fuglaáhugi

Október er alþjóðlegur vitundarmánuður fólks með ADHD og ADHD samtökin eiga að auki 35 ára afmæli í ár. Samtökin hafa minnst tímamótanna undir yfirskriftinni Betra líf með ADHD í 35 ár sem er einmitt yfirskrift alþjóðlegrar ráðstefnu á Grand Hótel 26. og 27. október sem haldin verður á vegum samtakanna. Gera má ráð fyrir að um það bil 20 þúsund Íslendingar séu með ADHD greint eða ógreint, börn og fullorðnir. Þeir Hrannar Björn Arnarsson, framkvæmdastjóri samtakanna, og Vilhjálmur Hjálmarsson formaður samtakanna komu í þáttinn í dag. Á fimmtudaginn efna Samtök ungra bænda til baráttufundar fyrir lífi sínu og sveitanna, eins og þau orða það. Ungir bændur segjast standa flestir frammi fyrir fjárhagslegum ómöguleika og að ungt fólk sem hefja vill hefðbundinn búskap eigi enga möguleika. Mikil ógn steðji að nauðsynlegri nýliðun í stétt bænda, sem setji um leið fæðuöryggi þjóðarinnar í uppnám. Ísak Jökulsson, bóndi og stjórnarmeðlimur í samtökunum, kom í þáttinn og fór yfir stöðuna og sagði frá fundinum sem fer fram í Salnum í Kópavogi. Við forvitnuðumst svo um fugla með fuglaáhugamanninum Árna Árnasyni. Hann er grunnskólakennari á eftirlaunum og myndar fugla um allt land við hvert tækifæri. Hann hefur áður gefið út bókina Stafróf fuglanna og nú er komin út ný bók eftir hann sem heitir Lesum um fugla, smekkfull af fallegum ljósmyndum. Árni kom í þáttinn með ljósmyndavél með gríðarstórri linsu og lítinn hátalara sem hann notar til að kalla í hinar ýmsu fuglategundir. Hann sagði okkur í þættinum frá þessum mikla fuglaáhuga sínum og nýju bókinni. Tónlist í þættinum í dag: Í löngu máli / Una Torfadóttir (Una Torfadóttir) Hún ógnar mér / Flott (Ragnhildur Veigarsdóttir og Vigdís Hafliðadóttir) Veldu stjörnu / Ellen Kristjánsdóttir og John Grant (Ellen Kristjánsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason) From the Start / Laufey (Laufey & Spencer Stewart) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
10/24/202350 minutes
Episode Artwork

Yfir magnaravörður, kakóvinkill og Gunnar lesandinn

Gunnar Árnason hljóðmaður er 5 faldur Edduverðlaunahafi og er með yfir 35 ára reynslu í sínu fagi. Nú vill hann deila þessari reynslu og kenna eftirvinnslu hljóðs í kvikmyndum og leiknu sjónvarpsefni. Hann byrjaði sem hljóðmaður á Hótel Sögu og færði sig svo hægt og rólega frá dansleikjum, tónleikum og leikhúsum fyrst yfir í auglýsingar og svo í sjónvarps- og kvikmyndagerð þar sem hann hefur starfað síðustu 20 ár. Gunnar segir að það vantar fólk í fagið, því vilji hann taka þátt í að þjálfa nýliða. Gunnar kom í þáttinn í dag. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag eins og aðra mánudaga. Í þetta sinn lagði hann vinkilinn við súkkulaði- og kakóbaunaframleiðslu í hverfulum heimi. Svo var það auðvitað lesandi vikunnar, sem í þetta sinn var Gunnar Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur og áhugamaðu um bókmenntir. Og það er ekki ofsögum sagt að segja að hann sé áhugamaður um bókmenntir, því hann lætur sér ekki nægja að lesa mikið af bókum, heldur skrifar hann um þær allar á facebook síðu sinni að lestri loknum. Við fengum hann til að segja okkur frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Gunnar talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Fátækt fólk e. Tryggva Emilsson. Allt hold er hey e. Þorgrím Þráinsson Saga borgaraættarinnar e. Gunnar Gunnarsson Sextíu kíló af sólskini og Sextíu kíló af kjaftshöggum e. Hallgrím Helgason Þar sem Djöflaeyjan rís, Gulleyjan og Fyrirheitna landið e. Einar Kárason Karlar sem hata konur, Stúlkan sem lék sér að eldinum og Loftkastalinn sem hrundi e. Stieg Larsson Fransí Biskví eftir Elínu Pálmadóttur. Að lokum talaði hann um bækur Halldórs Laxness, glæpasögur Ragnars Jónassonar og bókinaOddaflug eftir Guðrúnu Helgadóttur. Tónlist í þættinum í dag: Honey will you marry me / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon og Valgeir Guðjónsson) Dirty Old Town / The Pogues (Ewan MacColl) Afi súkkulaði / Egill Ólafsson og Memfismafían (Bragi Valdimar Skúlason) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/23/20230
Episode Artwork

Yfir magnaravörður, kakóvinkill og Gunnar lesandinn

Gunnar Árnason hljóðmaður er 5 faldur Edduverðlaunahafi og er með yfir 35 ára reynslu í sínu fagi. Nú vill hann deila þessari reynslu og kenna eftirvinnslu hljóðs í kvikmyndum og leiknu sjónvarpsefni. Hann byrjaði sem hljóðmaður á Hótel Sögu og færði sig svo hægt og rólega frá dansleikjum, tónleikum og leikhúsum fyrst yfir í auglýsingar og svo í sjónvarps- og kvikmyndagerð þar sem hann hefur starfað síðustu 20 ár. Gunnar segir að það vantar fólk í fagið, því vilji hann taka þátt í að þjálfa nýliða. Gunnar kom í þáttinn í dag. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag eins og aðra mánudaga. Í þetta sinn lagði hann vinkilinn við súkkulaði- og kakóbaunaframleiðslu í hverfulum heimi. Svo var það auðvitað lesandi vikunnar, sem í þetta sinn var Gunnar Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur og áhugamaðu um bókmenntir. Og það er ekki ofsögum sagt að segja að hann sé áhugamaður um bókmenntir, því hann lætur sér ekki nægja að lesa mikið af bókum, heldur skrifar hann um þær allar á facebook síðu sinni að lestri loknum. Við fengum hann til að segja okkur frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Gunnar talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Fátækt fólk e. Tryggva Emilsson. Allt hold er hey e. Þorgrím Þráinsson Saga borgaraættarinnar e. Gunnar Gunnarsson Sextíu kíló af sólskini og Sextíu kíló af kjaftshöggum e. Hallgrím Helgason Þar sem Djöflaeyjan rís, Gulleyjan og Fyrirheitna landið e. Einar Kárason Karlar sem hata konur, Stúlkan sem lék sér að eldinum og Loftkastalinn sem hrundi e. Stieg Larsson Fransí Biskví eftir Elínu Pálmadóttur. Að lokum talaði hann um bækur Halldórs Laxness, glæpasögur Ragnars Jónassonar og bókinaOddaflug eftir Guðrúnu Helgadóttur. Tónlist í þættinum í dag: Honey will you marry me / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon og Valgeir Guðjónsson) Dirty Old Town / The Pogues (Ewan MacColl) Afi súkkulaði / Egill Ólafsson og Memfismafían (Bragi Valdimar Skúlason) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/23/202350 minutes
Episode Artwork

Egill Helgason föstudagsgestur og hægeldað matarspjall

Egill Helgason var föstudagsgesturinn okkar í dag. Hann hóf fjölmiðlaferil sinn sem blaðamaður í fréttablöðum á borð við Alþýðublaðið, Tímann og Helgarpóstinn og stundaði nám fjölmiðlafræði í alþjóðaskólanum Journalistes en Europe í París á árunum 1986-87. Egill hóf störf í sjónvarpi árið 1988, fyrst í sjónvarpsþáttunum Mannlega þættinum, sem fjölluðu um ýmsa þætti íslensks þjóðernis, síðar varð hann fréttamaður, fyrst hjá Ríkisútvarpinu og svo á Stöð 2. Árið 1999 byrjaði Egill með pólitísku spjallþættina Silfur Egils hjá Skjá einum, sem þá var nýstofnaður, og nutu þættirnir fljótt vinsælda og áhrifa. Egill hefur einnig verið umsjónarmaður bókmenntaþáttarins Kiljunnar frá árinu 2007 og hefur unnið að fjölda heimildarþátta m.a. um sagnfræðileg málefni eins og td. Vesturfarar, Steinsteypuöldin, Siglufjörður saga bæjar o.fl. og á sínum ferli hefur hann auðvitað unnið til fjölda Edduverðlauna. Við fórum með Agli aftur í tímann og ræddum æskuárin, námsárin, tónlist sonar hans Kára, Grikkland og fleira. Svo var auðvitað matarspjallið með Sigurlaugu Margréti á sínum stað. Við tjöluðum í dag um heita rétti í hauslægðunum, hægeldað lambalæri, kjúkling og fleira. Tónlist í þættinum í dag: Trúlofun / Bjarni Arason (Bjarni Hafþór Helgason og Arnar Bjarnason) Ring rhyme / Kári Egilsson (Kári Egilsson) Something Better / Kári Egilsson (Kári Egilsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/20/20230
Episode Artwork

Egill Helgason föstudagsgestur og hægeldað matarspjall

Egill Helgason var föstudagsgesturinn okkar í dag. Hann hóf fjölmiðlaferil sinn sem blaðamaður í fréttablöðum á borð við Alþýðublaðið, Tímann og Helgarpóstinn og stundaði nám fjölmiðlafræði í alþjóðaskólanum Journalistes en Europe í París á árunum 1986-87. Egill hóf störf í sjónvarpi árið 1988, fyrst í sjónvarpsþáttunum Mannlega þættinum, sem fjölluðu um ýmsa þætti íslensks þjóðernis, síðar varð hann fréttamaður, fyrst hjá Ríkisútvarpinu og svo á Stöð 2. Árið 1999 byrjaði Egill með pólitísku spjallþættina Silfur Egils hjá Skjá einum, sem þá var nýstofnaður, og nutu þættirnir fljótt vinsælda og áhrifa. Egill hefur einnig verið umsjónarmaður bókmenntaþáttarins Kiljunnar frá árinu 2007 og hefur unnið að fjölda heimildarþátta m.a. um sagnfræðileg málefni eins og td. Vesturfarar, Steinsteypuöldin, Siglufjörður saga bæjar o.fl. og á sínum ferli hefur hann auðvitað unnið til fjölda Edduverðlauna. Við fórum með Agli aftur í tímann og ræddum æskuárin, námsárin, tónlist sonar hans Kára, Grikkland og fleira. Svo var auðvitað matarspjallið með Sigurlaugu Margréti á sínum stað. Við tjöluðum í dag um heita rétti í hauslægðunum, hægeldað lambalæri, kjúkling og fleira. Tónlist í þættinum í dag: Trúlofun / Bjarni Arason (Bjarni Hafþór Helgason og Arnar Bjarnason) Ring rhyme / Kári Egilsson (Kári Egilsson) Something Better / Kári Egilsson (Kári Egilsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/20/202350 minutes
Episode Artwork

Breytingaskeiðið og meðfæddir ónæmisgallar

Í gær var alþjóðlegur dagur breytingaskeiðsins og bók ársins 2023 í Bretlandi er bókin Breytingaskeiðið jákvæður leiðarvísir að nýju upphafi. Höfundarnir eru þær Davina McCall og Naomi Potter. Davina er þekkt bresk sjónvarpskona og eldheit talskona aukinnar þjónustu fyrir konur á breytingaskeiðinu. Hún hefur gert tvo sjónvarpsþætti um þetta umfjöllunarefni: Sex, Myths and the Menopause og Sex, Mind and the Menopause. Naomi er með tæplega tveggja áratuga reynslu sem læknir innan breska heilbrigðiskerfisins. Við fengum Halldóru Skúladóttur sjúkraliði í þáttinn í dag, en hún hefur verið ötul talskona allra málefna sem tengjast breytingaskeiðinu hérlendis og hún heldur úti fræðsluvefnum kvennarad.is. Hún er meðlimur í samfélagi heilbrigðisstarfsfólks á heimsvísu sem vinnur að því að bæta heilsu kvenna á breytingaskeiðinu. Lind, félag fólks með meðfædda ónæmisgalla / mótefnaskort, stendur fyrir fræðslufundi í dag kl.16:30 á Grand Hótel. Þar verður verða flutt erindi m.a. um helstu skilgreiningar ónæmisgalla og meðferðarúrræði, um það að lifa með ónæmisgalla, kynning á starfsemi ónæmisfræðigöngudeildar, pallborðsumræður og fleira. Þær Guðlaug María Bjarnadóttir, formaður Lindar, og Sólrún Melkorka Maggadóttir læknir fræddu okkur um meðfædda ónæmisgalla, félagið og frá því sem verður rætt um á fundinum. Tónlist í þættinum í dag: Sunnanvindur / Örvar Kristjánsson og Hjördís Geirs (Pat Ballard og Jón Sigurðsson) Days of Roses / Thin Jim and the Castaways (Jökull Jörgensen) Take on me / AHA (Magne Furuholmen, Morten Harket & Paul Waaktaar-Savoy) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/19/20230
Episode Artwork

Breytingaskeiðið og meðfæddir ónæmisgallar

Í gær var alþjóðlegur dagur breytingaskeiðsins og bók ársins 2023 í Bretlandi er bókin Breytingaskeiðið jákvæður leiðarvísir að nýju upphafi. Höfundarnir eru þær Davina McCall og Naomi Potter. Davina er þekkt bresk sjónvarpskona og eldheit talskona aukinnar þjónustu fyrir konur á breytingaskeiðinu. Hún hefur gert tvo sjónvarpsþætti um þetta umfjöllunarefni: Sex, Myths and the Menopause og Sex, Mind and the Menopause. Naomi er með tæplega tveggja áratuga reynslu sem læknir innan breska heilbrigðiskerfisins. Við fengum Halldóru Skúladóttur sjúkraliði í þáttinn í dag, en hún hefur verið ötul talskona allra málefna sem tengjast breytingaskeiðinu hérlendis og hún heldur úti fræðsluvefnum kvennarad.is. Hún er meðlimur í samfélagi heilbrigðisstarfsfólks á heimsvísu sem vinnur að því að bæta heilsu kvenna á breytingaskeiðinu. Lind, félag fólks með meðfædda ónæmisgalla / mótefnaskort, stendur fyrir fræðslufundi í dag kl.16:30 á Grand Hótel. Þar verður verða flutt erindi m.a. um helstu skilgreiningar ónæmisgalla og meðferðarúrræði, um það að lifa með ónæmisgalla, kynning á starfsemi ónæmisfræðigöngudeildar, pallborðsumræður og fleira. Þær Guðlaug María Bjarnadóttir, formaður Lindar, og Sólrún Melkorka Maggadóttir læknir fræddu okkur um meðfædda ónæmisgalla, félagið og frá því sem verður rætt um á fundinum. Tónlist í þættinum í dag: Sunnanvindur / Örvar Kristjánsson og Hjördís Geirs (Pat Ballard og Jón Sigurðsson) Days of Roses / Thin Jim and the Castaways (Jökull Jörgensen) Take on me / AHA (Magne Furuholmen, Morten Harket & Paul Waaktaar-Savoy) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/19/20230
Episode Artwork

Breytingaskeiðið og meðfæddir ónæmisgallar

Í gær var alþjóðlegur dagur breytingaskeiðsins og bók ársins 2023 í Bretlandi er bókin Breytingaskeiðið jákvæður leiðarvísir að nýju upphafi. Höfundarnir eru þær Davina McCall og Naomi Potter. Davina er þekkt bresk sjónvarpskona og eldheit talskona aukinnar þjónustu fyrir konur á breytingaskeiðinu. Hún hefur gert tvo sjónvarpsþætti um þetta umfjöllunarefni: Sex, Myths and the Menopause og Sex, Mind and the Menopause. Naomi er með tæplega tveggja áratuga reynslu sem læknir innan breska heilbrigðiskerfisins. Við fengum Halldóru Skúladóttur sjúkraliði í þáttinn í dag, en hún hefur verið ötul talskona allra málefna sem tengjast breytingaskeiðinu hérlendis og hún heldur úti fræðsluvefnum kvennarad.is. Hún er meðlimur í samfélagi heilbrigðisstarfsfólks á heimsvísu sem vinnur að því að bæta heilsu kvenna á breytingaskeiðinu. Lind, félag fólks með meðfædda ónæmisgalla / mótefnaskort, stendur fyrir fræðslufundi í dag kl.16:30 á Grand Hótel. Þar verður verða flutt erindi m.a. um helstu skilgreiningar ónæmisgalla og meðferðarúrræði, um það að lifa með ónæmisgalla, kynning á starfsemi ónæmisfræðigöngudeildar, pallborðsumræður og fleira. Þær Guðlaug María Bjarnadóttir, formaður Lindar, og Sólrún Melkorka Maggadóttir læknir fræddu okkur um meðfædda ónæmisgalla, félagið og frá því sem verður rætt um á fundinum. Tónlist í þættinum í dag: Sunnanvindur / Örvar Kristjánsson og Hjördís Geirs (Pat Ballard og Jón Sigurðsson) Days of Roses / Thin Jim and the Castaways (Jökull Jörgensen) Take on me / AHA (Magne Furuholmen, Morten Harket & Paul Waaktaar-Savoy) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/19/202350 minutes
Episode Artwork

Dauðinn, Pabbastrákar og Bílar í lífi þjóðar

Við heyrðum í Birni Þorlákssyni í dag, en út er komin bók eftir hann sem heitir Dauðinn. Í bókinni, sem tók fjögur ár að skrifa, fjallar Björn efnislega um dauðann og talar við fólk sem hefur tekist á við feigðina í ýmsum myndum, ræðir við dauðvona fólk og þá sem hafa misst ástvini og fléttar saman við rannsóknir og hugleiðingar. Við töluðum við Björn um bókina í dag. Svo fengum við pabbastráka í heimsókn, sem sagt þá Helga Grím Hermannsson og Hákon Örn Helgason, en þeir eru höfundar og leikarar í sýningunni Pabbastrákar sem sýnd er í Tjarnarbíói. Sýningin fjallar á kómískan hátt um feðgasambönd og gerist á sólarströndinni Playa Buena á Spáni árið 2007. Þar segjast þeir vera að rannsaka sambönd feðga og hvernig kynslóðirnar tjá tilfinningar á mismunandi hátt, en þeir segjast segjast hafa til dæmis sótt innblástur í rómantískar gamanmyndir frá fyrsta áratugi þessarar aldar. Þeir Helgi og Hákon útskýrðu þetta betur fyrir okkur í þættinum. Strjálbýlt land án lestrarsamgangna varð að tileinka sér tækniundur 20.aldarinnar og fátt annað verkfæri hefur átt jafn góða samleið með einstaklingshyggnum Íslendingum en bíllinn, sem tryggði frelsi þeirra til ferðalaga um fagurt landið. Og þegar hann birtist með fjórhjóladrifi opnuðust víðerni hálendisins. Svona skrifar Örn Sigurðsson höfundur bókarinnar Bílar í lífi þjóðar sem var að koma út. Við töluðum við Örn í þættinum i dag, en hann er landfræðingur og bílasagnfræðingur og forstöðumaður korta og bílabókadeildar Forlagsins. Tónlist í þættinum í dag: Heim í Búðardal / Ðe Lónlí blú bojs (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson) American Pie / Don McLean (Don McLean) Bíddu pabbi / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Peter Callander, Geoff Stevens og Iðunn Steinsdóttir Bílavísur / Björk Guðmundsdóttir og Tríó Guðmundar Ingólfssonar (Holmes og Jón Sigurðsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/18/20230
Episode Artwork

Dauðinn, Pabbastrákar og Bílar í lífi þjóðar

Við heyrðum í Birni Þorlákssyni í dag, en út er komin bók eftir hann sem heitir Dauðinn. Í bókinni, sem tók fjögur ár að skrifa, fjallar Björn efnislega um dauðann og talar við fólk sem hefur tekist á við feigðina í ýmsum myndum, ræðir við dauðvona fólk og þá sem hafa misst ástvini og fléttar saman við rannsóknir og hugleiðingar. Við töluðum við Björn um bókina í dag. Svo fengum við pabbastráka í heimsókn, sem sagt þá Helga Grím Hermannsson og Hákon Örn Helgason, en þeir eru höfundar og leikarar í sýningunni Pabbastrákar sem sýnd er í Tjarnarbíói. Sýningin fjallar á kómískan hátt um feðgasambönd og gerist á sólarströndinni Playa Buena á Spáni árið 2007. Þar segjast þeir vera að rannsaka sambönd feðga og hvernig kynslóðirnar tjá tilfinningar á mismunandi hátt, en þeir segjast segjast hafa til dæmis sótt innblástur í rómantískar gamanmyndir frá fyrsta áratugi þessarar aldar. Þeir Helgi og Hákon útskýrðu þetta betur fyrir okkur í þættinum. Strjálbýlt land án lestrarsamgangna varð að tileinka sér tækniundur 20.aldarinnar og fátt annað verkfæri hefur átt jafn góða samleið með einstaklingshyggnum Íslendingum en bíllinn, sem tryggði frelsi þeirra til ferðalaga um fagurt landið. Og þegar hann birtist með fjórhjóladrifi opnuðust víðerni hálendisins. Svona skrifar Örn Sigurðsson höfundur bókarinnar Bílar í lífi þjóðar sem var að koma út. Við töluðum við Örn í þættinum i dag, en hann er landfræðingur og bílasagnfræðingur og forstöðumaður korta og bílabókadeildar Forlagsins. Tónlist í þættinum í dag: Heim í Búðardal / Ðe Lónlí blú bojs (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson) American Pie / Don McLean (Don McLean) Bíddu pabbi / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Peter Callander, Geoff Stevens og Iðunn Steinsdóttir Bílavísur / Björk Guðmundsdóttir og Tríó Guðmundar Ingólfssonar (Holmes og Jón Sigurðsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/18/202350 minutes
Episode Artwork

Skaðaminnkun, Ungleikhús og haustveðrið

Helena Bragadóttir, geðhjúkrunarfræðingur, kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá erindi sem hún og Sigurður Örn Hektorsson munu flytja á ráðstefnu um fíknistefnu sem skipulögð er af RIKK, Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við HÍ og Rótinni. Erindið er um skaðaminnkun og heilbrigðisþjónustu í íslenskum fangelsum og við fengum Helenu til að segja okkur betur frá erindinu í þættinum, en ráðstefnan fer fram í dag og á morguná Hótel Reykjavík Grand. Þar verður sjónum er beint að stöðu og framtíð í fíknistefnu og vímuefnanotkun í velferðarríkjum og erlendir og innlendir sérfræðingar munu ræða stefnumótun í málaflokknum. Hið nýstofnaða Ungleikhús byggir í grunninn á hugmyndafræði Broadway Junior þar sem markmiðið er að efla börn og ungt fólk í sviðslistum og skapa þeim tækifæri til þátttöku og áhrifa í fjölbreyttum uppsetningum. Ungleikhúsið er staður fyrir áhugasama krakka, sem eru með einhverja reynslu fyrir, til þess að öðlast enn meiri reynslu í gegnum þátttöku í fjölbreyttum verkefnum. Við ræddum við Sigyn Blöndal ein af þeim sem stendur að Ungleikhúsinu, í dag. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur kom svo til okkar í dag í veðurspjallið. Í dag ræddi Einar við okkur um haustið, skammdegið og áhrif veðursins á sálartetrið og hann var meira að segja dálítið á skáldlegu nótunum. TÓNLIST Í ÞÆTTINUM Í DAG: Meira, meira / Ríó Tríó (Gunnar Þórðarsson og Jónas Friðrik) 50 Ways to Leave Your Lover / Paul Simon (Paul Simon) Leyndarmál / Ásgeir Trausti (Ásgeir Trausti, Einar Georg Einarsson og Júlíus Aðalsteinn Róbertsson) Ég læt mig dreyma / Ellen Kristjánsdóttir (Friðrik Karlsson, Eiríkur Hauksson og Birgir Bragason) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/17/20230
Episode Artwork

Skaðaminnkun, Ungleikhús og haustveðrið

Helena Bragadóttir, geðhjúkrunarfræðingur, kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá erindi sem hún og Sigurður Örn Hektorsson munu flytja á ráðstefnu um fíknistefnu sem skipulögð er af RIKK, Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við HÍ og Rótinni. Erindið er um skaðaminnkun og heilbrigðisþjónustu í íslenskum fangelsum og við fengum Helenu til að segja okkur betur frá erindinu í þættinum, en ráðstefnan fer fram í dag og á morguná Hótel Reykjavík Grand. Þar verður sjónum er beint að stöðu og framtíð í fíknistefnu og vímuefnanotkun í velferðarríkjum og erlendir og innlendir sérfræðingar munu ræða stefnumótun í málaflokknum. Hið nýstofnaða Ungleikhús byggir í grunninn á hugmyndafræði Broadway Junior þar sem markmiðið er að efla börn og ungt fólk í sviðslistum og skapa þeim tækifæri til þátttöku og áhrifa í fjölbreyttum uppsetningum. Ungleikhúsið er staður fyrir áhugasama krakka, sem eru með einhverja reynslu fyrir, til þess að öðlast enn meiri reynslu í gegnum þátttöku í fjölbreyttum verkefnum. Við ræddum við Sigyn Blöndal ein af þeim sem stendur að Ungleikhúsinu, í dag. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur kom svo til okkar í dag í veðurspjallið. Í dag ræddi Einar við okkur um haustið, skammdegið og áhrif veðursins á sálartetrið og hann var meira að segja dálítið á skáldlegu nótunum. TÓNLIST Í ÞÆTTINUM Í DAG: Meira, meira / Ríó Tríó (Gunnar Þórðarsson og Jónas Friðrik) 50 Ways to Leave Your Lover / Paul Simon (Paul Simon) Leyndarmál / Ásgeir Trausti (Ásgeir Trausti, Einar Georg Einarsson og Júlíus Aðalsteinn Róbertsson) Ég læt mig dreyma / Ellen Kristjánsdóttir (Friðrik Karlsson, Eiríkur Hauksson og Birgir Bragason) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/17/20230
Episode Artwork

Skaðaminnkun, Ungleikhús og haustveðrið

Helena Bragadóttir, geðhjúkrunarfræðingur, kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá erindi sem hún og Sigurður Örn Hektorsson munu flytja á ráðstefnu um fíknistefnu sem skipulögð er af RIKK, Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við HÍ og Rótinni. Erindið er um skaðaminnkun og heilbrigðisþjónustu í íslenskum fangelsum og við fengum Helenu til að segja okkur betur frá erindinu í þættinum, en ráðstefnan fer fram í dag og á morguná Hótel Reykjavík Grand. Þar verður sjónum er beint að stöðu og framtíð í fíknistefnu og vímuefnanotkun í velferðarríkjum og erlendir og innlendir sérfræðingar munu ræða stefnumótun í málaflokknum. Hið nýstofnaða Ungleikhús byggir í grunninn á hugmyndafræði Broadway Junior þar sem markmiðið er að efla börn og ungt fólk í sviðslistum og skapa þeim tækifæri til þátttöku og áhrifa í fjölbreyttum uppsetningum. Ungleikhúsið er staður fyrir áhugasama krakka, sem eru með einhverja reynslu fyrir, til þess að öðlast enn meiri reynslu í gegnum þátttöku í fjölbreyttum verkefnum. Við ræddum við Sigyn Blöndal ein af þeim sem stendur að Ungleikhúsinu, í dag. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur kom svo til okkar í dag í veðurspjallið. Í dag ræddi Einar við okkur um haustið, skammdegið og áhrif veðursins á sálartetrið og hann var meira að segja dálítið á skáldlegu nótunum. TÓNLIST Í ÞÆTTINUM Í DAG: Meira, meira / Ríó Tríó (Gunnar Þórðarsson og Jónas Friðrik) 50 Ways to Leave Your Lover / Paul Simon (Paul Simon) Leyndarmál / Ásgeir Trausti (Ásgeir Trausti, Einar Georg Einarsson og Júlíus Aðalsteinn Róbertsson) Ég læt mig dreyma / Ellen Kristjánsdóttir (Friðrik Karlsson, Eiríkur Hauksson og Birgir Bragason) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/17/202350 minutes
Episode Artwork

Kennaradeild HA, skúringavinkill og Smári lesandi vikunnar

30 ár eru síðan byrjað var að bjóða upp á kennaranám við Háskólann á Akureyri. Deildin hefur stækkað og þróast í takt við tímann og námsframboðið orðið fjölbreyttara. Til að segja okkur frá þessum tímamótum og almennt frá starfsemi Kennaradeildar HA kom til okkar Birna María Brattberg Svanbjörnsdóttir deildarforseti Kennaradeildarinnar. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn ber hann vinkilinn við skúringar og skemmtileg lög. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Smári Gunnarsson kvikmyndagerðarmaður, en hann frumsýndi nýlega hjartnæmu heimildarmyndina Heimaleikurinn og hlaut hún áhorfendaverðlaunin á Skjaldborgarhátíðinni og einni áhorfendaverðlaunin á heimilda- og stuttmyndahátíðinni Nordisk Panoraama. En hann sagði okkur í dag frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Smári talaði um eftirfarandi bækur: Játningar Ágústínusar e. Ágústínus frá Hippó, þýðandi Sigurbjörn Einarsson Húsið e. Stefán Mána The Elephant to Hollywood e. Michael Caine Tár, bros og takkaskór e. Þorgrím Þráinsson TÓNLIST Í ÞÆTTINUM Í DAG: Tipp topp / Prins Póló (Svavar Pétur Eysteinsson) Flikk flakk / Halli og Laddi (Fred Morgan og Þórhallur Sigurðsson) Tomorrow Never Knows / The Beatles (John Lennon & Paul McCartney) UMSJÓN: GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/16/20230
Episode Artwork

Kennaradeild HA, skúringavinkill og Smári lesandi vikunnar

30 ár eru síðan byrjað var að bjóða upp á kennaranám við Háskólann á Akureyri. Deildin hefur stækkað og þróast í takt við tímann og námsframboðið orðið fjölbreyttara. Til að segja okkur frá þessum tímamótum og almennt frá starfsemi Kennaradeildar HA kom til okkar Birna María Brattberg Svanbjörnsdóttir deildarforseti Kennaradeildarinnar. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn ber hann vinkilinn við skúringar og skemmtileg lög. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Smári Gunnarsson kvikmyndagerðarmaður, en hann frumsýndi nýlega hjartnæmu heimildarmyndina Heimaleikurinn og hlaut hún áhorfendaverðlaunin á Skjaldborgarhátíðinni og einni áhorfendaverðlaunin á heimilda- og stuttmyndahátíðinni Nordisk Panoraama. En hann sagði okkur í dag frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Smári talaði um eftirfarandi bækur: Játningar Ágústínusar e. Ágústínus frá Hippó, þýðandi Sigurbjörn Einarsson Húsið e. Stefán Mána The Elephant to Hollywood e. Michael Caine Tár, bros og takkaskór e. Þorgrím Þráinsson TÓNLIST Í ÞÆTTINUM Í DAG: Tipp topp / Prins Póló (Svavar Pétur Eysteinsson) Flikk flakk / Halli og Laddi (Fred Morgan og Þórhallur Sigurðsson) Tomorrow Never Knows / The Beatles (John Lennon & Paul McCartney) UMSJÓN: GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/16/202350 minutes
Episode Artwork

Anna Svava föstudagsgestur og nammispjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikkonan, grínarinn og ísbúðareigandinn Anna Svava Knútsdóttir. Hún hefur leikið í fjölda kvikmynda- og sjónvarpsverkefna, t.d. gamanþáttunum Ligelglad, Verbúðinni og fjölda áramótaskaupa. Hún hefur verið talsvert mikið í uppistandi og stofnaði svo og rekur ísbúðina Valdísi ásamt manni sínum, Gylfa Þór Valdimarssyni. Við fórum með henni aftur í tímann, forvitnuðumst um æskuna og uppvaxtarárin í Fossvoginum, grínið, ísbúðina og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag. Svo var auðvitað matarspjallið á sínum stað, eða í dag hefði kannski frekar átt að kalla það nammispjallið. Því við hófum umræðu um nammi í síðustu viku sem við náðum bara rétt að snerta yfirborðið á. Við komumst reyndar ekki nálægt því að tæma umræðuna um nammi í dag, en við gerðum að minnsta kosti tilraun til þess. Tónlist í þættinum í dag: Nú er ég léttur / Geirmundur Valtýsson (Geirmundur Valtýsson) Let Go Of Your Plans / Lukas Nelson and Promise of the Real & Madison Ryann Ward (Lukas Nelson) You Can?t Hurry Love / Phil Collins (Brian Holland, Eddie Holland & Lamont Dozier) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
10/13/20230
Episode Artwork

Anna Svava föstudagsgestur og nammispjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikkonan, grínarinn og ísbúðareigandinn Anna Svava Knútsdóttir. Hún hefur leikið í fjölda kvikmynda- og sjónvarpsverkefna, t.d. gamanþáttunum Ligelglad, Verbúðinni og fjölda áramótaskaupa. Hún hefur verið talsvert mikið í uppistandi og stofnaði svo og rekur ísbúðina Valdísi ásamt manni sínum, Gylfa Þór Valdimarssyni. Við fórum með henni aftur í tímann, forvitnuðumst um æskuna og uppvaxtarárin í Fossvoginum, grínið, ísbúðina og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag. Svo var auðvitað matarspjallið á sínum stað, eða í dag hefði kannski frekar átt að kalla það nammispjallið. Því við hófum umræðu um nammi í síðustu viku sem við náðum bara rétt að snerta yfirborðið á. Við komumst reyndar ekki nálægt því að tæma umræðuna um nammi í dag, en við gerðum að minnsta kosti tilraun til þess. Tónlist í þættinum í dag: Nú er ég léttur / Geirmundur Valtýsson (Geirmundur Valtýsson) Let Go Of Your Plans / Lukas Nelson and Promise of the Real & Madison Ryann Ward (Lukas Nelson) You Can?t Hurry Love / Phil Collins (Brian Holland, Eddie Holland & Lamont Dozier) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
10/13/20230
Episode Artwork

Anna Svava föstudagsgestur og nammispjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikkonan, grínarinn og ísbúðareigandinn Anna Svava Knútsdóttir. Hún hefur leikið í fjölda kvikmynda- og sjónvarpsverkefna, t.d. gamanþáttunum Ligelglad, Verbúðinni og fjölda áramótaskaupa. Hún hefur verið talsvert mikið í uppistandi og stofnaði svo og rekur ísbúðina Valdísi ásamt manni sínum, Gylfa Þór Valdimarssyni. Við fórum með henni aftur í tímann, forvitnuðumst um æskuna og uppvaxtarárin í Fossvoginum, grínið, ísbúðina og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag. Svo var auðvitað matarspjallið á sínum stað, eða í dag hefði kannski frekar átt að kalla það nammispjallið. Því við hófum umræðu um nammi í síðustu viku sem við náðum bara rétt að snerta yfirborðið á. Við komumst reyndar ekki nálægt því að tæma umræðuna um nammi í dag, en við gerðum að minnsta kosti tilraun til þess. Tónlist í þættinum í dag: Nú er ég léttur / Geirmundur Valtýsson (Geirmundur Valtýsson) Let Go Of Your Plans / Lukas Nelson and Promise of the Real & Madison Ryann Ward (Lukas Nelson) You Can?t Hurry Love / Phil Collins (Brian Holland, Eddie Holland & Lamont Dozier) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
10/13/202350 minutes
Episode Artwork

Ofbeldismenn, Tjútt og gigtardagurinn

Ofbeldismenn á Íslandi verða til umræðu á ráðstefnu á vegum Stígamóta sem fer fram í dag á Hótel Hilton. Þar verður leitast við að svara spurningunum: Hverjir beita ofbeldi og af hverju? Hvernig er hægt að aðstoða menn við að hætta að beita ofbeldi? Og hvað er það í samfélaginu og menningunni sem viðheldur ofbeldi? Þær Drífa Snædal, talskona Stígamóta og Anna Þóra Kristinsdóttir ráðgjafi hjá Stígamótum komu í þáttinn í dag og sögðu frá því sem verður rætt á ráðstefnunni. Tjútt eru nýir sjónvarpsþættir sem hefja göngu sína 29.október næstkomandi. Í þáttunum ætla Andri Freyr Viðarsson og Dóra Takefusa, ásamt Kristófer Dignus, að fara yfir 50 ára skemmtistaða- og djammmenningu Reykjavíkur, allt frá því að Glaumbær brann til dagsins í dag. Þau fá til sín fjölbreyttan hóp viðmælanda sem tengjast næturlífinu á einn eða annan hátt og rifja upp skemmtilegar staðreyndir, sögur og minningar. Andri Freyr kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessum nýju þáttum. Alþjóðlegi gigtardagurinn er í dag. Tilgangur dagsins er að vekja athygli á fjölbreytni og alvarleika gigtarsjúkdóma sem eru yfir 200 talsins og talið að einn af hverjum fimm geti þurft að glíma við gigt einhvern tímann yfir ævina. Dóra Ingvadóttir formaður Gigtarfélags Íslands kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessum sjúkdómum og afleiðingum þeirra á daglegt líf ásamt því að fara yfir helstu verkefni félagsins. Tónlist í þættinum í dag: Einsemd / Snorri Helgason (Snorri Helgason og Guðmundur Óskar Guðmundsson) Girl From Before / Blood Harmony (Örn Eldjárn Kristjánsson) Í Reykjavíkurborg / Þú og ég ( Jóhann Helgason) Ég veit þú kemur / Ellý Vilhjálms (Oddgeir Kristjánsson og Ási Í Bæ) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
10/12/20230
Episode Artwork

Ofbeldismenn, Tjútt og gigtardagurinn

Ofbeldismenn á Íslandi verða til umræðu á ráðstefnu á vegum Stígamóta sem fer fram í dag á Hótel Hilton. Þar verður leitast við að svara spurningunum: Hverjir beita ofbeldi og af hverju? Hvernig er hægt að aðstoða menn við að hætta að beita ofbeldi? Og hvað er það í samfélaginu og menningunni sem viðheldur ofbeldi? Þær Drífa Snædal, talskona Stígamóta og Anna Þóra Kristinsdóttir ráðgjafi hjá Stígamótum komu í þáttinn í dag og sögðu frá því sem verður rætt á ráðstefnunni. Tjútt eru nýir sjónvarpsþættir sem hefja göngu sína 29.október næstkomandi. Í þáttunum ætla Andri Freyr Viðarsson og Dóra Takefusa, ásamt Kristófer Dignus, að fara yfir 50 ára skemmtistaða- og djammmenningu Reykjavíkur, allt frá því að Glaumbær brann til dagsins í dag. Þau fá til sín fjölbreyttan hóp viðmælanda sem tengjast næturlífinu á einn eða annan hátt og rifja upp skemmtilegar staðreyndir, sögur og minningar. Andri Freyr kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessum nýju þáttum. Alþjóðlegi gigtardagurinn er í dag. Tilgangur dagsins er að vekja athygli á fjölbreytni og alvarleika gigtarsjúkdóma sem eru yfir 200 talsins og talið að einn af hverjum fimm geti þurft að glíma við gigt einhvern tímann yfir ævina. Dóra Ingvadóttir formaður Gigtarfélags Íslands kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessum sjúkdómum og afleiðingum þeirra á daglegt líf ásamt því að fara yfir helstu verkefni félagsins. Tónlist í þættinum í dag: Einsemd / Snorri Helgason (Snorri Helgason og Guðmundur Óskar Guðmundsson) Girl From Before / Blood Harmony (Örn Eldjárn Kristjánsson) Í Reykjavíkurborg / Þú og ég ( Jóhann Helgason) Ég veit þú kemur / Ellý Vilhjálms (Oddgeir Kristjánsson og Ási Í Bæ) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
10/12/202350 minutes
Episode Artwork

Kristjana Arngrímsdóttir tónlistarkona og póstkort frá Magnúsi Einars

Kristjana Arngrímsdóttir söngkona og tónlistarkona sem búsett er í Svarfaðardal er búin að gefa út glænýjan geisladisk með 10 frumsömdum lögum, flest samin við ljóð skáldkvenna. Við hittum Kristjönu á kaffihúsi í miðvænum á Akureyri og spjölluðum við hana um tónlistina og heima og geima. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni og hann kemur víða við í póstkortinu að þessu sinni. Hann byrjar á að tala um veðrið og veðrametin í Eyjum. Því næst talar hann um samgöngur og leggur leið sína til Sviss en þar þykja samgöngur til fyrirmyndar. Svo liggur leiðin til Svalbarða en þar hefur stríðið í Úkraínu haft versandi áhrif á sambúð rússa og norðmanna. Rússar reka þarna kolanámu og eru farnir að sýna norskum yfirvöldum hroka og vanvirðingu. Tónlist: Á sjó/Hljómsveit Ingimars Eydal,Þorvaldur Halldórsson syngur(erl-Ólaf Ragnarsson) Máninn/Kristjana Arngrímsdóttir(Kristjana Arngrímsdóttir-Halla Eyjólfsdóttir) Útþrá/Kristjana Arngrímsdóttir( Kristjana Arngrímsdóttir-Elísabet Geirmundsdóttir?Listakonan í fjörunni?)
10/11/20230
Episode Artwork

Kristjana Arngrímsdóttir tónlistarkona og póstkort frá Magnúsi Einars

Kristjana Arngrímsdóttir söngkona og tónlistarkona sem búsett er í Svarfaðardal er búin að gefa út glænýjan geisladisk með 10 frumsömdum lögum, flest samin við ljóð skáldkvenna. Við hittum Kristjönu á kaffihúsi í miðvænum á Akureyri og spjölluðum við hana um tónlistina og heima og geima. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni og hann kemur víða við í póstkortinu að þessu sinni. Hann byrjar á að tala um veðrið og veðrametin í Eyjum. Því næst talar hann um samgöngur og leggur leið sína til Sviss en þar þykja samgöngur til fyrirmyndar. Svo liggur leiðin til Svalbarða en þar hefur stríðið í Úkraínu haft versandi áhrif á sambúð rússa og norðmanna. Rússar reka þarna kolanámu og eru farnir að sýna norskum yfirvöldum hroka og vanvirðingu. Tónlist: Á sjó/Hljómsveit Ingimars Eydal,Þorvaldur Halldórsson syngur(erl-Ólaf Ragnarsson) Máninn/Kristjana Arngrímsdóttir(Kristjana Arngrímsdóttir-Halla Eyjólfsdóttir) Útþrá/Kristjana Arngrímsdóttir( Kristjana Arngrímsdóttir-Elísabet Geirmundsdóttir?Listakonan í fjörunni?)
10/11/20230
Episode Artwork

Kristjana Arngrímsdóttir tónlistarkona og póstkort frá Magnúsi Einars

Kristjana Arngrímsdóttir söngkona og tónlistarkona sem búsett er í Svarfaðardal er búin að gefa út glænýjan geisladisk með 10 frumsömdum lögum, flest samin við ljóð skáldkvenna. Við hittum Kristjönu á kaffihúsi í miðvænum á Akureyri og spjölluðum við hana um tónlistina og heima og geima. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni og hann kemur víða við í póstkortinu að þessu sinni. Hann byrjar á að tala um veðrið og veðrametin í Eyjum. Því næst talar hann um samgöngur og leggur leið sína til Sviss en þar þykja samgöngur til fyrirmyndar. Svo liggur leiðin til Svalbarða en þar hefur stríðið í Úkraínu haft versandi áhrif á sambúð rússa og norðmanna. Rússar reka þarna kolanámu og eru farnir að sýna norskum yfirvöldum hroka og vanvirðingu. Tónlist: Á sjó/Hljómsveit Ingimars Eydal,Þorvaldur Halldórsson syngur(erl-Ólaf Ragnarsson) Máninn/Kristjana Arngrímsdóttir(Kristjana Arngrímsdóttir-Halla Eyjólfsdóttir) Útþrá/Kristjana Arngrímsdóttir( Kristjana Arngrímsdóttir-Elísabet Geirmundsdóttir?Listakonan í fjörunni?)
10/11/202350 minutes
Episode Artwork

Aflið á Akureyri,Leiklistarskóli Akureyrar og Markaðsstofa Norðurlands

Aflið eru samtök sem voru stofnuð á Akureyri árið 2002 í framhaldi af tilraunastarfsemi Stígamóta þar sem í ljós kom mikil þörf fyrir samtök af þessu tagi. Starfsemin byggir á forsendum þolenda kynferðislegs ofbeldis og/eða heimilisofbeldis. Frá upphafi hefur Aflið vaxið þó nokkuð, árið 2011 voru viðtöl 685 og árið 2018 náðu viðtöl ákveðnum toppi en þá voru þau 1460 talsins. Starfandi ráðgjafar hjá Aflinu í dag eru fimm talsins og hún kom til okkar Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir verkefnisstýra Aflsins. Met var slegið í fjölda seldra gistinátta á Norðurlandi í júlí og ágúst skv. tölum frá Hagstofunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands og fjallað um á Akureyri.net. Það virðist sem sumartímabilið sé orðið lengra og Í júlí voru gistinætur til dæmis 60% fleiri en árið 2018 og í ágúst 145% fleiri en árið 2018. Halldór Óli Kjartansson verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands kom til okkar. Við skruppum svo í heimsókn í kennslurými Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar. Þar geta börn á grunnskólaaldri sótt sér þjálfun í grunnatriðum leiklistar. Við hittum Jenný Láru Arnórsdóttur skólastjóra leiklistarskólans sem sagði okkur nánar frá starfseminni Lögin í þættinum Það er svo skrýtið/Vilhjálmur Vilhjálmsson(Magnús Eiríksson-Vilhjálmur Vilhjálmsson) Upptaka 1977 Gone gone Gone/Alison Krauss og Robert Plant(lag eftirEverly bræður,þá Phil og Don) Von/Þorgrímur Jónsson og félagar(Þorgrímur Jónsson) Í fylgsnum hjartans/Stefán Hilmarsson(Ástvaldur Traustason-Stefán Hilmarsson)
10/10/20230
Episode Artwork

Aflið á Akureyri,Leiklistarskóli Akureyrar og Markaðsstofa Norðurlands

Aflið eru samtök sem voru stofnuð á Akureyri árið 2002 í framhaldi af tilraunastarfsemi Stígamóta þar sem í ljós kom mikil þörf fyrir samtök af þessu tagi. Starfsemin byggir á forsendum þolenda kynferðislegs ofbeldis og/eða heimilisofbeldis. Frá upphafi hefur Aflið vaxið þó nokkuð, árið 2011 voru viðtöl 685 og árið 2018 náðu viðtöl ákveðnum toppi en þá voru þau 1460 talsins. Starfandi ráðgjafar hjá Aflinu í dag eru fimm talsins og hún kom til okkar Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir verkefnisstýra Aflsins. Met var slegið í fjölda seldra gistinátta á Norðurlandi í júlí og ágúst skv. tölum frá Hagstofunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands og fjallað um á Akureyri.net. Það virðist sem sumartímabilið sé orðið lengra og Í júlí voru gistinætur til dæmis 60% fleiri en árið 2018 og í ágúst 145% fleiri en árið 2018. Halldór Óli Kjartansson verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands kom til okkar. Við skruppum svo í heimsókn í kennslurými Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar. Þar geta börn á grunnskólaaldri sótt sér þjálfun í grunnatriðum leiklistar. Við hittum Jenný Láru Arnórsdóttur skólastjóra leiklistarskólans sem sagði okkur nánar frá starfseminni Lögin í þættinum Það er svo skrýtið/Vilhjálmur Vilhjálmsson(Magnús Eiríksson-Vilhjálmur Vilhjálmsson) Upptaka 1977 Gone gone Gone/Alison Krauss og Robert Plant(lag eftirEverly bræður,þá Phil og Don) Von/Þorgrímur Jónsson og félagar(Þorgrímur Jónsson) Í fylgsnum hjartans/Stefán Hilmarsson(Ástvaldur Traustason-Stefán Hilmarsson)
10/10/202350 minutes
Episode Artwork

Aðgengi að heyrn, heimsmálin í Vinkli dagsins og lesandi vikunnar

"Aðgengi að heyrn" er yfirskrift ráðstefnu á vegum Heyrnarhjálpar sem haldinn verður 10.október. Áætlað er að heyrnarskertir á Íslandi séu um 20% af þjóðinni eða um 74.000. Eitt af því sem ómeðhöndluð heyrnarskerðing getur valdið er snemmbúin elliglöp, þunglyndi og félagsleg einangrun. Þessu vill Heyrnarhjálp breyta og vilja að heyrnarskertum standi til boða heyrnartæki og þjónusta án tilits til stéttar né stöðu. Halla Þorkelsson formaður Heyrnarhjálpar og hún kom til okkar í dag. Við fengum sendingu frá Guðjóni Helga Ólafssyni sem í dag bar vinkilinn upp að heimsmálunum. Lesandi vikunnar var á sínum stað. Í dag kom til okkar Stefán Þór Sæmundsson íslenskukennari við Menntaskólann á Akureyri. Hann sagði okkur frá bókum sem hann hefur verið að lesa undanfarið og bókum sem hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.
10/9/20230
Episode Artwork

Aðgengi að heyrn, heimsmálin í Vinkli dagsins og lesandi vikunnar

"Aðgengi að heyrn" er yfirskrift ráðstefnu á vegum Heyrnarhjálpar sem haldinn verður 10.október. Áætlað er að heyrnarskertir á Íslandi séu um 20% af þjóðinni eða um 74.000. Eitt af því sem ómeðhöndluð heyrnarskerðing getur valdið er snemmbúin elliglöp, þunglyndi og félagsleg einangrun. Þessu vill Heyrnarhjálp breyta og vilja að heyrnarskertum standi til boða heyrnartæki og þjónusta án tilits til stéttar né stöðu. Halla Þorkelsson formaður Heyrnarhjálpar og hún kom til okkar í dag. Við fengum sendingu frá Guðjóni Helga Ólafssyni sem í dag bar vinkilinn upp að heimsmálunum. Lesandi vikunnar var á sínum stað. Í dag kom til okkar Stefán Þór Sæmundsson íslenskukennari við Menntaskólann á Akureyri. Hann sagði okkur frá bókum sem hann hefur verið að lesa undanfarið og bókum sem hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.
10/9/20230
Episode Artwork

Aðgengi að heyrn, heimsmálin í Vinkli dagsins og lesandi vikunnar

"Aðgengi að heyrn" er yfirskrift ráðstefnu á vegum Heyrnarhjálpar sem haldinn verður 10.október. Áætlað er að heyrnarskertir á Íslandi séu um 20% af þjóðinni eða um 74.000. Eitt af því sem ómeðhöndluð heyrnarskerðing getur valdið er snemmbúin elliglöp, þunglyndi og félagsleg einangrun. Þessu vill Heyrnarhjálp breyta og vilja að heyrnarskertum standi til boða heyrnartæki og þjónusta án tilits til stéttar né stöðu. Halla Þorkelsson formaður Heyrnarhjálpar og hún kom til okkar í dag. Við fengum sendingu frá Guðjóni Helga Ólafssyni sem í dag bar vinkilinn upp að heimsmálunum. Lesandi vikunnar var á sínum stað. Í dag kom til okkar Stefán Þór Sæmundsson íslenskukennari við Menntaskólann á Akureyri. Hann sagði okkur frá bókum sem hann hefur verið að lesa undanfarið og bókum sem hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.
10/9/202350 minutes
Episode Artwork

Berglind Festival föstudagsgestur og sælusnakk

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Berglind Pétursdóttir, eða Berglind Festival. Hún hefur vakið mikla athygli fyrir innkomur sínar í þáttunum Vikan með Gísla Marteini á föstudagskvöldum og nú síðasta föstudag, í fyrsta þætti vetrarins, sló hún í gegn þegar hún lýsti íslensku sumarkonunni, með hatt í ponsjói og kampavínsglas í hendi við laxveiðiá. Berglind er menntaður dansari en hefur starfað sem markaðssérfræðingur hjá Símanum, markaðs og samfélagsmiðlasérfræðingur hjá ENNEMM og Íslensku auglýsingastofunni og er nú starfandi hugmynda og textasmiður á auglýsingastofunni HN Markaðssamskipti. Einnig var hún kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík frá 2019-2021 á mjög sérkennilegu tímabili. Það var gaman að tala við Berglindi Festival í þættinum í dag. Í matarspjalli dagsins tókum við svo upp þráðinn frá því í síðustu viku og héldum áfram að ræða skólanesti frá því er við vorum ung, talsverð nostalgía sem fylgdi því að ræða t.d. smurt brauð, nestisbox og svo framvegis. Svo hófum við nýja umræðu um sælu, ekki sakbitna sælu, heldur hvað okkur þykir best að fá okkur fyrir framan sjónvarpið á kósý kvöldum. Tónlist í þættinum í dag: Sólarsamba / GÓSS (Magnús Kjartansson og Halldór Gunnarsson) Það sýnir sig / Una Torfadóttir og Hjálmar (Sigurður Guðmundsson) You Turn Me On, I?m a Radio / Joni Mitchell (Joni Mitchell og Liam Wade) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/6/20230
Episode Artwork

Berglind Festival föstudagsgestur og sælusnakk

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Berglind Pétursdóttir, eða Berglind Festival. Hún hefur vakið mikla athygli fyrir innkomur sínar í þáttunum Vikan með Gísla Marteini á föstudagskvöldum og nú síðasta föstudag, í fyrsta þætti vetrarins, sló hún í gegn þegar hún lýsti íslensku sumarkonunni, með hatt í ponsjói og kampavínsglas í hendi við laxveiðiá. Berglind er menntaður dansari en hefur starfað sem markaðssérfræðingur hjá Símanum, markaðs og samfélagsmiðlasérfræðingur hjá ENNEMM og Íslensku auglýsingastofunni og er nú starfandi hugmynda og textasmiður á auglýsingastofunni HN Markaðssamskipti. Einnig var hún kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík frá 2019-2021 á mjög sérkennilegu tímabili. Það var gaman að tala við Berglindi Festival í þættinum í dag. Í matarspjalli dagsins tókum við svo upp þráðinn frá því í síðustu viku og héldum áfram að ræða skólanesti frá því er við vorum ung, talsverð nostalgía sem fylgdi því að ræða t.d. smurt brauð, nestisbox og svo framvegis. Svo hófum við nýja umræðu um sælu, ekki sakbitna sælu, heldur hvað okkur þykir best að fá okkur fyrir framan sjónvarpið á kósý kvöldum. Tónlist í þættinum í dag: Sólarsamba / GÓSS (Magnús Kjartansson og Halldór Gunnarsson) Það sýnir sig / Una Torfadóttir og Hjálmar (Sigurður Guðmundsson) You Turn Me On, I?m a Radio / Joni Mitchell (Joni Mitchell og Liam Wade) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/6/202350 minutes
Episode Artwork

Menntaverðlaunin, Konungur fjallanna og geðheilbrigðisdagurinn

Í dag er Kennaradagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim og þá verður tilkynnt um hverjir eru tilnefndir til Íslensku menntaverðlaunanna í ár. Árlega er óskað eftir hugmyndum að tilnefningum frá almenningi og er verðlaunað fyrir fjóra flokka: Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur, framúrskarandi kennari, framúrskarandi þróunarverkefni og framúrskarandi iðn- eða verkmenntun. Gerður Kristný rihöfundur og ljóðskáld er formaður nefndar um Íslensku menntaverðlaunin og hún kom í þáttinn í dag og greindi frá því í beinni útsendingu hverjar tilnefningarnar í ár eru. Nýja íslenska heimildamyndin Konungur fjallanna var sýnd í kvikmyndahúsum í september og svo hér á RÚV í sjónvarpinu 24. september þar sem hún fékk mikið áhorf. Í myndinni er fylgst með Kristni Guðnasyni fjallkóngi og gangnamönnum í leitum á Landmannaafrétti. Í myndinni er gefin raunsönn mynd af leitum og samspili manna, dýra og náttúru. Fjallkóngurinn sjálfur, Kristinn kom í spjall í þáttinn í dag. Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er haldinn 10. október ár hvert, hér á landi var fyrst haldið upp á hann árið 1996. Í ár verður dagskrá í Bíó Paradís, sem sagt næsta þriðjudag kl.14 , þar sem haldin verða ávörp, fyrirlestrar og skemmtiatriði. Við fengum Orra Hilmarsson, formann dagsins hér á landi í viðtal í dag. Tónlist í þættinum í dag: Fly Me to the Moon / Hljómar (Hljóðritað í Útvarpssal Skúlagötu 4, þann 9. október 1963. Upptaka gerð fyrir óskalagaþáttinn Lög unga fólksins, fyrst heyrist Einar Júlíusson, þáverandi söngvari, kynna alla hljómsveitina.) Hey love / Marína Ósk (Marína Ósk Þórólfsdóttir) Snert hörpu mína /Edda Heiðrún (Atli Heimir Sveinsson og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Miss Chatelaine / KD Lang (KD Lang og Ben Mink) Mississippi / The Cactus Blossoms (Torrey) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/5/20230
Episode Artwork

Menntaverðlaunin, Konungur fjallanna og geðheilbrigðisdagurinn

Í dag er Kennaradagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim og þá verður tilkynnt um hverjir eru tilnefndir til Íslensku menntaverðlaunanna í ár. Árlega er óskað eftir hugmyndum að tilnefningum frá almenningi og er verðlaunað fyrir fjóra flokka: Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur, framúrskarandi kennari, framúrskarandi þróunarverkefni og framúrskarandi iðn- eða verkmenntun. Gerður Kristný rihöfundur og ljóðskáld er formaður nefndar um Íslensku menntaverðlaunin og hún kom í þáttinn í dag og greindi frá því í beinni útsendingu hverjar tilnefningarnar í ár eru. Nýja íslenska heimildamyndin Konungur fjallanna var sýnd í kvikmyndahúsum í september og svo hér á RÚV í sjónvarpinu 24. september þar sem hún fékk mikið áhorf. Í myndinni er fylgst með Kristni Guðnasyni fjallkóngi og gangnamönnum í leitum á Landmannaafrétti. Í myndinni er gefin raunsönn mynd af leitum og samspili manna, dýra og náttúru. Fjallkóngurinn sjálfur, Kristinn kom í spjall í þáttinn í dag. Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er haldinn 10. október ár hvert, hér á landi var fyrst haldið upp á hann árið 1996. Í ár verður dagskrá í Bíó Paradís, sem sagt næsta þriðjudag kl.14 , þar sem haldin verða ávörp, fyrirlestrar og skemmtiatriði. Við fengum Orra Hilmarsson, formann dagsins hér á landi í viðtal í dag. Tónlist í þættinum í dag: Fly Me to the Moon / Hljómar (Hljóðritað í Útvarpssal Skúlagötu 4, þann 9. október 1963. Upptaka gerð fyrir óskalagaþáttinn Lög unga fólksins, fyrst heyrist Einar Júlíusson, þáverandi söngvari, kynna alla hljómsveitina.) Hey love / Marína Ósk (Marína Ósk Þórólfsdóttir) Snert hörpu mína /Edda Heiðrún (Atli Heimir Sveinsson og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Miss Chatelaine / KD Lang (KD Lang og Ben Mink) Mississippi / The Cactus Blossoms (Torrey) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/5/202350 minutes
Episode Artwork

ÖBÍ réttindasamtök, Íslendingafélagið í Osló og Grensásdeild

Á laugardaginn fer fram formannskjör hjá ÖBÍ réttindasamtökum, en þau sinna réttindamálum fólks með fötlun. Af því tilefni fengum við fráfarandi formann samtakanna, Þuríði Hörpu Sigurðardóttur til þess að fara með okkur yfir stöðuna í þessum málaflokki, sögu samtakanna og árin sex sem hún hefur verið formaður. Íslensk menningarhátíð fer fram í Osló dagana 19.-21. október næstkomandi. Hún er haldin í tilefni af 100 ára afmæli Íslendingafélagsins í Osló og nágrenni og mun til dæmis forseti Íslands heiðra hátíðina með nærveru sinni á öllum þeim viðburðum sem félagið stendur fyrir þessa daga. Rósa Dröfn Guðgeirsdóttir var á línunni frá Lörenskog við Osló í þættinum í dag. Á föstudagskvöld verður í sjónvarpinu söfnunar- og skemmtiþáttur fyrir Grensásdeild, Gefum byr undir báða vængi, þar sem safnað verður fyrir tækjum til endurhæfingar. Þar mun fjöldi listafólks, sérfræðinga, skjólstæðinga deildarinnar og annarra velunnara koma fram. Við fengum Sigríði Guðmundsdóttur, hjúkrunardeildarstjóra á endurhæfingardeildinni, og Maríu Björk Viðarsdóttur, sem sagði okkur sína reynslusögu, en hún var í endurhæfingu á Grensásdeild í heilt ár eftir bílslys. Tónlist í þættinum Me and Bobby McGee / Janis Joplin (Kris Kristoferson og Fred Foster) Coal Miners Daughter / Sheryl Crow, Loretta Lynn og Miranda Lambert (Loretta Lynn) My Friend and I / Trúbrot (Magnús Kjartansson og Jóhann Helgason) Á Mallorca / South River Band (Ólafur Þórðarson og Helgi Þór Ingason) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/4/20230
Episode Artwork

ÖBÍ réttindasamtök, Íslendingafélagið í Osló og Grensásdeild

Á laugardaginn fer fram formannskjör hjá ÖBÍ réttindasamtökum, en þau sinna réttindamálum fólks með fötlun. Af því tilefni fengum við fráfarandi formann samtakanna, Þuríði Hörpu Sigurðardóttur til þess að fara með okkur yfir stöðuna í þessum málaflokki, sögu samtakanna og árin sex sem hún hefur verið formaður. Íslensk menningarhátíð fer fram í Osló dagana 19.-21. október næstkomandi. Hún er haldin í tilefni af 100 ára afmæli Íslendingafélagsins í Osló og nágrenni og mun til dæmis forseti Íslands heiðra hátíðina með nærveru sinni á öllum þeim viðburðum sem félagið stendur fyrir þessa daga. Rósa Dröfn Guðgeirsdóttir var á línunni frá Lörenskog við Osló í þættinum í dag. Á föstudagskvöld verður í sjónvarpinu söfnunar- og skemmtiþáttur fyrir Grensásdeild, Gefum byr undir báða vængi, þar sem safnað verður fyrir tækjum til endurhæfingar. Þar mun fjöldi listafólks, sérfræðinga, skjólstæðinga deildarinnar og annarra velunnara koma fram. Við fengum Sigríði Guðmundsdóttur, hjúkrunardeildarstjóra á endurhæfingardeildinni, og Maríu Björk Viðarsdóttur, sem sagði okkur sína reynslusögu, en hún var í endurhæfingu á Grensásdeild í heilt ár eftir bílslys. Tónlist í þættinum Me and Bobby McGee / Janis Joplin (Kris Kristoferson og Fred Foster) Coal Miners Daughter / Sheryl Crow, Loretta Lynn og Miranda Lambert (Loretta Lynn) My Friend and I / Trúbrot (Magnús Kjartansson og Jóhann Helgason) Á Mallorca / South River Band (Ólafur Þórðarson og Helgi Þór Ingason) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/4/202350 minutes
Episode Artwork

Slysavarnaskólinn, að alast upp við fíknivanda og veðurspjallið

Á fyrsta fræðslufundi vetrarins á vegum Vitafélagsins verður tilurð Slysavarnaskóla sjómanna til umræðu. Höskuldur Einarsson var einn af frumkvöðlunum að stofnun skólans og einn af fyrstu þrem starfsmönnum hans. Í fyrirlestri sem hann flytur á fræðslufundinum mun hann segja frá því hvað varð til þess að farið var að íhuga þessi mál og hvernig öryggisfræðslan var í Slysavarnaskólanum. Slysavarnaskólinn var stofnsettur árið 1985 og Höskuldur var yfirkennari skyndihjálpar og slökkvistarfa um borð í skólaskipinu Sæbjörgu. Við töluðum í dag við Vagnbjörgu Magnúsdóttur, fíknifræðing, en hún sagði okkur frá rannsóknarritgerð sinni í meistaranámi í Háskólanum á Akureyri. Ritgerðin heitir Vanlíðan mín var birtingarmyndin - Reynsla kvenna af því að alast upp við fíknivanda. Tilgangur rannsóknarinnar var að dýpka skilning og auka þekkingu á áhrifum og afleiðingum þess að alast upp við fíknivanda foreldra. Vagnbjörg sagði okkur betur frá rannsókninni í þættinum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur verður með okkur í veðurspjallinu annan hvern þriðjudag í vetur eftir að Elín Björk Jónasdóttir er horfin til annara starfa. Í fyrsta veðurspjalli Einars í Mannlega þættinum sagði hann okkur frá óvenju heitum september víða um heim, hlýjum sjávarstraumum svo fór hann yfir sumarveðrið hér á Íslandi og veðrið framundan. Tónlist í þættinum Got to get you in to my life / Earth Wind and fire (Lennon og Mcartney) Bíldudals grænar baunir / Jolli og Kóla (Valgeir Guðjónsson) Það styttir alltaf upp / Ragnar Bjarnason (Jón Jónsson) Ljósvíkingur / Egill Ólafsson (Gunnar Þórðarson og Ólafur Haukur Símonarson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/3/20230
Episode Artwork

Slysavarnaskólinn, að alast upp við fíknivanda og veðurspjallið

Á fyrsta fræðslufundi vetrarins á vegum Vitafélagsins verður tilurð Slysavarnaskóla sjómanna til umræðu. Höskuldur Einarsson var einn af frumkvöðlunum að stofnun skólans og einn af fyrstu þrem starfsmönnum hans. Í fyrirlestri sem hann flytur á fræðslufundinum mun hann segja frá því hvað varð til þess að farið var að íhuga þessi mál og hvernig öryggisfræðslan var í Slysavarnaskólanum. Slysavarnaskólinn var stofnsettur árið 1985 og Höskuldur var yfirkennari skyndihjálpar og slökkvistarfa um borð í skólaskipinu Sæbjörgu. Við töluðum í dag við Vagnbjörgu Magnúsdóttur, fíknifræðing, en hún sagði okkur frá rannsóknarritgerð sinni í meistaranámi í Háskólanum á Akureyri. Ritgerðin heitir Vanlíðan mín var birtingarmyndin - Reynsla kvenna af því að alast upp við fíknivanda. Tilgangur rannsóknarinnar var að dýpka skilning og auka þekkingu á áhrifum og afleiðingum þess að alast upp við fíknivanda foreldra. Vagnbjörg sagði okkur betur frá rannsókninni í þættinum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur verður með okkur í veðurspjallinu annan hvern þriðjudag í vetur eftir að Elín Björk Jónasdóttir er horfin til annara starfa. Í fyrsta veðurspjalli Einars í Mannlega þættinum sagði hann okkur frá óvenju heitum september víða um heim, hlýjum sjávarstraumum svo fór hann yfir sumarveðrið hér á Íslandi og veðrið framundan. Tónlist í þættinum Got to get you in to my life / Earth Wind and fire (Lennon og Mcartney) Bíldudals grænar baunir / Jolli og Kóla (Valgeir Guðjónsson) Það styttir alltaf upp / Ragnar Bjarnason (Jón Jónsson) Ljósvíkingur / Egill Ólafsson (Gunnar Þórðarson og Ólafur Haukur Símonarson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/3/202350 minutes
Episode Artwork

Kjaramál eldri borgara, kaffivinkill og Kamilla lesandinn

Landssamband eldri borgara, LEB, hefur undanfarin misseri unnið að stefnumörkun í kjaramálum eldra fólks, í samstarfi við félaga í aðildarfélögunum 55, sem mynda Landssamband eldri borgara. Í þessari stefnumörkun eru lagðar fram ýmsar leiðir til úrbóta fyrir stjórnvöld og í dag kl.13 verður sérstakt málþing um kjör eldri borgara á Hilton Reykjavík Nordica og yfirskriftin er: Við bíðum... EKKI LENGUR. Helgi Pétursson er formaður Landsambands eldri borgara og hann kom í þáttinn í dag. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn lagði hann vinkilinn að uppáhelltu kaffi, espresso og Goethe sjálfur var svo í aukahlutverki. Kamilla Einarsdóttir rithöfundur var svo lesandi vikunnar í þetta sinn. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Kamilla talaði um eftirtaldar bækur: Hlustum frekar lágt e. Þórarinn Eldjárn Kletturinn e. Sverri Norland Vegamyndir e. Óskar Árna Óskarsson Dauðaslóðin e. Söru Blædel Lína Langsokkur e. Astrid Lindgren Einar Áskell e. Gunnilla Bergström Tónlist í þættinum Ég vil bara beat músík / Ríó tríó (Dixon, Mason og Ómar Ragnarsson) Í rökkurró / Helena Eyjólfsdóttir (Al Nevins, Artie Dunn, Marty Nevins og Jón Sigurðsson ) Númi / Kristín Lárusdóttir (Kristín Lárusdóttir) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
10/2/20230
Episode Artwork

Kjaramál eldri borgara, kaffivinkill og Kamilla lesandinn

Landssamband eldri borgara, LEB, hefur undanfarin misseri unnið að stefnumörkun í kjaramálum eldra fólks, í samstarfi við félaga í aðildarfélögunum 55, sem mynda Landssamband eldri borgara. Í þessari stefnumörkun eru lagðar fram ýmsar leiðir til úrbóta fyrir stjórnvöld og í dag kl.13 verður sérstakt málþing um kjör eldri borgara á Hilton Reykjavík Nordica og yfirskriftin er: Við bíðum... EKKI LENGUR. Helgi Pétursson er formaður Landsambands eldri borgara og hann kom í þáttinn í dag. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn lagði hann vinkilinn að uppáhelltu kaffi, espresso og Goethe sjálfur var svo í aukahlutverki. Kamilla Einarsdóttir rithöfundur var svo lesandi vikunnar í þetta sinn. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Kamilla talaði um eftirtaldar bækur: Hlustum frekar lágt e. Þórarinn Eldjárn Kletturinn e. Sverri Norland Vegamyndir e. Óskar Árna Óskarsson Dauðaslóðin e. Söru Blædel Lína Langsokkur e. Astrid Lindgren Einar Áskell e. Gunnilla Bergström Tónlist í þættinum Ég vil bara beat músík / Ríó tríó (Dixon, Mason og Ómar Ragnarsson) Í rökkurró / Helena Eyjólfsdóttir (Al Nevins, Artie Dunn, Marty Nevins og Jón Sigurðsson ) Númi / Kristín Lárusdóttir (Kristín Lárusdóttir) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
10/2/20230
Episode Artwork

Kjaramál eldri borgara, kaffivinkill og Kamilla lesandinn

Landssamband eldri borgara, LEB, hefur undanfarin misseri unnið að stefnumörkun í kjaramálum eldra fólks, í samstarfi við félaga í aðildarfélögunum 55, sem mynda Landssamband eldri borgara. Í þessari stefnumörkun eru lagðar fram ýmsar leiðir til úrbóta fyrir stjórnvöld og í dag kl.13 verður sérstakt málþing um kjör eldri borgara á Hilton Reykjavík Nordica og yfirskriftin er: Við bíðum... EKKI LENGUR. Helgi Pétursson er formaður Landsambands eldri borgara og hann kom í þáttinn í dag. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn lagði hann vinkilinn að uppáhelltu kaffi, espresso og Goethe sjálfur var svo í aukahlutverki. Kamilla Einarsdóttir rithöfundur var svo lesandi vikunnar í þetta sinn. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Kamilla talaði um eftirtaldar bækur: Hlustum frekar lágt e. Þórarinn Eldjárn Kletturinn e. Sverri Norland Vegamyndir e. Óskar Árna Óskarsson Dauðaslóðin e. Söru Blædel Lína Langsokkur e. Astrid Lindgren Einar Áskell e. Gunnilla Bergström Tónlist í þættinum Ég vil bara beat músík / Ríó tríó (Dixon, Mason og Ómar Ragnarsson) Í rökkurró / Helena Eyjólfsdóttir (Al Nevins, Artie Dunn, Marty Nevins og Jón Sigurðsson ) Númi / Kristín Lárusdóttir (Kristín Lárusdóttir) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
10/2/202350 minutes
Episode Artwork

Steinunn Sigurðard. föstudagsgestur og skólanestisspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur. Hún sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók aðeins nítján ára og hefur síðan sent frá sér tugi verka, ljóðabækur, skáldsögur, smásögur, leikverk og sannsögur. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir ritstörf sín, þar á meðal Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og Íslensku bókmenntaverðlaunin. Bækur Steinunnar hafa verið gefnar út víða í Evrópu við góðar undirtektir og í Frakklandi var gerð kvikmynd eftir einni af hennar þekktustu sögum, Tímaþjófnum. Við fórum í þættinum með Steinunni aftur í upprunann, æskuna og uppvöxtinn og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag og svo sagði Steinunn okkur frá sinni nýjustu bók, Ból, sem kemur út 31. október. Matarspjallið með frú Sigurlaugu Margréti var auðvitað á sínum stað og í dag skoðuðum við gamla góða skólanestið. Og við lögðum áherslu á gamla góða því við rifjuðum upp hvað við vorum með í nesti þegar við vorum í grunnskóla. Mjólk í tómatsósuflöskum, brauð með kæfu, sítrónu Svali og fleira kom til tals. Tónlist í þættinum Franskar (sósa og salat) / Stuðmenn (Valgeir Guðjónsson, Egill Ólafsson og Gunnar B. Jónsson) Kavaljersvisan (Det gör detsamma var du stupar) / Lille Bror Söderlundh (Lille Bror Söderlundh) Its raining again / Supertramp (Roger Hodgson og Rich Davies) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
9/29/20230
Episode Artwork

Steinunn Sigurðard. föstudagsgestur og skólanestisspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur. Hún sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók aðeins nítján ára og hefur síðan sent frá sér tugi verka, ljóðabækur, skáldsögur, smásögur, leikverk og sannsögur. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir ritstörf sín, þar á meðal Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og Íslensku bókmenntaverðlaunin. Bækur Steinunnar hafa verið gefnar út víða í Evrópu við góðar undirtektir og í Frakklandi var gerð kvikmynd eftir einni af hennar þekktustu sögum, Tímaþjófnum. Við fórum í þættinum með Steinunni aftur í upprunann, æskuna og uppvöxtinn og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag og svo sagði Steinunn okkur frá sinni nýjustu bók, Ból, sem kemur út 31. október. Matarspjallið með frú Sigurlaugu Margréti var auðvitað á sínum stað og í dag skoðuðum við gamla góða skólanestið. Og við lögðum áherslu á gamla góða því við rifjuðum upp hvað við vorum með í nesti þegar við vorum í grunnskóla. Mjólk í tómatsósuflöskum, brauð með kæfu, sítrónu Svali og fleira kom til tals. Tónlist í þættinum Franskar (sósa og salat) / Stuðmenn (Valgeir Guðjónsson, Egill Ólafsson og Gunnar B. Jónsson) Kavaljersvisan (Det gör detsamma var du stupar) / Lille Bror Söderlundh (Lille Bror Söderlundh) Its raining again / Supertramp (Roger Hodgson og Rich Davies) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
9/29/202350 minutes
Episode Artwork

Farsæld barna, kórahátíð og Þorleifur Gaukur

Við fræddumst í dag um ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna sem hafa tekið gildi hér á landi. Þessi lög eru ný nálgun í þjónustu við börn og barnafjölskyldur og eiga að tryggja að börn og fjölskyldur þeirra falli ekki milli kerfa. Páll Ólafsson, framkvæmdastjóri Farsældarsviðs Barna- og fjölskyldustofu, kom í þáttinn í dag og sagði okkur meira frá þessum nýju lögum. Svo heyrðum við um kórahátíð sem fer fram í Hörpu um helgina. Hingað til lands kemur til dæmis ein stærsta stjarna kórtónlistar í heiminum í dag, Eric Whitacre, sem hefur meðal annars byggt upp kórasamfélag á netinu sem hefur fengið gífurlega þáttöku og áhorf. Það er Landssamband blandaðra kóra og Félag íslenskra kórstjóra sem stendur að hátíðinni og Margrét Bóasdóttir mun sagði okkur meira frá henni í þættinum. Þorleifur Gaukur Davíðsson kom svo til okkar. Hann fór til Bandaríkjanna í hinn virta Berklee tónlistarháskólann í Boston á fullum styrk og var fyrsti munnhörpuleikarinn sem fékk slíkan styrk við skólann. Í dag býr hann í Nashville og starfar sem tónlistarmaður í þessari borg þar sem nánast allt snýst í kringum tónlistarbransann. Í kjölfar föðurmissis samdi hann tónlist til að vinna úr sorginni og tilfinningunum sem komu í kjölfarið. Um helgina verður frumsýnd stuttmyndin Sorgarstig, þar sem Þorleifur Gaukur spilar þessa tónlist ásamt píanóleikaranum Davíð Þór Jónssyni og bassaleikaranum Skúla Sverrissyni. Þorleifur Gaukur kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá stuttmyndinni, lífinu í Nashville, munnhörpunni og spilað fyrir okkur í beinni lag úr myndinni. Tónlist í þættinum Mikki / Stuðmenn (Jakob Frímann) Glad calypso om våren / Glenn Sundberg (Olle Adolphson) Það sýnir sig / Una Torfadóttir (Sigurður Guðmundsdóttir) Pabbavals / Þorleifur Gaukur Davíðsson (Þorleifur Gaukur Davíðsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/28/20230
Episode Artwork

Farsæld barna, kórahátíð og Þorleifur Gaukur

Við fræddumst í dag um ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna sem hafa tekið gildi hér á landi. Þessi lög eru ný nálgun í þjónustu við börn og barnafjölskyldur og eiga að tryggja að börn og fjölskyldur þeirra falli ekki milli kerfa. Páll Ólafsson, framkvæmdastjóri Farsældarsviðs Barna- og fjölskyldustofu, kom í þáttinn í dag og sagði okkur meira frá þessum nýju lögum. Svo heyrðum við um kórahátíð sem fer fram í Hörpu um helgina. Hingað til lands kemur til dæmis ein stærsta stjarna kórtónlistar í heiminum í dag, Eric Whitacre, sem hefur meðal annars byggt upp kórasamfélag á netinu sem hefur fengið gífurlega þáttöku og áhorf. Það er Landssamband blandaðra kóra og Félag íslenskra kórstjóra sem stendur að hátíðinni og Margrét Bóasdóttir mun sagði okkur meira frá henni í þættinum. Þorleifur Gaukur Davíðsson kom svo til okkar. Hann fór til Bandaríkjanna í hinn virta Berklee tónlistarháskólann í Boston á fullum styrk og var fyrsti munnhörpuleikarinn sem fékk slíkan styrk við skólann. Í dag býr hann í Nashville og starfar sem tónlistarmaður í þessari borg þar sem nánast allt snýst í kringum tónlistarbransann. Í kjölfar föðurmissis samdi hann tónlist til að vinna úr sorginni og tilfinningunum sem komu í kjölfarið. Um helgina verður frumsýnd stuttmyndin Sorgarstig, þar sem Þorleifur Gaukur spilar þessa tónlist ásamt píanóleikaranum Davíð Þór Jónssyni og bassaleikaranum Skúla Sverrissyni. Þorleifur Gaukur kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá stuttmyndinni, lífinu í Nashville, munnhörpunni og spilað fyrir okkur í beinni lag úr myndinni. Tónlist í þættinum Mikki / Stuðmenn (Jakob Frímann) Glad calypso om våren / Glenn Sundberg (Olle Adolphson) Það sýnir sig / Una Torfadóttir (Sigurður Guðmundsdóttir) Pabbavals / Þorleifur Gaukur Davíðsson (Þorleifur Gaukur Davíðsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/28/202350 minutes
Episode Artwork

PCOS, Mannauðsdagurinn og póstkort frá Magnúsi

September er alþjóðlegur vitundarvakningarmánuður um PCOS, eða fjölblöðrueggjastokkaheilkenni. Samkvæmt tölfræði gætu 25.000 einstaklingar verið með PCOS á Íslandi, en aðeins um 7.500 af þeim veit af því. Heilkennið er innkirtlaröskun sem veldur óreglu á hormónakerfi líkamans. Guðrún Rútsdóttir, formaður PCOS samtaka Íslands kom í þáttinn og fræddi okkur um PCOS og hvað þarf að hafa í huga til dæmis í sambandi við greiningu og einkenni. Mannauðsdagurinn er 6.október þá mun stærsta ráðstefna mannauðsfólks og stjórnenda á Íslandi fara fram í Hörpu og að þessu sinni er kastljósið á mannlega þættinum, líðan starfsmanna, vinnutími, vinnan og einkalífið, fjölbreytileiki á vinnumarkaði, streita, nýjar kynslóðir á vinnumarkaði ofl. Við ræddum við Adriönnu K Pétursdóttur formann Mannauðs, félags mannauðsfólks, og Helga Héðinsson sálfræðing sem situr í stjórninni í dag. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag, hann er búinn að vera á ferðalagi undanfarnar vikur, um Spán, Þýskaland og Holland. Hann segir aðeins af hugleiðingum sínum um lönd og þjóðir. Ein grein í þýska vikuritinu Der Spiegel fékk hann til að fara nokkra áratugi aftur í tímann til Hamborgar og þaðan spinnast svo sögur af týnda bassanum hans Paul McCartney sem nú er leitað um heim allan. Tónlist í þættinum Okkar eigin Osló / Valdimar Guðmundson & Memfismafían (Helgi Svavar Helgason og Bragi Valdimar Skúlason) Einsemd / Snorri Helgason (Snorri Helgason og Guðmundur Óskar Guðmundsson) Sólin er komin / Mugison (Örn Elías Guðmundsson) Horfið / Lay Low (Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir og Valborg Elísabet Bentsdóttir) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/27/20230
Episode Artwork

PCOS, Mannauðsdagurinn og póstkort frá Magnúsi

September er alþjóðlegur vitundarvakningarmánuður um PCOS, eða fjölblöðrueggjastokkaheilkenni. Samkvæmt tölfræði gætu 25.000 einstaklingar verið með PCOS á Íslandi, en aðeins um 7.500 af þeim veit af því. Heilkennið er innkirtlaröskun sem veldur óreglu á hormónakerfi líkamans. Guðrún Rútsdóttir, formaður PCOS samtaka Íslands kom í þáttinn og fræddi okkur um PCOS og hvað þarf að hafa í huga til dæmis í sambandi við greiningu og einkenni. Mannauðsdagurinn er 6.október þá mun stærsta ráðstefna mannauðsfólks og stjórnenda á Íslandi fara fram í Hörpu og að þessu sinni er kastljósið á mannlega þættinum, líðan starfsmanna, vinnutími, vinnan og einkalífið, fjölbreytileiki á vinnumarkaði, streita, nýjar kynslóðir á vinnumarkaði ofl. Við ræddum við Adriönnu K Pétursdóttur formann Mannauðs, félags mannauðsfólks, og Helga Héðinsson sálfræðing sem situr í stjórninni í dag. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag, hann er búinn að vera á ferðalagi undanfarnar vikur, um Spán, Þýskaland og Holland. Hann segir aðeins af hugleiðingum sínum um lönd og þjóðir. Ein grein í þýska vikuritinu Der Spiegel fékk hann til að fara nokkra áratugi aftur í tímann til Hamborgar og þaðan spinnast svo sögur af týnda bassanum hans Paul McCartney sem nú er leitað um heim allan. Tónlist í þættinum Okkar eigin Osló / Valdimar Guðmundson & Memfismafían (Helgi Svavar Helgason og Bragi Valdimar Skúlason) Einsemd / Snorri Helgason (Snorri Helgason og Guðmundur Óskar Guðmundsson) Sólin er komin / Mugison (Örn Elías Guðmundsson) Horfið / Lay Low (Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir og Valborg Elísabet Bentsdóttir) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/27/20230
Episode Artwork

PCOS, Mannauðsdagurinn og póstkort frá Magnúsi

September er alþjóðlegur vitundarvakningarmánuður um PCOS, eða fjölblöðrueggjastokkaheilkenni. Samkvæmt tölfræði gætu 25.000 einstaklingar verið með PCOS á Íslandi, en aðeins um 7.500 af þeim veit af því. Heilkennið er innkirtlaröskun sem veldur óreglu á hormónakerfi líkamans. Guðrún Rútsdóttir, formaður PCOS samtaka Íslands kom í þáttinn og fræddi okkur um PCOS og hvað þarf að hafa í huga til dæmis í sambandi við greiningu og einkenni. Mannauðsdagurinn er 6.október þá mun stærsta ráðstefna mannauðsfólks og stjórnenda á Íslandi fara fram í Hörpu og að þessu sinni er kastljósið á mannlega þættinum, líðan starfsmanna, vinnutími, vinnan og einkalífið, fjölbreytileiki á vinnumarkaði, streita, nýjar kynslóðir á vinnumarkaði ofl. Við ræddum við Adriönnu K Pétursdóttur formann Mannauðs, félags mannauðsfólks, og Helga Héðinsson sálfræðing sem situr í stjórninni í dag. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag, hann er búinn að vera á ferðalagi undanfarnar vikur, um Spán, Þýskaland og Holland. Hann segir aðeins af hugleiðingum sínum um lönd og þjóðir. Ein grein í þýska vikuritinu Der Spiegel fékk hann til að fara nokkra áratugi aftur í tímann til Hamborgar og þaðan spinnast svo sögur af týnda bassanum hans Paul McCartney sem nú er leitað um heim allan. Tónlist í þættinum Okkar eigin Osló / Valdimar Guðmundson & Memfismafían (Helgi Svavar Helgason og Bragi Valdimar Skúlason) Einsemd / Snorri Helgason (Snorri Helgason og Guðmundur Óskar Guðmundsson) Sólin er komin / Mugison (Örn Elías Guðmundsson) Horfið / Lay Low (Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir og Valborg Elísabet Bentsdóttir) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/27/202350 minutes
Episode Artwork

Er þetta list? Rigningarspjall og álegg með Kristínu

Lendir þú stundum í því að klóra þér í kollinum á listsýningum? Eða stígur þú helst ekki færi inn á listasafn? Þá ætlum við að fjalla um viðburð í þættinum í dag sem gæti einmitt verið fyrir þig. Þar verður meðal annars tekið á vangaveltum eins og: Er þetta list? Ég hefði getað gert þetta! Það sem fólki dettur í hug! Um er að ræða viðburð á vegum Listasafns Reykjavíkur og þau Markús Þór Andrésson, deildarstjóri sýninga og miðlunar hjá safninu og Halla Margrét Jóhannesdóttir verkefnastjóri miðlunar, sögðu okkur meira frá þessu í þættinum. Svo kom Elín Björk Jónasdóttir til okkar í dag í sitt vikulega veðurspjall. Í dag fræddi hún okkur um rigningu en þetta veðurspjall var reyndar það síðasta með henni í bili þar sem hún er að byrja í nýrri vinnu. En við erum þó alls ekki hætt að ræða veðrið hér í Mannlega þættinum, nema síður sé því Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur verður með okkur annan hvern þriðjudag í veðurspjalli í vetur. Kristín Aðalsteinsdóttir kennari og fræðimaður heldur úti vinsælum Facebookhópi um brauðbakstur þar sem hún miðlar af þekkingu sinni en Kristín hefur nánast aldrei keypt brauð úr búð síðan árið 1974. Svo var það um daginn að Kristínu var boðið að halda fræðsluerindi á Amtsbókasafninu á Akureyri um fyrirbæri sem tengist brauði sterkum böndum - sem sagt fræðsluerindi um álegg. Við skruppum í heimsókn til Kristínar og fengum að vita meira. Tónlist í þættinum Ó borg mín borg / KK & Björk (Haukur Morthens og Vilhjálmur Guðmundsson) Don?t Know What?s Normal / Shintaro Sakamoto (Shintaro Sakamoto) Gvendur á Eyrinni / Dátar (Rúnar Snæland Gunnarsson og Þorsteinn Eggertsson) Heim í Búðardal / Ðe Lónlí Blú Bojs (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
9/26/20230
Episode Artwork

Er þetta list? Rigningarspjall og álegg með Kristínu

Lendir þú stundum í því að klóra þér í kollinum á listsýningum? Eða stígur þú helst ekki færi inn á listasafn? Þá ætlum við að fjalla um viðburð í þættinum í dag sem gæti einmitt verið fyrir þig. Þar verður meðal annars tekið á vangaveltum eins og: Er þetta list? Ég hefði getað gert þetta! Það sem fólki dettur í hug! Um er að ræða viðburð á vegum Listasafns Reykjavíkur og þau Markús Þór Andrésson, deildarstjóri sýninga og miðlunar hjá safninu og Halla Margrét Jóhannesdóttir verkefnastjóri miðlunar, sögðu okkur meira frá þessu í þættinum. Svo kom Elín Björk Jónasdóttir til okkar í dag í sitt vikulega veðurspjall. Í dag fræddi hún okkur um rigningu en þetta veðurspjall var reyndar það síðasta með henni í bili þar sem hún er að byrja í nýrri vinnu. En við erum þó alls ekki hætt að ræða veðrið hér í Mannlega þættinum, nema síður sé því Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur verður með okkur annan hvern þriðjudag í veðurspjalli í vetur. Kristín Aðalsteinsdóttir kennari og fræðimaður heldur úti vinsælum Facebookhópi um brauðbakstur þar sem hún miðlar af þekkingu sinni en Kristín hefur nánast aldrei keypt brauð úr búð síðan árið 1974. Svo var það um daginn að Kristínu var boðið að halda fræðsluerindi á Amtsbókasafninu á Akureyri um fyrirbæri sem tengist brauði sterkum böndum - sem sagt fræðsluerindi um álegg. Við skruppum í heimsókn til Kristínar og fengum að vita meira. Tónlist í þættinum Ó borg mín borg / KK & Björk (Haukur Morthens og Vilhjálmur Guðmundsson) Don?t Know What?s Normal / Shintaro Sakamoto (Shintaro Sakamoto) Gvendur á Eyrinni / Dátar (Rúnar Snæland Gunnarsson og Þorsteinn Eggertsson) Heim í Búðardal / Ðe Lónlí Blú Bojs (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
9/26/202350 minutes
Episode Artwork

Kjarahópur eldri borgara, jeppavinkill og Fríða lesandinn

Nýlega var stofnaður kjarahópur á vegum Félags eldri borgara á Akureyri en hópnum er ætlað að vinna að framgangi kjaramála félagsmanna á Akureyri og hafa áhrif á stefnu Landssambands eldri borgara er varðar réttinda- og kjaramál. Formaður hópsins er Björn Snæbjörnsson, fyrrverandi formaður Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi formaður stéttarfélagsins Einingar-Iðju. Björn var gestur Mannlega þáttarins í dag og sagði betur frá markmiðum og tilgangi hópsins. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga, eins og flesta mánudaga. Í dag lagði Guðjón vinkilinn við jeppamenningu og almenningssamgöngur í þéttbýli. Svo var það lesandi vikunnar. Í þetta sinn var það Fríða Brá Pálsdóttir sjúkraþjálfari. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur eða höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Fríða Brá talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Að telja upp í milljón e. Önnu Hafþórsdóttur Tough Women, adventure stories, ritstj. Jenny Tough A little life e. Hanya Yanagihara The Neurobiology of We e. Daniel Siegel Thru Hiking Will Break Your Heart e. Carrot Quinn Tónlist í þættinum Ennþá man ég hvar / Góss (Andersen & Dam, ísl.texti Bjarni Guðmundsson) Komdu í kvöld / Ragnar Bjarnason (Jón Sigurðsson) Ég vil fara upp í sveit / Ellý Vilhjálms (Carasella, Danpa, Sciorilli, Bonagura, ísl. Texti Jón Sigurðsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
9/25/20230
Episode Artwork

Kjarahópur eldri borgara, jeppavinkill og Fríða lesandinn

Nýlega var stofnaður kjarahópur á vegum Félags eldri borgara á Akureyri en hópnum er ætlað að vinna að framgangi kjaramála félagsmanna á Akureyri og hafa áhrif á stefnu Landssambands eldri borgara er varðar réttinda- og kjaramál. Formaður hópsins er Björn Snæbjörnsson, fyrrverandi formaður Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi formaður stéttarfélagsins Einingar-Iðju. Björn var gestur Mannlega þáttarins í dag og sagði betur frá markmiðum og tilgangi hópsins. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga, eins og flesta mánudaga. Í dag lagði Guðjón vinkilinn við jeppamenningu og almenningssamgöngur í þéttbýli. Svo var það lesandi vikunnar. Í þetta sinn var það Fríða Brá Pálsdóttir sjúkraþjálfari. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur eða höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Fríða Brá talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Að telja upp í milljón e. Önnu Hafþórsdóttur Tough Women, adventure stories, ritstj. Jenny Tough A little life e. Hanya Yanagihara The Neurobiology of We e. Daniel Siegel Thru Hiking Will Break Your Heart e. Carrot Quinn Tónlist í þættinum Ennþá man ég hvar / Góss (Andersen & Dam, ísl.texti Bjarni Guðmundsson) Komdu í kvöld / Ragnar Bjarnason (Jón Sigurðsson) Ég vil fara upp í sveit / Ellý Vilhjálms (Carasella, Danpa, Sciorilli, Bonagura, ísl. Texti Jón Sigurðsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
9/25/20230
Episode Artwork

Kjarahópur eldri borgara, jeppavinkill og Fríða lesandinn

Nýlega var stofnaður kjarahópur á vegum Félags eldri borgara á Akureyri en hópnum er ætlað að vinna að framgangi kjaramála félagsmanna á Akureyri og hafa áhrif á stefnu Landssambands eldri borgara er varðar réttinda- og kjaramál. Formaður hópsins er Björn Snæbjörnsson, fyrrverandi formaður Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi formaður stéttarfélagsins Einingar-Iðju. Björn var gestur Mannlega þáttarins í dag og sagði betur frá markmiðum og tilgangi hópsins. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga, eins og flesta mánudaga. Í dag lagði Guðjón vinkilinn við jeppamenningu og almenningssamgöngur í þéttbýli. Svo var það lesandi vikunnar. Í þetta sinn var það Fríða Brá Pálsdóttir sjúkraþjálfari. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur eða höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Fríða Brá talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Að telja upp í milljón e. Önnu Hafþórsdóttur Tough Women, adventure stories, ritstj. Jenny Tough A little life e. Hanya Yanagihara The Neurobiology of We e. Daniel Siegel Thru Hiking Will Break Your Heart e. Carrot Quinn Tónlist í þættinum Ennþá man ég hvar / Góss (Andersen & Dam, ísl.texti Bjarni Guðmundsson) Komdu í kvöld / Ragnar Bjarnason (Jón Sigurðsson) Ég vil fara upp í sveit / Ellý Vilhjálms (Carasella, Danpa, Sciorilli, Bonagura, ísl. Texti Jón Sigurðsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
9/25/202350 minutes
Episode Artwork

22.09.2023

Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngkona og skólastjóri Söngskólans í Reykjavík hefur átt langan og farsælan feril. Hún lærði söng bæði hér heima og í Austurríki og eftir námið hóf hún kennslu ásamt því að koma víða fram og syngja inn á plötur. Ólöf Kolbrún er einn af brautryðjendum innan íslenska tónlistarheimsins, hún var meðal annars í hópi þeirra sem kom að stofnun Íslensku óperunnar og hefur um árabil kennt við Söngskólann í Reykjavík þar sem hún gegnir nú starfi skólastjóra, en skólinn heldur upp á 50 ára afmæli sitt í Langholtskirkju á sunnudaginn. Ólöf Kolbrún var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag. Sigurlaug Margrét Jónasdóttir kom svo í matarspjallið í dag. Í þetta sinn vorum við á marakóskum slóðum og þar munu meðal annars maríneraðar sítrónur komu við sögu. Tónlist í þættinum Rock Calypso í réttunum / Haukur Morthens (Fischer og Jón Sigurðsson) Ég veit / Eivör Pálsdóttir (Eivör Pálsdóttir) Íslands lag (Heyrið vella á heiðum hveri) / Garðar Cortes og Kór Langholtskirkju (Björgvin Guðmundsson og Grímur Thomsen) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
9/22/20230
Episode Artwork

Ólöf Kolbrún föstudagsgestur og sítrónumatarspjall

Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngkona og skólastjóri Söngskólans í Reykjavík hefur átt langan og farsælan feril. Hún lærði söng bæði hér heima og í Austurríki og eftir námið hóf hún kennslu ásamt því að koma víða fram og syngja inn á plötur. Ólöf Kolbrún er einn af brautryðjendum innan íslenska tónlistarheimsins, hún var meðal annars í hópi þeirra sem kom að stofnun Íslensku óperunnar og hefur um árabil kennt við Söngskólann í Reykjavík þar sem hún gegnir nú starfi skólastjóra, en skólinn heldur upp á 50 ára afmæli sitt í Langholtskirkju á sunnudaginn. Ólöf Kolbrún var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag. Sigurlaug Margrét Jónasdóttir kom svo í matarspjallið í dag. Í þetta sinn vorum við á marakóskum slóðum og þar munu meðal annars maríneraðar sítrónur komu við sögu. Tónlist í þættinum Rock Calypso í réttunum / Haukur Morthens (Fischer og Jón Sigurðsson) Ég veit / Eivör Pálsdóttir (Eivör Pálsdóttir) Íslands lag (Heyrið vella á heiðum hveri) / Garðar Cortes og Kór Langholtskirkju (Björgvin Guðmundsson og Grímur Thomsen) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
9/22/202350 minutes
Episode Artwork

Krabbameinsrannsóknir, Alzheimerdagurinn og Landsbyggðin lifi

Á málþingi sem haldið er í tilefni alþjóðadags krabbameinsrannsókna, kl.16:30 í dag í húsi Krabbameinsfélagsins, verður veitt innsýn í mikilvægi krabbameinsrannsókna, þar sem vísindafólk og læknar og fólk sem nýtur ávinnings af framförum í meðferð sinna krabbameina tala á mannamáli um sína reynslu. Í dag fengum við í heimsókn til okkar Valgerði Jakobínu Hjaltalín, sem hefur unnið að fjölmörgum rannsóknum tengdum myndun og meinvörpun æxla þar sem notast er við ávaxtaflugur og við heyrðum einnig í Sigurbirni Árna Arngrímssyni, sem greindist með fjórða stigs sortuæxli fyrir rúmum tveimur árum. Í dag er alþjóðlegur Alzheimerdagur og í tilefni þess halda Alzheimersamtökin ráðstefnu undir heitinu Er mamma bara með heilabilun þrisvar sinnum í viku? - Úrræði og þjónusta fyrir fólk með heilabilun á landsvísu. Meðal þeirra sem munu taka til máls á ráðstefnunni eru systurnar Dagný Björg Gunnarsdóttir og Hera Kristín Óðinsdóttir sem ætla að segja frá upplifun sinni af því þegar móðir þeirra fékk staðfesta greiningu fyrir Alzheimer og tímanum eftir greiningu. Einnig mun Bergþóra Guðmundsdóttir segja frá reynslu sinni á ráðstefnunni, en hún er líka aðstandandi Alzheimersjúklings. Við ræddum við þær Dagnýju, Heru og Bergþóru í þættinum í dag. Samtökin Landsbyggðin lifi er hreyfing fólks sem vill örva og efla byggð um land allt, bæði í efnahags- og menningarmálum. Samtökin taka þátt í erlendum verkefnum með öðrum jaðarbyggðum, til dæmis í Evrópusambandinu, þar sem þau meðal annars deila reynslu sinni af því að vinna gegn fólksfækkun og glötun menningar í heimabyggð. Framundan er aðalfundur félagsins og málþing á Egilsstöðum og við fengum þær Hildi Þórðardóttur og Sigríði Svavarsdóttur til að segja okkur meira frá samtökunum, aðalfundinum og hvað er á döfinni hjá þeim. Tónlist í þættinum Brúnaljósin brúnu / Páll Óskar Hjálmtýsson ( Jenni Jóns) I?m still standing / Elton John (Elton John & Bernie Taupin) Falling Slowly / The Swell Season (Glen Hansard & Markéta Irglová) Aftur heim til þín / Eyþór Ingi og Lay Low (Baldur Hjörleifsson og Jónína Guðrún Eysteinsdóttir) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
9/21/20230
Episode Artwork

Krabbameinsrannsóknir, Alzheimerdagurinn og Landsbyggðin lifi

Á málþingi sem haldið er í tilefni alþjóðadags krabbameinsrannsókna, kl.16:30 í dag í húsi Krabbameinsfélagsins, verður veitt innsýn í mikilvægi krabbameinsrannsókna, þar sem vísindafólk og læknar og fólk sem nýtur ávinnings af framförum í meðferð sinna krabbameina tala á mannamáli um sína reynslu. Í dag fengum við í heimsókn til okkar Valgerði Jakobínu Hjaltalín, sem hefur unnið að fjölmörgum rannsóknum tengdum myndun og meinvörpun æxla þar sem notast er við ávaxtaflugur og við heyrðum einnig í Sigurbirni Árna Arngrímssyni, sem greindist með fjórða stigs sortuæxli fyrir rúmum tveimur árum. Í dag er alþjóðlegur Alzheimerdagur og í tilefni þess halda Alzheimersamtökin ráðstefnu undir heitinu Er mamma bara með heilabilun þrisvar sinnum í viku? - Úrræði og þjónusta fyrir fólk með heilabilun á landsvísu. Meðal þeirra sem munu taka til máls á ráðstefnunni eru systurnar Dagný Björg Gunnarsdóttir og Hera Kristín Óðinsdóttir sem ætla að segja frá upplifun sinni af því þegar móðir þeirra fékk staðfesta greiningu fyrir Alzheimer og tímanum eftir greiningu. Einnig mun Bergþóra Guðmundsdóttir segja frá reynslu sinni á ráðstefnunni, en hún er líka aðstandandi Alzheimersjúklings. Við ræddum við þær Dagnýju, Heru og Bergþóru í þættinum í dag. Samtökin Landsbyggðin lifi er hreyfing fólks sem vill örva og efla byggð um land allt, bæði í efnahags- og menningarmálum. Samtökin taka þátt í erlendum verkefnum með öðrum jaðarbyggðum, til dæmis í Evrópusambandinu, þar sem þau meðal annars deila reynslu sinni af því að vinna gegn fólksfækkun og glötun menningar í heimabyggð. Framundan er aðalfundur félagsins og málþing á Egilsstöðum og við fengum þær Hildi Þórðardóttur og Sigríði Svavarsdóttur til að segja okkur meira frá samtökunum, aðalfundinum og hvað er á döfinni hjá þeim. Tónlist í þættinum Brúnaljósin brúnu / Páll Óskar Hjálmtýsson ( Jenni Jóns) I?m still standing / Elton John (Elton John & Bernie Taupin) Falling Slowly / The Swell Season (Glen Hansard & Markéta Irglová) Aftur heim til þín / Eyþór Ingi og Lay Low (Baldur Hjörleifsson og Jónína Guðrún Eysteinsdóttir) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
9/21/20230
Episode Artwork

Krabbameinsrannsóknir, Alzheimerdagurinn og Landsbyggðin lifi

Á málþingi sem haldið er í tilefni alþjóðadags krabbameinsrannsókna, kl.16:30 í dag í húsi Krabbameinsfélagsins, verður veitt innsýn í mikilvægi krabbameinsrannsókna, þar sem vísindafólk og læknar og fólk sem nýtur ávinnings af framförum í meðferð sinna krabbameina tala á mannamáli um sína reynslu. Í dag fengum við í heimsókn til okkar Valgerði Jakobínu Hjaltalín, sem hefur unnið að fjölmörgum rannsóknum tengdum myndun og meinvörpun æxla þar sem notast er við ávaxtaflugur og við heyrðum einnig í Sigurbirni Árna Arngrímssyni, sem greindist með fjórða stigs sortuæxli fyrir rúmum tveimur árum. Í dag er alþjóðlegur Alzheimerdagur og í tilefni þess halda Alzheimersamtökin ráðstefnu undir heitinu Er mamma bara með heilabilun þrisvar sinnum í viku? - Úrræði og þjónusta fyrir fólk með heilabilun á landsvísu. Meðal þeirra sem munu taka til máls á ráðstefnunni eru systurnar Dagný Björg Gunnarsdóttir og Hera Kristín Óðinsdóttir sem ætla að segja frá upplifun sinni af því þegar móðir þeirra fékk staðfesta greiningu fyrir Alzheimer og tímanum eftir greiningu. Einnig mun Bergþóra Guðmundsdóttir segja frá reynslu sinni á ráðstefnunni, en hún er líka aðstandandi Alzheimersjúklings. Við ræddum við þær Dagnýju, Heru og Bergþóru í þættinum í dag. Samtökin Landsbyggðin lifi er hreyfing fólks sem vill örva og efla byggð um land allt, bæði í efnahags- og menningarmálum. Samtökin taka þátt í erlendum verkefnum með öðrum jaðarbyggðum, til dæmis í Evrópusambandinu, þar sem þau meðal annars deila reynslu sinni af því að vinna gegn fólksfækkun og glötun menningar í heimabyggð. Framundan er aðalfundur félagsins og málþing á Egilsstöðum og við fengum þær Hildi Þórðardóttur og Sigríði Svavarsdóttur til að segja okkur meira frá samtökunum, aðalfundinum og hvað er á döfinni hjá þeim. Tónlist í þættinum Brúnaljósin brúnu / Páll Óskar Hjálmtýsson ( Jenni Jóns) I?m still standing / Elton John (Elton John & Bernie Taupin) Falling Slowly / The Swell Season (Glen Hansard & Markéta Irglová) Aftur heim til þín / Eyþór Ingi og Lay Low (Baldur Hjörleifsson og Jónína Guðrún Eysteinsdóttir) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
9/21/202350 minutes
Episode Artwork

Ayurveda, Stærðfræðihvíslarinn og Alexander tenór

Við fræddumst í dag um Ayurveda, sem eru yfir 5000 ára gömul lífvísindi, ættuð frá Indlandsskaganum og iðkuð víða um heim, til dæmis af um 80% íbúum Indlands og Nepal. En hvað er Ayurveda? Heiða Björk Sturludóttir, næringarþerapisti, jógakennari og umhverfisfræðingur hefur nú gefið út bókina Ayurveda, listin að halda jafnvægi í óstöðugri veröld. Bókinni er ætlað að vera leiðarvísir um þessi indversku lífvísindi. Heiða kom í þáttinn í dag og sagði okkur meira frá bókinni og Ayurveda. Stærðfræðin þyngist talsvert á unglingastigi grunnskólans, frá 8. - 10. bekk, og margir nemendur geta lent í verulegum vandræðum, þar sem þá skortir grunn og skilning. Ákveðinn vítahringur getur þá myndast og verið afar erfiður viðureignar. Halldór Örn Þorsteinsson, stærðfræðikennari til 14 ára, kallar sig stærðfræðihvíslarann og vinnur við að hjálpa nemendum sem eiga erfitt með að læra stærðfræði. Hann kom í þáttinn í dag. Alexander Jarl Þorsteinsson tenór mun syngja á óperutónleikunum Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands sem verða haldnir á Höfn, í Vestmannaeyjum og á Selfossi í næstu viku. Alexander Jarl sem er aðalsöngvari tónleikanna uppgötvaði ástríðu sína fyrir óperu aðeins fimm ára að aldri, þökk sé föðurafa hans sem gjarnan lét hann hlusta á helstu perlur óperuheimsins frá unga aldri. Ári síðar, þá rétt orðinn sex ára hóf hann söngnám. Árið 2016 hóf Alexander nám við the Royal College of Music í London og eftir útskrift hefur Alexander Jarl sungið víðsvegar um Evrópu í fjölmörgum virtum óperuhúsum og nýlega þreytti hann frumraun sína sem Alfredo úr La Traviata eftir Verdi í Flórens. Alexander kom í þáttinn í dag. Tónlist í þættinum Heima / Haukur Morthens og hljómsveit Jörns Grauengaards (Oddgeir Kristjánsson og Ási í bæ) Must be love / Laufey (Max Wolfgang, Freddy Wexler & Laufey) Vísa Fiðlubjörns / Snorri Helgason (Snorri Helgason, höf. texta ókunnur) Mamma / Alexander Jarl Þorsteinsson Heiðlóarkvæði / Alexander Jarl Þorsteinsson og Eva Þyri Hilmarsdóttir (Atli Heimir Sveinsson og Jónas Hallgrímsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/20/20230
Episode Artwork

Ayurveda, Stærðfræðihvíslarinn og Alexander tenór

Við fræddumst í dag um Ayurveda, sem eru yfir 5000 ára gömul lífvísindi, ættuð frá Indlandsskaganum og iðkuð víða um heim, til dæmis af um 80% íbúum Indlands og Nepal. En hvað er Ayurveda? Heiða Björk Sturludóttir, næringarþerapisti, jógakennari og umhverfisfræðingur hefur nú gefið út bókina Ayurveda, listin að halda jafnvægi í óstöðugri veröld. Bókinni er ætlað að vera leiðarvísir um þessi indversku lífvísindi. Heiða kom í þáttinn í dag og sagði okkur meira frá bókinni og Ayurveda. Stærðfræðin þyngist talsvert á unglingastigi grunnskólans, frá 8. - 10. bekk, og margir nemendur geta lent í verulegum vandræðum, þar sem þá skortir grunn og skilning. Ákveðinn vítahringur getur þá myndast og verið afar erfiður viðureignar. Halldór Örn Þorsteinsson, stærðfræðikennari til 14 ára, kallar sig stærðfræðihvíslarann og vinnur við að hjálpa nemendum sem eiga erfitt með að læra stærðfræði. Hann kom í þáttinn í dag. Alexander Jarl Þorsteinsson tenór mun syngja á óperutónleikunum Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands sem verða haldnir á Höfn, í Vestmannaeyjum og á Selfossi í næstu viku. Alexander Jarl sem er aðalsöngvari tónleikanna uppgötvaði ástríðu sína fyrir óperu aðeins fimm ára að aldri, þökk sé föðurafa hans sem gjarnan lét hann hlusta á helstu perlur óperuheimsins frá unga aldri. Ári síðar, þá rétt orðinn sex ára hóf hann söngnám. Árið 2016 hóf Alexander nám við the Royal College of Music í London og eftir útskrift hefur Alexander Jarl sungið víðsvegar um Evrópu í fjölmörgum virtum óperuhúsum og nýlega þreytti hann frumraun sína sem Alfredo úr La Traviata eftir Verdi í Flórens. Alexander kom í þáttinn í dag. Tónlist í þættinum Heima / Haukur Morthens og hljómsveit Jörns Grauengaards (Oddgeir Kristjánsson og Ási í bæ) Must be love / Laufey (Max Wolfgang, Freddy Wexler & Laufey) Vísa Fiðlubjörns / Snorri Helgason (Snorri Helgason, höf. texta ókunnur) Mamma / Alexander Jarl Þorsteinsson Heiðlóarkvæði / Alexander Jarl Þorsteinsson og Eva Þyri Hilmarsdóttir (Atli Heimir Sveinsson og Jónas Hallgrímsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/20/202350 minutes
Episode Artwork

Seiglurnar, íslenskukennsla og hnattverkfræði

Fimm áhugkonur í siglingum, Seiglurnar, tók þátt í siglingakeppni í New York í byrjun september og lentu í 7.sæti sem kom þeim sjálfum mjög á óvart þar sem þær voru að keppa við atvinnukonur í greininni. Keppnin er haldin til það styðja og efla siglngar kvenna en Seiglurnar eru fyrsta og eina keppnisáhöfn Íslands sem er eingöngu skipuð konum. Þær fundu ekki keppnisbát hér heima en fóru til Svíþjóðar tvisvar til æfinga þar sem þær æfðu á réttum bát. Við töluðum i dag við þær Önnu Karen Jörgensdóttur og Guðrúnu Björk Friðriksdóttur sem voru nýkomnar heim eftir keppnina. Við höfum áður fjallað um íslenskukennslu og mikilvægi hennar í þættinum en í dag fræddumst við um nýja nálgun hjá Mími símenntun, sem hefur auðvitað boðið upp á ýmiskonar íslenskukennslu í árafjöld, en nú er boðið upp á nýja nálgun sem snýr að bókmenntun og íslensku. Þar er t.a.m. bók Þórunnar Rakelar Gylfadóttur, Akam, ég og Annika, sem hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og unglingabóka, en Þórunn Rakel vann í samstarfi við Rakel Eddu Guðmundsdóttur styttri útgáfu af bókinni fyrir kennsluna. Auk þess skrifaði Þórunn, ásamt Berglindi Ernu Tryggvadóttur, 25 smásögur fyrir kennsluna. Vanessa Monika Isenmann verkefnastjóri hjá Mími kom í þáttinn í dag og Þórunn Rakel Gylfadóttir var á línunni. Elín Björk Jónasdóttir kom svo til okkar í sitt vikulega veðurspjall í dag. Í þetta sinn sagði fræddi hún okkur meðal annars um hnattverkfræði. Tónlist í þættinum Smooth Sailing / Ella Fitzgerald & Ray Charles Singers (Arnett Cobb) Sailing Ships from Heaven / Katie Melua (Mike Batt) Tico Tico / The Andrews Sisters (Zequinha De Abreu) Going Up the Country / Canned Heat (Alan Wilson & B. White) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/19/20230
Episode Artwork

Seiglurnar, íslenskukennsla og hnattverkfræði

Fimm áhugkonur í siglingum, Seiglurnar, tók þátt í siglingakeppni í New York í byrjun september og lentu í 7.sæti sem kom þeim sjálfum mjög á óvart þar sem þær voru að keppa við atvinnukonur í greininni. Keppnin er haldin til það styðja og efla siglngar kvenna en Seiglurnar eru fyrsta og eina keppnisáhöfn Íslands sem er eingöngu skipuð konum. Þær fundu ekki keppnisbát hér heima en fóru til Svíþjóðar tvisvar til æfinga þar sem þær æfðu á réttum bát. Við töluðum i dag við þær Önnu Karen Jörgensdóttur og Guðrúnu Björk Friðriksdóttur sem voru nýkomnar heim eftir keppnina. Við höfum áður fjallað um íslenskukennslu og mikilvægi hennar í þættinum en í dag fræddumst við um nýja nálgun hjá Mími símenntun, sem hefur auðvitað boðið upp á ýmiskonar íslenskukennslu í árafjöld, en nú er boðið upp á nýja nálgun sem snýr að bókmenntun og íslensku. Þar er t.a.m. bók Þórunnar Rakelar Gylfadóttur, Akam, ég og Annika, sem hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og unglingabóka, en Þórunn Rakel vann í samstarfi við Rakel Eddu Guðmundsdóttur styttri útgáfu af bókinni fyrir kennsluna. Auk þess skrifaði Þórunn, ásamt Berglindi Ernu Tryggvadóttur, 25 smásögur fyrir kennsluna. Vanessa Monika Isenmann verkefnastjóri hjá Mími kom í þáttinn í dag og Þórunn Rakel Gylfadóttir var á línunni. Elín Björk Jónasdóttir kom svo til okkar í sitt vikulega veðurspjall í dag. Í þetta sinn sagði fræddi hún okkur meðal annars um hnattverkfræði. Tónlist í þættinum Smooth Sailing / Ella Fitzgerald & Ray Charles Singers (Arnett Cobb) Sailing Ships from Heaven / Katie Melua (Mike Batt) Tico Tico / The Andrews Sisters (Zequinha De Abreu) Going Up the Country / Canned Heat (Alan Wilson & B. White) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/19/20230
Episode Artwork

Seiglurnar, íslenskukennsla og hnattverkfræði

Fimm áhugkonur í siglingum, Seiglurnar, tók þátt í siglingakeppni í New York í byrjun september og lentu í 7.sæti sem kom þeim sjálfum mjög á óvart þar sem þær voru að keppa við atvinnukonur í greininni. Keppnin er haldin til það styðja og efla siglngar kvenna en Seiglurnar eru fyrsta og eina keppnisáhöfn Íslands sem er eingöngu skipuð konum. Þær fundu ekki keppnisbát hér heima en fóru til Svíþjóðar tvisvar til æfinga þar sem þær æfðu á réttum bát. Við töluðum i dag við þær Önnu Karen Jörgensdóttur og Guðrúnu Björk Friðriksdóttur sem voru nýkomnar heim eftir keppnina. Við höfum áður fjallað um íslenskukennslu og mikilvægi hennar í þættinum en í dag fræddumst við um nýja nálgun hjá Mími símenntun, sem hefur auðvitað boðið upp á ýmiskonar íslenskukennslu í árafjöld, en nú er boðið upp á nýja nálgun sem snýr að bókmenntun og íslensku. Þar er t.a.m. bók Þórunnar Rakelar Gylfadóttur, Akam, ég og Annika, sem hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og unglingabóka, en Þórunn Rakel vann í samstarfi við Rakel Eddu Guðmundsdóttur styttri útgáfu af bókinni fyrir kennsluna. Auk þess skrifaði Þórunn, ásamt Berglindi Ernu Tryggvadóttur, 25 smásögur fyrir kennsluna. Vanessa Monika Isenmann verkefnastjóri hjá Mími kom í þáttinn í dag og Þórunn Rakel Gylfadóttir var á línunni. Elín Björk Jónasdóttir kom svo til okkar í sitt vikulega veðurspjall í dag. Í þetta sinn sagði fræddi hún okkur meðal annars um hnattverkfræði. Tónlist í þættinum Smooth Sailing / Ella Fitzgerald & Ray Charles Singers (Arnett Cobb) Sailing Ships from Heaven / Katie Melua (Mike Batt) Tico Tico / The Andrews Sisters (Zequinha De Abreu) Going Up the Country / Canned Heat (Alan Wilson & B. White) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/19/202350 minutes
Episode Artwork

Nám í öryggisfræðum, bananabrauðsvinkill og Þórir lesandinn

Háskólinn á Bifröst er eini íslenski háskólinn sem býður uppá námslínu í áfallastjórnun og á næsta ári er ætlunin að byggja undir þá línu með grunnnámi í Almannavörnum og öryggisfræðum. Áfallastjórnunarnáminu var komið á fyrir nokkrum árum í samstarfi við ýmsa viðbragðsaðila en við heyrum meira um þetta hér á eftir. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir deildarforseti og prófessor við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst kom í þáttinn í dag. Guðjón Helgi Ólafsson sendi okkur vinkil í dag eins og vanalega á mánudögum. Í dag lagði Guðjón vinkilinn að bananabrauði, álftum, ísbirni og mengun. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Þórir Georg Jónsson grafískur hönnuður og tónlistarmaður. Við fengum að vita hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Þórir talaði um eftirfarandi bækur: Our Band could be Your life e. Michael Azerrad Skugga Baldur e. Sjón Inadvertend e. Karl Ove Knausgaard Childhood e. Tove Ditlevsen Hringadrottinssaga e. Tolkien Tónlist í þættinum Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson og Atli Bollason) Leyndarmál / Ásgeir Trausti (Ásgeir Trausti Einarsson, Einar Georg Einarsson og Júlíus Aðalsteinn Róbertsson) Banana Pancakes / Jack Johnson (Jack Johnson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/18/20230
Episode Artwork

Nám í öryggisfræðum, bananabrauðsvinkill og Þórir lesandinn

Háskólinn á Bifröst er eini íslenski háskólinn sem býður uppá námslínu í áfallastjórnun og á næsta ári er ætlunin að byggja undir þá línu með grunnnámi í Almannavörnum og öryggisfræðum. Áfallastjórnunarnáminu var komið á fyrir nokkrum árum í samstarfi við ýmsa viðbragðsaðila en við heyrum meira um þetta hér á eftir. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir deildarforseti og prófessor við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst kom í þáttinn í dag. Guðjón Helgi Ólafsson sendi okkur vinkil í dag eins og vanalega á mánudögum. Í dag lagði Guðjón vinkilinn að bananabrauði, álftum, ísbirni og mengun. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Þórir Georg Jónsson grafískur hönnuður og tónlistarmaður. Við fengum að vita hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Þórir talaði um eftirfarandi bækur: Our Band could be Your life e. Michael Azerrad Skugga Baldur e. Sjón Inadvertend e. Karl Ove Knausgaard Childhood e. Tove Ditlevsen Hringadrottinssaga e. Tolkien Tónlist í þættinum Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson og Atli Bollason) Leyndarmál / Ásgeir Trausti (Ásgeir Trausti Einarsson, Einar Georg Einarsson og Júlíus Aðalsteinn Róbertsson) Banana Pancakes / Jack Johnson (Jack Johnson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/18/202350 minutes
Episode Artwork

Þorvaldur Bjarni föstudagsgestur og enn og aftur Campbells

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var tónlistarmaðurinn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Hann hefur verið í fjölmörgum hljómsveitum í gegnum tíðina, Exodus, Pax Vobis, Geira Sæm og Hungangstunglinu, Tweety og svo auðvitað Todmobile. Hann hefur samið tónlist fyrir söngleiki, þrisvar samið lög sem hafa keppt fyrir Íslands hönd í Eurovision og er nú tónlistarstjóri hjá Menningarfélagi Akureyrar og framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðulands. Við fórum með Þorvaldi í dag aftur í tímann, könnuðum upphafið í Árbænum og brunuðum svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag. Framundan eru 35 ára afmælistónleikar Todmobile þar sem þrjár af stærstu stjörnum níunda áratugarins stíga á stokk með hljómsveitinni í Hörpu og svo sagði Þorvaldur okkur einnig frá 30 ára afmælisdagskrá Sinfóníuhljómsveitarinnar. Sigurlaug Margrét mætti svo til okkar í matarspjall dagsins og enn vorum við að tala um Campbells súpur. Sigurður Þorri Gunnarsson, sem kom öllu þessu súputali af stað hjá okkur fyrir tveimur vikum, var aftur með okkur ogið skoðum uppskriftir sem við höfum fengið sendar frá hlustendum og fleira. Tónlist í þættinum Stelpurokk / Todmobile (Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Andrea Gylfadóttir) Brúðkaupsvísur / Þursaflokkurinn (Egill Ólafsson og Vigfús frá Leirulæk) The Riddle / Nik Kershaw & Todmobile (Nik Kershaw) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
9/15/20230
Episode Artwork

Þorvaldur Bjarni föstudagsgestur og enn og aftur Campbells

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var tónlistarmaðurinn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Hann hefur verið í fjölmörgum hljómsveitum í gegnum tíðina, Exodus, Pax Vobis, Geira Sæm og Hungangstunglinu, Tweety og svo auðvitað Todmobile. Hann hefur samið tónlist fyrir söngleiki, þrisvar samið lög sem hafa keppt fyrir Íslands hönd í Eurovision og er nú tónlistarstjóri hjá Menningarfélagi Akureyrar og framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðulands. Við fórum með Þorvaldi í dag aftur í tímann, könnuðum upphafið í Árbænum og brunuðum svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag. Framundan eru 35 ára afmælistónleikar Todmobile þar sem þrjár af stærstu stjörnum níunda áratugarins stíga á stokk með hljómsveitinni í Hörpu og svo sagði Þorvaldur okkur einnig frá 30 ára afmælisdagskrá Sinfóníuhljómsveitarinnar. Sigurlaug Margrét mætti svo til okkar í matarspjall dagsins og enn vorum við að tala um Campbells súpur. Sigurður Þorri Gunnarsson, sem kom öllu þessu súputali af stað hjá okkur fyrir tveimur vikum, var aftur með okkur ogið skoðum uppskriftir sem við höfum fengið sendar frá hlustendum og fleira. Tónlist í þættinum Stelpurokk / Todmobile (Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Andrea Gylfadóttir) Brúðkaupsvísur / Þursaflokkurinn (Egill Ólafsson og Vigfús frá Leirulæk) The Riddle / Nik Kershaw & Todmobile (Nik Kershaw) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
9/15/20230
Episode Artwork

Þorvaldur Bjarni föstudagsgestur og enn og aftur Campbells

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var tónlistarmaðurinn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Hann hefur verið í fjölmörgum hljómsveitum í gegnum tíðina, Exodus, Pax Vobis, Geira Sæm og Hungangstunglinu, Tweety og svo auðvitað Todmobile. Hann hefur samið tónlist fyrir söngleiki, þrisvar samið lög sem hafa keppt fyrir Íslands hönd í Eurovision og er nú tónlistarstjóri hjá Menningarfélagi Akureyrar og framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðulands. Við fórum með Þorvaldi í dag aftur í tímann, könnuðum upphafið í Árbænum og brunuðum svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag. Framundan eru 35 ára afmælistónleikar Todmobile þar sem þrjár af stærstu stjörnum níunda áratugarins stíga á stokk með hljómsveitinni í Hörpu og svo sagði Þorvaldur okkur einnig frá 30 ára afmælisdagskrá Sinfóníuhljómsveitarinnar. Sigurlaug Margrét mætti svo til okkar í matarspjall dagsins og enn vorum við að tala um Campbells súpur. Sigurður Þorri Gunnarsson, sem kom öllu þessu súputali af stað hjá okkur fyrir tveimur vikum, var aftur með okkur ogið skoðum uppskriftir sem við höfum fengið sendar frá hlustendum og fleira. Tónlist í þættinum Stelpurokk / Todmobile (Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Andrea Gylfadóttir) Brúðkaupsvísur / Þursaflokkurinn (Egill Ólafsson og Vigfús frá Leirulæk) The Riddle / Nik Kershaw & Todmobile (Nik Kershaw) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
9/15/202350 minutes
Episode Artwork

Briskrabbamein, Fundur fólksins og Eldri og betri

Briskrabbamein eru erfið viðureignar og þrátt fyrir að vera um einungis 2% af þeim krabbameinum sem greinast á hverju ári hér á landi eru þau fjórða algengasta orsök dauðsfalla af völdum krabbameina. Afar brýnt er að finna leiðir til að auka lifun þeirra sem fá briskrabbamein, meðal annars með því að greina meinin snemma, þegar skurðaðgerð er enn líkleg til árangurs. Ein leiðin til þess er að bæta eftirlit með einstaklingum sem vitað er að eru í hárri áhættu á að fá briskrabbamein út frá erfðaþáttum. Á Landspítalanum er hafinn undirbúningur að slíku eftirliti. Við töluðum við Sigurdísi Haraldsdóttur yfirlækni krabbameinslækninga á Landspítalanum og dósent við Háskóla Íslands í þættinum í dag. Lýðræðið og samfélagsmál verða rauður þráður Lýðræðishátíðarinnar Fundur fólksins verður haldinn á morgun og hinn í við Norræna húsið. Hátíðin er sú áttunda í röðinni og á henni verða fjölbreyttar umræður um fjölbreytt málefni, allt frá ull til dánaraðstoðar. Tilgangur hennar er að skapa vettvang til samtals milli almennings, stjórnmálafólks og frjálsra félagasamtaka. Ingibjörg Gréta Gísladóttir, verkefnastjóri Fundar fólksins sagði okkur meira um fundinn og hvað þar fer fram og með henni kom Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar félags um dánaraðstoð, hún sagði okkur frá tveimur viðburðum sem félagið verður með á fundinum. Við fræddumst svo um ráðstefnuna Eldri og betri, á vegum Sóltúns heilbrigðisþjónustu, sem stóð einmitt yfir í Norðurljósasal Hörpu á sama tíma og þátturinn var í loftinu. Þar var rætt um mögulegar lausnir á áskorunum framundan til þess að geta mætt og sinnt þörfum ört stækkandi hóps aldraðra hér á landi. Sérfræðingar í öldrunarþjónustu fóru yfir stöðuna ásamt því sem erlendir sérfræðingar deildu reynslu af því hvernig önnur lönd gera í þessum málaflokki. Við fengum Höllu Thoroddsen, forstjóra Sóltúns heilbrigðisþjónustu, til að segja okkur frekar frá því helsta sem er rætt um á ráðstefnunni. Tónlist í þættinum Í löngu máli / Una Torfadóttir (Una Torfadóttir) From The Start / Laufey (Laufey & Spencer Stewart) Something Better / Kári (Kári Egilsson) Árstíðirnar þrjár / Karl Olgeirsson og Kristjana Stefánsdóttir (Karl Olgeir Olgeirsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/14/20230
Episode Artwork

Briskrabbamein, Fundur fólksins og Eldri og betri

Briskrabbamein eru erfið viðureignar og þrátt fyrir að vera um einungis 2% af þeim krabbameinum sem greinast á hverju ári hér á landi eru þau fjórða algengasta orsök dauðsfalla af völdum krabbameina. Afar brýnt er að finna leiðir til að auka lifun þeirra sem fá briskrabbamein, meðal annars með því að greina meinin snemma, þegar skurðaðgerð er enn líkleg til árangurs. Ein leiðin til þess er að bæta eftirlit með einstaklingum sem vitað er að eru í hárri áhættu á að fá briskrabbamein út frá erfðaþáttum. Á Landspítalanum er hafinn undirbúningur að slíku eftirliti. Við töluðum við Sigurdísi Haraldsdóttur yfirlækni krabbameinslækninga á Landspítalanum og dósent við Háskóla Íslands í þættinum í dag. Lýðræðið og samfélagsmál verða rauður þráður Lýðræðishátíðarinnar Fundur fólksins verður haldinn á morgun og hinn í við Norræna húsið. Hátíðin er sú áttunda í röðinni og á henni verða fjölbreyttar umræður um fjölbreytt málefni, allt frá ull til dánaraðstoðar. Tilgangur hennar er að skapa vettvang til samtals milli almennings, stjórnmálafólks og frjálsra félagasamtaka. Ingibjörg Gréta Gísladóttir, verkefnastjóri Fundar fólksins sagði okkur meira um fundinn og hvað þar fer fram og með henni kom Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar félags um dánaraðstoð, hún sagði okkur frá tveimur viðburðum sem félagið verður með á fundinum. Við fræddumst svo um ráðstefnuna Eldri og betri, á vegum Sóltúns heilbrigðisþjónustu, sem stóð einmitt yfir í Norðurljósasal Hörpu á sama tíma og þátturinn var í loftinu. Þar var rætt um mögulegar lausnir á áskorunum framundan til þess að geta mætt og sinnt þörfum ört stækkandi hóps aldraðra hér á landi. Sérfræðingar í öldrunarþjónustu fóru yfir stöðuna ásamt því sem erlendir sérfræðingar deildu reynslu af því hvernig önnur lönd gera í þessum málaflokki. Við fengum Höllu Thoroddsen, forstjóra Sóltúns heilbrigðisþjónustu, til að segja okkur frekar frá því helsta sem er rætt um á ráðstefnunni. Tónlist í þættinum Í löngu máli / Una Torfadóttir (Una Torfadóttir) From The Start / Laufey (Laufey & Spencer Stewart) Something Better / Kári (Kári Egilsson) Árstíðirnar þrjár / Karl Olgeirsson og Kristjana Stefánsdóttir (Karl Olgeir Olgeirsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/14/202350 minutes
Episode Artwork

PTMF, Gréta S. Guðjónsdóttir og póstkort frá Magnúsi

Við fræddumst í dag um PTMF, sem er nýtt skýringarmódel andlegrar vanlíðunar sem gefur annan valmöguleika en hefðbundin geðgreiningarkerfi. Í því er skoðað samband á milli félagslegra þátta, eins og fátæktar, mismununar og misréttis, ásamt áföllum til þess að lesa í afleiðingarnar. Kristín I. Pálsdóttir frá Rótinni kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessari aðferð, en aðalhöfundur PTMF, Lucy Johnstone, verður leiðbeinandi á vinnustofu á vegum Rótarinnar sem verður haldin á morgun á Hótel Grand Reykjavík. Fyrir hartnær tuttugu árum fékk Gréta S. Guðjónsdóttir ljósmyndari hugmynd þegar hún var að kenna 19 ára ungmennum ljósmyndun við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Margir nemenda hennar höfðu sterkar lífsskoðanir sem oftar en ekki gengu gegn viðhorfum eldri kynslóða sem þeim fannst að hefðu engan skilning á þeirra lífi. Rifjaðist það þá upp fyrir Grétu að einmitt svona hefði henni liðið á þessum árum og fór þá að hugsa um hvernig lífið endurtekur sig í sífellu. Á næstu tuttugu árum fylgdi Gréta níu nemendum sínum eftir í myndum, tók reglulega af þeim ljósmyndir og bað þau líka um að skrifa niður hugleiðingar sínar um hvar þau eru stödd í lífinu þá stundina og hvar þau sjá sig eftir fimm ár og tíu ár. Á laugardaginn verður opnuð sýning á þessum verkum Grétu, ljósmyndum og textum, hún kom í þáttinn í dag. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni og í korti dagsins segir Magnús frá uppáhaldsgönguleið sinni í Eyjum, en sú leið geymir dramatíska sögu af ungum manni sem tókst að klífa sextugan hamar í vondu veðri, hamar sem talinn er vera ófær eða í besta falli stórhættulegur. Magnús segir okkur líka frá Luis Rubiales, fyrrum forseta spænska fótboltasambandsins sem varð að segja af sér vegna kossins sem hann þröngvaði á einn leikmann spænska kvennalandsliðsins sem varð heimsmeistari á dögunum. Tónlist í þættinum En hvað með það / Ragnar Bjarnason, Pétur Kristjánsson og Stefán Hilmarsson (C. Mattone og Ómar Ragnarsson) I valet og kvalet / Helena Eriksson (Jan Johansson) (Helena syngur Monika Zetterlund) Come Prima / Haukur Heiðar og hljómsveit (Mario Panzeri, S. Paolo-Tacini og Mary Bond) What He?s Done for Me / The Five Blind Boys of Alabama (Clarence Fountain) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/13/20230
Episode Artwork

PTMF, Gréta S. Guðjónsdóttir og póstkort frá Magnúsi

Við fræddumst í dag um PTMF, sem er nýtt skýringarmódel andlegrar vanlíðunar sem gefur annan valmöguleika en hefðbundin geðgreiningarkerfi. Í því er skoðað samband á milli félagslegra þátta, eins og fátæktar, mismununar og misréttis, ásamt áföllum til þess að lesa í afleiðingarnar. Kristín I. Pálsdóttir frá Rótinni kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessari aðferð, en aðalhöfundur PTMF, Lucy Johnstone, verður leiðbeinandi á vinnustofu á vegum Rótarinnar sem verður haldin á morgun á Hótel Grand Reykjavík. Fyrir hartnær tuttugu árum fékk Gréta S. Guðjónsdóttir ljósmyndari hugmynd þegar hún var að kenna 19 ára ungmennum ljósmyndun við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Margir nemenda hennar höfðu sterkar lífsskoðanir sem oftar en ekki gengu gegn viðhorfum eldri kynslóða sem þeim fannst að hefðu engan skilning á þeirra lífi. Rifjaðist það þá upp fyrir Grétu að einmitt svona hefði henni liðið á þessum árum og fór þá að hugsa um hvernig lífið endurtekur sig í sífellu. Á næstu tuttugu árum fylgdi Gréta níu nemendum sínum eftir í myndum, tók reglulega af þeim ljósmyndir og bað þau líka um að skrifa niður hugleiðingar sínar um hvar þau eru stödd í lífinu þá stundina og hvar þau sjá sig eftir fimm ár og tíu ár. Á laugardaginn verður opnuð sýning á þessum verkum Grétu, ljósmyndum og textum, hún kom í þáttinn í dag. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni og í korti dagsins segir Magnús frá uppáhaldsgönguleið sinni í Eyjum, en sú leið geymir dramatíska sögu af ungum manni sem tókst að klífa sextugan hamar í vondu veðri, hamar sem talinn er vera ófær eða í besta falli stórhættulegur. Magnús segir okkur líka frá Luis Rubiales, fyrrum forseta spænska fótboltasambandsins sem varð að segja af sér vegna kossins sem hann þröngvaði á einn leikmann spænska kvennalandsliðsins sem varð heimsmeistari á dögunum. Tónlist í þættinum En hvað með það / Ragnar Bjarnason, Pétur Kristjánsson og Stefán Hilmarsson (C. Mattone og Ómar Ragnarsson) I valet og kvalet / Helena Eriksson (Jan Johansson) (Helena syngur Monika Zetterlund) Come Prima / Haukur Heiðar og hljómsveit (Mario Panzeri, S. Paolo-Tacini og Mary Bond) What He?s Done for Me / The Five Blind Boys of Alabama (Clarence Fountain) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/13/20230
Episode Artwork

PTMF, Gréta S. Guðjónsdóttir og póstkort frá Magnúsi

Við fræddumst í dag um PTMF, sem er nýtt skýringarmódel andlegrar vanlíðunar sem gefur annan valmöguleika en hefðbundin geðgreiningarkerfi. Í því er skoðað samband á milli félagslegra þátta, eins og fátæktar, mismununar og misréttis, ásamt áföllum til þess að lesa í afleiðingarnar. Kristín I. Pálsdóttir frá Rótinni kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessari aðferð, en aðalhöfundur PTMF, Lucy Johnstone, verður leiðbeinandi á vinnustofu á vegum Rótarinnar sem verður haldin á morgun á Hótel Grand Reykjavík. Fyrir hartnær tuttugu árum fékk Gréta S. Guðjónsdóttir ljósmyndari hugmynd þegar hún var að kenna 19 ára ungmennum ljósmyndun við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Margir nemenda hennar höfðu sterkar lífsskoðanir sem oftar en ekki gengu gegn viðhorfum eldri kynslóða sem þeim fannst að hefðu engan skilning á þeirra lífi. Rifjaðist það þá upp fyrir Grétu að einmitt svona hefði henni liðið á þessum árum og fór þá að hugsa um hvernig lífið endurtekur sig í sífellu. Á næstu tuttugu árum fylgdi Gréta níu nemendum sínum eftir í myndum, tók reglulega af þeim ljósmyndir og bað þau líka um að skrifa niður hugleiðingar sínar um hvar þau eru stödd í lífinu þá stundina og hvar þau sjá sig eftir fimm ár og tíu ár. Á laugardaginn verður opnuð sýning á þessum verkum Grétu, ljósmyndum og textum, hún kom í þáttinn í dag. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni og í korti dagsins segir Magnús frá uppáhaldsgönguleið sinni í Eyjum, en sú leið geymir dramatíska sögu af ungum manni sem tókst að klífa sextugan hamar í vondu veðri, hamar sem talinn er vera ófær eða í besta falli stórhættulegur. Magnús segir okkur líka frá Luis Rubiales, fyrrum forseta spænska fótboltasambandsins sem varð að segja af sér vegna kossins sem hann þröngvaði á einn leikmann spænska kvennalandsliðsins sem varð heimsmeistari á dögunum. Tónlist í þættinum En hvað með það / Ragnar Bjarnason, Pétur Kristjánsson og Stefán Hilmarsson (C. Mattone og Ómar Ragnarsson) I valet og kvalet / Helena Eriksson (Jan Johansson) (Helena syngur Monika Zetterlund) Come Prima / Haukur Heiðar og hljómsveit (Mario Panzeri, S. Paolo-Tacini og Mary Bond) What He?s Done for Me / The Five Blind Boys of Alabama (Clarence Fountain) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/13/202350 minutes
Episode Artwork

Gleym mér ei, Tjarnarbíó og veðurtungl

Við kynntum okkur starfsemi Gleymmérei styrktarfélags sem er til staðar fyrir þau sem verða fyrir missi á meðgöngu og í eða eftir fæðingu. Félagið er á sínu tíunda starfsári og framundan eru til dæmis samverustundir í Sorgarmiðstöðinni annan hvern fimmtudag nú í haust. Þær Ingunn Sif Höskuldsdóttir, stjórnarformaður Gleymmérei og Hólmfríður Anna Baldursdóttir, sem situr í stjórn félagsins, komu í þáttinn í dag og fræddu okkur um starfsemina, samverustundirnar og árlega minningarstund sem verður haldin 15.október. Við héldum áfram í dag að fara yfir leikveturinn sem er að hefjast. Í þetta sinn kom til okkar Sara Martí Guðmundsdóttir leikhússtjóri í Tjarnarbíói. Hún sagði okkur frá því hvað verður á döfinni í Tjarnarbíói í vetur, þar sem frjálsu leik- og sviðlistahóparnir hafa blómstrað. Og svo að lokum heyrðum við í Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðingi sem í dag var stödd í Malmö í Svíþjóð en þar þinga veðurfræðingar víðs vegar úr heiminum. Þar er til dæmis verið að skoða það nýjasta í veðurtunglum og hvernig þau nýtast veðurfræðingum. Tónlist í þættinum Pólstjarnan / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Ágúst Pétursson og Kristján frá Djúpalæk) Gong-oh / Paolo Conte (Paolo Conte) Che cossè l'amor / Vinicio Caposella (Vinicio Caposella) Láttu mig gleyma / Stuðmenn (Egill Ólafsson, Jakob Frímann Magnússon og Þórður Árnason) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/12/20230
Episode Artwork

Gleym mér ei, Tjarnarbíó og veðurtungl

Við kynntum okkur starfsemi Gleymmérei styrktarfélags sem er til staðar fyrir þau sem verða fyrir missi á meðgöngu og í eða eftir fæðingu. Félagið er á sínu tíunda starfsári og framundan eru til dæmis samverustundir í Sorgarmiðstöðinni annan hvern fimmtudag nú í haust. Þær Ingunn Sif Höskuldsdóttir, stjórnarformaður Gleymmérei og Hólmfríður Anna Baldursdóttir, sem situr í stjórn félagsins, komu í þáttinn í dag og fræddu okkur um starfsemina, samverustundirnar og árlega minningarstund sem verður haldin 15.október. Við héldum áfram í dag að fara yfir leikveturinn sem er að hefjast. Í þetta sinn kom til okkar Sara Martí Guðmundsdóttir leikhússtjóri í Tjarnarbíói. Hún sagði okkur frá því hvað verður á döfinni í Tjarnarbíói í vetur, þar sem frjálsu leik- og sviðlistahóparnir hafa blómstrað. Og svo að lokum heyrðum við í Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðingi sem í dag var stödd í Malmö í Svíþjóð en þar þinga veðurfræðingar víðs vegar úr heiminum. Þar er til dæmis verið að skoða það nýjasta í veðurtunglum og hvernig þau nýtast veðurfræðingum. Tónlist í þættinum Pólstjarnan / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Ágúst Pétursson og Kristján frá Djúpalæk) Gong-oh / Paolo Conte (Paolo Conte) Che cossè l'amor / Vinicio Caposella (Vinicio Caposella) Láttu mig gleyma / Stuðmenn (Egill Ólafsson, Jakob Frímann Magnússon og Þórður Árnason) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/12/202350 minutes
Episode Artwork

Lífið er kynlíf, vinkill frá Guðjóni og Natasha S lesandinn

Lífið er kynlíf er heiti á bók sem kom út í ágúst og er handbók kynfræðings um langtímasambönd. Áslaug Kristjánsdóttir kynfræðingur og hjúkrunarfræðingur segir að erfiðleikar í kynlífinu geta orðið banabiti sambanda sem að öðru leyti eru farsæl og hamingjurík. Hún segir að þessir erfiðleikar stafa hins vegar alltof oft af þekkingarleysi. Á undanförnum árum og áratugum hafa rannsóknir og meðferðareynsla kynfræðinga leitt fram aðferðir og ráð sem nýtast öllum við að koma kynlífinu í betra lag. Áslaug kom í þáttinn í dag. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn lagði Guðjón vinkilinn við ferðalög og góðan félagsskap. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Natasha S. rithöfundur og þýðandi. Hún hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir fyrstu bók sína, Máltaka á stríðstímum. Við fengum að heyra hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Natasha talaði um eftirfarandi bækur: Chernobyl bænin e. Svetlana Aleksievits Horsesoup e. Vladimir Sorokin Wound e. Oksana Vasyakina Eden e. Auði Övu Ólafsdóttur Tónlist í þættinum Saga farmannsins / Óðinn Valdimarsson (Marty Robbins og Jón Sigurðsson) Haustkvöld í skógi / Gísli Magnason (Steingrímur M. Sigfússon) Sveitapiltsins draumur / Hljómar (John Philips, Michelle Gilliam og Ómar Ragnarsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/11/20230
Episode Artwork

Lífið er kynlíf, vinkill frá Guðjóni og Natasha S lesandinn

Lífið er kynlíf er heiti á bók sem kom út í ágúst og er handbók kynfræðings um langtímasambönd. Áslaug Kristjánsdóttir kynfræðingur og hjúkrunarfræðingur segir að erfiðleikar í kynlífinu geta orðið banabiti sambanda sem að öðru leyti eru farsæl og hamingjurík. Hún segir að þessir erfiðleikar stafa hins vegar alltof oft af þekkingarleysi. Á undanförnum árum og áratugum hafa rannsóknir og meðferðareynsla kynfræðinga leitt fram aðferðir og ráð sem nýtast öllum við að koma kynlífinu í betra lag. Áslaug kom í þáttinn í dag. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn lagði Guðjón vinkilinn við ferðalög og góðan félagsskap. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Natasha S. rithöfundur og þýðandi. Hún hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir fyrstu bók sína, Máltaka á stríðstímum. Við fengum að heyra hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Natasha talaði um eftirfarandi bækur: Chernobyl bænin e. Svetlana Aleksievits Horsesoup e. Vladimir Sorokin Wound e. Oksana Vasyakina Eden e. Auði Övu Ólafsdóttur Tónlist í þættinum Saga farmannsins / Óðinn Valdimarsson (Marty Robbins og Jón Sigurðsson) Haustkvöld í skógi / Gísli Magnason (Steingrímur M. Sigfússon) Sveitapiltsins draumur / Hljómar (John Philips, Michelle Gilliam og Ómar Ragnarsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/11/20230
Episode Artwork

Lífið er kynlíf, vinkill frá Guðjóni og Natasha S lesandinn

Lífið er kynlíf er heiti á bók sem kom út í ágúst og er handbók kynfræðings um langtímasambönd. Áslaug Kristjánsdóttir kynfræðingur og hjúkrunarfræðingur segir að erfiðleikar í kynlífinu geta orðið banabiti sambanda sem að öðru leyti eru farsæl og hamingjurík. Hún segir að þessir erfiðleikar stafa hins vegar alltof oft af þekkingarleysi. Á undanförnum árum og áratugum hafa rannsóknir og meðferðareynsla kynfræðinga leitt fram aðferðir og ráð sem nýtast öllum við að koma kynlífinu í betra lag. Áslaug kom í þáttinn í dag. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn lagði Guðjón vinkilinn við ferðalög og góðan félagsskap. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Natasha S. rithöfundur og þýðandi. Hún hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir fyrstu bók sína, Máltaka á stríðstímum. Við fengum að heyra hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Natasha talaði um eftirfarandi bækur: Chernobyl bænin e. Svetlana Aleksievits Horsesoup e. Vladimir Sorokin Wound e. Oksana Vasyakina Eden e. Auði Övu Ólafsdóttur Tónlist í þættinum Saga farmannsins / Óðinn Valdimarsson (Marty Robbins og Jón Sigurðsson) Haustkvöld í skógi / Gísli Magnason (Steingrímur M. Sigfússon) Sveitapiltsins draumur / Hljómar (John Philips, Michelle Gilliam og Ómar Ragnarsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/11/202351 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Viktoría Hermanns föstudagsgestur og Campbells matarspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Viktoría Hermannsdóttir. Hún hefur auðvitað gert fjölbreytt efni fyrir útvarp og sjónvarp talsvert lengi og hún er einstaklega fundvís á áhugaverða viðmælendur og áhugaverðar sögur fólks. Nú á sunnudaginn hefur önnur þáttaröð heimildarþáttanna Hvunndagshetjur göngu sína í sjónvarpinu. Í þáttunum eru sagðar einstakar sögur fólks sem hefur látið gott af sér leiða á óeigingjarnan hátt í gegnum starf sitt eða daglegt líf. Við fengum Viktoríu til að segja okkur aðeins frá nýju þáttunum og auðvitað líka til að segja okkur frá sjálfri sér, eins og venjan er með föstudagsgesti í þættinum. Svo var það auðvitað matarspjallið, Sigurlaug Margrét Jónas kemur til okkar í dag og við héldum áfram að velta Campbells súpum fyrir okkur, eftir að þær komu upp í matarspjallinu í síðustu viku með Sigurði Þorra Gunnarssyni. Þessar dósasúpur eru nefnilega notaðar á mjög margvíslegan hátt í alls konar uppskriftir og matargerð. Tónlist í þættinum Ekkert þras / Egill Ólafsson, Lay Low, Högni Egilsson og Moses Hightower (Egill Ólafsson) Jive Talkin? / Bee Gees (Barry Gibb, Maurice Gibb & Robin Gibb) Upside Down / Diana Ross (Bernard Edwards & Nile Rodgers) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/8/20230
Episode Artwork

Viktoría Hermanns föstudagsgestur og Campbells matarspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Viktoría Hermannsdóttir. Hún hefur auðvitað gert fjölbreytt efni fyrir útvarp og sjónvarp talsvert lengi og hún er einstaklega fundvís á áhugaverða viðmælendur og áhugaverðar sögur fólks. Nú á sunnudaginn hefur önnur þáttaröð heimildarþáttanna Hvunndagshetjur göngu sína í sjónvarpinu. Í þáttunum eru sagðar einstakar sögur fólks sem hefur látið gott af sér leiða á óeigingjarnan hátt í gegnum starf sitt eða daglegt líf. Við fengum Viktoríu til að segja okkur aðeins frá nýju þáttunum og auðvitað líka til að segja okkur frá sjálfri sér, eins og venjan er með föstudagsgesti í þættinum. Svo var það auðvitað matarspjallið, Sigurlaug Margrét Jónas kemur til okkar í dag og við héldum áfram að velta Campbells súpum fyrir okkur, eftir að þær komu upp í matarspjallinu í síðustu viku með Sigurði Þorra Gunnarssyni. Þessar dósasúpur eru nefnilega notaðar á mjög margvíslegan hátt í alls konar uppskriftir og matargerð. Tónlist í þættinum Ekkert þras / Egill Ólafsson, Lay Low, Högni Egilsson og Moses Hightower (Egill Ólafsson) Jive Talkin? / Bee Gees (Barry Gibb, Maurice Gibb & Robin Gibb) Upside Down / Diana Ross (Bernard Edwards & Nile Rodgers) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/8/202350 minutes
Episode Artwork

Þorvaldur og eldfjöllin og bætt aðgengi að gömlum viðtölum

Við töluðum um eldgos í Mannlega þættinum í dag, en ekki er svo langt frá því að eldgosinu lauk við Litla-Hrút á Reykjanesskaga, þriðja gosið á sl.þremur árum. Þegar gaus í Geldingadölum 2021 hafði ekki gosið á þeim slóðum í 6 þúsund ár. Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjalla- og bergfræði kom í þáttinn í dag og hann sagði að sumt bendi til þess að möttulstrókurinn sé að eflast og eitt af því sem helst rennir stoðum undir þá kenningu er sú staðreynd að kvikan, sem brotist hefur upp á yfirborðið síðustu þrjú ár sé ólík þeirri kviku sem sést hefur áður á Reykjanesskaga. Kvikan sú eigi meira skylt við þá sem kemur úr td. Heklu, Kötlu, Torfajökli, Grímsvötnum og Bárðarbungu. Hvað þýðir þetta? Og nú er land byrjað að rísa á ný á Reykjanesinu. Þorvaldur reyndi sitt besta að svara spurningum okkar í þættinum í dag. Við fræddumst í dag um þjóðfræðisafn Árnastofnunar, sem geymir yfir 2000 klukkustundir af viðtölum, sem flest voru tekin á árunum 1960 til 1980. Þau innihalda ómetanlegar upplýsingar um lífið snemma á 20. öldinni á Íslandi. Trausti Dagsson, þjóðfræðingur og verkefnastjóri í upplýsingatækni hjá Árnastofnun, kom til okkar í dag og sagði okkur frá talgreini sem hefur gerbylt aðgengi að efni safnsins og að þessum dýrmætu heimildum sem það hefur að geyma. Trausti sagði okkur frá þessu í þættinum og við fengum að heyra nokkur brot úr safninu. Tónlist í þættinum: KRISTÍN SESSELJA - Earthquake. EARTH WIND & FIRE - September. Ásgeir Ásgeirsson Tónlistarm., Haukur Gröndal, Richard Gudmundur Andersson - Allt að gerast. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/7/20230
Episode Artwork

Þorvaldur og eldfjöllin og bætt aðgengi að gömlum viðtölum

Við töluðum um eldgos í Mannlega þættinum í dag, en ekki er svo langt frá því að eldgosinu lauk við Litla-Hrút á Reykjanesskaga, þriðja gosið á sl.þremur árum. Þegar gaus í Geldingadölum 2021 hafði ekki gosið á þeim slóðum í 6 þúsund ár. Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjalla- og bergfræði kom í þáttinn í dag og hann sagði að sumt bendi til þess að möttulstrókurinn sé að eflast og eitt af því sem helst rennir stoðum undir þá kenningu er sú staðreynd að kvikan, sem brotist hefur upp á yfirborðið síðustu þrjú ár sé ólík þeirri kviku sem sést hefur áður á Reykjanesskaga. Kvikan sú eigi meira skylt við þá sem kemur úr td. Heklu, Kötlu, Torfajökli, Grímsvötnum og Bárðarbungu. Hvað þýðir þetta? Og nú er land byrjað að rísa á ný á Reykjanesinu. Þorvaldur reyndi sitt besta að svara spurningum okkar í þættinum í dag. Við fræddumst í dag um þjóðfræðisafn Árnastofnunar, sem geymir yfir 2000 klukkustundir af viðtölum, sem flest voru tekin á árunum 1960 til 1980. Þau innihalda ómetanlegar upplýsingar um lífið snemma á 20. öldinni á Íslandi. Trausti Dagsson, þjóðfræðingur og verkefnastjóri í upplýsingatækni hjá Árnastofnun, kom til okkar í dag og sagði okkur frá talgreini sem hefur gerbylt aðgengi að efni safnsins og að þessum dýrmætu heimildum sem það hefur að geyma. Trausti sagði okkur frá þessu í þættinum og við fengum að heyra nokkur brot úr safninu. Tónlist í þættinum: KRISTÍN SESSELJA - Earthquake. EARTH WIND & FIRE - September. Ásgeir Ásgeirsson Tónlistarm., Haukur Gröndal, Richard Gudmundur Andersson - Allt að gerast. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/7/20230
Episode Artwork

Þorvaldur og eldfjöllin og bætt aðgengi að gömlum viðtölum

Við töluðum um eldgos í Mannlega þættinum í dag, en ekki er svo langt frá því að eldgosinu lauk við Litla-Hrút á Reykjanesskaga, þriðja gosið á sl.þremur árum. Þegar gaus í Geldingadölum 2021 hafði ekki gosið á þeim slóðum í 6 þúsund ár. Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjalla- og bergfræði kom í þáttinn í dag og hann sagði að sumt bendi til þess að möttulstrókurinn sé að eflast og eitt af því sem helst rennir stoðum undir þá kenningu er sú staðreynd að kvikan, sem brotist hefur upp á yfirborðið síðustu þrjú ár sé ólík þeirri kviku sem sést hefur áður á Reykjanesskaga. Kvikan sú eigi meira skylt við þá sem kemur úr td. Heklu, Kötlu, Torfajökli, Grímsvötnum og Bárðarbungu. Hvað þýðir þetta? Og nú er land byrjað að rísa á ný á Reykjanesinu. Þorvaldur reyndi sitt besta að svara spurningum okkar í þættinum í dag. Við fræddumst í dag um þjóðfræðisafn Árnastofnunar, sem geymir yfir 2000 klukkustundir af viðtölum, sem flest voru tekin á árunum 1960 til 1980. Þau innihalda ómetanlegar upplýsingar um lífið snemma á 20. öldinni á Íslandi. Trausti Dagsson, þjóðfræðingur og verkefnastjóri í upplýsingatækni hjá Árnastofnun, kom til okkar í dag og sagði okkur frá talgreini sem hefur gerbylt aðgengi að efni safnsins og að þessum dýrmætu heimildum sem það hefur að geyma. Trausti sagði okkur frá þessu í þættinum og við fengum að heyra nokkur brot úr safninu. Tónlist í þættinum: KRISTÍN SESSELJA - Earthquake. EARTH WIND & FIRE - September. Ásgeir Ásgeirsson Tónlistarm., Haukur Gröndal, Richard Gudmundur Andersson - Allt að gerast. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/7/202350 minutes
Episode Artwork

Leikfélag Akureyrar, matreiðslukennsla og Bréf úr sjálfskipaðri útlegð

Við höldum áfram okkar árlegu yfirferð um hvað verður á sviðum leikhúsanna í vetur og í dag er komið að því að forvitnast um hvað verður á fjölunum fyrir norðan. Hún kom til okkar Marta Nordal leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar og segir okkur frá því sem er framundan hjá þeim. Bréf úr sjálfskipaðri útlegð er heiti á bók sem var að koma út, þetta er safn esseyja og ljóða sem Gunnlaugur Magnússon, dósent við Uppsalaháskóla (búsettur í Svíþjóð) skrifaði og fjallar um lífið og tilveruna þegar maður velur að búa erlendis, en gleymir hjartanu að hluta heima á Íslandi. Gunnlaugur hefur búið erlendis í 20 ár, er virtur fræðimaður og fyrirlesari á sviði menntavísinda og Í bókinni fjallar Gunnlaugur Magnússon á persónulegan hátt um þemu eins og heimþrá og söknuð, gleði og fögnuð, náttúruna og vatnið, lífið og dauðann." Við ræddum við Gunnlaug. Aldrei hefur jafn viðamikið námsefni verið gefið út í matreiðslu á Íslandi og í nýrri vefbók sem var að koma út. Það eru nokkrir kennarar í Menntaskólanum í Kópavogi sem standa á bakvið útgáfuna en þetta er fyrsti partur af þremur og munu næstu þrep koma á næstu mánuðum og árum. Bókin er aðallega ætluð nemendum í matreiðslu en einnig getur almenningur nýtt sér bókina sem er tímalaus og farið vel yfir grunnþætti matreiðslu. Þeir komu hingað Ægir Friðriksson og Hermann Þór Marinósson matreiðslukennarar við Hótel og veitingaskólann. Tónlist í þætti dagsins: Dina Ögon - Mormor. Hundur í óskilum - Halló Akureyri. Memfismafían, Sigurður Guðmundsson Tónlistarm. - Orðin mín.
9/6/20230
Episode Artwork

Leikfélag Akureyrar, matreiðslukennsla og Bréf úr sjálfskipaðri útlegð

Við höldum áfram okkar árlegu yfirferð um hvað verður á sviðum leikhúsanna í vetur og í dag er komið að því að forvitnast um hvað verður á fjölunum fyrir norðan. Hún kom til okkar Marta Nordal leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar og segir okkur frá því sem er framundan hjá þeim. Bréf úr sjálfskipaðri útlegð er heiti á bók sem var að koma út, þetta er safn esseyja og ljóða sem Gunnlaugur Magnússon, dósent við Uppsalaháskóla (búsettur í Svíþjóð) skrifaði og fjallar um lífið og tilveruna þegar maður velur að búa erlendis, en gleymir hjartanu að hluta heima á Íslandi. Gunnlaugur hefur búið erlendis í 20 ár, er virtur fræðimaður og fyrirlesari á sviði menntavísinda og Í bókinni fjallar Gunnlaugur Magnússon á persónulegan hátt um þemu eins og heimþrá og söknuð, gleði og fögnuð, náttúruna og vatnið, lífið og dauðann." Við ræddum við Gunnlaug. Aldrei hefur jafn viðamikið námsefni verið gefið út í matreiðslu á Íslandi og í nýrri vefbók sem var að koma út. Það eru nokkrir kennarar í Menntaskólanum í Kópavogi sem standa á bakvið útgáfuna en þetta er fyrsti partur af þremur og munu næstu þrep koma á næstu mánuðum og árum. Bókin er aðallega ætluð nemendum í matreiðslu en einnig getur almenningur nýtt sér bókina sem er tímalaus og farið vel yfir grunnþætti matreiðslu. Þeir komu hingað Ægir Friðriksson og Hermann Þór Marinósson matreiðslukennarar við Hótel og veitingaskólann. Tónlist í þætti dagsins: Dina Ögon - Mormor. Hundur í óskilum - Halló Akureyri. Memfismafían, Sigurður Guðmundsson Tónlistarm. - Orðin mín.
9/6/202350 minutes
Episode Artwork

Hjartarætur-Margrét Júlía Rafnsdóttir, Elín Björk um veður

Fyrir síðustu jól kom út bók eftir Margréti Júlíu Rafnsdóttur, Hjartarætur sagan af pabba. Þessi bók fór ekki hátt í jólabókaflóðinu og ekki margir sem veittu henni athygli en hún er tileinkuð öllum þeim sem bæta heiminn með kærleika og umhyggju fyrir fólki og umhverfi. Margrét Júlía lýsir í bókinni kærleiksríku uppeldi sínu og hvernig saga fjölskyldunnar hverfist um Týsgötu 8 við Óðinstorg í Reykjavík. Rafn Júlíusson er miðpunktur bókarinnar og Margrét segir að hann hafi verið einstaklega kærleiksríkur faðir og fjölskyldan hans hjartahlý. En það var ekki allt rætt í þá daga eins og kemur fram í bókinni. Við hittum Margréti á Óðinstorgi og röbbum um sögu hússins og fjölskyldunnar. Svo er það veðrið og ef einhversstaðar skipast veður skjótt í lofti, er það á Íslandi. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom til okkar hér á eftir
9/5/20230
Episode Artwork

Hjartarætur Margrétar Júlíu Rafnsdóttur, Elín Björk um veður

Fyrir síðustu jól kom út bók eftir Margréti Júlíu Rafnsdóttur, Hjartarætur sagan af pabba. Þessi bók fór ekki hátt í jólabókaflóðinu og ekki margir sem veittu henni athygli en hún er tileinkuð öllum þeim sem bæta heiminn með kærleika og umhyggju fyrir fólki og umhverfi. Margrét Júlía lýsir í bókinni kærleiksríku uppeldi sínu og hvernig saga fjölskyldunnar hverfist um Týsgötu 8 við Óðinstorg í Reykjavík. Rafn Júlíusson er miðpunktur bókarinnar og Margrét segir að hann hafi verið einstaklega kærleiksríkur faðir og fjölskyldan hans hjartahlý. En það var ekki allt rætt í þá daga eins og kemur fram í bókinni. Við hittum Margréti á Óðinstorgi og röbbuðum við hana um sögu hússins og fjölskyldunnar. Svo er það veðrið og ef einhversstaðar skipast veður skjótt í lofti, þá er það á Íslandi. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom til okkar í veðurspjallið í dag. Tónlist í þættin dagsins: Björgvin Halldórsson - Vesturgata. Þórunn Lárusdóttir Leikkona ; RKÍ - Afmælisdiktur. Spilverk þjóðanna - Veðurglöggur.
9/5/20230
Episode Artwork

Hjartarætur Margrétar Júlíu Rafnsdóttur, Elín Björk um veður

Fyrir síðustu jól kom út bók eftir Margréti Júlíu Rafnsdóttur, Hjartarætur sagan af pabba. Þessi bók fór ekki hátt í jólabókaflóðinu og ekki margir sem veittu henni athygli en hún er tileinkuð öllum þeim sem bæta heiminn með kærleika og umhyggju fyrir fólki og umhverfi. Margrét Júlía lýsir í bókinni kærleiksríku uppeldi sínu og hvernig saga fjölskyldunnar hverfist um Týsgötu 8 við Óðinstorg í Reykjavík. Rafn Júlíusson er miðpunktur bókarinnar og Margrét segir að hann hafi verið einstaklega kærleiksríkur faðir og fjölskyldan hans hjartahlý. En það var ekki allt rætt í þá daga eins og kemur fram í bókinni. Við hittum Margréti á Óðinstorgi og röbbuðum við hana um sögu hússins og fjölskyldunnar. Svo er það veðrið og ef einhversstaðar skipast veður skjótt í lofti, þá er það á Íslandi. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom til okkar í veðurspjallið í dag. Tónlist í þættin dagsins: Björgvin Halldórsson - Vesturgata. Þórunn Lárusdóttir Leikkona ; RKÍ - Afmælisdiktur. Spilverk þjóðanna - Veðurglöggur.
9/5/202350 minutes
Episode Artwork

Björgunarsveitir,Vinkill frá Guðjóni Helga og Þór Breiðfjörð lesandinn

Umsjón Gígja Hólmgeirsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir Eins og við vitum þá eru íslensku björgunarsveitirnar mikilvægur hlekkur í öllu viðbragði þegar slys eða erfiðar astæður skapast í samfélaginu okkar. Öflugar björgunarsveitir eru starfræktar um allt land og starfseminni er haldið uppi af þúsundum sjálfboðaliða sem eru viljugir til að stökkva af stað þegar þörf er á. En fyrir þau sem langar að vera hluti af starfsemi björgunarsveitanna, hver eru eiginlega fyrstu skrefin til að byrja í björgunarsveit? Og hvernig fer þjálfunin fram? Við fræddumst um þetta hér í Mannlega þættinum og fengum til okkar þau Elvu Dögg Pálsdóttir og Áskel Gíslason frá Björgunarsveitinni Súlum á Akureyri. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni og í dag bar hann vinkilinn upp að eplum í einni eða annari mynd. Og lesandi vikunnar var söngleikarinn eins og hann kýs að kalla sig, Þór Breiðfjörð. Hann hefur komið víða við á söng og leiksviðinu hér heima og erlendis og hann er mikill lestrarhestur eins og við heyrðum. Elly Vilhjálms - Minningar. Cooke, Sam - A change is gonna come. Old union station-Thin Jim
9/4/20230
Episode Artwork

Björgunarsveitir, vinkill um epli og Þór Breiðfjörð lesandinn

Umsjón Gígja Hólmgeirsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir. Eins og við vitum þá eru íslensku björgunarsveitirnar mikilvægur hlekkur í öllu viðbragði þegar slys eða erfiðar astæður skapast í samfélaginu okkar. Öflugar björgunarsveitir eru starfræktar um allt land og starfseminni er haldið uppi af þúsundum sjálfboðaliða sem eru viljugir til að stökkva af stað þegar þörf er á. En fyrir þau sem langar að vera hluti af starfsemi björgunarsveitanna, hver eru eiginlega fyrstu skrefin til að byrja í björgunarsveit? Og hvernig fer þjálfunin fram? Við fræddumst um þetta hér í Mannlega þættinum og fengum til okkar þau Elvu Dögg Pálsdóttir og Áskel Gíslason frá Björgunarsveitinni Súlum á Akureyri. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni og í dag bar hann vinkilinn upp að eplum í einni eða annari mynd. Og lesandi vikunnar var söngleikarinn eins og hann kýs að kalla sig, Þór Breiðfjörð. Hann hefur komið víða við á söng og leiksviðinu hér heima og erlendis og hann er mikill lestrarhestur eins og við heyrðum. Elly Vilhjálms - Minningar. Cooke, Sam - A change is gonna come. Old union station-Thin Jim
9/4/202350 minutes
Episode Artwork

Sigurður Þorri föstudags- og matarspjallsgestur

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Sigurður Þorri Gunnarsson, eða Siggi Gunn. Hann ættu hlustendur að þekkja til dæmis þar sem hann var kynnir á Söngvakeppninni í ár og svo sendi hann líka sjónvarpsinnslög frá sjálfri keppninin. Hann var kynnir á stórtónleikum Rásar 2 sem voru í beinni útsendingu í sjónvarpinu á Menningarnótt og svo var hann einnig spyrill í sjónvarpsþáttunum Með á nótunum. Hann lærði fjölmiðlafræði í Verkmenntaskólanum á Akureyri, lærði útvarpsmennsku í Sunderland og var lengi útvarpsmaður á K100. Hann er nú kominn á Rás 2 í Popplandið og Félagsheimilið, auk þess að vera tónlistarstjóri Rásar 2. En við fengum að kynnast Sigga betur í þættinum í dag, fórum aftur í æskuna og uppeldið fyrir norðan og svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag. Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, sneri aftur í þáttinn og Siggi Gunn, föstudagsgestur, var með okkur áfram í matarspjallinu í dag. Við fengum að vita hvað er hans uppáhaldsmatur og hvað eru hans sérréttir í eldhúsinu. Tónlist í þætti dagsins: Hæ hó / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna) Og co. / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Þór Sigmundsson og Vilhjálmur Vilhjálmsson) I Wish I Knew (how it would be to be free) / Nina Simone (Richard Lamb & Billy Taylor) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/1/20230
Episode Artwork

Sigurður Þorri föstudags- og matarspjallsgestur

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Sigurður Þorri Gunnarsson, eða Siggi Gunn. Hann ættu hlustendur að þekkja til dæmis þar sem hann var kynnir á Söngvakeppninni í ár og svo sendi hann líka sjónvarpsinnslög frá sjálfri keppninin. Hann var kynnir á stórtónleikum Rásar 2 sem voru í beinni útsendingu í sjónvarpinu á Menningarnótt og svo var hann einnig spyrill í sjónvarpsþáttunum Með á nótunum. Hann lærði fjölmiðlafræði í Verkmenntaskólanum á Akureyri, lærði útvarpsmennsku í Sunderland og var lengi útvarpsmaður á K100. Hann er nú kominn á Rás 2 í Popplandið og Félagsheimilið, auk þess að vera tónlistarstjóri Rásar 2. En við fengum að kynnast Sigga betur í þættinum í dag, fórum aftur í æskuna og uppeldið fyrir norðan og svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag. Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, sneri aftur í þáttinn og Siggi Gunn, föstudagsgestur, var með okkur áfram í matarspjallinu í dag. Við fengum að vita hvað er hans uppáhaldsmatur og hvað eru hans sérréttir í eldhúsinu. Tónlist í þætti dagsins: Hæ hó / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna) Og co. / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Þór Sigmundsson og Vilhjálmur Vilhjálmsson) I Wish I Knew (how it would be to be free) / Nina Simone (Richard Lamb & Billy Taylor) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/1/20230
Episode Artwork

Sigurður Þorri föstudags- og matarspjallsgestur

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Sigurður Þorri Gunnarsson, eða Siggi Gunn. Hann ættu hlustendur að þekkja til dæmis þar sem hann var kynnir á Söngvakeppninni í ár og svo sendi hann líka sjónvarpsinnslög frá sjálfri keppninin. Hann var kynnir á stórtónleikum Rásar 2 sem voru í beinni útsendingu í sjónvarpinu á Menningarnótt og svo var hann einnig spyrill í sjónvarpsþáttunum Með á nótunum. Hann lærði fjölmiðlafræði í Verkmenntaskólanum á Akureyri, lærði útvarpsmennsku í Sunderland og var lengi útvarpsmaður á K100. Hann er nú kominn á Rás 2 í Popplandið og Félagsheimilið, auk þess að vera tónlistarstjóri Rásar 2. En við fengum að kynnast Sigga betur í þættinum í dag, fórum aftur í æskuna og uppeldið fyrir norðan og svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag. Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, sneri aftur í þáttinn og Siggi Gunn, föstudagsgestur, var með okkur áfram í matarspjallinu í dag. Við fengum að vita hvað er hans uppáhaldsmatur og hvað eru hans sérréttir í eldhúsinu. Tónlist í þætti dagsins: Hæ hó / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna) Og co. / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Þór Sigmundsson og Vilhjálmur Vilhjálmsson) I Wish I Knew (how it would be to be free) / Nina Simone (Richard Lamb & Billy Taylor) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/1/202350 minutes
Episode Artwork

Borgarleikhúsið og Hafsteinn Pálsson í Miðkoti

Við héldum áfram yfirferð okkar um leikhúsin og leikveturinn framundan. Í dag kom til okkar Brynhildur Guðjónsdóttir og hún sagði okkur frá því hvað er á döfinni í vetur í Borgarleikhúsinu. Hafsteinn Pálsson í Miðkoti á Dalvík er einn öflugasti safnari íslenskrar tónlistar á landinu. Hann hefur ekki tölu á þeim plötum,geisladiskum og kasettum sem hann hefur safnað í gegnum tíðina en það eru flestar hirslur á heimilinu fullar af þessum dýrgripum. Heilt herbergi í húsinu hans er til dæmis alveg smekkfullt, allar hillur og skúffur og sér vart í veggina. Guðrún Gunnars fór og heimsótti Hafstein í Miðkot, fyrr í sumar. Tónlist í þætti dagsins: Kósíkvöld í kvöld / Baggalútur (Bragi Valdimar Skúlason) Love for Sale / Ella Fitzgerald (Cole Porter) Sail on / Regína Ósk (Jóhann Helgason) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/31/20230
Episode Artwork

Borgarleikhúsið og Hafsteinn Pálsson í Miðkoti

Við héldum áfram yfirferð okkar um leikhúsin og leikveturinn framundan. Í dag kom til okkar Brynhildur Guðjónsdóttir og hún sagði okkur frá því hvað er á döfinni í vetur í Borgarleikhúsinu. Hafsteinn Pálsson í Miðkoti á Dalvík er einn öflugasti safnari íslenskrar tónlistar á landinu. Hann hefur ekki tölu á þeim plötum,geisladiskum og kasettum sem hann hefur safnað í gegnum tíðina en það eru flestar hirslur á heimilinu fullar af þessum dýrgripum. Heilt herbergi í húsinu hans er til dæmis alveg smekkfullt, allar hillur og skúffur og sér vart í veggina. Guðrún Gunnars fór og heimsótti Hafstein í Miðkot, fyrr í sumar. Tónlist í þætti dagsins: Kósíkvöld í kvöld / Baggalútur (Bragi Valdimar Skúlason) Love for Sale / Ella Fitzgerald (Cole Porter) Sail on / Regína Ósk (Jóhann Helgason) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/31/202350 minutes
Episode Artwork

30.08.2023

Það skiptir máli að skilja verkina til að geta skilið við þá. Þetta er orðað svona í lýsingu á námskeiðinu Skiljum (við) verkina hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Þar munu þær Edda Björk Pétursdóttir, markþjálfi og jógakennari, og Sóley Stefáns, heilsumarkþjálfi og jógakennari, fræða þáttakendur um verki og taugakerfið og hvert samband heilans er við verkjaboð og hvort það sé jafnvel hægt að draga úr eða jafnvel rjúfa verkjaboðin. Við fengum þær til að útskýra þetta betur fyrir okkur í þættinum. Við ætlum að fræðast um verkefnið NTC eða Need to Connect en það snýst um að styrkja og tengja ungar mæður, á aldrinum 18-30 ára, og rjúfa einangrun og einmanaleika með listþjálfun. Samstarfsaðilar verkefnisins koma frá Íslandi, Slóveníu, Ítalíu, Búlgaríu, Hollandi, Spáni og Litháen. Í verkefninu verður lögð áhersla á að gefa ungum mæðrum tækifæri og getu til að hafa áhrif og hjálpa öðrum mæðrum í svipuðum aðstæðum. Stefanía Kristinsdóttir, frá Einurð sem heldur utan um verkefnið hér á landi, og Sara María Estersebulvida Glaxorsdóttir móðir sem tekur þátt í námskeiðinu, komu í þáttinn í dag. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Póstkortið snerist að þessu sinni um vatn, eða réttara sagt um skort á vatni. Hann sagði frá reynslu sinni af vatnsskorti og þurrkatíð í Ástralíu þegar hann dvaldi þar fyrir margt löngu. Í mörgum löndum hafa menn brugðið á það ráð að eima vatn úr sjó til að bregðast við breyttu veðurfari og þurrki, en sú aðferð er verulega mengandi og eykur í raun á vandann í stað þess að leysa hann. Eiming á vatni úr sjó hefur fimmfaldast frá aldamótum og margir telja að næstu styrjaldir í miðausturlöndum muni ekki snúast um olíu heldur vatn. Tónlist í þætti dagsins: Skólaball / Brimkló (Magnús Kjartansson) Our House / Crosby, Stills, Nash & Young (Graham Nash) Missisippi / The Cactus Blossoms (Jack Torrey) Rainbow Connection / Willie Nelson (Willie Nelson, Amy Nelson, David Zettner & Matt Hubbard) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/30/20230
Episode Artwork

Skiljum (við) verkina, NTC og póstkort frá Magnúsi

Það skiptir máli að skilja verkina til að geta skilið við þá. Þetta er orðað svona í lýsingu á námskeiðinu Skiljum (við) verkina hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Þar munu þær Edda Björk Pétursdóttir, markþjálfi og jógakennari, og Sóley Stefáns, heilsumarkþjálfi og jógakennari, fræða þáttakendur um verki og taugakerfið og hvert samband heilans er við verkjaboð og hvort það sé jafnvel hægt að draga úr eða jafnvel rjúfa verkjaboðin. Við fengum þær til að útskýra þetta betur fyrir okkur í þættinum. Við ætlum að fræðast um verkefnið NTC eða Need to Connect en það snýst um að styrkja og tengja ungar mæður, á aldrinum 18-30 ára, og rjúfa einangrun og einmanaleika með listþjálfun. Samstarfsaðilar verkefnisins koma frá Íslandi, Slóveníu, Ítalíu, Búlgaríu, Hollandi, Spáni og Litháen. Í verkefninu verður lögð áhersla á að gefa ungum mæðrum tækifæri og getu til að hafa áhrif og hjálpa öðrum mæðrum í svipuðum aðstæðum. Stefanía Kristinsdóttir, frá Einurð sem heldur utan um verkefnið hér á landi, og Sara María Estersebulvida Glaxorsdóttir móðir sem tekur þátt í námskeiðinu, komu í þáttinn í dag. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Póstkortið snerist að þessu sinni um vatn, eða réttara sagt um skort á vatni. Hann sagði frá reynslu sinni af vatnsskorti og þurrkatíð í Ástralíu þegar hann dvaldi þar fyrir margt löngu. Í mörgum löndum hafa menn brugðið á það ráð að eima vatn úr sjó til að bregðast við breyttu veðurfari og þurrki, en sú aðferð er verulega mengandi og eykur í raun á vandann í stað þess að leysa hann. Eiming á vatni úr sjó hefur fimmfaldast frá aldamótum og margir telja að næstu styrjaldir í miðausturlöndum muni ekki snúast um olíu heldur vatn. Tónlist í þætti dagsins: Skólaball / Brimkló (Magnús Kjartansson) Our House / Crosby, Stills, Nash & Young (Graham Nash) Missisippi / The Cactus Blossoms (Jack Torrey) Rainbow Connection / Willie Nelson (Willie Nelson, Amy Nelson, David Zettner & Matt Hubbard) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/30/20230
Episode Artwork

Skiljum (við) verkina, NTC og póstkort frá Magnúsi

Það skiptir máli að skilja verkina til að geta skilið við þá. Þetta er orðað svona í lýsingu á námskeiðinu Skiljum (við) verkina hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Þar munu þær Edda Björk Pétursdóttir, markþjálfi og jógakennari, og Sóley Stefáns, heilsumarkþjálfi og jógakennari, fræða þáttakendur um verki og taugakerfið og hvert samband heilans er við verkjaboð og hvort það sé jafnvel hægt að draga úr eða jafnvel rjúfa verkjaboðin. Við fengum þær til að útskýra þetta betur fyrir okkur í þættinum. Við ætlum að fræðast um verkefnið NTC eða Need to Connect en það snýst um að styrkja og tengja ungar mæður, á aldrinum 18-30 ára, og rjúfa einangrun og einmanaleika með listþjálfun. Samstarfsaðilar verkefnisins koma frá Íslandi, Slóveníu, Ítalíu, Búlgaríu, Hollandi, Spáni og Litháen. Í verkefninu verður lögð áhersla á að gefa ungum mæðrum tækifæri og getu til að hafa áhrif og hjálpa öðrum mæðrum í svipuðum aðstæðum. Stefanía Kristinsdóttir, frá Einurð sem heldur utan um verkefnið hér á landi, og Sara María Estersebulvida Glaxorsdóttir móðir sem tekur þátt í námskeiðinu, komu í þáttinn í dag. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Póstkortið snerist að þessu sinni um vatn, eða réttara sagt um skort á vatni. Hann sagði frá reynslu sinni af vatnsskorti og þurrkatíð í Ástralíu þegar hann dvaldi þar fyrir margt löngu. Í mörgum löndum hafa menn brugðið á það ráð að eima vatn úr sjó til að bregðast við breyttu veðurfari og þurrki, en sú aðferð er verulega mengandi og eykur í raun á vandann í stað þess að leysa hann. Eiming á vatni úr sjó hefur fimmfaldast frá aldamótum og margir telja að næstu styrjaldir í miðausturlöndum muni ekki snúast um olíu heldur vatn. Tónlist í þætti dagsins: Skólaball / Brimkló (Magnús Kjartansson) Our House / Crosby, Stills, Nash & Young (Graham Nash) Missisippi / The Cactus Blossoms (Jack Torrey) Rainbow Connection / Willie Nelson (Willie Nelson, Amy Nelson, David Zettner & Matt Hubbard) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/30/202350 minutes
Episode Artwork

Þjóðleikhúsið, fræðsla Mannflórunnar og haustlægð

Við hófum okkar árlegu yfirferð um hvað verður á sviðum leikhúsana í vetur og byrjuðum á Þjóðleikhúsinu í dag með Magnúsi Geir Þórðarsyni þjóðleikhússtjóra. Hann kom í þáttinn og stiklaði á stóru í fjölbreyttri dagskrá leikhússins í vetur og sagði frá nýjum áskriftarkortum fyrir ungmenni. Við heyrðum svo í Chanel Björk Sturludóttur, en hún gerði útvarpsþætti hér á Rás 1 og svo sjónvarpsþætti sem hétu Mannflóran. Í þáttunum fjallaði Chanel um fjölmenningu í íslensku samfélagi og varpaði ljósi á erfiðleikana sem fólk af erlendum uppruna mætir í íslensku samfélagi og svo var líka fjallað um kosti fjölmenningar. Í framhaldi af þáttunum fer Chanel í fyrirtæki og stofnanir með fræðslu um fjölmenninga og fordóma. Við fengum Chanel til að segja okkur frá þessu í þættinum í dag. Veðurspjallið með Elínu Björk Jónasdóttur var svo á sínum stað í dag og það var af nógu að taka. Við heyrðum til dæmis talað um að það væri haustlægð á næsta leyti, Elín Björk fór með okkur yfir það og fleira í þætti dagsins. Tónlist í þætti dagsins: Hjartaþrá / Sjonni Brink (Bryndís Sunna Valdimarsdóttir) From the Start / Laufey (Spencer Stewart og Laufey) Come for a Dream / Dusty Springfield (Antonio Carlos Jobim) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/29/20230
Episode Artwork

Þjóðleikhúsið, fræðsla Mannflórunnar og haustlægð

Við hófum okkar árlegu yfirferð um hvað verður á sviðum leikhúsana í vetur og byrjuðum á Þjóðleikhúsinu í dag með Magnúsi Geir Þórðarsyni þjóðleikhússtjóra. Hann kom í þáttinn og stiklaði á stóru í fjölbreyttri dagskrá leikhússins í vetur og sagði frá nýjum áskriftarkortum fyrir ungmenni. Við heyrðum svo í Chanel Björk Sturludóttur, en hún gerði útvarpsþætti hér á Rás 1 og svo sjónvarpsþætti sem hétu Mannflóran. Í þáttunum fjallaði Chanel um fjölmenningu í íslensku samfélagi og varpaði ljósi á erfiðleikana sem fólk af erlendum uppruna mætir í íslensku samfélagi og svo var líka fjallað um kosti fjölmenningar. Í framhaldi af þáttunum fer Chanel í fyrirtæki og stofnanir með fræðslu um fjölmenninga og fordóma. Við fengum Chanel til að segja okkur frá þessu í þættinum í dag. Veðurspjallið með Elínu Björk Jónasdóttur var svo á sínum stað í dag og það var af nógu að taka. Við heyrðum til dæmis talað um að það væri haustlægð á næsta leyti, Elín Björk fór með okkur yfir það og fleira í þætti dagsins. Tónlist í þætti dagsins: Hjartaþrá / Sjonni Brink (Bryndís Sunna Valdimarsdóttir) From the Start / Laufey (Spencer Stewart og Laufey) Come for a Dream / Dusty Springfield (Antonio Carlos Jobim) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/29/202350 minutes
Episode Artwork

Einkennilegir menn, býflugnavinkill og Bjarni lesandi vikunnar

Útgáfutónleikar einkennilegra manna hljómar kannski undarlega en dúettinn Down & Out sendi nýlega frá sér tónlist á nýrri breiðskífu sem þeir kalla Þættir af einkennilegum mönnum. Húsavík er fæðingarheimili hljómsveitarinnar, en hana skipa þeir Ármann Guðmundsson og Þorgeir Tryggvason, sem hlustendur ættu að þekkja úr hljómsveitinni Ljótu hálfvitarnir. Þeir mættu í þáttinn í dag með tvo gítara og spiluðu og spjölluðu. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í þetta sinn lagði Guðjón vinkilinn að blómum og býflugum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Bjarni Þórodsson, stjórnmálafræðingur hjá Reykjavíkurborg. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og svo hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Earthsea e. Ursula Le Guin Hvítfeld e. Kristínu Eiríksdóttir Kóngulærnar í sýningarglugganum e. Kristínu Ómarsd. Dýrin í Hálsaskógi e. Thorbjörn Egner Blíðfinnur e. Þorvald Þorsteinsson Tónlist í þætti dagsins: Ást / Ragnheiður Gröndal (Magnús Þór Sigmundsson-Sigurður Nordal) Ég trúi ekki / Down and Out (Ármann Guðmundsson) Sægreifi / Down and Out (Ármann Guðmundsson og Þorgeir Tryggvason) Ring of fire / Johnny Cash (June Carter Cash & Mark Kilgore) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/28/20230
Episode Artwork

Einkennilegir menn, býflugnavinkill og Bjarni lesandi vikunnar

Útgáfutónleikar einkennilegra manna hljómar kannski undarlega en dúettinn Down & Out sendi nýlega frá sér tónlist á nýrri breiðskífu sem þeir kalla Þættir af einkennilegum mönnum. Húsavík er fæðingarheimili hljómsveitarinnar, en hana skipa þeir Ármann Guðmundsson og Þorgeir Tryggvason, sem hlustendur ættu að þekkja úr hljómsveitinni Ljótu hálfvitarnir. Þeir mættu í þáttinn í dag með tvo gítara og spiluðu og spjölluðu. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í þetta sinn lagði Guðjón vinkilinn að blómum og býflugum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Bjarni Þórodsson, stjórnmálafræðingur hjá Reykjavíkurborg. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og svo hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Earthsea e. Ursula Le Guin Hvítfeld e. Kristínu Eiríksdóttir Kóngulærnar í sýningarglugganum e. Kristínu Ómarsd. Dýrin í Hálsaskógi e. Thorbjörn Egner Blíðfinnur e. Þorvald Þorsteinsson Tónlist í þætti dagsins: Ást / Ragnheiður Gröndal (Magnús Þór Sigmundsson-Sigurður Nordal) Ég trúi ekki / Down and Out (Ármann Guðmundsson) Sægreifi / Down and Out (Ármann Guðmundsson og Þorgeir Tryggvason) Ring of fire / Johnny Cash (June Carter Cash & Mark Kilgore) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/28/20230
Episode Artwork

Einkennilegir menn, býflugnavinkill og Bjarni lesandi vikunnar

Útgáfutónleikar einkennilegra manna hljómar kannski undarlega en dúettinn Down & Out sendi nýlega frá sér tónlist á nýrri breiðskífu sem þeir kalla Þættir af einkennilegum mönnum. Húsavík er fæðingarheimili hljómsveitarinnar, en hana skipa þeir Ármann Guðmundsson og Þorgeir Tryggvason, sem hlustendur ættu að þekkja úr hljómsveitinni Ljótu hálfvitarnir. Þeir mættu í þáttinn í dag með tvo gítara og spiluðu og spjölluðu. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í þetta sinn lagði Guðjón vinkilinn að blómum og býflugum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Bjarni Þórodsson, stjórnmálafræðingur hjá Reykjavíkurborg. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og svo hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Earthsea e. Ursula Le Guin Hvítfeld e. Kristínu Eiríksdóttir Kóngulærnar í sýningarglugganum e. Kristínu Ómarsd. Dýrin í Hálsaskógi e. Thorbjörn Egner Blíðfinnur e. Þorvald Þorsteinsson Tónlist í þætti dagsins: Ást / Ragnheiður Gröndal (Magnús Þór Sigmundsson-Sigurður Nordal) Ég trúi ekki / Down and Out (Ármann Guðmundsson) Sægreifi / Down and Out (Ármann Guðmundsson og Þorgeir Tryggvason) Ring of fire / Johnny Cash (June Carter Cash & Mark Kilgore) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/28/202350 minutes
Episode Artwork

Föstudagsgestirnir Geir Sveinsson og Jóhanna Vilhjálmsdóttir

Föstudagsgestirnir okkar í dag voru bæjarstjórahjónin í Hveragerði, Geir Sveinsson fyrrum landsliðsmaður í handbolta og Jóhanna Vilhjálmsdóttir fjölmiðlakona og áhugamanneskja um heilsu en hún er höfundur tvöggja bóka um heilsu, Heilsubækur Jóhönnu. Þau hjónin eru tiltölulega nýflutt heim, Geir í fyrra vegna bæjarstjórastöðunnar og Jóhanna nú fyrir rúmri viku , eftir að þau hörðu búið í Austurríki og Þýskalandi í um ellefeu ár. Við spjölluðum við þau Jóhönnu og Geir um lífið og tilveruna og svo sátu þau áfram í matarspjalli dagsins þar sem var meðal annars rætt um lífrænan mat, eiturefni og súrdeigsbrauð. Tónlist í þætti dagsins: Draumaprinsinn / Ragnhildur Gísladóttir (Magnús Eiríksson) I?ll keep loving you / Willie Nelson (Vinchent Rose & Coburn) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/25/20230
Episode Artwork

Föstudagsgestirnir Geir Sveinsson og Jóhanna Vilhjálmsdóttir

Föstudagsgestirnir okkar í dag voru bæjarstjórahjónin í Hveragerði, Geir Sveinsson fyrrum landsliðsmaður í handbolta og Jóhanna Vilhjálmsdóttir fjölmiðlakona og áhugamanneskja um heilsu en hún er höfundur tvöggja bóka um heilsu, Heilsubækur Jóhönnu. Þau hjónin eru tiltölulega nýflutt heim, Geir í fyrra vegna bæjarstjórastöðunnar og Jóhanna nú fyrir rúmri viku , eftir að þau hörðu búið í Austurríki og Þýskalandi í um ellefeu ár. Við spjölluðum við þau Jóhönnu og Geir um lífið og tilveruna og svo sátu þau áfram í matarspjalli dagsins þar sem var meðal annars rætt um lífrænan mat, eiturefni og súrdeigsbrauð. Tónlist í þætti dagsins: Draumaprinsinn / Ragnhildur Gísladóttir (Magnús Eiríksson) I?ll keep loving you / Willie Nelson (Vinchent Rose & Coburn) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/25/202350 minutes
Episode Artwork

Leiðtogasamfélagið, hönnunarverðlaun og Akureyrarvaka

Börn fæðast sem leiðtogar en samfélgið gerir þau að fylgjendum. Þessi setning blasir við þegar maður fer inn á síðuna Leiðtogasamfélagið.is. Inga Sigrún Atladóttir kennari og fyrrverandi skólastjóri vann að því fyrir nokkrum árum að innleiða þær nýjungar sem komu fram í íslensku námskránni 2011 fyrir leik-, grunn-, og framhaldsskóla með heildstæðri hugmyndafræði sem hún kallaði Leiðtogasamfélagið og snéri fyrst og fremst að valdeflingu barna og gagnrýnni hugsun. Fyrir þremur árum hætti hún sem skólastjóri til að skrifa bók um hugmyndirnar sem hún ætlaði að yrðu eins konar leiðarvísir fyrir kennara og skólastjórnendur til að innleiða þær nýjungar sem námskráin 2011 boðaði. Nú er fyrsta bókin í bókaflokknum komin út og við fengum Ingu til að segja okkur frá hugmyndafræðinni og Leiðtogasamfélaginu. Það var tilkynnt um það í síðustu viku að hönnunarstofa Hlyns V. Atlasonar, Atlason Studio, hreppti hin virtu Cooper Hewitt National Design Awards verðlaun í Bandaríkjunum í flokki vöruhönnunar. Þessi verðlaun eru á vegum Smithsonian safnsins og Hvíta hússins og eru með þeim stærstu og virtustu í Bandaríkjunum á þessu sviði. Það má kannski helst líkja þeim við Óskarinn í hönnun. Við hringdum í Hlyn í New York og fengum Eyjólf Pálsson í Epal og ræddum um þessi virtu verðlaun, störf Hlyns og íslenska hönnun í þættinum í dag. Akureyrarbær fagnar 161 árs afmæli sínu 29. ágúst og verður því verður fagnað með ýmsu móti um helgina á Akureyrarvöku. Opinber heimsókn forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, skipar háan sess um helgina en við heyrðum í Þórgný Dýrfjörð, forstöðumanni menningar- markaðs og atvinnumála hjá Akureyrarstofu, og hann sagði okkur frá því helsta sem verður á döfinni á vökunni. Tónlist í þætti dagsins: Undrahatturinn / Ási í bæ (Ási í bæ) Miss Chatelain / KD Lang (KD Lang og Ben Mink) Smooth Operator / Sade Halló Akureyri / Lúdó og Stefán (J. Leiber og Ómar Ragnarsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/24/20230
Episode Artwork

Leiðtogasamfélagið, hönnunarverðlaun og Akureyrarvaka

Börn fæðast sem leiðtogar en samfélgið gerir þau að fylgjendum. Þessi setning blasir við þegar maður fer inn á síðuna Leiðtogasamfélagið.is. Inga Sigrún Atladóttir kennari og fyrrverandi skólastjóri vann að því fyrir nokkrum árum að innleiða þær nýjungar sem komu fram í íslensku námskránni 2011 fyrir leik-, grunn-, og framhaldsskóla með heildstæðri hugmyndafræði sem hún kallaði Leiðtogasamfélagið og snéri fyrst og fremst að valdeflingu barna og gagnrýnni hugsun. Fyrir þremur árum hætti hún sem skólastjóri til að skrifa bók um hugmyndirnar sem hún ætlaði að yrðu eins konar leiðarvísir fyrir kennara og skólastjórnendur til að innleiða þær nýjungar sem námskráin 2011 boðaði. Nú er fyrsta bókin í bókaflokknum komin út og við fengum Ingu til að segja okkur frá hugmyndafræðinni og Leiðtogasamfélaginu. Það var tilkynnt um það í síðustu viku að hönnunarstofa Hlyns V. Atlasonar, Atlason Studio, hreppti hin virtu Cooper Hewitt National Design Awards verðlaun í Bandaríkjunum í flokki vöruhönnunar. Þessi verðlaun eru á vegum Smithsonian safnsins og Hvíta hússins og eru með þeim stærstu og virtustu í Bandaríkjunum á þessu sviði. Það má kannski helst líkja þeim við Óskarinn í hönnun. Við hringdum í Hlyn í New York og fengum Eyjólf Pálsson í Epal og ræddum um þessi virtu verðlaun, störf Hlyns og íslenska hönnun í þættinum í dag. Akureyrarbær fagnar 161 árs afmæli sínu 29. ágúst og verður því verður fagnað með ýmsu móti um helgina á Akureyrarvöku. Opinber heimsókn forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, skipar háan sess um helgina en við heyrðum í Þórgný Dýrfjörð, forstöðumanni menningar- markaðs og atvinnumála hjá Akureyrarstofu, og hann sagði okkur frá því helsta sem verður á döfinni á vökunni. Tónlist í þætti dagsins: Undrahatturinn / Ási í bæ (Ási í bæ) Miss Chatelain / KD Lang (KD Lang og Ben Mink) Smooth Operator / Sade Halló Akureyri / Lúdó og Stefán (J. Leiber og Ómar Ragnarsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/24/20230
Episode Artwork

Leiðtogasamfélagið, hönnunarverðlaun og Akureyrarvaka

Börn fæðast sem leiðtogar en samfélgið gerir þau að fylgjendum. Þessi setning blasir við þegar maður fer inn á síðuna Leiðtogasamfélagið.is. Inga Sigrún Atladóttir kennari og fyrrverandi skólastjóri vann að því fyrir nokkrum árum að innleiða þær nýjungar sem komu fram í íslensku námskránni 2011 fyrir leik-, grunn-, og framhaldsskóla með heildstæðri hugmyndafræði sem hún kallaði Leiðtogasamfélagið og snéri fyrst og fremst að valdeflingu barna og gagnrýnni hugsun. Fyrir þremur árum hætti hún sem skólastjóri til að skrifa bók um hugmyndirnar sem hún ætlaði að yrðu eins konar leiðarvísir fyrir kennara og skólastjórnendur til að innleiða þær nýjungar sem námskráin 2011 boðaði. Nú er fyrsta bókin í bókaflokknum komin út og við fengum Ingu til að segja okkur frá hugmyndafræðinni og Leiðtogasamfélaginu. Það var tilkynnt um það í síðustu viku að hönnunarstofa Hlyns V. Atlasonar, Atlason Studio, hreppti hin virtu Cooper Hewitt National Design Awards verðlaun í Bandaríkjunum í flokki vöruhönnunar. Þessi verðlaun eru á vegum Smithsonian safnsins og Hvíta hússins og eru með þeim stærstu og virtustu í Bandaríkjunum á þessu sviði. Það má kannski helst líkja þeim við Óskarinn í hönnun. Við hringdum í Hlyn í New York og fengum Eyjólf Pálsson í Epal og ræddum um þessi virtu verðlaun, störf Hlyns og íslenska hönnun í þættinum í dag. Akureyrarbær fagnar 161 árs afmæli sínu 29. ágúst og verður því verður fagnað með ýmsu móti um helgina á Akureyrarvöku. Opinber heimsókn forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, skipar háan sess um helgina en við heyrðum í Þórgný Dýrfjörð, forstöðumanni menningar- markaðs og atvinnumála hjá Akureyrarstofu, og hann sagði okkur frá því helsta sem verður á döfinni á vökunni. Tónlist í þætti dagsins: Undrahatturinn / Ási í bæ (Ási í bæ) Miss Chatelain / KD Lang (KD Lang og Ben Mink) Smooth Operator / Sade Halló Akureyri / Lúdó og Stefán (J. Leiber og Ómar Ragnarsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/24/202350 minutes
Episode Artwork

Minningartónleikar, veðurspjall og ellefu ára einsöngvari í Hörpu

Þann 24.ágúst 2023 hefði Bjarki Friðriksson orðið fimmtugur, en hann lést tæplega tvítugur skyndilega úr heilahimnubólgu árið 1993. Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, systir Bjarka, ætlar að minnast hans með tónleikum á sunnudaginn og Karl Olgeirsson mun spila á Bjarkann, hammondorgel sem safnað var fyrir árið 2018 með dyggri aðstoð góðra vina. Hammondið á sér varanlegan stað í Hörpu. Allur ágóði tónleikanna mun renna til málefna sem styðja við ungt fólk sem þarf aðstoð við að vinna sig úr áföllum. Við ræddum við Siggu Eyrúnu í þættinum í dag. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom til okkar í sitt vikulega veðurspjall í dag. Við ræddum við Elínu um til dæmis nöfn á stormum og veðurkerfum og sjaldgæf veðurskil. Við fengum svo í heimsókn Jóhannes Jökul Zimsen, ellefu ára dreng sem er að fara að syngja einsöng í Eldborgarsal Hörpu á sunnudaginn. Með honum kom Bjarni Frímann Bjarnason, kórstjóri Mótettukórsins. Jóhannes Jökull mun syngja á hebresku í Chichester sálmum Leonards Bernstein og þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann stendur á sviði Eldborgar. Tónlist í þætti dagsins: Landgangur / Ragnheiður Gröndal (Ragnheiður Gröndal og Hallgrímur Helgason) Nothing compares to you/Sinéd O?Connor (Prince Roger Nelson) Í fylgsnum hjartans / Stefán Hilmarsson (Stefán Hilmarsson og Ástvaldur Traustason) Hamingjan / Björgvin Halldórsson (Bob Merrill & Þorsteinn Eggertsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/23/20230
Episode Artwork

Minningartónleikar, veðurspjall og ellefu ára einsöngvari í Hörpu

Þann 24.ágúst 2023 hefði Bjarki Friðriksson orðið fimmtugur, en hann lést tæplega tvítugur skyndilega úr heilahimnubólgu árið 1993. Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, systir Bjarka, ætlar að minnast hans með tónleikum á sunnudaginn og Karl Olgeirsson mun spila á Bjarkann, hammondorgel sem safnað var fyrir árið 2018 með dyggri aðstoð góðra vina. Hammondið á sér varanlegan stað í Hörpu. Allur ágóði tónleikanna mun renna til málefna sem styðja við ungt fólk sem þarf aðstoð við að vinna sig úr áföllum. Við ræddum við Siggu Eyrúnu í þættinum í dag. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom til okkar í sitt vikulega veðurspjall í dag. Við ræddum við Elínu um til dæmis nöfn á stormum og veðurkerfum og sjaldgæf veðurskil. Við fengum svo í heimsókn Jóhannes Jökul Zimsen, ellefu ára dreng sem er að fara að syngja einsöng í Eldborgarsal Hörpu á sunnudaginn. Með honum kom Bjarni Frímann Bjarnason, kórstjóri Mótettukórsins. Jóhannes Jökull mun syngja á hebresku í Chichester sálmum Leonards Bernstein og þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann stendur á sviði Eldborgar. Tónlist í þætti dagsins: Landgangur / Ragnheiður Gröndal (Ragnheiður Gröndal og Hallgrímur Helgason) Nothing compares to you/Sinéd O?Connor (Prince Roger Nelson) Í fylgsnum hjartans / Stefán Hilmarsson (Stefán Hilmarsson og Ástvaldur Traustason) Hamingjan / Björgvin Halldórsson (Bob Merrill & Þorsteinn Eggertsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/23/202350 minutes
Episode Artwork

ADHD og konur og ævintýri í Heiðmörk

Við fræddumst um ADHD og konur í þættinum í dag. Rannsóknir frá nágrannalöndum okkar sýna að 50-70% stúlkna eru án greiningar og mjög margar konur fá greiningu fyrst á fullorðinsaldri. ADHD einkenni sem eru ógreind og ómeðhöndluð geta haft miklar og neikvæðar afleiðingar á líf kvenna, félagsleg samskipti og sjálfsmynd. ADHD á kvennamáli er heiti á nýju námskeiði sem ADHD markþjálfarnir Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir og Sigrún Jónsdóttir bjóða uppá. Þar er lögð áhersla á að skoða ADHD á jákvæðan hátt og horfa til styrkleika, tækifæra og sjálfsmildis. Kristbjörg og Sigrún komu í þáttinn í dag. Svo fjölluðum við um þáttöku- og upplifunarverk sem hefur göngu sína í Heiðmörk um helgina þar sem þáttakendum er boðið í eins konar listræna útgáfu af hlutverkaspili sem er lýst sem völundarhúsi af ólíkum upplifunum í skóginum. Þóranna Björnsdóttir, tónskáld, er ein þeirra sem standa að þessu verki sem kallast Twisted Forest. Þóranna sagði okkur betur frá í þættinum í dag. Tónlist í þætti dagsins: Musik skal byggas utav gledje / Lill Lindfors (Björn Barlach og Anders Ekdahl) Leiðin okkar allra / Hjálmar (Þorsteinn Einarsson og Einar Georg Einarsson) Knowing me knowing you /Kristjana Stefánsdóttir (Benny Anderson, Björn Ulvaeus og Stig Anderson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/22/20230
Episode Artwork

ADHD og konur og ævintýri í Heiðmörk

Við fræddumst um ADHD og konur í þættinum í dag. Rannsóknir frá nágrannalöndum okkar sýna að 50-70% stúlkna eru án greiningar og mjög margar konur fá greiningu fyrst á fullorðinsaldri. ADHD einkenni sem eru ógreind og ómeðhöndluð geta haft miklar og neikvæðar afleiðingar á líf kvenna, félagsleg samskipti og sjálfsmynd. ADHD á kvennamáli er heiti á nýju námskeiði sem ADHD markþjálfarnir Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir og Sigrún Jónsdóttir bjóða uppá. Þar er lögð áhersla á að skoða ADHD á jákvæðan hátt og horfa til styrkleika, tækifæra og sjálfsmildis. Kristbjörg og Sigrún komu í þáttinn í dag. Svo fjölluðum við um þáttöku- og upplifunarverk sem hefur göngu sína í Heiðmörk um helgina þar sem þáttakendum er boðið í eins konar listræna útgáfu af hlutverkaspili sem er lýst sem völundarhúsi af ólíkum upplifunum í skóginum. Þóranna Björnsdóttir, tónskáld, er ein þeirra sem standa að þessu verki sem kallast Twisted Forest. Þóranna sagði okkur betur frá í þættinum í dag. Tónlist í þætti dagsins: Musik skal byggas utav gledje / Lill Lindfors (Björn Barlach og Anders Ekdahl) Leiðin okkar allra / Hjálmar (Þorsteinn Einarsson og Einar Georg Einarsson) Knowing me knowing you /Kristjana Stefánsdóttir (Benny Anderson, Björn Ulvaeus og Stig Anderson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/22/20230
Episode Artwork

ADHD og konur og ævintýri í Heiðmörk

Við fræddumst um ADHD og konur í þættinum í dag. Rannsóknir frá nágrannalöndum okkar sýna að 50-70% stúlkna eru án greiningar og mjög margar konur fá greiningu fyrst á fullorðinsaldri. ADHD einkenni sem eru ógreind og ómeðhöndluð geta haft miklar og neikvæðar afleiðingar á líf kvenna, félagsleg samskipti og sjálfsmynd. ADHD á kvennamáli er heiti á nýju námskeiði sem ADHD markþjálfarnir Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir og Sigrún Jónsdóttir bjóða uppá. Þar er lögð áhersla á að skoða ADHD á jákvæðan hátt og horfa til styrkleika, tækifæra og sjálfsmildis. Kristbjörg og Sigrún komu í þáttinn í dag. Svo fjölluðum við um þáttöku- og upplifunarverk sem hefur göngu sína í Heiðmörk um helgina þar sem þáttakendum er boðið í eins konar listræna útgáfu af hlutverkaspili sem er lýst sem völundarhúsi af ólíkum upplifunum í skóginum. Þóranna Björnsdóttir, tónskáld, er ein þeirra sem standa að þessu verki sem kallast Twisted Forest. Þóranna sagði okkur betur frá í þættinum í dag. Tónlist í þætti dagsins: Musik skal byggas utav gledje / Lill Lindfors (Björn Barlach og Anders Ekdahl) Leiðin okkar allra / Hjálmar (Þorsteinn Einarsson og Einar Georg Einarsson) Knowing me knowing you /Kristjana Stefánsdóttir (Benny Anderson, Björn Ulvaeus og Stig Anderson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/22/202350 minutes
Episode Artwork

Klassíkin okkar, hamingjuvinkill og Steinunn lesandinn

Viðburðurinn Klassíkin okkar er löngu orðin að föstum punkti í tónlistarlífi landsmanna en þá sýnir Sjónvarpið beint frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem þjóðin fær að hlutast til um efnisskrána og öllu er tjaldað til. Að þessu sinni verður vinsæl tónlist úr kvikmyndum í aðalhlutverki, allt frá Wolfgang Amadeusi Mozart og Ludwig van Beethoven til John Williams, Jóhanns Jóhannssonar og Hildar Guðnadóttur auk ógleymanlegra laga úr íslenskum kvikmyndum. Þau Halla Oddný Magnúsdóttir og Guðni Tómasson komu í þáttinn í dag. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í vinkli dagsins leitar Guðjón hamingjunnar eins og stór hluti þjóðarinnar, hann leitar bæði hjá sjálfum sér og öðrum en þið verðið að hlusta á pistilinn til að komast að því hvort hann varð einhvers vísari. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Steinunn Rögnvaldsdóttir félags- og kynjafræðingur sem vinnur við mannauðsmál hjá Reykjavíkurborg. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Steinunn talaði um eftirfarandi bækkur: Stone Blind e. Natalie Haynes The Patriarchs e. Angela Saini Brennunjálssögu Jólagestir hjá Pétri e. Sven Nordqvist Tónlist í þætti dagsins: Slá í gegn / Stuðmenn (Valgeir Guðjónsson) Love Theme / Cinema Paradiso (Ennio Moricone) Hamingjan er hér / Jónas Sig (Jónas Sig) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/21/20230
Episode Artwork

Klassíkin okkar, hamingjuvinkill og Steinunn lesandinn

Viðburðurinn Klassíkin okkar er löngu orðin að föstum punkti í tónlistarlífi landsmanna en þá sýnir Sjónvarpið beint frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem þjóðin fær að hlutast til um efnisskrána og öllu er tjaldað til. Að þessu sinni verður vinsæl tónlist úr kvikmyndum í aðalhlutverki, allt frá Wolfgang Amadeusi Mozart og Ludwig van Beethoven til John Williams, Jóhanns Jóhannssonar og Hildar Guðnadóttur auk ógleymanlegra laga úr íslenskum kvikmyndum. Þau Halla Oddný Magnúsdóttir og Guðni Tómasson komu í þáttinn í dag. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í vinkli dagsins leitar Guðjón hamingjunnar eins og stór hluti þjóðarinnar, hann leitar bæði hjá sjálfum sér og öðrum en þið verðið að hlusta á pistilinn til að komast að því hvort hann varð einhvers vísari. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Steinunn Rögnvaldsdóttir félags- og kynjafræðingur sem vinnur við mannauðsmál hjá Reykjavíkurborg. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Steinunn talaði um eftirfarandi bækkur: Stone Blind e. Natalie Haynes The Patriarchs e. Angela Saini Brennunjálssögu Jólagestir hjá Pétri e. Sven Nordqvist Tónlist í þætti dagsins: Slá í gegn / Stuðmenn (Valgeir Guðjónsson) Love Theme / Cinema Paradiso (Ennio Moricone) Hamingjan er hér / Jónas Sig (Jónas Sig) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/21/202350 minutes
Episode Artwork

Föstudagsgesturinn Gísli Snær Erlingsson kvikmyndaleikstjóri

Föstudagsgesturinn okkar var kvikmyndagerðarmaðurinn Gísli Snær Erlingsson sem hefur nýlega verið skipaður forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Gísli Snær hefur starfað við leikstjórn um árabil og leikstýrði meðal annars kvikmyndunum Ikíngut (2000) sem hefur verið seld til 59 landa og Benjamín dúfu (1995). Hann var ráðinn sem skólastjóri Kvikmyndaskóla Lundúna árið 2016 og lét af störfum þar á síðasta ári. Hann bjó lengi og starfaði í Japan og hefur marga fjöruna sopið í kvikmyndabransanum. Við töluðum við Gísla um lífið og tilveruna, ferilinn,Skaupið 1988 þegar leikurum var sagt að sniðganga Skaupið og hvernig hann áttaði sig á því að hann hefði farið í kulnun. STUÐMENN - Út á stoppistöð. BRUCE SPRINGSTEEN-Born to run
8/18/20230
Episode Artwork

Föstudagsgesturinn Gísli Snær Erlingsson kvikmyndaleikstjóri

Föstudagsgesturinn okkar var kvikmyndagerðarmaðurinn Gísli Snær Erlingsson sem hefur nýlega verið skipaður forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Gísli Snær hefur starfað við leikstjórn um árabil og leikstýrði meðal annars kvikmyndunum Ikíngut (2000) sem hefur verið seld til 59 landa og Benjamín dúfu (1995). Hann var ráðinn sem skólastjóri Kvikmyndaskóla Lundúna árið 2016 og lét af störfum þar á síðasta ári. Hann bjó lengi og starfaði í Japan og hefur marga fjöruna sopið í kvikmyndabransanum. Við töluðum við Gísla um lífið og tilveruna, ferilinn,Skaupið 1988 þegar leikurum var sagt að sniðganga Skaupið og hvernig hann áttaði sig á því að hann hefði farið í kulnun. STUÐMENN - Út á stoppistöð. BRUCE SPRINGSTEEN-Born to run
8/18/202350 minutes
Episode Artwork

Risakýrin Edda og ferðalangurinn Eiríkur Viljar Hallgrímsson Kúld

Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir Núna á laugardaginn þann 19. ágúst verður risakýrin Edda formlega vígð en Edda er tveggja tonna listaverk úr smiðju Beate Stormo, eldsmiðs og bónda á bænum Kristnesi í Eyjafirði. Kýrin er þrír metrar á hæð og fimm á lengd og er hugsuð sem tákn Eyjafjarðarsveitar enda eru mörg blómleg mjólkurbú á svæðinu. Við forvituðumst um þetta merkilega listaverk hér í Mannlega þættinum í dag. Í sumar höfum við heyrt alls kyns ferðasögur í útvarpinu og höfum fengið ábendingar frá hlustendum um ferðalanga sem hafa eytt miklum tíma í ferðalög og jafnvel bara einir á ferð. Eiríkur Viljar Hallgrímsson Kúld er einn af þeim sem hefur farið víða, fyrst með öðrum en eftir að hafa prófa að ferðast einn var ekki til baka snúið. Hann fór með vinum sínum til Víetnam fyrir nokkrum árum og þeir fóru á mótorhjólum þvert yfir landið. Hann hefur hjólað niður Suður Kóreu til Busan, fór til Kína einn á mótorhjóli og var þar í tæpa 4 mánuði, til Kúbu hvar hann hjólaði þvert yfir eyjuna á 21 dögum og nú í byrjun september er stefnan tekin á mótorhjólaferð um Bandaríkin,Mexico og Mið Ameríku, ferðalag sem tekur næstum því eitt ár. Við ræddum við Eirík í dag, Ertu viss/Eyjólfur Kristjánsson (Eyjólfur Kristjánsson-Aðalsteinn Ásberg) Ég fer á Landrover frá Mývatni á Kópasker/Helgi Björnsson(Helgi Björnsson,Guðmundur Óskar og Atli Bollason) Sang til Byen/Kari Bremnes(Kari Bremnes)
8/17/20230
Episode Artwork

Risakýrin Edda og ferðalangurinn Eiríkur Viljar Hallgrímsson Kúld

Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir Núna á laugardaginn þann 19. ágúst verður risakýrin Edda formlega vígð en Edda er tveggja tonna listaverk úr smiðju Beate Stormo, eldsmiðs og bónda á bænum Kristnesi í Eyjafirði. Kýrin er þrír metrar á hæð og fimm á lengd og er hugsuð sem tákn Eyjafjarðarsveitar enda eru mörg blómleg mjólkurbú á svæðinu. Við forvituðumst um þetta merkilega listaverk hér í Mannlega þættinum í dag. Í sumar höfum við heyrt alls kyns ferðasögur í útvarpinu og höfum fengið ábendingar frá hlustendum um ferðalanga sem hafa eytt miklum tíma í ferðalög og jafnvel bara einir á ferð. Eiríkur Viljar Hallgrímsson Kúld er einn af þeim sem hefur farið víða, fyrst með öðrum en eftir að hafa prófa að ferðast einn var ekki til baka snúið. Hann fór með vinum sínum til Víetnam fyrir nokkrum árum og þeir fóru á mótorhjólum þvert yfir landið. Hann hefur hjólað niður Suður Kóreu til Busan, fór til Kína einn á mótorhjóli og var þar í tæpa 4 mánuði, til Kúbu hvar hann hjólaði þvert yfir eyjuna á 21 dögum og nú í byrjun september er stefnan tekin á mótorhjólaferð um Bandaríkin,Mexico og Mið Ameríku, ferðalag sem tekur næstum því eitt ár. Við ræddum við Eirík í dag, Ertu viss/Eyjólfur Kristjánsson (Eyjólfur Kristjánsson-Aðalsteinn Ásberg) Ég fer á Landrover frá Mývatni á Kópasker/Helgi Björnsson(Helgi Björnsson,Guðmundur Óskar og Atli Bollason) Sang til Byen/Kari Bremnes(Kari Bremnes)
8/17/202350 minutes
Episode Artwork

Róbert Arnfinnsson, Ástarsögufélagið og póstkort frá Magnúsi

Í dag hefði stórleikarinn Róbert Arnfinnsson orðið 100 ára og í tilefni þess fengum við Sigríði Jónsdóttur, sérfræðing í leikminjasafni Landsbókasafnsins, til þess að koma til okkar en bókasafnið varðveitir einkaskjalasafn Róberts sem er stórmerkilegt og eitt af stærstu einkaskjalasöfnum safnsins. Sigríður rifjaði upp með okkur feril Róberts, en hann lék ríflega 200 hlutverk á leiksviði og ennþá fleiri í útvarpi og við fengum að heyra stutt brot úr ferli hans úr uppsetningu Þjóðleikhússins á Grikkjanum Zorba frá árinu 1971 og svo heyrðum við hann syngja lagið Herra Sellófan úr söngleiknum Chicago, upptöku frá vetrinum 1984-85 úr Þjóðleikhúsinu. Hið nýstofnaða Ástarsögufélag vill standa að eflingu ástarsögunnar í sinni fjölbreyttustu mynd og koma til móts við þá fjölmörgu lesendur sem þrá að lesa meira um ástina. Félagið verður með örástargjörning á Menningarnótt þar sem nokkrir meðlimir félagsins munu aðstoða gesti og gangandi á Óðinstorgi við að skrifa ástarskilaboð. Brynja Sif Skúladóttir er formaður félagsins og við töluðum við hana í dag. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Þjóðhátíðin fór vel fram segir Magnús í póstkortinu að þessu sinni, en finnst hann vera orðinn aðeins of gamall og of mikill morgunhani fyrir hátíð sem er haldin að mestu fyrir og eftir miðnætti í þrjá daga. En hann hlakkar til haustsins þegar fer að dimma því þá getur hann farið að sinna einu áhugamáli sínu sem er stjörnuskoðun. Í seinni hluta póstkortsins fer hann í smá ferðalag með hlustendur um óravíddir geimsins. Tónlist í þættinum: Ég fann ást / KK (Kristján Kristjánsson) Sellófan / Róbert Arnfinnsson (John Kander og Flosi Ólafsson) Love me tender / Elvis Presley (George R. Poulton, Ken Darby, Vera Matson & Elvis Presley) Love is in the air / Robin Williams og Cristine Baranski (Stephen Sondheim) I Say A Little Prayer / Aretha Franklin (Burt Bacharach & Hal David) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/16/20230
Episode Artwork

Róbert Arnfinnsson, Ástarsögufélagið og póstkort frá Magnúsi

Í dag hefði stórleikarinn Róbert Arnfinnsson orðið 100 ára og í tilefni þess fengum við Sigríði Jónsdóttur, sérfræðing í leikminjasafni Landsbókasafnsins, til þess að koma til okkar en bókasafnið varðveitir einkaskjalasafn Róberts sem er stórmerkilegt og eitt af stærstu einkaskjalasöfnum safnsins. Sigríður rifjaði upp með okkur feril Róberts, en hann lék ríflega 200 hlutverk á leiksviði og ennþá fleiri í útvarpi og við fengum að heyra stutt brot úr ferli hans úr uppsetningu Þjóðleikhússins á Grikkjanum Zorba frá árinu 1971 og svo heyrðum við hann syngja lagið Herra Sellófan úr söngleiknum Chicago, upptöku frá vetrinum 1984-85 úr Þjóðleikhúsinu. Hið nýstofnaða Ástarsögufélag vill standa að eflingu ástarsögunnar í sinni fjölbreyttustu mynd og koma til móts við þá fjölmörgu lesendur sem þrá að lesa meira um ástina. Félagið verður með örástargjörning á Menningarnótt þar sem nokkrir meðlimir félagsins munu aðstoða gesti og gangandi á Óðinstorgi við að skrifa ástarskilaboð. Brynja Sif Skúladóttir er formaður félagsins og við töluðum við hana í dag. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Þjóðhátíðin fór vel fram segir Magnús í póstkortinu að þessu sinni, en finnst hann vera orðinn aðeins of gamall og of mikill morgunhani fyrir hátíð sem er haldin að mestu fyrir og eftir miðnætti í þrjá daga. En hann hlakkar til haustsins þegar fer að dimma því þá getur hann farið að sinna einu áhugamáli sínu sem er stjörnuskoðun. Í seinni hluta póstkortsins fer hann í smá ferðalag með hlustendur um óravíddir geimsins. Tónlist í þættinum: Ég fann ást / KK (Kristján Kristjánsson) Sellófan / Róbert Arnfinnsson (John Kander og Flosi Ólafsson) Love me tender / Elvis Presley (George R. Poulton, Ken Darby, Vera Matson & Elvis Presley) Love is in the air / Robin Williams og Cristine Baranski (Stephen Sondheim) I Say A Little Prayer / Aretha Franklin (Burt Bacharach & Hal David) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/16/20230
Episode Artwork

Róbert Arnfinnsson, Ástarsögufélagið og póstkort frá Magnúsi

Í dag hefði stórleikarinn Róbert Arnfinnsson orðið 100 ára og í tilefni þess fengum við Sigríði Jónsdóttur, sérfræðing í leikminjasafni Landsbókasafnsins, til þess að koma til okkar en bókasafnið varðveitir einkaskjalasafn Róberts sem er stórmerkilegt og eitt af stærstu einkaskjalasöfnum safnsins. Sigríður rifjaði upp með okkur feril Róberts, en hann lék ríflega 200 hlutverk á leiksviði og ennþá fleiri í útvarpi og við fengum að heyra stutt brot úr ferli hans úr uppsetningu Þjóðleikhússins á Grikkjanum Zorba frá árinu 1971 og svo heyrðum við hann syngja lagið Herra Sellófan úr söngleiknum Chicago, upptöku frá vetrinum 1984-85 úr Þjóðleikhúsinu. Hið nýstofnaða Ástarsögufélag vill standa að eflingu ástarsögunnar í sinni fjölbreyttustu mynd og koma til móts við þá fjölmörgu lesendur sem þrá að lesa meira um ástina. Félagið verður með örástargjörning á Menningarnótt þar sem nokkrir meðlimir félagsins munu aðstoða gesti og gangandi á Óðinstorgi við að skrifa ástarskilaboð. Brynja Sif Skúladóttir er formaður félagsins og við töluðum við hana í dag. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Þjóðhátíðin fór vel fram segir Magnús í póstkortinu að þessu sinni, en finnst hann vera orðinn aðeins of gamall og of mikill morgunhani fyrir hátíð sem er haldin að mestu fyrir og eftir miðnætti í þrjá daga. En hann hlakkar til haustsins þegar fer að dimma því þá getur hann farið að sinna einu áhugamáli sínu sem er stjörnuskoðun. Í seinni hluta póstkortsins fer hann í smá ferðalag með hlustendur um óravíddir geimsins. Tónlist í þættinum: Ég fann ást / KK (Kristján Kristjánsson) Sellófan / Róbert Arnfinnsson (John Kander og Flosi Ólafsson) Love me tender / Elvis Presley (George R. Poulton, Ken Darby, Vera Matson & Elvis Presley) Love is in the air / Robin Williams og Cristine Baranski (Stephen Sondheim) I Say A Little Prayer / Aretha Franklin (Burt Bacharach & Hal David) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/16/202350 minutes
Episode Artwork

Afleiðingar myglu, sumarveðrið og fordómar um yfirþyngd

Emilía Björg Atladóttir viðskiptafræðingur kom til okkar í dag og sagði okkur frá niðurstöðum rannsóknar um myglu- og rakavandamál í skólahúsnæði á Íslandi sem hún vann í lokaverkefni til meistaraprófs í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík. Þar rannsakaði hún meðal annars afleiðingar myglu í skólum og upplifun skólastjórnenda á starfsánægju á skólasamfélagið. Við fengum Emilíu til að segja okkur betur frá þessari rannsókn og niðurstöðunum í þættinum. Elín Björk Jónasdóttir kom til okkar eftir sumarfríið í veðurspjall. Við ræddum við hana um eldgosið í sumar, hvernig það var í hennar stöðu að vera í fríi þegar eldgos brestur. Eins fórum við með henni yfir sumarveðrið, sólarstundirnar, hitasveiflur, vætu og þurrk og að lokum um næstu vikur í kortunum. Það var af nógu að taka með Elínu í dag. Í lokaverkefni Steinunnar Helgu Sigurðardóttur, í mannauðsstjórnun við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, skoðaði hún birtingarmyndir fordóma og mismununar á vinnumarkaði þegar kemur að konum í yfirþyngd, en engar íslenskar rannsóknir eru til sem tengjast fordómum og mismunun á vinnumarkaði. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur í ljós að konur í yfirþyngd upplifa fordóma og mismunun á vinnumarkaði, á borð við móðgandi athugasemdir, niðurlægjandi hegðun á vinnustaðnum, kröfu um að leggja meira á sig og jafnvel vinnumissi svo eitthvað sé nefnt. Við ræddum við Steinunni í þættinum. Tónlist í þættinum: Brestir og brak / Katrín Halldóra Sigurðardótti (Jón Múli Árnason og Jónas Árnason) Nú blánar yfir Berjamó / Ragnhildur Gísladóttir og Björgvin Halldórsson (Gunnar Þórðarson og Stefán Jónsson) Amor em tons de sol maior / Ana Moura (Nuno Rodrigues) I saw the light / Todd Rundgren (Todd Rundgren) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/15/20230
Episode Artwork

Afleiðingar myglu, sumarveðrið og fordómar um yfirþyngd

Emilía Björg Atladóttir viðskiptafræðingur kom til okkar í dag og sagði okkur frá niðurstöðum rannsóknar um myglu- og rakavandamál í skólahúsnæði á Íslandi sem hún vann í lokaverkefni til meistaraprófs í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík. Þar rannsakaði hún meðal annars afleiðingar myglu í skólum og upplifun skólastjórnenda á starfsánægju á skólasamfélagið. Við fengum Emilíu til að segja okkur betur frá þessari rannsókn og niðurstöðunum í þættinum. Elín Björk Jónasdóttir kom til okkar eftir sumarfríið í veðurspjall. Við ræddum við hana um eldgosið í sumar, hvernig það var í hennar stöðu að vera í fríi þegar eldgos brestur. Eins fórum við með henni yfir sumarveðrið, sólarstundirnar, hitasveiflur, vætu og þurrk og að lokum um næstu vikur í kortunum. Það var af nógu að taka með Elínu í dag. Í lokaverkefni Steinunnar Helgu Sigurðardóttur, í mannauðsstjórnun við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, skoðaði hún birtingarmyndir fordóma og mismununar á vinnumarkaði þegar kemur að konum í yfirþyngd, en engar íslenskar rannsóknir eru til sem tengjast fordómum og mismunun á vinnumarkaði. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur í ljós að konur í yfirþyngd upplifa fordóma og mismunun á vinnumarkaði, á borð við móðgandi athugasemdir, niðurlægjandi hegðun á vinnustaðnum, kröfu um að leggja meira á sig og jafnvel vinnumissi svo eitthvað sé nefnt. Við ræddum við Steinunni í þættinum. Tónlist í þættinum: Brestir og brak / Katrín Halldóra Sigurðardótti (Jón Múli Árnason og Jónas Árnason) Nú blánar yfir Berjamó / Ragnhildur Gísladóttir og Björgvin Halldórsson (Gunnar Þórðarson og Stefán Jónsson) Amor em tons de sol maior / Ana Moura (Nuno Rodrigues) I saw the light / Todd Rundgren (Todd Rundgren) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/15/202352 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Kringlan 36 ára, þvottavélavinkill og Margrét lesandinn

Verslunarmiðstöðin Kringlan var opnuð í Reykjavík þann 13.ágúst 1987 og við rifjuðum upp hvernig þessir fyrstu dagar í Kringlunni gengu fyrir sig með fyrsta framkvæmdastjóra Kringlunnar Ragnari Atla Guðmundssyni viðskiptafræðingi sem var lokkaður í starfið frá Hampiðjunni hvar hann starfaði áður. Þetta stóð í Helgarpóstinum árið 1987 þann 27.ágúst: Kringlan er verslunarmiðstöð af þeirri gerð sem kallast MALL á ensku. Skipulagið er þannig að tvær stórar verslanir, sem fullvíst er að muni laða til sín mikinn fjölda viðskiptavina, eru settar í sitt hvorn enda. Í þessu tilfelli er um að ræða Hagkaup sem leggur undir sig norðurendann og BYKO sem fyllir þann syðri. Við hittum Ragnar í Kringlunni á 36 ára afmæli Kringlunnar. Guðjón Helgi Ólafsson sendi okkur fyrsta vinkil eftir sumarfrí í dag. Í þetta sinn bar hann vinkilinn að því sem hann kallar þvælingi og þvottavél. Guðjón útskýrði það betur í vinklinum í dag. Svo var það lesandi vikunnar, sem hóf aftur göngu sína á mánudögum í þættinum. Í dag var það Margrét Kjartansdóttir, lögfræðingur og samskiptastjóri hjá Úrvinnslusjóði, sem sagði okkur frá því hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Margrét talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: In Memoriam e. Alice Winn, Tengdadóttirin e. Guðrúnu frá Lundi, Damon Copperhead e. Barbara Kingsolver Jón Odd og Jón Bjarna e. Guðrúnu Helgdóttur, Bróðir Minn Ljónshjarta e. Astrid Lindgren, Austan Eden e. Steinbeck og Frankenstein e. Mary Shelley Tónlist í þætti dagsins: Einu sinni á ágústkvöldi / Magnús Eiríksson og KK (Jón Múli Árnason og Jónas Árnason) It's Only a Paper Moon / Nat King Cole (Billy Rose, E.Y.Harburg & Harold Arlen) For Once in my Life / Stevie Wonder (Orlando Murden & Ron Miller) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/14/20230
Episode Artwork

Kringlan 36 ára, þvottavélavinkill og Margrét lesandinn

Verslunarmiðstöðin Kringlan var opnuð í Reykjavík þann 13.ágúst 1987 og við rifjuðum upp hvernig þessir fyrstu dagar í Kringlunni gengu fyrir sig með fyrsta framkvæmdastjóra Kringlunnar Ragnari Atla Guðmundssyni viðskiptafræðingi sem var lokkaður í starfið frá Hampiðjunni hvar hann starfaði áður. Þetta stóð í Helgarpóstinum árið 1987 þann 27.ágúst: Kringlan er verslunarmiðstöð af þeirri gerð sem kallast MALL á ensku. Skipulagið er þannig að tvær stórar verslanir, sem fullvíst er að muni laða til sín mikinn fjölda viðskiptavina, eru settar í sitt hvorn enda. Í þessu tilfelli er um að ræða Hagkaup sem leggur undir sig norðurendann og BYKO sem fyllir þann syðri. Við hittum Ragnar í Kringlunni á 36 ára afmæli Kringlunnar. Guðjón Helgi Ólafsson sendi okkur fyrsta vinkil eftir sumarfrí í dag. Í þetta sinn bar hann vinkilinn að því sem hann kallar þvælingi og þvottavél. Guðjón útskýrði það betur í vinklinum í dag. Svo var það lesandi vikunnar, sem hóf aftur göngu sína á mánudögum í þættinum. Í dag var það Margrét Kjartansdóttir, lögfræðingur og samskiptastjóri hjá Úrvinnslusjóði, sem sagði okkur frá því hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Margrét talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: In Memoriam e. Alice Winn, Tengdadóttirin e. Guðrúnu frá Lundi, Damon Copperhead e. Barbara Kingsolver Jón Odd og Jón Bjarna e. Guðrúnu Helgdóttur, Bróðir Minn Ljónshjarta e. Astrid Lindgren, Austan Eden e. Steinbeck og Frankenstein e. Mary Shelley Tónlist í þætti dagsins: Einu sinni á ágústkvöldi / Magnús Eiríksson og KK (Jón Múli Árnason og Jónas Árnason) It's Only a Paper Moon / Nat King Cole (Billy Rose, E.Y.Harburg & Harold Arlen) For Once in my Life / Stevie Wonder (Orlando Murden & Ron Miller) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/14/20230
Episode Artwork

Kringlan 36 ára, þvottavélavinkill og Margrét lesandinn

Verslunarmiðstöðin Kringlan var opnuð í Reykjavík þann 13.ágúst 1987 og við rifjuðum upp hvernig þessir fyrstu dagar í Kringlunni gengu fyrir sig með fyrsta framkvæmdastjóra Kringlunnar Ragnari Atla Guðmundssyni viðskiptafræðingi sem var lokkaður í starfið frá Hampiðjunni hvar hann starfaði áður. Þetta stóð í Helgarpóstinum árið 1987 þann 27.ágúst: Kringlan er verslunarmiðstöð af þeirri gerð sem kallast MALL á ensku. Skipulagið er þannig að tvær stórar verslanir, sem fullvíst er að muni laða til sín mikinn fjölda viðskiptavina, eru settar í sitt hvorn enda. Í þessu tilfelli er um að ræða Hagkaup sem leggur undir sig norðurendann og BYKO sem fyllir þann syðri. Við hittum Ragnar í Kringlunni á 36 ára afmæli Kringlunnar. Guðjón Helgi Ólafsson sendi okkur fyrsta vinkil eftir sumarfrí í dag. Í þetta sinn bar hann vinkilinn að því sem hann kallar þvælingi og þvottavél. Guðjón útskýrði það betur í vinklinum í dag. Svo var það lesandi vikunnar, sem hóf aftur göngu sína á mánudögum í þættinum. Í dag var það Margrét Kjartansdóttir, lögfræðingur og samskiptastjóri hjá Úrvinnslusjóði, sem sagði okkur frá því hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Margrét talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: In Memoriam e. Alice Winn, Tengdadóttirin e. Guðrúnu frá Lundi, Damon Copperhead e. Barbara Kingsolver Jón Odd og Jón Bjarna e. Guðrúnu Helgdóttur, Bróðir Minn Ljónshjarta e. Astrid Lindgren, Austan Eden e. Steinbeck og Frankenstein e. Mary Shelley Tónlist í þætti dagsins: Einu sinni á ágústkvöldi / Magnús Eiríksson og KK (Jón Múli Árnason og Jónas Árnason) It's Only a Paper Moon / Nat King Cole (Billy Rose, E.Y.Harburg & Harold Arlen) For Once in my Life / Stevie Wonder (Orlando Murden & Ron Miller) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/14/202350 minutes
Episode Artwork

Elísabet Jökulsdóttir föstudags- og matarspjallsgestur

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Elísabet Kristín Jökulsdóttir skáld og rithöfundur. Hún hefur skrifað ljóð, smásögur, örsögur, skáldsögur og leikrit. Hún hefur unnið að auki margvísleg störf, til dæmis á veitingahúsi, verið ráðskona, háseti, afleysingakennari, blaðakona og fleira. Elísabet var svo auðvitað á meðal frambjóðenda í forsetakosningunum árið 2016. Elísabet hefur hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin, Fjöruverðlaunin og Menningarverðlaun DV og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Við ferðuðumst með henni aftur í tímann á æskuslóðirnar á Seltjarnarnesi og Vesturbænum og fórum svo með henni á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag og Elísabet sagði okkur frá nýju leikrit í Þjóðleikhúsinu upp úr tveimur bókum hennar, Pöddusýningunni sem opnar í bókasafninu í Hveragerði í næstu viku og svo að lokum Elísabetarstíg. Elísabet sat áfram með okkur í matarspjallinu og talaði um uppáhaldsmatinn sinn og hvað henni þykir skemmtilegast að elda og hvort henni þyki skemmtilegt yfir höfuð að elda, sem hún vildi ekki segja okkur fyrirfram, heldur fengum við að vita það í beinni útsendingu. Tónlist í þættinum: It?s raining again / Supertramp (Rick Davies & Roger Hodgson) Hvítu mávar / Helena Eyjólfsdóttir (Walter Lange og Björn Bragi Magnússon) Can?t take my Eyes Off You / Barry Manilow (Bob Crewe & Bob Gaudio) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
6/30/20230
Episode Artwork

Elísabet Jökulsdóttir föstudags- og matarspjallsgestur

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Elísabet Kristín Jökulsdóttir skáld og rithöfundur. Hún hefur skrifað ljóð, smásögur, örsögur, skáldsögur og leikrit. Hún hefur unnið að auki margvísleg störf, til dæmis á veitingahúsi, verið ráðskona, háseti, afleysingakennari, blaðakona og fleira. Elísabet var svo auðvitað á meðal frambjóðenda í forsetakosningunum árið 2016. Elísabet hefur hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin, Fjöruverðlaunin og Menningarverðlaun DV og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Við ferðuðumst með henni aftur í tímann á æskuslóðirnar á Seltjarnarnesi og Vesturbænum og fórum svo með henni á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag og Elísabet sagði okkur frá nýju leikrit í Þjóðleikhúsinu upp úr tveimur bókum hennar, Pöddusýningunni sem opnar í bókasafninu í Hveragerði í næstu viku og svo að lokum Elísabetarstíg. Elísabet sat áfram með okkur í matarspjallinu og talaði um uppáhaldsmatinn sinn og hvað henni þykir skemmtilegast að elda og hvort henni þyki skemmtilegt yfir höfuð að elda, sem hún vildi ekki segja okkur fyrirfram, heldur fengum við að vita það í beinni útsendingu. Tónlist í þættinum: It?s raining again / Supertramp (Rick Davies & Roger Hodgson) Hvítu mávar / Helena Eyjólfsdóttir (Walter Lange og Björn Bragi Magnússon) Can?t take my Eyes Off You / Barry Manilow (Bob Crewe & Bob Gaudio) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
6/30/202352 minutes, 1 second
Episode Artwork

Nýtt í geimnum og Ólafur Laufdal (Endurtekið viðtal frá 2020)

Sævar Helga Bragason kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um hvað er nýjast að frétta utan úr geimi. Til dæmis verður nýjum evrópskum geimsjónauka skotið á loft um helgina til að kanna svokallað hulduefni og hulduorku. Svo sagði hann líka frá tveimur stórum uppgötvunum í stjarnvísindum, önnur um tifstjörnur og hin um fiseindir. Sævar Helgi gerði sitt besta til að útskýra þetta fyrir okkur og sagði að lokum frá nýrri bók sinni Úps, þar sem hann segir frá ótal dæmum þess að mistök hafi leitt af sér merkar uppgötvanir og uppfinningar. Ólafur Laufdal veitingamaður lést þann 24.júní síðastliðinn, 78 ára að aldri. Ólafur var einn þekktasti veitingamaður landsins og rak Hótel Grímsborgir í Grímsnesi en hann byggði upp nokkra stærstu og vinsælustu skemmtistaði landsins um árabil, eins og t.d. Hollywood og Broadway. Hans langa athafnasaga hefur verið samofinn íslenskri dægurmenningu í sex áratugi. Margrét Blöndal heimsótti Ólaf að Hótel Grímsborgum í júní 2020 og tók við hann viðtal sem við fluttum í Mannlega þættinum 19.júní það ár. Við endurfluttum þetta viðtal við Ólaf í þættinum í dag. Tónlist í þættinum: Lífsgleði / Hljómar (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson) Starman / David Bowie (David Bowie) Þakka þér / Stefán Hilmarsson (Gunnar Þórðarson og Stefán Hilmarsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
6/29/20230
Episode Artwork

Nýtt í geimnum og Ólafur Laufdal (Endurtekið viðtal frá 2020)

Sævar Helga Bragason kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um hvað er nýjast að frétta utan úr geimi. Til dæmis verður nýjum evrópskum geimsjónauka skotið á loft um helgina til að kanna svokallað hulduefni og hulduorku. Svo sagði hann líka frá tveimur stórum uppgötvunum í stjarnvísindum, önnur um tifstjörnur og hin um fiseindir. Sævar Helgi gerði sitt besta til að útskýra þetta fyrir okkur og sagði að lokum frá nýrri bók sinni Úps, þar sem hann segir frá ótal dæmum þess að mistök hafi leitt af sér merkar uppgötvanir og uppfinningar. Ólafur Laufdal veitingamaður lést þann 24.júní síðastliðinn, 78 ára að aldri. Ólafur var einn þekktasti veitingamaður landsins og rak Hótel Grímsborgir í Grímsnesi en hann byggði upp nokkra stærstu og vinsælustu skemmtistaði landsins um árabil, eins og t.d. Hollywood og Broadway. Hans langa athafnasaga hefur verið samofinn íslenskri dægurmenningu í sex áratugi. Margrét Blöndal heimsótti Ólaf að Hótel Grímsborgum í júní 2020 og tók við hann viðtal sem við fluttum í Mannlega þættinum 19.júní það ár. Við endurfluttum þetta viðtal við Ólaf í þættinum í dag. Tónlist í þættinum: Lífsgleði / Hljómar (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson) Starman / David Bowie (David Bowie) Þakka þér / Stefán Hilmarsson (Gunnar Þórðarson og Stefán Hilmarsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
6/29/20230
Episode Artwork

Nýtt í geimnum og Ólafur Laufdal (Endurtekið viðtal frá 2020)

Sævar Helga Bragason kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um hvað er nýjast að frétta utan úr geimi. Til dæmis verður nýjum evrópskum geimsjónauka skotið á loft um helgina til að kanna svokallað hulduefni og hulduorku. Svo sagði hann líka frá tveimur stórum uppgötvunum í stjarnvísindum, önnur um tifstjörnur og hin um fiseindir. Sævar Helgi gerði sitt besta til að útskýra þetta fyrir okkur og sagði að lokum frá nýrri bók sinni Úps, þar sem hann segir frá ótal dæmum þess að mistök hafi leitt af sér merkar uppgötvanir og uppfinningar. Ólafur Laufdal veitingamaður lést þann 24.júní síðastliðinn, 78 ára að aldri. Ólafur var einn þekktasti veitingamaður landsins og rak Hótel Grímsborgir í Grímsnesi en hann byggði upp nokkra stærstu og vinsælustu skemmtistaði landsins um árabil, eins og t.d. Hollywood og Broadway. Hans langa athafnasaga hefur verið samofinn íslenskri dægurmenningu í sex áratugi. Margrét Blöndal heimsótti Ólaf að Hótel Grímsborgum í júní 2020 og tók við hann viðtal sem við fluttum í Mannlega þættinum 19.júní það ár. Við endurfluttum þetta viðtal við Ólaf í þættinum í dag. Tónlist í þættinum: Lífsgleði / Hljómar (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson) Starman / David Bowie (David Bowie) Þakka þér / Stefán Hilmarsson (Gunnar Þórðarson og Stefán Hilmarsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
6/29/202350 minutes
Episode Artwork

Gervigreind, Kattholt og Allt í blóma í Hveragerði

Mikið hefur verið fjallað um gervigreind undanfarið, og talsvert hefur borið á fréttum þar sem fólk hefur áhyggjur af þróuninni, því mannkyninu standi ýmis konar ógn af gervigreind og setja þurfi skýrar reglur. Til dæmis heyrðust dæmi um það í fréttum að fimmti hver nemandi í Noregi, á aldrinum 15-24 ára, noti gervigreind til að aðstoða sig í við heimavinnu. En við ætlum að fræðast í dag um mögulegar jákvæðar hliðar á notkun gervigreindar í skólum og hvernig hún getur nýst við kennslu. Tryggvi Thayer er doktor í samanburðarmenntunarfræðum, hann er einn af þeim sem kennir í námskeiði fyrir framhaldsskólakennara á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands og við fengum hann til að segja okkur betur frá því í dag. Dýraathvörf fyrir heimilislaus dýr hérlendis eru full og sífellt fer fjölgandi tilvikum þar sem gæludýr eru skilin eftir á vergangi. Við töluðum við Hönnu í Kattholti, en hún er rekstrarstjóri Kattholts, og hún sagði okkur hverjar geta verið ástæðurnar fyrir því að dýr verða heimilislaus og hvað er hægt að gera. Fjölskyldu og menningarhátíðin Allt í blóma í Hveragerði verður haldin næstu helgi og það verða tónleikar og alls kyns afþreying fyrir fjölskylduna og stjörnur eins og Bríet, Stefán Hilmarsson, Friðrik Dór, Stefanía Svavars og fleiri stíga á svið. Sigurgeir Skafti Flosason og Unnur Birna Bassadóttir eru ungt par sem hafa búið í Hveragerði síðustu ár og sett svip sinn á menningar- og tónlistarlífið þar, og reyndar víðar, og Skafti er framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Þau komu bæði í þáttinn í dag og við ræddum um lífið fyrir austan fjall og svo auðvitað um hátíðina Allt í blóma. Tónlist í þættinum í dag: Dagar / Eyjólfur Kristjánsson (Eyjólfur Kristjánsson og Aðalsteinn Ásberg Sigurðarson) Jörð / Unnur Birna og Fjallabræður (Unnur Birna Bassadóttir og Bragi Valdimar Skúlason) Gamla kisa / Diddú (Jóhann Helgason og Jakob Thorarensen) Þegar þú ert hér / Stefán Hilmarsson og Sálgæslan (Sigurður Flosason) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
6/28/20230
Episode Artwork

Gervigreind, Kattholt og Allt í blóma í Hveragerði

Mikið hefur verið fjallað um gervigreind undanfarið, og talsvert hefur borið á fréttum þar sem fólk hefur áhyggjur af þróuninni, því mannkyninu standi ýmis konar ógn af gervigreind og setja þurfi skýrar reglur. Til dæmis heyrðust dæmi um það í fréttum að fimmti hver nemandi í Noregi, á aldrinum 15-24 ára, noti gervigreind til að aðstoða sig í við heimavinnu. En við ætlum að fræðast í dag um mögulegar jákvæðar hliðar á notkun gervigreindar í skólum og hvernig hún getur nýst við kennslu. Tryggvi Thayer er doktor í samanburðarmenntunarfræðum, hann er einn af þeim sem kennir í námskeiði fyrir framhaldsskólakennara á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands og við fengum hann til að segja okkur betur frá því í dag. Dýraathvörf fyrir heimilislaus dýr hérlendis eru full og sífellt fer fjölgandi tilvikum þar sem gæludýr eru skilin eftir á vergangi. Við töluðum við Hönnu í Kattholti, en hún er rekstrarstjóri Kattholts, og hún sagði okkur hverjar geta verið ástæðurnar fyrir því að dýr verða heimilislaus og hvað er hægt að gera. Fjölskyldu og menningarhátíðin Allt í blóma í Hveragerði verður haldin næstu helgi og það verða tónleikar og alls kyns afþreying fyrir fjölskylduna og stjörnur eins og Bríet, Stefán Hilmarsson, Friðrik Dór, Stefanía Svavars og fleiri stíga á svið. Sigurgeir Skafti Flosason og Unnur Birna Bassadóttir eru ungt par sem hafa búið í Hveragerði síðustu ár og sett svip sinn á menningar- og tónlistarlífið þar, og reyndar víðar, og Skafti er framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Þau komu bæði í þáttinn í dag og við ræddum um lífið fyrir austan fjall og svo auðvitað um hátíðina Allt í blóma. Tónlist í þættinum í dag: Dagar / Eyjólfur Kristjánsson (Eyjólfur Kristjánsson og Aðalsteinn Ásberg Sigurðarson) Jörð / Unnur Birna og Fjallabræður (Unnur Birna Bassadóttir og Bragi Valdimar Skúlason) Gamla kisa / Diddú (Jóhann Helgason og Jakob Thorarensen) Þegar þú ert hér / Stefán Hilmarsson og Sálgæslan (Sigurður Flosason) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
6/28/202350 minutes
Episode Artwork

Teepa Snow, brasilísk sveifla og Viðey

Teepa Snow er iðjuþjálfi, aðstandandi og með yfir 30 ára starfsreynslu af starfi fyrir fólk með heilabilun, bæði í beinni þjónustu og fræðistarfi. Hún heldur fyrirlestra víða um heim og er þekkt fyrir nálgun sína og lifandi aðferðir við að miðla þekkingu sinni og í dag heldur Teepa fyrirlestur á Íslandi í dag á vegum samtakanna Verndrum veika og aldraða. Við fengum Áslaugu Dröfn Sigurðardóttur, aðstandanda, og meðlim í samtökunum til að segja okkur meira frá Teepu og viðburðinum í þættinum í dag. Jazzklúbburinn Múlinn heldur áfram með sumardagskrá sína með spennandi tónleikum og á morgun í Flóa í Hörpu koma fram Ife Tolentino og Óskar Guðjónsson ásamt hljómsveit. Þegar Óskar og Ife, sem er frá Brasilíu, voru búnir að vinna saman í talsvert mörg ár fundust þó nokkuð af skúffulögum í fórum Ife sem hann hafði aldrei gert neitt með. Þarna var kominn efniviður sem Óskar vildi ekki láta fara forgörðum og hafist var handa við upptökur. Nú er platan að koma út og á útgáfutónleikum verður hún leikin ásamt fleiri brasilískum lögum af þeim félögum ásamt frábærri hljómsveit. Við hringdum í Óskar í þættinum. Við sem búum á höfuðborgarsvæðinu gleymum stundum hvað það er skemmtilegt að fara útí Viðey. Á sumrin er boðið uppá dagskrá um helgar eins og td. núna á laugardaginn 1.júlí. Börnum verða sagðar þjóðsögur í Viðey í skemmtilegri náttúrugöngu og sögukonan er Björk Bjarnadóttir umhverfis- og þjóðfræðingur. Spáð verður í jurtirnar, nöfn þeirra, athugað verður hvort það fylgi þeim einhver þjóðtrú, nytjar þeirra skoðaðar og fjallað um lækningamátt þeirra. Við heyrðum í Björk í þættinum. Tónlist í þættinum: Rock Calypso í réttunum / Haukur Morthens (erlent lag /Jón Sigurðsson) Southern cross / Crosby Stills and Nash (Stephen Stills, Michael Curtis og Richard Curtis) Nao Tem Misterio / Ife Tolentino (Ife Tolentino) Austurstræti / L?amour Fou (Þórhallur Sigurðsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
6/27/20230
Episode Artwork

Teepa Snow, brasilísk sveifla og Viðey

Teepa Snow er iðjuþjálfi, aðstandandi og með yfir 30 ára starfsreynslu af starfi fyrir fólk með heilabilun, bæði í beinni þjónustu og fræðistarfi. Hún heldur fyrirlestra víða um heim og er þekkt fyrir nálgun sína og lifandi aðferðir við að miðla þekkingu sinni og í dag heldur Teepa fyrirlestur á Íslandi í dag á vegum samtakanna Verndrum veika og aldraða. Við fengum Áslaugu Dröfn Sigurðardóttur, aðstandanda, og meðlim í samtökunum til að segja okkur meira frá Teepu og viðburðinum í þættinum í dag. Jazzklúbburinn Múlinn heldur áfram með sumardagskrá sína með spennandi tónleikum og á morgun í Flóa í Hörpu koma fram Ife Tolentino og Óskar Guðjónsson ásamt hljómsveit. Þegar Óskar og Ife, sem er frá Brasilíu, voru búnir að vinna saman í talsvert mörg ár fundust þó nokkuð af skúffulögum í fórum Ife sem hann hafði aldrei gert neitt með. Þarna var kominn efniviður sem Óskar vildi ekki láta fara forgörðum og hafist var handa við upptökur. Nú er platan að koma út og á útgáfutónleikum verður hún leikin ásamt fleiri brasilískum lögum af þeim félögum ásamt frábærri hljómsveit. Við hringdum í Óskar í þættinum. Við sem búum á höfuðborgarsvæðinu gleymum stundum hvað það er skemmtilegt að fara útí Viðey. Á sumrin er boðið uppá dagskrá um helgar eins og td. núna á laugardaginn 1.júlí. Börnum verða sagðar þjóðsögur í Viðey í skemmtilegri náttúrugöngu og sögukonan er Björk Bjarnadóttir umhverfis- og þjóðfræðingur. Spáð verður í jurtirnar, nöfn þeirra, athugað verður hvort það fylgi þeim einhver þjóðtrú, nytjar þeirra skoðaðar og fjallað um lækningamátt þeirra. Við heyrðum í Björk í þættinum. Tónlist í þættinum: Rock Calypso í réttunum / Haukur Morthens (erlent lag /Jón Sigurðsson) Southern cross / Crosby Stills and Nash (Stephen Stills, Michael Curtis og Richard Curtis) Nao Tem Misterio / Ife Tolentino (Ife Tolentino) Austurstræti / L?amour Fou (Þórhallur Sigurðsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
6/27/20230
Episode Artwork

Teepa Snow, brasilísk sveifla og Viðey

Teepa Snow er iðjuþjálfi, aðstandandi og með yfir 30 ára starfsreynslu af starfi fyrir fólk með heilabilun, bæði í beinni þjónustu og fræðistarfi. Hún heldur fyrirlestra víða um heim og er þekkt fyrir nálgun sína og lifandi aðferðir við að miðla þekkingu sinni og í dag heldur Teepa fyrirlestur á Íslandi í dag á vegum samtakanna Verndrum veika og aldraða. Við fengum Áslaugu Dröfn Sigurðardóttur, aðstandanda, og meðlim í samtökunum til að segja okkur meira frá Teepu og viðburðinum í þættinum í dag. Jazzklúbburinn Múlinn heldur áfram með sumardagskrá sína með spennandi tónleikum og á morgun í Flóa í Hörpu koma fram Ife Tolentino og Óskar Guðjónsson ásamt hljómsveit. Þegar Óskar og Ife, sem er frá Brasilíu, voru búnir að vinna saman í talsvert mörg ár fundust þó nokkuð af skúffulögum í fórum Ife sem hann hafði aldrei gert neitt með. Þarna var kominn efniviður sem Óskar vildi ekki láta fara forgörðum og hafist var handa við upptökur. Nú er platan að koma út og á útgáfutónleikum verður hún leikin ásamt fleiri brasilískum lögum af þeim félögum ásamt frábærri hljómsveit. Við hringdum í Óskar í þættinum. Við sem búum á höfuðborgarsvæðinu gleymum stundum hvað það er skemmtilegt að fara útí Viðey. Á sumrin er boðið uppá dagskrá um helgar eins og td. núna á laugardaginn 1.júlí. Börnum verða sagðar þjóðsögur í Viðey í skemmtilegri náttúrugöngu og sögukonan er Björk Bjarnadóttir umhverfis- og þjóðfræðingur. Spáð verður í jurtirnar, nöfn þeirra, athugað verður hvort það fylgi þeim einhver þjóðtrú, nytjar þeirra skoðaðar og fjallað um lækningamátt þeirra. Við heyrðum í Björk í þættinum. Tónlist í þættinum: Rock Calypso í réttunum / Haukur Morthens (erlent lag /Jón Sigurðsson) Southern cross / Crosby Stills and Nash (Stephen Stills, Michael Curtis og Richard Curtis) Nao Tem Misterio / Ife Tolentino (Ife Tolentino) Austurstræti / L?amour Fou (Þórhallur Sigurðsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
6/27/202350 minutes
Episode Artwork

Ásrún í Hrísey, bótúlismavinkill og María lesandi vikunnar

Stofnfundur Þróunarfélags Hríseyjar var haldinn í síðustu viku, en þróunarfélaginu er ætlað að vera leiðandi í almennri byggða- og uppbyggingaþróun í Hrísey í samvinnu við íbúa, fyrirtæki og félög í Hrísey ásamt Akureyrarbæ. Við fræddumst nánar um félagið og áform þess í Mannlega þættinum og slógum á þráðinn til Ásrúnar Ýrar Gestsdóttur, verkefnastjóra Áfram Hríseyjar, í þættinum í dag. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í þetta sinn lagði hann vinkilinn að niðursuðudósum og bótúlisma. Svo var það lesandi vikunnar sem var í þetta sinn María Elísabet Bragadóttir rithöfundur. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. María talaði um eftirtaldar bækur: Austan Eden e. John Steinbeck Rúmmálsreikningur I e. Solvej Ball My Body e. Emily Ratajkowski Svo talaði hún um Wuthering Heights e. Emily Bronte, Tove Ditlevsen og ítalska rithöfundinn Nataliu Ginzburg Tónlist í þættinum: Síðan eru liðin mörg ár / Brimkló (Chip Taylor og Þorsteinn Eggertsson) Sjómannavalsinn / Hjaltalín (Svavar Benediktsson og Kristján frá Djúpalæk) Bíldudals grænar baunir / Jolli & Kóla (Valgeir Guðjónsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
6/26/20230
Episode Artwork

Ásrún í Hrísey, bótúlismavinkill og María lesandi vikunnar

Stofnfundur Þróunarfélags Hríseyjar var haldinn í síðustu viku, en þróunarfélaginu er ætlað að vera leiðandi í almennri byggða- og uppbyggingaþróun í Hrísey í samvinnu við íbúa, fyrirtæki og félög í Hrísey ásamt Akureyrarbæ. Við fræddumst nánar um félagið og áform þess í Mannlega þættinum og slógum á þráðinn til Ásrúnar Ýrar Gestsdóttur, verkefnastjóra Áfram Hríseyjar, í þættinum í dag. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í þetta sinn lagði hann vinkilinn að niðursuðudósum og bótúlisma. Svo var það lesandi vikunnar sem var í þetta sinn María Elísabet Bragadóttir rithöfundur. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. María talaði um eftirtaldar bækur: Austan Eden e. John Steinbeck Rúmmálsreikningur I e. Solvej Ball My Body e. Emily Ratajkowski Svo talaði hún um Wuthering Heights e. Emily Bronte, Tove Ditlevsen og ítalska rithöfundinn Nataliu Ginzburg Tónlist í þættinum: Síðan eru liðin mörg ár / Brimkló (Chip Taylor og Þorsteinn Eggertsson) Sjómannavalsinn / Hjaltalín (Svavar Benediktsson og Kristján frá Djúpalæk) Bíldudals grænar baunir / Jolli & Kóla (Valgeir Guðjónsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
6/26/202350 minutes
Episode Artwork

Birgir Örn Steinarsson föstudags- og matarspjallsgestur

Föstudagsgesturinn var á sínum stað í þættinum í dag. Að þessu sinni kom til okkar Birgir Örn Steinarsson, betur þekktur sem Biggi í Maus. Biggi hefur komið víða við á sínum ferli. Hann varð þekktur með hljómsveitinni Maus, og hefur einnig starfað í fjölmiðlum, skrifað kvikmyndahandrit og er lærður sálfræðingur. Biggi starfar í dag sem sálfræðingur hjá Sálfræðiþjónustu Norðurlands auk þess sem hann er farinn að gefa út tónlist undir listamannsnafninu Biggi Maus. Við stikluðum á stóru í gegnum lífið og hans fjölbreytta feril í þættinum í dag. Í matarspjallinu í dag fengum við Birgi föstudagsgest til að sitja áfram með okkur og segja okkur frá sínum uppáhaldsmat og hvað honum þykir skemmtilegast að elda. Tónlist í þættinum: Ekki vera að eyða mínum tíma / Biggi Maus (Birgir Örn Steinarsson og Þorgils Gíslason) Yfir hindranir / Drengurinn fengurinn (Egill Logi Jónasson) River / Ibeyi (Eric Collins & Lisa Kainde Diaz) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
6/23/20230
Episode Artwork

Birgir Örn Steinarsson föstudags- og matarspjallsgestur

Föstudagsgesturinn var á sínum stað í þættinum í dag. Að þessu sinni kom til okkar Birgir Örn Steinarsson, betur þekktur sem Biggi í Maus. Biggi hefur komið víða við á sínum ferli. Hann varð þekktur með hljómsveitinni Maus, og hefur einnig starfað í fjölmiðlum, skrifað kvikmyndahandrit og er lærður sálfræðingur. Biggi starfar í dag sem sálfræðingur hjá Sálfræðiþjónustu Norðurlands auk þess sem hann er farinn að gefa út tónlist undir listamannsnafninu Biggi Maus. Við stikluðum á stóru í gegnum lífið og hans fjölbreytta feril í þættinum í dag. Í matarspjallinu í dag fengum við Birgi föstudagsgest til að sitja áfram með okkur og segja okkur frá sínum uppáhaldsmat og hvað honum þykir skemmtilegast að elda. Tónlist í þættinum: Ekki vera að eyða mínum tíma / Biggi Maus (Birgir Örn Steinarsson og Þorgils Gíslason) Yfir hindranir / Drengurinn fengurinn (Egill Logi Jónasson) River / Ibeyi (Eric Collins & Lisa Kainde Diaz) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
6/23/20230
Episode Artwork

Birgir Örn Steinarsson föstudags- og matarspjallsgestur

Föstudagsgesturinn var á sínum stað í þættinum í dag. Að þessu sinni kom til okkar Birgir Örn Steinarsson, betur þekktur sem Biggi í Maus. Biggi hefur komið víða við á sínum ferli. Hann varð þekktur með hljómsveitinni Maus, og hefur einnig starfað í fjölmiðlum, skrifað kvikmyndahandrit og er lærður sálfræðingur. Biggi starfar í dag sem sálfræðingur hjá Sálfræðiþjónustu Norðurlands auk þess sem hann er farinn að gefa út tónlist undir listamannsnafninu Biggi Maus. Við stikluðum á stóru í gegnum lífið og hans fjölbreytta feril í þættinum í dag. Í matarspjallinu í dag fengum við Birgi föstudagsgest til að sitja áfram með okkur og segja okkur frá sínum uppáhaldsmat og hvað honum þykir skemmtilegast að elda. Tónlist í þættinum: Ekki vera að eyða mínum tíma / Biggi Maus (Birgir Örn Steinarsson og Þorgils Gíslason) Yfir hindranir / Drengurinn fengurinn (Egill Logi Jónasson) River / Ibeyi (Eric Collins & Lisa Kainde Diaz) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
6/23/202350 minutes
Episode Artwork

Sigríður Soffía, klifurstöð og leiksýning um virði hluta

Við fengum Sigríði Soffíu Nielsdóttur, dansara, danshöfund, listakonu og nú síðast ljóðskáld í spjall í dag. Þetta er Mannlegi þátturinn og hún gaf út ljóðabók sem heitir Til hamingju með að vera mannleg, því urðum við að skoða það aðeins. Í ljóðunum í bókinni fer Sigríður í gegnum reynsluna af því að greinast með krabbamein og að ganga í gegnum erfiða meðferð við meininu og það í heimsfaraldri. Sem dansari og danshöfundur var hún vön því að skapa og túlka sína list með líkamanum, en í þessu tilfelli þurfti hún að nota orðin. Sigríður Soffía sagði okkur frá því hvernig það gekk í þættinum í dag. Í gömlu verksmiðjuhúsunum á Hjalteyri við Eyjafjörð hefur ýmis konar starfsemi byggst upp undanfarin ár. Það nýjasta er aðstaða til klifurs sem er opin almenningi. Klifurstöðin kallast 600Klifur og við fengum tvo meðlimi þaðan, þau Magnús Arturo Batista og Kötu Kristjánsdóttur, í þáttinn til að segja okkur betur frá starfseminni. Verðbólga, vaxtahækkanir og almennar verðhækkanir hafa sett strik í reikninginn hjá flestum í dag. Við forvitnuðumst um sýninguna This Is Not My Money sem verður sýnd í Tjarnarbíói. Í henni eru peningar og fjármál skoðuð og verðmæti og virði hluta. Til dæmis í stað þess að rukka peninga fyrir aðgöngumiðann á sýninguna eru áhorfendur beðnir um að færa leikhópnum einn hlut, gjarnan hlut sem á sér sögu. María Pálsdóttir kom, fyrir hönd hópsins subfrau sem stendur að sýningunni, og sagði okkur meira frá því sem þarna mun fara fram. Tónlist í þættinum: Sumartíð / Guðrún Gunnarsdóttir og Latínudeildin (Ingvi Þór Kormáksson) Síðasti móhítóinn / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Bragi Valdimar Skúlason) Óbyggðirnar kalla / KK & Magnús Eiríksson (Magnús Eiríksson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
6/22/20230
Episode Artwork

Sigríður Soffía, klifurstöð og leiksýning um virði hluta

Við fengum Sigríði Soffíu Nielsdóttur, dansara, danshöfund, listakonu og nú síðast ljóðskáld í spjall í dag. Þetta er Mannlegi þátturinn og hún gaf út ljóðabók sem heitir Til hamingju með að vera mannleg, því urðum við að skoða það aðeins. Í ljóðunum í bókinni fer Sigríður í gegnum reynsluna af því að greinast með krabbamein og að ganga í gegnum erfiða meðferð við meininu og það í heimsfaraldri. Sem dansari og danshöfundur var hún vön því að skapa og túlka sína list með líkamanum, en í þessu tilfelli þurfti hún að nota orðin. Sigríður Soffía sagði okkur frá því hvernig það gekk í þættinum í dag. Í gömlu verksmiðjuhúsunum á Hjalteyri við Eyjafjörð hefur ýmis konar starfsemi byggst upp undanfarin ár. Það nýjasta er aðstaða til klifurs sem er opin almenningi. Klifurstöðin kallast 600Klifur og við fengum tvo meðlimi þaðan, þau Magnús Arturo Batista og Kötu Kristjánsdóttur, í þáttinn til að segja okkur betur frá starfseminni. Verðbólga, vaxtahækkanir og almennar verðhækkanir hafa sett strik í reikninginn hjá flestum í dag. Við forvitnuðumst um sýninguna This Is Not My Money sem verður sýnd í Tjarnarbíói. Í henni eru peningar og fjármál skoðuð og verðmæti og virði hluta. Til dæmis í stað þess að rukka peninga fyrir aðgöngumiðann á sýninguna eru áhorfendur beðnir um að færa leikhópnum einn hlut, gjarnan hlut sem á sér sögu. María Pálsdóttir kom, fyrir hönd hópsins subfrau sem stendur að sýningunni, og sagði okkur meira frá því sem þarna mun fara fram. Tónlist í þættinum: Sumartíð / Guðrún Gunnarsdóttir og Latínudeildin (Ingvi Þór Kormáksson) Síðasti móhítóinn / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Bragi Valdimar Skúlason) Óbyggðirnar kalla / KK & Magnús Eiríksson (Magnús Eiríksson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
6/22/202350 minutes
Episode Artwork

Gervigreind og neytendur, Kvæðamannafélög og Berlín

Sprenging hefur orðið í framboði á þjónustu sem byggir á svokallaðri skapandi gervigreind. Skapandi gervigreind vekur til dæmis upp alvarlegar spurningar um réttindi og öryggi neytenda og samtök neytenda í Evrópu og Bandaríkjunum krefjast þess að réttur neytenda verði í forgrunni við hönnun og þróun hennar. En hvað er skapandi gervigreind? Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna kom í þáttinn í dag og útskýrði það fyrir okkur og fræddi okkur um það sem neytendasamtökin eru að benda á. Kvæðamannafélög eru starfrækt víða um land. Eitt þeirra er Kvæðamannafélagið Gefjun á Akureyri, en formaður þess félags er listakonan Sesselía Ólafsdóttir. Sesselía er jafnframt bæjarlistamaður Akureyrar í ár. Við fengum Sesselíu til okkar í Mannlega þáttinn í dag og forvitnuðumst um kvæðahefðina, lífið og listina. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Magnús er nýkominn heim frá Berlín, en hann hefur hrifist af borginni og segir meðal annars frá frábærum samgöngum, áfengis og kannabisneyslu á almannafæri og sautjánda júní strætinu sem er ein helsta breiðgata borgarinnar. Pútín kemur líka við sögu, en Þjóðverjar vita sennilega meira um hann en flestir þar sem hann starfaði sem njósnari í Dresden á vegum KGB fyrir fall Sovétríkjanna. Í lokin segir af ömurlegu gengi karlalandsliðs Þjóðverja í fótbolta en liðið tapar nú hverjum leiknum á fætur öðrum. Tónlist í þættinum: Nútíminn / Þursaflokkurinn (Egill Ólafsson og Sigurður Bjóla Garðarsson) Frækorn og flugur / Dúmbó og Steini (H. Newman og Ellert Borgar Þorvaldsson) Ó mín flaskan fríð / Ylja (Guðný Gígja Skjaldardóttir og Bjartey Sveinsdóttir. þjóðlag) Í útilegu / Þú og ég (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
6/21/20230
Episode Artwork

Gervigreind og neytendur, Kvæðamannafélög og Berlín

Sprenging hefur orðið í framboði á þjónustu sem byggir á svokallaðri skapandi gervigreind. Skapandi gervigreind vekur til dæmis upp alvarlegar spurningar um réttindi og öryggi neytenda og samtök neytenda í Evrópu og Bandaríkjunum krefjast þess að réttur neytenda verði í forgrunni við hönnun og þróun hennar. En hvað er skapandi gervigreind? Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna kom í þáttinn í dag og útskýrði það fyrir okkur og fræddi okkur um það sem neytendasamtökin eru að benda á. Kvæðamannafélög eru starfrækt víða um land. Eitt þeirra er Kvæðamannafélagið Gefjun á Akureyri, en formaður þess félags er listakonan Sesselía Ólafsdóttir. Sesselía er jafnframt bæjarlistamaður Akureyrar í ár. Við fengum Sesselíu til okkar í Mannlega þáttinn í dag og forvitnuðumst um kvæðahefðina, lífið og listina. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Magnús er nýkominn heim frá Berlín, en hann hefur hrifist af borginni og segir meðal annars frá frábærum samgöngum, áfengis og kannabisneyslu á almannafæri og sautjánda júní strætinu sem er ein helsta breiðgata borgarinnar. Pútín kemur líka við sögu, en Þjóðverjar vita sennilega meira um hann en flestir þar sem hann starfaði sem njósnari í Dresden á vegum KGB fyrir fall Sovétríkjanna. Í lokin segir af ömurlegu gengi karlalandsliðs Þjóðverja í fótbolta en liðið tapar nú hverjum leiknum á fætur öðrum. Tónlist í þættinum: Nútíminn / Þursaflokkurinn (Egill Ólafsson og Sigurður Bjóla Garðarsson) Frækorn og flugur / Dúmbó og Steini (H. Newman og Ellert Borgar Þorvaldsson) Ó mín flaskan fríð / Ylja (Guðný Gígja Skjaldardóttir og Bjartey Sveinsdóttir. þjóðlag) Í útilegu / Þú og ég (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
6/21/20230
Episode Artwork

Gervigreind og neytendur, Kvæðamannafélög og Berlín

Sprenging hefur orðið í framboði á þjónustu sem byggir á svokallaðri skapandi gervigreind. Skapandi gervigreind vekur til dæmis upp alvarlegar spurningar um réttindi og öryggi neytenda og samtök neytenda í Evrópu og Bandaríkjunum krefjast þess að réttur neytenda verði í forgrunni við hönnun og þróun hennar. En hvað er skapandi gervigreind? Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna kom í þáttinn í dag og útskýrði það fyrir okkur og fræddi okkur um það sem neytendasamtökin eru að benda á. Kvæðamannafélög eru starfrækt víða um land. Eitt þeirra er Kvæðamannafélagið Gefjun á Akureyri, en formaður þess félags er listakonan Sesselía Ólafsdóttir. Sesselía er jafnframt bæjarlistamaður Akureyrar í ár. Við fengum Sesselíu til okkar í Mannlega þáttinn í dag og forvitnuðumst um kvæðahefðina, lífið og listina. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Magnús er nýkominn heim frá Berlín, en hann hefur hrifist af borginni og segir meðal annars frá frábærum samgöngum, áfengis og kannabisneyslu á almannafæri og sautjánda júní strætinu sem er ein helsta breiðgata borgarinnar. Pútín kemur líka við sögu, en Þjóðverjar vita sennilega meira um hann en flestir þar sem hann starfaði sem njósnari í Dresden á vegum KGB fyrir fall Sovétríkjanna. Í lokin segir af ömurlegu gengi karlalandsliðs Þjóðverja í fótbolta en liðið tapar nú hverjum leiknum á fætur öðrum. Tónlist í þættinum: Nútíminn / Þursaflokkurinn (Egill Ólafsson og Sigurður Bjóla Garðarsson) Frækorn og flugur / Dúmbó og Steini (H. Newman og Ellert Borgar Þorvaldsson) Ó mín flaskan fríð / Ylja (Guðný Gígja Skjaldardóttir og Bjartey Sveinsdóttir. þjóðlag) Í útilegu / Þú og ég (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
6/21/202350 minutes
Episode Artwork

Fann alsystur sína í Oregon, Ævintýragarður Hreins og Söguboð

Við fengum í dag mæðgurnar Kristínu Valdemarsdóttur og Karólínu Ágústsdóttur í heimsókn til okkar. Þær deildu með okkur sögunni af því þegar Karólína, 15 ára, fann líffræðilega alsystur sína sem er 18 ára og býr í Bandaríkjunum, eftir að hafa sent DNA próf í alþjóðlegan gagnabanka. Þær voru báðar ættleiddar frá Kína og vissu ekkert hvor af annarri, áður en þær í sitt hvoru lagi prófuðu að nýta sér þessa þjónustu í von og óvon án þess að vita við hverju mætti búast. Þær Karólína og Kristín sögðu okkur þessa fallegu og áhrifaríku sögu í þættinum. Við litum svo við í Ævintýragarði alþýðulistamannsins Hreins Halldórssonar við Oddeyrargötuna á Akureyri en þar má finna ýmsar ævintýraverur sem Hreinn hefur skapað, mest úr timbri en líka gömlum verkfærum, krönum, skápahandföngum og tannburstum, til að nefna nokkur dæmi. Við hittum Hrein og ræddum við hann um hugsunina á bak við Ævintýragarðinn. Í dag er alþjóðadagur flóttafólks og þau Árni Kristjánsson, ungliða- og aðgerðastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, og Gígja Svavarsdóttir, framkvæmdarstjóri tungumálaskólans Dósaverksmiðjunnar komu í þáttinn og sögðu okkur frá Söguboði, eða Story Sharing Café, sem fram fer í dag kl.17 í Húsi Máls og menningar á Laugaveginum. Tilgangur viðburðarins er að gefa öllum tækifæri, óháð þjóðerni, trú, kyni eða stöðu, til að setjast saman við borð og deila hversdagslegum sögum og heyra sögur annarra. Viðlíka viðburðir hafa verið haldnir víða um heim til að sporna við fordómum og einblína á hið sammannlega í fari okkar. Þau Árni og Gígja sögðu okkur frekar frá Söguboðinu í þætti dagsins. Tónlist í þættinum: Undir stórasteini / Út í vorið (Jón Múli Árnason og Jónas Árnason) Inni í eyjum / Baggalútur (Bragi Valdimar Skúlason) Styttur bæjarins / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna) Stories To Tell / Krummi (Oddur Hrafn Björgvinsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
6/20/20230
Episode Artwork

Fann alsystur sína í Oregon, Ævintýragarður Hreins og Söguboð

Við fengum í dag mæðgurnar Kristínu Valdemarsdóttur og Karólínu Ágústsdóttur í heimsókn til okkar. Þær deildu með okkur sögunni af því þegar Karólína, 15 ára, fann líffræðilega alsystur sína sem er 18 ára og býr í Bandaríkjunum, eftir að hafa sent DNA próf í alþjóðlegan gagnabanka. Þær voru báðar ættleiddar frá Kína og vissu ekkert hvor af annarri, áður en þær í sitt hvoru lagi prófuðu að nýta sér þessa þjónustu í von og óvon án þess að vita við hverju mætti búast. Þær Karólína og Kristín sögðu okkur þessa fallegu og áhrifaríku sögu í þættinum. Við litum svo við í Ævintýragarði alþýðulistamannsins Hreins Halldórssonar við Oddeyrargötuna á Akureyri en þar má finna ýmsar ævintýraverur sem Hreinn hefur skapað, mest úr timbri en líka gömlum verkfærum, krönum, skápahandföngum og tannburstum, til að nefna nokkur dæmi. Við hittum Hrein og ræddum við hann um hugsunina á bak við Ævintýragarðinn. Í dag er alþjóðadagur flóttafólks og þau Árni Kristjánsson, ungliða- og aðgerðastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, og Gígja Svavarsdóttir, framkvæmdarstjóri tungumálaskólans Dósaverksmiðjunnar komu í þáttinn og sögðu okkur frá Söguboði, eða Story Sharing Café, sem fram fer í dag kl.17 í Húsi Máls og menningar á Laugaveginum. Tilgangur viðburðarins er að gefa öllum tækifæri, óháð þjóðerni, trú, kyni eða stöðu, til að setjast saman við borð og deila hversdagslegum sögum og heyra sögur annarra. Viðlíka viðburðir hafa verið haldnir víða um heim til að sporna við fordómum og einblína á hið sammannlega í fari okkar. Þau Árni og Gígja sögðu okkur frekar frá Söguboðinu í þætti dagsins. Tónlist í þættinum: Undir stórasteini / Út í vorið (Jón Múli Árnason og Jónas Árnason) Inni í eyjum / Baggalútur (Bragi Valdimar Skúlason) Styttur bæjarins / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna) Stories To Tell / Krummi (Oddur Hrafn Björgvinsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
6/20/202350 minutes
Episode Artwork

Gracelandic, mótorhjólavinkill og Luciano Dutra lesandinn

Nýlega birtist á Vísi pistillinn Stígðu fram og taktu pláss eftir Grace Achieng, sem er stofnandi og framkvæmdastjóri tískufyrirtækisins Gracelandic, en Grace var nýlega kosin í stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu. Hún er fyrsta svarta konan til að sitja í stjórn félagsins og önnur konan af erlendum uppruna. Í pistlinum segist Grace tengja við konuna sem hefur alltaf setið til hliðar, hikandi við að stíga fram og tala af ótta við að segja eitthvað vitlaust. Hún vill nota vettvang sinn í FKA til að vera ástríðufullur talsmaður þess að trúa á sjálfa sig og að fara óttalaus eftir draumum sínum og til að endurskilgreina fjölbreytileika í samfélaginu. Grace var gestur Mannlega þáttarins í dag. Við fengum svo vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í þetta sinn lagði hann vinkilinn að málnotkun og mótorhjólum. Svo var það lesandi vikunnar, sem í þetta sinn var Luciano Domingues Dutra. Hann fæddist í Brasilíu og kom fyrst til Íslands árið 2002. Hann hefur þýtt fjölmargar bækur af íslensku og öðrum norðurlandamálum yfir á portúgölsku og var annar tveggja sem hlaut heiðursviðurkenninguna Orðstír, sem Forseti Íslands afhendi honum í apríl, fyrir störf sín við þýðingar á íslenskum bókmenntum.Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Luciaon talaði um eftirtaldar bækur og höfunda: Mörkrets Makter e. Bram Stoker / A-e Merking e. Fríðu Ísberg Ef þetta er maður e. Primo Levi Í fangabúðum nasista og Býr Íslendingur hér e. Leif Muller og svo talaði hann um Jorge Luis Borges, en í gegnum ljóðin hans kynntist hann Íslendingasögunum sem vöktu fyrst áhuga hans á íslenskunni og íslenskum bókmenntum. Tónlist í þættinum: Morgunsól / GDRN, Magnús Jóhann Ragnarsson (Guðrún Ýr Jóhannesdóttir, Magnús Jóhann Ragnarsson og Ármann Örn Friðriksson) Falling Behind / Laufey (Laufey Lín Bing Jónsdóttir og Stewart Spencer) Ferðalag / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon, Tómas M. Tómasson og Gunnar B. Jónsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
6/19/20230
Episode Artwork

Gracelandic, mótorhjólavinkill og Luciano Dutra lesandinn

Nýlega birtist á Vísi pistillinn Stígðu fram og taktu pláss eftir Grace Achieng, sem er stofnandi og framkvæmdastjóri tískufyrirtækisins Gracelandic, en Grace var nýlega kosin í stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu. Hún er fyrsta svarta konan til að sitja í stjórn félagsins og önnur konan af erlendum uppruna. Í pistlinum segist Grace tengja við konuna sem hefur alltaf setið til hliðar, hikandi við að stíga fram og tala af ótta við að segja eitthvað vitlaust. Hún vill nota vettvang sinn í FKA til að vera ástríðufullur talsmaður þess að trúa á sjálfa sig og að fara óttalaus eftir draumum sínum og til að endurskilgreina fjölbreytileika í samfélaginu. Grace var gestur Mannlega þáttarins í dag. Við fengum svo vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í þetta sinn lagði hann vinkilinn að málnotkun og mótorhjólum. Svo var það lesandi vikunnar, sem í þetta sinn var Luciano Domingues Dutra. Hann fæddist í Brasilíu og kom fyrst til Íslands árið 2002. Hann hefur þýtt fjölmargar bækur af íslensku og öðrum norðurlandamálum yfir á portúgölsku og var annar tveggja sem hlaut heiðursviðurkenninguna Orðstír, sem Forseti Íslands afhendi honum í apríl, fyrir störf sín við þýðingar á íslenskum bókmenntum.Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Luciaon talaði um eftirtaldar bækur og höfunda: Mörkrets Makter e. Bram Stoker / A-e Merking e. Fríðu Ísberg Ef þetta er maður e. Primo Levi Í fangabúðum nasista og Býr Íslendingur hér e. Leif Muller og svo talaði hann um Jorge Luis Borges, en í gegnum ljóðin hans kynntist hann Íslendingasögunum sem vöktu fyrst áhuga hans á íslenskunni og íslenskum bókmenntum. Tónlist í þættinum: Morgunsól / GDRN, Magnús Jóhann Ragnarsson (Guðrún Ýr Jóhannesdóttir, Magnús Jóhann Ragnarsson og Ármann Örn Friðriksson) Falling Behind / Laufey (Laufey Lín Bing Jónsdóttir og Stewart Spencer) Ferðalag / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon, Tómas M. Tómasson og Gunnar B. Jónsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
6/19/20230
Episode Artwork

Gracelandic, mótorhjólavinkill og Luciano Dutra lesandinn

Nýlega birtist á Vísi pistillinn Stígðu fram og taktu pláss eftir Grace Achieng, sem er stofnandi og framkvæmdastjóri tískufyrirtækisins Gracelandic, en Grace var nýlega kosin í stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu. Hún er fyrsta svarta konan til að sitja í stjórn félagsins og önnur konan af erlendum uppruna. Í pistlinum segist Grace tengja við konuna sem hefur alltaf setið til hliðar, hikandi við að stíga fram og tala af ótta við að segja eitthvað vitlaust. Hún vill nota vettvang sinn í FKA til að vera ástríðufullur talsmaður þess að trúa á sjálfa sig og að fara óttalaus eftir draumum sínum og til að endurskilgreina fjölbreytileika í samfélaginu. Grace var gestur Mannlega þáttarins í dag. Við fengum svo vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í þetta sinn lagði hann vinkilinn að málnotkun og mótorhjólum. Svo var það lesandi vikunnar, sem í þetta sinn var Luciano Domingues Dutra. Hann fæddist í Brasilíu og kom fyrst til Íslands árið 2002. Hann hefur þýtt fjölmargar bækur af íslensku og öðrum norðurlandamálum yfir á portúgölsku og var annar tveggja sem hlaut heiðursviðurkenninguna Orðstír, sem Forseti Íslands afhendi honum í apríl, fyrir störf sín við þýðingar á íslenskum bókmenntum.Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Luciaon talaði um eftirtaldar bækur og höfunda: Mörkrets Makter e. Bram Stoker / A-e Merking e. Fríðu Ísberg Ef þetta er maður e. Primo Levi Í fangabúðum nasista og Býr Íslendingur hér e. Leif Muller og svo talaði hann um Jorge Luis Borges, en í gegnum ljóðin hans kynntist hann Íslendingasögunum sem vöktu fyrst áhuga hans á íslenskunni og íslenskum bókmenntum. Tónlist í þættinum: Morgunsól / GDRN, Magnús Jóhann Ragnarsson (Guðrún Ýr Jóhannesdóttir, Magnús Jóhann Ragnarsson og Ármann Örn Friðriksson) Falling Behind / Laufey (Laufey Lín Bing Jónsdóttir og Stewart Spencer) Ferðalag / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon, Tómas M. Tómasson og Gunnar B. Jónsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
6/19/202350 minutes
Episode Artwork

Svandís Svavarsdóttir föstudagsgestur og í matarspjalli

Það er föstudagur sem þýðir föstudagsgestur og matarspjall og í dag var það föstudagsgestur sem sat áfram í matarspjalli og þetta var Matvælaráðherrann Svandís Svavarsdóttir. Svandís hefur setið í nokkrum ráðherrastólum, hún var Umhverfisráðherra 2009?2012. Umhverfis- og auðlindaráðherra 2012?2013. Heilbrigðisráðherr a 2017?2021. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2021?2022. Matvælaráðherra síðan 2022. Við ræddum við hana um lífið og tilveruna, æskuna vorið og undrið eins og segir í dægurlagatextanum og hófum auðvitað þáttinn á lagi með Unu Torfa sem er dóttir Svandísar. Tónlist í þættinum: En/Una Torfa(Una Torfa) Fyrrverandi/Una Torfa(Una Torfa) Hooked on a feeling/ blue swede
6/16/20230
Episode Artwork

Svandís Svavarsdóttir föstudagsgestur og í matarspjalli

Það er föstudagur sem þýðir föstudagsgestur og matarspjall og í dag var það föstudagsgestur sem sat áfram í matarspjalli og þetta var Matvælaráðherrann Svandís Svavarsdóttir. Svandís hefur setið í nokkrum ráðherrastólum, hún var Umhverfisráðherra 2009?2012. Umhverfis- og auðlindaráðherra 2012?2013. Heilbrigðisráðherr a 2017?2021. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2021?2022. Matvælaráðherra síðan 2022. Við ræddum við hana um lífið og tilveruna, æskuna vorið og undrið eins og segir í dægurlagatextanum og hófum auðvitað þáttinn á lagi með Unu Torfa sem er dóttir Svandísar. Tónlist í þættinum: En/Una Torfa(Una Torfa) Fyrrverandi/Una Torfa(Una Torfa) Hooked on a feeling/ blue swede
6/16/202350 minutes
Episode Artwork

Rannsakar gömul hús, ráðskona Bakkabræðra og hreindýrasýning

Framhaldsskólakennarinn Arnór Bliki Hallmundsson hefur lengi rannsakað og skrifað um sögu gamalla húsa á Akureyri og í nágrenni og birtast skrif hans meðal annars inni á svæðismiðlinum akureyri.net. Undanfarið hefur Arnór Bliki unnið að gerð bókar um hús og fólk á Eyrinni í samvinnu við Kristínu Aðalsteinsdóttur og mun bókin koma út innan tíðar. Við hittum Arnór Blika á Eiðsvellinum á Akureyri og ræddum bókina sem og áhuga hans á gömlum húsum. Við kíktum í heimsókn í Safnahúsið á Egilsstöðum en þar er meðal annars Minjasafn Austurlands til húsa. Þar hittum við Elsu Guðnýju Björgvinsdóttur sem sagði okkur frá einni af fastasýningu safnsins, sem fjallar um hreindýr. Kristín Aðalheiður Símonardóttir rekur veitingastaðinn Gísli Eiríkur og Helgi á Dalvík og við komum við hjá henni á ferð okkar um Norðurland fyrir stuttu og spjölluðum við hana um reksturinn, ferðafólkið sem nú flykkist norður og stóra verkefnið í vetur sem var True Detective sem var allt umlykjandi á Dalvík. Tónlistin í þættinum: Lipurtá - Bubbi Allt í góðu lagi - Móses Hightower Bewitched, bothered and bewildered - Cher og Rod Stuart. Moda Bo - Lura ásamt Cesaria Evora
6/15/20230
Episode Artwork

Rannsakar gömul hús, ráðskona Bakkabræðra og hreindýrasýning

Framhaldsskólakennarinn Arnór Bliki Hallmundsson hefur lengi rannsakað og skrifað um sögu gamalla húsa á Akureyri og í nágrenni og birtast skrif hans meðal annars inni á svæðismiðlinum akureyri.net. Undanfarið hefur Arnór Bliki unnið að gerð bókar um hús og fólk á Eyrinni í samvinnu við Kristínu Aðalsteinsdóttur og mun bókin koma út innan tíðar. Við hittum Arnór Blika á Eiðsvellinum á Akureyri og ræddum bókina sem og áhuga hans á gömlum húsum. Við kíktum í heimsókn í Safnahúsið á Egilsstöðum en þar er meðal annars Minjasafn Austurlands til húsa. Þar hittum við Elsu Guðnýju Björgvinsdóttur sem sagði okkur frá einni af fastasýningu safnsins, sem fjallar um hreindýr. Kristín Aðalheiður Símonardóttir rekur veitingastaðinn Gísli Eiríkur og Helgi á Dalvík og við komum við hjá henni á ferð okkar um Norðurland fyrir stuttu og spjölluðum við hana um reksturinn, ferðafólkið sem nú flykkist norður og stóra verkefnið í vetur sem var True Detective sem var allt umlykjandi á Dalvík. Tónlistin í þættinum: Lipurtá - Bubbi Allt í góðu lagi - Móses Hightower Bewitched, bothered and bewildered - Cher og Rod Stuart. Moda Bo - Lura ásamt Cesaria Evora
6/15/202350 minutes
Episode Artwork

Póstkort frá Magnúsi, Baldvin í Flugkaffi og Sumarlestur á Bókasöfnum

Í þessu póstkorti sagði Magnús frá nokkrum áhugamálum sínum sem hann hefur verið að sinna eftir að hann gerðist pensjónisti. Hann sagði frá dansiðkun sinni, sem hann stundar í laumi, aleinn. Hann sagði líka frá hljóðfærunum sínum og músíkupptökum, sem taka heilmikinn tíma á hverjum degi. Tungumálanámið er líka alltaf hluti af hverjum degi og nú er það þýska sem hefur mesta ástundun þetta sumarið. Við litum við á flugstöðinni á Akureyri en þar eru miklar breytingar fram undan, bæði utanhúss en ekki síst innan úss. Í kaffiteríunni hefur hann Baldvin Sigurðsson veitingamaður staðið vaktina í ein 20 ár, en nú er komið að tímamótum í hans lífi enda er síðasti dagurinn hans á morgun. Við settumst niður með Baldvini í Flugkaffi og spjölluðum um lífið og tilveruna. Sumarlestur er ókeypis lestrarhvetjandi námskeið fyrir krakka í 3.-5. bekk. Börnin koma á bókasafnið einu sinni í viku í 4 vikur þar sem þau fá skemmtilega fræðslu og taka þátt í lestrarhvetjandi uppákomum enda markmiðið að viðhalda lestrarhæfni og kynna ævintýraheim bóka fyrir börnunum. Sumarlesturinn á bókasafni Árborgar á Selfossi hófst 7. júní og verður alla daga miðvikudaga mánaðarins kl. 13:00. Við heyrum í Heiðrúnu Dóru Eyvindardóttur sem er bókasafnsstýra þar á bæ. Tónlistin í þættinum: Í kjallaranum - Óðinn Valdimarsson (Jón Sigurðsson) From the Start - Laufey You turn me on, I'm a Radio - Joni Michell Du elskling er som en ros - Kristian Rusbjerg
6/14/20230
Episode Artwork

Póstkort frá Magnúsi, Baldvin í Flugkaffi og Sumarlestur á Bókasöfnum

Í þessu póstkorti sagði Magnús frá nokkrum áhugamálum sínum sem hann hefur verið að sinna eftir að hann gerðist pensjónisti. Hann sagði frá dansiðkun sinni, sem hann stundar í laumi, aleinn. Hann sagði líka frá hljóðfærunum sínum og músíkupptökum, sem taka heilmikinn tíma á hverjum degi. Tungumálanámið er líka alltaf hluti af hverjum degi og nú er það þýska sem hefur mesta ástundun þetta sumarið. Við litum við á flugstöðinni á Akureyri en þar eru miklar breytingar fram undan, bæði utanhúss en ekki síst innan úss. Í kaffiteríunni hefur hann Baldvin Sigurðsson veitingamaður staðið vaktina í ein 20 ár, en nú er komið að tímamótum í hans lífi enda er síðasti dagurinn hans á morgun. Við settumst niður með Baldvini í Flugkaffi og spjölluðum um lífið og tilveruna. Sumarlestur er ókeypis lestrarhvetjandi námskeið fyrir krakka í 3.-5. bekk. Börnin koma á bókasafnið einu sinni í viku í 4 vikur þar sem þau fá skemmtilega fræðslu og taka þátt í lestrarhvetjandi uppákomum enda markmiðið að viðhalda lestrarhæfni og kynna ævintýraheim bóka fyrir börnunum. Sumarlesturinn á bókasafni Árborgar á Selfossi hófst 7. júní og verður alla daga miðvikudaga mánaðarins kl. 13:00. Við heyrum í Heiðrúnu Dóru Eyvindardóttur sem er bókasafnsstýra þar á bæ. Tónlistin í þættinum: Í kjallaranum - Óðinn Valdimarsson (Jón Sigurðsson) From the Start - Laufey You turn me on, I'm a Radio - Joni Michell Du elskling er som en ros - Kristian Rusbjerg
6/14/202350 minutes
Episode Artwork

Ljósmyndaverkefni á Minjasafni Akureyrar, Þín leið og veðurspjall

Minjasafnið á Akureyri hefur að undanförnu staðið fyrir vinsælum sýningum á verslunarsögu Akureyrar fram að síðustu aldamótum, og þar hafa ljósmyndir frá liðinni tíð leikið stórt hlutverk. Nú hefur safnið gert samstarfssamning við Áhugaljósmyndaraklúbb Akureyrar um að taka myndir af verslunum dagsins í dag svo safnafólk framtíðarinnar geti gengið í sögulegar heimildir þegar fram líða stundir. Við ræddum þetta framtak við Harald Þór Egilsson safnstjóra Minjasafnsins. Þögnin er í útrýmingarhættu segir Hrönn Baldursdóttir náms- og starfsráðgjafi en hún hefur einnig starfað sem gönguleiðsögumaður og hefur verið að tvinna þetta saman í nokkur ár með því að fá fólk út í náttúruna til að fá meira næði til að íhuga sjálfa sig og sína nútíð og framtíð. Við ræddum við Hrönn og forvitnumst í leiðinni um nokkuð sem kallast ?Þín leið? þar sem hún styður fólk við að finna sína leið í lífinu. Við ræddum um veðrið við Elínu Björk Jónasdóttur en hún segir í frétt á mbl.is að um hræðileg gröf sé að ræða þegar skoðaðar eru mæl­ing­ar frá­vika í yf­ir­borðshita­stigi sjáv­ar. Hún seg­ir mæl­ing­arn­ar benda til þess að sjór­inn sé ofboðslega hlýr, en það geti valdið vand­ræðum víða um Evr­ópu. Á Íslandi birt­ist það helst í auk­inni rign­ingu. Tónlistin í þættinum: In the summertime/Mungo Jerry(erl) You can't make old friends/Dolly Parton og Kenny Rogers(erl) You are my everything/Real thing(erl) Sól mín sól/Anna Pálína(Aðalsteinn Ásberg)
6/13/20230
Episode Artwork

Ljósmyndaverkefni á Minjasafni Akureyrar, Þín leið og veðurspjall

Minjasafnið á Akureyri hefur að undanförnu staðið fyrir vinsælum sýningum á verslunarsögu Akureyrar fram að síðustu aldamótum, og þar hafa ljósmyndir frá liðinni tíð leikið stórt hlutverk. Nú hefur safnið gert samstarfssamning við Áhugaljósmyndaraklúbb Akureyrar um að taka myndir af verslunum dagsins í dag svo safnafólk framtíðarinnar geti gengið í sögulegar heimildir þegar fram líða stundir. Við ræddum þetta framtak við Harald Þór Egilsson safnstjóra Minjasafnsins. Þögnin er í útrýmingarhættu segir Hrönn Baldursdóttir náms- og starfsráðgjafi en hún hefur einnig starfað sem gönguleiðsögumaður og hefur verið að tvinna þetta saman í nokkur ár með því að fá fólk út í náttúruna til að fá meira næði til að íhuga sjálfa sig og sína nútíð og framtíð. Við ræddum við Hrönn og forvitnumst í leiðinni um nokkuð sem kallast ?Þín leið? þar sem hún styður fólk við að finna sína leið í lífinu. Við ræddum um veðrið við Elínu Björk Jónasdóttur en hún segir í frétt á mbl.is að um hræðileg gröf sé að ræða þegar skoðaðar eru mæl­ing­ar frá­vika í yf­ir­borðshita­stigi sjáv­ar. Hún seg­ir mæl­ing­arn­ar benda til þess að sjór­inn sé ofboðslega hlýr, en það geti valdið vand­ræðum víða um Evr­ópu. Á Íslandi birt­ist það helst í auk­inni rign­ingu. Tónlistin í þættinum: In the summertime/Mungo Jerry(erl) You can't make old friends/Dolly Parton og Kenny Rogers(erl) You are my everything/Real thing(erl) Sól mín sól/Anna Pálína(Aðalsteinn Ásberg)
6/13/20230
Episode Artwork

Ljósmyndaverkefni á Minjasafni Akureyrar, Þín leið og veðurspjall

Minjasafnið á Akureyri hefur að undanförnu staðið fyrir vinsælum sýningum á verslunarsögu Akureyrar fram að síðustu aldamótum, og þar hafa ljósmyndir frá liðinni tíð leikið stórt hlutverk. Nú hefur safnið gert samstarfssamning við Áhugaljósmyndaraklúbb Akureyrar um að taka myndir af verslunum dagsins í dag svo safnafólk framtíðarinnar geti gengið í sögulegar heimildir þegar fram líða stundir. Við ræddum þetta framtak við Harald Þór Egilsson safnstjóra Minjasafnsins. Þögnin er í útrýmingarhættu segir Hrönn Baldursdóttir náms- og starfsráðgjafi en hún hefur einnig starfað sem gönguleiðsögumaður og hefur verið að tvinna þetta saman í nokkur ár með því að fá fólk út í náttúruna til að fá meira næði til að íhuga sjálfa sig og sína nútíð og framtíð. Við ræddum við Hrönn og forvitnumst í leiðinni um nokkuð sem kallast ?Þín leið? þar sem hún styður fólk við að finna sína leið í lífinu. Við ræddum um veðrið við Elínu Björk Jónasdóttur en hún segir í frétt á mbl.is að um hræðileg gröf sé að ræða þegar skoðaðar eru mæl­ing­ar frá­vika í yf­ir­borðshita­stigi sjáv­ar. Hún seg­ir mæl­ing­arn­ar benda til þess að sjór­inn sé ofboðslega hlýr, en það geti valdið vand­ræðum víða um Evr­ópu. Á Íslandi birt­ist það helst í auk­inni rign­ingu. Tónlistin í þættinum: In the summertime/Mungo Jerry(erl) You can't make old friends/Dolly Parton og Kenny Rogers(erl) You are my everything/Real thing(erl) Sól mín sól/Anna Pálína(Aðalsteinn Ásberg)
6/13/202350 minutes
Episode Artwork

Kvennaathvarf á Akureyri, vinkill vikunnar og Gunnar Helgason lesandi

Árið 2020 hófu Samtök um kvennaathvarf tilraunaverkefni um rekstur neyðarathvarfs á Akureyri. Það var svo í apríl á þessu ári að samtökin tilkynntu að erfiðlega hafi gengið að finna rekstrarform sem uppfylla þau skilyrði sem Samtök um kvennaathvarf setja fram til að tryggja öryggi og stuðning við konur og börn sem dvelja í athvarfinu. Nú er svo komið að athvarfið á Akureyri getur ekki tekið á móti nema einni konu og börnum hennar í senn. Við fengum til okkar Lindu Dröfn Gunnarsdóttur framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins og ræddum betur við hana um stöðu kvennaathvarfsins á Akureyri. Guðjón Helgi Ólafsson flutti okkur pistil á mánudegi eins og alltaf og í dag bar hann vinkilinn að sumarferðalögum. Og lesandi vikunnar var rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason.
6/12/20230
Episode Artwork

Kvennaathvarf á Akureyri, vinkill vikunnar og Gunnar Helgason lesandi

Árið 2020 hófu Samtök um kvennaathvarf tilraunaverkefni um rekstur neyðarathvarfs á Akureyri. Það var svo í apríl á þessu ári að samtökin tilkynntu að erfiðlega hafi gengið að finna rekstrarform sem uppfylla þau skilyrði sem Samtök um kvennaathvarf setja fram til að tryggja öryggi og stuðning við konur og börn sem dvelja í athvarfinu. Nú er svo komið að athvarfið á Akureyri getur ekki tekið á móti nema einni konu og börnum hennar í senn. Við fengum til okkar Lindu Dröfn Gunnarsdóttur framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins og ræddum betur við hana um stöðu kvennaathvarfsins á Akureyri. Guðjón Helgi Ólafsson flutti okkur pistil á mánudegi eins og alltaf og í dag bar hann vinkilinn að sumarferðalögum. Og lesandi vikunnar var rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason.
6/12/202350 minutes
Episode Artwork

Magni Ásgeirsson föstudagsgestur

Að vanda fengum við til okkar föstudagsgest, sem að þessu sinni var Magni Ásgeirsson tónlistarmaður. Magni hefur fengist við tónlist frá unga aldri og hefur á ferli sínum spilað á ótal böllum og haldið tónleika um allt land, sérstaklega með hljómsveitinni Á móti sól. Hann öðlaðist síðan frægð utan landsteinanna þegar hann tók þátt í raunveruleikakeppninni Rock Star Supernova þar sem hann hafnaði í fjórða sæti. Magni er landsbyggðarmaður í húð og hár, alinn upp á Borgarfirði Eystri en er í dag búsettur á Akureyri með fjölskyldu sinni. Magni kom til okkar og við rýndum í fortíð, nútíð og framtíð. Og svo var Magni áfram með okkur í Matarspjalli dagsins. Heim/Magni Ásgeirsson (Magni Ásgeirsson-Ásgrímur Ingi Arngrímsson) - Barn m. Ragga Bjarna (Ragnar Bjarnason-Steinn Steinarr) - Stjörnublik : Á móti sól
6/9/20230
Episode Artwork

Magni Ásgeirsson föstudagsgestur

Að vanda fengum við til okkar föstudagsgest, sem að þessu sinni var Magni Ásgeirsson tónlistarmaður. Magni hefur fengist við tónlist frá unga aldri og hefur á ferli sínum spilað á ótal böllum og haldið tónleika um allt land, sérstaklega með hljómsveitinni Á móti sól. Hann öðlaðist síðan frægð utan landsteinanna þegar hann tók þátt í raunveruleikakeppninni Rock Star Supernova þar sem hann hafnaði í fjórða sæti. Magni er landsbyggðarmaður í húð og hár, alinn upp á Borgarfirði Eystri en er í dag búsettur á Akureyri með fjölskyldu sinni. Magni kom til okkar og við rýndum í fortíð, nútíð og framtíð. Og svo var Magni áfram með okkur í Matarspjalli dagsins. Heim/Magni Ásgeirsson (Magni Ásgeirsson-Ásgrímur Ingi Arngrímsson) - Barn m. Ragga Bjarna (Ragnar Bjarnason-Steinn Steinarr) - Stjörnublik : Á móti sól
6/9/20230
Episode Artwork

