Winamp Logo
Heilsuvarpid Cover
Heilsuvarpid Profile

Heilsuvarpid

Icelandic, Health / Medicine, 1 season, 111 episodes, 4 days, 21 hours, 22 minutes
About
Podcast by Ragga Nagli
Episode Artwork

#106 Vilborg Arna - ofurkona, pólfari, ferðamálafræðingur

Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari er gestur Heilsuvarpsins. Hún býr í Slóveníu og þarf vart að kynan fyrir neinum en hún var fyrsta og eina konan til að fara Suðurpólinn og ganga 8000 m tind ein síns liðs. Hún hefur marga fjöruna sopið í fjallamennskunni, en hún upplifði bæði jarðskjálfta og snjóflóð á Everest. Og haldið fjölda fyrirlestra um mikilvægi þess að taka bara eitt lítið skref í einu til að komast á leiðarenda. Heilsuvarpið er í boði NOW á Íslandi og Nettó @nowiceland @netto.is
9/15/20241 hour, 6 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

#105 Unnur Borgþórs- Heilsudagar Nettó

Unnur Borgþórsdóttir úr Morðcastinu kíkti í spjall um Heilsudaga en þessi þáttur er síðasti þáttur í Heilsudagaseríu Nettó. Við töluðum um sameiginlegan áhuga á sönnum sakamálum, og um allskonar heilsustöff, vegan gúrmeti og Heilsudagagleði. @mordcastid Heilsuvarpið er einnig í boði NOW á Íslandi @nowiceland @netto.is
9/8/202445 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

#104 Helga Dís og Bjarki hjá Nettó - Heilsudagar

Helga Dís markaðs og upplifunarstjóri og Bjarki innkaupastjóri hjá Nettó kíktu í spjall og fræða okkur um sögu Heilsudaga, þróun og vinnuna við að skipuleggja stærstu hátíð okkar heilsuperranna. Heilsuvarpið er í boði Nettó og NOW á íslandi @netto.is @nowiceland
9/6/202448 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

#103 Jana heilsukokkur - Heilsudagar Nettó

Jana Steingríms heilsukokkur kíkti í Heilsuvarpið en hún heldur úti vinsælu matarbloggi undir jana.is og á instagram undir janast. Þessi þáttur er annar af fjórum í sérstakri Heilsudagaseríu í samstarfi við Nettó. Jana er einmitt forsíðustúlkan á heilsublaðinu og segir að við getum öll eldað. Við Jana getum matarperrast saman í marga klukkutíma og vonandi skilaði spjallið allskyns góðum ráðum í að matarpreppa, minnka matarsóun og gera góð kaup á Heilsustöffi. @netto.is @janast Heilsuvarpið er einnig í boði Now á Íslandi @nowiceland
9/4/202450 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

#102 Helgi Ómars Heilsudagar Nettó

Helgi Ómars er einn áhrifavaldur hjá Nettó og hann kíkti í Heilsuvarpið af þessu tilefni og við röbbuðum saman um allskonar heilsutengt, og eins og okkar er von og vísa förum við um víðan völl þar sem meira að segja Smjattpattarnir koma við sögu. Þessi þáttur er fyrsti þáttur af fjórum í Heilsudagaseríu í samstarfi við Nettó í tilefni af Heilsudagar eru 29/8-8/9 með fullt af frábærum tilboðum á heilsustöffi. @nowiceland @netto.is
9/1/20241 hour, 2 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

#102 Helgi Ómars - Heilsudagar Nettó #1

Minn allra besti Helgi Ómars er einn áhrifavaldur hjá Nettó og hann kíkti í Heilsuvarpið. Þessi þáttur er fyrsti þáttur af fjórum í Heilsudaga seríu Nettó í tilefni af Heilsudögum 29/8-8/9 Við röbbu allskonar heilsutengt, og förum við um víðan völl þar sem meira að segja Smjattpattarnir koma við sögu. Ég vil hvetja fólk til að hlaða niður Samkaupa appinu en þar koma inn appslættir á hverjum degi alla Heilsudagana. Heilsuvarpið er einnig í boði NOW á íslandi en það er 20-25% afsláttur af vítamínum og bætiefnum. Minn grunnpakki er EVE fjölvítamín, Omega-3, D-vítamín, C-vítamín eftir æfingu og Magnesíum og L-theanine fyrir svefn. Svo það er ærin ástæða til að skunda í Nettó næstu vikuna og dúndra allskonar í körfuna á afslætti. @nowiceland @netto.is
8/31/20247 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

#101 Magnús Jóhann - einkaþjálfari og borðtennismeistari

Gestur Heilsuvarpsins er Magnús Jóhann einkaþjálfari í Hreyfingu,BS í sálfræði og margfaldur íslandsmeistari í borðtennis.er með , s Hann hefur hjálpað hundruðum ná markmiðum sínum í ræktinni en einnig búið í Suður Kóreu svo hann hefur upplifað margt og hefur frá mörgu að segja. Skemmtilegt spjall við megahressan gaur, Heilsuvarpið er í boði Nettó og NOW á Íslandi @nowiceland @netto.is
8/21/202457 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

#100 Lotuþjálfun HIIT - sólóvarp

Allt um lotuþjálfun (HIIT) í þessu sólóvarpi. Vonandi öllum spurningum um þetta æfingaáreiti svarað. Hvað er það? Hvers vegna er HIIT gott fyrir okkur Hvenær er best að gera lotuþjálfun? Hversu margar lotur í einu? Hversu langar lotur? Hversu oft í viku. Heilsuvarpið er styrkt af NOW á Íslandi og Nettó @nowiceland @netto.is
7/19/202430 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

#98 Krissi Haff - Jákvæðasti maður Íslands

Krissi Haff félagsfræðingur er örugglega jákvæðasti maður Íslands. Hann missti pabba sinn 15 ára og glímdi við sorgina með jákvæðni og von og hugarfari að glasið er alltaf hálffullt Hann heldur úti hlaðvarpinu Jákastið þar sem hann fær til sín þekkta einstaklinga og spyr hvernig þau nota jákvæðni í sínu lífi. Rosalega skemmtilegt spjall og öll fara súper jákvæð inni í daginn eftir þessa hlustun.
6/28/20241 hour, 15 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

#97 Gynamedica Harpa Lind og Sonja - Breytingaskeiðið

Harpa Lind og Sonja frá Gynamedica eru hafsjór af fróðleik um allt sem viðkemur breytingaskeiðinu. Gynamedica er lækninga og heilsumiðstöð fyrir konur sem fagna 2 ára afmæli um þessar mundir. Þar starfar teymi lækna, hjúkrunarfræðing sem bjóða stuðning, fræðslu, eftirfylgni á breytingaskeiði. Leggið vel við hlustir og dragið fram glósubækurnar. Styrktaraðilar @nowiceland @netto.is
6/7/202450 minutes, 1 second
Episode Artwork

#96 Kristinn Johnson - Allt um skó í hlaup og göngur

Kristinn Johnson framkvæmdastjóri Eirberg er gestur Heilsuvarpsins. Eirberg selja vörur sem efla heilsu, auka lífsgæði, auðvelda störf og daglegt líf. Undir þeim hatti eru ALTRA hlaupaskór sem og Vivo barefoot skór. Umfjöllunarefni þáttarins er hvernig skór eru bestir í hlaup, göngur sem og daglegt líf. Mjög fróðlegur þáttur fyrir alla sem vilja gefa fótunum sínum alla ást sem þeir eiga skilið með hágæðaskóm. @eirberg Heilsuvarpið er í boði Nettó og Now á Íslandi @nowiceland @netto.is
5/8/20241 hour, 10 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

#95 Vöðvabygging 101 - hvernig byggirðu vöðva

Allt sem þú þarft að vita um lyftingar og hvaða þættir þurfa að vera til staðar til að byggja upp vöðva. Heilsuvarpið er í boði NOW á Íslandi og Nettó. @nowiceland @netto.is
4/18/202436 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

#94 Birna Varðar næringarfræðingur - orkuskortur og æfingar

Birna Varðar, næringarfræðingur, doktorsnemi í íþrótta og heilsufræði, rannsakandi á sviði fæðu og átraskana. Hún hefur skoðað orkuskort í íþróttum og áhrif á heilsu og árangur. Við tölum um orkuskort í æfingum hjá almenna ræktariðkanda því alltof mörg borða of lítið í samræmi við æfingarnar og fjöllum um áhrif of lítillar næringar hefur á líkamlega og andlega heilsu, og langtíma afleiðingar. Fylgdu Birnu á Instagram: @birnavardar @sportbitarnir Heilsuvarpið er í boði Nettó og Now á Íslandi @netto.is @nowiceland
4/3/20241 hour, 5 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

#93 Kreatín - allt sem þú vilt vita

Í þessum þætti tala ég um kreatín og svara algengum spurningum Hvernig virkar kreatín? Hvenær er best að taka það. Hvernig? Hversu mikið? Hvaða týpa er best? Get ég tekið kreatín þó ég sé ekki að æfa? Heilsuvarpið er í boði NOW á Íslandi og Nettó @nowiceland @netto.is
3/27/202421 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

#92 Geir Gunnar - mataræði án öfga

Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur er gestur Heilsuvarpsins Geir Gunnar starfar hjá Heilsustofnun NLFÍ og ritstjóri heimasíðunnar. BS í matvælafræði og MS í næringarfræði og einkaþjálfarapróf og brennur fyrir heilsu, næringu, hreyfingu og berst gegn öfgum og hindurvísindum í næringar- og heilsufræðum. Bókin hans Góð heilsa alla ævi án öfga fáanleg í næstu bókabúð. Við töluðum um nýju bókina, mýtur og öfgar í mataræði og hreyfingu og hætturnar við samfélagsmiðla í að miðla áfram misgáfulegum og stundum hættulegum ráðleggingum. @ggunnz Styrktaraðilar Heilsuvarpsins @nowiceland @netto.is
3/6/20241 hour, 4 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

#91 Valdimar Þór - Meðvirkni og samskipti

Valdimar Þór Svavarsson er ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu, með MS í stjórnun og stefnumótun, BA í félagsráðgjöf. áfalla- og uppeldisfræðum Piu Mellody. Við tölum um meðvirkni og samskipti og áföll í æsku. Stútfullur þáttur af fróðleik og verkfærum fyrir góð samskipti og aukinn skilning á meðvirkni. www.fyrstaskrefid.is Heilsuvarpið er í boði NOW og Nettó @netto.is @nowiceland
2/23/20241 hour, 19 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

#90 Katrín Edda - ADHD sem fullorðin

Gestur þáttarins er Katrín Edda Þorsteinsdóttir, verkfræðingur, samfélagsmiðlastjarna, Crossfittari, móðir og eiginkona búsett í Þýskalandi og vinnur fyrir Bosch. Við töluðum um þjálfun á meðgöngu og eftir fæðingu en aðallega um hvernig var að fá ADHD greinginu sem fullorðin og hvað áhrif það hefur haft á hennar líf í dag. @katrinedda Heilsuvarpið er í boði NOW og Nettó @netto.is @nowiceland
1/22/20241 hour, 11 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

#89 Erlendur Jóhanns - Testósterón og hormónakerfi karla

Gestur þáttarins er Erlendur Jóhann Guðmundsson einkaþjálfari sem hefur startað sem einkaþjálfari í 15 ár á hinum ýmsu stöðum, og því hokinn af reynslu í bransanum. Hann rekur núna Formið heilsurækt í Ármúla sem er persónuleg nálgun í þjálfun í öruggu umhverfi. Við tölum um ýmislegt sem viðkemur þjálfun, að koma sér í form á nýju ári en aðallega tölum við um hormónakerfi karla og ótrúlegur fróðleikur sem rann uppúr Erlendi sem vonandi getur nýst ansi mörgum sem eru komnir af léttasta skeiði. @coach_erlendur @formid_heilsuraekt Heilsuvarpið er í boði NOW á Íslandi og Nettó @nowiceland @netto.is
1/9/20241 hour, 13 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

#88 Kristín Þórhalls- Kraftlyftingakona og dýralæknir

Kristín Þórhallsdótir er líklega sterkasti dýralæknir Íslands og klárlega ein af sterkustu konum landsins. Hún fann sig í kraftlyftingum eftir að hafa eignast langveikt barn árið 2018. Hún byrjaði að dútla í venjulegri rækt og Crossfit en áttaði sig fljótlega á að hún var mjög sterk og var hvött til að reyna fyrir sér í kraftlyftingum. Kristín hefur unnið til fjölda verðlauna á skömmum tíma en hún hefur staðið á palli á nær öllum mótum sem hún hefur keppt í, nú síðast var hún í 3. sæti á Evrópumótinu í Eistlandi í desember.
12/20/20231 hour, 3 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

#87 Erla Súsanna - Jákvæð sálfræði og þakklæti

Erla Súsanna er menntaður kennari og heldur úti heimasíðunni Töfrakistan.is en hún leggur áherslu á jákvæða sálfræði og þakklætisiðkun. Erla kennir einnig Jóga nidra, býður uppá allskonar retreat og selur þakklætisdagbókina á töfrakistan.is Mjög áhugavert spjall við stórkostlega jákvæða konu með hlýja nærveru. Gjöriði svo vel. Heilsuvarpið er í boði NOW og Nettó @nowiceland @netto.is
11/26/20231 hour, 8 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

#86 Helgi Ómars - öryggi í samböndum og allskonar spjall

Sameiginlegur þáttur Helga og Röggu fyrir bæði Helgaspjallið og Heilsuvarpið. Við töluðum um allt og allskonar tengt samböndum, að setja mörk, og meira að segja pólitík. Sjálfseflingarnámskeiðið er 20. og 21. október Skráning [email protected] Heilsuvarpið er í boði NOW og Nettó @nowiceland @netto.is
10/20/20231 hour, 13 seconds
Episode Artwork

