Í hlaðvarpinu Kviknar fjallar Andrea Eyland um fæðingar frá ýmsum sjónarhornum, fær gesti í hljóðverið sem deila reynslusögum og talar við sérfræðinga.
39 - Þórunn Eva G. Pálsdóttir / Mia Magic
Þórunn Eva G. Pálsdóttir sem heldur úti góðgerðarfélaginu Mía Magic og Andrea ræða um þetta stórkostlega verkefni sem byrjaði með bók um Míu sem fær lyfjabrunn. Í dag er Mía samfélag langveikra barna og aðstandenda þeirra. Þórunn segir frá hvers vegna Mía varð til og sínu lífi með langveikum sonum og eigin baráttu. Endilega fylgið Míamagic á Instagram.
11.5.2022 • 1 Stunde, 35 Protokoll, 22 Sekunden
38 - Arna Ýr Jónsdóttir og Vignir Bollason
Arna Ýr og Vignir eru foreldrar tveggja barna og fyrirtækjaeigendur. Í þættinum ræða þau við Andreu um Raunina, samfélagsmiðla, þriðju vaktina og líf sitt og tilveru sem foreldrar. Hægt er að fylgja þeim á Instagram undir Arnayrjons og Lifkiro.
27.4.2022 • 1 Stunde, 3 Protokoll, 24 Sekunden
37 - Ólafur Grétar Gunnarsson
#37 Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu- og hjónaráðgjafi hjálpar ótrúlega mörgum feðrum og foreldrum með tengslamyndun sín á milli og við barnið sitt. Þetta er fyrsti þáttur af nokkrum, enda hafa hann og Andrea svipaða sýn á flest sem tengist foreldrum þessa lands. Við hvetjum ykkur, sérstaklega verðandi og núverandi feður og foreldra til að hlusta.
7.4.2022 • 1 Stunde, 1 Minute, 18 Sekunden
36 - Yoga Nidra með Auði
Yoga Nidra hugleiðsla með Auði Bjarna hjá Jógasetrinu,
8.2.2022 • 36 Protokoll, 20 Sekunden
35 - Auður Yoga
Auður Bjarna er flestum konum kunn enda hún búin að kenna verðandi mæðrum meðgönguyoga í 21 ár. Andrea og hún spjalla í þessum þætti um mikilvægi hvíldar, Fyrstu fimm og útskýrir Auður hvað Yoga Nidra getur gert fyrir okkur. Þáttur 36 er síðan Yoga Nidra í boði Auðar.
7.2.2022 • 25 Protokoll, 8 Sekunden
34 - Einstæð
Hun er frábær einstæða mamman hún Viktoría Rós og framtíðin er björt með viðhorfi svona ungrar og sjálfstæðrar mömmu. Hún heldur úti IG og hlaðvarpi undir nafninu Einstæð en í þessum þætti fáum við að heyra hennar sögu.
5.1.2022 • 57 Protokoll, 44 Sekunden
#33 - Tinna Guðlaugsdóttir
Tinna Dögg Guðlaugsdóttir og fjölskylda hennar misstu Stellu litlu á meðgöngu. Hún ræðir við Andreu um hvað kom fyrir, sorgina og hvernig þau hafa lifað af og haldið áfram í minningu Stellu.
7.12.2021 • 57 Protokoll, 41 Sekunden
32 - #6 Kviknar og Gynamedica
Sjötti og síðasti þáttur Kviknar og Gynamedica um kvenheilsu. Andrea og Hanna Lilja ræða við Halldóru Skúla hjá kvennaráð um hennar upplifun af breytingaskeiðinu og hvað við getum gert til að hafa áhrif til hins betra þegar að þessu málefni kemur. Þátturinn er í boði Femarelle á Íslandi.
21.10.2021 • 56 Protokoll, 45 Sekunden
31 - Urðarbrunnur
Elísabet Ósk Viðarsdóttir forstöðukona Urðarbrunns ræðir við Andreu um starfsemina og mikilvægi hennar en þungaðar konur í fíknivanda eru týndur hópur sem samfélagið virðist ekki hafa nægan áhuga á að hjálpa eða veita aðstoð. Staðreyndin er átakanleg, þessar konur verða fyrir fordómum vegna veikinda sinna og lítil börn þeirra finna fyrir afleiðingum þess.