Magni Ásgeirsson föstudagsgestur

Að vanda fengum við til okkar föstudagsgest, sem að þessu sinni var Magni Ásgeirsson tónlistarmaður. Magni hefur fengist við tónlist frá unga aldri og hefur á ferli sínum spilað á ótal böllum og haldið tónleika um allt land, sérstaklega með hljómsveitinni Á móti sól. Hann öðlaðist síðan frægð utan landsteinanna þegar hann tók þátt í raunveruleikakeppninni Rock Star Supernova þar sem hann hafnaði í fjórða sæti. Magni er landsbyggðarmaður í húð og hár, alinn upp á Borgarfirði Eystri en er í dag búsettur á Akureyri með fjölskyldu sinni. Magni kom til okkar og við rýndum í fortíð, nútíð og framtíð. Og svo var Magni áfram með okkur í Matarspjalli dagsins. Heim/Magni Ásgeirsson (Magni Ásgeirsson-Ásgrímur Ingi Arngrímsson) - Barn m. Ragga Bjarna (Ragnar Bjarnason-Steinn Steinarr) - Stjörnublik : Á móti sól
6/9/202350 minutes
Episode Artwork

Geðheilbrigði, Þá breyttist allt og Listasumar á Akureyri

Nýafstaðin ráðstefna sem Geðhjálp hélt fyrir stuttu, Þörf fyrir samfélags breytingar: nýjar leiðir til að hugsa um geðheilbrigðismál, undirstrikaði mikilvægi þess að stokka upp í þeirri hugmyndafræði sem ráðið hefur ríkjum síðustu áratugi í þjónustunni. Eitt dæmi sem kynnt var á fyrrnefndri ráðstefnu er ráðning starfsmanna með reynslu af að hafa veikst og þurft á geðheilbrigðiskerfinu að halda, svokallaðir jafningastarfsmenn. Starfsfólk með þennan bakgrunn hefur haslað sér völl víða um heim og í fyrsta skipti á Íslandi er í boði fimm daga námskeið fyrir jafningastarfsmenn og nú þegar hafa 31 einstaklingar útskrifast. Við fræddumst meira um þetta hjá þeim Elínu Ebbu Ásmundsdóttur varaformaður Geðhjálpar og Jóni Ara Arasyni sem hefur nýlokið við námskeið. Erlendum ríkisborgurum á Íslandi hefur fjölgað úr 10 þúsund í 65 þúsund á rúmlega 20 árum. Hvaða fólk er þetta sem kýs að koma til Íslands, afskekktrar eyju í Norður-Atlantshafi? Hvaðan kemur það og af hverju flytur það búferlum á milli landa? Þær Margrét Blöndal og Guðríður Haraldsdóttir ræða við 11 einstaklinga sem mætti kannski kalla nýja Íslendinga, í nýrri bók sem var að koma út og heitir Þá breyttist allt . Sumir fluttu til Íslands vegna átaka heima fyrir, aðrir eltu ástina eða fluttu vegna vinnu. Sögurnar á bak við hvern og einn eru jafn ólíkar og þær eru margar. Eitt eiga þær þó sameiginlegt; þegar þetta fólk flutti til Íslands þá breyttist allt. Þær Margrét og Guðríður komu og sögðu frá bókinni. Listasumar á Akureyri var sett í gær en þá er boðið upp á fjölbreyttar uppákomur og upplifanir fyrir gesti og bæjarbúa á Akureyri. Það var Egill Andrason sumarlistamaður Akureyrarbæjar sem hleypti hátíðinni af stokkunum með tónleikum á þaki inngangs Listasafnsins á Akureyri. Við fengum Egil til okkar í hljóðstofu á Akureyri og forvitnumst um hvað fleira er fram undan hjá sumarlistamanni Akureyrarbæjar, auk þess sem Almar Alfreðsson verkefnastjóri sagði okkur nánar frá hátíðinni.
6/8/20230
Episode Artwork

Geðheilbrigði, Þá breyttist allt og Listasumar á Akureyri

Nýafstaðin ráðstefna sem Geðhjálp hélt fyrir stuttu, Þörf fyrir samfélags breytingar: nýjar leiðir til að hugsa um geðheilbrigðismál, undirstrikaði mikilvægi þess að stokka upp í þeirri hugmyndafræði sem ráðið hefur ríkjum síðustu áratugi í þjónustunni. Eitt dæmi sem kynnt var á fyrrnefndri ráðstefnu er ráðning starfsmanna með reynslu af að hafa veikst og þurft á geðheilbrigðiskerfinu að halda, svokallaðir jafningastarfsmenn. Starfsfólk með þennan bakgrunn hefur haslað sér völl víða um heim og í fyrsta skipti á Íslandi er í boði fimm daga námskeið fyrir jafningastarfsmenn og nú þegar hafa 31 einstaklingar útskrifast. Við fræddumst meira um þetta hjá þeim Elínu Ebbu Ásmundsdóttur varaformaður Geðhjálpar og Jóni Ara Arasyni sem hefur nýlokið við námskeið. Erlendum ríkisborgurum á Íslandi hefur fjölgað úr 10 þúsund í 65 þúsund á rúmlega 20 árum. Hvaða fólk er þetta sem kýs að koma til Íslands, afskekktrar eyju í Norður-Atlantshafi? Hvaðan kemur það og af hverju flytur það búferlum á milli landa? Þær Margrét Blöndal og Guðríður Haraldsdóttir ræða við 11 einstaklinga sem mætti kannski kalla nýja Íslendinga, í nýrri bók sem var að koma út og heitir Þá breyttist allt . Sumir fluttu til Íslands vegna átaka heima fyrir, aðrir eltu ástina eða fluttu vegna vinnu. Sögurnar á bak við hvern og einn eru jafn ólíkar og þær eru margar. Eitt eiga þær þó sameiginlegt; þegar þetta fólk flutti til Íslands þá breyttist allt. Þær Margrét og Guðríður komu og sögðu frá bókinni. Listasumar á Akureyri var sett í gær en þá er boðið upp á fjölbreyttar uppákomur og upplifanir fyrir gesti og bæjarbúa á Akureyri. Það var Egill Andrason sumarlistamaður Akureyrarbæjar sem hleypti hátíðinni af stokkunum með tónleikum á þaki inngangs Listasafnsins á Akureyri. Við fengum Egil til okkar í hljóðstofu á Akureyri og forvitnumst um hvað fleira er fram undan hjá sumarlistamanni Akureyrarbæjar, auk þess sem Almar Alfreðsson verkefnastjóri sagði okkur nánar frá hátíðinni.
6/8/202350 minutes
Episode Artwork

Brúðkaupsveisla framundan, listahjón og velferðaraðstoð í Eyjafirði

Á Eyjafjarðarsvæðinu er starfrækt velferðaraðstoð sem rekin er með samvinnu nokkurra hjálparsamtaka. Það eru Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Akureyri, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og Rauði krossinn við Eyjafjörð. Aðstoðin var þó fyrst aðeins bundin við jólin. Það var svo jólin 2022 að metfjöldi umsókna barst og var þá starfsemin útvíkkuð enn frekar. Í kjölfarið var stofnaður Velferðarsjóður Eyjafjarðar og veitir sá sjóður velferðaraðstoð á ársgrundvelli. Sigríður M. Jóhannsdóttir frá Mæðrastyrksnefnd hefur verið formaður sjóðsins frá stofnun hans. Hún var gestur okkar hér í Mannlega þættinum og segði betur frá starfsemi sjóðsins og hvernig hún skynjar þörfina fyrir aðstoð hér á Eyjafjarðarsvæðinu. Listahjónin Snorri Guðvarðarson og Kristjana Agnarsdóttir vinna við það að gera upp gamlar friðaðar kirkjur og hús og ferðast víða um land í þeim tilgangi. Það eru mörg smáatriði sem þarf að huga að og heimildavinna til að finna út hvernig húsin litu út upprunalega. Við hittum þau hjónin í Minjasafnskirkjunni hér á Akureyri og tókum þau tali. Arnar Símonarson eða Addi Sím eins og hann er oftast kallaður er að undirbúa brúðkaupið sitt sem fer fram 17. júní og hann er þessa dagana að sauma brúðarfötin sem þeir munu klæðast þann dag og einnig er hann búin að prjóna sokkana, geri aðrir betur. Og ekki nóg með allan saumaskapinn þá bakar hann líka kökurnar fyrir veisluna. Það er sum sé allt heimagert frá a til ö. Addi kom keyrandi frá Dalvík og sagði okkur allt um brúðkaupsundirbúninginn.
6/7/20230
Episode Artwork

Brúðkaupsveisla framundan, listahjón og velferðaraðstoð í Eyjafirði

Á Eyjafjarðarsvæðinu er starfrækt velferðaraðstoð sem rekin er með samvinnu nokkurra hjálparsamtaka. Það eru Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Akureyri, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og Rauði krossinn við Eyjafjörð. Aðstoðin var þó fyrst aðeins bundin við jólin. Það var svo jólin 2022 að metfjöldi umsókna barst og var þá starfsemin útvíkkuð enn frekar. Í kjölfarið var stofnaður Velferðarsjóður Eyjafjarðar og veitir sá sjóður velferðaraðstoð á ársgrundvelli. Sigríður M. Jóhannsdóttir frá Mæðrastyrksnefnd hefur verið formaður sjóðsins frá stofnun hans. Hún var gestur okkar hér í Mannlega þættinum og segði betur frá starfsemi sjóðsins og hvernig hún skynjar þörfina fyrir aðstoð hér á Eyjafjarðarsvæðinu. Listahjónin Snorri Guðvarðarson og Kristjana Agnarsdóttir vinna við það að gera upp gamlar friðaðar kirkjur og hús og ferðast víða um land í þeim tilgangi. Það eru mörg smáatriði sem þarf að huga að og heimildavinna til að finna út hvernig húsin litu út upprunalega. Við hittum þau hjónin í Minjasafnskirkjunni hér á Akureyri og tókum þau tali. Arnar Símonarson eða Addi Sím eins og hann er oftast kallaður er að undirbúa brúðkaupið sitt sem fer fram 17. júní og hann er þessa dagana að sauma brúðarfötin sem þeir munu klæðast þann dag og einnig er hann búin að prjóna sokkana, geri aðrir betur. Og ekki nóg með allan saumaskapinn þá bakar hann líka kökurnar fyrir veisluna. Það er sum sé allt heimagert frá a til ö. Addi kom keyrandi frá Dalvík og sagði okkur allt um brúðkaupsundirbúninginn.
6/7/20230
Episode Artwork

Brúðkaupsveisla framundan, listahjón og velferðaraðstoð í Eyjafirði

Á Eyjafjarðarsvæðinu er starfrækt velferðaraðstoð sem rekin er með samvinnu nokkurra hjálparsamtaka. Það eru Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Akureyri, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og Rauði krossinn við Eyjafjörð. Aðstoðin var þó fyrst aðeins bundin við jólin. Það var svo jólin 2022 að metfjöldi umsókna barst og var þá starfsemin útvíkkuð enn frekar. Í kjölfarið var stofnaður Velferðarsjóður Eyjafjarðar og veitir sá sjóður velferðaraðstoð á ársgrundvelli. Sigríður M. Jóhannsdóttir frá Mæðrastyrksnefnd hefur verið formaður sjóðsins frá stofnun hans. Hún var gestur okkar hér í Mannlega þættinum og segði betur frá starfsemi sjóðsins og hvernig hún skynjar þörfina fyrir aðstoð hér á Eyjafjarðarsvæðinu. Listahjónin Snorri Guðvarðarson og Kristjana Agnarsdóttir vinna við það að gera upp gamlar friðaðar kirkjur og hús og ferðast víða um land í þeim tilgangi. Það eru mörg smáatriði sem þarf að huga að og heimildavinna til að finna út hvernig húsin litu út upprunalega. Við hittum þau hjónin í Minjasafnskirkjunni hér á Akureyri og tókum þau tali. Arnar Símonarson eða Addi Sím eins og hann er oftast kallaður er að undirbúa brúðkaupið sitt sem fer fram 17. júní og hann er þessa dagana að sauma brúðarfötin sem þeir munu klæðast þann dag og einnig er hann búin að prjóna sokkana, geri aðrir betur. Og ekki nóg með allan saumaskapinn þá bakar hann líka kökurnar fyrir veisluna. Það er sum sé allt heimagert frá a til ö. Addi kom keyrandi frá Dalvík og sagði okkur allt um brúðkaupsundirbúninginn.
6/7/202350 minutes
Episode Artwork

Plötusafnarinn í Miðkoti, ÁLFkonur og Sjómannafélag Ólafsfjarðar

Við keyrðum til Dalvíkur og heimsóttum Hafstein Pálsson bónda í Miðkoti sem meirihluta ævi sinnar hefur safnað allri íslenskri útgáfu á plötum, diskum og kassettum. Þetta er stærðarinnar safn og margir krókar og kimar á heimilinu eru fullir af þessum dýrmæta fjársjóði, frá gólfi uppí loft sumsstaðar. En nú er hann hættur að safna og komin tími til segir hann. Hópurinn ÁLFkonur er áhugaljósmyndarafélag fyrir konur sem hefur ljósmyndun að áhugamáli. Það er árlegur viðburður hjá þeim að sýna ljósmyndir sínar fyrir gesti og gangandi í Lystigarðinum á Akureyri og að þessu sinni er það vetrarríkið sem birtist í verkum þeirra - frost og kuldi í sólinni og gróðrinum í Lystigarðinum. Við fengum til okkar tvær ÁLFkonur, þær Agnesi Heiðu Skúladóttur og Ingu Dagnýju Eydal . Það var mikið um dýrðir á Ólafsfirði um sjómannadagshelgina enda fagnar Sjómannafélag Ólafsfjarðar 40 ára afmæli sínu í ár. Af því tilefni var gefin út vegleg afmælisbók þar sem farið er yfir sögu félagsins í máli og myndum og bókinni var fyrir helgi dreift til allra heimila á Ólafsfirði. Atli Rúnar Halldórsson er höfundur bókarinnar og hann kom og sagði okkur frá viðtökunum og hvernig var að skrásetja þessa umfangsmiklu sögu.
6/6/20230
Episode Artwork

Plötusafnarinn í Miðkoti, ÁLFkonur og Sjómannafélag Ólafsfjarðar

Við keyrðum til Dalvíkur og heimsóttum Hafstein Pálsson bónda í Miðkoti sem meirihluta ævi sinnar hefur safnað allri íslenskri útgáfu á plötum, diskum og kassettum. Þetta er stærðarinnar safn og margir krókar og kimar á heimilinu eru fullir af þessum dýrmæta fjársjóði, frá gólfi uppí loft sumsstaðar. En nú er hann hættur að safna og komin tími til segir hann. Hópurinn ÁLFkonur er áhugaljósmyndarafélag fyrir konur sem hefur ljósmyndun að áhugamáli. Það er árlegur viðburður hjá þeim að sýna ljósmyndir sínar fyrir gesti og gangandi í Lystigarðinum á Akureyri og að þessu sinni er það vetrarríkið sem birtist í verkum þeirra - frost og kuldi í sólinni og gróðrinum í Lystigarðinum. Við fengum til okkar tvær ÁLFkonur, þær Agnesi Heiðu Skúladóttur og Ingu Dagnýju Eydal . Það var mikið um dýrðir á Ólafsfirði um sjómannadagshelgina enda fagnar Sjómannafélag Ólafsfjarðar 40 ára afmæli sínu í ár. Af því tilefni var gefin út vegleg afmælisbók þar sem farið er yfir sögu félagsins í máli og myndum og bókinni var fyrir helgi dreift til allra heimila á Ólafsfirði. Atli Rúnar Halldórsson er höfundur bókarinnar og hann kom og sagði okkur frá viðtökunum og hvernig var að skrásetja þessa umfangsmiklu sögu.
6/6/202350 minutes
Episode Artwork

Menning á Akureyri, Vinkill vikunnar og lesandinn Rakel Hinriksdóttir

Við fjölluðum um hvað einkennir menningarlandslagið á Akureyri í upphafi þáttar. Hvað einkennir grasrótina, hvernig er lífið í Listagilinu, hverskonar menningarstarfsemi einkennir bæinn. Til þess að ræða allt þetta og meira til fengum við til okkar þær Kristínu Þóru Kjartansdóttur, staðarhaldara og listrænan stjóranda í Flóru menningarhúsi í Sigurhæðum, og Þuríði Helgu Kristjánsdóttur, sjálfstætt starfandi verkefnastjóra og myndlistarmann, en þær hafa lifað og hrærst í menningarlífi Akureyrar í fjölda ára. Guðjón Helgi skúffuskáldið góða úr Flóanum var með pistil í dag og að þessu sinni lagði hann vinkilinn að minnistæðustu viðburðum vetrarins. Lesandi vikunnar var á sínum stað. Að þessu sinni kom til okkar í hljóðver á Akureyri listakonan Rakel Hinriksdóttir. Rakel sinni bæði ritstörfum og myndlist, auk þess að starfa við félagsstarfið á Öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri. Þess utan er Rakel mikill lestrarhestur og við fengum að vita allt um hennar eftirlætisbækur og höfunda. Tónlist í þættinum: Í rökkurró/Helena Eyjólfsdóttir(Erl-Jón Sigurðsson) Útsetning Karl Olgeirsson -Ég nenni ekki að labba upp Gilið - Brenndu bananarnir (Hekla Sólveig Magnúsdóttir og Sigrún Freygerður Finnsdóttir, 16 og 17 ára nemendur við Menntaskólann á Akureyri) .
6/5/20230
Episode Artwork

Menning á Akureyri, Vinkill vikunnar og lesandinn Rakel Hinriksdóttir

Við fjölluðum um hvað einkennir menningarlandslagið á Akureyri í upphafi þáttar. Hvað einkennir grasrótina, hvernig er lífið í Listagilinu, hverskonar menningarstarfsemi einkennir bæinn. Til þess að ræða allt þetta og meira til fengum við til okkar þær Kristínu Þóru Kjartansdóttur, staðarhaldara og listrænan stjóranda í Flóru menningarhúsi í Sigurhæðum, og Þuríði Helgu Kristjánsdóttur, sjálfstætt starfandi verkefnastjóra og myndlistarmann, en þær hafa lifað og hrærst í menningarlífi Akureyrar í fjölda ára. Guðjón Helgi skúffuskáldið góða úr Flóanum var með pistil í dag og að þessu sinni lagði hann vinkilinn að minnistæðustu viðburðum vetrarins. Lesandi vikunnar var á sínum stað. Að þessu sinni kom til okkar í hljóðver á Akureyri listakonan Rakel Hinriksdóttir. Rakel sinni bæði ritstörfum og myndlist, auk þess að starfa við félagsstarfið á Öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri. Þess utan er Rakel mikill lestrarhestur og við fengum að vita allt um hennar eftirlætisbækur og höfunda. Tónlist í þættinum: Í rökkurró/Helena Eyjólfsdóttir(Erl-Jón Sigurðsson) Útsetning Karl Olgeirsson -Ég nenni ekki að labba upp Gilið - Brenndu bananarnir (Hekla Sólveig Magnúsdóttir og Sigrún Freygerður Finnsdóttir, 16 og 17 ára nemendur við Menntaskólann á Akureyri) .
6/5/20230
Episode Artwork

Menning á Akureyri, Vinkill vikunnar og lesandinn Rakel Hinriksdóttir

Við fjölluðum um hvað einkennir menningarlandslagið á Akureyri í upphafi þáttar. Hvað einkennir grasrótina, hvernig er lífið í Listagilinu, hverskonar menningarstarfsemi einkennir bæinn. Til þess að ræða allt þetta og meira til fengum við til okkar þær Kristínu Þóru Kjartansdóttur, staðarhaldara og listrænan stjóranda í Flóru menningarhúsi í Sigurhæðum, og Þuríði Helgu Kristjánsdóttur, sjálfstætt starfandi verkefnastjóra og myndlistarmann, en þær hafa lifað og hrærst í menningarlífi Akureyrar í fjölda ára. Guðjón Helgi skúffuskáldið góða úr Flóanum var með pistil í dag og að þessu sinni lagði hann vinkilinn að minnistæðustu viðburðum vetrarins. Lesandi vikunnar var á sínum stað. Að þessu sinni kom til okkar í hljóðver á Akureyri listakonan Rakel Hinriksdóttir. Rakel sinni bæði ritstörfum og myndlist, auk þess að starfa við félagsstarfið á Öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri. Þess utan er Rakel mikill lestrarhestur og við fengum að vita allt um hennar eftirlætisbækur og höfunda. Tónlist í þættinum: Í rökkurró/Helena Eyjólfsdóttir(Erl-Jón Sigurðsson) Útsetning Karl Olgeirsson -Ég nenni ekki að labba upp Gilið - Brenndu bananarnir (Hekla Sólveig Magnúsdóttir og Sigrún Freygerður Finnsdóttir, 16 og 17 ára nemendur við Menntaskólann á Akureyri) .
6/5/202350 minutes
Episode Artwork

Sirrý föstudagsgestur og matarspjall

Sirrý Arnardóttir stjórnendaþjálfari, fyrirlesari, kennari við Háskólann á Bifröst og rithöfundur, var föstudagsgesturinn okkar í dag. Sirrý á að baki 30 ára farsælan feril í fjölmiðlum en hefur snúið sér alfarið að stjórnendaþjálfun og kennslu. Hún hefur sérhæft sig í að þjálfa fólk í öruggri tjáningu og samskiptafærni og haldið námskeið fyrir fjölbreytta hópa um árabil. Hún hefur einnig gefið út nokkrar bækur og núna í ágúst er von á nýrri bók um örugga tjáningu. Hún er nýorðin amma og við spurðum hana út í nýja hlutverið og skoðum fortíð, nútíð og framtíð með henni. Matarspjallið var svo á sínum stað og áfram héldum við að tala um sælgæti. Hvað er besta súkkulaðið og spurningu verður svarað: Þurfum við ennþá að koma heim frá útlöndum með nammi fyrir vinnustaðinn? Er þetta ekki búið eða hvað? Tónlistin í þættinum: - Einbúinn/Vilhjálmur Vilhjálmsson(Magnús Eiríksson) - Cha cha cha/Kerja (Alexi Numi) Finnska Eurovisionlagið - Veldu stjörnu/Ellen Kristjáns og John Grant( Ellen Kristján-Bragi Valdimar Skúlason)
6/2/20230
Episode Artwork

Sirrý föstudagsgestur og matarspjall

Sirrý Arnardóttir stjórnendaþjálfari, fyrirlesari, kennari við Háskólann á Bifröst og rithöfundur, var föstudagsgesturinn okkar í dag. Sirrý á að baki 30 ára farsælan feril í fjölmiðlum en hefur snúið sér alfarið að stjórnendaþjálfun og kennslu. Hún hefur sérhæft sig í að þjálfa fólk í öruggri tjáningu og samskiptafærni og haldið námskeið fyrir fjölbreytta hópa um árabil. Hún hefur einnig gefið út nokkrar bækur og núna í ágúst er von á nýrri bók um örugga tjáningu. Hún er nýorðin amma og við spurðum hana út í nýja hlutverið og skoðum fortíð, nútíð og framtíð með henni. Matarspjallið var svo á sínum stað og áfram héldum við að tala um sælgæti. Hvað er besta súkkulaðið og spurningu verður svarað: Þurfum við ennþá að koma heim frá útlöndum með nammi fyrir vinnustaðinn? Er þetta ekki búið eða hvað? Tónlistin í þættinum: - Einbúinn/Vilhjálmur Vilhjálmsson(Magnús Eiríksson) - Cha cha cha/Kerja (Alexi Numi) Finnska Eurovisionlagið - Veldu stjörnu/Ellen Kristjáns og John Grant( Ellen Kristján-Bragi Valdimar Skúlason)
6/2/202350 minutes
Episode Artwork

Fjarvinna úti í heimi, vinkill dagsins og alþjóðleg drengjakórahátíð

Við ræddum við Davíð Rafn Kristjánsson framkvæmdastjóra Swapp Agency en það fyrirtæki sérhæfir sig í fjarvinnu milli landa. Davíð bjó í Asíu um tíma og ferðaðist þar um í nokkur ár og hugsaði með sér að það væri frábært að geta unnið fyrir hvaða fyrirtæki sem er, hvar sem er í heiminum. Fyrirtækið var stofnað 2017 og aðstoðar starfsmenn búsetta á Norðurlöndunum við að fá greitt sem launþegar þegar þau vinna fyrir fyrirtæki utan þess lands sem þau eru búsett í. Fyrirtækið hefur unnið með mörgum af stóru fyrirtækjum heims eins og Google,Tripadvisor,Harvard svo eitthvað sé nefnt. Guðjón Helgi skúffuskáld úr Flóanum bar vinkilinn í pistli dagsins að útilegubúnaði af ýmsu tagi. Um helgina verður haldin hér á Íslandi alþjóðleg drengjakórahátíð þegar Drengjakór Reykjavíkur tekur á móti Sofia Boys Choir frá Búlgaríu, sem er meðal virtustu drengjakóra Evrópu. Á hátíðinni verða haldnir þrennir tónleikar, í Skálholti, Hallgrímskirkju og í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Á tónleikunum koma fram alls 50 söngvarar á aldrinum 8-20 ára sem flytja fjölbreytta efnisskrá þar sem íslensk og búlgörsk tónlist verður í fyrirrúmi. Við fengum til okkar Önnu Hugadóttur, formann foreldrafélags Drengjakórs Reykjavíkur, sem sagði okkur nánar frá hátíðinni og starfsemi drengjakórsins. Tónlist: - Bjartsýni/Ríó Tríó (Gunnar Þórðarsson-Jónas Friðrik) - Síðan eru liðin mörg ár/Brimkló(erl-Þorsteinn Eggertsson) - I will take the high note/ Harry James og orghestra(Johnny Green) Úr söngleiknum Bathy Beauty frá 1944)
6/1/20230
Episode Artwork

Fjarvinna úti í heimi, vinkill dagsins og alþjóðleg drengjakórahátíð

Við ræddum við Davíð Rafn Kristjánsson framkvæmdastjóra Swapp Agency en það fyrirtæki sérhæfir sig í fjarvinnu milli landa. Davíð bjó í Asíu um tíma og ferðaðist þar um í nokkur ár og hugsaði með sér að það væri frábært að geta unnið fyrir hvaða fyrirtæki sem er, hvar sem er í heiminum. Fyrirtækið var stofnað 2017 og aðstoðar starfsmenn búsetta á Norðurlöndunum við að fá greitt sem launþegar þegar þau vinna fyrir fyrirtæki utan þess lands sem þau eru búsett í. Fyrirtækið hefur unnið með mörgum af stóru fyrirtækjum heims eins og Google,Tripadvisor,Harvard svo eitthvað sé nefnt. Guðjón Helgi skúffuskáld úr Flóanum bar vinkilinn í pistli dagsins að útilegubúnaði af ýmsu tagi. Um helgina verður haldin hér á Íslandi alþjóðleg drengjakórahátíð þegar Drengjakór Reykjavíkur tekur á móti Sofia Boys Choir frá Búlgaríu, sem er meðal virtustu drengjakóra Evrópu. Á hátíðinni verða haldnir þrennir tónleikar, í Skálholti, Hallgrímskirkju og í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Á tónleikunum koma fram alls 50 söngvarar á aldrinum 8-20 ára sem flytja fjölbreytta efnisskrá þar sem íslensk og búlgörsk tónlist verður í fyrirrúmi. Við fengum til okkar Önnu Hugadóttur, formann foreldrafélags Drengjakórs Reykjavíkur, sem sagði okkur nánar frá hátíðinni og starfsemi drengjakórsins. Tónlist: - Bjartsýni/Ríó Tríó (Gunnar Þórðarsson-Jónas Friðrik) - Síðan eru liðin mörg ár/Brimkló(erl-Þorsteinn Eggertsson) - I will take the high note/ Harry James og orghestra(Johnny Green) Úr söngleiknum Bathy Beauty frá 1944)
6/1/20230
Episode Artwork

Fjarvinna úti í heimi, vinkill dagsins og alþjóðleg drengjakórahátíð

Við ræddum við Davíð Rafn Kristjánsson framkvæmdastjóra Swapp Agency en það fyrirtæki sérhæfir sig í fjarvinnu milli landa. Davíð bjó í Asíu um tíma og ferðaðist þar um í nokkur ár og hugsaði með sér að það væri frábært að geta unnið fyrir hvaða fyrirtæki sem er, hvar sem er í heiminum. Fyrirtækið var stofnað 2017 og aðstoðar starfsmenn búsetta á Norðurlöndunum við að fá greitt sem launþegar þegar þau vinna fyrir fyrirtæki utan þess lands sem þau eru búsett í. Fyrirtækið hefur unnið með mörgum af stóru fyrirtækjum heims eins og Google,Tripadvisor,Harvard svo eitthvað sé nefnt. Guðjón Helgi skúffuskáld úr Flóanum bar vinkilinn í pistli dagsins að útilegubúnaði af ýmsu tagi. Um helgina verður haldin hér á Íslandi alþjóðleg drengjakórahátíð þegar Drengjakór Reykjavíkur tekur á móti Sofia Boys Choir frá Búlgaríu, sem er meðal virtustu drengjakóra Evrópu. Á hátíðinni verða haldnir þrennir tónleikar, í Skálholti, Hallgrímskirkju og í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Á tónleikunum koma fram alls 50 söngvarar á aldrinum 8-20 ára sem flytja fjölbreytta efnisskrá þar sem íslensk og búlgörsk tónlist verður í fyrirrúmi. Við fengum til okkar Önnu Hugadóttur, formann foreldrafélags Drengjakórs Reykjavíkur, sem sagði okkur nánar frá hátíðinni og starfsemi drengjakórsins. Tónlist: - Bjartsýni/Ríó Tríó (Gunnar Þórðarsson-Jónas Friðrik) - Síðan eru liðin mörg ár/Brimkló(erl-Þorsteinn Eggertsson) - I will take the high note/ Harry James og orghestra(Johnny Green) Úr söngleiknum Bathy Beauty frá 1944)
6/1/202350 minutes
Episode Artwork

Hvítar lygar, gönguhátíð í Reykjavík og lestarferðalag fyrir 60+

Hvítar lygar nefnist glæný fjögurra þátta sjónvarpssería sem fjallar um sambönd fimm ungmenna á menntaskólaaldri, vináttu þeirra og áskoranir. Þar er tekist á við stórar spurningar um lífið og tilveruna, eins og: Hvað erum við tilbúin að gera fyrir þau sem við þekkjum og þykir vænt um? Hvenær segjum við þeim sannleikann þótt hann sé erfiður og hvenær beygum við sannleikann til að hlífa þeim? Til að segja okkur betur frá þáttunum og tilurð þeirra fengum við til okkar Dominique Gyðu Sigrúnardóttur, leikstjóra og handritshöfund verksins, og Ágúst Örn Wigum Börgesson, einn leikaranna. Gönguhátíð í Reykjavík fer fram í þriðja sinn og hófst í gær og stendur til 3.júní. ( Í dag er í boði skemmtileg innanbæjarganga um Laugardal, upp á Laugarás og niður að sjó þar sem gengið verður meðfram sjávarsíðunni að Laugarnesi og svo upp með Kringlumýrarbrautinni og aftur á upphafsstaðinn.) Einar Skúlason kom til okkar á eftir og sagði okkur frá en næstu daga verður boðið uppá margar áhugaverðar göngur fyrir alla. Við töluðum við Björgu Árnadóttur sem er að hefja heilmikið ferðalag og ætlar að vera á bakpokaferðalagi næstu þrjá mánuði, interrail 60+ . Þetta ferðalag hefur verið draumur hjá Björgu síðan árið 1973 og hana langar að hvetja Íslendinga til að ferðast með lestum um Evrópu og eldri konur til að flakka einar á milli farfuglaheimila. Hún ætlar að blogga um ferðalagið meðan á því stendur. Tónlist í þættinum í dag: Öll þessi ást/Snorri Helgason og Of monsters and man(Snorri Helga og Bragi Valdimar Skúlason) Lapis Lazuli/Helgi Björns(Guðmundur Óskar Guðmunds-Helgi Björnsson, texti Helgi Björnsson) The fool on the hill/ Berliner Philharmoniker. Zwölf Cellisten
5/31/20230
Episode Artwork

Hvítar lygar, gönguhátíð í Reykjavík og lestarferðalag fyrir 60+

Hvítar lygar nefnist glæný fjögurra þátta sjónvarpssería sem fjallar um sambönd fimm ungmenna á menntaskólaaldri, vináttu þeirra og áskoranir. Þar er tekist á við stórar spurningar um lífið og tilveruna, eins og: Hvað erum við tilbúin að gera fyrir þau sem við þekkjum og þykir vænt um? Hvenær segjum við þeim sannleikann þótt hann sé erfiður og hvenær beygum við sannleikann til að hlífa þeim? Til að segja okkur betur frá þáttunum og tilurð þeirra fengum við til okkar Dominique Gyðu Sigrúnardóttur, leikstjóra og handritshöfund verksins, og Ágúst Örn Wigum Börgesson, einn leikaranna. Gönguhátíð í Reykjavík fer fram í þriðja sinn og hófst í gær og stendur til 3.júní. ( Í dag er í boði skemmtileg innanbæjarganga um Laugardal, upp á Laugarás og niður að sjó þar sem gengið verður meðfram sjávarsíðunni að Laugarnesi og svo upp með Kringlumýrarbrautinni og aftur á upphafsstaðinn.) Einar Skúlason kom til okkar á eftir og sagði okkur frá en næstu daga verður boðið uppá margar áhugaverðar göngur fyrir alla. Við töluðum við Björgu Árnadóttur sem er að hefja heilmikið ferðalag og ætlar að vera á bakpokaferðalagi næstu þrjá mánuði, interrail 60+ . Þetta ferðalag hefur verið draumur hjá Björgu síðan árið 1973 og hana langar að hvetja Íslendinga til að ferðast með lestum um Evrópu og eldri konur til að flakka einar á milli farfuglaheimila. Hún ætlar að blogga um ferðalagið meðan á því stendur. Tónlist í þættinum í dag: Öll þessi ást/Snorri Helgason og Of monsters and man(Snorri Helga og Bragi Valdimar Skúlason) Lapis Lazuli/Helgi Björns(Guðmundur Óskar Guðmunds-Helgi Björnsson, texti Helgi Björnsson) The fool on the hill/ Berliner Philharmoniker. Zwölf Cellisten
5/31/202350 minutes
Episode Artwork

Ungir menn detta úr skóla og námi,Móðusýki og hekl og veðurspjall

MANNLEGI ÞÁTTURINN - MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2023 UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR Ungu fólki sem er ekki í vinnu, námi eða starfsþjálfun hefur fjölgað í Evrópu síðustu ár. Afleiðingar fyrir þennan hóp geta verið margvíslegar eins og verri andleg og líkamleg heilsa. Brottfall úr skóla á Íslandi er með því hæsta í Evrópu og ungum karlmönnum sem fá örorkugreiningu hefur fjölgað milli ára, algengasta ástæðan eru geðraskanir. Við ræddum við Petrínu Freyju Sigurðardóttur félagsfræðing og sérfræðing í starfsendurhæfingu um meistararitgerð hennar þar sem hún tekur viðtöl við nokkra unga menn sem dottið hafa úr skóla og vinnu. Við kíktum í heimsókn til listakonunnar Jonnu Jónborgar Sigurðardóttur á Akureyri. Jonna er þekkt fyrir að búa til ýmsar verur og fyrirbæri úr textíl. Nú síðast hefur hún til að mynda verið að hekla hina ýmsu sjúkdóma, sína eigin sjúkdóma og annarra. Og um hvítasunnuhelgina hélt hún sýningu þar sem hún sýndi móðursýki prjónaða í hinum ýmsu útgáfum. Við spjölluðum við Jonnu og forvitnumst um lífið og tilveruna. Við ræddum við Elínu Björk um veðrið og það er af nógu að taka á því sviði enda búum við á Íslandi þar sem veðrið breytist hratt. Tónlist í þættinum í dag Landíbus með jökri( Nú hvaða hvaða)/Íkorni 4.30/Solveig Slettahjell(Solveig Slettahjell og Peter Kjellsby) Words/Bee Gees (Bee Gees)
5/30/20230
Episode Artwork

Ungir menn detta úr skóla og námi, móðursýki, hekl og veðurspjall

Ungu fólki sem er ekki í vinnu, námi eða starfsþjálfun hefur fjölgað í Evrópu síðustu ár. Afleiðingar fyrir þennan hóp geta verið margvíslegar eins og verri andleg og líkamleg heilsa. Brottfall úr skóla á Íslandi er með því hæsta í Evrópu og ungum karlmönnum sem fá örorkugreiningu hefur fjölgað milli ára, algengasta ástæðan eru geðraskanir. Við ræddum við Petrínu Freyju Sigurðardóttur félagsfræðing og sérfræðing í starfsendurhæfingu um meistararitgerð hennar þar sem hún tekur viðtöl við nokkra unga menn sem dottið hafa úr skóla og vinnu. Við kíktum í heimsókn til listakonunnar Jonnu Jónborgar Sigurðardóttur á Akureyri. Jonna er þekkt fyrir að búa til ýmsar verur og fyrirbæri úr textíl. Nú síðast hefur hún til að mynda verið að hekla hina ýmsu sjúkdóma, sína eigin sjúkdóma og annarra. Og um hvítasunnuhelgina hélt hún sýningu þar sem hún sýndi móðursýki prjónaða í hinum ýmsu útgáfum. Við spjölluðum við Jonnu og forvitnumst um lífið og tilveruna. Við ræddum við Elínu Björk um veðrið og það er af nógu að taka á því sviði enda búum við á Íslandi þar sem veðrið breytist hratt. Tónlist í þættinum í dag: Landíbus með jökri( Nú hvaða hvaða)/Íkorni 4.30/Solveig Slettahjell(Solveig Slettahjell og Peter Kjellsby) Words/Bee Gees (Bee Gees)
5/30/20230
Episode Artwork

Ungir menn detta úr skóla og námi, móðursýki, hekl og veðurspjall

Ungu fólki sem er ekki í vinnu, námi eða starfsþjálfun hefur fjölgað í Evrópu síðustu ár. Afleiðingar fyrir þennan hóp geta verið margvíslegar eins og verri andleg og líkamleg heilsa. Brottfall úr skóla á Íslandi er með því hæsta í Evrópu og ungum karlmönnum sem fá örorkugreiningu hefur fjölgað milli ára, algengasta ástæðan eru geðraskanir. Við ræddum við Petrínu Freyju Sigurðardóttur félagsfræðing og sérfræðing í starfsendurhæfingu um meistararitgerð hennar þar sem hún tekur viðtöl við nokkra unga menn sem dottið hafa úr skóla og vinnu. Við kíktum í heimsókn til listakonunnar Jonnu Jónborgar Sigurðardóttur á Akureyri. Jonna er þekkt fyrir að búa til ýmsar verur og fyrirbæri úr textíl. Nú síðast hefur hún til að mynda verið að hekla hina ýmsu sjúkdóma, sína eigin sjúkdóma og annarra. Og um hvítasunnuhelgina hélt hún sýningu þar sem hún sýndi móðursýki prjónaða í hinum ýmsu útgáfum. Við spjölluðum við Jonnu og forvitnumst um lífið og tilveruna. Við ræddum við Elínu Björk um veðrið og það er af nógu að taka á því sviði enda búum við á Íslandi þar sem veðrið breytist hratt. Tónlist í þættinum í dag: Landíbus með jökri( Nú hvaða hvaða)/Íkorni 4.30/Solveig Slettahjell(Solveig Slettahjell og Peter Kjellsby) Words/Bee Gees (Bee Gees)
5/30/202350 minutes
Episode Artwork

Erna og Eva föstudagsgestir og nammispjall

Föstudagsgestirnir okkar í dag voru þær Erna Þórarinsdóttir og Eva Ásrún Albertsdóttir söngkonur sem byrjuðu ferilinn í heimabænum sínum, Akureyri, sungu með hljómsveitinni Hver og mynduðu svo sönghópinn Erna - Eva - Erna ásamt Ernu Gunnarsdóttur og síðar voru þær partur af Brunaliðinu fræga. Þær Erna og Eva voru t.d. kallaðar ríkisraddirnar þar sem þær rödduðu nánast allt sem kom út í fjölda mörg ár, á gríðarlega mörgum hljómplötum, voru bakraddir í tónlistarþáttum í sjónvarpi og svo auðvitað í Söngvakeppni sjónvarpsins. Þær fóru líka nokkrum sinnum út sem bakraddir í sjálfa Eurovisionkeppnina. Í dag hafa þær báðar áhuga á andlegri líðan og meðferð, Erna menntaði sig í sálgæslu og vinnur meðal annars á Landspítalanum. Eva hefur nýlokið meistaranámi í því sem kallað er RIM, eða Regenerating Images in Memory, aðferð við að hjálpa fólki meðal annars við að takast á við erfiðar tilfinningar, minningar, áföll og vanlíðan. Í matarspjalli dagsins sögðum við skilið við hollustuna og töluðum um nammi, sælgæti. Þetta átti að vera spjall eingöngu um íslenskt nammi í þetta sinn, en það fór nú ekki alveg þannig. Sigurlaug Margrét hafði auðvitað sterkar skoðanir á þessu eins og öllu í matarspjallinu. Tónlist í þættinum í dag: Funheitur / Pláhnetan (Friðrik Sturluson og Stefán Hilmarsson) Leiðarljós / Snörunar (Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson) Fyrir utan gluggann minn / Snörurnar (Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/26/20230
Episode Artwork

Erna og Eva föstudagsgestir og nammispjall

Föstudagsgestirnir okkar í dag voru þær Erna Þórarinsdóttir og Eva Ásrún Albertsdóttir söngkonur sem byrjuðu ferilinn í heimabænum sínum, Akureyri, sungu með hljómsveitinni Hver og mynduðu svo sönghópinn Erna - Eva - Erna ásamt Ernu Gunnarsdóttur og síðar voru þær partur af Brunaliðinu fræga. Þær Erna og Eva voru t.d. kallaðar ríkisraddirnar þar sem þær rödduðu nánast allt sem kom út í fjölda mörg ár, á gríðarlega mörgum hljómplötum, voru bakraddir í tónlistarþáttum í sjónvarpi og svo auðvitað í Söngvakeppni sjónvarpsins. Þær fóru líka nokkrum sinnum út sem bakraddir í sjálfa Eurovisionkeppnina. Í dag hafa þær báðar áhuga á andlegri líðan og meðferð, Erna menntaði sig í sálgæslu og vinnur meðal annars á Landspítalanum. Eva hefur nýlokið meistaranámi í því sem kallað er RIM, eða Regenerating Images in Memory, aðferð við að hjálpa fólki meðal annars við að takast á við erfiðar tilfinningar, minningar, áföll og vanlíðan. Í matarspjalli dagsins sögðum við skilið við hollustuna og töluðum um nammi, sælgæti. Þetta átti að vera spjall eingöngu um íslenskt nammi í þetta sinn, en það fór nú ekki alveg þannig. Sigurlaug Margrét hafði auðvitað sterkar skoðanir á þessu eins og öllu í matarspjallinu. Tónlist í þættinum í dag: Funheitur / Pláhnetan (Friðrik Sturluson og Stefán Hilmarsson) Leiðarljós / Snörunar (Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson) Fyrir utan gluggann minn / Snörurnar (Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/26/20230
Episode Artwork

Erna og Eva föstudagsgestir og nammispjall

Föstudagsgestirnir okkar í dag voru þær Erna Þórarinsdóttir og Eva Ásrún Albertsdóttir söngkonur sem byrjuðu ferilinn í heimabænum sínum, Akureyri, sungu með hljómsveitinni Hver og mynduðu svo sönghópinn Erna - Eva - Erna ásamt Ernu Gunnarsdóttur og síðar voru þær partur af Brunaliðinu fræga. Þær Erna og Eva voru t.d. kallaðar ríkisraddirnar þar sem þær rödduðu nánast allt sem kom út í fjölda mörg ár, á gríðarlega mörgum hljómplötum, voru bakraddir í tónlistarþáttum í sjónvarpi og svo auðvitað í Söngvakeppni sjónvarpsins. Þær fóru líka nokkrum sinnum út sem bakraddir í sjálfa Eurovisionkeppnina. Í dag hafa þær báðar áhuga á andlegri líðan og meðferð, Erna menntaði sig í sálgæslu og vinnur meðal annars á Landspítalanum. Eva hefur nýlokið meistaranámi í því sem kallað er RIM, eða Regenerating Images in Memory, aðferð við að hjálpa fólki meðal annars við að takast á við erfiðar tilfinningar, minningar, áföll og vanlíðan. Í matarspjalli dagsins sögðum við skilið við hollustuna og töluðum um nammi, sælgæti. Þetta átti að vera spjall eingöngu um íslenskt nammi í þetta sinn, en það fór nú ekki alveg þannig. Sigurlaug Margrét hafði auðvitað sterkar skoðanir á þessu eins og öllu í matarspjallinu. Tónlist í þættinum í dag: Funheitur / Pláhnetan (Friðrik Sturluson og Stefán Hilmarsson) Leiðarljós / Snörunar (Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson) Fyrir utan gluggann minn / Snörurnar (Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/26/202350 minutes
Episode Artwork

Dauðarefsingar,fjarnám í Bifröst og kynferðisbrot gegn drengjum

Amnesty International gaf út skýrslu nýlega um dauðarefsingar í heiminum. Þar er að finna sláandi upplýsingar um til dæmis hvar og hvernig dauðarefsingu er beitt í heiminum, hvar aukning er en einnig bent á jákvæða þróun þegar horft er til landa sem láta afnema dauðarefsingu bæði í lögum og framkvæmd. Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International ætlar að koma í þáttinn í dag og segja okkur betur frá efni skýrslunnar. Nú standa yfir skráningar í háskólana og þetta er einmitt sá tími sem nýstúdentar, og ýmsir aðrir, eru taka ákvarðanir um frekara nám. Einn valkosturinn er fjarnám - stafrænt háskólanám. Háskólinn á Bifröst hefur verið í fararbroddi íslenskra háskóla í fjarnámi og talað er um skóla í skýjunum. Fjarnám svarar þörf nútímans, ekki síst vinnandi fólks og jafnar mjög tækifæri til náms og um fjörtíu prósent nemenda Háskólans á Bifröst koma af landsbyggðinni. Margrét Jónsdóttir rektor skólans heimsótti okkur í dag. Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík að kom til okkar og sagði okkur frá ráðstefnu sem er framundan um kynferðisbrot gegn drengjum. Þar verða haldin fjölbreytt erindi og leitast við að svara spurningum á borð við: Af hverju segja drengir síður frá og hvað hjálpar þolendum að segja frá kynferðisofbeldi? Svala sagði okkur frá því sem hún ætlar að tala um á ráðstefnunni og fór yfir annað það helsta á dagskránni. Tónlist í þættinum í dag: What's Love got to do with it / Tina Turner (Terry Britten og Graham Lyle ) Best í heimi / Jóhanna Guðrún og Margrét Lilja Davíðsdóttir (Ashley Monroe, Sara Siskind og Bragi Valdimar Skúlason) Ath upplýsingar River deep, Mountain high / Tina Turner (Barry, Spector og Ellie Greenwitch)
5/25/20230
Episode Artwork

Dauðarefsingar,fjarnám í Bifröst og kynferðisbrot gegn drengjum

Amnesty International gaf út skýrslu nýlega um dauðarefsingar í heiminum. Þar er að finna sláandi upplýsingar um til dæmis hvar og hvernig dauðarefsingu er beitt í heiminum, hvar aukning er en einnig bent á jákvæða þróun þegar horft er til landa sem láta afnema dauðarefsingu bæði í lögum og framkvæmd. Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International ætlar að koma í þáttinn í dag og segja okkur betur frá efni skýrslunnar. Nú standa yfir skráningar í háskólana og þetta er einmitt sá tími sem nýstúdentar, og ýmsir aðrir, eru taka ákvarðanir um frekara nám. Einn valkosturinn er fjarnám - stafrænt háskólanám. Háskólinn á Bifröst hefur verið í fararbroddi íslenskra háskóla í fjarnámi og talað er um skóla í skýjunum. Fjarnám svarar þörf nútímans, ekki síst vinnandi fólks og jafnar mjög tækifæri til náms og um fjörtíu prósent nemenda Háskólans á Bifröst koma af landsbyggðinni. Margrét Jónsdóttir rektor skólans heimsótti okkur í dag. Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík að kom til okkar og sagði okkur frá ráðstefnu sem er framundan um kynferðisbrot gegn drengjum. Þar verða haldin fjölbreytt erindi og leitast við að svara spurningum á borð við: Af hverju segja drengir síður frá og hvað hjálpar þolendum að segja frá kynferðisofbeldi? Svala sagði okkur frá því sem hún ætlar að tala um á ráðstefnunni og fór yfir annað það helsta á dagskránni. Tónlist í þættinum í dag: What's Love got to do with it / Tina Turner (Terry Britten og Graham Lyle ) Best í heimi / Jóhanna Guðrún og Margrét Lilja Davíðsdóttir (Ashley Monroe, Sara Siskind og Bragi Valdimar Skúlason) Ath upplýsingar River deep, Mountain high / Tina Turner (Barry, Spector og Ellie Greenwitch)
5/25/202350 minutes
Episode Artwork

Heyrnarskerðing-Heyrnarhjálp,Neyðartónleikar og Póstkort

Halla B. Þorkelsson, formaður Heyrnarhjálpar, landsfélags heyrnarskertra á Íslandi, kom í þáttinn í dag. Félagið var stofnað árið 1937 af hugsjónarfólki sem leitaði úrbóta vegna heyrnarskerðingar og hóf innflutning á heyrnartækjum og tækjum til að mæla heyrn. Ein af mörgum afleiðingum ómeðhöndlaðar heyrnarskerðinga er félagsleg einangrun og skert lífsgæði vegna þessa. Halla fræddi okkur um starfsemi félagsins og félagsfólkið og til dæmis eyrnasuð, tinnitus og hljóðóþol. Fjöldi listamanna kemur fram á neyðartónleikum í Hörpu vegna ópíóðafaraldurs sem er að kosta mörg mannslíf, mánudagskvöldið 29. maí kl. 19.30. Um styrktartónleika er að ræða sem verða einnig sendir í út í beinni útsendingu á RÚV. Tilgangur söfnunarinnar er að safna fyrir Frú Ragnheiði og öðru skaðaminnkunarstarfi Rauða krossins. Ellen Kristjánsdóttir er ein þeirra sem koma fram á tónleikunum og ein af þeim sem er í forsvari fyrir þá, hún kom til okkar og svo heyrðum við í Hafrúnu Elísu Sigurðardóttur teymisstjóra skaðaminnkunar hjá Rauða Krossinum. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Póstkort dagsins fjallaði um tvennt að þessu sinni. Í fyrsta lagi sagði Magnús af áhyggjum Eyjamanna vegna hugsanlegrar bilunar á einu vatnsleiðslunni sem liggur neðansjávar til Eyja. Hún er orðin fimmtán ára og spurningin er ekki hvort heldur hvenær hún mun bila eins og hinar tvær leiðslurnar sem hafa verið lagðar út til Eyja en eru nú ónýtar. Í öðru lagi velti hann fyrir sér hvað það er sem rekur menn til að stunda hættulegar íþróttir eða koma sér í lífshættulegar aðstæður eins og maðurinn sem ætlar að dvelja á pínulitlum kletti út í Atlanshafi í átta vikur. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON Tónlist í þættinum í dag: Refrain / Lys Assia (Geo Movard og Émilie Gardas) Vann fyrstu Eurovision 1956) Kiddi Kadilakk / Magnús Eiríksson (Magnús Eiríksson) Góða nótt / Ellen Kristjánsdóttir (Ólafur Bjarki Bogason, Baldvin Snær Hlynsson) Ég veit þú kemur / Birgir Nielsen (Oddgeir Kristjánsson og Ási í Bæ)
5/24/20230
Episode Artwork

Heyrnarskerðing - Heyrnarhjálp, Neyðartónleikar og Póstkort

Halla B. Þorkelsson, formaður Heyrnarhjálpar, landsfélags heyrnarskertra á Íslandi, kom í þáttinn í dag. Félagið var stofnað árið 1937 af hugsjónarfólki sem leitaði úrbóta vegna heyrnarskerðingar og hóf innflutning á heyrnartækjum og tækjum til að mæla heyrn. Ein af mörgum afleiðingum ómeðhöndlaðar heyrnarskerðinga er félagsleg einangrun og skert lífsgæði vegna þessa. Halla fræddi okkur um starfsemi félagsins og félagsfólkið og til dæmis eyrnasuð, tinnitus og hljóðóþol. Fjöldi listamanna kemur fram á neyðartónleikum í Hörpu vegna ópíóðafaraldurs sem er að kosta mörg mannslíf, mánudagskvöldið 29. maí kl. 19.30. Um styrktartónleika er að ræða sem verða einnig sendir í út í beinni útsendingu á RÚV. Tilgangur söfnunarinnar er að safna fyrir Frú Ragnheiði og öðru skaðaminnkunarstarfi Rauða krossins. Ellen Kristjánsdóttir er ein þeirra sem koma fram á tónleikunum og ein af þeim sem er í forsvari fyrir þá, hún kom til okkar og svo heyrðum við í Hafrúnu Elísu Sigurðardóttur teymisstjóra skaðaminnkunar hjá Rauða Krossinum. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Póstkort dagsins fjallaði um tvennt að þessu sinni. Í fyrsta lagi sagði Magnús af áhyggjum Eyjamanna vegna hugsanlegrar bilunar á einu vatnsleiðslunni sem liggur neðansjávar til Eyja. Hún er orðin fimmtán ára og spurningin er ekki hvort heldur hvenær hún mun bila eins og hinar tvær leiðslurnar sem hafa verið lagðar út til Eyja en eru nú ónýtar. Í öðru lagi velti hann fyrir sér hvað það er sem rekur menn til að stunda hættulegar íþróttir eða koma sér í lífshættulegar aðstæður eins og maðurinn sem ætlar að dvelja á pínulitlum kletti út í Atlanshafi í átta vikur. Tónlist í þættinum í dag: Refrain / Lys Assia (Geo Movard og Émilie Gardas) Vann fyrstu Eurovision 1956) Kiddi Kadilakk / Magnús Eiríksson (Magnús Eiríksson) Góða nótt / Ellen Kristjánsdóttir (Ólafur Bjarki Bogason, Baldvin Snær Hlynsson) Ég veit þú kemur / Birgir Nielsen (Oddgeir Kristjánsson og Ási í Bæ) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/24/20230
Episode Artwork

Heyrnarskerðing - Heyrnarhjálp, Neyðartónleikar og Póstkort

Halla B. Þorkelsson, formaður Heyrnarhjálpar, landsfélags heyrnarskertra á Íslandi, kom í þáttinn í dag. Félagið var stofnað árið 1937 af hugsjónarfólki sem leitaði úrbóta vegna heyrnarskerðingar og hóf innflutning á heyrnartækjum og tækjum til að mæla heyrn. Ein af mörgum afleiðingum ómeðhöndlaðar heyrnarskerðinga er félagsleg einangrun og skert lífsgæði vegna þessa. Halla fræddi okkur um starfsemi félagsins og félagsfólkið og til dæmis eyrnasuð, tinnitus og hljóðóþol. Fjöldi listamanna kemur fram á neyðartónleikum í Hörpu vegna ópíóðafaraldurs sem er að kosta mörg mannslíf, mánudagskvöldið 29. maí kl. 19.30. Um styrktartónleika er að ræða sem verða einnig sendir í út í beinni útsendingu á RÚV. Tilgangur söfnunarinnar er að safna fyrir Frú Ragnheiði og öðru skaðaminnkunarstarfi Rauða krossins. Ellen Kristjánsdóttir er ein þeirra sem koma fram á tónleikunum og ein af þeim sem er í forsvari fyrir þá, hún kom til okkar og svo heyrðum við í Hafrúnu Elísu Sigurðardóttur teymisstjóra skaðaminnkunar hjá Rauða Krossinum. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Póstkort dagsins fjallaði um tvennt að þessu sinni. Í fyrsta lagi sagði Magnús af áhyggjum Eyjamanna vegna hugsanlegrar bilunar á einu vatnsleiðslunni sem liggur neðansjávar til Eyja. Hún er orðin fimmtán ára og spurningin er ekki hvort heldur hvenær hún mun bila eins og hinar tvær leiðslurnar sem hafa verið lagðar út til Eyja en eru nú ónýtar. Í öðru lagi velti hann fyrir sér hvað það er sem rekur menn til að stunda hættulegar íþróttir eða koma sér í lífshættulegar aðstæður eins og maðurinn sem ætlar að dvelja á pínulitlum kletti út í Atlanshafi í átta vikur. Tónlist í þættinum í dag: Refrain / Lys Assia (Geo Movard og Émilie Gardas) Vann fyrstu Eurovision 1956) Kiddi Kadilakk / Magnús Eiríksson (Magnús Eiríksson) Góða nótt / Ellen Kristjánsdóttir (Ólafur Bjarki Bogason, Baldvin Snær Hlynsson) Ég veit þú kemur / Birgir Nielsen (Oddgeir Kristjánsson og Ási í Bæ) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/24/202350 minutes
Episode Artwork

Ráðstefna Sigurhæða, VIRK 15 ára og veðurspjallið

Sigurhæðir, þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi, stendur fyrir ráðstefnu 25. og 26. maí undir yfirskriftinni Ný sókn gegn kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi. Þar verður áherslan lögð á stefnumótun og eflingu þjónustu við þolendur, en margir helstu sérfræðingar landsins í þessu málefni koma þar fram og flytja erindi. Ein af þeim er Kristín Anna Hjálmarsdóttir, kynjafræðingur, en hún kom í þáttinn í dag og fræðir okkur um skýrslu og úttekt sem verður kynnt á ráðstefnunni þar sem þolendamiðstöðvarnar þrjár, Bjarkarhlíð, Bjarmahlíð og Sigurhæðir, eru greindar, styrkleikar, veikleikar, ógnir og tækifæri. Og svo stikluðum við á stóru með Kristínu Önnu um hvað annað verður á dagskrá ráðstefnunnar. VIRK Starfsendurhæfingarsjóður fagnar 15 ára afmæli á árinu og í tilefni af því mun VIRK m.a. standa fyrir ráðstefnu í Silfurbergi í Hörpu miðvikudaginn 31. maí þar sem fókusinn verður settur á endurkomu einstaklinga inn á vinnumarkað eftir veikindi eða slys og hvað fyrirtæki og stofnanir geti gert til þess að auðvelda það ferli. Jónína Waagfjörð, sviðsstjóri ráðgjafar og atvinnutengingar VIRK kom í þáttinn í dag. Elín Björk Jónasdóttir kemur í vikulega veðurspjallið í dag. Það er nú ekki hægt að segja að það sé komið brakandi sumarblíða ennþá, gular viðvaranir um allt land, en það er spurning hvað er framundan í kortunum. Tónlist í þættinum í dag: Speak low / Bogomil Font (Kurt Weil og Ogden Nash) Dalakofinn / Karl Orgeltríó (Archibald Joyce) Manhattan / Ella Fitzherald (Richard Rodgers og Laurenz Hart) Ob-la-di, ob-la-da / The Beatles (Lennon & McCartney) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/23/20230
Episode Artwork

Ráðstefna Sigurhæða, VIRK 15 ára og veðurspjallið

Sigurhæðir, þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi, stendur fyrir ráðstefnu 25. og 26. maí undir yfirskriftinni Ný sókn gegn kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi. Þar verður áherslan lögð á stefnumótun og eflingu þjónustu við þolendur, en margir helstu sérfræðingar landsins í þessu málefni koma þar fram og flytja erindi. Ein af þeim er Kristín Anna Hjálmarsdóttir, kynjafræðingur, en hún kom í þáttinn í dag og fræðir okkur um skýrslu og úttekt sem verður kynnt á ráðstefnunni þar sem þolendamiðstöðvarnar þrjár, Bjarkarhlíð, Bjarmahlíð og Sigurhæðir, eru greindar, styrkleikar, veikleikar, ógnir og tækifæri. Og svo stikluðum við á stóru með Kristínu Önnu um hvað annað verður á dagskrá ráðstefnunnar. VIRK Starfsendurhæfingarsjóður fagnar 15 ára afmæli á árinu og í tilefni af því mun VIRK m.a. standa fyrir ráðstefnu í Silfurbergi í Hörpu miðvikudaginn 31. maí þar sem fókusinn verður settur á endurkomu einstaklinga inn á vinnumarkað eftir veikindi eða slys og hvað fyrirtæki og stofnanir geti gert til þess að auðvelda það ferli. Jónína Waagfjörð, sviðsstjóri ráðgjafar og atvinnutengingar VIRK kom í þáttinn í dag. Elín Björk Jónasdóttir kemur í vikulega veðurspjallið í dag. Það er nú ekki hægt að segja að það sé komið brakandi sumarblíða ennþá, gular viðvaranir um allt land, en það er spurning hvað er framundan í kortunum. Tónlist í þættinum í dag: Speak low / Bogomil Font (Kurt Weil og Ogden Nash) Dalakofinn / Karl Orgeltríó (Archibald Joyce) Manhattan / Ella Fitzherald (Richard Rodgers og Laurenz Hart) Ob-la-di, ob-la-da / The Beatles (Lennon & McCartney) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/23/202350 minutes
Episode Artwork

Listmeðferðarfræði, Vatnajökulsvinkill og Pedro Gunnlaugur lesandinn

Kerfisbundin, markviss rannsókn á samanburði á áhrifum teikningar og skrifaðra orða á minni var framkvæmd í fyrsta sinn, eftir því sem best er vitað, í heiminum árið 2000 og stóð Unnur Óttarsdóttir, doktor í Listmeðferðarfræði, fyrir henni. Í stuttu máli voru niðurstöður þær að níu vikum seinna mundu börnin að jafnaði fimm sinnum fleiri teikningar en orð sem þau höfðu skrifað. Þetta kallast minnisteikning. Nú í maí hélt Unnur námskeið á Ítaliu fyrir listmeðferðarfræðinga sem starfa í skólum. Málefnin sem voru þar á dagskrá voru til dæmis minnisteikning, skrifmyndir, mikilvægi listrænnar tjáningar í námi og einnig var henni boðið að flytja fyrirlestur þar. Unnur kom í þáttinn í dag. Eins og flesta mánudaga fengum við svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í þetta sinn lagði Guðjón vinkilinn að sjálfum Vatnajökli. Svo er það lesandi vikunnar. Í þetta sinn var það Pedro Gunnlaugur Garcia rithöfundur. Hann skaust fram á sjónvarsviðið með fyrstu bók sinni Málleysingjarnir árið 2019 og hlaut svo íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir sína aðra bók, Lungu, sem kom út í fyrra. Við fengum að vita hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Pedro Gunnlaugur nefndi eftirfarandi bækur: Jerúsalem e. Goncalo M. Tavares Læknir verður til e. Henrik Geir Garcia Sápufuglinn e. Maríu Elísabetu Bragadóttur Obbuló í Kósímó - Snyrtistofan e. Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og Halldór Baldursson Hamskiptin e. Franz Kafka The Sound and the Fury e. William Faulkner Tónlist í þættinum í dag: Guð og ég / South River Band (Ólafur Þórðarsson og Kormákur Bragason) Vesturgata / Björgvin Halldórsson (Gunnar Þórðarsson og Ólafur Haukur Símonarson) The list / Gordon Lightfood (Gordon Lightfood) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/22/20230
Episode Artwork

Listmeðferðarfræði, Vatnajökulsvinkill og Pedro Gunnlaugur lesandinn

Kerfisbundin, markviss rannsókn á samanburði á áhrifum teikningar og skrifaðra orða á minni var framkvæmd í fyrsta sinn, eftir því sem best er vitað, í heiminum árið 2000 og stóð Unnur Óttarsdóttir, doktor í Listmeðferðarfræði, fyrir henni. Í stuttu máli voru niðurstöður þær að níu vikum seinna mundu börnin að jafnaði fimm sinnum fleiri teikningar en orð sem þau höfðu skrifað. Þetta kallast minnisteikning. Nú í maí hélt Unnur námskeið á Ítaliu fyrir listmeðferðarfræðinga sem starfa í skólum. Málefnin sem voru þar á dagskrá voru til dæmis minnisteikning, skrifmyndir, mikilvægi listrænnar tjáningar í námi og einnig var henni boðið að flytja fyrirlestur þar. Unnur kom í þáttinn í dag. Eins og flesta mánudaga fengum við svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í þetta sinn lagði Guðjón vinkilinn að sjálfum Vatnajökli. Svo er það lesandi vikunnar. Í þetta sinn var það Pedro Gunnlaugur Garcia rithöfundur. Hann skaust fram á sjónvarsviðið með fyrstu bók sinni Málleysingjarnir árið 2019 og hlaut svo íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir sína aðra bók, Lungu, sem kom út í fyrra. Við fengum að vita hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Pedro Gunnlaugur nefndi eftirfarandi bækur: Jerúsalem e. Goncalo M. Tavares Læknir verður til e. Henrik Geir Garcia Sápufuglinn e. Maríu Elísabetu Bragadóttur Obbuló í Kósímó - Snyrtistofan e. Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og Halldór Baldursson Hamskiptin e. Franz Kafka The Sound and the Fury e. William Faulkner Tónlist í þættinum í dag: Guð og ég / South River Band (Ólafur Þórðarsson og Kormákur Bragason) Vesturgata / Björgvin Halldórsson (Gunnar Þórðarsson og Ólafur Haukur Símonarson) The list / Gordon Lightfood (Gordon Lightfood) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/22/20230
Episode Artwork

Listmeðferðarfræði, Vatnajökulsvinkill og Pedro Gunnlaugur lesandinn

Kerfisbundin, markviss rannsókn á samanburði á áhrifum teikningar og skrifaðra orða á minni var framkvæmd í fyrsta sinn, eftir því sem best er vitað, í heiminum árið 2000 og stóð Unnur Óttarsdóttir, doktor í Listmeðferðarfræði, fyrir henni. Í stuttu máli voru niðurstöður þær að níu vikum seinna mundu börnin að jafnaði fimm sinnum fleiri teikningar en orð sem þau höfðu skrifað. Þetta kallast minnisteikning. Nú í maí hélt Unnur námskeið á Ítaliu fyrir listmeðferðarfræðinga sem starfa í skólum. Málefnin sem voru þar á dagskrá voru til dæmis minnisteikning, skrifmyndir, mikilvægi listrænnar tjáningar í námi og einnig var henni boðið að flytja fyrirlestur þar. Unnur kom í þáttinn í dag. Eins og flesta mánudaga fengum við svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í þetta sinn lagði Guðjón vinkilinn að sjálfum Vatnajökli. Svo er það lesandi vikunnar. Í þetta sinn var það Pedro Gunnlaugur Garcia rithöfundur. Hann skaust fram á sjónvarsviðið með fyrstu bók sinni Málleysingjarnir árið 2019 og hlaut svo íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir sína aðra bók, Lungu, sem kom út í fyrra. Við fengum að vita hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Pedro Gunnlaugur nefndi eftirfarandi bækur: Jerúsalem e. Goncalo M. Tavares Læknir verður til e. Henrik Geir Garcia Sápufuglinn e. Maríu Elísabetu Bragadóttur Obbuló í Kósímó - Snyrtistofan e. Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og Halldór Baldursson Hamskiptin e. Franz Kafka The Sound and the Fury e. William Faulkner Tónlist í þættinum í dag: Guð og ég / South River Band (Ólafur Þórðarsson og Kormákur Bragason) Vesturgata / Björgvin Halldórsson (Gunnar Þórðarsson og Ólafur Haukur Símonarson) The list / Gordon Lightfood (Gordon Lightfood) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/22/202350 minutes
Episode Artwork

Freyr Eyjólfs föstudagsgestur og matarspjall um afganga

Freyr Eyjólfsson er maður margra hatta eins og sagt er. Hann er auðvitað fyrrverandi útvarpsmaður en einnig skemmtikraftur, tónlistarmaður og nú síðari ár kallar hann sig Hringrásarsérfræðing, þ.e.a.s. hann er verkefnastjóri í hringrásarhagkerfi Sorpu. Freyr er tiltölulega nýfluttur aftur heim, hann bjó í Frakklandi og Bandaríkjunum og hann hafði frá mörgu að segja. Við forvitnuðumst um líf og störf Freys í þættinum enda var hann föstudagsgestur þáttarins þessa vikuna. Auk þess sagði Freyr okkur frá nýjum sjónvarpsþáttum í þáttaröðinni Missir þar sem umfjöllunarefnið er dauðinn, sem óumflýjanlega verða líka hugleiðingar um lífið og hvað skiptir mestu máli. Í matarspjallinu fengum við svo föstudagsgestinn Frey til að sitja áfram. Hann ræddi meðal annars um að elda úr afgöngum og hvernig lostæti er hægt að galdra fram úr afgöngum, auk þess sem hann fræddi okkur um franskan mat og uppáhaldsmatinn sinn. Tónlist í þættinum í dag: Flugvélar / Katrín Halldóra Sigurðardóttir (Jón Ólafsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson) Elmar Hrafn / Geirfuglarnir (Halldór Gylfason) Lyngbrekkan / Freyjólfur (Freyr Eyjólfsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/19/20230
Episode Artwork

Freyr Eyjólfs föstudagsgestur og matarspjall um afganga

Freyr Eyjólfsson er maður margra hatta eins og sagt er. Hann er auðvitað fyrrverandi útvarpsmaður en einnig skemmtikraftur, tónlistarmaður og nú síðari ár kallar hann sig Hringrásarsérfræðing, þ.e.a.s. hann er verkefnastjóri í hringrásarhagkerfi Sorpu. Freyr er tiltölulega nýfluttur aftur heim, hann bjó í Frakklandi og Bandaríkjunum og hann hafði frá mörgu að segja. Við forvitnuðumst um líf og störf Freys í þættinum enda var hann föstudagsgestur þáttarins þessa vikuna. Auk þess sagði Freyr okkur frá nýjum sjónvarpsþáttum í þáttaröðinni Missir þar sem umfjöllunarefnið er dauðinn, sem óumflýjanlega verða líka hugleiðingar um lífið og hvað skiptir mestu máli. Í matarspjallinu fengum við svo föstudagsgestinn Frey til að sitja áfram. Hann ræddi meðal annars um að elda úr afgöngum og hvernig lostæti er hægt að galdra fram úr afgöngum, auk þess sem hann fræddi okkur um franskan mat og uppáhaldsmatinn sinn. Tónlist í þættinum í dag: Flugvélar / Katrín Halldóra Sigurðardóttir (Jón Ólafsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson) Elmar Hrafn / Geirfuglarnir (Halldór Gylfason) Lyngbrekkan / Freyjólfur (Freyr Eyjólfsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/19/202350 minutes
Episode Artwork

Hringfarinn, Már og Max í Englandi og Mannflóran

28. maí verða frumsýndir nýir íslenskir heimildarþættir um ferðalag hjónanna Kristjáns Gíslasonar og Ásdísar Rósu Baldursdóttur, en þau ferðuðust hringinn í kringum Ísland á mótorhjólum sumarið 2020. Í þáttunum er fylgst með hjónunum upplifa land og þjóð á nýjan hátt þegar þau hjóla 7000 kílómetra á 40 dögum. Þau Kristján og Ásdís komu í þáttinn í dag og sögðu okkur frá þessum þáttum og ferðalaginu. Síðastliðna 9 mánuði hefur Már Gunnarsson tónlistarmaður búið á Englandi þar sem hann stundar nám við enskan tónlistarháskóla. Hann segir það hafa verið áskorun fyrir hann og leiðsöguhundinn Max læra inn á nýjar aðstæður og bjarga sér útí hinum stóra heimi. Már segir að fjölmörg tækifæri hafi gefist og hann sé nú farin að koma fram á ýmsum viðburðum í London og nú sl. föstudag gaf hann út nýtt lag, Falling for you, sem hann tók upp í Liverpool í samstarfi við Dan Scholes pródúsent. Við heyrðum í Má og heyrðum nýja lagið í dag. Mannflóran eru sjónvarpsþættir um fjölmenningu í íslensku samfélagi í umsjón Chanel Bjarkar Sturludóttur. Þjóðarímynd Íslands er að breytast með auknum fjölda fólks af erlendum uppruna og íslensk mannflóra er fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr. Í þáttunum er rætt við sérfræðinga og einstaklinga af erlendum uppruna, og ljósi er varpað á erfiðleikana sem þeir mæta í íslensku samfélagi sem og öllu því góða sem fjölmenningin færir okkur. Þær Chanel Björk og Álfheiður Marta Kjartansdóttir, leikstjóri þáttanna, komu til okkar í dag sögðu okkur betur frá Mannflórunni. TÓNLIST Í ÞÆTTINUM: La det svinge / Bobbysocks (Rolf Lövland) Little green apples / Garðar Cortes (Bobby Russel) Falling for you / Már Gunnarsson (Már Gunnarsson, Guðjón Steinn Skúlason og Tómas Eyjólfsson) Amar Pelos Dois / Salvador Sobral (Louísa Sobral) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/17/20230
Episode Artwork

Hringfarinn, Már og Max í Englandi og Mannflóran

28. maí verða frumsýndir nýir íslenskir heimildarþættir um ferðalag hjónanna Kristjáns Gíslasonar og Ásdísar Rósu Baldursdóttur, en þau ferðuðust hringinn í kringum Ísland á mótorhjólum sumarið 2020. Í þáttunum er fylgst með hjónunum upplifa land og þjóð á nýjan hátt þegar þau hjóla 7000 kílómetra á 40 dögum. Þau Kristján og Ásdís komu í þáttinn í dag og sögðu okkur frá þessum þáttum og ferðalaginu. Síðastliðna 9 mánuði hefur Már Gunnarsson tónlistarmaður búið á Englandi þar sem hann stundar nám við enskan tónlistarháskóla. Hann segir það hafa verið áskorun fyrir hann og leiðsöguhundinn Max læra inn á nýjar aðstæður og bjarga sér útí hinum stóra heimi. Már segir að fjölmörg tækifæri hafi gefist og hann sé nú farin að koma fram á ýmsum viðburðum í London og nú sl. föstudag gaf hann út nýtt lag, Falling for you, sem hann tók upp í Liverpool í samstarfi við Dan Scholes pródúsent. Við heyrðum í Má og heyrðum nýja lagið í dag. Mannflóran eru sjónvarpsþættir um fjölmenningu í íslensku samfélagi í umsjón Chanel Bjarkar Sturludóttur. Þjóðarímynd Íslands er að breytast með auknum fjölda fólks af erlendum uppruna og íslensk mannflóra er fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr. Í þáttunum er rætt við sérfræðinga og einstaklinga af erlendum uppruna, og ljósi er varpað á erfiðleikana sem þeir mæta í íslensku samfélagi sem og öllu því góða sem fjölmenningin færir okkur. Þær Chanel Björk og Álfheiður Marta Kjartansdóttir, leikstjóri þáttanna, komu til okkar í dag sögðu okkur betur frá Mannflórunni. TÓNLIST Í ÞÆTTINUM: La det svinge / Bobbysocks (Rolf Lövland) Little green apples / Garðar Cortes (Bobby Russel) Falling for you / Már Gunnarsson (Már Gunnarsson, Guðjón Steinn Skúlason og Tómas Eyjólfsson) Amar Pelos Dois / Salvador Sobral (Louísa Sobral) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/17/202352 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Magnavita, bleiki þríhyrningurinn og fellibylir

Magnavita er nýtt nám fyrir fólk á þriðja æviskeiðinu sem Háskólinn í Reykjavík býður upp á. Um 80 þúsund eru 60 ára eða eldri á Íslandi í dag og mun sá hópur nálgast 100 þúsund eftir 10 ár. Eftir að föstu starfi lýkur reynist mörgum erfitt með að fóta sig. Námið samanstendur af 10 fjölbreyttum námskeiðum sem snúa að líkamlegu, andlegu, fjárhagslegu og félagslegu heilbrigði. Benedikt Olgeirsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Landspítalans og einn stofnenda Magnavita námsins, kom í þáttinn í dag og sagði frá þessu nýja námi. Á morgun er alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð hinsegin fólks og á Árbæjarsafni býðst fólki að hlýða á erindi Guðjóns Ragnars Jónassonar Mennirnir með bleika þríhyrninginn, en samnefnd bók segir sögu ungs, samkynhneigðs manns, Josef Kohout, í fangabúðum nasista og er frægust þeirra ævisagna sem lýsa hlutskipti homma í þriðja ríki Hitlers. Þar þraukaði hann skelfilega vist í sex ár uns hann fékk frelsi í lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Í tvo áratugi safnaði Josef kjarki til að sigrast á sársaukanum og segja sögu sína sem loks birtist á prenti árið 1972. Guðjón Ragnar kom í þáttinn í dag, en hann þýddi þessa bók og í erindi sínu talar hann um tilurð hennar og hvernig nýta megi hana í kennslu, en hann er rithöfundur og íslenskukennari í MR. Elín Björk Jónasdóttir kom svo til okkar í vikulega veðurspjallið í dag. Það hefur verið svalt á landinu og hefur jafnvel snjóað, amk. meira en við viljum á þessum árstíma. Hún fræddi okkur líka um gríðarlega sterkan fellibyl sem gekk á land í Bangladesh og Mijanmar í gær. TÓNLIST Í ÞÆTTINUM: Is it true / Jóhanna Guðrún (Óskar Páll Sveinsson, Cristhofer Neil, Tinatin Japarizde) Is it true / Eagles (Randy Meisner) It?s true / B.Sig (Bjarki Sigurðsson) True love in a way / Lena Anderson (Lena Anderson og Niclas Johannesen) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/16/20230
Episode Artwork

Magnavita, bleiki þríhyrningurinn og fellibylir

Magnavita er nýtt nám fyrir fólk á þriðja æviskeiðinu sem Háskólinn í Reykjavík býður upp á. Um 80 þúsund eru 60 ára eða eldri á Íslandi í dag og mun sá hópur nálgast 100 þúsund eftir 10 ár. Eftir að föstu starfi lýkur reynist mörgum erfitt með að fóta sig. Námið samanstendur af 10 fjölbreyttum námskeiðum sem snúa að líkamlegu, andlegu, fjárhagslegu og félagslegu heilbrigði. Benedikt Olgeirsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Landspítalans og einn stofnenda Magnavita námsins, kom í þáttinn í dag og sagði frá þessu nýja námi. Á morgun er alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð hinsegin fólks og á Árbæjarsafni býðst fólki að hlýða á erindi Guðjóns Ragnars Jónassonar Mennirnir með bleika þríhyrninginn, en samnefnd bók segir sögu ungs, samkynhneigðs manns, Josef Kohout, í fangabúðum nasista og er frægust þeirra ævisagna sem lýsa hlutskipti homma í þriðja ríki Hitlers. Þar þraukaði hann skelfilega vist í sex ár uns hann fékk frelsi í lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Í tvo áratugi safnaði Josef kjarki til að sigrast á sársaukanum og segja sögu sína sem loks birtist á prenti árið 1972. Guðjón Ragnar kom í þáttinn í dag, en hann þýddi þessa bók og í erindi sínu talar hann um tilurð hennar og hvernig nýta megi hana í kennslu, en hann er rithöfundur og íslenskukennari í MR. Elín Björk Jónasdóttir kom svo til okkar í vikulega veðurspjallið í dag. Það hefur verið svalt á landinu og hefur jafnvel snjóað, amk. meira en við viljum á þessum árstíma. Hún fræddi okkur líka um gríðarlega sterkan fellibyl sem gekk á land í Bangladesh og Mijanmar í gær. TÓNLIST Í ÞÆTTINUM: Is it true / Jóhanna Guðrún (Óskar Páll Sveinsson, Cristhofer Neil, Tinatin Japarizde) Is it true / Eagles (Randy Meisner) It?s true / B.Sig (Bjarki Sigurðsson) True love in a way / Lena Anderson (Lena Anderson og Niclas Johannesen) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/16/20230
Episode Artwork

Magnavita, bleiki þríhyrningurinn og fellibylir

Magnavita er nýtt nám fyrir fólk á þriðja æviskeiðinu sem Háskólinn í Reykjavík býður upp á. Um 80 þúsund eru 60 ára eða eldri á Íslandi í dag og mun sá hópur nálgast 100 þúsund eftir 10 ár. Eftir að föstu starfi lýkur reynist mörgum erfitt með að fóta sig. Námið samanstendur af 10 fjölbreyttum námskeiðum sem snúa að líkamlegu, andlegu, fjárhagslegu og félagslegu heilbrigði. Benedikt Olgeirsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Landspítalans og einn stofnenda Magnavita námsins, kom í þáttinn í dag og sagði frá þessu nýja námi. Á morgun er alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð hinsegin fólks og á Árbæjarsafni býðst fólki að hlýða á erindi Guðjóns Ragnars Jónassonar Mennirnir með bleika þríhyrninginn, en samnefnd bók segir sögu ungs, samkynhneigðs manns, Josef Kohout, í fangabúðum nasista og er frægust þeirra ævisagna sem lýsa hlutskipti homma í þriðja ríki Hitlers. Þar þraukaði hann skelfilega vist í sex ár uns hann fékk frelsi í lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Í tvo áratugi safnaði Josef kjarki til að sigrast á sársaukanum og segja sögu sína sem loks birtist á prenti árið 1972. Guðjón Ragnar kom í þáttinn í dag, en hann þýddi þessa bók og í erindi sínu talar hann um tilurð hennar og hvernig nýta megi hana í kennslu, en hann er rithöfundur og íslenskukennari í MR. Elín Björk Jónasdóttir kom svo til okkar í vikulega veðurspjallið í dag. Það hefur verið svalt á landinu og hefur jafnvel snjóað, amk. meira en við viljum á þessum árstíma. Hún fræddi okkur líka um gríðarlega sterkan fellibyl sem gekk á land í Bangladesh og Mijanmar í gær. TÓNLIST Í ÞÆTTINUM: Is it true / Jóhanna Guðrún (Óskar Páll Sveinsson, Cristhofer Neil, Tinatin Japarizde) Is it true / Eagles (Randy Meisner) It?s true / B.Sig (Bjarki Sigurðsson) True love in a way / Lena Anderson (Lena Anderson og Niclas Johannesen) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/16/202351 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

ADHD í samböndum, Beothuk vinkill og Ragnhildur lesandinn

Á fræðslufundi ADHD samtakanna í síðustu viku var yfirskriftin ADHD og náin sambönd og var athyglinni beint að pörum þar sem annar aðilinn er með ADHD en hinn ekki. Á fundinum töluðu Anna Elísa Gunnarsdóttir félagsráðgjafi og eiginmaður hennar Arnór Heiðarsson aðstoðarskólastjóri. Þau deildu reynslu sinni af ADHD í þeirra sambandi, hverjar helstu áskoranirnar, í samskiptum og verkaskiptingu heimilisins, eru og hvernig hægt er að takast á við þær áskoranir. Þau hjónin komu í þáttinn í dag. Svo fengum við vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í þetta sinn bar Guðjón vinkilinn að örlögum Beothuk þjóðarinnar í Austur- Kanada. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ragnhildur Vigfúsdóttir markþjálfi og fyrrverandi ritstjóri tímaritsins Veru. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Ragnhildur sagði frá eftirfarandi bókum og höfundum: Pensilskrift e. Gyrði Elíasson Ósýnilegar konur e. Caroline Criado Perez Hamingjugildran e. Hugrún Sigurjónsdóttir Heimurinn eins og hann er e. Stefán Jón Hafstein Portrait of a Marriage, Hamnet og The Vanishing Act of Esme Lennox e. Maggie O'Farel Tónlist í þættinum í dag: Tempó prímó / Uppáhellingarnir (Jón Múli og Jónas Árnasynir) Undir dalanna sól / Karlakórinn heimir (Björgvin Þ. Valdimarsson og Hallgrímur Jónsson) Sommerkjoledyr / Kari Bremnes (Kari Bremnes) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/15/20230
Episode Artwork

ADHD í samböndum, Beothuk vinkill og Ragnhildur lesandinn

Á fræðslufundi ADHD samtakanna í síðustu viku var yfirskriftin ADHD og náin sambönd og var athyglinni beint að pörum þar sem annar aðilinn er með ADHD en hinn ekki. Á fundinum töluðu Anna Elísa Gunnarsdóttir félagsráðgjafi og eiginmaður hennar Arnór Heiðarsson aðstoðarskólastjóri. Þau deildu reynslu sinni af ADHD í þeirra sambandi, hverjar helstu áskoranirnar, í samskiptum og verkaskiptingu heimilisins, eru og hvernig hægt er að takast á við þær áskoranir. Þau hjónin komu í þáttinn í dag. Svo fengum við vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í þetta sinn bar Guðjón vinkilinn að örlögum Beothuk þjóðarinnar í Austur- Kanada. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ragnhildur Vigfúsdóttir markþjálfi og fyrrverandi ritstjóri tímaritsins Veru. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Ragnhildur sagði frá eftirfarandi bókum og höfundum: Pensilskrift e. Gyrði Elíasson Ósýnilegar konur e. Caroline Criado Perez Hamingjugildran e. Hugrún Sigurjónsdóttir Heimurinn eins og hann er e. Stefán Jón Hafstein Portrait of a Marriage, Hamnet og The Vanishing Act of Esme Lennox e. Maggie O'Farel Tónlist í þættinum í dag: Tempó prímó / Uppáhellingarnir (Jón Múli og Jónas Árnasynir) Undir dalanna sól / Karlakórinn heimir (Björgvin Þ. Valdimarsson og Hallgrímur Jónsson) Sommerkjoledyr / Kari Bremnes (Kari Bremnes) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/15/202350 minutes
Episode Artwork

Villi og Vigdís föstudagsgestir og paellur með Sössu

Föstudagsgestirnir okkar að þessu sinni eiga margt sameiginlegt, þau eru bæði í skemmtanabransanum, koma fram saman, til dæmis í uppistandi, og þau eru bæði Eurovision áhugafólk, Vigdís Hafliðadóttir, uppistandari, söngkona í hljómsveitinni Flott og handritshöfundur og Vilhelm Neto, leikari og uppistandari. Þau eru einnig saman með þáttinn Villi og Vigdís ferðast um heiminn sem sýndir eru hjá Sjónvarpi Símanum. Við spjölluðum við þau i dag meðal annars um Eurovision keppnina, mögleikann á því að þau taki þátt í henni og væntanlega grínplötu frá Villa. Það var óvenjulegt matarspjall í dag. Í fjarveru okkar konu, Sigurlaugar Margrétar, sem dvelur á Spáni um þessar mundir við rannsóknarstörf, þá var samt spænsk stemmning svífandi yfir vötnum í matarspjallinu. Sassa Eyþórsdóttir kom til okkar og fræddi okkur um paellur, spænska hrísgrjónaréttinn sem rekur sögu sína til Valencia. Það þarf að ýmsu að huga þegar góð paella er löguð. Tónlist í þættinum í dag: Calm After the Storm / The Common Linnets (Ilse Delange, JB Meijers, Rob Crosby, Matthew Crosby, Jake Etheridge) Siren / Malcolm Linhcon (Robin Juhkental) Det star et billede av dig pa mit bord / Rollo og King(Sören Poppe,Thomas Brekling og Stefan Nielsen) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/12/20230
Episode Artwork

Villi og Vigdís föstudagsgestir og paellur með Sössu

Föstudagsgestirnir okkar að þessu sinni eiga margt sameiginlegt, þau eru bæði í skemmtanabransanum, koma fram saman, til dæmis í uppistandi, og þau eru bæði Eurovision áhugafólk, Vigdís Hafliðadóttir, uppistandari, söngkona í hljómsveitinni Flott og handritshöfundur og Vilhelm Neto, leikari og uppistandari. Þau eru einnig saman með þáttinn Villi og Vigdís ferðast um heiminn sem sýndir eru hjá Sjónvarpi Símanum. Við spjölluðum við þau i dag meðal annars um Eurovision keppnina, mögleikann á því að þau taki þátt í henni og væntanlega grínplötu frá Villa. Það var óvenjulegt matarspjall í dag. Í fjarveru okkar konu, Sigurlaugar Margrétar, sem dvelur á Spáni um þessar mundir við rannsóknarstörf, þá var samt spænsk stemmning svífandi yfir vötnum í matarspjallinu. Sassa Eyþórsdóttir kom til okkar og fræddi okkur um paellur, spænska hrísgrjónaréttinn sem rekur sögu sína til Valencia. Það þarf að ýmsu að huga þegar góð paella er löguð. Tónlist í þættinum í dag: Calm After the Storm / The Common Linnets (Ilse Delange, JB Meijers, Rob Crosby, Matthew Crosby, Jake Etheridge) Siren / Malcolm Linhcon (Robin Juhkental) Det star et billede av dig pa mit bord / Rollo og King(Sören Poppe,Thomas Brekling og Stefan Nielsen) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/12/20230
Episode Artwork

Villi og Vigdís föstudagsgestir og paellur með Sössu

Föstudagsgestirnir okkar að þessu sinni eiga margt sameiginlegt, þau eru bæði í skemmtanabransanum, koma fram saman, til dæmis í uppistandi, og þau eru bæði Eurovision áhugafólk, Vigdís Hafliðadóttir, uppistandari, söngkona í hljómsveitinni Flott og handritshöfundur og Vilhelm Neto, leikari og uppistandari. Þau eru einnig saman með þáttinn Villi og Vigdís ferðast um heiminn sem sýndir eru hjá Sjónvarpi Símanum. Við spjölluðum við þau i dag meðal annars um Eurovision keppnina, mögleikann á því að þau taki þátt í henni og væntanlega grínplötu frá Villa. Það var óvenjulegt matarspjall í dag. Í fjarveru okkar konu, Sigurlaugar Margrétar, sem dvelur á Spáni um þessar mundir við rannsóknarstörf, þá var samt spænsk stemmning svífandi yfir vötnum í matarspjallinu. Sassa Eyþórsdóttir kom til okkar og fræddi okkur um paellur, spænska hrísgrjónaréttinn sem rekur sögu sína til Valencia. Það þarf að ýmsu að huga þegar góð paella er löguð. Tónlist í þættinum í dag: Calm After the Storm / The Common Linnets (Ilse Delange, JB Meijers, Rob Crosby, Matthew Crosby, Jake Etheridge) Siren / Malcolm Linhcon (Robin Juhkental) Det star et billede av dig pa mit bord / Rollo og King(Sören Poppe,Thomas Brekling og Stefan Nielsen) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/12/202350 minutes
Episode Artwork

Klukkuþreyta, Bjartur lífsstíll og Felix í Liverpool

Færri unglingar sofa of lítið og klukkuþreyta minnkar þegar skólinn byrjar seinna samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var í Vogaskóla og tveimur samanburðarskólum. Að rannsókninni stóðu Betri svefn, Reykjavíkurborg, Háskólinn í Reykjavík og Embætti landlæknis. Klukkuþreyta myndast þegar fólk er vansvefta á virkum dögum en sefur mikið um helgar til að bæta það upp. Þetta er algengt meðal unglinga og hefur margvísleg neikvæð áhrif á heilsu og líðan. Við ræddum við Dr.Erlu Björnsdóttur sálfræðing frá Betri Svefni í þættinum í dag. Í janúar 2021 skilaði starfshópur skipaður af Heilbrigðisráðherra skýrslu með tillögum um fyrirkomulag samstarfsverkefna í heilsueflingu eldra fólks með það að markmiði að gera eldra fólki kleift að búa í heimahúsum eins lengi og kostur er. Verkefni fékk nafnið Bjartur lífsstíll, með það að leiðarljósi að hreyfing verði að lífsstíl hjá eldra fólki. Hægt er að kynna sér verkefnið á www.bjartlif.is Þær Ásgerður Guðmundsdóttir og Margrét Regína Grétarsdóttir eru verkefnastjórar heilsueflingar í Björtum lífsstíl og þær komu í þáttinn í dag. Svo hringdum við í Felix Bergsson, en hann er staddur í Liverpool með Eurovisionhópi Íslands. Diljá Pétursdóttir stígur á svið í seinni undanúrslitum keppninnar í kvöld og syngur lagið Power sem hún samdi ásamt Pálma Ragnari Ásgeirssyni. Við heyrðum hver stemningin er í íslenska hópnum og hvers megi vænta í kvöld. TÓNLIST Í ÞÆTTINUM: Nætur / Sigríður Beinteinsdóttir (Friðrik Karlsson og Stefán Hilmarsson) All Kinds of Everything / Dana (Derry Lindsay og Jackie Smith) Never ever let you go / Rollo and King (Stefan Nielsen, Sören Poppe og Thomas Brekling) Power / Diljá (Diljá Pétursdóttir og Pálmi Ragnar Ásgeirsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/11/20230
Episode Artwork

Klukkuþreyta, Bjartur lífsstíll og Felix í Liverpool

Færri unglingar sofa of lítið og klukkuþreyta minnkar þegar skólinn byrjar seinna samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var í Vogaskóla og tveimur samanburðarskólum. Að rannsókninni stóðu Betri svefn, Reykjavíkurborg, Háskólinn í Reykjavík og Embætti landlæknis. Klukkuþreyta myndast þegar fólk er vansvefta á virkum dögum en sefur mikið um helgar til að bæta það upp. Þetta er algengt meðal unglinga og hefur margvísleg neikvæð áhrif á heilsu og líðan. Við ræddum við Dr.Erlu Björnsdóttur sálfræðing frá Betri Svefni í þættinum í dag. Í janúar 2021 skilaði starfshópur skipaður af Heilbrigðisráðherra skýrslu með tillögum um fyrirkomulag samstarfsverkefna í heilsueflingu eldra fólks með það að markmiði að gera eldra fólki kleift að búa í heimahúsum eins lengi og kostur er. Verkefni fékk nafnið Bjartur lífsstíll, með það að leiðarljósi að hreyfing verði að lífsstíl hjá eldra fólki. Hægt er að kynna sér verkefnið á www.bjartlif.is Þær Ásgerður Guðmundsdóttir og Margrét Regína Grétarsdóttir eru verkefnastjórar heilsueflingar í Björtum lífsstíl og þær komu í þáttinn í dag. Svo hringdum við í Felix Bergsson, en hann er staddur í Liverpool með Eurovisionhópi Íslands. Diljá Pétursdóttir stígur á svið í seinni undanúrslitum keppninnar í kvöld og syngur lagið Power sem hún samdi ásamt Pálma Ragnari Ásgeirssyni. Við heyrðum hver stemningin er í íslenska hópnum og hvers megi vænta í kvöld. TÓNLIST Í ÞÆTTINUM: Nætur / Sigríður Beinteinsdóttir (Friðrik Karlsson og Stefán Hilmarsson) All Kinds of Everything / Dana (Derry Lindsay og Jackie Smith) Never ever let you go / Rollo and King (Stefan Nielsen, Sören Poppe og Thomas Brekling) Power / Diljá (Diljá Pétursdóttir og Pálmi Ragnar Ásgeirsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/11/202350 minutes
Episode Artwork

Afleiðingar áfalla, U3A og póstkort frá Magnúsi

Sjónaukinn, árleg ráðstefna Heilbrigðis-, viðskipta og raunvísindasviðs Háskólans á Akureyri, verður haldin dagana 16.-17. maí. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni er Horft til framtíðar - fólk og fjölskyldur í fyrirrúmi. Þar munu meistaranemar kynna meistaraverkefni sín og rannsóknir. Við fengum Sigrúnu Sigurðardóttur, dósent við háskólann á Akureyri til að segja okkur frá ráðstefnunni og með henni kom Rebekka Sif Pétursdóttir meistaranemi, en hún ætlar sagði okkur frá rannsókn sinni Erfið reynsla í æsku - ACE og heilsufarslegur vandi á fullorðinsárum. Flestir vita að Erasmus+ styrkir evrópska nema til að fara í skiptinám til annarra Evrópulanda og hafa íslenskir nemar verið duglegir að nýta sér þess styrki. Færri vita að nú getur fólk á þriðja æviskeiðinu sem er í einhvers konar námi gert það líka. Það að Erasmus+ sé farið að ná til fólks á þriðja æviskeiðinu sýnir viðhorfsbreytingu til fólks á eftirlaunaaldrinum. Hans Kristján Guðmundsson, frá U3A Háskóla þriðja æviskeiðsins, kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá skólanum og þessu nýja kosti frá Erasmus áætluninni. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Krýning Karls þriðja bretakonungs var til umfjöllunar í póstkorti dagsins, en Magnús finnur til tengingar við konung vegna þess að þeir eiga sama afmælisdag. Í seinni hluta póstkortsins sagði hann frá því þegar Englendingar rændu Vestmannaeyjar árið 1614, en nú er talið að tengingar séu milli þess atburðar og svo Tyrkjaránsins þrettán árum síðar, 1627. TÓNLIST Í ÞÆTTINUM: Ingileif / Snorri Helgason (Snorri Helgason) - Desperado / Eagles (Glen Frey & Don Henley) Ég mun aldrei gleyma þér / Brimkló (Robbins og Jón Sigurðsson) Styttur bæjarins / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/10/20230
Episode Artwork

Afleiðingar áfalla, U3A og póstkort frá Magnúsi

Sjónaukinn, árleg ráðstefna Heilbrigðis-, viðskipta og raunvísindasviðs Háskólans á Akureyri, verður haldin dagana 16.-17. maí. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni er Horft til framtíðar - fólk og fjölskyldur í fyrirrúmi. Þar munu meistaranemar kynna meistaraverkefni sín og rannsóknir. Við fengum Sigrúnu Sigurðardóttur, dósent við háskólann á Akureyri til að segja okkur frá ráðstefnunni og með henni kom Rebekka Sif Pétursdóttir meistaranemi, en hún ætlar sagði okkur frá rannsókn sinni Erfið reynsla í æsku - ACE og heilsufarslegur vandi á fullorðinsárum. Flestir vita að Erasmus+ styrkir evrópska nema til að fara í skiptinám til annarra Evrópulanda og hafa íslenskir nemar verið duglegir að nýta sér þess styrki. Færri vita að nú getur fólk á þriðja æviskeiðinu sem er í einhvers konar námi gert það líka. Það að Erasmus+ sé farið að ná til fólks á þriðja æviskeiðinu sýnir viðhorfsbreytingu til fólks á eftirlaunaaldrinum. Hans Kristján Guðmundsson, frá U3A Háskóla þriðja æviskeiðsins, kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá skólanum og þessu nýja kosti frá Erasmus áætluninni. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Krýning Karls þriðja bretakonungs var til umfjöllunar í póstkorti dagsins, en Magnús finnur til tengingar við konung vegna þess að þeir eiga sama afmælisdag. Í seinni hluta póstkortsins sagði hann frá því þegar Englendingar rændu Vestmannaeyjar árið 1614, en nú er talið að tengingar séu milli þess atburðar og svo Tyrkjaránsins þrettán árum síðar, 1627. TÓNLIST Í ÞÆTTINUM: Ingileif / Snorri Helgason (Snorri Helgason) - Desperado / Eagles (Glen Frey & Don Henley) Ég mun aldrei gleyma þér / Brimkló (Robbins og Jón Sigurðsson) Styttur bæjarins / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/10/20230
Episode Artwork

Afleiðingar áfalla, U3A og póstkort frá Magnúsi

Sjónaukinn, árleg ráðstefna Heilbrigðis-, viðskipta og raunvísindasviðs Háskólans á Akureyri, verður haldin dagana 16.-17. maí. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni er Horft til framtíðar - fólk og fjölskyldur í fyrirrúmi. Þar munu meistaranemar kynna meistaraverkefni sín og rannsóknir. Við fengum Sigrúnu Sigurðardóttur, dósent við háskólann á Akureyri til að segja okkur frá ráðstefnunni og með henni kom Rebekka Sif Pétursdóttir meistaranemi, en hún ætlar sagði okkur frá rannsókn sinni Erfið reynsla í æsku - ACE og heilsufarslegur vandi á fullorðinsárum. Flestir vita að Erasmus+ styrkir evrópska nema til að fara í skiptinám til annarra Evrópulanda og hafa íslenskir nemar verið duglegir að nýta sér þess styrki. Færri vita að nú getur fólk á þriðja æviskeiðinu sem er í einhvers konar námi gert það líka. Það að Erasmus+ sé farið að ná til fólks á þriðja æviskeiðinu sýnir viðhorfsbreytingu til fólks á eftirlaunaaldrinum. Hans Kristján Guðmundsson, frá U3A Háskóla þriðja æviskeiðsins, kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá skólanum og þessu nýja kosti frá Erasmus áætluninni. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Krýning Karls þriðja bretakonungs var til umfjöllunar í póstkorti dagsins, en Magnús finnur til tengingar við konung vegna þess að þeir eiga sama afmælisdag. Í seinni hluta póstkortsins sagði hann frá því þegar Englendingar rændu Vestmannaeyjar árið 1614, en nú er talið að tengingar séu milli þess atburðar og svo Tyrkjaránsins þrettán árum síðar, 1627. TÓNLIST Í ÞÆTTINUM: Ingileif / Snorri Helgason (Snorri Helgason) - Desperado / Eagles (Glen Frey & Don Henley) Ég mun aldrei gleyma þér / Brimkló (Robbins og Jón Sigurðsson) Styttur bæjarins / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/10/202350 minutes
Episode Artwork

Hamfaramálnotkun, rauðir úlfar og sólfarsvindar

Norræn ráðstefna verður haldin hér á landi á fimmtudag og föstudag um skýra framsetningu á máli og málnotkun þegar vá steðjar að. Á ráðstefnunni verður undirstrikað mikilvægi þess að framsetning og málnotkun sé skýr og auðskiljanleg þegar stjórnvöld, stofnanir, samtök eða fyrirtæki þurfa að koma á framfæri brýnum upplýsingum sem varða almenning. Einkum verður horft til samskipta og upplýsingagjafar til samfélagsins þegar hætta á borð við náttúruhamfarir, stríð, hryðjuverk eða heimsfaraldur steðjar að. Fyrirlesarar eru alls staðar að af Norðurlöndunum og ráðstefnan verður í beinu streymi á www.ruv.is. Við fengum þau Önnu Sigríði Þráinsdóttur, málfarsráðunaut RÚV, og Ara Pál Kristinsson, rannsóknaprófessor hjá Árnastofnun, í þáttinn til að segja okkur betur frá því sem þar fer fram. Lupus, eða rauðir úlfar, er sjaldgæfur alvarlegur sjálfsofnæmissjúkdómur sem getur valdið bólgum og verkjum um allan líkaman. Hann veldur því að ónæmiskerfið, sem venjulega berst við sýkingar, snýst gegn eigin frumum, vefjum og líffærum. Lupus er algengastur meðal kvenna, en um 90% þeirra sem fá lupus eru konur. Algengast er að sjúkdómurinn greinist á aldrinum 15-44 ára og er hann enn sem komið er ólæknandi en hins vegar er gríðarlega mikilvægt að sjúkdómurinn sé greindur snemma. Því fyrr sem lupus greinist því minni skaða veldur hann. Á morgun verður árlegur alþjóðlegur dagur lupus haldinn í tuttugasta sinn og í ár er áherslan á að auka þekkingu og meðvitund á lupus. Hrönn Stefánsdóttir er formaður lupushóps Gigtarfélags Íslands og kom í þáttinn í dag og sagði meðal annars frá sinni reynslu af lupus. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom til okkar í dag í vikulega veðurspjallið. Í dag fræddi hún okkur meðal annars um sólfarsvinda, hafgolu og landgolu. TÓNLIST Í ÞÆTTINUM: Þá mun vorið vaxa / Hjálmar (Þorsteinn Einarsson og Einar Georg Einarssonar) Sukiyaki / Kyu Sakamoto (Ei Rohusuke og Nakamura Hachidai) Vor við sæinn / Kvartett Reynis Sigurðssonar (Oddgeir Kristjánsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/9/20230
Episode Artwork

Hamfaramálnotkun, rauðir úlfar og sólfarsvindar

Norræn ráðstefna verður haldin hér á landi á fimmtudag og föstudag um skýra framsetningu á máli og málnotkun þegar vá steðjar að. Á ráðstefnunni verður undirstrikað mikilvægi þess að framsetning og málnotkun sé skýr og auðskiljanleg þegar stjórnvöld, stofnanir, samtök eða fyrirtæki þurfa að koma á framfæri brýnum upplýsingum sem varða almenning. Einkum verður horft til samskipta og upplýsingagjafar til samfélagsins þegar hætta á borð við náttúruhamfarir, stríð, hryðjuverk eða heimsfaraldur steðjar að. Fyrirlesarar eru alls staðar að af Norðurlöndunum og ráðstefnan verður í beinu streymi á www.ruv.is. Við fengum þau Önnu Sigríði Þráinsdóttur, málfarsráðunaut RÚV, og Ara Pál Kristinsson, rannsóknaprófessor hjá Árnastofnun, í þáttinn til að segja okkur betur frá því sem þar fer fram. Lupus, eða rauðir úlfar, er sjaldgæfur alvarlegur sjálfsofnæmissjúkdómur sem getur valdið bólgum og verkjum um allan líkaman. Hann veldur því að ónæmiskerfið, sem venjulega berst við sýkingar, snýst gegn eigin frumum, vefjum og líffærum. Lupus er algengastur meðal kvenna, en um 90% þeirra sem fá lupus eru konur. Algengast er að sjúkdómurinn greinist á aldrinum 15-44 ára og er hann enn sem komið er ólæknandi en hins vegar er gríðarlega mikilvægt að sjúkdómurinn sé greindur snemma. Því fyrr sem lupus greinist því minni skaða veldur hann. Á morgun verður árlegur alþjóðlegur dagur lupus haldinn í tuttugasta sinn og í ár er áherslan á að auka þekkingu og meðvitund á lupus. Hrönn Stefánsdóttir er formaður lupushóps Gigtarfélags Íslands og kom í þáttinn í dag og sagði meðal annars frá sinni reynslu af lupus. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom til okkar í dag í vikulega veðurspjallið. Í dag fræddi hún okkur meðal annars um sólfarsvinda, hafgolu og landgolu. TÓNLIST Í ÞÆTTINUM: Þá mun vorið vaxa / Hjálmar (Þorsteinn Einarsson og Einar Georg Einarssonar) Sukiyaki / Kyu Sakamoto (Ei Rohusuke og Nakamura Hachidai) Vor við sæinn / Kvartett Reynis Sigurðssonar (Oddgeir Kristjánsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/9/202350 minutes
Episode Artwork

Framför og Ljósið, vinkill og Haraldur lesandi vikunnar

25% af þeim sem greinast árlega með krabbamein á Íslandi eru karlar með krabbamein í blöðruhálskirtli. Árið 2010 var krabbameinsfélagið Framför stofnað. Framför eru samtök karla sem greinst hafa með blöðruhálskirtilskrabbamein og aðstandendur þeirra. Á aðalfundi félagsins sem var haldinn nýlega var Ernu Magnúsdóttur, forstöðukonu og stofnanda Ljóssins, afhend Oddsviðurkenning Framfarar 2023. Þetta var í fyrsta skipti sem viðurkenningin var veitt. Guðmundur Páll Ásgeirsson formaður Framfarar og Erna Magnúsdóttir komu í þáttinn í dag. Við fengum svo vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni úr Flóanum. Í dag lagði hann vinkilinn að trúverðugleika heimilda að fornu og nýju. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Haraldur Ingi Þorleifsson. Hann hefur líklega verið meira í fréttum undanfarið ár en flestir, hann var kosinn manneskja ársins í fyrra á Rás 2, hann er á góðri leið með að rampa upp Ísland, hann er nýbúinn að opna veitingastað og gefur út hljómplötu á næstunni. En í dag sagði hann okkur frá því hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Haraldur talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Between the World and Me eftir Ta-Nehisi Coates Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren og svo nefndi hann höfundana Haruki Murakami, Paul Auster og Dr. Zeuss. TÓNLIST Í ÞÆTTINUM: Vor í Vaglaskógi / Vilhjálmur Vilhjálmsson og hljómsveit Ingimars Eydal (Jónas Jónasson og Kristján frá Djúpalæk) Dísir vorsins / Karlakórinn Heimir (Bjarki Árnason) Vor / Berglind Björk Jónasdóttir (Jóhann Helgason og Þórarinn Eldjárn) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/8/20230
Episode Artwork

Framför og Ljósið, vinkill og Haraldur lesandi vikunnar

25% af þeim sem greinast árlega með krabbamein á Íslandi eru karlar með krabbamein í blöðruhálskirtli. Árið 2010 var krabbameinsfélagið Framför stofnað. Framför eru samtök karla sem greinst hafa með blöðruhálskirtilskrabbamein og aðstandendur þeirra. Á aðalfundi félagsins sem var haldinn nýlega var Ernu Magnúsdóttur, forstöðukonu og stofnanda Ljóssins, afhend Oddsviðurkenning Framfarar 2023. Þetta var í fyrsta skipti sem viðurkenningin var veitt. Guðmundur Páll Ásgeirsson formaður Framfarar og Erna Magnúsdóttir komu í þáttinn í dag. Við fengum svo vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni úr Flóanum. Í dag lagði hann vinkilinn að trúverðugleika heimilda að fornu og nýju. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Haraldur Ingi Þorleifsson. Hann hefur líklega verið meira í fréttum undanfarið ár en flestir, hann var kosinn manneskja ársins í fyrra á Rás 2, hann er á góðri leið með að rampa upp Ísland, hann er nýbúinn að opna veitingastað og gefur út hljómplötu á næstunni. En í dag sagði hann okkur frá því hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Haraldur talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Between the World and Me eftir Ta-Nehisi Coates Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren og svo nefndi hann höfundana Haruki Murakami, Paul Auster og Dr. Zeuss. TÓNLIST Í ÞÆTTINUM: Vor í Vaglaskógi / Vilhjálmur Vilhjálmsson og hljómsveit Ingimars Eydal (Jónas Jónasson og Kristján frá Djúpalæk) Dísir vorsins / Karlakórinn Heimir (Bjarki Árnason) Vor / Berglind Björk Jónasdóttir (Jóhann Helgason og Þórarinn Eldjárn) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/8/20230
Episode Artwork

Framför og Ljósið, vinkill og Haraldur lesandi vikunnar

25% af þeim sem greinast árlega með krabbamein á Íslandi eru karlar með krabbamein í blöðruhálskirtli. Árið 2010 var krabbameinsfélagið Framför stofnað. Framför eru samtök karla sem greinst hafa með blöðruhálskirtilskrabbamein og aðstandendur þeirra. Á aðalfundi félagsins sem var haldinn nýlega var Ernu Magnúsdóttur, forstöðukonu og stofnanda Ljóssins, afhend Oddsviðurkenning Framfarar 2023. Þetta var í fyrsta skipti sem viðurkenningin var veitt. Guðmundur Páll Ásgeirsson formaður Framfarar og Erna Magnúsdóttir komu í þáttinn í dag. Við fengum svo vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni úr Flóanum. Í dag lagði hann vinkilinn að trúverðugleika heimilda að fornu og nýju. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Haraldur Ingi Þorleifsson. Hann hefur líklega verið meira í fréttum undanfarið ár en flestir, hann var kosinn manneskja ársins í fyrra á Rás 2, hann er á góðri leið með að rampa upp Ísland, hann er nýbúinn að opna veitingastað og gefur út hljómplötu á næstunni. En í dag sagði hann okkur frá því hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Haraldur talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Between the World and Me eftir Ta-Nehisi Coates Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren og svo nefndi hann höfundana Haruki Murakami, Paul Auster og Dr. Zeuss. TÓNLIST Í ÞÆTTINUM: Vor í Vaglaskógi / Vilhjálmur Vilhjálmsson og hljómsveit Ingimars Eydal (Jónas Jónasson og Kristján frá Djúpalæk) Dísir vorsins / Karlakórinn Heimir (Bjarki Árnason) Vor / Berglind Björk Jónasdóttir (Jóhann Helgason og Þórarinn Eldjárn) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/8/202350 minutes
Episode Artwork

Kormákur og Skjöldur og matarspjall frá Spáni

Föstudagsgestir Mannlega þáttarins í þetta sinn voru tveir, Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson. Þeir hafa verið félagar í hartnær þrjátíu ár og stærstan hluta af því hafa þeir rekið saman fyrirtæki, Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar og Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Þeir ætluðu sér upphaflega að selja notuð föt í mánuð til að fá smá tekjur, en það þróaðist heldur betur og í dag er meira en helmingur sem þeir selja hannað og framleitt fyrir þá og þeir eru meira að segja að framleiða sitt eigið íslenska tweed. Matarspjallið var svo auðvitað á sínum stað og að þessu sinni heyrðum við í okkar konu Sigurlaugu Margréti frá Spáni hvar hún sinnir skyldum sínum við rannsóknir á mat og matarvenjum Spánverja. Eru Tapasréttir málið í Katalóníu eða alls ekki? Við komumst að því í matarspjalli dagsins þar sem auðvitað komu við sögu tómatar, paella og fransbrauð. TÓNLIST Í ÞÆTTINUM: Eitt lag enn / Stjórnin (Hörður Gunnar Ólafsson og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Sumarauki /Elly Vilhjálms (Sigfús Halldórsson og Guðjón Halldórsson) Fashion/David Bowie UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/5/20230
Episode Artwork

Kormákur og Skjöldur og matarspjall frá Spáni

Föstudagsgestir Mannlega þáttarins í þetta sinn voru tveir, Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson. Þeir hafa verið félagar í hartnær þrjátíu ár og stærstan hluta af því hafa þeir rekið saman fyrirtæki, Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar og Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Þeir ætluðu sér upphaflega að selja notuð föt í mánuð til að fá smá tekjur, en það þróaðist heldur betur og í dag er meira en helmingur sem þeir selja hannað og framleitt fyrir þá og þeir eru meira að segja að framleiða sitt eigið íslenska tweed. Matarspjallið var svo auðvitað á sínum stað og að þessu sinni heyrðum við í okkar konu Sigurlaugu Margréti frá Spáni hvar hún sinnir skyldum sínum við rannsóknir á mat og matarvenjum Spánverja. Eru Tapasréttir málið í Katalóníu eða alls ekki? Við komumst að því í matarspjalli dagsins þar sem auðvitað komu við sögu tómatar, paella og fransbrauð. TÓNLIST Í ÞÆTTINUM: Eitt lag enn / Stjórnin (Hörður Gunnar Ólafsson og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Sumarauki /Elly Vilhjálms (Sigfús Halldórsson og Guðjón Halldórsson) Fashion/David Bowie UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/5/202350 minutes
Episode Artwork

Sjúkt spjall, hláturjóga og Fílalag í sjónvarpinu

Fyrir rétt rúmu ári opnaði Stígamót nýja þjónustu sem heitir Sjúkt spjall en það er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni 13-20 ára um sambönd, samskipti og ofbeldi. Algengast er að börn og unglingar velti fyrir sér hvort þau hafi orðið fyrir o?eldi, jafnvel nauðgun. Í spjallinu eru unglingar fræddir t.d. um samþykki og mörk í samskiptum. Birta Ósk Hönnudóttir, verkefnastýri Sjúks spjalls, kom til okkar í dag sagði okkur frá þjónustunni. Alþjóðlegi hláturdagurinn er á sunnudaginn, 7.maí, og hér á landi hefur Ásta Valdimarsdóttir verið leiðandi afl í hláturjóga og ber einnig titilinn hláturambassor. Hláturjóga er stundað víða um heim en líklega mest á Indlandi og þar býr upphafsmaður þess Dr. Madan Kataria. Rannsóknir hafa sýnt að einlægur hlátur bætir andlega og líkamlega heilsu og best er að stunda hláturjóga í hópi. Við heyrðum í Ástu í þættinum í dag. Svo komu þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi Benediktsson til okkar í dag. Þeir eru með sjónvarpsþáttinn Fílalag, en þeir höfðu gert á fjórða hundrað hlaðvarpsþætti af Fílalag áður en þeir hófu að gera þættina fyrir sjónvarp. Í hverjum þætti taka þeir fyrir eitt lag og fíla það. Með öllu sem því fylgir. Skoða tímabilið sem lagið er frá, tískuna, stemninguna og reyna að miðla sinni ástríðu og fílun til áhorfenda. Tónlist í þættinum í dag: My friend and I / Trúbrot (Magnús Kjartansson og Jóhann Hjálmarsson Girl from before / Blood Harmony (Örn Eldjárn) Það brennur / Egill Ólafsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir (Egill Ólafsson) Þrek og tár / Erla Þorsteinsdóttir og Haukur Morthens (Otto Lindblad og Guðmundur Guðmundsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/4/20230
Episode Artwork

Sjúkt spjall, hláturjóga og Fílalag í sjónvarpinu

Fyrir rétt rúmu ári opnaði Stígamót nýja þjónustu sem heitir Sjúkt spjall en það er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni 13-20 ára um sambönd, samskipti og ofbeldi. Algengast er að börn og unglingar velti fyrir sér hvort þau hafi orðið fyrir o?eldi, jafnvel nauðgun. Í spjallinu eru unglingar fræddir t.d. um samþykki og mörk í samskiptum. Birta Ósk Hönnudóttir, verkefnastýri Sjúks spjalls, kom til okkar í dag sagði okkur frá þjónustunni. Alþjóðlegi hláturdagurinn er á sunnudaginn, 7.maí, og hér á landi hefur Ásta Valdimarsdóttir verið leiðandi afl í hláturjóga og ber einnig titilinn hláturambassor. Hláturjóga er stundað víða um heim en líklega mest á Indlandi og þar býr upphafsmaður þess Dr. Madan Kataria. Rannsóknir hafa sýnt að einlægur hlátur bætir andlega og líkamlega heilsu og best er að stunda hláturjóga í hópi. Við heyrðum í Ástu í þættinum í dag. Svo komu þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi Benediktsson til okkar í dag. Þeir eru með sjónvarpsþáttinn Fílalag, en þeir höfðu gert á fjórða hundrað hlaðvarpsþætti af Fílalag áður en þeir hófu að gera þættina fyrir sjónvarp. Í hverjum þætti taka þeir fyrir eitt lag og fíla það. Með öllu sem því fylgir. Skoða tímabilið sem lagið er frá, tískuna, stemninguna og reyna að miðla sinni ástríðu og fílun til áhorfenda. Tónlist í þættinum í dag: My friend and I / Trúbrot (Magnús Kjartansson og Jóhann Hjálmarsson Girl from before / Blood Harmony (Örn Eldjárn) Það brennur / Egill Ólafsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir (Egill Ólafsson) Þrek og tár / Erla Þorsteinsdóttir og Haukur Morthens (Otto Lindblad og Guðmundur Guðmundsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/4/20230
Episode Artwork

Sjúkt spjall, hláturjóga og Fílalag í sjónvarpinu

Fyrir rétt rúmu ári opnaði Stígamót nýja þjónustu sem heitir Sjúkt spjall en það er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni 13-20 ára um sambönd, samskipti og ofbeldi. Algengast er að börn og unglingar velti fyrir sér hvort þau hafi orðið fyrir o?eldi, jafnvel nauðgun. Í spjallinu eru unglingar fræddir t.d. um samþykki og mörk í samskiptum. Birta Ósk Hönnudóttir, verkefnastýri Sjúks spjalls, kom til okkar í dag sagði okkur frá þjónustunni. Alþjóðlegi hláturdagurinn er á sunnudaginn, 7.maí, og hér á landi hefur Ásta Valdimarsdóttir verið leiðandi afl í hláturjóga og ber einnig titilinn hláturambassor. Hláturjóga er stundað víða um heim en líklega mest á Indlandi og þar býr upphafsmaður þess Dr. Madan Kataria. Rannsóknir hafa sýnt að einlægur hlátur bætir andlega og líkamlega heilsu og best er að stunda hláturjóga í hópi. Við heyrðum í Ástu í þættinum í dag. Svo komu þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi Benediktsson til okkar í dag. Þeir eru með sjónvarpsþáttinn Fílalag, en þeir höfðu gert á fjórða hundrað hlaðvarpsþætti af Fílalag áður en þeir hófu að gera þættina fyrir sjónvarp. Í hverjum þætti taka þeir fyrir eitt lag og fíla það. Með öllu sem því fylgir. Skoða tímabilið sem lagið er frá, tískuna, stemninguna og reyna að miðla sinni ástríðu og fílun til áhorfenda. Tónlist í þættinum í dag: My friend and I / Trúbrot (Magnús Kjartansson og Jóhann Hjálmarsson Girl from before / Blood Harmony (Örn Eldjárn) Það brennur / Egill Ólafsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir (Egill Ólafsson) Þrek og tár / Erla Þorsteinsdóttir og Haukur Morthens (Otto Lindblad og Guðmundur Guðmundsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/4/202350 minutes
Episode Artwork

Listir og velferð, Hamingjugildran og Hvað er að vera Íslendingur?

Við kynntumst nýju meistaranámi í Listum og velferð hjá Listaháskólanum í þættinum í dag. Þar verður leitt saman fagfólk innan lista- og velferðargeirans sem hafa áhuga á að þróa leiðir til að nýta listir í þágu félags- og heilsueflingar. Kristín Valsdóttir, deildarforseti listkennsludeildar LHÍ, kom í þáttinn og sagði okkur betur frá þessu námi í dag. Bókin Hamingjugildran kom út fyrir nokkrum dögum í íslenskri þýðingu. Bókin heitir á ensku Happiness Trap. Sálfræðingurinn Hugrún Sigurjónsdóttir þýddi og hefur sjálf notað aðferðir bókarinnar í meðferðarvinnu með skjólstæðingum með góðum árangri. Í bókinni, sem selst hefur í yfir milljón eintökum um allan heim, er að finna einföld og gagnleg ráð til að takast á við erfiðar hugsanir og tilfinningar. Einnig er leitað svara í bókinni við þeirri grundvallarspurningu af hverju það sé svona erfitt að vera hamingjusamur og hvers vegna hamingjan geti ekki verið varanlegt ástand? Við töluðum við Hugrúnu í dag. Hvað er að vera Íslendingur? Þeirri spurningu var reynt að svara á fræðslufundi sem Íslensk erfðagreining stóð fyrir um helgina. 4 fyrirlesarar veltu fyrir sér þessari spurningu meðal annars út frá erfðum og nýjustu rannsóknum á uppruna okkar Íslendinga. Stangast hugmyndir þjóðarinnar, um uppruna sinn, ef til vill á við uppgötvanir á sviði mannerfðafræði? Einnig var því velt upp hvenær fólk verði Íslendingar, ef það á rætur í öðrum samfélögum. Tveir þeirra sem héldu erindi, Agnar Helgason, mannerfðafræðingur og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, komu í þáttinn og hjálpuðu okkur að svara þessum spurningum. Tónlist í þættinum í dag: Við arineld / Erla Stefánsdóttir (Magnús Eiríksson-Kristján frá Djúpalæk) Everything is beautiful / Ray Stevens (Ray Stevens) Vor / Eyfi og Ellen (Eyjólfur Kristjánsson og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Chok Chok / PPCX UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/3/20230
Episode Artwork

Listir og velferð, Hamingjugildran og Hvað er að vera Íslendingur?

Við kynntumst nýju meistaranámi í Listum og velferð hjá Listaháskólanum í þættinum í dag. Þar verður leitt saman fagfólk innan lista- og velferðargeirans sem hafa áhuga á að þróa leiðir til að nýta listir í þágu félags- og heilsueflingar. Kristín Valsdóttir, deildarforseti listkennsludeildar LHÍ, kom í þáttinn og sagði okkur betur frá þessu námi í dag. Bókin Hamingjugildran kom út fyrir nokkrum dögum í íslenskri þýðingu. Bókin heitir á ensku Happiness Trap. Sálfræðingurinn Hugrún Sigurjónsdóttir þýddi og hefur sjálf notað aðferðir bókarinnar í meðferðarvinnu með skjólstæðingum með góðum árangri. Í bókinni, sem selst hefur í yfir milljón eintökum um allan heim, er að finna einföld og gagnleg ráð til að takast á við erfiðar hugsanir og tilfinningar. Einnig er leitað svara í bókinni við þeirri grundvallarspurningu af hverju það sé svona erfitt að vera hamingjusamur og hvers vegna hamingjan geti ekki verið varanlegt ástand? Við töluðum við Hugrúnu í dag. Hvað er að vera Íslendingur? Þeirri spurningu var reynt að svara á fræðslufundi sem Íslensk erfðagreining stóð fyrir um helgina. 4 fyrirlesarar veltu fyrir sér þessari spurningu meðal annars út frá erfðum og nýjustu rannsóknum á uppruna okkar Íslendinga. Stangast hugmyndir þjóðarinnar, um uppruna sinn, ef til vill á við uppgötvanir á sviði mannerfðafræði? Einnig var því velt upp hvenær fólk verði Íslendingar, ef það á rætur í öðrum samfélögum. Tveir þeirra sem héldu erindi, Agnar Helgason, mannerfðafræðingur og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, komu í þáttinn og hjálpuðu okkur að svara þessum spurningum. Tónlist í þættinum í dag: Við arineld / Erla Stefánsdóttir (Magnús Eiríksson-Kristján frá Djúpalæk) Everything is beautiful / Ray Stevens (Ray Stevens) Vor / Eyfi og Ellen (Eyjólfur Kristjánsson og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Chok Chok / PPCX UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/3/202350 minutes
Episode Artwork

Sálrænt öryggi, kaffivinkill og hjásólir og baugar

Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að sálrænt öryggi ríki á vinnustöðum til að skapa og stuðla að velsæld starfsfólks og auknum árangri. En hvað er sálrænt öryggi? Hvernig er stuðlað að því og hvernig er hægt að viðhalda því á vinnustöðum? Hvað þurfa stjórnendur að vera meðvitaðir um í stjórnendastíl og hvaða áhrif hefur mismunandi framkoma stjórnenda á starfsmenn? Inga Þórisdóttir stjórnendaþjálfi kom í þáttinn í dag. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni þjóðfræðiáhugamanni og skúffuskáldi úr Flóanum. Í dag lagði hann vinkilinn að uppreisn og Bragakaffi í gulum pökkum. Svo kom Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur í vikulega veðurspjallið. Hitatölur á landinu stíga hægt og rólega, það er spurning hver þróunin er á næstunni. Eins fræddumst við um bauga og hjásólir sem sáust um helgina. Tónlist í þættinum í dag: Vor við Flóann / KK sextetinn og Ragnar Bjarnason (Leon René og Jón Sigurðsson) Vorið kemur (Vikivaki) / Diddú (Valgeir Guðjónsson og Jóhannes úr Kötlum) Vorið er komið / Magnús og Jóhann (Magnús Þór Sigmundsson) Sól bros þín / Bubbi Morthens (Bubbi Morthens) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/2/20230
Episode Artwork

Sálrænt öryggi, kaffivinkill og hjásólir og baugar

Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að sálrænt öryggi ríki á vinnustöðum til að skapa og stuðla að velsæld starfsfólks og auknum árangri. En hvað er sálrænt öryggi? Hvernig er stuðlað að því og hvernig er hægt að viðhalda því á vinnustöðum? Hvað þurfa stjórnendur að vera meðvitaðir um í stjórnendastíl og hvaða áhrif hefur mismunandi framkoma stjórnenda á starfsmenn? Inga Þórisdóttir stjórnendaþjálfi kom í þáttinn í dag. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni þjóðfræðiáhugamanni og skúffuskáldi úr Flóanum. Í dag lagði hann vinkilinn að uppreisn og Bragakaffi í gulum pökkum. Svo kom Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur í vikulega veðurspjallið. Hitatölur á landinu stíga hægt og rólega, það er spurning hver þróunin er á næstunni. Eins fræddumst við um bauga og hjásólir sem sáust um helgina. Tónlist í þættinum í dag: Vor við Flóann / KK sextetinn og Ragnar Bjarnason (Leon René og Jón Sigurðsson) Vorið kemur (Vikivaki) / Diddú (Valgeir Guðjónsson og Jóhannes úr Kötlum) Vorið er komið / Magnús og Jóhann (Magnús Þór Sigmundsson) Sól bros þín / Bubbi Morthens (Bubbi Morthens) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/2/20230
Episode Artwork

Sálrænt öryggi, kaffivinkill og hjásólir og baugar

Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að sálrænt öryggi ríki á vinnustöðum til að skapa og stuðla að velsæld starfsfólks og auknum árangri. En hvað er sálrænt öryggi? Hvernig er stuðlað að því og hvernig er hægt að viðhalda því á vinnustöðum? Hvað þurfa stjórnendur að vera meðvitaðir um í stjórnendastíl og hvaða áhrif hefur mismunandi framkoma stjórnenda á starfsmenn? Inga Þórisdóttir stjórnendaþjálfi kom í þáttinn í dag. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni þjóðfræðiáhugamanni og skúffuskáldi úr Flóanum. Í dag lagði hann vinkilinn að uppreisn og Bragakaffi í gulum pökkum. Svo kom Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur í vikulega veðurspjallið. Hitatölur á landinu stíga hægt og rólega, það er spurning hver þróunin er á næstunni. Eins fræddumst við um bauga og hjásólir sem sáust um helgina. Tónlist í þættinum í dag: Vor við Flóann / KK sextetinn og Ragnar Bjarnason (Leon René og Jón Sigurðsson) Vorið kemur (Vikivaki) / Diddú (Valgeir Guðjónsson og Jóhannes úr Kötlum) Vorið er komið / Magnús og Jóhann (Magnús Þór Sigmundsson) Sól bros þín / Bubbi Morthens (Bubbi Morthens) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/2/202350 minutes
Episode Artwork

Björgvin Franz föstudagsgestur og áfram um samlokusalöt

Björgvin Franz Gíslason leikari var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag. Hann hefur komið víða við í skemmtanabransanum, hann sá um Stundina okkar í mörg ár, hann hefur auðvitað leikið í fjölda leiksýninga og í kvikmyndum og sjónvarpi, hann veislustýrir, syngur lögin hans Ragga Bjarna á öldrunarheimilum og nú síðustu ár hefur hann leikið hvert stórhlutverkið á fætur öðru hjá Leikfélagi Akureyrar. Í vetur hefur hann farið með stærsta karlhlutverkið í söngleiknum Chicago fyrir norðan og fékk frábæra dóma fyrir. Við ræddum við Björgvin Franz um lífið og tilveruna, ADHD, Jón Gnarr, Björn Hlyn, Ragga Bjarna og fleira og fleira. Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var svo auðvitað á sínum stað í þættinum. Í dag tókum við aftur upp þráðinn frá því í síðustu viku og héldum áfram að tala um samlokusalöt og einnig komu við sögu kartöflur og rauðmagi. Tónlist í þættinum í dag: Ég bið þig forláts / Raggi Bjarna (J.South og Iðunn Steinsdóttir) A ban I bin /Izhar, Cohen og Alpha Beta (Eurovision lag Ísraela 1978) OK / Langi Seli og Skuggarnir (Axel Hallkell Jóhannesson, Jón Skuggi og Erik Kvick) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/28/20230
Episode Artwork

Björgvin Franz föstudagsgestur og áfram um samlokusalöt

Björgvin Franz Gíslason leikari var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag. Hann hefur komið víða við í skemmtanabransanum, hann sá um Stundina okkar í mörg ár, hann hefur auðvitað leikið í fjölda leiksýninga og í kvikmyndum og sjónvarpi, hann veislustýrir, syngur lögin hans Ragga Bjarna á öldrunarheimilum og nú síðustu ár hefur hann leikið hvert stórhlutverkið á fætur öðru hjá Leikfélagi Akureyrar. Í vetur hefur hann farið með stærsta karlhlutverkið í söngleiknum Chicago fyrir norðan og fékk frábæra dóma fyrir. Við ræddum við Björgvin Franz um lífið og tilveruna, ADHD, Jón Gnarr, Björn Hlyn, Ragga Bjarna og fleira og fleira. Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var svo auðvitað á sínum stað í þættinum. Í dag tókum við aftur upp þráðinn frá því í síðustu viku og héldum áfram að tala um samlokusalöt og einnig komu við sögu kartöflur og rauðmagi. Tónlist í þættinum í dag: Ég bið þig forláts / Raggi Bjarna (J.South og Iðunn Steinsdóttir) A ban I bin /Izhar, Cohen og Alpha Beta (Eurovision lag Ísraela 1978) OK / Langi Seli og Skuggarnir (Axel Hallkell Jóhannesson, Jón Skuggi og Erik Kvick) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/28/20230
Episode Artwork

Björgvin Franz föstudagsgestur og áfram um samlokusalöt

Björgvin Franz Gíslason leikari var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag. Hann hefur komið víða við í skemmtanabransanum, hann sá um Stundina okkar í mörg ár, hann hefur auðvitað leikið í fjölda leiksýninga og í kvikmyndum og sjónvarpi, hann veislustýrir, syngur lögin hans Ragga Bjarna á öldrunarheimilum og nú síðustu ár hefur hann leikið hvert stórhlutverkið á fætur öðru hjá Leikfélagi Akureyrar. Í vetur hefur hann farið með stærsta karlhlutverkið í söngleiknum Chicago fyrir norðan og fékk frábæra dóma fyrir. Við ræddum við Björgvin Franz um lífið og tilveruna, ADHD, Jón Gnarr, Björn Hlyn, Ragga Bjarna og fleira og fleira. Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var svo auðvitað á sínum stað í þættinum. Í dag tókum við aftur upp þráðinn frá því í síðustu viku og héldum áfram að tala um samlokusalöt og einnig komu við sögu kartöflur og rauðmagi. Tónlist í þættinum í dag: Ég bið þig forláts / Raggi Bjarna (J.South og Iðunn Steinsdóttir) A ban I bin /Izhar, Cohen og Alpha Beta (Eurovision lag Ísraela 1978) OK / Langi Seli og Skuggarnir (Axel Hallkell Jóhannesson, Jón Skuggi og Erik Kvick) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/28/202350 minutes
Episode Artwork

Heilbrigðisvísindaverðlaunahafi, Vinnuhjálp og Hlaupið um arkitektúr

Það var tilkynnt í gær að Sædís Sævarsdóttir var verðlaunahafinn í ár þegar veitt var úr Verðlaunasjóði Árna Kristinssonar og Þórðar Harðarsonar. Sædís er prófessor og varadeildarforseti Læknadeildar H.Í., gigtarlæknir á Landspítalanum og vísindamaður hjá Íslenskri Erfðagreiningu. Hún á einkar glæstan feril sem læknir og vísindakona, hennar störf við gigtarlækningar, erfðafræði, sniðlækningar, rannsóknir, bæði hér á landi og í Svíþjóð, auk rétt um hundrað ritrýndar vísindagreinar í virtum vísindaritum bera vitni um að verðlaunin eru verðskulduð, þó er ekki næstum allt upp talið. Sædís kom í þáttinn í dag og segja okkur aðeins frá sér og sínum störfum og með henni kom Þórður Harðarson, prófessor emiritus, en hann fræddi okkur um þessi merkilegu verðlaun og valið á vinningshafanum í ár. Fyrirtækið Vinnuhjálp vill auka þekkingu og áhuga einstaklinga á mannauðsmálum, til að vera sjálfstæðari og skilvirkari er kemur að úrvinnslu og úrlausnum á eigin málum. Sunna Arnardóttir sérfræðingur í mannauðsmálum er manneskjan á bak við Vinnuhjálp en hún hefur einnig skrifað pistla um mannauðsmál hjá visi.is og nú hjá mbl.is. Nýlega skrifaði hún pistil um ofbeldi stjórnenda gagnvart starfsfólki og við ræddum efni pistilsins við hana í dag. Svo forvitnuðumst við um viðburðinn Hlaupið um arkitektúr. Arkitektafélag Íslands stendur fyrir hlaupi sem er hluti af HönnunarMars og er það svokallað upplifunarhlaup þar sem hlauparar munu skoða borgarlandslagið út frá sjónarhorni arkitektúrs, gamals og nýs. Þær Gerður Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands og Ragnheiður Maísól Sturludóttir, verkefnastjóri kynningarmála hjá HönnunarMars, komu í þáttinn og sögðu okkur betur frá. TÓNLIST Í ÞÆTTINUM: Kramið hjarta/Valgeir Guðjónsson(Valgeir Guðjónsson) Húsin í bænum/Egill Ólafsson(Gunnar Þórðarsson-Tómas Guðmundsson) Young americans/David Bowie(David Bowie) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/27/20230
Episode Artwork

Heilbrigðisvísindaverðlaunahafi, Vinnuhjálp og Hlaupið um arkitektúr

Það var tilkynnt í gær að Sædís Sævarsdóttir var verðlaunahafinn í ár þegar veitt var úr Verðlaunasjóði Árna Kristinssonar og Þórðar Harðarsonar. Sædís er prófessor og varadeildarforseti Læknadeildar H.Í., gigtarlæknir á Landspítalanum og vísindamaður hjá Íslenskri Erfðagreiningu. Hún á einkar glæstan feril sem læknir og vísindakona, hennar störf við gigtarlækningar, erfðafræði, sniðlækningar, rannsóknir, bæði hér á landi og í Svíþjóð, auk rétt um hundrað ritrýndar vísindagreinar í virtum vísindaritum bera vitni um að verðlaunin eru verðskulduð, þó er ekki næstum allt upp talið. Sædís kom í þáttinn í dag og segja okkur aðeins frá sér og sínum störfum og með henni kom Þórður Harðarson, prófessor emiritus, en hann fræddi okkur um þessi merkilegu verðlaun og valið á vinningshafanum í ár. Fyrirtækið Vinnuhjálp vill auka þekkingu og áhuga einstaklinga á mannauðsmálum, til að vera sjálfstæðari og skilvirkari er kemur að úrvinnslu og úrlausnum á eigin málum. Sunna Arnardóttir sérfræðingur í mannauðsmálum er manneskjan á bak við Vinnuhjálp en hún hefur einnig skrifað pistla um mannauðsmál hjá visi.is og nú hjá mbl.is. Nýlega skrifaði hún pistil um ofbeldi stjórnenda gagnvart starfsfólki og við ræddum efni pistilsins við hana í dag. Svo forvitnuðumst við um viðburðinn Hlaupið um arkitektúr. Arkitektafélag Íslands stendur fyrir hlaupi sem er hluti af HönnunarMars og er það svokallað upplifunarhlaup þar sem hlauparar munu skoða borgarlandslagið út frá sjónarhorni arkitektúrs, gamals og nýs. Þær Gerður Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands og Ragnheiður Maísól Sturludóttir, verkefnastjóri kynningarmála hjá HönnunarMars, komu í þáttinn og sögðu okkur betur frá. TÓNLIST Í ÞÆTTINUM: Kramið hjarta/Valgeir Guðjónsson(Valgeir Guðjónsson) Húsin í bænum/Egill Ólafsson(Gunnar Þórðarsson-Tómas Guðmundsson) Young americans/David Bowie(David Bowie) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/27/202350 minutes
Episode Artwork

Stóri Plokkdagurinn, söngstund á Eir og póstkort frá Berlín

Stóri Plokkdagurinn verður haldinn á sunnudaginn næstkomandi. Tæplega átta þúsund manns tilheyra samfélaginu Plokk á Íslandi á facebook og eftir vindasaman vetur er tímabært að týna upp, eða plokka, plast og rusl sem dreifst hefur víða í þéttbýli og nágrenni áður en það hverfur á haf út eða grefst í náttúruna. Við fengum Einar Bárðarson, stofnanda og sjálfboðaliða hjá Plokk á Íslandi, til að koma og segja okkur frá Stóra Plokkdeginum og öllu því sem sniðugt og það sem er praktístk að hafa í huga í undirbúningi fyrir plokkið. Hilmar Örn Agnarsson organisti á Akranesi og tónlistarmaður gefur sér tíma í hverri viku ásamt hluta af fjölskyldu sinni, fyrir söngstund á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi en þar býr faðir hans Agnar Guðnason 96 ára. Hilmar Örn flutti hundrað ára gamalt fótstigið orgel í matsalinn á annari hæð og býr til söngstund fyrir pabba sinn og nokkra aðra karla, þar á meðal einn 104 ára og Hilmar segir í gamni að það sé 90 ára aldurstakmark í kórinn. Við fengum að fylgjast með einni söngstund. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í korti dagsins segir Magnús frá kynnum sínum af Berlín þar sem hann hefur verið með annan fótinn undanfarið. Hann segir af áhyggjum Þjóðverja vegna stríðsins austur í Úkraínu og deilum þeirra hvernig stuðningi við Úkraínumenn skuli háttað. Hann segir líka frá öðru máli sem er mikið í deiglunni en það er frumvarp um lögleyfingu kannabisefna sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fyrir sambandsþingið á næstunni. Undir lokin segir af vaxandi glæpatíðni barna og unglinga í Þýskalandi og deilum um lækkun sakhæfialdurs úr fjórtán niður í tólf ára aldur. Tónlist í þættinum: Svefnljóð/Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Kjartansson-Kristján frá Djúpalæk) Knowing Me Knowing You / ABBA (Benny Andersson, Björn Ulvaeus og Stig Anderson) Rósin / Álftagerðisbræður og Sinfóníuhljómsveit Íslands (Friðrik Jónsson og Guðmundur Halldórsson) It's Still Rock And Roll To Me / Billy Joel (Billy Joel) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/26/20230
Episode Artwork

Stóri Plokkdagurinn, söngstund á Eir og póstkort frá Berlín

Stóri Plokkdagurinn verður haldinn á sunnudaginn næstkomandi. Tæplega átta þúsund manns tilheyra samfélaginu Plokk á Íslandi á facebook og eftir vindasaman vetur er tímabært að týna upp, eða plokka, plast og rusl sem dreifst hefur víða í þéttbýli og nágrenni áður en það hverfur á haf út eða grefst í náttúruna. Við fengum Einar Bárðarson, stofnanda og sjálfboðaliða hjá Plokk á Íslandi, til að koma og segja okkur frá Stóra Plokkdeginum og öllu því sem sniðugt og það sem er praktístk að hafa í huga í undirbúningi fyrir plokkið. Hilmar Örn Agnarsson organisti á Akranesi og tónlistarmaður gefur sér tíma í hverri viku ásamt hluta af fjölskyldu sinni, fyrir söngstund á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi en þar býr faðir hans Agnar Guðnason 96 ára. Hilmar Örn flutti hundrað ára gamalt fótstigið orgel í matsalinn á annari hæð og býr til söngstund fyrir pabba sinn og nokkra aðra karla, þar á meðal einn 104 ára og Hilmar segir í gamni að það sé 90 ára aldurstakmark í kórinn. Við fengum að fylgjast með einni söngstund. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í korti dagsins segir Magnús frá kynnum sínum af Berlín þar sem hann hefur verið með annan fótinn undanfarið. Hann segir af áhyggjum Þjóðverja vegna stríðsins austur í Úkraínu og deilum þeirra hvernig stuðningi við Úkraínumenn skuli háttað. Hann segir líka frá öðru máli sem er mikið í deiglunni en það er frumvarp um lögleyfingu kannabisefna sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fyrir sambandsþingið á næstunni. Undir lokin segir af vaxandi glæpatíðni barna og unglinga í Þýskalandi og deilum um lækkun sakhæfialdurs úr fjórtán niður í tólf ára aldur. Tónlist í þættinum: Svefnljóð/Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Kjartansson-Kristján frá Djúpalæk) Knowing Me Knowing You / ABBA (Benny Andersson, Björn Ulvaeus og Stig Anderson) Rósin / Álftagerðisbræður og Sinfóníuhljómsveit Íslands (Friðrik Jónsson og Guðmundur Halldórsson) It's Still Rock And Roll To Me / Billy Joel (Billy Joel) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/26/20230
Episode Artwork

Stóri Plokkdagurinn, söngstund á Eir og póstkort frá Berlín

Stóri Plokkdagurinn verður haldinn á sunnudaginn næstkomandi. Tæplega átta þúsund manns tilheyra samfélaginu Plokk á Íslandi á facebook og eftir vindasaman vetur er tímabært að týna upp, eða plokka, plast og rusl sem dreifst hefur víða í þéttbýli og nágrenni áður en það hverfur á haf út eða grefst í náttúruna. Við fengum Einar Bárðarson, stofnanda og sjálfboðaliða hjá Plokk á Íslandi, til að koma og segja okkur frá Stóra Plokkdeginum og öllu því sem sniðugt og það sem er praktístk að hafa í huga í undirbúningi fyrir plokkið. Hilmar Örn Agnarsson organisti á Akranesi og tónlistarmaður gefur sér tíma í hverri viku ásamt hluta af fjölskyldu sinni, fyrir söngstund á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi en þar býr faðir hans Agnar Guðnason 96 ára. Hilmar Örn flutti hundrað ára gamalt fótstigið orgel í matsalinn á annari hæð og býr til söngstund fyrir pabba sinn og nokkra aðra karla, þar á meðal einn 104 ára og Hilmar segir í gamni að það sé 90 ára aldurstakmark í kórinn. Við fengum að fylgjast með einni söngstund. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í korti dagsins segir Magnús frá kynnum sínum af Berlín þar sem hann hefur verið með annan fótinn undanfarið. Hann segir af áhyggjum Þjóðverja vegna stríðsins austur í Úkraínu og deilum þeirra hvernig stuðningi við Úkraínumenn skuli háttað. Hann segir líka frá öðru máli sem er mikið í deiglunni en það er frumvarp um lögleyfingu kannabisefna sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fyrir sambandsþingið á næstunni. Undir lokin segir af vaxandi glæpatíðni barna og unglinga í Þýskalandi og deilum um lækkun sakhæfialdurs úr fjórtán niður í tólf ára aldur. Tónlist í þættinum: Svefnljóð/Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Kjartansson-Kristján frá Djúpalæk) Knowing Me Knowing You / ABBA (Benny Andersson, Björn Ulvaeus og Stig Anderson) Rósin / Álftagerðisbræður og Sinfóníuhljómsveit Íslands (Friðrik Jónsson og Guðmundur Halldórsson) It's Still Rock And Roll To Me / Billy Joel (Billy Joel) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/26/202350 minutes
Episode Artwork

Handboltakempur, Grensásdeild 50 ára og kuldakast

Áhorfendur hafa fylgst spenntir með þáttunum Aftureldingu sem sýndir eru í sjónvarpinu á sunnudagskvöldum. Þar sjáum við kvennalið í meistaraflokki í handbolta æfa við töluvert lélegri aðbúnað en karlaflokkarnir og þjálfarinn kannski ekki alveg með hlutina á hreinu. Það er margt sem vekur upp spurningar í þessum þáttum, til dæmis hvort þetta hafi í raun og veru verið svona og ekki fyrir svo löngu og hefur þetta breyst? Við fengum tvær handboltakempur sem hafa reynslu, bæði úr fortíðinni þegar þær voru sjálfar að æfa og spila, svp eru þær einnig tengdar við handboltastarfið eins og það er í dag. Harpa Melsteð og Hjördís Guðmundsdóttir, fyrrverandi landsliðskonur, komu í þáttinn í dag. Í ár eru 50 ár frá því að Grensásdeild Landspítalans tók til starfa. Deildin sinnir fjölbreyttum hópi sjúklinga sem eiga það sameiginlegt að hafa tapað færni, tímabundið eða varanlega vegna slysa eða veikinda. Tvær stjörnur er hálsmen sem Katrín Björk Guðjónsdóttir frá Flateyri hannaði í tilefni afmælisins og er selt til styrktar Grensásdeild. Katrín stundaði nám við Háskóla Íslands þegar hún fékk alvarlega heilablæðingu tuttugu og tveggja ára að aldri. Hún hefur þurft að kljást við mikla líkamlega fötlun síðan og hefur verið í stöðugri endurhæfingu. Katrín hefur dvalið á Grensásdeild og notið góðs af því mikilvæga starfi þar er unnið. Við heyrðum í dag hugmyndina á bak við hálsmenið hjá Katrínu og aðeins af reynslu hennar af þjónustu Grensásdeildar, Halla Harðardóttir dagskrárgerðarkona las upp svör Katrínar. Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnar Hollvina Grensásdeildar kom svo í þáttinn og fræddi okkur um Grensásdeildina og hollvinafélagið. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo til okkar í vikulega veðurspjallið. Þar ræddum við kuldakastið sem heimsækir landið þessa dagana, hversu lengi ætlar það að stoppa og er von á meira vorhreti. Tónlist í þættinum: Take your time / Jóhann Helgason (Jóhann Helgason) Aðeins eitt kyn / Hjálmar (Þorsteinn Einarsson) Cant take my eyes of you/ Frankie Valli (Bob Guadio og Bob Crewe) Patience / Take That (Gary Barlow, Howard Donald, Jason Orange, John Shanks & Mark Owen) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/25/20230
Episode Artwork

Handboltakempur, Grensásdeild 50 ára og kuldakast

Áhorfendur hafa fylgst spenntir með þáttunum Aftureldingu sem sýndir eru í sjónvarpinu á sunnudagskvöldum. Þar sjáum við kvennalið í meistaraflokki í handbolta æfa við töluvert lélegri aðbúnað en karlaflokkarnir og þjálfarinn kannski ekki alveg með hlutina á hreinu. Það er margt sem vekur upp spurningar í þessum þáttum, til dæmis hvort þetta hafi í raun og veru verið svona og ekki fyrir svo löngu og hefur þetta breyst? Við fengum tvær handboltakempur sem hafa reynslu, bæði úr fortíðinni þegar þær voru sjálfar að æfa og spila, svp eru þær einnig tengdar við handboltastarfið eins og það er í dag. Harpa Melsteð og Hjördís Guðmundsdóttir, fyrrverandi landsliðskonur, komu í þáttinn í dag. Í ár eru 50 ár frá því að Grensásdeild Landspítalans tók til starfa. Deildin sinnir fjölbreyttum hópi sjúklinga sem eiga það sameiginlegt að hafa tapað færni, tímabundið eða varanlega vegna slysa eða veikinda. Tvær stjörnur er hálsmen sem Katrín Björk Guðjónsdóttir frá Flateyri hannaði í tilefni afmælisins og er selt til styrktar Grensásdeild. Katrín stundaði nám við Háskóla Íslands þegar hún fékk alvarlega heilablæðingu tuttugu og tveggja ára að aldri. Hún hefur þurft að kljást við mikla líkamlega fötlun síðan og hefur verið í stöðugri endurhæfingu. Katrín hefur dvalið á Grensásdeild og notið góðs af því mikilvæga starfi þar er unnið. Við heyrðum í dag hugmyndina á bak við hálsmenið hjá Katrínu og aðeins af reynslu hennar af þjónustu Grensásdeildar, Halla Harðardóttir dagskrárgerðarkona las upp svör Katrínar. Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnar Hollvina Grensásdeildar kom svo í þáttinn og fræddi okkur um Grensásdeildina og hollvinafélagið. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo til okkar í vikulega veðurspjallið. Þar ræddum við kuldakastið sem heimsækir landið þessa dagana, hversu lengi ætlar það að stoppa og er von á meira vorhreti. Tónlist í þættinum: Take your time / Jóhann Helgason (Jóhann Helgason) Aðeins eitt kyn / Hjálmar (Þorsteinn Einarsson) Cant take my eyes of you/ Frankie Valli (Bob Guadio og Bob Crewe) Patience / Take That (Gary Barlow, Howard Donald, Jason Orange, John Shanks & Mark Owen) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/25/202350 minutes
Episode Artwork

Samvinna eftir skilnað, sumarvinkill og Steingerður lesandi

Gyða Hjartardóttir, félagsráðgjafi kom til okkar í dag, en hún er umsjónar- og ábyrgðaraðili Samvinnu eftir skilnað (SES), sem er heimasíða og verkefni, í rauninni gagnreynt safn þekkingar, verkfæra og námsefnis fyrir foreldra og fagfólk. Um er að ræða stafrænan vef með námsefni sem er ætlað til að hjálpa foreldrum við að takast á við breytingar og áskoranir sem eru algengar í kjölfar skilnaðar eða sambúðarslita. Gyða sagði okkur frá niðurstöðum rannsókna á því hvernig kerfið hefur virkað fyrir þau sem hafa nýtt sér það og svo sagði hún okkur líka frá málþingi um SES, þar sem verða m.a. kynnt til sögunnar ný námskeið fyrir börn. https://samvinnaeftirskilnad.is/ Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í þetta sinn lagði Guðjón vinkilinn að sumardeginum fyrsta. Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Steingerður Steinarsdóttir, verkefna- og ritstjóri hjá Samhjálp. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Steingerður talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Líkaminn geymir allt e. Bessel Van der Kolk í þýðingu Hugrúnar Hrannar Kristjánsdóttur og Arnþórs Jónssonar Sjáið okkur dansa e. Leilu Slimani. Urta e. Gerði Kristnýju Mark Twain, Halldór Laxness, John Irwing, Margaret Atwood, Ernest Hemingway og Oscar Wilde. Tónlist í þættinum í dag: Með fulla lest / Ríó Tríó (Gunnar Þórðarsson og Jónas Friðrik) Body and Soul / Manhattan Transfer (Green, Heyman, Eyton & Sour) This is another day / Take 6 (Andraé Crouch) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/24/20230
Episode Artwork

Samvinna eftir skilnað, sumarvinkill og Steingerður lesandi

Gyða Hjartardóttir, félagsráðgjafi kom til okkar í dag, en hún er umsjónar- og ábyrgðaraðili Samvinnu eftir skilnað (SES), sem er heimasíða og verkefni, í rauninni gagnreynt safn þekkingar, verkfæra og námsefnis fyrir foreldra og fagfólk. Um er að ræða stafrænan vef með námsefni sem er ætlað til að hjálpa foreldrum við að takast á við breytingar og áskoranir sem eru algengar í kjölfar skilnaðar eða sambúðarslita. Gyða sagði okkur frá niðurstöðum rannsókna á því hvernig kerfið hefur virkað fyrir þau sem hafa nýtt sér það og svo sagði hún okkur líka frá málþingi um SES, þar sem verða m.a. kynnt til sögunnar ný námskeið fyrir börn. https://samvinnaeftirskilnad.is/ Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í þetta sinn lagði Guðjón vinkilinn að sumardeginum fyrsta. Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Steingerður Steinarsdóttir, verkefna- og ritstjóri hjá Samhjálp. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Steingerður talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Líkaminn geymir allt e. Bessel Van der Kolk í þýðingu Hugrúnar Hrannar Kristjánsdóttur og Arnþórs Jónssonar Sjáið okkur dansa e. Leilu Slimani. Urta e. Gerði Kristnýju Mark Twain, Halldór Laxness, John Irwing, Margaret Atwood, Ernest Hemingway og Oscar Wilde. Tónlist í þættinum í dag: Með fulla lest / Ríó Tríó (Gunnar Þórðarsson og Jónas Friðrik) Body and Soul / Manhattan Transfer (Green, Heyman, Eyton & Sour) This is another day / Take 6 (Andraé Crouch) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/24/20230
Episode Artwork

Samvinna eftir skilnað, sumarvinkill og Steingerður lesandi

Gyða Hjartardóttir, félagsráðgjafi kom til okkar í dag, en hún er umsjónar- og ábyrgðaraðili Samvinnu eftir skilnað (SES), sem er heimasíða og verkefni, í rauninni gagnreynt safn þekkingar, verkfæra og námsefnis fyrir foreldra og fagfólk. Um er að ræða stafrænan vef með námsefni sem er ætlað til að hjálpa foreldrum við að takast á við breytingar og áskoranir sem eru algengar í kjölfar skilnaðar eða sambúðarslita. Gyða sagði okkur frá niðurstöðum rannsókna á því hvernig kerfið hefur virkað fyrir þau sem hafa nýtt sér það og svo sagði hún okkur líka frá málþingi um SES, þar sem verða m.a. kynnt til sögunnar ný námskeið fyrir börn. https://samvinnaeftirskilnad.is/ Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í þetta sinn lagði Guðjón vinkilinn að sumardeginum fyrsta. Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Steingerður Steinarsdóttir, verkefna- og ritstjóri hjá Samhjálp. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Steingerður talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Líkaminn geymir allt e. Bessel Van der Kolk í þýðingu Hugrúnar Hrannar Kristjánsdóttur og Arnþórs Jónssonar Sjáið okkur dansa e. Leilu Slimani. Urta e. Gerði Kristnýju Mark Twain, Halldór Laxness, John Irwing, Margaret Atwood, Ernest Hemingway og Oscar Wilde. Tónlist í þættinum í dag: Með fulla lest / Ríó Tríó (Gunnar Þórðarsson og Jónas Friðrik) Body and Soul / Manhattan Transfer (Green, Heyman, Eyton & Sour) This is another day / Take 6 (Andraé Crouch) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/24/202350 minutes
Episode Artwork

Halldór Baldursson föstudagsgestur og samlokuspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var teiknarinn Halldór Baldursson. Hann hefur teiknað hárbeittar skopmyndir í dagblöðum og fréttamiðlum í áraraðir, Viðskiptablaðinu, Blaðinu, 24 stundum, Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og hefur nú fært sig yfir á visir.is. Hann hefur kennt teikningu og myndskreytingu við Listaháskóla Íslands auk þess að hafa myndskreytt fjölda bóka og auglýsinga. Við töluðum við Halldór í dag um það hvenær og hvernig hann byrjaði að teikna, um skopmyndir og það að dansa á línunni þegar kemur að húmor. Í matarspjallinu í dag töluðum við svo um samlokur. Það væri hægt að tala endalaust um mismunandi samlokur, en við höfðum sem upphafspunkt þessar týpísku samlokur sem hægt er að kaupa út um allt með til dæmis túnfisk- rækju- skinkusalati eða roast beef og bárum þær saman við heimasmurðar samlokur og heimagerð salöt. Tónlist í þættinum í dag: Egils appelsín / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna) Sunshine on Leith / The Proclaimers (Charlie Reid og Craig Reid) Whatcha See is Whatcha Get / The Dramatics (Tony Hester) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/21/20230
Episode Artwork

Halldór Baldursson föstudagsgestur og samlokuspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var teiknarinn Halldór Baldursson. Hann hefur teiknað hárbeittar skopmyndir í dagblöðum og fréttamiðlum í áraraðir, Viðskiptablaðinu, Blaðinu, 24 stundum, Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og hefur nú fært sig yfir á visir.is. Hann hefur kennt teikningu og myndskreytingu við Listaháskóla Íslands auk þess að hafa myndskreytt fjölda bóka og auglýsinga. Við töluðum við Halldór í dag um það hvenær og hvernig hann byrjaði að teikna, um skopmyndir og það að dansa á línunni þegar kemur að húmor. Í matarspjallinu í dag töluðum við svo um samlokur. Það væri hægt að tala endalaust um mismunandi samlokur, en við höfðum sem upphafspunkt þessar týpísku samlokur sem hægt er að kaupa út um allt með til dæmis túnfisk- rækju- skinkusalati eða roast beef og bárum þær saman við heimasmurðar samlokur og heimagerð salöt. Tónlist í þættinum í dag: Egils appelsín / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna) Sunshine on Leith / The Proclaimers (Charlie Reid og Craig Reid) Whatcha See is Whatcha Get / The Dramatics (Tony Hester) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/21/202350 minutes
Episode Artwork

Gurrý og vorverkin og vetrardvöl á Kanarí

Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur kom í þáttinn í dag og fór yfir vorverkin og það sem sniðugt er að gera á þessum árstíma í garðinum eða jafnvel á svölunum. Hvað ber að hafa í huga til dæmis þegar kemur að því að klippa tré og runna, setur næturfrostið strik í reikninginn þegar kemur að því að hreinsa beðin? Guðríður svaraði því í þættinum og sagði einnig frá opnu húsi í Garðyrkjuskólanum við Hveragerði sem er einmitt alltaf á Sumardaginn fyrsta. Þar verður kaffisala, markaðstorg og börn geta farið á hestbak ásamt ýmsu öðru. Svo spurðum við Guðríði líka út í nýju bókina, Fjölærar plöntur. Það verður æ algengara að fólk, til dæmis sem komið er á eftirlaun, ákveði að búa hluta ársins og jafnvel allt árið á hlýrri slóðum, til dæmis á Spáni. Dóra Stefánsdóttir, sérfræðingur í starfsmenntun, fór á eftirlaun fyrir ári síðan og ákvað með eiginmanni sínum, Stefáni Rafni Geirssyni, að dvelja nokkra mánuði á Kanaríeyjum í vetur. Þau eru nýkomin heim og við ákváðum að forvitnast um dvölina þar ytra og heyrðum í Dóru í þættinum. Lög í þættinum í dag: Komdu / Hraun (Hraun og Svavar Knútur) Hinn elskulegi garðyrkjumaður / Kristjana Stefánsdóttir (Páll Torfi Önundarson) My Sweet Lord / George Harrison (George Harrison) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/19/20230
Episode Artwork

Gurrý og vorverkin og vetrardvöl á Kanarí

Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur kom í þáttinn í dag og fór yfir vorverkin og það sem sniðugt er að gera á þessum árstíma í garðinum eða jafnvel á svölunum. Hvað ber að hafa í huga til dæmis þegar kemur að því að klippa tré og runna, setur næturfrostið strik í reikninginn þegar kemur að því að hreinsa beðin? Guðríður svaraði því í þættinum og sagði einnig frá opnu húsi í Garðyrkjuskólanum við Hveragerði sem er einmitt alltaf á Sumardaginn fyrsta. Þar verður kaffisala, markaðstorg og börn geta farið á hestbak ásamt ýmsu öðru. Svo spurðum við Guðríði líka út í nýju bókina, Fjölærar plöntur. Það verður æ algengara að fólk, til dæmis sem komið er á eftirlaun, ákveði að búa hluta ársins og jafnvel allt árið á hlýrri slóðum, til dæmis á Spáni. Dóra Stefánsdóttir, sérfræðingur í starfsmenntun, fór á eftirlaun fyrir ári síðan og ákvað með eiginmanni sínum, Stefáni Rafni Geirssyni, að dvelja nokkra mánuði á Kanaríeyjum í vetur. Þau eru nýkomin heim og við ákváðum að forvitnast um dvölina þar ytra og heyrðum í Dóru í þættinum. Lög í þættinum í dag: Komdu / Hraun (Hraun og Svavar Knútur) Hinn elskulegi garðyrkjumaður / Kristjana Stefánsdóttir (Páll Torfi Önundarson) My Sweet Lord / George Harrison (George Harrison) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/19/202350 minutes
Episode Artwork

Íslensku abbadísirnar, Eitthvað rotið og úrkomuspjall

Steinunn J. Kristjánsdóttir fornleifafræðingur og prófessor við fornleifafræðideild HÍ talaði í síðustu viku á ráðstefnu um nýjar nálganir í Klausturrannsóknir í Norgður-Evrópu. Þar fjallaði hún um íslensku abbadísirnar í klaustrum landsins sem hún segir að megi vel setja í hóp merkustu Íslendinga á miðöldum. Þær eru sjaldan eða aldrei nefndar í innlendum sögulegum yfirlitum. Steinunn kom í þáttinn í dag og sagði okkur meira frá þessum merkilegu konum og starfsemi klaustranna í þættinum í dag. 10 ára afmælissýning söngleikjadeildar Söngskóla Sigurðar Demetz er söngleikurinn Eitthvað rotið! (Something Rotten!) sem fékk 7 Tony-tilnefningar á sínum tíma. Verkið er sett upp í fyrsta sinn á Íslandi í glænýrri þýðingu Orra Hugins og Þórs Breiðfjörð. Þetta verður fyrsta áhugamannauppfærsla í heiminum sem fær sýningarleyfi og líklega verður þetta með síðustu sýningum í Gaflaraleikhúsinu áður en það verður rifið. Þór Breiðfjörð kom ásamt Bergþóru Sól Elliðadóttur, nemanda sem tekur þátt í sýningunni, í þáttinn í dag. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo til okkar í sitt vikulega veðurspjall. Undanfarið hefur veðrið verið milt og úrkoma, því fræddi Elín okkur meðal annars um úrkomutegundir, til dæmis skúri, rigningu og súld. Tónlist í þættinum í dag: Lóan er komin / Póló og Erla (James Bland og Páll Ólafsson Little one / Red Barnett (Haraldur V. Sveinbjörnsson) Don?t Get Around Much Anymore / Þór Breiðfjörð (Duke Ellington og Bob Russel) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/18/20230
Episode Artwork

Íslensku abbadísirnar, Eitthvað rotið og úrkomuspjall

Steinunn J. Kristjánsdóttir fornleifafræðingur og prófessor við fornleifafræðideild HÍ talaði í síðustu viku á ráðstefnu um nýjar nálganir í Klausturrannsóknir í Norgður-Evrópu. Þar fjallaði hún um íslensku abbadísirnar í klaustrum landsins sem hún segir að megi vel setja í hóp merkustu Íslendinga á miðöldum. Þær eru sjaldan eða aldrei nefndar í innlendum sögulegum yfirlitum. Steinunn kom í þáttinn í dag og sagði okkur meira frá þessum merkilegu konum og starfsemi klaustranna í þættinum í dag. 10 ára afmælissýning söngleikjadeildar Söngskóla Sigurðar Demetz er söngleikurinn Eitthvað rotið! (Something Rotten!) sem fékk 7 Tony-tilnefningar á sínum tíma. Verkið er sett upp í fyrsta sinn á Íslandi í glænýrri þýðingu Orra Hugins og Þórs Breiðfjörð. Þetta verður fyrsta áhugamannauppfærsla í heiminum sem fær sýningarleyfi og líklega verður þetta með síðustu sýningum í Gaflaraleikhúsinu áður en það verður rifið. Þór Breiðfjörð kom ásamt Bergþóru Sól Elliðadóttur, nemanda sem tekur þátt í sýningunni, í þáttinn í dag. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo til okkar í sitt vikulega veðurspjall. Undanfarið hefur veðrið verið milt og úrkoma, því fræddi Elín okkur meðal annars um úrkomutegundir, til dæmis skúri, rigningu og súld. Tónlist í þættinum í dag: Lóan er komin / Póló og Erla (James Bland og Páll Ólafsson Little one / Red Barnett (Haraldur V. Sveinbjörnsson) Don?t Get Around Much Anymore / Þór Breiðfjörð (Duke Ellington og Bob Russel) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/18/202350 minutes
Episode Artwork

Íslenska glíman, skýrsluvinkill og Margrét lesandinn

Fyrr á öldum þótti enginn maður með mönnum nema hann væri hlutgengur í glímu. Smalar tóku eina bröndótta sér til hita, glímt var eftir kirkjuferðir og í landlegum vermanna. Glíman telst til þjóðlegra fangbragða en af þeim eru þekktar um 150 tegundir um víða veröld. Glíman sker sig úr öllum öðrum fangbrögðum á þrennan hátt: Upprétt staða, stígandinn og svo níð. Um helgina fór fram 112. Íslandsglíman og keppt var um Grettisbeltið í karlaflokki og Freyjumenið í kvennaflokki en sigurvegararnir hlutu sæmdarheitin Glímukóngur og Glímudrottning Íslands. Margrét Rún Rúnarsdóttir formaður Glímusambands Íslands kom í viðtal í dag. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í dag lagði Guðjón vinkilinn að skýrslum. Að lokum var það lesandi vikunnar, í þetta sinn er það Margrét Bjarnadóttir. Hún er danshöfundur og listakona. Hún vinnur jöfnum höndum með dans- og performanslist, ljósmyndir, myndbandsverk, glerverk, teikningar og skrif. Hún, til dæmis, vann nýlega með Ragnari Kjartanssyni og tónlistarmanninum Bryce Dessner sýninguna No Tomorrow, sem hlaut Grímuverðlaun og ferðaðist víða um heim. Margrét samdi sviðshreyfingar fyrir nýjustu tónleikaferð Bjarkar Guðmundsdóttur, Cornucopia. En við fengum auðvitað að heyra hvaða bækur Margrét hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Bækurnar sem Margrét talaðu um voru: Getting Lost, Staðurinn og fleiri bækur eftir Annie Ernaux Líkaminn geymir allt e. Bessel Van Der Kolk My Phantoms e. Gwendoline Riley Tónlist í þættinum í dag: Gamla Kvíabryggja / Sigurður Ólafsson (Svavar Benediktsson og Guðmundur Guðmundarson) Sigtryggur vann / Hinn íslenski þursaflokkur (Egill Ólafsson) Autum leaves / Hljómsveit Björns R. Einarssonar (Joseph Kosma) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/17/20230
Episode Artwork

Íslenska glíman, skýrsluvinkill og Margrét lesandinn

Fyrr á öldum þótti enginn maður með mönnum nema hann væri hlutgengur í glímu. Smalar tóku eina bröndótta sér til hita, glímt var eftir kirkjuferðir og í landlegum vermanna. Glíman telst til þjóðlegra fangbragða en af þeim eru þekktar um 150 tegundir um víða veröld. Glíman sker sig úr öllum öðrum fangbrögðum á þrennan hátt: Upprétt staða, stígandinn og svo níð. Um helgina fór fram 112. Íslandsglíman og keppt var um Grettisbeltið í karlaflokki og Freyjumenið í kvennaflokki en sigurvegararnir hlutu sæmdarheitin Glímukóngur og Glímudrottning Íslands. Margrét Rún Rúnarsdóttir formaður Glímusambands Íslands kom í viðtal í dag. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í dag lagði Guðjón vinkilinn að skýrslum. Að lokum var það lesandi vikunnar, í þetta sinn er það Margrét Bjarnadóttir. Hún er danshöfundur og listakona. Hún vinnur jöfnum höndum með dans- og performanslist, ljósmyndir, myndbandsverk, glerverk, teikningar og skrif. Hún, til dæmis, vann nýlega með Ragnari Kjartanssyni og tónlistarmanninum Bryce Dessner sýninguna No Tomorrow, sem hlaut Grímuverðlaun og ferðaðist víða um heim. Margrét samdi sviðshreyfingar fyrir nýjustu tónleikaferð Bjarkar Guðmundsdóttur, Cornucopia. En við fengum auðvitað að heyra hvaða bækur Margrét hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Bækurnar sem Margrét talaðu um voru: Getting Lost, Staðurinn og fleiri bækur eftir Annie Ernaux Líkaminn geymir allt e. Bessel Van Der Kolk My Phantoms e. Gwendoline Riley Tónlist í þættinum í dag: Gamla Kvíabryggja / Sigurður Ólafsson (Svavar Benediktsson og Guðmundur Guðmundarson) Sigtryggur vann / Hinn íslenski þursaflokkur (Egill Ólafsson) Autum leaves / Hljómsveit Björns R. Einarssonar (Joseph Kosma) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/17/202350 minutes
Episode Artwork

Sextugur Jón Ólafsson föstudags- og matarspjallsgestur

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson. Hann hefur spilað sig inn í hjörtu þjóðarinnar í fjóra áratugi með hljómsveitunum Possibillies, Bítlavinafélaginu, Sálinni hans Jóns míns, Nýdönsk og svo auðvitað í undir eigin nafni á sólóferli. Hann hefur stjórnað útvarps- og sjónvarpsþáttum sem til dæmis urðu að tónleikaröðinni Af fingrum fram. Framundan eru tónleikar í Eldborgarsal Hörpu þar sem hann mun, ásamt úrvali tónlistarfólks, fagna sextugsafmæli sínu. Það var um nóg að ræða við Jón í þættinum í dag. Í matarspjalli dagsins sat afmælisbarnið og föstudagsgesturinn Jón Ólafsson áfram og að ræddi við okkur um mat. Mexíkóskur matur, indverskt matargerðarnámskeið í Hússtjórnarskólanum, uppáhalds 1944 rétturinn og hvað honum þykir skemmtilegast að elda var meðal þess sem var rætt um. Tónlist í þættinum í dag: Flugvélar / Nýdönsk (Jón Ólafsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson) Þrisvar í viku / Bítlavinafélagið (Jón Ólafsson og Stefán Hjörleifsson) Líf / Hildur Vala Einarsdóttir (Jón Ólafsson og Stefán Hilmarsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/14/20230
Episode Artwork

Sextugur Jón Ólafsson föstudags- og matarspjallsgestur

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson. Hann hefur spilað sig inn í hjörtu þjóðarinnar í fjóra áratugi með hljómsveitunum Possibillies, Bítlavinafélaginu, Sálinni hans Jóns míns, Nýdönsk og svo auðvitað í undir eigin nafni á sólóferli. Hann hefur stjórnað útvarps- og sjónvarpsþáttum sem til dæmis urðu að tónleikaröðinni Af fingrum fram. Framundan eru tónleikar í Eldborgarsal Hörpu þar sem hann mun, ásamt úrvali tónlistarfólks, fagna sextugsafmæli sínu. Það var um nóg að ræða við Jón í þættinum í dag. Í matarspjalli dagsins sat afmælisbarnið og föstudagsgesturinn Jón Ólafsson áfram og að ræddi við okkur um mat. Mexíkóskur matur, indverskt matargerðarnámskeið í Hússtjórnarskólanum, uppáhalds 1944 rétturinn og hvað honum þykir skemmtilegast að elda var meðal þess sem var rætt um. Tónlist í þættinum í dag: Flugvélar / Nýdönsk (Jón Ólafsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson) Þrisvar í viku / Bítlavinafélagið (Jón Ólafsson og Stefán Hjörleifsson) Líf / Hildur Vala Einarsdóttir (Jón Ólafsson og Stefán Hilmarsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/14/20230
Episode Artwork

Sextugur Jón Ólafsson föstudags- og matarspjallsgestur

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson. Hann hefur spilað sig inn í hjörtu þjóðarinnar í fjóra áratugi með hljómsveitunum Possibillies, Bítlavinafélaginu, Sálinni hans Jóns míns, Nýdönsk og svo auðvitað í undir eigin nafni á sólóferli. Hann hefur stjórnað útvarps- og sjónvarpsþáttum sem til dæmis urðu að tónleikaröðinni Af fingrum fram. Framundan eru tónleikar í Eldborgarsal Hörpu þar sem hann mun, ásamt úrvali tónlistarfólks, fagna sextugsafmæli sínu. Það var um nóg að ræða við Jón í þættinum í dag. Í matarspjalli dagsins sat afmælisbarnið og föstudagsgesturinn Jón Ólafsson áfram og að ræddi við okkur um mat. Mexíkóskur matur, indverskt matargerðarnámskeið í Hússtjórnarskólanum, uppáhalds 1944 rétturinn og hvað honum þykir skemmtilegast að elda var meðal þess sem var rætt um. Tónlist í þættinum í dag: Flugvélar / Nýdönsk (Jón Ólafsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson) Þrisvar í viku / Bítlavinafélagið (Jón Ólafsson og Stefán Hjörleifsson) Líf / Hildur Vala Einarsdóttir (Jón Ólafsson og Stefán Hilmarsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/14/202350 minutes
Episode Artwork

Heima snjallforritið og Landstúlkun

Þriðja vaktin hefur verið mikið til umfjöllunar og í fersku minni er auglýsingaherferð sem VR stóð fyrir um þá ólaunuðu ábyrgð og verkstýringu á heimilis- og fjölskylduhaldi sem kölluð er þriðja vaktin. Tveir ungir frumkvöðlar, þær Alma Dóra Ríkarðsdóttir og Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir, unnu Gulleggið árið 2020 með smáforritinu HEIMA sem ætlað er að sjá um skipulag og hugræna byrði heimilisverka fyrir fjölskyldur og freista þess þannig að draga úr álagi á fjölskyldur auk þess sem allir fjölskyldumeðlimir fá betri yfirsýn yfir öll heimilisverkin. Við töluðum við þær Ölmu og Sigurlaugu í dag. Landstúlkun er túlkunarfyrirtæki stofnað af Martynu Ylfu Suszko og Aleksöndru Karwowska. Þær túlka og þýða í og úr pólsku, íslensku og ensku og hafa báðar unnið í sínu fagi í mörg ár. Landstúlkun er með rammasamning við Ríkiskaup fyrir túlka- og þýðingaþjónustu og sinnir þjónustu hins opinbera, til dæmis í skólum, í heilbrigðismálum, dóms- og lögreglumálu og fleira. Þær Martyna og Aleksandra komu og sögðu okkur frá sínum störfum í dag. Tónlist í þættinum í dag: Allur lurkum laminn / Bjarni Arason (Hilmar Oddsson) Þórir Úlfarsson útsetti Someday soon / Crosby, Stills, Nash and Young (Graham Nash) Ship-o-hoj / Ragnar Bjarnason (Oddgeir Kristjánsson og Loftur Guðmundsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/13/20230
Episode Artwork

Heima snjallforritið og Landstúlkun

Þriðja vaktin hefur verið mikið til umfjöllunar og í fersku minni er auglýsingaherferð sem VR stóð fyrir um þá ólaunuðu ábyrgð og verkstýringu á heimilis- og fjölskylduhaldi sem kölluð er þriðja vaktin. Tveir ungir frumkvöðlar, þær Alma Dóra Ríkarðsdóttir og Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir, unnu Gulleggið árið 2020 með smáforritinu HEIMA sem ætlað er að sjá um skipulag og hugræna byrði heimilisverka fyrir fjölskyldur og freista þess þannig að draga úr álagi á fjölskyldur auk þess sem allir fjölskyldumeðlimir fá betri yfirsýn yfir öll heimilisverkin. Við töluðum við þær Ölmu og Sigurlaugu í dag. Landstúlkun er túlkunarfyrirtæki stofnað af Martynu Ylfu Suszko og Aleksöndru Karwowska. Þær túlka og þýða í og úr pólsku, íslensku og ensku og hafa báðar unnið í sínu fagi í mörg ár. Landstúlkun er með rammasamning við Ríkiskaup fyrir túlka- og þýðingaþjónustu og sinnir þjónustu hins opinbera, til dæmis í skólum, í heilbrigðismálum, dóms- og lögreglumálu og fleira. Þær Martyna og Aleksandra komu og sögðu okkur frá sínum störfum í dag. Tónlist í þættinum í dag: Allur lurkum laminn / Bjarni Arason (Hilmar Oddsson) Þórir Úlfarsson útsetti Someday soon / Crosby, Stills, Nash and Young (Graham Nash) Ship-o-hoj / Ragnar Bjarnason (Oddgeir Kristjánsson og Loftur Guðmundsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/13/202350 minutes
Episode Artwork

Vegabréf: íslenskt, Hvað ef sósan klikkar? og póstkort

Sigríður Víðis Jónsdóttir hefur starfað meðal annars sem blaðamaður, aðstoðarmaður ráðherra og hjá UNICEF, en hún kom í viðtal í dag og við ræddum við hana um mögnuð ferðalög sem hún lagðist í til landa sem við fæst förum til en sjáum helst fréttir um vegna stríðsátaka og gríðarlega erfiðra tíma. Hún var yfirleitt ein á þessum ferðalögunum og skrifaði meðal annars blaðagreinar þar sem hún miðlaði til Íslands ástandinu á staðnum, sögur af heimafólkinu og fjölskyldunum sem hún kynntist oftar en ekki náið. Afghanistan, Mjanmar, Katar, Bosnía og Hersegóvína, Eþíópía, Rúanda, Suður Súdan, Sýrland, Írak, Palestína, Ísrael og Búrkína Fasó. Við fengum Sigríði til að segja okkur sögur af sínum ferðalögum, en hún skrifaði bókina Vegabréf: íslenskt um reynslu sína. Árið 2016, eftir röð áfalla, byrjaði Gunnella að finna fyrir allskonar einkennum sem hún hafði ekki áður upplifað. Hjartslátta- og meltingatruflanir, síþreyta, verkir í augum, sveppasýking í hálsi og margt fleira. Taugaáfall, sagði læknirinn. Svona hljómar hluti af kynningu á leikverkinu Hvað ef sósan klikkar? eftir Gunnellu Hólmarsdóttur leikkonu og handritshöfund. Leikritið er sett upp sem matreiðsluþáttur í sjónvarpi í beinni útsendingu. Gunella kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá leikverkinu þar sem hún notar persónulega áfallasögu sína og fjölskyldu sinnar. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Í korti dagsins sagði Magnús frá bók sem hann hefur verið að lesa undanfarið og er eftir Martin Rees, sem er hinn konunglegi stjörnufræðingur Breta. Í bókinni spáir höfundur því að helmings líkur séu á að mannkynið muni tortíma sér á þessari öld og færir fyrir því ýmis rök. Í framhaldinu velti Magnús fyrir sér af hverju hin ákafa leit að vitsmunalífi utan jarðar hafi engu skilað og af hverju enginn hafi haft samband við okkur sem sveimum um á lítilli plánetu og teljum okkur viti bornar verur. Tónlist í þættinum í dag: Hótel Jörð / Heimir, Jónas og Vilborg Árnadóttir (Heimir Sindrason ogTómas Guðmundsson) Hálft í hvoru / Hálft í hvoru (Aðalsteinn Ásberg, Ingi Gunnar Jóhannsson, Guðmundur Árnason og Aðalsteinn Ásberg) Love me do/Beatles (Lennon & McCartney) When will I be loved / Everly Brothers (Marc Bolan og Phil Everly) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/12/20230
Episode Artwork

Vegabréf: íslenskt, Hvað ef sósan klikkar? og póstkort

Sigríður Víðis Jónsdóttir hefur starfað meðal annars sem blaðamaður, aðstoðarmaður ráðherra og hjá UNICEF, en hún kom í viðtal í dag og við ræddum við hana um mögnuð ferðalög sem hún lagðist í til landa sem við fæst förum til en sjáum helst fréttir um vegna stríðsátaka og gríðarlega erfiðra tíma. Hún var yfirleitt ein á þessum ferðalögunum og skrifaði meðal annars blaðagreinar þar sem hún miðlaði til Íslands ástandinu á staðnum, sögur af heimafólkinu og fjölskyldunum sem hún kynntist oftar en ekki náið. Afghanistan, Mjanmar, Katar, Bosnía og Hersegóvína, Eþíópía, Rúanda, Suður Súdan, Sýrland, Írak, Palestína, Ísrael og Búrkína Fasó. Við fengum Sigríði til að segja okkur sögur af sínum ferðalögum, en hún skrifaði bókina Vegabréf: íslenskt um reynslu sína. Árið 2016, eftir röð áfalla, byrjaði Gunnella að finna fyrir allskonar einkennum sem hún hafði ekki áður upplifað. Hjartslátta- og meltingatruflanir, síþreyta, verkir í augum, sveppasýking í hálsi og margt fleira. Taugaáfall, sagði læknirinn. Svona hljómar hluti af kynningu á leikverkinu Hvað ef sósan klikkar? eftir Gunnellu Hólmarsdóttur leikkonu og handritshöfund. Leikritið er sett upp sem matreiðsluþáttur í sjónvarpi í beinni útsendingu. Gunella kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá leikverkinu þar sem hún notar persónulega áfallasögu sína og fjölskyldu sinnar. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Í korti dagsins sagði Magnús frá bók sem hann hefur verið að lesa undanfarið og er eftir Martin Rees, sem er hinn konunglegi stjörnufræðingur Breta. Í bókinni spáir höfundur því að helmings líkur séu á að mannkynið muni tortíma sér á þessari öld og færir fyrir því ýmis rök. Í framhaldinu velti Magnús fyrir sér af hverju hin ákafa leit að vitsmunalífi utan jarðar hafi engu skilað og af hverju enginn hafi haft samband við okkur sem sveimum um á lítilli plánetu og teljum okkur viti bornar verur. Tónlist í þættinum í dag: Hótel Jörð / Heimir, Jónas og Vilborg Árnadóttir (Heimir Sindrason ogTómas Guðmundsson) Hálft í hvoru / Hálft í hvoru (Aðalsteinn Ásberg, Ingi Gunnar Jóhannsson, Guðmundur Árnason og Aðalsteinn Ásberg) Love me do/Beatles (Lennon & McCartney) When will I be loved / Everly Brothers (Marc Bolan og Phil Everly) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/12/202350 minutes
Episode Artwork

Geðfræðsla, skógarvinkill og veðurspjall

Geðfræðslufélagið Hugrún er rekið í sjálfboðaliðastarfi af háskólanemum og snýr öll starfsemi félagsins að því að bæta geðheilsu ungmenna á Íslandi og auka aðgengi að geðfræðslu. Nú yfir páskana gaf félagið út myndbönd með yfirskriftinni ?Tölum meira um geðheilsu!?. Um er að ræða þrjú stutt myndbönd sem eru ætluð til þess að vekja fólk til umhugsunar um geðheilsu og markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi þess að tala opinskátt um geðheilsu. Vonin er sú að með tímanum verði eins eðlilegt að ræða um geðheilsu sína og það er að ræða líkamlega heilsu. Ragna Kristín Guðbrandsdóttir, varaformaður og fulltrúi læknanema í stjórn Hugrúnar og Inga Birna Sigursteinsdóttir fræðslustýra félagsins komu í þáttinn í dag og fræddu okkur meira um félagið og þetta átak. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn lagði hann vinkilinn að menningarmun þeirra sem búa í skógi vöxnu landi og þeirra sem gera það ekki. Svo kom Elín Björk Jónasdóttir til okkar í sitt vikulega veðurspjall. Við fórum með henni yfir vorveðrið framundan og að þó mars hafi verið kaldur hér á landi þá var hann einn hlýjasti marsmánuður frá upphafi mælinga á heimsvísu. Tónlist í þættinum í dag: Árið 2012 / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Buck Owens, Magnús Ingimarsson og Ómar Ragnarsson) Það er svo skrýtið / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Eiríksson og Vilhjálmur Vilhjálmsson) Dans gleðinnar / Vilhjálmur Vilhjálmssson (Pálmi Gunnarsson og Kristján frá Djúpalæk) Ég fer í nótt / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Joe Allison, Audrey Allison og Ómar Ragnarsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/11/20230
Episode Artwork

Geðfræðsla, skógarvinkill og veðurspjall

Geðfræðslufélagið Hugrún er rekið í sjálfboðaliðastarfi af háskólanemum og snýr öll starfsemi félagsins að því að bæta geðheilsu ungmenna á Íslandi og auka aðgengi að geðfræðslu. Nú yfir páskana gaf félagið út myndbönd með yfirskriftinni ?Tölum meira um geðheilsu!?. Um er að ræða þrjú stutt myndbönd sem eru ætluð til þess að vekja fólk til umhugsunar um geðheilsu og markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi þess að tala opinskátt um geðheilsu. Vonin er sú að með tímanum verði eins eðlilegt að ræða um geðheilsu sína og það er að ræða líkamlega heilsu. Ragna Kristín Guðbrandsdóttir, varaformaður og fulltrúi læknanema í stjórn Hugrúnar og Inga Birna Sigursteinsdóttir fræðslustýra félagsins komu í þáttinn í dag og fræddu okkur meira um félagið og þetta átak. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn lagði hann vinkilinn að menningarmun þeirra sem búa í skógi vöxnu landi og þeirra sem gera það ekki. Svo kom Elín Björk Jónasdóttir til okkar í sitt vikulega veðurspjall. Við fórum með henni yfir vorveðrið framundan og að þó mars hafi verið kaldur hér á landi þá var hann einn hlýjasti marsmánuður frá upphafi mælinga á heimsvísu. Tónlist í þættinum í dag: Árið 2012 / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Buck Owens, Magnús Ingimarsson og Ómar Ragnarsson) Það er svo skrýtið / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Eiríksson og Vilhjálmur Vilhjálmsson) Dans gleðinnar / Vilhjálmur Vilhjálmssson (Pálmi Gunnarsson og Kristján frá Djúpalæk) Ég fer í nótt / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Joe Allison, Audrey Allison og Ómar Ragnarsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/11/202350 minutes
Episode Artwork

Diddi og Ásgerður, Róbert verðlaunakokkur og veislumaturinn

Hjónin Sigurður Rúnar Jónsson tónlistarmaður, eða Diddi fiðla, og eiginkona hans Ásgerður Ólafsdóttir sérkennari ákváðu fyrir 10 árum að flytjast búferlum til Þýskaland og fylgja syni sínum og fjölskyldu en sonurinn, Ólafur Kjartan Sigurðarson óperusöngvari, hafði fengið vinnu við óperuhúsið í Saarbrucken. Þau fluttu svo til Berlínar fyrir tveimur árum. Diddi og Ásgerður hafa verið gift í rúm 50 ár, sögðu okkur frá því hvernig þau kynntust á Akranesi, þau sögðu okkur frá því þegar þau fluttu til Eyja og lentu í gosinu. Diddi sagði frá Stúdíó Stemmu, Ásgerður sagði frá sínu starfi í sérkennslu fyrir einhverfa. 15. apríl verður sérstök síðdegisstund með þeim hjónum í Hannesarholti, þar sem þau munu fara vítt og breitt yfir það sem á daga þeirra hefur drifið og eftir að hafa búið í Þýskalandi í tíu ár hafa þau frá ýmsu að segja varðandi samanburðinn á lífinu hér á Íslandi og í Þýskalandi. Við töluðum svo við Róbert Ómarsson, 18 ára kokkanema á veitingastað í Osló sem er með Michelin stjörnu en hann gerði sér lítið fyrir og vann Masterchef Unge Talenter sjónvarpskokkakeppni í Noregi. Hann hefur búið í Noregi frá því hann var fjögurra ára og er nú á þriðja ári í kokkanáminu og þessi sigur í sjónvarpskeppninni sýnir að hann á framtíðina fyrir sér sem kokkur. Við hringdum til Osló í dag o fengum Róbert til að segja okkur frá þessari reynslu og lífinu í Noregi. Já, þetta er síðasti vinnudagur flestra fyrir páskahátíðina og framundan eru fjölmargar fermingarveislur og allskonar veislur og við fengum fyrirspurnir frá nokkrum hlustendum um að endurtaka viðtal sem við áttum við veislusérfræðinginn og veitingahúsaeigandann Marenzu Poulsen sem hefur áratuga reynslu af því að halda veislur af öllu tagi af öllum stærðum og gerðum. Hún sagði frá því hvernig hægt er að reikna út rétta magnið af veigunum, hvenær er nóg af þeim í veislum og hvernig er best að bera fram það sem er í boð. Þetta er afskaplega fróðlegt spjall fyrir þá sem eru að fara að halda fermingarveislu eða útskriftarveislu eða bara veislu af hvaða tegund sem er. Tónlist: Segulstöðvarblús / Jóhanna Linnet (Sigurður Rúnar Jónsson og Þórarinn Eldjárn) Gamla gatan / Jóhann Sigurðarson (Oddgeir Kristjánsson og Ási í Bæ) Vor við sæinn / Sigrún Hjálmtýsdóttir (Oddgeir Kristjánsson og Árni úr Eyjum) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/5/20230
Episode Artwork

Diddi og Ásgerður, Róbert verðlaunakokkur og veislumaturinn

Hjónin Sigurður Rúnar Jónsson tónlistarmaður, eða Diddi fiðla, og eiginkona hans Ásgerður Ólafsdóttir sérkennari ákváðu fyrir 10 árum að flytjast búferlum til Þýskaland og fylgja syni sínum og fjölskyldu en sonurinn, Ólafur Kjartan Sigurðarson óperusöngvari, hafði fengið vinnu við óperuhúsið í Saarbrucken. Þau fluttu svo til Berlínar fyrir tveimur árum. Diddi og Ásgerður hafa verið gift í rúm 50 ár, sögðu okkur frá því hvernig þau kynntust á Akranesi, þau sögðu okkur frá því þegar þau fluttu til Eyja og lentu í gosinu. Diddi sagði frá Stúdíó Stemmu, Ásgerður sagði frá sínu starfi í sérkennslu fyrir einhverfa. 15. apríl verður sérstök síðdegisstund með þeim hjónum í Hannesarholti, þar sem þau munu fara vítt og breitt yfir það sem á daga þeirra hefur drifið og eftir að hafa búið í Þýskalandi í tíu ár hafa þau frá ýmsu að segja varðandi samanburðinn á lífinu hér á Íslandi og í Þýskalandi. Við töluðum svo við Róbert Ómarsson, 18 ára kokkanema á veitingastað í Osló sem er með Michelin stjörnu en hann gerði sér lítið fyrir og vann Masterchef Unge Talenter sjónvarpskokkakeppni í Noregi. Hann hefur búið í Noregi frá því hann var fjögurra ára og er nú á þriðja ári í kokkanáminu og þessi sigur í sjónvarpskeppninni sýnir að hann á framtíðina fyrir sér sem kokkur. Við hringdum til Osló í dag o fengum Róbert til að segja okkur frá þessari reynslu og lífinu í Noregi. Já, þetta er síðasti vinnudagur flestra fyrir páskahátíðina og framundan eru fjölmargar fermingarveislur og allskonar veislur og við fengum fyrirspurnir frá nokkrum hlustendum um að endurtaka viðtal sem við áttum við veislusérfræðinginn og veitingahúsaeigandann Marenzu Poulsen sem hefur áratuga reynslu af því að halda veislur af öllu tagi af öllum stærðum og gerðum. Hún sagði frá því hvernig hægt er að reikna út rétta magnið af veigunum, hvenær er nóg af þeim í veislum og hvernig er best að bera fram það sem er í boð. Þetta er afskaplega fróðlegt spjall fyrir þá sem eru að fara að halda fermingarveislu eða útskriftarveislu eða bara veislu af hvaða tegund sem er. Tónlist: Segulstöðvarblús / Jóhanna Linnet (Sigurður Rúnar Jónsson og Þórarinn Eldjárn) Gamla gatan / Jóhann Sigurðarson (Oddgeir Kristjánsson og Ási í Bæ) Vor við sæinn / Sigrún Hjálmtýsdóttir (Oddgeir Kristjánsson og Árni úr Eyjum) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/5/202350 minutes
Episode Artwork

Gervigreind, bráðaofnæmi við áreynslu og páskaveðrið

Gervigreind er ekki ný af nálinni, við höfum séð í kvikmyndum og vísindaskáldskap þar sem gervigreindin snýst gegn mannkyninu, tölvur og vélmenni verða miklu greindari en mannfólkið og taka völdin í heiminum. En nú, í raunveruleikanum, hafa fjölmargir lýst áhyggjum sínum af gríðarlega hraðri þróun gervigreindar. Allt í einu er hægt að nýta hana í nánast hvað sem er, hún getur skrifað bækur, ljóð, ritgerðir, blaðagreinar og miklu fleira, um hvað sem er í nánast hvaða stíl sem er. Hún getur búið til raunverulegar myndir og myndbönd af hverjum sem er að gera hvað sem er. Er gervigreindin eitthvað sem við eigum að hræðast, eða er hún tól sem mun nýtast mannkyninu á jákvæðan hátt? Bergur Ebbi Benediktsson, grínari og samfélagsrýnir, hefur velt þessu mikið fyrir sér, hann kom í þáttinn í dag og spjallaði við okkur um gervigreind. Sumarið 2019 fjölluðum við hér í þættinum um konu sem var úti að hlaupa, eins og hún gerði nánast á hverjum degi, nema í þetta sinn fór henni allt í einu að líða einkennilega og ástandið varð það alvarlegt að hún hringdi á sjúkrabíl. Hún fékk kláða í iljarnar sem ágerðist um líkamann, svo fóru andlitið, hendur og fætur að bólgna og loks tungan líka. Það leið næstum yfir hana og hún kastaði upp. Þetta var það alvarlegt að hún hringdi á sjúkrabíl. Eftir rannsóknir kom í ljós nokkru síðar að hún var með bráðaofnæmi fyrir áreynslu. Hún hafði aldrei áður fundið fyrir þessum einkennum, en nú þurfti hún, í samráði við lækna að hugsa alla hreyfingu og áreynslu uppá nýtt. Þessi kona, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, starfsfélagi okkar hér á RÚV, kom til okkar í dag og rifjaði þetta upp með okkur og sagði okkur frá því hver staðan er í dag og hverju þetta hefur breytt í hennar lífi. Svo kom Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur til okkar í sitt vikuleg veðurspjall. Við töluðum við hana um gervigreind tengda veðurfræði, páskaveðrið og sitthvað fleira. Tónlist í þættinum í dag: Ferðabar / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna) Brestir og brak / Katrín Halldóra Sigurðardóttir (Jón Múli og Jónas Árnasynir) Ljúfa vina / Ragnar Bjarnason og Sigrún Jónsdóttir (Jón Sigurðsson, Ólafur Gaukur Þórhallsson og Indriði G. Þorsteinsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/4/20230
Episode Artwork

Gervigreind, bráðaofnæmi við áreynslu og páskaveðrið

Gervigreind er ekki ný af nálinni, við höfum séð í kvikmyndum og vísindaskáldskap þar sem gervigreindin snýst gegn mannkyninu, tölvur og vélmenni verða miklu greindari en mannfólkið og taka völdin í heiminum. En nú, í raunveruleikanum, hafa fjölmargir lýst áhyggjum sínum af gríðarlega hraðri þróun gervigreindar. Allt í einu er hægt að nýta hana í nánast hvað sem er, hún getur skrifað bækur, ljóð, ritgerðir, blaðagreinar og miklu fleira, um hvað sem er í nánast hvaða stíl sem er. Hún getur búið til raunverulegar myndir og myndbönd af hverjum sem er að gera hvað sem er. Er gervigreindin eitthvað sem við eigum að hræðast, eða er hún tól sem mun nýtast mannkyninu á jákvæðan hátt? Bergur Ebbi Benediktsson, grínari og samfélagsrýnir, hefur velt þessu mikið fyrir sér, hann kom í þáttinn í dag og spjallaði við okkur um gervigreind. Sumarið 2019 fjölluðum við hér í þættinum um konu sem var úti að hlaupa, eins og hún gerði nánast á hverjum degi, nema í þetta sinn fór henni allt í einu að líða einkennilega og ástandið varð það alvarlegt að hún hringdi á sjúkrabíl. Hún fékk kláða í iljarnar sem ágerðist um líkamann, svo fóru andlitið, hendur og fætur að bólgna og loks tungan líka. Það leið næstum yfir hana og hún kastaði upp. Þetta var það alvarlegt að hún hringdi á sjúkrabíl. Eftir rannsóknir kom í ljós nokkru síðar að hún var með bráðaofnæmi fyrir áreynslu. Hún hafði aldrei áður fundið fyrir þessum einkennum, en nú þurfti hún, í samráði við lækna að hugsa alla hreyfingu og áreynslu uppá nýtt. Þessi kona, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, starfsfélagi okkar hér á RÚV, kom til okkar í dag og rifjaði þetta upp með okkur og sagði okkur frá því hver staðan er í dag og hverju þetta hefur breytt í hennar lífi. Svo kom Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur til okkar í sitt vikuleg veðurspjall. Við töluðum við hana um gervigreind tengda veðurfræði, páskaveðrið og sitthvað fleira. Tónlist í þættinum í dag: Ferðabar / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna) Brestir og brak / Katrín Halldóra Sigurðardóttir (Jón Múli og Jónas Árnasynir) Ljúfa vina / Ragnar Bjarnason og Sigrún Jónsdóttir (Jón Sigurðsson, Ólafur Gaukur Þórhallsson og Indriði G. Þorsteinsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/4/202350 minutes
Episode Artwork

Egyptalandsferðir Omars, fjallaferðavinkill og Tobba lesandi vikunnar

Omar Salama hefur verið búsettur hér í 18 ár en kom fyrst til landsins til að keppa í skák og heillaðist svo af landinu að hann settist hér að. Fyrir nokkrum árum stofnaði hann Kleopatra tours, ferðaskrifstofu sem sérhæfir sig í ferðum til miðausturlanda. Omar kom í þáttinn í dag. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og þetta sinn lagði hann vinkilinn við nýafstaðna fjallaferð með góðum vinum. Og svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Tobba Marínós. Hún hefur unnið sem blaðakona og ritstjóri, hefur stjórnað sjónvarpsþáttum, skrifað bækur, sem til dæmis urðu að sjónvarpsþáttum, og nú síðast opnaði hún og rak Granólabarinn ásamt móður sinni. En í dag talaði hún auðvitað við okkur um hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Tobba talaði um eftirfarandi bækur: Hvunndagshetjur e. Auði Haralds Inngangur að efnafræði e. Bonnie Garmus Girl on The Train e. Paula Hawkins Leiðbeiningar um aftengingar blöndunartækja svo nefndi hún höfundana Astrid Lindgren og Halldór Laxness. Tónlist í þættinum í dag: Hvað get ég gert / Sigríður Eyrún Friðriksdóttir (Karl Olgeirsson) Tunglið tunglið taktu mig / Sigrún Hjálmtýsdóttur (Stefán S. Stefánsson og Theódóra Thoroddsen) Í tímans sandi / Halli Reynis og Vigdís Jónsdóttir (Halli Reynis) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/3/20230
Episode Artwork

Egyptalandsferðir Omars, fjallaferðavinkill og Tobba lesandi vikunnar

Omar Salama hefur verið búsettur hér í 18 ár en kom fyrst til landsins til að keppa í skák og heillaðist svo af landinu að hann settist hér að. Fyrir nokkrum árum stofnaði hann Kleopatra tours, ferðaskrifstofu sem sérhæfir sig í ferðum til miðausturlanda. Omar kom í þáttinn í dag. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og þetta sinn lagði hann vinkilinn við nýafstaðna fjallaferð með góðum vinum. Og svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Tobba Marínós. Hún hefur unnið sem blaðakona og ritstjóri, hefur stjórnað sjónvarpsþáttum, skrifað bækur, sem til dæmis urðu að sjónvarpsþáttum, og nú síðast opnaði hún og rak Granólabarinn ásamt móður sinni. En í dag talaði hún auðvitað við okkur um hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Tobba talaði um eftirfarandi bækur: Hvunndagshetjur e. Auði Haralds Inngangur að efnafræði e. Bonnie Garmus Girl on The Train e. Paula Hawkins Leiðbeiningar um aftengingar blöndunartækja svo nefndi hún höfundana Astrid Lindgren og Halldór Laxness. Tónlist í þættinum í dag: Hvað get ég gert / Sigríður Eyrún Friðriksdóttir (Karl Olgeirsson) Tunglið tunglið taktu mig / Sigrún Hjálmtýsdóttur (Stefán S. Stefánsson og Theódóra Thoroddsen) Í tímans sandi / Halli Reynis og Vigdís Jónsdóttir (Halli Reynis) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/3/202350 minutes
Episode Artwork

Hjörtur Jóhann föstudagsgestur og páskalambið

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikarinn Hjörtur Jóhann Jónsson. Hann hefur á þeim rúma áratug síðan hann útskrifaðist sem leikari leikið fjölmörg hlutverk á leiksviði, í sjónvarpi og kvikmyndum. Hann lék til dæmis Ríkharð III. og MacBeth eftir Shakespeare, Skarphéðinn Njálsson í Njálu og miklu fleiri hlutverk. Hann leikur aðalhlutverkið í nýrri íslenskri kvikmynd, Óráð, sem fer í almenna sýningu í kvöld. Óráð er hrollvekja sem tekin var upp í heimsfaraldrinum og samkvæmt eiginkonu Hjartar er hann mjög hryllingsmyndahræddur. Við töluðum við Hjört um það að leika þessi stóru Shakespeare hlutverk, hjátrú í leikhúsi, að rýna í handritið og svo auðvitað sagði hann okkur frá nýju kvikmyndinni, Óráð, og hvernig það var fyrir hann að leika í sálfræðihrollvekju þrátt fyrir að vera svona hræddur við þess háttar kvikmyndir. Í matarspjalli dagsins, sem var það síðasta fyrir páska, þá notuðum við tækifærið og spjölluðum um lambakjöt, páskalambið. Lambið hefur sterka tengingu við páskahátíðina og við fórum yfir hvernig okkur þykir það best framreitt. Tónlist í þættinum í dag: Landsímalína / Spilverk þjóðanna (Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla Garðarsson) Fade Into You / Mazzy Star (Sandoval & Roback) Brotlentur / Valdimar (Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/31/20230
Episode Artwork

Hjörtur Jóhann föstudagsgestur og páskalambið

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikarinn Hjörtur Jóhann Jónsson. Hann hefur á þeim rúma áratug síðan hann útskrifaðist sem leikari leikið fjölmörg hlutverk á leiksviði, í sjónvarpi og kvikmyndum. Hann lék til dæmis Ríkharð III. og MacBeth eftir Shakespeare, Skarphéðinn Njálsson í Njálu og miklu fleiri hlutverk. Hann leikur aðalhlutverkið í nýrri íslenskri kvikmynd, Óráð, sem fer í almenna sýningu í kvöld. Óráð er hrollvekja sem tekin var upp í heimsfaraldrinum og samkvæmt eiginkonu Hjartar er hann mjög hryllingsmyndahræddur. Við töluðum við Hjört um það að leika þessi stóru Shakespeare hlutverk, hjátrú í leikhúsi, að rýna í handritið og svo auðvitað sagði hann okkur frá nýju kvikmyndinni, Óráð, og hvernig það var fyrir hann að leika í sálfræðihrollvekju þrátt fyrir að vera svona hræddur við þess háttar kvikmyndir. Í matarspjalli dagsins, sem var það síðasta fyrir páska, þá notuðum við tækifærið og spjölluðum um lambakjöt, páskalambið. Lambið hefur sterka tengingu við páskahátíðina og við fórum yfir hvernig okkur þykir það best framreitt. Tónlist í þættinum í dag: Landsímalína / Spilverk þjóðanna (Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla Garðarsson) Fade Into You / Mazzy Star (Sandoval & Roback) Brotlentur / Valdimar (Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/31/202350 minutes
Episode Artwork

Breyttur heimur unglinga í dag og Achola, Shruthi og Elizabeth

Guði sé lof að ég er ekki unglingur í dag. Þetta er fyrirsögn á grein sem tveir sálfræðingar hjá Geðheilsumiðstöð barna og verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd skrifuðu saman. Þar eru þau til dæmis að bera saman breytingar í heimi unglinga í dag og þegar þau voru ung. Þá voru engir samfélagsmiðlar, snjalltæki og allt það sem því fylgir. Við fengum tvö þeirra, Daðey Albertsdóttur og Skúla Braga Geirdal, til að koma í þáttinn og segja okkur frá því sem þau eru að fjalla um í þessari grein, þessa breyttu tíma, að alast upp í svona miklu upplýsingaflæði, í öllum þessum samfélagsmiðlum og mögulegar afleiðingar þess. Þrjár konur, Achola Otieno, Shruthi Basappa og Elizabeth Lay, skrifuðu saman grein á visir.is með fyrirsögninni: Hvernig höldum við samtalinu lifandi? Þar eru þær að bregðast við umræðunni sem kom upp í framhaldi af því að fólk af asískum uppruna benti á að birtingamynd asísks fólks og asískrar menningar í sýningu Íslensku Óperunnar væri særandi, úreld og niðrandi. Þær eru allar íslenskir ríkisborgarar, tala íslensku, ala upp fjölskyldur sínar hér, sinna sinni vinnu og verkefnum og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. En þær segjast þurfa reglulega og síendurtekið að takast á við fordóma í sínu lífi. Achola, Shruthi og Elizabeth komu í þáttinn í dag og sögðu okkur frá sinni reynslu og frá hlaðvarpsþætti sem þær eru að vinna að saman, þar sem þær munu tala um sína reynslu. Þær segja að nú verði þær að nota raddir sínar til að láta í sér heyra, barnanna sinna vegna. Anna Marsibil Clausen las íslenska þýðingu í viðtalinu. Tónlist í þættinum í dag Flækt og týnd og einmana / Una Torfadóttir (Una Torfadóttir) Something better / Kári (Kári Egilsson) One of These Things First / Nick Drake (Nick Drake) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/30/20230
Episode Artwork

Breyttur heimur unglinga í dag og Achola, Shruthi og Elizabeth

Guði sé lof að ég er ekki unglingur í dag. Þetta er fyrirsögn á grein sem tveir sálfræðingar hjá Geðheilsumiðstöð barna og verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd skrifuðu saman. Þar eru þau til dæmis að bera saman breytingar í heimi unglinga í dag og þegar þau voru ung. Þá voru engir samfélagsmiðlar, snjalltæki og allt það sem því fylgir. Við fengum tvö þeirra, Daðey Albertsdóttur og Skúla Braga Geirdal, til að koma í þáttinn og segja okkur frá því sem þau eru að fjalla um í þessari grein, þessa breyttu tíma, að alast upp í svona miklu upplýsingaflæði, í öllum þessum samfélagsmiðlum og mögulegar afleiðingar þess. Þrjár konur, Achola Otieno, Shruthi Basappa og Elizabeth Lay, skrifuðu saman grein á visir.is með fyrirsögninni: Hvernig höldum við samtalinu lifandi? Þar eru þær að bregðast við umræðunni sem kom upp í framhaldi af því að fólk af asískum uppruna benti á að birtingamynd asísks fólks og asískrar menningar í sýningu Íslensku Óperunnar væri særandi, úreld og niðrandi. Þær eru allar íslenskir ríkisborgarar, tala íslensku, ala upp fjölskyldur sínar hér, sinna sinni vinnu og verkefnum og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. En þær segjast þurfa reglulega og síendurtekið að takast á við fordóma í sínu lífi. Achola, Shruthi og Elizabeth komu í þáttinn í dag og sögðu okkur frá sinni reynslu og frá hlaðvarpsþætti sem þær eru að vinna að saman, þar sem þær munu tala um sína reynslu. Þær segja að nú verði þær að nota raddir sínar til að láta í sér heyra, barnanna sinna vegna. Anna Marsibil Clausen las íslenska þýðingu í viðtalinu. Tónlist í þættinum í dag Flækt og týnd og einmana / Una Torfadóttir (Una Torfadóttir) Something better / Kári (Kári Egilsson) One of These Things First / Nick Drake (Nick Drake) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/30/202350 minutes
Episode Artwork

Ályktanir Kvenréttindafélagsins, Mottumars og sjúkrahúspóstkort

Tatjana Latinovic var endurkjörin formaður Kvenréttindafélags Íslands á aðalfundi félagsins í síðustu viku. Fundurinn sendi einnig frá sér tvær ályktanir með hvatningu til stjórnvalda. Annars vegar um að kynjafræði skuli vera skyldufag í kennaramenntun á Íslandi og hins vegar áskorun til íslenskra stjórnvalda að sýna femíníska og pólitíska forystu og ábyrgð gagnvart mannréttindabrotum á konum. Tatjana kom i þáttinn og fræddi okkur meira um þessar tvær ályktanir. Á föstudaginn, 31.mars, stendur Krabbameinsfélagið fyrir málþingi sem ber yfirskriftina Ekki humma fram af þér heilsuna. Meðal þeirra sem taka til máls eru Sigríður Gunnarsdóttir forstöðumaður rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins sem mun segja frá niðurstöðu könnunar á reynslu þeirra sem greindust með krabbamein á árunum 2015-1019 af greiningar- og meðferðarferlinu. Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur og teymisstjóri hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins talar einnig á málþinginu, erindi hans ber titilinn: Ástæður þess að karlmenn humma fram af sér heilsuna. Sigríður og Þorri komu í þáttinn í dag. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í korti dagsins sagði hann spítalasögu, sögu Charité spítalans í Berlín sem er sagður einn sá besti í Evrópu. Magnús kynnti sér spítalann af eigin raun á dögunum og meðan hann dvaldi á Charité þá hugsaði hann meðal annars um dans, en almenn dansiðkun hefur snarminnkað í hinum vestræna heimi. Dansstaðir eru varla til lengur, diskótekin horfin úr flestum borgum og dansiðkun, ein af frumþörfum mannsins, fer hverfandi. Hvers vegna og hvað kom í staðinn? Tónlist í þættinum í dag Sjaddi Mollo / South River Band (Ólafur Þórðarson og Magnús R. Einarsson) Ástarorð / Ragga Gröndal (Ragga Gröndal) Mississippi / The Cactus Blossoms (Torrey) Quinteto Fuga / El Cambá UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/29/20230
Episode Artwork

Ályktanir Kvenréttindafélagsins, Mottumars og sjúkrahúspóstkort

Tatjana Latinovic var endurkjörin formaður Kvenréttindafélags Íslands á aðalfundi félagsins í síðustu viku. Fundurinn sendi einnig frá sér tvær ályktanir með hvatningu til stjórnvalda. Annars vegar um að kynjafræði skuli vera skyldufag í kennaramenntun á Íslandi og hins vegar áskorun til íslenskra stjórnvalda að sýna femíníska og pólitíska forystu og ábyrgð gagnvart mannréttindabrotum á konum. Tatjana kom i þáttinn og fræddi okkur meira um þessar tvær ályktanir. Á föstudaginn, 31.mars, stendur Krabbameinsfélagið fyrir málþingi sem ber yfirskriftina Ekki humma fram af þér heilsuna. Meðal þeirra sem taka til máls eru Sigríður Gunnarsdóttir forstöðumaður rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins sem mun segja frá niðurstöðu könnunar á reynslu þeirra sem greindust með krabbamein á árunum 2015-1019 af greiningar- og meðferðarferlinu. Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur og teymisstjóri hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins talar einnig á málþinginu, erindi hans ber titilinn: Ástæður þess að karlmenn humma fram af sér heilsuna. Sigríður og Þorri komu í þáttinn í dag. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í korti dagsins sagði hann spítalasögu, sögu Charité spítalans í Berlín sem er sagður einn sá besti í Evrópu. Magnús kynnti sér spítalann af eigin raun á dögunum og meðan hann dvaldi á Charité þá hugsaði hann meðal annars um dans, en almenn dansiðkun hefur snarminnkað í hinum vestræna heimi. Dansstaðir eru varla til lengur, diskótekin horfin úr flestum borgum og dansiðkun, ein af frumþörfum mannsins, fer hverfandi. Hvers vegna og hvað kom í staðinn? Tónlist í þættinum í dag Sjaddi Mollo / South River Band (Ólafur Þórðarson og Magnús R. Einarsson) Ástarorð / Ragga Gröndal (Ragga Gröndal) Mississippi / The Cactus Blossoms (Torrey) Quinteto Fuga / El Cambá UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/29/202353 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Móttökuáætlun, hjólasöfnun og veðurspjallið

Við fræddumst í þættinum um móttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna, en Nichole Leigh Mosty forstöðumaður Fjölmenningarseturs kom til okkar í dag. Meginmarkmið móttökuáætlunarinnar er að stuðla að jöfnum tækifærum til menntunar auk félagslegrar, efnahagslegrar og menningarlegrar velferðar nýbúa, óháð bakgrunni þeirra. Nichole fræddi okkur betur um þessa áætlun og þörfina fyrir hana í dag. Hjólasöfnun Barnaheilla var formlega hleypt af stokkunum í síðustu viku. Barnaheill hvetja alla til þess að koma hjólum sem ekki eru í notkun á endurvinnslustöðvar Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Í maí mun svo Barnaheill úthluta hjólunum til barna og ungmenna sem ekki eiga hjól og gætu annars ekki tekið þátt í samfélagi hjólamenningarinnar til jafns við önnur börn. Sjálfboðaliðar munu gera við og gera upp hjólin eftir þörfum áður en þeim er úthlutað. Linda Hrönn Þórisdóttir, leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum, kom í þáttinn í dag. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo í sitt vikulega veðurspjall með okkur í dag þar sem hún hefur frætt okkur og hlustendur um allt milli himins og jarðar sem viðkemur veðri. Að gefnu tilefni fræddi hún okkur í dag um þau veðurskilyrði geta framkallað snjóflóðahættu. Tónlist í þættinum í dag Furðuverur / Systur (Elín Eyþórsdóttir Söbech) Hey Love / Marína Ósk (Marína Ósk Þórólfsdóttir) Glötuð ást / Móa (Móeiður Júníusdóttir og Guðrún Guðlaugsdóttir) Heiðlóan / Gísli Magna og Co. (Steingrímur M. Sigfússon) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/28/20230
Episode Artwork

Móttökuáætlun, hjólasöfnun og veðurspjallið

Við fræddumst í þættinum um móttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna, en Nichole Leigh Mosty forstöðumaður Fjölmenningarseturs kom til okkar í dag. Meginmarkmið móttökuáætlunarinnar er að stuðla að jöfnum tækifærum til menntunar auk félagslegrar, efnahagslegrar og menningarlegrar velferðar nýbúa, óháð bakgrunni þeirra. Nichole fræddi okkur betur um þessa áætlun og þörfina fyrir hana í dag. Hjólasöfnun Barnaheilla var formlega hleypt af stokkunum í síðustu viku. Barnaheill hvetja alla til þess að koma hjólum sem ekki eru í notkun á endurvinnslustöðvar Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Í maí mun svo Barnaheill úthluta hjólunum til barna og ungmenna sem ekki eiga hjól og gætu annars ekki tekið þátt í samfélagi hjólamenningarinnar til jafns við önnur börn. Sjálfboðaliðar munu gera við og gera upp hjólin eftir þörfum áður en þeim er úthlutað. Linda Hrönn Þórisdóttir, leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum, kom í þáttinn í dag. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo í sitt vikulega veðurspjall með okkur í dag þar sem hún hefur frætt okkur og hlustendur um allt milli himins og jarðar sem viðkemur veðri. Að gefnu tilefni fræddi hún okkur í dag um þau veðurskilyrði geta framkallað snjóflóðahættu. Tónlist í þættinum í dag Furðuverur / Systur (Elín Eyþórsdóttir Söbech) Hey Love / Marína Ósk (Marína Ósk Þórólfsdóttir) Glötuð ást / Móa (Móeiður Júníusdóttir og Guðrún Guðlaugsdóttir) Heiðlóan / Gísli Magna og Co. (Steingrímur M. Sigfússon) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/28/202350 minutes
Episode Artwork

Íslenskir töframenn, afgangsmatur og Úlfur lesandi vikunnar

Hið íslenska töframannagildi var stofnað árið 2007 og er markmið þess m.a. að vera vettvangur áhugafólks um töfra og töfrabrögð. Haldnir eru mánaðarlegir fundir, erlendir gestir eru fengnir til þess að halda fyrirlestra og námskeið og svo er það heimasíðan www.toframenn.is þar sem hægt er að fá frekari upplýsingar. Gunnar Kr. Sigurjónsson forseti félagsins kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um gildið og sýndi okkur meira að segja tvö töfrabrögð í beinni útsendingu. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn lagði hann vinkilinn að afgöngum, sem sagt afgangsmat og ýmsum birtingarmyndum hans. Og svo var það lesandi vikunnar, sem í þetta sinn var Úlfur Eldjárn tónlistarmaður. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Úlfur talaði um eftirfarandi bækur: Tættir þættir e. Þórarinn Eldjárn Brotin e. Jón Atla Jónasson Kjörbúðarkonan e. Sayaka Murata Svefngríman e. Örvar Smárason og svo nefndi Úlfur japanska rithöfundinn Haruki Murakami sem hefur haft sérstök áhrif á hann í gegnum tíðina. Tónlist í þættinum í dag Dagný / Ellý Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálmsson (Sigfús Halldórsson og Tómas Guðmundsson) Moondance / Van Morrison (Van Morrison) Aguas de Marco / Antonio Carlos Jobim og Regina Elis (Antonio Carlos Jobim) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/27/20230
Episode Artwork

Íslenskir töframenn, afgangsmatur og Úlfur lesandi vikunnar

Hið íslenska töframannagildi var stofnað árið 2007 og er markmið þess m.a. að vera vettvangur áhugafólks um töfra og töfrabrögð. Haldnir eru mánaðarlegir fundir, erlendir gestir eru fengnir til þess að halda fyrirlestra og námskeið og svo er það heimasíðan www.toframenn.is þar sem hægt er að fá frekari upplýsingar. Gunnar Kr. Sigurjónsson forseti félagsins kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um gildið og sýndi okkur meira að segja tvö töfrabrögð í beinni útsendingu. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn lagði hann vinkilinn að afgöngum, sem sagt afgangsmat og ýmsum birtingarmyndum hans. Og svo var það lesandi vikunnar, sem í þetta sinn var Úlfur Eldjárn tónlistarmaður. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Úlfur talaði um eftirfarandi bækur: Tættir þættir e. Þórarinn Eldjárn Brotin e. Jón Atla Jónasson Kjörbúðarkonan e. Sayaka Murata Svefngríman e. Örvar Smárason og svo nefndi Úlfur japanska rithöfundinn Haruki Murakami sem hefur haft sérstök áhrif á hann í gegnum tíðina. Tónlist í þættinum í dag Dagný / Ellý Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálmsson (Sigfús Halldórsson og Tómas Guðmundsson) Moondance / Van Morrison (Van Morrison) Aguas de Marco / Antonio Carlos Jobim og Regina Elis (Antonio Carlos Jobim) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/27/202350 minutes
Episode Artwork

Föstudagsgesturinn Ævar Þór og matarspjall um veisluborð

Föstudagsgesturinn okkar var Ævar Þór Benediktsson leikari og rithöfundur en hann hefur náð að afreka heilmikið á báðum sviðum þótt aðeins séu liðin 12 ár frá því hann útskrifaðist frá Listaháskólanum. Hann leikur í þáttaröðinni Arfurinn minn sem verður sýnd í Sjónvarpi Símans yfir páskana en þar leikur hann son aðalsöguhetjunnar sem Laddi leikur. Í matarspjalli dagsins fór Sigurlaug Margrét yfir hvers konar veisluborð sómir sér vel í hvaða veislu sem er og hvaða veitingar eru hagkvæmar. Tónlist í þættinum í dag: Hossa Hossa / Amabadama (Salka Sól, Steinunn Jónsdóttir og Magnús Jónsson) Ég lifi í draumi / Hildur Vala (Eyjólfur Kristjánsson og Aðalsteinn Ásberg) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/24/20230
Episode Artwork

Föstudagsgesturinn Ævar Þór og matarspjall um veisluborð

Föstudagsgesturinn okkar var Ævar Þór Benediktsson leikari og rithöfundur en hann hefur náð að afreka heilmikið á báðum sviðum þótt aðeins séu liðin 12 ár frá því hann útskrifaðist frá Listaháskólanum. Hann leikur í þáttaröðinni Arfurinn minn sem verður sýnd í Sjónvarpi Símans yfir páskana en þar leikur hann son aðalsöguhetjunnar sem Laddi leikur. Í matarspjalli dagsins fór Sigurlaug Margrét yfir hvers konar veisluborð sómir sér vel í hvaða veislu sem er og hvaða veitingar eru hagkvæmar. Tónlist í þættinum í dag: Hossa Hossa / Amabadama (Salka Sól, Steinunn Jónsdóttir og Magnús Jónsson) Ég lifi í draumi / Hildur Vala (Eyjólfur Kristjánsson og Aðalsteinn Ásberg) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/24/202350 minutes
Episode Artwork

Friður og fjölmenning, EMDR og Neytendasamtökin 70 ára

Tanya Aleksandersdóttir er frá Úkraínu en hefur búið á Íslandi um árabil. Hún er kennari og túlkur og þekkir vel til og hefur aðstoðað þau sem hafa komið hingað til lands frá Úkraínu frá því að stríðið hófst. Tanya kom í þáttinn og sagði okkur frá sinni reynslu af því að koma sér fyrir í íslensku samfélagi. Með henni kom Sigurvin Lárus Jónsson, prestur í Fríkirkjunni í Reykjavík, hann sagði okkur frá sjónvarpsþætti sem verið er að vinna á vegum Fríkirkjunnar undir yfirskriftinni friður og fjölmenning. Í þættinum koma saman einstaklingar af fjölbreyttum uppruna sem iðka mismunandi trúarbrögð og til dæmis sameinast í bæn fyrir friði auk þess sem flutt verður lifandi tónlist og hugvekjur. Þau Tanya og Sigurvin sögðu okkur meira frá þessu í þættinum. Vegna afbókunar með stuttum fyrirvara endurfluttum við viðtal frá því á þriðjudaginn við Dr. Gyðu Eyjólfsdóttur, sálfræðing og sérfræðing í klínískri sálfræði. Við höfum fjallað talsvert undanfarið í þættinum um áföll og afleiðingar áfalla og áfallastreitu og meðferðarúrræði. Í þeim umræðum, við sálfræðinga og sérfræðinga hefur EMDR meðferð oft verið nefnd. En hvað er EMDR meðferð? Dr. Gyða kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um EMDR meðferðir. Í dag, 23. mars, eru 70 ár frá stofnun Neytendasamtakanna hér á landi, en þau eru með elstu neytendasamtökum í heimi. Samtökin, eins og nafnið bendir til, vinna að hag hins almenna neytanda á Íslandi og Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um sögu og þróun samtakanna og svo skoðuðum við stöðuna í dag, hvað ber hæst í starfseminni í dag og Breki rýndi með okkur í framtíð neytendamála. Tónlist í þættinum í dag Lítið ljóð / Rebekka Blöndal (Ásgeir Ásgeirsson, Rebekka Blöndal og Stefán Örn Gunnlaugs) Ást og friður / Halli Reynis og Vigdís Jónsdóttir (Halli Reynis) Lady Winter / Svavar Knútur (Svavar Knútur Kristinsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/23/20230
Episode Artwork

Friður og fjölmenning, EMDR og Neytendasamtökin 70 ára

Tanya Aleksandersdóttir er frá Úkraínu en hefur búið á Íslandi um árabil. Hún er kennari og túlkur og þekkir vel til og hefur aðstoðað þau sem hafa komið hingað til lands frá Úkraínu frá því að stríðið hófst. Tanya kom í þáttinn og sagði okkur frá sinni reynslu af því að koma sér fyrir í íslensku samfélagi. Með henni kom Sigurvin Lárus Jónsson, prestur í Fríkirkjunni í Reykjavík, hann sagði okkur frá sjónvarpsþætti sem verið er að vinna á vegum Fríkirkjunnar undir yfirskriftinni friður og fjölmenning. Í þættinum koma saman einstaklingar af fjölbreyttum uppruna sem iðka mismunandi trúarbrögð og til dæmis sameinast í bæn fyrir friði auk þess sem flutt verður lifandi tónlist og hugvekjur. Þau Tanya og Sigurvin sögðu okkur meira frá þessu í þættinum. Vegna afbókunar með stuttum fyrirvara endurfluttum við viðtal frá því á þriðjudaginn við Dr. Gyðu Eyjólfsdóttur, sálfræðing og sérfræðing í klínískri sálfræði. Við höfum fjallað talsvert undanfarið í þættinum um áföll og afleiðingar áfalla og áfallastreitu og meðferðarúrræði. Í þeim umræðum, við sálfræðinga og sérfræðinga hefur EMDR meðferð oft verið nefnd. En hvað er EMDR meðferð? Dr. Gyða kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um EMDR meðferðir. Í dag, 23. mars, eru 70 ár frá stofnun Neytendasamtakanna hér á landi, en þau eru með elstu neytendasamtökum í heimi. Samtökin, eins og nafnið bendir til, vinna að hag hins almenna neytanda á Íslandi og Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um sögu og þróun samtakanna og svo skoðuðum við stöðuna í dag, hvað ber hæst í starfseminni í dag og Breki rýndi með okkur í framtíð neytendamála. Tónlist í þættinum í dag Lítið ljóð / Rebekka Blöndal (Ásgeir Ásgeirsson, Rebekka Blöndal og Stefán Örn Gunnlaugs) Ást og friður / Halli Reynis og Vigdís Jónsdóttir (Halli Reynis) Lady Winter / Svavar Knútur (Svavar Knútur Kristinsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/23/202350 minutes
Episode Artwork

Kvíði og félagsfælni, Geirmundur og Jón Ólafsson úr Grunnavík

Eymundur Lúter Eymundsson var hjá okkur í þættinum í dag. Hann glímdi við mikinn kvíða og félagsfælni frá því í barnaskóla. Kvíðinn hafði áhrif á allt í hans lífi, honum gekk illa í náminu, hann einangraði sig, reiddist sjálfum sér fyrir að líða illa og þorði ekki að segja neinum frá því hvernig honum leið. Hann hætti í framhaldsskóla eftir tvo mánuði, notaði áfengi til að slá á líðanina og þegar hann lagðist til svefns á kvöldin kveið hann fyrir að vakna daginn eftir, kveið fyrir öllum deginum. Kveið fyrir því að þurfa hitta annað fólk. Eymundi líður betur í dag, líf hans tók loksins aðra stefnu þegar hann var að nálgast fertugt og hann sagði okkur sína sögu í þættinum. Geirmundur Valtýsson hljómlistarmaður heldur tónleika á laugardaginn og þeir eru óvenjulegir á þann hátt að hljómsveitin spilar einungis lögin og það fellur í hlut áhorfenda að syngja lögin. Geirmundur sagði okkur frá þessu í dag. Hver var Jón Ólafsson úr Grunnavík og hvað var hann að gera í Kaupmannahöfn á átjándu öld? Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing á laugardaginn og meðal annars mun Guðrún Ása Grímsdóttir flytja erindi um fræðastörf Jóns Ólafssonar frá Grunnavík. Þar segir hún frá uppruna hans, erindi hans til Kaupmannahafnar haustið 1726 og stöðu hans og kjörum þar i borg nær ævilangt. Guðrún sagði okkur frá Jóni í þættinum í dag. Tónlist í þættinum í dag Átján rauðar rósir / Lúdó og Stefán (Bobby Darin, Iðunn Steinsdóttir) Lover / Peggy Lee (Richard Rodgers og Lorenz Hart) Nú er ég léttur / Geirmundur Valtýsson (Geirmundur Valtýsson) Rósin/Sigfús Pétursson og Álftagerðisbræður (Friðrik Jónsson og Guðmundur Halldórsson) Sigurður Rúnar Jónsson útsetti og Stefán R Gíslason raddsetti UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/22/20230
Episode Artwork

Kvíði og félagsfælni, Geirmundur og Jón Ólafsson úr Grunnavík

Eymundur Lúter Eymundsson var hjá okkur í þættinum í dag. Hann glímdi við mikinn kvíða og félagsfælni frá því í barnaskóla. Kvíðinn hafði áhrif á allt í hans lífi, honum gekk illa í náminu, hann einangraði sig, reiddist sjálfum sér fyrir að líða illa og þorði ekki að segja neinum frá því hvernig honum leið. Hann hætti í framhaldsskóla eftir tvo mánuði, notaði áfengi til að slá á líðanina og þegar hann lagðist til svefns á kvöldin kveið hann fyrir að vakna daginn eftir, kveið fyrir öllum deginum. Kveið fyrir því að þurfa hitta annað fólk. Eymundi líður betur í dag, líf hans tók loksins aðra stefnu þegar hann var að nálgast fertugt og hann sagði okkur sína sögu í þættinum. Geirmundur Valtýsson hljómlistarmaður heldur tónleika á laugardaginn og þeir eru óvenjulegir á þann hátt að hljómsveitin spilar einungis lögin og það fellur í hlut áhorfenda að syngja lögin. Geirmundur sagði okkur frá þessu í dag. Hver var Jón Ólafsson úr Grunnavík og hvað var hann að gera í Kaupmannahöfn á átjándu öld? Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing á laugardaginn og meðal annars mun Guðrún Ása Grímsdóttir flytja erindi um fræðastörf Jóns Ólafssonar frá Grunnavík. Þar segir hún frá uppruna hans, erindi hans til Kaupmannahafnar haustið 1726 og stöðu hans og kjörum þar i borg nær ævilangt. Guðrún sagði okkur frá Jóni í þættinum í dag. Tónlist í þættinum í dag Átján rauðar rósir / Lúdó og Stefán (Bobby Darin, Iðunn Steinsdóttir) Lover / Peggy Lee (Richard Rodgers og Lorenz Hart) Nú er ég léttur / Geirmundur Valtýsson (Geirmundur Valtýsson) Rósin/Sigfús Pétursson og Álftagerðisbræður (Friðrik Jónsson og Guðmundur Halldórsson) Sigurður Rúnar Jónsson útsetti og Stefán R Gíslason raddsetti UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/22/202350 minutes
Episode Artwork

EMDR meðferð, Stockfish stuttmyndir og veðurspjallið

Við höfum fjallað talsvert undanfarið í þættinum um áföll og afleiðingar áfalla og áfallastreitu og meðferðarúrræði. Í þeim umræðum, við sálfræðinga og sérfræðinga í úrvinnslu og greiningu áfalla hefur EMDR meðferð oft verið nefnd. En hvað er EMDR meðferð? Dr. Gyða Eyjólfsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um EMDR meðferðir. Helena Jónsdóttir leikstjóri, dansari og listakona kom svo í þáttinn, en hún hefur sett saman dagskrá alþjóðlegra stuttmynda fyrir Stockfish kvikmyndahátíðina sem verða sýndar 23. mars til 2. apríl víðs vegar um borgina. Helena hefur nýverið gengið í gegnum missi á eiginmanni, móður, systur og bestu vinkonu á tiltölulega stuttum tíma, en listin hefur sannarlega verið henni stuðningur í þessu ferli. Stuttmyndirnar sem hún valdi á hátíðina hafa til dæmis haft sömu áhrif á hana eins og hughreystandi ljóð eða bók. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo til okkar í dag í sitt vikulega veðurspjall. Hún sagði okkur frá alþjóðlega veðurfræðideginum sem er á fimmtudaginn og svo sagði hún einnig frá nýrri skýrslu í loftslagsmálum frá Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Tónlist í þættinum í dag Hvítu mávar / Helena Eyjólfsdóttir (Walter Lange, texti Björn Bragi Magnússon) Ástarsæla / Júníus Meyvant (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson) Jón á Gili / J.M. kvartettinn og Steinunn Bjarnadóttir (Reg Connelly, Frederick Hollander, Böðvar Guðmundsson) Söngur fjallkonunnar / Stuðmenn (Egill Ólafsson og Jakob Frímann Magnússon) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/21/20230
Episode Artwork

EMDR meðferð, Stockfish stuttmyndir og veðurspjallið

Við höfum fjallað talsvert undanfarið í þættinum um áföll og afleiðingar áfalla og áfallastreitu og meðferðarúrræði. Í þeim umræðum, við sálfræðinga og sérfræðinga í úrvinnslu og greiningu áfalla hefur EMDR meðferð oft verið nefnd. En hvað er EMDR meðferð? Dr. Gyða Eyjólfsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um EMDR meðferðir. Helena Jónsdóttir leikstjóri, dansari og listakona kom svo í þáttinn, en hún hefur sett saman dagskrá alþjóðlegra stuttmynda fyrir Stockfish kvikmyndahátíðina sem verða sýndar 23. mars til 2. apríl víðs vegar um borgina. Helena hefur nýverið gengið í gegnum missi á eiginmanni, móður, systur og bestu vinkonu á tiltölulega stuttum tíma, en listin hefur sannarlega verið henni stuðningur í þessu ferli. Stuttmyndirnar sem hún valdi á hátíðina hafa til dæmis haft sömu áhrif á hana eins og hughreystandi ljóð eða bók. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo til okkar í dag í sitt vikulega veðurspjall. Hún sagði okkur frá alþjóðlega veðurfræðideginum sem er á fimmtudaginn og svo sagði hún einnig frá nýrri skýrslu í loftslagsmálum frá Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Tónlist í þættinum í dag Hvítu mávar / Helena Eyjólfsdóttir (Walter Lange, texti Björn Bragi Magnússon) Ástarsæla / Júníus Meyvant (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson) Jón á Gili / J.M. kvartettinn og Steinunn Bjarnadóttir (Reg Connelly, Frederick Hollander, Böðvar Guðmundsson) Söngur fjallkonunnar / Stuðmenn (Egill Ólafsson og Jakob Frímann Magnússon) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/21/202350 minutes
Episode Artwork

Qigong, vinkill dagsins og Þóra lesandi vikunnar

Í dag er alþjóðlegur dagur hamingjunnar og við forvitnuðumst af því tilefni um Qigong lífsorkuæfingar sem hafa verið stundaðar í Kína í 5000 ár. Æfingarnar byggja á djúpri öndun, mjúkum og styrkjandi hreyfingum, með heilandi hugleiðslu. Þorvaldur Ingi Jónsson kom í þáttinn í dag, en hann lærði Qigong hjá Gunnari Eyjólfssyni leikara. Það er mánudagur í dag og því fengum við vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Í þetta sinn bar hann vinkilinn upp við bæði magurt og feitt, eins og hann orðar það, og eins kom Vilhjálmur Stefánsson heimskautafari við sögu. Svo var það lesandi vikunnar sem í þetta sinn var Þóra Kolbrá Sigurðardóttir, ritstjóri matarvefs mbl.is. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Þóra sagði frá forritinu Blinkist og talaði um eftirfarandi bækur og höfund: Á vit hins ókunna e. Erlend Haraldsson The 5 A.M. Club e. Robin Sharma Astrid Lindgren, Enyd Blydon og J.K. Rowling Tónlist í þættinum í dag Er hann birtist / Hljómar (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson) Sjómannavalsinn / Hjaltalín (Svavar Benediktsson og Kristján frá Djúpalæk) Hvert örstutt spor / Svavar Knútur Kristinsson (Jón Nordal og Halldór Laxness) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/20/20230
Episode Artwork

Qigong, vinkill dagsins og Þóra lesandi vikunnar

Í dag er alþjóðlegur dagur hamingjunnar og við forvitnuðumst af því tilefni um Qigong lífsorkuæfingar sem hafa verið stundaðar í Kína í 5000 ár. Æfingarnar byggja á djúpri öndun, mjúkum og styrkjandi hreyfingum, með heilandi hugleiðslu. Þorvaldur Ingi Jónsson kom í þáttinn í dag, en hann lærði Qigong hjá Gunnari Eyjólfssyni leikara. Það er mánudagur í dag og því fengum við vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Í þetta sinn bar hann vinkilinn upp við bæði magurt og feitt, eins og hann orðar það, og eins kom Vilhjálmur Stefánsson heimskautafari við sögu. Svo var það lesandi vikunnar sem í þetta sinn var Þóra Kolbrá Sigurðardóttir, ritstjóri matarvefs mbl.is. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Þóra sagði frá forritinu Blinkist og talaði um eftirfarandi bækur og höfund: Á vit hins ókunna e. Erlend Haraldsson The 5 A.M. Club e. Robin Sharma Astrid Lindgren, Enyd Blydon og J.K. Rowling Tónlist í þættinum í dag Er hann birtist / Hljómar (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson) Sjómannavalsinn / Hjaltalín (Svavar Benediktsson og Kristján frá Djúpalæk) Hvert örstutt spor / Svavar Knútur Kristinsson (Jón Nordal og Halldór Laxness) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/20/202350 minutes
Episode Artwork

Matti Matt föstudagsgestur og matarspjall úr Eyjum

Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni var Matthías Matthíasson söngvari eða Matti Matt eins og hann er oftast kallaður. Matti hefur komið víða við í tónlistarbransanum og var ungur þegar hann steig fyrst fram á svið. Hann var til dæmis meðlimur í eftirfarandi hljómsveitum: Reggea on Ice, Dúndurfréttum, Pöpum o.fl. Hann söng líka öll lögin fyrir íþróttaálfinn í Latabæ, bæði á íslensku og ensku og svo er það hæfileikinn sem hann uppgötvaði ekki fyrr en á fullorðins aldri, að geta farið með heilu setningarnar afturábak nánast án þess að þurfa að hugsa um það. Síðustu misserin hefur hann klárað húsasmíðanám og nú síðast opnað nýstárlega búð sem selur náttúrulegar svefnvörur. Sigurlaug Margrét var stödd í Vestmannaeyjum hvar hún kannaði matarmenninguna sem hún sagði okkur frá í matarspjalli dagsins. Þar er auðvitað að finna dásamlegt ferskt sjávarfang og miklu fleira sem Sigurlaug tæpti á í þættinum. Tónlist í þættinum í dag Út í eyjum / Stuðmenn (Egill Ólafsson og Jakob Frímann Magnússon) A Better day / Matti Matt (Matthías Matthías og Helgi Reynir Jónsson) Í berjamó / Reggea on Ice (Matthías Matthíasson, Stefán Örn Gunnlaugsson og Hrólfur Sæmundsson) It must have been love / Roxette (Per Gessle) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/17/20230
Episode Artwork

Matti Matt föstudagsgestur og matarspjall úr Eyjum

Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni var Matthías Matthíasson söngvari eða Matti Matt eins og hann er oftast kallaður. Matti hefur komið víða við í tónlistarbransanum og var ungur þegar hann steig fyrst fram á svið. Hann var til dæmis meðlimur í eftirfarandi hljómsveitum: Reggea on Ice, Dúndurfréttum, Pöpum o.fl. Hann söng líka öll lögin fyrir íþróttaálfinn í Latabæ, bæði á íslensku og ensku og svo er það hæfileikinn sem hann uppgötvaði ekki fyrr en á fullorðins aldri, að geta farið með heilu setningarnar afturábak nánast án þess að þurfa að hugsa um það. Síðustu misserin hefur hann klárað húsasmíðanám og nú síðast opnað nýstárlega búð sem selur náttúrulegar svefnvörur. Sigurlaug Margrét var stödd í Vestmannaeyjum hvar hún kannaði matarmenninguna sem hún sagði okkur frá í matarspjalli dagsins. Þar er auðvitað að finna dásamlegt ferskt sjávarfang og miklu fleira sem Sigurlaug tæpti á í þættinum. Tónlist í þættinum í dag Út í eyjum / Stuðmenn (Egill Ólafsson og Jakob Frímann Magnússon) A Better day / Matti Matt (Matthías Matthías og Helgi Reynir Jónsson) Í berjamó / Reggea on Ice (Matthías Matthíasson, Stefán Örn Gunnlaugsson og Hrólfur Sæmundsson) It must have been love / Roxette (Per Gessle) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/17/202350 minutes
Episode Artwork

Sigurhæðir, fermingarveislur og Felix í Liverpool

Við kynntum okkur í dag starfsemi Sigurhæða, sem er þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi, en starfsemin er tveggja ára um þessar mundir. Sigurhæðir bjóða konum samhæfða ráðgjöf, stuðning og meðferð á þeirra forsendum og við fengum Hildi Jónsdóttur, verkefnisstjóra Sigurhæða til að koma í þáttinn í dag og segja okkur frekar frá starfseminni. Það líður senn að fermingum og víða eru fjölskyldur að undirbúa fermingarveislur og það er jú alltaf gott að hafa góðan fyrirvara og vera búin að búa í haginn. Það getur verið stressandi ferli fyrir marga að undirbúa svona veislu og alltaf þessi klassíska spurning: Eru nægar veitingar? Marenza Poulsen er sérfræðingur í veislum og útreikningi á veisluföngum, hvenær er nóg og hvað er nóg? Hún kom í þáttinn í dag. Við heyrðum svo í lok þáttar í Felix Bergssyni, en hann er í stýrihópi fyrir Eurovisionkeppnina sem fer fram í maí í Liverpool. Undirbúningur fyrir keppnina er í fullum gangi og við heyrðum í honum þar sem hann var nýkominn af fundum í Liverpool. Felix sagði okkur hvað er að frétta úr Eurovisionlandi, til dæmis að í síðustu viku seldist upp á alla keppnisdagana og æfingarnar á örskotsstundu. Tónlist í þættinum í dag Flottur jakki / Borgardætur og Ragnar Bjarnason (Thomas og Kristján Hreinsson) Wishin and hopin / Dusty Springfield (Burt Bacharach og David Hal) I'll come running back to you / Sam Cooke (Sam Cooke og William Cook) Lifandi inní mér / Diljá (Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Diljá Pétursdóttir) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/16/20230
Episode Artwork

Sigurhæðir, fermingarveislur og Felix í Liverpool

Við kynntum okkur í dag starfsemi Sigurhæða, sem er þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi, en starfsemin er tveggja ára um þessar mundir. Sigurhæðir bjóða konum samhæfða ráðgjöf, stuðning og meðferð á þeirra forsendum og við fengum Hildi Jónsdóttur, verkefnisstjóra Sigurhæða til að koma í þáttinn í dag og segja okkur frekar frá starfseminni. Það líður senn að fermingum og víða eru fjölskyldur að undirbúa fermingarveislur og það er jú alltaf gott að hafa góðan fyrirvara og vera búin að búa í haginn. Það getur verið stressandi ferli fyrir marga að undirbúa svona veislu og alltaf þessi klassíska spurning: Eru nægar veitingar? Marenza Poulsen er sérfræðingur í veislum og útreikningi á veisluföngum, hvenær er nóg og hvað er nóg? Hún kom í þáttinn í dag. Við heyrðum svo í lok þáttar í Felix Bergssyni, en hann er í stýrihópi fyrir Eurovisionkeppnina sem fer fram í maí í Liverpool. Undirbúningur fyrir keppnina er í fullum gangi og við heyrðum í honum þar sem hann var nýkominn af fundum í Liverpool. Felix sagði okkur hvað er að frétta úr Eurovisionlandi, til dæmis að í síðustu viku seldist upp á alla keppnisdagana og æfingarnar á örskotsstundu. Tónlist í þættinum í dag Flottur jakki / Borgardætur og Ragnar Bjarnason (Thomas og Kristján Hreinsson) Wishin and hopin / Dusty Springfield (Burt Bacharach og David Hal) I'll come running back to you / Sam Cooke (Sam Cooke og William Cook) Lifandi inní mér / Diljá (Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Diljá Pétursdóttir) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/16/202350 minutes
Episode Artwork

Búsetufrelsi, aðalfundir húsfélaga og íslensk sönglög

Mikið hefur verið fjallað um húsnæðiskostnað undanfarið, sem er kannski ekki skrýtið nú á tímum verðbólgu, hárra vaxta og hækkandi leigu. Við fræddumst um samtökin Búsetufrelsi, sem eru sem sagt hagsmunasamtök fólks með búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggðum Grímsnes- og Grafningshrepps. Sem sagt fólk sem býr í heilsárshúsi eða frístundahúsi og hefur þar sitt aðal heimili. Stofnfélagar samtakanna voru 10 þegar félagið stofnuð fyrir tæpu ári, en í dag eru félagar orðnir 70. Heiða Björk Sturludóttir, formaður Búsetufrelsis, kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um félagið. Nú er í garð genginn tíma aðalfunda í húsfélögum í fjölbýlishúsum. Þá ber að halda einu sinni á ári, fyrir lok apríl. Þar eru teknar ákvarðanir um hagsmuni og mál sem geta haft í för með sér mikla skuldbindingar og fjárútlát. Því er eins gott að vanda til verka og Tinna Andrésdóttir, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu, kom í þáttinn og fór með okkur yfir það helsta sem hafa ber í huga og hvað er gott að varast í aðdraganda og framkvæmd á slíkum húsfundum. Næst síðustu tónleikar í verkefninu Ár íslenska einsöngslagsins, þeir sjöundu í röðinni í vetur fara fram að sunnudeginum 19. Mars. Á tónleikunum er bæði þekktum og minna þekktum íslenskum einsöngslögum gert hátt undir höfði. Ein forsenda þessarar tónleikaraðar er hátíðarútgáfa á Íslenskum einsöngslögum, alls 289 lög eftir 66 tónskáld, samin á árunum 1918?2018, sem kom út í tilefni fullveldisafmælis þjóðarinnar 1. desember 2018. Það var forlagið Ísalög og eigandi þess, Jón Kristinn Cortez, sem annaðist útgáfuna og hlaut hann íslensku fálkaorðuna fyrir verkið. Jón Kristinn kom í þáttinn í dag. Tónlist í þættinum í dag Perlur og svín / Emilíana Torrini (Ólafur Gaukur Þórhallsson og Hallgrímur Helgason) Litlir kassar / Þokkabót (Pete Seeger og Þórarinn Guðnason) Augun þín blá / Katrín Halldóra Sigurðardóttir (Jón Múli og Jónas Árnasynir) Íslenskt vögguljóð á Hörpu / Garðar Cortez (Jón Þórarinsson og Halldór Laxness) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/15/20230
Episode Artwork

Búsetufrelsi, aðalfundir húsfélaga og íslensk sönglög

Mikið hefur verið fjallað um húsnæðiskostnað undanfarið, sem er kannski ekki skrýtið nú á tímum verðbólgu, hárra vaxta og hækkandi leigu. Við fræddumst um samtökin Búsetufrelsi, sem eru sem sagt hagsmunasamtök fólks með búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggðum Grímsnes- og Grafningshrepps. Sem sagt fólk sem býr í heilsárshúsi eða frístundahúsi og hefur þar sitt aðal heimili. Stofnfélagar samtakanna voru 10 þegar félagið stofnuð fyrir tæpu ári, en í dag eru félagar orðnir 70. Heiða Björk Sturludóttir, formaður Búsetufrelsis, kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um félagið. Nú er í garð genginn tíma aðalfunda í húsfélögum í fjölbýlishúsum. Þá ber að halda einu sinni á ári, fyrir lok apríl. Þar eru teknar ákvarðanir um hagsmuni og mál sem geta haft í för með sér mikla skuldbindingar og fjárútlát. Því er eins gott að vanda til verka og Tinna Andrésdóttir, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu, kom í þáttinn og fór með okkur yfir það helsta sem hafa ber í huga og hvað er gott að varast í aðdraganda og framkvæmd á slíkum húsfundum. Næst síðustu tónleikar í verkefninu Ár íslenska einsöngslagsins, þeir sjöundu í röðinni í vetur fara fram að sunnudeginum 19. Mars. Á tónleikunum er bæði þekktum og minna þekktum íslenskum einsöngslögum gert hátt undir höfði. Ein forsenda þessarar tónleikaraðar er hátíðarútgáfa á Íslenskum einsöngslögum, alls 289 lög eftir 66 tónskáld, samin á árunum 1918?2018, sem kom út í tilefni fullveldisafmælis þjóðarinnar 1. desember 2018. Það var forlagið Ísalög og eigandi þess, Jón Kristinn Cortez, sem annaðist útgáfuna og hlaut hann íslensku fálkaorðuna fyrir verkið. Jón Kristinn kom í þáttinn í dag. Tónlist í þættinum í dag Perlur og svín / Emilíana Torrini (Ólafur Gaukur Þórhallsson og Hallgrímur Helgason) Litlir kassar / Þokkabót (Pete Seeger og Þórarinn Guðnason) Augun þín blá / Katrín Halldóra Sigurðardóttir (Jón Múli og Jónas Árnasynir) Íslenskt vögguljóð á Hörpu / Garðar Cortez (Jón Þórarinsson og Halldór Laxness) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/15/202350 minutes
Episode Artwork

Íslandsklukkan, bíó fyrir alla og íslensk veðurhugtök

Ny?tt leikverk eftir leikhópinn Elefant byggt á einni ástsælustu skáldsögu þjóðarinnar, Íslandsklukku Halldórs Laxness. Leikhópurinn Elefant samanstendur af ungum íslenskum leikurum sem í samvinnu við Þorleif Örn Arnarsson leikstjóra frumsýna á fimmtudaginn í Kassanum í Þjóðleikhúsinu.María Thelma Smáradóttir, sem leikur Snæfríði Íslandssól í sýningunni kom í viðtal í dag og sagði okkur meðal annars frá því að þetta hefði verið draumahlutverkið hennar frá því hún var unglingur og las söguna fyrst. Við forvitnuðumst svo um sérstakar kvikmyndasýningar í Bíó Paradís, en þar er hefur verið unnið undanfarið að því að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða að allri aðstöðu og bíósýningarnar hafa verið aðlagaðar til dæmis fyrir blinda, heyrnaskerta og einhverfa og boðið hefur verið upp á bíósýningar á óhefðbundnum tímum fyrir þau sem það vilja. Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíó Paradís kom í þáttinn í dag. Svo komu þær saman til okkar í veðurspjall, Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur og Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur Ríkisútvarpisins. Við ræddum við þær saman um íslensk veðurhugtök. Þau geta verið mjög lýsandi, falleg, fyndin, skrýtin og mjög oft mjög áhugaverð. Það var skemmtilegt spjall um íslensku veðurhugtökin með Önnu Sigríði og Elínu Björk í dag. Tónlist í þættinum í dag Kúst og fæjó / Heimilistónar (Heimilistónar) Almost Over You / Önnu Jónu Son (Haraldur Ingi Þorleifsson) Allt að gerast / Ásgeir Ásgeirsson Trio (Ásgeir Ásgeirsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/14/20230
Episode Artwork

Íslandsklukkan, bíó fyrir alla og íslensk veðurhugtök

Ny?tt leikverk eftir leikhópinn Elefant byggt á einni ástsælustu skáldsögu þjóðarinnar, Íslandsklukku Halldórs Laxness. Leikhópurinn Elefant samanstendur af ungum íslenskum leikurum sem í samvinnu við Þorleif Örn Arnarsson leikstjóra frumsýna á fimmtudaginn í Kassanum í Þjóðleikhúsinu.María Thelma Smáradóttir, sem leikur Snæfríði Íslandssól í sýningunni kom í viðtal í dag og sagði okkur meðal annars frá því að þetta hefði verið draumahlutverkið hennar frá því hún var unglingur og las söguna fyrst. Við forvitnuðumst svo um sérstakar kvikmyndasýningar í Bíó Paradís, en þar er hefur verið unnið undanfarið að því að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða að allri aðstöðu og bíósýningarnar hafa verið aðlagaðar til dæmis fyrir blinda, heyrnaskerta og einhverfa og boðið hefur verið upp á bíósýningar á óhefðbundnum tímum fyrir þau sem það vilja. Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíó Paradís kom í þáttinn í dag. Svo komu þær saman til okkar í veðurspjall, Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur og Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur Ríkisútvarpisins. Við ræddum við þær saman um íslensk veðurhugtök. Þau geta verið mjög lýsandi, falleg, fyndin, skrýtin og mjög oft mjög áhugaverð. Það var skemmtilegt spjall um íslensku veðurhugtökin með Önnu Sigríði og Elínu Björk í dag. Tónlist í þættinum í dag Kúst og fæjó / Heimilistónar (Heimilistónar) Almost Over You / Önnu Jónu Son (Haraldur Ingi Þorleifsson) Allt að gerast / Ásgeir Ásgeirsson Trio (Ásgeir Ásgeirsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/14/202350 minutes
Episode Artwork

Sjúkraflutningar, hádegismatur og Ágústa Eir lesandinn

Valur Freyr Halldórsson var nú nýlega ráðinn fag- og verkefnisstjóri hjá Sjúkraflutningaskólanum en hann er menntaður hjúkrunarfræðingur og bráðatæknir og hefur starfað hjá Slökkviliði Akureyrar síðastliðin 21 ár. Valur var í þættinum í dag og sagði okkur frá Sjúkraflutningaskólanum. Það er mánudagur og þá fengum við vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni úr Flóanum. Í dag bar Guðjón vinkilinn að hádegismat fyrr og nú. Og svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Ágústa Eir Gunnarsdóttir ráðgjafi á Sjónstöð Íslands og kattafræðingur. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Ágústa Eir talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Plómur e. Sunnu Dís Másdóttir Skólaljóðin og Í gegnum ljóðmúrinn (safn ljóða frá 20.öld) Dropi úr síðustu skúr e. Anton Helgi Jónsson Guli kafbáturinn e. Jón Kalmann Var, er og verður Birna e. Ingibjörg Hjartardóttir Systraklukkurnar e. Lars Mytting Markús Árelíus e. Helga Guðmundsson Beðið eftir barbörunum e. J.M. Coetzee) Tónlist í þættinum í dag: Ferðalag / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon, Gunnar B. Jónsson og Tómas M. Tómasson) Enginn veit / Sigrún Harðardóttir (McCartney & Lennon, Eysteinn Jónasson) Smile / Susanne Kessel (Charles Chaplin) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/13/20230
Episode Artwork

Sjúkraflutningar, hádegismatur og Ágústa Eir lesandinn

Valur Freyr Halldórsson var nú nýlega ráðinn fag- og verkefnisstjóri hjá Sjúkraflutningaskólanum en hann er menntaður hjúkrunarfræðingur og bráðatæknir og hefur starfað hjá Slökkviliði Akureyrar síðastliðin 21 ár. Valur var í þættinum í dag og sagði okkur frá Sjúkraflutningaskólanum. Það er mánudagur og þá fengum við vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni úr Flóanum. Í dag bar Guðjón vinkilinn að hádegismat fyrr og nú. Og svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Ágústa Eir Gunnarsdóttir ráðgjafi á Sjónstöð Íslands og kattafræðingur. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Ágústa Eir talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Plómur e. Sunnu Dís Másdóttir Skólaljóðin og Í gegnum ljóðmúrinn (safn ljóða frá 20.öld) Dropi úr síðustu skúr e. Anton Helgi Jónsson Guli kafbáturinn e. Jón Kalmann Var, er og verður Birna e. Ingibjörg Hjartardóttir Systraklukkurnar e. Lars Mytting Markús Árelíus e. Helga Guðmundsson Beðið eftir barbörunum e. J.M. Coetzee) Tónlist í þættinum í dag: Ferðalag / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon, Gunnar B. Jónsson og Tómas M. Tómasson) Enginn veit / Sigrún Harðardóttir (McCartney & Lennon, Eysteinn Jónasson) Smile / Susanne Kessel (Charles Chaplin) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/13/202350 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Sólveig Arnarsd. föstudagsgestur og matarspjall um rasp

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Sólveig Arnarsdóttir leikkona. Hún er nýstigin úr hlutverki Lafði Macbeth á sviði Borgarleikhússins og leikur nú Jackie Kennedy í leikritinu Prinsessuleikarnir eftir Nóbelsskáldið Elfriede Jelinek í þýðingu Bjarna Jónssonar og leikstjórn Unu Þorleifsdóttur. Sólveig er nátengd leikhúsinu frá því hún man eftir sér, enda eru foreldrar hennar Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri og Arnar Jónsson leikari. Sólveig hóf að leika sjálf ung og við fengum hana í dag til að segja okkur frá æskunni og uppvextinum, fyrstu skrefunum í leiklistinni, námsárunum og ferlinum í Þýskalandi þar sem hún hefur leikið á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndum. Og svo sagði Sólveig okkur auðvitað frá þessu nýjasta verkefni sem hún frumsýnir eftir viku. Í matarspjalli dagsins var rasp til umræðu. Það er hægt að elda ýmislegt með brauðraspi, það eru til ýmsar útfærslur á raspinu sjálfu og meira að segja hvort á að segja rasp eða raspur og við einmitt ræddum það með Sigurlaugu Margréti í dag. Tónlist í þættinum í dag: Heroes / David Bowie (David Bowie & Brian Eno) Endurfundir / Upplyfting (Sigfús E. Arnþórsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/10/20230
Episode Artwork

Sólveig Arnarsd. föstudagsgestur og matarspjall um rasp

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Sólveig Arnarsdóttir leikkona. Hún er nýstigin úr hlutverki Lafði Macbeth á sviði Borgarleikhússins og leikur nú Jackie Kennedy í leikritinu Prinsessuleikarnir eftir Nóbelsskáldið Elfriede Jelinek í þýðingu Bjarna Jónssonar og leikstjórn Unu Þorleifsdóttur. Sólveig er nátengd leikhúsinu frá því hún man eftir sér, enda eru foreldrar hennar Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri og Arnar Jónsson leikari. Sólveig hóf að leika sjálf ung og við fengum hana í dag til að segja okkur frá æskunni og uppvextinum, fyrstu skrefunum í leiklistinni, námsárunum og ferlinum í Þýskalandi þar sem hún hefur leikið á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndum. Og svo sagði Sólveig okkur auðvitað frá þessu nýjasta verkefni sem hún frumsýnir eftir viku. Í matarspjalli dagsins var rasp til umræðu. Það er hægt að elda ýmislegt með brauðraspi, það eru til ýmsar útfærslur á raspinu sjálfu og meira að segja hvort á að segja rasp eða raspur og við einmitt ræddum það með Sigurlaugu Margréti í dag. Tónlist í þættinum í dag: Heroes / David Bowie (David Bowie & Brian Eno) Endurfundir / Upplyfting (Sigfús E. Arnþórsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/10/202350 minutes
Episode Artwork

Jóhanna Birna, Lifðu núna og börn við fátækt

Jóhanna Birna Bjartmarsdóttir vakti mikla athygli á dögunum þegar hún hélt erindi á ráðstefnu BUGL um skólaforðun, áskoranir og úrræði. Hennar skólaganga gekk aldeilis ekki þrautalaust, hún átti mjög erfitt með lestur því hún er lesblind, auk þess að vera með ADHD, á einhverfurófi, auk þess að glíma við mikil heilsufarslegar áskoranir, en á tímabili var hún bundin við hjólastól og rúmliggjandi vegna veikinda. Á magnaðan hátt fann hún sína leið og í dag stundar hún nám í menntavísindum og heilsueflingu í virtum háskóla í Bandaríkjunum og ætlar sé að nýta sér sína reynslu og menntun til að aðstoða börn í svipaðri stöðu og hún var í. Jóhanna Birna deildi sögu sinni í þættinum í dag. Vefsíðan Lifðu núna var stofnuð árið 2014 og markmiðið var að gera líf og störf þeirra sem eru komnir um og yfir miðjan aldur sýnilegri og auka umræðu um þau málefni sem tengjast þessu æviskeiði. Fjölmennustu árgangar Íslandssögunnar eru að eldast og á næstu áratugum mun fjölga verulega í þeim hópi sem verður 55 ára og eldri og það er reiknað með að árið 2050 verði um fjórðungur þjóðarinnar kominn á eftirlaun. Á þessum aldri hefst nýtt æviskeið, sem stundum er kallað þriðja æviskeiðið, með nýjum viðfangsefnum og áskorunum. Erna Indriðadóttir, stofnandi síðunnar, kom í þáttinn í dag. Barnaheill hefur ýtt úr vör undirskriftarsöfnun til að þrýsta á stjórnvöld til að grípa til aðgerða og marka sér stefnu til að uppræta fátækt á Íslandi. Samkvæmt nýrri skýrslu Evrópuhóps Barnaheilla búa um 10.000 börn við fátækt á Íslandi og hefur sú tala hækkað á milli ára. Linda Hrönn Þórisdóttir, leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheill, kom í þáttinn og sagði betur frá þessu. Tónlist í þættinum í dag: Sól mín sól / Anna Pálína Árnadóttir (Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Piensa en mí / Linda Ronstadt (Augustin Lara) Time and Tears / Dolly Parton (Dolly Parton) Illi milli / Ragnhildur Gísladóttir (Ragnhildur Gísladóttir) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/9/20230
Episode Artwork

Jóhanna Birna, Lifðu núna og börn við fátækt

Jóhanna Birna Bjartmarsdóttir vakti mikla athygli á dögunum þegar hún hélt erindi á ráðstefnu BUGL um skólaforðun, áskoranir og úrræði. Hennar skólaganga gekk aldeilis ekki þrautalaust, hún átti mjög erfitt með lestur því hún er lesblind, auk þess að vera með ADHD, á einhverfurófi, auk þess að glíma við mikil heilsufarslegar áskoranir, en á tímabili var hún bundin við hjólastól og rúmliggjandi vegna veikinda. Á magnaðan hátt fann hún sína leið og í dag stundar hún nám í menntavísindum og heilsueflingu í virtum háskóla í Bandaríkjunum og ætlar sé að nýta sér sína reynslu og menntun til að aðstoða börn í svipaðri stöðu og hún var í. Jóhanna Birna deildi sögu sinni í þættinum í dag. Vefsíðan Lifðu núna var stofnuð árið 2014 og markmiðið var að gera líf og störf þeirra sem eru komnir um og yfir miðjan aldur sýnilegri og auka umræðu um þau málefni sem tengjast þessu æviskeiði. Fjölmennustu árgangar Íslandssögunnar eru að eldast og á næstu áratugum mun fjölga verulega í þeim hópi sem verður 55 ára og eldri og það er reiknað með að árið 2050 verði um fjórðungur þjóðarinnar kominn á eftirlaun. Á þessum aldri hefst nýtt æviskeið, sem stundum er kallað þriðja æviskeiðið, með nýjum viðfangsefnum og áskorunum. Erna Indriðadóttir, stofnandi síðunnar, kom í þáttinn í dag. Barnaheill hefur ýtt úr vör undirskriftarsöfnun til að þrýsta á stjórnvöld til að grípa til aðgerða og marka sér stefnu til að uppræta fátækt á Íslandi. Samkvæmt nýrri skýrslu Evrópuhóps Barnaheilla búa um 10.000 börn við fátækt á Íslandi og hefur sú tala hækkað á milli ára. Linda Hrönn Þórisdóttir, leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheill, kom í þáttinn og sagði betur frá þessu. Tónlist í þættinum í dag: Sól mín sól / Anna Pálína Árnadóttir (Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Piensa en mí / Linda Ronstadt (Augustin Lara) Time and Tears / Dolly Parton (Dolly Parton) Illi milli / Ragnhildur Gísladóttir (Ragnhildur Gísladóttir) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/9/202350 minutes
Episode Artwork

SPES barnahjálp, baráttudagur kvenna og átröskun

Samtökin SPES barnahjálp í Tógó hélt upp á 20 ára afmæli síðastliðinn sunnudag. Njörður P. Njarðvík, prófessor emiritus, stofnaði samtökin ásamt Claude Voilleau frá Frakklandi og heimafólki í Tógó. Spes International rekur 2 þorp í Tógó fyrir vegalaus börn, þar sem þau ganga í leikskóla og almenna skóla og lagt er fyrir í menntunarsjóð til framtíðar fyrir börnin. Anna Svava Knútsdóttir leikkona þekkir vel til samtakanna og kom meðal annars fram á sunnudaginn og hún kom í þáttinn í dag og sagði okkur betur frá starfsemi samtakanna og frá dvöl sinni í Tógó í þorpi sem SPES rekur. Í dag er 8. mars, sem er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Við rifjuðum upp sögu þessa dags í þættinum og tókum stöðuna á réttindabaráttu kvenna eins og hún birtist okkur í dag. Og til þess að spjalla um þetta víðfema og mikilvæga málefni fengum við til okkar Ragnheiði Kristjánsdóttur, prófessor í sagnfræði, en hún hefur rannsakað kvenna- og kynjasöguna og var til dæmis ein þeirra sem skrifuðu bókina Konur kjósa sem kom út árið 2020. Við fengum svo Örnu Pálsdóttur í viðtal, en hún birti á mánudaginn pistil á vísi.is sem heitir: Leyfið mér að kynna ykkur fyrir óvini mínum þar sem hún rekur reynslusögu fjölskyldunnar eftir að dóttir hennar greindist með átröskun. Pistillinn er ákall um hugarfarsbreytingu til geðraskana og ákall um heilbrigðiskerfi sem veiti barninu hennar nauðsynlega þjónustu, en í pistlinum segir hún að þeim hafi mætt úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu. Tónlist í þættinum í dag: Ég er kona / Hljómsveitin Eva (Jóhanna Vala Höskuldsdóttir og Sigríður Eir Zophoníasardóttir) Chok Chok / PPCX (Peter Pan Complex) Í löngu máli / Una Torfadóttir (Una Torfadóttir) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
3/8/20230
Episode Artwork

SPES barnahjálp, baráttudagur kvenna og átröskun

Samtökin SPES barnahjálp í Tógó hélt upp á 20 ára afmæli síðastliðinn sunnudag. Njörður P. Njarðvík, prófessor emiritus, stofnaði samtökin ásamt Claude Voilleau frá Frakklandi og heimafólki í Tógó. Spes International rekur 2 þorp í Tógó fyrir vegalaus börn, þar sem þau ganga í leikskóla og almenna skóla og lagt er fyrir í menntunarsjóð til framtíðar fyrir börnin. Anna Svava Knútsdóttir leikkona þekkir vel til samtakanna og kom meðal annars fram á sunnudaginn og hún kom í þáttinn í dag og sagði okkur betur frá starfsemi samtakanna og frá dvöl sinni í Tógó í þorpi sem SPES rekur. Í dag er 8. mars, sem er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Við rifjuðum upp sögu þessa dags í þættinum og tókum stöðuna á réttindabaráttu kvenna eins og hún birtist okkur í dag. Og til þess að spjalla um þetta víðfema og mikilvæga málefni fengum við til okkar Ragnheiði Kristjánsdóttur, prófessor í sagnfræði, en hún hefur rannsakað kvenna- og kynjasöguna og var til dæmis ein þeirra sem skrifuðu bókina Konur kjósa sem kom út árið 2020. Við fengum svo Örnu Pálsdóttur í viðtal, en hún birti á mánudaginn pistil á vísi.is sem heitir: Leyfið mér að kynna ykkur fyrir óvini mínum þar sem hún rekur reynslusögu fjölskyldunnar eftir að dóttir hennar greindist með átröskun. Pistillinn er ákall um hugarfarsbreytingu til geðraskana og ákall um heilbrigðiskerfi sem veiti barninu hennar nauðsynlega þjónustu, en í pistlinum segir hún að þeim hafi mætt úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu. Tónlist í þættinum í dag: Ég er kona / Hljómsveitin Eva (Jóhanna Vala Höskuldsdóttir og Sigríður Eir Zophoníasardóttir) Chok Chok / PPCX (Peter Pan Complex) Í löngu máli / Una Torfadóttir (Una Torfadóttir) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
3/8/202350 minutes
Episode Artwork

Fræðslustarf Alþingis, ævintýralegt samstarf og kuldakast

Við fræddumst um hvernig hinir ýmsu hópar, allt frá leikskólabörnum uppí háskólanema, eru fræddir um sögu og starfsemi Alþingis. Við fengum til okkar Helgu Einarsdóttur, fræðslustjóra á skrifstofu Alþingis, sem sagði okkur margt fróðlegt um fræðslustarf Alþingis. UNICEF á Íslandi og Moomin Character Ltd. í Finnlandi eru komin í samstarf, ævintýralegt samstarf er óhætt að segja því UNICEF fékk hönnunarteymi ÞYKJÓ og Ævar Þór Benediktsson, sendiherra UNICEF á Íslandi, með í lið að skapa upplifun fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Ævintýraferðalag byggt á Múmínsögu Tove Jansson, sem byggir á grunngildum um kærleika, umburðarlyndi, samkennd og ævintýri. Við fengum þau Sigríði Sunnu Reynisdóttir frá ÞYKJÓ og Friðrik Agna Árnason frá UNICEF til að segja okkur meira frá þessu verkefni í þættinum í dag. Elin Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo til okkar í sitt vikulega veðurspjall í dag. Veðrið hefur alltaf spilað stórt hlutverk í lífi okkar Íslendinga, enda geta veður verið válynd hér á landi, sérstaklega á þessum árstíma og skjótt skipast veður í lofti og allt það. Eftir veðurblíðu undanfarið er að snöggkólna. Hún sagði okkur frá yfirstandandi kuldakasti í veðurspalli dagsins, því nú bregður svo við að það er kaldara sums staðar í Evrópu en á Íslandi. Tónlist í þættinum í dag: Það er svo skrýtið / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Eiríksson og Vilhjálmur Vilhjálmsson) Áh kundu á tíðarhavi / Mikael Blak & Eivör Pálsdóttir (Hanus G. Johansen og Poul F. Joensen) Hope You?re Crying / Heiðrik á Heygum (Heiðrikur á Heygum og Sebastian Lundberg) Leyndarmál / Ásgeir Trausti (Ásgeir Trausti Einarsson, Einar Georg Einarsson og Júlíus Aðalsteinn Róbertsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
3/7/20230
Episode Artwork

Fræðslustarf Alþingis, ævintýralegt samstarf og kuldakast

Við fræddumst um hvernig hinir ýmsu hópar, allt frá leikskólabörnum uppí háskólanema, eru fræddir um sögu og starfsemi Alþingis. Við fengum til okkar Helgu Einarsdóttur, fræðslustjóra á skrifstofu Alþingis, sem sagði okkur margt fróðlegt um fræðslustarf Alþingis. UNICEF á Íslandi og Moomin Character Ltd. í Finnlandi eru komin í samstarf, ævintýralegt samstarf er óhætt að segja því UNICEF fékk hönnunarteymi ÞYKJÓ og Ævar Þór Benediktsson, sendiherra UNICEF á Íslandi, með í lið að skapa upplifun fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Ævintýraferðalag byggt á Múmínsögu Tove Jansson, sem byggir á grunngildum um kærleika, umburðarlyndi, samkennd og ævintýri. Við fengum þau Sigríði Sunnu Reynisdóttir frá ÞYKJÓ og Friðrik Agna Árnason frá UNICEF til að segja okkur meira frá þessu verkefni í þættinum í dag. Elin Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo til okkar í sitt vikulega veðurspjall í dag. Veðrið hefur alltaf spilað stórt hlutverk í lífi okkar Íslendinga, enda geta veður verið válynd hér á landi, sérstaklega á þessum árstíma og skjótt skipast veður í lofti og allt það. Eftir veðurblíðu undanfarið er að snöggkólna. Hún sagði okkur frá yfirstandandi kuldakasti í veðurspalli dagsins, því nú bregður svo við að það er kaldara sums staðar í Evrópu en á Íslandi. Tónlist í þættinum í dag: Það er svo skrýtið / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Eiríksson og Vilhjálmur Vilhjálmsson) Áh kundu á tíðarhavi / Mikael Blak & Eivör Pálsdóttir (Hanus G. Johansen og Poul F. Joensen) Hope You?re Crying / Heiðrik á Heygum (Heiðrikur á Heygum og Sebastian Lundberg) Leyndarmál / Ásgeir Trausti (Ásgeir Trausti Einarsson, Einar Georg Einarsson og Júlíus Aðalsteinn Róbertsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
3/7/202350 minutes
Episode Artwork

Heitar sósur, bjölluvinkill og Þorbjörg lesandinn

Við forvitnuðumst um fyrirtæki sem var stofnað árið 2018 á Djúpavogi. Þar eru framleiddar heitar sósur, eða svokallaðar hot sauce, uppá enskuna. Það eru þau William Óðinn Lefever og Gréta Mjöll Samúelsdóttir sem standa að fyrirtækinu og sósa úr þeirra framleiðslu var fyrsta íslenska heita sósan til að koma á markað. Síðan þá hefur vörunum þeirra fjölgað og starsemi þeirra vaxið. Við skruppum í heimsókn til þeirra Óðins og Grétu í þættinum í dag. Við fengum vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni eins og aðra mánudaga. Í dag lagði Guðjón Helgi vinkilinn að klukkum og bjöllum og skoða þær frá margvíslegum vinklum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Þorbjörg Þorvaldsdóttir, málfræðingur, kennari og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Hún sagði frá eftirtöldum bókum og höfundum: Veisla í greninu e. Juan Pablo Villalobos, María Rán Guðjónsdóttir þýddi á íslensku, Rythm of War e. Brandon Sanderson (hluti af Storm light archive bókunum), Sjö systur e. Lucinda Riley, Sossubækurnar eftir Magneu frá Kleifum, Þagnarbindindi e. Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur og Við Urðarbrunn og Nornadómur e. Vilborgu Davíðsdóttur. Tónlist í þættinum í dag: Franskar (sósa og salat) / Stuðmenn (Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson og Gunnar B. Jónsson) Kærleikur og tími / KK (Kristján Kristjánsson) Sólin er komin / Mugison (Örn Elías Guðmundsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
3/6/20230
Episode Artwork

Heitar sósur, bjölluvinkill og Þorbjörg lesandinn

Við forvitnuðumst um fyrirtæki sem var stofnað árið 2018 á Djúpavogi. Þar eru framleiddar heitar sósur, eða svokallaðar hot sauce, uppá enskuna. Það eru þau William Óðinn Lefever og Gréta Mjöll Samúelsdóttir sem standa að fyrirtækinu og sósa úr þeirra framleiðslu var fyrsta íslenska heita sósan til að koma á markað. Síðan þá hefur vörunum þeirra fjölgað og starsemi þeirra vaxið. Við skruppum í heimsókn til þeirra Óðins og Grétu í þættinum í dag. Við fengum vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni eins og aðra mánudaga. Í dag lagði Guðjón Helgi vinkilinn að klukkum og bjöllum og skoða þær frá margvíslegum vinklum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Þorbjörg Þorvaldsdóttir, málfræðingur, kennari og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Hún sagði frá eftirtöldum bókum og höfundum: Veisla í greninu e. Juan Pablo Villalobos, María Rán Guðjónsdóttir þýddi á íslensku, Rythm of War e. Brandon Sanderson (hluti af Storm light archive bókunum), Sjö systur e. Lucinda Riley, Sossubækurnar eftir Magneu frá Kleifum, Þagnarbindindi e. Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur og Við Urðarbrunn og Nornadómur e. Vilborgu Davíðsdóttur. Tónlist í þættinum í dag: Franskar (sósa og salat) / Stuðmenn (Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson og Gunnar B. Jónsson) Kærleikur og tími / KK (Kristján Kristjánsson) Sólin er komin / Mugison (Örn Elías Guðmundsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
3/6/202350 minutes
Episode Artwork

Erna Hrönn föstudagsgestur og matarspjall um kaffi

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Erna Hrönn Ólafsdóttir söngkona. Hún er nýkomin aftur til landsins eftir að hafa tekið þátt í undankeppni Eurovision í San Marino. Yfir þúsund sendu inn lög í keppnina og hún komst í gegnum fyrstu síu og í undanúrslit. Þetta er svo sannarlega ekki í fyrsta sinn sem hún tekur þátt í undankeppni fyrir Eurovision því það hefur hún gert margoft hér á landi. Við fórum með henni aftur í tímann og hún sagði okkur frá uppvaxtarárunum fyrir norðan, söngnum og söngnáminu, flutningnum suður, söngferlinum og auðvitað þessu ævintýri í San Marino. Sigurlaug Margrét kom svo til okkar í matarspjall og þar var rætt um kaffi. Franskt kaffi, ítalskt kaffi, kaffi á Íslandi í gegnum tíðina, kaffisull, biscotti, matarkex og margt fleira. Tónlist í þættinum í dag: Á Akureyri / Svanfríður (Óðinn Valdimarsson) Your Voice / Erna Hrönn Ólafsdóttir (Arnar Ástráðsson og Erna Hrönn Ólafsdóttir) Húmar að kveldi / Erna Hrönn Ólafsdóttir og Pálmi J. Sigurhjartarson (Stephen C. Foster og Jón frá Ljárskógum) Kaffi til Brasilíu / Stefán Hilmarsson og Milljónamæringarnir (Hillard, Miles og Stefán Hilmarsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
3/3/20230
Episode Artwork

Erna Hrönn föstudagsgestur og matarspjall um kaffi

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Erna Hrönn Ólafsdóttir söngkona. Hún er nýkomin aftur til landsins eftir að hafa tekið þátt í undankeppni Eurovision í San Marino. Yfir þúsund sendu inn lög í keppnina og hún komst í gegnum fyrstu síu og í undanúrslit. Þetta er svo sannarlega ekki í fyrsta sinn sem hún tekur þátt í undankeppni fyrir Eurovision því það hefur hún gert margoft hér á landi. Við fórum með henni aftur í tímann og hún sagði okkur frá uppvaxtarárunum fyrir norðan, söngnum og söngnáminu, flutningnum suður, söngferlinum og auðvitað þessu ævintýri í San Marino. Sigurlaug Margrét kom svo til okkar í matarspjall og þar var rætt um kaffi. Franskt kaffi, ítalskt kaffi, kaffi á Íslandi í gegnum tíðina, kaffisull, biscotti, matarkex og margt fleira. Tónlist í þættinum í dag: Á Akureyri / Svanfríður (Óðinn Valdimarsson) Your Voice / Erna Hrönn Ólafsdóttir (Arnar Ástráðsson og Erna Hrönn Ólafsdóttir) Húmar að kveldi / Erna Hrönn Ólafsdóttir og Pálmi J. Sigurhjartarson (Stephen C. Foster og Jón frá Ljárskógum) Kaffi til Brasilíu / Stefán Hilmarsson og Milljónamæringarnir (Hillard, Miles og Stefán Hilmarsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
3/3/202350 minutes
Episode Artwork

Áfallatengd svefnvandamál, starfslok og Konukot

Edda Björk Þórðardóttir lektor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og sálfræðingur á geðsviði Landspítala kom í þáttinn í framhaldi af umfjöllun okkar undanfarið um áföll, afleiðingar áfalla og meðferðarúrræði. Edda Björk fræddi okkur í þættinum um áfallatengd svefnvandamál sem sum upplifa í kjölfar áfalla, en þau geta orðið þrálát. Margir upplifa nýtt líf eftir starfslok og hjá Vinnuvernd eru haldin námskeið þar sem farið er yfir atriði sem gott er að vita til að njóta lífsins eftir starfslok. Meðal annars er fjallað um lífeyrismál, réttindi, húsnæðismál, fjármál, eignir, áhugamál ofl. Sigþrúður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri á eftirlaunum, eins og hún kallar sig, kom í þáttinn og fræddi okkur frekar um þetta. Kolbrún Kolbeinsdóttir kom svo til okkar, en hún var að útskrifast úr meistaranámi í kynjafræði og lokarannsókn hennar í náminu fjallar um konur í Konukoti, konur sem glíma við heimilisleysi. Hún talaði við konur sem hafa notað eða nota Konukot, hún talaði við forstöðufólk og rekstraraðila í málaflokki heimilislausra og fór í þau skýli sem eru í boði fyrir heimilislausa karla í Reykjavík og bar samana aðstöðuna við Konukot. Kolbrún sagði okkur frá því hverju hún komst að í þessu verkefni. Tónlist í þættinum í dag: Ferrari / Ragnheiður Gröndal (Páll Torfi Önundarson) Í kjallaranum / KK Sextett (Jón Sigurðsson) Come Fly With Me / Frank Sinatra (Sammy Cahn & Jimmy Van Heusen) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
3/2/20230
Episode Artwork

Áfallatengd svefnvandamál, starfslok og Konukot

Edda Björk Þórðardóttir lektor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og sálfræðingur á geðsviði Landspítala kom í þáttinn í framhaldi af umfjöllun okkar undanfarið um áföll, afleiðingar áfalla og meðferðarúrræði. Edda Björk fræddi okkur í þættinum um áfallatengd svefnvandamál sem sum upplifa í kjölfar áfalla, en þau geta orðið þrálát. Margir upplifa nýtt líf eftir starfslok og hjá Vinnuvernd eru haldin námskeið þar sem farið er yfir atriði sem gott er að vita til að njóta lífsins eftir starfslok. Meðal annars er fjallað um lífeyrismál, réttindi, húsnæðismál, fjármál, eignir, áhugamál ofl. Sigþrúður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri á eftirlaunum, eins og hún kallar sig, kom í þáttinn og fræddi okkur frekar um þetta. Kolbrún Kolbeinsdóttir kom svo til okkar, en hún var að útskrifast úr meistaranámi í kynjafræði og lokarannsókn hennar í náminu fjallar um konur í Konukoti, konur sem glíma við heimilisleysi. Hún talaði við konur sem hafa notað eða nota Konukot, hún talaði við forstöðufólk og rekstraraðila í málaflokki heimilislausra og fór í þau skýli sem eru í boði fyrir heimilislausa karla í Reykjavík og bar samana aðstöðuna við Konukot. Kolbrún sagði okkur frá því hverju hún komst að í þessu verkefni. Tónlist í þættinum í dag: Ferrari / Ragnheiður Gröndal (Páll Torfi Önundarson) Í kjallaranum / KK Sextett (Jón Sigurðsson) Come Fly With Me / Frank Sinatra (Sammy Cahn & Jimmy Van Heusen) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
3/2/202350 minutes
Episode Artwork

Kambey hlýjuhof, Svæðisgarðurinn Snæfellsnes og póstkort

Við fræddumst í dag um Kambey hlýjuhof í Ölfusi. Parið Andrea Eyland og Þorleifur Kamban standa á bak við Kambey, sem þau kalla andrými fyrir foreldra. Þau eiga hrúgu af börnum, eins og þau orða það sjálf, og hafa gert bók, sjónvarpsþætti og hlaðvarp um barneignir frá flestum hliðum, en eins og þau segja þá er það markmið þeirra að gera heiminn örlítið betri fyrir foreldra og börn. Ólöf Þóra Sverrisdóttir kom í þáttinn ásamt Andreu Eyland og þær sögðu okkur betur frá Kambey. Hvað er Svæðisgarður? Hvaða tilgangi þjónar hann og hvert er markmiðið? Svæðisgarðurinn Snæfellsnes var stofnaður 2014 að evrópskri fyrirmynd og er sá eini sinnar tegundar á Íslandi. Framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins er Ragnhildur Sigurðardóttir og hún sagði okkur í dag frá leyndardómum garðsins og Snæfellsness og fræðslukvöldi Vitafélagsins í kvöld í Sjóminjasafninu Grandagarði, þar sem Ragnhildur mun segja frá Svæðisgarðinum. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í korti dagsins sagði hann frá Alicante og nokkrum dögum þar og svo heimferðinni til Vestmannaeyja. Magnús er einn af sófaspesíalistum sem pæla í samgöngum milli Eyja og lands og setur fram hugleiðingar sínar í þeim efnum. Þar á eftir segir hann frá minnkandi fiskneyslu landsmanna sömuleiðis tilraunum til að draga úr kjötneyslu í Evrópusambandinu, en hún er þar tvöföld á við heimsmeðaltal. Tónlist í þættinum í dag: Verðbólgan / Brimkló (Björgvin Halldórsson og Kjartan Heiðberg) Bewitched, bothered and bewildered / Cher og Rod Stewart (Hart & Rodgers) New Blue Moon / Traveling Wilburys Paris In the Spring / Jo Basile og félagar (Revel & Kern) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
3/1/20230
Episode Artwork

Kambey hlýjuhof, Svæðisgarðurinn Snæfellsnes og póstkort

Við fræddumst í dag um Kambey hlýjuhof í Ölfusi. Parið Andrea Eyland og Þorleifur Kamban standa á bak við Kambey, sem þau kalla andrými fyrir foreldra. Þau eiga hrúgu af börnum, eins og þau orða það sjálf, og hafa gert bók, sjónvarpsþætti og hlaðvarp um barneignir frá flestum hliðum, en eins og þau segja þá er það markmið þeirra að gera heiminn örlítið betri fyrir foreldra og börn. Ólöf Þóra Sverrisdóttir kom í þáttinn ásamt Andreu Eyland og þær sögðu okkur betur frá Kambey. Hvað er Svæðisgarður? Hvaða tilgangi þjónar hann og hvert er markmiðið? Svæðisgarðurinn Snæfellsnes var stofnaður 2014 að evrópskri fyrirmynd og er sá eini sinnar tegundar á Íslandi. Framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins er Ragnhildur Sigurðardóttir og hún sagði okkur í dag frá leyndardómum garðsins og Snæfellsness og fræðslukvöldi Vitafélagsins í kvöld í Sjóminjasafninu Grandagarði, þar sem Ragnhildur mun segja frá Svæðisgarðinum. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í korti dagsins sagði hann frá Alicante og nokkrum dögum þar og svo heimferðinni til Vestmannaeyja. Magnús er einn af sófaspesíalistum sem pæla í samgöngum milli Eyja og lands og setur fram hugleiðingar sínar í þeim efnum. Þar á eftir segir hann frá minnkandi fiskneyslu landsmanna sömuleiðis tilraunum til að draga úr kjötneyslu í Evrópusambandinu, en hún er þar tvöföld á við heimsmeðaltal. Tónlist í þættinum í dag: Verðbólgan / Brimkló (Björgvin Halldórsson og Kjartan Heiðberg) Bewitched, bothered and bewildered / Cher og Rod Stewart (Hart & Rodgers) New Blue Moon / Traveling Wilburys Paris In the Spring / Jo Basile og félagar (Revel & Kern) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
3/1/202350 minutes
Episode Artwork

Berglind um áföll, einstök börn og sviptivindar

Við héldum áfram á vegferð okkar að skoða og fræðast um áföll og afleiðingar áfalla. Gríðarlega stór hluti samfélagsins glímir við afleiðingar áfalla, auðvitað geta áföllin verið misstór og staðið yfir í mislangan tíma, en ef fólk kemst ekki yfir þau og fær ekki hjálp að vinna úr þeim þá geta afleiðingarnar fylgt þeim ævilangt. Berglind Guðmundsdóttir, yfirsálfræðingur á geðsviði Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands, er einn helsti sérfræðingur á Íslandi um áföll og áfallastreituröskun og hún hjálpaði okkur að skilja betur áföll, afleiðingar þeirra og hver meðferðarúrræðin eru. 28. febrúar er alþjóðlegur dagur sjaldgæfra sjúkdóma. Í tilefni dagsins verða kennileiti um allan heim lýst upp og hér á landi verða Perlan, Harpa og Hallgrímskirkja formlega með. Í dag verður sérstakt málþing á vegum Einstakra barna um stöðu foreldra barna með sjaldgæfa sjúkdóma. Ingibjörg Björnsdóttir kom í þáttinn og sagði okkur frá niðurstöðum úr meistararitgerð sinni um kulnun hjá foreldrum barna með sjaldgæfa sjúkdóma. Með henni kom Guðrún Helga Harðardóttir fjölskyldufræðingur og framkvæmdastjóri hjá Einstökum börnum. Elín Björk Jónasdóttir kom svo til okkar í dag í sitt vikulega veðurspjall. Við komumst auðvitað ekki hjá því að ræða við hana veðrið sem hefur verið undanfarið og hvað er framundan, en hún fræddi líka okkur um sviptivinda. Tónlist í þættinum í dag: Vindur / Magnús Eiríksson og KK (Kristján Kristjánsson og Magnús Eiríksson) A Change is Gonna Come / Sam Cooke (Sam Cooke) Mississippi / The Cactus Blossoms (Torrey) Ég man þá tíð / Uppáhellingarnir (Jón Múli og Jónas Árnasynir) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/28/20230
Episode Artwork

Berglind um áföll, einstök börn og sviptivindar

Við héldum áfram á vegferð okkar að skoða og fræðast um áföll og afleiðingar áfalla. Gríðarlega stór hluti samfélagsins glímir við afleiðingar áfalla, auðvitað geta áföllin verið misstór og staðið yfir í mislangan tíma, en ef fólk kemst ekki yfir þau og fær ekki hjálp að vinna úr þeim þá geta afleiðingarnar fylgt þeim ævilangt. Berglind Guðmundsdóttir, yfirsálfræðingur á geðsviði Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands, er einn helsti sérfræðingur á Íslandi um áföll og áfallastreituröskun og hún hjálpaði okkur að skilja betur áföll, afleiðingar þeirra og hver meðferðarúrræðin eru. 28. febrúar er alþjóðlegur dagur sjaldgæfra sjúkdóma. Í tilefni dagsins verða kennileiti um allan heim lýst upp og hér á landi verða Perlan, Harpa og Hallgrímskirkja formlega með. Í dag verður sérstakt málþing á vegum Einstakra barna um stöðu foreldra barna með sjaldgæfa sjúkdóma. Ingibjörg Björnsdóttir kom í þáttinn og sagði okkur frá niðurstöðum úr meistararitgerð sinni um kulnun hjá foreldrum barna með sjaldgæfa sjúkdóma. Með henni kom Guðrún Helga Harðardóttir fjölskyldufræðingur og framkvæmdastjóri hjá Einstökum börnum. Elín Björk Jónasdóttir kom svo til okkar í dag í sitt vikulega veðurspjall. Við komumst auðvitað ekki hjá því að ræða við hana veðrið sem hefur verið undanfarið og hvað er framundan, en hún fræddi líka okkur um sviptivinda. Tónlist í þættinum í dag: Vindur / Magnús Eiríksson og KK (Kristján Kristjánsson og Magnús Eiríksson) A Change is Gonna Come / Sam Cooke (Sam Cooke) Mississippi / The Cactus Blossoms (Torrey) Ég man þá tíð / Uppáhellingarnir (Jón Múli og Jónas Árnasynir) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/28/202350 minutes
Episode Artwork

Jóhannes og Sævar um Storm, vinkill og Starri lesandinn

Eftir rúm tvö ár af faraldrinum og öllu sem honum fylgdi þá er ekki víst að margir hafi, við fyrstu tilhugsun, verið tilbúin að horfa á heila þáttaröð um faraldurinn. En engu að síður hefur nýja heimildarþáttaröðin Stormur náð að fjalla um þetta tímabil og baráttuna við COVID-19 þannig að fólk límist við skjáinn og getur ekki hætt að horfa. Í þáttunum er fylgst með störfum þeirra sem stjórnuðu aðgerðum í faraldrinum og einblínt er á mannlega hlið faraldursins og sagt frá sorgum og sigrum í baráttu þjóðarinnar við að hemja útbreiðslu veiru sem setti heimsbyggðina á hliðina. Við fengum tvo af þeim sem stóðu að þessum þáttum, þá Jóhannes Kr. Kristjánsson og Sævar Guðmundsson, til þess að segja okkur frá vinnslu þáttanna í þættinum. Við fengum vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Í þetta sinn bar hann vinkilinn að bók úr einkasafni og fróðleiksþorsta almennt eins og hann orðar það sjálfur. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Starri Reynisson bóksali og háskólanemi. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Starri talaði um eftirfarandi bækur: The Left Hand of Darkness e. Ursula Leguin Ljósagangur e. Dag Hjartarson Gestakomur í Sauðlauksdal e. Sölva Björn Sigurðsson Ljóðabækur Þórarins Eldjárns og þýðingu hans á Inferno e. August Strindberg Skugga-Baldur og Argóarflísina e. Sjón Tónlist í þættinum í dag: Ég er ekki að skilja ((Ást i framvinduhorfi) / Jón Ólafsson (Jón Ólafsson og Bjarki Karlsson) Það bera sig allir vel / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson og Bragi Valdimar Skúlason) Lífið er undur / Egill Ólafsson og Ellen Kristjánsdóttir (Egill Ólafsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/27/20230
Episode Artwork

Jóhannes og Sævar um Storm, vinkill og Starri lesandinn

Eftir rúm tvö ár af faraldrinum og öllu sem honum fylgdi þá er ekki víst að margir hafi, við fyrstu tilhugsun, verið tilbúin að horfa á heila þáttaröð um faraldurinn. En engu að síður hefur nýja heimildarþáttaröðin Stormur náð að fjalla um þetta tímabil og baráttuna við COVID-19 þannig að fólk límist við skjáinn og getur ekki hætt að horfa. Í þáttunum er fylgst með störfum þeirra sem stjórnuðu aðgerðum í faraldrinum og einblínt er á mannlega hlið faraldursins og sagt frá sorgum og sigrum í baráttu þjóðarinnar við að hemja útbreiðslu veiru sem setti heimsbyggðina á hliðina. Við fengum tvo af þeim sem stóðu að þessum þáttum, þá Jóhannes Kr. Kristjánsson og Sævar Guðmundsson, til þess að segja okkur frá vinnslu þáttanna í þættinum. Við fengum vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Í þetta sinn bar hann vinkilinn að bók úr einkasafni og fróðleiksþorsta almennt eins og hann orðar það sjálfur. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Starri Reynisson bóksali og háskólanemi. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Starri talaði um eftirfarandi bækur: The Left Hand of Darkness e. Ursula Leguin Ljósagangur e. Dag Hjartarson Gestakomur í Sauðlauksdal e. Sölva Björn Sigurðsson Ljóðabækur Þórarins Eldjárns og þýðingu hans á Inferno e. August Strindberg Skugga-Baldur og Argóarflísina e. Sjón Tónlist í þættinum í dag: Ég er ekki að skilja ((Ást i framvinduhorfi) / Jón Ólafsson (Jón Ólafsson og Bjarki Karlsson) Það bera sig allir vel / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson og Bragi Valdimar Skúlason) Lífið er undur / Egill Ólafsson og Ellen Kristjánsdóttir (Egill Ólafsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/27/202350 minutes
Episode Artwork

Þorvaldur Davíð föstudagsgestur og franskt bakkelsi

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag var Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari. Hann hóf að leika ungur að aldri og var orðinn talsvert þekktur áður en hann hélt til New York í leiklistarnám í Juiliard háskólanum. Hann hefur leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta, til dæmis Vonarstræti, Svartur á leik, Ráðherranum og svo nú síðast í Svar við bréfi Helgu. Hann er nýkominn frá Berlín þar sem hann var valinn í Shooting Stars hópinn og býr nú í Svíþjóð. Við rifjuðum upp með Þorvaldi æskuna og uppvöxtinn, námsárin í New York, ferilinn og hvernig hann glímdi á stundum við leiklistargyðjuna og tók sér langt hlé frá henni og svo hvað er framundan hjá honum. Matgæðingur Mannlega þáttarins Sigurlaug Margrét var á vettvangi í París. Hún talaði um frönsk bakarí og bakkelsi og að þau geti mögulega verið hættuleg, a.m.k. ef maður hefur ekki mikinn viljastyrk. Baguette, croissant, éclair, Louvre o.fl. Tónlist í þættinum í dag: Manstu ekki eftir mér / Stuðmenn (Ragnhildur Gísladóttir og Þórður Árnason) Gravity / John Mayer (John Mayer) I?m Still Standing / Elton John (Elton John & Bernie Taupin) Mamma / Luciano Pavarotti og Ricky Martin (Bixio & Cherubini) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/24/20230
Episode Artwork

Þorvaldur Davíð föstudagsgestur og franskt bakkelsi

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag var Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari. Hann hóf að leika ungur að aldri og var orðinn talsvert þekktur áður en hann hélt til New York í leiklistarnám í Juiliard háskólanum. Hann hefur leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta, til dæmis Vonarstræti, Svartur á leik, Ráðherranum og svo nú síðast í Svar við bréfi Helgu. Hann er nýkominn frá Berlín þar sem hann var valinn í Shooting Stars hópinn og býr nú í Svíþjóð. Við rifjuðum upp með Þorvaldi æskuna og uppvöxtinn, námsárin í New York, ferilinn og hvernig hann glímdi á stundum við leiklistargyðjuna og tók sér langt hlé frá henni og svo hvað er framundan hjá honum. Matgæðingur Mannlega þáttarins Sigurlaug Margrét var á vettvangi í París. Hún talaði um frönsk bakarí og bakkelsi og að þau geti mögulega verið hættuleg, a.m.k. ef maður hefur ekki mikinn viljastyrk. Baguette, croissant, éclair, Louvre o.fl. Tónlist í þættinum í dag: Manstu ekki eftir mér / Stuðmenn (Ragnhildur Gísladóttir og Þórður Árnason) Gravity / John Mayer (John Mayer) I?m Still Standing / Elton John (Elton John & Bernie Taupin) Mamma / Luciano Pavarotti og Ricky Martin (Bixio & Cherubini) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/24/202350 minutes
Episode Artwork

Dáleiðsla, meðferð við áföllum og Sæunn Þorsteinsdóttir

Sara Pálsdóttir og Ásdís Olsen komu í þáttinn í dag og sögðu okkur frá því hvernig dáleiðsla getur umbreytt og heilað og hvernig hægt sé að nýta hana til að uppræta margvísleg vandamál. Við höfum fjallað talsvert um áföll og afleiðingar þeirra undanfarið í þættinum. Í dag kom Þorsteinn Guðmundsson, góðkunningi þáttarins, til okkar. Hann er sálfræðingur hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni og sinnir þar greiningu og sálfræðilegri meðferð fullorðinna. Meistararitgerð Þorsteins fjallaði um alþjóðlega rannsókn á inngripi við áleitnum endurminningum í áfallastreituröskun og í starfi sínu veitir hann fólki með áfallastreituröskun meðferð. Við fengum hann til að fræða okkur um samtalsmeðferðir við áföllum í dag. Svo í lok þáttar heyrðum við í Sæunni Þorsteinsdóttur sellóleikara. Hún býr og starfar í Bandaríkjunum og hefur verið að spila með stærstu hljómsveitum heims í þekktustu tónlistarhúsum heims. Hún er svokallaður staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands og mun spila á tvennum tónleikum með hljómsveitinni, þeim fyrri næsta sunnudag 26.feb og svo þá síðari 30.mars. Sæunn sagði okkur frá tónleikunum og því að koma heim að spila með Sinfó. Hún átti sem sagt að vera komin til landsins en það getur verið flókið að ferðast með dýrmætt hljóðfæri og við fengum að heyra af hverju hún missti af fluginu heim. Tónlist í þættinum í dag: Borð fyrir tvo / Hjálmar (Sigurður Halldór Guðmundsson og Bragi Valdimar Skúlason) Sunny Road / Valdimar Guðmundsson (Emilíana Torrini og Dan Carey) Svona eru menn / KK (Kristján Kristjánsson) Litla lagið / Sigrún Harðardóttir (Ómar Ragnarsson, Bennet, Welch, Marvin & Rostill) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/23/20230
Episode Artwork

Dáleiðsla, meðferð við áföllum og Sæunn Þorsteinsdóttir

Sara Pálsdóttir og Ásdís Olsen komu í þáttinn í dag og sögðu okkur frá því hvernig dáleiðsla getur umbreytt og heilað og hvernig hægt sé að nýta hana til að uppræta margvísleg vandamál. Við höfum fjallað talsvert um áföll og afleiðingar þeirra undanfarið í þættinum. Í dag kom Þorsteinn Guðmundsson, góðkunningi þáttarins, til okkar. Hann er sálfræðingur hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni og sinnir þar greiningu og sálfræðilegri meðferð fullorðinna. Meistararitgerð Þorsteins fjallaði um alþjóðlega rannsókn á inngripi við áleitnum endurminningum í áfallastreituröskun og í starfi sínu veitir hann fólki með áfallastreituröskun meðferð. Við fengum hann til að fræða okkur um samtalsmeðferðir við áföllum í dag. Svo í lok þáttar heyrðum við í Sæunni Þorsteinsdóttur sellóleikara. Hún býr og starfar í Bandaríkjunum og hefur verið að spila með stærstu hljómsveitum heims í þekktustu tónlistarhúsum heims. Hún er svokallaður staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands og mun spila á tvennum tónleikum með hljómsveitinni, þeim fyrri næsta sunnudag 26.feb og svo þá síðari 30.mars. Sæunn sagði okkur frá tónleikunum og því að koma heim að spila með Sinfó. Hún átti sem sagt að vera komin til landsins en það getur verið flókið að ferðast með dýrmætt hljóðfæri og við fengum að heyra af hverju hún missti af fluginu heim. Tónlist í þættinum í dag: Borð fyrir tvo / Hjálmar (Sigurður Halldór Guðmundsson og Bragi Valdimar Skúlason) Sunny Road / Valdimar Guðmundsson (Emilíana Torrini og Dan Carey) Svona eru menn / KK (Kristján Kristjánsson) Litla lagið / Sigrún Harðardóttir (Ómar Ragnarsson, Bennet, Welch, Marvin & Rostill) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/23/202350 minutes
Episode Artwork

