Fjórða vaktin er hlaðvarp þar sem rýnt er í málefni líðandi stundar út frá femínísku sjónarhorni. Til þess að hlusta þarftu að kaupa áskrift. Engar áhyggjur, þér verður leiðbeint áfram.
Lokaþáttur: Sumt virkar og annað ekki
Við sögðum í upphafi að þetta væri tilraun og þessi tilraun gekk ekki upp. Hér rýnum við í ferlið og ræðum stuttlega sturlaða fasista sem stunda þjóðarmorð og hægriöfgaöflin sem eru að mynda bandalög um allan heim. Takk fyrir okkur. Fjórða vaktin stimplar sig hér með út. Sjáumst annarsstaðar. - Sóley Tómasdóttir og Þorsteinn V. Einarsson
12/13/2023 • 25 minutes, 22 seconds
16. TÍS Áttavillt í hinsegin hatri - ÁSKRIFT Á FJÓRÐAVAKTIN.IS
ATH Þetta er aðeins brot úr þættinum - fáðu áskrift á fjordavaktin.is Í þættinum fjöllum við um um föstudagshugleiðingu sem Sóley Tómasdóttir skrifaði um þær árásir sem hinsegin fólk hefur mátt sæta að undanförnu - og hvernig við sem ekki tilheyrum hinseginsamfélaginu getum mögulega lagt okkar af mörkum og staðsett okkur með gagnrýnum hætti í upplýsinga óreiðu. Umsjón: Sóley Tómasdóttir og Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. SIlla - I Want All Áskrift á fjordavaktin.is
9/18/2023 • 4 minutes, 3 seconds
14. TÍS Hláturtjákn sem valdatól
Áskriftarþáttur: https://www.fjordavaktin.is/ Grín getur verið valdeflandi til að þola við í fáránlegum aðstæðum en grín getur líka verið öflugt valdatæki. Karlrembur hafa áttað sig á hversu öflugt tæki hæðni getur verið og vinna markvisst með það til að grafa undan og þagga niður í þolendum og baráttufólki. Við kryfjum og ræðum hæðni með sérstaka áherslu á hláturtjákn á samfélagsmiðlum. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson og Sóley Tómasdóttir Tónlist: Mr. Silla - I Want All (án söngs) Til að hlusta á allan þáttinn: https://www.fjordavaktin.is/
8/25/2023 • 2 minutes, 21 seconds
12. TÍS Feðraveldi
Í þessum þætti útskýrum við eitt grundvallarhugtaka kynjafræðinnar, kynjakerfið eða feðraveldi, sem litar líf okkar allra og konur og kvár finna fyrir í daglegum veruleika á meðan karlar geta komist upp með að hunsa tilvist þess. Umfjöllunin byggir á grein Þorgerðar Einarsdóttur um kenningar Sylviu Walby. Umsjón: Sóley Tómasdóttir og Þorsteinn V. Einarsson Tónlist. Mr. Silla - I Want All (án söngs) Hlustaðu á þáttinn í heild með áskrift á fjór ðavaktin.is
6/11/2023 • 3 minutes, 20 seconds
11. TÍS Píkur, MA, Freyja og frekir kallar
Áskriftarþáttur - hlustaðu á allt í gegnum fjórðavaktin.is Við lítum yfir fréttir undanfarinna vikna og stöldrum við fjögur mál: píkucomment þjálfara karlaliðs Víkings í fótbolta, enn eitt skiptið sem Freyja Haraldsdóttir fær okkur til að hugsa, stöðu brotaþola, freka hvalveiðikallinn og hvað það er í raun margt líkt með kynbundnu ofbeldi og hvalveiðum. Umsjón: Sóley Tómasdóttir og Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr Silla Áskriftarþáttur - hlustaðu á allt í gegnum fjórðavaktin.is
5/19/2023 • 4 minutes, 5 seconds
10 TÍS Virkar vinnan okkar?
Áskriftarþáttur --> https://www.fjordavaktin.is/ Við fjöllum um vinnuna okkar í þessum þætti þ.e. ráðgjafa- og fyrirlestrahaldið, jafnréttisiðnaðinn, sem við höfum stundað undanfarin ár á hundruðum fjölbreyttra vinnustaða. Gefum innsýn í reynslu okkar, áhrifunum sem við teljum okkur hafa, hvenær við sjáum komu okkar einungis til skrauts og hvenær við greinum raunveruleg merki um vilja til breytinga. Gefum líka smá innsýn í mistök, vonbrigði og hindranir sem við höfum mætt. Umsjón: Sóley Tómasdóttir og Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. Silla - I Want All (án söngs) TIl að hlusta á þáttinn í heild þarftu að vera áskrifandi á https://www.fjordavaktin.is/
5/3/2023 • 4 minutes, 1 second
8 TÍS „Atvinnurekendur komast upp með að ræna konur“ - Fjórða vaktin
fjórðavaktin.is Í þessum þætti fjöllum við um launamun kynjanna og áhrif hans á konur og samfélagið í heild. Tilefnið er að sjálfsögðu nýfallinn dómur og umfjöllun um stórfelldan launamun hjá Innheimtustofnun sveitarfélaganna. Við setjum launamun í sögulegt og samfélagslegt samhengi, förum yfir miskann eða afleiðingar af kerfisbundnu launalegu misrétti og krefjumst þess að atvinnurekendur hætti að ræna konur. Umsjón: Sóley Tómasdóttir og Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. Silla - I want all (án söngs) Til að hlusta á þáttinn í heild geturðu keypt áskrift á fjórðavaktin.is
4/14/2023 • 4 minutes, 4 seconds
7 TÍSER Karlhatandi heilaþvottur femínista og kynjafræðinga
