Athafnafólk er hlaðvarpsþáttur þar sem talað er við fólk sem hefur náð eftirtektarverðum árangri í viðskiptalífinu.
71. Finnur Oddsson, forstjóri Haga
Viðmælandi þáttarins er Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Hagar er samstæða fyrirtækja sem starfa á íslenskum matvöru-, sérvöru- og eldsneytismarkaði og starfa um 2.600 starfsmenn hjá samstæðunni. Dótturfélög í samstæðu Haga eru Hagar verslanir ehf., (Bónus, Hagkaup og Aðföng), Olís ehf., Bananar (dreifingaðili á grænmeti og ávöxtum), Noron (Zara), Eldum rétt og Stórkaup heildverslun.
Finnur er fæddur árið 1970 og ólst upp Seljahverfinu. Finnur gekk í Verzlunarskóla Íslands og lauk BA próf í sálfræði frá Háskóla Íslands, M.A. og Ph.D gráðu í sömu grein frá West Virginia University í Bandaríkjunum og auk þess AMP í viðskiptafræði frá IESE Viðskiptaháskólanum í Barcelona. Finnur var á árunum 2013 til 2020 forstjóri hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Origo hf. og starfaði um árabil sem lektor við Háskólann í Reykjavík og stýrði þar meðal annars uppbyggingu á MBA námi HR og Stjórnendaskóla HR. Hann sat í háskólaráði HR frá 2009 til 2017 og var formaður ráðsins til ársins 2014. Þá starfaði Finnur um fimm ára skeið sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Finnur situr í stjórn ýmissa dótturfélaga Haga en hefur áður setið í stjórn ýmissa dótturfélaga Origo sem og Orf líftækni, Distica og Sling
Þátturinn er í boði Indó og Skaga.
9.10.2024 • 1 Stunde, 17 Protokoll, 56 Sekunden
70. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Köru Connect
Viðmælandi þáttarins er Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Köru Connect, sem tengir saman starfsmenn fyrirtækja við ólíka sérfræðinga í velferð og geðheilbrigðisþjónustu. Í dag býður Kara Connect upp á nýja vöru, velferðartorg fyrirtækja, sem getur nýst stjórnendum vel til að styðja starfsfólk við ólíkar áskoranir í lífi og starfi. Margir kannast við Þorbjörgu úr pólitík og borgarstjórn en frumkvöðlastörf hafa átt hug hennar allan síðastliðin ár. Þorbjörg gekk í Verzlunarskóla Ísland og lauk síðan B.A. í uppeldis og menntunarfræðum frá Háskóla Íslands og síðar Master í námssálfræði frá University of Washington. Þorbjörg er fædd 1972, ólst upp í smáíbúðahverfinu í Reykjavík og gekk í Verslunarskóla Íslands og kláraði síðan BA gráðu í uppeldis- og menntunarfræðum frá Háskóla Íslands og master í námssálfræði frá University of Washington í Seattle þar sem hún einbeitti sér að heilaþroska barna og ungmenna. Þorbjörg hefur búið í Bandaríkjunum, Frakklandi, á Spáni og í Kaupmannahöfn en líður alltaf best á Íslandi.
Þátturinn er kostaður af Skaga og Indó.
20.9.2024 • 1 Stunde, 9 Protokoll, 19 Sekunden
67. Tryggvi Björn Davíðsson, meðstofnandi indó
Viðmælandi þáttarins er Tryggvi Björn Davíðsson, meðstofnandi Indó sparisjóðs. Indó kom inn á fastmótaðan bankamarkað í byrjun síðasta árs og hefur hrist upp í markaðnum með því að bjóða upp á nýja einfalda bankaþjónustu á góðum kjörum. Tryggvi er fæddur árið 1973 og ólst upp í vesturbæ Reykjavíkur. Hann gekk í Menntaskólann á Akureyri og lauk B.S. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.S. gráðu í fjármálum frá Université Sciences Sociales í Frakklandi og MBA gráðu frá INSEAD í París. Tryggvi á að baki áratuga reynslu á fjármálamarkaði, bæði hérlendis sem og erlendis og hefur búið og starfað í Frakklandi, Indónesíu, Singapore og Bretlandi.