Góuveðrið, kútmagakvöld og saga öskudagsins

Elín Björk Jónasdóttir kom til okkar í dag í veðurspjall. Hún gat ekki verið með okkur í síðustu viku þannig að það er komin uppsöfnuð þörf á veðurspjalli. Okkur tókst að þreyja þorrann, en hvað er framundan og er farið að sjá eitthvað til vors? Við komum ekki að tómum kofanum hjá Elínu frekar en fyrri daginn og hún sagði okkur líka frá veðurráðstefnum sem hún var á undanfarna viku þar sem rætt var meðal annars um norrænt samstarf og ofurtölvu sem staðsett er á Veðurstofu Íslands. Bakaður saltfiskur, djúpsteiktur þorskur, ferskar gellur, grillaður steinbítur, kútmagi, hrogn og lifur eru meðal þess sem boðið verður upp á á Kútmagakvöldi hjá Lionsklúbbunum Fjölni og Ægi á föstudagskvöld. Þar verða líka til dæmis boðin upp málverk til styrktar starfseminni á Sólheimum, en þeir hafa styrkt þá starfsemi frá sjötta áratug síðustu aldar. En hvað er kútmagi? Þeir Eyþór Ólafsson og Andrés B. Sigurðsson frá Lionsklúbbnum Ægi fræddu okkur um kútmaga, starfsemi klúbbsins og þetta kvöld í þættinum. Svo heyrðum við í gamalli vinkonu í lok þáttarins, Kristínu Einarsdóttur þjóðfræðingi. En hún skrifaði, að eigin sögn, þriggja og hálfs kílóa ritgerð, í Þjóðfræði við Háskóla Íslands, um öskudaginn og sögu hans. Við fengum nokkuð hundruð grömm af fróðleik hjá Kristínu um öskudaginn í dag. Hún sagði okkur frá öskupokum og steinum sem ekki voru alltaf gleðiefni, kettinum sem var sleginn úr tunnunni og syngjandi börnum. Tónlist í þættinum í dag: Töfrar / Silfurtónar (Júlíus Heimir Ólafsson) Win Your Love / Sam Cooke (Sam Cooke) How High the Moon / Ella Fitzgerald (Morgan Lewis og Nancy Hamilton) Take it Easy / Eagles (Glenn Frey & Jackson Browne) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/22/20230
Episode Artwork

Góuveðrið, kútmagakvöld og saga öskudagsins

Elín Björk Jónasdóttir kom til okkar í dag í veðurspjall. Hún gat ekki verið með okkur í síðustu viku þannig að það er komin uppsöfnuð þörf á veðurspjalli. Okkur tókst að þreyja þorrann, en hvað er framundan og er farið að sjá eitthvað til vors? Við komum ekki að tómum kofanum hjá Elínu frekar en fyrri daginn og hún sagði okkur líka frá veðurráðstefnum sem hún var á undanfarna viku þar sem rætt var meðal annars um norrænt samstarf og ofurtölvu sem staðsett er á Veðurstofu Íslands. Bakaður saltfiskur, djúpsteiktur þorskur, ferskar gellur, grillaður steinbítur, kútmagi, hrogn og lifur eru meðal þess sem boðið verður upp á á Kútmagakvöldi hjá Lionsklúbbunum Fjölni og Ægi á föstudagskvöld. Þar verða líka til dæmis boðin upp málverk til styrktar starfseminni á Sólheimum, en þeir hafa styrkt þá starfsemi frá sjötta áratug síðustu aldar. En hvað er kútmagi? Þeir Eyþór Ólafsson og Andrés B. Sigurðsson frá Lionsklúbbnum Ægi fræddu okkur um kútmaga, starfsemi klúbbsins og þetta kvöld í þættinum. Svo heyrðum við í gamalli vinkonu í lok þáttarins, Kristínu Einarsdóttur þjóðfræðingi. En hún skrifaði, að eigin sögn, þriggja og hálfs kílóa ritgerð, í Þjóðfræði við Háskóla Íslands, um öskudaginn og sögu hans. Við fengum nokkuð hundruð grömm af fróðleik hjá Kristínu um öskudaginn í dag. Hún sagði okkur frá öskupokum og steinum sem ekki voru alltaf gleðiefni, kettinum sem var sleginn úr tunnunni og syngjandi börnum. Tónlist í þættinum í dag: Töfrar / Silfurtónar (Júlíus Heimir Ólafsson) Win Your Love / Sam Cooke (Sam Cooke) How High the Moon / Ella Fitzgerald (Morgan Lewis og Nancy Hamilton) Take it Easy / Eagles (Glenn Frey & Jackson Browne) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/22/202350 minutes
Episode Artwork

Heilatengd sjónskerðing og Samtök menntatæknifyrirtækja

Dagbjört Andrésdóttir kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um heilatengda sjónskerðingu, eða CVI. Það er sem sagt sjónskerðing sem orsakast af skemmdum á sjónbraut og/eða sjónúrvinnslustöðvum í heilanum. Birtingarmyndir CVI eru margvíslegar, til dæmis að missa sjónina undir streitu, talnablinda, andlitsblinda eða að heilinn túlkar ekki rétt það sem augun sjá. Dagbjört sagði okkur sína sögu, en hún greindist ekki fyrr en hún var orðin 26 ára gömul. Meira um þetta hér eftir nokkrar mínútur. Samtök menntatæknifyrirtækja voru stofnuð í nóvember 2022. Í Samtökum menntatæknifyrirtækja eru fyrirtæki sem öll starfa í menntatækniiðnaði sem er á alþjóðavísu metinn á 24.000 milljarða króna með ríflega 16% stöðugan vöxt milli ára. Menntatækni er rótgróin iðngrein sem á sér áratuga sögu en á Íslandi er greinin tiltölulega ung. Þessi nýju samtök hafa það að markmiði að vinna að hagsmunum og stefnumálum menntatæknifyrirtækja, ásamt því að stuðla að vexti og viðgangi greinarinnar í íslensku menntakerfi. Þær Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI og Írís E. Gísladóttir formaður Samtaka menntatæknifyrirtækja komu í þáttinn. Tónlist í þættinum í dag: Ég er á leiðinni / Brunaliðið (Magnús Eiríksson) Horfðu til himins / Nýdönsk (Jón Ólafsson og Daníel Ágúst Haraldsson) Dýrð í dauðaþögn / Ásgeir Trausti (Ásgeir Trausti Einarsson og Júlíus Aðalsteinn Róbertsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/21/20230
Episode Artwork

Heilatengd sjónskerðing og Samtök menntatæknifyrirtækja

Dagbjört Andrésdóttir kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um heilatengda sjónskerðingu, eða CVI. Það er sem sagt sjónskerðing sem orsakast af skemmdum á sjónbraut og/eða sjónúrvinnslustöðvum í heilanum. Birtingarmyndir CVI eru margvíslegar, til dæmis að missa sjónina undir streitu, talnablinda, andlitsblinda eða að heilinn túlkar ekki rétt það sem augun sjá. Dagbjört sagði okkur sína sögu, en hún greindist ekki fyrr en hún var orðin 26 ára gömul. Meira um þetta hér eftir nokkrar mínútur. Samtök menntatæknifyrirtækja voru stofnuð í nóvember 2022. Í Samtökum menntatæknifyrirtækja eru fyrirtæki sem öll starfa í menntatækniiðnaði sem er á alþjóðavísu metinn á 24.000 milljarða króna með ríflega 16% stöðugan vöxt milli ára. Menntatækni er rótgróin iðngrein sem á sér áratuga sögu en á Íslandi er greinin tiltölulega ung. Þessi nýju samtök hafa það að markmiði að vinna að hagsmunum og stefnumálum menntatæknifyrirtækja, ásamt því að stuðla að vexti og viðgangi greinarinnar í íslensku menntakerfi. Þær Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI og Írís E. Gísladóttir formaður Samtaka menntatæknifyrirtækja komu í þáttinn. Tónlist í þættinum í dag: Ég er á leiðinni / Brunaliðið (Magnús Eiríksson) Horfðu til himins / Nýdönsk (Jón Ólafsson og Daníel Ágúst Haraldsson) Dýrð í dauðaþögn / Ásgeir Trausti (Ásgeir Trausti Einarsson og Júlíus Aðalsteinn Róbertsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/21/202350 minutes
Episode Artwork

Saga Unuhúss, vinkill um tímann og Ingibjörg lesandinn

Listalífið í Reykjavík á árum síðari heimsstyrjaldar og þau pólitísku og fagurfræðilegu átök sem mótuðu það, er umfjöllunarefni á sérstöku námskeiði sem Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur og prófessor við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands ætlar að standa fyrir. Einnig verður farið yfir sögu Unuhúss og hugmyndaheim lista- og menntafólksins sem hittist þar. Við heyrðum meira um þetta hjá Jóni Karli í þættinum í dag. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn bar hann vinkilinn að Kantaraborg, tímanum og Borgarfirði-Eystra. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ingibjörg Iða Auðunardóttir meistaranemi í bókmenntafræði, bókagagnrýnandi og bóksali. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Ingibjörg talaði um eftirfarandi bækur: Hættuleg sambönd e. Pierre Choderlos de Laclos Þögnin e. Vigdísi Grímsdóttir Skugga-Baldur e. Sjón Svo talaði hún um James Joyce og Ulysses (Ódysseif) Tónlist í þættinum í dag: Uppboð / Valgeir Guðjónsson (Valgeir Guðjónsson-Jóhannes úr Kötlum) Afmælisdiktur / Egill Ólafsson (Atli Heimir-Þórbergur Þórðarsson) Hægt en bítandi / Tómas R Einarsson (Tómas R Einarsson) Sigling (Blítt og létt) / Sextett (Oddgeir Kristjánsson og Árni Guðmundsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/20/20230
Episode Artwork

Saga Unuhúss, vinkill um tímann og Ingibjörg lesandinn

Listalífið í Reykjavík á árum síðari heimsstyrjaldar og þau pólitísku og fagurfræðilegu átök sem mótuðu það, er umfjöllunarefni á sérstöku námskeiði sem Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur og prófessor við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands ætlar að standa fyrir. Einnig verður farið yfir sögu Unuhúss og hugmyndaheim lista- og menntafólksins sem hittist þar. Við heyrðum meira um þetta hjá Jóni Karli í þættinum í dag. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn bar hann vinkilinn að Kantaraborg, tímanum og Borgarfirði-Eystra. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ingibjörg Iða Auðunardóttir meistaranemi í bókmenntafræði, bókagagnrýnandi og bóksali. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Ingibjörg talaði um eftirfarandi bækur: Hættuleg sambönd e. Pierre Choderlos de Laclos Þögnin e. Vigdísi Grímsdóttir Skugga-Baldur e. Sjón Svo talaði hún um James Joyce og Ulysses (Ódysseif) Tónlist í þættinum í dag: Uppboð / Valgeir Guðjónsson (Valgeir Guðjónsson-Jóhannes úr Kötlum) Afmælisdiktur / Egill Ólafsson (Atli Heimir-Þórbergur Þórðarsson) Hægt en bítandi / Tómas R Einarsson (Tómas R Einarsson) Sigling (Blítt og létt) / Sextett (Oddgeir Kristjánsson og Árni Guðmundsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/20/202350 minutes
Episode Artwork

Hilmar og Hera föstudagsfeðgin og matarspjall um saltkjöt og bollur

Föstudagsgestir Mannlega þáttarins í þetta sinn feðginin Hilmar Oddsson kvikmyndaleikstjóri og Hera Hilmarsdóttir leikkona. Í næstu viku fer kvikmyndin Á ferð með mömmu í almenna sýningu. Hún er eftir Hilmar og Hera leikur í myndinni. Við ræddum við þau feðgin um samvinnuna, kvikmyndir, tónlistina og auðvitað um nýju kvikmyndina Á ferð með mömmu. Í matarspjalli dagsins var ekki komist hjá því að ræða dagana sem koma beint eftir helgi, bolludaginn og sprengidaginn. Hvernig bollur eru bestar, hvað með saltkjötið? Tónlist í þættinum í dag Viltu, viltu / Hilmar Oddsson (Hilmar Oddsson) Heppinn / Birgir Ísleifur og Lay Low (Hilmar Oddsson) Uglan / Melchior (Hilmar Oddsson)
2/17/20230
Episode Artwork

Hilmar og Hera föstudagsfeðgin og matarspjall um saltkjöt og bollur

Föstudagsgestir Mannlega þáttarins í þetta sinn feðginin Hilmar Oddsson kvikmyndaleikstjóri og Hera Hilmarsdóttir leikkona. Í næstu viku fer kvikmyndin Á ferð með mömmu í almenna sýningu. Hún er eftir Hilmar og Hera leikur í myndinni. Við ræddum við þau feðgin um samvinnuna, kvikmyndir, tónlistina og auðvitað um nýju kvikmyndina Á ferð með mömmu. Í matarspjalli dagsins var ekki komist hjá því að ræða dagana sem koma beint eftir helgi, bolludaginn og sprengidaginn. Hvernig bollur eru bestar, hvað með saltkjötið? Tónlist í þættinum í dag Viltu, viltu / Hilmar Oddsson (Hilmar Oddsson) Heppinn / Birgir Ísleifur og Lay Low (Hilmar Oddsson) Uglan / Melchior (Hilmar Oddsson)
2/17/202350 minutes
Episode Artwork

Fjölskyldusameiningar, Söngvakeppnin og Ívar Örn

Við byrjuðum á því að forvitnast um fjölskyldusameiningar Rauða krossins í dag. Fjölskyldusameiningar eru eitt elsta og mikilvægasta verefni Rauða krossins, en félagið hefur sinnt þeim í 150 ár. Þetta verkefni aðstoðar einstaklinga sem hafa orðið viðskila við fjölskyldu sína eða fjölskyldumeðlimi við að finnast og sameinast á ný. Net alþjóðasambands Rauða krossins getur hjálpað til við leitina í öllum löndum heims. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins kom í þáttinn og fræddi okkur um þetta mikilvæga verkefni. Söngvakeppnin 2023 hefst á laugardagskvöldið þar sem fyrstu fimm lögin verða flutt í beinni útsendingu. Tvö lög komast áfram og svo önnur tvö laugardaginn 25.febrúar í útslitin sem haldin verða 4.mars. Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri keppninnar kom til okkar og sagði okkur frá keppninni í ár. Við hringdum í Ívar Örn Sverrisson, leikara, dansara og leikstjóra í þættinum. Hann fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Noregs fyrir tæpum 13 árum án þess að vita hvað hann ætlaði að taka sér fyrir hendur þar. Hann ákvað þó strax, þrátt fyrir að kunna ekki að tala norsku, að reyna fyrir sér í heimi leiklistar og sýninga. Til að gera langa sögu stutta, eftir fullt af verkefnum í Noregi, með viðkomu í Grænlandi, þá er hans nýjasta verkefni að leikstýra óperu í Portúgal. Við fengum Ívar til að segja okkur þessa sögu í dag. Tónlist í þættinum í dag Sólarsamban / Rebekka Blöndal(Ásgeir Ásgeirsson, Stefán Örn Gunnlaugsson og Rebekka Blöndal) Batnandi / Egill Ólafsson (Egill Ólafsson) Með hækkandi sól / Systur (Lay Low) Sommerkjoledyr / Kari Bremnes (Kari Bremnes) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/16/20230
Episode Artwork

Fjölskyldusameiningar, Söngvakeppnin og Ívar Örn

Við byrjuðum á því að forvitnast um fjölskyldusameiningar Rauða krossins í dag. Fjölskyldusameiningar eru eitt elsta og mikilvægasta verefni Rauða krossins, en félagið hefur sinnt þeim í 150 ár. Þetta verkefni aðstoðar einstaklinga sem hafa orðið viðskila við fjölskyldu sína eða fjölskyldumeðlimi við að finnast og sameinast á ný. Net alþjóðasambands Rauða krossins getur hjálpað til við leitina í öllum löndum heims. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins kom í þáttinn og fræddi okkur um þetta mikilvæga verkefni. Söngvakeppnin 2023 hefst á laugardagskvöldið þar sem fyrstu fimm lögin verða flutt í beinni útsendingu. Tvö lög komast áfram og svo önnur tvö laugardaginn 25.febrúar í útslitin sem haldin verða 4.mars. Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri keppninnar kom til okkar og sagði okkur frá keppninni í ár. Við hringdum í Ívar Örn Sverrisson, leikara, dansara og leikstjóra í þættinum. Hann fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Noregs fyrir tæpum 13 árum án þess að vita hvað hann ætlaði að taka sér fyrir hendur þar. Hann ákvað þó strax, þrátt fyrir að kunna ekki að tala norsku, að reyna fyrir sér í heimi leiklistar og sýninga. Til að gera langa sögu stutta, eftir fullt af verkefnum í Noregi, með viðkomu í Grænlandi, þá er hans nýjasta verkefni að leikstýra óperu í Portúgal. Við fengum Ívar til að segja okkur þessa sögu í dag. Tónlist í þættinum í dag Sólarsamban / Rebekka Blöndal(Ásgeir Ásgeirsson, Stefán Örn Gunnlaugsson og Rebekka Blöndal) Batnandi / Egill Ólafsson (Egill Ólafsson) Með hækkandi sól / Systur (Lay Low) Sommerkjoledyr / Kari Bremnes (Kari Bremnes) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/16/202350 minutes
Episode Artwork

Samvinna eftir skilnað, orsakir áfallastreitu og póstkort

Á föstudaginn næstkomandi heldur Félagsráðgjafafélag Íslands félagsráðgjafaþing í samstarfi við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands og ÍS-FORSA og yfirskrift þingsins er: Vinnuumhverfi, valdefling og tækni. Gyða Hjartardóttir félagsráðgjafi kom til okkar og sagði okkur frá rannsókn um hvernig til hefur tekist með innleiðingu stafræna vettvangsins SES (Samvinna eftir skilnað) og hvert mat foreldra og þeirra reynsla af því. Þessi rannsókn er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og við heyrðum frá Gyðu helstu niðurstöðurnar í þættinum. Við fengum Andra Steinþór Björnsson prófessor við Sálfræðideild Háskóla Íslands í þáttinn í dag. Hann sagði okkur frá nýjum rannsóknum sem snúa að áföllum sem bendir til þess að félagsleg áföll geti valdið áfallastreitueinkennum og jafnvel áfallastreituröskun. Hingað til hefur skilgreining orsaka áfallastreitu verið talsvert þrengri, því geti þessar nýju niðurstöður aukið skilning á áföllum og hjálpað til við meðferð þeirra. Andri fír betur yfir þetta með okkur í dag. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í lok þáttar. Magnús hefur verið á ferðalagi um Spán undanfarinn hálfan mánuð og hann segir meðal annars frá heimsóknum sínum til ýmissa borga, þar á meðal Madrid, Granada, Ronda og Málaga. Hann segir frá því þegar hann heimsótti Granada fyrir fjörutíu og fjórum árum og hvernig brogarbragurinn hefur breyst frá þeim tíma. Kjötkveðjuhátíðin er byrjuð á Spáni og stendur í allt að hálfan mánuð í sumum borgum. Hann segir líka frá upphafi karnivalsins í Málaga. Tónlist í þættinum í dag Sýnir/Bergþóra Árnadóttir (Bergþóra Árnadóttir og Steinn Steinarr) Kókos og engifer / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson og Atli Bollason) Valentine / Laufey (Laufey Lín Bing Jónsdóttir og Spencer Stewart) Come And Get Your Love / Redbone (Lolly Vegas) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/15/20230
Episode Artwork

Samvinna eftir skilnað, orsakir áfallastreitu og póstkort

Á föstudaginn næstkomandi heldur Félagsráðgjafafélag Íslands félagsráðgjafaþing í samstarfi við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands og ÍS-FORSA og yfirskrift þingsins er: Vinnuumhverfi, valdefling og tækni. Gyða Hjartardóttir félagsráðgjafi kom til okkar og sagði okkur frá rannsókn um hvernig til hefur tekist með innleiðingu stafræna vettvangsins SES (Samvinna eftir skilnað) og hvert mat foreldra og þeirra reynsla af því. Þessi rannsókn er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og við heyrðum frá Gyðu helstu niðurstöðurnar í þættinum. Við fengum Andra Steinþór Björnsson prófessor við Sálfræðideild Háskóla Íslands í þáttinn í dag. Hann sagði okkur frá nýjum rannsóknum sem snúa að áföllum sem bendir til þess að félagsleg áföll geti valdið áfallastreitueinkennum og jafnvel áfallastreituröskun. Hingað til hefur skilgreining orsaka áfallastreitu verið talsvert þrengri, því geti þessar nýju niðurstöður aukið skilning á áföllum og hjálpað til við meðferð þeirra. Andri fír betur yfir þetta með okkur í dag. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í lok þáttar. Magnús hefur verið á ferðalagi um Spán undanfarinn hálfan mánuð og hann segir meðal annars frá heimsóknum sínum til ýmissa borga, þar á meðal Madrid, Granada, Ronda og Málaga. Hann segir frá því þegar hann heimsótti Granada fyrir fjörutíu og fjórum árum og hvernig brogarbragurinn hefur breyst frá þeim tíma. Kjötkveðjuhátíðin er byrjuð á Spáni og stendur í allt að hálfan mánuð í sumum borgum. Hann segir líka frá upphafi karnivalsins í Málaga. Tónlist í þættinum í dag Sýnir/Bergþóra Árnadóttir (Bergþóra Árnadóttir og Steinn Steinarr) Kókos og engifer / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson og Atli Bollason) Valentine / Laufey (Laufey Lín Bing Jónsdóttir og Spencer Stewart) Come And Get Your Love / Redbone (Lolly Vegas) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/15/202350 minutes
Episode Artwork

Millistigið, litir húsdýra og að ferðast ein um heiminn

Öldrunarráð Íslands verður með málþing um millistigið á fimmtudaginn í Laugarásbíói. Millistigið er tímabilið sem fólk vill öryggi, félagsskap og aðgengilegt húsnæði. Þegar það hefur jafnvel ekki þörf fyrir þjónustu en hefur þörfina fyrir öryggi og samveru. Þegar það vill geta fengið þjónustu heim ef eða þegar það þarf á því að halda, áður en þau hafa þörf fyrir mikla þjónustu og ferð á hjúkrunarheimili. Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, formaður Öldrunarráðs Íslands kom i þáttinn og sagði okkur frá. Páll Imsland jarðfræðingur kom til okkar í dag. Hann segist hafa haft liti og ljósmyndun á heilanum alla tíð. Hann hefur verið sérstakur áhugamaður um íslensk húsdýr og liti þeirra og hefur ljósmyndað þau í áratugi og safnað upplýsingum um liti þeirra, litaafbrigði og litmynstur. Hann hefur haldið fyrirlestra og sýningar og í dag ætlar kom hann í Mannlega þáttinn og fræddi okkur um mismunandi liti mismunandi húsdýra á Íslandi. Guðrún Ólafsdóttir kom svo til okkar og sagði okkur frá reynslu sinni af því að ferðast ein um heiminn. Hún kennir einmitt það á námskeiði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands, en hún segir að það sé stórkostlegur ferðamáti sem feli í sér mikið frelsi en á sama tíma nokkrar áskoranir. Guðrún hefur búið víða erlendis og ferðast heimshornanna á milli og hún sagði okkur frá kosti og göllum þess að ferðast ein í þættinum í dag. Tónlist í þættinum í dag Í blíðu og stríðu / Heiða Ólafs (Jóhann Helgason) Piensa En Mi / Linda Ronstadt (Augustin Lara) Vegbúi / KK (Kristján Kristjánsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/14/20230
Episode Artwork

Millistigið, litir húsdýra og að ferðast ein um heiminn

Öldrunarráð Íslands verður með málþing um millistigið á fimmtudaginn í Laugarásbíói. Millistigið er tímabilið sem fólk vill öryggi, félagsskap og aðgengilegt húsnæði. Þegar það hefur jafnvel ekki þörf fyrir þjónustu en hefur þörfina fyrir öryggi og samveru. Þegar það vill geta fengið þjónustu heim ef eða þegar það þarf á því að halda, áður en þau hafa þörf fyrir mikla þjónustu og ferð á hjúkrunarheimili. Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, formaður Öldrunarráðs Íslands kom i þáttinn og sagði okkur frá. Páll Imsland jarðfræðingur kom til okkar í dag. Hann segist hafa haft liti og ljósmyndun á heilanum alla tíð. Hann hefur verið sérstakur áhugamaður um íslensk húsdýr og liti þeirra og hefur ljósmyndað þau í áratugi og safnað upplýsingum um liti þeirra, litaafbrigði og litmynstur. Hann hefur haldið fyrirlestra og sýningar og í dag ætlar kom hann í Mannlega þáttinn og fræddi okkur um mismunandi liti mismunandi húsdýra á Íslandi. Guðrún Ólafsdóttir kom svo til okkar og sagði okkur frá reynslu sinni af því að ferðast ein um heiminn. Hún kennir einmitt það á námskeiði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands, en hún segir að það sé stórkostlegur ferðamáti sem feli í sér mikið frelsi en á sama tíma nokkrar áskoranir. Guðrún hefur búið víða erlendis og ferðast heimshornanna á milli og hún sagði okkur frá kosti og göllum þess að ferðast ein í þættinum í dag. Tónlist í þættinum í dag Í blíðu og stríðu / Heiða Ólafs (Jóhann Helgason) Piensa En Mi / Linda Ronstadt (Augustin Lara) Vegbúi / KK (Kristján Kristjánsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/14/202350 minutes
Episode Artwork

Ekki bara hálsbólga, vinkill og Fríða lesandinn

Færsla á Facebook síðasta föstudag vakti athygli okkar, en þar rekur Helga Maren Pálsdóttir atburðarás frá því 4ra gömul dóttir hennar vaknar með hálsbólgu laugardaginn 14.janúar. Það sem gerðist í kjölfarið er martöð allra foreldra; sjúkrahúsvist, gjörgæsla, öndunarvél, bakslag, aftur gjörgæsla og sem betur fer bati eftir þrjár langar vikur. Helga Maren rakti söguna og þessa erfiðu reynslu fyrir okkur í þættinum í dag. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í dag bar hann vinkilinn að Skotlandi, Orkneyjum, Hjaltlandseyjum og Íslandi. Lesandi vikunnar í þetta sinn er Fríða Kolbrún Þorkelsdóttir bóksali og nemi í almennri bókmenntafræði. Hún ætlar að segja okkur frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Hún talaði um eftirfarandi bækur: Lungu e. Pedro Gunnlaugur Garcia, American Psycho e. Brett Easton Ellis, Dracula e. Bram Stoker, svo nefndi hún höfundana Milan Kundera og Andri Snær Magnason og Kristínu Eiriksdóttir. Tónlist í þættinum í dag Við saman / Hljómar (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson) Desafinado / Stan Getz (Antonio Carlos Jobim, Newton Ferreira de Menonca) Smooth Operator / Sade (Sade Adu & R. St. John) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/13/20230
Episode Artwork

Ekki bara hálsbólga, vinkill og Fríða lesandinn

Færsla á Facebook síðasta föstudag vakti athygli okkar, en þar rekur Helga Maren Pálsdóttir atburðarás frá því 4ra gömul dóttir hennar vaknar með hálsbólgu laugardaginn 14.janúar. Það sem gerðist í kjölfarið er martöð allra foreldra; sjúkrahúsvist, gjörgæsla, öndunarvél, bakslag, aftur gjörgæsla og sem betur fer bati eftir þrjár langar vikur. Helga Maren rakti söguna og þessa erfiðu reynslu fyrir okkur í þættinum í dag. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í dag bar hann vinkilinn að Skotlandi, Orkneyjum, Hjaltlandseyjum og Íslandi. Lesandi vikunnar í þetta sinn er Fríða Kolbrún Þorkelsdóttir bóksali og nemi í almennri bókmenntafræði. Hún ætlar að segja okkur frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Hún talaði um eftirfarandi bækur: Lungu e. Pedro Gunnlaugur Garcia, American Psycho e. Brett Easton Ellis, Dracula e. Bram Stoker, svo nefndi hún höfundana Milan Kundera og Andri Snær Magnason og Kristínu Eiriksdóttir. Tónlist í þættinum í dag Við saman / Hljómar (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson) Desafinado / Stan Getz (Antonio Carlos Jobim, Newton Ferreira de Menonca) Smooth Operator / Sade (Sade Adu & R. St. John) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/13/202350 minutes
Episode Artwork

Björn Thoroddsen föstudagsgestur og kartöfluspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Björn Thoroddsen gítarleikari. Hans ferill er langur og glæstur, hann byrjaði í rokkinu en færði sig fljótlega líka yfir í djassinn og í dag ferðast hann, bæði sem sóló gítarleikari og með hljómsveitum, um heiminn og spilar popp, djass, rock, blús, kántrý og í rauninni bara það sem hann langar í það og það skiptið. Björn verður 65 ára í næstu viku, hann var valinn bæjarlistamaður Hafnarfjarðar í fyrra og við fórum með honum aftur í tímann og fengum hann til að segja okkur frá æskunni og uppvextinum og ferðalaginu í gegnum lífið til dagsins í dag. Auðvitað var gítarinn fyrirferðamikill á þeirri leið, hann sagði frá fyrsta gítarnum sem hann smíðaði sjálfur, náminu í rafeindavirkjun, menningarsjokkinu þegar hann flutti til L.A. og svo í lokin frá 25 ára afmælistónleikum Guitar Islancio sem verða haldnir næsta fimmtudag, 16.feb., í Hörpu. Í matarspjallinu í dag töluðum við um kartöflur. En kartöflur eru ekki bara kartöflur, það er hægt að matreiða þær á fjölbreyttan hátt og við fórum yfir eftirlætis aðferðir okkar þegar kemur að því að elda kartöflur. Tónlist í þættinum í dag Lady Madonna / Björn Thoroddsen (Lennon & McCartney) Þorraþræll / Björn Thoroddsen (Þjóðlag) Braggablús / Guitar Islancio (Magnús Eiríksson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/10/20230
Episode Artwork

Björn Thoroddsen föstudagsgestur og kartöfluspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Björn Thoroddsen gítarleikari. Hans ferill er langur og glæstur, hann byrjaði í rokkinu en færði sig fljótlega líka yfir í djassinn og í dag ferðast hann, bæði sem sóló gítarleikari og með hljómsveitum, um heiminn og spilar popp, djass, rock, blús, kántrý og í rauninni bara það sem hann langar í það og það skiptið. Björn verður 65 ára í næstu viku, hann var valinn bæjarlistamaður Hafnarfjarðar í fyrra og við fórum með honum aftur í tímann og fengum hann til að segja okkur frá æskunni og uppvextinum og ferðalaginu í gegnum lífið til dagsins í dag. Auðvitað var gítarinn fyrirferðamikill á þeirri leið, hann sagði frá fyrsta gítarnum sem hann smíðaði sjálfur, náminu í rafeindavirkjun, menningarsjokkinu þegar hann flutti til L.A. og svo í lokin frá 25 ára afmælistónleikum Guitar Islancio sem verða haldnir næsta fimmtudag, 16.feb., í Hörpu. Í matarspjallinu í dag töluðum við um kartöflur. En kartöflur eru ekki bara kartöflur, það er hægt að matreiða þær á fjölbreyttan hátt og við fórum yfir eftirlætis aðferðir okkar þegar kemur að því að elda kartöflur. Tónlist í þættinum í dag Lady Madonna / Björn Thoroddsen (Lennon & McCartney) Þorraþræll / Björn Thoroddsen (Þjóðlag) Braggablús / Guitar Islancio (Magnús Eiríksson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/10/202350 minutes
Episode Artwork

Arnþór, Gísli og Eyjapistlar og þriðja vaktin

Það ætti ekki að hafa farið framhjá mörgum að 50 ár voru liðin frá upphafi eldgossins í Heimaey þann 23.janúar. Gosið setti líf Vestmannaeyinga í uppnám, heilu fjölskyldurnar þurftu að yfirgefa heimili sín með hraði og skilja megnið af aleigunni eftir. Um tveimur vikum eftir að gosið hófst hóf göngu sína útvarpsþáttur í Ríkisútvarpinu sem kallaðist Eyjapistill. Þátturinn var í loftinu í rúmt ár og urðu þættirnir alls tvöhundruð sextíu og einn. Í þeim voru til dæmis tekin fjölbreytt viðtöl tengd gosinu og Vestmannaeyjum, það voru birtar tilkynningar um týnda muni, sagðar fréttir af fólki og þróun mála í gosinu og spiluð tónlist. Við fengum þá bræður, Arnþór og Gísla Helgasyni, sem voru umsjónarmenn Eyjapistilsins, í þáttinn til að rifja upp þennan merkilega tíma og þættina, auk þess sem við fengum að heyra brot úr Eyjapistlinum í þættinum í dag. Rannsóknir sýna að sú andlega og tilfinningalega vinna sem fylgir því að skipuleggja heimilislíf, sem sagt önnur og þriðja vaktin, veldur ofálagi. Bent hefur verið á í því sambandi að þessi vinna sé ósýnileg, óþekkt og vanmetin, sem rekja megi til þess að úrelt kynjaviðmið séu enn við líði í nútíma samfélagi. Haukur Þór Stephensen og Helgi Már Friðgeirsson, nemendur í viðskiptafræði með áherslu á verkefnastjórnun við Háskólann á Bifröst, skrifuðu ritgerð um hversdagslega verkefnastjórnun og notkun hennar til að jafna verkaskiptingu hvað varðar aðra og þriðju vaktina. Markmið ritgerðarinnar var að skyggnast inn í og einangra þá þætti í lífi íslenskra fjölskyldna sem verkfæri verkefnastjórnunar geta auðveldað og aukið á jafnari dreifingu verkefna milli fjölskyldumeðlima. Þeir Haukur og Helgi sögðu okkur frá þessari rannsókn og fræddu okkur líka í byrjun hreinlega um hvað önnur og þriðja vaktin eru, því það vita það ekki allir. Tónlist í þættinum í dag Vestmannaeyjar / Gísli Helgason (Arnþór Helgason) Heimaslóð / Ási í Bæ (Alfreð Washington Þórðarson og Ástgeir Kristinn Ólafsson) El duende / Egill Ólafsson og Ellen Kristjánsdóttir (Egill Ólafsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/9/20230
Episode Artwork

Arnþór, Gísli og Eyjapistlar og þriðja vaktin

Það ætti ekki að hafa farið framhjá mörgum að 50 ár voru liðin frá upphafi eldgossins í Heimaey þann 23.janúar. Gosið setti líf Vestmannaeyinga í uppnám, heilu fjölskyldurnar þurftu að yfirgefa heimili sín með hraði og skilja megnið af aleigunni eftir. Um tveimur vikum eftir að gosið hófst hóf göngu sína útvarpsþáttur í Ríkisútvarpinu sem kallaðist Eyjapistill. Þátturinn var í loftinu í rúmt ár og urðu þættirnir alls tvöhundruð sextíu og einn. Í þeim voru til dæmis tekin fjölbreytt viðtöl tengd gosinu og Vestmannaeyjum, það voru birtar tilkynningar um týnda muni, sagðar fréttir af fólki og þróun mála í gosinu og spiluð tónlist. Við fengum þá bræður, Arnþór og Gísla Helgasyni, sem voru umsjónarmenn Eyjapistilsins, í þáttinn til að rifja upp þennan merkilega tíma og þættina, auk þess sem við fengum að heyra brot úr Eyjapistlinum í þættinum í dag. Rannsóknir sýna að sú andlega og tilfinningalega vinna sem fylgir því að skipuleggja heimilislíf, sem sagt önnur og þriðja vaktin, veldur ofálagi. Bent hefur verið á í því sambandi að þessi vinna sé ósýnileg, óþekkt og vanmetin, sem rekja megi til þess að úrelt kynjaviðmið séu enn við líði í nútíma samfélagi. Haukur Þór Stephensen og Helgi Már Friðgeirsson, nemendur í viðskiptafræði með áherslu á verkefnastjórnun við Háskólann á Bifröst, skrifuðu ritgerð um hversdagslega verkefnastjórnun og notkun hennar til að jafna verkaskiptingu hvað varðar aðra og þriðju vaktina. Markmið ritgerðarinnar var að skyggnast inn í og einangra þá þætti í lífi íslenskra fjölskyldna sem verkfæri verkefnastjórnunar geta auðveldað og aukið á jafnari dreifingu verkefna milli fjölskyldumeðlima. Þeir Haukur og Helgi sögðu okkur frá þessari rannsókn og fræddu okkur líka í byrjun hreinlega um hvað önnur og þriðja vaktin eru, því það vita það ekki allir. Tónlist í þættinum í dag Vestmannaeyjar / Gísli Helgason (Arnþór Helgason) Heimaslóð / Ási í Bæ (Alfreð Washington Þórðarson og Ástgeir Kristinn Ólafsson) El duende / Egill Ólafsson og Ellen Kristjánsdóttir (Egill Ólafsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/9/202350 minutes
Episode Artwork

Samsæriskenningar, Don Pasquale og sprengilægðir

Samsæriskenningar eru ekki nýjar af nálinni, þær hafa líklegast fylgt mannkyninu megnið af okkar vegferð. En í heimi veraldarvefsins og samfélagsmiðla þá hefur líklega aldrei verið auðveldara að miðla upplýsingum og slíkum kenningum. En hvað er eiginlega samsæriskenning og hafa þær aukist á undanförnum árum, til dæmis á tímum Covid, Brexit og Donalds Trump? Og skera samsæriskenningar á Íslandi sig úr, eða eru þær á svipuðum slóðum og í öðrum löndum? Hulda Þórisdóttir stjórnmálasálfræðingur og dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands er ein þeirra sem unnu fjölþóðlega rannsókn um samsæriskenningar og hverjir aðhyllast þeim og hún kom til okkar í dag og fræddi okkur um samsæriskenningar. Á laugardaginn er óperan Don Pasquale eftir Gaetano Donizetti frumsýnd í Þjóðleikhúskjallaranum. Sviðslistaho?purinn O?ður neitar að geyma o?perur i? glerko?ssum, þau vilja miklu frekar taka þær fram, hrista af rykið og leika se?r að þeim. Pota i? o?skrifaðar reglur og skemmta se?r og o?ðrum. Þetta er hópur ungs fólks sem vill endurlífga óperuformið gagnvart almennum áhorfendum. Sólveig Siguðardóttir söngkona og þýðandi óperunnar og Ragnar Pétur Jóhannsson söngvari komu í þáttinn. Svo kom Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur til okkar í dag í veðurspjall. Það er engin lognmolla í veðrinu hér á fróni frekar en yfirleitt á þessum árstíma. Við ræddum þessa snörpu lægð sem gekk hratt yfir landið síðastliðinn sólarhring, sprengilægðir og þrjár lægðir sem eru fyrirsjáanlegar á næstu dögum. Tónlist í þættinum í dag: Barn / Ragnar Bjarnason (Ragnar Bjarnason og Steinn Steinarr) New York / Frank Sinatra (John Kander, Fred Ebb) My Island / Red Barnett (Haraldur V. Sveinbjörnsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/8/20230
Episode Artwork

Samsæriskenningar, Don Pasquale og sprengilægðir

Samsæriskenningar eru ekki nýjar af nálinni, þær hafa líklegast fylgt mannkyninu megnið af okkar vegferð. En í heimi veraldarvefsins og samfélagsmiðla þá hefur líklega aldrei verið auðveldara að miðla upplýsingum og slíkum kenningum. En hvað er eiginlega samsæriskenning og hafa þær aukist á undanförnum árum, til dæmis á tímum Covid, Brexit og Donalds Trump? Og skera samsæriskenningar á Íslandi sig úr, eða eru þær á svipuðum slóðum og í öðrum löndum? Hulda Þórisdóttir stjórnmálasálfræðingur og dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands er ein þeirra sem unnu fjölþóðlega rannsókn um samsæriskenningar og hverjir aðhyllast þeim og hún kom til okkar í dag og fræddi okkur um samsæriskenningar. Á laugardaginn er óperan Don Pasquale eftir Gaetano Donizetti frumsýnd í Þjóðleikhúskjallaranum. Sviðslistahópurinn Óður neitar að geyma óperur í glerkössum, þau vilja miklu frekar taka þær fram, hrista af rykið og leika sér að þeim. Pota í óskrifaðar reglur og skemmta sér og öðrum. Þetta er hópur ungs fólks sem vill endurlífga óperuformið gagnvart almennum áhorfendum. Sólveig Siguðardóttir söngkona og þýðandi óperunnar og Ragnar Pétur Jóhannsson söngvari komu í þáttinn. Svo kom Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur til okkar í dag í veðurspjall. Það er engin lognmolla í veðrinu hér á fróni frekar en yfirleitt á þessum árstíma. Við ræddum þessa snörpu lægð sem gekk hratt yfir landið síðastliðinn sólarhring, sprengilægðir og þrjár lægðir sem eru fyrirsjáanlegar á næstu dögum. Tónlist í þættinum í dag: Barn / Ragnar Bjarnason (Ragnar Bjarnason og Steinn Steinarr) New York / Frank Sinatra (John Kander, Fred Ebb) My Island / Red Barnett (Haraldur V. Sveinbjörnsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/8/202350 minutes
Episode Artwork

Hundavinir, öryggismál og umhverfissálfræði

Við kynntumst verkefninu hundavinir í þættinum, það er hluti af vinaverkefnum Rauða krossins. Markmið þeirra er að sporna gegn félagslegri einangrun. Hundavinir er verkefni þar sem sjálfboðaliðar kíkja í heimsóknir á stofnanir eða til einstaklinga með hund, sé þess óskað. Þórdís Björg Björgvinsdóttir sjálfboðaliði kom í þáttinn í dag og sagði okkur frekar frá þessu verkefni. Því miður er fjöldi tilkynntra vinnuslysa til Vinnueftirlitsins rúmlega tvö þúsund á hverju ári, sem þýðir að meðaltali slasast sex einstaklingar í vinnuslysi á hverjum einasta degi. Í næstu viku verður forvarnaráðstefna VÍS haldin í þrettánda skiptið, hún er stærsta ráðstefna sinnar tegundar hér á landi og við fengum Helgu Rún Jónsdóttur, fulltrúa í gæða- og öryggisdeild Festis í viðtal, en hún ætlar á ráðstefnunni að fjalla um nýjar leiðir í forvarnar- og öryggismálum hjá Festi. Flestir verja stórum hluta tíma síns innandyra. Umhverfi okkar er samspil ólíkra þátta og hefur mismunandi áhrif á fólk. Þannig hefur umhverfið heima önnur áhrif en vinnuumhverfið og það er ólík upplifun að vera í skóla eða á sjúkrahúsi, í verslun eða leikhúsi. Páll Jakob Líndal er með doktorspróf í umhverfissálfræði frá Háskólanum í Sydney og hann er sérfræðingur í mati á sálfræðilegum áhrifum umhverfis á heilsu og vellíðan, hvort sem um er að ræða náttúru eða byggt umhverfi. Hann sagði okkur frá umhverfissálfræði í þættinum í dag. Tónlist í þættinum í dag: Ástarævintýri / Eyjólfur Kristjánsson (Eyjólfur Kristjánsson, Ingi Gunnar Jóhannsson og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Napur vindur / Úlfarnir (Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir) Vonarströnd / Íkorni (Stefán Örn Gunnlaugsson) Three little birds / Bob Marley & The Wailers (Bob Marley) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/7/20230
Episode Artwork

Hundavinir, öryggismál og umhverfissálfræði

Við kynntumst verkefninu hundavinir í þættinum, það er hluti af vinaverkefnum Rauða krossins. Markmið þeirra er að sporna gegn félagslegri einangrun. Hundavinir er verkefni þar sem sjálfboðaliðar kíkja í heimsóknir á stofnanir eða til einstaklinga með hund, sé þess óskað. Þórdís Björg Björgvinsdóttir sjálfboðaliði kom í þáttinn í dag og sagði okkur frekar frá þessu verkefni. Því miður er fjöldi tilkynntra vinnuslysa til Vinnueftirlitsins rúmlega tvö þúsund á hverju ári, sem þýðir að meðaltali slasast sex einstaklingar í vinnuslysi á hverjum einasta degi. Í næstu viku verður forvarnaráðstefna VÍS haldin í þrettánda skiptið, hún er stærsta ráðstefna sinnar tegundar hér á landi og við fengum Helgu Rún Jónsdóttur, fulltrúa í gæða- og öryggisdeild Festis í viðtal, en hún ætlar á ráðstefnunni að fjalla um nýjar leiðir í forvarnar- og öryggismálum hjá Festi. Flestir verja stórum hluta tíma síns innandyra. Umhverfi okkar er samspil ólíkra þátta og hefur mismunandi áhrif á fólk. Þannig hefur umhverfið heima önnur áhrif en vinnuumhverfið og það er ólík upplifun að vera í skóla eða á sjúkrahúsi, í verslun eða leikhúsi. Páll Jakob Líndal er með doktorspróf í umhverfissálfræði frá Háskólanum í Sydney og hann er sérfræðingur í mati á sálfræðilegum áhrifum umhverfis á heilsu og vellíðan, hvort sem um er að ræða náttúru eða byggt umhverfi. Hann sagði okkur frá umhverfissálfræði í þættinum í dag. Tónlist í þættinum í dag: Ástarævintýri / Eyjólfur Kristjánsson (Eyjólfur Kristjánsson, Ingi Gunnar Jóhannsson og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Napur vindur / Úlfarnir (Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir) Vonarströnd / Íkorni (Stefán Örn Gunnlaugsson) Three little birds / Bob Marley & The Wailers (Bob Marley) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/7/202350 minutes
Episode Artwork

Kvenheilsuteymi, bíldruslur og Edda Björg lesandinn

Kvenheilsa er nýtt teymi innan Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og var opnað í haust. Hlutverk teymisins er að sinna sjúkdómum og heilsufarsvanda sem eingöngu eru til staðar hjá konum. Steinunn Zophoníasdóttir ljósmóðir er ein af þeim sem stendur að stofnun þessarar þjónustu og hún kom í þáttinn í dag og við ræddum við hana m.a. um breytingaskeið kvenna en það var eitt af upphafsverkefnum teymisins. Við fengum glænýjan vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í þetta sinn bar hann vinkilinn að bíldruslum og brostnum draumum í þjóðfræðilegu samhengi. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Edda Björg Eyjólfsdóttir, leikkona og leikstjóri. Hún leikstýrir sýningunni Venus í feldi sem frumsýnd var nýlega í Tjarnarbíói og hefur fengið virkilega góða gagnrýni. En við fengum að vita hvaða bækur Edda hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Edda talaði um eftirtaldar bækur og höfunda: Útlendingurinn e. Albert Camus Eden e. Auði Övu Ólafsdóttur Loving kindness e. William R. Miller Svo nefndi hún Þórberg Þórðarson, Halldór Laxness, Búlgakoff, Isabel Allende, Gabriel Garxia Marques, Dostojevsky og Suskind. Tónlist í þættinum í dag: Okkar menn í Havana / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Bragi Valdimar Skúlason og Tómas R. Einarsson) Söknuður / Roof Tops (Ómar Ragnarsson, S. Oldman & D. Penn) Augun þín blá / Sigríður Thorlacius og Uppáhellingarnir (Jón Múli og Jónas Árnasynir) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/6/20230
Episode Artwork

Kvenheilsuteymi, bíldruslur og Edda Björg lesandinn

Kvenheilsa er nýtt teymi innan Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og var opnað í haust. Hlutverk teymisins er að sinna sjúkdómum og heilsufarsvanda sem eingöngu eru til staðar hjá konum. Steinunn Zophoníasdóttir ljósmóðir er ein af þeim sem stendur að stofnun þessarar þjónustu og hún kom í þáttinn í dag og við ræddum við hana m.a. um breytingaskeið kvenna en það var eitt af upphafsverkefnum teymisins. Við fengum glænýjan vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í þetta sinn bar hann vinkilinn að bíldruslum og brostnum draumum í þjóðfræðilegu samhengi. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Edda Björg Eyjólfsdóttir, leikkona og leikstjóri. Hún leikstýrir sýningunni Venus í feldi sem frumsýnd var nýlega í Tjarnarbíói og hefur fengið virkilega góða gagnrýni. En við fengum að vita hvaða bækur Edda hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Edda talaði um eftirtaldar bækur og höfunda: Útlendingurinn e. Albert Camus Eden e. Auði Övu Ólafsdóttur Loving kindness e. William R. Miller Svo nefndi hún Þórberg Þórðarson, Halldór Laxness, Búlgakoff, Isabel Allende, Gabriel Garxia Marques, Dostojevsky og Suskind. Tónlist í þættinum í dag: Okkar menn í Havana / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Bragi Valdimar Skúlason og Tómas R. Einarsson) Söknuður / Roof Tops (Ómar Ragnarsson, S. Oldman & D. Penn) Augun þín blá / Sigríður Thorlacius og Uppáhellingarnir (Jón Múli og Jónas Árnasynir) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/6/202350 minutes
Episode Artwork

Broddi Broddason föstudagsgestur og samlokuspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Broddi Broddason fréttamaður. Hann var fréttamaður í útvarpi hér á RÚV í um fjóra áratugi, en hann las sinn síðasta fréttatíma síðasta vor. Rödd hans hefur fylgt þjóðinni í öll þessi ár og eflaust mörg sem fögnuðu því að heyra hana aftur í dag. Við auðvitað fórum aðeins með honum aftur í tímann, hvar hann er fæddur og uppalinn en mestur tími fór í að rifja upp áhugaverð augnablik í ferli hans sem fréttamanns. Í matarspjallinu síðasta föstudag töluðum við um ristað brauð og fengum mikil viðbrögð við því. Við héldum okkur við brauðmetið og ræddum samlokur í dag. Þær eru auðvitað margvíslegar það voru heitar lokur, grillaðar og steiktar sem voru fyrirferðamestar í þetta sinn. Tónlist í þættinum í dag: Ást er æði / Björgvin Halldórsson og Ragnheiður Gröndal (Sam Brooker, Ruby Amanfu og Kristinn G. Bjarnason) Chantilly Lace / Big Bopper (J.P. Richardson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/3/20230
Episode Artwork

Broddi Broddason föstudagsgestur og samlokuspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Broddi Broddason fréttamaður. Hann var fréttamaður í útvarpi hér á RÚV í um fjóra áratugi, en hann las sinn síðasta fréttatíma síðasta vor. Rödd hans hefur fylgt þjóðinni í öll þessi ár og eflaust mörg sem fögnuðu því að heyra hana aftur í dag. Við auðvitað fórum aðeins með honum aftur í tímann, hvar hann er fæddur og uppalinn en mestur tími fór í að rifja upp áhugaverð augnablik í ferli hans sem fréttamanns. Í matarspjallinu síðasta föstudag töluðum við um ristað brauð og fengum mikil viðbrögð við því. Við héldum okkur við brauðmetið og ræddum samlokur í dag. Þær eru auðvitað margvíslegar það voru heitar lokur, grillaðar og steiktar sem voru fyrirferðamestar í þetta sinn. Tónlist í þættinum í dag: Ást er æði / Björgvin Halldórsson og Ragnheiður Gröndal (Sam Brooker, Ruby Amanfu og Kristinn G. Bjarnason) Chantilly Lace / Big Bopper (J.P. Richardson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/3/202350 minutes
Episode Artwork

Ágúst kennir bakstur, Kraftur og listir og alzheimer

Ágúst Einþórsson ólst upp á Austurlandi og lærði bakaraiðn í Reykjavík. Síðar fluttist hann til Danmerkur þar sem hann lauk námi í bakstri og sætabrauðsgerð. Hann sneri aftur til Íslands árið 2016 og opnaði ásamt öðrum bakaríið Brauð & Co. í Reykjavík, sem varð fljótt landsþekkt fyrir súrdeigsbrauð og kanilsnúða. Núna kennir Ágúst öðrum að baka á sérstökum námskeiðum hjá frami.is þar sem hann kennir fólki að skilja allt um það hvernig á að baka brauð, kökur og jafnvel tiramisu. Kraftur stendur fyrir árvekni- og fjáröflunarátak um þessar mundir þar sem verið er að vekja athygli á málefnum ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda. Arna Ösp Herdísardóttir kom í þáttinn í dag, en hún var 12 ára þegar móðir hennar greindist með krabbamein og síðar greindist hún sjálf með krabbamein. Með Örnu kom Inga Bryndís Árnadóttir, fræðslu- og hagsmunafulltrúi hjá Krafti. Halldóra Arnardóttir listfræðingur kom til okkar í dag og sagði okkur frá námskeiðinu Listir og menning, hugarefling við alzheimerssjúkdómnum sem hún stýrir hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Á námskeiðinu skoðar hún aðferðir og dæmi þar sem listir og menning hafa eflt hugann og aukið lífsgæði fólks með alzheimers, auk þess að stuðla að auknum skilningi í samfélaginu. Halldóra sagði okkur betur frá þessu í þættinum. Tónlist í þættinum í dag: Staldraðu við / Stuðmenn (Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson) Somethin? stupid / Frank og Nancy Sinatra (Carson C. Parks) Time After Time / Eva Cassidy (Cindy Lauper) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/2/20230
Episode Artwork

Ágúst kennir bakstur, Kraftur og listir og alzheimer

Ágúst Einþórsson ólst upp á Austurlandi og lærði bakaraiðn í Reykjavík. Síðar fluttist hann til Danmerkur þar sem hann lauk námi í bakstri og sætabrauðsgerð. Hann sneri aftur til Íslands árið 2016 og opnaði ásamt öðrum bakaríið Brauð & Co. í Reykjavík, sem varð fljótt landsþekkt fyrir súrdeigsbrauð og kanilsnúða. Núna kennir Ágúst öðrum að baka á sérstökum námskeiðum hjá frami.is þar sem hann kennir fólki að skilja allt um það hvernig á að baka brauð, kökur og jafnvel tiramisu. Kraftur stendur fyrir árvekni- og fjáröflunarátak um þessar mundir þar sem verið er að vekja athygli á málefnum ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda. Arna Ösp Herdísardóttir kom í þáttinn í dag, en hún var 12 ára þegar móðir hennar greindist með krabbamein og síðar greindist hún sjálf með krabbamein. Með Örnu kom Inga Bryndís Árnadóttir, fræðslu- og hagsmunafulltrúi hjá Krafti. Halldóra Arnardóttir listfræðingur kom til okkar í dag og sagði okkur frá námskeiðinu Listir og menning, hugarefling við alzheimerssjúkdómnum sem hún stýrir hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Á námskeiðinu skoðar hún aðferðir og dæmi þar sem listir og menning hafa eflt hugann og aukið lífsgæði fólks með alzheimers, auk þess að stuðla að auknum skilningi í samfélaginu. Halldóra sagði okkur betur frá þessu í þættinum. Tónlist í þættinum í dag: Staldraðu við / Stuðmenn (Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson) Somethin? stupid / Frank og Nancy Sinatra (Carson C. Parks) Time After Time / Eva Cassidy (Cindy Lauper) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/2/202350 minutes
Episode Artwork

Tryggvi barnalæknir, Valur bakari og póstkort frá Eyjum

Tryggvi Helgason barnalæknir og sérfræðingur í offitu barna kom í þáttinn í dag. Hann sagði okkur frá stefnubreytingu, sem eru að verða í Evrópu og Ameríku í meðferðarúrræðum gegn offitu bæði hjá börnum og fullorðnum. Tryggvi fræddi okkur um stöðuna í dag og þróun í þessum málum í nánustu framtíð, hvað varðar meðferðarúrræði, þróun og notkun lyfja og aðgerðir og hvort og hverjar mögulegar hættur væru við þessum úrræðum. Það hefur komið fram í fréttum að Fellabakarí á Héraði hefur hætt starfssemi og það var eina bakaríið sem var starfandi þar. Hver á að baka 20 þúsund bollur fyrir austfirðinga er spurning sem við höfum líka séð í fjölmiðlum. Sesam brauðhús er lítið handverksbakarí á Reyðarfirði og við hringdum þangað og athuguðum hvort þau geti annað eftirspurninni. Valur Þórsson er yfirbakari þar og var á línunni í þættinum. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Það eru liðin 50 ár frá því að gos hófst í Eyjum og þess var minnst með ýmsum hætti þann 23. janúar síðastliðinn. Magnús var í Eyjum kvöldið fyrir gos en var farinn út á sjó áður en það byrjaði og hann segir frá þeirri skelfilegu upplifun að fá fréttirnar beint í æð í gegnum radíóið þessa örlagaríku nótt. Hann segir líka frá komandi goslokahátíð en þá verður afhjúpaður minnisvarði Ólafs Elíassonar um gosið. Hann spurði einnig í ljósi þess að enginn minnisvarði er um Tyrkjaránið í Eyjum, hvað eigi að gera þegar 400 ár verða liðin frá ráninu árið 2027. Tónlist í þættinum í dag: Kling klang / Dátar (Þórir Baldursson og Ólafur Gaukur Þórhallsson) Going up the Country / Canned Heat (Alan Wilson) Girl from Before / Blood Harmony (Örn Eldjárn) Háa C / Moses Hightower (Andri Ólafsson og Steingrímur Karl Teague) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/1/20230
Episode Artwork

Tryggvi barnalæknir, Valur bakari og póstkort frá Eyjum

Tryggvi Helgason barnalæknir og sérfræðingur í offitu barna kom í þáttinn í dag. Hann sagði okkur frá stefnubreytingu, sem eru að verða í Evrópu og Ameríku í meðferðarúrræðum gegn offitu bæði hjá börnum og fullorðnum. Tryggvi fræddi okkur um stöðuna í dag og þróun í þessum málum í nánustu framtíð, hvað varðar meðferðarúrræði, þróun og notkun lyfja og aðgerðir og hvort og hverjar mögulegar hættur væru við þessum úrræðum. Það hefur komið fram í fréttum að Fellabakarí á Héraði hefur hætt starfssemi og það var eina bakaríið sem var starfandi þar. Hver á að baka 20 þúsund bollur fyrir austfirðinga er spurning sem við höfum líka séð í fjölmiðlum. Sesam brauðhús er lítið handverksbakarí á Reyðarfirði og við hringdum þangað og athuguðum hvort þau geti annað eftirspurninni. Valur Þórsson er yfirbakari þar og var á línunni í þættinum. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Það eru liðin 50 ár frá því að gos hófst í Eyjum og þess var minnst með ýmsum hætti þann 23. janúar síðastliðinn. Magnús var í Eyjum kvöldið fyrir gos en var farinn út á sjó áður en það byrjaði og hann segir frá þeirri skelfilegu upplifun að fá fréttirnar beint í æð í gegnum radíóið þessa örlagaríku nótt. Hann segir líka frá komandi goslokahátíð en þá verður afhjúpaður minnisvarði Ólafs Elíassonar um gosið. Hann spurði einnig í ljósi þess að enginn minnisvarði er um Tyrkjaránið í Eyjum, hvað eigi að gera þegar 400 ár verða liðin frá ráninu árið 2027. Tónlist í þættinum í dag: Kling klang / Dátar (Þórir Baldursson og Ólafur Gaukur Þórhallsson) Going up the Country / Canned Heat (Alan Wilson) Girl from Before / Blood Harmony (Örn Eldjárn) Háa C / Moses Hightower (Andri Ólafsson og Steingrímur Karl Teague) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/1/202350 minutes
Episode Artwork

Lægðamyndun, spegill fortíðar og minnkandi fæðingatíðni

Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom í veðurspjallið í dag. Það hefur auðvitað talsvert veður gengið yfir landið undanfarinn sólarhring því var ekki úr vegi að ræða það og Elín fræddi okkur líka almennt um lægðamyndun í dag. Spegill fortíðar og silfur framtíðar nefnist fyrirlestraröð á vegum Vitafélagsins, en það félag stendur vörð um strandmenningu á Íslandi. Annað kvöld mun Kristinn R. Ólafsson, útvarpsmaður, rithöfundur og þýðandi, koma fram, en hann ætlar að segja sögur af formæðrum sínum og forfeðum sem voru bátasmiðir, önglasmiðir og galdramenn. Viðburðurinn fer fram í Sjóminjasafninu í Grandagarði annað kvöld kl.20 Hvað veldur minnkandi fæðingartíðni á Íslandi? Sunna Kristín Símonardóttir nýdoktor í félagsfræði kom til okkar í dag, en hún er meðal stjórnenda verkefnis þar sem hópur fræðafólks við Háskóla Íslands, þvert á fræðigreinar, leitast við að svara þessari spurningu og rannsaka lækkun fæðinartíðni hér á landi. Sunna Kristín sagði okkur meira frá þessari áhugaverðu þróun í þættinum í dag. Tónlist í þættinum í dag: María Ísabel / Helena Eyjólfsdóttir (J. Moreno, L. Moreno og Ásta Sigurðardóttir) The Windmills of Your Mind / Dusty Springfield (Alan Bergman, Marilyn Bergman og Michael Legrand) I?m Not Ready / Rachael og Vilray (Vilray) Blackbird / Beatles (Lennon & McCartney) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
1/31/20230
Episode Artwork

Lægðamyndun, spegill fortíðar og minnkandi fæðingatíðni

Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom í veðurspjallið í dag. Það hefur auðvitað talsvert veður gengið yfir landið undanfarinn sólarhring því var ekki úr vegi að ræða það og Elín fræddi okkur líka almennt um lægðamyndun í dag. Spegill fortíðar og silfur framtíðar nefnist fyrirlestraröð á vegum Vitafélagsins, en það félag stendur vörð um strandmenningu á Íslandi. Annað kvöld mun Kristinn R. Ólafsson, útvarpsmaður, rithöfundur og þýðandi, koma fram, en hann ætlar að segja sögur af formæðrum sínum og forfeðum sem voru bátasmiðir, önglasmiðir og galdramenn. Viðburðurinn fer fram í Sjóminjasafninu í Grandagarði annað kvöld kl.20 Hvað veldur minnkandi fæðingartíðni á Íslandi? Sunna Kristín Símonardóttir nýdoktor í félagsfræði kom til okkar í dag, en hún er meðal stjórnenda verkefnis þar sem hópur fræðafólks við Háskóla Íslands, þvert á fræðigreinar, leitast við að svara þessari spurningu og rannsaka lækkun fæðinartíðni hér á landi. Sunna Kristín sagði okkur meira frá þessari áhugaverðu þróun í þættinum í dag. Tónlist í þættinum í dag: María Ísabel / Helena Eyjólfsdóttir (J. Moreno, L. Moreno og Ásta Sigurðardóttir) The Windmills of Your Mind / Dusty Springfield (Alan Bergman, Marilyn Bergman og Michael Legrand) I?m Not Ready / Rachael og Vilray (Vilray) Blackbird / Beatles (Lennon & McCartney) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
1/31/202350 minutes
Episode Artwork

Sögusýning í Garðabæ, veðurspár í þjóðsögum og Karl lesandi

Í Garðabænum er verið að opna nýja margmiðlunarsýningu um sögu Garðabæjar allt frá landnámi til dagsins í dag. Sýningin þykir glæsileg þó hún sé staðsett í fyrrum ruslageymslu á Garðatorgi. Hringur Hafsteinsson hjá Gagarín er einn höfunda sýningarinnar og hann hefur haft mikla ánægju af þessu verkefni enda alinn upp í Garðabænum og hann sagði okkur í dag frá endurbættri sýningu í rústum næststærsta landnámsskála á Íslandi sem er í Garðabæ en þar munum verður hægt að horfa í í gegnum sýndarveruleikakíkja aftur landnámstímans. Við töluðum við Hring í þættinum í dag. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn bar hann vinkilinn að veðurspám, eða hvernig veðurspár koma fram í þjóðsögum og ævintýrum Jóns Árnasonar. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Karl Ólafur Hallbjörnsson heimspekingur. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Hann talaði um eftirtaldar bækur og höfunda: Book of the New Sun e. Gene Wolfe Cloud Cuckoo Land e. Anthony Doerr Being and Time e. Martin Heidegger Verufræði e. Björn Þorsteinsson Wheel of Time e. Robert Jordan Greifinn af Monte Cristo e. Alexander Dumas Percy Jackson bækurnar e. Rick Riordan Gyllti áttavitinn, Lúmski hnífurinn og Skuggasjónaukinn e. Philip Pullman Tónlist í þættinum í dag: Ó borg mín borg / Haukur Morthens (Haukur Morthens og Vilhjálmur frá Skáholti) Það er svo skrýtið / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Eiríksson og Vilhjálmur Vilhjálmsson) Hálftómt glas / Brek (Jóhann Ingi Benediktsson, Sigmar Þór Mattíasson, Guðmundur Atli Pétursson og Harpa Þorvaldsdóttir) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
1/30/20230
Episode Artwork

Sögusýning í Garðabæ, veðurspár í þjóðsögum og Karl lesandi

Í Garðabænum er verið að opna nýja margmiðlunarsýningu um sögu Garðabæjar allt frá landnámi til dagsins í dag. Sýningin þykir glæsileg þó hún sé staðsett í fyrrum ruslageymslu á Garðatorgi. Hringur Hafsteinsson hjá Gagarín er einn höfunda sýningarinnar og hann hefur haft mikla ánægju af þessu verkefni enda alinn upp í Garðabænum og hann sagði okkur í dag frá endurbættri sýningu í rústum næststærsta landnámsskála á Íslandi sem er í Garðabæ en þar munum verður hægt að horfa í í gegnum sýndarveruleikakíkja aftur landnámstímans. Við töluðum við Hring í þættinum í dag. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn bar hann vinkilinn að veðurspám, eða hvernig veðurspár koma fram í þjóðsögum og ævintýrum Jóns Árnasonar. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Karl Ólafur Hallbjörnsson heimspekingur. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Hann talaði um eftirtaldar bækur og höfunda: Book of the New Sun e. Gene Wolfe Cloud Cuckoo Land e. Anthony Doerr Being and Time e. Martin Heidegger Verufræði e. Björn Þorsteinsson Wheel of Time e. Robert Jordan Greifinn af Monte Cristo e. Alexander Dumas Percy Jackson bækurnar e. Rick Riordan Gyllti áttavitinn, Lúmski hnífurinn og Skuggasjónaukinn e. Philip Pullman Tónlist í þættinum í dag: Ó borg mín borg / Haukur Morthens (Haukur Morthens og Vilhjálmur frá Skáholti) Það er svo skrýtið / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Eiríksson og Vilhjálmur Vilhjálmsson) Hálftómt glas / Brek (Jóhann Ingi Benediktsson, Sigmar Þór Mattíasson, Guðmundur Atli Pétursson og Harpa Þorvaldsdóttir) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
1/30/202350 minutes
Episode Artwork

Eyþór Ingi föstudagsgestur og ristað brauð

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Eyþór Ingi Gunnlaugsson, söngvari, tónlistarmaður og skemmtikraftur. Hann er á 34 aldursári en hefur gert ótrúlega margt á sínum ferli. Hann var 15 ára gamall þegar hann fékk hlutverk í söngleiknum Oliver sem settur var upp hjá Leikfélagi Akureyrar og árið 2007 sigraði hann söngkeppni framhaldsskólanna. Árið 2008 vann hann í keppninni Bandið hans Bubba, sem var á Stöð 2 og eftir það var ekki aftur snúið, Eyþór Ingi var mættur í bransann. Hann söng fyrir Íslands hönd í Eurovision lagið Ég á líf árið 2013, hann lék eitt aðalhlutverkið í Rocky Horror og nú síðustu ár hefur hann einn og sér farið um landið fyrir jólin og fyllt félagsheimili og kirkjur með fallegum söng og eftirhermum í bland. Eyþór hefur frá barnæsku haldið mikið upp á Ladda og í rauninni hefur hann leikið og hermt á eftir grínkarakterum Ladda síðan í æsku. Laddi og Eyþór eru góðir vinir í dag og hafa komið talsvert fram saman og enn er tækifæri til að sjá þá í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Í matarspjallinu í dag töluðum við um ristað brauð. Og ristað brauð er ekki bara ristað brauð. Það voru ræddar ýmsar útfærslur og minningar tengdu því í matarspjallinu í dag. Tónlist í þættinum í dag: Aftur heim til þín / Eyþór Ingi og Lay Low (Baldur Hjörleifsson og Jónína Guðrún Eysteinsdóttir) Amorsvísa (Til Soffíu) / Eyþór Ingi og Atómskáldin (Eyþór Ingi Gunnlaugsson) Ég á líf / Eyþór Ingi Gunnlaugsson (Örlygur Smári og Pétur Örn Guðmundsson) Ristað brauð með smjöri / Hemmi Gunn og Rúnar Júlíusson (texti Rúnar Júlíusson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
1/27/20230
Episode Artwork

Eyþór Ingi föstudagsgestur og ristað brauð

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Eyþór Ingi Gunnlaugsson, söngvari, tónlistarmaður og skemmtikraftur. Hann er á 34 aldursári en hefur gert ótrúlega margt á sínum ferli. Hann var 15 ára gamall þegar hann fékk hlutverk í söngleiknum Oliver sem settur var upp hjá Leikfélagi Akureyrar og árið 2007 sigraði hann söngkeppni framhaldsskólanna. Árið 2008 vann hann í keppninni Bandið hans Bubba, sem var á Stöð 2 og eftir það var ekki aftur snúið, Eyþór Ingi var mættur í bransann. Hann söng fyrir Íslands hönd í Eurovision lagið Ég á líf árið 2013, hann lék eitt aðalhlutverkið í Rocky Horror og nú síðustu ár hefur hann einn og sér farið um landið fyrir jólin og fyllt félagsheimili og kirkjur með fallegum söng og eftirhermum í bland. Eyþór hefur frá barnæsku haldið mikið upp á Ladda og í rauninni hefur hann leikið og hermt á eftir grínkarakterum Ladda síðan í æsku. Laddi og Eyþór eru góðir vinir í dag og hafa komið talsvert fram saman og enn er tækifæri til að sjá þá í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Í matarspjallinu í dag töluðum við um ristað brauð. Og ristað brauð er ekki bara ristað brauð. Það voru ræddar ýmsar útfærslur og minningar tengdu því í matarspjallinu í dag. Tónlist í þættinum í dag: Aftur heim til þín / Eyþór Ingi og Lay Low (Baldur Hjörleifsson og Jónína Guðrún Eysteinsdóttir) Amorsvísa (Til Soffíu) / Eyþór Ingi og Atómskáldin (Eyþór Ingi Gunnlaugsson) Ég á líf / Eyþór Ingi Gunnlaugsson (Örlygur Smári og Pétur Örn Guðmundsson) Ristað brauð með smjöri / Hemmi Gunn og Rúnar Júlíusson (texti Rúnar Júlíusson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
1/27/202350 minutes
Episode Artwork

Jákvæð heilsa, lög Steingríms og Hafberg í Lambhaga

Við kynntum okkur hugmyndafræði jákvæðrar heilsu í dag. Þær Rannveig Eir Helgadóttir geðhjúkrunarfræðingur og Rannveig Björk Gylfadóttir, sérfræðingur í krabbameinshjúkrun, standa að námskeiðinu Heilsuhjólið mitt hjá Endurmenntun Háskóla Íslands þar sem kynnt verður ný skilgreining á hugmyndafræði á heilsu, sem sagt jákvæð heilsa. En hvað er átt við með því og hvað er heilsuhjólið? Þær nöfnur Rannveig Eir og Rannveig Björk svörðuðu því í þættinum. Í kvöld verða fluttar helstu dægurlagaperlur Steingríms M. Sigfússonar í Salnum í Kópavogi en það er barnabarn hans, Gísli Magna Sigríðarson, sem heldur síðbúna útgáfutónleika en hann gaf út plötu með lögum afa síns en vegna heimsfaraldursins náðist ekki að halda tónleika fyrr. Gísli kom í þáttinn og sagði okkur frá afa sínum, Steingrími, í dag og við heyrðum lag af plötunni. Einn þeirra sem fékk heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu frá forseta Íslands í upphafi árs var Hafberg Þórisson, garðyrkjumaður og forstjóri, en hann fékk orðuna fyrir frumkvöðlastarf í ræktun og vistvænni grænmetisframleiðslu. Hafberg rekur Lambhaga garðyrkjustöð sem er svo að segja í miðri borginni. Hann er þessa dagana staddur í Þýskalandi á Landbúnaðarráðstefnu og við slógum á þráðinn til hans í þættinum. Tónlist í þættinum í dag: Í löngu máli / Una Torfa (Una Torfa) Aguas de Marco / Antonio Carlos Jobim & Elis Regina (Antonio Carlos Jobim) Mikið var gaman að því / Gísli Magnason (Steingrímur M Sigfússon) Græna byltingin / Spilverk Þjóðanna (Spilverk þjóðanna) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
1/26/20230
Episode Artwork

Jákvæð heilsa, lög Steingríms og Hafberg í Lambhaga

Við kynntum okkur hugmyndafræði jákvæðrar heilsu í dag. Þær Rannveig Eir Helgadóttir geðhjúkrunarfræðingur og Rannveig Björk Gylfadóttir, sérfræðingur í krabbameinshjúkrun, standa að námskeiðinu Heilsuhjólið mitt hjá Endurmenntun Háskóla Íslands þar sem kynnt verður ný skilgreining á hugmyndafræði á heilsu, sem sagt jákvæð heilsa. En hvað er átt við með því og hvað er heilsuhjólið? Þær nöfnur Rannveig Eir og Rannveig Björk svörðuðu því í þættinum. Í kvöld verða fluttar helstu dægurlagaperlur Steingríms M. Sigfússonar í Salnum í Kópavogi en það er barnabarn hans, Gísli Magna Sigríðarson, sem heldur síðbúna útgáfutónleika en hann gaf út plötu með lögum afa síns en vegna heimsfaraldursins náðist ekki að halda tónleika fyrr. Gísli kom í þáttinn og sagði okkur frá afa sínum, Steingrími, í dag og við heyrðum lag af plötunni. Einn þeirra sem fékk heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu frá forseta Íslands í upphafi árs var Hafberg Þórisson, garðyrkjumaður og forstjóri, en hann fékk orðuna fyrir frumkvöðlastarf í ræktun og vistvænni grænmetisframleiðslu. Hafberg rekur Lambhaga garðyrkjustöð sem er svo að segja í miðri borginni. Hann er þessa dagana staddur í Þýskalandi á Landbúnaðarráðstefnu og við slógum á þráðinn til hans í þættinum. Tónlist í þættinum í dag: Í löngu máli / Una Torfa (Una Torfa) Aguas de Marco / Antonio Carlos Jobim & Elis Regina (Antonio Carlos Jobim) Mikið var gaman að því / Gísli Magnason (Steingrímur M Sigfússon) Græna byltingin / Spilverk Þjóðanna (Spilverk þjóðanna) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
1/26/202350 minutes
Episode Artwork

Atvinnuleit, Jón Magnús og Eyjaa systur

Við fræddumst í dag um námskeið um það sem hafa ber í huga við atvinnuleit. Hvernig á að gera áhugavekjandi ferilskrá og kynningarbréf. Hvernig er best að undibúa sig fyrir atvinnuviðtal og svo líka hvar er best að leita að starfi við hæfi? Einar Sigvaldason, stjórnendaþjálfi og ráðgjafi stýrir námskeiðinu Að skara fram úr í atvinnuleit á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands. Við fengum hann til að segja okkur betur frá því hvernig er best að bera sig að í atvinnuleitinni. Jón Magnús Kristjánsson læknir og fyrrverandi yfirlæknir bráðamóttökum Landsspítalans hætti í vinnunni og fylgdi hjarta sínu yfir í annað eftir að hafa leitað til og unnið með markþjálfa. Jón kom í þáttinn og sagði okkur frá þessu ferðalagi sínu og hans leit að starfsánægju með hjálp markþjálfa. Jón er meðal fyrirlesara á Markþjálfunardögunum sem verða í næstu viku, 1. og 2. febrúar. Við hringdum svo til Danmerkur og heyrðum í systrunum Brynju Mary og Söru Victoriu Sverrisdætrum, en þær munu taka þátt í dönsku undankeppninni fyrir Eurovision þann 11.febrúar næstkomandi. Þær eru 19 og 17 ára en eru samt komnar með talsverða reynslu, Brynja tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins með frumsamið lag og þær eru á samningi hjá Universal útgáfunni þar sem þær hafa gefið út nokkur lög og þær hafa verið með annan fótinn í Los Angeles undanfarið. Við kynntumst Brynju og Söru betur í þættinum og heyrðum lagið sem þær keppa með í dönsku undankeppninni, I Was Gonna Marry Him. Tónlist í þættinum í dag: Egils Appelsín / Spilverk Þjóðanna (Spilverk Þjóðanna) Sinking stone / Alison Krauss og Union Station (Lister) Our house / Crosby, Stills & Nash (Graham Nash) I was gonna marry him / Eyjaa (Rasmus Olsen, Maria Broberg og Thomas Buttenschön) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
1/25/20230
Episode Artwork

Atvinnuleit, Jón Magnús og Eyjaa systur

Við fræddumst í dag um námskeið um það sem hafa ber í huga við atvinnuleit. Hvernig á að gera áhugavekjandi ferilskrá og kynningarbréf. Hvernig er best að undibúa sig fyrir atvinnuviðtal og svo líka hvar er best að leita að starfi við hæfi? Einar Sigvaldason, stjórnendaþjálfi og ráðgjafi stýrir námskeiðinu Að skara fram úr í atvinnuleit á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands. Við fengum hann til að segja okkur betur frá því hvernig er best að bera sig að í atvinnuleitinni. Jón Magnús Kristjánsson læknir og fyrrverandi yfirlæknir bráðamóttökum Landsspítalans hætti í vinnunni og fylgdi hjarta sínu yfir í annað eftir að hafa leitað til og unnið með markþjálfa. Jón kom í þáttinn og sagði okkur frá þessu ferðalagi sínu og hans leit að starfsánægju með hjálp markþjálfa. Jón er meðal fyrirlesara á Markþjálfunardögunum sem verða í næstu viku, 1. og 2. febrúar. Við hringdum svo til Danmerkur og heyrðum í systrunum Brynju Mary og Söru Victoriu Sverrisdætrum, en þær munu taka þátt í dönsku undankeppninni fyrir Eurovision þann 11.febrúar næstkomandi. Þær eru 19 og 17 ára en eru samt komnar með talsverða reynslu, Brynja tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins með frumsamið lag og þær eru á samningi hjá Universal útgáfunni þar sem þær hafa gefið út nokkur lög og þær hafa verið með annan fótinn í Los Angeles undanfarið. Við kynntumst Brynju og Söru betur í þættinum og heyrðum lagið sem þær keppa með í dönsku undankeppninni, I Was Gonna Marry Him. Tónlist í þættinum í dag: Egils Appelsín / Spilverk Þjóðanna (Spilverk Þjóðanna) Sinking stone / Alison Krauss og Union Station (Lister) Our house / Crosby, Stills & Nash (Graham Nash) I was gonna marry him / Eyjaa (Rasmus Olsen, Maria Broberg og Thomas Buttenschön) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
1/25/202350 minutes
Episode Artwork

Fundið fé, afmæli Kvenréttindafélagsins og gömlu vindorðin

Dagbjört Jónsdóttir lögfræðingur hefur síðastliðin ár verið að þróa og hanna bók fyrir fólk sem vill halda utan um fjármálin sín með skipulögðum hætti. Í hverjum mánuði eru áskoranir til að takast á við, sem hún segir að geri verkefnið enn skemmtilegra. Bókin heitir Fundið fé - njóttu ferðalagsins og hugsun Dagbjartar með bókinni er að fá lesendur með sér í fjárhagslegt ferðalag þar sem það fær yfirsýn yfir fjármál sín á einungis fimm mínútum á dag. Dagbjört sagði okkur betur frá í þættinum í dag. Sunnudaginn 27. janúar 1907 komu saman nokkrar konur að Þingholtsstræti 18 í Reykjavík, heimili Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Tilgangurinn var að ræða stofnun félags sem gengist fyrir ýmsum breytingum á löggjöf landsins sem snerti konur og börn og framkvæmd laganna, eða eins og segir í 2. gr. fyrstu laga félagsins: Að starfa að því að íslenskar konur fái fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi svo og rétt til embætta og atvinnu með sömu skilyrðum og þeir. Kvenréttindafélag Íslands fagnar 116 ára afmæli sínu með formlegum hætti á föstudaginn og við ræddum við framkvæmdastýru félagsins Rut Einarsdóttur af því tilefni í dag. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo til okkar í dag í okkar vikulega veðurspjall. Í dag ræddi hún meðal annars við okkur um gömlu vindorðin; golu, kalda, stinningskalda, rok, storm, og fleiri. Tónlist í þættinum í dag: Litla músin / Jóhann Helgason (Jóhann Helgason) Ride up / Kristin Asbjörnssen (höf. ókunnur) When I stop dreaming / Don Henley og Dolly Parton (Charles Louvin og Ira Louvin) Dægurfluga / Brimkló (Björgvin Halldórsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
1/24/20230
Episode Artwork

Fundið fé, afmæli Kvenréttindafélagsins og gömlu vindorðin

Dagbjört Jónsdóttir lögfræðingur hefur síðastliðin ár verið að þróa og hanna bók fyrir fólk sem vill halda utan um fjármálin sín með skipulögðum hætti. Í hverjum mánuði eru áskoranir til að takast á við, sem hún segir að geri verkefnið enn skemmtilegra. Bókin heitir Fundið fé - njóttu ferðalagsins og hugsun Dagbjartar með bókinni er að fá lesendur með sér í fjárhagslegt ferðalag þar sem það fær yfirsýn yfir fjármál sín á einungis fimm mínútum á dag. Dagbjört sagði okkur betur frá í þættinum í dag. Sunnudaginn 27. janúar 1907 komu saman nokkrar konur að Þingholtsstræti 18 í Reykjavík, heimili Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Tilgangurinn var að ræða stofnun félags sem gengist fyrir ýmsum breytingum á löggjöf landsins sem snerti konur og börn og framkvæmd laganna, eða eins og segir í 2. gr. fyrstu laga félagsins: Að starfa að því að íslenskar konur fái fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi svo og rétt til embætta og atvinnu með sömu skilyrðum og þeir. Kvenréttindafélag Íslands fagnar 116 ára afmæli sínu með formlegum hætti á föstudaginn og við ræddum við framkvæmdastýru félagsins Rut Einarsdóttur af því tilefni í dag. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo til okkar í dag í okkar vikulega veðurspjall. Í dag ræddi hún meðal annars við okkur um gömlu vindorðin; golu, kalda, stinningskalda, rok, storm, og fleiri. Tónlist í þættinum í dag: Litla músin / Jóhann Helgason (Jóhann Helgason) Ride up / Kristin Asbjörnssen (höf. ókunnur) When I stop dreaming / Don Henley og Dolly Parton (Charles Louvin og Ira Louvin) Dægurfluga / Brimkló (Björgvin Halldórsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
1/24/202350 minutes
Episode Artwork

Að búa á Tene, snjómoksturvinkill og Björg lesandi

Þó margir Íslendingar fari til Tenerife á hverju ári og sumir láti sig jafnvel dreyma um að búa þar allan ársins hring þá eru nú fæstir sem láta verða af því en hjónin Anna Birna Sæmundsdóttir og Brynjólfur Gunnarsson létu slag standa og fluttu út árið 2019. Hún starfar sem nuddari, leiðsögumaður og fararstjóri og hann er sjómaður. Við hittum Önnu Birnu í íbúðinni þeirra á Adeje og spjölluðum við hana um lífið og tilveruna á Tenerife. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag eins og aðra mánudaga í vetur. Í dag bar Guðjón vinkilinn að snjómokstri, kurteisi og hláku. Svo var það lesandi vikunnar, sem í þetta var Björg Árnadóttir, rithöfundur, ritlistarkennari og framkvæmdastjóri Stílvopnsins. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Hún talaði um eftirtaldar bækur og höfunda: Dádýrið eftir Magda Szabó Dyngjan eftir Sigrúnu Pálsdóttur Merking eftir Fríðu Ísberg Þetta rauða eftir Rögnu Sigurðardóttur og Pál Ólafsson ljóðskáld. Tónlist í þættinum í dag: Blítt og létt / KK og Magnús Eiríksson (Oddgeir Kristjánsson og Árni úr Eyjum) Sólbrúnir vangar / Sextett Ólafs Gauks (Oddgeir Kristjánsson og Ási í bæ) Ship og hoj / Kvartett Reynis Sigurðssonar (Oddgeir Kristjánsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
1/23/20230
Episode Artwork

Að búa á Tene, snjómoksturvinkill og Björg lesandi

Þó margir Íslendingar fari til Tenerife á hverju ári og sumir láti sig jafnvel dreyma um að búa þar allan ársins hring þá eru nú fæstir sem láta verða af því en hjónin Anna Birna Sæmundsdóttir og Brynjólfur Gunnarsson létu slag standa og fluttu út árið 2019. Hún starfar sem nuddari, leiðsögumaður og fararstjóri og hann er sjómaður. Við hittum Önnu Birnu í íbúðinni þeirra á Adeje og spjölluðum við hana um lífið og tilveruna á Tenerife. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag eins og aðra mánudaga í vetur. Í dag bar Guðjón vinkilinn að snjómokstri, kurteisi og hláku. Svo var það lesandi vikunnar, sem í þetta var Björg Árnadóttir, rithöfundur, ritlistarkennari og framkvæmdastjóri Stílvopnsins. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Hún talaði um eftirtaldar bækur og höfunda: Dádýrið eftir Magda Szabó Dyngjan eftir Sigrúnu Pálsdóttur Merking eftir Fríðu Ísberg Þetta rauða eftir Rögnu Sigurðardóttur og Pál Ólafsson ljóðskáld. Tónlist í þættinum í dag: Blítt og létt / KK og Magnús Eiríksson (Oddgeir Kristjánsson og Árni úr Eyjum) Sólbrúnir vangar / Sextett Ólafs Gauks (Oddgeir Kristjánsson og Ási í bæ) Ship og hoj / Kvartett Reynis Sigurðssonar (Oddgeir Kristjánsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
1/23/202350 minutes
Episode Artwork

Arnar Jónsson föstudagsgestur og þorramatarspjall með Jóa

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var einn af stórleikurum þjóðarinnar, Arnar Jónsson, en hann á einmitt áttræðisafmæli á morgun, laugardaginn 21.janúar. Hann hefur leikið vel á annað hundrað hlutverk í leikhúsum landsins, mörg af þekktustu burðarhlutverkum leikbókmenntanna. Arnar hefur auðvitað líka leikið í fjölda kvikmynda og í miklu magni sjónvarpsefnis og hefur tekið þátt í miklu grasrótarstarfi í leikhúsinu, með leikhópnum Grímu, Alþýðuleikhúsinu o.fl. meðfram því að leika í stofnanaleikhúsunum. Arnar leikur De Sade markgreifa í leikritinu Marat/Sade sem verður frumsýnt í kvöld í Borgarleikhúsinu. Það var því um nóg að ræða við Arnar í þættinum í dag, en við forvitnuðumst um hans æsku og uppvöxt og svo ferðalagið í gegnum lífið og leikhúsið til dagsins í dag. Í dag er bóndadagur, fyrsti dagur í þorra. Nú fyllast trog og bakkar um allt land af þorramat, súrum og ósúrum. Við fengum af því tilefni Jóhannes Stefánsson, eða Jóa í Múlakaffi, til að koma í þorramatarspjall í dag. Þar á bæ er allt á fullu á þessum tíma enda sækir gríðarlegur fjöldi sinn þorramat þangað og þau laga allan þorramat sem þar er í boði frá grunni. Jói kom með fullt fangið af þorramat og við smökkuðum hjá honum kræsingarnar og forvitnuðumst um þær í leiðinni. Tónlist í þættinum í dag: Niðrí bæ með bónda mínum / Borgardætur (Irving Berlin og Friðriks Erlingssonar) Skáldið og bóndinn / Bogomil Font og hljómsveitin Flís (Rafael De Leon og Sigtryggur Baldursson) Non, je ne regrette rien = Nei, ég iðrast ekki neins / Brynhildur Guðjónsdóttir (Charles Dumont, Michel Vaucar og Þórarinn Eldjárn) Þorrablót / Pétur Pétursson og Sigfús Pétursson (Ögmundur Eyþór Svavarsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MELKORKA ÓLAFSDÓTTIR
1/20/20230
Episode Artwork

Arnar Jónsson föstudagsgestur og þorramatarspjall með Jóa

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var einn af stórleikurum þjóðarinnar, Arnar Jónsson, en hann á einmitt áttræðisafmæli á morgun, laugardaginn 21.janúar. Hann hefur leikið vel á annað hundrað hlutverk í leikhúsum landsins, mörg af þekktustu burðarhlutverkum leikbókmenntanna. Arnar hefur auðvitað líka leikið í fjölda kvikmynda og í miklu magni sjónvarpsefnis og hefur tekið þátt í miklu grasrótarstarfi í leikhúsinu, með leikhópnum Grímu, Alþýðuleikhúsinu o.fl. meðfram því að leika í stofnanaleikhúsunum. Arnar leikur De Sade markgreifa í leikritinu Marat/Sade sem verður frumsýnt í kvöld í Borgarleikhúsinu. Það var því um nóg að ræða við Arnar í þættinum í dag, en við forvitnuðumst um hans æsku og uppvöxt og svo ferðalagið í gegnum lífið og leikhúsið til dagsins í dag. Í dag er bóndadagur, fyrsti dagur í þorra. Nú fyllast trog og bakkar um allt land af þorramat, súrum og ósúrum. Við fengum af því tilefni Jóhannes Stefánsson, eða Jóa í Múlakaffi, til að koma í þorramatarspjall í dag. Þar á bæ er allt á fullu á þessum tíma enda sækir gríðarlegur fjöldi sinn þorramat þangað og þau laga allan þorramat sem þar er í boði frá grunni. Jói kom með fullt fangið af þorramat og við smökkuðum hjá honum kræsingarnar og forvitnuðumst um þær í leiðinni. Tónlist í þættinum í dag: Niðrí bæ með bónda mínum / Borgardætur (Irving Berlin og Friðriks Erlingssonar) Skáldið og bóndinn / Bogomil Font og hljómsveitin Flís (Rafael De Leon og Sigtryggur Baldursson) Non, je ne regrette rien = Nei, ég iðrast ekki neins / Brynhildur Guðjónsdóttir (Charles Dumont, Michel Vaucar og Þórarinn Eldjárn) Þorrablót / Pétur Pétursson og Sigfús Pétursson (Ögmundur Eyþór Svavarsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MELKORKA ÓLAFSDÓTTIR
1/20/202355 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Meðvituð matargerð, Það gýs í Eyjum og talsamband við útlönd

Dóra Svavarsdóttir er matreiðslumeistari og eigandi Culina, sem stendur fyrir ýmis konar námskeiðum og fræðslu sem tengist matreiðslu. Dóra hefur meðal annars staðið fyrir matargöngutúrum með túrista, útbúið jóladagatal með vörum frá smáframleiðendum og haldið utan um námskeið í samstarfi við Vakanda, Landvernd og Kvenfélagasamband Íslands sem hún kallar Eldað úr öllu. Í þessum mánuði heldur hún utan um svipað námskeið í Hússtjórnarskólanum, sem hún kallar Matur og loftlagsbreytingar. Markmið námskeiðanna er að kenna fólki leiðir til þess minnka matarsóun og velja hráefni sem bera ekki með sér þung kolefnisspor. Við ræddum við Dóru í þættinum og fengum hana til þess að gefa okkur einhver ráð í þessum málum. Á mánudaginn næsta, 23. janúar, eru fimmtíu ár liðin frá gosinu í Heimaey þegar íbúar Vestmannaeyja voru vaktir um miðja nótt og þurftu að yfirgefa heimili sín í snarhasti. Gosið hófst um klukkan 2 um nótt en útsending Ríkisútvarpsins hófst tveimur tímum síðar þegar starfsmenn voru ræstir til vinnu í útvarpshúsinu við Skúlagötu. Í þættinum Það gýs í Eyjum eru fyrstu klukkustundirnar í útsendingu Ríkisútvarpsins teknar saman og þannig dregin upp sú brotakennda mynd sem hlustendum útvarpsins var miðlað á fyrstu klukkustundum atburðanna. Við fengum Guðna Tómasson, sem hefur umsjón með þættinum, til að segja okkur betur frá honum. Og síðasta mánudag, 16.jan. sögðum við frá því í upphafi þáttarins þegar við vorum að rifja upp sögu dagsins að þann dag, 16 janúar árið 1947 hafi verið opnað talsímasamband milli Íslands og Bandaríkjanna í fyrsta sinn. Sigurður Harðarson rafeindavirki heyrði þetta og sendi okkur hljóðupptöku af þessu fyrsta talsímtali vestur um haf auk kafla úr bókinni Rafeindatækni í 150 ár, þar sem þessum viðburði er lýst. Við höfðum samband við Sigurð og fengum hann til að koma í þáttinn til að segja okkur betur frá þessu og við heyrðum brot af þessari merku upptöku frá árinu 1947. Tónlist í þættinum í dag: Drullukalt / Langi Seli og skuggarnir (Axel Hallkell Jóhannesson, Jón Þorleifur Steindórsson (Jón Skuggi)) Heimaey / Brynjólfsbúð (Árni Sigfússon) Grænmetisvísur / Úr sýningu Þjóðleikhússins (Thorbjörn Egner og Kristján frá Djúpalæk) Í síma / KK (Ólafur Haukur Símonarson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MELKORKA ÓLAFSDÓTTIR
1/19/20230
Episode Artwork

Meðvituð matargerð, Það gýs í Eyjum og talsamband við útlönd

Dóra Svavarsdóttir er matreiðslumeistari og eigandi Culina, sem stendur fyrir ýmis konar námskeiðum og fræðslu sem tengist matreiðslu. Dóra hefur meðal annars staðið fyrir matargöngutúrum með túrista, útbúið jóladagatal með vörum frá smáframleiðendum og haldið utan um námskeið í samstarfi við Vakanda, Landvernd og Kvenfélagasamband Íslands sem hún kallar Eldað úr öllu. Í þessum mánuði heldur hún utan um svipað námskeið í Hússtjórnarskólanum, sem hún kallar Matur og loftlagsbreytingar. Markmið námskeiðanna er að kenna fólki leiðir til þess minnka matarsóun og velja hráefni sem bera ekki með sér þung kolefnisspor. Við ræddum við Dóru í þættinum og fengum hana til þess að gefa okkur einhver ráð í þessum málum. Á mánudaginn næsta, 23. janúar, eru fimmtíu ár liðin frá gosinu í Heimaey þegar íbúar Vestmannaeyja voru vaktir um miðja nótt og þurftu að yfirgefa heimili sín í snarhasti. Gosið hófst um klukkan 2 um nótt en útsending Ríkisútvarpsins hófst tveimur tímum síðar þegar starfsmenn voru ræstir til vinnu í útvarpshúsinu við Skúlagötu. Í þættinum Það gýs í Eyjum eru fyrstu klukkustundirnar í útsendingu Ríkisútvarpsins teknar saman og þannig dregin upp sú brotakennda mynd sem hlustendum útvarpsins var miðlað á fyrstu klukkustundum atburðanna. Við fengum Guðna Tómasson, sem hefur umsjón með þættinum, til að segja okkur betur frá honum. Og síðasta mánudag, 16.jan. sögðum við frá því í upphafi þáttarins þegar við vorum að rifja upp sögu dagsins að þann dag, 16 janúar árið 1947 hafi verið opnað talsímasamband milli Íslands og Bandaríkjanna í fyrsta sinn. Sigurður Harðarson rafeindavirki heyrði þetta og sendi okkur hljóðupptöku af þessu fyrsta talsímtali vestur um haf auk kafla úr bókinni Rafeindatækni í 150 ár, þar sem þessum viðburði er lýst. Við höfðum samband við Sigurð og fengum hann til að koma í þáttinn til að segja okkur betur frá þessu og við heyrðum brot af þessari merku upptöku frá árinu 1947. Tónlist í þættinum í dag: Drullukalt / Langi Seli og skuggarnir (Axel Hallkell Jóhannesson, Jón Þorleifur Steindórsson (Jón Skuggi)) Heimaey / Brynjólfsbúð (Árni Sigfússon) Grænmetisvísur / Úr sýningu Þjóðleikhússins (Thorbjörn Egner og Kristján frá Djúpalæk) Í síma / KK (Ólafur Haukur Símonarson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MELKORKA ÓLAFSDÓTTIR
1/19/202350 minutes
Episode Artwork

Öndun og kuldi, félags- og tilfinningahæfni og stjörnuspeki

Við forvitnuðumst um ráðstefnu sem haldin verður í febrúar í Hörpu um öndun, kulda, streitu og seiglu. Vilhjálmur Andri Einarsson er heilsuþjálfi og meðstofnandi Andri Iceland, sem stendur að þessari ráðstefnu og hann kom til okkar í dag og við fengum hann til að segja okkur frá þessari ráðstefnu og sína reynslusögu, en hann átti í langvarandi glímu við líkamlega verki og andlega vanlíðan. Í dag fer fram málþing á vegum menntavísindasviðs Háskóla Íslands þar sem fjallað verður um mikilvægi félags- og tilfinninghæfni í skóla- og frístundastarfi. Þar verða líka kynntar mögulegar innleiðingar á geðrækt í skólastarf, ásamt kynningum á verðlaunaverkefnum sem byggja á nálgun jákvæðrar sálfræði. Fræðafólk sem er leiðandi á þessu sviði hérlendis og erlendis kemur fram á málþinginu og til þess að segja okkur nánar af því sem þar fer fram komu þær Bryndís Jóna Jónsdóttir, aðjúnkt á menntavísindasviði og einn skipuleggjanda málþingsins og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis og kennslustjóri í diplómanámi í jákvæðri sálfræði við Endurmenntun H.Í. í þáttinn í dag. Við fengum svo að lokum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Póstkort dagsins inniheldur hugleiðingar Magnúsar um framtíðarspár, sem eru mikið stundaðar um áramót. Hann segir frá stjörnuspekinni sem er ennþá furðulega mikið notuð af fjölda fólks til að sjá fyrir hvernig hlutir munu þróast í nánustu framtíð. Hann segir líka frá uppgjöri tónlistarársins 2022 sem honum finnst að flestu leyti sýna einsleitni og takmarkaða yfirsýn. Tónlist í þættinum í dag: Einsemd / Snorri Helgason (Snorri Helgason og Guðmundur Óskar Guðmundsson) Take My Breath Away / Berlin (Giorgio Moroder) Að vera í sambandi / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MELKORKA ÓLAFSDÓTTIR
1/18/20230
Episode Artwork

Öndun og kuldi, félags- og tilfinningahæfni og stjörnuspeki

Við forvitnuðumst um ráðstefnu sem haldin verður í febrúar í Hörpu um öndun, kulda, streitu og seiglu. Vilhjálmur Andri Einarsson er heilsuþjálfi og meðstofnandi Andri Iceland, sem stendur að þessari ráðstefnu og hann kom til okkar í dag og við fengum hann til að segja okkur frá þessari ráðstefnu og sína reynslusögu, en hann átti í langvarandi glímu við líkamlega verki og andlega vanlíðan. Í dag fer fram málþing á vegum menntavísindasviðs Háskóla Íslands þar sem fjallað verður um mikilvægi félags- og tilfinninghæfni í skóla- og frístundastarfi. Þar verða líka kynntar mögulegar innleiðingar á geðrækt í skólastarf, ásamt kynningum á verðlaunaverkefnum sem byggja á nálgun jákvæðrar sálfræði. Fræðafólk sem er leiðandi á þessu sviði hérlendis og erlendis kemur fram á málþinginu og til þess að segja okkur nánar af því sem þar fer fram komu þær Bryndís Jóna Jónsdóttir, aðjúnkt á menntavísindasviði og einn skipuleggjanda málþingsins og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis og kennslustjóri í diplómanámi í jákvæðri sálfræði við Endurmenntun H.Í. í þáttinn í dag. Við fengum svo að lokum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Póstkort dagsins inniheldur hugleiðingar Magnúsar um framtíðarspár, sem eru mikið stundaðar um áramót. Hann segir frá stjörnuspekinni sem er ennþá furðulega mikið notuð af fjölda fólks til að sjá fyrir hvernig hlutir munu þróast í nánustu framtíð. Hann segir líka frá uppgjöri tónlistarársins 2022 sem honum finnst að flestu leyti sýna einsleitni og takmarkaða yfirsýn. Tónlist í þættinum í dag: Einsemd / Snorri Helgason (Snorri Helgason og Guðmundur Óskar Guðmundsson) Take My Breath Away / Berlin (Giorgio Moroder) Að vera í sambandi / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MELKORKA ÓLAFSDÓTTIR
1/18/202350 minutes
Episode Artwork

Zen hugleiðsla, Höldum takti og veðurspjall um perlumóðuský

Ástvaldur Zenki Traustason, tónlistarmaður og Zen kennari, kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um zen iðkun og hvernig hún getur gert lífið betra. Ástvaldur sagði okkur sína sögu tengda Zen en hann dvaldi í Japan í sex mánuði þar sem hann lærði og nam Zen fræði. Parkinsonsamtökin stóð fyrir ráðstefnunni Höldum takti ? Parkinson og endurhæfing í Hörpu um helgina. Þar var lögð áhersla á mikilvægi endurhæfingar í meðferðinni við Parkinson. Þar var kynnt starfsemi Takts og þá endurhæfingu sem er í boði fyrir fólk með Parkinson og fleira. Við fengum Ágústu Kristínu Andersen forstöðumann Takts, miðstöðvar Parkinsonsamtakanna og Ernu Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra Parkinsonsamtakanna til að segja okkur meira af því sem þarna fór fram. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur var svo hjá okkur með sitt vikulega veðurspjall. Í dag fræddi hún okkur til dæmis um perlumóðuský, sem sást víst lítið af yfir hátíðirnar hér á landi. Tónlist í þættinum í dag: Sveinbjörn Egilsson / Þokkabót (Gylfi Gunnarsson og Þórarinn Eldjárn) Pabbi vill mambó / Páll Óskar og Milljónamæringarnir (Fisher og textahöfundur ókunnur) Traustur vinur / Upplyfting (Jóhann G. Jóhannsson) Út í veður og vind / Stuðmenn (Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR
1/17/20230
Episode Artwork

Zen hugleiðsla, Höldum takti og veðurspjall um perlumóðuský

Ástvaldur Zenki Traustason, tónlistarmaður og Zen kennari, kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um zen iðkun og hvernig hún getur gert lífið betra. Ástvaldur sagði okkur sína sögu tengda Zen en hann dvaldi í Japan í sex mánuði þar sem hann lærði og nam Zen fræði. Parkinsonsamtökin stóð fyrir ráðstefnunni Höldum takti ? Parkinson og endurhæfing í Hörpu um helgina. Þar var lögð áhersla á mikilvægi endurhæfingar í meðferðinni við Parkinson. Þar var kynnt starfsemi Takts og þá endurhæfingu sem er í boði fyrir fólk með Parkinson og fleira. Við fengum Ágústu Kristínu Andersen forstöðumann Takts, miðstöðvar Parkinsonsamtakanna og Ernu Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra Parkinsonsamtakanna til að segja okkur meira af því sem þarna fór fram. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur var svo hjá okkur með sitt vikulega veðurspjall. Í dag fræddi hún okkur til dæmis um perlumóðuský, sem sást víst lítið af yfir hátíðirnar hér á landi. Tónlist í þættinum í dag: Sveinbjörn Egilsson / Þokkabót (Gylfi Gunnarsson og Þórarinn Eldjárn) Pabbi vill mambó / Páll Óskar og Milljónamæringarnir (Fisher og textahöfundur ókunnur) Traustur vinur / Upplyfting (Jóhann G. Jóhannsson) Út í veður og vind / Stuðmenn (Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR
1/17/202350 minutes
Episode Artwork

Skiptir þyngdin máli? Vinkill og Rebekka lesandi

Mörg okkar strengja heit um áramót um að nú þurfi að taka til í mataræðinu og helst að einhver kíló þurfi að víkja. En er þyngdarstjórnun málið eða er best að setja heilsuna í fyrsta sætið og henda vigtinni út með jólatrénu? Við ræddum í dag við Berglindi Blöndal klínískan næringarfræðing sem sérhæfir sig í næringu, vellíðan og streitulosun í tengslum við mat án þess að einblína um of á kíló og hitaeiningar. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Vinkill dagsins fjallar um að stundum er ekki nóg að hafa einn vinkil, heldur getur þurft að hafa tvo; eða jafnvel þrjá. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Rebekka Sif Stefánsdóttir, söngkona, söngkennari og rithöfundur. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Rebekka talaði um eftirtaldar bækur: Tól eftir Kristínu Eiríksdóttir Lungu eftir Pedro Gunnlaug Garcia Snuð eftir Brynjólf Þorsteinsson Svefngríma eftir Örvar Smárason Úr bálki hrakfalla eftir Lemony Snicket Tónlist í þættinum í dag: Haglél / Mugison (Örn Elías Guðmundsson) Just The Way You Are / Billy Joel (Billy Joel) Lag ljóð / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR
1/16/20230
Episode Artwork

Skiptir þyngdin máli? Vinkill og Rebekka lesandi

Mörg okkar strengja heit um áramót um að nú þurfi að taka til í mataræðinu og helst að einhver kíló þurfi að víkja. En er þyngdarstjórnun málið eða er best að setja heilsuna í fyrsta sætið og henda vigtinni út með jólatrénu? Við ræddum í dag við Berglindi Blöndal klínískan næringarfræðing sem sérhæfir sig í næringu, vellíðan og streitulosun í tengslum við mat án þess að einblína um of á kíló og hitaeiningar. Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Vinkill dagsins fjallar um að stundum er ekki nóg að hafa einn vinkil, heldur getur þurft að hafa tvo; eða jafnvel þrjá. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Rebekka Sif Stefánsdóttir, söngkona, söngkennari og rithöfundur. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Rebekka talaði um eftirtaldar bækur: Tól eftir Kristínu Eiríksdóttir Lungu eftir Pedro Gunnlaug Garcia Snuð eftir Brynjólf Þorsteinsson Svefngríma eftir Örvar Smárason Úr bálki hrakfalla eftir Lemony Snicket Tónlist í þættinum í dag: Haglél / Mugison (Örn Elías Guðmundsson) Just The Way You Are / Billy Joel (Billy Joel) Lag ljóð / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR
1/16/202350 minutes
Episode Artwork

Margrét Erla Maack föstudags- og matarspjallsgestur

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag var Margrét Erla Maack. Hún hefur unnið í fjölmiðlum, sjónvarpi og útvarpi, hér á RÚV og nú á Hringbraut. Hún er skemmtikraftur, burleskdís, plötusnúður, karaókískrímsli og spurningaljón og athafnastjóri hjá Siðmennt, móðir og kærasta. Við fengum að vita í þættinum hvar hún er fædd og uppalin og ræddum ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag. Og í matarspjalli dagsins sat Margrét Erla Maack föstudagsgestur áfram með okkur og við fengum að vita hvað henni þykir skemmtilegast að elda og hver hennar uppáhaldsmatur er. Og Margrét sagði okkur líka frá skemmtilegri jólamatarhefð í hennar fjölskyldu. Tónlist í þættinum í dag: Græna byltingin / Spilverk þjóðanna (Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla Garðarsson) Gloria / Laura Branigan (Giancarlo Bigazzi, Trevor Veitch, Umberto Tozzi) Try Me / Esther Philips (Scott & Radcliff) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
1/13/20230
Episode Artwork

Margrét Erla Maack föstudags- og matarspjallsgestur

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag var Margrét Erla Maack. Hún hefur unnið í fjölmiðlum, sjónvarpi og útvarpi, hér á RÚV og nú á Hringbraut. Hún er skemmtikraftur, burleskdís, plötusnúður, karaókískrímsli og spurningaljón og athafnastjóri hjá Siðmennt, móðir og kærasta. Við fengum að vita í þættinum hvar hún er fædd og uppalin og ræddum ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag. Og í matarspjalli dagsins sat Margrét Erla Maack föstudagsgestur áfram með okkur og við fengum að vita hvað henni þykir skemmtilegast að elda og hver hennar uppáhaldsmatur er. Og Margrét sagði okkur líka frá skemmtilegri jólamatarhefð í hennar fjölskyldu. Tónlist í þættinum í dag: Græna byltingin / Spilverk þjóðanna (Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla Garðarsson) Gloria / Laura Branigan (Giancarlo Bigazzi, Trevor Veitch, Umberto Tozzi) Try Me / Esther Philips (Scott & Radcliff) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
1/13/202350 minutes
Episode Artwork

Hugvíkkandi efni, Múlabær og Gunnlaugur Briem

Síðustu vikur hefur talsvert borið á umræðu um svokölluð hugvíkkandi efni og mögulega notkun þeirra til lækninga, sérstaklega til þess að aðstoða fólk sem glímir við geðræna kvilla. Efnin eru ólögleg og rannsóknir á virkni þeirra í þessu samhengi eru skammt á veg komnar, en þær staðreyndir hafa orðið til þess að ýmsir hafa varað við því að fólk fari fram úr sér í ályktunum um möguleikana sem falist gætu í notkun efnanna í lækningaskyni. Aðrir telja nægilega margt benda til þess að notkun hugvíkkandi efna undir eftirliti meðferðaraðila geti falið í sér tímamót í meðferðum við kvíða, þunglyndi og fíknisjúkdómum. Í dag hefst umfangsmikil ráðstefna um þessi mál í Hörpu, og meðal þeirra sem þar koma fram er Haraldur Erlendsson, geðlæknir. Haraldur sagði okkur nánar af sinni sýn á þessi mál í þættinum. Múlabær er fyrsta dagþjálfunin fyrir aldraðra og öryrkja og er stofnuð 1983 af Rauða krossinum, SÍBS og Samtökum aldraðra. Starfsemin verður því 40 ára 27. janúar nk. Markmið starfseminnar er að auka lífsgæði fólks sem býr í sjálfstæðri búsetu með heilbrigðisþjónustu, líkamlegri og félagslegri virkni. Það er töluvert langur biðlisti af fólki sem sækist eftir þjónustu í Múlabæ. Við kíktum í Síðumúlann og hittum Rósbjörgu S. Þórðardóttur, hópstjóra félagsstarfs, vinnustofu og listasmiðju í Múlabæ og við töluðum einnig við Ottó Malmberg, 91 árs, sem sótt hefur þjónustu í Múlabæ frá 2017. Á morgun, föstudag, eru tvöhundruð og fimmtíu ár frá því að Gunnlaugur Guðbrandsson Briem fæddist. Hann var fyrstur til að taka upp ættarnafnið Briem en í dag skipta þau hundruðum sem bera sama ættarnafn. Á laugardaginn verður haldið málþing í Þjóðarbókhlöðunni þar sem fræðifólk mun fjalla um ævi þessa merka sýslumanns og fjölskyldu hans. Við fengum þau Erlu Dóris Halldórsdóttur, sjálfstætt starfandi sagnfræðing og formann Félags um átjándu aldar fræði og Inga Þorleif Bjarnason, jarðeðlisfræðing, fundarstjóra málþingsins og stjórnarmann í Félagi um átjándu aldar fræði til þess að koma í þáttinn og segja okkur aðeins frá Gunnlaugi og því sem fer fram á málþinginu á laugardag. Tónlist í þættinum í dag: Bingó / Geirfuglarnir (Freyr Eyjólfsson) Lucy in the sky with diamonds / Bítlarnir (Lennon & McCartney) Það rökkvar í Róm / Erla Þorsteinsdóttir (Pietro Garineri og Loftur Guðmundsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MELKORKA ÓLAFSDÓTTIR
1/12/20230
Episode Artwork

Hugvíkkandi efni, Múlabær og Gunnlaugur Briem

Síðustu vikur hefur talsvert borið á umræðu um svokölluð hugvíkkandi efni og mögulega notkun þeirra til lækninga, sérstaklega til þess að aðstoða fólk sem glímir við geðræna kvilla. Efnin eru ólögleg og rannsóknir á virkni þeirra í þessu samhengi eru skammt á veg komnar, en þær staðreyndir hafa orðið til þess að ýmsir hafa varað við því að fólk fari fram úr sér í ályktunum um möguleikana sem falist gætu í notkun efnanna í lækningaskyni. Aðrir telja nægilega margt benda til þess að notkun hugvíkkandi efna undir eftirliti meðferðaraðila geti falið í sér tímamót í meðferðum við kvíða, þunglyndi og fíknisjúkdómum. Í dag hefst umfangsmikil ráðstefna um þessi mál í Hörpu, og meðal þeirra sem þar koma fram er Haraldur Erlendsson, geðlæknir. Haraldur sagði okkur nánar af sinni sýn á þessi mál í þættinum. Múlabær er fyrsta dagþjálfunin fyrir aldraðra og öryrkja og er stofnuð 1983 af Rauða krossinum, SÍBS og Samtökum aldraðra. Starfsemin verður því 40 ára 27. janúar nk. Markmið starfseminnar er að auka lífsgæði fólks sem býr í sjálfstæðri búsetu með heilbrigðisþjónustu, líkamlegri og félagslegri virkni. Það er töluvert langur biðlisti af fólki sem sækist eftir þjónustu í Múlabæ. Við kíktum í Síðumúlann og hittum Rósbjörgu S. Þórðardóttur, hópstjóra félagsstarfs, vinnustofu og listasmiðju í Múlabæ og við töluðum einnig við Ottó Malmberg, 91 árs, sem sótt hefur þjónustu í Múlabæ frá 2017. Á morgun, föstudag, eru tvöhundruð og fimmtíu ár frá því að Gunnlaugur Guðbrandsson Briem fæddist. Hann var fyrstur til að taka upp ættarnafnið Briem en í dag skipta þau hundruðum sem bera sama ættarnafn. Á laugardaginn verður haldið málþing í Þjóðarbókhlöðunni þar sem fræðifólk mun fjalla um ævi þessa merka sýslumanns og fjölskyldu hans. Við fengum þau Erlu Dóris Halldórsdóttur, sjálfstætt starfandi sagnfræðing og formann Félags um átjándu aldar fræði og Inga Þorleif Bjarnason, jarðeðlisfræðing, fundarstjóra málþingsins og stjórnarmann í Félagi um átjándu aldar fræði til þess að koma í þáttinn og segja okkur aðeins frá Gunnlaugi og því sem fer fram á málþinginu á laugardag. Tónlist í þættinum í dag: Bingó / Geirfuglarnir (Freyr Eyjólfsson) Lucy in the sky with diamonds / Bítlarnir (Lennon & McCartney) Það rökkvar í Róm / Erla Þorsteinsdóttir (Pietro Garineri og Loftur Guðmundsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MELKORKA ÓLAFSDÓTTIR
1/12/202350 minutes
Episode Artwork

Sjónlýsingar, hamingja á vinnustað og Orðalykill

Sjónlýsingar eru þjónusta við blinda og sjónskerta sem gefur ítarlegri mynd af því sem er að gerast í umhverfinu. Sjónlýsingar má nota við næstum allar tegundir viðburða; íþróttaleiki, sjónvarpsefni, bíómyndir, leikrit, listasýningar eða hvaðeina. Góð sjónlýsing gefur áhorfendanum betri heildarmynd af því sem er að gerast og einnig upplýsingar um hvað hugsanlega er að gerast í bakgrunni, ef það er mikilvægt fyrir söguþráðinn. Sjónlýsing getur því opnað nýjan heim fyrir áhorfendum sem eru t.d. hætt að geta fylgst með sjónvarpi, eða í leikhúsi, þegar þau sjá ekki lengur hvað er að gerast. Baldur Snær Sigurðsson, tækniráðgjafi Blindrafélagsins, kom í þáttinn og sagði okkur nánar frá sjónlýsingum. Héðinn Sveinbjörnsson ber hinn óviðjafnanlega titil aðalhamingjustjóri og er meðlimur í samtökum sem kalla sig Chief Happiness Officers. Héðinn kom í viðtal í Mannlega þáttinn í ágúst síðastliðnum og sagði okkur frá þessum samtökum, sem stuðla að því að starfsfólk upplifi hamingju á vinnustaðnum, finni tilgang og að það sé metið að verðleikum. Hann sagði okkur þá frá því að verið væri að safna gögnum um hamingju vinnandi fólks á alþjóðavísu og í dag kom hann aftur í þáttinn og kynnti einmitt niðurstöður þessarar könnunar. Við forvitnuðumst að lokum um málörvunarforritið Orðalykill. Það er gagnvirkt forrit sem kennir undirstöðuþætti lesturs og læsis og er afsprengi nýsköpunarfyrirtækisins Mussila. Við höfum fjallað talsvert í þættinum um hættuna sem steðjar að íslenskunni og íslenskukunnáttu yngri kynslóðanna nú á tímum snjalltækja, youtube og tik tok þar sem nánast öll afþreying er á ensku og þær áskoranir sem fylgja svo íslenskukunnáttu hraki ekki enn meira í kjölfarið. Orðalykill er einmitt lestrar- og málörvunarforrit og Jón Gunnar Þórðarson frá Musilla kom í þáttinn og sagði okkur betur frá. Tónlist í þættinum í dag: Afróbít / Samúel Jón Samúelsson Big Band (Samúel Jón Samúelsson) Bíólagið / Stuðmenn (Texti Egill Ólafsson, lag Valgeir Guðjónsson ) Hamingjan er hér / Jónas Sigurðsson (Jónas Sigurðsson) Orðin mín / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Bragi Valdimar Skúlason) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MELKORKA ÓLAFSDÓTTIR
1/11/20230
Episode Artwork

Sjónlýsingar, hamingja á vinnustað og Orðalykill

Sjónlýsingar eru þjónusta við blinda og sjónskerta sem gefur ítarlegri mynd af því sem er að gerast í umhverfinu. Sjónlýsingar má nota við næstum allar tegundir viðburða; íþróttaleiki, sjónvarpsefni, bíómyndir, leikrit, listasýningar eða hvaðeina. Góð sjónlýsing gefur áhorfendanum betri heildarmynd af því sem er að gerast og einnig upplýsingar um hvað hugsanlega er að gerast í bakgrunni, ef það er mikilvægt fyrir söguþráðinn. Sjónlýsing getur því opnað nýjan heim fyrir áhorfendum sem eru t.d. hætt að geta fylgst með sjónvarpi, eða í leikhúsi, þegar þau sjá ekki lengur hvað er að gerast. Baldur Snær Sigurðsson, tækniráðgjafi Blindrafélagsins, kom í þáttinn og sagði okkur nánar frá sjónlýsingum. Héðinn Sveinbjörnsson ber hinn óviðjafnanlega titil aðalhamingjustjóri og er meðlimur í samtökum sem kalla sig Chief Happiness Officers. Héðinn kom í viðtal í Mannlega þáttinn í ágúst síðastliðnum og sagði okkur frá þessum samtökum, sem stuðla að því að starfsfólk upplifi hamingju á vinnustaðnum, finni tilgang og að það sé metið að verðleikum. Hann sagði okkur þá frá því að verið væri að safna gögnum um hamingju vinnandi fólks á alþjóðavísu og í dag kom hann aftur í þáttinn og kynnti einmitt niðurstöður þessarar könnunar. Við forvitnuðumst að lokum um málörvunarforritið Orðalykill. Það er gagnvirkt forrit sem kennir undirstöðuþætti lesturs og læsis og er afsprengi nýsköpunarfyrirtækisins Mussila. Við höfum fjallað talsvert í þættinum um hættuna sem steðjar að íslenskunni og íslenskukunnáttu yngri kynslóðanna nú á tímum snjalltækja, youtube og tik tok þar sem nánast öll afþreying er á ensku og þær áskoranir sem fylgja svo íslenskukunnáttu hraki ekki enn meira í kjölfarið. Orðalykill er einmitt lestrar- og málörvunarforrit og Jón Gunnar Þórðarson frá Musilla kom í þáttinn og sagði okkur betur frá. Tónlist í þættinum í dag: Afróbít / Samúel Jón Samúelsson Big Band (Samúel Jón Samúelsson) Bíólagið / Stuðmenn (Texti Egill Ólafsson, lag Valgeir Guðjónsson ) Hamingjan er hér / Jónas Sigurðsson (Jónas Sigurðsson) Orðin mín / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Bragi Valdimar Skúlason) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MELKORKA ÓLAFSDÓTTIR
1/11/202350 minutes
Episode Artwork

Gamlar ljósmyndir, gæludýramissir og veðurspjall

Leifur Reynisson sagnfræðingur kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá verkefni sem hann hefur unnið með eldri borgurum síðastliðin tvö ár til að rjúfa félagslega einangrun þeirra eftir Covid. Hann hefur farið á milli félagsmiðstöðva eldri borgara í Reykjavík og sýnt ljósmyndir á breiðtjaldi. Myndirnar eru frá tímabilinu 1940-1960 og voru fengnar hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Leifur efnir svo til umræðna um myndirnar, því þær til dæmis varpa ljósi á æsku og æskuumhverfi eldri borgaranna og rifja upp persónulegar minningar. Leifur sagði okkur betur frá þessu áhugaverða verkefni í þættinum. Gæludýr verða oft dýrmætir fjölskyldumeðlimir en þau lifa yfirleitt skemur en eigendurnir. Því getur fylgt mikil sorg að missa gæludýrin sín og Sólrún Barbara Friðriksdóttir dýralæknir sem starfar hjá Dýraspítalanum Garðabæ kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um praktíska hliðarnar sem þarf að huga þegar gæludýr fellur frá. Svo ræddum við líka aðeins hvernig áramótin og flugeldarnir geta farið í gæludýrin. Svo kom Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur til okkar í veðurspjall. Nú var hún komin með formlegar tölur um veðrið í fyrra og samanburð við fyrri ár. Sem sagt hvernig veðurárið 2022 var bæði hér á landi og um allan heim og hvað er hægt að lesa úr því öllu saman. Tónlist í þættinum í dag: Það er svo ótalmargt / Ellý Vilhjálms (Jackie Smith, Derry Lindsay og Jóhanna Erlings Gissurardóttir) Ennþá man ég hvar / Hallbjörg Bjarnadóttir (Mogens Dam, Kaj Andersen og Bjarni Guðmundsson) Tipp topp / Prins Póló (Svavar Pétur Eysteinsson) Sönn ást / Björgvin Halldórsson (Magnús Eiríksson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR
1/10/20230
Episode Artwork

Gamlar ljósmyndir, gæludýramissir og veðurspjall

Leifur Reynisson sagnfræðingur kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá verkefni sem hann hefur unnið með eldri borgurum síðastliðin tvö ár til að rjúfa félagslega einangrun þeirra eftir Covid. Hann hefur farið á milli félagsmiðstöðva eldri borgara í Reykjavík og sýnt ljósmyndir á breiðtjaldi. Myndirnar eru frá tímabilinu 1940-1960 og voru fengnar hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Leifur efnir svo til umræðna um myndirnar, því þær til dæmis varpa ljósi á æsku og æskuumhverfi eldri borgaranna og rifja upp persónulegar minningar. Leifur sagði okkur betur frá þessu áhugaverða verkefni í þættinum. Gæludýr verða oft dýrmætir fjölskyldumeðlimir en þau lifa yfirleitt skemur en eigendurnir. Því getur fylgt mikil sorg að missa gæludýrin sín og Sólrún Barbara Friðriksdóttir dýralæknir sem starfar hjá Dýraspítalanum Garðabæ kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um praktíska hliðarnar sem þarf að huga þegar gæludýr fellur frá. Svo ræddum við líka aðeins hvernig áramótin og flugeldarnir geta farið í gæludýrin. Svo kom Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur til okkar í veðurspjall. Nú var hún komin með formlegar tölur um veðrið í fyrra og samanburð við fyrri ár. Sem sagt hvernig veðurárið 2022 var bæði hér á landi og um allan heim og hvað er hægt að lesa úr því öllu saman. Tónlist í þættinum í dag: Það er svo ótalmargt / Ellý Vilhjálms (Jackie Smith, Derry Lindsay og Jóhanna Erlings Gissurardóttir) Ennþá man ég hvar / Hallbjörg Bjarnadóttir (Mogens Dam, Kaj Andersen og Bjarni Guðmundsson) Tipp topp / Prins Póló (Svavar Pétur Eysteinsson) Sönn ást / Björgvin Halldórsson (Magnús Eiríksson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR
1/10/202350 minutes
Episode Artwork

Ólöf Ingólfsdóttir, Burns vaka og Sólveig lesandi vikunnar

Ólöf Ingólfsdóttir er afar fjölhæf listakona en hún er menntuð í myndlist, dansi og söng auk þess að vera með meistaragráðu í menningarmiðlun. Hún hefur nú bætt markþjálfun við menntun sína og sagði okkur í þættinum í dag frá því hvernig listræn nálgun getur hjálpað fólki að ná markmiðum sínum. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Í dag bar hann vinkilinn við matarsóun, þorrann, skoska skáldið Robert Burns og þjóðargersemina Þórarin Eldjárn. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Sólveig Jónsdóttir rithöfundur og textasmiður. Hún gaf út núna fyrir jólin bókina Móðurlíf, sem er örsagnasafn um allar mögulega og ómögulegar tilfinningar tengdar móðurhlutverkinu. En við fengum að vita hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Sólveig sagði frá eftirfarandi bókum: Bréfið eftir Katheryn Hughes Nú brosir nóttin eftir Theódór Gunnlaugsson Greppikló eftir Júlía Donaldson Býr Íslendingur hér eftir Leif Muller Tónlist í þættinum í dag: Fyrrverandi / Una Torfadóttir (Una Torfadóttir) Söngur fjallkonunnar / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon og Egill Ólafsson Auld Lang Syne / The Dan Air Scottish Pipe Band og Peter Weekers (Skoskt þjóðlag - Robert Burns) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR
1/9/20230
Episode Artwork

Ólöf Ingólfsdóttir, Burns vaka og Sólveig lesandi vikunnar

Ólöf Ingólfsdóttir er afar fjölhæf listakona en hún er menntuð í myndlist, dansi og söng auk þess að vera með meistaragráðu í menningarmiðlun. Hún hefur nú bætt markþjálfun við menntun sína og sagði okkur í þættinum í dag frá því hvernig listræn nálgun getur hjálpað fólki að ná markmiðum sínum. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Í dag bar hann vinkilinn við matarsóun, þorrann, skoska skáldið Robert Burns og þjóðargersemina Þórarin Eldjárn. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Sólveig Jónsdóttir rithöfundur og textasmiður. Hún gaf út núna fyrir jólin bókina Móðurlíf, sem er örsagnasafn um allar mögulega og ómögulegar tilfinningar tengdar móðurhlutverkinu. En við fengum að vita hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Sólveig sagði frá eftirfarandi bókum: Bréfið eftir Katheryn Hughes Nú brosir nóttin eftir Theódór Gunnlaugsson Greppikló eftir Júlía Donaldson Býr Íslendingur hér eftir Leif Muller Tónlist í þættinum í dag: Fyrrverandi / Una Torfadóttir (Una Torfadóttir) Söngur fjallkonunnar / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon og Egill Ólafsson Auld Lang Syne / The Dan Air Scottish Pipe Band og Peter Weekers (Skoskt þjóðlag - Robert Burns) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR
1/9/202352 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Ólafur Þ. Harðarson föstudag- og matarspjallsgestur

Ólafur Þ. Harðarson var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag. Á sunnudaginn tók hann við riddrararkrossi á Bessastöðum fyrir rannsóknir og þekkingarmiðlun á sviði stjórnmálafræði. Við þekkjum hann auðvitað úr ótal útsendingum í kosningasjónvarpinu, þar sem hann og Bogi Ágústsson ræða og rýna í allar tölur sem koma upp úr kjörkössunum, uppbótaþingmennina, flakkarana og allt það. Auk þess sem hann er reglulegur gestur í fréttatímum til að lesa inn í landslag stjórnmálanna. En það er ekki eins víst að landsmenn þekki mikið meira til hans og því notuðum við tækifærið til að kynnast honum betur í dag. Æskunni og uppvextinum í Hafnarfirði, Hjalteyri, Ólafsfirði og í sveit hjá ömmu sinni og afa á Vestfjörðum. Við stikluðum svo á stóru í ferðalaginu í gegnum lífið, námið í Kennaraháskólanum og LSE í London, doktorsritgerðina og starfsferilinn í útvarpi og sjónvarpi til dagsins í dag. Svo í matarspjalli dagsins fengum við Ólaf föstudagsgest til að vera með okkur áfram en hann er mikill áhugamaður um mat frá öllum heimshornum auk þess að skrifa talsvert um mat á facebooksíðu sinni, sérstaklega þegar hann er á ferðalögum erlendis. Ólafur sagði okkur til dæmis frá því þegar hann smakkaði köngulær, maurastöppu og krókódílakjöt í Kambódíu. Tónlist í þættinum í dag: Tunglið, tunglið taktu mig / Sigrún Hjálmtýsdóttir (lag Stefán S. Stefánsson og texti Theodóra Thoroddsen) Werner von Braun / Tom Lehrer (Tom Lehrer) Gin og tónik - Spaðar (Þjóðlag frá Makedóníu - Aðalgeir Arason og Guðmundur Arason) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MELKORKA ÓLAFSDÓTTIR
1/6/20230
Episode Artwork

Ólafur Þ. Harðarson föstudag- og matarspjallsgestur

Ólafur Þ. Harðarson var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag. Á sunnudaginn tók hann við riddrararkrossi á Bessastöðum fyrir rannsóknir og þekkingarmiðlun á sviði stjórnmálafræði. Við þekkjum hann auðvitað úr ótal útsendingum í kosningasjónvarpinu, þar sem hann og Bogi Ágústsson ræða og rýna í allar tölur sem koma upp úr kjörkössunum, uppbótaþingmennina, flakkarana og allt það. Auk þess sem hann er reglulegur gestur í fréttatímum til að lesa inn í landslag stjórnmálanna. En það er ekki eins víst að landsmenn þekki mikið meira til hans og því notuðum við tækifærið til að kynnast honum betur í dag. Æskunni og uppvextinum í Hafnarfirði, Hjalteyri, Ólafsfirði og í sveit hjá ömmu sinni og afa á Vestfjörðum. Við stikluðum svo á stóru í ferðalaginu í gegnum lífið, námið í Kennaraháskólanum og LSE í London, doktorsritgerðina og starfsferilinn í útvarpi og sjónvarpi til dagsins í dag. Svo í matarspjalli dagsins fengum við Ólaf föstudagsgest til að vera með okkur áfram en hann er mikill áhugamaður um mat frá öllum heimshornum auk þess að skrifa talsvert um mat á facebooksíðu sinni, sérstaklega þegar hann er á ferðalögum erlendis. Ólafur sagði okkur til dæmis frá því þegar hann smakkaði köngulær, maurastöppu og krókódílakjöt í Kambódíu. Tónlist í þættinum í dag: Tunglið, tunglið taktu mig / Sigrún Hjálmtýsdóttir (lag Stefán S. Stefánsson og texti Theodóra Thoroddsen) Werner von Braun / Tom Lehrer (Tom Lehrer) Gin og tónik - Spaðar (Þjóðlag frá Makedóníu - Aðalgeir Arason og Guðmundur Arason) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MELKORKA ÓLAFSDÓTTIR
1/6/202352 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Natasha S, Hringsjá og eftirhermur Sóla Hólm

13 dögum eftir að hinn vestræni heimur heldur jól halda Rússar, og flestir Úkraínubúar jól, eða 7. janúar. Ljóðskáldið, blaðakonan og þýðandinn Natasha S fæddist í Rússlandi en hefur verið búsett á Íslandi í 10 ár. Hún hefur vakið athygli fyrir skrif sín, en hún hlaut nýverið bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir sína fyrstu ljóðabók, Máltöku á stríðstímum. Natasha kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá ljóðabókinni og hvernig það hefur verið að koma frá Rússlandi eftir að stríðið hófst í febrúar. Auk þess sagði hún okkur frá jólahaldi í Rússlandi og af áramótunum, sem hún segir raunar að séu mikilvægari en jólin. Við fengum líka til okkar fulltrúa Hringsjár, sem sérhæfir sig í náms- og starfsendurhæfingu fyrir einstaklinga sem vegna sjúkdóma, slysa, fötlunar eða annarra áfalla þurfa á endurhæfingu að halda til að takast á við nám eða til að stunda atvinnu á almennum vinnumarkaði. Starfsemi Hringsjár snýst um hjálp til sjálfshjálpar og byggir fyrst og fremst á ráðgjöf, námi stoðþjónustu, þverfaglegri starfsendurhæfingu og samvinnu. Helga Eysteinsdóttir, forstöðukona Hringsjár og Jónas Hannes Eyberg nemandi í Hringsjá komu í þáttinn og sögðu okkur nánar frá starfseminni. Sóli Hólm, grínari, eftirherma, útvarpsmaður og fleira, kom svo að lokum til okkar til að segja okkur frá sýningunni Loksins eftirhermur sem hann sýndi margoft og víða, en sýningin var svo tekin upp í haust og verður í sjónvarpinu kl. 20 annað kvöld. Hann er glettilega góð eftirherma og leikur í sýningunni ýmsar þjóðþekktar persónur. Við forvitnuðumst í þættinum við Sóla um það hver galdurinn er á bak við góða eftirhermu. Tónlist í þættinum í dag: Myrkur og mandarínur / Hljómsveitin Eva (Vala Höskuldsdóttir og Sigríður Eir Zophoníasardóttir) Það rignir úti / FolkBeat Snefill / Moses Hightower (Steingrímur Karl Teague, Andri Ólafsson, Magnús Tryggvason Elíassen og Daníel Friðrik Böðvarsson) Þú komst við hjartað í mér / Hjaltalín (Þorgrímur Haraldsson (Toggi), Bjarki Jónsson og Páll Óskar Hjálmtýsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MELKORKA ÓLAFSDÓTTIR
1/5/20230
Episode Artwork

Natasha S, Hringsjá og eftirhermur Sóla Hólm

13 dögum eftir að hinn vestræni heimur heldur jól halda Rússar, og flestir Úkraínubúar jól, eða 7. janúar. Ljóðskáldið, blaðakonan og þýðandinn Natasha S fæddist í Rússlandi en hefur verið búsett á Íslandi í 10 ár. Hún hefur vakið athygli fyrir skrif sín, en hún hlaut nýverið bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir sína fyrstu ljóðabók, Máltöku á stríðstímum. Natasha kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá ljóðabókinni og hvernig það hefur verið að koma frá Rússlandi eftir að stríðið hófst í febrúar. Auk þess sagði hún okkur frá jólahaldi í Rússlandi og af áramótunum, sem hún segir raunar að séu mikilvægari en jólin. Við fengum líka til okkar fulltrúa Hringsjár, sem sérhæfir sig í náms- og starfsendurhæfingu fyrir einstaklinga sem vegna sjúkdóma, slysa, fötlunar eða annarra áfalla þurfa á endurhæfingu að halda til að takast á við nám eða til að stunda atvinnu á almennum vinnumarkaði. Starfsemi Hringsjár snýst um hjálp til sjálfshjálpar og byggir fyrst og fremst á ráðgjöf, námi stoðþjónustu, þverfaglegri starfsendurhæfingu og samvinnu. Helga Eysteinsdóttir, forstöðukona Hringsjár og Jónas Hannes Eyberg nemandi í Hringsjá komu í þáttinn og sögðu okkur nánar frá starfseminni. Sóli Hólm, grínari, eftirherma, útvarpsmaður og fleira, kom svo að lokum til okkar til að segja okkur frá sýningunni Loksins eftirhermur sem hann sýndi margoft og víða, en sýningin var svo tekin upp í haust og verður í sjónvarpinu kl. 20 annað kvöld. Hann er glettilega góð eftirherma og leikur í sýningunni ýmsar þjóðþekktar persónur. Við forvitnuðumst í þættinum við Sóla um það hver galdurinn er á bak við góða eftirhermu. Tónlist í þættinum í dag: Myrkur og mandarínur / Hljómsveitin Eva (Vala Höskuldsdóttir og Sigríður Eir Zophoníasardóttir) Það rignir úti / FolkBeat Snefill / Moses Hightower (Steingrímur Karl Teague, Andri Ólafsson, Magnús Tryggvason Elíassen og Daníel Friðrik Böðvarsson) Þú komst við hjartað í mér / Hjaltalín (Þorgrímur Haraldsson (Toggi), Bjarki Jónsson og Páll Óskar Hjálmtýsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MELKORKA ÓLAFSDÓTTIR
1/5/202354 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Heilsumolar, Breytingarritningin og póstkort frá Berlín

SÍBS hefur framleitt 18 örmyndbönd sem ganga undir heitinu Heilsumolar. Myndböndin svara áleitnum spurningum um málefni helstu áhrifaþátta heilsu og gefa góð, einföld og hagnýt ráð. Hvert myndband svarar mikilvægri spurningu varðandi svefn, streitu, mataræði eða hreyfingu sem eru veigamiklir áhrifaþættir heilsu. Guðmundur Löve framkvæmdastjóri SÍBS og Gunnhildur Sveinsdóttir verkefnastjóri komu í þáttinn í dag og sögðu frá þessum heilsumolum og starfseminni. Breytingarritningin, eða Yijing, sem á ensku er kölluð Book of changes, er að öllum líkindum þekktasta rit Kínaveldis. Ritið byggir á ævafornum texta og er grunnur að kínverskri heimspeki. Breytingarritningin hefur verið leiðbeinandi rit fyrir bæði valdamenn og venjulegt fólk í Kína í árþúsundir, og fræðimenn um allan heim hafa sömuleiðis velt fyrir sér eðli og inntaki ritsins, frá því löngu fyrir ártalið núll og til dagsins í dag. Á morgun fer fram málþing um Breytingarritninguna á vegum Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa í Háskóla Íslands. Geir Sigurðsson, prófessor í kínverskum fræðum kom í þáttnn og fræddi okkur nánar um ritið og vangavelturnar því tengdu. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í póstkorti dagsins segir hann okkur frá áramótunum í Berlín sem urðu ansi róstursöm, en líka frá þýska þjóðarréttinum Kurrywurst, en hann er að tapa vinsældum hjá ungu fólki sem kýs frekar pasta, pizzu eða kebab. Undir lokin segir frá þeirri nýju tilhneigingu ungra manna að brynna músum eftir tapleiki í fótbolta. Tónlist í þættinum í dag: Það þarf fólk eins og þig / Rúnar Júlíusson (Buck Owens og Rúnar Júlíusson) Changes / David Bowie (David Bowie) While My Guitar Gently Weeps / The Beatles (George Harrison) Draumur fangans / Erla Þorsteinsdóttir (Freymóður Jóhannsson (12. september) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MELKORKA ÓLAFSDÓTTIR
1/4/20230
Episode Artwork

Heilsumolar, Breytingarritningin og póstkort frá Berlín

SÍBS hefur framleitt 18 örmyndbönd sem ganga undir heitinu Heilsumolar. Myndböndin svara áleitnum spurningum um málefni helstu áhrifaþátta heilsu og gefa góð, einföld og hagnýt ráð. Hvert myndband svarar mikilvægri spurningu varðandi svefn, streitu, mataræði eða hreyfingu sem eru veigamiklir áhrifaþættir heilsu. Guðmundur Löve framkvæmdastjóri SÍBS og Gunnhildur Sveinsdóttir verkefnastjóri komu í þáttinn í dag og sögðu frá þessum heilsumolum og starfseminni. Breytingarritningin, eða Yijing, sem á ensku er kölluð Book of changes, er að öllum líkindum þekktasta rit Kínaveldis. Ritið byggir á ævafornum texta og er grunnur að kínverskri heimspeki. Breytingarritningin hefur verið leiðbeinandi rit fyrir bæði valdamenn og venjulegt fólk í Kína í árþúsundir, og fræðimenn um allan heim hafa sömuleiðis velt fyrir sér eðli og inntaki ritsins, frá því löngu fyrir ártalið núll og til dagsins í dag. Á morgun fer fram málþing um Breytingarritninguna á vegum Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa í Háskóla Íslands. Geir Sigurðsson, prófessor í kínverskum fræðum kom í þáttnn og fræddi okkur nánar um ritið og vangavelturnar því tengdu. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í póstkorti dagsins segir hann okkur frá áramótunum í Berlín sem urðu ansi róstursöm, en líka frá þýska þjóðarréttinum Kurrywurst, en hann er að tapa vinsældum hjá ungu fólki sem kýs frekar pasta, pizzu eða kebab. Undir lokin segir frá þeirri nýju tilhneigingu ungra manna að brynna músum eftir tapleiki í fótbolta. Tónlist í þættinum í dag: Það þarf fólk eins og þig / Rúnar Júlíusson (Buck Owens og Rúnar Júlíusson) Changes / David Bowie (David Bowie) While My Guitar Gently Weeps / The Beatles (George Harrison) Draumur fangans / Erla Þorsteinsdóttir (Freymóður Jóhannsson (12. september) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MELKORKA ÓLAFSDÓTTIR
1/4/202354 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Ester Auður, snjóugur vinkill og veðrið 2022

Ester Auður Elíasdóttir kom í þáttinn og sagði frá því hvernig hún tók ábyrgð á lífi sínu og líðan eftir fimmtugt, meðal annars með því að fara í burleskdans en hún hefur sýnt bæði í Noregi og New York. Við fengum fyrsta vinkil ársins frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn var vinkillinn snjóugur með partíhatt, eins og Guðjón orðar það sjálfur. Svo fengum við Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðingi í veðurspjall í upphafi nýs árs. Um áramót eru gjarnan gerð uppgjör þar sem litið er yfir árið sem var að líða og það var einmitt það sem Elín gerði með okkur í dag, sem sagt ræddi hún um veðrið 2022 í þættinum í dag. Tónlist í þættinum í dag: Skýin / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna) Gotta Get Up / Harry Nilson (Harry Nilson) Vindar að hausti / Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius (Antonio Carlos Jobim og Birgir Blær Ingólfsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR
1/3/20230
Episode Artwork

Ester Auður, snjóugur vinkill og veðrið 2022

Ester Auður Elíasdóttir kom í þáttinn og sagði frá því hvernig hún tók ábyrgð á lífi sínu og líðan eftir fimmtugt, meðal annars með því að fara í burleskdans en hún hefur sýnt bæði í Noregi og New York. Við fengum fyrsta vinkil ársins frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn var vinkillinn snjóugur með partíhatt, eins og Guðjón orðar það sjálfur. Svo fengum við Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðingi í veðurspjall í upphafi nýs árs. Um áramót eru gjarnan gerð uppgjör þar sem litið er yfir árið sem var að líða og það var einmitt það sem Elín gerði með okkur í dag, sem sagt ræddi hún um veðrið 2022 í þættinum í dag. Tónlist í þættinum í dag: Skýin / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna) Gotta Get Up / Harry Nilson (Harry Nilson) Vindar að hausti / Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius (Antonio Carlos Jobim og Birgir Blær Ingólfsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR
1/3/202350 minutes
Episode Artwork

Máni Svavarsson og veganbakstur með Guðrúnu Sóley

Í dag rifjuðum við upp þátt sem var fyrst á dagskrá föstudaginn 4. desember 2020. Föstudagsgestur Mannlega þáttarins þann dag var tónlistarmaðurinn Máni Svavarsson. Hann hefur verið í mörgum hljómsveitum og hefur samið gríðarlegt magn af tónlist, fyrir sjónvarp og auglýsingar. Hann samdi til dæmis tónlistina í Latabæjarþáttunum sem sýndir hafa verið í yfir 100 löndum og hlaut meðal annars tilnefningu til Emmy verðlauna. Hann er sonur Ellýjar Vilhjálms og Svavars Gests og við forvitnuðumst um æsku hans og uppvöxt, tónlistina, ferilinn og ferðalagið í gegnum lífið. Svo rifjuðum við upp matarspjall úr sama þætti, sem sagt frá 4. desember 2020, þar sem við fengum Guðrúnu Sóley Gestsdóttur til að fræða okkur um bakstur, og þá aðallega smákökubakstur og auðvitað veganbakstur, því Guðrún Sóley er auðvitað þekkt meðal annars fyrir vegan matreiðslubækur sínar. Við komum ekki að tómum kofanum hjá Guðrúnu þegar kemur að því að baka sætabrauð, smákökur og konfekt sem er vegan. Það skal svo tekið fram að á þessum tíma, 4.desember 2020, geysaði auðvitað Covid og samkomutakmarkanir voru í fullu gildi, því voru bæði þessi viðtöl tekin í anddyri útvarpshússins í sérútbúnu hljóðveri sem við kölluðum Studio Anddyri. Tónlist í þættinum: Um þig / Ellý Vilhjálms (Luiz Florentino Bonfa og Ólafur Gaukur Þórhallsson) Aleinn um jólin / KK og Stefán Karl Stefánsson (Máni Svavarsson og Halldór Gunnarsson) A Whiter Shade of Pale / Procol Harum (Brooker & Reid) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
1/2/20230
Episode Artwork

Máni Svavarsson og veganbakstur með Guðrúnu Sóley

Í dag rifjuðum við upp þátt sem var fyrst á dagskrá föstudaginn 4. desember 2020. Föstudagsgestur Mannlega þáttarins þann dag var tónlistarmaðurinn Máni Svavarsson. Hann hefur verið í mörgum hljómsveitum og hefur samið gríðarlegt magn af tónlist, fyrir sjónvarp og auglýsingar. Hann samdi til dæmis tónlistina í Latabæjarþáttunum sem sýndir hafa verið í yfir 100 löndum og hlaut meðal annars tilnefningu til Emmy verðlauna. Hann er sonur Ellýjar Vilhjálms og Svavars Gests og við forvitnuðumst um æsku hans og uppvöxt, tónlistina, ferilinn og ferðalagið í gegnum lífið. Svo rifjuðum við upp matarspjall úr sama þætti, sem sagt frá 4. desember 2020, þar sem við fengum Guðrúnu Sóley Gestsdóttur til að fræða okkur um bakstur, og þá aðallega smákökubakstur og auðvitað veganbakstur, því Guðrún Sóley er auðvitað þekkt meðal annars fyrir vegan matreiðslubækur sínar. Við komum ekki að tómum kofanum hjá Guðrúnu þegar kemur að því að baka sætabrauð, smákökur og konfekt sem er vegan. Það skal svo tekið fram að á þessum tíma, 4.desember 2020, geysaði auðvitað Covid og samkomutakmarkanir voru í fullu gildi, því voru bæði þessi viðtöl tekin í anddyri útvarpshússins í sérútbúnu hljóðveri sem við kölluðum Studio Anddyri. Tónlist í þættinum: Um þig / Ellý Vilhjálms (Luiz Florentino Bonfa og Ólafur Gaukur Þórhallsson) Aleinn um jólin / KK og Stefán Karl Stefánsson (Máni Svavarsson og Halldór Gunnarsson) A Whiter Shade of Pale / Procol Harum (Brooker & Reid) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
1/2/202350 minutes
Episode Artwork

Yrsa Sigurðardóttir föstudagsgestur og matarspjallsgestur

Í dag rifjuðum við upp þátt sem var fyrst á dagskrá rétt eftir áramótin 2022, en Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir stjórnaði þættinum ásamt Gunnari og þann dag var Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur og verkfræðingur föstudagsgestur Mannlega þáttarins. Hana þarf nú vart að kynna, enda hefur hún verið einn allra vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar í um tvo áratugi. Bækur eftir hana hafa verið þýddar á yfir 30 tungumál og hafa komið út í yfir 100 löndum. Yrsa hefur þrisvar sinnum hreppt Blóðdropann, verðlaun Hins íslenska glæpafélags, nú síðast fyrir bókina Bráðin sem kom út 2020. Nýjasta bók hennar, er Gættu þinna handa, en þegar viðtalið fór fram þá var hún nýbúin að gefa út bókina Lok, lok og læs. Bækur eftir Yrsu hafa gjarnan verið í mörgum jólapökkum þessi jólin. Við fengum Yrsu til að segja okkur frá því hvar hún er fædd og uppalin, frá ferðalaginu í gegnum lífið til dagsins í dag og því hvenær hún byrjaði að skrifa. Í matarspjalli dagsins fengum við svo föstudagsgestinn, Yrsu Sigurðardóttur, til að sitja áfram með okkur og Sigurlaugu Margréti. Þá fengum við að vita hvað er hennar uppáhaldsmatur, hvort hún sé mikill kokkur og þá hvaða rétti henni þykir skemmtilegast að elda. Auk þess forvitnuðumst við um mat í skáldsögunum hennar og meira að segja um notkun á gulls í mat. Þátturinn byrjar lagi sem Yrsa valdi, þetta er hljómsveitin Unun með lagið Lög unga fólksins. Tónlist í þætti dagsins: Lög unga fólksins / Unun (Þór Eldon og Gunnar Lárus Hjálmarsson) The Only Living Boy in New York / Simon & Garfunkel (Paul Simon) Flottur jakki / Ragnar Bjarnason (Thomas og Kristján Hreinsson) UMSJÓN ÞORGERÐUR ÁSA AÐALSTEINSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
12/30/20220
Episode Artwork

Yrsa Sigurðardóttir föstudagsgestur og matarspjallsgestur

Í dag rifjuðum við upp þátt sem var fyrst á dagskrá rétt eftir áramótin 2022, en Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir stjórnaði þættinum ásamt Gunnari og þann dag var Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur og verkfræðingur föstudagsgestur Mannlega þáttarins. Hana þarf nú vart að kynna, enda hefur hún verið einn allra vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar í um tvo áratugi. Bækur eftir hana hafa verið þýddar á yfir 30 tungumál og hafa komið út í yfir 100 löndum. Yrsa hefur þrisvar sinnum hreppt Blóðdropann, verðlaun Hins íslenska glæpafélags, nú síðast fyrir bókina Bráðin sem kom út 2020. Nýjasta bók hennar, er Gættu þinna handa, en þegar viðtalið fór fram þá var hún nýbúin að gefa út bókina Lok, lok og læs. Bækur eftir Yrsu hafa gjarnan verið í mörgum jólapökkum þessi jólin. Við fengum Yrsu til að segja okkur frá því hvar hún er fædd og uppalin, frá ferðalaginu í gegnum lífið til dagsins í dag og því hvenær hún byrjaði að skrifa. Í matarspjalli dagsins fengum við svo föstudagsgestinn, Yrsu Sigurðardóttur, til að sitja áfram með okkur og Sigurlaugu Margréti. Þá fengum við að vita hvað er hennar uppáhaldsmatur, hvort hún sé mikill kokkur og þá hvaða rétti henni þykir skemmtilegast að elda. Auk þess forvitnuðumst við um mat í skáldsögunum hennar og meira að segja um notkun á gulls í mat. Þátturinn byrjar lagi sem Yrsa valdi, þetta er hljómsveitin Unun með lagið Lög unga fólksins. Tónlist í þætti dagsins: Lög unga fólksins / Unun (Þór Eldon og Gunnar Lárus Hjálmarsson) The Only Living Boy in New York / Simon & Garfunkel (Paul Simon) Flottur jakki / Ragnar Bjarnason (Thomas og Kristján Hreinsson) UMSJÓN ÞORGERÐUR ÁSA AÐALSTEINSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
12/30/202250 minutes
Episode Artwork

Íslenskukunnátta snjalltækja, hrakfarir og póstkort frá Berlín

Við töluðum um daginn við Þorkel Steindal ráðgjafa hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu og í spjallinu kom upp að smáforrit sem nýtast blindum og sjónskertum styðja ekki íslensku. Því ákváðum við að kanna hver staðan er í þeim málum og fengum Vilhjálm Þorsteinsson framkvæmdastjóra máltæknifyrirtækisins Miðeind ehf. til að koma í þáttinn í dag. Miðeind hefur verið að þróa og hanna Emblu, sem er raddstýrt snjallforrit sem skilur mæltar íslenskar fyrirspurnir og svarar á íslensku, sem sagt talar með íslenskri röddu. Og það sem meira er er að Miðeind kynnti í nóvember tvær nýjar raddir Emblu sem kallast Guðrún og Gunnar. Vilhjálmur sagði okkur frá því hver staðan er í íslenskukunnáttu tölva og snjalltækja og hvað stendur í vegi þess að til dæmis svona hjálparforrit fyrir blinda og sjónskerta skilji og tali íslensku. Svo fengum við vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, síðasta vinkilinn úr Gaulverjabæjarhreppnum í ár. Hann vildi skýra þennan vinkil Hrakfarir og heimskupör, til heiðurs Viggó Viðutan. Að lokum fengum við póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni. Í póstkorti dagsins segir Magnús frá jólahátíðinni í Berlín þar sem hann er staddur um þessar mundir. Hann segir þar fátt sem minni á jólin og þau eru ekki eins stór hátíð og heima á Íslandi. Hann segir líka frá grein sem hann las um reykingar en þær hafa aukist að undanförnu í Þýskalandi sem og fleiri löndum, en menn séu ekki fyllilega búnir að gera sér grein fyrir hinum alvarlegu afleiðingum og mengun sem tóbaksiðnaðurinn hefur á umhverfið og andrúmsloftið. Í lokin segir frá áramótahefðum í Þýskalandi en þar er flugeldasala lögleg ólíkt því sem gerist í flestum Evrópulöndum og þess vegna er mikið fjör í Berlín um áramótin. Tónlist í þættinum í dag: Hvað ert?að gera á gamlaárskvöld? / Álfgrímur og Þorgerður Ása (Aðalsteinn Ásberg og Fransk Loesser) Ég færi þér heiminn / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Sigurður Halldór Guðmundsson og Bragi Valdimar Skúlason) The Christmas Song / Nat King Cole (Mel Tormé & Robert Wells) Mele Kalikimaka / Bing Crosby & The Andrews Sisters (Cole Porter & R. Alex Anderson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
12/29/20220
Episode Artwork

Íslenskukunnátta snjalltækja, hrakfarir og póstkort frá Berlín

Við töluðum um daginn við Þorkel Steindal ráðgjafa hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu og í spjallinu kom upp að smáforrit sem nýtast blindum og sjónskertum styðja ekki íslensku. Því ákváðum við að kanna hver staðan er í þeim málum og fengum Vilhjálm Þorsteinsson framkvæmdastjóra máltæknifyrirtækisins Miðeind ehf. til að koma í þáttinn í dag. Miðeind hefur verið að þróa og hanna Emblu, sem er raddstýrt snjallforrit sem skilur mæltar íslenskar fyrirspurnir og svarar á íslensku, sem sagt talar með íslenskri röddu. Og það sem meira er er að Miðeind kynnti í nóvember tvær nýjar raddir Emblu sem kallast Guðrún og Gunnar. Vilhjálmur sagði okkur frá því hver staðan er í íslenskukunnáttu tölva og snjalltækja og hvað stendur í vegi þess að til dæmis svona hjálparforrit fyrir blinda og sjónskerta skilji og tali íslensku. Svo fengum við vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, síðasta vinkilinn úr Gaulverjabæjarhreppnum í ár. Hann vildi skýra þennan vinkil Hrakfarir og heimskupör, til heiðurs Viggó Viðutan. Að lokum fengum við póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni. Í póstkorti dagsins segir Magnús frá jólahátíðinni í Berlín þar sem hann er staddur um þessar mundir. Hann segir þar fátt sem minni á jólin og þau eru ekki eins stór hátíð og heima á Íslandi. Hann segir líka frá grein sem hann las um reykingar en þær hafa aukist að undanförnu í Þýskalandi sem og fleiri löndum, en menn séu ekki fyllilega búnir að gera sér grein fyrir hinum alvarlegu afleiðingum og mengun sem tóbaksiðnaðurinn hefur á umhverfið og andrúmsloftið. Í lokin segir frá áramótahefðum í Þýskalandi en þar er flugeldasala lögleg ólíkt því sem gerist í flestum Evrópulöndum og þess vegna er mikið fjör í Berlín um áramótin. Tónlist í þættinum í dag: Hvað ert?að gera á gamlaárskvöld? / Álfgrímur og Þorgerður Ása (Aðalsteinn Ásberg og Fransk Loesser) Ég færi þér heiminn / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Sigurður Halldór Guðmundsson og Bragi Valdimar Skúlason) The Christmas Song / Nat King Cole (Mel Tormé & Robert Wells) Mele Kalikimaka / Bing Crosby & The Andrews Sisters (Cole Porter & R. Alex Anderson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
12/29/202250 minutes
Episode Artwork

36 táknmálsafsteypur, fjármálaráð og áramótaveðrið

Við fengum Júlíus Birgir Jóhannsson í viðtal í dag, en hann missti alla heyrn fyrir 5 árum og sjónin minnkaði mjög mikið, í dag hefur hann einungis 10-15 gráðu sjón á hvoru auga. Ekki er vitað hvað olli þessu heyrna- og sjóntapi hjá Júlíusi, en hann ákvað strax og heyrnin byrjaði að versna að læra táknmál hjá Samskiptamiðstöð heyrnalausra og heyrnaskertra, en tók eftir því þar að mörg áttu erfitt með að skilja táknin á plakatinu sem sýndi öll táknin og hreyfingu þeirra. Hann lagði höfuðið í bleyti og til að gera langa sögu stutta þá bjó hann til afsteypur af höndum að gera öll táknin í íslenska stafrófi táknmálsins, með punktaletri ásamt skrifmáli á fallegri og sterkri undirstöðu og eru allar 36 hendurnar í mismunandi lit, allt til að auðvelda nemendum við að læra táknmálið. Júlíus Birgir sagði okkur sína sögu og sögu táknmálshandanna í þættinum í dag. Lilja Þórhallsdóttir, ráðgjafi hjá Sjónstöðinni kom með Júlíusi sem táknmálstúlkur. Hrefna Björk Sverrisdóttir skrifaði bókina Viltu finna milljón ásamt Grétari Halldórssyni. Í bókinni fara þau yfir mörg ráð til að halda utan um heimilisbókhaldið, grynnka á skuldum, minnka neyslu og í leiðinni spara fé. Í bókinni eru ráð sem tengjast daglegu lífi, hvernig hægt er að gera litlar breytingar sem geta sparað talsverðan pening. Hrefna Björk kom í þáttinn í dag og fór með okkur yfir nokkur góð ráð og hvernig bókin getur nýst lesendum. Svo kom Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur í sitt vikulega veðurspjall. Snjónum kyngdi niður og víðast hvar á landinu voru hvít jól. Einhverjum fannst jafnvel miklu meira en nóg af snjó þessi jólin, enda hefur færð á vegum víða verið. Elín Björk fór í dag með okkur yfir kuldakastið undanfarið og hvernig spáin er fyrir áramótin. Tónlist í þættinum í dag: Það fæddist barn í Betlehem / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Bragi Valdimar Skúlason) Gull í mund / Bogomil Font (Blane, Martin og Sigtryggur Baldursson) White Christmas / Dean Martin (Irving Bell) Have Yourself a Merry Little Christmas / Ella Fitzgerald (Hugh Martin og Ralph Blane) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
12/28/20220
Episode Artwork

36 táknmálsafsteypur, fjármálaráð og áramótaveðrið

Við fengum Júlíus Birgir Jóhannsson í viðtal í dag, en hann missti alla heyrn fyrir 5 árum og sjónin minnkaði mjög mikið, í dag hefur hann einungis 10-15 gráðu sjón á hvoru auga. Ekki er vitað hvað olli þessu heyrna- og sjóntapi hjá Júlíusi, en hann ákvað strax og heyrnin byrjaði að versna að læra táknmál hjá Samskiptamiðstöð heyrnalausra og heyrnaskertra, en tók eftir því þar að mörg áttu erfitt með að skilja táknin á plakatinu sem sýndi öll táknin og hreyfingu þeirra. Hann lagði höfuðið í bleyti og til að gera langa sögu stutta þá bjó hann til afsteypur af höndum að gera öll táknin í íslenska stafrófi táknmálsins, með punktaletri ásamt skrifmáli á fallegri og sterkri undirstöðu og eru allar 36 hendurnar í mismunandi lit, allt til að auðvelda nemendum við að læra táknmálið. Júlíus Birgir sagði okkur sína sögu og sögu táknmálshandanna í þættinum í dag. Lilja Þórhallsdóttir, ráðgjafi hjá Sjónstöðinni kom með Júlíusi sem táknmálstúlkur. Hrefna Björk Sverrisdóttir skrifaði bókina Viltu finna milljón ásamt Grétari Halldórssyni. Í bókinni fara þau yfir mörg ráð til að halda utan um heimilisbókhaldið, grynnka á skuldum, minnka neyslu og í leiðinni spara fé. Í bókinni eru ráð sem tengjast daglegu lífi, hvernig hægt er að gera litlar breytingar sem geta sparað talsverðan pening. Hrefna Björk kom í þáttinn í dag og fór með okkur yfir nokkur góð ráð og hvernig bókin getur nýst lesendum. Svo kom Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur í sitt vikulega veðurspjall. Snjónum kyngdi niður og víðast hvar á landinu voru hvít jól. Einhverjum fannst jafnvel miklu meira en nóg af snjó þessi jólin, enda hefur færð á vegum víða verið. Elín Björk fór í dag með okkur yfir kuldakastið undanfarið og hvernig spáin er fyrir áramótin. Tónlist í þættinum í dag: Það fæddist barn í Betlehem / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Bragi Valdimar Skúlason) Gull í mund / Bogomil Font (Blane, Martin og Sigtryggur Baldursson) White Christmas / Dean Martin (Irving Bell) Have Yourself a Merry Little Christmas / Ella Fitzgerald (Hugh Martin og Ralph Blane) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
12/28/202250 minutes
Episode Artwork

Jóhann Sigurðarson og Marentza Poulsen

Í þessum þætti rifjum við upp skemmtilegt viðtal sem við tókum við Jóhann Sigurðarsson fyrir réttu ári síðan. Hann var föstudagsgestur hjá okkur og við fórum vítt og breitt um sviðið, æskuárin,lífið og leiklistin og eins og alþjóð veit er Jóhann er alveg einstakur sögumaður. Við rifjum líka upp skemmtilegt jólaspjall við Marenzu Paulsen sem auðvitað er alltaf með hugann við matargerð og sérstaklega í kringum jólin. Jólamaturinn, færeyskur matur, jólahlaðborð og miklu fleira með Marenzu. Tónlist í þættinum: Ef ég væri ríkur / Jóhann Sigurðarson (Jerry Bock, Sheldon Harnick og Þórarinn Hjartarson) Söngur samviskunnar / Jóhann Sigurðarson (Guðmundur Jónsson og Kristján Hreinsson) What are You Doing for New Years Eve / Ella Fitzgerald (Frank Henry Loesser) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/27/20220
Episode Artwork

Jóhann Sigurðarson og Marentza Poulsen

Í þessum þætti rifjum við upp skemmtilegt viðtal sem við tókum við Jóhann Sigurðarsson fyrir réttu ári síðan. Hann var föstudagsgestur hjá okkur og við fórum vítt og breitt um sviðið, æskuárin,lífið og leiklistin og eins og alþjóð veit er Jóhann er alveg einstakur sögumaður. Við rifjum líka upp skemmtilegt jólaspjall við Marenzu Paulsen sem auðvitað er alltaf með hugann við matargerð og sérstaklega í kringum jólin. Jólamaturinn, færeyskur matur, jólahlaðborð og miklu fleira með Marenzu. Tónlist í þættinum: Ef ég væri ríkur / Jóhann Sigurðarson (Jerry Bock, Sheldon Harnick og Þórarinn Hjartarson) Söngur samviskunnar / Jóhann Sigurðarson (Guðmundur Jónsson og Kristján Hreinsson) What are You Doing for New Years Eve / Ella Fitzgerald (Frank Henry Loesser) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/27/202250 minutes
Episode Artwork

Dísella Lárusdóttir jólagestur, aspassúpa og shrekmaturinn

Föstudagsgestur, eða í rauninni fimmtudagsgestur, Mannlega þáttarins í þetta sinn var söngkonan og Grammy verðlaunahafinn Dísella Lárusdóttir. Við fengum hana til að segja okkur frá uppvaxtarárunum í Mosfellssveitinni, trompetferlinum, tónlistarfjölskyldunni, söngnáminu og svo söngferlinum. Dísella hefur sungið mikið í Bandaríkjunum, til dæmis við Metropolitan óperuna í New York og svo hlaut hún Grammy verðlaun nú fyrir skemmstu fyrir hlutverk sitt í óperu eftir Philip Glass. Og auðvitað komumst við ekki hjá því að ræða líka aðeins við hana um jólin og jólamat. Matarspjallið í þetta sinn snerist að mestu um hefðir og venjur í jólamat. Mörg vilja halda fast í jólahefðir og vilja helst engu breyta í jólamatnum, á meðan öðrum finnst gaman að gera tilraunir og prófa nýjungar. Allt frá apsassúpu til forréttar sem skýrður er í höfuðið á Shrek. Tónlist í þættinum í dag: Litli tónlistarmaðurinn / Dísella Lárusdóttir (Freymóður Jóhannsson) What Are You Doing the Rest of Your Life? / Dísella Lárusdóttir (Alan Bergman, Marylin Bergman og Michel Legrand) You Make My Dreams (Come True) / Hall & Oates (Daryl Hall, John Oates og Sara Allen) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/22/20220
Episode Artwork

Dísella Lárusdóttir jólagestur, aspassúpa og shrekmaturinn

Föstudagsgestur, eða í rauninni fimmtudagsgestur, Mannlega þáttarins í þetta sinn var söngkonan og Grammy verðlaunahafinn Dísella Lárusdóttir. Við fengum hana til að segja okkur frá uppvaxtarárunum í Mosfellssveitinni, trompetferlinum, tónlistarfjölskyldunni, söngnáminu og svo söngferlinum. Dísella hefur sungið mikið í Bandaríkjunum, til dæmis við Metropolitan óperuna í New York og svo hlaut hún Grammy verðlaun nú fyrir skemmstu fyrir hlutverk sitt í óperu eftir Philip Glass. Og auðvitað komumst við ekki hjá því að ræða líka aðeins við hana um jólin og jólamat. Matarspjallið í þetta sinn snerist að mestu um hefðir og venjur í jólamat. Mörg vilja halda fast í jólahefðir og vilja helst engu breyta í jólamatnum, á meðan öðrum finnst gaman að gera tilraunir og prófa nýjungar. Allt frá apsassúpu til forréttar sem skýrður er í höfuðið á Shrek. Tónlist í þættinum í dag: Litli tónlistarmaðurinn / Dísella Lárusdóttir (Freymóður Jóhannsson) What Are You Doing the Rest of Your Life? / Dísella Lárusdóttir (Alan Bergman, Marylin Bergman og Michel Legrand) You Make My Dreams (Come True) / Hall & Oates (Daryl Hall, John Oates og Sara Allen) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/22/202250 minutes
Episode Artwork

Illugi um Messi, jólaveðrir með Elinu og póstkort frá Magnúsi

Það ætti nú ekki að hafa farið framhjá mörgum að argentínska karlalandsliðið varð heimsmeistari í knattspyrnu á sunnudaginn eftir að hafa sigrað Frakka í úrslitaleik HM. Þar var auðvitað fremstur í flokki Lionel Messi og má segja að með heimsmeistaratitlinum sé hann búinn að vinna nánast öll stærstu verðlaun sem í boði eru í knattspyrnuheiminum og sum þeirra hefur hann meira að segja unnið oftar en nokkur annar. Þetta vita flestir, en það eru samt kannski ekki margir sem vita mikið meira um þennan frábæra 35 ára knattspyrnumann, því hann gefur nánast aldrei færi á sér í viðtöl og fyrir utan knattspyrnuvöllinn vill hann helst ekki láta mikið á sér bera. Illugi Jökulsson hefur skrifað tvær bækur um Messi og hefur kynnt sér sögu hans betur en flestir. Því fengum við Illuga til að koma í þáttinn í dag til þess að segja okkur aðeins frá manninum á bak við alla þessa titla og met. Elín Björk Jónasdóttir kom svo til okkar í dag með sitt vikulega veðurspjall og það er ekki hægt að segja annað en að veðrið hafi mætt og minnt á sig undanfarna daga. Jólaveðrið, færðin og ferðaveðrið voru til umræðu með Elínu í veðurspjallinu. Svo fengum við póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni. Í síðasta póstkorti sínu fyrir jól segir Magnús frá sumarjólum sem hann átti á Nýja Sjálandi fyrir áratugum en þar eru sumarsólstöður og alls ekki jólalegt um að litast eins og við eigum að venjast. Hann segir líka frá hve miklar tilfinningar voru tengdar leik Marokkóa og Frakka á heimsmeistaramótinu fyrir viku. Frakkar voru nýlenduherrar í Marokkó og beittu ótrúlegri harðneskju sem ekki er gleymd. Tónlist í þættinum í dag: Yfir fannhvíta jörð / KK og Ellen Kristjánsdóttir (R. Miller og Ólafur Gaukur Þórhallsson) I ll be Home For Christmas / Dean Martin & Scarlett Johansson (Kim Gannon, Buck Ram og Ken Walter) Myrra / Baggalútur og GDRN (Bragi Valdimar Skúlason) Someday at Christmas / Stevie Wonder (Ron Miller & Bryan Wells) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/21/20220
Episode Artwork

Illugi um Messi, jólaveðrir með Elinu og póstkort frá Magnúsi

Það ætti nú ekki að hafa farið framhjá mörgum að argentínska karlalandsliðið varð heimsmeistari í knattspyrnu á sunnudaginn eftir að hafa sigrað Frakka í úrslitaleik HM. Þar var auðvitað fremstur í flokki Lionel Messi og má segja að með heimsmeistaratitlinum sé hann búinn að vinna nánast öll stærstu verðlaun sem í boði eru í knattspyrnuheiminum og sum þeirra hefur hann meira að segja unnið oftar en nokkur annar. Þetta vita flestir, en það eru samt kannski ekki margir sem vita mikið meira um þennan frábæra 35 ára knattspyrnumann, því hann gefur nánast aldrei færi á sér í viðtöl og fyrir utan knattspyrnuvöllinn vill hann helst ekki láta mikið á sér bera. Illugi Jökulsson hefur skrifað tvær bækur um Messi og hefur kynnt sér sögu hans betur en flestir. Því fengum við Illuga til að koma í þáttinn í dag til þess að segja okkur aðeins frá manninum á bak við alla þessa titla og met. Elín Björk Jónasdóttir kom svo til okkar í dag með sitt vikulega veðurspjall og það er ekki hægt að segja annað en að veðrið hafi mætt og minnt á sig undanfarna daga. Jólaveðrið, færðin og ferðaveðrið voru til umræðu með Elínu í veðurspjallinu. Svo fengum við póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni. Í síðasta póstkorti sínu fyrir jól segir Magnús frá sumarjólum sem hann átti á Nýja Sjálandi fyrir áratugum en þar eru sumarsólstöður og alls ekki jólalegt um að litast eins og við eigum að venjast. Hann segir líka frá hve miklar tilfinningar voru tengdar leik Marokkóa og Frakka á heimsmeistaramótinu fyrir viku. Frakkar voru nýlenduherrar í Marokkó og beittu ótrúlegri harðneskju sem ekki er gleymd. Tónlist í þættinum í dag: Yfir fannhvíta jörð / KK og Ellen Kristjánsdóttir (R. Miller og Ólafur Gaukur Þórhallsson) I ll be Home For Christmas / Dean Martin & Scarlett Johansson (Kim Gannon, Buck Ram og Ken Walter) Myrra / Baggalútur og GDRN (Bragi Valdimar Skúlason) Someday at Christmas / Stevie Wonder (Ron Miller & Bryan Wells) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/21/202250 minutes
Episode Artwork

Vin dagsetur og kaffistofa Samhjálpar

Vin er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir. Vin sækja notendur sem margir hverjir glíma við langvinna geðrofssjúkdóma (t.d. geðklofa), og þeir hafa gegnum tíðina mótað úrræðið að sínum þörfum. Rauði Krossinn sá um rekstur Vinjar í nærri þrjá áratugi en í fyrra tók Reykjavíkurborg við rekstrinum og fyrir skemmstu samþykkti borgarráð niðurskurðartillögur sem hafa sett starfsemi úrræðisins í uppnám. Gestir Vinjar eru viðkvæmur hópur og þessar fréttir hefur komið þeim í óþægilegt óvissuástand. Halldóra Pálsdóttir, mannfræðingur og forstöðukona á Vin og Bjarni Kristinn Gunnarsson sálfræðingur hjá Reykjavíkurborg komu í þáttinn í dag og fóru með okkur yfir stöðuna og sögðu frá samstöðufundi og afhendingu undirskriftarlista sem fram fer í dag kl.17 við Ráðhúsið. Kaffistofa Samhjálpar var opnuð árið 1981 en hafði þá bækistöðvar við Hverfisgötu í Reykjavík. Seinna fluttist kaffistofan í Borgartúnið þar sem hún hefur verið um árabil. Kaffistofan er ætluð þeim sem eru í neyð og hafa ekki tök á að sjá sér fyrir mat sjálf. Þangað sækir meðal annars fólk sem neytir áfengis- og fíkniefna auk fólks sem glímir við andleg og líkamleg veikindi af ýmsum toga. Aðsóknin hefur aukist og þörfin sjaldan verið meiri. Rósý Sigþórsdóttir verkefnisstjóri og forstöðumaður kaffistofunnar kom í þáttinn í dag. Tónlist í þættinum í dag: Það snjóar / Sigurður Guðmundsson (Norman Newell, Iller Pattacini og Bragi Valdimar) Undrastjarna / Hljómar (höf.óþekktur, texti Rúnar Júlíusson) Jólasnjór /Ellý og Vilhjálmur Vilhjálms (Jón Sigurðsson og Jóhanna G. Erlingsson) Allt er gott um jólin / Bjarni Ara (Bjarni Ara og Kristinn G. Bjarnason) Anda inn / Heimilistónar (Katla Margrét Þorgeirsdóttir) Ef ég nenni / Helgi Björnsson(Adelmo Zucchero Fornaciari og Jónas Friðrik Guðnason) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/20/20220
Episode Artwork

Vin dagsetur og kaffistofa Samhjálpar

Vin er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir. Vin sækja notendur sem margir hverjir glíma við langvinna geðrofssjúkdóma (t.d. geðklofa), og þeir hafa gegnum tíðina mótað úrræðið að sínum þörfum. Rauði Krossinn sá um rekstur Vinjar í nærri þrjá áratugi en í fyrra tók Reykjavíkurborg við rekstrinum og fyrir skemmstu samþykkti borgarráð niðurskurðartillögur sem hafa sett starfsemi úrræðisins í uppnám. Gestir Vinjar eru viðkvæmur hópur og þessar fréttir hefur komið þeim í óþægilegt óvissuástand. Halldóra Pálsdóttir, mannfræðingur og forstöðukona á Vin og Bjarni Kristinn Gunnarsson sálfræðingur hjá Reykjavíkurborg komu í þáttinn í dag og fóru með okkur yfir stöðuna og sögðu frá samstöðufundi og afhendingu undirskriftarlista sem fram fer í dag kl.17 við Ráðhúsið. Kaffistofa Samhjálpar var opnuð árið 1981 en hafði þá bækistöðvar við Hverfisgötu í Reykjavík. Seinna fluttist kaffistofan í Borgartúnið þar sem hún hefur verið um árabil. Kaffistofan er ætluð þeim sem eru í neyð og hafa ekki tök á að sjá sér fyrir mat sjálf. Þangað sækir meðal annars fólk sem neytir áfengis- og fíkniefna auk fólks sem glímir við andleg og líkamleg veikindi af ýmsum toga. Aðsóknin hefur aukist og þörfin sjaldan verið meiri. Rósý Sigþórsdóttir verkefnisstjóri og forstöðumaður kaffistofunnar kom í þáttinn í dag. Tónlist í þættinum í dag: Það snjóar / Sigurður Guðmundsson (Norman Newell, Iller Pattacini og Bragi Valdimar) Undrastjarna / Hljómar (höf.óþekktur, texti Rúnar Júlíusson) Jólasnjór /Ellý og Vilhjálmur Vilhjálms (Jón Sigurðsson og Jóhanna G. Erlingsson) Allt er gott um jólin / Bjarni Ara (Bjarni Ara og Kristinn G. Bjarnason) Anda inn / Heimilistónar (Katla Margrét Þorgeirsdóttir) Ef ég nenni / Helgi Björnsson(Adelmo Zucchero Fornaciari og Jónas Friðrik Guðnason) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/20/202250 minutes
Episode Artwork

Keltar Þorvalds, draumavinkill og Kristján lesandi vikunnar

Nýjustu rannsóknir á erfðaefni Íslendinga veita merkilegar upplýsingar um uppruna landnámskmanna. Um 63% landnámskvenna voru ættuð frá Bretlandseyjum en einungis 37% frá Noregi og annarsstaðar af Norðurlöndum. 80% af íslenskum landnámskörlum virðast hins vegar ættaðir frá Norðurlöndum en 20% frá Bretlandi. Fjöll, firðir og dalir skarta keltneskum nöfnum og svo er framburður íslenskrar tungu að mörgu leiti ekki norrænn heldur keltneskur. Þetta kemur meðal annars fram í bókinni Keltar eftir Þorvald Friðriksson. Bókin fékk nýlega bókmenntaverðlaun bóksala í flokki fræðibóka. Þorvaldur kom í þáttinn í dag. Við fengum nýjan vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í dag bar hann vinkilinn að draumum, sem hann segir viðfangsefni sem hann hefur lengi haft svolítinn áhuga á, þrátt fyrir að hann muni eiginlega aldrei hvað hann dreymir sjálfur. Og lesandi vikunnar í þetta sinn var Kristján Sigurjónsson fréttamaður. Hann ætti að vera hlustendum góðu kunnur úr einmitt fréttunum og Speglinum. En við fengum að vita hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Kristján talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Tættir þættir eftir Þórarinn Eldjárn Óvinafagnaður, Ofsi, Skálmöld, Skáld, Opið haf og Þung ský eftir Einar Kárason Hungur eftir Stefán Mána Selurinn Snorri eftir Frithjof Sælen Undir fönn eftir Jónas Árnason Tónlist í þættinum í dag: Þriggja fasa jól / Ukulellur (Helga Margrét Marzellíusardóttir og Elísabet Thoroddsen) Mistletoe and Holly / Frank Sinatra (Frank Sinatra, Hank Sanicola og Doc Stanford) Ding dong / Kór Langholtskirkju (Enskt/franskt jólalag, texti Gunnlaugur V. Snævarr) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/19/20220
Episode Artwork

Keltar Þorvalds, draumavinkill og Kristján lesandi vikunnar

Nýjustu rannsóknir á erfðaefni Íslendinga veita merkilegar upplýsingar um uppruna landnámskmanna. Um 63% landnámskvenna voru ættuð frá Bretlandseyjum en einungis 37% frá Noregi og annarsstaðar af Norðurlöndum. 80% af íslenskum landnámskörlum virðast hins vegar ættaðir frá Norðurlöndum en 20% frá Bretlandi. Fjöll, firðir og dalir skarta keltneskum nöfnum og svo er framburður íslenskrar tungu að mörgu leiti ekki norrænn heldur keltneskur. Þetta kemur meðal annars fram í bókinni Keltar eftir Þorvald Friðriksson. Bókin fékk nýlega bókmenntaverðlaun bóksala í flokki fræðibóka. Þorvaldur kom í þáttinn í dag. Við fengum nýjan vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í dag bar hann vinkilinn að draumum, sem hann segir viðfangsefni sem hann hefur lengi haft svolítinn áhuga á, þrátt fyrir að hann muni eiginlega aldrei hvað hann dreymir sjálfur. Og lesandi vikunnar í þetta sinn var Kristján Sigurjónsson fréttamaður. Hann ætti að vera hlustendum góðu kunnur úr einmitt fréttunum og Speglinum. En við fengum að vita hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Kristján talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Tættir þættir eftir Þórarinn Eldjárn Óvinafagnaður, Ofsi, Skálmöld, Skáld, Opið haf og Þung ský eftir Einar Kárason Hungur eftir Stefán Mána Selurinn Snorri eftir Frithjof Sælen Undir fönn eftir Jónas Árnason Tónlist í þættinum í dag: Þriggja fasa jól / Ukulellur (Helga Margrét Marzellíusardóttir og Elísabet Thoroddsen) Mistletoe and Holly / Frank Sinatra (Frank Sinatra, Hank Sanicola og Doc Stanford) Ding dong / Kór Langholtskirkju (Enskt/franskt jólalag, texti Gunnlaugur V. Snævarr) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/19/202250 minutes
Episode Artwork

Brynja Þorgeirs föstudagsgestur og matarspjall um skötu og hnoðmör

Föstudagsgesturinn í þetta sinn var kona sem landsmenn þekkja af sjónvarpsskjánum, Brynja Þorgeirsdóttir. Við þekkjum hana auðvitað úr þáttum eins og Kastljósinu, Kveiki og Orðbragði. En hún á sér aðra hlið sem fræðimanneskja, hún er með meistaragráðu í bókmenntum frá Háskóla Íslands og doktorsgráðu frá Cambridge háskólanum í Englandi og nú hefur hún söðlað um í starfi, hún er sem sagt hætt hér á RÚV og tekin við stöðu lektors í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Við spjölluðum við Brynju um lífið og tilveruna, æskuna og uppvöxtin og ferðalagið í gegnum lífið, starfsferilinn og hvernig henni líkar í nýja starfinu. Sigurlaug Margrét kom auðvitað í matarspjallið í dag og ræddi við okkur um skötu, hnoðmör og hákarl og það er óhætt að segja að við vorum ekki sammála í því spjalli. Tónlist í þættinum í dag: Aðfangadagskvöld / Haukur Morthens (Stephen C. Foster og Ragnar Jóhannesson) Close to me / The Cure (Robert Smith) Röddin í klettunum / Gugusar (Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir)
12/16/20220
Episode Artwork

Brynja Þorgeirs föstudagsgestur og matarspjall um skötu og hnoðmör

Föstudagsgesturinn í þetta sinn var kona sem landsmenn þekkja af sjónvarpsskjánum, Brynja Þorgeirsdóttir. Við þekkjum hana auðvitað úr þáttum eins og Kastljósinu, Kveiki og Orðbragði. En hún á sér aðra hlið sem fræðimanneskja, hún er með meistaragráðu í bókmenntum frá Háskóla Íslands og doktorsgráðu frá Cambridge háskólanum í Englandi og nú hefur hún söðlað um í starfi, hún er sem sagt hætt hér á RÚV og tekin við stöðu lektors í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Við spjölluðum við Brynju um lífið og tilveruna, æskuna og uppvöxtin og ferðalagið í gegnum lífið, starfsferilinn og hvernig henni líkar í nýja starfinu. Sigurlaug Margrét kom auðvitað í matarspjallið í dag og ræddi við okkur um skötu, hnoðmör og hákarl og það er óhætt að segja að við vorum ekki sammála í því spjalli. Tónlist í þættinum í dag: Aðfangadagskvöld / Haukur Morthens (Stephen C. Foster og Ragnar Jóhannesson) Close to me / The Cure (Robert Smith) Röddin í klettunum / Gugusar (Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir)
12/16/202250 minutes
Episode Artwork

Rakarakvartettinn Barbari, skjátími og samfélagsmiðlaneysla

Á landinu er starfandi rakarakvartett, kvartettinn Barbari. Sá var stofnaður af ungum menntskælingum árið 2013 og þeir segja sjálfir að þeir séu fremsti rakarakvartett landsins. Nú er Barbari komin í jólaskap og þeir komu í þáttinn og sungu þrjú lög í beinni útsendingu. Við töluðum svo við tvo þeirra, Gunnar Thor Örnólfsson og Pál Sólmund Eydal og forvitnuðumst um sögu kvartettsins, söngkeppni í Las Vegas og hvort einhver þeirra væri raunverulega rakari. Gestir í útvarpshúsinu fengu að njóta söngsins á kaffitorginu í Efstaleitinu, en hinir tveir meðlimir kvartettsins eru Karl Friðrik Hjaltason og Ragnar Pétur Jóhannsson. Hvenær leiddist þér síðast? Þessi spurning er fyrirsögn á grein sem Daðey Albertsdóttir og Silja Björk Egilsdóttir, sálfræðingar hjá Geðheilsumiðstöð barna, skrifuðu ásamt Skúla Braga Geirdal verkefnastjóra miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. Greinin birtist til dæmis á visir.is og á akureyri.net og þar eru þau að kasta fram nokkrum tölulegum staðreyndum og spurningum til umhugsunar sem snúa að skjátíma og samfélagsmiðlaneyslu. Þessari grein, og spurningunum í henni, er beint til foreldra. Daðey og Skúli komu í þáttinn í dag og við töluðum við þau um þetta mikilvæga mál í viðtalinu. Tónlist í þættinum í dag: Leppur, Skreppur og Leiðindaskjóða / Halli og Laddi (Gunnar Þórðarson, Gísli Rúnar Jónsson, Halli og Laddi) It?s Beginning to Look a Lot Like Christmas / Kvartetinn Barbari (Meredith Wilson) Jólalalag / Kvartetinn Barbari (Vince Clarke og Bragi Valdimar Skúlason) The Christmas Song / Kvartetinn Barbari (Mel Tormé og Robert Wells) White Chirstmas / Bing Crosby (Irving Berlin) Jólin alls staðar / KK og Ellen ( Jón Sigurðsson og Jóhanna G. Erlingsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/15/20220
Episode Artwork

Rakarakvartettinn Barbari, skjátími og samfélagsmiðlaneysla

Á landinu er starfandi rakarakvartett, kvartettinn Barbari. Sá var stofnaður af ungum menntskælingum árið 2013 og þeir segja sjálfir að þeir séu fremsti rakarakvartett landsins. Nú er Barbari komin í jólaskap og þeir komu í þáttinn og sungu þrjú lög í beinni útsendingu. Við töluðum svo við tvo þeirra, Gunnar Thor Örnólfsson og Pál Sólmund Eydal og forvitnuðumst um sögu kvartettsins, söngkeppni í Las Vegas og hvort einhver þeirra væri raunverulega rakari. Gestir í útvarpshúsinu fengu að njóta söngsins á kaffitorginu í Efstaleitinu, en hinir tveir meðlimir kvartettsins eru Karl Friðrik Hjaltason og Ragnar Pétur Jóhannsson. Hvenær leiddist þér síðast? Þessi spurning er fyrirsögn á grein sem Daðey Albertsdóttir og Silja Björk Egilsdóttir, sálfræðingar hjá Geðheilsumiðstöð barna, skrifuðu ásamt Skúla Braga Geirdal verkefnastjóra miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. Greinin birtist til dæmis á visir.is og á akureyri.net og þar eru þau að kasta fram nokkrum tölulegum staðreyndum og spurningum til umhugsunar sem snúa að skjátíma og samfélagsmiðlaneyslu. Þessari grein, og spurningunum í henni, er beint til foreldra. Daðey og Skúli komu í þáttinn í dag og við töluðum við þau um þetta mikilvæga mál í viðtalinu. Tónlist í þættinum í dag: Leppur, Skreppur og Leiðindaskjóða / Halli og Laddi (Gunnar Þórðarson, Gísli Rúnar Jónsson, Halli og Laddi) It?s Beginning to Look a Lot Like Christmas / Kvartetinn Barbari (Meredith Wilson) Jólalalag / Kvartetinn Barbari (Vince Clarke og Bragi Valdimar Skúlason) The Christmas Song / Kvartetinn Barbari (Mel Tormé og Robert Wells) White Chirstmas / Bing Crosby (Irving Berlin) Jólin alls staðar / KK og Ellen ( Jón Sigurðsson og Jóhanna G. Erlingsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/15/202250 minutes
Episode Artwork

Snjallforrit fyrir sjónskerta og leikverk um síðasta æviskeiðið

Þorkell Steindal ráðgjafi hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá áhugaverðum snjallforritum, eða öppum, sem nýtast fólki með sjónskerðingu. Þetta eru sem sagt nokkur forrit sem koma að gagni fyrir þau sem nýta sér snjalltæki til að komast leiðar sinnar, bæði innanhúss, utanhúss og til að lesa í aðstæður, umferðina og götuljós. Þorkell fræddi okkur um þessi forrit í þættinum og við fengum líka að heyra hljóðdæmi úr forritunum. Ég lifi enn - sönn saga er nýtt íslenskt leikverk, innblásið af persónulegri reynslu af því að fylgja nánum aðstandendum inn í síðasta æviskeiðið eða að vera staddur í því sjálfur. Einnig byggir sýningin á vinnusmiðjum og rannsóknarvinnu með eldri borgurum, unnum með stuðningi Reykjavíkurborgar. Sýningin vekur hugleiðingar um aðstæður í samfélagi okkar. Við viljum eldast af virðingu og reisn en er forgangsröðunin skýr? Þegar við eldumst er hver sjálfum sér næstur. Er þetta það samfélag sem við viljum? Við fengum sviðslistakonurnar, Halldóru Rósu Björnsdóttur, Ingibjörgu Grétu Gísladóttur og Þórey Sigþórsdóttur, sem allar taka þátt í sýningunni, ásamt öflugum leikhópi af eldri kynslóðinni og Breiðfirðingakórnum, sem verður frumsýnt í Tjarnarbíói 6. janúar. Tónlist í þættinum í dag: Jólakötturinn / Björk Guðmundsdóttir (Ingibjörg Þorbergs og Jóhannes úr Kötlum) Eitt lítið jólalag / Ragnhildur Gísladóttir og Brunaliðið (Magnús Kjartansson) Fairytale of New York / The Pogues og Kirsty MacColl (Finer & McGowan) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/14/20220
Episode Artwork

Snjallforrit fyrir sjónskerta og leikverk um síðasta æviskeiðið

Þorkell Steindal ráðgjafi hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá áhugaverðum snjallforritum, eða öppum, sem nýtast fólki með sjónskerðingu. Þetta eru sem sagt nokkur forrit sem koma að gagni fyrir þau sem nýta sér snjalltæki til að komast leiðar sinnar, bæði innanhúss, utanhúss og til að lesa í aðstæður, umferðina og götuljós. Þorkell fræddi okkur um þessi forrit í þættinum og við fengum líka að heyra hljóðdæmi úr forritunum. Ég lifi enn - sönn saga er nýtt íslenskt leikverk, innblásið af persónulegri reynslu af því að fylgja nánum aðstandendum inn í síðasta æviskeiðið eða að vera staddur í því sjálfur. Einnig byggir sýningin á vinnusmiðjum og rannsóknarvinnu með eldri borgurum, unnum með stuðningi Reykjavíkurborgar. Sýningin vekur hugleiðingar um aðstæður í samfélagi okkar. Við viljum eldast af virðingu og reisn en er forgangsröðunin skýr? Þegar við eldumst er hver sjálfum sér næstur. Er þetta það samfélag sem við viljum? Við fengum sviðslistakonurnar, Halldóru Rósu Björnsdóttur, Ingibjörgu Grétu Gísladóttur og Þórey Sigþórsdóttur, sem allar taka þátt í sýningunni, ásamt öflugum leikhópi af eldri kynslóðinni og Breiðfirðingakórnum, sem verður frumsýnt í Tjarnarbíói 6. janúar. Tónlist í þættinum í dag: Jólakötturinn / Björk Guðmundsdóttir (Ingibjörg Þorbergs og Jóhannes úr Kötlum) Eitt lítið jólalag / Ragnhildur Gísladóttir og Brunaliðið (Magnús Kjartansson) Fairytale of New York / The Pogues og Kirsty MacColl (Finer & McGowan) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/14/202250 minutes
Episode Artwork

Hljóðrýmishermun, Gamla bókabúðin og kuldaveðurspjall

Sprotafyrirtækið Treble Technologies hefur safnað 8 milljónum evra, eða jafnvirði 1,2 milljarða króna, frá fjárfestum til að koma á markað nýrri tækni í hljóðhönnun. Tæknin sem Treble Technologies þróar þykir bylting í því hvernig hægt er að hanna hljóð og skapa hljóðupplifanir og nýtist í mörgum greinum. Finnur Pind, doktor í hljóðverkfræði, er stofnandi og framkvæmdastjóri Treble, kom í þáttinn í dag og útskýrði fyrir okkur hvað þetta er sem þau eru að hanna og söguna á bak við hugmyndina. Bræðurnir Eyjólfsson er einstök verslun á Flateyri sem hefur verið í rekstri frá árinu 1914 og er elsta upprunalega verslun Íslands. Allar innréttingar eru upprunalegar, sem og mörg verslunartæki sem eru enn í notkun. Verslunin er rekin af Eyþór Jóvinssyni, hann er langafasonur stofnanda verslunarinnar og er því fjórði ættliður fjölskyldunnar sem tekur við rekstrinum. Auk þess að selja notaðar bækur eftir vigt er verslunin með gott úrval nýrra bóka ásamt vestfirskum gæðavörum. Þá flytur verslunin inn mörg erlend vörumerki sem eiga það öll sameiginlegt að hafa starfað í meira en 100 ár. Í Gömlu bókabúðinni er einnig hægt að ferðast 70 ár aftur í tímann með því að heimsækja kaupmannsíbúðina sem er í sama húsnæði, en hún hefur haldið sér nánast óbreytt frá því að verslunarstjórinn Jón Eyjólfsson lést árið 1950. Við hringdum í Eyþór Jóvinsson í þættinum í dag. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo í sitt vikulega veðurspjall í dag. Í dag talaði hún við okkur um kuldakastið þessa dagana og svo litum við aðeins til jólaveðursins. Tónlist í þættinum í dag: Allt er gott um jólin / Bjarni Arason (Bjarni Arason og Kristinn G. Bjarnason) Tendrun / Katrín Halldóra Sigurðardóttir (Hjörtur Ingvi Jóhannsson og Katrín Halldóra Sigurðardóttir) Christmas time is coming / Dolly Parton (Benjamin Franklin Logan) And so it goes / Tommy Emmanuel (Billy Joel) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/13/20220
Episode Artwork

Hljóðrýmishermun, Gamla bókabúðin og kuldaveðurspjall

Sprotafyrirtækið Treble Technologies hefur safnað 8 milljónum evra, eða jafnvirði 1,2 milljarða króna, frá fjárfestum til að koma á markað nýrri tækni í hljóðhönnun. Tæknin sem Treble Technologies þróar þykir bylting í því hvernig hægt er að hanna hljóð og skapa hljóðupplifanir og nýtist í mörgum greinum. Finnur Pind, doktor í hljóðverkfræði, er stofnandi og framkvæmdastjóri Treble, kom í þáttinn í dag og útskýrði fyrir okkur hvað þetta er sem þau eru að hanna og söguna á bak við hugmyndina. Bræðurnir Eyjólfsson er einstök verslun á Flateyri sem hefur verið í rekstri frá árinu 1914 og er elsta upprunalega verslun Íslands. Allar innréttingar eru upprunalegar, sem og mörg verslunartæki sem eru enn í notkun. Verslunin er rekin af Eyþór Jóvinssyni, hann er langafasonur stofnanda verslunarinnar og er því fjórði ættliður fjölskyldunnar sem tekur við rekstrinum. Auk þess að selja notaðar bækur eftir vigt er verslunin með gott úrval nýrra bóka ásamt vestfirskum gæðavörum. Þá flytur verslunin inn mörg erlend vörumerki sem eiga það öll sameiginlegt að hafa starfað í meira en 100 ár. Í Gömlu bókabúðinni er einnig hægt að ferðast 70 ár aftur í tímann með því að heimsækja kaupmannsíbúðina sem er í sama húsnæði, en hún hefur haldið sér nánast óbreytt frá því að verslunarstjórinn Jón Eyjólfsson lést árið 1950. Við hringdum í Eyþór Jóvinsson í þættinum í dag. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo í sitt vikulega veðurspjall í dag. Í dag talaði hún við okkur um kuldakastið þessa dagana og svo litum við aðeins til jólaveðursins. Tónlist í þættinum í dag: Allt er gott um jólin / Bjarni Arason (Bjarni Arason og Kristinn G. Bjarnason) Tendrun / Katrín Halldóra Sigurðardóttir (Hjörtur Ingvi Jóhannsson og Katrín Halldóra Sigurðardóttir) Christmas time is coming / Dolly Parton (Benjamin Franklin Logan) And so it goes / Tommy Emmanuel (Billy Joel) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/13/202250 minutes
Episode Artwork

Valskórinn, kalda stríðsvinkill og Katrín Jakobs lesandinn

Við kíktum í heimsókn í Friðrikskapellu í Hlíðarenda en þar fara fram tónleikar í kvöld hjá Valskórnum. Næsta miðvikudag sameinast kórarnir Valskórinn, Fóstbræður og Karlakór KFUM á árlegum aðventutónleikum en allir eru þeir hluti af arfleið séra Friðriks Friðrikssonar. Það er óvenjulegt að íþróttafélag sé einnig með kór á sínum snærum og lengi vel var ekki vitað um aðra slíka kóra en nýlega hefur komið í ljós að í Portúgal er einn. Við hittum í Friðrikskapellu á Hlíðarenda Stefán Halldórsson, fyrrverandi formann og einn af stofnfélögum Valskórsins og Báru Grímsdóttur tónskáld. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag eins og aðra mánudaga í haust. Hann hefur kallað sig skúffuskáld og þjóðfræðiáhugamann úr Flóanum og í dag lagði Guðjón vinkilinn upp að tunglferðum og kalda stríðinu. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og glæpasagnahöfundur. Hún reynir að nýta þau tækifæri sem gefast til að lesa bækur og við forvitnuðumst í dag um hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Tónlist í þættinum í dag: Nú minnir svo ótal margt á jólin / Diddú, Björgvin Halldórsson og Hljómkórinn (Meredith Wilson og Jónas Friðrik Guðnason) En röd for alt det söte / Kari Bremnes (Kari Bremnes) Snæfinnur snjókarl / Björgvin Halldórsson (Steve Nelson, Jack Rollins og Hinrik Bjarnason) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/12/20220
Episode Artwork

Valskórinn, kalda stríðsvinkill og Katrín Jakobs lesandinn

Við kíktum í heimsókn í Friðrikskapellu í Hlíðarenda en þar fara fram tónleikar í kvöld hjá Valskórnum. Næsta miðvikudag sameinast kórarnir Valskórinn, Fóstbræður og Karlakór KFUM á árlegum aðventutónleikum en allir eru þeir hluti af arfleið séra Friðriks Friðrikssonar. Það er óvenjulegt að íþróttafélag sé einnig með kór á sínum snærum og lengi vel var ekki vitað um aðra slíka kóra en nýlega hefur komið í ljós að í Portúgal er einn. Við hittum í Friðrikskapellu á Hlíðarenda Stefán Halldórsson, fyrrverandi formann og einn af stofnfélögum Valskórsins og Báru Grímsdóttur tónskáld. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag eins og aðra mánudaga í haust. Hann hefur kallað sig skúffuskáld og þjóðfræðiáhugamann úr Flóanum og í dag lagði Guðjón vinkilinn upp að tunglferðum og kalda stríðinu. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og glæpasagnahöfundur. Hún reynir að nýta þau tækifæri sem gefast til að lesa bækur og við forvitnuðumst í dag um hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Tónlist í þættinum í dag: Nú minnir svo ótal margt á jólin / Diddú, Björgvin Halldórsson og Hljómkórinn (Meredith Wilson og Jónas Friðrik Guðnason) En röd for alt det söte / Kari Bremnes (Kari Bremnes) Snæfinnur snjókarl / Björgvin Halldórsson (Steve Nelson, Jack Rollins og Hinrik Bjarnason) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/12/202250 minutes
Episode Artwork

Guðfinnur Sigurvins föstudagsgestur og jólakæfan

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Guðfinnur Sigurvinsson. Hann er fyrrverandi starfsmaður fréttastofu RÚV og var dagskrárgerðamaður á Rás 2 og í sjónvarpinu. Hann var aðstoðarmaður þingflokks á alþingi, fór svo í bæjarpólítíkina í Garðabæ og skellti sér svo í Hárakademíuna og klippir nú hár á fólki af miklum móði hjá Rakarastofunni Herramönnum. Við fengum hann til að segja okkur frá æskunni og uppvextinum í Keflavík, menntaskólaárunum á Akureyri, starfi sínu í fjölmiðlum og í Fríhafnarversluninni í Leifsstöð. Í matarspjallinu í dag setti Sigurlaug Margrét á dagskrá jólakæfuna eða juleleverpostej, ekki seinna vænna. Tónlist í þættinum í dag: Majonesjól / Bogomil Font og Stórsveit Reykjavíkur (Carl Sigman og Sigrtryggur Baldursson) Það snjóar / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Newell, Pattacini og Bragi Valdimar Skúlason) Jólasveinninn kemur í kvöld / Gunnar Gunnarsson (Fred J. Coots) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/9/20220
Episode Artwork

Guðfinnur Sigurvins föstudagsgestur og jólakæfan

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Guðfinnur Sigurvinsson. Hann er fyrrverandi starfsmaður fréttastofu RÚV og var dagskrárgerðamaður á Rás 2 og í sjónvarpinu. Hann var aðstoðarmaður þingflokks á alþingi, fór svo í bæjarpólítíkina í Garðabæ og skellti sér svo í Hárakademíuna og klippir nú hár á fólki af miklum móði hjá Rakarastofunni Herramönnum. Við fengum hann til að segja okkur frá æskunni og uppvextinum í Keflavík, menntaskólaárunum á Akureyri, starfi sínu í fjölmiðlum og í Fríhafnarversluninni í Leifsstöð. Í matarspjallinu í dag setti Sigurlaug Margrét á dagskrá jólakæfuna eða juleleverpostej, ekki seinna vænna. Tónlist í þættinum í dag: Majonesjól / Bogomil Font og Stórsveit Reykjavíkur (Carl Sigman og Sigrtryggur Baldursson) Það snjóar / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Newell, Pattacini og Bragi Valdimar Skúlason) Jólasveinninn kemur í kvöld / Gunnar Gunnarsson (Fred J. Coots) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/9/202250 minutes
Episode Artwork

Flókin umræða, Geðbrigði og þakklætisdagbók

Við fengum Sóley Tómasdóttur til að koma í þáttinn í dag og ræða við okkur um umræðuna og stöðuna í samfélaginu þegar sífellt fleiri stíga fram og segja reynslusögur sínar af ofbeldi og áreitni. Á undanförnum árum, eftir að þögnin var rofin með kynferðislega áreitni og ofbeldi, þegar þolendur fóru að opna sig um reynslu sína af ofbeldi og áreitni í kjölfar #metoo þá hefur auðvitað heilmikið breyst. En svo kann samfélagið kannski ekki nógu vel að taka næstu skref. Hvað svo? Hver eru næstu skref ef einhver verður uppvís að hegðun sem er ekki í lagi? Það eru óteljandi hlutir sem flækja þessa umræðu og næstu skref. Sóley fer í fyrirtæki og talar um einmitt þetta, hvert við erum komin og af hverju þessi skref geta verið svona erfið og við ræddum það við hana í þættinum. Guðrún Hálfdánardóttir, dagskrárgerðarkona á Rás 1 og Margrét Manda Jónsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri á meðferðargeðdeild geðrofssjúkdóma, komu í þáttinn, en þær, ásamt Tómasi Hrafni Ágústssyni sérnámslækni í geðlækningum, standa að baki Geðbrigði, nýjum útvarpsþáttum sem hefja göngu sína á morgun á Rás 1 og fjalla um geðheilbrigðismál. Í fyrsta þætti verður fjallað um þunglyndi. Hvaða meðferðir og úrræði eru í boði og hvaða árangri þau skila. Þær Guðrún og Margrét sögðu okkur frá þessari nýju þáttaröð í dag. Erla Súsanna Þórisdóttir byrjaði að skrifa í þakklætisdagbók fyrir mörgum árum en fann að það þurfti mikinn sjálfsaga til að skrifa í auða stílabók. Hún fór síðan í nám í jákvæðri sálfræði og þar var mikið fjallað um þakklæti út frá þeim fræðum og þá kviknaði aftur áhugi hennar á að iðka þakklæti. Nú hefur Erla gefið út þakklætisdagbók sem hjálpar fólki að stunda þakklætisskrif og að viðhalda þeim og áhrif þakklætisiðkunar. Erla býr í Danmörku og við slógum á þráðinn til hennar í þættinum. Tónlist í þættinum í dag: Aldrei verða án hans haldin jól / Stebbi og Eyfi (Eyjólfur Kristjánsson) Out in the Cold Again / Dean Martin (Ted Koehler og Rube Bloom) Jólin með þér / Ragnheiður Gröndal (Ragnheiður Gröndal) Klukknahreim / Manuela Wiesler (James Pierpoint) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/8/20220
Episode Artwork

Flókin umræða, Geðbrigði og þakklætisdagbók

Við fengum Sóley Tómasdóttur til að koma í þáttinn í dag og ræða við okkur um umræðuna og stöðuna í samfélaginu þegar sífellt fleiri stíga fram og segja reynslusögur sínar af ofbeldi og áreitni. Á undanförnum árum, eftir að þögnin var rofin með kynferðislega áreitni og ofbeldi, þegar þolendur fóru að opna sig um reynslu sína af ofbeldi og áreitni í kjölfar #metoo þá hefur auðvitað heilmikið breyst. En svo kann samfélagið kannski ekki nógu vel að taka næstu skref. Hvað svo? Hver eru næstu skref ef einhver verður uppvís að hegðun sem er ekki í lagi? Það eru óteljandi hlutir sem flækja þessa umræðu og næstu skref. Sóley fer í fyrirtæki og talar um einmitt þetta, hvert við erum komin og af hverju þessi skref geta verið svona erfið og við ræddum það við hana í þættinum. Guðrún Hálfdánardóttir, dagskrárgerðarkona á Rás 1 og Margrét Manda Jónsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri á meðferðargeðdeild geðrofssjúkdóma, komu í þáttinn, en þær, ásamt Tómasi Hrafni Ágústssyni sérnámslækni í geðlækningum, standa að baki Geðbrigði, nýjum útvarpsþáttum sem hefja göngu sína á morgun á Rás 1 og fjalla um geðheilbrigðismál. Í fyrsta þætti verður fjallað um þunglyndi. Hvaða meðferðir og úrræði eru í boði og hvaða árangri þau skila. Þær Guðrún og Margrét sögðu okkur frá þessari nýju þáttaröð í dag. Erla Súsanna Þórisdóttir byrjaði að skrifa í þakklætisdagbók fyrir mörgum árum en fann að það þurfti mikinn sjálfsaga til að skrifa í auða stílabók. Hún fór síðan í nám í jákvæðri sálfræði og þar var mikið fjallað um þakklæti út frá þeim fræðum og þá kviknaði aftur áhugi hennar á að iðka þakklæti. Nú hefur Erla gefið út þakklætisdagbók sem hjálpar fólki að stunda þakklætisskrif og að viðhalda þeim og áhrif þakklætisiðkunar. Erla býr í Danmörku og við slógum á þráðinn til hennar í þættinum. Tónlist í þættinum í dag: Aldrei verða án hans haldin jól / Stebbi og Eyfi (Eyjólfur Kristjánsson) Out in the Cold Again / Dean Martin (Ted Koehler og Rube Bloom) Jólin með þér / Ragnheiður Gröndal (Ragnheiður Gröndal) Klukknahreim / Manuela Wiesler (James Pierpoint) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/8/202250 minutes
Episode Artwork

Kvennaathvarfið 40 ára, Sólheimamarkaðurinn og Kúbupóstkort

Í gær voru rétt 40 ár frá því Kvennaathvarfið í Reykjavík var opnað af Samtökum um kvennaathvarf. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, kom í þáttinn í dag og við fengum hana til að fræða okkur um sögu athvarfsins, hvernig þróunin hefur verið á þessum 40 árum og hver staðan er í dag. Það stendur meðal annars yfir söfnun fyrir nýju athvarfi sem á að byggja og þjónustan er sífellt að aukast. Lionsklúbburinn Ægir fór fyrst að Sólheimum árið 1957 með jólagjafir fyrir þau börn sem þar bjuggu. Allar götur síðan, eða í 65 ár, hefur klúbburinn farið á aðventunni og staðið fyrir aðventuskemmtun. Það var ákveðið fyrir tveimur árum að fanga stemninguna og gefa út geisladisk og með sölu hans er verið að safna fyrir Hljóðfærasjóði Sólheima. Næstu helgi er Sólheimamarkaður í Kringlunni þar sem fólkið á Sólheimum kemur í bæinn og selur vörur sem unnar eru á vinnustofum Sólheima. Við töluðum við Magneu Tómasdóttur tónlistar- og söngkonu, sem hefur haldið utan um verkefnið. Við fengum svo að lokum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni og í korti dagsins hélt Magnús áfram að fjalla um fólkið og ástandið á Kúbu, en ferðin hefur greinilega haft mikil og djúp áhrif á hann. Hann hefur ekki trú á að stjórnarfarið geti enst mikið lengur áfram, byltingin er að éta börnin sín og unga fólkið, nýju kynslóðirnar vilja breytingar, enda geta stjórnvöld ekki lengur einokað upplýsingaflæðið nú þegar internetið hefur opnað sýn í aðra og betri veröld en þá sem fólk býr við á Kúbu, en þar ríkir vaxandi fátækt, skortur og kúgun. Tónlist í þættinum í dag: Jólaljósin / Borgardætur (Leveen, Breen, Sampson og Andrea Gylfadóttir) Er líða fer að jólum / Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius (Gunnar Þórðarson og Ómar Ragnarsson) Ó grýla / Björgvin Franz og Sólheimakórinn (D. Barbour og Ómar Ragnarsson) Gleði og friðarjól / Pálmi Gunnarsson (Magnús Eiríksson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/7/20220
Episode Artwork

Kvennaathvarfið 40 ára, Sólheimamarkaðurinn og Kúbupóstkort

Í gær voru rétt 40 ár frá því Kvennaathvarfið í Reykjavík var opnað af Samtökum um kvennaathvarf. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, kom í þáttinn í dag og við fengum hana til að fræða okkur um sögu athvarfsins, hvernig þróunin hefur verið á þessum 40 árum og hver staðan er í dag. Það stendur meðal annars yfir söfnun fyrir nýju athvarfi sem á að byggja og þjónustan er sífellt að aukast. Lionsklúbburinn Ægir fór fyrst að Sólheimum árið 1957 með jólagjafir fyrir þau börn sem þar bjuggu. Allar götur síðan, eða í 65 ár, hefur klúbburinn farið á aðventunni og staðið fyrir aðventuskemmtun. Það var ákveðið fyrir tveimur árum að fanga stemninguna og gefa út geisladisk og með sölu hans er verið að safna fyrir Hljóðfærasjóði Sólheima. Næstu helgi er Sólheimamarkaður í Kringlunni þar sem fólkið á Sólheimum kemur í bæinn og selur vörur sem unnar eru á vinnustofum Sólheima. Við töluðum við Magneu Tómasdóttur tónlistar- og söngkonu, sem hefur haldið utan um verkefnið. Við fengum svo að lokum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni og í korti dagsins hélt Magnús áfram að fjalla um fólkið og ástandið á Kúbu, en ferðin hefur greinilega haft mikil og djúp áhrif á hann. Hann hefur ekki trú á að stjórnarfarið geti enst mikið lengur áfram, byltingin er að éta börnin sín og unga fólkið, nýju kynslóðirnar vilja breytingar, enda geta stjórnvöld ekki lengur einokað upplýsingaflæðið nú þegar internetið hefur opnað sýn í aðra og betri veröld en þá sem fólk býr við á Kúbu, en þar ríkir vaxandi fátækt, skortur og kúgun. Tónlist í þættinum í dag: Jólaljósin / Borgardætur (Leveen, Breen, Sampson og Andrea Gylfadóttir) Er líða fer að jólum / Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius (Gunnar Þórðarson og Ómar Ragnarsson) Ó grýla / Björgvin Franz og Sólheimakórinn (D. Barbour og Ómar Ragnarsson) Gleði og friðarjól / Pálmi Gunnarsson (Magnús Eiríksson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/7/202250 minutes
Episode Artwork

Parkisonssamtökin, markaðssetning á samfélagsmiðlum og veðurspjall

Við kynntum okkur starfsemi Parkinsonsamtakanna í þættinum í dag. Hvað er parkinson, hver eru einkennin og hvað er hægt að gera til að halda einkennum sjúkdómsins í skefjum? Parkinsonsamtökin á Íslandi verða fjörutíu ára á næsta ári og við fengum Ágústu Kristínu Andersen, forstöðumann Takts miðstöðvar Parkinsonsamtakanna og Ernu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra samtakanna til okkar í dag til að segja okkur betur frá þeirra starfsemi og sjúkdóminum. Hulda Birna Baldursdóttir er viðskiptafræðingur með meistarapróf í stjórnun og hún er sérfræðingur í markaðssetningu á samfélagsmiðlunum. Hún hefur stýrt markaðsherferðum og sá t.d. um verkefnið Stafrænt skjáskot fyrir Nýsköpunarmiðstöð Íslands og hefur unnið með yfir 250 fyrirtækjum til að efla þau í stafrænni þróun. Við töluðum við Huldu um markaðssetningu á samfélagsmiðlum í dag. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo í sitt vikulega veðurspjall í dag og þrátt fyrir að nú sé farið að kólna þá talaði hún um methlýindi í nýliðnum nóvembermánuði. Tónlist í þættinum í dag: Anda inn / Heimilistónar (Katla Margrét Þorgeirsdóttir) Inní nóttina / Sigga Eyrún (Karl Olgeirsson) Jólin eru tíminn / Álfgrímur og Þorgerður Ása Aðalsteinsbörn (Álgrímur Aðalsteinsson og Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir) Ilmur af jólum / Hera (Tore As og Sigurður Rúnar Þórsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/6/20220
Episode Artwork

Parkisonssamtökin, markaðssetning á samfélagsmiðlum og veðurspjall

Við kynntum okkur starfsemi Parkinsonsamtakanna í þættinum í dag. Hvað er parkinson, hver eru einkennin og hvað er hægt að gera til að halda einkennum sjúkdómsins í skefjum? Parkinsonsamtökin á Íslandi verða fjörutíu ára á næsta ári og við fengum Ágústu Kristínu Andersen, forstöðumann Takts miðstöðvar Parkinsonsamtakanna og Ernu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra samtakanna til okkar í dag til að segja okkur betur frá þeirra starfsemi og sjúkdóminum. Hulda Birna Baldursdóttir er viðskiptafræðingur með meistarapróf í stjórnun og hún er sérfræðingur í markaðssetningu á samfélagsmiðlunum. Hún hefur stýrt markaðsherferðum og sá t.d. um verkefnið Stafrænt skjáskot fyrir Nýsköpunarmiðstöð Íslands og hefur unnið með yfir 250 fyrirtækjum til að efla þau í stafrænni þróun. Við töluðum við Huldu um markaðssetningu á samfélagsmiðlum í dag. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo í sitt vikulega veðurspjall í dag og þrátt fyrir að nú sé farið að kólna þá talaði hún um methlýindi í nýliðnum nóvembermánuði. Tónlist í þættinum í dag: Anda inn / Heimilistónar (Katla Margrét Þorgeirsdóttir) Inní nóttina / Sigga Eyrún (Karl Olgeirsson) Jólin eru tíminn / Álfgrímur og Þorgerður Ása Aðalsteinsbörn (Álgrímur Aðalsteinsson og Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir) Ilmur af jólum / Hera (Tore As og Sigurður Rúnar Þórsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/6/202250 minutes
Episode Artwork

Heimilisbókhaldið, vinkill um geit og Vala lesandi vikunnar

Ef þið hafið velt fyrir ykkur spurningum eins og: Hvernig get ég aukið tekjurnar mínar og borgað niður skuldir? Og get ég það yfir höfuð? Hafa peningar áhrif á sambönd, uppeldi og hegðun? Georg Lúðvíksson, sérfræðingur í heimilisfjármálum, persónulegum fjármálum og stofnandi Meniga kom í þáttinn í dag og ræddi við okkur um fjármál. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag en hann hefur sent okkur pistla á mánudögum í vetur sem hann kallar vinkla. Í dag bar hann vinkilinn að geit nokkurri í Garðabænum og jólaljósum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Vala Jónsdóttir, sérfræðingur hjá mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar í jafnréttismálum. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Vala talaði um eftirtaldar bækur: Kona í hvarfpunkti e. Nawal El Saadawi Don't call me inspirational e. Harilyn Rousso Flækingurinn e. Kristínu Ómarsdóttir Grettir sterki e. Þorsteinn Stefánsson Bárður Snæfellsás Tónlist í þættinum í dag: Er líða fer að jólum / Ragnar Bjarnason (Gunnar Þórðarson og Ómar Ragnarsson) Vertu ekki að kvarta / South River band (Ólafur Þórðarson og Kormákur Bragason) Merry christmas darling / Carpenters (Carpenters og Frank Pooler) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/5/20220
Episode Artwork

Heimilisbókhaldið, vinkill um geit og Vala lesandi vikunnar

Ef þið hafið velt fyrir ykkur spurningum eins og: Hvernig get ég aukið tekjurnar mínar og borgað niður skuldir? Og get ég það yfir höfuð? Hafa peningar áhrif á sambönd, uppeldi og hegðun? Georg Lúðvíksson, sérfræðingur í heimilisfjármálum, persónulegum fjármálum og stofnandi Meniga kom í þáttinn í dag og ræddi við okkur um fjármál. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag en hann hefur sent okkur pistla á mánudögum í vetur sem hann kallar vinkla. Í dag bar hann vinkilinn að geit nokkurri í Garðabænum og jólaljósum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Vala Jónsdóttir, sérfræðingur hjá mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar í jafnréttismálum. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Vala talaði um eftirtaldar bækur: Kona í hvarfpunkti e. Nawal El Saadawi Don't call me inspirational e. Harilyn Rousso Flækingurinn e. Kristínu Ómarsdóttir Grettir sterki e. Þorsteinn Stefánsson Bárður Snæfellsás Tónlist í þættinum í dag: Er líða fer að jólum / Ragnar Bjarnason (Gunnar Þórðarson og Ómar Ragnarsson) Vertu ekki að kvarta / South River band (Ólafur Þórðarson og Kormákur Bragason) Merry christmas darling / Carpenters (Carpenters og Frank Pooler) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/5/202250 minutes
Episode Artwork

Ragga Gísla föstudagsgestur og malt og appelsín

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var engin önnur en Ragnhildur Gísladóttir tónlistarkona. Hún hefur auðvitað átt langan og glæsilegan feril, hún hefur sungið í mörgum af þekktustu hljómsveitum landsins, Lummunum, Brunaliðinu, Grýlunum og Stuðmönnum auk sólóferils. Hún hefur einnig leikið í kvikmyndum, t.d. í Með allt á hreinu, Hvítum mávum, Í takt við tímann, Ungfrúnni góðu og húsið og Karlakórnum Heklu. Við fórum aftur í tímann með Ragnhildi og hún sagði okkur frá æskunni á Kjalarnesi, jólamatnum og matseld og tónlistinni og tónlistarsköpuninni í þættinum í dag. Sigurlaug Margrét, besti vinur bragðlaukanna, valdi að tala um dásamlega jóladrykkinn malt og appelsín í matarspjalli dagsins, þar sem við meðal annars ræddum mismunandi útgáfur og bárum saman sykurskerta blöndu við hina hefðbundnu. Tónlist í þættinum í dag: Allt er gott um jólin / Bjarni Arason (Bjarni Arason og Kristinn G. Bjarnason) Mathildur / Ragnhildur Gísladóttir (Ragnhildur Gísladóttir ) Deep Down / Ragga and the Jack Magic Orchestra (Ragnhildur Gísladóttir og Mark Stephen Davies) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/2/20220
Episode Artwork

Ragga Gísla föstudagsgestur og malt og appelsín

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var engin önnur en Ragnhildur Gísladóttir tónlistarkona. Hún hefur auðvitað átt langan og glæsilegan feril, hún hefur sungið í mörgum af þekktustu hljómsveitum landsins, Lummunum, Brunaliðinu, Grýlunum og Stuðmönnum auk sólóferils. Hún hefur einnig leikið í kvikmyndum, t.d. í Með allt á hreinu, Hvítum mávum, Í takt við tímann, Ungfrúnni góðu og húsið og Karlakórnum Heklu. Við fórum aftur í tímann með Ragnhildi og hún sagði okkur frá æskunni á Kjalarnesi, jólamatnum og matseld og tónlistinni og tónlistarsköpuninni í þættinum í dag. Sigurlaug Margrét, besti vinur bragðlaukanna, valdi að tala um dásamlega jóladrykkinn malt og appelsín í matarspjalli dagsins, þar sem við meðal annars ræddum mismunandi útgáfur og bárum saman sykurskerta blöndu við hina hefðbundnu. Tónlist í þættinum í dag: Allt er gott um jólin / Bjarni Arason (Bjarni Arason og Kristinn G. Bjarnason) Mathildur / Ragnhildur Gísladóttir (Ragnhildur Gísladóttir ) Deep Down / Ragga and the Jack Magic Orchestra (Ragnhildur Gísladóttir og Mark Stephen Davies) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/2/202250 minutes
Episode Artwork

Fór í magaermisaðgerð og kryddin hennar Safa

Við fengum Daníel Gunnarsson til að segja okkur sína sögu, en hann hefur frá unga aldri barist við ofþyngd. Eftir að hafa kynnt sér vel efnaskiptaaðgerðir fór hann í magaermisaðgerð fyrir um það bil einu og hálfu ári. Síðan þá hefur hann unnið markvisst með andlegu og líkamlegu heilsuna í kjölfar slíkrar aðgerðar og það er óhætt að segja að líf hans hafi tekið miklum breytingum á þessum 18 mánuðum því fyrir 10 dögum stóð hann uppi á sviði í sundskýlu og tók á móti silfurverðlaunum á bikarmóti í fitness karla. Daníel sagði okkur betur frá þessu ferðalagi í þættinum í dag. Safa Jemai kom til Íslands frá Túnis fyrir fjórum árum og hefur nýtt tímann vel því hún fór strax að læra íslensku og vinna sem forritari en hefur í dag helgað sig innflutningi á kryddi. Það eru krydd sem móðir hennar þurrkar heima hjá sér í sólinni í Túnis og það hefur ekki verið einfalt að standa í þeirri skriffinsku sem þessu fylgir bæði hér og í Túnis. En nú horfir til betri tíma og í Grósku hefur Safa komið sér fyrir ásamt fleiri litlum sprotafyrirtækjum og Íslendingar hafa tekið vel í að prófa eitthvað nýtt í sinni matargerð. Við skruppum í Grósku og ræddum við Safa Jemai í dag. Tónlist í þættinum í dag: Það snjóar / Sigurður Guðmundsson (Norman Newell, Iller Pattacini og Bragi Valdimar Skúlason) Everywhere / Fleetwood Mac (Christine McVie og Lindsay Buckingham) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/1/20220
Episode Artwork

Fór í magaermisaðgerð og kryddin hennar Safa

Við fengum Daníel Gunnarsson til að segja okkur sína sögu, en hann hefur frá unga aldri barist við ofþyngd. Eftir að hafa kynnt sér vel efnaskiptaaðgerðir fór hann í magaermisaðgerð fyrir um það bil einu og hálfu ári. Síðan þá hefur hann unnið markvisst með andlegu og líkamlegu heilsuna í kjölfar slíkrar aðgerðar og það er óhætt að segja að líf hans hafi tekið miklum breytingum á þessum 18 mánuðum því fyrir 10 dögum stóð hann uppi á sviði í sundskýlu og tók á móti silfurverðlaunum á bikarmóti í fitness karla. Daníel sagði okkur betur frá þessu ferðalagi í þættinum í dag. Safa Jemai kom til Íslands frá Túnis fyrir fjórum árum og hefur nýtt tímann vel því hún fór strax að læra íslensku og vinna sem forritari en hefur í dag helgað sig innflutningi á kryddi. Það eru krydd sem móðir hennar þurrkar heima hjá sér í sólinni í Túnis og það hefur ekki verið einfalt að standa í þeirri skriffinsku sem þessu fylgir bæði hér og í Túnis. En nú horfir til betri tíma og í Grósku hefur Safa komið sér fyrir ásamt fleiri litlum sprotafyrirtækjum og Íslendingar hafa tekið vel í að prófa eitthvað nýtt í sinni matargerð. Við skruppum í Grósku og ræddum við Safa Jemai í dag. Tónlist í þættinum í dag: Það snjóar / Sigurður Guðmundsson (Norman Newell, Iller Pattacini og Bragi Valdimar Skúlason) Everywhere / Fleetwood Mac (Christine McVie og Lindsay Buckingham) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/1/202250 minutes
Episode Artwork

Þjóðdansar, þjóðbúningar, minningarganga og bækur um ofurkrafta

Það vakti athygli þegar leikkonan Edda Björg Eyjólfsdóttir saumaði sér 19.aldar upphlut og leyfði fólki að fylgjast með á samfélagsmiðlunum. Heimilisiðnaðarfélagið stendur fyrir ýmsum námskeiðum og kennslu í þeirri viðleitni að passa upp þennan mikilvæga menningararf okkar. Svo eru eflaust einhverjir sem eiga sér þann leynda draum að kunna að dansa íslensku þjóðdansana, þeir sjást sjaldan nú til dags. Þeir virðast einfaldir, en eru þeir það? Á morgun er 1.desember, fullveldisdagurinn, þá verður Heimilisiðnaðarfélagið einmitt með kynningu á íslensku þjóðbúningunum og handverki þeim tengdum og einnig verður gestum boðið uppí dans af félögum úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur. Kristín Vala Breiðfjörð, formaður og framkvæmdastjóri Heimilisiðnaðarfélagsins kom í viðtal í dag uppábúin í 20.aldar upphlut. Við heyrðum af fjölskyldu frá Vopnafirði sem hefur í nóvembermánuði farið samanlagt 500 kílómetra í minningargöngu til að safna áheitum til styrktar heilsugæslunni á Vopnafirði. Við hringdum í Bjart Aðalbjörnsson á Vopnafirði, en þetta söfnunarátak hefur fjölskylda hans ráðist í til minningar um móður hans, Öddu Tryggvadóttur. Bjartur sagði okkur betur frá þessari fjölskyldusöfnun í dag en áheitunum og frjálsum framlögum er safnað á reikning 0178-15-380138 og kennitölu 1300355-4989. Svo að lokum fengum við heimsókn frá Soffíu Elínu Sigurðardóttur og Paolu Cardenas, en þær eru klínískir barnasálfræðingar. Þær hafa skrifað saman bækur fyrir börn sem eru hugsaðar sem snemmtækt inngrip í líf barna með því að kena þeim sálfræðilegar aðferðir til þess að efla sjálfsþekkingu, bjargráð og seiglu svo þau þrói ekki með sér alvarlegri vandkvæði seinna meir. Þær sögðu okkur frá bókunum og því sem þær kenna börnum í þættinum í dag. Tónlist í þættinum í dag: Allir eru að gera það / Ríó tríó (Silverstein og Jónas Friðrik Guðnason) Gott er að gefa / Rúnar Júlíusson (Rúnar Júlíusson) Sunnyroad / Emiliana Torrini (Emilíana Torrini og Dan Carey) Barn / Ragnar Bjarnason (Ragnar Bjarnason og Steinn Steinarr) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/30/20220
Episode Artwork

Þjóðdansar, þjóðbúningar, minningarganga og bækur um ofurkrafta

Það vakti athygli þegar leikkonan Edda Björg Eyjólfsdóttir saumaði sér 19.aldar upphlut og leyfði fólki að fylgjast með á samfélagsmiðlunum. Heimilisiðnaðarfélagið stendur fyrir ýmsum námskeiðum og kennslu í þeirri viðleitni að passa upp þennan mikilvæga menningararf okkar. Svo eru eflaust einhverjir sem eiga sér þann leynda draum að kunna að dansa íslensku þjóðdansana, þeir sjást sjaldan nú til dags. Þeir virðast einfaldir, en eru þeir það? Á morgun er 1.desember, fullveldisdagurinn, þá verður Heimilisiðnaðarfélagið einmitt með kynningu á íslensku þjóðbúningunum og handverki þeim tengdum og einnig verður gestum boðið uppí dans af félögum úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur. Kristín Vala Breiðfjörð, formaður og framkvæmdastjóri Heimilisiðnaðarfélagsins kom í viðtal í dag uppábúin í 20.aldar upphlut. Við heyrðum af fjölskyldu frá Vopnafirði sem hefur í nóvembermánuði farið samanlagt 500 kílómetra í minningargöngu til að safna áheitum til styrktar heilsugæslunni á Vopnafirði. Við hringdum í Bjart Aðalbjörnsson á Vopnafirði, en þetta söfnunarátak hefur fjölskylda hans ráðist í til minningar um móður hans, Öddu Tryggvadóttur. Bjartur sagði okkur betur frá þessari fjölskyldusöfnun í dag en áheitunum og frjálsum framlögum er safnað á reikning 0178-15-380138 og kennitölu 1300355-4989. Svo að lokum fengum við heimsókn frá Soffíu Elínu Sigurðardóttur og Paolu Cardenas, en þær eru klínískir barnasálfræðingar. Þær hafa skrifað saman bækur fyrir börn sem eru hugsaðar sem snemmtækt inngrip í líf barna með því að kena þeim sálfræðilegar aðferðir til þess að efla sjálfsþekkingu, bjargráð og seiglu svo þau þrói ekki með sér alvarlegri vandkvæði seinna meir. Þær sögðu okkur frá bókunum og því sem þær kenna börnum í þættinum í dag. Tónlist í þættinum í dag: Allir eru að gera það / Ríó tríó (Silverstein og Jónas Friðrik Guðnason) Gott er að gefa / Rúnar Júlíusson (Rúnar Júlíusson) Sunnyroad / Emiliana Torrini (Emilíana Torrini og Dan Carey) Barn / Ragnar Bjarnason (Ragnar Bjarnason og Steinn Steinarr) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/30/202250 minutes
Episode Artwork

Gefandi þriðjudagur, ljósadalurinn og saga veðurspáa

Svartur föstudagur, stafrænn mánudagur, eða Cyber Monday, og fleiri slíkir verslunardagar hafa dunið á okkur í aðdraganda jólanna í ár eins og undanfarin ár. Þetta eru verslunardagar sem eiga uppruna sinn í Bandaríkjunum og fleiri löndum og markmið þeirra er að auka verslun í búðum og á netinu. En það sem færri vita er að á eftir Cyber Monday kemur Giving Tuesday, eða gefandi þriðjudagur. En hvað er það? Andri Árnason, framkvæmdastjóri Takk kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessum degi sem er einmitt í dag. Jólaljós hafa verið sett upp um allan Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og aðkomuna að honum. Fjölskyldur geta rölt um garðinn og skoðað ljósadýrðina, útigrillin verða opin og settir verða upp matarvagnar. Ljósadalurinn opnar á fimmtudaginn. Við heyrðum í Inga Þór Jónssyni, verkefnastjóra viðburða í garðinum í þættinum. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom í sitt vikulega veðurspjall í dag. Hún kann einstaklega vel að fræða okkur um hin ýmsu veðurfyrirbrigði og hugtök og í dag ætlar hún að fræða okkur um sögu veðurspáa í heiminum, sem er ekki svo löng. Það er ekki svo langt síðan að farið var að spá fyrir um veðrið framundan. Tónlist í þættinum í dag: Ennþá man ég hvar / Hallbjörg Bjarnadóttir (Kai Normann Andersen, Dam Mogens og Bjarni Guðmundsson) Sólarsamban / Rebekka Blöndal (Ásgeir Jón Ásgeirsson, Stefán Örn Gunnlaugsson og Rebekka Blöndal) My Sweet Lord / George Harrison (George Harrison) Dagar / Eyjólfur Kristjánsson (Eyjólfur Kristjánsson og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/29/20220
Episode Artwork

Gefandi þriðjudagur, ljósadalurinn og saga veðurspáa

Svartur föstudagur, stafrænn mánudagur, eða Cyber Monday, og fleiri slíkir verslunardagar hafa dunið á okkur í aðdraganda jólanna í ár eins og undanfarin ár. Þetta eru verslunardagar sem eiga uppruna sinn í Bandaríkjunum og fleiri löndum og markmið þeirra er að auka verslun í búðum og á netinu. En það sem færri vita er að á eftir Cyber Monday kemur Giving Tuesday, eða gefandi þriðjudagur. En hvað er það? Andri Árnason, framkvæmdastjóri Takk kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessum degi sem er einmitt í dag. Jólaljós hafa verið sett upp um allan Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og aðkomuna að honum. Fjölskyldur geta rölt um garðinn og skoðað ljósadýrðina, útigrillin verða opin og settir verða upp matarvagnar. Ljósadalurinn opnar á fimmtudaginn. Við heyrðum í Inga Þór Jónssyni, verkefnastjóra viðburða í garðinum í þættinum. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom í sitt vikulega veðurspjall í dag. Hún kann einstaklega vel að fræða okkur um hin ýmsu veðurfyrirbrigði og hugtök og í dag ætlar hún að fræða okkur um sögu veðurspáa í heiminum, sem er ekki svo löng. Það er ekki svo langt síðan að farið var að spá fyrir um veðrið framundan. Tónlist í þættinum í dag: Ennþá man ég hvar / Hallbjörg Bjarnadóttir (Kai Normann Andersen, Dam Mogens og Bjarni Guðmundsson) Sólarsamban / Rebekka Blöndal (Ásgeir Jón Ásgeirsson, Stefán Örn Gunnlaugsson og Rebekka Blöndal) My Sweet Lord / George Harrison (George Harrison) Dagar / Eyjólfur Kristjánsson (Eyjólfur Kristjánsson og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/29/202250 minutes
Episode Artwork

Sýklalyfjanotkun, lestarvinkill og Árni lesandi vikunnar

Er hugsanlegt að inntaka á sýklalyfjum snemma í barnæsku geti haft áhrif á heilsu barna síðar meir, eins og til dæmis svörun við bólusetningum? Birta Bæringsdóttir starfar sem sérnámslæknir á Barnaspítalanum og er að gera rannsókn sem snýst um þetta. Sýklalyf geta haft áhrif á þarmaflóruna í meltingarveginum sem er mikilvæg fyrir þroska ónæmiskerfisins og hugsanlegt er að sýklalyfjanotkun geti valdið því að einstaklingar séu útsettari fyrir sýkingum. Við tölum við Birtu hér á eftir. Við fáum nýjan vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag eins og undanfarna mánudaga. Í þetta sinn ber hann vinkilinn að lestarteinum. Meira um það hér á eftir. Og lesandi vikunnar í dag er Árni Árnason, rithöfundur. Hann var að senda frá sér bókina Vængjalaus. En í dag ætlar hann að segja okkur frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Árni talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Mars eftir Sunnevu Kristínu Sigurðardóttur Ólöf eskimói efir Inga Dóra Björnsdóttir Þar sem vegurinn endar eftir Hrafn Jökulsson Eyjan hans Múmínpabba eftir Tove Janson Takk fyrir komuna eftir nemendur í ritlist Mánasteinn eftir Sjón Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson Vigdís Grímsdóttir, Frederik Backman, Jonas Jonasson og Paul Auster. Tónlist í þættinum í dag: Hámenningin / Halli Reynis (Halli Reynis) Ást er æði / Björgvin Halldórsson og Ragnheiður Gröndal (Sam & Ruby og Kristinn G. Bjarnason) Bruce Springsteen / Used cars (Bruce Springsteen) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/28/20220
Episode Artwork

Sýklalyfjanotkun, lestarvinkill og Árni lesandi vikunnar

Er hugsanlegt að inntaka á sýklalyfjum snemma í barnæsku geti haft áhrif á heilsu barna síðar meir, eins og til dæmis svörun við bólusetningum? Birta Bæringsdóttir starfar sem sérnámslæknir á Barnaspítalanum og er að gera rannsókn sem snýst um þetta. Sýklalyf geta haft áhrif á þarmaflóruna í meltingarveginum sem er mikilvæg fyrir þroska ónæmiskerfisins og hugsanlegt er að sýklalyfjanotkun geti valdið því að einstaklingar séu útsettari fyrir sýkingum. Við tölum við Birtu hér á eftir. Við fáum nýjan vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag eins og undanfarna mánudaga. Í þetta sinn ber hann vinkilinn að lestarteinum. Meira um það hér á eftir. Og lesandi vikunnar í dag er Árni Árnason, rithöfundur. Hann var að senda frá sér bókina Vængjalaus. En í dag ætlar hann að segja okkur frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Árni talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Mars eftir Sunnevu Kristínu Sigurðardóttur Ólöf eskimói efir Inga Dóra Björnsdóttir Þar sem vegurinn endar eftir Hrafn Jökulsson Eyjan hans Múmínpabba eftir Tove Janson Takk fyrir komuna eftir nemendur í ritlist Mánasteinn eftir Sjón Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson Vigdís Grímsdóttir, Frederik Backman, Jonas Jonasson og Paul Auster. Tónlist í þættinum í dag: Hámenningin / Halli Reynis (Halli Reynis) Ást er æði / Björgvin Halldórsson og Ragnheiður Gröndal (Sam & Ruby og Kristinn G. Bjarnason) Bruce Springsteen / Used cars (Bruce Springsteen) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/28/202250 minutes
Episode Artwork

Einar Bárðarsson föstudagsgestur og Matarspjall um smákökur

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Einar Bárðarson, formaður Votlendissjóðs. Einar hefur komið víða við og hefur vakið athygli alls staðar þar sem hann hefur komið við. Hann hefur verið kallaður umboðsmaður Íslands, hann hefur samið fullt af popplögum sem hafa náð vinsældum. Hann hefur unnið talsvert í sjónvarpi, hann hefur skrifað bók og fleira og fleira. Nú síðast hleypti hann af stokkunum hlaðvarpsþættinum Einmitt þar sem hann meðal annars ræðir umhverfis- og samfélagsmál. Það var um nóg að tala við Einar í dag þegar við rifjuðum með honum upp æskuna og uppvöxtinn og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag. Sigurlaug Margrét, besti vinur bragðlaukanna, kom svo til okkar í matarspjall og í dag ætlum við að tala um jólin, það er fyrsti í aðventu næsta sunnudag og við töluðum um smákökubakstur, rúsínukökur,hálfmána,sveskjutertu og hvernig maður sýður niður rauðkál. Tónlist í þættinum í dag: Ég sé þig / Jóhanna Guðrún (Einar Bárðarson) Síðasta sumar / Klara Einarsdóttir (Einar Bárðarson og Friðrik Karlsson) Fyrrverandi / Una Torfadóttir (Una Torfadóttir) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/25/20220
Episode Artwork

Einar Bárðarsson föstudagsgestur og Matarspjall um smákökur

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Einar Bárðarson, formaður Votlendissjóðs. Einar hefur komið víða við og hefur vakið athygli alls staðar þar sem hann hefur komið við. Hann hefur verið kallaður umboðsmaður Íslands, hann hefur samið fullt af popplögum sem hafa náð vinsældum. Hann hefur unnið talsvert í sjónvarpi, hann hefur skrifað bók og fleira og fleira. Nú síðast hleypti hann af stokkunum hlaðvarpsþættinum Einmitt þar sem hann meðal annars ræðir umhverfis- og samfélagsmál. Það var um nóg að tala við Einar í dag þegar við rifjuðum með honum upp æskuna og uppvöxtinn og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag. Sigurlaug Margrét, besti vinur bragðlaukanna, kom svo til okkar í matarspjall og í dag ætlum við að tala um jólin, það er fyrsti í aðventu næsta sunnudag og við töluðum um smákökubakstur, rúsínukökur,hálfmána,sveskjutertu og hvernig maður sýður niður rauðkál. Tónlist í þættinum í dag: Ég sé þig / Jóhanna Guðrún (Einar Bárðarson) Síðasta sumar / Klara Einarsdóttir (Einar Bárðarson og Friðrik Karlsson) Fyrrverandi / Una Torfadóttir (Una Torfadóttir) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/25/202250 minutes
Episode Artwork

Mental ráðgjöf, karlahópar Hugarafls og Edda S. Jónasdóttir

Helena Jónsdóttir sálfræðingur og fyrrverandi skólastjóri Lýðskólans á Flateyri kom í þáttinn í dag, en hún rekur ráðgjafafyrirtækið Mental ráðgjöf þar sem hún hjálpar vinnustöðum og stjórnendum að styðja við geðheilbrigði starfsfólks. Ómeðhöndlaður geðvandi getur haft miklar afleiðingar með tilheyrandi kostnaði, veikindafjarvistum, minnkandi framleiðni, aukinni veltu á starfsfólki svo ekki sé talað um skerðingu á lífsgæðum. Helena sagði okkur betur frá þessu í þættinum. Við sendum beint út frá starfsemi Hugarafls í Síðumúla í gær og kynntumst því starfi sem þar fer fram og er öllum að kostnaðarlausu. Við heyrðum hversu margir koma þangað í mikilli vanlíðan og hvernig sameiginleg reynsla og samtal getur hjálpað fólki að ná bata. Við náðum ekki að segja frá karlahópi sem hittist reglulega til að ræða um sína andlegu líðan því fengum við Grétar Björnsson, sem sagði sögu sína í gær, til að koma til okkar í dag og segja okkur frá. Edda S. Jónasdóttir hefur komið víða við í matargerð, hún fékk fyrst áhuga á matreiðslu þegar hún fór sem skiptinemi til Bandaríkjanna og kynntist þá framandi hráefnum eins og ferskum ananas og hnetusmjöri. Hún eldaði ofan í laxveiðimenn, bjó í Skotlandi og hefur safnað uppskriftum héðan og þaðan um ævina í bókina, Eftirlætis réttir Eddu, sem hún gefur sjálf út fyrir jólin. Tónlist í þættinum í dag: Vetur rís / Brek (Jóhann Ingi Benediktsson, Harpa Þorvaldsdóttir, Guðmundur Atli Pétursson og Sigmar Þór Matthíasson) Vetur / Egill Ólafsson (Egill Ólafsson) Næsta vetur / South River Band (Kormákur Þráinn Bragason) Vetur / Rósa Guðrún Sveinsdóttir (Rósa Guðrún Sveinsdóttir og Sveinn Kristinsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/24/20220
Episode Artwork

Mental ráðgjöf, karlahópar Hugarafls og Edda S. Jónasdóttir

Helena Jónsdóttir sálfræðingur og fyrrverandi skólastjóri Lýðskólans á Flateyri kom í þáttinn í dag, en hún rekur ráðgjafafyrirtækið Mental ráðgjöf þar sem hún hjálpar vinnustöðum og stjórnendum að styðja við geðheilbrigði starfsfólks. Ómeðhöndlaður geðvandi getur haft miklar afleiðingar með tilheyrandi kostnaði, veikindafjarvistum, minnkandi framleiðni, aukinni veltu á starfsfólki svo ekki sé talað um skerðingu á lífsgæðum. Helena sagði okkur betur frá þessu í þættinum. Við sendum beint út frá starfsemi Hugarafls í Síðumúla í gær og kynntumst því starfi sem þar fer fram og er öllum að kostnaðarlausu. Við heyrðum hversu margir koma þangað í mikilli vanlíðan og hvernig sameiginleg reynsla og samtal getur hjálpað fólki að ná bata. Við náðum ekki að segja frá karlahópi sem hittist reglulega til að ræða um sína andlegu líðan því fengum við Grétar Björnsson, sem sagði sögu sína í gær, til að koma til okkar í dag og segja okkur frá. Edda S. Jónasdóttir hefur komið víða við í matargerð, hún fékk fyrst áhuga á matreiðslu þegar hún fór sem skiptinemi til Bandaríkjanna og kynntist þá framandi hráefnum eins og ferskum ananas og hnetusmjöri. Hún eldaði ofan í laxveiðimenn, bjó í Skotlandi og hefur safnað uppskriftum héðan og þaðan um ævina í bókina, Eftirlætis réttir Eddu, sem hún gefur sjálf út fyrir jólin. Tónlist í þættinum í dag: Vetur rís / Brek (Jóhann Ingi Benediktsson, Harpa Þorvaldsdóttir, Guðmundur Atli Pétursson og Sigmar Þór Matthíasson) Vetur / Egill Ólafsson (Egill Ólafsson) Næsta vetur / South River Band (Kormákur Þráinn Bragason) Vetur / Rósa Guðrún Sveinsdóttir (Rósa Guðrún Sveinsdóttir og Sveinn Kristinsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/24/202250 minutes
Episode Artwork

Hugarafl í beinni og póstkort frá Kúbu

Við sendum í dag út beint frá húsnæði Hugarafls í Síðumúla. Hugarafl eru félagasamtök fólks sem hefur upplifað persónulega krísu og vinnur að persónulegum bata sínum. Þetta eru grasrótarsamtök fólks með andlegar áskoranir á Íslandi og var stofnað árið 2003. Starfsemi Hugarafls er mótuð bæði af einstaklingum með persónulega reynslu af andlegum áskorunum og einstaklingum með fagmenntun. Þátttaka í starfsemi Hugarafls er fyrir öll, 18 ára og eldri, sem hafa áhuga á að vinna í geðheilsu sinni á eigin forsendum. Starfsemin er gjaldfrjáls, óháð búsetu og engin krafa er gerð um tilvísanir né geðsjúkdómagreiningar. Við ræddum við Auði Axelsdóttur framkvæmdastjóra Hugarafls, Grétar Björnsson kennara og félagsfræðing, sem tók fyrst þátt í starfinu árið 2006 og svo heyrðum við í Bjarna Karlssyni presti sem er með kyrrðarstund hjá Hugarafli á miðvikudögum í hádeginu. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og póstkortið barst að þessu sinni frá Kúbu, en Magnús hefur verið þar í heimsókn undanfarinn hálfan mánuð. Hann segir í kortinu af upplifun sinni af Havana, fólkinu, músíkinni og kúltúrnum en líka frá einræðinu og kúguninni sem ríkir í skjóli kommúnismans. Fátæktinni, matar- og lyfjaskorti sem veldur uppþotum og óeirðum af og til. En veðurfarið er dásamlegt segir Magnús og strendurnar fagrar. Tónlist í þættinum í dag: Einu sinni enn / Bergur Ebbi og Dói (Sveinn Þórir Geirsson og Bergur Ebbi Benediktsson) Our House / Crosby, Stills, Nash & Young (Graham Nash) Tiene sabor / Buena Vista Social Club (Ignacio Piniero og Rolando Valdes) Hægt en bítandi / Tómas R. Einarsson (Tómas R. Einarsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/23/20220
Episode Artwork

Hugarafl í beinni og póstkort frá Kúbu

Við sendum í dag út beint frá húsnæði Hugarafls í Síðumúla. Hugarafl eru félagasamtök fólks sem hefur upplifað persónulega krísu og vinnur að persónulegum bata sínum. Þetta eru grasrótarsamtök fólks með andlegar áskoranir á Íslandi og var stofnað árið 2003. Starfsemi Hugarafls er mótuð bæði af einstaklingum með persónulega reynslu af andlegum áskorunum og einstaklingum með fagmenntun. Þátttaka í starfsemi Hugarafls er fyrir öll, 18 ára og eldri, sem hafa áhuga á að vinna í geðheilsu sinni á eigin forsendum. Starfsemin er gjaldfrjáls, óháð búsetu og engin krafa er gerð um tilvísanir né geðsjúkdómagreiningar. Við ræddum við Auði Axelsdóttur framkvæmdastjóra Hugarafls, Grétar Björnsson kennara og félagsfræðing, sem tók fyrst þátt í starfinu árið 2006 og svo heyrðum við í Bjarna Karlssyni presti sem er með kyrrðarstund hjá Hugarafli á miðvikudögum í hádeginu. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og póstkortið barst að þessu sinni frá Kúbu, en Magnús hefur verið þar í heimsókn undanfarinn hálfan mánuð. Hann segir í kortinu af upplifun sinni af Havana, fólkinu, músíkinni og kúltúrnum en líka frá einræðinu og kúguninni sem ríkir í skjóli kommúnismans. Fátæktinni, matar- og lyfjaskorti sem veldur uppþotum og óeirðum af og til. En veðurfarið er dásamlegt segir Magnús og strendurnar fagrar. Tónlist í þættinum í dag: Einu sinni enn / Bergur Ebbi og Dói (Sveinn Þórir Geirsson og Bergur Ebbi Benediktsson) Our House / Crosby, Stills, Nash & Young (Graham Nash) Tiene sabor / Buena Vista Social Club (Ignacio Piniero og Rolando Valdes) Hægt en bítandi / Tómas R. Einarsson (Tómas R. Einarsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/23/202250 minutes
Episode Artwork

Aðgengismálstofur, Jólin og sorgin og veðurathuganir

Við fjölluðum um aðgengismál og algilda hönnun í dag og við fræddumst um samstarfsyfirlýsingu um algilda hönnun sem var undirrituð af forsvarsmönnum 6 félaga og samtaka í vor. Við fengum til okkar Hörpu Ciliu Ingólfsdóttur, byggingarverkfræðing og ráðgjafa, Hebu Hertervig, arkitekt og Stefán Vilbergsson, verkefnastjóra í aðgengishópi ÖBÍ, til að segja okkur frá málstofunum Góð hönnun fyrir alla, þar sem fjallað er um hönnun og byggingu húsnæðis og mannvirkja með tilliti til aðgengis fyrir alla. Jólin og sorgin í erfiðum aðstæðum er heiti á fyrirlestri sem fram fer á morgun og er hluti af mánaðarlegri fyrirlestrarröð Krafts, Ungt fólk og krabbamein. Þau sem hafa upplifað sorg og missi kannast eflaust við að fara kvíða fyrir þegar líða fer að jólum, afmæli eða öðrum tímamótum. Ína Ólöf Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvarinnar verður með fræðslu ásamt því að miðla af eigin reynslu sem og uppbyggilegum ráðum um hvað getur hjálpað þegar erfiðar aðstæður sem þessar eru til staðar. Inga Bryndís Árnadóttir fræðslu- og hagsmunafulltrúi Krafts kom ásamt Ínu í þáttinn í dag. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo til okkar í dag í sitt vikulega veðurspjall. Í dag fræddi hún okkur um veðurathuganir í sögulegu ljósi, þ.e. upphaf veðurathugana á Íslandi og þær stöðvar sem hafa lengstu samfelldu athugunarsöguna. Tónlist í þættinum í dag: Yfir borgina / Valdimar (Ásgeir Aðalsteinsson og Valdimar Guðmundsson) Fyrsta ástin / Björgvin Halldórsson og Ragnhildur Gísladóttir (Jóhann Helgason og Jón Sigurðsson) Gamla húsið / Ellen Kristjánsdóttir (Þorgeir Ástvaldsson og Bjartmar Guðlaugsson ) I Would Run Away with You / Bambaló (Kristjana Stefánsdóttir) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/22/20220
Episode Artwork

Aðgengismálstofur, Jólin og sorgin og veðurathuganir

Við fjölluðum um aðgengismál og algilda hönnun í dag og við fræddumst um samstarfsyfirlýsingu um algilda hönnun sem var undirrituð af forsvarsmönnum 6 félaga og samtaka í vor. Við fengum til okkar Hörpu Ciliu Ingólfsdóttur, byggingarverkfræðing og ráðgjafa, Hebu Hertervig, arkitekt og Stefán Vilbergsson, verkefnastjóra í aðgengishópi ÖBÍ, til að segja okkur frá málstofunum Góð hönnun fyrir alla, þar sem fjallað er um hönnun og byggingu húsnæðis og mannvirkja með tilliti til aðgengis fyrir alla. Jólin og sorgin í erfiðum aðstæðum er heiti á fyrirlestri sem fram fer á morgun og er hluti af mánaðarlegri fyrirlestrarröð Krafts, Ungt fólk og krabbamein. Þau sem hafa upplifað sorg og missi kannast eflaust við að fara kvíða fyrir þegar líða fer að jólum, afmæli eða öðrum tímamótum. Ína Ólöf Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvarinnar verður með fræðslu ásamt því að miðla af eigin reynslu sem og uppbyggilegum ráðum um hvað getur hjálpað þegar erfiðar aðstæður sem þessar eru til staðar. Inga Bryndís Árnadóttir fræðslu- og hagsmunafulltrúi Krafts kom ásamt Ínu í þáttinn í dag. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo til okkar í dag í sitt vikulega veðurspjall. Í dag fræddi hún okkur um veðurathuganir í sögulegu ljósi, þ.e. upphaf veðurathugana á Íslandi og þær stöðvar sem hafa lengstu samfelldu athugunarsöguna. Tónlist í þættinum í dag: Yfir borgina / Valdimar (Ásgeir Aðalsteinsson og Valdimar Guðmundsson) Fyrsta ástin / Björgvin Halldórsson og Ragnhildur Gísladóttir (Jóhann Helgason og Jón Sigurðsson) Gamla húsið / Ellen Kristjánsdóttir (Þorgeir Ástvaldsson og Bjartmar Guðlaugsson ) I Would Run Away with You / Bambaló (Kristjana Stefánsdóttir) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/22/202250 minutes
Episode Artwork

Líf atvinnukylfings, hitaveituvinkill og Snæbjörn lesandi vikunnar

Í síðustu viku náði kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson þeim frábæra árangri að tryggja sér fullan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í golfi, en þúsundir kylfinga um heim allan dreymir um að geta keppt meðal þeirra bestu, annað hvort á Evrópumótaröðinni eða þeirri bandarísku. Guðmundur Ágúst er aðeins annar íslenski karlkylfingurinn sem hefur náð þessum áfanga og einungis fjórar íslenskar konur hafa spilað á Evrópumótaröðinni. Samkeppnin er gríðarleg og árangurinn því glæsilegur hjá Guðmundi Ágústi, en við ætlum að fá hann til að segja okkur aðeins frá því hvernig þetta gekk fyrir sig, hvernig líf atvinnukylfingsins er og hvað er framundan? En keppnistímabilið hefst strax í þessari viku í Suður-Afríku. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í dag bar hann vinkil sinn að hitaveiturörum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Snæbjörn Arngrímsson, bókaútgefandi og rithöfundur. Hann hefur átt ótrúlegan feril í bókaútgáfu, bæði hér á landi og í Danmörku og nú er hann búinn að skrifa og gefa út spennusöguna Eitt satt orð. En hann sagði okkur frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Snæbjörn talaði um eftirtaldar bækur: Om udregning af omfang e. Solvej Balle Gegn gangi leiksins e. Braga Ólafsson Útsýni e. Guðrúnu Evu Mínervudóttir The Lincoln Highway e.Amor Towles Splunkunýr dagur e. Pétur Gunnarsson og japanska höfundinn Kazuo Ishiguro Tónlist í þættinum í dag: Við arineld / Valgerður Guðrún Guðnadóttir (Magnús Eiríksson og Kristján frá Djúpalæk) Afmælisdiktur / Egill Ólafsson og Arnmundur Ernst B. Björnsson (Atli Heimir Sveinsson og Þórbergur Þórðarson) Enginn veit / Sigrún Harðardóttir og Orion (Paul McCartney, John Lennon og Eysteinn Jónasson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/21/20220
Episode Artwork

Líf atvinnukylfings, hitaveituvinkill og Snæbjörn lesandi vikunnar

Í síðustu viku náði kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson þeim frábæra árangri að tryggja sér fullan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í golfi, en þúsundir kylfinga um heim allan dreymir um að geta keppt meðal þeirra bestu, annað hvort á Evrópumótaröðinni eða þeirri bandarísku. Guðmundur Ágúst er aðeins annar íslenski karlkylfingurinn sem hefur náð þessum áfanga og einungis fjórar íslenskar konur hafa spilað á Evrópumótaröðinni. Samkeppnin er gríðarleg og árangurinn því glæsilegur hjá Guðmundi Ágústi, en við ætlum að fá hann til að segja okkur aðeins frá því hvernig þetta gekk fyrir sig, hvernig líf atvinnukylfingsins er og hvað er framundan? En keppnistímabilið hefst strax í þessari viku í Suður-Afríku. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í dag bar hann vinkil sinn að hitaveiturörum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Snæbjörn Arngrímsson, bókaútgefandi og rithöfundur. Hann hefur átt ótrúlegan feril í bókaútgáfu, bæði hér á landi og í Danmörku og nú er hann búinn að skrifa og gefa út spennusöguna Eitt satt orð. En hann sagði okkur frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Snæbjörn talaði um eftirtaldar bækur: Om udregning af omfang e. Solvej Balle Gegn gangi leiksins e. Braga Ólafsson Útsýni e. Guðrúnu Evu Mínervudóttir The Lincoln Highway e.Amor Towles Splunkunýr dagur e. Pétur Gunnarsson og japanska höfundinn Kazuo Ishiguro Tónlist í þættinum í dag: Við arineld / Valgerður Guðrún Guðnadóttir (Magnús Eiríksson og Kristján frá Djúpalæk) Afmælisdiktur / Egill Ólafsson og Arnmundur Ernst B. Björnsson (Atli Heimir Sveinsson og Þórbergur Þórðarson) Enginn veit / Sigrún Harðardóttir og Orion (Paul McCartney, John Lennon og Eysteinn Jónasson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/21/202250 minutes
Episode Artwork

Þórarinn Eldjárn föstudagsgestur og mandarínur

Föstudagsgestur Mannleg þáttarins í þetta sinn var rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn. Þórarinn hefur auðvitað skrifað ljóðabækur, smásögur og skáldsögur sem flestir landsmenn þekkja. Auk þess hefur hann þýtt mikið úr Norðurlandamálum og ensku, meðal annars nokkur leikrit eftir Shakespeare. Nú er nýkomin út bókin Tættir þættir þar sem Þórarinn tekur saman þrjátíu og sjö áður óbirta þætti sem fara úr einu í annað um hitt og þetta. Við fengum Þórarinn til að segja okkur frá æskuheimilinu sínu, en hann ólst upp bókstaflega í Þjóðminjasafninu. Svo fórum við á handahlaupum með Þórarni í gegnum lífið til dagsins í dag. Í matarspjalli dagsins voru setti svo Sigurlaug Margrét mandarínur á dagskrána. Á þessum árstíma koma heilu kassarnir af mandarínum í búðirnar og við ræddum um hversu margar væri ráðlagt að borða í einu og svo ræddum við aðeins aðra sítrusávexti. Tónlist í þættinum í dag: Gegnum holt og hæðir / Þursaflokkurinn ( Egill Ólafsson og Þórarinn Eldjárn) Naflaskoðun / Ragnheiður Gröndal (Jóhann Helgason og Þórarinn Eldjárn) Já, svo sannarlega / Borgardætur (Lawrence, Sirnay og Þórarinn Eldjárn) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/18/20220
Episode Artwork

Þórarinn Eldjárn föstudagsgestur og mandarínur

Föstudagsgestur Mannleg þáttarins í þetta sinn var rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn. Þórarinn hefur auðvitað skrifað ljóðabækur, smásögur og skáldsögur sem flestir landsmenn þekkja. Auk þess hefur hann þýtt mikið úr Norðurlandamálum og ensku, meðal annars nokkur leikrit eftir Shakespeare. Nú er nýkomin út bókin Tættir þættir þar sem Þórarinn tekur saman þrjátíu og sjö áður óbirta þætti sem fara úr einu í annað um hitt og þetta. Við fengum Þórarinn til að segja okkur frá æskuheimilinu sínu, en hann ólst upp bókstaflega í Þjóðminjasafninu. Svo fórum við á handahlaupum með Þórarni í gegnum lífið til dagsins í dag. Í matarspjalli dagsins voru setti svo Sigurlaug Margrét mandarínur á dagskrána. Á þessum árstíma koma heilu kassarnir af mandarínum í búðirnar og við ræddum um hversu margar væri ráðlagt að borða í einu og svo ræddum við aðeins aðra sítrusávexti. Tónlist í þættinum í dag: Gegnum holt og hæðir / Þursaflokkurinn ( Egill Ólafsson og Þórarinn Eldjárn) Naflaskoðun / Ragnheiður Gröndal (Jóhann Helgason og Þórarinn Eldjárn) Já, svo sannarlega / Borgardætur (Lawrence, Sirnay og Þórarinn Eldjárn) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/18/202250 minutes
Episode Artwork

Sigur í uppgjöf, siðfræði sagnfræðinnar og Blómstra

Háskólakennarar á eftirlaunum með langa reynslu af starfi með alkóhólistum og rannsóknum, skrifuðu saman bók sem byggir á 50 viðtölum við alkóhólista sem höfðu verið án vímu í 5 ár eða lengur. Viðmælendur bókarinnar voru spurðir hvað þeir hefðu gert til að takast að vera vímulausir svo lengi. Svörin voru tekin í þemu og niðurstöðurnar, sem voru mjög afgerandi, eru birtar í bókinni Sigurinn liggur í uppgjöfinni. Sigurlína Davíðsdóttir, doktor í félagssálfræði er annar höfunda bókarinnar og hún kom í þáttinn í dag. Sagnfræðingafélag Íslands stendur fyrir málþingi í næstu viku undir yfirskriftinni Er sagnfræði siðleg? Kristín Svava Tómasdóttir sagnfræðingur heldur þar erindi sem nefnist Að segja sögur og nefna nöfn. Í erindinu veltir hún fyrir sér hvernig nálgast á viðkvæm viðfangsefni og hvaða stíl á að tileinka sér þegar fjallað er um fólk og persónuleg málefni þeirra. Hvenær á að nafngreina fólk í söguskoðun, því sagnfræðingar sem vinna með viðkvæm málefni, t.d. á sviði heilbrigðissögu, eru alls ekki sammala um það. Kristín Svava sagði okkur betur frá þessu í þættinum. Herdís Helga Arnalds, hagfræðingur og tölvunarfræðingur, hefur haft óbilandi áhuga á trjárækt og plöntulífríkinu frá barnæsku. Hún stofnaði fyrirtækið Blómstru fyrir stuttu og hjálpar hún þúsundum viðskiptavina við að halda lífi í plöntunum sínum í gegnum plöntuáskriftarþjónustu og sendir fólki meðal annars leiðbeiningar og fróðleik. Herdís Helga kom í þáttinn í dag. Tónlist í þættinum í dag: Ferrari / Ragnheiður Gröndal (Páll Torfi Önundarson) Dag eftir dag / Múgsefjun (Eva Hafsteinsdóttir og Hjalti Þorkelsson) Gamli góði vinur / Mannakorn (Magnús Eiríksson) Lifðu hægt / Hildur Vala Einarsdóttir (Svavar Knútur og Karl Ágúst Úlfsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/17/20220
Episode Artwork

Sigur í uppgjöf, siðfræði sagnfræðinnar og Blómstra

Háskólakennarar á eftirlaunum með langa reynslu af starfi með alkóhólistum og rannsóknum, skrifuðu saman bók sem byggir á 50 viðtölum við alkóhólista sem höfðu verið án vímu í 5 ár eða lengur. Viðmælendur bókarinnar voru spurðir hvað þeir hefðu gert til að takast að vera vímulausir svo lengi. Svörin voru tekin í þemu og niðurstöðurnar, sem voru mjög afgerandi, eru birtar í bókinni Sigurinn liggur í uppgjöfinni. Sigurlína Davíðsdóttir, doktor í félagssálfræði er annar höfunda bókarinnar og hún kom í þáttinn í dag. Sagnfræðingafélag Íslands stendur fyrir málþingi í næstu viku undir yfirskriftinni Er sagnfræði siðleg? Kristín Svava Tómasdóttir sagnfræðingur heldur þar erindi sem nefnist Að segja sögur og nefna nöfn. Í erindinu veltir hún fyrir sér hvernig nálgast á viðkvæm viðfangsefni og hvaða stíl á að tileinka sér þegar fjallað er um fólk og persónuleg málefni þeirra. Hvenær á að nafngreina fólk í söguskoðun, því sagnfræðingar sem vinna með viðkvæm málefni, t.d. á sviði heilbrigðissögu, eru alls ekki sammala um það. Kristín Svava sagði okkur betur frá þessu í þættinum. Herdís Helga Arnalds, hagfræðingur og tölvunarfræðingur, hefur haft óbilandi áhuga á trjárækt og plöntulífríkinu frá barnæsku. Hún stofnaði fyrirtækið Blómstru fyrir stuttu og hjálpar hún þúsundum viðskiptavina við að halda lífi í plöntunum sínum í gegnum plöntuáskriftarþjónustu og sendir fólki meðal annars leiðbeiningar og fróðleik. Herdís Helga kom í þáttinn í dag. Tónlist í þættinum í dag: Ferrari / Ragnheiður Gröndal (Páll Torfi Önundarson) Dag eftir dag / Múgsefjun (Eva Hafsteinsdóttir og Hjalti Þorkelsson) Gamli góði vinur / Mannakorn (Magnús Eiríksson) Lifðu hægt / Hildur Vala Einarsdóttir (Svavar Knútur og Karl Ágúst Úlfsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/17/202250 minutes
Episode Artwork

Jónas og tungumálið, leikskólarými og hlýindi undanfarið

Í dag er dagur íslenskrar tungu og afmælisdagur Jónasar Hallgrímssonar. Það eru 215 ár í dag frá því að Jónas fæddist og hann lést langt fyrir aldur fram, ekki nema 37 ára. En á sinni stuttu ævi þá hafði hann þó mikil áhrif og ekki síst eftir sinn dag. Það er auðvitað engin tilviljun að dagur íslenskrar tungu hafi verið settur á afmælisdag Jónasar, orðasmíði hans, ljóðin og hans skrif og þau áhrif sem hann hefur haft réttlæta það og miklu meira. Við fengum Önnu Sigríði Þráinsdóttur, málfarsráðunaut RÚV, til þess að koma í þáttinn til að tala við okkur um Jónas og hans órjúfanlegu tengingu við íslenska tungu. En hún, ásamt Elínu Elísabetu Einarsdóttur, gaf nýlega út bókina Á sporbaug - nýyrði Jónasar Hallgrímssonar. Hörður Svavarsson leikskólastjóri á leikskólanum Aðalþingi segir að álagið vegna þrengsla í leikskólum sé orðið svo mikið að fullorðna fólkið forði sér, þess vegna sé erfitt að ráða fólk til starfa í leikskólunum. En eftir sitja börnin, þau geta ekki forða sér. Hörður hefur rannsakað hvaða rými börn hafa í leikskólum og hann bendir á að leikskólar séu meira mannaðir á Íslandi en í öðrum löndum. Hann segir það vera vegna þess að viðbrögð vegna aukins álags sem þrengslin valda hafa verið ákall um aukna mönnun. Hann telur að ef börnin hefðu meira rými, á borð við það sem gerist í öðrum löndum, þyrfti ekki eins mikla mönnun. Hörður útskýrði þetta í þættinum í dag. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom til okkar í veðurspjall í dag. Hún kann ákaflega vel að segja á áhugaverðan hátt frá hinum ýmsu fyrirbrigðum í veðrinu og í dag talaði hún um methlýindi undanfarið. Tónlist í þættinum í dag: Reiknaðu með mér / Björn Jörundur og Ragga Gröndal (Björn Jörundur Friðbjörnsson) Hættu að gráta hringaná / Ylja (Þjóðlag og Jónas Hallgrímsson) Skýjaglópur / Júníus Meyvant og KK (Júníus Meyvant) Veðurglöggur / Spilverk þjóðanna (Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla Garðarsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/16/20220
Episode Artwork

Jónas og tungumálið, leikskólarými og hlýindi undanfarið

Í dag er dagur íslenskrar tungu og afmælisdagur Jónasar Hallgrímssonar. Það eru 215 ár í dag frá því að Jónas fæddist og hann lést langt fyrir aldur fram, ekki nema 37 ára. En á sinni stuttu ævi þá hafði hann þó mikil áhrif og ekki síst eftir sinn dag. Það er auðvitað engin tilviljun að dagur íslenskrar tungu hafi verið settur á afmælisdag Jónasar, orðasmíði hans, ljóðin og hans skrif og þau áhrif sem hann hefur haft réttlæta það og miklu meira. Við fengum Önnu Sigríði Þráinsdóttur, málfarsráðunaut RÚV, til þess að koma í þáttinn til að tala við okkur um Jónas og hans órjúfanlegu tengingu við íslenska tungu. En hún, ásamt Elínu Elísabetu Einarsdóttur, gaf nýlega út bókina Á sporbaug - nýyrði Jónasar Hallgrímssonar. Hörður Svavarsson leikskólastjóri á leikskólanum Aðalþingi segir að álagið vegna þrengsla í leikskólum sé orðið svo mikið að fullorðna fólkið forði sér, þess vegna sé erfitt að ráða fólk til starfa í leikskólunum. En eftir sitja börnin, þau geta ekki forða sér. Hörður hefur rannsakað hvaða rými börn hafa í leikskólum og hann bendir á að leikskólar séu meira mannaðir á Íslandi en í öðrum löndum. Hann segir það vera vegna þess að viðbrögð vegna aukins álags sem þrengslin valda hafa verið ákall um aukna mönnun. Hann telur að ef börnin hefðu meira rými, á borð við það sem gerist í öðrum löndum, þyrfti ekki eins mikla mönnun. Hörður útskýrði þetta í þættinum í dag. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom til okkar í veðurspjall í dag. Hún kann ákaflega vel að segja á áhugaverðan hátt frá hinum ýmsu fyrirbrigðum í veðrinu og í dag talaði hún um methlýindi undanfarið. Tónlist í þættinum í dag: Reiknaðu með mér / Björn Jörundur og Ragga Gröndal (Björn Jörundur Friðbjörnsson) Hættu að gráta hringaná / Ylja (Þjóðlag og Jónas Hallgrímsson) Skýjaglópur / Júníus Meyvant og KK (Júníus Meyvant) Veðurglöggur / Spilverk þjóðanna (Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla Garðarsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/16/202250 minutes
Episode Artwork

Hinseginleikinn í bókum, gestabók, draumar og Húsið

Rósa María Hjörvar, doktorsnemi í bókmenntafræði, flytur á fimmtudaginn fyrirlesturinn Eitruð karlmennska og perlufestar í óbyggðum norðursins, en hann er hluti af hádegisfyrirlestraröð RIKK, Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við HÍ. Þar skoðar hún hinsegin persónur í þremur frægum bókum sem skrifaðar eru á mismunandi tímum, Gróður jarðar eftir Knut Hamsun, Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxnes og Höfundur Íslands eftir Hallgrím Helgason. Hún segir að saga þessara persóna spegli breytileg viðhorf til hinseginleika og karlmennsku. Rósa útskýrði þetta betur í þættinum. Svo forvitnuðumst við um nýja útgáfu af gestabókinni sem var til á öllum heimilum, en sést varla í dag nema í brúðkaupum og fermingaveislum. Kristborg Bóel Steindórsdóttir vill einmitt endurvekja gestabókamenninguna hér á landi og blása lífi í þessa arfleifð og hún lét ekki þar staðar numið því hún ákvað líka að gefa út bók þar sem fólk getur haldið utan um drauma sína, þ.e. ekki drauma næturinnar, heldur sem þá drauma sem við vonum að rætist. Kristborg sagði okkur meira frá þessu í dag. Við sögðum svo frá spili sem sker sig dálítið frá öðrum skemmtispilum sem eru í boði. Það kallast Húsið og varð til sem lokaverkefni Helgu Berglindar Sigurþórsdóttur og Gunnu Stellu Pálmarsdóttur í Fjölskyldumeðferð hjá Endurmenntun H.Í. Þær eiga samtals margra ára reynslu af vinnu með börnum, unglingum og fullorðnum. Húsið er spurningaspil sem opnar á allskyns samræður og er hugsað sem tengslaeflandi verkfæri sem fær börn til að kynnast foreldrum sínum betur, ömmur og afa til að kynnast barnabörnunum, systkini til að tala saman á dýpri hátt og vináttu til að eflast. Helga og Gunna komu í þáttinn í dag. Tónlist í þættinum í dag: Að vera í sambandi / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon) Take me dancing / Hafdís Huld (Hafdís Huld Þrastardóttir og Tim Gordine) Girl from Before / Blood Harmony (Örn Eldjárn Kristjánsson) Ready Teddy / Buddy Holly (John Marascalco og Robert Blackwell) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/15/20220
Episode Artwork

Hinseginleikinn í bókum, gestabók, draumar og Húsið

Rósa María Hjörvar, doktorsnemi í bókmenntafræði, flytur á fimmtudaginn fyrirlesturinn Eitruð karlmennska og perlufestar í óbyggðum norðursins, en hann er hluti af hádegisfyrirlestraröð RIKK, Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við HÍ. Þar skoðar hún hinsegin persónur í þremur frægum bókum sem skrifaðar eru á mismunandi tímum, Gróður jarðar eftir Knut Hamsun, Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxnes og Höfundur Íslands eftir Hallgrím Helgason. Hún segir að saga þessara persóna spegli breytileg viðhorf til hinseginleika og karlmennsku. Rósa útskýrði þetta betur í þættinum. Svo forvitnuðumst við um nýja útgáfu af gestabókinni sem var til á öllum heimilum, en sést varla í dag nema í brúðkaupum og fermingaveislum. Kristborg Bóel Steindórsdóttir vill einmitt endurvekja gestabókamenninguna hér á landi og blása lífi í þessa arfleifð og hún lét ekki þar staðar numið því hún ákvað líka að gefa út bók þar sem fólk getur haldið utan um drauma sína, þ.e. ekki drauma næturinnar, heldur sem þá drauma sem við vonum að rætist. Kristborg sagði okkur meira frá þessu í dag. Við sögðum svo frá spili sem sker sig dálítið frá öðrum skemmtispilum sem eru í boði. Það kallast Húsið og varð til sem lokaverkefni Helgu Berglindar Sigurþórsdóttur og Gunnu Stellu Pálmarsdóttur í Fjölskyldumeðferð hjá Endurmenntun H.Í. Þær eiga samtals margra ára reynslu af vinnu með börnum, unglingum og fullorðnum. Húsið er spurningaspil sem opnar á allskyns samræður og er hugsað sem tengslaeflandi verkfæri sem fær börn til að kynnast foreldrum sínum betur, ömmur og afa til að kynnast barnabörnunum, systkini til að tala saman á dýpri hátt og vináttu til að eflast. Helga og Gunna komu í þáttinn í dag. Tónlist í þættinum í dag: Að vera í sambandi / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon) Take me dancing / Hafdís Huld (Hafdís Huld Þrastardóttir og Tim Gordine) Girl from Before / Blood Harmony (Örn Eldjárn Kristjánsson) Ready Teddy / Buddy Holly (John Marascalco og Robert Blackwell) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/15/202250 minutes
Episode Artwork

Föðurhlutverkið, drykkir og nesti og Eva Rún lesandinn

Við sáum á samfélagsmiðlum í gær að feðradagurinn var mörgum ofarlega í huga og í gær var einmitt málstofa í Norræna húsinu um föðurhlutverkið í barnabókmenntum. Umræðan snerist meðal annars um skopmyndir, fjölbreyttar, kómískar og fjarverandi portrettmyndir af feðrum í barnabókmenntum og þáttakendur viðruðu viðhorf sín til föðurhlutverksins, þar á meðal breytingar, vankanta og staðalmyndir bæði frá faglegu og persónulegu sjónarhorni sem feður. Meðal þeirra sem tóku til máls í gær voru þeir Björn Grétar Baldursson flugumferðarstjóri og Sverrir Norland rithöfundur og þeir komu í þáttinn í dag. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Guðjón er skúffuskáld og þjóðfræðiáhugamaður úr Flóanum og í dag bar hann vinkilinn að drykkjum fortíðar og nesti. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur með meiru. Hún hefur skrifað barnabækur og nú eru tvær bækur að koma út eftir hana. En við fengum að vita hvað hún hefur sjálf verið að lesa og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Rún talaði um eftirfarandi bækur: Andardráttur eftir James Nestor Dauðinn og mörgæsin eftir Andrej Kúrkov, Sonur minn eftir Alejandro Palomas Bekkurinn minn eftir Yrsu Þöll Gylfadóttur, Allt í plati eftir Sigrúnu Eldjárn Um tímann og vatnið eftir Andra Snæ Magnason Tónlist í þættinum í dag: Ó pabbi minn / Ingibjörg Þorbergs (Burkhard og Þorsteinn Sveinsson) In my fathers eyes / Eric Clapton (Eric Clapton) Chi baba chi baba / Lesstofan, Fríða Dís Guðmundsdóttir (David Mack og Jóhann Axel Andersen) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/14/20220
Episode Artwork

Föðurhlutverkið, drykkir og nesti og Eva Rún lesandinn

Við sáum á samfélagsmiðlum í gær að feðradagurinn var mörgum ofarlega í huga og í gær var einmitt málstofa í Norræna húsinu um föðurhlutverkið í barnabókmenntum. Umræðan snerist meðal annars um skopmyndir, fjölbreyttar, kómískar og fjarverandi portrettmyndir af feðrum í barnabókmenntum og þáttakendur viðruðu viðhorf sín til föðurhlutverksins, þar á meðal breytingar, vankanta og staðalmyndir bæði frá faglegu og persónulegu sjónarhorni sem feður. Meðal þeirra sem tóku til máls í gær voru þeir Björn Grétar Baldursson flugumferðarstjóri og Sverrir Norland rithöfundur og þeir komu í þáttinn í dag. Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Guðjón er skúffuskáld og þjóðfræðiáhugamaður úr Flóanum og í dag bar hann vinkilinn að drykkjum fortíðar og nesti. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur með meiru. Hún hefur skrifað barnabækur og nú eru tvær bækur að koma út eftir hana. En við fengum að vita hvað hún hefur sjálf verið að lesa og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Rún talaði um eftirfarandi bækur: Andardráttur eftir James Nestor Dauðinn og mörgæsin eftir Andrej Kúrkov, Sonur minn eftir Alejandro Palomas Bekkurinn minn eftir Yrsu Þöll Gylfadóttur, Allt í plati eftir Sigrúnu Eldjárn Um tímann og vatnið eftir Andra Snæ Magnason Tónlist í þættinum í dag: Ó pabbi minn / Ingibjörg Þorbergs (Burkhard og Þorsteinn Sveinsson) In my fathers eyes / Eric Clapton (Eric Clapton) Chi baba chi baba / Lesstofan, Fríða Dís Guðmundsdóttir (David Mack og Jóhann Axel Andersen) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/14/202250 minutes
Episode Artwork

Þórólfur föstudagsgestur og finnskt matarspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Þórólfur Guðnason. Hann hefur nú látið af störfum sem sóttvarnarlæknir Íslands eftir langan feril og án þess að gera lítið úr ferlinum í heild þá er ekki hægt að segja annað en að síðustu tvö árin hafi verið sérstaklega viðburðarrík þar sem Þórólfur var allt í einu í sjónvarpinu inni á heimilum allra landsmanna á hverjum einasta degi að leggja línurnar í gegnum faraldurinn. En við fórum aftur í tímann með Þórólfi og forvitnuðumst um æskuna og uppeldið á Eskifirði og í Vestmannaeyjum, tónlistina og bassaleikinn, starfsferilinn, faraldurinn og svo auðvitað hvernig honum gengur að vera sestur í helgan stein. Svo kom Sigurlaug Margrét, besti vinur bragðlaukanna, til okkar í matarspjallið og þar var finnskur matur á dagskránni eftir Helsinkiferð Sigurlaugar. Hvað er best að borða í Finnlandi? Það er samt ekki endilega víst að það hafi komið fram í matarpsjalli dagsins. Tónlist í þættinum í dag: Ég veit þú kemur / Ellý Vilhjálms (Ási í Bæ og Oddgeir Kristjánsson) Heima / Haukur Morthens (Ási í Bæ og Oddgeir Kristjánsson) Dísir vorsins / Karlakórinn Heimir (Bjarki Árnason) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/11/20220
Episode Artwork

Þórólfur föstudagsgestur og finnskt matarspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Þórólfur Guðnason. Hann hefur nú látið af störfum sem sóttvarnarlæknir Íslands eftir langan feril og án þess að gera lítið úr ferlinum í heild þá er ekki hægt að segja annað en að síðustu tvö árin hafi verið sérstaklega viðburðarrík þar sem Þórólfur var allt í einu í sjónvarpinu inni á heimilum allra landsmanna á hverjum einasta degi að leggja línurnar í gegnum faraldurinn. En við fórum aftur í tímann með Þórólfi og forvitnuðumst um æskuna og uppeldið á Eskifirði og í Vestmannaeyjum, tónlistina og bassaleikinn, starfsferilinn, faraldurinn og svo auðvitað hvernig honum gengur að vera sestur í helgan stein. Svo kom Sigurlaug Margrét, besti vinur bragðlaukanna, til okkar í matarspjallið og þar var finnskur matur á dagskránni eftir Helsinkiferð Sigurlaugar. Hvað er best að borða í Finnlandi? Það er samt ekki endilega víst að það hafi komið fram í matarpsjalli dagsins. Tónlist í þættinum í dag: Ég veit þú kemur / Ellý Vilhjálms (Ási í Bæ og Oddgeir Kristjánsson) Heima / Haukur Morthens (Ási í Bæ og Oddgeir Kristjánsson) Dísir vorsins / Karlakórinn Heimir (Bjarki Árnason) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/11/202250 minutes
Episode Artwork

Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir - sérfræðingurinn

Við fengum sérfræðing í þáttinn í dag. Í þetta sinn var það Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir og prófessor í skurðlækningum við Háskóla Íslands. Við ræddum við hann um hjartaheilsuna og svo svaraði Tómas spurningum sem hlustendur hafa sent inn í pósthólf þáttarins, [email protected]. Rekja má um þriðjung allra dauðsfalla á Íslandi til hjarta- og æðasjúkdóma því er þetta mjög mikilvægt umræðuefni sem gott er að velta fyrir sér. Spurningarnar sem hlustendur sendu inn snérust meðal annars um blóðþrýsting, ættgengi, gáttatif, snjallúr, rauðvín og mataræði og Tómas gerði sitt besta að svara þeim. Tónlist í þættinum í dag: Lukta-Gvendur / Björk Guðmundsdóttir og Tríó Guðmundar Ingólfssonar (Nat Simon og Eiríkur Karl Eiríksson) Dansað á dekki / Fjörefni (Nicholas P. og Ellert Borgar Þorvaldsson)
11/10/20220
Episode Artwork

Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir - sérfræðingurinn

Við fengum sérfræðing í þáttinn í dag. Í þetta sinn var það Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir og prófessor í skurðlækningum við Háskóla Íslands. Við ræddum við hann um hjartaheilsuna og svo svaraði Tómas spurningum sem hlustendur hafa sent inn í pósthólf þáttarins, [email protected]. Rekja má um þriðjung allra dauðsfalla á Íslandi til hjarta- og æðasjúkdóma því er þetta mjög mikilvægt umræðuefni sem gott er að velta fyrir sér. Spurningarnar sem hlustendur sendu inn snérust meðal annars um blóðþrýsting, ættgengi, gáttatif, snjallúr, rauðvín og mataræði og Tómas gerði sitt besta að svara þeim. Tónlist í þættinum í dag: Lukta-Gvendur / Björk Guðmundsdóttir og Tríó Guðmundar Ingólfssonar (Nat Simon og Eiríkur Karl Eiríksson) Dansað á dekki / Fjörefni (Nicholas P. og Ellert Borgar Þorvaldsson)
11/10/202250 minutes
Episode Artwork

Árni Þór um lífið í Moskvu og póstkort um samgöngur og núvitund

Árni Þór Sigurðsson er sendiherra Íslands í Moskvu. Hann er á landinu þessa dagana og kom í þáttinn í spjall. Við forvitnuðumst um það hvernig er að búa í Moskvu núna í skugga stríðsins. Hvernig hann upplifir daglegt líf í Rússlandi og stemmninguna hjá almenningi og þá sérstaklega núna þegar stríðið hefur dregist á langinn. Áður en Árni varð sendiherra í Moskvu hafði hann lært rússnesku og unnið sem leiðsögumaður í Rússlandi og var fréttaritari fyrir RÚV þar í landi. Þetta eru óneitanlega sérstakir tímar til að vera í Rússlandi og við fengum Árna til að segja okkur frá sinni reynslu í þættinum. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Í póstkorti dagsins sagði Magnús frá samgöngum, sem eru mál málanna í Vestmanneyjum, þar talar fólk ekki lengur um lunda og aflabrögð, aðeins ferjur, göng og hafnir. Magnús sagði frá samgönguáhuga Eyjaskeggja í póstkortinu en líka frá núvitundinni sem er mikið í tísku um þessar mundir, iðnaðurinn í kringum hana veltir milljörðum í hvaða mynt sem talið er. Í lokin minntist Magnús á þær reglur sem giltu hjá Ríkistútvarpinu um flutning á jólatónlist áður en útvarpsleyfi voru gefin frjáls. Tónlist í þættinum í dag: Dýrð í dauðaþögn / Ásgeir Trausti Einarsson (Ásgeir Trausti Einarsson og Júlíus Aðalsteinn Róbertsson) Kalinka / Soviet Army Chorus and Band (Ivan Larionov) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
11/9/20220
Episode Artwork

Árni Þór um lífið í Moskvu og póstkort um samgöngur og núvitund

Árni Þór Sigurðsson er sendiherra Íslands í Moskvu. Hann er á landinu þessa dagana og kom í þáttinn í spjall. Við forvitnuðumst um það hvernig er að búa í Moskvu núna í skugga stríðsins. Hvernig hann upplifir daglegt líf í Rússlandi og stemmninguna hjá almenningi og þá sérstaklega núna þegar stríðið hefur dregist á langinn. Áður en Árni varð sendiherra í Moskvu hafði hann lært rússnesku og unnið sem leiðsögumaður í Rússlandi og var fréttaritari fyrir RÚV þar í landi. Þetta eru óneitanlega sérstakir tímar til að vera í Rússlandi og við fengum Árna til að segja okkur frá sinni reynslu í þættinum. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Í póstkorti dagsins sagði Magnús frá samgöngum, sem eru mál málanna í Vestmanneyjum, þar talar fólk ekki lengur um lunda og aflabrögð, aðeins ferjur, göng og hafnir. Magnús sagði frá samgönguáhuga Eyjaskeggja í póstkortinu en líka frá núvitundinni sem er mikið í tísku um þessar mundir, iðnaðurinn í kringum hana veltir milljörðum í hvaða mynt sem talið er. Í lokin minntist Magnús á þær reglur sem giltu hjá Ríkistútvarpinu um flutning á jólatónlist áður en útvarpsleyfi voru gefin frjáls. Tónlist í þættinum í dag: Dýrð í dauðaþögn / Ásgeir Trausti Einarsson (Ásgeir Trausti Einarsson og Júlíus Aðalsteinn Róbertsson) Kalinka / Soviet Army Chorus and Band (Ivan Larionov) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
11/9/202250 minutes
Episode Artwork

Skátahreyfingin 100 ára, ævisögumálþing og COP27

Skátahreyfingin á Íslandi fagnaði um helgina 110 árum frá upphafi starfs á Íslandi og 100 ára afmæli kvenskátastarfssins og auðvitað var það gert með afmæliskvöldvöku. Upphafið var 2. nóvember árið 1907, en þá komu saman nokkrir skátafélagar í Fjósinu, að baki Menntaskólans við Reykjavík. Harpa Ósk Valgeirsdóttir er skátahöfðingi Íslands og hún kom í þáttinn og fór aðeins með okkur yfir sögu skátahreyfingarinnar á Íslandi. Á laugardaginn heldur Félag um átjándu aldar fræði málþing undir yfirskriftinni - Af sjálfsævisögum frá átjándu og nítjándu öld í Þjóðarbókhlöðunni. Teknar verða fyrir fjórar íslenskar sjálfsævisögur frá átjándu og nítjándu öld og þær greindar með augum ævisöguritaranna. Skoðuð verða samskipti söguritaranna við annað fólk, hugmyndafræði sem birtist í sögum þeirra, sjálfsmynd svo og dómar þeirra um annað fólk. Mjög áhugaverð innsýn í lífið á 18. og 19. öld. Margrét Gunnarsdóttir, sagnfræðingur og skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands og Svavar Sigmundsson, rannsóknarprófessor emeritus við Stofnun Árna Magnússonar, komu í þáttinn og sögðu frá. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo í sitt vikulega veðurspjall og í dag fjallaði hún um loftslagsmálin og COP27 loftslagsráðstefnuna sem stendur nú yfir í Egyptalandi. Tónlist í þættinum í dag: Ameríka / Valdimar Guðmundsson og Þorsteinn Einarsson, úr Hljómskálanum (Bragi Valdimar Skúlason og Magnús Eiríksson) Eitt lag enn / GÓSS (Hörður Gunnar Ólafsson og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Just the way you are / Billy Joel (Billy Joel) Aftur heim til þín / Eyþór Ingi og Lay Low (Jónína Guðrún Eysteinsdóttir og Baldur Hjörleifsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/8/20220
Episode Artwork

Skátahreyfingin 100 ára, ævisögumálþing og COP27

Skátahreyfingin á Íslandi fagnaði um helgina 110 árum frá upphafi starfs á Íslandi og 100 ára afmæli kvenskátastarfssins og auðvitað var það gert með afmæliskvöldvöku. Upphafið var 2. nóvember árið 1907, en þá komu saman nokkrir skátafélagar í Fjósinu, að baki Menntaskólans við Reykjavík. Harpa Ósk Valgeirsdóttir er skátahöfðingi Íslands og hún kom í þáttinn og fór aðeins með okkur yfir sögu skátahreyfingarinnar á Íslandi. Á laugardaginn heldur Félag um átjándu aldar fræði málþing undir yfirskriftinni - Af sjálfsævisögum frá átjándu og nítjándu öld í Þjóðarbókhlöðunni. Teknar verða fyrir fjórar íslenskar sjálfsævisögur frá átjándu og nítjándu öld og þær greindar með augum ævisöguritaranna. Skoðuð verða samskipti söguritaranna við annað fólk, hugmyndafræði sem birtist í sögum þeirra, sjálfsmynd svo og dómar þeirra um annað fólk. Mjög áhugaverð innsýn í lífið á 18. og 19. öld. Margrét Gunnarsdóttir, sagnfræðingur og skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands og Svavar Sigmundsson, rannsóknarprófessor emeritus við Stofnun Árna Magnússonar, komu í þáttinn og sögðu frá. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo í sitt vikulega veðurspjall og í dag fjallaði hún um loftslagsmálin og COP27 loftslagsráðstefnuna sem stendur nú yfir í Egyptalandi. Tónlist í þættinum í dag: Ameríka / Valdimar Guðmundsson og Þorsteinn Einarsson, úr Hljómskálanum (Bragi Valdimar Skúlason og Magnús Eiríksson) Eitt lag enn / GÓSS (Hörður Gunnar Ólafsson og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Just the way you are / Billy Joel (Billy Joel) Aftur heim til þín / Eyþór Ingi og Lay Low (Jónína Guðrún Eysteinsdóttir og Baldur Hjörleifsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/8/202250 minutes
Episode Artwork

Sjósund og köld böð, sveitaböll og Einar Kári lesandi vikunnar

Við fjölluðum um köld böð og sjósund í þættinum í dag, en Náttúrlækningafélag Íslands heldur málþing um efnið á morgun og yfirskriftin er Köld böð og sjósund - Heilsuefling eða öfgar? Þar koma fram ýmsir fyrirlesarar og meðal þeirra er Björn Rúnar Lúðvíksson prófessor og yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans, hans erindi nefnist Sjórinn er skelfilega góður. Björn Rúnar spjallaði við okkur í dag. Við fengum svo nýjan pistil, eða vinkil eins og Guðjón Helgi Ólafsson kýs að kalla pistla sína. Í þetta sinn bar Guðjón vinkil sinn upp að sveitaböllum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Einar Kári Jóhannsson bókaútgefandi. Við fengum hann til að segja okkur frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Bækur sem Einar talaði um í dag voru: Allt sem rennur e. Bergþóra Snæbjörnsdóttir Staðurinn / Getting Lost e. Annie Ernaux The Dry Heart e. Natalia Ginzburg Elskhuginn e. Marguerite Duras What We Owe the Future e. William MacAskill Tónlist í þættinum í dag: Vegbúinn / Hera Hjartardóttir og KK (KK) Kveðju sendir blærinn / Elly Vilhjálms (Pugliese Vian og Pálmi Ólafsson) Tasko tostada / Hljómar (Rúnar Júlíusson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/7/20220
Episode Artwork

Sjósund og köld böð, sveitaböll og Einar Kári lesandi vikunnar

Við fjölluðum um köld böð og sjósund í þættinum í dag, en Náttúrlækningafélag Íslands heldur málþing um efnið á morgun og yfirskriftin er Köld böð og sjósund - Heilsuefling eða öfgar? Þar koma fram ýmsir fyrirlesarar og meðal þeirra er Björn Rúnar Lúðvíksson prófessor og yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans, hans erindi nefnist Sjórinn er skelfilega góður. Björn Rúnar spjallaði við okkur í dag. Við fengum svo nýjan pistil, eða vinkil eins og Guðjón Helgi Ólafsson kýs að kalla pistla sína. Í þetta sinn bar Guðjón vinkil sinn upp að sveitaböllum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Einar Kári Jóhannsson bókaútgefandi. Við fengum hann til að segja okkur frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Bækur sem Einar talaði um í dag voru: Allt sem rennur e. Bergþóra Snæbjörnsdóttir Staðurinn / Getting Lost e. Annie Ernaux The Dry Heart e. Natalia Ginzburg Elskhuginn e. Marguerite Duras What We Owe the Future e. William MacAskill Tónlist í þættinum í dag: Vegbúinn / Hera Hjartardóttir og KK (KK) Kveðju sendir blærinn / Elly Vilhjálms (Pugliese Vian og Pálmi Ólafsson) Tasko tostada / Hljómar (Rúnar Júlíusson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/7/202250 minutes
Episode Artwork

Sigurjón Kjartans föstudagsgestur og matarlím

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Sigurjón Kjartansson. Hann er auðvitað annar helmingurinn af Tvíhöfða, útvarpstvíeykinu. Hann var í grínþáttunum Fóstbræðrum frá upphafi, en þeir þættir eiga aldafjórðungsafmæli um þessar mundir. Hann er tónlistarmaður, var t.d. í hljómsveitinni goðsagnakenndu HAM. Hann hefur leikið í kvikmyndum og sjónvarpsefni og svo hefur hann skrifað og framleitt sjónvarpsefni, eins og til dæmis Ófærðarseríurnar og miklu fleira og er einn höfunda Skaupsins í ár. Við fórum með honum aftur í tímann, hann rifjaði upp æskuna og uppeldisárin, bæði í Reykholti og á Ísafirði og svo röktum við okkur í gegnum lífið til dagsins í dag, tónlistina, grínið, útvarpsþættina og svo handritsskrifin og verkefnin framundan. Í matarspjallinu í dag var svo víða komið við í fjarveru Sigurlaugar Margrétar. Frönsk súkkulaðikaka, panna cotta, chili con carne og matarlím svo dæmi séu tekin. Tónlist í þættinum í dag: Glugginn / Flowers (Rúnar Gunnarsson og Þorsteinn Eggertsson) Stuðlagið um Sigurrós / Tvíhöfði (Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr) Voulez-vous / Abba (Benny Andersson og Björn Ulvaeus) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/4/20220
Episode Artwork

Sigurjón Kjartans föstudagsgestur og matarlím

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Sigurjón Kjartansson. Hann er auðvitað annar helmingurinn af Tvíhöfða, útvarpstvíeykinu. Hann var í grínþáttunum Fóstbræðrum frá upphafi, en þeir þættir eiga aldafjórðungsafmæli um þessar mundir. Hann er tónlistarmaður, var t.d. í hljómsveitinni goðsagnakenndu HAM. Hann hefur leikið í kvikmyndum og sjónvarpsefni og svo hefur hann skrifað og framleitt sjónvarpsefni, eins og til dæmis Ófærðarseríurnar og miklu fleira og er einn höfunda Skaupsins í ár. Við fórum með honum aftur í tímann, hann rifjaði upp æskuna og uppeldisárin, bæði í Reykholti og á Ísafirði og svo röktum við okkur í gegnum lífið til dagsins í dag, tónlistina, grínið, útvarpsþættina og svo handritsskrifin og verkefnin framundan. Í matarspjallinu í dag var svo víða komið við í fjarveru Sigurlaugar Margrétar. Frönsk súkkulaðikaka, panna cotta, chili con carne og matarlím svo dæmi séu tekin. Tónlist í þættinum í dag: Glugginn / Flowers (Rúnar Gunnarsson og Þorsteinn Eggertsson) Stuðlagið um Sigurrós / Tvíhöfði (Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr) Voulez-vous / Abba (Benny Andersson og Björn Ulvaeus) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/4/202250 minutes
Episode Artwork

Alopecia skilgreinir ekki Rögnu og Blái trefillinn

Ragna Sólveig Þórðardóttir kom í þáttinn til okkar í dag og sagði sína reynslusögu af því að fá sjálfsofnæmissjúkdóminn Alopecia. Fyrir rúmum þremur árum fór Ragna að taka eftir skallablettum á höfði sínu, en hún hafði alla tíð verið með þykkt og mikið rautt hár. Fljótlega var hún greind með Alopecia. Ragna segir sjálf að hún sé ekki veik þótt hún sé vissulega með sjúkdóm en hún vill ekki að sjúkdómurinn skilgreini sig. Ragna sagði sína sögu og fræddi okkur um Alopecia í dag. Krabbameinsfélagið Framför, sem var stofnað árið 2007, er félag karla með krabbamein í blöðruhálsi og aðstandenda. Félagið stendur fyrir árverkni- og fjáröflunarátakinu Blái trefillinn í nóvember, en félagið leggur til að hér eftir verði nóvember mánuður krabbameins í blöðruhálsi á Íslandi. Markmiðið með þessu átaki er í fyrsta lagi vitundarvakning um krabbamein í blöðruhálsi og í öðru lagi styrktarverkefni til að afla fjár við stuðnings- og þjónustuumhverfið hjá Framför. Yfirskrift átaksins í ár er Þú gengur aldrei einn. Guðmundur G. Hauksson, framkvæmdastjóri Framfarar og Stefán Stefánsson, sem er nýkominn til starfa hjá félaginu, komu í þáttinn í dag. Tónlist í þættinum í dag: Glaumbær / Dúmbó og Steini (Jóhann G. Jóhannsson) Aint no Cure for Love / Leonard Cohen (Leonard Cohen) Lítil Börn / B.G. og Ingibjörg (Booker T Jones, textahöfundur ókunnur) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/3/20220
Episode Artwork

Alopecia skilgreinir ekki Rögnu og Blái trefillinn

Ragna Sólveig Þórðardóttir kom í þáttinn til okkar í dag og sagði sína reynslusögu af því að fá sjálfsofnæmissjúkdóminn Alopecia. Fyrir rúmum þremur árum fór Ragna að taka eftir skallablettum á höfði sínu, en hún hafði alla tíð verið með þykkt og mikið rautt hár. Fljótlega var hún greind með Alopecia. Ragna segir sjálf að hún sé ekki veik þótt hún sé vissulega með sjúkdóm en hún vill ekki að sjúkdómurinn skilgreini sig. Ragna sagði sína sögu og fræddi okkur um Alopecia í dag. Krabbameinsfélagið Framför, sem var stofnað árið 2007, er félag karla með krabbamein í blöðruhálsi og aðstandenda. Félagið stendur fyrir árverkni- og fjáröflunarátakinu Blái trefillinn í nóvember, en félagið leggur til að hér eftir verði nóvember mánuður krabbameins í blöðruhálsi á Íslandi. Markmiðið með þessu átaki er í fyrsta lagi vitundarvakning um krabbamein í blöðruhálsi og í öðru lagi styrktarverkefni til að afla fjár við stuðnings- og þjónustuumhverfið hjá Framför. Yfirskrift átaksins í ár er Þú gengur aldrei einn. Guðmundur G. Hauksson, framkvæmdastjóri Framfarar og Stefán Stefánsson, sem er nýkominn til starfa hjá félaginu, komu í þáttinn í dag. Tónlist í þættinum í dag: Glaumbær / Dúmbó og Steini (Jóhann G. Jóhannsson) Aint no Cure for Love / Leonard Cohen (Leonard Cohen) Lítil Börn / B.G. og Ingibjörg (Booker T Jones, textahöfundur ókunnur) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/3/202250 minutes
Episode Artwork

Linda á Svalbarða, afstaða til samkynhneigðar og Benny Anderson

Við kynntumst Lindu Ársælsdóttur í þættinum í dag. Linda hefur eytt stórum hluta síðustu 10 ára annars vegar á Svalbarða og hins vegar á suðurskautslandinu og þess á milli hefur hún verið landvörður í Vatnajökulsþjóðgarði. Sem sagt eyðir hún vetrunum annars vegar á norðurhjara og hins vega á suðurhjara jarðarinnar. Svo vill svo skemmtilega til að Linda er frá Svalbarðseyri á Svalbarðsströnd í Eyjafirði, sem að minnsta kosti hingað til við höfum ekki haldið að væri með neina sérstaka tengingu við Svalbarða, eyjaklasan í Norður-Íshafi, aðra en nafnið, þangað til nú. Linda sagði okkur frá því hvað hún er að bralla á þessum ystu hjörum jarðar í þættinum í dag. Á morgun fer fram fyrirlestur í hádegisfyrirlestraröð RIKK ? Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn nefnist Breytt afstaða til samkynhneigðar - Viðhorf Íslendinga yfir tíma. Sigrún Ólafsdóttir prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, kom til okkar í dag og sagði okkur frá niðurstöðum rannsóknar, sem hún hefur verið að vinna ásamt Silju Bára R. Ómarsdóttur og Sunnu Símonardóttur, sem byggir á könnun sem hefur verið gerð reglulega frá árinu 1984. Það er óhætt að segja að afstaða Íslendinga til samkynhneigðar hefur breyst mikið á ekki lengri tíma. Flestir vita hver Benny Andersson er, einn fjórði af ABBA og einn þekktasti lagahöfundur í heimi. Benny hefur í seinni tíð samið mikið af þjóðlagatónlist sem og kórtónlist og þetta er einkar áhugavert efni og sýnir nýja hlið á þessum merka lagahöfundi. Á morgun verða sérstakir tónleikar í Víðistaðakirkju tileinkaðir Benny Andersson og þar koma fram kórar, hljóðfæraleikarar og einsöngvarar. Við ræddum við Svein Arnar Sæmundsson stjórnanda í þættinum. Tónlist í þættinum í dag: Háa c / Moses Hightower (Steingrímur Karl Teague, Andri Ólafsson og Moses Hightower) Ekkert mál / Elín Ey (Ragnhildur Gísladóttir) Ástarsæla / Júníus Meyvant (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson) Du ar min man / Benny Anderson Orkester og Helen Sjöholm (Benny Andersson og Björn Ulvaeus) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/2/20220
Episode Artwork