Árni Þóroddur - Narsissmi

Árni Þóroddur sálræðingur kíkti í spjall og við köfum djúpt í samskiptavanda, að setja mörk, eitruð sambönd og narsissma. Árni er einn vinsælasti viðmælandinn minn og svíkur sannarlega ekki í þetta sinn frekar en fyrri daginn Fylgið endilega Árna þar eru fræðslumyndbönd um allskyns sálfræðitengd málefni. @mind.in.motion.psychology Ég minni á námskeiðið okkar Helga ómars Sjálfseflin allur pakkinn sem verður haldið 20 og 21. október. Skráning á [email protected] Heilsuvarpið er í boði NOW á Íslandi og Nettó @nowiceland @netto.is Kóðinn HEILSUVARPIÐ veitir 20% afslátt af öllu NOW á www.Hverslun.is
10/9/20231 hour, 7 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

#84 Eik Gylfadóttir - Dóttirin í eyðimörkinni

Eik Gylfadóttir er sjúkraþjálfari, næringarþjálfari og bjó um árabil í Dubai og Abu Dabi og þjálfaði Crossfit. Eik hefur farið á heimsleikana í Crossfit þrisvar sinnum. Hún er hafsjór af fróðleik um alt sem viðkemur þjálfun, næringu og endurhæfingu en spáir líka mikið í hugarfarinu sem knýr okkur áfram í æfingum. Kíkið endilega á Eik á samfélagsmiðlum en hún heldur úti Building Thriving lifestyle á instagram. @eikgylfadottir @buildingthrivinglifestyles Heilsuvarpið er í boði NOW á Íslandi og Nettó @netto.is @nowiceland Ég minni á sjálfseflingarnámskeið Röggu Nagla go Helga Ómars. 20. og 21. október kl 13-16 kr. 20.990 kr
9/21/20231 hour, 32 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

#BiggiBingó

Gestur Heilsuvarpsins er Arnaldur Birgir eða Biggi þjálfari. Við tölum um þjálfun eftir fertugt, hvernig líkaminn breytist og hvernig við þurfum að hagræða þjálfun og næringu í samræmi en halda samt áfram að ná árangri. Biggi er hokinn af reynslu eftir næstum þrjátíu ár í bransanum og þúsundir skjólstæðinga á ferilskránni. @coachbirgir Heilsuvarpið er í boði Nettó og NOW á Íslandi Kóðinn HEILSUVARPID gefur 20% afslátt á Hverslun.is af NOW bætiefnum. @netto.is @nowiceland
9/3/20231 hour, 31 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

#82 Khan Porter - Mest sjarmerandi maðurinn í CrossFit

Gestur minn í HV er enginn annar en Ástralinn Khan Porter sem er ein stærsta stjarnan í Crossfit heiminum. Khan er ekki bara afburða íþrottamaður en er líka sálfræðimenntaður, djúpur hugsuður, brennur fyrir andlega heilsu og er mikill talsmaður þess að fólk opni sig um vandamál en hann hefur sjálfur glímt við andleg veikindi. Khan bjó á Íslandi í 6 mánuði og æfði í CrossFit Reykjavík með liðinu hennar Annie Mist árið 2022. Heilsuvarpið er í boði NOW á Íslandi og Nettó @nowiceland @netto.is
8/15/20231 hour, 24 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

# 81 Lucie Martinsdóttir - Sterkasta mamma Íslands?

Lucie Stefanikova (Martinsdóttir) er kraftlyfingakona frá Tékklandi búsett á Íslandi. Hún er grjótsterk en líka stórkostleg fyrirmynd hvernig hún sinnir móðurhlutverkinu, starfi sínu sem þjálfari og rífur í lóðin. Lucie er fróð, hógvær, róleg og með einstakt æðruleysi. Mögulega sterkasta mamma íslands gjöriði svo vel. @lucie_martins_lifts Heilsuvarpið er í boði NOW á Íslandi Mæli með kreatíni fyrir bætingar í lyftingum. @nowiceland Nettó styrkir Heilsuvarpið. Mæli með Anglamark vörunum @netto.is
7/31/20231 hour, 10 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

#80 Nökkvi Fjalar - konungur heilsunnar

Nökkvi Fjalar Orrason er gestur Heilsuvarpsins að þessu sinni og miðlar af þekkingu reynslu í gegnum sína miðla til að tileinka sér betri heilsuvenjur t.d hugleiðslu, æfingar, mataræði, föstur, betri svefn og öndunaræfingar. Nökkvi býr í London þar sem hann er að þróa nýtt app fyrir áhrifavalda, Mintseer, sem hjálpar þeim að halda utan um sín verkefni og samstörf við fyrirtæki. Dragið fram glósubækur og blýanta því Nökkvi hendir á okkur ansi mörgum góðum verkfærum fyrir heilsulífið. @nokkvifjalar Heilsuvarpið er í boði NOW á Íslandi og Nettó @nowiceland @netto.is
7/14/20231 hour, 15 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

#79 Hjörtur Jóhann - buffaðasti leikari Íslands

Gestur HEILSUVARPSINS er Hjörtur Jóhann Jónsson leikari. Ég hef verið aðdáandi Hjartar síðan 2016 þegar ég sá hann eiga stórleik í Njálu. Hjörtur er stórkostlegur leikari og hann segir okkur hér frá sínum heilsuvenjum og hvernig hann æfir í ræktinni fyrir hin ýmsu hlutverk í bíói og á sviði. Hjörtur er með hlýja nærveru, skemmtilegur, einlægur og fyndinn. Frábært spjall við frábæran mann. Heilsuvarpið er í boði NOW og Nettó @nowiceland @netto.is
6/22/20231 hour, 20 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

#78 Heiðrún Finnsdóttir - Allir geta eitthvað

Heiðrún Finnsdóttir er gestur Heilsuvarpsins. Heiðrún á ótrúlega sögu. Hún var 105 kg með vefjagigt, þunglyndi, liðagigt og kvíða og ákvað að snúa við blaðinu. Hún var búin að prófa alla kúra þegar hún fór í Polefitness og þaðan lá leiðin í Crosfit og er með Level 1 Crossfit þjálfararéttindi. Síðan hefur margt vatn runnið til sjávar og hún setti á fót hin geysivinsælu Allir geta eitthvað námskeiðin í Sporthúsinu þar sem allir eru velkomnir óháð getu og formi. Heiðrún er ótrúlega hláturmild, með dásamlega nærveru og í alla staði hlý og yndisleg maneskja sem vill hjálpa öðrum sem standa í sömu sporum og hún var og miðla af sinni reynslu. Við förum yfir söguna hennar og um víðan völl í þjálfun og mataræði. @heidrunfinnsdottir Heilsuvarpið er í boði NOW og Nettó @nowiceland @netto.is
6/2/20231 hour, 18 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

#77 Snorri Barón - umboðsmaður Crossfitstjarnanna

Snorri Barón umboðsmaður er með rúmlega 30 Crossfitstjörnur undir sínum verndarvæng, og eins og bangsapabbi sem hugsar um þau með alúð og umhyggju. Hann er þeim innan handar hvenær sem er sólarhringsins, og semur ríkulega við styrktaraðila svo þau geti lifað af sinni íþrótt. Þessi þáttur er bæði fyrir þá sem vita lítið um Crossfit því Snorri er megahress og segir skemttilega frá en líka fyrir okkur dygga áhugafólkið því nördumst djúpt. Þess má geta að Heilsuvarpið er tekið upp heima hjá Snorra þegar ég er á Íslandi, en hann er persónulegur hljóðmaður, tæknimaður, klippari og viðmælendahöstlari Heilsuvarpsins og kann ég honum miklar þakkir fyrir alla hans aðstoð. Þú finnur Snorra á Instagram @snorribaron Heilsuvarpið er í boði NOW á Íslandi og Nettó. @nowiceland @netto.is
5/18/20231 hour, 35 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

#76 Halldóra og Viðar Kvennastyrkur + Kvennakraftur

Halldóra Anna Hagalín og Viðar Bjarnason eigendur Kvennastyrks í Hafnarfirði sem er líkamsræktarstöð eingöngu fyrir konur þar sem áherslan er á að hver og ein hreyfi sig útfrá eigin getu og þjálfun aðlöguð að hverri konu með áherslu á getu en ekki útlit og vigt. Þau segja að það sé nauðsynlegt að hafa líkamsræktarstöð eingöngu fyrir konur þar sem margar upplifa sig óörugga í hefðbundnum kynjablönduðum stöðvum. Heilsuvarpið er í boði NOW á Íslandi og Nettó @nowiceland @netto.is
5/7/20231 hour, 15 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

#75 Ingi Torfi Macros og mataræði

Í þessum þætti er ég að tala við Inga Torfa Sverrisson hjá ITS macros en þau hafa hjálpað þúsundum að ná árangri með að telja orkuefni og læra gott máltíðamynstur. Við fórum um víðan völl í öllu sem viðkemur mataræði, macros og heilbrigðu sambandi við mat. Ég minni á Heilsukvöldið þar sem bæði ég og Ingi Torfi verðum með fyrirlestra um mataræði í Hverslun þann 21. apríl kl 18.30. Heilsuvarpið er í boði NOW á Íslandi og Nettó @nowiceland @netto.is
4/18/20231 hour, 3 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

#74 Jónas Tryggvi Betra Box sambönd + samskipti

Jónas Tryggvi Stefánsson frá Betra Box, er áhugamaður um samskipti, sambönd, og meðvirkni. Hann vill ekki að við festum okkur í ákveðnu boxi. Í þættinum töluðum við um allskonar tengt samböndum, kynlífi, heilbrigð samskipti, tilfinningar og sjálfsbetrun. @betrabox Heilsuvarpið er í boði NOW á Íslandi og Nettó @nowiceland @netto.is
4/10/20231 hour, 4 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

#73 Hlynur Kristinn Það er Von

Hlynur Kristinn Rúnarsson er stofnandi samtakann Það er von Markmið þeirra er að vinna gegn fordómum, skömm og vekja von hjá þeim sem glíma við fíknisjúkdóma og gefa annað tækifæri í lífinu. Hlynur á sjálfur ótrúlega sögu af bata en hann hefur verið edrú í næstum 4 ár. Hann er nýútskrifaður með BS í lögfræði og er nú í mastersnámi. Heilsuvarpið hvetur alla til að gerast Vonarliðar og leggja samtökunum lið og hjálpa að gefa fólki með fíkn nýja von. Heilsuvarpið er í boði NOW á Íslandi og Nettó @nowiceland @netto.is
3/24/20231 hour, 56 seconds
Episode Artwork

#72 Halldóra Skúladóttir - Breytingaskeiðið

Gestur þáttarins er Halldóra SKúladóttir hjá Kvennaráð.is. Hún er sprenglærð í breytingaskeiði kvenna, sjúkraliðamenntun og dáleiðari. Halldóra er hafsjór af fróðleik um breytingaskeiðið, og markmið hennar er að fræða, upplýsa og uppræta fordóma. Takið fram penna og stílabók, því þið eruð að fara að glósa hérna. @kvennarad.is Heilsuvarpið er í boði NOW á Íslandi og Nettó @nowiceland @netto.is
3/12/202357 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

#71 Sólveig Sigurðardóttir Crossfitstjarna

Í þessum þætti tala ég við Sólveigu Sigurðardóttur, Crossfitstjörnu, en hennar frægðar Sól reis hratt síðasta ár þegar hún stóð sig stórkostlega í undanúrslitunum í London og tryggði sig inn á Crossfitleikana í einstaklingskeppni. Sólveig er einlæg, hlý, hreinskilin og í alla staði yndisleg manneskja. Hún opnar sig um reynsluna af Crossfit keppnum, að æfa með háklassa keppendum á Mallorca, og hvernig hún er meðvituð um sitt neikvæða innra sjálfstal. Einlægt og opið viðtal við stórkostlega konu sem á eftir að ná langt í sportinu. Sólveig á Instagram @solasigurdardottir Heilsuvarpið er í boði: NOW á Íslandi @nowiceland Nettó verslanir / Samkaup @netto.is
2/15/20231 hour, 15 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

#70 Daníel Gunnarsson - frá magaermi í vaxtarrækt

Daníel Gunnarsson fór í magaermi í maí 2021. Í nóvember 2022 stóð hann helskafinn á sviði að keppa í vaxtarrækt og lét þar gamlan draum rætast. Draumur sem hann hélt að yrði alltaf bara óraunhæf óskhyggja. Ekki nóg með að fara á svið, heldur lenti hann í öðru sæti. Ótrúleg saga af dugnaði, elju, þrautseigju, jákvæðni og skynsemi hjá okkar manni. Heilsuvarpið er rækilega styrkt af NOW á Íslandi og Nettó @nowiceland @netto.is
2/4/20231 hour, 2 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

#69 Sara Sigmunds Crossfit drottning

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Crossfit drottning, sálfræðinemi, verðandi einkaflugmaður. Sara er hlý, kærleiksrík, fyndin og einlæg. Hún opnar sig um hvernig hún komst andlega í gegnum meiðslin á hnénu, hversu mikilvægt er að hrósa, og hvernig eitt hrós var þúfan sem velti þungu hlassi á hennar Crossfit ferli. Ótrúlega skemmtilegt viðtal við stórkostlega konu. Styrktaraðilar Heilsuvarpsins Nettó @netto.is Now á Íslandi @nowiceland
1/2/20231 hour, 8 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

