Fjallar um málefni sem varða blinda og sjónskerta, fræðslu sem og skemmtiefni.
Þáttur 47
Að þessu sinni er aðalumræðuefnið Ólympíuleikar fatlaðra. Már og Eyþór deila sinni reynslu af mótinu og Hlynur ræðir við Halldór Sævar Guðbergsson, sem fór á leikana 1988 í Suður Kóreu og 1992 í Barcelona.
9/27/2024 • 54 minutes, 12 seconds
Þáttur 46
Í þessum þætti fögnum við 85 ára afmæli Blindrafélagsins. Hlynur og Eyþór ræða við Gísla Helgason um Hamrahlíð 17, merkilega sögu hússins og þann stóra part sem það á í sögu Blindrafélagsins. Einnig ræða þeir merkilega biósýningu sem fram fór í tilefni afmælis Blindrafélagsins, þegar kvikmyndin Snerting eftir Baltasar Kormák var sýnd með sjónlýsingu. Einnig tók Már Gunnarsson frábært viðtal við Arnþór Helgason.
8/30/2024 • 1 hour, 8 minutes, 45 seconds
Þáttur 45
Í þessum þætti ræðum við nýja útgáfu nafnskírteina og hvort þau séu sniðug lausn fyrir t.d. einstaklinga sem ekki hafa ökuskírteini. Eyþór fræðir okkur um aukinn veruleika (augmented reality). Már teku r einnig spennandi viðtal við erlendan lækni á heimsmælikvarða, m.a. í erfðafræði og sérhæfingu í blindu og sjónskerðingu.
7/26/2024 • 1 hour, 30 seconds
Þáttur 44
Í þessum þætti er fjallað um aðgengi og tæknimál. Eyþór ræðir við Þorkel Jóhann Steindal um snjallúr og hvernig hægt er að nýta sér þau, sem og valdeflingu og umferli. Einnig ræðir Már Gunnarsson við Baldur Snæ Sigurðsson, tækniráðgjafa hjá Blindrafélaginu en sá síðarnefndi sótti Sight City tæknisýninguna í Frankfurt í Þýskalandi í maí. Baldur fer yfir ýmis skemmtileg og spennandi tæki og tól sem urðu á vegi hans þar.
6/28/2024 • 1 hour, 20 minutes, 11 seconds
Þáttur 43
Í þessum þætti ræða Hlynur og Eyþór við Sigþór U. Hallfreðsson, formann Blindrafélagsins og Már Gunnarsson kynnir sér sjálfkeyrandi bíla.
5/31/2024 • 47 minutes
Þáttur 42
Í þessum þætti er fjallað um heimilishald, húsverk og leiðsöguhunda. Einnig skellir Már Gunnarsson sér á matreiðslunámskeið.
4/26/2024 • 52 minutes, 26 seconds
Þáttur 41
Í þessum þætti skyggnumst við inn í fortíðina og ræðum þjóðsögur með tilliti til fötlunar, blindu og sjónskerðingar. Eyþór ræðir við Evu Þórdísi Ebenezersdóttur, fötlunarþjóðfræðing um málefnið. Már Gunnarsson kynnir okkur fyrir eina konungnum sem vitað er til þess að hafi verið grafinn hér á landi, en sá var blindur.
3/29/2024 • 48 minutes, 45 seconds
Þáttur 40
Í þessum þætti ræða Eyþór og Már við Baldur Snæ Sigurðsson, tækniráðgjafa hjá Blindrafélaginu um þau verkefni sem eru í gangi í dag. Við skoðum nýja BlindShell takkasímann sem er sérsniðinn fyrir blinda og sjónskerta. Einnig sláumst við í för með Má Gunnarssyni og leiðsöguhundinum Max er þeir ferðast með leigubíl, flugi og lest frá Manchester til Belgíu.
2/23/2024 • 1 hour, 33 seconds
Þáttur 39
Þessi þáttur er helgaður minningu Rósu Guðmundsdóttur, stofnfélaga og fyrrum formanns Blindrafélagsins. Rósa er önnur tveggja kvenna sem gegnt hafa því embætti. Sérstakur gestur þáttarins er Gísli Helgason sem ræðir við Eyþór og Hlyn um ævi og störf Rósu auk þess sem við heyrum gömul viðtöl við hana. Sérstakar þakkir fær einnig Helga Magnúsdóttir, systurdóttir Rósu, fyrir veittar upplýsingar við gerð þáttarins. Einnig ræðir Már Gunnarsson við Guðmund Viggósson, augnlækni, sem starfaði um árabil hjá Sjónstöð Íslands en hefur nú sest í helgan stein.