Linda á Svalbarða, afstaða til samkynhneigðar og Benny Anderson

Við kynntumst Lindu Ársælsdóttur í þættinum í dag. Linda hefur eytt stórum hluta síðustu 10 ára annars vegar á Svalbarða og hins vegar á suðurskautslandinu og þess á milli hefur hún verið landvörður í Vatnajökulsþjóðgarði. Sem sagt eyðir hún vetrunum annars vegar á norðurhjara og hins vega á suðurhjara jarðarinnar. Svo vill svo skemmtilega til að Linda er frá Svalbarðseyri á Svalbarðsströnd í Eyjafirði, sem að minnsta kosti hingað til við höfum ekki haldið að væri með neina sérstaka tengingu við Svalbarða, eyjaklasan í Norður-Íshafi, aðra en nafnið, þangað til nú. Linda sagði okkur frá því hvað hún er að bralla á þessum ystu hjörum jarðar í þættinum í dag. Á morgun fer fram fyrirlestur í hádegisfyrirlestraröð RIKK ? Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn nefnist Breytt afstaða til samkynhneigðar - Viðhorf Íslendinga yfir tíma. Sigrún Ólafsdóttir prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, kom til okkar í dag og sagði okkur frá niðurstöðum rannsóknar, sem hún hefur verið að vinna ásamt Silju Bára R. Ómarsdóttur og Sunnu Símonardóttur, sem byggir á könnun sem hefur verið gerð reglulega frá árinu 1984. Það er óhætt að segja að afstaða Íslendinga til samkynhneigðar hefur breyst mikið á ekki lengri tíma. Flestir vita hver Benny Andersson er, einn fjórði af ABBA og einn þekktasti lagahöfundur í heimi. Benny hefur í seinni tíð samið mikið af þjóðlagatónlist sem og kórtónlist og þetta er einkar áhugavert efni og sýnir nýja hlið á þessum merka lagahöfundi. Á morgun verða sérstakir tónleikar í Víðistaðakirkju tileinkaðir Benny Andersson og þar koma fram kórar, hljóðfæraleikarar og einsöngvarar. Við ræddum við Svein Arnar Sæmundsson stjórnanda í þættinum. Tónlist í þættinum í dag: Háa c / Moses Hightower (Steingrímur Karl Teague, Andri Ólafsson og Moses Hightower) Ekkert mál / Elín Ey (Ragnhildur Gísladóttir) Ástarsæla / Júníus Meyvant (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson) Du ar min man / Benny Anderson Orkester og Helen Sjöholm (Benny Andersson og Björn Ulvaeus) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/2/202250 minutes
Episode Artwork

Tónlist og sálgæsla, afrekskona í USA, fjallaveður

Erna Blöndal tónlistarkona vinnur við meistaraverkefni í Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi við Listaháskólann og hennar rannsóknarverkefni snýr að tónlist og sálgæslu. Skiptir tónlist máli við útfarir og getur tónlist verið heilandi og hjálpað okkur í sorginni? Erna kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá. Hanna Þráinsdóttir körfuknattleiks- og frjálsíþróttakona er meðal 30 kvenna sem tilnefndar hafa verið til kjörs á konu ársins 2022 í háskólaíþróttunum í Bandaríkjunum. Hanna er fyrsta íslenska konan sem hlotið hefur slíka tilnefningu. 223.000 konur stunduðu íþróttir í tæpum ellefu hundruð háskólum sem eru aðilar að sambandinu. Úr þessum fjölmenna hópi tilnefndu háskólarnir upphaflega 577 kvenna hóp sem var svo niður skorinn niður í 156 og að lokum, eins og áður sagði, niður í 30 konur sem koma til greina að hljóta titilinn og Hanna er ein af þeim. Við slógum á þráðinn vestur um haf og heyrðum í Hönnu í þættinum. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo til okkar í veðurspjall í dag. Í dag fræddi hún okkur um fjallaveðurfar. Tónlist í þættinum í dag: Það rökkvar í Róm / Erla Þorsteinsdóttir (Rascel Renato og Loftur Guðmundsson) Hnefafylli af ró / Erna Blöndal (Vigdís Jónsdóttir og Þórdís Gísladóttir) Bowling Green / Everly Brother (Terry Slater-Jacqualene Ertler) Ég er maðurinn hennar Jónínu hans Jóns / Egill Ólafsson (George Forby og Emil Thoroddsen) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/1/20220
Episode Artwork

Tónlist og sálgæsla, afrekskona í USA, fjallaveður

Erna Blöndal tónlistarkona vinnur við meistaraverkefni í Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi við Listaháskólann og hennar rannsóknarverkefni snýr að tónlist og sálgæslu. Skiptir tónlist máli við útfarir og getur tónlist verið heilandi og hjálpað okkur í sorginni? Erna kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá. Hanna Þráinsdóttir körfuknattleiks- og frjálsíþróttakona er meðal 30 kvenna sem tilnefndar hafa verið til kjörs á konu ársins 2022 í háskólaíþróttunum í Bandaríkjunum. Hanna er fyrsta íslenska konan sem hlotið hefur slíka tilnefningu. 223.000 konur stunduðu íþróttir í tæpum ellefu hundruð háskólum sem eru aðilar að sambandinu. Úr þessum fjölmenna hópi tilnefndu háskólarnir upphaflega 577 kvenna hóp sem var svo niður skorinn niður í 156 og að lokum, eins og áður sagði, niður í 30 konur sem koma til greina að hljóta titilinn og Hanna er ein af þeim. Við slógum á þráðinn vestur um haf og heyrðum í Hönnu í þættinum. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo til okkar í veðurspjall í dag. Í dag fræddi hún okkur um fjallaveðurfar. Tónlist í þættinum í dag: Það rökkvar í Róm / Erla Þorsteinsdóttir (Rascel Renato og Loftur Guðmundsson) Hnefafylli af ró / Erna Blöndal (Vigdís Jónsdóttir og Þórdís Gísladóttir) Bowling Green / Everly Brother (Terry Slater-Jacqualene Ertler) Ég er maðurinn hennar Jónínu hans Jóns / Egill Ólafsson (George Forby og Emil Thoroddsen) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/1/202250 minutes
Episode Artwork

Aðgengismál, vinkill um svið og Guðrún Eva lesandinn

Sjálfsbjörg, landssamband hreyfihamlaðra, fór af stað í síðustu viku með herferð og vitundarvakningu um aðgengismál sem þau kalla - Öllum er boðið, nema fötluðum. Herferðin, sem er ansi beitt, varpar ljósi á að ef aðgengismál eru ekki í lagi þá er í raun verið að útiloka fatlað fólk. Þær Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, formaður Sjálfsbjargar og Ósk Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar komu í þáttinn og sögðu okkur frekar frá aðgengismálum og þessari herferð. Við fengum í dag nýjan pistil eða öllu heldur vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í dag bar hann vinkilinn að sviðum, nánar tiltekið sviðahausum. Og lesandi vikunnar í þetta sinn var rithöfundurinn Guðrún Eva Mínervudóttir. Hún er að gefa út nýja bók þessa dagana, Útsýni, sem við forvitnuðumst aðeins um. En svo sagði hún okkur auðvitað frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Bækurnar sem Guðrún Eva talaði um: Women Who Run With The Wolves eftir Clarissa Pinkola Estés Lífið að leysa eftir Alice Munro Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur Jón Oddur og Jón Bjarni eftir Guðrúnu Helgadóttur Undrun og skjálfti eftir Amélie Nothomb The Corrections eftir Jonathan Franzen Tónlist í þættinum í dag: Viðbein / Hljómsveitin Eva (Jóhanna Vala Höskuldsdóttir og Sigríður Eir Zophoníasardóttir) Einsemd / Snorri Helgason (Snorri Helgason og Guðmundur Óskar Guðmundsson) Á rauðum sandi / Ylja (Bjartey Sveinsdóttir og Guðný Gígja Skjaldardóttir) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/31/20220
Episode Artwork

Aðgengismál, vinkill um svið og Guðrún Eva lesandinn

Sjálfsbjörg, landssamband hreyfihamlaðra, fór af stað í síðustu viku með herferð og vitundarvakningu um aðgengismál sem þau kalla - Öllum er boðið, nema fötluðum. Herferðin, sem er ansi beitt, varpar ljósi á að ef aðgengismál eru ekki í lagi þá er í raun verið að útiloka fatlað fólk. Þær Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, formaður Sjálfsbjargar og Ósk Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar komu í þáttinn og sögðu okkur frekar frá aðgengismálum og þessari herferð. Við fengum í dag nýjan pistil eða öllu heldur vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í dag bar hann vinkilinn að sviðum, nánar tiltekið sviðahausum. Og lesandi vikunnar í þetta sinn var rithöfundurinn Guðrún Eva Mínervudóttir. Hún er að gefa út nýja bók þessa dagana, Útsýni, sem við forvitnuðumst aðeins um. En svo sagði hún okkur auðvitað frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Bækurnar sem Guðrún Eva talaði um: Women Who Run With The Wolves eftir Clarissa Pinkola Estés Lífið að leysa eftir Alice Munro Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur Jón Oddur og Jón Bjarni eftir Guðrúnu Helgadóttur Undrun og skjálfti eftir Amélie Nothomb The Corrections eftir Jonathan Franzen Tónlist í þættinum í dag: Viðbein / Hljómsveitin Eva (Jóhanna Vala Höskuldsdóttir og Sigríður Eir Zophoníasardóttir) Einsemd / Snorri Helgason (Snorri Helgason og Guðmundur Óskar Guðmundsson) Á rauðum sandi / Ylja (Bjartey Sveinsdóttir og Guðný Gígja Skjaldardóttir) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/31/202250 minutes
Episode Artwork

Helga Möller föstudagsgestur og sykraðar kartöflur

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Helga Möller söngkona. Helga er fædd í maí, í Eurovision mánuðinum, og hún byrjaði snemma að koma fram. Við áttum skemmtilegt spjall um lífið og tilveruna við Helgu í dag og við sögu koma til dæmis, blóðskipti, Laugarnesskóli, Róbert bangsi, flugfreyjustarfið, Eurovision, dúettinn Þú og ég dúettinn, golf og nýjar mjaðmir. Í matarspjallinu í dag fékk Sigurlaug Margrét Albert Eiríksson til að tala um sykraðar kartöflur og hvernig á að elda þær. Það styttist í jólin og fólk notar ýmsar aðferðir til að matreiða þetta hnossgæti og ekki gengur öllum jafn vel við það. Auk þess eru ekki allir sammála um að sykraðar kartöflur séu hnossgæti yfir höfuð. Tónlist í þætti dagsins: Reykjavíkurborg / Þú og ég (Jóhann Helgason) Ort í sandinn / Helga Möller (Geirmundur Valtýsson og Hilmir Jóhannesson) Tunglið tunglið taktu mig / Helga Möller (Stefán S. Stefánsson og Theodóra Thoroddsen) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/28/20220
Episode Artwork

Helga Möller föstudagsgestur og sykraðar kartöflur

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Helga Möller söngkona. Helga er fædd í maí, í Eurovision mánuðinum, og hún byrjaði snemma að koma fram. Við áttum skemmtilegt spjall um lífið og tilveruna við Helgu í dag og við sögu koma til dæmis, blóðskipti, Laugarnesskóli, Róbert bangsi, flugfreyjustarfið, Eurovision, dúettinn Þú og ég dúettinn, golf og nýjar mjaðmir. Í matarspjallinu í dag fékk Sigurlaug Margrét Albert Eiríksson til að tala um sykraðar kartöflur og hvernig á að elda þær. Það styttist í jólin og fólk notar ýmsar aðferðir til að matreiða þetta hnossgæti og ekki gengur öllum jafn vel við það. Auk þess eru ekki allir sammála um að sykraðar kartöflur séu hnossgæti yfir höfuð. Tónlist í þætti dagsins: Reykjavíkurborg / Þú og ég (Jóhann Helgason) Ort í sandinn / Helga Möller (Geirmundur Valtýsson og Hilmir Jóhannesson) Tunglið tunglið taktu mig / Helga Möller (Stefán S. Stefánsson og Theodóra Thoroddsen) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/28/202250 minutes
Episode Artwork

Alþjóðadagur heilablóðfalls og Svali á Tenerife

Á laugardaginn er alþjóðadagur heilablóðfalls, en heilablóðfall er þriðja algengasta dánarorsökin í heiminum og tvær manneskjur fá slag á dag hér á landi. Heilaheill vinnur að velferðar- og hagsmunamálum þeirra er fengið hafa slag eða heilablóðfall og aðstandendum þeirra. Þeir Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla og Björn Logi Þórarinsson, lyf- og taugasérfræðingur á Landspítalanum, komu í þáttinn og fræddu okkur um heilablóðfall, algengi, að þekkja helstu einkenni og viðbrögð og svo frá dagskránni á laugardaginn þar sem Heilaheill verður með fræðslu og ráðgjöf í Kringlunni, Smáralindinni og á Glerártorgi milli kl.13-15. Við vorum svo í sambandi við Spán, nánar tiltekið Tenerife, sem er orðin ein af uppáhalds eyjum Íslendinga. Við ræddum við Sigvalda Kaldalóns, öðru nafni Svala, en hann hefur búið með fjölskyldunni á eyjunni frá árinu 2017, með smá hléi í heimsfaraldrinum. Þau hjónin, ásamt öðrum eru að byggja upp fyrirtæki í ferðaþjónustu, en um 30 þúsund Íslendingar fara til Tenerife á ári. Svali segir að það sé heilmargt að skoða og upplifa á eyjunni sem ekki margir hafa hugmynd um. Það eru til dæmis 5 gróðurbelti á þessari litlu eyju. Svali fræddi okkur um Tenerife í dag. Tónlist í þættinum í dag: Það styttir alltaf upp / Ragnar Bjarnason (Jón Jónsson) One of These Things First / Nick Drake (Nick Drake) Elmar Hrafn / Geirfuglarnir (Halldór Gylfason) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/27/20220
Episode Artwork

Alþjóðadagur heilablóðfalls og Svali á Tenerife

Á laugardaginn er alþjóðadagur heilablóðfalls, en heilablóðfall er þriðja algengasta dánarorsökin í heiminum og tvær manneskjur fá slag á dag hér á landi. Heilaheill vinnur að velferðar- og hagsmunamálum þeirra er fengið hafa slag eða heilablóðfall og aðstandendum þeirra. Þeir Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla og Björn Logi Þórarinsson, lyf- og taugasérfræðingur á Landspítalanum, komu í þáttinn og fræddu okkur um heilablóðfall, algengi, að þekkja helstu einkenni og viðbrögð og svo frá dagskránni á laugardaginn þar sem Heilaheill verður með fræðslu og ráðgjöf í Kringlunni, Smáralindinni og á Glerártorgi milli kl.13-15. Við vorum svo í sambandi við Spán, nánar tiltekið Tenerife, sem er orðin ein af uppáhalds eyjum Íslendinga. Við ræddum við Sigvalda Kaldalóns, öðru nafni Svala, en hann hefur búið með fjölskyldunni á eyjunni frá árinu 2017, með smá hléi í heimsfaraldrinum. Þau hjónin, ásamt öðrum eru að byggja upp fyrirtæki í ferðaþjónustu, en um 30 þúsund Íslendingar fara til Tenerife á ári. Svali segir að það sé heilmargt að skoða og upplifa á eyjunni sem ekki margir hafa hugmynd um. Það eru til dæmis 5 gróðurbelti á þessari litlu eyju. Svali fræddi okkur um Tenerife í dag. Tónlist í þættinum í dag: Það styttir alltaf upp / Ragnar Bjarnason (Jón Jónsson) One of These Things First / Nick Drake (Nick Drake) Elmar Hrafn / Geirfuglarnir (Halldór Gylfason) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/27/202250 minutes
Episode Artwork

ADHD, Undir gjallregni og póstkort frá Magnúsi

Október er alþjóðlegur vitundarmánuður fólks með ADHD og ADHD samtökin standa fyrir fjölbreyttum viðburðum til að vekja athygli á málefnum fólks með ADHD. Gera má ráð fyrir að hátt í 20.000 Íslendingar séu með ADHD - greint eða ógreint, börn og fullorðnir. Í ár verður athyglinni sérstaklega beint að mikilvægi greininga, meðferðar og lyfja fyrir fólk með ADHD og því ástandi sem í þeim málum ríkir hér á landi, en biðtími eftir þessari mikilvægu þjónustu er um tvö ár. Yfirskrift mánaðarins er ADHD - greining, meðferð og lyf bjarga lífum! Hrannar Björn Arnarsson, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna, og Anna Tara Andrésdóttir, doktorsnemi í heila- hugarstarfsemi og hegðun í Háskólanum í Barcelona komu í þáttinn í dag. Bókin Undir gjallregni er frásögn lögreglumannsins Ólafs Ragnars Sigurðssonar af eldgosinu í Eyjum 1973. Ólafur var nýráðin lögregluþjónn í Vestmannaeyjum þegar eldgosið hófst aðfaranótt 23.janúar 1973. Ragnar varð eftir í eynni við björgunarstörf næstu vikur og skráði hjá sér minnisverða atburði, stóra og smáa og eru þeir uppistaðan í bókinni. Ólafur og barnabarn hans Marí Linda Jóhannsdóttir, sem aðstoðaði við skrifin, komu í þáttinn. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Í póstkorti dagsins segir hann frá skemmtanalífi og veisluhaldi Vestmannaeyinga og svo frá ferðalöngun Magnúsar frá því að hann var strákur austur á fjörðum. Hann segir frá frægri veggmynd á múrnum í Berlínaborg sem er nú orðin eitt helsta tákn borgarinnar. Hann segir líka frá deilum sem eru risnar millum Breta og Indverja vegna gimsteins sem Indverjar segja breta hafa stolið en prýðir nú kórónu væntanlegrar drottningar. Tónlist í þættinum í dag: Þrek og tár / Haukur Morthens og Erla Þorsteinsdóttir (Otto Lindblad og Guðmundur Guðmundsson) Gakktu alla leið / Hjálmar (Smokey Robinson, Ronald White og Bragi Valdimar Skúlason) Hr. Reykjavík / Stuðmenn (Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla Garðarsson) Heima / Sextett Ólafs Gauks (Oddgeir Kristjánsson og Ási í Bæ) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/26/20220
Episode Artwork

ADHD, Undir gjallregni og póstkort frá Magnúsi

Október er alþjóðlegur vitundarmánuður fólks með ADHD og ADHD samtökin standa fyrir fjölbreyttum viðburðum til að vekja athygli á málefnum fólks með ADHD. Gera má ráð fyrir að hátt í 20.000 Íslendingar séu með ADHD - greint eða ógreint, börn og fullorðnir. Í ár verður athyglinni sérstaklega beint að mikilvægi greininga, meðferðar og lyfja fyrir fólk með ADHD og því ástandi sem í þeim málum ríkir hér á landi, en biðtími eftir þessari mikilvægu þjónustu er um tvö ár. Yfirskrift mánaðarins er ADHD - greining, meðferð og lyf bjarga lífum! Hrannar Björn Arnarsson, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna, og Anna Tara Andrésdóttir, doktorsnemi í heila- hugarstarfsemi og hegðun í Háskólanum í Barcelona komu í þáttinn í dag. Bókin Undir gjallregni er frásögn lögreglumannsins Ólafs Ragnars Sigurðssonar af eldgosinu í Eyjum 1973. Ólafur var nýráðin lögregluþjónn í Vestmannaeyjum þegar eldgosið hófst aðfaranótt 23.janúar 1973. Ragnar varð eftir í eynni við björgunarstörf næstu vikur og skráði hjá sér minnisverða atburði, stóra og smáa og eru þeir uppistaðan í bókinni. Ólafur og barnabarn hans Marí Linda Jóhannsdóttir, sem aðstoðaði við skrifin, komu í þáttinn. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Í póstkorti dagsins segir hann frá skemmtanalífi og veisluhaldi Vestmannaeyinga og svo frá ferðalöngun Magnúsar frá því að hann var strákur austur á fjörðum. Hann segir frá frægri veggmynd á múrnum í Berlínaborg sem er nú orðin eitt helsta tákn borgarinnar. Hann segir líka frá deilum sem eru risnar millum Breta og Indverja vegna gimsteins sem Indverjar segja breta hafa stolið en prýðir nú kórónu væntanlegrar drottningar. Tónlist í þættinum í dag: Þrek og tár / Haukur Morthens og Erla Þorsteinsdóttir (Otto Lindblad og Guðmundur Guðmundsson) Gakktu alla leið / Hjálmar (Smokey Robinson, Ronald White og Bragi Valdimar Skúlason) Hr. Reykjavík / Stuðmenn (Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla Garðarsson) Heima / Sextett Ólafs Gauks (Oddgeir Kristjánsson og Ási í Bæ) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/26/202250 minutes
Episode Artwork

Ættfræðigrúsk, Fálkinn, rosabaugar og hjásólir

Stefán Halldórsson, félagsfræðingur, rekstrarhagfræðingur og ættfræðigrúskari, kom í þáttinn í dag einmitt til að tala um ættfræðigrúsk. Hann hefur kennt námskeiðið Ættfræðigrúsk - fjölskyldusaga þín á netinu hjá Endurmenntun Háskóla Íslands þar sem hann hjálpar fólki að grúska í sinni eigin ættfræði. Sem sagt kennir hann fólki að að nýta sér gagnagrunna og skjalasöfn á netinu til að afla upplýsinga um sögu fjölskyldu sinnar allt að 200 ár aftur í tímann. Við fengum Stefán til að útskýra þetta fyrir okkur í þættinum. Daníel Bergmann ljósmyndari hefur myndað íslenska fálkann í rúm 20 ár í íslenskri náttúru. Við töluðum í dag við Daníel um nýútkomna ljósmyndabók hans, Fálkinn, sem kom út í síðustu viku en bókin er afrakstur rúmlega tveggja áratuga vettvangsvinnu við alls kyns óblíðar aðstæður að vetri, en einnig góðar að sumri og það tók tíma að ávinna sér traust fálkana. Daníel sagði okkur frá í þættinum. Elín Björk Jónasdóttir kom svo í þáttinn og ræddi við okkur um veðrið og áhugaverð veðurfyrirbrigði í dag eins og undanfarna þriðjudaga. Í dag fræddi hún okkur meðal annars um rosabauga og hjásólir. Tónlist í þættinum í dag: Bjartsýni / Ríó tríó (Gunnar Þórðarson og Jónas Friðrik Guðnason) Mississippi / The Cactus Blossoms (Jack Torrey) Girl From Before / Blood Harmony (Örn Eldjárn Kristjánsson) Kentucky / Billie Joe Armstrong og Norah Jones (Karl Davis) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/25/20220
Episode Artwork

Ættfræðigrúsk, Fálkinn, rosabaugar og hjásólir

Stefán Halldórsson, félagsfræðingur, rekstrarhagfræðingur og ættfræðigrúskari, kom í þáttinn í dag einmitt til að tala um ættfræðigrúsk. Hann hefur kennt námskeiðið Ættfræðigrúsk - fjölskyldusaga þín á netinu hjá Endurmenntun Háskóla Íslands þar sem hann hjálpar fólki að grúska í sinni eigin ættfræði. Sem sagt kennir hann fólki að að nýta sér gagnagrunna og skjalasöfn á netinu til að afla upplýsinga um sögu fjölskyldu sinnar allt að 200 ár aftur í tímann. Við fengum Stefán til að útskýra þetta fyrir okkur í þættinum. Daníel Bergmann ljósmyndari hefur myndað íslenska fálkann í rúm 20 ár í íslenskri náttúru. Við töluðum í dag við Daníel um nýútkomna ljósmyndabók hans, Fálkinn, sem kom út í síðustu viku en bókin er afrakstur rúmlega tveggja áratuga vettvangsvinnu við alls kyns óblíðar aðstæður að vetri, en einnig góðar að sumri og það tók tíma að ávinna sér traust fálkana. Daníel sagði okkur frá í þættinum. Elín Björk Jónasdóttir kom svo í þáttinn og ræddi við okkur um veðrið og áhugaverð veðurfyrirbrigði í dag eins og undanfarna þriðjudaga. Í dag fræddi hún okkur meðal annars um rosabauga og hjásólir. Tónlist í þættinum í dag: Bjartsýni / Ríó tríó (Gunnar Þórðarson og Jónas Friðrik Guðnason) Mississippi / The Cactus Blossoms (Jack Torrey) Girl From Before / Blood Harmony (Örn Eldjárn Kristjánsson) Kentucky / Billie Joe Armstrong og Norah Jones (Karl Davis) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/25/202250 minutes
Episode Artwork

Að styðjast við dýr, dagbókarvinkill og Stefán Jón lesandinn

Íhlutun með aðstoð dýra hefur á síðastliðnum áratugum fest sig í sessi víða um heim enda hafa rannsóknir sýnt fram á gagnsemi hennar. Margar starfstéttir nýta sér þessa nálgun og má þar helst nefna iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara, kennara, talmeinafræðinga, tannlækna, þroskaþjálfa, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og félagsráðgjafa. Nærvera dýrsins og þátttaka hefur sýnt hafa jákvæð áhrif á líðan og þátttöku barna. Við fræddumst um sjúkraþjálfun á hestbaki og iðjuþjálfun með hundi í dag þegar þær Guðbjörg Eggertsdóttir sjúkraþjálfari og Gunnhildur Jakobsdóttir iðjuþjálfi komu í þáttinn. Fram undan er ráðstefnan Að styðjast við dýr í starfi með fólki á sunnudaginn í Reykjadal, nánari upplýsingar á heimasíðu æfingastöðvarinnar. Við fengum í dag nýjan pistil, eða öllu heldur vinkil, frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í dag bar hann vinkilinn að dagbókum og dagbókarskrifum. Og lesandi vikunnar í þetta sinn var Stefán Jón Hafstein. Hann á auðvitað langan feril að baki í fjölmiðlum, vann við útgáfu, var borgarfulltrúi og hefur unnið hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands og fyrir utanríkisráðuneytið svo eitthvað sé nefnt. Og nýlega kom út bók eftir hann, Heimurinn eins og hann er, heimildasaga. Við fengum að vita hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Bækur sem Stefán talaði um í dag: Opið haf e. Einar Kárason Tíminn á leiðinni e. Steinunni Sigurðardóttur Laws & Human Nature e. Robert Greene Náttúran og framtíð okkar e. Ellert Ólafsson Shakespeare á meðal vor e. John Kott Gúlag-eyjaklasinn e. Solzhenítsyn Sjálfstætt fólk e. Halldór Laxness TÓNLIST Í ÞÆTTINUM Áfram stelpur / Anna Kristín Arngrímsdóttir, Bríet Héðinsdóttir, Guðrún Alfreðsdóttir, Kristín Á. Ólafsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Sigrún Björnsdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir og fleiri (Edander, Kristján Jónsson og Dagný Kristjánsdóttir) Chan Chan / Buena Vista Social Club (Francisco Repilado) Hey little One / Glen Campell (Burnette og de Vorzon) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/24/20220
Episode Artwork

Að styðjast við dýr, dagbókarvinkill og Stefán Jón lesandinn

Íhlutun með aðstoð dýra hefur á síðastliðnum áratugum fest sig í sessi víða um heim enda hafa rannsóknir sýnt fram á gagnsemi hennar. Margar starfstéttir nýta sér þessa nálgun og má þar helst nefna iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara, kennara, talmeinafræðinga, tannlækna, þroskaþjálfa, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og félagsráðgjafa. Nærvera dýrsins og þátttaka hefur sýnt hafa jákvæð áhrif á líðan og þátttöku barna. Við fræddumst um sjúkraþjálfun á hestbaki og iðjuþjálfun með hundi í dag þegar þær Guðbjörg Eggertsdóttir sjúkraþjálfari og Gunnhildur Jakobsdóttir iðjuþjálfi komu í þáttinn. Fram undan er ráðstefnan Að styðjast við dýr í starfi með fólki á sunnudaginn í Reykjadal, nánari upplýsingar á heimasíðu æfingastöðvarinnar. Við fengum í dag nýjan pistil, eða öllu heldur vinkil, frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í dag bar hann vinkilinn að dagbókum og dagbókarskrifum. Og lesandi vikunnar í þetta sinn var Stefán Jón Hafstein. Hann á auðvitað langan feril að baki í fjölmiðlum, vann við útgáfu, var borgarfulltrúi og hefur unnið hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands og fyrir utanríkisráðuneytið svo eitthvað sé nefnt. Og nýlega kom út bók eftir hann, Heimurinn eins og hann er, heimildasaga. Við fengum að vita hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Bækur sem Stefán talaði um í dag: Opið haf e. Einar Kárason Tíminn á leiðinni e. Steinunni Sigurðardóttur Laws & Human Nature e. Robert Greene Náttúran og framtíð okkar e. Ellert Ólafsson Shakespeare á meðal vor e. John Kott Gúlag-eyjaklasinn e. Solzhenítsyn Sjálfstætt fólk e. Halldór Laxness TÓNLIST Í ÞÆTTINUM Áfram stelpur / Anna Kristín Arngrímsdóttir, Bríet Héðinsdóttir, Guðrún Alfreðsdóttir, Kristín Á. Ólafsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Sigrún Björnsdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir og fleiri (Edander, Kristján Jónsson og Dagný Kristjánsdóttir) Chan Chan / Buena Vista Social Club (Francisco Repilado) Hey little One / Glen Campell (Burnette og de Vorzon) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/24/202250 minutes
Episode Artwork

Karl Olgeirsson fimmtugur og danskur matarmarkaður

Karl Olgeirsson hinn fjölhæfi tónlistarmaður, er fimmtugur í dag og í tilefni dagsins ætlar hann að bjóða til útgáfutónleika í Hörpu í dag. En einmitt í dag kemur út platan Stillur, þar sem hann leikur ættjarðarlög í kyrrlátum jazzútsetningum á píanó. Hugmyndina fékk hann fyrir öfáum vikum á Þingvöllum og nú er platan komin út. Karl hefur komið ótrúlega víða við í tónlistinni og er fjölhæfur listamaður. Karl Olgeirsson var föstudagsgesturinn í Mannlega þættinum að þessu sinni. Við ræddum við hann um allt milli himins og jarðar í þættinum í dag og við fengum að heyra lag af nýju plötunni. Sigurlaug Margrét var svo auðvitað með okkur í matarspjallinu í dag eins og alltaf á föstudögum. Í þetta sinn talaði hún um matarmarkað í Kaupmannahöfn og matreiðslubók með uppskriftum sem allar eru tengdar téðum markaði. TÓNLIST Í ÞÆTTINUM Grasið grænkar / Milljónamæringarnir (Karl Olgeirsson og Sigtryggur Baldursson) Vefðu mig örmum húmið blítt / KK (Karl Olgeirsson) Smávinir fagrir / Karl Olgeirsson (Jón Nordal og Jónas Hallgrímsson) Skuggi / Ragnar Bjarnason (Karl Olgeirsson og Bragi Valdimar Skúlason) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/21/20220
Episode Artwork

Karl Olgeirsson fimmtugur og danskur matarmarkaður

Karl Olgeirsson hinn fjölhæfi tónlistarmaður, er fimmtugur í dag og í tilefni dagsins ætlar hann að bjóða til útgáfutónleika í Hörpu í dag. En einmitt í dag kemur út platan Stillur, þar sem hann leikur ættjarðarlög í kyrrlátum jazzútsetningum á píanó. Hugmyndina fékk hann fyrir öfáum vikum á Þingvöllum og nú er platan komin út. Karl hefur komið ótrúlega víða við í tónlistinni og er fjölhæfur listamaður. Karl Olgeirsson var föstudagsgesturinn í Mannlega þættinum að þessu sinni. Við ræddum við hann um allt milli himins og jarðar í þættinum í dag og við fengum að heyra lag af nýju plötunni. Sigurlaug Margrét var svo auðvitað með okkur í matarspjallinu í dag eins og alltaf á föstudögum. Í þetta sinn talaði hún um matarmarkað í Kaupmannahöfn og matreiðslubók með uppskriftum sem allar eru tengdar téðum markaði. TÓNLIST Í ÞÆTTINUM Grasið grænkar / Milljónamæringarnir (Karl Olgeirsson og Sigtryggur Baldursson) Vefðu mig örmum húmið blítt / KK (Karl Olgeirsson) Smávinir fagrir / Karl Olgeirsson (Jón Nordal og Jónas Hallgrímsson) Skuggi / Ragnar Bjarnason (Karl Olgeirsson og Bragi Valdimar Skúlason) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/21/202250 minutes
Episode Artwork

Freyja um lesfimi, vannæring aldraðra og jólatré úr hreindýrshornum

Undanfarna tvo daga hefur lestrarkennsla verið mikið rædd í kjölfarið á færslu Ilmar Kristjánsdóttur leikkonu á Facebook, þar gagnrýndi hún sérstaklega áherslu á hraðlestur í lestrarkennslu. Þessi færsla vakti gríðarlega athygli og umræðu og í kjölfarið kom Ilmur í viðtal hingað í Mannlega þáttinn á þriðjudaginn. Í gær voru svo tvö viðtöl hér á Rás 1 um þetta mál, Hermundur Sigmundsson prófessor kom á Morgunvaktina í gærmorgun og Svava Þórhildur Hjaltalín, lestrarkennari í Vestmannaeyjum, var í Samfélaginu í gær. Við fengum í dag Freyju Birgisdóttur, dósent í þroskasálfræði við Háskóla Íslands, til þess að fara með okkur í ljósi umræðunnar aðeins betur í þetta kerfi sem notast er við í lestrarkennslu og hvað felst í hugtakinu lesfimi. Við fjölluðum svo um áhugavert meistaraverkefni í næringarfræði við Háskóla Íslands en næringarfræðingurinn Guðmundur Gaukur Vigfússon komst að því að hefðbundin umönnun á Íslandi er ófullnægjandi fyrir eldra fólk sem útskrifast af spítala með áhættu fyrir vannæringu. Dæmi eru um að fólk sé jafnvel svo vannært eftir að heim er komið að það sé undir hungurmörkum og greinileg tengsl eru á milli endurinnlagna á spítala hjá þeim hópi sem léttist eftir heimkomu. Hins vegar getur fjölþátta næringarmeðferð yfir sex mánuði dregið úr algengi vannæringar ásamt því að hafa jákvæð áhrif á næringarástand aldraðra. Guðmundur Gaukur kom í þáttinn í dag. Svo heyrðum við í Jóhanni Steindórssyni, grenjaskyttu á Breiðdalsvík, en hann hefur safnað hreindýrshornum í nærri tvo áratugi, sem sagt hornum sem hreindýrin fella árlega. Hann hefur nú byggt úr hornunum sem hann hefur safnað rúmlega tveggja metra hátt jólatré sem er um 300 kíló að þyngd. Við fengum Jóhann til að segja okkur aðeins frá þessu og því að vera refaskytta. TÓNLIST Í ÞÆTTINUM Í rökkurró / Helena Eyjólfsdóttir (Nevins, Nevins, Dunn og Jón Sigurðsson) You Turn Me On, I am a Radio / Joni Mitchell (Joni Mitchell) Þrjú tonn af sandi / Haukar (Winfield, Blackwell og Þorsteinn Eggertsson) Enginn Veit / Sigrún Harðardóttir og Oríon (Lennon & McCartney og Eysteinn Jónasson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/20/20220
Episode Artwork

Freyja um lesfimi, vannæring aldraðra og jólatré úr hreindýrshornum

Undanfarna tvo daga hefur lestrarkennsla verið mikið rædd í kjölfarið á færslu Ilmar Kristjánsdóttur leikkonu á Facebook, þar gagnrýndi hún sérstaklega áherslu á hraðlestur í lestrarkennslu. Þessi færsla vakti gríðarlega athygli og umræðu og í kjölfarið kom Ilmur í viðtal hingað í Mannlega þáttinn á þriðjudaginn. Í gær voru svo tvö viðtöl hér á Rás 1 um þetta mál, Hermundur Sigmundsson prófessor kom á Morgunvaktina í gærmorgun og Svava Þórhildur Hjaltalín, lestrarkennari í Vestmannaeyjum, var í Samfélaginu í gær. Við fengum í dag Freyju Birgisdóttur, dósent í þroskasálfræði við Háskóla Íslands, til þess að fara með okkur í ljósi umræðunnar aðeins betur í þetta kerfi sem notast er við í lestrarkennslu og hvað felst í hugtakinu lesfimi. Við fjölluðum svo um áhugavert meistaraverkefni í næringarfræði við Háskóla Íslands en næringarfræðingurinn Guðmundur Gaukur Vigfússon komst að því að hefðbundin umönnun á Íslandi er ófullnægjandi fyrir eldra fólk sem útskrifast af spítala með áhættu fyrir vannæringu. Dæmi eru um að fólk sé jafnvel svo vannært eftir að heim er komið að það sé undir hungurmörkum og greinileg tengsl eru á milli endurinnlagna á spítala hjá þeim hópi sem léttist eftir heimkomu. Hins vegar getur fjölþátta næringarmeðferð yfir sex mánuði dregið úr algengi vannæringar ásamt því að hafa jákvæð áhrif á næringarástand aldraðra. Guðmundur Gaukur kom í þáttinn í dag. Svo heyrðum við í Jóhanni Steindórssyni, grenjaskyttu á Breiðdalsvík, en hann hefur safnað hreindýrshornum í nærri tvo áratugi, sem sagt hornum sem hreindýrin fella árlega. Hann hefur nú byggt úr hornunum sem hann hefur safnað rúmlega tveggja metra hátt jólatré sem er um 300 kíló að þyngd. Við fengum Jóhann til að segja okkur aðeins frá þessu og því að vera refaskytta. TÓNLIST Í ÞÆTTINUM Í rökkurró / Helena Eyjólfsdóttir (Nevins, Nevins, Dunn og Jón Sigurðsson) You Turn Me On, I am a Radio / Joni Mitchell (Joni Mitchell) Þrjú tonn af sandi / Haukar (Winfield, Blackwell og Þorsteinn Eggertsson) Enginn Veit / Sigrún Harðardóttir og Oríon (Lennon & McCartney og Eysteinn Jónasson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/20/202250 minutes
Episode Artwork

Hálsmeiðsli, 14 ára óperusöngkona, barnakvikmyndahátíð

Áverkar á hálsi, til dæmis eftir bílslys, eru því miður algengir og valda þeim sem slasast gjarnan miklum verkjum og fjarveru frá vinnu, námi og frístundum. Nú er í gangi rannsókn við Háskóla Íslands sem snýst um að meta áhrif nýs meðferðarúrræðis í sjúkraþjálfun og notkun nýs tækis þar sem markhópurinn er einmitt fólk sem hefur hlotið áverka í hálsi eftir árekstur í umferðinni. Vonir standa til að, auk þess að bæta líðan þeirra sem glíma við hálsáverka, að þessi nýja meðferð muni að auki draga úr kostnaði vegna áverkanna. Harpa Ragnarsdóttir, sjúkraþjálfari og doktorsnemi við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands, kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessari rannsókn. Við litum við í Hörpu þar sem hin 14 ára gamla Eva Jáuregui var á æfingu hjá Íslensku óperunni við æfingar á óperunni Brothers eftir Daníel Bjarnason. Eva fer með hlutverk Nadíu, sem í verkinu er 10 ára gömul, og á laugardaginn mun hún debútera í Hörpu. Verkið fjallar um fórnarkostnað þess að fara í stríð, um bræðralag og ástir og er byggð á samnefndri kvikmynd eftir Susanne Bier sem margir þekkja. Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík er haldin í níunda sinn í Reykjavík á næstunni og hittir að þessu sinni á hrekkjavöku, því verður hrekkjavökuþema á hátíðinni. Við fengum þær Lísu Attensperger og Ásu Baldursdóttur til að segja okkur frá hátíðinni og því sem þar fer fram, til dæmis lifandi talsetning sem verður framkvæmd í fyrsta sinn á hátíðinni, einnig verður dótamarkaður þar sem börnin geta sótt um að vera með bás og fleira. TÓNLIST Í ÞÆTTINUM Horfðu til himins / Nýdönsk (Daniel Ágúst og Jón Ólafsson) Lífsgleði / Hljómar (Gunnar Þórðarsson og Þorsteinn Eggertsson) Gone, gone, gone / Alison Krauss og Robert Plant (Don Everly og Phil Everly) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/19/20220
Episode Artwork

Hálsmeiðsli, 14 ára óperusöngkona, barnakvikmyndahátíð

Áverkar á hálsi, til dæmis eftir bílslys, eru því miður algengir og valda þeim sem slasast gjarnan miklum verkjum og fjarveru frá vinnu, námi og frístundum. Nú er í gangi rannsókn við Háskóla Íslands sem snýst um að meta áhrif nýs meðferðarúrræðis í sjúkraþjálfun og notkun nýs tækis þar sem markhópurinn er einmitt fólk sem hefur hlotið áverka í hálsi eftir árekstur í umferðinni. Vonir standa til að, auk þess að bæta líðan þeirra sem glíma við hálsáverka, að þessi nýja meðferð muni að auki draga úr kostnaði vegna áverkanna. Harpa Ragnarsdóttir, sjúkraþjálfari og doktorsnemi við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands, kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessari rannsókn. Við litum við í Hörpu þar sem hin 14 ára gamla Eva Jáuregui var á æfingu hjá Íslensku óperunni við æfingar á óperunni Brothers eftir Daníel Bjarnason. Eva fer með hlutverk Nadíu, sem í verkinu er 10 ára gömul, og á laugardaginn mun hún debútera í Hörpu. Verkið fjallar um fórnarkostnað þess að fara í stríð, um bræðralag og ástir og er byggð á samnefndri kvikmynd eftir Susanne Bier sem margir þekkja. Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík er haldin í níunda sinn í Reykjavík á næstunni og hittir að þessu sinni á hrekkjavöku, því verður hrekkjavökuþema á hátíðinni. Við fengum þær Lísu Attensperger og Ásu Baldursdóttur til að segja okkur frá hátíðinni og því sem þar fer fram, til dæmis lifandi talsetning sem verður framkvæmd í fyrsta sinn á hátíðinni, einnig verður dótamarkaður þar sem börnin geta sótt um að vera með bás og fleira. TÓNLIST Í ÞÆTTINUM Horfðu til himins / Nýdönsk (Daniel Ágúst og Jón Ólafsson) Lífsgleði / Hljómar (Gunnar Þórðarsson og Þorsteinn Eggertsson) Gone, gone, gone / Alison Krauss og Robert Plant (Don Everly og Phil Everly) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/19/202250 minutes
Episode Artwork

Ilmur um leshraða, breytingaskeiðið og skafrenningur

Ilmur Kristjánsdóttir leikkona skrifaði færslu á Facebook í gær sem vakti mikla athygli. Þar velti hún fyrir sér prófum í leshraða hjá skólabörnum og af hverju það sé verið að leggja áherslu á að börn lesi hratt. Hún segist hafa lagt áherslu á að börnin sín skilji það sem þau lesi, en að þessi hraðapróf hafi orðið til þess að þau misstu áhuga og sjálfstraust í lestrinum. Það er óhætt að segja að þessi færsla hafi vakið mikla athygli, því henni hefur verið deilt næstum þúsund sinnum og athugasemdirnar eru næstum fimm hundruð þar sem flestir þakka henni fyrir að vekja athygli á þessu og taka undir með henni. Ilmur kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá því sem hún vildi koma á framfæri og þeim viðbrögðum sem hún hefur fengið. Það er alþjóðlegur dagur breytingaskeiðs í dag og í tilefni hans töluðum við við Sigfríð Eik Arnardóttur næringarþerapisti um þetta mikilvæga skeið í lífi kvenna. Lengi vel var lítið rætt um breytingaskeiðið og lítið vitað um það og það lítið rannsakað. Nú síðustu ár hefur þetta breyst, umræðan er orðin meiri og fleiri rannsóknir hafa verið gerðar og það hefur t.d. kom í ljós í breskri rannsókn árið 2019 að um ein milljón kvenna á það á hættu að detta út af vinnumarkaði á miðjum aldri vegna kvilla tengdum breytingaskeiðinu. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo til okkar í veðurspjall. Veðrið er okkur Íslendingum yfirleitt ofarlega í huga og Elín Björk hefur einstakt lag á að útskýra og fræða okkur um hin ýmsu fyrirbrigði í veðrinu. Hún fræddi okkur í dag um skafrenning, sandfok, háarenning, lágarenning og flæðiþröskuld. Tónlist í þættinum: Haustið 75 / Sif Ragnhildardóttir (Valgeir Guðjónsson) Haustvísa / Anna Pálína Árnadóttir (Erna Tauro, Aðalsteinn Ásberg) Sara systir / Katla Margrét Þorgeirsdóttir (Ólafur Haukur Símonarson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/18/20220
Episode Artwork

Ilmur um leshraða, breytingaskeiðið og skafrenningur

Ilmur Kristjánsdóttir leikkona skrifaði færslu á Facebook í gær sem vakti mikla athygli. Þar velti hún fyrir sér prófum í leshraða hjá skólabörnum og af hverju það sé verið að leggja áherslu á að börn lesi hratt. Hún segist hafa lagt áherslu á að börnin sín skilji það sem þau lesi, en að þessi hraðapróf hafi orðið til þess að þau misstu áhuga og sjálfstraust í lestrinum. Það er óhætt að segja að þessi færsla hafi vakið mikla athygli, því henni hefur verið deilt næstum þúsund sinnum og athugasemdirnar eru næstum fimm hundruð þar sem flestir þakka henni fyrir að vekja athygli á þessu og taka undir með henni. Ilmur kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá því sem hún vildi koma á framfæri og þeim viðbrögðum sem hún hefur fengið. Það er alþjóðlegur dagur breytingaskeiðs í dag og í tilefni hans töluðum við við Sigfríð Eik Arnardóttur næringarþerapisti um þetta mikilvæga skeið í lífi kvenna. Lengi vel var lítið rætt um breytingaskeiðið og lítið vitað um það og það lítið rannsakað. Nú síðustu ár hefur þetta breyst, umræðan er orðin meiri og fleiri rannsóknir hafa verið gerðar og það hefur t.d. kom í ljós í breskri rannsókn árið 2019 að um ein milljón kvenna á það á hættu að detta út af vinnumarkaði á miðjum aldri vegna kvilla tengdum breytingaskeiðinu. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo til okkar í veðurspjall. Veðrið er okkur Íslendingum yfirleitt ofarlega í huga og Elín Björk hefur einstakt lag á að útskýra og fræða okkur um hin ýmsu fyrirbrigði í veðrinu. Hún fræddi okkur í dag um skafrenning, sandfok, háarenning, lágarenning og flæðiþröskuld. Tónlist í þættinum: Haustið 75 / Sif Ragnhildardóttir (Valgeir Guðjónsson) Haustvísa / Anna Pálína Árnadóttir (Erna Tauro, Aðalsteinn Ásberg) Sara systir / Katla Margrét Þorgeirsdóttir (Ólafur Haukur Símonarson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/18/202250 minutes
Episode Artwork

Kulnun vegna Covid, inniskór og Júlía lesandinn

Rannsóknarfyrirtækið Prósent hefur kannað kulnun ólíkra hópa fyrir Covid, á meðan heimsfaraldrinum stóð og eftir Covid. Mikil aukning er á kulnun hjá aldurshópnum 18-24 ára annars vegar og sölu- og markaðsfólki hins vegar. Þegar mismunandi hópar eru skoðaðir kemur í ljós að kulnun stjórnenda mælist ekki hátt, hvorki fyrir né eftir Covid, sem eflaust kemur einhverjum á óvart. Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent kom í þáttinn í dag. Við höfum fengið stórskemmtilega pistla undanfarna mánudaga frá Guðjóni Helga Ólafssyni, sem er skúffuskáld og þjóðfræðiáhugamaður úr Flóanum að eigin sögn. Hann kallar pistlana vinkla og í dag bar hann vinkilinn við ákveðna tegund af skótaui. Nánar til tekið inniskó. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Júlía Björnsdóttir, kennari og landvörður. Við fengum að vita hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Tónlist í þættinum: Bráðum vetur / KK (KK) Til Botns / Sigrún Sif Jóelsdóttir (Trausti Heiðar Haraldsson, Jón Andri Sigurðsson, Oddur Bjarni Þorkelsson) Hagi / Þorgrímur Jónsson (Þorgrímur Jónsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/17/20220
Episode Artwork

Kulnun vegna Covid, inniskór og Júlía lesandinn

Rannsóknarfyrirtækið Prósent hefur kannað kulnun ólíkra hópa fyrir Covid, á meðan heimsfaraldrinum stóð og eftir Covid. Mikil aukning er á kulnun hjá aldurshópnum 18-24 ára annars vegar og sölu- og markaðsfólki hins vegar. Þegar mismunandi hópar eru skoðaðir kemur í ljós að kulnun stjórnenda mælist ekki hátt, hvorki fyrir né eftir Covid, sem eflaust kemur einhverjum á óvart. Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent kom í þáttinn í dag. Við höfum fengið stórskemmtilega pistla undanfarna mánudaga frá Guðjóni Helga Ólafssyni, sem er skúffuskáld og þjóðfræðiáhugamaður úr Flóanum að eigin sögn. Hann kallar pistlana vinkla og í dag bar hann vinkilinn við ákveðna tegund af skótaui. Nánar til tekið inniskó. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Júlía Björnsdóttir, kennari og landvörður. Við fengum að vita hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Tónlist í þættinum: Bráðum vetur / KK (KK) Til Botns / Sigrún Sif Jóelsdóttir (Trausti Heiðar Haraldsson, Jón Andri Sigurðsson, Oddur Bjarni Þorkelsson) Hagi / Þorgrímur Jónsson (Þorgrímur Jónsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/17/202250 minutes
Episode Artwork

Föstudagsgestirnir Beta, Elín og Sigga og grjónagrautsspjall

Föstudagsgestir Mannlega þáttarins í þetta sinn voru Systur, sem sagt systurnar Beta, Sigga og Elín Ellenar og Eyþórsdætur. Þær voru auðvitað fulltrúar okkar í Eurovision keppninni í Tórínó í maí, þar sem þær stóðu sig frábærlega í flutningi á laginu Með hækkandi sól eftir Lovísu Elísabetu Sigrúnardóttur, eða Lay Low. Þær hafa sungið alla ævi, enda aldar upp á miklu tónlistarheimili. Við fengum þær til að segja okkur frá æskunni og uppvextinum, tónlistinni og söngnum og svo tónleikunum sem eru framundan í Kaldalóni í Hörpu þar sem þær munu stíga á svið ásamt góðum gestum. Í matarspjalli dagsins ræddi Sigurlaug Margrét við okkur um grjónagraut. Þennan gamla og góða. Það fylgir honum auðvitað nostalgía fyrir flest okkar, enda hefur hann fylgt okkur flestum frá því munum eftir okkur. Hann er ódýr en alltaf góður... eða hvað? Tónlist í þættinum: Þjóðvegurinn / Elín Eyþórsdóttir (Magnús Eiríksson) Please don?t hate me / Lay Low (Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir) Með hækkandi sól / Systur (Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir) Dusty Road / Systur (Elín Eyþórsdóttir og Þorleifur Gaukur Davíðsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/14/20220
Episode Artwork

Föstudagsgestirnir Beta, Elín og Sigga og grjónagrautsspjall

Föstudagsgestir Mannlega þáttarins í þetta sinn voru Systur, sem sagt systurnar Beta, Sigga og Elín Ellenar og Eyþórsdætur. Þær voru auðvitað fulltrúar okkar í Eurovision keppninni í Tórínó í maí, þar sem þær stóðu sig frábærlega í flutningi á laginu Með hækkandi sól eftir Lovísu Elísabetu Sigrúnardóttur, eða Lay Low. Þær hafa sungið alla ævi, enda aldar upp á miklu tónlistarheimili. Við fengum þær til að segja okkur frá æskunni og uppvextinum, tónlistinni og söngnum og svo tónleikunum sem eru framundan í Kaldalóni í Hörpu þar sem þær munu stíga á svið ásamt góðum gestum. Í matarspjalli dagsins ræddi Sigurlaug Margrét við okkur um grjónagraut. Þennan gamla og góða. Það fylgir honum auðvitað nostalgía fyrir flest okkar, enda hefur hann fylgt okkur flestum frá því munum eftir okkur. Hann er ódýr en alltaf góður... eða hvað? Tónlist í þættinum: Þjóðvegurinn / Elín Eyþórsdóttir (Magnús Eiríksson) Please don?t hate me / Lay Low (Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir) Með hækkandi sól / Systur (Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir) Dusty Road / Systur (Elín Eyþórsdóttir og Þorleifur Gaukur Davíðsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/14/202250 minutes
Episode Artwork

Sérfræðingurinn Björn Berg Gunnarsson - heimilisbókhaldið

Það var sérfræðingur í þættinum í dag, við fræddumst um heimilisbókhaldið, sem sagt þessi daglegu útgjöld, greiðslubyrði, lánamál, sparnað og svo framvegis. Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka, kom í þáttinn einmitt til þess að fræða okkur um þetta. Hann gerði einnig sitt besta til að svara spurningum sem hlustendur höfðu sent inn í pósthólf þáttarins. Spurningarnar snéru til dæmis að breytingum á séreignarlífeyri, sparnaði, að ná endum saman, vaxtahækkanir, verðbólguna og íbúðarmarkaðinn svo eitthvað sé nefnt. Tónlist í þættinum: Yfir borgina / Valdimar (Ásgeir Aðalsteinsson og Valdimar Guðmundsson) Leyndarmál / Ásgeir Trausti (Ásgeir Trausti Einarsson, Einar Georg Einarsson og Júlíus Aðalsteinn Róbertsson) Sjáumst aftur / Páll Óskar (Páll Óskar Hjálmtýsson og Orlande de Lassus) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/13/20220
Episode Artwork

Sérfræðingurinn Björn Berg Gunnarsson - heimilisbókhaldið

Það var sérfræðingur í þættinum í dag, við fræddumst um heimilisbókhaldið, sem sagt þessi daglegu útgjöld, greiðslubyrði, lánamál, sparnað og svo framvegis. Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka, kom í þáttinn einmitt til þess að fræða okkur um þetta. Hann gerði einnig sitt besta til að svara spurningum sem hlustendur höfðu sent inn í pósthólf þáttarins. Spurningarnar snéru til dæmis að breytingum á séreignarlífeyri, sparnaði, að ná endum saman, vaxtahækkanir, verðbólguna og íbúðarmarkaðinn svo eitthvað sé nefnt. Tónlist í þættinum: Yfir borgina / Valdimar (Ásgeir Aðalsteinsson og Valdimar Guðmundsson) Leyndarmál / Ásgeir Trausti (Ásgeir Trausti Einarsson, Einar Georg Einarsson og Júlíus Aðalsteinn Róbertsson) Sjáumst aftur / Páll Óskar (Páll Óskar Hjálmtýsson og Orlande de Lassus) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/13/202250 minutes
Episode Artwork

Barnaheill, kynhlutlaust mál og Póstkort frá Magnúsi R Einars

Ellen Calmon hefur verið ráðin framkvæmdastýra Barnaheilla, Save the Children á Íslandi, en hún er nýkomin úr ferð til Jórdaníu og Ítalíu þar sem hún heimsótti verkefni Barnaheilla þar í landi. Hún heimsótti meðal annars Za?atari flóttamannabúðirnar sem liggja í norðurhluta Jórdaníu við landamæri Sýrlands. Þær eru stærstu flóttamannabúðir í heimi með 81.000 íbúa án ríkisfangs. Við ræddum við Ellen um ferðina og einnig um helstu verkefni Barnaheilla á Íslandi í dag. Bragi Valdimar Skúlason heldur fyrirlestur á eftir á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar á vegum FKA, félags kvenna í atvinnulífinu sem hann kallar Allskyns orð. Þar ætlar hann að velta fyrir sé hvernig við getum nálgast kynhlutleysi í tungumálinu okkar. Hverjir, eða hver, séu að streitast á móti því? Eru það við eða kannski bara málið sjálft? Bragi kom í þáttinn í dag og ræddi við okkur um kynhlutleysi og kynjað mál. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Magnús er nú snúinn til baka eftir nokkurra vikna ferðalag víða um Evrópu. Í póstkorti dagsins segir hann frá því hvað það þarf til að geta kallast Eyjamaður. Hann segir frá ættingjum sem hafa talist og teljast Eyjamenn, en til þess þurfa menn að sanna sig á ýmsan máta. Það er líka sagt frá konfektverksmiðju í Úkraínu og eiganda hennar en það var enginn annar en fyrrum forseti landsins sem nú er sakaður um landráð en samt leyft að taka þátt í baráttunni gegn Rússum. Tónlist í þættinum: Vegir liggja / Elly Vilhjálms (Sigfús Halldórsson og Indriði G. Þorsteinsson) Á skútunni minni / South River Band (Ólafur Þórðarson og Helgi Þór Ingason) Someone to watch over me / Ella Fitzgerald (Ira Gershwin og George Gershwin) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/12/20220
Episode Artwork

Barnaheill, kynhlutlaust mál og Póstkort frá Magnúsi R Einars

Ellen Calmon hefur verið ráðin framkvæmdastýra Barnaheilla, Save the Children á Íslandi, en hún er nýkomin úr ferð til Jórdaníu og Ítalíu þar sem hún heimsótti verkefni Barnaheilla þar í landi. Hún heimsótti meðal annars Za?atari flóttamannabúðirnar sem liggja í norðurhluta Jórdaníu við landamæri Sýrlands. Þær eru stærstu flóttamannabúðir í heimi með 81.000 íbúa án ríkisfangs. Við ræddum við Ellen um ferðina og einnig um helstu verkefni Barnaheilla á Íslandi í dag. Bragi Valdimar Skúlason heldur fyrirlestur á eftir á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar á vegum FKA, félags kvenna í atvinnulífinu sem hann kallar Allskyns orð. Þar ætlar hann að velta fyrir sé hvernig við getum nálgast kynhlutleysi í tungumálinu okkar. Hverjir, eða hver, séu að streitast á móti því? Eru það við eða kannski bara málið sjálft? Bragi kom í þáttinn í dag og ræddi við okkur um kynhlutleysi og kynjað mál. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Magnús er nú snúinn til baka eftir nokkurra vikna ferðalag víða um Evrópu. Í póstkorti dagsins segir hann frá því hvað það þarf til að geta kallast Eyjamaður. Hann segir frá ættingjum sem hafa talist og teljast Eyjamenn, en til þess þurfa menn að sanna sig á ýmsan máta. Það er líka sagt frá konfektverksmiðju í Úkraínu og eiganda hennar en það var enginn annar en fyrrum forseti landsins sem nú er sakaður um landráð en samt leyft að taka þátt í baráttunni gegn Rússum. Tónlist í þættinum: Vegir liggja / Elly Vilhjálms (Sigfús Halldórsson og Indriði G. Þorsteinsson) Á skútunni minni / South River Band (Ólafur Þórðarson og Helgi Þór Ingason) Someone to watch over me / Ella Fitzgerald (Ira Gershwin og George Gershwin) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/12/202250 minutes
Episode Artwork

Makamissir, vellíðan barna og veðurspjallið

Bókin Makamissir er nýkomin út, hún er skrifuð af Guðfinnu Eydal og Önnu Ingólfsdóttur og er meðal annars byggð á reynslu þeirra af því að missa maka. Bókin veitir innsýn inn í líf einstaklinga þegar maki þeirra deyr, auk þess sem hún er leiðarvísir fyrir þau sem vilja kynna sér málefnið og sýna stuðning og samkennd. Guðfinna og Anna komu í þáttinn í dag og sögðu okkur betur frá þessari bók. Vellíðan barna er nýútkomin bók og er handbók fyrir foreldra. Í hverjum kafla er að finna ýmsan fróðleik og fjölbreyttar æfingar sem hafa það að markmiði að kenna börnum hagnýtar aðferðir til að efla sig og styrkja. Bókin byggir á aðferðum jákvæðrar sálfræði og höfundarnir eru Hrafnhildur Sigurðardóttir, Ingrid Kuhlman og Unnur Arna Jónsdóttir og þær tvær síðarnefndu komu í þáttinn í dag. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom í þáttinn í dag í mannlegt veðurspjall. Hún hefur einstakt lag á að útskýra hin ýmsu veðurfyrirbæri og í dag ræddi hún við okkur um samfélagsleg áhrif veðurs og hvernig tækniframfarir og samþætting sérfræðinga hefur minnkað skaða og tjón vegna óveðurs. Tónlist í þættinum í dag: Franskar (sósa og salat) / Stuðmenn (Valgeir Guðjónsson, Egill Ólafsson og Eggert Þorleifsson) Þú komst við hjartað í mér / Hjaltalín (Páll Óskar, Þorgrímur Haraldsson og Sveinbjörn Bjarki Jónsson) Þannig týnist tíminn / Ragnar Bjarnason og Lay Low (Bjartmar Guðlaugsson) Einn ég ríð til fjalla / Helgi Björnsson og reiðmenn vindanna (erlent lag, Helgi Björnsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/11/20220
Episode Artwork

Makamissir, vellíðan barna og veðurspjallið

Bókin Makamissir er nýkomin út, hún er skrifuð af Guðfinnu Eydal og Önnu Ingólfsdóttur og er meðal annars byggð á reynslu þeirra af því að missa maka. Bókin veitir innsýn inn í líf einstaklinga þegar maki þeirra deyr, auk þess sem hún er leiðarvísir fyrir þau sem vilja kynna sér málefnið og sýna stuðning og samkennd. Guðfinna og Anna komu í þáttinn í dag og sögðu okkur betur frá þessari bók. Vellíðan barna er nýútkomin bók og er handbók fyrir foreldra. Í hverjum kafla er að finna ýmsan fróðleik og fjölbreyttar æfingar sem hafa það að markmiði að kenna börnum hagnýtar aðferðir til að efla sig og styrkja. Bókin byggir á aðferðum jákvæðrar sálfræði og höfundarnir eru Hrafnhildur Sigurðardóttir, Ingrid Kuhlman og Unnur Arna Jónsdóttir og þær tvær síðarnefndu komu í þáttinn í dag. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom í þáttinn í dag í mannlegt veðurspjall. Hún hefur einstakt lag á að útskýra hin ýmsu veðurfyrirbæri og í dag ræddi hún við okkur um samfélagsleg áhrif veðurs og hvernig tækniframfarir og samþætting sérfræðinga hefur minnkað skaða og tjón vegna óveðurs. Tónlist í þættinum í dag: Franskar (sósa og salat) / Stuðmenn (Valgeir Guðjónsson, Egill Ólafsson og Eggert Þorleifsson) Þú komst við hjartað í mér / Hjaltalín (Páll Óskar, Þorgrímur Haraldsson og Sveinbjörn Bjarki Jónsson) Þannig týnist tíminn / Ragnar Bjarnason og Lay Low (Bjartmar Guðlaugsson) Einn ég ríð til fjalla / Helgi Björnsson og reiðmenn vindanna (erlent lag, Helgi Björnsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/11/202250 minutes
Episode Artwork

Hulda Bjarnadóttir, bankavinkill og Bragi lesandi vikunnar

Í tilefni af bleikum október stendur Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, fyrir viðburðinum Kröftug kvennastund í Iðnó á morgun. Þar koma fram konur sem deila reynslu sinni, hvert þær sækja sinn styrk og hvernig þær hafa tekist á við áskoranir, hvort sem er í starfi eða persónulega lífinu. Hulda Bjarnadóttir, forseti Golfsambands Íslands, fjölmiðlakona og fyrrum framkvæmdastjóri Krafts, greindist með BRCA genið og lét fjarlægja brjóstin og eggjastokkana í kjölfarið af greiningunni. Hulda sagði okkur sína reynslusögu í þættinum í dag. Við fengum nýjan vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Í dag bar hann vinkilinn við bankastarfsemi í víðu samhengi, eins og hann orðar það. Í þetta sinn var lesandi vikunnar Bragi Ólafsson rithöfundur. Það er að koma út ný bók eftir hann sem við fengum hann til að segja okkur frá en svo fengum við hann auðvitað til að segja okkur frá því hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Tónlist í þættinum í dag: Sólarsamban / Rebekka Blöndal (Ásgeir Ásgeirsson, Rebekka Blöndal og Stefán Örn Gunnlaugsson) Lay it Down / Everyl Brothers (Gene Thomas) Crazy / Patsy Cline (W. Nelson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/10/20220
Episode Artwork

Hulda Bjarnadóttir, bankavinkill og Bragi lesandi vikunnar

Í tilefni af bleikum október stendur Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, fyrir viðburðinum Kröftug kvennastund í Iðnó á morgun. Þar koma fram konur sem deila reynslu sinni, hvert þær sækja sinn styrk og hvernig þær hafa tekist á við áskoranir, hvort sem er í starfi eða persónulega lífinu. Hulda Bjarnadóttir, forseti Golfsambands Íslands, fjölmiðlakona og fyrrum framkvæmdastjóri Krafts, greindist með BRCA genið og lét fjarlægja brjóstin og eggjastokkana í kjölfarið af greiningunni. Hulda sagði okkur sína reynslusögu í þættinum í dag. Við fengum nýjan vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Í dag bar hann vinkilinn við bankastarfsemi í víðu samhengi, eins og hann orðar það. Í þetta sinn var lesandi vikunnar Bragi Ólafsson rithöfundur. Það er að koma út ný bók eftir hann sem við fengum hann til að segja okkur frá en svo fengum við hann auðvitað til að segja okkur frá því hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Tónlist í þættinum í dag: Sólarsamban / Rebekka Blöndal (Ásgeir Ásgeirsson, Rebekka Blöndal og Stefán Örn Gunnlaugsson) Lay it Down / Everyl Brothers (Gene Thomas) Crazy / Patsy Cline (W. Nelson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/10/202250 minutes
Episode Artwork

Ólafur Darri föstudagsgestur og sinnepsspjall

Föstudagsgesturinn okkar í dag var leikarinn Ólafur Darri Ólafsson. Það var áhugavert að tala við hann um ferilinn, æskuna og uppvöxtinn, í Bandaríkjunum og Breiðholti, ferðalagið í gegnum lífið og hvað er framundan. Við komum víða við, enda hefur Ólafur Darri átt mjög farsælan feril bæði hér á landi og úti í hinum stóra heimi. Ólafur sagði okkur svo frá Sumarljósi og svo kemur nóttin, nýrri kvikmynd í leikstjórn Elfars Aðalsteinssonar upp úr sögu Jóns Kalmann, sem verður frumsýnd um helgina á RIFF. Í matarspjallinu í dag töluðum við um sinnep. Nú eru blikur á lofti í framleiðslu sinneps og Sigurlaug Margrét er búin að kynna sér málið og við rökræddum um hvaða sinnep er best t.d. á pylsur/pulsur. Tónlist í þættinum í dag: Sendu nú Gullvagninn / Björgvin Halldórsson (erl-Jónas Friðrik) Towers of song / Tom Jones (Leonard Cohen) Litli tónlistarmaðurinn / Erla Þorsteinsdóttir (12.september (Freymóður Jóhannsson)) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/7/20220
Episode Artwork

Ólafur Darri föstudagsgestur og sinnepsspjall

Föstudagsgesturinn okkar í dag var leikarinn Ólafur Darri Ólafsson. Það var áhugavert að tala við hann um ferilinn, æskuna og uppvöxtinn, í Bandaríkjunum og Breiðholti, ferðalagið í gegnum lífið og hvað er framundan. Við komum víða við, enda hefur Ólafur Darri átt mjög farsælan feril bæði hér á landi og úti í hinum stóra heimi. Ólafur sagði okkur svo frá Sumarljósi og svo kemur nóttin, nýrri kvikmynd í leikstjórn Elfars Aðalsteinssonar upp úr sögu Jóns Kalmann, sem verður frumsýnd um helgina á RIFF. Í matarspjallinu í dag töluðum við um sinnep. Nú eru blikur á lofti í framleiðslu sinneps og Sigurlaug Margrét er búin að kynna sér málið og við rökræddum um hvaða sinnep er best t.d. á pylsur/pulsur. Tónlist í þættinum í dag: Sendu nú Gullvagninn / Björgvin Halldórsson (erl-Jónas Friðrik) Towers of song / Tom Jones (Leonard Cohen) Litli tónlistarmaðurinn / Erla Þorsteinsdóttir (12.september (Freymóður Jóhannsson)) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/7/202250 minutes
Episode Artwork

Brandur Karlsson, hendur Íslands og Verum vinir

Heimildarmyndin Atomy er sýnd á RIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Myndin fjallar um Brand Karlsson sem er frumkvöðull, listamaður og ötull baráttumaður fyrir réttindum fatlaðra en hann lamaðist af óþekktum ástæðum fyrir 10 árum og hefur verið bundinn við hjólastól síðan. Hann komst í samband við heilara í Nepal sem hét því að hjálpa honum að öðlast hreyfigetu og ganga aftur. Í heimildarmyndinni fáum við að fylgja Brandi til Nepal og fylgjast með meðferðinni og ferlinu. Við fengum þá Brand og Loga Hilmarsson leikstjóra myndarinnar til að segja okkur frá myndinni í þættinum. Hvað er sameiginlegt með höndum 1500 Íslendinga? Kl. 17:30 í dag fer fram fyrirlestur í Veröld, húsi Vigdísar um rannsóknina Hendur Íslands sem staðið hefur frá árinu 2016 og telur rúmlega 1500 þátttakendur og þ.a.l. skráningu á rúmlega 3000 höndum. Kynntar verða niðurstöður sem verkefnið hefur nú þegar leitt í ljós en markmiðið með verkefninu er að sjá hvað einkennir Íslendinga öðru fremur og hvort það megi lesa í persónuleika íslensku þjóðarinnar í gegnum hendur og lófa fólks. Við fengum Jönu Napoli, 76 ára samfélagsfrumkvöðul frá Bandaríkjunum, sem stendur að rannsókninni og Freyju Eilífu sem aðstoðar Jönu, til þess að segja okkur betur frá þessari rannsókn og íslenskum höndum. Annað kvöld verður í beinni útsendingu í sjónvarpinu söfnunarþáttur fyrir Rauða krossinn: Verum vinir. Sveinbjörn Finnsson er sjálfboðaliði í flóttamannaverkefni Rauða krossins og situr í stjórn Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu kom í þáttinn í dag. Hann sagði okkur frá þjónustunni sem flóttamönnum er veitt, hvernig hún gengur fyrir sig, hvers vegna hún skiptir máli og hvers vegna hann er sjálfboðaliði. Tónlist í þættinum í dag: Án þín / Sigríður Thorlacius og Heiðurspiltar (Jón Múli og Jónas Árnasynir) Án þín / Bubbi Morthens og Katrín Halldóra Sigurðardóttir (Bubbi Morthens) Heimþrá / Erla Þorsteinsdóttir (Freymóður Jóhannsson) Think it over / Ringo Starr (Buddy Holly & Norma Petty) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/6/20220
Episode Artwork

Brandur Karlsson, hendur Íslands og Verum vinir

Heimildarmyndin Atomy er sýnd á RIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Myndin fjallar um Brand Karlsson sem er frumkvöðull, listamaður og ötull baráttumaður fyrir réttindum fatlaðra en hann lamaðist af óþekktum ástæðum fyrir 10 árum og hefur verið bundinn við hjólastól síðan. Hann komst í samband við heilara í Nepal sem hét því að hjálpa honum að öðlast hreyfigetu og ganga aftur. Í heimildarmyndinni fáum við að fylgja Brandi til Nepal og fylgjast með meðferðinni og ferlinu. Við fengum þá Brand og Loga Hilmarsson leikstjóra myndarinnar til að segja okkur frá myndinni í þættinum. Hvað er sameiginlegt með höndum 1500 Íslendinga? Kl. 17:30 í dag fer fram fyrirlestur í Veröld, húsi Vigdísar um rannsóknina Hendur Íslands sem staðið hefur frá árinu 2016 og telur rúmlega 1500 þátttakendur og þ.a.l. skráningu á rúmlega 3000 höndum. Kynntar verða niðurstöður sem verkefnið hefur nú þegar leitt í ljós en markmiðið með verkefninu er að sjá hvað einkennir Íslendinga öðru fremur og hvort það megi lesa í persónuleika íslensku þjóðarinnar í gegnum hendur og lófa fólks. Við fengum Jönu Napoli, 76 ára samfélagsfrumkvöðul frá Bandaríkjunum, sem stendur að rannsókninni og Freyju Eilífu sem aðstoðar Jönu, til þess að segja okkur betur frá þessari rannsókn og íslenskum höndum. Annað kvöld verður í beinni útsendingu í sjónvarpinu söfnunarþáttur fyrir Rauða krossinn: Verum vinir. Sveinbjörn Finnsson er sjálfboðaliði í flóttamannaverkefni Rauða krossins og situr í stjórn Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu kom í þáttinn í dag. Hann sagði okkur frá þjónustunni sem flóttamönnum er veitt, hvernig hún gengur fyrir sig, hvers vegna hún skiptir máli og hvers vegna hann er sjálfboðaliði. Tónlist í þættinum í dag: Án þín / Sigríður Thorlacius og Heiðurspiltar (Jón Múli og Jónas Árnasynir) Án þín / Bubbi Morthens og Katrín Halldóra Sigurðardóttir (Bubbi Morthens) Heimþrá / Erla Þorsteinsdóttir (Freymóður Jóhannsson) Think it over / Ringo Starr (Buddy Holly & Norma Petty) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/6/202250 minutes
Episode Artwork

Bleika slaufan, matvendi og Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn

Hið árlega árveknis- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins Bleika slaufan hófst í vikunni. Slagorðið í ár er Sýnum lit, en Bleika slaufan er tileinkuð baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Við fengum þær Ásdísi Ingólfsdóttur, framhaldsskólakennara og rithöfund, sem greindist með brjóstakrabbamein í tvígang með fimm ára millibili, og Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins, í þáttinn til að fræða okkur um átakið í ár. Matvendni hjá börnum er algeng og yfirleitt í hámarki á leikskólaaldri. Oft einskorðast fæðuvalið við fáar eða einhæfar fæðutegundir og skortir fjölbreytileika, ekki síst er varðar fjölda tegunda og magn af grænmeti og ávöxtum. Við töluðum við Berglindi Lilju Guðlaugsdóttur doktorsnema í Heilsueflingu í þættinum í dag en hún sagði okkur frá doktorsrannsókn sinni Bragðlaukaþjálfun: Fæðumiðuð íhlutun í leikskólum með þátttöku leikskólastarfsfólks og foreldra. Hún vann að svipaðri rannsókn meðal grunnskólabarna á yngsta stigi með Önnu Sigríði Ólafsdóttur prófessor í næringarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Niðurstöður þeirrar rannsóknar verða kynntar á Menntakvikudögum sem fara fram 6. og 7. október. Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er haldinn 10.október ár hvert víðsvegar um heiminn. Markmiðið er að vekja athygli á geðheilbrigðismálum, fræða almenning um geðrækt og geðsjúkdóma og sporna gegn fordómum í garð geðsjúkra. Við fengum þau Guðrúnu Stellu Ágústsdóttur og Orra Hilmarsson til að fræða okkur frekar um alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn, en slagorð dagsins í ár er Geðheilbrigði að góðri heilsu. Tónlist í þættinum í dag: Er hann birtist / Hljómar (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson) Besame mucho / Cesaria Evora (Consuela Velazquez) Harvest Moon / Krummi, KK, Ragnheiður Gröndal (Neil Young) Lífið / Heiða Halls (Sigríður Heiða Hallsdóttir) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/5/20220
Episode Artwork

Bleika slaufan, matvendi og Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn

Hið árlega árveknis- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins Bleika slaufan hófst í vikunni. Slagorðið í ár er Sýnum lit, en Bleika slaufan er tileinkuð baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Við fengum þær Ásdísi Ingólfsdóttur, framhaldsskólakennara og rithöfund, sem greindist með brjóstakrabbamein í tvígang með fimm ára millibili, og Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins, í þáttinn til að fræða okkur um átakið í ár. Matvendni hjá börnum er algeng og yfirleitt í hámarki á leikskólaaldri. Oft einskorðast fæðuvalið við fáar eða einhæfar fæðutegundir og skortir fjölbreytileika, ekki síst er varðar fjölda tegunda og magn af grænmeti og ávöxtum. Við töluðum við Berglindi Lilju Guðlaugsdóttur doktorsnema í Heilsueflingu í þættinum í dag en hún sagði okkur frá doktorsrannsókn sinni Bragðlaukaþjálfun: Fæðumiðuð íhlutun í leikskólum með þátttöku leikskólastarfsfólks og foreldra. Hún vann að svipaðri rannsókn meðal grunnskólabarna á yngsta stigi með Önnu Sigríði Ólafsdóttur prófessor í næringarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Niðurstöður þeirrar rannsóknar verða kynntar á Menntakvikudögum sem fara fram 6. og 7. október. Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er haldinn 10.október ár hvert víðsvegar um heiminn. Markmiðið er að vekja athygli á geðheilbrigðismálum, fræða almenning um geðrækt og geðsjúkdóma og sporna gegn fordómum í garð geðsjúkra. Við fengum þau Guðrúnu Stellu Ágústsdóttur og Orra Hilmarsson til að fræða okkur frekar um alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn, en slagorð dagsins í ár er Geðheilbrigði að góðri heilsu. Tónlist í þættinum í dag: Er hann birtist / Hljómar (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson) Besame mucho / Cesaria Evora (Consuela Velazquez) Harvest Moon / Krummi, KK, Ragnheiður Gröndal (Neil Young) Lífið / Heiða Halls (Sigríður Heiða Hallsdóttir) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/5/202250 minutes
Episode Artwork

Lára fertug, menningarmánuður í Árborg og sjávarflóð

Lára Rúnarsdóttir kom í þáttinn í dag á fertugsafmælisdegi hennar. Hún hóf ung tónlistarferil sinn, hún gaf út sína fyrstu breiðskífu Standing Still árið 2003 undir merki Geimsteins, þá rúmlega tvítug. Hún stundaði píanó- & söngnám við tónlistarskóla Kópavogs og útskrifaðist með burtfararpróf við skólann úr klassískum söng 2006. Síðan þá hefur hún gefið út sex breiðskífur. Síðustu ár hefur Lára rekið eigið fyrirtæki, fyrst Andagift inspire og nú Móar studio, sem er jógasetur í miðborginni. Þar fer Lára nýjar leiðir í að nálgast tónlistarsköpun. Lára hlaut íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lag ársins, Altari af plötunni Rótin, árið 2020. Þá var hún einnig tilnefnd fyrir plötu ársins. Október er menningarmánuðurinn í Sveitarfélaginu Árborg. Þar verður dagskrá allan mánuðinn fyrir alla aldurshópa, til dæmis verður óperusýning fyrir eins til fimm ára. Við heyrðum í Sigrúnu Þuríði Runólfsdóttur, sem flutti af höfuðborgarsvæðinu á Eyrarbakka og stofnaði Skrúfuna, grósku- og sköpunarmiðstöð. Hún sagði okkur frá starfseminni og Margrét Blöndal, deildarstjóri menningar- og upplýsingadeildar Árborgar sagði okkur betur frá menningarmánuðinum í þættinum. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo í mannlegt veðurspjall í dag. Í þetta sinn fræddi hún okkur um sjávarflóð. Það eru stórhættuleg fyrirbæri sem erfitt er að ráða við, en afar áhugavert að fræðast um. Tónlist í þættinum í dag: Frostrósir / Haukur Morthens (Freymóður Jóhannesson) Andblær / Lára Rúnarsdóttir (Lára Rúnarsdóttir) With the wind and the rain in your hair / Stan Getz (Clara Edwards, Jack Lawrence) Cancion del Mariachi / Los Lobos og Antonio Banderas (C. Rosas) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/4/20220
Episode Artwork

Lára fertug, menningarmánuður í Árborg og sjávarflóð

Lára Rúnarsdóttir kom í þáttinn í dag á fertugsafmælisdegi hennar. Hún hóf ung tónlistarferil sinn, hún gaf út sína fyrstu breiðskífu Standing Still árið 2003 undir merki Geimsteins, þá rúmlega tvítug. Hún stundaði píanó- & söngnám við tónlistarskóla Kópavogs og útskrifaðist með burtfararpróf við skólann úr klassískum söng 2006. Síðan þá hefur hún gefið út sex breiðskífur. Síðustu ár hefur Lára rekið eigið fyrirtæki, fyrst Andagift inspire og nú Móar studio, sem er jógasetur í miðborginni. Þar fer Lára nýjar leiðir í að nálgast tónlistarsköpun. Lára hlaut íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lag ársins, Altari af plötunni Rótin, árið 2020. Þá var hún einnig tilnefnd fyrir plötu ársins. Október er menningarmánuðurinn í Sveitarfélaginu Árborg. Þar verður dagskrá allan mánuðinn fyrir alla aldurshópa, til dæmis verður óperusýning fyrir eins til fimm ára. Við heyrðum í Sigrúnu Þuríði Runólfsdóttur, sem flutti af höfuðborgarsvæðinu á Eyrarbakka og stofnaði Skrúfuna, grósku- og sköpunarmiðstöð. Hún sagði okkur frá starfseminni og Margrét Blöndal, deildarstjóri menningar- og upplýsingadeildar Árborgar sagði okkur betur frá menningarmánuðinum í þættinum. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo í mannlegt veðurspjall í dag. Í þetta sinn fræddi hún okkur um sjávarflóð. Það eru stórhættuleg fyrirbæri sem erfitt er að ráða við, en afar áhugavert að fræðast um. Tónlist í þættinum í dag: Frostrósir / Haukur Morthens (Freymóður Jóhannesson) Andblær / Lára Rúnarsdóttir (Lára Rúnarsdóttir) With the wind and the rain in your hair / Stan Getz (Clara Edwards, Jack Lawrence) Cancion del Mariachi / Los Lobos og Antonio Banderas (C. Rosas) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/4/202250 minutes
Episode Artwork

Gleym mér ei, þjóðvegavinkill og Olav Veigar lesandinn

Gleym mér ei er félag sem er til staðar fyrir þá sem verða fyrir missi á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu. Gleym mér ei er styrktarfélag sem styrkir ýmis málefni í tengslum við missi barns á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Við fræddumst um starfsemi félagsins í þættinum í dag og þær Þórunn Pálsdóttir, ljósmóðir og ein af stofnendum félagsins, og Árný Heiða Helgadóttir komu í spjall. Við fengum pistil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag eins og undanfarna mánudaga. Hann kallar pistla sína vinkla og í dag bar Guðjón vinkil dagsins við þjóðveginn og sendi örlítinn virðingarvott til afa síns í leiðinni. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Olav Veigar Davíðsson stjórnmálafræðingur og þýðandi hjá utanríkisráðuneytinu. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Tónlist í þættinum í dag: Vetur / Egill Ólafsson (Egill Ólafsson) Arietta / Dag Arnesen Trio (Edvard Grieg) Harðsnúna Hanna / Ðe lónlí blú bojs (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/3/20220
Episode Artwork

Gleym mér ei, þjóðvegavinkill og Olav Veigar lesandinn

Gleym mér ei er félag sem er til staðar fyrir þá sem verða fyrir missi á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu. Gleym mér ei er styrktarfélag sem styrkir ýmis málefni í tengslum við missi barns á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Við fræddumst um starfsemi félagsins í þættinum í dag og þær Þórunn Pálsdóttir, ljósmóðir og ein af stofnendum félagsins, og Árný Heiða Helgadóttir komu í spjall. Við fengum pistil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag eins og undanfarna mánudaga. Hann kallar pistla sína vinkla og í dag bar Guðjón vinkil dagsins við þjóðveginn og sendi örlítinn virðingarvott til afa síns í leiðinni. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Olav Veigar Davíðsson stjórnmálafræðingur og þýðandi hjá utanríkisráðuneytinu. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Tónlist í þættinum í dag: Vetur / Egill Ólafsson (Egill Ólafsson) Arietta / Dag Arnesen Trio (Edvard Grieg) Harðsnúna Hanna / Ðe lónlí blú bojs (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/3/202250 minutes
Episode Artwork

Sigmundur Ernir föstudagsgestur, coq au vin og borðsiðir

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Sigmundur Ernir Rúnarsson, blaðamaður, ljóðskáld, rithöfundur, fyrrverandi alþingismaður og nú ritstjóri Fréttablaðsins og sjónvarpsstjóri Hringbrautar. Sigmundur sagði okkur frá uppvaxtarárunum fyrir norðan, skólagöngunni, upphafinu í blaðamennsku og stiklaði á stóru í sjónvarpsferlinum, sem hófst árið 1985 í þáttunum Á líðandi stundu. Eins rifjaði hann upp óborganlegar sögur úr háloftunum með Ómari Ragnarssyni. Í matarspjalli dagsins talaði Sigurlaug Margrét við okkur um notalegan mat sem á vel við þegar haustlægðirnar byrja að herja á okkur og sólin lækkar á lofti. Orkuríkan mat eins og til dæmis lambaskanka og coq au vin, kjúklingaréttinn víðfræga. Svo ræddum við aðeins góða borðsiði í lokin. Tónlist í þættinum í dag: Allur lurkum laminn/Bjarni Ara (Hilmar Oddsson) Það sem ekki má / Katrín Halldóra Sigurðardóttir (Jón Múli og Jónas Árnasynir) Harðsnúna Hanna / Ðe lónlí blú bojs (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/30/20220
Episode Artwork

Sigmundur Ernir föstudagsgestur, coq au vin og borðsiðir

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Sigmundur Ernir Rúnarsson, blaðamaður, ljóðskáld, rithöfundur, fyrrverandi alþingismaður og nú ritstjóri Fréttablaðsins og sjónvarpsstjóri Hringbrautar. Sigmundur sagði okkur frá uppvaxtarárunum fyrir norðan, skólagöngunni, upphafinu í blaðamennsku og stiklaði á stóru í sjónvarpsferlinum, sem hófst árið 1985 í þáttunum Á líðandi stundu. Eins rifjaði hann upp óborganlegar sögur úr háloftunum með Ómari Ragnarssyni. Í matarspjalli dagsins talaði Sigurlaug Margrét við okkur um notalegan mat sem á vel við þegar haustlægðirnar byrja að herja á okkur og sólin lækkar á lofti. Orkuríkan mat eins og til dæmis lambaskanka og coq au vin, kjúklingaréttinn víðfræga. Svo ræddum við aðeins góða borðsiði í lokin. Tónlist í þættinum í dag: Allur lurkum laminn/Bjarni Ara (Hilmar Oddsson) Það sem ekki má / Katrín Halldóra Sigurðardóttir (Jón Múli og Jónas Árnasynir) Harðsnúna Hanna / Ðe lónlí blú bojs (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/30/202250 minutes
Episode Artwork

Margrét Sigfúsdóttir snýr aftur og PCOS

Fyrir tveimur vikum var Margrét Sigfúsdóttir, fyrrverandi skólastýra Hússtjórnarskólans, sérfræðingur þáttarins þar sem hún svaraði spurningum sem hlustendur höfðu sent inn um allt sem viðkom heimilishaldi. Innkaup, þrif, matseld og svo framvegis. Spurningarnar voru svo margar að hún náði ekki að komast í gegnum þær allar, því var hún hjá okkur aftur í dag. Hún tók upp þráðinn frá því síðast og kláraði þær spurningar sem eftir voru og svo svaraði hún fleiri spurningum sem hlustendur höfðu sent okkur. Svo fengum við þær Ragnhildi Gunnarsdóttur og Guðrúnu Rútsdóttur til að segja okkur frá PCOS, eða fjölblöðrueggjastokkaheilkenni, sem ekki margir vita hvað er, en er einn algengasti innkirtlasjúkdómur hjá konum. PCOS samtökin standa fyrir fræðslufundi í kvöld og þær sögðu okkur frá fundinum og fræddu okkur um þetta heilkenni í þættinum. Tónlist í þættinum í dag: Saumakonuvalsinn / Pálmi Gunnarsson (Jón Jónsson og Hreiðar E. Geirdal) Lene Májjá / Mari Boine (Mari Boine, Svein Schultz, Ole Jörn Myklebust) Like an angel passing through my room / Svavar Knútur og Kristjana Stefáns(Benny Andersson og Björn Ulvaeus) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG ÞORGERÐUR ÁSA AÐALSTEINSD.
9/29/20220
Episode Artwork

Margrét Sigfúsdóttir snýr aftur og PCOS

Fyrir tveimur vikum var Margrét Sigfúsdóttir, fyrrverandi skólastýra Hússtjórnarskólans, sérfræðingur þáttarins þar sem hún svaraði spurningum sem hlustendur höfðu sent inn um allt sem viðkom heimilishaldi. Innkaup, þrif, matseld og svo framvegis. Spurningarnar voru svo margar að hún náði ekki að komast í gegnum þær allar, því var hún hjá okkur aftur í dag. Hún tók upp þráðinn frá því síðast og kláraði þær spurningar sem eftir voru og svo svaraði hún fleiri spurningum sem hlustendur höfðu sent okkur. Svo fengum við þær Ragnhildi Gunnarsdóttur og Guðrúnu Rútsdóttur til að segja okkur frá PCOS, eða fjölblöðrueggjastokkaheilkenni, sem ekki margir vita hvað er, en er einn algengasti innkirtlasjúkdómur hjá konum. PCOS samtökin standa fyrir fræðslufundi í kvöld og þær sögðu okkur frá fundinum og fræddu okkur um þetta heilkenni í þættinum. Tónlist í þættinum í dag: Saumakonuvalsinn / Pálmi Gunnarsson (Jón Jónsson og Hreiðar E. Geirdal) Lene Májjá / Mari Boine (Mari Boine, Svein Schultz, Ole Jörn Myklebust) Like an angel passing through my room / Svavar Knútur og Kristjana Stefáns(Benny Andersson og Björn Ulvaeus) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG ÞORGERÐUR ÁSA AÐALSTEINSD.
9/29/202250 minutes
Episode Artwork

Rannsóknir um vændi, áreitni á vinnustað og póstkort frá Magnúsi

Í síðustu viku kom út ný rannsókn á vegum Stígamóta. Rannsóknin greinir tölfræðigögn þar sem skoðað er hvað einkennir þann hóp sem sækir þjónustu samtakanna vegna vændis í samanburði við fólk sem kemur til Stígamóta vegna annars kynferðisofbeldis. Niðurstöðurnar sýna alvarlegar afleiðingar vændis á líkamlega og andlega líðan brotaþola. Við fengum Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur, talskonu Stígamóta, til að koma í þáttinn og með henni komu Gyða Margrét Pétursdóttir, prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands og Sveina Hjördís Þorvaldsdóttir, meistarafræðinema í kynjafræði, en þær sögðu frá meistaraverkefni Sveinu. Í verkefninu var leitað til kvenna sem hafa reynslu af vændi og þær spurðar hvaða úrræði þurfa að vera til staðar til að hverfa úr vændi ? eða hvernig þjónustu þær hefðu þurft sem forvörn gegn vændi. Síðastliðið föstudagskvöld var frumsýnd í sjónvarpi og á netinu auglýsing sem vakti mikla athygli. Auglýsingin, Það má ekkert lengur, er hluti af vitundarvakningu VIRK um kynferðislega áreitni á vinnustöðum. Við fengum Ingibjörgu Loftsdóttur, sviðsstjóra forvarnarsviðs VIRK, til að koma í þáttinn til okkar og segja okkur frá þessari herferð og vitundarvakningunni. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Áfram sagði Magnús af ferðum sínum um Evrópu, nú frá Frakklandi og Spáni. Hann heimsótti borgirnar Orange og Arles sem eru báðar frægar fyrir merkilegar og fornar byggingar og myndlistamenn. Hann sagði líka frá Salvador Dalí safninu î Figueres á Spáni, strandbænum Tossa de Mar og fleiri stöðum í Katalóníu. Hann endar í Palma de Mallorca og segir meðal annars frá stærsta diskoteki í heimi. Tónlist í þættinum í dag: Hlíðin mín fríða / GÓSS (F. Flemming og Jón Thoroddsen) Time in a Bottle / Jim Croce (Jim Croce) Stand By Me / Ben E. King (Ben E. King, Jerry Leiber og Mike Stoller) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG ÞORGERÐUR ÁSA AÐALSTEINSD.
9/28/20220
Episode Artwork

Rannsóknir um vændi, áreitni á vinnustað og póstkort frá Magnúsi

Í síðustu viku kom út ný rannsókn á vegum Stígamóta. Rannsóknin greinir tölfræðigögn þar sem skoðað er hvað einkennir þann hóp sem sækir þjónustu samtakanna vegna vændis í samanburði við fólk sem kemur til Stígamóta vegna annars kynferðisofbeldis. Niðurstöðurnar sýna alvarlegar afleiðingar vændis á líkamlega og andlega líðan brotaþola. Við fengum Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur, talskonu Stígamóta, til að koma í þáttinn og með henni komu Gyða Margrét Pétursdóttir, prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands og Sveina Hjördís Þorvaldsdóttir, meistarafræðinema í kynjafræði, en þær sögðu frá meistaraverkefni Sveinu. Í verkefninu var leitað til kvenna sem hafa reynslu af vændi og þær spurðar hvaða úrræði þurfa að vera til staðar til að hverfa úr vændi ? eða hvernig þjónustu þær hefðu þurft sem forvörn gegn vændi. Síðastliðið föstudagskvöld var frumsýnd í sjónvarpi og á netinu auglýsing sem vakti mikla athygli. Auglýsingin, Það má ekkert lengur, er hluti af vitundarvakningu VIRK um kynferðislega áreitni á vinnustöðum. Við fengum Ingibjörgu Loftsdóttur, sviðsstjóra forvarnarsviðs VIRK, til að koma í þáttinn til okkar og segja okkur frá þessari herferð og vitundarvakningunni. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Áfram sagði Magnús af ferðum sínum um Evrópu, nú frá Frakklandi og Spáni. Hann heimsótti borgirnar Orange og Arles sem eru báðar frægar fyrir merkilegar og fornar byggingar og myndlistamenn. Hann sagði líka frá Salvador Dalí safninu î Figueres á Spáni, strandbænum Tossa de Mar og fleiri stöðum í Katalóníu. Hann endar í Palma de Mallorca og segir meðal annars frá stærsta diskoteki í heimi. Tónlist í þættinum í dag: Hlíðin mín fríða / GÓSS (F. Flemming og Jón Thoroddsen) Time in a Bottle / Jim Croce (Jim Croce) Stand By Me / Ben E. King (Ben E. King, Jerry Leiber og Mike Stoller) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG ÞORGERÐUR ÁSA AÐALSTEINSD.
9/28/202250 minutes
Episode Artwork

Sundlaugasögur, tilraun í geimnum og haustlægðirnar

Heimildamyndin Sundlaugasögur verður frumsýnd á næstunni, en Jón Karl Helgason hefur unnið að henni í níu ár. Hann hefur heimsótt yfir 100 sundlaugar, myndað fólk í sundi og fengið fólk til að segja sér sundlaugarsögur. Elsti þáttakandinn í myndinni var yfir 100 ára og sá yngsti 10 mánaða. Jón Karl kom í þáttinn og sagði okkur frá því af hverju hann hefur svona mikinn áhuga á sundmenningu Íslendinga, því þetta er ekki fyrsta heimildamyndin hans um hana, því árið 2012 frumsýndi hann heimildamyndina Sundið. Sævar Helgi Bragason kom svo til okkar og sagði okkur frá áhugaverðri tilraun sem fór fram í gærkvöldi, þegar gervitunglið DART var látið rekast á smástirni með það fyrir augum að reyna að breyta sporbraut þess. Sævar fylgdist með árekstrinum í beinni útsendingu í gærkvöldi og sagði okkur frá því hvernig gekk og hvernig þessi tilraun getur nýst okkur í framtíðinni til að mögulega bjarga jörðinni. Svo fengum við Elínu Björk Jónasdóttur í mannlegt veðurspjall í dag. Haustið hófst með hvelli um helgina, gular, appelsínugular og rauðar viðvaranir mættu til leiks, líklegast ekki við fögnuð margra. Við ræddum sem sagt haustlægðirnar í veðurspjalli dagsins. Tónlist í þættinum í dag: Lítill fugl / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Sigfús Halldórsson og Magnús Stefánsson) Sundhetjan / Sigríður Thorlacius, Bogomil Font og hljómsveit Tómasar R. Einarssonar (Tómas R. Einarsson) Orðin mín / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Bragi Valdimar Skúlason) Litla lagið / Sigrún Harðardóttir (Erlent lag - Ómar Ragnarsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/27/20220
Episode Artwork

Sundlaugasögur, tilraun í geimnum og haustlægðirnar

Heimildamyndin Sundlaugasögur verður frumsýnd á næstunni, en Jón Karl Helgason hefur unnið að henni í níu ár. Hann hefur heimsótt yfir 100 sundlaugar, myndað fólk í sundi og fengið fólk til að segja sér sundlaugarsögur. Elsti þáttakandinn í myndinni var yfir 100 ára og sá yngsti 10 mánaða. Jón Karl kom í þáttinn og sagði okkur frá því af hverju hann hefur svona mikinn áhuga á sundmenningu Íslendinga, því þetta er ekki fyrsta heimildamyndin hans um hana, því árið 2012 frumsýndi hann heimildamyndina Sundið. Sævar Helgi Bragason kom svo til okkar og sagði okkur frá áhugaverðri tilraun sem fór fram í gærkvöldi, þegar gervitunglið DART var látið rekast á smástirni með það fyrir augum að reyna að breyta sporbraut þess. Sævar fylgdist með árekstrinum í beinni útsendingu í gærkvöldi og sagði okkur frá því hvernig gekk og hvernig þessi tilraun getur nýst okkur í framtíðinni til að mögulega bjarga jörðinni. Svo fengum við Elínu Björk Jónasdóttur í mannlegt veðurspjall í dag. Haustið hófst með hvelli um helgina, gular, appelsínugular og rauðar viðvaranir mættu til leiks, líklegast ekki við fögnuð margra. Við ræddum sem sagt haustlægðirnar í veðurspjalli dagsins. Tónlist í þættinum í dag: Lítill fugl / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Sigfús Halldórsson og Magnús Stefánsson) Sundhetjan / Sigríður Thorlacius, Bogomil Font og hljómsveit Tómasar R. Einarssonar (Tómas R. Einarsson) Orðin mín / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Bragi Valdimar Skúlason) Litla lagið / Sigrún Harðardóttir (Erlent lag - Ómar Ragnarsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/27/202250 minutes
Episode Artwork

Qigong, kartöfluvinkill og Ragnar lesandi vikunnar

Við kynntum okkur Qigong fræðunum í dag. Það er eflaust mörgum í fersku minni hversu mikill talsmaður Qigongfræðanna Gunnar Eyjólfsson leikari var og frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, hefur stundað þessar æfingar í áratugi. Þorvaldur Ingi Jónsson, einn helsti kennari Qigong hér á landi, segir að æfingarnar hjálpi okkur að vera jákvæðari og glaðari. Þorvaldur kom í þáttinn í dag og við spurðum hann meðal annars um það hvort það væri einfalt að stunda Qigong. Við fengum í dag nýjan vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Vinkill dagsins fjallar um kartöflur í blíðu og stríðu. Og svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Ragnar Jónasson rithöfundur, lögfræðingur og bankastarfsmaður. Hann hefur verið fastagestur á metsölulistum frá því hann gaf út sína fyrstu glæpasögu árið 2009. Síðan hafa bækur hans verið þýddar á 27 tungumál, gefnar út í 40 löndum og selst í næstum tveimur milljónum eintaka. Við fengum hann samt í dag til að segja okkur hvað hann sjálfur er að sjálfur og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Tónlist í þættinum í dag: Það jafnast ekkert á við jazz / Stuðmenn (Jakob Frímann og Valgeir Guðjónsson) Lífið yrði dans / HLH flokkurinn (erl. lag - Þórhallur Sigurðsson) Stakir jakar á reki / Hljómsveit Ingimars Eydal (Finnur Eydal) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/26/20220
Episode Artwork

Qigong, kartöfluvinkill og Ragnar lesandi vikunnar

Við kynntum okkur Qigong fræðunum í dag. Það er eflaust mörgum í fersku minni hversu mikill talsmaður Qigongfræðanna Gunnar Eyjólfsson leikari var og frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, hefur stundað þessar æfingar í áratugi. Þorvaldur Ingi Jónsson, einn helsti kennari Qigong hér á landi, segir að æfingarnar hjálpi okkur að vera jákvæðari og glaðari. Þorvaldur kom í þáttinn í dag og við spurðum hann meðal annars um það hvort það væri einfalt að stunda Qigong. Við fengum í dag nýjan vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Vinkill dagsins fjallar um kartöflur í blíðu og stríðu. Og svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Ragnar Jónasson rithöfundur, lögfræðingur og bankastarfsmaður. Hann hefur verið fastagestur á metsölulistum frá því hann gaf út sína fyrstu glæpasögu árið 2009. Síðan hafa bækur hans verið þýddar á 27 tungumál, gefnar út í 40 löndum og selst í næstum tveimur milljónum eintaka. Við fengum hann samt í dag til að segja okkur hvað hann sjálfur er að sjálfur og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Tónlist í þættinum í dag: Það jafnast ekkert á við jazz / Stuðmenn (Jakob Frímann og Valgeir Guðjónsson) Lífið yrði dans / HLH flokkurinn (erl. lag - Þórhallur Sigurðsson) Stakir jakar á reki / Hljómsveit Ingimars Eydal (Finnur Eydal) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/26/202250 minutes
Episode Artwork

Karl Ágúst föstudagsgestur og breskt matarspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Karl Ágúst Úlfsson. Það sem hann hefur áorkað á u.þ.b. 40 árum á sínum ferli er ansi magnað, hvort sem er sem leikari, leikstjóri, leikskáld, þýðandi og rithöfundur. Það var auðvitað Spaugstofan, tæplega fimm hundruð þættir á næstum þrjátíu árum, svo eru það öll leikverkin, þýðingarnar, bækurnar, við hefðum getað eytt þættinum í að telja upp allt sem hann hefur gert, en það var miklu skemmtilegra að fá hann sjálfan til að stikla á stóru með okkur. Við fórum með honum aftur í tímann og svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag. Og svo forvitnuðumst við líka um nýja verkið hans, Fíflið, sem er sýnt í Tjarnarbíói, en hann bæði skrifar og leikur í því. Sigurlaug Margrét kom svo til okkar í matarspjallið í dag. Hún er nýkomin frá London, þar sem hún meðal annars var óvart í jarðaför Elísabetar drottningar. Það var því breskt þema með konunglegu ívafi í matarspjalli dagsins. Tónlist í þættinum í dag: Hvítu mávar / Helena Eyjólfsdóttir (Walter Lange og Björn Bragi Magnússon) Lalala / Hildur Vala Einarsdóttir (Svavar Knútur Kristinsson og Karl Ágúst Úlfsson) Mér er ekkert heilagt / Karl Ágúst og Eyvindur Karlsson (Eyvindur Karlsson og Karl Ágúst Úlfsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/23/20220
Episode Artwork

Karl Ágúst föstudagsgestur og breskt matarspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Karl Ágúst Úlfsson. Það sem hann hefur áorkað á u.þ.b. 40 árum á sínum ferli er ansi magnað, hvort sem er sem leikari, leikstjóri, leikskáld, þýðandi og rithöfundur. Það var auðvitað Spaugstofan, tæplega fimm hundruð þættir á næstum þrjátíu árum, svo eru það öll leikverkin, þýðingarnar, bækurnar, við hefðum getað eytt þættinum í að telja upp allt sem hann hefur gert, en það var miklu skemmtilegra að fá hann sjálfan til að stikla á stóru með okkur. Við fórum með honum aftur í tímann og svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag. Og svo forvitnuðumst við líka um nýja verkið hans, Fíflið, sem er sýnt í Tjarnarbíói, en hann bæði skrifar og leikur í því. Sigurlaug Margrét kom svo til okkar í matarspjallið í dag. Hún er nýkomin frá London, þar sem hún meðal annars var óvart í jarðaför Elísabetar drottningar. Það var því breskt þema með konunglegu ívafi í matarspjalli dagsins. Tónlist í þættinum í dag: Hvítu mávar / Helena Eyjólfsdóttir (Walter Lange og Björn Bragi Magnússon) Lalala / Hildur Vala Einarsdóttir (Svavar Knútur Kristinsson og Karl Ágúst Úlfsson) Mér er ekkert heilagt / Karl Ágúst og Eyvindur Karlsson (Eyvindur Karlsson og Karl Ágúst Úlfsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/23/202250 minutes
Episode Artwork

Ævintýri um missi, Landnámssetrið og sánafest

Við fengum Grímu Kristjánsdóttur í viðtal til að segja okkur frá leiksýningunni Hið stórfenglega ævintýri um missi þar sem hún gerir upp missi tveggja mjög nákominna fjölskyldumeðlima með, eða þrátt fyrir, þáttöku trúðsins Jójó. Í sýningunni á Gríma sem sagt samtal um þessa erfiðu reynslu við bestu vinkonu sína, Jójó, sem hún leikur. Gríma útskýrði þetta betur fyrir okkur í þættinum í dag. Kjartan Ragnarsson og Einar Már Guðmundsson komu svo til okkar og sögðu okkur frá því hvað er á fjölunum í Landnámssetrinu í Borgarnesi í vetur. Einar sagði okkur frá sýningu hans um Jörund hundadagakonung sem verður frumsýnd á laugardaginn og Kjartan fór með okkur yfir restina af leikárinu. Svo forvitnuðumst við um ferðagufubað og gufugusu, en Hafdís Hrund Gísladóttir kom í þáttinn. Hún rekur fargufu í hjólhýsi og sagði okkur líka frá Gufunesi sánafest 2022, þar sem þaulreyndir gusmeistarar koma til landsins. Þeir hafa mikla reynslu og hafa meðal annars keppt í heimsmeistarakeppnum í faginu. Tónlist í þættinum í dag: Vonarströnd / Íkorni (Stefán Örn Gunnlaugsson) What will love do to you / Laufey (Laufey Lín Bing Jónsdóttir og Stewart Spencer) Fyrsta ástin / Björgvin Halldórsson og Ragnhildur Gísladóttir (Jóhann Helgason og Jón Sigurðsson) Mary don?t you weep / The Swan Silvertones UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/22/20220
Episode Artwork

Ævintýri um missi, Landnámssetrið og sánafest

Við fengum Grímu Kristjánsdóttur í viðtal til að segja okkur frá leiksýningunni Hið stórfenglega ævintýri um missi þar sem hún gerir upp missi tveggja mjög nákominna fjölskyldumeðlima með, eða þrátt fyrir, þáttöku trúðsins Jójó. Í sýningunni á Gríma sem sagt samtal um þessa erfiðu reynslu við bestu vinkonu sína, Jójó, sem hún leikur. Gríma útskýrði þetta betur fyrir okkur í þættinum í dag. Kjartan Ragnarsson og Einar Már Guðmundsson komu svo til okkar og sögðu okkur frá því hvað er á fjölunum í Landnámssetrinu í Borgarnesi í vetur. Einar sagði okkur frá sýningu hans um Jörund hundadagakonung sem verður frumsýnd á laugardaginn og Kjartan fór með okkur yfir restina af leikárinu. Svo forvitnuðumst við um ferðagufubað og gufugusu, en Hafdís Hrund Gísladóttir kom í þáttinn. Hún rekur fargufu í hjólhýsi og sagði okkur líka frá Gufunesi sánafest 2022, þar sem þaulreyndir gusmeistarar koma til landsins. Þeir hafa mikla reynslu og hafa meðal annars keppt í heimsmeistarakeppnum í faginu. Tónlist í þættinum í dag: Vonarströnd / Íkorni (Stefán Örn Gunnlaugsson) What will love do to you / Laufey (Laufey Lín Bing Jónsdóttir og Stewart Spencer) Fyrsta ástin / Björgvin Halldórsson og Ragnhildur Gísladóttir (Jóhann Helgason og Jón Sigurðsson) Mary don?t you weep / The Swan Silvertones UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/22/202250 minutes
Episode Artwork

Krabbameinsrannsóknir, hamingjan og vond lykt úr niðurfalli

Í dag verður haldið árlegt málþing um krabbameinsrannsóknir á vegum Krabbameinsfélagsins undir yfirskriftinni Enn liggur leiðin fram á við. Álfheiður Haraldsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsókna- og skráningarsetri félagsins, sem verður með erindi á málþinginu, kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá efni þess, en erindið heitir Brjóstakrabbamein á Íslandi 2000-2020. Þar fjallar hún um samanburð á gæðum skimunar og meinafræðilegum forspárþáttum. Og með Álfheiði kom Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, en hún sagði okkur betur frá málþinginu í heild. Lifum betur er yfirskrift Umhverfis og Heilsumálþings sem fer fram 7.-9. okt. Við fengum Guðbjörgu Gissurardótturr og Hrefnu Guðmundsdóttur í þáttinn í dag, en þær munu flytja erindi við þetta tækifæri. Það fjallar um hamingjuna, hvort hægt sé að mæla hana og hvað það er sem gerir okkur hamingjusöm. Í síðustu viku fengum við fyrirspurn frá hlustanda af hverju það kemur stundum vond lykt úr niðurföllum, jafnvel í nýjum húsum, og hvað sé hægt að gera við því. Við fengum Böðvar Inga Guðbjartsson, pípulagningameistara, til að aðstoða okkur við að svara því í þættinum. Tónlist í þættinum í dag: Ég vil bara beat músík / Ríó Tríó (Mason, Dixon og Ómar Ragnarsson) Myndin af þér / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Bob Russel og Iðunn Steinsdóttir) Þrek og tár / Erla Þorsteinsdóttir og Haukur Morthens (Otto Lindblad og Guðmundur Guðmundsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/21/20220
Episode Artwork

Krabbameinsrannsóknir, hamingjan og vond lykt úr niðurfalli

Í dag verður haldið árlegt málþing um krabbameinsrannsóknir á vegum Krabbameinsfélagsins undir yfirskriftinni Enn liggur leiðin fram á við. Álfheiður Haraldsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsókna- og skráningarsetri félagsins, sem verður með erindi á málþinginu, kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá efni þess, en erindið heitir Brjóstakrabbamein á Íslandi 2000-2020. Þar fjallar hún um samanburð á gæðum skimunar og meinafræðilegum forspárþáttum. Og með Álfheiði kom Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, en hún sagði okkur betur frá málþinginu í heild. Lifum betur er yfirskrift Umhverfis og Heilsumálþings sem fer fram 7.-9. okt. Við fengum Guðbjörgu Gissurardótturr og Hrefnu Guðmundsdóttur í þáttinn í dag, en þær munu flytja erindi við þetta tækifæri. Það fjallar um hamingjuna, hvort hægt sé að mæla hana og hvað það er sem gerir okkur hamingjusöm. Í síðustu viku fengum við fyrirspurn frá hlustanda af hverju það kemur stundum vond lykt úr niðurföllum, jafnvel í nýjum húsum, og hvað sé hægt að gera við því. Við fengum Böðvar Inga Guðbjartsson, pípulagningameistara, til að aðstoða okkur við að svara því í þættinum. Tónlist í þættinum í dag: Ég vil bara beat músík / Ríó Tríó (Mason, Dixon og Ómar Ragnarsson) Myndin af þér / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Bob Russel og Iðunn Steinsdóttir) Þrek og tár / Erla Þorsteinsdóttir og Haukur Morthens (Otto Lindblad og Guðmundur Guðmundsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/21/202250 minutes
Episode Artwork

Guðmundur Felix, ÍD 50 ára og fellibylir

Nú er liðið rúmt eitt og hálft ár síðan Guðmundur Felix Grétarsson fékk grædda á sig nýja handleggi, í aðgerð sem þykir marka tímamót í læknavísindum. Við heyrðum í Guðmundi í þættinum í dag og könnuðum stöðuna og forvitnuðumst um það hvernig gengur hjá honum í endurhæfingunni, sem er talsvert meiri en við kannski áttum okkur á. Guðmundur var í hádegishléi frá endurhæfingu í Lyon í Frakklandi þegar við náðum í hann. Við erum búin að kynna okkur á síðustu vikum hvað verður á fjölunum í leikhúsunum í vetur og í dag ætlar Erna Ómarsdóttir, listdansstjóri Íslenska dansflokksins, að kom til okkar og sagði okkur frá því hvað veturinn ber í skauti sér hjá dansflokknum sem á hálfrar aldar afmæli í vetur. Við fengum svo Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðing í mannlegt veðurspjall í dag. Hún er uppfull af fróðleik um veðrið og í dag fræddi hún okkur um fellibyli sem eru mjög áhugaverð fyrirbrigði en geta auðvitað valdið gríðarlegri eyðileggingu. Tónlist í þættinum í dag: Síðasti móhítóinn / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Bragi Valdimar Skúlason) Þá kemur þú / Nýdönsk (Björn Jörundur Friðbjörnsson ) Út í veður og vind / Stuðmenn (Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson) Veður / Halli Reynis (Haraldur Reynisson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/20/20220
Episode Artwork

Guðmundur Felix, ÍD 50 ára og fellibylir

Nú er liðið rúmt eitt og hálft ár síðan Guðmundur Felix Grétarsson fékk grædda á sig nýja handleggi, í aðgerð sem þykir marka tímamót í læknavísindum. Við heyrðum í Guðmundi í þættinum í dag og könnuðum stöðuna og forvitnuðumst um það hvernig gengur hjá honum í endurhæfingunni, sem er talsvert meiri en við kannski áttum okkur á. Guðmundur var í hádegishléi frá endurhæfingu í Lyon í Frakklandi þegar við náðum í hann. Við erum búin að kynna okkur á síðustu vikum hvað verður á fjölunum í leikhúsunum í vetur og í dag ætlar Erna Ómarsdóttir, listdansstjóri Íslenska dansflokksins, að kom til okkar og sagði okkur frá því hvað veturinn ber í skauti sér hjá dansflokknum sem á hálfrar aldar afmæli í vetur. Við fengum svo Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðing í mannlegt veðurspjall í dag. Hún er uppfull af fróðleik um veðrið og í dag fræddi hún okkur um fellibyli sem eru mjög áhugaverð fyrirbrigði en geta auðvitað valdið gríðarlegri eyðileggingu. Tónlist í þættinum í dag: Síðasti móhítóinn / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Bragi Valdimar Skúlason) Þá kemur þú / Nýdönsk (Björn Jörundur Friðbjörnsson ) Út í veður og vind / Stuðmenn (Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson) Veður / Halli Reynis (Haraldur Reynisson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/20/202250 minutes
Episode Artwork

Vinkill um réttlætingu, Sigurlaug í London og Bergþóra lesandi

Við fengum nýjan vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag, en það kallar hann pistla sína hér í þættinum. Í vinkli dagsins fjallaði Guðjón Helgi um réttlætingu og afneitun. Við hringdum í Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur, en hún er stödd í London þessa stundina og hefur verið yfir helgina. Við fengum hana til að lýsa því fyrir okkur hvernig stemningin hefur verið í borginni í aðdraganda jarðafarar Elísabetar drottningar og svo sagði hún okkur auðvitað frá jarðaförinni sjálfri og hvernig þetta kom henni fyrir sjónir á staðnum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur og ljóðskáld. Bergþóra hefur gefið út ljóðabækur, textasafn og skáldsögu. Hún er með BA-gráðu í sálfræði og hefur komið að vinnu við kvikmyndahandrit, heimildarmyndagerð, bókaútgáfu og sinnt verkefnastjórnun á sviði lista og menningar. En í dag sagði hún okkur frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Tónlist í þættinum í dag: Leika við / Snorri Helgason (Snorri Helgason) Paper doll / Mills Brothers (Johnny Black) Blackbird / The Beatles (Lennon & McCartney) You can Call Me Al / Paul Simon (Paul Simon) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/19/20220
Episode Artwork

Vinkill um réttlætingu, Sigurlaug í London og Bergþóra lesandi

Við fengum nýjan vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag, en það kallar hann pistla sína hér í þættinum. Í vinkli dagsins fjallaði Guðjón Helgi um réttlætingu og afneitun. Við hringdum í Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur, en hún er stödd í London þessa stundina og hefur verið yfir helgina. Við fengum hana til að lýsa því fyrir okkur hvernig stemningin hefur verið í borginni í aðdraganda jarðafarar Elísabetar drottningar og svo sagði hún okkur auðvitað frá jarðaförinni sjálfri og hvernig þetta kom henni fyrir sjónir á staðnum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur og ljóðskáld. Bergþóra hefur gefið út ljóðabækur, textasafn og skáldsögu. Hún er með BA-gráðu í sálfræði og hefur komið að vinnu við kvikmyndahandrit, heimildarmyndagerð, bókaútgáfu og sinnt verkefnastjórnun á sviði lista og menningar. En í dag sagði hún okkur frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Tónlist í þættinum í dag: Leika við / Snorri Helgason (Snorri Helgason) Paper doll / Mills Brothers (Johnny Black) Blackbird / The Beatles (Lennon & McCartney) You can Call Me Al / Paul Simon (Paul Simon) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/19/202250 minutes
Episode Artwork

Nanna Kristín föstudagsgestur og dósamatarspjall

Föstudagsgesturinn í þetta sinn var Nanna Kristín Magnúsdóttir, leikkona, handritshöfundur, leikstjóri og textahöfundur. Hún hefur auðvitað leikið í fjölda verkefna í leikhúsi, sjónvarpi og í kvikmyndum. Eftir að hún kláraði nám í handritsgerð skrifaði hún og lék aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttaröðinni Pabbahelgar og skrifaði ásamt öðrum þættina um Stellu Blómkvist og í dag verður frumsýnd kvikmyndin Abbababb! í leikstjórn Nönnu Kristínar, sem hún skrifar einnig handritið að. Við rifjuðum upp með henni æskuna og uppvöxtinn og fórum svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag og auðvitað ræddum nýju kvikmyndina Abbababb! Sigurlaug Margrét kom svo aldeilis ekki tómhent í matarpspjallið í dag. Við rifjuðum upp og smökkuðum með henni fiskibollur í dós, bæði í bleikri sósu og karrýsósu. Svo rifjuðum við líka mat sem er nostalgískur fyrir okkur. Tónlist í þættinum í dag: Ingileif / Snorri Helgason (Snorri Helgason) Svart hvíta meðalmennskukrútt / Salka Sól Eyfeld (Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir) Tulsa Queen / Emmylou Harris (Emmylou Harris og Rodney Crowell) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/16/20220
Episode Artwork

Nanna Kristín föstudagsgestur og dósamatarspjall

Föstudagsgesturinn í þetta sinn var Nanna Kristín Magnúsdóttir, leikkona, handritshöfundur, leikstjóri og textahöfundur. Hún hefur auðvitað leikið í fjölda verkefna í leikhúsi, sjónvarpi og í kvikmyndum. Eftir að hún kláraði nám í handritsgerð skrifaði hún og lék aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttaröðinni Pabbahelgar og skrifaði ásamt öðrum þættina um Stellu Blómkvist og í dag verður frumsýnd kvikmyndin Abbababb! í leikstjórn Nönnu Kristínar, sem hún skrifar einnig handritið að. Við rifjuðum upp með henni æskuna og uppvöxtinn og fórum svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag og auðvitað ræddum nýju kvikmyndina Abbababb! Sigurlaug Margrét kom svo aldeilis ekki tómhent í matarpspjallið í dag. Við rifjuðum upp og smökkuðum með henni fiskibollur í dós, bæði í bleikri sósu og karrýsósu. Svo rifjuðum við líka mat sem er nostalgískur fyrir okkur. Tónlist í þættinum í dag: Ingileif / Snorri Helgason (Snorri Helgason) Svart hvíta meðalmennskukrútt / Salka Sól Eyfeld (Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir) Tulsa Queen / Emmylou Harris (Emmylou Harris og Rodney Crowell) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/16/202250 minutes
Episode Artwork

Margrét Sigfúsdóttir sérfræðingur í heimilishaldi

Við fengum sérfræðing í þáttinn í dag, Margrét Sigfúsdóttir, fyrrverandi skólastýra Hússtjórnarskólans, en hún stýrði skólanum í u.þ.b. aldarfjórðung. Margrét kenndi þar m.a. ræstingu, matreiðslu, næringarfræði og vörufræði. Við komum aldeilis ekki að tómum kofanum hjá Margréti hvað varðar flest sem snýr að heimilinu og heimilishaldi. Hlustendur hafa sent inn fjölda spurninga og Margrét gerði sitt besta til að komast í gegnum þær allar. Spurningarnar snéru til dæmis að þrifum á þvottavélum og uppþvottavélum, lykt úr niðurföllum, innkaupum fyrir heimilið, þrif á ofnum, edik, klósettþrif og miklu fleira. Tónlist í þættinum í dag: Hvítu mávar / Helena Eyjólfsdóttir (Björn Bragi Magnússon og Walter Lange) Veldu stjörnu / Ellen Kristjánsdóttir og John Grant (Ellen Kristjánsd og Bragi Valdimar Skúlason) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/15/20220
Episode Artwork

Margrét Sigfúsdóttir sérfræðingur í heimilishaldi

Við fengum sérfræðing í þáttinn í dag, Margrét Sigfúsdóttir, fyrrverandi skólastýra Hússtjórnarskólans, en hún stýrði skólanum í u.þ.b. aldarfjórðung. Margrét kenndi þar m.a. ræstingu, matreiðslu, næringarfræði og vörufræði. Við komum aldeilis ekki að tómum kofanum hjá Margréti hvað varðar flest sem snýr að heimilinu og heimilishaldi. Hlustendur hafa sent inn fjölda spurninga og Margrét gerði sitt besta til að komast í gegnum þær allar. Spurningarnar snéru til dæmis að þrifum á þvottavélum og uppþvottavélum, lykt úr niðurföllum, innkaupum fyrir heimilið, þrif á ofnum, edik, klósettþrif og miklu fleira. Tónlist í þættinum í dag: Hvítu mávar / Helena Eyjólfsdóttir (Björn Bragi Magnússon og Walter Lange) Veldu stjörnu / Ellen Kristjánsdóttir og John Grant (Ellen Kristjánsd og Bragi Valdimar Skúlason) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/15/202250 minutes
Episode Artwork

Upplestrarkeppnin, veðurviðvaranir og póstkort frá Magnúsi

Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn standa fyrir málþinginu Stóra upplestrarkeppnin - Á tímamótum. Það mun fara fram annan mánudag í hátíðarsal Háskóla Íslands. Upplestrarkeppnin er sem sagt á tímamótum því að sveitarfélög landsins hafa tekið við framkvæmd verkefnisins, en við fengum Ingibjörgu Einarsdóttur, formann Radda, sem séð hafa um verkefnið hingað til, eða í 26 ár, til þess að koma í þáttinn og segja okkur frá sögu þess og hvernig það hefur þróast fram að þessum tímamótum. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom til okkar í mannlegt veðurspjall í dag. Þar talaði hún til dæmis um viðvörunarkerfið, gulu, appelsínugulu og rauðu viðvaranirnar. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Magnús er búinn að vera á faraldsfæti undanfarnar vikur og segir okkur af ferðum sinum í þessu póstkorti, en hann byrjar á því að tala um vatnið í Leifsstöð. Þar kostar lítrinn af drykkjarvatni átta hundruð krónur sem honum finnst vera úr öllu hófi og kemur þess vegna með ókeypis hugmynd fyrir Leifsstöð sem myndi bæta ímynd hennar sem og Íslands. Hann segir ennfremur frá kynnum sínum af Budapest og litlu borginni Orange í Suður Frakklandi þar sem hann er staddur einmitt núna. Tónlist í þættinum í dag: Þjóðvegurinn / Elín Eyþórsdóttir og Pétur Ben (Magnús Eiríksson) Good Vibrations / Beach Boys (Brian Wilson og Mike Love) Veðurglöggur / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna) Islands in the Stream / Kenny Rogers & Dolly Parton (R.Gibb, B.Gibb & M.Gibb) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/14/20220
Episode Artwork

Upplestrarkeppnin, veðurviðvaranir og póstkort frá Magnúsi

Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn standa fyrir málþinginu Stóra upplestrarkeppnin - Á tímamótum. Það mun fara fram annan mánudag í hátíðarsal Háskóla Íslands. Upplestrarkeppnin er sem sagt á tímamótum því að sveitarfélög landsins hafa tekið við framkvæmd verkefnisins, en við fengum Ingibjörgu Einarsdóttur, formann Radda, sem séð hafa um verkefnið hingað til, eða í 26 ár, til þess að koma í þáttinn og segja okkur frá sögu þess og hvernig það hefur þróast fram að þessum tímamótum. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom til okkar í mannlegt veðurspjall í dag. Þar talaði hún til dæmis um viðvörunarkerfið, gulu, appelsínugulu og rauðu viðvaranirnar. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Magnús er búinn að vera á faraldsfæti undanfarnar vikur og segir okkur af ferðum sinum í þessu póstkorti, en hann byrjar á því að tala um vatnið í Leifsstöð. Þar kostar lítrinn af drykkjarvatni átta hundruð krónur sem honum finnst vera úr öllu hófi og kemur þess vegna með ókeypis hugmynd fyrir Leifsstöð sem myndi bæta ímynd hennar sem og Íslands. Hann segir ennfremur frá kynnum sínum af Budapest og litlu borginni Orange í Suður Frakklandi þar sem hann er staddur einmitt núna. Tónlist í þættinum í dag: Þjóðvegurinn / Elín Eyþórsdóttir og Pétur Ben (Magnús Eiríksson) Good Vibrations / Beach Boys (Brian Wilson og Mike Love) Veðurglöggur / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna) Islands in the Stream / Kenny Rogers & Dolly Parton (R.Gibb, B.Gibb & M.Gibb) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/14/202250 minutes
Episode Artwork

Hádegisfyrirlestur RIKK, þrítug stórsveit og leikárið fyrir norðan

Mamma, mamma, börn og bíll. Hinsegin fjölskyldur í fjölmiðlum 2010-2021 er nafnið á fyrirlestri sem fram fer á fimmtudaginn og er hluti af hádegisfyrirlestraröð RIKK, Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum við HÍ. Það er ekki nýtt að hinsegin fólk stofni fjölskyldu og ali upp börn en leið þess að fjölskyldumyndun hefur verið misgreið eftir tímabilum og samfélagsháttum. Í fyrirlestrinum er fjallað um rannsókn sem stendur yfir á birtingamyndum hinsegin fjölskyldna í prentmiðlum á Íslandi á árunum 2010-2021. Íris Ellenberger, sagnfræðingur og dósent við mennta- og vísindasvið Háskóla Íslands, flytur fyrirlesturinn ásamt Auði Magndís Auðardóttur, lektor í uppeldis- og menntunarfræði. Íris kom í þáttinn og sagði okkur meira frá þessu. Stórsveit Reykjavíkur fagnar 30 ára afmæli með stórtónleikum í Eldborg 18. september og í tilefni af afmælinu býður Stórsveitin landsmönnum á ókeypis á tónleikana. Á þriggja áratuga ferli hefur Stórsveit Reykjavíkur haldið vel á þriðja hundrað tónleika og gefið út 10 geisladiska. Sveitin hefur lagt sig eftir fjölbreyttu verkefnavali, frumflutt mikið af nýrri íslenskri tónlist, leikið sögulega mikilvæga stórsveitatónlist, leikið fyrir börn og átt samstarf við fjölmarga aðila af sviði íslenskrar popptónlistar. Sveitin hefur margsinnis hlotið íslensku tónlistarverðlaunin. Sigurður Flosason kom í þáttinn í dag. Marta Nordal leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar kom svo til okkar og sagði frá því sem verður á fjölunum fyrir norðan í vetur og rifjaði upp skemmtilega sögu þegar hún stökk samdægurs inn í eitt af aðalhlutverkunum í söngleiknum Chicago í Borgarleikhúsinu árið 2004, en sá söngleikur er einmitt á dagskrá LA í vetur. Tónlist í þættinum í dag: Stella í orlofi / Diddú (Valgeir Guðjónsson) Down South Camp Meeting / Manhattan Transfer (Irving Mills) 23 In the mood / Stórsveit Reykjavíkur (Glenn Miller, Andy Razaf og Joe Garland) Razzle dazzle / Richard Gere (John Kander og Fred Ebb) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/13/20220
Episode Artwork

Hádegisfyrirlestur RIKK, þrítug stórsveit og leikárið fyrir norðan

Mamma, mamma, börn og bíll. Hinsegin fjölskyldur í fjölmiðlum 2010-2021 er nafnið á fyrirlestri sem fram fer á fimmtudaginn og er hluti af hádegisfyrirlestraröð RIKK, Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum við HÍ. Það er ekki nýtt að hinsegin fólk stofni fjölskyldu og ali upp börn en leið þess að fjölskyldumyndun hefur verið misgreið eftir tímabilum og samfélagsháttum. Í fyrirlestrinum er fjallað um rannsókn sem stendur yfir á birtingamyndum hinsegin fjölskyldna í prentmiðlum á Íslandi á árunum 2010-2021. Íris Ellenberger, sagnfræðingur og dósent við mennta- og vísindasvið Háskóla Íslands, flytur fyrirlesturinn ásamt Auði Magndís Auðardóttur, lektor í uppeldis- og menntunarfræði. Íris kom í þáttinn og sagði okkur meira frá þessu. Stórsveit Reykjavíkur fagnar 30 ára afmæli með stórtónleikum í Eldborg 18. september og í tilefni af afmælinu býður Stórsveitin landsmönnum á ókeypis á tónleikana. Á þriggja áratuga ferli hefur Stórsveit Reykjavíkur haldið vel á þriðja hundrað tónleika og gefið út 10 geisladiska. Sveitin hefur lagt sig eftir fjölbreyttu verkefnavali, frumflutt mikið af nýrri íslenskri tónlist, leikið sögulega mikilvæga stórsveitatónlist, leikið fyrir börn og átt samstarf við fjölmarga aðila af sviði íslenskrar popptónlistar. Sveitin hefur margsinnis hlotið íslensku tónlistarverðlaunin. Sigurður Flosason kom í þáttinn í dag. Marta Nordal leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar kom svo til okkar og sagði frá því sem verður á fjölunum fyrir norðan í vetur og rifjaði upp skemmtilega sögu þegar hún stökk samdægurs inn í eitt af aðalhlutverkunum í söngleiknum Chicago í Borgarleikhúsinu árið 2004, en sá söngleikur er einmitt á dagskrá LA í vetur. Tónlist í þættinum í dag: Stella í orlofi / Diddú (Valgeir Guðjónsson) Down South Camp Meeting / Manhattan Transfer (Irving Mills) 23 In the mood / Stórsveit Reykjavíkur (Glenn Miller, Andy Razaf og Joe Garland) Razzle dazzle / Richard Gere (John Kander og Fred Ebb) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/13/202250 minutes
Episode Artwork

Skáldskapur kvenna, vinkill um hávaða og Guðrún Óla lesandinn

Guðrún Ingólfsdóttir doktor í íslenskum bókmenntum hefur í rannsóknum sínum beint sjónum að bókmenntum fyrri alda, einkum frá miðöldum og 18. öld. Það var ekki fyrr en á 19. öld að konur á Íslandi fengu sumar að setjast á formlega skólabekki. Áður fór menntun þeirra einkum fram heima eða þær voru sendar í læri hjá konum, aðallega prestfrúm sem ráku heimaskóla. Handrit í eigu kvenna hafa lengi verið Guðrúnu hugleikin og í bókinni Skáldkona gengur laus (2021) beinir hún sjónum að fjórum skáldkonum frá 19. öld, en í kveðskap þeirra má sjá skýra sjálfsmynd og skýran menningarlegan bakgrunn og merkilega afstöðu til náttúrunnar og ímyndunaraflsins. Guðrún kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá því sem hún ætlar að ræða á Borgarbókasafninu í Menningarhúsinu í Spönginni í dag undir yfirskriftinni Guðhræðslan, náttúran, greddan. Við fengum í dag nýjan vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, nýjum pistlahöfundi þáttarins. Hann er að eigin sögn skúffuskáld og þjóðfræðiáhugamaður úr Flóanum sem hefur stundað í nokkur ár að búa til pistla og birta á samfélagsmiðlum. Guðjón býr með fjölskyldu sinni á bænum Sviðugörðum í gamla Gaulverjabæjarhreppi en stundar ekki hefðbundinn búskap, heldur nokkrar hænur, ræktar tré og svolítið af kartöflum til heimilis- og einkanota. Pistlana kallar hann vinkla og í vinkli dagsins fjallaði hann um hljóð og óhljóð, jafnvel hávaða. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Guðrún Óla Jónsdóttir, blaða- og söngkona. Við fengum að vita hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Tónlist í þættinum í dag: Átján rauðar rósir / Lúdó og Stefán (Bobby Darin, Iðunn Steinsdóttir) Ég vil fara upp í sveit / Ellý Vilhjálms (Bonagura, Sciorilli, Danpa og Jón Sigurðsson) Gestir út um allt / Hrekkjusvín (Valgeir Guðjónsson og Pétur Gunnarsson) Ég leitaði blárra blóma / Hörður Torfason (Hörður Torfason og Tómas Guðmundsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/12/20220
Episode Artwork

Skáldskapur kvenna, vinkill um hávaða og Guðrún Óla lesandinn

Guðrún Ingólfsdóttir doktor í íslenskum bókmenntum hefur í rannsóknum sínum beint sjónum að bókmenntum fyrri alda, einkum frá miðöldum og 18. öld. Það var ekki fyrr en á 19. öld að konur á Íslandi fengu sumar að setjast á formlega skólabekki. Áður fór menntun þeirra einkum fram heima eða þær voru sendar í læri hjá konum, aðallega prestfrúm sem ráku heimaskóla. Handrit í eigu kvenna hafa lengi verið Guðrúnu hugleikin og í bókinni Skáldkona gengur laus (2021) beinir hún sjónum að fjórum skáldkonum frá 19. öld, en í kveðskap þeirra má sjá skýra sjálfsmynd og skýran menningarlegan bakgrunn og merkilega afstöðu til náttúrunnar og ímyndunaraflsins. Guðrún kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá því sem hún ætlar að ræða á Borgarbókasafninu í Menningarhúsinu í Spönginni í dag undir yfirskriftinni Guðhræðslan, náttúran, greddan. Við fengum í dag nýjan vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, nýjum pistlahöfundi þáttarins. Hann er að eigin sögn skúffuskáld og þjóðfræðiáhugamaður úr Flóanum sem hefur stundað í nokkur ár að búa til pistla og birta á samfélagsmiðlum. Guðjón býr með fjölskyldu sinni á bænum Sviðugörðum í gamla Gaulverjabæjarhreppi en stundar ekki hefðbundinn búskap, heldur nokkrar hænur, ræktar tré og svolítið af kartöflum til heimilis- og einkanota. Pistlana kallar hann vinkla og í vinkli dagsins fjallaði hann um hljóð og óhljóð, jafnvel hávaða. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Guðrún Óla Jónsdóttir, blaða- og söngkona. Við fengum að vita hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Tónlist í þættinum í dag: Átján rauðar rósir / Lúdó og Stefán (Bobby Darin, Iðunn Steinsdóttir) Ég vil fara upp í sveit / Ellý Vilhjálms (Bonagura, Sciorilli, Danpa og Jón Sigurðsson) Gestir út um allt / Hrekkjusvín (Valgeir Guðjónsson og Pétur Gunnarsson) Ég leitaði blárra blóma / Hörður Torfason (Hörður Torfason og Tómas Guðmundsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/12/202250 minutes
Episode Artwork

Þuríður Sigurðardóttir föstudagsgestur og í matarspjallinu

Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni var Þuríður Sigurðardóttir söng- og myndlistarkona. Þuríður ólst upp ásamt fimm systkinum við söng og hestamennsku í Laugarnesinu í Laugarnesbænum og þar byrjuðum við einmitt spjallið við Þuríði í dag. Hún sagði okkur frá æskunni í Laugarnesinu, upphafi söngferilsins, sem hófst á skemmtilegan hátt árið 1965. Svo leiddi hún okkur í gegnum langan farsælan ferilinn og yfir í myndlistarferilinn sem er í fullum gangi í dag. Og Þuríður Sigurðardóttir var áfram með okkur í matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti. Þar sagði hún okkur meðal annars frá því hvernig hún gerir saltkjötsbollur, fiskibollur og kjötfars í anda móður sinnar en Þuríður er mikill listakokkur. Tónlist í þættinum í dag: Ég á mig sjálf / Þuríður Sigurðardóttir (Chris Andrews - Ómar Ragnarsson) Ég ann þér enn / Þuríður Sigurðardóttir (Les Reed, Berry Mason, Ómar Ragnarsson og Magnús Ingimarsson) Gleðin með þér / Þuríður Sigurðardóttir (lagahöf. ókunnur, Helgi Pétursson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/9/20220
Episode Artwork

Þuríður Sigurðardóttir föstudagsgestur og í matarspjallinu

Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni var Þuríður Sigurðardóttir söng- og myndlistarkona. Þuríður ólst upp ásamt fimm systkinum við söng og hestamennsku í Laugarnesinu í Laugarnesbænum og þar byrjuðum við einmitt spjallið við Þuríði í dag. Hún sagði okkur frá æskunni í Laugarnesinu, upphafi söngferilsins, sem hófst á skemmtilegan hátt árið 1965. Svo leiddi hún okkur í gegnum langan farsælan ferilinn og yfir í myndlistarferilinn sem er í fullum gangi í dag. Og Þuríður Sigurðardóttir var áfram með okkur í matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti. Þar sagði hún okkur meðal annars frá því hvernig hún gerir saltkjötsbollur, fiskibollur og kjötfars í anda móður sinnar en Þuríður er mikill listakokkur. Tónlist í þættinum í dag: Ég á mig sjálf / Þuríður Sigurðardóttir (Chris Andrews - Ómar Ragnarsson) Ég ann þér enn / Þuríður Sigurðardóttir (Les Reed, Berry Mason, Ómar Ragnarsson og Magnús Ingimarsson) Gleðin með þér / Þuríður Sigurðardóttir (lagahöf. ókunnur, Helgi Pétursson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/9/202250 minutes
Episode Artwork

Velkominn Árni, veturinn í Tjarnarbíói og Iryna Boiko

Árni Jón Árnason fékk aldrei að vita hver faðir sinni væri, hann vissi að hann hefði verið hermaður en fékk ekki að vita nafnið. Hann segir greinilega mikla skömm hafa fylgt komu sinni í heiminn, eitthvað sem hann hafi alltaf fundið fyrir þó það væri ekki sagt beint við hann. Í nýrri heimildamynd, Velkomin Árni er sögð saga Árna Jóns Árnasonar, sem er á 73. aldursári, hvernig hann komst óvænt að því hver faðir hans kann að hafa verið. Í myndinni er Árna fylgt eftir í leit að svörum um uppruna sinn og kynnumst þroskasögu manns sem hefur ekki alltaf þorað að fylgja eftir draumum sínum. Myndin hlaut Einarinn, áhorfendaverðlaunin á heimildamyndahátíðinni Skjaldborg í ár. Viktoría Hermannsdóttir kom í þáttinn og sagði okkur frá Árna og heimildarmyndinni sem hún vann með Allan Sigurðassyni sem verður frumsýnd 14.sept. í Bíó Paradís. Við héldum svo áfram ferð okkar um leikhúsin að fá að vita hvað er á dagskránni í vetur. Í þetta sinn var það Tjarnarbíó, Sara Martí Guðmundsdóttir kom í þáttinn en hún er leikhússtjóri þar á bæ. Við fengum hana til að segja okkur frá gríðarlega fjölbreyttum sviðsverkum sem eru í boði þennan veturinn í leikhúsinu við tjörnina þar sem frjálsu leikhóparnir hafa gjarnan átt athvarf. Okkur var bent á Irynu Boiko, en hún er frá Úkraínu og flutti hingað til lands fyrir ellefu árum. Hún býr á Egilsstöðum og hefur starfað sem naglafræðingur þar. Eftir innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar hefur ástandið í heimalandi hennar auðvitað gjörbreyst og síðan hafa 6 meðlimir fjölskyldu hennar komið til landsins, en þau þurftu að yfirgefa heimili sín vegna stríðsins. Við fengum Irynu til að segja okkur sína sögu og frá því hvernig allt breyttist í heimalandinu eftir að innrásin hófst og hvernig það gekk að fá fjölskylduna til landsins. Tónlist í þættinum í dag: Laisy Daisy / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna) Þetta lag gerir mig óðan / Ðe Lónlí blú bojs ( Tom T. Hall og Þorsteinn Eggertsson) Dansað á dekki / Fjörefni (Nicholas P. og Ellert Borgar Þorvaldsson) Ég pant spila á gítar mannanna / Laddi (Þórhallur Sigurðsson (Laddi)) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/8/20220
Episode Artwork

Velkominn Árni, veturinn í Tjarnarbíói og Iryna Boiko

Árni Jón Árnason fékk aldrei að vita hver faðir sinni væri, hann vissi að hann hefði verið hermaður en fékk ekki að vita nafnið. Hann segir greinilega mikla skömm hafa fylgt komu sinni í heiminn, eitthvað sem hann hafi alltaf fundið fyrir þó það væri ekki sagt beint við hann. Í nýrri heimildamynd, Velkomin Árni er sögð saga Árna Jóns Árnasonar, sem er á 73. aldursári, hvernig hann komst óvænt að því hver faðir hans kann að hafa verið. Í myndinni er Árna fylgt eftir í leit að svörum um uppruna sinn og kynnumst þroskasögu manns sem hefur ekki alltaf þorað að fylgja eftir draumum sínum. Myndin hlaut Einarinn, áhorfendaverðlaunin á heimildamyndahátíðinni Skjaldborg í ár. Viktoría Hermannsdóttir kom í þáttinn og sagði okkur frá Árna og heimildarmyndinni sem hún vann með Allan Sigurðassyni sem verður frumsýnd 14.sept. í Bíó Paradís. Við héldum svo áfram ferð okkar um leikhúsin að fá að vita hvað er á dagskránni í vetur. Í þetta sinn var það Tjarnarbíó, Sara Martí Guðmundsdóttir kom í þáttinn en hún er leikhússtjóri þar á bæ. Við fengum hana til að segja okkur frá gríðarlega fjölbreyttum sviðsverkum sem eru í boði þennan veturinn í leikhúsinu við tjörnina þar sem frjálsu leikhóparnir hafa gjarnan átt athvarf. Okkur var bent á Irynu Boiko, en hún er frá Úkraínu og flutti hingað til lands fyrir ellefu árum. Hún býr á Egilsstöðum og hefur starfað sem naglafræðingur þar. Eftir innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar hefur ástandið í heimalandi hennar auðvitað gjörbreyst og síðan hafa 6 meðlimir fjölskyldu hennar komið til landsins, en þau þurftu að yfirgefa heimili sín vegna stríðsins. Við fengum Irynu til að segja okkur sína sögu og frá því hvernig allt breyttist í heimalandinu eftir að innrásin hófst og hvernig það gekk að fá fjölskylduna til landsins. Tónlist í þættinum í dag: Laisy Daisy / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna) Þetta lag gerir mig óðan / Ðe Lónlí blú bojs ( Tom T. Hall og Þorsteinn Eggertsson) Dansað á dekki / Fjörefni (Nicholas P. og Ellert Borgar Þorvaldsson) Ég pant spila á gítar mannanna / Laddi (Þórhallur Sigurðsson (Laddi)) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/8/202250 minutes
Episode Artwork

Ljósavinasöfnun og Borgarleikúsveturinn

Í gær hófst Ljósavinasöfnun hjá Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Markmið söfnunarinnar er að eignast fleiri mánaðarlega vini til að styðja við starfið. Þörfin er sannarlega til staðar enda húsakostur Ljóssins orðinn þétt setinn, en mikill er fjöldi fólks fær þjónustu hjá Ljósinu daglega. Með herferðinni er sjónum beint að hversdagslegu athöfnunum sem margir sakna þegar óviðráðanlegar aðstæður eins og krabbamein banka upp á. Yfirskrift herferðarinnar er Lífið í nýju Ljósi . Róbert Jóhannsson kom í þáttinn og sagði frá sinni reynslusögu og sinni reynslu af starfi Ljóssins. Með honum kom Sólveig Kolbrún Pálsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Ljóssins. Við hófum í gær hringferð um íslensku leikhúsin til þess að forvitnast um komandi leikvetur. Í dag var hjá okkur Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins. Brynhildur sagði okkur frá sýningunum sem verða á fjölunum í vetur, allt frá Shakespeare til glænýrra leikskálda og allt þar á milli. Tónlist í þættinum í. dag: Mannshjörtu / Ragnheiður Gröndal (Ragnheiður Gröndal) En / Una Torfadóttir (Una Torfadóttir) Peggy Sue / Buddy Holly (Petty og Holly) What a Life / Scarlet Pleasure UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/7/20220
Episode Artwork

Ljósavinasöfnun og Borgarleikúsveturinn

Í gær hófst Ljósavinasöfnun hjá Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Markmið söfnunarinnar er að eignast fleiri mánaðarlega vini til að styðja við starfið. Þörfin er sannarlega til staðar enda húsakostur Ljóssins orðinn þétt setinn, en mikill er fjöldi fólks fær þjónustu hjá Ljósinu daglega. Með herferðinni er sjónum beint að hversdagslegu athöfnunum sem margir sakna þegar óviðráðanlegar aðstæður eins og krabbamein banka upp á. Yfirskrift herferðarinnar er Lífið í nýju Ljósi . Róbert Jóhannsson kom í þáttinn og sagði frá sinni reynslusögu og sinni reynslu af starfi Ljóssins. Með honum kom Sólveig Kolbrún Pálsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Ljóssins. Við hófum í gær hringferð um íslensku leikhúsin til þess að forvitnast um komandi leikvetur. Í dag var hjá okkur Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins. Brynhildur sagði okkur frá sýningunum sem verða á fjölunum í vetur, allt frá Shakespeare til glænýrra leikskálda og allt þar á milli. Tónlist í þættinum í. dag: Mannshjörtu / Ragnheiður Gröndal (Ragnheiður Gröndal) En / Una Torfadóttir (Una Torfadóttir) Peggy Sue / Buddy Holly (Petty og Holly) What a Life / Scarlet Pleasure UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/7/202250 minutes
Episode Artwork

Pétur Kristjáns, leikárið í Þjóðleikhúsinu og veðurspjallið

Á þessu ári hafa farið fram, og eiga eftir að fara fram, tónleikar sem frestað var í faraldrinum til dæmis núna 30. sept. og 1. okt. fara fram minningartónleikar í tilefni þess að Pétur Kristjánsson tónlistarmaður og landsfrægur poppari hefði orðið sjötugur í ár. Við töluðum við Jóhann Ásmundsson, bassaleikara Mezzoforte, sem er mágur Péturs og Ágúst Harðarsson, sem var mikill vinur Péturs og rótari til margra ára. Við heyrðum svo lag sem Pétur söng og var endurgert í þessu tilefni, sem sonur Jóhanns og frændi Péturs, Ragnar Pétur syngur. Ágúst hefur svo safnað saman myndum, myndböndum og efni tengdu Pétri á facebooksíðunni Pétur W Kristjánsson. Við ætlum á næstu dögum að heyra af því hvað komandi vetur ber í skauti sér í leikhúsunum. Við ætlum sem sagt að fá til okkar forsvarsfólk leikhúsanna í spjall. Við byrjuðum í dag á Þjóðleikhúsinu, en Magnús Geir Þórðarson er leikhússtjóri þar. Hann var hjá okkur í dag og við heyrðum hvað verður á dagskránni og hvernig stemmningin er í Þjóðleikhúsinu. Elín Björk Jónasdóttir var svo hjá okkur með mannlegt veðurspjall. Við spjölluðum við hana um þoku og dalalæðu og veðurblíðuna sem hefur verið á landinu undanfarið í spjallinu í dag. Tónlist í þættinum í. dag: Jenny Darling / Pelican (Magnús Eiríksson) Hvað leynist / Ragnar Pétur Jóhannsson (Jón Guðmundur Ragnarsson og Íris Guðmundsdóttir) De smukke unge mennesker / Kim Larsen (Kim Larsen) Going up the Country / Canned Heat (Alan Wilson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/6/20220
Episode Artwork

Pétur Kristjáns, leikárið í Þjóðleikhúsinu og veðurspjallið

Á þessu ári hafa farið fram, og eiga eftir að fara fram, tónleikar sem frestað var í faraldrinum til dæmis núna 30. sept. og 1. okt. fara fram minningartónleikar í tilefni þess að Pétur Kristjánsson tónlistarmaður og landsfrægur poppari hefði orðið sjötugur í ár. Við töluðum við Jóhann Ásmundsson, bassaleikara Mezzoforte, sem er mágur Péturs og Ágúst Harðarsson, sem var mikill vinur Péturs og rótari til margra ára. Við heyrðum svo lag sem Pétur söng og var endurgert í þessu tilefni, sem sonur Jóhanns og frændi Péturs, Ragnar Pétur syngur. Ágúst hefur svo safnað saman myndum, myndböndum og efni tengdu Pétri á facebooksíðunni Pétur W Kristjánsson. Við ætlum á næstu dögum að heyra af því hvað komandi vetur ber í skauti sér í leikhúsunum. Við ætlum sem sagt að fá til okkar forsvarsfólk leikhúsanna í spjall. Við byrjuðum í dag á Þjóðleikhúsinu, en Magnús Geir Þórðarson er leikhússtjóri þar. Hann var hjá okkur í dag og við heyrðum hvað verður á dagskránni og hvernig stemmningin er í Þjóðleikhúsinu. Elín Björk Jónasdóttir var svo hjá okkur með mannlegt veðurspjall. Við spjölluðum við hana um þoku og dalalæðu og veðurblíðuna sem hefur verið á landinu undanfarið í spjallinu í dag. Tónlist í þættinum í. dag: Jenny Darling / Pelican (Magnús Eiríksson) Hvað leynist / Ragnar Pétur Jóhannsson (Jón Guðmundur Ragnarsson og Íris Guðmundsdóttir) De smukke unge mennesker / Kim Larsen (Kim Larsen) Going up the Country / Canned Heat (Alan Wilson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/6/202250 minutes
Episode Artwork

Hreyfing aldraðra, vinkill Guðjóns og Jakub lesandinn

Öll eldumst við, auðvitað mishratt en tíminn virðist líða hraðar eftir því sem maður eldist. Hreyfing verður æ mikilvægari með aldrinum og aftur og aftur kemur í ljós gríðarlegt gildi góðrar hreyfingar fyrir heilsuna. Hvers konar hreyfingu mæla sjúkraþjálfarar með þegar aldurinn færist yfir? Hvað er næg hreyfing og hvað er of mikil hreyfing? Er hægt að hreyfa sig of mikið? Sjúkraþjálfun aldraðra er sérsvið Sólveigar Ásu Árnadóttur, prófessors við Háskóla Íslands. Hún kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um mikilvægi hreyfingar þegar við eldumst. Í dag kynntumst við nýjum pistlahöfundi, Guðjóni Helga Ólafssyni. Hann verður með pistla næstu mánudaga í þættinum sem hann kallar vinkla. Guðjón segist vera skúffuskáld og þjóðfræðiáhugamaður úr Flóanum sem hefur stundað í nokkur ár að búa til pistla og birta á samfélagsmiðlum. Hann býr með fjölskyldu sinni á bænum Sviðugörðum í gamla Gaulverjabæjarhreppi en stundar ekki hefðbundinn búskap, heldur nokkrar hænur, ræktar tré og svolítið af kartöflum til heimilis- og einkanota. Við heyrðum fyrsta vinkil Guðjóns Helga í þætti dagsins. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Jakub Stachowiak, rithöfundur og bókavörður. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur lesið undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft sérstök áhrif á hann í gegnum tíðina. Tónlist í þættinum í. dag: 1) Barn / Ragnar Bjarnason og Björgvin Halldórsson (Ragnar Bjarnason, Steinn Steinarr) 2) You don?t have to say you love me / Dusty Springfield 3) Lag ljóð / Spilverk Þjóðanna (Spilverk Þjóðanna) 4) Ameríka / Memfismafían og Valdimar Guðmundsson og Þorsteinn Einarsson (Magnús Eiríks, Bragi Valdimar Skúlason) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/5/202250 minutes
Episode Artwork

Föstudagsgestirnir Halli og Gói og matarspjall með þeim

Við vorum aftur með tvo föstudagsgesti í dag, það voru þeir Hallgrímur Ólafsson og Guðjón Davíð Karlsson, eða Halli og Gói. Þeir ætla skemmta sér og áhorfendum, ásamt Jóni Ólafssyni tónlistarmanni, á viðburði sem þeir kalla Halli, Jón og Gói - söngur, sögur og almennt rugl! Við fórum aðeins með þeim aftur í tímann, forvitnuðumst um æskuna og uppvöxtinn á Skaganum og í Þingholtunum. Við fengum þá til dæmis til að segja okkur frá því hvernig þeirra kynni og samstarf hófst og hvað er framundan. Svo fengum við Halla og Góa til að sitja með okkur áfram í matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti, besta vini bragðlaukanna. Halli hefur áður komið í matarspjallið og lýst yfir ástríðu sinni á unnum kjötvörum, en við vitum minna um afrek Góa í eldhúsinu. Við fengum sem sagt að vita hvað er uppáhaldsmaturinn og sérréttir þeirra í þætti dagsins. Tónlist í þættinum í. dag: Kóngur einn dag / KK og Magnús Eiríksson (Magnús Eiríksson) Vertu með / Hallgrímur Ólafsson og Guðjón Davíð Karlsson (Jón Ólafsson og Ólafur Haukur Símonarson) Kartöflur / Sigurður Halldór Guðmundsson (Sigurður Halldór Guðmundsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/2/202250 minutes
Episode Artwork

Jenný Ýr sérfræðingur í lífeyrismálum og Hafdís Huld

Fyrsti sérfræðingur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Jenný Ýr Jóhannsdóttir deildarstjóri hjá Lífeyrissjóði Verslunarmanna. Lífeyrismál snerta okkur öll, en ekki er víst að við vitum öll nógu mikið um þau, enda getur margt verið flókið hvað þeim viðkemur. Við gáfum hlustendum tækifæri að nýta sér sérfræðing í lífeyrismálum og fengum sendar talsvert margar spurningar sem Jenný Ýr gerði sitt besta til að svara í þættinum. Spurningarnar frá hlustendum voru m.a. tengdar skattamálum og lífeyri, erfðamál og lífeyri, viðbótarlífeyrissparnaði, tilgreindri séreign, mismunandi nýtingaleiðir og fleira og fleira. Árið 2012 sendi tónlistarkonan Hafdís Huld frá sér plötuna Vögguvísur. Plötuna vann hún með eiginmanni sínum Alisdair Wright en hugmyndin að verkefninu kviknaði þegar þau áttu von á sínu fyrsta barni. Vögguvísur fékk strax góðar móttökur hjá börnum og foreldrum og nú, 10 árum síðar, hefur þessi hugljúfa plata náð tvöfaldri platínusölu og er orðin mest streymda íslenska platan á streymisveitum á hér á landi.Í tilefni af 10 ára afmæli Vögguvísna hafa Hafdís og Alisdair gefið út 5 nýjar vísur og Hafdís Huld kom í þáttinn og sagði okkur frá þeim og þessu mikla ævintýri sem velgengni plötunnar er. Tónlist í þættinum í. dag: Ættin mín / Ragnar Bjarnason og Bjarni Arason (Bjarni Hafþór Helgason) María Ísabel / Helena Eyjólfsdóttir og Hljómsveit Ingimars Eydal (J. Moreno, L. Moreno og Ásta Sigurðardóttir) Litla skott / Hafdís Huld Þrastardóttir (Hafdís Huld og Alisdair Wright) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
9/1/202250 minutes
Episode Artwork

Ársskýrsla Stígamóta, Aðskotadýr og póstkort frá Magnúsi

Ársskýrsla Stígamóta fyrir árið 2021 kom út í gær og þar kemur ýmislegt fram, t.d. hafa aldrei fleiri leitað í fyrsta skipti til Stígamóta og árið 2021. 28% brotaþola hafa orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Mikill fjöldi ofbeldismanna er undir 18 ára aldri og yfir 10.000 brotaþolar hafa leitað til Stígamóta frá upphafi. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, kom í þáttinn og sagði okkur betur frá því helsta sem kemur fram í skýrslunni. Við litum við í Sjóminjasafninu út á Granda, en þar verður opnuð sýning á morgun sem safnið og Hlutverkasetur standa fyrir. Á meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð var unnið hörðum höndum við að búa til allskyns furðudýr og listaverk úr afgangsplasti í Hlutverkasetri. Þessa fallegu gripi verður hægt að sjá á sýningunni Aðskotadýr og það er hún Anna Henriksdóttir listakona sem heldur utan um verkefnið og var að ljúka við að hengja upp furðuskepnurnar þegar okkur bar að garði. Anna sagði okkur frá sýningunni, einnig sagði hún frá radíóamatörisma sem hún leggur stund á og hefur sótt ráðstefnur víða um heim. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni og í korti dagsins segir Magnús af ferðum sínum um Austur Þýskaland. Hann segir frá sjónvarpsturninum við Alexanderplatz, heimsókn í bönker í Berlín sem hefur verið breytt í safn um nazismann, Keisaraströndinni við Eystrasaltið og Werner von Braun. Tónlist í þættinum í. dag: Ljúfa vina / Ragnar Bjarnason og Sigrún Jónsdóttir (Ólafur Gaukur og Jón Sigurðsson-Indriði G Þorsteinsson) Keeps on rainin / Billie Holiday Glugginn / Flowers (Rúnar Gunnarsson, Þorsteinn Eggertsson) Werner Von Braun / Tom Lehrer (Tom Lehrer) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/31/202250 minutes
Episode Artwork

Fjölskyldan ehf., Helene og prjónið og rykský og vindar

Þegar Þóra Hrund Guðbrandsdóttir var í meistaranámi í stjórnun og stefnumótun, velti hún fyrir sér af hverju fleiri væru ekki að nota fræði og hin ýmsu verkfæri stjórnunar og fyrirtækjarekstrar fyrir árangursríkara heimilishald sem myndi skila öllu heimilisfólki meiri ánægju, árangri og einfaldara lífi. Af hverju eru fjölskyldur ekki að vinna meira með framtíðarsýn, stefnumótun, markmið og gildi? Fjölskyldan ehf. Hún er að vinna að þvi að skrifa bók um þetta. Þóra Hrund kom í þáttinn í dag. Hélène Magnusson er frönsk að uppruna. Hún lauk meistaraprófi í lögum og starfaði um skeið sem lögmaður í París. Árið 1995 söðlaði hún um og flutti til Íslands þar sem hún hefur starfað sem fjallaleiðsögumaður meðfram því að læra textíl og fatahönnun við Listaháskóla Íslands þaðan sem hún útskrifaðist árið 2005. Hún er einna þekktust fyrir rannsóknir sínar á íslensku rósaleppaprjóni og gaf í því samhengi út nokkrar bækur um prjón eins og bókina Rósaleppaprjón í nýju ljósi sem nú er fáanleg á þremur tungumálum. Einnig heldur hún úti netritinu Prjónakerling. Hélène var gestur þáttarins í dag. Svo fengum við Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðing í mannlegt veðurspjall í dag. Undanfarinn sólarhring hafa verið rykský á lofti hér á suðvesturhorninu, hvaðan koma þau? Eru þau hættuleg? Elín talaði einnig um vinda og vindmyndun í spjallinu. Tónlist í þættinum í. dag: Lítið og væmið / Valdimar (Valdimar Guðmundsson) Bella símamær / Björk Guðmundsdóttir og Tríó Guðmundar Ingólfssonar (Marc Fontenoy og Guðmundur Guðmundsson) Þín hvíta mynd / Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur (Sigfús Halldórsson og Tómas Guðmundsson) Í stóru húsi / Hildur Vala Einarsdóttir (Halldór Gylfason) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/30/202250 minutes
Episode Artwork

ACT meðferðarformið, Sir Joseph Banks og Anna lesandinn

ACT (Acceptance and Commitment Therapy) er sálfræðilegt meðferðarform sem sífellt fleiri sálfræðingar tileinka sér í dag og er byggt á nýjustu rannsóknum sálfræðinnar á því hvernig hugur mannsins og tungumálið virkar. Það er að hluta byggt á öðrum grunni en ríkjandi aðferðir klínískrar sálfræði undanfarinna áratuga og eru notaðar viðtöku- og núvitundaraðferðir, ásamt skuldbindingar- og atferlisbreytingaaðferðum til að auka sálrænan sveigjanleika. Haukur Sigurðsson sálfræðingur kom til okkar í dag, en hann er einn helsti sérfræðingur okkar Íslendinga í ACT. Í tilefni af því að 250 ár eru liðin síðan fyrsti breski vísindaleiðangurinn sótti Ísland heim árið 1772, heldur Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands málþing í Þjóðarbókhlöðunni í dag, í samvinnu við sænska sendiráðið á Íslandi. Í dag eru nákvæmlega 250 ár frá því Sir Joseph Banks steig hér fyrst á land ásamt fjölmennu liði vísinda- og listamanna. Ferð hans til Íslands vakti mikla athygli samtímamanna og í Napóleonsstyrjöldunum reyndist Banks íslensku þjóðinni einstaklega vel sem verndari landsins og bjargvættur. Sumarliði Ísleifsson, dósent í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands, og annar höfundur sýningarinnnar um Banks og leiðangurinn í Þjóðarbókhlöðunni, kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um Joseph Banks og leiðangurinn. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Anna Gunnarsdóttir, þýðandi, landvörður og þýskukennari. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Tónlist í þættinum í. dag: Þokkabót / Litlir kassar (Lagið erlent, texti Þórarinn Guðnason) Stakir jakar / Hljómsveit Ingimars Eydal (Finnur Eydal) Girl from before / Blood Harmony (Örn Eldjárn) Sólarsamban / Rebekka Blöndal (Ásgeir Ágeirsson, Rebekka Blöndal og Stefán Örn Gunnlaugsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/29/202250 minutes
Episode Artwork

Saga Garðars og Snjólaug Lúðvíks og ódýr og góður matur

Föstudagsgestir Mannlega þáttarins voru tveir í þetta sinn, eða öllu heldur tvær. Það voru þær Saga Garðarsdóttir og Snjólaug Lúðvíksdóttir. Þær standa saman að uppistandssýningunni Allt eðlilegt hér þar sem þær ætla að flytja grín fyrir djókþyrsta áhorfendur. Í lýsingu á viðburðinum segir: Saga er gift, með barn og elskar hrökkbrauð en Snjólaug er einstæð og elskar að borða ís og reyna við fólk. Við áttum skemmtilegt spjall við þær um lífið og tilveruna, æskuna og uppeldið og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag. Matarspjallið var svo á sínum stað. Sigurlaug Margrét kom til okkar og við skoðuðum, í ljósi hækkandi verðs á matvöru, eitthvað einfalt, gott og ódýrt fyrir helgina. Það var til dæmis kastað fram uppskriftum að fljótlegum pastaréttum. Tónlist í þættinum í dag: Falleg / Snorri Helgason (Snorri Helgason og Hallgrímur Helgason) Kringlubarnið / Saga Garðarsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir og Snorri Helgason (Snorri Helgason) Negril / Bjartmar og Bergrisarnir (Bjartmar Guðlaugsson) Heroes / David Bowie (David Bowie og Brian Eno) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/26/202250 minutes
Episode Artwork

Már Gunnarsson, mannlegt veðurspjall og Stafróf fuglanna

Már Gunnarsson hefur vakið talsverða athygli undanfarin ár, en hann hefur verið meðal fremstu blindu sundmönnum heims auk þess að stunda tónlist. Flest ættu að muna eftir honum úr Söngvakeppninni í ár þar sem hann söng ásamt systur sinni, Ísold, í dúettnum Amarosis, en þau höfnuðu í þriðja sæti. Hann hefur ákveðið að leggja sundskýluna á hilluna, aðeins 22 ára gamall og einbeita sér að tónlisinni. Hann komst í virtan tónlistarháskóla í Englandi og heldur nú tónleikaröð sem hann kallar Sjáumst, sem er liður í að fjármagna námið í Englandi, þeir fyrstu verða í kvöld og verður sérstakur gestur á þeim Páll Óskar Hjálmtýsson. Már kom, ásamt leiðsöguhundinum Max, í þáttinn og sagði okkur frá þessum tímamótum og tónleikunum. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur verður hjá okkur einu sinni í viku á næstunni með mannlegt veðurspjall. Veður er alltaf vinsælt umræðuefni hér á landi og víðar og í mannlega veðurspjallinu munum við velta fyrir okkur áhugaverðum fyrirbærum í veðri með Elínu Björk og í dag sagði hún okkur meðal annars frá kuldakasti í Suður Ameríku sem rekja má til eldgoss. Árni Árnason Hafstað kom svo til okkar og fræddi okkur um lestrarkennslu og fugla, en hann gaf nýlegi út bók sína Stafróf fuglanna hjá Bókaútgáfunni Hólum. Í bókinni eru tvær flugur slegna í einu höggi, því þar geta börn lært stafina og kynnst og lært um algenga fugla sem sjást í náttúru landsins. Tónlist í þættinum í dag: Negro José / Páll Óskar Hjálmtýsson (erlent lag, texti Páll Óskar Hjálmtýsson) Þú ert / Már Gunnarsson (Þórarinn Guðmundsson og Guðmundur Björnsson) Út í veður og vind / Stuðmenn (Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson) Núna / Pálmi Gunnarsson (Magnús Eiríksson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/25/202250 minutes
Episode Artwork

Upprunni plöntunafna, lækningajurtir og Ása Baldurs

Við völdum á hverjum degi í sumar blóm dagsins í þættinum Sumarmálum, sem varð gjarnan tilefni til þess að við ræddum íslensku plöntunöfnin. Á http://floraislands.is/ eru skráðar gríðarlega margar plöntur og áhugaverðar upplýsingar um þær og bara það að renna yfir nafnalistann er virkilega skemmtilegt. Íslensku plöntunöfnin eru falleg, fyndin, skrýtin og og umfram allt forvitnileg. Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur kom í þáttinn og fræddi okkur um íslensk plöntunöfn, uppruna þeirra, alþýðuheiti nýjunar í plöntugreiningu og fleira. Við spurðum að lokum Guðrúnu um blómasamstæðuspilin sem hún hefur gefið út, en þau geta hjálpað fólki að læra um flóru Íslands. Við höfum heyrt talað um að bólgur í líkamanum geti verið orsök ýmissa sjúkdóma. Við ræddum við Önnu Rósu Róbertsdóttur grasalækni um íslenskar lækningajurtir og hvað við getum gert sjálf í því að þekkja læningarjurtir og til að efla heilsuna og minnka bólgur. Ása Baldursdóttir kom svo í þáttinn í dag og sagði okkur frá áhugaverðum hlaðvarpsþáttum og sjónvarpsefni. Í þættinum í dag sagði Ása okkur frá hlaðvarpinu Bad Bad things þar sem framhjáhald veldur andláti tveggja kvenna, þar sem ekkert eins og það sýnist í fyrstu. Annað hlaðvarp sem heitir Scamfluencers þar sem svikahrappar af ýmsum gerðum og áhrifamáttur sannfæringakraftsins fær að njóta sín. Auk þess sagði Ása okkur frá átakanlegri heimildarmynd, Girl in the Picture , þar sem uppruni stúlku sem finnst látin fær nýja og hrollvekjandi merkingu. Tónlist í þættinum í dag: Gling gló / Björk Guðmundsdóttir og Tríó Guðmundar Ingólfssonar (Alfreð Clausen og Kristín Engilbertsdóttir Clausen) Í bláum skugga / Stuðmenn (Sigurður Bjóla Garðarsson) Bona Fide / Krummi Björgvinsson og Soffía Björg (Oddur Hrafn Björgvinsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/24/202250 minutes
Episode Artwork

Fötin fá nýtt líf, litgreining og bílbelti í strætó

Við kynntum okkur í þættinum í dag endurnýtingu á fötum og gömlum efnum, en Sigríður Tryggvadóttir saumakona úr Kópavoginum sérhæfir sig í einmitt því. Eftir að hún sá heimildarmynd um fatasóun og umhverfismengun textíliðnaðarins ákvað hún að sérhæfa sig í endurnýtingu á fatnaði og gömlum textíl. Hún vill sem sagt koma þeim hugsunarhætti á framfæri, því viðhorfi sem hún ólstu upp við, að nýta það sem við eigum í stað þess að henda burt. Sigríður sagði okkur meira frá þessu og námskeiðum í fatabreytingum sem hún er með. Og talandi um föt, við veltum líka fyrir okkur litum í klæðnaði með Heiðari Jónssyni og hvað litagreining er. Af hverju velja svona margir að klæðast t.d. svörtu og hvað segir litavalið um okkur? Og erum við jafnvel búin að vera í röngum litum alla ævi, eitthvað sem fer okkur bara alls ekki? Heiðar gaf út bókina Litgreining og stíll fyrir nokkrum árum og þekkir vel til í þessum fræðum eins og fram kom í spjallinu við hann. Við fengum fyrirspurn frá hlustanda sem bað okkur um að komast að því af hverju það eru ekki bílbelti í strætó. Við hringdum því í Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóra Strætó bs. og fengum hann til að svara þessu og spurðum hann líka út í gæludýrin og strætó, hvernig þau mál hafa þróast eftir að það voru gerðar tilraunir með að leyfa það utan helstu anna tíma. Tónlist í þættinum í dag: Kókos og engifer / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson og Atli Bollason) Einbúinn / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Eiríksson) Söngur um lífið / Rúnar Júlíusson (höfundur ókunnur, Þorsteinn Eggertsson) Gold laces / Júníus Meyvant (Unnar Gísli Sigurmundsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/23/202250 minutes
Episode Artwork

Sæunnarsundið, útivera við dvalarheimili og Vala lesandinn

Árið 1987 synti kýrin Harpa þvert yfir Önundarfjörðinn, frá Flateyri, og kom í land hinum megin við fjörðinn við Kirkjuból í Valþjófsdal. Hún hafði slitið sig lausa við sláturhúsdyrnar og stökk í sjóinn. Hjónin á Kirkjubóli ákváðu að verðlauna henni þrautseigjuna með því að taka hana að sér í stað þess að senda hana aftur til slátrarans. Harpa hóf þannig nýtt líf á Kirkjubóli undir nýju nafni og var nú nefnd Sæunn, með tilvísun í sjósundið mikla. Bryndís Sigurðardóttir, Sæunnarsundstjóri, kom í þáttinn og sagði okkur frá Sæunnarsundinu sem þreytt verður í fjórða sinn á laugardaginn til minningar um þetta mikla afrek Hörpu. Við sögðum svo frá lokaverkefni Jóns Arnar Sverrissonar í landlagsarkitektúr, en í því leggur hann áherslu á að umhverfi dvalarheimila fyrir aldraða verði þannig úr garði gert að heimilisfólkið geti notið útiveru á sem fjölbreyttastan hátt í gróðursælu umhverfi. Hann segir aðstöðuleysi vera almennt við dvalarheimili og að það sé víða eins og það sé ekki reiknað með að fólk á þessum aldri njóti útiveru, þó auðvitað sé það víða í lagi. Hann vann sjálfur á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík, og notar það umhverfi í lokaverkefni sínu auk þess að leggja spurningalista fyrir starfsfólk og heimilisfólk um hvað það vilji. Jón Arnar sagði okkur frá þessu í þættinum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var leikkonan og handritshöfundur Vala Þórsdóttir. Við fengum að vita hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Vala talaði um bækur eftir Alexander McCall, Isabel Dalhousie og Elísabetu Jökulsdóttur. Svo nefndi hún tvær sjálfshjálparbækur: Boundary boss, e. Terry Cole og Árin sem enginn man e. Sæunni Kjartansd. Þegar Vala svo leit til baka þá nefndi hún Línu Langsokkur og smásögur Svövu Jakobsdóttur, sem stóðu sérstaklega upp úr og hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Tónlist í þættinum í dag: Borð fyrir tvo / Hjálmar (Sigurður Halldór Guðmundsson og Bragi Valdimar Skúlason) Sundhetjan / Sigríður Thorlacius, Bogomil Font og hljómsveit Tómasar R. Einarssonar (Tómas R. Einarsson) Einsemd / Snorri Helgason (Snorri Helgason og Guðmundur Óskar Guðmundsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/22/202250 minutes
Episode Artwork

Ilmur og Valur föstudagsgestir og berin í matarspjallinu

Föstudagsgestir Mannlega þáttarins í þetta sinn eru hjónin Ilmur Stefánsdóttir og Valur Freyr Einarsson. Við áttum skemmtilegt spjall við þau um lífið og tilveruna, æskuna, samband þeirra og þeirra samvinnu í leikhúsi og listinni. Þau áttu ólíkt uppeldi og ætluðu sér ekki að fara sömu leið í listum, en annað kom á daginn. Matarspjallið byrjaði svo aftur í dag eftir sumarfrí. Þessa dagana er fólk úti um allt land að týna ber, ýmist upp í sig eða í ílát. Það eru rifsberin í görðunum, bláberin og krækiberin í móunum og svo er spurningin hvað gera á við uppskeruna. Við komum ekki að tómum kofanum hjá Sigurlaugu Margréti í dag frekar en fyrri daginn. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/19/202253 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Hremmingar Svavars, hamingjustjórar og Afkomendur Borgarfjarðar

Svavar Viðarsson fékk blóðtappa í heila og greindist fyrir um ári með hjartagalla og voru honum ekki gefnar miklar líkur á bata. Þannig fór hins vegar að Svavar náði fullum bata og eltir nú ástríðu sína í tónlist því í kjölfarið gaf hann út plötu með tónlist eftir sig. Svavar sagði okkur sögu sína af hremmingum síðasta árs og hvernig hann tók það jákvæða í lífinu út úr þeim. Héðinn Sveinbjörnsson ber titilinn aðalhamingjustjóri og er meðlimur í samtökum sem kalla sig Chief Happiness Officers þar sem hann fór á námskeið árið 2019. Hann hefur verið að vinna í þessum málum síðan. Það er mikilvægt að starfsfólk upplifi hamingju á vinnustaðnum, finni tilgang og að það sé metið að verðleikum og samtökin vilja stuðla að þessu með sínu starfi og að svokallaður hamingjustjóri sé ávallt innan starfshópsins til að tryggja þetta. Núna er verið að safna gögnum um hamingju vinnandi fólks á alþjóðavísu og Héðinn vill að sem flestir Íslendingar taki þátt í henni til að hægt verði að bera saman niðurstöður annara þjóða. Við hringdum í Héðinn þar sem hann var í vinnunni á veitingastaðnum Bjargarsteini í Grundarfirði. Elsa Katrín Ólafsdóttir ljósmyndari hefur sýnt undanfarið myndaröð sína, Afkomendur Borgarfjarðar, í Hafnarhúsinu Borgarfirði Eystri. Myndaröðin er nokkurskonar skrásetning á andlitum Borgfirðinga, en allir sem eiga ættir að rekja, eru búsettir eða hafa sterkar taugar til staðarins voru boðnir velkomnir í portrett myndatöku. Þátttakendur verkefnisins urðu rétt tæplega 200 sem fór fram úr vonum. Hugmyndin kviknaði hjá Elsu út frá myndaröð Jóhannesar Kjarvals, Hausarnir hans Kjarvals. Kjarval teiknaði þá andlitsmyndir af fullorðnum Borgfirðingum á þriðja áratug síðustu aldar. Við fengum Elsu til að segja okkur frekar frá þessu verkefni í þætti dagsins. Tónlist í þættinum í dag: Ástarkveðja (Frá Tjörninni að Öskjuhlíð) / Ingibjörg Þorbergs og Hljómsveit bandaríska flughersins (Ingibjörg Þorbergs og Þorsteinn Sveinsson) Gömul sár / Svavar H. Viðarsson (Svavar Hafþór Viðarsson) Hamingjan / Björgvin Halldórsson (Bob Merill og Þorsteinn Eggertsson) Litla lagið / Sigrún Harðardóttir (Ómar Ragnarsson, Bennet, Orion, Welch, Marvin, Rostill) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/18/202250 minutes
Episode Artwork

Krummatal, forystusauðurinn Jarl og póstkort frá Magnúsi

Við töluðum í gær við Brynju Davíðsdóttur verkefnastjóra hjá Fuglavernd um kosninguna á fugli ársins. Við fengum skemmtilegan tölvupóst frá Jóhönnu G. Harðardóttur, blaðamanni og Kjalnesingagoða, þar sem hún tók upp hanskann fyrir krumma landsins. Hún vill meina að hröfnum sé ekki sýndur nægilegur sómi, því þeir séu mjög merkilegir fuglar sem hafa þraukað hér á landi líklega talsvert lengur en mannfólkið. Hún hefur átt í talsvert nánu sambandi við hrafnahjón frá árinu 2006 og hún kom í þáttinn og sagði okkur meira frá þessum merkilegu fuglum. Svo heyrðum við áhugaverða sögu af öðru merkilegu dýri. Forystusauðurinn Jarl, sem býr hjá Sigríði Ævarsdóttur og Benedikti Líndal að Gufuá í Borgarfirði, hefur nú látið sig hverfa í tvígang og brugðið sér í bæjarferð. Hann var fangaður á hringtorginu í Borgarnesi rúmum sólarhring eftir að hann hvarf í fyrra skiptið. Eitthvað hefur lífið í mannabyggð heillað hann því hann stakk aftur af mánuði síðar. Sigríður fræddi okkur um forystusauði og Jarli í þættinum. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í korti dagsins sagði Magnús frá ferð sinni til Svíþjóðar sem hann fór á dögunum. Þar fór hann ásamt félögum sínum til að spila og syngja vísur og söngva eftir Cornelis Vreeswijk, eitt af stærstu vísnaskáldum svía. Hann sagði af ferðum sínum til Karlskrona í suðri og svo frá gömlum ferðamannastað á Austur Gotlandi. Ferðin endaði í Stokkhólmi, fegurstu borg Norðulanda og þar var spilað og sungið fyrir Cornelis aðdáendur á fornum veitingastað nálægt miðborginni. Tónlist í þættinum í dag: Sölvi Helgason / Mannakorn (Magnús Eiríksson) Krummi krunkar úti / Ásgeir Ásgeirsson (Ásgeir Ásgeirsson) Söngur dýranna í Týról / Stuðmenn (Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson) Nudistpolka / Cornelis Vreeswijk UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/17/202250 minutes
Episode Artwork

Sykurlaus lífsstíll, fugl ársins og Þingmannaheiðin hjóluð

Að lifa sykurlausu lífi er betra líf segja þær Guðríður Erla Torfadóttir, eða Gurrý eins og hún er kölluð, og Inga Kristjánsdóttir næringaþerapisti. Sykurinn getur, blandaður við annað, skapað bólgur í líkamanum sem svo geta þróast út í vandamál og sjúkdóma eins og til dæmis of háan blóðþrýsting, of hátt kólesteról, gigtarsjúkdóma, hjartasjúkdóma, sykursýki, meltingarfærasjúkdóma o.fl. Þær Gurrý og Inga segja að minnkandi sykurneysla hafi góð áhrif á heilsuna, en þær fóru yfir það hvernig er best að snúa sér í þessum málum. Fuglavernd stendur fyrir kosningu um fugl ársins. Við heyrðum því í Brynju Davíðsdóttur, verkefnastjóra hjá Fuglavernd og forvitnuðumst um kosninguna í ár. Við höfðum svo að lokum samband við Ómar Smára Kristinsson, hjólabókahöfund og fararstjóra í hjólaferð yfir Kjálkafjörð, Mjóafjörð og Þingmannaheiði. Áður fyrr var sagt að Þingmannaheiði hafi verið 6 roðskóa heiði, þó er það er ekki líklegt að margir þáttakendur í ferðinni verði í roðskóm en það mun reyna reglulega á dekkin undir hjólunum yfir hrjóstruga heiðina. Við fengum Ómar til að segja okkur frá þessari ferð og hjólabókunum sem hann hefur verið að skrifa. Tónlist í þættinum í dag: Herbergið mitt / Brimkló (Arnar Sigurbjörnsson - Vilhjálmur frá Skáholti) God song / Emmylou Harris Allentown / Billy Joel Njáll og Bergþóra / Spilverk Þjóðanna UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/16/202250 minutes
Episode Artwork

Guðríður Gyða og sveppirnir og Örvar lesandi vikunnar

Einn fremsti sveppafræðingur landsins, Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, býr á Hvannavöllum á Akureyri og við hittum hana þar og var boðið að ganga um garðinn með henni í leit að sveppum. Mikið af tíma Gyðu fer í að greina sveppategundir sem henni eru sendar héðan og þaðan af landinu og með nútímatækni fær hún sendar myndir af sveppum til að greina. Auk þess er stórt samfélag áhugafólks um sveppi á Facebook og Guðríður er tíður gestur á þeirri síðu. Lesandi vikunnar í þetta sinn var tónlistarmaðurinn Örvar Smárason úr hljómsveitunum MÚM og FM Belfast. Við fengum hann til að segja okkur frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Örvar talaði meðal annars um eftirfarandi bækur: Salt slow e. Julia Armfield, Dangers of smoking in bed eftir Mariana Enriquez, The book collectors of Daraya eftir Delphine Minoui og The dry heart eftir Nataliu Ginzburg. Þegar hann leit til baka þá nefndi hann Hobbitan og Hringadrottinssögu eftir Tolkien og Sláturhús 5 eftir Kurt Vonnegut. Tónlist í þættinum í dag: Dag eftir dag / Múgsefjun (Eva Hafsteinsdóttir og Hjalti Þorkelsson) Suspicious Minds / Elvis Presley (James Mark) Prophecies And Reversed Memories / MÚM (Örvar Smárason og Gunnar Örn Tynes) Herbergið mitt / Brimkló (Arnar Sigurbjörnsson og Vilhjálmur frá Skáholti) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/15/202250 minutes
Episode Artwork

Fjórir föstudagsgestir og matarspjall við Sigga Gunn og Friðrik Ómar

Í dag var síðasti Mannlegi þátturinn fyrir sumarfrí, á mánudaginn tekur við Sumarmál, sem verður milli kl. 11-12 næstu u.þ.b. tvo mánuði með áhugaverðu efni, fugli dagsins og öllu tilheyrandi. En í dag er föstudagur og þá er auðvitað föstudagsgestur í þættinum þó að reyndar séu föstudagsgestirnir fjórir í þetta sinn, en þau stjórna þáttunum ásamt Ásgeiri Tómasi Arnarssyni og Magnúsi Orra Arnarssyni og Elín Sveinsdóttir hefur séð um dagskrárgerðina frá upphafi.Það eru þau Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, Andri Freyr Hilmarsson, Katrín Guðrún Tryggvadóttir og Elva Björg Gunnarsdóttir, umsjónarfólk sjónvarpsþáttanna Með okkar augum. Þau eru í tökum þessa dagana á tólftu þáttaröð þessarar frábæru þátta, en þættirnir fara í sýningu í haust hér á RÚV. Við spjölluðum saman um lífið og tilveruna, hvaðan þau eru og hvað þeim finnst skemmtilegast að gera. Í matarspjalli dagsins fengum við svo Sigga Gunnars, Sigurð Þorra Gunnarsson, og Friðrik Ómar Hjörleifsson til þess að segja okkur frá sínum uppáhaldsmat, sínum sérréttum og hvað þeim þykir skemmtilegast að elda. En Félagsheimilið, þáttur í þeirra stjórn, hefur göngu sína í dag á Rás 2 og við fengum þá til að segja okkur aðeins frá honum, en hann verður á dagskrá á föstudögum í sumar á eftir hádegisfréttir. Tónlist í þættinum í dag: Skólaball / Brimkló - (Magnús Kjartansson) Ég lifi í voninni / Stjórnin (Jóhann G. Jóhannsson) Í fjarlægð / Björgvin Halldórsson (Karl O. Runólfsson og Valdimar Hólm Hallstað) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
6/24/202250 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Farsæld barna, Jónsmessugleði Grósku og húsin á Akureyri

Ný námsleið sem ber yfirskriftina Farsæld barna hefur göngu sína í Háskóla Íslands í haust og barst fjöldi umsókna. Með farsæld er vísað til aðstæðna sem skapa börnum skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðilegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar og í náminu er meðal annars lögð áhersla á samvinnu milli ólíkra aðila sem veita börnum þjónustu. Ragnheiður Hergeirsdóttir, lektor í félagsráðgjöf, kom í þáttinn og sagði okkur frá þessar nýju námsleið farsæld barna. Jónsmessugleði Grósku, félags myndlistarmanna í Garðabæ verður haldin í þrettánda sinn í kvöld og þemað er ljós og skuggar. Við Strandstíginn í Sjálandshverfi Garðabæjar verða til sýnis fjölbreytileg listaverk en auk sýningarinnar verða alls konar listviðburðir á dagskrá: Tónlist og söngur, dans, leiklist og fleira. Gunnar Júlíusson, stjórnarmaður í Grósku, kom í þáttinn. Við heyrðum svo í Arnóri Blika Hallmundssyni framhaldsskólakennara við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hann hefur skrifað um húsin á Akureyri, mjög fróðlega pistla sem hann hóf að birta á bloggsíðu sinni árið 2009. Hann hefur verið sérstakur áhugamaður um húsin fyrir norðan og sögu þeirra frá því að hann flutti 12 ára til Akureyrar framan úr Eyjafjarðarsveit. Hann segist hafa einhverja óútskýrða þörf fyrir að kynna sér í þaula allt í kringum sig, sögu staðreyndir o.s.frv. og að deila þeim fróðleik með öðrum. Nú hefur hann skrifað og deilt fróðleik um 800 hús og nýlega komst hann að samkomulagi við akureyri.net, fréttamiðilinn fyrir norðan, um að þar birtist greinar eftir hann undir titlinum Hús dagsins. Arnór Bliki var á línunni að norðan í þættinum í dag. Tónlist í þættinum í dag: Ljúfa vina / Ragnar Bjarnason (Ólafur Gaukur Þórhallsson, Jón Sigurðsson og Indriði G. Þorsteinsson) En / Una Torfadóttir (Una Torfadóttir) Gæfa og gjörvileiki / Spilverk þjóðanna Húsin í bænum / Egill Ólafsson (Gunnar Þórðarson og Tómas Guðmundsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR
6/23/202250 minutes
Episode Artwork

Miðstöðin, Reykvíkingar ársins og póstkort frá Vestmannaeyjum

Miðstöðin er sameiginleg rytmadeild nokkurra tónlistarskóla í Reykjavík þar sem krakkar á aldrinum 12 ára til tvítugs með bakgrunn í klassísku tónlistarnámi fá tækifæri til að skipta yfir á rafmagnsgítara, trommur og hljómborð, syngja dægurlög og stofna popphljómsveitir. Nemendur hafa tekið þátt í ýmsum keppnum svo sem Músiktilraunum og Nótunni og nefna má að hljómsveitir á vegum deildarinnar hafa þrisvar sinnum borið sigur úr býtum í Jólalagakeppni Rásar 2. Ólafur Elíasson deildarstjóri Miðstöðvarinnar kom í þáttinn og sagði okkur frá í þættinum í dag. Við heyrðum í Marco Pizzolato í þættinum, en hann var útnefndur, ásamt Kamilu Walijewska, Reykvíkingur ársins 2022. Reykvíkingur ársins var útnefndur í fyrsta sinn árið 2011. Tilgangurinn var að leita að einstaklingi sem hafði, með háttsemi sinni eða atferli, verið til fyrirmyndar á einhvern hátt og þakka fyrir þeirra framlag. Þau Marco og Kamila standa fyrir svokölluðum frísskáp í miðbæ Reykjavíkur, þar sem markmiðið er að draga úr matarsóun og byggja upp sterkara samfélag í kringum það að deila umframmat í gegnum þessa frísskápa. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í póstkorti dagsins velti Magnús fyrir sér veðrinu í Vestmannaeyjum, en það hefur tekið miklum stakkaskiptum frá því í vetur þegar stormur og bylur geysaði í hverri einustu viku. Nú sér til sólar vikulega og það er minni fart á vindinum. Sjómennskan er líka til umfjöllunar og sú mikla fórn sem við Íslendingar höfum fært við lífsbaráttuna út á sjó. Í lokin segir hann frá vatnsskortinum í Eyjum sem er meira áhyggjuefni en sjóræningjar og eldgos. Tónlist í þættinum í dag: Draumaprinsinn / Ragnhildur Gísladóttir (Magnús Eiríksson) Spegilmynd frosin í hel /Dóra og döðlurnar (Bára Katrín Jóhannsdóttir) Harvest Moon / Krummi Björgvins, KK, Ragnheiður Gröndal, Einar Scheving (Neil Young) Undir stórasteini / Katrín Halldóra og Páll Óskar (Jón Múli Árnason og Jónas Árnason) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR
6/22/202250 minutes
Episode Artwork

Japönsk menning, Ekki gefast upp og virðing á vinnustað

Gunnella Þorgeirsdóttir er aðstoðarprófessor við Háskóla Íslands og yfir rannsóknum á japönskum fræðum. Hún tók ástfóstri við Japan þegar hún fór þangað sem skiptinemi fyrst allra Íslendinga og sækir landið heim að minnsta kosti árlega. Nú er hún einmitt nýkomin heim úr langþráðri heimsókn, þeirri fyrstu eftir covid. Gunnella kom í þáttinn og fræddi okkur um Japan og sína ástríðu á landinu og menningu þess. Við töluðum svo við Alexöndru Sif Herleifsdóttur íþróttafræðing um námskeið á vegum Ekki gefast upp! sem er líkamsrækt fyrir börn og ungmenni sem að eru að glíma við andlega vanlíðan, þunglyndi, félagsfælni eða kvíða. Sem sagt fyrir börn og ungmenni sem hafa annaðhvort ekki fundið sig í hefðbundnu íþróttastarfi eða að þeim vantar umhverfi þar sem skrefið að gera líkamsrækt að hluta af sínu lífi er stytt til muna. Alexandra sagði okkur meira frá þessu í þættinum. Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu, kom til okkar í dag, en hann hefur verið hjá okkur undanfarna þriðjudaga. Hann hefur frætt okkur um meðvirkni, starfsánægju og mismunandi persónuleika á vinnustað. Og í dag sagði hann okkur frá virðingu á vinnustaðnum. Hvernig virðing gagnvart öðrum tengist okkar eigin sjálfsvirðingu og hvað gerist ef hún er er ekki nógu góð. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR
6/21/202250 minutes
Episode Artwork

Hreyfing í 1300 daga, Flipp festival og Guja lesandinn

Á sumrin eru kjöraðstæður til að hreyfa sig utanhúss og þar sem íslenska sumarið stendur yfirleitt ekki mikið lengur en hundrað daga þá eru margir sem setja sér það markmið að hreyfa sig meðvitað á hverjum degi þessa sætu löngu sumardaga. Hundrað daga hreyfiátakið er því komið inn í tungumálið sem hugtak og margir hafa tekið það upp til að koma sér af stað í hreyfingu en ekki síður til að taka frá tíma fyrir sig til að hugsa og pæla á meðan á hreyfingunni stendur. Sigríður Rósa Kristinsdóttir er ein þeirra sem byrjaði á hundrað daga hreyfiátaki fyrir nokkru sem má segja að hafi aðeins farið úr böndunum. Við hittum hana í reykvísku rigningunni í gær og spjölluðum við hana. Við fræddumst um Flipp festival í dag, en það er ný íslensk sirkuslistahátíð sem sirkuslistafélagið Hringleikur stendur fyrir næstu helgi hér á landi. Þar verður fagnað sístækkandi íslenskri sirkussenu og boðið verður upp á nýstárlegar íslenskar og erlendar sirkussýningar og þema hátíðarinnar er spurningin Er þetta hægt? Eyrún Ævarsdóttir og Jóakim Kvaran, sirkuslistafólk, komu í þáttinn í dag og sögðu frá. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Guja Sandholt söngkona og verkefnastjóri hjá Listahátíð í Reykjavík. Við fengum hana til að segja okkur frá því hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Tónlist í þættinum í dag: Einbúinn / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Eiríksson) Stutt Skref / Moses Hightower (Andri Ólafsson, Daníel Friðrik Böðvarsson, Steingrímur Karl Teague og Magnús Tryggvason Eliassen) Sirkus Geira Smart / Spilverk Þjóðanna UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR
6/20/202250 minutes
Episode Artwork

Auður Haralds og nýja bókin og þjóðhátíðarmatarspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins var með okkur í dag, þar sem það er ekki þáttur á morgun, 17.júní. Því var föstudagsgestur þáttarins á þessum fimmtudegi engin önnur en Auður Haralds rithöfundur. Hún var að senda frá sér nýja bók, fyrstu bókina í talsvert langan tíma, Hvað er drottinn að drolla, heitir hún. Hlustendur muna án efa eftir bókum hennar, til dæmis Hvunndagshetjan, sem bar undirtitilinn Þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn, Læknamafían, bækurnar um Elías og Baneitrað samband á Njálsgötunni. Ískrandi fyndnar bækur með mikilli írónískri ádeilu. En við ræddum við Auði um lífið og tilveruna og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag og svo auðvitað nýju bókina. Í matarspjalli dagsins heyrðum við í Sigurlaugu Margréti, sem er einu sinni sem oftar á faraldsfæti norður í landi. Við veltum því fyrir okkur hvað væri þjóðhátíðarmatur og svo sagði hún frá matreiðslubókinni Lambakjöt, sem hún fann á ferðum sínum fyrir norðan. Bókin er frá 1981 og er í þýðingu Sigrúnar Davíðsdóttur. Tónlist í þætti dagsins: Rainbow Connection / Willie Nelson (Paul Williams og Kenneth Ascher) Galileo / Declan O?Rourke Dream a Little Dream of Me / Doris Day UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
6/16/202250 minutes
Episode Artwork

Með tvær þyrlur í skúrnum og Ása og hlaðvörpin

Við fréttum af manni í Mosfellsdalnum sem á meðal annars tvær þyrlur í bílskúrnum sínum auk fjölda annarra farartækja. Þetta þótti okkur forvitnilegt. Hann heitir Guðbergur Guðbergsson, fasteignasali, og við mæltum okkur mót við hann og fengum hann til að sýna okkur græjurnar, aðalega þyrlurnar, í bílskúrnum, sem er eiginlega rangnefni á það gríðarstóra rými sem hann hefur komið sér upp þar sem kennir ýmissa grasa, svo sannarlega draumaheimur græjufíkilsins. Ása Baldursdóttir, sérlegur sérfræðingur þáttarins þegar kemur að hlaðvörpum og efnisveitum, kom í þáttinn í dag. Ása fjallaði í dag um hrollvekjandi hlaðvarpið Shallow Graves, sem er um fjöldamorðingja þar sem ekki er allt sem sýnist. Svo sagði hún frá norsku gamandramaþáttaröðinni Pörni, sem er um einstæða móður í krísu, en Ása fékk hvert hláturskastið á fætur öðru þegar hún horfði á þættina. Að lokum sagði hún frá fjögurra þátta heimildaþáttaröð, Keep Sweet, Pray and Obey, sem er um ógnvænlegan trúarsöfnuð þar sem ofbeldisgjörningar náðu hæstu hæðum. Tónlist í þættinum í dag: Ég stoppa hnöttinn með puttanum / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson og Atli Bollason) Flugvélar / Nýdönsk (Jón Ólafsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson) Einsemd / Snorri Helgason (Snorri Helgason og Guðmundur Óskar Guðmundsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
6/15/202250 minutes
Episode Artwork

Styrkir til rannsókna, landnámsskáli og persónuleikar á vinnustað

Við fræddumst um Vísindasjóð Krabbameinsfélagsins í þættinum í dag, en í síðustu viku var úthlutað í sjötta sinn úr sjóðnum. Veittir voru styrkir til 13 rannsókna að upphæð 68 milljóna króna. Þar af voru fjórir styrkir til nýrra rannsókna og níu framhaldsstyrkir til rannsókna sem áður hafa fengið styrk úr sjóðnum. Við fengum Ragnheiði Haraldsdóttur, formann sjóðsins, og Valtý Stefánsson Thors, styrkþega, til að koma í þáttinn í dag. Valtýr vinnur rannsókn sem miðar að því að meta hve hratt ónæmiskerfi barna nær styrkleika eftir krabbameinsmeðferð og hvenær besti tíminn er til að bólusetja þau svo hámarka megi vernd gegn sýkingum. Fornminjafélag Súgandafjarðar er að byggja landnámsskála sem verður tileinkaður Hallvarði súganda landnámsmanni í Súgandafirði. Skálinn er tilgátuhús byggt á fornleifauppgreftri á Grélutóftum í Arnarfirði. Markmið byggingarinnar er m.a. að kenna handbragðið, byggja hús í anda landnema Íslands og heiðra sögu og byggingararf þjóðarinnar. Eyþór Eðvarðsson er formaður fornminjafélags Súgandafjarðar, hann kom í þáttinn og sagði okkur nánar frá þessu verkefni. Svo fengum við Valdimar Þór Svavarsson í þáttinn, en hann er með okkur á þriðjudögum í júní og þetta var því hans þriðja innkoma í þáttinn. Fyrst talaði hann um meðvirkni, svo fræddi hann okkur um hvað hefði mest áhrif á starfsánægju fólks á vinnustöðum. Í dag ræddi hann við okkur um mismunandi persónuleika fólks á vinnustað. Sem sagt persónuleikapróf sem getur gefið góða vísbendingu um það hvernig fólki mun ganga að vinna saman. Valdimar útskýrði þetta betur fyrir okkur í dag. ---------------- Tónlist í þættinum í dag: Týnda kynslóðin / Bjartmar Guðlaugsson Sykiyaki / Kyu Sakamoto Darling Be Home Soon / Lovin Spoonful UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
6/14/202250 minutes
Episode Artwork

Lokaþáttur Nágranna, kórahátíð og Silja Bára lesandinn

Síðasti þáttur sápuóperunnar áströlsku Neighbours eða Nágrannar, var tekin upp síðasta föstudag og er þá lokið 37 ára sögu þáttanna. Það ríkir sorg hjá aðdáendum þáttanna og færsla á facebook vakti athygli okkar í Mannlega þættinum en þar tjáir rúmlega þrítug kona, Agnes Wild, tilfinningar sínar um þessi tíðindi og mátti sjá tár á hvarmi hennar, en hún hefur horft á þættina síðan hún var 14.ára, s.s. alla þætti sem sýndir hafa verið eftir að hún byrjaði að horfa. Framleiðandinn Jason Herbison tilkynnti að margir leikarar myndu snúa aftur í þessari síðustu þáttaröð til að leika sín gömlu hlutverk. Agnes kom í þáttinn og sagði okkur frá sinni ást á Grönnum í dag. Dagana 27.júní - 2.júlí verða tveir stórviðburðir samtengdir hér í Reykjavík; NORDKLANG, norræn kórahátíð, og fagráðstefna norrænna kórstjóra. Þessir viðburðir eru haldnir á 3gja ára fresti í einu Norðurlandanna og eru nú í fyrsta sinn haldnir hér á landi. Opnunartónleikar verða í Norðurljósasal Hörpu 27. júní þar sem 6 af fremstu kórum landsins kynna íslenska kórtónlist fyrir fagfólki Norðurlandanna. Lokatónleikar verða svo í Eldborgarsal Hörpu 2. júlí þar sem kórfólk í 9 mismunandi vinnusmiðjum, undir stjórn færustu kórstjóra Norðurlandanna flytja þá tónlist sem unnið hefur verið að á hátíðinni. Margrét Bóasdóttir formaður Landsambands blandaðra kóra, sagði okkur meira frá þessum viðburðum í þættinum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Silja Bára Ómarsdóttir, nýr formaður Rauða krossins á Íslandi og prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Við forvitnuðumst um nýja starfið hennar og svo fengum við auðvitað að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Þar komu við sögu Margaret Atwood, Stefan Zweig, Guðrún Helgadóttir og fleiri. --------------- Tónlist í þættinum í dag: Neighbours Theme song / Barry Crocker (Tony Hatch & Jackie Trent) Sölvi Helgason / Mannakorn (Magnús Eiríksson) Litla Gunna og Litli Jón / Hljómsveit Ingimars Eydal (Páll Ísólfsson, Davíð Stefánsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
6/13/202250 minutes
Episode Artwork

Eggert Gunnarsson í Papúa Nýju Gíneu og maturinn hans Monet

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Eggert Gunnarsson. Hann vann hér á RÚV í sjónvarpinu við framleiðslu á dagskrárefni, heimildarþáttum, tónlistarþáttum og barnaefni. En við fengum hann í þáttinn til að segja okkur frá 5 árum sem komu í kjölfarið á óvæntum tölvupósti sem hann fékk árið 2015. Í póstinum var hann spurður hvort hann hefði áhuga á að taka þátt í rekstri sjónvarpsstöðvar á Papúa Nýju Gíneu. Eggert sagði okkur frá því hvernig þetta atvikaðist og svo auðvitað frá þessum fimm árum sem hann dvaldi hinum megin á hnettinum í hitabeltisloftslagi í landi sem er okkur flestum framandi. Við forvitnuðumst líka um bókina The Banana Garden, vísindaskáldsögu sem hann skrifaði, sem gerist í ekki svo fjarlægri framtíð, þegar margt hefur færst til verri vegar í heiminum vegna þróunar í loftslagsmálum. Eggert Gunnarsson, Papúa Nýja Gínea og The Banana Garden í þættinum í dag. Í matarspjalli dagsins kom Sigurlaug með matreiðslubókina The Monet Cookbook. Sem sagt matur innblásinn af franska málaranum Claude Monet, en hann var víst mikill sælkeri auk þess að vera frábær málari. Hann skyldi eftir sig bækur fullar af uppskriftum sem Sigurlaug sagði okkur frá í þættinum í dag. _________________________________________ Tónlist í þættinum: Úti í eyjum / Stuðmenn (Egill Ólafsson og Jakob Frímann Magnússon). Simple Life / Mereani Masani Daddy / Leonard Kania UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
6/10/202250 minutes
Episode Artwork

Sjómannadagurinn, golfsumarið og Heklugosið 1970

Sjómannadagurinn er framundan um allt land og við forvitnuðums um dagskrána hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem mikið verður um dýrðir eftir tveggja ára hlé. Það verður boðað til mannfagnaðar á Grandanum í Reykjavík á sunnudaginn (12.júní). Undirbúningur hefur staðið yfir í um sjö mánuði og yfirskriftin í ár er Hafsjór af skemmtun og er miðuð við að öll fjölskyldan geti komið saman og notið hátíðarinnar. Anna Björk Árnadóttir, frá viðburðarfyrirtækinu Eventum og framkvæmdastýra hátíðarhaldanna í ár kom í þáttinn í dag. Litlir hvítir boltar eru farnir að fljúga, mislangt, í miklu magni um grænar grundir landsins á nýjan leik. Kylfingar hlaupa á eftir þeim í gleðivímu með bros eyrnanna á milli, eftir að hafa pússað kylfurnar yfir vetrarmánuðina. Við fengum því Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóra Golfsambands Íslands, til að fara með okkur yfir golfsumarið. Golfsambandið er elsta og næst fjölmennasta íþróttasambandið innan ÍSÍ með um 22.000 félaga. Í fyrra var 12% aukning á kylfingum sem eru skráðir í golfklúbba. Þetta er aukning um 2.000 kylfinga frá fyrra ári. Árið 2019, áður en Covid skall á, spiluðu erlendir kylfingar yfir 10.000 hringi á íslenskum golfvöllum. Við fengum að vita hver staðan er núna og hvað er framundan hjá golfhreyfingunni. Skjálftavirkni hefur verið talsverð undanfarið, bæði á Reykjanesi og fyrir norðan. Því er áhugavert að heyra efnið sem Þór Fjalar Hallgrímsson, sem var í starfsnámi hér á Rás 1 í vor, fann fyrir okkur í safni Útvarpsins. Þann 5. maí 1970 fór Hekla að gjósa í 15. skiptið frá upphafi íslandsbyggðar. Daginn eftir var Árni Gunnarsson með fréttauka um gosið og við fengum að heyra hluta af honum í þættinum í dag. Árni talaði þar við þá Sigurð Þórarinsson og Harald Georgsson bónda í Haga í Gnúpverjahreppi. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
6/9/202250 minutes
Episode Artwork

Búseti, fugladauði og póstkort frá Magnúsi

Það er mikið talað um ástandið á húsnæðismarkaðinum og svona í ljósi þess kynntum við okkur Húsnæðissamvinnufélagið Búseta sem var stofnað árið 1983 með norrænar fyrirmyndir að leiðarljósi. Hvernig gengur að reka slíkt félag meðan húsnæðisverð er í hæstu hæðum? Búseti á rætur að rekja til þeirra sem voru í forsvari fyrir Leigjendasamtökin sem stofnuð voru 1978. Það eru einstaklingar sem áttu það sameiginlegt að hafa búið í Svíþjóð og höfðu kynnst sænska húsnæðiskerfinu og samtökum leigjenda. Við ræddum við framkvæmdastjóra félagsins, Bjarna Þór Þórólfsson í þættinum. Síðustu mánuði hafa komið fréttir um dauða villta fugla víðs vegar um landið, einmitt þegar Covid var í rénun. Við sáum frétt á vef Skessuhorns.is þar sem fólki var ráðlagt hvað það ætti að gera ef það rekst á dauðan fugl, sem sagt leiðbeiningar frá MAST. Við könnuðum hver staðan er núna og fengum Brigitte Brugger, dýralækni hjá Matvælastofnun og sérfræðing í sjúkdómum alifugla, til þess að segja okkur frá stöðunni og einmitt hvað er best að gera í slíkum tilfellum. En það er sem sagt að tilkynna til MAST um slíkt: https://www.mast.is/is/abendingar-fyrirspurnir Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Það er liggur núna stríður straumur ferðamanna til Vestmannaeyja og von á fleiri tugum skemmtiferðaskipa með erlenda túrista plús svo alla þá sem koma með Herjólfi. Magnús segir í póstkorti dagsins frá því þegar hann var munstraður til að fara með eina rútu af bandarískum eldri borgurum um Heimaey vegna skorts á leiðsögumönnum. Hann segir líka frá þjakandi skorti á þjónustufólki við Spánarstrendur þrátt fyrir mikið atvinnuleysi í landinu. _________________________________________ Tónlist í þættinum: Stína Ó Stína / Öskubuskur (Árni Ísleifsson -Aðalsteinn Aðalsteinsson) Hagi (Þorgrímur Jónsson höfundur og flytjandi) Þar sem allt grær úr Litlu Hryllingsbúðinni, söngur Edda Heiðrún Backman. (Howard Ashman, Alan Mencken og Magnús Þór Jónsson). Í huga mér / Brimkló. Erlent lag, textahöfundur Jón Sigurðsson. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
6/8/202250 minutes
Episode Artwork

Lyfjaafleiður, starfsánægja og Gestur lesandi vikunnar

Fyrir kemur að aukaverkun af lyfi reynist mjög gagnleg gegn allt öðrum vandamálum eða sjúkdómum en lyfið var upprunalega þróað fyrir. Aukaverkanir af svona toga eru einmitt til rannsóknar þessa dagana hjá Lífvísindasetri Háskóla Íslands og nú er verið að skoða hvernig og hvort breiðvirka sýklalyfið azitró-mýcín, geti hjálpað þeim sem glíma við alvarlega húðsjúkdóma. Sumsé getur verið að þekkt sýklalyf verði grunnur að nýju lyfi gegn húðsjúkdómum? Það er Þórarinn Guðjónsson prófessor og forseti Læknadeildar HÍ sem leiðir þetta rannsóknarverkefni. Þórarinn kom í þáttinn í dag og sagði frá. Valdimar Þór Svavarsson verður með okkur á þriðjudögum núna í júní. Hann er ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu, í síðustu viku talaði hann um meðvirkni en í dag ætlar hann að tala við okkur um starfsánægju. Hvað þarf til þess að starfsfólki líði vel á vinnustað? Valdimar veit meira um það og sagði frá í þættinum í dag. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Gestur K. Pálmason, hann er stjórnendaþjálfari, fyrrverandi lögreglumaður og lauk nýlega MBA námi, þar sem hann fjallaði um tengsl- og tengslanetsgreiningar á vinnustöðum með hliðsjón af nýsköpun og færni vinnustaða til að halda í gott starfsfólk í flóknari heimi. Gestur sagði frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. _________________________________________ Tónlist í þættinum: Lína Dröfn - Spilverk þjóðanna. Lag og texti eftir Valgeir Guðjónsson og Sigurð Bjólu Garðarsson Norwegian Wood e. Lennon og McCartneyt í flutningi Berliner Philharmoniker, Zwölf Cellisten. Mary don't you weep í flutningi The Swan Silvertones. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
6/7/202250 minutes
Episode Artwork

Jóel Pálsson föstudagsgestu og franskt matarspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Jóel Pálsson tónlistarmaður og framkvæmdarstjóri. Hann hefur verið atkvæðamikill í íslensku tónlistarlífi og hefur tekið þátt í fjölmörgum verkefnum á ólíkum sviðum tónlistar. Hann hefur leikið á fjölda hljómplatna og komið fram í Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada og Kína á tónleikum og tónlistarhátíðum. Jóel hefur gefið út 7 hljómplötur í eigin nafni með frumsaminni tónlist. Hann hefur verið meðlimur í Stórsveit Reykjavíkur frá stofnun hennar. Jóel hefur hlotið íslensku tónlistarverðlaunin sex sinnum fyrir plötur sínar og verið tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs tvisvar, árin 2011 og 2016. Auk tónlistarstarfa stofnaði Jóel, ásamt eiginkonu sinni Bergþóru Guðnadóttur, hönnunarfyrirtækið Farmers Market ? Iceland. Hann sinnir rekstri þess meðfram tónlistarstörfum sínum. Við fengum hann til að segja okkur frá æsku sinni og uppvexti og ferðalaginu í gegnum lífið til dagsins í dag. Í matarspjalli dagsins hringdum við í Sigurlaugu Margréti þar sem hún er stödd í borg ljóssins, París, og fengum hana til að segja okkur aðeins til dæmis frá herra Fernand, sem gerir heimsfrægt beouf bourguignon og svo velti hún því fyrir sér hvað Frakkar tala um þegar þeir fara út að borða. Sem sagt franskt matarspjall frá París í dag. _________________________________________ Tónlist í þættinum: Tjörn eftir Jóel Pálsson Geigun eftir Jóel Pálsson, texti eftir Þórarinn Eldjárn, söngur Valdimar Guðmundsson Waterfall með hljómsveitinni Hjaltalín, lag eftir Hjört Ingva Jóhannsson og texti eftir Sigríði Thorlacius UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
6/3/202250 minutes
Episode Artwork

Lífið er núna, Þórsmerkurganga og næring aldraðra

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, stendur fyrir fjáröflunarátakinu Hver perla hefur sína sögu, þar sem þau selja ný perluarmbönd merkt Lífið er núna til stuðnings félaginu. Í átakinu í ár leggja þau áherslur á persónulegar sögur félagsmanna sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur. Við fengum Lailu Sæunni Pétursdóttur, markaðs- og kynningarfulltrúa Krafts, Róbert Jóhannsson sem greindist með ristilkrabbamein og Valdimar Högna Róbertsson, 9 ára son hans. Þeir sögðu okkur sögu sína og þýðingu armbandsins fyrir þá og Laila sagði frá átakinu í heild. Við forvitnuðumst um gönguferð í Þórsmörk um Hvítasunnuhelgina. Það er styrktarfélagið Göngum saman sem í samvinnu við Volcano Trails, stendur fyrir gönguferðum og ýmiss konar afþreyingu. Um er að ræða fjáröflunarviðburð fyrir styrktarsjóð Göngum saman, sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini á Íslandi. Gunnhildur Óskarsdóttir, formaður Göngum saman, kom í þáttinn og sagði frá. Svo kom til okkar Berglind Soffía Blöndal, doktorsnemi við HÍ í næringarfræði, en hún sérhæfir sig í næringu aldraðra. Hún gerði rannsókn í meistaranámi sínu þar sem kom í ljós að há prósenta aldraðra sem leggjast inn á Landspítala Háskólasjúkrahús eru vannærðir við innlögn. Ástand þeirra versnar svo í sjúkrahúslegunni og áfram eftir að heim er komið. Nú vinnur hún að doktorsrannsókn sem heitir HomeFood, sem gengur út á að veita næringarmeðferð og ókeypis orku- og próteinbættan mat í hálft ár eftir útskrift af spítalanum til þess að reyna að bæta næringarástand þeirra. Berglind sagði frá þessu í þættinum. Tónlist í þætti dagsins: Allur lurkum laminn e. Hilmar Oddsson í flutningi Bjarna Arasonar 39 - Queen Precious time - Van Morrison Blueberry Hill - Fats Domino UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
6/2/202250 minutes
Episode Artwork

Íslenskuvænt samfélag, Demantshringurinn og hlaðvörp

Við kynntum okkur íslenskuátakið Íslenskuvænt samfélag, sem hefur verið ýtt úr vör hjá Háskólasetri Vestfjarða. Við heyrðum í Ólafi Guðsteini Kristjánssyni í þættinum, en hann er umsjónarmaður íslenskunámskeiða Háskólasetursins. Samkvæmt þeim í Háskólasetrinu hafa Vestfirðir, og þá ekki síst Ísafjörður, fengið það orðspor á sig að þar sé gott að spreyta sig á íslensku fyrir þau sem eru að læra málið. Háskólasetur Vestfjarða staðið fyrir íslenskunámskeiðum frá árinu 2007, fyrir þau sem vilja læra málið. Þar er vel tekið á móti þeim sem sem eru að læra að beita íslenskunni og lögð áhersla á að nemendurnir fái tækifæri til að nota málið á meðan þeir eru að læra það. Ólafur sagði meira frá þessu í þætti dagsins. Við höfðum einni samband við Anton Birgisson, leiðsögumann hjá Geotravel í Mývatnssveit, og fengum hann til að segja okkur frá Demantshringnum, 250 kílómetra löngum hringvegi á Norðurlandi þar sem er að finna náttúruperlur og landslag sem virðist oft ekki vera af þessum heimi. Það er Gullni hringurinn fyrir sunnan og Demantshringurinn fyrir norðan. Svo kom Ása Baldursdóttir, sérfræðingur þáttarins í hlaðvörpum og sjónvarpsþáttum, til okkar. Í dag fjallaði Ása um hlaðvarp sem fjallar um innrásina í Hvíta Húsið 6.janúar 2021, í kjölfar úrslita forsetakosningana í Bandaríkjunum. Kamelljónið, hlaðvarp um tvo villta unga drengi sem birtust allt í einu í mannabyggð og heimildamynd úr smiðju HBO um dularfullt slys þar sem ekki er allt sem sýnist. Hlaðvörpin heita The Coming Storm (BBC Sounds, BBC 4) og Chameleon: Wild Boys (Campsite media) og heimildarmyndin heitir There?s Something Wrong With Aunt Diane (HBO). Tónlist í þættinum: Betri tíð e. Valgeir Guðjónsson og Þórð Árnason í flutningi Hildar Völu Einarsdóttur. Má ég pússa regnbogann e. Jeff Bates og Jónas Friðrik Guðnason í flutningi Brimkló. Ómissandi fólk e. Magnús Eiríksson í flutningi Bríetar. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
6/1/202250 minutes
Episode Artwork

Fjöllyfjameðferð, 70 ára krýningarafmæli og Valdimar um meðvirkni

Freyja Jónsdóttir, lyfjafræðingur hjá Landspítalanum og lektor í lyfjafræði við Háskóla Íslands, hlaut á dögunum styrk úr Doktorsstyrktarsjóði Háskóla Íslands fyrir doktorsverkefni sitt. Í verkefninu rannsakar hún áhrif þess þegar fólk þarf að taka mörg lyf samtímis, sem leiðir af sér líkur á lyfjatengdum skaða. Verkefni af þessum toga geta skipt miklu varðandi það að auka lífslíkur fólks með langvinna sjúkdóma, bæta heilsu þess og líðan samtímis því að draga úr kostnaði heilbrigðiskerfisins. Við fengum Freyju til þess að segja okkur frá þessu í þættinum í dag. Sigríður Pétursdóttir, eða Sigga Pé eins og flestir þekkja hana, kvikmyndafræðingur og sérlegur sérfræðingur þáttarins um bresku konungsfjölskylduna kom í þáttinn í dag og talaði um þessi tímamót í lífi konungsfjölskyldunnar og bresku þjóðarinnar, því þessa dagana er haldið upp á það að 70 ár eru frá því að Elísabet II. var krýnd drottning og framundan eru mikil hátíðahöld í Bretlandi. Valdimar Þór Svavarsson rágjafi hjá Fyrsta skrefinu verður með okkur alla þriðjudaga núna í júní. Hann ætlar að taka fyrir margvíslegar hliðar á samskiptum, starfsánægju og líðan á vinnustað og miklu fleira. Í þetta fyrsta sinn talaði hann um hugtak sem er fyrirferðamikið í umræðunni þegar kemur að mannlegum samskiptum, meðvirkni. Þetta hugtak vefst fyrir mörgum og auðvitað hefur fólk mismunandi skilning á því. Sem sagt í dag talaði Valdimar um meðvirkni í lífi og starfi. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
5/31/202250 minutes
Episode Artwork

Kulnunarverkefni, fljúgandi furðuhlutir og Einar Þór lesandinn

Við töluðum við framkvæmdastjóra VIRK í síðustu viku og komum meðal annars inná nýja skilgreiningu WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, á kulnun en samkvæmt henni er kulnun heilkenni sem er afleiðing langvarandi streitu á vinnustað sem ekki hefur tekist á árangursríkan hátt að ná stjórn á. Við fengum til okkar tvo sálfræðinga og verkefnisstjóra hjá VIRK til að segja okkur frá þróunarverkefni tengt kulnun sem hófst árið 2020 og rýndum í fyrstu tölur, en kveikjan að verkefninu var einmitt þessi nýja skilgreinging WHO. Þær Berglind Stefánsdóttir og Guðrún Rakel Eiríksdóttir sálfræðingar og verkefnisstjórar hjá VIRK komu í þáttinn og fóru með okkur yfir þetta verkefni og hvernig það nýtist í greiningu og meðferð. Undanfarið hefur verið nokkur umfjöllun, sérstaklega í erlendum miðlum, um endurnýjaðan áhuga á fljúgandi furðuhlutum, t.d. hjá bandaríska hernum. Í tilefni þess var grafið ofan í safn Ríkisútvarpsins og fannst þar viðtal sem tekið var 1995 við Pétur H. Ólafsson og Örn Þorláksson um atburð sem gerðist árið 1971. Viðtalið var tekið fyrir þáttinn Fréttaauki á laugardegi af Þorvaldi Friðrikssyni og það var Þór Fjalar Hallgrímsson, starfsnemi hér á RÚV, og nemi í Hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands sem fann það. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri HIV á Íslandi. Einar gerði upp fyrstu sextíu ár ævi sinnar í bókinni Berskjaldaður sem kom út 2020, en hún var rituð af Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur. Í bókinni er sögð saga glímunnar við HIV á níunda og tíunda áratugnum, þyrnum stráð saga þeirra sem smituðust af HIV veirunni áður en lyf við henni komu á markað þróuðust í þau sem nú fást. Einar Þór sagði okkur frá bókinni og svo auðvitað frá þeim bókum sem hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
5/30/202250 minutes
Episode Artwork

Kristján Gíslason föstudagsgestur og danskt matarspjall

Kristján Gíslason söngvari var föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni. Kristján fæddist og ólst upp í Skagafirði, fluttist svo til Vestmannaeyja, lenti í gosinu, njósnaði um Frímúrara og lék sér í húsarústum og flutti svo aftur á Sauðárkrók 12 ára þar sem hann flutti milli tvítugs og þrítugs í Kópavoginn. Hann varð fyrst þekktur á seinni hluta níunda áratugarins þegar hann var söngvari hljómsveitarinnar Herramenn sem sló t.d. í gegn með lagið Í útvarpi. Einnig var hann söngvari hljómsveitarinnar Spútnik og hefur tekið ótal sinnum þátt í Söngvakeppninni og í Eurovision en hann tók fyrst þátt árið 1991. Þessa dagana syngur hann í söngdagskrá Gunnars Þórðarsonar á Hótel Grímsborgum. Hans aðalstarf er grafískur hönnuður á markaðsdeild VÍS. Sigurlaug Margrét fór í rannsóknarleiðangur til Kóngsins Köbenhavn og í matarspjalli dagsins fengum við að vita hvað hún sá og smakkaði á þar, það voru danskar pylsur, purusteik og krembollur, svo eitthvað sé nefnt. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
5/27/202250 minutes
Episode Artwork

Siðfræði dýra, póstkort frá eyjum og Esjuhátíð

Í þætti gærdagsins var meðal annars rætt um aðbúnað lítilla gæludýra á borð við hamstra og út frá því vildum við halda áfram að velta fyrir okkur hvernig við hugsum um ólík dýr út frá stærð og já notagildi. Eru minni dýr minna virði? Við fengum til okkkar Gunnar Theódór Eggertsson rithöfund og doktor í bókmenntafræði en í doktorsritgerð sinni tók hann einmitt á framsetningu dýra í bókmenntum, tungumáli og menningu og út frá doktorsverkefninu skrifaði hann svo skáldsöguna Sláturtíð. Sumarið kom um liðna helgi til Eyja og Magnús segir frá þeirri miklu traffík sem myndaðist í miðbænum og það var líf og fjör. Apabóla er nýjasta orðið í íslensku og Magnús rekur aðeins sögu apabólusóttarinnar sem hófst í Danmörku 1958. Svo er það barnavinna sem hefur verið til umfjöllunar að undanförnu. Magnús sagði frá vinnu sinni sem barn austur á Seyðisfirði á síldarárunum. Esjuhátíð Skógræktarfélags Reykjavíkur verður haldin á morgun uppstigningardag. Markmið hátíðarinnar er að vekja athygli á þeim fjölbreyttu útivistarmöguleikum sem finna má á útivistarsvæðinu. Mjög mikill fjöldi gengur upp að Steini en færri vita að leiðir í Esjuhlíðum eru fjölmargar. Vaxandi áhugi á útivist auk ótvíræðs lýðheilsugildis svæðisins gerir það að spennandi útivistarparadís og það er meira að segja hægt að komast að Esjunni í strætó. VIð heyrðum í Auði Kjartansdóttur framkvæmdastjóra félagsins hér á eftir.
5/25/202250 minutes
Episode Artwork

Nagdýr sem gæludýr, VIRK ársritið og selveiðar

Haustið 2020 var sett af stað þróunarverkefni innan VIRK tengt kulnun (e.burnout). Upphaf verkefnisins má að mörgu leyti rekja til aukinnar umræðu um kulnun á vinnumarkaði, en sú umræða hefur verið töluverð síðastliðin ár. Á sama tíma hafa rannsóknir aukist í stöðugum mæli í alþjóðasamfélaginu. Það hafa þó verið gríðarlega mismunandi áherslur í þessum rannsóknum og stuðst við ólíkar skilgreiningar á kulnun. VIgdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri Virk kemur til okkar. Og við ætlum að fræðast um nagdýr. Dóra Lena Christians er bókmenntafræðinemi og starfsmaður gæludýrabúðar sem tók eftir því að almenn þekking á þörfum smárra gæludýra var af mjög skornum skammti þannig hún setti upp vefsíðuna nagdyr.is þar sem má finna ýmsan fróðleik um þau. Það er nefnilega ýmislegt sem þarf að hafa í huga áður en fólk fær sér til dæmis hamstur eða mús sem gæludýr. Við heyrum að lokum viðtal sem Kristín okkar Einarsdóttir á Ströndum tók við Vilhelm Vilhelmmson sagnfræðing í maí í fyrra en hann hefur rannsakað selveiðar við Ísland og leitað fanga í ýmsum heimildum. Kristín hitti Vilhelm á selaslóðum eða á Hvammstanga þar sem einmitt selasetrið er til húsa. Umsjón Þorgerður Ása og Guðrún Gunnars
5/24/202250 minutes
Episode Artwork

Geðlestin, Lærðu að elska sjálfa/n þig og Haukur Ingvarsson lesandi

Öflug geðrækt frá unga aldri út lífið er besta ráðið til að takast á við þær áskoranir sem lífið færir okkur. Geðlestin er samstarfsverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og er styrkt af félags- og heilbrigðisráðuneytunum. Heimsóttir eru efri bekkir grunnskóla og framhaldsskóla á öllu landinu. Tónlistarmaðurinn MC Gauti, Gauti Þeyr Másson hefur verið partur af lestinni undanfarnar 5 vikur og við heyrðum í honum í dag. Þerapían - Lærðu að elska þig, er einstaklingsmiðuð þjálfun og uppbygging fyrir einstaklinga sem vilja lifa stórkostlegu lífi, segir Kristjana Jenný markþjálfi og hér er ekki um nokkura vikna verkefni um að ræða heldur 9-11 mánuði.Um er að ræða samtalsmeðferð sem er blanda af fróðleik, æfingum og verkefnum þar sem meðal annars eru kenndar aðferðir sem stuðla að jákvæðara hugarfari og sjálfsmati, aukinni meðvitund, sjálfsöryggi og hugrekki og betri tengingu við sjálfa/n þig og innsæið. Kristjana Jenny kom til okkar á eftir. Og lesandi vikunnar var Haukur Ingvarsson rithöfundur og bókmenntafræðingur en hann hlaut einmitt Maístjörnuna, ljóðabókaverðlaun Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafnsins, fyrir bók sína Menn sem elska menn nú á dögunum.
5/23/202250 minutes
Episode Artwork

Föstudagsgesturinn Þórey Vilhjálmsd og matarvefur

Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni var Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé eigandi EMPOWER en verkefnið Jafnréttisvísir hefur þar verið í forgrunni en það er stefnumótun og vitundarvakning í jafnréttismálum. Við spurðum hana nánar út í það,nýlega fjármögnun og útrás og ýmislegt annað. Nýr vefur hefur litið dagsins ljós, matland.is þar sem matur er í fyrirrúmi og allt sem tengist mat og hægt að kaupa beint af bónda eða beint af býli eins og bjúgu frá Bakkakoti og lambagúllas frá Langholti. Tjörvi Bjarnason sér um matland og kom til okkar hér á eftir.
5/20/202250 minutes
Episode Artwork

Sérfræðingurinn Hannes Steindórsson form félags fasteignas

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir Það er fimmtudagur sem þýðir að sérfræðngur vikunnar var hjá okkur . Það vafr formaður félags fasteignasala,Hannes Steindórsson og hann svaraði spurningum hlustenda og talaði jafnframt um markaðinn almennt.
5/19/202250 minutes
Episode Artwork

Safnadagurinn, stökkpallur í sjó og Ása Baldurs, hlaðv. o.f.l.

Mikill er máttur safna er yfirskrift alþjóðlega safnadagsins, sem er í dag og verður á hinum ýmsu söfnum boðið upp á fjöldann allan af viðburðum í tilefni dagsins. Og svo verða íslensku safnaverðlaunin afhent. Þjóðfræðingurinn Dagrún Jónsdóttir er verkefnastjóri alþjóðlega safnadagsins og hún kíkti til okkar hér í upphafi þáttar. Núna 28. Maí verða opnaðir sérstakir stökkpallar út í sjó á Akranesi. Þarna verða stökkpallar sem eru 2,4,6 og 8 metrar og getur því efsti pallurinn náð allt að 14 metrum í fjöru. Jódís Lilja Jakobsdóttir og Konráð Gunnar Gottliebsson (Konni Gotta)standa að þessu og þau komu til okkar. Og svo heyrum við í henni Ásu Baldurs og hún segir frá spennandi hlaðvörpum og sjónvarpsþáttum . Hún sagði frá hlaðvarpinu Bodies þar sem þáttarstjórnandi rannsakar læknisfræðilegar gátur um kvenlíkamann, sombody-somewere þættir sem hitta beint í hjartastað! Titilinn vísar í leit mannsins að einhverjum sálufélaga, hvort það er vinur, elskhugi, fjölskyldumeðlimur eða bara eitthvað allt annað og svo eru það þættirnir Starstruck sem hún gefur einnig góða umsögn og segir þættina, hámhorfsefni á hæsta mælikvarða. UMSJÓN: ÞORGERÐUR ÁSA AÐALSTEINSDÓTTIR OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
5/18/202250 minutes
Episode Artwork

Loddaralíðan, mannréttindi jaðarhópa og sauðburður á Klúku

Sýningin Sjáið mig er þátttökusýning sem fjallar um loddaralíðan eða imposter syndrome og það er leikhópurinn Slembilukka sem stendur að henni. Slembilukka samanstendur af þeim Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur, Laufey Haraldsdóttur og Eygló Höskuldsdóttur og er sýningin innblásin af þeirra eigin loddaralíðan í sviðslistaheiminum. Þær Bryndís og Laufey komu í þáttinn í dag og ræddu við okkur um sýninguna og loddaralíðan. Félagsráðgjafafélag Íslands stóð fyrir yfir 30 málstofum og erindum s.l. föstudag um málefni sem tengjast vinnu og rannsóknum félagsráðgjafa. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, var ein þeirra sem fluttu þar erindi, hennar erindi bar yfirskriftina Mannréttindi jaðarhópa - valdefling þeirra sem standa höllum fæti. Þar talaði hún um hlutverk félagsráðgjafa til dæmis með því að taka þátt í stefnumótun stjórnvalda, mótmæla óréttlátri stefnu og framkvæmd hennar er varðar jaðarsetta hópa samfélagsins og aðra minnihlutahópa sem þarfnast opinbers stuðnings til þess að njóta félagslegs réttlætis og mannréttinda. Vilborg kom í þáttinn í dag og sagði okkur meira frá þessu. Á Klúku í Miðdal við Steingrímsfjörð búa hjónin Unnsteinn Árnason og Íris Guðbjartsdóttir. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, heimsótti þau hjón í upphafi sauðburðar og ræddi við Unnstein í fjárhúsinu um störf bóndans og sérstaklega um vinnu Unnsteins við að græða upp landið. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
5/17/202250 minutes
Episode Artwork

Risasvarthol, að kveikja neistann og Ragnheiður lesandinn

Í fyrsta skipti hefur náðst ljósmynd af risasvartholinu sem er í miðju vetrarbrautarinnar okkar en stjörnufræðingar segja að hún veiti mikilvægar upplýsingar um eðli risasvarthola. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, kom í þáttinn og fræddi okkur um þessi fyrirbæri og mikilvægi þessarar myndar og hvaða mikilvægu upplýsingar það eru sem hægt er að lesa úr svona mynd. Það er mikilvægt að kveikja neista hjá nemendum og nú er boðið uppá námskeið fyrir kennara og nemendur um mikilvægi þess og að nemendur læri að virkja það afl sem býr innra með þeim. Að læra að þekkja eigin styrkleika og hæfileika nýtist þeim á lífsleiðinni og gerir þau betur í stakk búin/n til dæmis til að fá vinnu við hæfi. Helga Marín Bergsteinsdóttir markþjálfi og fyrirlesari kom í þáttinn í dag og sagði okkur frekar frá þessu. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo söngkonan Ragnheiður Gröndal. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hennar, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Nefndi hún bækur til dæmis eftir Júlíu Margréti Einarsdóttur, Auði Jónsdóttur, Yrsu Sigurðardóttur, Halldór Laxness og Þórberg Þórðarson. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
5/16/202250 minutes
Episode Artwork

Arnar Eggert föstudagsgestur og tertumatarspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Arnar Eggert Thoroddsen, doktor í tónlistarfræði, blaðamaður og gagnrýnandi. Hann er aðjúnkt við Háskóla Íslands þar sem hann er umsjónarmaður grunnnáms í fjölmiðlafræði. Eins og við gerum alltaf með föstudagsgesti byrjuðum við á því að fara með honum aftur í tímann og skoða aðeins æskuna og uppvöxtinn og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag. En svo erum við auðvitað stödd inni í miðjum Eurovision keppninni og þá var ekki komist hjá því að ræða við hann um hana. Eurovision í gegnum tíðina og auðvitað keppnina í ár, þar sem Beta, Elín, Sigga og Eyþór stíga á svið annað kvöld á úrslitakvöldinu í höllinni í Tórínó. Í matarspjalli dagsins skoðuðum við aðeins hvað er boðið upp á á kosningarskrifstofum í aðdraganda kosninga. Við hringdum vestur á Ísafjörð í Guðrúnu S. Matthíasdóttur, eða Gunnu Siggu, en hún er kölluð tertudrottning Vestfjarða. Kosningakaffi, bakkelsi og tertur í matarspjalli dagsins. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG SIGURLAUG MARGRÉT JÓNASDÓTTIR
5/13/202250 minutes
Episode Artwork

Á hlaupum og göngu með Arnari Péturssyni

Sérfræðingur Mannlega þáttarins í þetta sinn var hlauparinn Arnar Pétursson. Arnar er margfaldur Íslandsmeistari í langhlaupum og höfundur Hlaupabókarinnar. Við ræddum við hann í fyrri hluta þáttarins um það að koma sér í gang að hlaupa og ganga og hreyfa sig. Arnar er mikill viskubrunnur þegar kemur að hlaupum og hreyfingu og hans reynsla sem afrekshlaupari og þjálfari nýtist vel þegar hann ráðleggur byrjendum jafnt sem lengra komnum á því sviði. Og í seinni hluta þáttarins svaraði Arnar spurningum sem hlustendur sendu inn í netfang þáttarins,[email protected]. Spurningarnar snéru meðal annars að hlaupahraða, göngutúrum, mismunandi brennslu, mataræði o.fl. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/12/202250 minutes
Episode Artwork

Refsing eða endurhæfing? Hugvarpið og póstkort frá Magnúsi

Á sunnudaginn fór fram málþingið Refsing eða endurhæfing, þar sem fjallað var um ferðalag fanga frá afplánun til frelsis frá ýmsum sjónarhornum. Hvernig er þetta ferli í dag? Sigrún Margrét Óskarsdóttir fangaprestur og Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga komu í þáttinn í dag, en þau voru bæði með erindi á málþinginu. Það er auðvitað mikilvægt að hlúa að geðheilsunni, að þekkja helstu einkenni geðraskana og vita hvert á að leita ef eitthvað kemur upp. Hugrúnar geðfræðslufélag er rekið í sjálfboðaliðastarfi af háskólanemum og snýr öll starfsemi félagsins að því að bæta geðheilsu ungmenna á Íslandi og auka aðgengi að upplýsingum um geðheilsu. Föstudaginn næstkomandi mun hefja göngu sína Hugvarpið, sem er nýr hlaðvarpsþáttur á vegum Hugrúnar. Hugvarpið fjallar um geðheilsu, geðraskanir og úrræði sem standa til boða. Þær Þóra Jóhannsdóttir formaður Hugrúnar og Karen Geirsdóttir, fyrrverandi formaður, komu í þáttinn í dag. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Stórhöfði í Vestmannaeyjum er einn af uppáhaldsstöðum Magnúsar, enda frægur vegna veðurhams og lundabyggðar. Í póstkorti dagsins sagði hann frá Stórhöfða sem er höfuðborg lundaættarinnar. Það eru kosningar framundan og samgöngumálin eru á oddinum eins og nærri má geta útí Vestmannaeyjum. Hann fjallaði um Landeyjahöfn og hugmyndina um göng milli lands og Eyja. Í lokin sagði Magnús frá símaviðtali sem hann átti við ítalska söngvarann Andrea Bocelli. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/11/202250 minutes
Episode Artwork

Felix í Tórínó, Jón og Eva Ásrún og alþjóðlegur dagur lupus

Eurovisiondagurinn er runninn upp. Í kvöld keppa þau Beta, Sigga, Elín og Eyþór fyrir Íslands hönd í fyrri undankeppninni og svo þá kemur í ljós hvort atriðið kemst áfram í aðalkeppnina á laugardaginn kemur. Það voru einhver vandamál með hljóðblöndunina á sviðinu á dómararennslinu í gær en kom víst ekki að sök í útsendingunni. Það er skemmtilegt og spennandi sjónvarpskvöld framundan hjá flestum í dag. Við fengum Evu Ásrúnu Albertsdóttur söngkonu og Jón Ólafsson tónlistarmann í þáttinn í Eurovisionspjall í dag, en fyrst hringdum við í Felix Bergsson, sem var staddur í Pala Olympico höllinni í Tórino og fengum hann til að segja okkur frá stemningunni í íslenska hópnum. Í dag var aukaæfing þar sem átti að laga hljóðvandamál gærdagsins. Sem sagt Eurovisionspjall í fyrri hluta þáttarins í dag. Svo í seinni hlutanum fræddumst við um lupus, eða rauða úlfa. Í dag er alþjóðlegur dagur lupus, eða rauðra úlfa eins og sjúkdómurinn heitir á íslensku. Þetta er sjaldgæfur og alvarlegur sjálfsofnæmissjúkdómur sem getur valdið bólgum og verkjum um allan líkamann. Hann veldur því að ónæmiskerfið sem venjulega berst við sýkingar, snýst gegn eigin frumu, vefjum og líffærum. Við fengum Hrönn Stefánsdóttur, formann lupushóps Gigtarfélags Íslands, til að koma í þáttinn og segja okkur meira frá sjúkdóminum og þessum alþjóðlega degi lupus, eða rauðra úlfa. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/10/202250 minutes
Episode Artwork

Menntunarsjóður, furðuskepnur og Ástvaldur lesandinn

Við fræddumst um Menntunarsjóð Mæðrarstyrksnefndar Reykjavíkur, en sjóðurinn er 10 ára í ár. Sjóðurinn hefur veitt 399 styrki á þessum 10 árum og í ár styrkir nefndin 67 konur. Styrkþegarnir taka sér fyrir hendur margvíslegt nám allt frá því að klára stúdentspróf upp í meistaranám. Við fengum þær Önnu H. Pétursdóttur, formann Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur og Hafrúnu Ósk Hafsteinsdóttur styrkþega til að koma í þáttinn og segja okkur betur frá sjóðnum. Við fengum enn einn gullmolann úr safni Útvarpsins í dag, en Þór Fjalar Hallgrímssson, sem hefur verið í starfsnámi hér á Rás 1 undafarið hefur verið iðinn við að finna slíka mola. En moli dagsins er frá 15. mars árið 1985, þá var Hildur Torfadóttir með þáttinn Á sveitalínunni og tók í honum viðtal við Björn Jónsson, bónda á Laxamýri í Reykjahverfi, um furðuskepnur sem hann og Vigfús bróðir hans sáu á bökkum Laxár í Aðaldal 1958. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ástvaldur Zenki Traustason tónlistarmaður, organisti í Bessastaðakirkju og Zen munkur. Hann fræddi okkur um Zen búddisma og voru þær bækur sem hann talaði um allar tengdar Zen. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/9/202250 minutes
Episode Artwork

Föstudagsgestur Sigga Beinteins og Hreðarvatnsskáli

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Sigríður Beinteinsdóttir söngkona. Hana nú ekki að kynna fyrir hlustendum en hún syngur annað kvöld á tónleikum í Hörpu þar sem hún heldur upp á 40 ára söngafmæli og 60 ára afmæli. Hún er auðvitað í Stjórninni, hún hefur gefið út átta sólóplötur, auk þess sem hún hefur sungið fjölda laga með öðrum og svo má ekki gleyma hinu geysivinsæla barnaefni Söngvaborg. Annað kvöld mun hún syngja lög frá öllum ferli sínum ásamt góðum gestum. En í þættinum sagði Sigga okkur frá æskunni og uppvextinum og ferðalaginu í gegnum lífið til dagsins í dag. Í matarspjalli dagsins töluðum við um vegasjoppur. Framundan er tíminn þar sem fólkið í landinu leggur í ferðalög um þjóðveginn og aðra vegi okkar fallega lands. Og þá þarf auðvitað að stoppa við og við og fylla á bílinn og fá sér í gogginn. Þar koma svokallaðar vegasjoppur sterkar inn, margar landsþekktar, hafa staðið vaktina í áratugi, sumar þó ekki lengur og aðrar jafnvel að koma aftur. Eins og til dæmis Hreðavatnsskáli, þar sem nýir aðilar hafa tekið við rekstrinum. Við hringdum í Brynju Brynjarsdóttur, listakonu og bónda á Hraunsnefi, en hún og Jóhann Harðarson, eiginmaður hennar, hafa tekið að sér að reka Hreðarvatnsskála eftir að dóttir þeirra og tengdasonur keyptu skálann. Við fengum að vita hvað verður á boðstólnum hjá þeim og hvað er framundan á þessum rótgróna stað. Umsjón: Gunnar Hansson og Sigurlaug Margrét Jónasdóttir
5/6/202250 minutes
Episode Artwork

Dr. Janus Guðlaugsson - heilsuefling eldri borgara

Sérfræðingur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Dr. Janus Guðlaugsson. Hann rekur Janus heilsueflingu sem er ráðgjafa- og þjónustufyrirtæki sem vinnur að bættri heilsu og betri lífsgæðum eldri borgara. Þar nýtir hann niðurstöður doktorsrannsóknar sinnar, Hver er möguleikinn á að öðlast bætta heilsu og betri hreyfigetu þrátt fyrir hækkandi aldur? Og hvað þýðir heilsuefling í raun og veru? Janus mun fræddi okkur um það og sín störf og rannsóknir í fyrri hlutar þáttarins. Og svo í seinni hlutanum svaraði Janus spurningum sem hlustendur hafa sent inn í póstfang þáttarins, [email protected]. Spurningarnar snéru að styrktaræfingum, mataræði, kraftlyftingum, sjósund, næringardrykkjum, blóðþrýstingi o.fl. Umsjón: Gunnar Hansson og Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir
5/5/202250 minutes
Episode Artwork

Þarmaflóran og súrkál, Hólavallagarður og hlaðvörp með Ásu

Við fengum einn helsta sérfræðing landsins í þarmaflórunni, Birnu G. Ásbjörnsdóttur, í viðtal í dag. Hún er með meistaragráðu í næringarlæknisfræði frá University of Surrey, hún lauk námi í gagnreyndum heilbrigðisvísindum frá Oxford University og stundar doktorsnám við Háskóla Íslands. Hún og Dagný Hermannsdóttir standa fyrir námskeiðinu Súrkálsveisla fyrir þarmaflóruna hjá Endurmenntun HÍ. Þar verður áherslan lögð á að skoða áhrif örveruflóru þarmanna á heilsu, rýnt verður í nýjustu rannsóknir á mjólkursýrugerlum og súrkáli í tengslum við heilsu og fleira. Birna fræddi okkur um þarmaflóruna í dag. Myndlistarmaðurinn Þrándur Þórarinsson og Heimir Janusarson, garðyrkjumeistari og umsjónarmaður Hólavallagarðs, komu í þáttinn í dag. Sameiginlegt áhugamál þeirra (og reyndar fleiri) er einmitt Hólavallagarður eða gamli kirkjugarðurinn eins og hann er oft kallaður, en þangað sækir Þrándur innblástur í nýja málverkasýningu sem opnar um helgina. Ása Baldursdóttir, sérlegur ráðgjafi þáttarins kom svo í þáttinn í dag, en hún hefur komið í þáttinn annan hvern miðvikudag og bent okkur á áhugaverða hlaðvarpsþætti og efni á streymisveitum. Í dag fjallaði Ása um hlaðvarpið Cover Story, þar sem fjallað er um ýmsar tegundir mannlegra samfélaga þar sem vímugjafar koma við sögu. Leitina að hugarró og alsælu. Svo sagði hún okkur frá Uncanny, hlaðvarpi um drauga. Hvað gerist þegar fjöldi fólks sendir inn sína upplifun af yfirskilvitlegum fyrirbærum og draugasögum? Og að lokum fræddumst við um Youtube stjörnuna Kendall Rae sem gerir allt til þess að hjálpa fjölskyldum fórnarlamba glæpa m.a. með því að gefa þeim rödd í myndböndum sínum. Umsjón: Gunnar Hansson og Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir
5/4/202250 minutes
Episode Artwork

Bergur Ebbi, að fasta og Guðjón Gunnarsson

Bergur Ebbi Benediktsson er líklega best þekktur sem grínari, en hann hefur skemmt þjóðinni bæði sem hluti af Mið-Íslandi og bara sjálfur með sitt uppistand. Eins og segir í kynningu fyrir nýja uppistandssýningu hans: Bergur Ebbi er einn reyndasti uppistandari landsins með yfir þrettán ára reynslu af uppistandi, fyrirlestrahaldi og alvarlegum jafnt sem gamansömum greiningum á samfélaginu í bókum, pistlum, sjónvarps- og útvarpsefni. Við fengum Berg Ebba í þáttinn í dag og ræddum við hann um grín; hvernig hann semur efnið sitt, hvað er honum innblástur, hver eru efnistökin og hvernig hann vinnur hann úr efninu? Fasta - Heilsuefling eða öfgar? var heiti á málþingi sem Náttúrulækningafélagið hélt í síðustu viku. Hvað gerist í líkamanum við föstu? Er hún fyrir alla og hver er áhrifaríkasta fastan? Jóhanna Eyrún Torfadóttir næringarfræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum var ein þeirra sem flutti erindi á málþinginu þar sem hún velti fyrir sér hversu algengt það er að fólk fasti reglubundið á Íslandi? Jóhanna kom í þáttinn í dag. Glæðir er lífrænn og bætaefnaríkur blómaáburður úr fersku þangi, hreinu vatni og sóda og framleiddur í litlum skúr á Reykhólum af Guðjóni Gunnarssyni sem jafnan er kallaður Dalli. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, brá sér yfir að Reykhólum og fékka að fræðast um framleiðsluna og að glæðir græðir ekki bara gróður af ýmsu tagi heldur hefur líka reynst fólki vel við t.d. exemi. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
5/3/202250 minutes
Episode Artwork

Samkaup verðlaunuð, Haraldur Erlendss. og Kolbrún lesandinn

Samkaup hlutu í vikunni menntaverðlaun atvinnulífsins 2022, en verðlaunin voru afhent á Menntadegi atvinnulífsins í Hörpu. Samkaup fóru af stað í jafnréttisátak síðasta haust, Jafnrétti fyrir alla ? Samkaup alla leið, í samvinnu við Samtökin ?78, Þroskahjálp og Mirru, rannsókna- og fræðslusetur fyrir erlent starfsfólk, um margvíslega fræðslu fyrir starfsfólk. Fyrir átakið hlutu Samkaup í lok síðasta árs tvenn hvatningarverðlaun jafnréttis sem Samtök atvinnulífsins og Háskóli Íslands standa að, annars vegar í flokki fjölmenningar og hins vegar í flokki fötlunar. Þá hafa Samkaup verið tilnefnd til Blaze Inclusion Awards, sem eru norræn jafnréttisverðlaun veitt af norsku samtökunum Diversify. Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, kom í þáttinn og sagði frá. Hér á landi hefur starfað félag áhugafólks um dulspeki í meira en 100 ár. Það hét áður Guðspekifélagið, en skipti um nafn 2018 og kallast nú Lífspekifélagið. Íslandsdeild félagsins var formlega stofnuð í ágúst 1921 en fyrir þann tíma voru starfandi nokkrar stúkur á landinu. Haraldur Erlendsson geðlæknir hefur komið víða við og meðal annars verið viðriðinn þetta félag lengi, en langömmur hans tvær voru meðal stofnenda. Þór Fjalar Hallgrímsson, starfsnemi hér á Rás 1, tók á honum hús og fékk hann til að segja aðeins frá sjálfum sér og félaginu. Svo var það lesandi vikunnar. Í þetta sinn var það Kolbrún Anna Björnsdóttir. Hún er ein þriggja höfunda sjónvarpsþáttanna Vitjanir, sem eru sýndir á sunnudagskvöldum hér á RÚV, auk þess að leika hlutverk Hönnu í þáttunum. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/2/202250 minutes
Episode Artwork

Óskar Jónasson föstudagsgestur og sakbitin sæla í matarspjallinu

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var kvikmyndaleikstjórinn Óskar Jónasson. Hann hefur í gegnum árin leikstýrt miklu magni af sjónvarpsefni og fimm kvikmyndum í fullri lengd og fyrsta myndin hans, Sódóma Reykjavík, á einmitt 30 ára frumsýningarafmæli um þessar mundir og verður að því tilefni sýnd í Bíó Paradís nokkrum sinnum, fyrst núna í kvöld á svokallaðri föstudagspartísýningu. Við fengum Óskar til að segja okkur frá æskunni og uppvextinum og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag og auðvitað frá Sódómu og Skara skrípó. Og svo í matarspjallinu í dag veltum við fyrir okkur sakbitinni sælu, þ.e.a.s. hvað fáum við okkur að borða þegar enginn sér til. Við spurðum fólk hér í Efstaleitunu hvað væri þeirra sakbitna sæla og ræðum það svo með Sigurlaugu Margréti, besta vini bragðlaukanna. Það er óhætt að segja að það eru áhugaverðir hlutir sem fólk fær sér í kvöldmat þegar enginn sér. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
4/29/202250 minutes
Episode Artwork

Yrsa Löve ofnæmislæknir sérfræðingur vikunnar

Sérfræðingur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Yrsa Löve ofnæmislæknir. Nú er einmitt tíminn þar sem fólk er farið að finna fyrir til dæmis frjókornaofnæmi, mörg jafnvel án þess að átta sig á því að það sé einmitt frjókornaofnæmi. Svo eru það öll hin ofnæmin, fyrir vissum matartegundum, fyrir dýrum og fleiru. Yrsa sagði okkur í fyrri hluta þáttarins frá starfi sínu og hennar helstu verkefnum þar og fræddi okkur almennt um ofnæmi. Og svo í seinni hluta þáttarins svaraði hún spurningum sem hlustendur hafa sent í pósthólf þáttarins, [email protected]. Spurningarnar voru fjölbreyttar, til dæmis um ónæmiskerfið og ónæmismeðferð, snyrtivörur, gæludýr, ofsakláða, matarofnæmi, hvort ofnæmi erfist og fleira. umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
4/28/202250 minutes
Episode Artwork

Leiðsöguhundar, söngleikur á Selfossi og póstkort frá Magnúsi

Í dag er alþjóðlegur dagur leiðsöguhunda. Leiðsöguhundar eru gríðarlega öflugt hjálpartæki fyrir blint og alvarlega sjónskert fólk og veita þeir notendum mikið frelsi og aukið öryggi. Blindrafélagið beitir sér fyrir því að tryggja félagsmönnum sínum aðgang að þjálfuðum leiðsöguhundum og við fengum í spjall til okkar Þorkel Steindal, formann leiðsöguhundadeildar Blindrafélagsins og starfsmann þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Með honum var leiðsöguhundurinn hans Gaur. Þorkell sagði okkur frá þjónustu leiðsöguhunda, sinni reynslu með sínum hundi og þessum alþjóðlega degi leiðsöguhunda í þættinum. Á bak við tjöldin er nýr íslenskur söngleikur sem frumsýndur var fyrir nokkrum dögum á vegum Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands. Fjórar ungar konur, allar nemendur við skólann, ákváðu að gera allt sjálfar, semja leikritið, semja tónlistina, smíða leikmyndina og svo leikstýra þessu öllu. Við hittum höfundana, þær Svölu Nordal, Helgu Melsted, Hönnu Töru Björnsdóttur og Sigríði Fjólu Þórarinsdóttur í miðbæ Selfoss í gær. Að lokum fengum við í dag póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni. Í póstkorti dagsins segir Magnús frá ferðalögum sínum, sem hafa verið nokkur á undanförnum vikum. Hann segir líka frá bók sem hann hefur verið að lesa eftir þýska rithöfundinn Ferdinand Von Schirach og í lokin nokkur orð um stríðið austur í Úkraínu. umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
4/27/202250 minutes
Episode Artwork

Valdeflandi námskeið, Veislan og Ólafur Ingimundarson

Á Hótel Grímsborgum er ekki bara þessi dæmigerði hótelrekstur alla daga heldur er annað slagið boðið uppá ýmisskonar námskeið og í næstu viku munu þær Gyða Dröfn Tryggvadóttir, meðferðararaðili í áfalla-og uppeldisfræðum, og Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir, leiða valdeflandi námskeið sem miðar að því að efla seiglu, bæta samskipti og auka færni í lífi og starfi. Athyglinni er beint að nýrri þekkingu og úrræðum, áhrifum og afleiðingum streitu og meðvirkni á samskipti í lífi og starfi. Gyða Dröfn kom í þáttinn í dag. Á sunnudaginn voru frumsýndir í sjónvarpinu nýir lífsstíls- og matarþættir sem kallast Veislan. Þeir fjalla um landið okkar, landslagið og matar- og tónlistarmenningu á Íslandi í gegnum fólkið sem hér býr. Leiðsögumenn þáttanna eru þeir Dóri DNA, grínari og fjölmiðlamaður, og Gunnar Karl Gíslason, Michelin kokkur á Dill. Við fengum þá félaga til að koma í þáttinn til að segja okkur frá þessum nýju þáttum og ferðalögum þeirra um landið við gerð þáttanna. Ingimundur Ingimundarson fæddist og bjó alla tíð á Svanshóli í Bjarnarfirði. Hann skrifaði dagbækur frá því hann var unglingur og þangað til hann gat ekki lengur skrifað vegna heilsubrests. Ólafur Ingimundarson settist niður með Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, rifjaði upp minningar um föður sinn og ræddi dagbókarskrifin. Umsjón: Gunnar Hansson og Guðrún Gunnarsdóttir
4/26/202250 minutes
Episode Artwork

Verndarar barna, koma handritanna og Ilmur lesandi vikunnar

Í dag hefst hin árlega Landssöfnun Barnaheilla undir heitinu Hjálpumst að við að vernda börn. Ljós verða seld út um land allt og mun ágóði sölunnar renna til forvarnaverkefnisins Verndarar barna. Verkefnið er forvarnarverkefni, ætlað fullorðnum til að öðlast þjálfun og þekkingu í að fyrirbyggja og bregðast við kynferðisofbeldi á börnum. Við fengum Guðrúnu Helgu Bjarnadóttur, verkefnisstjóra landssöfnunarinnar, í þáttinn í dag til þess að segja okkur meira frá söfnuninni og málefninu. Þór Fjalar Hallgrímsson, starfsnemi hér á Rás 1 og nemi í Hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands, hefur undanfarnar vikur fundið áhugaverða gullmola úr safni útvarpsins. Í dag ætlum við einmitt að flytja einn slíkan, en í síðustu viku voru liðin 51 ár síðan fyrstu íslensku fornbókahandritin komu aftur til landsins. Það var 21. apríl 1971 sem danska herskipið Vædderen kom með Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða. Nokkrum dögum fyrr, þegar skipið var að leggja úr höfn í Danmörku, fór Jökull Jakobsson, leikskáld og útvarpsmaður, þá 37 ára, með hljóðnemann út í bæ og spurði nokkra vegfarendur hvað þeim fyndist um heimkomu handritanna og um áhuga þeirra á íslenskum fornbókmenntum. Við heyrðum þetta innslag í þættinum í dag. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Ilmur Stefánsdóttir, leikmyndahönnuður og listakona. Hún hefur auðvitað gert leikmyndir fyrir fjölda leikrita, nú síðast í Fyrrverandi sem frumsýnt var fyrir skemmstu í Borgarleikhúsinu. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Hún sagði frá bókunum Framúrskarandi vinkona eftir Elena Ferrante, On Earth We're Briefly Gorgeous eftir Ovean Vuong og Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu eftir Olgu Tokarczuk. Svo sagði hún frá þeim miklu áhrifum sem bækur Astrid Lindgren hafði á hana, t.d. Elsku Míó minn. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/25/202250 minutes
Episode Artwork

Halldór Gylfason föstudagsgestur og hlaðborðsmatarspjall með honum

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikarinn og tónlistarmaðurinn Halldór Gylfason. Hann á 25 ára útskriftarafmæli frá Leiklistarskóla Íslands nú í vor og hefur allar götur síðan verið að vinna í leikhúsunum. Lengst af hefur hann verið á samningi í Borgarleikhúsinu hjá Leikfélagi Reykjavíkur og þar hefur hann leikið í hátt í 100 uppsetningum. Hann frumsýndi fyrir skemmstu í leikritinu Fyrrverandi eftir Val Frey Einarsson og nýlega var einnig frumsýnd kvikmyndin Allra síðasta veiðiferðin þar sem hann fer með eitt af aðalhlutverkunum. Við ræddum við Halldór um æskuna og uppvöxtinn í Vogahverfinu, tónlistina, íþróttirnar, Þróttara og fórum með honum í ferðalag í gegnum lífið til dagsins í dag. Halldór sat svo áfram með okkur í matarspjalli dagsins með Sigurlaugu Margréti, besta vini bragðlaukanna. Þar sagði Halldór frá sínum uppáhaldsmat, hvernig maður ber sig að við hlaðborð, hvað var í matinn á hans æskuheimili og hvað hann eldar helst. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/22/202250 minutes
Episode Artwork

Ásatrúarfélagið 50 ára, BUILD og hlaðvörp Ásu

Eins og við sögðum frá í upphafi þáttar þá var Ásatrúarfélagið stofnað á þessum degi árið 1972, það er sem sagt hálfrar aldar gamalt í dag. Af því tilefni fengum við Jóhönnu Harðardóttur frá Ásatrúarfélaginu, til að koma í þáttinn og rifja upp með okkur söguna, starfsemi félagsins og hver staða þess er í dag. BUILD (Building Resilience and Brighter Futures) er forvarnarverkefni sem þróað var af Pieta á Írlandi og er ætlað að veita 13-14 ára ungmennum, sem mörg upplifa sjálfsvígshugsanir eða sjálfsskaða, verkfæri til að takast á við ólíkar áskoranir í lífinu, byggja upp þrautseigju og seiglu, efla sjálfstraust og tilfinningafærni. Forvarnarverkefnið hefur verið kennt á Írlandi með góðum árangri frá 2017 hefur nú verið þýtt og staðfært að íslenskum og litháískum aðstæðum en verkefnið er samstarfsverkefni, styrkt af Erasmus+, menntaáætlun ESB. Píeta samtökin fara með verkefnisstjórn en verkefnið er unnið í samvinnu við Hafnarfjarðarbær og samstarfsaðila í Litháen og á Írlandi. Guðbjörn Lárus Guðmundsson, sálfræðingur hjá Píeta samtökunum og Stella Björg Kristinsdóttir fagstjóri frístundastarfs hjá Hafnarfjarðarbæ komu í þáttinn og sögðu frá. Ása Baldursdóttir, sérfræðingur þáttarins í hlaðvörpum og sjónvarpsþáttum, kom í þáttinn í dag. Í þetta sinn sagði hún okkur frá hlaðvörpum sem fjalla um ástina, sálufélagann, sértrúarsöfnuði og raðlygara. Fyrri þáttaröðin heitir Twin Flames og sú síðari Do You Know Mordechai? Í lokin sagði hún frá glænýrri sjónvarpsþáttaröð, Pachinko, sem fjallar um vonir og drauma kóreskrar innflytjendafjölskyldu, saga sögð í gegnum fjórar kynslóðir. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/20/202250 minutes
Episode Artwork

Orkudrykkjaneysla, minningar.is og hænsnarækt

Skýrsla Áhættumatsnefndar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á sviði matvæla frá því í fyrra leiddi í ljós að orkudrykkjaneysla íslenskra ungmenna í 8. til 10. bekk sé með því mesta sem þekkist í Evrópu. Hilmar Þór Sigurjónsson er framhaldsskólakennari og vinnur einnig við íþróttaþjálfun. Hann hefur skrifað pistla í fjölmiðla um orkudrykkjaneyslu unglinga og áhyggjur sínar af afleiðingum þess að drekka marga slíka drykki á dag en dæmi eru um að krakkar drekki allt að 8-9 á dag og sofi örfáa klukkutíma á sólarhring. Þetta sé vítahringur sem þurfi að hjálpa þeim að rjúfa. Hilmar Þór kom í þáttinn í dag. Við fræddumst svo um vefinn minningar.is sem var opnaður af forseta Íslands skömmu fyrir jól. Á www.minningar.is getur fólk stofnað minningarsíður, tilkynnt um andlát og skrifað minningargreinar um látna ástvini og birt myndir. Sirrý Arnardóttir er talsmaður minninga.is og hún kom í þáttinn til að segja okkur frá þessari minningarsíðu og nýjung á vefnum þar sem hún tekur viðtöl við fólk sem vill minnast látinna ástvina og hægt verður að horfa eða hlusta á viðtölin á minningar.is. Kristín okkar Einarsdóttir ætlar að koma sér upp hænsnakofa og leitaði sér því upplýsinga hjá fróðu fólki um hænsnarækt. Fyrst hringdi hún í Sæbjörgu Freyju Gísladóttur sem býr á Flateyri og er þar með þrjár tegundir af hænum. Því næst lagði Kristín leið sína í Bæ á Selströnd þar sem hjónin Bjarni Þórisson og Marta Guðrún Jóhannesdóttir búa. Þar í garðinum er hænsnakofi og fjórar hænur spranga um hlaðið með hananum en ein hænan er komin á aldur og dvelur í góðu yfirlæti alla daga á sínu hænsnapriki. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/19/202250 minutes
Episode Artwork

Út úr myrkrinu, póstkort frá Dresden og páskamatarspjall

Talið er að 500 til 600 sjálfsvígstilraunir séu gerðar á Íslandi árlega og að á milli 30 til 50 manns deyja á ári vegna sjálfsvígs. Heimildarmyndin Út úr myrkfinu miðlar reynslu aðstandenda sem hafa misst ástvin, sem tekið hefur eigið líf, og hvernig þau hafa komist út úr myrkrinu. Hjónin Helgi Felixsson og Titti Johnson gerðu myndina og Helgi kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá myndinni, ferlinu, sögunum sem í henni eru og mikilvægi umræðunnar um sjálfsvíg. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í póstkorti dagsins sagði Magnús frá þýsku borginni Dresden, en þar er hann staddur núna í lystiferð. Hann sagði frá Ágústi sterka sem gerði Dresden að einni helstu menningarborg Evrópu á átjandu öld. Hann sagði líka frá loftárásunum sem voru gerðar á borgina í lok seinni heimstyrjaldarinnar, en margir telja að þær hafi verið stríðsglæpur. Í lokin sagði Magnús líka af Vladimir Putin sem bjó í Dresden þegar hann var kontoristi á vegum KGB á Sovéttímanum. Og þar sem það er síðasti virki dagurinn fyrir páska í dag, einskonar föstudagur, þá fengum við Sigurlaugu Margréti, besta vin bragðlaukanna, til þess að koma í matarspjall í dag. Þar ræddum við um páskamat og aðallega páskalambið. En einnig kom við sögu föstudagurinn langi og rósmarín. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/13/202250 minutes
Episode Artwork

Felix og Eurovision, karlaferð á Hornstrandir og Gísli í Ásmundarnesi

Við heyrðum í Felix Bergssyni fararstjóra íslenska hópsins, sem heldur utan til að keppa í Eurovision í Tórínó á Ítalíu, og stjórnanda Alla leið sjónvarpsþáttana, en fyrsti þátturinn var einmitt sýndur á RÚV um helgina. Felix sagði okkur frá undirbúningi keppninnar hér heima og úti og starfi sínu sem fulltrúi í stýrihópi Eurovision. Þór Fjalar Hallgrímsson hefur verið í starfskynningu undanfarið hjá okkur hér á Rás 1. Hann hefur fundið áhugavert efni í safni útvarps sem við höfum flutt hér í þættinum en í dag spiluðum við viðtal sem hann tók við Ægi Rafn Ingólfsson, tannlækni og jóga- og hugleiðslukennara, en hann hefur skipulagt karlaferð á Hornstrandir í sumar. Á jörðinni Ásmundarnesi í Bjarnarfirði var stundaður hefðbundinn sauðfjárbúskapur fram undir 1970, eftir það lagði ábúandinn, Guðmundur Halldórsson, stund á lax- og silungseldi á jörðinni. Nýlega tók svo nýr eigandi Gísli Ólafsson við jörðinni og framundan eru miklar framkvæmdir. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Gísla og bað hann að segja frá nýju hlutverki Ásmundarness. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/12/202250 minutes
Episode Artwork

Savanna tríóið 60 ára og Jakob Smári lesandi vikunnar

Savanna tríóið fagnar 60 ára afmæli í ár, en meðlimir hljómsveitarinnar voru Björn G. Björnsson, Troels Bendtsen og Þórir Baldursson. Eftirfarandi texti var skrifaður af Jóni Sigurðssyni aftan á fyrstu hljómplötu sveitarinnar: Snemma á árinu 1962 tóku þrír ungir menn, Troels Bendtsen, Björn Björnsson og Þórir Baldursson að æfa saman söng sem nú er orðinn landskunnur. Þeir höfðu litla reynslu en viljann vantaði ekki, og hafa þeir á þessum skamma tima sungið sig inn í hjörtu Íslendinga, ungra sem gamalla. Þegar í byrjun hneigðist hugur þeirra að íslenzkum þjóðlögum, enda er þar um auðugan garð að gresja. Þetta er fyrsta hljómplatan sem þeir syngja inn á og ef dæma skal eftir góðri meðferð þeirra á þessum lögum, áreiðanlega ekki sú síðasta. Björn G Björnsson og Troels Bendtsen komu og rifjuðu upp með okkur sögu hljómsveitarinnar í þættinum í dag. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Jakob Smári Magnússon bassaleikari. Hann hefur spilað með fjölmörgum hljómsveitum í gegnum tíðina, Tappa tíkarrassi, Síðan skein sól, Das Kapital og miklu fleiri, auk þess að hafa spilað út um allan heim með hljómsveit tónlistarmannsins John Grant. En við fengum í dag að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Það er óhætt að segja að Þórarinn Eldjárn hafi verið fyrirferðamikill hjá Jakobi, því hann segist nánast bara lesa bækur eftir Þórarinn, en hann nefndi þó líka Tinna bækurnar sem höfðu mikil áhrif á hann í æsku og svo aftur óvænt í kringum síðustu aldamót. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/11/202250 minutes
Episode Artwork

Hallveig Rúnarsdóttir, föstudags- og matarspjall um andalæri

Hallveig Rúnarsdóttir söngkona var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn. Hún hóf söngnám hjá Sigurði Demetz árið 1991 og lauk 8. stigi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Rutar L. Magnússon árið 1998. Það sama ár hóf hún nám hjá Theresu E. Goble við Guildhall School of Music and Drama í London. Hallveig hefur sungið ýmislegt í gegnum tíðina, óperuhlutverk, flest hjá Íslensku Óperunni, en einnig víðar, hún hefur komið fram sem einsöngvari víða um heim, hún hefur sungið sópranhlutverkið í mörgum helstu stórverkum tónbókmenntanna og hefur sungið margoft með Sinfóníuhljómsveit Íslands auk fjölda annarra hljómsveita bæði hér á landi og erlendis. Hún sagði okkur frá æskunni og uppvextinum í Garðabænum, tónlistinni og söngnum sem var allt í kringum hana og ferðalaginu í gegnum lífið til dagsins í dag. Hallveig Rúnarsdóttir föstudagsgestur sat svo áfram með okkur í Matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti. Þar talaði hún um confit de canard, eða andalæri elduð upp úr eigin fitu á franska vísu. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/8/202250 minutes
Episode Artwork

Dr. Erla Björnsdóttir svefnsérfræðingur

Sérfræðingur þáttarins í dag var Dr. Erla Björnsdóttir, svefnsérfræðingur. Erla rannsakaði svefnleysi, andlega líðan og lífsgæði hjá sjúklingum með kæfisvefn í doktorsnámi sínu. Hún hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi og vinnur að rannsóknum á því sviði ásamt samstarfsfólki í Evrópu og Bandaríkjunum. Við ræddum við hana í fyrri hlutanum um hennar störf í svefnráðgjöf og meðferð. Svo í seinni hluta þáttarins svaraði Erla spurningum sem hlustendur hafa sent inn í netfang þáttarins, [email protected]. Spurningarnar í dag fjölluðu t.d. um áhrif skjánotkunar á svefn, nikótínneysla, leiðréttingu klukkunnar, svefnlyf, tíð þvaglát á næturna, flóaða mjólk og fleira. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/7/202250 minutes
Episode Artwork

Tónlist og heilabilun, Góði hirðirinn og Ása og hlaðvörpin

Tónlistardeild Listaháskólans stendur nú fyrir námskeiðinu Tónlist og heilabilun, eða Music and Dementia. Þetta er sjötta árið sem þetta frumkvöðlaverkefni hefur verið starfrækt hér Íslandi og að þessu sinni fer verkefnið fram á hjúkrunarheimilinu Grund þar sem sem heimilisfólk, átta skjólstæðingar Grundar, og starfsfólk á heimilinu taka þátt. Stuðst er við verkefnið Music for Life sem hefur verið starfrækt í London í rúmlega tuttugu ár. Þær Magnea Tómasdóttir söngkona og Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands komu í þáttinn og sögðu frá. Málefni flóttafólks hafa auðvitað verið mikið í fréttum og umræðunni undanfarið. Unnið er að því hörðum höndum að finna húsnæði og aðstoða það flóttafólk sem komið er til landsins við að koma sér fyrir. Við fréttum í gegnum Fjölmenningarsetur að það væri samningur milli sveitarfélaga og Góða hirðisins til að aðstoða fjölskyldur flóttafólks að fá húsgögn og muni fyrir heimili þeirra. Við heyrðum í Sigrúnu Guðnýju Markúsdóttur, verkefnastjóra verslana Góða hirðisins og fengum hana til að segja okkur meira frá þessu. Ása Baldursdóttur hlaðvarpsráðgjafi þáttarins koma svo til okkar og hélt áfram að ráðleggja okkur hvaða hlaðvörp eru áhugaverð að hlusta á og hvaða efni á streymisveitum er þess virði að skoða. Í dag sagði hún meðal annars frá hlaðvarpinu Something Was Wrong, þar sem kafað er í mál konu sem var gift siðblindum ofbeldismanni, þar sem raunveruleikinn err svo sannarlega fáránlegri en nokkur skáldskapur. Svo sagði Ása okkur frá tveimur sjónvarpsþáttaröðum, Severance, eftir ameríska leikarann og leikstjórann Ben Stiller sem er að slá öll áhorfsmet á streymisveitunni Apple og svo The Last Dance, heimildarþáttum á Netflix sem er fjalla um Michael Jordan og Chicago Bulls, eitt sigursælasta lið í sögu NBA körfuboltadeildarinnar í Bandaríkjunum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/6/202250 minutes
Episode Artwork

Hatur gegn hinsegin, andleg einkaþjálfun og Krakkaveldi

Eyrún Eyþórsdóttir, doktor í mannfræði og lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, heldur á fimmtudaginn fyrirlestur sem nefnist Hatur gegn hinsegin. En hún hefur verið að vinna rannsókn frá árinu 2019 þar sem hún tekur viðtöl við einstaklinga sem hafa upplifað hatursglæpi á eigin skinni. Hluti viðmælenda hennar eru hinsegin, þ.e.a.s. samkynhneigðir eða transfólk. Eyrún kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessari rannsókn og fyrirlestrinum, sem er hluti hádegisfyrirlestrarraðarinnar Hinsegin Ísland í alþjóðlegu samhengi og er haldinn í samstarfi við RIKK, Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum og Jafnréttisskólans. Rakel Sigurðardóttir er andlegur einkaþjálfari og segir að þegar hún fór sjálf í gegnum andlega einkaþjálfun, opnaðist nýr heimur fyrir henni sem hjálpaði henni að ná tökum á andlegu heilsunni. Rakel segir að andleg einkaþjálfun hjálpi fólki sem upplifi kvíða, óöryggi, hræðslu, lítið sjálfstraust, að vita ekki hvað það vill, er hrætt við álit annarra, þorir ekki að fara sína eigin leið í lífinu eða á erfitt með að standa með sjálfu sér. Rakel sagði okkur meira frá andlegri einkaþjálfun í þættinum í dag. Krakkaveldi er heiti á verkefni sem þær Hrefna Lind Lárusdóttir og Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir komu með í Grunnskóla Drangsness. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti þær stöllur og fékk þær til að segja frá verkefninu og svo fáum við að heyra nemendur segja frá útkomunni. Nemendurnir sem rætt var við heita Kári, Friðgeir Logi, Kristjana Kría og Katrín. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/5/202250 minutes
Episode Artwork

ADHD, gömul aprílgöbb og Álfur Birkir lesandi vikunnar

Á aðalfundi ADHD samtakanna,sem haldinn var í síðustu viku kom fram að samtökin fagna þeim breytingum sem nú er verið að gera á þjónustu við fólk með ADHD. Nýtt ADHD teymi heilsugæslunnar fyrir fullorðna, Geðheilsumiðstöð barna og fyrirheit um aukið fjármagn og bætta þjónustu á landsvísu. En samtökin segja jafnframt að skaðlegar afleiðingar ógreinds og ómeðhöndlaðs ADHD verða sífellt ljósari og afleiðingar aðgerðarleysis liðinna ára kalla hinsvegar á stóraukið fjármagn næstu árin til að vinna niður þá 3-4 ára biðlista sem nú blasa við. Við ræddum við Vilhjálm Hjálmarsson formann samtakanna í þættinum í dag um stöðuna og hann sagði til dæmis hversu mikið breyttist eftir að hann greindist með ADHD um þrítugt. Á föstudaginn var 1. apríl. Ekki varð neitt úr aprílgabbi hér í þættinum, en Þór Fjalar Hallgrímsson hefur verið við starfsnám hér á Rás 1 undanfarnar vikur fann nokkur gömul aprílgöbb úr útvarpinu í safni RÚV, þar á meðal það fyrsta frá árinu 1957. Við fengum að heyra brot úr þeim í þættinum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Álfur Birkir Bjarnason nýkjörinn formaður Samtakanna 78. En í síðustu viku var einmitt sýnileikadagur transfólks og að auki tengdust Samtökin 78 einmitt vel heppnuðu aprílgabbi frá því á föstudaginn sem við fengum hann til að segja okkur aðeins frá og svo auðvitað líka frá bókum sem hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/4/202250 minutes
Episode Artwork

Anita Briem föstudagsgestur og brauðsúpuspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Anita Briem leikkona. Hún hefur leikið frá því hún var mjög ung, byrjaði 9 ára gömul í Emil í Kattholti í Þjóðleikhúsinu. Hún fór 16 ára ein til Bretlands og komst inn í einn þekktasta leiklistarskóla í heiminu, Royal Academy of Dramatic Arts. Hún sagði okkur frá námsárunum og til dæmis frá því að hún fékk verðlaun fyrir bardagalist. Eftir útskrift þaðan hefur hún leikið í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda, hér heima og erlendis. Svo sagði hún okkur frá sínu nýjasta verkefni, þar sem hún leikur aðalhlutverkið í nýrri íslenskri kvikmynd sem fer í almenna sýningu í kvöld, Skjálfti, eftir Tinnu Hrafnsdóttur. Við spjölluðum sem sagt við Anitu um æskuna og uppvöxtinn og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag. Í matarspjallinu í dag töluðum við um brauðsúpu. Ekki eru allir jafn spenntir fyrir henni, sum okkar elska hana á meðan önnur... jah ekki jafn mikið. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/1/202250 minutes
Episode Artwork

Sérfræðingur vikunnar Guðríður Helgadóttir

Sérfræðingur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur. Hún sagði okkur frá starfi sínu og svaraði spurningum sem hlustendur sendu í pósthólf þáttarins. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG MARGRÉT BLÖNDAL
3/31/202250 minutes
Episode Artwork

Líðan á vinnustað,Póstkort frá Magnúsi og hljómsveitin Umbra

Valdimar Svavarsson ráðgjafi hefur um langt skeið starfað við ráðgjöf og kennslu á félagslega sviðinu og vann í nokkur ár við einstakling- og pararáðgjöf og má segja að samskipti sé hans sérgrein. Á síðustu árum hefur hann haldið námskeið, fyrirlestra og sinnt teymisþjálfun innan fjölmargra fyrirtækja og stofnanna og meðal annars um virðingu á vinnustað, meðvirkni á vinnustað og sjálfsmynd og ábyrgð starfsfólks. Við vorum á vinnustaðanótum með Valdimar. Í Póstkorti dagsins frá Magnúsi R. Einarssyni segir hann af sjóferðum sínum með Herjólfi sem hefur oftar en ekki þurft að sigla til Þorlákshafnar frekar en til Landeyjahafnar í vetur. Oft hefur verið haugasjór en Magnús líkar það ágætlega enda sjóhraustur. Í þessum ferðum les hann ýmislegt sér til skemmtunar og fróðleiks. Að þessu sinni sagði hann frá ólíkum glæpamönnum sem hann fræddist um síðast þegar hann sigldi með emmess Herjólfi. Tónlistarhópurinn Umbra hefur um árabil sérhæft sig í flutningi fornrar og nýrrar tónlistar og í þeirri list að vekja forn þjóðlög eða gleymda lagboða til lífsins.Umbra fékk Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2018 fyrir plötuna Sólhvörf og núna eru þær að leggja lokahönd á nýjustu plötu sína;Bjargrúnir en hún mun koma út í maí hjá Dimmu og fer í dreifingu víða um Evrópu. Platan kafar djúpt í þjóðlagaarfinn okkar, og kveðskapur plötunnar kemur frá ýmsum tímum, sá elsti frá 13. öld og sá yngsti frá 19. öld. Yrkisefnin eru æði ólík en öll draga skáldin fram einhvers konar raunir kvenna. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
3/30/202250 minutes
Episode Artwork

Sigurhæðir, mynd um að eldast og Viktoría Ólafsdóttir

Nú er liðið eitt ár frá því að Sigurhæðir, þjónusta við þolendur kynbundis ofbeldis á Suðurlandi, hóf starfsemi sína. Frá þessu er sagt í Dagskránni fréttablaði Suðurlands og fyrirsögn greinarinnar er Undraverður árangur í eitt ár. Það var Soroptimistaklúbbur Suðurlands sem hafði frumkvæðið að stofnun Sigurhæða og við heyrðum meira af þessari þjónustu og því sem áunnist hefur á þessu fyrsta starfsári þegar Hildur Jónsdóttir, verkefnisstjóri Sigurhæða, kom í þáttinn í dag. Ung íslensk kona, Berglind Þrastardóttir, stundar nám í leikstjórn hjá Deutsche Film- und Fernseh-akademie Berlin og er með spennandi verkefni í vinnslu sem fjallar um það sem snertir alla, að eldast. Í myndinni er fylgst með ferðalagi einnar konu í gegnum breytingaskeiðið, fordómana sem hún mætir og hvernig hún finnur sína innri rödd. Við töluðum við Berglindi í dag. Viktoría Ólafsdóttir tók nýlega við rekstri Hótels Laugarhóls í Bjarnarfirði. Hótel Laugarhóll er núna rekinn í húsnæði þar sem var áður Klúkuskóli og þar var Viktoría í skóla en hún bjó sem barn og unglingur á Svanshóli í sama firði. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, ræddi við hana. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG MARGRÉT BLÖNDAL
3/29/202250 minutes
Episode Artwork

ÍMARK, Sigurveig Guðmundsdóttir og Valur Brynjar Antonsson lesandinn

ÍMARK, samtök íslensks markaðsfólks, voru stofnuð árið 1986 og eru samtök einstaklinga sem hafa áhuga á og/eða starfa við markaðsmál. Tilgangur samtakanna er m.a. að auka veg og virðingu markaðsmála hérlendis og stuðla að auknum skilningi á mikilvægi þeirra. Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, eru verðlaun sem veitir frumlegum, skapandi og snjöllum hugmyndum viðurkenningu og er nokkurs konar uppskeruhátíð markaðs- og auglýsingasfólks og nú á miðvikudaginn verða birtar tilnefningarnar í ár. Árni Reynir Alfreðsson er fomaður ÍMARK og hann kom til okkar. Þór Fjalar Hallgrímsson er starfsnemi hjá okkur þessa dagana en hann er við nám í hagnýtri menningarmiðlun við HÍ. Þór hefur verið að leita að áhugaverðu efni í safninu okkar og í dag heyrum við viðtal sem var tekið upp árið 2000, af Jórunni Sigurðardóttuir dagskrárgerðarkonu, hún talaði við Sigurveigu Guðmundsdóttir sem ólst upp í Hafnarfirði og í því segir hún frá tímum þegar fréttir bárust af styrjöld úti í heimi, hörðum vetri og heimsfaraldri fyrir meira en öld síðan. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Valur Brynjar Antonsson heimspekingur, skáld, ráðgjafi og kennari. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
3/28/202250 minutes
Episode Artwork

Lay Low föstudagsgestur og smáréttir

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, eða Lay Low. Hún hefur auðvitað samið og sungið lög sem hafa verið gríðarlega vinsæl, en samt ákvað hún að syngja ekki sjálf lag sem hún sendi inn í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár. Hún fékk systurnar Betu, Elínu og Siggu Eyþórs- og Ellenardætur til að syngja lagið sitt og þær unnu. Lovísa er því á leiðinni til Tórínó á Ítalíu í maí með systrunum og lagið sitt að keppa í Eurovisionkeppninni. Við ræddum auðvitað við hana um þetta nýjasta ævintýri, en rifjuðum líka upp með henni æskuna og uppvöxtinn og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag. Þó að rigni, þó að blási, ég skemmti mér...segir í textanum góða. Við viljum trúa því, a.m.k. að nú sé mesti snjórinn farinn a.m.k. hér syðra og þótt hann sé kannski ekki að hopa annars staðar á landinu, þá getur maður alveg dregið fyrir og látið eins og vorið sé að koma. Hið innra a.m.k. Í matarspjalli dagsins töluðum við um smárétti sem sniðugt er að hafa með t.d. freyðivíni, sem forrétti eða við hvaða tilefni sem er. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
3/25/202250 minutes
Episode Artwork

Guðmundur Óli meindýraeyðir og tónlistarmaður

Guðmundur Óli Scheving meindýraeyðir var sérfræðingur Mannlega þáttarins í dag. Sólin hækkar á lofti, hitastigið hækkar, það er óneitanlega sumar framundan. En þá koma gjarnar skordýrin, geitungarnir og einhverjar fleiri skepnur sem við myndum flest helst vilja halda fyrir utan hýbýli okkar. Þá geta komið upp þær aðstæður að það þurfi að kalla til meindýraeyði. Við ræddum við Guðmund Óla um starf hans sem meindýraeyðir í fyrri hlutanum og svo í seinni hlutanum svaraði hann fjölmörgum spurningum sem hlustendur hafa sent í pósthólf þáttarins [email protected]. Spurningarnar um til dæmis silfurskottur, ávaxtaflugur, roðamaura, rottur, mýs, margfætlur, ham- eða feldgæru og fleira. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/24/202250 minutes
Episode Artwork

Foreldrafærni, Edda Erlends, Halldór Laxness og Ása Baldurs

Alexía Margrét Jakobsdóttir hlaut viðurkenningu Sálfræðingafélags Íslands fyrir framúrskarandi lokaverkefni fyrir meistararitgerð sína í klínískri sálfræði. Ritgerðin ber heitið Efling foreldrafærni meðal flóttafólks: Er það fýsileg meðferðarnálgun við íslenskar aðstæður? Flóttafólk er sístækkandi hópur í Evrópu og víðar sem glímir við mikið álag og áföll, það var því fróðlegt að fá Alexíu Margréti til að segja okkur frá efni ritgerðarinnar og því hverju hún komst að í þættinum í dag. Ævintýrið Hver vill hugga krílið? er tónverk sem segir frá litlum dreng sem er mjög feiminn og þorir ekki að vingast við nokkurn fyrr en hann hittir litla stúlku sem er enn hræddari við lífið en hann. Þá finnur hann kjarkinn. Tónverkið er fyrir barnakór, hljómsveit og sögumann. Verkið er eftir Olivier Manoury og er samið við sögu Tove Jansson í þýðingu Þórarins Eldjárn. Edda Erlendsdóttir píanóleikari kom í þáttinn og sagði frá. Í gær voru liðin 74 ár frá því að Atómstöðin eftir Halldór Laxness kom út. Þór Fjalar Hallgrímsson, nemi í hagnýtri menningarmiðlun hjá Háskóla Íslands, er þessa dagana í starfsnámi hér á Rás 1 og hann fann í safni útvarpsins viðtal sem Matthías Johannessen tók við skáldið árið 1964. Við fengum Þór til að klippa fyrir okkur bút úr viðtalinu, þar sem Halldór ræðir meðal annars um æskuminningar, ömmu sína og föður sinn og við fluttum þennan bút í þættinum. Ása Baldursdóttir kom til okkar í dag og sagði okkur frá áhugaverðum hlaðvarpsþætti og heimildarmynd og hún var ekkert að spara stóru orðin þegar hún sendi okkur upplýsingar um efni dagsins: Hún sem sagt sagðist ætla að segja frá einu svakalegasta glæpahlaðvarpi sem hún hefur hlustað á og einni bestu tónlistarheimildarmynd sem hún hefur séð á ævinni, og þó er af nógu að taka. Ása réttlætir þessi stóru orð í þættinum, en hlaðvarpsþáttaröðin heitir The Thing About Pam og tónlistarheimildamyndin heitir Homecoming eftir Beyonce Knowles. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/23/202250 minutes
Episode Artwork

Þorsteinn og jákvæð karlmennska og Magga Stína

Átakið jákvæð karlmennska er hafið sem hefur það að markmiði að vekja athygli á tilfinningum karla og drengja og að þær séu sjálfsagðar og þeim þurfi að veita athygli. Jákvæð karlmennska er andsvar við þeirri skaðlegu karlmennsku sem krefur karla og drengi um að bæla niður tilfinningar, fela þær, gefa þeim ekki gaum, tala ekki um þær og leita sér seint eða síður aðstoðar vegna vanlíðan. Þorsteinn V. Einarsson hóf vegferð fyrir um það bil fjórum árum, þar sem hann auglýsti á Facebook og svo Twitter eftir því að karlmenn tjáðu sig um karlmennsku og karlmennskuímyndir, góðar og slæmar. Viðbrögðin voru gríðarleg og nú, fjórum árum síðar á þetta allt hans líf. Hann fór í mastersnám í kynjafræði, hann er með hlaðvarpsþætti, heldur fyrirlestra og margt fleira. Þorsteinn kom í þáttinn í dag og ræddi jákvæða karlmennsku. Tónlistarkonan, gleðigjafinn og lífslistakonan Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, flutti fyrir nokkru á Drangsnes og Kristín okkar Einarsdóttir heimsótti hana þar og fékk að heyra af hennar einstöku lífssýn og því að vera loksins hætt að vera rangstæð í lífinu. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/22/202250 minutes
Episode Artwork

Vísindi.is, Hjúkrun 2022 og Ingunn lesandi vikunnar

Það er ekki hægt að neita því að efnið sem dynur á okkur á hverju augnabliki, á netinu og samfélagsmiðlum, hinum ýmsu streymisveitum, fréttamiðlum, youtube og hvað þetta nú allt saman heitir. En það er ekki þar með sagt að við séum alltaf að skoða eitthvað sem sé virkilega áhugavert, eða fræðandi. Það er amk. afskaplega gaman þegar maður rekst á uppsprettu efnis sem kveikir á öllum perum í kollinum. Á www.visindi.is er ógrynni af áhugaverðu efni um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu, enda er þetta vefur tímaritanna Lifandi vísindi og Lifandi sögu. Guðbjartur Finnbjörnsson riststjóri Lifandi visinda kom í þáttinn og gaf okkur nokkur dæmi um áhugavert efni sem þar er að finna, t.d. 12 hættulegustu dýrin, yfirburðir rauðhærðar, greinar um Úkraínu og fleira. Mikið hefur mætt á hjúkrunarfræðingum um allan heim síðustu tvö ár og svo sannarlega hér á landi einnig. Í næstu viku verður ráðstefnan Hjúkrun 2022 haldin á Hilton. Þar verður rætt um nýsköpun í hjúkrun en einnig um áhrif heimsfaraldursins á líf og störf hjúkrunarfræðinga. Þær Edda Dröfn Daníelsdóttir, sviðsstjóri fagsviðs hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins komu í þáttinn í dag og sögðu okkur frá ráðstefnunni, nýjungum í hjúkrunarfræði og hvað við höfum lært á faraldrinum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ingunn Ásdísardóttir, þjóðfræðingur og þýðandi. Hún hefur unnið að rannsóknum í norrænni goðafræði, hefur skrifað um það nokkrar bækur og er að vinna í einni slíkri nú. Hún hefur verið tilnefnd nokkrum sinnum til Íslensku þýðingarverðlaunanna og hlotið þau einu sinni, fyrir þýðingu sína á á færeysku skáldsögunni Ó ? Sögur um djöfulskap eftir Carl Jóhan Jensen. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina og það er óhætt að segja að goðafræðin er fyrirferðamikil í hennar lestri. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/21/202250 minutes
Episode Artwork

Föstudagsgesturinn Þorsteinn J. og matarspjall um salat

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Hann er auðvitað þekktastur fyrir að hafa í gegnum tíðina stjórnað fjölda útvarpsþátta og sjónvarpsþátta, hann hefur skrifað bækur og komið víðar við. Við forvitnuðumst um æskuna og uppvaxtarárin, fjölmiðlaferilinn, þegar hann tók t.d. þátt í upphafsárum Bylgjunnar og svo almennt um þá dagskrárgerð sem hann hefur sinnt alveg síðan, bæði í útvarpi og í myndmiðlum t.d. í sjónvarpi. Svo sagði Þorsteinn okkur frá nýju sjónvarpsþáttunum sem hann hefir verið að gera, fyrir Sjónvarp Símans, sem heita Sögur sem breyta heiminum. Þar tekur hann viðtöl við fjóra einstaklinga sem tóku ákvörðun sem breytti lífi þeirra. Í matarspjalli dagsins þá ætluðum við að ræða létt sumarsalöt, en við vorum kannski komin aðeins á undan okkur, eða aðeins á undan veðrinu öllu heldur, af því að við erum raunsæisfólk og það þarf ekki annað en að líta út um gluggann til að sjá að það er ekki komið sumar, þannig að við ræddum líka matarmikil salöt og fleira. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/18/202250 minutes
Episode Artwork

Kristján Þórður sérfræðingurinn og Nichole um móttöku flóttafólks

Sérfræðingur vikunnar í Mannlega þættinum var Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður og framkvæmdastjóri rafiðnaðarsambandsins. Við fengum hann til að fræða okkur um rafmagn og til að segja frá sínu starfi, bæði hjá sambandinu og sem iðnaðarmaður. Svo í seinni hlutanum svaraði hann spurningum sem hlustendur voru búin að senda inn í pósthólf þáttarins. Spurningarnar voru fjölbreyttar og áhugaverðar um allt frá flökti í ljósum, hvort væri meiri eldhætta af rafbílum en jarðefnaeldsneytisbílum og til gamalla ljósakróna. Í lok þáttar kom Nichole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs, í þáttinn og hún sagði okkur aðeins frá þeirri stöðu sem er komin upp í sambandi við flóttafólkið frá Úkraínu. Margir hafa boðið fram aðstoð, húsnæði og jafnvel atvinnu fyrir flóttafólkið, en það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga þegar farið er út í slíka aðstoð. Nichole fær gríðarlega mikið af fyrirspurnum og heyrir af mörgum dæmum og hún fræddi okkur um það sem þarf að hafa í huga þegar boðin er fram aðstoð fyrir flóttafólk frá stríðshrjáðum svæðum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/17/202250 minutes
Episode Artwork

Áfallaáætlun, tækninýjungar í þjónustu og póstkort um aukakíló

Við höfum fjallað talsvert undanfarið um áföll og afleiðingar áfalla og hversu mikilvægt er að grípa fljótt inn til að aðstoða einstaklinga að vinna úr áföllum. Áföll í barnæsku eru algeng og rannsóknir benda til að 60 prósent barna upplifi einhvers konar áfall eða áföll frá 0 til 18 ára aldurs. Barn í sorg, eða með einhvers konar áfallastreitu, getur til dæmis illa einbeitt sér að námi svo ekki sé talað um önnur áhrif á líf þeirra. Því er mikilvægt að grípa fyrr en seinna inn í og hjálpa þeim að vinna úr áfallastreitunni. Diljá Ámundadóttir Zoega borgarfulltrúi kom í þáttinn í dag og við ræddum við hana um tillögu hennar sem var samþykkt í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur, þar sem lagt var til að allir skóla í Reykjavíkurborgar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar setji sér áfallaáætlun, einstaklingsmiðaðan stuðning við börnin. Við fengum Diljá í dag til að segja okkur frekar frá þessu. Margir eiga erfitt með að tileinka sér tækninýjungar þegar kemur að nauðsynlegri þjónustu, bæði bankaþjónustu, félagslegri þjónustu, heilbrigðisþjónustu o.fl. Það er spurning hvort of lítill tími hefur verið gefin til að læra á nýjungar í þessu tilliti. Nýlegasta dæmið er sennilega klappkortið hjá Strætó, nú er ekki lengur hægt að nota farmiðana og víða er ekki hægt að fá þjónustu nema að hafa rafræn skilríki. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fyrrverandi formaður Landsambands eldri borgara kom í þáttinn í dag. Hún hefur kynnt sér hvernig farið er að í þessum málum í Danmörku og hefur einnig verið ráðgefandi hjá Reykjavíkurborg. Hún skilaði skýrslu til borgarinnar í janúar og þar kemur fram hvað má gera betur. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í korti dagsins sagði Magnús frá slag sínum við aukakílóin eftir að hann hljóp í spik vegna kórónuverunnar og illveðurs. Þetta tvennt lokaði hann inni og dæmdi til að breytast í átvagl og sófakartöflu. Í framhaldinu sagði hann frá megrunarátaki sem er að verða sjálfvirkt því matvælaverð fer hækkandi á heimsmarkaði vegna keisaradrauma Valdimars nokkurs Pútíns austur í Rússlandi. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/16/202250 minutes
Episode Artwork

Leikrit um karlmennskuna, hormónar og næring og landaveislur

Undanfarið hefur karlmennska verið mikið í umræðunni, þ.e. ekki endilega besta hliðin á karlmennsku, heldur meira eitruð karlmennska og afleiðingar hennar. Fjórir ungir karlmenn eru að setja upp leiksýningu í Borgarleikhúsinu þar sem þeir eru að velta fyrir sér karlmennskuhlutverkinu í nútímanum. Við ræddum við þá Tómas Helga Baldursson leikstjóra og Ara Frey Ísfeld Óskarsson leikara, í þættinum í dag, um karlmennskuna, jákvæðu og neikvæðu hliðarnar og hvernig sjálfshjálparbók frá 1981 hjálpaði þeim við að semja þetta verk. Hamingjusamir hormónar - Breytingaskeiðið - Konur á besta aldri er yfirskrift námskeiðs þar sem fjallað er um næringu og lífsstíl sem getur haft áhrif á vellíðan og lífsgæði á breytingaskeiðinu. Námskeiðið miðar að því að koma sem bestu jafnvægi á hormónanna. Sigfríð Eik Arnardóttir næringarþerapisti frá Institute for Optimum Nutrition (ION) í London, kom í þáttinn og sagði frá, en hún er félagi í hinu breska fagfélagi næringarþerapista. Fjölskyldan í Snæfelli á Hólmavík, hjónin Eiríkur Valdimarsson og Esther Ösp Valdimarsdóttir ásamt börnunum, Valdimari, Kormáki, Kolfinnu Vísu og Ástvaldi halda öðru hvoru veislu á heimili sínu þar sem þau fara í nokkurskonar heimsókn til einhvers tiltekins lands, elda t.d. mat sem er dæmigerður fyrir landið og gera ýmislegt sem landinu tengist. Kristín okkar Einarsdóttir fór í heimsókn og fékk að taka þátt í landaveislu. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/15/202250 minutes
Episode Artwork

Sáttamiðlun, flutningsfulltrúi Fjallabyggðar og Jódís lesandi vikunnar

Lilja Bjarnadóttir og Dagný Rut Haraldsdóttir eru lögfræðingar og sáttamiðlarar og reka Sáttamiðlaraskólann. Sáttamiðlaraskólinn var stofnaður árið 2019 og býður uppá nám í sáttamiðlun fyrir þau sem vilja starfa sem sáttamiðlari eða nýta sáttamiðlun í starfi sínu. Námið er leið til þess að auka við færni sína við úrlausn deilumála og er það mat stjórnenda skólans að sáttamiðlun eigi heima svo víða í samfélaginu. Þær Lilja og Dagný komu í þáttinn í dag. Fjallabyggð er fyrsta og eina sveitarfélagið á landinu sem hefur sérstakan flutningsfulltrúa á sínum snærum. Hlutverk hans er að vera tengiliður þeirra sem áhuga hafa á að flytja norður eða hefja atvinnurekstur. Linda Lea Bogadóttir er flutningsfulltrúi Fjallabyggðar og hún svarar fyrirspurnum fólks og þá aðallega um atvinnu og húsnæði og hún segir að mikið sé um að fólk hafi samband og spyrjist fyrir um samfélagið, andann og auðvitað leik- og grunnskóla. Við slógum á þráðinn norður til Lindu í dag. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Jódís Skúladóttir alþingismaður. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Þar komu við sögu meðal annars Guðrún frá Lundi, Gunnar Gunnarsson og Margit Sandemo. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/14/202250 minutes
Episode Artwork

Föstudagsgesturinn Ásta S Fjeldsted framkvstj Krónunnar og matarspjall

Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, var föstudagsgestur vikunnar. Ásta tók við því starfi haustið 2020 en var áður framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands og á að baki mjög áhugaverðan feril. Hún er menntaður vélaverkfræðingur frá Tækniháskólanum í Danmörku og hefur dvalið víða erlendis við nám og störf, meðal annars í Japan og Taílandi. Einnig er hún ræðismaður Slóveníu og Íslandi og situr í fyrirtækjaráði UNICEF á Íslandi. Í matarspjalli dagsins ræddum við um hvernig hugmyndin um salat í matinn, vék fyrir hugmyndinni um smásteik í matinn og allt hefur þetta með blessað veðrið að gera. Sérfræðingur í smásteik kom í heimsókn.
3/11/202250 minutes
Episode Artwork

Sérfræðingurinn Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir

Það er fimmtudagur og sérfræðingur vikunnar er Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir sérfræðingur hjá EFLU verkfræðistofu og við töluðum um myglu og raka í húsakynnum, hvað er hægt að gera, hverjar eru vísbendingarnar um að slíkt leynist í íbúð og hvaða áhrif hafa rakaskemmdir á heilsuna. Sylgja svaraði einnig spurningum frá hlustendum.
3/10/202250 minutes
Episode Artwork

Regnbogavottun, Hversdagssafnið og Ása og hlaðvörpin

Laugarnesskóli fékk nýlega Minningarverðlaun Arthurs Morthens fyrir fjölbreytt skólastarf og síðasta vor fékk skólinn fyrstur grunnskóla í borginni Regnbogavottun Reykjavíkur sem hinseginvænn vinnustaður. Í röksemdum dómnefndar kemur fram að skólinn fylgir stefnu um skóla án aðgreiningar og er hún samofin öllu daglegu skólastarfi í Laugarnesskóla. Mikill sveigjanleiki er í starfi með nemendur og áhersla er lögð á sérkennslu og snemmtæka íhlutun í 1. og 2. bekk til að styrkja nemendur bæði í námi og félagslega. Umhyggjustig skólans er hátt, hvort sem er gagnvart nemendum eða starfsfólki. Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri Laugarnesskóla og Sigríður Heiða Bragadóttir skólastjóri komu til okkar. Það er Ásu þáttur Baldursdóttur í dag en Ása er hjá okkur annan hvern miðvikudag og fer yfir það helsta og mest spennandi á hlaðvarps og streymisveitum og í dag talaði hún um hamingjuna, gamanþætti fyrir þreytta innilokaða foreldra og norrænt glæpasjónvarp á Viaplay streymisveitunni. Við forvitnuðmst um Hversdagssafnið á Ísafirði en þar er safnað og miðlað menningu hins daglega lífs í gegnum frásagnalist, sjón- og hljóðræna miðla. Aðstandendur safnsins búa til sýningar og verkefni sem eru byggðar á djúpviðtölum og nú fyrir stuttu hlaut safnið styrk úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða. Við slógum á þráðinn til Bjargar Elínar Sveinbjörnsdóttur, forstöðumanns Hversdagssafnsins. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG ÞORGERÐUR ÁSA AÐALSTEINSDÓTTIR
3/9/202250 minutes
Episode Artwork

Aldís og Þórhildur um fjölkær sambönd og Hrafnhildur Skúlad.