#68 Sveinn Gunnar Björnsson kírópraktor

Sveinn Gunnar Björnsson eða Svenni Kíró er kírópraktor hjá Kíró Lindum. Hann lærði í Atlanta Georgia, og glímdi sjálfur við bakmeiðsli ungur að árum. Svenni er gangandi fróðleiksmoli um allt sem viðkemur líkamsstöðu og beitingu í æfingum og daglegu lífi. Hann er líka einn af þremur frumkvöðlum sem settu á markað Kuldi Sleeve sem er kæliermi fyrir hné, olnboga og fleiri liði. Kuldi sleeve fæst t.d í Eirberg. @kirolindum @kuldi.cryo Heilsuvarpið er í boði Nettó og Now á Íslandi @netto.is @nowiceland
11/30/20221 hour, 2 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

#67 Erlendur Rafnkell Crossfit Fenrir Elite

Í þessum þætti tala ég við Ella eiganda Fenrir Elite á Höfn í Hornafirði. Elli á magnaða sögu þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur glímt við þunglyndi kvíða, og fíkn en vann sig útúr því og stofnað Crossfit stöð sem fagnar mikilli velgengni. Sannarlega frumkvöðull sem á framtíðina fyrir sér, bæði sem elítu Krossfittari og slyngur viðskiptamaður. Skemmtilegt spjall við kláran og duglegan mann. Heilsuvarpið er í boði NETTÓ verslananna og NOW á Íslandi @nowiceland @netto.is
11/16/20221 hour, 35 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

#66 - Gústi Hermanns - ADHD á fullorðinsárum

Gústi Hermanns er verkfræðingur sem glímdi við kulnun og í þvi ferli greindist hann með ADHD og það opnaði augu hans fyrir ýmsu úr æskunni. Hér segir hann frá einkennunum og hvernig er að vera með ADHD sem fullorðinn. Þátturinn er í boði NOW á Íslandi og Nettó @nowiceland @netto.is
10/22/20221 hour, 10 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

#65 - Friðrik Agni Árnason dansari og hamingjusprengja

Friðrik Agni Árnason er dansari og annar eigandi Happy studios. Hér talar hann um lífshlaup sitt, starfið sitt og opnar sig á einlægan hátt um kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir snemma á lífsleiðinni og hvernig hann hefur unnið úr því áfalli. Heilsuvarpið er styrkt af NOW á Íslandi og Nettó @fridrikagni @nowiceland @netto.is
10/6/20221 hour, 19 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

#64 Hinrik Páls - Lyftingar og mataræði

Hinrik Pálsson situr í stjórn Kraftlyftingasambands Íslands og er með næringarþjálfunargráðu frá Working against gravity. Hann veitir næringarráðgjöf hjá Fiercely fuelled nutrition. Hinrik hefur síðustu ár keppt í kraftlyftingum bæði hér heima og erlendis, og er einnig að klára nám til að fá þjálfararéttindi í greininni. Hann er með margar háskólagráður, BA í félagsfræði, MA í afbrotafræði, M.Sc í viðskiptafræði og starfaði í lögreglunni, sérsveitinni og hjá sérstökum saksóknara áður en hann sneri sér að bankastörfum. Allt um hvernig sé best að næra sig fyrir, á meðan og eftir lyftingaæfingar í þessum þætti. @hinrikpals @fiercelyfuelednutrition Heilsuvarpið er í boði Nettó og NOW á Íslandi @netto.is @nowiceland
9/24/20221 hour, 3 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

#63 - Anna Claessen- Kulnun, streita, zumba og Jallabína

Anna Claessen glímdi við kulnun í starfi og persónulega lífinu en komst uppúr því með ýmiss konar aðstoð. Nú er hún að fara af stað með netnámskeið í streitustjórnun. Anna er dansari, fjölmiðlafræðingur, markþjálfi,einkaþjálfari, skemmtikraftur og prófessjónal peppari. Hún kennir Zumba og Jallabína og rekur Happy studios ásamt Friðriki Agna Árnasyni. @happystudiosiceland Heilsuvarpið er í boð Now á Íslandi og NETTÓ @NOWICELAND @NETTÓ.IS
9/10/20221 hour, 10 minutes
Episode Artwork

#Breytingaskeið - Æfingar og mataræði

Margar konur klóra sér í hausnum hvernig þær eiga að haga æfingum og mataræði fyrir, á meðan, og eftir breytingaskeið. Því líkaminn breytist, hormónabúskapur breytist, insúlínnæmið breytist, líkamssamsetningin breytist. Og margar konur upplifa að þó þær æfi mikið og borði hollt sjái þær fitusöfnun á kvið og verra líkamsform eftir fertugt. Í þessum þætti tala ég um hvaða æfingar eru áhrifaríkastar fyrir konur, hversu mikið, hversu oft í viku, hvernig við nærum okkur fyrir og eftir æfingar og hvaða bætiefni virka fyrir konur. Heilsuvarpið er í boði Nettó verslananna og NOW á Íslandi. Vítamíndagar í Nettó 18-21. ágúst með 25% afslætti á vítamínum
8/20/202233 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Ragga Nagli - Heilsuhegðun í sumarfríi

Í þessu sólókasti tala ég um að vera kortér í kulnun, nauðsyn þess að taka frí og hvernig við viðhöldum heilsuhegðun í sumarfríinu. Heilsuvarpið fór í smá marineringu í nokkra mánuði en snýr nú aftur í vetur með hvetjandi og fræðandi þætti. Styrktaraðilar Heilsuvarpsins @netto.is @nowiceland
8/9/202234 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

#60- Haraldur Holgersson Crossfit og Friends

Haraldur Holgersson er klárlega næsta karlkyns vonarstjarna Íslands í Crossfit heiminum. Hann hefur farið á Crossfit leikana sem unglingur og í liðakeppni. Hann æfir og þjálfar í Crossfit XY og stefnir á leikana sem einstaklingur 2022. Haraldur er líka manna fróðastur um Friends þættina. Þátturinn er í boði Nettó verslananna og NOW á Íslandi
3/14/20221 hour, 55 seconds
Episode Artwork

#59- Rannveig Ásgeirs - Konur og hjartasjúkdómar

Í þessum þætti tala ég við Rannveigu Ásgeirsdóttir, verkefnastýru hjá GORED iceland sem er vitundarvakning um hjarta og æðasjúkdóma kvenna. Ungar konur eru í aukinni áhættu á háþrýstingi og sykursýki á meðgöngu og síðan seinni hluta ævinnar á breytingaskeiðinu. Febrúar er HJARTAMÁNUÐURINN og vill GÓRED hamra á að fólk þekki ættarsögu sína, sem og hin ýmsu gildi eins og blóðþrýsting, sykurstuðul o.s.frv. Þátturinn er í boði NOW á Íslandi og Nettó verslananna @nowiceland @netto.is
2/14/20221 hour, 59 seconds
Episode Artwork

#58-Helgi Ómars - Lífið eftir ofbeldissamband

Helgi Ómars er áhrifavaldur, frumkvöðull, ljósmyndari, en fyrst og fremst dásamleg mannvera og hugrökk hetja, en hann kom sér út úr margra ára ofbeldissambandi. Hann hefur unnið í sjálfum sér síðan, að styrkja sjálfsmyndina og sjálfstraustið og deilir hér hvað reyndist honum vel í þessari sjálfsvinnu og ráðleggingar til annarra í sömu stöðu. Þátturinn er tekinn upp í Podcaststöðinni @podcastodin Heilsuvarpið er í boði NOW á Íslandi. @nowiceland Nettó verslanirnar styrkja Heilsuvarpið. @netto.is Heilsudagar hefjast 27. janúar með 25% afslætti af öllum vitamínum og heilsuvörum.
1/25/202247 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

#57-Daníel Gunnarsson- Magaermi, breyttar matarvenjur, líkamsímynd

Daníel Gunnarsson er smiður, og nemi í mannauðsstjórn og skipulagsstjórnun. M.Sc í Háskólanum í Reykjavík. Hann fór í magaermi í maí 2021. Hann talar hér um reynslu sína af þeirri aðgerð, breyttar matarvenjur með nýtt magarými, líkamsímynd sína, bæði fyrir og eftir aðgerð og einelti í æsku vegna vaxtarlags og margt fleira. Þátturinn er tekinn upp í Podcaststöðinni í Kópavogi @podcaststodin Þátturinn er í boði Nettó verslananna og NOW á Íslandi @netto.is @nowiceland
1/12/20221 hour, 13 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

#56 Anna Marta - Næring, hreyfing, sorg

Anna Marta hefur gengið í gegnum barnsmissi og talar hér um hvernig heilbrigður lífsstíll og einstök jákvæð sýn á lífið hefur hjálpað henni að takast á við sorgina og lifa með henni. Anna Marta er með online þjálfun en einnig framleiðir hún pestó og Döðlumauk undir merkinu AnnaMarta og súkkulaðið Dásemd til styrktar Barnaspítala Hringsins. Þátturinn er í boði Nettó og NOW á Íslandi. @nowiceland @netto.is
12/28/20211 hour, 18 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

#55 Júlían Jóhannsson - kraftlyftingakappi og heimsmethafi

Júlían Jóhann Karl Jóhannsson er fremsti kraftlyftingamaður Íslands en hann var kosinn íþróttamaður ársins 2019. Júlían setti heimsmetið í réttstöðulyftu í 120 + kg flokki en hann togaði 405.5 kíló upp frá jörðu árið 2019 í Dubai. Nýlega vann hann gull í réttstöðulyftu í Stavanger í Noregi. Kona Júlíans, Ellen Ýr, stundar einnig kraftlyftingar svo þetta er líklega sterkasta par Íslands. Þú getur fylgt Jóhanni á Instagram @julianjkj @jkpowerco @sbd_island ----------- Þátturinn er í boði NOW á Íslandi. Vörurnar má nálgast í netverslun á Hverslun.is og í öllum Nettó verslunum. @nowiceland @hverslun Nettó verslanirnar eru einnig styrktaraðili Heilsuvarpsins. Samkaupsappið veitir reglulega afslátt í formi inneignar af ýmsum vörum og einnig má greiða með appinu á kassanum. @netto.is
12/9/202158 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

#54 Hekla Guðmunds - Bandvefslosun, nudd og teygjur

Hekla Guðmundsdóttir er eigandi Bandvefslosun,is Hekla hefur hannað Body reroll, nýtt æfingakerfi sem sameinar teygjur, slökun, djúpteygjur og bandvefslosun. Hekla fræðir okkur um hvað bandvefur, hlutverk hans í líkamanum og mikilvægi þess að hugsa vel um hann með teygjum og nuddi og hvernig bandvefslosun minnkar verki og vöðvaspennu, bætir líkamsstöðu, eykur hreyfanleika, og undirbýr líkamann fyrir æfingar. Þátturinn er í boði NOW á Íslandi og langar mig sérstaklega að benda á Heilsupakka Röggu Nagla á www.hverslun.is Pakkinn inniheldur rauðrófuduft, kreatín og efferhydrate töflur. @hverslun @nowiceland
5/26/202156 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

#54 Hjördís Ósk - Crossfit, næring, líkamsímynd

Hjördís Ósk er íþróttafræðingur, yfirþjálfari og framkvæmdastjóri Crossfit XY. Hún hefur tvisvar keppt á Crossfit leikunum. Hjördís á frækinn feril í íþróttum frá blautu barnsbeini, körfu, fótbolta frjálsum og sundi Sannkölluð ofurkona með mörg járn í eldinum. Þátturinn er sem fyrr í boð NOW á íslandi @nowiceland @hverslun
5/16/20211 hour, 3 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

#53 Ásdís Hjálms spjótkastari- Hugarfar í íþróttum. Neikvæð ummæli.

Ásdís Hjálmsdóttir er lyfjafræðingur og fremsti spjótkastari Íslandssögunnar og keppt 3x á ÓL 2008, 2012 og 2016. Býr í Svíþjóð og er eigi kona einsömul. Hún talar um þjálfun á meðgöngu, hvernig er að lesa ummæli um sjálfa sig og hvort það sé sanngjarnt að ætlast til að það sé hluti af því að vera íþróttamaður að mynda þykkan skráp og mikilvægi hugarfarsins og sjónmynda þegar kemur að þjálfun. Ásdís rekur Afreksskólann þar sem hún gefur fólki verkfæri til að æfa hugarfarið fyrir hámarks árangur í sinni íþrótt. Þátturinn er í boði NOW á Íslandi @nowiceland Nú er hægt að fá æfingapakka Röggu Nagla á Hverslun.is @hverslun
4/25/20211 hour, 12 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

#52 Árni Björn - Lyftingar - Crossfit - Langveikt barn

Árni Björn Kristjánsson eigandi og stöðvarstjóri að Crossfit XY. Árið 2009 var hann var 130 kg með of háan blóðþrýsting og missti 30 kg á örfáum mánuðum í CrossFit. Hann talar hér um Lyftingar, CrossFit og Árni Björn og kona hans eiga langveikt barn og í þessum þætti opnar hann sig um hvernig þau hafa þurft að berjast við kerfið til að sækja réttindi sín. Þátturinn er í boði NOW á Íslandi @nowiceland @hverslun
4/2/20211 hour, 4 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

#52- Silja Úlfars - Hlaupastíll, hlaupatækni og ofþjálfun

Silja úlfars er frjálsíþróttakona er þekktust sem spretthlaupari í 100-200 og 400 m vegalengdum. Silja hefur lagt keppnisskóna á hilluna og sinnir nú námskeiðahaldi í hlaupatækni og hlaupastíl Ég ráðlegg öllum að draga fram glósubækurnar og blýantinn því í þessum þætti eys hún úr viskubrunninum og dælir úr reynslubankanum góðum ráðum til að hámarka hlaupaþjálfunina. En hún talar líka um þegar hún æfði sig í ofþjálfun og upplifði rhabdomyolosis eða rákvöðvalýsu þar sem vöðvarnir brotna niður mjög hratt eftir erfiðar æfingar. Fróðlegur þáttur með stórkostlega gáfaðri og skemmtilegri konu. Instagram: @siljaulfars www.siljaulfars.is Þátturinn er í boði NOW á Íslandi www.nowfoods.is @nowiceland
3/15/20211 hour, 16 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

#51- Björgvin Karl Crossfittari -næsti arftaki Matt Fraser?