7.10.2021 • 59 Protokoll, 40 Sekunden
30 - #5 Kviknar og Gynamedica
Fimmti samstarfsþáttur Kviknar og Gynamedica er seinni hluti um breytingaskeiðið. Í þessum þætti fræðir Hanna Lilja hlustendur um hvað við getum gert til að líða betur á þessu tímabili. Þátturinn er í boði FEMARELLE.
6.10.2021 • 55 Protokoll, 20 Sekunden
29 - Matur og munnur
Við ræðum vara og tunguhaft barna og vandamál sem því getur fylgt við brjósta og pelagjöf, fæðuinntöku og tali. Sonja hjá Matur og munnur segir okkur hvernig þetta getur lýst sér og Kolbrún, móðir með reynslu af því að barn hennar var með tunguhaft, segir okkur átakanlega reynslu sína.
28.9.2021 • 54 Protokoll, 58 Sekunden
28 - Elínborg og Sara
Andrea ræðir við Söru Mansour og Elínborgu báráttukonur. Þessi þáttur fjallar um flóttabörn og þungaðar konur og nýbakaða foreldra á flotta. Hingað hafa þau komið í leit að betra lífi, en hvernig erum við að taka á móti þeim? Mikið óskaplega sem þessi þáttur er sár. Við getum öll gert betur, hér er nóg pláss fyrir þau og við getum öll gert eitthvað til að hjálpa.
27.8.2021 • 56 Protokoll, 50 Sekunden
27 - #4 Kviknar og Gynamedica
Fyrri hluti af þættinum um breytingaskeiðið. Ótrúlega spennandi umræðuefni og svo MIKILVÆGT! Við förum allar í gegnum þetta tímabil og ræðum það allt of lítið og sjaldan. Þátturinn er í boði BIO-KULT.
20.8.2021 • 57 Protokoll, 18 Sekunden
26 - Elín og Gísli
Fæðingarsaga þessara yndislegu foreldra sem fæddu son sinn Kristján Mána heima, eftir að hafa farið á spítalann í sjö klukkustunda hvíld. Þau trúa að hann sé faðir Elínar endurfæddur og mikið óskaplega er það falleg trú! Þið sem elskið fæðingarsögur, endilega hlustið. Allt er hægt.
13.8.2021 • 1 Stunde, 23 Protokoll, 38 Sekunden
25 -#3 Kviknar og Gynamedica
Þáttur Kviknar og Gynamedica um kvenheilsu. Í þættinum ræða Andrea og Hanna Lilja við Siggu Dögg um getnaðarvarnir.
10.7.2021 • 1 Stunde, 5 Protokoll, 34 Sekunden
24 - Helga Sigfúsdóttir
Andrea og Helga Sigfúsdóttir ræða um tilveruna eftir að sonur hennar greinist með fæðingarkost. Helga eignaðist son með skarð í vör og góm og í þættinum fræðumst við um ferlið, fordóma, úrvinnslu og allt það erfiða og fallega við tillfinningar sem við upplifum mörg hver.
9.7.2021 • 1 Stunde, 1 Minute, 57 Sekunden
23 - #2 Kviknar & Gynamedica
Annar þáttur Kviknar og Gynamedica um kvenheilsu. Í þessum þætti ræða Andrea og Hanna Lilja við Sigrúnu kvensjúkdóma og fæðingarlækni um HPV veiruna, leghálsskimanir og bólusetningar. Þátturinn er í boði BIO-KULT.
16.6.2021 • 1 Stunde, 1 Minute, 5 Sekunden
22 - Björn Grétar
Björn Grétar og Andrea ræða mikilvægi þess að vera saman í barneign og rauninni sem fylgir því að vera foreldri. Að makar stígi upp og taki ábyrgð.