Þessi þáttur er í boði Skaga og Indó.
29.8.2024 • 1 Stunde, 30 Protokoll, 14 Sekunden
66. Sindri Már Finnbogason, stofnandi Tixly (Tix.is)
Viðmælandi þáttarins Sindri Már Finnbogason, sem er sjálflærður forritari, en hann byrjaði að forrita á Sinclair Spectrum aðeins 7 ára gamall. Hann kláraði ekki framhaldsskóla heldur fór að vinna sem forritari hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Innn sem þróaði vefumsjónarkerfið LiSA. Árið 2003 stofnaði hann Miði.is sem seldi miða á alla viðburði á Íslandi í mörg ár en Miði.is keypti svo miðasölufyrirtækið Billetlugen í byrjun árs 2008 og flutti Sindri til Kaupmannahafnar og var þar í fimm ár þangað til hann tók sér ársfrí frá miðasölubransanum og stofnaði svo Tix.is, árið 2014, sem sérhæfir sig í miðasölulausnum fyrir viðburðarhaldara á borð við menningar- og viðburðarhús. Tix varð svo að Tixly og í dag starfa rúmlega 50 manns hjá fyrirtækinu og er miðasölukerfi Tixly komið í notkun í 14 löndum og með skrifstofur í 9 löndum.
Þátturinn er í boði Indó og Skaga.
1.7.2024 • 1 Stunde, 54 Protokoll, 10 Sekunden
65. Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga hf.
Viðmælandi þáttarins er Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga, móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar. Hann er fæddur árið 1979 í Reykjavík og er ættaður úr Dölunum á Vesturlandi en ólst upp í Seljahverfinu í Reykjavík. Haraldur gekk í Menntaskóla Reykjavíkur og þaðan lá leiðin í Háskólann í Reykjavík þar sem hann lauk BS prófi í viðskiptafræði. Hann lauk svo MBA-gráðu frá IESE Business School og jafnframt prófi í verðbréfaviðskiptum.
Haraldur hefur langa reynslu af störfum á fjármálamarkaði. Hann er einn af þremur stofnendum Fossa fjárfestingarbanka og var jafnframt forstjóri bankans árin 2015 til 2023. Á árunum 2011 til 2015 gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra markaðsviðskipta Straums fjárfestingarbanka hf. og átti jafnframt sæti í framkvæmdastjórn bankans á sama tímabili. Á árunum 2007 til 2010 starfaði hann sem framkvæmdastjóri fjárstýringar Exista hf. og var forstöðumaður fjármögnunar hjá sama félagi.
Þessi þáttur er í boði Indó, Skaga og Taktikal.
18.6.2024 • 1 Stunde, 43 Protokoll, 2 Sekunden
64. Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca Cola á Íslandi
Viðmælandi þáttarins er Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola Europacific Partners á Íslandi (CCEP). CCEP er leiðandi fyrirtæki í neytendavöru á heimsvísu og er með starfsemi í 30 löndum í Evrópu, Asíu og Eyjaálfu. Starfsmenn fyritækisins eru 45 þúsund og þjónar fyrirtækið yfir 600 milljón neytendum.
Anna Regína er fædd árið 1982 og er alin upp í Kópavogi. Hún gekk í Menntaskólann í Kópavogi og kláraði BS próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og meistarapróf frá DTU í Kaupmannahöfn. Fyrstu árin eftir útskrift vann Anna við arðsemisgreiningar, kostnaðargreiningar og verkefnastjórn í erlendum jarðvarmaverkefnum. Frá árinu 2012 hefur Anna Regína unnið hjá Coca-Cola á Íslandi í hinum ýmsu störfum, m.a. forstöðumaður hagdeildar, framkvæmdastjóri fjármálasviðs og framkvæmdastjóri sölusviðs áður en hún tók við sem forstjóri félagsins árið 2023.
Þessi þáttur er kostaður af Skaga, Indó og Taktikal.