About
Allt var fullkomið þar til tónlistin hætti. Diskóið var lífsstíll. Ljósin, dansinn og músíkin komu saman og sköpuðu algleymi. Í diskóinu var frelsi fyrir minnihlutahópa að vera þeir sjálfir. Fólk af hvaða uppruna sem er var konungborið um stund. Dansarar skreyttir glitri og glimmeri í taumlausum dansi á upplýstu gólfinu. Í þættinum er tónlistarstefnan skoðuð út frá baráttu litaðs fólks, hinsegin fólks og kynfrelsi og kynvitund kvenna. Umsjón: Eva Halldóra Guðmundsdóttir og Vigfús Karl Steinarsson.