27.5.2021 • 54 Protokoll, 7 Sekunden
21 - #1 Kviknar & Gynamedica
Fyrsti þáttur um kvenheilsu í boði BioKult. Andrea hjá Kviknar og Hanna Oddgeirs hjá Gynamedica sameina krafta sína og ræða almennt um kvenlíkamanum og hvernig áhrif tiðarhringur og hormónar hafa áhrif á okkur.
19.5.2021 • 53 Protokoll, 58 Sekunden
20 - Ögnin mín
Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl. Hún fékk nafnið Kolfinna Ögn. Þau Sigga og Maggi ræddu sína upplifun við Andreu Eyland í hlaðvarpinu Kviknar,
10.5.2021 • 1 Stunde, 33 Protokoll, 5 Sekunden
19 - Ester Ósk
Ester Ósk segir frá vanrækslu í æsku og afleiðingum hennar sem varð til þess að hún tók ákvörðun um fóstureyðingu þegar hún komst að þungun.
7.5.2021 • 56 Protokoll, 50 Sekunden
18 - Aníta Da Silva
Andrea ræðir við Anítu Da Silva um tengslarof og vanrækslu sem hún varð fyrir í æsku, með veika móður og fíkil sem föður. Hún segir einlæglega frá hvernig henni tókst að yfirstíga óttann við að upplifa það sama eftir fæðingu sonar síns en gefur með sögu sinni öðrum von um að svo þurfi ekki að vera.
4.3.2021 • 47 Protokoll, 1 Sekunde
17 - Apríl Harpa
Apríl Harpa Smáradóttir segir frá því hvernig það var að fæða barn á Balí. Hún er sængurlegudoula og segir einnig því starfi. Kviknar hlaðvarp birtist á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Þáttastjórnandi er Andrea Eyland.
6.2.2021 • 47 Protokoll, 50 Sekunden
16 - Hárið
í þessum þætti ræðum við um algengan kvilla sem fylgir barneignarferlinu, hármissi. Andrea og Birgitta Ásbjörnsdóttir spjalla um hormóna, hárkollur og andlega líðan tengt hárinu. Þátturinn er styrktur af Lofn.is.
19.11.2020 • 53 Protokoll, 54 Sekunden
15 - eyland & kamban
Sigríður Þóra stýrir þættinum og spyr hún Andreu og Þorleif út í daglegu raunir í lífi og starfi. Þau ræða næsta verkefni Kviknar í seinni hluta þáttarins og því spennandi hlustun fyrir Kviknar áhugafólk.
29.10.2020 • 56 Protokoll, 1 Sekunde
14 - Píkan
Sigga Dögg og Andrea ræða um allt sem viðkemur píkunni í kringum barneignarferlið. Þátturinn er styrktur af Florealis.
7.10.2020 • 48 Protokoll, 27 Sekunden
13 - Karitas Harpa
Karitas Harpa Davíðsdóttir og Andrea Eyland ræða lífið með börn, að missa vinnuna í fæðingarorlofinu, sambandið, áfallaúrvinnslu og blæðingar. Gott mix og vert að hlusta.
30.9.2020 • 51 Protokoll, 2 Sekunden
12 – Upprisan
TW þessi þáttur fjallar um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir. Við fáum að heyra sögu Guðlaugar Marínar og ræðum við Hafdísi ljósmóður um áhrif þess að vera þolandi í fæðingu. Þáttastjórnandi hlaðvarpsins Kviknar er Andrea Eyland.
16.9.2020 • 43 Protokoll, 17 Sekunden
11 - Tengslin
Í þessum þætti af hlaðvarpinu Kviknar ræðir Andrea við Hafdísi ljósmóður og Önnu Maríu geðlækni um mikilvægi tenglsamyndunar. Þátturinn er í boði Líf Kírópraktík.
1.9.2020 • 52 Protokoll, 59 Sekunden
10 - Salka Sól ræðir fæðinguna og barnið
Andrea og Salka Sól halda áfram þar sem frá var horfið og ræða nú um fæðinguna og Raunina með barn. Þátturinn er í boði Barnaloppunnar.