Fyrir tveimur vikum var Þórhildur Magnúsdóttir í viðtali hjá okkur og þar talaði hún um það að hún væri í fjölkæru sambandi. Sem sagt ákváðu hún og maðurinn hennar fyrir fjórum árum að opna sambandið, að þau geti átt í samband við fleiri en hvort annað. Þetta viðtal vakti mikla athygli og sterk viðbrögð í báðar áttir. Sum lýstu yfir mikilli furðu á þessu fyrirkomulagi á meðan önnur hrósuðu Þórhildi fyrir koma fram og segja frá og tala svona opinskátt um það hvernig þau vildu haga sínu sambandi. Á milli þeirra sem voru með þessi ólíku viðbrögð við viðtalinu sló í brýnu með hörðum orðaskiptum. Þessi sterku viðbrögð vöktu margar spurningar, auk þess sem spurningum var varpað fram í umræðunni, því ákváðum við að fá Aldísi Þorbjörgu Ólafsdóttur, sálfræðing og kynlífsráðgjafa til þess að ræða við okkur, en í sinni pararáðgjöf hefur hún meðal annars unnið með pörum sem eru í fjölkæru sambandi og Þórhildur Magnúsdóttir kom einnig aftur í þáttinn og þær ræddu saman við okkur um viðbrögðin við viðtalinu og þeim spurningum sem hafa komið í kjölfarið. Hrafnhildur Skúladóttir tók nýlega við sameinuðu starfi Íþrótta- og tómstundafulltrúa Strandabyggðar. Starfið er yfirgripsmikið og í mörg horn að líta en Hrafnhildur tekst á við verkefnin með jákvæðni og bjartsýni að vopni. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Hrafnhildi í íþróttahúsinu og fékk hana til að segja frá í hverju starfið felst. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
3/8/202250 minutes
Episode Artwork

Fagráð eineltismála, myrkrið í Íslendingasögunum og Sverrir lesandinn

Undanfarin tvö ár hafa skólar átt fullt í fangi með að reyna að halda sjó vegna heimsfaraldursins. Fagráð eineltismála hefur lýst yfir áhyggjum af því að eineltismál hafi mátt sitja á hakanum á þessu tímabili. Að samkomutakmarkanir hafi takmarkað þær lausnir sem skólar hafa haft í erfiðum samskipta- og eineltismálum eins og t.d námskeið, fyrirlestra, ráðgjöf, sértæka bekkjarfundi og viðtöl. Við fengum þær Sigurbjörgu Sigurpálsdóttur sálfræðing og Ólöfu Helgu Þór, náms- og starfsráðgjafa, en báðar eru þær í fagráðinu, til að koma í þáttinn og segja okkur frá stöðu mála í þessum mikilvæga málaflokki. Svo kom í þáttinn Jan Alexander van Nahl dósent í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands. Hann er fæddur í Þýskalandi en hefur verið búsettur hér á landi í nokkur ár og náð góðum tökum á málinu en hann er með doktorsgráður í norðurlandafræði, fornleifafræði og norrænum fræðum frá Háskólanum í Munchen. Meðal útgefinna verka hans eru tvær bækur um Snorra Sturluson, bók um konungasögur og kennslubók í norrænum miðaldafræðum. Hann sagði okkur í þættinum frá rannsókn sem hann vinnur að þessa dagana og snýr að því að kortleggja myrkrið í Íslendingasögunum. Hversu áberandi er myrkrið og hvaða áhrif hefur það á sögusvið og framvindu atburðarrásarinnar í þessum sögum? Lesandi vikunnar í þetta sinn var Sverrir Norland, rithöfundur, þýðandi, útgefandi, fyrirlesari, sjónvarpsmaður, útvarpsmaður, hlaðvarpsgerðarmaður, sendill, lagerstarfsmaður, handritshöfundur, kennari, tveggja barna faðir, íslenskur skattgreiðandi og bjartasta von Hlíðaskóla 2001. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG ÞORGERÐUR ÁSA AÐALSTEINSDÓTTIR
3/7/202250 minutes
Episode Artwork

Rut Einarsd. föstudagsgestur og úkraínskur matur með Alberti

Föstudagsgestur þáttarins í þetta sinn var Rut Einarsdóttir, ný framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Hún hefur átt vægast sagt áhugaverðan feril, en hún fór í háskóla í Japan og lærði viðskiptafræði og japönsku. Svo hefur hún ferðast víða um heim, til fjölda landa í Asíu, Afríku og Evrópu þar sem hún hefur sótt ráðstefnur, unnið að margvíslegum verkefnum, tengdum loftslagsmálum, sorphirðu, réttindabaráttu ýmiskonar, friðarmálum og borgaralega vitund. Hún hafði verið í stjórn Kvenréttindafélagsins í tvö ár áður en hún gerðist núna framkvæmdastýra félagsins. Það var um nóg að tala við Rut í þættinum í dag. Í matarspjalli dagsins fengum við Albert Eiríksson, besta vin besta vinar bragðlaukanna. Hann hefur undanfarna viku verið að deila uppskriftum að úkraínskum réttum á facebook og á síðunni sinni www.alberteldar.is. Við fengum að vita hvaða matur og réttir eru þekktastir frá Úkraínu og hvaðan hann fékk uppskriftirnar í matarspjallinu í dag. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG SIGURLAUG MARGRÉT JÓNASDÓTTIR
3/4/202250 minutes
Episode Artwork

Böðvar Ingi pípulagningameistari sérfræðingur vikunnar

Sérfræðingurinn vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Böðvar Ingi Guðbjartsson, formaður Félags pípulagningameistara. Við fjölluðum með sérfræðingum síðustu viku um viðhald og framkvæmdir almennt, en nú beinum við sjónum að pípulögnum. Í fyrri hluta þáttar sagði Böðvar okkur frá félaginu og starfi þess. Hvað ber að varast í þessum efnum og hver eru helstu málefni félagsins en það leggur til dæmis áherslu á að neytendur kanni hvort píparinn sé með réttindi, tryggður gagnvart tjóni og að gerður sé verksamningur þar sem kemur skýrt fram hvað framkvæmdin muni kosta, hvað sé innifalið og þess háttar. Að neytendur verði að passa upp á sín réttindi því það er alltof mikið um svikahrappa inn á byggingamarkaðnum. Í seinni hlutanum svaraði Böðvar Ingi svo spurningum sem hlustendur sendu inn til okkar í pósthólf þáttarins [email protected].
3/3/202250 minutes
Episode Artwork

Talmeinafræði, minningarstund um Sviða GK og póstkort um Pútín

6.mars Evrópudagur talþjálfunar og við fengum tvo talmeinafræðinga í þáttinn, þær Bryndísi Guðmundsdóttur og Hjördísi Hafsteinsdóttur. Við kynntumst aðeins vinnu talmeinafræðinga til að aðstoða fólk með málstol, til dæmis eftir heilablæðingu, í síðustu viku. En í dag fræddumst við um aðkomu talmeinafræðinga á ýmsum aldursskeiðum í lífi barna og svo vinnu þeirra með fólki á öllum aldri. Algengustu þjálfunarþættir tengjast til dæmis, seinkuðum málþroska, málþroskaröskun, stami, hæsi og fleiru. Við fengum þær Bryndísi og Hjördísi til að segja okkur betur frá í þættinum í dag. Minningarstund verður í Hafnarfjarðarkirkju á sunnudaginn kl.11 um skipverjana 25 sem fórust með togaranum SVIÐA GK, sem var gerður út frá Hafnarfirði, fyrir rétt rúmum 80 árum úti fyrir Snæfellsnesi. Alls fórust 25 sjómenn, 14 þeirra voru kvæntir, 49 börn misstu föður eða fósturföður. Nær helmingur skipverjanna átti heimili í Hafnarfirði til dæmis bjuggu fjórir þeirra í sömu götunni. Í safnaðarheimilinu má sjá sýningu um þetta mikla sjóslys, sem Þorvaldur Karl Helgason prestur og Egill Þórðarson loftskeytamaður settu upp. Við fengum þá til að segja okkur frá minningarstundinni, sýningunni og þessum mikla skaða. Við fengum svo að lokum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Í póstkorti dagsins segir Magnús frá því sem hann hefur verið að lesa nú þegar veður hefur hamlað útivist og daglegum gönguferðum. Hann hefur verið að lesa sér til um Vladimir Putin og þá heimspeki sem hann hefur tileinkað sér og notað sem réttlætingu fyrir að ráðast á Úkraínu. Um það fjallar póstkortið að þessu sinni. UMSJÓN ÞORGERÐUR ÁSA AÐALSTEINSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/2/202250 minutes
Episode Artwork

Geðlestin, Dagur heyrnar og Davíð Ólafsson

Geðlestin er geðfræðsla fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla sem byggir á þeirri staðreynd, eins og segir á gedlestin.is, að við búum öll við geð rétt eins og við erum með hjarta. Á lífsleiðinni er mjög líklegt að við lendum í mótvindi og þurfum jafnvel að leita okkur aðstoðar. Öflug geðrækt frá unga aldri út lífið er besta ráðið til að takast á við þær áskoranir sem lífið færir okkur. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, kom í þáttinn í dag og sagði betur frá Geðlestinni, en hún er einmitt samvinnuverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða Krossins, 1717. Grímur fór einnig yfir sláandi tölur, til dæmis hvað varðar líðan ungs fólks og sjálfsvíg, þar sem þróunin er því miður ekki að fara í rétta átt. Á fimmtudaginn, 3.mars, er alþjóðlegur Dagur heyrnar. Kjörorð dagsins í ár er: Hlustum varlega, heyrum alla ævina! Sjónum er beint að þeirri hættu sem rúmur milljarður fólks um allan heim, ekki síst ungmenni, er í varðandi langvinna hlustun í miklum hávaða. Sem sagt með tónlistarspilurum, á tónleikum, íþróttaviðburðum, á líkamsræktarstöðvum o.s.frv. Með skilaboðum Dags heyrnar 2022 er lögð áherslu á að fyrirbyggja heyrnartap af völdum hávaða með svokallaðri öruggri hlustun. Kristbjörg Gunnarsdóttir, heyrnarfræðingur, kom í þáttinn og sagði frá því hvað er örugg hlustun og hvernig við getum varist heyrnarskaða. Davíð Ólafsson sagnfræðingur hefur varið miklum tíma við rannsóknir á efni Handritadeildar Landsbókasafns. Mikið af handritum þar eru skráð af Sighvati Borgfirðingi sem dvaldi nokkur ár á bænum Klúku í Bjarnarfirði. Kristín okkar Einarsdóttir hitti Davíð og ræddi við hann um Sighvat Borgfirðing og almennt um fjársjóði handritadeildarinnar. UMSJÓN GUNNAR HANSSON
3/1/202250 minutes
Episode Artwork

Félagsráðgjafar, Mottumars og Steiney lesandi vikunnar

Fyrir skemmstu var haldið Félagsráðgjafaþing 2022, í þetta sinn var aðaláherslan lögð á ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna sem tóku gildi í ársbyrjun. Nýju lögin miða að því að tryggja börnum og aðstandendum þeirra snemmtækan og samþættan stuðning þvert á kerfi. Við fengum Steinunni Bergmann, formann Félagsráðgjafafélags Íslands, til að koma í þáttinn og segja okkur frá þessu og hvað hlutverk félagsráðgjafa verður í kjölfar þessara nýju laga og hvernig verður reynt að tryggja öryggi fyrir börn sem búa við erfiðar aðstæður. Ný rannsókn Krabbameinsfélagsins leiddi í ljós að margir karlar sem síðar greindust með krabbamein drógu það að leita til læknis þó þeir fyndu fyrir einkennum sem bentu til vanheilsu. Slagorð Mottumars í ár er?- Þú ert eldri en þú heldur?og byggir á því sem margir karlar geta líklega tekið undir, það að upplifa að þeir séu enn það ungir að þeir þurfi ekki gefa heilsufarinu sérstaklega gaum. Mottumars hefst á morgun og nú eins og áður eru sokkar til sölu til að styðja rannsóknir á krabbameini karla. Þær komu í þáttinn í dag þær Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins og Bergþóra Guðnadóttir, frá Farmers Market, hönnuður mottumarssokkanna í ár. Lesandi vikunnar í þetta sinn var leik- og tónlistarkonan Steiney Skúladóttir. Hún hefur verið að leika í gamanþáttunum Kanarí sem hafa verið á RÚV undanfarnar vikur og þessa dagana stendur hún í ströngu, en hún tekur nú þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins með Reykjavíkurdætrum. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUNNAR HANSSON
2/28/202250 minutes
Episode Artwork

Harpa Arnard. föstudagsgestur og bollumatarspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Harpa Arnardóttir, leikkona og leikstjóri. Hún hefur leikið í fjölda leikverka á sviði, leikið í sjónvarpsefni og kvikmyndum og meðfram því hefur leikstýrt sýningum í leikhúsunum, nú síðast sýningunni Ég hleyp, sem var frumsýnd í Borgarleikhúsinu í gær. Við fórum með henni aftur í tímann og rifjaði upp æskuna og uppvöxtinn og fórum svo með henni í ferðalag í gegnum lífið til dagsins í dag. Leiklistarskólinn, Ásta tvíburasystir, náttúrubarnið, leikstjórnin og svo leikritið Ég hleyp, sem er um djúpa sorg og missi, margar hliðar hjartans og tilfinninganna og vonina. Í matarspjallinu töluðum við auðvitað um bollur og saltkjöt og baunir. Við spurðum: Eru gömlu góðu bollurnar með rjóma sultu og glassúr á undanhaldi? Eru pipar og lakkrís bragðið að taka yfir og allar nýjungar í bollugerðinni og hvort eru betri, ger eða vatnsdeigsbollur? UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
2/25/202250 minutes
Episode Artwork

Elísa og Jóhanna Klara sérfræðingar vikunnar - viðhald og framkvæmdir

Margir eru að velta fyrir sér framkvæmdum og viðhaldi á húseignum sínum þessa dagana. Það er að mörgu að hyggja og best er að undirbúa slíkar framkvæmdir virkilega vel til þess að koma í veg fyrir vandræði og jafnvel óþarfa kostnað seinna í ferlinu. Sérfræðingar Mannlega þáttarins í dag voru Elísa Arnarsdóttir, lögfræðingur og markaðsfulltrúi frá Húseigendafélaginu og Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs frá Samtökum Iðnaðarins. Þær fræddu okkur í fyrri hlutanum um framkvæmdir og viðhald, að hverju þurfi að hafa í huga í slíkum framkvæmdum t.d. í fjöleignahúsum og hvernig er best að undirbúa þær? Í seinni hluta þáttarins svöruðu þær Elísa og Jóhanna svo spurningum hlustenda sem voru sendar inn í pósthólf þáttarins [email protected]. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
2/24/202250 minutes
Episode Artwork

Fjölkær sambönd, samlegðaráhrif mannréttinda og Ása Baldurs

Þórhildur Magnúsdóttir heldur úti Instagramsíðunni Sundur og saman og býður meðal annars uppá námskeið sem heitir Stórkostleg sambönd sem eru paranámskeið með það að markmiði að bæta sambandið. Þessi síða hefur vakið mikla athygli fyrir nýja nálgun á sambönd þar sem áherslan er á að rækta sjálfan sig frá makanum og þannig rækta sambandið. Þórhildur og eiginmaður hennar eru í fjölkæru hjónabandi, sem þýðir að þau geta átt samband við fleiri en einn aðila og Þórhildur ræðir opinskátt um hjónaband þeirra á sinni síðu. Þórhildur sagði frá í þættinum í dag. Nýlega var samþykkt Lýðræðisstefna Reykjavíkurborgar, sem miðar að því að efla lýðræðislega þátttöku borgarbúa og auka möguleika íbúa til þess að hafa áhrif á málefni sem þá varða. Lýðræðisstefna þessi tengist mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Ellen Calmon, kennari, borgarfulltrúi og fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands, kom í þáttinn og meðal annars útskýrði fyrir okkur hugmyndafræði algildrar hönnunar og samlegðaráhrif mannréttinda. Að lokum var Ása Baldursdóttir hjá okkur í dag, en hún er sérfræðingur í hlaðvörpum og sjónvarpsþáttum. Hún er afskaplega fundvís á áhugavert efni og í dag fjallaði Ása til dæmis um hlaðvarpið Why Won't You Date Me? þar sem farið er yfir misheppnuð stefnumót og bráðfyndna konu sem verður eflaust einhleyp að eilífu, svo sagði hún frá hlaðvarpinu The Teacher?s Pet sem fjallar um gamalt sakamál frá níunda áratugnum í Ástralíu þar sem eiginkona kennara hverfur sporlaust og ýmsir dularfullir hlutir fara gerast í kjölfarið. Að lokum sagði hún frá fyrstu færeysku dramasjónvarpseríunni, TROM, sem fjallar um morð framið í skugga hvalveiða. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
2/23/202250 minutes
Episode Artwork

Málstol, Tilurð og Esther Ösp skólastjóri

Talið er að um þriðjungur fólks sem fær heilablóðfall fái málstol, sumir jafna sig ágætlega en aðrir sitja uppi með mikla fötlun út ævina. Málstol getur verið mikil hindrun, t.d. í atvinnuþátttöku, námi, félagslegum tengslum og fleira. Evrópudagur talþjálfunar verður 6. mars nk. og við fengum Þórunni Hönnu Halldórsdóttur, forstöðutalmeinafræðing á Reykjalundi, til að koma í þáttinn í dag og segja okkur nánar frá starfi talmeinafræðinga þar, málstoli og nýrri síðu á facebook Málstol á Íslandi. Tilurð er hugarfóstur tveggja kvenna sem þekkja ófrjósemi af eigin raun. Þær stofnuðu umræðu og upplýsinga síðu á Instagram. Þar kemur meðal annars fram að almennt er klíníska skilgreiningin á ófrjósemi sú að árangurslausar tilraunir gagnkynhneigðs par til þungunar hafi varað í heilt ár með reglulegu kynlífi án getnaðarvarna. Hugtakið nær einnig yfir ítrekaðan fóstumissi. Ófrjósemi er algeng og talið að eitt af hverjum sex pörum glími við hana. Karen Ösp Friðriksdóttir er önnur stofanda þessarar nýju síðu og við ræddum við hana í þættinum í dag. Tækninni fleygir fram, stundum til góðs og stundum ekki. En eitt sem tæknin gerir mögulegt er að hægt er að stunda nám í sama skóla þótt nemendur séu mögulega staddir í mikilli fjarlægð hver frá öðrum og skólanum sjálfum. Fyrir stuttu var Esther Ösp Valdimarsdóttir ráðin skólastjóri Ásgarðsskóla, sem er einmitt rekinn alfarið á netinu og nemendur mæta heima hjá sér, hver við sína tölvu hér og þar á landinu og jafnvel í öðrum löndum. Kristín okkar Einarsdóttir hitti Esther á skólastjóraskrifstofunni á Hólmavík og fékk að vita hvernig hægt er að reka skóla í skýjunum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
2/22/202250 minutes
Episode Artwork

Kvíðakastið, móðurmál og Roberta lesandi vikunnar

Það er mikil fjölbreytni í hlaðvörpum eða podköstum og eitt nýtt fór í loftið í desember en það ber heitið Kvíðakastið og í þessum þáttum spjalla Sálfræðingar saman um málefni tengd geðheilsu.Kvíði getur haft ótal birtingarmyndir og við ætlum að tala um kvíða, jaðarpersónuleikaröskun og um Díalektíska atferlismeðferð eða DAM og sú aðferð er td gagnreynd meðferð við jaðarpersónuleikaröskun. Hingað komu þær Katrín Mjöll Halldórsdóttir og Nína Björg Arnarsdóttir en þær sjá um Kvíðakastið ásamt Sturlu Böðvarssyni. Í tilefni þess að í dag er alþjóðlegur dagur móðurmálsins og við fengum til okkar hana Renötu Emilson Peskovu, sem er ein af aðstandendum Móðurmáls. Móðurmál eru samtök um tvítyngi, sem hafa í næstum 30 ár sérhæft sig í móðurmálskennslu fyrir börn á Íslandi sem hafa annað móðurmál en íslensku. Samtökin sinna móðurmálskennslu á þriðja tug tungumála, t.d. tékknesku, serbnesku, japönsku, spænsku, nepalísku, ungversku og arabísku. Vigdís Finnbogadóttir er verndari Móðurmáls, en samtökin hafa fengið ýmsar viðurkenningar fyrir sitt starf síðustu ár. Og lesandi vikunnar er Roberta Soparaite bókavörður á Bókasafni Ísafjarðar. Hún er með háskólagráður í sálfræði frá Háskólanum í Vilinius, Litháen, og frá Háskóla Íslands, þar sem hún lærði íslensku sem annað mál og skrifaði lokaritgerð um skáldsöguna Punktur, punktur, komma, strik, eftir Pétur Gunnarsson. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG MELKORKA ÓLAFSDÓTTIR
2/21/202250 minutes
Episode Artwork

Freydís og Einar úr Verbúðinni og Matarspjall um tómata

Föstudagsgestir Mannlega þáttarins í þetta sinn voru þau Unnur Ösp Stefánsdóttir og Guðjón Davíð Karlsson leikarar, ein þau leika einmitt útgerðarhjónin Freydísi og Einar í sjónvarpsþáttaröðinni Verbúðin sem nú hafa lokið göngu sinni á RÚV. Það er ekki hægt að segja annað en að þættirnir hafi orðið geysivinsælir, fólkið í landinu gat fyllst af nostalgíu í gegnum þættina, verbúðarlífið á níunda áratug síðustu aldar, tískan, tónlistin og kvótakerfið. Það var um nóg að tala við þau Unni Ösp og Góa í þættinum i dag. Í matarspjalli dagsins kom Knútur Rafn Ármann búfræðingur frá Hólum, en hann rekur ásamt eiginkonu sinni, Helenu Hermundardóttur garðyrkjufræðings frá Reykjum og fimm börnum sínum tómataræktina í Friðheimum í Grímsnesi. Þau heita Dóróthea, Karítas, Matthías Jens, Arnaldur og Tómas Ingi og öll taka þau virkan þátt í búskapnum. Fjölskyldan tekur líka á móti gestum, sýnir þeim hvernig tómataræktunin gengur fyrir sig og gefur þeim að smakka á afurðunum. Sem sagt tómatar í matarspjalli dagsins. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Sigurlaug Margrét Jónasdóttir
2/18/202250 minutes
Episode Artwork

Þórólfur Guðnason sérfræðingur vikunnar

Í dag hófst aftur liðurinn Sérfræðingurinn í Mannlega þættinum. Við munum fá, eins og við gerðum í fyrra og fyrir áramót, fjölbreytta sérfræðinga í þáttinn á fimmtudögum til að fræða okkur um sitt sérfræðisvið og til þess að svara spurningum um það frá hlustendum. Í dag kom til okkar Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir, sem ætti ekki að þurfa að kynna fyrir hlustendum. Hann hefur auðvitað verið í eldlínunni í gegnum allan heimsfaraldurinn, sem sóttvarnarlæknir og auðvitað hluti af þríeykinu fræga, ásamt Ölmu Möller landlækni og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni. Þau hafa fylgt okkur í gegnum þessa fordæmalausu tíma, á upplýsingafundum Almannavarna og með því að vera stjórnvöldum innan handar við hverja vendinguna á fætur annarri. Nú erum við enn og aftur á einhverskonar tímamótum í glímunni við Covid 19 og því fannst okkur tilvalið að bjóða Þórólfi í þáttinn. Hann sagði okkur frá þessu merkilega tímabil, frá hvernig veiran hefur aftur og aftur komið okkur á óvart, frá þeirri stöðu sem við erum í í dag og svo svaraði hann spurningum sem hlustendur hafa sent til okkar í netfang þáttarins, [email protected]. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
2/17/202250 minutes
Episode Artwork

Systkini langveikra barna, Söngvakeppnin og póstkort

Við fengum Salbjörgu Á Bjarnadóttur, geðhjúkrunarfræðing, í þáttinn í dag til þess að fræða okkur um álagið sem fjölskyldur langvarandi veikra barna og barna með fötlun búa við. Hún hefur skoðað hvaða áhrif það hefur á systkini þegar plön breytast þegar veika barnið fer á sjúkrahús og/eða þarf mikla þjónustu alla daga frá foreldrum og fagfólki. Þegar allar áætlanir fjölskyldunnar breytast og annað foreldrið eða jafnvel báðir þurfa að hætta í skóla eða vinnu, stundum tímabundið en oftar til lengri tíma, þar sem umönnunarþörf barnsins tekur allan þeirra tíma og orku. Oft eru önnur börn á heimilinu og þeirra þörfum þarf einnig að mæta. Því þarf að auka þekkingu og yfirsýn fagaðila á aðstæðum systkina og aðstoða þau við þær áskoranir sem þau takast á við daglega er varðar væntingar til fjölskyldulífs, vina, stuðning í skóla og tómstundastarfs. Salbjörg sagði okkur meira frá þessu í dag. Framundan er Eurovisionkeppnin og í Söngvakeppnishöllinni sem staðsett er í Kvikmyndaverinu Gufunesi fer Söngvakeppni Sjónvarpsins fram. Þar verður mikið um að vera næstu vikurnar, fjórir stórir viðburðir, tvær undankeppnir, generalprufa og svo lokakvöldið sjálft þar sem keppt verður til úrslita. Rúnar Freyr Gíslason er verkefnisstjóri hjá Sjónvarpinu og hefur unnið við undirbúning í heilt ár. Hann sagði okkur í dag nánar frá keppninni í ár. Við fengum póstkort í dag frá Magnúsi R. Einarssyni. Það hefur verið vindasamt í Eyjum þar sem Magnús býr um þessar mundir. Hann hefur því legið í bókum og sjónvarpsglápi undanfarna daga. Hann hefur verið að lesa um Tyrkjaránin, ekki bara þau sem voru á Íslandi heldur í sögulegu samhengi enda stóðu þessi sjórán í fleiri aldir. Í lokin sagði hann frá nútíma þrælasölu, en hún er miklu meiri og ábatasamari í dag en fyrir fjögur hundruð árum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
2/16/202250 minutes
Episode Artwork

Börn sem bíða eftir þjónustu og fablab í Sýslinu

Umboðsmaður barna birtir nýlega upplýsingar um fjölda barna sem bíða eftir margvíslegri þjónustu í heilbrigðiskerfinu í samvinnu við ýmsa aðila. Á síðustu misserum hefur umboðsmaður barna ítrekað bent á það óásættanlega úrræðaleysi að börnum í leit að nauðsynlegri þjónustu sé vísað á biðlista og jafnvel vísað frá. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, kom í þáttinn í dag og fór með okkur yfir stöðuna. Hjónin Ásta Þórisdóttir og Svanur Kristjánsson festu kaup á gömlu húsi á Hólmavík sem venjulega er kallað Sýslið. Í kjallara hússins hafa þau meðal annars komið fyrir svokölluðu fablabi og aðstöðu fyrir ýmiskonar námskeið. Kristín Einarsdóttir fór í heimsókn til þeirra hjóna og fékk að fræðast um ýmislegt sem þau hafa tekið sér fyrir hendur og hvernig þau hugsa sér að nýta aðstöðuna fyrir samfélagið. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
2/15/202250 minutes
Episode Artwork

Snorraverkefnin, Háskóladagurinn og Heiðar Ingi lesandinn

Við fræddumst um Snorraverkefnin í þættinum í dag en verkefnin fjalla um að mynda brú á milli menningarsvæði með því að bjóða fólki af íslenskum ættum frá Norður-Ameríku hingað til lands. Markmiðið er að efla tengsl afkomenda vesturfaranna við Ísland og Íslendinga með því kynna fyrir þeim tungumál og menningu með dvöl hjá ættingjum vítt og breitt um landið. Auk þess er íslenskum ungmennum boðið að fara í fjögurra vikna sumarævintýri á slóðir Vestur-Íslendinga í Norður-Ameríku. Pála Hallgrímsdóttir, verkefnastjóri Snorraverkefnanna sagði okkur meira frá þessu í þættinum og við heyrðum líka í Dagrúnu Malmquist Jónsdóttur sem fór einmitt í slíka ferð á vegum Snorraverkefnanna árið 2018 sem hún sagði okkur frá. Annað árið í röð er Háskóladagurinn haldinn stafrænn 26.feb.frá kl.12-15. Dagurinn er sameiginlegur kynningardagur allra háskóla á Íslandi. Þar verður hægt að kynna sér allar námsleiðir sem eru í boði í íslenskum háskólum. Nemendur, kennarar, náms- og starfsráðgjafar og starfsfólk allra háskóla landsins verða tilbúnir til að spjalla við gesti dagsins í netspjalli á deginum. Þarna verður tækifæri að spyrja um hvaðeina sem lýtur að drauma náminu og eiga samtal um námsleiðirnar og háskólalífið. Rósa Björk Jónsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi Landbúnaðarháskóla Íslands, sagði okkur frá því sem er í boði þar og frá Háskóladeginum í heild. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Heiðar Ingi Svansson formaður félags íslenskra bókaútgefanda og framkvæmdastjóri hjá IÐNÚ. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
2/14/202250 minutes
Episode Artwork

Kristján Freyr föstudagsgestur og Beef Bourguignon í matarspjalli

Kristján Freyr Halldórsson tónlistarmaður með meiru var föstudagsgesturinn þættinum í dag. Hann er trommuleikari frá Hnífsdal, hefur starfað sem rokkstjóri tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður, hann hefur leikið með Geirfuglunum, hljómsveitum Dr.Gunna og Prins póló og fleirum. Kristján hefur haldið utan um Íslensku tónlistarverðlaunin og vinnur einnig við markaðsmál hjá Bókaútgáfunni Sögur. Við fengum að kynnast honum betur í þættinum og fengum hann til að segja okkur frá æskuárunum á Hnífsdal og svo unglingsárunum á Ísafirði. Í Matarspjallinu í dag töluðum við um góða rétti í potti og þá aðallega Beef Bourguignon, sem er tilvalið að elda á köldum febrúardögum. Hægeldun í góðum potti jafnvel með góðum, stórskornum, seigum bitum af kjöti. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
2/11/202250 minutes
Episode Artwork

Eyrnasuð, kleinuhringjahagfræði og dreifing bóluefna

Eyrnasuð, eða tinnitus, er hvers kyns hávaði eða hljóð sem heyrist inni í eyranu eða í höfðinu og stafar ekki frá umhverfinu. Vægt eyrnasuð er mjög algengt fyrirbæri. Næstum allir finna til dæmis fyrir eyrnasuði eftir mikinn, hvellan hávaða eða jafnvel upp úr þurru. Yfirleitt hverfur svo suðið eftir einhvern tíma. Eyrnasuð er ekki sjúkdómur heldur einkenni einhvers sem truflar starfsemi eyrans eða heyrnartaugarinnar. Orsakir geta verið fjölmargar. Sumar eru þekktar, aðrar óþekktar. Áhyggjur, þunglyndi og reiði eru ekki óalgengir fylgifiskar eyrnasuðs. Kristján Sverrisson, forstjóri Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar var hjá okkur í þættinum og fræddi okkur um eyrnasuð. Við veltum svo fyrir okkur fyrirbærinu kleinuhringjahagfræði. Auður H. Ingólfsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur skrifaði grein sem birtist á akureyri.net þar sem hún segir að kleinuhringjahagfræði sé uppáhaldshagfræðin hennar og eitt það heitasta í sjálfbærnifræðunum um þessar mundir. En hvað er kleinuhringjahagfræði? Og af hverju skorar Auður á þau sem eru í framboði í sveitastjórnarkosningum á Íslandi í vor að tileinka sér þessa tilteknu hagfræði? Við fengum Auði til að útskýra það fyrir okkur í dag. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, kom í þáttinn og sagði frá verkefni UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, til að hraða dreifingu og aðgengi að COVID-19 bóluefnum í lág- og millitekjuríkjum. Eins og fréttir greindu frá í vikunni mun Utanríkisráðuneytið verja 250 milljónum króna til að styðja við verkefnið. Birna sagði frá framgangi og mikilvægi þessa verkefnis og svo frá því hversu skelfilegt ástand er enn fyrir börn í Sýrlandi, sérstaklega í norðurhluta landsins. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
2/10/202250 minutes
Episode Artwork

Veðurspjall, samúðarþreyta og hlaðvörp Ásu

Í dag ákváðum við að tala um veðrið, enda hefur það undanfarið virkilega látið til sín taka hér á landi. Við ákváðum því að læra smá almenna veðurfræði og túlkun veðurspáa. Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu á Veðurstofu Íslands, kom í þáttinn í dag. Hún er einmitt að kenna almenna veðurfræði og túlkun veðurspáa á námskeiði á vegum Endurmenntunar HÍ, sem er ætlað öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfræði. Elín Björk fræddi okkur um veður og veðurspár í þættinum í dag. Heildræn nálgun á andlega heilsu er rauði þráðurinn í starfi Heilsu- og sálfræðiþjónustunni sem staðsett er á Akureyri. Kvíði og depurð, sorg og streita eru hluti af því að vera manneskja og mikilvægt er að taka þá líðan í sátt og einblína á hið jákvæða sem býr innra með okkur og styrkja það. Stuðningsfundir fyrir fólkið sem staðið hefur í framlínunni í heimsfaraldrinum er líka hluti af starfi þjónustunnar og þar kemur til dæmis orðið Samúðarþreyta við sögu. Við hittum Ingu Eydal hjúkrunarfræðing á Akureyri. Ása Baldurs var hjá okkur með sitt hlaðvarps- og sjónvarpsþáttaspjall og í dag sagði hún frá heilsuhlaðvarpinu sem allir eru að tala um, og um tvennskonar ofbeldi, í vefheimum og í mannheimum. Af nógu var að taka hjá Ásu, á heimakontórnum þó, því COVID heimsfaraldurinn bankaði upp á. Hún talaði í þættinum um hlaðvarpsþættina Maintenance Phase og Sweet Bobby, sem hægt er að finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum og sjónvarpsþættina The Puppet Master sem eru á Netflix. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
2/9/202250 minutes
Episode Artwork

Samfélagslistir, Lilja app og Þorbjörn sparisjóðsstjóri

Við kynntum okkur samfélagslistir í dag, en viðburðarröðin Öllum til heilla er einmitt samtal um samfélagslistir. Þar verður sjónum beint að mikilvægi listar sem leyfir óvæntum röddum að heyrast og gefur innsýn í líf þeirra sem búa við hvers kyns skerðingar og jaðarsetningu. Við töluðum við Björgu Árnadóttur rithöfund og meðlim í Reykjavíkurakademíunni og fengum hana til að segja meira frá samfélagslist og viðburðaröðinni. Við fræddumst svo um nýtt app, eða snjallforrit, sem er hugsað fyrir þolendur ofbeldis og hlaut verðlaun í frumkvöðlakeppninni Gullegginu fyrir skemmstu. Lilja app er bjargráður þolenda ofbeldis, það er til dæmis í beinu sambandi við 112 Neyðarlínuna og getur á margvíslegan hátt verndað þolendur og hjálpað þeirra réttarstöðu. Við fengum Ingu Henriksen félagsfræðinema og Árdísi Einarsdóttur lögfræðing, sem standa að þessu snjallforriti, Lilja app, í þáttinn til að segja okkur betur frá því. Nú á dögum væru Bjarnarbófarnir líklega ekki að ræna banka eins og bankaræningja var háttur áður, fyrr sagði Þorbjörn Jónsson sparisjóðstjóri Sparisjóðs Strandamanna þegar hann kom við hjá Kristínu okkar Einarsdóttur á leið heim af skíðanámskeiði. Við heyrðum þeirra spjall í dag. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
2/8/202250 minutes
Episode Artwork

Hér stóð búð, krabbameinsskimun kvenna og Bergrún lesandinn

Hér stóð búð! er heiti á nýrri ljósmyndasýningu sem verður opnuð á Minjasafni Akureyrar næstu helgi og þar verða sýndar gamlar ljósmyndir af kjörbúðum og sjoppum og fólk er hvatt til að koma við á safninu og rifja upp minningar af kynnum sínum af þessum gömlu búðum. Minjasafnið fagnar 60 ára afmæli á þessu ári og þessi sýning er hluti af því. Við ræddum við Harald Þór Egilsson safnstjóra og Hörð Geirsson sem er safnstjóri ljósmyndadeildar. Þátttaka kvenna í krabbameinsskimunum hefur farið minnkandi síðustu ár og er Ísland nú eftirbátur hinna Norðurlandanna í þessum efnum. Það er því mikilvægt að vekja athygli á skimunum og reyna að snúa þeirri þróun við. Þetta er málefni sem snertir okkur öll, ekki bara konur, heldur líka karla sem eiga eiginkonur, dætur, mæður, systur, vinkonur og svo framvegis. Við heyrðum í Sigríði Dóru Magnúsdóttir, framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslunni, til að fræðast um þetta átak og við heyrðum líka í Sigrúnu Waage leikkonu, en hún er ein tólf þjóðþekktra kvenna sem deila persónulegri tengingu sinni við leghálsskimun í ljósmyndasýningunni Er kominn tími á skimun? sem hófst um helgina í Kringlunni. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur. Hún er þessa dagana stödd í Vatnsdalnum við skriftir á nýrri bók, en í þættinum sagði hún frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og svo frá því hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
2/7/202250 minutes
Episode Artwork

Hildur Eir föstudagsgestur og matarspjall á Kaffi Ilmi

Í dag er alþjóðlegur dagur gegn krabbameini og föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var séra Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju. Hildur greindist tvisvar með krabbamein á síðustu tveimur árum og hefur verið opin og einlæg með baráttu sína á samfélagsmiðlum. Fyrir nokkrum dögum kom svo út ný ljóðabók eftir hana sem heitir Meinvarp. Hildur var í beinni útsendingu með Guðrúnu frá hljóðstofu RÚV á Akureyri í dag. Matarspjallið var einnig að norðan í dag. Við veltum fyrir okkur þjóðlegum og norðlenskum bakstri með tveimur kjarnakonum sem hafa rekið Kaffi Ilm á Akureyri undanfarin 10 ár en kaffihúsið er lokað yfir vetrartímann. Þær Þórhildur Þórhallsdóttir og Ingibjörg Baldursdóttir opnuðu þó dyrnar í dag fyrir útsendara Mannlega þáttarins því við fengum að kynnast sögu þessa gamla húss sem stendur svo tignarlega gult í skátagilinu. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
2/4/202250 minutes
Episode Artwork

Arnar og Thomas, Jóhanna María og Austurglugginn 20 ára

Við heyrðum í Vigdísi Þórarinsdóttur í þættinum í dag. Hún fluttist ung til Hollands að vinna fyrir Eimskip, kynntist hollenskum manni, þau eru gift í dag, eiga fjóra drengi og hún er enn að vinna hjá Eimskipum. Yngstu synir hennar, Arnar Jan og Thomas Orri, eru níu ára í dag, þeir fæddust með mjög sjaldgæfan vöðvarýrnunarsjúkdóm sem veldur því að þeir þurfa aðstoð með nánast allt og þeir ganga með göngugrindur og nota hjólastóla í lengri vegalengdir. Vigdís sagði okkur sögu þeirra og frá húfum sem eru prjónaðar af ömmu drengjanna og seldar bæði á Íslandi og í Hollandi vegna söfnunar sem þau eru að standa fyrir til að standa undir breytingum á heimili þeirra sem hentar betur fyrir tvíburana. Jóhanna María Gunnarsdóttir hársnyrtimeistari missti meðvitund og féll í gólfið heima hjá sér í byrjun hausts og hlaut höfuðkúpubrot og alvarlegan heilahristing. Hún þurfti í kjölfarið að hætta að vinna og var send á Grensásdeildina í endurhæfingu. Þar komst hún að því að deildin er fjársvelt og töluvert margt sem þurfti að endurnýja, til dæmis í tækjakosti. Jóhanna setti í gang fjársöfnun fyrir Hollvini Grensás og mörg fyrirtæki hafa lagt söfnuninni liðsinni með því að gefa til dæmis tæki og tól sem nýttust vel í starfinu. Í desember s.l. greindist svo Jóhanna með afar sjaldgæft krabbamein sem aðeins 12 þúsund manns í heiminum greinast með á hverju ári og hóf hún lyfjameðferð á Þorláksmessu. Jóhanna kom í þáttinn í dag og sagði sína sögu og frá söfnuninni fyrir Grensásdeild, Endurhæfingardeild Landspítalans. Svo heyrðum við í Gunnari Gunnarssyni, ritstjóra Austurfrétta, sem er frétta- og mannlífsvefur sem fjallar um allt sem gerist á Austurlandi. Við höfum til dæmis gjarnan fundið skemmtileg efni á vefnum sem við höfum fjallað um hér í Mannlega þættinum. Nú er Austurglugginn 20 ára, en Austurglugginn er vikublað undir sama hatti og austurfrett.is. Við spurðum í þættinum Gunnar ritstjóra út í hvað sé að frétta að austan og hann sagði okkur frá rekstrinum og starfinu. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
2/3/202250 minutes
Episode Artwork

Að setja mörk, breytingaskeið karla og póstkort frá Magnúsi

Heitar umræður hafa farið fram í kjölfar innsendrar greinar á visir.is í síðustu viku og svo í framhaldi af viðtali í Kastljósinu um efni greinarinnar. Þar var skipst á skoðunum um kynfræðslukennslu, um opna umræðu um mörk og að setja mörk. Sitt sýnist hverjum í þeirri umræðu og það er ekki ætlunin að taka afstöðu um það hér. En Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur og fyrirlesari, setti fram áhugaverða punkta á Twitter þar sem hún benti á að umræðan um að setja mörk liggi talsvert dýpra en hefur komið fram í umræðunni. Viðbrögð okkar í slíkum aðstæðum og rætur þeirra séu oft ómeðvitaðar og samofnar öllum okkar samskiptum við aðra frá því snemma í æsku. Þar spila inn í áföll og erfiðleikar í samskiptum í bernsku auk samskipta við vini eða aðra umönnunaraðila í okkar lífinu. Við fengum Huldu, sem vinnur meðal annars við það að hjálpa fólki að setja mörk, til að útskýra þetta betur í þættinum í dag. Það hefur lítið farið fyrir umræðu um breytingaskeið karla en það virðist vera að breytast. Testósterón er helsta karlkynhormónið og framleiða karlmenn um 10 sinnum meira af því en konur. Hormónahringur karlmanna er 24 klukkutímar þar sem testósterónmagn er mest á morgnana og minnkar svo þegar líða tekur á daginn. Frá 40 ára aldri minnkar testósterónið og við það getur myndast hormónaójafnvægi sem getur birst á ýmsan hátt. Þunglyndi, kvíði, skapsveiflur, ristruflanir og minni kynhvöt geta verið einkenni á breytingaskeiði karla. Við ræddum breytingaskeið karla við Theodór Francis Birgissyni ráðgjafa. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Nú þegar farið er að hilla undir lok kórónuveirufaraldursins þá var rifjað upp í póstkorti dagsins ástandið á Spáni þegar ósköpin dundu fyrst yfir. Magnús sagði frá hundrað daga einangrun í útgöngubanni sem var sett á í mars fyrir tveim árum og hvernig nágrannar hans náðu að skemmta sér og hafa félagsskap þrátt fyrir að mega ekki fara úr húsi. Í lokin sagði hann svo frá hvernig ástandið er núna í Eyjum þar sem hann hefur búið eftir heimkomuna frá Alicante. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
2/2/202250 minutes
Episode Artwork

Áföll og ACE listinn og frásagnir úr Strandapóstinum

Við héldum áfram umfjöllun okkar um áföll og afleiðingar áfalla og hvað er hægt til að hjálpa fólki til að takast á við áföll, sem það jafnvel hefur orðið fyrir í æsku. Sigrún Sigurðardóttir, dósent við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri hélt á föstudag erindi á ráðstefnu á vegum BUGL, Barna- og unglingageðdeildar. Erindið bar yfirskriftina Sálræn áföll og erfið upplifun í æsku. Þar talaði hún um áfallamiðaða nálgun, sem hún ásamt samstarfsfólki sínu, innleiddu í Bergið Headspace, stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk. Við fengum Sigrúnu til að segja okkur frá efni erindisins, ACE listanum svokallaða, sem er einfaldur spurningalisti sem felur í sér tíu spurningar um áföll og erfiða reynslu á jafn mörgum sviðum á fyrstu 18 æviárnuum. Strandapósturinn kom fyrst út árið 1967 og eins og segir þar í formála var ritinu ætlað að vera tengiliður milli fólksins heima og heiman - bregða skyldi upp myndum horfinna tíma og líðandi stundar. Kristín okkar Einarsdóttir flettir oft í gömlum og nýjum Strandapóstum og rakst tvær frásagnir sem hún, í styttri útgáfu, deildi með hlustendum í dag. UMSJÓN GUNNAR HANSSON
2/1/202250 minutes
Episode Artwork

Flatyejarbók, fjarhlaupanámskeið og Karítas lesandi vikunnar

Flateyjarbók hefur löngum verið talið merkasta íslenska miðaldahandritið og það kom til Íslands í apríl 1971, ásamt Konungsbók eddukvæða, við hátíðlega athöfn eins og margir muna eftir. En hversu vel þekkjum við Flateyjarbók? Þungamiðja handritsins eru sögur fjögurra norskra konunga en í þeim eru fjölmargir þættir sem m.a. fjalla um íslensk málefni. Fyrst af þessum sögum er Ólafs saga Tryggvasonar hin mesta, samin á 14. öld. Ólafur var sá sem kristnaði Ísland og því verður kristnitaka Íslands mjög til umfjöllunar á sérstöku námskeiði um Flateyjarbók, sem Ármann Jakobsson mun sjá um og hann sagði okkur nánar frá Flateyjarbók og þessu námskeiði í þættinum í dag. Sófinn í stofunni hefur eflaust verið mörgum huggun og kannski helsti íverustaður í heimsfaraldrinum. En hvernig væri að koma sér uppúr sófanum og ná, með markvissum og öruggum aðferðum, að koma sér í það form og ná upp þolinu til að geta t.d. hlaupið í 30 mín. Við fengum Gunnhildi Sveinsdóttur til að segja okkur frá fjarhlaupanámskeiði á vegum SÍBS í þættinum í dag. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Karítas M. Bjarkadóttir, ritstýra Stúdentablaðsins og íslenskufræðingur. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og svo hvaða bækur og höfundar hafa haft sérstök áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/31/202250 minutes
Episode Artwork

Anna Svava föstudagsgestur og Diljá í matarspjalli

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Anna Svava Knútsdóttir, leikkona og grínari. Hún leikur stórt hlutverk í Verbúðinni og hefur margoft staðið sig mjög vel í Skaupinu. Hún rekur einnig ísbúðina Valdísi, ásamt eiginmanni sínum Gylfa Þór Valdimarssyni og nýlega opnuðu þau heimsendingarþjónustuna www.matsedill.is. Anna Svava er nú stödd á Spáni en fjölskyldan ákvað að búa þar í u.þ.b. hálft ár þannig að hún var í beinni útsendingunni úr blíðunni á Spáni. Við fórum á handahlaupum með Önnu í gegnum lífið, frá Fossvoginum til Köben, þaðan til London og svo sagði hún okkur frá því þegar leiklistin fór að láta á sér kræla og uppistandið óvænt líka. Í matarspjalli dagsins var Diljá Ámundadóttir Zöega gestur Sigurlaugar þar var umræðuefnið gamaldags íslenskur matur, stundum kallaður ömmumatur. Hryggur, læri, kjöt- og fiskfars, fiskibollur, svuntur, fiskverslanir og fleira. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/28/202250 minutes
Episode Artwork

Svefn ungra barna, sund fyrir fullorðna og póstkort frá Magnúsi R.

Hvað á að gera þegar ungbarni gengur illa að sofa um nætur og foreldrarnir eru ráðþrota? Hafdís Guðnadóttir ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur hefur sérmenntað sig í svefnvenjum barna. Nýlega stofnaði hún sérstaka síðu þar sem hún heldur úti netnámskeiðum fyrir foreldra ungra barna og eftirspurnin er slík hún hefur vart undan. Við heyrðum í Hafdísi. Við fengum póstkort frá Magnúsi R Einarssyni en þetta var síðasta póstkortið um ferðasögu Magnúsar frá Kanaríeyjum og Alicante. Hann segir frá því sem hann hreifst af í ferðalaginu, en hann hafði töluverðan fyrirvara á sér gagnvart eyjunum sem hann taldi vera óáhugaverðar og í klassa með Benidorm og álíka kúltúrsnauðum stöðum. Annað kom í ljós og hann fann ýmislegt sem vakti áhugann. Það hefur færst í vöxt undanfarin ár að fullorðið fólk fari á skipulögð sundnámskeið, skriðsund og Garpasund eru vinsæl og við brugðum okkur í heimsókn í Sundlaug Kópavogs þar sem eitt slíkt námskeið var í gangi og tókum þáttakendur tali og töluðum við þjálfarann Hákon Jónsson. Þetta viðtal var endurflutt frá haustinu 2021. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
1/27/202255 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Ása Baldurs og streymisveiturnar og hvað er glúten?

Aðdáendur Sumarmála hér á Rás hafa vafalaust orðið glaðir í dag þegar Ása Baldursdóttir sneri á ný í hljóðstofu með allt það áhugaverðasta á streymisveitunum. Ný áhugaverð hlaðvörp og hvað er helst að finna sem áhugavert er að horfa á í sjónvarpi. Í dag sagði hún okkur frá óhugnalegum og spennandi hlaðvarpsþáttum á Spotify þar sem fjallað er um dularfullt hvarf heillrar fjölskyldu í Kentucky, áhugaverðum viðtölum Loix Theroux hins þekkta sjónvarpsmanns í hlaðvarpi BBC4 sem heita Grounded og svo sænskum sjónvarpsþáttunum Älska meg, sem fjalla um hversdagslífið á einkar áhugaverðan hátt. Árið 2016 var Birna G Ásbjörnsdóttir doktorsnemi í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands með áhugaverða pistla hjá okkur hér í Mannlega þættinum varðandi þarmaflóruna. Birna stundar doktorsnám við læknadeild og matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, hún er með meistaragráðu í næringarlæknisfræði frá Surreyháskóla og hefur lokið námi í gagnreyndum heilbrigðisvísindum frá Oxfordháskóla.Við heyrðum pistil hennar ídag þar sem hún fjallar um Glúten. Hvað er Glúten og hvaða áhrif hefur það á okkur? Hún tekur fyrir Glútenóþol og Glútennæmi. Glútenóþol fer vaxandi í heiminum og er talið að aukin notkun sýklalyfja og aukin neysla á unnum matvörum hafi þar áhrif. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
1/26/202247 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Útivist, hundasnyrtingar og ísbirnir

Við fjölluðum um vetrarútivistarferðir í þættinum, en það er t.d. hægt að taka þátt í skíðaferð í Bjarnarfirði á vegum Útivistar í vetur en í dag héldum við áfram að fjalla um útivistarmöguleika yfir vetrartímann til dæmis á vegum Útivistar. Félagið er 46 ára gamalt og býður til ferða í vetur, gönguferða, skíðaferða, jeppaferða, svo eitthvað sé nefnt og framundan eru t.d. léttar gönguferðir í nálægð við höfuðborgina. Ásta Þorleifsdóttir situr í stjórn félagsins og kom í spjall í dag. Svo fórum við í heimsókn á hundasnyrtistofu uppi á Höfða. Þar ræður Stella Gísladóttir ríkjum. Á meðan hún var að snyrta agalega sætan Havanese hund veitti hún okkur innsýn inn í störf hundasnyrtisins. Hvað er það helsta sem hundaeigendur leitar til hennar með? Nú eru hundategundir gríðarlega mismunandi að stærð og gerð, fylgja þá mismunandi meðferðir mismunandi tegundum? Hundasnyrtispjall í þættinum í dag. Kristín okkar Einarsdóttir játaði í Mannlega þættinum í dag að á göngum sínum um Bjarnarfjarðarhálsinn, sem er í næsta nágrenni við heimili hennar, lítur hún stundum í kringum sig til að fullvissa sig um að ekki sjáist til hvítrar skepnu á hæðunum í kring, sem gæti þá mögulega verið hungraður ísbjörn. Kristín leitaði því til Kristins Schram þjóðfræðings sem um árabil hefur stundað rannsóknir á sögum og sögnum af ísbjörnum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/25/202250 minutes
Episode Artwork

Breytingaskeið, áfengislaus vínbúð og Guttormur lesandinn

Breytingaskeið kvenna er ekki lengur tabú og um allan heim er umræðan um þetta mikilvæga skeið í lífi kvenna, að færast í aukana. Það er því miður ekki mikil fræðsla um breytingaskeið kvenna í læknisfræðikennslunni segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir læknir en í vor mun hún opna lækninga- og heilsumiðstöð sem býður uppá heildræna nálgun fyrir konur á breytingaskeiðinu, Gínamedica. Hanna Lilja kom í þáttinn í dag. Janúar sem veganúar er búinn að festa sig nokkuð í sessi og þeir sem eru vel með á nótunum vita að framundan er Edrúar. Sem sagt febrúarmánuður þar sem margir ákveða að sleppa áfengi eða minnka neysluna að minnsta kosti. Nú stendur til að opna vínbúð í vesturbænum þar sem eingöngu eru til sölu óáfengir drykkir. Sífellt fleiri kjósa áfengislausan lífstíl og eigandi búðarinnar segir að sá hópur sem vilji eiga þennan valkost í bland við að áfenga drykki sé sífellt stækkandi. Hún segir að ungt fólk sé upp til hópa mjög heilsumeðvitað og meðvitað um skaðsemi áfengis. Við ræddum við Sólrúnu Maríu Reginsdóttur eiganda vínbúðarinnar Akkúrat í þættinum í dag. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Guttormur Þorsteinsson bókavörður og formaður hernaðarandstæðinga. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/24/202250 minutes
Episode Artwork

Sólveig Guðmundsdóttir föstudagsgestur og karla- þorramatarspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikkonan Sólveig Guðmundsdóttir. Hún lærði leiklist í London og hefur leikið í fjölda leikrita, sjónvarpsþátta og kvikmynda. Hún fékk Grímuverðlaunin árið 2017 í flokknum leikkona í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Sóley ræstitæknir og svo aftur í sama flokki árið 2019 fyrir hlutverk sitt í leikritinu Rejúníon. Við spurðum hana út í æskuna og uppvöxtinn, skólagönguna og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag. Í matarspjalli dagsins töluðum við um í tilefni bóndadagsins karlamat og þorramat. Hvort að það sé í rauninni eitthvað sem hægt sé að kalla því nafni og hvað þá er það? Í það minnsta var það uppspretta skemmtilegra umræðna í matarspjalli dagsins. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/21/202250 minutes
Episode Artwork

Þjóðlög, Comovatn og Listamannahúsið Varmahlíð

Á morgun er bóndadagurinn og þá mun hið þekkta tríó Guitar Islandscio gefa út 12 laga vínylplötu með íslenskum þjóðlögum og nótnabók með útsetningum tríósins. Frá stofnun Guitar Islancio árið 1998 hafa þeir Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðarson og Jón Rafnsson lagt mikla rækt við þjóðlögin sem hafa verið spiluð og sungin í gegnum aldirnar. Við heyrðum í Jóni Rafnssyni kontrabassaleikara í dag og hann sagði okkur frá ævintýrum þeirra félaga sl. 30 árs en Jón hefur komið víða við á tónlistarsviðinu hér á landi, ekki bara sem tónlistarmaður heldur hugmyndasmiður og stjórnandi viðburða og grunnskólatónleika ofl. Comovatnið á Ítalíu býr yfir einstakri náttúrufegurð. Vatnið er við rætur Alpafjalla og hefur verið eftirsótt af hefðarfólki frá fornu fari og enn er það svo að ríka og fræga fólkið sækir þangað. Guðrún Sigurðardóttir hefur búið á Ítalíu í næstum þrjá áratugi og býr nú til skiptis á Ítalíu og Íslandi. Hún hefur verið fararstjóri með Íslendinga víðs vegar um heiminn í fjölda ára og nú ætlar hún að leiða þá í allan sannleik um lífið við Comovatn. Guðrún kom í þáttinn í dag. Listamannahúsið Varmahlíð í Hveragerði á sér langa sögu en það var byggt árið 1929. Enn dvelja listamenn þar við sköpun og um þessar mundir er sellóleikarinn Ólöf Sigurvinsdóttir í húsinu og næstu daga ætlar hún að standa fyrir fjórum viðburðum sem tengjast byggingu listamannahússins. Við fengum Ólöfu til að segja okkur frá húsinu, viðburðunum og dvölina í þættinum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/20/202250 minutes
Episode Artwork

Fuglatalning, Einar í Búdapest og póstkort frá Tenerife

Við rákum augun í grein á akureyri.net þar sem sagt var frá því að fyrir skemmstu hafi vetrarfuglatalningar hafist á Akureyri. Við erum talsvert fuglaáhugafólk hér í Mannlega þættinum og á sumrin erum við auðvitað með fugl dagsins og heilmiklar umræður og vangaveltur um hann. Því urðum við forvitin og fengum Jón Magnússon fuglaáhugamann, sem stendur í ströngu þessa dagana, til þess að segja okkur frá því hvernig svona vetrarfuglatalning fer fram. Hvaða tegundir er verið að telja og af hverju? Svo sagði Jón okkur frá því hvernig gengur að hjúkra uglunni Þresti, sem kom reyndar í ljós eftir að hún fékk nafnið að hún er kvenfugl. Við heyrðum svo í Einari Erni Jónssyni, íþróttafréttamanni hér á RÚV, en hann er í Búdapest í Ungverjalandi að lýsa leikjum handboltalandsliðsins á EM. Ísland vann sinn þriðja leik í röð í gærkvöldi, einmitt á móti heimamönnum í ungverska landsliðinu, og er nú komið í milliriðil með fullt hús. Við forvitnuðumst um stemninguna í Ungverjalandi, hjá liðinu, heimafólki og íslensku áhorfendunum. Og þar sem við erum ekki íþróttafréttafólk þá fékk hann kannski ekki alveg þessar hefðbundnu handboltaspurningar frá okkur. Við spurðum hann því líka út í borgina og matinn, þetta er nú einu sinni Mannlegi þátturinn. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Í póstkorti dagsins segir Magnús áfram frá lífinu á Tenerife þar sem hann er í vetrarfríi ásamt hundruðum ef ekki þúsundum mörlanda sinna. Hann segir frá rysjóttu veðri, rykstormi frá Sahara eyðimörkinni, stjörnuskoðunarferð upp á þriðja hæsta eldfjall jarðarinnar, og svo frá því þegar hann sigraði í kareoki keppni á breskum bar. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/19/202250 minutes
Episode Artwork

Vinátta og vinaleysi, stefnumótamenningin og Guðrún Ásla

Stefán Ingvar Vigfússon skrifaði áhugaverða grein í Stundina þar sem hann talar um vináttu og vinaleysi karlmanna. Þegar Stefán var að alast upp sagðist faðir hans ekki eiga neina vini. Sjálfur hefur Stefán minni þörf fyrir félagsskap heldur en konan hans. Hann leitaði því til föður síns og ýmissa sérfræðinga í leit að skýringum og upplýsingum þegar hann var að skrifa þessa grein. Við fengum Stefán til að segja okkar frá vangaveltum sínum og hverju hann komst að í þættinum í dag. Ásdís Olsen dagskrárgerðarkona á Hringbraut leitar eftir reynslusögum af stefnumótum og vangaveltum um þau, en hún er að gera þátt um stefnumótamenningu á Íslandi. Við ræddum við hana um þennan þátt og hennar eigin reynslu og skoðun á stefnumótamenningunni. Á heimasíðu Café Riis segir: Café Riis er glæsilegur veitinga og pizzustaður í hjarta Hólmavíkur. Í boði er meðal annars heimabakað bakkelsi, súpur í hádeginu, fiskréttir og pizzur. Þetta elsta hús Hólmavíkur var byggt árið 1897 en svo gert upp árið 1995 og þar opnaður veitingastaður. Hlutar innréttinga staðarins eru útskornir og myndefnið er sótt í hin ýmsu galdratákn, en Strandamenn voru á öldum áður taldir galdramenn hinir mestu og eru reyndar sagðir svo enn. Um áramótin tók nýr eigandi við staðnum, Guðrún Ásla Atladóttir og Kristín okkar Einarsdóttir, hitti hana þar sem hún var nýbúin að leggja á borð fyrir grunnskólanemendur sem þar eru meðal annarra í mötuneyti. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/18/202250 minutes
Episode Artwork

Félagsfærni í faraldri, matarvenjur landsmanna og Hanna Björg

Innan skamms verða liðin tvö ár frá því að heimsfaraldurinn lét til skarar skríða og síðan höfum við kynnst takmörkunum sem líklega engin okkar bjóst við að við ættum eftir að upplifa. Til dæmis er það er augljóst að skólaganga krakka og unglinga undanfarin tvö ár er gerólík því sem hún var. Félagslíf skólanna, sem stuðlar að félagsþroska unga fólksins á þessum mikilvægu mótunarárum, hefur verið, í besta falli, skugginn af því sem það áður var. Það er meiri hætta á að einangrast í þessu ástandi og félagstengsl og samskipti hafa farið að miklu leyti yfir á stafrænt form. Hvaða áhrif hefur þetta haft á unga fólkið? Hafa þau misst af mikilvægum félagsþroska og jafnvel misst niður hæfileikann til samskipta? Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie kom í þáttinn og ræddi þessi mikilvægu mál. Allt frá árinu 1960 hefur Þjóðminjasafn Íslands staðið fyrir söfnun þjóðhátta og þannig skipulega safnað heimildum um lífshætti á Íslandi með því að semja spurningaskrár og safna svörum almennings. Nýverið sendi safnið út spurningaskrá um sjálfbært, heilsusamlegt mataræði og óskar eftir góðri þáttöku landsmanna. Helga Vollertsen sérfræðingur þjóðhátta við Þjóðminjasafn Íslands seagði okkur frá þessu og einnig frá fyrirlestri sem fram fer í hádeginu á morgun um íslenska matarmenningu út frá þeim aragrúa upplýsinga sem þjóðháttasafnið varðveitir. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kennslukona í Borgarholtsskóla. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/17/202250 minutes
Episode Artwork

Villi Neto föstudagsgestur og matarspjall með Villa

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag var leikarinn og grínarinn Vilhelm Neto. Hann hefur gert garðinn frægann undanfarin ár, aðallega í gríni, flestir ættu að muna eftir honum úr tveimur síðustu áramótaskaupum, þar sem hann meðal annars lék manninn sem ætlaði að halda í sér andanum í gegnum Covid og svo Gunnar á Hlíðarenda í Hollywood útgáfunni að Njálu. Það var gaman að ræða við hann um æskuna og uppvöxtinn, bæði í Portúgal og á Íslandi, en faðir hans er portúgalskur. Við ræddum einnig um leiklistina og námið í Danmörku, gamanefnið á samfélagsmiðlum og svo hvernig hefur gengið eftir að hann kom aftur til landsins úr námi. Sigurlaug Margrét kom svo að sjálfsögðu til okkar í dag í matarspjall dagsins. Við fengum Villa Neto, föstudagsgest Mannlega þáttarins, til að sitja áfram með okkur og ræða við okkur um mat. Þar var portúgalskur matur fyrirferðamikill, saltfiskur, kolkrabbi, djúpsteiktar sardínur, djúpsteiktur áll og kýldar kartöflur. UMSJÓN ÞORGERÐUR ÁSA AÐALSTEINSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/14/202250 minutes
Episode Artwork

Er lagasetning lausnin? Öndunarfærasýking hjá hundum og Anna Hafþórs

Í þriðju bylgju #MeToo hér á landi hafa þolendur stigið fram undir nafni og jafnvel nafngreint ofbeldismenn sína. Af þeim frásögnum sem heyrst hafa undir myllumerkinu hafa vaknað spurningar um það úr hvaða jarðvegi bylting eins og þessi sé sprottin. Tekur lagaumgjörðin á Íslandi ekki mið af veruleika þolenda kynbundins ofbeldis? Virkar réttarkerfið ekki sem skyldi fyrir þolendur kynferðisofbeldis? Er þolendum heimilt samkvæmt lögum að skila skömminni með þessum hætti? Þessar spurningar verða ræddar á málþingi sem haldið verður í Háskólanum í Reykjavík næsta fimmtudag, 20. Janúar. Dr. María Rún Bjarnadóttir mun á þinginu flytja erindið Er lagasetning lausnin? Með undirtitlinum Um sögulegan kynjahalla í réttarvernd og birtingarmyndir í nútímanum. María kom í þáttinn í dag og sagði frá. Matvælastofnun hefur nýlega fengið tilkynningar um að á höfuðborgarsvæðinu hafi undanfarið verið, óvanalega mikið um hóstandi hunda og lítur út fyrir að um sýkingu sé að ræða sem berst auðveldlega og hratt milli hunda. Matvælastofnun hefur í samvinnu við Tilraunastöð Háskólans að Keldum sett af stað rannsóknarverkefni til að reyna að finna út úr því hvað gæti verið að valda þessum hósta. Við fengum Þóru Jóhönnu Jónasdóttur, dýralækni gæludýra og dýravelferðar hjá MAST til þess að koma í þáttinn og segja okkur frekar frá þessu í þættinum í dag. Og að lokum fengum við Önnu Hafþórsdóttur, leikkonu, handritshöfund og forritara, sem nýlega bætti við sig enn einum starfstitlinum, skáldsagnahöfundur, þegar hún gaf út sína fyrstu bók Að telja upp í milljón. Sagan var önnur tveggja bóka sem bar sigur úr býtum í handritasamkeppni Forlagsins 2021 en áður hefur Anna sent frá sér smásögur og ljóð. Söguþráður bókarinnar Að telja upp í milljón hverfist um brotna fjölskyldu þar sem saman spinnast flókin fjölskyldutengsl, áföll og samskiptaleysi, en ástin kemur þó líka við sögu. Við ræddum við þúsundþjalasmiðinn Önnu um ritstörfin og sitthvað fleira í dag. UMSJÓN ÞORGERÐUR ÁSA AÐALSTEINSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/13/202250 minutes
Episode Artwork

Þörungarækt, að nýta streituna og póstkort frá Kanarí

Við sáum grein í Morgunblaðinu í gær um áhugavert íslenskt verkefni í þörungarækt sem fékk nýlega Evrópustyrk. Fyrirtækið Hyndla hlaut sem sagt þennan sprotastyrk og það er kannski ekki á hverjum degi sem fyrirtæki fær sprotastyrk þar sem öll sem standa að því eru komin yfir sjötugt og tvö þeirra yfir áttrætt. Það eru þau Guðrún Hallgrímsdóttir matvælaverkfræðingur, Gestur Ólafsson arkitekt og skipulagsfræðingur og Bjarni G. Bjarnason framkvæmdastjóri. Verkefnið er mjög áhugavert þar sem meðal annars er unnið með ræktun og möguleika þörungategundarinnar klóblöðku sem aðeins vex á Íslandi. Þau Guðrún og Gestur komu í þáttinn í dag til okkar og segja okkur meira frá þessu áhugaverða sprotafyrirtæki og verkefni. Svo fengum við heimsókn frá Kristínu Sigurðardóttur, slysa- og bráðalækni og Gyðu Dröfn Tryggvadóttur, meðferðaraðila í áfalla- og uppeldisfræðum, en þær bjóða saman upp á námskeið sem miðar að því að efla seiglu, bæta samskipti og auka þannig færni í lífi og starfi. Þær beina sjónum sínum að nýrri þekkingu og úrræðum, áhrifum og afleiðingum streitu og meðvirkni á samskipti í lífi og starfi. Að lokum fengum við póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Í korti dagsins segir Magnús frá ferðum sínum um Kanaríeyjar, en hann er búinn að heimsækja þær þrjár Tenerife, La Gomera og La Palma. Allar eru þær ólíkar en hafa hver sinn sjarma og sitt aðdráttarafl. Áhrifamest var að heimsækja La Palma þar sem eldgosið olli gríðarlegri eyðileggingu, en það var líka sérstakt að vera á eyju eins og La Gomera sem er í raun aðeins eitt risavaxið eldfjall. UMSJÓN ÞORGERÐUR ÁSA AÐALSTEINSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/12/202250 minutes
Episode Artwork

Evrópuráðstefna kvenna, þrítugur grænmetisbóndi og álagablettir

Í gær hófst skráning á 17. Evrópuráðstefnu kvennasamtakanna BPW, eða European Business and Professional Women, sem fer fram í lok maí. Ráðstefnan er haldin á þriggja ára fresti og verður nú í annað sinn hérlendis. Fyrra skiptið var árið 1997 og þá mættu um 400 konur hvaðanæva að úr heiminum. Samtökin voru stofnuð árið 1919 í Bandaríkjunum með það að markmiði að koma á tengslaneti kvenna á vinnumarkaði og að skapa samstöðu þeirra á milli. Við fengum þær Jóhönnu Kristínu Tómasdóttur foseta BPW klúbbsins í Reykjavík og Marenzu Poulsen stjórnarkonu og veitingakonu í þáttinn til að segja okkur meira frá þessari ráðstefnu og samtökunum. Hin þrítuga Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir sló til og festi kaup á garðyrkjustöð rétt fyrir utan Flúðir aðeins viku eftir að hún hóf nám í Garðyrkjuskólanum. Þar á undan bjó hún í miðbæ Reykjavíkur og hafði meðal annars lært heimsspeki í Háskóla Íslands. Núna hefur hún rekið garðyrkjustöðina upp á sitt einsdæmi í um hálft ár og er starfsemin vægast sagt umfangsmikil. Við heyrðum í þessum kraftmikla grænmetisbónda með heimspeki bakgrunn í þættinum í dag. Þjóðfræðifeðginin Dagrún Ósk Jónsdóttir og Jón Jónsson söfnuðu í nokkur ár sögum að álagablettum af Ströndum. Þau settu upp sýningu á afrakstrinum og gáfu svo út bók. Eins og venja er var haldið útgáfuhóf þegar bókin kom út og því var bæði var streymt og eins voru gestir á staðnum. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, var ein gesta og hún tók upp áhugaverða tölu þeirra feðgina sem við fengum að heyra í þætti dagsins. UMSJÓN ÞORGERÐUR ÁSA AÐALSTEINSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/11/202250 minutes
Episode Artwork

Að koma sér í form, Zen á Íslandi og Brynja lesandi vikunnar

Í upphafi árs er dæmigert að líta til baka og svo líka fram á veginn, hvað má betur fara í okkar lífi og hverju viljum við breyta? Við jafnvel strengjum áramótaheit, viljum koma okkur í form eftir hátíðirnar og hátíðarmatinn, nú skal dæminu snúið við. Við fengum Arnar Pétursson, margfaldan Íslandsmeistara í langhlaupum og höfund Hlaupabókarinnar, til að ráðleggja okkur og hlustendum hvernig er best að snúa sér í slíku. Hvað ber að varast, hvað er vænlegt til árangurs og hvernig er best að byrja í slíku skipulagi? Arnar var með fullt af góðum ráðum í þættinum í dag. Ástvaldur Traustason píanóleikari og stofnandi tónlistarskólans Tónheima kom í þáttinn í dag. Margir kannast við hann vegna starfa hans á tónsviðinu enda hefur hann komið víða við, meðal annars í Milljónamæringunum, Sálinni hans Jóns míns og sem harmónikkuleikari í hljómsveitinni Mandólín, auk þess sem hann stofnaði tónlistarskólann Tónheima. Við hinsvegar vorum ekki að ræða tónlistina heldur annað hugðarefni Ástvaldar, sem hefur tekið upp millinafnið Zenki og er stofnandi samtakanna Zen á Íslandi. Hann hefur lokið kennaraþjálfun í Japan og er viðurkenndur kennari í Soto Zen. Við ræddum við Ástvald um Zen hugleiðslu og vegferð hans á þessari andlegu braut. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Brynja Hjálmsdóttir ljóðskáld. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN: ÞORGERÐUR ÁSA AÐALSTEINSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/10/202256 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Yrsa Sigurðardóttir föstudagsgestur og matarspjall með Yrsu

Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur og verkfræðingur er föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn. Hana þarf nú vart að kynna, enda hefur hún verið einn allra vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar í um tvo áratugi. Bækur eftir hana hafa verið þýddar á yfir 30 tungumál og hafa komið út í yfir 100 löndum. Yrsa hefur þrisvar sinnum hreppt Blóðdropann, verðlaun Hins íslenska glæpafélags, nú síðast fyrir bókina Bráðin sem kom út 2020. Nýjasta bók hennar, Lok, lok og læs kom út á liðnu ári og hefur eflaust verið í mörgum jólapökkum þessi jólin. Við ætlum að fá Yrsu til að segja okkur frá því hvar hún er fædd og uppalin, frá ferðalaginu í gegnum lífið til dagsins í dag og því hvenær hún byrjaði að skrifa. Í matarspjalli dagsins ætlum við að fá föstudagsgestinn, Yrsu Sigurðardóttur, til að sitja áfram með okkur og Sigurlaugu Margréti. Þá fáum við að vita hvað er hennar uppáhaldsmatur, hvort hún sé mikill kokkur og þá hvaða rétti henni þykir skemmtilegast að elda. Auk þess forvitnumst við um mat í skáldsögunum hennar. UMSJÓN ÞORGERÐUR ÁSA AÐALSTEINSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/7/202250 minutes
Episode Artwork

Draumanámskeið, eldra fólk á vinnumarkaði og Gróa Finnsdóttir

Valgerður H. Bjarnadóttir kom til okkar í dag. Hún er búsett norður á Akureyri en hefur stutta viðdvöl í höfuðborginni á leið sinni til Lanzarote þar sem hún ætlar að halda draumanámskeið fyrir konur ásamt stallsystur sinni Elísabetu Lorange. Valgerður hefur víða komið við í kvenréttindabaráttunni en hún kom að stofnun Kvennaboðs á Akureyri og var um tíma framkvæmdastýra Jafnfréttisstofu. Í dag einbeitir hún sér meira að sjálfstyrkingu kvenna meðal annars með því að skoða drauma, trúarbrögð og ættfræði. Óskar Marinó Sigurðsson kemur svo til okkar og við ætlum að ræða við hann um erindi sem hann vann fyrir Vinnueftirlitið fyrir nokkru um áskoranir eldra fólks á vinnumarkaði. Í erindinu byggði Óskar á starfsreynslu sinni sem ráðgjafi fyrir langtíma atvinnuleitendur, þ.e.a.s. einstaklinga sem hafa verið sex mánuði eða lengur á atvinnuleysisskrá og einstaklingum sem hafa þegið fjárhagsaðstoð. Óskar mun segja okkur frá þessu erindi, meðal annars um viðhorf gagnvart eldra fólki og breytingar á vinnuumhverfi sem geta valdið því að færni og kunnátta fólks úreldist. Gróa Finnsdóttir gaf út sína fyrstu skáldsögu, Hylinn, á síðasta ári en höfundurinn sker sig úr hópi annara ungskálda að því leyti að hún fagnaði 70 ára afmæli sama ár. Gróa hafði legið á sögunni dágóðan tíma en einsett sér að koma bókinni í útgáfu fyrir sjötugsafmælið. Það tókst. Bókin hefur hlotið góðar viðtökur. Við fengum Gróu til að segja okkur frá því að hefja ritstörf á besta aldri. UMSJÓN ÞORGERÐUR ÁSA AÐALSTEINSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/6/202250 minutes
Episode Artwork

Guðni gaf ráð, Píeta samtökin og póstkort frá Magnúsi

Guðni Gunnarsson kom í þáttinn í dag og gaf góð ráð í upphafi nýs árs. Guðni er stofnandi og upphafsmaður Rope Yoga og GlóMotion hugmyndafræðinnar. Hvað er gott að hafa í huga þegar maður vill breyta lífi sínu til hins betra og stuðla að meiri vellíðan?? Við kynntum okkur starfsemi Píeta samtakanna, en þau voru stofnuð 2016 og hófu starsfsemi 2018. Samtökin sinna fólki með sjálfsvígshugsanir, aðstandendum fólks með sjálfsvíshegðun og syrgjendum sem hafa misst fólk í sjálfsvígi. Þórunn Finnsdóttir, fagstjóri hjá Píeta samtökunum kom í þáttinn og fræddi okkur um starfsemina og þá þjónustu sem samtökin bjóða upp á, símaþjónustuna (símanúmerið er 552-2218), meðferðarúrræði og forvarnir. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í þessu fyrsta póstkorti nýja ársins fjallaði hann um áramótaheit, hvernig þau hafa breyst og eru ekki eins sjálfmiðuð og áður. Orsökin er sögð vera vaxandi heimsendaótti sem verður nú vart í öllum þáttum mannlegs lífs og ef til vill mest áberandi í þeim kvikmyndum sem gerðar eru um þessar mundir en mikill fjöldi þeirra hafa heimsendi sem grunnstef. Svarið við óttanum er að draga andann djúpt, telja upp að fimm, anda síðan frá sér og telja upp að sex. Meira um þetta í póstkorti dagsins. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/5/202250 minutes
Episode Artwork

Grindarbotnsþjálfun, Ferðafélagið og áramótahugleiðingar

Við forvituðumst um Grindarbotnsþjálfa svokallaðan í þættinum í dag. Þetta er byltingarkennd lausn til að styrkja grindarbotnsvöðva og minnka þannig hættu á þvagleka og legsigi en einnig til þess að auka unað af kynlífi. Notandinn spilar skemmtilega tölvuleiki í símanum sem hann stýrir með grindarbotnsvöðvunum en þessir leikir eru þróaðir í samvinnu með helstu sérfræðingum Frakka í grindarbotnslækningum. Svanlaug Jóhannsdóttir frá Osteostrong kom í þáttinn í dag og sagði okkur betur frá þessari nýju leið til að þjálfa grindarbotninn. Ferðafélag Íslands hefur kynnt ferðaáætlun fyrir árið 2022 og er hún fjölbreytt og viðamikil að venju. Við fengum Sigrúnu Valbergsdóttur, varaforseta stjórnar og formann ferðanefndar félagsins til að segja okkur frá ferðaáætlun ársins sem var að byrja, þar var af nógu að taka enda er ferðaáætlunin vel á annað hundrað blaðsíður. Eins sagði Sigrún okkur frá árbók ferðafélagsins sem kemur nú út í 95.sinn, í þetta skipti fjallar hún um þjóðgarðinn Snæfellsjökul. Kristín okkar Einarsdóttir ætti að vera hlustendum Mannlega þáttarins góðu kunn, en hún hefur sent okkur pistla og viðtöl lengi og mun gera það áfram. Í dag brugðum við þó aðeins út af vananum því við spjölluðum við Kristínu í beinni útsendingu. Hún sagði okkur frá ástandinu á Ströndum í kófinu og svo sagði hún okkur frá norskum og skoskum leiðum til að spá fyrir um næsta árið, kannski misáreiðanlegar. Sem sagt áramótahugleiðingar á þessum tímamótum og svo ræddi hún aðeins um Skaupið í ár og hvað mátti jafnvel lesa útúr því gríni sem þar var. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/4/202250 minutes
Episode Artwork

Anna Hafberg, veganúar og Ólafur lesandi vikunnar

Við ræddum við Önnu Hafberg hjúkrunarfræðing sem hefur staðið covidvaktina frá byrjun en hún var kölluð til á coviddeildina til að vera með í þróun þeirrar deildar og hefur meðal annars tekið þátt í að koma upp bráðadagdeild sem tekur við fólki sem þarf ekki endilega á bráðaþjónustu að halda. Anna er ein af þeim sem hringir í fólk sem veikist af covid en álagið á því teymi hefur verið mikið í núverandi bylgju. Við komum víða við í spjallinu við Önnu þar sem hún meðal annars ítrekaði persónulegar sóttvarnir, fjarlægðartakmarkanir og að spritta sig. Veganúar er nýhafinn, en það er viðburður sem nú er haldinn á Íslandi í sjöunda sinn og fer stækkandi um allan heim með hverju ári. Markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif og neyslu dýraafurða og til að kynna kosti vegan fæðis. Við fengum Valgerði Árnadóttur, formann Samtaka grænkera á Íslandi, til að koma og fræða okkur um veganúar í þættinum og segja okkur frá fyrsta viðburðinum sem verður einmitt í kvöld. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ólafur Sveinn Jóhannesson, deildarstjóri markaðs- og kynningmála hjá Tækniskólanum og ljóðskáld. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/3/202250 minutes
Episode Artwork

Systurnar á Enni og síðasta póstkort ársins

Á Skriðinsenni í Bitrurfirði á Ströndum búa mæðgurnar Steinnunn Hákonardóttir og móðir hennar Lilja Jónsdóttir, Ólafía systir Lilju býr á Hólmavík en dvelur oft á Enni. Systurnar tvær eru komnar yfir nírætt og Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, fékk að koma í heimsókn og rifjaði upp með þeim systrum minningar frá liðinni tíð. Í síðasta póstkorti ársins frá Magnús R. Einarssyni segir hann frá nokkrum áramótum sem hann hefur upplifað á ferðum sínum erlendis. Hann hefur verið í þó nokkrum löndum um áramót svo sem Englandi, Spáni, Skotlandi, Ítalíu, Indlandi og Nýja Sjálandi, en hann segir frá nokkrum þeirra og ólíkri upplifun í hverju og einu landi. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
12/30/202150 minutes
Episode Artwork

Trérennismíði og nýsköpunarhraðall fyrir konur

Við kíktum í heimsókn á lítið verkstæði í Dalshrauni í Hafnarfirði og hittum þar Örn Ragnarsson formann Félags trérennismiða á Íslandi. Hann fann trérennismíðina þegar hann var að svipast um eftir einhverju til að taka sér fyrir hendur eftir að hann lét af störfum eftir nærri hálfa öld á vinnumarkaðinum. Nú er hann staðráðinn í því að bera út fagnaðarerindi rennismíðinnar til sem flestra og við fengum að spreyta okkur á rennibekknum hans. Aldrei hefur verið mikilvægara en nú að fjölga sprotum og efla nýsköpun í íslensku efnahagslífi og að sama skapi auka hlut kvenna á þeim vettvangi. Nýsköpunarhraðall fyrir konur verður haldin á næstunni og hann verður kynntur á fundi á morgun. Þetta er kjörið tækifæri fyrir konur að fá aðstoð við að koma viðskiptahugmyndum sínum á markað og hugmyndin þarf ekki að vera fullmótuð eða fyrirtæki stofnað áður heldur er nóg að koma með hugmyndina og fá aðstoð við framhaldið. Meðal kennara verður Fida Abu Libdeh, forstjóri og annar stofnandi GeoSilica og við töluðum við hana í þættinum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
12/29/202150 minutes
Episode Artwork

Slökkviliðið, Skapti Hallgrímss. og Regína lesandi vikunnar

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom við sögu í þættinum í dag en við hringdum í Vernharð Guðnason deildarstjóra aðgerðasviðs slökkviliðsins. Hann sagði okkur frá verkefnum þeirra þessa daganna, þar sem sjúkraflutningar og fleira verk tengd Covid-19 eru fyrirferðamikil. Hann ræddi einnig brunavarnir fyrir jólin og áramótin og gaf góð ráð. Við heyrðum svo í Skapta Hallgrímssyni, ritstjóra www.akureyri.net. Skapti var blaðamaður, fréttastjóri og ljósmyndari í 36 ár hjá Morgunblaðinu og er nú kominn í stól ritstjóra hjá fjölmiðli sem hann sjálfur stofnaði og rekur. Við fengum Skapta til að segja okkur frá starfinu, helstu fréttum og hátíðarstemningunni fyrir norðan og svo leitinni að uppruna gamalla ljósmynda. Lesandi vikunnar að þessu sinni var söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir. Hún sagði okkur frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
12/28/202150 minutes
Episode Artwork

Björgunarafrek árið 1950 og Katrín Júlíusd segir frá ADHD greiningu

MANNLEGI ?MÁNUDAGUR. 27.DESEMBER- 2021 UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON Guðmundur Halldórsson frá Bæ á Selströnd hlaut fyrstur manna afreksmerki hins íslenska lýðveldis fyrir frækilega björgun skipsfélaga sinna þegar togarinn Vörður fórst í janúar 1950. Lýsingar á slíkum atburðum frá þessum tíma og frá fyrstu hendi eru líklega sjaldgæfar en Guðmdunur skrifaði föður sínum bréf nokkrum dögum eftir þessa atburði og bréfið barst i hendur Kristínar Einarsdóttur, okkar konu á Ströndum og við heyrðum það lesið af Jakobi Þór Einarssyni. KatrínJúlíusdóttir fyrrverandi ráðherra og nú framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja sagði frá því nýlega að hún hefði fyrir nokkrum árum verið greind með ADHD og fengið lyf í kjölfarið. Hún viðurkennir að aldrei í lífinu hefði henni dottið í hug að hún væri með ADHD en tilviljun réð því að hún fór í skimun. Hún sagði okkur frá því hvernig lífið var fyrir og eftir greininguna.
12/27/202153 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Jóla- og sumargleði Ómars og jólapredikun Jónu Hrannar

Föstudags- og aðfangadagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Ómar Ragnarsson. Hann þarf vart að kynna, hann hefur skemmt Íslendingum í yfir 60 ár, sungið, dansað, samið ógrynni dægurlagatexta og fjölda laga. Hann var frétta- og dagskrárgerðarmaður hér á RÚV í áratugi og flaug og keyrði um allt land í efnisleit. Hann er náttúruverndarsinni og rallmeistari og svo var hann auðvitað meðlimur í Sumargleðinni. Nú er einmitt komin út bókin Af einskærri Sumargleði, sem Ómar skrifaði, þar sem hann fer yfir sögu Sumargleðinnar, sem hann stofnaði ásamt Ragga Bjarna, auk þess sem Ómar rifjar upp upphaf ferils síns. Við spjölluðum við hann um jólin, minningar um jólin í æsku, jólaskemmtanir, Gáttaþef, nýju bókina og fleira í jólaspjalli við Ómar í þættinum í dag. Við fórum svo í heimsókn suður í Garðabæ, nánar tiltekið í Vídalínskirkju, og hittum séra Jónu Hrönn Bolladóttur sem undirbýr predikun fyrir aðfangadagsmessu kl.18. Þetta er stærsta messa ársins, segir Jóna Hrönn, en hún hefur verið síðustu vikur að undibúa hana og ákveða inntak ræðunnar. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON P.s. að beiðni birtum við hér textann sem Ómar Ragnarsson samdi við lagið Christmas Time is Here eftir Vince Guaraldi sem spilað var í þættinum: Jólastemning Jólastemning er yfir öllu hér, gleðitíð, sem börnin blíð nú biðja'að veitist sér. Snjókorn blærinn ber. Boðskap flytja mér dýrðarsöngvar dægrin löng, sem dilla mér og þér. Sögur, ljós og ljóð, ljúft við tónaflóð. Mitt í dróma myrkurs ljómar minninganna flóð. Jólastemning ber birtu, ósk mín er að alla tíð, já ár og síð allt árið ríki'hún hér, - að einlæg gleði'og ástargeð æ gefist mér og þér. (Ómar Ragnarsson)
12/24/202150 minutes
Episode Artwork

Hjónabandið, póstkort frá Berlín og Gullý Hanna

Við heyrðum í Brynhildi Björnsdóttur í þættinum, en hún hefur unnið fjóra þætti fyrir Rás 1 sem kallast Ef þú giftist. Þættirnir fjalla um hjónabandið í nútímasamfélagi. Hjónabandið og hugmyndin um það er einn sterkasti hornsteinn samfélagsins. Í nútímanum hefur vægi hjónabandsins líklegast minnkað fyrir suma á sama tíma og það getur það samt skipt sköpum fyrir aðra þegar kemur að alvöru lífsins. Fjöldi fólks velur að giftast ár hvert oft með mikilli fyrirhöfn og tilkostnaði, þrátt fyrir að tölfræðin sýni að stór huti hjónabanda endi með skilnaði. En hvað er hjónabandið í dag? Er það tímanna tákn eða tímaskekkja? Við ræddum hjónabandið og þessa nýju þætti, Ef þú giftist, við Brynhildi Björnsdóttur í dag, en fyrsti þátturinn fer í loftið kl.14 á Aðfangadag hér á Rás 1. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í korti dagsins segir Magnús frá ferð sinni til Berlínar fyrr í desember, frá stemningunni í borginni, eftirminnilegri leikhúsferð þar sem hann sá Túskildingsóperuna í fyrsta sinn. Hann segir líka frá jólamarkaðnum en hann er aldagömul hefð sem litar aðventuna og mannlífið hjá Þjóðverjum. Í lokin segir hann frá drauminum endaluasa um eilíft líf en nú eru moldríkir auðkýfingar að verja grilljónum í rannsóknir á því hvernig hægt sé að svindla á dauðanum. Gullý Hanna Ragnarsdóttir er tónlistarkona og hefur síðastliðinn 40 ár starfað sem slík í Danmörku og nú nýlega gaf hún út sinn áttunda hljómdisk. Þessi diskur fjallar um Ísland og rætur hennar hér. Gullý segist vera komin á ellilaun en er enn að spila á gítarinn og syngja fyrir fólk. Við slógum á þráðinn til hennar í þættinum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
12/22/202150 minutes
Episode Artwork

Ástarrannsóknir, kæsing skötu og bókasafnsráðgátur

Berglind Rós Magnúsdóttir, prófessor í uppeldis- og menntunarfræðum við Menntavísindasviði Háskóla Ísland og formaður Hins íslenzka ástarrannsóknarfélags, hefur rannsakað marga ólíka anga ástarinnar. Í nýjustu rannsókn sinni talaði hún við fimmtán fráskildar framakonur um leit þeirra að nýrri ást eða sambandi. Þar kemur ekki einungis fram að markaðurinn svokallaði hefur breyst heldur einnig þarfir þeirra sem á hann sækja. Nú, á tímum stefnumótasnjallforrita, hafa stefnumótavenjur breyst, markaðurinn er opnari en áður, en það virðist vera minna um traust auk þess sem þar ríkja margar mótsagnir. Við fengum Berglindi til að segja okkur frá þessari rannsókn og niðurstöður hennar í þættinum í dag. Við forvitnuðumst aðeins um skötu og skötugerð í þættinum í dag. Hvernig er skatan best? Við hringdum í Svein Guðbjartsson hjá Lionsklúbbi Ísafjarðar, en klúbburinn hefur í mörg ár verkað og selt skötu og aðferðin er byggð á gömlum vestfirskum grunni og stuðst er við áratuga gamla kæsingaraðferð. Borgarbókasafnið Gerðubergi hefur fengið nýja ásýnd og umbreyst í ævintýraheim byggðan úr mörgum þúsunda bóka. Í þessum dularfulla bókaheimi býr Gerðubergur gamli, aðalpersónan í ráðgátunum þremur, Ævintýraráðgátunni, Vísindaráðgátunni og Hrollvekjuráðgátunni. Þín eigin bókasafnsráðgáta er sem sagt ratleikur fyrir alla fjölskylduna sem verður opin milli jóla og nýjárs og alveg fram í apríl og það er ókeypis inn. Við hittum Svanhildi Höllu Haraldsdóttur og Ilmi Dögg Gísladóttur sem sögðu okkur frá sýningunni. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
12/21/202150 minutes
Episode Artwork

Jólastress, jólatréin og Erna Rut lesandinn

Þegar aðeins örfáir dagar eru til jóla finna allir, og þá kannski sérstaklega foreldrar ungra barna, fyrir því að spennustigið hækkar. Bæði hjá þeim sjálfum og börnunum og þótt allir séu af vilja gerðir til að viðhafa ró og næði heima, þá er auðvitað eðlilegt að börnin hlakki til og að það sé stress í gangi hjá foreldrum við að klára allt sem þarf að klára. Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur á Litlu kvíðameðferðarstöðinni kom í þáttinn og gaf góð ráð um hvernig við hugum best að þörfum barnanna á þessum tíma. Hvaða tegundir á Íslandi henta best sem jólatré, hvernig er best að hugsa um þau yfir hátíðarnar og hvað er hægt að halda þeim lengi á lífi? Hversu mikið á að vökva þau? Á að vökva þau með heitu eða köldu vatni? Björgvin Eggertsson skógfræðingur svaraði þessum spurningum og fleirum í þættinum í dag. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Erna Rut Vilhjálmsdóttir verslunarstjóri í Eymundsson á Skólavörðustíg. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
12/20/202150 minutes
Episode Artwork

Hera Björk föstudags- og matarspjallsgestur

Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona, og nú einnig fasteignasali, var föstudagsgestur þáttarins í dag. Hún rifjaði með okkur upp æskuárin í Breiðholtinu og fyrir norðan, sönginn, naglaspítur, söngkeppni framhaldsskólanna og fleiru. Hera sagði okkur svo frá starfi sínu sem fasteignasagli og 20 ára afmælisjólatónleikum hennar sem verða í Hallgrímskirkju. Þar sem Hera Björk er annálaður áhugakokkur er því var borðleggjandi að fá hana til að sitja áfram með okkur í matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti. Hera sagði okkur frá heimsfrægri kalkúnafyllingu, sem hún nappaði frá Sigurði Flosasyni og fjölskyldu, laufabrauðsgerð og jólamatnum í hennar fjölskyldu. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
12/17/202150 minutes
Episode Artwork

Járnofhleðsla, músagangur og skrýtin veröld

Við fjölluðum í dag um járnofhleðslu sem er erfðatengdur sjúkdómur og getur, ómeðhöndlaður, leitt til krabbameins í lifur og valdið lömun. Þessi sjúkdómur er býsna algengur og nauðsynlegt er að ná að greina hann snemma og meðhöndla. Greining og meðhöndlun er nokkuð einföld, en það þarf sem sagt að tappa af blóði reglulega. Nú er vitundarvakningarverkefni í gangi sem hlaut hæsta styrk Rótarýhreyfingarinnar og Sveinn Óskar Sigurðsson bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ og félagi í Rótary kom í þáttinn og sagði frá járnofhleðslu, en hann er sjálfur með sjúkdóminn og einnig nokkrir félagar í hans deild. Við höfðum séð undanfarið fréttir í hinum ýmsu miðlum um mikinn músagang í híbýlum um allt land. Hlýtt veður í haust og svo mikill kuldatíð í kjölfarið orsakar að mýsnar leita inn á heimili landsmanna í leit að mat og hlýju. Mörgum finnst þær agalega sætar, aðrir eru afskaplega hræddir við mýsnar. Hvort sem er, þá fylgja því ýmsar hættur þegar mýs leita inn í húsin okkar, til dæmis eldhætta því þær eiga það til að naga rafmagnsleiðslur og jafnvel gasleiðslur, t.d. á útigrillum. Við fengum Þóru Jóhönnu Jónasdóttur, dýralækni, sem sér um dýravelferð, heilbrigði og velferð gæludýra hjá MAST til þess að fara með okkur yfir hvað er hægt að gera í þessum músagangi, því ekki er sama hvernig músagildrur eru notaðar. Gunnar Hrafn Jónsson var svo hjá okkur með sína skrýtnu veröld, þar sem hann er mjög þefvís á furðulegar, fyndnar, skrýtnar og áhugaverðar fréttir víðs vegar að úr heiminum. Í dag sagði hann okkur frá ráðagerð föður breska forsætisráðherrans að gerast franskur ríkisborgari, vandræðalegum uppákomum í Downingstræti með hund sama forsætisráðherra, sérþjálfaða Covid-hunda í Chile og fleira. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
12/16/202150 minutes
Episode Artwork

Bók um snjóflóðin, netgöngutúr og jólaveðrið

16.janúar 1995 féll snjóflóð á þorpið í Súðavík á meðan flestir íbúar voru í fastasvefni. Í blindbyl og svartamyrkri hóf heimafólk að leita að sínum nánustu við hrikalegar aðstæður. Tveimur dögum seinna féll annað mannskætt snjóflóð á sveitabæinn Grund í Reykjhólasveit. Egill Fjeldsted sagnfræðingur skrifaði bókina Þrekvirki sem er nýkomin út. Hún er að stórum hluta byggð á viðtölum við 40 manns, sem annað hvort voru á heimilum sínum þegar flóðin skullu á þeim, eða tóku þátt í björgunarstörfum. Egill kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá bókinni. Ferðaþjónustufyrirtækið Your Friend in Reykjavik býður upp á skemmtilega jólagöngutúra nú í desember. Þetta er í annað árið í röð sem þessi ferð er í boði en í fyrra fór Valur Heiðar Sævarsson leiðsögumaður og eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins ótroðnar slóðir og hélt vefgönguleiðsögn í beinni á netinu um miðbæ Reykjavíkur. Göngutúrinn vakti gífurlega lukku og fylgdust mörg þúsund manns víðs vegar að úr heiminum með streyminu. Í ár verður göngutúrinn með svipuðu sniði þar sem gestum er sagt frá íslenskum jólahefðum og jólahaldi. Við töluðum við Val Heiðar í þættinum. Við hringdum í Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing í þættinum og spurðum hann út í jólaveðrið. Verða rauð eða hvít jól? Hvernig hefur veðrið í haust og vetur verið í samanburði við önnur ár? Og hvað er hægt að sjá langt fram í tímann í veðurspám? Einar fræddi okkur um veðrið í þættinum í dag. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
12/15/202150 minutes
Episode Artwork

Aðalheiður Hólm, upphaf alheimsins og kirkjan á Kaldrananesi

Aðalheiður Hólm var aðeins 18 ára þegar hún stofnaði Starfsstúlknafélagið Sókn sem sameinaði konur í lægstu stéttum þjóðfélagsins í baráttu þerira fyrir mannsæmandi lífi. Aðalheiður flutti af landi brott, þegar hún var þrítug, með hollenskum eiginmanni sínum árið 1946 og þurfti að takast á við ýmsar hindranir þar. Saga Heiðu kom fyrst út árið 1994 og hefur nú verið endurútgefin. Höfundurinn Þorvaldur Kristinsson kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessari mögnuðu konu sem hann kynntist og átti að vini. Við rákum augun í áhugaverða frétt í gær í Morgunblaðinu, um stærsta og öflugasta geimsjónauka sem smíðaður hefur verið. Honum verður skotið á loft skömmu fyrir jól, en vonir eru bundnar við að hann muni svara gríðarlega stórum spurningum, til dæmis um upphaf alheimsins og aðra hnetti í öðrum sólkerfum sem gætu verið með svipaðar aðstæður fyrir líf og jörðin. Það var eiginlega ekki um annað að ræða en að fá Sævar Helga Bragason, Stjörnu Sævar, til að koma í þáttinn og útskýra þetta allt saman fyrir okkur. Sem betur fer var hann til í það. Á Kaldrananesi í Bjarnarfirði er kirkja sem verið er að gera upp,en þar hefur verið kirkjustaður í margar aldir. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, var bent á þjóðsögu sem tengist staðnum og eftir að hafa lesið hana fór hún í heimsókn í kirkjuna og ræddi við formann sóknarnefndar Jóhann Björn Arngrímsson. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
12/14/202150 minutes
Episode Artwork

Tæknilæsi eldri borgara, endurminningaleikhús og Vilborg lesandinn

Það hefur verið talsvert fjallað um tæknilæsi eldri borgara og leiðir til að efla það. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar býður upp á námskeið í tæknilæsi á félagsmiðstöðvum borgarinnar. Markmið verkefnisins er að kenna fullorðnum, þá helst eldri borgurum, á tækni og veita þeim aðstoð við að sækja stafrænar þjónustur og markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun og bæta aðgengi að samfélagsþátttöku. Við litum inná eitt slíkt námskeið í Gerðubergi og ræddum við nokkra þáttakendur og kennara. Við hringdum austur á Djúpavog í Andreu Katrínu Guðmundsdóttur, leiklistarkennara og leikstjóra og fengum hana til að segja okkur frá því hvað svokallað endurminningaleikhús er. Hún er sem sagt búin að koma slíku á fót fyrir austan og einhverra hluta vegna virðast konurnar á staðnum vera viljugri til að deila minningum sínum í svona leikhúsi en karlarnir. Andrea sagði okkur meira frá endurminningaleikhúsi í þættinum í dag. Lesandi vikunnar var leikkonan og ljóðskáldið Vilborg Halldórsdóttir en ljóð hennar og upplestur í þáttunum Heima með Helga Björns, vöktu heilmikla athygli og nú var komið að Vilborgu að segja hlustendum Mannlega þáttarins frá hennar uppáhaldsbókum og höfundum og hvað hún hefur verið að lesa undanfarið. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
12/13/202150 minutes
Episode Artwork

Jóhann Sigurðarson föstudagsgestur, matarspjall og eftirhermur

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikarinn og söngvarinn Jóhann Sigurðarson. Hann hélt upp á 40 ára leikafmæli í upphafi árs og hefur auðvitað leikið í gríðarlegum fjölda leikverka, sjónvarpsþátta og kvikmynda. Auk þess er hann með frábæra söngrödd og les inn fjölda hljóðbóka. Við ræddum við hann í dag um æskuna og uppvöxtinn í Borgarfirðinum. Skólaferilinn, leiklistarferilinn og eftirhermurnar. Það var um nóg að tala við Jóhann Sigurðarson í dag. Í matarspjallinu fékk Sigurlaug Margrét föstudagsgestinn Jóhann Sigurðarson til þess að sitja áfram og tala við okkur um mat. Hann er listakokkur og bjó til dæmis í eitt ár á Ítalíu og því er ítalsku matur ofarlega í huga hans. Jóhann rifjaði upp skemmtilegar sögur tengdar mat og sagði frá jólamatnum á þeirra heimili. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
12/10/202155 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Álag á vinnustað, samband Íslands og Kína og vinskapurinn

Mikil umræða hefur átt sér stað í samfélaginu vegna líkamlegs og andlegs álags á starfsfólk á vinnumarkaði. Algengustu ástæður nýgengi örorku á Íslandi eru geðraskanir og stoðkerfisvandi. Óhóflegt álag á vinnustöðum er til þess fallið að auka líkur á heilsutjóni af ýmsu tagi og getur leitt til kulnunar í starfi. Embætti landlæknis, Vinnueftirlit ríkisins og VIRK Starfsendurhæfingarsjóður eru í samstarfi varðandi heilsueflingu og forvarnir á vinnusvið stöðum og við fengum Ingibjörgu Loftsdóttur sem er sviðstjóri hjá VIRK og ræddum við hana um vellíðan á vinnustað og lykilþætti til að forðast streitu og álag. Í gær voru fimmtíu ár síðan Ísland og Kína tóku upp stjórnmálasamband. Við fengum Þorkel Ólaf Árnason, formann Kínversk-íslenska menningarfélagsins í þáttinn til að segja okkur sögu félagsins og hans kynnum af Kína. En hann stundaði nám í háskóla í Guangzhou og bjó þar í fimm ár. Þorkell fræddi okkur um Kína og menningarfélagið í dag. Steinar Þór Ólafsson þekkja okkar föstu hlustendur frá því að hann var með pistla í Mannlega þættinum sem hann kallaði Kontóristinn, þar sem hann fjallaði á áhugaverðan hátt um ýmislegt sem viðkom vinnustaðamenningu. En við rákum augun í pistil sem hann skrifaði í Viðskiptablaðið með fyrirsögninni Vinir óskast. Þar fjallar hann um vináttu og það hvernig hann hefur verið að lesa sig til um það hvernig sé best að eignast nýja vini og rækta þá gömlu. Því í gegnum skólagönguna og æskuárin eignast flestir vini fyrir lífstíð, en það getur reynst töluvert flóknara þegar við verðum fullorðin. Steinar kom í þáttinn í dag og ræddi við okkur um vináttu. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
12/9/202150 minutes
Episode Artwork

30 ár frá falli Sovétríkjanna, grýla á pólsku og póstkort frá Magnúsi

Sagnfræðingafélag Íslands boðar í kvöld til fundar í Iðnó um fall Sovétríkjanna og þróunina í Rússlandi nú þegar 30 ár eru frá því að Sovétríkin liðuðust í sundur og heimsmyndin breyttist á svipstundu. Fáir hefðu búist við því þegar Reagan og Gorbatsjov hittust í Höfða árið 1986 að aðeins fimm árum síðar væru Sovétríkin horfin. Og hvað hefur gerst síðan og hvernig er staðan í Rússlandi í dag? Valur Gunnarsson sagnfræðingur, einn frummælenda í kvöld, kom í þáttinn og fræddi okkur um hvað hefur gerst eftir fall Sovétríkjanna. Jólagleði í Garðalundi á Akranesi var fyrst haldin í desember árið 2016 og hefur verið árviss viðburður síðan. Í fyrra þurfti að hugsa hlutina uppá nýtt og var farin sú leið að setja upp litla ævintýraheima í skógræktinni. Á þessum ævintýrastöðum eru skilti með textum og þar verða svokallaðir QR kóðar sem vísa á lesnar sögur og ekki síst á upplestra á kvæðum Jóhannesar úr Kötlum um jólasveinana, jólaköttinn og Grýlu, bæði á íslensku, ensku og nú á pólsku. Nina Slowinska er þýðandi kvæða og texta og pólskir leikarar sjá um lesturinn. Nina kom í þáttinn í dag ásamt Margréti Blöndal sem er ein af höfundum og hugmyndasmiðum Jólagleðinnar í Garðalundi. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni og kortið í dag hófst á lýsingu á veðri og vindum í Vestmannaeyjum, en þar er vindasamt og úrkomumikið veður flesta daga að sögn Magnúsar. Þaðan var farið út í hinn víðáttumikla geim því eftir hálfan mánuð verður risavöxnum geimsjónauka skotið á loft og honum er ætlað að svara mikilvægum spurningum um samsetningu og eðli alheims. Undir lok kortsins var sagt frá óttanum sem fjölmiðlar hafa skapað vegna kórónuveirufaraldursins. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
12/8/202150 minutes
Episode Artwork

Þitt nafn bjargar lífi, Bragi og barnakórinn og áhrif lýsingar

Íslandsdeild Amnesty International hefur ýtt úr vör árlegu herferðinni, Þitt nafn bjargar lífi, en í ár eru tekin fyrir tíu mál þolenda mannréttindabrota og við fengum að heyra sögur tveggja þeirra í þættinum í dag. Mál Wendy Galarza frá Mexíkó sem heimsótti Ísland í lok nóvember og tók þátt í málþingi og mál Mikita Zalatarou frá Hvíta-Rússlandi sem er aðeins 17 ára gamall en hann var dæmdur til 5 ára fangavistar. Til þess að segja okkur sögur þeirra og frá herferðinni komu í þáttinn Anna Lúðvíksdóttir og Bryndís Bjarnadóttir frá Íslandsdeild Amnesty Inernational. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti á dögunum deildarstjóra Tónskóla Hólmavíkur Braga Þór Valsson og tvo nemendur og kórfélaga, þær Kolfinnu Visu Aspar Eiríksdóttur og Ísafold Lilju Óskarsdóttur. Kórinn sem Bragi stjórnar tók nýlega upp lagið Jólin koma sem er eftir Braga og við heyrðum hvað stúlkunum finnst um söng og Bragi sagði frá kórstarfinu. Við veltum fyrir okkur áhrifum ljóss og birtu á okkur í hýbýlum og hvað við getum gert til að skapa vellíðan heima með hjálp lýsingar. Gluggar, stærð, staðsetning og dýpt rýma í íbúðum hafa mikil áhrif. Ásta Logadóttir er doktor í verkfræði og formaður ljóstæknifélagsins, hún kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um lýsingu. UMSJÓN GUÐRÚUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
12/7/202150 minutes
Episode Artwork

Jól í Birkihofi, sannar gjafir og Arnrún lesandi vikunnar

Anna Þóra Ísfold er þessa dagana að skipuleggja kyrrð og dekur fyrir fámennan hóp kvenna í Birkihofi á Laugarvatni yfir jólin, frá Þorláksmessu og til annars í jólum. Hún skildi fyrir 4 árum og eins og oft er með skipulag yfir jól og áramót, skiptast börnin á að vera hjá foreldrum sínum. Það getur reynst mörgum erfitt að hafa ekki börnin hjá sér yfir jólin og því fæddist þessi hugmynd hjá Önnu Þóru, að bjóða uppá þessa samveru kvenna í sömu sporum. Tíminn verður nýttur í sjálfsuppbyggingu, valdeflingu og góðan mat. Við ræddum við Önnu Þóru í þættinum. Jólin nálgast með öllu sem þeim fylgir, hvað á að gefa hverjum í jólagjöf? Hvað fengum við í jólagjöf í fyrra? UNICEF á Íslandi býður upp á sannar gjafir þar sem hægt er að gefa vinum og fjölskyldu gjöf sem getur skipt sköpum fyrir börn í neyð, sem sagt það að í þeirra nafni fái barn sem þarf á því að halda; bólusetningu, vítamínbætt jarðhnetumauk, hlý föt fyrir kaldasta tíma ársins og miklu fleira. Þörfin hefur aldrei verið meiri til dæmis í Jemen, Afganistan, Madagaskar og Eþíópíu og við fengum þær Steinunni Jakobsdóttur og Eyrúnu Ingu Jóhannesdóttur frá UNICEF á Íslandi til þess að segja okkur frekar frá sönnum gjöfum sem eru 10 ára í ár og stærstu áskorun sem UNICEF hefur staðið frammi fyrir í sinni 75 ára sögu. Og lesandi vikunnar í þetta sinn var Arnrún Magnúsdóttir leikskólakennari. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa og hvaða bækur og höfundar hafa haft sérstök áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
12/6/202150 minutes
Episode Artwork

Föstudags- og matarspjallsgesturinn Kristín Gunnlaugsdóttir

Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarkona var föstudagsgesturinn okkar í dag. Eftir nám í Myndlista- og handíðaskólanum fór hún í nunnuklaustur í Róm þar sem hún dvaldi í sex mánuði '87?'88 og lærði þar m.a. um íkonalist, en hún hélt t.d. eina íkonasýningu árið 1994. Eftir dvölina í klaustrinu lá leiðin í Akademíu hinnar fögru lista í Flórens þar sem hún lagði meðal annars stund á grafík, ferskumálun og lagningu blaðgulls sem hún hefur mikið notað í verkum sínum. Kristín dvaldi á Ítalíu í átta ár. Upp úr bankahruninu 2008 fór Kristín að sauma úr afgangsull og athygli vöktu myndir hennar af píkum og hafa verk hennar bæði hangið uppi í kirkju og á dekkjaverkstæði. Kristín er alin upp á Akureyri, er sænsk í móðurættina og býr nú á Seltjarnarnesi. Kristín sat svo áfram með okkur í Matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti. Þar ræddum við um matinn sem hún fékk í dvöl sinni í nunnuklaustrinu í Róm. Svo rifjuðu þær Sigurlaug upp lasagna sem Kristín eldar gjarnan, sem í grunninn kemur úr Knorrpakka og smákökur, til dæmis blúndubuxur, sem hún segir að sé nánast ómögulegt að borða snyrtilega. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
12/3/202150 minutes
Episode Artwork

Reynslusaga Egils Þórs og Jón Ólafs um Bítlana og jólin

Hinn 31 árs gamli borgarfulltrúi Egill Þór Jónsson greindist með stóreitilfrumukrabbamein í sumar og er búin að ganga í gegnum eina krabbameinsmeðferð. Hann var vongóður um framhaldið en fékk þær fréttir í síðustu viku að hann er aftur komin með krabbamein og bíður nú frekari rannsókna og framundan er meðferð sem læknar hans kalla fallbyssumeðferð. Egill er 31 árs , á unnustu og síðasta sunnudag bættist barn númer tvö í fjölskylduna en fyrir eiga þau 2ja ára gamlan son. Við ræddum við Egil í dag. Jón Ólafsson tónlistarmaður kom svo til okkar til þess að segja okkur frá nýja sjónvarpsþættinum sem hann stýrir, Jólin koma. Þar fær hann tvo sönggesti til sín í hvern þátt til þess að syngja með sér inn jólastemmninguna. Við ræddum reyndar fyrst við Jón um nýju þættina The Beatles, Get Back, þar sem Jón er einn helsti aðdáandi Bítlanna. Hann, eins og við, er talsvert snortinn yfir þessari innsýn sem áhorfendur fá inn í þessa mögnuðu hljómsveit, en tónlist þeirra er enn sprelllifandi meira en hálfri öld eftir að hljómsveitin hætti. Jón sagði okkur svo frá þessum nýju jólaþáttum sem er á föstudögum á RÚV og svo forvitnuðumst við um þær jólahefðir sem Jón og fjölskylda hans halda. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
12/2/202150 minutes
Episode Artwork

Edda og upphluturinn, jólalag sem týndist og frostið

Hvað er meira við hæfi á fullveldisdeginum en að klæðast upphlut? Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona kom sjálfri sér, og mögulega öðrum, á óvart með því að skrá sig á námskeið hjá Heimilisiðnaðarfélaginu í að sauma upphlut og það var nákvæmlega ekkert einfalt í því ferli. Andvökunætur og saumavinna fram á miðja nótt, og svo við vitnum í hennar eigin orð úr facebookfærslu: Eftir að hafa farið í gegnum allan tilfinningaskalann, misst sjálfstraustið og fundið það aftur, öðlast innri frið, farið í andlegt ferðalag og komið mér all verulega á óvart, eftir að hafa margstungið mig, lært að kappmella, handsaumað hnappagöt, hexað, saumað blindsaum, aftursting og lært að nota almennilega fingurbjörg var verkefnið klárað í síðustu viku. Edda Björg kom í þáttinn í dag. Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson og kvikmyndaleikstjórinn Ágúst Guðmundsson sömdu saman jólalagið Góðan dag og gleðileg jól árið 1984. Síðan hefur lagið legið nánast óheyrt þangað til nýlega þegar Ágúst fann það á hljóðsnældu uppi á háalofti hjá sér. Nú hefur það verið fært á stafrænt form og er komið inn í kerfi okkar hér á RÚV. Við fengum þá félaga til að segja okkur frá þessum merka fundi og svo auðvitað spiluðum við lagið í kjölfarið. Hitamælar sýndu um 20 stiga frost á Suðurlandi snemma í morgun. Þetta eru svo sem engin kuldamet en desember heilsar með hressandi frosti. Við hringdum í Baldur Ólafsson björgunarsveitarmann á Hvolsvelli og heyrðum hvort það væri hrollur í fólki. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
12/1/202150 minutes
Episode Artwork

Konur í Afganistan,Garpasund og Alþýðuveðuráhugamaður

Síðastliðinn fimmtudag var alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Sökum heimsfaraldursins féll Ljósaganga UN Women á Íslandi niður í annað sinn. Í nýrri skýrslu UN Women kemur fram að 2 af hverjum 3 konum, eða konur sem þær þekkja, hafa verið beittar ofbeldi. Níu af hverjum tíu konum í Afganistan eru beittar ofbeldi af maka sínum á lífsleiðinni og fer sú tala hækkandi. Frá valdatöku Talíbana hefur staða afgangskra kvenna versnað til muna. Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women kom í þáttinn og fræddi okkur frekar um stöðu kvenna í Afganistan. Það hefur færst í vöxt undanfarin ár að fullorðið fólk fari á skipulögð sundnámskeið, skriðsund og Garpasund eru vinsæl og við brugðum okkur í heimsókn í Sundlaug Kópavogs þar sem eitt slíkt námskeið er í gangi og tókum þáttakendur tali og töluðum við þjálfarann Hákon Jónsson. Á öllum árstímum erum við Íslendingar uppteknir af veðrinu, á sumrin afþví að þá erum við mögulega að ferðast um landið - á vetrum af því þá getur færð spillst og ef veður versnar þarf að huga að lausum munum eins og oft heyrist minnt á. Eiríkur Valdimarsson er ekki veðurfræðingur sem birtist á skjánum en hann hefur um lengi velt fyrir sér alþýðlegum veðurspám og bjó nýlega til feisbúkk síðuna Alþýðulegar veðurspár. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Eirík og fékk hann til að segja frá áhuga sínum og rannsóknum á veðri.
11/30/202150 minutes
Episode Artwork

Öndunaræfingar, Bræðralagið og Ebba lesandi vikunnar

Öndun hefur mikil áhrif á streitu og því mikilvægt að kunna að anda rétt. Öndunaræfingar hafa mikil áhrif á bæði huga og líkama, geta bætt einbeitingu, styrkja lungun og ónæmiskerfið auk þess að vera mjög slakandi. Við töluðum við Bríeti Birgisdóttur jógakennara um öndunaræfingar í dag. Við forvitnuðumst í þættinum í dag um Bræðralagið, hóp karla sem hefur það markmið að stuðla að heilbrigðri nálgun karlmennskunar, auka tengsli karla, öruggt rými fyrir menn til að deila því sem þeim liggur á hjarta, hugleiðslu, núvitund og fleira. Ívar Zophanías Sigurðsson kom og sagði okkur meira frá þessum hópi. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ebba Guðný Guðmundsdóttir. Hún hefur skrifað matreiðslubækurnar Eldað með Ebbu og gert samnefnda sjónvarpsþætti, hún hefur haldið ógrynni fyrirlestra um heilsu og næringu barna og allrar fjölskyldunnar. En hún sagði okkur frá því í dag hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/29/202150 minutes
Episode Artwork

Föstudagsgesturinn Dagur B. og matarspjall með Degi

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Dagur B. Eggertssson borgarstjóri Reykjavíkur. Við fengum hann, eins og alla föstudagsgesti, til þess að fara aftur í tímann, en hann sagði okkur frá æskunni og uppvextinum í Árbænum, fyrstu árum lífsins í Osló, árunum í MR og svo að hann hafi farið í læknisfræði til þess að komast hjá því að fara í pólítík. Það gekk nú ekki alveg eftir, eftir læknanámið var hann fljótlega kominn á bólakaf í pólítíkina og hefur nú verið í tæp tuttugu ár í borgarstjórn, þar af rúm sjö ár sem borgarstjóri. Svo var auðvitað matarspjallið, þar sem Sigurlaug Margrét fékk Dag til að sitja áfram með okkur og segja okkur frá sínum uppáhaldsmat, hvernig hann stendur sig í eldamennskunni og hvað eru hans sérréttir. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/26/202150 minutes
Episode Artwork

Sóley Tómasdóttir - sérfræðingur vikunnar

Sérfræðingur vikunnar í þetta sinn var Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikasérfræðingur. Umræðan undanfarið ætti ekki að hafa farið fram hjá mörgum, til dæmis í kjölfar síðustu tveggja þátta Kveiks á RÚV. Við, samfélagið, erum að feta okkur áfram í umræðu og samtali um kynferðislegt ofbeldi, ábyrgð, afleiðingar og úrlausnir. Þetta er flókin og erfið umræða sem margir hræðast, kannski af því að í gegnum árin hafa þessi mál ekki verið rædd. Þegar #metoo-hreyfingin fór af stað var þögnin rofin. Allir virðast kannast við kynferðislegt ofbeldi, annað hvort á eigin skinni eða í gegnum einhvern nálægt sér. En þrátt fyrir að þögnin hafi verið rofin er ljóst að við kunnum ekki sérstaklega vel að takast á við vandann. Við kunnum að reiðast, að sjokkerast, að vera nóg boðið, en hvað svo? Fjölmargar spurningar vakna, en svörin liggja ekki ljóst fyrir. Hvernig tökum við næstu skref í þessum málum? Í fyrri hluta þáttarins fórum aðeins yfir stöðuna með Sóley og fengum hana til að segja okkur frá sínum störfum. Hún hefur verið með fræðslu á vinnustöðum og stofnunum um ómeðvitaða hlutdrægni og hvernig er hægt að sporna við henni. Í seinni hlutanum svaraði Sóley svo spurningum sem hlustendur hafa sent inn í pósthólf þáttarins [email protected]. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/25/202150 minutes
Episode Artwork

Lífssigrarar, venjulegt heimilisdrasl og póstkort frá Magnúsi

Við höfum verið að fjalla um áföll í þættinum undanfarnar vikur og í dag fengum við Jokku G. Birnudóttur, en hún flytur á morgun þann fyrsta í röð rafrænna hádegisfyrirlestra í 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi á vegum Háskólans á Akureyri. Í fyrirlestrinum lýsir Jokka reynslu sinni af úrvinnslu úr áföllum eftir ofbeldi og hún sagði okkur einmitt frá því og svo sagði hún okkur frá því hvað lífssigrari er. Síðan Family living - The true story - ICELAND á facebook er vettvangur til að deila myndum eða myndböndum af eðlilegu heimilisdrasli. Síðan á rætur sínar að rekja til sænskrar facebooksíðu þar sem fólk fór að deila myndum frá heimilum sínum sem voru ólíkar þeim sem sjást á samfélagsmiðlum, í glanstímaritum og fjölmiðlum, sem sýna oftast einsleita og óraunsæja mynd af hinu fullkomna heimili. Rúmlega 85 þúsund facebooknotendur hafa skráð sig í sænska hópinn og um 13 þúsund hafa skráð sig á íslensku síðuna. Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi og stofnandi íslensku síðunnar kom í þáttinn í dag. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Í póstkorti dagsins talaði Magnús um viðbrigðin við það að flytja frá erlendri borg í íslenskan fiskimannabæ, en þau eru samt ekki eins mikill og stærðarmunurinn segir til um því fólk er alls staðar eins með kostum sínum og göllum. Það var svo sagt frá mannlífi í Vestmannaeyjum sem og samhengi pólitíkur og kórónuveirusmits í Þýskalandi. Í lokin er aðeins fjallað um heimsmeistaramótið í fótbolta sem verður háð í eyðimerkurríkinu Katar á næsta ári. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/24/202150 minutes
Episode Artwork

Stattu með sjálfri þér, framúrskarandi ungmenni og Kaldalóns

Við fræddumst um áhugavert verkefni í þættinum í dag, Stattu með sjálfri þér ? virkni til farsældar. Markmið verkefnisins til tveggja ára eru að þátttakendur, konur sem búa við örorku og eru með börn á framfæri, fái bætt sjálfsmynd sína og aukna trú á eigin getu; að þær styrki tengslanet sitt til að koma í veg fyrir félagslega einangrun og eflist í foreldrahlutverkinu. Við ræddum við Lillý Alleta, eina af þeim mæðrum sem taka þátt í verkefninu og Júlíu Margréti Rúnarsdóttur félagsráðgjafa í þættinum. Forseti Íslands mun á morgun veita þeim unga Íslendingi sem þykir hafa skarað fram úr á þessu ári verðlaun, en þetta verður tuttugasta árið í röð sem JCI á Íslandi stendur fyrir því að velja Framúrskarandi ungan Íslending. Tíu framúrskarandi einstaklingar fá viðurkenningu en eitt þeirra fær svo aðalverðlaunin. Við fengum Guðlaugu Birnu Björnsdóttur verkefnastjóra hjá JCI á Íslandi í þáttinn til þess að segja okkur frá þessum verðlaunum frá öllum hliðum. Á Sprengisandi, Ég lít í anda liðan tíð, Ísland ögrum skorið og mörg önnur lög samdi Sigvaldi Kaldalóns og öll hafa þau glatt, og kannski líka huggað, okkur í flutningi bæði einsöngvara og kóra síðan þau voru gefin út. En Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti einmitt í sumar Sigvalda Snæ Kaldalóns sem kynnt hefur sér sögu útgáfu laga afa hans tónskáldsins Sigvalda Kaldalóns. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/23/202150 minutes
Episode Artwork

Meydómur Hlínar, Stelpur filma og Sirrý lesandinn

Hlín Agnarsdóttir, leikstjóri, leikskáld og rithöfundur kom í þáttinn og sagði frá nýrri bók sinni Meydómi, sannsögu. Bókin er bréf fullorðinnar dóttur til látins föður hennar og jafnframt bréf til ungu meyjarinnar sem hún eitt sinn var. Hlín segir að bókin fjalli meðal annars um ofbeldi gegn börnum, vaknandi kynhvöt og uppreisn gegn foreldrum sem höfðu lítinn sem engan áhuga á eigin börnum. Hún tileinkar bókina systkinum sínum fimm. Við fengum Hlín til að segja okkur frekar frá þessari sögu sem byggir á minningum úr hennar frá sakleysi bernskunnar til uppreisnar unglingsáranna þegar meydómi hennar lýkur. Flestir þekkja kvikmyndahátíðina RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík sem hefur verið haldin síðan 2004. Barnadagskrá RIFF hefur verið haldin í grunnskólum landsins síðustu ár en um er að ræða dagskrá með stuttmyndum sem hæfa hverjum aldursflokki fyrir sig. Stuðningsefni fyrir kennara fylgir til þess að ræða við nemendur og nota við kennslu. Við forvitnuðumst um þessa dagskrá og einnig um námskeið í kvikmyndagerð sem haldin verða á landsbyggðinni ætluð stúlkum og kynsegin einstaklingum. Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, sagði frá. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Sirrý Arnardóttir, sjónvarpskona og rithöfundur. Hún var að gefa út nýja barnabók, Saga finnur fjársjóð - og bætir heiminn í leiðinni. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og svo hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/22/202150 minutes
Episode Artwork

Kristín Helga föstudagsgestur og grænkeraspjall

Í dag var auðvitað föstudagsgestur í þættinum og í þetta sinn er gesturinn rithöfundur, meira að segja margverðlaunaður rithöfundur. Hún býr í Garðabæ, en er uppalin í Garðahreppi. Hún vann sem fréttamaður og dagskrárgerðarmaður á Bylgjunni og svo Stöð 2. Hún er mikið náttúrubarn, hjólar og fer á skíði víða um heim þegar þannig liggur á henni. Þetta er Kristín Helga Gunnarsdóttir og hún ræddi við okkur um æskuárin, skólagönguna, námsárin í Salt Lake City og bækurnar sem hún hefur skrifað, en hennar nýjast bók, Ótemjur, var að koma út. Matarspjallið var auðvitað á sínum stað í dag og við fengum Kristínu Helgu, föstudagsgest þáttarins, til að sitja áfram með okkur. Hún sagði okkur frá því hvað það þótti skrýtið þegar hún ákvað aðeins níu ára að hætta að borða kjöt. Ömmur hennar voru ekki sáttar og stúlkan var send til læknis. Hún lét það ekki á sig fá og hefur verið grænkeri síðan. Hún talaði um sinn uppáhaldsmat, sveppasósuna um jólin, grænmetislasagna, þar sem hún notar sætar kartöflur í staðinn fyrir pastaspjöldin og matinn á Ítalíu þegar hún hefur verið fararstjóri í skíðaferðum Íslendinga til Ítalíu. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/19/202150 minutes
Episode Artwork

Þórhildur hundasérfræðingur og bjúgnaveisla fyrir austan

Sérfræðingur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Þórhildur Bjartmarz hundaþjálfari og fyrrverandi formaður Hundaræktarfélags Íslands. Hún veit gríðarlega mikið um hundaeign á Íslandi sem hún fræddi okkur um í þættinu, og að auki talaði hún um sitt starf sem hundaþjálfari og svo bara um hunda yfirleitt. Í seinni hluta þáttarins svaraði svo Þórhildur spurningum sem hlustendur hafa sent inn í netfang þáttarins [email protected]. Við fengum fjölda spurninga, til dæmis sem viðkoma gelti í hundi, fæði hunda, umhirðu feldsins og spurningar frá fólki sem á ekki hund en er að velta því fyrir sér, þá t.d. hvaða tegund það eigi að fá sér. Við heyrðum svo af bjúgnaveislu á Borgarfirði Eystri. Hún er haldin í annað sinn og þar eru nú bjúgun í hávegum höfð og matreidd á annan hátt en flestir þekkja, eins og til dæmis bjúgnanachos, bjúgnakrókettur og bjúgna Wellington. Við hringdum austur og fengum Dagrúnu Óðinsdóttur, kokk á Hótel Blábjörgum, til að segja okkur meira frá þessari veislu sem haldin verður um helgina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/18/202150 minutes
Episode Artwork

Átröskun, skrýtin veröld með Gunnari Hrafni J. og aðeins færri fávitar

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON Aldrei hafa verið fleiri börn og unglingar í átröskunarmeðferð á Barna- og unglingageðdeild Landspítala en nú og þetta er í fyrsta skiptið sem biðlisti er eftir að komast í meðferð. ?Það hefur verið gríðarleg aukning núna í COVID og þetta er aukning sem við erum að sjá í nágrannalöndunum, löndunum í kringum okkur,? segir Dagbjörg B. Sigurðardóttir sérfræðilæknir í átröskunarteymi BUGL í fréttum ruv fyrr í haust. Og við töluðum við Dagbjörtu og spurðum hana útí hvernig staðan væri núna. Sólborg Guðbrandsdóttir kom í þáttinn, en nú er nýkomin út bókin Aðeins færri fávitar, en áður hafði hún gefið út bókina Fávitar auk þess að halda úti Instagram síðunni Fávitar og að fara í skóla og tala við krakka á unglingastigi um samskipti, virðingu, kynlíf, líkamsvirðingu og fleira. Sólborg er ein þeirra sem hefur verið að opna upp umræðuna og miðað við titillinn á nýju bókinni, Aðeins færri fávitar, þá mætti halda að einhver árangur væri að nást. Gunnar Hrafn Jónsson kom svo til okkar með sína Skrýtnu veröld. Það var áhugavert að heyra hvaða skrýtnu, óvenjulegu og umfram allt áhugaverðu fréttir hann týndi saman í dag.
11/17/202150 minutes
Episode Artwork

Áföll og kveikjur, Elín Sveins og Björk í Vissu

Við fjölluðum um karla og áföll í síðustu viku með Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur, í dag fengum við Sigrúnu Sigurðardóttur, dósent við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri, í viðtal. Hún hefur rannsakað áföll og afleiðingar áfalla, sérstaklega áföll eftir að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Nú þegar umræðan hefur opnast og sífellt fleiri stíga fram og segja frá sinni reynslu af kynferðisofbeldi, jafnvel löngu eftir að það átti sér stað, þá verður líka að gefa gaum að kveikjunum (triggerum) sem geta kveikt á gömlum minningum og vakið gömul sár. Við ræddum við Sigrúnu í dag um áföll og kveikjur. Undanfarna sunnudaga höfum við séð í Sjónvarpinu mjög áhugaverða íslenska þáttaröð í átta hlutum um líf fólks sem býr við skerta starfsgetu og/eða líkamlega fötlun af ýmsum toga. Í þáttunum er fylgst með fólki á öllum aldri, víða um land, í ýmsum störfum, með ólíka fötlun og fjölskyldugerð. Elín Sveinsdóttir dagskrár- og kvikmyndagerðarkona hefur haft veg og vanda af þessum þáttum, en hún hefur einnig haft umsjón með þáttunum Með okkar augum sem hafa notið mikilla vinsælda hér á RÚV. Elín kom í þáttinn í dag. Hjónin Björk Ingvarsdóttir og Pétur Matthíasson tóku nýverið við Útgerðinni Vissu á Hólmavík. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Björk þar sem hún stóð við að beita og ræddi við hana um dagleg störf í útgerð. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/16/202150 minutes
Episode Artwork

Núvitund, Fuglabjargið og Anna Kristín lesandinn

Við fengum til okkar Bryndísi Jónu Jónsdóttur aðjúnkt á Menntavísindasviði HÍ, doktorsnemi og núvitundarkennari. Hún talaði um núvitund og hvernig það getur hjálpað okkur til dæmis þegar kemur að uppeldi barnanna okkar. Sem sagt bæði með því að ástunda núvitund sjálf og með því að styðja við núvitund barnanna. Krakkar í 2.-4. bekk á Austurlandi eiga von á skemmtilegri heimsókn því barnaóperusýningin Fuglabjargið fer um Austurland. Það er loks komið að þessu ferðalagi eftir nokkrar frestanir útaf Covid-19. Verkið fjallar um Skrúð, litla eyju við minni Fáskrúðsfjarðar, Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir tónskáld verksins, var á línunni í þættinum í dag, en hún er upprunalega frá Fellabæ á Egilsstöðum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Anna Kristín Hannesdóttir, bókasafnsfræðingur á bókasafni Menntavísindasviðs HÍ. Við fengum að heyra hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Auk þess flutti hún tvö ljóð sem hún sendi inn í ljóðakeppni Húsfreyjunnar 2018, en annað þeirra sigraði keppnina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/15/202150 minutes
Episode Artwork

Birgitta Haukdal föstudagsgestur og Heima hjá lækninum í eldhúsinu

Föstudagsgesturinn okkar í dag var Birgitta Haukdal söngkona með meiru og nú síðustu ár einnig rithöfundur en hún hefur gefið út fjölmargar barnabækur ?um Láru og Ljónsa og Þjóðleikhúsið frumsýnir nýtt íslenskt barnaleikrit á morgun eftir hennar sögu, Lára og Ljónsi, jólasaga. Guðjón Davíð Karlsson skrifar leikgerð og leikstýrir og ný tónlist eftir Birgittu prýðir sýninguna. Birgitta talaði um æskuna á Húsavík, íþróttaferilinn, þverflautuna, árin í Barcelona og söngferilinn. Matarspjallið var á sínum stað með Sigurlaugu Margréti, en hún á afmæli í dag. Ragnar Freyr Ingvarsson, læknirinn í eldhúsinu, kom sem óvæntur gestur í þáttinn, var í rauninni afmælisgjöf þáttarins til Sigurlaugar, en hann kom með nýju bókina sína, glóðvolga úr prentun, Heima hjá lækninum í eldhúsinu. Ragnar sagði frá tilurð bókarinnar og uppskriftunum sem hann eldaði allar heima hjá sér. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/12/202150 minutes
Episode Artwork

Gurrý garðyrkjufræðingur sérfræðingurinn og heilaheilsa

Sérfræðingur vikunnar í þetta sinn var Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur. Hún talaði um og kom með ráðleggingar fyrir vetrarverkin, inniplönturnar og fleira. Það þarf að ýmsu að huga á veturna í þessu tilliti og svo í seinni hluta þáttarins svaraði Guðríður spurningum sem hlustendur hafa sent inn á netfang þáttarins, [email protected]. Til dæmis þessum: Er í lagi að klippa tré og runna á þessum tíma? Geta jólaljósin haft neikvæð áhrif á plöntur, t.d. platað þær til að fara að vaxa? Er of seint að setja niður haustlauka? Má rækta þá í pottum? Þessum spurningum og fleirum svaraði Guðríður í þættinum í dag. Við fengum svo Ólínu G. Viðarsdóttur, sálfræðing og doktor í líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands, til að fræða okkur aðeins um heilaheilsu og það hvernig hugrænir þættir hafa áhrif á okkar daglega líf, en hún kennir á námskeiðinu Heilaheilsa og þjálfun hugans hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Hvað eru hugrænir þættir? Hvernig þjálfum við hugann? Hvernig hugum við að heilaheilsunni? UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/11/202150 minutes
Episode Artwork

Karlar og áföll, svefninn í myrkrinu og póstkort

Námskeiðið Karlar og áföll, leiðir til bata er ætlað körlum sem hafa orðið fyrir ofbeldi af einhverju tagi, meðvituðu og ómeðvituðu, t.d. vanrækslu eða einelti. Markmið þess er að leiða þátttakendur til aukins skilnings á afleiðingum áfalla og til að finna leiðir til halda áfram að þroskast, byggja upp seiglu, öðlast meiri lífsánægju og að eiga í innilegri og innihaldsríkari samböndum. Það er Rótin sem stendur fyrir námskeiðinu og leiðbeinandi á þeim er Guðrún Ebba Ólafsdóttir, en hún kom í þáttinn í dag og sagði frá þessu námskeiði. Margir eiga erfitt með svefni núna þegar svartasta skammdegið leggst yfir. Er einföld ástæða fyrir því og hvað er hægt að gera til að bæta svefninn? Erla Björnsdóttir sálfræðingur og okkar helsti sérfræðingur í svefni, kom í þáttinn og fræddi okkur um melantónin, mikilvægi dagsljóss og umræðuna um leiðréttingu á tímabeltinu hér á landi. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í þessu póstkorti var sagt frá hugsanlegum áhrifum loftslagsbreytinga á skap og líðan fólks, en þau hafa verið nokkuð rannsökuð að undanförnu. Því næst sagði frá rannsóknum á búsetu fólks í Azoraeyjum, en nokkrar visbendingar eru um að þar hafi verið búseta löngu áður en Portúgalir fundu eyjarnar 1427. Í lokin var sagt frá málþingi sem fór fram um liðna helgi í Vestmannaeyjum um Tyrkjaránið 1627. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/10/202150 minutes
Episode Artwork

100 rampar komnir, Fabúla og Svanur Kristjánsson

Haraldur Ingi Þorleifsson kom í þáttinn í dag. En hann ýtti úr vör átakinu Römpum upp Reykjavík, þar sem markmiðið var að byggja 100 rampa, eða skábrautir, til að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum í Reykjavík. Verkefnið hefur gengið það vel að nú er farið að tala um að byggja 1000 rampa í næsta skrefi. En markmið átaksins er sem sagt að auðvelda fyrirtækjum og stofnunum að gera úrbætur í aðgengismálum fyrir fólk í hjólastólum. Haraldur sagði okkur betur frá þessu góða átaki í þættinum. Við sögðum í dag frá sérstakri sýningu sem verður frumsýnd í Gamla bíói 17. nóvember. Þetta er tónleikhús og danssýning á mörkum tónleika og leikhúss. Verkefnið er styrkt af Sviðslisasjóði og byggir á tónlist Fabúlu, Margrétar Kristínar Sigurðardóttur, allt frá fyrstu plötu til óútgefinna nýrri verka. Margrét kom í þáttinn. Héraðsbókasafn Strandasýslu er staðsett í Grunnskóla Hólmavíkur og þangað lagði Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, leið sína til að hitta bókavörðinn Svan Kristjánsson sem er alinn upp á bænum Lambeyri í Tálknafirði en bjó svo í tuttugu og þrjú ár í Ástralíu áður en hann fluttist til Hólmavíkur. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/9/202150 minutes
Episode Artwork

Erla og 11.000 volt og Lára Ómars lesandi vikunnar

Guðmundur Felix Grétarsson hefur mikið verið í fréttum undanfarin ár, hann missti báða handleggi í skelfilegu slysi aðeins 25 ára gamall. Langþráður draumur hans rættist á þessu ári, tuttugu og þremur árum eftir slysið, þegar hann fékk nýja handleggi í aðgerð sem markaði tímamót í sögu læknavísindanna. Stór áföll og erfiðar aðstæður hafa mætt honum frá því snemma á lífsleiðinni og oftar en ekki voru hans eigin djöflar helstu ljón á vegi, þar sem fíknin meðal annars réð för um langt skeið. Erla Hlynsdóttir fjölmiðlakona skrifaði bókina um Guðmund Felix, hún kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá því hvernig það kom til að hún skrifaði þessa bók, útgáfusamning í Frakklandi og svo stiklaði hún á stóru í þessari merkilegu sögu. Lesandi vikunnar var Lára Ómarsdóttir fyrrverandi fréttamaður. Hún fagnaði fimmtugsafmæli sínu með pompi og prakt fyrir stuttu og gaf út frumsamið lag, Þá sé ég þig en von er á myndbandi við lagið innan skamms. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/8/202150 minutes
Episode Artwork

Föstudagsgesturinn Auður Jóns og matarspjall við Hallgrím Helga

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Auður Jónsdóttir rithöfundur. Hana ættu hlustendur að þekkja, hún hefur auðvitað skrifað fjölda bóka, hún fékk t.d. Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Fólkið í kjallaranum, hún hefur tvívegis verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs auk þess sem hún hefur hlotið fleiri verðlaun og tilnefningar. Bækur hennar hafa verið gefnar út í fjölda landa og nú síðast kom út skáldsagan Allir fuglar fljúga í ljósið og framundan er frumsýning á kvikmynd byggða á bók hennar Stóri skjálfti. Við fengum Auði til að segja okkur frá æskunni og uppvextinum og ferðalaginu í gegnum lífið til dagsins í dag hér á eftir. Í matarspjallinu í dag hringdum við í Hallgrím Helgason sem er innilokaður í sóttkví, enda smitaðist hann af Covid-19 í síðustu viku eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Við spurðum hann út í hvað hann er að borða í sótkkvíinni, hvort hann hafi ennþá lyktar- og bragðskynið og svo bara hvernig hann hefur það. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/5/202150 minutes
Episode Artwork

Sérfræðingurinn Gunnar sjúkraþjálfari og Heima-Skagi

Sérfræðingur vikunnar var sjúkraþjálfarinn góðkunni Gunnar Svanbergsson. Margir eru orðnir stirðir og stífir eftir alla þessa inniveru vegna heimsfaraldursins, vegna heimavinnu við tölvuna og svo mætti lengi telja upp. Nú er að skella á vetur sem takmarkar að einhverju leyti útiveru en þá er nú gott að geta leitað í viskubrunn sjúkraþjálfarans en Gunnar sagði okkur í fyrri hlutanum frá til dæmis sambandi öndunar og streitu og í seinni hlutanum svaraði hann spurningum sem hlustendur sendu inn í pósthólf þáttarins [email protected]. Í lok þáttar heyrðum við í Hlédísi Sveinsdóttur, en hún er ein aðstandenda tónlistarhátíðarinnar Heima-Skaga þar sem hægt verður að labba á milli meðal annars heimila á Akranesi á laugardagskvöld og njóta lifandi tónlistar. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/4/202150 minutes
Episode Artwork

Ný Covid lyf, Fimmaurabrandarafélagið og Skrýtin veröld

Við rákum augun í grein í Morgunblaðinu í gær um ný lyf gegn Covid-19 sem lofuðu góðu. Þar var talað við Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum, en hann sagði að framþróunin í þessum geira vera mikla og þessi nýju lyf muni skipta sköpum til dæmis fyrir þá sem eru veikir fyrir og taka ekki vel við bólusetningu. Magnús kom í þáttinn í dag og sagði okkur meira frá þessum nýju lyfjum og hvað er framundan í þeim efnum. Fimmaurabrandarafélagið var stofnað árið 2013 og heldur úti síðu á Facebook. Þar má finna fjölmarga fimmaurabrandara sem fólk hefur sent inn og nú er komin bók nr. 3 sem heitir Brotabrotabrot af því besta frá Fimmaurabrandarafélaginu. Kristján B. Heiðarsson, stofnandi félagsins, var í símanum í þættinum í dag. Gunnar Hrafn Jónsson kom svo í þáttinn í dag með sína Skrýtnu veröld þar sem hann hefur týnt saman skrýtnar, óvenjulegar en umfram allt áhugaverðar fréttir hvaðanæva að úr heiminum. Í dag sagði hann meðal annars frá jákvæðum áhrifum Covid tímabilsins á fjölgun dýra í dýragarði á Kúbu, frá deilum um úrslit í kosningu um fugl ársins í Nýja Sjálandi, frönsku lögregluna, sem eltist við alþjóðlegt glæpagengi sem sérhæfir sig í óvenjulegum þjófnaði, leit að týndum manni í Tyrklandi sem tók óvænta stefnu og frá nýju snjallforriti fyrir snjallsíma sem er sérstaklega ætlað til að taka myndir af köttum en myndirnar gagnast köttunum ekki síður en eigendum þeirra. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/3/202150 minutes
Episode Artwork

Kynbundið ofbeldi, Arnar Björnsson og Áki Guðni Karlsson

Fyrir helgi fór fram málstofan Birtingarmyndir kynbundins ofbeldis og viðbrögð við því þar sem fjallað var um kynbundið ofbeldi frá ýmsum hliðum. Þar var, í nokkrum erindum, leitast við að svara eftirfarandi spurningum: Hvað eiga konur sem leitað hafa á bráðamóttöku vegna heimilisofbeldis sameiginlegt? Hvernig bregðast konur við kynferðislegri valdbeitingu á vinnustað? Hver eru viðbrögð þeirra sem sökuð eru um kynferðisofbeldi? Falla meiðyrðamál stefnendum eða stefndu í vil? Og hvaða áhrif hefur skrímslaorðræðan á gerendur? Við fengum Drífu Jónasdóttur, afbrotafræðing og doktorsnema við læknadeild Háskóla Íslands, til að segja okkur meira frá erindi sínu og doktorsverkefni þar sem hún rannsakar komu kvenna á bráðamóttöku Landspítala vegna áverka í kjölfar heimilisofbeldis eða annars konar ofbeldis. Út er komin Arnar saga Björnssonar fyrrverandi útibússtjóra Íslandsbanka á Húsavík, Ekki standa á öðrum fæti allt lífið. Það er dóttir Arnar, Kristín Erna sem skráði söguna. Það skiptast á skin og skúrir í lífi Arnar sem og í íslensku samfélagi. Hann er hestamaður, veiðimaður, eiginmaður, faðir, skrifstofumaður, bóndi í Gauksmýri og síðast útibússtjóri. Feðginin Örn og Kristín komu í þáttinn í dag. Áki Guðni Karlsson leggur stund á doktorsnám í þjóðfræði og rannsakar auk þess ýmislegt áhugavert sem á fjörur hans rekur. Sem dæmi má nefna að hann hélt fyrir stuttu fyrirlestur sem hann kallaði Covid og dauðinn. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Áka og fékk hann til að segja frá þessum þjóðfræðivangaveltum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/2/202150 minutes
Episode Artwork

Alexandra fjórburi, María Loftsdóttir og Brynhildur lesandi

María Loftsdóttir er alþýðulistakona og heimshornaflakkari, á ferðum sínum er hún gjarnan með pappír og liti í farteskinu og fangar það sem fyrir augu ber. Á Covid-tímum tóku innanlandsferðir og göngutúrar við, heimaslóðirnar í Grafarvogi urðu innblástur þessarar sýningar. Akrýlmyndirnar eru átta og í hverri þeirra leynist vísbending um hvaða hverfi er um að ræða. María hefur haft brennandi áhuga á myndlist frá barnæsku og sótt námskeið hjá myndlistarmönnum hérlendis og erlendis og er félagi í Litku, Litagleði, Norrænu vatnslitasamtökunum og Vatnslitafélagi Íslands. Við keyrðum uppí Grafarvog og hittum Maríu í Borgarbókasafninu þar sem menningin blómstrar. Eins og við sögðum frá í upphafi þáttarins þá fæddust fyrstu íslensku fjórburarnir, þar sem öll börnin lifðu, á þessum degi árið 1988, fjórar stúlkur. Alexandra, Brynhildur, Diljá og Elín Guðjónsdætur og þær eiga sem sagt afmæli í dag, eru þrjátíu og þriggja ára. Við hringdum í eina þeirra, Alexöndru og óskuðum henni til hamingju með afmælið. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/1/202156 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Föstudagsgestirnir Linda og Hrefna og föstudagskaffispjall

Þær fréttir bárust í vikunni að hin vinsæli dúett Skoppa og Skrýtla er að hætta störfum. Leikkonurnar Hrefna Hallgrímsdóttir og Linda Ásgeirsdóttir hafa verið í hlutverkum Skoppu og Skrýtlu í um 18 ár og nú finnst þeim rétt að láta staðar numið. Þær stöllur voru föstudagsgestir Mannlega þáttarins í dag og sögðu okkur frá þessum viðburðarríku árum sem Skoppa og Skrýtla og frá samsöngsskemmtunum sem eru framundan í Sambíó í Álfabakka þar sem börnin og þær sjálfar ætla að kveðja þessar skemmtilegu persónur með leik og söng. Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var á sínum stað í þættinum í dag. Sigurlaug Margrét hringdi í góðkunningja þáttarins, Albert Eiríksson og fékk góð ráð í sambandi við að undirbúa veislu og hann sagði okkur fræga sögu sem gerðist á Ísafirði. Albert stakk einnig upp á að vinnustaðir, og í rauninni allir, myndu gefa sér tíma fyrir helgina og hafa föstudagskaffi, sem hann segir að sé fullkomin byrjun á góðri helgi. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/29/202150 minutes
Episode Artwork

Sérfræðingurinn Sigríður Birna og Wagnerfélagið

Sérfræðingur Mannlega þáttarins í dag var Sigríður Birna Valsdóttir ráðgjafi hjá Samtökunum?78. Hún hefur í sínu starfi sinnt ráðgjöf fyrir ungt transfólk, kynsegin og hinsegin og aðstandendur. Samtökin hafa heimsótt starfsfólk skóla og annarra vinnustaða og frætt það um hinsegin og kynsegin málefni, og málefni transbarna og ungmenna. Við fengum Sigríði Birnu til að segja okkur frá sínu starfi og hvernig umræðan um hinsegin málefni hefur breyst í gegnum tíðina. Í seinni hluta þáttarins svaraði Sigríður Birna svo spurningum sem hlustendur hafa sent til okkar í pósthólf þáttarins [email protected]. Til dæmis spurningar eins og geta börn vitað að þau eru trans? Er ekki gott að bíða þar til þau eru eldri? Hvað er kynsegin? Geta börn verið kynsegin? Er möguleiki fyrir 10/11 ára gamalt barn að vita að það er non-binary? Þessum spurningum og fleirum svaraði Sigríður Birna í þættinum. Á Íslandi er til sérstakt félag til heiðurs þýska tónskáldinu Wagner, Wagnerfélag Íslands en í því eru um 200 manns. Á morgun verða sérstakir Wagner tónleikar í Salnum í samvinnu söngvara og félagsins og við fengum þær Selmu Guðmundsdóttur frá Wagnerfélaginu og Margréti Hrafnsdóttur sópransöngkonu í þáttinn í dag til að segja okkur nánar frá. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/28/202150 minutes
Episode Artwork

Hljóðin á mars, Borð fyrir einn og póstkort frá Magnúsi

Sævar Helgi Bragason, eða Stjörnu Sævar, kom í þáttinn í dag. Hann sagði okkur frá því hvernig hægt var að finna út að víkingarnir hefðu vissulega farið til vesturheims út frá trjáhringjum og kolefnasamsetningu trjáa á austurströnd Norður Ameríku með tilliti til sólstorma fyrr á öldum. Svo hlustuðum við á hljóð sem hafa verið tekin upp nýlega á mars, en Sævar útskýrði fyrir okkur af hverju hljóð berst á annan hátt á mars en á jörðinni. Svo sagði Sævar Helgi frá nýju bókinni sinni um Sólkerfið, sem er nýkomin út. Að elda fyrir einn, girnilegan, hollan, einfaldan og bragðgóðan mat af öllu tagi, þarf ekki að þýða eilífa afganga og sama matinn marga daga í röð. Það er ekkert mál að elda litla skammta en sífellt fleiri búa einir og þurfa á því að halda. Nanna Rögnvaldardóttir hefur gefið út enn eina matreiðslubókina, Borð fyrir einn, þar sem hún gefur uppskriftir af matnum sem hún ber á borð fyrir sig eina. Við fengum svo póstkort frá Magnús R. Einarssyni í dag. Í póstkorti dagsins segir Magnús frá því að hann sé fluttur heim frá Spáni. Af því tilefni segir hann frá ýmsu sem honum þykir ólíkt með spænsku og íslensku þjóðinni, til að mynda umferðarmenningu, víðsýni, drykkjusiðum, matarneyslu og fleiru. Í lokin segir hann frá glæpunum í og við Torrevieja en það svæði er vinsælast meðal Íslendinga að heimsækja og til að búa á. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/27/202150 minutes
Episode Artwork

Kynþáttafordómar, málþing um ofbeldi og lækur í húsi

Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði, skrifaði bókina Kynþáttafordómar í stuttu máli sem kom út á síðasta ári hjá Háskólaútgáfunni og Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Í bókinni fjallar höfundur um kynþáttafordóma í sögu og samtíð. Hún fjallar um alþjóðlegt samhengi kynþáttahyggju en sérstök áhersla er lögð á birtingarmynd kynþáttafordóma í íslensku samfélagi. Kristín Loftsdóttir kom í þáttinn í dag. Málþingið Ofbeldi snertir allt samfélagið á vegum Félagsráðgjafafélags Íslands og Félagsráðgjafadeildar Háskóla Íslands fer fram í dag. Þar er fjallað um ofbeldi og afleiðingar ofbeldis út frá mörgum sjónarhornum í fjölbreyttum erindum. Við fengum Sigrúnu Ingvarsdóttur og Kristínu Þórðardóttur í viðtal í dag, en báðar eru þær félagsráðgjafar á Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis. Kristín hélt erindi á málþinginu undir yfirskriftinni Saman gegn ofbeldi og Sigrún hélt erindið Hverjir beita aldraða ofbeldi? Þær sögðu okkur frá málþinginu og erindu sínum í þættinum. Á bænum Miðdalsgröf á Ströndum búa hjónin Steinunn Þorsteinsdóttir og Reynir Björnsson. Á bænum eru tvö íbúðarhús, eitt gamalt og annað nýrra sem hjónin búa í. Í gamla húsinu bjó móðir Reynis Guðfríður Guðjónsdóttir þar til hún lést í febrúar síðastliðnum, en það hús er nú nýtt sem sumarbústaður. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, fékk Reyni til að ganga með sér um húsið og rifja upp og segja frá þessu merkilega húsi þar sem til dæmis lækur rennur í gegnum sjálft húsið. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/26/202150 minutes
Episode Artwork

10/25/202150 minutes
Episode Artwork

10/22/202150 minutes
Episode Artwork

Sigmar smiður sérfræðingurinn og dagur verkfræðinnar

Í er fimmtudagur og þá kom sérfræðingur í þáttinn. Í þetta sinn var það Sigmundur Grétar Hermannsson, eða Simmi smiður. Í starfi sínu sem smiður sinnir hann viðhaldi húsa, forvörnum á húsum og hann þekkir vel til rakaskemmda og myglu í húsnæði. Í fyrri hluta þáttar fengum við Sigmund til að segja okkur frá sínu starfi og helstu verkefnum og svo í síðari hlutanum svaraði hann spurningum sem hlustendur hafa sent inn í þáttinn á netfangið okkar, [email protected]. Svo er dagur verkfræðinnar á morgun, við heyrðum í Svönu Helenu Björnsdóttur, formanni VFÍ, Verkfræðingafélags Íslands, en það er heljarinnar dagskrá á Hótel Hilton Reykjavík Nordica í tilefni dagsins. Þar mun til dæmis Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tala og Teningurinn verður afhendur í fyrsta sinn. Við heyrðum meira af þessu hjá Svönu í þættinum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/21/202150 minutes
Episode Artwork

Kröftug kvennastund, Einurð og Skrýtin veröld

Í tilefni af Bleikum október verður Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, með kröftuga kvennastund í Hörpu á morgun klukkan 17:00. Þar munu kraftmiklar konur deila reynslu sinni, hvert þær sækja sinn styrk og hvernig þær hafa tekist á við áskoranir hvort sem er í starfi eða persónulega lífinu. Við fengum í dag til okkar þær Huldu Hjálmarsdóttur framkvæmdastjóra Krafts og Láru Guðrúnu Jóhönnudóttur, sem greindist með brjóstakrabbamein og hefur síðan vakið athygli á þeim málefnum sem betur mega fara í þeim efnum. Einurð ehf.var stofnað 2010 og hefur sinnt ráðgjöf, stefnumótun, ritstjórn og verkefnastjórnun og býður upp á aðstoð til verkefna tengdum samfélagsþróun, nýsköpun og menntun. Tilgangur félagsins er að vinna að samfélagsþróun og nýsköpun. Erasmus+ styrkir verkefni sem Einurð leiðir og vinnur í samstarfi við Jafnréttishús og fleiri alþjóðleg samtök í Austurríki, Kýpur, Litháen og á Spáni. Markmið verkefnisins er að auka vitund erlendra starfsmanna um þau réttindi, stuðning og þjónustu sem þeir geta nýtt sér í samstarfslöndunum og samkvæmt Evrópskri vinnulöggjöf. Elva Björt Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri og stjórnarmaður hjá Einurð kom í þáttinn í dag. Gunnar Hrafn Jónsson kom í þáttinn í dag með sitt innslag, Skrýtin veröld. Hann er fundvís á skemmtilegar, skrýtnar og umfram allt áhugaverðar fréttir víða að úr heiminum og í dag sagði hann okkur meðal annars frá dularfullu hljóði sem hefur vakið fólk í San Fransisco undanfarið, opinberum galdrakarli Nýja Sjálands sem hefur verið á launaskrá hins opinbera í 23 ár sem seiðskratti, merkri uppgötvun þýskra uppfinningamanna og fleiru. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/20/202150 minutes
Episode Artwork

Að dæma hrúta og Ólafur Darri um Ófærð

Kristín okkar Einarsdóttir fór á hrútasýningu á bænum Heydalsá í Strandabyggð og fylgdist með ráðunautnum Stellu Ellertsdóttur dæma hrúta og bændur fylgdust spenntir með. Þetta er einn þeirra viðburða í sveitum landsins þar sem fólki gefst tækifæri til að hittast og gleðjast yfir góðum árangri í sauðfjárrækt. Auk Stellu talaði Kristín við Barböru Guðbjartsdóttur, Viðar Guðmundsson, Magnús Sigurðsson, Ragnar Bragason, Þórey Ragnarsdóttur og Karl Björnsson. Þriðja þáttaröðin af Ófærð hófst á sunnudagskvöldið. Lögreglumaðurinn Andri er mættur aftur og enn reynir á hann að rannsaka dularfullt mannslát, þar sem koma við sögu vélhjólaklíka, sértrúarsöfnuður og eldra sakamál sem tengist Andra. Ólafur Darri Ólafsson leikur auðvitað Andra eins og áður og þarna eru fleiri góðkunningjar eins og Hinrika lögreglukona, sem Ilmur Kristjánsdóttir leikur, og fleiri. Fyrstu tvær þáttaraðirnar urðu gríðarlega vinsælar, ekki bara hér á landi heldur víða um heim. Við fengum Ólaf Darra í þáttinn í dag og hann sagði okkur frá þessu ferðalagi í Ófærð undanfarin sex ár, samferðarmanninum Andra og fleiru. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/19/202150 minutes
Episode Artwork

List án landamæra, perlumæður og Ásdís lesandi vikunnar

List án Landamæra verður sett í Ráðhúsinu í næstu viku og stendur til 7. nóvember. Hátíðin er vegleg að vanda en hún er að öllu leyti staðsett í miðborginni í ár. Hátíðin nánast leggur undir sig Ráðhúsið, Iðnó, Tjarnarbíó, Borgarbókasafnið í Grófinni. List án landamæra er listahátíð sem leggur áherslu á list fatlaðs fólks og tilgangurinn er að auka menningarlegt jafnrétti og fjölbreytni með því að skapa faglegan vettvang og tækifæri fyrir fatlaða listamenn. Listamaður hátíðarinnar árið 2021 er Steinar Svan Birgisson og hann kom í þáttinn í dag. Úní Arndísar yogakennari, seiðkona og perlumóðir býður uppá heilandi hugleiðslu og slökun fyrir perlumæður næsta laugardag en perlumæður eru mæður án barna. Úni segir: Perlumóðir er móðir lífsins, hún er móðir fegurðar og ljóma. Kona sem gefur af sér, skapar og breytir heiminum. Hún er móðir margra perlna, en hún getur ekki eignast börn, eða velur það að eignast ekki börn. Úní sagði okkur meira frá perlumæðrum í þættinum í dag. Lesandi vikunnar í þetta sinn var kvikmyndaleikstjórinn Ásdís Thoroddsen, en á fimmtudaginn fer heimildarmyndin Milli fjalls og fjöru í almenna sýningu í Bíó paradís. Við fengum Ásdísi til að segja okkur frá því hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina, Dostójevskí, kínversk ljóð frá Tang tímabilinu og fleira. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/18/202150 minutes
Episode Artwork

Sveinn Einarsson föstudags- og matarspjallsgestur

Föstudagsgesturinn að þessu sinni var Sveinn Einarsson leikstjóri en hann hefur nýlega sent frá sér bókina Á sviðsbrúninni, hugleiðingar um leikhúspólitík, þar sem hann rifjar upp starf sitt í leikhúsum,óperuhúsum og sjónvarpi undanfarna áratugi. Hann veltir fyrir sér aðferðafræði og vinnubrögðum leikstjórans og samvinnunni við leikskáld,tónskáld,leikarara,söngvara o.fl. Sveinn rifjaði upp æskuna, uppvöxtinn, skólagönguna, námsárin í Svíþjóð og París, ferlinum í leikhúsum, hér á RÚV og svo sagði hann okkur frá nýju bókinni. Í matarspjallinu í dag fengum við Svein Einarsson, föstudagsgest þáttarins, til að segja okkur frá sínum uppáhaldsmat, matnum og veitingahúsunum á námsárunum í París, síldabollum í Svíþjóð, fiskisúpu frá Marseille og hvað hann eldar helst sjálfur. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/15/202150 minutes
Episode Artwork

Spurningar hlustenda um heimilisbókhaldið og ADHD

Í dag var sérfræðingur í þættinum eins og á fimmtudögum í vetur. Í þetta sinn var það Eggert Þröstur Þórarinsson aðstoðarframkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands og forstöðumaður þjóðhagsvarúðar. Hann hefur talað um áhættustýringu í heimilisbókhaldi og það er einmitt heimilisbókhaldið sem við einbeitum okkur að í dag með Eggerti. Í fyrri hluta þáttarins sagði hann okkur frá sínu starfi og fræddi okkur um áhættustýringu í heimilisbókhaldi og í seinni hlutanum svaraði Eggert spurningum sem hlustendur sendu inn í pósthólf þáttarins, en netfangið er [email protected]. Október er mánuður vitundarvakningar um ADHD og nú í lok mánaðar fer fram málþing um stöðu einstaklinga með ADHD í íþrótta og tómstundastarfi. Einn af þeim sem tekur til máls á þinginu er Bóas Valdórsson sálfræðingur við Menntaskólann í Hamrahlíð. Bóas kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/14/202155 minutes
Episode Artwork

Hinsegin félag kvenna og kvára, ljóðakaffi og póstkort frá Magnúsi

Vera, hinsegin félag kvenna og kvára, sem var stofnað sumarið 2019, hefur verið vettvangur fyrir hinsegin konur og kvár til að hittast og skapa samfélag. Fyrsti viðburður félagsins er viðburðarröð á skemmtistaðnum Kiki á miðvikudögum í október og nóvember. Fyrsta skiptið var í síðustu viku og því verður annar viðburðurinn í kvöld. Við fengum þær Tinnu Haraldsdóttur og Ástrós Erlu Benediktsdóttur til að segja okkur betur frá þessu félagi og þessum viðburðum í þættinum. Á ljóðakaffi sem fram fer í kaffhúsinu í Gerðubergi munu þær Linda Vilhjálmsdóttir og Sigurlaug Didda Jónsdóttir lesa ljóðin sín og segja sögur. Þær eiga það helst sameiginlegt að í ljóðum þeirra er viss uppreisnarandi, hugrekki og sjálfsskoðun. Ljóð þeirra eru ólík, en oft lituð af innsæi og visku sem lífsreynslan hefur fært þeim. Þær Linda og Didda komu í þáttinn í dag og sögðu frá ljóðum sínum og sögum. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Það er kominn tími fyrir Magnús að kveðja Alicante og Spán, allavega í bil. Það var aðeins tvennt sem var leiðinlegt á þessum tveim og hálfa ári; útgöngubannið vegna kórónuveirunnar en það varði í rúma þrjá mánuði. Hitt var þegar Magnús var rændur af ungum hnífamönnum. Undir lokin segir hann af þeim heiðri og sóma sem helsta flamencolistamanni Spánverja er sýndur. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/13/202150 minutes
Episode Artwork

Að ferðast ein, Njála á hundavaði og Óttar Guðmundsson

Guðrún Ólafsdóttir stýrir nokkrum námskeiðum hjá Endurmenntun Háskóla Íslands sem vöktu áhuga okkar, Að ferðast ein um heiminn, Að ferðast með lest, svo er hún með námskeið um kóreska menningu, þar sem hún kennir fólki að njóta svokallaðs Kdrama og Kpops og við fengum Guðrúnu í þáttinn til að segja okkur frá ferðalögum sínum, kóreskri menningu og já, gæðastjórnunarkerfi (ISO 9001), því hún kennir líka inn á það hjá Endurmenntun. Eftir að hafa farið á hundavaði um sögu íslensku þjóðarinnar í þremur sýningum, Sögu þjóðar, Öldinni okkar og Kvenfólki, snýr dúettinn Hundur í óskilum aftur á svið og fer nú á hundavaði í gegnum sjálfa Njálu. Í sýningunni hlaupa þeir Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen í gegnum skrautlegt persónugallerí Njálu. Við sögu koma taðskegglingar, hornkerlingar, kinnhestar, kartneglur og þjófsaugu svo fátt eitt sé nefnt. Þeir félagar komu í þáttinn í dag. Sigvalda Kaldalóns þekkja líklega flestir Íslendingar vegna laganna sem hann samdi og lifa enn með þjóðinni. En færri þekkja til átakanna milli hans og læknafélagsins, en þá sögu hefur Óttar Guðmundsson kynnt sér. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum fékk Óttar til að segja sér þessa sögu. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/12/202150 minutes
Episode Artwork

Leikhús fyrir þau yngstu, heimilaskipti og Gísli lesandi

Leikhópurinn Miðnætti er barnafjölskyldum að góðu kunnur enda hefur hann á síðustu árum sett upp fjölmargar metnaðarfullar og stórskemmtilegar sýningar fyrir börn á öllum aldri. Nú er Miðnætti mætt í Borgarleikhúsið með undurfallega sýningu fyrir allra yngstu leikhúsgestina. Tjaldið er upplifunarleikhús fyrir börn frá þriggja mánaða til þriggja ára og foreldra þeirra og forráðamenn. Agnes Wild kom í þáttinn en hún er ein af höfundum verksins og leikstjóri. G.Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar hefur áralanga reynslu af heimilaskiptum erlendis í gegnum samtökin Intervac. Hann hefur m.a. dvalið á þennan hátt á heimilum í Frakklandi, Þýskalandi og Argentínu. Hann segir heimilaskipti hafa fleiri kosti en að spara útgjöld þar sem allt fríið verði mun afslappaðra. Þar að auki hefur hann eignast vini víða um heiminn í gegnum heimilaskiptin, sem hann telur mun persónulegri heldur en hótelgisting. Við heyrðum í Pétri í þættinum í dag. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Gísli Helgason sem kallar sig gjarnan blokkflautuskáld. Hann hefur starfað við tónlist, dagskrárgerð í útvarpi, er frumkvöðull í útgáfu hljóðbóka á almennum markaði og annar höfunda að stofnun Blindrabókasafns, sem nú er Hljóðbókasafn Íslands. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft sérstök áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/11/202150 minutes
Episode Artwork

Föstudagsgesturinn Daníel Ágúst og matarsendingar af himnum ofan

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var söngvarinn og tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst Haraldsson. Hann er auðvitað söngvari í Nýdönsk, söngvari og einn stofnmeðlima GusGus og var svo í Esju með Krumma Björgvins. Við fengum Daníel Ágúst til að rifja upp með okkur æskuna og uppvöxtinn og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag. Í matarspjallinu í dag veltum við fyrir okkur matarsendingum af veitingastöðum sem nú hafa fengið vængi því nú hefur AHA tekið í notkun nokkra dróna í þeim tilgangi að koma matnum heim til fólks. Hvernig fer þetta í loftið og hvernig tekur maður á móti svona sendingu? Við tölum við Maron Kristófersson í matarspjallinu og Sigurlaug Margrét velti fyrir sér hvort hægt sé að fljúga með fullkomna Pavlovu á þennan hátt? Við fengum Sigurlaugu líka til að segja okkur frá því hvað er steik með dropasósu? UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/8/202150 minutes
Episode Artwork

Sérfræðingurinn Ingibjörg yfirljósmóðir og Sverrir klippari

Í dag hófst aftur dagskrárliðurinn Sérfræðingurinn í Mannlega þættinum og verður hann á dagskrá á fimmtudögum í vetur. Sérfræðingur dagsins var Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir yfirljósmóðir ? meðgönguvernd, fósturgreining og bráðaþjónusta kvennadeildar á Landspítalanum. Hennar sérgrein er sykursýki á meðgöngu en hún er sjálf móðir tæplega 18 ára stúlku sem greindist 20 mánaða með týpu 1 sykursýki. og við byrjuðum einmitt á því að ræða um það og svo hennar starf sem ljósmóðir. Sem sagt í fyrri hlutanum sagði hún okkur frá sínu starfi og í seinni hlutanum svaraði hún spurningum sem hlustendur sendu inn á netfang þáttarins [email protected]. Svo heyrðum við í Sverri Kristjánssyni, klippara, þ.e. hann býr í Noregi og klippir þar kvikmyndir og sjónvarpsefni. Hann klippti nú síðast stórmyndina Margrét fyrsta, en hún er stærsta og dýrasta kvikmynd sem framleidd hefur verið á Norðurlöndunum. Myndin fjallar um ofurkonuna, Margréti fyrstu, sem barðist fyrir Kalmarsáttmálanum en hann var upphafið að Skandinavíu eins og við þekkjum hana í dag. Myndinn er leikstýrt af Charlotte Siegling og titilhlutverkið er í höndum dönsku leikkonunnar Trine Dyrholm sem margir ættu að þekkja. Halldóra Geirharðsdóttir og Tinna Hrafnsdóttir fara til dæmis með hlutverk í myndinni og myndin er meðframleidd af íslenska framleiðslufyrirtækinu True North. Við fengum Sverri til að segja okkur frá sínu starfi, verkefnum og hvað er næst á döfinni hjá honum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/7/202150 minutes
Episode Artwork

Íslenska óperan, Ólafur Kjartan og Skrýtin veröld

Steinunn Ragnarsdóttir, óperustjóri Íslensku óperunnar kom í þáttinn. Við fengum að vita hvernig árið hefur verið í kófinu fyrir Íslensku óperuna og hvernig veturinn og dagskráin verður framundan. Hann var ansi óheppin hann Ólafur Kjartan Sigurðarson óperusöngvari, eins og hægt var að lesa í facebookfærslu hans frá 23 september sl. "Ég var álíka kátur að mæta í fyrsta skipti til vinnu í Deutsche Oper og þegar ég fyrst mætti í Bayreuth.(Bærojt) Stór draumur að rætast. En, tveimur klukkustundum eftir að þessi mynd var tekin í gær var ég kominn í sjúkrabíl með hnén í maski eftir ömurlegt slys. Og í stað þess að mæta á fyrstu sviðsæfingu á Ragnarökum í dag bíð ég aðgerðar í kvöld." Við slógum á þráðinn til Ólafs til Berlínar og heyrðum hvað gerðist í rauninni og hvernig staðan væri hjá honum, t.d. uppá verkefni hans á næstu mánuðum. Gunnar Hrafn Jónsson kom í þáttinn í dag með nýja dagskrárliðinn Skrýtin veröld, sem verður hjá okkur annan hvern miðvikudag. Þar finnur hann skrýtnar, skemmtilegar og umfram allt áhugaverðar fréttir víðs vegar að og flytur okkur. Í dag sagði hann okkur frá trúðaskorti á Norður Írlandi, frá dularfulla fjárfestinum Mr. Goxx, vandræðalegum mistökum hjá gervigreind Facebook og svo frá Ig Nobel verðlaununum sem voru afhent á dögunum, samhliða sjálfum Nóbelsverðlaununum, en þessi fyrrnefndu verðlauna sem sagt óvenjulegar, furðulegar og jafnvel asnalegar rannsóknir. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/6/202150 minutes
Episode Artwork

Nýr söngleikur, alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn og Skarðsrétt

Við sögðum frá frumflutningi á glænýjum söngleik og fer fram á morgun í Tjarnarbíói. Rokkarinn og rótarinn er rokksöngleikur eftir Þór Breiðfjörð sem verður fluttur í hálfsviðsettum lestri af einvalaliði leikara og tónlistarfólks. Þetta er í fyrsta sinn sem verkið er flutt fyrir almenning. Verkið er enn í vinnslu og hluti af sköpunarferlinu er að prófa efnið fyrir áhorfendur. Söngleikurinn fjallar um rokkarann Jóhann Víking sem má muna fífil sinn fegurri og samband hans við vin sinn og umsjónarmann, rótarann Dodda. Þór kom í þáttinn í dag. Þann 10.október verður alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn víða um heim. Hann var fyrst haldinn 1992 af Alþjóðasamtökum um geðheilsu (World Federation for Mental Health) og markmiðið hefur verið i gegnum árin að vekja athygli á geðheilbrigðismálum, fræða almenning um geðrækt og geðsjúkdóma og sporna gegn fordómum í garð geðsjúkra. Við fengum þá Tryggva Garðarsson og Fannar Þór Bergsson í þáttinn til að segja okkur meira frá deginum og hvað verður lagt áherslu á honum í ár. Á dögunum var réttað í Skarðsrétt í Bjarnarfirði á Ströndum. Kristín okkar Einarsdóttir hitti þrjá Strandamenn í réttinni sem allir eiga eða hafa átt þann draum að gerast sauðfjárbændur, fyrst talaði Kristín við þær Guðbjörgu Halldórsdóttur og Unni Ágústu Gunnarsdóttur. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/5/202155 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Stundin okkar, Ullarvikan og Krummi lesandi vikunnar

Rannveig og Krummi, Bryndís og Þórður, Sirrý og Palli, Gunni og Felix, Birta og Bárður, Björgvin Franz, Gói og miklu fleiri. Þetta eru auðvitað umsjónarfólk Stundarinnar okkar í gegnum tíðina. Næsta sunnudag hefur Stundin okkar aftur göngu sína í sjónvarpinu með nýju umsjónarfólki. Höfundar Stundarinnar okkar í ár eru kornungir, allir tuttugu og tveggja ára, en eru síður en svo reynslulausir. Þeir hafa skrifað nokkur leikrit, bækur og efni fyrir sjónvarp. Þeir eru allir að læra leiklist og við fengum tvo þeirra, þá Mikael Kaaber og Arnór Björnsson, í viðtal til að segja okkur frá sér og um hvað Stundin okkar verður í þeirra meðförum. Þessa vikuna fer fram í fyrsta skipti Ullarvika sem haldin er á Suðurlandi. Miðstöð ullarvikunnar verður í Félagsheimilinu Þingborg í Flóa og megindagskráin fer þar fram. Boðið verður upp á námskeið í handverki og fengnir til þess kennarar frá m.a. Íslandi, Skotlandi, Noregi og Bandaríkjunum. Við hringdum í Maju Siska og fengum hana til að segja okkur frá Ullarvikunni. Lesandi vikunnar í þetta sinn var tónlistarmaðurinn Krummi Björgvins. Hann var söngvari hljómsveitanna Mínus, Esju og Legend og hefur svo gert tónlist undir eigin nafni. Krummi stýrir nú útvarpsþáttunum Krummi krunkar úti á sunnudagsmorgnum á Rás 2. Við fengum hann til að segja okkur frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/4/202150 minutes
Episode Artwork

Reynir Lyngdal föstudagsgestur og matarspjall með Reyni

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikstjórinn Reynir Lyngdal. Hann hefur leikstýrt Skaupinu þrisvar sinnum og mun gera það nú í fjórða sinn, því hann er einn höfunda og leikstjóri Skaupsins í ár. Hann hefur leikstýrt sjónvarpsþáttum, tveimur kvikmyndum í fullri lengd og gríðarlegum fjölda sjónvarpsauglýsinga. Við forvitnuðumst um hans æsku og uppvaxtarár, ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag og hvað hann er að bralla þessa dagana, en auk þess að leikstýra Skaupinu í ár verður frumsýnd ný heimildaþáttaröð sem hann leikstýrir innan skamms. Í matarspjalli dagsins fengum við Sigurlaug Margrét föstudagsgestinn Reyni Lyngdal til að sitja áfram og ræða við okkur um mat. Hann sagði okkur frá matnum sem hann fékk á námsárum sínum í Barcelona, hvað honum þykir skemmtilegast að elda og einhvern veginn rataði lifur aftur inn í matarspjallið. UMSJÓN GUNNAR HANSSON
10/1/202150 minutes
Episode Artwork

Erna Ómars listdansstjóri og Salvör Umboðsmaður barna

Fimmtudagar í september hafa verið sviðslistadagar í Mannlega þættinum. Við höfum fengið stjórnendur leikhúsanna og í dag var komið að Íslenska dansflokknum. Erna Ómarsdóttir er listdansstjóri þar á bæ og sýningarveturinn er að hefjast þar líkt og annarsstaðar. Við fengum Ernu til að segja okkur frá því hvernig undanfarið ár hefur verið hjá dansflokknum, frá húsnæðismálum flokksins og svo fórum við með henni yfir það sem er á dagskránni í vetur. Svo kom Salvör Nordal, Umboðsmaður barna á Íslandi, í þáttinn. Krakkakosningarnar sem fara fram í mörgum skólum, voru í síðustu viku og voru kynntar í kosningasjónvarpinu hér á RÚV. Við fengum hana til að segja okkur frá krakkakosningunum og lýðræðisþátttökku barna og samráð við þau í þættinum. UMSJÓN GUNNAR HANSSON
9/30/202150 minutes
Episode Artwork

Matarsóun, Hvunndagshetjur og póstkort frá Magnúsi

Árið 2021 er helgað ávöxtum og grænmeti hjá Sameinuðu þjóðunum og í dag, 29. September, er alþjóðadagur gegn matarsóun. Í tilefni dagsins munu Grasagarður Reykjavíkur, Slow Food Reykjavík og Flóran Garden Bistro taka saman höndum og bjóða í fræðslusúpu í garðskála Grasagarðins þar sem þemað er: Hvað get ég gert til að draga úr matarsóun? Við fengum þær Björk Þorleifsdóttur og Dóru Svavarsdóttur til að koma í þáttinn og segja okkur meira frá þessum degi, viðburðinum og matarsóun. Heimildarmyndin Hvunndagshetjur, Are you Icelandic? Eftir Magneu B. Valdimarsdóttur verður sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem verður sett á morgun. Myndin fjallar um fjórar konur sem eiga það sameiginlegt að hafa búið á Ísland í um það bil tuttugu ár. Þær eru fæddar í Bosníu, Jamaíku, Póllandi og Tyrklandi og allar hafa þær sína sögu af því hvað leiddi þær hingað. Samfélagið breytist hratt og oft veitum við því litla eftirtekt hverjir það eru sem hugsa um börnin okkar, gamla fólkið, byggja húsin okkar og sinna alls kyns illa launuðum störfum í samfélaginu. Magnea kom í þáttinn í dag og sagði okkur meira frá þessari mynd og frá kvikmyndahátíðinni. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssynin í dag og í þessu korti segir Magnús okkur frá því þegar hann fór í nokkurra daga bíltúr í liðinni viku. Hann fékk lánaðan þýskan eðalvagn sem varð honum til hugleiðinga varðandi framtíð einkabílsins. Þessi frábæru farartæki sem hafa veitt okkur frelsi og tækifæri til ferðalaga eru orðin að vandamáli sem allar borgir heims eru að reyna að leysa. Póstkort dagsins fjallar sem sagt um hina bílalausu framtíð. UMSJÓN GUNNAR HANSSON
9/29/202150 minutes
Episode Artwork

Janina Kryszewska, Hrútadagurinn og Ólafur Engilbertsson

Það spunnust miklar umræður á facebook síðu RÚV English á dögunum undir frétt um íslenskukennslu og íslenskukunnáttu fólks af erlendum uppruna á Íslandi. Þar kom til dæmis fram hversu erfitt það getur verið að fá vinnu á Íslandi við hæfi út frá menntun og reynslu ef viðkomandi er með erlent nafn, eða vegna þess að það talar t.d. íslensku með erlendum hreimi. Þar var jafnvel talað um að það gæti verið kostur að breyta nafninu sínu og taka sér íslenskt nafn til að eiga meiri möguleika á því að atvinnuumsókn sé tekin alvarlega. Við fengum Janinu Magdalenu Kryszewska, sem vinnur hjá Fjölmenningarsetri, til að gefa okkur innsýn inn í reynsluheim fólks af erlendum uppruna. Hrútadagurinn á Raufarhöfn er haldinn fyrsta laugardag í október ár hvert í Faxahöllinni á Raufarhöfn. Það var hópur framtakssamra bænda í Þistilfirði, Sléttu og Öxarfirði sem ákváðu að safna saman á einn stað söluhæfum hrútum af svæðinu. Þetta var meðal annars gert til að auðvelda kaupendum valið, að hafa hrútana alla á einum stað til að geta borið þá saman. Einnig er þetta gott tilefni til að koma saman, bændur af svæðinu og þeir sem eru lengra að komnir í kauphugleiðingum, ásamt öðru áhugafólki um sauðfjárræktun. Við fengum Ingibjörgu Hönnu Sigurðardóttur, formann Hrútadagsnefndar, til að segja okkur meira frá Hrútadeginum í ár. Ólafur Engilbertsson menningarmiðlari hefur sett upp sýningar af ýmsu toga á sinni starfsævi en löngu liðnir atburðir í nágrenni æskuheimilis hans höfðu mikil áhrif á hans líf. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum hitti Ólaf og ræddi við hann. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
9/28/202150 minutes
Episode Artwork

Ímyndarvandi íslenskunnar, samfélagshjúkrun og Dr. Gunni lesandinn

Eitt af verkefnum Íslenskrar málnefndar er að álykta árlega um stöðu íslenskrar tungu. Málnefndin sendir nú í 16. sinn frá sér slíka ályktun. Að þessu sinni er yfirskriftin Máluppeldi barna og menntun. Meðal þess sem fram kemur í ályktuninni er að mikilvægt er að skólakerfið glími við ímyndarvanda íslenskunnar. Við fengum Ármann Jakobsson, formann Íslenskrar málnefndar, til að koma til okkar og ræða við okkur um einmitt ímyndarvanda íslenskunnar, stöðu íslenkrar tungu og ályktuninni. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin tileinkaði hjúkrun árið 2020, en þá voru liðin 200 ár frá fæðingu Florence Nightingale. Árið reyndist sannarlega vera ár hjúkrunar, en með talsvert öðrum hætti en stóð til í upphafi útaf Covid. Nýlega kom út bókin Samfélagshjúkrun eftir Aðalbjörgu Stefaníu Helgadóttir hjúkrunarfræðing. Aðalbjörg stundar nú doktorsnám við Háskóla Íslands og hún kom til okkar í dag og sagði okkur frá þessari nýju bók um Samélagshjúkrun og næstu bók sem hún er að leggja lokahöndina á. Sú bók fjalla um einmannaleikann. Lesandi vikunnar í þetta sinn var tónlistarmaðurinn Gunnar Lárus Hjálmarsson, eða Dr. Gunni. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUNNAR HANSSON
9/27/202150 minutes
Episode Artwork

Föstudagsgesturinn Markéta Irglóva og ommelettuspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var tónlistarkonan Markéta Irglová. Hún er fædd í Tékklandi og fór að stunda tónlistarnám á unga aldri. Hún kynntist Glen Hansard, írskum tónlistarmanni, þegar hún var 16 ára og gekk í hljómsveitina hans. Til að gera langa sögu stutta þá léku þau aðalhlutverkin í kvikmyndinni Once árið 2007, auk þess að semja saman tónlistina í myndinni og hlutu meðal annars óskarsverðlaun árið 2008 fyrir besta frumsamda lagið í kvikmynd það árið. En það sem kannski færri vita er að hún hefur nú búið hér á Íslandi í 9 ár, á hér þrjú börn og íslenskan eiginmann og talar reiprennandi íslensku. Hún hefur haldið áfram að semja tónlist, fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti og svo undir eigin nafni og svo hefur hún unnið talsvert með íslensku tónlistarfólki, og talsvert með Emiliönu Torrini, en hún til dæmis samdi með henni titillag leiksýningarinnar Vertu úlfur, sem er einmitt sýnd um þessar mundir í Þjóðleikhúsinu. Það var um nóg að tala við Markétu og til dæmis var mjög gaman að rifja með henni upp þetta ótrúlega kvöld þegar hún hlaut Óskarsverðlaunin árið 2008. Í matarspjalli dagsins var talað um ommelettur. Sem sagt franskar ommelettur, spænskar ommelettur og jafnvel veltum við því fyrir okkur hvort það sé til séríslensk ommelletta? Hvað er best að setja í ommelettuna? Eru egg og hvítlaukur góð saman? Er til sviðaommeletta? UMSJÓN GUNNAR HANSSON
9/24/202150 minutes
Episode Artwork

Marta leikhússtjóri LA og Trausti Valsson og Plan B

Fimmtudagar í Mannlega þættinum í september eru helgaðir sviðslistum. Í dag tengdumst við hljóðveri RÚV á Akureyri, þar var Marta Nordal leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar. Við fengum að vita hvernig ástandið í kófinu hefur farið með leikhúslífið fyrir norðan og forvitnuðumst um dagskrá vetrarins sem er rétt nýhafinn. Svo fengum við Trausta Valsson, prófessor emiritus í skipulagi við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, í þáttinn. Hann skrifaði bók fyrir 15 árum sem heitir How the World will Change... With Global Warming. Þessi bók var líklega fyrsta bókin í heiminum sem lýsir, með aðferðum skipulagsfræði, hvernig hnattræn mynstur byggða og kerfa mun breytast ef ekki tekst að stöðva hlýnunina. Og í bókinni dró hann upp það sem hann kallaði Plan B. Sem sagt hvað væri hægt að gera ef jarðarbúar myndu ekki ná markmiðum sínum í að halda hlýnun jarðar niðri. Nú 15 árum síðar ætlar hann að halda fyrirlestur um málið, kl. 12 á morgun, föstudag, í Þjóðminjasafninu, þar sem hann fer yfir stöðuna og skoðar þetta Plan B, miðað við stöðu mála í dag. Við fengum Trausta til að segja okkur betur frá þessu í þættinum. Þess má geta að fyrirlestrinum verður streymt á netinu, ef fólk leitar að Trausta Valssyni á facebook verður hægt að sjá hlekk sem hægt verður að smella á til að annað hvort horfa á í beinni útsendingu, eða að horfa á upptökuna. UMSJÓN GUNNAR HANSSON
9/23/202150 minutes
Episode Artwork

Sagnfræðingafélagið 50 ára og Kærleikssamtökin

Sagnfræðingafélag Íslands verður 50 ára á fimmtudaginn í næstu viku og heldur upp á afmæli sitt með afmælismálþingi og afmælisveislu í Karólínusvítunni á Hótel Borg. Sagnfræðingar með fjölbreyttan bakgrunn flytja erindi um það hvers vegna við rannsökum sögu og hvort og þá hvernig og til hverra niðurstöðunum er komið á framfæri. Markús Þórhallsson, formaður félagsins, kom í þáttinn og ræddi við okkur félagið og sagnfræði. Við fengum svo Sigurlaugu G. Ingólfsdóttur, formann Kærleikssamtakanna í þáttinn til að segja okkur frá nýjum vernduðum vinnustað sem verður starfs- og meðferðarúrræði fyrir einstaklinga sem hafa misst tökin í lífinu og vilja koma aftur undir sig fótunum. Sigurlaug sagði okkur frá samtökunum, þessum nýja verndaða vinnustað og sinni reynslu, hvernig hún tók á sínum geðræna vanda, í þættinum í dag. Hún talaði til dæmis um söfnun sem er hafin á vegum samtakanna, en allar upplýsingar um hana er hægt að finna á www.kaerleikssamtokin.is UMSJÓN GUNNAR HANSSON
9/22/202150 minutes
Episode Artwork

Alþjóðlegi Alzheimerdagurinn, Dr. Árelía og 57 daga hestaferð

Alzheimersamtökin standa fyrir málþingi í tilefni af alþjóðlegum Alzheimerdegi sem er einmitt í dag 21.september 2021. Yfirskrift málþingsins er ?Af hverju ég?? Erfðir ? Rannsóknir ? Greining. Fjallað verður um heilabilun frá mörgum sjónarhornum. Við fengum til okkar í þáttinn þær Sigurbjörgu Hannesdóttur fræðslustjóra Alzheimersamtakanna og Ragnheiði Ríkharðsdóttur formann samtakanna, til þess að segja okkur frá þessu málþingi og því hvað er efst á baugi í dag á alþjóðlega Alzheimerdeginum. Þær miklu tæknilegu umbreytingar sem nú þegar eru farnar að hafa áhrif á daglegt líf okkar munu veita fólki á vinnumarkaði sem og atvinnurekendum ný og spennandi tækifæri. Hinum svokölluðu giggurum fer stöðugt fjölgandi, fólki sem tekur að sér verkefni í takmarkaðan tíma en hverfur svo á vit nýrra viðfangsefna. Eðli starfa og vinnustaða er að gjörbreytast og samband starfsfólks og vinnustaðar mun verða með allt öðrum hætti en áður. Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir kom í þáttinn í dag, en hún er önnur höfunda nýrrar bókar, Völundarhús tækifæranna, sem fjallar um þetta efni en Árelía hefur sérhæft sig í vinnumarkaðsmálum. Bjarni Páll Vilhjálmsson rekur hestamiðstöðina Saltvík í nágrenni Húsavíkur ásamt fjölskyldu sinni. Þaðan hafa verið farnar lengri og styttri hestaferðir árum saman en í sumar ákvað Bjarni að takast á hendur hvorki meira né minna en 57 daga ferð með viðkomu á Ströndum. Þar hitti Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, Bjarna og fékk hann til að segja frá þessari miklu ferð. UMSJÓN GUNNAR HANSSON
9/21/202150 minutes
Episode Artwork

Ekki fengið frídag í um tvö ár, kæleikskast og Hrönn lesandinn

Við ræddum í þættinum við Önnu Hafberg hjúkrunarfræðing sem hefur staðið covidvaktina frá byrjun og hefur ekki fengið einn einasta frídag síðan haustið 2019. Hún var kölluð til á coviddeildina til að vera með í þróun þeirrar deildar og er nú að vinna í því ásamt fleirum að koma upp bráðadagdeild sem tekur við fólki sem þarf ekki endilega bráðaþjónustu. Anna sagði líka frá því hvernig er hægt að nýta reynsluna frá þessu tímabili áfram, eins og t.d. símaeftirfylgd með veiku fólki. Þormóður Símonarson kom í þáttinn í dag og talaði um kærleikskast og jákvæðni. Um mánaðarmótin endurtekur hann námskeið í að fá kærleikskast. Kærleikskast er, eins og hann segir æðisleg reynsla og andstæðan við kvíðakast. Þormóður sagði okkur meira fá þessu í þætti dagsins. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Hrönn Kristinsdóttir, kvikmyndaframleiðandi. Hún er ein aðalframleiðenda kvikmyndarinnar Dýrið, eða Lamb, eins og hún kallast á ensku. Myndin hlaut Un Certain Regard verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes nú fyrir skemmstu og verður frumsýnd hér á landi á næstunni. Hrönn sagði okkur frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/20/202150 minutes
Episode Artwork

Guðrún Árný föstudagsgestur og matreiðslubækur

Guðrún Árný Karlsdóttir söngkona og píanóleikari er föstudagsgestur okkar í dag. Hún hefur sungið sig inní hug og hjörtu þjóðarinnar fyrir löngu síðan, hún hefur tekið þátt í Eurovisionkeppninni, hér heima í undankeppni og farið utan sem bakrödd. Hún tók þátt í Frostrósatónleikunum eftirminnilegu og hefur átt farsælan sólóferil. Hún hefur nú nýlega stofnað kór þar sem engar skyldur hvíla á um mætingu og allir eru velkomnir. Svo stjórnar hún gjarnan samsöng þar sem hún situr við píanóið og fær fólk til að syngja með sér, hvort sem er í afmælum, brúðkaupsveislum, fyrirtækjaveislum eða á veitingastað. Við áttum skemmtilegt spjall við Guðrúnu í þættinum í dag. Í matarspjallinu hringdum við í Sigurlaugu Margréti sem að þessu sinni situr norður í landi og flettir matreiðslubókum sem hún finnur í eldhúshillum þar. Það spunnust meðal annars líflegar umræður um borðsiði og lifur. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/17/202155 minutes
Episode Artwork

Brynhildur og Borgarleikhúsið og hernámsæskan

Fimmtudagar í september eru helgaðir sviðslistum og í dag var komið að Borgarleikhúsinu. Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri kom í þáttinn og við spurðum hana út í starfsemina, hvernig þau koma útúr kófinu, hvernig var að taka við rekstrinum korter í Covid og hvernig leikveturinn sem var að hefjast lítur út, smekkfullt leikár framundan. Hernámsæska í tröllahöndum er yfirskrift fléttu Borgarsögusafns sem fram fer á Ljósmyndasafni Reykjavíkur í kl. 16:30. Að þessu sinni mun Leifur Reynisson sagnfræðingur fjalla um æskuna um og upp úr stríðsárunum. Íslenskt samfélag tók stakkaskiptum þegar erlendir herir námu hér land og unga fólkið fór svo sannarlega ekki varhluta af því. Leifur gerir grein fyrir því hvernig æskan varð til sem sjálfstæður þjóðfélagshópur með eigin menningareinkenni, en tímabilið sem um ræðir nær frá hernámi til rokks og hefur hann sér til fulltingis ljósmyndir úr safni Sigurhans Vignir. Við hringdum í Leif í þættinum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/16/202150 minutes
Episode Artwork

Sjálfsvígsforvanarbók, fyrirmyndarforeldrar og póstkort

Félagasamtökin Hugarafl gefa út bókina Boðaföll, Nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum eftir Öglu Hjörvarsdóttur, Fanneyju Björk Ingólfsdóttur, Hörpu Sif Halldórsdóttur, Hrefnu Svanborgar Karlsdóttur, Sigurborgu Sveinsdóttur og Svövu Arnardóttur. Boðaföll kemur út á morgun, í alþjóðlegum mánuði sjálfsvígsforvarna. Bókin sýnir fram á nýjar nálganir varðandi sjálfsvígsforvarnir og sjálfsskaða byggðar á reynslu höfunda. Hún er ætluð þeim sem vinna í málaflokknum, aðstandendum og fólki með persónulega reynslu af andlegum áskorunum og öngstræti. Markmiðið með útgáfu bókarinnar er að breyta áherslum í geðheilbrigðisþjónustu og íslensku samfélagi tengt sjálfsvígum og sjálfsskaða. Höfundar vilja opna umræðu um raunverulega rót sjálfsskaða, sjálfsvígshugsana og tilrauna. Tvær höfundanna, Svava Arnardóttir og Sigurborg Sveinsdóttir komu í þáttinn í dag. Við fengum svo Ásgeir R. Helgason dósent í sálfræði við Háskólann í Reykjavík í viðtal, en hann skrifaði grein í Morgunblaðið fyrir helgi undir fyrirsögninni Fyrirmyndarforeldrar þar sem hann fjallar einmitt um það, fyrirmyndir sem foreldrar geta verið, bæði góðar og slæmar, aðallega þegar kemur að áfengisneyslu og reykingum. Hann vitnar í íslenskar rannsóknir sem hafa leitt áhugaverðar niðurstöður í ljós og við fengum Ásgeir til að segja okkur betur frá þessu í þættinum í dag. Póstkortið sem við fengum frá Magnúsi R. Einarssyni í dag segir frá ferðum hans til Leipzig og Dresden í Þýskalandi, þar sem hann heimsótti Johanns Sebastian Bach og leit inní húsið sem geymir ljóta sögu Stasi, leyniþjónustu Austur Þýskalands, og hýsti áður Gestapó. Í póstkorti dagsins er líka sagt frá Alicante, en senn líður að því að Magnús flytji þaðan og heim. Í lokin er minnst á ellefta september og afleiðingarnar sem urðu með ólíkindum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/15/202155 minutes
Episode Artwork

Mikil hlustun á hljóðbækur og Kaldalónshátíð í Dalbæ

Eins og reglulegir hlustendur Mannlega þáttarins hafa líklegast tekið eftir á mánudögum, þegar lesandi vikunnar kemur og segir frá bókum sem hann eða hún hefur verið að lesa undanfarið, þá eru sífellt fleiri sem hlusta á hljóðbækur. Þetta hefur aukist gríðarlega á síðustu árum. Við fengum því Stefán Hjörleifsson framkvæmdastjóra Storytel á Íslandi, sem er einmitt streymisveita fyrir hljóðbækur þar sem mikill fjöldi Íslendinga eru áskrifendur, til þess að segja okkur frá þessari þróun og hvernig hann sjái framtíð bókarinnar fyrir sér. Við ræddum svo líka aðeins í lokin við Stefán um tvenna tónleika um helgina í Hörpu þar sem hann spilar ásamt félögum sínum í hljómsveitinni Nýdönsk. Sigvaldi Kaldalóns varð læknir á Snæfjallaströnd í ellefu ár frá árinu 1910, hann bjó á bænum Ármúla sem er í næsta nágrenni við Kaldalón þar sem náttúrufegurð er einstök og svo heillaði þetta svæði Sigvalda að hann tók sér ættarnafnið Kaldalóns. Síðustu helgi júlímánaðar í sumar var svo haldin Kaldalónshátíð í Dalbæ á Snæfjallaströnd. Þar voru flutt erindi um ævi og störf Sigvalda og leikin og sungin nokkur af lögum hans. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti meðal annars Gunnlaug A. Jónsson, barnabarn Sigvalda, sem var einn þeirra sem flutti erindi á hátíðinni. Í upphafi viðtalsins heyrum við örstutt brot úr söng Hallveigar Rúnarsdóttur sópran og Hrönn Þráinsdóttir leikur á píanó. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/14/202155 minutes
Episode Artwork

Við andlát maka, bólgueyðandi mataræði og Kristján lesandi

Nýverið var gefinn út leiðbeiningarbæklingurinn Við andlát maka sem ætlaður er aðstandendum við makamissi. Aðstandendur geta staðið uppi ráðalausir eftir ástvinamissi og það kemur gjarnan á óvart hversu mikið umstang fylgir andláti. Hvert á að snúa sér og hvernig til að átta sig á réttindum og skyldum sem upp koma við andlát? Guðrún Ágústsdóttir, sem hefur verið ráðgjafi hjá LEB, tók þetta mikilvæga verkefni að sér og aflaði upplýsinga úr öllum áttum um hvað beri að gera og hvernig fyrir hinn eftirlifandi eftir andlát maka. Guðrún var gestur þáttarins í dag. Um þessar mundir heyrir maður oft talað um bólgueyðandi mataræði. Hvað er það? Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir kom í þáttinn og sagði að það spili margt inní sem gerir það að verkum að bólgur myndist í líkamanum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Kristján Kristinsson fiskifræðingur hjá Hafró. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/13/202155 minutes
Episode Artwork

Sigga Eir laus úr einangrun og kókosbolluspjall

Við höfum gjarnan látið í ljós hrifningu okkar á hljómsveitinni Evu í þættinum, en það eru þær Vala Höskuldsdóttir og Sigríður Eir Zophoníusardóttir sem mynda þann dúett eða Sigga og Vala eins og þær eru nú oftast kallaðar. Sigga var föstudagsgesturinn okkar í dag en hún var fyrir 3 dögum að losna úr 26 daga covid einangrun og við fengum hana hana til að segja okkur frá þessu tímabili ásamt því að forvitnast um hennar rætur, en hún er alin upp í Hallormstaðarskógi. Flestir Íslendingar elska kókosbollur og það gerum við auðvitað líka. Sigurlaug Margrét bauð uppá kókosbolluspjall í dag, þar sem hún meðal annars fór yfir sögu bollunar. Eru kókosbollur til í öðrum löndum? Eru þær betri en franska makkarónukökur? Er hægt að borða bara eina kókosbollu? Þess ber að geta að Sigurlaug Margrét borðaði að minnsta kosti þrjár bollur á meðan á matarspjalli dagsins stóð. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/10/202155 minutes
Episode Artwork

Nýr vetur í Tjarnarbíói og Séra Bjarni

Fimmtudagar í september eru leikhús- og sviðslistadagar. Í síðustu viku kom Þjóðleikhússtjóri og í dag var hjá okkur Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Tjarnarbíós. Tjarnarbíó á auðvitað langa og merka sögu, enda er húsið rúmlega hundrað ára og er í dag oft kallað heimili sjálfstæðra sviðslista. Við fengum Friðrik til að segja okkur aðeins frá sögu starfseminnar í Tjarnarbíói, frá stöðu sjálfstæðs sviðslistafólks í dag og frá leikvetrinum sem er nýhafinn. Séra Bjarni Karlsson er sjálfstætt starfandi prestur og steig út úr embætti á sínum tíma til að hafa tíma og þrek til að vinna við sálgæslu og vinna að doktorsritgerð um fátækt. Á sunnudaginn kemur ætlar hann að leiða messu í Kolaportinu, ásamt Guðrúnu Árnýju tónlistarkonu og í samvinnu við Öldu í Hafnarkaffi og hópi sjálfboðaliða. Bjarni kom í þáttinn í dag. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/9/202150 minutes
Episode Artwork

Kynbundið ofbeldi í þjóðsögum og Laufaleitir

Kynbundið ofbeldi í íslenskum þjóðsögum er yfirskrift erindis sem haldið verður á Landnámssýningunni í Aðalstræti á morgun. Þar ræðir Dagrún Ósk Jónsdóttir, doktorsnemi í þjóðfræði við Háskóla Íslands, niðurstöður rannsóknar sinnar á birtingarmyndum kvenna í íslenskum þjóðsögum. Þá einkum um ofbeldi gegn konum, í hvernig sögum það birtist, hvaða tilgangi þessar sögur gætu hafa þjónað og hvort það hefur áhrif hver segir söguna og hverjum. Þá verður umræðan tengd viðhorfum til kynferðislegs ofbeldis í samtímanum. Dagrún Ósk kom í þáttinn og sagði okkur meira frá erindinu. Í dag var komið að síðasta pistli í þáttaröð ?Að fjallabaki? í umsjón Mao Alheimsdóttur. Pistlarnir voru á dagskrá í Sumarmálum í sumar og þessi síðasti tafðist í nokkrar vikur. Í þessum lokapistli sláumst við í för með Mao að Laufaleitum. Við fáum einstakt tækifæri til að fylgja Steini Mássyni, fjallkóngi og öðrum smölum í heila viku í fyrstu göngu á Rangárvallaafrétti. Ingimar Grétar Ísleifsson fyrrverandi fjallkóngur og Sigurgeir Valmundsson, höfundur greinarinnar Skot á Laufaleitum, segja okkur frá hrakningum sem áttu sér stað á Rangárvallaafrétti árið 1963. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/8/202155 minutes
Episode Artwork

Ferðir eldri borgara, Fóstbræðrasaga og Engilbert Ingvarsson

Við fengum til okkar Sigurð K. Kolbeinsson, eiganda Ferðaskrifstofu eldri borgara, í viðtal í dag. Á heimsíðu ferðaskrifstofunnar segir að markmið þeirra sé að framleiða áhugaverðar ferðalausnir sem henta eldri borgurum, sem innihalda skemmtilega afþreyingu, spennandi áfangastaði og þægindi. Sigurður sagði okkur frá því hvaða ferðir eru í boði og hvernig hefur gengið á þessum skrýtnu tímum Covid og sóttvarna. Fóstbræðra saga er talin með yngri Íslendingasögum, frá lokum 13. aldar. Sagan gerist öll eftir kristnitöku og segir frá ævintýrum fóstbræðranna Þorgeirs Hávarssonar og Þormóðar Kolbrúnarskálds. Hún lýsir sambandi gjörólíkra persónuleika fóstbræðranna og önnur mikilvæg persóna er Ólafur Haraldsson Noregskonungur og er Fóstbræðrasaga fleyguð inn í Ólafs sögu helga í Flateyjarbók. Ásdís Egilsdóttir, prófessor emeritus í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands, kom í þáttinn í dag og sagði frá því Fóstbræðrasögu og námskeiði sem hún verður með hjá Endurmenntun H.Í. í lok september. Engilbert Ingvarsson er fæddur árið 1927 í Unaðsdal á Snæfjallaströnd og má með sanni segja að hann muni tímana tvenna. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, settist niður með Engilbert og fékk hann til að segja frá lífinu á Snæfjallaströnd fyrir næstum hundrað árum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/7/202155 minutes
Episode Artwork

Björg og Stílvopnið, ferjuskipstjóri, Hrísey og Þorgeir lesandinn

Í Davíðshúsi á Akureyri dvelur rithöfundurinn og eigandi Stílvopnsins, Björg Árnadóttir, en hún hefur kennt ritlist í áratugi og heldur líka stundum sköpunarsmiðjur þar sem hún tengir saman allar listgreinar í heilandi og sjálfseflandi tilgangi. Við ræddum við hana um félagsnám og skapandi og valdeflandi kennsluhætti í stærra samhengi en hún hefur hátt í fjörutíu ára reynslu af vinnu með jaðarsettum víða um lönd. Hún stendur fyrir sköpunarsmiðja í Heiðmörk helgina 17-19 sept, nánari upplýsingar er að finna á www.stilvopnid.is. Við skruppum útí Hrísey og töluðum við ferjuskipstjórann Þröst Jóhannsson á Sævari og Lindu Ásgeirsdóttur, formann ferðafélags Hríseyjar og hún sagði okkur meðal annars frá Hákarla-Jörundi. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Þorgeir Tryggvason, tónlistarmaður t.d. í Ljótu hálfvitunum og nú síðast í dúettnum Down & Out, en hann er auðvitað líka bókmennta- og leikhúsgagnrýnandi sem hlustendur ættu meðal annars að kannast við úr sjónvarpinu í Kiljunni. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og svo hvaða bækur og höfundar hafa haft sérstök áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/6/202155 minutes
Episode Artwork

Magnús Kjartansson sjötugur og útilegumatarspjall

Magnús Kjartansson tónlistarmaður eða Maggi Kjartans, var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag, en hann varð sjötugur 6.júlí síðastliðinn. Magnús ólst upp í Keflavík og stundaði tónlistarnám í Tónlistarskóla Keflavíkur og Tónlistarskólanum í Reykjavík og frá árinu 1966 hefur Magnús verið tónlistarmaður að aðalstarfi. Hann hefur leikið með mörgum hljómsveitum, aðallega á hljómborð, píanó og trompet, en einnig verið útsetjari og upptökustjóri og samið eigin tónlist. Hann hefur starfað mikið að málefnum FTT og STEF og verið formaður í báðum félögunum. Hljómsveitirnar sem hann hefur leikið með eru fjölmargar, Óðmenn, Júdas, Trúbrot, Blues Company, Mannakorn, Brunaliðið, Brimkló, Hauka, HLH flokkinn, Hljómsveit Björgvins Halldórssonar, Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar, Sléttuúlfana og fjölda annarra hljómsveita, sem Magnús hefur starfað með í styttri eða lengri tíma. Og lögin hans löngu orðnar perlur í íslenskri dægurtónlist, til að nefna örfá: Skólaball með Brimkló, Einskonar ást með Brunaliðinu (höfundur lags), Lítill drengur með Vilhjálmi Vilhjálmssyni (höfundur lags) og Svefnljóð með Vilhjálmi Vilhjálmssyni (höfundur lags). Og í matarspjalli dagsins ræddi Sigurlaug Margrét við Pál Ásgeir Pálsson útivistargarp um matinn á fjöllum og matinn í bakpokanum. Hvað er hægt að elda á einni gashellu? Og svo sagði hann frá hjónabandssæla, án sykurs og rabbarbarasultu sem gerði markaðinn alveg vitlausan, eins og hann orðaði það. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/2/202150 minutes
Episode Artwork

Þjóðleikhússtjóri og heiðarleiki kylfinga

Næstu fimmtudaga munum við fá leikhússtjóra í spjall til að segja okkur frá leikvetrinum sem er að hefjast. Þetta hafa auðvitað verið sérstakir tímar og nú krossum við fingur fyrir framhaldinu. Fyrstur í röðinni varMagnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóra hann kom í þáttinn og sagði frá leikárinu sem er að hefjast í Þjóðleikhúsinu. Svo fengum við Úlfar Jónsson, margfaldan íslandsmeistara í golfi, golfkennara og fyrrverandi landsliðsþjálfara í golfi í spjall. Golfið er ein vinsælasta íþróttin á Íslandi, yfir 20 þúsund kylfingar eru skráðir í 62 golfklúbba á landinu og mun fleiri stunda íþróttina á hverju ári. Við veltum fyrir okkur íþróttamennsku í golfi. Reglulega rata mál tengd bestu kylfingum í heiminum í fréttirnar vegna framkomu þeirra á vellinum, deilna milli einstakra kylfinga eða jafnvel ef upp koma mál þar sem efast er um heiðarleika þeirra og hegðun á vellinu. Það er að miklu leyti lagt í hendur kylfinganna sjálfra að dæma í eigin málum á meðan á golfhring stendur til þó dómarar séu vissulega til staðar á stórmótum. Það eru auðvitað gríðarlegur fjöldi myndavéla á stórmótum og fátt sem fer fram hjá þeim. Mörg dæmi eru um það að áhorfendur hafi séð eitthvað í útsendingu sem dómarar á vellinum hafi ekki áttað sig á, og eftir ábendingar áhorfenda hafa kylfingar fengið refsingu í kjölfarið. Ef kylfingar verða uppvísir að svindli, eða óheiðarleika eða óíþróttamannlegri hegðun framkomu þá getur verið erfitt að losna við það orðspor og jafnvel fylgir það þeim það sem eftir er ferilsins, burtséð frá þeim árangri sem þeir ná. Nú síðast sauð uppúr í óvenju harðri deilu milli tveggja leikmanna á PGA mótaröðinni, þar sem aðdáendur annars þeirra þjörmuðu svo að hinum að upp úr sauð og í kjölfarið loguðu samfélagsmiðlar og ekki sér fyrir endann á því máli. Við ræddum það mál í dag við Úlfar og rifjuðum upp nokkrar sögur af sama meiði í þættinum í dag. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/2/202150 minutes
Episode Artwork

Fjölmenningarsetur, forvarsla listaverka og póstkort frá Magnúsi

Fjölmenningarsetur hefur opnað upplýsingavef fyrir innflytjendur og fólk af erlendum uppruna fyrir alþingiskosningarnar sem eru framundan. Þar getur fólk fundið upplýsingar um kosningarnar: Hverjir hafa kosningarétt? Hvaða framboð eru í boði? Hver eru málefnin? Hvar er hægt að nálgast upplýsingar og fréttir o.s.frv. Nicole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs kom í þáttinn og sagði meira frá þessum upplýsingavef og hvernig fólk getur snúið sér. Listaverk prýða víða heimili Íslendinga. Málverk, teikningar, textílverk, höggmyndir og silfurgripir eru viðkvæmir gripir sem þarfnast umönnunar og alúðar. Sérfræðingur Listasafns Íslands mun fjalla um varðveislu listaverka í heimahúsum og veita góð ráð varðandi umhirðu þeirra og er þetta partur af dagskránni Gæðastundir í Listasafni Íslands sem er ætluð eldri borgurum. Við fengum að vita hvernig á að varðveita og hugsa um listaverkin heima og forvitnuðumst líka um þessa dagskrá hjá Ólafi Inga Jónssyni forverði á Listasafni Íslands og Ragnheiði Vignisdóttur verkefnisstjóra viðburða hjá Listasafninu í þættinum í dag. Póstkort frá Magnúsi R. er ný pistlaþáttaröð Magnúsar R. Einarssonar. Hann segir í þeim af ferðum sínum, áhugamálum og því sem rekur á fjörur hans í landi upplýsingahraðbrautarinnar. Í þessu fyrsta póstkorti í þessari röð sagði hann af veðrinu sem er áhugamál alls heimsins, ekki síst nú á tímum þegar veður gerast vályndari og ýktari með vaxandi loftmengun. Veðrið getur líka haft góð áhrif og var til dæmis undirstaðan í spænska efnahagsundrinu sem varð fyrir sjötíu árum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/1/202155 minutes
Episode Artwork

Guðmundur Kári, Krabbameinsfélagið og Veiga

Guðmundur Kári Stefánsson, stjarneðlisfræðingur við Princeton háskóla, hlaut nýlega hin virtu Robert J. Trumpler verðlaun fyrir doktorsritgerð sína sem fjallaði um tækniþróun til að finna og greina betur fjarreikistjörnur frá jörðu. Þar hjálpaði hann til við að þróa svokallaða ljósdreifara sem gera fólki kleift að dreifa ljósinu frá stjörnunum á mjög nákvæman og stöðugan máta til að auðvelda mælingar og jafnvel til að uppgötva nýjar fjarreikistjörnur. Guðmundur kom í þáttinn í dag og sagði frá sínum rannsóknum og starfi og útskýrði þessa nýju tækni. Í síðustu viku var haldin ráðstefna í tilefni af 70 ára afmæli Krabbameinsfélagsins og flutt voru mörg athyglisverð erindi. Fjallað var um krabbamein á Íslandi í víðu samhengi, með hliðsjón af markmiðum Krabbameinsfélagsins um að fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og bæta lífsgæði sjúklinga og aðstandenda. Meðal þeirra sem fluttu erindi var Jóhanna Eyrún Torfadóttir, sérfræðingur hjá Rannsókna- og skráningasetri Krabbameinsfélagsins en hennar erindi hét ?Líkamleg einkenni og tilfinning fyrir að eitthvað sé að hefur mikið vægi í aðdraganda greiningar - niðurstöður úr stórri íslenskri rannsókn?. Jóhanna kom í þáttinn. Margir muna eftir frækilegri kajaksiglingu Veigu Grétarsdóttur rangsælis í kringum Ísland á móti straumnum sumarið 2019. Nú hefur Veiga lagt í enn stærra verkefni, hún réri í sumar frá Ísafirði, austur á Seyðisfjörð og ætlar svo þaðan í enn lengri ferð á kajaknum. Veiga kom við á Ströndum í sumar og hjálpaði þar heimamönnum að hreinsa rusl úr svokallaðri Hörsvík en markmið ferðarinnar er að vekja athygli á rusli á ströndum landsins okkar og annarra landa. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Veigu og fékk hana til að segja frá þessu einstaka kajakævintýri. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/31/202156 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Bændabókamarkaður, 100 ára útivistarskáli og Gagga lesandinn

Á morgun verða Bændasamtök Íslands með bókamarkað í andyrri Bændahallarinnar á Hótel Sögu.Þar verður að finna allskonar bækur og tímarit sem eru gömul og nýleg, jafnvel einhverjar gersemar frá því kringum aldamótin 1900. Guðrún Birna Brynjarsdóttir kom í þáttinn og tók með sér eitthvað af þessum gersemum og sagði okkur frá. Það var mikið þrekvirki þegar Skátafélagið Væringjar í Reykjavík reisti veglegan útivistarskála við Lækjarbotna, austan Reykjavíkur og nú er þessi skáli 100 ára gamall. Þegar skálinn var reistur á sínum tíma, færði hann skátum aukna möguleika til útivistar, rötunar og leikja. Árið 1962 var skálinn fluttur á Árbæjarsafnið og stendur þar enn. Við skoðuðum skálann um helgina í fylgd Hauks Haraldssonar skáta á áttræðisaldri en hann á góðar minningar frá því hann steig fyrst inní skálann, þá 11.ára gamall. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Gagga Jónsdóttir. Hún er kvikmyndaframleiðandi, handritshöfundur og leikstjóri. Hún leikstýrði og var annar handritshöfunda kvikmyndarinnar Saumaklúbburinn sem er sýnd um þessar mundir í kvikmyndahúsum og svo var kynnt í síðustu viku að hún er í höfundateyminu sem semur næsta Áramótaskaup. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/30/202155 minutes
Episode Artwork

Tobba Marínós og matarbækur Karoline

Föstudagsgesturinn okkar í dag og síðasti föstudagsgestur Mannlega þáttarins að sinni var Tobba Marinós. Í næstu viku hefjast Sumarmál hér á Rás 1 en það er árlegur Sumarþáttur sem er á dagskrá frá klukkan 11-14, þar renna saman Mannlegi þátturinn og Samfélagið og umsjónarmenn þetta sumarið verða Guðrún og Gunnar, Leifur Hauksson, Þórhildur Ólafsdóttir, Margrét Blöndal og Gígja Hólmgeirsdóttir. En sem sagt var það Tobba Marinósdóttir fjölmiðlakona, ritstjóri og rithöfundur sem var föstudagsgestur. Við spjölluðum við hana um ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag og hún sagði frá granólaframleiðslu og granólabarinn sem opnar fljótlega á Grandanum. Matarspjallið var í góðum höndum í dag enda kom Sigurlaug Margrét aftur og fletti hún í gegnum bækurnar Karolines Kökken og Karolines Kögebog. Sigurlaug svipti hulunni af þeim leyndardómi sem í bókunum leynist í þætti dagsins. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
6/25/202155 minutes
Episode Artwork

Valgerður Halldórsdóttir - stjúptengsl

Við fengum sérfræðing í þáttinn eins og vanalega á fimmtudögum. Í þetta sinn var það Valgerður Halldórsdóttir, félags- og fjölskylduráðgjafi sem stofnaði og er ritstjóri stjuptengsl.is og hefur séð að mestu um ráðgjöfina og fræðsluna þar. Valgerður hefur alla ævi búið í einhverri útgáfu af stjúpfjölskyldu, eins og kannski svo margir Islendingar. Hefur hún bæði persónulega reynslu sem barn og fullorðin ? og faglega þekkingu á skilnaði, foreldrasamvinnu og stjúptengslum. Valgerður sagði okkur frá sínu starfi og því sem hún og hennar skjólstæðingar eru helst að glíma við og í seinni hluta þáttarins svaraði hún spurningum sem hlustendur hafa sent inn til okkar í netfang þáttarins, [email protected]. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
6/24/202155 minutes
Episode Artwork

Ráð við félagsfælni, lækningajurtaganga og sælkerarölt

Félagsfælni er ein algengasta kvíðaröskunin. Gunnhildur Sveinsdóttir sálfræðingur skrifaði grein um félagsfælni í Stundina sem vakti athygli okkar. Að fara á staði þar sem margir eru, stórar veislur, samtöl við yfirmenn, eða bara samtöl yfir höfuð, að halda fyrirlestur eða að borða í almenningsrými eru dæmi um aðstæður sem geta valdið miklum kvíða hjá þeim sem glíma við félagsfælni. Gunnhildur kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um félagsfælni, félagskvíða og mögulegar leiðir til að draga úr þeim. Við fengum til okkar Önnu Rósu grasalækni, en hún mun leiða lækningajurtagöngu í Viðey á sunnudaginn. Í Viðey vaxa fjölmargar lækningajurtir Anna Rósa mun segja frá áhrifamætti helstu lækningajurta sem þar vaxa, og leiðbeina með tínslu þeirra og þurrkun. Við fengum Önnu Rósu í þáttinn til að segja okkur frá. Súkkulaði hjá Mika, rúgbrauð í fernu frá Sigrúnu Ernu, jarðaber, hindber og brómber hjá DAGA og tómatar í Friðheimum - við kynnumst dásemdum Reykholts í Bláskógarbyggð í þættinum í dag þegar Margrét Blöndal fór á Sælkerarölt um þorpið. En í sumar verður boðið upp á slíkar göngur alla föstudaga klukkan 11, gestum að kostnaðarlausu. Margrét fór og fékk að smakka á alls kyns góðgæti sem við heyrðum meira af í þættinum. Hún talaði við ferðamálafulltrúa Uppsveitanna Ásborgu Arnþórsdóttur. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
6/23/202155 minutes
Episode Artwork

Berent Karl, Raufarhöfn og hópefli

Berent Karl Hafsteinsson lenti í mótorhjólaslysi fyrir næstum þrjátíu árum, þá rétt um tvítugt, og þar með breyttist líf hans á einu andartaki. Það brotnuðu 47 af 206 beinum í líkama hans og honum var haldið sofandi í þrjár vikur á gjörgæslu. En þrátt fyrir þessi alvarlegu meiðsli og eftirmála sem hann er að glíma við enn þann dag í dag þá missti hann ekki móðinn og hefur farið í skóla að tala við krakka sem eru að ljúka grunnskóla um umferðaöryggi, þar sem hann segir sína reynslusögu. Berent kom í þáttinn og sagði sögu sína og frá sínu starfi sem umferðaforvarnarfulltrúi. Árið 2012 var Raufarhöfn partur af verkefninu Brotthættar byggðir en nú er því verkefni lokið þar og á íbúaþingi 2019 voru samþykktar ályktanir um að halda áfram að gera Raufarhöfn að öflugum bæ. Það á að gera höfnina aðgengilega fyrir ferðamenn og vinna áfram með hugmyndir tengdum heimskautsbaugnum sem aðdráttarafl. Við hringdum í Ingibjörgu Hönnu Sigurðardóttur, formann Hverfisráðs Raufarhafnar í þættinum í dag. Við fengum í dag að heyra fimmtu hugvekju Steinars Þórs Ólafssonar í röðinni sem hann kallar Kontóristinn. Í þetta sinn velti hann fyrir sér fyrirbærinu hópefli. Hvað er hópefli? Virkar það móralskt umfram þann tíma sem hópeflið varir? Steinar Þór ræddi við Magnús Sigurjón Guðmundsson sem hefur í rúm 10 ár rekið Fúll á móti sem sérhæfir sig í framkvæmd og skipulagningu á starfsdögum, liðsheildarvinnu og hópefli fyrir fyrirtæki og stofnanir. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
6/22/202155 minutes
Episode Artwork

Dýnamík vinkvennasambanda og Stefán Ingvar lesandi vikunnar

Nöfnurnar Margrét Lóa og Margrét Lára eru að vinna verkefnið ?Dýnamík? í sumar þar sem þær rýna í vinkonusambönd og hve fjölbreytt þau geta verið. Covid bylgjur síðasta árs hafa dregið fram dýrmæti vináttunnar þar sem við öllu urðum að takmarka hverja hverja við hittum. Í sumar eru þær búnar að taka viðtöl við fólk af öllum aldri og grundvallast þátttaka ekki við kyn einstaklinga. Verkefnið mótast þannig af viðtölum og ljósmyndum sem verða loks sett saman í bók í lok sumarsins. Margrét og Margrét eru sjálfar æskuvinkonur og þær komu í þáttinn og sögðu frá þessu áhugaverða verkefni. Lesandi vikunnar var Stefán Ingvar Vigfússon, hann er tæknistjóri Tjarnarbíós, grínari og skrifar bakþanka í Fréttablaðið. Hann frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og svo í lokin hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
6/21/202155 minutes
Episode Artwork

Jogvan og Friðrik Ómar föstudagsgestir og færeyskt matarspjall

Það er einstaka sinnum sem við fáum tvö föstudagsgesti í þáttinn og í dag var það einmitt uppá teningnum. Þeir félagar Jogvan Hansen og Friðrik Ómar komu í þáttinn en þeir eru við það að leggja í langferð í kringum landið á húsbíl og halda hátt í 30 tónleika í leiðinni. Þeir fóru í slíka tónleikaferð í fyrra sem þeir kölluðu Sveitalíf og voru svo heppnir að ná henni í glugganum sem opnaðist síðasta sumar, þegar samkomutakmarkanir leyfðu. Nú ætti ekkert að stoppa þá. Við ræddum við þá um vinskapinn, fortíðina og tónlistina í þættinum. Og það lá beint við að fá þá félaga, Friðrik Ómar og Jogvan til að sitja áfram með okkur í matarspjallinu. Jogvan er mikill ástríðukokkur og kann ýmislegt fyrir sér í eldhúsinu, því fengum við hann til þess að fræða okkur um færeyskan mat í matarspjallinu í dag. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
6/18/202155 minutes
Episode Artwork

Húsfundir, sumarblómin og Vitaleiðin

Nú þegar fleiri mega koma saman þá opnast dyrnar fyrir ýmislegt sem ekki hefur verið hægt að gera í talsverðan tíma. Til dæmis hafa húsfundir í húsfélögum að miklu leyti setið á hakanum, en nú eru húsfélög um allt land að vakna úr dvala og víða eru fyrirhugaðar eru framkvæmdir sem mikilvægt er að standa vel að. Við fengum Tinnu Andrésdóttur lögfræðing hjá Húseigendafélaginu til þess að fara aðeins yfir það helsta sem hafa þarf í huga en félagið er að fá mörg mál inn á borð til sín þessa dagana vegna galla á verkum verktaka og galla í fasteignakaupum þar sem hraðinn er mikill núna á fasteignamarkaðnum. Það er sannkölluð sumarbyrjun þegar sumarblómin eru komin á Austurvöll sem alltaf skartar sínu fegursta á þjóðhátíðardaginn 17.júní. Karen Hauksdóttir er skrúðgarðyrkjufræðingur og aðstoðarverkstjóri í hverfastöðinni við Fiskislóð. Hún og starfsfólk hennar hafa verið á fullu við að gróðursetja í beðin við Austurvöll og víðs vegar um borgina, en það eru í kringum 180 tegundir og yrki. Í fyrra var það hvítur litur sem var allsráðandi, við hringdum í Karen og spurðum hvaða litur varð fyrir valinu í ár. Á laugardaginn var ný gönguleið milli Stokkseyrar, Eyrarbakka og Þorlákshafnar formlega opnuð. Leiðin kallast Vitaleiðin og dregur nafn sitt að vitunum þremur, Selvogsvita og Knarrarósvita sem marka upphaf og enda leiðarinnar og svo Hafnarnesvita í Þorlákshöfn. Margrét Blöndal var við vígsluna og fylgdist með þegar klippt var á borðann. Hún talaði við Dagnýju Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Suðrulands, Gunnhildi Hrólfsdóttur og Sigrúnu Klöru Hannesdóttur úr stjórn Vitafélagins, Gísla H. Halldórsson bæjarstjóra Árborgar og Gest. Þór Kristjánsson forseta bæjarstjórnar Ölfuss. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
6/16/202155 minutes
Episode Artwork

Páll Einarsson, skjátími og Kontóristinn um viðskiptaferðalög

Flatarmál hraunsins, sem runnið hefur úr gosinu í Fagradalsfjalli, hefur stækkað töluvert frá síðustu mælingu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands eða um rúmlega 60 þúsund fermetra á dag, eða sem samsvarar um níu knattspyrnuvöllum á degi hverjum. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur var gestur þáttarins í dag og við ræddum við hann um eldgosið í Geldingardölum frá mörgum hliðum. Nú á tímum snjalltækja og samfélagsmiðla þá veltum við því talsvert fyrir okkur hversu mikill tími fer í þessa blessuðu nýju tækni. Hversu lengi við störum á símana okkar og tölvurnar á dag og hvaða áhrif það hefur á okkar líf. Svo ekki sé minnst á börnin og unglingana, sem hafa alist upp með snjalltækin í höndunum og þekkja ekki þá tíma þegar þessi tækni var ekki til. Nú er auðvitað spurning hversu góðar fyrirmyndir við erum fyrir þau í þessu tilliti, hvort við þurfum ekki að byrja á því að breyta okkar hegðun fyrst, ef við viljum takmarka skjátíma barnanna. En svo eru kannski ekki allir sem vita að það eru til mjög nytsamleg forrit og tól, sem mörg hver fylgja með snjalltækjunum, þar sem hægt er að gera einmitt þetta. Sem sagt takmarka skjátíma og aðgengi að netinu. Bæði fyrir börnin og einnig fyrir okkur sjálf. Guðmundur Jóhannsson samskiptafulltrúi hjá Símanum kom í þáttinn og sagði frá þessu. Við fengum nýja hugvekju frá Kontóristanum Steinari Þór Ólafssyni, í dag. Í þetta sinn velti hann fyrir sér viðskiptaferðalögum. Kórónuveiran hefur sannað fyrir okkur að viðskiptatengt ferðalög sem tóku drjúgan tíma margra fyrir kórónuveiruna má vel leysa af hólmi með fjarfundum en Kontóristinn velti fyrir sér í dag hvernig þetta muni þróast nú þegar sér fyrir endan á þessu ferðabanni okkar. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
6/15/202155 minutes
Episode Artwork

Ljósvinaherferð, myndasögutímarit, Vignir Rafn lesandi vikunnar

Í síðustu viku fór af stað ný Ljósavinaherferð, en Ljósavinir eru styrktaraðilar Ljóssins. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess og þessir styrkir skipta höfuðmáli fyrir reksturinn sem er rekin að miklu leyti á þessum framlögum. Nánast allt í Ljósinu er fólki að kostnaðarlausu. Við töluðum við Viktoríu Jensdóttur verkfræðing sem greindist með krabbamein í lok síðasta árs. Við fengum Aron Daða Þórisson til þess að segja okkur frá sögu myndasagna á Íslandi og stöðu þeirra. En til stendur að gefa út nýtt myndasögutímarit á Íslandi á næstunni þar sem fjöldi íslenskra höfunda leggja til efni. Þetta form, myndasögur, eru á áhugaverðum tímamótum, nú þegar prentmiðlar eiga undir högg að sækja á sama tíma og vinsælustu kvikmyndir í heiminum í meira en áratug hafa sprottið upp úr myndasögum. Aron Daði fór betur með okkur yfir þetta í þættinum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var leikstjórinn og leikarinn Vignir Rafn Valþórsson. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og svo hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
6/14/202155 minutes
Episode Artwork

Helga Braga föstudagsgestur og matarspjall um bröns

Föstudagsgesturinn þáttarins í þetta sinn var Helga Braga Jónsdóttir leikkona. Hún leikur eitt af aðalhlutverkunum í Saumaklúbbnum, nýrri íslenskri kvikmynd sem var frumsýnd fyrir stuttu og hefur einnig fengið afbragðsgóða dóma fyrir leik sinn í leikverkinu The last kvöldmáltíð sem frumsýnt var í Tjarnarbíói í vor. ?Helga Braga var stórfengleg í hlutverki Mömmu slash sirkússtjóra slash rass? eins og Snæbjörn Brynjarson orðaði það í leikdómi hér í Menningunni á RUV. Við ræddum við Helgu um upprunann, hvar hún er fædd og uppalin og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag. Matarspjallið var áskorun fyrir Guðrúnu og Gunnar í dag í fjarveru Sigurlaugar Margrétar sem er komin í sumarfrí og því þurftu þau að afgreiða matarspjallið sjálf. Sá sérréttur sem Gunnar er einna stoltastur af er svokallaður bröns eða dögurður. Bröns er uppáhaldsmáltíð Gunnars, því ákvað hann að ausa úr sínum takmarkaða viskubrunni því sem honum finnst skipta máli til að sú máltíð heppnist vel. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
6/11/202155 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Gunnar Dofri svara spurningum hlustenda um fasteignaviðskipti

Það er fimmtudagur í dag og því var auðvitað sérfræðingur í þættinum. Í þetta sinn var það Gunnar Dofri Ólafsson, hann starfar fyrir Sorpu sem sérfræðingur í samskiptum og samfélagsvirkni og heldur úti hlaðvarpinu Leitin að peningunum. Í því fer hann yfir fjármál einstaklinga og fjölskyldna, heimilisfjármálin. Af hverju sumum virðist alltaf takast að spara pening á meðan öðrum gengur það mjög illa. Hann þekkir vel fasteignamarkaðinn, fasteignaviðskipti og fasteignalán. Í fyrri hluta þáttar fengum við hann til að segja okkur frá sínu starfi og því helsta sem hann hefur verið að fjalla um í hlaðvarpsþáttunum og í síðari hluta þáttar svaraði hann spurningum sem hlustendur okkar hafa sent inn á netfang þáttarins, [email protected]. Flestar þær spurningar sneru einmitt að fasteignaviðskiptum, sem eru svo stór kostnaðarliður í heimilisbókhaldi svo margra. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
6/10/202150 minutes
Episode Artwork

Jákvæð líkamsímynd, deildarmyrkvinn og Auðkúla

Erna Kristín 30 ára móðir, guðfræðingur og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd, gaf út bókina Fullkomlega ófullkomin árið 2018 og árið 2020 gaf hún út bókina Ég vel mig, sem er ætluð börnum og unglingum. Skilaboðin eru að elska okkur eins og við erum og nú er Erna Kristín orðin andlit #mínfegurð herferðar Dove, og framundan eru fyrirlestrar þar sem farið verður farið yfir líkamsvirðingu, sjálfsmyndina, óraunhæfar staðalímyndir og skrefin sem færa okkur nær jákvæðri líkamsímynd. Við heyrðum í Ernu í þættinum. Deildarmyrkvi á sólu mun sjást á Íslandi á morgun. Í deildarmyrkva fer tunglið fyrir hluta sólarinnar, en ekki verður almyrkvi. Við hringdum í Sævar Helga Bragason, Stjörnu Sævar, og forvitnuðumst aðeins um þetta fyrirbæri og hvernig veðurútlitið er og hvar verður hægt að sjá deildarmyrkvan á landinu. Fyrir um það bil 30 árum ákvað Gerður Jónasdótti þá 63ja ára ekkja, búsett á Hellu, að byggja sér kúluhús. Það gekk eftir og að auki hóf hún að gróðursetja trjáplöntur sem nú eru orðnar að skógi. Fyrir rúmu ári keyptu hjóni Birna Berndsen og Páll Benediktsson húsið og landið og eftir nokkra daga verður þar opnað kaffihús. Þau ætluðu reyndar að opna það fyrir ári, en það frestaðist eins og ýmislegt annað sl. eitt og hálfa árið, en nú er sem sagt allt klárt. Margrét Blöndal fór og heimsótti þau Birnu og Pál í gær og fékk að skoða Auðkúlu, paradísina hennar Gerðar við Ytri Rangá. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
6/9/202155 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Lilibet Diana, ofurhlaup og framtíð skrifstofunnar

Sigríði Pétursdóttur kvikmyndafræðingur kom í þáttinn í konunglegt spjall en fyrir nokkrum dögum fæddist nýtt barn, stúlka, í bresku konungsfjölskyldunni og breskir fjölmiðlar hafa velt mikið fyrir sér til dæmis nafni hennar, Lilibet Diana. Við höfum fjallað talsvert um hlaup og gönguferðir í þættinum og flest okkar hafa á einhverjum tímapunkti hlaupið, mismikið auðvitað. Það eru þó afar fáir hlutfallslega sem hlaupa miklar vegalengdir, eins og til dæmis heilt maraþon í einum rykk. Við hringdum í Búa Stein Kárason en hann kom sem sagt fyrstur í mark í Hengill Ultra hlaupinu um helgina, en það er sem sagt 160 kílómetrar, eða næstum því fjögur maraþonhlaup í röð. Það vöknuðu ótal spurningar um það að stunda svona ofurhlaup sem við dembdum yfir Búa Stein í símtalinu. Við fengum nýjan pistil af Kontóristanum, eða hugvekju, eins og höfundurinn Steinar Þór Ólafsson vill kalla þær. Þó ýmsir hafi spáð dauða skrifstofunnar með kórónuveirunni er ljóst að skrifstofan er ekki að fara neitt en líklega sé hún þó að breytast. Steinar Þór skoðaði í hugvekju dagsins hvernig framtíð skrifstofunnar lítur út og ræddi við sérfræðinga á því sviði, þau Matthías Ásgeirsson, stjórnendaráðgjafa í aðstöðustjórnun og Halldóru Vífilsdóttur, verkefnastjóra Austurbakka. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
6/8/202155 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Að eitra ekki, tilraunaverkefni í Breiðholti og Birgitta lesandinn

Við fengum í dag í þáttinn þær Jóhönnu Vilhjálmsdóttur og Önnu Maríu Björnsdóttur. Þær eru í forsvari fyrir hóp á facebook sem kallar sig ?Við ætlum ekki að eitra í sumar?. Þær segja að þeim mun meira sem þær kynna sér þessi eiturefni þeim mun meira máli skiptir það þær að hætt sé að nota þau bæði til að vernda lífræðilegan fjölbreytileika og einnig til dæmis börn og barnshafandi konur. Við fengum þær Önnu og Jóhönnu til að fara betur yfir þetta í þættinum. Við sögðum frá tilraunaverkefni um aukna þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi í Breiðholti sem hefur beinst að börnum og unglingum af erlendum uppruna og börnum sem eiga erfitt bakland heima fyrir. Verkefnið hefur gengið vel en um 170 krakkar hafa nýtt tækifærið og hafið íþrótta- eða tómstundaiðkun að eigin vali. Verkefnið miðar að því að ná ungmennum í virkni sem fyrst. Komið hefur verið upp gjaldfrírri frístundarútu sem auðveldar börnum og ungmennum að komast á milli skóla og íþróttaæfinga. Þráinn Hafsteinsson verkefnastjóri frístunda og félagsauðs í Breiðholti kom í þáttinn og sagði okkur betur frá verkefninu. Lesandi vikunnar í þetta sinn var leikkonan Birgitta Birgisdóttir, hún leikur Ástu Sigurðardóttur í leiksýningunni Ásta sem verður frumsýnd í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í haust. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
6/7/202155 minutes
Episode Artwork

Föstudagsgesturinn Linda Pé og Lostæti með lítilli fyrirhöfn

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Linda Pétursdóttir. Hún varð auðvitað Ungfrú Heimur árið 1988 og ferðaðist í kjölfarið út um allan heim. Hún stofnaði Baðhúsið tuttugu og fjögurra ára og átti og rak það í tvo áratugi. Hún er með BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði og hún er lærður lífsþjálfi. Þessa dagana er hún er sem með heilsuáskorun fyrir allar konur, sem hún kallar Lífið með Lindu Pé og nýtt samnefnt hlaðvarp. Við fengum Lindu til að segja okkur frá því hvar hún er fædd og uppalin og ferðuðumst svo með henni í gegnum lífið til dagsins í dag. Matarspjallið var á sínum stað í þættinum og í dag kom Sigurlaug Margrét með góðan gest með sér. Bergsteinn Sigurðsson umsjónarmaður Menningarinnar í sjónvarpinu. Hann sagði okkur frá uppáhaldsmatnum í æsku þegar hann var að alast upp á Vestfjörðum og svo kom hann með mjög skemmtilega matreiðslubók með sér, Lostæti með lítilli fyrirhöfn, sem var gefin út árið 1981 á Íslandi, en kom fyrst út áratug áður í Bretlandi. Í henni eru 336 yndislegar uppskriftir með ljósmyndir af hverjum rétti. Maður fer bókstaflega aftur í tímann við að fletta þessari bók. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
6/4/202155 minutes
Episode Artwork

Elísabet Reynisdóttir næringafræðingur og næringaþerapisti

Sérfræðingur Mannlega þáttarins í dag var Elísabet Reynisdóttir næringafræðingur og næringaþerapisti. Eftir erfið veikindi fór hún til Danmerku að læra næringaþerapíu í rauninni til að bjarga sjálfri sér eins og hún segir sjálf. Eftir að hún kom aftur til Íslands lærði hún næringarfræði í H.Í. ogkláraði þar master í næringarfræði. Hún hefur lagt áherslu á lífsstílstengda sjúkdóma og næringu og hún segir að hún hafi uppgötvað í starfi sínu hvað andlegi þátturinn er mikilvægur þegar kemur að heilsutengdum ákvörðunum. Elísabet sagði okkur sína sögu og frá starfi sínu í fyrri hluta þáttar og í síðari hlutanum svaraði hún spurningum sem hlustendur sendu inn í netfang þáttarins [email protected] UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
6/3/202155 minutes
Episode Artwork

Breytingaskeiðið, Örn og Óskar og biskupsfrúrnar

Þær stöllur Bryndís Jónsdóttir og Svanhildur Eiríkisdóttir halda úti hlaðvarpinu Af hverju vissi ég það ekki. Þar taka þær fyrir málefni sem ekki er venjulega fjallað mikið um og nú nýlega hafa þær verið með sex þætti um Breytingaskeiðið, fimm um breytingaskeið kvenna og einn um breytingaskeið karla. Við ræddum við þær Bryndísi og Auði í þættinum í dag. Það ætti ekki að þurfa að kynna þá kumpána Örn Árnason, leikara, grínara og söngvara og Óskar Pétursson söngvara. Þeir hafa þekkst í um tuttugu ár, kynntust á tónleikum Álftagerðisbræðra og fundu fljótt út að þeir áttu til dæmis vel saman í húmor auk söngsins. Þeir verða með tónleika um helgina í tilefni Sjómannadagsins og við forvitnuðumst um þá félaga í þættinum í dag, Örn var hjá okkur í hljóðveri í Efstaleitinu og Óskar var í hljóðveri RÚVAK fyrir norðan. Laugardaginn 19. júní verður haldið málþing í Skálholti sem ber yfirskriftina Biskupsfrúrnar í Skálholti. Þar munu þau Hildur Hákonardóttir listakona og rithöfundur og Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup fjalla um biskupsfrúrnar í Skálholti en Hildur skrifaði einmitt bækurnar Hvað er svona merkilegt við það að vera biskupsfrú? Boðið verður upp á hádegisverð í anda fyrri alda, sögugöngu og líflegar umræður. Daginn áður, þann 18. júní verður einnig viðburður í Skálholti þar sem efnt verður til gönguferðar í minningu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur biskups. Margrét Blöndal fór í menningarheimsókn til Sr. Kristjáns Björnssonar vígslubiskups í Skálholti í þættinum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
6/2/202155 minutes
Episode Artwork

Grasið í garðinum, sumarfrí grunnskólabarna, og Kontóristinn

Eitt af einkennum sumarsins er lyktin af nýslegnu grasi. Flestum þykir hún afskaplega góð en ekki er eins víst að allir kunni að sinna garðinum sínum almennilega, sem sagt grasfletinum. Þar getur ýmislegt sett strik í reikninginn, eins og til dæmis mosi, fíflar og fleira. Því var ekki úr vegi að fá í þáttinn lærða manneskju, sem titlar sig í símaskránni grasvallatæknifræðing. Hann heitir Bjarni Þór Hannesson og lærði í Skotlandi og Englandi, hefur séð um golfvelli og knattspyrnuvelli og gaf góð ráð til garðeigenda sem viðkoma grasinu. Nýlega skrifaði Margrét Júlía Rafnsdóttir verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum ? Save the Children á Íslandi, grein í fjölmiðla þar sem hún vekur athygli á ósamræmi í sumarfríum foreldra og grunnskólabarna. Flestir foreldrar fá mest 6 vikur í sumarfrí en börn á grunnskólaaldri eiga hins vegar tvöfalt lengra frí. Barnaheill hvetja stjórnvöld og ekki síst sveitarfélög til að taka til skoðunar að koma á uppbyggilegum úrræðum fyrir börn á yngsta stigi grunnskóla í skólafríum og hvetja jafnframt fyrirtæki og stofnanir að sýna foreldrum skilning þegar hliðra þarf til vegna frídaga barna. Margrét Júlía kom í þáttinn í dag. Við fengum annan pistilinn í nýrri röð af Kontóristanum frá Steinari Þór Ólafssyni. Í þetta sinn veltir hann fyrir sér mötuneyti og mat í fyrirtækjum, sem spila auðvitað mikilvægt hlutverk í starfsánægju og afköstum og geta jafnframt dregið úr veikindum og fjarveru starfsmanna. En ætli mötuneyti spili stærra hlutverk en bara að gefa svöngu starfsfólki að borða? Þetta skoðaði Steinar Þór kontórsti í pistli dagsins, þar sem hann talaði meðal annars við Olgu Eir Þórarinsdóttur, hjúkrunarfræðing hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu og Alexöndru Kjeld, umhverfisverkfræðing hjá Eflu verkfræðistofu UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
6/1/202155 minutes
Episode Artwork

Einstök börn, Ólöf í Vogabúi og Ármann lesandi vikunnar

Félagið Einstök börn hlaut á föstudaginn fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpanna á Íslandi árið 2021. Eliza Reid, forsetafrú og velgjörðasendiherra SIS afhenti Guðrúnu Helgu Harðardóttur framkvæmdastjóra Einstakra barna viðurkenninguna, en SOS Barnaþorpin hafa veitt þessa viðurkenningu frá árinu 2016 til aðila sem vinna mikilvæg störf í þágu barnafjölskyldna á Íslandi. Guðrún Helga kokm í þáttinn í dag ásamt Ólöfu Þóru Sverrisdóttur, sem er móðir barns sem er skjólstæðingur félagsins og einnig var Hans Steinar Bjarnason upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna með í för. Nú streyma ferðamenn til landsins og spurning hve stór hluti af þeim skilar sér austur, vestur, norður og á Suðurlandið. Við slógum á þráðinn norður í land til Ólafar Hallgrímsdóttur bónda í Vogabúi við Mývatn en þar er hið fræga Vogafjós. Þar er hægt er að fá sér ljúffengan málsverð og horfa á kýrnar í fjósinu um leið. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ármann Jakobsson, prófessor í íslensku og rithöfundur. Við fengum að vita hvaða bækur Ármann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/31/202155 minutes
Episode Artwork

Snæbjörn föstudagsgestur og brennd steik í matarspjalli

Í kvöld verður heimildamynd um Ljótu Hálfvitana sýnd í sjónvarpinu hér á RÚV og svo beint á eftir henni verður sýnd upptaka af tónleikum með þeim félögum frá Græna Hattinum. Ljótu hálfvitarnir eru flestir ættaðir frá Húsavík og þar á meðal bræðurnir Baldur og Snæbjörn Ragnarssynir. Snæbjörn var einmitt föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn, en hann er einmitt ásamt Baldri bróður sínum partur af annari hljómsveit, Skálmöld og þeir halda úti hlaðvarpsveitu sem þeir kalla Hljóðkirkjan og eru þar sjálfir með nokkra þætti, Snæbjörn til dæmis með viðtalsþátt sem heitir því einfalda nafni Snæbjörn talar við fólk. Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti er á sínum stað. Hvað eigum við að gera þegar steikin brennur, sósan misheppnast og gestir á leiðinni til okkar ? Hvernig er hægt að bjarga steikinni? Og svo förum við yfir nokkra ódýra rétti sem hægt er að bjarga sér með svona á síðustu metrunum fyrir mánaðarmót. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/28/202155 minutes
Episode Artwork

Guðrún Rakel sérfræðingur þáttarins - kulnun

Í dag er fimmtudagur og þá fengum við sérfræðing í þáttinn eins og aðra fimmtudaga í vetur. Í þetta sinn var það Guðrún Rakel Eiríksdóttir sálfræðingur og verkefnastjóri á sviði kortlagninga- og forvarna hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði. Hennar starf felst meðal annars í því að fara yfir beiðnir hjá fólki sem leitar til VIRK til þess að greina hvar vandinn liggur svo viðkomandi fái rétt úrræði, það er að segja að starfsendurhæfingarferillinn sé réttur fyrir viðkomandi. Þetta getur verið flókið, því skilgreiningar á hugtakinu kulnun eru til dæmis um 100 í erlendum rannsóknum. Hún segir að það sé mjög fjölbreyttur hópur sem leitar til VIRK vegna kulnunar í starfi, því skipti miklu að greina vanda hvers og eins rétt. Við fengum Guðrúnu Rakel til að útskýra þetta fyrir okkur betur í þættinum. Og í seinni hluta þáttarins svaraði hún spurningum sem hlustendur höfðu sent inn á netfang þáttarins, [email protected]. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/27/202150 minutes
Episode Artwork

Stígamót, lífrænt kaffihús og síðasta póstkortið frá Spáni

Við fjölluðum í síðustu viku um herferðina á vegum Stígamóta, SJÚKÁST, sem er er forvarnaverkefni gegn kynferðisofbeldi fyrir unglinga sem hefur það að markmiði að fræða ungmenni um heilbrigð sambönd, mörk og samþykki. En í dag kom í þáttinn Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskonu Stígamóta, til að fara með okkur yfir stöðuna í starfseminni, en það hefur verið mikið álag undanfarið, langir biðlistar hafa myndast í kjölfar Covid og ekki síst eftir að önnur bylgja #metoo fór í gang fyrir skemmstu. Í kjölfarið hefur mikið gerst í umræðunni um ofbeldi í samböndum, kynferðisofbeldi, gerendameðvirkni, úrræði fyrir gerendur og fleira. Það var nóg um að ræða við Steinunni í þættinum. Við heimsóttum í dag eina lífrænt vottaða kaffihúsið á Íslandi, það er á Akranesi og heitir Café Kaia og það er Kaia Jónsdóttir eigandi þess sem tók á móti okkur í sólinni í gær. Hún sagði frá því hvernig það gengur fyrir sig að vinna eftir lífrænni vottun og gaf líka góð ráð um afþreyingu á svæðinu fyrir þá sem vilja kíkja í dagsferð á Skagann. Í dag var komið að síðasta Póstkortinu Magnúsi R. Einarssyni frá Spáni, að minnsta kosti í bili. Þetta er sjötugasta og níunda kortið og Magnús kvaddi hlustendur með frásögn af veru sinni á Spáni og þá sérstaklega frá spænskunámi sínu sem hefur gengið misjafnlega en mjakast samt í rétta átt. Hann sagði frá góðum tíma og vondum, en verst var að vera lokaður inni í hundrað daga þegar útgöngubannið ríki í fyrravor á Spáni. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/26/202155 minutes
Episode Artwork

Faraldur skertrar starfsgetu, holdsveikin og Kontóristinn

Við fengum Vigdísi Jónsdóttur, framkvæmdastjóra VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs, í þáttinn í dag. Hún fór yfir starfsemi VIRK á ársfundi starfsendurhæfingarsjóðsins sem haldinn var rafrænt nýverið. Þar greindi Vigdís stöðuna og helstu áskoranir og talaði meðal annars um svokallaðan faraldur skertrar starfsgetu. Vigdís sagði meira frá þessu í þættinum. Saga holdsveikinnar á Íslandi er samofin sögu hennar í Noregi. Sjúkdómurinn barst til Íslands í byrjun fimmtándu aldar og í báðum löndum var hann upprættur nær sex öldum síðar. Síðasti holdsveikisjúklingurinn á Íslandi lést árið 1979. Við fengum dr. Erlu Dóris Halldórsdóttur til að glugga með okkur í stórmerkilegt heimildarit eftir hana, en í þeirri bók er baráttan gegn þessum hryllilega sjúkdómi rakin og sagt frá læknismeðferð, holdsveikisspítulum sem settir voru á fót og örlögum sjúklinga sem fjarlægðir voru af heimilum sínum og gert að búa í sérstökum einangrunarbúðum. Kontóristinn, Steinar Þór Ólafsson, er komin aftur á dagskrá Mannlega þáttarins eftir rúmlega árs hlé. Næstum ári áður en fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi fjallaði Kontóristinn um króka og kima fjarvinnunar. Þá höfðu fáir einhverja reynslu af fjarvinnu en núna hafa nánast allir tekið þátt í þessari fjarvinnurannsókn sem lögð hefur verið fyrir heimsbyggðina. Nú, þegar sér fyrir endann á þessu tímabili, má spyrja sig hvað fólki og fyrirtækjum finnist um reynsluna. Þetta skoðaði Kontóristinn Steinar Þór í pistli dagsins. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/25/202155 minutes
Episode Artwork

Föstudagsgesturinn Saga Garðars og matarspjall um eðlu

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikkonan Saga Garðarsdóttir. Hún hefur skemmt landsmönnum bæði með uppistandi, í sjónvarpi, áramótaskaupum, í kvikmyndum, á leiksviði auk þess að hafa samið talsvert af gamanefni fyrir margvísleg verkefni, sjónvarpsþætti og skemmtanir. Við ræðum við hana um uppvöxtinn og æskuna og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag, en um síðustu helgi var frumsýnt leikritið Veisla í Borgarleikhúsinu þar sem hún fer á kostum, bæði á leiksviðinu og sem einn höfunda verksins. Saga deildi með okkur skemmtilegum sögum og sagði okkur frekar frá þessari nýju sýningu. Í matarspjalli dagsins var Eurovision þema þar sem lögð var megináherslan á ídýfur, eins og til dæmis ein útfærslan sem jafnan er kölluð því sérstaka nafni eðla. Sigurlaug Margrét hafði aldrei heyrt á eðlu minnst í þessu samhengi og létti talsvert að heyra að ekki var átt við bókstaflega og lifandi eðlu. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/21/202155 minutes
Episode Artwork

Sérfræðingurinn Jósep Blöndal háls og bakvandamál

Í dag er fimmtudagur og þá vorum við með sérfræðing í þættinum, sem bæði fræddi okkur um sitt sérfræðisvið og svarar spurningum hlustenda. Í þetta sinn fengum lækninn Jósep Blöndal, einn helsta sérfræðing landsins í háls- og bakvandamálum, til þess að koma aftur í þáttinn, en hann var sérfræðingur þáttarins í september síðastliðnum. Hann hefur starfað í áratugi í Stykkishólmi hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, þar sem hann var yfirlæknir. Við spjölluðum í fyrri hluta þáttar við hann um nokkra punkta sem hann segir að hafi komið upp hjá sér síðan hann var hjá okkur í september, til dæmis myndatökur, bakbelti, sjúkraþjálfun, hnykkingar og fleira. Og svo í seinni hlutanum svaraði Jósep spurningum hlustenda sem við fengum sendar á netfang þáttarins, [email protected]. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/20/202155 minutes
Episode Artwork

Útilykt, SJÚKÁST og hæfileikakeppni grunnskóla á Suðurlandi

Öll þekkjum við útilykt. Það er lyktin sem kemur af okkur þegar við erum búin að vera úti, yfirleitt tengjum við hana við vor eða sumar og jafnvel nýslegið gras. En hún getur verið alls konar. Það er mismunandi lykt á mismunandi stöðum, úti í móa, niður í fjöru, niður á höfn. Árstíðirnar hafa mismunandi lykt. Fishersund og 66°Norður hafa sameinað krafta sína og skapað ilmheim innblásinn af íslenskri útilykt. Ilmvatnið er handgert hér á Ísland og unnið úr íslenskum lækningajurtum og jurtaolíum. Við fengum Lilju Birgisdóttur frá Fishersundi og Fannar Pál Aðalsteinsson frá 66°Norður í þáttinn í dag til að segja okkur meira frá útilykt. Árleg forvarnarherferð Stígamóta, SJÚKÁST, um ofbeldi í nánum samböndum ungmenna er komin í loftið. Í ár leggja Stígamót sérstaka áherslu á að ungt fólk þekki muninn á heilbrigðum, óheilbrigðum og ofbeldisfullu samböndum og hafa til þess sett í loftið sambandspróf á heimasíðu átaksins, www.sjukast.is. Heiðrún Fivelstad, verkefnastýra SJÚKÁST kom í þáttinn og fræddi okkur um þetta átak. Skjálftinn, hæfileikakeppni grunnskólanna á Suðurlandi var haldinn í fyrsta sinn um helgina. Keppnin fór fram í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn og þar sýndu 8 skólar í Árnesþingi atriðin sín. Skjálftinn byggir á hugmyndafræði Skrekks sem haldinn hefur verið fyrir nemendur í grunnskólum Reykjavíkur í áratugi og sú sem á heiðurinn af því að Skrekkur hefur nú eignast lítinn bróður á Suðurlandinu er Ása Berglind Hjálmarsdóttir tónmenntakennari í Þorlákshöfn. Margrét Blöndal brá sér í Grunnskólann í Þorlákshöfn í gærmorgun og hitti Ásu Berglindi og Önnu Laufeyju Gestsdóttur nemanda í 10. bekk en hún á upphaflegu hugmyndina að atriði Þorlákshafnar sem hreppti annað sætið í keppninni. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/19/202155 minutes
Episode Artwork

ME félagið, mannauður og sauðburður á Ströndum

ME er fjölvirkur krónískur taugasjúkdómur sem fólk á öllum aldri getur veikst af, yfirleitt eftir veirusýkingar. ME hefur hamlandi áhrif á hina ýmsu starfsemi líkamans, en sjúkdómurinn hefur áhrif á líkamann í heild, taugakerfi, ónæmiskerfi og efnaskipti. Líkaminn hefur þar af leiðandi skerta getu til að framleiða orku og virka eins og áður. Við fengum Guðrúnu Sæmundsdóttur, formann ME félags Íslands, í þáttinn til að fræða okkur meira um ME. Hægt er að nálgast frekari fróðleik á www.mefelag.is Á fimmtudaginn er Alþjóðlegur mannauðsdagur haldinn hátíðlegur um allan heim. Sumir segja að þessi áratugur verði áratugur mannauðsstjórans á meðan sá síðasti var áratugur fjármálastjórans. Það er mikið að breytast í mannauðsstjórnun fyrirtækja, ný kynslóð kýs meiri sveigjanleika og fjölskylduvænni vinnutíma. Og við veltum fyrir okkur spurningunni: Hvað er það sem gerir okkur að eftirsóttum starfskröftum á vinnumarkaðnum? Ásdís Eir Símonardóttir formaður félags Mannauðsfólks á Íslandi kom í þáttinn. Vorið er kalt á Ströndum þetta árið, næturfrost á hverri nóttu sem gerir t.d. bændum erfitt fyrir í sauðburði. Samt sem áður láta vorboðarnir ekki stoppa sig, farfuglar mæta til sinna starfa og sauðburður spyr ekki um tíðafar. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Ragnar Bragason bónda á Heydalsá í fjárhúsunum og ræddi við hann um sauðburð og sauðalitina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/18/202155 minutes
Episode Artwork

Stockfish, styrktarþjálfun og Þorbjörg Helga lesandi vikunnar

Kvikmyndahátíðin Stockfish Film Festival & Industry Days er haldin í sjöunda sinn þessa daganna og stendur til 30.maí í Bíó Paradís. Markmið Stockfish er að efla og auðga kvikmyndamenningu á Íslandi árið um kring og vera íslenskum kvikmyndaiðnaði lyftistöng bæði erlendis og innanlands. Á hátíðinni eru sýndar yfir 20 sérvaldar alþjóðlegar verðlaunamyndir. Marsibil Sæmundsdóttir er framkvæmdastjóri Stockfish og hún kom í þáttinn í dag. Arnhildur Anna Árnadóttir er 28 ára gömul og hefur bæði æft og keppt í kraftlyftingum frá því árið 2012. Hún er aðalþjálfari lyftingadeildar Stjörnunnar og við ræddum við hana í þættinum í dag um mikilvægi styrktarþjálfunar. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Hún er námssálfræðingur, fyrrverandi borgarfulltrúi og núverandi framkvæmdastjóri Köru Connect. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/17/202155 minutes
Episode Artwork

Selma Björns föstudagsgestur og skúffukaka Evu Laufeyjar

Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni var Selma Björnsdóttir leikkona, söngkona, leikstjóri og athafnastjóri hjá Siðmennt. Hún er Garðbæingur í húð og hár, ein fjögurra systra og hver og ein þessara systra hefur látið að sér kveða á listasviðinu í dansi og söng. Selma var að senda frá sér nýtt lag, fyrsta nýja lagið í 10 ár og tengist sýningu sem hún, Salka Sól og Björk Jakobsdóttir eru að setja upp í Hafnarfjarðarleikhúsinu næsta haust. Við ræddum við Selmu um ferðalagið í gegnum lífið, sönginn, leikhúsið, Eurovision og margt fleira. Í matarspjallinu var vegur skúffukökunnar í hávegum hafður. Hvernig er besta skúffukakan, hvernig er besta kremið og hvað segir fólk um kókósmjöl? Við fengum sérstakan símagest í þáttinn sem er heldur betur rómuð fyrir bakstur, Evu Laufey Kjaran Hermannsdóttur. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/14/202155 minutes
Episode Artwork

Refill á Sögulofti, golfsumarið og Garðyrkjuskólinn að Reykjum

Landnámssetrið á 15. ára afmæli á morgun. Því verður fagnað með pompi og prakt og með frumsýningu á nýrri sýningu á Söguloftinu kl. 16 ? REFILLINN í flutningi Reynis Tómasar Geirssonar. Reynir Tómas, sem fagnar reyndar 75 ára afmæli þennan dag, var til margra ára yfirlæknir á Kvennadeild Landspítalans. Sigríður Margrét Guðmundsdóttir kom í þáttinn og sagði okkur frá síðustu fimmtán árum í Landnámssetrinu og því hvað er framundan. Þessa dagana eru streyma kylfingar á öllum aldri út á golfvelli þessa lands. Tugir þúsunda stunda þessa vinsælu íþrótt hér á landi og við fengum Björn Víglundsson, formann Golfklúbbs Reykjavíkur, til þess að segja okkur frá því hvernig golfvellirnir eru að koma undan vetri, mikla ásókn í rástíma á völlunum og bara fara almennt með okkur yfir sviðið í upphafi golfsumarsins. Í síðustu viku fór Margrét Blöndal í heimsókn til Auðar Ottesen garðyrkjufræðings á Selfossi. Í viðtalinu stakk Auður þeirri hugmynd að Margréti að það gæti verið snjöll hugmynd að sækja bara um í Garðyrkjuskólanum ef hún vildi ná sem bestum tökum á ræktuninni. Margrét tók hana á orðinu og fór í morgunkaffi til Guðríðar Helgdóttur garðyrkjufræðings í Garðyrkjuskólanum að Reykjum í Hveragerði og fékk m.a. að vita hvað gæti beðið hennar ef hún sendi inn umsókn og kæmist inn. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/12/202155 minutes
Episode Artwork

Harpa í áratug, hannyrðapönk og Bjarnþóra lögga

Á fimmtudaginn verður Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús 10 ára. Það tók marga áratugi frá því að samtök um tónlistarhús voru stofnuð þangað til að Harpa var loks risin og komin í gagnið. Í raun má rekja fyrstu hugmyndirnar um tónlistarhús í Reykjavík aftur til ársins 1881. Nú er Harpa eitt helsta kennileiti Reykjavíkurborgar þar iðar allt af lífi, tónlist og menningu, þ.e.a.s. yfirleitt, þó auðvitað undanfarið ár hafi verið sérstakt hjá Hörpu eins og hjá flestum á tímum Covid. Karitas Kjartansdóttur viðskiptaþróunarstjóri hóf störf í Hörpu í apríl 2010 og hefur tekið þátt í uppbyggingu hússins frá upphafi. Hún kom í þáttinn í dag og hagði frá mörgu eftirminnilegu að segja frá þessum fyrsta áratug Hörpu. Það verður opnuð sérstök hannyrðapönkssýningu á Akureyri um hvítasunnuhelgina. Sigrún Braga og Guðrúnardóttir verður þar með verk þar sem hún notar byggingavinnugarn og svo mannshár í áklæði í rokkokóstól sem hún hefur verið að gera upp og stólinn málar hún með svartri málningu sem gleypir allt að 99% ljóss. Verkið kallar hún sjálf Meyjarsæti og notar mannshárið til að bródera orð sem stúlkur/konur/fólk fékk að heyra um sig og/eða kynfæri sín fyrir 12 ára aldur. Sigrún kom í þáttinn og sagði okkur frá þessu áhugaverða verki. Það eru aðrar aðstæður í vinnunni hjá lögreglukonunni Bjarnþóru Maríu Pálsdóttur á Ströndum en hjá kollegum hennar á höfuðborgarsvæðinu. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, settist upp í lögreglubifreiðina hjá Bjarnþóru þar sem hún var við umferðareftirlit og ræddi við hana um þennan aðstöðumun og ýmislegt annað. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/11/202155 minutes
Episode Artwork

Stórsveit Íslands, breytingaskeiðið og Haukur lesandi vikunnar

Stórsveit Íslands er svokallað big band eða stórsveit. Þau fengu styrk á síðasta ári til þess að láta útsetja fyrir sig lög eftir Sigfús Halldórsson og Oddgeir Kristjánsson en eins og svo margir aðrir þurftu þau að fresta og aflýsa fjölmörgum tónleikum vegna Covid. Nú hyllir vonandi undir betri tíma. Þeir Daði Þór Einarsson, básúnuleikari og stjórnandi Stórsveitarinnar og Halldór Sighvatsson saxófónleikari komu í þáttinn og sögðu okkur frá sögu sveitarinnar, sögu nafnsin og því hvað þarf til að teljast stórsveit. Við forvitnuðumst um félag áhugafólks um breytingaskeið kvenna í þættinum í dag. Félagið heldur úti síðu á facebook sem nýtur vinsælda hjá konum á miðjum aldri og þessi síða var stofnuð árið 2013 og formaðurinn Margrét Jónsdóttir Njarðvík sagði nánar frá félaginu í þættinum, en auk þess að vera formaður félagsins er hún líka rektor Háskólans á Bifröst og eigandi ferðaskrifstofunnar Mundo. Lesandi vikunnar var Haukur Gröndal tónlistarmaður. Hann er meðal annars klarínett- og saxófónleikari, hann hefur leikið inná fjölmargar hljómplötur, unnið við upptökustjórn, útsett fyrir ýmsar hljómsveitir, auk þess að leika með ýmsum hljómsveitum um allt land og víða erlendis. En í dag kom hann í þáttinn og sagði frá þeim bókum sem hann hefur verið að lesa undanfarið og svo í lokin hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/10/202155 minutes
Episode Artwork

Gísli Einarsson föstudagsgestur og bólusetningarveisla

Gísli Einarsson var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn. Einn vinsælasti sjónvarpsþáttur landsins er Landinn og í vetur fagnaði hann 10 árum. Gísli er ekki bara þáttastjórnandi heldur er hann líka nýlega orðin forseti Ferðafélags Borgfjarðarhéraðs. Við spurðum hann nánar útí það og forvitnuðumst um uppvöxtinn í Borgarfirði, sjónvarpsþáttagerðina og fleira. Bólusetningaveisla er hugmyndin á bak við matarspjall dagsins. Þetta var hugmynd sem átti að ræða fyrir viku síðan en eins og kom fram í spjallinu frestaðist það um viku út af svolitlu. Hvað er hægt bjóða upp á í svona bólusetningarþemaveislu? Við komum ekki að tómum kofanum hjá Sigurlaugu í því frekar en öðru. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/7/202155 minutes
Episode Artwork

Arnar Pétursson svarar spurningum hlustenda

Það er fimmtudagur í dag og þá fengum við sérfræðing í þáttinn eins og aðra fimmtudaga. Í þetta sinn var það Arnar Pétursson, hlaupari. Hann hefur 38 sinnum orðið íslandsmeistari í hlaupum, allt frá 1500 metra hlaupi upp í maraþon. Arnar skrifaði Hlaupabókina sem inniheldur þekkingu sem hann hefur aflað sér með því að æfa með bestu hlaupurum og þjálfurum í heiminum. Þessa þekkingu notar hann sem hlaupaþjálfari þar sem Arnar hefur unnið með öllum getustigum hlaupara, allt frá þeim sem vilja komast af stað og taka fyrstu skrefin til þeirra sem keppa í hlaupum. Hann fræddi okkur um allar hliðar á hlaupum, hlaupastíl, rétta líkamsbeitingu, hvað það er að æfa rétt og hvernig setjum við okkur markmið. Og svo í seinni hlutanum svaraði hann spurningum sem hlustendur hafa sent okkur í pósthólf þáttarins, [email protected]. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/6/202150 minutes
Episode Artwork

Salka Sól prjónar, Mæðrablómið og Auður garðyrkjufræðingur

Salka Sól Eyfeld, tónlistar- og prjónakona, hefur umsjón með handverkskaffinu sem haldið verður í Borgarbókasafninu Gerðubergi í kvöld. Þar deilir hún prjónasögu sinni með gestum og segir frá fyrstu prjónabókinni sem hún gaf út með Sjöfn Kristjánsdóttur prjónahönnuði fyrir síðustu jól. Sú bók hefur selst í yfir 5000 eintökum og margar ungar konur hafa stigið sín fyrstu skref í prjónaskap í kjölfarið enda vita allir sem hafa prófað að prjóna að það er bæði skemmtilegt og gefandi. Við fengum Sölku Sól til að koma í þáttinn og ræða prjónaskapinn. Árlegri fjáröflun Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur verður hleypt af stokkunum við athöfn að Bessastöðum í dag, í rauninni byrjaði athöfnin klukkan 11 þegar Eliza Reid, forsetafrú og velunnari sjóðsins tók við ?Mæðrablóminu? sem líkt og undanfarin ár er í formi leyniskilaboðakertis. Frá upphafi stofnunar sjóðsins hefur hann veitt rúmlega 300 styrki fyrir tekjulágar konur til mennta. Anna H. Pétursdottir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, kom í þáttinn og sagði frá þessari fjáröflun og starfi sjóðsins. Vorið er komið og grundirnar gróa og um leið vakna alls kyns spurningar varðandi gróður og garðastúss. Margrét Blöndal var á labbinu á Selfossi og bankaði uppá hjá Auði Ottesen garðyrkjufræðingi og ritstjóra Sumarhússins og garðsins og fékk að vita ýmislegt um sáningu, ætar begóníur og músíkalskar plöntur. Við heyrðum spjall þeirra í lok þáttar. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/5/202150 minutes
Episode Artwork

Konur gengu á hnúkinn, glötuðu lögin og endurhleðslusetrið

Um síðastliðna helgi gengu 126 konur á Kvennadalshnúk eins og þær nefndu Hvannadalshnúk í þessari göngu. Flestar gengu þær í minningu konu eða kvenna sem hafa fengið krabbamein og þær söfnuðu fé fyrir Lífskraft styrktarfélag Kvennadeildar Landsspítalans. Þetta var mögnuð ganga segja þær og afar tilfinningarík og allar komust þær niður aftur en það er ekki svo sjálfsagt þegar gengið er þessa leið sem er ein erfiðasta dagleið í Evrópu. Brynhildur Ólafsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir, sem voru meðal þessara 126 kvenna, komu í þáttinn og sögðu frá þessari mögnuðu reynslu. Breiðfirðingurinn og æðarbóndinn, Eggert Thorberg Kjartansson samdi og sendi inn fimm lög í danslagakeppni SKT árið 1953. Svo illa vildi til að nóturnar að lögunum glötuðust en nú, tæpum 70 árum síðar, hafa þau verið útsett og nýr texti saminn við þrjú þeirra. Dóttir Eggerts, Lilja, hefur útsett lögin og hljómsett og bróðir hennar Snorri samdi textana. Þau systkinin komu í þáttinn og sögðu okkur þessa fallegu sögu. Nýlega var stofnað fyrirtæki í Strandabyggð sem hlaut nafnið Kyrrðarkraftur. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti forsprakkann, Esther Ösp Valdimarsdóttur sem útskýrir markmið og áherslur þessa merkilega fyrirtækis sem er að hennar sögn endurhleðslusetur. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/4/202155 minutes
Episode Artwork

Hjólafærni, risakýrin Edda og Erna Kristín lesandi vikunnar

Það er yndislegt að fylgjast með vorinu vakna um þessar mundir. Farfuglarnir eru að koma til landsins og grasið að grænka. Reiðhjólum fer fjölgandi í umferðinni og það er líka ákveðin vorboði þótt reiðhjólin séu nú í auknum mæli í notkun allan ársins hring. Sesselja Traustadóttir hefur verið framkvæmdastýra Hjólafærni frá stofnun þess, hún er handhafi Samgönguviðurkenningar Reykjavíkurborgar frá árinu 2014, fyrir frumkvöðlastarf. Hún hefur á liðnum árum farið um allt land og alla leið til Ástralíu með fyrirlestra, ástandsskoðun Dr. Bæk og kennt hjólviðgerðir á námskeiðum og í skólum. Sesselja kom í þáttinn í dag. Við hringdum norður í land og fengum upplýsingar um söfnun fyrir smíði á styttu af risakúni Eddu. Styttan verður þriggja metra há og fimm metra löng og verður heiðursvarði um allar Búkollur, Auðhumlur, ló ló mínar Löppur og aðrar gæðakýr þessa lands. María Pálsdóttir er í stjórn ferðamálafélagsins sem ýtti þessari söfnun úr vör og sagði okkur frekar frá þessari risakú. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Erna Kristín Stefánsdóttir, hún er guðfræðimenntuð, kláraði diplómu í sálgæslufræðum og er rithöfundur. Hún er talskona fyrir jákvæðri líkamsímynd og heldur fyrirlestra sem slík auk þess að halda úti Ernulandi, sem við fáum hana til að segja okkur hvað er. En auðvitað sagði hún okkur líka frá því hvað hún hefur verið að lesa og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/3/202155 minutes
Episode Artwork

Edda Björg föstudagsgestur og matarspjallsgestur

Föstudagsgesturinn í þetta sinn var leikkonan Edda Björg Eyjólfsdóttir. Hún hefur auðvitað leikið í fjölda sjónvarpsþátta, kvikmynda og leikhúsverka. Hún frumsýndi í gær nýtt leikrit eftir Elísabetu Jökulsdóttur, Haukur og Lilja - opnun, í Ásmundarsal þar sem Edda Björg og Sveinn Ólafur Gunnarsson fara með hlutverk hjóna sem eiga erfitt með að koma sér af stað í veislu. Við spjölluðum við Eddu um lífið og listina og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag. Í fjarveru Guðrúnar og Sigurlaugar lá beinast við að fá Eddu Björgu, föstudagsgest þáttarins, til að sitja áfram í matarspjallinu. Edda Björg er listakokkur, hvað finnst henni skemmtilegast að elda, hvað eru hennar sérréttir? Hvað er hennar uppáhaldsmatur? Hver er matur æsku hennar og hvar í heiminum hefur hún fengið besta matinn? UMSJÓN GUNNAR HANSSON
4/30/202155 minutes
Episode Artwork

Valdimar Þór Svavarsson svarar spurningum um meðvirkni

Það er fimmtudagur í dag og þá var með okkur sérfræðingur eins og á öðrum fimmtudögum í vetur. Í þetta sinn var sérfræðingur þáttarins Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi. Valdimar var hjá okkur fyrir nokkrum vikum og ræddi þá um meðvirkni og í framhaldi af því ákváðum við að fá hann sem sérfræðing. Umræðuefnið okkar í dag var aðallega meðvirkni en við komum einnig inná samskipti,virðingu, að læra að setja mörk og fleira. Hlustendur sendu inn spurningar sem flestar tengdust meðvirkni. Valdimar hefur menntað sig í áfalla- og uppeldisfræðum og hefur sérstaklega unnið með meðvirkni. Meðvirkni getur birst á ýmsan hátt og er yfirleitt eitthvað sem við tökum með okkur yfirleitt úr æsku, meðvirkni birtist í samböndum, á vinnustað, innan fjölskyldna og víðar. En eins og Valdimar lýsti því síðast: Meðvirkni er eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum, sem svo getur þróast út í að verða óeðlileg viðbrögð við eðlilegum aðstæðum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/29/202155 minutes
Episode Artwork

FÍH í Covid, fjármál við starfslok og póstkort frá Spáni

Gunnar Hrafnsson bassaleikari og formaður félags hljómlistarmanna kom í þáttinn í dag. Hljómlistarfólk eins og flest sviðslistafólk hefur ekki getað sinnt sinni vinnu í heimsfaraldrinum og við heyrðum hvernig staðan er og hvað kom fram á aðalfundi félagsins sem haldin var í gærkvöldi. Við fræddumst aðeins um fjármál við starfslok í þættinum í dag, enda er það eitthvað allir þurfa að huga að þegar að því kemur og í rauninni borgar sig að huga að því talsvert fyrr. Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka, stendur fyrir námskeiði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands þar sem farið er yfir það sem er mikilvægast að hafa á hreinu í sambandi við fjármálin þegar starfsævi lýkur. Björn kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessu. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni og í póstkorti dagsins segir frá því að það hefur verið slakað aðeins á reglum vegna covid 19 í Valensíuhéraði. Nú mega veitingastaðir til að mynda hafa opið til tíu á kvöldin. Smit hefur ekki greinst lægra í Alicante frá því í júní í fyrra, ellefu manns smituðust í gær en það búa rúmar tvær milljónir manna í sýslunni. Það var sagt meira frá þessu í póstkorti dagsins og frá miklum húsnæðisvandræðum í Alicante borg, pólitík í Madrid og frá skógarverðinum sem kveikti í skógi til þess að fá hrós fyrir að slökkva eldinn. Það fór ekki alveg eins og til stóð. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/28/202155 minutes
Episode Artwork

ADHD meðal eldra fólks, landssöfnun Barnaheilla og Finnur oddviti

Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur og ritari ADHD samtakanna, efndi nýverið til fræðslufundar um ADHD meðal eldra fólks. Sólveig hefur verið brautryðjandi í umfjöllun um ADHD á Íslandi og m.a. gefið út bókina Ferðalag í flughálku, um ADHD og unglinga, sem nýverið fékk Hvatningarverðlaun ÖBÍ. Hvernig birtist ADHD hjá eldri kynslóðinni? Sólveig kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá því. Landssöfnun Barnaheilla til stuðnings forvörnum gegn kynferðisofbeldi á börnum hófst í síðustu viku. Við fengum til okkar Guðrúnu Helgu Bjarnadóttur, verkefnastjóra innlendra verkefna hjá Barnaheillum og Sævar Þór Jónsson lögfræðingur en nýlega kom út bók eftir hann, Barnið í garðinum, þar sem hann talar meðal annars um reynslu sína af kynferðisofbeldi í æsku. Við töluðum við þau um átakið og forvarnir gegn kynferðisofbeldi og spurningar og svör sem Barnaheill varpar fram í þeim tilgangi. Finnur Ólafsson er oddviti Kaldrananeshrepps, ræktar gómsæt kirsuber á Svanshóli í Bjarnarfirði og vinnur á fiskmarkaði Hólmavíkur og víðar. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Finn á bryggjunni á Hólmavík og ræddi við hann um grásleppu og fleiri fiska. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/27/202155 minutes
Episode Artwork

Veldu núna, Húsavíkur-Sigga og Anna Sigríður lesandi vikunnar

Í síðustu viku fór að bera á myndböndum á netinu og samfélagsmiðlum með yfirskriftinni ?Veldu núna.? Þar gafst áhorfendum færi á að aðstoða tvær persónur að komast undan í æsispennandi eltingaleik með því að velja reglulega milli tveggja valkosta. Sem sagt hvort að persónurnar ættu að velja leið A eða leið B í hvert sinn og þá auðvitað með mismunandi útkomu. Við fengum Birnu Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra UNICEF í þáttinn til þess að segja okkur frá þessu verkefni og af hverju UNICEF er að koma að framleiðslu svona gagnvirkrar spennusögu og hvað hún kemur heimsforeldrum við. Óskarsverðlaunin voru afhend í nótt og því fengum við hina einu sönnu Húsavíkur-Siggu til að skoða með okkur úrslitin. Það er sem sagt Sigríður Pétursdóttir kvikmyndafræðingur, sem er fædd á Húsavík, eins og aðalpersóna Netflix-kvikmyndarinnar Eurovision sem heitir líka Sigga. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur RÚV. Hún og hennar deild aðstoðar okkur hér á RÚV við að vera á réttum slóðum þegar kemur að okkar ástkæra og ylhýra tungumáli, íslenskunni. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL
4/26/202155 minutes
Episode Artwork

Þröstur Leó sextugur föstudagsgestur og matarspjall um bjúgu

Föstudagsgestur þáttarins í þetta sinn var leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson en hann á einmitt sextugsafmæli í dag. Þröst Leó ættu nú flestir að þekkja úr ótal sviðsverkum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Eins og skepnan deyr, Perlur og svín, Tár úr steini, Nói albínói, Reykjavík-Rotterdam og Síðasta veiðiferðin, til að nefna nokkrar kvikmyndir og það væri bara til að æra óstöðugan að reyna að telja upp eitthvað af ógrynni hlutverka sem hann hefur leikið á leiksviðum leikhúsanna. Við fengum að heyra skemmtilegar sögur úr æsku hans, sögur úr sjómennskunni, úr æsku hans á Bíldudal, leiklistinni og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag. Í matarspjalli dagsins ræddi Sigurlaug Margrét um grjúpán, eða sperðla, sem eru kannski betur þekkt sem bjúgu. Af hverju eru þau svona góð? Hvernig bjúgu eru í uppáhaldi hjá henni og hvað er best að hafa með þeim og eru bjúgu svokallaður sumarmatur? UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/23/202155 minutes
Episode Artwork

Mamiko deilir sögu sinni og býflugur að Uppsölum

Mamiko Ragnarsdóttir kom í þáttinn í dag. Hún greindist með einhverfu þegar hún var 27 ára. Sem barn á skólaaldri lét hún lítið fyrir sér fara og hlýddi kennaranum, en félagslega var hún úti á túni, eins og hún orðar það. Hún skyldi ekki kaldhæðni og tvírætt grín og tók öllu bókstaflega og passaði engan vegin inn í hópinn. Þá tók við þráhyggja sem gekk út á að reyna að hætta að vera ?skrýtin? svo hún gæti eignast vinkonur. Mamiko deildi sögu sinni í þættinum í dag og hvað það þýddi fyrir hana að fá loksins greiningu. Sumarið er rétt handan við hornið og Margrét Blöndal ákvað að halda upp á vetrarlokin með því að heimsækja býflugnabændur í Rangárþing eystra - þetta eru hjónin Margrét Ísólfsdóttir og Þórður Freyr Sigurðsson sem búa að Uppsölum í Hvolhreppi. Margrét fékk að smakka eðalfínt hunang og heyrði af stöðu mála núna þegar náttúran er að vakna af vetrardvalanum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/21/202155 minutes
Episode Artwork

Handritin til barnanna, Vatnsdropinn og Auður Höskuldsdóttir

Á morgun er liðin hálf öld frá heimkomu íslensku handritanna, en fyrstu íslensku handritin flutt aftur heim frá Danmörku með varðskipinu Vædderen 21.apríl 1971. Af því tilefni verður hátíðardagskrá í Hörpu streymt til allra grunnskóla á landinu. Þennan dag kemur einnig í ljós hvaða handrit dómnefnd mat sem framúrskarandi ungmennahandrit í handritasamkeppni Árnastofnunar. Goddur, eða Guðmundur Oddur Magnússon, situr í dómnefnd handritasamkeppninnar og hann kom í þáttinn og sagði frá tengingu handritanna við til dæmis vinsælasta afþreyingarefni samtímans og frá handritakeppninni, sköpunargleði barna og ungmenna og mikilvægi hennar. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir kom í þáttinn, en hún er einn verkefnastjóra Vatnsdropans, sem er menningarverkefni sem snýr að því að valdefla börn og vinna með Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Auglýst var eftir börnum í Kópavogi til að taka að sér sýningarstjórnina og taka þannig þátt í Vatnsdropanum, sem er marglaga menningarverkefni til þriggja ára og er ætlað að veita börnum aðgang að ákvarðanatöku í nokkrum helstu menningarstofnunum í Norður-Evrópu. Salvör Gullbrá sagði okkur meira af þessu verkefni í þættinum í dag og einnig frá Krakkaveldi, sem er annað verkefni sem hún vinnur með börnum, þar sem hún gefur þeim tækifæri til að segja hverju þau myndu vilja breyta í heiminum ef þau fengju til þess vald. Auður Höskuldsdóttir hefur búið næstum alla ævi á Drangsnesi og á Bæ á Selströnd. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Auði og fékk að heyra meðal annars um æðarrækt í Grímsey á Steingrímsfirði. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/20/202155 minutes
Episode Artwork

Sumarbingó Hringsins og Helga Dögg lesandi vikunnar

Hringurinn er kvenfélag sem var stofnað árið 1904. Félagið hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna. Aðalverkefni félagsins um áratugaskeið hefur verið uppbygging Barnaspítala Hringsins. Mörg önnur verkefni sem tengjast veikum börnum hafa verið studd og styrkt, þeirra á meðal Barna- og unglingageðdeildin og ýmis sambýli fyrir fatlaða svo fátt eitt sé talið. Það er ekki einfalt að vinna að fjáröflun á Covid tímum en þær Hringskonur hafa ákveðið að efna til Sumarbingós á síðasta vetrardag sem er stílað inn á fjölskyldur. Við fengum Rakel Garðarsdóttur í þáttinn til að segja okkur frekar frá bingóinu og þessu góða starfi Hringsins. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Helga Dögg Björgvinsdóttir, hún er bókmennta- og viðskiptafræðingur og viðskipta- og þjónustustjóri hjá Crayon á Íslandi. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/19/202155 minutes
Episode Artwork

Gísli Marteinn föstudagsgestur og sósur í matarspjallinu

Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni er vanari því að taka viðtöl við fólk frekar en að vera í viðtali sjálfur. Hvað vitum við um Gísla Martein sem á hverjum föstudegi stýrir þættinum Vikan með Gísla Marteini? Við forvitnuðumst um líf hans og fyrri störf í dag, fórum í ræturnar og rifjuðum upp fortíðina og skoðuðum ferlinninn og ferðlagið í gegnum lífið, í gegnum pólítík og fjölmiðlana til dagsins í dag. Sósur voru undir smásjánni hjá okkur í Matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti í dag og ef ykkur finnst þið ómöguleg í sósugerðinni þá væri tilvalið að hlusta á yfirferð okkar yfir landslag góðra, heitra sósuuppskrifta. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/16/202155 minutes
Episode Artwork

Sérfræðingurinn Tinna Andrésdóttir lögfræðingur frá Húseigendafél (2)

Á fimmtudögum í vetur koma sérfræðingar í þáttinn. Tinna Andrésdóttir, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu var aftur með okkur, en hún var sérfræðingur þáttarins líka í síðustu viku. Hún er sérfræðingur í því að leysa ágreiningsmál sem kunna að koma upp í fjölbýlishúsum og hlustendur okkar sendu inn spurningar sem þau vonuðust eftir því að hún gæti svarað. Spurningarnar voru svo margar í síðustu viku að hún náði ekki að komast yfir þær allar, því samþykkti hún að koma aftur og reyna að ná í gegnum bunkann núna, en það hafa reyndar bæst spurningar við þær sem voru komnar. Spurningarnar sem hún fékk í dag sneru að til dæmis reykingum, bílageymslum og bílastæðavandamálum, partýstandi, óalandi nágrönnum og fleiru.
4/15/202146 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Felix og Eurovision, ný tækifæri á landsbyggðinni og póstkort

Eurovisionkeppnin er orðin hálfgerður vorboði og þá hefja þættirnir Alla Leið einnig göngu sína í sjónvarpinu að nýju. Hvernig fer keppnin fram í ár í heimsfaraldrinum? Felix Bergsson kom til okkar með nauðsynlegar upplýsingar og sagði okkur allt sem við vildum vita um keppnina í ár. Arðsemi hamingjunnar á landsbyggðinni - Ný heimssýn á nýjum tímum er heitið á ráðstefnu á vegum FKA, eða landsbyggðadeilda Félags kvenna í atvinnulífinu. Þar verður velt fyrir sér hver tækifæri landsbyggðarinnar eru nú í kjölfar síðasta árs þar sem fólk hefur verið að vinna meira að heiman og í gegnum netið og fjarfundabúnað. Þar verður meðal annars rætt um sunnlenska-módelið, úthýsingu starfa, nándina í fjarlægðinni og hvort lítil bæjarfélög séu að endurheimta sinn fyrri sjarma og þar með fólkið. Við fengum Margréti Jónsdóttur Njarðvík rektor Háskólans á Bifröst til þess að segja okkur meira frá því sem þarna fer fram, en hún er ein þeirra sem talar á ráðstefnunni. Við fengum póskort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Í korti dagsins greinir frá hugmyndum spænskra vísindamanna um nýja nálgun í baráttunni við kórónuveiruna sem felst aðallega í því að hætta að sótthreinsa alla snertifleti en taka þess í stað að lofthreinsa meira innandyra. Einungis 0,01 prósent smita verður við snertingu en mest allt smit verður innandyra og því meiri hætta eftir því sem loftgæði eru minni. Það var líka sagt frá lagasetningu sem bannar frá og með árinu 2040 alla sölu á bílum sem blása út koltvísýringi. Undir lokin var svo sagt frá netglæpum sem hafa margfaldast eftir að kórónufaraldurinn hófst. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/14/202155 minutes
Episode Artwork

Svifryksmengun, Geirmundur á Króknum og fósturtalningar

Samkvæmt árlegri loftgæðaskýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu metur stofnunin út frá styrk loftmengunarefna, að á Íslandi megi rekja allt að 80 ótímabær dauðsföll á ári til svifryks. Við fengum Þröst Þorsteinsson prófessor í umhverfis-og auðlindafræði hjá Háskóla Íslands í þáttinn til að segja okkur frá niðurstöðum rannsóknar sem hann var að gera á áhrifum hraða umferðarinnar á loftmengun og svifryksmengun. Geirmundur Valtýsson tónlistarmaður á Sauðárkróki á afmæli í dag og við slógum á þráðinn norður til hans. Geirmundur er með 120 fjár á fóðrum á Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð og fer daglega í fjárhúsin að gefa og það vakti landsathygli fyrir nokkrum vikum þegar tvö lömb litu dagsins ljós í miðjum rúningi. Auk þess sagði hann frá því þegar hann tvíbraut á sér ökklann þegar hann datt á svellbunka fyrir rúmu ári. Og meira tengt sauðburði. Á síðustu árum hefur færst í vöxt að bændur nýti sér fósturtalningar í ám til hagræðingar í sauðburði. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, lagði leið sína að bænum Ytri-Fagradal á Skarðströnd þar sem Heiða Guðný Ásgeirsdóttir taldi fósturvísa í ám og huðnum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/13/202155 minutes
Episode Artwork

Meðvirkni, Helena Jónsdóttir og Elfa Ýr lesandi vikunnar

Meðvirkni er alvarlegt vandamál sem snertir flestalla strengi lífs þeirra sem við hana etja. Meðal þeirra tilfinninga, upplifunar og erfiðleika sem meðvirkni getur skapað eru skömm, öryggisleysi, undanlátsemi, framtaksleysi, þunglyndi, sektarkennd, samskiptaörðugleikar, vandi í samböndum, ótti við álit annarra, stjórnsemi, fíknir, tómleiki og lágt sjálfsmat svo eitthvað sé nefnt. Þó svo að margir telji sig vita hverjar birtingamyndir meðvirkni geta verið þá vita fáir hver raunveruleg orsök hennar er og hvað hún hefur mikil áhrif á öll okkar sambönd, samskipti og líðan. Við ræddum við Valdimar Þór Svavarsson en hann hefur sérmenntað sig í áfalla- og uppeldisfræðum Piu Mellody sem fjalla um meðvirkni og áfallavinnu. Helena Jónsdóttir danshöfundur og kvikmyndagerða kona, hefði, ef ekkert væri Covid, staðið að hreyfimyndahátíð sem kallast Physical Cinema sem átti að vera hluti af Stockkfish kvikmyndahátíðinni. En þar sem ekkert slíkt má vera í gangi hefur Stockfish verið frestað. Helena ákvað hins vegar að setja upp öll þau verk sem hægt er utandyra og þau munu standa til 17.apríl. Við heyrðum í Helenu í þættinum og fengum að vita hvar verkin eru staðsett, en það er hægt að sjá á www.physicalcinemafest.com. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Elfa Ýr Gylfadóttir, hún er með BA í bókmenntafræði, er fjölmiðlafræðingur og framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/12/202156 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Eyfi föstudagsgestur og ódýrir og góðir réttir

Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni var Eyjólfur Kristjánsson tónlistarmaður, eða Eyfi eins og hann er alltaf kallaður. Eyfi verður sextugur þann 17.apríl. Hann hefur verið að alveg síðan hann spilaði á gítar og söng fyrir skíðagesti í Kerlingarfjöllum á áttunda áratugnum, hvar hann starfaði sem skíðakennari. Hann spilaði með hljómsveitinni Hálft í hvoru og kom fram á vísnakvöldum þegar Vísnavinir voru uppá sitt besta. Hann var meðlimur í Bítlavinafélaginu og hefur átt farsælan sólóferil, átt nokkur af bestu Eurovisionlögum okkar t.d. Draum um Nínu sem þjóðin kaus einhverju sinni besta lagið í þeirri keppni. Á milli þess sem hann leggur stund á tónlist, hvíttar hann tennur og sveiflar golfkylfum. Í matarspjalli dagsins spjölluðum við um ódýran og góðan mat sem auðvelt er að rétta. Nýverið kom út bókin Undir 1000 fyrir tvo eftir Áslaugu Björgu Harðardóttur. Hún segist hafa tekið upp á því að setja saman þessa bók eftir að vera búin að púsla tíu þúsund púsl í kófinu. Áslaug var með okkur í matarspjalli dagsins. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/9/202155 minutes
Episode Artwork

Tinna Andrésdóttir sérfræðingur þáttarins

Í dag er fimmtudagur og þá kom sérfræðingur í þáttinn eins og alla fimmtudaga í vetur. Í þetta sinn var það Tinna Andrésdóttir lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Hún sagði okkur frá sínum störfum hjá félaginu og frá starfsemi félagsins almennt. Svo í seinni hluta þáttarins svaraði spurningum hlustenda. Það höfðu margir hlustendur sent inn spurningar og þær snéru að ýmsum ágreiningsmálum sem geta komið upp milli húseigenda, í fjölbýlishúsum af öllum stærðum og jafnvel útaf nágrönnum í öðrum húsum. Loftnet, bílastæði, óalandi nágranni, partýstand og leki eru meðal þess sem um var spurt. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/8/202145 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Leiðir karla útúr ofbeldi, Hafdís Huld og orgelkoffort

Á morgun verður haldin málstofa í formi streymisfundar á netinu í framhaldi af afmælishátíð Félagsráðgjafafélags Íslands. Öll erindi fundarins snúa að ofbeldi í nánum samböndum. Fyrsta erindið er um áfallamiðaða þjónustu fyrir þolendur ofbeldis í Bjarkarhlíð. Annað erindið fjallar um vinnu félagsráðgjafa með börnum í Kvennaathvarfinu og þriðja erindið, sem Guðrún Kristinsdótir, félagsráðgjafi og prófessor emerita kom í þáttinn í dag til þess að segja okkur frá, en það er um leiðir karla út úr ofbeldi í nánum samböndum. Erindið byggir á viðtölum við karla og fjallað verður um útskýringar karla á eigin ofbeldi gagnvart sínum nánustu. Það er heldur kuldalegt um að litast í Höfuðborginni í dag og ekki vanþörf á að fá yl í hjartað með td tónlist. Í síðustu viku gaf Hafdís Huld út sitt nýjasta lag. Það er ábreiða af laginu Sól sól skín á mig sem Hanna Valdís og Sólskinskórinn gerðu frægt árið 1973. Þetta er fyrsta lagið af væntanlegri plötu sem kemur út í vor og ber heitið Vorvísur. Síðasta plata hennar Vögguvísur hefur verið ein af mest streymdu plötum á Íslandi ár hvert, en sú plata kom út árið 2012. Við hringdum uppí Mosfellsdal í dag og heyrðum í Hafdísi. Orgel, lírukassi og harmoníum - við fengum sendingu að sunnan frá Margéti Blöndal og að þessu sinni fór hún í Orgelsmiðjuna á Stokkseyri og heimsótti hjónin Björgvin Tómasson orgelsmið og Margréti Erlingsdóttur rafvirkja. En þau eru þessa dagana m.a. að breyta gömlum harmoníum hljóðfærum í koffort sem er ekki bara hægt að spila á, heldur líka ferðast með um heiminn, þegar það verður í boði aftur. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/7/202155 minutes
Episode Artwork

Lóa lesandi vikunnar og strandir.is

Lesandi vikunnar kom í þáttinn í dag á þriðjudegi, þar sem það var ekki þáttur í gær á öðrum í páskum. Lesandinn í þetta sinn var Lóa Hjálmtýsdóttir, myndasöguhöfundur, teiknari og tónlistarkona. Hún var einn höfunda Skaupsins í fyrra og hitteðfyrra og barnabókin hennar Grísafjörður hlaut tilnefningu til barnabókaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir skemmstu. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. Nýlega var opnaður upplýsingavefur fyrir Strandir www.strandir.is, þar geta gestir, íbúar og þeir sem hugsa sér mögulega að flytja á Strandir aflað sér upplýsinga af ýmsu tagi. Auglýsingastofan Aldeilis setti upp vefinn en Silja Ástudóttir er ritstýra og verkefnisstýra. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, settist niður með Silju og þær fóru yfir ýmislegt sem þar má finna. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/6/202155 minutes
Episode Artwork

Tryggvi Hjaltason, póstkort frá Spáni og málshættir

Í mars 2018 skrifaði Tryggvi Hjaltason, þriggja barna faðir frá Vestmannaeyjum og sérfræðingur hjá CCP, færslu á facebook sem átti eftir að vinda upp á sig. Hann sá sig knúinn til að tjá sig eftir að hafa heyrt aftur og aftur vísbendingar um að íslenskum drengjum liði ekki vel í skólakerfinu og væru að dragast aftur úr, ekki aðeins stúlkunum heldur drengjum í löndunum sem við gjarnan berum okkur saman við, auk þess sem notkun á geðlyfjum, svefnlyfjum og klámnotkun hjá drengjum á Íslandi er talsvert meiri en í löndunum í kringum okkur. Færslan vakti mikla athygli og umræður enda tóku margir fjölmiðlar færsluna upp og birtu hana. En í fyrra, tveimur árum síðar, virtist lítið hafa gerst, mikið hafði verið talað, en lítið hafði breyst. Tryggvi kemur í þáttinn í dag og fer með okkur yfir stöðuna eins og hún er í dag. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Í korti dagsins ber Magnús saman umræðuna vegna farsóttarinnar á Spáni og á Íslandi, en hann hefur verið í vetrarfríi hér heima í nokkrar vikur. Hann segir líka frá páskahátíðinni sem nú stendur yfir í dymbilvikunni á Spáni, en hún er hátíðlegasti tími ársins hjá Spánverjum. Það verður líka sagt frá tilraun um fjögurra daga vinnuviku sem fyrirhugað er að framkvæma næsta haust og margir binda miklar vonir við. Í lokin segir af 5000 manna tónleikum sem fóru fram í Barcelona síðastliðið laugardagskvöld sem eru þeir fjölmennustu sem hafa verið haldnir innandyra í Evrópu frá því að farsóttin byrjaði fyrir rúmu ári. Í lok þáttar veltum við aðeins fyrir okkur málsháttum, svona í tilefni páskanna og reyndum að komast að því hvaða hugmyndafræði elsti páskaeggjaframleiðandi landsins leggur til grundvallar þegar kemur að vali á málsháttum. Við slógum á þráðinn til Auðjóns Guðmundssonar, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Siríus í þættinum. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL
3/31/202155 minutes
Episode Artwork

Rauðu ljósin, Mireya og orðan og Vilhelm á selaslóðum

Í síðustu viku fór af stað kynningarherferð á starfi Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis. Unnin hafa verið myndbönd sem gefa innsýn í starfið og úrræðin sem Bjarkarhlíð hefur upp á að bjóða. Að auki er ný herferð kynnt Þekktu rauðu ljósin þar sem fólk greinir frá reynslu sinni úr ofbeldissamböndum. Jenný Kristín Valberg ráðgjafi hjá Bjarkarhlíð kom í þáttinn og sagði frá starfseminni og deildi með okkur sinni eigin sögu úr ofbeldissambandi. Sendiherra Frakka Graham Paul veitti Mireyu Samper æðstu orðu Frakklands á sviði lista og bókmennta L'Ordre des Arts et des Lettres 19. mars síðast liðinn við hátíðlega athöfn. Mireya kom í þáttinn fræddi okkur um þessa orðu og ekki síður um sig sjálfa. Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur hefur rannsakað selveiðar við Ísland og leitað fanga í ýmsum heimildum. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Vilhelm á selaslóðum eða á Hvammstanga þar sem einmitt selasetrið er til húsa. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL
3/30/202155 minutes
Episode Artwork

Geislun frá raftækjum og Helga Soffía lesandi vikunnar

Valdemar Gísli Valdemarsson, skólastjóri raftækniskólans, kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá geislun í umhverfinu í kringum okkur. Flest okkar höfum til dæmis farsímann, eða snjallsímann alltaf innan seilingar, svo er það allt rafmagnið í kringum okkur í öllum raftækjunum sem koma strax upp í hugann. Gísli fræddi okkur um þessa geislun sem er allt í kringum okkur og við veltum fyrir okkur hvort hún sé hættuleg og hvort við eigum að gera einhverjar ráðstafanir vegna geislunarinnar. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Helga Soffía Einarsdóttir þýðandi, hún sagði okkur frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Hún sagði líka frá starfi sínu sem þýðandi og æsku sinni í Tansaníu. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL
3/29/202156 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Óðinn föstudagsgestur og Snorri Ásmunds í matarspjallinu

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Óðinn Jónsson. Hann starfaði auðvitað lengi hér á RÚV sem frétta- og dagskrárgerðarmaður og var fréttastjóri. Hann var fréttamaður á Norðurlöndum með aðsetur í Kaupmannahöfn, síðan þingfréttamaður. Hann lærði sagnfræði, íslensku og opinbera stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Árið 2019 söðlaði Óðinn um og tók til starfa sem ráðgjafi hjá ráðgjafa- og almennatengslastofunni Aton JL. Það var um nóg að tala við hann í dag, fréttamennskuna, fjölmiðlastarfið, Bítlana og ferðalagið í gegnum lífið. Í matarspjalli dagsins ákvað besti vinur bragðlaukanna, Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, að heyra í Snorra Ásmundssyni, listamanni. Hann hefur verið að passa hús og ketti í sænskum skógi nálægt landamærum Svíþjóðar og Noregs. Hann hefur notað tímann og einveruna til þess að búa til list og svo hefur hann sett af stað matreiðsluþætti á netinu, þar sem hann hefur til dæmis gefið uppskriftina að ristuðu brauði með smjöri og sænskum kjötbollum. Við hringdum í Snorra í sænska skóginum í matarspjallinu í dag. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG SIGURLAUG MARGRÉT JÓNASDÓTTIR
3/26/202155 minutes
Episode Artwork

Kári Stefánsson - getum við náð 150 ára aldri?