1/26/2024 • 1 hour, 14 minutes, 18 seconds
Þáttur 38
Í þessum þætti ræður jólaandinn ríkjum. Sigþór U. Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins, les jólakveðju. Már Gunnarsson hefur grafið upp jólalög sem ýmist hafa verið samin eða flutt af félagsmönnum í Blindrafélagsins. Eyþór kynnir kappaksturstölvuleik sem hann hefur verið að spila undanfarið og við heyrum dæmi. Að lokum spurðum við fólk í þremur mismunandi löndum hvað jólin væru fyrir þeim og heyrum svör frá fólki á Íslandi, Englandi og Grikklandi. Gleðileg jól! :)
12/22/2023 • 1 hour, 11 seconds
Þáttur 37
Í þessum þætti ræðir Eyþór við Rannveigu Traustadóttur, umferliskennara hjá Sjónstöðinni. Már Gunnarsson fer á stúfana, ræðir við Theodór Helga Kristinsson og kynnir sér heim stefnumótaforrita. Einnig ræða Eyþór og Hlynur um aðgengilega tölvuleiki.
11/24/2023 • 1 hour, 1 minute, 29 seconds
Þáttur 36
Í þessum þætti verður fjallað um vinnustaði fyrir blinda og sjónskerta og borin saman staðan á Íslandi og Grikklandi.
Hrekkjavakan fær einnig sitt pláss og Már Gunnarsson kemur með innslag frá Manchester.
10/27/2023 • 48 minutes, 43 seconds
Þáttur 35
Í þessum þætti spjöllum við um spennandi nýjung frá fyrirtækinu Be My Eyes sem nefnist Be My AI og Eyþór sýnir okkur hvernig hún virkar. Einnig tók Hlynur viðtöl við Sóley Guðmundsdóttur, sjálfbærnifulltrúa KSÍ og Kristinn Halldór Einarsson, framkvæmdastjóra Blindrafélagsins, varðandi nýtt samkomulag um sjónlýsingar á landsleikjum.
9/29/2023 • 47 minutes, 52 seconds
Þáttur 33
Í þessum þætti fjöllum við um NaviLens merkingar og fyrirhugaða uppsetningu þeirra á öllum biðstöðvum og vögnum Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Einnig settist Hlynur niður og ræddi við Má Gunnarsson, ekki missa af því.
7/28/2023 • 52 minutes, 19 seconds
Þáttur 32
Í þessum þætti fjöllum við um nýlega sjónlýsingu á leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, Hlynur tók viðtal við Kristinn Halldór Einarsson varðandi það verkefni. Einnig fjöllum við um appið Clew sem er sniðugt staðsetningar- og leiðarvísis app en Eyþór ræddi við Þorkel Jóhann Steindal um það.
6/30/2023 • 41 minutes, 46 seconds
Þáttur 31
Hljóðbrot er með öðru sniði að þessu sinni. Við héldum opinn umræðufund um foreldrahlutverkið og áhrif blindu og sjónskerðingar á það. Líflegar umræður sköpuðust, fólk deildi reynslusögum og nokkur góð trix litu dagsins ljós.
5/26/2023 • 1 hour, 18 minutes, 12 seconds
Þáttur 30
Í þessum þætti er viðtal við Hjalta Sigurðsson, félagsmann í Blindrafélaginu og neyðarvörð hjá 112. Einnig leyfir Eyþór okkur að heyra upptökur frá páskum á Grikklandi, sem eru töluvert frábrugðnir páskunum eins og við þekkjum þá hérlendis.
4/28/2023 • 41 minutes, 36 seconds
Þáttur 29
Í þessum þætti verður farið um víðan völl, rætt um nýjustu vendingar í tækniheiminum og þróun gervigreindar, litið við á markboltaæfingu og spilakvöld.
3/31/2023 • 40 minutes, 19 seconds
Þáttur 19
Í þættinum talar Hlynur Þór Agnarsson við Ísak Jónson foreldri í Blindrafélaginu um nýtt app sem hann vinnur nú að því að framleiða sem eykur aðgengi blindra og sjónskertra að borðspilum.
Einnig er kynning á tölvuleiknum Eurofly frá Eyþóri þar sem flogið er frá Keflavík til Egilstaða.
11/12/2021 • 56 minutes, 21 seconds
Þáttur 18
Í þættnum er að finna viðtal við Gunnar Thor Örnólfsson máltæknisérfræðing um nýjar íslenskar talgervilsraddir sem eru í þróun um þessar mundir. Einnig leit Marjakaisa Matthíasson við á Blindravinnustofunni í tilefni af 80 ára afmæli hennar.
9/24/2021 • 32 minutes, 33 seconds
Þáttur 10
Tíundi þátturinn af Hljóðbrot, hljóðtímariti Blindrafélagsins er komið út.
Þættinum stjórnar Friðrik Steinn Friðriksson.
Í þessum þætti fáum við innsent sumarkort frá Gísla Helgasyni og Herdísi Hallvarðsdóttur. Einnig heyrum við áhugavert viðtal um Borgarlínuna, en þar ræða þeir Þorkell Jóhann Steindal og Theódór Helgi Kristinsson við Hrafnkel Á. Proppé, Verkefnastjóra Borgarlínunnar, og Eddu Ívarsdóttur, borgarhönnuður Reykjavíkurborgar.