12.8.2020 • 56 Protokoll, 14 Sekunden
9 - Eftirvinnslan
Þessi þáttur er bæði fyndin og fróðlegur. Þríeykið Andrea, Íris Tanja og Arnrún gera létt grín að foreldrahlutverkinu og svo eru mikilvæg mál um jafnrétti og naglalökkun rædd við Steina hjá Karlmennskunni. Þátturinn er í boði HIPP.
22.6.2020 • 59 Protokoll, 39 Sekunden
8 - Raunin
Það er svo margt sem gerist þegar barnið er fætt og breytingin á lífinu mikil. Andrea ræðir við Huldu og Elvu Björk mæður og sálfræðinga um fyrstu dagana og breytingar á líkamanum auk Siggu Daggar kynfræðings um nánd með snertingu. Þátturinn er í boði Lyfju.
7.5.2020 • 1 Stunde, 6 Protokoll, 25 Sekunden
7 - Óskalistinn - seinni hluti
Í þættinum ræðir Andrea við Hönnu Lilju sérnámslækni um keisarafæðingu.
29.4.2020 • 59 Protokoll, 31 Sekunden
6 - Óskalistinn
Í þessum fyrri hluta af þættinum talar Andrea um val á fæðingarstað við Hafdísi ljósmóður og við Hildi Rós um hvernig var að fæða þar barn. Auður hjá Jógasetrinu talar um hvernig sé best að undirbúa sig fyrir fæðinguna og Vignir segir sögu sína og Örn u af því að fæða barn í Björkinni.
22.4.2020 • 55 Protokoll, 52 Sekunden
5 - Kroppurinn
Þessi þáttur fjallar um vellíðan á meðgöngu. Andrea spjallar um sínar fimm meðgöngur ásamt því að tala við Auði hjá Jógasetrinu og Vigni hjá Líf kírópraktík. Þátturinn er í boði Angan Skincare.
7.4.2020 • 1 Stunde, 28 Sekunden
4 - Leyniskjölin
Extra langur og spennandi þáttur sem er kjörinn til hlustunar í tveimur pörtum nema þú hafir góðan tíma. Fyrst er rætt við Írisi Tönju leikkonu og Hildi Rós kennaranema sem segja frá erfiðri og auðveldri meðgöngu. Í seinni hluta talar Elve Björk sálfræðingur um líkamsímynd og virðingu á meðgöngu og í kjölfarið fræðir Sigga Dögg kynfræðingur okkur um kynlíf á þessu tímabili og mikilvægi sjálfsfróunar. Ég hvet ykkur til að heyra í þeim og þeirra mikilvægu skilaboðum. Þátturinn er í boði Natracare.
18.3.2020 • 1 Stunde, 23 Protokoll, 33 Sekunden
3 - Salka Sól
Söng- og leikkonan Salka Sól talar af einlægni um erfiðleika sína og Arnars eiginmanns hennar við að geta barn og hvaða áhrif það hafði á hana og sambandið. Umfjöllunarefnið tengist síðasta þætti Kviknar, þar sem meðal annars var fjallað um frjósemi, ófrjósemi og getnað.
11.3.2020 • 58 Protokoll, 46 Sekunden
2 - (Ó)frjósemi
Í þættinum er rætt um kynlíf, nánd, frjósemi, ófrjósemi og getnað. Helga Sól hjá Livio segir frá hvernig ófrjósemi lýsir sér og leiðir til þess að fá aðstoð við getnað. Sigga Dögg kynfræðingur spjallar um hvernig börnin hennar urðu til og mikilvægi nándar í samböndum fólks.
4.3.2020 • 47 Protokoll, 4 Sekunden
1 - Ævintýrið
Í þessum fyrsta þættir spjallar Andrea við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður, Þorleif Kamban sambýlismann sinn og Sigríði Þóru leikstýru. Þau ræða um upphafið á Kviknar ævintýrinu, hvað hefur gerst í kjölfarið á útgáfu bókarinnar Kviknar og hver framtíð Kviknar samfélagsins er. Þátturinn er í boði Rekstrarlands.