Samkvæmt tölum Hagstofunnar frá árinu 2016 var meðalævilengd karla á Íslandi 80,7 ár og meðalævilengd kvenna 83,7 ár. Þessar tölur hafa hækkað stöðugt síðustu hundrað ár. Í þættinum í dag ætlum við að velta því fyrir okkur hversu lengi það getur haldið áfram. Og það sem meira er, geta framfarir í læknavísindum undanfarið jafnvel gefið okkur von um að mannfólkið geti lifað talsvert lengur? Jafnvel orðið 150 ára eða eldri? Það sem kveikti áhuga okkar á þessu var að einn þekktasti vísindamaður í heiminum á þessu sviði, David Sinclair hjá læknadeild Harvard háskóla, hefur talað um það í ræðu og riti að ekki sé nóg með að hægt sé að hægja á og jafnvel stöðva aldurstengda hrörnun líkamans, heldur sé jafnvel hægt að snúa slíkri þróun við. Í rauninni sé hægt að yngja fólk samkvæmt þessu. Þetta, ef satt reynist, er auðvitað einhver stærsta frétt sem hefur komið fram og þetta snertir alla, eða hlýtur að gera það. Þá var ekkert annað að gera en að fá okkar þekktasta vísindamann til þess að fara með okkur yfir það hvað væri til í þessu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kom í þáttinn í dag og fór yfir það hvort honum fyndist eitthvað til í þessu og hvort þessar fullyrðingar Sinclair héldu vatni. Er 150 ára mannfólk handan við hornið? UMSJÓN GUNNAR HANSSON
3/25/202155 minutes
Episode Artwork

Mikilvægi styrktaræfinga, að mála lag og Tellington T Touch

Dr. Janus Guðlaugsson kom í þáttinn í dag og kynnti fyrir okkur niðurstöður nýrra kannana sem hann hefur gert meðal eldri borgara nú á tímum Covid sem sýna hversu mikilvægar styrktaræfingar og hreyfing eru og ef ekki er sérstaklega er passað upp á það á svona tímum, þá getur aðgerðarleysi leikið eldri borgara grátt. Janus sagði frá þessum mælingum og mikilvægi styrktarþjálfunar og forvarna í þættinum. Í dag opnar sýning í Kringlunni þar sem ólíkar listgreinar skapa eina nýstárlega heild. Um er að ræða tónlist, málverk, danslist og kvikmyndagerð. Á veggjum sýningarinnar verða 12 málverk og við hlið þeirra skjáir með listrænum myndböndum sem innihalda 12 lög. Sýningargestir geta með heyrnartólum á staðnum hlustað á lögin sem málverkin eru um, séð þau verða til í myndbandi og horft samtímis á þau fullsköpuð á sýningarveggnum. Bjarni Hafþór Helgason ssagði nánar frá þessu í þættinum en þessi viðburður er haldin til styrktar Parkisonssamtökunum. Tellington T Touch er tækni sem snýr að þjálfun dýra og er notuð í yfir 40 löndum víða um heim. Markmiðið með henni er að auka vellíðan hesta, hunda, katta og raunar allra dýra sem hafa taugakerfi, þar á meðal manna. Nú hefur þessi aðferðafræði skotið rótum í Flóanum og við fengum að heyra í þættinum þegar Margrét Blöndal að fór að heimsækja Maríu Weiss fiðlukennara og Tellington T Touch þjálfara og fræddist um hugmyndafræðina sem liggur að baki. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
3/24/202150 minutes
Episode Artwork

Karlar og áföll, kynjahlutfall skráðra fyrirtækja og Húmorþing

Rótin, félag um konur áföll og vímugjafa, í samvinnu við Bata og Vörðuna, standa fyrir kynningarnámskeiði á verkefninu Karlar og áföll ? leiðir til bata. Námskeiðið er ætlað til að styðja karla á batabraut og að í vinna úr afleiðingum áfalla. Það þurfti að flytja námskeiðið í stærri sal vegna mikillar aðsóknar. Við fengum þær Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur og Kristínu I. Pálsdóttur, sem leiðbeina á námskeiðinu, til að segja okkur meira frá þessu verkefni í þættinum í dag. Andrés Jónsson almannatengill, setti fyrir þremur árum saman færslu þar sem hann fór yfir aldur og kyn forstjóra skráðra fyrirtækja í Kauphöll Íslands. Fyrir viku gerði hann aftur sama hlut, skráðu félögunum á Íslandi hefur fjölgað um þrjú og í 10 af þeim var skipt um forstjóra á þessu þriggja ára tímabili, en kynjahlutföllin eru enn óbreytt. Ef hægt er að tala um hlutfall. Sem sagt allir forstjórarnir eru karlar, eins og fyrir þremur árum. Á föstudaginn verður haldinn málfundur þar sem þetta verður rætt og við fengum Andrés og Stefaníu Guðrúnu Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Eyri Venture Management, í þáttinn í dag til að segja okkur meira frá þessu og málfundinum. Húmorþing var fyrst haldið á Hólmavík árið 2009 og hefur verið haldið nokkrum sinnum síðan. Nú stendur til að slíkt þing komi saman laugardaginn 27. mars. Á þinginu verða fluttir stuttir fyrirlestrar og umfjöllunarefnin eru t.d. húmor og ísbirnir, covidbrandarar, stórlygasögur og einn fyrirlesara á þinginu er okkar kona Kristín Einarsdóttir, sem mun tala um Bakkabræður og tengda aðila. Við heyrðum í Kristínu í þættinum í dag og fengum að heyra meira af þessu þingi. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
3/23/202155 minutes
Episode Artwork

Endómetríósa og Unnur Ólafsdóttir lesandi vikunnar

Mars er alþjóðlegur mánuður endómetríósu á heimsvísu og vikuna 19.-25. mars nk. verður dagskrá á vegum Samtaka um endómetríósu af því tilefni.Um 200 milljónir kvenna um heim allan eru með endómetríósu og í 60% tilfella byrja verkir við fyrstu blæðingar. Á morgun standa samtökin fyrir málþingi á Grand Hótel sem ber yfirskriftina: ?Er barnið þitt með endómetríósu? og mun forseti Íslands verða viðstaddur þingið. Sjúkdómurinn er gjarnan kallaður endó í daglegu tali og lýsir sér á þann veg að endómetríósufrumur setjast á yfirborðsþekju á hinum ýmsu líffærum, bregðast við mánaðarlegum hormónabreytingum líkamans og valda þar bólgum og honum fylgir mikill sársauki. Lilja Guðmundsdóttir, ritari Samtaka um endómetríósu, kemur í þáttinn ásamt Eyrúnu Thelmu Jónsdóttir sem ætlar að deila reynslu sinni af því að vera barn og unglingur með þennan sjúkdóm sem engin veit hvað veldur og ekki er til nein lækning. Lesandi vikunnar í þetta sinn er Unnur Ólafsdóttir veðurfræðingur, við fáum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
3/22/202155 minutes
Episode Artwork

Gerður Kristný föstudagsgestur og Steinunn Birna í matarspjalli

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var rithöfundurinn Gerður Kristný. Hún hlaut á dögunum Fjöruverðlaunin fyrir bókina Iðunn og afi pönk. Það eru langt því frá einu verðlaunin sem hafa fallið henni í skaut á farsælum ferli, þar sem hún hefur sent frá sér ljóðabækur, skáldsögur, smásögur, barnabækur, viðtalsbók og ferðasögu, svo eitthvað sé nefnt. Við ræddum við Gerði um heima og geima, lífið og tilveruna í þætti dagsins. Sigurlaug Margrét var auðvitað á sínum stað með matarspjallið í þættinum. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri var gestur hennar í dag. Hún kom færandi hendi, kalda tómatsúpu að katalónskum hætti og það sem hún kallaði guacamús, sem er sambland af guacamole og hummus. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
3/19/202155 minutes
Episode Artwork

Fríða Rún næringafræðingur svarar spurningum hlustenda

Við fengum sérfræðing í þáttinn í dag eins og aðra fimmtudaga í vetur. Í þetta sinn var sérfræðingur þáttarins Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur. Öll þurfum við að borða og næra okkur, samt er svo merkilegt að við látum ekki endilega það ofan í okkur sem er best fyrir okkur. Og stundum jafnvel það sem við vitum að er alls ekki gott fyrir okkur og líkamann, en samt gerum við það. Við festumst gjarnan í mynstri sem er erfitt að komast útúr. Gylliboð og kraftaverkakúrar sem lofa öllu fögru eru við hvert fótmál. Því var forvitnilegt að fræðast með Fríðu Rún um næringu og mataræði í þættinum í dag og í seinni hlutanum gerði Fríða sitt besta til að svara spurningum hlustenda sem hafa borist okkur í netfang þáttarins, [email protected]. Þær spurningar sem hún náði ekki að svara ætlar hún að svara við fyrsta tækifæri á www.heilsutorg.is UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
3/18/202155 minutes
Episode Artwork

Tolli og núvitund, umhverfissálfræði og póstkort frá Spáni

Við fræddumst um hugleiðslu og núvitund í þættinum í dag. Tolli Morthens myndlistarmaður kom í þáttinn en hann hefur stundað búddisma og núvitundarhugleiðslu í hartnær tvo áratugi og t.d. kennt og leitt hugleiðslu í fangelsum landsins. Tolli hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um hugleiðslu og fræddi okkur um núvitund í þættinum. Við veltum fyrir okkur sálfræðilegum áhrif umhverfis og bygginga á líðan fólks í dag. Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði og aðjúnkt við sálfræðideild HÍ heldur námskeið á vegum Endurmenntunar HÍ um þessi áhrif. Á námskeiðinu kynnir Páll, skoðar og ræðir áhrif náttúru og byggðs umhverfis á andlega, líkamlega og félagslega líðan fólks út frá umhverfissálfræði. Hann kom í þáttinn í dag og gaf okkur smá forskot á sæluna. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Í korti dagsins var sagt frá kuldakasti sem er væntanlegt um næstu helgi. Það er mikill og vaxandi skjálfti í spænskri pólitík vegna kosninga sem hafa verið boðaðar í Madridarhéraði í byrjun maí. Það var líka sagt frá ótta Spánverja við Þjóðverjana sem nú hafa fengið leyfi til að ferðast til Spánar um páskana, en Mallorca er sem fyrr efst á vinsældalista Þjóðverja. Kórónusmit er miklu útbreiddara í Þýskalandi um þessar mundir en á Spáni og þess vegna eru Spánverjar nú á milli tveggja elda, óttans við smit og óttans vegna tekjutaps í ferðaþjónustunni. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
3/17/202155 minutes
Episode Artwork

Dagur Norðurlanda, Ullarþonið og upplestrarkeppni á Ströndum

Dagur Norðurlanda verður að vanda haldinn hátíðlegur þann 23. mars nk. Að þessu sinni fagnar Norræna ráðherranefndin fimmtíu ára afmæli og af því tilefni verður efnt til fimm umræðufunda þar sem rætt er hverju Norðurlöndin hafa áorkað í sameiningu. Tekin verða fyrir fimm málefni sem formennskuland ársins, Finnland, leggur áherslu á en það eru norrænar lausnar á sviði jafnréttis, stjórnsýsluhindrana, hringrásarhagkerfis, tjáningarfrelsis og menningar og málefni menningar verður í brennidepli hér á landi og Norræna húsið og Norræna félagið bjóða til pallborðsumræðu. Hrannar B. Arnarson, formaður Norræna félagsins, kom í þáttinn í dag. Ullarþon er nýsköpunar- og hugmyndasamkeppni haldin á netinu til að ýta undir nýsköpun og vöruþróun, auka verðmæti ullarinnar og þá sérstaklega verðminnstu ullarflokkanna. Íslenska ullin er auðlind sem býður upp á áhugaverða möguleika, til dæmis að vinna ull við mismunandi hitastig og mismunandi rakastig breytir henni talsvert. Því verður forvitnilegt að sjá hvort jafnvel verði fundnar upp einhverjar nýjar aðferðir til að vinna vörur úr ull og jafnvel hvort ullin fá einhver ný hlutverk. Textílmiðstöð Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands halda Ullarþonið dagana 25. - 29. mars nk.og til að segja okkur meira frá því og ullinni kom til okkar Hulda Birna Baldursdóttir verkefnastjórí Ullarþonsins fyrir Nýsköpunarmiðstöð. Stóra upplestrarkeppnin fór fram á Ströndum, eins og annars staðar á landinu, og var haldin á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði. Kristín okkar Einarsdóttir fór á keppnina og ræddi við Aðalbjörgu Óskarsdóttur kennara, Þórð Helgason fulltrúa Radda og sigurvegara keppninnar Kristjönu Kríu Lovísu Bjarnadóttur sem las sigurljóðið Veislu eftir Gerði Kristnýju. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
3/16/202155 minutes
Episode Artwork

Matjurtarækt, Félag eldri borgara og Ragnheiður lesandi vikunnar

Opnað verður fyrir umsóknir Reykvíkinga um matjurtagarða í borginni, en um 600 matjurtagarðar eru leigðir út á vegum borgarinnar. Sigurður Unuson er nemi í Landbúnaðarháskólanum, lærði áður Vistrækt og er í stjórn félagasamtaka sem standa að Seljagarði Borgarbýlis. Síðustu þrjú ár hafa þau haldið uppskeruhátíð með litlum grænmetisútimarkaði, tónlist, veitingum og þar sem gestir gátu fræðst um Seljagarð. Sigurður kom í þáttinn í dag og fræddi okkur t.d. um matjurtarrækt, einærar og fjölærar jurtir, ætan sjálfsprottin gróður og ræktunaraðferðir. Félag eldri borgara í Reykjavík á 35 ára afmæli í dag og formaður þess Ingibjörg Sverrisdóttir kom í þáttinn og sagði frá starfsemi félagsins og við ræddum einnig um kjör eldri borgara. Félagsmenn eru um 12 þúsund, svo þetta er með fjölmennari félögum á landinu. Félagsstarfið er smám saman að fara í gang á ný eftir lægð í vetur. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ragnheiður Kristjánsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og ein fjögurra höfunda bókarinnar Konur sem kjósa. Bókin hlaut nýlega Fjöruverðlaunin og Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslanna auk tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
3/15/202155 minutes
Episode Artwork

Ólafur Kjartan föstudagsgestur og söngmatarspjall

Föstudagsgesturinn okkar var enginn annar en Ólafur Kjartan Sigurðarson óperusöngvari. Ólafur er íslenskum óperu- og tónleikagestum að góðu kunnur. Hann var fyrsti fastráðni söngvarinn við Íslensku óperuna árin 2001-2004 og fór þar með fjölmörg hlutverk. Síðast kom hann fram á Íslandi árið 2017 sem Scarpia í Toscu og hlaut Íslensku tónlistarverðalaunin sem söngvari ársins fyrir túlkun sína á hlutverkinu. Hlutverkalisti Ólafs Kjartans er orðinn langur og fjölbreyttur, en á undanförnum misserum hafa burðarhlutverk í óperum Wagners og Verdis verið hvað fyrirferðarmest; Rigoletto, Falstaff, Macbeth, Iago, Renato, Alberich, Hollendingurinn fljúgandi, Telramund og Klingsor. Næsta sumar fer Ólafur Kjartan með hlutverk Biterolf í Tannhäuser á Wagnerhátíðinni í Bayreuth í Þýskalandi ásamt því að hefja æfingar á nýrri uppfærslu á Niflungahringnum sem frumsýndur verður í Bayreuth sumarið 2022, en þar fer hann með hlutverk Alberich. Það eru tónleikar hér á landi og ferðalög framundan hjá Ólafi í tengslum við sönginn, við fengum að vita allt um það í þættinum. Matarspjallið var svo auðvitað á sínum stað, Sigurlaug Margrét, besti vinur bragðlaukanna kom til okkar og við vorum á söngmatarnótum í dag. Hvað borða almennilegir óperusöngvarar? Hvaða matur fer vel í söngvara og æsa óperur upp matarlyst og matarást á einhverjum sérstökum mat? Ólafur Kjartan, föstudagsgestur þáttarins sat sem sagt áfram með okkur og talaði um mat frá ýmsum hliðum. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
3/12/202155 minutes
Episode Artwork

Gunnar Svanbergsson sjúkraþjálfari er sérfræðingur dagsins

Í dag fengum við sérfræðing í þáttinn eins og aðra fimmtudaga í vetur. Í þetta sinn var það sjúkraþjálfarinn Gunnar Svanbergsson sem svaraði spurningum frá hlustendum. Spurningarnar sem við fengum sendar frá hlustendum sneru t.d. að fótum, doða, vöðvabólgu og bólgueyðandi lyfjum, stirðleika í baki, tinnitus o.fl. Gunnar sagði líka frá því í fyrri hluta þáttarins að hann fékk Covid-19 um jólin og er enn að glíma við afleiðingar, sem lýsa sér í þolleysi og hann hefur ekki náð fullu starfsþreki enn, u.þ.b. þremur mánuðum síðar. Í framhaldi af því nefndi hann að talsverður fjöldi fólks sem er einnig að glíma við afleiðingar Covid-19 er farinn að leita til sjúkraþjálfara til að reyna að ná árangri og framförum. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
3/11/202155 minutes
Episode Artwork

Umboðsmaður skuldara, skíðaskotfimi og Afrekshugur Nínu

Af hverju tekst sumum alltaf að finna peninga meðan aðrir eru alltaf blankir? Leitin að peningunum er heiti á fjölbreyttu fræðsluefni sem finna má á síðu embættis umboðsmanns skuldara og er aðgengilegt öllum. Umboðsmaður skuldara tók til starfa 1. ágúst 2010 og megintilgangur embættisins er að bæta stöðu einstaklinga sem eiga í greiðsluerfiðleikum og auðvelda þeim að koma greiðslubyrði og skuldastöðu í ásættanlegt horf. Ásta Sigrún Helgadóttir er umboðsmaður skuldara og hún kom í þáttinn í dag. Skíðaskotfimi telst kannski ekki til vinsælustu íþrótta á Íslandi, það er kannski helst að við höfum séð hana í sjónvarpinu þegar keppt er á Vetrarólympíuleikunum eða eitthvað slíkt. Hún er engu að síður stunduð hér á landi og við hringdum norður á Akureyri og töluðum við Vadim Gusen, en hann og eiginkona hans Verinoka Lagun fluttu til Íslands frá Litháen fyrir þrettán árum og eru nú bæði gönguskíðaþjálfarar og kenna skíðaskotfimi fyrir norðan. Vadim fræddi okkur um skíðaskotfimi í þættinum. Árið 1931 var Waldorf Astoria hótelið opnað í New York og þá um leið var afhjúpað verkið The Spirit of Achievement, Afrekshugur eftir Nínu Sæmundsson, fyrstu íslensku konuna sem gerði höggmyndalist að ævistarfi sínu. Styttan varð fljótt eitt af einkennismerkjum New York borgar og nú 90 árum síðar hefur verið stofnað félag í Rangárþingi eystra sem ber nafnið Afrekshugur og hefur það að markmiði að láta gera afsteypu af styttunni og reisa hana á Hvolsvelli, en Nína fæddist einmitt í Fljótshlíðinni og er án efa þekktasti listamaður sveitafélagins. Ríkisstjórnin veitti þessu framtaki veglegan stuðning á dögunum og hver veit nema Afrekshugurinn verði risinn á Hvolsvelli á næsta ári, þegar 130 ár verða liðin frá fæðingu Nínu. Margrét Blöndal var á ferðinni og heimsótti Friðrik Erlingsson, rithöfund, formann félagins og fékk að vita meira um hugmyndina og þessa merku listakonu Nínu Sæmundsson. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
3/10/202155 minutes
Episode Artwork

Málefni hinsegin fólks, skíði í Tindastóli og Grettir Ásmundsson

Við fengum Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóra Samtakanna '78 í viðtal í dag. Aðalfundur samtakanna var haldinn um helgina í Norræna húsinu, ýmis mál eru efst á baugi í málefnum hinsegin fólks í dag. Í lok síðasta árs urðu síðustu hlutar frumvarps um kynrænt sjálfræði að lögum, ályktun um blóðgjafir var samþykkt á aðalfundinum, en hún kemur í kjölfar könnunar um blóðgjafir karlmanna sem stunda mök með karlmönnum. Eins var greint frá metaðsókn í ráðgjafaþjónustu Samtakanna ?78. Skíðasvæðið í Tindastóli er í 15 km fjarlægð frá Sauðárkróki í Ytridal. Lyftan byrjar í 445m hæð yfir sjó og liggur upp í 900 metra hæð. Þarna er hægt að finna brekkur fyrir skíðafólk á öllum getustigum, göngubrautir og eina lengstu skíðabrekku á Íslandi. Sigurður Hauksson, umsjónarmaður skíðasvæðisins í Tindastóli var á línunni í þættinum í dag. Grettir Ásmundsson tók nýlega við stöðu byggingafulltrúa fimm sveitarfélaga á Ströndum og nágrannabyggðum. Kristín okkar Einarsdóttir hitti Gretti og ræddi við hann um ýmislegt sem viðkemur starfinu. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
3/9/202155 minutes
Episode Artwork

Hvílustæði, föstur og fjallahlaup og Runólfur lesandi vikunnar

Óskað eftir hugmyndaríku fólki til að taka bílastæði í fóstur og breyta þeim í dvalarsvæði fyrir fólk. Á ensku kallast þetta parklet sem hefur nú fengið hið fallega íslenska heiti hvílustæði. Verkefnið Torg í biðstöðu hefur verið starfrækt á vegum umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar frá árinu 2011 og markmið verkefnisins í ár er að það verði hönnuð og búin til tímabundin hvílustæði úr bílastæðum á borgarlandi til að að skapa skemmtileg svæði fyrir fólk í sólríkum göturýmum borgarinnar, svæðum sem geta hvatt til dvalar, samskipta og leiks. Rebekka Guðmundsdóttir borgarhönnuður sagði okkur frá þessuí þættinum í dag. Sigurjón Ernir Sturluson er með fremri fjallahlaupurum á Íslandi og einn fremsti Spartanhlaupari landsins en hann starfar einnig þjálfari. Hann er mikill áhugamaður um föstur og hefur sjálfur verið í 16/8 föstu í nokkur ár. Við forvitnuðumst um mismunandi tegundir af föstum, fjallahlaup, kalda potta og Spartanhlaup hjá Sigurjóni í dag. Og lesandi vikunnar í þetta sinn var Runólfur Ágústsson Verkefna- og þróunarstjóri hjá Þorpinu-Vistfélagi og stjórnarformaður Lýðskólans á Flateyri. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft sérstök áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
3/8/202155 minutes
Episode Artwork

Pálmi Sigurhjartarson föstudagsgestur og kökuspjall

Föstudagsgesturinn okkar í dag var tónlistarmaðurinn Pálmi Sigurhjartarson. Inná vefnum ÍSMÚS - Íslensk músík og menningararfur, stendur eftirfarandi um Pálma: Pálmi Sigurhjartarson byrjaði að sjálfmennta sig á píanó 1972 með því að æfa og læra bandaríska þjóðsönginn. Upp frá því var hann sendur í tónlistarnám í Barnamúsíkskóla Reykjavíkur, þá Tónskóla Sigursveins, og var seinna í einkatímum í klassískum píanóleik til 12 ára aldurs en ráðlagt að hætta námi af kennara sínum er hann lék hið hugljúfa popplag ?My life? eftir Billy Joel á jólatónleikum hins klassíska píanókennara. Má segja að þetta hafi skipt sköpum fyrir okkar mann sem byrjaði upp úr 12 ára aldri að þroska tónlistarhæfileika sína upp á eigin spýtur, og ákvað að gera tónlistina að sínu starfi. Frá árinu 1985 hefur Pálmi, sem er auðvitað þekktastur fyrir að vera í Sniglabandinu, tekið þátt í gerð fjölda hljómplatna, sem hljóðfæraleikari, útsetjari, upptökustjóri, lagahöfundur og söngvari. Þá hefur hann einnig starfað sem hljómsveitar- og tónlistarstjóri í sjónvarpi, útvarpi og leikhúsi, undirleikari hjá fjölda listamanna og unnið við tónlistarkennslu. Svo var það matarspjallið með Sigurlaugu Margréti, besta vini bragðlaukanna. Í dag sagði hún okkur frá frönskum súkkulaðikökum og napóleonskökum. Sem sagt gómsætt og gott matarspjall í dag. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
3/5/202155 minutes
Episode Artwork

Margrét Héðinsdóttir hjúkrunarfræðingur sérfræðingur þáttarins

Við fengum sérfræðing í þáttinn í dag eins og alltaf á fimmtudögum í vetur. Í þetta sinn var það Margrét Héðinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og vefstjóri heilsuveru.is. Heilsuvera er samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embættis landlæknis og er vefur fyrir almenning um heilsu og áhrifaþætti hennar. Þar getur hver og einn átt samskipti við starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar og nálgast gögn úr eigin sjúkraskrám á öruggu vefsvæði. Sífellt fleiri nýta sér netspjall heilsuveru.is, en á síðasta ári átti starfsfólk heilsuveru 70 þúsund samtöl í gegnum netspjallið um allt sem viðkemur heilsu og líðan. Margrét fræddi okkur um starf sitt og sérfræðisvið og um þennan mikilvæga heilsuvef, auk þess svaraði hún spurningum frá hlustendum í seinni hluta þáttarins. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
3/4/202155 minutes
Episode Artwork

Mottumars, austfirsku alparnir og póstkort frá Spáni

Mottumars er hafinn, árverknisátak Krabbameinsfélagsins um krabbamein í körlum. Í Mottumars er aflað fjár fyrir fræðslu og mikilvægum stuðningi við karla sem glíma við krabbamein og fjölskyldur þeirra. Í ár er endurvakin Mottukeppnin, með henni sýna karlar samstöðu með því að keppa um fallegasta yfirvaraskeggið, eða ?mottuna?. Þriðji hver karlmaður getur því miður reiknað með að greinast með krabbamein á lífsleiðinni og hinir tveir eru feður, bræður, synir og vinir. Við fengum Ásgeir R. Helgason sálfræðing og lýðheilsufræðing til að segja okkur frá upplifun karla við krabbameinsgreiningu og hvaða þætti lífsins slík greining snertir. Oddsskarð eða austfirsku alparnir, eins og skíðasvæðið milli Eskifjarðar og Norðfjarðar er oft kallað, er virkilega skemmtilegt skíðasvæði að margra. Þetta er sá tími ársins þegar landsmenn taka fram skíðin og framundan eru páskarnir þar sem margir vilja fara í skíðaferðir. Páskafjör verður í Oddskarði og við slógum á þráðinn austur og töluðum við Ásdísi Sigurðardóttur, forstöðumann skíðasvæðisins í Oddskarði, í þættinum. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Í korti dagsins greinir frá mótmælum og óeirðum sem hafa skekið spænskar borgir undanfarinn hálfan mánuð. Mótmælin hófust þegar rappari var handtekinn fyrir að yrkja níð um lögregluna, móðga konungsfjölskylduna og lofsama dæmda hryðjuverkamenn, en nú hafa þau snúist að mestu uppí óeirðir vegna hraklegrar stöðu ungs fólks, en atvinnuleysi mælist 40% meðal þess. Í seinni hluta pistilsins segir af Jóhanni Karli fyrrum Spánarkonungi, en hann er umvafinn hneykslismálum vegna skattsvika og framhjáhalds. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
3/3/202155 minutes
Episode Artwork

Kuldaþjálfun, fuglarnir og þjóðtrúin og ætur hreppur

Cold Therapy eða kuldaþjálfun hefur verið notuð um aldaraðir, allt frá munkunum í Himalaya fjöllunum til leikskólabarnanna í Rússlandi, í þeim tilgangi að viðhalda hollum og heilbrigðum lífsstíl. Vilhjálmur Andri Einarsson segir að kuldaþjálfun sé tilvalin fyrir alla þá sem vilja komast út úr þægindarammanum sínum og getur líka verið öflugt tól til að vinna með streitulosun, langvinna verki o.fl. Vilhjálmur heldur námskeið í þessum fræðum sem hann nefnir: Kuldaþjálfun,öndun og gleði, hann kom í þáttinn í dag. Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin er bók sem sr. Sigurður Ægisson, sóknarprestur á Siglufirði, sendir frá sér nú fyrir jólin. Þar fjallar Sigurður um fugla landsins, t.d. vorboðann hrjúfa, sem við fáum hann til að segja okkur hver er. Eins er í bókinn fjöldi sagna, því sögur af fuglum landsins eru tengdar þjóðtrúnni, hjátrú, veðurspeki og fleiru. Við hringdum norður á Siglufjörð og fengum sr. Sigurð til að segja okkur nokkrar fuglasögur í þættinum. Ein af okkar uppáhaldskonum, Kristín Einarsdóttir, sendi okkur pistil af Ströndum og að þessu sinni talaði hún við Mörtu Guðrúnu Jóhannesdóttur sem á sér þann draum að gera Kaldrananeshrepp ætan og segir í því tilliti að t.d. sé upplagt að borða stjúpur. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
3/2/202155 minutes
Episode Artwork

Fjárhagsaðstoð fyrir ungt fólk, barnabarnabók og lesandi vikunnar

Reykjavíkurborg hefur aðstoðað ungt fólk á aldrinum 18-24 ára til náms sem sérstakri fjárhagsaðstoð en nú hafa verið samþykktar breytingar í velferðarráði sem snúa að því að nú er þessi aðstoð ekki bundin við aldur. Rannveig Ernudóttir varaborgarfulltrúi Pírata bauð sig fram fyrir Pírata fyrir tveimur árum aðallega til að berjast fyrir því að afnema þessi aldurstakmörk, en hún fékk sjálf fjárhagsaðstoð til að ljúka stúdentsprófi þá 23ja ára einstæð móðir. Hún segir að þessi hjálp hafi skipt sköpum fyrir líf sitt og barnanna sinna. Við ræddum við Rannveigu í þættinum í dag. Við fengum einnig í heimsókn Ólaf Schram sem ætlar að gefa út sérstaka barnabarnabók ef hann fær nægan stuðning á Karolina fund. Hugmyndin er að afi og amma svari fjölmörgum spurningum barnabarnanna um ýmislegt sem snýr að fortíðinni, búskap á fyrri tíð, áhugamál þegar þau voru ung og í raun allt milli himins og jarðar sem gaman er að barnabörnin viti um líf forfeðra og formæðra sinna. Við töluðum við Ólaf um Barnabarnabókina í dag. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna ?78. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
3/1/202155 minutes
Episode Artwork

Jón Ólafss föstudagsgestur og jarðskjálftamatur

Föstudagsgesturinn Mannlega þáttarins í dag var tónlistarmaðurinn og fjölmiðlamaðurinn Jón Ólafsson. Hann er fæddur 25.febrúar árið 1963 og átti þ.a.l. afmæli í gær. Jón varð stúdent frá Verslunarskóla Íslands árið 1982. Frá árinu 1990 hefur Jón verið meðlimur í hljómsveitinni Nýdönsk. Auk þess er hann einn stofnenda Bítlavinafélagsins, Sálarinnar hans Jóns míns og Possibillies. Jón hefur verið starfandi tónlistarmaður frá árinu 1986 og var auk þess var einn af frumherjum Rásar 2 þegar hún fór í loftið 1.des. 1983 og stjórnaði nokkrum vinsælum útvarpsþáttum. Má þar nefna Létta spretti og Létta ketti. Þættir hans; Af fingrum fram, voru á dagskrá RUV í þrjá vetur og hlaut Jón Edduverðlaunin eftir fyrsta veturinn. Þættir fengu framhaldslíf á sviði Salarins í Kópavogi, því hann hefur haldið áfram með þá þar sem lifandi viðburð. Eins og við mátti búast spjölluðum við um heima og geima, æskuna og uppvöxtinn og ferðalagið í gegnum lífið í þættinum í dag. Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var á sínum stað og við veltum fyrir okkur hvaða matur flokkast sem ?jarðskjálftamatur?? Hvað getum við gert ef rafmagnið fer til dæmis? UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/26/202155 minutes
Episode Artwork

Egill Þorsteinsson sérfræðingur þáttarins - kírópraktík

Sérfræðingur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Egill Þorsteinsson kírópraktor, hann hefur verið meðlimur í Kírópraktorafélagi Íslands frá 2012 og formaður félagsins frá 2014. Egill ákvað að verða kírópraktor eftir að hafa átt í erfiðum og langvarandi íþróttameiðslum sem unglingur. Egill lærði kírópraktík í Bandaríkjunum þar sem hann bjó í fimm ár og hefur svo starfað hér á landi frá 1998 auk þess að fara reglulega erlendis til þess að bæta við menntun sína. Hann fræddi okkur um sitt fag, kírópraktíkina, eða hnykklækningar og svo í seinni hluta þáttar þá svaraði hann spurningum frá hlustendum þáttarins. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/25/202155 minutes
Episode Artwork

Einstök börn, frisbígolf og langspilssmíði

Í kvöld verður heimildamyndin ?Einstök börn - fullorðnir; Sjaldgæfir sjúkdómar á Íslandi? sýnd í sjónvarpinu hér á RÚV. Myndin fjallar um stöðu fjölskyldna sem eiga börn með sjaldgæfa sjúkdóma á Íslandi. Hefur staðan breyst á 20 árum? Frásagnir þriggja foreldra varpa ljósi á þá þungu ábyrgð og litlu þjónustu sem foreldrar búa við á Íslandi, með tilheyrandi þunga og álagi fyrir foreldra og fjölskyldur einstakra barna. Myndin er hluti af árveknisátaki Einstakra barna sem ætlað að auka samfélagslegan skilning á stöðu mála og er kastaranum beint að foreldrum og fjölskyldum þessara barna. Guðrún Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Einstakra barna kom í þáttinn og sagði okkur frekar frá myndinni og átakinu. Nú eru 18 ár síðan fyrstu frisbígolfvellirnir voru settir upp hér á landi og Íslendingar kynntust þessari íþrótt. Í nýrri Gallup könnun kemur í ljós að 15% landsmanna (18 ára og eldri) spiluðu frisbígolf árið 2020 sem gerir um 45.000 manns. Keppendum hefur fjölgað mikið og þarf orðið að takmarka fjölda á mörgum mótum. Sem dæmi var þátttakan á síðasta Íslandsmóti tvöfalt meiri en árið á undan og allt útlit fyrir að áframhald verði á þessari aukningu. Í dag eru 70 folfvellir hér á landi og þúsundir spilara nýta þessa velli allt árið. Við ræddum við Birgi Ómarsson formann frisbígolfsambandsins í dag um íþróttina og nýjan alþjóðlegan keppnisvöll sem er á teikniborðinu. Margrét Blöndal hélt áfram að flakka um Suðurland og að þessu sinni heyrðum við af verkefni sem nemendur í 5. bekk Flóaskóla eru að vinna að með tónmenntakennaranum sínum Eyjólfi Eyjólfssyni. Verkefnið kallast Langspilssmíðaverkefnið og gengur út á það í stuttu máli að nemendurnir smíða sér langspil og læra svo að leika á það. Eyjólfur sem er klassískur söngvari að mennt heillaðist af langspilinu fyrir nokkrum árum og árið 2018 hófst hann handa að smíða langspil með grunnskólanemendum í Flóaskóla. Þessi smíði sameinar margar kennslugreinar eins og handverk, stærðfræði, eðlisfræði, sögu, íslensku og tónmennt og þegar Margrét hitti Eyjólf og nemendurnar á dögunum voru þau í Fab-labinu á Selfossi að gera hljómgöt fyrir langspilin sín. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/24/202155 minutes
Episode Artwork

Handritin til barnanna og Bragginn á Hólmavík

Handritin til barnanna er verkefni á vegum Árnastofnunar í tilefni þess að hálf öld er liðin frá því að fyrstu handritin komu heim árið 1971. Þeir Snorri Másson og Jakob Birgisson heimsóttu á fimmta tug skóla um allt land og sögðu börnum á miðstigi grunnskólanna frá íslensku skinnhandritunum og ævintýralegri varðveislusögu þeirra. Börnin voru forvitin og spurðu margra spurninga, sumar sem gætu í fljótu bragði talist aukaatriði, eins og til dæmis, ?Hvað kostar eitt svona handrit?? Þeir Snorri og Jakob komu í þáttinn og sögðu okkur meira frá þessu verkefni og handritunum. Á stríðsárunum voru reistir hér á landi þúsundir bragga sem eftir stríð fengu hin ýmsu hlutverk. Einn slíkur braggi er á Hólmavík og hann gegndi hlutverki samkomuhúss og gerir enn þó að á Hólmavík hafi nú risið annað og stærra félagsheimili. Bára Karlsdóttir er annar eigandi braggans í dag og Kristín Einarsdóttir hitti Báru í Bragganum, ásamt Gunnari Jóhannssyni, en bæði eiga þau miklar minningar tengdar þessu merkilega húsi. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/23/202155 minutes
Episode Artwork

Nýr diskur Halla Reynis og Ásdís lesandi vikunnar

Út er komin hljómplatan Söngur vesturfarans sem er í raun síðasta plata Halla Reynis. Hann lagði grunninn að plötunni með meistaraverkefninu sínu árið 2015, hann gerði prufuupptökur árið 2017 og ætlaði að byrja aðalupptökur haustið 2019 en Halli lést í september 2019. Fjölskylda Halla og nokkrir vinir úr tónlistinni tóku upp þráðinn s.l. haust, og nú er afrakstur þeirrar vinnu komin út. Halla dreymdi alltaf um að gera eitthvað meira úr þessu verkefni eftir að platan kæmi út. Hann sá fyrir sér leikhús og tengingu við Íslendingaslóðirnar í vesturheimi og kennsluefni. Tvíburabróðir Halla, Gunnlaugur Reynisson kom í þáttinn og sagði frá þessu verkefni og hvernig það hjálpaði honum í sorgarferlinu eftir að bróðir hans dó. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ásdís Óladóttir ljóðskáld. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur eru á náttborðinu hennar. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/22/202155 minutes
Episode Artwork

Sigrún Edda föstudags- og matarspjallsgestur

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikkona sem heldur uppá 40 ára leikafmæli sitt um þessar mundir með því að leika í einu frægasta leikriti síðustu aldar. Hún hefur sem sagt leikið gríðarlega mörg og fjölbreytt hlutverk á ferlinum og svo er hún rithöfundur að auki og var að fá Fálkaorðuna nú í janúar. Við erum auðvitað að tala um Sigrúnu Eddu Björnsdóttur. Hún sat hjá okkur og sagði okkur frá æskunni og uppvextinum og ferðalaginu í gegnum lífið til dagsins í dag og auðvitað frá frumsýningunni annað kvöld í Borgarleikhúsinu, þar sem hún leikur annað aðalhlutverkið í Sölumaður deyr eftir Arthur Miller, á móti Jóhanni Sigurðarsyni, bekkjabróður sínum, nú þegar fjörtíu ára útskriftarafmæli þeirra er á næsta leyti. Sigrún Edda sat svo áfram hjá okkur Sigurlaugu Margréti í matarspjalli dagsins. Við fengum að vita hver er hennar uppáhaldsmatur og hvað henni þykir skemmtilegast að elda og. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG SIGURLAUG MARGRÉT JÓNASDÓTTIR
2/19/202155 minutes
Episode Artwork

Vilhelm Grétar tannlæknir um tannheilsu

Við erum alltaf með sérfræðing í þættinum á fimmtudögum. Í dag var það tannlæknirinn Vilhelm Grétar Ólafsson, en hann lagði stund á sérfræðinám í tannfyllingum og tannsjúkdómafræði í Bandaríkjunum og sinnir í dag ýmsum sérverkefnum eftir tilvísunum, svo sem meðhöndlun á erfiðum tannvandamálum vegna undirliggjandi sjúkdóma, meðhöndlun á glerungseyðingu, tannasliti o.fl. Vilhelm er jafnframt lektor í Tannfyllingum og Tannsjúkdómafræði við Háskóla Íslands, er virkur í rannsóknarstarfi, hefur í samstarfi við aðra vísindamenn birt fjölda faggreina í innlendum og erlendum fagtímaritum og heldur reglulega fyrirlestra, innanlands og erlendis. Hlustendur sendu inn spurningar í vikunni og við höfðum þetta eins og venjulega, töluðum almennt um tannheilsu í fyrri hluta þáttarins og lögðum svo spurningar hlustenda fyrir Vilhelm í seinni hlutanum. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/18/202155 minutes
Episode Artwork

Kokkalandsliðið, matarkista Austurlands og póstkort frá Spáni

Klúbbur matreiðslumeistara sem á og rekur kokkalandsliðið hefur valið Ara Þór Gunnarsson sem nýjan þjálfara liðsins. Ara er falið það verkefni að fylgja eftir frábærum árangri liðsins á síðasta stórmóti, þegar kokkalandsliðið kom heim með bronsverðlaun frá Ólympíuleikunum í matreiðslu sem haldnir voru í Stuttgart. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ari tekur að sér þjálfun en hann var aðstoðarþjálfari fyrir Norrænu nemakeppnina 2011 og 2012 og var svo aðalþjálfari 2013 og 2014 með góðum árangri. Við hringdum austur í land í Rán Freysdóttur. Hún rekur veitingastaðinn Við Voginn á Djúpavogi þar sem hún er fædd og uppalin. Hún lærði innanhúsarkitektúr í Bandaríkjunum, Ítalíu og Þýskalandi, flutti heim eftir 10 ár erlendis og stofnaði hönnunarfyrirtæki fyrir austan sem hefur unnið fjölmörg verkefni en endaði svo með því að kaupa veitingastað, sem hún rekur í dag, sem býður nær eingöngu upp á mat úr héraði og nú er hún ein af þeim sem tengist verkefninu Matarauður Austurlands. Við fengum hana til að segja okkur sína sögu og frá matarkistu og matarmenningu Austurlands í þættinum í dag. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni og í póstkorti dagsins fjallaði hann eins og oft áður um ástandið í landinu vegna kórónuveirunnar, en góðu fréttirnar þaðan eru þær að dregið hefur verulega úr smiti sem bendir til þess að aðgerðir yfirvalda eru að skila góðum árangri. Nú binda Spánverjar vonir við að sumarið verði miklu betra en í fyrra og ferðamenn skili sér í auknum mæli. Það var líka sagt frá þeim mikla vanda sem er að skapast vegna farandfólks og flóttamanna, en straumur þeirra hefur til að mynda hvorki meira né minna en tífaldast til Kanaríeyja á aðeins tveim árum. Í lokin sagði af nafnahefð Spánverja, en þar heitir fólk yfirleitt mörgum nöfnum og tveim eftirnöfnum. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/17/202155 minutes
Episode Artwork

Að rita ævisögur, námskeið í hugrekki og Halldór skipstjóri

Langar þig að skrásetja minningar sem sækja á þig? Siturðu uppi með fróðleik um ættingja, vini eða tímabil sem þú veist ekki hvað skal gera með? Langar þig jafnvel að skrifa bók? Að rita ævisögur og endurminningar er námskeið sem haldið er á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands. Á námskeiðinu verður fjallað um ævisögur og endurminningar frá ýmsum sjónarhornum og við fengum Pál Valsson bókmenntafræðing og rithöfund og stjórnanda námskeiðsins í þáttinn til þess að segja okkur frá því hvernig á að bera sig að í þessu. Já, það var námskeiðadagur hjá okkur í Mannlega þættinum í dag og við héldum áfram að spyrja: Er eitthvað sem þig langar til að gera en þú gerir það samt ekki? Langar þig til að breyta til? Skipta um starf eða jafnvel að fara í eigin rekstur? Skrifa bók? Fara í pólitík? Spyrja eða koma með tillögu á vinnufundi? Bjóða á stefnumót? Setja mörk? Við sögðum frá ókeypis námskeiði fyrir konur sem vilja standa með sjálfri sér og hafa meiri trú á eigin getu til að láta drauma sína rætast. Ragnhildur Vigfúsdóttir, markþjálfi, kom í þáttinn. Halldór Logi Friðgeirsson hefur stundað sjóinn og ýmiskonar veiðiskap frá unga aldri. Hann er núna skipstjóri á Grímsey ST2 og Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, fór um borð og ræddi við hann um sjómennsku og annan veiðiskap. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/16/202155 minutes
Episode Artwork

Fjarvinna og Þór Tulinius lesandi vikunnar

Tækninni fleygir fram og öll þurfum við á ýmsan hátt að aðlaga okkur að nýjum lausnum og t.d. að læra á ýmis forrit og tileinka sér tækni sem maður vissi ekki einu sinni að væri til og væri hægt að nota í vinnu. Fjarfundarbúnaður er tækni sem hefur verið gríðarlega mikið notaður og sérstaklega nú á tímum faraldursins. Haldnir eru fundir, stórir og litlir, streymisviðburðir og sumir þurfa meira og minna að vera tengd fjarfundarbúnaði allan vinnudaginn alla daga vikunnar. En hvernig gengur að vinna verkefni og stýra verkefnum í fjarvinnu? Guðný Halla Hauksdóttir er viðskiptafræðingur og forstöðumaður þjónustustýringar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hún kom í þáttinn og sagði frá því hvernig best er að nota svona búnað til að nýta fjarvinnu sem best. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Þór Tulinius leikar, leikstjóri og leiðsögumaður. Hann hefur langa reynslu á þessum sviðum en við fengum hann til að segja okkur frá því hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/15/202155 minutes
Episode Artwork

Helgi Pé föstudagsgestur og skíðanesti

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Helgi Pétursson, eða Helgi Pé og Helgi í Ríóinu. Hann er nýfluttur heim frá Danmörku og hefur látið til sín taka í gráa hernum og nú síðast í gær ákvað hann að bjóða sig fram sem formann í Landssambandi eldri borgara. Við rifjuðum upp bernskuna, skólagönguna og í Kópavoginum, upphafið í tónlistinni og fleira með Helga í þættinum. Í matarspjalli dagsins hringdum við í Sigurlaugu Margréti, besta vin bragðlaukanna, þar sem hún er stödd norður í landi. Hún talaði við okkur um nesti í skíðaferðir fyrr og nú og við ræddum ýmsar sögur af skíðanesti. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/12/202155 minutes
Episode Artwork

Arna Guðmundsdóttir innkirtlalæknir sérfræðingur þáttarins

Það er fimmtudagur og það þýðir að við fengum við sérfræðing í Mannlega þáttinn í dag. Í þetta sinn var það innkirtlalæknirinn Arna Guðmundsdóttir. Við ræddum aðallega við hana um sykursýki enda snúa nær allar spurningarnar frá hlustendum í þetta sinn um þann sjúkdóm. En fyrst ræddum við við Örnu um ýmislegt sem snýr almennt að innkirtlum. Innkirtlakerfið er eitt af líffærakerfum mannsins og innkirtlakerfið vinnur með taugakerfinu við að samhæfa störf allra annarra líffærakerfa líkamans. Afurðir innkirtla nefnast hormón en þau má skilgreina sem lífræn boðefni sem berast með blóðrásinni um líkamann. Skjaldkirtill, heiladingull, nýrnahettur eru t.d. dæmi um innkirtla, en Arna sagði okkur meira frá þess og útskýrði starfssemi þessa líffærakerfis og í seinni hluta þáttarins svaraði hún spurningum frá hlustendum, sem voru sendar á netfang okkar [email protected]. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/11/202155 minutes
Episode Artwork

Íbúakönnun landshlutanna, Lausnahringurinn og Listasafn Árnesinga

Nýlega voru kynntar niðurstöður úr íbúakönnun landshlutanna sem er gerð meðal íbúa landsins á búsetuskilyrðum, hamingju og viðhorfi til síns sveitarfélags. Að könnuninni stóðu öll landshlutasamtök (nema SSH) ásamt Byggðastofnun og var hún gerð á íslensku, ensku og pólsku í september og október síðastliðnum. Hvar á landinu er fólk hamingjusamast og hvar óhamingjusamast? Hverjir eru ánægðastir og hverjir eru óánægðastir með sveitarfélagið sitt? Niðurstöðurnar eru áhugaverðar. Við fengum Vífil Karlsson hagfræðingur hjá SSV, Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, en hann er höfundur skýrslunnar ásamt Helgu Maríu Pétursdóttur hjá SSNE, til okkar að segja okkur frá helstu niðurstöðum. Arnrún Magnúsdóttir leikskólakennari hefur um tuttugu ára skeið unnið að kennsluefni fyrir starfsfólk leikskóla, yngsta stigs grunnskóla og frístundaheimila. Hún segir mikilvægt að til sé námsefni sem hægt sé að beita til að ræða mörk og virðingu í samskiptum, kynferðisofbeldi og aðrar birtingarmyndir ofbeldis við börn. Arnrún tók á móti viðurkenningu Heimilis og skóla fyrr í vetur vegna Lausnahringsins sem er námsefni fyrir börn, kennara og foreldra til að styðja við góð samskipti. Arnrún kom í þáttinn í dag. Um síðustu helgi voru opnaðar tvær myndlistasýningar í Listasafni Árnesinga. Margrét Blöndal var á ferðinni í Hveragerði rétt fyrir opnun og heimsótti þá þau Kristínu Scheving sem tók við sem safnstjóri fyrir nákvæmlega ári og sýningarstjórann Jonatan Habib Engqvist. Þau voru önnum kafin við að gera allt klárt en gáfu sér samt tíma til að spjalla, um sýninguna og líka um nýjan veruleika sem allir þurfa að takast á við, bæði þegar kemur að menningarviðburðum og ferðalögum á milli landa. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/10/202155 minutes
Episode Artwork

Fræðslufundur á RÚV, garðfuglarnir og Guðný skólastjóri

Hverjar eru áskoranir eldri borgara og hvernig er hægt að eiga innihaldsríkt líf alla ævi? Öldrunarráð Íslands og Landssamband eldri borgara standa fyrir fræðslufundinum, Velferð eldri borgara sem verður á RÚV í dag milli kl. 13.00 ? 15.00. Öldrunarráð Íslands hefur árlega staðið fyrir ráðstefnu um málefni sem varða eldri borgara. Á kórónuveirutímanum hefur ekki verið hægt að halda slíka ráðstefnu. Úr varð að halda fræðslufund í samstarfi við RÚV. Þar með gafst einstakt tækifæri til að tengjast eldri borgurum um allt land, þar sem samkomutakmörk og fjarlægðir setja engin takmörk. Við fengum Jórunni Ósk Frímannsdóttur Jensen, formann Öldrunarráðsins í þáttinn til að segja okkur frekar frá fræðslufundinum og efni hans. Rúmlega 50 fuglategundir hafa sést í einstökum görðum á Íslandi. Á námskeiðinu Garðfuglar - fóðrun og aðbúnaður hjá Endurmenntun Háskóla Íslands, verður fjallað um helstu tegundir sem búast má við í íslenskum görðum, sýndar myndir af fuglunum, farið í helstu náttúrulegar fæðugerðir vetur og sumar og hvað sé best að bjóða þeim ef þeir sýna sig í garðinum. Við hringdum í Örn Óskarsson líffræðing og framhaldsskólakennara, sem stjórnar námskeiðinu, og fræddumst eilítið um fuglana sem syngja í görðunum okkar. Guðný Rúnarsdóttir tók við stöðu skólastjóra við Grunnskóla Drangsness síðastliðið haust. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Guðnýju og ræddi við hana um skólann, samfélagið á Ströndum og ýmislegt annað. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/9/202155 minutes
Episode Artwork

G-vítamín og tungumál skólabarna á Íslandi

Við þurfum öll að rækta og vernda geðheilsu okkar. Rétt eins og með líkamlega heilsu, þar sem öllum er ráðlagt að taka vítamín daglega, gerir margt smátt eitt stórt í geðrækt. Geðhjálp býður 30 skammta af G-vítamíni á þorranum; ráðleggingar sem er ætlað að bæta geðheilsu. Dagatal með G-vítamínsskömmtum var sent á hvert heimili á Íslandi og markmiðið er að styrkja geðheilsu landsmanna en um leið að fyrirbyggja bresti og verja okkur í mótbyr. Við ræddum við Elínu Ebbu Ásmundsdóttur hjá Hlutverkasetri í þættinum í dag um geðheilsuna og G-vítamínin. Við hringdum í Kristínu R. Vilhjálmsdóttur, kennara, menningar- og tungumálamiðlara, þar sem hún býr í Árósum í Danmörku. Nýlega var hún fengin til að leiða vitundarvakninguna ?Íslandskort - Leitin að tungumálaforða barna og ungmenni? sem gengur út á að skólar landsins skrái öll þau tungumál sem börnin þar tala. Síðan verður gert gagnvirkt kort yfir Íslandi þar sem tungumálin birtast á hverjum stað. Við fengum Kristínutil að segja okkur meira frá þessu mikilvæga verkefni og hversu mikilvægt og jákvætt það er að styðja börnin í því að viðhalda þeim tungumálum sem eru hluti af þeirra lífi. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/8/202155 minutes
Episode Artwork

Solla Eiríks föstudagsgestur og matarspjall um heita brauðrétti

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn hefur eldað mat fyrir landann lengi og framleitt allskonar matvörur undir eigin merki, erlendur blaðamaður sagði að hún væri besti hráfæðiskokkur í heimi, hún hefur verið kennd við Grænan kost og svo Gló. Þá ættu nú flestir að vera búin að átta sig á því hver hún er. Sólveig Eiríksdóttir, eða Solla í Gló. Við fengum að vita hvar hún er fædd og uppalin, og svo ferðuðumst við með henni í gegnum lífið til dagsins í dag og fengum að vita hvað hún er að bralla þessa stundina. Svo var auðvitað matarspjall í dag og í þetta sinn héldum við okkur við mat af gamla skólanum, heita brauðréttir. Þeir eru auðvitað ómissandi hluti af hlaðborði í veislum þessa lands, fermingarveislur, skírnarveislur, útskriftarveislur. Flestir eiga margar minningar tengdar heitum brauðréttum. Sigurlaug Margrét, besti vinur bragðlaukanna, og heitir brauðréttir í matarspjalli dagsins. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/5/202155 minutes
Episode Artwork

Sérfræðingur þáttarins Breki Karlsson um fjármál

Í dag er fimmtudagur og eins og aðra fimmtudaga í vetur fengum við sérfræðing til okkar. Í dag veltum við fyrir okkur fjármálum heimilanna og fengum því Breka Karlsson, sem var forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi en er nú formaður Neytendasamtakanna. Við ræddum við hann um fjármálalæsi þjóðarinnar, fórum með honum yfir algengustu vandamál sem fólk lendir í með heimilisbókhaldið og svo svaraði hann spurningum sem hlustendur hafa sent á netfang þáttarins, [email protected]. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/4/202155 minutes
Episode Artwork

Dáleiðsla, reynslusögur af rasisma og póstkort frá Spáni

Við ræddum um dáleiðslu við Ásdísi Olsen sem kennir við Dáleiðsluskóla Íslands en hún sérhæfir sig í aðferðum til að auka sjálfsvitund, tilfinningagreind, innsæi og að nýta ímyndunaraflið til að láta drauma rætast. Ásdís er einnig núvitundarkennari og markþjálfi og stundar doktorsnám í jákvæðri sálfræði. Hvernig birtist rasismi og hvít kynþáttahyggja í íslensku samfélagi? Hvaða áhrif hefur það á þolendur þess? Hvernig er hægt að taka skref í að uppræta kynþáttafordóma í umhverfi okkar og hvað einkennir góðan bandamann? Þessum spurningum og fleirum til verður svarað annað kvöld í samtali við þrjá einstaklinga á streymisviðburðinum Reynslusögur af rasisma sem er hluti af jafnréttisdögum háskólanna á Íslandi. Í ár verður sérstaklega fjallað um fjölbreytileika, forréttindi, þöggun, vald, mismunun og fleira. Við fengum til okkar í spjall Lenyu Rún Taha Karim, sem er ein þeirra þriggja sem segir frá sinni reynslu á streymisviðburðinum annað kvöld. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Póskort dagsins fjallar nánast eingöngu um covid farsóttina og baráttuna við hana á Costa Blanca. Sú barátta hefur gengið upp og niður, smit hefur aukist mikið eftir hátíðarnar og það líður varla vika án þess að reglur séu hertar. Allur samanburður við aðstæður og þróun mála á íslandi er til einskis því aðstæður eru gerólíkar. En hertar reglur í Valensíuhéraði eru farnar að minna óþægilega á fyrravor þegar úgöngubann var sett á í þrjá mánuði. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/3/202155 minutes
Episode Artwork

Nichole Leigh, Sævar Helgi, Elín Hirst og hjónin á Malarhorni

Félags- og barnamálaráðherra, hefur skipað Nichole Leigh Mosty í embætti forstöðukonu Fjölmenningarseturs. Nichole vann lengi á leikskóla, lengst af sem leikskólastjóri, hún hefur setið á alþingi og hefur verið verkefnastjóri á þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar í Breiðholti og hefur unnið að fjölda verkefna sem koma að fjölmenningu. Hún kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá sér og þeim verkefnum sem eru framundan hjá henni og Fjölmenningarsetri. Sævar Helgi Bragason og Elín Hirst komu í þáttinn í dag, en þau eru tvö þeirra sem standa að nýju sjónvarpsþáttunum Hvað getum við gert? Sem eru sjálfstætt framhald þáttanna Hvað höfum við gert? En í þeim var farið yfir áhrif okkar á lofstlagið og það tjón sem hefur orðið af mannavöldum og afleiðingar þess. Í þessum nýju þáttum er fjallað um fjölbreyttar lausnir við loftslagsvandanum. Lausnirnar eru ólíkar, en eiga það allar sameiginlegt að gera lífið á jörðinni enn betra. Á Drangsnesi er rekið hótelið Malarhorn sem dregur nafn sitt af því að skessa nokkur hjó í reiðikasti stórt stykki úr landinu, þar sem nú heitir Malarhorn, kastaði því í sjóinn fyrir utan Drangsnes og skapaði með því Grímsey sem er að margra mati ein helsta perla Stranda. Hjónin Eva Katrín Reynisdóttir og Magnús Ölver Ásbjörnsson reka hótelið og Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, ræddi við þau um reksturinn á tímum Covid og ýmsilegt annað. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/2/202155 minutes
Episode Artwork

Vika sex og Eyþór lesandi vikunnar

Vika sex er átak sem Reykjavíkurborg setur í gang í dag í annað sinn. Reykjavíkurborg kallaði eftir áliti ungmenna á umræðuefni og á sjöunda hundrað ungmenni vildu aukna fræslu um kynlíf. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur kom til okkar og fræddi okkur um átakið en hún hefur sjálf komið að rannsóknum þar sem kemur í ljós að þörfin fyrir fræðslu er mikil. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Eyþór Árnason sviðsstjóri í Hörpu, hann er lærður leikari og var lengi vel sviðsstjóri á Stöð 2 og kom þar að gríðarlegu magni af sjónvarpsupptökum og beinum útsendingum, þangað til að hann var ráðinn fyrsti sviðsstjóri Hörpu fyrir opnun hússins. Hann hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2009 fyrir fyrstu ljóðabók sína, Hundgá úr annarri sveit. Og núna í janúar hlaut hann önnur verðlaun Ljóðstafs Jóns úr Vör 2021 og hlaut að auki þrjár viðurkenningar dómnefndar af sjö. Hann sagði okkur hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
2/1/202155 minutes
Episode Artwork

Hallgrímur á Siglufirði, Felix og Eurovision og Karl og karrýið

Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni var Hallgrímur Helgason rithöfundur. Hann er staddur á Siglufirði við skriftir og við slógum á þráðinn til hans og forvitnuðumst um snjóinn og daglegt líf í bænum og sólarkaffið sem hann fór í í gær og svo sagði hann okkur frá nýju bókinni sem hann er að skrifa, sem er framhald af bókinni Sextíu kíló af sólskini. Eurovisionkeppnin verður haldin í ár, það er búið að ákveða það og bara spurning um útfærsluna en það verða fjórir möguleikar uppi á borðinu. Felix Bergsson hefur leitt íslenska hópinn í keppninni undanfarin ár og við fengum hann til að segja okkur frá þessu í þættinum. Kjöt í karrí var málið í Matarspjallinu okkar í dag en Sigurlaug Margrét fékk til sín góðan gest, tónlistarmann sem hefur sérstakt dálæti á þessum vinsæla rétti, Karl Örvarsson var gestur Matarspjallsins í dag. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
1/29/202155 minutes
Episode Artwork

Sérfræðingurinn Berglind Stefánsdóttir um kulnun

Við byrjuðum þáttinn í dag á því að senda út upphafið á upplýsingafundi Almannavarna. Þátturinn var því styttri sem því nemur. Í dag er fimmtudagur og því vorum við auðvitað með sérfræðing í þættinum. Að þessu sinni var það Berglind Stefánsdóttir sálfræðingur og verkefnastjóri hjá VIRK. Við ræddum við hana um kulnun. Kulnun er og hefur verið mikið í umræðunni síðastliðin ár og skilgreiningin á hugtakinu hefur tekið nokkrum breytingum. Berglind fræddi okkur um þessa þróun og gefa okkur nýjustu upplýsingar varðandi kulnun og svaraði spurningum varðandi kulnun sem hlustendur hafa sent á netfang okkar, [email protected]. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
1/28/202155 minutes
Episode Artwork

Vitundavakning Krafts, Oddafélagið 30 ára og heilbrigður lífstíll

Um 70 ungir einstaklingar greinast með krabbamein á hverju ári. Kraftur er með vitundarvakningu og fjáröflunarherferð í gangi þessa dagana og stendur átakið til 4. febrúar. Markmið herferðarinnar er að vekja athygli á hversu marga krabbamein hefur áhrif á. Það er t.d. verið að selja húfur til styrktar félaginu og starfsemi þess sem og afla styrkja fyrir félagið. Við ræddum í dag við Jóhann Björn Sigurbjörnsson, 25 ára, en hann greindist með eitlakrabbamein á síðasta ári og Lindu Sæberg, sem situr í stjórn Krafts og hefur sjálf greinst með brjóstakrabbamein. Þann 1. desember sl. fagnaði Oddafélagið 30 ára afmæli sínu, reyndar með mjög látlausum hætti vegna fjöldatakmarkana en fagnaði engu að síður. Félagsmenn Oddafélagsins eiga sér þá hugsjón sameiginlega að gera Odda á Rangárvöllum aftur að miðstöð menningar á Suðurlandi. Margrét Blöndal var í Odda um helgina og hitti Ágúst Sigurðsson sveitastjóra í Rangárþingi ytra, sem er jafnframt formaður Oddafélagsins, og fékk að heyra af draumum og framtíðarsýn þessa stórhuga félags. Nú í upphafi árs leggja margir áherslu á heilbrigt líf eins og gengur gjarnan á tímamótum. Birna Þórisdóttir, næringafræðingur og sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu, var hjá okkur í þættinum í dag og sagði frá því að það er hægt er að koma í veg fyrir fjögur af hverjum tíu krabbameinum með heilbrigðum lífsháttum. Stærstu þættirnir eru að forðast eru tóbak, áfengi og að brenna í sólinni eða ljósabekkjum, svo er mikilvægt að hreyfa sig reglulega og borða hollt og fjölbreytt í hæfilegu magni og reyna að halda þyngdaraukningu í skefjum. Birna sagði okkur meira frá þessu í þættinum. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
1/27/202155 minutes
Episode Artwork

Ævar Þór sendiherra UNICEF, snjóþungt fyrir norðan og Jenný Jensd.

Ævar Þór Benediktsson hefur verið skipaður sendiherra UNICEF á Íslandi, fyrstur Íslendinga. Hlutverk sendiherra er að styðja við baráttu UNICEF fyrir réttindum barna um allan heim. Sendiherrar UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, eru í hópi vel þekktra og virtra einstaklinga úr heimi listsköpunar, vísinda, bókmennta, fjölmiðla og íþrótta svo fá dæmi séu nefnd. Bætist Ævar þar í hóp sendiherra landsnefnda UNICEF um allan heim, í þeim hópi eru til dæmis leikararnir Pierce Brosnan og Evan McGregor, leikkonurnar Trine Dyrholm og Susan Sarandon og knattspyrnuþjálfarinn Alex Ferguson. Ævar kom í þáttinn og sagði okkur meira frá þessu nýja hlutverki og hvað í því felst. Í fréttum í gær var fjallað um mikla snjókomu á Akureyri síðustu daga, eins og víða á norðanverðu landinu. Rúmlega 30 moksturstæki voru á ferð um bæinn í gær og höfðu vart undan við að ryðja helstu götur og göngustíga. Þar er allt á kafi í snjó, háir skaflar víða og við slógum á þráðinn á Laugar í Þingeyjasveit og heyrðum í gömlum góðum vini Mannlega þáttarins sem er búinn að færa sig um set frá Vopnafirði yfir í Laugar. Við hringdum í Magnús Má Þorvaldsson, í þættinum í dag, en hann er forstöðumaður Íþróttamamiðstöðvar Þingeyjarsveitar. Jenný Jensdóttir var eitt þeirra barna sem fékk að fara í sveit sem barn, ein sveitadvölin var þó eftirminnilegri en aðrar þar sem Jenný fór á annan bæ en í upphafi stóð til. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Jenny sem nú hefur nýlokið langri starfsævi fyrir Kaldrananeshrepp. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
1/26/202155 minutes
Episode Artwork

Íslensk leirlist og Unnur Helga lesandi vikunnar

Upphaf Íslenskrar leirlistar er rakið aftur til ársins 1930. Saga greinarinnar er því mjög stutt. Árið 1969 var byrjað að kenna leirlist sem listgrein við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Í mars 1981 var félagið stofnað og bar nafnið félag íslenskra leirlistamanna. Félagið var ætlað öllum menntuðum leirlistamönnum hvort sem þeir unnu að nytjalist eða frjálsri myndlist. Á þessu ári fagnar leirlistafélagið 40 ára afmæli og við Bjarna Viðar Sigurðsson og Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir úr afmælisnefndinni til þess að fræða okkur um íslenska leirlist. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Unnur Helga Möller mannfræðingur, verkefnastjóri viðburða og kynningarmála hjá Bókasafni Hafnarfjarðar og, að eigin sögn, uppgjafartónlistarkona að norðan. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
1/25/202150 minutes
Episode Artwork

Baldvin Z föstudagsgestur og Albert og pönnukökurnar

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag var kvikmyndaleikstjórinn Baldvin Z, eða Baldvin Zophoníasson. Hann hefur auðvitað leikstýrt kvikmyndum og sjónvarpsefni sem hefur náð miklum vinsældum, eins og Vonarstræti, Óróa, Ófærð, Lof mér að falla og fleira. Hann er líka framleiðandi og meðeigandi í framleiðslufyrirtækinu Glass River og þar er hann með mörg járn í eldinum. Við ferðuðumst með honum í gegnum lífið frá æskunni fyrir norðan til dagsins í dag og fengum svo að vita hvað er á dagskránni hjá honum þessa dagana. Eftir matarspjallið í síðustu viku, þar sem Sigurður Pálmason sagði okkur sögu af pönnukökubakstri og upp kom umræða um pönnukökuuppskriftir, þá fengum við fjöldann allan af tölvupóstum og skilaboðum með yfirlýsingum um bestu uppskriftirnar, sem allir voru sannfærðir um að væri þeirra og einnig nokkrar pönnukökusögur. Við héldum því áfram að ræða pönnukökur í matarspjalli dagsins og fengum til okkar góðvin þáttarins, Albert Eiríksson, sem er auðvitað, ofan á allt annað, meistari í pönnukökubakstri. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG SIGURLAUG MARGRÉT JÓNASDÓTTIR
1/22/202155 minutes
Episode Artwork

Erla Björnsdóttir svara aftur spurningum hlustenda um svefn

Við byrjuðum þáttinn í dag, eins og aðra fimmtudaga og mánudaga á því að senda út upphafið á upplýsingafundi Almannavarna. Þátturinn var því styttri sem því nemur. Þar sem það er fimmtudagur þá kom sérfræðingur í þáttinn til okkar og í þetta sinn var það aftur Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefni og svefnvandamálum. Hún var líka sérfræðingur Mannlega þáttarins í síðustu viku, en þá var efnið alls ekki tæmt, við ákváðum því að fá hana aftur í þessari viku. Sem var eins gott, því hlustendur voru duglegir við að senda okkur spurningar og Erla gerði sitt besta til þess að komast í gegnum þær allar. Spurningarnar fjölluðu meðal annars um kæfisvefn, leiðréttingu á klukkunni, svefnlyf, dagsljósalampa, melatónín og almenn svefnvandamál. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
1/21/202155 minutes
Episode Artwork

Úlfur Héðins, þættir um frægt strand og póstkort frá Spáni

Vertu úlfur er ný leiksýning sem verður frumsýnd í Þjóðleikhúsinu á föstudaginn og er byggð á samnefndri bók sem er sjálfsævisöguleg frásögn Héðins Unnsteinssonar. Bókin vakti verðskuldaða athygli á sínum tíma og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Héðinn hefur látið til sín taka á sviði geðheilbrigðismála í tvo áratugi, meðal annars sem sérfræðingur á vegum stjórnvalda og hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. En hvernig ætli að það sé að horfa á heila leiksýningu á stóra sviði Þjóðleikhússinns um sjálfan þig og tuttugu erfiðustu ár lífs þíns? Héðinn kom í þáttinn og svaraði þeirri spurningu og fleirum. Eins og við minnumst á í gær þá eru 117 ár síðan þýska fiskiskipið Friedrich Albert strandaði á Skeiðarársandi. Áhöfnin komst í land og gekk um sandana í ellefu daga, kaldir og hraktir. Þrír létust en á endanum tókst níu manns úr áhöfninni að komast að litlum sveitabæ þar sem þeir fengu hjálp og íslenskur læknir þurfti við afar frumstæðar aðstæður að taka útlimi af nokkrum þeirra vegna kalsára. Einar Magnús Magnússon vinnur nú að ritun handrits um strand þýska fiskiskipsins fyrir leikna sjónvarpsþætti sem ráðgert er að framleiða. Einar stefnir á leiðangur á strandstað næstu helgi. Hann kom í þáttinn og sagði frá þessu verkefni og heimildum sem hann hefur komist yfir. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Þetta póstkort snýst fyrst um veðurfarið við hvítu ströndina. Þar eru blíðir vetur og Magnús er einn þeirra sem fer á ströndina nánast á hverjum degi. Hann segir frá því sem hann hefur lært um músíkina sem er með öðru sniði en við íslendingar eigum að venjast. Það verður líka sagt frá nýjum veitingastað sem íslensk kona var að opna í Alicante borg. Í lokin verður sagt af ferðalagi í einn fallagasta dal sem prýðir Alicantesýslu. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
1/20/202155 minutes
Episode Artwork

Frásagnarlist, húslestur Braga og Bergþóru og Stefán hreindýrabóndi

Að kunna þá list að segja skemmtilega frá, svo skemmtilega að fólk færi sig fram á sætisbrúnina og hangi á hverju orði sem fellur af vörum þínum, er öfundsverður eiginleiki sem getur gagnast hvar sem er. Tæknin við að segja sögur er námskeið á vegum Endurmenntunar HÍ þar sem fjallað verður meðal annars um frásagnarlist frá mörgum ólíkum hliðum. Hvernig hún nýtist bæði við formlegar og óformlegar aðstæður, á opinberum vettvangi og í góðum félagskap vina og fjölskyldu. Við fengum Andrés Jónsson almannatengil, sem er annar þeirra sem stjórna námskeiðinu, í þáttinn til að segja okkur frá því hvernig á að segja frá.. Borgarbókasafnið í Menningarhúsinu Gerðuberg býður uppá húslestra í vetur og á morgun verða rithöfundarnir Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Bragi Páll Sigurðarson með lesturinn. Þau ætla að lesa upp texta sem eru í uppáhaldi hjá þeim og textarnir koma víða að og í þeim er að finna töfra og dulúð. Bergþóra og Bragi Páll eru bæði rithöfundar og eins og segir í kynningartexta: hún er húsmóðir og hann sjómaður. Bergþóra gaf út sína fyrstu skáldsögu í fyrra, Svínshöfuð, sem sló rækilega í gegn og hlaut einróma lof gagnrýnenda. Bragi Páll gaf einnig út sína fyrstu skáldsögu í fyrra, Austur, sem hefur verið lýst sem harmrænni hrakningasögu, sem þó er drepfyndin. Þau komu í þáttinn í dag. Hreindýrin eru hans eins og sauðféð er bóndans á Íslandi er sagt um Stefán Hrafn Magnússon hreindýrabónda á Grænlandi. Stefán kom í heimsókn á Strandir fyrir stuttu og Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, ræddi við hann um ástæður þess að hann fór í upphafi til Grænlands og settist þar að. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
1/19/202156 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Kynfræðsla yngsta stigs grunnskóla og Sóli lesandi vikunnar

Við byrjuðum þáttinn á því að senda út upphafið á upplýsingafundi Almannavarna, eins og aðra mánudaga og fimmtudaga í vetur. Þátturinn var því styttri sem því nemur. Höfundar sjö meistaraverkefna í leikskóla-, grunnskóla-, og frístundafræðum fengu á dögunum viðurkenningu skóla- og frístundaráðs 2020, Viðurkenning fyrir meistaraprófsverkefni er liður í því að hvetja til og auka hagnýtingu rannsókna í fagstarfi með börnum og unglingum í Reykjavík. Rut Ingvarsdóttir fékk viðurkenningu fyrir verkefnið Kraftaverkið ég - Námsefni í kynfræðslu fyrir yngsta stig grunnskóla en í því eru meðal annars kennsluleiðbeiningar og námsbók í kynfræðslu fyrir 5-8 ára nemendur, en skortur hefur verið á námsefni í kynfræðslu fyrir nemendur á yngsta stigi grunnskólans. Rut sagði okkur meira frá þessu í þættinum í dag. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Sólmundur Hólm Sólmundarson, eða Sóli Hólm. Hann er auðvitað skemmtikraftur og eftirherma sem flestir ættu að þekkja úr sjónvarpi, nú síðast úr Skaupinu. En það sem færri kannski vita er að hann hefur skrifað tvær bækur, fyrst ævisögu Gylfa Ægissonar og nú síðast ævisögu rapparans Hr. Hnetusmjör, en hún var einmitt mest selda ævisaga síðasta árs. Við fengum að vita hvaða bækur Sóli hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
1/18/202155 minutes
Episode Artwork

Sigurður Helgi Pálmason föstudagsgestur og matarspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Sigurður Helgi Pálmason. Hann er tónlistarmaður, vinnur í Seðlabankanum, er annar umsjónarmanna sjónvarpsþáttanna Fyrir alla muni, en önnur þáttaröð þeirra hefur göngu sína á sunnudaginn. Hann er sonur Pálma Gunnarssonar og Þuríðar Sigurðardóttur, þannig að hann á ekki söngröddina langt að sækja. Við fengum að vita meira um Sigurð í þættinum í dag. Í dag kom Sigurlaug Margrét auðvitað líka til okkar í matarspjall og við fengum föstudagsgestinn okkar, Sigurð Pálmason, til að sitja áfram hjá okkur og segja frá sínum uppáhaldsmat og hvernig hann stendur sig í eldhúsinu. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR?
1/15/202155 minutes
Episode Artwork

Sérfræðingurinn Erla Björnsdóttir - Svefn

Við byrjuðum þáttinn í dag, eins og aðra fimmtudaga og mánudaga í vetur á því að senda út upphafið af upplýsingafundi almannavarna. Þátturinn er því styttri sem því nemur. Við fengum aftur sérfræðing í þáttinn í dag, eins og alla fimmtudaga í vetur. Fyrsti sérfræðingur nýja ársins er Erla Björnsdóttir. Erla er með doktorspróf í líf-og læknavísindum frá Háskóla Íslands. Í doktorsnámi sínu rannsakaði Erla svefnleysi, andlega líðan og lífsgæði hjá sjúklingum með kæfisvefn. Erla hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi og vinnur að rannsóknum á því sviði ásamt samstarfsfólki í Evrópu og Bandaríkjunum. Við fengum hana til þess að segja okkur frá sínu starfi og því helsta sem hennar skjólstæðingar eru að glíma við. Auk þess höfum við lögðum fyrir Erlu spurningar sem við fengum sendar inn frá hlustendum. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR?
1/14/202155 minutes
Episode Artwork

Unnur Birna, iðnaðarhampur og sóttvarnir á Heilsuvaktinni

Við fjölluðum ítarlega um tókófóbíu, eða fæðingarótta, fyrr í vetur og ræddum við Unni Birnu Björnsdóttur tónlistarkonu sem hefur verið haldin þessari fóbíu undanfarin ár en tókófóbía er sjúkleg hræðsla við þungun og fæðingu og getur leitt til þess að kona sleppir alfarið barneignum eða frestar því í lengstu lög. Þegar við ræddum við Unni átti hún fáeinar vikur eftir af sinni fyrstu meðgöngu og útskýrði á einlægan hátt hversu íþyngjandi þessi fóbía hefur verið henni og hversu mikinn stuðning hún hafi fengið frá öðrum konum í svipaðri stöðu. Nú er Unnur búin að eiga litla stúlku og við fengum að vita í þættinum í dag hvernig þetta gekk allt saman og hvernig gengur í dag. Síðasta vor var reglugerð breytt tímabundið svo leyfilegt var að rækta iðnaðarhamp á Íslandi, háð skilyrðum og takmörkunum svo tryggt sé að ekki verði fluttar inn eða ræktaðar plöntur sem innihalda vímuefnið THC í nýtanlegu magni, eða að hámarki 0,2%. Einhverjir hófust strax handa og nýttu síðasta sumar í tilraunaræktun, enda er hægt að nýta iðnaðarhamp í margvíslegum tilgangi. Það sem hægt er að gera úr honum eru meðal annars trefjaplötur, steypa, pappír, eldsneyti og textíll. Eins matvæli, fæðubótarefni, skepnufóður og lyf. Kristinn Sæmundsson er einn þeirra sem fór af stað síðasta vor og uppskera sumarsins var að hans sögn nokkuð góð. Við ætlum að fá Kristinn til þess að segja okkur aðeins frá sinni reynslu af þessari ræktun og hvernig hann sér þetta fyrir sér hér á eftir. Í guðanna bænum ekki byrja að knúsast aftur segir Hildur Helgadóttir hjúkrunarfræðingur sem á sæti í farsóttarnefnd Landspítalans. Bergljót Baldursdóttir ræddi við hana á heilsuvaktinni í dag um hvaða lærdóm um sóttvarnir við getum dregið af heimsfaraldrinum. Mun minna er af sýkingum af ýmsu tagi núna á meðan fólk heldur uppi ströngum sóttvörnum. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR?
1/13/202155 minutes
Episode Artwork

Vetrarhjólamennska, kvíði og áramótauppjör Kristínar

Sífellt fleiri nota hjól sem fararskjóta og þó það sé færra hjólreiðafólk á götunum yfir kaldasta og dimmasta tíma ársins þá eru samt margir sem nota hjólin allan ársins hring. Við fengum þau Árna Davíðsson og Sesselju Traustadóttur til að koma í þáttinn, þau eru bæði í Landssamtökum hjólreiðafólks, sem stendur meðal annars fyrir hjólatúrum annan hvern laugardag. Þau sögðu okkur frá reiðhjólum, rafmagnshjólum, nagladekkjum, vetrarhjólamennsku og fleiru í þættinum í dag. Við ræddum við Sigurbjörgu Söru Bergsdóttir ráðgjafa til 15 ára en hún hefur meðal annars sérhæft sig í áföllum, kvíða og þunglyndi. Við veltum fyrir okkur hvaða áhrif þetta ár í Covid hefur haft á almenna líðan fólks? Nú er um það bil eitt ár liðið frá því heimurinn frétti af COVID-19 fyrst og allt breyttist á svipstundu. Hvaða áhrif hefur svona langvarandi streita sem margir upplifa, kvíði, áhyggjur og jafnvel vonleysi? Hvað getum við gert til að láta okkur líða betur? Við ræddum við Sigurbjörgu um þetta í dag. Við ákváðum svo í dag að heyra í Kristínu Einarsdóttur í beinni og ræða við hana um áramótin, uppgjörið sem fer þá fram, bæði persónulega og í fjölmiðlum, og svo ræddum við skaupið. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR?
1/12/202155 minutes
Episode Artwork

Ráðgjafafyrirtækið Efri ár og Sigurður lesandi vikunnar

Við hófum þáttinn á að senda út upphaf upplýsingafundar Almannavarna, þátturinn var því styttri sem því nemur. Ragnheiður Gunnarsdóttir er hjúkrunarfræðingur á Landakotsspítala með fjölbreytta reynslu af að vinna að málefnum aldraðra og eldri borgara. Samhliða starfinu á Landakoti rekur hún ráðgjafarfyrirtæki sem heitir Efri ár. Þar vinnur hún með aðstandendum sem eru oft svo ráðalausir þegar kemur að þjónustu og stuðningi við aldraða foreldra og skyldfólk. Við ræddum við Ragnheiði í þættinum í dag. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Sigurður Jón Ólafsson, bókasafnsfræðingur. Hann starfaði hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur í rúm 30 ár. Sigurður hefur verið virkur hjá Stómsamtökum Íslands í hátt í 30 ár og var ritstjóri og ábyrgðarmaður 40 ára afmælisrits Stómasamtakanna, sem kom út á afmælisdeginum í október í fyrra. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR?
1/11/202155 minutes
Episode Artwork

Páll Óskar föstudagsgestur og matarspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn er söngvari og tónlistarmaður sem hefur glatt þjóðina í áratugi. Í rauninni er hann eitt af þessum nöfnum sem þarf ekki að kynna fyrir landsmönnum, Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann sagði okkur frá æskunni og uppeldinu á stóru heimili í Vesturbænum og svo frá ferðalaginu í gegnum lífið til dagsins í dag. Páll Óskar talaði líka um samfélagsmiðla, til dæmis út frá atburðum undanfarna daga í Bandaríkjunum. Hver ábyrgð samfélagsmiðla er í því samhengi og hverjar eru dökku hliðarnar á því að eyða miklum tíma á þessum miðlum. Svo var það matarspjallið, Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, fékk auðvitað Pál Óskar til þess að sitja áfram og ræða við okkur um mat í fyrsta matarspjalli ársins. Hver er uppáhaldsmaturinn hans? Hverjir eru hans sérréttir í eldhúsinu? Páll Óskar var í eldhúsinu með okkur í dag. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR?
1/8/202155 minutes
Episode Artwork

Þorgrímur talar við unga fólkið og Anna skrifar glæpasögu

Þorgrímur Þráinsson hefur heimsótt ótal skóla undanfarin ár þar sem hann ræðir við unglinga um lífið og tilveruna. Þessir fyrirlestrar hafa notið mikilla vinsælda á þeim þrettán árum sem hann hefur farið í skóla, en þeir eru u.þ.b. 200 á hverjum vetri. Við fengum að vita í þættinum hvað það er sem hann leggur mesta áherslu á og hvað það er sem helst brennur á eldri grunnskólanemum þessa lands. Bókaútgáfan Sæmundur lætur ekki deigan síga og hefur gefið út þrjár nýjar bækur á þessu nýbyrjaða ári. Ein þeirra heitir Mannavillt. Þetta er glæpasaga þar sem dularfull dauðsföll gamalla vinnufélaga og gáleysislegt tal á bar setja furðulega atburðarás af stað. Höfundurinn hefur verið þekktur fyrir að halda sig við staðreyndir í fyrri bókum sínum, enda sagnfræðingur, en heldur nú út á nýja braut, glæpabraut getum við kannski sagt, en þessi nýjasti glæpasagnahöfundur okkar heitir Anna Ólafsdóttir Björnsson og hún var gestur okkar í seinni hluta þáttarins í dag. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL?
1/7/202155 minutes
Episode Artwork

Súrkálið taka tvö, lesið í skýin og póstkort frá Spáni

Við lentum í tæknilegum örðugleikum í viðtali okkar við Dagnýju Hermannsdóttur í þættinum í gær, þar sem hún var að fræða okkur um leyndardóma súrkálsins. Því þurftum við að hætta í miðju kafi og lofuðum því að það kæmi í þættinum í dag án truflana og auðvitað stóðum við við það. Dagný fræddi okkur um sögu og hollustu súrkálsins og svaraði þeirri spurningu hvort það sé allra meina bót. Í upphafi nýs árs þá er algengt að staldra við og rýna í stöðuna, fortíðina og það sem framundan er. Stundum er talað um að eitthvað sé skrifað í skýin og í dag ætlum við að lesa í skýin með Erni Óskarssyni, en hann stýrir námskeiði hjá Endurmenntun HÍ sem heitir einmitt það, Lesið í skýin. Hvernig myndast ský? Flokkun skýja. Helstu skýjagerðir á Íslandi og fleira. Örn sagði okkur meira frá skýjum og rýndi með okkur í skýin í þættinum í dag. Við fengum fyrsta póstkort ársins frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Í póstkorti dagsins segir frá jóla og áramótahátíðinni á Spáni, sem var með gerólíkum hætti en venjan er. Það verður líka sagt frá stóra matarmarkaðnum í Alicante sem er undraveröld fyrir þá sem hafa ánægju af mat og matargerð. Þrettándinn er meiriháttar hátíð á Spáni því þá afhenda vitringarnir þrír jólagjafirnar til spænskra barn. Venjulega er mikið fjör og líf í kringum þrettándann, skrúðgöngur, hávær tónlist og fólk fer í búninga og dansar í götum og torgum. En ekki núna í ár. Í lokin segir svo frá kólnandi tíð við Costa Blanca. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL?
1/6/202155 minutes
Episode Artwork

Súrkálið, hundrað Esjuferðir og Galdrasafnið tvítugt

Það er hreint ekki óhugsandi að einhverjir hlustendur hafi stigið á stokk um áramótin og strengt þess heit að lifa heilsusamlegra lífi á þessu nýja ári en því sem er nýbúið að kveðja. A.m.k. er nokkuð öruggt að einhverjir eru með oggulítið samviskubit yfir öllum freistingunum sem fallið var fyrir yfir hátíðarnar og við hvetjum þá hina sömu til að leggja við hlustir, því við erum að gera okkur vonir um að við séum búin að finna það sem bjargar málunum einn, tveir og þrír, barbabrelluna einu og sönnu. Dagný Hermannsdóttir afhjúpaði leyndardóma súrkálsins í þætti dagsins. (Vegna tæknilegra örðugleika í viðtalinu í dag viljum við benda á að viðtalið við Dagnýju verður í heild í þættinum á morgun, miðvikudaginn 6. janúar.) Björn Kristján Arnarson, viðskiptafræðingur og fjallgöngumaður, setti sér áramótaheit á síðasta ári, að ganga fjörutíu og fimm sinnum upp á Esjuna fyrir 45 ára afmælisdaginn sinn. Áramótaheitið vatt upp á sig og það endaði með því að hann gekk hundrað sinnum upp á Esjuna á árinu. Björn kom í þáttinn og sagði okkur meira frá þessu, hvernig áramótaheitið fékk óvænt nýtt hlutverk og hvort hann hafi strengt áramótaheit núna um áramótin. Galdrasafnið á Hólmavík hóf starfsemi sína árið 2020 og hefur síðan verið mjög vinsæll viðkomustaður ferðafólks. Galdrasafnið á því tuttugu ára afmæli um þessar mundir og Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, ákvað af því tilefni að hitta framkvæmdastjórann Önnu Björg Þórarinsdóttur og fékk hana til að segja meðal annars frá því hvað kom til að safnið var sett á laggirnar á sínum tíma. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL?
1/5/202155 minutes
Episode Artwork

Vandræðaskáldin og Þórunn lesandi vikunnar

Þau sem sáu fréttaannál fréttastofu RÚV í sjónvarpinu á gamlárskvöld sáu í lok hans lag sem gerði upp þetta skrýtna og fordæmalausa ár á hnyttinn hátt með smellnum texta. Flytjendur og höfundar voru þau Sesselía Ólafsdóttir, leikkona, og Vilhjálmur Bergmann Bragason, leikskáld og rithöfundur, en saman skipa þau dúettinn Vandræðaskáldin. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þau gera upp árið sem er að líða í lagi, heldur fimmta sinn og hafa þau fengið talsverða athygli fyrir. Við fengum þau Sesselíu og Vilhjálm til að setjast með okkur í hljóðver RÚV á Akureyri og segja okkur frá Vandræðaskáldunum og því sem þau hafa verið að gera og hvað er framundan. Og svo er það lesandi vikunnar sem að þessu sinni var Þórunn Sigurðardóttir sem við getum kennt við marga titla, hún er varaformaður Listahátíðar í Reykjavík, situr í stjórn Norræna menningarsjóðsins og hún er líka kennari við Háskólann á Bifröst - mikil menningarkona er óhætt að segja og það var forvitnilegt að vita hvaða bækur hafa fylgt henni á lífsleiðinni, hvað hún var að lesa yfir jólin og svo spurðum við hana aðeins út í Netflix, en hún fylgist vel með á þeim vettvangi. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL?
1/4/202155 minutes
Episode Artwork

Árið hjá Bubba og heilsa jaðarsettra

Þetta ár hefur verið ólíkt öllum öðrum árum, krefjandi og skrýtinn tími. Við slógum á þráðinn til Bubba Morthens og heyrðum hvernig hann lítur yfir sviðið nú í lok árs. Hvernig hefur þetta ár verið hjá honum, hvað stendur uppúr? Heilsa jaðarsettra hópa á þessu farsóttarári sem er að líða var til umfjöllunar á heilsuvaktinni í dag. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Elísabetu Herdísar Brynjarsdóttur hjúkrunarfræðing og verkefnisstjóra hjá skaðaminnkunarverkefninu frú Ragnheiði um heilsu þeirra sem eru á götunni og þær vonir sem hún hefur á nýju ári. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/30/202050 minutes
Episode Artwork

70 ára saga Flubjörgunarsveitarinnar og Kristín og álfarnir

Við fengum í heimsókn Arngrím Hermannsson, en hann hefur ritað bókina Björgunarsveitin mín í tilefni af 70 ára afmæli Flugbjörgunarsveitarinnar. Arngrímur safnaði saman áhugaverðum frásögnum frá fjölmörgum félögum, en í bókinni eru hvoru tveggja leitar- og björgunarsögur og ferðasögur félaga Flugbjörgunarsveitarinnar. Við fengum Arngrím til að segja okkur frá bókinni og því hvernig björgunarsveitarfólk er t.d. búið að bjóða sig fram til að fara til Seyðisfjarðar og aðstoða heimafólk til dæmis við að bjarga verðmætum eftir eyðileggingu aurskriðanna. Nú er glatt í hverjum hól og líka í fjöllunum norður á Ströndum. Þessa dagana fara þar fram búsetuskipti álfa eins og annars staðar á landinu. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, ræddi í dag um álfa og hverju megi eiga von á frá þeim. Hún talaði við Jeinebu Rós Matthildardóttur sem er svo heppin að eiga jólaálf og Mörtu Guðrúnu Jóhannesdóttur sem heyrði í æsku fagran álfasöng. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/29/202050 minutes
Episode Artwork

Raggi Bjarna um Elly Vilhjálms og streita gæludýra

Það er 28.desember í dag og það er afmælisdagur Ellyjar Vilhjálms. Hún hefði orðið 85 ára í dag hefði hún lifað og við fengum í tilefni af því að heyra brot úr þætti Margrétar Blöndal, Stefnumót, sem var á dagskrá Rásar 1 árið 2017. Þar ræddi Margrét við Ragnar Bjarnason um Ellyju og gömlu hljómsveitarárin með KK. Það eru áramót framundan og þá hafa margir gæludýraeigendur áhyggjur af dýrunum sínum, enda geta flugeldar og hávaðinn sem þeim fylgir kallað fram talsverða hræðslu og streitu hjá gæludýrum. Undanfarið hafa verið fréttir af því að hundaeign hefur aukist mikið í faraldrinum, jafnvel svo mikið að það er meiri eftirspurn en framboð á ýmsum hundategundum. Því rifjuðum við upp viðtal við Hönnu Arnórsdóttur dýralækni hjá dýraspítalanum í Garðabæ. Hanna fræddi okkur um streitu vegna til dæmis aðskilnaðarkvíða gæludýra, hvað sé ráðlagt að gera við honum, sem getur verið mismunandi eftir því hvaða dýr eða tegund um ræðir. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/28/202050 minutes
Episode Artwork

Jól í Mjóafirði, jól á Spáni og Úlfar og jólamaturinn

Bærinn Dalatangi er 14 kílómetra frá þorpinu í Mjóafirði en lengra austur er ekki hægt að aka. Leiðin út á Dalatanga liggur eftir mjóum slóða sem fikrar sig út eftir firðinum. Ekið er framhjá skriðum og hamrabrúnum, framhjá fossum og dalgilum. Við Dalatangavita opnast mikið útsýni til norðurs allt að Glettingi og inn í mynni Loðmundarfjarðar og Seyðisfjarðar. Svona er þessu lýst á vef vegagerðarinnar og þar er einnig sagt frá því að Marsibil Erlendsdóttir vitavörður varð sextug á þessu ári en hún tók við af föður sínum þegar hún var þrítug. Við slógum á þráðinn til hennar á Dalatanga og forvitnuðumst um jólahaldið hjá henni. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Póstkort dagsins segir frá öðruvísi jólasiðum Spánverja, frá jóhappdrættinu sem tryllir alla þjóðina og svo frá því að fjórar spænskar borgir eru taldar bestar til búsetu fyrir þá sem vilja flytjast að heiman. Áttu ennþá eftir að gera eftirréttinn fyrir kvöldið? Ertu í vandræðum með hamborgarhrygginn, rjúpurnar eða kalkúninn? Þarftu á góðum ráðum að halda? Þá ættirðu að leggja við eyrun þegar við hringdum í Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistara í morgun og hann leiddi okkur í allan sannleik um það hvernig á að gera þetta allt saman. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/24/202050 minutes
Episode Artwork

Nýtt útvarpsleikrit, Sigvaldi og jólakveðjurnar og Ragnar Torfason

Með tík á heiði er nýtt íslenskt útvarpsleikrit í fjórum hlutum eftir Jóhönnu Friðrikku Sæmundsdóttur, í leikstjórn Silju Hauksdóttur. Fyrsti hluti verksins verður sendur út hér á Rás 1 á aðfangadag, en verkið fléttar saman sögum tveggja kvenna á Íslandi með hundrað ára millibili. Þær Jóhanna og Silja hafa unnið saman áður, en þær skrifuðu, ásamt Göggu Jónsdóttur, kvikmyndina Agnes Joy, sem þær hlutu Edduverðlaun fyrir sem mynd ársins og fyrir besta handritið. Auk þess var kvikmyndin nýlega valin sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna. Við fengum þær Jóhönnu og Silju í þáttinn í dag í spjall um kvikmyndina, útvarpsleikritið og samstarfið. Sigvaldi Júlíusson er hlustendum Rásar 1 vel kunnugur, hann var auðvitað þulur í áratugi. Ingibjörg Fríða Helgadóttir, frá KrakkaRÚV fékk þau Vigdísi Unu Tómasdóttur, 10 ára og Kára Tuvia Ruebner Kjartansson, 9 ára, með sér í lið til að taka viðtal við Sigvalda meðal annars um jólakveðjuhefð Rásar 1, hvort það sé ekki erfitt að lesa svona mikið á einum degi, hver sé fallegasta jólakveðja sem hann hefur lesið og hver sé sú skrýtnasta? Í lokin hjálpast þau við að flytja krökkum og fjölskyldum landsins jólakveðju frá KrakkaRÚV. Við fengum að flytja viðtalið í þættinum í dag. Ragnar Torfason er alinn upp á Finnbogastöðum í Trékyllisvík, þar tóku jólasveinar hlutverk sitt alvarlega og Ragnar hefur ásamt öðrum fetað í þeirra fótspor. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Ragnar á heimili hans í Reykjavík og fékk hann til að rifja upp jólin á Ströndum. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/22/202050 minutes
Episode Artwork

Gerður, Sigurður og Stefán rifja upp sögu Ríkisútvarpsins

Við fögnuðum afmæli Ríkisútvarpsins í dag. Ríkisútvarpið hóf formlega útsendingar 21. desember 1930, en fyrir þann tíma höfðu verið starfræktar einkareknar útvarpsstöðvar í Reykjavík og á Akureyri, sú fyrsta var H.f. Útvarp. Fyrstu ár útvarpsins var bara sent út á einni rás og í nokkra klukkutíma á kvöldi. Það hefur ýmislegt verið rifjað upp hér á Rás 1 í morgun og við héldum því áfram í Mannlega þættinum og fengum til okkar góða gestir til að rifja upp gamla tíma. Gerður G Bjarklind þulur kom fyrst til okkar. Hún sá um hinn vinsæla þátt lög unga fólksins frá árinu 1963-1971 og man hvernig hlutirnir gengu fyrir sig á þeim tíma og síðar varð hún ein af ástkærum þulum þjóðarinnar og sá svo um hinn feykivinsæla þátt Óskastundina sem er enn á dagskrá Rásar 1, en nú í umsjón Svanhildar Jakobs. Saga Ríkisútvarpsins er líka saga tækni og tækja. Sigurður Harðarson rafeindavirki fór með okkur í gegnum sögu ýmissa tækja og tæknibúnaðar tengdum sögu Ríkisútvarpsins, eins og til dæmis útvarpsviðtækjum sem voru framleidd á Íslandi sérstaklega til að taka á móti útsendingu Ríkisútvarpsins og það sem meira er þá voru sérstök tæki fyrir landsfjórðungana. Sigurður er í forsvari fyrir Hollvinafélag um sögu útvarpstækni á Íslandi, sem vinnur að því að vernda útsendingarbúnað og ýmis tæki frá upphafstíma útvarpsins. Stefán Jón Hafstein byrjaði ungur sem fréttaritari í Lundúnum áður en hann steig fyrst fæti inní stofnunina sem þá var staðsett á Skúlagötunni. Hann sá um að leika tónlist fyrir hlustendur á fyrstu næturvaktinni í íslensku útvarpi og setti mark sitt á morgunþáttinn Gull í mund, hann var með nýjar hugmyndir sem voru ekki alltaf vel þegnar af yfirmönnunum. Stefán kom í þáttinn í dag. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/21/202050 minutes
Episode Artwork

Föstudagsgesturinn Ragnar Freyr og læknamatarspjall

Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni var Ragnar Freyr Ingvarsson sérfræðingur í gigtar- og lyflækningum og umsjónarlæknir COVID19-göngudeildar Landspítala. Hann bjó og starfaði í Bretlandi og Svíþjóð á árunum 2008 til 2016 og hefur haldið úti vinsælu matarbloggi í um 13 ár, enda er hann kannski best þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu. Við ræddum við Ragnar Frey um lífið og tilveruna, æskuna og uppvöxtinn, árin sem hann bjó erlendis og coviddeildina sem hann hefur umsjón með. En þar sem hann er þekktur sem læknirinn í eldhúsinu þá var nú ekki annað hægt en að fá hann til að vera með okkur í matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti enda mikill ástríðukokkur og getur að eigin sögn talað endalaust um matargerð. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/18/202050 minutes
Episode Artwork

Magnea Gylfadóttir fótaaðgerðafræðingur svara spurningum hlustenda

Við byrjuðum þáttinn á því að senda út upphafið á upplýsingafundi Almannavarna, hann var því styttri sem því nemur. Við fengum sérfræðing í þáttinn í dag, eins og aðra fimmtudaga og í þetta sinn var Magnea Gylfadóttir, fótaaðgerðafræðingur, sérfræðingurinn. Hún lærði fótaaðgerðafræði í Kaupmannahöfn og fræddi okkur um það helsta í sambandi við fæturna og fótaheilsu. Þeim er ætlað að bera okkur uppi alla daga og því er góð umhirða mikilvæg. Hlustendur sendu líka inn spurningar sem Magnea gerði sitt besta með að svara. Spurningarnar snerust meðal annars um líkþorn, vörtur, inngrónar neglur, fótasveppi, sykursýki, skókaup og fleira. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/17/202050 minutes
Episode Artwork

Félag flogaveikra, nýtt manntal og heilsuvaktin

Við fræddumst í þættinum í dag um flogaveiki. Lauf félag flogaveikra gaf nýlega út Laufblaðið með fjölda fróðlegra greina um flogaveiki. Þar er til dæmis talað um eldri borgara og flogaveiki, flogaveiki fyrir, á og eftir meðgöngu, framför í vöktunartækjum og fleira. Brynhildur Arthúrsdóttir, formaður LAUF félags flogaveikra kom í þáttinn og fræddi okkur um þessi mál. Nú hafa borist fréttir af því að Hagstofa Íslands ætlar að taka manntal í byrjun næsta árs. Þetta vakti forvitni okkar hér í Mannlega þættinum og ýmsar spuringar vöknuðu. Af hverju þarf manntal - vitum við ekki allt um alla - og hvernig er þetta gert? Maður sér fyrir einhvern náunga labba hús og húsi og banka upp á og ganga svo inn og byrja að telja eða hvað? Ómar Harðarson hjá Hagstofunni veit allt um tilgang og framkvæmd þessa manntals og hann kom til okkar í dag. Mjög mikið hefur verið að gera hjá sálfræðingum Háskóla Íslands undanfarið bæði vegna faraldursins og fjölgunar nemenda. Ekki verður tekið við fleiri beiðnum um einstaklingsviðtöl til áramóta. Sálfræðingar skólans segja þó að það sé ánægjulegt að sjá hve mikil seigla sé í nemendum. Bergljót Baldursdóttir ræddi á heilsuvaktinni í dag við Ástu Rún Valgerðardóttur og Katrínu Sverrisdóttur, sálfræðinga við Háskóla Íslands. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL
12/16/202055 minutes
Episode Artwork

Sannar gjafir, Óbyggðasetrið og þjóðfræðifeðgin

Jólagjafir geta verið margvíslegar; stórar, litlar, praktískar og skemmtilegar og svo er óumdeildur munurinn á hörðum pökkum og mjúkum. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur, ásamt auðvitað ýmsum öðrum hjálparstofnunum lagt sitt að mörkum undanfarin ár til að auðvelda fólki að finna sannar gjafir - kannski ekki síst handa þeim flokki fólks sem „á allt“. Við skoðuðum í dag hvað það er sem UNICEF er að bjóða, hvað stendur á bak við þessar gjafir og forvitnuðumst í leiðinni hvernig fjáröflun hefur gengið á þessu sérkennilega ári. Steinunn Jakobsdóttir kynningarstjóri og fjölmiðlafulltrúi sagði nánar frá í þættinum í dag. Á því herrans ári 1780 rak fólk á bæjum við Eyjafjörð upp stór augu er það sá tvo menn koma af Vaðlaheiði og fara undan brekkunni sem fugl flygi, þótt fannkyngi væri og mesta ófærð. Reyndurst þetta vera tveir ungir menn úr Þingeyjarsýslu á skíðum. Við fengum sendar Óbyggðafréttir frá Óbyggðasetri Íslands á Egilsstöðum þar sem meðal annars þessi saga af skíðamönnunum tveimur á 18.öld er rifjuð upp. Óbyggðasetrið er staðsett á innsta bænum í Fljótsdal, á brún stærstu óbyggða Norður Evrópu. Þar er allt hannað til að leyfa gestum að upplifa anda fortíðarinnar á Íslandi. Við hringdum austur og heyrðum í Steingrími Karlssyni, framkvæmdastjóra setursins í þættinum. Á dögunum bárust á Strandir bókakassar - það væri líklega ekki frásögur færandi nema vegna þess að í þessum kössum voru bækur útgefnar á Ströndum, Strandir 1918 - ferðalag til fortíðar. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti ritstjórann og einn greinarhöfund, þjóðfræðifeðginin Jón Jónsson og Dagrúnu Ósk Jónsdóttur. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL
12/15/202055 minutes
Episode Artwork

Skjálftinn og Skafti Hallgrímsson lesandi vikunnar

Við byrjuðum þáttinn í dag á því að senda út upphafið á upplýsingafundi Almannavarna, þátturinn var því styttri sem því nemur. Sunnlensk ungmenni geta farið að hlakka til því nú í upphafi nýs árs verður til verkefni sem hefur fengið nafnið Skjálftinn - þetta er hæfileikakeppni sem byggir á hugmyndafræði og reynslu Skrekks - en Skrekkur er verkefni sem Reykjavíkurborg hefur staðið fyrir í 30 ár og er ætlað reykvískum unglingum. En nú er sem sagt að verða breyting á og sú sem stendur fyrir sunnlenska Skjálftanum er Ása Berglind Hjálmarsdóttir verkefnastjóri og tónmenntakennari í Þorlákshöfn. Fyrsta keppnin verður haldin í maí og að þessu sinni eru það grunnskólar í Árnesþingi sem munu taka þátt. Við heyruðm meira af þessu ævintýri í þætti dagsins. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Skafti Hallgrímsson. Hann er blaðamaður, var lengi á Mogganum en stýrir núna fréttamiðlinum akureyri.net. Þetta er gamall vefur sem Skafta hefur tekist á örskömmum tíma að gera mjög vinsælan. Skafti var í stúdíói fyrir norðan og sagði okkur hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL
12/14/202055 minutes
Episode Artwork

Björgvin Halldórsson föstudagsgestur og matarspjallsgestur

Föstudagsgesturinn okkar í þetta sinn þarf vart að kynna, Björgvin Halldórsson stórsöngvari. Ferill hans er langur og ómögulegt að telja fjölda laga sem hann hefur sungið inn í hjörtu landsmanna. Í næstu viku verður stórónleikunum Jólagestir Björgvins 2020 streymt frá Borgarleikhúsinu í beinni útsendingu, en þetta er 13. árið í röð sem Björgvin stendur fyrir slíkum tónleikum sem hafa verið feykivinsælir. Við ferðuðumst í dag með Björgvini í gegnum tíðina, frá æskunni og uppvextinum í gegnum lífið til dagsins í dag. Björgvin sat svo áfram með okkur í matarspjallinu ásamt Sigurlaugu Margréti, besta vini bragðlaukanna. Þá fengum við að vita hvað eru uppáhaldsréttir Björgvins í eldhúsinu, hvað honum finnst best að borða og hverjir eru sérréttir hans. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/11/202055 minutes
Episode Artwork

Sérfræðingurinn Svavar Örn - hár og hárspurningar

Við byrjuðum þáttinn í dag, eins og aðra fimmtudaga og mánudaga undanfarið á því að senda út upphafið á upplýsingafundi almannavarna. Þátturinn var því styttri sem því nemur. Við fengum sérfræðing til okkar í dag eins og vanalega á fimmtudögum. Í dag var það hárið, en sérfræðingur vikunnar er einn af okkar reyndustu hárgreiðslumeisturum Svavar Örn Svavarsson. Hann byrjaði kornungur í greininni og hefur í áratugi haft hendur í hári fólks. Það var ekki auðvelt að finna tíma hjá hárgreiðslumeistaranum enda langir dagar hjá hárgreiðslufólki núna, bæði vegna jólanna og ekki síst Covid. Því tókum við upp spjallið í gær eftir vinnu. Við fengum ansi margar spurningar um hár og Svavar Örn náði að svara þeim flestum. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/10/202055 minutes
Episode Artwork

Loftmyndir Björns, félagsráðgjöf og fátækt og jólin á Spáni

Í algjöru verkefnaleysi í Covid 19 sett ég undir mig hausinn og bjó til þessa bók. Gef hana út á sjötugsafmælinu og í tilefni þess að hafa flogið grannt um Ísland í 50 ár til að mynda byggðir og stórkostlega náttúru, segir Björn Rúriksson. Bókin „Flogið aftur í tímann“ sýnir byggðir á höfuðborgarsvæðinu og í öllu þéttbýli á Suður- og Suðvesturlandi. Horft er yfir byggðirnar úr lofti eins og þær voru sumarið og haustið 2020. Einnig er farið aftur í tímann og allmörg svæði sýnd til samanburðar eins og þau voru fyrir 35-45 árum síðan. Björn kom í þáttinn í dag og sagði frá. Félagsráðgjafafélag Íslands heldur aðventufund á morgun í tilefni af alþjóða mannréttindadeginum. Fjallað verður um félagsráðgjöf og fátækt. Félagsráðgjafar mæta daglega í störfum sínum einstaklingum og fjölskyldum sem búa við fátækt og leita leiða til að bæta stöðu þeirra. Við fengum Steinunni Bergmann, félagsráðgjafi MPA og formann Félagsráðgjafafélagsins í þáttinn í dag. Hægt er að nálgast upplýsingar um fundinn á facebook síðu Félagsráðgjafafélags Íslands. Við fengum póstkort frá Magnús R. Einarssyni á Spáni í dag. Jólin eru ekki eins stór hátíð á Spáni eins og á Íslandi. Þar er ekki til siðs að skreyta hús og híbýli með ljósum og seríum. Einstaka kóka kóla jólasveinn stendur eins og álfur fyrir verslanir og virkar ekki sannfærandi innan um pálmatré og suðrænar plöntur. Það var sagt frá breyttum jólum og áramótum í póstkorti dagsins frá Spáni. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/9/202055 minutes
Episode Artwork

Þorbjörg og ketójól, gefðu lag og Grýla

Jólin eru allskonar hjá fólki og ekki allir sem vilja þennan hefðbundna mat eða gömlu góðu smákökurnar. Við töluðum um Vegan smákökubakstur fyrir jólin í síðustu viku. Í dag beindum við sjónum að þeim sem eru á ketó eða lágkolvetnamataræðinu og hún Þorbjörg Hafsteinsdóttir næringarþerapisti kom í þáttinn. Ari Bragi Kárason trompetleikari og Kjartan Valdermasson, píanóleikari, hafa spilað saman við ótal tækifæri, haldið tónleika, komið fram í einkasamkvæmum, leikið saman með Stórsveit Reykjavíku og fleira. En nú á tímum faraldursins og samkomubanns þá hefur nánast allt tónleikahald fallið niður og tónlistarfólk hefur leitað annarra leiða til að koma list sinni á framfæri og til þess að afla sér tekna. Þeir Ari og Kjartan fengu þá sniðugu hugmynd að bjóða fólki sem vill gleðja vini, fjölskyldu, nágranna, vinnufélaga, eða bara hvern sem er, uppá þann möguleika að senda þeim tónlistaratriði, eða öllu heldur að gefa þeim lag. Þeir komu í þáttinn og sögðu okkur frá þessu skemmtilega framtaki og spiluðu stutta jólasyrpu í anddyrinu hér í Efstaleiti. Grýla er ein þekktasta íslenska þjóðsagnaveran og sú sem flest börn þekkja og mörg þeirra hræðast. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, fann í safni Ólafs Davíðssonar, Íslenskar gátur, skemmtanir, vikivaka og þulur, löng kvæði um Grýlu, og leitaðist við að gera ævi hennar skil útfrá kvæðunum. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/8/202055 minutes
Episode Artwork

Í augnhæð og Diljá lesandi vikunnar

Við byrjuðum þáttinn í dag, eins og undanfarna mánudaga og fimmtudaga, á því að senda út upphafið af upplýsingafundi Almannavarna. Þátturinn er því styttri sem því nemur. Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogi var að gefa út bók og öskju sem nefnast Í augnhæð - hversdagshugleiðingar. Guðrún er nýkomin úr námsleyfi í Ástralíu þar sem hún sat m.a. við skriftir en gerði margt annað og við fengum hana til að segja okkur frá bókinni og þeim hugleiðingum sem í henni eru. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Diljá Ámundadóttir Zoega, varaborgarfulltrúi og sálgæslunemi. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/7/202055 minutes
Episode Artwork

Máni Svavars föstudagsgestur og Guðrún Sóley Gestsdóttir í matarspjall

MANNLEGI ÞÁTTURINN - FÖSTUDAGUR 4.DES 2020 UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var tónlistarmaðurinn Máni Svavarsson. Hann hefur verið í mörgum hljómsveitum og hefur samið mikið magn tónlistar, fyrir sjónvarp og auglýsingar. Hann samdi til dæmis tónlistina í Latabæjarþáttunum sem sýndir voru í yfir 100 löndum og hlaut meðal annars tilnefningu til Emmy verðlauna. Hann er sonur Ellýjar Vilhjálms og Svavars Gests og við spurðum hann út í æskuna og uppvöxtinn og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag. Við töluðum um smákökur í síðasta matarspjalli enda aðventan gengin í garð og við lögðum áherslu á þessar gömlu góðu uppskriftir en í dag lögðum við áherslu á hvað er hægt að baka þegar maður er vegan. Hvernig sætabrauð, smákökur og konfekt sem margir vilja fá í desember, getur maður útbúið þannig að henti vegan. VeganDrottningin Guðrún Sóley Gestsdóttir var gestur okkar í Matarspjallinu í dag.
12/4/202054 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Arna Skúladóttir aftur sérfræðingur þáttarins

Við byrjuðum þáttinn í dag, eins og aðra mánudaga og fimmtudaga, á því að senda út upphafið af upplýsingafundi Almannavarna. Þátturinn er því styttri sem því nemur. En í dag fengum við til okkar sérfræðing, eins og alltaf á fimmtudögum og það sem meira er er að við héldum áfram með Örnu Skúladóttur, sem var sérfræðingur þáttarins í síðustu viku. Hún svaraði þá spurningum um svefn og venjur barna undir 2ja ára aldri. Eins og við sögðum þá frá þá fengum við fleiri spurningar sendar inn frá hlustendum en nokkru sinni áður. Því ákváðum við að hún svaraði spurningum sem snéru að svefni yngri barna í síðustu viku, en í dag talaði hún um börn eldri en tveggja ára, svefnvenjur, svefnvandræði og uppeldið. Auk þess sem hún að sjálfsögðu svaraði spurningum frá hlustendum, sem við höfum fengið sendar í pósthólf þáttarins [email protected]. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/3/202055 minutes
Episode Artwork

Söfnunarþáttur SÁÁ, markþjálfun og deild fyrir ungt fólk með geðrof

Á föstudaginn verður söfnunarþáttur SÁÁ í beinni útsendingu á RÚV undir yfirskriftinni „Fyrir fjölskylduna“. Stjórnendur þáttarins verða þau Björg Magnúsdóttir og Sigmar Guðmundsson og munu þau taka á móti góðum gestum þar sem áfengis- og vímuefnifíknin verður rædd á opinskáan hátt út frá sjónarhóli alkóhólistanna en ekki síður aðstandenda þeirra. Leitað verður til almennings um að styrkja SÁÁ í símasöfnun. Við fengum Dr. Ingunni Hansdóttur, yfirsálfræðing SÁÁ og Halldóru Jónasdóttur, frá fjölskyldudeild SÁÁ, í viðtal til að segja okkur frekar frá söfnunarþættinum og því sem þar mun fara fram. Uppskeruhátíð Markþjálfununar fer fram núna 10.desember og við forvitnuðumst um hvað markþjálfun getur gert í lífi fólks og ræddum við Ástu Guðrúnu Guðbrandsdóttur sem á sér þann draum að fá markþjálfun inní skólakerfið. Eitt hundrað og tíu manns sækja þjónustu í Laugarási þar sem Landspítalinn rekur deild fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóm á byrjunarstigi. Sandra Sif Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur er aðstoðardeildarstjóri á deildinni. Tekist hefur að halda starfseminni gangandi þrátt fyrir farsóttina með því að nota fjarviðtöl og fjarmeðferðir. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Söndru á heilsuvaktinni í dag. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/2/202050 minutes
Episode Artwork

Makaleit eldri borgara, Jakob Frímann og að venja lömb undir ær

Auglýsing sem hefur hljómað talsvert á Rás 1 undanfarið vakti athygli og áhuga okkar. Hún var frá stefnumótavefnum makaleit.is og var beint sérstaklega til eldri borgara. Það eru auðvitað margvíslegar leiðir til að hitta annað fólk, stefnumótasnjallforrit og stefnumótavefir hafa eðlilega rutt sér til rúms á undanfornum árum á tímum snjalltækninnar og netsins. Við fengum Björn Inga Halldórsson, eiganda makaleit.is til þess að segja okkur frá þessum vef, aldurssamsetningunni og hvernig gengur að hjálpa fólki að finna ástina. Það er Dagur íslenskrar tónlistar í dag og við leikum eingöngu íslenska tónlist í dag og við slógum á þráðinn til Jakobs Frímanns Magnússonar en hann er formaður FFH - Félagi flytjenda á hljómritum, stofnað 1996, þar sem Helgi Björns er varaformaður, Bubbi Morthens formaður fulltrúaráðs, og stjórnarmenn telja m.a. Bríeti, Auðunn Lúthersson, Stefán Hilmarsson og Björgvin Halldórsson. Stór krefjandi verkefni bíða þessa hóps. Kristínu Einarsdóttur, okkar konu á Ströndum varð í myrkrinu hugsað til vorsins og vorverkanna í sveitinni. Hún hitti Guðbrand Sverrisson sem er nýhættur búskap á Bassastöðum á Ströndum og hafði svo samband við Heiðu Ásgeirsdóttur sem er ungur bóndi á Ljótarstöðum í Skaftártungu og umfjöllunarefni þessa pistils eru mismunandi aðferðir við að venja lömb undir ær. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
12/1/202055 minutes
Episode Artwork

Aðventuvagn Þjóðleikhússins og Kristinn lesandi vikunnar

Við hófum þáttinn á því að senda beint út upphafið á upplýsingafundi Almannavarna, þáttur dagsins var því styttri sem því nemur. Þjóðleikhúsið bryddar upp á ýmsum skemmtilegum nýjum verkefnum á meðan sýningarhald liggur niðri vegna kórónuveirufaraldursins til að gleðja landsmenn og stytta biðina þar til leikhúsið getur opnað á ný. Eitt þessara verkefna er „Samt koma jólin“, aðventuvagn Þjóðleikhússins sem ferðast um og færir fólki jólaandann og fer á milli dvalarheimila aldraðra á aðventunni. Við heyrðum í dag í Erni Árnasyni sem hefur umsjón með þessu verkefni. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Kristinn Árnason, hjá bókaútgáfunni Páskaeyjan. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hans, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.
11/30/202055 minutes
Episode Artwork

Vigfús Bjarni föstudagsgestur og smákökuspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var séra Vigfús Bjarni Albertsson. Hann hefur starfað sem sjúkra­húsprest­ur á Landspítala - Háskólasjúkrahús frá 2005, hann var mannauðsstjóri þjóðkirkjunnar frá 2018-19 og hef­ur nú verið ráðinn í starf for­stöðumanns Fjöl­skylduþjón­ustu kirkj­unn­ar. Við fengum að vita hvar hann er fæddur og uppalinn og fórum með honum á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag. Í matarspjalli dagsins töluðum við um smákökur og sögu þeirra á Íslandi. Við sögðum frá nokkrum einföldum smákökuuppskriftum og gáfum góð ráð fyrir smákökubaksturinn. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/27/202055 minutes
Episode Artwork

Arna Skúladóttir sérfræðingur um svefn og svefnvandamál

Við hófum þáttinn á því að senda út upphaf upplýsingafunds Almannavarna, eins og við höfum gert undanfarið á mánudögum og fimmtudögum. Þátturinn var því styttri sem því nemur. Sérfræðingur Mannlega þáttarins í dag var Arna Skúladóttir hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í barnahjúkrun með svefn og svefnvandamál sem undirsérgrein. Hún starfar á Barnaspítala Hringsins og hefur tekið á móti þúsundum barna og foreldra sem leitað hafa til hennar með margvísleg svefnvandamál og fyrirspurnir. Árið 2006 sendi hún frá sér bókina Draumaland, svefn og svefnvenjur barna frá fæðingu til tveggja ára árið og hefur sú bók átt miklum vinsældum að fagna hér heima æ síðan, einnig hefur hún verið þýdd á fjölmörg tungumál. Nýja bókin, Draumaland, frá fæðingu til sex ára aldurs, byggir á þeirri góðu bók en er mun yfirgripsmeiri og ítarlegri en sú fyrri. Svo það var vel við hæfi að fá Örnu sem sérfræðing í þáttinn og enginn sérfræðingur hefur fengið eins margar fyrirspurnir frá hlustendum svo það var greinilega þörf fyrir fræðslu og svör um svefn og svefnvandamál. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/26/202055 minutes
Episode Artwork

Nýtnivikan, áheitabakstur kvenfélaga og póstkort frá Spáni

Nýtnivikan svokallaða hófst um helgina og stendur fram á næsta sunnudag. Átakið er samevrópskt og hefur það að markmiði að hvetja fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs. Í ár er þema vikunnar „það sem ekki sést“ og Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur á sviði loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun kom í þáttinn og sagði meira frá Nýtnivikunni og til dæmis hvað það er sem ekki sést. Kvenfélagasamband Íslands var stofnað 1. febrúar 1930 og fagnar því 90 árum á þessu ári. Í tilefni 90 ára afmælisins munu kvenfélög um land allt standa fyrir söfnun. Kvenfélagskonur safna fyrir tækjum og hugbúnaði þeim tengdum, sem kemur til með að gagnast öllum konum um landið allt. Um er að ræða eftirlitstæki og ómtæki, ný eða uppfærð, eftir því sem við á, og rafrænar tengingar á milli landsbyggðar og Kvennadeildar Landspítalans. Og nú á föstudaginn verður bakað til stuðnings söfnuninni en Kvenfélagskonur standa fyrir áheitabakstri í heilan sólarhring. Eva Michelsen kom í þáttinn og sagði frá. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Í korti dagsins sagði frá þeim tveim opinberu tungumálum sem eru töluð í Valencia héraði og vandanum sem fylgir því að læra spænsku í tvítyngdu umhverfi. Svo var það framhaldssagan af kórónuverirunni, sem vonandi fer að ljúka. Spánverjar eru einir evrópuþjóða, ásamt Þjóðverjum, tilbúnir með áætlun um að bólusetja meginhluta þjóðarinnar, fjörutíu og sjö milljónir mann strax á fyrstu þrem fjórum mánuðum næsta árs. Svo var líka sagt frá deilum sem hafa risið á Spáni á milli læknastéttarinnar og opinbers talsmanns ríkisstjórnarinnar í sóttvarnarmálum. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/25/202055 minutes
Episode Artwork

Guðrún Guðlaugsd, Covid sem alheimsverkefni og Óskar á Drangsnesi

Við ræddum við Guðrúnu Guðlaugsdóttur blaðamann og rithöfund en hún var að senda frá sér sína sjöundu bók, nýja skáldsögu, Hús Harmleikja. Guðrún starfaði sem blaðamaður, fyrst hér á RÚV svo á Morgunblaðinu í 25 ár en starfar nú sjálfstætt. Guðrún kom í þáttinn í dag. Það er ljóst að Covid-19 faraldurinn snertir ekki aðeins einstaklinga og þjóðlönd heldur er hann alheimsvandi sem þarf að leysa með áður óþekktum aðferðum. Vísindafélag Íslands boðar til málþingsins „Covid sem alheimsverkefni“ þar sem fjallað verður um þær sameiginlegu áskoranir sem þjóðir heims standa frammi fyrir í kjölfar faraldursins. Einn fyrirlesara er Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki við HÍ, hún kom í þáttinn og sagði frá málþinginu í heild og því sem hún ætlar að tala um þar, en málþingið fer einmitt fram í gegnum streymi á netinu í hádeginu í dag. Drangsnes, eins og flest önnur fámenn þorp á landsbyggðinni hefur mátt þola góða tíma og slæma í gegnum tíðina.Óskar Torfason er framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar Drangs á Drangsnesi og nýlega var haldið uppá fjörtíu ára starfsafmæli Óskars. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, settist niður með Óskari og fékk hann til að segja frá. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/24/202055 minutes
Episode Artwork

Íslensk vefverslun í Noregi og Halldór lesandi vikunnar

Við hófum þáttinn í dag, eins og alla mánudaga og fimmtudaga undanfarið, á því að senda út upphafið á upplýsingafundi Almannavarna. Þátturinn er því aðeins styttri, eða sem því nemur. Við hringdum til Noregs og heyrðum í Hörpu Björt Eggertsdóttur, en hún er með vefverslun þar í landi, þar sem hún selur til dæmis íslenskan jólamat og sælgæti og margt fleira, t.d. íslenskt laufabrauð. Covid-19 hefur auðvitað sett strik í reikninginn hjá þeim eins og flestum, enda gerði ástandið það að verkum að erfiðara var að senda ýmsar vörur frá Íslandi til Noregs. Þau vildu þó endilega sjá hvað hægt væri að gera og buðu Íslendingum í Noregi upp á að nefna hvers þau sakna mest frá Íslandi og reyndu að verða sér út um það. Sem sagt Harpa Björt og íslenska vefverslunin dadda.no í Noregi í þættinum í dag. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Halldór Baldursson teiknari. Flestir ættu að þekkja teikningarnar eftir hann, en skopmyndir eftir hann birtast auðvitað reglulega í Fréttablaðinu og Viðskiptablaðinu, hann myndskreytir nýjustu bók Gerðar Kristnýar, Iðunn og afi pönk og hann myndskreytir einnig nýjustu bókina um Fíusól, og er meðhöfundur ásamt Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. En hvað les hann sjálfur? Við fengum að vita allt um það hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/23/202055 minutes
Episode Artwork

Sigríður Pétursdóttir föstudagsgestur og konunglegt matarspjall

Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni var Sigríður Pétursdóttir, eða Sigga Pé eins og hún er oftast kölluð. Hún er kvikmyndafræðingur, hefur starfað sem kvikmyndarýnir og dagskrárgerðarkona hér hjá okkur á RUV í útvarpi og sjónvarpi, og einnig sem sjónvarpsþula á árum áður. Við rifjuðum upp æskuárin á Húsavík og ýmislegt fleira í þætti dagsins. Og af því að Sigga er einnig annálaður matgæðingur fengum við hana til að vera með okkur áfram í matarspjallinu hjá Sigurlaugu Margréti og þar var hún á konunglegum nótum, því Sigga er sérfræðingur í bresku konungsfjölskyldunni og nú þegar margir landsmenn horfa á The Crown er upplagt að gera sér dagamun um helgina, í þessu blessaða Covid ástandi, og búa til High Tea stemmningu að breskum sið. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/20/202050 minutes
Episode Artwork

Sérfræðingurinn Margrét Eiríksdóttir geðhjúkrunarfræðingur hjá LSH

MANNLEGI ÞÁTTURINN - FIMMTUDAGUR 19.NÓV 2020 UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR Við hófum Mannlega þáttinn í dag á því að senda út upphaf upplýsingafundar Almannavarna, eins og við höfum gert undanfarið á fimmtudögum og mánudögum, því varþátturinn styttri sem því nemur. Við fengum sérfræðing í þáttinn í dag, eins og aðra fimmtudaga. Í þetta sinn er verður hjá okkur Margrét Eiríksdóttir, sérfræðingur í geðhjúkrun hjá geðþjónustu Landspítalans. Við fengum hana til þess að fræða okkur um sitt sérfræðisvið, en hennar sérsvið er að hjúkra fólki með langvarandi eða endurtekna geðsjúkdóma og að vera fjölskyldum þeirra innan handar. Margrét hefur starfað við þetta í rúma fjóra áratugi. Hún segir að miklar framfarir hafi orðið á þessum tíma í þekkingu og þar með batamöguleikum og þjónustu við fólk með geðsjúkdóma og lífsgæði þeirra hafa aukist með tilliti til þess. Auk þess svaraði Margrét spurningum sem við höfðum fengið sendar frá hlustendum í pósthólf þáttarins, [email protected].
11/19/202050 minutes
Episode Artwork

ADHD,Persónupplýsingar á heilbrigðissviði og rusl í klósettum

MANNLEGI ÞÁTTURINN - MIÐVIKUDAGUR 18.NÓV 2020 UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR Elli - Dagur í lífi drengs með ADHD er ný íslensk barnabók gefin út af ADHD samtökunum. Hún er byggð á raunverulegum atburðum í lífi níu ára íslensks drengs sem er með ADHD. Megininntak bókarinnar er að gefa raunsanna innsýn í líf barna með ADHD og benda á að það er vel hægt að líta á ADHD með jákvæðum hætti. Við fengum til okkar í viðtal höfund bókarinnar, Ara H.G. Yates, og Elías Bjarnar Baldursson, sem er drengurinn sem deilir sögu sinni í bókinni, en hann er 15 ára í dag. Heilbrigðistækni af ýmsu tagi hefur tekið gríðarlegum framförum undanfarið ekki síst eftir að heimsfaraldurinn fór af stað. Á heilsuvaktinni í dag ræddi Bergljót Baldursdóttir við Hólmar Örn Finnsson persónuverndarfulltrúa embættis Landlæknis um hvað gott er að hafa í huga þegar fólki er boðið að nota smáforrit, fjarheilbrigðisþjónustu eða aðra heilbrigðistækni. Hann benti meðal annars á að heilbrigðisupplýsingar eru verðmæti. Á hverju ári berast um 120 tonn af ýmsum óæskilegum úrgangi í hreinsistöðvar Klettagarða og Ánanausta í Reykjavík. Það þýðir að hálft kíló af rusli fer í klósettin eða niðurföll á hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu! Þá er óupptalið hvað safnast í fráveitukerfi annars staðar á landinu. Stærsta vandamálið eru blautþurrkur og/eða sótthreinsiklútar, auk smokka, tannþráðar og eyrnapinna. Á morgun er alþjóðlegur dagur klósettsins og því tilefni til að minna á hvað má fara í klósettið og hvað ekki. Við ræddum við Hólmfríði Þorsteinsdóttur sérfræðing hjá Umhverfisstofnun.
11/18/202055 minutes
Episode Artwork

Erfðagjafir, Elínora bakar og Viðar sauðfjárbóndi

Víða í Evrópu er algengt að fólk ánafni hluta af arfi til góðra málefna. Á Íslandi hafa erfðagjafir ekki náð að ryðja sér til rúms að sama marki. En samkvæmt nýlegri könnun er um helmingur Íslendinga jákvæður gagnvart því að einstaklingar ánafni hluta af arfi sem erfðagjöf til góðgerðarstarfs. Könnunin var framkvæmd fyrir verkefnið Gefðu framtíðinni forskot, sem er samstarfsverkefni margra af stærstu góðgerðarsamtaka á Íslandi um að auka vitund almennings á þeim möguleika að ánafna hluta af erfðafé til góðgerðarstarfs. Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir, fjáröflunar- og markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins, kom í þáttinn og sagði meira frá þessu átaki. Elinora Rós Georgsdóttir ákvað 14 ára gömul að hún vildi verða bakari og nú þegar hún er orðin 19 ára hefur hún gefið út bók um súrdeigsbakstur, brauð og kökur og þessi bók hefur setið inná lista yfir 10 mest seldu bækurnar og er núna uppseld hjá útgefanda. Elinora segist gráta yfir vel heppnuðum bakstri og bakstursblogg hennar á Instragram er mjög vinsælt. Við heyrðum í henni í þættinum í dag. Viðar Guðmundsson og Barbara Guðbjartsdóttir eru meðal fárra ungra bænda á Ströndum, en sauðfjárbændum fer fækkandi hér eins og annars staðar á landinu. Viðar hefur mikla gleði af búskapnum eins og auðheyrt var af spjalli hans og Kristínar Einarsdóttur, okkar konu á Ströndu, á dögunum. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/17/202055 minutes
Episode Artwork

Brimaldan stríða, orðabókagjöf og Hjalti lesandi vikunnar

Við byrjuðum þáttinn í dag, eins og síðustu mánudaga og fimmtudaga á því að senda út upphafið af upplýsingafundi Almannavarna. Þátturinn er því styttri sem því nemur. Við flettum nýútkominni bók um örlagarík skipsströnd við Ísland í þættinum í dag. Steinar J. Lúðvíksson er fróður um sjóslysasögu Íslands og hefur skrifað bókina Brimaldan stríða. Þar segir hann meðal annars frá því þegar Reykvíkingar urðu vitni að dauðastríði áhafnar skips sem strandaði við Viðey og frá sjómönnum sem hröktust um á Skeiðarársandi í 11 sólarhringa áður en þeir sem lifðu af komumst til mannabyggða. Steinar var í þættinum í dag. Í dag er dagur íslenskrar tungu og af því tilefni heyrðum við í Halldóru Jónsdóttur, verkefnisstjóra Orðabókar Sigfúsar Blöndals, en hún sagði okkur frá veglegri gjöf sem orðabókasjóður afhendi Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í tilefni dagsins. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Hjalti Jón Sverrisson, prestur í Laugarneskirkju. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/16/202050 minutes
Episode Artwork

Marentza Poulsen föstudagsgestur og matarspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Marentza Poulsen. Marentza hefur kennt okkur Íslendingum svo ótal marga hluti eins og til dæmis hvernig á að haga sér á jólahlaðborðum. Við forvitnuðumst um æsku hennar og uppvöxt í Færeyjum, ferðina til Vestmannaeyja þar sem hún fann hann Hörð sinn og hlustendur fengu líka að vita af hverju hún er alltaf svona jákvæð. Í dag er föstudagur og þá er auðvitað matarspjall með Sigurlaugu Margréti, besta vini bragðlaukanna og eðlilega stóðumst við ekki mátið, þar sem Marentza var föstudagsgestur okkar, að fá hana til að sitja áfram með okkur í matarspjalli dagsins. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG SIGURLAUG MARGRÉT JÓNASDÓTTIR
11/12/202050 minutes
Episode Artwork

Sérfræðingurinn Steinunn Anna um líðan barna og unglinga

Við hófum þáttinn í dag eins og aðra fimmtudaga og mánudaga, á því að senda út upphaf upplýsingafundar Almannavarna, því er þáttur dagsins styttri sem því nemur. Sérfræðingurinn okkar í dag var Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni. Við ræddum við hana um börn og kvíða og andlega líðan barna og hún svaraði spurningum frá hlustendum. Hvað eru börn til dæmis að hugsa í þessu covid ástandi? Hefur kvíði aukist hjá þeim og hvernig kemur hann fram? Hvernig kemur maður auga á vanlíðan og hver eru merkin sem maður á að þekkja? Hvað er til ráða þegar barnið okkar er kvíðið? Steinunn Anna svaraði meðal annars þessu í þættinum í dag. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/12/202055 minutes
Episode Artwork

Saga Núma, Vísur og skvísur og póstkort frá Spáni

Margir hafa undanfarnar vikur lýst áhyggjum af unga fólkinu á þessum covid tímum, það er að detta úr rútínu og jafnvel að detta úr námi. Við heyrum í ungum manni sem segir okkur frá reynslu sinni af því að detta úr skóla,íþróttum og vinnu, og því að festast í óvirkni og ofsakvíða við tölvuna. fyrir framan tölvuskjáinn árum saman. Hann er nú komin á fullt út í lífið aftur og vill miðla þessari reynslu til unga fólksins. Sigríður Arnardóttir, Sirrý kom í þáttinn með Núma Ólafssyni, en saga Núma er einmitt í nýrri bók hennar, Þegar karlar stranda. Við fengum tvær ungar tónlistarkonur í heimsókn, þær Vigdísi Hafliðadóttur og Þorgerði Ásu Aðalsteinsdóttur sem kalla sig Vísur og skvísur og hafa báðar stundað nám við Norræna Vísnasöngskólann í Kungälv í Svíþjóð og sérhæft sig í norrænni vísnatónlist. Á heimaslóðum vilja þær nú færa löndum sínum fagnaðarerindið. Þær stöllur hafa komið fram á tónleikum hér á landi sem og á vísnahátíðum á Norðurlöndunum og þær léku og sumgi eitt lag fyrir hlustendur Mannlega þáttarins í dag og sögðu okkur frá Norræna vísnasöngskólanum. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Í korti dagsins sagði Magnús frá stemningunni við torg heilags Kristófers í Alicante sem er eitt elsta torgið í borginni. Hann sagði frá sérkennilegum karakter sem skoppar þar um syngjandi sama lagið dag eftir dag. Magnús sagði líka frá búferlaflutningum innan borgarinnar og hertum reglum vegna kórónuvírussins. Og í lokin sagði hann svo frá fyrirætlunum Spánverja að taka dróna í notkun til fólksflutninga í Barcelona og fleiri borgum innan tveggja ára. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/11/202055 minutes
Episode Artwork

Nýtt íslenskt nasl, Eiður í Brussel og hrafninn

Rúnar Ómarsson hefur unnið að hugmynd að íslensku nasli úr íslensku hráefni, sem innblásið er af hinum breska þjóðarrétti „fish and chips“. Íslenska útgáfan er hins vegar ekki djúpsteiktur fiskur og franskar kartöflur eins og í Bretlandi, heldur frostþurrkaður harðfiskur og kartöfluflögur. Fish & Chips er nú komið í verslanir og stefnan er að setja naslið á markað erlendis á næstunni. Rúnar var hjá okkur í dag og sagði frá því hvernig væri að koma af stað svona nýsköpunarverkefni. Við slógum á þráðinn til Brussel, þar hefur Eiður Arnarsson bassaleikari og formaður félags hljómplötuútgefenda verið með annan fótinn í heilt ár og við fengum hann til að segja okkur hvernig ástandið er í borginni á kórrónuveirutímum og ýmislegt fleira. Nú eru farfuglarnir flognir í burtu af Ströndum eins og annars staðar af landinu. Hrafninn er einn þeirra fugla sem ekki yfirgefur okkur og af honum eru ýmsar sögur og hjátrú. Kristín okkar Einarsdóttir velti fyrir sér hegðun og mikilvægi þessa merkilega fugls í sögum og sögnum. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/10/202055 minutes
Episode Artwork

Hverfið mitt og Guðrún lesandi vikunnar

Við byrjuðum þáttinn í dag, eins og alla mánudaga og fimmtudaga undanfarið, á því að senda út upphafið á upplýsingafundi almannavarna, því var þáttur dagsins styttri sem því nemur. Hugmyndasöfnun fyrir lýðræðisverkefnið ,,Hverfið mitt'' hófst í síðustu viku og stendur til 20. janúar 2021. Nú eru íbúar Reykjavíkur beðnir um að koma með hugmyndir að dýrari verkefnum enda hefur fjármagn verið nær tvöfaldað. Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnastjóri, segir að stærri verkefni kalli á aukið samráð borgarinnar við íbúa „Þar sem óskað er eftir stærri verkefnum í hugmyndasöfnuninni að þessu sinni eru íbúar hvattir til að eiga samtal við nágranna um góðar hugmyndir sem geta nýst hverfinu vel.“ Þetta er í níunda sinn sem hugmyndasöfnunin fer fram en 787 hugmyndir hafa orðið að veruleika síðan verkefnið hófst. Við ræddum við Eirík Búa um þetta í þættinum í dag. Guðrún C. Emilsdóttir heimspekingur og formaður bandalags þýðenda og túlka var lesandi vikunnar í þetta sinn. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/9/202055 minutes
Episode Artwork

Föstudagsgestirnir Björgvin og Edda og séra Bolli og jólakökurnar

Mæðginin og leikararnir Björgvin Frans Gíslason og Edda Björgvinsdóttir voru föstudagsgestir okkar í dag. Við ræddum við þau um lífið og tilveruna, fortíðina og framtíðina, nýjan sjónvarpsþátt þeirra og skoðuðum einnig saman glænýja bók „Gervilimrur Gísla Rúnars“ en Gísli Rúnar var einstakt limruskáld og lauk við þessa bók skömmu fyrir andlát sitt og þarna má finna hans allra snjöllustu limrur. Jólakakan og marmarakakan fengu sinn skerf af Mannlega þættinum í dag því í matarspjallinu hringdum við í prestinn Bolla Pétur Bollason og fengum hann til að segja okkur frá því að baka jólaköku. Flestir hafa skoðun á því hvort rúsínurnar eru góðar í jólakökunni eða ekki. Sem sagt kökurspjall í matarspjalli dagsins. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/6/202056 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Sérfræðingurinn Þórkatla Aðalsteinsdóttir - vinnustaðasálfræði

Við byrjuðum þáttinn í dag eins og aðra fimmtudaga og mánudaga undanfarið, með því að senda út fyrsta hlutann af upplýsingafundi almannavarna, því er þáttur dagsins styttri sem því nemur. Í dag fengum við sérfræðing til okkar, eins og aðra fimmtudaga, til þess að fræða okkur um sitt sérfræðisvið og til þess að svara spurningum hlustenda. Sérfræðingur dagsins í Mannlega þættinum var Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur og ráðgjafi í mannauðsmálum. Hún hefur mikla reynslu af því að fara á vinnustaði að veita ráðgjöf og aðstoð á margvíslegan hátt. Í málum sem snúa að sáttamiðlun, áfallahjálp, andrúmslofti á vinnustöðum, vinnustaðagreiningu, einelti og kynferðislega áreitni á vinnustað og margt fleira. Við fengum Þórkötlu til að segja frá sínum störfum og til þess að svara spurningum sem hlustendur sendu okkur á netfang þáttarins, [email protected] UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/5/202055 minutes
Episode Artwork

Sólborg og Fávitar, sögur formæðra og gleymda fólkið

Sólborg Guðbrandsdóttir hefur haldið fyrirlestra í skólum um allt land sem hún kallar fávitafræðslu. Í þeim, eins og á Instagram síðunni Fávitar, sem er með rúmlega 30 þúsund fylgjendur, hefur hún talað við nemendur á unglingastigi um kyn- og kynlífsfræðslu, frætt þau um kynhneigð, getnaðarvarnir, óléttu, blæðingar, kynsjúkdóma, mörk, lög um kynferðisofbeldi og margt fleira. Hún segir að unglingarnir hafi ótal spurningar sem þau fá ekki svör við um þessi mikilvægu málefni. Nú er komin út bókin Fávitar, þar sem Sólborg leitast við að svara fjölda spurninga frá íslenskum ungmennum, hún kom til okkar í dag og sagði okkur meira frá þessu. Saga formæðra þinna er líka sagan þín, er heiti á námskeiði helgað sögum formæðra í umsjón Sigurborgar Kr. Hannesdóttur og Sigurbjargar Karlsdóttur. Hver og einn þátttakandi velur sér sögu einnar formóður til að vinna með og byggir á þeirri þekkingu sem hann hefur um hana. Sumir hafa litla vitneskju um líf formóðurinnar, aðrir mikla. Ef efniviðurinn er lítill, fá þáttakendur hjálp við að finna upplýsingar um aðstæður kvenna í sambærilegri stöðu og þeim er leiðbeint í að nálgast slíkar upplýsingar. Sigurbjörg Karlsdóttir var í símaviðtali í þættinum í dag. Sum börn eru orkideur og önnur eru túnfíflar. Þessi líking er stundum notuð í barnageðlækningum og foreldrum líkt við garðyrkjumenn eða smiði. Á heilsuvaktinni í dag fjöllum við um geðheilsu barna og ungmenna ekki síst þeirra sem stundum eru nefnd gleymda fólkið. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Önnu Maríu Jónsdóttur, barna og unglingageðlækni í Heilsuvaktinni í dag. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/4/202050 minutes
Episode Artwork

Stór matargjöf, kindasögur og Sigurður Líndal

Kaupfélag Skagfirðinga og dótturfyrirtæki þess í matvælaframleiðslu ætla að gefa fólki í erfiðleikum matvöru, sem svarar til 40.000 máltíða, fram til jóla. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, fagnar þessari gjöf og segir að hún hafi ekki getað komið á betri tíma. Ásgerður segir að þörfin hafi aldrei verið meiri, ekki einu sinni í hruninu og bætir við að hún hafi ekki kynnst öðru eins á 26 ára ferli við hjálparstörf. Ásgerður var hjá okkur í dag og sagði frá starfsemi Fjölskylduhjálparinnar og hvernig þessi stóra gjöf nýtist. Sauðfjárkindin er fíngerð og viðkvæm sagði í einni af útvarpstilkynningum Sauðfjárverndarinnar seint á síðustu öld. Í öðru bindi Kindasagna eru meðal annars rifjuð upp tildrög þessara tilkynninga, sagt frá afdrifum kinda í eldgosum og sauðfjárhaldi í höfuðborginni svo eitthvað sé nefnt. Við ræddum við Guðjón Ragnar Jónasson annan höfunda Kindasagna í þættinum í dag en hann sagði meðal annars að kindasögur séu sérstök grein íslenskrar sagnaskemmtunar sem á sér langa sögu og lifir enn góðu lífi. Strandabyggð hóf nýverið þáttöku í verkefninu Brothættar byggðir hjá Byggðastofnun. Sigurður Líndal Þórisson var ráðinn verkefnisstjóri og Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, settist niður með honum og bað hann að útskýra um hvað þetta verkefni er. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/3/202055 minutes
Episode Artwork

Lokaþáttur um osta og Björn lesandi vikunnar

Við byrjuðum þáttinn í dag eins og aðra mánudaga og fimmtudaga undanfarið, með því að senda út upphaf upplýsingafundar Almannavarna. Því var þáttur dagsins styttri sem því nemur. Við fengum að heyra 8. og síðasta þáttinn í smáþáttaröðinni Heimur ostanna, þar sem ostaáhugamaðurinn Svavar Halldórsson hefur í fylgd ostasérfræðingsins Eyrnýjar Sigurðardóttur, leitt hlustendur um ævintýraheima ostanna. Í þessum síðasta þætti fóru þau Svavar og Eirný yfir bragðbætta osta af öllu tagi. Hvað má og hvað má ekki? Þau hugsuðu líka til jólanna í þessum síðasta þætti í bili. Alla þættina átta af Heimi ostanna má nálgast í hlaðvarpsútgáfu á vef RÚV og helstu hlaðvarpsveitum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Björn Gunnlaugsson, aðstoðarskólastjóri, en skólastjórnendur standa í ströngu þessa dagana að skipuleggja skólastarf í samræmi við breyttar reglur sem fylgja faraldrinum. En Björn sagði okkur frá því hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
11/2/202055 minutes
Episode Artwork

Sunna föstudagsgestur og matarspjall um slátur og svið

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var fréttakonan Sunna Valgerðardóttir. Hún er sem sagt fréttakona hér á RÚV og sagði okkur frá því hvaðan hún er og frá æsku og uppvexti og ferðalaginu í gegnum lífið til dagsins í dag. Og svo ætlum við líka að forvitnast um bók sem hún skrifaði. Hennar fyrsta skáldsaga, sem átti að koma út í fyrra, en það frestaðist og því átti að gefa hana út um síðustu páska. nema hvað, óvænt fór söguþráður bókarinna að verða líkari og líkari raunveruleikanum, í rauninni svo líkur að ákveðið var að bíða með útgáfu bókarinnar. Og nú í október fóru enn fleiri hlutir sem Sunna hafði skrifað um í bókinni að kallast á við raunveruleikann. Hún sagði okkur allt um þessar lygilegu tilviljanir í þættinum í dag. Í matarspjalli dagsins hringdi Sigurlaug Margrét, besti vinur bragðlaukanna, í vin, Daníel Örn Hinriksson hárgreiðslumeistara og fékk hann til að segja okkur frá sláturgerð, sviðakjömmum og öðru góðgæti. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/30/202055 minutes
Episode Artwork

Guðrún Jóhanna iðjuþjálfi var Sérfræðingur þáttarins í dag

Í dag var Sérfræðingur Mannlega þáttarins Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir, iðjuþjálfi. Hornsteinn hugmyndafræði iðjuþjálfunar er persónumiðuð nálgun í þjónustu. Iðjuþjálfar koma að þjónustu einstaklinga sem upplifa erfiðleika sem hafa áhrif á daglega iðju þeirra eða hindra getu þeirra til að taka þátt í mikilvægum athöfnum t.d. námi, vinnu, heimili, hreyfingu og tómstundaiðju. Þá kemur sérþekking iðjuþjálfa að góðu gagni við að auka færni og þátttöku einstaklinga með það að markmiði að þjónustuþeginn/viðkomandi öðlist aukið sjálfstæði og lífsfyllingu. Til þess að efla færni fólks nýta iðjuþjálfar matstæki tengt umhverfi, iðju og styrkleikum einstaklingsins, fræðslu, ráðgjöf og þjálfun. Í upphafi þjónustu er gert mat á getu og áhugasviði einstaklings, skoða þær venjur, rútínu og persónulegan vilja sem einkenna iðju hans og aðstæður, bæði félagslega og umhverfislega séð. Í dag ræddum við við Guðrúnu Jóhönnu Hallgrímsdóttur iðjuþjálfa, en hún er einnig með meistaranám í norrænum öldrunarfræðum. Guðrún sagði okkur almennt frá iðjuþjálfun og svaraði spurningum hlustenda UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/29/202055 minutes
Episode Artwork

Þakklæti, fallegur vinskapur og póstkort frá Spáni

Rannsóknir sýna að þeir sem halda þakklætisdagbók stunda líkamsrækt oftar og af meiri reglusemi, upplifa almennt betri heilsu, þjást af færri líkamsvillum eða óþægindum og líður almennt betur. Guðni Gunnarsson, stofnandi og upphafsmaður Rope Yoga og GLOmotion hugmyndafræðinnar var gestur okkar í dag og við fengum hann til að segja okkur frá nýrri bók sem fjallar um mátt þakklætis. Við rákum augun í fallega sögu í Morgunblaðinu í gær, um Tinnu og Ylfing, sem eru þriggjar ára og eru saman í leikskóla og eru óaðskiljanlegir vinir. Foreldrar þeirra áttuðu sig nýlega á því að þau voru tengd á óvæntan hátt. Langafi Ylfings ber sem sagt ábyrgð á því að langafi Tinnu kom til Íslands árið 1956 frá Ungverjalandi sem flóttamaður. Miklós Tölgyes, sem síðar fékk ís­lenskt nafn Mika­el Frans­son, hefur búið hér alveg síðan og er 85 ára í dag. Hér eignaðist hann konu og þau hafa getið af sér börn, barnabörn og barnabarnabörn. Þannig má í raun segja að langafi Ylfings beri ábyrgð á tilvist Tinnu og þar með vinskap þeirra. Við fengum Huldu Jónsdóttur Tölgyes, móður Tinnu til að segja okkur þessa sögu í þættinum í dag. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Í korti dagsins segir af vandanum sem fylgir því að kaupa olífuolíu. Það var líka sagt frá kurteisi Spánverja, samskiptum þeirra við norður Afríkuþjóðir, gríðarlegri sykurneyslu, plastmengun og undir lokin segir aðeins af farsóttinni sem fer reyndar ekki neitt og heldur áfram að hrella Spánverja sem og heim allann. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/28/202055 minutes
Episode Artwork

Hugarró, Dagrún þjóðfræðingur og Stefán lesandi vikunnar

Við ræddum við Auði Axelsdóttur framkvæmdastjóra Hugarafls í þættinum í dag. Hugarró, mikilvægt samtal við almenning, er verkefni sem leit fyrst dagsins ljós í fyrra samkomubanni og vildu samtökin Hugarafl leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að styðja almenning á erfiðum tímum. Um er að ræða beint samtal á facebook síðu félagsins og nú er þetta farið í gang á ný. Auður sagði okkur frá starfi Hugarafls á þessum tímum í þættinum í dag. Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur er nú langt komin með doktorsrannsókn sína sem fjallar um birtingarmynd kvenna í þjóðsögum og sögnum. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Dagrúnu og fór með henni yfir ýmislegt sem tengist þjóðfræði. Og lesandi vikunnar að þessu sinni var Stefán Benedikt Vilhelmsson, leikari, leikstjóri, margmiðlunarfræðingur og fleira. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/27/202055 minutes
Episode Artwork

Katrín Björk minnist snjóflóðsins og Heimur ostanna

Við byrjuðum þáttinn eins og undanfarna mánudaga og fimmtudaga á því að senda út fyrstu mínútur upplýsingafundar Almannavarna, svo hlustendur okkar fái að heyra svona það helsta sem þar kemur fram í upphafi þáttar. Eins og við sögðum í upphafi þá eru í dag 25 ár síðan gríðarlegt snjóflóð féll á Flateyri. Katrín Björk Guðjónsdóttir og fjölskylda hennar voru sofandi í rúmum sínum þegar flóðið skall á því og hreif það með sér. Katrín, tvær systur hennar og foreldrar komust öll lífs af, fyrir ótrúlega mildi. Katrín var aðeins tveggja og hálfs árs þegar flóðið féll árið 1995, en hún hefur orðið fyrir þremur heilaáföllum sem hafa sett stórt strik í hennar líf, því hún getur hvorki talað né gengið án stuðnings. Hún heldur úti heimasíðu og hefur miðlað sögum og myndum frá lífi sínu á Instagram. Hún hefur skrifað afar fallegan texta til að minnast þess að 25 ár eru frá því flóðið féll og þar talar hún um það hvernig hún tekst á við lífið og þær miklu áskoranir sem það hefur fært henni af ótrúlegri jákvæðni. Vinkona hennar, Ingileif Friðriksdóttir, ljáði vinkonu sinni, Katrínu Björk, rödd sína og las upp texta hennar og las einnig upp svör Katrínar við örfáum spurningum sem við sendum henni í framhaldinu. Í dag fengum við svo 7.þátt í smáþáttaröðinni Heimur ostanna, þar sem Svavar Halldórsson og Eirný Sigurðardóttir leiða hlustendur um ævintýraheima ostanna. Í dag töluðu þau um gráðosta sem er kannski viðeigandi því margir líta á þá sem jólaosta og jólin nálgast óneitanlega. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/26/202055 minutes
Episode Artwork

Björk Jakobs og Gunni Helga, bækur og matur

Föstudagsgestirnir í dag voru tveir, eða öllu heldur tvö. Þau eru hjón og eru bæði leikarar, leikstjórar, leikskáld og nú síðast eru þau orðin bæði rithöfundar og þau verða saman með útgáfuteiti á morgun. Þetta eru þau Björk Jakobsdóttir og Gunnar Helgason. Það var gaman að spjalla við þau um lífið og tilveruna, æskuna og uppvöxtinn og sögu þeirra sambands allt til dagsins í dag og svo samkeppnina sem er framundan á jólabókamarkaðinum. Og ekki nóg með það, heldur sátu þau Björk og Gunni með okkur áfram í matarspjallinu, þar sem þau sögðu frá uppáhaldsmat hvors fyrir sig og þau gáfu hvoru öðru einkunn fyrir gæði í matseld. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/23/202055 minutes
Episode Artwork

Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Landssambands eldri borgara

Við hófum þáttinn á því að senda út upphafsmínúturnar af stöðufundi Almannavarna um COVID-19, því var þátturinn styttri sem því nemur. Og í dag er fimmtudagur og á fimmtudögum fáum við sérfræðing í þáttinn til þess að fræða okkur um sitt sérfræðisvið og ekki síst til að svara spurningum hlustenda. Sérfræðingur Mannlega þáttarins í dag var Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara. Hún fræddi okkur um þau málefni sem eru efst á baugi hjá sambandinu og hjá eldri borgurum og svaraði spurningum sem hlustendur sendu inn á netfang þáttarins. Það var um margt og mikið að ræða við Þórunni í dag. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/22/202055 minutes
Episode Artwork

Kjarnasamfélög, fæðingarótti og sjálfsónæmissjúkdómar

Kjarnasamfélög eru samfélög sem oft leggja áherslu á sjálfbærari lifnaðarhætti. Fólkið í samfélaginu ákveður hvernig hverfið þeirra á að líta út og virka. Í Kjarnasamfélagi eiga allir sitt eigið heimili, með öllu sem fólk vill hafa þar en það velur hvort það vill eiga sum rými og suma hluti með hverfinu. Kjarnasamfélög eru hönnuð með það markmið að byggja upp og efla tengsl milli íbúa. Kjarnasamfélög eru vinsæl víða um heim og eru til í mörgum myndum t.d. í USA, Norðurlöndum og víða um Evrópu. Við fengum þau Simon Joscha Flender, arkitekt og verkefnastjóra hjá Kjarnasamfélagi Reykjavíkur og Önnu Maríu Björnsdóttur, áhugamanneskju um kjarnasamfélög til að segja okkur frekar frá en saman hafa þau ásamt fleirum unnið síðastliðið ár að undirbúningi á stofnun kjarnasamfélags á Íslandi. Í næstu viku fara þau af stað með streymisviðburði til að kynna kjarnasamfélög á Íslandi. Við héldum áfram að ræða um fæðingaróttann/tókófóbíu í þættinum í dag en í gær heyrðum við Unni Birnu Bassadóttur tónlistarkonu tala opinskátt um sinn fæðingarótta en hún gengur nú með sitt fyrsta barn. Fæðingarótti einkennist af hræðslu við sársauka í fæðingu, ótta við að geta ekki fætt barn og ótta við foreldrahlutverkið og einnig eru konur með fæðingarótta lengur að fæða barn sitt. Við ræddum í dag við Þóru Steingrímsdóttur, yfirlækni á kvenna- og barnasviði Landspítala og prófessor í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum við læknadeild Háskóla Íslands og heyrðum líka brot úr viðtalinu við Unni frá í gær. Nú er að hefjast rannsókn á áhrifum Covid-19 á ónæmiskerfið en vitað er að pestir og ýmis áföll geta valdið sjálfsónæmissjúkdómum. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans segir að hann hafi orðið vitni að kraftaverki á starfstíma sínum sem ónæmislæknir en þannig lýsir hann þeirri byltingu sem hefur orðið í meðferð á þessum sjúkdómum. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Björn á Heilsuvaktinni í dag. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/21/202055 minutes
Episode Artwork

Erla Skúladóttir, fæðingarótti og Þorsteinn Sigfússon

Erla Skúladóttir leikkona hefur búið í rúmlega þrjá áratugi í New York borg, nánar tiltekið á Manhattan og er nú hér heima í stuttri heimsókn. Við spurðum hana út í hvernig hún hefur upplifað ástandið í borginni frá því kórónaveirufaraldurinn skall á með miklum þunga þar í vor. Konur með mikinn fæðingarótta (Tókófóbíu) eru líklegri til að fæða barn sitt með keisaraskurði. Rannsóknir hafa einnig sýnt að konur með mikinn fæðingarótta eru líklegri til að velja mænudeyfingu og gangsetningu fæðingar. Um 4-15% kvenna eru með mikinn fæðingarótta, samkvæmt rannsókn sem gerð var í fimm löndum auk Íslands. Fæðingarótti einkennist af hræðslu við sársauka í fæðingu, ótta við að geta ekki fætt barn og ótta við foreldrahlutverkið og einnig eru konur með fæðingarótta lengur að fæða barn sitt. Við ræddum við Unni Birnu Bassadóttur tónlistarkonu sem er haldin tókófóbíu/fæðingarótta og hefur í nokkur ár verið hluti af hópi kvenna á sérstakri facebooksíðu þar sem þær skiptast á skoðunum og veita hver annari stuðning. Nú gengur Unnur með sitt fyrsta barn og hefur verið opin með þennan ótta sinn á samfélagsmiðlum. Þorsteinn Sigfússon hefur starfað sem svæðisstjóri Orkubús Vestfjarða með aðsetur á Hólmavík í hátt í fjóra áratugi. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Þorstein og ræddi við hann um starfið og ýmislegt annað. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/20/202055 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Heimur ostanna og Birna Anna lesandi vikunnar

Við byrjðuðum þáttinn í dag, eins og undanfarnar tvær vikur á mánudögum og fimmtudögum, á því að senda út uþb. fyrstu 10 mínúturnar af fundi Almannavarna, sem var í beinni útsendingu kl.11. Því var þátturinn aðeins styttri en venjulega. 6. þáttur í smáþáttaröðinni Heimur ostanna var í þættinum i dag. Þau Svavar Halldórsson ostaáhugamaður og Eirný Sigurðardóttir, ostasérfræðingur, leiða hlustendur um ævintýraheim ostanna. Í dag flökkuðu þau um í tíma og rúmi. Rómverskir hermenn, fyrsta mjólkursamlag heimsins og Ísland um aldamótin 1900 er meðal þess sem þau fóru yfir í þætti dagsins. Grana stíll, Parmiggiano, Cheddar og Emmenthaler eru meðal þeirra heimsþekktu ostategunda sem bar á góma. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Birna Anna Björnsdóttir, rithöfundur. Hún hefur búið í New York frá árinu 2005, þar sem hún tók meistaragráðu í bókmenntum og hefur stundað ritstörf. Bókin 107 Reykjavík, eftir hana og Auði Jónsdóttur, er nýkomin út en í þættinum sagði hún frá því hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/19/202055 minutes
Episode Artwork

Guðmundur Ingi föstudagsgestur og kleinuspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn er leikari, tónlistarmaður og leikstjóri, Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Hann hefur unnið að leiklist bæði hér heima og erlendis, hann rak Tjarnarbíó, hann hefur verið í nokkrum hljómsveitum og samið helling af tónlist, sem sagt komið víða við á milli þess sem hann fer heim í sveitina í Borgarfirði og nýtur þess að vera sveitastrákur. Hann sagði okkur frá uppvexti sínum og ferðalaginu í gegnum lífið til dagsins í dag, meðal annars að hann var að ljúka við að leika í einum vinsælasta tölvuleik í heimi, en kynningarstikla fyrir leikinn fékk yfir 100 milljón áhorf á fyrsta sólarhringnum. Í matarspjalli dagsins talaði Sigurlaug Margrét um kleinur og ástarpunga og hún hringdi í Ingunni Þráinsdóttur á Egilsstöðum, sem hefur í nokkur ár safnað kleinuupskriftum með það í huga að gefa þær út í bók. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/16/202055 minutes
Episode Artwork

Sérfræðingurinn Dr. Janus Guðlaugsson - Heilsuefling

Sérfræðingurinn okkar þessa vikuna var Dr. Janus Guðlaugsson sem stofnaði Janus-heilsuefling ráðgjafa- og þjónustufyrirtæki sem vinnur að bættri heilsu og betri lífsgæðum eldri borgara. Fyrirtækið var stofnað árið 2016 til að nýta niðurstöður doktorsrannsóknar Dr. Janusar Guðlaugssonar, Fjölþætt heilsurækt: Leið að farsælli öldrun. Janus fór yfir þessi mál í þættinum og svaraði spurningum hlustenda til dæmis um það að efla hreyfifærni og bæta styrk og þol. Og hvað er best að gera til að geta tekist á við athafnir daglegs lífs í framtíðinni og geta búið lengur í sjálfstæðri búsetu og notið lífsins? UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/15/202055 minutes
Episode Artwork

Börn og lífsgildin, handleiðslubók og póstkort frá Spáni

Siðfræðingarnir Elsa Björg Magnúsdóttir og Gunnar Hersveinn hafa undanfarið verið að hugsa um aðferðir til að tala við börn um lífsgildin. Þau hafa bæði komið að viðburðum heimspekikaffis og staðið fyrir viðburðum til að efla gagnrýna hugsun. Þau segja: „Stóra verkefnið framundan felst ekki síður í samræðu okkar á milli um megingildin og líðan á umbrotatímum. Þau sem æfa sig í gagnrýnni og skapandi hugsun læra einnig að vega og meta sambandið milli lífsgilda og farsældar í lífinu.“ Við ræddum við þau Gunnar og Elsu í þættinum í dag. Bókin Handleiðsla - til eflingar í starfi er komin út hjá Háskólaútgáfunni. Í bókinni fjalla sautján sérfræðingar úr ólíkum faghópum um handleiðslu innan velferðarþjónustu og vinnumarkaðar. Sagt er frá hugmynda- og þekkingargrunni handleiðslufræða og hlutverki handleiðara. Við heyrðum í Sigrúnu Júlíusdóttur, fyrrverandi prófessor hjá Háskóla Íslands og ritstjóra bókarinnar, í dag. Í póstkortinu frá Magnúsi R. Einarssyni frá Spáni í dag var sagt frá síbreytilegum reglum varðandi farsóttina á Spáni sem og þeim áföllum sem veitingamenn hafa orðið fyrir á þessu ári, en þeir eru að reyna snúa aðstæðum sér í hag með því að reyna að flýta kvöldmatstíma Spánverja. Það var líka sagt frá listanum sem fjármálaráðuneyti Spánar birtir á hverju ári yfir þá sem skulda mesta skatta. Þar trónir efstur einn frægasti fótboltamaður heims. Undir lokin var svo upplífgandi saga af fórnfúsum langhlaupara. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/14/202055 minutes
Episode Artwork

Lykkjustund, Þórður á Laugarholti og Maríanna lesandi vikunnar

Lykkjustund.is er vefsíða sem Nanna Einarsdóttir rafmagnsverkfræðingur hefur sett upp en hún hefur unnið í hugbúnaðarþróun síðastliðin sjö ár, og prjónað jafnlengi. Lykkjustund sameinar þessar tvær ástríður, segir hún en hún setti vefsíðuna í loftið á meðan samkomubanninu stóð í vor. Um er að ræða reiknivél sem hún forritaði til að aðstoða prjónafólk með algenga útreikninga tengda prjónaskapnum. Við hringdum í Nönnu í þættinum og fræddumst um prjón og t.d. prjónfestu. Þórður Halldórsson býr á bænum Laugarholti í Skjaldfannardal við Ísafjarðardjúp. Hann hefur á hverju sumri síðan 1990 og þar til í sumar farið með hópa fólks í hestaferðir yfir Drangajökul og í Reykjarfjörð nyrðri. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Þórð heima hjá honum og hestunum hans og bað hann að segja frá þessum mögnuðu ferðum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var leikkonan Maríanna Clara Lúthersdóttir. Hún er líka þýðandi, þýddi bókina Mitt (ó)fullkomna líf eftir Sophie Kinsella og er nú að skrifa leikgerð ásamt Sölku Guðmundsdóttur, upp úr bók Kristínar Steinsdóttur Á eigin vegum. Við fengum að heyra hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/13/202055 minutes
Episode Artwork

Námsglugginn á Bifröst og rauðkýttisostar

Við hófum þáttinn í dag á því að senda út frá upphafi fundi Almannavarna, eins og tvisvar í síðustu viku, því var Mannlegi þátturinn ögn styttri í dag. Háskólinn á Bifröst gefur fólki kost á því að hefja nám í svonefndum Námsglugga á seinni hluta haustannar. Þetta eru viðbrögð skólans við atvinnuástandinu sem skapast hefur vegna kórónuveirufaraldursins. Stjórnendur skólans líta svo á að greiður aðgangur að háskólanámi geti skipt sköpum fyrir fólk sem misst hefur vinnu. Þátttaka í námskeiði verður þannig eins og nokkurs konar gluggi þar sem fólki er gert kleift að hefja háskólanám með stuttum fyrirvara á miðri önn. Við ræddum í dag við Guðjón Ragnar Jónasson sem er forstöðumaður Háskólagáttar og Símenntunar við Háskólann á Bifröst. Í dag var 5.þáttur í smáþáttaröðinni Heimur ostanna. Þar sem þau Svavar Halldórsson og Eirný Sigurðardóttir, ostasérfræðingur, leiða hlustendur um undraveröld ostanna. Í dag töluðu þau Svavar og Eirný um rauðkýttisosta. Þetta er kannski sá flokkur osta sem er einna minnst þekktur á Íslandi. Hvaðan þeir koma, hvað einkennir þá og hvernig er best að njóta þeirra? UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/12/202055 minutes
Episode Artwork

Katrín föstudagsgestur og ferðalög til annarra landa heima

Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra og nú framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, hlaut í vikunni spennusagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir bókina Sykur. Bókin er fyrsta skáldsaga Katrínar, en verðlaunin eru einmitt ætluð höfundum sem hafa ekki áður sent frá sér glæpasögu. Katrín var föstudagsgesturinn okkar í dag. Við veltum upp nokkrum hugmyndum að skemmtilegu fjölskyldukvöldi í matarspjalli dagsins, svona fyrir helgina. Guðrún, Gunnar og Sigurlaug komu með hugmynd sem er kannski stolin og ekkert sérlega frumleg en gæti stuðlað að kærkominni tilbreytingu fyrir helgina. Við tókum viðtal í fyrra við unga konu, Ingu Ágústs, sem birti yfir langan tíma matarmyndir á Instagram, þar sem hún tók fyrir eitt land í einu og fann út hvaða matur væri dæmigerður fyrir land og þjóð. Börnin hennar tóku þátt í þessu og úr varð tilbreyting í kvöldmatnum. Við útfærðum þetta aðeins, meira um það í þættinum. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/9/202055 minutes
Episode Artwork

Sérfræðingurinn Ólafur Þór geðlæknir

Þátturinn í dag var í styttra lagi því við sendum út af upplýsingafundi Almannavarna í upphafi í rúmar 10 mínútur. En það er fimmtudagur og við fengum sérfræðing í þáttinn í dag til þess að svara spurningum hlustenda. Í þetta sinn var það Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir og skólastjóri streituskólans. Við höfum fengið sendar spurningar og svo ræddum við við hann um aðstæðurnar sem við erum öll að ganga í gegnum núna, vegna COVID-19. Þegar nýjar reglur eru settar með stuttum fyrirvara, eftir að hafa komist í gegnum fyrstu bylgjuna og sá góði árangur sem náðist í vor, þá rennum við nánast aftur í sama farið. Margir hafa áhyggjur af afkomu sinni og auðvitað af heilsunni. Það var um nóg að tala við Ólaf Þór geðlækni í dag. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/8/202055 minutes
Episode Artwork

Ekki missa móðinn, Svefnfiðrildin og fölsk loforð á Heilsuvaktinni

Enn einu sinni eru öll plön farin út um þúfur eða svo gott sem. Slíkt ástand getur vissulega tekið á og hér á eftir ætlum við að varpa fram spurningunni: hvernig fer maður að því að missa ekki móðinn? Alma J. Árnadóttir markþjálfi hefur það að atvinnu að hjálpa fólki að setja sér skipuleggja sig og setja sér markmið sem hlýtur að vera dálítið snúið þegar óvissan er mikil og í raun allt upp í loft? Alma kom í þáttinn í dag. Nýlega kom út barnabókin Svefnfiðrildin eftir Erlu Björnsdóttur, sálfræðing og doktor í líf- og læknavísindum. Erla sérhæfir sig í rannsóknum á svefni og meðferðum gegn svefnleysi og henni fannst vanta efni fyrir börn um mikilvægi svefns og hvíldar, því skrifaði hún Svefnfiðrildin. Við hringdum í Erlu fengum hana til að segja okkur meira frá þessu. Sækja mætti þá sem reyna að selja fólki vörur eða lyf með fölskum loforðum um lækningamátt betur til ábyrgðar en nú er gert, ekki ósvipað og gert er þegar einhver selur okkur lélegt sjónvarpstæki. Þetta segir Svanur Sigurbjörnsson læknir sem kennir læknanemum gagnrýna hugsun. Bergljót Baldursdottir ræddi við Svan á Heilsuvaktinni í dag um svik og pretti tengda heilbrigðismálum á tímum COVID-19. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL
10/7/202055 minutes
Episode Artwork

Geðheilbrigði, Kristjana bardagadvergur og Hrefnu-Konni

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er 10. október ár hvert. Dagurinn var fyrst haldinn 1992 af Alþjóðasamtökum um geðheilsu (World Federation for Mental Health) og markmiðið hefur verið i gegnum árin að vekja athygli á geðheilbrigðismálum, fræða almenning um geðrækt og geðrænan vanda og sporna gegn fordómum í garð þeirra sem eru að glíma við slíkan vanda. Við fengum Orra Hilmarsson, formann undirbúningshóps Alþjóða geðheilbrigðisdagsins og Garðar Sölva Helgason, gjaldkera hópsins til að segja okkur frá deginum og hvað verður í brennidepli í ár. Við fengum líka hauststemningu að austan - nánar tiltekið frá Seyðisfirði þegar við slógum á þráðinn til Kristjönu Stefánsdóttur sem dvelur þar þessa dagana og kennir söng við listadeild Tónlistarskólans milli þess sem hún spásserar um bæinn og dáist að haustlitunum. Kúasmölun og bjargsig var aðalumræðuefni Kristínar Einarsdóttur, okkar konu á Ströndum og Konráðs Eggertssonar sem margir þekkja sem Hrefnu-Konna enda landsþekktur hrefnuveiðimaður, þar sem þau sátu í sólinni í Þernuvík einn septemberdag. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL
10/6/202055 minutes
Episode Artwork

Sorgarmiðstöð, hvítmygluostar og Hrund lesandi vikunnar

Fyrir tveimur árum undrirrituðu fjögur grasrótarfélög á sviði sorgarúrvinnslu viljayfirlýsingu um stofnun Sorgarmiðstöðvar. Félögin eru: Ný dögun, Birta, Ljónshjarta og Gleym mér ei. Fólk var sammála um að bæta þyrfti þjónustu við syrgjendur, því sú aðstoð sem byðist væri of dreifð, ómarkviss og af ýmsu tagi. Æskilegast væri að koma upp miðstöð þar sem syrgjendur og aðrir gætu gengið að upplýsingum og þjónustu á einum stað, með símtali, heimsókn eða á vefsíðu. 12. september 2019 tók Sorgarmiðstöð svo formlega til starfa í Lífsgæðasetri St. Jósepsspítala í Hafnarfirði um leið og heimasíðan var opnuð. Þær Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir og Ína Ólöf Sigurðardóttir komu í þáttinn. Svo var það Heimur ostanna, í dag fengum við fjórða þáttinn í smáþáttaröðinni og í dag fjölluðu þau Svavar Halldórsson og Eirný Sigurðardóttir um Camenbert, Brie og aðra hvítmygluosta. Hvaðan þeir koma, hvað einkennir þá og hvernig er best að njóta þeirra?. Ostaunnendur og sælkerar leggið við hlustir. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/5/202055 minutes
Episode Artwork

Grétar Örvars föstudagsgestur og Halli og kjötfarsið

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var tónlistarmaðurinn Grétar Örvarsson. Hann þekkja flestir auðvitað úr hljómsveitinni Stjórninni þar sem hann og Sigga Beinteins hafa sungið sig inn í hjörtu þjóðarinnar. Við fengum að vita hvar hann er fæddur og uppalinn og hvenær tónlistin kom inn í líf hans. Og svo sagði Grétar okkur frá föður sínum, Örvari Kristjánssyni, einum þekktasta harmónikkuleikara þjóðarinnar. Á sextíu ára ferli gaf hann út þrettán hljómplötur sem áttu miklum vinsældum að fagna. En til stendur að halda tónleika í Salnum í Kópavogi þar sem þekktustu lög Örvars verða leikin og sungin. Í matarspjalli dagsins, líklega í síðasta sinn í bili, fjölluðum við um kjötfars. Við fengum svo mikil viðbrögð við því um daginn frá hlustendum að við getum ekki hætt og til þess að leiða okkur í gegnum lokakaflann fékk Sigurlaug Margrét til liðs við sig góðan gest, Hallgrím Ólafsson leikara, sem er mikill kjötfarsunnandi. Sem sagt Halli, Silla og kjötfarsið í dag. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/2/202055 minutes
Episode Artwork

Sérfræðingurinn Axel hjartalæknir og póstkort í konfektkassa

Í dag er fimmtudagur og í dag fengum við sérfræðing í Mannlega þáttinn eins og aðra fimmtudaga. Í þetta sinn var það Axel F. Sigurðsson, hjartalæknir. Hann svaraði spurningum sem hlustendur hafa sent inn til okkar og fræddi okkur almment um hjartaheilsu og algengustu vandamálin. Þegar verið var að undirbúa 100 ára afmæli Nóa Siríus þá fannst gömul konfektaskja sem innihélt póstkort sem starfsmenn höfðu sent samstarfsfélögum sínum á ferðalögum. Efni kortanna er margvíslegt og nær tímabil þeirra allt aftur til 6. áratugar síðustu aldar. Í dag ferðumst við ekki mikið til annarra landa, vegna faraldursins, en þau hjá Nóa Siríusi hafa rifjað upp kynni við fyrrum samstarfsfélaga og farið með þeim til útlanda í huganum í gegnum þessi kort, t.d. til Singapúr. Við hringdum í Helgu Beck, markaðþróunarstjóra Nóa Siríus og fengum hana til að segja okkur meira frá þessum póstkortafundi í þættinum í dag. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
10/1/202050 minutes
Episode Artwork

Á móti straumnum, barnaskýrslur og póstkort frá Spáni

Veiga Grétarsdóttir er fyrsta manneskjan til að róa 2.000 kílómetra í kringum Ísland á móti straumnum. Þetta er talið sambærilegt afrek og að klífa fjallið K2. En hennar persónulega ferð er ekki síður merkileg. Hún fæddist sem strákur í afskekktu sjávarþorpi á Vestfjörum Íslands fyrir 44 árum síðan. Eftir að hafa gifst og eignast börn, eftir að hafa tvívegis reynt að svipta sig lífi og eftir gríðarlega innri baráttu, ákvað hún að fara í kynleiðréttingu. Um þessi tvö ferðalög lífs Veigu er fjallað í nýrri heimildarmynd, Á móti straumnum, sem er sýnd á RIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Veiga kom í þáttinn og sagði okkur sína sögu. Í gær var UmBi: Barnaskýrsla til Barnaréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem börn á Íslandi hafa unnið um málefni sem á þeim brenna, kynnt fyrir Barnaréttanefnd Sameinuðu þjóðanna. Þetta er í fyrsta skipti sem börn á Íslandi senda eigin skýrslu til nefndarinnar og er skýrslan kynnt samhliða skýrslu níu frjálsra félagasamtaka um stöðu mannréttinda barna á Íslandi og hvernig Íslandi gengur að uppfylla Barnasáttmálann. Við fengum Jökul Inga Þorvaldsson, formann ungmennaráðs UNICEF og einn ritstjóra barnaskýrslunnar og Þóru Jónsdóttur, frá Barhaheillum, sem var í ritstjórn viðbótarskýrslu níu frjálsu félagasamtakanna, í þáttinn og fengum að vita hvað kemur fram í þessum skýrslum og af hverju það er svona mikilvægt að skýrslurnar séu tvær frá þessum tveimur sjónarhornum. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag og í þessu póstkorti dásamaði Magnús haustið við Costa Blanca og þykir það besti tími ársins. Það var sagt frá strandlífi sem er í raun önnum kafið iðjuleysi og barátta við náttúruöflin. Magnús reyndi líka að finna eitthvað jákvætt við fámennið vegna farsóttarinnar. Alicante nýtur þess að vera vinsæl meðal Spánverja, en þeir fíla hvorki Benidorm né Torremolinos og ferðamannastaðir eru að breytast í draugaborgir og bæi. UMSJÓN GUNNAR HANSSON
9/30/202055 minutes
Episode Artwork

Humarsúpa, Guðný og kýrnar og buxnanotkun kvenna

Heimildarmyndin Lobster Soup, eða Humarsúpa, fjallar um bræðurna Alla og Krilla, sem stofnuðu og ráku veitingastaðinn Bryggjuna á höfninni í Grindavík. Þar framreiddu þeir eina frægustu humarsúpu landsins og við borðin á staðnum voru málin krufin til mergjar. Við fengum annan bræðranna, Alla, eða Aðalgeir Jóhannsson, ásamt Ólafi Rögnvaldssyni, einum framleiðanda myndarinnar, til þess að segja okkur meira frá þeim bræðrum og humarsúpunni, sem hefur vakið það mikla athygli að hún dregur fjölda ferðamanna frá öllum heimshornum til Grindavíkur og ekki síst tvo spænska kvikmyndagerðamenn sem ákváðu að gera einmitt þessa mynd. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, brá sér yfir í Húnaþing vestra og hitti Guðnýju Helgu Björnsdóttur á Bessastöðum sem þar býr ásamt manni sínum, hinum þekkta hestamanni Jóhanni Magnússyni. Þau búa þar að sjálfsögðu með hesta en líka kýr og Guðný sem er fædd og uppalin á Bessastöðum hefur upplifað miklar breytingar í framleiðslu mjólkur. Buxur eru um margt hentugur klæðnaður, sérstaklega þegar kemur að ákveðnum störfum eða vinnu. Það er þó ekki allra að klæðast buxum og enn þann dag í dag eru fjölmörg ríki sem banna konum að klæðast buxum við hin ýmsu tilefni. Sjókonur í buxum er yfirskrift Föstudagsfléttu Borgarsögusafns á föstudaginn kemur. Hafdís Erla Hafsteinsdóttir sagnfræðingur mun þar fjalla um buxnanotkun íslenskra kvenna í sögulegu ljósi. Í fyrirlestrinum verður fjallað um nokkrar konur sem klæddust buxum til sjós og létu reyna á mörk samfélagsins hvað varðar kvenlega hegðun, klæðaburð og framkomu. Hafdís Erla kom í þáttinn í dag. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
9/29/202055 minutes
Episode Artwork

Hundahald, ferskir ostar og Þórarinn lesandi vikunnar

Í því ástandi sem hefur verið undanfarið í COVID-19 og öllu sem því fylgir hefur eftirspurn landsmanna að eignast hund aukist gríðarlega. Það er svipað og gerðist á landinu í kjölfar hrunsins og hefur eftirspurnin aukist svo mikið að tala má um að hundaskortur sé í landinu. Við fengum Herdísi Hallmarsdóttur, formann Hundaræktarfélags Íslands í viðtal og spurðumum hana út í þetta og almennt um hundarækt og hundahald í þættinum. Smáþáttaröðin Heimur ostanna var á sínum stað í dag þar sem þau Svavar Halldórsson og Eirný Sigurðardóttir leiða okkur inní undraveröld ostanna. Ostur er ekki bara ostur, eins og við höfum heyrt í undanförnum tveimur þáttum. Í þessum þriðja þætti tala þau um ferska osta, hvaða ostar falla inn í þann flokk, hvað einkennir þá, hvernig þeir eru búnir til og hvað er best að drekka með þeim. Lesandi vikunnar að þessu sinni var Þórarinn Eyfjörð leikari og nú framkvæmdastjóri Sameykis stéttarfélags. Við fórum yfir hvaða bækur hann er að lesa núna og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
9/28/202055 minutes
Episode Artwork

Sirrí Arnar föstudagsgestur og Þuríður í matarspjalli

Kulnun, örmögnun, streita og alvarleg áföll hafa á undanförnum árum gert það að verkum að æ fleiri lenda í ógöngum og hrekjast jafnvel af vinnumarkaði. Og þetta á bæði við um karla og konur. Föstudagsgesturinn okkar að þessu, Sirrí Arnardóttir, hefur skrifað tvær bækur um þessi mál í samstarfi við Virk, eina um konur sem brotna og hina um karla sem stranda. Hún hefur verið við kennslu við Háskólann á Bifröst og kennir þar meðal annars Mátt kvenna, 11 vikna nám fyrir konur sem vilja öðlast þekkingu og færni í rekstri fyrirtækja.Þetta er aðeins brot af því sem Sirrí er að fást við þessi misserin en við forvitnuðumst um hennar æsku og uppvöxt, skólagöngu og lífið sjálft. Í matarspjalli dagsins töluðum við um matarpakka eða matargjafir sem er t.d. fallegt að færa fólki í sóttkví. Hvað er sniðugt að setja í slíka pakka? Sumir hafa verið svo hugulsamir að skilja eftir góðgæti og eitthvað sem gleður, á tröppum hjá nágrönnum eða vinum og ættingjum í sóttkví. Þuríður Sigurðardóttir færði ástvinum í sóttkví pakka, sem innihélt meðal annars kálböggla. Við heyrðum í henni í matarspjalli dagsins. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
9/25/202055 minutes
Episode Artwork

Raddsérfræðingurinn og bassasöngvaraspjall

Sérfræðingurinn Mannlega þáttarins í dag var Valdís Ingibjörg Jónsdóttir raddfræðingur og talmeinameinafræðingur og áherslan hjá okkur var á röddinni. Hvernig getum við passað uppá röddina? Hvernig fer það með röddina að td. syngja í tóntegund sem er manni ekki eðlileg, t.d. þegar fullorðnir syngja í raddhæð barna eins og oft er gerst á yngri stigum grunnskóla? Hvað eru mútur og af hverju eru raddir karla dimmari en kvenna? Má maður öskra? Hvers vegna er svona almennt lítil þekking á röddinni og raddbeitingu? Við komum ekki að tómum kofanum hjá Valdísi og hún svaraði þessum spurningum hlustenda. Þrír hávaxnir söngvarar og penn píanóleikari er yfirskrift tónleika sem verða í Salnum á næstunni en þessi hópur mun bjóða uppá ferðalag um undraveröld bassabókmenntanna í fjölbreyttri efnisskrá sem inniheldur bæði íslenska og erlenda tónlist. Kristinn Sigmundsson og Bjarni Thor Kristinsson komu til okkar og sögðu frá í þættinum. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
9/24/202055 minutes
Episode Artwork

Tæring á Hælinu, myndlist á dekkjaverkstæðum og póstkort frá Spáni

Sviðslistaverkið Tæring var frumsýnt um helgina á Hælinu, setri um sögu berklanna á Kristnesi í Eyjafjarðarsveit. Verkið er innblásið af sögu berklasjúklinga sem þar dvöldu á síðustu öld. Verkið er samsköpun allra þátttakenda og er sérstaklega unnið inn í sýningarrýmið þar sem leiknum senum er blandað við vídeóverk og hljóðverk og einnig fara einhver atriði fram utandyra sem áhorfendur sjá út um glugga. Við hringdum norður og heyrðum meira af þessu verki og hvernig frumsýningin gekk frá Maríu Pálsdóttur, hælisstýru og framleiðanda verksins. Bibendum-sýningar eru ný tegund vinnustaðasýninga hjá Listasafni ASÍ, en það eru myndlistarsýningar á dekkjaverkstæðum. Auglýst er eftir þátttakendum meðal myndlistarfólks og myndlistarfólk um land allt er hvatt til að sækja um. Að umsóknarferlinu loknu vinnur sýningarstjóri á vegum Listasafns ASÍ með myndlistarfólkinu að þróun sýningar á dekkjaverkstæði að eigin vali, í samráði við starfsfólk og eigendur viðkomandi dekkjaverkstæðis. Við fengum Halldór Oddson, lögfræðing hjá ASÍ og Elísabetu Gunnarsdóttur, sýningarstjóra Listasafns ASÍ, til að segja okkur frá þessu í þættinum. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Haustið er komið á Spáni og fyrsta lægðin kom á föstudaginn var til Costa Blanca. Póstkort dagsins segir frá haustkomunni. Líka frá kórónuvírusnum sem herjar grimmt á Spánverja, en vissulega mjög mismunandi eftir héruðum og borgum. Innbrotum hefur fjölgað mikið og það er líka sagt frá öðrum vanda sem fer vaxandi og hann stafar af hústökufólki. Við þeim vanda eru ekki til nein einföld ráð eins og sagt er frá í póstkortinu. Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/23/202055 minutes
Episode Artwork

Bleika slaufan, Gestur Pálma og Indriði á Skjaldfönn

Sala á Bleiku slaufunni í ár hefst 1. október. Allur ágóði Bleiku slaufunnar 2020 rennur til krabbameinsrannsókna. Lífslíkur hafa tvöfaldast á síðustu 50 árum og dánartíðni kvenna af völdum krabbameina hefur lækkað um 35%. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins og Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár komu í þáttinn og sögðu frekar frá Bleiku slaufunni í ár. Gestur Pálmason vinnur við það alla daga að hjálpa fólki við að ganga betur í því sem það tekur sér fyrir hendur og sérstaklega þeim sem vinna undir miklu álagi. Hann leiðir námskeið þar sem hann fer meðal annars í undirliggjandi ástæður frammistöðu og frammistöðuleysis. Gestur er lögreglu- og sérsveitarmaður til 16 ára en hefur undanfarin misseri starfað sem stjórnenda- og teymisþjálfari hjá Complete í Bretlandi. Gestur kom í þáttinn í dag. Kristín okkar Einarsdóttir fór undir lok ágústmánaðar og hitt Indriða bónda á Skjaldfönn í Skjaldfannardal og ræddi við hann um veðrið síðasta vetur og ýmislegt annað fróðlegt. Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/22/202055 minutes
Episode Artwork

Erfið eftirköst, mjólk og ostar og Lára lesandi vikunnar

„Við fengum COVID-19“ heitir hópur á facebook með um 800 meðlimi, sem eins og nafn hópsins gefur til kynna hafa öll fengið COVID-19. Á síðu hópsins hafa mörg þeirra tjáð sig um erfið eftirköst og afleiðingar sjúkdómsins, jafnvel þótt margir mánuðir séu síðan þau veiktust. Mun fleiri glíma við eftirköst COVID-19 en búist var við, segir forstöðumaður lyflækninga og endurhæfingarþjónustu Landspítalans. Við fengum þær Rósu Björk Gunnarsdóttur og Margréti Gauju Magnúsdóttur, sem báðar eru í hópnum, til þess að segja okkur betur frá þessum eftirköstum og sínum reynslum. Við fengum í dag annan þáttinn í smáþáttaröðinni Heimur ostanna, í umsjón matgæðingsins Svavars Halldórssonar og ostasérfræðingsins Eirnýar Sigurðardóttur þar sem þau leiða hlustendur um undraveröld ostanna. Í öðrum þætti tala þau um mjólk sem að sjálfsögðu er undirstaða allrar ostagerðar í heiminum. Kúamjólk, geitamjólk, sauðamjólk og kaplamjólk. Hvað er líkt og hvað er ólíkt? Hvaða máli skiptir mjólkin við að skapa leyndardóma ostanna? Lesandi vikunnar í þetta sinn var söng- og tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir. Hún er önnur stofnenda Andagiftar, sem stendur fyrir margvíslegum námskeiðum og uppákomum sem stuðla að andlegu heilbrigði og vellíðan. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/21/202055 minutes
Episode Artwork

Andri, Anní og Þriðji póllinn og sultur með Alberti og Ólafi Darr

Föstudagsgestir Mannlega þáttarins í þetta sinn vou tveir, þau Andri Snær Magnason og Anní Ólafsdóttir. Þau eru leikstjórar myndarinnar Þriðji póllinn, sem er heimildarmynd um geðhvörf. Í henni er fylgst með ferðalagi Högna Egilssonar og Önnu Töru Edwards um framandi slóðir í Nepal. Myndin veitir innsýn í hugsun og veruleika fólks sem hefur glímt við sama sjúkdóm, en Anna Tara og Högni hafa bæði greinst með geðhvarfasýki. Myndin hefur verið í vinnslu í þrjú ár og til stóð að frumsýna hana í mars en ekkert varð af þeim áformum vegna heimsfaraldursins. Það hefur verið tilkynnt að myndin verður opnunarmynd RIFF í ár, þar sem hún verður frumsýnd 24.september. Albert Eiríksson kom til okkar og var með okkur í stað Sigurlaugar Margrétar í matarspjalli dagsins. Hann fræddi okkur um sultur, nú er sultutíð, rabarbarar, rifsberja, bláberja, og fleiri týpur af sultu. Óvæntur gestur kom í matarspjallið, Ólafur Darri Ólafsson leikari, sem bauð sig fram sem sultusmakkara og stóð hann sig afskaplega vel í því hlutverki, eins og öllum hlutverkum sem hann tekur að sér, til dæmis sem ráðherra í samnefndum sjónvarpsþáttum sem hefja göngu sína í sjónvarpinu á sunnudag. Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/18/202055 minutes
Episode Artwork

Heyrnin og sundkýrin Sæunn

Það er fimmtudagur í dag og við héldum áfram með sérfræðinginn í Mannlega þættinum. Í dag kom til okkar Kristján Sverrisson, forstjóri Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands. Við veltum heyrninni fyrir okkur með honum, hver eru algengustu vandræðin sem fólk glímir við og við forvitnuðumst einnig um starfsemi Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar. Heyrnartæki, suð í eyrum og almennar spurningar sem viðkoma heyrninni mun hann leitaðist við að svara fyrir hlustendur og okkur. Við skoðuðum barnabókina Sundkýrin Sæunn sem fjallar um kú í Önundarfirði sem flúði slátrarann á Flateyri, stökk í sjóinn og synti yfir Önundarfjörðin. Og eins og við vitum er þessi saga sönn. Þann 13. október árið 1987 átti að slátra kúnni Hörpu á Flateyri, en þegar hún var leidd að sláturhúsinu virtist hún skynja hvað væri í vændum og sleit sig lausa. Að því loknu tók hún á rás í átt til hafs, beið ekki boðanna og synti út á fjörðinn. Höfundur bókarinnar er Eyþór Jóvinsson bóksali á Flateyri og við slógum á þráðinn til hans í dag. Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/17/202055 minutes
Episode Artwork

Heimildarmyndin Ómar og sagnakaffi Önnu

Heimildarmynd um Ómar Ragnarsson og hans baráttu gegn virkjunarframkvæmdum við Kárahnjúka verður sýnd á RÚV í kvöld, en í dag er dagur íslenskrar náttúru og einnig áttræðisafmælisdagur Ómars Ragnarssonar. Myndin sýnir hugsjónamanninn Ómar fara í útsýnisferðir með fólk yfir það svæði sem fór undir virkjunina. Hann flaug m.a. með hluta ríkisstjórnarinnar og fleira fólk. Ómar kom í þáttinn ásamt Sigurði Grímssyni, öðrum höfundi myndarinnar. Anna Halldórsdóttir tónlistarkona er gestur Sagnakaffis í kvöld í Gerðubergi og ætlar að segja sögur í tali og tónum. Anna lét að sér kveða á tíunda áratugnum þegar hún hlaut íslensku tónlistarverðlaunin fyrir Villta morgna sem besti nýliðinn í tónlist og var valin að hita upp fyrir tónlistarmanninn Sting þegar hann heimsótti Ísland árið 1997. Hún hefur sent frá sér þrjár hljómplötur með eigin tónlist, Villtir morgnar, Undravefurinn og Here. Anna bjó og starfaði í New York í 15 ár og vann þar að tónlist, hljóðmynd fyrir kvikmyndir og heimildamyndir og margt annað. Anna kom í þáttinn í dag. Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/16/202055 minutes
Episode Artwork

Nýjasta tækni og vísindi, einmannaleikinn og Rakel á strandveiðum

Þátturinn Nýjasta tækni og vísindi hóf göngu sína á ný í sjónvarpinu í gærkvöldi eftir langa fjarveru af skjáum landsmanna. Efnistökin eru fjölbreytt og fróðleg en í þáttunum verða íslenskar vísindarannsóknir í forgrunni. Fjallað er um allt milli himins og jarðar, svo sem öldrun, hvali, sprotafyrirtæki og snjallheimilið svo fátt eitt sé nefnt. Umsjónarfólk þáttarins eru Sigmar Guðmundsson, Sævar Helgi Bragason og Edda Elísabet Magnúsdóttir, við fengum Sigmar og Eddu í þáttinn til að segja okkur frá þáttunum. Fimmti hver Íslendingur 67 ára og eldri er stundum eða oft einmana. Stundum er það alvarlegt mál, flókið og erfitt að vera einmana. Afleiðingar einmanaleika og félagslegrar einangrunar geta verið bæði líkamlegar og andlegar og geta jafnvel rænt fólk lífsgæðum. LEB - Landssamband eldri borgara stendur fyrir málþingi um einmanaleika og félagslega einangrun eldra fólks og hvað sé til ráða, fimmtudaginn 17. sept. Þær Þórunn Sveinbjörnsdóttir og Guðrún Ágústsdóttir frá LEB komu í þáttinn í dag. Rakel Jóhannsdóttir frá Hólmavík ákvað stuttu eftir fimmtugsafmælið sitt að fara á strandveiðar. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Rakel þegar hún var að hefja strandveiðar fyrir þremur árum og svo núna þegar vertíðinni lauk. Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/15/202056 minutes
Episode Artwork

Oleanna, heimur ostanna og Sveinn lesandi vikunnar

Leikritið Oleanna, eftir David Mamet, verður frumsýnt á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu á föstudaginn. Við fórum á rennsli á sýningunni og töluðum svo við leikarana tvo, Völu Kristínu Eiríksdóttur og Hilmi Snæ Guðnason og leikstjórann Gunnar Gunnsteinsson. Verkið fjallar um samskipti kennara og nemanda, kynjamál, völd og valdajafnvægi, eða kannski frekar valdaójafnvægi. Samskipti þeirra ganga ekki vandræðalaust fyrir sig, vægast sagt. Leikritið er skrifað árið 1992 og var sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1995 og það er ekki hægt að segja annað en að það eigi ennþá afskaplega vel við. Heimur ostanna eru skemmtileg smáþáttaröð í umsjá ostaáhugafólksins Svavars Halldórssonar og Eirnýar Sigurðardóttur. Þar leiða þau hlustendur um undraveröld ostanna. Í þessum fyrsta þætti fara þau Svavar og Eirný yfir upphaf ostagerðar, söguna og mismunandi aðferðir. Móngólskar hersveitir, gómsæt gerjun, skyr, osta-sæla og ávanabindandi eiginleikar er meðal þess sem þau drepa á í þessum fyrsta þætti. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi í utanríkisráðuneytinu. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/14/202055 minutes
Episode Artwork

Bragi Valdimar og kjötbollur

Föstudagsgesturinn okkar í þetta sinn heitir Bragi Valdimar Skúlason, hann er afkastamikill laga og textahöfundur og svo virðist sem flest lög hans og textar rati beint í sálartetur íslensku þjóðarinnar. Hann rekur auglýsingastofu, stjórnar sjónvarpsþáttum og er einn af Baggalútum og ýmislegt annað tekur hann sér fyrir hendur. Við kynntumst honum nánar í þættinum í dag. Matarspjallið var aðuvitað á sínum stað í dag. Sigurlaug Margrét kom til okkar og í síðasta matarspjalli töluðum við um kjötfars og þá aðallega kálböggla, en í dag voru það blessuðu steiktu kjötbollurnar. Kjötbollur í brúnni með kartöflumús er einn af þjóðarréttunum, sígildur réttur sem maður fær til dæmis hjá ömmu. Við báðum hlustendur um að senda okkur nöfn á rétti sem margir þekkja úr æsku, kjötfars smurt á brauð og steikt og fengum send til okkar mörg skemmtileg nöfn og ólík, til dæmis rasskinnar, fljúgandi diskar og franskar nátthúfur. Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/11/202055 minutes
Episode Artwork

Ólafur Már augnlæknir og Sleikur

Sérfræðingurinn var á dagskrá hjá okkur í dag eins og alltaf á fimmtudögum þetta haustið. Ólafur Már Björnsson augnlæknir kom til okkar og svaraði spurningum sem hlustendur hafa sent til okkar undanfarna daga og við erum sérlega ánægð með hversu margir eru farnir að kveikja á þessu og nýta sér ráðgjöf sérfræðinga þáttarins. Táraleki, augnbotnar og augnsteinaskipti eru meðal þess sem spurt var um í dag en Ólafur talaði líka almennt um augnheilsu og hvað við getum gert til að hugsa vel um augun okkar. Elísa Gyrðisdóttir og Bergþór Bjarki Guðmundsson vinna saman á félagsmiðstöðinni Elítan í Garðabæ. Þau hafa hannað kynfræðsluspilið Sleik fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára. Tilgangur spilsins er að opna vettvang fyrir mikilvægar umræður af ýmsum toga, tengdar kynlífi, bæði um fræðilegu hliðina og einnig um til dæmis samskipti kynjanna, sjálfsmynd og kynhneigð. Þau Elísa og Bjarki sögðu frá þessu spili í þættinum í dag. Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/10/202055 minutes
Episode Artwork

Stelpur filma, MAKEathon og póstkort frá Spáni

Námskeiðið Stelpur filma!, er nú haldið í þriðja sinn en að því koma margir reyndustu handritshöfundar og kvikmyndagerðarmenn landsins. Verkefnið er liður í því að rétta af kynjahallann sem ríkir í kvikmyndagerð á Íslandi, en margir samverkandi þættir gera það að verkum að stelpur eru ólíklegri til þess að prófa sig áfram í greininni og láta rödd sína heyrast. Stelpum úr 8. og 9. bekk í grunnskólum Reykjavíkur er boðið að taka þátt og við kíktum í Norræna húsið og töluðum við Erlu Stefánsdóttur, verkefnastjóra, Margréti Örnólfsdóttur, sem kennir handritsgerð á námskeiðinu og Matthildi og Þuríði úr Dalsskóla og Ronju Björk, Sóley Líf og Eyju úr Austurbæjarskóla. Matís mun halda svokallað MAKEathon á fjórum stöðum á Íslandi, frá 10. til 18. september næstkomandi, þar sem áhersla verður lögð á nýtingu hliðarafurða úr sjávarútvegi. Viðburðurinn er hluti af verkefninu MAKE-it! sem er fjármagnað af Evrópusambandinu (EIT Food). Að þessu sinni mun þátttakendur með fjölbreyttan bakgrunn koma saman til að finna lausnir við eftirfarandi áskorun: Hvernig getum við aukið verðmæti aukahráefnis úr sjávarútvegi til að gera vinnsluna sjálfbærari?Þátttakendur fá að vinna með hráefni, bein og roð af fiski, og fá tækifæri til að „leika sér“ með það og búa til úr því frumgerð að vöru. Justine Vanhalst, verkefnastjóri hjá Matís kom í þáttinn og sagði frá. Póstkortið sem við fengum frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag innheldur frásögn af heilögum Kristófer sem er verndardýrlingur allra ferðalanga og hann passar torgið í Alicante þar sem Magnús býr. Það var auðvitað sagt frá ástandi mála vegna kórónuvírussins, en það virðist ekki vera neitt lát á smiti í nokkrum borgum og bæjum. Það var sagt frá húsnæðismálum Spánverja sem eru með nokkrum öðrum hætti en í öðrum Evrópulöndum. Og svo sagði Magnús að lokum frá áhyggjum vegna menntamála sem hafa setið á hakanum í farsóttinni. Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/9/202055 minutes
Episode Artwork

Ábyrgð og sjálfsagi, píanósónötur Beethovens og systur á Melum

Félag áhugafólks um Uppbyggingu ábyrgðar og sjálfsaga var stofnað 2008 en það vinnur að innleiðingu, starfsþjálfun og þróun efnistaka innan fjölmargra grunn- leik- og framhaldsskóla með efni sem þau kalla Uppbyggingu ábyrgðar og sjálfsaga. Öðru fremur er um að ræða aðferðir við að kenna sjálfstjórn og sjálfsaga og styrkja einstaklinga í því að læra af mistökum sínum. Við fengum þau Guðbjörgu M. Sveinsdóttur skólastjóra Grunnskóla Grindavíkur og stjórnarkonu í félaginu og Sveinbjörn Markús Njálsson fyrverandi skólastjóri Álftanesskóla og gjaldkera stjórnar félagsins, til að segja okkur frekar frá þessu félagi og starfi þess. Salurinn og landslið píanóleikara á Íslandi fagna 250 ára afmæli Ludwigs van Beethoven með því að flytja allar 32 píanósónötur Beethovens á 9 tónleikum nú í haust. Píanóverkin eru hornsteinn í sköpunarverki hans og þá sérstaklega píanósónöturnar en saman hafa þær verið nefndar Nýja testamenti píanóbókmenntanna, svo mikilvægar eru þær fyrir þróun og þroska píanóleikara. Við skruppum í Salinn í gær og ræddum við Jónas Ingimundarson sem á hugmyndina að þessum tónleikum og Ernu Völu Arnardóttur píanóleikara. Systurnar frá Melum í Árneshreppi hafa komið fram við ýmis tækifæri og skemmt gestum með söng og gamanmálum. Kristín okkar Einarsdóttir ræddi við Ellen Björnsdóttur, eina þeirra, en fékk svo þær allar þrjár til að taka lagið í fjárhúsinu á Melum. Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/8/202055 minutes
Episode Artwork

Beðið eftir Beckett, Salt eldhús og Hulda lesandi vikunnar

Elfar Logi Hannesson leikari hefur starfað lengi sem sviðlistamaður, sett upp hverja leiksýninguna á fætur annarri, í flestum þeirra hefur hann staðið einn á sviðinu og svo stofnsetti hann Act Alone, sviðslistahátíðina sem hefur í heiðri sýningar þar sem einmitt ein manneskja stendur á sviðinu og flytur list sína. Hátíðin hefur verið haldin 16 sinnum við góðan orðstí, en hátíðinni í ár hefur verið frestað vegna COVID-19. Hann er kominn til Reykjavíkur þar sem hann mun flytja nýjan einleik, Beðið eftir Beckett, í Tjarnarbíói. Elfar kom í þáttinn og sagðifrá því hvernig það hefur verið að vera sjálfstæður listamaður á landsbyggðinni á þessum skrýtnu tímum. Við heimsóttum Salt eldhús, sem staðsett er á efstu hæð í Þórunnartúni, en þar fara fram vinsæl matreiðslunámskeið og við komumst að því að brauðnámskeið eru mjög vinsæl og það getur verið einfalt að baka brauð á hverjum einasta morgni, ólíkt því sem margir halda. Sigríður Björk Bragadóttir sat fyrir svörum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Hulda Ragnheiður Árnadóttir, formaður FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu og framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/7/202055 minutes
Episode Artwork

Hörður Torfa 75 ára og kálbögglar

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn á einnig stórafmæli í dag, nánar tiltekið er hann 75 ára í dag, Hörður Torfason söngvaskáld og leiksviðslistamaður. Það var um nóg að tala við hann og af nægu að taka. Við fengum að vita hvar hann er fæddur og uppalinn og svo ferðuðumst við í gegnum viðburðarríka ævi hans til dagsins í dag. Við spiluðum glænýtt lag, Draumarnir, og svo sagði Hörður okkur frá nýrri bók, 75 sungnar sögur, sem kom út í sumar. Í matarspjalli dagsins sagði Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, okkur frá kálbögglum, eða bleikum kjötbollum. Hvar á maður að kaupa kjötfarsið? Á maður að búa það til sjálfur? Notar maður sama farsið í steiktar kjötbollur og kálböggla? Og er kominn tími til að halda hátíðlega kjötfarsdaginn einu sinni á ári? Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/4/202050 minutes
Episode Artwork

Sérfræðingur í öldrunarlækningum og ritlistarnámskeið

Sérfræðingurinn í dag var lyf- og öldrunarlæknirinn Ólafur Þór Gunnarsson. Oft er það svo að eldra fólk fær marga sjúkdóma samtímis, eða glímir við marga langvinna sjúkdóma sem þá safnast í sarpinn með hækkandi aldri. Algeng dæmi um þetta eru alls konar stoðkerfisvandamál, hjarta- og æðasjúkdómar, minnissjúkdómar eins og Alzheimers, þvagfæravandamál , geðræn vandamál, tauga- og skyntruflanir, lungnasjúkdómar, sýkingar, innkirtlavandamál ofl. Sjúkdómar eldra fólks leiða oft til færniskerðingar, og þess vegna er endurhæfing mjög mikilvægur þáttur í starfi öldrunarlækna. Við ræddum við Ólaf um öldrunarlækningar í þættinum í dag og hann svaraði spurningum hlustenda sem hafa sent þær með tölvupósti og Guðný Kristrún Óskarsdóttir bar meira að segja upp tvær spurningar í beinni útsendingu í gegnum símann. Það er vart orðum aukið að sjaldan, eða aldrei, hafi hæfileikinn til að finna gleðina í því smáa komið sér jafn vel og undanfarna mánuði og misseri. Á tímum kófsins finna margir ánægju í því að reyna fyrir sér í nýjum áhugamálum eða gefa sér aftur tíma til að sinna gömlum hugðarefnum. Við forvitnuðumst um ókeypis ritlistarnámskeið á vegum Borgarbókasafnsins þar sem sjónum er beint að hinu smáa: Tilraunir með smátexta, örsögur, ljóð, smásögur og stílæfingar. Sunna Dís Másdóttir, bókmenntavirki og leiðbeinandi á námskeiðinu, kom í þáttinn og sagði frá. Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/3/202055 minutes
Episode Artwork

Sáttamiðlaraskóli, borholur í Reykjavík og póstkort frá Spáni

Sátt er félag um sáttamiðlun og er sameiginlegur vettvangur þeirra sem vilja stunda sáttamiðlun og afla sér menntunar eða fræðslu á því sviði. Að félaginu stendur bæði áhugafólk um sáttamiðlun og fagfólk á ýmsum sérsviðum, s.s. félagsráðgjöf, guðfræði, kennslu, lögfræði, sálfræði og sérfræðingar úr fleiri fagstéttum. Við fengum þær Dagnýju Rut Haraldsdóttur og Lilju Bjarnadóttur lögfræðinga og sáttamiðlara til að koma í þáttinn og segja okkur frekar frá sáttamiðlun og Sáttamiðlaraskólanum.. Einn stærsti bor sem hefur sést í Reykjavík um áratuga skeið er á leiðinni til höfuðborgarinnar og verður notaður af Veitum við endurnýjun borholu við Bolholt. Borholan sem um ræðir er ein sú gjöfulasta sem Veitur hafa til umráða, en hún hefur varmaafl sem getur hitað upp um 2000 hús á ári sem er svipaður fjöldi og er í Vestmannaeyjabæ. Borholan er 764 metrar á dýpt, sem er á við tíu Hallgrímskirkjur.Við fórum í gær niður í Bolholt og hittum Grétar Ívarsson, jarðfræðing og eldfjallafræðing sem vinnur hjá OR til þess að fræða okkur um þennan stóra bor, þessa borholu og borholur almennt. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Póstkort dagsins sagði frá ferð á fáfarna strönd þar sem Spánverjar bíða samt í röðum til að komast á tvo veitingastaði sem eru sagðir með þeim bestu í fiskmeti á Spáni. Það var auðvitað minnst á kórónuvírusinn og þá staðreynd að það eru 99,7 prósent líkur á því að smitast EKKI í Alicante, þar sem Magnús er. Og í blálokin var sagt frá þýskum manni sem sem talar sjö tungumál reiprennandi og les ennþá fleiri. Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/2/202055 minutes
Episode Artwork

Spjarasafnið, Söngsteypan og viðhald vita

Spjaraþoni svokölluðu, hugmyndasmiðju Umhverfisstofnunar um textílvandann, lauk fyrir helgi. Hugmyndin Spjarasafnið stóð uppi sem sigurvegari eftir tveggja daga hugmyndavinnu. Spjarasafnið er einskonar Airbnb fyrir fatnað og gerir notendum kleift að leigja út og fá lánaðar flíkur til skamms tíma og eftir hentisemi. Við fengum tvær úr sigurteyminu , Ásgerði Heimisdóttur og Patriciu Önnu Thormar til að segja okkur meira frá þessari sniðugu hugmynd og hvert framhaldið er. Í Síðumúla og Ármúla er að finna mörg forvitnileg fyrirtæki og við heimsóttum eitt slíkt sem heitir HÁS Sköpunarsetur og Söngsteypan. Söngsteypan er söngskóli sem sérhæfir sig í söngtækni sem heitir Complete vocal tecnic og margir landsfrægir söngvarar hafa tileinkað sér. Þar er líka hægt að leigja sér hljóðklefa, t.d. ef maður þarf næði til að syngja, æfa sig, öskra eða taka upp hlaðvarp svo eitthvað sé nefnt. Við bönkuðum á dyr og spjölluðum við skólastýruna Aldísi Fjólu Borgfjörð Ásgeirsdóttur. Við hugsum mögulega ekki útí það dagsdaglega hversu mikil vinna og mannfrek það er að mála og halda við öllum hinum fjölmörgu vitum sem vísað hafa sjófarendum leiðina í gegnum árin. Kristín Einarsdóttir hitti Þorbirnu Björgvinsdóttur á bryggjunni í Kokkálsvík þar sem hún var að koma frá því að mála vitann í Grímsey. Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/1/202055 minutes
Episode Artwork

Ljósmyndakonur, kaffibollamyndir og Andrea lesandi vikunnar

Áhugaljósmyndarafélag fyrir konur af Eyjafjarðarsvæðinu, öðru nafni ÁLFkonur, er félagskapur kvenna sem hafa sameiginlegt áhugamál, að festa allt milli himins og jarðar á „filmu“. Hópurinn hefur starfað saman frá 2010. Síðasta föstudag var opnuð sýning utandyra við Drottningabraut á Akureyri, en sú sýning er afrakstur samstarfs við áhugaljósmyndara í Portobello við Edinborg í Skotlandi. Þessir hópar fóru í parasamstarf og unnu með mismunandi þemu, þar sem sumir lögðu áherslu á landslag og staðsetningu þessara tveggja strandsamfélaga en aðrir skoðuðu persónulegri hliðar mannlífsins á báðum stöðum. Gunnlaug Friðriksdóttir og Guðný Pálína Sæmundsdóttir voru í hljóðveri RÚV fyrir norðan og sögðu okkur frá þessu samstarfi. Myndirnar verður hægt að sjá á vefsíðunni twoplacesbythesea.weebly.com eftir næstu helgi. Helga Ólöf Oliversdóttir, sjúkraliði á Akranesi, sá það í byrjun COVID19-faraldursins í vor að veiran myndi hafa afgerandi áhrif á samskipti og daglegar venjur fólks. Í stað þess að hitta vini sína daglega þá yrði minna úr slíkum mannlegum samskiptum. Sjálf ákvað hún að fara í sjálfskipaða sóttkví. Því hefur hún farið á hverjum morgni síðan í gönguferð, ein síns liðs, jafnvel klukkan fimm að morgni, þar sem hún tekur með sér kaffibolla og kaffi og stillir bollanum upp í náttúrunni og tekur mynd. Myndunum, sem eru orðnar 150 talsins, deilir hún með vinum og vandamönnum á Facebook til að láta vita af sér ef svo má segja. Myndirnar eru vægast sagt stórskemmtilegar og við hringdum í Helgu í þættinum og fengum hana til að segja okkur frá þessum gjörningi. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA Félags kvenna í atvinnulífinu. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/31/202055 minutes
Episode Artwork

Friðrik Erlings föstudagsgestur og matarminningar frá Yemen

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var rithöfundurinn Friðrik Erlingsson. Hann hefur skrifað bækur og þýtt og hann hefur skrifað kvikmynda- og sjónvarpshandrit. Flestir ættu að þekkja fyrstu bók hans, Benjamín Dúfu, sem varð auðvitað að frábærri kvikmynd bæði hér á Íslandi og var einnig gerð að kvikmynd í Bandaríkjunum. En það sem kannski færri vita er að hann er einnig tónlistarmaður, var til dæmis í hljómsveitunum Purrki Pillnikk og Sykurmolunum. Við ræddum við hann um ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag, þar sem hann er meðal annars, sem hluti af menningarnefnd Rangárþings eystra, forgöngumaður þeirrar hugmyndar að fá gerða afsteypu af styttu listakonunnar Nínu Sæmundsson, Spirit of Achievement (Af­reks­hug­ur), sem er yfir aðalinngangi á glæsihótelinu Waldorf Astoria í New York, en til stendur að setja afsteypuna upp á Hvols­velli. Í matarspjalli dagsins kom Sigurlaug Margrét með góðan gest, Veru Illugadóttur, útvarpskonu og samstarfsfélaga okkar hér á Rás 1. Þær fóru í áhugaverða ferð til Yemen árið 2007 sem þær ætla að rifja upp fyrir okkur, þá sérstaklega minningum um gómsætan kjúkling sem þær fengu á afskekktri bensínstöð og brauði sem lifir enn góðu lífi í huga þeirra. Matarminningar frá Yemen, í matarspjallið. Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/28/202055 minutes
Episode Artwork

Jósep svarar spurningum hlustenda og Hugarró heima

Við hófum aftur í dag dagskrárliðinn Sérfræðingurinn. Við munum fá á fimmtudögum sérfræðinga til þess að svara spurningum hlustenda og í dag fengum við lækninn Jósep Blöndal, einn helsta sérfræðing landsins í háls- og bakvandamálum. Hann hefur starfað í áratugi í Stykkishólmi hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, þar sem hann var yfirlæknir. Við spjölluðum aðeins við hann um hans störf og reynslu og svo svaraði Jósep spurningum hlustenda sem við höfum fengið send á netfang þáttarins. Hugarró í heimsfaraldri og netnámskeiðið Hugarró heima voru námskeið sem Gunna Stella kennari, heilsumarkþjálfi og fyrirlesari bjó til meðan hún var heima í vor á þessum COVID-tímum með fjögur börn og fjögur fósturbörn. Netnámskeiðið er hluti af stærra samhengi en Gunna Stella er partur af hópi fólk sem einnig bjóða uppá netnámskeið, þau kalla sig Swipeclub.is. Gunna Stella kom í þáttinn í dag. Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/27/202055 minutes
Episode Artwork

Björninn og maurinn, nýir konfektmolar og póstkort frá Spáni

Bókin,Hvíti björninn og litli maurinn, er nýkomin út. Þetta fallega ævintýri segir frá pínulitlum maur sem finnur sér skjól og hlýju hjá hvítum birni. Hvíti björninn og litli maurinn miðla mikilvægum gildum á borð við vináttu, að hjálpast að og veita aðstoð. Sagan ýtir einnig undir mál- og líkamsvitund barna í gegnum skemmtilega frásögn. Við ræddum við þýðandann Ólaf Pál Jónsson, prófessor í heimspeki við HÍ, í þættinum í dag. Sælgætisgerðin Nói Siríus, sem er 100 ára í ár, sendi frá sér tilkynningu í gær þess efnis að fjóra nýja konfektmola verður að finna í konfektkössum þeirra frá og með næstu helgi. Innihald kassanna hefur nánast haldist óbreytt frá upphafi og ættu landsmenn að þekkja þá mola nokkuð vel, þar hafa einhverjir verið í uppáhaldi og aðrir minna. Við fengum að heyra um þessa nýju mola í þættinum og líka hvort og þá hverjir af gömlu molunum þurftu að víkja fyrir þeim nýju. Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Siríus, sagði frá nýju molunum í þættinum í dag. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni. Í dag sagði Magnús frá vaxandi óróa og gagnrýni á stjórnvöld á Spáni vegna flausturslegra viðbragða þeirra vegna vaxandi útbreiðslu smits vegna kórónóvírussins. Reykingabannið utandyra hefur í sumum tilvikum valdið handalögmálum. Það var líka sagt frá erfiðleikum þeirra sem vinna sjálfstætt og vinna heima. Nýjasta útspil rikistjórnar Spánar er að krefja sjálfstórnarhéruð um að loka vændishúsum þar sem þar hefur greinst töluvert um smit. Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/26/202055 minutes
Episode Artwork

Landsöfnun Barnaheilla og Jón lærði Guðmundsson

Á Íslandi eru 17 - 36% barna talin vera beitt kynferðisofbeldi eða áreitni fyrir 18 ára aldur. „Hjálpumst að við að vernda börn“ er nafnið á landssöfnun Barnaheilla sem hófst í gær og fer fram um land allt til 6. september n.k. Blátt áfram, sem sameinaðist Barnaheillum í fyrra, hefur staðið fyrir þessari söfnun í 10 ár og er þetta því ellefta árið sem ljósin eru seld. Við fengum Sigríði Björnsdóttur og Guðrúnu Helgu Bjarnadóttur, verkefnastjóra innlendra verkefna hjá Barnaheillum, til að segja okkur meira frá söfnuninni og þessu þarfa verkefni í þættinum í dag. Jón lærði Guðmundsson sem uppi var á árunum 1574 til 1658 lifði viðburðarríku lífi svo ekki sé meira sagt. Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur skrifaði bók um Jón, Náttúrur náttúrunnar sem nýverið kom út hjá Forlaginu. Jón lærði fæddist og bjó um hríð norður á Ströndum og þangað lagði Viðar leið sína í sumar. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Viðar fyrir norðan og bað hann að segja frá Jóni lærða. Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/25/202055 minutes
Episode Artwork

Ómeðvituð hlutdrægni, reiðistjórnun og Ólafur lesandi vikunnar

Við fæðumst við mismunandi aðstæður, inn í mismunandi fjölskyldumunstur, ölumst upp við mismunandi efni og aðstæður og svo framvegis. Og allt hefur þetta áhrif á viðhorf okkar til lífsins, hvort sem við áttum okkur á því eða ekki. Fæst lítum við á okkur sem fordómafullar manneskjur, en að öllum líkindum höfum við öll innbyggða ómeðvitaða hlutdrægni vegna til dæmis bakgrunns okkar. Guðrún Högnadóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi, kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um ómeðvitaða hlutdrægni og hvernig hún hjálpar fyrirtækjum og einstaklingum að verða meðvituð um eigin hlutdrægni. Reiði er fullkomlega eðlileg tilfinning sem allir finna fyrir og eðlilegt viðbragð þegar okkur finnst okkur vera ógnað. Reiði er gjarnan afleiðing af einhverju sem veldur okkur sársauka, ótta eða gremju. En reiði getur haft í för með sér óæskilegar aukaverkanir og neikvæðar afleiðingar. Reiði getur meðal annars leitt af sér sambands- og samstarfs erfiðleika, heilsufarsvanda, verri frammistöðu í vinnu og við getum rekið okkur á erfiðleika með yfirvald. En það er hægt að sækja námskeið til að fá hjálp. Ívar Arash Radmanesh, sem er með Msc í klínískri sálfræði, kom í þáttinn og sagði okkur frá reiðistjórnunarnámskeiði á vegum sálfræðinga hjá Heilsuvernd. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ólafur Teitur Guðnason, aðstoðamaður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/24/202055 minutes
Episode Artwork

Föstudagsgesturinn Ásgeir Ásgeirsson og matarupplifanir endurgerðar he

MANNLEGI ÞÁTTURINN - FÖSTUDAGUR 21.ÁGÚST 2020 Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni er Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari, fyrrum bæjarlistamaður Kópavogs og hirðgítarleikari Páls Óskars Hjálmtýssonar. Nú var að koma út þriðji og síðasti diskurinn í Þjóðlagatrílógíunni hans, Persian Path. Að þessu sinni ferðaðist hann með íslenska þjóðlagið til Íran og fóru upptökur fram í Teheran, Istanbúl og á Íslandi. VIð ræðum við Ásgeir um tónlistina og einnig um æskuna,lífið og tilveruna. Og matarspjallið með Sigurlaugu Margréti hefst á ný í dag. Hún fer með okkur til, að núna virðist, fjarlægari tíma, þegar allir voru í útlöndum að upplifa og veita sér vel í mat og drykk. Matarupplifanir í útlöndum eru minningar sem stundum hafa breytt lífinu og eru núna fallegar minningar sem við getum yljað okkur við, í bili. En Sigurlaug segir að við getum gert ýmislegt heima við, við getum sett upp þröngan franskan veitingastað heima og eldað froskalappir. Já þetta er spurningin um að hugsa í lausnum!
8/21/202055 minutes
Episode Artwork

Sjálfbærni, gönguleiðir Reykjaness og Inga Björk og lýran

Nú á tímum hlýnandi loftslags hefur eitt hugtak hljómað oftar en áður, það er sjálfbærni. Sjálfbærnihugtakið hefur þróast með tímanum, það snýst ekki eingöngu um umhverfis- og auðlindanýtingu heldur líka um heilsteyptara samhengi með hliðsjón af ábyrgð, hlutverki og samkeppni fyrirtækja og stofnana til framtíðar. Við fengum Sigurð H. Markússon, viðskiptaþróunarstjóra hjá Landsvirkjun, sem er einn leiðbeinanda á nýju námskeiði hjá Opna háskólanum til að segja okkur frá þessari þróun og hvernig hægt er að gefa sjálfbærni aukið vægi. Framundan eru blíðviðrisdagar í höfuðborginni og víða um land og fyrir þá sem vilja vera á suðvesturhorninu og fara í gönguferðir er Reykjanesið tilvalið til útivistar. Fyrir nokkrum árum sögðu menn að Reykjanesið væri falin perla en nú er það orðið vinsæll útivistarstaður og heilmikið hægt að sjá og upplifa. Jónatan Garðarsson er sennilega sá sem þekkir göngusvæði Reykjaness hvað best og hann fræddi okkur um gönguleiðir á Reykjanesinu í þættinum. Inga Björk Ingadóttir er músíkmeðferðarfræðingur og starfar sem slíkur í Hljómu, sem er hennar eigin meðferðarstöð, staðsett í Hafnarfirði. Hún hefur gefið út frumsamda tónlist þar sem hún leikur á lýru en hún notar lýru mikið í músíkmeðferðinni og nú í haust er væntanleg ný barnaplata. Við ræddum við Ingu um lýruna, nýja barnaplötu og músíkmeðferðina í dag. Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/20/202055 minutes
Episode Artwork

Fjarnám, gróðurhús á Lækjartorgi og Póstkort frá Spáni

Kennsluhættir við flesta skóla hefur gjörbreyst vegna COVID-19 og þeirra reglna sem hafa fylgt í kjölfarið. Til dæmis hefur mikið af kennslu farið fram í gegnum netið og má segja að fjarnám hafi fengið annað og stærra hlutverk en það hefur haft áður, því í sumum tilvikum er það jafnvel eini valkosturinn í dag. Fjarnámi fylgja bæði kostir og gallar sem kallar á að kennarar jafnt og nemendur tileinki sér ný vinnubrögð. Við fengum Helgu Lind Hjartardóttur náms- og starfsráðgjafa til að segja okkur frá kostum og göllum fjarnáms og til að fræða okkur um þetta nýja umhverfi í skólamálum sem snertir svo marga. Lækjartorg hefur fengið græna viðbót en búið er að koma þar fyrir gróðurhúsi sem hýsir skemmtilegt plöntusafn. Í gróðurhúsinu er hægt að fræðast um plönturnar sem ræktaðar eru í borginni íbúum og gestum til yndisauka. Gróðurhúsið á vel við á þessum tímum COVID-19 þegar margir hafa ráðist í að rækta garðinn sinn að undanförnu. Fólk getur heimsótt gróðurhúsið og fengið hugmyndir. Plöntusafnið hefur líka ákveðið menntunargildi og býður upp á leik þar sem hægt er að spreyta sig á að bera kennsl á ýmsar tegundir runna, plantna og fræja. Í gróðurhúsinu er enn fremur skordýrahótel til að minna á mikilvægi þessara dýra. Rebekka Guðmundsdóttir borgarhönnuður kom í þáttinn í dag. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Í því segir frá hertum aðgerða stjórnvalda vegna kórónuvírussins sem hefur blossað upp á nokkrum svæðum í landinu. Það var líka sagt frá öðrum faraldri sem hefur stungið sér niður í Andalúsíu. Götuglæpir og vasaþjófnaður hafa aukist og verið áberandi. Magnús hefur einu sinni verið rændur og tvisvar hefur verið reynt að ræna hann nú nýlega. Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/19/202055 minutes
Episode Artwork

Bakskólinn, þjóðráð Stefáns og Svanhildur Guðmundsd.

Bakverkir hrjá marga og ekki síst þá sem vinna kyrrsetustörfin og það er auðvelt að gleyma að standa upp á 30 min fresti og hreyfa sig aðeins, það er það sem maður á að gera. Á þessum fordæmalausu tímum er hægt að miðla svo mörgu í gegnum netið og það er boðið upp á bakæfingar í fjarþjálfun. Dr.Harpa Helgadóttir er sjúkraþjálfari og sérfræðingur í greiningu og meðferð á hrygg og útlimaliðum. Hún hefur kennt bakleikfimi í 30 ár og rekur Háls og bakskóla Hörpu. Harpa kom með góð ráð í þáttinn í dag. Við fengum póstkort frá Stefáni Jóhanni í New York, hann sendi póstkort í hverri viku í sumar í Sumarmál og í dag fengum við hans síðasta póstkort í bili. Að þessu sinni voru til umfjöllunar hjá Stefáni þjóðráð til að stýra gremjulitaðri orku sem fylgir yfirþyrmandi neikvæðum fréttaflutningi og veirutengdum óstöðugleika í eitthvað uppbyggilegra en að gerast „virkur í athugasemdum“. Góðlátlegt grín með dassi af alvöru úr New York-reynsluheiminum, þar sem kórónuvírusinn er skæðari og pólitíkin hefur aldrei verið meira niðurdrepandi. Hvernig hægt er að þrauka og jafnvel þrífast með bættu hugarfari þegar heimurinn er á hvolfi. „Þetta fólk að sunnan veit ekki neitt í sinn haus“, sagði Guðjón hreppstjóri á Eyri við Ingólfsfjörð við Svanhildi Guðmundsdóttur sem flutti þangað um vorið 1963 frá Hafnarfirði. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Svanhildi norður á Eyri og fékk hana til að segja frá aðdraganda þess að hún flutti norður og ástæðum þess að hún þurfti að flytja aftur suður. Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/18/202055 minutes
Episode Artwork

Steinunn Ása, Hendur í Höfn og Hannes Óli lesandi vikunnar

Hlustendur og landsmenn ættu að þekkja Steinunni Ásu Þorvaldsdóttur, en hún hefur lengi birst á skjám landsmanna í sjónvarpsþáttunum Með okkar augum, en sá þáttur hóf nýlega sína tíundu þáttaröð. Steinunn Ása er einnig þekktur fötlunaraktívisti, hún hlaut til dæmis árið 2017 verðlaunin Framúrskarandi ungur Íslendingur fyrir störf sín og afrek á sviði menningar. Í dag vinnur Steinunn Ása hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjvíkurborgar þar sem hún vinnur margvísleg verkefni sem snúa að réttindum fatlaðs fólks. Undanfarið hefur hún unnið að gerð bæklings sem fjallar meðal annars um fatlaðar konur og kynferðisofbeldi, orðanotkun í garð fatlað fólks og drusluskömmun. Steinunn Ása var gestur Mannlega þáttarins í dag. Við fórum austur fyrir fjall í gær í góða veðrinu og tókum tali Dagnýju Magnúsdóttur veitingakonu og listakonu, í Þorlákshöfn. Hún rekur veitingastaðinn Hendur í Höfn og hefur eins og aðrið þurft að glíma við áskoranir á þessum tíma varðandi reksturinn. Við spurðum hana útí sumarið og aðsóknina og hvernig hún sér veturinn fyrir sér í þessum bransa. Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Hannes Óli Ágústsson leikari. Hann er mikill lestrarhestur og sagði okkur frá því hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/17/202050 minutes
Episode Artwork

6/26/202055 minutes
Episode Artwork

6/25/202050 minutes
Episode Artwork

Gigtarlæknirinn svarar spurningum,Grasafræðikennari og Lygasögur út á

MANNLEGI ÞÁTTURINN Fimmtudagur 24.JÚNÍ UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG MARGRÉT BLÖNDAL Sóldögg, geldingahnappur og brönugrös - blóðberg og holtasóley. Þær eru margaog fallegar plönturnar sem leynast í íslenskri náttúru og nú þegar landinn ferðast sem aldrei fyrr um eigið land er alveg við hæfi að kíkja niður og virða fyrir sér þessi litlu undur sem leynast á ótrúlegustu stöðum. Og þá sakar ekki að vita svolítið hver er hvað og hvur er hvurs. Guðrún Bjarnadóttir grasafræðikennari við Landbúnaðarháskólann og eigandi jurtalitunarvinnudtofunnar Hespuhússins gaf út bókina Grasnytjar á Íslandi - ásamt Jóhanni Óla Hilmarssyni fuglafræðingi og ljósmyndara fyrir nokkrum árum og þar má finna margvíslegan fróðleik um grasnytjar og þjóðtrú tengda plötunum. Við heimsóttum Guðrúnu í gær í Ölfusið því við höfum grun um að bókin gæti orðið skemmtilegur ferðafélagi í sumar. Við heyrðum líka í Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur leikkonu og bónda og umræðuefnið er sveitalíf og lygasögur á hafi úti. Og svo var það sérfræðingurinn okkar - sem í dag er Ragnar Freyr Ingvarsson gigtarlæknir en hann ætlar að svara spurningum hlustenda.
6/24/202050 minutes
Episode Artwork

Portrett myndir af Kópavogbúum,Sturlungabardagi og Kynningarbréfið

MANNLEGI ÞÁTTURINN ÞRIÐJUDAGUR 23.JÚNÍ UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG MARGRÉT BLÖNDAL Við brugðum okkur aftur til Sturlungaaldar hér á eftir og berjumst við hlið Sturlu Sighvatssonar í Örlygsstaðabardaga eða svo gott sem. Á Sauðárkróki er gagnvirk sögusýning sem nefnist 1238 baráttan um Ísland. Þar er frægustu viðburðum Sturlungaaldarinnar (1220 - 1264) gerð skil en þetta er blóðugasta og afdrifaríkasta tímabilið í sögu Íslands þar sem ættar- og höfðingjaveldi börðust í allsherjar borgarastyrjöld sem lauk með því að Íslendingar glötuðu sjálfstæðinu. Áskell Heiðar Ásgeirsson segir okkur betur frá þessari sýningu og ýmsu fleiru líka því nútíminn fær líka sinn sess í húsnæði sýningarinnar. Þar er m.a. veitingastaður og í gærkvöldi voru þar tónleikar með Valdimar og Erni Eldjárn. Margrét Rún Styrmisdóttir er fatahönnuður og teiknari, og frá júní til ágúst er hún frá 9-5 að vinna í portrettteikningum af Kópavogsbúum. Hún sendi út opna beiðni í byrjun sumars og fékk samband við 150 einstaklinga, og vinnur hörðum höndum af því að teikna nákvæmt portrett af hverjum og einum auk þess að eiga í samtali við viðkomandi um daginn og veginn. Þannig fangar hún þversnið af bæjarbúum, sögum þeirra og upplifunum, en hver og einn sendir henni þá mynd af sér sem þau vilja sjálf að birtist. Þá stefnir hún að því að í lok sumars muni hún geta raðað saman mósaíkmynd af sjálfvalinni birtingarmynd bæjarbúa. Í síðustu viku tók Steinar Þór Ólafsson fyrir ferilskrána. En í dag tókum við fyrir kynningarbréfið sem algengt er að óskað sé eftir, en, liggur kannski meira á huldu hvernig eigi að setja fram. Hvað á að skrifa í þetta kynningarbréf? Á þetta að vera ítarlegri upplistun á ferilskránni? Og hversu mikið vægi hefur kynningarbréfið? Getur frábært kynningarbréf bætt upp fyrir skort á t.d. starfsreynslu og menntun? Og hvað á það að vera langt? Steinar talar við Ingu Björg Hjaltadóttur, framkvæmdastjóra Attentus, til að fræðast betur upp þetta óræða skjal sem kynningarbréfið er.
6/23/202055 minutes
Episode Artwork

Hörður Erlingsson,NLFÍ og Svavar Knútur

MANNLEGI ÞÁTTURINN MÁNUDAGUR 22.JÚNÍ UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG MARGRÉT BLÖNDAL Ferðaskrifstofa Harðar Erlingssonar fagnar 40 ára starfsafmæli ár. Undanfarin 50 ár hefur Hörður Erlingsson skipulagt og verið leiðsögumaður í ferðum þýskumælandi fólks um Ísland. Þegar Hörður var við nám í Þýskalandi á árunum 1967 til 1974 fékk hann óvænt boð um að fara með hóp til Íslands. Fyrirvarinn var stuttur, tveir dagar og Hörður sló til og það varð ekki aftur snúið. Hörður kom til okkar hér á eftir og rifjar upp það helsta úr starfinu . Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði tók til stafa fyrir 65 árum. Jónas Kristjánsson læknir einn af brautryðjendum náttúrulækningastefnunnar á Íslandi, hafði forystu um undirbúning og uppbyggingu Heilsuhælisins eins og stofnunin hét þá og í byrjun var hægt að taka á móti 40 gestum. Margt hefur breyst síðan þá og sífellt er unnið að þróun starfseminnar án þess þó að missa sjónar á grunngildunum. Samkomubannið hefur sett svip sinn á starfsemina í ár eins og flesta - en starfsemin er smátt og smátt að færast í eðlilegt horf og ýmislegt framundan á næstu vikum. Við skruppum í heimsókn á föstudaginn og settumst út í sólina með Inga Þór Jónssyni markaðsstjóra og tókum stöðuna. Og lesandi vikunnar var Svavar Knútur tónlistarmaður.
6/22/202055 minutes
Episode Artwork

Ólafur Laufdal,Matarspjallið-sólskinsmatur og Sigurlaug Margrét

MANNLEGI ÞÁTTURINN FIMMTUDAGUR 18.JÚNÍ UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG MARGRÉT BLÖNDAL Matarspjallið að þessu sinni snýst um sólskinsmat, sumsé mat sem framkallar bros á vör, sólskin í hjartað og gleður öll skilningarvitin í sólinni. Hefur maður lyst á einhverju sérstöku í sól ? Nú virðist vera vinsælt að fá sér drykk og smárétti á hamingjustundum síðdegis, hvort sem fólk býður heim eða fer á veitingastaðina. Nú er staðan þannig að allir veitiingastaðir og barir loka kl.23.00 og fólk sem ætlar að fá sér smárétti og drykk, fer fyrr af stað og svo eru allir komnir heim fyrir miðnætti. Sigurlaug Margrét veltir þessu fyrir sér í dag. Föstudagsgesturinn okkar á sér langa athafnasögu og eiginlega má segja að ferillinn hann hafi verið samofinn íslenskri dægurmenningu undanfarna sex áratugi - hann var einu sinni pikkaó á Borginni, byggði upp stærstu og vinsælustu skemmtistaði landsins og eftir að hann hætti að vinna - eins og hann orðar það sjálfur - hefur hann byggt upp hótel í Grímsnesinu sem varð fyrst íslenskra hótela til að fá fimm stjörnur. Já föstudagsgesturinn okkar heitir Ólafur Laufdal og við byrjum auðvitað bara á byrjuninni.
6/19/202054 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Bjarni Thor bæjarlistamaður Garðabæjar,Takk fyrir að vera til fyrirmyn

MANNLEGI ÞÁTTURINN ÞRIÐJUDAGUR 18.JÚNÍ UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG MARGRÉT BLÖNDAL Sérfræðingurinn er á dagskrá Mannlega þáttarins í dag. Að þessu sinni er það augnlæknirinn Ólafur Björnsson og við ætlum að ræða um augnheilsu og einnig bera undir Ólaf nokkrar spurningar sem við fengum sendar frá hlustendum. Ýmsar heiðranir og viðkenningar voru veittar víða um land í gær. Við getum nefnt að fjórtán fengu heiðursmerki hinnar íslensku Fálkaorðu og Helgi Björnsson er borgarlistamaður Reykjavíkur og svo útnefndu Garðbæingar sinn bæjarlistamann. Bjarni Thor Kristinsson óperusöngvari hlaut þann heiður og við heyrum í Bjarna hér á eftir. Hvatningarátakið "Takk fyrir að vera til fyrirmyndar" hófst í gær. Hugmyndin af átakinu er sprotin af þakklæti til Frú Vigdísar Finnbogadóttur og íslensku þjóðarinnar en um þessar mundir eru 40 ár síðan að Íslendingar kusu hana fyrst kvenna til að gegna embætti þjóðarleiðtoga í heiminum. Átakið gengur út á að hvetja landsmenn til að þakka þeim sem þeir telja vera til fyrirmyndar á einn eða annan hátt. Markmiðið er að landsmenn skrifi kveðju til þeirra sem þeir telja vera til fyrirmyndar á einn eða annan hátt. Meira um þetta hér á eftir.
6/18/202055 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Ferilskrá,Menningarsumar á Selfossi og 17.júní

MANNLEGI ÞÁTTURINN 16.JÚNÍ UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG MARGRÉT BLÖNDAL Kontóristinn er komin aftur á dagskrá Mannlega þáttarins. Steinar Þór Ólafsson skoðar vinnumarkaðinn með augum þess sem ætlar að leita að vinnu og jafnvel skipta um atvinnuvettvang en hvað skiptir mestu máli í leit að nýrri vinnu, nýjum verkefnum? Á slíkum tímamótum þarf að huga að ferilskránni og margir þurfa að uppfæra hana og það er ekki sama hvernig það er gert. Steinar Þór settist niður með Thelmu Kristínu Kvaran, ráðgjafa hjá Intellecta, en allt frá aldamótunum síðustu hefur Intellecta aðstoðað fyrirtæki og hið opinbera við ráðningar. Bókakaffið á Selfossi hleypti af stokkunum þematengdri viðburðaröð á sunnudaginn. Yfirskriftin er Menningarsumarið á Bókakaffinu og titill fyrsta viðburðar var Nú andar suðrið - þar voru þýðingar í aðalhlutverki og þau sem komu fram voru Hallgrímur Helgason, Helga Soffía Einarsdóttir, Árni Óskarsson og Halldóra Thoroddsen að ógleymdri Pamelu De Sensi sem bæði las út ítalskri þýðingu á bók Halldóru Tvöfalt gler og lék tvö verk annað eftir Elínu Gunnlaugsdóttur og hitt eftir Astor Piazzolla. Dagskráin var flutt tvisvar og það er skemmst frá því að segja að það var fullt út úr dyrum í fyrra sinnið og litlu færri í það síðara. Það erueigendur bókakaffisins þau Elín Gunnlaugsdóttir tónskáld og Bjarni Harðarson rithöfundur sem standa að þessum viðburðum. Og við fórum yfir ýmislegt sem er í boði á 17.júní í Reykjavík,Kópavogi,Hafnarfirði og Akureyri, það verða ekki hefðbundin hátíðahöld en hátíðahöld engu að síður, margir viðburðir og þeir dreifðir um stærra svæði.
6/16/202055 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Skordýraborgarar, flökkutaugin og Ragnhildur lesandi vikunnar

Sjálfbærni er hugtak sem mikið er í umræðunni þessa dagana og er það í fullu samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir allar þjóðir heims fyrir árið 2030. Eitt af því sem þarf að vinna að er endurhugsun fæðukerfisins, þar sem matvælatækni og matvælavísindi eru lykill í því að finna leiðir til að nýta betur, á sjálfbæran hátt, vannýttar en ríkulegar auðlindir jarðarinnar. Um þetta snýst Evrópuverkefni sem Matís stýrir og starfar að í samstarfi við framsækin fyrirtæki, stofnanir og háskóla í Evrópu. Til dæmis er lögð áhersla á sjálfbæra ræktun smáþörunga og ræktun skordýra til fæðu, fyrir til dæmis skordýraborgara Rakel Halldórsdóttir, ráðgjafi hjá Matís, kom í þáttinn og sagði okkur meira af þessu áhugaverða verkefni. Flökkutaug er annað nafn yfir stóra og mikilvæga taug sem heitir Vagustaugin. Orðið „vagus“ þýðir í raun „ráfandi“ á Latínu - Vagustaugin er mikilvæg samskiptabraut milli líkamans og heilans en hún vinnur við að stýra öndun, hjartslætti, vöðvum, meltingu, koki, raddböndum og fleira. Í fullorðnum er þessi taug um það bil 60 cm löng. Góð virkni í VAGUS taug er nauðsynleg til að hægt sé að njóta góðrar heilsu segir Guðrún Bergmann sem kom í þáttinn í dag. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ragnhildur Sverrisdóttir upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar og stjórnarmeðlimur Hinsegin daga. Við fengum að vita hvernig Hinsegin dagar verða í ár og svo auðvitað hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
6/15/202055 minutes
Episode Artwork

Unnur Ösp föstudagsgestur og matgæðingur

Föstudagsgestur okkar í þetta sinn var Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona. Hana ættu hlustendur að þekkja úr fjölmörgum leiksýningum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Framundan hjá Unni eru tvö verk í Þjóðleikhúsinu og þessa dagana er hún að leika í nýrri sjónvarpsþáttaröð. Við forvitnuðumst um hennar æsku og uppvaxtarár og um ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag. Matarspjallið var auðvitað á sínum stað í þættinum í dag. Sigurlaug Margrét, besti vinur bragðlaukana fékk Unni Ösp til að sitja áfram og við ræddum við hana um hennar uppáhaldsmat og hvaða rétti henni finnst skemmtilegast að elda. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
6/12/202055 minutes
Episode Artwork

Gunnar sjúkraþjálfari, 353 andlit og skordýrin

Í dag var aftur þessi nýi liður í þættinum sem við köllum Sérfræðingurinn. Í síðustu viku svaraði Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir kynlífsráðgjafi spurningum hlustenda og í dag kom til okkar Gunnar Svanbergsson sjúkraþjálfari. Við fengum sendar spurningar frá hlustendum og Gunnar gerði sitt besta til að svara þeim í þættinum. Safnahús Borgarfjarðar stendur fyrir sýningu á ljósmyndum sem Helgi Bjarnason tók í Borgarnesi á fyrrihluta níunda áratugarins. Helgi var þá fréttaritari fyrir Morgunblaðið á staðnum. Á sýninguna hefur hann valið ljósmyndir af fólki og mannlífi í Borgarnesi, aðallega frá árunum 1981 til 1984. Það eru ekki eingöngu myndir sem birst hafa í Morgunblaðinu eða öðrum blöðum heldur ekki síður myndir sem ekki hentuðu til birtingar með fréttum. Á fjórða hundrað andlit sjást á þessum myndum og vísar yfirskrift sýningarinnar, 353 andlit, til þess. Helgi sagði frá myndunum og sýningunni í þættinum í dag. Þúsundir Íslendinga á öllum aldri hafa notið þess að halda í göngur með Háskóla Íslands og Ferðafélagi Íslands undanfarin ár og þegið fróðleik í fararnesti frá vísindamönnum og sérfræðingum Háskólans. Og í dag kl.18 er hægt að sjá pöddur í návígi í Elliðaárdalnum. Skordýr eru fjölbreyttasti flokkur dýra á jörðinni og á Íslandi hefur skordýrum fjölgað undanfarin ár af ýmsum ástæðum. Gísli Már Gíslason, skordýrasérfræðingur frá Háskóla Íslands mun fræða fólk um heim skordýranna, við hringdum í hann í þættinum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
6/11/202055 minutes
Episode Artwork

Yfirfullir golfvellir, steinbryggjan og póstkort frá Spáni

Sumarið er komið og landsmenn keppast við að stunda sumaríþróttir og afþreyingu út um grænar grundir og upp um fjöll og fyrnindi. Golf er ein þessara íþrótta en hún er ein vinsælasta íþrótt landsins og nú er svo komið, kannski af því Íslendingar eru ekki að fara til útlanda, að allir golfvellir á höfuðborgarsvæðinu eru svo þétt setnir að erfitt getur verið að komast að og fá rástíma. Við fengum forseta Golfsambands Íslands, Hauk Örn Birgisson, til að spjalla við okkur um golfsumarið og yfirfulla golfvelli í þættinum í dag. Steinbryggjan er eitt merkasta mannvirki Reykjavíkurhafnar. Hún var á sínum tíma mikilvæg samgöngubót fyrir Reykjavík og kennileiti sem hliðið að bænum frá hafi. Uppruna hennar má rekja til gömlu Bæjarbryggjunnar frá 1884 en Steinbryggjan hvarf undir landfyllingu árið 1940. Hún hefur verið grafin upp og gerð sýnileg og aðgengileg í umhverfi Hafnartorgs með upplýsingaskiltum og menningarmerkingum og nú á að vígja hana formlega á föstudaginn kemur. Guðbrandur Benediktsson sagði okkur nánar frá bryggjunni og sögu hennar í dag. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Spánverjum hefur fjölgað undravert á einu ári þrátt fyrir mannfallið af völdum kórónuveirunnar undanfarnar vikur og mánuði. Það er ýmislegt sem kemur á óvart þegar tölur um mannflutninga milli landa eru skoðaðar. Frá þessu og fleiru var sagt frá í póstkorti dagsins frá Spáni. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
6/10/202055 minutes
Episode Artwork

Snjódrífurnar, Borgafjörður Eystri og pistill um atvinnuleit

Snjódrífurnar, sem standa að baki átaksverkefninu Lífskraftur, lögðu af stað í göngu sína yfir Vatnajökul í gær. Markmiðið með Lífskrafti er að safna áheitum fyrir bæði Kraft, stuðningfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans. Liður í göngunni er jafnframt að minna á mikilvægi útivistar og sjálfseflingar í endurhæfingu og hvetja þær landsmenn til að ganga með þeim í sinni heimabyggð þá daga sem þær eru á göngu á jöklinum. Við fengum Huldu Bjarnadóttur, sem er þeirra kona í byggðum og sér um miðla hvernig gengur á samfélagsmiðlum, í þáttinn í dag. Borgarfjörður Eystri var á dagskrá hjá okkur í dag. Við slógum á þráðinn og forvitnuðumst um hvað er helst að sjá og gera á svæðinu. Í litla þorpinu Bakkagerði hefur á undanförnum árum byggst upp öflug ferðaþjónusta og aðallega í tengslum við náttúruferðamennsku. Lundinn í Hafnarhólma er eitt helsta aðdráttarafl svæðisins og svo auðvitað göngusvæðið Víknaslóðir. Steinar Þór Ólafsson var með stórgóða pistla um vinnustaðamenningu í þættinum í vetur sem kölluðust Kontóristinn. Hann hefur ekki setið auðum höndum, næstu vikurnar fáum við frá honum nýja pistla þar sem hann ætlar að koma með hagnýt ráð fyrir þá fjölmörgu Íslendinga sem eru í þeirri stöðu að þurfa að leita sér að nýrri vinnu, því eins og svo oft hefur komið fram þá hafa undanfarið verið fordæmalausir tímar og má gera ráð fyrir því að um 20 þúsund Íslendingar verði atvinnulausir í haust í kjölfar COVID-19. Við fengum fyrsta pistilinn frá honum í dag, þar sem hann talaði við Gyðu Kristjánsdóttur, ráðgjafa hjá Hagvangi, sem sér um ráðningar og ráðgjöf í mannauðsmálum og fór með henni yfir stóru myndina í þessu mikilvæga ferli.
6/9/202055 minutes
Episode Artwork

Krabbameinsrannsókn, líkamsbeiting hljóðfæraleikara og Hildigunnur

Áttavitinn er áhugaverð rannsókn á upplifun fólks sem greinst hefur með krabbamein af greiningar- og meðferðarferlinu sem einstaklingum, sem greindust með krabbamein á árunum 2015 - 2019 og voru á aldrinum 18 - 80 ára, býðst að taka þátt í. Ætlunin er að nýta niðurstöður rannsóknarinnar til að vinna að bættum hag þeirra sem greinast með krabbamein, þar sem þær munu gefa góða innsýn í hvernig þörfum þeirra sem greinast er mætt og hvort og hvar úrbóta er þörf. Við fengum þær Höllu Þorvaldsdóttur framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins og Jóhönnu Eyrúnu Torfadóttir, sem er ábyrgðarmaður rannsóknarinnar og sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu og aðjúnkt við Læknadeild Háskóla Íslands til að segja okkur frekar frá . Björg Brjánsdóttir er flautuleikari með BA próf frá Noregi og hefur stundað framhaldsnám í Þýskalandi. Hún er hinn nýji stjórnandi SKólahljómsveitar Austurbæjar. Björg hefur reynslu af kennslu barna og stjórnun hljómsveita og hefur leikið með sinfóníuhljómsveitum hér heima og erlendis og stofnað til og tekið þátt í fjölda tónlistarverkefna og hópa. Hún hefur bæði samið og útsett tónlist og hefur einnig kennarapróf í líkamsbeitingu hljóðfæraleikara. Lesandi vikunnar í þetta sinn er Hildigunnur Þráinsdóttir, leikkona og markaðsstjóri hjá Heimkaup.is. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
6/8/202050 minutes
Episode Artwork

Þorgeir Ástvalds föstudagsgestur og Guðmundur Andri í matarspjalli

Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni var afmælisbarnið Þorgeir Ástvaldsson sem fagnaði sjötugsafmæli sínu í vikunni. Þorgeir var fyrsti Dagskrárstjóri Rásar 2 þegar henni var hleypt af stokkunum árið 1983.Við ræddum við hann um æskuna og uppvöxtinn, dalalífið sem hann elskar, útvarpsferlinn, tónlistina, Sumargleðina og fleira í þættinum í dag. Við fengum góðan gest í Matarspjallið í dag, rithöfundinn og alþingismanninn Guðmundur Andri Thorsson. Hann rifjaði upp hvað var á matarborðinu í æsku hans, en móðir hans, Margrét Indriðadóttir, fyrrverandi fréttastjóri RÚV, var listakokkur, en faðir hans Thor Vilhjálmsson eldaði einu sinni og það var eftirminnilegt. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
6/5/202055 minutes
Episode Artwork

Svefnvenjur ungs fólks, Sérfræðingurinn Aldís og heillastjarna.is

Margrét Lilja Guðmundsdóttir, kennari við íþróttafræðideild HR og sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu kom til okkar í dag til að segja okkur frá fyrirlestri sem hún og Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í svefnrannsóknum héldu í síðustu viku um niðurstöður úr nýrri rannsókn sem lögð var fyrir nemendur efstu bekkja grunnskóla um svefnvenjur ungmenna. Margrét sagði okkur frá niðurstöðunum og það sem þær Erla kynntu á fyrirlestrinum. Sérfræðingurinn er nýr liður sem hóf göngu sína í Mannlega þættinum í dag. Þá fáum við sérfræðinga til að svara spurningum hlustenda. Við auglýstum eftir spurningum frá hlustendum og fyllsta trúnaði var heitið. Fyrsti sérfræðingurinn í röðinni er Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir, kynlífsráðgjafi, hún mun svaraði spurningum sem við höfum frá hlustendum í þættinum í dag. Í sumar verður í boði námskeið, Frelsi til að vera ég fyrir 7-9 ára og 10-12 ára börn sem verður haldið í júní. Námskeiðið er haldið í tengslum við nýju hugleiðsluvefsíðuna, http://heillastjarna.is. og þar munu fléttast saman hugleiðsla og listsköpun. Námskeiðið getur hentað öllum börnum en ekki síst þeim sem glíma við lágt sjálfsmat, kvíða eða innra óöryggi. Stefanía Ólafsdóttir kom í þáttinn og sagði frá. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
6/4/202055 minutes
Episode Artwork

Árnastofnun, Leikhópurinn Lotta og erfðafaraldrar

Á næsta ári verða 50 ár liðin frá heimkomu fyrstu handritanna 21. apríl 1971. Af því tilefni hefur Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hafið undirbúning að verkefni sem miðar að því að kynna öllum sjöttubekkingum landsins sögu íslenskra miðaldahandrita og menningararfleifðina sem í þeim býr. Og nú er einnig verið að þróa afþreyingu/leik út frá gagnasöfnum Árnastofnunar og það er Vinafélag Árnastofnunnar sem stendur að því verkefni. Eva María Jónsdóttir, frá Árnastofnun, og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, sem er í stjórn Vinafélags Árnastofnunar, komu í þáttinn og sögðu okkur meira frá þessu í þættinum. Fjórtánda sumarið í röð leggur Leikhópurinn Lotta land undir fót og ferðast með glænýja fjölskyldusýningu um landið þvert og endilangt. Í sumar er það fjölskyldusöngleikur byggður á þjóðsögunum um Bakkabræður og að sjálfsögðu með svokölluðu Lottutvisti. Kórónuveirufaraldurinn setti strik í æfingaferlið og það var áskorun að æfa saman söngleik í gegnum Zoom í tölvunni. Þórunn Lárusdóttir leikstjóri og Anna Bergljót Thorarensen höfundur, komí þáttinn. Gríðarlega athygli vakti þegar Angelina Jolie leikkona tilkynnti fyrir nokkrum árum að hún væri með braca 1 brjóstakrabbameinsgenið. Þá fjölgaði verulega þeim sem óskuðu eftir viðtali við erfðaráðgjafa Landspítalans sem tala um erfðafaraldra þegar aðsókn eykst vegna umfjöllunar í fjölmiðlum. Þrír erfðafaraldrar hafa geysað hér á landi. Bergljót Baldursdóttir heimsótti Vigdísi Stefánsdóttur og Eirnýju Þórólfsdóttir hjá erfðaráðgjöf Landspítalans á Heilsuvaktinni. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
6/3/202055 minutes
Episode Artwork

Söguloftið, lesandi vikunnar o.fl.

Við fengum til okkar góða gesti frá Landnámssetrinu í Borgarnesi. Kjartan Ragnarsson leikstjóra og Einar Kárason sem hefur tengst setrinu undanfarin ár með sýningum á Sögulofti setursins og hann ætlar einmitt að segja okkur frá nýrri sýningu sem var í starholunum þegar allt lokaðist um miðjan mars. Sýningin heitir „Fyrirheitna landið - Djöflaeyjan heimsótt á ný.“ Kjartan sagði okkur frá fleiru forvitnilegu sem verður í boði þetta sumar á Landnámssetrinu. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Finnur Dellsén dósent í heimspeki við Háskóla Íslands. Við fengum hann til að segja okkur hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.
6/2/202050 minutes
Episode Artwork

Kristján Jóhannsson föstudagsgestur og matarspjall

Kristján Jóhannsson óperusöngvari er einn örfárra íslenskra söngvara sem komist hafa á svið stærstu óperuhúsa heimsins. Kristján hefur unnið til verðlauna og viðurkenninga víða um heim, ásamt því að syngja í virtustu óperuhúsum á borð við La Scala í Mílanó og Metropolitan í New York. Kristján var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag. Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var á sínum stað og í dag sat Kristján Jóhannsson, föstudagsgestur þáttarins, áfram og það var spjallað um pasta, pasta og meira pasta. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/29/202055 minutes
Episode Artwork

Endurmenntun, 17.júní og hjónin í Friðheimum

Endurmenntun HÍ stendur fyrir námi og námskeiðum í sumar sem eru sniðin að námsmönnum og atvinnuleitendum. Þetta nám er niðurgreitt af menntamálaráðuneytinu og er liður í tímabundnu átaki stjórnvalda til að skapa náms- og atvinnutækifæri fyrir einstaklinga. Við fengum Hugrúnu Geirsdóttur, verkefnastjóra námskeiða hjá Endurmenntun HÍ til að segja okkur frekar frá þessu í dag. Þjóðhátíðardagurinn okkar 17.júní er framundan og verður með breyttu sniði að þessu sinni, eins og gefur að skilja. En hvernig munu hátíðarhöldin fara fram og hvaða takmarkanir munu gilda? Við slógum á þráðinn til Aðalheiðar Santos Sveinsdóttur viðburðafulltrúa hjá Reykjavíkurborg. Fyrir 25 árum keyptu hjónin Helena Hermundardóttir og Knútur Ármann garðyrkjustöðina Friðheima í Reykholti í Bláskógarbyggð. Framan af einbeittu þau sér að hestum og tómötum en þegar erlendir ferðamenn stóðu allt í einu inni á gólfi í gróðurhúsinu og vildu fá að fræðast um hvernig íslendingar færu að því að rækta tómata og annað grænmeti var eins og nýjum fræjum væri sáð. Forvitnu útlendingunum fjölgaði þó ekkert væri gert til að lokka þá á staðinn og loks fór svo að þeir urðu miklu fleiri en tómatarnir og hrossin til samans. Í dag eru Friðheimar rómaður ferðamannastaður enda alúð lögð við hvern gest sem hefur fækkað verulega eins og á öðrum stöðum undanfarna mánuði. Og hvað gera bændur þá? Jú þau Helena og Knútur er farin af stað í miklar framkvæmdir, með bjartsýnina að vopni og ætla sér að tvöfalda tómataframleiðsluna sína á næsta ári landsmönnum öllum til hagsbóta því íslenskir tómataframleiðendur hafa ekki náð að anna eftirspurn undanfarin ár. Margrét Blöndal skaust í Friðheima í gær og hitti Knút Ármann og fékk að vita meira um framkvæmdagleði á tímum kórónaveirunnar. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/28/202055 minutes
Episode Artwork

Íslenskt rapp, Guðrún stjórnendamarkþjálfi og póstkort frá Spáni

Við fengum í dag til okkar þau Steinunni Jónsdóttur úr hljómsveitinni Amabadama og Reykjavíkurdætrum og Atla Sigþórsson eða Kött Grá Pje, en þau eru að fara að kenna krökkum að rappa í Kramhúsinu. Þau hafa getið sér gott orð í rappheiminum, þar sem þau leika sér einmitt að orðum, rími, innrím og almennt að íslenskri tungu og teygja hana og toga í þágu góðs rapps. Við fræddumst um hvað gerir gott rapp, hvernig er staðan í íslensku rappi og hvernig þessi kennsla mun fara fram. Guðrún Snorradóttir er PCC stjórnendamarkþjálfi og hefur haldið úti stafrænni dagbók á tímum COVID 19, fyrir viðskiptavini sína og einnig til að búa til aukin tilgang í sínu eigin lífi, eins og hún segir sjálf. Hún hefur velt fyrir sér tilfinningagreind á tímum óvissu, hvernig við tökumst á við skort á trausti, hvernig það er að koma tilbaka í vinnu og ýmislegt í þessum dúr. Guðrún kom í þáttinn. Nautaat er mikið deiluefni á Spáni. Þeir sem eru því fylgjandi segja að nautaatið sé órjúfanlegur hluti af menningu og sögu spænsku þjóðarinnar. Þeir sem eru á móti segja að nautaatið sé ekkert annað en dýraníð og tíma tilkominn að leggja það niður. Frá þessum deilum var sagt í Póstkortinu frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Auk þess var sagt frá sérkennilegum mótmælum gegn því hvernig ríkisstjórn Spánar hefur staðið að baráttunni gegn farsóttinni sem hefur herjað grimmilega í stærstu borgunum. Uppbyggingarstarfið er farið af stað og nú takast norður og suðurríkin í Evrópusambandinu á um hvernig skuli staðið að fjármögnun þess starfs. Verður hún í formi styrks eða láns? Þetta og fleira í póstkorti dagsins frá Spáni. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/27/202055 minutes
Episode Artwork

Kvennahlaupið, snjór fyrir austan og andleg líðan

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2020 fer fram 13. júní, 30 árum eftir að fyrsta kvennahlaupið var haldið. Árið 1990 var markmiðið að hvetja konur til hreyfingar og almennrar þátttöku í íþróttastarfi og óhætt að segja að það hafi tekist; í dag á Ísland afrekskonur á öllum sviðum íþrótta og almenn hreyfing er með besta móti. Árið 2020 er markmið hlaupsins að hvetja konur til þess að gera hlutina á eigin forsendum og nær sú hugsun langt út fyrir hlaupið og líkamsrækt. Einkunnarorð Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ 2020 eru „Hlaupum saman“. Hrönn Guðmundsdóttir, sviðsstjóri almenningsíþróttasviðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands kom í þáttinn. Sumarið er komið, eða ætti að minnsta kosti að vera komið, en það kemur ekki jafn hratt alls staðar á landinu. Til dæmis tók lungan úr síðustu viku að moka veginn yfir Mjófjarðarheiði, en hann hefur verið lokaður meira og minna síðan í október. Eins og segir á heimasíðu vegagerðarinnar þá tók „Fjóra daga tók að berjast í gegnum þykkt stálið sem safnast hafði upp í vetur en sums staðar var það rúmir fimm metrar á hæð.“ Við slógum á þráðinn til Ara B. Guðmundssonar, yfirverkstjóra á þjónustustöð Vegagerðarinnar á Reyðarfirði og fengum hann til að segja okkur frá þessu og ástandi vega fyrir austan. Við fengum til okkar sálfræðinginn Jóhannu Kristínu Jónsdóttur og veltum fyrir okkur hvernig best er að huga að andlegri líðan nú þegar við erum að koma út úr Covid-19 ástandinu, þótt því sé ekki lokið, þá er staðan okkar þannig núna að við erum komin út úr mesta kófinu. Jóhanna Kristín hefur sinnt meðferð við kvíða, lágu sjálfsmati, depurð, kulnun og afleiðingum áfalla og hefur aðstoðað fólk við að takast á við breytingar í lífi sínu og yfirstíga hindranir sem hamla lífsgæðum og almennri vellíðan. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/26/202055 minutes
Episode Artwork

Íris bæjarstjóri, hestalæknir og Beta lesandi vikunnar

Það var yndisleg blíða í Vestmannaeyjum um helgina, eins og víða um landið og þar sem annar hluti Mannlega þáttarins var staddur þar þá var ekki úr vegi að taka viðtal við bæjarstjóra Vestmannaeyja, Írisi Róbertsdóttur. Við tókum stemmninguna hjá henni, hvernig staðan er eftir COVID19, hver er stefnan fyrir til dæmis Þjóðhátíð og alla þá viðburði sem ráðgerðir voru í sumar og almennt hvernig stemmningin er í eyjum. Við heyrðum viðtalið við Írisi í þættinum. Hestar geta ekki andað í gegnum munn og því spilar efri öndunarvegur lykilhlutverkið í því að veita sem mestu súrefni til lungna undir álagi. Þessi hluti af öndunarfærunum er samsettur af nösum, nefholi, koki og barka. Hófsperra er flókinn sjúkdómur og margir rannsóknarhópar eru starfandi um allan heim sem vinna að því að finna eitt og eitt púsl í þá heildarmynd sem hann telur. Við slógum á þráðinn norður til hestadýralæknisins Helgu Gunnarsdóttir í dag. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Elísabet Ólafsdóttir, sem er einnig þekkt undir nafninu Beta. Hún rekur nú fyrirtæki sem kallast Betranet, en við fengum hana til að segja okkur frá því hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. Það var af ýmsum toga, barnabækur fyrir alla fjölskylduna, bdsm kynlíf og dagbækur Bridget Jones. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/25/20203 minutes
Episode Artwork

Matarspjall og Björg Magnúsdóttir föstudagsgestur

Matarspjall dagsins í dag var landshornanna á milli, Sigurlaug Margrét var í hljóðveri RÚVAK fyrir norðan, Guðrún var stödd í Efstaleitinu og Gunnar var um borð í Herjólfi á leiðinni til Eyja. Rætt var um KEA skyr og bara skyr yfir höfuð og annað norðlenskt góðgæti. Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Björg Magnúsdóttir, dagskrárgerðarkona á RÚV. Flestir ættu að þekkja hana úr Síðdegisútvarpinu á Rás 2, eða morgunþáttunum þar með Gísla Marteini, eða úr sjónvarpinu þar sem hún hefur staðið vaktina í Söngvakeppninni, Eurovision og í Kappsmáli. En færri vita að hún hefur skrifað tvær bækur og tvær sjónvarpsþáttaraðir, önnur þeirra er að fara í tökur, en hin, Ráðherrann, hefur göngu sína í sjónvarpinu á RÚV í haust. Við fengum Björgu til að rifja upp æskuna og uppvaxtarárin og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag í þættinum. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
5/22/202050 minutes
Episode Artwork

Nýtt lag Daða, klifur á Skaganum og Heilsuvaktin

Daði Freyr hefði átt að standa á sviðinu í Rotterdam í síðustu viku og líklegast aftur á laugardagskvödið og jafnvel vinna Eurovision miðað við spár, en auðvitað vitum við hvernig fór með keppnina í ár. Við heyrum í Daða Frey í þættinum í dag, en hann var fenginn til að semja lag Barnamenningarhátíðarinnar í ár, þar sem hann fékk hjálp 4.bekkinga úr grunnskólum Reykjavíkur við að semja textann og lagið var frumflutt í gær. Við spjölluðum við hann um tilurð þessa lags, óvissutímann í Eurovisionundirbúningi og miklar vinsældir lagsins Think About Things, en hver stórstjarnan á fætur annarri hefur deilt laginu á samfélagsmiðlum og allir eru að spreyta sig á dansinum sem Daði samdi fyrir lagið. Daði Freyr var heima hjá sér í Berlín þegar við spjölluðum við hann. Við kynntumst líka Smiðjuloftinu - sem er afþreyingarsetur á Akranesi, ætlað bæði börnum og fullorðnum. Þar er margt í gangi t.d. er hægt að læra þar klifur og svo ætla þau að þjóða upp á fjölskylduferðir á Akrafjallið í sumar - gönuferðir og klifurferðir. Þórður Sævarsson, annar eigenda Smiðjuloftsins var í símanum. Þeim hefur fjölgað verulega, á síðastliðnum tíu árum, sem eru lagðir inn á sjúkrahús gegn vilja sínum. Flestir voru þvingaðir til sjúkrahúsvistar fyrir tveimur árum eða 137 manns. Þeir sem í þessu lenda geta átt von á því að vera einnig þvingaðir til að þiggja lyfjameðferð gegn vilja sínum. Sveinn Rúnar Hauksson læknir vill hætt verði að þvinga fólk á þennan hátt. Hann sat í starfshópi heilbrigðisráðherra um þvíngaða meðferð sem skilaði af sér nýlega. Bergljót Baldursdóttir ræddi við hann á Heilsuvaktinni í dag. UMSJÓN MARGRÉT BLÖNDAL OG GUNNAR HANSSON
5/20/202050 minutes
Episode Artwork

Berlín Kristínar, einhleypir 48+ og Ása og Hjalti

Berlín er gríðarlega áhugaverð borg sem á hreint ótrúlega sögu. Borgin var miðpunktur tveggja heimsstyrjalda, svo var henni skipt milli þriggja heimsvelda og svo var það múrinn, Berlínarmúrinn sem stóð í nær þrjá áratugi. Kristín Jóhannsdóttir var um árabil fréttaritari RÚV í Berlín, en þar hún gekk í skóla og var fararstjóri í borginni og þekkir borgina betur en flestir. Kristín skrifaði bókina Ekki gleyma mér, sem er áhrifamikil minningarsaga hennar frá því hún hélt til náms fyrir austan járntjald árið 1987. Sú vist átti eftir að marka hana fyrir lífstíð. Nú síðast stjórnaði Kristín námskeiði um heimsborgina Berlín hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Hún kom í þáttinn og sagði okkur frá Berlín og Austur-Þýskalandi hún upplifði ástandið þar áður en múrinn féll. Á Facebook er hópur sem heitir Einhleypir fjörutíu og átta ára og eldri. Eins og nafnið gefur til kynna þá er hópurinn eingöngu opinn þeim sem uppfylla það skilyrði að vera fædd árið 1972 eða fyrr. Hópurinn stendur fyrir ýmsum uppákomum, hittist vikulega á kaffihúsi, fer reglulega í bíó, leikhús, keilu ofl. Grillum á sumrin og árshátíð að vetri. Þær Ásthildur Sigurðardóttir og Ellen Pálsdóttir komu í þáttinn og sögðu okkur frekar frá þessum hópi í þættinum. Við heimsóttum líka hjónin Ásu Dalkarls og Hjatla Gunnarsson. Þau búa á Kjóastöðum 2 í Bláskóarbyggð - mitt á milli Gullfoss og Geysis og hafa undanfarin 12 ár verið með hestatengda ferðaþjónustu, aðallega fyrir erlenda gesti. En nú er allt breytt og það er í raun merkilegt að keyra gullna hringinn þessa dagana því það er varla nokkur á ferli. En það rætist nú vonandi úr því í sumar þegar við förum að ferðast um landið okkar og njóta þess sem í boði er. En þau Ása og Hjalti eru í sömu stöðu og fjölmargir aðrir bændur sem hafa byggt afkomu sína að stórum hluta á ferðaþjónustu. Það er ekkert að gerast og við spyrjum því; hvað gera bændur þá? Við fengum svarið frá þeim Ásu og Hjalta. UMSJÓN MARGRÉT BLÖNDAL OG GUNNAR HANSSON
5/18/202055 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Húmor Eddu, sumarblómin og Guðrún lesandi vikunnar

Húmor er einn af fjölmörgum styrkleikum manneskjunnar og er óumdeilanlega afar mikilvægur þáttur í þroskaferli hvers og eins og vegur að auki þungt þegar kemur að því að draga úr streitu og hjálpa manneskjunni að blómstra. Eddu Björgvinsdóttur þarf varla að kynna fyrir hlustendum, hún hefur glatt þjóðina í áratugi og nú er hún hledur hún utan um námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands sem heitir Húmor og aðrir styrkleikar þar sem hún ætlar að kenna þeim sem það sækja að nýta sér húmor við ýmsar aðstæður, eins og henni einni er lagið. Edda kom í þáttinn í dag. Nú er tími sumarblómanna - eða eigum við frekar að segja sumarblómakaupanna og af því tilefni vöknuðu ýmsar spurningar varðandi þau innkaup. Eins og t.d. þarf maður að undirbúa sig eitthvað og jafnvel hafa einhverja grunnþekkingu áður en maður fer og kaupir sér sumarblóm - eða er bara best að láta vaða og kaupa það sem manni finnst flottast og fallegast? Við leituðum ráða hjá Auði Ottesen garðyrkjufræðingi og ritstjóra tímaritsins Sumarhúsið og garðurinn. Og svo er það lesandi vikunnar. Að þessu sinni fengum við Guðrúnu Kristjánsdóttur blaðamann og búðarkonu í Systrasamlaginu til að segja okkur frá því hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið, hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina og hvað hún er að sökkva sér ofan í þessa dagana. UMSJÓN MARGRÉT BLÖNDAL OG GUNNAR HANSSON
5/15/202050 minutes
Episode Artwork

Birna, Páll og kúluhúsið og gamlar uppskriftarbækur

Föstudagsgestirnir okkar þennan föstudaginn voru hjónin Birna Berndsen og Páll Benediktsson fyrrverandi fréttamaður en þau eru að halda af stað í nýtt ævintýri sem felur m.a. í sér landsbyggð, kúluhús, endurbætur og uppáhelling. Þau sögðu okkur frá kaffihúsi sem þau hyggja á að opna í kúluhúsinu sínu á Hellu. Sigurlaug Margrét, besti vinur bragðlaukanna, var í símanum að norðan í matarspjalli dagsins. Í þetta sinn sagði hún okkur frá gömlum uppskriftarbókum, handskrifuðum af húsmæðrum þessa lands. UMSJÓN MARGRÉT BLÖNDAL OG GUNNAR HANSSON
5/15/202050 minutes
Episode Artwork

Kynlífsráðgjöf, Kjartan rakari og Hlöðueldhúsið

Það er dálitið merkilegt, miðað við hvað kynlíf er stór partur af lífi okkar, hversu fáir í rauninni tala opið um kynlífið sitt. Þá erum við ekki að tala um að tala opinberlega um það, eða við hvern sem er, heldur bara við maka sinn, eða þann, eða þá, sem viðkomandi stundar kynlíf sitt með. Þar sem það er oftar en ekki feimnismál að ræða það, þrátt fyrir að vandamál í kynlífinu geti verið mjög stórt vandamál í samböndum. Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir sálfræðingur var að ljúka námi í kynlífsráðgjöf frá Michigan-háskóla í Bandaríkjunum. Hún er því farin að taka við málum sem kynlífsráðgjafi, bæði fyrir einstaklinga og pör. Við fengum Aldísi í þáttinn og fræddumst um kynlífsráðgjöf hjá henni. Það voru margir orðnir hriklega lubbalegir þegar hágreiðslustofur máttu opna aftur eftir COVID19 bannið og enn bíða margir eftir að þeirra tími renni upp. Á Rakarastofu Björns og Kjartans á Selfossi hafa Sunnlendingar getað fengið klippingu í rúm 70 ár eða allt frá því að Gísli Sigurðsson rakari ákvað að yfirgefa sollinn í Reykjavík og flytja til Selfoss. Björn sonur hans fetaði í fótsporin og því næst tveir synir hans, þeir Kjartan og Björn Daði. Við heimsóttum þetta vinsæla ættarveldi gær og fengum innsýn í dag í lífi rakarans. Hjónin Hrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson stofnuðu kaffihúsið Kaffi Loka á Skólavörðustígnum fyrir rúmum áratug. Ekki alls fyrir löngu ákváðu þau að nú væri komið nóg og seldu kaffihúsið. Þau sáu fyrir sér rólega daga en stundum fer lífið í allt aðra átt en nokkurn getur órað fyrir. Þau er komin á bólakaf í nýtt ævintýri, núna í Þykkvabænum og innan skamms opna þau nýtt og frumlegt ferðaþjónustufyrirtæki sem mun heita Hlöðueldhúsið. Við fórum og tókum stöðuna á þeim fyrir þáttinn í dag. UMSJÓN MARGRÉT BLÖNDAL OG GUNNAR HANSSON
5/14/202050 minutes
Episode Artwork

Börn alkóhólista, ný gamanþáttaröð og póstkort frá Spáni

Guðmundur R. Einarsson, fyrrverandi markaðs- og þróunarstjóri DV, hefur tekið við rekstri Fréttanetsins og í einni af fyrstu fréttunum á vefnum lýsir Guðmundur því hvernig er að vera barn alkóhólista og hvernig sá hópur týnist í kerfinu. Hann segir að þótt foreldrar hans hafi orðið sjúkir af áfengi og eiturlyfjum væru ef til vill á lífi í dag hefðu þau fengið aðstoð vegna andlegra veikinda eða þunglyndis. Hann rifjar upp í greininni hvernig slagsmál og óregla hafi verið stór hluti af uppvextinum. Guðmundur kom í þáttinn í dag. Frændurnir Óli Gunnar Gunnarsson og Arnór Björnsson voru aðeins 13 og 14 ára þegar þeir skrifuðu saman leikrit sem var sett upp í Gaflaraleikhúsinu og léku öldur kl hlutverkin. Leikritið, Unglingurinn, hlaut mikið lof og mikla aðsókn og þeir enduðu með að fara með leikritið í leikferð um Ísland, til Noregs, Póllands og Kína. Í kjölfarið skrifuðu þeir saman bók, ásamt Bryndísi Björgvinsdóttur, Leitin að unglingnum, sem hlaut mikið lof og svo hafa þeir skrifað tvö leikrit í viðbót, sem bæði hafa gengið mjög vel. Nú eru þeir tvítugur og tuttugu og eins og voru að klára gamanþáttaröð fyrir Sjónvarp Símans, sem þeir auðvitað skrifa, leikstýra og leika aðalhlutverkin í. Þeir sögðu okkur frá tilurð þáttanna í dag. Póstkortið sem við fengum frá Magnúsi R. Einarssyni frá Spáni í dag greinir frá gangi mála vegna farsóttarinnar sem hefur herjað á Spánverja af miklu offorsi. Staða margra hópa er afar dapurleg vegna þess að svört atvinnustarfsemi og lausamennska allskonar er umfangsmeiri á Spáni en víðast annars staðar í Evrópu. Vændiskonur eiga til að mynda verulega bágt um þessar mundir. Það verður líka sagt frá einu dáðasta skáldi Spánverja, Miguel Fernández. Hann er ekki mikið þekktur utan Spánar en ákaflega dáður í heimalandinu og sú aðdáun birtist með afar sérstökum hætti. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/13/202050 minutes
Episode Artwork

Handþvottur, COVID-19 áhættuþáttur fyrir ME og Vigdís Esrad.