Björgvin Karl Guðmundsson hefur keppt á Crossfit heimsleikunum síðan árið 2014 og tvisvar komist þar á pall í þriðja sætið. Hann er án efa skærasta karlkyns Crossfit stjarna okkar Íslendinga. Björgvin er konungur Hveragerðis þar sem hann æfir og þjálfar í Crossfit Hengill sem bróðir hans og mágkona eiga og reka. Hvernig er hann að þjálfa fyrir Open og heimsleikana, hvaða veikleika er hann að vinna í og hvernig hann spjallar við sjálfan sig í hausnum gegnum sataníska æfingahringi. @bk_gudmundsson Heilsuvarpið er í boði NOW á Íslandi. @nowiceland @hverslun
2/23/20211 hour, 7 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

#50 Þuríður Erla - Crossfit, lyftingar, bætiefni, svefn

Þuríður Helgadóttir Crossfitdrottning kíkti í Heilsuvarpið. Hún er að undirbúa sig fyrir undankeppni Heimsleikanna í Crossfit. Þuríður býr í Sviss og þjálfar í Crossfit zug. Þuríður byrjaði að æfa í Crossfit Sporthúsinu 2010 og þjálfaði þar frá 2012 og hefur keppt á heimsleikunum fimm sinnum. Fylgstu með Þuríði á @thurihelgadottir á instagram. Þátturinn er í boði NOW á Íslandi @hverslun @nowiceland Í Hverslun fæst Converse, speedo sundfatnaði, INIKA snyrtivörum og HOudini sænsku útivistarfötin.
2/8/20211 hour, 7 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

#49 - Að eiga barn með kvíða: Biggi og Linda

Biggi og Linda kíktu í Heilsuvarpið til að segja frá hvernig er að eiga barn með kvíða. Hvaða mistök þau gerðu. Hvaða hegðuna þau tóku eftir sem ýttu undir grunsemdir um að jafnvel ættu sér rætur í andlegum kvillum frekar en líkamlegum. Þau miðla hér ráðleggingum hvernig við getum búið til gott umhverfi á heimilinu, og hvetjum frekar en að beita pressu. Þátturinn er í boði NOW á Íslandi. www.nowfoods.is @nowiceland Mæli sérstaklega með burnirót til að minnka kvíðaeinkenni og lækka kortisólið. 25% afsláttur á Heilsudögum Nettó 24. janúar til 7. febrúar.
2/1/20211 hour, 9 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

#48 Birna Varðar - Átraskanir og hlutfallslegur orkuskortur

Birna er með BS gráðu í næringarfræði frá HÍ og meistargráðu í þjálffræðivísindum með íþróttanæringarfræði sem sérsvið frá Maastricht háskóla í Hollandi. Hún stundar nú doktorsnám í íþrótta-og heilsufræði við HÍ. Í þessum þætti talar hún um doktorsverkefnið sitt um hlutfallslegan orkuskort í íþróttum sem þýðir í raun að næra sig ekki nóg í samræmi við hreyfinguna. Birna glímdi sjálf við átröskun og ofþjálfun á yngri árum sem hlaupari og miðlar hér af reynslu sinni að öðlast ró í kringum mat og æfingar. Þátturinn er í boði NOW á Íslandi @nowiceland www.nowfoods.is Mæli með hlaupafötunum frá CWX í Eirberg. www.eirberg.is
1/16/20211 hour, 2 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Fannar Karvel - Ræktin lokuð. Hvað þýðir það fyrir eigendur og iðkendur?

Fannar Karvel er íþróttafræðingur, styrktarþjálfari HSÍ, kennari í Háskóla Reykjavík og eigandi Spörtu heilsuræktar. Hann talar hér um hvað lokun líkamsræktarstöðva í COVID hefur þýtt fyrir hann sem eiganda og hvaða áhrif það hefur á iðkendur og almenna lýðheilsu landans. Hvaða lausnir hann sér í stöðunni til að geta opnað aftur og hvaða ráðstöfunum þyrfti að fylgja. @spartarvk Facebook: Sparta Reykjavík Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég spjalla sjálf eða fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi. www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann [email protected] ef þig vantar sálfræðiaðstoð eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf Facebook/RaggaNagli Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur Þátturinn er í boði NOW á Íslandi sem fást í Nettó, Hverslun og www.nowfoods.is @nowiceland
1/5/20211 hour, 12 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

#46 Jól Í Núvitund

Við eyðum fleiri klukkustundum, jafnvel sólarhringum og dögum í að hugsa um mat. Versla í matinn. Elda matinn. Skera. Preppa. Undirbúa. Leggja á borð. Ganga frá eftir mat. En sjálf athöfnin að borða. Athöfnin sem við öll elskum. Hún tekur innan við fimmtán mínútur. Á hraða örbylgjunnar er matnum andað að sér. Upplifum ekki bragðið, lyktina og kryddin. Þessi þáttur kennir okkur verkfæri núvitundar til að hægja á okkur við að borða og njóta matarins útfrá ástarsambandi við mat. Við viljum eiga gæðastundir með mat og sætindum og sælgæti þessi jólin og verða þannig sáttari með minna magn og koma útúr hátíðunum sáttari á sál og líkama. Þátturinn er í boði NOW á Íslandi og mæli ég sérstaklega með rauðrófudufti til að auka úthald og þol í útihlaupunum nú þegar ræktin er lokuð. @nowiceland www.nowfoods.is www.hverslun.is @hverslun
12/20/202030 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

#46 Árni sálfræðingur - COVID Kvíði

Í þessum þætti tölum við Árni sálfræðingur um COVID kvíða. Margir eru að glíma við óvissu, hræðslu við veiruna, kvíða yfir að smitast, ótta við smitskömm, einmanaleika, fjárhagslegt óöryggi og margt fleira tengt þessum heimsfaraldri. Við Árni förum yfir hvað er kvíði, hvernig getum við tæklað hann og hvernig getum við minnkað hann. En fyrst og fremst að við normalíserum að okkur líði illa og ekkert er eðlilegra á fordæmalausum tímum. Ég mæli sérstaklega með Lumie vekjaraklukkunni frá Eirberg sem vekur þig smám saman með að lýsa upp rýmið og eykur dægurhormónin kortisól og adrenalín hægt og rólega. www.eirberg.is Þátturinn er í boði NOW á Íslandi. www.nowfoods.is @nowiceland @hverslun
12/12/20201 hour, 6 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

#45 Hvernig gerirðu hollar máltíðir gúrmetisgómsæti?

Hvernig gerirðu heilsusamlegar máltíðir að jólaballi í munninum á þér? Hvernig býrðu til langvarandi heilbrigt samband við mat með að njóta hverrar einustu máltíðar? Hvernig hækkarðu fullnægingarfaktorinn í daglegu máltíðunum þínum til að koma í veg fyrir ofát seinna meir? í þessu sólóvarpi færðu allskonar hugmyndir, verkfæri, tæki og tól frá Röggu Nagla til að gera hverja máltíð að kúlínarískri fullnægingu. Þátturinn er í boði NOW á Íslandi @nowiceland www.nowfoods.is @hverslun Njótið. Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég spjalla sjálf eða fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi. www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann [email protected] ef þig vantar sálfræðiaðstoð eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf Facebook/RaggaNagli Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur Afsláttarkóðar: Veganbúðin: ragganagli = 10%
12/6/202032 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

#44 Árni sálfræðingur - Impostor Syndrome

Í þessum þætti tölum við Árni sálfræðingur um loddaralíðan eða Impostor syndrome sem lýsir sér í að við erum haldin viðvarandi hræðslu um að það komist upp um okkur sem loddara í starfi og daglegu lífi, því við séum að blekkja aðra um hæfileika, færni og þekkingu. Sálfræðingarnir Pauline Clance og Suzanne Imes komu með þetta hugtak 1978 eftir að hafa séð þessar tilfinningar og hugsanir koma ítrekað fram hjá sínum skjólstæðingum. Þátturinn er í boði NOW á Íslandi @nowiceland Njótið. Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég spjalla sjálf eða fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi. www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann [email protected] ef þig vantar sálfræðiaðstoð eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf Facebook/RaggaNagli Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur Afsláttarkóðar: Veganbúðin: ragganagli = 10% www.goodgoodbrand.net: ragganagli20
11/16/20201 hour, 49 seconds
Episode Artwork

#43 Helgi Ómars - Meðvirkni í samböndum

Í þessum þætti tölum við Helgi Ómars um hvernig meðvirkni kemur fram í samböndum og þróast ómeðvitað í samskiptamynstri milli tveggja aðila. Við tölum um hvernig Helgi er smám saman að vinna sig útúr sinni meðvirkni og standa betur með sjálfum sér eftir nýleg sambandsslit og finna sín gildi og markmið aftur. Þátturinn er í boði NOW á Íslandi www.nowfoods.is @nowiceland
11/8/202054 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

#42 - Biggi þjálfari - Spurt Og Svarað

Biggi þjálfari kom í heimsókn í Heilsuvarpið til að svara spurningum sem fólk sendi á instagram og við völdum fimm úr bunkanum sem kom inn í gegnum skilaboðin. Fáir eru jafn hoknir af reynslu og Biggi þegar kemur að þjálfun, því hann hefur yfir 20 ára reynslu og ekki þjálfað þúsundir heldur tugþúsundir. Hann stofnaði og rak Boot Camp stöðvarnar um árabil, en þar áður sleit hann barnsskónum í hinu legendary GYM 80 innan um kanónur eins og Jón Pál, Hjalta Úrsus, Magnús Ver og Jón bónda. Frábær þáttur með einstökum manni. Vonandi getið þið bætt einhverju við vopnabúrið ykkar í heimaæfingum og haldið áfram að taka á því utandyra, í ræktinni, heima í stofu, í bílskúrnum, úti í garði, úti á túni eða hvar sem er. Þátturinn er í boði NOW á Íslandi sem flytja inn NOW vörurnar sem eru hágæða hrein bætiefni sem stuðla að hámarks árangri án óæskilegra aukefna. www.nowfoods.is Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég spjalla sjálf eða fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi. www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann [email protected] ef þig vantar sálfræðiaðstoð eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf Facebook/RaggaNagli Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur
10/24/20201 hour, 2 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

#41 Bjöddi þjálfari- Heimaæfingar

Nú þegar ræktin er lokuð aftur í COVID vantar marga innblástur og hugmyndir fyrir heimaæfingar eða útiæfingar. Björn Þór Sigurbjörnsson þjálfari í World Class miðlar hér af reynslu og þekkingu til að halda mótivasjóninni og nýjungum í ræktarrútínunni þó dyrnar að líkamsræktarstöðvum séu skelltar í lás. Þátturinn er í boð NOW á Íslandi.
10/18/20201 hour, 3 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

#40 - Kvíði með Steinunni Önnu sálfræðingi

Steinunn Anna er sálfræðingur hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni og kennari í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur sérhæft sig í kvíða hjá börnum og fullorðnum sem og áráttu og þráhyggju. Við tölum um kvíða í þessum þætti og hvernig við getum tæklað hann þegar hann dúkkar upp. Hvernig getum við berskjaldað okkur fyrir kvíða og sannað fyrir okkur að kvíðinn er oft verri í hausnum en í raunveruleikanum. Njótið. Þátturinn er í boði NOW á Íslandi @nowiceland Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég spjalla sjálf eða fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi. www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann [email protected] ef þig vantar sálfræðiaðstoð eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf Facebook/RaggaNagli Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur Afsláttarkóðar: Veganbúðin: ragganagli = 10%
9/26/20201 hour, 14 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Grunnbrennslan #2 - hvernig fær maður hærri grunnbrennslu?