Hlustaðu á fjordavaktin.is Splunkuný greining á andspyrnu við kynjafræði og femínisma innan akademíunnar rímar ljómandi vel við íslenskan samtíma og sambærilegar eldri greiningar, enda virðist lítið fara fyrir sköpunargleði hjá andstæðingum femínisma. Í þættinum koma karlar sem fletta ofanaf konum við sögu, karlar sem óttast heittrúaðar saumakúbbskerlingar í háskólanum og svo allir karlarnir sem ráðast bara beint á okkur með fúkyrðum. Umsjón: Sóley Tómasdóttir og Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. Silla - I Want All (án söngs) Hlustaðu á allan þáttinn á fjordavaktin.is (Þátturinn kemur út miðvikudaginn 22. mars)
3/21/2023 • 3 minutes, 33 seconds
6 TÍSER Þroskaferlið okkar - Ólíkir mælikvarðar
Allur þátturinn á fjordavaktin.is Hvaða vandamál koma upp þegar miðaldra kona með áratuga reynslu af femínískum aktívisma og yngri karl sem vissulega er með svolitla reynslu ákveða að búa til hlaðvarp? Hvernig bregðast þau við viðvörunarljósunum sem kvikna hjá konunni og karlinn skilur ekki? Í þættinum ræða Sóley og Steini um óþægilegt samtal sem þau áttu um undirbúning, eðli og afstöðu í þáttunum og lærdómana sem þau draga af því. Persónulegt þroskaferli ígrundað og sett í víðara samhengi við rannsóknir á þátttöku karla og kvenna í jafnréttisvinnu. Umsjón: Sóley Tómasdóttir og Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. Silla - I Want All (án söngs) Allur þátturinn á fjordavaktin.is
3/15/2023 • 4 minutes, 21 seconds
5. (TÍSER) Haturstal og skýrsla fjölmiðlanefndar
Í þættinum fjöllum við um mikilvægi þess að ræða um upplýsingaóreiðu, skautun og hatursorðræðu en bendum á hætturnar sem felast í að birta skýrslu fjölmiðlanefndar algerlega án samhengis við valdakerfið, eðli þess og leiðirnar sem það notar til að viðhalda sér. Umsjón: Sóley Tómasdóttir og Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. Silla - I Want Allt (án söngs) Hlustaðu á allan þáttinn með því að gerast áskrifandi: https://www.fjordavaktin.is/
3/2/2023 • 4 minutes, 55 seconds
4 (TÍSER) Tilkall og tilkarlar í ljósi Kate Manne
Í þessum þætti rýnum við í hugtakið entitlement út frá skilgreiningu Kate Manne í bókinni Entitled og setjum í samhengi við birtingarmyndir í íslensku samfélagi og í okkar eigin hegðun. Umsjón: Sóley Tómasdóttir og Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. Silla - I Want All (án söngs) Til að hlusta á allan þáttinn geturðu farið inn á fjórðavaktin.is og gerst áskrifandi.
2/22/2023 • 4 minutes, 27 seconds
3. tíser Virka aðgerðir í jafnréttismálum?
Virka átök, herferðir og vitundavakningar í jafnréttismálum? Við rýnum í nýlegar aðgerðir og potum í það sem miður fer og skoðum þær sem hafa verið vel hepppnaðar að okkar mati. Til að hlusta á allan þáttinn geturðu keypt áskrift á fjórðavaktin.is [Þáttur kemur út í fullri lengd á miðvikudagsmorgun (15. feb 2023).] Umsjón: Sóley Tómasdóttir og Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. Silla - I Want All (án söngs)
2/13/2023 • 4 minutes, 14 seconds
2. (tíser) Naglalakkaðir karlar menningarnám eða aktivismi
Veltum fyrir okkur hvort naglalakk á sískynja gagnkynhneigðum strákum og körlum sé hluti af hybrid karlmennsku eða menningarnámi eða geti ennþá verið öflugt tæki til að brjóta niður ráðandi karlmennsku. Til að hlusta á allan þáttinn þarftu að gerast áskrifandi inni á fjórðavaktin.is en fyrstu 100 áskrifendur fá brautryðjendaafslátt. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson og Sóley Tómasdóttir Tónlist: Mr. Silla - I Want All (án söngs) fjórðavaktin.is
2/8/2023 • 4 minutes
1. Kvennasamstaða (tíser)
Í þessum fyrsta þætti fjöllum við um hitamál sem talsvert hefur verið til umræðu í samfélaginu að undanförnu - Kvennasamstöðu. Hér geturðu hlustað á örstutta búta úr þættinum en til að hlsuta á þáttinn í heild þarftu að gerast áskrifandi á fjórðavaktin.is (Fyrstu 100 áskrifendur fá brautryðjendaafslátt og þá mun áskriftin kosta 1190 kr á mánuði í stað 1990 kr.) Umsjón: Sóley Tómasdóttir og Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. Silla - I Want Allt (án söngs) Fáðu þér áskrift á fjórðavaktin.is
2/7/2023 • 4 minutes, 2 seconds
Kynningarþáttur
Í þessum örstutta kynningarþætti ætlum við aðeins að fara yfir hver við erum, hvað við erum að pæla og hvers vegna. Þú getur fengið aðgang að 2-4 fræðsluþáttum í mánuði með því að kaupa áskrift á fjórðavaktin.is Umsjón: Sóley Tómasdóttir og Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. Silla - I Want All (án söngs)