Sennilega hefur handþvottur aldrei verið mikilvægari en þessi misserin. Við rannsóknir og athuganir áður en Covid 19 kom til skjalanna, hefur komið fram að almennt virðist fólk ekki þvo sér nægilega oft né nægilega vel um hendurnar. Handþvottur er mikilvægasta sýkingavörnin sem hægt er að viðhafa því snerting, bein og óbein, er lang algengasta smitleið sýkla milli manna. Og nú virðist vera að sýkingum almennt virðist fækka þegar fólk er að þvo sér betur um hendur en nokkru sinni áður og spritta. Ása Steinunn Atladóttir hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri á sóttvarnasviði Embættis landlæknis kom í þáttinn. Stjórn ME félags Íslands hefur lýst yfir áhyggjum vegna mögulegrar aukningar á ME sjúkdómnum í kjölfarCOVID-19 faraldursins, en helstu áhættuþættir fyrir ME eru slæmar veirusýkingar. Alþjóðlegur vitundarvakningardagur ME sjúklinga er í dag og því fengum við Guðrúnu Sæmundsdóttur formann ME félags Íslands til að koma í þáttinn og segja okkur frekar frá deginum og ME. Kristín Einarsdóttir steig á bak glænýju reiðhjóli og hjólaði sem leið lá yfir Bjarnarfjarðarhálsinn til að heimsækja Vigdísi Esradóttur sem rekur hótel Laugarhól. Þær spjölluðu vítt og breitt um gistimöguleika á Ströndum, afþreyingu, gönguleiðir og fleira. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/12/202055 minutes
Episode Artwork

Jólaplata Lalla, jákvæð ráð og Ása lesandi vikunnar

Margir kannast við Lalla töframann, sem heitir fullu nafni Lárus Blöndal Guðjónsson. Hann hefur skemmt víða og sýnt töfrabrögð, í afmælum, hjá fyrirtækjum, á stórum og litlum skemmtunum með líflegri sviðsframkomu, óvæntum uppátækjum og að sjálfsögðu talsvert mögnuðum töfrabrögðum. En færri vita að hann er ákaflega mikið jólabörn, er til dæmis með þrjú jólahúðflúr og nú er hann að safna fyrir útgáfu jólaplötu á Karolinafund. Já, þið lásuð rétt, það er 11.maí og Lalli eyddi sumardeginum fyrsta í að semja texta fyrir jólalag. Við fengum hann til að koma okkur í jólaskap og segja okkur frá þessu verkefni. Kannski er það það sem við þurfum á að halda á þessum skrýtnu tímum, að komast í jólaskap. Samkvæmt nýlegum Þjóðarpúlsi Gallup hafa um 38% landsmanna frekar eða mjög miklar áhyggjur af heilsufarslegum afleiðingum veirunnar á meðan tæp 78% landsmanna hafa áhyggjur af efnahagslegum áhrifum hennar. Kvíði og áhyggjur eru eðlileg viðbrögð við þeim fáheyrðu aðstæðum sem við erum að upplifa í dag. Þegar áhyggjurnar verða hins vegar óraunhæfar eða viðvarandi geta þær valdið vanlíðan og haft neikvæð áhrif á daglegt líf. Ingrid Kuhlman kom í þáttinn og sagði okkur frá 15 ráðum og þremur jákvæðum inngripum, sem geta hjálpað. Lesandi vikunnar var Ása Berglind Hjálmarsdóttir tónlistarkona,viðburða og verkefnisstjóri,blaðamaður hjá Hafnarfréttum og nú stofnandi fyrirtækis sem nefnist Töfrandi Brúðkaup. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/11/202055 minutes
Episode Artwork

Jón Ársæll og Margrét fengu veiruna og lautarferðaspjall

Það voru tveir föstudagsgestir í þættinum í dag, þau Jón Ársæll Þórðarson og Margrét Gauja Magnúsdóttir. Þau eiga það sameiginlegt að hafa bæði smitast af COVID-19 en eru búin að jafna sig, en samt ekki alveg. Þau sögðu okkur frá þessari reynslu sinni af veirunni, sem var æði ólík, í þættinum í dag og hvernig þetta gekk allt saman fyrir sig og svo auðvitað hvernig þau hafa það í dag. Í matarspjalli dagsins dustaði Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, rykið af „pikknikk“ körfunni, gerði samlokur, skrúfupasta, hellti upp á kaffi og setti í brúsa. Mjólkin fór auðvitað í gamla tómatsósuglerflösku og svo skundaði húnm með okkur í lautarferð. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/8/202055 minutes
Episode Artwork

Ísbíllinn, Mæðrablómið og sauðburður

Lóan er komin, grilllyktin er farin að berast húsa á milli, hitastigunum fjölgar dag frá degi og nú er bjalla farin að hljóma í mörgum hverfum, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er bjalla sem flestir þekkja, börnin taka kipp og rjúka út á götu með foreldrana í eftirdragi, stundum jafnvel öfugt. Því þessi bjalla er á ísbílnum sem keyrir um allt og selur ótal tegundir af ís. Fyrir marga kallar ísbíllinn ósjálfrátt fram bros, fyrir suma kallar hljóðið í bjöllunni í ósjálfrátt viðbragð að teygja sig í veskið. Við fengum Ásgeir Baldursson, framkvæmdastjóra ísbílsins til að segja okkur frá því hvernig það er að hringja þessari bjöllu og hitta ísþyrsta Íslendinga. Árlegt söluátak Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur hófst sl. Þriðjudag 5. maí, með sölu á Mæðrablóminu sem er Leyniskilaboðakerti þriðja árið í röð. Allur ágóði af sölu Mæðrablómsins rennur óskertur til Menntunarsjóðsins sem styrkir tekjulágar konur til mennta. Á síðasta ári veitti sjóðurinn 52 konum styrk til náms en frá upphafi stofnunar hans árið 2012 hefur sjóðurinn veitt fleiri en 250 styrki til náms. Guðríður Sigurðardóttir, formaður Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar kom í þáttinn. Nú er ekki bara tími ísbílsins, heldur á þessum árstíma stendur sauðburður yfir víðast hvar um landið. Sauðburðurinn hófst snemma í ár, t.d. Kom fyrsta lambið í Snæfellsbæ í heiminn 12.mars, það var gimbur sem hlaut nafnið Kóróna. Við heyrðum í Guðmundi Ólafssyni frístundabónda og fengum hann til að segja okkur hvernig sauðburðurinn gengur. Hann sagði líka frá því hvernig það er að að vera frístundabóndi, sem sagt fræddi hann okkur borgarbörnin um það hvernig lífið er í sveitinni. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/7/202050 minutes
Episode Artwork

Söfnin opna, myndir ársins og áfallastreituröskun

Öll söfn Reykjavíkurborgar voru opnuð aftur í gær eftir að hafa verið lokuð í sex vikur. Af því tilefni verður ókeypis inn á söfnin til 10. maí. Áfram gildir tveggja metra reglan og hámarkið um 50 manns í hverju rými. Arna Schram sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, kom í þáttinn og sagði frá því hvernig starfsfólk safnanna hefur nýtt tímann undanfarnar vikur og hvað gestir mega búast við að sjá á söfnum borgarinnar. Auk þess sagði hún frá hvernig verður með menningarhátíðir borgarinnar í sumar. Myndir ársins er árleg sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands sem opnuð verður í Ljósmyndasafni Reykjavíkur 11. Maí. Á sýningunni í ár eru 96 myndir frá liðnu ári sem valdar voru af óháðri dómnefnd úr 836 innsendum myndum íslenskra blaðaljósmyndara. Myndunum er skipt í 7 flokka sem eru fréttamyndir, daglegt líf myndir, íþróttamyndir, portrettmyndir, umhverfismyndir, tímaritamyndir og myndaraðir. Í hverjum flokki valdi dómnefndin bestu myndina / bestu myndaröðina og ein mynd úr fyrrnefndum flokkum var svo valin sem mynd ársins. Kristinn Magnússon ljósmyndari og stjórnarmeðlimur í Blaðaljósmyndarafélaginu kom í þáttinn. Eitt hundrað eru á biðlista eftir meðferð við áfallasreituröskun hjá áfallateymi Landspítalans og er biðtíminn eitt ár. Biðlistinn lengdist verulega eftir #metoo-byltinguna og hafa sumir á biðlistanum verið með áfallastreituröskun í áratugi. Agnes Björg Tryggvadóttir, sálfræðingur og teymisstjóri áfallateymisins segir að biðlistinn lengist stöðugt því ekki hafi fengist fjármagn til að styrkja teymið. Bergljót Baldursdóttir ræddi við hana á Heilsuvaktinni í dag. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/6/202055 minutes
Episode Artwork

Flórgoði, Grunnskóli Drangsness og Hans Guðberg

Flórgoði hefur sést á Reykjavíkurtjörn, reyndar tveir, en Flórgoði hefur sést tvisvar áður á Tjörninni en hefur ekki dvalið þar líkt og nú. Hvernig fugl er Flórgoði og hversu sjaldgæfur er hann á Íslandi? Við fengum Snorra Sigurðsson fuglafræðing til að fræða okkur um þennan fallega fugl og fuglalífið við Tjörnina í þættinum í dag. Grunnskóli Drangsness er einn fámennasti skóli landsins en þrátt fyrir það fer þar fram mikið og metnaðarfullt skólastarf. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, fékk að fylgjast með skólastarfinu einn morgunn og ræddi við nemendur. Opið helgihald hefst 17.maí en kirkjunnar fólk hefur nýtt tímann og nútímatækni og æft sig í að setja messur,brúðkaup og jarðarfarir í streymi sem og sunnudagaskólann ofleira. Við ræddum við Hans Guðberg Alfreðsson sem er prestur Bessastaðasóknar og í Garðaprestakalli eftir eina svona fjarmessu í Bessastaðakirkju og spurðum hann útí helgihaldið á þessum fordæmalausu tímum og töluðum líka um þessa merku kirkju og fuglalífið fyrir utan. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/5/202055 minutes
Episode Artwork

Meðfæddir ónæmisgallar, Ingi í Austur-Berlín og Sigurjón lesandi

Félagið Lind er félag fólks með meðfædda ónæmisgalla. Nú er alþjóðleg vitundarvakningarvika um þennan sjúkdóm og þetta eru erfiðir tímar fyrir fólk sem ekki getur myndað mótefni. Þetta er ekki algengur galli en þó greinast börn á hverju ári sem verða að öllum líkindum í lyfjagjöf alla æfi og í tengslum við spítala. Guðlaug María Bjarnadóttir er formaður Lindar, hún í þáttinn í dag og með henni Sigurveig Sigurðardóttir barnalæknir. Ingi Gunnar Jóhannsson tónlistarmaður og leiðsögumaður eyddi 1.maí árið 1980 í Austur-Berlín ásamt vinum sínum sem voru skiptinemar eins og hann, en þau voru þar í vikudvöl þótt þau þyrftu að fara yfir til VesturÞýskalands á kvöldin aftur til að gista. Daglega hittu þau á laun austur þýska jafnaldra sína í kjallara kirkju. Ingi Gunnar rifjaði upp þessa daga hér í þættinum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Sigurjón Ragnar ljósmyndari. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/4/202050 minutes
Episode Artwork

Vilborg og ljóðin og Dr. Hildur Fjóla

Vilborg Halldórsdóttir leikkona hefur svo sannarlega komið sterk inná laugardögum með ljóðalestri í þættinum Heima með Helga með eiginmanni sínum Helga Björns. Þau hjónin hafa á einstaklega heimilislegan hátt náð að grípa þjóðina á þessum einkennilegu tímum og náðu að útbúa nokkurs konar kvöldvöku í tónlistarformi og með ljóðalestri Vilborgar. Vilborg kom í þáttinn og sagði okkur frá og las fyrir okkur eigin ljóð í lokin. Við heyrðum í fyrsta íslenska doktornum í réttarfélagsfræði í þættinum í dag. Hildur Fjóla Antonsdóttir varði doktorsritgerð sína í Lundarháskóla í Svíþjóð, í ritgerðinni fjallar hún að afmiðja refsirétt - Hugmyndir þolenda kynferðisbrota um réttlæti og þýðingu þess fyrir ólíkar leiðir að réttlæti. En hvað er réttarfélagsfræði? Við fengum Dr. Hildi Fjólu til að segja okkur frá því og efni ritgerðarinnar í þættinum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/30/202055 minutes
Episode Artwork

Á rauðum sokkum, dáleiðsla og póstkort frá Spáni

Konur á rauðum sokkum! Hittumst á Hlemmi klukkan há?lf eitt! Svona hljómaði útkallið í útvarpi allra landsmanna þann fyrsta mai árið 1970. Þátttaka kvenna í verkalýðsgöngunni var undirbúin á óformlegum fundi sem haldinn var í kjallara Norræna hússins nokkrum dögum áður. Konur hópuðust á Hlemm, þær báru meðal annars borða sem á var letrað Konur nýtið mannréttindi ykkar og Vaknaðu kona. Ekki féll uppátækið í frjóan jarðveg hjá forystumönnum göngunnar sem töldu þetta fíflaskap og að verið væri að gera grín að baráttu verkalýðsins. Það var auðvitað fjarri lagi þar sem verið að var vekja athygli á bágum kjörum kvenna. Tiltækið vakti mikla athygli og telst upphafið að stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar. Við fengum tvær af konunum sem komu að skipulagningu göngunnar og auðvitað tóku þátt í henni, þær Hildi Hákonardóttur vefnaðarlistakonu, og Elísabetu Gunnarsdóttur kennara til okkar til þess að rifja upp þennan merkilega gjörning, nú einmitt tveimur dögum fyrir hálfrar aldar afmælis hans. Stella Bára Eggertsdóttir vinnur sem dáleiðari og styðst við tækni sem nefnist Rapid Transformational Therapy og hjálpar fólki sem orðið hefur fyrir áföllum og einnig við að gera upp gamlar tilfinningar, sem það jafnvel veit ekki hvaðan eru sprottnar. Galdurinn við allan árangur snýst um að endurrita forritið sem undirmeðvitund okkar er, segir Stella Bára. Við ræddum við hana í þættinum í dag. Við fengum póstkort frá Spáni frá Magnúsi R Einarssyni. Hann sagði í því frá batnandi ástandi vegna faraldursins á Spáni, en versnandi horfum í efnahag Spánverja. Í útgöngubanninu hefur Magnús verið að lesa ýmislegt úr sögu Spánar. Hann sagði því frá spænskri prinsessu sem breytti heimssögunni með dramatískum hætti. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/29/202055 minutes
Episode Artwork

Golf á tímum COVID-19, Edda og framkoma og Rósmundur Númason

Það er vonandi óhætt að lýsa því yfir að sumarið er komið og þá kætast nú flestir, en fáir kannski jafn mikið og kylfingar sem sjá fram á að komast á golfvelli landsins og elta litlu hvítu kúlurnar ofaní holurnar. En nú eru auðvitað ekki alveg venjulegir tímar og enn ætlum við að hlýða Víði og þríeykinu, því fengum við Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóra Golfsambands Íslands í þáttinn til þess að fræða okkur um það hvernig staðan er framundan fyrir kylfinga í þessu ástandi. Edda Hermannsdóttir kom í þáttinn til okkar, en hún var að gefa út bók sem heitir Framkoma, í henni má finna góð ráð um framkomu á ólíkum sviðum; greinaskrif, fyrirlestrar, sjónvarps- og útvarpsviðtöl, atvinnuviðtöl og ræður svo fátt eitt sé nefnt. Edda fær stóran hóp af fólki með mikla reynslu og þekkingu á viðfangsefninu til að deila sínum sögum. Við fengum Eddu til að segja okkur meira af þessari bók og ýmis konar framkomu í dag Rósmundur Númason er fæddur á Hólmavík árið 1953 og hefur búið mestalla ævi á Ströndum. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Rósmund og ræddi við hann um skíðaíþróttina sem hann hefur stundað af kappi og ásamt nokkrum öðrum Strandamönnum hefur hann farið átta sinnum í hina miklu Vasagöngu í Svíþjóð. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/28/202055 minutes
Episode Artwork

Röddin er vöðvi sálarinnar, Hubblesjónaukinn og Alexandra lesandi

Á þessum fordæmalausu tímum hafa margir þurft að temja sér á mettíma nútímatækni og vinna að heiman, fjarkennsla og fjarfundir eru nú daglegt brauð, fólk er að stjórna í gegnum fjarbúnað og víst er þetta hefur verið heilmikil áskorun fyrir marga. Hvernig heldur maður athygli nemenda við fjarkennslu og hvernig kemur maður málum sínum á framfæri við svona aðstæður? Röddin er vöðvi sálarinnar segir Þórey Sigþórsdóttir leikkona og við ræddum við hana í þættinum í dag um mikilvægi þess að hafa röddina í lagi og kunna að beita henni til að ná áhrifum, vernda og hafa betri skilning á henni sem atvinnutæki. Við sögðum frá því í upphafi þáttar á föstudaginn að þá voru liðin þrjátíu ár frá því að Hubblessjónaukanum var skotið á loft með geimferjunni Discovery hinn. Hann er spegilssjónauki en mælitæki hans geta numið vítt svið rafsegulrófsins. Sjónaukinn er samstarfsverkefni NASA og ESA og er nefndur eftir bandaríska stjörnufræðingnum Edwin Hubble sem gerði eina mestu vísindauppgötvun 20. aldar þegar hann uppgötvaði að alheimurinn er að þenjast út. En hvað gerir þessi sjónauki og hvað færir hann okkur jarðarbúum. Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, kom í þáttinn og sagði okkur frá þessum merkilega sjónauka og mikilvægi hans. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Alexandra Briem, hún er varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/27/202055 minutes
Episode Artwork

Hafdís Huld föstudagsgestur, smokkfiskar og kolkrabbar

Tónlistarkonan Hafdís Huld hefur undanfarna daga spilað og sungið með eiginmanni sínum eitt lag á dag, eitt lag fyrir hvern dag sem þau hefðu átt að vera á tónleikaferðalagi í Kanada en eins og heimsbyggðin öll, eru þau heima hjá sér núna. Hafdís býr með fjölskyldu sinni í Mosfellsdal og unir hag sínum vel í sveitinni og hefur undanfarin ár ferðast víða um heim og flutt eigin tónlist á tónleikum. Hún er föstudagsgesturinn okkar í dag. Sigurlaug Margrét kemur í matarspjallið á þessum föstudegi eins og yfirleitt og í dag er það hafið sem kallar. Hver getur ekki fundið hjá sér fallega minningu um sjávarfang í suðrænni borg, veitingastaður sem býður uppá grillaðan kolkrabba og fylltan smokkfisk,og vindurinn er heitur og leikur um andlitið. Já líklega hafa flestir upplifað eitthvað svipað þótt kolkrabbi og smokkfiskur séu kannski ekki fyrir alla en við yljum okkur við þessar minningar hér á eftir. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/24/202055 minutes
Episode Artwork

Handritin aðgengileg, COVID óperuaría og Heilsuvaktin um bóluefni

Síðasta vetrardag árið 1971 komu fyrstu tvö handritin aftur heim til Íslands frá Danmörku, eftir að Handritamálið svokallaða leystist. Þetta voru þjóðargersemarnar Flateyjarbók og Konungsbók eddukvæða sem hafa síðan verið varðveittar á Stofnun Árna Magnússonar. Þessum handritum, og átta öðrum merkisbókum, má nú fletta í stafrænni handritahirslu stofnunarinnar sem opnuð verður á sumardaginn fyrsta. Við fengum Svanhildi Óskarsdóttur rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar til að segja okkur frekar frá þessari sumargjöf stofnunarinnar til íslensku þjóðarinnar. Hrafnhildur Björnsdóttir óperusöngkona hefur búið í Englandi í rúm 15 ár. Hún býr þarna ásamt fjölskyldu sinni og saman reka þau hjónin lítið fyrirtæki Impromtu Opera, nokkurs konar umboðsskriftstofa fyrir söngvara og hljóðfæraleikara auk þess sem þau koma fram sjálf en eiginmaðurinn er píanóleikarinn Martyn Parkes. En hvernig gengur lífið núna fyrir sig í miðjum kórónuveirufaraldrinum? Við slógum á þráðinn til Hrafnhildar í þættinum. Vísindamenn um heim allan hafa brett upp ermarnar og vinna baki brotnu við að þróa bóluefni við COVID-19 sjúkdóminum. Fjöldi lyfja- og líftæknifyrirtækja hafa líka tekið upp samstarf til að hægt sé að þróa bóluefnin á sem stystum tíma. Þetta segir Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði og starfsmaður Íslenskrar erfðagreiningar. Bergljót Baldursdóttir ræddi við hana á Heilsuvaktinni í dag. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/22/202055 minutes
Episode Artwork

Bergið headspace, Samferða góðgerðarsamtök og Esther Ösp

Bergið headspace er stofnað af grasrótarsamtökum sem vildu brúa bil í þjónustu við ungmenni upp að 25 ára, þar sem of margir detta á milli kerfa. Rannsóknir sýna að þessi aldurshópur sækir sér ekki mikla hjálp fyrr en vandinn er orðinn mikill. Þjónustan er ókeypis en nú á tímum COVID-19 fer hún fram að mestu í fjarráðgjöf og í síma, en unnið er að undirbúningi við að lyfta takmörkunum smám saman í takti við reglur almannavarna. Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins headspace, var gestur hjá okkur í þættinum. Við sögðum frá góðgerðarsamtökum sem kalla sig Samferða og hafa verið starfandi frá 2016. Þeirra markmið er að styrkja þá sem virkilega þurfa á því að halda með fjárstyrk. Stjórn samtakanna fær tugi ábendinga og fyrir viku hjálpuðu þau ungri einstæðri 2ja barna móður sem hafði nýlega misst eiginmann sinn og átti aðeins 17 þúsund krónur til að lifa af mánuðinn. Örvar Þór Guðmundsson sagði okkur frá samtökunum í þættinum í dag frá draumi sínum um að geta hjálpað mörg hundruð fjölskyldum á hverju ári. Esther Ösp Valdimarsdóttir rekur Hvatastöðina sem er sjálfseflingarsetur og Jógastúdíó í gömlu flugstöðinni á Hólmavík. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Esther og ræddi við hana um mikilvægi slökunar á erfiðum tímum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/21/202055 minutes
Episode Artwork

Mikilvægi listkennslu, KAP jóga og Kristín lesandi vikunnar

Við ræddum við Gunnar Guðbjörnsson skólastjóra Söngskóla Sigurðar Demetz er þar eins og hjá öðrum listaskólum eru ekki settar á svið nemendasýningar eða tónleikar á hefðbundin hátt. Óperu og söngleikjasýningar liggja niðri hjá Söngskólanum en þó er enn kennsla í gangi, í gegnum netið. Nú á að bæta við og bjóða vinum skólans uppá ókeypis söngtíma í gegnum netið sem eflaust margir vilja notfæra sér. Einnig sagði Gunnar frá rannsóknum WHO (Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar) á áhrifum listanna á heilsufar fólks, andlega sem líkamlega. Eitthvað sem svo sannarlega á við að ræða á þessum tímum. Þóra Hlín Friðriksdóttir hjúkrunarfræðingur hefur stundað jóga í yfir 20 ár og kennt jóga í 13-14 ár. Fyrir tveimur árum stofnaði hún KAP á Íslandi og hefur haldið KAP viðburði síðan við miklar vinsældir. En hvað er KAP? Jú þú liggur einfaldlega á jógamottu og/eða teppi á gólfinu og færð snertingu yfir ákveðna punkta líkamans. Stundum finnst þátttakendum eins og þeir séu límdir við gólfið, þeir ná dýpri slökun en nokkru sinni fyrr á meðan aðrir upplifa líkamleg viðbrögð, t.d. ósjálfráðar hreyfingar, skjálfta, danshreyfingar eða hláturskast. Þóra sagði frá KAP jóga í þættinum í dag. Og lesandi vikunnar í þetta sinn var Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta samtakanna og stundakennari. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða höfundar og bækur hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/20/202055 minutes
Episode Artwork

Stefán Jón föstudagsgestur og djúpt Sesarsalat

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Stefán Jón Hafstein. Hann á feril sem stjórnmálamaður, fjölmiðlamaður og rithöfundur. Stefán Jón kom að stofnun Dægurmálaútvarps Rásar 2 og stjórnaði útvarpsþáttunum Meinhorninu og Þjóðarsálinni, þar sem hlustendum gafst færi á að hringja inn og tjá sig um ýmis málefni. Hann var starfsmaður Þróunarsamvinnustofnunar þar sem hann var verkefnastjóri í Namibíu, umdæmisstjóri í Malaví og Úganda, var í Róm og nú er hann kominn aftur til Íslands í bili vegna COVID-19 ástandsins, en hann mun halda aftur til Rómar þegar allt kemst í eðlilegt horf. Við forvitnuðumst um æsku hans og uppvöxt og ferðalag hans í gegnum lífsins til dagsins í dag. Í matarspjalli dagsins fengum við Þórhildi Ólafsdóttur, kollega okkar hér á Rás 1 úr Samfélaginu. Hún sagði okkur reynslusögu frá því þegar hún bjó til Sesarsalat fyrir fjölskylduna, með eiginmanninn andandi ofan í hálsmálið á henni. Sem sagt salat í matarspjalli dagsins. UMSJÓN SIGURLAUG MARGRÉT JÓNASDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/17/202055 minutes
Episode Artwork

Eurovision á tímum COVID-19 og kortakallinn Smári

Margir urðu leiðir þegar Eurovision söngvakeppninni var aflýst í ár þótt auðvitað væri það skiljanlegt í ljósi Covid 19. Maímánuður verður samt ekki alveg Eurovisionlaus, því Svíar segjast ætla að halda sína eigin keppni og hér á RÚV verður t.d. þátturinn Alla leið, sem Felix Bergsson stjórnar, á dagskrá þótt engin verði keppnin í Rotterdam. Og það verður fleira á dagskrá RUV sem mun gleðja Eurovision aðdáendur. Felix sagði okkur allt frá því í þættinum í dag. Kortakallinn Smári er nafnið á myndlistarsýningu Ómars Smára Kristinssonar sem opnaði á Ísafirði í mars, en vegna samkomubanns og COVID-19 þá hafa ekki margir náð að njóta sýningarinnar. Ómar Smári var valinn bæjarlistamaður Ísafjarðar 2019 og árið 2012 teiknaði hann bæjarmynd af Ísafirði, þar sem hægt er að skoða hvert og eitt hús í bænum handteiknað. Kortið varð fljótlega úrelt eftir útgáfu en árlega uppfærir hann kortið m.t.t. nýs litar á húsi, viðbygginga eða annarra breytinga. Ætla má að kortið verði að nokkurs konar sagnfræðilegri myndasögu með árunum sem líða. Við hrindgum í Ómar Smára í þættinum í dag og töluðum við hann um kortin. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/16/202050 minutes
Episode Artwork

Ein á forsetavakt endurútgefin, list á vefnum og póstkort frá Spáni

Við heyrðum í Steinunni Sigurðardóttur rithöfundi í dag en í tilefni afmælis Vigdísar Finnbogadóttur hefur verið endurútgefin bók Steinunnar um Vigdísi, Ein á forsetavakt, og nýr formáli og eftirmáli skrifaður þar sem Steinunn segist leita að nýrri hnotskurn um Vigdísi í ljósi þess tíma sem liðinn er frá því bókin kom fyrst út árið 1988 og varð söluhæsta bók þess árs enda fengu landsmenn þar í fyrsta sinn innsýn í dagleg störf og líf forsetans. Samkoma er nafnið samstarfssýningu meistaranema við Háskóla Íslands og myndlistardeildar Listaháskóla Íslands sem hefur þróast yfir í að vera netlistasýning með verkum eftir átta alþjóðlega nemendur. Það stóð til að opna sýninguna í Veröld - Húsi Vigdísar en vegna heimsfaraldurs og samkomubanns var sýningin færði yfir á netið. Titillinn Samkoma var valinn nokkrum vikum áður en reglur um samkomubann voru kynntar á Íslandi og við fræddumst um þá glímu sem kennarar og nemendur þurftu að takast á við í þessu ástandi. Við heyrðum frá Æsu Sigurjónsdóttur, listfræðingi og dósent við HÍ, kennara og Júlíu Mogensen, einum nemanda og fengum innsýn í hvernig þetta hefur gengið. Hægt verður að skoða síðuna á vefsvæðinu www.samkoma.cargo.site, en hún mun opna formlega kl.17:00 á fimmtudaginn. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Eins og undanfarið verður fjallað um kórónuveirufaraldurinn í því. Þar hefur ástandið farið batnandi og það hefur dregið verulega úr smiti og mannfalli. Afleiðingar farsóttarinnar eru hins vegar alvarlegar. Það er jafnvel talið að um fimmtungur fyrirtækja muni leggja upp laupana með tilheyrandi atvinnuleysi og fátækt. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/15/202055 minutes
Episode Artwork

Að heita á eitthvað og Sigtryggur Magnason lesandi vikunnar

Þegar mikið liggur við og fátt er um bjargir, grípa margir til þess ráðs að heita á einhvern eða eitthvað til hjálpar - Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, ræddi áheit við Elínu Öglu Bríem, Ernu Nielsen og Guðmund Jónsson en Guðmundur hefur um árabil séð um svokallaðan Hallvarðssjóð. Lesandi vikunnar var Sigtryggur Magnason, leikritaskáld og aðstoðarmaður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/14/202050 minutes
Episode Artwork

Páskadagskrá Rásar 1, heilsukvíði og páskamaturinn

Það er skemmst frá því að segja að dagskrá RUV um páskana er einstaklega fjölbreytt og glæsileg í ár og við fórum yfir það helsta sem verður í boði á Rás 1. Þröstur Helgason dagskrárstjóri Rásarinnar kom í heimsókn til okkar í Andyrið og sagði okkur nánar frá páskadagskránni. Á Heilsuvaktinni í dag var fjallað um hræðsluna við að smitast af COVID-19 og heilsukvíða. Hver er munurinn og hvaða áhrif hefur heimsfaraldurinn á þá sem þjást af heilsukvíða? Bergljót Baldursdóttir ræddi við Sóleyju Dröfn Davíðsdóttur, sálfræðing um hvernig við getum komið í veg fyrir að ótti við veikindi nái tökum á okkur. Matarspjallið var á dagskrá í dag því Mannlegi þátturinn fer í páskafrí eftir daginn í dag og fram á þriðjudag. Sigurlaug Margrét var með páskalegt matarspjall að þessu sinni. Súkkulaði og Lambakjöt er það sem manni dettur helst í hug en ýmislegt fleira kom við sögu. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/8/202050 minutes
Episode Artwork

Risaköngulær, kryddjurtarækt og Sunndals-Helga

Umhverfisstofnun veitti nýverið leyfi til innflutnings á fjórum risaköngulóm eða tarantúlum, frá Þýskalandi. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn fær köngulærnar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum og auk sýningar og fræðslu, verða köngulærnar mögulega notaðar við meðferð á ofsahræðslu á köngulóm. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, sagði okkur frekar frá þessum skepnum í þættinum í dag. Er hægt að huga að garðyrkju innanhúss? Nú ætti vorið að vera alveg að koma og þótt það sé sól og 17 stiga hita í Danmörku er vetrarveður enn hjá okkur á Íslandi. En getum við notað þennan tíma heima við til að gera eitthvað með grænum fingrum? Er þetta góður tími til að huga að kryddjurtarækt í eldhúsglugganum eða forsá í plastbakka og setja undir rúm, eins og Stefán Karl leikari gerði hér um árið? Gurrý, eða Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur gaf okkur góð ráð í þættinum. Á Ströndum eins og annars staðar á landinu eiga draugar að hafa gengið ljósum logum - þótt minna beri á þeim nú á dögum ljósmengunarinnar. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, kynnti sér sögu Sunndals-Helgu sem var niðursetningur í Sunndal innaf Bjarnarfirði á Ströndum. Hún varð úti og á svo að hafa fylgt afkomendum fólksins sem reyndist henni illa. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/7/202050 minutes
Episode Artwork

Áhrif áfalla á sjálfsvígshegðun, söfn í samkomubanni og Sigurður Helgi

Við töluðum við Hildi Guðnýju Ásgeirsdóttur um grein sem hún skrifaði í nýjasta rit Geðverndar en þar skrifar hún um áhrif áfalla á sjálfsvígshegðun og þar koma fram athyglisverðar upplýsingar um hvaða áhrif Hrunið 2008 hafði. Hildur Guðný lauk doktorsvefnefni í lýðheilsuvísindurm frá Læknadeild HÍ þar sem hún kannaði tengsl milli áfalla á lífsleiðinni og sjálfsvígshegðunar meðal karla og kvenna. Hvað er í boði á söfnunum í samkomubanni? Við heyrðum í Áslaugu Guðrúnardóttur kynningarstjóra Listasafns Reykjavíkur um það hvað safnið er að bjóða uppá, en af því má nefna sýningu á Kjarvalsstöðum sem hægt er að njóta utan frá, með því að horfa inn um glugga hússins frá Klambratúni. Á sýningunni eru skúlptúrar eftir sex listamenn og eru upplýsingar um verkin að finna í texta á rúðunum. Leiðsagnir um sýningar hafa verið teknar upp með hljóði og mynd og Kennsluefni til fjarkennslu hafa verið tekin upp. Á heimasíðu safnsins undir „miðlun“ er að finna heilmikið af efni sem kennarar og aðrir geta nýtt sér í fjarkennslu. Og lesandi vikunnar í þetta sinn var Sigurður Helgi Pálmason. Hann er safnvörður í Myntsafni Seðlabanka Íslands og stýrði sjónvarpsþáttunum Fyrir alla muni sem voru á dagskrá RÚV í vetur. Fyrst sagði hann okkur frá því að hann er búinn að vera að taka ljósmyndir af miðum í gluggum verslana í miðbænum, með skilaboðum til viðskiptavina tengdum samkomubanninu og ástandsins vegna COVID-19. Mjög áhugaverðar heimildir um þessa fordæmalausu tíma. Við fengum svo að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hans, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið, sem eru meðal annars bækur sem hann hefur lesið með sonum sínum, bækur um þjóðminjar, ljósmyndir og kynlífsstellingar. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/6/202055 minutes
Episode Artwork

Jón Gnarr föstudagsgestur og mistök í eldhúsinu

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Jón Gnarr. Útvarpsleikhúsið frumflytur nýtt verk eftir Jón, Ferðalög, á skírdag. Leikritið er í fjórum hlutum og verða þeir fluttir yfir páskahelgina. Við fengum Jón til að segja okkur frá þessu leikriti í þættinum í dag, auk þess sem við fórum með honum aftur í tímann og fengum að fylgja honum í gegnum æskuárin til dagsins í dag. Sigurlaug Margrét var auðvitað hjá okkur með sitt vikulega matarspjall. Í dag fór hún með okkur yfir mistök í eldhúsinu. Rifjaði upp atvik þegar hlutirnir gengu ekki eins og þeir áttu að ganga og niðurstaðan var eftir því. Einhvern vegin þróuðust þessar umræður svo út í pylsupartý. Ef hlustendur hafa frá skemmtilegum sögum að segja af mistökum í eldhúsinu þá bendum við ykkur á að senda okkur þær á [email protected]. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/3/202055 minutes
Episode Artwork

Spjöllum saman, Heimalandinn og heyrnarskerðing

Verkefnið Spjöllum saman gengur út á að hringt er í allt fólk sem er 85 ára og eldri, býr einsamalt og hefur fengið þjónustu frá Reykjavíkurborg. Í símtalinu er líðan fólksins og aðstæður kannaðar og því boðið að eignast símaspjallsvin. Markmiðið er að draga úr félagslegri einangrun eldri borgara á meðan samskipti og nánd er skert vegna útbreiðslu Covid-19 veirunnar. Bryndís Hreiðarsdóttir, er í forsvari fyrir verkefnið fyrir hönd Reykjavíkurborgar, hún kom í þáttinn og sagði frekar frá því. Svo heyrðum við um skemmtilegt verkefni í sjónvarpsþættinum Landanum þar sem þau óska eftir efni frá landsmönnum sem þau taka upp á síma eða aðrar myndavélar. Þau óska eftir sögum úr sóttkví eða öðrum aðstæðum sem skapast hafa vegna COVID-19 faraldursins. Þau óska eftir myndskeiðum af skrítnum og skemmtilegum aðstæðum á heimilum eða vinnustöðum. Þau vilja fyrst og fremst fá eitthvað skemmtilegt en ekki veitir af þegar ástandið er eins og það er. Við heyrðum í Þórgunni Oddsdóttur í Landanum í þættinum. Að lokum huguðum við að heyrn, hvað við getum gert til að minnka heyrnarskaða og hvað er til lausnar. Það er mikilvægt að fólk leiti sér hjálpar sem fyrst, þegar það verður vart við heyrnarskerðingu. Hvað þýðir td. að fá són eða suð í eyrun annað slagið og hvað er hægt að gera? Við töluðum við Kristján Sverrisson forstjóra Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/2/202050 minutes
Episode Artwork

Logi Bergmann, 1.apríl og póstkort frá Spáni

Í dag er 1. apríl og þá eru margir varir um sig, lesa fréttir með örlítið meiri tortryggni en annars og hugsa sig vel og vandlega um áður en þau gera eitthvað sem þau hafa verið beðin um, af ótta við að vera göbbuð, á meðan aðrir geta ekki beðið eftir þessum degi, því þá loksins láta þau ráðabrugg um meistaralegt aprílgabb verða að veruleika, sem hefur jafnvel tekið langan tíma að undirbúa og skipuleggja. Geta ekki beðið eftir því að sjá svipinn á vinnufélaganum, fjölskyldumeðlimnum eða jafnvel á heilum hópi, ef gabbið heppnast vel. Ég hef grun um að viðmælandinn sem við fengum í viðtal í tilefni 1.apríl tilheyri frekar síðari hópnum. Hann er þekktur fyrir að stríða vinum, fjölskyldu og vinnufélögum og oft með ágætis árangri. Þetta er Logi Bergmann, hann var hjá okkur og rifjaði upp gömul og góð aprílgöbb. Það er ekki hlaupið að því núna að fara með hljóðnemann um borgina og taka gangandi vegfarendur tali. Það þarf að passa fjarlægðir og fyrir utan að það eru fáir á ferli. Árið 2014 vorum Guðrún og Gunnar saman með síðdegisþátt og þá, á 1.apríl, fóru þau með hljóðnemann á lofti um borg og bí og spurðu fólk hvort það hefði hlaupið 1.apríl og hvort það ætti minningar um slíkt á þessum gabbdegi. Kórónuveirufaraldurinn var eins og síðast aðalefni Póstkortsins frá Magnús R. Einarssyni á Spáni í dag. Það var sagt frá daglegu lífi sem hefur farið gersamlega úr skorðum hjá spánverjum. Óttinn við veiruna er ekki ástæðulaus því mannfallið er það næstmesta í heimi. Nú hefur allri starfsemi verið hætt nema þeirri allri brýnustu og eftirlit með útgöngubanninu hert til muna. Það hefur verið talað um að framlengja banninu út apríl mánuð en ekki verið staðfest af stjórnvöldum enn sem komið er. Stjórnvöld á Spáni hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir seinagang og óskipulegar varnir gegn farsóttinni. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/1/202055 minutes
Episode Artwork

Tæknifærninámskeið, Auður Axelsdóttir og Þórðarhellir

Mæðginin Rannveig Ernudóttir og Huginn Þór Jóhannsson settu á fót námskeið til að kenna eldri borgurum á ýmis snjalltæki og efla tæknifærni þeirra. Og nú á tímum COVID19 og samkomubanns þá hyggja þau á að nýta sér tæknina sjálf til þess að ná til nemenda sinna með fjarkennslu og þá er spurning hvort þau fái fólk sem þarf að læra á tækni, til þess að tileinka sér tækni fjarkennslu. Við fengum þá Huginn Þór Jóhannsson og Úlf Atlason í þáttinn í dag, en þeir eru verkefnastjórar á námskeiðinu. Um síðastliðna helgi stóð Hugarafl fyrir beinu samtali við þjóðina á facebooksíðu Hugarafls. Yfir þúsund manns hafa skoðað streymið sem verður framvegis á föstudögum. Næsta föstudag mun Bragi Reynir Sæmundsson sálfræðingur Hugarafls sjá um samtalið sem fer þannig fram að fólk sendir honum fyrirspurnir á netinu og hann svarar. Auður Axelsdóttir framkvæmdastjóri Hugarafls segir afar mikilvægt að hlúa að geðheilsunni í núverandi aðstæðum, mikilvægi þess að halda rútínu og möguleikunum á að breyta mynstrum í daglega lífinu. Einnig hvernig við getum hlúð að hvort öðru. Auður var í þættinum í dag. í snjókomu og byl norður á Ströndum grúskaði Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, í gömlum Strandapóstum og rakst þar á frásögn af Þórði nokkrum sem sagan segir að hafi hafist við í Þórðarhelli í Reykjaneshyrnu - Sagan segir að Þórður hafi komið sér í duggu til Hollands og það gerði líka frægari sögupersóna, sjálfur Jón Hreggviðsson. Kristín sagði meira frá Þórðarhelli í þættinum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/31/202055 minutes
Episode Artwork

Að vinna að heiman, Landsmennt og Eva María lesandi vikunnar

Þrautsegja og seigla eru orð sem við munum líklega heyra meira í umræðunni næstu vikur því nú ríður á að við höldum haus í gegnum þær og höldum áfram að hlýða Víði og fylgja fyrirmælum. Sigríður Hulda Jónsdóttir er eigandi og framkvæmdastjóri SHJ ráðgjafar sem sérhæfir sig í fræðslu og ráðgjöf fyrir vinnustaði og vinnur meðal annars með hópa frá Virk og Vinnumálastofnun. Hún gaf okkur góð ráð um hvernig við getum haldið út að vinna heima og hvernig við getum eflt seiglu og þrautseigju. Í ljósi aðstæðna í íslensku samfélagi hefur stjórn Landsmenntar fræðslusjóðs Samtaka Atvinnulífsins ákveðið bjóða einstaklingum og fyrirtækjum uppá þann valkost að sækja námskeið á netinu eða í fjarkennslu þeim að kostnaðarlausu. Átakið gildir frá 15.mars til og með 31.ágúst 2020 og gildir gagnvart námi/námskeiðum sem haldin eru innan þessa sama tímaramma. Þessi tímarammi verður endurskoðaður ef tilefni verður til. Við heyrðum í Kristínu Njálsdóttur, framkvæmdastjóri Landsmenntar í þættinum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Eva María Jónsdóttir. Hlustendur ættu að þekkja hana af sjónvarpsskjánum, síðan hún vann hér á RÚV, en nú vinnur hún hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og svo hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/30/202055 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Sóli Hólm föstudagsgestur og ítalskt matarspjall

Sólmundur Hólm var föstudagsgesturinn okkar í dag. Hann er skemmtikraftur,dagskrárgerðarmaður, söngvari og formaður Liverpoolsamfélagsins. Hann er ansi fjölhæfur og á frekar auðvelt með að tjá sig, og hermir eftir landsfrægu fólki á magnaðan hátt. Gísli Einars,Gylfi Ægis,Pálmi Gunnars og Páll Óskar eru meðal þeirra sem hann hermir eftir á skemmtunum en hann hermir líka eftir fólki sem fáir þekkja þótt það sé ekki opinberlega. Sóli á rætur sínar að rekja austur fyrir fjall og þar býr stór hluti hans fjölskyldu. Matarspjallið var á sínum stað með Sigurlaugu Margréti og í dag talaði hún um Ítalskan mat og vill að við hugsum fallega til vina okkar á Ítalíu. Hún mælir með því að við eldum ítalskan mat nú um helgina og rifjaði upp hvernig við ofsuðum spagettíið hér áður fyrr og notuðum tómatsósu og fleira sem þætti ekki fínt í dag. Meira að segja fussaði hún yfir þykkum pizzum með hakki sem mörgum þykir nú lostæti enn í dag og jafnvel spagetti með tómatsósu. Og að lokum bentum við hlustendum á að Rás 1 hvetur til þess að fólk sendi sögur, dagbókarfærslur, hugrenningar, samtöl og hvers konar heimildir um reynslu sína af Covid 19 og því ástandi sem faraldurinn hefur skapað. Við viljum heyra hvernig ykkur líður, bæði ykkur sem hafið smitast og ykkur hinum sem ekki hafið komist í snertingu við veiruna. Við viljum vita hvernig þið hafið brugðist við ástandinu, hvaða áhrif það hefur á andlega líðan ykkar, fjölskyldulíf og félagslíf, vinnuna ykkar o.s.frv. Efnið verður notað í dagskrárgerð á Rás 1. Hægt er að senda inn hljóðskrár og texta. Hlekkur á síðu verkefnisins er þessu: https://www.ruv.is/sogur-ur-kofinu UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/27/202055 minutes
Episode Artwork

Streituráð, Úllen dúllen doff og sálfræðingar

Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir, sem er með Streituskólann, kom í þáttinn í síðustu viku og gaf góð ráð hvað varða streitu á þessum tímum og bara almennt. Við báðum hlustendur um að senda okkur spurningar eða hugleiðingar sem þau vildu fá Ólaf til þess að svara eða tala um og við fengum nokkrar slíkar. Við heyrðum því aftur í Ólafi Þór í dag og fengum að vita hvaða svör og ráð hann gaf. Eins bendum við hlustendum á að send inn spurningar til Ólafs aftur fyrir næstu viku í tölvupósthólf okkar, [email protected], sem hann getur þá svarað í næstu viku. Og svona til að létta lundina á þessum fimmtudegi, fórum við í gegnum nokkra þætti af skemmtiþáttunum gömlu góðu Úllen Dúllen Doff en þeir eru geymdir hér í safni Útvarpsins og voru óhemjuvinsælir á áttunda áratugnum. Edda Björgvins, Gísli Rúnar Jónsson,Júlíus Brjánsson,Randver Þorláksson og Jónas Jónasson mynduðu þennan magnaða hóp og í þessum þáttabrotum frá árinu 1978, sem við klipptum saman, má heyra í Fríðu Arnljóts fegurðardrottningu Íslands og brunavarnarsérfræðingi frá Eldibrandaflokknum í Færeyjum,Túrillu Júhansson. Flestar starfsstéttir hafa orðið fyrir áhrifum af þessu ástandi sem við erum öll að ganga í gegnum þessa dagana. Við heyrðum í gær hvernig sjúkraþjálfarar glíma við þessar aðstæður og í dag ætlum við að heyra frá annarri starfsstétt, sálfræðingum. Margrét Ingvarsdóttir, meðstjórnandi og ritari í Félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga var gestur okkar í þættinum í dag og veitti okkur innsýn inn í þeirra starf á þessum skrýtnu tímum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/26/202050 minutes
Episode Artwork

Gamanmyndakeppni, sjúkraþjálfun og Lófakreppa

Um helgina fer fram gamanmyndakeppni á netinu á vegum Gamanmyndahátíðarinnar á Flateyri og Reykjavík Foto, en keppendur fá 48 klukkustundir til að framleiða gamanmynd. Keppnin verður opin öllum og hægt að taka þátt hvar sem er. Einstaklingar, fjölskyldur eða vinahópar geta skemmt sér við þetta saman. Flestir eiga snjallsíma eða hafa aðgang að myndbandsupptökuvél og það er allt sem þarf. Við heyrðum í Eyþóri Jóvinssyni, sem sér um keppnina og fengum hann til að segja okkur frekar frá henni. Hér er hægt að skrá sig: https://www.icelandcomedyfilmfestival.com/48-stunda-gamanmyndakeppni Og hér er hægt að skoða sigurmyndina frá því í fyrra: https://www.youtube.com/watch?v=gvn9T_fkoQM&t=2s) Margir hafa velt fyrir sér hvort óhætt sé að fara til sjúkraþjálfara núna og hvort þeir séu enn starfandi og við heyrðum í Unni Pétursdóttur formanni félags Sjúkraþjálfara og fengum að vita hver staðan er og svo gaf hún góð ráð til þeirra sem eru mikið heima, sem eru jú flestir í dag, um hreyfingu og æfingar sem flestir geta tileinkað sér. Sérkennilegur sjúkdómur Lófakreppa sem stundum er nefndur víkingasjúkdómurinn verður til umræðu á Heilsuvaktinni í dag. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Björn Pétur Sigurðsson, bæklunarskurðlækni um þennan óvenjulega sjúkdóm sem á uppruna sinn á Landnámsöld. Eitt af þeim lyfjum sem notað er til að meðhöndla hann hefur verið tekið af markaði í Evrópu. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/25/202055 minutes
Episode Artwork

Hormónakerfi kvenna, Þór lífeðlisfræðingur og Stella í orlofi

Konur nú til dags hafa fjölmörg verkefni á sinni könnu og eru oft á tíðum undir miklu álagi og með marga bolta á lofti og hormónakerfi kvenna er ákaflega næmt fyrir síbreytilegu áreiti, streitu og öðrum umhverfisþáttum. Ásdís Ragna Einarsdóttir útskrifaðist í grasalækningum frá University of East London árið 2005 og hefur rekið eigin stofu um árabil , hún heldur reglulega fyrirlestra og námskeið um heilsu kvenna og hormóna, breytingaskeið kvenna og hvernig konur geta bætt sína heilsu og vellíðan en hún hefur beitt sér sérstaklega á þessu sviði. Við heyrðum í Ásdísi í þættinum í dag. Hvað gerist í líkama okkar þegar við roðnum? Af hverju grátum við, hvað kallar fram tárin í augum okkar og af hverju fáum við gæsahúð, eða hroll? Við höfum verið til dæmis fjallað um athyglisbrest í þættinum, hvað gerist í líkama þeirra sem glíma við athyglisbrest, eða hjá þeim sem eru lesblindir? Við rifjuðum í dag upp viðtal við Þór Eysteinsson lífeðlisfræðing, sem var áður flutt í Mannlega þættinum fyrir rúmu ári, þar svarar hann þessum spurningum og fleirum. Leikfélag Hólmavíkur er líklega eitt virkasta áhugamannaleikfélag landsins. Frá árinu 1981 - hafa verið sýndar meira en fimmtíu leiksýningar, stundum tvær á ári. Í ár setti leikfélagið upp leikritið Stella í orlofi sem er unnið upp úr hinni vinsælu samnefndu kvikmynd og frumsýningin var 6. Mars síðastliðinn. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti leikstjórann og handritshöfundinn Gunnar Gunnsteinsson eftir vel heppnaða sýningu og ræddi við hann um sýninguna. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/24/202055 minutes
Episode Artwork

Spilavinir, menning í beinni og Stella lesandi vikunnar

Þessa dagana, þegar við þurfum svo mörg að vera heima, hvort sem það er í sóttkví, eða bara til þess að vera ekki að umgangast annað fólk og til þess að halda erum ein eða fleiri saman. Því ákváðum við að heyra í Svanhildi Evu Stefánsdóttur í Spilavinum. Hún eyðir án efa meiri tíma en flestir í að spila alls konar spil. Við fengum góð ráð hjá henni og hugmyndir að skemmtilegum spilum af öllum gerðum. Menningarhúsin fimm í Kópavogi bjóða uppá dagskrá sem verður send út í fyrsta sinn í dag kl.13 og eftir það á sama tíma þrisvar sinnum í viku út apríl; mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Við fengum að vita meira um þetta framtak í þættinum í dag og heyrðum í Soffíu Karlsdóttur. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Stella Samúelsdóttir, verkefnastýra UN Women á Íslandi. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/23/202055 minutes
Episode Artwork

Andri Snær föstudagsgestur og matarspjall

Föstudagsgesturinn í þetta sinn var Andri Snær Magnason rithöfundur. Við ræddum við hann um þessa skrýtnu tíma sem við erum öll að upplifa og svo átti að frumsýna nýja íslenska kvikmynd í fullri lengd, Þriðji Póllinn heitir hún. En frumsýningunni á henni hefur verið frestað eins og svo mörgu þessa dagana. Andri Snær er annar leikstjóra myndarinnar og einn framleiðenda. Myndin er heimildarmynd um geðhvörf með söngvum og fílum. Söguhetjur eru Högni Egilsson, tónlistarmaður, og Anna Tara Edwards, íslensk kona sem ólst upp í frumskógum Nepals innan um tígrisdýr og nashyrninga. Sem sagt skrýtnir tímar, tígrisdýr, nashyrningar og geðhvörf með Andra Snæ í dag. Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur var á sínum stað í þættinum í dag. Í dag fjallaði hún um hvernig hægt er að gleðjast yfir morgunmat, leggja fallega á borð njóta og hún kom líka með hugmyndir að litlum veislum fyrir tvær til fjórar manneskjur. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/20/202055 minutes
Episode Artwork

Streita, Jóhannes á Borg og handstöðuþjálfun

Ólafur Þór Ævarsson hjá Streituskólanum var í viðtali hjá okkur í dag. Margir finna fyrir streitu vegna ástandsins sem hefur skapast vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Þetta ástand er eins og svo oft hefur komið fram fordæmalaust og hefur svo víðtæk áhrif. Ekki nóg með að við höfum áhyggjur af heilsufari okkar og okkar nánustu, heldur blandast líka við það afkomuáhyggjur hjá mörgum, því efnahagslegar afleiðingar þessa ástands snerta marga, fyrirtæki, fjölskyldur og einstaklinga. Við spurðum Ólaf Þór út í hvernig við getum tekist á við þessar aðstæður og haldið streitunni í lágmarki. Í dag rifjuðum við upp gamalt viðtal úr safni útvarpsins sem var áður í Mannlega þættinum fyrir rúmum tveimur árum. Viðtal við merkilegan mann, Jóhannes Jósefsson, eða Jóhannes á Borg, sem Stefán Jónsson tók í tilefni áttræðisafmælis Jóhannesar árið 1963 í sumarbústað hans, Lundi við Hítará á Mýrum. Í því talar Jóhannes um veiðimennsku, vísur, áflog í æsku, íslensku glímuna. Jóhannes rifjar upp frægðarsögur frá því hann ferðaðist um heiminn og glímdi við hvern þann sem vildi spreyta sig að standa gegn honum, meðal annars japanskan glímukappa sem aldrei hafði verið lagður og hnífamann í Portúgal. Að lokum rifjaði Jóhannes upp þegar Hótel Borg var opnuð honum til mikillar ánægju. Ýmiskonar fjarþjálfun er málið núna á þessum vikum sem stór hluti landsmanna heldur sig sem mest heima við og það er af ýmsu að taka. Við rákum augun í facebook síðu sem heitir Handstöðu Helgi. Þetta er Helgi nokkur Rúnarsson sem býður fólki uppá Handstöðuþjálfun og við spurðum hann út í hvers konar þjálfun það er í þættinum í dag. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/19/202050 minutes
Episode Artwork

Lísbet á Ísafirði, andleg heils barna og póstkort frá Spáni

Við heyrðum í Lísbet Harðar Ólafardóttur á Ísafirði, en hún rekur kaffihúsið og veitingastaðinn Heimabyggð ásamt eiginmanni sínum Gunnari Jónssyni. Það er ekki nóg með að hvert óveðrið á fætur öðru hefur gengið yfir landið og veturinn hefur verið mjög snjóþungur fyrir vestan, svo er það COVID-19 og allt sem þeirri blessuðu veiru fylgir. Við heyrðum hvernig ástandið er á Vestfjörðum og hvað þau eru að gera til að létta tilveruna þrátt fyrir allt og allt. Við hugum að andlegri heilsu barna á þessum erfiðu tímum og ræddum því við sálfræðinginn Steinunni Önnu Sigurjónsdóttur sem vinnur á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni. Hvað getum við gert til að láta börnunum okkar líða betur? Steinunn gaf nokkur góð ráð. Póstkortið sem við fengum frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag fjallar um mál málanna þessa dagana, kórónurvírusinn hefur lagst þyngst á Spænsku þjóðina af Evrópulöndum að þeirri Ítölsku einni undanskilinni. Á Spáni er útgöngubann og landamærum hefur verið lokað fyrir öðrum en Spánverjum. Álagið á heilsugæsluna er gríðaregt, sérstaklega í höfuðborginni Madrid og norðurhéruðum Spánar. Einnig var sagt frá spillingarmálum innan konungsfjölskyldunnar, sem má ekki við miklu vegna fyrri spillingarmála. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/18/202055 minutes
Episode Artwork

Austfirsk handþvottalög, göngur og hlaup og Jón hjá Vegagerðinni

Við heyrðum í Benedikt Karli Gröndal í Neskaupsstað, hann er leikari og skrifar fréttir á austurfrett.is. Við fengum að vita hjá honum hvernig staðan er fyrir austan, hvernig COVID veiran og allt raskið sem henni fylgir er að hafa áhrif á daglegt líf fyrir austan auk þess sem við förum yfir svonefndan austfirska lagalista handþvottsins, sem Benedikt skrifaði á austurfrett.is sem gæti nýst fólki fyrir austan og jafnvel á öllu landinu til þess að stytta sér stundir í þessari mikilvægu iðju sem handþvotturinn er. Arnar Pétursson var valinn langhlaupari ársins 2018 á Íslandi, hann hefur verið sigursælasti langhlaupari hér á landi í karlaflokki undanfarið og í nóvember síðastliðnum kom út ansi vegleg bók eftir hann um Hlaup , frá a-ö. Við tókum viðtal við Arnar í nóvember og það var margt sem kom okkur á óvart í þessu viðtali eins og tildæmis upplýsingar varðandi göngur,hlaup og fitubrennslu. Þetta eru gagnlegar upplýsingar fyrir þá sem eru úti að ganga eða hlaupa þessar vikurnar svo við sáum fulla ástæðu til að endurflytja viðtalið. Jón Hörður Elíasson vann nær allan sinn starfsaldur hjá Vegagerðinni og rúmlega tuttugu ár var hann rekstrarstjóri. Jón hefur nú látið af störfum og settist af því tilefni niður með Kristínu Einarsdóttur, okkar konu á Ströndum, og rifjaði upp fyrstu árin, mokstur norður í Árneshrepp og fleira. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/17/202055 minutes
Episode Artwork

Svana í sóttkví, Gissur og grannarnir og Katrín lesandi vikunnar

Við heyrðum í Svönu Helgadóttur, en hún hefur verið í sóttkví með fjórum börnum sínum á aldrinum 7-19 ára. Hún hefur deilt því á samfélagsmiðlum hvað þau hafa gert til að hafa ofan af fyrir sér í einangruninni. Það er ekki hægt að segja annað en að það sé skemmtilegur lestur og þau gera sitt besta til að þetta ástand sé ekki leiðinlegt, heldur skemmtilegt og fjölbreytt. Vonandi fá fleiri sem eru í þessum aðstæðum jafnvel hugmyndir um það hvernig hægt er að þrauka í gegnum þetta tímabil og jafnvel nýta það á góðan hátt og halda stemmningunni jákvæðri. Það er gott að eiga góða nágranna og miðað við hvað fólk í fjölbýlishúsi í Eskihlíð segir, eiga þau bestu nágranna í heimi og húsið þeirra er skemmtilegasta blokk á Íslandi. Þarna býr Gissur Páll Gissurarson tenórsöngvari og hann gerði sér lítið fyrir og fór útá svalir til að syngja ítalska aríu fyrir helgi, en það var einmitt hans góði nágranni sem skoraði á hann að gera það. Við slógum á þráðinn til Gissurar hér á eftir og hljótum að spyrja hver sé galdurinn á bak við svona góða stemmningu í Eskihlíðinni. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Katrín Atladóttir, hugbúnaðarverkfræðingur og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur verið í sóttkví undanfarið og þá getur verið gott að grípa í bók. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/16/202055 minutes
Episode Artwork

Níu líf Bubba, föstudagsgestur og brauðspjall

Föstudagsgest Mannlega þáttarins í þetta sinn þarf vart að kynna. Hann hefur verið einn vinsælasti, ef ekki sá alvinsælasti, tónlistarmaður þjóðarinnar í yfir fjóra áratugi. Í kvöld verður söngleikurinn Níu líf frumsýndur í Borgarleikhúsinu, sem er byggður á sögum og tónlist hans, þetta er auðvitað Bubbi Morthens. Og samkvæmt lýsingu á heimasíðu Borgarleikhússins er Bubbi samofinn þjóðarsálinni í öllum sínum birtingarmyndum: Stjarnan sem rís úr slorinu; fyrst sem málsvari verkalýðsins, svo alþýðusöngvari þjóðarinnar, þá atómpönkari og gúanórokkari sem breytist í ballöðu-poppara sem syngur með stórsveitum. Skoðanaglaði gasprarinn, skrifblinda ljóðskáldið, fíkilinn sem reis upp, kvennamaðurinn og sá sem elskar aðeins eina konu, Kúbverjinn og Hollywood-víkingurinn, veiðimaðurinn, friðarsinninn og boxarinn. Já Bubbi verður föstudagsgestur okkar í dag. Það er föstudagur og þá er líka matarspjall, þar sem Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, verður með okkur ásamt Bubba Morthens. Hann ætlar að sitja áfram með okkur og spjalla um mat og brauðgerð í matarspjalli dagsins. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/13/202050 minutes
Episode Artwork

Stockfish, á skíðum yfir Sprengisand og ættfræðigrúsk

Kvikmyndahátíðin Stockfish Film Festival & Industry Days verður haldin í sjötta sinn dagana 12. til 22. mars 2020 í Bíó ParadíS. Hátíðin er kvikmynda- og ráðstefnuhátíð fagfólks í kvikmyndabransanum og er haldin í Bíó Paradís í samvinnu við öll fagfélög í kvikmyndagreinum á Íslandi og stendur yfir í 11 daga. Með hátíðinni var Kvikmyndahátíð Reykjavíkur endurvakin undir nýju nafni en hún var síðast haldin árið 2001 og var upphaflega sett á laggirnar árið 1978. Við töluðum við dagskrárstjórann Rósu Ásgeirsdóttur í þættinum í dag. Þann 15.mars fyrir 95 árum var langafi Ragnhildar Birgisdóttur, L.H.Muller ásamt þremur öðrum á leiðinni norður á Akureyri með gufuskipi. Framundan hjá þeim var ferð á skíðum suður Sprengisand. Ferð sem þeir kláruðu. Þeir lentu í misjöfnu veðri og voru oft í hættulegum aðstæðum en einnig upplifðu þeir hálendið í sínu fegursta skarti við mjög góð skilyrði. Ragnhildur sagði okkur frá þessu merkilega ferðalagi og hver tilgangurinn hafi verið. Ættfræðigrúsk - fjölskyldusaga þín á netinu heitir námskeið á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands undir stjórn Stefáns Halldórssonar, rekstrarhagfræðings og félagsfræðings. Á námskeiðinu verður þeim sem það sækja kennt hvernig hægt er að nýta sér gagnagrunna og skjalasöfn á netinu til að afla upplýsinga um sögu fjölskyldna þeirra allt að 200 ár aftur í tímann. Á námskeiðinu er fjallað um hvernig tölvan er notuð við gagnaleitina og gefin eru hagnýt ráð til að bregðast við villum og veikleikum í gagnasöfnunum. Við heyrðum í Stefáni í þættinum í dag. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/12/202050 minutes
Episode Artwork

Siðmennt, samsöngur í Borgarnesi og hreyfiseðlar

Félagið Siðmennt varð til í kringum fyrstu borgaralegu fermingarnar á Íslandi fyrir 30 árum. Félagið hefur stækkað á síðustu árum og nú fermast um 13 prósent fermingarbarna borgaralega. Siðmennt varð lífsskoðunarfélag þann í maí árið 2013. Síðan þá hefur félagið tífaldast að stærð og og það sama gildir um fjölda athafna á vegum þess. Við heyrðum í Ingu Auðbjörgu Straumland formanni Siðmenntar í þættinum í dag og fræddumst um félagið og starfsemi þess. Við slógum á þráðinn uppí Borgarnes og forvitnuðumst um samsöng sem þar fer fram alla miðvikudaga. Halldór Hólm Kristjánsson stendur fyrir þessu og spilar á gítarinn og hann tekur fram að ekki er um kórastarf að ræða heldur er þetta öllum opið og kemur hver sem vill og syngur með sínu nefi. Halldór var á línunni í þættinum. Læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk ávísa nú í auknum mæli hreyfiseðlum eins og lyfseðlum því sýnt hefur verið fram á að hreyfing er góð meðferð við fjölmörgum sjúkdómum. Fimmtán hundruð manns fá ávísað slíkum seðlum á hverju ári. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Auði Ólafsdóttur, hreyfistjóra og verkefnisstjóra hreyfiseðla hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Heilsuvaktinni í dag. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/11/202050 minutes
Episode Artwork

Heilavinir, Inga datt upp stigann og Sæbjörg Freyja

Það er áætlað að á Íslandi séu um 5000 manns með heilabilun Alzheimersamtökin eru með fræðsluverkefni varðandi heilabilun og erum að virkja alla landsmenn til að vinna markvisst í að mæta þörfum fólks með heilabilun og aðstandendum þeirra. Með þessu fræðsluverkefni er áætlunin einnig að minnka fordóma sem fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra mæta í samfélaginu og auka fræðslu og vitund fólks um heilabilunarsjúkdóma. Við heyrðum í Sigubjörgu Hannesdóttur, fræðslustjóra Alzheimersamtakanna og verkefnastjóra Heilavina í þættinum í dag, hægt er að fá fræðslu og skrá sig sem heilavin á www.heilavinur.is. Við heyrðum í Ingu Dagnýju Eydal í þættinum, en það er nýútkomin bók eftir hana sem heitir Konan sem datt upp stigann. Þar fjallar hún á opinskáan og einlægan hátt um þær afleiðingar sem hún glímdi við eftir að hafa veikst af of mikilli streitu og ekki getað stundað fasta vinnu síðan hún hætti í erilsömu starfi sem hjúkrunarfræðingur. Árið 2019 kom út hjá Vestfirska forlaginu bókin Er það hafið eða fjöllin? um Flateyri og fólkið þar, eftir þjóðfræðinginn Sæbjörgu Freyju Gísladóttur. Sæbjörg kom í heimsókn í Hveravík á Selströnd til að selja húsráðendum þar Kalksalt en Sæbjörg og eiginmaður hennar Eyvindur Atli Ásmundsson eiga og reka samnefnt fyrirtæki. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, ræddi við Sæbjörgu um kalksaltið, snjóflóðin á Flateyir og Súgandafirði og bókina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/10/202055 minutes
Episode Artwork

Hygge lífstíllinn, súrkál og Guðrún lesandi vikunnar

Þáttakendur námskeiða eru ekki alltaf beðnir um að taka með sér teppi eða stórt sjal en ef fólk ætlar að fara á námskeiðið. „Aukum eigin lífsgæði og hamingju með Hygge“, þá er mælst til þess að fólk hafi það soldið huggulegt meðan á því stendur. Danski lífsstíllinn að hygge, hafa það huggulegt, slær nú í gegn um allan heim. Bækur um hygge rata á metsölulista og fólk þyrstir í að kynna sér hvernig hægt er að nýta hygge til að bæta lífið. En í hverju felst hygge í raun og veru og hvernig getum við nýtt okkur þessa siði, viðhorf og lífsstíl til að bæta eigin lífsgæði og hamingju í hversdeginum? Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur kom í þáttinn í dag og sagði frá. Súrkálsdrottingin svokallaða Dagný Hermannsdóttir kom í spjall í dag en hún byrjaði að búa til súrkál fyrir nokkrum árum og langaði til að bæta meltinguna hjá sjálfri sér fyrst og fremst en síðan hafi hún ekki viljað hætt því það eru endalausir möguleikar og útfærslur á súrkáli og í samstarfi við Matís fór hún að framleiða súrkál í krukkum sem nú má fá víða. Þarmaflóran er afskaplega mikilvæg heilsunni og kemur alltaf betur í ljós með rannsóknum og súrkál virðist hafa mjög góð áhrif á hana. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Guðrún Hálfdánardóttir blaðamaður hjá Morgunblaðinu. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/9/202055 minutes
Episode Artwork

Samsöngur með Svavari Knúti og Jói Fel og kökukremið

Svavar Knútur kom til okkar sem föstudagsgestur að þessu sinni. Samsöngur er eitt af hans áhugmálum, að virkja fólk til að syngja saman. Það er kannski ekki beint okkur í blóð borið Íslendingum, margir eru frekar feimnir við að syngja upphátt td bara á miðjum vinnudegi. Kannski var þetta algengara hér áður, maður minnist skólaferða í rútum og í skíðaskálum, einn með gítar og allir sungu, rútubílasöngvana svokölluðu. Hvernig er þetta í dag? Er ekki einmitt tilefni í dag til að koma saman og syngja, gleyma sér aðeins. Við töluðum um samsöng við Svavar og hann greip í gítarinn og hvatti hlustendur heima til að taka undir. Það er nú bara þannig að fleiri eru meira heima um þessar mundir en vanalega, til dæmis í sóttkví. Það er þess vegna tilvalið að henda í góða köku, elda góðan mat og hafa það eins huggulegt og maður getur. Jói Fel er jafnvígur á hrærivélina og útigrillið, hann kom til okkar í matarspjallið í dag og gaf hlustendum hugmynd að helgarmat og góðri köku og ekki síst góðu kökukremi. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/6/202055 minutes
Episode Artwork

Fælni og Stígamót 30 ára

Í þættinum voru sex pistlar Daníels Ólasona um flughræðslu fyrir skemmstu. Í framhaldi af því höfum við svo velt fyrir okkur fleiri tegundum af fælni, t.d. tannlæknafælni og fleiri og svo er fólk auðvitað hrætt við COVID-19 sem herjar á heiminn. Því ætlum við að fá Ragnheiði Guðfinnu Guðnadóttur, framkvæmdastjóra & ráðgjafa og MSc. í félags- og vinnusálfræði. Við ætlum að velta fyrir okkur fælni út frá hegðun og hugsun fólks í félagslegum aðstæðum. Grunntilfinning sem setur viðbragð okkar af stað byggist á öryggiskerfinu okkar sem frummanninum var nauðsynlegt til að lifa af. Undirliggjandi viðvarandi ótti vegna einhvers getur valdið einstakling mikilli streitu. Ragnheiður Guðfinna fræddi okkur um fælni í þættinum. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna á sunnudaginn fagna Stígamót 30 ára afmæli sínu. Blásið verður til veislu af því tilefni í Veröld, húsi Vigdísar. Afmælið hefst með stuttum erindum nokkurra ötulla baráttukvenna, sem m.a. hafa lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn kynferðisofbeldi og eftir það verður móttaka og almenn gleði. Við fengum Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur, verkefnastýru á Stígamótum og Sigrúnu Bragadóttur hannyrðapönkara til að koma í þáttinn og segja okkur frá sögu og starfsemi Stígamóta í tilefni afmælisins. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/5/202050 minutes
Episode Artwork

Mottumars, heimilaskipti og póstkort frá Spáni

Mottumars er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. Mottumars er í senn vitundarvakning um krabbamein hjá körlum og fjáröflun fyrir félagið. Í ár er lögð áhersla á gildi hreyfingar sem forvörn gegn krabbameinum. Rannsóknir sýna að reglubundin hreyfing dregur úr líkum á krabbameinum auk þess sem hreyfing er til góðs fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein. Við fengum í þáttinn þau Höllu Þorvaldsdóttur framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins og Braga Guðmundsson, en hann þekkir krabbamein af eigin raun. Í Borgarbókasafninu Gerðubergi í kvöld mun G. Pétur Matthíasson forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinna fjalla um heimilaskipti sem hann hefur átt í, Danmörku, París, Berlín, Bordeaux og í Argentínu. Ræði kostina við þessa tegund ferðalaga, hvað ber að hafa í huga og fleira. Einnig mun hann segja frá reynslu sinni af þessu í gegnum árin. Hvernig þetta fyrirkomulag gefur manni aðra sýn á staðinn sem heimsóttur er, sýn sem maður fær ekki á hóteli. Kostnaðinn og sparnaðinn, samskipti við hinn aðilann, fyrir, á meðan og ekki síður á eftir. G. Pétur kom í þáttinn og sagði frá. Póstkortið sem við fengum frá Magnúsi R. Einarssyni frá Spáni í dag segir af afar sérkennilegri og fornri hefð sem er alltaf viðhaldið á öskudaginn á Spáni og tíðkast hvergi annars staðar nema í fyrrum nýlendum Spánar í Ameríku. Að gefa þjórfé tíðkast ekki að ráði hjá Spánverjum og það er talið bruðl að gefa meira en nokkra smáaura. Í lok pistilsins sagði Magnús frá kynnum sínum af litlum bæ út í sveit fyrir sunnan Alicante. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/4/202055 minutes
Episode Artwork

Brúðumeistarinn, fæðingarsögur feðra og Bragi Þór á Hólmavík

Við fengum til okkar Bernd Ogrodnik, einn af fremstu brúðuleikhúsmönnum samtímans. Auk þess að semja flest sín verk og leika, þá býr hann til allar brúðurnar í sýningunum, gerir leikmyndir og semur og flytur tónlist. Hann hefur gert brúður af ýmsu tagi fyrir leikhús víða um heim, sem og fyrir sjónvarp og kvikmyndir. Og nú er hann að vinna sína persónulegustu brúðusýningu til þessa, Brúðumeistarann , nýtt leikrit fyrir fullorðna sem verður sýnt á Brúðuloftinu í Þjóðleikhúsinu. Í verkinu tekst hann á við knýjandi spurningar um fortíðina og sögu heimalands hans, og harmræna atburði sem hafa mótað foreldra hans og hann sjálfan. Við ræddum við ungt par, Ísak Hilmarsson og Grétu Maríu Birgisdóttur, sem er að vinna að verkefni sem þau kalla Fæðingarsögur feðra. Verkefnið snýr að því að fá fólk til þess að ræða um upplifun og þátttöku feðra í fæðingum. Hún er ljósmóðir, hann er verkefnastjóri í hugbúnaðarfyrirtæki og saman eiga þau eina dóttur. Þau biðja feður um að skrifa fæðingarsögurnar niður og svo er ætlunin að gefa sögurnar út í sérstakri bók. Síðastliðið haust hóf nýr tónlistarkennari Bragi Þór Valsson störf við Tónskóla Hólmavíkur. Bragi var þá nýfluttur frá Suður-Afríku ásamt konu sinni Cristina Van Deventer. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Braga í tónskólanum og þau ræddu um lífið í Afríku og á Hólmavík. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/3/202055 minutes
Episode Artwork

Konur í upplýsingatækni, konur í þorskastríðum og Stefán lesandi vikun

WiDS (Women in Data Science) er árleg ráðstefna haldin á vegum Stanford-háskóla í Bandaríkjunum með það að markmiði að styrkja og efla konur í tölvunarfræði og skyldum greinum. Samhliða ráðstefnunni í Stanford er hún haldin á yfir 50 stöðum víða um heim og verður nú haldin í þriðja sinn hér á landi, í Háskólanum í Reykjavík, á eftir kl. 14:00. Við ræddum við Önnu Sigríði Íslind lektor í tölvunarfræðum hjá HR en hún mun á ráðstefnunni fjalla um gagnadrifna heilbrigðisþjónusta og lýðheilsu. Og við ræddum líka við Margréti Hrönn Þóroddsdóttur verkefnastjóra sem sagði okkur nánar frá ráðstefnunni og stöðu kvenna í tölvunarfræðum. Saga Ólafsdóttir sagnfræðingur tók saman í lokaritgerð sinni sögu átta kvenna sem voru giftar eða mæður manna sem voru við vinnu hjá Landhelgisgæslu Íslands í þorskastríðunum og tóku þátt í átökum við Breska flotann fyrir Íslands hönd. Hún dró fram fram þátt þeirra í sögu þorskastríðanna og hvaða áhrif atburðirnir höfðu á líf þeirra. Einnig verður farið yfir baráttu kvenna sem börðust fyrir bættu öryggi og vinnuaðstæðum fyrir hönd sinna manna í lok þorskastríðanna. Saga kom í þáttinn í dag, en fyrirlestur hennar fer fram að Grandagarði 18 kl.20 á miðvikudaginn. Lesandi vikunnar í þetta sinn er nýráðinn útvarpsstjóri Stefán Eiríksson. Hann hóf störf hér í Efstaleitinu í gær, 1.mars og því ekki seinna vænna en að fá hann til okkar að segja frá því hvaða bækur eru á náttborðinu, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/2/202050 minutes
Episode Artwork

Bjarni Ara, Eva Ásrún og Eyfi og Jón Kristinn og brauðtertur

Úrslitakvöld söngvakeppni Sjónvarpsins er á morgun, þá veljum við lagið sem keppir fyrir Íslands hönd í Eurovison keppninni í maí en sú keppni verður haldin í Rotterdam. Margir nýjir flytjendur hafa komið fram í bland við þekktari nöfn og við heyrðum í nokkrum reynsluboltum söngsins og keppninnar í þættinum. Eva Ásrún Albertsdóttir hin eðal ríkisrödd en Eva tók þátt í óteljandi undankeppnum hér heima og fór einnig út sem bakrödd. Bjarni Arason sem söng Karen Karen svo ógleymanlega um árið og svo var það Eyfi, Eyjólfur Kristjánsson á línunni frá Þýskalandi, hann samdi Drauminn um Nínu , lag sem hefur aldrei dalað í vinsældum frá því hún var fyrst flutt árið 1991. Eyfi var staddur í Þýskalandi en undanfarna daga hefur hann verið að skíða niður brekkurnar í Madonna di Campiglio á Norður Ítalíu. Við spjölluðum við þau Bjarna, Evu Ásrúnu og Eyjólf um úrslitakvöld söngvakeppninnar og þau minntust líka góðra stunda með Ragga Bjarna í upphafi spjallsins. Það styttist í fermingarnar og ómissandi á veisluborðinu er brauðtertan gamla og góða og hún nýtur enn mikilla vinsælda og á facebook hafa sprottið upp nokkrar síður henni til heiðurs auk þess sem sérstakar keppnir eru haldnar um hönnun brauðterta. Í matarspjallinu í dag töluðum við um brauðtertur og til okkar kom góður gestur, Jón Kristinn Snæhólm sem ræddi um brauðtertumenningu landans, en hann segir sjálfur að hann búi til eina allra bestu brauðtertu, ekki í heiminum, heldur hreinlega í alheiminum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
2/28/202055 minutes
Episode Artwork

Arfgengi svefntruflana, hringrásarhagkerfið og næring eldri borgara

Ný rannsókn bendir til þess að svefnleysi og svefntruflanir séu arfgengar. Þeir sem eiga erfitt með svefn eru sem sagt líklegri en aðrir til að eiga foreldra sem hafa glímt við sömu svefntruflanir. Meðal tólf höfunda greinar sem birt var í fagtímaritinu Sleep Medicine eru tveir íslenskir læknar, hjónin Þórarinn Gísalson og Bryndís Benediktsdóttir. Þau hafa um árabil veið í forystu í svefnrannsóknum hér á landi og hafa tekið þátt í fjölda alþjóðlegra rannsókna. Bryndís kom í þáttinn í dag og segir okkur frekar frá arfgengi svefntruflana og þessum niðurstöðum. Freyr Eyjólfsson, sem var lengi vel útvarpsmaður hér á RÚV, hefur hafið störf sem samskiptastjóri hjá Terra umhverfisþjónustu hf. Terra hefur starfað við flokkun og endurvinnslu efna frá árinu 1984 og vinnur með fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum í endurvinnslu og umhverfisvænni úrgangsstjórnun með áherslu á að skilja ekkert eftir, að koma öllum þeim efnum sem falla til í viðeigandi farveg og aftur inn í hringrásarhagkerfið. Við fengum Frey til að segja okkur frekar frá þessu nýja starfi sínu og hringrásarhagkerfinu í þættinum. Þegar við eldumst minnkar dagleg þörf okkar fyrir hitaeiningar. Á hverjum áratug eftir miðjan aldur minnkar orkuþörf karla um 160 hitaeiningar, en kvenna um 100 hitaeiningar. Hundrað hitaeiningar er kannski ekki mikið, en ef fólk heldur áfram að borða jafn mikið og áður þyngist það smátt og smátt. Fólk um sjötugt hefur svipaða orkuþörf og 7-11 ára barn. Þetta segir Ingibjörg Gunnarsdóttir næringarfræðingur á LSH, en hún flutti nýlega fyrirlestur um næringu eldra fólks á starfslokanámskeiði spítalans. Ingibjörg kom í þáttinn í dag. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
2/27/202055 minutes
Episode Artwork

Nýr vefur með uppeldisráð, íshokkí kvenna og heilsuvaktin

Þær Berglind Berndsen og Stefanía Dögg Jóhannesdóttir uppeldisfræðingar og Helga Theódóra Jónasdóttir sálfræðingur, hafa sett á laggirnar vefinn Viðja - uppeldisfærni. Þar svara þær fyrirspurnum, veita þær foreldrum uppeldisráð í gegnum greinar, fróðleik, hlaðvarp og myndskeið og aðstoða foreldra við að takast á við margþættan og flókinn vanda barna. Þær kynntust við störf sín á BUGL, Barna og unglinga geðdeild Landspítalans. Berglind og Helga komu í þáttinn og sögðu frá. Heimsmeistaramót kvenna í íshokkí stendur yfir þessa dagana í Skautahöllinni á Akureyri en mótið hófst sl. sunnudag. Þátttökuþjóðirnar auk Íslands eru Ástralía, Króatía, Úkranía, Nýja Sjáland og Tyrkland. Í kvöld mætir Ísland Tyrklandi og við slógum á þráðinn til Guðrúnar Kristínar Blöndal sem er fyrrverandi íshokkíleikmaður,leikstjóri og á nú dóttur í landsliðinu en Guðrún er varaformaður Íshokkísambands Íslands. Boðið er upp á falskar stofnfrumumeðferðir víða erlendis þar sem lofað er bata við ýmsum sjúkdómum. Erna Magnúsdóttir, dósent við Háskóla Íslands segir að vísindamenn hafi áhyggjur af því hvað aðferðir við að blekkja fólk séu orðnar þróaðar. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Ernu á Heilsuvaktinni. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
2/26/202055 minutes
Episode Artwork

Þarmaflóran, Hörmungardagar og Hildur fann heilsuna

Námskeiðið „Konur á besta aldri - fæða og flóra skipta máli“ verður haldið á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands á fimmtudaginn. Á námskeiðinu er fjallað um fæðu og þarmaflóru í tengslum við breytingaskeið kvenna. Fæðuval hefur áhrif á örveruflóru meltingarfæranna. Farið er yfir hvernig röskun á þessari mikilvægu flóru getur stuðlað að hitakófum og svitaköstum og haft áhrif á svefn og andlega líðan. Við fengum Birnu G. Ásbjörnsdóttur, MSc í næringarlæknisfræði til að koma í þáttinn og segja okkur meira frá þessu. Fyrir nokkrum árum kom upp hugmynd á Hólmavík að halda hátíð sem bæri nafnið Hörmungardagar til mótvægis við sumarhátíðina sem heitir Hamingjudagar. Hörmungardagarnir verða um næstu helgi og Kristín Einarsdóttir fékk Jón Jónsson þjóðfræðing og aðalhvatamann hátíðarinnar til að segja sér frá. Hildur Jónsdóttir heilsuráðgjafi, stofnandi og ritstjóri Heilsubankans, þjáðist af fjölda sjálfsónæmissjúkdóma og öðrum krónískum kvillum, sem bæði voru meðfæddir og áunnir. Hún var meðal annars með alvarlega vefjagigt, mjög slæmt mígreni, stoðkerfisverki, gífurlegt orkuleysi, slitgigt, liðagigt margt fleira sem hægt væri að telja upp.Þær raddir sem mættu henni í heilbrigðiskerfinu sögðu henni að hún yrði að sætta sig við stöðu sína og finna leiðir til að lifa með vandanum. Hildur átti erfitt með að kyngja þessum skilaboðum og vildi ekki gefast upp. Hún sagði okkur frá leiðinni sem færði henni bata í þættinum í dag. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
2/25/202055 minutes
Episode Artwork

Geðsjúkir á 19. öld, að lifa að eilífu og Íris Tanja lesandi vikunnar

Í dag ætlar Sigurgeir Guðjónsson sagnfræðingur að fjalla í Borgarbókasafninu í Spönginni að fjalla um frásagnir af geðveiku fólki í Reykjavík á árum áður og aðbúnað geðveiks fólks í Reykjavík frá miðri nítjándu öld og fram á þá tuttugustu. Hann reifar málið almennt, segir frá völdum einstaklingum og talar um umbótahugmyndir einstakra lækna í málefnum geðveiks fólks. Sigurgeir kom í þáttinn í dag. Þorsteinn Guðmundsson kom til okkar með liðinn Breyskleikar Þorsteins Guðmundssonar. Þar hefur hann leitast við að svara stórum spurningum sem snúa að því að mannlegu eðli og í dag velti hann fyrir sér aldri og hversu gömul við getum orðið. Tækninni fleygir fram og heilbrigðisvísindum líka. Getur verið að við getum bráðum lifað að eilífu? Hlustendur geta sent spurningar, hugleiðingar eða ábendingar til Þorsteins á [email protected]. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Íris Tanja Flygenring leikkona. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
2/24/202055 minutes
Episode Artwork

Sigríður Thorlacius föstudagsgestur og keyptu inn fyrir 40 daga

Föstudagsgesturinn í þetta sinn var söngkonan Sigríður Thorlacius. Hún hefur sungið sig inn í hjört landsmanna, bæði bara sem hún sjálf og svo með hljómsveit sinni Hjaltalín, með Sigurði Guðmundssyni, hljómsveitinni GÓSS og fleirum. Það var gaman að spjalla við hana um lífið og tilveruna í þættinum í dag. Svo er það matarspjallið. Í dag heyrðum við í Huldu Hrönn Ingadóttur á Akureyri. Hún og maðurinn hennar Pétur Guðjónsson gerðu matarinnkaup fyrir 37 dögum og ákváðu að kaupa ekki meira í matinn fyrr en eftir 40 daga. Þau hafa sem sagt bara borðað það sem þau keyptu þá og svo t.d. úr frystinum. Það var áhugavert að heyra um þetta verkefni hjá þeim, hvernig hefur gengið, af hverju þau tóku þessa ákvörðun og hver staðan er núna undir lok tímabilsins. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG SIGURLAUG MARGRÉT JÓNASDÓTTIR
2/21/202055 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Betri Bústaðir, garðyrkja og Studio Gerðar

Heilbrigði barna og unglinga í Bústaðahverfi er meginþema verkefnisins Betri Bústaðir. Formenn foreldrafélaga grunnskóla Bústaðahverfis halda fund um forvarnir í hverfinu í kvöld undir yfirskriftinni, Hvaðan fær þitt barn orkuna sína? Fjallað verður um svefn ungmenna, neyslu gos- og orkudrykkja og rafrettureykingar. Þessir þættir eru teknir fyrir í þessu forvarnarverkefni sem kallast Betri Bústaðir þar sem megináherslu er lögð á góðan nætursvefn barna og unglinga. Við fengum þau Dr. Ernu Sif Arnardóttur, svefnsérfræðing og Harald Sigurðsson, framkvæmdastjóra Krinlgumýrar, Frístundamiðstöðvar í hverfinu, í þáttinn til að fræða okkur um þetta verkefni. Steinn Kárason garðyrkjufræðingur kom í þáttinn í dag, en nú er tíminn til að huga að ýmsu sem kemur að garðrækt. En hann mun halda nokkra fyrirlestra og námskeið á næstunni, til dæmis námskeiðið „Sáning og ræktun krydd- og matjurta“ og„Orsakir og afleiðingar myglusveppa“. Við fræddumst um þessi mál hjá Steini. Á söfnum landsins er starfrækt viðamikið fræðslustarf fyrir allan almenning. Á Gerðarsafni í Kópavogi, sem stofnað var til heiður listakonunni Gerði Helgadóttur, er starfrækt fræðslurými þar sem sköpunarkraftur og tilraunastarfsemi listakonunnar er höfð að leiðarljósi, en fræðslurýmið heitir einfaldlega Studio Gerðar. Brynja Sveinsdóttir, verkefnastjóri Gerðarsafns, kom í þáttinn og sagði frá starfinu. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
2/20/202055 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Félagsráðgjafaþing, mjaðmir ljúga ekki og póstkort frá Spáni

Félagsráðgjafaþing Félagsráðgjafafélags íslands verður heldið á föstudaginn þar sem rædd verða fjölmörg áhugaverð málefni undir kjörorðinu Skiljum engan eftir: Virðing - Virkni - Velferð. Við fengum þau Steinunni Bergmann, formann félagsráðgjafafélagsins og Halldór S. Guðmundsson félagsráðgjafa, sem verður með erindið Lyklar vellíðunar - matsaðferðir og sveigjanleg þjónusta á þinginu. Þau sögðu okkur frekar frá því sem þarna fer fram. Þórdís Nadia Semichat er dansari, uppistandari og handritshöfundur dvaldist við nám og störf í New York í tvö ár, þar sem hún sótti ótal mismunandi danstíma í frítma sínum, þar sem hún lærði m.a. að kynnast mjöðmunum á sér á alveg nýjan hátt. Hún er nýlega flutt aftur til Íslands með nýtt og ferskt dansnámskeið í farteskinu, sem hún kallar Hips Don?t Lie, eða Mjaðmirnar ljúga ekki. Við fengum Þórdísi Nadiu til okkar í dag. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag og í því segir af óvenjulegri hitabylgju í febrúar og óttanum við að hitamet verði slegin á komandi sumri. Það segir líka frá eitruðum lirfum sem er verið að vara við þessa dagana. Ennfremur segir af viðvörun Bandaríska sendiráðsins í Madrid til ferðamanna vegna vaxandi tíðni kynferðisglæpa á Spáni. Og í var sagt frá auknu gæludýrahaldi Spánverja, en þeir virðast í auknum mæli kjósa að halda hund en að eignast börn. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
2/19/202050 minutes
Episode Artwork

Er ég mamma mín? Hlvaðvarpið Vaknaðu og Jón Hörður Elíasson

Foreldrahlutverkið hefur breyst talsvert á síðustu hálfu öld, eða frá þeim tíma að faðirinn vann fyrir fjölskyldunni, móðirin sá um heimilið og börnin, hafði kvöldmatinn tilbúinn á háréttum tíma, milli þess að sjá um þvottinn og þrif. Sýningin Er ég mamma mín? í Borgarleikhúsinu skoðar þessa þróun sem varð á heimilum okkar og breytingarnar sem kollvörpuðu „hefðbundnu“ fjölskyldulífi. María Reyndal, leikstjóri og höfundur sýningarinnar kom í þáttinn og fór með okkur yfir þessar áhugaverðu breytingar sem snerta okkur öll. Nýverið hóf göngu sína hlaðvarpið Vaknaðu á fjölmiðlinum N4 þar sem fjallað verður um kynjajafnrétti og femínisma. Það eru þær Ásthildur Ómarsdóttir og Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir sem sjá um hlaðvarpið. Þær komu til okkar í hljóðverið á Akureyri. Nú eru mörg ár liðin frá síðustu landhelgisdeilu okkar Íslendinga og einu stríðin okkar við Breta fara fram á fótboltavellinum sem betur fer. En mögulega var landhelgisdeilan harkalegri en hægt er að lesa um sögubókum a.m.k. lenti einn lítill handfærabátur í kröppum dansi við togarann Norden queen frá Grimsby. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti einn úr áhöfn bátsins Jón Hörð Elíasson og fékk hann til að rifja upp þennan eftirminnilega dag á miðunum. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
2/18/202050 minutes
Episode Artwork

Velferðartækni, breyskleikar Þorsteins og Ragnar Helgi lesandi vikunna

Landssamband eldri borgara hefur gefið út bækling um velferðartækni sem kallast Velferðartækni - gagnast hún mér? Bæklingurinn er fyrst og fremst ætlaður eldra fólki og til upplýsingar um hvað velferðartækni er og hvernig fólk getur nýtt sér hana til að gera sér lífið auðveldara og þægilegra. Við fengum Guðrúnu Ágústsdóttur, verkefnastjóra bæklingsins til þess að koma í þáttinn og segja okkur frá velferðartækninni. Þorsteinn Guðmundsson, leikari, grínari, meistaranemi í klínískri sálfræði og skólastjóri Bataskólans, kom í þáttinn og ræddi breyskleika sína og manneskjunnar og veltir upp stórum spurningum sem snúa að mannlegu eðli og því að vera manneskja. Í dag velti hann fyrir sér undirmeðvitundinni, eða dulvitundinni og fleiru. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ragnar Helgi Ólafsson, rithöfundur og myndlistarmaður. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUNNAR HANSSON
2/17/202050 minutes
Episode Artwork

Magga Stína föstudagsgestur

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Margrét Kristín Blöndal, eða Magga Stína. Hún er kannski fyrst og fremst þekkt sem söngkona, bæði með Risaeðlunni og svo hún sjálf. Við rifjuðum upp ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag, en næst á dagskrá hjá henni verða tónleikar í Eldborg þar sem hún mun syngja lög Megasar með valinkunnum tónlistarmönnum og þremur kórum. Magga Stína sat svo áfram í matarspjalli dagsins og sagði frá hafragraut og stórlúðu með sítrónu. UMSJÓN GUNNAR HANSSON
2/14/202050 minutes
Episode Artwork

Staða erlendra kvenna, íslenskt táknmál og gleraugnagjafir

Í dag er alþjóðlegi útvarpsdagurinn. Evrópusamtök útvarpsstöðva taka höndum saman við Unesco einn dag á ári og skerpa á nokkrum atriðum sem efla útvarpsupplifunina fyrir alla sem að henni koma. Í ár er það fjölbreytileikinn sem verður hafður í hávegum. Mannlegi þátturinn ætlar ekki að láta sitt eftir liggja og ætla að skoða stöðu erlendra kvenna á Íslandi. Hvað er verið að gera í þeirra málum? Hvað þarf að gera? Hvað hefur áunnist sl ár, hvernig gengur að ná til þessa hóps og hversu stór er hann? Hvernig vinnu stunda þær, hvernig stuðning fá þær og hvað getum við gert betur sem samfelag? Joanna Marcinkowska, sérfæðingur í málefnum innflytjenda hjá mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar og Sabine Leskopf, borgarfulltrúi og formaður Fjölmenningarráðs komu í þáttinn og veittu okkur innsýn inn í þessi mál. Dagur íslenska táknmálsins var þriðjudaginn 11. febrúar. Þann dag voru fréttir í sjónvarpi táknmálstúlkaður, Krakkafréttir líka og svo Stundin okkar á sunnudag. Nokkrir útvarpsþættir voru túlkaðir á táknmál og settir á vef RÚV og Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra. Við fengum Kristínu Lenu Þorvaldsdóttur forstöðumann Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskerta og Margréti Gígju Þórðardóttur, sem hefur verið heyrnaskert frá fæðingu til þess að koma í þáttinn og fræða okkur um störf samskiptamiðstöðvarinnar og mikilvægi íslenska táknmálsins. Kristín Gunnarsdóttir sjónfræðingur vann í 33 ár á Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda og sjónskerta sem hét áður Sjónstöð Íslands. Hún hefur um árabil átt sér gæluverkefni samfara vinnunni, að safna notuðum og nýjum gleraugum og gefa þeim nýtt líf í þróunarhjálp. Þetta hófst fyrir tilviljun, en nú er hún byrjuð starf í samvinnu við alþjóðleg samtök sem hafa hjálpað hundruðum þúsunda víða um heim að öðlast betri sjón. Kristín sagði frá þessu merkilega starfi í þættinum í dag. UMSJÓN GUNNAR HANSSON
2/13/202055 minutes
Episode Artwork

Hver ber ábyrgð á kulnun, sveifludans og sjóböð

Öryggismál og forvarnir Forvarnaráðstefna VÍS verður haldin í dag milli kl. 13 og 16, á Hilton Reykjavík Nordica. Ráðstefnan, sem var fyrst haldin árið 2010, hefur skapað sér sess sem fjölsóttasti viðburður sinnar tegundar á Íslandi. Þar er kastljósinu beint að öryggismálum sem og forvörnum fyrirtækja og stofnana. Vel valdir sérfræðingar og stjórnendur á þessu sviði deila reynslu sinni með ráðstefnugestum. Elfa Þöll Grétarsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun hjá Landspítala, ræðir um hver beri ábyrgð á kulnun og hún kom í þáttinn í dag og sagði frá. Alþjóðlega sveifluhátíðin Lindy on Ice fer fram um helgina, en Sveiflustöðin stendur fyrir henni, auk þess að standa fyrir grunn og framhaldsnámskeiðum í sveifludansi, eða lindy hop. Það er erfitt að sitja kyrr þegar maður horfir á fólk dansa þennan gleðidans, en lindy hop er afró-amerískur dans sem þróaðist í Harlem í New York-borg upp úr 1927. Hann var sambland af mörgum dönsum svo sem jazz, tappi, breakaway og Charleston. Við fengum þá Sigurð Helga Oddsson píanóleikara og sveifludansara og Braga Árnason til þess að segja okkur frá því af hverju sveifludans virðist vera að fagna auknum vinsældum hér á fróni. Sjóböð og kaldir pottar geta dregið úr verkjum og bólgum, styrkt sjálfsmat og dregið úr kvíða þeirra sem þau stunda en ef þau eru of köld geta þau verið hættuleg. Þetta segir Björn Rúnar Lúðvíksson, ónæmislæknir sem sjálfur hefur stundað sjóböð frá barnsaldri. Bergljót Baldursdóttir ræddi við hann á Heilsuvaktinni í dag. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
2/12/202055 minutes
Episode Artwork

Forvarnir barna, úrræði fyrir börn með hegðunarraskanir og Árni Beinte

MANNLEGI ÞÁTTURINN ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2020 UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON Rótin stendur fyrir umræðukvöldi um forvarnir annað kvöld þar sem spurt verður meðal annars, hvað má og hvað er rétt að gera þegar kemur að forvörnum fyrir börn og unglinga? Þessari spurningu og fleirum verður reynt að svara á fundinum og við ætlum að fá Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur sem verður með inngangserindi á fundinum og hún verður jafnframt fundarstjóri og Rafn Jónsson, sérfræðingur hjá Embætti landlæknis, kemur einnit, en hann verður með erindi sem kallast Forvarnir, virkni þeirra og þróun. Við segjum frá nýju úrræði fyrir börnin sem hafa hrakist á milli kerfa og hafa sum endað á að þurfa sólarhringsgæslu á sérstökum stofnunum. Þetta er skammtímadvöl fyrir börn með alvarleg geðræn vandamál, hegðunar og/eða þroskaraskanir. Þessi vandi er svo alvarlegur að hann getur haft hamlandi áhrif á þroska þessara barna og komið í veg fyrir að þau geti notið skólagöngu eða vináttu við önnur börn. Þarna geta geta börn og unglingar komið inn á hlýlegt heimili og fengið þjálfun í félagslegri færni og foreldrar fengið ráðgjöf og einnig fara ráðgjafarnir inná heimilin og aðstoða börn og fjölskyldur og eru þar til stuðnings, jafnvel allan sólarhringinn í sérstökum tilvikum. Þær Sigrún Sigurðardóttir forstöðumaður og Ingunn Rán teymisstjóri koma til okkar hér á eftir. Lesandi vikunnar er á þriðjudegi í þetta sinn og hann er ungur leikari og tónlistarmaður, Árni Beinteinn Árnason. Hann var að frumsýna í söngleiknum Vorið vaknar fyrir norðan hjá Leikfélagi Akureyrar og svo er hann að gefa út plötu ásamt unnustu sinni, Írisi Rós. Við fáum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.
2/11/202055 minutes
Episode Artwork

Stuðningsnetið Ég skil þig, breyskleikar og Ragnar skíðaþjálfari

Alþjóðadagur gegn krabbameinum var haldinn um heim allan 4. febrúar. Að því tilefni hrintu Kraftur og Krabbameinsfélagið af stað vitundarvakningu um mikilvægi jafningjastuðnings undir slagorðinu Ég skil þig. Félögin starfrækja Stuðningsnetið þar sem einstaklingar með reynslu veita öðrum faglegan jafningjastuðning. Stuðningsnetið er fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Þeir koma hingað Guðmundur Kristinsson sem greindist með blöðruhálskirtilskrabbamein þegar hann var 54 ára og Gísli Álfgeirsson, konan hans og barnsmóður greindist tvisvar með brjóstakrabbamein og lést á síðasta ári. Þeir eru báðir stuðningsfulltrúar í Stuðningsnetinu. Breyskleikar Þorsteins Guðmundssonar, leikara, grínara, meistaranema í klínískri sálfræði og skólastjóra Bataskólans, héldu áfram í þættinum í dag. Þorsteinn hefur verið hjá okkur undanfarna mánudaga og velt fyrir sér stórum spurningum sem snúa að því að vera manneskja. Hann hefur velt fyrir sér spurningum eins og hvað er líkt með heilum okkar og tölvum? Getum við breyst? Og í dag velti hann fyrir sér spurningunni af hverju gerum við ekki það sem við ætlum að gera? Hægt er að senda inn reynslusögur eða spurninga á [email protected]. Skíðafélag Strandamanna var stofnað fyrir tuttugu árum og þar er unnið mikið og gott starf. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Ragnar Bragason sem er þjálfari skíðagarpanna og Aðalbjörgu Óskarsdóttur formann félagsins og ræddi við þau um félagið, íþróttina, strandagönguna og hið merka sjálfboðavinnustarf sem þarna fer fram. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
2/10/202055 minutes
Episode Artwork

Jóna Hrönn föstudagsgestur og kjúklingaspjall

Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni var Jóna Hrönn Bolladóttir. Hún er fædd í Hrísey árið 1964. Hún er dóttir Bolla Gústavssonar, vígslubiskups, og Matthildar Jónsdóttur húsmóður, og alin upp í Laufási við Eyjafjörð. Jóna Hrönn varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1984 og meðan á á guðfræðinámi stóð starfaði hún sem æskulýðsfulltrúi við Laugarneskirkju. Hún vígðist síðan til prestsþjónustu í Vestmannaeyjum árið 1991, starfaði sem prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík, miðborgarprestur KFUM/K og prestur Garðaprestakalls í Garðabæ og Álftanesi. Við stikluðum á stóru í gegnum líf Jónu Hrannar í þættinum. Kjúklingur er afar vinsælt hráefni í matargerð. Reyndir matreiðslumenn segja að maður geti eldað hvað sem er með kjúklingóteljandi leiðir til að gera matinn spennandi, læri, leggur, bringa, óteljandi möguleikar. Við veltum kjúlla uppúr hveiti,raspi og ýmsu fleiru í matarspjalli dagsins með Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
2/7/202055 minutes
Episode Artwork

Qigong, skyndihjálparnámskeið og sálfræðingur um flughræðslu

Qigong lífsorku-æfingarnar hafa verið stundaðar í Kína í yfir 5000 ár. Æfingarnar eru einfaldar þannig að allir geta notið þeirra. Þær byggja á djúpri öndun, hugleiðslu og hreyfingu. Æfingarnar opna á orkubrautir og losa um andlega og líkamlega spennu. Þorvaldur Ingi Jónsson viðskiptafræðingur með meistarapróf í stjórnun og stefnumótun og Qigong kennari segir að þekking á Qigong lífsorku geti hjálpað stjórnendum til að standa enn betur með sér og starfsmönnum sínum. Þorvaldur fræddi okkur um Qigong í dag. 9-12 ára gömul börn geta lært skyndihjálp um helgina og tekið foreldra sína með. Það er Borgarbókasafnið sem býður uppá námskeiðið sem er ókeypis og þarna verður fjallað à fjölbreyttan hátt um helstu atriði skyndihjálpar. Má þar nefna endurlífgun, losun aðskotahlutar úr öndunarvegi, stöðvun blæðingar og bruna. Skyndihjálparleiðbeinandi frá Rauða Krossinum stýrir kennslunni. Við heyrðum í Rut Ragnarsdóttur, barnabókaverði, í þættinum dag. Í dag heyrðum við sjötta og síðasta pistil Daníels Ólasonar um flughræðslu. Hann hefur sjálfur þjáðst af mikilli flughræðslu og ákvað því að gera pistla um efnið þar sem hann talar við fagfólk og fær svör við spurningum sem hafa brunnið á honum í von um að það minnki flughræðsluna. Í síðasta pistli talaði hann við loftaflsfræðing en í dag tó hann viðtal við Ólafíu Sigurjónsdóttur, doktor í sálfræði, og sálfræðing hjá Kvíðameðferðarstöðinni og velti því fyrir sér hvort hún sé með töfralausnina fyrir þau sem eru flughrædd. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
2/6/202055 minutes
Episode Artwork

Konan á 18. og 19. öld, gönguferðir eldri borgara og póstkort frá Spán

Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing í Þjóðarbókhlöðunni á laugardaginn. Þar flytja meðal annars Erla Hulda Halldórsdóttir, dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands, erindið „Maðurinn svo ókunnugur“. Um bónorðsbréf karla og vandræði kvenna og Dalrún J. Eygerðardóttir, doktorsnemi í sagnfræði við HÍ, flytur erindið „Hver hefir gert henni svo illt, að hún vilji firra sig lífinu?“ Umfjöllun um ofbeldi karla gegn konum í vinnuhjúastétt. Við fengum þær Erlu og Dalrúnu í þáttinn til að segja okkur frá málþinginu og þeirra erindum. Ferðafélag Íslands býður félögum á eftirlaunaaldri að taka þátt í hressandi göngum frá 10. febrúar til 6. maí. Gengið verður tvisvar í viku á höfuðborgarsvæðinu á mánudögum og miðvikudögum kl. 10. Gengið verður á sléttlendi að mestu leyti og á mánudögum verður gengið um Elliðaárdal en á miðvikudögum vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið. Við ræddum við Heiðrúnu Ólafsdóttur um þessar ferðir. Póstkortið sem við fengum frá Magnúsi R. Einarssyni frá Spáni í dag sagði af einkennilegu veðurfari og eftirmálum vegna Gloríustormisns sem olli gríðarlegri eyðileggingu, að minnsta kosti fimmtán manns fórust. Það sagði líka af ört vaxand fjöld ungra spánverja sem ánetjast spilafíkn og er jafnvel talað um faraldur í því sambandi. Og svo var eilítið fjallað um pólitík, en spennan eykst stöðugt vegna ástandsins í Katalóníu. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
2/5/202055 minutes
Episode Artwork

Á slóðum Agnesar, útfararþjónusta á Ströndum og antik

Við fjölluðum um daginn um sýninguna Öxin, Agnes og Friðrik, þar sem Magnús Ólafsson rekur sögu þessarar síðustu aftöku á Íslandi í Sögusafninu í Borgarnesi. Náðarstund fyrir norðan er þriggja daga ferð með Ferðafélagi Íslands þar sem ekið er um þær slóðir þar sem Agnes Magnúsdóttir dvaldi, ýmist sem vinnuhjú eða fangi, á meðan hún beið aftöku sinnar. Með bókina Náðarstund eftir Hannah Kent í farteskinu er sögusviðið skoðað, ferðast tvær aldir aftur í tímann og farið í spor þeirra sem lifðu þessa atburði. Við fengum Sigrúnu Valbergsdóttur, leikstjóra, sem er fararstjóri í ferðinni til að segja okkur frá þessari ferð. Að geta leitað til útfararþjónustu þykur flestum nú á dögum sjálfsagt mál en í fámennum sveitarfélögum er líklega erfiðara að veita slíka þjónustu en í fjölmennum bæjum og borgum. Á Ströndum var stofnuðu útfararþjónusta fyrir örfáum árum og Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Viðar Guðmundsson kórstjóra sem ásamt Ingibjörgu Sigurðardóttur meðhjálpara Hólmavíkurkirkju og útfararstjóra. Antiksalinn Jónas Ragnar Halldórsson hefur verið nokkra áratugi í Antikbransanum og segir að unga fólkið vilji 80?s húsgögn í dag sem séu enn ódýr. Hann segir að fleiri og fleiri velji að kaupa notað, ungt fólk og eldra fólk. VIð heimsóttum Jónas og þessar 14 stofuklukkur í búðinni hjá honum láta í sér heyra í viðtalinu sem við heyrðum í þættinum í dag. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
2/4/202050 minutes
Episode Artwork

Fluttu til Costa Rica og Óskar Þór lesandi vikunnar

Héðinn Svarfdal tók aldeilis u-beygju í lífi sínu ásamt konu sinni Elvu Sturludóttur og börnum fyrir einu og hálfu ári. Þau fluttu saman til Costa Rica. Þau völdu Costa Rica eftir að hafa skoðað landakortið vel og velt fyrir sér loftslagi, menningu, skólamálum, heilbrigðiskerfi o.s.frv. sem er þýðingarmikið þegar maður tekur svona stórar ákvarðanir. Þau seldu húsið og bílinn, losuðu sig við eiginlega allt sem þau áttu og lögðu af stað. Héðinn var staddur á landinu fyrir stuttu og við tókum hann tali. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Óskar Þór Þráinsson upplýsingafræðingur og stofnandi rafbókaveitunnar emma.is. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
2/3/202055 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Hallveig og Gissur föstudagsgestir, Klovn og Hildur Guðna

Föstudagsgestir Mannlega þáttarins í þetta sinn voru söngvararnir Hallveig Rúnarsdóttir og Gissur Páll Gissurarson. Þau Hallveig og Gissur tóku líka þátt í matarspjalli dagsins ásamt Sigurlaugu, besta vini bragðlaukanna. Svo hringdu Guðrún og Sigurlaug í Gunnar Hansson, sem var erlendis, en hann var viðstaddur frumsýningu dönsku kvikmyndarinnar Klovn the Final í Kaupmannahöfn og fór svo daginn eftir á tónleika í Berlín þar sem Hildur Guðnadóttir flutti tónlist sína úr sjónvarpsþáttunum Chernobyl. UMSJÓN Í DAG: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG SIGURLAUG MARGRÉT JÓNASDÓTTIR
1/31/202055 minutes
Episode Artwork

Kvenfélagasambandið 90 ára, notuð húsgögn og flugverkfræðingur

Kvenfélagasamband Íslands er 90 ára um þessar mundir. Við fengum Guðrúnu Þórðardóttur, forseta sambandsins og Jenný Jóakimsdóttur, starfsmaður sambandsins, til þess að koma í þáttinn og segja okkur frá starfi þess og sögu. Við forvitnuðumst um hver þróun kvenfélaganna hefur verið í gegnum tíðina og hvað stendur til að gera í tilefni 90 ára afmælisins. Söfnunarreikningur í tilefni 90 ára afmælisins er: 0513-26-200000, kt. 710169-6759 Við erum að skoða nytjamarkaði þessa dagana, hvað er að seljast af notuðum húsgögnum, hvað selur Antiksalinn helst í dag og hvað er vinsælast hjá Góða Hirðinum og hvað vill hann fá í sitt hús. Þessi markaður notaðra húsgagna og hluta, gengur í gegnum tískubylgjur og misgóð tímabil. Núna virðist unga fólkið koma í meiri mæli til að velja notað og það er partur af lífsstíl sem gengur út á að velja notað og stuðla að umhverfisvernd. Við heimsóttum Góða Hirðinn í gær og í dag skoðuðum við verslun með notuð húsgögn, Notað og nýtt á Smiðjuveginum og töluðum við Arnar Laufdal Aðalsteinsson. Við fengum fimmta innslag Daníels Ólasonar um flughræðslu í þættinum í dag. Hann hélt áfram að spyrja fagfólk spurninga sem hafa brunnið á honum tengdar hans eigin flughræðslu sem hann hefur glímt við í gegnum tíðina. Í síðasta þætti talaði hann við flugvirkja, en í pistli dagsins ætlar vildi hann vita hvernig flughræðsla horfir við verkfræðingunum sem hanna flugvélarnar. Til að svara þeim spurningum hringdi hann til Bandaríkjanna og talaði við Snorra Guðmundsson, doktor í flugverkfræði sem starfar sem prófessor við Embrey-riddle flugháskólann á Flórída. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/30/202050 minutes
Episode Artwork

Aðskilnaðarkvíði gæludýra, Góði Hirðirinn og Lyfjastofnun Íslands

Hanna Arnórsdóttir dýralæknir hjá dýraspítalanum í Garðabæ kom í þáttinn í dag. En mikið heyrist í kringum áramótin um hræðslu og streitu í gæludýrum tengdum flugeldum og svo hefur verið fjallað um í fjölmiðlum undanfarið að það geti verið sniðugt að spila rólega tónlist, eða jafnvel að hafa útvarpið í gangi fyrir dýr sem þurfa að vera langtímum ein heima. Hanna sagði frá aðskilnaðarkvíða gæludýra, hvað sé ráðlagt að gera við honum, sem getur verið mismunandi eftir því hvaða dýr um ræðir og hún er nýkomin af alþjóðlegri dýralæknaráðstefnu, því kom hún með glóðvolgar upplýsingar úr nýjustu rannsóknum á þessu sviði. Við skoðum nytjamarkaði næstu daga, hvað er að seljast af notuðum húsgögnum, hvað selur Antiksalinn helst í dag og hvað er vinsælast hjá Góða Hirðinum og hvaða vörur vilja þau fá í sitt hús. Þessi markaður notaðra húsgagna og hluta, gengur í gegnum tískubylgjur og misgóð tímabil. Núna virðist unga fólkið koma í meiri mæli til að velja notað og það er partur af lífsstíl sem gengur út á að velja notað og stuðla að umhverfisvernd. Við byrjuðum á því að heimsækja Góða Hirðinn í dag. Lyfjastofnun Íslands er eina lyfjastofnunin í Evrópu sem gefur almenningi möguleika á því að tilkynna um lyfjaskort. Stofnunin birtir líka hlaðvarp þar sem almenningur getur sótt upplýsingar um ýmis lyfjatengd mál. Bergljót Baldursdóttir heimsótti Rúnu Hauksdóttur Hvannberg forstjóra Lyfjastofnunar á Heilsuvaktinni í dag. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/29/202055 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Streita og forvarnir, núvitund og þjóðfræðistofa á Hólmavík

Við höfum mikið fjallað um streitu og afleiðingar streitu í þættinum og nú kom Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir í þáttinn og fræddi okkur enn frekar um streitu og stress. Hann fékk áhuga á forvörnum og hvernig væri mögulegt að koma í veg fyrir andleg veikindi, hindra þau eða öllu heldur draga úr hindrunum þeirra vegna. Hann stofnaði fyrirtækið Forvarnir og í kjölfarið Streituskólann. Síðan eru liðin tæp 20 ár. En í Streituskólanum er meðal annars veitt fræðsla um eðli streitu og eftirfylgni, þar sem sérfræðingar Forvarna fylgjast með starfsmönnum fyrirtækja og stofnanna. Ólafur kom í þáttinn í dag. Eins og hlustendur hafa tekið eftir hugum við sérstaklega að andlegu heilsunni í Janúar. Núvitund þýðir það að upplifa lífið þegar það er að gerast. Að vera andlega til staðar og auka meðvitund sína um það sem er að gerast innra með þér og í kringum þig. Núvitund þjálfar okkur í því að taka því sem lífið færir okkur með forvitni, opnum huga og án þess að dæma það. Við erum í raun að þjálfa athygli okkar. Bryndís Jóna Jónsdóttir er aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í jákvæðri sálfræði og Núvitund, hún kom í þáttinn í dag. Á þjóðfræðistofu á Hólmavík eru unnin margvísleg verkefni og í mörgu að snúast. Eitt einkar athyglisvert verkefni er skráning dagbókar sem Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingur vinnur að. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti hann og Jón Jónsson forstöðumann þjóðfræðistofu og fékk að skyggnast í heim dagbókarinnar og önnur verkefni þjóðfræðistofu. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/28/202055 minutes
Episode Artwork

Skilnaðarráðgjöf, getum við breyst og Júlíana lesandi vikunnar

Samkvæmt nýlegum upplýsingum frá Hagstofu Íslands lýkur tæplega 40 prósent hjónabanda á Íslandi með lögskilnaði. Í mörgum tilfellum er um að ræða skilnað fólks sem á börn saman. Er þá ótalinn sá hópur fólks sem á börn og slítur sambúð. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, skrifaði í byrjun janúar undir samning við danska fyrirtækið SES (Samarbejde efter Skilsmisse) vegna tilraunaverkefnis um innleiðingu sérhæfðrar skilnaðarráðgjafar til foreldra á Íslandi. „Hægt er að lágmarka áhrif skilnaðar á börn ef foreldrar fá aðstoð við að vinna úr tilfinningalegri togstreitu og ná að vinna saman í skilnaðarferlinu allt frá upphafi.“ Ásmundur Einar Daðason var gestur þáttarins og sagði betur frá þessu verkefni. Þorsteinn Guðmundsson, leikari, grínari, meistaranámsnemi í klínískri sálfræði og skólastjóri Bataskólans kom í þáttinn í dag með þennan nýjan lið sem hóf göngu sína í þættinum eftir áramót og verður héðan í frá á mánudögum, Breyskleikar Þorsteins Guðmundssonar. Í síðustu viku fór hann yfir hver væru líkindi mannsheilans við tölvu og fékk senda inn áhugaverða punkta um það frá hlustendum. Í þetta sinn ætlar hann að velta fyrir sér spurningunni, getum við breyst? Fyrir næsta pistil varpar Þorsteinn fram spurningunni hvers vegna gerum við ekki alltaf það sem við ætlum að gera? Hann biður hlustendur um að senda inn fyrirspurnir eða ábendingar í sambandi við hana á [email protected]. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Júlíana Kristín Jónsdóttir leikkona. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/27/202055 minutes
Episode Artwork

Hilmar Örn, Terry Jones og Knödel

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Hilmar Örn Hilmarsson, tónskáld og allsherjargoði. Við ætlum að spjalla við hann um lífið og tilveruna og vinskap hans við Terry Jones, einn meðlima Monty Python, goðsagnakennda grínhópsins sem hefur haft áhrif á grín og gamanefni í yfir hálfa öld. Terry lést í vikunni. Þeir Hilmar voru miklir vinir og umgengust talsvert, auk þess sem Hilmar kynntist fleiri meðlimum Monty Python í gegnum vinskapinn. Svo var auðvitað matarspjallið á sínum stað í dag. Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna,er nýkomin frá ítölsku ölpunum, þar sem hún dvaldi við matarrannsóknir og ætlar að segja okkur frá því sem fyrir augu bar og oní maga fór. Til dæmis sagði hún frá hinum rómaða miðevrópska rétti Knödel sem er til dæmis talsvert borðaður í Ölpunum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/24/202055 minutes
Episode Artwork

Að gefa smáfuglum, ÓL ungkokka og Hörður flugvirki

Íslendingar hafa gaman af því að gefa smáfuglunum yfir vetrartímann og sumir hverjir leggja sig mikið fram um að þetta sé vel gert. Sérstakt námskeið er haldið til að fræða fólk um garðfugla, fæði og aðbúnað, er haldið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og þar er fjallað í máli og myndum um helstu tegundir garðfugla sem búast má við á Íslandi, einnig þær sjaldgæfari, og mismunandi fæði sem hentar hverri tegund. Einnig er fjallað um tré, blóm og runna sem laða að fjölbreyttar tegundir garðfugla en rúmlega 50 fuglategundir hafa sést í einstökum görðum á Íslandi. Við töluðum við Örn Óskarsson fuglaáhugamann sem stjórnar námskeiðinu. Í næstu viku fara fram Ólympíuleikar ungkokka í Indlandi og mun Ísland eiga keppanda þar. Alls taka 32 þjóðir þátt í keppninni hvaðanæva frá í heiminum. Síðast þegar Ísland keppti hreppti Ísland 6. sætið. Keppnin fer fram í 6 borgum víðsvegar um Indland og mun Ísland keppa í Deli, Goa og Kolkata. Anton Elí Ingason frá Akranesi keppir fyrir Íslands hönd. Við heyrðum í þjálfara hans í keppninni Hinriki Carli Ellertssyni í þættinum. Undanfarna þrjá fimmtudaga höfum við heyrt innslög sem Daníel Ólason hefur gert fyrir okkur um flughræðslu. Hann hefur sjálfur þjáðst af mikilli flughræðslu í gegnum tíðina og fékk þá góðu hugmynd að kynna sér málin almennilega og spyrja fagfólk þeirra spurninga sem vakna hjá honum þegar hann fer í flug, með þá von í brjósti að sigrast á flughræðslunni. Í fyrstu þremur innslögunum talaði Daníel við flugmannn og þjálfunarstjóra flugliða. Í 4.innslaginu, sem við heyrðum í dag hitti Daníel einn þeirra sem tryggir að flugvélarnar séu í lagi og geti yfir höfuð flogið, Hörð Má Harðarson, yfirflugvirkja hjá Icelandair,í starfstöð þeirra á Keflavíkurflugvelli. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/23/202050 minutes
Episode Artwork

Síþreyta, Gunna Stella heilsumarkþjálfi og póstkort frá Spáni

Á Læknadögum verður málþing um sjúkdóminn ME eða síþreytu.ME er langvarandi sjúkdómur sem lýsir sér m.a. með stöðugri þreytu og vöðvaverkjum ásamt skertu ónæmiskerfi. Orsakir ME eru óþekktar. ME hefur verið flokkaður sem taugafræðilegur sjúkdómur hjá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni (WHO) síðan árið 1969. Reikna má með að alla vega 1000 manns séu með ME á Íslandi. Í reynd höfum við þó litla hugmynd um umfang vandans hérlendis frekar en annars staðar. Aðalfyrirlesari á málþinginu er Dr. James Baraniuak frá Georgetown háskóla í Bandaríkjunum sem hefur verið í framvarðasveit í þessum sjúkdómi. Við hittum Guðrúnu Sæmundsdóttur, formann ME félags Íslands og Friðbjörn Sigurðsson lækni og fræddumst um sjúkdóminn og málþingið. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Við Costa Blanca, Hvítu ströndina suðaustur Spáni er ekki um neitt talað meira en veðrið. Sem er óvenjulegt því þar tala menn um pólitík, eða hvað var í matinn frekar en veður. Þar geysaði bylur sem fékk hið ábúðarfulla nafn Gloria. Magnús sagði frá Gloríu í póstkorti dagsins. Einnig segir hann frá langþreyttum íbúum Mallorca og Barcelona á fyllerísferðum, aðallega breskra ungmenna og ráðstafanir heimamanna til að sporna við þeirri afleitu menningu. Og undir lok pistilsins verður jú pínulítið sagt frá pólitíkinni á Spáni. Gunna Stella, heilsumarkþjálfi og kennari sérhæfir sig í því að hjálpa einstaklingum að minnka hraðann, njóta lífsins og finna leiðir til að einfalda lífið, heilsuna og heimilið. Gunna Stella er fjögurra barna móðir sem er búsett á Selfossi. Hún miðlar eigin reynslu og aðstoðar einstaklinga við breyta hugarfari sínu, auka sjálfstraust, einblína á nærandi mataræði, læra tímastjórnun, auka jafnvægi og einfaldara líf. Gunna Stella kom í þáttinn í dag. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/22/202055 minutes
Episode Artwork

Íbúðaskipti, veganblót og Söngbræður

Námskeiðið Íbúðaskipti - meiri upplifun, minni kostnaður hefst í næstu viku hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Snæfríður Ingadóttir hefur undanfarin ár reglulega haldið fyrirlestra um þetta málefni auk þess að hafa gefið út handbók um Íbúðaskipti. Þau eru fimm í hennar fjölskyldu og hún hefur stundað íbúðaskipti í mörg ár, bæði innanlands og utan án þess að greiða krónu fyrir gistingu. Þau byrjuðu á þessu til þess að spara og eiga kost á því að ferðast en nú eru það samskipti við heimamenn og vinátta sem stendur upp úr, segir Snæfríður. Við heyrðum í henni í þættinum í dag. Nú fara þorrablótin að hefjast um allt land, en fyrsta Veganblótið sem við höfum heyrt um verður haldið í Súlnasal á Hótel Sögu í lok janúar. Við heyrðum í Ólafi Helga Kristjánssyni sem er yfirkokkur á Hótel Sögu á eftir og fengum að vita hvað er á boðstólnum í veganblóti. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, fór með Viðari Guðmundssyni bónda og kórstjórnandi suður yfir heiðar til að vera viðstödd æfingu karlakórsins Söngbræðra. Undirleikari er Birgir Þórisson og einsöngvarinn er Snorri Hjálmarsson. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/21/202055 minutes
Episode Artwork

Sjálfsfróun, Magnús Ólafsson og Þorbjörg lesandi vikunnar

Sviðslistakonan Íris Stefanía Skúladóttir hefur fjallað mikið um kynveru kvenna og sjálfsfróun í verkum sínum og þessa dagana er hún á ferðinni vopnuð upptökutæki og ræðir við eldri konur um kynlíf, unað, þrár, tabú, skömm og allt það sem konur hafa þurft að glíma við í tengslum við kynlíf í gegnum tíðina. Afrakstur hennar rannsóknarvinnu verður kynntur til sögunnar næstu þrjá laugardaga kl.14 í Útvarpsleikhúsinu. Íris kom í þáttinn í dag. 12.janúar voru liðin 190 ár upp á dag frá því að síðasta aftakan fór fram á Íslandi. Þá lét Björn Blöndal sýslumaður hálshöggva þau Agnesi Magnúsdóttur og Friðrik Sigurðsson. Magnús ólafsson fyrrverandi bóndi á Sveinsstöðum í Vatnsdal gjörþekkir þessa örlagasögu. Hann hefur á undanförnum árum farið með gesti í hestaferðir um sögusvið Illugastaðamorðanna, og sagt söguna þar sem atburðirnir gerðust. Magnús frumsýndi frásögnina Öxin,Agnes og Friðrik á Söguloftinu í Landnámssetrinu í Borgarnesi nákvæmlega þegar 190 ár upp á klukkutíma voru liðin frá aftökunni. Fjölskylda Magnúsar tengist þessum voða atburðum persónulega. Magnús sagði frá í þættinum í dag. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Þorbjörg Matthíasdóttir, bókmenntafræðingur og bókavörður í Borgarholtsskóla. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/20/202055 minutes
Episode Artwork

Siggi Sveins föstudagsgestur, Albert um Pálínuboð og fermingar

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var einn ástsælasti handknattleiksmaður þjóðarinnar. Hann átti langan og farsælan feril sem leikmaður, fyrir hin ýmsu félagslið, á Íslandi og erlendis og með landsliðinu þar sem hann skemmti áhorfendum með mörkum í öllum regnbogans litum. Númerið 13 var á treyjunni hans og alltaf var stutt í brosið og léttleikann. Þetta er að sjálfsögðu Sigurður Sveinsson, sem kom í þáttinn í dag og ræddi handboltann, ferilinn, þátttöku í stórmótum og íslenska landsliðið á EM. Matarspjallið var á sínum stað og í fjarveru Sigurlaugar var Albert Eiríksson boðin og búin að hlaupa í skarðið. Hin svokölluðu Pálínuboð eða Potluck party þekkja margir. Það eru boðin þar sem gestir koma með veitingarnar, allir bjóða öllum til veislu. Þetta form er stórfínt og hentar víða, það eykur fjölbreytni og minnkar fyrirhöfnina fyrir þann sem opnar húsið sitt. Slík kaffiboð eru líka vel þekkt, einnig grillveislur, afmæli, fermingarveislur, brúðkaup og erfidrykkjur svo eitthvað sé nefnt. En það eru nokkrar reglur í svona Pálínuboðum sem ber að virða, við fórum yfir þetta með Alberti í þættinum og einnig huguðum við að fermingarundbúningi en það er að mörgu að huga varðandi fermingarundirbúning og fermingarveislur. Skipulagið er mikilvægt og allur undirbúningur. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/17/202055 minutes
Episode Artwork

Breyskleikar Þorsteins, Gunnar Pétursson og flughræðslupistill

Breyskleikar Þorsteins Guðmundssonar kallast nýr liður sem hófst eftir áramót í Mannlega þættinum. Þá fáum við téðan Þorstein, grínara, skólastjóra Bataskólans og meistaranema í klínískri sálfræði til að ræða við okkur um ýmislegt sem viðkemur breyskleikum manneskjunnar. Í síðasta þætti velti hann fyrir sér hver væru líkindi mannsheilans og tölvu og bað um ábendingar og spurningar frá hlustendum. Í dag fór hann nánar yfir það og þær ábendingar sem hann fékk sendar sem voru mjög áhugaverðar og mjög áhugavert að bera saman heila okkar og tölvu. Þorsteinn varpaði svo fram spurningu fyrir næsta þátt, „Getum við breyst?“ Hlustendur eru hvattir til að senda inn hugleiðingar um það á netfangið [email protected]. Reykvíkingurinn og áhugaljósmyndarinn Gunnar Pétursson átti langan og einstakan feril. Gunnar var náttúruunnandi sem gekk snemma í Ferðafélag Íslands og ferðaðist með myndavélina um hálendið og ósnortna náttúru landsins. Miðað við umfang ljósmyndasafns Gunnars er nokkuð einstakt hve lítið hefur birst af myndum hans. Hann myndaði fyrst og fremst fyrir sjálfan sig en sló í engu af kröfum til sinna verka. Það er þess vegna mikilsvert og brýnt að færa myndheim þessa hæverska ljósmyndara fram í dagsljósið. Um helgina verður opnuð sýning í Þjóðminjasafninu með myndum hans. Ívar Brynjólfsson ljósmyndari sagði okkur frá Gunnari og ferli hans í þættinum í dag. Við höfum fengið að heyra undanfarna tvo fimmtudaga pistla Daníels Ólasonar, rafeindavirkja og raforkuverkfræðings, um flughræðslu. Hann hefur glímt við mikla flughræðslu og kynnti á hugmyndadögum RÚV þessa hugmynd sína að gera pistla um flughræðsluna. Í síðasta innslagi fengum við að kynnast störfum flugmanns, fyrir flug og í flugi. En hvernig ganga hlutirnir fyrir sig hinum megin við flugstjórnarhurðina? Í þriðja innslaginu, sem við heyrðum í dag, hitti Daníel Sigrúnu Kolsöe, forstöðumann þjálfunar hjá Icelandair. Sigrún hóf störf við fluginnritun árið 1987 og hefur síðan þá farið um víðan völl og starfað sem flugfreyja, öryggiskennari og yfirkennari flugfreyja. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/16/202055 minutes
Episode Artwork

Að vinna úr áföllum, snjallforrit fyrir hugleiðslu og Heilsuvaktin

Áföll eru misjöfn og hafa ólík áhrif á fólk einfaldlega vegna þess að við erum með ólíkan bakgrunn, erfðamengið okkar er ólíkt og allt þetta skiptir máli. En hvernig er best að vinna úr áföllum? Sigurbjörg Bergsdóttir er ráðgjafi hjá Lausninni, kennari og fyrirlesari. Hún lauk B.A. prófi í félags og stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og M.S. gráðu í stjórnun heilbrigðisþjónustu frá Háskólanum við Bifröst og hefur einnig lokið tveimur gráðum í áfallafræðum TRM. Sigurbjörg segir að í ráðgjöf sinni leitist hún við að hjálpa fólki að takast á við áföll og finna sinn innri styrk. Við ætlum að ræða um áföll og áfallastreituröskun og leiðir til betra lífs. Sigurbjörg setti þetta í samhengi við snjóflóðin sem féllu í gærkvöldi, tvö á Flateyri og eitt í Súgandafirði til móts við Suðureyri og hvernig svona áfall getur kallað fram upplifun af eldra áfalli, þá í þessu tilfelli mannskæðu snjóflóðunum á Flateyri og í Súðavík árið 1995. Þar sem Rás 1 hefur verið á andlegu nótunum í janúar og morgunhugleiðslan er í stað morgunleikfiminnar í janúar hafa margir velt því fyrir sér hvernig er best að snúa sér ef maður vill kynna sér og byrja að stunda hugleiðslu og núvitundaræfingar. Ein leiðin er að nýta snjalltækin sem flestir eru með í dag í lófanum, því það er til gríðarlegt magn af snjallforritum sem geta leitt okkur inn í heim hugleiðslunnar. Halldór Auðar Svansson kom í þáttinn í dag, en hann hefur kynnt sér mörg þessara snjallforrita, og sagði okkur frá nokkrum slíkum. Fjölmörg dæmi eru um að fólk með langvinna þrátláta verki hafi dregið úr notkun verkjalyfja og jafnvel hætt að nota þau eftir að hafa farið í endurhæfingameðferð á Reykjalundi. Þetta sýna niðurstöður úr rannsókn sem Magnús Ólason endurhæfingalæknir og félagar hafa gert. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Magnús á Heilsuvaktinni í dag. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/15/202055 minutes
Episode Artwork

Bók um markþjálfun, Geðverndarfélagið 70 ára og kórstjóri í fjárhúsi

Matilda Gregersdotter og Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir voru að gefa út bók til þess að lýsa því hvernig aðferð markþjálfunar ýtir undir og aðstoðar við andlega vellíðan og uppbyggingu á einstaklingnum. Bókin heitir Markþjálfun umturnar. Hún inniheldur kafla með frásagnir og lýsingar á því hvernig hægt er að nýta aðferðir markþjálfunar inni í lærdómsumhverfið, eins og skólum. Þær Matilda og Ásta Guðrún komu í þáttinn og sögðu frekar frá þessu. Geðverndarfélag Íslands verður 70 ára á föstudaginn. Félagið var stofnað af áhugafólki um geðheilbrigði, sérstaklega um forvarnir og fræðslu. Stofnendurnir komu úr hópi geðlækna, hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa, iðju- og sjúkraþjálfara, presta, aðstandenda og annars áhugafólks. Félagið rak um árabil tvö vernduð heimili fyrir geðfatlaða ásamt áfangaheimili fyrir geðsjúka eftir útskrift af geðdeild. Breytt lagaumhverfi og aðkoma ríkis og sveitarfélaga varð til þess að félagið hætti þessari starfsemi og einbeitir sér nú að fræðslu og fyrirbyggjandi starfi fyrir mæður á meðgöngu og börn á fyrstu árum lífsins. Við fengum Kjartan Valgarðsson, framkvæmdastjóra félagsins og Gunnlaugu Thorlacius formann þess í þáttinn í dag. Hjónin Viðar Guðmundsson og Barbara Guðbjartsdóttir búa í Miðhúsum í Kollafirði með margt fé, nokkra nautgripi, hænur, hunda og ketti. Bæði stunda þau fulla vinnu utan búsins, Barbara vinnur í Grunnskóla Hólmavíkur en Viðar stjórnar kórum norðan og sunnan heiða. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Viðar í fjárhúsunum í Miðhúsum og fékk hann til að segja frá tónlistarnáminu og kórastarfinu. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/14/202055 minutes
Episode Artwork

Guðni Gunnarsson, Ína og Páskahellir og Sara lesandi vikunnar

Eins og hlustendur hafa heyrt er janúar mánðurinn þar sem við lítum inná við og hugum að andlegu heilsunni hér á Rás 1. Hugleiðslan á morgnanna hefur slegið í gegn og við fáum til okkar viðmælendur sem gefa okkur góð ráð og hafa mikla þekkingu á þessu sviði. Guðni Gunnarsson ropejogakennari og lífsráðgjafi kom í þáttinn í dag. Við hringdum í Ínu Gísladóttur en hún er meðal annars þekkt fyrir að leiða ferðafólk í gönguferðir í Páskahelli, út með norðanverðum Norðfirði, að morgni páskadags. Í þjóðsögu tengda hellinum segir af samskiptum sela og manna, en víða um heim er sú saga til að selir sé mannfólk í hami. Við spurðum hana út í Páskahellinn, ferðamennskuna og söguna af bóndasyninum og selnum. Og lesandi vikunnar í þetta sinn var Sara Stef. Hildardóttir, forstöðukona bókasafns HR. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/13/202050 minutes
Episode Artwork

Hera lætur drauminn rætast og matarspjall um spam

Það þarf oft töluverðan kjark til að breyta hlutum og taka U beygju í lífinu. Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Hera Ólafsdóttir, leikstjóri, söngkona og framleiðandi. Hún hefur unnið í mörg ár við innkaup á dagskrárefni og við framleiðslu þátta hér á RÚV, en ætlar nú að venda sínu kvæði kross. Hún hyggur á flutning til Svíþjóðar þar sem hún ætlar að kaupa sveitasetur þar sem hún ætlar að bjóða upp á gistingu, vera með aðstöðu fyrir námskeiðahald, vinnuaðstöðu fyrir fyrirtæki og hópa og aðstöðu fyrir veislur og aðra stærri viðburði. Hún hefur gefið sér góðan tíma í undirbúning og nú styttist í að hún leggi af stað í þetta ævintýri. Hera kom í þáttinn og við spurðum hana út í þennan spennandi kafla í lífi hennar sem er framundan. Það er föstudagur og því var að sjálfsögðu matarspjall með besta vini bragðlaukanna, Sigurlaugu Margréti Jónasdótur. Hún fékk í gjöf um jólin spilastokk þar sem á hverju spili er uppskrift að Spam réttum. Hún hefur áður fjallað um þennan sérkennilega mat, spam, í matarspjallinu og í þar sem hún er nú komin með 52 uppskriftir fyrir spam, eða niðursoðið svínakjöt, í hendurnar þá er tilvalið að skoða þær aðeins og sjá hversu fjölbreyttar þær geta verið. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/10/202055 minutes
Episode Artwork

Auður jógakennari, Veganistur og flughræðsla

Við lifum í heimi margbreytileikans þar sem allt er stöðugt að breytast. Það að hvíla í augnblikinu hér og nú gefur okkur tækifæri til þess að uppgötva hver við erum í raun og veru. Reynslan hefur sýnt að lífsgleði og sköpunarkraftur eflist við jógaástundun og margir nútíma kvillar eins og kvíði, streita og svefnleysi dvína. Þennan texta má lesa á heimasíðu jógasetursins , sem Auður Bjarnadóttir dansari og jógakennari hefur rekið um árabil. Janúarmánuður er að miklu leyti helgaður andlegu heilsunni hér í Mannlega þættinum. Auður kom í þáttinn í dag. Systurnar Helga María og Júlía Sif stofnuðu Facebooksíðuna Veganistur árið 2014 og var hugmyndin sú að deila með fólki myndum af veganmat, uppáhalds veganvörum og hugleiðingum. Fljótlega varð til vefsíðan veganistur.is sem hefur notið mikilla vinsælda og nú er komin út bók með uppskriftum og fróðleik en þeim systrum er mikið í mun að fólk sjái að veganmatur getur verið sannkallaður sælkeramatur. Þær systur komu í þáttinn í dag. Margir þjást af flughræðslu og því miður sumir talsvert mikla flughræðslu, jafnvel ofsahræðslu. Þó við ættum að vita að það séu töluvert minni líkur á að lenda í lífshættu um borð í flugvél en til dæmis í bíl. Daníel Ólason, rafeindavirki og raforkuverkfræðingur, kynnti hugmynd á hugmyndadögum RÚV um að gera innslög fyrir útvarp um einmitt þetta efni, en hann hefur þjáðst af mikilli flughræðslu í gegnum tíðina. Það er skemmst frá því að segja að hugmyndin var samþykkt og hann hefur nú lagt á sig mikla vinnu við að taka viðtöl við sérfræðinga sem gátu svarað spurningum hans sem hafa komið upp í sambandi við flughræðsluna. Í síðasta innslagi fór Friðbjörn Oddsson, þjálfunarflugstjóri Icelandair, með Daníel yfir helsta undirbúning flugmanna fyrir flug. Við höfum þó ekki alveg sagt skilið við Friðbjörn því í öðru innslagi sínu dag fékk Daníel að fara með Friðbirni í flughermi. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/9/202055 minutes
Episode Artwork

Kvennasögusafnið, dansflæði og póstkort frá Spáni

Kvennasögusafn Íslands fagnaði 45 ára afmæli sínu þann 1. janúar 2020. Safnið var stofnað 1. janúar 1975, á fyrsta degi alþjóðakvennaárs Sameinuðu þjóðanna. Hápunktur kvennaársins á Íslandi var án efa Kvennafrídagurinn 24. október, en öll gögn sem tengjast honum voru afhent á Kvennasögusafn til varðveislu. Við fengum Ragnhildi Hólmgeirsdóttur, sagnfræðing og sérfræðing á Kvennasögusafninu í þáttinn í dag. Dansarinn og gjörningalistakonan Anna Richardsdóttir hefur kennt og unnið með dans og hreyfingu í fjölda ára. Hún stendur þessa dagana fyrir námskeiðum í dansflæði þar sem hún prófar nýja hluti sem hún tileinkaði sér í dansinum eftir ársdvöl á Spáni. Anna kom í hljóðverið á Akureyri og spjallaði við okkur um flæði og frelsið í dansinum. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Í korti dagsins sagði hann frá hetjudáð ungs manns frá Senegal, áramótagleðinni á Costa Blanca og ennfremur frá væntingum og vonum Spánverja á nýju ári. UMSJÓN GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/8/202055 minutes
Episode Artwork

Sorplaus lífstíll, skólasálfræðingar og Ragnar og Reynir rýja féð

Sífellt fleiri aðhyllast sorplausan lífsstíl og hreyfingin í kringum hugmyndafræðina stækkar á hverjum degi. Langflest vilja lifa vistvænni lífsstíl en eiga erfitt með að finna auðveldar leiðir til þess umfram það að flokka sorp til endurvinnslu. Við fengum Þóru Margréti Þorgeirsdóttur í þáttinn í dag, en hún hefur í mörg ár haldið úti síðunni Minna sorp á netinu, þar sem hún deilir reynslu fjölskyldu sinnar í að vera ábyrgir neytendur. Þóra þýddi einnig bókina Zero Waste eftir Bea Johnson, sem er nýkomin út, en Bea hélt fyrirlestur hér á landi um helgina og við fengum Þóru til að segja okkur frá sorplausum lífsstíl sem snýr að mestu leyti um að minnka neyslu. Andlegahliðin er í forgrunni á Rás 1 í janúar. Því fengum við í hljóðverið á Akureyri tvo skólasálfræðinga sem sögðu okkur frá andlegri líðan framhaldsskólanema, en mikið brottfall úr framhaldsskólum hefur meðal annars verið tengt slæmri geðheilsu ungmenna hér á landi. Jóhanna Bergsdóttir, skólasálfræðingur í Verkmenntaskólanum á Akureyri, og Kristín Elva Viðarsdóttir, skólasálfræðingur í Menntaskólanum á Akureyri komu í þáttinn. Eitt þeirra fjölmörgu starfa sem unnin eru í sveitum landsins er að rýja féð - sem áður fyrr var gert á vorin áður en rekið var á fjall. Nú er féð rúið tvisvar á ári - seint á haustin og aftur snemma á vorin. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, fór í lok nóvember og hitti rúningsmennina Ragnar Bragason á Heydalsá og Reyni í Gröf þar sem þeir kepptust við að rýja fé Haraldar bónda a Stakkanesi. UMSJÓN GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/7/202054 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Sjón, jóga og gongsetur og Júlían lesandi vikunnar

Í bók sinni, Korngult hár, grá augu, fjallar Sjón um Gunnar Kampen, ungan mann sem elst upp í vesturbæ Reykjavíkur í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Hann stofnar andgyðinglegan stórnmálaflokk og tekur þátt í að breiða út boðskap nýnasista. En hvað varð til þess að hann fór inn á þær brautir? Sjón kom í þáttinn í dag og við spjölluðum við hann um einmitt það. Við fengum að vita að hverju hann komst að við að skrifa þessa bók og í gegnum þá rannsóknarvinnu sem hann vann fyrir hana. Í gömlu bakhúsi í miðbænum á Akureyri leynist Ómur - Jóga og gongsetur. Þar er boðið upp á fjölbreytta jógatíma og á vefsíðu þeirra stendur að það sé þeirra hjartans ósk að þetta sé staður þar sem allar sálir geti lært, vaxið og fengið stuðning til að upplifa jákvæða breytingu í eigin lífi. Við fengum stofnanda Óms, hana Arnbjörgu Kristínu Konráðsdóttur jógakennara, til okkar í hljóðverið á Akureyri og hún sagði okkur frá starfseminni, jóga og leyndardómum gongsins. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Júlían Jóhann Karl Jóhannson, kraftlyftingarmaður og nýkjörinn íþróttamaður ársins. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrift á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/6/202055 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Morgunhugleiðsla Thelmu og Ketóflex 3-3-1

Rás 1 verður á andlegu nótunum í janúar. Mannlegi þátturinn mun huga að andlegu heilsunni með ýmiskonar fróðleiksmolum og viðtölum við sérfræðinga og ráðgjafa. Og svo er það Morgunleikfimin sem fer í frí og við fáum í staðinn leidda hugleiðslu með Thelmu Björk Jónsdóttur jógakennara alla virka morgna klukkan 9.45. Thelma Björk var einmitt föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag, hún er fatahönnuður, móðir og jógakennari. Hún hefur verið að kenna jóga og hugleiðslu síðan hún útskrifaðist sem jógakennari árið 2014. Við fengum að kynnast henni í þættinum í dag og fengum að vita hvernig morgunhugleiðslan verður í útvarpinu næsta mánuðinn. Svo var það matarspjallið, sem er fastur liður hjá okkur á föstudögum. Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að sífellt fleiri prófa ketó mataræðið, gerast vegan, grænkerar og hvað þetta allt saman heitir. Þorbjörg Hafsteinsdóttir var að gefa út bókina Ketóflex 3-3-1 mataræðið. Við fengum Þorbjörgu til að segja okkur betur frá því hvað það er. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/3/202050 minutes
Episode Artwork

Breyskleikar, flughræðsla og áramót á Spáni

Við kynntum í dag inn tvö ný efni sem munu fylgja okkur á nýju ári í Mannlega þættinum. Þorsteinn Guðmundsson, leikari, meistaranemi í sálfræði og skólastjóri Bataskólans verður með fasta pistla í þættinum á nýja árinu sem hann kýs að kalla Breyskleikar Þorsteins Guðmundssonar. Þar ætlar hann að fjalla um margvísleg efni sem tengjast einmitt breyskleikum hans og líklega okkar allra. Þorsteinn kom í þáttinn í dag og sagði betur frá því sem hann ætlar að fjalla um í pistlum sínum eins og til dæmis, að hvaða leiti erum við eins og vélmenni? Að hvaða leiti er heili okkar eins og tölva? Þorsteinn lét vita af því að ef hlustendur hafa einhverja fyrirspurn, eða ábendingar í sambandi við þessar spurningar, þá geti þeir sent þær á [email protected]. Margir þjást af flughræðslu og því miður sumir við talsvert mikla flughræðslu, jafnvel ofsahræðslu. Þó við ættum að vita að það séu töluvert minni líkur á að lenda í lífshættu um borð í flugvél en til dæmis í bíl og það eru víst meiri líkur á því að við látum lífið við að rúlla fram úr rúminu en um borð í flugvél. Daníel Ólason, rafeindavirki og raforkuverkfræðingur, kynnti hugmynd á hugmyndadögum RÚV um að gera innslög fyrir útvarp um einmitt þetta efni, en hann hefur þjáðst af mikilli flughræðslu í gegnum tíðina. Það er skemmst frá því að segja að hugmyndin var samþykkt og hann hefur nú lagt á sig mikla vinnu við að taka viðtöl við sérfræðinga sem gátu svarað spurningum hans sem hafa komið upp í sambandi við flughræðsluna, atvinnuflugmann, öryggiskennara og yfirkennara flugfreyja og flugþjóna, flugvirkja, doktor í flugverkfræði og doktor í sálfræði. Daníel kom í stutt viðtal í þáttinn í dag og svo fengum við að heyra fyrsta innslagið af sex um flughræðslu þar sem hann tók viðtal við Friðbjörn Oddsson, þjálfunarflugstjóra hjá Icelandair. Magnús R. Einarsson sendi okkur áramótapóstkort í dag. Áramótin á Spáni eru ekki eins litrík og á Íslandi, en þeir skemmta sér engu að síður konunglega við þetta tilefni. Í þessu Póstkorti frá Spáni segir Magnús frá þrem fréttum sem fönguðu athygli Spánverja á liðnu ári. UMSJÓN GUNNAR HANSSON
1/2/202055 minutes
Episode Artwork

Áramót á Ströndum, 12 vínber á Spáni og sjálfsvirði

Við hringdum vestur á Strandir í okkar konu Kristínu Einarsdóttur og ræddum við hana um áramótin og áramótaskaupið. Kristín hefur rannsakað skaupið og efnistök í mörg ár og skrifað um húmor landans. Póstkort dagsins frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni sagði okkur frá sérkennilegu jólahaldi á Spáni fyrir gamlan Seyðfirðing þar sem fólk dansar á ströndinni á jóladag, tekur ekki upp jólagjafir fyrr en á þrettándanum. Ennfremur segir af sérkennilegum siðum um áramót þar sem aðalatriðið er að gleypa tólf vínber á miðnætti, eitt við hvert klukkuslag þegar pósthúsklukkan í Madrid slær tólf. Við rifjuðum upp áhugavert efni úr þættinum frá liðnu ári og af því að Rás 1 mun huga að andlegu heilsunni í janúar, heyrðum við viðtal við Guðrúnu Pálmadóttur ráðgjafa á Akureyri um sjálfsvirði og með henni veltum við fyrir okkur spurningunni „Hvert er þitt sjálfsvirði?“. Það er kannski erfitt fyrir marga að svara því nákvæmlega en áföll og ofbeldi í bernsku geta haft áhrif á sjálfsvirðið út lífið. Guðrún heldur úti vefsíðunni sjáfsvirði.is og heldur námskeið sem hún byggir á eigin reynslu en hún upplifði andlegt ofbeldi í æsku. (Viðtalið var í Mannlega þættinum 11.mars ?19) Hrefna Guðmundsdóttir er í hópi fólks sem ætlar að styrkja björgunarsveitirnar með beinum fjárframlögum, í stað þess að kaupa flugelda og hvetja aðra til þess sama. Við heyrðum í Hrefnu í lok þáttar. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
12/30/201955 minutes
Episode Artwork

Björgvin Páll og Sölvi Tryggva og áramótamatarspjall

Þeir Björgvin Páll Gústavsson og Sölvi Tryggvason voru föstudagsgestir Mannlega þáttarins í þetta sinn. Björgvin Pál þekkjum við auðvitað sem landsliðsmarkmann í handbolta þar sem hann hefur á mjög líflegan hátt varið mark Íslands með mikilli innlifun í mörg ár. Hann hefur verið atvinnumaður erlendis í árafjöld en steig fram í haust og talaði um að hann hefði rekist á vegg og segist hafa látið í langan tíma látið einkenni um andlegt og líkamlegt hrun sem vind um eyru þjóta. Hann var nýlega búinn að lesa bók Sölva, Á eigin skinni, þar sem hann tengdi sterkt við reynslusögu Sölva. Björgvin hafði samband við Sölva og saman skrifuðu þeir bókina Án filters, þar sem Björgvin talar opinskátt um þá stöðu sem hann var kominn í og vonast til að hjálpa öðrum í svipaðri stöðu með bókinni. Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, var með sitt vikulega matarspjall í þættinum í dag. Í þetta sinn fræddi hún okkur um hvað er gott að bjóða uppá í áramótapartýi. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
12/27/201955 minutes
Episode Artwork

Jólahald á Akureyri og kaffistofa Samhjálpar

Það er nægur snjór hér á Akureyri og það frysti dálítið í nótt þannig að fólk þarf að vara sig á svellinu sem er víða. Fólk er almennt í hátíðarskapi og ekki sá ég nokkurn mann hlaupa á milli búða í morgun enda Akureyringar annálaðir fyrir gott skipulag og hér eru menn duglegir við að bóna bílana sína, þeir segja að með því renni snjórinn frekar af bílunum. Guðrún fór með hljóðnemann á Glerártorg í gær og spurði fólk út í jólahaldið Kaffistofa Samhjálpar er opin alla daga ársins, en þar er boðið upp á morgunkaffi, meðlæti og heita máltíð í hádeginu, um helgar jafnt sem helgidaga eins og aðfangadag og jóladag. Um 67 þúsund máltíðir eru gefnar á Kaffistofunni á hverju ári. Guðmundur Sigurbergsson, fjármálastjóri Samhjálpar og Jóna Björg Howard, verkefnisstjóri kaffistofunnar tóku á móti Mannlega þættinum og sögðu okkur frá þessu góða starfi sem þar er unnið. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
12/24/201950 minutes
Episode Artwork

Þorleifur Örn föstudagsgestur og pizzuspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikstjóri sem hefur verið að gera það mjög gott undanfarin ár, ekki bara hér á Íslandi heldur líka erlendis, sérstaklega í Þýskalandi og Austurríki. Sýningar hans hafa vakið mikla athygli og fengið virkilega góða dóma og var hann til dæmis útnefndur leikhúsleikstjóri ársins í Þýskalandi í fyrra. Meðal sýninga sem hann hefur leikstýrt eru Englar alheimsins, Guð blessi Ísland, Njála, Edda, Ódysseifskviða Hómers og fleiri. Hann var ráðinn listrænn stjórnandi hjá Volksbuhne í Berlín frá og með síðasta hausti. Þetta er auðvitað Þorleifur Örn Arnarsson. Við spjölluðum við hann um lífið, listina og tilveruna og ferðuðumst með honum í gegnum lífið til dagsins í dag. Það var pizzu þema í matarspjalli dagsins. Við fengum góða gesti, þau Hauk Má Gestsson, sem var að gefa út bókina Ég elska þig pizza ásamt Brynjari Guðjónssyni, og Bryndísi Björgvinsdóttur sem ritstýrði bókinni og við spjölluðum um pizzur frá öllum hliðum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
12/20/201950 minutes
Episode Artwork

Mannshvörf, hjúkrunarheimili og Sætabrauðsdrengir

Mannshvörf hafa lengi vakið óhug hjá þjóðinni en í jólabókaflóðinu má finna bókina Saknað - íslensk mannshvörf eftir Bjarka H. Hall. Fjallað er ítarlega 31 mannshvarf á Íslandi og líka Íslendinga sem horfið hafa erlendis. Einnig er að finna styttri umfjallanir um flest þau mannshvörf sem höfundi er kunnugt um í nær heila öld eða frá 1920-2019. Bjarki kom í þáttinn. Greinin „Frá sjónahorni starfsfólks hjúkrunarheimila“ eftir Maríu Fjólu Harðardóttur og Pétur Magnússon var birt á visir.is fyrr á þessu ári þar sem þau röktu aðstöðu heilbrigðisstarfsfólks og hvöttu til yfirvegaðrar umræðu. Í greininni tala þau um að óvægin umræða og stundum dómharka samfélagsins í kjölfar einhliða málflutnings, til dæmis á samfélagsmiðlum, taki vissulega á starfsfólk, sérstaklega þá sem rækja starf sitt af hvað mestri trúmennsku. María Fjóla, sem er framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna og Hrönn Ljótsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu Ísafold, komu í þáttinn og veittu okkur innsýn inn í starfið á hjúkrunarheimilum landsins. Sætabrauðsdrengirnir hafa sungið sig inn í hjörtu þjóðarinnar undanfarin ár. Hópurinn er samsettur af landsþekktum söngvurum sem eru aðalega þekktir fyrir að syngja klassíska tónlist. En í þessum hópi flytja þeir lög í léttari kantinum þar sem léttleiki og húmor er áberandi. Sætabrauðsdrengirnir eru einnig þekktir fyrir áhuga sinn á mat og sætabrauði enda fengu þeir nafn sitt í beinni útsendingu í útvarpi þar sem var verið að fjalla um tónleika og sætabrauðsát þeirra og áhuga þeirra á mat. Við fengum tvo úr þeirra hópi, Gissur Pál Gissurarson og Halldór Smárason, í þáttinn til að segja okkur hvað þeir eru að bralla í aðdraganda jólanna. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐFINNUR SIGURVINSSON
12/19/201950 minutes
Episode Artwork

Skapandi gervigreind, freyðivín og póstkort frá Spáni

„Mikið hefur verið fjallað um getu gervigreindar til að skapa. Nýverið bárust til dæmis fréttir af því að gervigreind hafi lokið við að semja 10. sinfóníu Mahlers. Verkið hafði legið óklárað í meira en öld en skáldið lést áður en verkinu lauk. Fremur heildrænt uppkast af verkinu hafði varðveist og því nægar forsendur fyrirliggjandi til að kenna kerfinu að skapa í anda Mahlers og varð afraksturinn sannfærandi.“ Þetta segir Leifur Björnsson hugbúnaðarsérfræðingur og tónlistarmaður í grein á vef Advania. En hvað þýðir þetta? Verða tölvur rokkstjörnur framtíðarinnar? Leifur kom í þáttinn. Skál og hnífur Búbblubókin er nýkomin út. Bókin fjallar á fróðlegan og skemmtilegan hátt um Freyðivín frá öllum hliðum. Í bókinni er meðal annars fallegar ljósmyndir eftir Oddvar Hjartarson, myndasaga eftir Hugleik Dagsson, ýmis konar tilvitnanir og örsögur um freyðvín, ljóð frá til dæmis Gísla Rúnari o.fl. Í bókinni er einnig fjallað um hvernig freyðvínið varð til og hvernig það parast kannski betur við mat en rautt og hvítt. Við fengum höfunda bókarinnar, Dagbjörtu Ingu Hafliðadóttur, Helgu Sv. Helgadóttur og Oddvar Hjartarson til að segja okkur meira frá henni í þættinum. Póstkortið sem við fengum frá Magnúsi R. Einarssyni frá Spáni í dag sagði frá Alicante, kastalanum, hundahaldi og hvað það getur verið snúið að búa með Spánverjum án þess að geta talað þeirra tungu. Spænska er útbreiddari en enska í heiminum, næst á eftir kínversku og þess vegna er alveg á sig leggjandi að læra þetta falleg og ríka tungumál. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐFINNUR SIGURVINSSON
12/18/201955 minutes
Episode Artwork

Arnarvængir, Pieta samtökin og Jón Stefánsson

Jólin eru hátíð ljóss og friðar og auðvitað gleðinnar sömuleiðis. En þetta er líka sá árstími sem margir finna til gamalla og nýrra sorga. Þau sem misst hafa ástvin sakna á jólum og það á ekki síst við um börn sem misst hafa foreldra sína. Við ræddum stöðu þeirra, sorgina og jólin við Jónu Hrönn Bolladóttur prest í Vídalínskirkju og þáðum heilræði frá henni þessu tengt en Jóna Hrönn starfa náið með Erninum sorgarsamtökum fyrir börn. Vetrarsólstöðuganga Pieta samtakanna fer fram á laugardaginn. Það verður samverustund á dimmasta kvöldi ársins haldin í minningu þeirra sem látist hafa fyrir eigin hendi og hvatning til þeirra sem glíma við sjálfsvígshugsanir að gefast ekki upp heldur þiggja hjálp og velja lífið.Boðið er upp á heitt kakó og tónlistaratriði. Við fengum Kristínu Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Pieta samtökunum í þáttinn til að segja okkur frekar frá starfi samtakanna og vetrarsólstöðugöngunni. Jón Stefánsson er fæddur rétt fyrir miðja síðustu öld og hefur alið nær allan sinn aldur á fæðingarbæ sínum Broddanesi við Kollafjörð. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, heimsótti Jón að Broddanesi og fékk að heyra ýmislegt um búskaparhætti fyrr og nú. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐFINNUR SIGURVINSSON
12/17/201954 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Svett, lífræn garðrækt og Margrét lesandi vikunnar

Svett er aldagömul athöfn sem hefur á síðustu áratugum fest rætur hér á landi. Athöfnin á rætur að rekja í samfélag indíána og þykir til dæmis mjög streitulosandi og nærandi fyrir bæði sál og líkama. Ásrún Laila Awad hefur í mörg ár leitt svett hér á landi en hún er með höfuðstöðvar sínar að Birkihofi sem er í næsta nágrenni við Laugarvatn. Laila fræddi okkur allt um svettið og sögu þess á Íslandi í þættinum í dag. Garðyrkja er kannski ekki það fyrsta sem manni dettur í hug á þessum árstíma. En „íJörð“ er garðyrkjuverkefni fólki er kennd matjurtarækt. Undanfarin tvö ár hefur hópi hælisleitenda verið boðið upp á að taka þátt í verkefninu, en nú er komið að því að færa verkefnið á næsta stig og bjóða almenningi uppá stutt námskeið í lífrænni ræktun, fyrst á netinu og með vorinu í verklegum námskeiðum. Aðstandendur verkefnisins bjóða nú fyrir hátíðirnar upp á gjafabréf á námskeiðin sem eina leið til að gefa grænar gjafir og koma af stað umræðu um heislubætandi áhrif veru úti í náttúrunni, og tillögur að hverskonar umhverfisvænum gjöfum. Við fengum þær Þóru Hinriksdóttur, frá íJörð og Þórey Mjallhvíti upphafskonu Seljagarðs, þar sem ræktunin fer meðal annars fram, í þáttinn til að segja frekar frá. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður er vön því að lesa í fortíðina til að skilja samtíðina en hún hefur líka gaman af ýmis konar yndislestri. Margrét var lesandi vikunnar að þessu sinni og bauð okkur upp á kræsilegt hlaðborð bóka sem hún hefur verið að lesa. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐFINNUR SIGURVINSSON
12/16/201955 minutes
Episode Artwork

Friðrik Dór föstudagsgestur og spjall um jólahlaðborð

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var söngvarinn og tónlistarmaðurinn Friðrik Dór. Hann hefur auðvitað sungið sig inn í hjörtu landsmanna í talsverðan tíma. Nú er hann að gera tilraun til að elda sig inn í hjörtu okkar, en hann var að gefa út bókina Léttir réttir með Frikka Dór, þar sem hann deilir sínum uppáhalds uppskriftum og leyndarmálum. Við ræddum við hann um ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag. Í matarspjalli dagsins, með besta vini bragðlaukanna, Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur, ræddum við um jólahlaðborð og þá kannski helst samskotahlaðborð, eins og eru svo vinsæl á vinnustöðum, hjá fjölskyldum og vinahópum á þessum árstíma. Hvað verður að vera á svona hlaðborði og hvað er sniðugt að koma með í púkkið? Og við vorum ekki sammála um ágæti rifsberjahlaups svo vægt sé til orða tekið. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
12/13/201955 minutes
Episode Artwork

Eiturlyfið Spice, Árni kúvendi lífinu og jólatónleikar Rásar 1

Undanfarið hafa borist fréttir af nýju eiturlyfi sem hefur verið að ná mikilli útbreiðslu og vekur ugg hjá þeim sem til þekkja. Það kallast Spice og er ódýrt og lyktarlaust og er meðal annars hægt að neyta með rafsígarettum, eða veipi. Það er jafnvel selt undir þeim formerkjum að það sé ekki hættulegt, sem er aldeilis fjarri sanni, því það getur verið lífshættulegt. Leifur Gauti hjá rannsóknarlögreglunni kom í þáttinn og sagði meira frá Spice, útbreiðslu og hættunni sem því fylgir. Árni Árnason rak og átti auglýsingastofu en lenti í því sem svo margir virðast lenda í að rekast á vegg. Honum fannst hann vera fastur í lífsgæðakapphlaupinu og honum fannst hann ekki hafa frelsi til að gera það sem hann raunverulega vildi, né færði honum hamingju í lífinu. Hann seldi auglýsingastofuna, endurhugsaði lífið og minnkaði hraðann svo um munar og ákvað að taka alveg nýja stefnu. Árni kom til okkar og sagði sína sögu, sem meðal annars fól í sér að skrifa barnabók og gera útvarpsþætti. Það hlýtur að teljast til tíðinda að boðið sé á ókeypis jólatónleika. Rás 1 býður þér á jólatónleika sunnudaginn 15. desember kl. 14.00 í Hallgrímskirkju. Þar flytjur kammerkórinn Schola cantorum undir stjórn Harðar Áskelssonar klukkustundar langa dagskrá undir yfirskriftinni „Ljós og hljómar“. Á efnisskránni eru hátíðlegar endurreisnarmótettur og íslensk jólalög, m.a. frumflutningur á jólalagi Ríkisútvarpsins 2019 eftir Hafliða Hallgrímsson. Bergljót Haraldsdóttir verkefnisstjóri tónlistar á Rás 1 sagði okkur nánar frá. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
12/12/201950 minutes
Episode Artwork

Tré lífsins, Aromatherapyskóli og jólin á Spáni

Tré lífsins er nýr og umhverfisvænn valmöguleiki við lífslok þar sem fólki gefst kostur á að skrá sínar hinstu óskir og söguna sína fyrir andlát. Það verður opnuð ný bálstofa þar sem aðstandendur geta verið viðstaddir bálför kjósi þau það, en að bálför lokinni er aska gróðursett ásamt tré í Minningagarði. Við fengum þær Sigríði Bylgju Sigurjónsdóttur og Oktavíu Hrund Jónsdóttur, sem standa að Tré lífsins, til að segja okkur frekar frá þessu verkefni, en þær komust með það inn í samfélagshraðalinn Snjallræði og fengu frumkvöðlastyrk frá Íslandsbanka á dögunum. Í janúar 2020 mun nýr skóli taka til starfa hér á landi. Um er að ræða Aromatherapyskólann sem stofnaður er af Kristínu Sjöfn Valgeirsdóttur sem er með alþjóðalega viðurkenningar sem aromatherapisti. Í skólanum verður boðuð upp á framúrskarandi tveggja ára nám sem byggir á klassískri þekkingu á ilmkjarnaolíum og nýjustu uppgötvunum og rannsóknum á sviði aromatherapy. Nemendur læra á 50 ilmkjarnaolíur, hvernig þær eru unnar úr jurtum, virkni þeirra og efnafræði og örugga, ábyrga og hagnýta notkun ilmkjarnaolía til forvarna heilsu og vellíðunar. Við ræddum við Kristínu í þættinum. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Það er öðruvísi stemning fyrir jólunum á Spáni en á Íslandi. Hann segir að jólin séu ekki eins hátíðleg þar og á Íslandi. Á Spáni heita þau Navidad sem þýðir fæðingarhátíð. Það er ekki mikið um skreytingar nema í verslunum og einstaka veitingastað. Jólatré, jólasveinar og hreindýr virka hreinlega skrítin þar. Aðalfjörið á Spáni snýst um risapott í Spænska ríkishappdrættinu. Póstkort dagsins snýst um jól, skort á jólum og hvernig það er fyrir íslending að upplifa spænska aðventu. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
12/11/201955 minutes
Episode Artwork

Fyndnustu mínar, ljóð á Austurlandi og Bára Örk

Fyndnustu mínar eru uppistandshópur þriggja kvenna sem hafa tileinkað sér að fjalla um kvenleikann fylgifiska hans á gagnsæjan og hreinskilinn máta í uppistandi sínu. Þær koma allar á einn hátt eða annan frá sviðslistabakgrunni en hafa þó hver um sig sitt sjónarhorn á lífið og tilveruna. Við fengum þær Lóu Björk, Sölku Gullbrá og Rebeccu Scott Lord í heimsókn í dag. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi var stofnað 1996, gaf út fyrstu bók sína árið 1999. Árið 2001 kom út fyrsta bókin í flokknum Austfirsk ljóðskáld og síðan hefur komið út ein bók árlega í flokknum. Bækurnar eru orðnar alls 36. Við hringdum í Magnús Stefánsson á Fáskrúðsfirði og fengum hann til að segja okkur frá ljóðunnendum á Austurlandi og því góða starfi sem það hefur unnið með sinni útgáfustarfsemi. Einhverjum gæti dottið í hug að það að vera alin upp úti á landi, ganga í fámennan skóla og hafa fábreytt tækfæri til ýmiskonar tómstunda geti komið niður á ungmennum sem búa við slíkt. Það er allavega ekki raunin með hina átján ára Báru Örk Melsteð sem var alla sína grunnskólagöngu í fámennum skóla en hefur nú átján ára lokið stúdentsprófi og stefnir hátt í lífinu og hefur miklar hugsjónir Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, talaði við Báru í þærrinum í dag.
12/10/201955 minutes
Episode Artwork

Pinkulítil hátíð, Eva Rún og Ró og Lára lesandi vikunnar

Pinkulitla aðventu- og grínhátíðin verður haldin í Neskaupstað næstu helgi. Þau sem að hátíðinni standa segja að þetta verði lang minnsta sviðslistahátíð á íslandi... þ.e.a.s. vonandi. Því þau segjast ekki hafa sannreynt það og lifa í algjörri afneitun ef hátíðin reynist ekki vera sú minnsta. Þessi litla hátíð hefur það að markmiði að gleðja og létta fólki lífið í aðdraganda jólanna. Við hringdum í Benedikt Karl Gröndal, einn aðstandenda og fengum að vita hver stærðargráðan er í raun. Á hverjum degi þjóta óteljandi hugsanir og tilfinningar í gegnum huga okkar. Það getur komið sér vel að kunna aðferð til að finna innri frið og ró. Í nýrri bók RÓ er að finna einfaldar æfingar fyrir krakka og fullorðna til að kalla fram slökun og innri ró. Bókin er byggð á margra ára reynslu Evu Rúnar Þorgeirsdóttur af því að kenna börnum jóga, slökun og hugleiðslu. Eva Rún kom í þáttinn. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Lára Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri í Reykjavík bókmenntaborg Unesco. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
12/9/201955 minutes
Episode Artwork

Jón Ólafsson föstudagsestur og súpuspjall

Í gær var dagur íslenskrar tónlistar, því á vel við að föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var tónlistarmaður sem á bæði langan feril sem slíkur, auk þess að vera í einni vinsælustu hljómsveit landsins, hefur hann einnig átt farsælan sólóferil. Hann hefur stjórnað upptökum á tónlist fyrir margt af okkar þekktasta tónlistarfólki. Hann á einnig langan feril sem útvarpsmaður, hann hóf störf á Rás 2 fljótlega eftir að rásin fór í loftið og hefur lagt sig sérstaklega eftir því að spila íslenska tónlist, auk þess að standa fyrir viðburðum bæði í sjónvarpi og á sviði þar sem hann tekur viðtöl við íslenskt tónlistarfólk. Þetta er auðvitað hinn geðþekki, Jón Ólafsson, maðurinn með IKEA röddina, eins og hann segir sjálfur. Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, var hjá okkur með sitt vikulega matarspjall í dag. Í þetta sinn fjallaði hún um súpur. Er í lagi t.d. að bjóða bara uppá súpu og brauð í veislum? Hvers konar súpur eru betri en aðrar í slíkar samkomur og hvernig á að bera þær fram? Föstudagsgesturinn, Jón Ólafsson er sérstakur súpuáhugamaður og sat áfram með okkur í matarspjallinu. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
12/6/201950 minutes
Episode Artwork

Dagur íslenskrar tónlistar, Gerður G. Bjarklind heiðursverðlaunahafi

Í dag er dagur íslenskrar tónlistar, því vorum við í beinni útsendingu frá Iðnó þar sem veitt voru verðlaun í tilefni dagsins til þeirra sem hafa lagt lóð sín á vogarskálina í þágu íslenskrar tónlistar. Við fengum Jakob Frímann Magnússon, formann SAMTÓN í spjall til okkar, en hann var í hátíðarskapi í tilefni dagsins. Við fengum heiðursverðlaunahafa dagsins í viðtal og fengum í rauninni að segja frá því í beinni útsendingu að það væri Gerður G. Bjarklind. Hún verðskuldar verðlaunin svo sannarlega fyrir að hafa skarað fram úr í umfjöllun, ræktarsemi og kynningu á íslenskri tónlist. Gerður hóf störf hjá auglýsingadeild Ríkisútvarpsins árið 1961. Svo stjórnaði hún Lögum unga fólksins, Óskastundinni og var þulur í fjölmörg ár. Við rifjuðum upp hennar feril með henni. Klukkan hálf tólf hófst verðlaunaafhendingin í beinni útsendingu þar sem veitt voru fern verðlaun og þrjú íslensk lög flutt á sviðinu. Bjarni Gaukur Sigurðsson tók á móti verðlaunum fyrir hönd Mengis, Icelandair fékk hvatningaverðlaun fyrir stuðning við íslenska tónlist, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra tók við verðlaunum fyrir stuðning við íslenska tónlist vegna nýrra laga um höfundarrétt og endurgreiðslur og svo var það auðvitað Gerður G. Bjarklind sem hlaut heiðursverðlaunin. Við heyrðum flutning tónlistarmannsins Auðar á sínu eigin lagi, Enginn eins og þú og svo flutti söngkonan Matthildur Sykurmolalagið Ammæli. Þeim til halds og traust var Þorvaldur Þór Þorvaldsson slagverksleikari. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
12/5/201950 minutes
Episode Artwork

Draumaskólinn, gamlir munir og póstkort frá Spáni

Í tengslum við innleiðingu menntastefnunnar „Látum draumana rætast“ hjá Reykjavíkurborg var haldin tveggja daga vinnusmiðja í Gerðubergi sem byggir á hugmyndafræði samfélagslegrar nýsköpunar. Tilgangur smiðjunnar er annarsvegar að kynnast aðferðum við að þróa skapandi lausnir við nýjum áskorunum í skólastarfi og hinsvegar að skoða hvernig hægt er að skapa lifandi lærdómssamfélag sem styður við lýðræðislega þátttöku, umboð til athafna og leiðtogafærni nemenda með velsæld þeirra og samfélagsins til framtíðar að leiðarljósi, eins og segir í kynningu. Þær Fríða Bjarney Jónsdóttir, deildarstýra í Nýsköpunarmiðju Menntamála hjá Skóla og frístundasviði Reykjavíkur, Anna Birna Georgsdóttir nemandi í Breiðholtsskóla og Hjördís Freyja Kjartansdóttir nemandi í Laugalækjarskóla komu í þáttinn. Fyrir alla muni, Þáttaröðin, hefur svo sannarlega glatt marga undanfarna sunnudaga en þar er heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjónarmenn þáttarins eru Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason og gera þessu góð skil. Sigurður Helgi vinnur sem safnvörður í Seðlabankanum og við litum í heimsókn og skoðuðum vinnustaðinn hans og munina sem hann gætir. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni. Í dag fjallaði Magnús aðallega um eiturlyfjabransann sem liggur að mestu gegnum Spán frá Suður Ameríku og Afríku til Evrópu. Til dæmis var það aðeins fyrir nokkrum dögum að spænska lögreglan tók kafbát með þrjú tonn af kókaíni innanborðs. Heimasmíðaðann kafbát sem hafði verið siglt alla leið frá Kólumbíu yfir Atlanshafið til norður Spánar. Eiturlyfin koma til Evrópu aðallega í gegnum Spán. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
12/4/201950 minutes
Episode Artwork

Kraftur 20 ára, Guðrún Bergmann og Galdrasetrið á Hólmavík

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur stóð fyrir aðventuviðburði á sunnudag þar sem fólk var hvatt til að koma og hjálpa til við að perla armbönd sem seld eru til styrktar stuðningsfélaginu. Kraftur á 20 ára afmæli í ár. Við fengum þau Arnar Svein Geirsson, stjórnarmeðlim og Huldu Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra Krafts til okkar í þáttinn. Guðrún Bergmann, rithöfundur og heilsu- og lífsstílsráðgjaf hefur lokið við að skrifa sína við nítjándu bók sína, þar sem hún fjallar um náttúrulegar leiðir til að bæta heilsuna og auka lífsgæðin. Hún segir mikilvægt að huga að því hvernig við viljum eldast og hvaða lífsgæða við viljum njóta eftir að miðri leið eða fimmtugsaldrinum er náð. Hún skrifar þessa bók með konur í huga, en upp úr fertugu breytist svo margt hjá konum. Þá byrjar að hægjast á ýmissi líkamsstarfsemi, framleiðsla á meltingarhvötum minnkar og við förum að finna fyrir fyrstu einkennum tíðahvarfa, þótt hin eiginlegu tíðahvörf eigi sér ekki stað hjá flestum fyrr en eftir fimmtugt. Á dögunum var opnuð nýstárleg sýning í húsi galdrasetursins á Hólmavík, þar var meðal annars sýndur nýr galdrastafur sem hjálpað getur eiganda sínum til betri árangurs í fótbolta, annar sem eykur frægð og frama svo fátt eitt sé nefnt. Þessi sýning var afraksturs verkefnis um þjóðtrú sem unnið var í samvinnu Galdrasetursins, grunnskólanna og þjóðfræðistofu. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, fór á opnun sýningarinnar og tók fólk tali. Hún talaði við Önnu Björgu Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra Strandagaldurs, Kolbrúnu Þorsteinsdóttur kennara, Guðnýju Pétursdóttur, Evu Katrínu Jónsdóttur og Amiru Lindu Mansri. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
12/3/201950 minutes
Episode Artwork

Bók um Guðrúnu Lárusdóttur og Andrés lesandi vikunnar

Guðrún Lárusdóttir var önnur konan sem var kosin á alþingi (1880-1938). Hún sat einnig í bæjarstjórn og sat í fátækranefnd á bæjarstjórnarárunum. Guðrún og maður hennar eignuðust 10 börn, þrjú þeirra dóu í bernsku og tvær dætur drukknuðu með móður sinni í bílslysi árið 1938. Guðrún var virkur rithöfundur og skrifaði smásögur og stærri verk. Einnig skrifaði hún mikið í blöð og hélt ræður við ýmis tækifæri. Málfríður Finnbogadóttir, höfundur bókarinnar kom í þáttinn í dag. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Andrés Jónsson almannatengill. Við fengum að vita hvaða bækur eru á nátttborðinu hjá honum og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
12/2/201955 minutes
Episode Artwork

Ragnheiður og Haukur Gröndal og Í Eldúsi Evu

Föstudagsgestirnir okkar voru systkinin Ragnheiður og Haukur Gröndal. Þau koma við sögu á árlegum árlegum barna- og fjölskyldutónleikum með Stórsveit Reykjavíkur á sunnudaginn 1.desember. Tónleikarnir hafa vakið mikla lukku í gegnum árin, sérstaklega hjá yngri hlustendum sem fá tækifæri til að skyggnast inn í töfraheim jazz- og stórsveitartónlistar. Stórsveitin mun leika nýja tónlist eftir Hauk við nýja barnasögu eftir Bergrúni Írisi Sævarsdóttur, Ragnheiður syngur ásamt og Barnakórnum við Tjörnina. Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir var gestur okkar í matarspjalli dagsins. Þriðja matreiðslubókin hennar var að koma út , Í eldhúsi Evu, og þar hefur hún safnað saman sínum eftirlætis uppskriftum og við ætlum að forvitnast um hvað er í uppáhaldi hjá henni. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/29/201955 minutes
Episode Artwork

Skuggasól, Dr. Eyrún María og Heillastjarna.is

Björg Guðrún Gísladóttir sendi nýlega frá sér minningarbókina Skuggasól, en hún er framhald af fyrri bók hennar Hljóðin í nóttinni, þar sem hún rifjaði upp erfiða reynslu úr æsku. Í Skuggasól talar hún um hvernig það var að fóta sig á fullorðinsárunum með svona erfiða reynslu á bakinu. Þar vill hún gefa fólki von sem elst upp við erfiðar aðstæður. Björg kom í þáttinn í dag. Eyrún María Rúnarsdóttir varði doktorsritgerð sína í síðustu viku þar sem hún fjallar um félagsleg tengsl og stuðning við unglinga af ólíku þjóðerni. Sjónum er beint að því hvernig þeir upplifa stuðning úr nánasta tengslaneti nærumhverfi sínu. Þótt rannsóknir hafi í nokkrum mæli beinst að líðan og velferð innflytjendabarna skortir þekkingu á því hvernig félagsleg staða tengist líðan þeirra og lífsánægju og hvernig félagslegur stuðningur gagnast þessum hópi til að fyrirbyggja vanlíðan og vansæld. Eyrún María sagði frekar frá í þættinum í dag. Í síðustu viku fór í loftið ný vefsíða með hugleiðsluefni fyrir börn og unglinga, Heillastjarna.is. Vefsíðan er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi (og þó víðar væri leitað) og er markmið hennar að styðja heimili og skóla í að gera hugleiðslu að daglegri iðkun. Rannsóknir hafa sýnt að kvíði og streita fara vaxandi á meðal barna og unglinga og er efni vefsíðunnar ætlað að koma með mótvægi við þann mikla hraða og áreiti sem einkenna oft nútíma lifnaðarhætti. Í tengslum við stofnun vefsíðunnar verður boðið upp á ókeypis hugleiðslujóladagatal í aðdraganda jólanna. Við töluðum við stofnanda Heillastjörnu Stefaníu Ólafsdóttur. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/28/201950 minutes
Episode Artwork

Matarauður, verndum veika og aldraða og póstkort frá spáni

MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAG 27.NÓVEMBER 2019 UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON Matarauður Íslands vill skapa verðmæti úr vannýttum matvælum og gjöfulli náttúru og sporna við matarsóun. Til að vekja athygli á þessu kallar Matarauður Íslands eftir hugmyndum frá neytendum og framleiðendum, ungum sem öldnum. Þessar hugmyndir mun Hótel- og matvælaskólinn, nota við gerð smárétta og hnossgætis á vorönn 2020. Kennarar og nemendur við Hótel- og matvælaskólann munu velja þrjár innsendar hugmyndir um vannýtt hráefni og bjóða höfundum þeirra í spjall um mögulegar útfærslur ásamt viðtali við vöruhönnuð. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem langar að þróa viðskiptahugmynd eða bara kynnast sköpunarkrafti matreiðslumeistara og hönnuða. Við fáum til okkar þau Berglindi Berghreinsdóttur og Markús Þ. Þorláksson, þau eru í hópi sem stendur að stofnfundi samtakanna Verndum veika og aldraða. Þar er ætlunin að búa til vettvang fyrir þá sem eru hjálpar þurfi, aðstandendur þeirra og starfsfólk sjúkrahúsa. Þar verði hægt að leita stuðnings við að sinna margvíslegum úrlausnarefnum sem snúa að veikum og öldruðum. Við fáum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Í þessu korti segir af vetrarkomunni og breyttum lífstíl við Spánarstrendur. En það er líka sagt frá breskri könnun sem greinir af hverju Spánn er vinsælasta landið hjá þeim sem fara á eftirlaun í Evrópu. Hér er langlífi meira en annars staðar, mataræði heilsusamlegra og veðurfarið er sólríkt og þægilegt á öllum árstíðum, svona oftast nær. Það eru samt hlutir þar sem koma einkennilega fyrir sjónir og það verður rakið undir lok póstkortsins.
11/27/201955 minutes
Episode Artwork

Mikilvægasta áskorun mannkyns og bókmenntahátíð á Laugarhóli

Andri Snær Magnason kom í þáttinn í dag. Bókin hans, Um Tímann og vatnið, er sláandi á margan hátt. Í henni kemur fram að þýskur loftslagsérfræðingur skoraði á hann að skrifa um þessar stærstu breytingar á mikilvægustu kerfum jarðarinnar frá því maðurinn kom fram, því að vísindafólkið, sem eru sérfræðingar í öllu sem þessu viðkemur, eru ekki sérfræðingar í að miðla þeim upplýsingum til almennings. Hann sagði að almenningur skilur ekki tölur og línurit, en hann skilur sögur. Andri tók áskoruninni og það er ekki hægt að segja annað en að hann kemur þessu afskaplega vel frá sér, á skýran hátt þar sem hann setur þessa alvarlegu stöðu í samhengi við líf okkar allra, í gegnum sögur um sig, ömmur sínar og afa og afkomendur þeirra. Þær breytingar sem eru komnar fram, m.a. í hækkandi hitastigi og aukinni súrnun sjávar á undanfarinni öld eru meiri en á 50 milljón árum þar áður. Á bókmenntahátíðinni „Hin saklausa skemmtun“ sem haldin var á Hótel Laugarhóli í haust sagði Magnús Rafnsson sagnfræðingur frá lestrarfélögum fyrri tíma og Bergsveinn Birgisson las kafla úr bók sinni Landslag er aldrei asnalegt en kaflinn fjallar um lestrarfélagshús. Kristín Einarsdóttir hitti Magnús Rafnsson og ræddi við hann um lestrarfélögin og að því loknu heyrum við Bergsvein lesa á hátíðinni sjálfri. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/26/201955 minutes
Episode Artwork

Halaveðrið mikla og Heimir Örn lesandi vikunnar

Í febrúar 1925 gekk mikið óveður yfir Ísland, það mesta frá upphafi mælinga. Þök fuku, hlutar rifnuðu af húsum og fuku útí buskann og fimm manns urðu úti í fárviðrinu. Áhrif hamfaranna urðu þó mest á sjó, nánar tiltekið á Halamiðunum út fyrir Vestfjörðum. Þar var fjöldi togara að veiðum og áhafnir þeirra börðust hetjulega við hamslaust óveðrið, sum skipanna náðu landi önnur ekki. 74 sjómenn drukknuðu í Halaveðrinu mikla. Steinar J Lúðvíksson lýsir þessari baráttu togarasjómannanna í nýrri bók og styðst við frásagnir þeirra sem komust heilir í höfn. Steinar kom í þáttinn. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Heimir Örn Herbertsson lögmaður. Við forvitnuðumst um hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/25/201955 minutes
Episode Artwork

Erna Indriðadóttir og Albert og piparkökurnar

Föstudagsgesturinn okkar í þetta sinn var Erna Indriðadóttir fyrrum fréttamaður og eigandi og ritstjóri vefritsins Lifðu núna. Hún er fædd á Akureyri og ólst upp í Laugarneshverfinu í Reykjavík, en hefur búið víða, þar á meðal í Lundi í Svíþjóð, Seattle í Bandaríkjunum og á Reyðarfirði. Erna lærði samfélagsfræði í Svíþjóð og stjórnsýslufræði (MPA) í Bandaríkjunum og hefur unnið við fjölmiðla meginhlutann af starfsævinni. Hún á og rekur Lifðu núna, vefsíðu þar sem fjallað er um líf og störf eldra fólksins í landinu, sem telur tugi þúsunda og markmiðið er að gera það sýnilegra. Sigurlaug Margrét kom til okkar í dag með sitt vikulega matarspjall. Í þetta sinn bauð hún uppá bragðið af jólunum, þegar piparkökur fara í fyrsta sæti og og eru settar í allskonar hluti, ís, súkkulaði, kaffi gráðost o.fl. Hún hringdi í Albert Eiríksson og hann fræddi okkur um piparkökur og piparkökuuppskriftir. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/22/201950 minutes
Episode Artwork

Hlaupabókin, betra æskulýðsstarf og Hinsegin Austurland

Margir eiga sér þann draum að binda á sig hlaupaskóna og fara út að hlaupa. Það virðist einfalt en samt getur þetta vafist fyrir fólki. Er manni óhætt að byrja án undirbúnings? Þarf maður sérstaka hlaupaskó? Skiptir aldur máli? Hvað með hlaupastílinn o.s.frv.? Út er komin bók sem heitir einfaldlega Hlaupabókin, höfundurinn Arnar Pétursson kom í þáttinn í dag. Betra æskulýðsstarf er yfirskrift málþings sem fer fram í fyrramálið og þar verða rætt um íslenskar æskulýðsrannsóknir 2019. Fram koma erlendir fyrirlesarar og rætt verður meðal annars um íslenska íþróttamódelið hvort það virki,ungir hælisleitendur og frítími, fjárhagsstaða og þáttaka í félagsmiðstöðvum og margt fleira forvitnilegt. Árni Guðmundsson er sérfræðingur í æskulýðsmálum og hann ætlar að flytja erindi sem nefnist: Það sem ekki sést - þættir í starfi félagsmiðstöðva. Árni kom í þáttinn í dag. Jódís Skúladóttir, lögfræðingur, skrifaði grein sem birtist á austurfrett.is undir yfirskriftinni Hinsegin Austurland. En til stendur að stofna samnefnt félag í janúar til að geta boðið öllu hinsegin fólki á Austurlandi athvarf og skjól, eins og segir í greininni. Hún segir að í áranna rás hafi hinsegin fólk á landsbyggðinni að miklum mæli gefist upp og farið til höfuðborgarinnar. Með þessu framtaki vilja þau breyta þessari þróun. Við hringdum í Jódísi í þættinum og fengum hana til að segja okkur frekar frá. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/21/201950 minutes
Episode Artwork

Amnesty, karlar í ljósmóðurstörfum og póstkort frá Spáni

MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAG 20.NÓVEMBER 2019 UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON Herferðin Þitt nafn bjargar lífi, sem Amnesty International stendur fyrir verður ýtt úr vör í Hörpu á fimmtudaginn. Herferðin tengist árlegri baráttu samtakanna fyrir þolendur grófra mannréttindabrota. Í ár beinir Amnesty International sjónum sínum að ungu fólki sem beitt hefur verið óréttlæti og upplifir af fyrstu hendi vægðarlaus mannréttindabrot. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty á Íslandi og Bryndís Bjarnadóttir, herferðararstjóri, koma í þáttinn í dag og segja okkur frekar frá herferðinni. Ljósmæðrastéttin er elsta kvennastétt landsins. Engin karlmaður sinnir ljósmóðurstörfum hér á landi en fyrr á öldum var talsvert algengt að karlar sinntu fæðingarhjálp. Í nýrri bók sem Erla Dóris Halldórsdóttir skrifar segir hún frá körlum í ljósmóðurstörfum, sagt er frá fjölmörgum bændum,hreppstjórum og prestum sem vöktu yfir ljósinu og hjálpuðu konum að fæða börn sín. Við fáum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Í þetta sinn segir Magnús frá því hvernig hægt er að bregðast við kuldanum á Spáni nú þegar vetur er að ganga í garð og vandanum sem fylgir því að þurfa að kaupa sér fóðraðan jakka. Svo kemur frásögn af stærsta sigurvegara þingkosninganna sem fóru fram tíunda november síðastliðinn en það var fasistaforinginn Santiago Abascal sem rúmlega tvöfaldaði fylgi flokks síns á sex mánuðum. Hann er sláandi karakter og nýtur gríðarlegs persónufylgs.
11/20/201955 minutes
Episode Artwork

Þóra Tómasdóttir, Borgfirðingar eystri og Gísli dýralæknir

Franska kvikmyndin Grâce à Dieu eða Guðsmildi er sýnd um þessar mundir í Bíó paradís. Hún fjallar um stórt barnaníðsmál sem kom upp hjá kaþólsku kirkjunni í Frakklandi þar sem upp kemst um áratugalangan brotaferil kaþólsks prests gegn ungum drengjum og viðbrögðum stjórnenda kirkjunnar, samfélagsins og kerfisins. Þóra Tómasdóttir fjölmiðlakona hefur skoðað mynstur innan kaþólsku kirkjunnar, hvernig kirkjan hefur brugðist við þegar svona mál koma upp, til dæmis hér á landi. Þóra kom í þáttinn. Út er komin bókin „Það eru ekki svellin“eftir Gunnar Finnsson - Sögur og sagnir af Borgfirðingum eystri. Þar segir til dæmis frá Kristjáni á Jökulsá sem lætur sannleikann ekki eyðileggja góða sögu. Sveinbjörn á Dallandsparti sem sólbrennur á annarri kinninni. Gömlum frænda Steins Ármanns sem er gefið Viagra á elliheimilinu. Jóa í Geitavík sem vantar hundraðkall og Sveini á Hóli sem getur alveg legið á beru gólfinu, en þó með einu skilyrði. Gunnar kom í þáttinn í dag. Störf dýralækna eru mjög umfangsmikil og í mörg horn að líta og Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, fékk á dögunum dýralækninn sem sinnir norðvesturumdæmi, Gísla Sverri Halldórsson, í heimsókn til sín í Hveravík og ræddi við hann meðal annars um starf dýralæknisins, mikilvægi sóttvarna og ýmislegt annað. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/19/201955 minutes
Episode Artwork

Að segja frá, breska konungsfjölskyldan og Virpi Jokinen

Í næstu viku hefst námskeið á vegum Rótarinnar sem nefnist Að segja frá. Konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi glíma oft við flóknar afleiðingar þess. Ein leið til valdeflingar og bata er að rjúfa þögnina sem oft ríkir um kynferðisbrot. Við fengum þær Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur og Kristínu I. Pálsdóttur frá Rótinni í þáttinn til að segja okkur frekar frá því. Þriðja þáttaröð The Crown hefur litið dagsins ljós og við ætlum að skoða aðeins bresku konungsfjölskylduna í þættinum. Um helgina var viðtal við Andrew prins hjá BBC sem hefur vakið sterk viðbrögð. Í því talar hann um vinskap sinn við Jeffrey Epstein, sem var dæmdur fyrir mansal, barnaníð og kynlífsþrælkun og framdi sjálfsvíg í fangelsi í ágúst. Í framhaldinu af viðtalinu sagði almannatengslafulltrúi prinsins, Jason Stein, starfi sínu lausu. Sigríður Pétursdóttir kom í þáttinn og fór með okkur yfir þetta mál og bresku konungsfjölskylduna. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Virpi Jokinen, skipuleggjandi og nemandi í jákvæðri sálfræði. Hún kemur frá Finnlandi, en hefur búið lengi hér á landi. Við forvitnuðumst um hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/18/201955 minutes
Episode Artwork

Huldar Breiðfjörð föstudagsgestur og laufabrauð

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var rithöfundurinn Huldar Breiðfjörð. Hann hefur skrifað handrit fyrir kvikmyndir og sjónvarp og nokkrar bækur. Sólarhringl, nýjast bók hans var að koma út, sem er persónuleg saga hans, þar sem hann fléttar saman daglegu lífi, minningum sínum og hringferð um landið á puttanum. Við ræddum við hann um lífið og tilveruna og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag. Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, var með sitt vikulega matarspjall í þættinum í dag. Í þetta sinn talaði hún um stemninguna við laufabrauðsgerð, gleðina og kátínuna, letina þvi það eru ekki allir jafn duglegir.og hvaða réttur á að malla inn í ofninum á meðan. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/15/201950 minutes
Episode Artwork

Opinn aðgangur, barnaþing og fundur um ofbeldisvarnir

Vísindafélag Íslands stendur fyrir málþingi á morgun í Þjóðminjasafninu um opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum. Opinn aðgangur (e. open access) er þekkt hugtak í umræðunni um rannsóknir og birtingar fræða- og vísindafólks og snýst um óheftan aðgang almennings, nemenda háskóla og fræða- og vísindafólks um allan heim að rannsóknarniðurstöðum sem unnar hafa verið fyrir almannafé. Sara Stef. Hildardóttir, frummælandi og forstöðukona bókasafns og upplýsingaþjónustu Háskólans í Reykjavík og Eyjólfur Ingi Ásgeirsson, fundarstjóri og dósent við Tækni- og verkfræðideild HR komu í þáttinn. Barnaþing verður haldið helgina 21 og 22.nóv í Hörpu. Þar munu 170 börn koma saman á þjóðfundi en börnin voru valin af handahófi af öllu landinu til að ræða það sem skiptir börn mestu máli. Þingið verður hápunktur afmælisárs barnasáttmálans en í ár eru 30 ár liðin frá því hann var samþykktur af Sameinuðu þjóðunum. Verkefnið tilheyrir umboðsmanni barna, Salvöru Nordal en hún kom í þáttinn og sagði nánar frá. Opinn fundur ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar, fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar, ASÍ, W.O.M.E.N., Kvenréttindafélagsins og Kvennaathvarfisins var haldinn í Veröld, húsi Vigdísar, á þriðjudag. Þar var fjallað um innflytjendakonur og ofbeldi frá ýmsum hliðum. Sabine Leskopf, borgarfulltrúi og formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar kom í þáttinn og fræddi okkur um það sem þar kom fram. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/14/201955 minutes
Episode Artwork

Póstkort frá Spáni, Guðrún Anna á Eyri og Ást og líffræði

MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAG 13.NÓVEMBER 2019 UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUÐFINNUR SIGURVINSSON Um helgina fer fram viðburður sem ber yfirskriftina: Ástiní vísindum, listum og trú. Eða "Ást og líffræði." Fram koma ýmsir listamenn sem munu lesa ljóð og þá verður kynnt nýtt tjáningarform sem ekki hefur áður sést á sviði svo vitað sé en það eru ástarjátningar. En það felst í því að sjö einstaklingar munu játa ást sína. En ástæða til þess að þetta kvöld fór af stað og hefur verið kallað í gríni og alvöru: Ástarráðstefna er koma pólska taugalæknisins Barthosz Karasewski en hann mun halda fyrirlestur um "ást og líffræði" og spyrja hvort ástin sé nauðsynlegur aflvaki í þróun okkar eða huggulegur skyndibiti. Það hefur kólnað snarlega þetta haustið á Spáni og það hefur verið vindasamt að undanförnu. Pólitík, þjófar, veður og bílar verða aðal uppistaðan í póstkortinu frá Spáni að þessu sinni. Kosningarnar til spænska þingsins síðasta sunnudag voru ekki afgerandi, en samt merkilegar fyrir ýmsa hluta sakir. Guðrún Anna Gunnarsdóttir er fædd og uppalin á Eyri við Ingólfsfjörð við aðstæður sem flestum þykja líklega framandi í dag -t.d. hafði vetrarófærð mikil áhrif á líf fólks, ferðir til og frá skóla gátu verið sögulegar o.s.frv. Kristín Einarsdóttir hitti Bibbu á æskuheimili hennar á Eyri við Ingólfsfjörð og fékk að heyra brot af endurminningum hennar.
11/13/201955 minutes
Episode Artwork

Áföll gömul og ný, Guðný Ragnarsdóttir þverar Ísland fyrir Ljósið

MANNLEGI ÞÁTTURINN ÞRIÐJUDAG 12.nóv 2019 UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUÐFINNUR SIGURVINSSON Ljósafoss Ljóssins upp Esjuna verður gengin núna 16.nóvember og nú eru 10 ár frá því gengið var fyrst. Guðný Ragnarsdóttir hjúkrunarfræðingur og tveggja barna móðir hefur gengið fyrir Ljósið 550 kílómetra á samtals 19 dögum og byrjaði stuttu eftir að hún kláraði endurhæfingu hjá Ljósinu og með göngunni vill hún vekja athygli á mikilvægi starfsseminnar. Guðný tók þátt í Ljósafossinum í fyrra og segir hann vera mjög táknrænan fyrir endurhæfingu en með því að ganga upp á Esjuna sé mikilvægt að hver og einn fari á sínum hraða. Guðný segir að það að greinast með krabbamein sé mikið áfall og maður óski þess heitast að komast aftur inn í sitt hversdagslíf og verða virkur samfélagsþegn. Hvernig komumst við út í lífið á ný eftir áfall? Hafa öll áföll sömu áhrif á okkur og getur gamalt áfall tekið sig upp með nýju? Sigurbjörg Bergsdóttir ráðgjafi hjá Lausninni er gestur Mannlega þáttarins í dag og við ætlum að ræða áföll í mismunandi myndum og læra að þekkja einkennin, því stundum gerir fólk sér ekki grein fyrir að það hafi í reynd orðið fyrir áfalli.
11/12/201950 minutes
Episode Artwork

Geislameðferð í 100 ár,Þorsteinn frá Hamri og Sigurlaug Dillý-Halldórs

MANNLEGI ÞÁTTURINN MÁNUDAG 11.nóv 2019 UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUÐFINNUR SIGURVINSSON Geislameðferð krabbameina á Íslandi hófst fyrir 100 árum eða árið 1919 eftir kaup á geislavirku Radíni til landsins. Gunnlaugur Classen prófessor kynnti sér árin 1916-17 notkun Radíns til lækninga, einkum í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Grein eftir hann birtist í Ísafold 2. mars 1918 og í apríl það ár flutti hann, að tilhlutan Oddfellowreglunnar, tvo fyrirlestra um geislameðferð með Radíni. Jakob Jóhannson Yfirlæknir geislameðferðar krabbameina en hann flutti erindi á sérstöku málþingi til að minnast þessara tímamóta, Geislameðferð - staðan í dag og litið til framtíðar. Við tölum við Jakob hér á eftir. Ástráður Eysteinsson um Þorstein frá Hamri Sigurlaug Halldórsdóttir, Dillý, er flugfreyja hjá Icelandair og hefur verið í háloftunum óslitið frá því herrans ári 1982. Ósennilegt er að hún hafi mikinn tíma til lesturs rétt á meðan hún passar upp á farþegana en þegar hún er í vaktafríi eru meiri líkur en minni á að hún finnist annað hvort á heimili sínu í Reykjavík eða í Bolungarvík þar sem hún á sitt annað heimili, Hjara, með bók í hönd.
11/11/201950 minutes
Episode Artwork

Föstudagsgesturinn Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir,Tómas R Einarsson gestu

MANNLEGI ÞÁTTURINN FÖSTU DAG 08.nóv 2019 UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUÐFINNUR SIGURVINSSON Föstudagsgesturinn okkar í dag er Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hún söðlaði um á miðri starfsævi eftir þungt áfall, sagði skilið við starf sitt sem yfirmaður öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg og hélt til Lundúna. Þar stundaði hún doktorsnám í stjórnsýslufræðum við London School of Economics. Fræðimanninn Sigurbjörgu þekkjum við úr fjölmiðlum, hún er oft spurð þegar álitamál koma upp í stjórnsýslunni, sérstaklega í kjölfar hrunsins. Við sáum hana í nýju ljósi í þáttum Hrafnhildar Gunnarsóttur Svona Fólk en þar ræddi hún örlög bróður síns Sigurgeirs Þórðarsonar sem var einn af fyrstu hommunum sem lést úr alnæmi hér á landi. Matarspjallið er á sínum stað, Sigurlaug Margrét fær til sín matgæðinginn og tónlistarmanninn Tómas R Einarsson. Kúba og Kontrabassinn eru aldrei langt undan þegar Tómas er annars vegar, og núna er komin út ný plata, gangandi bassi heitir hún. En hvað eldar Tómas heima fyrir og hvað er í uppáhaldi? Fáum að vita það hér á eftir.
11/8/201950 minutes
Episode Artwork

Orkustöðvarnar,Streita orsakir og afleiðingar,Matreiðsluþátturinn Soð

MANNLEGI ÞÁTTURINN FIMMTUDAG 07.nóv 2019 UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON Á mánudag fór fram ráðstefna á vegum Kennarasambands Íslands sem bar yfirskrftina Byrgjum brunninn - bjargráð og forvarnir. Þar var til dæmis fjallað um viðamiklar rannsóknir á orsökum og afleiðingum streitu. Með ráðstefnunni vildu Kennarasambandið leggja áherslu á þau bjargráð og forvarnir sem nýta má til að auka velferð þeirra sem starfa í skólum landsins og varpa ljósi á mikilvægi sálfélagslegs vinnuumhverfis. Það var löngu uppselt á ráðstefnuna og fjölmargir fylgdust með í gegnum streymi á netinu. Við fáum Sigrúnu Birnu Björnsdóttur, sérfræðing í vinnuumhverfis- og jafnréttismálum hjá Kennarasambandinu til að segja okkur hvað þar kom fram. Tendraðu ljósið sem er jafnframt sjötta bók Hildar Þórðardóttur. Bókin fjallar um orkustöðvarnar, hvaða tilfinningar og viðhorf við geymum í hverri stöð og hvernig við getum unnið með það. Allt á jákvæðum og uppbyggjandi máta. Hildur hefur verið á ferðalagi síðustu 3 árin í fjórum heimshlutum, aðallega í sjálfboðavinnu. Í nýjum matreiðsluþáttum sem hófu göngu sína á RUV síðasta fimmtudag ferðast Kristinn Guðmundsson um heimaslóðir sínar á Reykjanesinu með vini sínum Janusi Braga og eldar fyrir hann mat undir berum himni. Soð er heiti þáttarins og hér er á ferðinni matreiðsluþáttur þar sem eldaðir eru þjóðlegir réttir af alúð og stundum klaufaskap en með fullri virðingu fyrir náttúrunni á svæðinu.
11/7/201950 minutes
Episode Artwork

Gylfi um gæsluna, lortur í laug og póstkort frá Spáni

Gylfi Geirsson, loftskeytamaður stundaði nám í skóla Danska sjó- og landhersins auk skóla Breska hersins og er einnig með diploma í hafrétti frá Ródos. Gylfi gjörþekkir öll störf Landhelgisgæslunnar eftir 42 ára starfsferil. Hann hóf störf hjá gæslunni sem loftskeytamaður vorið 1971 eftir að hafa starfað 4 ár sem loftskeytamaður hjá Eimskip. Í kvöld mun Gylfi ræða um Landhelgisgæsluna stofnun og sögu , á fræðslufundi Vitafélagsins-íslensk strandmenning en fyrst kom hann í þáttinnn og sagði frá. Lortur í lauginni er nýtt íslenskt spil eftir Ingva Þór Georgsson. Leikurinn gengur út á það að ná lorti, eða kúk, sem óprúttnir aðilar hafi komið fyrir í sundlauginni á Egilsstöðum. Spilið er svokallað blekkingarspil, sem eru til í margvíslegri mynd. Í þeim þurfa spilarar að leysa gátu og einhverjir í hópnum eru að reyna að villa fyrir um fyrir hinum. Við heyrðum í Ingva Þór í þættinum og hann sagði okkur frá þessu spili sem hefur þetta sérkennnilega markmið. Við fengumum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Næsta sunnudag verða fjórðu þingkosningar á Spáni á fjórum árum. Póstkortið fjallaði að mestu um pólitík en líka um það hvað það er þægilegt að búa þar syðra þrátt fyrir lætin í stjórnmálunum sem virðast fæla fólk í auknum mæli út á jaðarinn bæði til hægri og vinstri. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/6/201955 minutes
Episode Artwork

Vefritið Úr Vör, málmsuða og Send í sveit

Úr Vör er nýtt vefrit sem fjallar um hvernig fólk á landsbyggðinni notar skapandi aðferðir til að leita lausna. Nýsköpun, list, menningu og frumkvöðlastarf. Greinar og pistlar af öllu landinu, og á síðunni er svokallað greinakort, þar gefur að líta Íslandskort og eru umfjallanir og efni síðunnar merktar inn á kortið. Við fengum Aron Inga Guðmundsson ritstjóra í þáttinn. Íslandsmeistaramótið í málmsuðu fór fram á Akureyri um þarsíðustu helgi og það vakti athygli að allir ellefu keppendurnir starfa við málmsuðu á Akureyri. Við heimsóttum Íslandsmeistarann André Sandö í stálsmiðjuna Útrás ehf og þangað kom einnig formaður Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri Jóhann Rúnar Sigurðsson en hann segir afar mikilvægt að hlúa að málmsuðu með því að halda svona mót því það vekji athygli á greininni og tækifærin séu mörg. Á næstum dögum eru að koma út tvær bækur hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi, þær heita Send í sveit, þetta var í þjóðarsálinni og Send í sveit, súrt, saltað og heimabakað. Eins og nöfn bókanna gefa til kynna fjalla þær um sama efni en með ólíkum hætti. Hér er á ferðinni afurð stórrar rannsóknar á siðnum að senda börn í sveit og fór hluti rannsóknarinnar fram á Ströndum. Ritstjórar bókanna hjónin Jónína Einarsdóttir og Geir Gunnlaugsson komu á Strandir til að kynna efni bókanna og Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, settist niður með Jónínu og ræddi við hana um rannsóknina og bækurnar. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/5/201950 minutes
Episode Artwork

Íslenska þorpið, Kynjaþing 2019 og Björn lesandi vikunnar

Hvað veldur því að kvikmyndagerðarmenn, meira að segja þeir sem búa hinum megin á hnettinum, líta til Vestfjarðakjálkans í leit að erki-þorpinu, þorpinu sem heldur fólki föngnu í klóm örvæntingar? Er skýringarinnar ef til vill að leita í þeirri mynd sem íslenskir kvikmyndagerðarmenn hafa dregið upp af íslenskum þorpum í gegnum tíðina? Hvernig hafa sveit, þorp, bæir og borg(ir) birst á hvíta tjaldinu og hvaða breytingum hefur birtingarmynd slíkra byggða hefur tekið í gegnum tíðina. Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur á Akureyri staldrar við þorpið sem sögusvið í verkefni sem hún nefnir: Sami gamli þorparinn. Brynhildur kom í þáttinn. Kynjaþing 2019 fór fram á laugardaginn í Norræna húsinu. Á þinginu komu saman félög og fólk sem starfa að jafnrétti, kvenréttindum, hinsegin réttindum, mannréttindum og stjórnmálum. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands og Sigrún Bragadóttir hannyrðapönkari komu í þáttinn og sögðu frá því sem þar fór fram. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Björn Halldórsson rithöfundur og bóksali. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/4/201956 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Þjóðarspegill, einelti, innflytjendur og líf háskólanema

Þátturinn í dag var í beinni útsendingu frá Háskólatorgi HÍ í tilefni Þjóðarspegilsins, Ráðstefnu í félagsvísindum, sem haldinn er í tuttugasta sinn í ár. Við fræddumst um málþing sem fram fer í dag og er hluti af Þjóðarspeglinum. Málþingið ber yfirskriftina Einelti. Þar verða haldin nokkur erindi og við fengum þær Sólveigu Ólafsdóttur, sem heldur erindið „Hædd og spottuð? Sagan á bak við sögurnar“ og Tinnu Laufey Ásgeirsdóttur sem er málstofustjóri í viðtal. Við forvitnuðumst um tvö verkefni háskólanema á Akureyri. Í hinu fyrra eru Íslendingar spurðir út í viðhorf sitt til innflytjenda og fjölmenningar á Íslandi. Í því síðara er sagt frá því að erfitt er fyrir erlendar fagkonur að fá störf við hæfi og/eða fá menntun og réttindi frá heimalandinu metin á Íslandi. Þau Ómar Hjalti Sölvason og Sveinbjörg Smáradóttir komu í þáttinn. Við tókum nokkra háskólanema á Háskólatorginu tali og spurðum útí mataræði háskólanema. Svo settust hjá okkur í viðtal þau Rebekka Karlsdóttir, Thelma Rut Jóhannsdóttir og Sigurhjörtur Pálmasondaglegt og gáfu okkur innsýn inn í líf og amstur háskólanemans. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
11/1/201955 minutes
Episode Artwork

Gamlar læknisaðferði, endurminningarleikhús og samfélagsmiðlaauglýsing

Bókin Lífsgrös og leyndir dómar var að koma út, en í henni segir frá gömlum lækningaformúlum, aðferðum og læknisráðum sem mörg hver þykja furðuleg í dag á meðan önnur hafa lagt grunninn að nútíma læknavísindum og staðist tímans tönn. Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttir, höfundur bókarinna, kom í þáttinn og sagði frá. Um þessar mundir stendur yfir námskeið í endurminningaleikhúsi með eldri borgurum í Mosfellsbæ. Sérhver manneskja býr yfir aragrúa minninga og sagna úr eigin lífi. Endurminningaleikhúsið er sett á laggirnar til að gefa minningum eldri borgara vægi með sviðsetningu þeirra og þannig gefa áhorfendum innsýn í líf þess er minninguna geymir. Við fengum þær Andreu Katrínu Guðmundsdóttur, listrænan stjórnanda leikhússins og Úlfhildi Geirsdóttur, sem er í leikhópnum, í þáttinn til okkar. Hvernig getum við búið til betri Facebook og Instagram auglýsingar með myndum og texta sem skila meiri árangri. Tryggvi Freyr Elínarson, framkvæmdastjóri Datera, sem sérhæfir sig í gagnadrifnum og sjálfvirkum markaðssamskiptum kom í þáttinn en hann hefur séð um stafrænar herferðir fyrir mörg stærstu og framsæknustu fyrirtæki Íslands, af öllum stærðum og í nánast öllum atvinnugreinum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/31/201955 minutes
Episode Artwork

Áfallastreita og hætturlegar sýkingar,Póstkort frá Spáni og Hrekkjavak

MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAG 30.okt 2019 UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON Niðurstöður stórrar rannsóknar um tengsl áfallastreituröskunar við hættulegar sýkingar voru birtar í hinu virta British Medical Journal, eða breska læknatímaritinu. Unnur Valdimarsdóttir, prófessor við Læknadeild HÍ, er ein þeirra sem standa að baki þessari rannsókn, en hún er einmitt ein þeirra sem standa að rannsókninni um áfallasögu kvenna hér á landi. Unnur kemur í þáttinn í dag og segir okkur frá þessum niðurstöðum og hvað þær þýða. Við fáum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Í þetta sinn fjallar það að mestu leyti um þann sögulega atburð í lífi spænsku þjóðarinnar þegar jarðneskar leifar einræðisherrans Francos voru fjarlægðar úr dal hinna föllnu yfir í lítinn kirkjgarð í útjaðri Madridar. Þessi flutningur er mjög táknrænn áfangi í því að gera upp borgarastyrjöldina, ógnarstjórnina og fasistatímabilið á liðinni öld þegar næstum tvær milljónir manna fórust og margir þeirra grafnir í ómerktum fjöldagröfum. Hrekkjavaka verður haldin á Árbæjarsafni fimmtudaginn á morgun frá frá kl. 18-20. Safnið verður sveipað dulúðlegum blæ, húsin verða hryllileg og á safninu verður líka framliðinn þjóðfræðingur sem segir hræðilegar draugasögu. Við forvitnumst um þetta.
10/30/201950 minutes
Episode Artwork

Birkir og saltið, lífið á Norðurlöndunum og Umhverfislestin á Hólmavik

Birkir Helgason lenti í bílslysi fyrir nokkrum árum, hann var kokkur en var ráðlagt af lækni að leita sér að öðrum starfsvettvangi eftir slysið. Hann lagði síður en svo árar í bát, fór og náði sér í sjó í Berufjörðinn og fór að vinna úr honum salt. Hann framleiðir nú salt með þremur bragðtegundum og var að bæta við kryddsmjöri í vöruúrval sitt. Við hringdum austur á Djúpavog og heyrðum í Birki í þættinum. Við slógum á þráðinn til Kaupmannahafnar, þar fer fram Norðurlandaráðsþing og Þór Jónsson fyrrverandi fréttamaður starfar þar sem túlkur og þýðandi, er reyndar búsettur í borginni og við ræðum við hann um störf hans á svona þingi og svo nýja bók sem gefin er út á Norðurlöndunum um þessar mundir og hann þýddi yfir á íslensku, hún heitir Lífið á Norðurlöndunum og er um margt áhugaverð. Umhverfislestin hafði viðkomur á Hólmavík laugardaginn 26. okt. Umhverfislestin er farandsýning á vegum Vestfjarðarstofu þar sem fjallað er um umhverfismál heimilanna á fjölbreyttan, fræðandi og skemmtilegan hátt Kristín Einarsdóttir lagði leið sina til Hólmavíkur og talaði við gesti og gestgjafa á sýningunni. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/29/201955 minutes
Episode Artwork

Streita, iðjuþjálfun og Júlía Margrét lesandi vikunnar

Streita verður í brennidepli á sérstakri ráðstefnu 2.nóvember en streita hefur mikil áhrif á líf okkar, bæði jákvæð og neikvæð. Það hefur sýnt sig að því betur sem við skiljum streituna því betur þolum við hana. Margvísleg heilsufarsvandamál, bæði andleg og líkamleg, eru vel þekktar afleiðingar langvarandi streitu en hins vegar er margt sem við getum sjálf gert til að takast betur á við áskoranir lífsins og þar með þolað álag betur og náð jafnvægi í lífsstíl. Markmiðið að hvetja konur og karla á öllum aldri að huga vel að eigin heilsu, bæði andlegri og líkamlegri. Gyða Dröfn Tryggvadóttir kom í þáttinn í dag. Í gær var alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar, og við ætlum að nota tækifærið og fræðast um starf iðjuþjálfara, en til okkar komu þær Bjargey Ingólfsdóttir og Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir, og þær sögðu frá mikilvægi iðju í daglega lífi og heilsu- og stuðningsvörum fyrir fólk með stoðkerfisvanda. Lesandi vikunnar var Júlía Margrét Einarsdóttir rithöfundur. Hún sagði okkur frá því hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/28/201950 minutes
Episode Artwork

Kristbjörg Kjeld og heitt súkkulaði

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikkonan Kristbjörg Kjeld. Hún hefur á löngum og farsælum ferli leikið gríðarlegan fjölda eftirminnilegra hlutverka á sviði, í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu. Við spurðum hana út í lífið og listina og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag. Einnig sagðu hún okkur frá leiklestrum í Þjóðleikhúskjallaranum á leikritum eftir eiginmann Kristbjargar, Guðmund Steinsson heitinn. Sigurlaug Margrét Jónasdóttir var hjá okkur í dag með sitt vikulega matarspjall. Í dag talaðu hún um hvað sé best að matreiða og borða á kuldalegum dögum og við ætlum líka að ræða um hvernig hinn fullkomni bolli af heitu súkkulaði er lagaður. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/25/201954 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Svona fólk, Climathon og Sterkari út í lífið

Þættirnir Svona fólk sem eru sýndir á sunnudagskvöldum á RUV hafa vakið mikla athygli. Þetta er Heimildarþáttaröð í fimm hlutum um sögu réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi. Frásögnin spannar fjóra áratugi og rekur baráttu samkynhneigðra fyrir mannréttindum, mannvirðingu og sýnileika allt frá því að fyrsti vísir að hreyfingu þeirra varð til um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Margrét Pálmadóttir tók þátt í að stofna Foreldrafélag samkynhneigðra fyrir 30 árum og hún rifjaði upp þessa tíma í þættinum í dag. .. Hakkaþonið Reykjavík Climathon verður haldið í þriðja sinn á föstudaginn. Hakkaþon er keppni í frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun og fer fram innan tiltekinna tímamarka og endar á að lið kynna hugmyndir sínar fyrir dómnefnd. Í Reykjavík Climathon í ár hljómar áskorunin eftirfarandi: Hvernig finnum við loftslagslausnir í samgöngum? Við fengum Justine Vanhalst, verkefnisstjóra Climathon, og Stefán Örn Snæbjörnsson, sem vann keppnina í fyrra, í þáttinn. Sterkari út í lífið er verkefni margra samstarfsaðila eins og Heimilis og skóla, sálfræðistofa,litlu kvíðameðferðarstofunnar og fleiri og er nokkurs konar verkfærakista ætluð foreldrum og fagfólki. Markmiðið er að eiga samtöl og gera æfingar sem styrkja sjálfsmynd barna og unglinga og allt efni er þróað af fagfólki. Við ræddum við Þórdísi Rúnarsdóttur sálfræðing. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/24/201950 minutes
Episode Artwork

Haust á Spáni og Katalónía, ofþjálfun barna og málefni leigjenda

MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAG 23.okt 2019 UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON Samkvæmt nýlegri grein í New York Times ættu börn ekki að æfa íþrótt í fleiri klukkutíma á viku en aldur þeirra segir til um. Sem sagt, 8 ára barn ætti ekki að æfa fleiri en 8 klukkutíma í viku. 10 ára barn, ekki fleiri en 10 klukkutíma. Annars sé hætta á líkamlegum meiðslum og andlegum erfiðleikum vegna of mikilla æfinga og álags. Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands kom í þáttinn í dag og við skoðum það sem þarna kemur fram. Á morgun standaNeytendasamtökin fyrir námskeiði fyrir leigjendur þar sem farið er yfir grundvallarréttindi og -skyldur leigjenda, helstu vandamál sem geta komið upp og úrræði leigjenda. Um námskeiðið sér Einar Bjarni Einarsson, stjórnandi Leigjendaaðstoðarinnar. Þátttakendum gefst tækifæri til að spyrja um allt er varðar leigjendamál. Einar kom í þáttinn í dag. Við fáum póstkort frá Spáni frá Magnúsi R Einarssyni. Pistillinn fjallar um haustkomuna á Costa Blanca, en að öðru leyti mest um ástandið í Katalóníu en þar hafa verið óeirðir undanfarið og á þeim er ekkert lát.
10/23/201955 minutes
Episode Artwork

Íslenska í snjalltækjum, hlutverk í fjölskyldum og síldarverksmiðjan

Tæknin þróast hratt, snjalltækin eru í vösum okkar og á heimilum okkar og snertifletir þeirra við líf okkar verða sífellt fleiri. Þessum snjalltækjum er stýrt í auknum mæli með rödd okkar. Þau skilja okkur, hlýða okkur og svara. Eða hvað? Þau skilja að minnsta kosti ensku og öll algengustu tungumál. En skilja þau íslensku? Það hefur talsvert vantað upp á það hingað til, en nú lítur út fyrir að það sé að breytast til hins betra. Við fræddumst um stöðuna í þessum málum og hversu langt sé í að snjalltækin verði reiprennandi á íslensku hjá Vilhjálmi Þorsteinssyni frumkvöðli og hugbúnaðarhönnuði, en hann og fyrirtæki hans Miðeind eru einmitt að vinna í þessum málum og komin nokkuð vel á veg. Margt fólk verður með tímanum langþreytt á hlutverki sínu innan fjölskyldunnar og nennir ekki lengur að vera alltaf þessi hressa og hjálpfúsa týpa eða tæknitröllið eða sáttamiðlarinn eða svarti sauðurinn eða samkomuhaldarinn eða hvar maður einu sinni lenti í hlutverkalottói fjölskyldukerfisins. Og þegar maður þolir ekki lengur gamla hlutverkið sitt er stutt í að manni líði eins og maður þoli ekki fólkið sitt. Þá þarf að tala saman. Þetta skrifaði Bjarni Karlsson í fréttablaðið í síðustu viku, við ræddum við hann hvernig þessi mál geta þróast innan fjölskyldna. Fyrir viku síðan heyrðum við Ásgeir Gunnar Jónsson segja frá sögu, upphafi og endalokum síldarverksmiðjunnar, á Eyri við Ingólfsfjörð. En nú gekk Ásgeir Gunnar Jónsson með Kristínu okkar Einarsdóttur um verksmiðjurnar sjálfar og sagði frá tækjum og tólum og útskýrir hvernig síldarvinnslan gekk fyrir sig. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/22/201955 minutes
Episode Artwork

Foreldrarölt, dáleiðslumeðferð og Heiða lesandi vikunnar

Frístundamiðstöðin Tjörnin sem starfar í Miðborg, Hlíðum og Vesturbæ, hefur gefið út handbók fyrir foreldra um foreldrarölt. Í henni er fjallað um hvers vegna foreldrarölt skiptir svona miklu máli og settar fram tillögur að því hvernig foreldrar geta skipulagt sig. Þá eru í handbókinni upplýsingar um tengiliði. Foreldraröltið tengir saman foreldra, styrkir þau í hlutverkinu sínu og stuðlar að öruggara nærumhverfi fyrir börn og unglinga. Þær Andrea Marel og Eva Halldóra Guðmundsdóttir frá Frístundamiðstöðinni Tjörninni komu í þáttinn og sögðu frá. Dáleiðslumeðferð er ekki viðurkennt meðferðarform hér á landi og er því ekki inní heilbrigðiskerfinu. Við ræddum við hjúkrunarfræðinginn Sigríði A Pálmadóttur sem hefur starfað við hjúkrun í 40 ár en síðasta eina og hálfa árið eingöngu sem dáleiðari. Lesandi vikunnar var Ragnheiður Heiða Árnadóttir söng- og tónlistarkona. Hún sagði okkur hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. Og svo sagði hún okkur frá nýjum geisladiski, Aðventa, sem hljómsveit hennar Mógil var að gefa út. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/21/201955 minutes
Episode Artwork

Silja Hauksdóttir og Gósenlandið Ísland

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Silja Hauksdóttir, kvikmyndaleikstjóri. En hún leikstýrir kvikmyndinni Agnes Joy, sem komin er í kvikmyndahús. Við spjölluðum við hana um æskuna og uppvöxtinn og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag og auðvitað um myndina Agnes Joy. Sigurlaug Margrét var með sitt vikulega matarspjall í þættinum í dag. Í þetta sinn töluðum við um matarvenjur og matarsögu landsins okkar. En við brugðum okkur í Bíó Paradís í gær og sáum heimildamyndina Gósenlandið sem fjallar einmitt um matarsögu Íslands. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/18/201955 minutes
Episode Artwork

Reykingar, kartöflur og Harpa

Það kæmi á óvart ef það þyrfti að segja einhverjum í dag að reykingar væru ekki góðar fyrir heilsu okkar, vægast sagt. En niðurstöður eru forvitnilegar úr nýlegri bandarískri langtíma rannsókn sem kannaði afleiðingar reykinga hjá 25 þúsund bandaríkjamönnum á aldrinum 17 til 93gja ára. Mannlegi þátturinn hitti Karl Andersen hjartalækni og fékk hann til að fara yfir niðurstöðurnar. Við forvitnumst um nýtt verk í Borgarleikhúsinu á nýju sviði fyrir sviðshöfunda, Umbúðalaust sem er uppi á þriðju hæð í Borgarleikhúsinu, Hópurinn sem stendur að sýningunni samanstendur af tveimur sviðshöfundum, textílhönnuði og félagsfræðingi. Verkið sjálft heitir Kartöflur og er rannsóknarferðalag hópsins um kartöflur á íslandi, fólkið á bakvið þær og skoðanir þeirra. Í rannsóknarferðalaginu erum við búin að kafa í líf óþekkts kartöflubónda, Helgu Gísladóttur, sem var rangnefnd í sögubókunum árum saman, þrátt fyrir að hafa ræktað upp sitt eigið kartöfluyrki á miðri 20. öld, hina sívinsælu kartöflutegund Helguna. Þau Hallveig Kristín Eiríksdóttir og Birnir Jón Sigurðsson komu í þáttinn og sögðu frá. Elísabet Indra Ragnarsdóttir vann í 14 ár í útvarpi, hér á Rás 1, hefur kennt í Listaháskólanum og nú hefur hún fært sig úr líklega einni minnstu tónlistar- og menningarstofnun á Íslandi, Mengi, yfir í líklega þá stærstu, Hörpu, þar sem hún er starfandi dagskrárstjóri tónlistar. Við forvitnuðumst um hennar starf og gríðarlega verðmæta fiðlu í þættinum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/17/201950 minutes
Episode Artwork

Glíma, póstkort og hamingja

MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAG 16.okt 2019 UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON Í kvöld verður Heimspekikaffi í Gerðubergi þar sem Gunnar Hersveinn heimspekingur og Helga Arnardóttir félags- og heilsusálfræðingur ætla að ræða hamingju og andlega heilsu. Hvað þýðir það að vera við góða andlega heilsu? Hvernig má bæta andlega vellíðan og hamingjustundir? Hvaða lífsgildi er gott að styrkja til að finna jafnvægi á milli eirðarleysis og ofmetnaðar? Við fáum Helgu til okkar í spjall í þættinum í dag. Við fáum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Í þessu póstkorti greinir meðal annars frá spænskunámi pistlahöfundarins sem hefur gengið misjafnlega hingað til en er að komast í góðan farveg og í framhaldinu veltir hann fyrir sér stöðu spænskunar á alþjóðavísu, en spænskan er næstmest talaða tungumál heims á eftir kínversku. Í lokin segir hann frá vaxandi áhyggjum manna vegna þess hve hlýnun andrúmsloftsins virðist vera hraðari við Miðjarðarhafið en annars staðar á hnettinum. Á laugardaginn var haldin glímuhátíð á Ísafirði í tilefni af 100 ára afmæli knattspyrnufélagsins Harðar. Haldin voru þrjú mót og voru keppendur samtals 30 og keppt var um Vestfirðingabeltið í 15ánda sinn. VIð ræðum við formann Glímudeildar Harðar, Hákon Óli Sigurðsson.
10/16/201955 minutes
Episode Artwork

Bæta íslenskukunnáttu erlendra, húsin í Ingólfsfirði og núvitund

Verkefnið Stígum saman í áttina að öflugra samfélagi hjá Þjónustumiðstöð Breiðholts fékk Evrópumerkið/European Language Label á Íslandi árið 2019. Verkefnið miðar að því að bæta íslenskukunnáttu kvenna af erlendum uppruna á vinnustöðum og bjóða upp á starfstengt íslenskunámskeið. Einnig að efla þekkingu þeirra og færni í starfi, fræða um réttindi og skyldur og vinna með sjálfstyrkingu og frumkvæði. Við fengum verkefnastjórana, þær Nicole Leigh Mosty og Guðlaugu Stellu Brynjólfsdóttur, til að segja okkur frekar frá verkefninu. Þeir sem komið hafa norður í Ingólfsfjörð komast ekki hjá að sjá þar risavaxin hús sem eru reyndar að hruni komin, steyptirmosavaxnir veggir þar sem steypustyrktarjárnin standa allsstaðar út úr. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, gekk um svæðið með Ásgeir Gunnari Jónssyni sem þekkir sögur þessara húsa betur en flestir aðrir. Meiri vellíðan, einbeitingu og jafnvægi má fá með iðkun núvitundar, segir Bryndís Jóna Jónsdóttir núvitundarkennari og einn af stofnendum Núvitundarsetursins, hún kennir jákvæða sálfræði og núvitund við HÍ og hefur skrifað bækur og haldið fjölmörg námskeið. Það er einfaldara en við höldum að iðka núvitund. Bryndís var í þættinum í dag. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/15/201955 minutes
Episode Artwork

Minningartónleikar, forstjóri Barnaverndarstofu og Ásdís lesandi

Ingólfur Guðbrandsson var ekki aðeins stofnandi og söngstjóri Pólýfónkórsins heldur var hann jafnframt einn mesti frumkvöðull íslands á sviði ferðamála á sinni tíð og skipulagði ferðir fyrir Íslendinga vítt um heim í áratugi. Tónleikar til heiðurs honum verða haldnir i Iðnó á morgun í tilefni af því að áratugur er liðinn frá andláti hans og viðburðarríkrar æfi og frumkvöðlastarfs Ingólfs verdur minnst með því tungumáli sem mest er við hæfi á þessum tímamótum, tónlist. Við fjölluðum í síðustu viku um forræðis- og umgengnismál sem erfitt er að leysa. Þetta eru flókin og viðkvæm mál þar sem til dæmis geta komið upp þær aðstæður að báðir foreldrar ásaka hvort annað um ofbeldi og barnið, eða börnin eru í miðju deilunnar. Við hittum Heiðu Björgu Pálmadóttur forstjóra Barnaverndarstofu og fræddumst um það hvernig kerfið tekst á við þessi mál. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ásdís Thoroddsen kvikmyndaleikstjóri, en heimildamynd Gósenlandið í leikstjórn Ásdísar er frumsýnd á fimmtudaginn í Bíó Paradís, en hún fjallar um matarsögu Íslands. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/14/201955 minutes
Episode Artwork

Ellen föstudagsgestur og matarspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var söngkonan Ellen Kristjánsdóttir. Á morgun verða afmælis- og ferilstónleikar hennar í Háskólabíói og það er langur og farsæll ferill að baki. Með henni á sviðinu verður stór hópur af frábæru tónlistarfólki sem hefur fylgt henni í gegnum ferilinn. Við spjölluðum við hana um lífið og tilveruna, uppvaxtarárin og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag. Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, var með sitt vikulega matarspjall í þættinum í dag. Í þetta sinn sagði hún frá veitingastað í Kaupmannahöfn og það að fara á veitingastað sem einhver hefur sérstaklega mælt með. Oft standa þessir staðir undir væntingum, en það er óhjákvæmilegt að verða líka stundum fyrir vonbrigðum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/11/201955 minutes
Episode Artwork

Líknarmeðferð, svefnleysi og forræðisdeilur

Alþjóðlegur dagur líknarmeðferðar er árviss viðburður sem verður haldinn nú á laugardaginn. Við fræddumst um þennan dag, líknarmeðferðir og þema dagsins í ár, en þær Arna Dögg Einarsdóttir, sérfræðilæknir í lyf- og líknarlækningum og Ólöf Ásdís Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, komu í þáttinn, en þær eru báðar frá Lífinu - Samtökum um líknarmeðferð og starfa báðar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum skrifaði áhugaverða grein í Fréttablaðið um mikilvægi svefns þar sem hún talar meðal annars um sjúkdóminn Fatal Familial Insomnia, sem dregur fólk til dauða. Þótt sjúkdómurinn sé afar fátíður gefur hann mikilvæga innsýn í áhrif svefnleysis. Hún talar í greininni sérstaklega um mikilvægi nægs svefns hjá ungu fólki og hvernig hægt er að aðstoða þau við að fá nægan svefn. Lára fræddi okkur um þetta í þættinum. Við héldum áfram umfjöllun okkar um forsjármál og forræðisdeilur, þegar foreldrar barna lenda í deilum og ná ekki samkomulagi um umgengni og forsjá barna sinna. Þessi mál eru gríðarlega viðkvæm og margslungin. Við leituðum til Gunnars Hrafns Birgissonar, doktors í klínískri sálfræði hjá Háskóla Íslands, sem hefur mikla reynslu í því að koma að sáttum í slíkum málum sem hann deildi með okkur í þættinum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/10/201950 minutes
Episode Artwork

Bjartmar,Geðheilbrigði og Póstkort frá Spáni

MANNLEGI ÞÁTTURINN FIMMTUDAGUR 09.okt 2019 UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON Bjartmar Guðlaugsson þarf vart að kynna en hann hefur samið þjóðþekkt lög og er frábær textasmiður auk þess að vera myndlistarmaður. Hann ætlar að koma fram á Sagnakaffi í Borgarbókasafninu í Gerðubergi í kvöld. Bjartmar verður hjá okkur í þættinum og við fáum forsmekkinn að sagnakaffinu og því sem þar fer fram í kvöld. Alþjóða Geðheilbrigðisdagurinn hefur verið haldinn víðsvegar í heiminum 10. október ár hvert síðan 1992. Markmiðið er að vekja athygli á geðheilbrigðismálum, fræða almenning um geðrækt og geðsjúkdóma og sporna gegn fordómum í garð geðsjúkra. Í ár er markmið dagsins að vekja athygli á mikilvægi sjálfsvígsforvarna og gildi forvarnastarfs. Við fræðumst í þættinum um þennan dag og hvað stendur til í því sambandi. (Orri Hilmarsson og Kristinn Heiðar Fjölnisson frá stjórn Alþjóða geðheilbrigðisdagsins og Hildur Guðný Ásgeirsdóttir frá Landlæknisembættinu koma í þáttinn.) Í póstkortinu frá Spáni segir Magnús R. Einarsson frá stéttskiptingunni sem ríkir hjá betlurum, strætissölumönnum og trúbadorum í Alicante. Einnig segir hann frá því hvernig hann var rændur í þessari annars friðsælu borg og þeirri þrautagöngu sem tekur við til að fá aftur kort og síma, þessa tvo lífsnauðsynlegu hluti hverjum manni á erlendri grund.
10/9/201955 minutes
Episode Artwork

Síðasta haustið, bókmenntahátíð í Bjarnafirði og Dofri Hermannsson

Þar sem vegurinn endar lengst norður á Ströndum stendur bærinn Krossnes. Þar hefur fjárbúskapur verið stundaður kynslóð fram af kynslóð í hundruð ára. Úlfar bóndi er jafn mikill hluti af landslaginu eins og Krossnesfjallið sjálft. Í heimildamyndinni Síðasta haustið sem frumsýnd var á RIFF, er fylgst með Úlfari og Oddnýju konu hans smala fé sínu í réttir í síðasta sinn og þar með enda búskap í Krossnesi. Við fengum Yrsu Roca Fannberg og Elínu Öglu Briem til að segja okkur frá myndinni og þessum tímamótum hjá hjónunum. Hin saklausa skemmtun er heiti á bókmenntahátíð sem haldin verður á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði laugardaginn 12. október og hefst kl.9:30. Þar verða ýmsir góðir gestir en Vigdís Esradóttir á hugmyndina og heiðurinn af hátíðinni. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Vigdísi og Mörtu Guðrúnu Jóhannesdóttur á heimili Vigdísar Steinholi í Bjarnarfirði. Vigdís sagði frá tilurð hátíðarinnar og bókmenntafræðingurinn Marta Guðrún ræddi um mikilvægi slíkrar samkomu. Við ræddum við Dofra Hermannsson sem er formaður nýrra samtaka sem berjast fyrir foreldrajafnrétti. Hann telur kerfið sem tryggja eigi jafna þátttöku, foreldra sem hafa skilið, í uppeldi barna þeirra vera úrelt og þarfnist endurskoðunar. Hann sagði okkur frá muninum á umgengnisforeldrum og lögheimilisforeldrum og því óréttlæti sem felist í gamaldags kerfi sem var fundið upp fyrir tíma kvenréttindabaráttunnar. UMSJÓN DAGUR GUNNARSSON OG GUNNAR HANSSON
10/8/201955 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Vísindaskáldskapur fortíðar og Inga Ósk lesandi vikunnar

Vísindaskáldverk, bækur og kvikmyndir, segja til um hvernig framtíð sagnalistamenn sáu fyrir sér í ljósi þeirrar vísindaþekkingar sem þeirra samtími bjó yfir. Mörg þessara verka hafa reynst furðu sannspá. Vísindafélag Íslands efnir til málþings um vísindaskáldskap og vísindaþekkingu þar sem raunvísindamenn og hugvísindamenn ræða vísindaskáldskap og þær samfélagsáskoranir sem vísindaskáldskapurinn sá fyrir og eru nú raunveruleiki sem þarf að bregðast við. Við fengum Ernu Magnúsdóttur, lífeindafræðing og formann Vísindafélagsins til að segja okkur frá því sem þarna fer fram. Lesandi vikunar var Inga Ósk Ásgeirsdóttir íslenskukennari í Borgarholtsskóla í Reykjavík. Vinnu sinnar vegna les hún mikið og hefur sterka skoðun á bókmenntum og í spjalli við hana kemur til dæmis fram hver skoðun hennar er á svokölluðum skvísubókmenntum. Inga ólst upp í Kópavogi og telur vanta tilfinnanlega fleiri skáldsögur sem sviðsettar eru í því bæjarfélagi. Við ræddum við Ingu um bóklestur og hvernig það gengur að kveikja áhuga á sígildum bókmenntum hjá ungum nemendum hennar í Borgarholtsskóla. UMSJÓN DAGUR GUNNARSSON OG GUNNAR HANSSON
10/7/201955 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Jörundur föstudagsgestur, Barnaheill og spaghetti carbonara

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikarinn og kvikmyndagerðamaðurinn Jörundur Ragnarsson. Hann hefur leikið í sjónvarpsþáttum, kvikmyndum og leikhúsi. Hann nam kvikmyndagerð í New York og leikur í gamanleiknum Sex í sveit, sem verður frumsýndur annað kvöld í Borgarleikhúsinu. Við ræddum við hann um æskuna, uppvöxtinn og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag. Alþjóðasamtök Barnaheilla - Save the Children eru 100 ára á þessu ári. Í tilefni af því blása samtökin til alþjóðlegs afmælisátaks undir yfirskriftinni „Stöðvum stríð gegn börnum“ en aldrei hafa fleiri börn búið á stríðshrjáðum svæðum en síðustu 20 ár. Við fræddumst um átakið í þættinum í dag hjá þeim Ernu Reynisdóttur framkvæmdastjóra Barnaheilla - Save the Children á Íslandi og Guðrúnu Helgu Jóhannsdóttur verkefnastjóri erlendra verkefn) Sigurlaug Margrét kom með sitt vikulega matarspjall í þáttinn í dag. Hún sagði frá ferð sinni til Rómar og spaghetti carbonara. UMSJÓN SIGURLAUG MARGRÉT JÓNASDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/4/201954 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Stjúptengsl, kirkjuklukkur landsins og list án landamæra

Stjúpforeldrahlutverkið vefst fyrir mörgum, á sumum sviðum gengur vel en á öðrum reynir verulega á. Óvissa um hvað "eigi eða megi" t.d. þegar kemur að börnunum og fyrrverandi maka makans, veldur oft streitu og kvíða í annars góðu sambandi. Við fengum í þáttinn Valgerði Halldórsdóttur félagsráðgjafa sem hefur sérhæft sig í stjúptenglsum og rekur síðuna stjuptengsl.is Guðmundur Karl Einarsson flugumferðastjóri hefur ferðast um landið undanfarin ár og skráð upplýsingar um kirkjuklukkur Íslands og tekið upp hljóm þeirra. Hann heldur úti síðunni kirkjuklukkur.is. Kirkjuklukkur landsins hljóma mismunandi, eru misstórar og misgamlar, sú elsta sem hann hefur fundið er frá því um 1200. Guðmundur kom í þáttinn og fræddi okkur um kirkjuklukkur og leyfði okkur að heyra hljóminn í nokkrum þeirra. List án landamæra er listahátíð sem leggur áherslu á list fatlaðs fólks hátíðin hefst á laugardaginn og stendur í tvær vikur í Gerðubergi. Tilgangur hátíðarinnar er að auka menningarlegt jafnrétti og fjölbreytni með því að skapa faglegan vettvang og tækifæri fyrir fatlaða listamenn. Við fræddumst um List án landamæra í þættinum í dag. UMSJÓN GUNNAR HANSSON
10/3/201950 minutes
Episode Artwork

Dagur andlegrar heilsu, virkni foreldra og póstkort frá Spáni

Háskólinn í Reykjavík stendur fyrir andlegum heilsudegi í dag. Hugmyndin með deginum er búa til vettvang þar sem einstaklingar, sem eru að takast á við ýmsar áskoranir í lífinu, geta kynnt sér hvaða bjargráð eru í boði. Dagurinn er ætlaður bæði nemendum HR og almenningi. Þær Þórunn Hilda Jónasdóttir, viðburðastjóri HR og Stella Ólafsdóttir, starfs- og námsráðgjafi í HR komu í þáttinn og sögðu frá andlega heilsudeginum í þættinum. Það eru engi töfrar - Virkni foreldra skiptir máli er heiti á forvarnarmyndböndum sem SAMFOK, samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík og Heimili og skóli - landssamtök foreldra gerðu í sumar og er ætlað að vera hvetjandi skilaboð til foreldra um mikilvægi þess að þeir séu virkir í lífi barna sinna. Við ræddum við Sigríði Björk Einarsdóttur framkvæmdastjóra Samfoks. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Í þetta sinn lét Magnús hugann reika og reyndi að gera sér grein fyrir spænskum raunveruleika. Það eru fjórðu þingkosningarnar á jafnmörgum árum framundan á Spáni. Borgarastyrjöldin, sem lauk fyrir áttatíu árum, varpar enn skugga inn í daglegan veruleika, en Spánverjar eru ólíkt Bretum búnir að losa sig við heimsveldiskomplexinn, eins og Magnús orðar það. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
10/2/201955 minutes
Episode Artwork

Bleika slaufan,Hjarta Reykjavíkur og Anna Björg skólastjóri Reykhólask

MANNLEGI ÞÁTTURINN ÞRIÐJUDAGUR 01.okt 2019 UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG DAGUR GUNNARSSON Allur ágóði af sölu Bleiku slaufunnar rennur til Krabbameinsfélagsins sem býður upp á fjölþætta þjónustu án endurgjalds, svo sem einstaklingsviðtöl, sálfræðiráðgjöf, stuðningshópa, námskeið, fræðslu og ráðgjöf um réttindi og styrki. Og föstudaginn 11. október á að mála bæinn bleikan því þá er ætlunin að sýna þeim konum sem takast á við krabbamein samhug og stuðning. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins kemur til okkar hér á eftir. Við förum í smá leiðangur, bregðum okkur út úr hljóðverinu, út í hinn stóra heim og tökum hús á manni sem rekur verslun á Laugavegi í hjarta Reykjavíkur en það er líka nafnið á versluninni, Hjarta Reykjavíkur. Þar stendur Jóhann Ludwig Torfason vaktina í verslun og hönnunarverkstæði sem býður upp á ýmsan listrænan varning sem hann býr til á staðnum. Við ræðum um hitt og þetta, listina, lífið og umferð. Umferð bílanna upp og niður Laugaveginn, í samkeppni við gangandi vegfarendur, ferðamenn og lunda. Það er ýmislegt sem ber á góma í þessu viðtali við hann Jóhann Ludwig. Anna Björg Ingadóttir tók í haust við skólastjórastöðu í Reykhólaskóla - þar var áður heimavist sem nú er aflögð. Kristín okkar Einarsdóttir hitti Önnu Björgu og ræddi við hana um skólastjórastarfið en líka um andaglas sem stundað var af miklum áhuga á gömlu heimavistinni.
10/1/201955 minutes
Episode Artwork

Lesandinn Eiríkur Stephensen rithöfundur og Ómagar við upphaf 18.aldar

MANNLEGI ÞÁTTURINN MÁNUDAGUR 27.SEPT 2019 UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG DAGUR GUNNARSSON „Fluttir, færðir og niðursettir, ómagar við upphaf 18. aldar“. Sigríður Hjördís Jörundsdóttir sagnfræðingur segir okkur frá rannsóknum sínum en hún hefur skoðað hvernig þessi hópur var samsettur og hvernig framfærslu þeirra var háttað. Niðursetningurinn var neðstur í virðingarröð íslenskra heimila á öldum áður, einstæðingar sem takmarkað gátu séð um sig sjálfir og voru upp á sveitunga sína komnir. Meðferðin á þeim var æði misjöfn, eins og Sigríður hefur komist að. Hún rannskar stöðu ómaga fyrr á tíð, einkum þeirra sem manntalið 1703 greinir frá, en þá var óvenju hátt hlutfall ómaga á landinu, í kjölfar mikilla harðinda áratuginn á undan. Eiríkur stephensen er lesandi vikunnar, hann starfar á skrifstofu rektors Háskóla Íslands og gaf nýverið út sína fyrstu skáldsögu sem nefnist Boðun Guðmundar. Stórskemmtileg bók sem hefur fengið góða dóma og meðmæli bóksala.Dagur hitti Eirík og ræddi við hann um bækur.
9/30/201955 minutes
Episode Artwork

Börkur leikstýrir Babtiste og vöfflur Herdísar Hupfeldt

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Börkur Sigþórsson, leikstjóri og ljósmyndari. Hann var einn af leikstjórum Ófærðar, hann skrifaði og leikstýrði kvikmyndinni Vargur og leikstýrði þremur þáttum í nýrri spennuþáttaröð fyrir BBC sem heita Babtiste. En þættirnir verða frumsýndir hér á RÚV í næstu viku. Við ræddum við hann um lífið og listina í þættinum. Í matarspjalli dagsins fengum við Herdísi Hupfeldt, fyrrverandi veitingakonu á Tíu dropum í heimsókn. Gamaldags íslenskt bakkelsi er að hennar skapi, brauðtertur, kleinur, pönnukökur og fleira og við fengum hjá henni góð ráð fyrir vöfflubakstur en vöfflurnar hennar á Tíu dropum þóttu guðdómlega góðar. Við rifjuðum líka upp gömlu góðu tímana á kaffihúsinu. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/27/201955 minutes
Episode Artwork

Í þríþraut með eitt og hálft lunga, prófundirbúningur og Anna María

Katrín Pálsdóttir greindist með lungnakrabbamein og þurfti að fara í aðgerð þar sem hálft hægra lungað var fjarlægt. Sjö vikum síðar var hún komin til Indónesíu að keppa í hálfum járnkarli, eða þríþraut, þar sem keppendur synda 1,9 kílómetra, hjóla 90 km. og hlaupa 21km. Sem hún lauk á sex og hálfum klukkutíma og endaði í 10.sæti í sínum flokki. Eiginmaður Katrínar, Þorsteinn keppir einnig í þríþraut og börnin þeirra tvö. Við hringdum vestur í Bolungarvík í Katrínu og hún sagði okkur þessa ótrúlegu sögu. Hvernig er best að haga prófundirbúningi og hvernig er góð próftækni ? Við förum yfir nokkur hagnýt atriði er varðar próftökuna sjálfa, meðal annars hvernig er best að skipuleggja tímann í prófinu og hvað ber að forðast við þessar aðstæður. Kristjana Mjöll Sigurðarsdóttir náms- og starfsráðgjafi kom í þáttinn. Það er alltaf ánægjulegt þegar fólk lætur drauma sína rætast. Þann 6. október heldur Ann María Andreasen uppá 67 ára afmælið sitt og gerir það með tónleikum í Bæjarbíói. Þar verða lög á dagskrá sem hún hefur sungið alein, í útilegum, partíum, með kór og hljómsveitum undanfarin ca. 50 ár, eins og stendur í tilkynningunni. Um er að ræða lög sem hafa heillað Ann Maríu allt frá unglingsárum, lög eins og Stand by Me, Islands in the Stream, I want to break free. Við hittum Ann Maríu í Bæjarbíói. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/26/201950 minutes
Episode Artwork

Ást, moskítóflugur og burstabær í Garðabæ

MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAGUR 25.SEPT 2019 UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON Í síðustu viku hóf ný sjónvarpsþáttaröð, Ást, göngu sína hjá Sjónvarpi Símans. Þar er fjallað um ást, sambönd og sambandsslit frá ýmsum hliðum. Hugmyndin að þáttunum kviknað á sama tíma hjá tveimur konum sem þekktust ekkert og bjuggu í sitt hvorum landshlutanum. Í þáttunum er talað við sérfræðinga og fagfólk en einnig venjulegt fólk sem segir sögur sínar. Við fáum þær Kristborgu Bóel Steindórsdóttur og Kolbrúnu Pálínu Helgadóttur, sem áttu hugmyndina að þáttaröðinni og Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafa í þáttinn til að fræða okkur um allar ástina frá öllum hliðum. Á morgun verður sérstök lýðheilsu- og minjaganga í Garðabæ. Þáttakendur verða leiddir milli minja í Garðahverfi og Garðaholti og burstabærinn Krókur verður heimsóttur. Skoðaðar verða leifar þurrabýla, bæjatóftir, grjóthlaðin gerði og varnargarðar svo fátt eitt sé nefnt. Gangan endar í Króki, litlu koti í Garðahverfi sem varðveitt er með upprunalegu innbúi síðustu ábúenda. Heildarvarðveisla alþýðubæjar eins og Króks er fágæt og óvenjulegt er jafnframt að í kringum bæinn hefur varðveist byggðaheild, Garðahverfi, sem enn er tiltölulega ósnortin sveit í miðju þéttbýli. Garðar eru forn jörð og hefur þar staðið kirkja að minnsta kosti frá því á 12. öld. Já , þetta er að finna í Garðabænum, ekki margir sem vissu af því. Við kíktum inní burstabæinn Krók í fylgd Rúnu K Tetzschner. Við fáum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni. Í póskorti dagsins segir hann okkur frá yfirvofandi moskítófaraldri á flóðasvæðinu á Costa Blanca á Spáni. Fólk er að undirbúa sig fyrir árásina sem skellur á eftir viku eða svo. Magnús ætlar svo að segja frá moskítóflugunni sem er skæðasta kvikyndi sem herjar á mannkynið og veldur meiri skaða, sjúkdómum og dauðsföllum en nokkur önnur dýraregund á jörðu. Ennfremur verður sagt frá vaxandi heimilisofbeldi sem var mótmælt nýlega með ýmsum hætti í 250 borgum Spánar en 19 konur hafa verið myrtar inn á heimilum það sem af er þessu ári.
9/25/201955 minutes
Episode Artwork

Matvælasvindl, fyrirtæki bjóða í leikhús og þörungaverksmiðjan

Í dag stendur Matvælastofnun og Matís fyrir fræðslufundi um matvælasvindl eða food fraud.Fræðslufundurinn er hluti af þriggja ára norrænu verkefni sem öll Norðurlöndin, að Finnlandi undanskildu, taka þátt í. Stendur til að skilgreina sameiginlega túlkun á matvælasvindli og koma á samvinnu Norðurlanda um matvælasvindl þvert á landamæri. En hvað er matvælasvindli? Við fengum Jónas R. Viðarsson fagstjóra hjá MATÍS og Herdísi M. Guðjónsdóttur, sérfræðing hjá Matvælastofnun til að svara þeirri spurningu og hvað þarna muni fara fram. Leikkonan María Pálsdóttir skorar á fyrirtæki á Akureyri að bjóða öllum nemendum í fjórða bekk grunnskóla bæjarins í leikhús. Áskorunina setti hún fram á Facebook í síðustu viku. María, sem rekur Hælið - setur um sögu berklanna, ákvað að sýna sjálf fordæmi og bauð fjórða bekk Hrafnagilsskóla, Þelamerkurskóla og Valsárskóla, fyrir hönd Hælisins, á nýja fjölskylduverkið Galdragáttin og þjóðsagan sem gleymdist, sem frumsýnt verður í Samkomuhúsinu 5. október. Við hringdum í Maríu í þættinum. Þörungaverksmiðjan á Reykhólum var stofnuð árið 1975 og er stærsti vinnustaðurinn á Reykhólum og sú eina sinnar tegundar á landinu. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Finn Árnason framkvæmdastjóra verksmiðjunnar og fékk að heyra í stórum dráttum af því stórmerkilega starfi sem þar fer fram. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/24/201955 minutes
Episode Artwork

Flækingsfuglar, geirfuglar, Eldey og Ingibjörg lesandi vikunnar

Undanfarin ár hefur sést til grátrönur víða um landið, en grátrönur hafi lengi verið flækingsfuglar hér á landi. Fæstir áttu von á því að grátrönur tækju upp á því verpa hérlendis en þær hafa samt sem áður orpið hér á landi í nokkur ár. Þetta vakti áhuga okkar, við hringdum til Húsavíkur í Yann Kolbeinsson náttúrufræðing hjá Náttúrustofu Norðausturlands og fengum hann til að fræða okkur um flækingsfugla á Íslandi í þættinum. Við vorum einu sinni sem oftar að grúska í gullkistu útvarpsins og fundum áhugaverða frásögn af því þegar síðasti geirfuglinn var drepinn árið 1844 og þegar Eldey var klifin í fyrsta sinn af þremur ungum Vestmanneyingum. Leiðangurinn út í Eldey var ekki einfalt mál á þessum tíma, eða árið 1894. Það var Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi sem tók saman og las pistil um þessi efni í þáttröðinni: Eyjar við Ísland - Eldey sunnan Reykjaness, árið 1962. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ingibjörg Gréta Gísladóttir, leikkona og framkvæmdastjóri Reykjavík International Film Festival, eða RIFF, sem verður sett í þessari viku. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/23/201955 minutes
Episode Artwork

Gísli Einarsson föstudagsgestur og miðaldakokkur

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Gísli Einarsson en þrjúhundruðasti þáttur Landans, sem verður jafnframt fyrsti þáttur vetrarins, hefst eftir fréttir á sunnudaginn og lýkur ekki fyrr en sólarhring síðar, og verður þátturinn allur í beinni útsendingu. Við fengum Gísla til að segja okkur frá æskunni og uppvextinum, ferðalaginu í gegnum lífið til dagsins í dag og svo auðvitað forvitnumst við um þessa maraþonútsendingu Landans. Í matarspjalli dagsins var téður Gísli svo áfram með okkur og við spjölluðum um þjóðlegan mat, miðaldamat og eldamennsku. Sem sagt nóg af Gísla okkar Einarssyni í Mannlega þættinum í dag. UMSJÓN SIGURLAUG MARGRÉT JÓNASDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/20/201955 minutes
Episode Artwork

Alþjóðlegi Alzheimerdagurinn, Kleppur og Hrútadagar

Heilabilun er sjúkdómur sem finnst í mörgum fjölskyldum. Núna á laugardaginn er Alþjóðlegi Alzheimerdagurinn og þann dag fer fram áhugaverð málstofa um mannréttindi fólks með heilabilun. Einnig mun fara í gang markaðsherferð vegna sölu á hálsmeni og lyklakippu en andvirðið á að renna til uppbyggingar miðstöðvar fyrir yngri með heilabilun en það eru í dag engin úrræði til fyrir þennan sívaxandi hóp. Vilborg Gunnarsdóttir kom í þáttinn. Sjónvarpsþættirnir Heilabrot verða frumsýndir á RÚV í kvöld, þeir fjalla um geðheilbrigði og voru forsýndir á Kleppi í síðustu viku. Manda Jónsdóttir er hjúkrunardeildarstjóri á Kleppi og hún tilheyrir áhugahópi um breytta ímynd Klepps. Hún hefur haldið erindi sem hefur yfirskriftina Vörumerkið Kleppur, kostir og gallar. Þar fjallar hún meðal annars um neikvæð hugrenningartengsl almennings við Klepp, húsið, stofnunina og nafnið. Manda kom í þáttinn í dag. Menningar- og hrútadagar eru haldnir á Raufarhöfn frá 27.sept. til 6. október. Þetta er þeirra bæjarhátíð og við fengum Ingibjörgu Hönnu Sigurðardóttur til að segja nánar frá. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/19/201950 minutes
Episode Artwork

Grímur Atlason,Póstkort frá Spáni og Málþroskaraskanir

MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAGUR 18.SEPT 2019 UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON Námskeið um málþroskaraskanir, orsakir og afleiðingar verður haldið þann 25. september næstkomandi. Námskeið þetta er fyrir foreldra og fagfólk og þegar orðið uppselt á það en Tinna Sigurðardóttir talmeinafræðingur segir að hægt sé að gera betur fyrir börn með málþroskaraskanir og mjög mikilvægt að grípa snemma inní til hjálpar . Við ræðum við Tinnu hér á eftir. Grímur Atlason er nýráðinn framkvæmdastjóri Geðhjálpar, en hann er menntaður þroskaþjálfi, hefur verið bæjarstjóri Bolungarvíkur, sveitastjóri Dalabyggðar, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, starfað sem verkefnisstjóri á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og stundar MBA nám við Háskóla Íslands. Geðhjálp er 40 ára í ár, því fáum við Grím til að segja okkur frá starfinu og áskorunum framundan. Við fáum póstkort Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag, þar segir af hinu gríðarlega óveðri sem varð á suðaustur Spáni sem olli leifturflóði sem aftur olli miklum skemmdum. Flóðið er enn að hækka og eignir að spillast. Svo segir líka af neikvæðri þróun sem á sér stað meðal ungs fólks á Spáni. Hér hefur spilavítum fjölgað um þrjú hundruð prósent á aðeins nokkrum árum og viðskiptavinirnir eru að langmestu leyti unglingar og ungt fólk. Fólk sem eyðir sínum takmörkuð tekjum í spilavítin í von um skjótfengan gróða. Undir lok póstkortsins segir Magnús frá því að vörumerkjafölsun á Spáni kostar spænsk fyrirtæki sem samsvarar níu hundruð og fimmtíu milljörðum íslenskra króna.
9/18/201950 minutes
Episode Artwork

FODMAP mataræði, friðarþing formæðra og Jón Þórðarson

Í síðustu viku var Kristín Vilhjálmsdóttir lesandi vikunnar og þá sagði hún okkur meðal annars frá bók sem hún var að lesa um svokallað FODMAP mataræði fyrir fólk sem er viðkvæmt í maga. Það vakti forvitni okkar, því fengum við Ingunni Ingvarsdóttur, klínískan næringafræðing hjá LSH í þáttinn í dag til að segja okkur meira frá þessu. Dagana 20.-22. september 2019 heldur „Ráð evrópskra formæðra“ friðarþing á Íslandi. Í því sambandi koma 21 eldri konur frá 14 löndum auk gesta til landsins. Ráð evrópskra formæðra hefur í samvinnu við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi skipulagt veglega dagskrá í tilefni Friðardagsins, sem hefur verið haldinn árlega frá árinu 1981 að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna. Monica Abendroth hörpuleikari sagði nánar frá í þættinum í dag. Jón Þórðarson sem kominn er á áttræðisaldur hefur stundað hestamennsku nær allt sitt líf og þekkir sögu greinarinnar hér á landi mjög vel. Jón kom í heimsókn á Strandir og Kristín Einarsdóttir settist niður með honum eftir vel heppnaðan reiðtúr og fékk að heyra brot af því sem Jón hefur að segja um umgengni við hesta og reiðmennsku yfirleitt. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/17/201955 minutes
Episode Artwork

Jóhann Malmquist, samgönguvika og Óskar lesandi vikunnar

Á morgun verðurhaldin ráðstefna og kveðjuhóf til heiðurs stórmerkilegum vísindamanni, Jóhanni Pétri Malmquist, prófessor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, sem lætur nú að störfum fyrir aldur sakir. Jóhann Pétur varð fyrsti Íslendingurinn til að verja doktorsritgerð í tölvunarfræðum árið 1979 og hefur átt þátt í að mennta þúsundir tölvunarfræðinga hér á landi og sjálfur komið að stofnun margra sprotafyrirtækja og verið alþjóðlegur ráðgjafi hjá fyrirtækjum eins og Apple Computers og Software AG. Evrópska samgönguvikan hefst í dag og fjöldi viðburða verða haldnir hér á landi í vikunni í tilefni þess. Í dag verður hjólaferð í samvinnu við Umhverfisstofnun og Listasafn Íslands, á föstudaginn verður ráðstefnan Hjólum til framtíðar og á sunnudaginn verður Bíllausi dagurinn, fjölskylduhátíð með göngu niður Miklubraut, Hringbraut og endar við Lækjargötu sem allar verða lokaðar fyrir akandi umferð á meðan á göngunni stendur. Þær Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Grænni Byggðar og Sesselja Traustadóttir, framkvæmdastjóri Hjólafærni á Íslandi komu í þáttinn og sögðu frá dagskrá vikunnar. Lesandi vikunnarí þetta sinn var Óskar Guðmundsson rithöfundur og framkvæmdastjóri Iceland Noir glæpasagnahátíðarinnar. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/16/201950 minutes
Episode Artwork

Margrét Maack föstudagsgestur og matarspjallið

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Margrét Erla Maack. Hún hefur brallað ýmislegt í gegnum tíðina, verið í sjónvarpi og útvarpi, í uppistandi, unnið í sirkus, verið burlesque dansari, danskennari o.fl. Hún er þessa dagana að standa fyrir söfnun á Karolinafund fyrir fæðingarorlofi, en hún er sjálfstætt starfandi, með breytilegar tekjur og hefur því takmarkaðan rétt á fæðingarorlofi. Við spjölluðum við hana um æskuna og uppvöxtinn, ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag og um söfnunina. Nemendur við Hótel og veitingaskólann bjóða af og til uppá nokkurs konar hátíðaræfingakvöldverð og bjóða til sín góðum gestum. Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson voru gestir nemendanna í gær og fengu að bjóða Sigurlaugu Margréti með sér. Hún sagði okkur frá þessu kvöldi, matnum, þjónustunni og samkvæmisleikjum í matarspjalli dagsins. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/13/201955 minutes
Episode Artwork

Ebba Guðný, skipulag heimila og innblástur á Kjarvalsstöðum

Hreint út sagt - 20 ára heilsubrölt Ebbu Guðnýjar, er heiti á nýju námskeiði þar sem Ebba Guðný Guðmundsdóttir fer yfir heilsufæðissviðið á léttum nótum og mætti kannski tala um nokkurs konar heilsu uppistand en á einni kvöldstund ætlar hún að fræða fólk um hollustu og matargerð og vonar að námskeiðið blási viðstöddum byr í brjóst og hjálpi þeim að taka betur eftir því hvar má auðveldlega bæta lífsmunstrið til heilsubótar. Á heimilum okkar erum við sífellt að takast á við breyttar aðstæður; börn fæðast, unglingar flytja að heiman, hjón skilja, nákomnir deyja. Öllum þessum breytingum fylgja gamlir og nýir hlutir. Er heimili þitt griðastaður eða óyfirstíganlegt verkefni alls konar hluta? Virpi Jokinen er vottaður skipuleggjandi og heldur erindi í kvöld um það hvernig best er að skipuleggja heimilið og öðlast hugarró. Í dag fer fram Innblástur, opið hús á Kjarvalsstöðum frá kl. 13.-16.00, þar sem kynnt verður allt það menningar- og fræðslustarf sem stendur börnum í skóla- og frístundastarfi til boða að kostnaðarlausu. Markmiðið með Innblæstri er að bjóða starfsfólki í skóla- og frístundastarfi í borginni til nokkurs konar messu þar sem það getur kynnt sér þau fjölmörgu tilboð sem þeim stendur til boða til að glæða menntun barnanna lífi, list og menningu. Við heyrðum í Hörpu Rut Hilmarsdóttur sem var stödd á Kjarvalsstöðum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/12/201950 minutes
Episode Artwork

Póstkort frá Spáni,Heilabrot og Transteymi

MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAGUR 11.SEPT 2019 UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag og í þetta sinn inniheldur það meðal annars flamenco sem pistilhöfundurinn Magnús hefur heillast af á nýjan leik eftir þrjátíu og fimm ára hlé. Hann segir líka frá hinum mikla vanda sem blasir við ungu fólki sem er kallað týnda kynslóðin á Spáni og af manninum sem fór í mál við foreldra sína og krefst þess að þeir borguðu fyrir húsnæði, fæði og uppihald. Heilabrot eru nýjir sjónvarpsþættir sem verða frumsýndir í næstu viku en þættirnir eru sjálfstætt framhald af þáttaröðinni Framapot sem var sýnd á síðasta ári og fjallaði um atvinnuhorfur ungs fólks. Viðfangsefni nýju þáttanna er geðheilbrigði þar sem geðheilsa ungs fólks er skoðað frá ýmsum sjónarhornum. Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir, önnur stjórnenda þáttanna, kom til okkar í dag ásamt Arnóri Pálma Arnarsyni, leikstjóra . Transteymi LSH heldur, í samstarfi við Samtökin 78 og Trans Ísland, ráðstefnu í Ráðhúsinu um málefni trans fólks. Tveir erlendir fyrirlesarar frá USA og Hollandi, stór nöfn á þessu sviði, mæta til landsins auk þess sem heilbrigðisráðherra, borgarstjóri, fleiri úr transteyminu og transfólk halda erindi. Þeir sem standa að ráðstefnunni segja að margir innan heilbrigðiskerfisins, menntakerfisins, hafi mjög takmarkaða þekkingu á þessum mikilvægu og oft viðkvæmu málum og því sé hér kærkomið tækifæri fyrir marga til að kynna sér hvað er að gerast í þróun málefna transfólks. Daníel Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna 78 og Elsa Bára Traustadóttir sálfræðingur komu í þáttinn.
9/11/201950 minutes
Episode Artwork

Vann Eurovision kóra, Ástarvikan og Ásta Þórisdóttir

Danski samtímakórinn Vocal Line, nýkrýndur sigurvegari „Eurovision Kóranna 2019“ kemur í tónleikaferðalag til landsins og heldur tónleika á morgun í Hofi á Akureyri.Í gegnum árin hefur Vocal Line öðlast mikla viðurkenningu fyrir starf sitt, bæði í Evrópu og víðar um heim og unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna. Vocal Line var valinn „Eurovision kór ársins 2019“, í keppni sem haldin var í Svíþjóð milli 10 evrópskra kóra og í þessum kór er einn Íslendingur , þingeyingurinn Gunnar Sigfússon, svo það má segja að hann sé eini Íslendingurinn sem hafi unnið Eurovision. En vegna þessarra tengsla við Ísland heldur kórinn nú loksins í langþráða tónleikaferð til Íslands til að leyfa Íslendingum að njóta tónlistarinnar. Við hringdum í Gunnar í þættinum Ásta Þórisdóttir starfar sem listgreinakennari í Grunnskólanum á Hólmavík - Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum hitti Ástu og bað hana að segja frá starfinu. Ég elska þig er heitið á grein sem Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkur skrifaði á bb.is. Þar fjallar hann um ástina og segir meðal annars að það sem er svo dásamlegt við ástina er að það er svo mikið til af henni. Nú stendur yfir Ástarvika í Bolungarvík með fjölbreyttri dagskrá. Þegar hún var fyrst haldin árið 2004 var markmiðið að fá bæjarbúa til að fjölga sér, en hún hefur þróast í gegnum árin og við fengum Jón Pál bæjarstjóra til að fræða okkur frekar um hana og ástina í þættinum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/10/201955 minutes
Episode Artwork

Streita, hrútar tala saman og Kristín lesandi vikunnar

Um helgina fór fram á Akureyri, Lýsa -rokkhátíð samtalsins og mörg áhugaverð málefni rædd og erindi flutt, eins og við heyrðum í Samfélaginu síðast liðinn föstudag. Helga Hrönn Óladóttir umdæmisstjóri Streituskólans og Streitumóttökunnar á norðurlandi flutti erindi á Lýsu, um muninn á streitu, kulnun og sjúklegri streitu. Hún kynnti rannsakaðar forvarnaraðferðir og úrlausnir og ný hugtök úr streitufræðunum eins og til að mynda daghvíld á vinnustað. Við hittum Helgu í Hofi og fengum hana til að segja okkur frá þessu. Annan veturinn í röð bjóða Píeta-samtökin feðrum, bræðrum, sonum og vinum þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi til fundar annan fimmtudag í hverjum mánuði. Það er Bjarni Karlsson prestur við Sálgæslustofuna Haf og Píetafélagi sem leiðir þessa fundi en hann hefur áratuga reynslu af starfi með syrgjendum og eins og hann segir sjálfur: Stundum er gott fyrir hrútana að vera einir saman. Bjarni kom í þáttinn í dag. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Kristín Vilhjálmsdóttir, þýðandi og ein aðstandenda heimildarmyndarinnar Að sjá hið ósýnilega, sem fjallar um konur á einhverfurófi. Hún er mikill lestrarhestur og við spurðum hana út í hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/9/201955 minutes
Episode Artwork

Ketill Berg föstudagsgestur, erfðagjafir og berjaspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Ketill Berg Magnússon. Hann er mannauðsstjóri hjá Marel á Íslandi. Við ræddum við hann um lífið og tilveruna, uppvaxtarárin og hvað hann er að bralla í dag, en hann hefur í nógu að snúast, því auk þess að vera hjá Marel er hann í forsvari fyrir átaki sjö góðgerðarfélaga sem miðar að því að kynna almenningi þann valmöguleika að hægt er að ánefna hluta af eigum sínum eftir sinn dag til góðgerðarfélags sem viðkomandi er annt um. Úr bláberjasafti í heimabrugg, ber allt árið með Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur, besta vini bragðlaukanna og berjanna. Ber voru í aðalhlutverkinu í matarspjallinu þennan föstudag. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/6/201955 minutes
Episode Artwork

Klikkuð menning, Ketó Flex og Þorbjörg og berin

Klikkuð menningarhátíð verður haldin í næstu viku. Markmið hátíðarinnar er að auka sýnileika og vekja athygli á fjölbreytileikanum ígeðheilsu landsmanna. Listafólk af ýmsum toga, sem er velviljað málefninu eða hefur sjálft reynslu af geðrænum áskorunum mun koma fram á hátíðinni. Við fengum Hildi Loftsdóttur verkefnastjóra hátíðarinnar og Daníel Þór Nýtt Samúelsson, sem deilir reynslu sinni á hátíðinni, í þáttinn. Við forvitnumst við aðeins um mataræði sem kallast Keto Flex. Það er eins og nafnið gefur kannski til kynna ögn mildari útgáfa af Keto mataræðinu og leyfir meira af kolvetnum. Já margir eru að reyna að grenna sig og það eru margar leiðir til. Þorbjörg Hafsteinsdóttir sagði okkur frá Ketó Flex. Svo hringdum við í Þorbjörgu Gunnarsdóttur á Egilsstöðum sem fer mikinn í berjatýnslu á þessum tíma árs. Hún gerir bláberjasultu, rifsberjahlaup, hrútaberjahlaup, hindberjasultu, rabarbarasultu og krækiberjasaft. Við forvitnuðumst um berjasprettu á austurlandi og hvað hægt er að gera úr þeim. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/5/201950 minutes
Episode Artwork

Póstkort frá Spáni,Matarfíkn og Núvitund

MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAGUR 4.SEPT 2019 UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON Endurmenntun HÍ býður upp á átta vikna núvitundarnámskeið sem er hugsað fyrir almenning til að takast á við streitu daglegs lífs. Markmið námskeiðsins er að þjálfa núvitund, öðlast meiri hugarró og njóta betur líðandi stundar. Við fáum í heimsókn til okkar Önnu Dóru Frostadóttur, klínískan sálfræðing til að fræða okkur um núvitund en hún er önnur stjórnenda námskeiðsins. Magnús R. Einarsson sendir okkur póstkort frá Spáni og í korti dagsins segir Magnús frá tíma sínum í Alicante, hitanum og ráðum við honum, þéttbýlinu sem hefur sína stóru kosti, almenningssamgöngum sem eru til fyrirmyndar. Hann segir líka af kínverskum þörungum sem eru að ógna strandlífinu á austurströnd Spánar, heilu þorpunum sem eru að tæmast og hvernig það er að vera næstum mállaus í framandi landi. INFACT er fjölþjóðlegur skóli og kennir sykur/matarfíknimeðferðir og ráðgjöf og er fyrsta og eina námið í sykur/matarfíkniráðgjöf á heimsvísu þar sem nemar geta öðlast vottun frá viðurkenndu vottunarráði fyrir slíka ráðgjöf. Útskriftarnemar öðlast réttindi sem Matarfíkniráðgjafar og þeir sem standa að náminu eru fjölþjóðlegur hópur sérfræðinga sem vinna að sykur/matarfíkn, ráðgjöf, meðferðum, líffræði, læknisfræði, efnaskiptarannsóknum og næringarfræði.
9/4/201950 minutes
Episode Artwork

Öruggt skjól, vatnstjón og Elín og hirðingjatjaldið

Í dag kl.15.00 verða þögull gjörningur við Ráðhúsið í Reykjavík til að vekja athygli á því að það eru yfir 300 manns sem eru á götunni í Reykjavík. Það er minningarsjóður Þorbjarnar Hauks Liljarssonar “Öruggt skjól“ sem efnir til þessa gjörnings en Þorbjörn Haukur varð bráðkvaddur í október í fyrra, 46 ára að aldri og hafði þá búið á götunni til margra ára. Móðir Þorbjörns kom í þáttinn. Í landi Seljaness reis í vor tjald - þó ekkert venjulegt útilegutjald, Þetta er mongólkst hirðingjatjald og eigandi þess og tjaldráðandi er Elín Agla Briem. Kristín Einarsdóttir heimsótti Elínu í tjaldið og fékk að vita sögu þess, sögu hlutanna sem þar eru og hlutverk þess í samfélaginu. Í síðastliðinni viku fór fram Norræn vatnstjónaráðstefna þar sem meðal annars var farið yfir eðli vatnstjóna, orsakir og afleiðingar. Erindin frá íslandi fjölluðu meðal annars um rannsóknir á íslenskum byggingarefnum hjá Nýsköpunarmiðstöð rannsóknarstofu byggingariðnaðarins þ.e.a.s. hvernig þau bregðast við rakaálagi. Fjallað var sérstaklega um myglu í íslenskri steypu. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir er fagstjóri hjá EFLU verkfræðistofu hún kom í þáttinn. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/3/201950 minutes
Episode Artwork

Sentia og Nexus, hamingjunámskeið og Rebekka lesandi vikunnar

Sentia sálfræðistofa er með sálfræðiþjónustu sem alfarið snýr að börnum, ungmennum og fjölskyldum. Sentia stendur nú, ásamt Nexus fyrir fyrir helgarnámskeiðum fyrir ungt fólk til dæmis í, hlutverkaspilum, svokölluðu LARPi eða rauntímaspunaspili, sjálfstyrkinganámskeið fyrir stúlkur, skylmingum og fleira. Við fengum Soffíu Elínu Sigurðardóttur sálfræðing sem bjó til námskeiðin og Baldur Hannesson sálfræðing sem stýrir námskeiðunum með Soffíu í þáttinn til að segja okkur frekar frá. Nú í byrjun september fer í gang 8 vikna námskeið sem haldið er í gegnum alþjóðlegu góðgerðasamtökin Action for Happiness. Námskeiðið byggir á niðurstöðum úr rannsóknum á hamingju og er markmið þess að hvetja fólk til að gera meira af því sem vitað er að gefur fólki sanna lífsfyllingu - og það er ekki peningar, frægð og frami! Þórhildur Magnúsdóttir og Erna Geirsdóttir komu í þáttinn og sögðu frá. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Rebekka Sif Stefánsdóttir, söngkona og söngkennari. Í ár setti hún sér markmið að lesa 100 bækur og hún er svo gott sem á áætlun. Við fengum hana til að segja okkur hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
9/2/201955 minutes
Episode Artwork

Föstudagsgesturinn Vala Guðna og fiskisúpa Svanhildar Hólm

Í byrjun október mun Gaflaraleikhúsið frumsýna Mömmu klikk! eftir Gunnar Helgason í leikgerð og leikstjórn Bjarkar Jakobsdóttur. Leikkonan og söngkonan Valgerður Guðnadóttir fer með hlutverk mömmu klikk og hún var föstudagsgesturinn Mannlega þáttarins í dag. 1.september er núna á sunnudaginn og af því tilefni fjallaði Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, um fiskisúpur, lúðusúpu og svo hringdi hún í Svanhildi Hólm Valsdóttur sem lumar á frægri súpuuppskrift sem hún deildi með okkur. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/30/201950 minutes
Episode Artwork

Fjarnám í Versló, rafíþróttir og meðhöndlun uppskeru

Við heimsóttum Sigurlaugu Kristmannsdóttur, fjarnámsstjóra Verslunarskóla Íslands og skoðuðum gríðarstórt landakort sem hangir uppá vegg á skrifstofunni og þar er búið að merkja inn staði um víða veröld, þar sem nemendur stunda og hafa stundað fjarnám og tekið próf. Þessi próf eru oftast tekin í sendiráðum eða á skrifstofum ræðismanna og ástæður þess að nemendur eru dreifðir um víða veröld, eru margar. Sumir eru að æfa íþróttir, fótbolta , handbolta og aðrir eru í listnámi td ballet, svo eru margir skiptinemar sem stunda námið. Mikil umræða hefur verið undanfarin ár um tölvuleikjafíkn og afleiðingar tölvuleikja í óhófi. En hin hliðin á ástundun tölvuleikja heyrist sjaldnar. Rafíþróttir er samheiti yfir skipulagða keppni í tölvuleikjum, þær hafa verið í miklum uppgangi á Íslandi og um allan heim síðustu ár. Glímufélagið Ármann hefur hafið samstarf við Rafíþróttaskólann og bjóða upp á æfingar í rafíþróttum í haust fyrir ungmenni á aldrinum 10-15 ára. Við fengum Arnar Hólm Einarsson, yfirþjálfara Rafíþróttadeildar Ármanns til að segja okkur frekar frá þessu. Garðyrkjufræðingar Grasagarðsins, félagar frá Garðyrkjufélag Íslands og meðlimir úr Slow Food á Íslandi standa fyrir fræðslufundi í næstu viku um leiðir til að meðhöndla uppskeruna úr matjurta- og kryddjurtagarðinum svo ekkert fari til spillis og fjalla um hvernig er best að undirbúa matjurtagarðinn fyrir veturinn. Þá verður gestum boðið að smakka á krásum úr matjurtagarðinum. Við heyrðum í Björk Þorleifsdóttur, verkefnastjóra fræðslu og miðlunar hjá Grasagarðinum í þættinum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/29/201955 minutes
Episode Artwork

Kynlífsmarkþjálfi,póstkort frá Spáni og fyrsti skóladagurinn

Mannlegi þátturinn 28.ágúst 2019 Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson Ástandið í Barselóna er til umfjöllunar í Póstkortinu frá Spáni. Þar hefur glæpatíðni snaraukist og mest er aukningin í ofbeldisránum í miðborginni. Magnús R Einarsson segir frá heimilislausu strákunum sem skipa sér í gengi eins og úlfar til að ræna ferðamenn og heimamenn í Barselóna. Hann segir líka frá lestarferð, óðamála spánverjum, og spænskunáminu sem hann stundar með aðstoð frá amerískri söngkonu af gyðingaættum sem minnir hann á Ellý Vilhjálms. Við fórum á Háskólatorg Háskóla Íslands og spurðum nemendur útí minningar frá fyrsta skóladeginum. Við ræddum við Kristínu Þórsdóttur markþjálfa sem er í námi við að læra að verða kynfræðingur og kynlífsmarkþjálfi. Einnig heldur hún forvarnarfyrirlestra fyrir unglinga um sjálfsmynd og kynheilbrigði.
8/28/201955 minutes
Episode Artwork

Sóttu hreyfil uppá jökul, Sæunnarsund og Sveinn frá Dröngum

Eftir næstum tveggja ára leit fannst hreyfill á stærstu farþegaþotu heims sem hafði sprungið og dottið af á flugi yfir Grænlandsjökul. Það var gerður út leiðangur til að ná í hreyfilinn sem reyndist vera á hættulegu sprungusvæði. Arnar Ingi Gunnarsson, var valinn úr hópi 65 umsækjenda til þess að fara í þessa ferð. Hann kom í þáttinn í dag og sagði frá þessari háskaför. Sæunnarsundið verður þreytt í þriðja sinn næstu helgi á Flateyri en sagan á bak við sundið er mjög áhugaverð. Það var í október árið 1987 sem kýrin Harpa stakk af á bryggjunni á Flateyri þar sem færa átti hana til slátrunar, hún stökk í öllu sínu veldi yfir fiskikör og út í sjó, fyrst stefndi hún út á haf en tók síðan stefnun þvert yfir fjörðin og kom á land í Valþjófsdal. Steini í Dal tók við henni og hún lifði í mörg ár þar. Bryndís Sigurðardóttir sagði okkur sögu Sæunnar og frá sundinu í ár. Sveinn Kristinsson frá Dröngum er þekktur sagnamaður. Kristín Einarsdóttir hitti Svein á Seljanesi þar sem hann sagði sögur úr sveitinni og sagði frá uppvaxtarárum sínum má Ströndum og tengslum við landið. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/27/201955 minutes
Episode Artwork

Bráðaofnæmi fyrir áreynslu, Janus Bragi lesandinn

MANNLEGI ÞÁTTURINN MÁNUDAGUR 26.ÁGÚST 2019 UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON Við heyrðum af konu sem var úti að hlaupa nú í sumar og fór allt í einu að líða einkennilega. Hún fékk kláða í iljarnar sem ágerðist um líkamann, svo fór andlitið á henni, hendur og fætur að bólgna og loks tungan líka. Það leið næstum yfir hana og hún kastaði upp. Þetta var það alvarlegt að hún hringdi á sjúkrabíl. Eftir rannsóknir kom í ljós nokkru síðar að hún væri með bráðaofnæmi fyrir áreynslu. Hún hafði aldrei áður fundið fyrir þessum einkennum, en nú þarf hún, í samráði við lækna að hugsa alla hreyfingu og áreynslu uppá nýtt. Við fengum Yrsu Löve, ofnæmislækni, til að fræða okkur frekar um bráðaofnæmi og þá sérstaklega fyrir áreynslu. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Janus Bragi Jakobsson kvikmyndagerðamaður. Við fáum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.
8/26/201955 minutes
Episode Artwork

Föstudagsgesturinn Dagur B. og matarspjallið

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. Við fórum í gær niður í Ráðhús og spjölluðum við hann um æskuna og uppvöxtinn, pólítíkina og svo auðvitað um Menningarnótt sem verður haldin á morgun með pompi og pragt. Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, var hjá okkur með sitt vikulega matarspjall. Í dag hringdi hún í Marentzu Poulsen og við rifjuðum saman upp gamlar minningar af veitingastöðum í Reykjavík í tilefni Menningarnætur. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/23/201950 minutes
Episode Artwork

Suðupotturinn Reykjavík, tangó og Hringsjá

Í kvöld er boðið uppá göngu í miðborg Reykjavíkur sem ber yfirskriftina„Suðupotturinn Reykjavík 1890-1920“ og þar verða fólksflutningar til Íslands fyrr á tímum í brennidepli. Gengið verður um Kvosina og sagðar sögur af aðfluttu fólki, bæði úr íslenskum sveitum og erlendis frá, sem mótuðu bæjarlífið á tímabilinu 1890-1920 þegar Reykjavík breyttist úr smábæ í litla höfuðborg. Fjallað verður um alþjóðlegar rætur borgarinnar og lögð áhersla á að draga fram hvernig erlend menning og íslensk sveitamenning blönduðust saman við staðbundna þætti til að gera Reykjavík að þeirri borg sem hún er. Leiðsögumaður verður Íris Ellenberger lektor í samfélagsgreinum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, hún kom í þáttinn. Við forvitnuðumst um Tangó og tómatar en í Friðheimum fyrir austan fjall verður boðið uppá tónlist argentínska snillingsins Astor Piazzolla. Þar mun nýstofnaður Piazzolla Quintet leika tónlist Piazzolla en tónlist hans er hinn svokallaði nýi tangó (nuevo tango) og er afar áhugaverð samsuða af tangó, djass og klassískri tónlist. Hringsjá er náms- og starfsendurhæfing fyrir fólk sem vill komast aftur út á vinnumarkaðinn eftir hlé vegna sjúkdóma, slysa eða annarra áfalla. Námið er líka hugsað fyrir fólk með námserfiðleika og/eða litla grunnmenntun. Við fengum Helgu Eysteinsdóttur forstöðukonu Hringsjár í viðtal ásamt tveimur nemendum, þeim Inga Sævari Ingasyni og Elísabetu Maríu Garðarsdóttur. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/22/201955 minutes
Episode Artwork

MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAGUR 21.ÁGÚST 2019 UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON Rótin er félag áhugakvenna með það að markmiði að stofna til umræðu um konur, fíkn, áföll, ofbeldi og geðheilbrigði og huga að sérstökum meðferðarúrræðum fyrir konur. Hausstarf Rótarinnar verður kynnt á fundi í kvöld og við ætlum að fá Kristínu I. Pálsdóttur til að segja okkur frá því sem er í boði. St. Jósefsspítali var byggður 1926 af St. Jósefssystrum sem ráku þar spítala til ársins 1987 en þá seldu þær ríki og Hafnarfjarðarkaupstað spítalann. Í húsnæðinu var rekinn spítali til ársins 2011 en þá var spítalanum lokað. St. Jósefsspítali hefur nú nýtt hlutverk sem Lífsgæðasetur. Þar verður fjölbreytt og lifandi starfsemi á sviði heilsuverndar og sköpunar í samræmi við heilsustefnu Hafnarfjarðar. Eva Michaelsen kemur og segir okkur nánar frá. Við fáum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni og í dag inniheldur það frásögn af lottóáhuga Spánverja en lottó hefur verið hér samfellt frá miðri átjándu öld og hefur ekki fallið niður þrátt fyrir styrjaldir og óáran. Það segir líka hvernig Benidorm varð fyrsti massatúrismastaðurinn í Evrópu, og að lokum segir Magnús frá vaxandi glæpaöldu í Barcelona.
8/21/201955 minutes
Episode Artwork

Lionshreyfingin, myndlist og kraftlyftingar og Guðbrandur að Bassastöð

Lionshreyfingin var stofnuð í Chicago árið 1917, hún er stærst alþjóðlegra hjálparsamtaka og innan hennar starfa nú tæplega 1,5 milljón manna í öllum heimsálfum. Á Íslandi eru 80 Lionsklúbbar með um 2.200 félaga. Alþjóðaforseti hreyfingarinnar Dr. Jun-Yul Choi, er á landinu þessa dagana og viðfengum þau Ellert Eggertsson og Guðrún Björt Yngvadóttir, fyrrum alþjóðaforseti Lions í þáttinn í dag. Vinir og elskhugar er yfirskrift málverkasýningar myndlistar- og kraftlyftingakonunnar Dagmarar Agnarsdóttur í Menningarmiðstöðinni Gerðuberg. En Dagmar stundar einnig kraftlyftingar og keppir í flokki 65-70 ára, en hún hefur sett 24 Íslandsmet á fáum árum. Dagmar kom í þáttinn í dag og við spurðum hana útí innblástur, stíl, efni og auðvitað kraftlyftingarnar. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, fór í heimsókn að Bassastöðum á Selströnd og ræddi við Guðbrand bónda sem er farinn að velta fyrir sér starfslokum eftir langan og farsælan feril. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/20/201955 minutes
Episode Artwork

Skúffuskáld og fimmtugur Valur lesandi vikunnar

Ert þú skúffuskáld? Er skúffan full af hálfkláruðum hugmyndum, ljóðum , leikritum eða skáldsögum, eða kannski öllu þessu? Nú stendur fyrir dyrum ókeypis námskeið fyrir skúffuskáld: Smátextar - frá örsögu til útgáfu. Þar verður kennsla samhliða Skrifstofunni, ritstmíðaverkstæði skrifandi fólks. Sunna Dís Másdóttir leiðir verkið og hún kom í þáttinn og sagði frá. Lesandi vikunnar í þetta sinn varð fimmtugur fyrir helgi, leikarinn Valur Freyr Einarsson. Hann sagði frá því hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/19/201955 minutes
Episode Artwork

Föstudagsgestirnir sjá um Skaupið og nýting brauðafganga

Áramótaskaupið er komið á borð heillar ritnefndar, eða hóps höfunda, sem á fyrir höndum mikilvægt verk við skriftir og eflaust á eftir að endurskrifa og bæta við, henda út og liggja yfir texta. Föstudagsgestir Mannlega þáttarins í þetta sinn voru tveir, þau Reynir Lyngdal, sem mun leikstýra Skaupinu í ár og Vala Kristín Eiríksdóttir sem er einn handritshöfunda Skaupsins. Það var um nóg að spjalla við þau um lífið, tilveruna og grínið. Sigurlaug Margrét, besti vinur bragðlaukanna, var með sitt vikulega matarspjall í þættinum í dag. Í þetta sinn hringdi hún í Bryndísi Óskarsdóttur í Skjaldarvík í Eyjafirði sem rekur þar ferðaþjónustu. Bryndís býður uppá nýtt námskeið í því hvernig nýta má brauðafganga í matargerð og stuðla með því að minni matarsóun og spara pening í leiðinni. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/16/201954 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Rannsaka matarsóun, Skárastaðamálið og myndlist sem má snerta

Umhverfisstofnun hefur í næstu viku ítarlega rannsókn á umfangi matarsóunar á Íslandi árið 2019. Ríflega 1.000 heimili verða valin í slembiúrtaki og heimilisfólk beðið að taka þátt í rannsókninni. Þátttakendur verða beðnir að vigta mat og matarúrgang sem fer til spillis á heimilinu í eina viku. Margrét Einarsdóttir frá Umhverfisstofnun kom í þáttinn og sagði frá. Við forvitnuðumst um 160 ára gamalt sakamál, þar sem ungbarn dó með vofeiflegum hætti og annað barn hvarf og kom ekki í ljós hvernig sem leitað var. Skárastaðamálið í Húnavatnssýslu er umfjöllunarefni bókar sem Anna Dóra Antonsdóttir sagnfræðingur hefur skrifað og í bókinni er skyggnst í dómabækur og fleiri samtímaskjöl, framburði vitna gerð skil og lesið í eyður. Skárastaðamálið hefur lengi legið í þagnargildi en nú er þögnin rofin, stendur á bókarkápu. Anna Dóra kom í þáttinn. Gerður Guðmundsdóttir opnar myndlistarsýninguna Skynjun - Má snerta í Listasal Mosfellsbæjar á morgun, en sýningin er sérstaklega hönnuð með þarfir blindra og sjónskertra í huga og öfugt við það sem gengur og gerist eru gestir hvattir til að snerta verkin. Gerður kom í þáttinn. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
8/15/201955 minutes
Episode Artwork

Fígaró í Þjóðleikhúsinu, Smiðjuloftið og póstkort frá Spáni

Íslenska óperan snýr aftur á fjalir Þjóðleikhússins með hina óborganlegu gamanóperu Brúðkaup Fígarós eftir meistara Mozart. Óperan fjallar um ást, hjónaband og stéttaskiptingu. Mikil eftirvænting ríkir í herbúðum Íslensku óperunnar og Þjóðleikhússins enda um stórviðburð að ræða sem beðið hefur verið eftir. Þess má geta að fyrsta óperuuppfærslan sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu var einmitt gestasýning frá Stokkhólmsóperunni á Brúðkaupi Fígarós - frumsýnd í júní 1950 og var margoft sýnd fyrir fullu húsi. Við fengum óperustjórann Steinunni Birnu Ragnarsdóttur í þáttinn í dag. Hjónin, Þórður Sævarsson og Valgerður Jónsdóttir, opnuðu Smiðjuloftið á Akranesi fyrir einu og hálfu ári. Þau ákváðu að sameina áhugamál þeirra beggja undir einn hatt og sjá hvert það myndi leiða þau. Þau bjóða upp á aðstöðu til klifurs, halda tónlistarnámskeið fyrir börn og foreldra, bjóða ferðamönnum upp á íslenskt þjóðlagaprógramm og tónleika og fleira. Valgerður kom í þáttinn og sagði frá þessu framtaki þeirra hjóna. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni. Spánverjar umgangast áfengi af miklu frjáslyndi, þeir drekka frá því snemma á morgna og fram á kvöld. Samt sést aldrei drukkið fólk. Frá þessu segir í póstkorti dagsins og jafnframt af kannabisframleiðslu í heimahúsum sem færist verulega í aukana og einnig af gríðarlegri hækkun á leiguverði húsnæðis, sem nemur fimmtíu prósentum á aðeins fimm árum. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG SIGURLAUG MARGRÉT JÓNASDÓTTIR
8/14/201955 minutes
Episode Artwork

Héraðið frumsýnd, Læknar án landamæra og hestar í Hrútafirði

Héraðið, ný íslensk kvikmynd eftir leikstjórann Grím Hákonarson, verður frumsýnd í bíóhúsum landsins á morgun. Héraðið fjallar um samskipti Ingu, miðaldra kúabónda, við kaupfélagið og kerfið. Arndís Hrönn Egilsdóttir sem fer með hlutverk Ingu í myndinni og Grímur, leikstjóri, komu í viðtal í þáttinn í dag. Alþjóðlegu mannúðarsamtökin Læknar án landamæra var boðið að taka þátt í tónleikaferðalagi Ed Sheeran og voru því á Laugardalsvelli um helgina að kynna störf sín með sýningu sem sett var upp á tónleikasvæðinu. Samtökin Læknar án landamæra voru stofnuð af hópi blaðamanna og lækna árið 1971 í París og eru í dag alþjóðleg samtök sem telja meira en 42 000 meðlimi. Við heyrðum í Helenu Jónsdóttur, hjálparstarfsmanni Lækna án landamæra í þættinum og fengum hana til að segja okkur frekar frá samtökunum og hvernig gekk um helgina. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, lagði leið sína að Bessastöðum í Hrútafirði til að ná í hesta sem hún hafði fest kaup á. Hún hitt þar bóndann og hestamanninn Jóhann Magnússon og dóttur hans hana Fríðu og ræddi við þau um hesta og hestamennsku. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG SIGURLAUG MARGRÉT JÓNASDÓTTIR
8/13/201950 minutes
Episode Artwork

Rassias-aðferðin, Tímaritið HVAR og Guðmundur lesandi

Við kynntumst Rassias-aðferðinni, sem er óhefðbundin kennsluaðferð í tungumálanámi sem verður kennd hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Markmið aðferðarinnar er að láta nemendur finna fyrir öryggi þegar þeir læra nýtt tungumál og læra í leiðinni um menningu og samfélag tungumálsins sem þeir læra. Erla Bolladóttir, verkefnastjóri fræðsludeildar Mímis kom í þáttinni Tímaritið HVAÐ er hvetjandi og eflandi tímarit fyrir börn og ungmenni sem ýtir undir sjálfstæða hugsun og heilbrigða sýn á tilveruna og náttúruna. Ágústa Arnardóttir safnaði fyrir útgáfunni á Karolina Fund í vetur og fyrsta blaðið kom út í vor en stefnt er að því að gefa blaðið út tvisvar á ári, á vorin og haustin. Ágústa er stödd í Evrópureisu með eiginmanni og börnum þar sem þau heimsækja þjóðgarða og stunda útivist af miklum móð og hafa nú heimsótt meira en 10 lönd, ekki alveg þessi týpíska sólarlandaferð Íslendinga. VIð slógum á þráðinn til hennaer í þættinum. Lesandi vikunnar að þessu sinni var leikarinn og rithöfundurinn Guðmundur Ólafsson. Hann sagði okkur hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
8/12/201950 minutes
Episode Artwork

Vignir Rafn föstudagsgestur og Guðmundur lék Pútín

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Vignir Rafn Valþórsson leikari og leikstjóri. Í ágúst verður frumsýndur nýr söngleikur í Háskólabíói, We Will Rock You, sem er saminn í kringum tónlist hljómsveitarinnar Queen og hefur slegið í gegn víða erlendis. Vignir Rafn mun þar leikstýra meðal annars Ladda, Ragnhildi Gísladóttur, Birni Jörundi og Króla. Eins og vaninn er með föstudagsgesti sagði hann okkur frá æskuárum sínum, uppvextinum og ferðalaginu í gegnum lífið til dagsins í dag. Í matarspjallinu í dag töluðum við um fiskigratín, gómsætt snitzel, rauðköflóttar gardínur og 40 ára sögu veitingastaðarins Lauga-ási. Gestur okkar var Guðmundur Ragnarsson veitingamaður í Lauga-ási. Hann sagði okkur líka af eldamennsku fyrir 350 manns upp á jökli og þegar hann lék Pútín. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG SIGURLAUG MARGRÉT JÓNASDÓTTIR
6/28/201950 minutes
Episode Artwork

Örvi, svefntruflanir og vökukonan Guðrún

Við kíktum í heimsókn á starfsþjálfunarstaðnum Örva, í Kópavoginum, þar sem fólk með skerta starfsgetu kemur og vinnur við fjölbreytt störf í mislangan tíma og undirbýr sig fyrir að halda út á vinnumarkaðinn. Við fengum Birgittu Bóasdóttur, forstöðukonu Örva og þroskaþjálfa, til að fræða okkur um staðinn. Auk þess spjölluðum við við Arnbjörgu Magneu, Hrönn Kristey og Jakob Vífil, sem starfa hjá Örva. Sumarsólstöður voru fyrir tæpri viku, lengstu dagar ársins og bjartar nætur. Svefntruflanir eru meðal algengustu heilsufarsvandamála fólks sem býr á norðurhveli jarðar. Við fengum Söndru Mjöll Jónsdóttur-Buch, doktor í líf-og læknavísindum til þess að ræða við okkur um svefntruflanir, orsakir, afleiðingar og lausnir. Við fræddumst um vökukonur og vökumenn kirkjugarða í þættinum. En það var föst trúa manna hérlendis, að sá sem fyrstur væri grafinn í nýjum kirkjugarði yrði "vökumaður" hans. Átti hann ekki að rotna, en taka á móti öllum er síðar væru þar grafnir og vaka stöðugt yfir garðinum. Sólveig Ólafsdóttir kom og sagði frá vökukonunni í Hóllavallakirkjugarði, Guðrúnu Oddsdóttur, og frá göngu í garðinum sem verður á morgun. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG SIGURLAUG MARGRÉT JÓNASDÓTTIR
6/27/201955 minutes
Episode Artwork

Skólastjóri Lýðháskólans, Samúel í Selárdal og nautaat

Lýðháskólinn á Flateyri er miklu meira en en bara skóli, þar eru ekki allar áherslur á einingar og próf. Nemendur fá að tengjast atvinnulífinu, samfélaginu og menningu. Ingibjörg Guðmundsdóttir kennslustjóri í HR er að pakka niður og flytja til Flateyrar og taka við sem skólastjóri Lýðháskólands. Hún sagði frá skólanum í þættinum og sagðist hlakka til að takast á við þetta spennandi starf. Við fræðumst um merkilegan Íslending og alþýðulistamann Samúel Jónsson í Selárdal sem fæddist árið 1884 og lést 1969. Hann meðal annars endurgerði í Selárdal frægan ljónagosbrunn sem er í Alhambra á Spáni, reisti mikla ævintýraveröld í dalnum og byggði kirkju, einfaldlega af því hann vantaði eina slíka fyrir altaristöflu sem hann gerði. Við heyrðum í Elfari Loga Hannessyni, sem hefur samið leiksýningu um Samúel sem heitir Listamaðurinn með barnshjartað. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni frá Spáni í þættinum. Í póstkorti dagsins segir af nautaati, Jónsmessuhátíðinni, óttanum við hitabylgjuna sem er að skella á Spán. Einnig frá döpru sjálfsmati spænsku þjóðarinnar og kvikmynd sem Adam Sandler var að gera og móðgar Spánverja með því að sýna þá sem fólk sem er tilbaka í tilverunni og á eftir samtímanum. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG SIGURLAUG MARGRÉT JÓNASDÓTTIR
6/26/201955 minutes
Episode Artwork

Tófan, ljóð kvenna, geislun og Grímsey á Steingrímsfirði

Magnea Ingvarsdóttir, menningarfræðingur, hefur safnað ljóðabókum eftir konur í nokkurn tíma og heldur út facebook síðunni Tófan, ljóð kvenna frá örófi alda til okkar daga. Þar birtir hún ljóð eftir konur og ýmislegt sem þeim tengist. Þetta eru ljóð sem mörg hver hafa ekki sést áður og höfundarnir eru flestir óþekktir. Magnea kom í þáttinn og við fengum hana til að segja okkur frá þessu áhugaverða verkefni. Chernobyl þáttaserían hefur heldur betur slegið í gegn - við erum stolt af því að tveir íslendingar koma að þessum þáttum Baltasar Breki sem einn leikaranna og Hildur Guðnadóttir sem semur tónlistina. Mörgum þykja þættirnir heldur óhugnalegir og veigra sér við að horfa á senurnar þar sem þeir sem staddir voru í kjarnaorkuverinu þetta örlagaríka kvöld liggja deyjandi á kvalafullan hátt á spítalanum. Við veltum fyrir okkur þeim áhrifum sem geislun hefur á líkamann og hvað það er sem gerir það að verkum að frumur hans geta farið illa út úr mikilli geislun. Og svo er ekki sama geislun og geislun - til þess að fræða okkur um þetta kom Maríanna Garðarsdóttir yfirlæknir á Röntgendeild Landspítala Háskólaskjúkrahúss í þáttinn í dag. Grímsey á Steingrímsfirði er sannkölluð náttúruperla, sérstaklega þegar þúsundir lunda hafa búið þar um sig. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, fór með bátnum Sundhana út í eyjuna og spjallaði við skiptstjórann Franklín Ævarson og Möggu Stínu sem mun starfa sem leiðsögumaður í eynni í sumar. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG ARNDÍS BJÖRK ÁSGEIRSDÓTTIR
6/25/201955 minutes
Episode Artwork

Kínverska og kungfu, Olivia í Kolaportinu og Árni lesandi vikunnar

Konúsíusarstofnun Norðurljósa við Háskóla Íslands stendur fyrir sumarnámskeiði í Kungfu ( kínverskum bardagalistum) og kínversku. Markhópurinn er börn og unglingar á grunnskólaaldri en foreldrar mega gjarnan taka þátt ef þeir hafa tíma og áhuga. Kennararnir koma frá Kína og hafa báðir reynslu í að kenna börnum. Magnús Björnsson,forstöðumaður Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa og Guan Dong Qing, eigandi Heilsudrekans, komu í þáttinn og sögðu frá. Olivia Debois frá Kamerún rekur bás í Kolaportinu sem hún kallar Manita house. Þar má finna litríkar vörur frá Afríku sem hún selur og ágóðan gefur hún til góðgerðasamtaka sem starfa í Frakklandi og Kamerún. Samtökin sem nefnast Heilsa og hjarta hafa það markmið að bjóða fötluðu fólki, þá sérstaklega börnum og einnig fólki með geðræna sjúkdóma, upp á listkennslu. En Olivia hefur ýmislegt á prjónunum sem við heyrðum um í þætti dagsins. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Árni Matthíasson, blaðamaður hjá Morgunblaðinu. Hann sagði frá hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG ARNDÍS BJÖRK ÁSGEIRSDÓTTIR
6/24/201955 minutes
Episode Artwork

Haukur Harðarson og hreyfilistin og Margrét Rósa

Að kvöldi 17.júní var hin frábæra íslenska kvikmynd Stuðmanna, Með allt á hreinu, sýnd á RÚV. Það var virkilega gaman að rifja hana aftur upp, frábær tónlist og stórskemmtilegur húmor sem hefur staðist tímans tönn. Í eftirminnilegu atriði í myndinni syngja Stuðmenn um stóreflis UFO sem af himnum ofan datt og astraltertugubb. Í því atriði léku tvíburabræðurnir Hörður og Haukur Harðarsynir geimverurnar sem komu með UFO-inu. Þeir voru landsþekktir, léku einnig í Hrafninn flýgur, voru með listasýningar þar sem þeir sýndu meðal annars hreyfilist, þróuðu eigin sjálfsvarnarlist, Kimewasa og margt fleira. En svo hurfu þeir af sjónarsviðinu, eða hvað? Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Haukur Harðarson, annar þeirra bræðra. Í matarspjalli dagsins ræddum við við Margréti Rósu Einarsdóttur sem hefur verið í veitingabransanum lengi og veit nákvæmlega hvernig á að reka góðan veitingastað . Í dag er hún hótelstjóri á hótel Glym og einnig rekur hún kaffihúsið Englendingavík í Borgarnesi. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG SIGURLAUG MARGRÉT JÓNASDÓTTIR
6/21/201955 minutes
Episode Artwork

Bíladella, Gleym-mér-ei og golfsumarið

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir fjölmiðlakona, hefur starfað í sjónvarpi, útvarpi og nú skrifar hún meðal annars um bíla í Morgunblaðið. Hún segist vera forfallinn tækja- og adrenalínsjúklingur með flugbakteríu á lokastigi. Með tilliti til þess er hún komin nú í draumastöðu þar sem hún hefur tækifæri til að prófa allar týpur af bílum og rýna í kosti þeirra og galla. Ég rak til dæmis augun í grein hennar um nýjan rafmagnsbíl frá Mercedes Benz. Sigríður Elva kom í þátinn í bíladelluspjall um nýjustu rafbílana og sagði okkur aðeins frá fisflugi. Í Reykjavíkurmaraþoninu er hægt, eins og reyndar undanfarin ár, að hlaupa og safna fé fyrir góðan málstað. Anna Sigrún Baldursdóttir ætlar að hlaupa til styrktar Gleym-mér-ei Styrktarfélag, en það félag er með þann tilgang að halda utan um styrktarsjóð sem notaður er til að styrkja ýmis verkefni í tengslum við missi barns á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Anna Sigrún kom í þáttinn og sagði sína sögu, en hún missti barn við fæðingu árið 1995. Golfsumarið er í fullum gangi, golfvellir landsins koma einstaklega vel undan vetri og golkylfum er sveiflað af kappi um allt land með það markmið að koma litlu hvítu kúlunni ofan í þar til gerðar holur. Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands kom í þáttinn og fór yfir stöðuna í golfi á Íslandi. UMSJÓN GUNNAR HANSSON
6/20/201950 minutes
Episode Artwork

Guðmundur og matarræðið, þjóðlög á mögnuðum stöðum og tengslavandi

Guðmundur Haraldsson leikari og leiðsögumaður gerði áhugaverðar tilraunir á sjálfum sér fyrir um það bil 5 árum. Hann fastaði meðal annars, fyrst í 8 daga og svo í 40 daga og tók svo mislöng tímabil í að prófa ýmiskonar matarræði, t.d. paleomataræðið. Við Guðrún fengum hann þá reglulega í viðtal í Síðdegisútvarpið á Rás 2 til að fá að fylgjast með hvernig gekk og hvaða áhrif þetta væri að hafa á hann. Guðmundur kom í þáttinn í dag og við fengumum hann til að segja okkur frá þessu ferli, hvað hann lærði af því og hver staðan er í dag. Ýmis forvitnileg verkefni hafa náð að líta dagsins ljós og fengið byr undir báða vængi með hjálp frá Karolina fund. Eitt slíkt er í vinnslu þar, kvikmyndaðir tónleikar þar sem íslensk þjóðlög verða flutt á 6 mögnuðum stöðum. Staðirnir eru; Tjarnargígur í Lakagígum, Akranesviti, Lýsistankur í Djúpavík, Stefánshellir í Hallmundarhrauni, Botnstjörn í Ásbyrgi og Emelíuklappir í Grímsey. Segjum betur frá þessu hér á eftir. Við hringdum í Önnu Jónsdóttur, óperusöngkonu, í þættinum í dag. Erfið tengsl milli barns og foreldra þess getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þroska barnsins. Þekking til að bregðast við slíku ætti að vera til á heilsugæslustöðvum, segir Vilborg Guðnadóttir, geðhjúkrunar- og fjölskyldufræðingur á Barna- og unglingageðdeildinni BUGL. Hún vill að brugðist sé fyrr við börnum með tengslavanda og um leið verði hægt að fækka erfiðustu tilfellunum. Bergljót Baldursdóttir ræddi við hana á Heilsuvaktinni í dag. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
6/19/201955 minutes
Episode Artwork

Matur frá allri Evrópu, jóga fyrir börn og Sigurbjörg Halldóra

Flestir kannast við að vera stundum uppiskroppa með hugmyndir um kvöldmat. Hvað er í matinn í kvöld er jú algeng spurning á heimilum, en hún Ingibjörg Sólrún Ágústsdóttir ákvað að leysa þetta með því að hafa þemavikur á sínu heimili og elda mat frá einhverju Evrópulandi í heila viku. Hún byrjaði í febrúar og ákvað að taka þetta í stafrófsröð og byrjaði á að elda mat frá Andorra og setti uppskriftir og myndir inná Instagram og smátt og smátt fjölgaði fylgjendum. Þetta uppátæki hennar stendur ennþá yfir því, eins og hún segir sjálf, eru fjölmörg lönd eftir. Við hittum Ingibjörgu og fengum að vita meira um þetta. Jógasetrið stendur fyrir sumarnámskeiði fyrir börn sem vilja læra leiklist, jóga og að tengjast öðru fólki. Þær Álfrún Örnólfsdóttir og María Dalberg sem kenna á námskeiðinu segja námskeið á svona nótum nauðsynleg fyrir börn sem þurfa að finna leiðir út úr tölvunum í sumar. María kom í þáttinn í dag. Sigurbjörg Halldóra Halldórsdóttir er nemandi í 9. bekk í Grunnskólanum á Drangsnesi og eini unglingurinn á staðnum. Hún syngur í kirkjukórnum, stundar skíði og unir hag sínum vel. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Sigurbjörg í skólanum sem er jafnframt kapella sveitarfélagsins Kaldrananeshrepps. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
6/18/201955 minutes
Episode Artwork

Baltasar Breki föstudagsgestur, lambalæri og lautarferð

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikarinn Baltasar Breki Samper. Hann hefur leikið í leikhúsi, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum eftir að hann útskrifaðist úr Listaháskólanum árið 2015. En það eru færri sem vita að hann hefur líka staðið á bakvið myndavélina, hann er sem sagt yfirleitt öðru hvoru megin við myndavélina. Baltasar Breki hefur einnig fengið tækifæri í erlendum verkefnum eftir að hann vakti athygli fyrir góða frammistöðu í Ófærð, nú síðast lék hann í glænýrri þáttaröð um Chernobyl slysið sem vakið hefur mikla athygli um allan heim. Við fengum hann til að segja okkur frá því hvar hann er fæddur og uppalinn, frá skólagöngunni og ferðalaginu í gegnum lífið til dagsins í dag. Sigurlaug Margrét var í þættinum í allan dag og auðvitað var því matarspjallið á sínum stað. Í dag hringdum við í Jóhannes geir Sigurgeirsson, veitingamann á Lamb-inn á Öngulsstöðum og svo ræddum við um lautarferðir, körfur með rauðum og hvítum köflóttum dúkum og hvað er sniðugt að hafa með í körfunni og sitthvað fleira. UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG SIGURLAUG MARGRÉT JÓNASDÓTTIR
6/14/201955 minutes
Episode Artwork

Með okkar augum, hlaðvarpið Heimsendi og menningarratleikur

Þann 7. ágúst næstkomandi hefst ný þáttaröð af sjónvarpsþáttunum Með okkar augum og er þetta sú níunda í röðinni. Þættirnir eru virkilega fjölbreyttir og skemmtilegir þar sem áhorfendur fá innsýn inn í líf fatlaðra og eins og nafnið segir til um, fá að sjá heiminn með þeirra augum. Mannlegi þátturinn hitti hópinn á Hótel Holti þar sem þau voru við upptökur og við ræddum við Andra Frey og Katrínu Guðrúnu, sem hafa verið með frá upphafi, Ásgeiri Tómasi sem hefur verið í þættinum í þrjú ár og svo kynntumst líka glænýjum meðlimum hópsins, þeim Magnúsi Orra og Elvu Björgu. Jón Knútur Ásmundsson og Esther Ösp Gunnarsdóttir á Reyðarfirði standa að nýju hlaðvarpi sem þau kalla Heimsenda. Þau settu fyrsta þáttinn af Heimsenda í loftið í byrjun apríl, en nú eru þeir orðnir fjórir talsins. Flestir viðmælendur Heimsenda eru austfirskir og efnistökin eru fjölbreytt. Esther hefur verið dyggur hlustandi alls kyns hlaðvarpa á síðustu árum og hefur reynslu af dagskrárgerð fyrir útvarp. Þausegja að nafnið á hlaðvarpinu, Heimsendi sé af augljósum ástæðum, þau búi á hjara veraldar og heimurinn sé á heljarþröm. Við hringdum í Esther í þættinum í dag. Splunkunýr Ratleikur fyrir alla fjölskylduna verður að veruleika næsta laugardag, þvert á Menningarhúsin í Kópavogi. Ólöf Breiðfjörð verkefnastjóri barnamenningar í Menningarhúsum Kópavogs hefur gengið með þessa hugmynd í maganum í nokkur ár og nú er ratleikurinn komin út á prenti á íslensku, ensku og pólsku. Ólöf kynnti sér fjölbreytta leiki á söfnum erlendis og sótti námskeið í gerð ratleikja í Bretlandi og styrkur úr Safnasjóði hjálpaði til að hrinda þessu í framkvæmd. Við hittum Ólöfu í Kópavoginum. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
6/13/201950 minutes
Episode Artwork

Vakandi uppeldi, Ísland árið 2052 og póstkort frá Spáni

Guðrún Birna le Sage de Fontenay er GlóMotion heilræktarkennari, ropeyogakennari, markþjálfi, fimleikaþjálfari og tveggja barna móðir. Hún er að fara af stað með námskeið fyrir nýbakaða foreldra og ungbörn. Þar mun hún tvinna saman líkamlega og andlega uppbyggingu við fræðslu um virðingarríkt, vakandi uppeldi. Tímarnir eru líka hugsaðir sem tengslastund fyrir foreldra sem tengja við virðingarríkt, vakandi uppeldi og vilja tengjast öðrum foreldrum í sömu hugleiðingum. Guðrún Birna kom í þáttinn í dag. Bókin 2052 - Svipmyndir úr framtíðinni er samansafn af smásögum eftir 25 höfunda, sem allar eiga það sameiginlegt að gerast á Íslandi árið 2052. Upphafsmaður bókarinnar og ritstjóri er Hjörtur Smárason. Hann segir að markmið bókarinnar að hvetja fólk til að velta því fyrir sér hvert Ísland er að stefna og hvaða afleiðingar ákvarðanir sem við tökum í dag geta haft eftir rúm 30 ár. Höfundarnir 25 eru fjölbreyttur hópur úr mörgum stéttum samfélagsins, listafólk, stjórnmálafólk, fræðifólk, tæknimenntað fólk, nemendur, fólk úr viðskiptalífinu og fleiri. Við hringdum í Hjört í þættinum og fengum að vita meira um þessa bók og framtíðina, en hann segist vera framtíðargrúskari og rekur eigið ráðgjafafyrirtæki í Kaupmannahöfn. Við fengum póskort frá Spáni, frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Í því sagði hann frá strandlífinu í Alicante, sem er að verða liflegt. Hann sagði einnig frá hinu sérkennilega máli með Franco, fyrrum einræðisherra, en mikil deila hefur staðið hér í meira en ár hvað gera skuli við jarðneskar leifar hans. Magnús sagði líka frá því hvernig tekist hefur að draga úr loftmengun í Madrid, batnandi atvinnuhorfum og Netflix er búið að opna Casa Netflix rétt fyrir utan höfuðbogina og þar verður miðstöð allrar framleiðslu fyrirtækisins í Evrópu. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
6/12/201955 minutes
Episode Artwork

Helgi á Prikinu, leikritið Sossa og Daladýrð í Brúnagerði

Prikið kaffihús í miðbænum á sér langa og litríka sögu. Í dag er rekið þar kaffihús á daginn en skemmtistaður á kvöldin og um helgar. Helgi Hafnar Gestsson mætir á Prikið á hverjum morgni fyrir vinnu, fær sér kaffibolla, situr á sama stað og fær sama bollann. Eftir vinnu kemur hann aftur og fær sér þá te. Þetta hefur hann gert í áratugi. Um helgar kemur hann í hádeginu og fær sér að borða. Hann spjallar við gesti, unga sem aldna, ferðamenn, pönkara og heimspekinga. Prikið opnaði fyrst árið 1951 sem vill svo skemmtilega til að er einmitt fæðingarár Helga. Mannlegi þátturinn brá sér í miðbæinn og hitti Helga og Magneu B. Valdimarsdóttur, sem er að gera heimildarmynd um Helga á Prikinu. Hvar hittum við þau...? Jú auðvitað á Prikinu. Þann 30 maí sl var árshátíð grunnskóla Drangsness haldin með pompi og prakt. Aðalatriði kvöldsins var leikritið Sossa, leikgerðina unnu nemendur grunnskólans upp úr fjórleik Magneu frá Kleifum um sveitastelpuna Sossu. Eftir leiksýninguna hitti okkar kona, Kristín Einarsdóttir Mörtu Guðrúnu Jóhannesdóttur skólastjóra og Aðalbjörgu Óskarsdóttur kennara. Í Brúnagerði í Fnjóskadal, á milli Vaglaskógar og Illugastaða, búa hjónin Birna Kristín Friðriksdóttir og Guðbergur Egill Eyjólfsson. Þau hafa með dugnaði og elju komið upp skemmtilegum húsdýragarði sem þau nefna Daladýrð. Þarna gefur að líta öll helstu húsdýr eins og hesta, kindur, hund, geitur, grísi, kanínur og ýmsar tegundir af hænum. Þau reka líka veitingastað með áherslu á eigin landbúnaðarframleiðslu og Birna, sem er textílhönnuður, er með opna vinnustofu, þar sem hún vinnur að hönnun sinni og framleiðslu. Við hringdum í Guðberg í Brúnagerði dag. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
6/11/201955 minutes
Episode Artwork

Úlfar Jónsson, kirkjulistahátíð og kótelettur í raspi í Dalakofanum

Föstudagsgesturinn í þetta sinn var einn þekktasti kylfingur landsins, Úlfar Jónsson. Hann er sexfaldur Íslandsmeistari í golfi, hann varð fyrstur Íslendinga Norðurlandameistari í golfi, var landsliðsþjálfari, og var valinn kylfingur aldarinnar árið 2000 af íþróttafréttafólki. Við spurðum hann um upprunann og uppvöxtinn og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag. Og auðvitað var golf fyrirferðamikið í spjallinu. Kirkjulistahátíð heldur áfram þessa helgi sem er lokahelgi hátíðarinnar. Það eru tónleikar og uppákomur í Hallgrímskirkju á hinum ýmsu tímum dagsins og td í dag kl.16 fer fram tónlistarspjall í Ásmundarsal, en þar rætt við verður við Benedikt Kristjánsson um kantötur Bach sem fluttar verða á tónleikum á laugardaginn og á mánudaginn. Benedikt er þessa dagana að sigra barokkheiminn og er búinn að ná ansi langt þrátt fyrir ungan aldur. Á morgun er á dagskrá Klais, klukkuspil og tölvur, tónlist eftir raftónskáld með nýjum hljómi, þ.e.a.s. MIDI-tölvubúnaður Klais orgelsins er nýttur og verk tónskáldanna leikin af tölvum. Meðal tónskálda sem eiga verk þarna, er Ragnhildur Gísladóttir. Við hringdum í Pétur Oddberg Heimisson í þættinum. Sigurlaug Margrét, besti vinur bragðlaukanna, var hjá okkur í dag með sitt vikulega matarspjall. Hún hringdi í Harald Bóasson í Dalakofanum að Laugum á Þjóðvegi 1 og spurði hann til dæmis út í kótilettur í raspi, plokkisk og gamlar innréttingar, hannaðar af Sveini Kjarval, sem ekki hefur verið breytt frá byggingu hússins. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
6/7/201950 minutes
Episode Artwork

Kvöldgöngur, Hugi á hringferð og fasta

Hvað er fegurra eða friðsælla en töfrar íslenskrar sumarnætur? Einmitt þá er ómótstæðilegt að reima á sig gönguskóna og ganga inn í bjarta nóttina, segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir sem í sumar mun leiða kvöldgöngur á vit sumarnæturinnar þar sem fólk getur andað að sér gróðurmagni og orku og virt fyrir sér grös og steina. Um leið verða rifjaðar upp sagnir og fróðleikur um lífið í okkar fallega landi, eftir því sem við á. Ólína kom í þáttinn í dag. Hugi Garðarsson, 21 árs, lagði af stað frá Krabbameinsfélaginu Skógarhlíð í gær kl.14 en hann ætlar að ganga hringinn í kringum landið til styrktar Krabbameinsfélaginu í sumar, til minningar um ömmu sína sem lést úr krabbameini árið 2014. Hugi gerir ráð fyrir að vera um 100 daga á leiðinni, heimsækja 70 sveitarfélög og ganga 3.000-3.500 kílómetra. Hugi mun ganga með hjólbörur hringinn og Í þeim geymir Hugi allt sem hann þarf til ferðalagsins, tjald, svefnoka, matarbirgðir, bækur og gítar sem hann spilar á daglega. Við slógum á þráðinn til Huga í þættinum. Það er ekki föstudagur í dag, en við ræddum samt um það að fasta í þættinum. Kolbrún Björnsdóttir, grasalæknir fastar reglulega og losar út eiturefni í líkamanaum. Undanfarin ár hafa sífellt fleiri fastað á einn eða annan hátt. Kolbrún kom í þáttinn og gaf góð ráð og fræddi okkur um kosti þess að fasta. UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
6/6/201950 minutes
Episode Artwork

Fanney gæðastjóri, meðvirkni og núvitund og glákuskurðlækningar

Fanney Björk Friðriksdóttir er 26 ára Vopnfirðingur sem er alin upp við sjávarútveg, faðir hennar er sjómaður og afi hennar var það einnig, en hún segist þó alls ekki hafa stefnt að því að fara sömu eða svipaða leið. Í dag er hún þó sjávarútvegsfræðingur að mennt og starfar sem gæðastjóri hjá HB Granda á Vopnafirði. Hún segir að sjávarútvegurinn sé að þróast frá því að vera jafn mikill karlageiri og hann hefur verið. Við hringdum í Fanneyju í þættinum . Meðvirkni, orsakir og afleiðingar, birtingarmyndir í daglegu lífi, s.s. brotin sjálfsmynd, erfiðleikar með að setja sjálfum sér og öðrum heilbrigð mörk, spenna og erfiðleikar í samböndum og samskiptum o.fl. Heill heimur er rágjafarfyrirtæki sem býður uppá námskeið og fyrirlestra á sviði meðvikrni og núvitunar. Gyða Dröfn Tryggvadóttir, lýðheilsufræðingur, sérfræðingur í áfalla og uppeldisfræðum Piu Mellody og dáleiðslutæknir, komi í þáttinn. Gríðarlegar framfarir hafa orðið í glákuskurðlækningum undanfarin misseri og nú er farið að gera aðgerðir hér á landi þar sem íhlutur á stærð við mannshár er græddur í augað til að koma í veg fyrir blindu. Íhluturinn er minnsta ígræði sem sett hefur verið í mannslíkamann. María Soffía Gottfreðsdóttir er eini glákuskurðlæknirinn hér á landi. Bergljót Baldursdóttir ræðir við hana á Heilsuvaktinni. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
6/5/201950 minutes
Episode Artwork

Foreldrahús, Tungumálatöfrar og ljóðalæðan Jósefína

Foreldrahús eru 33 ára grasrótarsamtök sem hafa sinnt sama hlutverki í þessi ár, að styðja og hlúa að foreldrum sem eiga börn í vímuefnavanda. Í gegnum árin hefur starfið þróast og samtökin hafa verið með ýmiskonar námskeið fyrir börn og unglinga og foreldra ásamt ráðgjöf og göngudeildarúrræði fyrir unglinga í vímuefnavanda. Nú vantar samtökin húsnæði undir starfið og hafin er söfnun. Við ræddum við Berglindi Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra Foreldrahúss í þættinum. Tungumálatöfrar á Ísafirði er árlegt námskeið fyrir fjöltyngd börn. Kynntar verða þær kennsluaðferðir sem beitt er á Tungumálatöfrum og skoðuð tengsl við önnur verkefni sem snúa að íslenskukennslu fyrir fjöltyngd börn og unglinga. Þá verður skoðað mikilvægi námskeiða sem þessa þegar kemur að aðlögun innflytjenda með tilliti til aukins lýðræðis- og menningarlæsis. Anna Hildur Hildibrandsdóttir sagði frá tilurð þessa verkefnis í þættinum. Jósefína Meulengracht Dietrich er læða á Akranesi og það sem meira er hún er skáldlæða og mannfræðingur. Jósefína skrifaði nýlega undir samning um útgáfu Jósefínubókar. Mun bókin innihalda úrval eitt hundrað ljóða sem Jósefína hefur ort í gegnum tíðina. Þið heyrðuð rétt, Jósefína er læða, sem sagt köttur. Við hringdum í útgefandann, Bjarna Harðarson, hjá Bókaútgáfunni Sæmundi og forvitnuðumst aðeins um þessa merkilegu læðu. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
6/4/201950 minutes
Episode Artwork

Leikverk um ofbeldi, Jónina Pálsdóttir og Kristjana lesandi vikunnar

Kári Viðarson og Gréta Kristín Ómarsdóttir hafa unnið nýtt leikverk í samstarfi við Kvennaathvarfið þar sem sem fjallað um ofbeldi innan náinna sambanda og á að varpa ljósi á ýmsar hliðar samfélagsins og samskipti fólks á milli. Þau hafa eytt undanförnu ári í rannsóknarvinnu og Kári segir að þetta hafi verið lærdómsríkasta ferli sem hann hefur tekið þátt í. Við heyrum í Kára í þættinum, en þau ætla að ferðast með sýninguna um landið og bjóða uppá ókeypis sýningar. Bæjarnöfn eru mörg sérstök og stundum er erfitt að átta sig á hvað liggur að baki nafngiftinni. Eitt slíkt bæjarnafn er hér í Strandabyggð, þar er bærinn Þorpar. KE hitti Jónínu Pálsdóttur sem er fædd og uppalin í Þorpum og ræddi við hana um bæjarnafnið og ýmislegt annað. Lesandi vikunnar í þetta sinn er Kristjana Stefánsdóttir söngkona, við fáum að heyra hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
6/3/201950 minutes
Episode Artwork

Vilborg Arna og matarspjall frá Sigló

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn forfallaðist á síðustu stundu og það var of stuttur tími til að finna nýjan, þannig að við fundum skemmtilegt rúmlega 14 mánaða viðtal við Vilborgu Örnu Gissurardóttur, þegar hún var föstudagsgestur í Mannlega þættinum. Vilborg er garpur svo ekki sé meira sagt, hún hefur klifið tindana sjö, hæstu tinda hverrar heimsálfu, hún hefur gengið á Suðurpólinn, haldið fyrirlestra og námskeið og nú síðast stofnaði hún ferðaskrifstofuna Tindar, þar sem hún skipuleggur fjallaferðir fyrir fólk innanlands og utan. Viðtalið var fyrst flutt í Mannlega þættinum 23.mars 2018 Í matarspjalli dagsins hringdum við í Sigulaugu Margréti Jónasdóttur, besta vin bragðlaukanna, en hún er stödd fyrir norðan á Siglufirði. Þaðan sagði hún okkur meðal annars frá sjoppufæði og arabísku kryddi. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
5/31/201950 minutes
Episode Artwork

Barnaþing í haust,ADHD og Póstkort frá Spáni

ADHD. Mikil vakning í málefnum ADHD undanfarin ár með aukinni fræðslu. Jóna Kristín Gunnarsdóttir kennari situr í stjórn samtakanna og er móðir barns með ADHD, hún segir að umræðan í fjölmiðlum sé oft illa sett fram og með sláandi fyrirsögnum sem virka neikvæðar og setur þá sem ekki misnota lyf sín í varnarstöðu. Foreldrar fá jafnvel á tilfinninguna að þeir séu að dópa upp börnin sín. Marta Nordal umboðsmaður barna á Alþingi sagði frá því að 250 börn fá á næstunni boð um að koma á Barnaþing í Hörpu í haust en það þing verður hápunktur afmælisárs barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Magnús R Einarsson sendi póstkort frá Spáni þar sem hann sagði frá hundahaldi á spáni.
5/29/201955 minutes
Episode Artwork

Skemmtun án vímuefna, að ná tökum á þunglyndi og fuglatalning

Á laugardaginn fór fram hæfileikakeppnin Sober got talent. Eins og nafnið á keppninni gefur til kynna þá var þetta skemmtun án áfengis og annarra vímuefna. Sunna Kristinsdóttir einn skipuleggjanda keppninnar kom í þáttinn og segir okkur frá, en hún glímdi við fíknivanda og segir að það sé ekki nóg af afþreyingu í boði fyrir ungt fólk sem vill skemmta sér án áfengis og vímuefna, en hún er með fleiri viðburði í undirbúningi. Með Sunnu kom Bjartur Dalberg Jóhannsson, en hann rappaði í keppninni á laugardaginn. Í lokin heyrðum við Bjart rappa í beinní útsendingu og enduðum á lagi sem Sunna söng á laugardaginn.    Þunglyndi hefur áhrif á alla tilveru okkar: Líðan, svefn, matarlyst og orku, hugsun og gjörðir, minni, áhuga og tengsl við aðra. Öll verðum við döpur öðru hverju og margir kljást við þunglyndi á lífsleiðinni. Í  nýrri bók Náðu tökum á þunglyndi er rakið hvernig má ná meiri og varanlegri árangri með því að beita aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og núvitundar til að rjúfa vítahring þunglyndisins. Fjallað er um einkenni og orsakir þunglyndis, hvernig við getum orðið virkari, hugað betur að eigin þörfum og haft áhrif á hugarfar. Höfundur bókarinnar er Sóley Dröfn Davíðsdóttir  forstöðusálfræðingur Kvíðameðferðarstöðvarinnar og hefur áður sent frá sér bækurnar Náðu tökum á kvíða, fælni og áhyggjum og Náðu tökum á félagskvíða. Sóley kom í þáttinn í dag.    Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, heimsótti kríuvarp og virti fyrir sér þennan fallega og flugfima fugl. Að því loknu brá hún sér til Hafdísar Sturlaugsdóttur í Húsavík við Steingrímsfjörð sem tekið hefur þátt í fuglatalningaverkefni á vegum Náttúrufræðistofnunar.  UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
5/28/201955 minutes
Episode Artwork

Ofbeldi gegn börnum og Elín Ýr með Usher heilkenni

16,4% barna á Íslandi verða fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Þetta kemur fram í nýjum gögnum um ofbeldi gegn börnum á Íslandi sem UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, kynnti í síðustu viku. Í kjölfar þess hefur UNICEF biðlað til landsmanna að taka afstöðu gegn ofbeldi á börnum undir heitinu Stöðvum feluleikinn. Hvernig er staðan og hvað er hægt að gera? Við leituðum svara hjá Bergsteini Jónssyni, framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi, í þættinum í dag.  Hann sagði meðal annars frá vegvísi sem gerður hefur verið fyrir viðbrögð ef grunur leikur á, eða vitneskja er um ofbeldi gegn börnum.    Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir er fædd heyrnarskert og greindist 4 ára með heyrnarskerðingu og fékk þá heyrnartæki. 2016 leitaði hún til augnlæknis þar sem henni fannst sjónin vera orðin eitthvað skrítin, sjóntruflanir og mikil ljósfælni og skuggar í sjónsviðinu. Eftir nokkrar rannsóknir fannst gen sem heitir USH2-A sem þýddi að Elín  er með hrörnunarsjúkdóm sem er arfgengur og heitir Usher- heilkenni.  Flest með þennan hrörnunarsjúkdóm eru orðin lögblind um fertugt og jafnvel búin að fá kuðungsígræðslu. Á þessum tímapunkti var Elín rétt að verða fertugt, en hún er fædd 1976. Þrátt fyrir spár um hrörnunin myndi verða hæg er hún , nú tæpum 3 árum síðar orðin lögblind, hætt að keyra, komin með sterkari heyrartæki og leiðsöguhund.  Við heyrðum sögu Elínar 2ja barna móður og þroskaþjálfa , í þættinum í dag.  UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
5/27/201955 minutes
Episode Artwork

Laddi listmálari, Helga EA2 og síðdegisdrykkja

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn þarf ekki að kynna, en við gerum það samt. Það eru fáir Íslendingar sem hafa kitlað hláturtaugar landans oftar og lengur, í ótal hlutverkum í sjónvarpi, kvikmyndum, á sviði og á hljómplötum. Þessa dagana heldur hann málverkasýningu á eigin verkum, en síðast þegar hann var með sýningu, fyrir tveimur árum, seldust allar myndirnar á opnunarkvöldinu. Þetta er auðvitað Þórhallur Sigurðsson, Laddi. Við forvitnumst um hans æsku og uppvöxt og spyrjum hann út í listmálarann Ladda.    Við kynntum okkur örlagasögu Helgu EA2, skips sem keypt var til Íslands nokkru fyrir þar síðustu aldamót.  Helga, unnusta eins smiðsins lést við sjósetningu skipsins og var eftir það talin verndarengill skipsins og fylgdi því og verndaði þar til skipið sigldi áhafnarlaust út á haf og hefur síðan ekki sést. Ragnar S. Helgason frá Álftafirði í N-Ísafjarðarsýslu samdi ljóð um sögu skipsins og hefur Ásbjörg Jónsdóttir samið tónverk við ljóðið fyrir söngkonuna Ragnheiði Árnadóttur. Við fengum þæ Ragnheiði og Ásbjörgu í þáttinn.    Sigurlaug Margrét, besti vinur bragðlaukanna, talaði um síðdegisdrykkju í matarspjallinu í dag og ýmislegt fleira sem viðkemur slíkri iðju.  UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
5/24/201955 minutes
Episode Artwork

Stelpur og tækni, þjóðlagahátíð og Norræna félagið

Yfir 1000 stúlkur taka þátt í  viðburðinum Stelpur og tækni sem haldinn er í sjötta sinn. Viðburðurinn verður nú fjölmennari en nokkru sinni fyrr en tilgangurinn er að kynna möguleika í tækninámi  og tæknistörfum fyrir stúlkum í 9. bekk grunnskóla, kynna þær fyrir fyrirmyndum í tækni og opna augu þeirra fyrir framtíðarmöguleikum sem tæknigreinar bjóða. Við fengum þær Margréti H. Þóroddsdóttur, verkefnastjóra atvinnulífstengsla hjá HR og Rakel Óttarsdóttur, framkvæmdastjóra upplýsingatæknisviðs Arion banka í þáttinn til að segja okkur frekar frá.  Þjóðlagahátíðin Vaka var fyrst haldin á Akureyri árið 2014 en er nú haldin í höfuðstaðnum í fyrsta sinn. Dillandi þjóðlagatónlist frá Evrópu og fjörugir þjóðdansar munu fylla gamla niðursuðudósaverksmiðju í Borgartúni og einnig verða áhugaverðar vinnustofur settar upp og markmiðið er að styrkja þjóðlagatónlistarsenuna á Íslandi. Við hringdum í Linus Orra Cedarborg í þættinum.  Hrannar Björn Arnarsson er nýkjörinn formaður Norræna félagsins í Reykjavík. Hann var lengi aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og framkvæmdastjóri þingflokks Jafnaðamanna í Norðurlandaráði svo fátt eitt sé nefnt.  Hrannar kom í þáttinn og við spurðum hann meðal annars: Hvað gerir Norræna félagið á Íslandi?  UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
5/23/201950 minutes
Episode Artwork

Skrautfiskarækt, meðferð við offitu og Reynir enn á Úlfarsfelli

Við hófum þáttinn á smá ferðalagi. Við reimuðum á okkur gönguskóna, smelltum okkur í léttan stakk og gengum í huganum út í guðsgræna náttúruna, a.m.k. í huganum.Útivist er áhugamál margra Íslendinga enda hæg heimatökin hér á þessu mikið til ósnortna landi. Við tókum tali hann Reyni Traustason, verkefnastjóra hjá Ferðafélagi Íslands um útivist og fleira, en annað kvöld verður boðið upp á fjölskylduskemmtun á Úlfarsfelli. Óskar Ingi Ingason, sóknarprestur í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli á sér tvö mjog ólík áhugamál sem eiga allan hans huga í frítímanum, knattpyrnuáhugi og skrautfiskaræktun. Hann ræktar mörg hundruð fiska af tugum tegunda í um tuttugu fiskabúrum sem eru af ýmsum stærðum og gerðum. Sum þeirra smíðaði hann jafnvel sjálfur. Við hringdum í Óskar og fengum hann til að segja okkur frá fiskunum, búrunum og fleiru. Þrír heimsfaraldrar standa nú yfir sem allir eiga uppruna sinn í lífstíl fólks. Þetta er offita, vannæring og loftslagsvá. Allir þrír ógna heilsu fólks. Þeir sem vilja komast í meðferð við offitu hér á landi þurfa að bíða í heilt ár. Þetta segir Hildur Thors sérfræðingur í heimilislækningum og læknir offituteymis Reykjalundar. Bergljót Baldursdóttir ræddi við hana á Heilsuvaktinni í dag. Umsjónarfólk: Dagur Gunnarsson og Gunnar Hansson
5/22/201955 minutes
Episode Artwork

Samfélagssvín, sönglög fyrir börn og Nanna systir

Áform eru uppi um sérstök samfélags svín sem lausn í sorphirðumálum á Borgarfirði eystra og hafa vakið nokkra athygli síðustu daga. Fyrirhugað er að festa kaup á svínum og fela þeim að éta lífrænt sorp sem til fellur á Borgarfirði en það hefur fram að þessu verið urðað ásamt öðru heimilissorpi. Helgi Hlynur Ásgrímsson sem fer fyrir verkefninu á Borgarfirði segir það ekki hafa verið talið fýsilegt að keyra lífrænu sorpi langar vegalengdir með tilheyrandi vistspori. Við hringdum í Helga Hlyn í þættinum. Auður Guðjohnsen hefur síðastliðin tvö ár unnið við að semja ný sönglög fyrir börn á aldrinum 6 til 10 ára og eru þau nú komin út í Söngbók, Tónlistin er þín. Lögin urðu til samhliða meistaraprófsverkefni Auðar frá liskennsludeild Listaháskóla Íslands. Megináherslan er söngur barna og þáttur hans í samfélagi þeirra. Við höfum fjallað áður í þættinum um mikilvægi söngs í sambandi við máltöku barna, en Auður var hjá okkur í þættinum í dag. Leikfélag Hólmavíkur er eitt þeirra leikfélaga á landsbyggðinni sem enn setur upp eina eða fleiri sýningar á hverju ári til mikillar gleði fyrir gesti og greinilegt er að gleðin er ekki síður við völd innan leikhópsins. Agnes Jónsdóttir er ritari leikfélagsins en hún hefur verið viðloðandi starfið frá því hún var barn að alast upp á Hólmavík. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Agnesi þegar hún var nýkomin heim úr leikferð með leikritið um hina óskammfeilnu Nönnu systur. Umsjón: Gunnar Hansson
5/21/201955 minutes
Episode Artwork

María útsendingarstjóri, prófkvíði og Ragnhildur Gísla lesandinn

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON María Björk Guðmundsdóttir byrjaði að vinna á Íþróttadeild RÚV árið 2000, sem skrifta. Hún fór svo og menntaði sig í sjónvarps- og kvikmyndagerð í Viborg í Danmörku og útskrifaðist þaðan 2009. Nú er hún útsendingarstjóri, dagskrárgerðarkona og framleiðandi á íþróttadeild RÚV, hún er nýkomin af námskeiði á vegum HBS broadcast academy, þar lærði hún meðal annars að það eru til margar leiðir til þess að miðla sögu íþróttaleiks í beinni útsendingu. María Björk kom í þáttinn í dag og við forvitnuðumst um hennar starf. Á þessum árstíma liggja flestir námsmenn yfir skólabókunum og taka mikilvæg próf, en því miður glíma sumir við prófkvíða sem getur verið afar hamlandi en sem betur fer hægt er að vinna gegn honum með aðstoð fagmanna, eins og td sálfræðinga. Einkenni prófkvíða geta bæði verið líkamleg og hugræn og við ræddum við Jóhönnu Kristínu Jónsdóttur sálfræðing um þetta í þættinum í ga. Og lesandi vikunnar er Ragnhildur Gísladóttir tónlistarmaður, Ragga Gísla hún sagði okkur frá bókunum sem hún heldur uppá og hefur lesið og hvað liggur á náttborðinu.
5/20/201955 minutes
Episode Artwork

Pálmi Gunn, Matarspjall og Jóhannes Haukur

MANNLEGI ÞÁTTURINN FÖSTUDAGUR 16.MAÍ 2019 UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG MARGRÉT BLÖNDAL Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður var á dögunum valinn bæjarlistamaður Akureyrar og hann verður föstudagsgesturinn okkar á þessum ágæta degi. Við ræðum auðvitað þýðingu þess að fá svona viðurkenningu og svo er ekki alveg útlokað að við fáum hann til að ræða pínulítið um júróvisjón því það eru margir sem vilja meina að við höfum ekki verið svona spennt fyrir úrslitakvöldinu í 33 ár! Í Matarspjallinu heyrum við að sjálfsögðu í Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur sem er nýkomin úr vettvangsferð/rannsóknarleiðangri til Parísar, hvar hún kannaði þarlenda veitingahúsamenningu og hún komst meðal annars að því að þjónar í París geta verið mjög tilfinningaríkir og það getur verið varhugavert að panta það sem maðurinn á næsta borði er að borða. Og við sláum líka á þráðinn til Jóhannesar Hauks leikara sem á að tilkynna stigagjöfina frá Íslandi í Eurovisionkeppninni annað kvöld !
5/17/201950 minutes
Episode Artwork

Þegar kona brotnar,LHÍ mannlegu verkefnin,fólk með skerta starfsgetu.