Hvernig hröðum við á grunnbrennslunni? Hvað veldur hægri grunnbrennslu? Hvaða hlutverki gegna hormónar í grunnbrennslunni? Af hverju er mikilvægt að borða meira? Hvernig bökkum við útúr því að vera í megrun yfir í að borða meira og auka þannig grunnbrennsluhraðann. Af hverju eru lyftingar svona mikilvægar fyrir grunnbrennsluna. Þessum spurningum og fleiri er svarað í þessum þætti af Heilsuvarpinu sem er í boði NOW á Íslandi.
9/16/202056 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Að Setja Mörk

Í þessum þætti tölum við Helgi Ómars um hvernig og hvenær við setjum mörk gagnvart öðru fólki til að auka sjálfstraustið og hækka sjálfsvirðinguna. Hvaða orð notum við fyrir uppbyggileg samskipti Hvaða orð eru eitruð og keyra upp ágreining. Hvers vegna erum við hrædd við að setja öðru fólki mörk. Hvernig getum við yfirstigið þann ótta. Vonandi hafið þið gagn og gaman að. Þátturinn er í boði Now á Íslandi. Mæli sérstaklega með ZMA fyrir aukna endurheimt eftir æfingu. www.nowfoods.is www.hverslun.is
8/29/202055 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

#37 - Ræktarkvíði

Við finnum öll fyrir ræktarkvíða á einhverjum tímapunkti. Sérstaklega byrjendur eða þeir sem eru að æfa aftur eftir langt hlé. Við ímyndum okkur að við séum fyrir, að við séum asnaleg eða gerum okkur að fífli. Í þessum þætti ræðum við Helgi Ómars um verkfæri sálfræðinnar til að yfirstíga kvíða, og kúplað hreyfingu inn í daglegt líf án þess að óttast álit annarra meðan við svitnum í sölum ræktar. Þátturinn er í boði NOW á Íslandi www.nowfoods.is www.hverslun.is Instagram: @hverslun @nowiceland
8/24/20201 hour, 1 minute
Episode Artwork

#36- Þarmaflóran með Birnu G. Ásbjörns

Allir sjúkdómar byrja í þörmunum sagði Hippókrates. Þessi þáttur er algjör bomba. Allt sem þú þarft að vita um heilbrigða þarmaflóru. Hver eru einkenni óheilbrigðrar þarmaflóru. Hvaða matvæli eru góð fyrir okkur og hvað er slæmt fyrir þarmaflóruna. Hvaða bætiefni eru góð fyrir þarmaflóruna og hvað er peningasóun. Hvað er lekir þarmaveggir og hvernig lögum við það Í þessum þætti tala ég við Birnu G. Ásbjörnsdóttur sem svarar öllum þessum spurningum um mikilvægasta líffæri líkamans og hefur verið svo mikið rannsakað síðustu árin. Birna er er með meistaragráðu í næringarlæknisfræði frá Surreyháskóla og lokið námi í gagnreyndum heilbrigðisvísindum frá Oxfordháskóla. Birna veitir ráðgjöf og fræðslu til einstaklinga, fagaðila og fyrirtækja hérlendis og erlendis. Birna stundar nú doktorsnám við læknadeild og matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.  Birna heldur úti heimasíðunni Jorth.is þar sem pistlarnir eru ætlaðir til fróðleiks og þekkingarauka fyrir þá sem vilja taka upplýstar ákvarðanir varðandi heilsu. Þátturinn er í boði NOW á Íslandi @nowiceland Njótið. Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég spjalla sjálf eða fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi. www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann [email protected] ef þig vantar sálfræðiaðstoð eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf Facebook/RaggaNagli Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur Afsláttarkóðar: Veganbúðin: ragganagli = 10% www.nowfoods.is: ragganagli20 Hverslun.is ragganagli20 = 20% www.goodgoodbrand.net: ragganagli20
7/5/20201 hour, 1 minute, 47 seconds
Episode Artwork

#35 SnorriBaró Umboðsmaður - Crossfit sportið, Greg Glassman, áskoranir umboðsmanns

Í þessum þætti tala ég við Snorra barón sem er umboðsmaður Söru og Björgvin Karl Guðmundsson ásamt öðrum rísandi CrossFit stjörnum úti í heimi. Snorri hefur alið manninn víða, hann var dyravörður í níunni, gaf út tímaritið Undirtóna og átti auglýsingastofuna Vatíkanið. Nú er Snorri í fullu starfi sem umboðsmaður. Við tölum um Crossfit íþróttina, umboðsmannastarfið, eðli þess og áskoranir og að sjálfsögðu crossfit skandalinn Greg glassman sem skekur CF heiminn. á meðan við töluðum urðu vendingar í málum svo þetta er eins og að vera í raunveruleikasjónvarpi. Snorri er einn hressasti maðurinn á Íslandi og hefur margar skemmtilegar sögur úr bransanum. Instagram @snorribaron Þátturinn er í boði Lífsalt @arcitcseaminerals NOW á Íslandi @nowiceland Njótið. Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég spjalla sjálf eða fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi. www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann [email protected] ef þig vantar sálfræðiaðstoð eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf Facebook/RaggaNagli Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur Afsláttarkóðar: Veganbúðin: ragganagli = 10% www.nowfoods.is: ragganagli20 Hverslun.is ragganagli20 = 20% www.goodgoodbrand.net: ragganagli20
6/26/20201 hour, 4 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

#34- Unnar Már osteopati - heilbrigt stoðkerfi og mobility

Unnar Már Unnarsson er osteopati sem á og rekur Osteo heilsumiðstöð sem er staðsett í Granda 101. Osteopatía nálgast líkamann útfrá heildrænni nálgun þar sem leitað er að rót vandans eða verksins í í öllu sem kemur til greina. Svefn, streita, líkamsbeiting, líkamsstaða, andlega hliðin og vinnuaðstaða. Það gefur skjólstæðingnum og meðferðaraðila stóran verkfærakassa í meðferðum. Hér tölum við um allskyns fyrirbyggjandi sveigjanleika æfingar til að koma í veg fyrir meiðsl. Hvernig við getum losað upp stífa liði og vöðva til að fá stærri hreyfiferil í vöðvann og þannig náð meiri árangri í æfingunum. Hvernig getum við virkjað betur tengsl hugar við vöðva sem oft eru “sofandi” eins og rass, iljar og brjóstvöðvi. Unnar er hafsjór af fróðleik og þó ég hafi reynt að mergsjúga allt úr honum þá er nóg eftir fyrir annað viðtal í framtíðinni. Instagram @osteoheilsumidstod Facebook: Osteo Heilsumiðstöð www.osteo.is Þátturinn er í boði Lífsalt @arcitcseaminerals NOW á Íslandi @nowiceland Njótið. Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég spjalla sjálf eða fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi. www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann [email protected] ef þig vantar sálfræðiaðstoð eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf Facebook/RaggaNagli Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur Afsláttarkóðar: Veganbúðin: ragganagli = 10% www.nowfoods.is: ragganagli20 Hverslun.is ragganagli20 = 20% www.goodgoodbrand.net: ragganagli20
6/14/202055 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

#33 - Steinunn Þórðardóttir, streita, astmi, exem

Þátturinn er í boði Lífsalt @arcitcseaminerals NOW á Íslandi @nowiceland Njótið. Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég spjalla sjálf eða fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi. www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann [email protected] ef þig vantar sálfræðiaðstoð eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf Facebook/RaggaNagli Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur Afsláttarkóðar: Veganbúðin: ragganagli = 10% www.nowfoods.is: ragganagli20 Hverslun.is ragganagli20 = 20% www.goodgoodbrand.net: ragganagli20
6/3/20201 hour, 2 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

#32- Grunnbrennslan - hvernig dúndrum við grunnbrennslunni í fimmta gír

Í þessum þætti tala ég um grunnbrennsluna, hvernig hægist á henni með röngum æfingum og mataræði. Hver eru einkenni af laskaðri og hægri grunnbrennslu og hvernig við getum keyrt hana upp aftur. Hér nýt ég liðsinnis míns ástkæra Helga Ómars úr Helgaspjallinu. Þátturinn er í boði: Lífsalt @arcitcseaminerals NOW á Íslandi @nowiceland Njótið. Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég spjalla sjálf eða fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi. www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann [email protected] ef þig vantar sálfræðiaðstoð eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf Facebook/RaggaNagli Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur Afsláttarkóðar: Veganbúðin: ragganagli = 10% www.nowfoods.is: ragganagli20 Hverslun.is ragganagli20 = 20% www.goodgoodbrand.net: ragganagli20
5/20/202057 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

#31 - Katrín Edda - Líkamsímynd og jákvætt sjálfstal

Í þessum þætti tala ég við Katrínu Eddu Þorsteinsdóttur, verkfræðing hjá Bosch um feril hennar í fitness, og ferlið yfir í Crossfit iðkun, neikvæða líkamsímynd, niðurrífandi innra sjálfstal og hvernig hún breytti því í uppbyggjandi og hvetjandi samtal til að öðlast sterkari sjálfsmynd. Á Instagram deilir Katrín með fylgjendum sínum æfingum, og talar opinskátt um sínar baráttur við kvíða, lágt sjálfsmat, erfið sambandsslit og margt fleira. Katrín Edda er eldklár, leiftrandi skemmtileg og tekur sjálfa sig ekki of hátíðlega. Þátturinn er í boði Lífsalt @arcitcseaminerals NOW á Íslandi @nowiceland Njótið. Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég spjalla sjálf eða fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi. www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann [email protected] ef þig vantar sálfræðiaðstoð eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf Facebook/RaggaNagli Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur Afsláttarkóðar: Veganbúðin: ragganagli = 10% www.nowfoods.is: ragganagli20 Hverslun.is ragganagli20 = 20% www.goodgoodbrand.net: ragganagli20
5/12/20201 hour, 18 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

#30 - Ofát í COVID - hvernig getum við hætt að háma í okkur í heimavistinni?

Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég spjalla sjálf eða fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi. Heilsuvarpið er sponsorað af Lífsalt sem er nýtt á markaðnum og inniheldur 60% minna natríum en hefðbundið sjávarsalt en meira af kalíum, magnesíum og joði. Svo það hentar vel ræktarpésum, íþróttafólki sem og þeim sem þurfa að lækka blóðþrýsting. Mjög gott eftir æfingu til að fylla á steinefnin sem við skiljum eftir í svitapolli á ræktargólfinu. Þið finnið Lífsalt á @arcticseaminerals á Instagram www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann [email protected] ef þig vantar sálfræðiaðstoð eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf Facebook/RaggaNagli Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur Afsláttarkóðar: Veganbúðin: ragganagli = 15% www.nowfoods.is ragganagli20 Hverslun.is ragganagli20 = 20% www.goodgoodbrand.ne
4/30/202056 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

#29 Þjálfun á meðgöngu og eftir fæðingu með Jakobínu Jóns

Í þessum þætti tala ég við Jakobínu Jónsdóttur einn eiganda og þjálfara líkamsræktarstöðvarinnar Granda 101 Jakobína er styrktarþjálfari, ólympískur þjálfari sem og hóptímaþjálfari með LEVEL 1 Crossfit og einn eigandi Grandi 101 ásamt tvíburasystur sinni, Elínu, og eiginmönnum þeirra, Núma og Grétari Ali. Grandi er ein besta líkamsræktarstöð landsins sem býður uppá fjölbreytt úrval tíma fyrir mömmur og eldri borgara, börn og unglinga upp í harðkjarna Krossfittara. Jakobína eða Jakó, eins og hún er kölluð, er tveggja barna móðir og hefur þrisvar sinnum keppt í Crossfitleikunum Jakobína er jafnframt hluti af NOW teyminu og notar þessar hágæðavörur til að bæta frammistöðu sína og ná hámarks árangri í sinni þjálfun. Jakobína talar hér um þjálfun á meðgöngu. Þjálfun líkamans. Crossfit. Mataræði. Einstaklega róleg, þægileg og dásamleg í samskiptum og þetta samtal er einstaklega fræðandi, ekki bara fyrir konur en líka karla. Þátturinn er í boði Lífsalt @arcitcseaminerals NOW á Íslandi @nowiceland Njótið. Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég spjalla sjálf eða fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi. www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann [email protected] ef þig vantar sálfræðiaðstoð eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf Facebook/RaggaNagli Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur Afsláttarkóðar: Veganbúðin: ragganagli = 15% www.nowfoods.is: ragganagli20 Hverslun.is ragganagli20 = 20% www.goodgoodbrand.net: ragganagli20
4/19/20201 hour, 3 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

#28 - Heimaæfingar með Bigga Þjálfara

Í þessum þætti fékk ég Biggi þjálfari til lað koma og tala um heimaæfingar, enda ekki vanþörf á nú þegar allar líkamsræktarstöðvar eru lok, lok og læs og allt í stáli. Við förum yfyir hvað við getum gert heima, hvernig við getum aukið ákefðina með lágmarks búnaði og hann kemur með dæmi um mjög áhrifaríka æfingu heima í stofu og eina sem þarf er skrokkurinn og ein ketilbjalla. Það eru fáir jafn hoknir af reynslu og Biggi þegar kemur að þjálfun, því hann hefur yfir 20 a´ra reynslu og hefur ekki þjálfað þúsundir heldur tugþúsundir. Hann stofnaði og rak Boot Camp stöðvarnar um árabil en þar áður sleit hann barnsskónum í hinu legendary GYM 80 innan um kanónur eins og Jón Pál, Hjalta Úrsus, Magnús Ver og Jón bónda. Frábær þáttur með einstökum manni. Vonandi getið þið bætt einhverju við vopnabúrið ykkar í heimaæfingum og haldið áfram að taka á því utandyra, heima í stofu, í bílskúrnum, úti í garði, úti á túni eða hvar sem er. Instagram: @coachbirgir www.coachbirgir.com Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég spjalla sjálf eða fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi. Heilsuvarpið er sponsorað af Lífsalt sem er nýtt á markaðnum og inniheldur 60% minna natríum en hefðbundið sjávarsalt en meira af kalíum, magnesíum og joði. Svo það hentar vel ræktarpésum, íþróttafólki sem og þeim sem þurfa að lækka blóðþrýsting. Mjög gott eftir æfingu til að fylla á steinefnin sem við skiljum eftir í svitapolli á ræktargólfinu. Þið finnið Lífsalt á @arcticseaminerals á Instagram www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann [email protected] ef þig vantar sálfræðiaðstoð eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf Facebook/RaggaNagli Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur Afsláttarkóðar: Veganbúðin: ragganagli = 15% www.nowfoods.is ragganagli20 Hverslun.is ragganagli20 = 20% www.goodgoodbrand.net: ragganagli20
4/1/20201 hour, 3 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

#27- Hvernig styrkirðu ónæmiskerfið

Í þessum þætti fer ég yfir hvernig við getum dúndrað upp ónæmiskerfið okkar með minn trausta Helga Ómars mér við hlið. Hvað getum við sjálf gert til að efla varnir líkamans? Hvernig getum við sofið betur? Hvaða vítamín eru mikilvæg? Hvað er best að borða? Við getum auðvitað ekki komið í veg fyrir smit en við getum gert okkar til að vera vel í stakk búin til að takast á við Kórónuna og þá mögulega fá vægari einkenni og styttri veikindi. Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég spjalla sjálf eða fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi. Heilsuvarpið er sponsorað af Lífsalt sem er nýtt á markaðnum og inniheldur 60% minna natríum en hefðbundið sjávarsalt en meira af kalíum, magnesíum og joði. Svo það hentar vel ræktarpésum, íþróttafólki sem og þeim sem þurfa að lækka blóðþrýsting. Mjög gott eftir æfingu til að fylla á steinefnin sem við skiljum eftir í svitapolli á ræktargólfinu. Þið finnið Lífsalt á @arcticseaminerals á Instagram www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann [email protected] ef þig vantar sálfræðiaðstoð eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf Facebook/RaggaNagli Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur Afsláttarkóðar: Veganbúðin: ragganagli = 15% www.nowfoods.is ragganagli20 Hverslun.is ragganagli20 = 20% www.goodgoodbrand.net: ragganagli20
3/23/20201 hour, 3 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

#26 Unnar Helgason styrktarþjálfari - Ofþjálfun, endurheimt, Crossfit.

í þessum þætti tala ég við Unnar Helgason er styrktar og þrekþjálfari fyrir MMA og Crossfit sem og sótsvartan almúgann. Hann er yfirstyrktarþjálfari hjá keppnishópum hjá Mjölni Hann þjálfar m.a Gunnar Nelson bardagakappa, Aron Einar landsliðsmann í fótbolta og Eygló Ósk sunddrottningu Unnar hefur stofnað þrjár Crossfit stöðvar: Crossfit Hamar, Crossfit Akureyri og Crossfit XY. Hann hefur jafnframt þjálfað í Crossfit Reykjavík. Unnar er Hafnfirðingur í húð og hár en stundar nú nám í osteopatíu í Gautaborg. Unnar er algjör draumur í dós, skemmtilegur, hláturmildur, hafsjór af fróðleik og með þægilega nærveru Vonandi hefur þú hlustandi góður jafn gaman að þessum þætti og ég. Þú finnur Unnar á Instagram undir @unnarh Þátturinn er í boði Lífsalt @arcticseaminerals NOW á Íslandi @nowfoodsiceland Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég spjalla sjálf eða fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi. www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann [email protected] ef þig vantar sálfræðiaðstoð eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf Facebook/RaggaNagli Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur Afsláttarkóðar: Veganbúðin: ragganagli = 15% Hverslun.is ragganagli20 = 20% www.goodgoodbrand.net: ragganagli20 24iceland: ragganagli20
3/9/20201 hour, 13 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

#25 Edda Falak Crossfit drottning

Edda Falak Crossfit drottning er algjör ofurkona, bæði gullfalleg og fljúgandi gáfuð. Hún er með Mastersgráðu frá Copenhagen Business School og þjálfar og keppir í Crossfit og stefnir ótrauð á heimsleikana. Hér segir hún á sinn opna og einlæga hátt frá sinni sögu um ofþjálfun, sem og gefur góð ráð til æfinga og mataræðis en samband hennar við hvorutveggja er ótrúlega heilbrigt og heilsteypt. Njótið. Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég spjalla sjálf eða fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi. www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann [email protected] ef þig vantar sálfræðiaðstoð eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf Facebook/RaggaNagli Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur Afsláttarkóðar: Veganbúðin: ragganagli = 15% www.nowfoods.is = ragganagli20 Hverslun.is ragganagli20 = 20% www.goodgoodbrand.net: ragganagli20
2/22/20201 hour, 11 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

# 25 Árni Þóroddur - Streita

Árni Þóroddur sálfræðingur snýr aftur í Heilsuvarpið og að þessu sinni tölum við um streitu. Þennan bölvald samtímans sem er að kæla niður hinn vinnandi mann. Hvaða aðferðir nota sálfræðingar til að kljást við streitu. Hvernig getum við komið í veg fyrir streitu. Árni hefur búið í Kaupmannahöfn í 12 ár og vinnur þar sem sálfræðingur á sömu stofu og Ragga Nagli. Hann þykir einn sá besti í faginu, enda er maðurinn heilt sólkerfi af fróðleik. Þið finnið Árna á www.mimbyarni.com og Árni Þóroddur á Facebook. Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég spjalla sjálf eða fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi. Heilsuvarpið er sponsorað af Lífsalt sem er nýtt á markaðnum og inniheldur 60% minna natríum en hefðbundið sjávarsalt en meira af kalíum, magnesíum og joði. Svo það hentar vel ræktarpésum, íþróttafólki sem og þeim sem þurfa að lækka blóðþrýsting. Mjög gott eftir æfingu til að fylla á steinefnin sem við skiljum eftir í svitapolli á ræktargólfinu. Þið finnið Lífsalt á @arcticseaminerals á Instagram www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann [email protected] ef þig vantar sálfræðiaðstoð eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf Facebook/RaggaNagli Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur Afsláttarkóðar: Veganbúðin: ragganagli = 15% Under Armour: ragganagli = 20% Hverslun.is ragganagli20 = 20% www.goodgoodbrand.net: ragganagli20
2/12/20201 hour, 10 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

#24 - Fannar Aðalsteinsson - Aftur í form eftir jól og nýár

Fannar Aðalsteinsson er kírópraktórsnemi, 32 ára tveggja barna faðir, meðeigandi og þjálfari hjá Crossfit Kraftvrk síðan árið 2011. Hann hefur búið meira og minna í Danmörku síðan 2000. Fannar var í yfirþyngd þegar hann byrjaði að æfa 2008 og á Boot Camp en mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan enda hefur hann farið í gegnum 24 tíma Hell Run og hef gaman af erfiðum áskorunum. Hér kemur Fannar með góðar ráðleggingar að koma sér í form aftur eftir sumarið sem og frábær tips og trix til að þjálfa sig upp í tengslum við Crossfit þjálfun og almenna líkamsrækt. Njótið. Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég spjalla sjálf eða fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi. www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann [email protected] ef þig vantar sálfræðiaðstoð eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf Facebook/RaggaNagli Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur Afsláttarkóðar: Veganbúðin: ragganagli = 15% Under Armour: ragganagli = 20% Hverslun.is ragganagli20 = 20% www.goodgoodbrand.net: ragganagli20 24iceland: ragganagli20
1/13/20201 hour, 11 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

#22 Fimm heilsuráð fyrir mataræðið - með Helga Ómars

Í þessum þætti tækla ég fimm breytingar á mataræðinu sem þú getur fléttað inn í lífsstílinn þinn fyrir nýja árið. Hér er talað um heilsuvenjur sem hlustendur hafa örugglega ekki heyrt í hinum hefðbundnu mataræðiskúrum sem nú tröllríða öllu í janúar. Mér til halds og trausts í þessum er minn ástkæri Helgi Ómars sem kemur með skemmtilega vinkla og tips frá sjálfum sér. Njótið. Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég spjalla sjálf eða fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi. www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann [email protected] ef þig vantar sálfræðiaðstoð eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf Facebook/RaggaNagli Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur Afsláttarkóðar: Veganbúðin: ragganagli = 15% Under Armour: ragganagli = 20% Hverslun.is ragganagli20 = 20% www.goodgoodbrand.net: ragganagli20 24iceland: ragganagli20
1/2/202059 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

#22 Magga Gnarr einkaþjálfari- Átröskun, fitness, barneignir

Margrét Gnarr er ekki bara falleg, greind og skemmtileg. Hún hefur líka marga fjöruna sopið þrátt fyrir ungan aldur. Hún er atvinnukona í fitness og keppti í bikiní í mörg ár, bæði hér heima og erlendis á vegum IFBB sambandsins. Hún hefur orðið heimsmeistari í bikinífitness Magga er með svarta beltið í Tae kwon do og æfði þá íþrótt af kappi, hugsanlega of miklu kappi, þar til fitnessið tók við. En Magga glímdi við átröskun bæði lystarstol og lotugræðgi frá táningsaldri. Magga var lögð í einelti í æsku sem líklega kom átröskuninni af stað, því ef hún væri grönn þá myndi krökkunum í skólanum líka vel við hana og hætta að stríða henni. Mælirinn fylltist þegar hún fékk næstum hjartastopp útaf átröskuninni og þá leitaði hún sér aðstoðar og er nú á góðum batavegi. Hún hélt að hún væri búin að eyðileggja möguleika sína á að eignast barn, en eftir sex mánuði í meðferð við átröskuninni komst hún að því hún væri ófrísk og á að eiga sitt fyrsta barn á allra næstu dögum. Hér opnar Magga sig uppá gátt um æsku sína, keppnisferilinn og óheilbrigt samband við mat, æfingar og líkamsímyndina og hvernig hún vann sig útúr því. Virkilega einlægt og fallegt viðtal við frábæra og heiðarleiga stúlku. Instagram: @margretgnarr Njótið. Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég spjalla sjálf eða fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi. www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann [email protected] ef þig vantar sálfræðiaðstoð eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf Facebook/RaggaNagli Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur Afsláttarkóðar: Veganbúðin: ragganagli = 15% Under Armour: ragganagli = 20% Hverslun.is ragganagli20 = 20% www.goodgoodbrand.net: ragganagli20 24iceland: ragganagli20
12/2/20191 hour, 16 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

#21 - Streita með Sölva Tryggva

Sölvi Tryggvason er landsmönnum vel kunnur enda var hann fastagestur í sjónvarpsstofunni kvöld eftir kvöld í langan tíma. Hann upplifði kulnun í starfi og örmögnun og í kjölfarið fór að prófa ýmislegt á eigin skinni til að ná aftur heilsu og gaf síðan út bók með því nafni þar sem hann segir frá þessum tilraunum sínum. Sölvi er maður með marga hatta og komið víða við. Hann er með B.A í sálfræði. kvikmyndagerðarmaður, fjölmiðlamaður rithöfundur, heilsugúrú. Hann skrifaði bókina Á eigin skinni um reynslu sína af að upplifa kulnun og streitu. Nýverið kom út bókin Án filters um Björgvin Pál Gústavsson Hér tölum við um streitu, hvað getum við gert til að tækla streituvalda betur, hvernig getum við komið í veg fyrir streitu. Hvað getum við gert til að minnka streitu í daglegu lífi og hvernig getum við breytt viðbrögðum okkar við streitu. Mataræði og hreyfingu, föstur, bætiefni, kuldaböð, hugleiðslu, öndunaræfingar, tengingu við náttúru og ótalmargt annað. Njótið. Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég spjalla sjálf eða fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi. www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann [email protected] ef þig vantar sálfræðiaðstoð eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf Facebook/RaggaNagli Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur Afsláttarkóðar: Veganbúðin: ragganagli = 15% Under Armour: ragganagli = 20% Hverslun.is ragganagli20 = 20% www.goodgoodbrand.net: ragganagli20 24iceland: ragganagli20
11/6/20191 hour, 10 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

#21 Erla Björns svefnsálfræðingur - Svefn og heilsa

Erla Björnsdóttir er sálfræðingur og doktor í svefnrannsóknum. Hún heldur fyrirlestra og heldur úti síðunni www.betrisvefn.is, sem er hugræn atferlismeðferð i gegnum netið við svefnvandamálum. Öllum finnst gott að sofa og við fúnkerum öll miklu betur í daglegu lífi þegar vel sofin. Erla er öðrum fróðari um þetta ástand svefninn sem við eyðum þriðjungi ævinnar og því mikilvægi sem hann spilar í að halda góðri heilsu. Við tökum betri ákvarðanir í matarvali, við erum líklegri til að fara á æfingu og getum tekið betur á því. Eins erum við útsettari fyrir kvíðahugsunum þegar við sofum ekki vel. Hvernig bætum við svefninn? Hvernig lítur góð svefnrútína út? Hvað getum við gert sjálf án þess að grípa í svefnlyf? Fullt af spurningum um svefninn svarað í þessum fróðlega þætti. Njótið. www.betrisvefn.is Facebook/Erla Björnsdóttir Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég spjalla sjálf eða fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi. www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann [email protected] ef þig vantar sálfræðiaðstoð eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf Facebook/RaggaNagli Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur Afsláttarkóðar: Veganbúðin: ragganagli = 15% Under Armour: ragganagli = 20% Hverslun.is ragganagli20 = 20% www.goodgoodbrand.net: ragganagli20 24iceland: ragganagli20
10/23/201957 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

#20 GeirGunnar næringarfræðingur - Ketó, föstur, Paleo og aðrir kúrar

Geir Gunnar Markússon er næringarfræðingur sem starfar hjá NLFÍ og rekur vefsíðuna Heilsugeirinn sem er alhliða heilsuráðgjöf fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Geir Gunnar hefur haldið fjölda fyrirlestra um leiðir til að minnka sykur í mataræði, hollustu í innkaupakerruna, næring og árangur í íþróttum og mýtur og ranghugmyndir í næringu. Við Geir Gunnar erum á sömu blaðsíðunni og alfarið á móti skammtíma átökum, áskorunum og skyndilausnum og með samstilltum strengjum reyna Naglinn og Geirinn að útrýma megrunarkúrum, boðum og bönnum í mataræði og reynir að berjast á móti öllum þessi misvísandi skilaboðum sem lífsstílsmiðlarnir dúndra á okkur daglega. Alvöru orka fæst með alvöru mat, góðri hreyfingu, öflugu félagslífi og nægum gæðasvefni! Njótið. Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég spjalla sjálf eða fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi. www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann [email protected] ef þig vantar sálfræðiaðstoð eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf Facebook/RaggaNagli Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur Afsláttarkóðar: Veganbúðin: ragganagli = 15% Under Armour: ragganagli = 20% Hverslun.is ragganagli20 = 20% www.goodgoodbrand.net: ragganagli20 24iceland: ragganagli20
10/13/20191 hour, 2 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