Fimmtudagur 16.maí 2019 Umsjón Margrét Blöndal og Guðrún Gunnarsdóttir 1)Sirrý Arnars segir frá nýrri bók "Þegar kona brotnar-leiðin út í lífið á ný" 2)Fríða María Harðardóttir og Kristín Dís Ólafsdóttir segja frá meistaraverkefnum sínum í LHÍ-Hjartað í miðjunni Vinnusmiðja fyrir mæður og börn sem sótt hafa um alþjóðlega vernd og Essið: Ræktun jákvæðrar sjálfsmyndar á umrótatímum Áhrif dagbókarskrifa á unglingsstelpur í hópastarfi í félagsmiðstöð. 3)Sigurður Viktor Úlfarsson Í dag fer fram sérstök ráðstefna sem ber yfirskriftina Alls konar störf fyrir alls konar fólk og þar verður fjallað um atvinnumál fólks með skerta starfsgetu.
5/16/201950 minutes
Episode Artwork

Hússtjórnarskólinn, jafnréttisbarátta á Spáni og Björn Thoroddsen

MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAGUR 15.MAÍ 2019 UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON Hússtjórnarskólinn var með opið hús síðustu helgi þar sem starfsemi skólans var kynnt og gestir gátu skoðað sýningu á handavinnu nemenda auk þess sem boðið var upp á kaffi, súkkulaði og meðlæti. En eins og segir á heimasíðu skólans er stefna hans að kenna nemendum hefðbundna matargerð sem nýtist þeim í daglegu lífi sem og að kynna þeim gamlar matreiðsluaðferðir og matarhefð. Auk þess eiga nemendur að geta nýtt sér og aukið þekkingu sína við saum, prjón, hekl og vefnað og búið til flíkur og aðra nytsamlega hluti sér og öðrum til ánægju og gleði. Við fengum í spjall þær Margréti Dórótheu Sigfúsdóttur, skólameistara ásamt tveimur nemendum. Póstkortið frá Spáni er á dagskrá að þessu sinni og með því fáum við fréttir af jafnréttirsbaráttunni á Spáni og í framhaldi af því sagði Magnús R Einarsson frá því gríðarlega vændi sem er stundað á Spáni, því langmesta í Evrópu. Hann sagði líka aðeins frá áhyggjum spánverja vegna landsbyggðarflóttans og pínu pons frá væntanlegri söngvakeppni. Björn Thoroddsen er að vinna að nýrri plötu og til þess þarf hann að fara reglulega til Nashville en í dag er hann með annan fótinn þar vegna tengsla við stór nöfn í tónlistarlífinu sem hann er farin að spila reglulega með á tónlistarhátíðinum víða um heim. Loksins,eins og hann segir sjálfur, er hann farin að leika við stóru strákana á þessu sviði.
5/15/201955 minutes
Episode Artwork

Ofnæmi og afnæming, Hatari í kvöld og Ásta Þórisdóttir

Margir þjást af ítrekuðu kvefi á hverju sumri áður en þeir átta sig á því að um frjókornaofnæmi er að ræða. Frjókornaofnæmi er eitt algengasta ofnæmið sem kemur fram í nefi og augum. Ástæðan er ofnæmi fyrir grasi, birki eða súrum þ.e. frjókornum frá gróðri. Við fengum Björn Árdal ofnæmislækni til okkar í dag og fræddumst meira um ofnæmi og eitthvað sem færri þekkja, eða afnæmingu. Ásta Þórisdóttir lauk nýverið meistaranámi í hönnun frá Listaháskóla Íslands, lokaverkefnið samanstóð af veggteppi, úlpu og færanlegu eldhúsi, en upphafið má rekja til þess þegar Ásta var að losa kartöflugarðinn sinn við svokallað illgresi. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, ræddi við Ástu í Strandapistli dagsins. Það hefur verið í nógu að snúast hjá fararstjóra íslenska Eurovisionhópsins í Ísrael, Felixi Bergssyni. Hatari stígur á svið í kvöld og í kvöld ræðst það hvort við komumst áfram í úrslitakeppnina á laugardaginn. Margir virðast á þeim buxunum og við vonum það svo sannarlega, alltaf skemmtilegra að komast í úrslit. Það vill svo til að einn af áhugasömustu Eurovisionaðdáendum landsins er góður vinur Felixar, Gunnar Helgason. Þeir Gunni og Felix sumsé voru Eurovision gestir Mannlega þáttarins í dag. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/14/201955 minutes
Episode Artwork

Hugbúnaður fyrir lesblinda, hjólar í kringum heiminn og Íris lesandi

Þorkatla Elín Sigurðardóttir meistaranemi í sálfræði við HR rannsakar leiðir til að nota hlutun orða til að auðvelda lestur hjá lesblindum. Þetta er áframhald rannsókna á BSc verkefni þar sem hún ásamt þremur nemur í tölvunarfræði vinna að hugbúnaði sem tekur við texta og hlutar hann niður samkvæmt ákveðnum reglum og það eru vísbendingar eru um að þetta auðveldi lestur. Þorkatla kom í þáttinn í dag og sagði frá þessu. Viktor Freyr Joensen er tuttugu og tveggja ára gamall Reykvíkingur sem glímt hefur við mikinn kvíða frá barnæsku. Hann lifði í stanslausum ótta við framtíðina, þar til fyrir einu ár. Eftir mikla sjálfsvinnu pantaði hann sér flugmiða aðra leiðina til Noregs þaðan sem hann ætlar að hjóla einn í kringum heiminn á rúmlega einu ári. Viktor Freyr leggur í hann á miðvikudaginn, en hann kom í þáttinn í dag og sagði sína sögu. Og lesandi vikunnar var að þessu sinni rithöfundur, Íris Ösp Ingjaldsdóttir, sem var að senda frá sér sína fyrstu bók, Röskun. Íris útskrifaðist sem lögfræðingur árið 2002 en óhætt er að segja að mikil skáldagáfa hafi blundað í árganginum hennar, því Ragnar Jónasson glæpasagnahöfundur var með Írisi í bekk. Íris sagði frá fimm bókum sem hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina: Bók 1 - Seiðskrattinn í Logatindi - Steve Jackson og Ian Livingstone Bók 2 - Birkir + Anna, sönn ást - Vigdis Hjorth Bók 3 - Eldvakinn - Stephen King Bók 4 - Kvenspæjarastofa númer eitt - Alexander McCall Smith Bók 5 - The First Fifteen Lives of Harry August - Claire North UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/13/201955 minutes
Episode Artwork

Diddú föstudagsgestur og Bolli situr yfir ánum

Föstudagsgesturinn okkar hefur sungið með hinum þekkta rússneska kvartett TEREM annað slagið undanfarin ár og núna á sunnudaginn munu þau halda tónleika í Hörpu. Þessir rússnesku tónlistarmenn eru heiðurslistamenn í Rússlandi og ferðast vítt og breitt um heiminn við tónleikahald. Diddú okkar, Sigrún Hjálmtýsdóttir var föstudagsgesturinn okkar í dag og hún sagði okkur nánar frá og rifjar upp æsku og unglingsárin eins og föstudagsgestirnir gera gjarnan. Bolli Bollason prestur situr þessa dagana yfir ánum fyrir norðan og stendur þá aðallega næturvaktina. Hann var gestur Sigurlaugar Margrétar í matarspjallinu og sagði frá því hverskonar vaktir þetta eru og hvað er nú verið að borða til að halda sér vakandi. Bolli syngur fyrir ærnar en það er ekki sama hvað hann syngur, Rósin fellur vel í kramið en Hataralagið síður. Við slógum á þráðinn norður til Bolla. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/10/201955 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Áföll og fíkn,Menntursjóður Mæðrastyrksnefndar og Umhverfishátíð fjöls

MANNLEGI ÞÁTTURINN FIMMTUDAGUR 9.MAÍ 2019 UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON Áhrif áfalla geta verið margþætt og geta þau haft í för með sér afleiðingar af ýmsu tagi. Ráðstefna um áföll og fíknisjúkdóma verður haldin í Hörpu. „Vandinn getur verið eitthvert djúpstætt áfall sem viðkomandi er að burðast með og hefur jafnvel burðast með alla ævi,“ segir Pétur Einarsson, skipuleggjandi rástefnunnar, en hann verður gestur okkar eftir nokkrar mínútur. Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar hefur ,frá því að hann var stofnaður árið 2012 , veitt yfir 200 styrki til um 150 efnalítilla kvenna og þar með gera þeim kleift að mennta sig. Við forvitnumst betur um sjóðinn hér á eftir og hvernig fjáröflunarátak til að efla hann fór af stað í gær með aðstoð Vigdísar Finnbogadóttur og Lilju Alfreðsdóttur. Hvernig getum við lengt líftíma eigulegra og nauðsynlegra hluta sem eru á heimilinu? Á Umhverfishátíð í Norræna húsinu sem ætluð fyrir alla fjölskylduna, verður lögð áhersla á viðgerðarmenningu og aðferðir til að lengja líftímann á hlutum - allt frá reiðhjólum til buxna og brauðrista! Markmiðið er að vekja athygli á 12. sjálfbærnimarkmiði Sameinuðu þjóðanna, sem hvetur til ábyrgari framleiðslu og neyslu.
5/9/201950 minutes
Episode Artwork

Endurlífgun,Bugl og Ljósið

MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAGUR 8.MAÍ 2019 UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON Mánudaginn 29.apríl fékk forseti Íslands, Guðni Th Jóhannesson, afhendan fyrsta K-lykilinn í landssöfnun Kiwanishreyfingarinnar, sem hófst formlega 1.maí. Landsöfnunin er, eins og í fyrra, til styrkar BUGL og Píeta. Hingað komu þær Helga Jörgensdóttir, hjúkunardeildarstjóri á göngudeild BUGL og Soffía Erla Einarsdóttir Verkefnastjóri göngudeild BUGL og sögðu okkur frá þessari söfnun og hvernig hún gagnast Barna- og unglingageðdeild, BUGL, og frá því sem er efst á baugi í starfseminni. Nú er að fara í gang vitundarvakning um Ljósið,endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda og búið er að gera myndband þar sem ljósberar og aðstandendur segja frá reynslunni í kringum krabbameinið og hvernig Ljósið hjálpaði þeim. Aðstandendur Ljóssins vilja með þessu gefa dýpri skilning á starfinu sem þar fer fram. Árangur af endurlífgunum hér á landi er mjög góður. Hjörtur Oddsson, hjartalæknir og formaður Endurlífgunarráðs segir að það megi að einhverju leyti þakka því að um 60 þúsund Íslendingar hafi farið á endurlífgunarnámskeið á liðnum fimm árum. Um 140 endurlífganir eru hér á landi utan sjúkrahúsa á hverju ári Bergljót Baldursdóttir ræddi við hann á Heilsuvaktinni.
5/8/201955 minutes
Episode Artwork

Háskólagrunnur, lögfræðingagrín og fleiri sögur Jóseps

Við fengum í dag að kynnast ungri konu úr Keflavík sem fór ekki í framhaldsskóla heldur beint á sjóinn, vann svo í frystihúsi og lífið tók svo við eins og gengur og gerist. Eftir fæðingarorlof með þriðja barninu ákvað hún að halda áfram námi. Hún fór í gegnum VIRK og nú er hún að klára svokallaðan Háskólagrunn hjá HR, sem er leið að háskólanámi fyrir þá sem ekki eru með stúdentspróf. Hún heitir Hlíf Ásgeirsdóttir og hún kom í þáttinn ásamt Málfríði Þórarinsdóttur forstöðumanni Háskólagrunnsins. Lögfræðingurinn Sveinn Guðmundsson heldur úti netsíðunni Jural.is með grínsögum af lögfræðingum og við ákváðum að heimsækja Svein á lögfræðingastofuna og spjalla við hann yfir kaffibolla, um starfið,stéttina og grínið. Sveinn segir að það sé af nógu að taka af lögfræðingagríni og lét nokkrar fljóta með í viðtali í þættinum í dag. Í dag heyrðum við seinni hluti viðtals Kristínar Einarsdóttur, okkar konu á Ströndum, við Jósep Blöndal lækni. Jósep hefur á sínum læknisferli í Stykkishólmi komið þúsundum Íslendinga til hjálpar sem átt hafa við bakvandamál að stríða. Jósep er frábær sögumaður og hann hélt áfram að segja skemmtilegar sögur í þættinum í dag. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/7/201955 minutes
Episode Artwork

Skömmin, Dansandi ljóð og Gunnar Karel lesandi vikunnar

Skömmin er flókin tilfinning. Í jafnvægi hjálpar hún okkur að tengjast öðrum og gæta virðingar í samskiptum. Þegar hún fer út böndunum brotnar sjálfsmyndin, okkur finnst við einskis virði og langar mest til að fara í felur. Guðbrandur Árni Ísberg, sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri meðferð skrifaði bókina Skömmin sem var að koma út, var gestur okkar í dag. Leikhúslistakonur 50+ frumsýna í samstarfi við Þjóðleikhúsið leiksýninguna Dansandi ljóð í leikhúskjallaranum á laugardaginn. Þar er sögð ævisaga konu frá fæðingu til fullorðinsára. Átta leikkonur túlka líf hennar, ástir og örlög í ljóðum, dansi og tónlist. Við fengum tvær þeirra, þær Eddu Þórarinsdóttur sem leikstýrir verkinu og Helgu Björnsson, leikmyndahönnuð, til að segja okkur aðeins frá sýningunni í dag. Gunnar Karel Másson tónskáld var lesandi vikunnar hjá okkur en 17.maí mun hann frumsýna Iður , sem er nýtt íslenskt tónleikhúsverk byggt á sönnum atburðum um Mark Kennedy, lögreglumann og fjölskylduföður. Við heyrðum meira af því og við spurðum hann um hvaða bækur hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
5/6/201955 minutes
Episode Artwork

Hrönn Svansdóttir, Böggviðsbrauð í áskrift og Gunnar Karl og arfinn

Föstudagsgesturinn okkar er önnum kafinn framkvæmdastjóri sem sér fram á afskaplega viðburðaríka helgi. Þetta er Hrönn Svansdóttir framkvæmdastjóri og annar eiganda Crossfit Reykjavík en í dag hefst alþjóðlegt mót í Laugardalshöllinni; Reykjavík Crossfit Championship sem er ein þeirra keppna sem geta tryggt þáttökurétt á heimsleikunum. Við flytjum ykkur líka nýjustu fréttir af Böggvisbrauði. Á forsíðu héraðsfréttablaðsins Norðurslóðar sem gefið er út í Dalvíkurbyggð má lesa frétt um nýja brauðgerð - Böggvisbrauð sem ætlar að selja nýbakað súrdeigsbrauð til áskrifenda. Fyrstu brauðin verða afhent í dag og við heyrum í brauðgerðarmeistarnum Mathiasi Spoerrey. Mat­reiðslu­meist­ar­inn Gunnar Karl Gíslason, er einn stofnenda og eigenda veitingastaðarins Dill sem var fyrstur íslenskra veitingastaða sem fékk Michelin stjörnu, hann hefur verið yfir­kokk­ur á veitingastaðnum Agern í New York undanfarin ár, en sá staður hlaut einmitt Michelin stjörnu á meðan hann var þar. Nú er hann fluttur aftur til Íslands og tekinn aftur við Dill, en hann verður gestur hjá okkur í matarspjalli dagsins. Þar munum við spjalla um þessar eftirsóknarverðu en torfengnu stjörnur og svo segir hann okkur frá íslenskum villtum jurtum sem góðar eru í matargerð til dæmis arfa og kerfil. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL
5/3/201950 minutes
Episode Artwork

Hláturjóga, tyggjó, ungir fjárfestar, póstkort frá Spáni og Júróvisjón

Þau sem til þekkja segja að hláturjóga sé miklu magnaðra hjálpartæki í baráttunni við kvíða og depurð en kannski mætti ætla. Ásta Valdimarsdóttir hláturjógakennari og hláturambassador var gestur þáttarins í dag. Hún útskýrði þetta fyrirbæri sem hláturjóga er og sagði frá alþjóðlega hláturjógadeginum sem er á sunnudaginn. Við fengum tvær ungar listakonur í heimsókn, útskriftarnema úr Listaháskólanum, þær Írisi Indriðadóttur nemanda í vöruhönnun, en hún skoðar tyggigúmmíið frá öllum hliðum í verkefninu „Í tygjum við tyggjó“. Tyggjó inniheldur rúmlega 30.000 mismunandi efni og uppistaða þess eru plastefni. Og svo er það Jóhanna Rakel en hennar lokaverkefni kallast „ Ungir fjárfestar“ og er gjörningur sem á að varpa ljósi á söluvæðingu samtímans. Hún mun setja upp sölubás á sýningunni og bjóða fólki að kaupa hlut til að styrkja starfsemi Ungra fjárfesta. Þær Íris og Jóhanna komu í þáttinn og fræddu okkur um tyggigúmmí og söluvæðingu, en útskriftarsýning myndlistardeildar og hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands opnar á laugardaginn á Kjarvalsstöðum. Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag og í þetta sinn fjallaði um það bil 95% póstkortsins um pólitík, enda nýafstaðnar þingkosningar þar í landi. Magnús kafaði í söguna og sagði frá Francotímanum sem hefur enn í dag djúp áhrif á spænska þjóðarsál og lék hlutverk í kosningabaráttunni. Hin fimm prósentin fjölluðu svo um sumar, sól og ódýrt fæði. Júróvisjón nálgast óðfluga og á morgun leggur íslenski hópurinn af stað til Ísrael - við tókum stöðuna í lok þáttar. Er allt klárt? Er búið að pakka? Er okkur enn spáð 6. sæti af veðbönkum? Felix Bergsson er fararstjóri hópsins og það kemur í hans hlut að sjá til þess að allt fari vel. Felix kom í þáttinn í dag. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL
5/2/201950 minutes
Episode Artwork

Helgi Pé í Horsens, fimm hamingjuráð og Jósep Blöndal

Helgi Pétursson, eða Helgi Pé í Ríó tríó eins og flestir þekkja hann, sagði bæjabb bæ bæ bæ bæ fyrir tveimur árum og flutti til Danmerkur ásamt eiginkonu sinni, Birnu Pálsdóttur. Árin áður en þau fluttu vakti Helgi athygli fyrir baráttu sína með Gráa hernum - samtökum eldri borgara. Við hringdum í Helga í þættinum og heyrðum hvernig þeim líkar lífið í Danmörku og hvernig honum líst á heimahagana á Íslandi þegar hann lítur yfir hafið. Öll höfum við þörf fyrir að fá hrós. Það er fátt sem gleður meira, gefur meiri orku og gerir fólk ánægð­ara en hrós sem er sett fram af ein­lægni. Ingrid Kuhlman er með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði og hún heldur út síðunni Hrós dagsins. Ingrid kom í þáttinn og gaf okkur fimm ráð til að fara jákvæð inn í sumarið. Jósep Blöndal læknir er af mörgum kunnur vegna læknisstarfa sinna í Stykkishólmi. Þangað hafa líklega hundruðir Íslendinga lagt leið sína vegna bakvandamála og margir fengið bót sinna meina. Jósep hóf sinn læknisferil á Ströndum og kann margar sögur af veru sinni þar, enda er Jósep frábær sögumaður og hér er eiginlega um framhaldssögu að ræða því seinni hluti viðtalsins verður fluttur í næstu viku. Það var Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, tók viðtalið við Jósep. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/30/201950 minutes
Episode Artwork

Fráfall foreldris, Kærleiksdagar og Þór Breiðfjörð lesandi vikunnar

Það er stórt og óafturkræft áfall þegar foreldri barns fellur frá og hefur mikil áhrif á líf þess. Í dag fer fram málþingið „Hvað verður um mig“, um rétt barna, stöðu þeirra og þarfir við fráfall foreldris. Á málþinginu fjalla fyrirlesarar um málið frá ýmsum hliðum, en í fyrsta sinn hafa verið teknar saman tölur hjá Hagstofunni um fjölda barna sem lenda í þessari stöðu á ári hverju á Íslandi. Kynntar verða rannsóknir um upplifun barna eftir fráfall foreldris. Við fengum Heiðrúnu Jensdóttur formann Arnarins minningarsjóðs og Svavar Knút Kristinsson tónlistarmann, en hann missti föður sinn í snjóflóðinu á Flateyri árið 1995. Kærleiksdagar voru haldnir á Breiðdalsvík um helgina, en þeir voru fyrst haldnir fyrir rúmum 20 árum. Þar er lögð áhersla á óhefðbundnar meðferðir og kærleiksríka samveru. Hefð er til dæmis fyrir því að gestir byrji fyrsta kvöldið á að faðmast og knúsast. „Kærleiksdagarnir snúast um kærleiksrík samskipti og að við séum opnari,“ segir Vigdís Steinþórsdóttir, stjórnandi daganna, en hún kom í þáttinn í dag og sagði okkur frekar frá helginni. Lesandi vikunnar í þetta sinn var söngvarinn Þór Breiðfjörð, en hann hefur sungið stærstu hlutverkin meðal annars í Vesalingunum og Jesus Christ Superstar, hér á landi, á West End í London og víðar. Við spurðum hann út í hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann er að lesa þessa dagana og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/29/201950 minutes
Episode Artwork

Hallgrímur Helgason og Bæng!

Föstudagsgesturinn okkar er fæddur 18 febrúar 1959 og er rithöfundur og málari. Hann hefur búið í París og New York og flutti þaðan minnistæða pistla í dægurmálaútvarpi Rásar 2 á níunda áratugnum. Hann dvelur stundum útí Hrísey en býr annars í Reykjavík. Síðasta skáldsaga hans heitir Sextíu kíló af sólskini en hann hlaut einmitt Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir þá bók. Nú ættu hlustendur Mannlega þáttarins að átta sig á því um hvern ræðir, þetta er að sjálfsögðu Hallgrímur Helgason rithöfundur. Undrabarnið Rolf Bæng er bjargvættur mannkyns - að eigin áliti. Hann fæddist fullskapaður, heiltenntur og altalandi, og hann heillar alla upp úr skónum. Leikritið Bæng! um téðan Rolf, eftir eitt þekktasta núlifandi leikskáld Þýskalands, Marius von Mayenburg, í leikstjórn Grétu Kristínar Ómarsdóttur, verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld. Gréta Kristín sagði frá leikritinu í þættinum. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/26/201955 minutes
Episode Artwork

Harpa hefst, góð ráð við streitu og atvinnulífstenglar

Á morgun er sumardagurinn fyrsti og því ber að fagna eins og ævinlega. Það er meira að segja spáð hlýindum - sem einhvern tímann hefði hún ekki endilega þótt vita á gott. En sumardagurinn fyrsti er líka yngismeyjadagur og fyrsti dagur hörpu samkvæmt gamla tímatalinu. Þessu ber auðvitað að fagna, enda aldrei nóg af tilefnum til að gera sér glaðan dag. En hvað er viðeigandi að gera á þessum tímamótum - við sláum á þráðinn til Jón Jónssonar þjóðfræðings og verkefnisstjóra Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Ströndum. Og meira tengt sumarkomunni - Ólafur Ævarsson sérfræðingur í geðlækningum hefur lengi haft áhuga á áhrifum steitu á okkur, mannfólkið og hér eftir nokkrar mínútur ætlum við biðja hann um nokkur góð ráð svo við getum hoppað streitulaus. Stór hluti þeirra sem nýta þjónustu atvinnulífstengla eftir starfsendurhæfingu hjá VIRK er ungt fólk með háskólamenntun. Atvinnulífstenglarnir aðstoða fólk, sem dottið hefur út af vinnumarkaði vegna veikinda og hafa ekki náð fullri starfsgetu, við að komast í starf að nýju Þeir fundu hundrað fimmtíu og sex manns störf á síðasta ári. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Jónínu Waagfjörð, sviðstjóra þróunar atvinnutengingar hjá VIRK á Heilsuvaktinni í dag. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG MARGRÉT BLÖNDAL
4/24/201955 minutes
Episode Artwork

Ragnhildur álfkona,Rækjuvinnslan á Hólmavík og Erla Skúladóttir í New

MANNLEGI ÞÁTTURINN ÞRIÐJUDAGUR 23.APRÍL 2019 UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG MARGRÉT BLÖNDAL Undanfarnar vikur hafa verið annasamar hjá Ragnhildi Jónsdóttur myndlistarkonu - sem kannski er betra að titla sem álfakonu eða jafnvel bara álfkonu. Ragnhildur er nýkomin heim af kvikmyndahátíð í San Francisco þar sem hún tók á móti Golden Gate verðlaunum fyrir bestu heimildarmyndina. Mynd sem heitir the Seer and the unseen sem mætti kannski þýða sem Sjáandinn og hið óséða. Ragnhildur kemur til okkar eftir nokkrar mínútur og segir okkur frekar frá myndinni, ævintýralegu ferðalagi til Bandaríkjanna og ef til vill fáeinar fréttir af stöðu mála í hulduheimum. Rækjuvinnslan Hólmadrangur á Hólmavík er ein fullkomnasta rækjuvinnsla á landinu. Sigurbjörn Úlfarson er nýtekinn við framkvæmdastjórastöðu þar og þótt nokkrir erfiðleikar hafi verið í rekstrinum lítur Sigurbjörn framtíðina björtum augum. KE hitti Sigurbjörn og ræddi við hann um verksmiðjuna og fékk að fylgjast með vinnslunni Erla Skúladóttir leikkona og kvikmyndagerðarkona hefur búið í New York í 30 ár og haslað sér völl þar sem og hér á landi, í kvikmyndagerðinni og hún er einnig ein af handritshöfundum að nýrri sjónvarpsþáttaröð sem fer í loftið í haust. Mannlegi þátturinn hitti Erlu á kaffihúsi á Manhattan í New York og spurði út í verkefnin og einnig útí lífið í stórborginni.
4/23/201955 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Póstkort frá Spáni um dymbilvikuna ofl. 11 ára gömul stúlka með einhve

MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAGUR 17.APRÍL 2019 UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON Hrönn Sveinsdóttir skrifaði opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur í síðustu viku þar sem hún rekur sína upplifun af tregðu í kerfinu til að koma ellefu ára dóttur hennar, sem er með einhverfu, til aðstoðar og að nú sé svo komið að hún fái hvergi skólavist hér á landi. Hrönn kemur í þáttinn í dag og við ætlum að fræðast um sögu þeirra og hver staðan er í dag. Við fáum póstkort frá Spáni frá Magnús R. Einarssyni í dag. Í þessu póstkorti segir hann frá dymbilvikunni á Spáni, sem markar upphaf ferðamannatímans. Og í kjölfar ferðamannanna fylgja sölumenn, músíkantar, myndlistamenn og akróbatar. Hann segir ennfremur frá þingkosningum sem eru framundan á Spáni í lok mánaðarins og deilum Mexikóa og Spánverja um atburði sem áttu sér stað fyrir fimm hundruð árum. Á þessum síðasta virka degi fyrir páska tökum við hinn almenna borgara, fólkið á götunni, vegfarandann sígilda...tali og við spyrjum einfaldlega: Hvað ætlar þú að gera yfir páskana ?
4/17/201955 minutes
Episode Artwork

Þórhildur Sunna, Hafþór og Propose Iceland og stelpur geta allt

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata og for­maður laga- og mann­rétt­inda­nefndar Evr­ópu­ráðs­þings­ins. Í síðustu viku samþykkti Evr­ópu­ráðs­þingið þings­á­lyktun og til­mæli til aðilda­ríkja Evr­ópu­ráðs­ins um raun­veru­legar trú­verð­ugar aðgerðir til þess að berj­ast gegn kyn­ferð­is­legri mis­munun kvenna í stjórnmálum í Evr­ópu. „Það er póli­tík í því að konur þurfi ekki að lifa við að vera beittar kyn­ferð­is­legu áreiti og jafn­vel kyn­ferð­is­legu ofbeldi við störf sín í póli­tík,“ segir Þórhildur Sunna, en hún kom í heimsókn í dag. Hafþór Óskarsson er fæddur og uppalinn á Drangsnesi en eftir nám í sálfræði, þjóðfræði og ferðamálafræði hóf hann störf hjá fyrirtækinu Pink Iceland og stofnaði síðar ásamt öðrum systurfyrirtæki þess Propose Iceland. Hafþór kom í heimsókn á Drangsnes og sagði Kristínu Einarsdóttur frá forvitnilegri starfsemi þessara fyritækja. Námskeiðin „Stelpur geta allt“ eru fyrirbyggjandi sjálfstyrkingarnámskeið sem miða að því að styrkja þekkingu stelpna á hugtakinu sjálfsmynd ásamt því að leggja til leiðir sem þátttakendur geta notfært sér til þess að koma í veg fyrir neikvæða þróun á eigin sjálfsmynd. Kristín Tómasdóttir sér um þessi námskeið og kennir þau og byggir þau á bókunum sínum: Stelpur, Stelpur A-Ö, Stelpur geta allt og Stelpur - 10 skref að sterkari sjálfsmynd. Við töluðum við Kristínu í dag. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/16/201950 minutes
Episode Artwork

Gunnhildur fór í raflostmeðferð, fuglatónleikar og Steinunn lesandi vi

Gunnhildur Una Jónsdóttir, þriggja barna einstæð móðir, var sett í raflostmeðferð við djúpu, óbærilegu þunglyndi. Meðferðin þótti takast vel en afleiðingarnar voru skelfilegar. Hún glataði minningum sínum, veruleikinn varð framandi og fortíðin ósamstæð og brotakennd. Gunnhildur Una sagði sögu sína í þættinum í dag, um það hvernig henni tókst að fóta sig á ný eftir áfallið, lýsir baráttunni við sjúkdóminn og leitinni að fortíðinni og sjálfri sér. Þegar himinbirtan tekur að lýsa upp auðlindir jarðar og náttúru og fuglarnir leika undir með kvaki og krunki er tími „Fuglatónleika“ á næstu grösum. Tónskáldið Valgeir Guðjónsson myndar tón- og textabrú frá Eyrarbakka til Hveragerðis þar sem ljóðskáldið Jóhannes úr Kötlum hafði búsetu á fimmtu árlegu Fuglatónleikunum. Valgeir hefur gefið út þrjár plötur með lögum sínum við ljóð Jóhannesar, við ræddum um vorið, náttúruna og fugla við Valgeir í þættinum í dag. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur og leikkona, en hún er ein sjö leikkvenna sem standa að flutningi Passíusálma Hallgríms Péturssonar í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa. Við spurðum hana um hvaða bækur eru á náttborðinu hennar, hvað hún er að lesa þessa dagana og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/15/201950 minutes
Episode Artwork

Halldóra Geirharðs föstudagsgestur og Hafliði og súkkulaðið

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir. Undanfarið ár hefur verið viðburðarríkt hjá henni, þar sem kvikmyndin Kona fer í stríð, þar sem hún lék ekki bara eitt, heldur tvö aðalhlutverkin, gerði það gott víðs vegar um heiminn og gerir enn. Hún er svo að fara að frumsýna í kvöld leikritið Kæra Jelena í Borgarleikhúsinu, þar sem hún leikur einmitt kennslukonuna Jelenu. Halldóra sagði okkur frá því hvar hún er fædd og uppalin og hvernig leiðin lá yfir í leiklistina. Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, var hjá okkur með sitt vikulega matarspjall. Það líður að páskum því er tilvalið að tala um súkkulaði, hún fékk því Hafliða Ragnarsson bakarameistara til að fræða okkur um súkkulaði, það eru fáir sem vita meira um það. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/12/201955 minutes
Episode Artwork

Símalausir skólar, ADHD og matarræði og skemmtileg hlaðvörp

Í dag fá fulltrúar allra grunn- og leikskóla í Reykjavík afhenta 30.000 segla með áprentuðum upplýsingum um skjátíma barna og verður þeim dreift til allra leik- og grunnskólabarna í Reykjavík. Foreldrafélög í Breiðholti og skólastjórnendur hafa um árabil átt mjög gott samstarf um ýmis málefni og fyrir um þremur árum kom upp sú hugmynd að gera segul um skjátíma þar sem skjátímanotkun er stöðugt að aukast og foreldrar þurfa að kunna að umgangast þessa nýju tækni og vera börnunum fyrirmynd. Við fengum í heimsókn til okkar Birnu Sif Bjarnadóttur, skólastjóra Ölduselsskóla, Guðmund Magnús Daðason fyrir hönd foreldrafélaganna fimm í Breiðholti, Kjartan Helga Guðmundsson og Bríeti Glóð Pálmadóttur nemendur í Ölduselsskóla sem töluðu um hvaða áhrif það hefur að gera skólann símalausan. Matur hefur mikinn mátt. Á síðustu árum hefur rannsóknum á tengslum mataræðis og ADHD fleygt fram. Í kvöld verður haldinn fræðslufundur ADHD samtakanna, þar sem Dr. Bryndís Eva Birgisdóttir, næringarfræðingur og Dr. Bertrand Lauth, geðlæknir fjalla um rannsóknir á tengslum ADHD og mataræðis. Hrannar B. Arnarsson, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna var í símanum og sagði frekar frá. Ása Baldursdóttir kom til okkar í dag og sagði okkur frá nokkrum áhugaverðum hlaðvörpum. Í síðustu viku voru það svikahrappar og morð, en í þetta sinn sagði hún okkur frá áhugaverðum hlaðvörpum sem fjalla um sófasérfræðinga, hlaðvarp um föður umsjónarmannsins, sem skrifa erótískar bókmenntir, og að lokum hlaðvarp sem fjallar um þær glímur sem nýbakaðar mæður þurfa að takast á við. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/11/201950 minutes
Episode Artwork

Gengur hringinn 16 ára,félagsfælni og flokkun ruslsins

MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAGUR 10.APRÍL 2019 UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON Eva Bryndís Ágústsdóttir, 16 ára Hafnfirsk stúlka ætlar að ganga hringveginn um landið í sumar, og gott betur, til að safna áheitum fyrir Barnaspítala Hringsins. Með þessu vill hún sýna spítalanum og starfsfólki hans þakklæti, en bróðir hennar, Brynjar Óli, er hjartveikur og hefur þurft að stóla á þjónustu spítalans. Þau systkini, Eva Bryndís og Brynjar Óli koma í þáttinn í dag, en samkvæmt óvísindalegri könnun Mannlega þáttarins verður Eva Bryndís ekki bara yngsti Íslendingurinn, heldur líka fyrsta konan til að ganga hringveginn. Með þeim kom líka móðir þeirra, Berglind Sigurðardóttir. Fólk sem haldið er félagsfælni hverfur frekar frá námi án þess að ljúka því, þénar minna en aðrir og missir af ýmsum tækifærum í lífinu. Góðu fréttirnar eru þær að hægt er að venja fólk af félagsfælni á stuttum tíma. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Sóleyju Dröfn Davíðsdóttur, sálfræðing um félagsfælni og meðferð við henni á Heilsuvaktinni í dag. VIð viljum líka sinna ábendingum frá hlustendum í Mannlega þættinum. Við fengum bréf frá hlustanda sem vildi endilega fá leiðbeiningar um hvernig flokka ætti ruslið og lét fylgja með að svo margir sem hún þekkti ættu í basli með þetta. Flestir vilji flokka en vita ekki hvernig því þetta virðist ruglingslegt og misjafnt milli sveitarfélaga. Á td að láta plast saman í poka með öðru rusli eða beint útí. Álið af jógúrt dollunni , gler krukkur , og svo baðvörurnar, hár í hárburstanum - sjampó brúsana og klósettrúlluna... Við fáum hana Rakel Garðarsdóttur til að leiðbeina okkur með þetta hér á eftir.
4/10/201955 minutes
Episode Artwork

SÍ neita greiðsluþáttöku, kynjuð hármenning og minkaveiðar

Við fengum Ragnheiði Sveinþórsdóttur í þáttinn, en hún er móðir níu ára drengs sem fæddist með skarð í gómi. Sjúkratryggingar Íslands hafa neitað greiðsluþáttöku vegna kostnaðar tannréttingameðferðar drengsins og ferðakostnaðar, en fjölskyldan býr í Vestmannaeyjum. Ragnheiður sagði sögu þeirra og hvar málið stendur í dag. Saga háriðna á Íslandi er aldarspegill. Hún varpar ljósi á nútímavæðingu íslensks samfélags, innreið hreinlætis- og tískuvitundar og viðleitni smáþjóðar til að tilheyra alþjóðasamfélaginu. Þorgerður Þorvaldsdóttir og Bára Baldursdóttir fjalla um kynjaða menningu háriðnar á Íslandi í sérstöku erindi sem þær kalla „Að lækna heilaþreytu, krulla, klippa og raka - kynleg menning á rakara- og hárgreiðslustofum“ sem þær byggja á bók sinni Krullað og klippt, sem kom út á síðasta ári. Þær komu í þáttinn í dag. Minkar eru af flestum taldir miklir skaðvaldar í náttúru Íslands og stafar t.d. fuglalífi hætta af hinu mikla drápseðli minksins. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Guðbrand Sverrisson bónda á Bassastöðum sem hefur stundað minkaveiðar frá unglingsárum og hann heldur því fram að mun skemmtilegra sé að veiða mink en t.d. lax. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/9/201955 minutes
Episode Artwork

Einar Óli fær ekki úrræði, flamenco og Steingrímur lesandi vikunnar

Einar Óli Sigurðarsson varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir heilablæðingar fyrir tveimur árum, þá 33gja ára. Eftir það getur hann hvorki hreyft sig né tjáð. Fyrir um ári voru fluttar fréttir af stöðu Einars Óla, þar sem hann hafði verið í átta mánuði á Grensásdeild, endurhæfingardeild Landspítalans, sem er ekki langtímaúrræði, en eini valkosturinn sem honum stóð til boða í framhaldi var að vera vistaður á hjúkrunarheimili, þar sem meðalaldurinn er áttatíu og þrjú ár. Nú, ári eftir þessar fréttir er staðan enn sú sama. Aðalheiður Bjarnadóttir, móðir Einars Óla, kom í þáttinn og fór með okkur yfir söguna, en engin lausn virðist vera í sjónmáli. Í kvöld verða haldnir styrktartónleikar fyrir Einar Óla í Guðríðarkirkju, en fyrir þá sem myndu vilja leggja eitthvað að mörkum en komast ekki á tónleikana þá bendum við á styrktarreikninginn, 0545-14-001041, kt. 650519-0790, en fjölskyldan er að safna fyrir útborgun í notuðum bíl til að auðvelda þeim við að koma honum á milli staða. Þegar maður hlustar á Flamenco tónlist tengir maður hana ekkert endilega við íslenska tónlistarmenn svona í fyrstu en í Grenada á Spáni býr íslendingurinn Reynir Hauksson og hann starfar sem Flamenco gítarleikari. Við spurðum hann útí Flamenco og hvernig það er fyrir íslending að starfa sem Flamenco gítarleikari í fullu starfi á Spáni. Steingrímur Sævarr Ólafsson fyrrum fréttamaður og fjölmiðlaráðgjafi var lesandi vikunnar hjá okkur í dag og við spurðum hann útí bækurnar á náttborðinu, hvað hann er að lesa þessa dagana og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/8/201955 minutes
Episode Artwork

Andrea Jónsdóttir, ástarljóðavalsar á kaffitorginu og krydd

Föstudagsgesturinn að þessu sinni er mörgum kær, hún hefur talað í hljóðnemann og spilað plötur í útvarpi og einnig víða fyrir dansi, í áratugi. Þetta er Andrea Jónsdóttir hin eina sanna, fagnar sjötugsafmælinu um helgina og hún valdi að auki hvert einasta lag í þættinum í dag. Söngtónleikar fara fram í Norðurljósum í Hörpunni á sunnudaginn og þar munu fjórir einsöngvarar syngja saman og í sitt hvoru lagi og auk þess koma fram tveir píanóleikarar. Við vorum svo heppin að fá þau í þáttinn í dag í spjall og þau fluttu tvö lög á kaffitorginu hér í Efstaleitinu. Söngvararnir eru Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað sópran, Hanna Dóra Sturludóttir mezzo-sópran, Þorsteinn Freyr Sigurðsson tenór og Fjölnir Ólafsson baritón og píanóleikararnir, sem léku fjórhent voru Hrönn Þráinsdóttir og Matthildur Anna Gísladóttir. Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, var hjá okkur með sitt vikulega matarspjall. Í dag talaði hún um hækkandi sól, tiltekt í kryddskápnum og matseðla sumarsins. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/5/201955 minutes
Episode Artwork

Guðrún Nordal, ráðstefna um kvíða, svikahrappur og morð

Kynslóðin sem nú vex úr grasi horfir inn í framtíð sem verður gjörólík okkar samtíma og rof verður jafnvel til milli kynslóðanna. Umbyltingar síðustu ára breyta ekki aðeins samfélagi okkar og umhverfinu, heldur okkur sjálfum. Hvernig verður samfélag okkar, menning og tunga eftir 30 ár? Hvernig munum við þá skilgreina okkur sem þjóð? Í kvöld verður kvöldstund í Hannesarholti þar sem Guðrún Nordal fjallar um bók sína SKIPTIDAGA - NESTI HANDA NÝRRI KYNSLÓÐ. Hún fær til sín góða gesti til þess að velta framtíðinni fyrir sér í þessu ljósi og leitast við að svara þessum spurningum. Guðrún kom í þáttinn í dag. Tveggja daga ráðstefna um kvíða verður haldin að Hólum í Hjaltadal í dag og á morgun. Erindin eru af ýmsum toga því kvíði er víða í samfélaginu og það getur verið kvíði yfir loftslagsmálum, kvíði yfir að búa í verðtryggðu húsnæði, kvíði í skóla, kvíði í kjölfar ofbeldis og fleira. Við ræddum við séra Sólveigu Láru Guðmundsdóttur um kvíða í dag. Hlaðvarpsþættir, eða podcöst, verða sífellt vinsælli og hægt er að finna ótrúlegan fjölda af allkyns slíkum þáttum í þar til gerðum forritum í snjalltækjum og tölvum. Það er í rauninni alveg saman hvar áhugasviðið liggur, þú getur fundið hlaðvarpsþátt sem fjallar um það og að öllum líkindum marga. Ása Baldursdóttir kom í þáttinn á síðasta ári og sagði frá áhugaverðum hlaðvörpum sem vakti talsverða athygli. Hún kom í þáttinn í dag og sagði frá hlaðvörpum um svikahrapp að nafni Hamish Wilson áhugakonur um morð. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/4/201950 minutes
Episode Artwork

Núvitund í vinnu,skrautskrift og Magnús í Alicante

MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAGUR 03.APRÍL 2019 UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON Hvernig er rithöndin þín? Á öld tölva og snjalltækja skrifum við sífellt minna með pennum á pappír. Ingi Vífill Guðmundsson hefur verið að kenna kallígrafíu eða skrautskrift og bara skrift, sem verkfæri í hugrækt undanfarin misseri, og í framhaldi að því lagði hann drög að nýju verkefni, sem heitir Skriftarbók fyrir fullorðna. Bókin er forskriftabók með æfingum og hjálparlínum og kennir lykkjuskrift, sem kennd var í grunnskólum á Íslandi til 1984. Ingi segir að margir af hans kynslóð skammast sín fyrir rithöndina, finnst hún jafnvel barnaleg, og hann langaði að gera verkefni til að hjálpar fólki að bæta rithöndina. Við fræddumst um skrift hjá Inga í þættinum. Magnús R. Einarsson sendir okkur póstkort frá Spáni og í dag fjallar hann um vatnið í Alicante sem er mikið dýrmæti og sömuleiðis um hátíðahöld um liðna helgina sem voru til að minnast þess að áttatíu ár eru liðin frá því að borgarastyrjöldinni lauk, en henni lauk bókstaflega í Alicante. Mindfulness eða Núvitund er meir og meir tekin inn á vinnustaði sem góð leið til að vinna gegn streitu og kulnun í starfi. Ásdís Olsen er einn helsti sérfræðingur okkar um Núvitund og hefur að sérhæft sig í “Mindfulness á vinnustöðum“, prógramm sem var þróað hjá Google og hefur verið innleitt hjá nokkrum af öflugustu fyrirtækjum heims. Ásdís vinnur að doktorsritgerð um Núvitund og við ræddum við hana.
4/3/201955 minutes
Episode Artwork

OsteoStrong, unnu Fjármálaleikinn og nýr bátur í Kokkálsvík

Við heyrðum af nýrri stöð, OsteoStrong, sem staðsett er í Borgartúni og býður uppá aðferð við að þétta bein með sérstöku Spectrum kerfi, sem eru 4 tæki, nokkurs konar líkamsræktartæki . Spectrum kerfið var fundið upp af Dr. John Jaquish, sem er höfundur bókarinnar „Osteogenic Loading“ en hann hefur flutt fjölda erinda á heimsþingi um beinþynningu og sat áður í stjórn American Bone Health sem eru samtök um beinheilsu í Bandaríkjunum. Nokkrar mínútur í tækjunum einu sinni í viku er nóg , segja hjónin Örn og Svanlaug sem opnuðu útbú á Íslandi í janúar sl. Mannlegi þátturinn skoðaði málið. Tíundi bekkur Nesskóla í Neskaupstað fór með sigur af hólmi í Fjármálaleiknum 2019, spurningakeppni í fjármálalæsi. Alls tóku þrjátíu skólar á landsvísu þátt í leiknum að þessu sinni með samtals um 500 nemendur. Hver nemandi í bekknum þurfti að svara 60 fjölbreyttum krossaspurningum um fjármál. Við hringdum austur og heyrðum í Eysteini Þór Kristinssyni, skólastjóra Nesskóla og Ester Rún Jónsdóttur nemanda. Þann 9. mars kom nýr bátur til hafnar í svokallaðri Kokkálsvík þar sem er hafnaraðstaða Drangsnesinga. Haldið var upp á daginn með pompi og prakt, og Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, mætti á staðinn og spjallaði skipstjórann Ingólf Haraldsson, föður hans Harald Ingólfsson og Finn Ólafsson Oddvita, auk þess sem heyrðist í Óskari Torfasyni, framkvæmdastjóra útgerðarinnar á staðnum. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/2/201955 minutes
Episode Artwork

Menningarferðir, gamalt aprílgabb og Óttar Proppé lesandi vikunnar

Það eru vissulega blikur á lofti í ferðaþjónustunni um þessar mundir en það eru líka tækifæri segir einn viðmælenda okkar í dag og vill horfa til nýrra markhópa og nota ný tækifæri. Fyrirtækið Reykjavík Culture Travel er ferðaþjónstufyrirtæki sem skipuleggur menningartengdar ferðir til Íslands. Óspillt náttúra og náttúrufegurð hefur hingað til verið helsta helsta aðdráttarafl ferðamanna, en við höfum svo mikið meira en náttúruna segir Örvar Már Kristinsson frá Reykjavik Culture Travel en þeirra helstu samstarfsaðilar eru t.d. Íslenska óperan, Sinfoníuhljómsveit Íslands, og hinar ýmsu listastofnanir á landinu. Örvar kom í þáttinn ásamt Margréti Líndal Steinþórsdóttur. Í dag er 1. apríl. Við rifjuðum upp gamalt aprílgabb úr safni útvarpsins. Við fundum til gabb frá árunum 1966, 67, 70 og 71. Það er óhætt að segja að gabbið hefur breyst í gegnum tíðina. Fréttamenn RÚV og dagskrárgerðarfólk, t.d. í morgunleikfiminni, voru meðal þeirra sem stóðu að baki aprílgabbinu. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Óttar Proppé. Hann er mikill lestrarhestur, vann lengi vel hjá Máli og menningu, var söngvari í rokk- pönksveitum eins og Ham, Rass og Doktor Spock, fór svo í borgarstjórn með Besta flokknum, var alþingismaður og heilbrigðisráðherra fyrir hönd Bjartrar framtíðar og er nú aftur orðinn bóksali. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hans, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og svo hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
4/1/201955 minutes
Episode Artwork

Davíð Þór, bluegrass og veisluborð Babette

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn hefur komið víða við á sínum ferli, var lengi skemmtikraftur, bæði í útvarpi og sjónvarpi, var dómari og spurningahöfundur í Gettu betur, ljóðskáld, ritstjóri og guðfræðingur. Hann er í dag prestur í Laugarneskirkju. Nú ættu einhverjir að hafa áttað sig, hann heitir Davíð Þór Jónsson. Við fengum að vita hvar hann er fæddur og uppalinn og stikluðum á stóru til dagsins í dag. Í Kentucky fylki Bandaríkjanna árið 1939 stofnaði 28 ára gamall mandólínleikari og söngvari hljómsveit, Bill Monroe and his Blue Grass Boys. Þeir spiluðu og sungu lög um lífið í sveitum og fjallabyggðum suðurríkjanna. Bandið og tónlistarstíllinn nutu vinsælda og síðan er tónlistin í daglegu tali nefnd bluegrass. Tónlistin er spiluð á órafmögnuð strengjahljóðfæri og stór hluti undirstöðunnar er bresk þjóðlagatónlist sem barst með fólksflutningum til Ameríku á 17. öld. Síðan eru liðin mörg ár en nú kemur blágresið við í Hörpu og það er ungur maður Bragi Þór Ólafsson sem stendur fyrir tónleikum þar sem íslenskir og enskir hljóðfæraleikarar sameina krafta sína. Við hittum Braga, félaga hans og móður á heimili hans. Sigurlaug Margrét var með sitt vikulega matarspjall í þáttinn. Hún var áfram á dönskum slóðum eins og í síðustu viku. Hún fór á heimili Karen Blixen í Rungsted og fékk leiðsögn um húsið þar sem hún sá meðal annars veisluborðið úr Gestaboði Babette. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/29/201950 minutes
Episode Artwork

Þórunn Ólafsdóttir, Ný dögun og samtök leigjenda

Það líður vart sá dagur að ekki komi frétt um málefni flóttafólks, bæði innlendar og erlendar. Nú eru átta ár liðin frá upphafi Sýrlandsstríðsins og á þessum átta árum hefur straumur fólks sem hefur leitað skjóls fyrir sig og sína verið í fréttum nánast hvern dag, neyð þessa fólks hefur verið fyrir augum okkar þessi ár. Flest okkar horfa á þetta úr fjarlægð, en Þórunn Ólafsdóttir hefur gert talsvert meira, hún hefur farið í nokkrar ferðir til eyjunnar Lesbos þar sem hún hjálpaði flóttafólki sem kom þangað á bátum við mjög erfiðar aðstæður. Hún hefur líka tjáð sig um málefni Palestínu, meðal annars í samhengi við Eurovision, þar sem hún hvatti til sniðgöngu Íslands á keppninni, þar sem það væri ósk Palestínsku þjóðarinnar. En Þórunn þekkir aðstæður í Palestínu eftir að hafa verið þar árið 2014. Þórunn kom í þáttinn og talaði um Mið-Austurlönd og störf sín með fólki á flótta. Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, býður nú upp á stuðningshóp sem er sérstaklega ætlaður þeim sem hafa misst ástvini beint eða óbeint af völdum fíknar, áfengis- eða vímuefnafíknar, hvort sem það er barn, systkini, maki eða annar nákominn. Úrvinnsla aðstandenda eftir slíkan getur m.a. snúið að langvinnum erfiðum samskiptum við fíkilinn, auk þess að syrgja manneskjuna sem fíknin tók yfir. Þeir Hjalti Jón Sverrisson, prestur í Laugarneskirkju og Hrannar Már Sigrúnarson, sem leiðir stuðningshópinn, komu í þáttinn. Samtök leigjenda bjóða til stjórnarfundar á laugardaginn og er fundurinn opin öllum þeim sem hafa áhuga á málefnum leigjenda. Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína er formaður samtakanna og ræddi við okkur um stöðuna á leigumarkaði og það sem efst verður á baugi á fundinum. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/28/201950 minutes
Episode Artwork

Erró og Maó, Bylting í framleiðslu líftæknilyfja og fólk í fátækt

Page Break MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAGUR 27.MARS 2019 UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON Á föstudaginn kemur verður haldin morgunverðarfundur á vegum EAPN en það eru alþjóðleg samtök fólks í fátækt. Umræðuefnið er eldfimt málefni sem nauðsynlegt er að ræða segja samtökin. Oft er málefnum flóttamanna, hælisleitenda og ýmissa annarra innflytjenda stillt upp gegn málefnum lífeyrisþega og annarra fátækra Íslendinga og þá talað um hópana sem andstæðinga í einhvers konar keppni um aðstoð og úrbætur. En er málið svo einfalt? Við ræðum við Vilborgu Oddsdóttur félagsráðgjafa. Listasafn Reykjavíkur varðveitir um 4.000 listaverk eftir Erró samt sem áður er það að auglýsa eftir fleiri verkum sem eru í einkaeign. Listasafnið kallar eftir upplýsingum frá almenningi um klippimyndir eða málverk eftir Erró sem sýna Maó, fyrrverandi leiðtoga Kína fyrir sýningu sem stendur til að verði opnuð 1.maí. Við fengum Sigurð Trausta Traustason, deildarstjóra safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur til að segja okkur frekar frá þessu. Bylting stendur nú yfir á lyfjamarkaði með aukinni framleiðslu líftæknilyfja sem hafa gjörbreytt líðan gigtarsjúklinga, fólks með krabbamein, sóríasis og fleiri alvarlega sjúkdóma. Framleiðsla þessara lyfja vex hratt og sömuleiðis þróun nýrra lyfja. Bergljót Baldursdóttir ræðir á Heilsuvaktinni við Kolbein Guðmundsson yfirlækni á Lyfjastofnun um lyfjabyltinguna
3/27/201950 minutes
Episode Artwork

Svefn unglinga, matur og mýtur og Bára á Hólmavík

Ef það er eitthvað sem við mannfólkið erum sammála um þá er það mikilvægi svefns. Rannsóknir hafa sýnt að unglingar sem sofa vel eru hamingjusamari, gengur betur í námi, eru ólíklegri til að vera í ofþyngd og sækja síður í áhættuhegðun. Dr. Erla Björnsdóttir sálfræðingur hefur sérhæft sig í svefni og heldur reglulega námskeið um mikilvægi svefns fyrir börn,unglinga og fullorðið fólk, hún kom til okkar í dag. Er spelt hollara en hefðbundið hveiti? Eru sætar kartöflur hollari en venjulegar kartöflur? Er brauð fitandi? Gréta Jakobsdóttir, doktor í næringafræði, hélt fyrirlestur um daginn sem hún kallaði Matur og mýtur þar sem hún talaði um lífseigar mýtur sem hafa verið áberandi í umræðunni á samfélagsmiðlum og þar af leiðandi um allt. Gréta kom í þáttinn og fór yfir þessar mýtur. Hjónin Bára Karlsdóttir og Kristján Jóhannsson eiga og reka veitingahúsið Café Riis á Hólmavík. Bára er meistarakokkur og oft er þröngt á þingi á Café Riis þar sem bæði Strandamenn og íslenskir sem og erlendir ferðamenn njóta þess sem þar er á boðstólum. Kristín okkar Einarsdóttir hitti Báru þar sem hún var í óða önn að undirbúa Góugleði sem er vinsæl skemmtun meðal heimamanna og þeirra gesta. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/26/201950 minutes
Episode Artwork

Atferlisgreining, kokkur ársins 2019 og Þorsteinn lesandi vikunnar

Hagnýt atferlisgreining er vísindagrein byggð á grunnlögmálum um nám og hegðun. Atferlisfræðingar vinna meðal annars með skjólstæðingum sem eiga við námsörðugleika að stríða, vanda tengdan hegðun, svefni og félagsfærni. Háskólinn í Reykjavík er að hleypa af stokkunum meistaranámi í hagnýtri atferlisgreiningu. Við fengum Berglindi Sveinbjörnsdóttur, doktor í atferlisgreiningu, til þess að segja okkur betur frá. Úrslit voru kynnt í keppninni Kokkur ársins 2019 í gær í Hörpu en það var Sigurjón Bragi Geirsson matreiðslumaður hjá Garra heildverslun og þjálfari íslenska Kokkalandsliðsins sem vann keppnina í ár. Hann var hlutskarpastur af fimm keppendum og hlýtur þátttökurétt fyrir Íslands hönd í keppninni Matreiðslumaður norðurlanda á næsta ári. Iðunn Sigurðardóttir sem varð í þriðja sæti í keppninni kom ásamt Sigurjóni í þáttinn í dag. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Þorsteinn Víglundsson, við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON.
3/25/201955 minutes
Episode Artwork

Kristinn Sigmundsson og matarspjall um krár í Köben

Í óperunni Systir Angelica eftir Puccini, eru einungis kvenhlutverk en verkið fjallar um örlög systur Angelicu sem eignaðist barn utan hjónabands og kallaði þar með skömm yfir fjölskyldu sína. Saga,óperan er dramatísk eins og við er að búast og þetta ætla nemendur í söngskóla Sigurðar Demetz að glíma við næsta þriðjudag og okkar föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn, Kristinn Sigmundsson óperusöngvari, er að leikstýra þessari uppfærslu og hann en þetta er hans fyrsta leikstjórnarverkefni. Kristinn er síður en svo hættur að ferðast um heiminn til að syngja í óperuuppfærslum, því hann er nánast bókaður út árin. Í matarspjallinu í þetta sinn fór Sigurlaug Margrét vítt og breitt yfir matarupplifunina í Kaupmannahöfn og fjallaði þá sérstaklega um gamlar krár sem hafa tekið litlum breytingum í gegnum tíðina, sem betur fer kann einhver að segja. Sumsstaðar hefur matseðillinn lítið sem ekkert breyst en aðrir staðir hafa farið í andlitslyftinu. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/22/201955 minutes
Episode Artwork

Kontóristinn,Landslið í Kjötiðn og hvað gerist þegar við roðnum?

MANNLEGI ÞÁTTURINN FIMMTUDAGUR 21.MARS 2019 UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON Hvað gerist í líkama okkar þegar við roðnum? Af hverju grátum við, hvað kallar fram tárin í augum okkar og af hverju fáum við gæsahúð, eða hroll? Við höfum verið að fjalla um athyglisbrest undanfarið í þættinum, hvað gerist í líkama þeirra sem glíma við athyglisbrest, eða hjá þeim sem eru lesblindir? Við fáum Þór Eysteinsson lífeðlisfræðing í þáttinn í dag, hann ætti að geta svarað þessum spurningum og jafnvel fleirum. Sjöundu og síðasta hugvekja Kontóristans Steinars Þórs Ólafssonar er á kynlegum nótum. Upplifa karlar og konur jafnvægi vinnu og einkalífs á mismunandi hátt og hvernig bregst vinnumarkaðurinn við þeim sem kjósa setja fjölskylduna í fyrsta sætið? Meira um það hér á eftir. Nú hefur í fyrsta skipti verið sett saman landslið í Kjötiðn , framundan er Heimsmeistaramót og æfingar eru byrjaðar. Við heyrum í kjötiðnaðarmeistaranum Kristjáni Halli Leifssyni sem mun þjálfa íslenska hópinn og nema hans Jóhanni Frey Sigurbjarnarsyni. Þeir segja að það sé ekkert atvinnuleysi meðal kjötiðnaðarmanna og það vanti fleiri í fagið.
3/21/201950 minutes
Episode Artwork

Póstkort frá Spáni,yfirlæknir á Vogi og Elín Matthildur björgunarsveit

MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAGUR 20.MARS 2019 UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON Á undanförnum 40 árum hafa rúmlega 25 þúsund einstaklingar farið í meðferð á sjúkrahúsið Vog, eða 7,4 % núlifandi Íslendinga 15 ára og eldri. Í fyrra voru 2.275 innritanir á Vog og meðallegudagar sjúklinga voru 9,63 dagar. Í vímuefnagreiningu SÁÁ má sjá að neysluminstur þeirra sem hafa farið í meðferð hefur breyst talsvert á undanförnum 20 árum, árið 1995 voru tveir þriðju sem komu á Vog þar vegna áfengisneyslu, en sú tala hefur lækkað um meira en helming á sama tíma og neysla harðari efna hefur aukist talsvert, eins og til dæmis kókaíns og ópíóða. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, kemur í þáttinn í dag og fer með okkur yfir stöðuna og þróunina á undanförnum 40 árum. Næstkomandi föstudag verður haldið upp á 70 ára slysavarna- og björgunarstarf í Borgarnesi - og sama dag verður tekin skóflustunga að nýju og glæsilegu björgunarhúsi. Það er í sjálfu sér merkilegt að lítil björgunarsveit ráðist í svo miklar framkvæmdir en okkur skilst að menn séu bjartsýnir í Borgarnesi. Töluverð endurnýjun hefur verið í sveitinni undanfarin misseri og fyrst og fremst hefur það verið fólk á miðjum aldri sem hefur verið að ganga í sveitina, sem er áhugavert. Póstkort frá Spáni heita pistlarnir sem Magnús R. Einarsson mun senda okkur næstu vikur og mánuði, en hann fluttist til Alicante fyrir skemmstu. Í fyrsta pistlinum segir hann frá lífinu í borginni og hvernig það er að vera nánast mállaus að bagsa við að fá kennitölu og opna bankareikning til þess að geta fengið internet í íbúðina sem hann leigir.
3/20/201955 minutes
Episode Artwork

Athyglisbrestur, Sterkari út í lífið og hjónin í Bjarnarfirði

Í síðustu viku kom leikarinn Hallgrímur Ólafsson í þáttinn og sagði frá því þegar hann greindist í fyrra, 41 árs, með athyglisbrest og fór á lyf sem hann sagði að hefðu breytt lífinu til hins betra. Þetta hafi verið pússlið sem vantaði, þar sem athyglisbresturinn hafði sett stórt strik í flest allt sem hann gerði áður en hann greindist. En hvað er athyglisbrestur? Hversu stór hluti þjóðarinnar er með athyglisbrest og er mikill fjöldi landsmanna kannski með athyglisbrest en hefur ekki hugmynd um það? Eru lyf of mikið notuð á Íslandi og erum við að greina of marga, í rauninni að ofgreina fólk með athyglisbrest? Dagur Bjarnason geðlæknir kom í þáttinn og fræddi okkur um ADHD og athyglisbrest. Síðastliðin ár hefur fagfólk og hópur rannsakenda tekið eftir auknum neikvæðum áhrifum fjölmiðla á sjálfsmynd og líkamsímynd barna og unglinga. Á þetta sérstaklega við um notkun samfélagsmiðla og þessir miðlar eru í stöðugri þróun og beinast sífellt meira að yngri börnum en þar eykst notkunin jafnt og þétt. Samhliða þessari auknu notkun hefur tíðni kvíða og streitu aukist verulega, einkum meðal stúlkna. Vefsíða undir heitinu Sterkari út í lífið, sem beinist einna helst að foreldrum og þeim sem vinna með börnum og unglingum í daglegu starfi verður opnuð í dag. Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur á Litlu Kvíðameðferðarstofunni, kom í þáttinn og sagði frá. Vigdís Esradóttir og hennar maður Einar Unnsteinsson fluttu norður í Bjarnarfjörð og byggðu sér þar hús sem vekur athygli margra. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Vigdísi og bað hana að segja sér og hlustendum söguna af því hvernig það kom til að þau fluttu norður og hvernig lifið gengur fyrir sig í Bjarnarfirðinum. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/19/201955 minutes
Episode Artwork

Teatime, meira um trufflur og Jökull lesandi vikunnar

Við fengum þá Þorstein B. Friðriksson og Ými Örn Finnbogason til okkar, en þeir kynntust í MR þaðan lá leið þeirra beggja í Háskólann í Reykjavík, þar voru þeir báðir kosnir í stjórn stúdentafélags Háskólans. Það samstarf gekk það vel að eftir að þeir höfðu báðir stundað meistaranám í Englandi og Þorsteinn hafði stofnað sprotafyrirtækið Plain Vanilla þá var Ýmir fyrsti maðurinn sem hann hann bað um að slást með sér í þá ævintýraför sem fjármálastjóri fyrirtækisins. Þeir settu á markað leikinn QuizUp sem náði miklum vinsældum um heim allan, en það gekk ekki allt samkvæmt plani og Plain Vanilla lokaði fyrir tveimur árum. En þeir ákváðu þó að halda áfram samstarfi og stofnuðu, ásamt tveimur öðrum fyrrverandi Plain Vanilla starfsmönnum fyrirtækið Teatime, sem gaf í febrúar út sinn fyrsta leik. Við spjölluðum við þá um þeirra samstarf og þetta nýja fyrirtæki Teatime í þættinum í dag. Það sköpuðust heilmiklar umræður um trufflu sveppi í matarspjalli okkar á föstudaginn, með Sigurlaugu Margréti og Friðgeiri Inga Eiríkssyni. Í kjölfarið fengum við sendar virkilega skemmtilegar heimildir og upplýsingar um trufflusveppi frá velviljuðum hlustanda, Geir Jóni Þorsteinssyni matreiðslumeistara. Við stikluðum á stóru yfir það efni um þessa merkilegu sveppategund sem kallast á íslensku jarðkeppur, truffla, eða jafnvel tröffla. Lesandi vikunnar var Jökull Jörgensen hárskeri sem hefur rekið rakarastofu í áratugi við Laugaveg. Hann kom með nokkrar bækur sem hafa haft áhrif á hann í lífinu og svo ræddum við líka um tónlistarsköpun og samstarf hans og söngkonunnar Margrétar Eir, en þau hafa einmitt verið par lengi. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/18/201950 minutes
Episode Artwork

Heiða föstudagsgestur, kóramót á Akranesi og trufflusveppir

Heiða Ólafs söngkona, leikkona og flugfreyja var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag. Hún lenti í 2. sæti í Idolinu árið 2005 og sama ár gaf hún út sína fyrstu sólóplötu hjá Senu. Þar með hófst farsæll ferill í söng og reyndar leiklist líka því Heiða lærði leiklist í New York og útskrifaðist árið 2009. Hún hefur leikið í söngleikjum eins og Buddy Holly í Austurbæ, Bjart með Köflum og Vesalingunum í Þjóðleikhúsinu og einnig hefur hún unnið undanfarin ár við dagskrárgerð á Rás 2. Nú er að koma út glæný plata með Heiðu með hennar eigin efni í bland við uppáhaldslög og við forvitnuðumst um hana og uppvöxtinn á Hólmavík. Sigurlaug Margrét Jónasdóttir var að sjálfsögðu hjá okkur í dag með sitt vikulega matarspjall. Í dag hringdum við í Friðgeir Inga Eiríksson matreiðslumeistara. Hann rak í mörg ár veitingastaðinn á Hótel Holti og er nú að opna nýjan veitingastað á Laugaveginum, Eiríksson brasserie. Hann sagði okkur meðal annars um trufflusveppi og margvíslega rétti þar sem þeir koma við sögu. Landsmót barna- og unglingakóra verður haldið á Akranesi um helgina. Von er á um 250 söngglöðum krökkum frá 5. bekk og uppúr en þau munu vinna saman í söngsmiðjum og halda svo lokatónleika í Grundaskóla á sunnudaginn kl. 13.30. Flestir eru kórarnir af suð-vesturlandi en nokkrir þeirra koma lengra að. Áhersla er lögð á að tengja mótið við bæjarlífið á Skaganum þannig að bæjarbúar geta átt von á að rekast á kórana á flakki um bæinn á laugardeginum. Við slógum á þráðinn uppá Skaga og ræddum við Valgerði Jónsdóttur sem heldur utan um skipulag og framkvæmd mótsins. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/15/201955 minutes
Episode Artwork

Hallgrímur og athyglisbresturinn, Kontóristinn og íslensku tónlistarve

Hallgrímur Ólafsson leikari var í fyrra greindur í fyrsta skipti, fjörutíu og eins árs, með athyglisbrest. Hann hafði sjálfur gert grín að því í gegnum tíðina hvað hann var utan við sig, til dæmis þegar konan hans þurfti skilja eftir langan gátlista yfir allt sem hann þurfti að muna þegar hún þurfti að bregða sér frá í nokkra daga. Vinir Hallgríms höfðu gaman að þessum færslum, en í rauninni hafði þetta háð honum talsvert í lífinu og eftir að hann fékk greiningu og svo í framhaldi af því lyf þá segir hann að lífið hafi breyst til hins betra. Hallgrímur deildi sögu sinni af þessu í þættinum í dag. Í dag var fluttur 6. Pistil Steinars Þórs Ólafssonar í röðinni Kontóristinn, þar sem hann fjallar um vinnumenningu frá mörgum hliðum. Í hugvekju dagsins velti Steinar Þór því fyrir sér hvort það gæti verið að altari nútímans standi ekki í kór kirkjunnar og sé ekki borð Drottins heldur skrifborðið okkar í vinnunni? Að minnsta kosti hefur hlutfall Íslendinga sem skráðir eru í Þjóðkirkjuna fækka nokkuð stöðugt undanfarin ár. Við heyrðum að auki viðtöl frá afhendingu íslensku tónlistarverðlaunanna í Hörpu í gærkvöldi við Víking Heiðar Ólafsson tónlistarmann og verðlaunahafa, Sögu Garðarsdóttur kynni kvöldsins, Guðna Th. Jóhannesson forseta og Karl Olgeirsson tónlistarmann og verðlaunahafa. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/14/201950 minutes
Episode Artwork

Jósefína í Borgarfirði,Halli Reynis og skyndihjálp

Page Break MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAGUR 13.MARS 2019 UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON Myndlistarkonan Josefina Morell hefur búið á Giljum í Hálsasveit í Borgarfirði síðan 1998, en hún vann fyrir sér fyrstu árin við hestatamningar en er nú skólabílstjóri og rekur hestaleigu ásamt manni sínum Einari. Josefina opnar sýningu í Hallsteinssal í Safnahúsinu í Borgarnesi á föstudaginn undir heitinu Litir Borgarfjarðar. Í myndlistinni hefur hún gaman af að prófa sig áfram með allskonar efnivið og leggur áherslu á að vinna sem mest með náttúruleg efni, gjarnan eitthvað sem talið er hálf verðlaust, sem hún finnur í næsta nágrenni, eins og steina, hrútahauskúpur, hunda- og tófuhári og fleiru. Við spjöllum við Josefinu í þættinum í dag. Halli Reynis söngvaskáld og trúbador mætir á sagnakaffi í kvöld í Gerðubergi með kassagítarinn sinn. Hann skemmtir með söng og sögum af fólki sem hann hefur hitt gegnum tíðina og hafa gefið honum ástæðu til að semja lög og texta. Inn í þetta blandast sögur af ferðalögum en einmitt á ferðum sínum hefur hann hitt margt af þessu fólki. Halli kennir tónlist en hann lauk B.ed. gráðu í tónlistarkennslu vorið 2012 frá Háskóla Íslands og 2014 lauk hann meistaranámi sem tónlistar- og leiklistarkennari frá HÍ. Allir ættu að fara á námskeið í skyndihjálp segir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, leiðbeinandi í skyndihjálp hjá Rauða krossinum. Hún segir að einnig ætti að kenna skyndihjálp í grunnskólum því það hafi sýnt sig að börn geta bjargað mannslífum. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Þóru Kristínu á Heilsuvaktinni í dag.
3/13/201955 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Margrét kaupfélagsstjóri, Björgvin Franz og björgunarsveitarhundar

Margrét Katrín Guðnadóttir hefur verið ráðin í starf kaupfélagsstjóra Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi og mun taka við starfinu 1. júní næstkomandi. Margrét verður fyrsta konan til að gegna starfi kaupfélagsstjóra KB í 115 ára sögu félagsins. Við slógum á þráðinn til hennar í Borgarnes í dag. Björgvin Franz Gíslason hefur leikið Ragga Bjarna og fleiri hlutverk í yfir 200 sýningum á Ellý í Borgarleikhúsinu. Nú undirbý hann sig fyrir frumsýningu á söngleiknum Matthildur þar sem hann leikur skólastýruna Karítas Mínherfu, sem er víst hreinasta martröð. Björgvin kom í heimsókn í þáttinn og sagði okkur frá þessum ólíku hlutverkum sem hann spreytir sig á þessa dagana og. Fjölmargar björgunarsveitir eru starfandi víðsvegur um landið og með þeim starfa um 20 björgunarsveitarhundar og þótt hundarnir séu miklum meðfæddum hæfileikum búnir þarf að þjálfa þá og til þess þarf þolinmæði og mikla kunnáttu. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Björk Ingvarsdóttur sem starfar með Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hólmavík og þjálfar labradorhundinn Tinnu sem er tilvonanadi björgunarsveitarhundur. Með Björk í för var formaður Dagrenningar Sigurður Vilhjálmsson sem sagði frá störfum sveitarinnar. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/12/201955 minutes
Episode Artwork

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, sjálfsvirði og Inga Björk lesandi vikunnar

Þorbjörg Þorvaldsdóttir er nýtekin við sem formaður Samtakanna '78. Hún er með BA-próf og meistarapróf í almennum málvísindum og er nú í doktorsnámi í íslenskri málfræði við HÍ. Þorbjörg kom í þáttinn í dag og við forvitnuðumst um hana og þessa nýju stöðu hennar hjá samtökunum og hvaða málefni eru í forgrunni þar núna og á næstunni. Hvert er þitt sjálfsvirði? Það er kannski erfitt fyrir marga að svara því nákvæmlega en áföll og ofbeldi í bernsku geta haft áhrif á sjálfsvirðið út lífið. Guðrún Pálmadóttir ráðgjafi á Akureyri heldur úti vefsíðunni sjáfsvirði.is og heldur námskeið sem hún byggir á eigin reynslu en hún upplifði andlegt ofbeldi í æsku. Við töluðum við Guðrúnu í dag. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks en hún leggur um þessar mundir lokahönd á meistaragráðu í listfræði og starfar sem sjálfstætt starfandi sýningar- og verkefnastjóri. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún er að lesa þessa dagana og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/11/201956 minutes
Episode Artwork

Raggi Bjarna föstudagsgestur og Jakob og smurbrauðið

Föstudagsgesturinn okkar fæddist í lítilli risíbúð að Lækjargötu 12a, sonur hjónanna Bjarna Böðvarssonar og Láru Magnúsdóttur sem voru bæði mikið tónlistarfólk. Móðir hans var ein fyrsta dægurlagasöngkona landsins og söng með Dómkirkjukórnum í marga áratugi. Faðir hans var hljómsveitarstjóri og hljómsveit hans sem bar nafn hans var landsfræg á sínum tíma. Hann hóf ekki tónlistarferil sinn sem söngvari, heldur sem trommuleikari, en þegar hann var 16 ára söng hann ásamt Sigurði Ólafssyni inn á lakkplötu tvö lög sem komu út áratugum seinna á safndiski í tilefni 75 ára afmælis hans. Um þessar mundir fagnar hann 85 ára afmælinu með stórtónleikum í Hörpu. Þetta er auðvitað Raggi Bjarna, föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag. Íslendingum finnst smörrebrauð alveg sérstaklega gott og það voru Danir sem kenndu okkur að meta það lostæti: Góð máltíð á einni brauðsneið. Samkvæmt nákvæmum rannsóknum Mannlega þáttarins, er það víst síld, lax, roastbeef og rauðspretta sem eru vinsælasta áleggið hjá Dönum. Við gerðum einnig mjög nákvæma úttekt á því hvað Íslendingum finnst best á smörrebrauðið. Í matarspjalli dagsins ræddum við og Sigurlaug Margrét við Jakob Jakobsson sem rekur Jómfrúnna í Lækjargötu. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/8/201954 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Ein eða tvær fermingar? Hvað höfum við gert? Vinnumrými

Hvað höfum við gert? er nafnið á nýjum sjónvarpsþáttum sem verða frumsýndir á sunnudaginn á RÚV. Í þeim er farið yfir loftlagsbreytingar í heiminum. Hvað veldur þeim og hvenær byrjuðu þær? Hvaða áhrif hafa þær á jörðina og hvernig er hægt að bregðast við þeim? Þetta eru áhrifamiklir þættir um þetta stóra og mikilvæga mál þar sem hlutirnir eru settir fram á skýran hátt. Við fengum leikstjóra þáttanna, Óskar Jónasson í þáttinn til að segja okkur frá hverju megi búast við. Nú eru fermingar framundan og þar af leiðandi fermingarveislur. Á síðunni stjuptengsl.is rákum við augun í grein sem ber yfirskritina “Ein eða tvær fermingarveislur?“ Við fengum greinarhöfundinn, Valgerði Halldórsdóttur fjölskyldu og félagsráðgjafa og spurðum hana útí hvort það geti verið vandasamt verkefni fyrir stjúpfjölskyldur að standa saman? Steinar Þór Ólafsson pistlahöfundur hefur flutt pistla í Mannlega þættinum undanfarna fimmtudaga undir heitinu Kontoristinn þar sem hann veltir fyrir sér hinum ýmsu hliðum þess að vinna á skrifstofum hverskonar, hefðbundnum og óhefðbundnum. Vegna fjölda fyrirspurna endurfluttum við í dag fyrsta pistilinn hans þar sem hann fjallaði um vinnurými, mismunandi stefnur og strauma, opin vinnurými, skilrúm og næði og fleira. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/7/201950 minutes
Episode Artwork

Bovísk kvikmyndagerð, gamanþáttur frá 1960 og Afríkufræði

Íslenska kvikmyndin Eden verður frumsýnd 9. maí næstkomandi en leikstjóri og höfundur myndarinnar er Bolvíkingurinn Snævar Sölvi Sölvason. Eden er önnur mynd Snævars Sölva sem ratar í kvikmyndahúsin en fyrri myndin var gamanmyndin Albatross sem kom út árið 2015. Albatross var gamanmynd sem fjallaði um líf og störf golfvallarstarfsmanna í Bolungarvík en kvikmyndin Eden er samkvæmt kynningu villt blanda af spennu og kómík en hún segir frá pari sem framfleytir sér með fíkniefnasölu en þráir ekkert heitar en að elta drauma sína. Við hringdum í Snævar í þættinum í dag, en hann er staddur í Malmö þar sem hann er að skrifa handrit að næstu mynd. Við opnuðum gullkistu safnsins hér í Útvarpinu. Við heyrum brot úr útvarpsþáttaröð sem var á dagskrá 1960, þessir þættir voru skemmti og gamanþættir og hétu Klippt og skorið. Ummsjónarmenn voru engir aðrir en Gunnar Eyjólfsson, leikari og Jónas Jónasson, útv. maður. Bandarískur prófessor í Afríkufræðum spáir því í komandi bók að flóðbylgja ungra ómenntaðra Afríkubúa muni skella á Evrópu á næstu þrjátíu árum. Hann segir að hundrað til tvö hundruð milljónir munu streyma til Evrópu vegna hinnar gífurlegu mannfjölgu sem á sér stað í Afríku og fer vaxandi með hverju ári. Magnús skoðaði málið í pistli dagsins. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/6/201950 minutes
Episode Artwork

Tómstundir eldri borgara, Hreinn Halldórsson og öskudagurinn

Eldri borgarar: Valdefling - Virkni - Lífsgæði, er yfirskrift Tómstundadagsins sem er á föstudaginn kemur. Sérstakt málþing verður haldið í tilefni dagsins og samanstendur af erindum frá eldri borgurum, fagfólki á vettvangi sem og fræðafólki og háskólanemum. Málþinginu er ætlað að skapa samtal milli eldri borgara, fagfólks á vettvangi tómstunda- og félagsmála og háskólasamfélagsins. Árni Guðmundsson, aðjúnkt í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands kom í þáttinn. Hreinn Halldórsson sem einnig var þekktur sem Strandamaðurinn sterki og fyrir afrek sín í kúluvarpi blés til tónleika í Valaskjálf um helgina í tilefni 70 ára afmælis síns þar sem flutt voru lög og textar eftir hann. Það er ekki víst að margir þekki þessa tónlistarhlið á honum, en hann segist hafa verið með tónlist og vísnagerð í höfðinu alla tíð. Við hringdum austur í Hrein í þættinum í dag og spiluðum lag eftir hann. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, var ekki stödd á Ströndum í dag, hún brá sér í höfuðborgina og var hjá okkur í hljóðveri í þetta sinn. Á morgun er Öskudagur og hún sagði okkur sögu hans, enda skrifaði meistararitgerð sína í þjóðfræði um hann. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
3/5/201950 minutes
Episode Artwork

Guðni Gunnarsson, Dagur heyrnar og Helgi Briem lesandi vikunnar

Guðni Gunnarsson hefur starfað við heilsurækt í 40 ár, hér á landi og vestanhafs. Nú stendur hann fyrir sjálfstyrkingarnámskeiði þar sem fólk getur lært af honum sjö skref til varanlegrar velsældar, í fjarnámi. Námskeiðið kallast Máttur athyglinnar Guðni fer á námskeiðinu í gegnum hugrenningatengsl og hegðunarferli varðandi mat, drykk, hreyfingu og lífsstíl. Guðni kom í þáttinn í dag. Dagur heyrnar er haldinn hátíðlegur á Íslandi í dag. Markmið þessarar árlegu uppákomu er að vekja athygli á mikilvægi heyrnar og heyrnarverndar, því vandamáli sem heyrnartap og heyrnarleysi veldur í heiminum sem og hlutverki heilbrigðisstétta í skimun, greiningu og meðferð heyrnarvandamála. Þema dagsins í ár er ,,Mældu heyrnina“. Við fengum Kristján Sverrisson, forstjóra Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslandsí þáttinn. Hann sagði meðal annars frá nýju snjallforriti sem er ókeypis, þar sem allir geta mælt heyrnina sína, það heitir hearWHO og er t.d. að finna á www.hti.is. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Helgi Briem, hann er, auk þess að vera lestrarhestur, líffræðingur, sérfræðingur í upplýsingaöryggi og bassaleikari í hljómsveitinni Fræbbblarnir. Við spurðum hann hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. En Helgi losaði sig við u.þ.b. fimm þúsund bækur sem hann átti fyrir nokkrum árum og les nú meira og minna allt í kindlinum sínum, eða spjaldtölvu. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL
3/4/201955 minutes
Episode Artwork

Andri föstudagsgestur, hjónaball og söngvakeppnissnakk

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Andri Freyr Hilmarsson, en hann er einn af umsjónarfólki sjónvarpsþáttanna Með okkar augum sem hafa verið sýndir hér á RÚV frá 2011. Við spurðum hann út lífið og tilveruna og auðvitað var ekki hægt að horfa framhjá því að úrslit Söngvakeppninnar fara fram annað kvöld. Andri Freyr er mikill áhugamaður um Eurovision og söngvakeppnina og man ótrúlegustu hluti tengda keppninni. Við heyrðum líka af hjónaballi Hrunamanna sem verður haldið annað kvöld. Páll Jóhannsson í Núpstúni er formaður undirbúningsnefndar og við tókum stöðuna hjá honum og reyndum að komast að því hvaða skilyrði maður þarf að uppfylla til að komast á hjónaball í Hrunamannahreppi. Matarspjallið var á sínum stað í dag me Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur, besta vini bragðlaukanna. Við hringdum í Albert Eiríksson og ræddum við hann um heita rétti, bugles og ídýfu og að lokum rjómabollur til að hita upp fyrir mánudaginn. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL
3/1/201955 minutes
Episode Artwork

Mottumars, Club Romantica og Kontóristinn um fjarvinnu

Mottumars hefst á morgun með opnum ljósmyndasýningunnar Meiri Menn í Kringlunni, á Glerártorgi, í Reykjanesbæ, á Selfossi og Ísafirði. Á sýningunni deila 8 karlmenn víðs vegar af landinu reynslu sinni af krabbameini líkt og konur gerðu í Bleiku slaufunni 2018. Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsinskom í þáttinn og með henni var Þráinn Þorvaldsson, sem hefur verið að glíma við blöðruhálskirtilskrabbamein, en hann deildi sögu sinni með okkur. „Komdu sæl, getur verið að þú hafir verið á hótelinu Club Romantica á Mallorca árið 1976?“ Friðgeir Einarsson fór til Mallorca síðastliðið haust að leita að konu sem hann þekkir ekki neitt. Friðgeir keypti þrjú ljósmyndaalbúm á útimarkaði í Brussel fyrir rúmum tíu árum og nú hefur hann samið leikrit um leit sína að eiganda albúmanna og það verður frumsýnt í kvöld. Við fengum Friðgeir til okkar í þáttinn, ásamt Snorra Helgasyni, sem stendur með honum á sviðinu í Borgarleikhúsinu. Í dag fluttum við fimmta pistil Kontóristans, þar sem Steinar Þór Ólafsson fjallar um vinnumenningu eins og hann hefur gert undanfarna fimmtudaga í Mannlega þættinum. Í hugvekju vikunnar fjallaði Steinar um fjarvinnu. Tapas í hádeginu og ströndin eftir vinnu eða pollurinn á Akureyri í stað Sílikondalsins í Bandaríkjunum. Virkar þetta? Því velti Kontóristinn fyrir sér í dag. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL
2/28/201950 minutes
Episode Artwork

Börn alkóhólista og Sigurður Guðmundsson á Heilsuvaktinni

Talið er að um fjórða hvert barn eigi alkóhólista að foreldri, annað foreldrið eða bæði. Samvæmt því eru um 20 þúsund börn á íslandi í þeirri stöðu. Þættirnir Blindfull á sólríkum degi eftir Öldu Lóu Leifsdóttur eru á laugardagsmorgnum hér á Rás 1. Þar ræðir hún við 12 einstaklinga sem eru fullorðin í dag, en tala um reynslu sína af lífinu með alkóhólískum foreldrum. Sú reynsla hefur mikil áhrif á líf þeirra sem í gegnum hana ganga og fylgir þeim alla tíð. Við fengum þær Hafdísi Þorsteinsdóttur og Katrínu G. Alfreðsdóttur í þáttinn, en þær eru báðar fjölskyldurfræðingar og fagmanneskjur í ráðgjöf við aðstandendur alkóhólista, til að fræða okkur frekar um þessi mál í þættinum í dag. Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir, veltir fyrir sér hvort stjórnmálamenn hér á landi þurfi að vera gamlir til að skilja hve alvarlegt ástandið er í heilbrigðiskerfinu. Hann er einn af lyflæknum spítalans sem koma á bráðamótttökuna til að sinna alvarlega veiku fólki sem ekki er hægt að leggja inn á spítalann vegna plássleysis. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Sigurð á Heilsuvaktinni í dag. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
2/27/201955 minutes
Episode Artwork

Ertu með tóneyra? Hornbjargsviti og Galdrabrennudómar

Í rannsókn sem fer fram á toneyra.is geta þáttakendur kannað hvort þau séu takt- eða tónvisst eða jafnvel tón- eða taktblind. Markmið rannsóknarinnar er að rannsaka erfðabreytileika sem hafa áhrif á tóneyra og taktvísi og tengsl þessara eiginleika við raskanir á borð við lesblindu. Við fengum Rósu Signýju Gísladóttur málvísindakonu, sem fer fyrir rannsókninni, til að segja frekar frá í þættinum. Hornbjargsviti var byggður árið 1930 - sjófarendum til aðstoðar á erfiðum siglingum á þessu viðsjárverða hafsvæði. Við vitann var reist stórt hús þar sem vitaverðir hver fram af öðrum höfðu aðsetur frá 1930 til 1995. Ævar Sigdórsson er einn þeirra fjölmörgu sem tekið hefur ástfóstri við þetta svæði - en hann lét ekki kyrrt liggja heldur tók sig upp með konu og börn og bjó nokkur sumur í hinu risastóra vitavarðarhúsi. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Ævar og fékk að vita ýmislegt um dvölina á Hornbjargi sögu hússins enda er hann manna fróðastur um þau mál. Í hádeginu í dag flytur Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, doktor í íslenskum bókmenntum og þjóðfræði, hádegisfyrirlesturinn „Galdra- og brennudómar. Réttarfar Íslendinga á 17. Öld“ í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Á sautjándu öld komu upp 152 galdramál á Íslandi sem leiddu til brennudóma yfir 25 einstaklingum. Ólína fræddi okkur um galdrabrennur í þættinum í dag. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
2/26/20190
Episode Artwork

Kynjamunur í fíknivanda, Alvöru búðin og Bjarni lesandi vikunnar

Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, hefur undanfarin ár bent á skort á mikilvægi kynjamunar í tengslum við fíknivanda og áföll í rannsóknum og skýringalíkönum á neysluvanda. Drögum kynjatjöldin frá: Til móts við kynjaða heildarsýn á áföll og fíkn, er yfirskrift ráðstefnu sem haldin er á Hótel Natura í vikunni í samvinnu Rannsóknastofu í jafnréttisfræðum (RIKK), Rótarinnar, Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Jafnréttisstofu.Þær Kristín I. Pálsdóttir, verkefnisstjóri hjá RIKK og Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í guðfræðilegri siðfræði komu í þáttinn og sögðu frá ráðstefnunni. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Bjarni Harðarson, rithöfundur og bóksali, en hann undirbýr nú viðburð um Njálu sem verður í Landnámssetrinu í Borgarnesi sem við fengum hann til að segjafrá. Svo auðvitað fengum við að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann er að lesa þessa dagana og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. Og hann var ekki eini Árnesingurinn sem kemur við sögu í þessum þætti - því við heimsóttum afar forvitnilega verslun á Selfossi sem heitir Alvöru búðin - og reyndar heitir hún ekki bara Alvörubúðin heldur líka hannyrðabúðin og er elskuð af viðskipavinum um allt land. Þar ráða ríkjum þær Alda Sigurðardóttir og Þóra Þórarinsdóttir. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL
2/25/201956 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Ófærðarstofan í beinni og Átalía

Á sunnudaginn verður 10. og lokaþáttur Ófærðar sýndur í sjónvarpinu. Undanfarna 9 sunnudaga hafa farið fram líflegar umræður á facebook síðu rithöfundarins Gerðar Kristnýjar sem hún kallar Ófærðarstofuna. Þar hefur mikill fjöldi áhorfenda Ófærðar skipst á skemmtilegum athugasemdum og kenningum tengdum þáttunum en mörg hundruð athugasemdir hafa komið við hverja færslu þar sem jafnvel leikarar og höfundar þáttarins hafa blandað sér í umræðuna. Í tilefni af lokaþættinum fengum við Gerði Kristnýju ásamt Steinunni Arnþrúði Björnsdóttur prest í Neskirkju, sem hefur tekið virkan þátt í Ófærðarstofunni, í þáttinn til þess að fara yfir stöðuna, skemmtilegar athugasemdir og kenningar. Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna er stödd í Þýskalandi, en það stöðvaði hana ekki í að vera með matarspjall í þættinum í dag. Við hringdum í hana þar sem hún er stödd í Munchen og heyrðum af pylsum, sinnepi, súrkáli og heimsókn hennar á ítalska veitingastaðinn Eataly (eða Átalíu í þýðingu Hallgríms Helgasonar). UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
2/22/201955 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Kæfisvefn hjá börnum, Valdimar missti sjónina og tölvupósturinn

Rannsókn er að hefjast hér á landi á kæfisvefni barna. Talið er að 1-5% íslenskra barna þjáist af kæfisvefni og enn fleiri af miklum hrotum sem verður rannsakað með tilliti til áhrifa á heilsu barnsins. Dr. Erna Sif Arnardóttir stýrir verkefninu af Íslands hálfu, en hún segir að börn sem eru með kæfisvefn eða miklar hrotur gætu sýnt einkenni athyglisbrests og ofvirkni og þau sem eru verst sett fylgdu jafnvel ekki eðlilegri vaxtarkúrfu. Erna Sif kom í þáttinn í dag. Valdimar Sverrisson ljósmyndari missti sjónina í kjölfar aðgerðar, þar sem góðkynja æxli á stærð við sítrónu var skorið úr höfði hans árið 2015. Valdimar hefur ekki fengið fullnægjandi skýringu á því hvers vegna hann tapaði sjóninni en fyrir liggur að æxlið þrýsti á augnbotnana. Hann segir að hans fyrstu viðbrögð eftir að hann áttaði sig á því að sjónin kæmi ekki aftur hafi verið að leggjast í þunglyndi og harma sinn hlut. Hann var lærður ljósmyndari og átti ung börn og var orðinn blindur. En hann tók fljótlega tekið ákvörðun um að fara hina leiðina; takast á við þetta með húmornum og jákvæðninni. Valdimar sagði sína sögu í þættinum í dag. Í fjórðu hugvekju Kontóristans, þar sem Steinar Þór Ólafsson veltir fyrir sér ýmiskonar vinnustaðamenningu, fjallaði hann um tölvupóstinn, þörf okkar að vera alltaf til staðar gagnvart póstinum og þennan sveigjanlega vinnutíma sem við köllum eftir, sem er farinn að sveigja sig langt inn í einkalíf okkar. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL
2/21/201950 minutes
Episode Artwork

Raddmein, langhlaup og ljósmengun

Arnar Pétursson var valinn langhlaupari ársins 2018 á Íslandi, hann hefur verið sigursælasti langhlaupari hér á landi í karlaflokki undanfarið og milli æfinga vinnur hann að bók sem um allt sem viðkemur hlaupum og hugmyndafræðinni á bakvið æfingarnar. Auk þess kennir hann fólki sem hefur áhuga á að ná árangri í hlaupum, og hvernig er hægt að verða góður hlaupari með tiltölulega einföldum hætti og án þess að meiðast. Við heyrum í Arnari í þættinum í dag. Halldís Ólafsdóttir talmeinafræðingur flutti hingað til lands seint á síðasta ári til að starfa sem talmeinafræðingur. Hún er menntuð í Danmörku og hefur starfað bæði í Noregi og Danmörku. Hún hefur sérhæft sig í raddmeinum en raddmein geta stafað af margvíslegum toga og haft mikil áhrif á líf fólks hvort sem það hefur atvinnu af röddinni eður ei. Ljósmengun fer vaxandi um alla heimsbyggðina og vandamálin sem henni fylgja eru ekki bara þau að við sjáum ekki lengur Vetrarbrautina, heldur er ljósmengun talin ýta undir krabbamein, offitu, þunglyndi og fleiri skaðlega þætti vegna þess hún truflar líkamsklukkuna sem stjórnar miklu meiru í líkamsstarfseminni en áður hefur verið talið. Magnús segir okkur af nýjustu rannsóknum á ljósmengun og áhrifum hennar á líkamsklukkuna. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
2/20/201955 minutes
Episode Artwork

ADHD er snilld, rannsókn um intersex og álagablettir

ADHD er snilld segir Hákon Helgi Leifsson stjórnarmaður í ADHD samtökunum en hann vill vekja athygli á því jákvæða við ADHD því við erum of vön því að tala bara um neikvæðu hliðarnar. Eða eins og hann orðar það: „Hvað um hið góða, fallega, fyndna og hið ótrúlega skemmtilega sem alltaf er áberandi í hug okkar, gjörðum og hjörtum? ADHD er heilkenni jaðranna, getur verið eins svart og desembernótt á miðhálendinu eða hvítt eins og nýfallinn snjór á aðfangadagsmorgni." Hákon kom í þáttinn í dag. Aðalstöðvar Amnesty International hrintu úr vör rannsókn á Íslandi, síðasta sumar, þar sem staða intersex fólks hérlendis var skoðuð. Rannsakandinn Laura Carter er komin hingað til lands til að fylgja rannsókninni eftir. En orðið intersex nær yfir þá einstaklinga sem fæðast með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni. Skýrslan var formlega gerð opinber í dag og Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Amnesty á Íslandi kom í þáttinn og fór yfir niðurstöðurnar. Álagablettir eru merkilegt fyrirbæri, einhver tilfinning um að þar sé ef til vill fylgst með manni, betra að fara varlega, ekki slá blettinn, ekki beita dýrum, ekki vera með hávaða. Dagrún Ósk Jónsdóttir gerði rannsókn á álagablettum á Ströndum og Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti hana og fékk að vita ýmislegt um þetta fyrirbæri en fyrst heyrðum við Guðnýju Gísladóttur segja frá álagabletti á hennar æskuheimili í Bitrufirði. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
2/19/201955 minutes
Episode Artwork

Geðheilsumyndbönd, útrýming lömunarveiki og Jón Geir lesandi vikunnar

Við huguðum að geðheilsunni í þættinum í dag, Sólveig Kristjánsdóttir sálfræðingur kom í þáttinn og sagði frá fræðsluefni sem hefur verið að útbúa fyrir almenning - ekki síst unglinga í þessum efnum. Áhugaverð myndbönd um geðheilsu, kvíða og fleira. Hægt er að finna myndböndin á www.thinnbestivinur.is og á youtube rásinni Vertu þinn besti vinur. Um þessar mundir eru 30 ár liðin síðan Rótarýhreyfingin gekk fram í því að hrinda af stað herferð til útrýmingar lömundarveiki í heiminum, í samstarfi við WHO og UNICEF og fleiri aðila. Fyrir 30 árum var faraldur í 125 löndum en nú finnst þessi vírus aðeins í þremur löndum. Lokahnykkurinn er eftir og Rótarýhreyfingin á Íslandi hefur sett saman myndband í því tilefni þar sem meðal annars er rætt við Sigrúnu Hjartardóttir frá Tjörn í Svarfaðardal en hún veiktist í síðasta svona faraldri hér á Íslandi árið 1955. Við fengum þau Garðar Eiríksson frá Rótary hreyfingunni Önnu Stefánsdóttur fyrrv. Hjúkrunarforstjóra Landsspítalans og viðtakandi umdæmisstjóra til að segja okkur frá. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Jón Geir Jóhannsson trommuleikari hljómsveitarinnar Skálmaldar, en hann er einn umsjónarmanna bókadeildar Nexus og mikill bókaormur. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið, hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL
2/18/201950 minutes
Episode Artwork

Jóel föstudagsgestur, Matti og nikkan og Jóhannes Haukur bakar

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikarinn Jóel Sæmundsson, hann lærði leiklist í London í vikunni var frumsýnd kvikmyndin Vesalings elskendur, eftir sænska leikstjórann Maximilian Hult þar sem Jóel er í einu aðalhlutverkanna. Jóel sagði okkur frá æskunni, leiklistinni, körfubolta og fleiru í viðtalinu. Þarnæsta sunnudag, tuttugasta og fjórða febrúar næstkomandi verða einstakir tónleikar í Fríkirkjunni í Reykjavík. Þá mun Matti Kallio spila á bæði hefðbundna harmonikku og nota rafharmonikku til að stjórna nýuppgerðu orgeli Fríkirkjunnar. Þessi fjarstýring orgelsins verður fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Á dagskránni verða hans eigin tónsmíðar auk nýrra útsetninga á hefðbundnum þjóðlögum. Matti, sem hefur búið á Íslandi í um áratug, er einn af fjölhæfustu finnsku tónlistarmönnum sinnar kynslóðar. Hann spilar á fjölda hljóðfæra, semur og útsetur og hefur bæði spilað inn á og stýrt upptökum á yfir hundrað hljómplötum á ferli sínum. Hefur hann unnið til fjölda verðlauna fyrir störf sín. Hann hefur unnið með m.a. Sinfóníuhljómsveit Íslands, Agli Ólafssyni, Bubba Morthens, Þjóðleikhúsinu, Þjóðarballet Finnlands og Todmobile. Matti kom í þáttinn og spilaði á harmonikkuna. Í matarspjallinu í dag kom Sigurlaug Margrét, besti vinur bragðlaukanna, með góðan gest með sér. Leikarann Jóhannes Hauk Jóhannesson, sem hefur verið að gera það gott í stórum kvikmyndaverkefnum erlendis undanfarin ár. Við spjölluðum við hann um bakstur, en hann hefur lagt mikinn metnað í súrdeigsbrauðgerð undanfarið og spurðum hann líka aðeins út í matarræðið í kvikmyndatökunum erlendis. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MAGNÚS R. EINARSSON
2/15/201955 minutes
Episode Artwork

Börnin geta ekki beðið, einmannaleiki og fundarmenning

Félagsráðgjafaþing fer fram á morgun Hótel Hilton Nordica Reykjavík á vegum Félagsráðgjafafélags Íslands, Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, ÍS- Forsa og Rannsóknaseturs í barna - og fjölskylduvernd yfirskriftinni: Börnin geta ekki beðið. Þetta er sjötta Félagsráðgjafaþingið og eru börn og fjölskyldur í brennidepli í ár. Þar verða fjöldi erinda flutt og haldin verður umræðustofa undir yfirskriftinni Óhreinu börnin hennar Evu. Við fengum þær Sigrúnu Harðardóttur, lektor við félagsráðgjafardeild á Félagsvísindasviði HÍ og Ingibjörgu Karlsdóttur, félagsráðgjafa á BUGL, í þáttinn til að segja frá þinginu. Leikverkið Það sem við gerum í einrúmi segir frá fjórum ólíkum einstaklingum sem búa í sömu blokkinni. Öll hafa þau einangrast, en þörfin fyrir nánd rekur þau fram á gang og inn í líf hvors annars. En þó að maður sé manns gaman fer margt öðruvísi en ætlað er. Verkið fjallar um einmannaleika og félagslega einangrun á einn eða annan hátt. Þær Sara Martí Guðmundsdóttir, leikstjóri og annar höfunda og leikkonan Ragnheiður Steindórsdóttir komu í þáttinn og ræddu um einmannaleika, sem svo margir kljást við. Kontóristinn er ný pistlaröð þar sem Steinar Þór Ólafsson skoðar vinnumenningu af ýmsu tagi, í fyrstu tveimur pistlunum fjallaði hann um vinnurými ýmiskonar og svo þróun vinnutíma. Í þriðja pistlinum fjallar hann um fundi og fundarmenningu; viðhorf okkar til þeirra og hvernig megi fá meira út úr þeim. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MAGNÚS R. EINARSSON
2/14/201950 minutes
Episode Artwork

Radíó amatörar og þjónusta við alzheimersjúklinga

Við kíkjum í heimsókn hjá ÍRA í dag, það er þó ekki írski lýðveldisherinn, heldur íslenskir radíó amatörar. Amatör radíó er fyrst og fremst áhugamál, bæði hér á landi sem annarsstaðar. Það hefur gjarnan verið nefnt vísindalegt áhugamál. Sumir vilja þó halda því fram að amatör radíó sé lífsstíll eða ódrepandi bakteria. Fjöldi radíóamatöra í heiminum í dag nær 5 milljónum og hér á landi hafa verið gefin út nær 500 leyfisbréf fyrir radíóamatöra. Við mæltum okkur mót við Sæmund E. Þorsteinsson í félagsheimili ÍRA og fengum hann til að fræða okkur um þetta. Hátt á annað hundrað manns sem greinst hafa með alzheimers sjúkdóminn eru á biðlista eftir því að komast að í dagdvalarrými á höfuðborgarsvæðinu. Bið eftir því að komast í greiningu er átta til tíu mánuðir. Vilborg Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna segir að auka þurfi þjónustu Heilsugæslunnar því bið eftir því að komast í greiningu og dagþjálfun sé allt of löng. Oft sé fólk orðið of veikt þegar það loksins kemst að. Bergljót Baldursdóttir ræðir við hana á Heilsuvaktinni. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MAGNÚS R. EINARSSON
2/13/201955 minutes
Episode Artwork

Björn Breiðvíkingakappi, Hagstofan og Galdrasýningin á Ströndum

Sigurður Hjartarson er ungur sagnamaður frá Stóra-Kambi í Breiðuvík. Foreldrar hans reka hestaleigu á bænum og undanfarin tvö sumur hefur Sigurður boðið ferðafólki upp á söguferðir. Þá er riðið niður á fjöruna og Sigurður segir frá Íslendingasögunum og þá sérstaklega sögu Björns Breiðvíkingakappa, sem er talinn hafa verið fyrsti Evrópumaðurinn í Ameríku samkvæmt heimildum Eyrbyggju. Við hringdum í Sigurð og fengum hann til að segja okkur frá þessum kappa. Hagstofan hefur starfað í rúm hundrað ár við að safna tölulegum upplýsingum um íslenska þjóð. Á vefsíðu Hagstofunnar er hægt að nálgast megnið af þeim upplýsingum sem Hagstofan hefur safnað og þar geta menn nú aldeilis fengið útrás fyrir tölfræðinördinn í sér. Þeir Þorsteinn Þorsteinsson og Ólafur Arnar Þórðarson komu í þáttinn og sögðu frá hinni umfangsmiklu starfsemi Hagstofunnar og þeim miklu breytingum sem hefur orðið á starfseminni sérstaklega með tilkomu internetsins. Anna Björg Þórarinsdóttir er nýráðinn framkvæmdastjori Galdrasýningarinnar á Ströndum eftir sviplegt fráfall hins mikla frumkvöðuls Sigurðar Atlasonar sem verið hafði framkvæmastjóri sýningarinnar frá upphafi. Anna Björg kemur þó ekki ókunnug til safnsins - hún hafði unnið þar áður og þeim Sigurði hafði orðið vel til vina. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Önnu Björg á hinni merku galdrasýningu. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MAGNÚS R. EINARSSON
2/12/201955 minutes
Episode Artwork

Fjölskyldusamvera, Vopnafjörður og Þórdís lesandi vikunnar

Ágústa Margrét Arnardóttir er fimm barna móðir á Djúpavogi, hún rak hönnunarfyrirtæki þangað til fyrir tveimur árum. Þá ákvað hún að hvíla fyrirtækið og settist í 3. bekk með syni sínum auk þess að eignast fimmta barnið. Eftir tæpa fjóra mánuði með syni sínum í skólanum segir hún að hugsanaháttur hennar gagnvart fjölskyldunni og uppeldi barna hennar hafi gjörbreyst. Nú undirbýr Ágústa útgáfu barna- og ungmennatímarits. Við hringdum í Ágústu og heyrðum þeirra sögu og af barnatímaritinu Hvar sem hún hyggur á að gefa út á næstunni. Það hefur kyngt niður snjó fyrir austan og Magnús Már Þorvaldsson okkar maður þar, var á línunni í þættinum í dag. Við töluðum við hann um fannfergi, heimildarmyndina 690 Vopnafjörður sem er tilnefnd til Edduverðlaunanna, loðnuleysi og Cabarett. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Þórdís Helgadóttir rithöfundur og leikskáld. Fyrsta bókin hennar, smásagnasafnið Keisaramörgæsir, kom út hjá Bjarti fyrir síðustu jól og leikrit hennar Þensla var nýverið sýnt í Borgarleikhúsinu. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu, hvað hún hefur verið að lesa og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
2/11/201950 minutes
Episode Artwork

Föstudagsgesturinn Magne Kvam og Svavar á Ítalíu

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var ævintýramaðurinn Magne Kvam. Hann starfaði sem grafískur hönnuður og hreyfimyndasmiður í 18 ár en kúvendi svo ásamt eiginkonu sinni, sem hafði unnið við kvikmyndagerð, og fóru þau á fullum krafti útí hjólamennsku. Þau bjóða nú upp á hjólaferðir um Ísland, hafa unnið að uppbyggingu hjólaleiða með sveitarfélögum og leiða Íslendinga og ferðamenn upp um allt, í hvers kyns veðri, á hjólum. Við forvitnuðumst um hvar hann er fæddur og uppalinn, æskuna og ferðalagið í gegnum lífið og svo auðvitað hjólamennskuna. Í matarspjallinu okkar í dag með Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur leitaði hugurinn eins og svo oft áður til Ítalíu. Við slógum á þráðinn þangað til Svavars Halldórssonar fyrrverandi fréttamanns. Hann er þar í þeim dásamlega tilgangi að kynna sér ítalska matarmenningu frá a-ö. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
2/8/201950 minutes
Episode Artwork

Víkingar á listasafni, útivera í kulda og Kontóristinn

Samtök um söguferðaþjónustu á Íslandi taka á móti alþjóðlegri sýningu í Portinu í Listasafni Reykjavíkur sem er hluti af Evrópuverkefninu Follow the Vikings þar sem sett verða upp víkingatjöld í Portinu. Gengið verður, með logandi kyndla, í fullum víkingaskrúða frá Hallgrímskirkju niður í Tryggvagötu við opnun Vetrarhátíðar í kvöld kl.19:30. Rögnvaldur Guðmundsson, formaður samtakanna kom í þáttinn og sagði frá starfi samtakanna, þessu verkefni og sýningunni. Kuldinn undanfarið hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum hér á landi og í framhaldi af honum fórum við að velta fyrir okkur hvernig útivist fólk stundar á veturna. Við fengum hjónin Brynhildi Ólafsdóttur og Róbert Marshall, sem reka útivistarsíðuna www.vertuuti.is og fengum þau til að fara með okkur yfir vetrarútivist af ýmsu tagi. Kontóristinn er ný pistlaröð sem Steinar Þór Ólafsson hefur unnið fyrir Mannlega þáttinn þar sem hann skoða vinnumenningu af ýmsu tagi. Í fyrsta pistlinum fjallaði hann um þróun vinnurýmis í gegnum tíðina, t.d. opin vinnurými og ýmsar útgáfur af því og hvernig það hefur reynst. Í öðrum pistlinum fjallar hann um vinnutíma og hvernig hann hefur þróast og af hverju, en mikið hefur til dæmis verið rætt um styttingu vinnuvikunnar undanfarið. Við heyrðum 2. pistil Kontóristans í þættinum í dag. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
2/7/201950 minutes
Episode Artwork

Söngur og máltaka, jarðskjálftahjón og hamingjuleitin

Rannsóknir sýna að ungabörn eru ótrúlega fær í að greina mállýskur, tónfall og laglínur. Rétt um eins árs aldur eru börn þegar farin að útiloka málhljóð sem þau hafa aldrei heyrt. Helga Rut Guðmundsdóttir dósent í menntunarfræði tónlistar segir það gríðarlega mikilvægt að syngja með börnum og halda uppi samræðum við þau frá fyrsta degi. Helga kom í þáttinn og útskýrði vægi söngþroska fyrir máltöku barna.l Það er óhætt að segja að veðurfræði sé mikil ástríða hjá hjónunum Kristínu Jónsdóttur og Pálma Erlendssyni. Kristín er jarðskjálftafræðingur og vinnur hjá Veðurstofu Íslands og Pálmi vann þar, en hann er jarðfræðingur. Á heimili þeirra hafa þau sett upp sinn eigin jarðskjálfamæli og voru nú fyrir skemmstu að setja upp eldingarmæli sem þau hafa gefið nafnið John Travolta. Við kíktum í heimsókn til þeirra og fengum að sjá hvernig þessar græjur virka og fengum smá kennslu í jarðskjálfrafræði og eldingum í leiðinni. Hægt er að skoða eldingarkortið sem tala er um í viðtalinu hér: http://en.blitzortung.org/live_lightning_maps.php og jarðskjálftakortið hér: https://raspberryshake.org/community/eq-view/ Við fengum pistil frá Magnúss R. Einarssyni í dag en hann hélt áfram umfjöllun sinni frá því í síðasta pistli um hamingjuleitina sem bandaríski sálfræðingurinn Daniel Kahneman segir að sé að mestu á misskilningi byggð því að það sem við séum í raun að leita er ánægja. Ánægja með sjálf okkur og lífið. Hamingjan er hverful og í rauntíma, ánægjan er viðvarandi og byggir á langtímamarkmiðum. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
2/6/201955 minutes
Episode Artwork

Austfirðingur ársins, skíði á Króknum og Skúli Gautason

Steinar Gunnarsson lögreglufulltrúi á Sauðárkróki hefur þjálfað leitarhunda og hunda fyrir fíkniefnaleit í yfir tvo áratugi, en hann lærði hundaþjálfun í Noregi og Bretlandi. Nú fyrir skemmstu var hann kosinn er Austfirðingur ársins að mati lesenda Austurgluggans/Austurfréttar, en hann gaf lögreglunni á Austurlandi fíkniefnaleitarhundinn Byl í fyrra. Steinar sagði frá hundaþjálfun í þættinum í dag. Það hefur kyngt niður snjó víðast hvar á landinu og skíðafólk hefur notað snjóinn til skíðaiðkunar af ýmsu tagi. Hlíðarfjall og Bláfjöllin standa fyrir sínu en það er kannski minna talað um minni skíðasvæði landsins eins og til dæmis svæðið í Tindastól við Sauðárkrók, hver er staðan þar nú? Viggó Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins var á línunni í dag. Skúli Gautason er Menningarfulltrúi Vestfjarða og Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, spjallaði við hann um starfið og útivistarmöguleika á Ströndum sem vissulega eru margbreytilegir. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
2/5/201955 minutes
Episode Artwork

Næring, áföll og Gunnur Vilborg lesandi vikunnar

Heilsan er í fyrirrúmi í janúar í Mannlega þættinum. Heiða Björk Sturludóttir kom í þáttinn og fór yfir hvernig hægt er að létta lundina í skammdeginu með ýmsum ráðum í næringu ofl. Heiða er næringarþerapisti, umhverfisfræðingur, leiðsögumaður, jógakennari, sagnfræðingur og með meira próf. Hvað gerist eftir að áfall á sér stað? Áföll geta verið mismunandi, allt frá því að einhver segir eitthvað sem brýtur þig niður og alveg yfir í slys, dauðsföll og hamfarir. Auðveldasta leiðin til að þekkja áföll, er að maður man slæma atburðinn eins og hann hefði gerst í gær. Þetta kallast spennuhlaðnar minningar, sem mikilvægt er að vinna úr. Sigurbjörg Sara Bergs, áfallasérfræðingur hjá Lausninni, kom í þáttinn Lesandi vikunnar í þetta sinn var Gunnur Vilborg, viðskiptafræðingur og skrifstofustjóri útgáfunnar Bjarts og Veraldar. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún er að lesa þessa dagana og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
2/4/201955 minutes
Episode Artwork

Þuríður Sigurðar sjötug og Þráinn í Skálmöld setur þorramatinn í súr

MANNLEGI ÞÁTTURINN FÖSTUDAGUR 1.FEBRÚAR 2019 UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON Þuríður Sigurðardóttir söngkona fagnaði tímamótum 23.janúar sl.en þá varð hún sjötug og í tilefni dagsins var hún stödd á Grænhöfðaeyjum með eiginmanninum. Ekki átti hún von á því að fá bónorð í ferðinni en við fáum að vita meir um það hér á eftir og einnig ætlar hún að rifja upp minningar frá skemmtistaðnum Röðli þar sem hún steig fyrstu sporin sem dægurlagasöngkona og söng þar 6 kvöld í viku. Sú sem þar stjórnaði öllu var 74 ára kona á peysufötum. Þráinn Árni Baldursson er ungur maður og hann er gítarleikari í Skálmöld er gestur Sigurlaugar Margrétar í matarspjallinu en hann hefur einstakan áhuga á þorramat og leggur sjálfur í súr og er að eigin sögn aldrei hamingjusamari en á Þorranum. Hvað er það sem hann elskar við þennan tíma og hvað finnst honum best að borða af þorramatnum.
2/1/201955 minutes
Episode Artwork

Vakti í 48 klukkutíma, grænmetismæðgur og Hollywood norð-vestursins

Hvernig líður manneskju sem hefur vakað í 48 klukkustundir? Hálfdán Steinþórsson prófaði nokkurs konar vökumaraþon á sjálfum sér og vakti í 48 stundir. Eiginkona hans, Erla, vinnur við svefnrannsóknir og fékk hann í þessa tilraun, þar sem þau meðal annars skoðuðu hvaða áhrif vakan hafði á sársaukaþröskuldinn og viðbrögðin. Hálfdán sagði nánar frá þessari tilraun í þættinum. Mægðurnar Sólveig Eiríksdóttir og Hildur Ársælsdóttir komu í þáttinn og sögðu frá matarblogg síðunni maedgurnar.is þar sem þær gefa upp margvíslegar uppskriftir að grænmetisréttum. Þær eru báðar aldar upp á grænmetisfæði og þekkja nánast ekkert annað, Sólveig er auðvitað löngu orðin landsþekkt enda hefur hún rekið grænmetisveitingastaði í meira en tvo áratugi, fyrst Grænan kost og nú Gló. Þær leggja mikið uppúr lífrænu fæði í sinni matargerð. Við rákumst á skemmtilega frétt á bb.is, fréttamiðlinum um málefni Vestfjarða, þar sem gerð var skemmtileg auglýsing frá leikskólanum á Flateyri þar sem auglýst er eftir deildarstjóra í leikskólanum. Börnin í leikskólanum eru í aðalhlutverki í myndbandinu þar sem í lokin er sagt að nú sé rétti tíminn til að flytja til Flateyrar og taka alla fjölskylduna með. Við fáum þann sem gerði myndbandið, Eyþór Jóvinsson, sem er fæddur og uppalinn á Flateyri en hann nam kvikmyndagerð við Kvikmyndaskóla Íslands, vinnur í Gömlu bókabúðinni og stendur fyrir Gamanmyndahátíðinni í fjórða sinn á Flateyri nú í haust. Eyþór kom í þáttinn. Hér er hægt að sjá auglýsinguna frá leikskólanum: http://www.bb.is/2019/01/skemmtileg-og-ohefdbundin-auglysing-leikskolans-a-flateyri/ UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/31/201950 minutes
Episode Artwork

Heilsuvaktin, Sahajayoga og rannsóknir á kvíðavandamálum

Notkun á gagnvirkum tæknibúnaði fyrir fólk sem hefur fengið heilablóðfall varð því hvatning til að reyna að skúra gólf og vinna ýmis verk sem það hafði ekki reynt eftir áfallið. Á Heilsuvaktinni í dag ræðir Bergljót Baldursdóttir við Steinunni Ólafsdóttur sjúkraþjálfara sem kannað hefur áhrif gagnvirks búnaðar á líðan fólks sem fengið hefur heilablóðfall. Daði Guðbjörnsson, listmálari, er búnn að stunda Sahajayoga í 14 ár og hefur það hjálpað honum að losna við óþægindi í daglega lífinu eins og kvíða, en svo virkar hún einnig á blóðþrýsting, gigt o.fl. Líkamlega og andlega sjúkdóma. En hvað er Sahajayoga? Daði segir okkur frá þessari óvenjulegu hugleiðsluaðferð í dag. Þessa dagana stendur yfir geðheilbrigðisvika í Háskólanum í Reykjavík þar sem boðið er upp á fræðslu í hádeginu um ýmis viðfangsefni, svo sem svefn, kvíða, koffín og lyfjanotkun. Meðal annars verða kynntar niðurstöður rannsóknar á algengi kvíðavandamála og þunglyndis á meðal nemenda í Háskólanum í Reykjavík. Meira um þetta hér á eftir. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/30/201955 minutes
Episode Artwork

Fróðir foreldrar, Verksmiðjan og Hólmavíkurhátíðin 1990

Menntavísindasvið Háskóla Íslands og samtökin Fróðir foreldrar hafa tekið höndum saman og standa sameiginlega að hagnýtri fræðslu fyrir foreldra barna. Stefnt er að því að halda regluleg fræðslukvöld um fjölbreytt viðfangsefni er varða uppeldi barna og ungmenna. Á fyrsta fræðslukvöldinu voru fjórir fræðimenn með stutt og aðgengileg erindi til dæmis um matvendni og árangursríka uppeldishætti. Þær Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs, og Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, verkefnastjóri Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða komu í þáttinn. Fimm sjónvarpsþættir um Verksmiðjuna, iðngreinar og nýsköpun verða sýndir á RÚV í vor. Verksmiðjan hvetur ungt fólk til að taka eftir hugmyndum og umhverfi sínu og finna lausnir á ýmsum vandamálum, stórum sem smáum. Þátttakendum er fylgt eftir og þeir myndaðir af framleiðsluteymi RÚV. Fimm sjónvarpsþættir um Verksmiðjuna, iðngreinar og nýsköpun verða sýndir á RÚV í vor. Eva Rún Þorgeirsdóttir frá UngRÚV kom og sagði frá. Hólmavíkurhátíðin sem haldin var sumarið 1990 er mörgum Strandamönnum minnisstæð - en þá heimsóttu staðinn um fimm þúsund manns. Björk Jóhannsdóttir var formaður afmælisnefndar og Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, heimsótti hana og hennar mann Stefán Gíslason sem vissulega gegndi líka mikilvægu hlutverki í hátíðinni. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/29/201955 minutes
Episode Artwork

Stefnumótamiðlar, förufólk og Guðrún Lára lesandi vikunnar

Líf einhleypra hefur breyst talsvert á tímum samfélagsmiðla. Hvert stefnumótaforritið á fætur öðru skýtur upp kollinum þar sem fólki er lofað að finna ástina, sálufélagann og bara hamingjuna, allt í símanum sem við erum alltaf með innan seilingar. Stefnumótaforritin Tinder, Bumble og fleiri hafa milljónir notenda sem geta skoðað aðra notendur og svæpað þeim ýmist til hægri eða vinstri eftir því hvort þau vilja frekari kynni af þeim eða ekki. En hverju hafa þessi forrit breytt í stefnumótamenningunni? Hafa þau gert okkur auðveldara fyrir, fært okkur nær hvert öðru? Eða hvað? Skapa þau meiri eða minni nánd á milli fólks? Og hvað fá eigendur þessara forrita í staðinn? Hvaða upplýsingar látum við af hendi til þeirra og hvernig nota þeir þær? Við fengum þau Atla Fannar Bjarkason og Margréti Erlu Maack til þess að fara yfir þessa þróun, kosti hennar og galla. Hefur þú heyrt um Stuttu-Siggu og hörmulegt atlæti hennar í æsku? Vissir þú að Halldór Hómer fór á milli bæja og setti upp leikþætti heimilisfólki til skemmtunar? Og af hverju var Jóhannes beri alltaf í rifnum fötum? Fyrr á öldum flakkaði förufólk milli bæja á Íslandi og fékk húsaskjól hjá bændum. Jón Jónsson þjóðfræðingur hefur rannsakað hlutskipti þessa jaðarsetta hóps og skrifaði bókina Á mörkum mennskunar sem kom út síðastliðið vor. Við heyrðum í honum í dag. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Guðrún Lára Pétursdóttir bókmenntafræðingur og lestrarhestur. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og svo hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/28/201950 minutes
Episode Artwork

Þorbjörn föstudagsgestur, söngkeppni og Birgir matgæðingur

Þorbjörn Jensson fyrrum landsliðsmaður í handbolta og fyrrum forstöðumaður Fjölsmiðjunnar var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag. Við ræddum við Þorbjörn um handboltann og þjálfun, HM og skoðun hans á íslenska liðinu, komum líka inná hans vinnu með ungu fólki í Fjölsmiðjunni og fleira. Á sunnudaginn fer fram úrslitakvöld í Vox Domini söngkeppni sem Félag Íslenskra Söngkennara (FÍS) efndi til í fyrsta sinn árið 2017 og er nú orðin árlegur viðburður í tónlistarlífinu. Þessi söngkeppni er ætluð söngnemendum sem stundað hafa nám í íslenskum tónlistarskólum. Rödd ársins 2017 var Marta Kristín Friðriksdóttir sem stundar núna framhaldsnám í Vínarborg. En það er keppt í þremur flokkum, miðstigi,framhaldsstigi og opnum flokki. Við hringdum í Egil Árna Pálsson söngkennara. Svo var það matarspjallið, Sigulaug Margrét var fjarri góðu gamni í þetta sinn, en við fengum Birgi Tryggvason, sem kallar sig fjölrásahljóðblendil í símaskránni. En hann vinnur einmitt við hljóð, upptöku og hljóðblöndun fyrir sjónvarp, kvikmyndir og auglýsingar, nú síðast blandaði hann allt hljóðið, eða mixaði eins og það kallast í bransanum, í Áramótaskaupinu. Hann er mikill matgæðingur og leggur sérstakan metnað í að elda allt frá grunni. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/25/201955 minutes
Episode Artwork

Næring eldri borgara, óvinnufærni og vinnurými

Við fjölluðum um næringu eldri borgara í þættinum í dag en svokallað velferðarkaffi verður haldið á morgun á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar í félagsmiðstöðinni Borgum við Spöng í Grafarvogi. Að þessu sinni verður fjallað um matarþjónustu velferðarsviðs og næringu eldri borgara. Ólöf Guðný Geirsdóttir dósent við matvæla- og næringafræðideild Háskóla Íslands, sem sagði meðal annars frá rannsóknum um næringu eldri borgara og Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkur komu í þáttinn. Geðraskanir er meginástæðan fyrir brotthvarfi úr framhaldsskóla, atvinnuleysi og örorkutengdum greiðslum á Norðurlöndunum. Nú standa yfir læknadagar í Reykjavík og í gær flutti Björk Vilhelmsdóttir félagsráðgjafi og sérfræðingur hjá VIRK, erindi sem bar yfirskriftina “Er læknisvottorð um óvinnufærni ávísun á fátækt?“ Björk kom í þáttinn og sagði frá. Hvað eru verkefnamiðuð vinnurými? Steinar Þór Ólafsson er nýr pistlahöfundur í Mannlega þættinum, en hann mun flytja pistla á næstunni undir heitinu Kontoristinn þar sem hann veltir fyrir sér hinum ýmsu hliðum þess að vinna á skrifstofum hverskonar, hefðbundnum og óhefðbundnum. Í fyrsta pistlinum sem var í þættinum í dag fjallaði hann um vinnurými, mismunandi stefnur og strauma, opin vinnurými, skilrúm og næði og fleira. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/24/201950 minutes
Episode Artwork

Umhverfiskönnun, kaffibrugghús og leitin að hamingjunni

Hver er þekking íslendinga á umhverfis- og loftslagsmálum? Hverjar eru ástæður loftslagsbreytinga og hvernig er frammistaða stjórnvalda til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og hver er upplifun og líðan Íslendinga í tengslum við loftslagsbreytingar? Niðurstöður Umhverfiskönnunar Gallup 2018 voru kynntar síðastliðinn föstudag á Umhverfisráðstefnu Gallup sem haldin var í Hörpu. Könnunin hefur verið gerð nú í tvígang og við fengum Ólaf Elínarson, sviðsstjóra markaðsrannsókna hjá Gallup, til að fara með okkur yfir niðurstöðurnar. Kaffibarþjónarnir Sonja Björk Grant og Njáll Björgvinsson, stofnuðu nýlega fyrirtækið Kaffibrugghúsið, sem þau lýsa sem marghliða kaffifyrirtæki og er til húsa niðrá Granda. Bæði búa þau yfir margra ára reynslu úr kaffi-heiminum sem þau vilja nýta til að breikka íslenska kaffiflóru. Við heimsóttum Kaffibrugghúsið og urðum margs vísari og vitum fyrir víst að það eru heilmikil vísindi á bak við kaffibollann. Leitin að hamingjunni hefur aldrei verið eins áköf og núna, einmitt þegar óhamingja og firring fer sívaxandi í veröldinni og er orðið að stærra vandamáli nú en nokkru sinni áður. Í pistli Magnúsar R. Einarssonar í dag sagði hann frá nokkrum bókum sem hafa verið gefnar út og fjalla um vandamálið. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/23/201955 minutes
Episode Artwork

Vottaður skipuleggjandi, jól í skókassa og álfatrú

Hin japanska Marie Kondo hefur þróað tiltektaraðferð sem ber nafnið KonMari og þessi aðferð fer nú með ljóshraða um samfélagsmiðlana. Marie hefur skrifað bækur um efnið og nú er búið að framleiða þætti sem sjá má á Netflix en í þeim er Marie að aðstoða fólk við að skipuleggja heimilið uppá nýtt og losa sig við töluvert af dóti. Fyrsti starfandi vottaði skipuleggjandinn á Íslandi svo vitað sé heitir Virpi Jokinen lauk námskeiði fyrir vottaða skipuleggjendur í Helsinki í nóvember 2018 og rekur nú sitt eigið fyrirtæki, Á réttri hillu.- skipulagsaðstoð fyrir einstaklinga og minni fyrirtæki. Virpi kom í þáttinn í dag. „Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar voru settar í skókassa og farið með þær til Úkraínu. Í Úkraínu búa um 46 milljónir manna. Atvinnuleysi er þar mikið og ástandið víða bágborið. Við fengum Ástríði Elsu Þorvaldsdóttur og Mjöll Þórarinsdóttir í þáttinn til að segja frá þessu verkefni og ferðinni. Út um allt land eru steinar og klettar þar sem álfar eru taldir búa, álfakirkjur eru nokkrar og um áramót er vissara að hafa allt hreint því þá gæti verið von á álfum á leið sinni milli hýbýla sinna. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Jóhann Bjarna Skúlason sem kann sögur af álfum, hann hefur lengi unnið við vegagerð og veit að betra er að sýna álfunum virðingu og skilning. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/22/201955 minutes
Episode Artwork

Jakob á Horninu lesandi vikunnar og saga frá 1934

Lesandi vikunnar í þetta sinn var Jakob H. Magnússon veitingamaður, en veitingastaðurinn hans Hornið í Hafnarstræti verður 40 ára í júlí. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann er að lesa þessa dagana og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. Hann talaði um nýja bók um Kim Larsen, ljóðasafn Sigurðar Pálssonar, bók með heildarverkum Dags Sigurðarsonar og fleira Við heyrðum brot úr kvöldvöku sem flutt var árið 1985 í útvarpinu, þar var rifjuð upp 8 vikna skólavist ungrar stúlku í farskóla á Skjöldólfsstöðum í Jökuldal árið 1934, á þeim tíma var hvorki rafmagn né sími í sveitinni. Þorrablót og óveður komu einnig við sögu í frásögninni. Umsjón með þættinum árið 1985 hafði Guðbjörg Aradóttir. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/21/201955 minutes
Episode Artwork

Reynir Þór í Helsinki, Garðar eldar fyrir lávarðadeildina og fransbrau

Reynir Þór Eggertsson framhaldsskólakennari og Eurovisionsérfræðingur með meiru hélt til Helsinki í Finnlandi haustið 2017 þar sem hann tók við stöðu lektors í íslensku við Háskólann í Helsinki. Reynir er með doktorspróf í norrænum fræðum en hafði sinnt kennslu í dönsku og íslensku við Menntaskólann í Kópavogi síðan hann útskrifaðist árið 2009. Þar áður lauk hann kennaranámi frá Kennaraháskólanum, með dönsku og stærðfræði sem aðalfög, og sinnti grunnskólakennslu í nokkur ár. Nú er sá tími ársins að Eurovisionkeppnin minnir á sig, forkeppnin hér heima er framundan næstu vikur og Reynir er örugglega farin að huga að keppninni á einhvern hátt og mun sennilega fylgjast vel með undankeppninni í Finnlandi. Reynir var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag. Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, var með sitt vikulega matarspjall í þættinum í dag. Í þetta sinn hringdum við í Garðar Agnarsson í London, en hann er kokkur í lávarðadeildinni í breska þinginu. Við spurðum hann út í starfið, breskan mat og þorrablót Íslendinga sem haldið verður í salarkynnum lávarðadeildarinnar. Að lokum var rætt töluvert um fransbrauð. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/18/201955 minutes
Episode Artwork

6 ár frá pólför Vilborgar, Django-hátíð og tölvur sem þerapistar

Í dag eru 6 ár síðan Vilborg Arna Gissurardóttir komst á Suðurpólinn eftir 1140 kílómetra skíðagöngu sem tók 60 daga, en upphaflega átti hún að taka 50 dagar. Hún varð fyrsta íslendinska konan til að ganga á Suðurpólinn ein síns liðs. Vilborg kom í þáttinn og rifjaði upp þetta afrek. Django dagar í Reykjavík er ný tónlistarhátíð þar sem heiðri Belgíska gítar frumkvöðulsins Django Reinhardt er haldið á lofti. Um helgina munu innlendir og erlendir flytjendur fylla Iðnó af eldheitum sígauna swing tónum og von er á sérfræðingum í tónlist Reinhardt en það eru þeir Robin Nolan, sem er íslendingum að góðu kunnur, og Mozes Rosenberg. Nolan hefur nokkrum sinnum komið hér fram og verið fjölmörgum tónlistarmönnum hér á landi innblástur. Við hringdum í Leif Gunnarsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar í dag. Geta tölvur verið góðir þerapistar? Í gær hélt dr. Fjóla Helgadóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, opinn fyrirlestur við Sálfræðideild Háskóla Íslands þar sem þessari spurningu var velt upp. Í fyrirlestrinum fór hún yfir gervigreind og spurningunni hvort og hvernig tölvur geti verið góðir þerapistar var svarað. Fjóla kom í þáttinn og sagði frá sínu starfi. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/17/201955 minutes
Episode Artwork

Hlaupabretti við skrifborð,álag á LSP og Fjölskylduvænt rapp

16.janúar 2019 1)Reimar Snæfells Pétursson lögfræðingur kom sér upp göngubretti við skrifborðið í vinnunni og gengur marga kílómetra á dag. 2)Niðurstöður í nýrri rannsókn sýna að því fleiri dagar í mánuði þar sem álag á deildum Landspítalans er yfir því sem eðlilegt getur talist því meiri líkur eru á að svokölluð óvænt atvik eigi sér stað. Atvikin geta verið byltur, röng lyfjagjöf, mistök í blóðgjöf eða meðferð. Guðrún Á Guðmundsdóttir, deildarstjóri á lungnadeild Landspítalans, hefur rannsakaði óvænt atvik á 16 deildum á Landspítalanum. Bergljót Baldursdóttir ræðir við hana á Heilsuvaktinni. 3)Erpur Eyvindarson og Aino Freyja sögðu frá fjölskylduvænni Rapphátíð í Salnum í Kópavogi sem fram fer um helgina, fyrsta hátíðin sem efnt er til vegna 20 ára afmælis Salarins.
1/16/201955 minutes
Episode Artwork

Hans Jónatan, Björk hundaþjálfari og Jónína Leósdóttir

Árið 1802 birtist á Djúpavogi ungur, þeldökkur maður sem settist þar að. Þessi maður hét Hans Jónatan og er eftir því sem best er vitað fyrsti þeldökki maðurinn sem settist að á Íslandi. Enginn virtist hafa neitt við húðlitinn að athuga heldur var Hans Jónatan metinn fyrir sína góðu menntun og manngæsku. Hann starfaði við verslunina í Löngubúð á Djúpavogi og varð síðar verslunarstjóri og í dag . Hans hafði verið þræll allt sitt líf en það má segja að hann hafi stolið sjálfum sér og gerst frjáls maður á Íslandi. Afkomendur hans og Katrínar, eiginkonu hans, eru á tólfta hundraðið í dag. Bryndís Kristjánsdóttir og Valdimar Leifsson komu í þáttinn og sögðu frá heimildarmynd sem þau hafa gert um merkilega sögu Hans Jónatans. Björk Ingvarsdóttir býr og starfar á Hólmavík og hefur nýlegið lokið hundaþjálfaranámi. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á ströndum, hitti Björk og fékk hana meðal annars til segja frá því þegar hundurinn hennar hún Tinna var hætt komin í sjónum við Hólmavík. Bandalag jafnaðarmanna var íslenskur stjórnmálaflokkur stofnaður árið 1983 að frumkvæði Vilmundar Gylfasonar eftir klofning í Alþýðuflokknum. Flokkurinn fékk fjóra þingmenn kosna á þing sama ár en varð skammlífur og árið 1986 gengu þrír þingmenn flokksins í Alþýðuflokkinn og sá fjórði í Sjálfstæðisflokkinn. Bandalag jafnaðarmanna var fyrsti flokkurinn til þess að setja réttindi samkynhneigðra á stefnuskrá sína. Jónína Leósdóttir var ein þeirra sem tók þátt í stofnun flokksins og hún rifjaði þennan tíma upp í þættinum. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/15/201955 minutes
Episode Artwork

Charlotte um dauðann, spil um rúnir og Jón Magnús lesandi vikunnar

Afhverju er dauðinn svona mikið tabú? Hversvegna við hræðumst hann svona mikið og hvernig hann getur styrkt okkur í lífinu? Þegar Charlotte Bøving varð fimmtug uppgötvaði hún sér til mikillar undrunar að hún myndi deyja. Hún hafði aldrei velt dauðanum fyrir sér. Í framhaldi af þessari uppgötvun varð sýningin Ég dey til, en hún var frumsýnd í síðustu viku í Borgarleikhúsinu. Í sýningunni veltir Charlotte fyrir sér ýmsum hliðum dauðans og skoðar lífið með augum hans. Charlotte kom í þáttinn í dag. Grafíski hönnuðurinn Áslaug Baldursdóttir hefur hannað fræðandi og fallegt spil um rúnir og goðafræði. Spilið er framhald af rannsókn sem Áslaug vann fyrir bókina Bandrún, lokaverkefni hennar úr grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands, þar sem hún endurhannaði rúnaletur og skrifaði um menningararfinn. Áslaug fræddi hlustendur um rúnir í þættinum í dag. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Jón Magnús Arnarsson. Fyrsta leikrit hans í fullri lengd, Tvískinnungur, var sýnt í Borgarleikhúsinu í haust og er nú komið út á bók. Við fengum hann til að segja okkur hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann er að lesa þessa dagana og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/14/201955 minutes
Episode Artwork

Óskar föstudagsgestur og Hari og skyndifæðið

Óskar Pétursson söngvari var föstudagsgesturinn okkar í dag. Hann er alin upp í Skagafirðinum, í Álftagerði, en býr nú með fjölskyldunni á Akureyri. Hann hefur hefur glatt landsmenn með fögrum söng við öll möguleg tækifæri og sungið inná fjölda hljómplatna. Í áratugi hefur hann sungið með bræðrum sínum Álftagerðisbræðrum, karlakórnum Heimi og fjölmörgum öðrum kórum og hann ferðast þvers og kruss um landið til að syngja á milli þess sem hann gerir við og gerir upp bíla. Sigurlaug Margrét er vanalega með sitt matarspjall á föstudögum, enda er hún besti vinur bragðlaukanna. Hún komst þó ekki í þetta sinn en í fjarveru hennar fengum við annan sælkera og matgæðing til okkar í matarspjall. Haraldur Jónasson, eða Hari, blaðamaður og ljósmyndari er sérstakur áhugamaður um skyndifæði hvers konar. Hann kom og talaði um hamborgara, samlokur og fleira auk þess sem við forvitnuðumst um ástæður þess að hann borðar aldrei með öðru en plasthnífapörum. UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
1/11/201955 minutes
Episode Artwork

Aðstandendur fólks með heilabilun, ljósmyndir og Mezzoforte

Berglind Berghreinsdóttir var aðstandandi föður sem glímdi við heilabilun og hann lést að lokum í upphafi síðasta árs. Síðan þá hefur hún verið að vekja umræðu og athygli á aðstæðum fólks með heilabilun og aðstandenda þeirra, sem hún segir vera skelfilega dapurleg. Hún talar um ferðalag fjölskyldunar í frumskógi heilbrigðis-og velferðakerfisins þar sem þau rákust á endalausa veggi. Sumt hafi verið flókið og sumt hreinlega ómanneskjulegt. Berglind kom í þáttinn og sagði frá þeirra reynslu. Ljósmyndin hefur tekið miklum breytingum síðan hún kom fyrst fram sem tjáningarform, bæði hvað varðar tækni og vinnslu en ekki síður sem merkingarberi í samfélagi sem snýst æ meira um birtingarmyndir okkar í augum annarra. Brynhildur Björnsdóttir er fjölmiðlakona og líkamsvirðingarsinni sem leggur nú lokahönd á MA-ritgerð í Menningarfræði við HÍ. Sjálfsmynd með augum annarra er yfirskrift hádegiserindis Brynhildar sem fram fer í Ljósmyndasafninu í Reykjavíkur í hádeginu á morgun. Svo er það hljómsveitin Mezzoforte „Það fer enginn í Top of The Pops nema að vera með „hit-lag,“ sagði Steinar Berg útgefandi hljómsveitarinnar, sem var fyrsta íslenska hljómsveitin til að „meika það“ utan landsteinanna. Farið er yfir rúmlega fjörutíu ára sögu Mezzoforte í nýrri heimildarmynd í tveimur hlutum, en sá fyrri er á dagskrá RÚV í kvöld. Gunnlaugur Briem, trommuleikari hljómsveitarinnar var gestur Mannlega þáttarins í dag. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
1/10/201955 minutes
Episode Artwork

Vinnukona 1930,Google og bandaríska ríkið, lúxushótel við Bláa Lónið

Mannlegi þátturinn - Miðvikudagur 9.jan. 2019 Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson Í fyrra opnaði nýtt glæsihótel hjá Bláa lóninu, en mikil uppbygging hefur verið á svæðinu undanfarin ár, enda er lónið mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn sem koma til landsins. Við brugðum okkur á staðinn og skoðuðum aðstæður í fylgd með Má Mássyni, sem er í framkvæmdastjórn Bláa lónsins og gerum okkar besta í að lýsa því sem fyrir augu bar. Það er sagt að Google sé stærsta auglýsingastofa heims og má víst til sanns vegar færa. Hins vegar er ekki eins mikið vitað um annan risastóran þátt í starfsemi fyrirtækisins sem er verktaka fyrir bandaríska ríkið. Magnús segir nánar frá þessari sérstöku og vaxandi starfsemi Google sem er á sviði njósna, hermála, lögreglu, menntastofnana ásamt fleiru fyrir bandarísku alríkisstjórnina. Við heyrum pistil úr safni Útvarpsins, sem fluttur var 5. september 1986. Umsjón hafði Jóna I Guðmundsdóttir og hún segir frá kjörum vinnukvenna á fyrri hluta aldarinnar til ársins 1930 og er skráð af Þórhildi Sveinsdóttur. Hér segir frá bágum kjörum þessara kvenna og gríðarlegu vinnuálagi .
1/9/201955 minutes
Episode Artwork

Aldís Schram, ketómataræðið og snjóaði í sex vikur

Aldís Schram hefur kennt erlendum innflytjendum íslensku í rúm tólf ár. Hún hefur byggt og þróað eigin námsefni, kennslubók skrýdda íslenskum málsháttum, máltækjum, ljóðum og lögum, sem hefur að geyma formúlur er skýra undirstöðuatriði íslenskrar málfræði og notast hún meðal annars við leiklestur í kennslunni. Hún stóð fyrir söfnun á Karolina fund til þess að fjármagna útgáfu kennslubókarinnar en ekki náðist að safna fyrir henni þar svo hún gaf hana út sjálf. Aldís kom í þáttinn í dag. Það er varla að maður komist hjá því að sjá og heyra um ketómataræðið nú á dögum. Þorbjörgu Hafsteinsdóttir kom í þáttinn í dag, en hún hefur skrifað margar bækur og haldið fyrirlestra um heilsu og mataræði í 30 ár og heldur þessa dagana td námskeið í keto. En útá hvað gengur þetta mataræði og hver er munurinn á ketó og t.d. Paleo, lágkolvetnakúrnum og hvað þetta heitir allt saman? ,,Það var eins og að standa undir vörubílspalli sem var að sturta ís" - sagði Guðmundur Guðmundsson á Drangsnesi þegar hann lýsir því hvernig gekk að moka snjó ofan af húsinu þeirra hjóna, hans og Margrétar Ólafar Bjarnadóttur í janúarmánuði árið 1995. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti þau hjónin og fékk þau til að lýsa þessum dögum og vikum þegar snjóaði nær látlaust dag ef dag í sex vikur. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
1/8/201955 minutes
Episode Artwork

Núvitund og Jóhann Hlíðar lesandi vikunnar

Við fjölluðum um núvitund/mindfulnes í þættinum dag. Í upphafi árs er maður oft fullur af fögrum fyrirheitum, vill gera eitthvað nýtt, ná betri tökum á einhverju og huga að heilsunni. Hugarró og sjálfsvinsemd er eitt af því sem Ásdís Olsen aðjúnkt og núvitundarkennari kennir fólki. Hún vinnur með vísindalega samþykktar aðferðir úr smiðju jákvæðrar sálfræði og leggur mikið uppúr hagnýtum aðferðum sem hafa sannað gildi sitt í rannsóknum. Hún segir að Mindfulness sé ein öflugasta leiðin sem við þekkjum í dag til að auka persónulega hæfni og öðlast hamingjuríkt líf. Ásdís kom í þáttinn í dag. Lesandi vikunnar í þetta sinn var fréttamaðurinn Jóhann Hlíðar Harðarson. Við forvitnuðumst um hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa þessa dagana og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
1/7/201955 minutes
Episode Artwork

Ragna Fossberg, tónlistarsjóður Rótarý og grænar baunir

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Ragna Fossberg gervahönnuður. Ragna hóf störf hjá Ríkisútvarpinu árið 1972 og á þeirri tæpu hálfu öld sem hefur liðið síðan á hún heiðurinn af mörgum af eftirminnilegustu gervum íslenskrar sjónvarpssögu, meðal annars með Spaugstofunni og í áramótaskaupum Ríkissjónvarpsins, auk þess sem hún hefur unnið í yfir þrjátíu kvikmyndum. Við forvitnuðumst um æsku hennar, skólagöngu og starfsferilinn í þættinum í dag. Á hverju ári veitir tónlistarsjóður Rótarý á Íslandi styrki til efnilegra tónlistarnema sem stunda framhaldsnám við erlenda tónlistarháskóla. Styrkirnir eru afhentir á stórtónleikum Rótarý, sem í ár eru á sunnudaginn í Hörpu. Styrkþegarnir í ár eru Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, sellóleikari sem stundar meistaranám við Juliard tónlistarháskólann og Óskar Magnússon, gítarleikari sem er í meistaranámi í San Fransisco, þau komu í þáttinn. Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, var með sitt vikulega matarspjall í þættinum í dag. Við hringdum í Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamann, en hann stofnaði nýverið félagið Vinir Ora-grænna bauna. Hann fræddi okkur um grænu baunirnar og dálæti sitt á þeim. Að því loknu ræddum við um afganga við Sigurlaugu Margréti og skiptar skoðanir þáttastjórnenda á tartalettum. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
1/4/201950 minutes
Episode Artwork

Loftmengun um áramót, Vopnafjörður og stjörnuspekin

Fyrir ári vakti Sævar Helgi Bragason athygli á gríðarlegri mengun sem fylgir flugeldanotkun landsmanna um hver áramót. Það vakti fjörugar umræður og skiptar skoðanir fólks á málinu. Það kom því ekki á óvart að umræðan kom aftur upp fyrir þessi áramót og buðu einhverjar flugeldasölur upp á aðra valkosti, eins og til dæmis hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem seldi svokölluð rótarskot, en hvert rótarskot gefur af sér tré sem plantað er með stuðningi Skógræktarfélags Íslands, í nýjan Áramótaskóg Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Síðustu daga hefur Umhverfisstofnun staðið fyrir sýnasöfnun á mælistöðinni á Grensás. Sláandi munur er á sýnum sem var safnað á um áramótin og dagana fyrir áramót. Þorsteinn Jóhannsson loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og Sævar Helgi komu í þáttinn. Í fyrsta pistli ársins frá Magnúsi R. Einarssyni sagði hann frá stjörnuspekinni sem hefur gengið í endurnýjun lífdaga á undanförnum árum, ekki síst hjá bankamönnum, fjárfestum og spákaupmönnum. Meira af því síðar í þættinum. Og við heyrðum í okkar manni á Vopnafirði, Magnúsi Má Þorvaldssyni, en hann var reyndar staddur á Akureyri í þetta sinn. Hann fór yfir árið sem var að líða og það sem hæst bar hjá Vopnfirðingum, veðrið, atvinnumálin, menninguna, byggingu vallarhúss og góða fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
1/3/201950 minutes
Episode Artwork

Magnús Jónsson, Heilsuvera og vindmyllur

Magnús Jónsson, leikari og tónlistarmaður, lauk nýverið við fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd og nefnist hún Taka 5. Hún fjallar um ungan bónda sem dag einn ákveður að láta draum sinn rætast um að búa til bíómynd og rænir 5 listamönnum úr borginni til að aðstoða sig við það. Myndin er framleidd fyrir afskaplega lítinn pening í samanburði við flestar kvikmyndir í fullri lengd en hún er tekin á 9 dögum á Kollabæ, í Fljótshlíð. Magnús sagði frá þessari áhugaverðu reynslu í þættinum. Heilsugæslustöðvar bjóða nú fólki að hafa samband við hjúkrunarfræðinga um netspjall í gegnum vefsíðuna Heilsuveru. Á síðunni er einnig hægt að panta tíma hjá læknum, endurnýja lyf og margt fleira. Heimsóknum á Heilsuveru hefur fjölgað verulega á árinu sem var að líða. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni og Inga Steinar Ingason, teymisstjóra á Miðstöð rafrænnar sjúkraskrár hjá Embætti landlæknis um vefsíðuna Heilsuveru á Heilsuvaktinni í dag. Til stendur, ef ekkert óvænt kemur uppá að byggja 35 vindmyllur á fjöllunum innaf af Garpsdal. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti bóndann í Garpsdal Hafliða Ólafsson og bað hann að segja frá þessum miklu framkvæmdum eins og þær líta úr frá hans sjónarhorni. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
1/2/201950 minutes
Episode Artwork

Kalkúnn, Jón Ársæll og Hildur Eir

Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni er séra Hildur Eir Bolladóttur og við komum víða við í okkar spjalli. Við ræðum um annir og desembermánuð , tilfinningar og góð samskipti og meira að segja koma Vaðlaheiðargöngin líka við sögu. Guðrún hitti Hildi á kaffihúsi fyrir norðan. Jón Ársæll Þórðarson frumsýnir nýja þætti, Paradísarheimt hér á RÚV 6. Janúar. Í þáttunum ræðir hann við einstakt fólk úr ýmsum áttum t.d. sérlundaðan uppfinningamann sem er að kynna hugmyndir sínar fyrir stóru bílarisunum, frægasta hákarlaverkanda Íslandssögunnar, sprautufíkil, óþekkt ljóðskáld sem er hætt við að reyna að svipta sig lífi, unga konu sem er nasisti og mann sem býr í tjaldi, svo einhverjir séu nefndir. Jón Ársæll segir okkur frá þessum þáttum hér eftir nokkrar mínútur. Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna verður með sitt vikulega matarspjall í þættinum í dag. Í þetta sinn kemur hún ekki einsömul, heldur verður Ragnheiður Thorsteinsson, framleiðandi hér á RÚV, með henni, en hún er sérfræðingur í matreiðslu á kalkúni, við ætlum jafnvel að ganga svo langt að kalla hana kalkúnasérfræðing þáttarins. Meira um það síðar í þættinum. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
12/28/201855 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Rifjað upp, samfélagsmiðlar, kaffibrennsla og frestunarárátta

Við rifjuðum upp nokkur áhugaverð viðtöl úr Mannlega þættinum frá árinu sem er að líða. Við byrjuðum á viðtali við Andrés Jónsson, almannatengil frá 20.júní, en eftir að upp komst um notkun fyrirtækja eins og t.d. Cambridge Analytica á notendaupplýsingum af Facebook hefur umræðan um þau gögn sem við sem notendur látum af hendi á samfélagsmiðlum farið hátt. Evrópusambandið breytti reglum og neytendur urðu varir um sig í framhaldinu, eða hvað? Samfélagsmiðlar og fyrirtæki fengu í framhaldi notendur til að samþykkja hvernig þau nota upplýsingarnar sem við látum af hendi, en ekki er víst að allir hafi lesið þær til enda. Næsta viðtal var flutt í Mannlega þættinum 9.maí. Lítil sæt rauð baun í blómi verður að lokum dýrindis drykkur í bollanum þínum og heitir þá kaffi. Við kíktum í heimsókn í kaffibrennslu á Akureyri sem á sér langa sögu eða allt frá árinu 1931, Kaffibrennsla Stefáns Árnasonar hét hún þá. Árið 1936 breyttist nafnið í Kaffibrennslu Akureyrar og frá árinu 2000 heitir þetta Nýja kaffibrennslan. Helgi Örlygsson framkvæmdastjóri er búin að vera í kaffibransanum í 46 ár, Guðrún hitti hann í verksmiðjunni og átti við hann spjall. Þriðja viðtalið var flutt í Mannlega þættinum 25.janúar síðastliðinn. Tölfræðin sýnir að 40 - 80% mannfólksins sé haldið einhvers konar frestunaráráttu, og hjá helmingnum sé þetta vandamál. Hvað er frestunarárátta og hvernig getur fólk losað sig við hana. Lísa Páls leitaði til Marteins Steinars Jónssonar sálfræðings. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
12/27/201855 minutes
Episode Artwork

Þórdís Klara ljósmóðir og jólaskemmtun á Ströndum

Þórdís Klara Ágústsdóttir ljósmóðir hætti fyrir skemmstu störfum eftir 42 ár í faginu. Hún segir gríðarlega margt hafa breyst á þessum rúmu fjórum áratugum þegar kemur að ljósmóðurstarfinu og hefur ekki tölu á hve mörgum börnum hún hefur tekið á móti á ferlinum. Þórdís Klara var aðalgestur Mannlega þáttarins á þessum aðfangadegi. Við fræddumst um hennar æsku og uppvaxtarár og auðvitað um starfsferilinn og síðast en ekki síst ljóðskáldið Þórdísi. Fyrir jólin eru haldnar jólaskemmtanir með ýmsu móti um land allt og misfjölmennar. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, fór á jólaskemmtun Grunnskóla Drangsness og leikskólans Krakkaborgar en þar eru samtals þrettán nemendur. Kristín ræddi við skólastjórann Mörtu Guðrúnu Jóhannesdóttur og nokkra nemendur. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
12/24/201850 minutes
Episode Artwork

Marenza og jólamaturinn,Föstudagsgesturinn Hjörtur Jóhann Jónsson

Mannlegi þátturinn - Föstudagur 21.des 2018 Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn er leikarinn Hjörtur Jóhann Jónsson, sem leikur Ríkharð III, eitt stærsta karlhlutverk leiklistarsögunnar, í hátíðarsýningu Borgarleikhússins sem verður frumsýnd milli jóla og nýjárs. Við förum með honum aftur í tíma og fáum að vita hvar hann fæddist og ólst upp, við forvitnumst um æskuna og skólagönguna og hvenær leikarinn fór að verða til hjá honum. Í matarspjallinu góða fær Sigurlaug Margrét til sín góðan gest en það er engin önnur en Marenza Poulsen sem sest hjá okkur. Marenza hefur kennt okkur einhver ósköp um matargerð í gegnum þá áratugi sem hún hefur búið á Íslandi og er td ein af þeim fyrstu sem brýndi fyrir Íslendingum að slaka á fyrir jólin og reyna að njóta aðventunnar. Við þekkjum of vel þessa tilhneigingu okkar til að taka allt í gegn á þessum árstíma, brjóta niður veggi, mála íbúðina, skipta um bað osfrv. En í dag ætlar Marenza að tala um hátíðisdaga framundan, aðfangadagur,jóladagur og við förum um víðan völl í spjallinu okkar.
12/21/201853 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Inga Björk og lýran, saga háriðnar og samningur við myndhöfunda

Fyrir 10 dögum kom út fyrsta íslenska breiðskífan fyrir lýru og söng, Rómur. Inga Björk Ingadóttir heitir unga konan sem leikur og syngur og þetta hljóðfæri lýran, hefur algjöra sérstöðu í íslenskri tónlistarflóru. Við ræddum við Ingu í þættinum og fengum að heyra í þessu fallega hljóðfæri sem lýran er. Það eru ekki mörg meistarastykki sem hreinlega vaxa úr sér, en í hárgreiðslu tekur meistarastykkið kannski tvær klukkustundir og svo vex hárið, og verkið er þar með horfið nema kannski á ljósmynd. Krullað og klippt, Aldarsaga háriðna er komin út hjá Bókmenntafélaginu, og er 17. bindið í ritröð um iðnsögu Íslands. Lísa Páls brá sér í Reykjavíkur akademíuna og hitti höfunda bókarinnar þær Báru Baldursdóttur og Dr. Þorgerði H. Þorvaldsdóttur. Vinnuhópur á vegum Listasafns Íslands hefur ásamt Myndstefi, höfundaréttarsamtökum myndhöfunda, unnið að gerð samnings um myndbirtingu höfundaréttarvarinna verka. Við undirritun hans munu söfn fá leyfi til að birta ljósmyndir á veflægri safnmunaskrá af safnkosti í höfundarétti. Með þessu stóreykst aðgengi almennings og skóla að upplýsingum úr safnmunaskrám. Við fengum þau Hörpu Þórsdóttur, safnstjóra Listasafns Íslands og Ragnar Th. Sigurðsson, ljósmyndara og formann Myndstefs til að segja okkur frá þessu í þættinum. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
12/20/201855 minutes
Episode Artwork

Oddskarðsgöng, Schola Cantorum og snjallsímanotkun foreldra

Fyrir tveimur og hálfu ári fékk Alexandra Ýr Ingvarsdóttir, ung Norðfirsk stúlka þá hugmynd að eftir lokun Oddsskarðsganga væri gaman að fá fólk til þess að skrifa nafnið sitt á veggi þeirra. Hún hefur búið í Neskaupstað alla tíð og Oddsskarðsgöngin því órjúfanlegur hluti af hennar lífi eins og annarra íbúa. Hún sendi hugmyndina til þáverandi bæjarstjóra og nú tveimur árum síðar er verkefnið komið á fleygiferð, við hringdum í Alexöndru Ýr og heyrðum líka í Körnu Sigurðardóttur forstöðumann Menningarstofu Fjarðarbyggðar. Kammerkórinn SCHOLA CANTORUM var stofnaður árið 1996 af stjórnandanum Herði Áskelssyni. Í kórnum eru að jafnaði 16 atvinnusöngvarar. Kórinn hefur verið mikilvirkur í frumflutningi tónverka eftir íslensk tónskáld og haldið tónleika í mörgum Evrópulöndum og hlaut tónlistarverðlaunin sem flytjandi ársins 2016. Í hádeginu á föstudag munu þau meðal annars frumflytja tvö verk úr smiðju kórfélaga auk þess að syngja hugljúf jólalög úr ýmsum áttum. Við hringdum í Lilju Dögg Gunnarsdóttur, kórfélaga í kórnum, í þættinum í dag. Of mikil snjallsímanotkun foreldra ungra barna getur flokkast sem tegund af vanrækslu og haft áhrif á hvernig börnin þróa samskiptahæfileika sína. Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir segir að foreldrar séu að vakna til vitundar um hvaða áhrif þeirra eigin símanotkun hefur á börnin. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Sæunni á Heilsuvaktinni í dag. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
12/19/201850 minutes
Episode Artwork

VIRK og álag í starfi og Matthías í kjötvinnslunni

Við lifum í samfélagi þar sem sífellt fleiri virðast heltast úr lestinni vegna tímabundinna eða langvarandi veikinda. Svo virðist sem hluti af þessum veikindum sé til kominn vegna langvarandi álags bæði í starfi og einkalífi. VIRK, starfsendurhæfingarsjóður, fór nýverið af stað með forvarnarverkefni sem hefur það að markmiði að sporna við brotthvarfi af vinnumarkaði vegna álagstengdra vandamála. Ingibjörg Loftsdóttir, sviðsstjóri rýnisviðs VIRK kom í þáttinn og fór yfir þessi mál og sagði frá starfsemi VIRK. Á bænum Húsavík í Strandabyggð búa hjónin Hafdís Sturlaugsdóttir og Matthías Lýðsson - þar hafa þau í nokkur ár rekið kjötvinnslu þar sem þau vinna hluta sláturafurða búsins með góðum árangri. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, heimsótti Matthías í kjötvinnsluna og fræddist um ýmislegt sem vinnslunni og búskapnum viðkemur. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
12/18/201855 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

RIE uppeldisnálgun, systur gefa út bækur og Vilhelm lesandi vikunnar

Kristín Maríella Friðjónsdóttir er fiðluleikari sem býr á Balí og hefur haldið 75 námskeið á tveimur árum, í Singapúr og hér á landi, um virðingaríkt tengslauppeldi eða RIE. En hvað er það? Kristín kom í þáttinn í dag og sagði frá. Á miðvikudaginn verður bókakvöld á Kaffi Bismút þar sem systurnar Júlía Margrét og Kamilla Einarsdætur ætla að lesa brot úr nýútkomnum skáldsögum sínum. Kamilla er eldri, hún lærði sagnfræði í Háskólanum, en Júlía Margrét hefur meistaragráði í kvikmyndahandritsskrifum. Þær eiga ekki langt að sækja áhuga sinn á skrifum, en faðir þeirra er rithöfundurinn Einar Kárason og móðir þeirra og amma eru bókasafnsfæðingar. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Vilhelm Anton Jónsson, eða Vísinda-Villi og Villi Naglbítur. Hann þekkja flestir úr fjölmiðlum, en hann hefur komið þar víða við, auk þess að vera tónlistarmaður og rithöfundur. Við forvitnuðumst um hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann er að lesa þessa dagana og hvaða höfunda og bækur hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. Umsjón Lísa Pálsdóttir og Gunnar Hansson
12/17/201855 minutes
Episode Artwork

Sævar Helgi föstudagsgestur og hlaup með freyðivíni

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Sævar Helgi Bragason. Hann hefur verið óþreytandi að fræða landann um stjörnufræði, alheiminn og umhverfismál. Ástríða hans í þessum málum skín í gegn um allt sem hann kemur frá sér, hvort sem er í sjónvarpi, útvarpi eða bókum. Við spurðum hann út í upprunann, hvar hann fæddist og ólst upp og hvenær þessi áhugi hans á alheiminum kviknaði. Matarspjallið var á sínum stað með Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur. Það styttist í jólin og Sigurlaug vill að við leyfum okkur allt hið besta í mat og drykk og njóta jólahátíðarinnar án þess að fá samviskubit, enda þarf það ekki endilega að kosta mikið. Hún sagði til dæmis frá uppskrift að hlaupi með freyðivíni. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
12/14/201850 minutes
Episode Artwork

Hildur Helgadóttir, mótmæli í París og Jólagarðurinn

Hild­ur Helga­dótt­ir, yf­ir­lækn­ir í krabba­meins­lækn­ing­um á Karol­inska sjúkra­hús­inu í Stokkhólim, var feng­in til að vera í beinni út­send­ingu Sænska sjón­varps­ins SVT frá af­hend­ingu Nó­bels­verðlaun­anna í Stokk­hólmi í fyrra­kvöld. Þar lýsti Hild­ur hvernig uppgötvanir nóbelsverðlaunahafanna í læknisfræði í ár nýtast í meðferð krabba­meins­sjúk­linga á Karol­inska og rann­sókn­um henn­ar á því sviði. Við hringdum í Hildi í Stokkhólmi og forvitnuðumst um þetta og hennar störf. Í Parísarborg hafa geysað mestu mótmæli og óeirðir sem borgarbúar hafa séð í hálfa öld. Við slógum á þráðinn til Parísardömunnar, Kristínar Jónsdóttur og ræddum við hana um ástandið í borginni og ennfremur um jólaundirbúning og stemninguna sem ríkir í borg ljósanna í skugganum af uppþotum, skemmdar og hryðjuverkum. Sífellt fleiri bjóða uppá einhvers konar jólamarkaði, jólabæi og eitt og annað sem tengist jólahátíðinni. Benedikt Grétarsson og fjölskylda voru líklega fyrst, en Jólagarðuinn við Akureyri var opnaður 1996, og er opinn allt árið. Lísa Páls heimsótti garðinn í fallegu vetrarveðri fyrir skemmstu. Umsjón Magnús R. Einarsson og Gunnar Hansson
12/13/201855 minutes
Episode Artwork

Samverustund í Háteigskirkju, vínylplata 111 og sjálfsdýrkun

Það er oft erfitt að horfa fram til jóla þegar ástvinur hefur fallið frá og aðventa er tími sem er hvað þyngstur þeim sem hafa misst frá sér nákomna. Þess vegna hafa samtökin Ný dögun í samvinnu við Landspítala, Ljónshjarta, þjóðkirkjuna efnt til samverustundar til að bjóða öllum sem eiga um sárt að binda vegna ástvinamissis til samverustundar í Háteigskirkju í kvöld klukkan tuttugu. Rósa Kristjánsdóttir djákni kom í þáttinn og sagði nánar frá samverustundinni. Haukur Gröndal tónlistarmaður kom í þáttinn en til stendur að gefa út tónlist á vínýl í takmörkuðu upplagi með vísun í ljósmyndabók Spessa Hallbjörnssonar sem heitir 111, en allar ljósmyndirnar eru teknar í Breiðholtinu í póstnúmeri 111. Spessa fannst tónlist hljómsveitarinnar Clash passa við andrúmsloft myndana og fékk því Hauk til að útsetja nokkur lög í anda lúðrasveita frá New Orleans fyrir opnun ljósmyndasýniningar hans á Listahátíð í vor. Haukur sagði frá þessu verkefni í þættinum. Sjálfsdýrkun hefur orðið æ meira áberandi á samfélagsmiðlum á þeim fimmtán árum sem þeir hafa verið á netinu. Er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af? Eða er þetta aðeins ný birtingarmynd á narsissisma sem hefur alltaf blundað í mannfólkinu? Magnús sagði frá rannsóknum sem hafa verið gerðar á þessu fyrirbæri í pistli undir lok þáttarins. Umsjón Magnús R. Einarsson og Gunnar Hansson
12/12/201850 minutes
Episode Artwork

Ofnotkun svefnlyfja, Strandir 1918 og hrossakjöt

Samkvæmt upplýsingum á síðu Landlæknisembættisins er ofnotkun svefnlyfja mikið vandamál á Íslandi, bæði eru of margir einstaklingar að nota svefnlyf, þau eru notuð of lengi og oft í of stórum skömmtum. Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri í lyfjamálum hjá Embætti landlæknis kom í þáttinn í dag. Þann 11. nóvember var opnuð sýningin Strandir 1918 á Sauðfjársetrinu þar sem skyggnst er hundrað ár aftur í tímann og reynt að varpa ljósi á hvernig umhorfs var á Ströndum þetta viðburðarríka ár. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, fór í heimsókn á Sauðfjársetrið og hitti höfund sýningarinnar Jón Jónsson þjóðfræðing. Í lokaverkefni við auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands fjallaði Eva Margrét Jónudóttir um viðhorf íslenskra neytenda gagnvart hrossakjöti. Í niðurstöðu hennar kemur meðal annars fram að hrossa og folaldakjöt er ekki vera áberandi í verslunum og að einhvers konar tilfinningarök séu ástæða þess að margir neyta ekki hrossakjöts. Við spjölluðum um hrossakjöt í þættinum í dag. Umsjón Magnús R. Einarsson og Gunnar Hansson
12/11/201855 minutes
Episode Artwork

Hávaðakort, Macramé og Erpur lesandi vikunnar

Árið 2005 tók gildi reglugerð um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir um mat og stjórn á hávaða í umhverfinu. Markmið reglugerðarinnar er að kortleggja og meta hávaða og leggja grunn að aðgerðum til að draga úr ónæði og truflunum af völdum hávaða. Við fengum Gunnar Alexander Ólafsson, sérfræðing hjá Umhverfisstofnun til að segja okkur frekar frá kortlagningunni. Blómahengi og vegghengi úr macramé prýða mörg fallegustu heimili landsins og væntanlega mun þeim fjölga eitthvað á næstunni því út er komin bókin Macramé - hnútar og hengi, sem kennir þessa aldagömlu handavinnu og gefur hugmyndir af fallegum hengjum og öðrum hlutum sem hægt er að gera með hnútana að vopni. Ninna Stefánsdóttir kom í þáttinn og fræddi okkur um Macramé. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Erpur Eyvindarson. Hann er best þekktur sem rappari og sjónvarpsmaður, en við ætlum að forvitnast um bókaorminn Erp. Við komum aldeilis ekki að tómum kofanum þar, hann kom með fjölda bóka sem hann hefur veirð að lesa eftir Búlgakoff, Atwood, Chomsky og fleiri og svo endaði hann með að lesa jólaljóð eftir Sigga Gúst félaga sinn. Umsjón Lísa Pálsdóttir og Gunnar Hansson
12/10/201855 minutes
Episode Artwork

Palli Papi, Pétur Grétarsson, íslensk tónlist og brauð

Föstudagsgestur í þetta sinn er potturinn og pannan í endurreisn Bæjarbíós í Hafnarfirði sem nú er orðið vinsæll tónleikastaður. Páll Eyjólfsson tónlistarmaður, oftast kallaður Palli Papi, var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag. Í gær sendum við út dagskrá í tilefni af Degi íslenskrar tónlistar. Við héldum áfram á þeim nótunum í dag og heyrðum í Pétri Grétarssyni dagskrárgerðarmanni og tónlistarmanni sem hlaut Litla fuglinn, helstu viðurkenningu dagsins í gær. Við heyrðum líka í Jakobi Frímanni sem er stjórnarformaður Samtóns og Gísla Marteini Baldurssyni, en þátturinn hans Vikan hlaut viðurkenningu í gær. Og auðvitað var Sigurlaug Margrét, besti vinur bragðlaukanna, með matarspjallið á sínum stað. Í dag talaði hún um brauð og Guðrún Kristjánsdóttir frá Systrasamlaginu var á línunni, en hún er mikil áhugamanneskja um brauðbakstur. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
12/7/201855 minutes
Episode Artwork

Útsending frá Skelfiskmarkaðinum/ Dagur ísl. tónlistar

Við sendum út beint úr miðbæ Reykjavíkur í dag,nánar tiltekið frá Skelfiskmarkaðinum, þar sem fór fram formleg dagskrá tileinkuð Degi Íslenskrar tónlistar. Hvernig gefa tónlistarmenn út sína tónlist í dag? Eru veiturnar eini möguleikinn? Lísa Páls hitti Helga Þór Ingason í hljómsveitinni South River Band, en þeir eru að gefa út sinn sjötta disk. Við heyrðu spjall Lísu við Helga og lagið Ég vinn í útvarpi eftir Ólaf Þórðarson við texta Helga Þórs Ingasonar í flutningi South River Band. Þeir Bubbi Morthens og Stefán Hilmarsson settust hjá Guðrúnu og Gunnari á Skelfiskmarkaðnum og fóru yfir stöðu íslenskrar tónlistar. Þeir voru sammála um að hún væri nokkuð góð í nýju landslagi í útgáfumálum, en það þyrfti að styðja betur við til að vernda íslenskuna. Að venju var efnt til þjóðarsamsöngs, en þá var þremur lögum útvarpað í beinni á helstu útvarpsstöðvum landsins og allir landsmenn hvattir til að taka undir, hvar sem þeir eru staddir. Í ár hafa eftirfarandi þrjú lög verið valin: Vikivaki eftir Valgeir Guðjónsson, Hossa, hossa með Amabadama og B.O.B.A. með Jóa Pé og Króla. Með þeim sungu leikskólanemendur úr Öskjuhlíðaskóla og Hjallastefnunni. Í tilefni dagsins verður efnt til nýrrar herferðar sem ber titilinn #IcelandMusicDay- þar sem öll þjóðin er hvött til að taka virkan þátt í markaðssetningu íslenskrar tónlistar á samfélagsmiðlum og hefja hana til vegs og virðingar á erlendri grundu. Fyrsta lag þáttarins var Í hjarta þér, Haukur Morthens söng lag Jóns Múla Árnasonar við texta Jónasar Árnasonar. Umsjón í dag Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
12/6/201850 minutes
Episode Artwork

Ása Richardsdóttir, Berglind iðjuþjálfi og samísk matarmenning

Ísheit RVK / Ice hot RVK er norrænn danstvíæringur sem haldin verður í Reykjavík í næstu viku. Þetta er hátíð sem haldin hefur verið á öllum norðurlöndunum og núna er komið að Íslandi. Hingað eru að koma um 500 manns allstaðar að úr heiminum, listamenn og stjórnendur hátíða. Við fengum Ásu Richardsdóttur í spjall, en hún var nýlega ráðin framkvæmdastjóri Alþjóðlegu sviðslistasamtakanna IETM. Það sem boðið er upp á á hjúkrunarheimilum er ekki talið mæta væntingum og þörfum ungs fólks, en er það þá boðlegt fyrir aldraða, spyr Berglind Indriðadóttir iðjuþjálfi. Hún er í hópi starfsfólks í öldrunarþjónustu sem vinnur að því að koma á fót Þekkingarmiðstöð um öldrunarmál. Bergljót Baldursdóttir ræddi við hana á Heilsuvaktinni. Það er margt sem læra má af samískri matarmenningu, ekki síst fyrir okkur Íslendinga. Aldagamlar hefðir kristallast m.a. í jólaréttum sem eru bragðgóðir og hollir og byggja alfarið á fjölbreyttu hráefni sem finna má í villtri náttúru Samalands, ef þekkingin er fyrir hendi. Margir Norðurlandabúar þekkja samíska hreindýrahirðinn og sjónvarpskokkinn Maret Ravdna Buljo eftir velgengni þáttaraðarinnar „Smaker från Sápmi“ (Bragðdæmi frá Samalandi). Maret kemur til landsins og heldur hugvekju og sýnikennslu í Norræna húsinu um næstu helgi í boði Sveins Kjartanssonar matreiðslumanns á Aalto Bistro. Við spjölluðum við Svein í þættinum í dag. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
12/5/201855 minutes
Episode Artwork

Geggjaðar bækur, blaðafréttir frá 1948 og skólabúðirnar að Reykjum

Fimm rithöfundar lesa upp úr bókum sínum í kvöld á viðburði sem Geðhjálp stendur fyrir sem kallast Geggjaðar bækur. Við fengum tvo þessara höfunda, þau Ágúst Kristján Steinarsson og Thelmu Ásdísardóttur. Í bók sinni, Riddarar hringavitleysunnar, leitar Ágúst í reynslu sína í átökum við veikindi af jafnt líkamlegum sem andlegum toga og Thelma, sem varð þjóðþekkt þegar hún sagði sögu sína í bókinni Myndin af pabba, fann leið til að glíma við erfiða reynslu sína með því að skrifa Mikami, þar sem hún var ekki stelpa heldur japanskur strákur. Þau sögðu okkur frá verkum sínum og viðburðinum í þættinum. Við rifjuðum upp brot úr Kvöldvökuþættum sem voru á dagskrá Ríkisútvarpsins í áratugi en þetta brot sem við heyrum frá kvöldvöku í nóvember 1983 og yfirskriftin var „Til gamans úr gömlum blöðum“. Áskell Þórisson safnaði fréttum úr Akureyrarblaðinu Degi frá árinu 1948 og stiklaði á stóru í því ,er þá þótti helst fréttnæmt. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, heimsótti skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði og ræddi við skólabúðastjórann Karl Örvarson sem þar hefur starfað frá árinu 2001. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
12/4/201855 minutes
Episode Artwork

Óhóf, Háskólinn á Bifröst og Þórdís Lóa lesandi vikunnar

Á miðvikudaginn kemur fer fram Óhóf, en það er hugvekjandi uppspretta í nafni matarsóunar. Þetta er í annað sinn sem Óhófið er haldið í ár er Umhverfisstofnun í samstarfi við Loft HI Hostel, matreiðslumeistaranum Gísla Matt og Rakel Garðars í Vakandi. Rakel Garðarsdóttir kom í þáttinn og ræddi matarsóun. Háskólinn á Bifröst verður 100 ára á þessu ári en hann var upphaflega stofnaður á grunni Samvinnuskólans 3. desember árið 1918 í Reykjavík. Skólinn var síðar fluttur á Bifröst árið 1955 og hefur verið starfræktur þar síðan. Í tilefni aldarafmælisins var sett saman fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í upphafi ársins og nú er komið að formlegum afmælisdegi þegar heilmikil dagskrá fer fram að Bifröst. Við hringdum í Leif Runólfsson, formann stjórnar og þann sem heldur utan um afmælishátíðina. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og formaður borgarráðs. Við spurðum hana út í hvaða bækur eru á náttborðinu hennar, hvað hún er að lesa þessa dagana og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
12/3/201855 minutes
Episode Artwork

Árni Björn föstudagsgestur, dagskráin á morgun og unnar kjötvörur

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Árni Björn Helgason umboðsmaður. Hann rekur umboðsfyrirtækið Creative Artists Iceland og hefur um 90 listamenn á skrá hjá sér . Við ræddum lífið og starfið við hann, en hann var sendu sjö ára í heimavistarskóla, er lærður matreiðslumaður, vann lengi við auglýsingaframleiðslu og er nú kominn í umboðsmennskuna. Kolbrún Halldórsdóttir kom til okkar og fór með okkur yfir dagskrána á 100 ára fullveldisafmæli þjóðarinnar á morgun, en það er fjöldi viðburða um allt land í tilefni afmælisins. Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna var svo hjá okkur með sitt vikulega matarspjall. Í þetta sinn hringdum við í leikarann Hallgrím Ólafsson og ræddum við hann um dálæti hans á unnum kjötvörum og hefðbundna matseld á kálbögglum og fleiru. Að lokum stungum við uppá að landsmenn elduðu hrygg í hádeginu á sunnudag í tilefni fullveldisafmælisins. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
11/30/201850 minutes
Episode Artwork

Ljósið, banna snjalltæki og Norðurslóðasýningin

Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Húsnæði Ljóssins er eins og fallegt heimili þar sem hægt er að koma í kaffihúsastemningu og spjalla við náungann. Til að auka virkni og þrek býður Ljósið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra. Sólveig Kolbrún Pálsdóttir frá Ljósinu kom í þáttinn. Fjarðabyggð hefur tekið ákvörðun um að banna börnum að nota sín eigin snjalltæki á skólatíma. Nokkur umræða hefur verið um þetta bann en veigamestu rökin fyrir ákvörðun fræðslunefndar um að mæla með banni komu úr sérfræðiáliti sálfræðinga hjá Skólaskrifstofu Austurlands. Þeir mæltu eindregið með banni í ljósi rannsókna á áhrifum snjalltækjanotkunar. Við hringdum austur í Neskaupsstað í Sigurð Ólafsson, félags- og mannauðssérfræðing og formann fræðslunefndar Fjarðabyggðar í þættinum. Það eru mörg skemmtileg söfn á Akureyri, Flugsafn, Mótórhjólasafn, Iðnaðarsafn, Minjasafn, Leikfangasafn og svo auðvitað nýopnað endurbætt Listasafn. Enn eitt safnið bættist í flóruna fyrir tæpum tveimur árum, Lísa Páls heimsótti Norðurslóðasýningu Arngríms Jóhannssonar flugstjóra í þættinum í dag. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
11/29/201850 minutes
Episode Artwork

Muna teikningar betur, Heimilisiðnaðarfélagið og hnignun lýðræðisins

Í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands á laugardaginn verður opið hús að Aðalstræti 10, þar sem gestum verður boðið uppá aðstoð við að klæðast eigin þjóðbúningum fyrir fullveldishátíðahöldin sem verða við Stjórnarráðið klukkan eitt. Félagar í Heimilisiðnarfélaginu verða í sínu fínasta pússi og aðstoða gesti við til dæmis, að festa höfuðbúnað og skotthúfur og hnýta peysufataslifsi, og Heimilisiðnaðarfélagið hvetur alla sem vettlingi geta valdið til að mæta við þessa athöfn við Stjórnarráðið, í þjóðbúningum. Guðrún fór og spjallaði við Margréti Valdimarsdóttur, formann félagsins. Teikning er ekki aðeins áhrifaríkari en skrift við að efla langtímaminni heldur er hún einnig gagnleg við úrvinnslu tilfinninga, segir Unnur Óttarsdóttir listmeðferðarfræðingur. Í rannsókn sem birtist nýlega í tímaritinu Art Therapy OnLine kemur fram að þáttakendur mundu teikningar mun betur en skrifuð orð, eða fimm sinnum betur. Unnur kom í þáttinn og sagði frá þessu og listmeðferð. Magnús R. Einarsson var með pistil í þættinum í dag. Í þetta sinn sagði hann frá þeirri umræðu sem er í gangi í Evrópu um hnignun lýðræðisins. Hann sagði frá greinum og bókum sem hafa verið ritaðar um málefnið og eru áhugaverðar fyrir alla þá sem láta sig lýðræði varða. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
11/28/201850 minutes
Episode Artwork

Svona fólk, blandaðir kórar og forystufé

Svona fólk er ný heimildamynd og þáttaröð fyrir sjónvarp sem fjallar um líf og reynslu homma og lesbía á Íslandi og spannar frásögnin fjóra áratugi, allt frá því að fyrsti vísir að hreyfingu þeirra kviknaði um miðjan áttunda áratuginn og þar til mikilvægar réttarbætur til handa samkynhneigðum voru í höfn á nýrri öld. Fyrri hluti myndarinnar verður frumsýndur á hátíðarforsýningu í Bíó Paradís í kvöld. Við fengum Hrafnhildi Gunnarsdóttur leikstjóra myndarinnar og Höllu Kristínu Einarsdóttur kvikmyndagerðakonu til að segja okkur frekar frá henni. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, tók sér ferð á hendur yfir í Gilsfjörð og hitti þar þjóðfræðinginn og heimasætuna á Gróustöðum Guðlaugu Guðmundu Ingibjörgu Bergsveinsdóttur - og ræddi við hana meðal annars um forystufé við undirleik sex fagurlitaðra hana. Í ár fagnar Landssamband blandaðra kóra 80 ára afmæli. Það var stofnað 1938 af 7 kórum og enn er einn stofnkóra starfandi - Sunnukórinn á Ísafirði. 1. desember n.k. fagnar sambandið afmælinu með söng í opnum rýmum Hörpu þar sem 12 aðildarkórar munu syngja fyrir alla sem heyra vilja og án aðgangseyris. Helgi Bragason, stjórnandi Kammerkórs Hafnarfjarðar og varaformaður Landssambands blandaðra kóra og Margrét Bóasdóttir, kórstjóri kvennakórs HÍ og formaður sambandsins komu í þáttinn í dag. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
11/27/201855 minutes
Episode Artwork

Hærri eftirlaun, draumaferð og Sigrún Sif lesandi vikunnar

Á næstu 10 árum munu þrjátíu þúsund Íslendingar láta af störfum og fara á eftirlaun. Hvað geta einstaklingar reiknað með að fá í eftirlaun? Hvað geta þeir gert ef þeir vilja stuðla að hærri eftirlaunum og hvað á að gera þegar taka eftirlauna hefst? Hvaða sparnaðarleiðir eru bestar osfrv. Gunnar Baldvinsson er höfundur nýrrar bókar “ Lífið á efstu hæð“, allt sem þú þarft að vita til að stuðla að góðum eftirlaunum. Gunnar var í þættinum í dag. Við hringdum í Valgerði Bjarnadóttur, en hún stendur fyrir svokallaðri draumaferð til Lanzarote á Kanaríeyjum í janúar. Eins og segir í kynningartexta þá verður flogið suður á bóginn með hóp kvenna, þar sem unnið verður með drauma dags og nætur í sól og sælu. Þar munu þær dvelja saman í draumahúsinu, læra á draumana sína og dekra við sig og næra tengslin. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Sigrún Sif Jóelsdóttir, hún flutti hugvekju í gær á ljósagöngu UN Women, þar sem vakin var athygli á kynbundnu ofbeldi í samfélaginu. Við spurðum hana út í hvaða bækur eru á náttborðinu, hvað hún er að lesa þessa dagana og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. Hún talaði um jógabækur, sjálfshjálparbækur og Ástrík og Kleópötru. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
11/26/201855 minutes
Episode Artwork

Magni föstudagsgestur og Sigurlaug og afgangarnir

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var söngvarinn Magni Ásgeirsson. Hann var í hljóðveri RÚV fyrir norðan og sagði frá uppvextinum á Borgarfirði Eystra, skólagöngunni og hvenær og hvernig tónlistin kom inn í hans líf og söngvarinn Magni varð til. Magni á von á sínu fjórða barni eftir nokkrar vikur, um það leyti sem hann fagnar fertugsafmælinu sínu svo það eru sannarlega tímamót framundan í hans lífi. Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, var hjá okkur í dag með sitt vikulega matarspjall. Í þetta sinn talaði hún um að nýta afganga og að borða það sem til er í ísskápnum og svo gaf hún hlustendum uppskrift af tómata- og jarðaberjapasta. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
11/23/201855 minutes
Episode Artwork

Tómas Lemarqui, innri úttektir og hamingjan

Íslenski leikarinn Tómas Lemarqui hefur undanfarin ár leikið í stórmyndum um allan heim, þar á meðal Blade Runner 2049, ofurhetjumyndinni X-Men Apocalypse og kvikmyndinni Touch me not, sem hlaut gullbjörninn á síðustu Berlínarhátíðinni. Flestir tóku fyrst eftir Tómasi í titihlutverkinu í fyrstu mynd Dags Kára Péturssonar, Nóa Albínóa. Tómas kom í Mannlega þáttinn í dag og við forvitnuðumst um hvernig það er að vera íslenskur leikari í stórum erlendum verkefnum. Hvað er innri úttekt og hverjir framkvæma slíkar úttektir? Í ljósi frétta af til dæmis málefnum OR og ON er vert að skoða það. Lísa Páls talaði við Svein V. Ólafsson verkfræðing í þættinum og fór yfir innri úttektir með honum. Rannsóknir í jákvæðri sálfræði hafa sýnt að fólk upplifir oft mestu hamingjuna eftir að það hættir að vinna. Þessi staðreynd skapaði löngun hjá Ingrid Kuhlman til að ræða við eldri borgara um það hvernig eigi að lifa hamingjuríku og ánægjulegu lífi. Í meistararitgerðinni sem hún lagði lokahönd á í september sl. er leitað í viskubrunn eldri borgara og athugað hvort niðurstöður rannsókna á vellíðan eigi tengingu við raunveruleikann. Við ræddum við Ingridi í þættinum í dag. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
11/22/201855 minutes
Episode Artwork

Kvæðamannafélagið Iðunn, 7000 deildu auglýsingu og Heilsuvaktin

Kvæðamannafélagið Iðunn stendur fyrir rímnatónleikum þar sem fluttir verða mansöngvar úr Segulböndum Iðunnar, og 12. ríma úr Íslandssögu fyrir byrjendur. En það er ekki víst að allir viti hvað þetta er, því ætla þau Pétur Húni Björnsson og Bára Grímsdóttir að komu í þáttinn og sögðu frá og Pétur kvað rímur í beinni. Hjónin María Hjálmarsdóttir og Jesper Sand Poulsen settu auglýsingu á Facebook þar sem þau óskuðu eftir aupair og báðu vini sína í Danmörku að deila henni. Þau vissu ekki hverjar undirtektirnar yrðu, en það er skemmst frá því að segja að þau hafa ekki undan við að fara yfir umsóknirnar því auglýsingunni hefur nú verið deilt yfir 7000 sinnum og þau hjónin enduðu meira að segja í viðtali á dönsku útvarpsstöðinni DR P4 vegna málsins. Við hringdum í Maríu í þættinum. Á Heilsuvaktinni í dag segir frá sumarbúðum fyrir börn sem hafa misst foreldri, sem Heiðrún Jensdóttir hefur haldið ásamt Jónu Hrönn Bolladóttur, sóknarpresti í Garðabæ. Heiðrún hefur persónulega reynslu af sorg og hvernig hún hefur áhrif á börn. Bergljót Baldursdóttir ræddi við hana á Heilsuvaktinni í dag. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
11/21/201855 minutes
Episode Artwork

Ungmennaráð UNICEF, Hjarta Íslands og Ólafía ljósmóðir

Í dag er alþjóðadagur barna og mánudag sendi ungmennaráð UNICEF tölvupóst til allra þingmanna, sveitastjórna og fjölmiðla með „Hagnýtum ráðum“ svo að ráðamenn bæði kalli eftir auknu samráði við börn og ungmenni og skapi góðar aðstæður sem hentar ungmennum betur til að geta tekið þátt. Sömuleiðis hafa ungmennin upplifað að hafa tekið þátt í umræðum, lagt fram tillögur og komið skoðunum sínum á framfæri en aldrei fengið endurgjöf á hvað hefur gerst í kjölfarið né hvernig og hvort tillit hefur verið tekið til þeirra framlags. Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir, formaður ungmennaráðsins og Jökull Ingi Þorvaldsson úr ráðinu komu í þáttinn í dag. Hjarta Íslands er heiti nýrrar bókar um hálendi Íslands og í henni birtist hálendið í allri sinni dýrð í samspili fróðleiks og mynda. Hér fléttast saman jarðfræði, náttúrufræði, þjóðtrú og bókmenntir. Fjallað er um allar helstu perlur hálendisins frá Eiríksjökli í vestri til Lónsöræfa í austri; frá Jökulsárgljúfrum í norðri til Eyjafjallajökuls í suðri - svæðið sem gjarnan er kallað hjarta Íslands. Höfundar bókarinnar þeir Gunnsteinn Ólafsson og Páll Stefánsson komu í. Nýverið hélt Ólafía Jónsdóttir ljósmóðir eða Lóa eins og hún er jafnan kölluð upp á níutíu ára afmæli sitt. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, heimsótti Lóu og fékk meðal annars að heyra breytingunum sem Ólafía hefur upplifað. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
11/20/201855 minutes
Episode Artwork

Nýsköpun, fjölmenningarþing og Stefán lesandi vikunnar

Háskóli Íslands stendur fyrir nýrri fundaröð, sem ber heitið „Nýsköpun - hagnýtum hugvitið“. Ætlunin með fundaröðinni er að undirstrika mikilvægi nýsköpunar sem er undirstaða framfara og treysta samkeppnisstöðu Íslendinga til langframa. Í röðinni verður fjallað um ferðalag hugmynda yfir í fullmótuð fyrirtæki eða afurðir og hvernig íslenskt samfélag og stjórnvöld geta betur stutt við nýsköpunarstarf. Við fengum Einar Stefánsson frumkvöðull og prófessor í augnlækningum og Steinunni Gestsdóttur, aðstoðarrektor í HÍ í þáttinn til að segja frá. Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar var haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur á laugardag. Þingið var nú haldið í fimmta sinn. Markmiðið með þinginu er að stofna til samtals um málefni íbúa af erlendum uppruna og stuðla þannig að bættri þjónustu Reykjavíkurborgar, en alls búa um það bil 18.000 íbúar af erlendum uppruna í borginni. Í þáttinn komu þær Irina Ogurtsova, sérfræðingur á mannauðsskrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkur og Joanna Marcinkowska frá mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og verkefnastjóri Fjölmenningarþingsins og sögðu frekar frá. Lesandi vikunnar í þetta sinn var sagnfræðingurinn Stefán Pálsson. Við forvitnuðumst um hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann er að lesa þessa dagana og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. Umsjón Lísa Pálsdóttir og Gunnar Hansson
11/19/201855 minutes
Episode Artwork

Grímur föstudagsgestur, skólabörn og íslenskan og íslenskir bragðlauka

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var kvikmyndaleikstjórinn Grímur Hákonarson. Við forvitnuðumst um hvar hann fæddist og ólst upp, skólagönguna og hvenær hann ákvað að leggja kvikmyndagerðina fyrir sig. Grímur var að frumsýna í vikunni nýja heimildarmynd, Litlu Moskvu auk þess hefur hann lokið tökum á nýrri kvikmynd í fullri lengd, Héraðið, en hann síðasta mynd, Hrútar, fékk virkilega góða dóma og sópaði að sér verðlaunum um allan heim. Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að í dag er dagur íslenskrar tungu, Guðrún fór af því tilefni í leikskóla og grunnskóla og spurði 5 - 15 ára börn út í ýmis íslensk orð, hvort þau vissu hvað þau þýddu. Það var allur gangur á því en svörin voru mjög skemmtileg og áhugaverð. Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, var svo með sitt vikulega matarspjall í þættinum í dag. Auðvitað var hún á íslenskum nótum á degi íslenskrar tungu, íslenskur matur og íslensk gestrisni og fleira úr bók Helgu Sigurðardóttur, Matur og drykkur. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
11/16/201850 minutes
Episode Artwork

Fjölskyldustundir í bókasafninu, íslenska á ferðaöld og öskubakkar

Borgarbókasafnið Kringlunni býður upp á fjölskyldustundir fyrir verðandi foreldra og foreldra með ungabörn og börn á leikskólaaldri. Sálgreinirinn Sæunn Kjartansdóttir fjallar um mikilvægi fyrstu áranna, hlutskipti foreldra, og svarar spurningum foreldra um það sem brennur á þeim, í safninu á morgun. Hún er höfundur bókanna Árin sem enginn man og Fyrstu 1000 dagarnir. Sæunn kom í þáttinn í dag. Eitt af verkefnum Íslenskrar málnefndar er að álykta árlega um stöðu íslenskrar tungu. Nú hefur málnefndin sent frá sér sína 13. ályktun og að þessu sinni er yfirskriftin ,,Íslenska á ferðaöld.“ Á Íslandi fer þeim óðum fjölgandi sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Málnefndin bendir á að Íslendingar verði að velta fyrir sér hvaða áhrif þessar nýju aðstæður kunna að hafa á íslenska tungu og kallar eftir vitundarvakningu í samfélaginu um mikilvægi íslensku. Auk þess stendur Íslensk málnefnd fyrir málræktarþingi í Þjóðminjasafninu í dag um þetta efni. Ármann Jakobsson, varaformaður Íslenskrar málnefndar kom í þáttinn. Tímarnir breytast og mennirnir með. Margt sem var alvanalegt fyrir ekki svo mörgum árum, er gjörsamlega horfið, eða svo til, úr samtímanum. Lísa Páls fór í leiðangur í bæinn að leita að ákveðinni vöru, öskubökkum, sem fást nánast ekki í verlsunum í dag. Þóra Sigurðardóttir í Kúnígúnd varð fyrst fyrir svörum. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
11/15/201850 minutes
Episode Artwork

Ofnæmi, hvað er lýðveldi og Hvað er í matinn?

Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, Sögufélag og Háskólinn í Reykjavík efna til fundaraðar í nóvember með yfirskriftinni Fullveldi Íslands í 100 ár: Hugsjón og reynd. Fondaröðin tengist útgáfu bókarinnar Frjáls og fullvaldaríki: Ísland 1918-2018 og tilgangur fundanna er að taka til umræðu fullveldishugmyndina í íslenskum stjórnmálum, þýðingu fullveldis fyrir samfélagsþróun á Íslandi og spurninguna um hvort þrengt hafi verið að fullveldi Íslands á síðustu áratugum. Fyrsti fundurinn er í dag og ber hann yfirskriftina: Fullveldið í reynd: Hvaða gagn hafa Íslendingar haft af fullveldinu? Guðmundur Jónsson prófessor í sagnfræði og ritstjóri nýju bókarinnar og Silja Bára Ómarsdóttir dósent í stjórnmálafræði komu í þáttinn. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttamaður var að gefa út 3ju matreiðslubókina sína, Hvað er í matinn? Í bókinni gefur Jóhanna matarhugmyndir fyrir 9 vikur svo það verður líklega kærkomið fyrir marga að fletta í gegnum hana, enda oft mikil heilabrot um hvað á að vera í matinn á heimilum. Guðrún spjallaði við Jóhönnu í þættinum í dag. Ofnæmi hefur aukist svo mikið á undanförnum árum að það er talað um faraldur í því sambandi. Astmi, heymæði og fæðuofnæmi eykst stöðugt og við því hefur ekki fundist afgerandi lækning. Rannsóknir benda hins vegar til þess að ónæmisfaraldurinn sé afleiðing af auknu þéttbýli í borgum og minnkandi tengslum við náttúrulegt umhverfi. Magnús R. Einarsson fjallaði um þetta í pistli dagsins. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
11/14/201855 minutes
Episode Artwork

Svansvottuð málning, félagsmiðstöðvardagurinn og Íris á Klúku

Í gær afhentu fulltrúar Umhverfisstofnunar Málningu hf. Svansleyfi fyrir alla innanhússmálningu í framleiðslu fyrirtækisins. Fyrirtækið er númer 38 á Íslandi sem hlýtur vottun Svansins. Þegar málning er vottuð er megináhersla lögð á efnainnihald þar sem leitast er við að lágmarka magn skaðlegra efna. Fram til þessa hefur Svanurinn aðallega verið veittur þjónustufyrirtækjum - en hér er það framleiðsla sem fær Svansvottun. Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og Jón Bjarnason, efnaverkfræðingur hjá Málningu hf. komu í þáttinní dag. Á morgun verður hinn árlegi félagsmiðstöðvadagur haldinn hátíðlegur í Reykjavík. Markmið dagsins er að vekja athygli á því uppbyggilega frístundastarfi sem þar fer fram fyrir börn og unglinga og bjóða gestum að kynnast því með eigin augum. Yfirskrift dagsins að þessu sinni er SAMVERA og það verður hægt að fara í Bingó, spila billjard og borðtennis svo eitthvað sé nefnt. Við hringdum í Huldu Valdísi Valdimarsdóttur hjá frístundaskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Á bænum Klúku í Miðdal búa hjónin Íris Guðbjartsdóttir og Unnsteinn Árnason. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, fór í fjárhúsin með Írisi og þær ræddu um búskapinn og samfélagið á Ströndum. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
11/13/201855 minutes
Episode Artwork

Karlar prjóna, Tut Töt Tuð og Lilly Erla lesandi vikunnar

Pétur Oddbergur Heimisson sagði frá prjónakvöldi karla á Grensásvegi og ræddi um karla og prjón Lija María Ásmundsdóttir var í símanum frá Groningen í Hollandi þar sem listahátíðin Tut Töt Tuð fór fram 12 - 13 nóv. Íslenskir listamenn í meirihluta, en einnig Hollenskir og fólk sem kom víðar að. Lesandi vikunnar var Lilly Erla Adamsdóttir ljóðskáld og listakona, en hún sagði einnig frá viðburði Meðgönguljóða í Gerðuberi. Umsjón í dag Magnús R. Einarsson og Lísa Pálsdóttir
11/12/201855 minutes
Episode Artwork

Karlar prjóna, Tut Töt Tuð og Lilly Erla lesandi vikunnar

Karlar sáu gjarnan um prjónaskap hér á öldum áður, nú virðist það vera vaxandi að nýju að karlar prjóni. Pétur Oddbergur Heimisson kom í þáttinn og sagði frá prjónakvöldi fyrir karlmenn sem hann stendur fyrir í kvöld. Tut Töt Tuð er listahátíð sem haldin er í Groningen, Hollandi í fyrsta skipti þann 12.-13. Hátíðin er nýr vettvangur fyrir unga listamenn í Evrópu. Ýmsir íslenskir listamenn eru þátttakendur á hátíðinni, Lija María Ásmundsdóttir var í símanum frá Groeningen. Lesandi vikunnar í þetta sinn varLilly Erla Adamsdóttir, en hún tekur þátt í viðburðinum Meðgönguljóð sem fram fer í Gerðubergi í kvöld. Við spyrjum hana út í hvað hún er að lesa og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina.
11/9/201855 minutes
Episode Artwork

Spillivagninn,Skrafl og Selir

MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAGUR. 8.nóv Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Magnús R EInarsson Reykjavíkurborg vill auka flokkun og skil raftækja og spilliefna og því hefur verið hrundið af stað tilraunaverkefni um Spillivagn, sem safnar raftækjum og spilliefnum í hverfum og gerir heimilunum auðveldara að flokka. Spillivagninn mun á næstu mánuðum fara um hverfi borgarinnar og auðvelda íbúum að losna við smærri raftæki og spillefni á öruggan hátt. Flestum þykir gaman af spilum ýmis konar, en að keppa er ekki endilega málið. En svo eru enn aðrir sem kjósa einmitt að keppa í sínu spili. Íslandsmeistaramót í Skrafli fer fram um komandi helgi, Lísa Páls kynnti sér málið. Aðalfundur Samtaka sela bænda verður haldinn núna á laugardaginn 10. Nóvember. Pétur Guðmundsson frá Ófeigsfirði er formaður Samtaka selabænda. Hann segir nánast enga selveiði stundaða lengur, enda ekkert fyrir skinn eða aðrar afurðir að hafa. Við sláum á þráðinn til Péturs og tölum við hann um sel.
11/8/201855 minutes
Episode Artwork

Börn sem missa foreldra sína,útflutningur til Indlands og Rassfar í st

MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAGUR. 7.nóv Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Magnús R EInarsson Töluvert vantar upp á stuðning í heilbrigðiskerfinu hér á landi við börn sem missa foreldri. Brestir er í löggjöf um vernd og rétt barnanna. Mælt verður fyrir frumvarpi til laga á Alþingi fljótlega sem ef verður samþykkt mun bæta stöðu þeirra verulega. Bergljót Baldursdóttir talar á Heilsuvaktinni við Dögg Pálsdóttur, lögfræðing í Reykjavík sem komið hefur að gerð laganna. Nú á næstunni hefst útflutningur á lambakjöti alla leið til Indlands og Kína. Það er risastór markaður að opnast í Asíu með vaxand velmegun hjá þessum stærstu þjóðum heims og neysla á kjöti hefur aukist gríðarlega og það tækifæri eru íslensk fyrirtæki að nýta sér til útflutnings á lambakjöti. Við sláum á þráðinn norður á Akureyri og heyrum í sölustjóra Kjarnafæðis. Hann heitir Andrés Vilhjálmsson og hefur unnið að því undanfarin tvö ár að fá tilskilin leyfi til að flytja kjötið til Indlands. Rassfar í steini-í slóð Ólafs helga til Stiklastaða, er heitir á nýrri bók eftir Jón Björnsson sálfræðing og rithöfund. Ólafur konungur Haraldsson, ríkti í rúman áratug yfir Noregi en hraktist þaðan í útlegð og var á endanum felldur í Stiklastaðaorrustu. Fljótlega fór að bera á kraftaverkum í kringum líkið og innan skamms var hann orðinn helgur maður. Hinsta ferð Ólafs var frá Svíþjóð yfir Kjöl til Stiklastaða og varð sú leið ein fjölfarnasta pílagrímaleið Norðurlanda. Við heyrum í Jóni hér rétt strax.
11/7/201855 minutes
Episode Artwork

Galdrar,Unglist og Happiness Project

MANNLEGI ÞÁTTURINN ÞRIÐJUDAGUR. 6.nóv Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Margrét Blöndal Galdrar og galdraofsóknir fóru eins og eldur í sinu um Vestfirði á sautjándu öld og einn þeirra sem brenndur var fyrir galdra var Þórður Guðbrandsson og þegar það þótti ekki duga til hófust ofsóknir á hendur Margréti dóttur hans. Kristín Einarsdóttir hitti finnska rithöfundinn Tapio Koivukari (kovjukari) sem á dögunum ferðaðist um Vestfirði og kynnti nýútkomna bók sem fjallar um þessa atburði og bókin heitir - Galdra-Manga, dóttir hins brennda. Unglist, listahátíð ungs fólks er vettvangur fyrir ungt upprennandi listafólk þar sem skáldskapur og myndsköpun fá að flæða frjálst, í takti við tónlistarveislur, óheftan dans, lifandi leiklist og aðra viðburði þar sem sköpunargleðin er í öndvegi. Hátiðin hófst með s.l. laugardag með Dansýningu fyrir fullu húsi á stóra sviði Borgarleikhússins. Ég er byrjuð á ,,Happiness project“ eða hamingjuverkefni fyrir sjálfa mig (í anda bókar eftir Gretchen Rubin). Skrifaði Sigríður Arnardóttir á facebook síðuna sína á dögunum - þetta vakti forvitni okkar og Sirrý kemur til okkar eftir nokkrar mínútur og segir okkur frá í hverju þetta verkefni flest333333333333 og hvort það er líklegt til að auka hamingju okkar.
11/6/201855 minutes
Episode Artwork

Ákall SÁÁ vegna biðlista og Breki Karlsson lesandi vikunnar

Rætt við Kára Stefánsson forstj. Íslenskrar erfðagreiningar um átak fyrir sjúkrahús SÁÁ vegna langra biðlista eftir meðferð. Tónleikar verða í Háskólabíói 8.nóvember í boði átaksins, einnig er undirskriftalisti á netinu. Skemmtiferðaskip - Tækifæri og ógnir er yfirskrift fyrirlestrar sem haldinn verður næstkomandi miðvikudag. Þórný Barðadóttir sérfræðingur hjá Rannsóknarmiðstöð ferðamála fer yfir rannsókn sem hún hefur gert, þar sem hún hefur skoðað hvers konar ferðir eru valdar af farþegum skipanna, við sláum á þráðinn til hennar á eftir. Breki Karlsson var nýlega kjörinn formaður Neytendasamtakanna, hvað skyldi hann vera að lesa? Hvað er á náttborðinu og hvaða höfundar hafa haft áhrif á hann. Hann verður gestur okkar í lok þáttar.
11/5/201855 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Magnús Þór föstudagsgestur og niðursoðnir sveppir í dós

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Magnús Þór Sigmundsson. Það eru tæpar tvær vikur í afmælistónleika hans í Háskólabíói tilefni þess að hann varð sjötugur 28. Ágúst síðastliðinn. Við spóluðum aftur í tímann með Magnúsi og fræddumst um uppvöxt hans í Ytri Njarðvík, hvað var brallað þar og hvenær tónlistin fór að láta á sér kræla hjá honum. Sigurlaug Margrét Jónasdottir, besti vinur bragðlaukanna, kom í þáttinn með sitt vikulega matarspjall og í þetta sinn sagði hún frá kokkabók frá 1978 eftir Sigrúnu Davíðsdóttur sem heitir Matreiðslubók handa ungu fólki á öllum aldri. Einnig voru ræddir sveppir í dós og fyrsta pizzan sem Sigurlaug bjó til, einmitt upp úr þessari bók. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
11/2/201850 minutes
Episode Artwork

Grænkerar sameinast, kokkalandsliðið og Hitt húsið

Í dag er alþjóðlegi vegan dagurinn. Í næstu viku munu Vegansamtökin og Samtök grænmetisæta á Íslandi leggja til á aðalfundum sínum að þau sameinist í eitt stærra félag. Samhliða sameiningunni myndi nýtt félag fá nafn þar sem ríkari áhersla verður lögð á veganisma. Við fengum þá Benjamín Sigurgeirsson formann samtaka grænmetisæta á Íslandi og Birki Stein Erlingsson formann Vegan-samtakanna í þáttinn. Heimsmeistaramótið í matreiðslu fer fram í Lúxemborg í lok nóvember en það er haldið á fjögurra ára fresti. Á mótinu mætast færustu kokkar heimsins og nú hefur hópurinn verið að leggja lokahönd á matseðla og ferla fyrir keppnina og æfir nú vikulega. Ylfa Helgadóttir er þjálfari liðsins en hún kom í þáttinn ásamt Fanneyju Dóru Sigurjónsdóttur keppanda. Mikil breyting er á ásjónu miðbæjar Reykjavíkur í kjölfar stórframkvæmda, stórhýsi rísa, hótel og verslanir. Til dæmis mun Pósthúsið í Austurstræti loka sínum dyrum eftir áramót, og Hitt húsið mun einnig flytja úr miðbænum. Lísa Páls heimsótti Hitt húsið og ræddi við Makús H. Guðmundsson frostöðumann um flutningana. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
11/1/201850 minutes
Episode Artwork

Uppistand í Kína,konur hjá læknum,Hrekkjavaka ofl.

MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAG. 31.oktober Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson Virkar íslenskt grín í Kína? Húmor þýðist misvel á önnur tungumál, hvað þá á milli ólíkra menningarheima. Fjórir íslenskir grínarar héldu til Kína í síðustu viku og voru með uppistand fyrir heimafólk og spurningin er hvort uppskeran hafi verið hlátrasköll eða þögn í salnum. Við fáum þrjá af fjórum, þá Hugleik Dagsson, Andra Ívarsson og Helgi Steinar Gunnlaugsson til að segja okkur ferðasöguna og hvernig gekk. Guðrún Steinþórsdóttir stundar doktorsnám í bókmenntafræði við Háskóla Íslands, hún mun halda fyrirlestur í fyrirlestraröð á vegum RIKK á morgun sem nefnist „Kona fer til læknis: Árekstrar í samskiptum lækna og kvensjúklinga“. Reglulega koma fram sögur jafnt á internetinu, í greinum, viðtölum og í ævisögum sem greina frá neikvæðum samskiptum kvensjúklinga við lækna. Í fyrirlestrinum verður fjallað um hvernig komið er á mismunandi hátt fram við konur og karla í heilbrigðiskerfinu, rætt um hugsanlegar ástæður þess og afleiðingar og hvernig bókmenntafræði getur kannski gagnast til að betrumbæta samskiptin í framtíðinni. Guðrún kemur í þáttinn í dag og segir okkur frá. Á morgun verður Allra heilagra messa og í kvöld verður Hrekkjavaka. Á laugardaginn var fyrsti dagur vetrar. Magnús segir frá þessum dögum og hátíðum sem voru haldnar mótum sumars og vetrar, hátíðum sem eiga sér forna sögu í menningu mannkyns. Sjöstjarnan leikur stórt hlutverk í þeirri frásögn.
10/31/201855 minutes
Episode Artwork

Grænkerar, Guðrún Jakobsdóttir og Ásdís Jónsdóttir

Veganismi eða vegan matarræði höfðar til sífellt fleiri. Þeir sem eru vegan neyta engra dýraafurða. Þrjár ástæður liggja oftast fyrir því að fólk gerist vegan. Þær eru dýravernd, umhverfisvernd og heilsufarsástæður. En hvað er vegan matur? Hvað er til dæmis úmf og veganostur og hvað innihaldið í þessum matvörum og hvernig eru þær framleiddar? Guðrún Sóley Gestsdóttir, dagskrárgerðarkona á RÚV og höfundur bókarinnar Grænkera krásir og Guðrúnu Ósk Maríasdóttur, matvælafræðingur og b.s. í næringafræði, komu í þáttinn og fræddu okkur um þessi mál. Við rifjuðum upp efni úr safni Útvarpsins og heyrum brot úr Kvöldvökuþætti frá árinu 1985. Þórarinn Björnsson hafði umsjón með þættinum og færir hlustendum frásögn Guðrúnar Jakobsdóttur að Víkingavatni Kelduhverfi Kópaskeri. Guðrún rifjaði upp merkilegan dag úr lífi sínu, í ágústmánuði 1957. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, brá sér í kaupstað, til Hólmavíkur og hitti þar hagleikskonuna Ásdísi Jónsdóttur sem bæði prjónar, saumar, smíðar og málar og þótt hún sé komin yfir sjötugt stendur hún flesta daga vaktina á handverksmarkaði þeirra Strandamanna. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
10/30/201855 minutes
Episode Artwork

Friðgeir og ljósmyndirnar, erlendar fréttir á RÚV og Sigrún Waage lesa

Friðgeir Einarsson, rithöfundur og sviðlistamaður keypti tvö ljósmyndaalbúm með fjölskyldumyndum á flóamarkaði í Belgíu fyrir tíu árum. Hann áttaði sig fljótlega á því að ljósmyndirnar tilheyrðu allar sömu konunni. Nýlega fór hann aftur til Belgíu og reyndar Spánar líka með það fyrir augum að finna konuna sem átti ljósmyndirnar. Friðgeir kom í þáttinn og sagði frá hvernig gekk. Við fengum Alexander Elliot, nýjan umsjónarmann frétta á erlendum tungumálum hjá RÚV til okkar á eftir. Hann þýðir fréttir á ruv.is yfir á ensku auk efnis úr útvarpi og sjónvarpi. Þessi þjónusta er löngu orðin tímabær og á áætlun er að þýða fréttirnar yfir á fleiri tungumál en ensku. Alexander er frá Bretlandi og talar mjög góða íslensku, við heyrðum frá honum hvernig þetta gengur fyrir sig og hvernig hann sér fyrir sér að þessi þjónusta þróist. Lesandi vikunnar í þetta sinn var leikkonan Sigrún Waage, en hún steig á svið í Þjóðleikhúsinu, eftir nokkurt hlé, í leikritinu Ég heiti Guðrún. Við heyrðum hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún er að lesa þessa dagana og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. Umsjón Lísa Pálsdóttir og Gunnar Hansson
10/29/201855 minutes
Episode Artwork

Guitar Islancio, Óperudagar og matur sem hlýjar

Guitar Islancio fagnar sínu 20. Starfsári með tónleikum í Bæjarbíói í Hafnarfirði annað kvöld. Á tónleikunum munu Guitar Islancio og gestir þeirra leika lög sem spanna þeirra 20 ára starfsferil. Þeir Björn Thoroddsen og Jón Rafnson komu með hljóðfærin ásamt Richard Gillis trompetleikara frá Kanada í þáttinn og spiluðu í beinni útsendingu. Þeir voru föstudagsgestir Mannlega þáttarins í þetta sinn. Óperudagar standa yfir og um helgina verður sennilega sett Íslandsmet í fjölda óperusýninga á einni helgi þegar 8 óperusýningar af 6 mismunandi stykkjum verða fluttar og yfir 100 manns taka þátt í 30 mismunandi viðburðum. Guja Sandholt og Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað söngkona komu í þáttinn og sögðu frá þessu stóra verkefni en meginmarkmið þess er að efla starfsvettvang klassískra söngvara á Íslandi. Svo kom Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, til okkar með sitt vikulega matarspjall. Í þetta sinn sagði hún frá mat sem hlýjar, eins og t.d. hjörtu, enda ekki vanþörf á þegar farið er að kólna. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
10/26/201855 minutes
Episode Artwork

UNICEF og Te & Kaffi, Ungmennahús Akureyrar og druidastúka

Um þessar mundir fagna UNICEF á Íslandi og Te & Kaffi 10 ára samstarfsafmæli. Frá 2008 hafa safnast yfir 40 milljónir króna fyrir börn í neyð með reglulegum söfnunarátökum á þeirra vegum. Steinunn Jakobsdóttir frá UNICEF og Guðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri Tes & Kaffis komu í þáttinn. Lísa Páls tók sér far með Áka leigubílstjóra sem er félagi í Druidastúku, en hvað eru druidar og fyrir hvað standa þeir. Við fræddumst um druida í gegnum þeirra spjall. Hópur ungmenna frá Ungmennahúsi Akureyrarbæjar sótti Alþjóðaþing Hringborðs Norðurslóða (Arctic Circle) sem var haldið um síðustu helgi í Hörpu og á sérstakri málstofu sem nefnist Raddir unga fólksins fluttu þrír Akureyringar erindi um brýn hagsmunamál ungs fólks - og að auki að auki tók Ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna þátt í málstofunni og kynnti sín markmið. Guðrún Þórsdóttir verkefnastýra Ungmennahúss var í hljóðveri RÚV á Akureyri og sagði frá þinginu og sömuleiðs af Virkinu sem er heiti á þverfaglegri þjónustu við ungt fólk á Akureyri. Umsjón Margrét Blöndal og Gunnar Hansson
10/25/201850 minutes
Episode Artwork

Líf kviknar, #metoo í sögulegu samhengi og Heilsuvaktin

Sjónvarpsþættirnir Líf kviknar, sem fjalla um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu hafa verið frumsýndir hjá Sjónvarpi Símans. Við fáum Andreu Eyland Sóleyjar- og Björgvinsdóttur, stjórnanda þáttarins og tvo þáttakendur, þau Ingólf Hólmar Valgeirsson og Jóhönnu Maríu Þorvaldsdóttur. foreldra sem gáfu leyfi fyrir því að hafa myndatökumann þáttana með í fæðingu barns þeirra, meði þeim í för var einmitt þriggja mánaða dóttir þeirra, Selma. Þorgerður H. Þorvaldsdóttir hélt fyrirlestur í síðustu viku í fyrirlestrarröð RIKK sem kallaðist Frá drengjakollum til #metoo: Líkamsbyltingar í eina öld. Í honum teygði hún á #metoo umræðunni og setti hana í sögulegt samhengi. Eða eins og segir í kynningartexta: “Miðlægt í þeirri umræðu og í kvennabaráttunni í heild, er auðvita réttur kvenna yfir líkama sínum, í víðasta skilningi, eða líkamsréttindi,“ Þorgerður kom í þáttinn. Geðhjálp setur í næsta mánuði af stað fræðsluátak um dulin áhrif erfiðrar lífsreynslu í æsku. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, sagði frá fræðsluátakinu hjá Bergljótu Baldursdóttur á Heilsuvaktinni í dag og við heyrðum líka í Mark Bellis heiðursprófessor við mannvísindadeild Bangor Háskóla í Wales sem var hér nýlega og sagði frá rannsóknum sem sýna að erfið lífsreynsla í æsku getur haft neikvæð áhrif á heilsufar á fullorðinsárum. Umsjón Margrét Blöndal og Gunnar Hansson
10/24/201855 minutes
Episode Artwork

Bók um Kambsmálið og viðtal við Jónu og Pálínu frá Kambi

Þátturinn í dag var tileinkaður Kambsmálinu svokallaða. Atburðir sem áttu sér stað í júnímánuði 1953 norður í Árneshreppi urðu kveikjan að bókinni Kambsmálið, engu gleymt, ekkert fyrirgefið. Kristín Einarsdóttir hitti höfund bókarinnar Jón Hjartarson og ræddi við hann um bókina og þessa aðför að fátæku fólki sem við tengjum frekar við fyrri aldir en ekki miðja síðustu öld. Bjóða átti upp býlið Kamb, tvístra systkinunum átta og setja þau á bæi í sveitinni. Heimilisfaðirinn var nýlátin og móðirin lá fársjúk á sjúkrahúsi í Reykjavík. Seinna í þættinum heyrðum við svo viðtal við tvær elstu systurnar frá Kambi, þær Pálínu 83 ára og Jónu 82 ára, sem rifjuðu upp þennan örlagaríka uppboðsdag, og hvernig þau komust af í kjölfarið, í eldhúsinu heima hjá Jónu í Safamýrinni. Þær sögðu frá þessum erfiða tíma, mánuðunum fyrir uppboðið, uppboðið sjálft og svo mánuðina eftir. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
10/23/201850 minutes
Episode Artwork

Konur á einhverfurófinu,pistill úr fortíðinni,lesandi Friðrik Þór kvik

MANNLEGI ÞÁTTURINN MÁNUDAG. 22.oktober Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Lísa Pálsdóttir Konur á einhverfurófi í samstarfi við Einhverfusamtökin efna til málþings. Markmiðið er að vekja athygli á einhverfu hjá stúlkum og konum, vinna gegn fordómum og stuðla að jákvæðum viðhorfum í samfélaginu. Þær vilja varpa ljósi á þá staðreynd að einhverfar konur fá greiningu seint og fjalla um hvað veldur því. Við heyrum erindi úr safni Útvarpsins sem flutt var í ágúst 1985 en þar las Gerður Magnúsdóttir endurminningar frá stríðsárunum síðari. Gerður fjallar um ýmsa kynlega kvisti mannlífsins, er saman voru komnir í kjallar húss nokkurs í Skuggahverfinu á þessum árum. Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður er lesandi vikunnar, hann er einnig rektor Kvikmyndaskólans
10/22/201855 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Arnheiður föstudagsgestur, Griðastaður og lúxuskýr

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins að þessu sinni var Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Hún hefur gegnt því starfi í tæp sex ár. Við fræddumst um uppvöxt hennar í Hrísey, skólagöngu, Glasgow og auðvitað ferðamennskuna. Leikritið Griðastaður er einleikur um dauðleikann, fjöldaframleiðslu húsgagna, Billy-hillur, bældar tilfinningar, mömmur, sænskar grænmetisbollur, fyrrverandi kærustur, krúttlegar skjaldbökur, einsemd, sniðugar kryddhillur, dauðann, Nockeby-sófa, lífið, sorgina og fleira. Við fengum þá Jörund Ragnarson leikara og Matthías Tryggva Haraldsson, höfund verksins í þáttinn og spjölluðum um Griðastað. Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, kom með sitt matarspjall í þáttinn í dag. Hún sagði meðal annars frá jógúrtframleiðslu La Fageda á Spáni þar sem kýrnar fá mjög sérstaka lúxusmeðferð og litla veitingastaðnum Can Paixano í Barcelona, þar sem gólfin eru skítug, þjónarnir dónalegir, hávaðinn yfirgnæfandi en maturinn og stemmningin ógleymanleg. Umsjón Margrét Blöndal og Gunnar Hansson
10/19/201855 minutes
Episode Artwork

Hættuleg efni, beint frá býli og danslagakeppni

Vinnueftirlitið stendur fyrir tveimur vinnuverndarráðstefnum í næstu viku sem bera yfirskriftina VINNUVERND ER ALLRA HAGUR - Meðferð hættulegra efna á vinnustað. Í næstu viku er einmitt Vinnuverndarvika EU-OSHA með þáttöku fjölda stofnana og fyrirtækja í yfir 30 Evrópulöndum. Sigurður Einarsson, sérfræðingur í Efna- og hollustuháttadeild Vinnueftirlits ríkisins kom í þáttinn. Það er óhætt að segja að áhugi á íslenskum landbúnaði hafi sjaldan eða aldrei verið meiri - amk ef marka má gríðarlega aðsókn á landbúnaðarsýninguna sem var haldin í Laugardalshöll um síðustu helgi. Og það er líka margt sem bendir til þess að nýjir tímar séu runnir upp. Hugtök eins og beint frá býli hafa fyrir löngu fest sig í sessi og nú hafa Matarauður Íslands í samvinnu við Bændasamtökin unnið að því að koma REKO hugmyndfræðinni af stað hér á landi. En orðið REKO er tekið úr sænsku og er stytting á vistvænir og heiðarlegir viðskiptahættir. Við heyrðum betur af þessu á eftir þegar við slógum á þráðinn til Hlédísar Sveinsdóttur verkefnastjóra. Frá árunum 1957 til 1971 var haldin heljarinnar danslagakeppni á Sauðárkróki sem vakti athygli á lansvísu. Mörg laganna voru að týnast, en nú hafa þær Hulda Jónasdóttir og Valgerður Erlingsdóttir grúskað og fundið eitt og annað og því er blásið til tónleika bæði á Sauðárkróki og í Salnum í Kópavogi. Lísa Pálsdóttir rifjaði upp nokkur lög úr keppninni og talaði við þær Huldu og Valgerði í þættinum í dag. Umsjón Margrét Blöndal og Gunnar Hansson
10/18/201850 minutes
Episode Artwork

Skeytingarleysi, loftslagsbreytingar og Heiður í Norður-Írlandi

Félagsráðgjafafélag Íslands vekur athygli á skeytingarleysi stjórnvalda í garð einstaklinga og hópa sem búa við fátækt og eru jaðarsettir í íslensku samfélagi. Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt og í tilefni hans stendur Félagsráðgjafafélag Íslands fyrir tvíþættum viðburði: Annars vegar verður hlaupið gegn skeytingarleysi og hins vegar lesið gegn skeytingarleysi. Þær María Rúnarsdóttir, formaður stéttarfélags félagsráðgjafa og Guðrún Helga Sederhólm, formaður siðanefndar félagsins komu í þáttinn og sögðu frá. Loftslagsbreytingar eru ekki nýtt fyrirbæri sem ógnar lífi á jörðu. Þær hafa orðið oftsinnis í jarðsögunni og í pistli Magnúsar R. Einarssonar í dag rifjaði hann upp hinar gríðarlegu og dramatísku afleiðingar sprengigoss sem varð á eyju í Indónesíu fyrir rúmum tvöhundruð árum. Heiður er nýútkomin bók eftir Sólveigu Jónsdóttur um Heiði McCarron, sem fær símtal frá bróður sínum í Norður-Írlandi sem hún hefur ekki heyrt stakt orð frá í 28 ár, síðan faðir þeirra fór með hann frá Íslandi sjö ára gamlan. Þetta er örlagasaga fjölskyldu og í bakgrunni eru átökin sem áratugum saman héldu samfélaginu á Norður-Írlandi í heljargreipum og gera kannski enn. Sólveig Jónsdóttir er stjórnmálafræðingur með meistaragráðu í þjóðernishyggju og þjóðernisátökum með áherslu á átökin á Norður-Írlandi, hún kom í þáttinn í dag og talaði um bókina og Norður-Írland. Umsjón Margrét Blöndal og Gunnar Hansson
10/17/201855 minutes
Episode Artwork

Geðhjálp, Innviðir Strandabyggðar og Baujan

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn var í síðustu viku. Að búa við góða andlega og líkamlega heilsu er líklega stærsti þátturinn í því að lifa góðu lífi. Við upplifum öll góða og slæma daga og glíman við þessar sveiflur og leitin að því að lifa í jafnvægi og sátt eru hluti af lífsáskoruninni. En geðheilsa er ekki lengur góð þegar hún skerðir lífsgæði og getu fólks til að taka þátt í samfélaginu. Útmeð'a er forvarnarátak Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins sem stendur yfir þessa dagana. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar og Hrannar Jónsson, formaður stjórnar Geðhjálpar, komu í þáttinn. “Fyrst og fremst þurfa innviðirnir að vera lagi “segir Þorgeir Pálsson nýráðinn sveitarstjóri Strandabyggðar. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, heimsótti Þorgeir og forvitnaðist meðal annars um framtíðarsýn hans fyrir byggðina. Baujan er leið til að byggja sig upp eftir áfall og álag eða til að auðvelda okkur að komast í gegnum erfiða tíma. Til að auka orku, styrk og byggja sig upp eftir kulnun eða til að varast hana. Guðbjörg Thoroddsen höfundur Baujunnar komur í þáttinn í dag, en hún hefur kennt aðferðina í 20 ár og er enn að. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
10/16/201855 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Fræðsla um fíkniefni, faðir Þorlákshafnar og lesandinn Þórunni Jörlu V

MANNLEGI ÞÁTTURINN MÁNUDAG. 15.oktober Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Lísa Pálsdóttir Hildur H. Pálsdóttir fer í grunnskóla um allt land með fyrirlestra um forvarnir gegn fíkniefnum en fyrir rúmum þremur árum missti hún dóttur sína úr neyslu en dóttir hennar var þá 15 ára gömul. Hildur undirbjó fyrirlesturinn með því að fara í grunnskóla og leggja spurningarlista fyrir krakkana með spurningum eins og hvernig fyrirlestur um þetta efni þeir hefðu sjálfir áhuga á og út frá svörum þeirra og út frá eigin reynslu,vann hún efnið. Við heyrum brot úr þætti úr safni Útvarpsins frá árinu 1976 þar sem Jónas Jónasson staldrar við í Þorlákshöfn. Hann ræðir við Benedikt Thorarensen framkvæmdastjóra, um föður hans, Egil, sem talinn er faðir Þorlákshafnar. Og lesandi vikunnar er Þórunn Jarla Valdimarsdóttir rithöfundur en hún er einnig með nýja bók um Skúla Magnússon fógeta.
10/15/201850 minutes
Episode Artwork

Gissur Páll föstudagsgestur og Bleika slaufan

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var tenórinn Gissur Páll Gissurarson. Það er margt framundan hjá söngvaranum á næstu vikum, framkoma á tónleikum, ekki bara jólatónleikum. Verkefnin eru mörg og misjöfn og við forvitnuðumst um þau, æskuna og uppvöxtinn og svo hvenær tenórinn fór að láta á sér kræla hjá honum. Í dag er bleiki dagurinn - hápunktur Bleiku slaufunnar. En bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Hluti af átakinu okkar í ár er ljósmyndasýning þar sem er að finna sögur 12 kvenna um mikilvægi vinahópa í ferlinu þegar kona greinist með krabbamein. Halla Þorvaldsdóttir, frá Krabbameinsfélaginu og Páll Sveinsson gullsmiður komu í þáttinn og sögðu frá þessu átaki og frá uppboði á sérsmíðuðu gullhálsmeni Bleiku slaufunnar sem er í gangi núna á facebooksíðu Bleiku slaufunnar. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
10/12/201857 minutes
Episode Artwork

Guðrún Ása Grímsdóttir, Bolur dagsins og Northern Wave á Rifi

Guðrún Ása Grímsdóttir, rannsóknarprófessor á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum á að baki langan og farsælan feril sem fræðimaður og hefur gefið út fjölda ritverka, bæði fræðilegar útgáfur, fræðirit, bækur fyrir almenning og greinar fyrir lærða og leika. Við fengum þau Margréti Eggertsdóttur og Guðvarð Má Gunnlaugsson í þáttinn til að fræða okkur um störf Guðrúnar, en þau voru tvö af þeim sem töluðu á þingi sem haldi var til heiðurs Guðrúnu Ásu sjötugri síðastliðinn föstudag í Þjóðminjasafni Íslands. Örn Smári Gíslason grafískur hönnuður, gaf út bók á dögunum í tilefni 10 ára afmælis hrunsins. Bókin er aðeins gefin út í 63 eintökum og kallast Bolur dagsins X ára. Hún er samantekt á svokölluðu bolabloggi sem hann gerði mánuðina í kring um hrun, þar sem hann hannaði bol á hverjum degi með frösum og tilvitnunum sem sýna tímalínu þess sem reis hæst í umræðunni á þessu sérstaka tímabili. Örn kom í þáttinn. Dögg Mósesdóttir, kynningarstjóri kvikmyndahátíðarinnar Northern Wave International Film Festival kom í þáttinn. Hátíðin verður nú haldin í ellefta skipti á Rifi Snæfellsnesi. Hátíðin hefur verið mótsstaður íslenskra og alþjóðlegra avant-garde kvikmyndagerðarmanna í yfir áratugkemur. Lísa Pálsdóttir tók viðtal við Dögg í þættinum í dag. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir, Lísa Pálsdóttir og Gunnar Hansson
10/11/201857 minutes
Episode Artwork

Hvað er góð forvörn? Ný tegund fósturskimunar og kung fu

Hvað er góð forvörn og hvernig er hægt að raunverulega ná til áhættuhóps þegar kemur að fíkniefnaneyslu? Ráð Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, hefur sent frá sér erindi til Barnaverndarstofu, borgarstjóra, Embættis landlæknis, menntamálaráðuneytis og Umboðsmanns barna í framhaldi af því að sveitafélög og skólar hafa staðið fyrir skipulögðum hópferðum barna og unglinga að sjá kvikmyndina Lof mér að falla með það fyrir augum að það hafi forvarnargildi. Ráð rótarinnar dregur í efa slíkt forvarnarstarf byggi á nýjustu þekkingu. Kristín I. Pálsdóttir frá Rótinni kom í þáttinn. Ný tegund fósturskimunar hefur verið tekin í notkun hér á landi til að greina blóðflokka fósturs þar sem móðirinn er í rhesus neikvæðum blóðflokki. Aðferðin byggir á því að greina erfðaefni fóstursins í blóði móðurinnar og hefur vakið upp ýmsar siðfræðilegar spurningar því með henni er hægt að finna fósturgalla og margt fleira. Bergljót Baldursdóttir ræddi á Heilsuvaktinni við Huldu Hjartardóttur, yfirlækni kvennadeildar Landspítalans um aðferðina og hverju hún á eftir að breyta í náinni framtíð. Joanna Kraciuk, nemi í kínverskum fræðum og tölvunarfræði við Háskóla Íslands, kom í þáttinn og sagði frá upplifun sinni af Wugulun-kung fu skóla í Henan-héraði í suðursveit Kína, en hún er nýkomin úr sinni þriðju æfingaferð þaðan. Í skólanum er iðkað kung fu með áhersla á hugleiðslu. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
10/10/201855 minutes
Episode Artwork

Fyrsta skiptið, leiklistarnámskeið og byggðasafnið á Reykjum

Allir muna eftir fyrsta skiptinu. Fyrsta kossinum, fyrsta stefnumótinu, fyrstu kynlífsreynslunni, fyrstu ástinni og fyrstu ástarsorginni. Fimm ungmenni hafa samið nýtt leikrit sem kallast Fyrsta skiptið, sem verður frumsýnt um helgina í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Við fengum tvo af höfundum verksins, þær Ingu Steinunni Henningsdóttur og Berglindi Öldu Ástþórsdóttur í þáttinn. Við sögðum frá ókeypis leiklistar- og spunasmiðju fyrir konur á öllum aldri sem haldin verður í Gerðubergi á morgun. Þær Helga Arnalds og Aude Busson leiða smiðjurnar en þetta eru hluti af dagskrá Söguhrings kvenna. Vinnustofurnar eru upplifunar- og tilraunastofur þar sem unnið er með skynjun í gegnum hreyfingu, leiklist og myndlist. Við hringdum í Aude í þættinum í dag. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, fór í heimsókn á Byggðasafnið á Reykjum, gekk þar um með safnverðinum Benjamín Kristinssyni og fékk að vita ýmislegt um gripina sem þar eru geymdir. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
10/9/201857 minutes
Episode Artwork

Ylja, Friðarsúlan og Hörður Torfa lesandi vikunnar

Hljómsveitin Ylja hefur gert það mjög gott undanfarin ár og er að senda frá sér nýja plötu sem samanstendur af rammíslenskum þjóðlögum í þeirra búning. Þær Guðný Gígja Skjaldardóttir og Bjartey Sveinsdóttir úr Ylju komu í þáttinn og sögðu frá plötunni og frumfluttu lagið Grafskrift í beinni útsendingu. Friðarsúlan í Viðey verður tendruð í 12. sinn með friðsælli athöfn á morgun, á fæðingardegi John Lennon. Friðarsúlan mun varpa ljósi upp í himininn til 8. desember sem er dánardagur Lennon. Boðið er upp á fríar ferjusiglingar og strætóferðir fyrir og eftir tendrunina. Listasafn Reykjavíkur og boðið verður uppá tónlistaratriði í kjölfar þess að súlan verður tendruð. Björg Jónsdóttir verkefnastjóri viðburða á skrifstofu menningarmála hjá Reykjavíkurborg kom í þáttinn. Lesandi vikunnar í þetta sinn var tónlistarmaðurinn Hörður Torfason. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann er að lesa þessa dagana og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. Hörður var sjálfur að gefa út bókina Bylting, þar sem hann skrifar um mótmælin í kjölfar hrunsins fyrir tíu árum, þar sem hann var í broddi fylkingar. Umsjón Lísa Pálsdóttir og Gunnar Hansson
10/8/201855 minutes
Episode Artwork

Sólveig Guðmundsdóttir, hrútadagar og Afríkuhátíð

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikkonan Sólveig Guðmundsdóttir. Sólveig hlaut grímuverðlaunin árið 2017 fyrir hlutverk sitt sem Sóley ræstitæknir og þessa dagana er hún að leika í leikritinu Svartlyng í Tjarnarbíói. Sólveig sagði okkur frá æsku sinni og uppvexti og hvenær leiklistin fór að láta á sér kræla. Við slógum á þráðinn til Ingibjargar Sigurðardóttur á Raufarhöfn- og heyrðum af menningar- og hrútadögum sem standa nú yfir þar í bæ. Og svo enduðum við þáttinn með góðum Afríkutakti. Hátíðin Fest Afríka Reykjavík verður haldin í dag og á morgun. Markmiðið með hátíðinni er að að kynna menningu og listir frá Afríku. Þær Kristín Álfheiður Árnadóttir og Linda Hartmanns komu í þáttinn af því tilefni. Umsjón Margrét Blöndal og Gunnar Hansson
10/5/201857 minutes
Episode Artwork

Vikan áttræð, landaöldin og Sigvaldi Kaldalóns

Tímaritið Vikan verður 80 ára í næsta mánuði, fyrsta tölublað kom út þann 21. nóvember árið 1938. Frá upphafi hefur efni blaðsins verið fjölbreytt, þjóðlegur fróðleikur, mannleg efni, framhaldsögur og smásögur, myndasögurnar, lesendabréfin, eða Pósturinn svokallaði, og fleira og fleira. Steingerður Steinarsdóttir, ritstjóri Vikunnar, kom í þáttinn og fór yfir sögu blaðsins. Við heyrðum brot úr útvarpsþættinum Landaöldin frá árinu 1967, en sá þáttur kom í beinu framhaldi af þáttum um bannárin. Í þessum þætti ræðir Stefán Jónsson við Guðlaug Jónsson lögregluþjón og tvo landabruggara og hlustendur eru varaðir við píphljóðum á nokkrum stöðum sem notuð voru til að fela nöfn nokkurra sem koma við sögu. Við heyrðum brot úr samtalinu við Guðlaug lögregluþjón og síðan annan af landabruggurunum. Elfar Logi Hannesson, sýnir í kvöld einleik sinn um Sigvalda Kaldalóns í Hannesarholti. Rakin er í verkinu litrík saga tónskáldsins og fluttar helstu perlur hans. Elfar kom í þáttinn í dag. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
10/4/201857 minutes
Episode Artwork

Skáldleg Skrif, internetið og útvarpsleikrit nemenda Borgarholtsskóla

Hvernig ber maður sig að ef mann langar að skrifa skáldsögu? Kristján Hreinsson skáld kennir fólki þessa dagna skáldleg skrif á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands. Kristján kom í þáttinn og sagði upp og ofan af því hvernig hann hjálpar fólki að taka fyrstu skrefin á ritvellinum. Internetið hefur breytt öllum mannlegum samskiptum á jörðinni. Helmingur mannkyns er tengdur og hinn helmingurinn vill tengjast. En hefur netið staðið undir væntinum sem lýðræðislegt tæki til að auka jöfnuð og skilning manna á meðal? Nei, segir Andrew Keene, höfundur bókar, sem heitir “The Internet Is Not The Answer“. Magnús R. Einarsson kíkti í bókina og sagði frá helstu niðurstöðum höfundarins í pistli í dag. Nemendur í leiklist í Borgarholtsskóla kynnast flestum hliðum leiklistar og þessa dagana eru þau að vinna útvarpsleikrit sem þau skrifuðu sjálf og leika öll hlutverkin í. Verkefnið er unnið í samvinnu við Krakka RÚV og verður flutt í útvarpinu, því hafa þau verið þessa vikuna við upptökur í hljóðveri númer 12 hér í Efstaleitinu, sem er einmitt heimili Útvarpsleikhússins hér á bæ. Við tókum tvo nemendur, Tinnu Björk og Kristófer Pál og kennara þeirra Guðnýju Maríu Jónsdóttur, tali. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
10/3/201857 minutes
Episode Artwork

Á Svalbarða, Indriði Aðalsteinsson og Ásgeir Ásgeirsson

Við heyrðum í Arnari Inga Gunnarssyni fyrr í sumar, áður en hann fór með hóp Íslendinga í gönguferð um Svalbarða, 60 kílómetra leið um hreindýra- og ísbjarnarslóðir. Arnar Ingi kom í þáttinn í dag, ásamt ásamt Markúsi Karli Torfasyni, sem var í gönguhópnum, og sögðu frá þessari áhugaverðu reynslu. Síðasta þriðjudag heyrðum við Kristínu Einarsdóttur ræða við Indriða Aðalsteinsson bónda á Skjaldfönn um sauðfé og ýmislegt sem sauðfjárbúskap viðkemur, en þeirra spjalli var ekki lokið, þau áttu ýmislegt eftir órætt. Við heyrðum það í þættinum í dag. Gítarleikarinn Ásgeir Ásgeirsson heldur áfram ferðalagi sínu með Íslenska þjóðlagið um framandi lönd á nýjum geisladisk sem er annar í röðinni Travelling through cultures, Icelandic folksongs. Í þetta skipti vinnur Ásgeir með búlgarskri hljómsveit leidda af hljómsveitarstjóranum Borislav Zgurovski. Margir frábærir listamenn eru gestir á plötunni meðal annars frá Indlandi, Austurríki, Grikklandi og Íslandi. Ásgeir kom í þáttinn með tvö framandi strengjahljóðfæri í farteskinu. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
10/2/201855 minutes
Episode Artwork

Sjálfstraust, Kim Larsen og Úlfur lesandi vikunnar

Sjálfstraust er undirstaða margra færniþátta, svo sem því hvernig okkur vegnar í samskiptum við aðra, hvernig við setjum markmið, tökum ákvarðanir og vinnum undir álagi. Hvað einkennir einstaklinga með gott sjálfstraust? Hvernig tengist sjálfstraust uppeldi? Í dag kom Jóhann Ingi Gunnarsson í þáttinn og talaði um sjálfstraust,jákvætt hugarfar ofl. Danski Tónlistarmaðurinn Kim Larsen er látinn og hann hefur verið í uppáhaldi hjá mörgum Íslendingum í gegnum tíðina og haldið hér tónleika. Jónatan Garðarsson skipulagði tónleika með honum hér á landi og kynntist honum ágætlega. Við minntumst Kim Larsen með Jónatan í þættinum. Úlfar Bragason rannsóknarprófessor við stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum var lesandi vikunnar í þetta sinn, við fræddumst um hvaða bækur hann hefur verið að lesa og einnig stuttlega viðburð í Veröld, húsi Vigdísar, þar sem hann kemur fram á morgun og hann sagði frá bók sem er væntanleg um Vestur-íslensk fræði. Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
10/1/201855 minutes
Episode Artwork

Matarmyndir,föstudagsgesturinn Eiríkur Stephensen og Barnasýning

MANNLEGI ÞÁTTURINN 28.september Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Margrét Blöndal Matarspjall Sigurlaugar Margrétar er að þessu sinni um matarmyndir fyrr og nú. Við könnust eflaust flest við að hafa birt myndir af dásamlegum mat, af veitingastöðum og úr okkar eigin pottum og pönnum. Bara girnilegur kaffibolli verður oft tilefni til myndbirtingar en þetta er ekki nýtt, þeas það er ekki tilkomið með samfélagsmiðlum að birta myndir af mat. Hvar annars staðar en í Flórens á 14 öld byrjuðu menn að mála myndir af mat? Sigurlaug leiðir okkur í allan sannleik um þetta hér á eftir. Á morgun opnar Norræna húsið glæsilega gagnvirka sýningu fyrir börn um barnabækur og furðuheim þeirra. Sýningin ber heitið Barnabókaflóðið og byggist á virkri þátttöku gesta. Börnin fá að taka þátt í að skapa sínar eigin sögu og sögupersónur, geta mátað sig í mismunandi hlutverkum með grímugerð og búningum, siglt víkingaskipi og skoða kort af raunverulegum og ímynduðum stöðum úr barnabókum. Heyrum meira um þetta hér á eftir. .. og svo er það föstudagsgesturinn okkar - Eiríkur G. Stephensen - ný ráðinn skólastjóri Tónlistarskóla Hafnarfjarðar - og hálfur hundur í óskilum
9/28/201855 minutes
Episode Artwork

Listaháskólinn heimsóttur,Matarbúr Kaju og fréttir frá Vopnafirði

MANNEGI ÞÁTTURINN FIMMTUDAGUR 27.sept Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Margrét Blöndal Úr gamalli myglaðri verksmiðju í aðra verksmiðju sem aldrei varð. Nú hefur sviðslistadeild Listaháskólann fluttst í Laugarnesið, húsið er gríðarstórt og Listaháskólinn nýtir sirka helminginn af því. Lísa Páls fór í heimsókn þangað. Heimsækjum líka Matarbúr kaju - sem er að finna á Akranesi - þar ræður Karen Jónsdóttir ríkjum og bíður bara upp lífrænar vörur - og margar seldar eftir vigt. Við sláum á þráðinn til Vopnafjarðar og heyrum í Magnúsi Má Þorvaldssyni, nú er Makrílvertíð brátt lokið og VÍS mun brátt loka umboðsskrifstofu sinni þar í bæ og einnig mun umferðarhraði bera á góma í okkar spjalli hér á eftir.
9/27/201857 minutes
Episode Artwork

Loftgæði hafa mikil áhrif á heilsuna,Íslenskir strengir og Geðrækt í H

MANNEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAGUR 26.sept Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Margrét Blöndal Upphaf: Loftmengun getur ýtt undir öndunarfærasjúkdóma, leitt til heilablóðfalla og valdið hjartsláttatruflunum. Nýlega kom í ljós að hvergi í Evrópu hefur mælst eins mikið svifryk og hér var um síðustu áramót. Bergljót Baldursdóttir ræðir, á Heilsuvaktinni, við Ragnhildi Guðrúnu Finnbjörnsdóttur, sem rannsakað hefur áhrif loftmengunar á heilsu fólks. Strengjasveitin Íslenskir strengir kom með krafti inní íslenskt tónlistarlíf í ársbyrjun á sunnudaginn kemur stígur 18 manna strengjasveit á svið í Salnum undir stjórn Ólafar Sigursveinsdóttur og flytur metnaðarfulla dagskrá. Þetta er frumraun Ólafar sem hljómsveitarstjóri á Íslandi og við litum inn á æfingu. og hér í upphafi þáttar ætlum við að heyra af litlum hópi í Hveragerði sem kallar sig "Leiðin út á þjóðveg" Þau eru að vinna að geðheilbrigðismálum og erunú að hefja sitt 3ja starfsár.
9/26/201855 minutes
Episode Artwork

Maximús músíkús og Indriði Aðalsteinsson bóndi

Mannlegi þátturinn 24.sept Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Margrét BLöndal 1)Maximús músíkús/Hallfríður Ólafsdóttir höfundur segir frá útrás bókanna og tónlistarinnar. 2)Kristín Einarsdóttir talar við Indriða Aðalsteinsson bónda á Skjaldfönn um sauðfjárræktina,smalamennsku og sitthvað sem snýr að lífi bóndans.
9/25/20181 hour
Episode Artwork

Mannát í íslenskum þjóðsögum,Eldhúsið og lesandinn Gyða ilmkjarnaolíuf

MANNEGI ÞÁTTURINN MÁNUDAGUR 24.sept Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Lísa Pálsdóttir Haustið er tími námskeiða af ýmsum toga og við munum heyra af nokkrum hér í Mannlega þættinum á næstu vikum. Í dag forvitnumst við um eitt sem heitir:Eldhúsið-Hjarta heimilisins og þar verður farið yfir skipulag og fyrirkomulag eldhússins, hvað þarf að hafa í huga þegar maður fer í smáar sem stórar framkvæmdir og hvernig hægt er að gera einfaldar breytingar en stórar útlitslega. Við ræðum við Emelíu Borgþórsdóttur iðnhönnuð. Í íslenskum þjóðsögum er mannát algengast í tröllasögunum og þar spila átök kynjanna stórt hlutverk, því yfirleitt eru það tröllskessur sem leggja sér mennska karlmenn til munns. Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur segir frá rannsóknum sínum á mannáti í íslenskum þjóðsögum, í tengslum við sýninguna Skessur sem éta karla.Við heyrum í Dagrúnu hér á eftir. Og lesandi vikunnar er Guðríður Gyða Halldórsdóttir ilmkjarnafræðingur.
9/24/201855 minutes
Episode Artwork

Föstudagsgesturinn Valur Freyr og krydd á 14.öld

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Valur Freyr Einarsson leikari, hann var að frumsýna í síðustu viku leikritið Allt sem er frábært í Borgarleikhúsinu, samkvæmt lýsingu er það gleðileikur um depurð. Við fræddumst um bakgrunn, hvar hann er fæddur, æskuna og skólagönguna og hvenær leiklistin kom inn í líf hans. Auk þess sagði Valur Freyr betur frá leikritinu Allt sem er frábært, sem er einleikur, en hann fær samt sem áður talsverða hjálp frá áhorfendum. Ætli hvert mannsbarn noti ekki talsvert magn af salti og pipar á lífsleiðinni á lífsleiðinni. Krydd eru dásamleg í mat og gera góðan mat enn betri. Ferskar kryddjurtir sem og þurrkaðar. Í dag talaði Sigurlaug Margrét Jónasdóttir til dæmis um hvernig kryddjurtir á 14. öld voru notaðar til að slá á ýldulykt af matnum. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
9/21/201857 minutes
Episode Artwork

Hjólað til framtíðar, Njáll Benediktsson og jólahaldið með Gerði

Nú stendur yfir Samgönguviku og á morgun fer fram áttunda ráðstefna Hjólafærni og Landssamtaka hjólreiðamanna undir heitinu Hjólum til framtíðar. Meginþema ráðstefnunnar í ár er Veljum fjölbreytta ferðamáta. Við fengum þær Sesselju Traustadóttur, framkvæmdastýru Hjólafærni á Íslandi og Lilju Guðríði Karlsdóttur, samgönguverkfræðing í þáttinn til að segja okkur frá viðburðinum. Við heyrðum viðtal úr safni útvarpsins frá árinu 1978 í þættinum í dag. Þar ræddi Jónas Jónasson við Njál Benediktsson, framkvæmdastjóra í Garði, um liðna tíð, erfiða æsku, stutta skólagöngu ofl. Og eins og Jónas skrifaði sjálfur í kynningu: Átakalaust og opið viðtal um kraftakall í alþýðustétt sem vildi vera ungur aftur en með reynsluna á herðum og takast á við nýja tímann. Það finnst vafalaust einhverjum skrýtið að tala um jólin í september. En ef fólk vill breyta áherslum jólanna í takt við hugmyndir Gerðar Pálmadóttur, þá er þetta akkurat rétti tíminn. Lísa Pálsdóttir talaði við Gerði í þættinum í dag. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
9/20/201857 minutes
Episode Artwork

Kannabis,Breytingaskeiðið og kökuform á bókasafni

MANNEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAGUR 19.sept Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Margrét Blöndal Eftir einn mánuð verður kannabis lögleyft til neyslu í Kanada. Kannabis er nú þegar löglegt í níu ríkjum Bandaríkjanna og í þrjátíu ríkjum þess er kannabis löglegt til neyslu í lækningaskyni, þrátt fyrir að lítið sem ekkert hafi verið sannað um lækningamátt þess. Í þessum pistli segir Magnús frá nokkrum af þeim rannsóknum sem hafa verið gerðar vestan hafs á áhrifum kannabis á neytendur og samfélagið í heild. Breytingaskeiðið , matur,jurtir og jóga er blanda sem við ætlum að fjalla um í dag. Þær koma hingað Jóhanna Briem jóga nidra sérfræðingur og Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir og þær segja að matur og jógastöður fyrir orkustöðvarnar stuðli að betra jafnvægi. Við heimsækjum líka Bókasafn Árborgar á Selfossi - en þar eru margar skemmtilegar hugmyndir viðraðar á hverjum degi. Sumar koma til framkvæmda og ein sú frumlegasta tengist bakstri og kökuformum. Meira um það á eftir.
9/19/201857 minutes
Episode Artwork

Fólksflótti, rafmengun og samsöngur fyrir sálina

Mannlegi þátturinn 18.sept 2018 Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Margrét Blöndal Svokallaður fólksflótti af landsbyggðinni hefur verið viðvarandi í áratugi og mörgum þykir nauðsynlegt að bregðast við með einhverjum ráðum. Kristín Einarsdóttir fór á fund á Hólmavík þar sem rætt var um leiðir til úrbóta en það var Jón Jónsson þjóðfræðingur sá um verkefnið ásamt þeim Agnesi Jónsdóttur og Guðrúnu Gígju Jónsdóttur sem einnig eru báðar þjóðfræðingar. Um síðust helgi var haldin Ráðstefna í Morsfellsbæ sem bar yfirskiftina Heimsljós. Þar var rætt um andlega og líkamlega heilsu okkar frá mögum hliðum - hefðbundum og óhefðbundnum. Valdimar Gísli Valdimarsson skólastjóri Raftækniskólans var einn þeirra sem hélt erindi - og ræddi að sjálfsögðu um áhrif rafmagns á okkur mennina. Valdimar kemur til okkar á eftir Söngurinn eflir félagsauð og ræktar sálir, segir Þórunn Björnsdóttir kórstjóri, sem hélt fyrstu söngstundirnar í Hannesarholti , þar sem textar birtast á tjaldi og allir taka undir. Nú er nýtt fólk tekið við söngstundunum en þær eru nú orðnar frá upphafi 42 talsins. Hannesarholt vill efla söngarfinn með kynslóðunum og allmargir hafa lagst á árar með okkur til að halda úti SyngjumSaman stundum einu sinni til tvisvar í mánuði. Við sláum á þráðinn niðrí Hannesarholt.
9/18/20181 hour
Episode Artwork

Lesandi Jóhann Sig,Meðferðarsetur f ungt fólk og velvild og hlutteknin

MANNEGI ÞÁTTURINN MÁNUDAGUR 17.sept Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Lísa Pálsdóttir Áhersla á hluttekningu og velvild í stjórnun og menningu vinnustaða er öflugt mótsvar við álagi og jafnvel þjáningu sem fyrirfinnst á vinnustöðum og í lífinu almennt. Mikilvægi mannúðar á við alla geira atvinnulífsins og þá er viðskiptalífið ekki undanskilið. Í ljósi aukinnar tæknivæðingar og hraða virðist nú, sem aldrei fyrr, vera þörf fyrir hluttekningu og félagslegri næringu á vinnustöðum. Við heyrum af námskeiði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands þar sem þetta er tekið fyrir. Í dag verður haldin stofnfundur samtaka um meðferðarsetur fyrir ungt fólk í vanda. Útgangspunktur hópsins er tvíþátta greiningarmódel í meðferðarstarfi fyrir ungmenni á aldrinum 18-25 ára. Hugmyndin er að vinna út frá valdeflingu og endurhæfingu og að koma ungu fólki í þessari stöðu til heilsu og virkni. Að öll meðferð miði við einstaklinginn en ekki greiningarnar. Við ræðum við Sigurþóru Bergsdóttur, móður og stjórnarformann Minningarsjóðs Bergs Snæs. Og lesandi vikunnar er Jóhann Sigurðarsson leikari...
9/17/201855 minutes
Episode Artwork

Karl Olgeirsson,Heilsuhátíð og Allt í einni pönnu

MANNEGI ÞÁTTURINN FÖSTUDAGUR 14.sept Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson Föstudagsgesturinn okkar er Karl Olgeirsson tónlistarmaður en hann er að gefa út geisladisk /plötu með 14 nýjum jazzlögum og nótnabók í leiðinni, ekki alveg eins og felstir gera með sínum útgáfum í dag, en stundum er þetta gert eftir á. Kalli hefur verið í tónlistarbransanum lengi, útsetningar leika í höndunum á honum enda hefur hann verið partur af stórtónleikum margra annara, má þar nefna Frostrósi þar sem hann sá lengi um allar útsetningar. Næsta fimmtudag mun hann stíga á svið með Helenu Eyjólfs og strengjasveit í Salnum, þannig að það er nóg að gera. Meira um það hér rétt strax. Heimsljós er heilsuhátíð sem haldin er í Mosfellsbæ og þar kennir ýmissa grasa, fyrirlestur um örmögnun, rafmögnun og húsasótt, hjálp að handan, mikilvægi þarmaflórunnar ofl. Heyrum hvað er í boði hér á eftir. Sigurlaug Margrét Jónasdóttir kemur til okkar með matarspjallið og í dag hefur ákveðið að tala um hvernig hægt er að setja allt í eina pönnu, eins og kallað er.
9/14/201855 minutes
Episode Artwork

Heilabilun á mannamáli, Píeta karlafundir og Þórólfur garðyrkjustjóri

Út er komin bókin Heilabilun á mannamáli eftir Hönnu Láru Steinsson. Bókin er hugsuð sem kennslubók fyrir heilbrigðisstéttir, en ekki síður sem handbók fyrir aðstandendur og áhugafólk. Heilabilun er gjarnan nefnd „fjölskyldusjúkdómur 21. Aldarinnar“. Hanna Lára kom í þáttinn í dag. Í vetur ætla Píeta-samtökin að bjóða feðrum, bræðrum og vinum þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi, til fundar annan fimmtudag í hverjum mánuði kl. 16:30. Stundum er gott fyrir hrútana að vera einir saman eins og segir í tilkynningunni og það er Bjarni Karlsson prestur og Píetafélagi kom í þáttinn, en hann mun leiða þessa fundi en hann hefur áratuga reynslu af starfi með syrgjendum. Ýmislegt er öðruvísi í gróðrinum þetta haustið, alla vega hér í höfuðborginni og sjálfsagt víðar t.d. á vesturlandi. Eftir vott og kalt sumar sjáum við lítið af berjum, svo sem rifs- sólber, krækiber o.fl. Lísa Páls hitti Þórólf Jónsson garðyrkjustjóra á Klambratúni í gær og spurði hann út í hver áhrifin af veðurfarinu í sumar hafa verið á gróðurinn. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
9/13/201857 minutes
Episode Artwork

Snorri Sturluson, Vinir Zippýs og Ný dögun

Snorri Sturluson hefur löngum verið umdeildur maður. Þegar í miðaldaheimildum er honum lýst sem glöggum fræðimanni og snjöllum stjórnmálamanni en einnig sem föðurlandssvikara og strengjabrúðu Noregskonungs. Á morgun heldur Simon Halink, sagnfræðingur og nýdoktor við Háskóla Íslands, fyrirlestur hjá Miðaldastofu Háskóla Íslands um ímynd Snorra Sturlusonar. Simon kom í þáttinn í dag. Embætti Landlæknis hvetur skóla til að kenna leikskólabörnum geðrækt með markvissum hætti. Það stendur um þessar mundir fyrir námskeiði í námsefni um félags- og tilfinningafærni sem nefnist Vinir Zippýs. Uppselt er á námskeiðin og þegar kominn biðlisti. Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur og verkefnisstjóri geðræktar hjá embættinu, segir að þjálfun í félags - og tilfinningafærni sé jafn mikilvæg og íþróttir. Bergljót Baldursdóttir ræddi við hana á Heilsuvaktinni í dag. Ný dögun - samtök um sorg og sorgarviðbrögð setja fókus í september á aðstandendur þeirra sem látist hafa fyrir eigin hendi. Í kvöld verður flutt erindi sem heitir: „Að missa í sjálfsvígi - tekist á við sorgina“. Það er Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir sem sjálf hefur misst son í sjálfsvígi sem flytur erindið. Hún er jafnframt í stjórn Nýrrar dögunar og hefur stutt aðstandendur í stuðningshópum hjá samtökunum, en slíkur hópur hefur göngu sína 17. sept. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
9/12/201855 minutes
Episode Artwork

Sigga Dögg kynfræðingur, kynslóðaskipti í danskennslu og gamalt hús í

Borgarbókasafnið Kringlunni býður í fyrsta sinn upp á fjölskyldustundir fyrir foreldra með ungabörn og börn á leikskólaaldri og á föstudaginn mun Sigga Dögg, kynfræðingur, ríða á vaðið með spjalli um þau áhrif sem nýtt barn hefur á foreldrana og samband þeirra og hvernig fræða má börn frá fæðingu um líkamann, samþykki og ást. Sigga Dögg kom í þáttinn í dag. Dansskóli Guðbjargar Björgvins var stofnaður árið 1982 og hefur síðan þá sinnt dansnámi með sérstaka áherslu á klassískan ballet og nútímadans fyrir unga dansara. Guðbjörg og skólinn standa nú á tímamótum, því hún hefur látið af störfum og komið skólanum í hendur nýrrar kynslóðar. Guðbjörg og Hrafnhildur Einarsdóttir, sem tekur við rekstri skólans, komu í þáttinn. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, fór í heimsókn í Skálholtsvík þar sem hún hitti Birnu Bjarnardóttur sem þar vinnur ásamt eiginmanni sínum og börnum að því að gera upp gamalt og reisulegt hús sem þau tengjast öll sterkum böndum, hvert með sínum hætti. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
9/11/201855 minutes
Episode Artwork

RIFF, Blábankinn og Halldór Bragason

RIFF, alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík verður sett í 15. sinn 27.sept. Þessi hátíð hefur sett sterkan svip á menningarlíf Reykjavíkur frá árinu 2004, hingað koma árlega erlendir hátíðargestir, fjölmiðlar og heiðursgestir hátíðarinnar sem margir hafa markað djúp spor í kvikmyndasöguna. Börkur Gunnarsson, kynningarstjóri hátíðarinnnar og Guðrún Helga Jónasdóttir, dagskrárstjóri heimildarmynda á RIFF komu í þáttinn og sögðu frá hverju má eiga von á í þetta sinn, heiðursgestum hátíðarinnar og dagskránni. Blábankinn á Þingeyri stóð fyrir vinnustofu í síðustu viku þar sem japanskir gestir sögðu frá því sem þeir hafa kallað skapandi fólksfækkun. Þetta vakti forvitni okkar. Arnar Sigurðsson, Blábankastjóri, var í símanum frá Þingeyri og sagði frá því hvaða fyrirbæri Blábankinn er og hvað kom fram í máli japönsku gestanna. Lesandi vikunnar í þettta sinn var Halldór Bragason gítarleikari. Við heyrðum hvaða bækur eru á náttborðinu hans, hvað hann hefur verið að lesa og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðína. Umsjón: Lísa Pálsdóttir og Gunnar Hansson
9/10/201857 minutes
Episode Artwork

Bjarni Harðarsson og Ebba Guðný Guðmundsdóttir

MANNEGI ÞÁTTURINN FÖSTUDAGUR 07.sept Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Margrét Blöndal Ebba Guðný Guðmundsdóttir matgæðingur, sjónvarpskokkur er matargestur okkar í dag en á föstudögum erum við venjulega með matarspjall. Sigurlaug Margrét Jónasdóttir byrjar aftur sitt matarspjall í Mannlega þættinum í næstu viku en í dag er það sum sé Ebba Guðný. Hún hefur fjallað um heilsu og næringu í rúm 20 ár en sjálf glímdi hún við fæðuóþol og magavandræði frá unga aldri og hver man ekki eftir þáttunum Eldað með Ebbu hér á RUV? Guðný Ebba vakti einnig óvænt athygli landsmanna fyrir dansfimi sína í þáttunum Allir geta dansað, sem sýndir voru á Stöð 2 í vetur. Og svo er það föstudagsgesturinn okkar - reyndar er kannski varla hægt að segja að hann sé gestur okkar því við hjóluðum til hans í kaffi í gær. Svo við segjum bara - gestur á eigin kaffihúsi þennan föstudag er Bjarni Harðarsson bókatúgefandi og rithöfundur
9/7/201855 minutes
Episode Artwork

Fjölsmiðjan,Auður Ottesen og Bókasafnsdagurinn

MANNEGI ÞÁTTURINN FIMMTUDAGUR 06.sept Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Margrét Blöndal Fjölsmiðjan hefur verið rekin frá 2002. Okkur lék forvitni á að vita hvað þarna færi fram og hverjir sæktust eftir því að nýta sér þjónustuna sem þarna er boðið uppá. Þorbjörn Guðmundsson fyrrverandi landsliðsþjálfari byggði starfið upp ásamt starfsmönnum, en nú er nýr forstöðumaður tekinn við. Lísa Páls fór í heimsókn í góða veðrinu í gær.............. Bókasafnsdagurinn er á morgun. Dagurinn er haldinn á hverju ári og er slagorð dagsins í ár, Lestur er bestur - fyrir vísindin . Með þessu þema er vakin athygli á mikilvægi bókasafna í tengslum við vísindarannsóknir og störf, fræðimennsku og lærdóm. ... og við bregðum okkur líka í heimsókn til Auðar Ottesen garðyrkjufræðings og ritstjóra - sem er í þessum töluðum orðum að leggja loka hönd á 100. tölublaðið af tímaritinu Sumarhúsið og garðurinn. Það er áfangi sem örugglega enginn sá fyrir í byrjun.
9/6/201857 minutes
Episode Artwork

Ónæmisgallar,Grænmetisætur og Stefnumót í listum fyrir skóla

MANNEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAGUR 05.sept Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson Á morgun verður stefnumót á Kjarvalsstöðum þar sem menningar- og fræðslustofnanir á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða upp á endurgjaldslausa fræðslu af ýmsu tagi fyrir börn í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi í borginni koma saman. Lögð verður áhersla á að jafna aðgengi barna að listastarfsemi, menningu, vísindastarfi og útikennslu svo eitthvað sé nefnt. Hingað koma þær Harpa Rut Hilmarsdóttir, frá Reykjavíkurborg og Hildur Jóhannesdóttir, skólastjóri Dalskóla í Úlfarsárdal. Hjálp, Barnið mitt er grænmetisæta! Þetta er titill á matreiðslubók sem kom út í fyrravor, matreiðslubók fyrir ráðvillta foreldra, vanafasta heimiliskokka, fátæka námsmenn og alla aðra sem ættu að borða meira grænmeti. Höfundurinn er Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur og í kvöld ætlar Jón að mæta í Lífsstílskaffi í Gerðubergi og spjalla um bókina, en áður mætir hann hingað til okkar. Guðlaug María Bjarnadóttir, leikkona og kennari hefur alla ævi strítt við meðfæddan ónæmisgalla. Hún er formaður Lindar félags um meðfædda ónæmisgalla sem núna stendur fyrir vitundarvakningu um sjúkdóminn. Margir stríða við hann án þess að vita af því og einnig eru dæmi um að læknar viti ekki hvernig bregðast á við honum. Rætt verður við hana á Heilsuvaktinni í dag.
9/5/201857 minutes
Episode Artwork

Dasnárið hjá ÍD, fornleifar á Selströnd og blundtakkinn

Undanfarið hafa leikhússtjórar leikhúsanna komið í Mannlega þáttinn og farið með okkur yfir leikárið sem er að hefjast. Í dag fengum við Ernu Ómarsdóttur, listdansstjóra Íslenska dansflokksins til að segja okkur hvernig dansárið verður. Merkur fonleifauppgröftur fór fram á Ströndum í sumar þar sem hópur innlenndra og erlendra fræðimanna rannsakaði bein af ýmsu tagi og annað merkilegt sem kom upp úr jörðinni við Sandvík á Selströnd. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Bergsvein Birgisson sem var upphafsmaður að þessari rannsókn. Svo virðist sem það reynist námsmönnum hvað erfiðast að komast fram úr rúminu á morgnanna en tæplega tveir af hverjum þremur þeirra ýta að minnsta kosti einu sinni á „snús“ takkann á vekjaraklukkunni til að blunda aðeins lengur. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar MMR sem framkvæmd var dagana 25. júlí til 1. ágúst. Kváðust 48% svarenda ýta einu sinni eða oftar á takkann á morgnanna, þar af 17% yfirleitt einu sinni en 6% fimm sinnum eða oftar. Við hringdum í Ólaf Þór Gylfason, framkvæmdastjóra MMR í þættinum í dag og forvitnuðumst um þessa könnun. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
9/4/201857 minutes
Episode Artwork

Viðkvæm mál og skólinn,Jökull Jakobsson um kaffi og lesandinn Halldóra

MANNEGI ÞÁTTURINN MÁNUDAGUR 03.sept Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Lísa Pálsdóttir Laugalækjarskóli og Réttarholtsskóli standa fyrir námskeiði í lok vikunnar sem ber yfirskriftina: Viðkvæm álitamál og nemendur.Á námskeiðinu verður farið í nýja handbók fyrir kennara sem nefnist Viðkvæm álitamál og nemendur.Velt er upp ýmsum spurningum eins og: Mega kennarar fræða nemendur um hvaða málefni sem er? Hvernig á til dæmis að tala um hryðjuverk, klám og kynþáttafordóma við börn ogunglinga? Getur kennari alltaf verið hlutlaus? Meðal leiðbeinenda eru þær Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Linda Heiðarsdóttir, þær koma hingað til okkar rétt bráðum. Við tökum upp þráðinn frá í vor með að kafa í safn Útvarpsins og finna áhugavert útvarpsefni sem á skilið endurtekningu. Í dag heyrum við brot úr þættinum “með ellefukaffinu“sem Jökull Jakobsson hafði umsjón með í október árið 1969 en þar fjallar hann um kaffi frá ýmsum hliðum. Við heyrum um uppruna kaffis og svo heyrum við hvernig spákona spáir í bolla fyrir ungri stúlku. Lesandi vikunnar er Halldóra Thoroddsen
9/3/201855 minutes
Episode Artwork

Hlemmur 40 ára, Eyfi föstudagsgestur og sprengjufundur í Seyðisfirði

Þann 31. ágúst 1978 opnaði Hlemmur formlega og fagnar því 40 ára afmæli sínu í dag. Gestum er boðið á rúntinn í gömlum strætisvagni þar sem Unnur María Bergsveinsdóttir sagnfræðingur ferðast um söguna og segir frá menningunni sem skapast hefur í kringum Hlemm. Unnur María komtil okkar ásamt Franz Gunnarssyni. Föstudagsgesturinn okkar er landsfrægur tónlistarmaður sem mun halda ferilstónleika í Háskólabíó innan skamms og lögin hans þekkja allir, frægasta lagið hans er sennilega Draumur um Nínu. Eyjólfur Kristjánsson hefur farið marga hringi kringum landið með lögin sín og spilað og sungið. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar gerðu á mánudag óvirka sprengju sem fjórir ungir drengir fundu í fjöruferð í Seyðisfirði. Sprengjan var virk og ljóst að illa hefði farið ef hún hefði sprungið í meðförum drengjanna. Við hringdum austur og heyrðum í Svandísi Egilsdóttur, móður tveggja drengjanna, og heyrðum um mikilvægi þess að láta vita í svona tilvikum. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
8/31/201857 minutes
Episode Artwork

Garngangan, hjólreiðar og styrktartónleikar fyrir Einstök börn

Garngangan 2018 verður á laugardaginn í annað sinn.Í ár eru verslanirnar níu talsins sem taka þátt og í hverri verslun verða viðburðir og uppákomur, tilboð og pop-up verslanir. Þær Rósa Þorleifsdóttir og Auður Björt Skúladóttir komu í þáttinn og sögðu frá. Úrhellisrigningin í sumar virðist ekki hafa verið hindrun hjá hjólreiðafólki í Reykjavík. Fleiri fóru ferða sinna hjólandi í júní í ár en í fyrra, samkvæmt niðurstöðum talninga á vegum borgarinnar. Við fengum Kristin Jón Eysteinsson frá Reykjavíkurborg til að fara með okkur yfir þessa þróun. Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Félagið var stofnað 1997 af foreldrum nokkurra barna en nú eru í félaginu yfir 250 foreldrar. Ástæðan fyrir stofnun félagsins var sú að ákveðin börn í samfélaginu áttu ekki heima í neinum öðrum félagasamtökum og töldu þeir foreldrar sem hófu starfsemi Einstakra barna að þar gætu þau fundið sameiginlegan vettvang til að deila reynslu og vinna að bættum hag barna sinna. Hallgrímur Bergsson, lagahöfundur stendur fyrir fjáröflunartónleikum á morgun undir heitinu Óskin mín, til styrktar stuðningsfélaginu. Hallgrímur kom í þáttinn ásamt Guðrúnu Helgu Harðardóttur framkvæmdastjóra Einstakra barna. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
8/30/201855 minutes
Episode Artwork

Leikáríð í Tjarnarbíói, Skegla fréttabréf og spillingarmál á Ítalíu

Leikhússtjórarnir héldu áfram að koma í Mannlega þáttinn einn af öðrum, í gær var það Ari Matthíasson, Þjóðleikhússtjóri og í dag kom Friðrik Friðriksson framkvæmdastjóri Tjarnarbíós og fór yfir leikárið sem er framundan. Skegla er fréttabréf sem kemur út á hverjum miðvikudegi og einungis í tölvupósti, þar er viðburðir í Norðuþingi tíundaðir og einstaka auglýsingar. Halldóra Gunnarsdóttir á Kópaskeri er ábyrgðarmaður við slógum á þráðinn til hennar í þættinum í dag. Brúarslysið í Genóa á Ítalíu fyrir hálfum mánuði er harmsaga þar sem mafían, pólítíkusar og embættismenn blandast inn í verktakaspillinguna sem einkennir flestar opinberar framkvæmdir í landinu. Magnús R. Einarsson sendi okkur pistil í dag þar sem hann sagði frá eftirmála brúarslyssins sem er að þróast í sérkennilega ítalska dæmisögu fyrir nútímann. Umsjón: Lísa Pálsdóttir og Gunnar Hansson
8/29/201857 minutes
Episode Artwork

Leikárið hjá Þjóðleikhúsinu, silfur í vélmennasmíði og hvalaskoðun

Við héldum áfram að fá leikhússtjórana einn af öðrum í þáttinn, í gær kom Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar og í dag kom Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri og fór yfir leikárið sem er framundan. Í síðastliðinni viku voru ungir Íslendingar að keppa um heimsmeistaratitilinn í vélmennasmíði ásamt 192 öðrum löndum í Mexíkóborg. Keppnin var hörð, en bandalag Íslands náði að hampa silfrinu, til þess þurftu þau að sigra 187 önnur lið. Þeir Eyþór Máni Steinarsson liðstjóri og Flosi Torfason liðsmaður komu og sögðu frá þessari reynslu. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, fór í hvalaskóðun á Steingrímsfirði á hvalaskoðunarskipinu Láka og ræddi við skipstjórann Víði Björnsson og leiðsögumanninn Karl O'neal. Umsjón: Lísa Pálsdóttir og Gunnar Hansson
8/28/201857 minutes
Episode Artwork

Leikárið hjá LA, kokkurinn Þröstur Leó og Jón Kaldal lesandi vikunnar

Það er leikhússtjóraþema þessa dagana í Mannlega þættinum. Á föstudaginn var Kristín Eysteinsdóttir, Borgarleikhússtjóri hjá okkur og við höldum áfram í þessari viku að fá leikhússtjórana einn af öðrum, í dag kom Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar og sagði frá leikárinu sem er framundan. Þröstur Leó Gunnarsson leikari hefur lagt leiklistina á hilluna í bili. Hann er orðinn kokkur á hóteli í Reykjavík og veiðir sjálfur hluta af því sem er á matseðlinum. Þröstur kom í þáttinn í dag. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Jón Kaldal fjölmiðlamaður. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann er að lesa þessa dagana og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina. Umsjón: Lísa Pálsdóttir og Gunnar Hansson
8/27/201857 minutes
Episode Artwork

Föstudagsgesturinn Kristín Eysteins og ný bók Nönnu

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Kristín Eysteinsdóttir, Borgarleikhússtjóri. Við spurðum hana út í æsku hennar og uppvaxtarár og hvenær leikhúsið fór að toga í hana og svo fórum við að sjálfsögðu yfir leikárið í Borgarleikhúsinu sem er í þann mund að hefjast. Nanna Rögnvaldardóttir matgæðingur var að leggja lokahönd á nýja matreiðslubók sem er á leið í prentun. Þessi bók heitir Beint í ofninn, um heimilismat og hugmyndir. Mörgum finnst það einmitt þægilegasta leiðin í eldamennskunni. Nanna kom í þáttinn í dag. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
8/24/201855 minutes
Episode Artwork

Íslenskar bænir, Kvan og leigumarkaðurinn

Bókin Íslenskar bænir fram um 1600, sem er nýkomin út, hefur að geyma elstu bænir á íslensku, bæði stakar bænir og heilar bænabækur sem varðveittar eru í handritum, sumar í Árnasafni en margar hverjar í erlendum handritasöfnum. Svavar Sigmundsson, prófessor emeritus hóf vinnu við þessa útgáfu fyrir rúmum 45 árum, hann sagði frá bókinni í þættinum í dag. Kvan er fyrirtæki sem meðal annars stendur fyrir sjálfstyrkingarnámskeiði fyrir fullorðna, Anna Steinsen er ein þeirra sem stendur að Kvan, hún kom í þáttinn sagði frá starfsemi Kvan. Leigjendur blésu til fundar á mánudaginn var, fundarefnið var gamalkunnugt, ófremdarástand á leigumarkaði og óhóflega há leiga leigufélaganna. Hólmsteinn A. Brekkan talsmaður Samtaka leigjenda á Íslandi kom í þáttinn. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir, Lísa Pálsdóttir og Gunnar Hansson
8/23/201857 minutes
Episode Artwork

Sækýrnar, um Guðrúnu Lárusdóttur og vanilla

Sjósundshópurinn Sækýrnar samanstendur af sex vinkonum sem létu sér ekki nægja að fara í stuttar sjósundsferðir við Íslandsstrendur, heldur syntu þær boðsund yfir Ermasundið. Við fengum tvær úr hópnum, þær Sigrúnu Þuríði Geirsdóttur og Ragnheiði Valgarðsdóttur til að segja okkur sjósundssögur en Sigrún var einmitt fyrsta íslenska konan sem synti ein yfir Ermasundið. Næstkomandi mánudag verður sérstök gönguferð í Vesturbæ Reykjavíkur, til að minnast þess að 80 ár eru liðin síðan Guðrún Lárusdóttir alþingismaður og rithöfundur var jörðuð frá Dómkirkjunni ásamt dætrum sínum tveimur. Þær drukknuðu í Tungufljóti í Biskupstungum 20. Ágúst 1938 og hafa afkomendur hennar nú sett minnisvarða við staðinn þar sem bíll Guðrúnar fór út af veginum. Málfríður Finnbogadóttir hefur skrifað bók um Guðrúnu sem kemur út nú í haust og hún er einnig höfundur sýningar sem nú er í Þjóðarbókhlöðunni. Málfríður kom í þáttinn. Vanilla er mest ræktuð og framleidd á eyjunni Madagascar þar sem ein fátækasta þjóð veraldar býr. Heimsmarkaðsverð á vanillu hefur orðið himinhátt á skömmum tíma. Eitt kíló af vanillu kostar nú það sama og silfur. En hver er ástæðan fyrir þessari gríðarlegu hækkun? Magnús R. Einarsson skoðaði málið í pistli dagsins. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
8/22/201855 minutes
Episode Artwork

Á slóðum fullveldis, Vopnafjörður og Steinshús

Á slóðum fullveldis er yfirskrift kvöldgöngu sem Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur mun leiða á fimmtudagskvöldið um miðbæ Reykjavíkur. Gunnar mun rifja upp atburði hins viðburðarríka árs 1918, þar sem meðal annars frostaveturinn mikli, Kötlugos, jökulhlaup og spænska veikin koma við sögu. Gunnar kom í þáttinn í dag. Við slógum á þráðinn til Magnúsar Más Þorvaldssonar á Vopnafirði og spjölluðum við hann um veðrið,fótbolta,vertíð og fleira. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, fór í heimsókn í Steinshús við Ísafjarðardjúp þar sem starfrækt er safn og sýning um ævi skáldsins Steins Steinar. Hún spjallaði þar við Þórarinn Magnússon og Sigurð Sigurðsson. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
8/21/201857 minutes
Episode Artwork

Þráhyggjuröskun og Lesandinn Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri

MANNEGI ÞÁTTURINN MÁNUDAGUR 20.ÁGÚST Umsjón: Lísa Pálsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir Tveir norskir sálfræðingar í Bergen hafa búið til nýtt meðferðarprógramm fyrir þá sem greindir eru með Þráhyggjuáráttu eða OCD (Obsessive Compulsive Disorder) og árangur meðferðarinnar þykir það góður að vakið hefur athygli víða um heim. Meðferðin fer fram á einni viku þar sem ætlast er til þess að fólk taki sér frí frá vinnu og einbeiti sér algjörlega að verkefninu. Kvíðameðferðarstöðin á Íslandi er eina stöðin fyrir utan Noreg sem hefur fengið leyfi til að nota þessa meðferð og nú þegar hafa 5 hópar fullorðinna farið í gegn um þetta og nú í haust verður boðið uppá meðferð fyrir börn á aldrinum 11-18 ára. Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni kemur til okkar og segir okkur nánar frá. Þórhildur Þorleifsdóttir leikkona og leikstjóri er lesandi vikunnar þennan mánudaginn.
8/20/201855 minutes
Episode Artwork

Kökur á blaka.is og Andri Snær föstudagsgestur

Við töluðum um kökur í dag við Lilju Katrínu Gunnarsdóttur, leikkonu og blaðamaðnn sem stendur fyrir kökublogginu blaka.is. Þar segir hún sjálf „Ekki kíkja inn á síðuna mína ef þið fílið ekki góðar kökur sem eru stútfullar af sykri, smjöri og almennri gleði. Þá verðið þið bara leið. En ef þið fílið litríkar, flippaðar og gómsætar kökur þá megið þið endilega kíkja við og ég vona að síðan gleðji ykkur.“ Engu að síður er vinsælasta uppskriftin á blaka.is sykur- og hveitilaus kaka. Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Andri Snær Magnason, rithöfundur, náttúruverndarsinni og fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Við forvitnuðumst um hvar hann er fæddur og uppvaxtarárin í Bandaríkjunum og Árbænum, hvenær rithöfundurinn í honum fór að láta á sér kræla og svo var auðvitað ekki hægt að komast hjá því að ræða aðeins um náttúruvernd og virkjanir. Umsjón í dag, Sigurlaug Margrét Jónasdóttir og Gunnar Hansson
6/29/201857 minutes
Episode Artwork

Á hjólhýsi í Evrópu, Spunasystur og LungA á Seyðisfirði

Íslensk hjón um sjötugt ákváðu síðastliðið haust að kaupa hjólhýsi, keyra til Spánar og hafa vetursetu þar og flakka milli tjaldstæða en örlögin höguðu því þannig að þau dvöldu á sama tjaldstæðinu nánast allan veturinn. Þar var gott að vera, góður hópur af fólki sem koma víða að úr Evrópu og hélt úti skemmtilegri dagskrá. Hjónin Abelína Hulda Harðardóttir og Halldór Björnsson eru heima í stuttu fríi og ætla aftur í hjólhýsið sitt sem staðsett er í Danmörku í sumar og svo er stefnan tekin aftur til Spánar í haust. Spunasystur eru hópur um 16 kvenna í Rangárvallasýslu sem hafa hist tvisvar í mánuði síðan 2013 til að spinna og vinna úr íslenskri ull. Í upphafi voru þetta fjórar konur sem hittust til að spinna en hópurinn hefur stækkað jafnt og þétt. Spunasystur hafa sótt ýmis konar námskeið í vinnslu og meðferð ullarinnar og miðlað öðrum í hópnum af þekkingu sinni. Tvær spunasystur komu til okkar í dag og sögðu okkur meira frá starfi þeirra, þær Maja Siska og Elísabet Steinunn Jóhannesdóttir. Við heyrðum svo í Þórhildi Tinnu, en hún er einn skipuleggjenda listahátíðarinnar LungA, sem fram fer 15.-22.júlí næstkomandi. Hundruðir fara austur ár hvert á hátíðina og en skipuleggjendur byrja á því að halda upphitunarviðburð í kvöld á Húrra í Reykjavík. Þórhildur Tinna sagði okkur frá dagskránni á hátíðinni í ár og viðburðinum í kvöld. Umsjón í dag, Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
6/28/201857 minutes
Episode Artwork

Eyvindur um kvíða, tríóið Tourlou og síðasta póstkorið frá París

Eyvindur Karlsson tónlistarmaður og leikstjóri gefur út sína fyrstu plötu með eigin efni á föstudaginn kemur sem heitir A bottle full of dreams. Hann opnaði sig í blaðaviðtali í síðustu viku um það hvernig kvíði hefur haft áhrif á líf hans og hvernig hann bugaðist úr álagi fyrir nokkrum vikum þegar hann vann með félaga sínum að því að opna bar í miðbænum. Eyvindur kom í þáttinn í dag. Þjóðlagaríóið Tourlou er á tónleikaferð um landið og samhliða tónleikaferðalaginu eru þau með verkefni í gangi sem gengur út á að bjóða upp á ókeypis tónleika fyrir fólk sem annars hefur ekki tök á að sækja tónleika, hvort sem er af fjárhagslegum, félagslegum, heilsufarslegum eða öðrum ástæðum. Meðlimir hljómsveitarinnar, sem koma frá Íslandi, Spáni og Hollandi, komu í þáttinn í spjall og spiluðu lag í leiðinni. Þetta var síðasta póstkortið sem við fáum í bili frá París frá Magnúsi R. Einarssyni. Í því sagði Magnús frá hvernig borgin hefur heillað hann með sögu sinni sem er lifandi og alls staðar sjáanleg og áþreifanleg. Hann velti fyrir sér einkennisorðum franska lýðveldisins; “frelsi, jafnrétti og bræðralag“ og sagði frá því að feðraveldið sem hefur verið svo sterkt í París sé að gefa eftir. Kurteisi og fágun er einkennandi fyrir Parísarbúa segir Magnús og líka meira að segja þegar þeir reyna að svindla. Umsjón í dag, Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
6/27/201855 minutes
Episode Artwork

Óli Stefáns fer í skóla, Staldrað við í Skagafirði og bátasýning

Ólaf Stefánsson handboltakappa þarf líklegast ekki að kynna fyrir hlustendum. Hans afrek á handboltavellinum eru mörg og stór, bæði fyrir íslenska landsliðið og með mörgum af bestu félagsliðum í heiminum. Hann kom í þáttinn í dag, en við töluðum ekki um handbolta við hann, heldur það sem hann er að vasast í þessa dagana. Hann hefur verið að fara í skóla landsins og tala við krakka í grunn- og gagnfræðaskólum um lífið og tilveruna. Við heyrðum brot úr þætti frá árinu 1983 sem var á dagskrá Svæðisútvarpsins á Akureyri, Staldrað við í Skagafirði, í umsjón Jónasar Jónassonar. Í þættinum ræðir Jónas við Kristján Skarphéðinsson sem var fréttaritari útvarps á Króknum á þessum árum, bifvélavirki og kaupmaður. Kristján lýsir uppvaxtarárunum úr Hvítársíðunni en foreldrar hans voru jarðnæðislaus og létu hann til annara hvar hann ólst upp. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, fór á Báta- og hlunnindasýninguna á Reykhólum og hitti þar Hafliða Aðalsteinsson bátasmið sem á ásamt öðrum veg og vanda að sýningunni. Það var svo Gunnar Jóhannsson sem bætti við einni lítilli sögu. Umsjón í dag, Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
6/26/201855 minutes
Episode Artwork

Gönguvikan, Jónas á Árskógsströnd og Snorri Helgason lesandi vikunnar

Göngu- og gleðivikan „Á fætur í Fjarðarbyggð“ hófst um helgina og stendur fram á næsta sunnudag. Gönguvikan er nú haldin í ellefta skipti og er samstarfsverkefni Ferðaþjónustunnar Mjóeyri og Ferðafélags Fjarðamanna. Við hringdum austur og heyrðum í Sævari Guðjónssyni, skipuleggjanda vikunnar og forvitnuðumst um fjölbreytta dagskrána. Við heyrðum viðtal úr safni Útvarpsins sem útvarpað var í Svæðisútvarpinu á Akureyri árið 1985. Jónas Jónasson var umsjónarmaður þáttarins sem bar nafnið "Staldrað við á Árskógsströnd". Þar heimsótti Jónas, Sævar Einarsson bónda á Selá og konu hans Jóhönnu Gunnlaugsdóttur sem er frá Draflastöðum. Einnig ræddi Jónas við 4 ára dreng, Sævar Gíslason sem hafði frá ýmsu að segja. Lesandi vikunnar í þetta skiptið var tónlistarmaðurinn Snorri Helgason. Við spurðum hann út í hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann er að lesa þessa dagana og hvaða bækur og höfundar hafi haft áhrif á hann í gegnum tíðina. Umsjón í dag, Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
6/25/201855 minutes
Episode Artwork

Föstudagsgestur og HM í Rússlandi

Föstudagsgesturinn okkar er að þessu sinni var söngvarinn Bjarni Arason. Hann söng sig inní hjörtu landsmanna kornungur að árum í söngvakeppni Stuðmanna og hefur haldið áfram að syngja síðan. Hann elskar Elvis eins og svo margir og nú standa fyrir dyrum Elvis tónleikar hjá honum með öllu tilheyrandi. Bjarni sagði okkur frá æskuárunum og ýmsu í skemmtilegu spjalli. Við hringdum til Álandsseyja og heyrðum í Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur, en hún er þar stödd ásamt félögum sínum í hljómsveitinni The Post Performance Blues Band, en þær hafa verið að troða upp þar og hafa auðvitað í leiðinni kennt heimafólki víkingaklappið. Það er erfitt að hunsa fótboltann þessa dagana og í tilefni leiksins hringdum við til Rússlands og heyrðum Gunnari Helgasyni. Hann var í Moskvu á leik Íslands og Argentínu, hefur svo dvalið í Rostok og eru núna kominn til Volgograd þar sem leikurinn við Nígeríu fer fram eftir rúma þrjá tíma. Við heyrðum hvernig Rússland er að fara með þau og hvernig stemmningin er fyrir leikinn.
6/22/201857 minutes
Episode Artwork

Fyrsti laxinn í Elliðaám og Sirkus Íslands

Bergþór Grétar Böðvarsson er Reykvíkingur ársins 2018 en hann er þjálfari knattspyrnuliðsins FC Sækó. Verkefnið FC Sækó eða „geðveikur fótbolti“ hófst í Nóvember 2011 sem samstarfsverkefni Hlutverkaseturs, Velferðarsviðs Reykjavíkur og geðsviðs Landspítalans. Böðvar starfar hjá batamiðstöðinni hjá Landspítalanum við Klepp og þekkir geðfötlun vel af eigin raun og hefur náð miklum bata. Bergþór kom í þáttinn í dag. Sirkus Íslands leggur nú lokahönd á undirbúning fyrir sýningar sumarsins, en sirkusinn fagnar tíu ára sirkusstarfsemi á Íslandi með tveimur sýningum, fjölskyldusýningu og nýjustu útgáfu fullorðinssýningarinnar Skinnsemi. Þetta er fjórða sumarið sem Sirkus Íslands fer í ferðalag með tjaldið sitt. Jón Gunnar Sigurðsson og Bryndís Torfadóttir komu í þáttinn og sögðu frá sumrinu, en Jón ferðaðist um Nýja-Sjáland með þarlendum sirkus og Bryndís er mastersnemi í lögfræði,en hún ætlar að sækja sirkusnám í Kaupmannahöfn næsta árið. Við heyrðum frásögn úr safni Útvarpsins, úr þætti sem bar heitið: Konungurinn hraut eins og gamall Ölvisingur, í umsjón Þorsteins Mattíassonar frá árinu 1980. Hann skráði minningar Lúvísu Magneu Ólafsdóttur en Lúvísa var prestsdóttur fædd 1891 að Sandfelli í Öræfum, hún rifjar upp æskuárin að Sandfelli og einnig frá Arnarbælií Ölfusi, þar sem hún bjó mestan hluta ævi sinnar. Hér kennir ýmissa grasa úr viðburðaríkri ævi. Við heyrum af Kossabindindisfélagi sem móðir hennar stofnaði, koníakstunnu sem rak á land og öll sveitin gerði sér glaðan,börn og fullorðnir og síðast en ekki síst konungsheimsókninni að Arnarbæli þegar Friðrik áttundi og krónprinsinn Kristján tíundi gistu á heimilinu.
6/21/201857 minutes