#19 Arnór Sveinn - Bætiefni og vítamín

Arnór Sveinn Aðalsteinsson er sjálftitlaður sérfræðingur í bætiefnum og vinnur fyrir Icepharma sem flytur inn NOW vörurnar á Íslandi. Arnór er með tvær háskólagráður en báðar alls ótengdar bætiefnum og heilsubransanum en hann er menntaður viðskiptafræðingur og heimspekingur. Hann spilar fótbolta af kappi með KR en fyrir nokkrum árum lenti Aron sjálfur í kulnun og daðraði við að brenna út og byrjaði að grúska í allskyns heilsutengdu til að koma sinni eigin heilsu í lag. Hann var vegan í þrjú ár og hefur prófað mörg bætiefni á eigin skinni til að vita hvað hann er að tala um og gefa betri ráðleggingar til almennings. Arnór er sérstaklega þægilegur drengur, og segir mér svo hugur um að þessi þáttur sé aðeins fyrsti af mörgum enda getum við talað þar til við gubbum blóði um bætiefni, jurtalyf, vítamín, steinefni og allskonar mataræði. Instagram: @arnorsveinn Athugið að þessi þáttur er styrktur af NOW á Íslandi og er talað mikið um þau bætiefni í þættinum enda vinnum við bæði fyrir Icepharma sem flytja þau inn. Njótið. Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég spjalla sjálf eða fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi. www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann [email protected] ef þig vantar sálfræðiaðstoð eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf Facebook/RaggaNagli Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur Afsláttarkóðar: Veganbúðin: ragganagli = 15% Under Armour: ragganagli = 20% Hverslun.is ragganagli20 = 20% www.goodgoodbrand.net: ragganagli20 24iceland: ragganagli20
9/28/20191 hour, 21 minutes
Episode Artwork

#18 EvertVíglundsson - Crossfit eftir fertugt, líkamsrækt og heilsa

Gestur þáttarins er Evert Víglundsson, crossfit þjálfari og eigandi CrossFit Reykjavík. Evert þarf vart að kynna fyrir neinum enda er hann líklega andlit Crossfit á Íslandi og hreystin holdi klædd. Hann stofnaði fyrstu Crossfit stöðina á Íslandi og er því hokinn af reynslu í öllu sem viðkemur líkamsrækt, hreysti og Crossfit enda stundað íþróttir frá blautu barnsbeini á Húsavík og á fullorðinsárum í borg óttans. Hann hefur þjálfað þúsundir landsmanna og er með skemmtilega og öðruvísi nálgun á þjálfun en margir aðrir. Allt frá dansi og hann segir skemmtilega sögu af því… sem og skíðakennslu og önnur skemmtileg saga fylgir allt upp í Navy Seal æfingar í Ammeríku. Við hefðum getað tekið upp fimm tíma podcast enda bæði á sömu bylgjulengd þegar kemur að mikilvægi þess að hreyfa sig fyrir bætt lífsgæði og heilsu. Takk fyrir að hlusa á Heilsuvarpið. Gjöriði svo vel, hér er ég að tala við Evert Víglundsson. www.crossfitreykjavik.is Instagram: @evvig1972 @crossfitreykjavik Facebook: CrossfitReykjavik Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég spjalla sjálf eða fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi. www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann [email protected] ef þig vantar sálfræðiaðstoð eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf Facebook/RaggaNagli Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur Afsláttarkóðar: Pulseroll nuddbyssan: @pulserolliceland: ragganagli15 = 15% Veganbúðin: ragganagli = 15% Under Armour: ragganagli = 20% Hverslun.is ragganagli20 = 20% www.goodgoodbrand.net: ragganagli20 24iceland: ragganagli20
9/19/20191 hour, 14 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

#17 - Í form eftir sumarið- Óli Ólafs einkaþjálfari

Ólafur Örn Ólafsson er þjálfari í Vesterbronx Gym og Crossfit Copenhagen og býr í Kaupmannahöfn. Hann rekur vefsíðuna www.Fit4anything.com fjarþjálfun ásamt konu sinni Köru. Hann er lærður einkaþjálfari og Crossfit þjálfari og kennir bæði TRX tíma, þjálfari Crossfit og er einkaþjálfari maður á mann. Hann er hokinn af reynslu Hann steig sín fyrstu skref í þjálfun í Nordica Spa en færði sig síðar um set í Sporthúsið þar sem hann var lengi vel með sívinsælu Tabata tímana. Óli hefur keppt bæði í fitness og Crossfit og þekkir því vel hvernig er að ýta sér út fyrir þægindarammann. Óli er maður mikilla skoðana og lætur þær hiklaust í ljós. Hann hefur skoðanir og álit á flestu sem viðkemur Crossfit og líkamsrækt og mataræði og miðlar þeim ásamt góðum ráðleggingum að koma sér í form aftur eftir sumarið sem og frábær tips og trix til að þjálfa sig upp í tengslum við Crossfit þjálfun og almenna líkamsrækt Óli er súper hress og sérstaklega þægilegur drengur, og segir mér svo hugur um að þessi þáttur sé aðeins fyrsti af mörgum enda getum við talað þar til við gubbum blóði um allt heilsutengt milli himins og jarðar. Njótið. Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég spjalla sjálf eða fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi. www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann [email protected] ef þig vantar sálfræðiaðstoð eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf Facebook/RaggaNagli Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur Afsláttarkóðar: Veganbúðin: ragganagli = 15% Under Armour: ragganagli = 20% Hverslun.is ragganagli20 = 20% www.goodgoodbrand.net: ragganagli20 24iceland: ragganagli20
8/25/20191 hour, 7 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

#16 Veitingahús - strategíur til að borða hollt - með Helga Ómars

Veitingastaðir - strategíur til að borða hollt Í þessum þætti ræðum við Helgi Ómars strategíur, tips og trix til að velja vel af matseðli borða hollt og taka ákvarðanir sem styðja við okkar markmið og gildi þó við séum úti að borða á veitingastað. Hvað er best að velja? Hvaða kúsínur eru betri en aðrar? Hvernig lesum við hollustu af matseðlinum. Hvernig undirbúum við okkur fyrirfram til að taka góðar ákvarðanir. Hvernig högum við okkur í kringum matinn á borðinu. Því þó við séum heilsumelir þá á það ekki að takmarka tilveru okkar við að borða bara í okkar eigin eldhúsi eða heimasmurt uppúr Sistema nestisboxi. Það má finna lista yfir uppáhalds veitingastaði Röggu Nagla á Facebook síðunni undir Notes. Hávaðinn í bakgrunni þáttarins er Nóel hundurinn hans Helga sem var orðinn óþolinmóður á þessum kjaftavaðli í okkur. Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég spjalla sjálf eða fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi. www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann [email protected] ef þig vantar sálfræðiaðstoð eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf Facebook/RaggaNagli Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur Afsláttarkóðar: Veganbúðin: ragganagli = 15% Under Armour: ragganagli = 20% Hverslun.is ragganagli20 = 20% www.goodgoodbrand.net: ragganagli20 24iceland: ragganagli20
7/15/201945 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

#15 Ólympískar lyftingar - Eyþór Einarsson

Eyþór Einarsson er styrktarþálfari með Level 1 þjálfunargráðu í Crossfit. Hann hefur þjálfað í Granda 101 og Crossfit Suðurnes. Hann flutti nýlega til Kaupmannahafnar þar sem hann hefur verið með námskeið í Ólympískum lyftingum í Kraftværk crossfit og nú í Butcher’s Lab crossfit. Eyþór er með B.S í Sálfræði frá HR og hefur nám í klínískri sálfræði í Kaupmannahafnarháskóla haustið 2019. Eyþór hefur tvisvar farið á heimsleikana í CrossFit leikana, annað skiptið sem áhorfandi og síðar sem þjálfari og er því hokinn af reynslu að kenna ólympískar lyftingar og getið sér gott orð á þeim vettvangi og get ég persónulega vottað fyrir færni hans til að kenna einni kortér í fertugt að bæta tækni í clean og snatch. Eyþór er sérstaklega þægilegur drengur og ég vona að þið hafið jafn gaman að garfa og nördast í öllu sem viðkemur Crossfit, ólympískum lyftingum og þjálfun í þessum þætti. Njótið. Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég spjalla sjálf eða fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi. www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann [email protected] ef þig vantar sálfræðiaðstoð eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf Facebook/RaggaNagli Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur Afsláttarkóðar: Veganbúðin: ragganagli = 15% Under Armour: ragganagli = 20% Hverslun.is ragganagli20 = 20% www.goodgoodbrand.net: ragganagli20 24iceland: ragganagli20
6/26/20191 hour, 8 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

#14 Jákvæð sálfræði með Begga Ólafs

Beggi Ólafs eða Bergsveinn Ólafsson eins og hann heitir fullu nafni, er algjör perla og drengur góður. Hann er mastersnemi í Hagnýtri jákvæðari sálfræði og þjálfunarsálfræði, fótboltamaður og spilar með Fjölni í Inkasso deildinni. Beggi er jafnframt með vinsælt hlaðvarpi sem heitir Millivegurinn ásamt Arnóri Sveini Aðalsteinssyni Beggi heldur reglulega fyrirlestra og námskeið í fyrirtækjum eins og Origo, Sýn, Icepharma, Arctic adventures, Unicef, Fit & Run expo ásamt ýmsar félagsmiðstöðvar, hópa, stofnanir og íþróttafélög. Hann er vegan og heldur úti skemmtilegu Instagram þar sem hann er með regluleg Vlog með góðu peppi og lífsspeki. Við nörduðumst mikið í sálfræði og hvatningu sem og mataræði, vellíðan, heilsu og hreyfingu. Instagram: @beggiolafs Facebook: Beggi Ólafs Tredndnet/BeggiÓlafs Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég spjalla sjálf eða fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi. www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann [email protected] ef þig vantar sálfræðiaðstoð eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf Facebook/RaggaNagli Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur Afsláttarkóðar: Veganbúðin: ragganagli = 15% Under Armour: ragganagli = 20% Hverslun.is ragganagli20 = 20% www.goodgoodbrand.net: ragganagli20 24iceland: ragganagli20
6/1/20191 hour, 17 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

#13 Eldað í bunkum - hvernig við undirbúum hollar máltíðir í ísskápinn með Helga Ómars

Í þessum þætti tölum við Helgi Ómars um hvernig við eldum í bunkum og undirbúum heilsusamlega máltíðir fyrir vikuna . Því undirbúningur er árangur og ef við eigum tilbúna hollustu í ísskápnum eftir langan vinnudag þegar hungrið er í botni og örvæntingin allsráðandi þá þökkum við fyrir að hafa eytt smá tíma í að preppa, skera, sjóða, steikja, grilla þegar við vorum í stuði. Við tölum um okkar uppáhalds samsetningar, uppskriftir og rétti og hvernig við hendum í heilsusamlega en jafnframt gómsæta máltíð á núlleinni. Hvernig við forgangsröðum fjölbreytni og nálgumst mat frekar en að forðast til að fá aldrei leið á hollustunni. Vörur sem talað er um í þættinum og hvar þær fást: Lighter than light mæjónes fást í Nettó, Krónunni, Hagkaupum. Uppskriftabókin Undirbúningur er árangur fæst á www.29linur.com Kókoshnetutortillur fást á www.veganbudin.is Sykurlausu Good Good sulturnar, Allos smyrjur, Sistema nestisbox, Brave ristaðar baunir fást í Nettó Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég spjalla sjálf eða fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi. www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann [email protected] ef þig vantar sálfræðiaðstoð eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf Facebook/RaggaNagli Helgi Ómars: Instagram @helgiomarsson og bloggar á Trendnet.is Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur Afsláttarkóðar: Veganbúðin: ragganagli = 15% Under Armour: ragganagli = 20% Hverslun.is ragganagli20 = 20% www.goodgoodbrand.net: ragganagli20 24iceland: ragganagli20
4/30/201948 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

#12 Ragga Nagli - Föstur.

Þessi þáttur er sólóvarp um föstur þar sem ég nördast í föstufræðunum. Hvað eru föstur? Hverjir ættu að fasta? Hver er heilsufarslegur ávinningur af föstum? Eru þær áhrifaríkar fyrir fitutap? Get ég fastað þó ég sé að byggja upp vöðva? Rhodiola( burnirrót) sem var minnst á í hlaðvarpinu fæst í Nettó og á Hverslun.is Hér er umfjöllun um manninn sem fastaði í 382 daga: https://www.diabetes.co.uk/blog/2018/02/story-angus-barbieri-went-382-days-without-eating/ Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég spjalla sjálf eða fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi. www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann [email protected] ef þig vantar sálfræðiaðstoð í gegnum netið eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf Facebook/RaggaNagli Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur Afsláttarkóðar: Veganbúðin: ragganagli = 15% Under Armour: ragganagli = 20% Hverslun.is ragganagli20 = 20% www.goodgoodbrand.net: ragganagli20 24iceland: ragganagli20
4/17/201937 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

#11 - OfurGísli: Vaxtarrækt og fitness

Gísli Örn Reynisson Schramm er vafalaust massaðasti lögfræðingur landsins. Enda kallar hann sjálfan sig OfurGísla og heldur úti heimasíðu undir því nafni. Það eru greinilega einhver bætiefni í humrinum þarna fyrir austan því hann er enn eitt hreystimennið frá Hornafirði til að koma í þáttinn. Gísli er alltaf kátur, glaður og hlæjandi. Að hitta hann í ræktinni nærir bæði líkama og sál því fáir taka eins vel á því. Hann er eins og traktor, löðrandi sveittur í hettupeysu að beygla fætur eða rífa í réttstöðu og gefur manni alltaf sveitt knús. OfurGísli er hokinn af reynslu að keppa í vaxtarrækt bæði innanlands og utan landsteinana og hefur tvisvar sinnum tvöfaldan Íslandsmeistaratitil undir beltinu. Hann hefur einng tekið þátt í WOW cyclothon 2017. Á morgnana hamrar hann beygjurnar í níðþröngum spandex í neonlitaðri spandexbrók. Á daginn er hann jakkafataklæddur á kontór í Sjóvá og stundum í hempu í réttarsal. Á kvöldin er hann svuntuklæddur að töfra fram kræsingar fyrir sína tilvonandi eiginkonu í eldhúsinu. Þess á milli þjálfar Gísli tilvonandi vaxtarræktarkappa í gegnum fjarþjálfun og ráðgjöf. Við nörduðumst í fitness og vaxtarrækt og perruðumst í mataræði. Allt frá frægðarför í breikdansi og frumkvöðlastarfsemi á æskuárunum á Hornafirði til ofþjálfunar og hvaða lærdóm hann dró af mistökum í undirbúningi fyrir mót. Vefsíða: www.ofurgisli.is Instagram: @gislireynis Facebook: Gísli Örn Reynisson Schramm Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi. www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann [email protected] ef þig vantar sálfræðiaðstoð eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf Facebook/RaggaNagli Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur Afsláttarkóðar: Veganbúðin: ragganagli = 15% Under Armour: ragganagli = 20% Hverslun.is ragganagli20 = 20% www.goodgoodbrand.net: ragganagli20 24iceland: ragganagli20
4/1/20191 hour, 16 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

#10 Ásdís Grasalæknir - Bætiefni. Heilsa kvenna. Skjaldkirtillinn. Jurtalyf

Ásdís útskrifaðist með BSc í grasalækningum árið 2005 og hefur rekið eigin stofu um árabil, í Reykjanesbæ og höfuðborginni, þar sem fjöldi einstaklinga hefur leitað til hennar í ráðgjöf. Er með viðtalsstofu á Hringbraut 99 Keflavík og í Hreyfingu 2.hæð Álfheimum Rvk. Grasalækningar snúast um virkni lækningajurta og hæfni þeirra til að bæta heilsu fólks. Ásdís Ragna Einarsdóttir er alfróð þegar kemur að heilsunni. Sérstaklega heilsu kvenna. Hún sinnir störfum sem grasalæknir og blandar ógeðisdrykki fyrir skjólstæðinga sína til að bæta heilsu og lífsgætði Hún er vinsæll fyrirlesari og heldur fjölmörg námskeið um mataræði, lækningajurtir og ekki síst súkkulaði en hún gaf út uppskriftahefti fyrir súkkulaðiperra sem fæst í Nettó verslununum, Mantra Ásdísar er að heilsusamlegt mataræði sé besta forvörnin gegn sjúkdómum. Í þessum þætti ræðum við um allskonar heilsutengt. Til dæmis hvaða bætiefni nýtast okkur, . Hvaða bætiefni nýtast okkur gegn svefnleysi streitu, sykurlöngun. Heilsu kvenna. Hvaða mataræði er best. Hvað virkar og hvað ekki og heilbrigða nálgun til að ná langvarandi valhoppi á heilsubrautinni. Vefsíða: www.grasalaeknir.is Instagram @asdisgrasa Facebook: Ásdís Grasalæknir Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi. www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann [email protected] ef þig vantar sálfræðiaðstoð Facebook/RaggaNagli Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur Astaxanthin er vara mánaðarins á Hverslun.is. Undirbýr húðina fyrir sólböð. Eykur úthald. Afsláttarkóðar: Veganbúðin: ragganagli Under Armour: ragganagli Hverslun.is ragganagli20 www.goodgoodbrand.net: ragganagli20 24iceland: ragganagli20
3/20/20191 hour, 2 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

# 9 - AronMola: Tilfinningar, veganismi, samfélagsmiðlar, ferðalög

Aron Már Ólafsson eða AronMola þarf vart að kynna fyrir íslenskri þjóð, allavega ekki yngri kynslóðinni þar sem hann hefur birst á símaskjánum okkar um nokkurt skeið. Aron er samfélagsmiðlastjarna á næsta leveli. Hann sigraði Snapchat sem kom honum á kortið með sprenghlægilegum sketsum. Hann étur Instagram í morgunmat. Hann andar að sér internetinu. Aron er leiklistarnemi í Listaháskóla Íslands og hefur leikið í kvikmyndum eins og Fullir vasar, á sviði og nýlega vann hann hug og hjörtu allra í sjónvarpsþáttunum Ófærð. Hann er einn stofnenda félagasamtakanna ‘Allir Gráta’ sem vinna að því markmiði að efla geðheilsu barna og ungmenna á Íslandi. Allir gráta hafa gefið út bókina Tilfinningablær sem er tileinkuð systur Arons sem dó aðeins fimm ára gömul í bílslysi. Aron opnar sig hér um sorgina og hvernig hann setti upp grímu og bældi tilfinningarnar niður. Nú hvetur hann aðra til að tjá sig um tilfinningar sínar Það krefst hugrekkis að berskjalda sig á þennan hátt. Það er styrkleiki að vera viðkvæmur. Instagram @aronmola www.allirgrata.is Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi. www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann [email protected] ef þig vantar sálfræðiaðstoð Facebook/RaggaNagli Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. Rhodiola er vara mánaðarins á Hverslun.is Afsláttarkóðar: Veganbúðin: ragganagli Under Armour: ragganagli Hverslun.is ragganagli20 www.goodgoodbrand.net: ragganagli20 24iceland: ragganagli20
3/7/20191 hour, 13 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

#8-Gummi Kírópraktór- stoðkerfið, Crossfit, rassinn og hreyfiteygjur

Gummi Kíró eða Guðmundur Birkir Pálmason er maður með marga titla á ferilskránni. Harðkjarnaður Hornfirðingur, fyrrum vaxtarræktarkappi og vann sem einkaþjálfari í rúman áratug áður en hann menntaði sig í kírópraktík í Svíþjóð. Gummi stundar Crossfit af kappi og því eldri en tvævetur í sölum ræktar og með mikla þekkingu á líkamanum, hreyfingu og meiðslum. Hann stofnaði kírópraktorstofu í Stokkhólmi eftir nám en flutti svo aftur á fósturjörðina og opnaði Kírópraktorstofu Reykjavíkur í Faxafeni þar sem hann beitir töfrum sínum. Hann á einnig Kiropraktik Stholm í Stokkhólmi, og fer reglulega þangað að kenna og starfa. Hann er líka listmálari undir listamannanafninu NORR og málar stórkostleg málverk sem prýða marga stofuna innanlands sem utan. Sannarlega margir hæfileikar sem lúra í þessum massaða skrokki. Í þessum þætti bergjum við af ótæmandi brunni visku hans um líkamann, liðleika, hreyfiteygjur stoðkerfið, algeng meiðsli í Crossfit, og komumst að því hvað kírópraktórar gera eiginlega í vinnunni. Hann deilir með okkur sótsvörtum almúganum hvað við getum gert til að styrkja og auka liðleika í gegnum hreyfiteygjur fyrir mjaðmir, bak, axlir og rass til að minnka líkur á meiðslum. Instagram @gummikiro @kirorvk facebook.com/norrart www.kirorvk.is Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. Afsláttarkóðar: Veganbúðin: ragganagli Under Armour: ragganagli Hverslun.is ragganagli20 www.goodgoodbrand.net: ragganagli20 24iceland: ragganagli20
2/18/201959 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

# 7 - Árni Þórddur sálfræðingur- Kvíði

Árni Þóroddur Guðmundsson er löggiltur sálfræðingur í Kaupmannahöfn og Hann er með sína eigin stofu ásamt Röggu Nagla á Frederiksberg þar sem hann tekur á móti skjólstæðingum og er hokinn af reynslu af vinnu með kvíða, depurð, þunglyndi og streitu. Eins sinnir hann fjölskylduráðgjöf Í þessum þætti tölum við kollegarnir og gömlu vinirnir aðallega um kvíða og hvernig hann birtist okkur bæði líkamlega og andlega. Hver eru einkenni kvíða og hvaða verkfæri standa okkur til boða til að tækla og minnka kvíða í daglegu lífi. [email protected] www.arnigudmundsson.com Upphafs og lokastefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. Afsláttarkóðar: 24Iceland.is = ragganagli = 20% afsláttur Hverslun.is = ragganagli = 20 % afsláttur Altis.is = ragganagli = 20% afsláttur
2/5/20191 hour, 10 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

# 6 - Vaxtarrækt og fitness með Kidda Sam

Kristján Samúelsson eða Kiddi Sam er að öðrum ólöstuðum einn fremsti fitness og vaxtarræktarkappi sinnar kynslóðar. Hann keppti á yfir 10 mótum en hefur nú lagt Speedo skýluna á hilluna. Kiddi byrjaði að lyfta lóðum 16 ára gamall og keppti fyrst árið 1997. Hann hefur verið búsettur í Malmö síðasta áratuginn og starfað lengi sem einkaþjálfari og fjarþjálfari og er hafsjór að fróðleik þegar kemur að lyftingum, niðurskurði, mataræði og öðrum undirbúningi fyrir mót. Í þessum þætti nördumst við í Ketó, fitness, þjálfun, Crossfit, lyftingum og hvernig maður sameinar fitnessundirbúning með fjölskyldulífi. Hann segir okkur frá sínum stærstu mistökum í undirbúningi fyrir mót og kemur með skemmtilegar sögur af svaðilförum í Austur Evrópu. Instagram @kiddisam Facebook Kristjan Samuelsson Upphafs og lokastefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. Afsláttarkóðar: 24Iceland.is = ragganagli = 20% afsláttur Hverslun.is = ragganagli = 20 % afsláttur Altis.is = ragganagli = 20% afsláttur
1/24/20191 hour, 16 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Þáttur 5 - Heilsuvarpið: CrossFit með Anítu Dögg Watkins

Aníta Dögg Watkins er eigandi og þjálfari í Kraftværk, vinsælli CrossFit stöð í Kaupmannahöfn sem hún á og rekur ásamt eiginmanni sínum. Hún er lærð hárgreiðslukona en sinnir nú einungis þjálfunarstörfum og er hafsjór af fróðleik og hokin af reynslu í öllu sem viðkemur CrossFit, BootCamp, OCR og mobility. Við fórum um víðan völl varðandi þjálfun og mataræði í þessu lauflétta spjalli. Njótið! - Ragga Nagli _____________________________________ Upphafsstef Heilsuvarpsins er eftir Arnar Boga Ómarsson sem er á Spotify undir listamannsnafninu Boji.
1/14/20191 hour, 2 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Þáttur 4 - Heilsuvarpid: Streita með Gústa lækni

Gústi læknir, Ágúst Óskar Gústafsson, er heimilislæknir í Kaupmannahöfn. Hann hefur sérhæft sig í meðhöndlun á streitu og heldur úti Facebook síðu "Ekki halda stressi til streitu." Hér talar hann um áhrif streitu á líkamlega heilsu og við ræðum hvaða bjargráð við getum notað til að höndla sreituvalda og minnka áhrif hennar. Gústi lumar á ýmsum ráðum úr sínu klíníska starfi og reynslu af meðhöndlun sjúklinga sinna.
1/2/20191 hour, 13 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Þáttur 3 - Heilsuvarpid: Svefn með Helga Ómars

"Ég gleymdi að ýta á rec!!!" Í upphafi heyrið þið örvæntingarástand sem skapaðist í miðri upptöku þar sem ég hélt að ég hefði gleymt að ýta á upptökutakkann. Okkur fannst við hæfi að hafa það með til að sýna að við erum öll mannleg og gerum mistök. Í þessum þætti er fjallað um undirstöðuna fyrir alla heilsuhegðun - svefninn. Af hverju þurfum við að sofa? Hvernig getum við bætt svefninn? Hvaða skref getum við tekið fyrir lengri og dýpri svefn. Hvaða afleiðingar hefur það á heilsuna okkar að sofa of stutt. Hér er nördast í rannsóknum, pælingum, fræðunum á bakvið það sem flestum þykir notalegast að gera.... að knúsa koddann í draumalandinu. Upphafs og lokastefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. Afsláttarkóðar: 24Iceland.is = ragganagli = 20% afsláttur Hverslun.is = ragganagli = 20 % afsláttur Altis.is = ragganagli = 20% afsláttur
12/19/201848 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Þáttur 2 - Heilsuvarpið: Æfingar með Bigga þjálfara

Gestur þáttarins er Arnaldur Birgir Konráðsson, þjálfari til 20 ára og einn stofnanda Boot Camp á Íslandi. Við ræðum um allt sem viðkemur hreyfingu, æfingum, hvatningu og hver eru algengustu mistökin sem hann sér í ræktinni. Hann kemur með mörg góð ráð fyrir byrjendur og lengra komna.
12/11/20181 hour, 3 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Þáttur 1 - Heilsuvarpid: Fimm máttarstólpar heilsu

Í þessum þætti er fjallað um fimm máttarstólpa góðrar heilsu og nauðsynlegar heilsuvenjur undir hverjum og einum sem stuðla að betri líðan og lífsgæðum. Svefn. Mataræði. Hreyfing. Streitustjórnun. Félagslíf.
11/29/201818 minutes, 38 seconds